Hæstaréttardómar Útgefandi: Hæstaréttarritari. KII. árgangur. 1931. Miðvikudaginn 7“. jan. 1931. Nr. 20/1930. H/f. Alliance o. fl. (Bjarni Þ. Johnson) gegn Industri og Handelsunionen, Köben- havn og gagnsök (Theódór Lindal). Bætur.fyrir vanefndir á samningi. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 15. febr. 1930: Stefndir, h/f. „Alliance“, h/f. Sleipnir“, Fiski- veiðablutafélagis „Ísland“ og firmað H. P. „Duus“, greiði allir fyrir einn og einn fyrir alla stefnandanum, firmanu Industri- og Handelsunionen í Kaupmannahöfn, d.kr. 9133.34 með 69% ársvöxtum frá 27. maí 1929 til greiðslu- dags og kr. 450.00 í málskostnað innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Máli þessu hefir verið skotið til hæstaréttar af hálfu beggja aðilja. Krefjast aðaláfrýjendurnir, h/f Alliance, h/f Sleipnir, fiskiveiðahlutafélagið Ísland og firmað H. P. Duus, þess, að þeir verði sýknaðir af greiðslu þeirra 9133 kr. 34 a. auk vaxta og málskostnaðar, er þeim var gert að greiða í undirrétti, en þessi krafa þeirra verður eigi tekin til greina af ástæðum þeim, er tekmar eru fram í hinum áfrýjaða gesta- réttardómi. 2 Gagnáfrýjandi, h/f. Industri og Handelsunionen, Köbenhavn, hefir hinsvegar krafizt þess, að aðal- áfrýjendurnir verði, auk áðurnefndra d. kr. 9133,34, dæmdir til að greiða vexti af umsömdum mánaðar- greiðslum til 31. dez. 1928, d. kr. 247,50 og d. kr. 15000 sem bætur fyrir sölulaun, er hann hafði orðið af vegna samningsrofanna af hálfu aðaláfrýjenda, eða samtals d. kr. 24,380,84, með 6% ársvöxtum frá 1. jan. 1929 til greiðsludags. Með því að ekki er heimild til að dæma aðalá- frýjendur gegn mótmælum þeirra, til að greiða vexti af nefndum mánaðargreiðslum, fyrr cn frá stefnudegi, verður hinn fyrri kröfuliður kr. 247,50) eigi tekinn til greina. Hvað síðari kröfuliðinn snertir, er það að vísu ákveðið í samningi aðilja 14. sept. 1927, að gagn- áfrýjandi skuli fá 3% í sölulaun af andvirði þess fiskjar, er seldur yrði til landa þeirra, er ræðir um í samningnum, en með þessu ákvæði höfðu aðal- áfrýjendur eigi skuldbundið sig til að selja fisk þangað, og hlaut þetta að sjálfsögðu að vera undir því komið, að sagnáfrýjanda gæti tekizt að „fla þar aðgengilegra sölukjara, en þegar í bréfi h/f Sleipnir, dags. 16. jan. 1928, er það tekið fram, að markaðshorfur væru ekki slíkar, eftir framkomn- um upplýsingum, að þeir sæu sér fært að senda saltfisk þangað til sölu, og hefir gagnáfrýjandi ekki fært líkur fyrir því, að hann hefði getað útvegað viðunandi markað fyrir íslenzkan saltfisk á Þeim tíma, er hér ræðir um, þótt sölutilraunum hefði verið haldið áfram. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með skir- skotun til héraðlútandi ástæðna í hinum áfrýjaða 3 dómi, verður þessi kröfuliður eigi heldur tekinn til greina. Með því að einnig má fallast á málskostnaðar- ákvæði gestaréttardómsins, ber að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að málskostnað- ur í hæstarétti bæði í aðalsök og gagnsök falli niður. Þvi dæmist rétt vera: Hinum áfryjaða gestaréttardómi skal órask- að. Málskostnaður fyrir hæstarétti bæði í aðal- sök og gagnsök fellur niður. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er eftir samkomulagi málsaðilja höfðað fyrir sestaréttinum með stefnu, útgefinni 27. maí 1929, af firm- anu Índustri og Handelsunionen A/S. í Kaupmannahöfn, segn h/fj. „Alliance“, h.fj. „Sleipnir“, Fiskiveiðahlutafé- laginu „Ísland“ og firmanu H. P. Duus, öllum hér í bænum, til greiðslu á dönskum krónum 24380,84 auk vaxta og máls- kostnaðar. Málavextir eru þeir, að með samningi, dagsettum 14. sept. 1927, tókst stefnandi á hendur aðalumboð um fisk- sölu fyrir hin stefndu félög í löndunum: Peru, Venezuela, Columbia og Bolivia í Suður-Ameríku. Skyldu útsendir söluumboðsmenn stefnanda í þessum löndum starfa sem aðalumboðsmenn stefndra að því, er snerti sölu íslenzks saltfiskjar og jafnframt skyldi setja sérstaka sölumenn til þess að vinna að fisksölu á þessum slóðum. Upp í til- kostnað stefnanda við þetta skuldbundu hin stefndu fé- lög sig til þess að greiða d. kr. 900,00 á mánuði og skiptu þau greiðslunni þannig með sér, að h/fj. „Alliance“ skyldi greiða d. kr. 400,00 á mánuði, h/fj. „Sleipnir“ d. kr. 200,00, firmað H. P. Duus d. kr. 100,00 og Fiskiveiðahlutafélagið „Ísland“ d. kr. 200,00. Auk þess var svo um samið. að 4 stefnandi skyldi fá 3% af andvirði þess saltfiskjar sem seldur yrði til ofangreindra landa og fengist greiddur. Jafnframt því að hafa á hendi umboðssölu fyrir stefndu, skyldi stefnandi eftir nánara samkomulagi við þá og á þeirra kostnað kaupa fisksýnishorn í þessum löndun, og senda hingað, svo og afla upplýsinga um það, hvernig fiskurinn væri verkaður og hvernig um hann væri búið o. s. frv. Samningur þessi var upphaflega gerður til eins árs, en síðan mátti segja honum upp með tveggja mánaða fyrirvara og var Svo ákveðið, að h/fj. „Sleipnir“ skyldi annast bréfaviðskipti við stefnanda út af honum. Áttu nú aðiljarnir bréfaviðskipti saman um hríð, en með bréfi, dags. 16. jan. 1928, lýsa stefndir því yfir við stefn- anda, að þeir telji sig leysta frá samningnum frá 1. febr. 1928 og neita að greiða mánaðargjöldin framvegis. Höfðu þeir þá greitt mánaðargjald fyrir tvo fyrstu mánuði samn- ingstímans (dez. 1927 og janúar 1928) eða samtals d. kr. 1800,00. Slitu þeir síðan öllu sambandi við stefnanda og svöruðu einusinni ekki bréfum hans. Stefnandi telur þetta framferði stefndra algerlega ó- réttmætt og eigi þeir því að bæta að fullu það tjón, er hann hafi beðið vegna þessara vanefnda þeirra á samn- ingnum. Upphæð tjónsins reiknar stefnandi fyrst og fremst vangreidd mánaðargjöld samkvæmt samningnum í tíu mán- uði eða d. kr. 9000,00 ásamt vöxtum af hverri greiðslu frá síðasta degi þess mánaðar, sem greiðslan er fyrir, og nema þeir til 31. dezember 1928 d. kr. 247,50. Þá telur stefnandi sig eiga hjá steindum d. kr. 133,34 fyrir sýnishorn, er þeim hafi verið send, og loks sé ekki of hátt áætlað, að hann hefði getað selt fisk fyrir d. kr. 500,000 á samningstim- anum og nemi þá umboðslaunin 3 af þeirri upphæð eða d. kr. 15,000. Telur stefnandi þannig tjónið nema sam- tals d. kr. 24.380,84, og hefir hann gert þær réttarkröfur í málinu eins og að framan greinir, að stefndir verði in solidum dæmdir til þess að greiða þá upphæð með 6% ársvöxtum af d. kr. 9380,84 frá 1. jan. 1929 til stefnudags og af allri upphæðinni frá þeim degi til greiðsludags svo og málskostnað eftir taxta málaflutningsmannafélags Ís- lands með kr. 1072,50. Stefndir hafa mótmælt öllum kröfum stefnanda og krafizt sýknu af þeim og hæfilegs málskostnaðar hjá hon- 5 um eftir mati réttarins. Byggja stefndir sýknukröfuna á því, að stefnandi hafi alls ekki staðið við samninginn af sinni hálfu og hafi þeir því haft fulla ástæðu til þess að rifta honum og geti þvi ekki verið um að ræða, að þeir sén skaðabótaskyldir gagnvart stefnanda fyrir vanefndir. Aðalriftunarástæðurnar telja stefndir þær: 1% að stefnandi hafi hafizt handa eftir samningnum síð- ar en vera átti, 2 að stefnandi hafi ekki sent tafarlaust sýnishorn af salt- fiski frá Suður-Ameríku, þrátt fyrir skýlaus ákvæði samningsins, og 3 að umboðsmenn stefnanda í Suður-Ameríku hafi ekki verið þvi vaxnir að standa fyrir saltfisksölu þar, vegna þekkingarleysis á því sviði, auk þess sem engin aðal- umboð hafi verið sett þar á stofn, eða útsölumenn skipaðir eins og áskilið hafði verið. Þá hafa stefndir mótmælt sérstaklega kröfulið stefn- anda um d. kr. 133,34 fyrir sýnishorn, á þeim grundvelli, að þau hafi aldrei til þeirra komið, og ennfremur kröfu hans um umboðslaun sem alrangri og staðlausri. Stefnandi hefir nú mótmælt sérstaklega hverri ein- stakri varnarástæðu stefndra og haldið fast við kröfur sinar í málinu. Um 1. Eins og áður greinir var samningur sá, sem mál þetta er risið af, gerður 14. sept. 1927. Litlu síðar fór mað- ur sá, sem samdi við stefnda fyrir hönd stefnanda til Kaupmannahafnar, og að því er virðist, sendir stefnandi þegar, er umboðsmaðurinn kemur þangað eða 27. sept., símskeyti til Suður-Ameríku, sem hann staðfestir með bréfum sama dag, þar sem hann felur umboðsmönnum sínum í Venezuela og Peru að útvega þegar í stað og senda hingað sýnishorn af saltfiski svo og útvega allar mögu- legar upplýsingar viðvíkjandi saltfisksölu í þessum og nær- liggjandi löndum. Í bréfi til stefndra, dagsett þennan sama dag, tilkynnir stefnandi þeim þessa ráðstöfun sína og þar verður ekki séð, að stefndir hafi nokkru sinni fyrr heldur en í máli þessu kvartað yfir því við stefnanda, að hann hafi brugðið of seint við. Þvert á móti lýsa þeir í bréfi til stefnanda, dags. 14. okt. 1927, yfir ánægju sinni yfir þvi, hve fljótt hann hafi gert ráðstafanir til þess að útvega upplýsingar „viðvíkjandi saltfisksölunni, enda lít- 6 ur rétturinn svo á, að ekki verði til þess ætlazt af hon- um, að hann hæfist handa fyr en gert var. Verður réttur. inn því að fallast á það hjá stefnanda, að þessi riftunar- ástæða stefndra hafi ekki við rök að styðjast. Um 2. Í svarbréfi frá umboðsmönnum stefnanda í Su. ur-Ameríku við fyrrgreindum bréfum hans frá 27. sept. leggja þeir báðir til, að sýnishorn séu fengin hér frá nálæg- um löndum, er flytji fisk til Sður-Ameríku, og benda sér- staklega á Noreg, og byggja þá tillögu á því, að miklu 6- dýrara sé að fá sýnishorn þaðan auk þess sem hætt sé við, að sýnishornin væru farin að skemmast, ef þau væru fyrst send til Suður-Ameríku og svo endursend hingað upp, enda virðist það augljóst, og ekki getur það hafa verið neitt höfuðatriði, að sýnishornin væru keypt þar, þó ráð sé fyrir því gert í samningnum, heldur hitt, að sýnishornin fengjust af fiski verkuðum og pökkuðum fyrir Suður-Ameríku markað og þá þeim fiski, sem best seldist. Með bréfi til stefndra, dags. 22. okt. 1927, lét stefnandi fylgja eftirrit af bréfi umboðsmanns síns í Venezuela og býðst til þess að útvega stefndum sýnishorn frá Noregi. Því bréfi svara stefndir 17. nóv. 1927 á þá leið, að þeir þakki upplýsingarnar og geta "Þess, að þeir hafi Þegar sjálfir pantað sýnishorn bæði frá Noregi og Þýzkalandi. En nú virðist svo sem stefndir hafi ekki fengið sýnis- hornin frá þessum löndum, því að með símskeyti 21. (ey. 1927 krefjast þeir, að stefnandi útvegi þau frá Suður-Ame- ríku eins og tilskilið sé í samningnum. Gerði hann þegar ráðstafanir til þess, að framkvæmdarstjóri firmans, sem um þetta leyti var í þann veginn að fara ll Suður-Amc- ríku, útvegaði sýnishornin þar og eftir þvi, sem fyrir ligg- ur, verður það að teljast nægilega upplýst, að þau hafi komið hingað til landsins með e/s „Brúarfoss“, er för frá Kaupmannahöfn 11. apríl 1928. Rétturinn verður nú að fallast á það hjá stefnanda, að honum verði ekki sök á því gefin, að sýnishornin komu ekki til stefndra fyrr en raun varð á, því að honum var rétt að líta svo á eftir að hann fékk áðurgreint bréf stefndra frá 17. nóv. 1927, að þeir ætluðu sjálfir að út- vega þau, og hann þyrfti þvi ekki að svo stöddu að gera frekari ráðstafanir í því efni, og að sjálfsögðu hlaut það að taka alllangan tíma fyrir stefnanda frá því, er hann fékk 7 mrælt símskeyti frá steindum um útvegun sýnishorn anna, að afla þeirra frá Suður-Ameríku. Uni 3. Þá staðhæfingu sína, að umboðsmenn stefnanda í Suður-Ameríku hafi ekki verið starfi sínu vaxnir, byggja stefndir á því, að upplýsingar þær, sem þeir hafi útvegað. viðvíkjandi saltfisksölu þar hafi eingöngu verið aukaat- riði og því mjög lítils virði fyrir þá. Í málinu hafa nú verið lögð fram bréf og útdrættir úr bréfum til stefnanda frá umboðsmönnum hans í Peru og Venezuela. Í bréfum þessum eru margvíslegar upplýsingar, sem allar hafa ver- ið gerðar stefndum kunnar, um saltfiskmarkað í þessum og nálægum löndum, svo sem um hve mikið er flutt inn, at saltfiski í þessi lönd, hvaðan hann komi helzt, útsölu- verð hans, hver fiskstærð sé heppilegust, hvernig fiskur- inn sé pakkaður, hvenær ársins, salan sé mest o. fl. Verð- ur ekki fallizt á það hjá stefndum, að af þesum upplys- ingum sé hægt að draga þá ályktun að umboðsmennirnir hafi verið óhæfir til starfs sins. Þá verður ekki litið svo á, að ætlast verði til þess af stefnanda, að hann væri búinn að koma í verk að stofna aðalumboð og skipa sölumenn samkvæmt samningnum, er stefndir sögðu honum slitið, enda virðist það að nokkru leyti stefndra sök að svo var ekki, þar sem það er upplýst, að þeir létu ekki stefnanda, þrátt fyrir tilmæli hans, í té umboð handa framkvæmdarstjóra firmans, er fór til Suð- ur-Ameriku, til þess að stofna til sambands þar fyrir þeirra hönd. Samkvæmt framansögðu litur rétturinn svo á, að rift- unarástæður stefndra hafi ekki verið réttmætar og eru þeir þá bundnir við samninginn eftir skýrum ákvæðum hans þann styzta tíma, sem upphaflega var ákveðinn, eða í eitt ár, og ber þegar af þeirri ástæðu að dæma þá til að greiða umsamið endurgjald fyrir þann hluta samnings- timans, (10 mánuði), €r ógreitt er fyrir eða d. kr. 9000,00. Þá ber og að taka kröfu stefnanda, um d. kr. 133,34 fyrir sýnishorn, til greina, þar sem eins og áður greinir, það verður að teljast nægilega upplýst, að stefnandi hafi útvegað sýnishornin og sent þau hingað á sinn kostnað eftir kröfu stefndra og honum verður því að teljast óvið- komandi, þó þeir hafi ekki veitt þeim viðtöku er hingað kom. 8 Hinsvegar lítur rétturinn svo á að mjög ósennilegt sé, að nokkur veruleg sala á íslenzkum saltfiski hefði átt sér stað til umræddra landa á samningstímanum, þar sem hann var þar algerlega nýr á markaðinum og alkunnugt er, að alllangan tíma tekur að vinna markað fyrir nýja vöru. Stefnandi hefir heldur ekki upplýst, að nokkrar fjsk- pantanir hafi verið gerðar hjá stefndum fyrir milligöngu hans úr þessum löndum eða á annan hátt rökstutt Veru- lega, gegn mótmælum stefndra, kröfu sína um d. kr. 15000,00 í skaðabætur fyrir misst umboðslaun vegna samningsrofa stefndra, og þykir því rétt að sýkna þá af þessum lið dóm- kröfunnar. Úrslit málsins verða þá þau, að stefndir verði dæmdir til þess að greiða stefnanda d. kr. 9000,00 og d. kr. 133,34 = d. kr. 9133,34, en með vöxtum aðeins frá stefnudegi, þar sem vöxtunum hefir verið mótmælt sérstaklega og ekki var tiltekið í samningnum, að mánaðargjöldin hafi átt að greiðast í lok hvers mánaðar, og kemur þá kröfu- liður stefnanda um d. kr. 247,50 ekki til greina. Eftir þessum úrslitum þykir hæfilegt, að stefndir greiði stefnandanum kr. 450,00 í málskostnað. Vegna margvíslegra anna dómarans hefir dómur eigi orðið kveðinn upp í máli þessu fyrr en nú. Föstudaginn 9. jan. 1931. Nr. 93/1930. Valdstjórnin (Guðm. Ólafsson). gegn Óskari Þórðarsyni (Sveinbjörn Jónsson) Áfengislaga og bifreiðarlagabrot. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 17. sept.1930: Kærður, Óskar Þórðarson, greiði 150 króna sekt í ríkissjóð, og komi 12 daga einfalt fangelsi í stað sekt. arinnar verði hún eigi greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Svo skal hann og æfilangt sviftur leyfi til að stýra bifreið. Loks greiði hann allan kostnað sakarinnir, Dómi þessum skal fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 9 Dómur hæstaréttar. Af ástæðum þeim, er greinir í hinum áfrýjaða lögregluréttardómi og með þeirri athugasemd, að samkv. ákvæðum 20. gr. laga nr. 64/1930, verður eigi komist hj áþví að svifta kærða ökuskírteini æfilangt, ber að staðfesta dóminn, þó þannig, að greiðslufrestur sektarinnar telst frá birtingu dóms þessa. Kærða ber að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækj- anda og verjanda í hæstarétti, 60 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða lögregluréttardómi skal ó- raskað, þó þannig, að greiðslufrestur sektar- innar telst frá birtingu dóms þessa. Kærði, Óskar Þórðarson, greiði allan áfrýjun- arkostnað málsins, þar með talin málflutnings- laun sækjanda og verjanda í hæstarétti, mál- flutningsmannánna Guðmundar Ólafssonar og Sveinbjörns Jónssonar, 60 kr. til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Óskari Þórðarsyni, Bræðraborgarstig 12, fyrir brot gegn ákvæðum bifreiðarlaganna nr. 56 frá 1926, og áfengislag- anna nr. 64, 1930. Málavextir eru þeir, sem nú skal greina. Hinn 12. þ. m., kl. 8 síðdegis, var hringt á lögregluvarðstofuna frá Meistaravöllum hér í bænum og tilkynnt, að bifreiðin nr. 10 411 hefði þá fyrir skemmstu ekið á 4 ára gamlan pilt vestarlega á Bræðraborgarstignum og meitt hann nokkuð. Bifreiðarstjórinn á bifreið þessari var kærður í þessu máli. Með því að lögreglunni lék grunur á þvi, að kærður mundi hafa verið undir áhrifum víns er þetta vildi til, hóf hyn samstundis leit að honum og fann hann í húsi einu á Sólvallagötunni og slóð bifreiðin RE. álí fyrir utan hús- ið. Fór lögreglan þá með kærðan á lögreglustöðina og var hann síðan seltur í varðhald. Fyrir réttinum hefir kærður borið það, að hann hafi farið heim til sín til þess að borða kl. um 7 umrætt kvöld. Kveðst hann hafa átt þar um hálfa flösku af portvíni heima hjá sér. Drakk kærður úr þessari flösku eflir matinn, siðan tók kærður rétt á eftir bifreiðina RE. 411, sem hann stýr- ir nú, og ætlaði að aka í henni upp á Sólvallagötuna. Vest. arlega á Bræðraborgarstignum komu 3 krakkar á móti honum, kveðst hann hafa verið á löglegum hraða og hafa ætlað að sneiða fram hjá krökkunum, en þá varð einn drengurinn fyrir öðru aurbretti bifreiðarinnar, og kastað- ist hann út fyrir veginn. Kærður tók barnið og ók með það að Meistaravöllum, þar sem það átti heima. Sjónarvoltar voru engir að þessum atburði, aðrir en börn þau, sem með drengnum voru, litlu eldri en hann, og hefir ekki þótt ástæða til að yfirheyra þau. Lögregluþjónar þeir, er sáu kærðan, hafa borið það fyr- ir réttinum, að það hafi ekki leynt sér, að hann var undir áhrifum áfengis, en telja hinsvegar ekki, að hann hafi ver- ið ölvaður. Drengurinn, sem fyrir bifreiðinni varð, meiddist litið, Hefir faðir hans gert 20 króna kröfu fyrir læknishjálp os hefir kærður þegar greitt þær. Kærður hefir hinn 13. apríl 1928 undirgengiz 100 króna sekt, fyrir að hafa verið undir áhrifum áfengis við bifreiðarakstur. Einnig hefir hann með dómi hæstarétt- ar, uppkveðnum 3. dezember 1928, verið dæmdur í 150 króna sekt fyrir sama brot og missi ökuleyfis í 12 mánuði. Framantalið brot kærða heyrir undir Í. grein, sbr. 14. grein laga nr. 56 frá 1926 og 20. grein laga nr. 64, 1930 og þykir refsing sú, sem hann hefir til unnið, með hlis- sjón af því, að hér er um þriðja brot að ræða, hæfilega ákveðin 150 króna sekt, sem renni í ríkissjóð og afplánist 11 með einföldu fangelsi í 12 daga, verði hún eigi greidd inn- an 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Ennfremur skal hann æfilangt sviftur leyfi til að stýra bifreið. Loks greiði hann allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Föstudaginn 16. jan. 1931. Nr. 57/1930. Jóhann Þ. Jósefsson, f. h. eigenda og vátryggjenda togarans Henny Picken- pack (Sveinbjörn Jónsson). gegn Jes Zimsen, f. h. fiskiveiðahlutafélags- ins Belgaum í Hafnarfirði (Enginn). Ómerkingardómur. Dómur hæstaréttar. Svo sem fram er tekið í hinum áfrýjaða dómi höfðaði áfrýjandi mál þetta fyrir sjódómi Hafnar- fjarðarkaupstaðar til greiðslu á skaðabótum út af árekstri, og lauk máli þessu svo í héraði, að málinu var vísað frá sjódóminum sökum ónógra upplyýs- inga. Þessum dómi hefir áfrýjandi skotið til hæsta- réttar með stefnu, útgefinni 3. júlí f. á., og hefir krafizi þess, að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og málinu vísað heim til dómsálagningar að efni til. Svo krefst hann og, að stefndi verði dæmdur til að greiða málskostnað fyrir hæstarétti. Stefndi hef- ir ekki mætt eða látið mæta í málinu og hefir það því verið rekið skriflega. Áfrýjandi hefir gert ákveðnar dómkröfur fyrir sjódóminum, lagt fram eftirrit af sjóréttarprófi í 12 Altona ásamt staðfestri þýðingu, virðingargerð af skemmdum á skipinu og ítarlega málsútlistun og þykja því nægileg gögn framkomin af hans hendi til að leggja efnisdóm á málið. Það verður því sam- kvæmt kröfu áfrýjanda að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og leggja fyrir sjódóminn að taka málið fyrir að nýju og leggja dóm á það að efni til. Svo verður og að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda máls- kostnað fyrir hæstarétti 120 kr. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera ómerkur og ber sjódóminum að taka málið fyrir að nýju og leggja dóm á það að efni til. Stefndi, Jes Zimsen, f. h. fiskiveiðahlutafé- lagsins Belgaum í Hafnarfirði, greiði áfrýj- anda, Jóhanni Þ. Jósefssyni, f. h. eigenda og vátryggjenda togarans Henny Pickenpack, 120 kr. í málskostnað fyrir hæstarétti, að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 19. jan. 1931. Nr. 109/1929. Helga Káradóttir o. fl. (Svb. Jónsson). gegn skiptaráðandanum í Vestmannaeyj- um, f. h. þrotabús Þórunnar Páls- dóttur, o. fl. (Guðm. Ólafsson). Kaupkröfur í þrotabú eigi teknar til greina. Úrskurður skiptaréttar Vestmanna- eyja 5. okt. 1929: Kröfur barnanna Helgu, kr. 1500.00, Óskars kr. 3600.00, Sigurbjörns kr. 3500.00 og 13 Guðna kr. 700.00, verða ekki teknar til greina við bú- skiptin. Dómur hæstaréttar. Með úrskurði, uppkveðnum í skiptarétti Vest- mannaeyja 1. maí 1929, var bú ekkjunnar Þórunn- ar Pálsdóttur í Presthúsum í Vestmannaeyjum, er sat í óskiptu búi eftir mann sinn, Kára Sigurðsson, sem andazt hafði 10. ág. 1925, tekið til skiptameð- ferðar sem gjaldþrotabú eftir beiðni hennar. Á skiptafundi í búinu 1. okt. 1929 var af hálfu áfrýj- endanna, fjögurra barna Þórunnar Pálsdóttur, Helgu Káradóttur, Óskars Kárasonar, Sigurbjarnar Kárasonar og Guðna Kárasonar, lýst í þrotabúið kaupkröfum, að upphæð svo sem greinir í forsend- um hins áfrýjaða úrskurðar. Þrír af skuldheimtu- mönnum búsins, er mættir voru á skiptafundi þess- um, mótmæltu þessum kröfum og með úrskurði, uppkveðnum 5. okt. 1929, ákvað skiptarétturinn, að kröfur þessar skyldu ekki teknar til greina við bú- skiptin. Þessum úrskurði hafa áfrýjendurnir skotið til hæstaréttar með stefnu, útgefinni 17. okt. 1929. og hafa þau stefnt skiptaráðandanum, f. h. þrotabús- ins, svo og þeim þremur skuldheimtumönnum, er mótmælt höfðu kröfum þeirra. Þegar málið var tek- ið fyrir í hæstarétti var að eins mætt af hálfu tveggja hinna stefndu, þeirra Helga Benediktsson- ar, f. h. verzlunarfélags Vestmannaeyja, og Jóns Einarssonar. Málið hefir því verið flutt skriflega samkvæmt 38. gr. hæstaréttarlaganna. Eftir að hinn áfrýjaði úrskurður var uppkveðinn hafa farið fram vitnaleiðslur í málinu. Stefndu hafa að vísu mótmælt gildi þessarar vitnaleiðslu, af þeim sökum, að hinn reglulegi dómari, sem jafn- 14 framt er skiptaráðandi í búinu, hafði gefið út vitna- málsstefnuna. En með því að setudómari fór að öðru leyti með vitnamálið, þá verður eigi talið, að þetta atvik hafi nokkur áhrif á sönnunargildi vitna- framburðanna. Með vitnaleiðslum þessum má telja það nægilega sannað, að áfrýjendur hafa síðustu árin áður en gjaldþrotaskipti í búi móður þeirra hófst, unnið henni, þannig, að arður af vinnu þeirra hafi runnið til hennar, en þau höfðu framfærslu sína á heimili hennar. Þórunn Pálsdóttir hefir enn- fremur gefið vottorð um það, hvert árskaup áfryýj- endur hafi haft hjá sér og hefir hún staðfest það fyrir rétti, með þeirri athugasemd, að áfrýiendun- um hafi verið lofað því kaupi, sem hægt væri að greiða þeim. Með þessu verður eigi talið, að mót- mælum stefndu gegn kröfum þessum sé hnekkt. Þegar litið er á það, hversu efnahag og ómegð Þór- unnar Pálsdóttur var varið, verður að telja það ó- sennilegt, að áfrýjendur og hún sjálf hafi getað bú- izt við því, að henni væri unnt að greiða kaup það. er hún telur sig hafa lofað áfrýjendum, og virðist þá sennilegri staðhæfing stefndu, um að áfrýjendur hafi unnið móður sinni til þess að stvrkja hana og vngri systkini sín, en slíkur styrkur verður eigi tal- inn afturkræfur úr þrotabúinu. Verður því að stað- festa hinn áfrýjaða úrskurð og ber þá áfrýjendum að greiða hinum stefndu, Helga Benediktssyni, f. h. verzlunarfélags Vestmannaeyja, og Jóni Einars- syni, málskostnað í hæstarétti, er ákveðst 100 kr. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða úrskurði skal óraskað. Áfrvjendur, Helga Káradóttir, Óskar Kára- son, Sigurbjörn Kárason og Guðni Kárason, 15 greiði eitt fyrir öll og öll fyrir eitt, stefndu, Helga Benediktssyni, f. h. verzlunarfélags Vest- mannacyja, og Jóni Einarssyni, 100 kr. í máls- kostnað í hæstarétti, að viðlagðri aðför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Börn ekkjunnar Þórunnar Pálsdóttur hafa gert kröfur þær, er að neðan greinir í þrotabúið: Flélga „innan a kr. 1500,00 Óskar ll. — 3600,00 Sigurbjörn ....0.......... — 93500,00 Gúðii — 700,00 Börnin hafa haldið því fram, að upphæðir þessar séu þannig til orðnar, að Þau hafi unnið endurgjaldslaust fyr- ir búið, með öðrum orðum, að þetta sé kaup þeirra. Kröfuhafar þeir, er mættu á skiptafundinum, mótmæltu því, að kröfurnar yrðu teknar til greina, og þar eð börn- in hafá engar sannanir fært fyrir réttmæti krafanna, þá verður skiptarétturinn að fallast á mótmæli kröfuhafa og verða framangreindar kröfur barnanna því ekki teknar til greina. Sátt var árangurslaust reynd á milli málsaðilja. Miðvikudaginn 21. jan. 1931. Nr. 103/1930. Réttvísin (Eggert Claessen). segn Ragnari Sigurjóni Baldvin Helgasyni si (Theódór Lindal). Þjófnaður. ) Dómur aukaréttar Reykjavíkur 7. okt. 1930: Ákærður, Ragnar Sigurjón Baldvin Helgason, sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 60 daga og greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægt að viðlagðri aðför að lögum. 16 Dómur hæstaréttar. Afbrot ákærða er í héraðsdóminum réttilega heimfært undir 6. gr. laga nr. 51, 7. mai 1928, og að því athuguðu, að ákærði hefir með dómi aukaréttar Reykjavíkur, 17. júlí 1929 verið dæmdur skilorðs- bundið í 12 daga fangelsi við venjulegt fangaviður- væri fyrir þjófnað, ákveðst nú refsing hans sam- kv. 8. gr. nefndra laga 30 daga fangelsi við venju- legt fangaviðurværi. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar í héraði og hæstarétti, þar með talin laun sækjanda og verj- anda í hæstarétti, 60 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Ragnar Sigurjón Baldvin Helgason, sæti 30 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og greiði allan kostnað sakarinnar í héraði og hæstarétti, þar með talin laun sækjanda og verjanda í hæstarétti, málflutningsmannanna Eggerts Claessen og Theódórs Líndal, 60 kr. til hvors. Dóminunm skal fullnægja með aðför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af réttvísinnar hálfu gegn Ragnari Sigurjóni Baldvin Helgasyni, Seljalandi hér í bænum, fyr- ir brot gegn 23. kapitula almennra hegningarlaga frá 25. júní 1869 og lögum nr. 51, frá 1928, um nokkrar breyting- ar til bráðabirgða á hegningarlöggjöfinni og viðauka við hana. Málavextir eru þeir, sem nú skal greina: Hinn 2. sept- ember síðastl. var lögregluþjónn nr. 26 í Austurstræti. 17 Kom þá til lögregluþjónsins Ólafur Jónsson bifreiðarstjóri og vakti eftirtekt hans á því, að maður hefði komið út af Hotel Ísland og hefði hann verið í yfirfrakka og með ann- an frakka, sem að hann reyndi til að hylja undir þeim frakka, sem hann var í. Lögregluþjónninn fór nú að svip- ast um eftir manni þessum, og er hann leit inn í portið bak við B. H. Bjarnason, fann hann ákærða þar og með honum annan mann Markús Guðmundsson frá Keflavik, sem var að fara í frakka. Báðir voru mennirnir undir áhrifum víns. Tók lögreglan menn þessa og fór með þá fyrst á lögreglustöðina og síðan í varðhald. Ákærður hefir fyrir réttinum skýrt svo frá, að hann hafi komið til bæjarins kl. 8 að morgni þessa dags. Eftir hádegi fékk hann sér eina flösku af portvíni og drakk hana ásamt áðurnefndum Markúsi og öðrum manni til. Skildi hann síðan við menn þessa, er þeir voru búnir að drekka úr flöskunni. Um kl. 4 gekk ákærður inn á Hotel Ísland, án þess að hafa þangað nokkurt erindi. Leit hann fyrst um salina, en settist ekki niður, fór síðan inn í fata- geymsluna, sá frakka, sem lá á borðinu í fatageymslunni. Greip ákærður frakkann um leið og hann gekk og stakk honum undir frakka sinn er hann var kominn út. Fyrir utan dyr hotelsins hitti hann Markús. Kveður hann hafa komið fát á sig, er hann hitti hann, og var með tvo frakka. Bað hann Markús að koma með sér inn í port hjá Brynjólfi Bjarnasyni, bað Markús að fara í frakkann, en í þeim svifum kom lögreglan. Kvaðst ákærður ekkert hafa minnzt á það við Markús, að frakkinn væri stolinn. Markús hefir fyrir réttinum borið það, að hann hafi um þetta leyti verið að koma ofan úr bæ, hafi hitt ákærðan í sundinu hjá Magnúsi Benjamínssyni. Bað ákærður hann að tala við sig og fóru þeir saman inn í portið hjá Brynjólfi Bjarnasyni, fékk ákærður honum þar frakka, kveðst hann hafa farið í hann í meiningarleysi, og í þeim svifum kom lögreglan, og kveður hann sér þá fyrst hafa dottið í hug, að ekki væri allt með felldu með frakkann. Ákærður hefir neitað því að hafa tekið fleiri frakka á Hotel Ísland, enda hefir ekki verið spurt um fleiri frakka, en frakki sá sem ákærður stal var samdægurs afhentur hinum rétta eiganda. Ákærður er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 2 18 17. oktober 1905 Hann hefir með dómi aukaréttar Reykja- víkur, uppkveðinn 19. júlí 1929, verið dæmdur skilorðs- bundið í 12 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi fyrir einfaldan þjófnað. Framangreint brot ákærða ber að áliti dómarans að heimfæra undir 6. grein laga nr. ól frá 1928 og þykir refsing sú, sem hann hefir tilunnið, hæfilega ákveðin fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 60 daga. Svo greiði hann allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Miðvikudaginn 28. jan. 1931. Nr. 71/1930: A. C. Broberg, f. h. vátryggingarfé- lagsins Danske Lloyd(Jón Ásbjörnsson). gegn Halldóri Einarssyni (Enginn). Vátryggingarbætur. Dómur bæjarþings Reykjavikur 17. júlí 1930: Stefndur, C. A. Broberg, greiði, f. h. vátryggingar- félagsins Danske Lloyd, stefnandanum, Halldóri Einars- syni, kr. 550.00 með 5% ársvöxtum frá 14. jan. 1930 til greiðsludags og kr. 60.00 í málskostnað innan fimmtán daga frá lögbirtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Stefndi hefir ekki mætt í máli þessu hér fyrir réttinum og hefir það því verið flutt skriflega sam- kv. 38. gr. hæstaréttarlaganna. Áfrýjandi krefst þess, eins og fyrir undirrétti, að verða sýknaður af öllum kröfum stefnda. Leggur hann í því efni sérstaklega áherzlu á, að stefndi hafi sýnt „staka ógætni“ með þvi að aka með miklu meiri hraða en lög leyfa, þá er slysið vildi til, kl. 9 19 að kvöldi hinn 20. okt. 1929, löngu eftir að aldimmt var orðið, enda hafi þá verið regn og alskýjaður himinn, en samkvæmt vátryggingarskilmálum sé tjón, sem vátryggður hafi valdið „með stakri ó- sætni“ undanskilið vátryggingu. Það er nú að vísu ákveðið í 6. gr. laga nr. 56, 15. júni 1926 um notkun bifreiða, að í dimmu megi ökuhraði bifreiða aldrei vera meiri en 15 km. á klukkustund, en með því að það er vitanlegt að bil- stjórar aka utan kaupstaða og kauptúna jafnaðar- lega með meiri hraða, allt að 2025 km. hraða á kl.stund, þótt dimmt sé af nótt, og þar sem gera verður ráð fyrir, að áfrýjanda hafi verið þetta kunnugt, er vátryggingarskirteinið var gefið út, verður eigi álitið, að hin tilfærðu orð úr vátrygging- arskilmálunum eigi við nefnt ákvæði bifreiðarlag- anna og 20—25 km. ökuhraði á klukkustund verð- ur í því falli, er hér ræðir um, þess vegna ekki tal- inn „stök ógætni“. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með skirskot- un til forsenda hins áfryjaða dóms ber að staðfesta hann. Þar sem ekki hefir verið mætt í málinu af hálfu stefnda fellur málskostnaður í hæstarétti niður. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða bæjarþingsdómi skal órask- að. Málskostnaður í hæstarétti fellur niður. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er eftir árangurslausa sáttaumleitun höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 14. febrúar s. 1, af 20 Halldóri Einarssyni, bifreiðarstjóra, hér í bæ, gegn kaptein C. A. Brogberg, f. h. vátryggingarfélagsins Danske Lloyd, Hverfisgötu 18 hér í bænum, til greiðslu skuldar, að upp- hæð kr. 550.00 með 5% ársvöxtum frá sáttakærudegi, 14. jan. s. 1. til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Tildrög málsins kveður stefnandi þau, að 29. júní 1929 hafi hann vátryggt bifreið sína RE. 119 hjá stefndu vá- tryggingarfélagi fyrir tjóni af bruna, slysum o. fl. og hafi félagið gefið út honum til handa skírteini nr. 51 um vá- tryggingu þessa. Hinn 20. október s. á. kveður stefnandi síðan það slys hafa borið að, að bifreiðin hafi oltið út af veginum hjá Smalaskála fyrir sunnan Hafnarfjörð, er hann var að aka henni þar á suðurleið, og hafi hún skemmst allmikið. Kveðst hann þá Þegar hafa tilkynnt stefndum tjónið, er hafi látið sækja bifreiðina og flytja hana til Reykjavíkur. Síðan hafi hann og stefndur komið sér sam- an um að útnefna sinn mannin hvor til þess að meta skað- ann, er orðið hafi á bifreiðinni við slysið og hafi mats- mennirnir orðið ásáttir um að meta hann á kr. 550.00. Stefndur hafi nú verið ófáanlegur til þess að greiða þessa upphæð eða nokkrar aðrar í bætur og sé því mál þetta höfðað. Stefndur hefir mótmælt kröfum stefnanda og krafizt sýknu af þeim og málskostnaðar hjá honum eftir mati rétt- arins. Byggir stefndur í frumvörn sinni sýknukröfuna ein- göngu á því, að samkvæmt 6. gr. hinna almennu vátrygg- ingarskilyrða félagsins, er hann hefir lagt fram, sé það skil- yrði fyrir skaðabótaskyldu þess, að bifreiðar þær, sem vátryggðar eru hjá því, séu í lagi og hæfar til þess, sem þær eru notaðar til, svo og í samræmi við ákvæði bifreiðalag- anna. Nú hafi hemlar bifreiðarinnar og ljós verið í ólagi er slysið varð, og telur stefndur, að þetta í sambandi við of hraðan akstur stefnanda hafi verið orsök þess, að slysið vildi til og komi því ekki til mála, að félaginu sé skylt að bæta tjón það, er af því hlauzt. Síðar í málinu hefir stefnd- ur haldið því fram, að vátryggingin á bifreiðinni hafi ekki verið í lagi, er tjónið varð, en þar sem því er ekki hreyft í frumvörninni, heldur það gagnstæða óbeinlinis viður- kennt í henni, þá verður að fallast á það hjá stefnanda, að 21 þessi mótbára stefnds sé of seint fram komin og verður hún því ekki tekin til greina, enda virðist einnig eftir því sem fyrir liggur, að hún hafi ekki við rök að styðjast, því að stefnandi hefir lagt fram fyrirvaralausa kvittun frá stefndum fyrir greiðslu iðgjalds fyrir vátryggingu á bifreiðinni yfir tímabilið frá 29. september til 29. dez- ember 1929, auk þess sem fyrrgreind framkoma stefnds, eftir að skemmdirnar urðu á bifreiðinni (það að hann lætur sækja bifreiðina og nefnir mann til þess að meta tjónið, er á henni varð,) bendir eindregið til þess, að hann hafi talið bifreiðina í ábyrgð hjá félaginu. Stefnandi hefir eindregið mótmælt því, að bifreiðin hafi verið í ólagi eða að óvarkárni hans hafi verið um að kenna, að tjónið varð. Stefndur hefir lagt fram í mál- inu til sönnunar staðhæfingu sinni um það atriði vottorð tveggja manna, er óku bifreiðinni 21. október 1929, þess efnis. að þá hafi hemlar bifreiðarinnar verið svo að segja gagnslausir og hafa bæði vottorðin verið staðfest fyrir rétti. En við framburð þenna er það að athuga, að vott- orðsgefendurnir skoða ekki bifreiðina fyr en eftir að slysið er orðið, en ekki er útilokað, að hún hafi farið úr lagi er hún valt út af veginum. Hinsvegar hefir við lög- regluréttarpróf, er haldið var hér í bænum út af slys- inu, ekki komið annað fram en að hemlarnir hafi verk- að eðlilega rétt áður en slysið varð. Við prófin upplýstist heldur ekki, að stefnandi hafi ekið hraðar en 15—25 km. á klukkustund. Verður því ekki talið nægilega upplýst hjá stefndum, að orsakir slyssins hafi verið óhæfur útbúnaður Þifreið- arinnar eða óvarkárni stefnanda, og litur rétturinn því svo á, að vátryggingarfélagið beri ábyrgð á umræddu tjóni, og þar sem stefndur hefir ekki mótmælt Þbótaupphæð- inni sem of hárri, þá verður hann dæmdur til þess að greiða hina umstefndu upphæð með vöxtum eins og kraf- izt hefir verið svo málskostnað, og þykir hann hæfi- lega ákveðinn kr. 60.00. 22 Föstudaginn 30. jan. 1931. Nr. 21/1930. Einar M. Jónasson (Sjálfur). gegn fjármálaráðherra, f. h. ríkissjóðs, Ólafi Jóhannessyni og Bergi Jónssyni. (Stefán J. Stefánsson). Uppboð. Uppboðsgerðir Barðastrandarsýslu 17. febr. 1930. Dómur hæstaréttar. Með bréfi, dags. 5. dez. 1929, var þess krafizt át hálfu fjármálaráðherra, f. h. ríkissjóðs, að fasteignir áfrýjanda, fyrv. sýslumanns Einars M. Jónassonar, yrðu seldar á nauðungaruppboði, þar á meðal hús- eign hans á Patreksfirði ásamt tilheyrandi lóð og mannvirkjum, % Nyýjatún á Vatneyrarlandi og bátanaust á Geirseyri, en eignir þessar höfðu 6. júní sama ár verið teknar fjárnámi til lúkningar dómskuld til ríkissjóðs að upphæð 61,192,47 kr. auk vaxta og kostnaðar. Fór uppboðið á eignum þessum fram í uppboðsrétti Barðastrandarsýslu þ. 17. febr. f. á. og varð fjármálaráðherra, f. h. rík- issjóðs, hæstbjóðandi að húseigninni, Ólafur kaup- maður Jóhannesson að % Nýjatúni og Pöntunar- félagið Patrekur að bátanaustinu og voru boð þeirra síðan samþykkt samkvæmt uppboðsskilmál- unum. Uppboði þessu hefir verið skotið til hæstaréttar með stefnu, dags. 8. apríl f. á., og hefir áfrýjandi stefnt fjármálaráðherra, f. h. ríkissjóðs, uppboðs- ráðandanum, Bergi sýslumanni Jónssyni og Ólafi kaupmanni Jóhannessyni. Hafa tveir hinir fyrst- 23 nefndu látið mæta í hæstarétti, en ekki hinn sið- astnefndi, og hefir því málið verið rekið skriflega. Áfrýjandi hefir í hæstarétti krafizt þess, að hin áfrýjaða uppboðsgerð og afsalsbréf þau, er gefin kunna að hafa verið út fyrir eignunum eftir upp- boðið, verði dæmd ómerk og réttur áfrýjanda til eignanna viðurkenndur og loks, að hinir stefndu verði allir fyrir einn og einn fyrir alla eða hver þeirra um sig, dæmdir til að greiða sér málskostn- að fyrir hæstarétti. Þeir hinna stefndu, er hafa látið mæta, hafa hins- vegar krafizt, að uppboðið verði staðfest og að á- frýjandi verði dæmdur til að greiða þeim máls- kostnað. Eins og þegar er getið, er Pöntunarfélaginu Pat- rekur, er varð hæstbjóðandi að bátanausti því, er selt var á hinu áfrýjaða uppboði, eigi stefnt í máli þessu og taka þo kröfur áfrýjanda einnig til sölu naustsins. Verður því ex officio að vísa málinu frá hæstarétti að því, er sölu nausts þessa snertir. Áfrýjandi byggir kröfu sína um ómerking upp- boðsins á því, að þeir, sem mættu á uppboðinu og buðu hæst í eignirnar, hafi ekki undirritað upp- boðsbókina, að uppboðið hafi ekki verið auglýst og tilkynnt lögum samkvæmt og hafi uppboðsráðandi orðið þess valdandi, að umboðsmaður áfrýjanda hafi ekki mætt á uppboðinu, og loks, að uppboðs- beiðni, uppboðsauglýsing og uppboðsskilmálar sé hvað á móti öðru, en uppboðsbeiðnin ein í samræmi við fjárnámið. En ekkert af þessu hefir við rök að styðjast. Upp- boðsgerðin ber það með sér, að uppboðsráðandi og uppboðsvottarnir hafa undirritað uppboðsbókina og getur það ekki varðað ómerkingu, að hæstbjóðend- 24. ur hafa ekki einnig ritað nöfn sín undir hana, enda er það ekki véfengt, að uppboðsgerðin hermi rétt það, er fór fram á uppboðinu. Að því, er snertir auglýsingu uppboðsins, þá er það í skjölum málsins upplýst, að það hefir verið auglýst þrisvar sinnum í Lögbirtingablaðinu, í fyrsta sinni 27. dez. 1929, eða meira en 6 vikum áður en uppboðið fór fram, og að uppboðsráðandi hefir þann dag sent áfrýjanda tilkynningu um það, og hefir þannig ákvæðum |. nr. 23, 7. maí 1928 verið fullnægt. Og eigi verður það heldur séð af skjölum málsins, að uppboðsráðandi hafi á annan hátt orðið þess valdandi, að umboðs- maður áfrýjanda mætti ekki á uppboðinu til þess að sæta réttar hans þar, og verður því uppboðsráð- anda ekki um það kennt, að eignirnar seldust lægra verði en áfrýjandi telur sannvirði þeirra hafa veri. Loks er það ekki rétt hermt hjá áfrýjanda, að ósam- ræmi sé milli uppboðsbeiðni, auglýsingarinnar os söluskilmálanna, og á uppboðinu eru yfirleitt engir þeir gallar, er varðað geti ómerkingu þess. Það ber því að staðfesta hina áfrýjuðu uppboðs- gerð og verður þá jafnframt að dæma áfrýjanda til að greiða málskostnað fyrir hæstarétti til þeirra hinna stefndu, er hafa látið mæta, og ákveðst hann 100 kr. til hvors þeirra. Þvi dæmist rétt vera: Að því, er snertir sölu bátanausts áfrýjanda á Geirseyri, vísast máli þessu frá hæstarétti, en að öðru leyti skal hinni áfrýjuðu uppboðsgerð óraskað. Áfrýjandinn, Einar M. Jónasson, greiði fjár- málaráðherra, f. h. ríkissjóðs og Bergi sýslu- 25 manni Jónssyni 100 kr. hvorum í málskostnað fyrir hæstarétti, að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 30. jan. 1931. Nr. 1/1930. Símon Guðmundsson gegn Helga Benediktssyni, f. h. verzlunar- félags Vestmannaeyja. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Símon Guðmundsson, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nyju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Svo greiði hann og stefnda, Helga Benediktssyni, f. h. verzlunarfélags Vestmannaeyja, er hefir látið mæta í málinu 75 kr. í ómaksbætur, að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 30. jan. 1931. Nr. 92/1930. Jón Ólafsson geg gegn Ingólfi Árnasyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Jón Ólafsson, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Svo greiði hann og stefnda, Ingólfi Árnasyni, er 26 látið hefir mæta í málinu, 40 krónur í ómaksbætur, að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 2. febr. 1931. Nr. 19/1930. Sigfús Sveinsson (Theódór B. Lindal) gegn sóknarnefnd Norðfjarðarprestakalls (Stefán J. Stefánsson). Óheimil niðurjöfnun kirkjugjalds. Úrskurður fógetaréttar Neskaupstaðar 25. jan. 1930: Umbeðið lögtak fyrir sóknargjöldum gerðarþola, Sigfúsar Sveinssonar kaupmanns, árin 1928 og 1929, á fram að fara. Dómur hæstaréttar. Aðiljum málsins hér fyrir réttinum kemur sam- an um það, að hinn áfrýjaði lögtaksúrskurður skuli ómerkur að því, er tekur til Prestlaunasjóðsgjalds og hins lögskipaða kirkjugjalds fyrir árin 1928 og 1929, og nema þau gjöld samtals kr. 38,50 fyrir bæði árin. Kemur því aðeins til athugunar, hvort hinn áfrýjaði úrskurður er lögmætur, að því er tekur til aukagjalda þeirra, er sóknarnefndin hefir lagt á á- frýjanda umrædd ár, kr. 225,00 fyrra árið og kr. 250 hið síðara. Samkvæmt 7. gr. laga nr. 40, 30. júlí 1909, saman- ber lög nr. 29, 27. júní 1921, á hver safnaðarmaður, 15 ára eða eldri, að greiða kr. 1,25 í kirkjugjald á ári hverju. Gjald þetta getur sóknarnefnd safnaðar, er hefir á hendi umsjón og fjárhald kirkju sinnar, hækkað eða lækkað fyrir eitt ár í senn eða um til- tekið árabil, ef lögmætur safnaðarfundur og hér- aðsfundur samþykkir það. En nægi hið lögskipaða 27 kirkjugjald, með slíkri hækkun, ekki fyrir nauðsyn- legum útgjöldum kikjunnar, er sóknarnefnd heim- ilt að jafna niður því, sem ávantar á alla gjald- skylda safnaðarmenn eftir cfnum og ástæðum. Af ákvæðum þessum er það ljóst, að niðurjöfnun kirkjugjalds eftir efnum og ástæðum, er þá fyrst leyfileg, er hið lögskipaða kirkjugjald með þeirri hækkun, er tiltækileg þykir og samþykkt fæst. eigi hrekkur fyrir útgjöldum kirkjunnar. Sá skilningur samrýmist ekki aðeins best orðum laganna heldur og tilgangi laganna um sóknargjöld, sem er sá, að þau gjöld séu sem mest nefskattur á safnaðarmenn, enda kemur það og berlega fram í meðferð laga þessara á alþingi, að niðurjöfnun eftir efnum og á- stæðum skyldi vera aðcins til vara, ef ókleyft væri að afla kirkjunni nægra tekna með hækkun kirkju- gjaldsins. Það er viðurkennt í málinu, að aukagjöld þau, er hér um ræðir, voru lögð á áfrýjanda, án þess, að reynt hefði verið að afla kirkjunni meiri tekna með hækkun hins lögskipaða kirkjugjalds, og verður því eigi talið, að álagning þessi hafi við lög að styðjast. Samkvæmt þessu verður að fella hinn áfrýjaða lögtaksúrskurð úr gildi og verður stefnda þá að greiða áfrýjanda málskostnað í hæstarétti, er ákveðst 150 kr. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði lögtaksúrskurður skal úr gildi felldur. Stefnda, sóknarnefnd Norðfjarðarpresta- kalls, greiði áfrýjanda, Sigfúsi Sveinssyni, málskostnað í hæstarétti með 150 kr., að við- lagðri aðför að lögum. 28 Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Gerðarbeiðandi, gjaldkeri sóknarnefndar Norðfjarðar- prestakalls, hefir krafizt lögtaks hjá gerðarþola, Sigfúsi kaupm. Sveinssyni, fyrir ógreiddum kirkjugjöldum árið 1928 kr. 249,75 og 1929 kr. 263,75 auk kostnaðar. Gerðarþoli hefir aftur á móti mótmælt framgangi gerðar- innar með þeim rökum, sem hér segir: Í fyrsta lagi sé upphæð gjaldanna bæði árin röng, þar sem gerðarþoli hafi greitt með milliskrift í reikning kirkj- unnar við hann, fyrra árið kr. 24,75 og síðara árið kr. 13,75. og standi því aðeins eftir ógreitt aukagjaldið hvort ár. Í öðru lagi heldur gerðarþoli því fram, að álagning aukagjaldsins sé röng þar sem lögin um sóknargjöld frá 30. júlí 1909 segja svo fyrir, að hið lögákveðna sóknar- gjald skuli hækkað með samþykki safnaðar og hérðasfunad- ar, á öllum gjaldendum, áður en gripið sé til aukaniður- jöfnunar. Hafi þessa eigi verið gætt við álagningu auka- gjalds hér í sókninni og heldur ekki verið fylgt beim fyrir- mælum, að jafna niður á alla meðlimi safnaðarins. Í þriðja lagi mótmælir gerðarþoli lögtakinu vegna þess, að lögin frá 30. júlí 1909 heimila eigi lögtaksrétt fyrir aukagjaldinu. Þessum ástæðum hefir gerðarbeiðandi mótmælt. Gegn fyrsta liðnum heldur gerðarbeiðandi því fram, að hann hafi hvorki leyft né samþykkt, að nokkur hluti sóknargjaldsins væri greiddur með milliskrift í reikninu serðarþola. Rétturinn verður að fallast á það, að slík milli- skrift á sóknargjaldi geti eigi komið til greina nema gerð- arbeiðandi samþykki. Þá er önnur varnarástæða gerðar- bola, um að álagning aukagjalds sé ólögleg. Samkv. 7. gr. áðurnefndra laga um sóknargjöld „má“ sóknarnefnd með jákvæði lögmæts safnaðarfundar, og samþykki héraðsfundar, hækka og lækka kirkjugjald fyrir citt ár Í senn eða um tiltekið árabil. Er hér um að ræða heimild fyrir sóknarnefndina, sem hún eigi þarf að nota sér frekar en henni sýnist, sbr. orðið „má“, og getur rétt- urinn því eigi fallizt á röksemdafærslu gerðarþola um þetta atriði. Um framkvæmdir niðurjöfnunarinnar segja lögin svo, að sóknarnefnd sé heimilt að jafna niður því, sem á vantar. þ. e. a. s. aukagjaldinu, „á alla gjaldskylda safnaðarlimi 29 eftir efnum og ástæðum“. Þar sem aukagjaldinu, samkvæmi þessu, ber að jafna niður eftir efnum og ástæðum, verður rétturinn að lita svo á, að sóknarnefnd sé heimilt að sleppa þeim safnaðarmönnum við aukagjald, sem að henn- ar dómi eru eigi þess megnugir að greiða það. Þá skal að lokum á það bent, að kirkjugjöldum þar með talið niður- jafnað aukagjald, fylgir lögtaksréttur samkv. 1. gr. laga nr. 29, 16. dez. 1885. Samkvæmt framansögðu er því eigi hægt að taka mót- mæli gerðarþola gegn framkvæmd gerðarinnar til greina. Miðvikudaginn 4. febr. 1931. Nr. 56/1930. Dr. Helgi Tómasson (Sveinbjörn Jónsson) gegn dómsmálaráðherra (Stefán J. Síefánsson). Fógetaréttarúrskurður. Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 19. mai 1930: Hin umbeðna innseiningargerð á að fara fram á ábyrgð gerðarbeiðanda. Dómur hæstaréttar. Þótt áfrýjanda hafi ekki verið settar neinar regl- ur um Þbókfærslu sjúkdómslýsinga, er hann var skipaður forstöðumaður nýja spítalans á Kleppi, verður það þó eftir hlutarins eðli að teljast embætt- isskylda forstöðumanna slíkra stofnana að halda sjúkdómslýsingaskrá um hvern sjúkling spítalans, svokallaðan Journal, enda eru slíkar upplýsingar mjög hentugar, ef ekki nauðsynlegar fyrir áfram- haldandi rekstur slíkra stofnana, er forstöðumanna- skipti verða snögglega. Verða þá slíkar skrár að 30 sjálfsögðu að fylgja spítalanum við mannaskipti. Og þar sem það ennfremur virðist ekki útilokað, að upplýsingar um lyfjanotkun sjúklinganna geti einnig komið viðtakandi lækni að notum og ver- ið til hagræðis fyrir eftirfarandi lækningatilraun- ir á spítalanum, verður og að telja, að eðlilegast sé, að slíkar meðalaskrár, „Ordinationslistar“, ef til eru fylgi sjúkrahúsum við forstöðumannaskipti. Af þessum ástæðum ber að staðfesta hinn á- frýjaða fógetaréttarúrskurð, en eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrvjaða fógetaréttarúrskurði skal óraskað. Málskostnaður í hæstarétti fellur niður. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Samkvæmt fyrirmælum dómsmálaráðherra tók land- læknirinn 1. þ. m. við „nýja spítalanum á Kleppi“ af frá- farandi lækni spítalans, dr. med. Helga Tómassyni, gerð. arþola þessa máls. Í viðtökuskírteini landlæknis, dags. sama dag, getur hann þess, að hann á meðal gagna spí- talans hafi tekið við af hendi fráfarandi „öllum sjúkdóms- lýsingum (,„journölum“), þó að einni undantekinni. Við nánari athugun þann sama dag á sjúkdómslýsingum varð landlæknir þess var, að í þeim sást ekki, „eins og venja er til“, hvaða meðferð gcðveikralæknirinn hafi haft á hverjum sjúkling og tjáðist gerðarþoli þá hafa haft þá as- ferð að færa flestar aðalfyrirskipanir sínar um lyfjanotk- un á sérstakan lista, en lofaði landlækni jafnframt að af- henda honum lista þessa, „ordinationslista“. Af þessu varð þó ekki og næsta dag 2. maí tilkynnti gerðarþoli land- lækni, að hann myndi ekki að svo stöddu afhenda þessi gögn. Reit þá landlæknir gerðarþola s. d. bréf og krafðist þess, að hann afhenti listana „sem sjálfsagt fylgiskjal með 31 „journulunum“““. Í bréfinu segir að þegar læknaskipti verða á sjúkrahúsi sé það auðsæ nauðsyn, að viðtakandi læknir geti séð ljóslega í eða með „journal“ hvers sjúklings hvaða meðferð fráfarandi læknir hafi haft á sjúklingnum. Með því að gerðarþoli galt þögn við þessu bréfi, krafðist landlæknir í símskeyti 7. þ. m. til gerðarþola, að hann svar- aði bréfinu í siðasta lagi næsta dag, en gerðarþoli reit þá landlækni samdægurs bréf, þar sem hann kveðst ekki munu láta af hendi umkrafða skrá nema með dóms- úrskurði. Færir hann þau rök til aðallega, að hann hafi grun um að læknir sá, er við starfi hans tók og þá gengdi því, „sé ekki dómbær um meðferðir þær“, er gerðarþoli hafi haft og þar af leiðandi geti ekki beitt þeim nema máske til ógagns fyrir sjúklingana. Þessar undirtektir til- kynnti landlæknir síðan dómsmálaráðuneytinu með bréfi 8. þ. Im. Með Þréfi 13. þ. m. til lögmannsins krafðist dóms- málaráðuneytið þess, að með innsetningargerð yrði téð skrá um lyfjanolkun „ordinationslisti“ tekin úr höndum gerðarþola og afhent umboðsmanni ráðuneytisins. Var málið tekið fyrir 14. þ. m. í fógetaréttinum og umboðs- mönnum aðilja eftir beiðni þeirra veittur frestur til skrif- legra málsúrslita, unz málið var lagt undir úrskurð réttar- ins föstudaginn 16. þ. m. Áður var getið aðalástæðu þeirrar, sem gerðarþoli byggði á synjun um afhendingu lyfjaskrárinnar, en hann hefir ennfremur stutt mólmæli sin gegn framgangi gerð- arinnar við það, að það liggi í hlutarins eðli, að lyfjaskrá, sem tiltekinn læknir semur, sé hans eigin eign og einskis annars, enda sé það svo, að læknum sýnist sitt hverjum um aðferð þá, er nota skal, þótt þeim kynni að koma sam- an um sjúkdómstegundina, sem þó einnig geti orðið skipt- ar skoðanir um. Hver læknir verði sjálfur að vita og meta hver ráð séu til lækninga á tilteknum sjúkdómi, ef nokk- ur eru, og meðferðin, sem hafa eigi, geti breytzt jafnvel daglega og sé því hverjum lækni nauðsyn að breyta sinni eigin aðferð og I:zzs svo meðferðinni eftir eigin sjón og kynnum af sjúkli“ sm. Gerðarþoli telur, að honum hafi engin skylda borið til að færa lyfjaskár þessar og þegar af þessari ástæðu sé honum ekki skylt að skila þeim. enda kveðst hann aðeins hafa fært þær sér til minnis. Til styrktar þessari skoðun hefir gerðarþoli lagt fram vott- is 32 orð þriggja lækna, er segja: Halldór Hansen telur spitala- lækni bera enga skyldu til að halda sérstakar lyfjaskrár. en ef þær eru haldnar beri að skoða bær sem séreign læknisins. Matthías Einarsson segir lyfjaskrána eign við- komandi læknis og sé hann ekki skyldur af afhenda hana viðtakandi lækni. Sigurður Magnússon kveður spitalalækni seta ráðið því sjálfur, hvort hann riti lyfja-ordinationir sinar Í „journal“ sjúklingsins og yfir höfuð hvernig journ- alinn sé saminn, nema Öðru vísi sé ákveðið í sérstökum reglum fyrir spítalann. En ef læknir hefir til minnis sér- staka lyfjaskrá, þá sé honum óskylt að afhenda hana. Sjúkdómslýsingar kveðst gerðarþoli heldur ekki skyldur að bókfæra og hann hafi umfram skyldu afhent þær, enda lítur gerðarþoli svo á, að sjúkdómslýsingarnar séu sin eign, en ekki spítalans. Gerðarþoli neitar því eindregið, að lögboðið sé að halda „journala“ og heldur því ennfremur fram, að landlæknir komi fram í máli þessu sem umboðs- maður ríkisins og sé því aðili og því ekki unnt að leggja á- lit hans til grundvallar, aftur á móti séu vottorðsgefendurn- ir óvilhallir og tveir þeirra læknar við einhver stærstu sjúkrahús landsins með langa reynslu að baki sér. Til stuðnings kröfu sinni um framgang gerðarinnar hefir gjörðarbeiðandi aðallega vísað til ummæla og álits landlæknis, sem þegar hefir verið greint. Gerðarbeiðandi bendir á það, að gerðarþoli hafi sem embættislæknir á ríkisspitala bókfært sjúkdómslýsingarnar og að þetta sé bæði nauðsyn og skylda hans sem embættismanns og „journalarnir“ séu því eign sjúkrahússins, en alls ekki em- bættismannsins, sem ritar þá. En sjúkdómslysing og með- alaskrá séu tvær greinar af sama starfi og skráin um með- alanotkun lúti því sama lögmáli og sjúkdómslýsingin, að hún sé eign spitalans, enda hafi gerðarþoli skráð meðala- skrána sem embættismaður í þarfir þeirrar ríkisstofn- unar, sem hann starfaði við og þá laun fyrir. Þá mótmælir gerðarbeiðandi framangreindum læknisvottorðum sem röngum að svo miklu leyti, sem þau brjóta í bág við úr- skurð og álit landlæknis. Með tilliti til skyldu gerðarþola til að afhenda hin um- kröfðu gögn virðist koma til greina spurning um tvenns- konar skyldu, annarsvegar gagnvart sjúklingunum sem verða eftir á spítalanum við burtför hans og hinsvegar 33 gagnvart þeirri ríkisstofnun, sem hann hefir þjónað og fengið laun greidd fyrir af almannafé. Ríkisvaldið er í þessu máli í fyrirsvari fyrir báða þessa aðilja, enda var gerðarþoli émbættislæknir með einkarétti frá ríkisvaldinu til lækningatilrauna á sjúklingunum meðan þeir dvöldu á söitalanum. Sjúklingur, sem læknir hefir tekið að sér, en verður af einhverjum ástæðum að yfirgefa án tilverknaðar sjúklingsins, virðist eiga rétt á því, að læknirinn, er hana víkur burtu, láti honum í té vitneskju um, hver meðferð kynni að vera heppileg á sjúkdómnum og einnig um undan- farna meðferð, ef hún má teljast leiðarvísir til eftirfarandi meðferðar. Í þessu efni kemur ekki til greina, hvern rétt viðtakandi læknir hefir á hendur fráfarandi lækni, og voti- orð Þeirra lækna, sem gerðarþoli hefir lagt fram, segja ekkert um það, hverjar skyldur fráfarandi læknir hefir gagnvart sjúkling sínum og virðist helzt lúta að prívatvið- skiptum milli lækna og hvernig þeir megi haga sér í starfi sínu á vissu sviði, en eitt vottorðið, vottorð embættis- og spítalalæknis, hefir þó fyrirvara um síðarnefnt atriði. Eng- inn þessara lækna ber brigður á það, að „journal“ sé nauð- synlegur, aðeins álitamál hve víðtækur hann eigi að vera. Skoðun landlæknis er aftur á móti ótvíræð í þessu efni. Þegar hann veitti viðtöku „journölunum“ gekk hann „auð- vitað út frá því, að í þeim sæist, eins og venja er til“ með- ferð læknisins á sjúklingunum. Og skrána um meðalanotk- un, úr því hún var einu sinni sérstök, telur hann sjálfsagi fylgiskjal með „journölunum'“. Landlæknir telur það því bæði skyldu og auðsæja nauðsyn, að gerðarþoli afhendi þetta gagn. Þessu áliti landlæknis er að vonum ekki hnekkt af gerðarþola með því, sem fram hefir komið í málinu af hans hálfu, og eigi heldur með þeirri mótbáru, að það sé eigi upplýst í málinu að halda eigi „journala“ og óhætt muni að fullyrða. að sú lagaskvlda sé eigi til. Við þetta er að athuga, sem hér segir: Með lögum nr. 33/1905 var geðveikrahælið stofnað. Í 4. gr. laganna var svo fyrir mælt, að stjórnarráðið semur regl- ur um afnot hælisins og erindisbréf fyrir starfsmenn þess. Þessar reglur og erindisbréf voru gefin út 14. febr. 1903. Með lögum nr. 74/1925 var ákveðið að reisa „viðbót við seðveikrahælið á Kleppi“. Í þessari viðbót var starfssvið gerðarþola, og sakir viðbótarinnar var aukin fjárveilingin 3 ad til rekstrar hælisins, fyrst í fjárlögum fyrir 1929 og siðan. Gerðarþoli hafði embættisstöðu sem læknir við geðveikra- hælið og er í fyrrnefndu bréfi ráðuneytisins talinn hafa verið yfirlæknir. Það verður því ekki betur séð en erindis- bréfið handa lækni og forstöðumanni geðveikrahælisins á Kleppi frá 14. febr. 1908 tæki til gerðarþola sem og að aðr- ar áðurnefndar reglur og erindisbréf taka til viðbótarinn- ar við hælið og starfsfólks þar, en í fjárlögum fyrir árið 1931 er viðbótin kölluð „Nýi spítalinn“. Í 19. gr. erindis- bréfsins segir, að læknirinn skuli halda, meðal annara bóka, dagbók og skrá yfir geðveika menn. Í 17. gr. segir, að hann veiti læknishjálp alla geðveikum mönnum á hælinu og í 15. gr., að hann skuli bókfæra alla þá geðveika menn. sem á hælið koma og „einnig lýsa meðferð þeirra“. Rétturinn getur samkvæmt framansögðu ekki betur séð. en að það hafi verið lögboðin skylda gerðarþola að halda „journal“ um sjúklinga sína á hælinu og þar í innifaldar skrásetningar hans um lyfjanotkun og að bækur þessar og skjöl tilheyri embættinu og gerðarþola þar af leiðandi skylt að afhenda þau við burtför sína. Föstudaginn 6. febr. 1931. Nr. 59/1930. Þórður Sveinsson (Cand. jur. Garðar Þorsteinsson ) og Magnús Jónsson (Sveinbjörn Jónsson) gegn stjórn Landsbanka Íslands (Theodór B. Lindal). Kröfur stefnda á hendur áfrýjendum um veðskuld- ar- eða skaðabótagreiðslu í sambandi við upp- boðssölu eigi taldar á rökum reistar. Dómur gestaréttar Reykjavikur 25. júní 1930: Vinni varastefndur, Magnús Jónsson, eið að þvi. eftir löglegan undirbúning á varnarþingi sínu innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa, að hann hafi á tímabil- 35 inu frá 7. til 15. nóvember 1925 (að báðum dögum með- töldum) tilkynnt Pétri Magnússyni hrm. hér í bænum, að hann samþykki boð hans, fyrir hönd aðalstefnds, í lifrar- bræðslustöð h/f Hrogn £ Lýsi á uppboði 7. nóvember 1925, skal hann vera sýkn af kröfum stefnandans, Landsbanka Íslands í máli þessu og málskostnaður, að því er hann snertir, falla niður, en aðalstefndur, Þórður Sveinsson. greiða stefnandanum kr. 21170,00 með 7% % ársvöxtum frá 7. nóvember 1925 til greiðsludags og kr. 400,00 í málskostn- að. Vinni varastefndur hinsvegar ekki svofeldan eið skal hann greiða stefnandanum framangreindar upphæðir, en aðalstefndur vera sýkn af kröfum stefnandans í málinu og málskostnaður, að því er hann snertir, falla niður. Dóminum ber að fullnægja innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu hans, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Enda þótt uppboðið 7. nóv .1925 hvíldi á Ólögleg- um grundvelli, lögtaki, framkvæmdu af fulltrúa bæjarfógetans í Reykjavík, í fasteign, er liggur í öðru lögsagnarumdæmi, verður uppboð þetta út af fyrir sig ekki fellt úr gildi í máli þessu, með því að því hefir ekki verið áfrýjað. Á áðurnefndu uppboði var ekki boðið svo hátt í eign þá, er selja átti, að uppboðsbeiðandi fengi nokkuð greitt upp í sína kröfu. Uppboðið varð þvi árangurslaust og öllum frekari aðgerðum uppboðs- haldara átti þar með að vera lokið. Útlagning eign- arinnar til hæstbjóðanda, áfrýjanda, Þórðar Sveins- sonar, var því óheimil samkvæmt gildandi réttar- reglum og hefði ekki getað flutt eignarréttinn til hans, nema samþykki eiganda kæmi til. Samþykki uppboðsbeiðanda, sem eins og fyrr segir, fékk ekk- ert greitt af kröfu sinni, gat engu breytt í þessu efni. Og eigi gat heldur tilkynning uppboðshaldara til umboðsmanns áfrvjanda, Þórðar Sveinssonar, nm 36 samþykki þetta, skipt máli um þetta atriði. Samn- ingatilraunir þær, er gerðar voru af hendi áður- nefnds umboðsmanns við stefnda, leiddu ekki held- ur til samkomulags um það, að áfrýjandi, Þórður Sveinsson, greiddi eða tæki að sér greiðslu skulda þeirra, sem stefndi átti tryggðar með 1. og 2. veð- rétti í eigninni og ætlazt hafði verið til í 6. gr. upp- boðsskilmálanna, að væntanlegur kaupandi serði. Og ekki hafði stefndi þá heldur fengið neina heim- ild til að veita áfrýjanda eignarrétt að eign þessari. Þann grundvöll undir samninga þessa, að átrýj- andi, Þórður Sveinsson, gæti þá fengið óvéfengjan- legan eignarrétt að umræddri eign, vantaði þá, og með því að ekki varð af samningum um það, að hann greiddi eða tæki að sér að greiða áðurnefndar veðskuldir, á stefndi ekki kröfu á hendur honum til þess nú, að hann greiði þær. Og á því að sýkna hann í máli þessu af kröfum stefnda. Þótt uppboðshaldarinn, áfrýjandi, Magnús Jóns- son, tæki þá ákvörðun að leggja eignina út til hæst- bjóðanda, enda þótt skilyrði þess væru ekki fyrir hendi, þá verður ekki séð, að hann hafi þar með bakað stefnda tjón, því að stefnda var jafn- heimilt eftir sem áður að láta selja hana til lúkn- ingar kröfum sínum, sem báðar voru fallnar í gjald- daga. Eins og áður segir, verður að ætla, að upp- boðshaldari hafi tilkynnt umboðsmanni áfrýjanda, Þórðar Sveinssonar, innan tilskilins 8 daga frests samþykki uppboðsbeiðanda á útlagningu eignar- innar, með því að nefndur umboðsmaður hefir fyrir rétti, eftir dómsuppsögn í héraði, ekki tjáð sig geta fullyrt, að tilkynning þessi hafi komið of seint. Því verður að gera ráð fyrir því, að upploðs- haldari hafi gert það, sem stefndi mátti tilætlast 37 af honum, til þess að koma ákvörðun sinni um út- lagninguna í framkvæmd. Verður því ekki talið, að stefndi eigi nokkra kröfu á hendur Magnúsi Jóns- syni til greiðslu áðurnefndra veðskulda né til skaða- bóta fyrir afskipti hans af uppboðssölu þessari. Og ber því einnig að sýkna hann í máli þessu af kröfum stefnda. Eftir málavöxtum þykir rétt, að málskostnaður fyrir báðum dómum falli niður. Þvi dæmist rétt vera: Áfrýjendur þessa máls, Þórður Sveinsson og Magnús Jónsson, eiga að vera sýknir af kröfum stefnda, stjórnar Landsbankans. Málskostnað- ur, bæði í héraði og fyrir hæstarétti, falli nið- ur. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er eftir samkomulagi málsaðilja höfðað fyrir sestaréttinum með stefnu, útgefinni 24. júní 1929, af Lands- banka Íslands hér í bæ, gegn Þórði Sveinssyni, prófessor, Kleppi hér við bæinn, til greiðslu á kr. 21170.00 með 7%% vöxtum frá 7. nóvember 1925 til greiðsludags og málskóstn- aði samkvæmt lágmarksgjaldskrá málaflutningsmanna- félagsins. Til vara hefir stefnandi krafizt, að Magnús Jónsson, bæjarfógeti Í Hafnarfirði, verði dæmdur til þess að greiða framangreindar upphæðir. Málavextir eru þeir, að 7. nóvember 1925 var þriðja og síðasta nauðungaruppboð haldið á lifrarbræðslustöð h/f Hrogn £ Lýsi á Skildinganesmelum af sýslumanni Gullbringu- og Kjósarsýslu, stefndum, Magnúsi, eftir kröfu lögreglustjórans Í Reykjavík til lúkningar tekju- og cigna- skatti félagsins, að upphæð kr. 8640 og fór uppboðið bannig fram, að hæstbjóðandi varð í eignina Pétur Magn- ússon hrm. hér í bænum, f. h. aðalstefnds, Þórðar, er átti þriðja veðrétt í eigninni, og bauð hann kr. 21300,00 og 38 gerði þá kröfu, að umbjóðanda sinum yrði lögð eignin út sem ófullnægðum veðhafa, en ekkert kom upp í kröfu þá. sem uppboðs var beiðst fyrir. Uppboðsheimildin var lög- tak í eigninni, sem liggur utan lögsagnarumdæmis Reykja- víkur, framkvæmt af fulltrúa bæjarfógetans í Reykjavík 19. febrúar 1925 á Þæjarfógetaskrifstofunni hér. Á cign- inni hvíldi á uppboðsdegi á undan veðrétli hæst bjóð- anda, aðalslefnds, Þórðar, kr. 21170,00 til stefnanda og var af hálfu hans mætt á uppboðinu og engum andmælum hreyft gegn útlagningarkröfunni. Hefir stefnandi nú hald- ið því fram, að hafi boði hæstbjóðanda verið tekið og eignin verið útlögð honum sem ófullnægðum veðhafa, þá beri honum að standa skil á áðurnefndri veðskuld með 7490 vöxtum frá uppboðsdegi. Mafi boð aðalstefnds hins- vegar ekki verið samþykkt eða ekki samþykkt í tæka tíð. þá sé vangæzlu uppboðshaldarans, varaslefnds, Magnúsar, um að kenna, að veðskuldin hafi ekki fengizt greidd hjá hæstbjóðanda og beri honum að standa skil á henni. En þar sem hvorgur hafi verið fáanlegur til þess að standa skil á uppboðsandvirðinu, þá sé mál þetta höfðað. Stefndir hafa hvor fyrir sig krafizt sýknu af kröfum stefnanda í málinu og málskostnaðar hjá honum eftir mati réttarins. Hafa þeir báðir komið fram með þá varn- arástæðu að framangreint uppboð sé ógilt vegna þess, að lögtakið, er það byggðist á, hafi ekki verið framkvæmt af réttum embættismanni, en þar sem uppboðið hefir að öllu leyti farið formlega og löglega fram, og það hefir ekki vor. íð fellt úr gildi með áfrýjun, þykir ekki vera hægt að taka þessi mótmæli stefnda til greina, heldur ber að leggja upp- boðið til grundvallar í málinu sem óhaggaða réttargerð, Aðalstefndur, Þórður, byggir sýknukröfuna aðallega á því, að boð hans hafi ekki verið samþykkt innan tiltek- ins tima og sé hann því laus við kaupin, þar sem í 9. gt. söluskilmálanna við uppboð þetta sé berum orðum tekið fram, að hæst- og næstbjóðandi séu aðeins skyldir að standa við boð sin átta daga eftir uppboðið, en skuli vera lausir ef boðin séu ekki samþykkt innan þess tíma. Varastefndur hefir hinsvegar mótmælt kröfum stefn- anda á hendur honum á þeim grundvelli, að honum hafi alls ekki borið nein skylda til þess gagnvart stefnanda að samþykkja boð hæstbjóðanda, því að uppboðið hafi ekki 39 farið fram eftir kröfu hans, né heldur hafi hann á uppboð- inu gert nokkra kröfu í þá átt, að útlagningarkrafan yrði samþykkt, og sé því ekki um nokkra vanrækslu hjá sér að ræða. En rétturinn verður nú að fallast á það hjá stefn- anda, að þar sem eins og áður greinir, að formlega lög- legt nauðungaruppboð, sem ekki hefir verið hnekkt, hefir farið fram á umræddri fasteign og telja verður því rétt- hafa yfir eigninni bundna við uppboðið, þá hafi vara- stefndum, sem uppboðshaldara, borið að gæta réttar þess, sem rétthafarnir öðluðust við uppboðið, meðal annars með því að taka boði hæstbjóðanda í eignina, þar sem sam- þykki lá fyrir um það frá uppboðsbeiðanda og því hefir ekki verið haldið fram, að hætta hafi verið á, að hæst- bjóðandi gæti ekki staðið í skilum með uppboðsandvirð- ið. Og hafi varastefndur gert sig sekan í vanrækslu í þessu efni og á þann hátt bakað rétthöfum tjón, þá ber honum að sjálfsögðu eftir almennum reglum að bæta það. Þá hefir varastefndur ennfremur haldið því fram, að ekki hafi verið hægt að taka útlagningarkröfu aðalstefnds til greina vegna þess, að boð hans hafi ekki fallið innan veðréttar hans, en eftir því sem fyrir liggur hata þessi mótmæli ekki við nokkur rök að styðjast og verða þvi ekki tekin til greina. Loks hefir varastefndur eindregið staðhæft það, og að því, er virðist, aðallega byggt sýknukröfu sina á því, að hann hafi samþykkt boð aðalstefnds í tæka tið, enda þótt honum hafi ekki borið skylda til þess, og annað geti hon- tn sem uppboðshaldara ekki hafa borið að gera. þar sern hann sjálfur hafi samkvæmt 6. gr. söluskilmálanna ekki átt að innheimta uppboðsandvirðið, heldur hafi væntan- legir kaupendur átt að semja við veðhafana sjálfir um greiðslu þeirra veðskulda, er á eigninni hvíldu. Liggur því að áliti réttarins málið þannig fyrir, að ann- arhvor hinna stefndu beri ábyrgð á greiðslu hinnar um- stefndu upphæðar gagnvart stefnanda og að um úrlausn þess atriðis velti á því, hvort boð aðalstefnds í eignina hafi verið samþykkt í tæka tíð eða ekki. Í málinu er það nú upplýst, að varastefndur hefir talað við lögreglustjórann í Reykjavík 11. nóv. 1925 og 13 s. m. við símanúmer umboðsmanns aðalstefnds á uppboð- inu, Péturs Magnússonar hrm. Ennfremur hefir verið lagt 40 fram eftirrit af símskeyti frá lögreglustióranum hér, dags. 14. nóvember, þess efnis, að hann samþykki boð hæst- bjóðanda í eignina fyrir sitt leyti. Það er ekkert upplýst um það beinlínis út á hvað samtöl þessi hafi gengið, Bli ekki er ósennilegt eins og varastefndur hefir haldið fram að þau hafi verið viðkomandi hinu margnefnda uppboði og skeytið hafi verið staðfesting á munnlegu samkomu- lagi varastefnds við lögreglustjórann Í samtalinu bann 11. og samtalið þ. 13. hafi verið tilkynning til umboðsmanns aðalstefnds um það, að boð hans væri samþykkt. Í þessa átt bendir einnig það, að varastefndur hefir með blýants- áritun á símskeytið getið þess, að hann hafi birt Pétri Magnúsyni samþykkið í tæka tið, en telja verður tilkynn- ingu til hans sem umboðsmanns aðalstefnds á uppboðinu nægjanlega. Þá er það og upplýst, að varastefndur hefir afsalað aðalstefndum eigninni með bréfi, dags. 1% 1926, og vara- stefndur hefir haldið því fram, og þvi hefir ekki verið mómælt af aðalstefndum, að hann hafi nokkru síðar af- hent umboðsmanni aðalstefnds afsalið og hafi það siðan legið hjá honum nærfellt eitt ár án nokkurra mótmæla, en fyrst 13. marz 1927 hafi það verið endursent með tilkynn- ingu um, að aðalstefndur neitaði að taka við því. En bað, að umboðsmaður aðalstefnds tekur við afsalinu, að því er frekast sést athugasemdalaust, og lætur það liggja hjá sér, þykir ótvírætt benda til þess að hann hafi skoðað um- bjóðanda sinn bundinn við kaupin. Það getur nú ekki talizt fullkomlega sannað með þvi, sem að framan er drepið á, að varastefndur hefi samþykkt boð aðalstefnds í lifrarbræðslustöðina og tilkynnt Þétri Magnússyni umboðsmanni hans samþykkið í tæka tið. Hinsvegar þykja nægilegar líkur fram komnar fyrir því, til þess að láta úrslit málsins vera komin undir eiði um þetta atriði, er þykir eftir því sem fyrir liggur verða að vera fyllingareiður varastefnds, þannig að vinni hann eið að því, eftir löglegan undirbúning á varnarþingi sínu inn- an 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa, að hann hafi á tímabilinu frá 7.--15. nóvember 1925 (að báðum dögum meðtöldum) tilkynnt Pétri Magnússyni, að hann samþykki boð hans, fyrir hönd Þórðar Sveinssonar, í lifrarbræðslu- stöð h/f Hrogn Æ Lýsi á uppboði 7. nóvember 1925, skal 41 hann vera sýkn af kröfum stefnandans í málinu og máls kostnaður að því, er hann snertir falla niður, en aðal- stefndur greiða stefnandanum hina umstefndu upphæð með vöxtum eins og og krafizt hefir verið þar eð vaxta- hæðinni hefir ekki verið mótmælt sérstaklega, svo og málskostnað, er þykir eftir öllum málavöxtum hæfilega ákveðinn kr. 400.00. Vinni varastefndur hinsvegar ekki svofelldan eið, skal hann greiða stefnandanum framan- greindar upphæðir, en aðalstefndur, Þórður, vera sýkn af kröfum stefnanda í málinu og málskostnaður að því, er hann snertir, falla niður. Mánudaginn 9. febr. 1931. Nr. 140/1929. Valdstjórnin (Þétur Magnússon) gegn William Warrender (Lárus Fjeldsted). Sýknun. Dómur lögregluréttar Reykjavikur 8. júli 1929: Kærður, William James Warrender, greiði 12,500 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi 6 mánaða einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún verður ekki greidd innan viku frá lögbirtingu dómsins. Svo greiði hann allan kostnað sakarinnar. Allur afli og öll veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir, i b/v St. Malo, G. Y. 523, skal upptækt og andvirðið renna í sama sjóð og sektin. Dóminum Þber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Í hæstarétti hefir verið lagður fram sjóuppdrátt- ur, er forstöðumaður stýrimannaskólans í Reykja- vík hefir markað á miðanir og mælingar varðskips- ins, og sýnir uppdráttur þessi stað þann, er kærði nam staðar á, með botnvörpuna úti, stað varð- 42 skipsins á ýmsum tímum og siglingalínur og mið- unarlinur varðskipsins til skips kærða, þar á með- al miðunarlínuna kl. 4,18, en þá var skip kærða næst landi. En af skýrslu varðskipsforingjans og sjóuppdrættinum verður hinsvegar ekki með vissu ráðið, hvar kærði hafi verið staddur í miðunar- línunni kl. 4,18 þegar hann beygði út frá land- inu, og þar sem það er eigi útilokað, að hann þá hafi verið svo vestarlega í linunni, að hann hafi verið þrjár sjómilur frá landi, þá þykir eigi vera fengin örugg sönnun fyrir þvi, að kærði hafi í um- rætt skipti verið að botnvörpuveiðum í landhelgi, og verður því að sýkna hann af kæru valdstjórnar- innar í máli þessu og leggja allan kostnað sakarinn- ar á almannafé, þar með talin laun sækjanda og verjanda í hæstarétti, er ákveðast 100 kr. til hvors. Dráttur sá, sem orðið hefir á rekstri máls þessa fyrir hæstarétti, á rót sína að rekja til þess, að verjanda kærða hefir verið veittur frestur tl að útvega sakargögn frá útlöndum. Hefir hann lagt skjöl þessi fram í hæstarétti og athugast, að í einu þeirra hefir kærði farið ósæmilegum orðum um undirdómarann og meðferð málsins fyrir undirrétt- inum, er verjandi hefir viðurkennt, að séu byggð á misskilningi og röng. Verður að vita verjanda fyrir að hafa látið ummæli þessi koma fram hér í rétti. Því dæmist rétt vera: Kærði, William Warrender, á að vera sýkn af kæru valdstjórnarinnar í máli þessu og á upptekt afla og veiðarfæra í skipi hans, St. Malo, G. Y. 523, að falla niður. Allur kostnaður sakarinnar í héraði og 43 hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með tal- in laun sækjanda og verjanda í hæstarétti. málflutningsmannanna Péturs Magnússonar og Lárusar Fjeldsted, 100 kr. til hvors. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af valdstjórnarinnar hálfu gegn William James Warrender, skipstjóra á b/v G. Y. 593. St. Malo frá Grínisby, fyrir Þrot gegn ákvæðum laga nr. 5, frá 18. maí 1920, um bann gegn botnvörpuveiðum. Málavextir eru þeir, sem nú skal greina: Föstudaginn 5. júlí, eftir hádegi, kom varðskipið „Óð- inn“ vestur með Porllandi. Kl. 12 sást togari undan Pét- ursey, er virtist stefna á land og sást þvert á sljórnborðs- hlið á honum. Ki. 4,13 gerði varðskipið þessa staðar- ákvörðun: Togarinn > 33 Petursev > öd“ Hatta > ol 40 Hjörleifshöfði Kl. 4,18 gerði varðskipið aftur staðarákvörðun: Togarinn > 337507 > 607 Pétursey Hatta > 44“ Hjörleifshöfði En í sama mund, þ.e. kl. 4,18, snéri togarinn út og setti því varðskipið upp slöðvunarflögg kl. 4,22, stefndi togar- inn þá í ca. V. V. S. V. kl. 4,28 gerir varðskipið aftur staðarákvörðun: 11 Togarinn > 47? Pétursey > 449 307 Hatta > 53? 10' Hjörleifshöfði Kl. 4,32 fer togarinn fram hjá bauju. Kl. 4,39 Hatta = Portlandsvita til Péturseyjar 62? 307 og togarinn Pétursey 67? 307. Kl. 4,42 stefnir togarinn Í VN.V—N.V. Kl. 4,44 skaut varðskipið lausu skoti. KI. 4,47 skaut það öðru lausu skoti. KI. 4,49 skaut það þriðja lausu skoti. Kl. 4,54 skaut það öðru kúluskoti, fyrir framan stefni togarans. Kl. 4,55 var stöðvað við hlið togarans og gerð staðar- ákvörðun: Drangshlíðarfjall > 489 307 Pétursey >> 51? 50“. Dýpi 97 m. Portlandsviti og gefur það stað togarans 1,06 sm. utan landhelgislinu. Skip kærðs var þá tekið og farið með það hingað til teykjavíkur, og kom varðskipið með það hingað á höfn- ina kl. 11,45 f. h. 6. þ. m. Í skýrslu skipherrans á varðskipinu er það sérstaklega tekið fram, að baujan, sem togarinn fór fram hjá á útleið kl. 4,32, hafi verið 0,3 sm. utan landhelgislínunnar og að togarinn hafi þá togað í 14 mín., þ. ce. frá kl. 4,18-.4,32 frá landi áður en hann fór framhjá baujunni. Í skýrsl- unni er það enn þá sérstaklega tekið fram, að veður og önnur skilyrði hafi verið mjög góð til þess, að mælingarnar sætu tekizt vel. Kærður hefir nú neitað því, að þessar mælingar varð- skipsins séu réttar og telur skýrslu skipherrans því ranga. Hann heldur því fram, að hann hafi alls ekki farið inn fyrir umrædda Þbauju, sem var 0,3 sm. utan landhdgis- 45 línunnar og hann kveðst hafa sett þar niður þá fyrir 4 dögum. Hann telur sig hafa byrjað að kasta um milu vest- ur af baujunni og kastað til suðvesturs, en síðan togað í sveig til bakborða upp að baujunni. Þaðan kveðst hann hafa togað í suðaustur og síðan snúið við snöggt til stjórn- borða og togað í vest norðvestur. Skip sitt kveðst kærður ekki hafa stöðvað þrátt fyrir það, þótt hann heyrði aðvör- unarskotin, vegna þess, að hann hafi ekki talið sig vera innan landhelginnar og því álitið, að skotunum væri ekki beint til sín, heldur til einhvers annars skips. Framburður stýrimannsins er að allmiklu leyti samhljóða framburði kærðs. Hann telur kærðan hafa byrjað að kasta um 1-- 1% sm. suðvestur af Þaujunni og hafa kastað til suðvest- urs þannig í 6 mín., en síðan hafi verið togað í sveig til bakborða upp að banjunni í um 10 mínútur, þaðan í um 10 mínútur til suðausturs, en eftir það hafi þeir snúið til vesturs og togað í um 13 minútur áður en þeir stönsuðu og varðskipið kom að þeim. Ferð skipsins með vörpuna aftan í sér kveður hann að hafi verið um 33“ sm. á klukkustund. Við þessa skýrslu stýrimannsins, sem er sumpart samhljóða skýrslu kærðs og kærður hefir auk þess viðurkennt rétta, að því leyti sem hún er fvilri en skýrsla hans, er það ir í! annars að athuga, að þegar borið er saman vegalengd: eim togar- inn á að hefa farið, stefna togarans og hraði og sá tími, sem hann var að fara vegalengdirnar, þá getur þetta ekki samrýmzt. Á þessu ósamræmi hefir ekki tekizt að fá aðra skýringu en þá, að straumur hafi borið togarann. Þessi mótmæli kærðs eru því svo illa rökstudd, að þau geta á engan hátt hnekkt mælingum varðskipsins, sem gerðar eru undir mjög góðum skilyrðum með hinum ná- kvæmustu tækjum og af Þaulæfðum mönnum, né skýrslu skipherrans á varðskipinu „Óðinn“. En þær mælingar, sér- staklega þær, sem gerðar voru kl. 4,18, er togarinn sneri frá landi, sanna að kærður var að veiðum rétt áður en skip hans var tekið. Fyrnefnd mæling kemur mjög vel heim við það, að skipið fer 14 minútum seinna eða kl. 4,32 fram hjá baujunni 0,3 sjómílur utan landhelgislinunnar; því er tog- arinn fer með vörpu aftan í sér 3—3% sjómílu á klukku- stund, þá hefir hann á þessum 14 mínútum farið 0,7—0,8 sjómilur, og hefir þá kl. 4,18 verið allt að 0,5 sjóm. innan 46 landhelginnar, eins og staðhæft er í skýrslu skipherrans, að hinar nákvæmu mælingar hafi synt. Það er nú sannað í málinu, að kærður, sem ekki er upp- lýst, að hafi áður brotið gegn ákvæðum íslenzkrar fiski- veiðalöggjafar, hefir brotið gegn ákvæðum 1. gr. laga nr. 5/1920, og þykir refsing sú, er hann hefir til unnið fyrir Það, hæfilega ákveðin, samkv. 3. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 4 frá 11. april 1924, 12,500 króna sekt til Land- helgissjóðs Íslands, með tilliti til þess, að gengi íslenzkrar krónu er þannig eftir upplýsingum frá Landsbanka Ís- lands, að hún jafngildi 81,65 aurum gulls. Í stað sektar- innar komi 6 mánaða einfalt fangelsi, ef hún verður ekki greidd innan viku frá birtingu dóms þessa. Allur afli og öll veiðarfæri — þar með taldir dragstrengir — í b/v st. Malo, G. Y. 523, skal upptækt og andvirði þess renna í sama sjóð og sektin. Loks greiði kærður allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Miðvikudaginn 11. febr. 1931. Nr. 98/1930. H/F Otur (Pétur Magnússon) gegn dómsmálaráðherra, í. h. Landhelgis- sjóðs Íslands (Stefán J. Stefánsson). Fjárnám í skipi fyrir botnvörpuveiðasektun. Úrskurður fógetaréttar Reykjavikur 11. okt. 1930: Hin umbeðna fjárnámsgerð skal fram fara á ábyrgð gerðarbeiðanda. Dómur hæstaréttar. Með því að líta verður svo á, að heimild 3. gr. laga nr. 3, 18. mai 1920 til þess að leita fjárnáms í skipi til fullnustu sektum, er skipstjóri þess hefir verið dæmdur í fyrir brot á téðum lögum, sé cigj 47 bundin því skilyrði, að krafa um viðurkenningu þess réttar hafi verið gerð í refsimálinu gegn skip- stjóranum eða að refsidómurinn heimili slíkt fjár- nám sérstaklega og að öðru leyti samkvæmt for- sendum hins áfrýjaða úrskurðar, er fallizt verður á í öllum aðalatriðum, ber að staðfesta hinn áfrýjaða úrskurð og eftirfarandi fjárnámsgerð. Í málskostnað í hæstarétti greiði áfrýjandi stefnda 150 kr. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða úrskurði og eftirfarandi fjárnámsgerð skal óraskað. Áfrýjandi, h/f Otur, greiði stefnda, dóms- málaráðherra, f. h. Landhelgissjóðs Íslands. 150 kr. í málskostnað að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði varadómara, prófessors Einars Arn- órssonar í málinu: Nr. 98/1930 H/F Otur segn dómsmálaráðherra, f. h. Landhelgis- sjóðs Íslands Aðiljar eru sammála um það, að í lögreglumál- inu gegn Gísla Guðmundssyni, fyrrum skipstjóra á botnvörpuskipinu Otri, hafi ekki komið fram krafa um það, að gera mætti fjárnám í skipi þessu til lúkningar sektar þeirrar, er dæmd yrði á hend- ur honum, sem farinn var úr þjónustu áfrýjanda, er Jögreglumálið hófst og mátti því ekki skuldbinda hann. Einnig er samkomulag um það í máli þessu. 48 að áfrýjanda hafi ekki verið veittur kostur a að gæta hagsmuna sinna í téðu lögreglumáli. Og í dómi í því máli var ekki heldur að því vikið, að sera mætti fjárnám í skipinu til lúkningar sektum eða kostnaði. Þótt heimilað sé í 3. málsgr. 3. gr. laga nr. 5 frá 18. maí 1920, að selja megi skip, að undan- sengnu fjárnámi, til lúkningar sektum og kostnaði, og skipseigandi sé þar með í raun réttri gerður á- byrðarmeður á greiðslu sektar og kostnaðar, þá verður ekki talið, að gerð sé með þessu lagaákvæði undantekning frá hinni almennu reglu um það, að dómur skuldbindi ekki óstefndan þriðja mann, heldur að hér sé undirskilið, eins og jafnan, að full- nægt sé venjulegum dómsskaparcglum, svo sem þeirri, að krafa sé gerð á hendur hlutaðeiganda í flutningi málsins, að honum sé veittur kostur á að gæta hagsmuna sinna og að sett sé í dóm tvímæla- laust ákvæði um heimild til aðfarar á hendur hon- um. Ekkert af þessum frumskilyrðum fyrir þvi, að dómur megi skuldbinda hann, er hér fyrir hendi. Fyrir því brast heimild í máli þessu til þess að gera fjárnám í áðurnefndu skipi, og ber því, samkvæmt kröfu áfrýjanda, að fella hinn áfrýjaða úrskurð og fjárnám það, sem gert var í skipinu samkvæmt hon- um, úr gildi. Samkvæmt þessum úrslitum þykir rétt, að stefndi greiði áfrýjanda kostnað af áfrýjun málsins, og þykir hann hæfilega ákveðinn 300 krónur. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði úrskurður skal úr gildi felldur og fjárnámið niður falla. Í málskostnað fyrir hæstarétti greiði stefndi, dómsmálaráðherra, f 49 h. Landhelgissjóðs Íslands, áfrýjanda, h/f Otri, kr. 300. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Í fógetaréttarmáli þessu hefir gerðarbeiðandi farið þess á leit, að gert yrði fjárnám í botnvörpungnum „Otur“, R. E. 245, til tryggingar eftirstöðvum af sekt, er Gisli Guðmundsson skipstjóri á nefndu skipi hafði með dómi hæstaréttar 22. mai f. á. verið dæmdur til þess að greiða, fyrir ólöglegar veiðar í landhelgi. Með því, að gerðarþoli mótmælti framgangi þessarar gerðar, lögðu aðiljar atriðið undir úrskurð fógetaréttarins. Málavextir eru þeir, að haustið 1927 var dómfelldi kærður fyrir ólöglegar veiðar í landhelgi, var hann fund- inn sekur og dæmdur í lögreglurétti Reykjavíkur 30. marz 1929 í 14000 króna sekt, en til vara 7 mánaða einfalt fangelsi. Eftir ósk hans hafði dómi þessum verið skotið til hæstaréttar, og var í málinu þar kveðinn upp dómur 22. maí s á. og var sektarupphæðin staðfest að öllu leyti, en vararefsing kærða færð úr 7 mánuðum upp í 8 mánuði. Með því að sekt þessi fékkst ekki greidd, var Gísli Guðmundsson, sem þá var vikinn af skipinu „Otur“, settur í fangahúsið 16. júní þ. á. kl. 11% f. h. og skyldi hann þar afplána sektina, en þar sem hann, að dómi fanga- húslæknis, þótti ekki fær um að taka út refsingu vegna vanheilsu, var hann látinn laus aftur 7. júli þ. á. kl. 11% e. h. og var þá eftir vottorði lögreglustjórans hér, sem lagt verður til grundvallar um það atriði, búinn að afplána sem svarar 1230 krónum af sektinni, en fyrir eftirstöðv- unum kr. 12770,00 er nú beiðzt fjárnáms í áðurnefndu skipi. Gerðarbeiðandi byggir kröfu sína á því, að Gísli Guð- mundsson hafi sem skipstjóri á botnvörpungnum „Otri“ R. E. 245, verið dæmdur fyrir ólöglegar veiðar í landhelgi, og þar sem sektin hafi ekki fengizt greidd, þá sé heimild til í 3. mgr. 3. gr. laga nr. , frá 18. maí 1920 að gera fjár- 4 50 nám í nefndu skipi fyrir eftirstöðvum sektarinnar, enda þótt aðfararheimildin standi ekki í dómnum. Gerðarþoli mótmælir því hinsvegar fyrst og fremst, að fjárnámsheimildin sé í gildi með því að liðnir séu rúmir 15 mánuðir frá því að dómur var uppkveðinn í hæstarétti og þar til fjárnáms er beiðzt og telur, að fjárnám skuli fara fram fyrir slíkri sekt sem þessi, hæfilegum tíma eftir að endanlegur dómur er uppkveðinn, og byggir hann þetta á 3. gr. 3 mgr. fyrrgreindra laga. Þá telur hann og, að fjár- námsheimildin sé glötuð vegna þess, að skipstjórinn sé farinn af skipinu. Ennfremur álítur hann, að með því að skipstjórinn. hafi verið settur í fangahúsið til að afplána sektina, þá sé jafnframt heimild gerðarbeiðanda brott fall- in til þess að krefjast fjárnáms þessa því báðar leiðir verði ekki farnar. Loks telur hann það geta orkað tvímælis, hvort ekki hefði þurft að gera kröfu um það undir rekstri málsins, að fjárnám þetta mætti gera. Samkvæmt tilvitnuðu lagaákvæði má leggja löghald á skip eg selja, að undangengnu fjárnámi, til lúkningar í- dæmdum sektum samkvæmt lögum. Nú hefir löghald ekki farið fram í skipinu og er þá spurning um, hvort hið um- beðna fjárnám sé óheimilt þegar af þessari ástæðu. Þetta verður þó ekki talið, með því að löghald er aðeins ráð- stöfun til tryggingar því, að fjárnámshæfu verðmæti sé ekki raskað og það sé til staðar er aðfararheimild er fyrir hendi. Þarnæst er það að athuga, hvort hæstaréttardómurinn, sem gerðarbeiðandi byggir kröfu sína á, felur í sér heim- ild til fjárnáms í skipinu til fullnustu hinni ídæmdu sekt, þar sem þetta er ekki orðað í dómnum, það er að segja, hvort það er nauðsynlegt að taka hina lögmætu fjárnáms- heimild upp í dóminn svo að aðför megi gera Í skipinu. Hið umrædda ákvæði er sett í lögin til þess að tryggja það svo vel sem verða má, að fullnægja megi refsingunni, og fyrirskipar því að fara megi þá leið, sem er að vissu leyti samkynja refsing upptekt veiðarfæra og afla, sem eru eign útgerðarmanns, að leita í skipinu sjálfu fullnustu fyrir sektum. Þegar sektardómur liggur fyrir er þá eo ipso fengin heimild til að ganga að hinu lögmæta verðmati til fullnustu dóminum, og þykir því ekki beinlínis nauðsyn á að þessi heimild sé emdurtekin þar berum orðum. 51 Þar sem ekki verður fallist á það, að þessi lögmælti réttur sé háður sérstakri fyrningu og falli niður við það, að hinn brotlegi skipstjóri viki af skipinu eða að gerð sé tilraun til fullnustu dómsins með afplánun sektarinnar, þykir kröfu gerðarbeiðanda, um að fá fullnægt sektará- kvæði dómsins til hlitar með fjárnámi í skipinu, eiga að taka til greina beinlínis án þess að leggja þurfi fyrst lög- hald á skipið og leita staðfestingar þess með venjulegu cinkamáli. Föstudaginn 13. febr. 1931. Nr. 33/1930. Kristín J. Hagbarð (Stefán J. Stefánsson) segn félagi Íslenzkra stórkaupmanna (Petur Magnússon). Skaðabótakrafa m. m. eigi tekin til greina. Dómur Þæjarþings Reykjavikur 30. jan. 1930: Stefndir, Arent Claessen, Björn Ólafsson, Ingimar Brynjólfsson, Hallgrímur Benediktsson og Tómas Tómas- son, skulu vera sýknir af kröfum stefnöndu, Kristínar J. Hagbarð, í máli þessu. Stefnanda greiði hinum stefndu kr. 100,00 í málskostnað innan fimmtán daga frá lögbirtingu dóms þessa að við- lagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Samkvæmt ástæðum hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Áfrýjandi greiði stefnda málskostnað í hæsta- rétti með 200 kr. 52 Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða dómi skal óraskað. Áfrýjandi, Kristín J. Hagbarð, greiði stefnda, félagi íslenzkra stórkaupmanna, málskostn- að í hæstarétti með 200 kr. að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er eftir árangurslausa sáttaumleitan, höfð- að fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 10. sept. s. 1., af Kristínu J. Hagbarð kaupkonu hér í bæ, gegn stjórnend- um „Félags íslenzkra stórkaupmanna“, þeim stórkaup- mönnunum: Arent Claessen, Birni Ólafssyni, Ingimar Brynjólfssyni og Hallgrími Benediktssyni og ölgerðar- manni Tómasi Tómassyni, öllum hér í bænum, til ómerk- ingar, og sekta fyrir meiðyrði og greiðslu skaðabóta að upphæð kr. 15.000.00, auk málskostnaðar að skaðlausu í máli þessu eftir mati réttarins. Málavextir eru þeir, að með bréfi, dags. 2. april 1929, tilkynnti „Félag íslenzkra stórkaupmanna“ stefnöndu, að hún ætti vangoldna skuld hjá einum félagsmanna að upp- hæð kr. 1217.19. Í bréfi þessu var einnig tekið fram, að ef athugasemdir bærust ekki frá henni innan þriggja daga eða ef skuldin yrði ekki jöfnuð við réttan aðilja innan sama frests, yrði nafn stefnöndu birt á næstu vanskila- skrá“ félagsins. Með bréfi, dags. 5. apríl, sem lagt hefir verið fram í eftirriti, svaraði stefnanda bréfi félagsins, og taldi skuldina ekki þannig til komna, að rétt væri að setja nafn hennar á „vanskilaskrá“ félagsins, þó að skuldin yrði ekki greidd, en eigi að síður var það gert litlu síðar sam- kvæmt „Samþykkt um lánsverzlunarskilmála“, gerðri á félagsfundi 26. nóv. 1928. Stefnanda telur nú, að eftir 10. gr. samþykktar þess- arar, sem hún hefir lagt fram, sé nafn hennar sett á „van- skilaskrána“ algerlega að ástæðulausu, þvi að í greininni sé skýrt tekið fram, að samþykktin sé aðeins bindandi 53 fyrir viðskipti stofnuð eftir 1. jan. 1929, en skuld sú, er hún hafi verið sett á „vanskilaskrá“ fyrir, stafi af viðskipt- um stofnuðum fyrir þann tíma. Auk þess hafi skuldin verið talin ranglega of há eða kr. 1217.19 í stað kr. 1185.69. Vegna þessarar ráðstöfunar „Félags íslenzkra stórkaup- manna“ kveðst stefnanda hafa orðið fyrir miklum álits- hnekki, trautsspjöllum og fjárhagstjóni, en stjórnendur félagsins eða hinir stefndu beri ábyrgð á ráðstöfuninni, því að í 4. gr. fyrrgreindrar samþykktar sé svo ákveðið, að stjórn félagsins taki ákvarðanir um það, hverjir skuli settir á „vanskilaskrá“, og hefir stefnanda nú höfðað mál betta á hendur stjórnendum og gert þær réttarkröfur, að ráðstöfunin verði ómerkt og stefndir verði auk þess hver fyrir sig látnir sæta sektum fyrir hana og dæmdir in solid- um til þess að greiða kr. 15000.00 í skaðabætur vegna hennar. Stefndir hafa mótmælt kröfum stefnöndu og krafizt þess, aðallega, að verða algerlega sýknaðir af þeim, og enn- fremur, að þeim verði tildæmdur málskostnaður eftir mati réttarins. Til vara hafa þeir mótmælt skaðabótakröfu stefnöndu sem allt of hárri. Það verður að teljast nægilega upplýst, að skuld sú, er stefnanda var sett á „vanskilaskrá“ fyrir, hafi verið stofn- uð fyrir 1. jan. 1929, en það atriði skiptir ekki máli, því að rétturinn lítur svo á eins og stefndir hafa haldið fram, að 10. gr. fyrrgreindrar samþykktar, eigi eftir anda og til- gangi samþykktarinnar að skiljast svo, að félagsmönnum í „Félagi íslenzkra stórkaupmanna“ sé skylt að tilkynna stjórnendum félagsins vanskil, er verða hjá viðskipta- mönnum þeirra frá ársbyrjun 1929, en jafnframt sé þeim heimilt að tilkynna vanskil vegna fyrri viðskipta. Þá ber og á það að líta, að stefnanda hefir viðurkennt það, að hún hafi í byrjun janúar 1929 gert samning um greiðslu skuldar þeirrar, er hún var sett á „vanskilaskrá“ fyrir, við skuldareiganda á þá leið, að hún greiddi af henni 500 krónur mánaðarlega þar til skuldinni væri lokið. Kveðst stefnanda hafa greitt afborgunina í febrúar, en ekki hafa getað greitt hana í marz vegna ýmsra skatta, er hún hafi orðið að greiða af eignum sínum í þeim mánuði. Hefir stefnanda afsakað greiðsludráttinn með því, að samning- 54 urinn um greiðslu skuldarinnar hafi verið því skilyrði bundinn „að ástæður hennar leyfðu“, en þetta skilyrði hefir hún ekki sannað gegn mótmælum stefndra. Það verð- ur því og að teljast nægilega upplýst, að stefnanda var í vanskilum með skuldina og var þá skuldareigandanum samkvæmt framansögðu heimilt að tilkynna stjórnendum félagsins vanskilin og stjórnendunum (hinum stefndu) aftur heimilt og jafnvel skylt eftir 4. gr. samþvkktarinn- ar að tilkynna félagsmönnum þau. Og þó skuldin hafi reynzt nokkrum krónum lægri í raun og veru en hún var talin á „vanskilaskrá“, þá hefir það að áliti réttarins eng- in áhrif á réttmæti þeirrar ráðstöfunar stefndra að setja stefnöndu á skrána vegna vanskilanna, þar sem hún bauð ekki fram greiðslu eða samdi um þann hluta skuldarinn- ar, er hún viðurkenndi, þegar hún fékk fyrrgreinda aðvör- un frá félaginu. Samkvæmt framansögðu og eftir því, sem fyrir liggur, lítur rétturinn svo á, að framangreind ráðstöfun stefndra, að setja stefnöndu á „vanskilaskrá“ „Félags íslenzkra stór- kaupmanna“ hafi verið eins og á stóð algerlega réttmæt, og verði stefnanda því að þola bótalaust, þó að hún kunni að hafa orðið fyrir óþægindum og tjóni vegna ráðstöfun- arinnar, því að sjálfsögðu verður það að teljast heimilt, að menn taki sig saman um það, að skýra hver öðrum frá innbyrðis, ef viðskiptamenn þeirra standa ekki við skuld- bindingar sínar gagnvart þeim, og þá jafnframt að bindast samtökum um það, hvaða viðurlögum þeir beiti gagnvart vanskilamönnunum, en ekki er upplýst, að stefndir hafi tilkynnt öðrum en félagmönnum sínum um vanskil stefn- öndu. Úrslit málsins verða þá þau, að stefndir verða alger- lega sýknaðir af öllum kröfum stefnöndu í málinu, og þykir eftir þeim úrslitum hæfilegt, að stefnanda greiði stefndum kr. 100.00 í málskostnað. Vegna embættisanna hefir dómur eigi orðið kveðinn upp í máli þessu fyr en nú. öð Mánudaginn 16. febr. 1931. Nr. 60/1930. Sigurður Þórðarson (Jón Ásbjörnsson) sesn Sigurgeiri Daníelssyni, f. h. verzlun- ar Sigurgeirs og Sigfúsar Daníels- sona (Magnús Guðmundsson). Verzlunarskuld. Dómur gestaréttar Skagafjarðarsýslu 16. júli 1929: Verjandinn, Sigurður Þórðarson, greiði sækjanda, Sigurgeir £Sigfúsi Daníelssonum, kr. 810,48 á- samt áföllnum 6% vöxtum frá Í. janúar til 16. nóvember 1928 og 30 krónur í málskostnað. Dóminum að fullnægja innan 3ja sólarhringa frá lög- birtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Máli þessu hefir verið skotið til hæstaréttar með stefnu, dags. 22. júlí f. á., að fengnu áfrýjunarleyfi, útgefnu 10. s. m. Áfrýjandi hefir hér fyrir réttinum lagt fram eft- irrit af viðskiptareikningi sínum við h/f Hinar sameinuðu íslenzku veræzlanir, Sauðárkróki, fyrir árið 1923. Ber reikningur þessi með sér, að áfrýj- andi hefir skuldað við nefnda verzlun kr. 2359,91, er hann samþykkti víxil þann að upphæð 2000. kr., er ræðir um í málinu. Heldur áfrýjandi því fram, að þegar víxillinn var útgefinn, hafi samizt svo milli sín og verzlunarstjórans, að skuldin skyldi færast niður um kr. 359,91, aðallega sem uppbót á fyrri ára viðskiptum. Beri því að draga þessa upp- hæð ásamt vöxtum og vaxtavöxtum til ársloka 1927, alls kr. 474,52, frá hinni umstefndu skuld. Krefst áfrýjandi því aðallega, að hinum áfrýjaða 56 dómi verði breytt þannig, að hann verði aðeins dæmdur til að greiða stefnda 335 kr. 96 a. með vöxtum eins og segir í undirréttardómnum, en til vara, að úrslit málsins verði látin koma undir eiði áfrýjanda þannig, að hann verði dæmdur til að greiða nefnda upphæð, en sýknaður að öðru leyti, ef hann staðfesti það með eiði, að framangreindur samningur hafi komizt á milli hans og verzlunar- stjóra Hinna sameinuðu íslenzku verslana um nið- urfærzlu skuldarinnar. Svo krefst hann, hvernig sem málið fer, að stefndi verði dæmdur til að greiða málskostnað bæði í hér- aði og hæstarétti. Útgáfa nefnds víxils í sambandi við önnur gögn í málinu verður eigi talin sönnun þess, að sam- komulag hafi orðið um umrædda eftirgjöf, og á móti því mælir það, að áfrýjandi hefir tekið á móti viðskiptareikningum sínum við nefnda verzlun fyr- ir árin 1924, 1925 og 1926, án þess að séð verði, að hann hafi gert nokkra gangskör að því að fá reikn- ing sinn lagaðan, og þar sem eigi heldur þykir heimild til að taka varakröfu áfrýjanda til greina, verður samkvæmt kröfu stefnda að staðfesta hinn áfrýjaða dóm, þó með þeirri breytingu, að máls- kostnaður í undirrétti falli niður, en málskostnað í hæstarétti ber áfrýjanda að greiða stefnda og á- kveðst hann 150 kr. Við meðferð málsins í héraði er það að athuga, að undirdómarinn hefir haft málið undir dómi í nærfellt 6 mánuði og verður að vita þennan mikla drátt á dómsuppsögninni. 57 Því dæmist rétt vera: Áfrýjandi, Sigurður Þórðarson, greiði stefnda, Sigurgeiri Danielssyni, f. h. verzlunar Sigurgeirs og Sigfúsar Danielssona, 810 kr. 48 a. ásamt 6% ársvöxtum frá 1. jan. til 16. nóv. 1928. Málskostnaður í héraði fellur niður, en máls- kostnað í hæstarétti greiði áfrýjandi stefnda með 150 kr. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað fyrir gestaréttinum af kaupmönn- unum Sigurgeir £ Sigfúsi Daníelssonum á Sauðárkróki gegn Sigurði Þórðarsyni bónda á Egg í Rípurhreppi, til greiðslu skuldar að upphæð kr. 810,48, en sækjendur eignuðust kröfu þessa, sem kaupendur að verzluninni: Hinar sameinuðu íslenzku verzlanir á Sauðárkróki og úti- standandi skuldum nefndrar verzlunar. Hefir það orðið að samkomulagi með aðiljum þessa máls, að verjandinn mætti óstefndur hér fyrir gestaréttinum, en sækjandi hefir með bréfi, dags. 16. nóv. f. á., sem lagt var fram í málinu þá er það var þingfest, krafizt þess, að verjandi væri dæmd- ur til að greiða honum ofangreindar kr. 810,48 með áfölln- um vöxtum og hæfilegum málskostnaði. Verjandi, sem sjálfur hefir einnig mætt í málinu hefir aftur á móti krafizt þess, aðallega, að feldar verði 350 krón- ur af hinni umkröfðu skuld og hann aðeins dæmdur til að greiða mismuninn, að frádregnum vöxtum af þessum 350 kr., en fíl vara, að hann verði algerlega sýknaður af kröf- um sækjanda. Þá hefir hann og krafizt þess, að sækjandi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað eftir mati réttarins. Ágreiningurinn í máli þessu er í því fólginn, að verj- 58 andi heldur því fram, að árið 1925 hafi hann gefið út eigin vixil til handa Hinum sameinuðu íslenzku verzlunum á Sauðárkróki, en frá verzlunarviðskiptum hans við nefnda verzlun stafar hin umrædda krafa í máli þessu. Hefir hann haldið því fram, að umræddur víxill eigi að sýna hvað hann skuldaði verzluninni, þegar hann var gefinn út. Hefir hann skorað á sækjanda að leggja fram víxil þenna og afrit af viðskiptareikningum hans fyrir árin 1925 og 1926. Í vörn sinni hefir verjandi þó aldrei tilgreint hve mikill sá mismunur á reikningsskuld hans og nefndum vixli, sem hann heldur fram að hafi átt sér stað, hafi verið, en aðeins haldið því fram, að hann hafi ekki numið minnu en 350 krónum án þess að rökstyðja það nánar. Hefir hann jafnvel tekið það fram, að hann muni ekki hvað hár víxill þessi hafi verið og ekki held- ur hvað reikningsskuldin hafi verið há 1925 og 1926. Þá hefir verjandi lagt fram vottorð frá manni, sem var bók- haldari Hinna sameinuðu íslenzku verzlana á Sauðárkróki, er hin umþrætta skuld varð til, þess efnis, að verzlunar- stjórinn hafði látið í ljósi, að umræddur víxill hafi verið lægri en skuld verjanda var þá, samkvæmt verzlunar- bókunum, er stafaði af því, að verjandi hafi gert athuga- semd við reikning sinn og yrði hann að laga reikning hans. Í vottorði þessu er þó ekkert tilgreint um það í hverju umrædd athugasemd eða reikningsskekkja hafi verið fólgin eða á hvaða ári þetta gerðist. Sækjandi hefir lagt fram í málinu víxil, sem álíta verð- ur að sé víxill sá, sem verjandi átti við, enda þótt vixitl þessi sé alls ekki eigin vixill og heldur ekki gefinn út árið 1925 eins og verjandi hélt fram, heldur útgefinn þ. 5. apríl 1923 af ofangreindri verzlun á hendur verjanda og sam- þykktur af honum til greiðslu 20. október 1923. Hefir sækjandi haldið því fram, að vixill þessi upplýsi ekkert um ágreining þann, sem kunni að hafa átt sér stað milli verjanda og hins látna verzlunarstjóra Hinna sameinuðu íslenzku verzlana og sé því sér og máli þessu alveg óvið- komandi. Það eð fjarri fari að með honum sé neinar sönnur á það færðar, að skuld verjanda hafi verið í nokkru röng, er sækjandi eignaðist kröfu þessa. AS réttarins áliti er nú á það að líta, að verjandi hefir enga grein gert fyrir þvi hve mikil sú upphæð var, sem 59 hann greindi á um við hinn látna verzlunarstjóra nefndr- ar verzlunar, að sér væri ofreiknuð, eða af hverju þessi ágreiningur var sprottinn eða hvenær hann varð til, held- ur hefir það komið í ljós, að verjandi hefir ekki einu sinni munað hvernig umræddum víxilviðskiptum hans við verzlunina var háttað og um tímann, sem þau áttu að gerast á, munar jafnvel tveimur árum. Ennfremur hefir verjandi í einu varnarskjali sínu heimtað framlagða við- skiptareikninga sina fyrir árin 1925 og 1926, en í öðru mótmæli verzlunarinnar, án þess þó að hafa ofangreinda reikninga fyrir sér í málinu. Yfirhöfuð eru mótmæli og mótbárur verjanda gegn hinni umsóttu kröfu sækjandans svo reikul og órökstudd að réttarins áliti, að þau upplýsa ekki um tilefni ágreiningsins í málinu eða hvernig honum hafi í raun og veru verið varið. Verður því ekki auðið að taka kröfur verjandans í máli þessu til greina, heldur verður að leggja hinn framlagða viðskiptareikning sækj- anda til grundvallar fyrir kröfu hans í máli þessu og dæma verjanda til að greiða reikningsupphæðina kr. 810,48 með áföllnum 6% vöxtum frá 1. janúar 1928 til þess, er mál þetta var þingfest þ. 16. nóvember s. á., en frekari vaxta hefir sækjandi ekki krafizt eftir því sem kröfur hans verða skildar í máli þessu. Eftir þessum úr- slitum ber einnig að dæma verjanda til að greiða sækj- andanum málskostnað, er þykir hæfilega ákveðinn 30 krónur. Óhjákvæmlegar embættisannir hafa valdið því, að dóm- ur hefir ekki verið fyrr kveðinn upp í málinu en nú að afloknum manntalsþingum. Miðvikudaginn 18. febr. 1931. Nr. 135/1929. Valdstjórnin (Pétur Magnússon) gegn George Smith (Lárus Fjeldsted). Sýknun. Dómur lögregluréttar Seyðisfjarðar- kaupstaðar 15.okt. 1929: Kærður, George Smith, greiði 12500 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands og 60 komi í stað sektarinnar 6 mánaða einfalt fangelsi, ef hún verður ekki greidd innan viku frá lögbirtingu dóms þessa. Allur afli og öll veiðarfæri — þar með taldir dragstrengir í botnvörpungnum „Nebris“ G. Y. 84, sé upptækt og renni andvirðið í sama sjóð. Loks greiði kærður allan af máli þessu löglega leiddan og leiðandi kostnað. Dóminum Þber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Þann 12. okt. 1929 var varðskipið Óðinn í eftir- litsferð á austurleið út Þistilfjörð og er komið var austur fyrir Langanes kl. 11,20 síðdegis í 0,5 sjó- milu fjarlægð frá landi og vegmælir sýndi 83,2 var haldin réttvísandi stefna S. 28“ V. Sá þá varðskipið botnvörpuskip, er stefndi upp að landinu og bar rétt utanvert við Fagranes. Kl. 11,47 sýndi vegmæl- ir varðskipsins, 88,0 og var þá breytt um stefnu og stýrt; réttvisandi S. 41“ V. Kl. 11,56, er vegmalir varðskipsins sýndi 89,7, bar botnvörpuskipið í Naustin og sneri þá út frá landi og kl. 12,00 á mið- nætti, er vegmælir sýndi 90,5, var botnvörpuskipið að sjá í Fagranes. Kl. 0,16 þ. 13. okt. nam botn- vörpuskipið staðar eftir aðvörun frá varðskipinu, og reyndist það að vera Nebris G. Y. 84, er kærði var skipstjóri á, og var bakborðsvarpa þess í sjó. Kl. 0,20 setti varðskipið út ljósdufl rétt hjá skipi kærða, og er bjart var orðið af degi, var staður ljós- duflsins ákveðinn með hornmælingum varðskips- ins þannig: Gunnólfsvíkurfjall > 1199 40 Skálar > 4015 Langanesviti 61 og er staður þessi 0,9 sjómílu innan landhelgislinu þeirrar, er stjórnarráðið hefir staðfest 5. mv. 1998, til þess að öðlast gildi 15. febr. 1929. Kærði hefir nú viðurkennt, að þessi mæling varðskipsins sé rétt og að hann hafi verið með botnvörpu í sjó 0,9 sjómilu innan landhelgislín- unnar eins og hún hefir verið ákveðin 5. nóv. 1928. En hann hefir mótmælt því, að landhelgislina þessi sé gild, telur sig aðeins vera bundinn við land- helgislinu þá, er til þess tíma hafi verið í gildi og á þessum stað liggur mikið nær landi, og hefir hann neitað að hafa verið að botnvörpuveiðum innan þeirrar línu. Af hálfu verjanda kærða hér fyrir rétt- inum hefir því og verið haldið fram, að þessi nýja landhelgislína á þessum stað fari í bága við II. gr. í milliríkjasamningi 24. júní 1901 um tilhögun á fiskveiðum utan landhelgi í hafinu umhverfis Fær- eyjar og Ísland, og geti hún því ekki verið gildandi gagnvart kærða. Á þetta verður rétturinn að fallast. Eftir staðhátt- um verður að líta svo á, að mynni Eiðisvíkur, sem fjarðar eða flóa, takmarkist að norðan af yzta odda við Kuml og að sunnan við yzta odda við Naustin og verður þá samkvæmt Íl. gr. í nefndum samningi bein lína milli þessara staða að ráða landhelgislin- unni þar út af, þannig, að landhelgin nær aðeins 3 sjómilur út frá þessari linu, svo sem talið hefir ver- ið frá því samningurinn gekk í gildi og þar til ný landhelgislína var sett 5. nóv. 1928. Það verður því að leggja hina eldri landhelgislinu til grundvallar fyrir dómi í máli þessu, en skip kærða var 0,6 sjó- milu utan þeirrar línu, er varðskipið stöðvaði það. Af hálfu sækjanda hér fyrir réttinum hefir því nú verið haldið fram, að kærði hafi í umrætt skifti 62 verið að botnvörpuveiðum einnig innan hinnar eldri landhelgislinu og byggir hann það á því, að miðan- ir varðskipsins til skips kærða, kl. 11,20, kl. 11,56 og kl. 12,00 sýni þetta. Hefir forstöðumaður stýri- mannaskólans í Reykjavík sett þessar miðunarlin- ur, ásamt eldri og nýju landhelgislinunni, út á sjó- uppdrátt, er lagður hefir verið fyrir hæstarétt og sýnir hann, að miðunarlinurnar liggja að nokkru leyti fyrir utan og að nokkru leyti fyrir innan eldri landhelgislinuna. En þar sem ekki er upplýst hvar í miðunarlinun- um skip kærða hefir verið á hinum tilgreindu tim- um, þá verður það eigi með þessum miðunum varð- skipsins talið sannað, að kærði hafi verið í land- helgi, enda eru miðanir varðskipsins gerðar eftir sjónhendingu, þegar dimmt var af nóttu og geta þvi eigi talizt svo ábyggilegar, að á þeim verði byggður sakfellisdómur á hendur kærða. Það verður þannig eigi talið sannað, að kærði hafi í umrætt skipti verið að botnvörpuveiðum í landhelgi og verður því að sýkna hann af kæru valdstjórnarinnar í máli þessu og leggja allan kostn- að sakarinnar bæði í héraði og hæstarétti á al- mannafé, þar með talin laun sækjanda og verjanda í hæstarétti, er ákveðast 120 kr. til hvors þeirra. Mál þetta átti að koma fyrir hæstarétt í febrúar- mánuði f. á., en hefir samkvæmt ósk beggja aðilja verið frestað til þessa. Því dæmist rétt vera: Kærði, George Smith, á sýkn að vera af kæru valdstjórnarinnar í máli þessu og á upptekt afla og veiðarfæra í skipi hans „Nebris“, G. Y. 84, að falla niður. 63 Allur kostnaður sakarinnar bæði í héraði og hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun sækjanda og verjanda í hæstarétti, mál- flutningsmannanna Péturs Magnússonar og Lárusar Fjeldsted, 120 kr. til hvors. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af valdstjórnarinnar hálfu gegn skip- stjóranum á botnvörpungnum „Nebris“, G. Y. 84, frá Grims- by, George Smith frá Grimsby, fyrir brot gegn ákvæðum laga nr. 5, 1920, um bann gegn botnvörpuveiðum. Með eigin játningu kærða, sem kemur heim við vitna- framburð skipherrans og fyrsta stýrimanns á varðskipinu „Óðinn“ er það sannað í máli þessu, að kærður, sem ekki er upplýst um, að áður hafi gerzt sekur um brot á íslenzkri fiskveiðalöggjöf, var á veiðum á skipi sínu laugardags- kvöldið 12. þ. m., innan landhelginnar sunnan við Langa- nes. Kom varðskipið „Óðinn“ þar að og tók skip kærða fast, fyrir innan landhelgislinuna, þar sem skipið hafði stöðvazt, eftir að varðskipið hafði skotið einu lausu skoti. Kærður hefir kannazt við, að hafa verið að veiðum inn- an landhelgislínu þeirrar, sem skýrsla skipherrans á varð- skipinu „Óðni“, réttarskjal 1 a og 1b tilgreinir, og viður- kennir staðarákvarðanir varðskipsins réttar. En hann seg- ir, að landhelgislína sú, sem tilgreind sé í réttarskjali 1 a og 1 b, sé ekki gild, heldur sé það eldri landhelgislína, sem gildi, og sé hún innar. Kveðst hann hafa verið að veiðum fyrir utan hana, en fyrir innan landhelgislínuna nýju. Á- litur hann því, að hann hafi ekki verið að veiðum í land- helgi, þar eð hann telji gömlu landhelgislínuna gilda, en ekki þá nýju. Það verður nú að álitast, að landhelgislina sú, sé sú rétta og gilda, sem tilgreind er í réttarskjali 1 a og 1 b, þar eð sú landhelgislína er staðfest gild frá 15. febr. 1929, saman- ber áritun á sjókort strandvarnarskipsins „Óðinn“, sem sýnd var í réttinum, og tilgreind er orðrétt í réttarprófi máls þessa. Kærður hefir því, að áliti réttarins, gerzt brotlegur við 64 bann 1. greinar hinna tilvitnuðu laga, og Þykir refsing sú, sem hann hefir tilunnið fyrir það eftir 3. grein laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 4, 1924, hæfilega ákveðin 12500 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands, með tilliti til þess, að gengi íslenzkrar krónu er það í dag, eftir upplýsingum frá dóms- málaráðuneytinu, að krónan jafngildir 81,99 aurum gulls. Verði sektin ekki greidd innan viku frá lögbirtingu dóms þessa sæti kærður í hennar stað 6 mánaða einföldu fangelsi. Allur afli og öll veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir, í botnvörpungnum „Nebris“, G. Y. 84, sé upptækt og renni andvirðið í sama sjóð. Loks greiði kærður allan af máli þessu löglega leiddan og leiðandi kostnað. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Föstudaginn 20. febr. 1931. Nr. 28/1930: Kolbeinn Þorsteinsson (Lárus Jóhannesson) gegn H/f Alliance (Jón Ásbjörnsson). Kaupkrafa m. m. eigi tékin til greina. Dómur sjóréttar Reykjavíkur ;%. júní 1929: Stefndur, H. f. Alliance, greiði stefnandanum, Kolbeini Þorsteinssyni. kr. 2974,50 ásamt 6% ársvöxtum frá 18. febr. þ. á. til greiðsludags, innan 3ja sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir í hæstarétti gert sömu aðaldóm- kröfu sem í undirrétti, og byggir hann kröfuna á þvi, að haustið 1924 hafi það verið orðin föst venja, að greiða skipstjórum botnvörpuskipa, er á venju- legum aflatíma voru Í viðgerð vegna bilunar, eigi 65 aðeins hið fasta samningsbundna mánaðarkaup meðan á viðgerðinni stóð, heldur einnig verðlaun af afla og lifrarhlut, miðað við meðalafla annara botnvörpuskipa á sama tíma. Hafa málsaðiljar eftir að dómur gekk í héraði útvegað nokkur ný vottorð þessu viðvíkjandi og sömuleiðis hafa þeir tveir menn, er undirritað höfðu vottorðið á undirréttar- skjali nr. 6 verið leiddir sem vitni. En með þeim gögnum, sem nú eru fyrir hendi í málinu, verður það eigi að heldur talið sannað, að föst venja, svo sem að ofan segir hafi myndast, og verður því sam- kvæmt kröfu stefnda að staðfesta hinn áfrýjaða sjóréttardóm af ástæðum þeim, sem þar eru teknar fram, enda hefir honum eigi verið sagnáfrýjað. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir hæstarétti, og á- kveðst hann 200 kr. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða sjóréttardómi skal óraskað. Áfrýjandi, Kolbeinn Þorsteinsson, greiði stefnda, h/f Alliance, 200 kr. í málskostnað fyrir hæstarétti. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta hefir höfðað, með sjódómskæru 18. febr. þ. á. Kolbeinn skipstjóri Þorsteinsson, gegn fiski veiðahlutafélag- ínu Alliance til greiðslu kr. 9476,30 ásamt 69 ársvöxtuni frá 4. dezbr. 1926 til greiðsludags, svo og málskostnað að skaðlausu. Hið stefnda hlutafélag hefir aftur krafizt al- serðrar sýknu og málskostnaðar eftir mati sjódómsins. Tildrög málsins eru þau, að stefnandi var skipstjóri ár- ið 1924 á skipi stefnds, b.v. Jóni Forseta, og var kaup stefnanda þetta: fastakaup 150 kr. á mánuði, 3% af brutto afla og lifrarhlutur eins og háseta. Um mánaðarmótin sept. 5 66 „okt. varð skipið fyrir áfalli og þarfnaðist viðgerðar og tafðist frá veiðum til 5. febr. 1925. Fyrir þenna tíma fékk stefnandi greitt hið fasta mánaðarkaup en ekkert meira. Gerir hann í þessu máli kröfu til að fá einnig greiddar fyr- ir tímabilið frá 3. okt. 1924 til 5. febr. 1925 lifrarhlut kr. 501,80 og 3% af bruttoafla kr. 6000,00, hvorutveggja upp- hæðin miðuð við áætlaðan meðalafla skipa á þessum tíma, því að stefnandi telur það fasta venju að greiða skipstjóra- kaup eftir þessum mælikvarða þegar líkt sé ástatt. Hefir stefnandi lagt fram vottorð 9 skipstjóra, er sanna eiga mál hans. Tvö þessara vottorða, rskj. 6 og 8, undirrituð af 3 skipstjórum, þar á meðal formanni skipstjórafélagsins „Aldan“, koma heim við kröfu stefnanda um kaupgjaldið. En þessum vottorðum hefir verið mótmælt sem röngum og óstaðfestum utanréttarvottorðum. Þrir skipstjórar, sbr. rskj. 5, 7 og 15, votta það, að þeim hafi verið greitt kaup miðað við meðalafla annara skipa, þegar svo hefir verið ástatt, sem um stefnanda og skip hans, og enn hefir einn skipstjóri vottað, rskj. 11, að hann hafi fengið greitt kaup miðað við meðalskipstjórakaup á sama tíma, er hann sótti nafngreint botnvörpuskip til útlanda. er keypt hafi verið þar. Og loks komu 3 vottorð, rskj. 12, 13 og 14. Í rskj. 12 segir, að greidd hafi verið unpbót á mánaðarkaup- ið eftir samkomulagi, er viðgerðir hafi farið fram, í rskj. 13, að greitt hafi verið það kaup, sem vottorðsgefandi hafi krafizt og í rskj. 14 kveðst vottorðsgefandi hafa tvisvar beðið eftir skipi á meðan á „byggingu“ þess hefir staðið og í bæði skiptin fengið aukaborgun fyrir biðina. Vottorðin nr. 6 og 8, sem að efni til bezt styðja málstað stefnanda, geta nú ekki hér fyrir réttinum orðið tekin sem gild sönnunargögn, þar sem þau hafa ekki verið staðfesti og hefir verið mótmælt, svo sem áður segir. Vottorðin á rskj. 5, 7 og 15 sanna engan veginn, að hér sé um fasta al- menna venju að ræða, heldur aðeins það, að það sé ekki fátitt, að skipstjórum sé greidd aukaborgun um fram fasta mánaðarkaupið. Þegar líkt er ástatt og var um stefnanda. og vottorðin 12—14 benda til hins sama, en geta á hinn bóginn skoðast sem sönnun þess, að ekki eigi sér stað föst og almennt gild regla um að kaup skuli greitt skipstjórum samkv. því, sem stefnandi heldur fram. Sjódómurinn verð- ur því að líta svo á, að stefnanda hafi ekki tekizt að sanna 67 það, að hann eigi réttarkröfu til kaupgjalds þess, sem hann fer fram á í máli þessu, þegar samkomulag hefir ekkert verið milli útgerðar og skipstjóra um aukaborgun umfram fasta kaupið og verður því ráðningarsamningurinn að leggjast alveg til grundvallar og ber að sýkna hið stefnda félag af þessum kröfuliðum stefnanda. Í viðskiptareikningi stefnanda við hið stefnda félag fær- ir það honum til útgjalda 3. maí 1925 „Skuld Kr. Vigfús- dóttur f. f. á. “, að upphæð kr. 2974,50. Þessa upphæð tel- ur stefnandi, að færð sé honum til útgjalda og reiknings í fullu heimildarleysi, og krefst því, að stefndi verður dæmd- ur til að endurgreiða sér þessa upphæð. Í málinu er það upplýst, að kona sú, er skuldina hefir stofnað, er eigin- kona stefnanda, og að þau hjón hafa haft aðskilinn fjár- hag síðan 1918, samkv. lögmætum úrskurði, og fullyrðir stefnandi, að stefndum hafi verið kunnugt um þetta. Enn- fremur er því ómótmælt haldið fram af stefnanda, að kona hans sé stór hluthafi í hinu stefnda hlutafélagi og hafi því einkaviðskipti við það. Stefndur hefir að vísu kannazt við, að þessu væri nú svona varið, en hann telur, að stefnandi beri samt ábyrgð á skuld þessari með því, að úttektin hafi að sjálfsögðu verið til sameiginlegs gagns sakir óhjákvæmi- legra nauðsynja. En svo virðist sem stefndur hefði átt að styðja þessa staðhæfingu sina með einhverjum sönnunum, en það hefir hann ekki gert og það er jafnvel óupplýst í málinu, hvort hjónin lifa samvistum eða hafa fyrir nokkr- um sameiginlegum börnum að sjá og yfirleitt eru engar upplýsingar fyrir hendi um það, hvernig á skuld þessari stendur. Það virðist því eiga að taka þessa kröfu stefn- anda til greina og dæma hið stefnda félag til að greiða stefnanda kr. 2974,50 ásamt 6% ársvöxtum frá dagsetningu sjódómskærunnar 18. febr. þ. á. til greiðsludags, en máls- kostnaður þykir eiga að falla niður. 68 Miðvikudaginn 25. febr. 1931. Nr. 106/1930. Réttvísin og valdstjórnin (Bjarni Þ. Johnson). gegn Erlingi Jónssyni, Leó Ólafssyni og Páli Sveinssyni (Theódór Líndal). Hegningarl.-, áfengis- og bifreiðalagabrot. Dómur aukaréttar Reykjavíkur, 9. sept. 1930: Ákærður, Erlingur Jónsson, sæti fangelsi við venju- legt fangaviðurværi Í 20 daga. Auk þess greiði hann 100 krónu sekt, sem renni Í ríkissjóð og afplánist með einföldu fangelsi í 7 daga, verði hún eigi greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Svo skal hann og sviftur ökuskir- teini í 2 ár frá lögbirtingu dóms þessa að telja. Ákærðir, Leó Ólafsson og Páll Sveinsson, sæti hvor um sig einföldu fangelsi í 5 daga. Auk þess greiði þeir hvor um sig 50 króna sekt í ríkissjóð, sem afplánist með einföldu fangelsi í 23 daga, verði hún eigi greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Ákærðu greiði Birni BI. Jónssyni in solidum kr. 54,00 í skaðabætur innan sama tíma og sektirnar. Loks greiði kærður in solidum allan kostnað sakarinnar. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Af ástæðum, þeim, er greinir Í hinum áfrýjaða dómi, sem skotið hefir verið til hæstaréttar af rétt- vísinnar og valdstjórnarinnar hálfu, ber að stað- festa hann, þó með þeirri breytingu „að fangclsis- refsing ákærða, Erlings Jónssonar, ákveðst 60 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og fangelsis- refsing Leó Ólafssonar og Páls Sveinssonar ákveðst samskonar fangelsi í 20 daga, en með tilliti til ald- urs hinna ákærðu og undanfarandi hegðunar, þykir mega ákveða samkvæmt 1. gr. laga nr. 59, 16. nóv. 69 1907, að fangelsisrefsingunni skuli frestað og hún falla niður eftir 5 ár frá uppsögn dóms þessa, ef fullnægt verður skilyrðum laganna. Brot Leó Ólafssonar og Páls Sveinssonar heyr- ir að öðru leyti undir 16. gr. laga nr. 64/1928, en ekki undir 20. gr. þeirra laga eins og í undirrétt- ardóminunr stendur. Ákvæðum dómsins um sektargreiðslu, skaðabæt- ur, málskostnað og um sviftingu ökuskirteinis skal óraskað. Ákærðu ber in solidum að greiða allan áfrýjun- arkostnað málsins, þar með talin laun sækjanda og verjanda í hæstarétti, 60 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Erlingur Jónsson, sæti 60 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og á- kærðu. Leó Ólafsson og Páll Sveinsson, sæti, hvor um sig, 20 daga samskonar fangelsi, en fullnustu fangelsisrelfsingarinnar skal frestað og hún falla niður eftir 5 ár frá uppsögn dóms þessa ef skilorð laga nr. 39, 16. nóv. 1907 eru haldin. Að öðru leyti skal hinum áfrýjaða dómi ó- raskað. Ákærðum ber að greiða allan áfrýjunar- kostnað málsins, þar með talin laun sækjanda og verjanda í hæstarétti, málflutningsmann- anna Bjarna Þ. Johnson og Theódórs Líndal, 60 kr. til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lög- um. 70 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af réttvísinnar og valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Erlingi Jónssyni, bifreiðarstjóra, Hverfisgötu 92, Leó Ólafssyni, Sindri, Seltjarnarnesi, og Páli Sveins- syni, Bakkakoti, Seltjarnarnesi, gegn Erlingi fyrir brot á ákvæðum 12. kapitula alm. hegningarlaga frá 25. júní 1869, lögunum nr. 56 frá 1926 og lögunum nr. 64 frá 1928, en gegn Leó og Páli fyrir brot á ákvæðum 12. kapítula hegn- ingarlaganna og ákvæðum áfengislaganna. Málavextir eru þeir, sem nú skal greina: Að kvöldi hins 7. júlí s. l., var eftirlitsmaður bifreiða, Björn Blöndal Jónsson, á eftirlitsferð um austurþjóðveg. inn. Kl. 10%4 um kvöldið kom hann að Lögbergi í Mos- fellssveit, þar var þá bifreiðin RE 522. Bifreiðareftirlits- maðurinn gekk að bifreiðinni, því að hjá henni voru 5 menn í áflogum, allir auðsjáanlega drukknir. Menn þessir voru ákærðir í þessu máli og auk þeirra Haraldur Sveins- son, Bakkakoti, Seltjarnarnesi og Kristbjörn Bjarnason, Skaftafelli, Seltjarnarnesi. Bifreiðarstjórinn á bifreið þess- ari var ákærður, Erlingur Jónsson, var hann mjög ölvaður. Bauð eftirlitsmaður honum að láta af hendi við sig lykilinn að bifreiðinni og gerði hann það samstundis. Fór eftirlits- maðurinn síðan inn í símaherbergið á Lögbergi og símaði til lögregluvarðstofunnar í Reykjavík, og bað um lögreglu- aðstoð þaðan að Lögbergi, til þess að koma hinum drukknu mönnum heim. Meðan hann var að síma komu hinir drukknu menn inn í símaherbergið, réðust þeir á hann, ákærðir, Erlingur, Leó og Páll. Virtist eftirlilsmann- inum Erlingur eiga upptökin, en Leó og Páll hjálpuðu honum. Eftir nokkrar sviftingar komu ákærðir honum undir, og rifu þrjá hnappa af einkennisbúningi hans og rispuðu hann dálítið í framan. Hinsvegar var Haraldur Sveinsson ekki með í árásinni og hvatti heldur ekki til hennar, og Kristbjörn Bjarnason reyndi að stilla félaga sína og aftra árásinni þótt hann væri mikið drukkinn sjálfur. Ákærðir hafa fyrir réttinum viðurkennt það, að hafa byrjað að drekka kl. 6 þennan dag. Síðan hafi þeir lagt af stað kl. 7 í bifreiðinni RE 522, og farið upp að Kol- viðarhól og haft með sér 4 flöskur af portvíni. Stýrði Er- lingur bifreiðinni alla leið. Drukku þeir mikið af vini 71 þessu á leiðinni upp eftir, var þá ákærður Erlingur orð- inn mjög drukkinn, en stýrði samt bifreiðinni niður að Lögbergi. Ákærður, Erlingur, hefir viðurkennt bað fyrir réttin- um, að hafa ráðizt fyrstur að eftirlitsmanninum, og beð- ið hina að hjálpa sér til þess, en ákærðir, Leó og Páll, kveðast hafa leiðst út Í árásina fyrir áeggjan Erlings og vegna Ölvunar. Eftir ryskingarnar fór eftirlitsmaðurinn í bifreið sinni á lögreglustöðina í Reykjavik, fór lögreglan þá í bifreið upp eftir, mætti hinum drukknu mönnum gangandi á móts við Gunnarshólma. Tók lögreglan þá í bifreiðar sinar og flutti þá til Reykjavíkur, fór með suma í varðhald, en aðra heim til sín. Sýndu þeir lögreglunni engan mótþróa. Bifreiðaeftirlitsmaðurinn hefir gert skaðabótakröfu að upphæð kr. 54.00 fyrir skemmdir á fötum sínum. Kristbjörn Bjarnason hefir undir rekstri máls þessa undirgengizt 50 króna sekt fyrir brot sitt á áfengislögun- win, og Haraldur Sveinsson hefir í öðru réttarhaldi und- irgengizt 50 króna sekt fyrir brot sitt á áfengislögunum. Ákærðir eru allir komnir yfir lögaldur sakamanna, Er- lingur fæddur 3. april 1908, Páll fæddur 4. april 1909 og Lcó fæddur 4. mai 1908. Þeim hefir ekki verið refsað áður. Með árás sinni á Þifreiðaeftirlitsmanninn, sem sýslun- armaður hins opinbera, hafa ákærðir gerzt brotlegir við 101. grein almennra hegningarlaga frá 25. júni 1869. Rétt- urinn verður að telja ákærðan, Erling, aðalmanninn í á- rásinni og hvatamann hennar, og þykir refsing sú, sem hann hefir til unnið fyrir það hæfilega ákveðin fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 20 daga. Auk þess hafir hann með framferði sinu brotið gegn 5. grein bifreiða- laganna nr. 56/1926 og 20. grein áfengislaganna nr. 64 frá 1928, og þykir refsing sú, sem hann hefir til unnið fyrir það, hæfilega ákveðin 100 króna sekt og svifting ökuleyfis í 2 ár frá lögbirtingu dóms þessa að telja. Sekt- in renni Í ríkissjóð og afplánast með einföldu fangelsi í 7 daga verði hún ekki greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Ákærðir, Leó og Páll, sem tóku þátt í ársinni á eftir- litsmanninn, fyrir áeggjan Erlings, sæti hvor um sig ein- 72 földu fangelsi í 5 daga. Auk þess hafa þeir með framferði sinu brotið gegn ákvæðum 20, greinar áfengislaganna og þykir refsing þeirra hvors um sig fyrir það hæfilega á- kveðin 50 króna sekt, er renni Í ríkissjóð og afplánist með einföldu fangelsi í 3 daga, verði hún eigi greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Ákærðu greiði Birni Bl. Jónssyni in solidum kr. 54.00 í skaðabætur. Loks greiði þeir in solidum allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Föstudaginn 27. febr. 1931. Nr. 78/1931. Haraldur Ámundínusson (Sveinbjörn Jónsson) gegn Öldu Valdimarsdóttur og Bjarna Svavars (Enginn). Barnsfaðernismál. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 6. iúníi 1930: Kærðir, Bjarni Svavars og Haraldur Ámundínusson, greiði in solidum meðlag með barni því, er kærandinn, Alda Valdimarsdóttir, gegnur með, og barns- fararkostnað til hennar eftir úrskurði yfirvalds svo og 20 krónur í málskostnað. Dóminum skal fullnægt að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Máli þessu hefir verið áfrýjað til hæstaréttar ineð stefnu, dags. 9. sept. Í. á., en hvorugt hinna stefndu hefir mætt eða látið mæta, þótt þeim hafi verið löglega stefnt og hefir málið því verið flutt skriflega og er dæmt samkvæmt N. L. 1 4—32 og 2. gr. tilsk. 3.. júní 1796. “ 73 Áfrýjandi hefir krafizt þess, að hann verði sýkn- aður af kröfum stefndu, Öldu Valdimarsdóttur, og að hún verði dæmd til að greiða sér málskostn- að eftir mati réttarins. Fyrir lögregluréttinum voru þau áfrýjandi og stefnda, sammála um það, að þau aðeins einu sinni hefðu haft holdlegar samfarir, er geti skipt máli um úrlausn þessa máls og að þær samfarir hafi átt sér stað þ. 6. okt. 1929. Hinsvegar hefir á- frýjandi, að fengnu leyfi, lagt fram af nýju vott- orð ljósmóður um, að barn það, er ræðir um í máli þessu, hafi fæðzt fullburða þ. 23. ágúst f. á. - og þar sem nú verður að telja það útilokað, að barn það, er stefnda ól 23. ágúst f. á. geti verið ávöxlur af samförum hennar við áfrýjanda, 6. okt. næsta ár áður, þá verður að sýkna áfrýjanda af kröfum stefndu í máli þessu, enda er það einnig upplýst, að stefnda hefir haft tíðir 34 vikum eftir samfarir hennar við áfrýjanda. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að stefnda, Alda Valdimarsdóttir, greiði áfrýjanda málskostn- að fyrir hæstarétti, er ákveðst 100 kr. Því dæmist rétt vera: Áfrýjandi, Haraldur Ámundinusson, á að vera sýkn af kröfum stefndu, Öldu Valdimars- dóttur, í máli þessu. Stefnda greiði áfrýjanda 100 kr. í máls- kostnað fyrir hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Ár 1930, föstudaginn 6. júní var lögregluréttur Reykja- 74 vikur settur í skrifstofu lögmannsins í Suðurgötu 4 og hald- inn af fulltrúa hans, Kristjáni Kristjánssyni, með undir- rituðum vottum. Fyrir var tekið: I. Barnsfaðernismálið : Alda Valdimarsdóttir gegn Bjarna Svavars og Haraldi Ámundínussyni. Var í málinu uppkveðinn svofelldur dómur: Samkvæmt vottorði Ólafs Þorsteinssonar, læknis hér í bæ, dags. 20. maí þ. á., áritað af Magnúsi Péturssyni, bæj- arlækni, 21. s. m., fæðir ógift stúlka að nafni Alda Valdi- marsdóttir, til heimilis í Ránargötu 8 A hér í bænum, barn um mánaðamótin júli—ágúst þ. á. Föður að þessu barni sinu hefir kærandi tilnefnt Bjarna Svavars, til heimilis á Laugaveg 57 hér í bænum. Hann hefir ekki viljað kann- ast við faðernið og er því mál þetta eftir árangurslausa sáttatilraun og eftir kröfu kæranda höfðað gegn honum og hefir hún krafizt þess, að hann yrði dæmdur faðir að barni þvi, er hún gengur með, til að greiða meðlag með því og barnsfararkostnað til sín eftir úrskurði yfirvalds, svo og málskostnað að skaðlausu. Þá hefir hún síðar í málinu gert þá varakröfu, að ef aðalkrafa hennar yrði ekki tek- in til greina, að kærður ásamt Haraldi Ámundinussyni, rak- ara, til heimilis á Vitastig 14, hér í bænum, yrðu dæmdir in solidum meðlagsskyldir með barni því, er hún geng- ur nú með og jafnframt til að greiða barnsfararkostnað til sín eftir úrskurði yfirvalds svo og málskostnað að skaðlausu. Framburður kæranda er á þá leið, að hún hafi þekkt kærðan, Bjarna, í ein þrjú eða fjögur ár og haft holdlegt samræði við hann alltaf öðru hvoru. Síðastliðið sumar kveðst kærandi hafi verið á Akureyri, en komið þaðan í byrjun októbermánaðar og kveður hún að þau, hún og kærður, Bjarni, hafi frá þeim tima og fram eftir vetrin- um haft oftlega holdlegt samræði saman. Þá viðurkennir hún, að hún hafi fyrr meir haft holdlegt samræði við fleiri karlmenn, en sérstaklega getur hún þess, að hinn 6. októ- ber síðastliðið haust hafi hún haft holdlegt samræði við mann að nafni Haraldur Ámundínusson, rakari, til heim- 75 „lis á Vitastig 14, hér í bænum. Hún heldur því fram, að það geti tæplega verið að hann sé faðir að barninu, með því að hann hafi haft verjur og hyggur hún, að það hafi verið fullnægjandi vörn þess, að sæði hans félli í sig. Kærður Bjarni hefir viðurkennt, að hafa haft holdlegi samræði við kæranda jafnvel í október og þá í nóvember og dezember, en hann hefir haldið því fram, að ýmsir aðrir muni hafa haft holdlegt samræði við kæranda á sama tima, án þess þó að geta tilgreint nokkra. Þá hefir Haraldur Ámundínusson og viðurkennt, að hafa haft holdlegt samræði við kæranda á þeim tíma, er hún tiltók, eða 6. október síðastliðinn, en hann hefir hald- ið því fram; að hann hafi haft verjur og fullyrðir hann það, að Þótt honum hafi orðið sáðfall, þá hafi ekkert af því farið inn í kæranda, heldur hafi allt orðið eftir í verjunni. Það verður að lita svo á, að ekki sé unnt að dæma nokkurn föður að fóstri því, er kærandi gengur með, Þegar af þeirri ástæðu, að upplýst er í málinu, að kær- andi hafi haft holdlegt samræði við tvo karlmenn á þeim tíma, er fóstrið geti verið getið með tilliti til réttarskjals nr. 1, og þótt kærandi og kærður, Haraldur, séu sammála um það, að við samræði þeirra, er fram fór 6. október síðastliðinn, hafi sæði hans ekki getað farið inn í kær- anda vegna verjunnar, þá getur rétturinn ekki tekið það til greina. Úrslit máls þessa verða því þau, hér fyrir réttinum, að enginn verður dæmdur faðir fósturs þess, er kærandi gengur með. Hinsvegar þykir rétt að dæma hina kærðu, Bjarna Svavars og Harald Ámundínusson, til þess að greiða in solidum meðlag með barni kæranda, Öldu Valdi- marsdóttur, og barnsfararkostnað til hennar eftir úrskurði yfirvalds svo og 20 krónur í málskostnað. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. 76 Föstudaginn 27. febr. 1931. Nr. 76/1930. Gunnlaugur Guðjónsson (Sveinbjörn Jónsson) segn bæjarstjórn Siglufjarðar (Guðm. Ólafsson). Úlsvarsmál. Úrskurður fógelaréltar Siglufjarðar 16. ág. 1930: Hið umbeðna lögtak skal fram fara. Dómur hæstaréttar. Með niðurjöfnun útsvara Í Siglufjarðarkaupstað fyrir árið 1930 var áfrýjanda máls þessa gert að greiða 5000 kr. útsvar til kaupstaðarins, og er á- frýjandi neitaði að greiða það, var þess krafizt með bréfi, dags. 8. ágúst f. á, að fyrri helmingur út- svarsins, 2500 kr. ásamt áföllnum dráttarvöxtum, vrði tekinn lögtaki. Gekk um þetta úrskurður í fógetarétti Siglufjarðar þ. 16. sm. á þá leið, að lög- takið skyldi fara fram, og var lögtak samstundis gert í eignum áfrýjanda fyrir útsvarshelmingnum. Þessum fógetaréttarúrskurði og lögtaksgerð hef- ir áfrýjandi skotið til hæstaréttar með stefnu, dags. 9. sept. f. á., og hefir hann krafizt þess, að úrskurð- urinn og lögtakið verði fellt úr gildi, og að hin stefnda bæjarstjórn verði dæmd til að greiða hon- um málskostnað í hæstarétti eftir mati réttarins. Hin stefnda bæjarstjórn hefir hinsvegar krafizt staðfestingar á úrskurðinum og lögtakinu og máls- kostnaðar í hæstarétti. Umrætt útsvar var lagt á leigutekjur og arð á- frýjanda af hálfri útgerðarstöð á Siglufirði, sem hann er eigandi að. Er það upplýst, að áfrýjandi átti lögheimili á Ak- 4 ureyri þegar útsvarið var lagt á hann. Var hann ráðinn starfsmaður annars manns þar með föstu árskaupi og var útsvar lagt þar á hann, sem heim- ilisfastan mann. Ennfremur er það upplýst, að útsvarsárið, eða árið áður en útsvarið var lagt á, leigði áfryjandi eigendum nokkurra fiskibáta útgerðarstöðina á Siglufirði og fékk ákveðna leigu fyrir hvern bát, og telur áfrýjandi, að leigutekjur sínar yfir árið hafi samtals numið 8000 kr., er eigi hafi hrokkið til greiðslu vaxlakostnaðar og viðhalds stöðinni. Er það viðurkennt, að eigendur fiskibátanna hafi haft stöðina ásamt lóðarréttindum á leigu allt árið og öll umráð og afnot hennar. Samkvæmt þessu hefir áfrýjandi því aðeins haft leigutekjur af útgerðarstöðinni, en hvorki starfrækt hana útsvarsárið né haft önnur afnot hennar og var því ekki heimilt samkv. 8. gr. í lögum nr. 16, 15. Júní 1926 að leggja útsvar á hann í Siglufjarðarkaupstað. Verður því samkvæmt kröfu áfrýjanda að fella hinn áfrýjaða fógetaréttarúrskurð og lögtaksgerð úr gildi. Eftir þessum úrslitum verður að dæma hina stefndu bæjarstjórn til að greiða áfrýjanda máls- kostnað í hæstarétti, er ákveðst 300 kr. Því dæmist rétt vera: Hinn áfryjaði fógetaréttarúrskurður og lög- taksgerð er úr gildi felld. Bæjarstjórn Siglufjarðarkaupstaðar greiði áfrýjanda, Gunnlaugi Guðjónssyni, 300 kr. í málskostnað fyrir hæstarétti, að viðlagðri að- för að lögum. 78 Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Þar sem upplýst er, að lögtaksþoli eigi hér útgerðarstöð, er hann leigir út, verður að telja hann lögtaksskyldan hér og að lögtakið eigi þvi fram að fara. Föstudaginn 27. febr. 1931. Nr 47/1930. Margrét Sveinsdóttir gegn Árna Árnasyni, f. h. db. Jensen-Bjerg. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi mætti ekki í málinu og óskaði, að það vrði hafið. Stefndi samþykkti það og krafðist ómaksbóta. Þessa kröfu ber að taka til greina og ákveðast 6- maksbæturnar 50 kr. Því dæmist rétt vera: Mál þetta er hafið. Áfrýjandi, Margrét Sveins- dóttir, greiði stefnda, Árna Árnasyni, f. h. db. Jensen Bjerg, 50 kr. í ómaksbætur, að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 27. febr. 1931. Nr. 110/1930. Elínmundur Ólafs gegn Eggert Kristjánssyni á Co. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Elinmundur Ólafs, er eigi mætir í 79 málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Mánudaginn 2. marz 1931. Nr. 3/1930. — Símon Guðmundsson (Lárus Jóhannesson) gegn Júlíusi Kristjánssyni (Enginn). Ágreiningur um kaup. Dómur aukaréttar Vestmannaeyja 6.jan. 1930: Svo framarlega sem stefnandinn, Júlíus Kristjáns- son, hér, eftir löglegan undirbúning vinnur eið að því á varnarþingi sínu, að hann hafi verið ráðinn af stefnda. Símoni Guðmundssyni, hér, umrædda vetrarvertið 1929 á vélbátinn „Kristbjörg“ V. E. 112, fyrir kr. 800,00, þá ber stefnda að greiða stefnanda kr. 250,00 með 6% ársvöxtum frá 11. maí 1929 til greiðsludags, en málskostnaður falli niður. Vinni stefnandi hinsvegar ekki svofelldan eið á stefndi að vera sýkn af kröfum hans í málinu, og ber stefn- anda þá að greiða stefnda í málskostnað kr. 25,00. Dóminum að fullnægja innan 15 daga frá löglegri birt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Með því að stefndi hefir ekki mætt í hæstarétti hefir málið verið flutt skriflega samkvæmt 38. gr. hæstaréttarlaganna, Svo sem drepið er á í forsendum hins áfrýjaða dóms, hefir verið lagt fram í undirrétti vottorð frá formanninum á bát þeim, er stefndi var ráðinn á, um að stefndi hafi verið ráðinn á bátinn með 800 kr. kaupi yfir vertíðina. Þótt vitni þetta hafi borið það, er hann staðfesti vottorðið fyrir rétti, að hann 80 hafi aðeins verið viðstaddur, er fyrst var samið um ráðningarkjörin, en ekki síðast er frá samningnum var gengið, þykir stefndi þó hafa fært þær líkur fyr- ir staðhæfingu sinni um upphæð kaupsins, að rétt sé að láta úrslit málsins velta á eiði áfrýjanda, þannig, að synji hann fyrir það með eiði, að hann hafi lofað að greiða stefnda 800 kr. kaup fyrir velrarvertíðina til aprílloka 1929, þá eigi áfrýjandi að vera svín af kröfum stefnda, og á málskostnað- ur þá að falla niður bæði í héraði og hæstarétti, en vinni hann eigi eiðinn, þá á hann að greiði stefnda umstefndar 250 kr. með 6% ársvöxtum frá sátta- kærudegi 25. júní 1929 tl greiðsludags og 50 kr. í málskostnað í héraði. en málskostnaður í hæstarétti fellur niður. Því dæmist rétt vera: Ef áfrýjandi, Símon Guðmundsson, að und- angengnum löglegum undirbúningi svnjar fyrir það með eiði, að hann hafi lofað að greiða stefnda, Júlíusi Kristjánssyni, 800 kr. í kaup yfir vetrarvertíðina ll aprílloka 1929, þá á hann að vera sýkn af kröfum stefnda í máli þessu og á þá málskostnaður að falla niður bæði í hér- aði og hæstarétti, en vinni hann eigi eiðinn á hann að greiða stefnda 250 kr. með 6% árs- vöxtum frá 25. júni 1929 tl greiðsludags og 50 kr. í málskostnað í héraði, en málskostnaður í hæstarétti fellur niður. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 81 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta hefir stefnandinn, Júlíus Kristjánsson, hér, höfðað fyrir aukaréttinum eftir árangurslausa sáttatilraun, gegn stefnda, Símoni Guðmundssyni, Eyri hér, til greiðslu á skuld að upphæð kr. 250,00 „með 6% ársvöxtum frá 11. maí 1929 til greiðsludags og málskostnaði. Þegar skal tekið fram, að ekki verður tekið tillit til frá- viísunarkröfu stefnds, sem er byggð á því, að á sáttafund- inum hafi umboðsmaður kæranda ekki haft fullkomið um- boð, þegar vegna þess, að umboðsmaðurinn er faðir um- bjóðanda, kærandans, Skuld þessi er þannig til orðin, að því er stefnandi skýr- ir frá, að hann réðist síðastliðinn vetur til stefnds á vél- bátinn „Kristbjörg“ V. E. 112, fyrir umsamið kaup kr. 800,00, þar af hafði stefndur goldið kr. 550,00, og standi því eftir umstefnd upphæð kr. 250,00. Stefndi mótmælir því, að stefnandi hafi verið ráðinn á Þann hátt, er hann heldur fram, en staðhæfir, að hann hafi verið ráðinn samkvæmt venjulegum kauptaxta útgerðar- manna, og hefir stefndur ómótmælt haldið því fram, að samkvæmt greindum kauptaxta hafi stefnanda ekki borið meira kaup en hann hefir móttekið. Úrslit þessa máls velta þannig á því, hver ráðningar- kjörin eru, ákveðin upphæð, eða kaup samkvæmt taxta úlgerðarmanna. Þareð eitt vitnið, formaðurinn á vélbát þeim, er stefn- andi var ráðinn á, hefir borið það fyrir réttinum, að stefn- andinn hafi verið ráðinn fyrir kr. 800,00 á bátinn, þykir rétt að láta úrslit máls þessa vera komið undir eiði stefn- anda, þannig, að ef hann vinnur eið að því, að hann hafi átt að fá kr. 800,00 í kaup um vertiðina þá á stefndur að greiða honum hina umstefindu upphæð, kr. 250,00, en máls- kostnaður falli þá niður. Vinni stefnandi ekki eiðinn þá á stefndur að vera sýkn af kröfum stefnanda, en hann þá að greiða stefnda í málskostnað kr. 25,00. 82 Mánudaginn 2. marz 1931. Nr. 67/1930. Valdstjórnin (Pétur Magnússon) segn Rudolf Plonis (Jón Ásbjörnsson). Sýknun. Dómur lögregluréttar Vestmannaeyja 19. a príil 1930: Kærði, Rudolf Plonis, á innan fjögra vikna að greiða sekt til Landhelgissjóðs Íslands að upp- hæð kr. 12500,00 en afplána hana með sjö mánaða einföldu fangelsi fáist hún ekki greidd. Auk þess skulu öll veiðar- færi, þar með taldir dragstrengir, svo og allur afli innan- borðs í togaranum „Capella“ P. G. 279, frá Geesteminde, vera upptækt og andvirðið renna í sama sjóð. Ennfremur greiði kærði allan kostnað málsins, sem orðinn er og verður. Dóminum að fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Í hæstarétti hefir verið lagður fram sjóuppdrátt- ur, er forstöðumaður stýrimannaskólans hefir markað á miðanir og mælingar varðskipsins. Sýnir uppdráttur þessi, er kemur heim við uppdrátt þann, er foringi varðskipsins hefir lagt fram við rann- sókn málsins í héraði, stað þann, er kærði nam stað- ar á með botnvörpu úti, stað varðskipsins á ýmsum tímum og miðunarlínur varðskipsins til skips kærða, þar á meðal miðunarlinuna kl. 8,23, en þá var skip kærða næst landi. Af skýrslu varðskipsforingjans og sjóuppdrættin- um verður það að vísu ekki ráðið með neinni vissu, hvar kærði hefir verið staddur í miðunarlínunni kl. 8,23, þegar hann beygði út frá landinu, en þó gert sé ráð fyrir, að hann hafi verið þar í línunni, sem foringi varðskipsins hefir áætlað, þá sýnir hinn framlagði sjóuppdráttur, að kærði hefir þá verið 3 83 sjómilur frá landi, og þar sem ekki þykir heimild til á þessum stað að draga landhelgislinuna öðru- vísi en gert hefir verið á hinum eldri sjóuppdrátt- um til ársins 1928, er eigi fengin sönnun fyrir þvi, að kærði hafi í umrætt skipti verið að botnvörpu- veiðum í landhelgi. Það verður því að sýkna hann af kæru valdstjórnarinnar í máli þessu og leggja allan kostnað sakarinnar á almannafé, þar með talin laun sækjanda og verjanda í hæstarétti, er á- kveðast 100 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Kærði, Rudolf Plonus, á að vera sýkn af kæru valdstjórnarinnar í máli þessu og á upp- tekt afla og veiðarfæra í skipi hans, Capella P. G. 279, að falla niður. Allur kostnaður sakarinnar í héraði og hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun sækjanda og verjanda í hæstarétti, mál- flutningsmannanna Péturs Magnússonar og Jóns Ásbjörnssonar, 100 kr. til hvors. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Samkvæmt skýrslu skipherrans á varðskipinu „Ægir“, var komið að skipi kærða, togaranum „Capella“, P. G. 279 frá Gesteminde, miðvikudagsmorguninn var, kl. 9,13, og var skipið þá með bakborðsvörpu í sjó og 1,4 sjm. fyrir utan landhelgislínuna undan Ingólfshöfða. En samkvæmt sömu skýrslu hafði skip kærða haldið stefnu út frá landi kl. 8,23—kl. 9,01 sama morgun og eftir mælingum varð- skipsins, teknum kl. 8,23 verið þá 0,4 úr sjómílu fyrir inn- an landhelgislinuna, eða sem svarar 740 metrum. Það er upplýst í málinu með vitnisburði tveggja skips- manna, sem kærði ekki hefir mótmælt, að skip kærða var að toga með botnvörpu þetta tímabil 8,23—9,01 og nokkru 84 áður. Einnig er upplýst, að kærði var ekki við stjórn skipsins meðan togað var þenna tíma, heldur stýrimaður hans og að skipið komst nokkru nær landi en ætlunin var, vegna þess að maður við stýrið misskildi fyrirskipanir sinar og hélt eitthvað 6—-7 minútur á að gizka að landi í stað frá landi. Við rannsókn málsins hefir komið í ljós, að lina sú, sem logarinn miðaðist í kl. 8,23 getur flutzt nokkuð til vegna þess að hin láréttu horn, sem hún sumpart er stað- sett eftir, er byggt á miðunum við staði á landi, sem eru töluvert mismunandi háir. Einnig má telja upplýst, að hafi skip kærða verið 0,4 úr sjómilu fyrir innan línuna kl. 8.23, þá hafi það, þar sem það vegna snúnings undir engum kringumstæðum gat farið beinustu linu Þangað sem það var stöðvað kl. 9,01, hlotið að fara Hðugt 3 sjómílur á klukkustund með vörpu Í sjó, sem eftir atvikum má telja fremur ólíklegt. Af þessu hvorttveggju leiðir, að telja má hugsanlegt, að skip kærða hafi verið lengra frá landi en talið er í skýrsl- unni, að það hafi verið kl. 8,23. Hinsvegar liggja ekki fyrir í málinu gögn fyrir því, hve mikið þetta geti hafa verið, og því síður hve mikið það hafi verið. Þessi dómstóll getur þess vegna ekki byggt nægilega á þessum varnarástæðum til sýknunar, einnig vegna þess, að þó að farið sé eftir því, sem fyrir liggur mest má telja kærða í vel, þá virðist skip hans hafa komizt eitthvað lítilsháttar inn fyrir línuna. En á slíku verður kærði að lögum að bera ábyrgð. Af framangreindum ástæðum verður að telja kærða brotlegan gegn 1. gr. laga nr. 5, 18. mai 1920 um bann gegn botnvörpuveiðum í landhelgi og Þykir refsing hans með hliðsjón af gildandi gullgengi, 81,88 og tilliti til þess, að um fyrsta brot kærða á lögum þessum erað ræða, hæfi- lega ákveðin sekt að upphæð kr. 12,500,00, sem greiðist innan fjögra vikna og rennur í Landhelgissjóð Ísland. En fáist hún ekki greidd á kærði að afplána hana með 7 mán- aða einföldu fangelsi. Auk þess skulu öll veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir, Svo 08 allur afli innanborðs í áð- urnefndum togara vera upptækt og andvirðið renna í sama sjóð. Ennfremur greiði kærði allan kostnað málsins sem orðinn er og verður. 85 Mánudaginn 9. marz 1931. Nr. 34/1930. Valdstjórnin (Sveinbjörn Jónsson) segn Aðalsteini Pálssyni (Guðm. Ólafsson). Úrskurður. Úrskurður hæstaréttar. Við töku botnvörpuskipsins Belgaum 17. marz tf. á. í tilefni af landhelgisbroti því, er kærði er sak- sóttur fyrir í máli þessu, gerðu skipstjórinn á varð- skipinu Ægir og tveir stýrimenn hans þrjár staðar- ákvarðanir á varðskipinu, kl. 12,23 (staður 1), kl. 12,29 (staður II.) og kl. 12,32 (staður TII.). Í máli þessu hefir verið lagt fram sjóbréf, er skipstjórinn á varðskipinu hefir sett á þessa þrjá staði, alla mjög nærri landhelgislínunni, hinn fyrsta lítið eitt fyrir innan hana, stað Il sem næst í landhelgis- línunni, en stað III. lítið eitt fyrir utan. Að tilhlut- un dómsmálaráðuneytisins hefir yfirforingi eftir. litsskipsins Fylla sumpart endurskoðað. útsetn- ingu skipstjórans á Ægi á stöðum þessum á rétt- arskjali Q, sjóbréfi þvi, er áður getur og sum- part markað þá sjálfur á annað sjóbréf, og er niðurstaða hans sú, að staðir þessir séu allir mjög nærri landhelgislinunni. Ennfremur hafa verið lögð fram í málinu hér í rétti, sjóbréf og landabréf, er forstöðumaður slýrimannaskólans hefir markað staði þessa á. Fyrstu staðarákvörð- unina telur hann svo óglögga, að vafi geti leikið á um miðin og hefir hann því sett stað I. 0, 46 sm. ut- an landhelgislinu eða 0,12 sm. innan eftir mismun- andi miðum. Stað 11 hefir hann sett 0,08 sm. utan landhelgislínu og stað III. 1,08 sm. utan línunnar. 86 Staðsetningar þessar hefir hann staðfest fyir rétti. Eftir að skipstjóri varðskipsins hafði upplýst það, að Dritvíkurtangi í staðarákvörðunum væri mið í Dritvíkurberg fremst, en eigi Í tangaoddann, endurskoðaði skólastjórinn staðsetningu sína á stað III. samkvæmt þessari upplýsingu, og setti þá stað þenna 0,86 utan landhelgislinu Loks hefir sjóliðs- foringi GC. A. Broberg látið uppi álit um Mælingar þessar og staðfest það álit sitt fyrir rétti. Kveðst hann hafa sett stað III. út á sjóbréf og er að sjá, að hann hafi komizt að líkri niðurstöðu og stýrinanna- skólastjórinn. Af gögnum málsins verður því ekki ráðið með nægilegri vissu, hvar tökustaður botnvörpungsins hafi verið, einkum sakir þess hve mjög hits, sér. fróðu menn greinir á um stað IIL., en rétturinn hef- ir eigi tök á að skera úr þeim ágreiningi. Það er því nauðsynlegt, að aflað sé enn frekari upplýsinga áður en dómur gengur um málið. Verður því arði leggja fyrir rannsóknardómarann að afla álits þriggja dómkvaddra, óvilhallra og sérfróðra manna um stað varðskipsins kl. 12,23, kl. 12,29 og kl. 1232 hinn 17. marz Í. á. og þó einkum stað MI. samkvæmt miðunum þeim og mælingum, er þá voru gerðar á varðskipinu. Svo ber rannsóknardómaranum og að afla þeirra frekari upplýsinga, er framhaldstann- sókn þessi kann að gefa tilefni til. Því úrskurðast: a e srel e 1 . a Framangreindar upplýsingar ber að útvega svo fljótt sem unnt er. 87 Miðvikudaginn 11. marz 1931. Nr. 101/1930. Sláturfélag Suðurlands (Pétur Magnússon) gegn tollstjóra Reykjavíkur (Stefán J. Stefánsson) Skattamál. Úrskurður og eftirfarandi lögtaksgerð staðfest. Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 22. april 1930: Hin umbeðna lögtaksgerð skal fram fara á ábyrgð gerðarbeiðanda. Dómur hæstaréttar. Af ástæðum þeim, er fram eru teknar í hinum á- frýjaða fógetaréttarúrskurði ber að staðfesta hann, svo og eftirfarandi lögtak. Eftir þessum úrslitum verður áfrýjandi að greiða stefnda málskostnað fyrir hæstarétti, sem ákveðst 150 kr. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða fógetaréttarúrskurði og eft- irfarandi lögtaki skal óraskað. Áfrýjandi, Sláturfélag Suðurlands, greiði stefnda, tollstjóra Reykjavíkur, 150 kr. í máls- kostnað fyrir hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Við skattaálagningu, er fram fór hér í Reykjavík síðast- liðið ár, var Sláturfélagi Suðurlands gert að greiða til rik- issjóðs fasteignaskatt kr. 452.25 og tekju- og eignaskatt kr. 2078,50 eða samtals kr. 2530,75. Með bréfi, dags. 28. mai f. 88 á., til skattstjórans Í Reykjavík, krafðist það lækkunar á skattinum, en sú krafa var ekki tekin til greina, og með bréfi, dags. 24. júní s. á., hafði það og kært til yfirskatta- nefndar Reykjavíkur og krafizt lækkunar, en þeirri beiðni hafði og verið synjað. Samkvæmt réttarskjali nr. 3 hefir gerðarþoli greitt 5. dez. f. á. upp í fyrrgreindan skatt kr. 1120.75, en eftir- stöðvarnar, kr. 1410.00, hafa ekki fengizt greiddar og hefir því tollstjórinn í Reykjavík, f. h. ríkissjóðs, krafizt lögtaks fyrir þessum eftirstöðvum. Af hálfu gerðarþola var lögtaki þessu mótmælt og var því atriðið lagt undir úrskurð fógeta- réttarins. ; Af hálfu gerðarþola hefir því verið haldið fram, að þær kr. 1120,75 sem þegar hafi verið greiddar, sé sú upphæð. sem gerðarþola samkvæmt tekju- og eignaskattsskýrslunni hafi borið að greiða. Fasteignaskatturinn kr. 452,95 og eignaskatturinn kr. 668.50 eru taldir réttilega álagðir, eri þær upphæðir eru samtals hinar kr. 1120.75, sem nú þegar er greitt. Hinsvegar er því haldið fram, að tekjuskattyrinn sé ranglega álagður, en hann nemur þeim kr. 1410.00, sem ennþá eru ógreiddar og mótmælin eru miðuð við. Skattaframtal gerðarþola árið 1928 sýnir brúttótekjur kr. 331.365.80, en til frádráttar aftur á móti eru færðar kr. 331.758.25, er þá samkvæmt því frádráttur umfram tekjur kr. 392.45 og er þá svo álitið af hálfu gerðarþola, ag ekki geti verið um tekjuskatt að ræða, enda sé starfsemi félags- ins þannig, að það geti aldrei verið um það að ræða, að lagðar séu til hliðar tekjur, sem eðlilegt sé að falli undir tekjuskatt. Aðiljar eru sammála um það, að þessi umræddi tekju- skattur sé lagður á gerðarþola vegna þess, að skattstjóri og skattanefnd hafi ekki ekki viljað fallast á þá skoðun, að rétt væri að telja til frádráttar tillag í varasjóð, tillag í stofnsjóð, vaxtagreiðslu af varasjóði og vaxtagreiðslu af stofnsjóði, en þetta hafði gerðarþoli gert. Með því nú að skattstjórinn komst að þessari niður- stöðu, sem og var staðfest af yfirskattanefnd Reykjavíkur, reyndust tekjur gerðarþola á árinu hafa verið kr. 23.500.00 og bar þá að greiða af þeim tekjum kr. 1410.00 í tekjuskatt. Af hálfu gerðarþola er bent á það, að árgjald félags í varasjóð samkv. 24. gr. samvinnufélagalaganna skuli vera 89 að minnsta kosti 1% af viðskiptaveltunni og hlýði gerðar- boli því ákvæði, en varsjóðstillag gerðarþola sé 1% af verði innlagðrar vöru félagsmanna og sé því skylt að inna það af hendi alveg án tillits til þess, hvort ágóði hafi verið af rekstrinum eða ekki, og verði því tillagið að takast af vörnuverði framleiðenda. Er því haldið fram, að óeðlilegt sé að greiða skatt af þessu tillagi, með þvi að að það sé lagt í sjóð, sem ekki megi nota nema að takmörkuðu leyti ef sérstakt óhanp ber að höndum, enda geti það og ekki talizt tekjur félagsins, og ef ekki væru lagaákvæði, sem skipuðu þannig fyrir, myndi félagsmönnum vera greidd þessi upphæð við reikningsskil og þeir þá greiða skatt af henni, enda hafi þessi álagning á varasjóðstillagið enga stoð í lögum. Þá er því og haldið fram, að hér umræddur sjóður muni ekki geta talizt eign gerðarþola né félagsmanna með því að i 3. gr. Samvinnufélagal. sé svo ákveðið, að hann renni til viðkomandi héraðsstjórnar, ef félagsslit verði, unz annað samvinnufélag yrði stofnað, og sé því rétt að telja vara- sjóð þenna almennan tryggingarsjóð, sem falli undir 4. gr. tekjuskattslaganna samanborið við reglugerð nr. 90 frá 1921, gr. 8 a, og sé því skattfrjáls. Þá er og svo álitið af hálfu gerðarþola, að hið sama gildi að mestu leyti um stofnsjóðstillagið og varasjóðstil- lagið, og jafnframt að það sé ótvírætt, að samkvæmt 25. gr. samvinnufélagalaganna teljist sjóðurinn alls ekki eign fé- lagsins heldur eigi hver félagsmaður sinn hluta í honum og færist á nöfn þeirra og teljist því til útgjalda hjá félaginu, en samkv. 25. gr. samvinnufélagal. skuli félagið nota stofn- sjóðinn sem veltufé og fái það hann að láni hjá félags- mönnum til notkunar í starfrækslu sinni og komi alls ekki til mála, að hann sé skattskyldur, enda hafi 12. gr. reglu- gerðar nr. 90 frá 1921 þessa reglu að geyma. Með tilliti til samvinnufélagalaganna, þar sem svo er á- kveðið, að félagið greiði vexti af varasjóði, ef það hefir hann í veltu sinni, er því haldið fram, að þessi vaxta- greiðsla sé ekki frábrugðin öðrum vöxtum, er félag verð- ur að greiða af lánsfé, er það notar til starfrækslu sinnar og beri því að telja þá til frádráttar samkv. tekjuskattslögun- um og sama gildi um vexti af stofnsjóði. Af hálfu gerðarbeiðanda er þessari skoðun mótmælt og 90 ekkert af þessum liðum talið frádráttarhæft. Því er haldið fram, að þótt varasjóðstillagið sé lögákveðið, þá nái ekki nokkurri átt, að telja það frádráttarhæft með því að það sé, án tillits til heitis, peningar, sem komi félaginu að not- um og sem því beri að greiða skatt af til ríkissjóðs, og er því til stuðnings vitnað í 12. gr. reglugerðarinnar nr. 90 frá 1921, svo og lög nr. 39, frá 4. júni 1924, enda er og jafnframt bent á það, að viðskiptamenn félagsins greiði ekki skatt af þessu tillagi, en óeðlilegt talið, að það væri að öllu leyti skattfrjálst. Þá er því og jafnframt haldið fram, að varasjóður þessi sé eign viðkomandi félags, því þótt 3. gr. 10. tölul. samvinnufélagalaganna mæli svo fyrir, að hann gangi til viðkomandi héraðsstjórnar ef samvinnu- félag hætti, þá heimili þó 24. gr. fyrrgreindra laga fjár- greiðslur úr sjóðnum og muni það því í reyndinni verða þannig, að samvinnufélag hætti tæplega störfum fyrr en varasjóður er tæmdur, og sé hann því í rauninni fé, sem fé- lagið megi gripa til, þegar fjárhagsörðugleikar bera að höndum. Þá er það játað, að stofnsjóður sé ekki eins og varasjóð- ur, eingöngu eign félagsins, heldur eigi hver félagsmaður sinn vissa hluta í stofnsjóði, en þeir hafi engan umráða- rétt yfir sjóðnum, og fái enga vexti greidda og er svo álit- ið, að með því að 12. gr. reglugerðar nr. 90 frá 1921 geri ekki ráð fyrir, að félagsmenn greiði tekjuskatt af tillögum í stofnsjóð, þá Þeri að skoða félagið skylt til að greiða þenna skatt, þar sem hér sé í raun og veru um tryggingar- sjóð að ræða fyrir félagið og er þá jafnframt talið að skatt- greiðsla þessi falli undir 12. gr. 4. lið fyrrgreindrar reglu- gerðar. Þá er því og haldið fram, að vextir af varasjóði séu ekki frádráttarhæfir og er það byggt á ákvæðum 12. gr. reglu- gerðarinnar nr. 90 frá 1921, og hinu sama er haldið fram um vexti af stofnsjóði. Það verður að álítast rétt, að gerðarþoli falli undir á- ákvæði samvinnufélagalaganna, og beri því að greiða skatt á sama hátt og öðrum félögum, sem falla undir þau lög. Í 38. gr. i. f. samvinnufélagalaganna nr. 36, frá 27. júní 1991 er svo ákveðið, að um gjöld til ríkissjóðs fari eftir almennum lögum og mun því um tekjuskatt gerðarþola fara eftir gildandi tekjuskattslögum. 91 Eftir 3. gr. b.-lið laga um tekjuskatt og eignaskatt nr. 74, frá 27. júní 1921 svo og 6. gr. 2.-lið reglugerðar nr. 90 frá 1341, er gerðarþoli tekjuskattsskyldur. Þetta ákvæði myndi að mestu falla um sjálft sig ef sú skoðun gerðarþola teldist rétt, að frá tekjum hans mætti draga hina fyrr- greindu liði, með því að um aðrar tekjur er tæpast að ræða með tilliti til 3. gr. 5.-lið fyrrgreindra samvinnufélaga- laga. — Í stað þess að láta viðkomandi eigendur eða stjórn hvers samvinnufélags ákveða það, hvort nokkuð skuli lagt til hliðar af árlegum viðskiptum félagsins til þess að stand- ast ófyrirsjáanleg töp, er verða kynnu, þá er fyrirskipað í lögum á hvern hátt varasjóð skuli mynda til þess að tryggja fjárhagslega afkomu viðkomandi félags og til ör- yggis fyrir hina mörgu félagsmenn, sem að meiru eða minna leyti eru ábyrgir fyrir fjárreiðum félagsins. Þessir varasjóðir verða að teljast eign viðkomandi fé- lags „með því að til þeirra má grípa til þess að uppfylla skuldbindingar félagsmanna og hvað um þá verður við fé- lagsslit og að afloknum öllum skuldbindingum, sem á fé- lagsheildinni hvílir, virðist ekki geta hrakið þessa skoðun, enda verður ekki betur séð eftir því sem mál betta liggur fyrir en að gerðarþoli telji varasjóð sem eign sína og greiði af honum eignaskatt. Samkvæmt lögum nr. 39, frá 4. júní 1924 skulu yfirfærsl- ur á tekjuafgangi í varasjóð teljast til skattskyldra tekna og 12 gr. á.-liður reglugerðarinnar nr. 90, frá 1921, mælir svo fyrir, að til skattskyldra tekna félaga beri að telja arð lagð- an í varasjóð. Samkvæmt þessum ákvæðum ber að telja varasjóðstil- lag gerðarþola til skattskyldra tekna með því og að það er hvergi í lögum undanþegið skatti. Það er að vísu svo, að gerðarþoli mun ekki vera eigandi að stofnfénu, heldur félagsmenn, en hinsvegar skal það, samkv. 25. gr. samvinnufélagalaganna, vera veltufé í Þarfir félagsins, sem eigandi fær eigi greitt fyr en allar fjárhags- legar skuldbindingar, sem á honum hvila sem félagsmanni, eru uppfylltar, auk ýmsra annara takmarkana, sem fyrr- greind grein hefir að geyma. Í 3. gr. 6. lið samvinnufélagalaganna er svo ákveðið, að nokkur hluti af tekjuafgangi þeim, er kemur í hlut hvers 92 félagsmanns við reikningslok, renni í stofnsjóð og þannis virðist stofnfjártillag gerðarþola vera tilkomið, samkv. rétt- arski. nr. 5 og því öðru, er fram er komið í máli þessu. Hér er gert ráð fyrir því, að stofnfjártillag það, sem hér um ræðir, sé greitt af tekjum gerðarþola, og ber því aðeins að athuga það, hvort það er frádráttarhæft. Hér gildir það sama um stofnfjártillagið og varasjóðs- tillagið, að í stað bessa að greiða félagsmönnum fullt verð vörunnar, að frádregnum reksturskostnaði, þá er tekinn ákveðinn hluti af viðskiptaveltunni og lagður í stofnsjóð og er það séreign félagsmanna. Í 9. gr. tekju- og eigna- skattslaga, sbr. 12. gr. 4.-lið fyrrgreindrar reglugerðar, er svo ákveðið, að félög sem aðeins vinna úr og selja afurðir félagsmanna sinna, megi draga frá Það, sem þau úthluta félagsmönnum sínum í hlutfalli við framlag þeirra af af- urðum, en þá greiðir hver félagsmaður skatt af sinni upp- hæð. Þetta gæti virzt eiga við hér umrætt stofnfjártillag. en þó er eðlilegast, að telja þetta ákvæði eiga eingöngu við ttborgun til félagsmanna, samkv. 3. gr. Ölið samvinnufc- lagalaganna, 08 með því að Þetta stofnfjártillag er ekki und- anþegið skatti og þareð meðferð og notkun stofnfjárins í þarfir félagsheildarinnar er eigi háð neinum verulegum hömlum, og eignargildi stofnfjárins fyrir einstaklinginn næsta takmarkað og óvist, þá verður að álita, að gerðarþola beri að greiða af því tekjuskatt með hliðsjón af 9. gr. fyrr- greindra tekjuskattslaga og 12. gr. 4.-lið áðurgreindrar reglugerðar. Samkvæmt 24. gr. samvinnufélagalaganna er svo ákveð- ið, að vextir af innstæðu leggist árlega við höfuðstólinn. Samkvæmt þessu skulu vextir af varasjóði gerðarþola leggjast árlega við aðalupphæðina, en þeir eru arður sá, sem varasjóður gefur af sér, og falla því undir 12. gr. 4.-lið fyrrgreindrar reglugerðar og eru því skattskyldir. Vexti af stofnfé hefir gerðarþoli og talið frádrátiarhæfa, en samkv. 9. gr. og Í1. gr. 1. f. tekjuskattslaganna og 12. gr. 4. lið reglugerðarinnar virðist svo sem gerðarþoli eigi að greiða skatt af þeirri upphæð. " Samkvæmt þessu verður fógetarétturinn að lita svo á, að það beri að leyfa framgang hinnar umbeðnu gerðar að öllu leyti á ábyrgð gerðarbeiðanda. 95 Föstudaginn 13. marz 1981. Nr. 70/1930. Helgi Benediktsson, f. h. eigenda vél- bátsins „Auður“ (Eggert Claessen) gegn Guðmundi Ólafssyni, f. h. Haldorsen £ Sön (Guðm. Ólafsson). Fógectaréttarúrskurður og innsetningargerð. Jrskurður fógetaréttar Vestmannaeyja Í8. júlí 1930: Hin umbeðna gerð á að fara fram gegn tryggingu þeirri, sem lögð er fram í réttinum. Dómur hæstaréttar. Með samningi, dags, 1. marz 1927 seldi M. Hal- dorsen £ Sön í Noregi Verzlunarfélagi Vestmanna- eyja, hreyfivél fyrir 11,151 krónur norskar og skyldi kaupverðið greitt með vixlum þannig: 3000 kr. 8. april, 3000 kr. 8. maí og ölöl kr. 8. júlí sama ár. Er það tekið fram berum orðum í samningnum, að seljandi sé eigandi hreyfivélarinnar þar til síðasta afborgun sé greidd að fullu og að hann geti tekið hana aftur, ef kaupandi ekki standi í skilum með greiðslu kaupverðsins. Vélin var afhent Verzlunar- félagi Vestmannaeyja, er lét setja hana í fiskibát- inn „Auður“ V. E. 3, er það átti í sameign með öðr- um, víxlar voru gefnir út fyrir kaupverðinu, svo sem áskilið var í kaupsamningnum og var fyrsti víxillinn, 3000 kr.. greiddur á gjalddaga. En hinir tveir víxlarnir voru ekki greiddir á gjalddögum og voru þeir síðar afhentir málaflutningsmanni Guðmundi Ólafssyni til innheimtu og krafði hann Verzlunarfélag Vestmannaeyja um greiðslu þeirra með bréfi, dags. 20. sept. 1928 og aftur með bréfi, 28. nóv. s. á., en í bæði skiptin árangurslaust. 94 Þann 7. júní 1929 gerði þarnæst Verzlunarfélag Vestmannaeyja, málaflutningsmanni Guðmundi Ólafssyni, er þá var staddur í Vestmannaeyjum, bréflega það tilboð að greiða honum 20000 kr., 5000 kr. þá þegar og 15000 kr. fyrir 15. jan. 1930, með þeim skildaga, að með greiðslunni skyldi lokið að fullu skuldum þeim, er hann hafði til innheimtu á Verglunarfélag Vestmannaeyja frá lánardrottnum þess og tilgreindar væru á tveim viðfestum listum, en samkvæmt listum þeim, er lagðir hafa verið fram í málinu, voru skuldir þessar, að viðbættum vöxt- um til 1. júlí 1929 og kostnaði, samtals um 74000 islenzkar krónur og er Öll skuldin til M. Haldorsen £ Sön n. kr. 8151,00 (3000 5151 kr.) talin meðal annara skulda á öðrum þessara lista. Til tryggingar skilvísri greiðslu á þeim 15000 kr., er greiðast áttu 15. jan. 1930, bauð Verzlunarfélag Vestmannaeyja fram sjálfskuldarábyrgð eins manns og ritaði hann ábyrgðarskuldbindingu sina á tilboðið, en í henni er það einnig tekið fram, að ábyrgðin sé því skil- yrði bundin, að Verzlunarfélag Vestmannaeyja fái að greiðslunni lokinni fullnaðarkvittun frá skuld- heimtumönnum sínum samkvæmt viðfestum list- um. Þetta tilboð með ábyrgðarskuldbindingunni sam- þykkti svo málaflutningsmaður, Guðmundur Ólafs- son, að áskildu samþykki allra umbjóðenda sinna, er á listanum voru tilgreindir, og með bréfi, dags. 17. dez. 1929, aðvarar hann sjálfskuldarábyrgðar- manninn um gjalddaga ábyrgðarinnar og að hann muni fullnægja settu skilyrði um fullnaðarkvittun af hálfu umbjóðenda sinna. En þær 15000 kr., er greiðast áttu fyrir 15. jan. 1930. voru eigi greiddar á gjalddaga og fékk þá 95 Guðmundur Ólafsson, þ. 5. júlí 1930 dóm í gestarétti Reykjavíkur á hendur ábyrgðarmanninum til greiðslu þeirra með vöxtum og kostnaði og lét 17. s. m. gera fjárnám til fullnustu dómsins, og voru fjárnámi teknir fjármunir nægilegir að mati virð- ingarmanna til lúkningar dómsupphæðinni með vöxtum og kostnaði. En samhliða þessu fór málaflutningsmaður Guð- mundur Ólafsson með bréfi, dags. 11. júlí 1930, þess á leit, að fógeti Vestmannaeyjakaupstaðar léti taka hreyfivélina úr v/b „Auður“ og afhenda sér hana fyrir hönd eigandans M. Haldorsen £ Sön, og var beiðni þessi tekin fyrir í fógetarétti Vestmannaeyja daginn eftir að áðurnefnt fjárnám fór fram, eða þ. 18. júlí f. á. Í fógetaréttinum var því af hálfu eig- enda v/b „Auður“ og veðhafa í bátnum mótmælt, að innsetningargerðin og afhending vélarinnar færi fram, en þessum mótmælum var hrundið með sam- stundis uppkveðnum úrskurði fógetaréttarins, er ákvað, að gerðin ætti fram að fara og var vélin síðan tekin úr bátnum og send M. Haldorsen á Sön. Þessum fógetaréttarúrskurði og innsetningargerð hefir verið skotið til hæstaréttar með stefnu, dags. 2. sept. f. á., og hefir áfrýjandi krafizt þess, að úr- skurðurinn verði úr gildi felldur, og að innsetning- argerðin og afhending vélarinnar verði ómerkt, og að stefndi verði dæmdur til að greiða málskostnað í hæstarétti. Stefndi hefir hinsvegar krafizt aðallega, að mál- inu verði vísað frá hæstarétti, en til vara, að fógeta- réttarúrskurðurinn og eftirfarandi innsetningar- gerð verði staðfest. Svo hefir hann og krafizt máls- kostnaðar í hæstaretti. Stefndi byggir frávisunarkröfu sina á því, að hin- 96 um eiginlega gerðarbeiðanda, M. Haldorsen £ Sön, hafi eigi verið stefnt í málinu, heldur aðeins sér fyrir hans hönd, en umboðsmennsku sinni hafi ver- ið lokið, þegar vélin var send eiganda, og ennfrem- ur á því að áfrýjunarstefnan sé svo Ógreinileg, að af henni verði eigi ráðið hverjar kröfur ætti að gera í hæstarétti. En á hvorugt þetta verður fallizt. Stefndi hefir í fógetaréttinum krafizt, að sér f. h. M. Hal- dorsen £ *ön, verði afhent vélin og eftir framkomu hans yfirhöfuð við fógetaréttargerðina verður að á- lita það lögum samkvæmt, að honum hefir verið stefnt við áfrýjun fógetagerðarinnar. Og þar sem eigendur bátsins og veðhafi mótmæltu í fógetarétt- inum, að innsetningargerð og afhending vélarinnar færi fram, mátti af áfrýjunarstefnunni ráða það, að krafizt yrði Ómerkingar á fógetaréttarúrskurðinum og innsetningargerðinni, svo sem og gert var. Frá- vísunarkrafa stefnda verður þvi eigi tekin til greina. Áfrýjandi byggir kröfu sína um ómerking úrskurð- arins og innsetningargerðarinnar á þvi, að skuldar- eftirstöðvarnar af kaupverði hreyfivélarinnar hafi verið tilfærðar á lista, er fylgdi áðurgreindri samn- ingsgerð 7. júni 1929, og falli því skuldin sem aðrar skuldir á listanum undir samninginn, en þeim samningi hafi stefndi fengið fullnægt með áður- nefndri fjárnámsgerð 17. júli f. á. og hafi Verzlun- arfélag Vestmannaeyja með því orðið eigandi vél- arinnar. En þessu hefir stefndi mótmælt. Hefir hann haldið því fram, að við samningsgerðina 7. júni 1929 hafi það skýrt verið tekið fram „að fyrir- vari M. Haldorsen £ Sön um eignarrétt að vélinni skyldi vera óhaggaður af þessum samningi. Þessu til sönnunar hefir stefndi lagt fram skjöl í hæsta- rétti, er sýna það, að framkvæmdarstjóri Verzlun- 97 arfélags Vestmannaeyja hefir í janúarmánuði f. á.- leitað símleiðis nýrra samninga við M. Haldorsen á Sön um greiðslu á eftirstöðvunum af kaupverði vélarinnar og að hann hefir tilkynnt Guðmundi Ólafssyni svar þeirra og leitað samþykkis og að- stoðar hans til þess að þeir samningar mættu tak- ast. Verður að líta svo á, að í skjölum þessum fel- ist nægileg viðurkenning framkvæmdarstjóra Verzlunarfélags Vestmannaeyja fyrir því, að eign- arréttur M. Haldorsen £ Sön að vélinni hafi staðið óhaggaður af þeim samningi. Verður því að staðfesta hinn áfrýjaða fógetaréttarúrskurð og innsetningargerð. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað í hæstarétti, er ákveðsi 250 kr. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða fógetaréttarúrskurði og inn- setningargerð skal óraskað. Áfrýjandinn, Helgi Benediktsson, f. h. eig- enda vélbátsins „Auður“ V. E. 3., greiði stefnda, málaflutningsmanni Guðmundi Ólafssyni, f. h. M. Haldorsen á Sön, 250 kr. í málskostnað fyrir hæstarétti, að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Það verður ekki litið svo á, að hin framkomnu mótmæli séu svo rökstudd að taka beri þau til greina. Að vísu er hinn framlagði samningur ekki þinglesinn, en þar sem hann er undirritaður, f. h. núverandi aðaleiganda bátsins „Auður“, kemur þetta ekki til greina gegn eigendum báts- ins. Og enda þótt lita verði svo á, að 1. veðréttarhafi Þegar vegna brestandi þinglesturs og ákvæðum veðbréfsins hafi t 98 óskertan veðrétt í vélinni, getur það ekki hindrað, að eig- andi hennar taki hana úr bátnum og í sínar vörzlur. En hinn framlagði samningur virðist sanna eignarrétt umbj. gerðarbeiðanda. Mánudaginn 16. marz 1931. Nr. 4/1931. Bæjargjaldkeri Reykjavíkur, f. h. bæjarsjóðs. (Guðm. Ólafsson) segn Det Bergenske Dampskibsselskab (Theódór B. Lindal). Útsvar. Úrskurður fógetaréttar Reykjavikur 9. mai 1930: Hin umbeðna lögtaksgerð skal ekki ná fram að ganga. Dómur hæstaréttar. Við framhaldsniðurjöfnun útsvara í Reykjavík í maimánuði 1928 var hinu stefnda gufuskipafélagi gert að greiða 9500 kr. útsvar til Reykjavíkur, og er stefndi neitaði að greiða gjald þetta krafðist bæj- argjaldkeri Reykjavíkur, að útsvarið væri tekið lögtaki, en með úrskurði, uppkveðnum 2. mai f. á., neitaði fógetinn að framkvæma lögtakið. Þessum úrskurði hefir áfrýjandi skotið til hæsta- réttar með stefnu, dags. 6. jan. þ. á., að fengnu á- frýjunarleyfi, útgefnu 16. dezbr. næst á undan. Krefst áfrýjandi þess, að úrskurður þessi verði úr gildi felldur og fógetinn skyldaður til að fram- kvæma hið umbeðna lögtak, svo og að stefndi verði dæmdur til málskostnaðargreiðslu. Stefndi krefst þess hinsvegar, að fógetaréttarúrskurðurinn verði 99 staðfestur og áfrýjandi dæmdur tilað greiða máls- kostnað fyrir hæstarétti. Svo sem kunnugt er, heldur hið stefnda gufu- skipafélag uppi föstum áætlunarferðum milli Nor- egs og Íslands með tveimur skipum með endastöð hér í Reykjavík, og hefir það í þessu skyni fastan afgreiðslumann hér í bænum, er sér um innheimtu farmgjalda fyrir félagið og útvegar því flutning héðan á fólki og farangri. Eru aðiljar sammála um það, að afgreiðslumaðurinn sé ekki þjónn félags- ins heldur framkvæmi hann þessi störf í þágu þess að öllu leyti sem sjálfstæður atvinnurekandi og á eigin ábyrgð og kostnað gegn ákveðnu hundraðs- gjaldi af flutningsgjaldi til og frá Reykjavík, en hinsvegar beri hann allan kostnað af mannahaldi við afgreiðsluna og leggi til á eigin kostnað húsnæði til skrifstofuhalds og vörugeymsluhús, hann annist og uppskipun og útskipun á flutningi með skipum félagsins á eigin ábyrgð og kostnað, og sé þessi starfsemi afgreiðslumannsins félaginu óviðkom- andi. Samkvæmt þessum upplýsingum hefir félagið ekki umráð yfir neinni fasteign hér í bænum, er það notar við atvinnurekstur sinn og rekur yfir- leitt ekki aðra atvinnu hér en að flytja hingað og héðan fólk og farm. Þannig lagaður atvinnurekst- ur getur ekki talizt heimilisföst atvinnustofnun hér í bænum, enda hefir félagið ekki verið talið skrá- setningarskylt samkvæmt lögum nr. 77/1921. Og með því að heldur ekki verður talið, að hið stefnda gufuskipafélag hafi rekið atvinnu hér í bænum í þeirri merkingu, er átt er við í 6. gr. B. 2 í lögum nr. 46., 15. júní 1926 um útsvör, verður það eigi tal- ið útsvarsskylt. 100 Að þessu athuguðu og að öðru leyti með skir- skotun til forsenda hins áfrýjaða fógetaréttarúr- skurðar ber að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum verður áfrýjandi að greiða stefnanda málskostnað fyrir hæstarétti, er ákveðst 250 kr. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða fógetaréttarúrskurði skal óraskað. Áfrýjandi, bæjargjaldkeri Reykja- víkur, f. h. bæjarsjóðs, greiði stefnda, Det Ber- genske Dampskibsselskab, 250 kr. í málskostn- að fyrir hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Með því að „Det Bergenske Dampskibsselskab“ hefir eigi fengizt til að greiða útsvar, að upphæð kr. 2500,00, sem því var gert að greiða til bæjarsjóðs Reykjavíkur árið 1928, hefir bæjargjaldkeri Reykjavíkur, f. h. bæjarsjóðs, krafizt lögtaks á útsvari þessu, en félagið hefir mótmælt því að lögtakið næði fram að ganga, og hefir ágreiningur- inn því verið lagður undir úrskurð fógetaréttarins. Gerðarbeiðandi telur útsvarsskyldu gerðarþola aðal- lega byggjast á því, að gjörðarþoli hafi hér atvinnustöð sbr. 2. mgr. 45. gr. laga nr. 77 frá 1921 um hlutafélög, sem telja verði sem útbú frá aðalstöð félagsins í (Noregi) Bergen. , Þessu hefir gerðarþoli neitað og telur hér muni bland- að saman starfsemi Nic. Bjarnason, sem hefir að atvinnu afgreiðslu á skipum gerðarþola og tilboðssöfnun með flutn- ing með þeim. Gerðarbeiðandi hefir eigi hnekkt þeirri stað- hæfingu gerðarþola, að starfsemi Nic. Bjarnason sé alger- lega sjálfstæður atvinnurekstur og hefir gerðarbeiðandi heldur eigi sýnt fram á það, að gerðarþoli hafi hér nokk- urt útbú. Fógetarétturinn getur því eigi fallizt á það, að útsvars- skylda gerðarþola geti byggzt á þessari ástæðu. 101 Til vara hefir gerðarbeiðandi byggt kröfu sína á því, að gerðarþoli „reki hér atvinnu í landi eða landhelgi“ sbr. 2. gr. B. liðs 6. gr. útsvarslaganna nr. 46, frá 1926. Gerðarþoli hefir eindregið neitað því, að hann reki hér atvinnu í landi, sé hér enn blandað saman starfsemi af- greiðslumannsins Nic. Bjarnason. Að vísu er það ekki fylli- lega upplýst fyrir fógetaréttinum, hvernig afstöðu Nic. Bjarnason og gerðarþola hvors til annars er varið. En af því, sem fyrir liggur í málinu, verður þó eigi annað séð en að staðhæfing gerðarþola sé rétt í því efni, að atvinnu- rekstur sá, sem fram fer í landi í sambandi við flutnings- starfsemi gerðarþola, sé eingöngu rekin af Nic. Bjarnason og þá alveg sjálfstæð atvinna hans, er eigi geti bakað gerð- arþola útsvarsskyldu, Þá er eftir að athuga hvort útsvarsskyldan geti byggzt á því, að gerðarþoli reki atvinnu í landhelgi. Gerðarþoli hefir haldið því fram, að atvinnurekstur í landhelgi verði aðeins útsvarsskyldur, að sú stöð, sem at- vinnan er tengd við, verði skattlögð, eða útsvar sé lagt á skip það, sem teknanna aflar. Með hliðsjón af 8. gr. C. lið útsvarslaganna, sem hér kemur sérstaklega til greina, verður fógetarétturinn að fallast á þessa skoðun. Og þar sem ekki verður talið samkvæmt því, sem áður er sagt, að gerðarþoli hafi hér atvinnustöð í merkingu út- svarslaganna, getur útsvarsálagningin eigi orðið byggð á því og síðara tilvikið kemur eigi til greina. Útsvar það, sem lagt hefir verið á gerðarþola vegna tekna af flutningum að og frá landi hér og strandsigling- um, þykir því ekki hafa við lög að styðjast. 102 Föstudaginn 27. marz 1931. Nr. 83/1930. Th. Líndal, f. h. eigenda og vátryggj- enda s/s Rensfjell og farms þess (Theódór B. Lindal) gegn hlutafélaginu Ísland og gagnsök (Eggert Úlaessen). Dráttaraðstoð. Dómur sjóréttar Reykjavikur 17. júlí 1930: Stefndur Th. Lindal, f. h. eigenda og vátryggjenda s. s. Rensfjell og farms þess, greiði stefnda, Gunnari Þor- steinssyni, f. h. h/f Ísland, 40,000 krónur með 5% ársvöxt- um frá 27. jan. 1930 til greiðsludags, og staðfestist löghalds- gerðin Í s. S. Rensfjell og farmi frá Í. febr. s. á. fyrir þess- ari upphæð. Dóminum ber að fullnægja innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu hans, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Svo sem fram er tekið í hinum áfrýjaða sjórétlar- dómi kom það í ljós við skoðun þá á e/s Rensfjell, er gerð var Í Reykjavík, eftir komu skipsins þangað, að vél skipsins, öxull og skrúfa reyndist í góðu lagi og skipið yfirleitt fært allra ferða sinna, en að högg þau og málmhljóð, er heyrzt höfðu í vélarúmi, stöf- uðu frá þvi, að sinkplata á skrúfustefninu hafði losnað og barðist við skrúfuspaðana, er hreyfðust, en þessi árekstur var öldungis hættulaus fyrir gang vélarinnar eða hreyfingar skrúfunnar. Þar sem vél skipsins þannig var í góðu lagi og skipið ferðafært, var það eigi statt í neyð, er það sendi neyðarmerkin og botnvörpuskipið April kom því til hjálpar hinn 26. jan. f. á. og breytir það engu í þessu efni þótt yfirmenn skipsins litu svo á, að skrúfa skipsins væri laus, svo að vélin væri ónot- 103 hæf til að knýja það áfram og skipið því ósjálf- bjarga. Af þessari ástæðu verður aðstoð sú, er b/v April veitti skipinu, ekki talin björgun í þeirri merkingu, sem átt er við í 229. gr. siglingalaganna, en hins- vegar ber eigendum togarans, hlutafélaginu Ísland, borgun fyrir dráttaraðstoðina og með tilliti meðal annars til þess, að togarinn tafðist 3 sólarhringa frá veiðum og að það var engan veginn hættulaust að koma dráttarstrengjum yfir í Rensfjell í ósjó og náttmyrkri, ákveðst borgunin 18000,00 kr. ásamt 5% ársvöxtum frá 27. jan. Í. á. til greiðsludags, og ber að staðfesta hina áfrýjuðu löghaldsgerð í e/s Rens- fjell fyrir þessari upphæð. Svo þykir rétt, að aðaláfrýjandi greiði gagn- áfrýjanda 1000 kr. upp í málskostnað fyrir sjódóm- inum, en hinsvegar ber að dæma h/f Ísland til að greiða aðaláfrýjanda málskostnað fyrir hæstarétti með 400 kr. Því dæmist rétt vera: Aðaláfrýjandi, Th. Lindal, f. h. eigenda og vátryggjenda e/s Rensfjell og farms þess, greiði gagnáfrýjanda h/f Ísland 18000,00 kr. með 5% ársvöxtum frá 27. jan. 1930 til greiðsludags og staðfestist löghaldsgerðin í skipinu fyrir þess- ari upphæð. Svo greiði aðaláfrýjandi og gagn- áfrýjanda 1000 kr. í málskostnað í sjódómi, en málskostnað í hæstarétti greiði gagnáfrýjandi aðaláfrýjanda með 400 kr. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 104 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta hefir höfðað Gunnar Þorsteinsson, f. h. h/f. „Ílands“ hér í bænum, gegn Th. Líndal hrmflm., í. h. eigenda og vátryggjenda s. s. „Rensfjell“ frá Oslo og farms þess, til greiðslu bóta og björgunarlauna, að upphæð kr. 100000,00, eða til vara að upphæðin fari eftir mati sjórétt- arins, með 5% ársvöxtum frá 26. jan. þ. á. til greiðsludags, svo og til staðfestingar á kyrsetningargerð, er fram fór 1. febr. þ. á. á nefndu skipi og farmi til tryggingar bótum og björgunarlaunum. Svo krefst stefnandi sér dæmdan máls- kostnað að skaðlausu. Stefndur hefir aftur krafizt sýknu af öllum kröfum stefanda gegn greiðslu á áður framboðinni þóknun fyrir dráttaraðstoð, allt að kr. 10000,00 án vaxta, og sér dæmdan málskostnað samkvæmt taxta málaflutningsmannafélags Ís- lands. Tildrög málsins eru þessi: Hinn 26. jan. s. 1. kl. 1,55 ár- degis heyrði vélstjórinn á vöruflutningaskipinu „Rens- fjell“, á ferð þess frá Grundarfirði til Reykjavíkur, n. br. 64? 43 og v. 1. 239 55' „pludselig flere stærke slag fra pro- pellen“, og var þá vélin „öieblikkelig avstengt“. Tilkynnti vélstjóri skipstjóranum þetta þegar og sagði, að „propellen var lös“. Í dagbókarskýrslu vélstjórans segir, að „det blev gjort flere forsög med maskinen, men da slagene gjentok sig blev maskinen stoppet. Det viste sig at propellen er lös og umulig at bruke maskinen“. Á verði voru í vélinni í þetta sinn 1. vélstjóri og einn kyndari. Í dagbókarskýrslu skipstjóra segir, að „da det ved nærmere undersögelse viste sig at det var umulig at bruke maskinen selv til ganske langsom fart, blev der signaliseret efter assistance, ved hjelp av blaalys, blus, raketter, dampflöjten og kan- onslag“. Var nú skipinu lagt til drifs og til að reyna að draga úr drift þess var varpað út stjb. akkeri á 50 faðma dýpi og skipinu lagt með 90 f. keðju. Vindstyrkur var 6 og sjór 8. Kl. 5.15 um morguninn sáu skipverjar á b/v „April“ eign stefnanda, sem var á veiðum skammt undan Svörtu- loftum, neyðarmerki s .s. „Rensfjell“. Hætti „April“ þegar veiðum og sigldi tafarlaust til s.s. Rensfjell og er þangað kom bað skipstjóri s.s. Rensfjell „April“ að draga skip sitt til Reykjavíkur, og var kl. þá 6 árd. Trollvirum af April var komið yfir í Rensfjell og rennt út 150 föðmum af hvor- 105 um vír. Kl. 8.15 hafði tekizt að koma dráttarfestum fyrir, og þá lagt af stað til Reykjavíkur og komið þar á ytri höfn kl. 1.30 árd. 27. og lá April eftir beiðni skipstjóra á „Rens- fjell“ við hlið þess um nóttina, til þess ef hvessa kynni, að vera til taks, og að morgni sama dags hjálpaði „Apríl“ til að koma skipinu fyrir á innri höfninni og var því lok- ið kl. 10.15. Voru þá liðnar 29 kl.stundir frá því að „April“ tók að hefja vörpu sína til þess að koma Rensfjell til hjálpar. Hinn 27. var haldið sjóferðapróf yfir skipverjum á April og næsta dag yfir skipverjum á Rensfjell, og enn- fremur tók norski aðalkonsúllinn 30. s. m. sjóferðaskýrslu af skipverjum á Rensfjell og hefir sú skýrsla einnig verið lögð fram í málinu, og var sú skýrsla í samræmi við skýrslu þá, sem sömu menn höfðu gefið fyrir sjóréttinum, Þó skal þess getið, að skipstjóri skýrir frá því fyrir aðal- konsúlnum, að „skaden var ennu ikke blitt undersökt“ Þegar skýrslan var tekin 30. jan. Hinn 5. febrúar var sjó- ferðaprófi framhaldið fyrir sjóréttinum og mætti þá skip- stjóri á Rensfjell og leggur fram skriflega skýrslu, sem hann staðfestir og segir í þessari skýrslu, að skipið hafi komið til Reykjavíkur 27. jan., eins og rétt var, Og ennfrem- ur: „Det blev straks sat igang undersökelse for at konsta- tere hvad slags skade skibet hadde“ og virðist þetta koma í bága við skýrsluna fyrir aðalkonsúlnum. En í framhaldi skýrslunnar segir: „Maskinen blev startet og viste det sig, at slagene (lyden) var der fremdeles. Efter en dukker hadde fjernet en zink-plate í propelrammen ophörte lyden. Akselen blev trukket ind (propellen tat av). Der blev for- övrigt ingen skade konstateret“. Þessi skýrsla skipstjóra er byggð á skoðunargerð dómkvaddra skoðunarmanna, er fram fór dagana áður. Slögin sem ollu skelk skipsmanna stöfuðu af því, að zinkplata á skrúfustefni hafði losnað að nokkru og skrúfan við það slegist í zinkplötuna. Skoðun- armennirnir fóru út á ytri höfn með skipið 4. febr. og var vélin sett á fulla ferð áfram og fulla ferð aftur á bak og reyndist allur gangur vélarinnar eðlilegur og vélin í góðu lagi. Segja skoðunarmennirnir að við skoðunina hafi ekk- ert það komið fram, sem gæti orsakað það, að ekki væri hægt að hreyfa skrúfuna, en við það, að skrúfan, sem er úr kopar, slær í zinkplötuna, þá heyrast sterk slög í öxlin- um, sem að órannsökuðu ekki var auðvelt að vita af hverju 106 stafaði og telja skoðunarmenn að útilokað hafi verið, að gera við þetta úti á hafi. Um atvik þau, eins og þeim hefir nú verið lýst, er ekki ágreiningur milli málsaðilja, hann er aðeins um það, hver laun stefnandi, eigandi b/v April, eigi að fá fyrir starf sitt og um aðrar upphæðir, sem stefnandi hefir krafizt. Stefndur telur að aðeins sé um aðstoð að ræða og „objectivt“ skoðað hafi skipið ekki verið í neyð, því að ekki hefði þurft annað en að hreyfa vélina, þá hefði skip- ið getað farið allra sinna ferða, um þetta síðasta er heldur ekki ágreiningur, heldur um það, hvort skipstjórnarmenn á s.s. Rensfjell hefðu nokkurn tíma úti í hafi komizt að raun um, hvað um var að vera með vélina. Stefndur held- ur því fram ennfremur, að ef beðið hafði verið með að koma á sambandi milli skipanna þangað til að bjart var orðið, þá mundu skipverjar á Rensfjell hafa komizt að raun um, hvað í veginum var með vélina. Í málinu liggur samt ekkert fyrir, er geri það sennilegt, heldur einmitt það gagnstæða, sbr. vottorð kafarans og skoðunarmanna. Í sjó- prófinu 5. febrúar heldur skipstjórinn á s.s. Rensfjell því að vísu fram, að ef ekki hefði komið hjálp, þá mundi hann næsta dag hafa gefið skipun um, að setja vélina í gang. Á þessu verður þó ekkert byggt. Í hinum fyrri sjóprófum meðan ekki var kunnugt orðið, að vélin var í lagi, orðar skipstjóri ekki þenna möguleika, heldur það, að skipið mundi hafa rekið á fiskigrunn og það getað lagzt þar. Það eru þvert á móti engar líkur fyrir því í málinu, að skoðun Rensfjellsmanna, á meðan skipið var úti á rúmsjó, um vélarbilunina hefði breytzt. Þeir mundu hafa talið það afar mikla áhættu að setja vélina í gang og eflaust ekki lagt út í það, nema einhver bráður voði væri framundan og umsögn vélameistara við sjóprófið 5. febr. í sambandi við 15. vitnaspurningu bendir eindregið til þessa. Öll lík- indi eru til þess, að skipið mundi hafa verið látið “reka á- fram undan landi. Hin skoðun skipstjórans, að hann hefði getað lags fyrir akkerum er einnig vafasöm, bæði hvort skipið hefði lent á grunni því, sem hann tiltók, og eins hvort það hefði getað haldizt þar við fyrir akkerum hvern- ig sem viðraði. Það er upplýst í málinu, að veðráttan var mjög óstöðug um þetta leyti. Frá því að skipið gaf neyð- armerki og þar til April náði því hafði það rekið ca. 13 107 sjómilur undan landi og vindmagn og vindstaða hélzt hin sama næstu 8 kl.stundir, og mundi skipið þá hafa verið komið 23 sjómílur undan landi og af siglingaleið og veður fór ekki batnandi. Annars er það öldungis óráðin gáta, hvernig hefði farið um skipið, ef því hefði ekki komið hjálp, um það er ekki annað að segja en getgátur. Skipið hafði vistir eftir uppgjöf skipstjóra til Jja mánaða. en þær eru þó aðeins virtar á 2000 krónur og skipshöfnin var 17 menn, svo samkvæmt því væri nær að ætla vistirnar mundu duga í mesta lagi 2 mánuði. En þar sem ekkert var að sjálfu skipinu, þá má segja að það hafi ekki verið statt í yfirvofandi hættu, jafnvel þótt það gæti ekki notað vélina. En sjódómurinn verður þó að lita svo á, að skipið hafi, eins og ástatt var um ráð skipshafnarmanna þar, verið í hættu. og það er alveg efalaust, að þannig litu allir á, bæði skip- verjar á Rensfjell og Apríl, þegar reynt var að koma á sambandi milli skipanna. Lagði April sig í töluverða hættu og það hefði hann ekki gert, ef hann hefði ekki talið Rens- fjell statt í neyð. Sjódómurinn verður því að leggja þessa „stbjectivu“ hlið málsins til grundvallar fyrir dómi í mál- inu en ekki það „objectiva“, þar sem engin líkindi voru til, að sú hlíð málsins mundi verða s.s. Rensfjell til bjargar. Skipið gat eins farizt fyrir því þótt ekkert væri að vélinni, úr því að skipverjar voru sannfærðir um, að hún væri ónot- hæf og höfðu ástæðu til að ætla það og engin líkindarök eru færð fyrir því, að þeir mundu hafa komizt að annari niðurstöðu. Sjódómurinn verður því að telja hér um björg- un að ræða. Verðmæti s.s. Rensfjell og þess, sem í því var, hafa hinir dómkvöddu matsmenn metið þannig: Skipið sjálft .........00000 0... kr. 248.000.00 Annað, sem skipinu tilheyrði, kol o. fl... — 9.500.00 Farmurinn, 5211 pakkar af fiski, ........ — 167.600.00 Samtals kr. 425.100.00 Við matið hefir ekki þótt neitt sérstakt að athuga. Verð- mæti b/v April er talið ca. 300.000 krónur og þessutan var allmikið af fiski í ís í skipinu, sem var á ísfiskveiðum, verð- ur því að telja töf April við björgunina bæði meiri og með meiri fjáráhættu, en ef hann hefði veitt í salt. En töfin reyndist alls röska 3 sólarhringa, þar sem skipið gat ekki 108 farið frá Reykjavík aftur fyrr en að kvöldi þess 28. og hef- ir væntanlega verið kominn á fiskislóð snemma dags. 29. jan. Þegar litið er á það, að sjódómurinn telur að s.s. Rens- fjell hafi verið statt í hættu „er April veitti hjálpina, að April var lagt í nokkra hættu, að hann lagði til dráttartaug- ar, sem urðu ónothæfar til sins brúks síðar, með því að teygjan fór úr virnum, og tafðist frá veiðum, svo sem sagt hefir verið og þarvið beðið allmikið aflatjón, að unnið var með atorku að björguninni, er lánaðist vel, og með tilliti til verðmætis Rensfjell, ásamt farmi, þykir sjódóminum björg- unarlaunin hæfilega sett 40:000 krónur ásamt 5% ársvöxt- um frá 27. jan. þ. á., er björguninni var lokið, til greiðslu- dags, og staðfestist löghaldsgerðin frá 1. febrúar þ. á. í s.s. Rensfjell og farmi, sem löglega gerð og rekin, fyrir þessari upphæð. Rétt þykir að málskostnaður falli niður. Föstudaginn 27. marz 1931. Nr. 68/1930. Réttvísin (Guðm. Ólafsson) segn Gunnari Hermanni Vigfússyni, Ein- ari Einarssyni, Magnúsi Gíslasyni og Jóhanni Einarssyni (Lárus Jóhannesson). Brot gegn 177. sbr. 174. gr. hegningarlaga. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 19. apríl 1930: Ákærðir, Gunnar Hermann Vigfússon og Einar Einarsson, sæti betrunarhússvinnu í 8 mánuði. Ákærðir, Jóhann Einarsson og Magnús Gíslason, sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi Í mánuði. Svo greiði ákærðir in solidum allan kostnað sakarinnar, en hver um sig kostn- aðinn við gæzluvarðhald sitt. Dóminum skal fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 109 Dómur hæstaréttar. Samkvæmt ástæðum hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann, þó þannig, að refsing ákærðu, Gunn- ars Hermanns Vigfússonar og Einars Einarssonar verði 18 mánaða betrunarhússvinna, en refsing á- kærðu Magnúsar Gíslasonar og Jóhanns Einarsson- ar, fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 4 mán- uði. Svo greiði og hinir ákærðu in solidum allan kostnað við áfrýjun málsins, þar með talin mál- flutningslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, 80 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Ákærðu, Gunnar Hermann Vigfússon og Ein- ar Einarsson, sæti betrunarhússvinnu í 18 mán- uði. Ákærðu, Magnús Gíslason og Jóhann Ein- arsson, sæti fangelsi við venjulegt fangaviður- væri í 4 mánuði. Ákærðu greiði in solidum all- an kostnað málsins bæði í héraði og hæsta- rétti, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, málflutningsmann- anna Guðmundar Ólafssonar og Lárusar Jó- hannessonar, 80 kr. til hvors. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfryjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af réttvísinnar hálfu höfðað gegn Gunnari Hermanni Vigfússyni skósmið, Laugaveg 27, Einari Ein- arssyni verkamanni, Laugaveg 65, Magnúsi Gíslasyni hjól- hestaviðgerðarmanni, Sólstöðum í Langholti og Jóhanni 110 Einarssyni hárskera, Freyjug. 27, fyrir brot gegn ákvæð- um 16. kapítula almennra hegningarlaga frá 25. júni 1869. Málavextir eru þeir, sem nú skal greina. Hinn 12. marz siðastl. kom á lögreglustöðina, N. N., til heimilis á Grettis- götu með dóttur sína A., 11 ára gamla. Hafði komið í ljós þá fyrir nokkrum dögum, að telpa þessi var smituð af lekanda. Hafði hún sagt foreldrum sínum, er þau gengu á hana, að hún mundi hafa fengið þetta af fullorðnum manni, sem stundaði skósmiði í skúr bak við verzlun Kristinar Hagbarð á Laugaveginum. Þetta sama bar telpan fyrir lög- reglunni og síðar fyrir rétti. Kveðst hún skömmu áður en veikindi hennar komu í ljós, hafa komið til skósmiðsins, ásamt annari telpu, B., Njálsgötu, 11 ára gamalli. Þegar þær voru komnar inn til hans, lét hann B. leysa niður um sig buxurnar og lagði hana á bakið á kassa inni á verk- stæðinu, og tók síðan út getnaðarlim sinn og núði honum á milli læra hennar. Eftir að skósmiðurinn hafði farið þannig með B., tók hann hana á eftir, og fór eins að við hana. Setti hann getnaðarlim sinn svo fast að kynfærum hennar, að hana sárkenndi til. Telpan B. var nú leidd fyrir rétt, og bar henni að öllu leyti saman við framburð A., og við læknisskoðun kom það í ljós, að hún hafði lekanda. Mál þetta vár nú tekið til rannsóknar, og kom þá í ljós, að margar fleiri telpur voru við þetta riðnar, og margir fleiri karlmenn, unglingar og fullorðnir menn. Skósmiður sá, sem telpurnar B. og A. gáfu upp, er einn af ákærðum í þessu máli, Gunnar Hermann Vigfússon. Hann hefir viðurkennt framburð þeirra réttan. Við rann- sókn málsins hefir það komið í ljós, að auk þessara telpna, hafa oft komið á verkstæðið til hans telpurnar G., Grettis- götu, 13 ára, D., Vitastíg, 11 ára, og E., Laugaveg, 13 ára. Við samprófun á ákærðum og telpum þessum, hefir það komið fram, að ákærður hefir haft mök við þær allar á þann hátt, að hann lét þær venjulega leggjast niður á kofort, sem var inni á verkstæðinu. Lét hann þær fyrst leysa niður um sig buxurnar, skipaði þeim síðan að setja fæturnar upp, og kræktu þær þá stundum öðrum fætinum upp á hurðarhúninn, en kofortið stóð hjá hurðinni. Síðan setti hann getnaðarlim sinn milli læra þeirra og nuddaði honum þar og kitlaði þær með honum. Kom hann lim sín- um aldrei inn í þær. Telpurnar bera það, að hann hafi 111 beðið þær um að mega gera það, en er þær neituðu því, þá reyndi hann ekki til þess. Auk þess, sem ákærður hafði þannig löguð mök við telpur þessar, þá sýndi hann þeim einnig ljótar klámmyndir, útskýrði þær rækilega fyrir þeim, og sagði þeim, að svona væri gaman að gera. Einnig sagði hann þeim stundum klámsögur.Ákærður kveðst hafa byrjað að hafa þannig löguð afskipti af telpum þessum í ágúst eða september síðastliðið sumar. Hafa þær allar kom- ið meira og minna til hans síðan, nema A. aðeins einu sinni. Gaf hann telpunum stundum 10 og 25 aura fyrir, en stundum ekkert. Hann kveðst ekki nærri alltaf hafa haft nautn af þessum mökum sínum við telpurnar, kveður sér stundum hafa orðið sáðfall, en stundum ekki. Kveðst hann hafa byrjað á samskonar athæfi fyrir 3—4 árum við danska telpu, sem bjó í sama húsi og hann. En er sú telpa flutti af landi burt með fjölskyldu sinni, þá hætti hann. En um áramótin 1928—29 kveðst hann hafa reynt þetta aftur og komu þá stundum heim til hans telpur um vetur- inn, en þær hefir hann ekki getað nafngreint, því hann vissi ekki eða man ekki hvað þær hétu. En hann kveður fyrir alvöru hafa vaknað hjá sér löngunina til að umgang- ast telpur í sumar sem leið, og fór hann þá að laða telpur til sín, til þess að hafa mök við þær. Ákærður hefir til viðbótar bent á nokkrar telpur í ná- grenni við sig, sem oft hafi komið á verkstæðið til sín með skó, en þær hafa allar borið það fyrir réttinum, að hann hafi ekki sýnt þeim neitt ósæmilegt. Við læknisskoðun, sem fram fór á ákærðum, kom Það í ljós, að hann hafði engan kynferðissjúkdóm. Ákærður, Einar Einarsson, hefir viðurkennt, að hafa haft holdleg mök við telpurnar C., D, B, og E. Byrjaði hann fyrst við C heima hjá henni í fyrra vetur, eins og siðar verður vikið að, og tók hana síðan nokkrum sinnum í kjal!- aranum heima hjá sér, bæði í fyrra vetur og einnig í vet- ur. Þá tók hann og B einu sinni í vetur heima hjá C. Kveður hann B nokkru seinna hafa komið heim til sín, og hafði hann þá að minnsta kosti einu sinni mök við hana í kjallaranum hjá sér. Telpurnar D og E hafa einnig nokkrum sinnum komið heim til hans í sumar og vetur, og hafði hann þá mök við þær venjulega i kjallaranum hjá sér, en einu sinni upp á lofti. Ákærður kveðst hafa látið 112 telpurnar leysa niður um sig buxurnar, og síðan sett getn- aðarlim sinn milli læra þeirra, og nuddað honum þar, kveður sér stundum hafa orðið sáðfall en stundum ekki. Telpurnar D og E bera það, að ákærður hafi reynt til að komast inn í þær, en þær aftrað því, en ákærður kveðst aldrei hafa reynt neitt til að komast inn í þær. Ákærður gaf telpunum venjulega eina til tvær krónur í hvert skipti, sem hann var með þeim. Auk telpna þeirra, sem nefndar hafa verið, hefir ákærður einu sinni í sumar tekið á sama hátt 9 ára gamla telpu, F, Laugaveg. Kom. hún inn í kjall- arann til hans, af því að hún hafði séð telpurnar C og D fara þangað og vissi að hann gaf þeim aura. Þegar hún kom til ákærðs, leysti hann niður um hana buxurnar, setti hana upp á kassa, tók út getnaðarlim sinn og nudd- aði honum á milli fótanna á henni. Kom þetta ekki fyrir nema einu sinni, og hafa engir aðrir haft afskipti af þess- ari telpu á þennan hátt. Ákærður var skoðaður af lækni og reyndist ekki að hafa kynferðissjúkdóm. Þá hefir ákærður í máli þessu, Jóhann Einarsson, við- urkennt, að hafa haft mök við telpurnar D og B. Atvikað- ist það þannig, að hann kveður telpuna D hafa komið inn á rakarastofuna til sín einhverntíma fyrir jólin í vetur, og bauð hún honum þá að leika sér við sig. Tók hann hana þá og setti getnaðarlim sinn upp með buxnaskálm hennar, og nuddaði honum við lærin á henni, og varð hon- um sáðfall við þetta. Síðan kveður hann telpu þessa oft hafa komið til sin, og gerði hann aldrei neitt slíkt við hana, fyr en hún kom til hans seinni partinn Í febr. með B. Þá lét hann þær báðar leysa niður um sig, og stakk lim sínum milli fótanna á D, og var hún standandi á meðan, en B lagði hann á dívan, sem var þar inni, og gerði eins við hana. Varð honum ekki sáðfall fyrr en hann var að eiga við B. Ákærður komst ekki inn í B, en komst svolit- ið inn á milli læranna á D. Oftar kveðst ákærður ekki hafa verið með þessum telpum, og ekki verið með neinum öðr- um telpum. Hinn 8. marz kveðst hann hafa orðið var við, að hann var með lekanda, og fór til læknis 11. marz, og kemur það heim við vottorð læknisins. Hann kveðst ekki hafa haft samræði við kvenmann síðan í febr. 1929. Telp- an D hefir borið það, að ákærður hafi verið með sér einu 113 sinni, er hún kom til hans í sumar, en ákærður hefir neit- að því. Ákærður gaf þeim D og B sína krónuna hvorri, er hann hafði þessi mök við þær. Kveður hann telpur þess- ar stundum hafa Komið til sin til þess að sníkja aura, án Þess að hann gerði þeim nokkuð. Enn hafa telpurnar D og B komið til ákærðs í þessu máli, Magnúsar Gíslasonar, á hjólhestaviðgerðarverkstæði, sem hann hefir við hliðina á verzluninni London í Austur- stræti. Hafði D þekkt hann nokkuð áður, er hann hafði verkstæði á Laugaveginum, og hafði stundum fengið lánað hjá honum hjól, án þess að hann gerði henni nokkuð. Á- kærður kveður þær hafa komið eftir miðjan janúar á verk- stæðið til hans og báðu þær hann að gefa sér peninga, og buðu honum að leika sér við sig. Þær leystu sjálfkrafa nið- ur um sig, og tók ákærður út getnaðarlim sinn, og kveðst hann hafa komið við þær með honum í kringum magann á þeim. Kveður ákærður sér hafa orðið sáðfall við þetta, en býst frekar við, að það hafi stafað af núningi við hendina á sér, en ekki af viðkomu: við telpurnar. Telpurnar voru standandi, er hann gerði þetta. Við samprófun við telp- urnar hefir það komið í ljós, að þær hafa fyrst farið að koma til hans eftir miðjan janúar. Kveður D kærðan hafa gert þetta tvisvar við sig, en B kveður sig minna, að hann hafi gert það tvisvar til þrisvar við sig. Kveður D sig minna, að þær hafi boðið honum, að gera þetta við sig í fyrra skiptið, en hann beðið þær um það í seinna skiptið. Kveða þær ákærðan ekkert hafa reynt til þess að komast inn í sig. Þær kveða ákærðan hafa gefið þeim 2 kr. hvorri i fyrra skiptið, en 1,50 í seinna skiptið. Við læknisskoðun á ákærðum kom það í ljós, að hann hafði ekki kynferðissjúkdóm. Allar telpurnar, sem við mál þetta eru riðnar, hafa ver- ið skoðaðar af læknum, og hafa reynzt heilbrigðar, nema A og B, svo og D. Hún var lögð upp á spítala 25. febr. til botnlangauppskurðar, og varð Halldór Hansen læknir þá var við, að hún hafði lekanda, en móðir hennar hafði nokkru áður tekið eftir vilsu í fötum hennar og rúmi. Það verður að líta svo á, eftir því, sem komið hefir fram í máli þessu, að ákærðir, Gunnar Hermann Vigfússon og Einar Einarsson séu aðalmennirnir í verknaði Þessum. Telpan D byrjar á því að koma til Gunnars í ágúst eða 8 114 september í sumar, og litlu síðar B, og síðan hafa allar telp- urnar, sem við þetta mál eru riðnar, að undanskilinni F sem aðeins kom einu sinni til Einars, komið þangað meira og minna. Narraði Gunnar þær út í þetta, bæði með því að gefa þeim aura, og svo bera telpurnar D og E það, að þetta hafi byrjað á þann hátt, að hann sýndi þeim myndir af berum karlmönnum og kvenfólki í ýmiskonar stellingum, og bað þær gera hið sama. Ákærður, Einar, hefir hins vegar byrjað fyrstur við telp- una C í fyrra vetur. Atvikaðist það svo, að hann kom einu sinni heim á heimili hennar, er faðir hennar var í Eng- landsferð. Vildi hann þá fara að hafa afskipti af henni, en hún færðist undan, en er hann bauð henni að gefa henni eina krónu fyrir, þá lét hún undan. Einnig hefir E verið á þennan hátt með Einari, áður en hún fór að fara til runnars. Eftir að telpurnar, D og B, voru komnar út í þetta, hafa þær lent í líkum mökum við 6 unglingspilta, eftir jólin í vetur. Buðu þær sig þessum piltum fyrir sælgæti eða pen- inga. Höfðu þeir mök við telpur þessar ýmist á vanhúsum, eða í húsum inni. Allir þessir piltar reyndust við læknis- skoðun lausir við kynferðissjúkdóm, nema einn, N. N., 17 ára að aldri, sem var Í gæzluvarðhaldi um tíma. Hafði hann nokkrum sinnum haft mök við D, og síðast í kringum 18. febr. mök við þær báðar heima hjá sér. Komst hann nokk- uð inn D, en ekkert inn í B. En 9 dögum eftir, að hann var með þessum telpum, kveðst hann hafa orðið var við, að hann væri með lekanda, og fór þá til læknis. Hefir hann haldið því fram, að hann hafi aldrei á æfi sinni haft sam- ræði við annað kvenfólk, og sé því enginn vafi á því, að hann hafi smitast annaðhvort af D eða B. Samkvæmt fyrirlagi dómsmálaráðuneytisins verður mál ekki höfðað gegn unglingum þessum, sem allir eru innan við 18 ára aldur. Við rannsókn máls þessa hefir ekkert orðið upplýst á hvern hátt telpurnar 3 hafi fengið kynsjúkdóminn. Telp- urnar D og B hafa að vísu haft mök við 2 menn, sem við skoðun reyndust að hafa kynsjúkdóm, en þeir hafa báðir haldið því fram, að þeir hafi ekki haft afskipti af öðrum kvenpersónum en þessum telpum, annar aldrei, en hinn ekki í rúmt ár. Telpan Á, sem einnig var veik, hefir stað- 115 fastlega haldið því fram í öllum prófunum, að hún hafi aldrei haft mök við nokkurn annan mann, en ákærðan, Gunnar Hermann, sem við skoðun reyndist heilbrigður, og hinar telpurnar hafa ekki, þrátt fyrir töluverðar yfirheyrsl- ur, getað gefið upp fleiri menn, sem þær hafi haft mök við. Foreldrar telpna þeirra, sem veikar voru, hafa verið skoðaðir, og þeir reynzt heilbrigðir. Ákærðir í máli þessu eru allir komnir yfir lögaldur saka- manna. Gunnar Hermann Vigfússon er fæddur 17. febr. 1877, Einar Einarsson er fæddur 7. des. 1868, Jóhann Ein- arsson er fæddur 2. júní 1895 og Magnús Gíslason er fædd- ur 12 febr. 1899. Þeim hefir engum verið refsað áður fyrir nokkurt afbrot. Framantalin afbrot ákærðu ber, að áliti dómarans, að heimfæra undir 177, samanber 174. gr. alm. hegningarlaga, og þykir refsing sú, sem ákærðir, Gunnar Hermann Vig- fússon og Einar Einarsson, hafa til unnið, hæfilega ákveð- in betrunarhúsvinna í 8 mánuði, en refsing sú, sem ákærð- ir, Jóhann Einarsson og Magnús Gíslason, hafa til unnið, hæfilega ákveðin fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 2 mánuði. Ákærðir greiði in solidum allan kostnað sakarinnar, en hver um sig allan kostnað við gæzluvarðhald sitt. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Föstudaginn 27. marz 1931. Nr. 103/1930. Jakob Möller og Benedikt Sveinsson gegn Pétri Jakobssyni. Dómur hæstaréttar. Við fyrirtekt málsins í dag mætti hæstaréttar- málaflutningsmaður Garðar Þorsteinsson, af hendi áfrýjenda, og bað um frest í málinu til maímánað- ar næstkomandi. Stefndi mætti sjálfur og mótmælti fresti og krafðist ómaksbóta. 116 Með því, að ágrip dómsgerða liggur eigi fyrir og frestur verður eigi veittur gegn mótmælum stefnda, verður að vísa málinu frá hæstarétti og dæma stefnda 30 kr. í ómaksbætur. Því dæmist rétt vera: Máli þessu vísast frá hæstarétti. Áfrýjendur, Jakob Möller og Benedikt Sveinsson, greiði in solidum stefnda, Pétri Jakobssyni, 30 kr. í ó- maksbætur, að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 27. marz 1931. Nr. 109/1930. Sigurborg Bjarnadóttir gegn Birni Jónssyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandinn, Sigurborg Bjarnadóttir, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkis- sjóðs, ef hún af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Föstudaginn 27. marz 1931. Nr. 7/19ð1. Kristján Sigmundsson segn Pétri Jakobssyni. Dómur hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Kristján Sigmundsson, er eigi mætir 117 í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Svo greiði hann og stefnda, Pétri Jakobssyni, er hefir mætt, 20 kr. í ómaksbætur, að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 13. april 1931. Nr. 111/1930: Hansína Inga Pétursdóttir (sjálf) gegn skiptaráðandanum í Reykjavík og hæstaréttarmálaflutningsmanni Lár- usi Fjeldsted fyrir eigin hönd og vegna firmans Köbenhavns Saddel- magermagasin (Lárus Fjeldsted). Skiptaréttarúrskurður. Úrskurður skiptaréttar Reykjavíkur 24. ág. 1929. Bú frú Ingu L. Gíslason, eiganda Hattaverzl- unarinnar á Klapparstíg 37, skal tekið til skiptameðferðar sem gjaldþrota. Dómur hæstaréttar. Samkvæmt kröfu hæstaréttarmálaflutnings- manns Lárusar Fjeldsted, fyrir hönd Köbenhavns Saddelmagermagasin, er taldi sig eiga vixilkröfu á hendur áfrýjanda, frú Hansinu Ingu Pétursdótt- ur, kvað skiptarráðandi Reykjavíkur hinn 24. ágúst 1929 upp þann úrskurð, að bú hennar skyldi tekið til skiptameðferðar sem þrotabú. Þessum úrskurði skaut áfrýjandi til hæstaréttar með stefnu, útgefinni 12. júní f. á., að fengnu áfrýj- unarleyfi, dags. 6. s. m. Þessu máli var vísað frá hæstarétti með dómi 118 réttarins 20. dezbr. f. á., en því hefir nú á ný ver- ið skotið til réttarins með stefnu, útgefinni 23 s. m., en með þvi að hinn stefndi skiptaráðandi hefir eigi mætt eða látið mæta í hæstarétti, hefir mál- ið verið rekið skriflega samkv. 38. gr. hæstarétt- arlaganna. Áfrýjandi, krefst þess, að hinn áfrýjaði úrskurð- ur verði felldur úr gildi og að allar athafnir, réttar- gerðir og annað, sem á honum sé byggt, verði ómerkt, og loks að stefndi, Lárus Fjeldsted, verði dæmdur til að greiða henni málskostnað fyrir hæstarétti. Byggir áfryjandi þessa kröfu sína á þvi. að víxilkrafa sú, er gaf tilefni til úrskurðarins, sé sér með öllu óviðkomandi. Umræddur víxill, að upphæð danskar kr. 2415,31, er að vísu stýlaður á hendur Birni Gíslasyni, Klapp- arstís 37, Reykjavík, en ekki á hendur áfrýjanda sjálfri, er rak hattaverzlun á Klapparstíg 37, en Björn hefir samþykkt víxil þennan fyrir hönd verzl- unarinnar, þar sem hann hefir sett á framhlið vix- ilsins fyrir ofan nafn sitt með stimpli „Hattaverzl- unin Klapparstíg 37, Reykjavík“, og siðan sett nafn sitt undir, og þar með ótvírætt gefið til kynna, að hattaverzlunin væri hinn eiginlegi samþykkjandi. Víxill þessi var afsagður sökum greiðslufalls hinn 20. júní 1929, og við löghaldsgerð, er framkvæmd var hjá hattaverzluninni Klapparstig 37 til trvgg- ingar vixilskuldinni hinn 9. ág. s. á., mætti nefndur Björn Gíslason, er taldi sig framkvæmdarstjóra verzlunarinnar. Hreyfði hann þá engum mótmæl- um gegn réttmæti skuldarinnar, en lýsti því yfir, að eigandi verzlunarinnar, áfrýjandi þessa máls, ætti alls engar eignir, sem hægt væri að benda á til að leggja löghald á til tryggingar skuldinni. Krafðist 119 þá stefndi, Lárus Fjeldsted, f. h. skuldareiganda, Köbenhavns Saddelmagermagasin, með bréfi til skiptaráðanda Reykjavíkur, dags. 22. ág. 1929, að bú hennar væri tekið til gjaldþrotaskipta. Er mál- ið því næst var tekið fyrir í skiptaréttinum hinn 24. s. m., mætti áfrýjandi sjálf og hreyfði engum mótmælum gegn réttmæti kröfunnar, en kvaðst hins vegar engar eignir hafa til að greiða hana, og kvað skiptaráðandi þá samstundis upp hinn áfrýj- aða úrskurð um að bú hennar skyldi tekið til skiptameðferðar sem gjaldþrota. Auk þess, að áfrýjandi þannig í skiptaréttinum hreyfði engum mótmælum gegn réttmæti vixil- kröfunnar, hefir hún í lögreglurétti Reykjavíkur, í rannsókn, er hafin var gegn henni og nefndum Birni Gíslasyni, hinn 29. ág. 1929, kannazt við það. að hafa fengið Birni Gíslasyni stimpil verzlunar- innar og gefið honum munnlega heimild til að skuldbinda verzlunina að svo miklu leyti sem. hann gerði verzlun í nafni Hattaverzlunarinnar fyrir hennar hönd, og í réttarhaldi 18. okt. s. á., viður- kenndi hún að Björn Gíslason, er ásamt herni var stofnandi verzlunarinnar, hafi haft umboð til að samþykkja víxla fyrir Hattaverzlunina eftir því sem hann áliti nauðsynlegt. Með öllu þessu er það nægilega sannað, að áfrvj- andi var réttilega krafinn um umgetna víxilskuld og var skyld til að greiða hana, og þar sem greiðsla fékkst eigi og það var sannað með árangurslausri löghaldsgerð og játningu áfrýjanda að hún átti ekki eignir til greiðslu hennar, þá var samkvæmt 3. málsgr. 1. gr. í lögum nr. 25, 14. Júni 1929 um gjald- Þrotaskipti heimild til að taka bú hennar til skipta- meðferðar sem gjaldþrota. 120 Það ber því samkvæmt kröfu stefnda, Lárusar Fjeldsted, að staðfesta hinn áfrýjaða skiptaréttar- úrskurð og dæma áfrýjanda til að greiða honum málskostnað fyrir hæstarétti, er á ákveðst 250 kr., en að öðru leyti fellur málskostnaður niður. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða skiptaréttarúrskurði skal óraskað. Áfrýjandi, Hansína Inga Pétursdóttir, greiði stefnda, hæstaréttarmálaflutningsmanni Lár- usi Fjeldsted, 250 kr. í málskostnað fyrir hæsta- rétti að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Með því að beiðni er fram komin frá einum lánar- drottni um það, að bú frú Ingu L. Gíslason, eiganda Hattaverzlunarinnar Klapparstíg 37, verði tekið til skipta- meðferðar, sem gjaldþrota og sannað er með framlögðum skjölum og eigin játningu skuldunauts, að hún eigi ekki eignir til að greiða umkrafða skuld, og þar sem lánar- drottinn, gerðarbeiðandi, hefir ábyrgzt kostnað við skipta- meðferðina, ber að taka kröfu hans til greina. Þriðjudaginn 14. april 1931. Nr. 54/1930. Valdstjórnin (Pétur Magnússon) segn Wilhelm Buchholzt (Jón Ásbjörnsson). Sýknun. Dómur lögregluréttar Vestmannaeyja 19. april 1930: Kærði, Wilhelm Buchholz, á innan 121 fjögra vikna að greiða sekt til Landhelgissjóðs Íslands, að upphæð kr. 12.500,00, en afplána hana með sjö mánaða einföldu fangelsi fáist hún ekki greidd. Auk þess skulu öll veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir, svo og allur afli innanborðs í togaranum „Georg Robbert“ B. X. 132, frá Bremerhaven, vera upptækt og andvirðið renna í sama sjóð. Ennfremur greiði kærði allan kostnað málsins, sem orðinn er og verður. Dóminum að fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Í hæstarétti hefir verið lagður fram sjóuppdrátt- ur, er forstöðumaður stýrimannaskólans hefir markað á miðanir og mælingar varðskipsins, er kemur heim við uppdrátt þann, er foringi varð- skipsins hefir lagt fram við rannsókn málsins í hér- aði. Sýnir uppdráttur skipherrans stað þann, er kærði nam staðar á með botnvörpuna úti, stað varðskipsins á ýmsum tímum og miðunarlínur varðskipsins til skips kærða, þar á meðal miðunar- línuna kl. 8,23, en þá var skip kærða næst landi. Af skýrslu varðskipsforingjans og sjóuppdrætt- inum verður það að vísu eigi ráðið með fullri vissu, hvar kærði hefir verið staddur í miðunarlinunni kl. 8,23, þegar hann beigði út frá landinu, en þó gert sé ráð fyrir, að hann hafi verið þar í línunni, sem foringi varðskipsins hefir áætlað, þá sýnir hinn framlagði sjóuppdráttur, að kærði hefir þá verið rúmar 3 sjómílur frá landi, og þar sem ekki þykir heimild til á þessum stað að draga landhelgis- línuna öðruvísi en gert hefir verið á hinum eldri sjóuppdráttum til ársins 1928, er eigi fengin sönn- un fyrir því, að kærði hafi í umrætt skipti verið að botnvörpuveiðum í landhelgi. Það verður því að sýkna hann af kæru valdstjórnarinnar í máli þessu 122 og leggja allan kostnað sakarinnar á almannafé. Þar með talin laun sækjanda og verjanda í hæsta- rétti, er ákveðast 100 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Kærði, Wilhelm Buchholzt, á að vera sýkn af kæru valdstjórnarinnar í máli þessu og á upp- tekt afla og veiðarfæra í skipi hans, Georg Rob- bert B. X. 152, að falla niður. Allur kostnaður sakarinnar í héraði og hæstarétti greiðast úr ríkissjóði, þar með talin laun sækjanda og verjanda í hæstarétti, mál- flutningsmannanna Péturs Magnússonar og Jóns Ásbjörnssonar, 100 kr. til hvors. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Samkvæmt skýrslu skipherrans á varðskipinu „Ægir“ var komið að skipi kærða, togaranum „Georg Robbert“ B. X. 132 frá Bremerhaven, miðvikudagsmorguninn var, kl. 8,58, og var þá verið að draga inn stjórnborðsvörpuna, og skipið eina sjómilu fyrir utan landhelgislinuna undan Ingólfshöfða. En samkvæmt sömu skýrslu, hafði skip kærða stefnt út á við frá kl. 8,23 til kl. 8,55 sama morgun, og verið eftir mælingum varðskipsins, teknum kl. 8,23 þá 0,3 úr sjó- milu fyrir innan Jlandhelgislínuna, eða sem svarar 555 metrum. Það er upplýst í málinu með viðurkenning kærða, að hann var að toga umrætt tímabil 8,23 til kl. 8,55 og velta úrslit máls þessa því aðeins á því, hvort byggja megi á mæl- ingum varðskipsins „Ægir“, að kærði hafi verið þessa 555 metra fyrir innan, eða a. m. k. að ekki muni þar svo miklu, að skip hans með því reynist að hafa verið á línunni, eða fyrir utan hana. Við rannsókn málsins má telja upplýst, að lína sú, sem tögarinn miðaðist í kl. 8,23, getur flutzt nokkuð til eins og hún er sett niður á kort varðskipsins, vegna þess að hin 123 láréttu horn, sem hún sumpart er staðsett eftir, eru byggð á miðunum við staði á landi, sem eru töluvert mismunandi háir. Einnig má telja að hafi skip kærða verið 0,3 úr sjó- milu fyrir innan landhelgislínuna kl. 8,23, þá hafi það orðið að fara allt að því 3 sjómilur á klukkustund með vörpu í sjó, til þess að komast kl. 8,55 á stað þann, þar sem Það var stöðvað, þar eð það vegna snúnings gat ekki alltaf farið beinustu leið. Þetta er bæði gagnstætt staðhæfingu kærða og ekki í sjálfu sér sennilegt. Af þessu hvorutveggju leiðir að telja má hugsanlegt, að skip kærða hafi verið lengra frá landi en talið er í skýrsl- unni, að það hafi verið kl. 8,23. Hinsvegar liggja ekki fyrir í málinu gögn fyrir því, hve mikið þetta geti hafa verið og Því síður hve mikið það hafi verið. Þessi dómstóll getur því ekki byggt nægilega á þessum varnarástæðum til sýkn- unar, einnig vegna þess, að þó, að farið sé eftir því, sem fyrir liggur mest, má telja kærða í vil, þá virðist skip hans hafa komizt eitthvað litilsháttar inn fyrir línuna. En á slíku verður kærði að lögum að bera ábyrgð. Af framangreindum ástæðum verður að telja kærða brotlegan gegn Í. gr. laga nr. 5, 18. maí 1920, um bann gegn botnvörpuveiðum í landhelgi. Þykir refsing hans, með hlið- sjón af gildandi gullgengi 81.88, og tilliti til þess, að um fyrsta brot kærða á þessum lögum er að ræða, hæfilega ákveðin sekt að upphæð kr. 12.500, sem greiðist innan fjögra vikna og rennur í Landhelgissjóð Íslands. En fáist hún ekki greidd á kærði að afplána hana með 7 mánaða einföldu fangelsi. Auk þess skulu öll veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir, svo og allur afli innanborðs í áður- nefndum togara vera upptækt og andvirðið renna í sama sjóð, ennfremur greiði kærði allan kostnað málsins, sem orðinn er og verður. 124 Miðvikudaginn 15. april 1931. Nr. 12/1931. Réttvísin (Stefán J. Stefánsson). gegn Hilmari Theódór Theódórssyni. (Guðm. Ólafsson). Syknun. Dómur aukaréttar Ísafjarðar 29. nóvbr. 1930: Hilmar Theódór Theódórsson á að vera sýkn af ákæru réttvísinnar í máli þessu. Málskostnaður greiðist af almannafé, þar með talin málsvarnarlaun hins skipaða talsmanns ákærðs, cand. jur. Óskars Borg, 30 kr. Dómur hæstaréttar. Með bréfi dómsmálaráðuneytisins 27. sept. 1930 var Wilhelm Jakobsson skipaður tollvörður, með aðalstöð á Ísafirði. Þessu starfi hans er svo nánar lýst í skipunarbréfinu, bæði að þvi, er tekur til toll- eftirlits hans og til eftirlits hans með því, að áfeng- islöggjöfin sé haldin. Um síðarnefnda atriðið er þó aðeins getið eftirlits hans með aðflutningi áfengis og með áfengisveitingum i skipum m. ö. o. starfa, sem liggja mjög nærri tollgæzlustarfi hans. Í bréfinu er þess ekki getið, samkvæmt hvaða heim- ild hann sé skipaður til þessa starfa og með því að bréfið getur þess eigi, að honum sé falið annað eft- irlit með áfengislöggjöfinni en það, er nefnt var, þá brestur heimild til að telja, að hann hafi verið að embættisstörfum, er ákærði hafði í frammi við hann ofbeldi það, er getur í máli þessu. Og með því, að ákærði í máli þessu aðeins er sóttur til sakar um brot gegn 12. kap. hegningarlaganna, verður að stað- festa hinn áfrýjaða dóm. Allur kostnaður við á- frýjun málsins greiðist af almannafé, þar með talið málflutningskaup sækjanda og verjanda í hæsta- rétti, 80 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða dómi skal óraskað. Allur kostnaður við áfrýjun málsins greið- ist af almannafé, þar með talið málflutnings- kaup sækjanda og verjanda í hæstarétti, mál- flutningsmannanna Stefáns Jóh. Stefánssonar og Guðmundar Ólafssonar, 80 kr. til hvors. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af réttvísinnar hálfu höfðað gegn Hilmari Theódór Theódórssyni sjómanni á Ísafirði fyrir brot á 12. kap. hinna almennu hegningarlaga, sbr. 25 .gr. laga nr. 64, 1930, og eru tildrög málsins upplýst sumpart með eigin játningu ákærðs og sumpart á annan hátt, þau er nú skal greina. Að kvöldi hins 1. nóv. þ. á. kl. um 8 kom Wilhelm Jakobsson tollvörður og löggæzlumaður hér í bænum inn á kaffihúsið „Sólheimar“. Sátu þrír menn þar við borð og var einn þeirra, Jón Þorleifsson að nafni, ölvaður. Bað löggæzlumaðurinn hann að ganga heim til sin þegar í stað. Kvað Jón Þorleifsson já við því og fylgdist með löggæzlu- manninum út af kaffihúsinu, en þegar þeir voru komnir niður í Silfurgötu, nokkurn spöl fyrir neðan búð Björns Guðmundssonar, fórJón að sýna mótþróa og takast á við löggæzlumanninn, er varð að varpa honum niður. Meðan á þessari viðureign stóð kom ákærður og réðist á löggæzlu- manninn, reif hann í andlitið og veitti honum nokkurn áverka neðan til við vinstra auga. Hefir ákærði skýrt frá, að hann hafi verið einn þeirra þriggja manna, er sátu inni á kaffihúsinu „Sólheimar“ er löggæzlumaðurinn kom þangað, og fór út með Jón Þor- leifsson, en ákærður farið nokkrum mínútum síðar út af kaffihúsinu og hlaupið niður Hafnarstræti og niður á Silf- urgötu. Ákærður sá þá, að Jón Þorleifsson, félagi hans, lá 126 þar á götunni og annar maður ofan á honum, er hann hugði að væri lösgæzlumaðurinn. Gramdist ákærða þetta og réð- ist á manninn eins og fyrr greinir. Dómarinn leit svo á, að Wilhelm Jakobsson, er taldi sig vera löggæzlumann, að hann í raun og veru væri það, með lögregluþjónsvaldi, að mál þetta bæri því að höfða gegn ákærðum fyrir yfirtroðslur á 99. gr. almennra hegningar- laga, sbr. 101. gr. þeirra og 25. gr. laga nr. 64, 1930, en áður en annað mál, sem nú um sama leyti hefir verið höfðað af valdstjórnarinnar hálfu fyrir yfirtroðslur gegn greindum löggæzlumanni, væri lagt í dóm, taldi dómarinn það skyldu sína, að leggja fram eftirrit af skipunarbréfi Wilhelms Jakobssonar, og fékk því eftirrit af því hjá honum. Í máli þessu hefir talsmaður ákærða krafizt þess, að eftirrit af umræddu skipunarbréfi væri lagt fram og fylgir það máls- skjölunum. En samkvæmt skipunarbréfinu er Wilhelm Ja- kobssyni falið að vera tollvörður með aðalstöð á Ísafirði. Að vísu er það brýnt fyrir Wilhelm Jakobssyni í 2. málsgrein erindisbréfsins að líta eftir því, að áfengislög- gjöfin sé haldin sem bezt og Í 3. málsgrein, að áfengislög- gjöfin og reglugerðir, er þar að lúta, séu nákvæmlega haldnar, en í skýringu erindisbréfsins á skyldustörfum Wilhelms Jakobssonar sést, að þau eru. Öll tengd við toll- rarðarstörf hans. Hvergi er á það minnzt, að Wilhelm Jakobsson hafi á hendi löggæzlu nema í sambandi við toll- /arðarstöðu hans. En til þess að hafa á hendi löggæzlumannsstarf á gölum kaupstaðarins og á opinberum veitinga- og samkomustöð- um, með sama valdi og hinir skipuðu lögregluþjónar kaupstaðarins, þykir þurfa sérstaka heimild í erindisbréf- inu, sbr. 25. gr. laga nr. 64, 1930. Að réttarins áliti hefir ráðuneytið því eigi falið Wilhelm Jakobssyni á hendur önnur störf en þau, er felast í tollgæzlustarfi hans, en eng- an veginn löggæzlustarf með lögregluþjónsvaldi á götum kaupstaðarins og opinberum stöðum, eins og Wilhelm Jakobsson hefir framkvæmt starf sitt síðan hann kom hingað. Þykir því Wilhelm Jakobsson hafa starfað utan verks- sviðs síns í þessu máli, og á því eigi kröfu til frekari lagaverndar en hver annar borgari. 127 Mál þetta á því eigi að reka af hálfu réttvísinnar og ber að sýkna ákærðan af ákæru réttvísinnar í málinu. Eftir þessum úrslitum ber að greiða kostnað málsins af almannafé, þar á meðal varnarlaun hins skipaða tals- manns ákærðs, er ákveðast 30 kr. Það vottast, að enginn ónauðsynlegur dráttur hefir orðið á rekstri málsins. Föstudaginn 17. april 1931. Nr. 85/1930. Hannes Jónsson (Stefán J. Stefánsson) gegn hreppsnefnd Stykkishólmshrepps (Magnús Guðmundsson). Utsvarsmál. Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 10. marz 1930: Hin umbeðna lögtaksgerð skal fram fara á ábyrgð gerðarbeiðanda. Dómur hæstaréttar. Máli þessu hefir verið skotið til hæstaréttar með stefnu, dags. 26. sept. f. á., samkvæmt áfrýjunar- leyfi 4. s. m. Útsvar það, er ræðir um í máli þessu, var lagt á áfrýjanda í Stykkishólmshreppi í aprílmánuði 1928. Hefir áfrýjandi mótmælt útsvarinu sem ólögmætu, telur það hafa verið óheimilt að leggja á sig útsvar til Stykkishólmshrepps það ár af þeirri ástæðu, að hann hafi átt lögheimili í Reykjavík, en ekki í Stykkishólmi, þegar útsvarsálagningin fór fram og manntal var tekið næsta haust áður. Í þessu efni er það með skjölum málsins og flutningi þess hér fyrir réttinum upplýst, að áfrýj- andi var dýralæknir í Vestfirðingafjórðungi með 128 skyldubústað í Stykkishólmi og hafði hann þetta embætti á hendi þar til hann var skipaður dýra- læknir í Sunnlendingafjórðungi frá 1. júlí 1928 að telja. En í öndverðum nóvembermánuði 1927 var hann jafnframt sínu embætti settur til að gegna um stundarsakir dýralæknisembættinu í Sunnlend- ingafjórðungi og átti að hafa bústað í Reykjavík. Fór áfrýjandi því um þetta leyti til Reykjavíkur, leigði sér þar herbergi hjá öðrum, lét skrifa sig eða var skrifaður athugasemdalaust í manntal í nóv- embermánuði og var honum einnig gert að greiða útsvar í Reykjavík árið 1928. Hinsvegar er það upplýst, að kona áfrýjanda, börn og þjónustufólk bjó áfram í húsi hans í Stykkishólmi á framfæri hans, þar til fjölskyldan flutti til Reykjavíkur um miðjan maímánuð 1928 og skráði því sóknarpresturinn í Stykkishólmi, er hann tók manntalið í október—nóvembermánuði, áfrýjanda, er var fjarverandi, í manntalið sem heimilisfastan þar, enda var sóknarprestinum kunnugt, að áfrýjandi hafði enn á hendi dýra- læknisembættið í Vestfirðingafjórðungi og var að- eins um stundarsakir settur til að gegna embætt- inu í Sunnlendingafjórðungi. Að þessu athug- uðu, og með því að það er ennfremur upplýst, að áfrýjandi hefir á öndverðu árinu 1928 sent fram- tal sitt til skýrslu um eigna- og tekjuskatt það ár til sýslumannsins í Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu, en ekki til skattstjórans í Reykjavík, og lita verður svo á, að í þessu felist viðurkenning áfrýjanda fyrir því, að hann þá hafi álitið sig eiga lögheimili í Stykkishólmi, sbr. 30. og 31. gr. í lög- um, nr. 74, frá 27. júní 1921, þá þykir það vera nægilega upplýst, að áfrýjandi hafi átt heimilis- 129 fang í Stykkishólmi, þegar manntalið var tekið þar haustið 1927 og útsvarið síðar lagt á hann. Hinsvegar verður eigi litið svo á, að áfrýjandi hafi þá einnig átt lögheimili í Reykjavík, því ákvörðun atvinnumálaráðuneytisins, um að hann skyldi hafa þar bústað meðan hann var settur dýra- læknir í Sunnlendingafjórðungi var fullnægt með dvöl áfrýjanda þar, og heimilisfang áfrýjanda í Reykjavík verður heldur eigi leitt af þvi, að hann var athugasemdalaust skráður þar í manntal, þar sem Í manntal Reykjavíkur einnig eru ritaðir þeir, er dvöl hafa þar, að undanskildum gestum og ferðamönnum. Hreppsnefnd Stykkishólmshrepps var því heim- ilt, samkvæmt 8. gr. í lögum, nr. 46., 15. júni 1926, að gera áfrýjanda að greiða útsvar þar í hreppi árið 1928 og ber því að staðfesta hinn áfrýjaða fó- getaréttarúrskurð. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að áfrýjandi greiði hinni stefndu hreppsnefnd málskostnað fyrir hæstarétti, er ákveðst 150 kr. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða fógetaréttarúrskurði skal óraskað. Áfrýjandinn, Hannes Jónsson, greiði hreppsnefnd Stykkishólmshrepps 150 kr. í málskostnað fyrir hæstarétti, að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Með beiðni, dags, 20. október 1928, framsendri af sýslu- manninum í Stykkishólmi til lögreglustjórans hér, með áritun, dags. 22. s. m. og framsendri af tollstjóranum hingað, með áritun, dags. 14. jan. f. á., fór oddviti Stykkis- 9 130 hólmshrepps fram á það, að gert yrði lögtak hjá Hannesi Jónssyni, dýralækni hér, fyrir ógreiddu útsvari, að upp- hæð 800 krónur til Stykkishólmshrepps, en það var lagt á hann í apríl 1928, sem og hreppsvegagjaldi kr. 2.50 og sótaragjaldi kr. 4.00, samtals að upphæð kr. 806.50. Lög- taksúrskurður var uppkveðinn hér 29. maí f. á. og birtur gerðarþola sama dag. Með því nú að gerðarþoli, sem aðeins hefir viljað greiða sótaragjaldið af húseign sinni Í Stykkishólmi, hefir mótmælt lögtakinu og jafnframt réttmæti útsvarsálagn- ingar þessarar, þá lögðu aðiljar atriðið undir úrskurð fóo- getaréttarins. Gerðarbeiðandi byggir kröfur sinar á því, að gerðar- þoli hafi átt heimili í Stykkishólmi á þeim tíma, er út- svarið var lagt á og hefir hann því til stuðnings lagt fram vottorð á rjskj. nr. 6, sem er gefið af sóknarprestinum í Stykkishólmi og á að sanna heimilisfestu gerðarþola haustið 1927, er manntal var tekið þar. Þá heldur gerðar- beiðandi því fram, að sem skipaður dýralæknir í Vest- firðingafjórðungi hafi honum borið að vera búsettur í Stykkishólmi. Þá telur gerðarbeiðandi ótvirætt, að gerðar- þoli hafi ekki sleppt heimilisfestu í Stykkishólmi haustið 1927, með því að engin breyting hafi orðið á högum hans þetta haust önnur en sú, að hann dvaldi ekki sjálfur á heimili sínu, en að hann hafi haldið áfram að hafa þar dúk og disk, þar til í maí 1928. Þá kveður hann og, að gerðarþoli hafi á þessu sama ári (1928) greitt tekju- og eignarskatt og ellistyrktarsjóðs- gjald í Stykkishólmi og hefir hann lagt fram því til stað- festu vottorð sýslumannsins í Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu á réttarskj. nr. 7. Gerðarþoli hefir hinsvegar haldið því fram, að útsvar þetta sé álagt án nokkurrar heimildar, með því að hann hafi flutt alfarinn úr Stykkishólmi síðast í október 1927 og það skipti engu máli í þessu sambandi, þótt kona sin og börn hafi dvalið þar litið eitt lengur, þvi orsökin til þess hafi verið eingöngu sú, að hann hafi ekki fengið hentugt húsnæði í Reykjavík. Til styrktar því, að gerðar- þoli hafi ekki átt lögheimili í Stykkishólmi á þeim tíma, er hér um ræðir, hefir hann lagt fram vottorð lögreglu- stjórans hér, sem sýnir, að gerðarþoli hefir verið skráður 131 á manntal hér 1927, þá hefir gerðarþoli og lagt fram vott- orð atvinnu- og samgöngumálaráðherrans um það, að þegar gerðarþoli hafi verið settur til að gegna dýralæknis- embættinu í Sunnlendingafjórðungi, á öndverðum vetri árið 1927, hafi verið svo ákveðið af stjórnarráðinu, að hann hefði bústað í Reykjavík og telur hann, að hann hafi ekki aðeins haft rétt til að flytja úr Stykkishólmi, heldur hafi sú skylda hvilt á sér, eftir að hann hafi tekið að sér dýralæknisembættið í Sunnlendingafjórðungi. Þá kveður gerðarþoli, að það hafi verið lagt á sig útsvar hér í Reykjavík fyrir sama tima og í Stykkishólmi. Samkvæmt vottorðinu á réttarskj. nr. 6, hefir sóknar- presturinn í Stykkishólmi vottað það, að gerðarþoli hafi verið talinn fram til manntals í Stykkishólmi, er tekið var manntal þar haustið 1927. Það segir ekki í vottorðinu, hver hefir talið gerðarþola fram og þvi:óljós heimildin fyrir því að færa hann í manntal þar. Hinsvegar verður ekki hægt að meta vottorð lögreglustjórans hér, á réttar- skj. nr. 4, sönnun þess,,að gerðarþoli hafi ekki átt lög- heimili í Stykkishólmi. Eftir því, sem fram er komið, bar gerðarþola að eiga bústað í Stykkishólmi á meðan hann var dýralæknir í Vestfirðingafjórðungi og samkv. vottorðinu á réttarskj. nr. 9, bar gerðarþola að hafa bústað í Reykjavík eftir að hann var settur til að gegna dýralæknisembættinu í Sunn- lendingafjórðungi, en á þeim tíma, er miða skyldi við útsvarsskyldu gerðarþola, gegndi hann báðum embætt- unum. Það, sem hér kemur aðallega til greina, er það, hvort gerðarþoli með athöfnum sinum hefir lýst þeim vilja að slíta heimilisfestu í Stykkishólmi um leið og hann tókst á hendur að gegna dyralæknisembættinu hér í Reykja- vík. Í þessu efni skal þess getið, að það er óupp- lýst, að gerðarþoli hafi tilkynnt flutning sinn frá Stykkis- hólmi haustið 1927. Hinsvegar er svo ákveðið í 30. gr. laga, nr. 74, frá 27. júní 1921, að gjaldendur skuli venju- lega settir í skatt þar, sem þeir eru búsettir, þegar skatta- nefndin taki til stárfa og eptir 35. gr. reglugerðar þeirrar, er sett var samkvæmt lögum þessum, er svo tiltekið, að þar skuli setja mann ár hvert á skattskrá, sem hann er heim- ilisfastur, þegar skattanefndir taki til starfa, þ. e. í jan- 132 úarmánuði ár hvert og skuli þær ennfremur fara eftir manntali. Nú er það játað, að gerðarþoli hafi ekki verið tek- inn á skattskrá hér í Reykjavík á árinu 1928 og því ekki greitt neinn skatt hér, hinsvegar er það upplýst, að hann hefir verið settur á skattskrá í Stykkishólmi, sent þangað tekju- og eignaskattskýrslu sina og greitt þar álagðan skatt án mótmæla. Af þessu verður að líta svo á, að gerðarþoli hafi ekki talið heimilisfestu sinni slitið í Stykkishólmi og verður því að telja, að hann hafi réttilega verið tekinn á mann- tal þar haustið 1927, þótt hann hafi þá verið sjálfur farinn til Reykjavíkur, samkvæmt fyrirlagi atvinnumálaráðu- neytisins til varanlegrar „dvalar. Útsvarsálagningin í Reykjavík sannar heldur ekkert um það, að gerðarþoli hafi ekki verið útsvarsskyldur í Stykkishólmi. Fógetarétturinn verður því að lita svo á, að samkvæmt 8. gr. útsvarslaga nr. 46, frá 15. júni 1926 sé réttilega lagt á gerðarþola útsvar, það sem hér um ræðir, og ber þvi að leyfa framgang hinnar umbeðnu gerðar á ábyrgð gerð- arbeiðanda. Miðvikudaginn 22. april 1931. Nr. 16/1931. Valdstjórnin (Magnús Guðmundsson) gegn Claus Raap (Jón Ásbjörnsson). Botnvörpuveiðabrot. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 10. jan. 1931: Kærður Claus Raap, greiði 13,000 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands og komi 6 mánaða einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún verður ekki greidd inn- an viku frá lögbirtingu dóms þessa. Allur afli og öll veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir í botnvörpungnum P. G. 165, „Landrath Rademacher“ frá Geesteminde, sé upptækt og renni andvirði í sama sjóð og sektin. 133 Kærður greiði allan kostnað sakarinnar. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Í hæstarétti hefir verið lagður fram sjóuppdrátt- ur, er forstöðumaður stýrimannaskólans hefir markað á mælingar og miðunarlinur varðskipsins kl. 16,50 og 17,52 hinn 7. jan. þ. á., og kemur hann heim við sjóuppdrátt þann, sem skipherrann á varðskipinu „Ægir“ hefir lagt fram við rannsókn málsins í héraði. Sýna þessar mælingar, svo sem nánar er skýrt frá í hinum áfrýjaða lögregluréttar- dómi, að kærði hefir nefndan dag verið staðinn að botnvörpuveiðum 0,45 sm. innan landhelgislinunn- ar. Kærði hefir þannig gerzt brotlegur gegn ákvæð- um laga nr. 5, 18. maí 1920, og með tilliti til þess, að kærði sýndi varðskipsforingjanum mótþróa og óhlýðni, svo að setja varð menn yfir í togarann, til þess að stjórna skipinu og sigla því til Reykja- víkur, ákveðst refsing hans 14000 kr. sekt til Land- helgissjóðs og kemur 7 mánaða einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún verður eigi greidd innan 30 daga frá birtingu dóms þessa. Ákvæði dómsins um upptekt afla og veiðarfæra og um málskostnað ber að staðfesta. Kærða ber að greiða allan áfrýjunarkostnað sak- arinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, 100 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Lögregluréttardóminum skal óraskað, þó með þeirri breytingu, að sekt kærða ákveðst 14000 kr. og komi 7 mánaða einfalt fangelsi í 134 stað sektarinnar, ef hún verður eigi greidd inn- an 30 daga frá birtingu dóms þessa. Kærði Claus Raap, greiði allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin málflutn- ingslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, málflutningsmannanna Magnúsar Guðmunds- sonar og Jóns Ásbjörnssonar, 100 kr. til hvors. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af valdstjórnarinnar hálfu gegn Claus Raap, skipstjóra á togaranum P. G. 165, „Landrath Rademacher“ frá Geestemúnde, fyrir brot gegn ákvæðum laga nr. 5, frá 1920, sbr. lög nr. 4, frá 1924. Málavextir eru sem hér segir: Hinn 7. þ. m. kom varðskipið „Ægir“ utan frá Eldey, og hafði stefnu á Hafnarberg, kl. 16.50 var numið staðar og þegar gerð eftirfarandi staðarákvörðun: Stafnesviti í réttvísandi 17? og Reykjanesaðalviti í réttv. 98?, sýndi það stað. varðskipsins rétt utan landhelgislínunnar, sam- tímis miðaðist togari í réttv. 3589. Um kl. 17.07 hurfu snögglega öll ljós á togaranum, en af því að togarinn var kominn alveg inn að landhelgi þótti þetta mjög grunsam- legt. Kl. 17.10 var því haldið af stað í áttina til togarans, kl. 17.22 sást græna hliðarljós togarans mjög nærri varð- skipinu, síðan fjölgaði ljósum hans, enda hélt Ægir þá beint á hann og var með öllum siglingarljósum. þá lýst var á togarann sást, að hann var með Bb-vörpu úti. Kl. 17,28 var gefið stöðvunarmerki með sirenunni og samtímis skotið lausu skoti, togarinn stefndi þá beint á land. en við skotið byrjaði hann að snúa til stjórnborða, þó að bak- borðsvarpa væri úti. Kl. 17.29 var skotið öðru lausu skoti, um leið og komið var á hlið við togarann. Það var því einnig kallað yfir til hans að stöðva vélina. Togarinn sneri þá með hægri ferð að vörpunni og byrjaði að draga hana inn. Meðan togarinn var að draga inn dragstrengina, var 135 bauja látin út, kl. 17.40, rétt utan við togarann. Kl. 17.52 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun við þá bauju: Stafnesviti > 111? 20 Reykjanes Bik. F. Samtímis miðaðist Reykjanes Blk. F. í réttv. 131?. Einnig var mælt hornið milli Reykjanesvitanna 7? 10. Dýpi var mælt við baujuna 106 metrar, sýnir þetta stað baujunnar 0,45 sjóm. innan landhelgislinunnar. Bátur var sendur um borð í togarann til þess að sækja skipstjórann og pappíra skipsins. Um leið og báturinn kom að síðu. togarans lét togarinn út ljóslausa bauju, en um leið og Ægir rak fram hjá henni nokkrum mínútum síðar var mælt 103 metra dýpi við hana. Staðarákvörðun var ekki gerð, sökum þess, að baujan var spölkorn innar en ljósbauja varðskipsins. Þegar kom um borð í togarann voru kærður og 1. stýri- maður talsvert mikið undir áhrifum vins, eftir því, er þeir, er fóru um borð í togarann hafa skýrt frá. Kærður neitaði einnig harðlega að koma til viðtals yfir í varðskipið eins og fyrir hann var lagt. Kl. 19,10 var aftur gerð staðarákvörðun við ljósabauju Ægis og var miðunin hin sama og áður af Reykjanes Bík. F. réttv. 131, en hornið milli hans og Stafnesvitans 2' minna eða 111? 18. Dypi hið sama. Með því að kærður neitaði að koma til viðtals, fór skip- herrann sjálfur um borð í togarann kl. 20,25. Hann kveðst strax hafa orðið þess var, að kærður og stýrimaður voru undir áhrifum víns. Eins og áður neitaði kærður harðlega að koma yfir í varðskipið til þess að honum yrði sýnd afstaða togarans, þar sem komið var að honum með vörp- una úti. Einnig neitaði stýrimaður að koma yfir í skipið. Að þessu loknu tilkynnti skipherrann kærðum, að send- ir yrðu um Þorð í togarann yfirstýrimaður og undirvél- stjóri Ægis ásamt fleiri mönnum til að fara með skipið til Reykjavíkur, síðan voru þrir hásetar af togaranum teknir með yfir í Ægir, en á vörð í togaranum voru settir yfir- stýrimaður, undirvélstjóri Ægis og 5 hásetar aðrir, og gaf skipherrann þeim fyrirskipanir um að halda þegar til Reykjavíkur. Kl. 21,32 hélt togarinn af stað og var kom- 136 inn nokkuð á undan Ægir til Reykjavíkur, sem kom Þangað kl. 3,33. Vindur var vestan 4, sjór 3, smáél með löngu millibili. Kærður í þessu máli hefir neitað þvi mjög ákveðið, að skýrsla skipherrans sé rétt. Hann hefir neitað því afdrátt- arlaust, að hafa verið að veiðum innan landhelgislinunn- ar í umrætt skipti, kveðst hafa verið langt fyrir utan línu þegar hann dró inn vörpuna. Hann kveðst að vísu hafa verið að veiðum á þessum slóðum og hafa kastað vörpunni kl. 5,45 e. h. samkv. þýzkum tíma, en áður en hann kast- aði kveðst hann hafa gert staðarákvörðun og miðað Eld- ey i SS. V.t. S. og áreiðanlega verið um o sjómílur undan landi þegar hann kastaði, því línan S. V. t. S. á Eldey ligg- ur nokkurnvegin jafnhliða strandlengjunni. Meðan hann kastaði kveðst hann hafa stýrt í sveig, en þegar hann hafi kastað kveðst hann sjálfur hafa farið af stjórnpalli, og 1. stýrimaður hafi tekið við stjórn, kveðst hann þá hafa gefið stýrimanninum þá fyrirskipun, að stýrt skyldi á Reykjanes þangað til Eldey væri í S.V., en síðan skyldi stýrt í N.N.A., og halda þeirri stefnu i 45 mínútur. Þegar að skipt yrði um stefnu átti að snúa til bakborða samkvæmt fyrirskipunum kærðs. Kærður heldur, að það hafi verið 15“ fyrir 7 síðd. samkv. þýzkum tíma, að varðskipið kom að þeim og skaut og blés með eimpípunni, kveðst hann þá þegar hafa farið upp á stjórnpallinn og hafi þá togarinn stefnt í N.N.A. Var þá varpan enn þá úti, en samstundis kveðst hann hafa gefið fyrirskipun um að draga hana inn og stöðva vélina. Meðan hann var að draga inn og á þeim 10 mínútum, sem liðu frá því að varðskipið kom að togaranum og þangað til hann setti út ljósbaujuna, telur kærður, að sig hafi rekið inn að landi eftir því, sem hann giskar á ekki minna en 200 metra. Skipherrann telur, að togarinn hafi alls ekkert rekið því varpan hafi legið utar en togarinn og við átakið að toga hana úr botninum hafi togarinn frekar kippzt út á við en nær landi. Rétt eftir að varðskipið kom að togaranum, kveður kærður sig og 1. stýrimann hafa gert miðanir yfir kompás á Reykjanesvita og Eldey, og hafi þeir sett þær mælingar þegar út í kort sitt, sem lagt hefir verið fram í réttinum, og sýnir það stað togarans alllangt utan við landhelgis- 137 línuna. Skipherrann telur ekkert vera hægt að byggja á þessu vegna þess að Eldey hafi ekki sézt frá þessum stað um þetta leyti, svo hafi verið dimmt orðið. Þennan fram- burð kærðs styður 1. stýrimaður með framburði sinum, kveðst hann hafa gert þessar mælingar með kærðum og sett þær út í kortið. Ljósleysið á togaranum virðist hafa stafað af ólagi á ljósaútbúnaðinum og verður ekki gefið kærðum að sök. Það sem að mjög mikið veikir framburð kærðs og stýrimanns hans er það fyrst og fremst, að telja verður Það sannað með framburði skipherranns og 3. stýrimanns á varðskipinu, þrátt fyrir mótmæli, að þeir hafi báðir verið talsvert undir áhrifum víns um þetta leyti, sem þessi staðarákvörðun á að vera gerð. Þá veikir það og ekki síð- ur framburð þeirra, að tveir af hásetum á togaranum hafa borið það, að kærður hafi verið á stjórnpalli meðan verið var að toga, áður en varðskipið kom þarna að þeim. Ann- ar þessara manna stóð við stýrið allan tímann og kveðst Því muna greinilega að hann tók við fyrirskipunum frá kærðum, sem hafi verið á stjórnpallinum, og hann kveðst alls ekki hafa stýrt í þá átt, sem stýrimaðurinn og kærður hafa gefið upp, heldur á Reykjanesvitann og sveigt ýmist á stjórnborða eða bakborða lítið eitt. Hitt vitnið, sem hefir borið það, að kærður hafi verið á stjórnpalli meðan togað var, fór upp á stjórnpallinn til að sækja lampa um 90 mínútum áður en að varðskipið kom að togaranum og var þar uppi um 10 mínútur, og kveður hann skipstjórann hafa þá verið þarna uppi en ekki stýrimann, en hvaða stefnu hafi verið stýrt veit þetta vitni þó ekki. Þegar þetta er athugað, má það vera ljóst, að framburð- ur kærðs og stýrimanns, um staðarákvörðun togarans og hvaða stefnu hann hafi stýrt, er ekki mikils virði og get- ur ekki haft þau áhrif, að hann hnekki á nokkurn hátt Þeirri sönnun, er felst í skýrslu skipherrans og mælingu varðskipsins, sem gerðar eru af æfðum mönnum með á- gætum tækjum, verður því að leggja þessa skýrslu til grundvallar í málinu og er með henni nægilega sannað, að kærður var að veiðum innan íslenzkrar landhelgi og rétt áður en varðskipið Ægir kom þar að honum út af Reykja- nesi kl. 17,29, 7. þ. m. Með framburði sínum, sem lýst er hér að framan hefir 138 kærður, sem ekki hefir áður gerzt brotlegur gegn ákvæð- um íslenzkrar fiskiveiðalöggjafar, brotið gegn ákvæðum 1. greinar laga nr. 5, frá 18. mai 1920 og með tilliti til þess, að gengi islenzkrar krónu er í dag þannig, samkvæmt upplýsingum frá Landsbanka Íslands, að ein króna ís- lenzk jafngildir 81,74 aurum gulls, þykir refsing kærðs samkvæmt 3. grein laganna, sbr. 1. grein laga nr. 4, frá 1924, og með hliðsjón af því að kærður sýndi skipstjór- anum mótþróa, sem telja verður sannað þrátt fyrir nokkur mótmæli og afsakanir kærðs, hæfilega ákveðin 13,000 króna sekt í Landhelgissjóð Íslands og komi 6 mánaða einfalt fangelsi í stað sektarinnar ef hún verður ekki greidd innan viku frá lögbirtingu dóms þessa. Auk þess sé allur afli og öll veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir í botnvörpungnum P. G. 165 „Landrath Rademacher“ frá Geestemiinde upptækt og renni andvirði í sama sjóð og sektin. Loks greiði kærður annan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Föstudaginn 24. april 1931. Nr. 107/1930. Valdstjórnin (Pétur Magnússon) gegn Elíasi Benediktssyni (Jón Ásbjörnsson). Botnvörpuveiðabrot. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 3. nóv. 1930: Kærður, Elías Benediktsson, greiði 12500 króna sekt í Landhelgissjóð Íslands, og komi 6 mánaða einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún verður ekki greidd innan viku frá lögbirtingu dóms þessa. Allur afli og öll veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir, í botnvörpungnum G. K. 4, „Surprise“ frá Hafnarfirði, sé upptækt, og renni andvirðið í sama sjóð og sektin. Loks greiði kærður allan kostnað sakarinnar. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 139 Dómur hæstaréttar. Fyrir hæstarétti hefir verið lagt fram í máli þessu sjókort, er forstöðumaður stýrimannaskólans hef- ir markað á, samkvæmt mælingum þeim, er gerð- ar voru á varðskipinu, bæði stað varðskipsins kl. 0,25, 2. nóv. s. 1. og stað ljósdufls togarans kl. 4,10 s. d., og enda þótt hann telji þessa staði lítið eitt utar en skipherra varðskipsins taldi þá, þá hefir hann, þó einnig komizt að þeirri niðurstöðu, að staðir þessir séu báðir innan landhelgi. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með tilvísun til for- senda hins áfrýjaða dóms, er fallizt verður á í öll- um aðalatriðum, ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm, og ber kærða að greiða allan áfrýjunarkostn- að málsins, þar með talin málflutningslaun sækj- anda og verjanda í hæstarétti, 100 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða dómi skal óraskað. Kærði, Elias Benediktsson, greiði allan áfrýjunar- kostnað máls þessa, þar með talin málflutn- ingslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, málflutningsmannanna Péturs Magnússonar og Jóns Ásbjörnssonar, 100 kr. til hvors. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af valdstjórnarinnar hálfu gegn Elíasi Benediktssyni, skipstjóra á b/v „Surprise“ frá Hafn- arfirði, fyrir brot gegn ákvæðum laga nr. 5, 18. maí 1990. Í skýrslu þeirri, sem varðskipið Ægir hefir gefið um nánari atvik þessa máls segir svo, að varðskipið hafi 1. 140 nóv. 1930, kl. 11,58, verið á leið inn með Garðskaga og hafði þá r/v stefnu 1199. Sá þá varðskipið ljóslausan tog- ara á bakborða og breytti varðskipið þá um stefnu og hélt á togarann, sem þá beygði út frá landi, svo varð- skipið breytti einnig um stefnu og hélt á eftir honum. Kl. 0,09 árd. hinn 2. nóvember stefndi togarinn orðið beint á undan varðskipinu og segir Í skýrslu skipherr- ans, að hann hafi þá sézt bregða upp afturljósinu og slökkva það þegar aftur. Kl. 0,11 árd. var lýst á togarann og skotið lausu skoti, en kl. 0,13 árd. kom varðskipið á hlið við togarann og var þegar látin út ljósbauja um 100 metra fjarlægð frá togaranum. Var síðan beygt nær tog- aranum og komið í kallfæri við hann, og skipstjóranum gefin skipun um að draga inn stjórnborðsvörpuna, sem hann var með í eftirdragi. KI. 0,5 árd., meðan togarinn var að draga inn vörp- una, var gerð eftirfarandi staðarákvörðun rétt hjá tog- aranum og við ljósabauju varðskipsins: Gerðatangaviti > 122956' Garðskagaviti og Garðskagaviti miðaður r/v 259? og dýpi mælt, og gef- ur það stað togarans 0,8 sjómilur innan landhelgislín- unnar. Þegar skipstjóra togarans var tilkynnt, að hann yrði að fara með til Reykjavíkur, óskaði hann að staðarákvörð- un yrði gerð við bauju, sem hann kvaðst eiga þar skammt frá, og áður en hún yrði tekin upp. Kl. 4,10 minútur árd. var komið að bauju togarans og eftirfarandi staðarákvörð- un gerð: Gerðatangaviti > 3611 Vatnsnesviti > 634" Garðskagaviti og gefur það stað ljósbauju togarans 0,4 sm. innan land- helgislinunnar. Kærður, í þessu máli, hefir neitað því, að hann hafi verið að veiðum innan landhelgislinunnar. Hann telur að ljósbauja sín, sem hann hafði til hliðsjónar, er hann tog- aði hafi verið % úr sjómílu utan við landhelgislínuna. 141 Þessa ljósbauju kveðst hann hafa sett niður í ljósaskipt- unum að kvöldi 1. nóvember. Eftir þessum miðunum, sem hann gerði einsamall: Rætur Þórðarfells við Berg og Garðskagaviti við kompás-vestur. Hann kveðst hafa byrjað að kasta kl. rúmlega 114, 1. nóv. og þá hafa verið staddur A. t. N. frá baujunni, vegalengdin um 1%sjómílu eftir því, sem hann gizkar á, kveðst hann þá hafa stýrt hér um bil beina stefnu að baujunni, aðeins haft Þbaujuna á stjórnborða. Þessari stefnu kveðst hann hafa haldið þangað til hann kom að baujunni, og heldur að kl. hafi þá vantað 5 til 10 minútur i 12, en þá kveðst hann hafa breytt um stefnu og togað í S. tA. og hélt þeirri stefnu um það bil 15 mínútur, en þá beygði kærður enn og togaði í stefnu á Akrafjall. Há- setinn, sem var við stýrið meðan á þessu stóð, hefir einnig skýrt frá stefnu skipsins á sama veg og kærður. Þá hefir og kærður bent á það, að áður en hann hafi tekið upp ljósbauju sína, hafi hann þar gert miðanir, og hafi þær verið þannig: Garðskagaviti í V. og Vatnsnes- viti í S.V. t. S. En Vatnsnesviti hafi verið í ljósaskiptun- um hvorki rauður né hvítur. Kærður kveðst svo hafa beðið stýrimanninn sinn og hásetann Jens Jónsson, sem einnig er mælingafróður, að gera miðanir áður en þeir tækju upp baujuna, og kveður hann þá hafa sagt sér það síðar, að þeir hafi gert þessar miðanir og fengið sömu útkomu og hann. Stýrimaðurinn og Jens Jónsson hafa borið það, að þeir hafi gert þessar miðanir og hafi einnig fengið þessa út- komu, Garðskagaviti í V. og Vatnsnesviti í S.V. t. S. Öllum ber þeim saman um það, kærðum, stýrimanni og Jens Jónssyni, að Vatnsnesviti hafi verið í ljósaskipt- unum frá ljósbauju togarans. Í framburði þessum eru þær veilur, að skipstjóri telur sig hafa gert sínar mælingar einn, án þess að stýrimaður og Jens kæmu þar nærri, og stýrimaður og Jens hafi gert sínar mælingar seinna, en Jens telur að þeir hafi verið allir saman við mælingarnar í einu. Stýrimaður telur, að hann hafi kallað á Jens upp á stjórnpall til að gera miðanir, en Jens telur, að það hafi verið skipstjórinn, sem kallaði á sig þangað. Skipstjórinn neitar því, kveður það sennilega hafa verið stýrimaðurinn. 142 Þá ber þess að geta, að samkvæmt miðuninni hefðu þeir átt að vera í Vatnsnesvitanum hvitum, en eins og áður segir telja þeir sig hafa verið í ljósaskiptunum. Skipherrann telur í skýrslu sinni tvímælalaust, að skipið hafi verið ljóslaust. En kærður, stýrimaður og Jens halda því fram, að aðeins hafi verið slökkt dekk- ljós. — Þetta hafi verið gert vegna þess, að ólag hafi verið á ljósavélinni. Vélstjórinn telur að ljósavélin hafi verið í ólagi, en við skoðun sérfræðinga hefir það sýnt sig að þetta mátti laga á ca. “% mínútu. Þótt það geti ekki talizt líklegt, og sé jafnvel mjög ó- sennilegt, að slökkt hafi verið á ljósunum vegna ólags á vélinni, er þó ekki útilokað að svo hafi verið. Mælingar þær, sem skipherrann byggir á, voru gerðar þannig, að skipherrann gerði þær sjálfur með 1. og 2. stýrimanni. Annar stýrimaður kveðst hafa miðað til Garðskagavita og hafa gert það fimm sinnum, eftir því hvernig varðskipið lá, til þess að vera viss um að fá mæl- inguna rétta. Hann kveður útkomuna allt af í öll þessi skipti hafa verið hina sömu, það er 259? r/v. En skip- herrann og 1. stýrimaður gerðu mælingarnar jafnsríemma, og voru þeir með sinn sextantinn hvor, og skrifaði TI. stýrimaður niður árangurinn. Mælingarnar við bauju tog- árans gerðu skipherra og Í. stýrimaður, og gerðu þeir allar mælingarnar hvor um sig. Mótmæli þau, sem kærður hefir fært fram, virðast ekki að áliti réttarins vera á svo sterkum rökum reist, að þau fái hnekkt mælingum varðskipsins, sem getið er um hér að framan „en þær eru gerðar af þaulæfðum mönnum með góðum tækjum og að öðru leyti undir góðum kring- umstæðum. Það verður því að telja það nægilega sannað, að kærður hafi verið að veiðum í íslenzkri landhelgi þeg- ar varðskipið kom þar að honum í Garðsjó, kl. 0,13 árd. í gærdag. Kærður hefir ekki áður sætt refsingu fyrir brot á land- helgislöggjöfinni. Kærður hefir því, að áliti réttarins, brotið gegn ákvæð- um 1. gr. laga nr. 5, frá 1920, um bann gegn botnvörpu- veiðum, og þykir refsing sú, er hann hefir til unnið fyrir það, eftir 3. gr. laganna, sbr. og 1. gr. laga nr. 4, frá 1994, hæfilega ákveðin 12500 króna sekt til Landhelgissjóðs Ís- 143 lands, með tilliti til þess að gengi íslenzkrar krónu er nú i dag þannig, samkvæmt upplýsingum frá Landsbanka Ís- lands, að hún jafngildir 81,79 aurum gulls, og komi í stað sektarinnar 6 mánaða einfalt fangelsi, ef hún verður ekki greidd innan viku frá lögbirtingu dóms þessa. Allur afli og öll veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir, botnvörpungsins G. K. 4, „Surprise“ frá Hafnarfirði, sé upptækt og renni andvirðið í sama sjóð og sektin. Loks greiði kærður allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Miðvikudaginn 29. april 1931. Nr. 104/1930: Bæjargjaldkeri Reykjavíkur, f. h. bæjarsjóðs (Guðm. Ólafsson) gegn Guðmundi Guðmundssyni (Theodór B. Líndal). Útsvarsmál. Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 14. júlí 1930: Hið umbeðna lögtak skal eigi ná fram að ganga. Dómur hæstaréttar. Það er upplýst í máli þessu, að stefndi bjó hér í bænum í húseign sinni Grettisgötu 20 B., ásamt konu sinni, börnum og þjónustufólki, er manntal var tekið hér í bænum í nóvembermánuði 1927, og og að hann hefir búið þar stöðugt síðan, bæði ár- ið 1928 og eftirfarandi ár, að því undanteknu, að á sumrum hefir hann búið með fjölskyldu sinni í húseign sinni Litlabæ á Seltjarnarnesi, og hafa tvö börn stefnda gengið óatalið í barnaskóla Reykjavíkur skólaárin 1927—1928 og 1928— 1929. 144 Engu að síður telur stefndi lögheimili sitt að Litla- bæ, og byggir hann þetta á því, að vorið 1927 hafi hann tilkynnt lögreglustjóra Reykjavíkur, að hann flytti sig að Litlabæ og að hann samtímis hafi til- kynnt hlutaðeigandi lögreglustjóra innflutninginn í Seltjarnarneshrepp, enda hafi hann talið þar fram tekjur sínar og eignir og greitt þar síðan bæði tekju- og eignarskatt, svo og útsvar til hreppsins og í samræmi við þetta hefir stefndi ritað á mann- talsskýrslurnar hér í Reykjavík, að hann teldi lög- heimili sitt að Litlabæ. Um veru stefnda þar er það upplýst, að hann býr þar með fjölskyldu sinni yfir sumarmánuðina, en á öðrum tíma árs er eigi búið í húsinu, heldur stendur það þá í eyði, lokað og með hlerum, negldum fyrir glugga; hinsvegar stendur húseign stefnda hér í bænum Óóleigð yfir sumarið með húsgögnum og útbúin til þess að flytja inn í hana, hvenær sem vera skal. Eftir þeim upplýsingum, sem að framan getur, er það sannað að stefndi bjó og „hélt dúk og disk“ hér í bænum, er manntalið var tekið haustið 1927, svo og þegar útsvarið var lagt á hann vorið 1928, og hefir hann því á þessum tíma haft löglegt heim- ilisfang hér í bænum. Niðurjöfnunarnefndin hafði því heimild til þess samkvæmt 8. gr. útsvarslag- anna að leggja á hann útsvar nefnt ár, og þar sem sumardvöl stefnda í Litlabæ hefir eigi skapað hon- um lögheimili þar á þeim tíma, er útsvarið var lagt á hann, kemur undantekningarákvæðið í d. lið, 8. gr. útsvarslaganna eigi til greina. Samkvæmt framansögðu ber því að fella hinn áfrýjaða lögtaksúrskurð úr gildi og skylda fóget- ann til þess að framkvæma hið umbeðna lögtak. Eftir þessum úrslitum verður að dæma stefnda til 145 að greiða áfrýjanda málskosnað fyrir hæstarétti, er ákveðst 150 kr. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði fógetaréttarúrskurður er úr gildi felldur og ber fógetanum að framkvæma hið umbeðna lögtak. Stefndi, Guðmundur Guðmundsson, greiði áfrýjanda, bæjargjaldkera Reykjavíkur, f. h. bæjarsjóðs, 150 kr. í málskostnað að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Með því að Guðmundur Guðmundsson hefir eigi feng- ízt til að greiða útsvar að upphæð kr. 1500.00, sem honum var gert að greiða til bæjarsjóðs Reykjavíkur árið 1928, hefir bæjargjaldkeri Reykjavíkur krafizt lögtaks á útsvari þessu, en gerðarþoli hefir mótmælt því, að lögtakið næði fram að ganga, og hefir ágreiningurinn því verið lagður undir úrskurð fógetaréttarins Gerðarbeiðandi telur útsvarsskyldu gerðarþola byggij- ast á því, að gerðarþoli hafi átt lögheimili í Reykjavík, þegar útsvarið var lagt á hann. Gerðarþoli hefir neitað því að vera útsvarsskyldur hér í bænum og til að sýna fram á að svo sé, hefir hann lagt fram vottorð frá lögreglustjóranum í Reykjavík, rjskj. nr. 4, þar sem vottað er, að gerðarþoli sé árin 1927, 1928 og 1929 skráður á manntalsskýrslu hér í bænum, með þeirri athugasemd, að hann eigi lögheimili að Litlabæ á Sel- tjarnarnesi, ennfremur vottorð frá hreppstjóranum í Sel. tjarnarneshreppi og vottar hann, að gerðarþoli hafi flutt i Seltjarnarneshrepp kringum 14. maí 1927 og tilkynnt sér flutninginn, sbr. rjskj. nr. 14. Gerðarþoli hefir og haldið því fram, að hann hafi til- kynnt lögreglustjóranum í Reykjavík flutning sinn úr lög- sagnarumdæminu. 10 146 Og loks hefir gerðarþoli upplýst, að hann hafi verið felldur af kjörskrá bæði til alþingis og bæjarstjórnarkosn- inga hér í bænum. Spurningin í þessu máli er þvi sú, hvort gerðarþoli átti hér lögheimili, þegar útsvarið var lagt á hann fyrir árið 1928. Eftir því sem fram hefir komið í máli þessu, sérstak- lega með tilliti til rjskj. nr. 4 og nr. 14 og ennfremur að gerðarþoli hefir ómótmælt af gerðarbeiðanda upplýst, að hann hafi verið felldur af kjörskrá, bæði til alþingis. og bæjarstjórnarkosninga, þá verður fógetarétturinn að líta svo á, að gerðarþoli hafi eigi átt lögheimili hér í bænum, þegar útsvarið var lagt á, og verður því að neita um framgang lögtaksins. Varakrafa gerðarbeiðanda um skiftingu útsvarsins heyrir eigi undir fógetaréttinn. Miðvikudaginn 29. april 1931. Nr. 89/1930: Gísli J. Johnsen gegn Lúðvík Lúðvíkssyni Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Gisli J. Johnsen, er eigi mætir í mál- inu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Svo greiði hann og stefnda, Lúðvík Lúðvíks- syni, er hefir látið mæta, 50 kr. í ómaksbætur, að viðlagri aðför að lögum. 147 Miðvikudaginn 29. apríl 1931. Nr. 97/1930: Þorsteinn Gestsson gegn Önnu Þórarinsdóttur. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi mætti í málinu og óskaði að: það yrði hafið. Stefndi samþykkti það og krafðist ómaksbóta. Þessa kröfu ber að taka til greina og ákveð- ast ómaksbæturnar 40 kr. Því dæmist rétt vera: Mál þetta er hafið. Áfrýjandi, Þorsteinn Gestsson, greiði stefndu, Önnu Þórarinsdóttir, 40 kr. í ómaksbætur, að viðlagri aðför að lögum. Miðvikudaginn 29. apríl 1931. Nr. 3/1931: Herluf Clausen gegn Torfa Jóhannssyni, f. h. R. Stieg. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Herluf Clausen, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. 148 Föstudaginn 1. maí 1931. Nr. 11/1931: Valdstjórnin (Guðm. Ólafsson) segn Magnúsi Jónassyni (Bjarni Þ. Johnson). Áfengislagabrot. Dómur lögregluréttar Mýra- og Borg- arfjarðarsýslu 8. jan. 1931: Magnús Jónasson greiði 500 króna sekt í ríkissjóð. Verði sektin ekki greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa, skal hann sæta 30 daga einföldu fangelsi. Svo greiði hann og allan af málinu löglega leiðandi kostnað. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Með því að láta af hendi fyrir borgun vín, er kærði hefir keypt í áfengisverzlun ríkisins, hefir kærði gerzt sekur um brot á reglugerð 24. ág. 1928, um sölu og veitingar vina þeirra, er ræðir um í lögum nr. 3, frá 1923 og ákveðst refsingin fyrir brot þetta samkvæmt 32. gr., sbr. 45. gr. laga nr. 64, 7. maí 1928, 800 kr. sekt til ríkissjóðs og kemur 40 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún fæst eigi greidd innan 30 daga frá birtingu dóms þessa. Ákvæði lögregluréttardómsins um málskostnað samþykkist. Kærði greiði og allan áfrýjunarkostnað sakarinn- innar, þar með talin laun sækjanda og verjanda í hæstarétti, 60 kr. til hvors. Rannsókn máls þessa í héraði hefir verið mjög ófullkomin, þannig hefir maður sá, er með kæru sinni hefir gefið tilefni til rannsóknarinnar, ekki verið yfirheyrður og yfirleitt ekki gerð nægileg gangskör að því að komast að því, hvað mikið hafi 149 kveðið að vínsölu kærða, þótt ekki hafi fundizt nægileg ástæða til að vísa málinu heim til frekari rannsóknar. Því dæmist rétt vera: Kærði, Magnús Jónasson, greiði 800 kr. sekt í ríkissjóð og komi 40 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan 30 daga frá birtingu dóms þessa. Kærði greiði allan kostnað málsins bæði í héraði og hæstarétti, þar með talin málaflutn- ingslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, málaflutningsmannanna, Guðmundar Ólafs- sonar og Bjarna Þ. Johnson, 60 kr. til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af valdstjórnarinnar hálfu gegn bifreiðarstjóra Magnúsi Jónassyni í Borgarnesi, fyrir brot gegn ákvæðum áfengislaganna nr. 64/1928, og eru mála- vextir þessir: Magnús Jónasson hefir fengið árlega, undanfarið, eitt- hvað af vínum frá vinverzlun ríkisins, en ekki hefir fengist skýrsla frá vínverzluninni um hve mikið það hafi verið, nema fyrir árið 1930. Magnús hefir játað fyrir rétti, að hafa fram á árið 1929 látið eitthvað af vínum þessum af hendi við þá menn, er leigt hafa af honum bifreiðar og hækkað þá bifreiðar- gjaldið, sem svarar 7—10 kr. fyrir hverja flösku, er þeir hafa fengið, en fyrir vínið hefir hann greitt vínverzlun 7 kr. fyrir flöskuna og kr. 7,50 fyrir nokkrar, mest af víninu kveðst hann hafa notað heima hjá sér, og veitt gestum sínum þar, án þess að taka borgun fyrir. Hann 150 hefir einnig haldið því skýrt og afdráttarlaust fram, að hann hafi enga flösku látið af hendi árið 1930 hvorki fyrir peninga eða aðra þóknun, og aldrei selt nokkrum manni búsettum hér vín, enda hefir ekki tekizt að finna nein vitni, er gætu borið um þennan verknað hans. Verknaður þessi verður að teljast brot á áfengislög- gjöfinni og virðist refsing sú, er hann hefir unnið til, hæfilega ákveðin 500 kr. sekt í ríkissjóð. Verði sektin eigi greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa, kem- ur 30 daga einfalt fangelsi í hennar stað. Svo greiði hann og allan af málinu löglega leiðandi kostnað. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Mánudaginn 4. maí 1931. Nr. 5/1931. Hreppsnefnd Eskifjarðarhrepps, f. h. Eskifjarðarhrepps (Theodór B. Lindal) gegn Jóni Eyvindssyni (Sveinbjörn Jónsson). Útsvarsmál. Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 4. júli 1930: Hin umbeðna lögtaksgerð skal ekki ná fram að ganga. Dómur hæstaréttar. Það verður að vísu að líta svo á, að stefnandi hafi öðlazt heimilisfang á Eskifirði, er hann flutti þangað með fjölskyldu sína og tók sér þar íbúð á leigu frá 1. júlí 1928, að heimilisfesti hans í Reykjavík hafi þá jafnframt rofnað, þótt hann enn hefði tvö herbergi til umráða í húsi sínu þar, og að stefndi og fjölskylda hans hafi réttilega verið tal- in í manntali á Eskifirði um áramótin 1928— 1929. En þessari heimilisfesti stefnda á Eskifirði lauk, 151 er hann flutti þaðan alfarinn um miðjan febrúar 1929. Með því að það ennfremur er upplýst, að niðurjöfnun útsvara á Eskifirði 1929 fór eigi fram fyrr en í apríl það ár og að stefndi því eigi lengur átti heimilisfang þar í hreppnum, er niðurjöfnun- in fór fram, þá verður að staðfesta hinn áfrýjaða úrskurð. Samkvæmt þessum úrslitum verður að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda 100 kr. í máls- kostnað í hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða úrskurði skal óraskað. Áfrýjandi, hreppsnefnd Eskifjarðarhrepps, f. h. Eskifjarðarhrepps, greiði stefnda, Jóni Ey- vindssyni, 100 kr. í málskostnað í hæstarétti, að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Við niðurjöfnun útsvara í Eskifjarðarhreppi árið 1929 var Jóni Eyvindssyni, Reykjavík, gert að greiða útsvar til Eskifjarðarhrepps á gjaldárinu 1929, kr. 1200.00, þá og dagsverk kr. 5.00, samtals kr. 1205.00. Gerðarþoli hefir neitað að greiða útsvar þetta við lög- tak, er fram átti að fara hér í bænum hjá honum fyrir út- svarsupphæð þessari, eftir beiðni Eskifjarðarhrepps. og taldi hann það jafnframt ólöglega álagt, og lögðu aðiljar því atriðið undir úrskurð fógetaréttarins. Gerðarbeiðandi hefir haldið því fram, að gerðarþoli hafi flutt ásamt fjölskyldu sinni til Eskifjarðar vorið 1928 og búið þar þangað til um mánaðarmótin febrúar og mars 1929, enda hafi hann verið ráðinn framkvæmdarstjóri fyrir hf. Andri á Eskifirði, frá og með 1. marz 1928 til jafn- lengdar næsta ár, með 10 þúsund króna árslaunum og 152 ekki sé vitanlegt, að hann hafi haft aðra atvinnu eða tekjur. Samkvæmt vottorði sóknarprestsins á Hólmum kveður gerðarbeiðandi, að gerðarþoli hafi verið réttilega tekinn á manntal á Eskifirði haustið 1928, enda telur hann, að gerðarþoli hafi ekki átt heimili hér í bænum og vitnar því til stuðnings í „Leiðarvísi um Reykjavík 1929“, sem út kom í aprilbyrjun f. á, þar sem gerðarþoli sé alls ekki talinn til heimilis á Stýrimannastig 9, hér í bænum, né fjölskylda hans. Af ofangreindu staðhæfir gerðarbeiðandi, að ekki geti orkað tvímælis, að gerðarþoli hafi verið úitsvarsskyldur í Eskifjarðarhreppi þetta umrædda ár. Gerðarþoli hefir hins vegar haldið því fram, að hann hafi átt lögheimili í Reykjavík, en alls ekki í Eskifjarðar- hreppi þann tíma er hann dvaldi á Eskifirði þetta um- rædda sinn, sem hann kveður að ekki hafi verið meira en 5 mánuðir af árinu 1928, þar sem aðalstarfsvið hans hjá félaginu hafi verið hér í Reykjavík, enda kveðst hann hafa talið fram eignir sínar og tekjur í Reykjavík og greitt þar tekju- og eignarskatt og útsvar og hefir hann jafnframt mótmælt réttarskj. nr. 7 sem röngu, að svo miklu leyti, sem það kynni að geta skoðazt sem um- sögn um lögheimili hans og staðhæfir hann, að hann hafi aldrei látið skrá sig á manntal á Eskifirði né neinn af fjöl- skyldu sinni, en sé hann skráður þar á manntal sem eig- andi lögheimilis þar, þá sé það gert algerlega án vilja sins og vitundar. Það er upplýst í málinu, að gerðarþoli hafi farið héðan úr Reykjavík sumarið 1928 til Eskifjarðar og dvalið þar með nánustu fjölskyldu sinni, þar til fram yfir nýár 1929, að hann fór þá aftur til Reykjavíkur. Það verður ekki hægt að fallast á þá skoðun gerðar- beiðanda, að gerðarþoli hafi aðeins með þessari dvöl sinni á Eskifirði og enda þótt hann hafi og aflað þar tekna, eignazt lögheimili þar og orðið útsvarsskyldur, með því að útsvarslögin nr. 46 frá 15. júní 1926, 1. gr., gera einmitt ráð fyrir því, að gjaldþegn geti stundað atvinnu í annari sveit en hann á lögheimili í, enda liggur ekkert fyrir um það, að gerðarþoli hafi haft sjálfstætt heimili þar, þótt fjölskylda hans dveldi þar líka einhvern tíma. 153 Það er ekkert upplýst um það, að gerðarþoli hafi með tilkynningu til lögreglustjórans hér eða á annan hátt, er hann fór héðan 1928, látið í ljósi vilja sinn um breytingu á lögheimili sínu, sem þá var í Reykjavík. Hins vegar er það ekki upplýst, að hann hafi látið taka sig á manntal hér haustið 1928, en þá dvaldi hann einmitt á Eskifirði. Samkvæmt vottorði Hólmaprests á rjskj. 7, er gerðar- þoli talinn á Eskifirði árið 1928. Af vottorði þessu verður ekki séð, að gerðarþoli hafi vérið tekinn á manntal sem eigandi lögheimili í Eskifjarðarhreppi haustið 1928, og Þótt vottorðið ætti að þýða það, þá er ekki sannað með því gegn mótmælum gerðarþola, að það sé samkvæmt vilja hans og vitund, að honum sé ákveðið lögheimili á Eskifirði Þetta umrædda ár. Samkvæmt þessu verður ekki hægt að byggja neitt á rjskj. nr. 7 sem sönnun fyrir því, að gerðar- Þoli hafi átt lögheimill á Eskifirði á þessum tíma. Það, sem hér virðist verða að ráða úrslitum málsins, er Það, að gerðarþoli hefir sent í ársbyrjun 1929 tekju- og eignaskattsskýrslu sína til skattstofunnar hér, löngu áður en honum var gert að greiða útsvar þetta til Eskifjarðar- hrepps, enda samkvæmt þeim skýrslum gert að greiða hér þinggjald og útsvar til Reykjavíkurbæjar fyrir þetta sama tímabil, og virðist hann með því fullkomlega hafa látið í ljósi vilja sinn um að halda áfram að eiga lögheim- ili hér í bænum, því annars hefði hann að sjálfsögðu af- hent nefnda skýrslu skattanefndinni í Eskifjarðarhreppi. Rétturinn verður að líta svo á, að með því að telja verður, samkvæmt áðursögðu, að gerðarþoli hafi átt lög- heimili hér í Reykjavík, en hafi ekki eignast lögheimili í Eskifjarðarhreppi á árinu 1928 og falli heldur ekki undir nein undantekningarákvæði í 8. gr. fyrrnefndra útsvars- laga, þannig, að hann geti talizt útsvarsskyldur þar, þá beri að neita um framgang hinnar umbeðnu gerðar. 154 Mánudaginn 4. maí 1931. Nr. 102/1930: Gísli Magnússon gegn Lárusi Jóhannessyni, f. h. A/B Göte- borgs Járn og Metall Affár Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi mætti í málinu og óskaði, að það yrði hafið. ; Stefndi samþykkti það og krafðist ómaksbóta. Þessa kröfu ber að taka til greina og ákveðast ómaksbæturnar 50 kr. Því dæmist rétt vera: Mál þetta er hafið. Áfrýjandi, Gísli Magnússon, greiði stefnda. Lárusi Jóhannessyni, f. h. A/B Göteborgs Járn og Metall Affár, 50 kr. í ómaksbætur, að við- lagðri aðför að lögum. Föstudaginn 8. maí 1931.. Nr. 91/1930. Einar M. Jónasson (sjálfur) gegn fjármálaráðherra, í. h. ríkissjóðs, og Bergi sýslumanni Jónssyni (Stefán J. Stefánsson). Krafa áfrýjanda um ónýtingu uppboðs eigi tekin til greina. Dómur hæstaréttar. Með dómi hæstaréttar 13. maí 1929 var áfrýjandi dæmdur til að greiða fjármálaráðherra, f. h, rík- 155 issjóðs, kr. 61,192,47 ásamt vöxtum og málskostn- aði, og var til fullnægjingar dóminum gert fjárnám i ýmsum eignum áfrýjanda þ. 6. júní 1929 og það fjárnám síðan staðfest með hæstaréttardómi 4. dez. s. á. Meðal hinna fjárnumdu eigna voru 25 hndr. úr jörðinni Breiðuvík í Rauðasandshreppi og bú- peningur, er áfrýjandi átti þar, og var þess af hálfu fjármálaráðherra krafizt með bréfi, dags. 1. marz f. á., að þessar eignir yrðu seldar við nauð- ungaruppboð og fóru uppboðin fram í Breiðuvík 5. maí f. á., að undangenginni auglýsingu, er birt var þrisvar sinnum í Lögbirtingablaðinu, í fyrsta sinni 13. marz f. á. Voru lausafjármunir seldir hæstbjóðendum á uppboði fyrir sig, en á fasteignar- uppboðinu varð fjármálaráðherra, f. h. ríkissjóðs, hæstbjóðandi að jörðinni fyrir 4000 kr., og sam- þykkti uppboðsráðandi boðið innan tiltekins frests og afsalaði honum jörðinni. Uppboðum þessum hefir áfrýjandi áfrýjað til hæstaréttar með stefnu, dags. 27. okt. f. á., og hefir hann krafizt þess, að bæði uppboðin verði ómerkt og að hinir stefndu, fjármálaráðherra, f. h. ríkis- sjóðs og uppboðsráðandi Barðastrandarsýslu, Berg- ur sýslumaður Jónsson, verði in solidum eða hvor um sig dæmdir til að greiða sér málskostnað í hæstarétti eftir mati réttarins. Hinir stefndu hafa hins vegar krafizt staðfest- ingar á uppboðunum og málskostnaðar fyrir hæstarétti. Kröfu sina um ómerking lausafjáruppboðsins byggir áfrýjandi á því, að á uppboðinu hafi auk hinna fjárnumdu muna, verið seldir aðrir fjár- munir, er hann átti þar og andvirði þeirra verið látið sanga til greiðslu dómskuldarinnar í stað 156 þess, að því hafi átt að verja til æð innleysa fjár- numda innanhússmuni áfrýjanda á Geirseyri. En þar sem stefndi hefir lagt fram í hæstarétti skrif- lega beiðni áfrýjanda um að fjármunir þessir yrðu seldir á uppboðinu ásamt hinum fjárnumdu lausa- fjármunum og þar með sannað, að sala þeirra á uppboðinu hafi farið fram eftir ósk áfrýjanda og því verið lögmæt, þá verður krafa hans um ómerk- ing uppboðsins ekki tekin til greina. Kröfu sina um ómerking uppboðsins á jörðinni Breiðuvík rökstyður áfrýjandi einkum með því, að hæsta boð, er gert var í jörðina, 4000 kr., hafi ekki hrokkið til lúkningar veðkröfum, er forgangs- rétt höfðu fyrir fjárnámskröfunni og hafi þvi upp- boðið orðið árangurslaust og uppboðsráðanda þar af leiðandi óheimilt að selja hæstbjóðanda jörð- ina. Það er nú að vísu viðurkennt, að forgangs- kröfur veðhafa hafi numið um 6000 kr. eða meiru en hæst var boðið í jörðina á uppboðinu, en þetta veitir eigi áfrýjanda neinn rétt til að krefjast ó- merkingar á kröfunni, enda hafa veðhafarnir eigi áfrýjað uppboðinu og það er án mótmæla upplýst fyrir hæstarétti, að fjármálaráðherra, f. h. ríkis- sjóðs, hafi samkvæmt 3. gr. söluskilmálanna tekið að sér greiðslu veðskuldanna og að samkomulag hafi fengizt við veðhafana um það. Og með því ennfremur, að önnur mótmæli á- frýjanda gegn lögmæti uppboðsins eru eigi á rök- um byggð, svo sem það, að gæðum jarðarinnar og kvöðum hafi eigi verið nægilega lýst á uppboðinu, og að áfrýjandi hafi ekki verið vitanlegur eigandi jarðarinnar, þar sem hann hafði aðeins haft kaup- samning, en ekki afsal fyrir henni, þá verður að láta uppboðið og sölu jarðarinnar óhaggaða standa. 157 Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að áfrýjandi greiði hinum stefndu málskostnað fyrir hæstarétti, er ákveðst 100 kr. til hvors þeirra. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjuðu uppboðsgerðum skal ó- raskað, Áfrýjandinn, Einar M. Jónasson, greiði fjár- málaráðherra, f. h. ríkissjóðs, og Bergi sýslu- manni Jónssyni, hvorum um sig, 100 kr. í máls- kostnað fyrir hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 11. maí 1931. Nr. 55/1930. Réttvísin (Eggert Claessen) segn Ingólfi Einari Sigurjónssyni (Sveinbjörn Jónsson). Íkveikja. Dómur aukaréttar Reykjavikur 22. marz 1930: Ákærður, Ingólfur Einar Sigurjónsson, sæti fang- elsi við venjulegt fangaviðurværi í 6 mánuði og greiði allan kostnað sakarinnar, þar á meðal krónur 70,00 til skipaðs verjanda síns hér fyrir réttinum, Sveinbjörns Jónssonar hrm. Dómnum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Með úrskurði hæstaréttar 31. okt. f. á. var lagt fyrir rannsóknardómarann í máli þessu að afla nokkurra frekari upplýsinga í málinu. Hefir því ný rannsókn farið fram, án þess þó að verulegar nýjar upplýsingar hafi fengizt. Við þessa fram- 158 haldsrannsókn hefir ákærði haldið fast við játn- ingu sína, um að hann hafi kveikt í umræddri bif- reið, og er framburður hans um framkvæmd glæpsins í aðalatriðum hinn sami, sem við fyrri próf málsins og skýrt er frá í hinum áfrýjaða dómi. Við framhaldsrannsóknina hefir ákærði og hald- ið fast við fyrri framburð sinn um að enginn hafi verið í vitorði með honum um íkveikjuna. Þessi verknaður ákærða heyrir undir 283. gr., 1. málsgr. hinna almennu hegningarlaga, en við ákvörðun refsingarinnar ber, svo sem undirdómar- inn hefir gert, að taka tillit til 40. og 59. gr. hegn- ingarlaganna og þykir refsingin hæfilega ákveðin 8 mánaða betrunarhússvinna. Um málskostnað í héraði á aukaréttardómurinn að vera óraskaður. Ákærði á einnig að greiða allan áfrýjunar- kostnað málsins, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda Í hæstarétti, sem ákveðast 150 kr. til hvors þeirra. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Ingólfur Einar Sisndlðnasðin sæti 8 mánaða betrunarhússvinnu. Um málskostnað í héraði skal aukaréttardóminum óraskað. Ákærði greiði og allan áfrýjunarkostnað máls- ins, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, málflutningsmann- anna Eggerts Claessen og Sveinbjörns Jóns- sonar, 150 kr. til hvors. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 159 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af réttvísinnar hálfu höfðað gegn gæzlu- fanganum Ingólfi Einari Sigurjónssyni, bifreiðarviðgerð- armanni, til heimilis á Baldursgötu 36 hér í bænum, fyrir brot gegn ákvæðum 28. kapitula almennra hegningarlaga frá 25. júní 1869. Málavextir eru þeir, sem nú skal greina, og sannaðir með eigin játningu ákærðs, er kemur heim við það, sem á annan hátt er upplýst í málinu. Tildrög málsins eru þau, að kl. nokkuð eftir miðnætti aðfaranótt 18. september siðastl. kom eldur upp í bif- reiðarskúr innanverðu við Laugaveg að ofanverðu við veg- inn, nokkru innar en húsið. 171 við Laugaveg. Brunaboði kom til slökkviliðsins kl. 1,35 eftir miðnættið, en þegar slökkviliðið kom á staðinn var eldurinn kominn um allan skúrinn og orðinn mjög magnaður, svo að hann varð ekki slökktur, enda voru í skúrnum bifreiðar 7 að tölu og tals- vert mikið af gúmmihringjum, sem var hlaðið þar upp, en í sumum bifreiðum var bensin. Kvöldið áður en þetta skeði var ákærður í þessu máli og Ólafur nokkur Jónsson bifreiðarstjóri að gera við Fiatbifreið, eign B. S. R. hér í bænum, og fór sú viðgerð fram á verkstæði bifreiðastöðvarinnar á Grettisgötu 16 hér í bænum, en ákærður og fyrrnefndur bifreiðarstjóri voru þá starfsmenn þar á verkstæðinu. Þessari viðgerð höfðu þeir lokið um ki. í eftir mið- nætti og vegna þrengsla á verkstæðinu fóru þeir með hana í geymsluskúrinn. Þeir óku bifreiðinni því inn eftir og inn í skúrinn, en þegar þeir voru komnir á miðja vegu inn í skúrinn, þurftu þeir að stanza til að rýma frá bif- reiðinni og kvað ákærður þá hafa drepizt á mótöornum, og þegar hann hefði ætlað að koma bifreiðinni aftur í gang, mundi hafa kviknað út frá „startaranum“, því að eldur hefði þá gosið upp úr bifreiðinni mjög skyndilega. Sérfróðir menn í bifreiðarvélfræði töldu að þessi skýr- ing ákærðs gæti verið rétt, og við þetta sat um nokkurt skeið. En svo tók ákærður að tala um það við félaga sína á verkstæðinu, að hann hefði nú í raun og veru kveikt í bifreiðinni af ásetningi og gaf það jafnframt í skyn, að annar af eigendum stöðvarinnar hefði fengið sig til þess og að hann mundi borga sér eitthvað fyrir verkið. 160 Ákærður var þá aftur kallaður fyrir rétt og Í. októ- ber 1929, var hann úrskurðaður í gæzluvarðhald. En hinn 4. október játaði ákærður, að hann hefði kveikt í bifreið- unum af ásettu ráði, og skýrir nánar frá því, hvernig hann hafi gert það á þennan veg: Meðan bifreiðarstjórinn, sem var með ákærðum, steig út úr bifreiðinni, til þess að taka hjólbörur frá, svo að unnt væri að koma bifreiðinni fyrir, kveðst hann einnig hafa stigið út úr bifreiðinni, gengið fram með henni, seilst með hendinni inn í vélina og slitið í sundur tengi- leiðsluna milli sogdúnksins og blöndungsins, en á þess- ari leiðslu er gúmmíhólkur, sem auðvelt var að slita í sundur. Við þetta streymdi bensínið niður um vélina og meðan bifreiðarstjórinn fór út að skúrdyrunum, til að láta þær aftur, fór ákærður upp Í bifreiðina á ný, en í stað þess að setja hana í gang, kveikti hann á eldspýtu og kastaði henni gegnum gat, sem var á bifreiðargólfinu. Eldur náði bensininu, sem streymdi niður og bifreiðin varð á Örstuttum tíma alelda að framanverðu. Stökk ákærður þá ásamt hinum bifreiðarstjóranum út úr skúrn- um til brunaboða, sem þó var talsvert langt í burtu, og brutu hann. Við réttarrannsókn hefir ákærður einatt haldið því staðfastlega fram, að hann hafi kveikt í vegna þess, að hann hafi verið orðinn leiður á þessum sífelldu viðgerð- um á Fiatbifreiðunum, að hann hafi verið látinn aka þess- um bifreiðum á sunnudögum og fengið sífelldar skammir hjá farþegunum, að hann hafi talið bifreiðarnar spilla fyrir rekstri stöðvarinnar og heyrt á öðrum eiganda bifreiðar- stöðvarinnar að bifreiðarnar voru honum áhyggjuefni; en með því að sér hafi verið vel við þennan mann, hafi hann talið sig vinna honum, sjálfum sér og bifreiðarviðgerðar- mönnunum þarft verk með því að láta bifreiðarnar brenna. Einatt hefir ákærður neitað því mjög ákveðið, að nokk- ur maður hafi verið í vitorði með sér eða fengið sig til að vinna þetta verk. Ákærðum var með bréfi, dags. 19. október, skipaður sem talsmaður í þessu máli, Sveinbjörn Jónsson, hæsta- réttarmálaflutningsmaður, og eftir að hann hafði átt nokkrum sinnum tal við ákærðan í fangahúsinu fannst 161 honum sve einkennilegar þær ástæður, sem hann færði fram fyrir því, að hann hefði kveikt í, að hann óskaði eftir því í bréfi til dómarans, dags. 24. október, að ákærð- ur yrði settur undir rannsókn geðveikralæknis, til þess að gengið yrði úr skugga um það, hvort geðheilsu hans væri nokkuð ábótavant. Hinn 25. október ritaði svo dóm- arinn dr. med. spítalalækni Helga Tómassyni bréf um Þetta efni, sendi honum staðfesta útskrift af prófum máls- ins og gæslufangann til rannsóknar. Læknirinn hafði svo ákærðan til rannsóknar til 7. þ. m. Þá var ákærður artur fluttur hingað í fangahúsið og læknirinn skilaði Þá áliti um heilbrigðisástand ákærðs og hefir það verið lagt fram við rannsóknina og fært inn í útskrift af prófum málsins. Í skýrslu læknisins er það tekið fram, að ákærður hafi einatt þar gefið sömu skýrsluna um það hvernig íkveikj- an varð, og hefir hann þar haldið þvi fram, að sér hafi ekki dottið í hug að kveikja í bílunum fyrr en á því augna- bliki, sem hann gerði það, telur læknirinn að. ákærður fái annað slagið köst, sem stundum komi alveg snögglega, en stundum smá saman með nokkrum aðdraganda og að ikveikja sú, er ákærður framkvæmdi, sé hrein „impulsiv“ verknaður; ákærður sé geðveikur með köflum, ósjálfráð- ur athafna sinna, vegna þess „impulsivitet“, sem sjúk- dómnum fylgir hjá honum. Fyrir slíkum verknaði sem íkveikjunni liggi engin skýr rök, sem sjúklingurinn er sér sjálfum meðvitandi er hann framkvæmir verkið. Þær ástæður og skýringar, er ákærður hafi gefið fyrir lögreglu- réttinum um það, hversvegna hann hafi kveikt í, telur læknirinn til orðnar eftir að ákærður fór að hugsa málið. Af þeim ástæðum, sem nú hafa verið greindar, verður að áliti réttarins að ákveða refsingu ákærðs með tilliti til ákvæða 40. gr. almennra hegningarlaga. Eins og að framan er greint frá, kveikti ákærður í bif- reiðum, sem geymdar voru í skúr eða byrgi, sem var Þannig gert, að bárujárn var neglt utan á trégrind og á þakið. Það hús, sem stendur næst þessum skúr er húsið nr. 171 við Laugaveg, og er það í 51 mtr. fjarlægð. Það er því sjáanlegt, að hætta fyrir önnur hús eða líf manna var ekki hægt að sjá að stafaði af því þó að kviknaði í skúrn- um; en hinsvegar hlaut ákærður að sjá það, að um leið og hann kveikti í bifreiðunum hlaut að kvikna í skúrn- 11 162 um og verður því að telja af því, sem að framan er sagt, að ákærður hafi með íkveikjunni brotið gegn 284 gr. al- mennra hegningarlaga. Ákærður er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 217. júní 1898, og hefir aldrei sætt ákæru né refsingu fyrir nokkurt afbrot. Þegar refsing ákærðs er ákveðin samkvæmt þessari grein, verður að áliti réttarins, eins og fyrr segir, að taka tillit til 40. gr. hegningarlaganna og ákvæða 59. gr. sömu laga með því að ákærður hefir verið svo lengi í gæzlu- varðhaldi, án þess að því sé um að kenna hvernig að hann hefir hagað sér. Refsing ákærðs með tilliti til þess þykir hæfilega á- kveðin 6 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Nauðsynlegar ástæður til þess að ákærður verði du md- ur skilorðsbundið þykja ekki vera fyrir hendi í þessu máli. Ákærður greiði allan kostnað sakarinnar, þar á meðal 70 krónur til skipaðs verjanda, Sveinbjarnar Jónssonar hrm. Á máli þessu hefir enginn óþarfa dráttur orðið. Föstudaginn 15. mai 1931. Nr. 86/1930. Jón Einarsson (Jón Ásbjörnsson) gegn Guðm. Ólafssyni, f. h. Gests Guðjóns- sonar (Guðm. Ólafsson). Sýknun. Dómur gestaréttar Vestmannaeyja 23. ágúst 1930: Stefndur, Jón Einarsson, hér, greiði stefn- anda, hrm. Guðmundi Ólafssyni Í Reykjavík, f. h, Gests Guðjónssonar, s. st., kr. 9180.70 ásamt 6% ársvöxtum frá 2. júlí 1929 til greiðsludags og í málskostnað kr. 341.50. Dóminum að fullnægja innan þriggja sólarhringa frá löglegri birtingu hans að viðlagðri aðför að lögum, 163 Dómur hæstaréttar. Samkvæmt skjölum máls þessa og flutningi þess hér fyrir réttinum eru málavextir þeir, er nú skal greina. Vorið 1929 lét Páll Bjarnason málaflutnings- maður í Reykjavík leggja löghald á eimskipið Gunnar Ólafsson, V. E. 284, eign Verzlunarfélags Vestmannaeyja, til tryggingar ýmsum kröfum út af útgerð skipsins, er hann hafði fengið til inn- heimtu. Sumar af kröfum þessum greiddi félagið bráðlega, en eftir stóðu að lokum ógreiddar fjórar kröfur, er samtals námu 4799,94. Hinn 2. júlí 1929 gaf framkvæmdarstjóri félagsins, Helgi Benedikts- son, eftir umboði áfrýjanda, Páli Bjarnasyni, út ávisun að upphæð kr. 4800.00 á Björn Ólafsson stórkaupmann í Reykjavík, og er svo til orða tekið Í ávísuninni, að upphæð hennar greiðist af sjó- tjónsbótafé áfrýjanda frá Þorvaldi lækni Pálssyni. Lét Páll Bjarnason þvínæst leysa löghaldið af skip- inu. Ávísun þessa fékk Páll Bjarnason þó eigi greidda hjá Birni Ólafssyni og mun hann þá hafa krafið áfrýjanda um greiðslu hennar, en með sím- skeyti til Páls 28. sept. s. á. neitaði áfrýjandi að greiða ávísunarupphæðina. Nokkru síðar andaðist Páll Bjarnason, en eftir lát hans hafa verið höfðuð tvö mál út af hinum ógreiddu kröfum, mál, er Gestur Guðjónsson höfðaði gegn Verzlunarfélagi Vestmannaeyja, til greiðslu á kaupkröfu sinni, kr. 2619.24, og mál þetta gegn áfrýjanda út af hinum kröfunum, er nema alls kr. 2180.70. Hefir það verið nægilega upplýst hér fyrir réttinum, að Gestur Guðjónsson hafi einnig heimild til að reka þetta mál í sínu nafni. 164 Kröfur sínar í málinu byggir stefndi á því, að áfrýjanda, sem útgefanda téðrar ávísunar, sé skylt að ábyrgjast ávísunarhafa greiðslufall hennar, en auk þess telur hann, að áfrýjandi hafi sérstaklega lofað Páli Bjarnasyni munnlega, að ávísunin skyldi undir öllum kringumstæðum verða greidd. Þessu síðarnefnda atriði er þó mótmælt af áfrýjanda, og hefir stefndi eigi fært neinar sannanir fyrir því, að áfrýjandi hafi gefið Páli slíkt loforð. Með því enn- fremur, að því eigi er haldið fram, að áfrýjandi hafi borið ábyrgð á kröfum þeim, er greiddar skyldu með ávísunarupphæðinni, þá þarf aðeins að athuga, hverja ábyrgð útgáfa ávísunarinnar hafi haft í för með sér fyrir áfrýjanda. Ávísunin er eigi gefin út af áfrýjanda sjálfum heldur af Helga Benediktssyni í umboði hans. Um heimild Helga til að gefa út ávísunina, eru engar upplýsingar framkomnar í málinu, aðrar en skyrsla áfrýjanda sjálfs. Er hún á þá leið, að hann hafi leyft Helga að gefa Páli Bjarnasyni 4800 kr. ávísun á Björn Ólafs- son, er sýnd skyldi til greiðslu fyrir 15. júlí og þá því aðeins greidd, að Björn þá hefði veitt móttöku sjótjónsbótum þeim, er áfrýjandi hafði falið hon- um að veita viðtöku frá Þorvaldi lækni Pálssyni, en af því fé skyldi ávísunin greidd. Þessa skýrslu áfrýjanda verður að leggja til grundvallar í málinu, þar eð stefndi eigi hefir sannað, hvorki að heimild Helga til að gefa út ávísunina hafi verið rýmri, né að áfrýjandi hafi gefið Páli Bjarnasyni ástæðu til að ætla, að hún væri rýmri, enda styrkist og skýrsla áfrýjanda af orðalagi ávísunarinnar sjálfr- ar og vottorði Björns Ólafssonar, er lagt hefir verið fram í málinu hér í rétti. Nú er þar upplýst, að téðar sjótjónsbætur voru eigi greiddar fyrir 15. júlí 165 og verður því þegar af þessari ástæðu að líta svo á, að áfrýjanda beri eigi að svara til greiðslufalls ávísunarinnar. Ber því að fella hinn áfrýjaða dóm úr gildi og sýkna áfrýjanda af kröfum stefnda í máli þessu. Málskostnaður í héraði og hæstarétti þykir rétt að falli niður. Því dæmistrétt vera: Áfrýjandi, Jón Einarsson, á að vera sýkn af kröfum stefnda, Guðmundar Ólafssonar, f. h. Gests Guðjónssonar, í máli þessu Málskostnaður í héraði og hæstarétti falli niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað fyrir gestaréttinum með stefnu, útgef. 12. f. m. af hrm. Guðm. Ólafssyni, f. h. Gests Guð- jónssonar, s. st., gegn Jóni Einarssyni útgerðarmanni í Vestmannaeyjum, til greiðslu á krónum 4800.00 = 2619.24 eða samtals kr. 2180.70 -— á að vera kr. 2180.76 — ásamt 6% ársvöxtum af síðastnefndri upphæð frá 2. júlí 1929 til greiðsludags, svo og málskostnaði að skaðlausu eða eftir reikningi. Tildrög málsins tjáir stefnandi að vera þessi: Hinn annan dag júlímánaðar 1929 gaf Helgi Benedikts- son kaupm. í Vestmannaeyjum, samkv. umb. frá Jóni Ein- arssyni, út ávísun á Björn Ólafsson í Reykjavík. Var ávis- unin stíluð til Páls Bjarnasonar lögfræðings og hljóðaði upp á kr. 4800.00. Skyldi upphæð þessi ganga upp í greiðslu á ýmsum kröfum viðkomandi skipinu „Gunnar Ólafsson“ V. E. 284. Ávisun þessa neitaði ávísaður Björn Ólafsson að greiða og hafði Páll Bjarnason ákveðið að höfða mál gegn Jóni Einarssyni til greiðslu ávísunarinnar, en létzt áður en því yrði framgengt. Fól Gestur Guðjóns- son hrm. Guðmundi Ólafssyni að fara með málið. Af um- ræddum krónum 4800.00 eru krónur 2619.24 sóttar í öðru máli og dregst þá sú upphæð frá ávísuninni. 166 Stefndi, Jón Einarsson, hefir hreyft þeim mótmælum, að ávísun sú, er hér um ræðir og lögð hefir verið fram í málinu, hafi verið staðbundin þannig, að ef að fjárhæð sú, er á var vísað, var ekki til taks, þá féll ábyrgð stefnds í burtu“, og einnig færir stefndur mótmælum sínum gegn kröfu stefnanda til stuðnings skirskotan til símskeytis, ri.skj. nr. 3, en þar er skilyrði fyrir greiðslu ávísunar- innar talið það, að hún yrði greidd „eigi síðar en 15. júlí“. Af þessum ástæðum krefst stefndur sýknunar. Stefnandi heldur hinsvegar fram, að ávísunin sé útgefin skilyrðislaust, enda ber ávísunin það með sér, að hún er gefin út í umboði stefnds, og ekkert annað tekið fram sér- staklega, nema það eitt, að ávísunin greiðist „af sjótjóns- bótafé Jóns Einarssonar“, en um þetta ákvæði ávísunar- innar er enginn ágreiningur. Þar sem þannig verður að líta svo á sem ávísunin sé gefin út skilyrðislaust, en önnur mótmæli en þessi hafa ekki af hálfu stefnds komið fram gegn skýrslu stefnanda um mál þetta og tildrög að því, hefir stefndi ábyrgð á greiðslu ávísunarinnar, og ber því að taka kröfur stefn- anda Í máli þessu til greina. Málskostnað greiði stefndur stefnanda með kr. 341.50, samkvæmt framlögðum sundurliðuðum reikningi. Miðvikudaginn 20. maí 1831. Nr. 75/1930. H/f Trolle £ Rothe, f. h. h/f Skuld (Sveinbjörn Jónsson) gegn Guðmundi Albertssyni (Pétur Magnússon). Skaðabætur fyrir skemmdir á fiskfarmi. Dómur sjóréttar Reykjavíkur 3. júlí 1930: Stefndur, Guðmundur Albertsson, á að vera sýkn af kröfum stefnandans, Trolle á Rothe, í þessu máli. Stefnandi greiði stefndum málskostnað með kr. 150,00 innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. 167 Dómur hæstaréttar. Samkvæmt skoðunar- og matsgerð hinna dóm- kvöddu manna í Hafnarfirði orsökuðust skemmd- irnar á fiskinum sumpart af því, að vatn hafði komið niður um lestarop skipsins sökum leka á hlífidúkunum yfir lúkuopinu og sumpart af því, að kolamylsna hafði fallið á fiskinn úr lestarrúmi skipsins og var farmflytjandi samkvæmt 147. gr. siglingalaganna skylt að bæta tjón þetta. Og þar sem umboðsmaður farmflytjanda krafðist eigi yfir- matsgerðar og lét afhenda stefnda hinn skemmda fisk eftir að matið fór fram, þá verður að lita svo á, að viðskipti stefnda og farmflytjanda hafi ver- ið gerð upp samkvæmt 206. gr. siglingalaganna um leið og stefndi greiddi farmgjaldið, þannig, að hlýta skyldi matinu á skaðabótunum sem endan- legu. Var stefnda því heimilt að draga matsupp- hæðina, 3500 kr., frá farmgjaldinu svo sem hann gerði, enda er það eigi sannað, að frádrættinum hafi verið mótmælt. Að þessu athuguðu og að öðru leyti samkvæmt ástæðum hins áfrýjaða sjóréttardóms ber að stað- festa hann. Eftir þessum úrslitum verður áfrýjandi að greiða stefndaá málskostnað í hæstarétti, er ákveðst 300 kr. Því dæmistréttvera: Hinum áfrýjaða sjóréttardómi skal óraskað. Áfrýjandi, h/f Trolle á Rothe, f. h. h/f Skuld, greiði stefnda, Guðmundi Albertssyni, 300 kr. í málskostnað fyrir hæstarétti, að viðlagðri: að- för að lögum. 168 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Haustið 1927 fór skipið Bottenhavet, frá Kaupmanna- höfn, til nokkurra hafna hér á landi til að sækja fiskfarm, er flytja átti til Spánar. Á leiðinni kringum landið hreppti skipið vond veður og þegar það kom til Hafnarfjarðar kom það í ljós, að nokkuð af farminum hafði skemmzt. Voru það 327 fiskpakkar, sem stefndur átti. Samkvæmt beiðni miðlara skipsins var tjónið, sem sumpart stafaði af því, að vatn hafði komizt að farminum og sumpart af kolasalla, sem dropið hafði á fiskinn úr lest skipsins, metið af tveimur dómkvöddum mönnum, fiskimatsmönn- um í Hafnarfirði, á kr. 3500,00 eða rúmlega fjórðung af verðmæti þessara fiskpakka. Tók stefndur síðan hinn skemmda fisk úr skipinu og lét annán fullgildan fisk í staðinn, en hélt eftir af farmgjaldinu 3500 krónum vegna fiskskemmdanna, Vátryggjendur farmsins, Trolle á Rothe, hafa nú höfðað mál þetta til greiðslu þessarar upphæðar ásamt 6% ársvöxtum frá stefnudegi og málskostnaði, því að stefndur hafi síðar selt þenna fisk til Spánar með eng- um eða litlum afföllum. Að vísu vilja stefnendur greiða skaða þann, sem stefndur hefir orðið fyrir við sölu fisks- ins, en ekki meira og því aðeins að hann sanni, að hann hafi beðið eitthvert tjón við söluna. Segjast þeir aldrei hafa samþykkt matsupphæðina, enda enginn kallaður til að vera viðstaddur matið fyrir þeirra hönd. Og ennfremur hafi stefndur lofað að skýra þeim frá sölu fisksins, þegar reikningar væru komnir. Stefndur hefir færzt undan að gefa nokkrar upplýsingar um söluna með því að tjónið hafi verið endanlega metið af dómkvöddum mönnum og bæturnar greiddar samkvæmt því. Miðlari skipsins hafði beðið um matið og hann og skipstjórinn hafi átt að gæta hagsmuna eigenda og vátryggjenda skips og farms. En matinu hafi ekki verið mótmælt og miðlarinn hafi engar athugasemdir gert við, að matsupphæðinni 3500 krónum var haldið eftir af fraktinni og skipstjórinn hafi skilað öll- um fiskinum án þess að halda nokkru eftir fyrir vangold- inni frakt. Stefnandi telur hinsvegar að ekki hafi verið á- stæða til þess að mótmæla því, að þessari upphæð hafi verið haldið eftir af fraktirni, því að það hafi aðeins ver- ið gert tii þess að tryggja greiðslu þess tjóns, sem kynni að verða við sölu fiskjarins. 169 Stefndur hefir krafizt sýknu og sér dæmdan máls- kostnað. Við mat skemmdanna, sem skipamiðlarinn bað um, virðist hafa verið fylgt fastri venju hér á landi, þegar munir farast eða skemmast í flutningum, hvort heldur er að ræða um flutning hingað til lands eða flutning, sem á að fara úr landi. Verður ekki litið öðruvísi á en að matið hafi átt að skera úr um hvert tjónið var. Það verður held- ur ekki séð, að það geti hrundið gildi matsins, að stefn- andi var ekki sjálfur viðstaddur matið, því að ekki var það skylda stefnds að kveðja hann til, þar sem þvi var ómótmælt að skipstjóri hafi verið viðstaddur og verður því að líta svo á, að réttar skipseigenda og vátryggjenda hafi verið fyllilega gætt. Því hefir ekki verið haldið fram í málinu af hálfu stefnanda, að hann hafi ekki þegar feng- ið vitneskju um skemmdirnar og hið framfarna mat, svo að ætla má að honum hafi verið unnt þegar í stað að láta vilja sinn ótvírætt uppi um það, hvort hann ætlaðist til þess, að stefndur hefði fiskinn framvegis til meðferðar, umönnunar og sölu fyrir reikning og á ábyrgð vátryggij- enda eða færi með hann sem eigin vöru eins og áður. Með því að stefnandi lét ekkert uppi um þetta við stefndan og miðlarinn hafði ekkert að athuga við það, að stefnd- ur hélt eftir bótaupphæðinni, sem frádrátt af farmgjald- inu og skipstjóri afhenti fiskinn síðan fyrirvaralaust og án nokkurrar kröfu um hið ógoldna farmgjald, verður ekki annar skilningur lagður í afstöðu allra nefndra að- ilja til málsins en sá, að bótaupphæðin kr. 3500,00 hafi verið talin endanleg lausn málsins og að stefndur hefði fullar heimildir til að fara með fiskinn sem sína eigin kvaðalausu eign, sem hann þurfti engin reikningsskil að standa stefnanda á, enda átti stefndur enga kröfu til hærri bóta þótt honum hefði orðið fiskurinn litils virði vegna verðfalls eða af öðrum ástæðum. Það þykir því eiga að sýkna stefndan af kröfum stefn- anda, er greiði kostnað málsins með 150 krónum. 170 Föstudaginn 22. mai 1931. Nr. 17/1931. Lárus Jóhannesson, f. h. h/f Hamar og h/f Kol ér Salt (Lárus Jóhannesson) gegn Skiptaráðandanum í þrotabúi h/f Hlér og O. Ellingsen og gagnsök (Theodór B. Lindal). Veð í skipi talin ógild gagnvart þrotabúi með því að skilyrðum 21. gr. gjaldþrotal. var eigi fullnægt. Úrskurður skiptaréttar Reykjavíkur 30. dez: 1930: Gagnvart þrotabúinu telst 1. veðr. í e/s Hlér samkv. veðskuldarbréfi, útgefnu 23. jan. 1929, gild- ur. Hinsvegar telst skipsveð, sjálfsvörsluveð og handveð til handa h.f. Kol £ Salt og h.f. Hamar samkv. 2 veðbréf- um, útgefnum 5. dez. 1929, ógilt gagnvart búinu og renn- ur andvirði hins veðsetta inn í þrotabúið. H.f. Kol á Salt og h.f. Hamar greiði sem kaupendur e/s Hlér, R. E. 263, á uppboði 20. júní þ. á., uppboðsand- virðið kr. 52,500,00 samkv. uppboðsskilmálunum. Dómur hæstaréttar. Með stefnu, dags. 12. marz þ. á., hefir aðaláfrýj- andi, Lárus Jóhannesson, f. h. h/f Hamars og h/f Kol og Salt, skotið til hæstaréttar úrskurði, upp- kveðnum í skiptarétti Reykjavíkur 30. dez. f. á., út af ágreiningi milli nefndra hlutafélaga og stefnda O. Ellingsen um gildi veðskuldabréfa, útgefinna af h/f Hlér, er tekið var til gjaldþrotaskipta 7. maí 1930, og eru kröfur aðaláfrýjanda þær, að hinn áfrýjaði úrskurður verði staðfestur, að því, er snertir gildi 1. veðréttar í e/s Hlér samkvæmt veð- skuldarbréfi, útgefnu 25. jan. 1929 gagnvart nefndu þrotabúi, en að úrskurðinum verði að öðru leyti hrundið og honum breytt þannig, að viðurkenndir 171 verði gildir gagnvart þrotabúinu veðréttir þeir í skipi og veiðarfærum til hlutafélaganna Kol og Salt og Hamars, sem ræðir um í úrskurðinum, að lagt verði fyrir skiptaréttinn að leggja nefndum hlutafélögum út, sem ófullnægðum veðhöfum, fiskiskipið Hlér, og loks, að hinir stefndu verði dæmdir til að greiða málskostnað í hæstarétti. Stefndi, O. Ellingsen, hefir með samþykki skipta- ráðanda gagnáfrýjað nefndum skiptaréttarúrskurði með stefnu, útgefinni 20. april þ. á., en þar sem meira en 12vikur voru liðnar frá því, er úrskurð- urinn var uppkveðinn og áfrýjunarfresturinn þannig, liðinn, er gagnáfrýjunarstefnan var útgef- in, verður ex officio að vísa gagnsökinni frá hæsta: rétti. Kröfu áfrýjanda um staðfestingu á skiptaréttar- úrskurðinum að því, er snertir gildi veðskuldar- bréfsins'25. jan. 1929 ber að taka til greina, en um kröfu áfrýjanda um gildi veðskuldabréfanna 5. dez. 1929 til handa h/f Kol og Salt og h/f Hamar er þess að geta, að það er in confesso í málinu, að veðskuldbindingar þessar voru eigi orðnar 6 mán- aða gamlar, er bú hlutafélagsins Hlér var tekið til gjaldþrotaskipta, og að þær voru eigi gerðar til tryggingar kröfum, er stofnaðar voru á sama tíma, og með að fallast verður á það álit skiptaráðand- ans, að aðaláfrýjendum hafi ekki tekizt að sanna það, að hlutafélagið Hlér hafi átt fyrir skuldum, er veðsetningin fór fram, og að þeir hafi heldur eigi fært næg rök fyrir því, að þeir hafi haft fulla ástæðu til að ætla, að h/f Hlér ætti fyrir skuldum, er veðsetningin fór fram, ber að staðfesta hinn á- frýjaða skiptaréttarúrskurð um að umræddir veð- réttir skuli vera ógildir gagnvart þrotabúinu. 172 Það sem málsaðiljar hafa ekkert unnið á með áfrýjun sinni, þykir rétt, að málskostnaður fyrir hæstarétti falli niður. Því dæmistréttvera: Gagnvart þrotabúi h/f Hlér telst 1. veðréttur til handa h/f Kol og Salt samkvæmt veðskuld- arbréfi, útgefnu 25. jan. 1929, gildur. Hinsveg- ar er skipsveð, sjálfsvörzluveð og handveð til handa h/f Kol og Salt og h/f Hamar, sam- kvæmt 2 veðbréfum 5. dez. 1929, ógild gagn- vart nefndu þrotabúi. Málskostnaður í hæstarétti fellur niður. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Við nauðungaruppboð á e/s Hlér, R. E. 263, sem fram fór 20. júní s. l., samkv. ákvörðun skiptaréttarins í þrota- búi h/f Hlér, eiganda skipsins, lýsti hrm. Lárus Jóhannes- son, f. h. h/f Kol £ Salt, 1. veðrétti í skipinu fyrir 9000,00 kr. og 2. veðrétti fyrir 13157 kr., einnig lýsti hann, f. h. h/f Hamar, 2. veðrétti fyrir kr. 8,906,31 samhliða 2. veð- rétti, h.f. Kol £ Salt. Hrm. Th. Lindal mótmælti á upp- boðinu, f. h. O. Ellingsen og annara alm. kröfuhafa í þrota- búinu gildi þessara veðrétta, með því að þeir væru nið- urfallnir við gjaldþrotið. Uppboðið fór þvi næst fram þannig, að umboðsmaður h/f Kol á Salt og h/f Hamar varð hæstbjóðandi í skipið fyrir kr. 52,500,00 og krafðist hann, með þvi að bæði sjóveðkröfur, viðgerðarkostnað- ur o. fl. hvíldi á skipinu, sem gengi á undan veðrétt- unum, að hlutafélögunum yrði útlagt skipið, sem ófull- nægðum veðhöfum. Boð þeirra var síðan samþykkt, en með þeim fyrirvara, að þau yrðu skoðuð sem kaupendur, ef ekki væri hægt að taka útlagningarkröfuna til greina, af þeim ástæðum að mótmælin gegn gildi veðréttarins reyndust á rökum byggð. Á skiptafundi í þrotabúinu, 23. júni s. l., voru endurtekin mótmælin gegn gildi veðrétt- arins og fengu þá málsaðiljar frest til frekari málsútlist- 173 anar um ágreiningsatriðið og var það síðan lagt undir úrskurð skiptaréttarins að undangenginni árangurslausri sáttatilraun. Mótmælin gegn gildi 1. veðréttar eru byggð á því, að veðbréfið, sem er útgefið 25. jan. 1929, hafi ekki verið Þinglesið. Þetta er rétt, en hinsvegar er veðréttarins get- ið í þinglesnu afsali fyrir skipinu og ennfremur er veð- réttarins minnst í hinum þinglesnu 2. veðréttarbréfum, á þá leið, að þessir veðréttir hvíli á skipinu næst á eftir 9 þús. kr., sem á því hvili með Í. veðrétti, svo er hans og getið í tryggingarbréfi með 3. veðrétti í skipinu til firm- ans Ólafur Gíslason á Co., dags. 7. júní 1930, að upphæð kr. 15000,00. Með því að gjaldþrotaúrskurðurinn hefir ekki verið þinglesinn og 1. veðr. hefir ekki þurft að víkja fyrir öðrum löglega þinglesnum bréfum, verður að líta svo á, að hann sem löglega stofnaður, sé í gildi þótt veð- bréfið hafi ekki verið þinglesið. Hinir véfengdu 2. veðréttir eru stofnaðir með veðbréf- um, útgefnum 5. dezæmber 1929, og þingl. 27. febr. þ. á., en gjaldþrotaskiptin hófust 7. maí þ. á. og voru veðrétt- irnir því ekki orðnir 6 mánaða gamlir er gjaldþrotið varð. Nú er það staðreynd að veðréttirnir voru settir til trvgg- ingar skúldum, sem ekki voru stofnaðar á sama tíma sem veðið var sett, og fái því aðeins staðizt, að þau skil- yrði séu fyrir hendi, sem um ræðir í 21. gr. laga um gjald- Þrotaskipti frá 14. júni 1929, að veðsali sanni, að hann hafi átt fyrir skuldum, er veðsetningin fór fram, eða að veðhafar og umboðsmaður þeirra hafi haft fulla ástæðu til þess að ætla það, og færa sönnur á þetta. Um hið fyrra atriðið liggur ekki annað fyrir en reikn- ingur gjaldþrota um efnahag sinn 31. dezbr. 1929, þ. e. rúmum þrem vikum eftir að veðsetningin fór fram og í málinu er ekkert fram komið, er sanni það, að efnahag hans hafi hrakað að verulegum mun á þessu tímabili. Efnahagnum er lýst þannig: Eignir: 1. e/s Hlér, bókfært verð ...... kr. 80,000,00 2; Neiðarfæfii si — 15,000,00 3. Útistandandi skuldir ........ — 3,367,89 4. Peningar í sjóði ........... — 67.79 Samtals kr. 98,435,68 Skuldir .....0...00 0000 tn. — 95,440,04 Mismunur kr. 2,995,54 Umboðsmaður kröfuhafa hefir haldið því fram, að efnahagsreikningurinn sýni engan veginn hinn sanna hag félagsins í árslokin eða er veðsetningin fór fram, hann hafi verið miklum mun lakari. Bendir hann á að skipið sé um 40 ára gamalt og hið bókfærða verð þess fengið þannig út: 1. Kaupverð ....... kr. 19,000,00 2. Bátar .....0..... — 2,686,29 3. Viðgerð ........- — 48,569,88 4. Ýms útgjöld ..... — 3,500,00 5. Vinnureikningur . — 6,243,83 Samtals kr. 80,000,00 Hann telur, að viðgerðarkostnaðurinn hafi verið fram úr hófi dýr og fráleitt fjármálafyrirtæki, að í 4. og 5. lið séu faldar upphæðir, sem ekki verði með réttu taldar til viðgerðarinnar, að rangt sé að telja allt það, sem gert var við skipið til verðaukningar þess, heldur hefði átt að telja allmikinn hluta aðgerðarinnar til viðhalds og færa á rekstursreikning, en þar eru aðeins taldar kr. 3376,52 og þar sem það hafi komið á daginn, að skipið þurfti litlu síðar aðgerðar fyrir um kr. 15,000,00 og að þeirri aðgerð lokinni hafi skipið selzt á uppboði aðeins fyrir kr. 52,500,00, sem þó hafi verið hærra verð en nokkur gat búizt við, þá telur hann að bókfært verð skipsins hafi a. m. k. verið 25—30 þús. kr. of hátt. Þessum staðhæting- um umboðsmanns kröfuhafa hefir engum verið hnekkt. Engin skoðunar- eða virðingargerð Óvilhallra manna um verðmæti skipsins liggur fyrir í málinu og þar sem skipið er talið jafn verðmætt í lok ársins eins og á undan vertið, af nýafstaðinni aðgerð, þá virðist hið bókfærða verð þess vanta alveg heilbrigðan grundvöll. Um veiðar- færaeignina liggur heldur ekki fyrir nein sönnun og verð- ur þá heldur ekki á þeirri upphæð byggt, og um útistand- andi skuldir verður ekki sagt, hvort þær hafa verið þess virði, er þær voru taldar. Samkvæmt þessu, sem nú hefir verið talið, brestur ekki aðeins sönnur fyrir því, að gjald- 175 þroti hafi átt fyrir skuldum, er veðsetningin fór fram, heldur verður það gagnstæða að teljast vera gert aug- ljóst. Umboðsmaður veðhafanna hefir heldur ekki byggt málsvörn sína á því, að félagið hafi átt fyrir skuldum, en hann hefir lagt aðaláherzluna á, að hann og umbjóðendur hans hafi haft fulla ástæða til að ætla það. Gagnvart þessu verður fyrst að geta þess, að allir þessir aðiljar höfðu haft góða aðstöðu til að fylgjast með viðgangi h.f. Hlér frá upphafi. Félagið er stofnað 24. jan. 1929 til kaupa á nefndu skipi, sem seljandi, framkvæmdarstjóri h.f. Kol á Salt, keypti á nauðungaruppboði í sama mánuði fyrir ca. 17000 kr. Hlutaféð var kr. 25,000,00, en af því innborguð- ust kr. 20,000,00, en afgangurinn reyndist ókræfur. Kaup- andi greiddi kr. 10,000,00 af kaupverðinu, en seljandi fékk fyrir eftirstöðvum kaupverðsins áðurnefnt 9000 kr. veðskuldarbréf. H.f. Hamar, en framkvæmdarsjóri h.f. Ko) € Salt er einn af stjórnendum þess, annaðist viðgerðina. Auk skipsins þurfti félagið að kaupa öll veiðarfæri fyrir röskar kr. 30,000,00. Lán út á skipið var ófáanlegt í láns stofnunum. H.f. Kol á Salt lánaði kol og salt til útgerðar- innar og er umrætt veðbréf þessa félags tryggingarbréf fyrir víxli fyrir úttektina, en víxillinn átti að greiðast með 14, hluta á 3ja mánaða fresti, í fyrsta sinn 5. marz 1930. Sömu greiðsluskilmálar eru í veðbréfi h.f. Hamar, sem einnig er tryggingarbréf fyrir víxli fyrir eftirstöðvar við- gerðarkostnaðarins, auk 5000 kr. víxils, sem ekki var trygging fyrir. Auk veðsins í skipinu fengu þessi félög með sama bréfi sjálfsvörzluveð með fyrsta veðrétti í veiðarfærum skips- ins, sem var notaður útbúnaður á þorsknetaveiðum, tvö hundruð nýjar lóðir með uppistöðum og annað tilheyr- andi. Þessi veðréttur er ógildur þegar af þeirri ástæðu, að veðbréfið var ekki þinglesið í tæka tíð. Loks var félög- unum sett að handveði, samkv. sama bréfi, síldarnót með 1. veðrétti. Með veðum þessum var ráðstafað öllum eignum félags- ins, nema útistandandi skuldum, enda var megin þeirra skuld framkvæmdarstjórans sjálfs. Umboðsmaður veðhaf- anna, sem hafði á hendi innheimtu þeirra fjárhæða, sem um er rætt, og annaðist um veðsetninguna, einnig af hálfu veðsala, og var stíluð 500 kr. þóknun fyrir það í bókum gjaldþrota, hefir staðhæft það, að bæði honum og veð- höfunum hafi ekki dottið annað í hug, er veðsetningin fór“ 176 fram, en að gjaldþroti ætti fyrir skuldum, og hafi haft örugga vissu um þetta, er staðfestist við frásögn ráða- manns h.f. Hlér, formanns þess og framkvæmdarstjóra, hvað eptir annað, við upplýsingar úr bókum og reikning- um félagsins um verð skips og veiðarfæra og skuldir, sem staðfestu skýrslu þeirra, og við það að skipið var þá á veiðum í góðu standi, og ennfremur bendir hann á efna- hagsreikning félagsins, sem áður greinir, og segir að fé- lagið hafi stórtapað á haustútgerð. Um hin fyrstu atriði tvö, verður að taka undir það með umboðsmanni kröfuhafa, samanber það, sem áður er sagt um grundvöll þann, sem eignarmatið hefir við að styðjast, að „upplýsingarnar“ áttu miklu fremur að veikja vissuna um réttmæti skýrslu forráðamannanna og um greiðslugetu skuldara, en styrkja hana, og væru í raun- inni nægar til að sannfæra veðhafa og umboðsmann þeirra um greiðsluómátt skuldarans, og þótt skipinu væri enn haldið úti 5. dezbr. gaf það ekki neitt til kynna um hag félagsins, og um tap þess frá 5. dezbr. til mánaðarlok- anna, sem bylt hafi um fjárhagnum, eru ekki færð fram minnstu gögn. Þá telur umboðsmaðurinn, að það sýni glöggt hina „ör- uggu vissu“ h.f. Hamar, að félag þetta hafi neitað veði fyrir 5 þús. kr. víxlinum vegna þess, að það vildi ekki gefa sama greiðslufrest á þessum víxli og hinni veðtryggðu skuld. En nú er þess að gæta, að allar eignir félagsins voru veðsettar og að veðhafarnir létu sér ekki nægja veðið í skipinu, heldur lögðu og undir sig lausaféð, sýnir, að þeir töldu skipsverðið ekki örugga tryggingu fyrir þeim kröfum, sem á skipinu hvildu. Sannar það atvik, að h.f. Hamar tók ekki veð fyrir 5000 kr. víxlinum, því ekki neitt í þá átt, sem umboðsmaður veðhafanna heldur fram, enda hafði h.f. Hamar öruggara tak á skuldara með því að hafa víxilinn lausan og geta gripið fyrsta og bezta tækifæri til þess að þrautreyna innheimtu hans. Þá segir umböðsmaður veðhafanna, að það sýni bona fides h.f. Kol £ Salt, að þetta félag lánaði h.f. Hlér trygg- ingarlanst kol og salt fyrir kr. 14000,00 eftir síðastliðin áramót. Nú er bæði það, að skuldari hafði ekkert til að veðsetja og næsta ólíklegt að fáanlegar hafi verið ábyrgðir utan félagsins fyrir þessu. En aftur ber að líta á það, að 177 h.f. Kol á Salt var orðið svo bundið skuldunaut og átti svo mikið fé í hættu, að það var knúð til að reyna til hins ýtrasta að halda skuldaranum á floti og reyna um leið að girða fyrir það, að það missti ekki veðin með bráðu gjald- þroti hans. Þessi röksemd sannar því hvorki til né frá um skoðun lánardrottins á hag skuldunauts. Og hvað þvi loks viðvíkur, að veðhafarnir hafi knúð skuldunaut til þess að framselja bú sitt til gjaldþrotaskipta, þá verður ekkert með því sannað á þann veg, sem umboðsmaður veðhafanna telur, því hér voru einnig aðrir kröfuhafar að verki, og gjaldþroti virðist ekki hafa átt annars úr- kosti en að gefast upp, þegar h.f. Kol £ Salt sá sér ekki lengur fært að láta honum nauðsynjar í té til framhalds atvinnurekstri. Skiptarétturinn verður því að líta svo á, að hér sé eng- anveginn framkomnar þær sannanir, sem krafist er sam- kv. 21. gr. gjaldþrotaskiptalaganna. Verða því umræddir veðréttir að teljast ógildir gegn þrotabúinu og eru því h.f. Kol £ Salt og h.f. Hamar reglulegir uppboðskaupendur að e/s Hlér, R. E. 263, á uppboðinu 20. júní þ. á., fyrir kr. 52,500,00, sem þeim ber að greiða samkvæmt uppboðs- skilmálunum. Föstudaginn 29. maí 1931. Nr. 24/1931. Jakob Möller og Benedikt Sveinsson (Pétur Magnússon). gegn Pétri Jakobssyni (Sjálfur). Breytt gjalddaga víxils. Úrslit málsins komin undir því hvort breytingin hafi verið gerð fyrir eða eftir að ritað var á vixilinn. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 26. nóv. 1930: Stefnd, Jóhanna Hansen, Jakob Möller og Benedikt Sveinsson, greiði eitt fyrir öll og öll fyrir eitt stefnandanum, Pétri Jakobssyni, kr. 3500,00 með 6% árs- vöxtum frá 25. okt. 1930 til greiðsludags, 4 % upphæðar- 12 178 innar í þóknun, kr. 14,60 í tilkynningar- og afsagnarkostn- að og kr. 179,50 í málskostnað — allt innan þriggja sól- arhringa frá lögbirtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Stefndi hefir við flutning málsins hér í réttinum samþykkt, að áfrýjendur kæmu fram með ný sak- argögn án þess að novaleyfis væri aflað, og hafa áfrýjendur krafizt þess, að verða algerlega sýkn- aðir af kröfum stefnda og að stefndi verði dæmd- ur til að greiða sér málskostnað í hæstarétti eftir mati réttarins. Byggja þeir sýknukröfur sinar á því, að gjald- daga vixils þessa, er málið reis af, hafi verið breytt úr 15. október í 25. október, eftir að þeir rituðu nöfn sín á víxilinn og án samþykkis sin. Þar sem afsagnargerð fór fram 27. október, eða 12 dögum eftir þann dag, er þeir telja hinn rétta gjalddaga vixilsins, telja þeir víxilréttinn glataðan gagnvart sér. Í málinu eru framkomnar fullar sönnur þess, að gjalddaga vixilsins hafi verið breytt úr 15. októ- ber í 25. október, að sú breyting hafi verið gerð eftir að áfrýjandi, Jakob Möller, gaf vixilinn út og að samþykki hans hafi eigi verið fengið til breyt- ingarinnar. Þar sem afsagnargerð fyrir greiðslu- fall víxilsins, eins og áður var getið, fór fram 27. október, verður því að telja víxilrétt glataðan gagnvart honum, samkv. 41. gr. víxillaganna, og ber því að sýkna hann af öllum kröfum stefnda í máli þessu. Áfrýjandi, Benedikt Sveinsson, hefir einnig haldið því fram, að umrædd breyting á gjalddaga víxilsins hafi verið gerð eftir að hann ritaði nafn 179 sitt á víxilinn, en samþykkjandi víxilsins, er breytti gjalddaganum, hefir hinsvegar fullyrt, að breyt- ingin hafi verið gerð áður en Benedikt ritaði nafn sitt á vixilinn. Aðrar upplýsingar hafa eigi feng- izt um þetta atriði, og verða úrslit málsins því að þvi, er snertir áfrýjanda, Benedikt Sveinsson, samkv. lögjöfnuði frá ákvæðum Norsku laga 5— 1—6, að vera komin undir eiði hans þannig, að hann skuli sýkn af öllum kröfum stefnda í máli Þessu, ef hann innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa, eftir löglegan undirbúning á varnarþingi sínu, vinnur eið að því, að ákvæði vixils þessa, er ræðir um í máli þessu, um gjalddaga, hafi verið breytt úr 15. október í 25. október, eftir að hann rit- aði nafn sitt á víxilinn og án samþykkis hans, en vinni hann eigi eiðinn á hinn áfrýjaði dómur að vera óraskaður að því er til hans tekur. Samkv. þessum úrslitum málsins ber stefnda að greiða áfrýjanda, Jakobi Möller, 150 kr. í máls- kostnað í hæstarétti. Sömu upphæð greiði stefndi áfrýjanda, Benedikt Sveinssyni, í málskostnað hér í rétti, ef Benedikt vinnur eið þann, sem að fram- an getur, en vinni hann eigi eiðinn ber honum að greiða stefnda 150 kr. í málskostnað rér í rétti. Því dæmist rétt vera: Áfrýjandi, Jakob Möller, á að vera sýkn af öllum kröfum stefnda, Péturs Jakobssonar, í máli þessu. Vinni áfrýjandi, Benedikt Sveinsson, innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa, eftir lög- legan undirbúning á varnarþingi sínu, eið að því, að ákvæði víxils þess, er ræðir um í máli 180 þessu, um gjalddaga, hafi verið breytt úr 15. október í 25. október eftir að hann ritaði nafn sitt á vixilinn og án samþykkis hans, á hann einnig að vera sýkn af öllum kröfum stefnda, Péturs Jakobssonar, í máli þessu, en vinni hann eigi eið þennan á hinn áfrýjaði dómur að vera óraskaður að því, er til hans tekur. Stefndi, Pétur Jakobsson, greiði áfrýjanda, Jakobi Möller, 150 krónur í málskostnað í hæstarétti og sömu upphæð greiði hann áfrýj- anda, Benedikt Sveinssyni, vinni Benedikt eið þann, sem að ofan greinir. En vinni Benedikt eigi eið þennan ber honum að greiða stefnda, Pétri Jakobssyni, 150 kr. í málskostnað hér í rétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað fyrir gestaréttinum með stefnu birtri 10. og 11. þ. m. af Pétri Jakobssyni, kennara hér í bæ, gegn Jóhönnu Hansen, Bankastræti 14, Jakob Möller, Hólatorgi 2 og Benedikt Sveinssyni, Skólavörðustig 11 A, öllum hér í bænum, til greiðslu vixils að upphæð kr. 3500,00, útgefins 4. ágúst s. 1. af stefndum Jakob og sam- þykkts af stefndri Jóhönnu til greiðslu í Landsbankanum hér í bæ 2540. s. l., en á vixli þessum, sem afsagður var sök- um greiðslufalls 27. s. m., €r stefndur Benedikt ábekingur. Hefir stefnandi krafizt þess, að ftefnd verði in solidum dæmd til þess að greiða sér upphæð víxilsins kr. 3500,00 með 6% ársvöxtum frá gjalddaga hans til greiðsludags. 14 % upphæðarinnar í þóknun, kr. 14,60 í tilkynningar- og afsagnarkostnað og málskostnað að skaðlausu. 181 Stefnd, Jóhanna og Benedikt, hafa hvorki mætt né mæta látið og er þeim þó löglega stefnt. Verður þá eftir NL. 1—4—32 og tilsk. 3. júní 1796, 2. gr. sbr. tilsk. 15. ágúst 1832, 8. gr., að dæma málið eftir framlögðum skjölum og skilríkjum að því er til þeirra tekur, og þar sem stefnandi hefir lagt fram frumrit víxilsins með framsali til hand- hafa, svo og afsagnargerð, verða kröfur hans teknar til greina að öllu leyti gagnvart þeim. Stefndur, Jakob, hefir hinsvegar mætt í málinu, en engum andmælum hreyft gegn framangreindum kröfum stefnanda. Verða þær því einnig teknar til greina gagnvart honum að öllu leyti. Málskostnaður ákveðst kr. 179.50. Föstudaginn 29. maí 1931. Nr. 79/1930. Björgvin Vigfússon, f. h. sýslunefndar Rangárvallasýslu (Lárus Jóhannesson) gegn Sæmundi Oddssyni og Rannveigu Bjarnadóttur (Enginn). Ómerking. Dómur hæstaréttar. Þegar mál þetta var tekið fyrir í hæstarétti í dezbr. mánuði f. á, var mætt í því að hálfu beggja málsaðilja, og fékk áfrýjandi þá frest með sam- þykki umboðsmanns hinna stefndu, en við fyrir- tekt málsins 29. f. m. mætti enginn af stefnda hálfu, og hefir málið því verið rekið skriflega samkvæmt 38. gr. hæstaréttarlaganna. Þegar mál þetta var tekið fyrir í aukarétti Rang- árvallasýslu hinn 28. maí 1929, gerði stefndi, Sæ- mundur Oddsson, fyrir hönd eiganda jarðarinnar Eystri-Garðsauka, þá kröfu, að landamerki milli Eystri-Garðsauka og eignarinnar Stórólfshvols 182 „verði ákveðin með dómi af því að hann (Sæmund- ur Oddsson) heldur því fram, að landamerki þau, sem ákveðin hafi verið 1892, séu ógild, af því að þau séu ekki gerð af réttum aðila, og heldur fram, að Eystri-Garðsauki eigi beit í land eða land fyrir ofan læk, og áskilur sér rétt til að gera nánari kröf- ur um það“. — Kröfur áfrýjanda voru aftur á móti þær, að staðfest væri með dómi, að mörk milli jarð- anna væri svo sem segir Í landmerkjaskrám Stór- ólfshvols 19. maí 1890 og Eystri-Garðsauka 27. sept. 1892. Um þessar kröfur var svo leitað sátta og reynd- ist sáttatilraun árangurslaus. Stefndi, Sæmundur Oddson, gerði síðar undir rekstri málsins nánari kröfur um landamerki jarð- anna og eru kröfur þessar að ýmsu leyti annars eðl- is en kröfur hans í réttarhaldinu 28. maí en það sést ekki af dómsgerðunum, að leitað hafi verið um sættir um hinar endanlegu eða nýju landamerkja- kröfur stefndu. Um hinar bókuðu kröfur í réttarhaldinu 28. maí segir merkjadómurinn, að þær séu svo óákveðnar, að merkjadómurinn treysti sér ekki til að ákveða landamerki milli jarðanna, en lagði þó dómi á eitt atriði í sókn stefnda, nl. um gildi landamerkja- skránna frá 1890 og 1892, en vísaði málinu að öðru leyti frá dómi. Þessi meðferð málsins fyrir merkjadóminunm er lögleysa. Merkjadóminum bar skylda til að hjálpa stefndu til að orða kröfur sínar nægilega skýrt, svo að þær gætu verið grundvöllur undir löglegri sáttaumleitun og að um þær mætti fella endanleg- an dóm, en hitt hafði merkjadómurinn enga Íiafina- ild til að dæma aðeins um eitt atriði í sókn stefndu, 183 en undanfella að leggja dóm á ágreining málsað- ilja um sjálf landamerkin. Það verður því ex officio að ómerkja hinn á- frýjaða dóm og alla meðferð málsins frá upphafi og leggja fyrir merkjadóm að taka málið til lög- legrar meðferðar af nýju. Eftir þessum úrslitum verður samkvæmt kröfu áfrýjanda að dæma stefndu til in solidum að greiða honum málskostnað fyrir hæstarétti, er á- kveðst 300 kr. Því dæmistrétt vera: Hinn áfrýjaði dómur og öll meðferð máls- ins í héraði á að vera ómerk og vísast málinu heim til nýrrar og löglegri meðferðar. Stefndu, Sæmundur Oddsson, og Rannveig Bjarnadóttir, greiði in solidum áfrýjanda Björgvin Vigfússyni sýslumanni, f. h. sýslu- nefndar Rangárvallasýslu 300 kr. í málskostn- að í hæstarétti, að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 29. mai 1931. Nr. 2/1931. Árni Sigfússon gegn Páli Magnússyni, f. h. kaupfélags Héraðsbúa. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Árni Sigfússon, er eigi mætir í mál- 184 inu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Föstudaginn 29. mai 1931. Nr. 8/1931. Kristján Kristjánsson gegn Pétri Jakobssyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Kristján Kristjánsson, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæsta- rétti. Svo greiði hann og og stefnda, Pétri Jakobs- syni, er mætt hefir í málinu 30 kr. í ómaksbætur, að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 29. mai 1931. Nr. 22/1931. Magnús Sæmundsson gegn Þórði J. Thoroddsen. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Magnús Sæmundsson, er eigi mætir Í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. 185 Föstudaginn 29. mai 1931. Nr. 36/1931. 0. Ellingsen segn stjórn h/f Hamar. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, O. Ellingsen, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. sekt til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Föstudaginn 29. maí 1931. Nr. 58/1930. Guðrún Ólafsdóttir gegn Sigurði Íshólm og P. Jónssyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Guðrún Ólafsdóttir, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hún af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Svo greiði hún stefndu, Sigurði Íshólm og P. Jónssyni, er hafa látið mæta, 75 kr. í ómaksbætur, að viðlagðri aðför að lögum. 186 Mánudaginn 1. júni 1931. Nr. 32/1930. Jón Sveinsson (Jón Ásbjörnsson). gegn Ingigerði Danivalsdóttur (Guðm. Ólafsson). Bætur fyrir ráðspjöll. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 97. febr. 1930: Stefndur, Jón Sveinsson, greiði stefnöndu, Ingigerði Danivalsdóttur, kr. 1500,00 með 5% ársvöxtum frá 22. marz 1929 til greiðsludags og kr. 175,00 í máls- kostnað, innan fimmtán daga frá lögbirtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Stefnda í máli þessu, Ingigerður Danivalsdóttir, hefir fengið gjafvörn og sér skipaðan talsmann í hæstarétti. Áfrýjandi, hefir lagt fram í hæstarétti nokkur ný skjöl, en með skjölum þessum og öðru, sem fram er komið af hans hálfu í málinu, hefir hann eigi sannað, að hann hafi slitið festum við stefndu á öndverðu árinu 1927, svo sem hann hefir hald- ið fram undir rekstri málsins. Verður því eigi lit- ið svo á, að heimild stefndu til málshöfðunarinn- ar hafi verið fyrnd samkvæmt 5. gr. í lögum nr. 39 frá 27. júni 1921, þegar málið var höfðað. Og með því að fallizt verður einnig að öðru leyti á á- stæður hins áfrýjaða bæjarþingsdóms og eigi verð- ur álitið að bæturnar stefndu til handa fyrir ráð- spjöllin séu of hátt metnar af héraðsdómaranum, þótt tillit sé tekið til þess, að áfrýjandi hafði áður en málið var höfðað greitt stefndu, til framfæris henni og barninu, nokkur hundruð krónur umfram áfallin skvldumeðlög með barninu og barnsfarar- 187 og legukostnað, þá ber að staðfesta dóminn með skírskotun til þess, sem þar er tekið fram. Áfrýjanda ber að greiða málflutningskaup hins skipaða talsmanns stefndu í hæstarétti, er ákveðst 120 kr., en um annan málskostnað stefndu í hæsta- rétti er eigi að ræða. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða bæjarþingsdómi skal ó- raskað. Áfrýjandinn, Jón Sveinsson, greiði kaup hins skipaða talsmanns stefndu í hæstarétti, mál- flutningsmanns, Guðmundar Ólafssonar, 120 kr. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er, eftir árangurslausa sáttumleitun, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 26. marz s. L, af Ingigerði Danívalsdóttur hér í bæ gegn Jóni Sveinssyni, kaupmanni hér í bænum, til greiðslu skaðabóta vegna festaslita, að uphæð kr. 2500,00 með 5% ársvöxtum frá sáttakærudegi 22. marz s. 1. til greiðsludags og málskostn- aðar að skaðlausu. Málavexti tjáir stefnanda þá, að síðari hluta vetrar árið 1925 hafi hún trúlofazt stefndum í máli þessu, er á þeim tíma hafi átt heima ásamt henni í Ófeigsfirði í Strandasýslu, og hafi þau birt trúlofun sína með því að skiptast á hringum á þriðja í páskum árið 1926. Kveðst stefnanda hafa orðið þunguð af völdum festarmanns síns (stefnds) og alið honum son, hinn 14. janúar 1927, en giftingu hafi verið frestað um óákveðinn tíma vegna fjár- hagsörðugleika stefnds. Vorið 1928 kveðst stefnanda hafa komið hingað til bæjarins til þess að hitta stefndan og 188 hafi hún búizt við því, að giftast honum þá um vorið, en þegar hingað kom kveður hún stefndan hafa slitið fest- unum, algerlega að ástæðulausu. Hefir hún nú höfðað mál þetta á hendur stefndum til greiðslu skaðabóta fyrir ráð- spjöll eftir 6. gr. laga nr. 30, frá 27. júní 1921, og telur hún hina umstefndu upphæð hæfilegar bætur. Stefndur hefir mótmælt kröfum stefnöndu og krafizt þess aðallega, að verða algerlega sýknaður af þeim og að honum verði tildæmdur hæfilegur málskostnaður eftir mati réttarins. Til vara hefir hann mótmælt skaðabóta- upphæðinni, sem allt of hárri. Það er nægilega upplýst í málinu, enda verður það og að teljast viðurkennt af stefndum, að um festar hafi ver- ið að ræða milli hans og stefnöndu og hann hefir ekki haldið því fram, að þunginn hafi verið kominn undir áð- ur en festar stofnuðust. Hinsvegar hefir stefndur staðhæft og byggt sýknukröfuna á því í fyrsta lagi, að málshöfðunar- heimildin hafi verið fyrnd, eftir 5. gr. áðurgreindra laga þegar mál þetta var höfðað, með því að hann hafi til- kynnt stefnöndu í ábyrgðarbréfi frá Berlin snemma á ár- inu 1927, að festunum væri slitið og hafi því verið lið- in tvö ár frá festaslitum, er málshöfðun fór fram. Í öðru lagi telur stefndur, að festarslitin hafi ekki valdið stefn- öndu neinum ráðspjöllum, þar sem hún hafi verið ekkja, er þau trúlofuðust og átti þrjú ung börn frá fyrra hjóna- bandi. Stefnanda hefir mótmælt eindregið sýknukröfum stefnds og fullyrt, að ekki hafi verið minnst einu orði á festaslit í áðurgreindu bréfi stefnds, en bréfið kveður hún vera glatað, svo ekki sé hægt að leggja það fram. Það verður nú að fallast á það hjá stefnöndu, að sönn- unarbyrðin fyrir því, hvenær festunum hafi verið slitið, hvíli á stefndum, þar sem hann byggir rétt sinn á því atriði. Nú er það upplýst, að stefndur endursendi stefhöndu steinhring, er hún hafði gefið honum, snemma á árinu 1927, og ennfremur, að hún endursendi honum peninga (kr. 500,00), er hann sendi henni til heilsubótar frá Siglu- firði síðla sumars sama ár. Telur stefndur, að þessi atr- iði í sambandi við það, að engin ástabréf hafi farið milli hans og stefnöndu eftir áramót 1927—1928 séu næg sönn- 189 un þess, að festunum hafi verið slitið á þeim tíma, sem hann hefir haldið fram. Hinsvegar er það upplýst í mál- inu, að stefndur heimsótti stefnöndu og var við skírn sonar þeirra vorið 1927 eða eftir að hann telur sig hafa slitið festunum, og þykir það benda til þess, að þær hafi enn staðið þrátt fyrir gagnstæða staðhæfingu stefnda. Þá þykir og peningasending stefnds til stefnöndu sumarið 1927 benda til hins sama. Ennfremur hefir stefnanda hald- ið því fram, að ástarbréf hafi farið milli hennar og stefnds árið 1927, en þau séu nú glötuð og því ekki hægt að leggja þau fram. Að öllu þessu athuguðu þykir ekki nægilega sannað, að stefndur hafi slitið festunum á þeim tíma, sem hann hefir haldið fram, né heldur þykja nægilegar líkur fram- komnar fyrir því að svo hafi verið, til þess að láta það atriði vera komið undir aðildareiði. Verður því sú sýknu- ástæða stefnds, að málshöfðunarheimildin hafi verið fall- in niður, er málið var höfðað, ekki tekin til greina. Að því er snertir þá sýknuástæðu stefnds, að stefnanda hafi ekki orðið fyrir neinum ráðspjöllum vegna þungans og festaslitanna, þá verður heldur ekki á hana fallizt. Það er alkunnugt, að barneign utan hjónabands bakar barns- móður að minnsta kosti um nokkurt skeið álitshnekki, og dregur úr möguleikum hennar til þess að giftast, og í því sambandi skiptir ekki verulegu Ináli hvort barnsmóðir hefir verið gift áður eða ekki. Samkvæmt framansögðu og með því að stefndur hefir ekki gefið stefnöndu nokkra sök á festarslitunum, þykir verða að taka kröfu hennar um skaðabætur fyrir ráðspjöll til greina og álitast þær eftir atvikum hæfilega ákveðnar kr. 1500,00, meðal annars með tilliti til þess, að stefndur hefir haldið því fram í málinu og því ekki verið mótmælt. að hann sé algerlega eignalaus og hafi atvinnu, er gefi aðeins af sér nægilegt til framfæris honum einum. Undir rekstri málsins hefir stefndur lagt fram reikning, áð upphæð kr. 1800,00 yfir peninga og vörur, er hann kveðst hafa látið stefnöndu í té, bæði á meðan á festun- um stóð og eins eftir að þeim var slitið. Telur hann, að kr. 1000,00 af þeirri upphæð sé hæfileg meðgjöf með barni þeirra í tvö ár, en hefir hinsvegar krafizt, að eftirstöðvarn- ar kr. 800,00 komi til frádráttar frá þeirri upphæð, er 190 hann kynni að verða dæmdur til að greiða stefnöndu í skaðabætur. Stefnanda hefir nú eindregið mótmælt þessari kröfu stefnds, en þar sem ekki er upplýst, að það sem stefnd- ur hefir látið henni í té samkvæmt reikningnum hafi ver- ið nokkrum skilyrðum bundið af hans hálfu, er eðlileg- ast að lita svo á eins og stefnanda hefir haldið fram, að það af uphæðinni, sem ekki er hægt að skoða sem með- gjöf með barni þeirra og barnsfararkostnað, hafi verið gjöf til hennar og barnsins, og verður þá frádráttarkrafa stefnds heldur ekki tekin til greina. Eftir þessum úrslitum og öllum málavöxtum þykir hæfilegt að stefndur greiði stefnöndu kr. 175,00 í máls- kostnað. Föstudaginn 5. júní 1931. Nr. 52/1929. Helgi Benediktsson gegn Gunnari Ólafssyni, Þorsteini Johnson og Jóni Ólafssyni, f. h. h/f Dráttar- braut Vestmannaeyja. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Helgi Benediktsson, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæsta- rétti. Stefndu hafa látið mæta og krafizt málskostn- aðar, og með tilliti til þess að áfrýjandinn hefir bakað þeim talsverðan kostnað, meðal annars um- fangsmiklar vitnaleiðslur, ákveðst málskostnaður- inn þeim til handa 300 kr. 191 Þvi dæmist rétt vera: Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Helgi Benediktsson, greiði stefndu, Gunnari Ólafssyni, Þorsteini Johnson og Jóni Ólafssyni, f. h. h/f Dráttarbraut Vest- mannaeyja, 300 kr. í málskostnað að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 17. júní 1931. Nr. 25/1931. Valdstjórnin (lárus Jóhannesson). gegn Camillusi Bjarnasyni (Lárus Fjeldsted). Bifreiðalagabrot. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 6. febr.1931: Kærður, Camillus Bjarnason, sæti 25 króna sekt til ríkissjóðs og komi einfalt fangelsi í 2 daga í stað: sektarinnar, sé hún ekki greidd innan 30 daga frá. lög- birtingu dóms þessa. Hann greiði ennfremur Gunnari Jónssyni, eftir mati dómkvaddra manna, bætur fyrir tjón það, er varð á bif- reiðinni ÁR. 50 umrætt skipti. Loks greiði hann allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Svo sem nánar er sagt í hinum áfrýjaða lögreglu- réttardómi, hefir kærði kannazt við, að hafa rek- izt á bifreiðina Á.R. 50 hinn 8. sept. f. á., og verður að telja, að kærði hafi ekki sýnt nægilega varkárni, er hann ók fram hjá nefndri bifreið. 192 Með þessu hefir hann gerzt brotlegur gegn 7. gr. laga nr. 56, 15. júní 1926, um notkun bifreiða og með tilliti til þess, að kærði nam ekki staðar og skýrði eigi frá nafni sinu og heimili svo sem fyrir er mælt í 9. gr. sömu laga, ákveðst refsing hans 50 kr. sekt, er renni í ríkissjóð, og komi í stað sektarinnar 5 daga einfalt fangelsi, ef hún verð- ur eigi greidd innan 30 daga frá birtingu dóms þessa. Í máli þessu eru engar upplýsingar um skemmdir þær, er urðu á bifreiðinni Á. R. 50, aðrar enn þær, að bílstjórinn, Gunnar Jónsson, hefir skýrt frá þvi fyrir lögregluréttinum, að framaurbretti, gúmmií og fl. hafi eyðilagzt við áreksturinn, þar á móti liggur ekki fyrir mat á skemmdunum eða neinar upplýs- ingar um það, hvað viðgerð á þeim hafi kostað, og þykir því ekki heimid til að dæma kærða til greiðslu skaðabóta í þessu máli. Kærða ber að greiða allan kostnað sakarinnar bæði í héraði og hæstarétti, þar með talin málflutn- ingslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, er á- kveðast 40 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Kærði, Camillus Bjarnason, sæti 50 kr. sekt til ríkissjóðs og komi 5 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 30 daga frá birtingu dóms þessa. Svo ber kærða og að greiða allan kostnað málsins, bæði í héraði og hæstarétti, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, málflutningsmannanna Lárusar 193 Jóhannessonar og Lárusar F jaldsted, 40 kr. til hvors. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Ca- millusi Bjarnasyni, bifreiðarstjóra, til heimilis á Vestur- götu 17 hér í bænum, fyrir brot gegn ákvæðum bifreiðar- laganna nr. 56, 1926, og skulu nú greindir málavextir. Hinn 8. september síðastliðinn fekk kærður lánaða bif- reiðina R. E. 268 og hafði hann heimild eiganda bílsins til þess að aka hvert hann vildi. Ók hann síðan austur þjóðveginn og var ferðinni heitið austur í Grafning. Er kærður kom í Svínahraun, kom bifreiðin Á. R. 50 á móti honum, og stýrði henni Gunnar Jónsson að Gerði við Skerjafjörð. Er Gunnar sá til ferða R. E. 268 nam hann staðar, eða því sem næst meðan hann færi fram hjá. Ók kærður síðan fram hjá en tókst svo illa til, að bílarn- ir rákust saman, og skemmdist bifreið Gunnars Á. R. 50 talsvert. Hefir ekki verið gert við bílinn ennþá, og er hann enn í sama ásigkomulagi og hann var eftir árekst- urinn. Hefir Gunnar gert þá kröfu, að kærður verði dæmd- ur til að greiða sér bætur fyrir umrætt tjón eftir mati dómkvaddra manna. Af framangreindu virðist upplýst, að kærður hafi gerzt brotlegur gegn 7. grein laga nr. 56, og þykir refsing sú, er hann hefir unnið til, hæfilega ákveðin 25 króna sekt, er renni í ríkissjóð og komi einfalt fangelsi í 2 daga í stað sektarinnar sé hún ekki, greidd innan 30 daga fra lögbirtingu dóms þessa. Ennfremur verður að gera kærð- um að greiða Gunnari Jónssyni eftir mati dómkvaddra manna bætur fyrir tjón það, er hann beið á bifreiðinni Á. R. 50, umrætt skifti. Loks greiði kærður allan kostnað sakarinnar. Á máli Þessu hefir orðið nokkur dráttur vegna sátta- umleitana aðilja um skaðabótakröfuna. 13 194 Fimmtudaginn 18. júní 1931. Nr. 66/1930. Valdstjórnin (Pétur Magnússon) gegn Heinrich Achner (Jón Ásbjörnsson). Botnvörpuveiðabrot. Dómur lögregluréttar Vesímannaeyja 3. mai 1930: Kærður, Heinrich Achner, á innan fjögra vikna að greiða sekt til Landhelgissjóðs Íslands að upp- hæð kr. 12320, en afplána hana með sex mánaða og þriggja vikna einföldu fangelsi fáist hún eigi greidd. Auk þess skulu öll veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir, svo og allur afli innanborðs í togaranum Nienstedten, S. D. 63, frá Altona, vera upptækt og andvirðið renna í sama sjóð. Ennfremur greiði kærður allan kostnað málsins, sem orð- inn er og verður. Dóminum að fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Hinn 29. apríl 1930 var varðskipið Óðinn á ferð vestur með landinu fyrir austan Sjávarmela. Kl. 2,39 síðd. var gerð eftirfarandi staðarákvörðun Mýrnatangamerki > 25 Skálarfell og Skálarfell # með Sjávarmelamerki. Var þá haldið í áttina til togarans, er þótti grunsamlega nærri landinu og virtist stýra A. N. A. læga stefnu. Kl. 241 sneri togari þessi meira út frá landinu og virtist þá stýra A.S. Á. læga stefnu. Eftir að togara þessum, sem reyndist að vera S. D. 63, Nienstedten frá Altona, hafði verið gefið merki um að nema staðar og skotið hafði verið tveimur aðvörunar- skotum, nam varðskipið staðar hjá honum kl. 2,49. 195 Var togarinn þá með stjórnborðsvörpu í sjó, og var sett út frá varðskipinu dufl í kjölfar togarans eins nærri og unnt var vegna vörpunnar. Við dufl þetta var síðan gerð þessi staðarákvörðun. Suðurendi Hjörleifshöfða = með Alviðruham- arsvita og > til Sjávarmelamerkis 35? 207, en dýpi reyndist 120 mtr. Skipherra varðskipsins taldi þessa staðarákvörðun sýna, að duflið væri 0,25 sjómilur fyrir innan landhelgislinuna. Var því farið með togarann tili Vestmannaeyja og var þar hafin lögregluréttarrannsókn gegn skip- stjóranum á togaranum, kærða í þessu máli, og þvínæst mál höfðað gegn honum og dæmt með þeim úrslitum, sem greinir í hinum áfrýjaða dómi. Við rannsókn málsins í lögregluréttinum, kom það í ljós, að Alviðruhamarsviti, sem miðað er við í áðurnefndri staðarákvörðun, var eigi markaður á nákvæmlega sama stað, á sjókoorti því, sem skipherrann á Óðni markaði stað duflsins á, og á öðru sjókorti, er einnig kom fram í málinu og for- ingi af þýzka varðskipinu £Zieten hafði markað stað þennan á, en bæði þessi sjókort voru löggilt frá sjókortasafninu í Kaupmannahöfn. Taldi for- inginn af Zieten samkvæmt útsetningu sinni hefði duflið verið á landhelgislinunni og í öllu falli ekki fyrir innan hana. Hér fyrir réttinum hefir með upplýsingum frá vitamálaskrifstofunni fengizt sú skýring á þessu, að vitinn, sem byggður er eftir að kort þessi voru prentuð, er handteiknaður á þau, en að hinn rétti staður vitans sé 63*27,3' norðlægrar breiddar og 18“ 18,7' vestlægrar lengdar. Hefir forstöðumaður stýrimannaskólans markað stað duflsins á sjókort, sem lagt hefir verið fram í hæstrétti og miðað við 196 hinn rétta stað vitans, og komizt að þeirri niður- stöðu, að duflið hafi verið mjög nærri landhelsis- línunni í mesta lagi 0,125 sjómilur utan hennar. Að þessu athuguðu og þegar þess svo jafnframt er gætt, að áður en skip kærða kom þangað sem duflið var lagt út, hafði það í 8 mínútur haldið frá landi, í A. S. A. læga stefnu með botnvörpu úti, þá verður að telja, að með þessu sé fengin full sönnun þess, að kærði hafi við umrætt tækifæri gerzt brot- legur gegn 1. gr. laga nr. 5, 18. maí 1920 um bann gegrf botnvörpuveiðum. Ákveðst refsing hans 12500 kr. sekt í Landhelgissjóð, er afplánist með 7 mán- aða einföldu fangelsi verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði lögreglu- réttardómsins um upptöku afla og veiðarfæra og um málskostnað staðfestast. Kærða ber að greiða allan kostnað málsins í hæstarétti, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda, 100 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Kærði, Heinrich Achner, skipstjóri á togar- anum Nienstedten, S. D. 63 frá Altona, greiði 12500 kr. sekt í Landhelgissjóð Íslands, er af- plánist með 7 mánaða einföldu fangelsi, ef sektin verður eigi greidd innan Á vikna frá birtingu dóms þessa. Um upptöku afla og veiðarfæra og um máls- kostnað skal lögregluréttardóminum Óraskað. Kærði greiði allan áfryýjunarkostnað sakar- innar, þar með talin málflutningslaun sækj- anda og verjanda í hæstarétti, málflutnings- 197 mannanna Péturs Magnússonar og Jóns Ás- björnssonar, 100 kr. til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lög- um. Forsendur hins áfryjaða dóms hljóða svo: Samkvæmt kæru skipherrans á varðskipinu Óðni, dags. 29. f. m., var kærði í máli þessu, Heinrich Achner, stadd- ur á landhelgissvæðinu á skipi sínu, togaranum Nien- stedten, S.D. 63, frá Altona, undan Sjávarmelum með stjórn- borðsvörpu í sjó. Var boja sett út þar sem skip kærðs var stöðvað og mældist staður þess á uppdrætti varðskipsins, 0,25 úr sjómílu innan landhelgislinunnar. En þar áður hafði skip kærða haldið A.S.A. læga stefnu út frá landi í 8 mínútur og eftir því verið nokkuð innar. Virðist mega álíta þá vegalengd a. m. k. 0,15 úr sjómilu nær landi en stað bojunnar og að skip kærða hafi eftir þessu verið 0,4 úr sjómílu fyrir innan landhelgislinuna, þegar mest var. Undir rannsókn málsins kom í ljós, að þegar skip kærða var eftir nefndum mælingum varðskipsins „Óðins“ stað- sett á nýrri uppdrátt, þar sem Alviðruviti (sem var mið- unarmerki) var staðsettur af herforingjaráðinu, varð stað- ur þess, þar sem það var stöðvað og boja sett út, rétt í land- helgislínunni. Eftir þessu virðist ekki geta verið annað en að skip kærða hafi verið eitthvað fyrir innan landhelgislinu- með veiðarfæri í sjó, mjög óverulega þó, því að ekki getur orðið tekið tillit til hinna ófullkomnu kompásmiðana kærðs sjálfs. Og þar sem lögin ekki gera neinn greinar- mun á, hvort menn togi rétt innan við línuna eða langt fyrir innan hana, þykir ekki verða hjá því komizt, að á- líta, að kærði hafi gert sig brotlegan gegn 1. gr. laga nr. 5, 18. maí 1920 um bann gegn botnvörpuveiðum í land- helgi, þykir refsing hans með tilliti til málavaxta eiga að vera lægsta sekt, er lög leyfa, en hún er með gildandi gullgengi krónunnar (8183) kr. 12320 krónur þar eð um fyrsta brot kærða á nefndum lögum er að ræða. Rennur sektin í Landhelgissjóð Íslands, en afplánist sektin með 6 mánaða og þriggja vikna einföldu fangelsi fáist hún eigi 198 greidd. Auk þess skulu öll veiðarfæri, þar með taldir drag- strengir, svo og allur afli innanborðs í áðurnefndum tog- ara vera upptækt og andvirðið renna Í sama sjóð. Loks greiði kærði allan kostnað málsins, sem orðinn er og verður. Föstudaginn 19. júní 1931. Nr. 31/1931. Hannes Sigurlaugsson (Lárus Jóhannesson) gegn Petru Ingimarsdóttur Hoffmann. (Enginn). Frávísun. Dómur hæstaréttar. Með áfrýjunarstefnu, dags. 17. apríl þ. á., er birt hefir verið 24. sm., hefir stefndu verið stefnt til að mæta fyrir hæstarétti í maimánuði.næsta ár á eftir og var málið þingfest þar síðasta réttardag eða þann 29. í þeim mánuði, en stefnda mætti ekki og enginn af hennar hálfu, og hefir því málið verið rekið skriflega. Með því nú að svo er ákveðið í 21. gr. hæstarétt- arlaganna, að stefnufrest skuli miða við 1. dag þess mánaðar, er þingfesta á málið í, þá hefir stefnda, sem búsett er í Reykjavík, aðeins fengið 6 daga stefnufrest í stað þess, að samkvæmt nefndri grein hæstaréttarlaganna mátti stefnufresturinn skemmst- ur vera 14 dagar. Það verður því fyrir þessa sök ex officio að vísa málinu frá hæstarétti. Þar sem stefnda hefir eigi látið mæta fyrir hæsta- rétti fellur málskostnaður niður. 199 Því dæmist rétt vera: Máli þessu vísast frá hæstarétti. Málskostn- aður fellur niður. Föstudaginn 19. júní 1931. Nr. 95/1930. Valdstjórnin (Guðm. Ólafsson). gegn Oluf Christensen (Lárus Fjeldsted). Sýknun af kæru um brot gegn lögum um bann segn dragnótaveiði. Dómur lögregluréttar Vestmannaeyja 30. maí 1930: Kærði, Oluf Christensen, á innan fjögra vikna að greiða til Fiskiveiðasjóðs Íslands sekt að upphæð kr. 6000,00, en afplána hana með fjögra mánaða og einnar viku einföldu fangelsi fáist hún ekki greidd. Auk þess skulu öll veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir og allur afli innanborðs á skipinu „Vendsyssel“ vera upp- tækt og andvirðið renna í sama sjóð. Ennfremur greiði kærði allan kostnað málsins, sem orðinn er og verður. Dóminum að fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Þann 27. mai f. á. kom varðskipið Ægir að fiskiskipinu Vendsyssel, F. N. 548, sem kærði var skipstjóri á, þar sem það lá fyrir akkeri út af Eyja- fjallasandi undan vesturenda Steinafjalls, og hafði kærði þá dragnót sína Í sjó, er lögð hafði verið út frá skipinu með um 2000 metra streng. Var legu- staður skipsins ákveðinn með hornmælingum varð- skipsins þannig: 200 Seljalandsheiði > 81907 Drangshlíðarfjall > 3322 Portlandshorn og hefir skipið samkvæmt þessum mælingum verið 0,15 sjómilu innan við landhelgislínuna, eins og hún hefir verið ákveðin 5. nóv. 1928, en þá var hún á þessum stað sett um hálfa sjómílu utar en verið hafði áður. En þar sem hér er aðeins bugða inn í ströndina, en ekki fjörður, flói eða vík, þá er eigi heimilt að telja landhelgina ná lengra út en þrjár sjómílur frá landi, og þar sem ennfremur sjóupp- dráttur sá, er lagður hefir verið fram í réttinum sýnir, að skip kærða hefir legið um 3,5 sjómílu frá landi, þá var það eigi í landhelgi, er varðskipið kom að því. Um legu dragnótarinnar og afstöðu hennar til skipsins hefir skipherra varðskipsins getið þess í skýrslu sinni, að honum hafi virzt vörpustrengirn- ir liggja í austur frá skipinu og á ská inn í landhelg- ina, sem svari því að varpan hafi verið um hálfa sjómilu nær landi en skipið. Kærði hefir hinsvegar borið það, og styðst þar við skýrslu skipshafnar sinnar, að hann hafi lagt um 1600 metra af nótar- strengnum í S.A. frá skipinu og nótina sjálfa í átt- ina til lands og hafi nótin því eigi verið nær landi en legustaður skipsins. En þetta atriði hefir eigi verið rannsakað neitt frekar og verður það því held- ur eigi talið nægilega sannað, að nótin hafi verið lögð eða dregin í landhelgi. Samkvæmt þessu er eigi fengin örugg sönnun fyrir því, að kærði hafi í umrætt skipti verið að dragnótaveiðum í landhelgi og verður því að sýkna 201 hann af kæru valdstjórnarinnar í máli þessu og leggja allan kostnað sakarinnar á almannafé, þar með talin laun sækjanda og verjanda í hæstarétti, er ákveðast 50 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Kærði, Oluf Christensen, á að vera sýkn af kæru valdstjórnarinnar í máli þessu og á upp- tekt afla og veiðarfæra í skipi hans, Vendsyssel F. N. 548 að falla niður Allur kostnaður sakarinnar í héraði og hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun sækjanda og verjanda í hæstarétti, mál- flutningsmannanna Guðmundar Ólafssonar og Lárusar Fjeldsted, 50 kr. til hvors þeirra. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Samkvæmt kæru skipherrans á varðskipinu „Ægir“, dags. 28. þ. m., var kærði í máli þessu, Olaf Christensen, staddur á landhelgissvæðinu á skipi sínu mótorkútter ;Vendsyssel“, F. N. 548, frá Frederikshavn, á veiðum. Skip Þetta stundar dragnótaveiði. Samkvæmt skýrslu varðskips- ins var skipið 0,15 úr sjómilu innan landhelgislinunnar. Þessa skýrslu hefir kærði ekki véfengt, en tekið fram, að hann hafi ekki vitað um það, hvernig landhelgislínan var talin, þegar um bugður væri að ræða inn í landið, en þessi staðhæfing kærða, þó sönn kunni að vera, getur ekki orðið honum til sýknunar, þá skiptir það engu máli, hvernig dragnótin lá, þar sem sjálft skipið er inni á landhelgis- svæðinu. Samkvæmt framanskráðu hefir kærði gert sig brotleg- an gegn lögum nr. 53, um bann gegn dragnótaveiði frá 7. maí 1928, og þykir refsing hans hæfilega ákveðin, með til- liti til að gildandi gullgengi krónunnar er 81,79, kr. 6000,00. Sektin rennur í Fiskiveiðasjóð Íslands. Afplánist sektin 202 með fjögra mánaða og einnar viku einföldu fangelsi fáist hún ekki greidd. Auk þess skulu öll veiðarfæri, þar með taldar dragstrengir, svo og allur afli innanborðs í áður- nefndu skipi vera upptækt og andvirðið renna í sama sjóð. Loks greiði kærði allan kostnað, sem orðinn er og verður. Laugardaginn 20. júní 1931. Nr. 73/1930. Valdstjórnin (Pétur Magnússon) gegn Georg Genuttis (Jón Ásbjörnsson). Sýknun af kæru um botnvörpuveiðabrot. Dómur lögregluréttar Vestmannaeyja 9. júní 1930: Kærði, Georg Genuttis, á að greiða sekt til Landhelgissjóðs Íslands, kr. 16000,00, innan fjögra vikna. En fáist sektin ekki greidd ber kærða að afplána hana með 8% mánaða einföldu fangelsi. Ennfremur skulu öll veiðar- færi, þar með taldir dragstrengir, svo og allur afli innan- borðs í togaranum B. X. 176, Bredebeck, frá Bremerhaven vera upptækt og andvirðið renna Í sama sjóð. Svo greiði kærði og allan kostnað málsins, sem orðinn er og verður. Dóminum að fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Í hæstarétti hefir meðal annara gagna verið lagð- ur fram sjóuppdráttur, er forstöðumaður stýri- mannaskólans hefir markað á miðanir og mæl- ingar varðskipsins og sýnir uppdráttur þessi stað þann, er kærði nam staðar á með botnvörpu úti, stað varðskipsins á ýmsum tímum og miðunar- línur varðskipsins til skips kærða, þar á meðal miðunarlínuna kl. 17,05, en þá var skip kærða næst landi og innan við línu þessa, án þess upplýst 203 sé hve langt innan við hana skip kærða var. Á upp- drætti skólastjórans liggur þessi miðunarlina að nokkru leyti innan og að nokkru leyti utan land- helgislínunnar, svo sem hún hefir verið dregin fram að árinu 1928 og með því að bugða sú, er gengur inn í landið austan við Ingólfshöfða, getur ekki talizt flói, fjörður eða vik, er eigi heimild til að draga landhelgislinuna á þessum stað á þann hátt, er hún hefir verið mörkuð á sjóuppdrætti þeim, er lagður var fram í lögregluréttinum . Af skýrslu varðskipsforingjans og öðrum upp- lýsingum, er fengizt hafa um stefnu kærða út frá landinu, verður það ekki ráðið með neinni vissu, hvar kærði hefir verið staddur við miðunarlinuna kl. 17,05, og þar sem það eigi er útilokað, að hann hafi verið svo austarlega, að hann þá hafi verið þrjár sjómílur frá landi, þykir eigi vera fengin örugg sönnun fyrir því, að kærði hafi í umrætt skipti verið að botnvörpuveiðum í landhelgi, og verður því að sýkna hann af kæru valdstjórnar- innar í máli þessu og leggja allan kostnað sakar- innar á almanna fé, þar með talin málflutnings- laun sækjanda og verjanda í hæstarétti, er ákveð- ast 100 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Kærði, Georg Genuttis, á að vera sýkn af kæru valdstjórnarinnar í máli þessu og á upp- tekt afla og veiðarfæra í skipi hans B. X. 176, Bredebeck frá Bremerhaven, að falla niður. Allur kostnaður sakarinnar í héraði og hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda í 204 hæstarétti, málflutningsmannanna Péturs Magnússonar og Jóns Ásbjörnssonar, 10 kr. til hvors. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af hálfu hins opinbera gegn Georg Genuttis, skipstjóra á botnvörpungnum B X 176, Brede- beck frá Bremerhaven, fyrir að hafa brotið lög um bann gegn botnvörpuveiðum. Botnvörpungurinn var tekinn af varðskipinu „Ægir“, sem kom að austan og hélt vestur með Tvískerjum. Um ferðir togarans verður ekkert vitað, nema eftir hans eigin sögusögn, fyrr en kl. 17.05, að varðskipið sá hann. En geta má þess, að í skýrslu skipherrans, sem lögð hefir verið fram í réttinum, er talið, að kærði hafi sagt skipherra á hvaða miði hann hafi veitt áður en hans varð vart af varðskipinu, og að hann hafi ennfremur skýrt svo frá, að vegalengdina hafi hann farið á 2,45 kl. stundum með fullri ferð. En kærði kannaðist ekki við það fyrir réttinum, að hann hafi farið leiðina á þessum tíma. Það má telja sannað í málinu, að kærði hafi, þegar að varðskipið mældi hann kl. 17,05, verið inni á landhelgis- svæðinu, því kærði hefir engum mótmælum hreyft gegn þessari mælingu eða skýrslu varðskipsins um þetta at- riði, en samkvæmt skýrslunni var botnvörpungurinn mið- aður fyrir innan línu merkta Í á uppdrættinum, rskj. nr. 2, en þessi lína liggur alstaðar fyrir innan landhelgislin- una, þá er og upplýst í málinu, að kærði var með vörp- una úti kl. 18,05, þegar varðskipið kom að honum. Kærði gefur nú þá skýrslu um hreyfingar sínar og at- hafnir umræddan klukkutima, áður en varðskipið kom að honum, að hann hafi komið frá Tvískeri, en um þær slóðir var hann að veiðum, með stefnu til N.V., en kl. 6, enskur tími, snéri hann til N.A. til A. og átti þá tal við annað fiskiskip og hélt því næst til S.S.V. til boju Þeirrar, sem merkt er á uppdrættinum með blýant, sem b. Fram hjá þessari boju sigldi hann kl. 6,40 og hélt í suður frá henni % sjómílu; stöðvaði vélina þar og kastaði út vörp- unni í áttina S.S.V. til boju c, sem er að sögn kærða rétt 205 hjá þeim stað, sem varðskipið mældi hann kl. 6,07, eftir íslenzkum tíma. Kærði hefir borið, að hann hafi kastað vörpunni kl. 6,55 eftir enskum tíma og stöðvað skipið í 6—8 minútur. og eins og kom fram í prófunum, var skipstjóri að toga bangað til varðskipið kom að skipi hans. Þessi framburð- ur kærða um að hann hafi stöðvað skip sitt í 6—8 min- útur, verður að skoðast sem rangur, því 3 stýrimennirn- ir á varðskipinu og loftskeytamaður skipsins hafa allir borið það, og staðfest með eiði sínum, að það geti ekki átt sér stað, að skipið hafi stöðvast eða legið kyrrt í 6—8 mínútur eins og kærði heldur fram. Og þegar nú þess er gætt, að þessi stöðvun á skipi kærðs átti að hafa skeð aðeins um 12 mínútum áður en varðskipið kom að botn- vörpungnum, þá litur rétturinn svo á sem engin ástæða sé til þess að ætla að vitnunum hefi getað missýnzt. Enda er upplýst að skygni var hið bezta, og öll vitnin hafa bor- ið, að þau hafi haft nákvæmar gætur á skipi kærða allan tímann frá því að varðskipið sá það. Eitt vitnið, 2. stýri- maður, kom þó ekki á stjórnpall fyrr en kl. 17,17. Um aðra stöðvun skipsins er ekki að ræða, því kærði hefir borið fyrir réttinum, að hann hafi farið Vmist með hægri eða hálfri ferð, en aðeins farið fulla ferð aftur á bak og áfram um leið og hann kastaði. Nú hefir kærði skýrt svo frá, að hann geti ekki kastað út vörpunni án þess að stöðva skipið, og þykir því enginn vegur til þess, að ætla annað, en að skip kærða hafi verið með vörpuna úti alla leið frá því varðskipið sá það fyrst, en eins og tekið hefir verið fram áður, þykir mega ætla það sann- að, að kærði hafi verið í landhelgi, þar sem varðskipið sá það í fyrstu, þegar Í. mæling var tekin. Rétturinn athugar, að kærði hefir borið, að skip hans gangi 3 sjómilur á klukkutímanum með vörpu, en þar sem ætla má, að kærði hafi haldið út frá landi allan tímann með fyllstu ferð, eftir því, sem við var komið, þykir þessi framburður um gang skipsins ekkert aðalatriði, eftir því, sem hér stendur á. Þá athugar rétturinn, að upplýst er, að kærði hafi heyrt viðvörunarskot varðskipsins áður en hann kastaði vörpunni, eftir hans skýrslu, en það fyrir sig þykir mjög óeðlilegt, að nokkur skipstjóri kasti vörpu í nánd við landhelgina eftir að varðskipið hefir skotið 206 viðvörunarskoti, og það enda þótt skotið hafi átt við eða verið beint að öðru skipi eins og kærði heldur fram. Loks þykir kærði tæplega hafa gert eðlilega grein fyrir því hvers vegna hann hafi búlkað veiðarfærin, eins og hann hefir skýrt frá í réttinum. Samkvæmt framanskráðu þykir næg sönnun fengin fyrir því, að kærði hafi togað inn á landhelgissvæðinu og þannig gerzt brotlegur gegn 1. gr. laga um bann gegn botnvörpu- veiðum, nr. 5, 18. maí 1920. Með dómi lögregluréttar Vestmannaeyja 18. april 1928 var kærði dæmdur í 12500 króna sekt fyrir samskonar brot, og verður að taka tillit til þessa við sektarákvörðun- ina. Þá kemur og til álita, hvort hann skuli dæmdur til fangelsishegningar samkv. 5. gr. nefndra laga. Rétturinn er þeirrar skoðunar að ekki beri að láta fangelsishegninguna koma til greina nema í þeim tilfel|- um þar sem örugg vissa er fengin fyrir því, að skipið hafi farið í upphafi inn á landhelgissvæðið með vitund og vilja skipstjóra, en um þetta liggja engar upplýsingar fyrir í málinu. Þykir því í þetta sinn mega sleppa kærða við fangelsishegningu. Sekt sú, er kærða ber að greiða, þykir með hliðsjón af að gildandi gullgengi krónunnar er kr. 81,79, hæfilega ákveðin kr. 16000,00, sem greiðist innan fjögra vikna, en afplánist með 8!'% mánaðar einföldu fangelsi fáist hún ekki greidd. Sektin rennur í Landhelgissjóð Íslands. Auk þess skulu öll veiðarfæri þar með taldir dragstrengir svo og allur afli innan borðs í áðurnefndum togara, Bredebeck, vera upp- tækt og andvirðið renna Í sama sjóð. Auk þess greiði kærði allan kostnað málsins, sem orðinn er og verður. 207 Mánudaginn 22. júní 1931. Nr. 44/1930. Valdimar Hersir (Guðm. Ólafsson) gSegn Þrotabúi Gísla J. Johnsen (Enginn). Kaupkrafa eigi tekin til greina. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 20. febr. 1930: Stefndur, Gísli J. Johnsen, konsúll, á að vera sýkn af kröfum stefnanda, Valdimars Hersir, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Dómur hæstaréttar. Bú stefnda, Gísla J. Johnsen, var tekið til skipta sem þrotabú eftir að áfrýjunarstefnan var gefin út í máli þessu. Hefir áfrýjandi hér í réttinum beint kröfum sín- um gegn þrotabúinu og krafizt þess, að það verði dæmt til að greiða sér kr. 6936,79 með 6% ársvöxt- um frá 1. júni 1927 til greiðsludags, svo og máls- kostnað í báðum réttum eftir mati réttarins. Af þrotabúsins hálfu hefir eigi verið mætt í málinu, en hinsvegar lét stefndi sjálfur mæta í því við fyrstu fyrirtöku þess hér í réttinum. Þegar málflutningur skyldi fara fram var þó heldur eigi mætt af hans hálfu. Málið hefir samkvæmt þessu verið flutt skrif- lega og er dæmt eftir framlögðum skjölum sam- kvæmt N. L. 1--4—32 og 2. gr. tilsk. 3. júní 1796. Með því að fallast verður á það álit undirdómar- ans, að áfrýjanda hafi ekki tekizt að sanna, að. stefndi, Gísli J. Johnsen, hafi ráðið áfrýjanda í þjónustu sína sem prentara og sem ritstjóra og af- greiðslumann blaðsins Skeggja, ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Málskostnaður fyrir hæstarétti fellur niður. 208 Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða dómi skal vera óraskað. Málskostnaður í hæstarétti fellur niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta hefir höfðað eftir árangurslausa sáttatilraun Valdimar Hersir prentari hér í bænum með stefnu, útg. 17. nóv. 1927, gegn Gísla J. Johnsen konsúl, einnig til heimilis hér í bænum, til greiðslu skuldar kr. 7193,27 fyrir vinnu við ritstjórn, prentun og afgreiðslu blaðsins „Skeggja“, er gefið var út í Vestmannaeyjum 1926—-27; svo krefst stefn- andi og 6% ársvaxta af nefndri upphæð frá 1. júní 1996 til greiðsludags, og málskostnað að skaðlausu eða eftir reikn- ingi. Stefndur hefir hinsvegar krafizt algerðrar sýknu og sér dæmdan málskostnað með 400 kr. ; Stefnandi skýrir frá málavöxtum á þá leið, að stefndur hafi í mailok 1926 ráðið sig til fyrrgreindra starfa við nefnt blað, án þess þó að nokkuð væri um kaup samið, en stefn- andi þó sett upp fyrir prentstörfin sömu laun og hann hafði um þær mundir í Ísafoldarprentsmiðju, kr. 86,30 á viku, en fyrir ritstjórnina krefst hann í stefnunni 200 kr. á mánuði og auk þess 50 kr. mánaðarlega fyrir afgreiðslu blaðsins. Kveðst stefnandi hafa starfað við blaðið um 10 mánaða tíma, en þá hafi stefndur hætt að leggja til pappir í það án þess að minnast á það, að blaðið ætti að hætta og eigi heldur sagt sér upp stöðunni, heldur látið hann vinna að ýmsu í prentsmiðjunni, sem sé eign stefnda. Kveður stefnandi að sér hafi leiðst að bíða eftir ráðstöf- unum stefnds og tekið sér far 18. júní 1927 til Reykjavík- ur, til þess að ná fundi hans, til þess að ræða við hann um pappirsút vegun til blaðsins og fjárhagsviðskipti þeirra út af fyrrgreindum störfum stefnanda við blaðið. En stefnandi segir, að sér hafi ekki tekizt að ná tali af stefndum, og hafi hann því 27. júlí 1927 tekið þann kost að skrifa stefndum og hefir stefnandi lagt fram eftirrit af bréfi þessu og telur þar til skuldar hjá stefndum miðað við 1. júlí s. á. kr. 5273,27. Þessu bréfi svarar stefndur 1. ág. s. á. og segir í niðurlagi bréfsins svo: „ég hefi aldrei ráðið yður eða sam- 209 ið við yður um að vera ritstjóri etc. fyrir mig“. Leiddi þetta svar stefnda til þess að stefnandi höfðaði mál þetta og sundurliðar hann kröfur sinar þannig: Prentaralaun 390 kr., ritstjórnarlaun 200 kr., afgreiðsluþóknun 50 kr., hver upphæð um sig mánaðarlega frá 1. júní 1926 til 1. okt. 1927 = kr.10,240.— að viðbættum 26 kr. fyrir ýmisleg út- gjöld við blaðið og prentsmiðjuna eða samtals kr. 10.266.00. Hér upp í telur hann greitt upp í launin í peningum kr. 1.243.30, innheimt fyrir auglýsingar í blaðinu kr. 1507,43, fyrir sölu á blaðinu netto kr. 204.43 og fyrir ýmiskonar prentun kr. 118.00. Undir rekstri málsins hefir stefnandi lækkað prentaralaunin í 373.97 á mánuði og stefnukröfuna ofan í kr. 6936,79. Stefndur hefir mótmælt öllum kröfum stefnanda og kraf- izt sér dæmdan málskostnað. Neitar stefndur því að hafa ráðið stefnanda sem ritstjóra, prentara eða afgreiðslumann við nefnt. blað, enda eigi verið kostnaðarmaður blaðsins eða borið á nokkurn hátt ábyrgð á útgáfu þess. Stefndur segir hvorki áskrifendagjald eða gjöld fyrir auglýsingar hafa runnið til sín og enn neitar stefndur því, að hann hafi greitt nokkurn hlut upp í kaup stefnanda, heldur lánað honum út í viðskiptareikning hans við verzlun sína og út- vegað honum lítið eitt af pappír handa blaðinu, er átti að koma upp í auglýsingar frá stefndum og loks kveðst stefnd- ur hafa viljað styðja viðleitni stefnanda til blaðaútgáfu og Því leyft honum að prenta blaðið í Prentsmiðju sinni. Í máli þessu hefir verið lagt fram eitt eintak af blaðinu Skeggja, sem út kom 18. dez. 1926. Stendur á blaðinu, að það sé 4. árgangur þess og að stefnandi sé ritstjóri og á- byrgðarmaður og blaðið prentað í prentsmiðju G. J. John- sen. Hinsvegar er það ekki greint hver sé eigandi blaðsins og kostnaðarmaður. Um 3 fyrri árganga blaðsins ér Það upplýst, að stefndi var kostnaðarmaður Þeirra, en að blað- ið lá niðri um skeið, hversu lengi, er ekki upplýst, þar til það hóf göngu sína aftur 12. júní 1926 undir ritstjórn stefn- anda og var við líði til 19. febr. n. á. og þar sem árganga- röðin er áframhaldandi, sýnir það sig, að blað það, er stefnandi stýrði, var framhald hins eldri Skeggja. Með þessu er það þó gegn neitun stefnda ekki sannað, að hann hafi haldið áfram að vera útgefandi og kostnaðarmaður blaðsins framar því, sem áður er greint, að hann leyfði 14 210 prentun blaðsins Í prentsmiðju sinni og lagði að meira eða minna leyti til pappir í það og loks, að það verður að telja upplýst í málinu, að menn, er voru í þjónustu stefnds, störfuðu í prentsmiðjunni og hafa þá að líkindum að ein- hverju leyti aðstoðað við prentun blaðsins, þó að ætla megi, að stefnandi, sem er lærður setjari, hafi að mestu annazt prentunina. Til stuðnings þvi, að stefndur hafi ver- ið kostnaðarmaður blaðsins, hefir stefnandi bent á það, að einn starfsmaður stefnda hefir tekið á móti áskriftargjaldi fyrir blaðið, 2 kr. ó0 a., og kvittað f. h. stefnds fyrir upp- hæðinni, sem hann telur greiðslu fyrir 1. og 2. ársfj. 1926, og starfsmaður þessi hefir borið það, að hann muni hafa tekið við alls um 7 kr. fyrir áskriftargjald og auglýsingar. En auk þess, sem það er ekki rétt að tala um greiðslu fyrir 1. ársfjórðung blaðsins þetta ár, því þá kom það ekki út. virðist innheimta þessara 7 króna ekki geta vegið mikið sem sönnun fyrir því, hver hafi verið kostnaðarmaður blaðsins, þar sem stefnandi og stefndi höfðu ýmisleg við- skipti vegna útgáfu þess og það hefir ekki verið sannað. gegn neitun stefnda, að umrædd upphæð hafi runnið til hans. Í öðru lagi hefir stefnandi lagt fram viðskiptareikn- ing sinn við verzlun stefnds, þar sem stefnanda eru taldar til skuldar kr. 1413.16. „Til Prentsm. fr. innb. augl.“ Þessa færslu skýrir stefndur þannig, að hún hljóti eingöngu að stafa af því, að stefnandi hafi viljað geta séð hvað hann tók á móti fyrir auglýsingar og að þetta hljóti að vera gert eftir ósk stefnda sjálfs og honum til minnis, en annars hefði þessi upphæð átt að vera færð sem tekjur fyrir prentsmiðjuna og sé hér að eins að ræða um rétta og slétta millifærslu milli téðra reikninga. Hafi átt sér hið sama stað, er stefnandi gaf út blaðið „Þór“. En það blað gaf stefnandi út Í Vestmannaeyjum áður, en útsáfan féll niður. Umgetin færsla á reikningi stefnanda er Í rauninni það einasta sönnunargagn, SEM komið hefir fram, fyrir því að tekjur af blaðinu ættu að falla til stefnds og hann þar af leiðandi að vera kostnaðarmaður blaðsins og stefnandi starfsmaður hans. Þetta atriði þykir þó ekki, með hliðsjón af skýringu stefnds og gegn eindreginni neitun hans um, að stefnandi hafi verið þjónn hans, nægilegt til að taka til greina kaupgjaldskröfu stefnanda á stefndum, þar sem það er viðurkennt, að hvorki fyrr eða síðar hafi verið samið all um kaup handa stefnanda, að enginn samningur virðist hafa komizt á milli aðilja umfram það, að stefndur styrkti blaðaútgáfuna eins og áður er sagt, og að ekkert er fram- komið í málinu, er sanni það, að stefnandi hafi, meðan hann fékkst við blaðaútgáfu þessa, krafið stefndan um kaup, hvorki viku- eða mánaðarkaup. Og ennfremur eru komin fram í málinu margvísleg atriði, sem benda til Þess, að stefnandi hafi alveg verið sinn eiginn húsbóndi og hag- að útgáfu blaðsins að eigin vild. Það þykir því eiga að sýkna stefndan af kröfum stefnanda í málinu. En þar sem reikningsviðskipti aðilja eru engan veginn glögg og ekki alveg Óbrengluð frá stefnds hlið, þykir málskostnaður eiga að falla niður. Mánudaginn 22. júní 1931. Nr. 20/1931. Réttvísin (Garðar Þorsteinsson) segn Torfa G. Þórðarsyni (Pétur Magnússon) Bókhaldsvanræksla gjaldþrota. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 2. febr. 1931: Torfi Guðmundur Þórðarson sæti einföldu fang- elsi í 45 daga og greiði allan kostnað sakarinnar, Þar á meðal kr. 65 í málsvarnarlaun til Gústavs A. Sveinssonar, málfærslumanns. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Þegar frá eru skilin fyrirmæli laga um bókhald, hafa ekki komið fram í málinu sannanir um Það, að ákærði hafi framið nokkurn þann verknað, sem refsing er viðlögð í lagaboðum þeim, er í aukarétt- arstefnunni greinir, og ber þess vegna að því leyti að sýkna hann. Hinsvegar hefir ákærði bakað sér refsingu fyrir vanrækslu um bókhald svo sem lýst er 212 í hingum áfrýjaða dómi, samkv. 2. málsgr. 264. gr. almennra hegningarlaga, og þykir sú refsing hæfi- lega ákveðin 45 daga einfalt fangelsi eins og gert er í aukaréttardóminum .En með því að ákærði er ungur maður, hefir hegðað sér að öðru leyti vel og engin ástæða er til þess að ætla, að bókhaldsvan- ræksla hans sé í sviksamlegum tilgangi framin, þá þykir rétt að fresta framkvæmd refsingarinnar samkvæmt lögum nr. 39 frá 16. nóv. 1907, og falli hún niður að fimm árum liðnum, enda verði skil- yrðum nefndra laga fullnægt. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað í héraði skulu vera óröskuð. Svo greiði ákærði all- an sakarkostnað, þar á meðal þóknun til sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, er ákveðast 120 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Torfi Guðmundur Þórðarson, sæti 45 daga einföldu fangelsi, en fresta skal fram- kvæmd refsingarinnar samkvæmt lögum nr. 39, frá 16. nóv. 1907 og falli hún niður að fimm árum liðnum, ef fullnægt er skilyrðum áður- nefndra laga. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað í héraði skulu vera óröskuð. Enn- fremur greiði ákærði allan annan sakarkostn- að, þar á meðal málflutningskaup sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmála- flutningsmannanna Garðars Þorsteinssonar og Péturs Magnússonar, kr. 120 til hvors þeirra. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lög- um. 213 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af réttvísinnar hálfu gegn Torfa Guðmundi Þórðarsyni, fyrrv. kaupm. Klapparstíg 31, fyrir brot gegn ákvæðum 26. kapítula almennra hegningarlaga frá 25. júní 1869, ákvæðum laga nr. 25, frá 1929 og 53, frá 1911. Málavextir eru þannig: Hinn 25. apríl f. á. var ákærður í þessu máli úrskurðað- ur gjaldþrota með úrskurði skiptaréttarins í Reykjavík, Þessi úrskurður var kveðinn upp eftir að ákærður sjálfur hafði beiðst þess að bú sitt yrði tekið til skiptameðferðar, þar sem hann gæti ekki lengur staðið í skilum. Samkvæmt efnahagsuppgjöri því, sem ákærður skilaði til skiptaráð- anda 30/4 í. á. og miðað var við 31. dezember 1929, áttu skuldir umfram eignir að vera kr. 11,822,35. Þetta uppgjör segist ákærður hafa gert eftir bókum verzlunarinnar. Samkvæmt þessu uppgjöri áttu peningar í kassa að vera við áramótin kr. 52,65 og vörur að útsöluverði kr. 52,873,87 = 30% til að fá innkaupsverðið kr. 37,011,75. En allar þær vörur, er fyrir hendi voru við gjaldþrotið, seldust við nauð- ungaruppboð fyrir kr. 9,115,59 brúttó, — svo mismunur á skuldum og eignum varð því allmikið meiri en gert er ráð fyrir í framannefndu uppgjöri. Einn liðurinn í rannsókn þessa máls var bókhaldsrann- sókn á viðskiptabókum verzlunarinnar. Þær bækur sem ákærður hafði haldið voru aðallega bessar: 1. Dagbók — sem var færð nokkurnvegin til ársloka 1929 en ekki eftir það. Fylgiskjölum þó haldið til haga með ágöllum er síðar verður greint. 2. Aðalbók og efnahagsbók. Í hana hefir verið fært úr dag- bókinni til 30. júní 1929. Síðasti efnahagsreikningur í bókinni er 13. sept. 1928. En nákvæmur efnahagsreikningur var gerður af Manscher á Birni Árnasyni 29. janúar 1929 og sýndi hann að þá voru skuldir umfram eignir kr. 2,113,89. Kassabók var færð til 19. apríl 1930. Í þessa bók er fært það sem komið hefir inn frá skuldunautum og fyrir kon- tant sölu — og frá 5. jan. 1929 aðeins kontant sala. Auk þess hefir ákærður fært sölukladda til 28. febr. 1930 einskonar viðskiptabók, bók yfir skuldheimtumenn 214 til sept. ágúst 1929, faktúrubók til 1. júlí 1928 og bækur með vöruupptalningu 13/9 1928 og 1/1 1930. Þegar rætt er um niðurstöður þær, sem urðu af endur- skoðuninni, virðist óbrotnast að taka Þær í þremur köflum. Fyrst niðurstaðan eins og hún varð samkvæmt bókunum, eins og þær voru samkvæmt upplýsingum frá ákærðum og hægt var að sannreyna að voru réttar, og að lokum niður- stöðurnar eins og þær yrðu eftir þeim skýringum, sem á- kærður hefir gefið án þess að hægt hafi verið að sann- reyna hvort þær skýringar hafi við rök að styðjast. Samkvæmt bókunum og fylgiskjölunum, sem fyrir lágu, vantaði í kassa ákærðs við gjaldþrotið um 6000,00 og sam- kvæmt upptalningu ákærðs á vörubirgðum við áramót, sem færð er í tvo kladda, er vöruþurðin þá miðað við útsölu- verð um kr. 19,000,00; hér vantaði því um kr. 25,000,00. En ákærður fékk þessa endurskoðun til athugunar og gerði hann þá grein fyrir ýmsum greiðslum, sem hann hafði innt af hendi í vörum eða peningum án þess að hann hefði fengið kvittanir fyrir. — Hægt hefir verið að sannreyna að ákærður hefir greitt það miklar upphæðir úr sjóði án kvittana og færslu, að sjóðþurður lækkar niður i.kr. 1,479,64. Þá hefir ákærður gert grein fyrir það miklu af greiðsl- um, sem hann hefir innt af hendi í vörum nokkru áður en hann varð gjaldþrota. — Þó fyrir áramót 1929—30 — að vöruþurðin lækkar niður í um kr. 15,500. Enn hefir ákærður gert grein fyrir peningagreiðslum til útlendra firma samtals kr. 1500,81 auk kostnaðar. Fyrir þessum greiðslum hefir ákærður engar kvittanir, og hann kveðst ekki muna hverjum hann hafi greitt þessar upp- hæðir hér fyrir hönd firmanna. Af þessum ástæðum hefir ekki orðið sannreynt, hvort ákærður hefir greitt þessar upphæðir. Firmun hafa ekki lýst þessum kröfum í búið. Auk þess telur ákærður sig hafa greitt skuldheimtu- mönnum með vörum fyrir kr. 2800,00, sem ekki hefir verið unnt að sannreyna. Ef þessar skýringar ákærða væru réttar mundi sjóð- þurðin hverfa og vöruþurðin lækka niður í um kr. 12,700 en það telur ákærður hafa farið í vörurýrnun við lækk- andi verð vegna sifeldra útsala og þannig liggi því fyrir full greinargerð frá sinni hendi bæði um sjóð- og vöruþurð. 215 Sumt af þeim vörum, að minnsta kosti, sem ákærður af- henti upp í skuldir, lét hann af hendi, eftir að hann var orðinn insolvent. Enda þótt ákærðum hljóti að hafa verið það ljóst af uppgjöri Manscher á Björns Árnasonar 29. janúar 1929, að hann ætti ekki fyrir skuldum, verða þessar greiðslur ekki taldar refsiverðar. Skuldir umfram eignir voru samkvæmt þessu uppgjöri fremur litlar og ef ákærð- ur hefir gert ráð fyrir þeim fjárhag er hann greiddi skuld- irnar, verður tæpast sagt að gjaldþrot hafi verið yfirvof- andi. Raunar má alveg hiklaust gera ráð fyrir, að fjárhag- ur ákærðs hafi verið verri er hann greiddi skuldirnar, en 29. jan. 1929 eða í raun og veru yfirvofandi gjaldþrot, en vegna þess hve sáralélegt bókhaldið var, er það ekki sann- anlegt að ákærður hafi séð eða hlotið að sjá, að það var yfirvofandi. Eins og fram kemur hér að framan var bókhald ákærða mjög lélegt og samkvæmt sjálfum verzlunarbókunum er samanlögð sjóð- og vöruþurð ákærðs kr. 25,000,00. Ákærð- ur hefir þó eins og að framan segir gert grein fyrir greiðsl- um, óbókfærðum og án fylgiskjala, sem lækka þessa upp- hæð að mun, — því sannreynt hefir verið að þessar greiðslur hefir hann innt af hendi. Þótt ekki hafi tekizt að sannreyna, hvort ákærður hafi innt hinar greiðslurnar af hendi verður ekki séð að það skipti verulegu máli. Ef ákærður hefir ekki innt þessar greiðslur af hendi í raun og veru, verður vöru- og sjóð- þurðin í sjálfu sér ekki refsiverð því ýmsir möguleikar eru fyrir bendi um það, hvernig þessi verðmæti hafi farið, verðmætin geta verið komin úr vörzlum búsins og eign á refsiverðan hátt af hendi ákærðs og þau geta verið komin það án þess um nokkurt refsivert athæfi hafi verið að ræða. — Það er í rauninni hið stórvitaverða við lélegt bók- hald að fela má bak við það allskonar afbrot, sem ekki verða uppplýst. Að áliti réttarins er það ekki nægilega sannað, að á- kærður hafi brotið gegn neinum af ákvæðum þeirra laga, sem mál er höfðað gegn honum fyrir, nema 264. gr., 2. mgr., hegningarlaganna; — en gegn ákvæðum þeirrar greinar hefir ákærður brotið mjög freklega. Ákærður hefir að áliti réttarins sýnt sig í stórkostlegri óreglusemi við bókhaldið og afleiðingarnar hafa orðið þær sem lýst er hér að framan. 216 Ákærður er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 6. nóv. 1901 og hefir hvorki sætt ákæru né refsingu fyrir nokkurt afbrot. Refsing sú, er hann hefir tilunnið fyrir þetta brot, er að áliti dómarans hæfilega ákveðin einfalt fangelsi í 45 daga. Ennfremur greiði ákærður allan kostnað sakarinnar, þar á meðal krónur 65,00 í málsvarnarlaun til talsmanns síns, Gústavs A. Sveinssonar málfærslumanns. Talsmaður ákærða hefir meðal annars gert þá kröfu, ef ákærður verði dæmdur til refsingar, að hann fái skilorðs- bundinn dóm. Þetta kann nú að virðast æði sjálfsagt, þar sem brotið er í sjálfu sér ekki stórfellt, ákærður ungur og hefir ekki áður verið refsað. En á það ber að líta, að í íslenzku atvinnu- og verglun- arlifi fer það sifellt í vöxt svo sem annarsstaðar, að ein- staklingar eða félög reka atvinnu og verzlun með lausafé annara. Það verður því að áliti dómarans að gera mjög strangar kröfur til þess, að bókhald þessara fyrirtækja, sé í fyllsta lagi, og að þau geti sýnt það þegar þau lenda í gjaldþrotum, hvernig lánsféð hefir farið — enda má bak við lélegt bókhald fela ýms afbrot, sem eru enn refsiverðari samkvæmt landslögum, en bókhaldsvanrækzlan sjálf. Bókhaldslagafrumvarpið, er fram var borið á síðasta Alþingi og ummælin um það þar, sýna það hve mikla og einróma áherzlu löggjafinn leggur á það og telur það mikla nauðsyn, að koma bókhaldi fyrirtækja í gott lag. Vegna þess og að afbrotið er ekki augnabliks yfirsjón, heldur æði langvarandi vanrækzla, þykja ástæður til skil. orðsbundins dóms ekki fyrir hendi. Sá dráttur, sem orðið hefir á rannsókn þessa máls, staf- ar af því, hve erfitt reyndist að fá bókhaldsrannsóknina framkvæmda vegna annríkis endurskoðendanna. Ep á rannsókninni og uppkvaðningui dómsins hefir enginn 6- Þarfur dráttur orðið. 217 Mánudaginn 22. júní 1931. Nr. 14/1931. Jakob Möller gegn tollstjóra Reykjavíkur, f. h. ríkissjóðs. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi mætti í málinu og óskaði, að það yrði hafið. Stefndi samþykkti það og krafðist ómaksbóta. Þessa kröfu ber að að taka til greina og ákveðast ómaksbæturnar 50 kr. Því dæmist rétt vera: Mál þetta er hafið. Áfrýjandi, Jakob Möller, greiði stefnda, toll- stjóra Reykjavíkur, f. h. ríkissjóðs, 50 kr. í ó- maksbætur að viðlagðri aðför að lögum. Þriðjudaginn 23. júní 1931. Nr. 20/1931. Alfred Rosenberg (Lárus Jóhannesson) Segn tollstjóra, f. h. ríkissjóðs (Stefán J. Stefánsson). Skattamál. Heimilaður frádráttur frá brúttótekjum skattgreiðanda á viðgerðarkostnaði með því eigi var sannað, að viðgerðarþörfin hefði haft áhrif á kaupverð eignarinnar. Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 30. okt. 1930: Hin umbeðna lögtaksgerð skal fram fara á ábyrgð gerðarbeiðanda. 218 Dómur hæstaréttar. Með úrskurði yfirskattanefndar Reykjavíkur frá 19. april 1930 voru skattskyldar tekjur áfrýjanda fyrir árið 1928 ákveðnar kr. 56450,00 og tekjuskatt- ur í ríkissjóð þar af kr. 9885,00. Var þá ekki tekin til greina krafa áfrýjanda um frádrátt v halds á fasteign hans „Hótel Ísland“ kr. og vegna viðhalds á áhöldum og hús- búnaði .......0000.. 0... = egna við- 12585,69 5980,33 Samtals kr. 18566,02 Taldi áfrýjandi sig eiga að greiða tekjuskatt af aðeins .......02.... kr. 56450,00 að frádregnum ......0.0.. 0000... — 18566,00 Eða 000. kr. 37883,98 sem til tekjuskatts er ákveðið, sam- kvæmt 13. gr. laga 74/1921, ...... kr. 37850,00 og er tekjuskattur þar af .......... — 5564,00 Stefndi krafði áfrýjanda um ...... — 9885,00 4 ellistyrktarsjóðsgjaldi ........... a 5,00 eða sattitalss ni kr. 9890,00 = þegar greiddum ............2...- — 4500,00 eða áll „ar kr. 5390,00 Áfrýjandi telur sig þar á móti skulda — 5564,00 4- ellistyrktarsjóðsgjaldi .......... — 5,00 Eða 2... kr. 5569,00 = áður greiddum ................ — 4500,00 1069,00 219 og býður fram þá upphæð. Krafðist stefndi því lög- taks hjá áfrýjanda fyrir þeirri upphæð allri, kr. 5390, er hann taldi ógoldna. Með úrskurði fógeta- réttar Reykjavíkur, sem upp var kveðinn 30. okt. f. á. og skotið hefir verið til hæstaréttar, að fengnu áfrýjunarleyfi 11. marz þ. á., með stefnu, útgefinni 12. sm., var ákveðið, að lögtak skyldi fara fram fyr- ir allri þessari upphæð. Áfryjandi hefir krafizt þess fyrir hæstarétti, að téður lögtaksúrskurður verði felldur úr gildi og að stefndi verði dæmdur til þess að greiða honum málskostnað. Stefndi hefir hinsvegar krafizt þess, að úrskurðurinn verði staðfestur og að áfrýjandi verði dæmdur til að greiða honum málskoostnað. Ágreiningur málsaðilja er, sem fyrr segir, um það, hvort heimilt hafi verið að draga frá brúttótekjum áfrýjanda 1928 umræddan viðhaldskostnað eða ekki. Áfrýjandi varð eigandi að „hótel Ísland“ frá 14. mai 1928, og áðurnefndar viðgerðir hafa því farið fram á sama ári, sem kaupin gerðust. Stefndi hefir ekki vefengt það, að áðurnefndar kr. 18566,02 hafi yfirleitt farið til viðhalds eða viðhalds á húsi og áhöldum, svo að eignir þessar mættu koma á- frýjanda að fullum notum í atvinnurekstri hans, en hinu hefir stefndi haldið fram, að það, að eignirn- ar voru í því ástandi, að slíks viðhalds og viðgerðar var þörf, hljóti að hafa valdið því, að kaupverð þeirra hafi orðið þeim mun lægra en ella mundi verið hafa. Feli því viðgerðirnar og viðhaldið í sér hreinan eignarauka til handa áfrýjanda og sé því ekki viðhald í skilningi 11. gr. laga nr. 74/1921 eða 14. gr. reglugerðar nr. 90/1921. Í máli þessu er það ekki sannað og jafnvel ekki líklegt, að sú viðhaldsþörf eða viðgerðir á eftir- 220 nefndum eignum, sem fyrir hendi var, er þær voru seldar áfrýjanda 14. maí 1928, hafi skipt nokkru verulegu máli um kaupverð þeirra. Þegar af þeirri ástæðu virðist ekki heimilt samkvæmt 11. gr. laga nr. 74/1921 og 14. gr. reglugerðar nr. 90/1921 að undanskilja nefndan viðhaldskostnað og viðgerðar frádrætti frá tekjum, áður en þær séu ákveðnar til tekjuskatts. Samkvæmt þessu ber að staðfesta hinn áfrýjaða fógetaréttarúrskurð að því leyti, sem til áður- nefndra kr. 1069,00 kemur, en fella hann úr gildi að öðru leyti. Eftir málavöxtum þykir rétt, að máls- kostnaður fyrir hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Lögtak fyrir kr. 1069,00 á fram að fara, en að öðru leyti skal hinn áfrýjaði úrskurður úr gildi felldur. Málskostnáður fyrir hæstarétti fellur niður. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Ágreiningur sá, er hér liggur fyrir, kemur til af því, að gerðarþoli taldi sér til frádráttar af tekjum sínum 1928 kr. 18,566,02, sem hann telur að hafi verið viðhald á húsi og húsbúnaði og hefir hann haldið því fram, að það væri ó- tvirætt frádráttarhæft samkvæmt gildandi lögum, jafnframt því sem hann hefir neitað að greiða skatt af þessari upp- hæð. Gjerðarbeiðandi, sem krafizt hefir lögtaks fyrir skatti af nefndri upphæð, hefir hinsvegar haldið því fram, að þetta væri ekki frádráttarhæft með því, að. viðgerð þessi hefði farið fram á hinu sama ári og gerðarþoli varð eigandi að eignum þessum og hafi kaupverðið að sjálfsögðu verið miðað við ástand eignanna þegar kaupin fóru fram og við- gerðin því réttilega skoðuð eignaaukning gerðarþola. 221 Fógetarétturinn verður að líta svo á, að verk það, sem gerðarbeiðandi hefir látið vinna við hinar greindu eignir og, sem hann hefir talið kosta kr. 18,566,02, geti ekki talist viðhald í skilningi tekju- og eignaskattslaganna, heldur endurbætur á hinum keyptu eignum, frá því, er þær voru þegar kaupin fóru fram, og að gerðarþoli hafi varið nefnd- um hluta tekna sinna til beins eignarauka. Verður upphæð- in því ekki talin frádráttarhæf. Ber því að leyfa framgang hinnar umbeðnu gerðar á ábyrgð gerðarbeiðanda. Föstudaginn 25. sept. 1931. Nr. 19/1931. Valdstjórnin (Stefán Jóh. Stefánsson) gegn Albert Jóhannessyni (Sveinbjörn Jónsson). Brot gegn reglugerð um skoðun bifreiða. Dómur lögregluréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 17. febr. 1931: Ákærður, Albert Jó- hannesson, á að vera sykn af kærum og kröfum vald- stjórnarinnar í máli þessu. Málskostnaður, þar á meðal þóknun til skipaðs talsmanns ákærða, hæstaréttarmála- flutningsmanns Sveinbjarnar Jónssonar í Reykjavík kr. 50.00, greiðist af almannafé. Dómur hæstaréttar. Í 2. gr. reglugerðar nr. 4, 1. febr. 1928, er meðal annars svo mælt fyrir, að þarnefndir skoðunar- menn skuli ákveða hve margir farþegar megi vera í bifreið til mannflutninga og skuli sérstaklega tek- ið fram í skoðunarvottorðinu, hve margir farþegar megi sitja í framsæti bæði fólks- og vörubifreiðar við hlið bifreiðarstjóra. Samkvæmt þessu ákvæði reglugerðarinnar, sem hefir næga stoð í lögum, nr. 222 23, 31. maí 1927, hafa hinir skipuðu skoðunarmenn ákveðið, að 2 farþegar megi sitja í framsæti í bif- reið Vifilsstaðahælisins, G.K. 17, er kærði stýrir. Þessu ákvæði skoðunarmannanna hefir kærði eigi talið sér skylt að hlýða. Heldur hann því fram, að skoðunarmennirnir hafi að ástæðulausu bannað sér að hafa 3 farþega í framsætinu, framsætið sé 165 cm. á breidd og komi þannig 41 em. á hvern mann, þótt 4 séu í sætinu, og verði það að teljast nægilegt. Þessa skoðun styður kærði með því að leggja fram vottorð frá læknum og starfsfólki á Vífilsstöðum, um að vel hafi farið um farþega í framsætinu þótt 3 væru og að vottorðsgefendurnir hafi ekki séð, að farþegarnir hafi á nokkurn hátt hindrað bilstjór- ann í starfi sínu og ennfremur hefir verið lögð fram í málinu skoðunargerð 2ja dómkvaddra manna um að þeir álíti nægilegt rúm fyrir bilstjór- ann í umræddri bifreið, sem fjórða mann í framsæt- inu, ef hann hafi 2 farþega til hægri og einn farþega til vinstri handar. Þessi gögn nægja þó eigi til að undanþiggja kærða refsingu fyrir brot á nefndri reglugerð, því á meðan úrskurður skoðunarmannanna um farþega- töluna stendur óhaggaður var kærða skylt að hlýðn- ast honum. Refsing kærða, sem hefir viðurkennt að hafa ek- ið 3 skipti með 3 farþega í framsætinu, ákveðst samkvæmt 8. gr. reglugerðarinnar 30 kr. sekt til ríkissjóðs, er afplánast með Jja daga einföldu fang- elsi, ef hún verður eigi greidd innan 14 daga frá birtingu dóms þessa. Svo ber kærða að greiða allan kostnað málsins, bæði í héraði og hæstarétti, þar með talin mál- flutningslaun skipaðs verjanda sins í héraði, 50 kr. 223 og málflutningskaup sækjanda og verjanda í hæsta- rétti, 60 kr. til hvors. Þvi dæmist rétt vera: Kærði, Albert Jóhannesson, greiði 30 kr. sekt í ríkissjóð og komi ðja daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan 14 daga frá birtingu dóms þessa. Svo ber kærða og að greiða allan kostnað sakarinnar, bæði í héraði og hæstarétti, þar með talin málflutningslaun sækjanda í hæsta- rétti, málflutningsmanns Stefáns Jóh. Stefáns- sonar, 60 kr. og málsvarnarlaun verjanda sins í héraði og hæstarétti, málflutningsmanns Sveinbjörns Jónssonar, 110 kr. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn bif- reiðarstjóra Albert Jóhannessyni, til heimilis á Vifilsstaða- hæli i Garðahreppi í Gullbringusýslu, sem er 35 ára að aldri, út af kærum á hendur honum frá skipuðum skoð- unarmanni bifreiða, Birni Bl. Jónssyni í Reykjavík, dags. 5. júlí og 28. ágúst f. á., fyrir það, að hann dagana 28. júní, 11. og 28. ágúst f. á, hafi í vöruflutningabifreiðinni G.-K. 17, eign heilsuhælisins á Vífilsstöðum, haft 3 farþega í framsæti bifreiðar þessarar, hvar, samkvæmt skoðunar- vottorði bifreiðarinnar, eigi megi vera fleiri en 2 farþegar hjá bifreiðarstjóranum. Er í hinu fyrstgreinda kæruairiði tekið fram af kær- anda, að þetta sé brot á bifreiðalögunum og það stórt, því 3 farþegar hjá bifreiðarstjóra geri svo mikil þrengsli, að vel geti valdið truflun á stjórn bifreiðarinnar. 224 Hefir kærður undir rannsókn málsins talið það rétt vera, að hann í umrædd skipti hafi haft hjá sér frammi bifreiðinni 3 farþega, eða auk hans verið þar 3 menn í stað tveggja, eins og í skoðunarvottorði bifreiðarinnar greini, en hann kveðst jafnan hafa verið þeirrar skoðunar sem bifreiðarstjóri og hafa fulla reynslu fyrir því, að þetta komi ekki í bága við keyrslu á nokkurn hátt og að í sum- um tilfellum sé þægilegra og jafnvel öruggara, að bifreið- arstjórinn hafi stuðning frá báðum hliðum. Ákærður segir og að framsæti umræddrar bifreiðar sé 165 cm. þvert yfir hana, og því fyllilega rúmt um 4 menn, eða engu minna pláss fyrir hvern en hlutfallslega í flutningabifreiðum fyrir 2 farþega frammi samkvæmt skoðunarvottorðum þeirra. Við yfirheyrslu á kærðum undir rannsókninni hefir hann lýst því yfir, að hann nauðugur gengi inn á að greiða sekt út af þessu, þar sem hann væri þeirrar skoð- unar, að skoðunarmenn bifreiða hefðu við ákvörðun í skoðunarvottorðum um tölu farþega frammi bifreiðum, gert þetta af handahófi, og hvorki í lögum né reglugerð sé ákveðið, hve mikið rúm hverjum farþega sé ætlað, eða í lögum, hvar þeir skuli í bifreiðinni vera. Skipaður tals- maður ákærða rökstyður þetta álit hans í varnarskjali sínu undir rekstri málsins, og heldur því einnig fram, að um- rædd ákvæði reglugerðarinnar um skoðun bifreiða, er fyrr greinir, eigi hafi stoð í lögum. Í framlagðri umsögn tveggja annara lögskipaðra skoð- unarmanna en kæranda, dags. 23. oktbr. f. á., um fyrr- greint kæruerindi, er meðal annars tekið fram, að gerð bifreiða, og þó sérstaklega umbúnaður og fyrirkomulag í framsæti þeirra „sé með afarmörgu móti, og því aldrei hægt að öllu leyti að leggja breidd sætisins til grundvallar þegar til sé tekið um farþegafjölda, heldur komi þar margt Annað til greina eftir byggingu bifreiðarinnar. Kveðast Þeir við ákvörðun farþega í skoðunarvottorðum sínum hafa farið eftir ákvæðum reglugerðar nr. 4, 1. febr. 1928, um skoðun bifreiða, er hafi stoð í bifreiðalögunum, svo og erindisbréfi fyrir skoðunarmenn bifreiða. Í lögum nr. 23, 31. maí 1927, um breyting á lögum nr. 56 frá 15. júní 1926, um notkun bifreiða, 4. gr., 2. málsgr., stendur: „Í skoðunarvottorði skal ákveða, hversu Marg- ir farþegar megi vera í bifreið til mannflutninga“. En } 9. 225 gr. fyrrgreindrar reglugerðar um skoðun bifreiða, 4. máls- gr. stendur: „Í skoðunarvottorði skal ákveða, hversu margir farþegar megi vera í bifreið til mannflutninga, og skal sérstaklega tekið fram, hve margir megi sitja í fram- sæti, bæði fólks- og vörubifreiða, við hlið bifreiðarstjóra“. Þegar nú samanburður er gerður á hinum tilfærðu á- kvæðum laga um notkun bifreiða frá 1927 og reglugerðar- innar um skoðun bifreiða, virðast ákvæði reglugerðarinn- ar fara lengra en lagaákvæðið gerir ráð fyrir, að því leyti, að í reglugerðarákvæðinu er, auk tölu farþega alls í mann- flutningabifreiðum, skoðunarmönnum uppálagt, að tiltaka i skoðunarvottorði, hve margir megi sitja Í framsætum Þeirra, og jafnvel meiri áherzla lögð á þetta ákvæði reglu- gerðarinnar en það, sem tekið er inn í reglugerðina eftir lögunum, og að þetta gildi einnig um vörubifreiðar, og kemur þá eigi til greina hlutarins eðli, sem annars gat komið til álita, þegar eingöngu er litið til lagaákvæðisins, og þá eins mátt segja, að það hefði verið óþarft að minn- ast á tölu farþega yfirhöfuð í bifreiðum, þar það lægi í hlutarins eðli, og í framkvæmdinni mun öllu meiri á- herzla lögð á eftirlit með að reglugerðarákvæðinu sé fram- fylgt en lagaákvæðinu, sem reglugerðin á að styðjast við. Enda þótt nú að talið verði, að nauðsyn beri til að hinir lögskipuðu skoðunarmenn bifreiða ákveði í skoðunarvott- orðum sinum sérstaklega tölu farþega í framsætum allra bifreiða, virðist hinn rétti löggjafi hafa þurft að taka það fyrst til greina, eða áður en það er tekið fram í reglugerð, og þar sem það eigi virðist hafa verið gert hér, verður rétt- urinn að álita, að ákærður eigi verði látinn sæta ábyrgð eða hegningu fyrir brot gegn ofttilgreindu ákvæði 29. grein- ar reglugerðar um skoðun bifreiða, nr. 4 frá 1. febr. 1928, og að hann beri því að sýkna af kærum og kröfum vald- stjórnarinnar í máli þessu, og virðist þá málskostnaður eiga að greiðast af almannafé, þar á meðal Þóknun til skipaðs talsmanns ákærða, er ákveðst hæfileg vera kr. 50.00. 15 226 Mánudaginn 28. sept. 1930. Nr. 16/1930. Jón Ólafsson (Sjálfur) gegn Pétri M. Bjarnarson (Garðar Þorsteinsson). Krafa um endurgreiðslu á fjárframlögum til fyrir- hugaðs kvikmyndafélagsskapar eigi tekin til greina. Dómur bæjarþings Reykjavikur 21. nóvbr. 1929: Stefndur, Pétur M. Bjarnarson, á að vera sýkn af kröfum stefnanda, Jóns Ólafssonar í þessu máli. Stefnandi greiði stefndum málskostnað með 100 krónum innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Fyrir hæstarétti hefir áfrýjandi gert þær réttar- kröfur í máli þessu, að hinum áfrýjaða dómi verði breytt og hrundið á þá leið, aðallega, að stefndi verði dæmdur til að greiða sér kr. 3500,00 með 6% ársvöxtum frá sáttakærudegi 4. sept. 1928 til greiðsludags, en til vara, að stefndi verði dæmdur til að greiða sér helming þess, sem að réttarins á- liti mætti teljast sannað, að stefndi hefði innheimt hjá Pétri heitnum Brynjólfssyni upp í framlög þau, sem gerð voru með samningum frá 23. júlí og 20. september 1918 til fyrirhugaðs kvikmyndafélags- skapar. Auk þess hefir hann krafizt málskostnaðar fyrir undirrétti og hæstarétti eftir mati réttarins. Stefndi hefir krafizt þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og sér tildæmdur hæfilegur máls- kostnaður í hæstarétti. Fyrir aðalkröfu sinni hefir áfrýjandi gert þá grein í sáttakærunni og stefnunni í málinu, að hún sé krafa 221 um endurgreiðslu á % af framlögunum til fé- lagsskapar þess, er til var stofnað með samningi stefnda og Péturs Brynjólfssonar 23. júlí 1918, en Jón Heiðberg hafði gerzt þátttakandi í þeim félags- skap með samningi sínum við stefnda 20. september 1918. Þessi krafa áfrýjanda hlyti að byggjast á þvi, að honum væri rétt að rifta nefndum kaupgerningi þeirra stefndu og Jóns Heiðberg frá 20. september 1918. Því til styrktar hefir áfrýjandi haldið því fram, að stefndi hafi blekkt Jón Heiðberg með því að leyna hann ranglega, er kaupin voru gerð þýð- ingarmiklum atriðum, er vörðuðu félagsskapinn, en eigi hefir áfrýjandi þó getað fært fram nægar sannanir fyrir þessari staðhæfingu sinni og verður þess vegna, þegar af þeirri ástæðu, að sýkna stefnda af þessari kröfu áfrýjanda. Í varakröfu áfrýjanda felst það, að stefndur standi honum skil á hans hluta af fé, er stefndur hafi tekið við, vegna félagsskaparins, og koma hafi átt til skipta milli þeirra, stefnda og Jóns Heiðbergs, sem sameigenda í félagsskapnum. Þessa kröfu, sem áfrýjandi einnig hreyfði í málfærzlu sinni í héraði, hefir hann eigi gert í sáttakærunni, og brestur sönnun fyrir því, að hún hafi verið lögð til sátta. Verður þvi ex officio að vísa þessari vara- kröfu hans frá bæjarþinginu. Málskostnaður fyrir bæjarþinginu þykir rétt að falli niður, en málskostnað í hæstarétti greiði á- frýjandi stefnda með 150,00 krónum. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Pétur M. Bjarnarson, á að vera sýkn af aðalkröfu áfrýjanda, Jóns Ólafssonar, í máli þessu. 228 Varakröfu áfrýjanda vísast ex officio frá bæjarþinginu. Málskostnaður fyrir bæjarþinginu falli nið- ur, en málskostnað Í hæstarétti greiði áfrýj- andi stefnda með 150 kr. að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta hefir höfðað cand. juris Jón Ólafsson, gegn kaupmanni Pétri M. Bjarnarson, Vesturgötu 17, til greiðslu 3500 kr. auk 6% ársvaxta frá 23. júlí 1918 til 1. jan. 1919 og með 6% ársvöxtum af þeirri upphæð frá 1. jan. 1919 til greiðsludags og málskostnaðar samkvæmt málflutnings- mannataxta. Stefndur hefir krafizt algerðrar sýknu og sér dæmdan málskostnað. Málavextir eru þessir: Hinn 23. júlí 1918 gerðu stefndur og Pétur Brynjólfsson hirðljósmyndari með sér félagsskap um rekstur kvikmyndasýningar Í Reykjavík, var með þeim helmingafélag um stofnkostnað og væntanlegan rekstur. Í félagsskapinn hafði stefndur lagt 2000 kr. til ferðakostnað- ar handa Pétri Brynjólfssyni til Danmerkur, til þess að kaupa tæki til sýninganna og lagði stefndur fram ennfrem- ur 5000 kr. í því skyni. Með samningi 20. sept. s. á. afsal- aði stefndur helmingi sins hluta eða „4 part af hinu fyrir- hugaða kvikmyndahúsi eða kvikmyndafélagsskap“ sam- kvæmt samningnum frá 23. júlí, til Jóns Heiðdal fyrir 3500 kr. auk 2500 kr. þóknunar fyrir að láta af Hen við Heiðdal þenna % hluta fyrirtækisins. Og fékk stefnd- ur þessa upphæð að fullu greidda. Af kvikmyndarekstrin- um varð ekki, en Jón Heiðdal varð gjaldþrota og féll þá samningur hans við stefndan til þrotabúsins, en skiptaráð- andi búsins framseldi samninginn Vilhj. kaupm. Þorvalds- syni og komst þá Jón Heiðdal, sem þá og síðan kallast Jón Heiðberg aftur yfir samninginn og framseldi hann stefn- anda til eignar. Stefndur hefir borið brigður á, að Heið- berg hafi með löglegum hætti komizt yfir samninginn og hefir ítrekað neitað heimild hans að honum, en hefir þó 229 undir rekstri málsins á einum stað játað það, að Heið- berg sökum viðskipta hans við Vilhj. Þorvaldsson muni hafa haft löglegar heimildir til samningsins. Og þykir rétt- inum stefndur ekki síðar geta gengið frá þeirri viðurkenn- ingu, enda hefir hann ekki fært sérstakar líkur fyrir heim- ildarskorti Heiðbergs. Samkvæmt samningnum 23. júlí 1918, sem vísað er til í samningnum frá 20. sept. s. á., var stefndur aðalstjórnandi og framkvæmdarstjóri félagsskaparins og hafði einn um- ráð yfir fjárhirzlu hans og hafði á hendi alla stjórn hans og hafði leyfi til að banna Pétri Brynjólfssyni, sem átti að hafa hina teknisku stjórn samninganna með höndum, að- gang að þeim, ef hann þótti vanrækja störf sín. Samning- urinn frá 20. sept. kvað svo á, að samningurinn frá 23. júlí skyldi standa óhaggaður þrátt fyrir afhendingu nefnds % hluta til Heiðdals. Stefnandi hefir haldið því fram, að umstefndar 3500 kr. hafi verið fengnar stefndum til varðveizlu aðeins og eigi hann að skila þeim aftur þegar ekkert varð úr kvikmynda- rekstrinum. Á þessa skoðun verður ekki fallizt. Fyrst og fremst sýnir aukaþóknun sú, sem stefndur fékk hjá Heið- dal fyrir að láta hann verða aðnjótandi þessa % hluta, að hér var um sölu að ræða, þ. e. a. s. Heiðdal greiddi stefnd- um þessa 6000 króna fúlgu til þess að verða fjórðungs- hafi allra fjárréttinda í félagsskapnum og réttur aðili beirra kosta, sem við þann fjárhlut voru bundnir. Af þessu leiðir, að krafa stefnanda á hendur stefndum verður að byggjast á því, að steindur hafi komizt yfir eignir tilheyr- andi félagsskapnum og eigi að standa skil á þeim, sem svarar til hluttöku Jóns Heiðdals í félagsskapnum, því að stefnanda hefir ekki tekizt að færa sönnur á þá málsástæðu sína, að stefndur hafi með sviksamlegu atferli vélað Heið- dal inn á samninginn frá 20. sept. 1918, þótt stefnandi hafi leitt líkur að því, að litlar horfur væru til þess, að kvik- myndareksturinn tækist um sinn, þegar téður samningur var gerður. Stefnandi hefir reynt að sanna það, að Pétur Brynjólfs- son Í utanför sinni vegna kvikmyndarekstursins, hafi keypt ýms tæki fyrir áðurnefndar 5000 kr. og að þessi tæki hafi komizt í hendur steindum og hann gert sér fé úr Þeim. Gegn eindreginni neitun stefnds, sem haldið hefir 230 því fram, að Pétur Brynjólfsson hafi sóað öllu þessu fé í sukk og svall erlendis, hefir stefnanda ekki tekizt að sanna það, að þessi tæki hafi verið keypt eða að stefndur hafi haft nokkurt fé upp úr þeim. Að vísu er það upplýst, að stefndur samkvæmt dómi í vixilmáli tók fjárnámi eignir tilheyrandi Pétri Brynjólfssyni árið 1920 og gerði sér fé úr, en gegn neitun stefnds er það ósannað, að vixilskuld þessi hafi staðið í nokkru sambandi við félagsskapinn. Samkvæmt samningnum frá 23. júlí 1918 setti Pétur Brynjólfsson stefndum að veði stækkunarljósmyndavél fyrir 2000 króna framlagi stefnds til ferðakostnaðar síns til Danmerkur í þarfir félagsskaparins og skyldi sú trygg- ing leyst, ef ekki yrði úr félagsskapnum. Krefst nú stefn- andi til vara, að verða aðnjótandi helmings þessarar trygg- ingar, þ. e. 1000 króna. Én þar sem stefnandi hefir ekki sannað það gegn neitun stefnds, að hann hafi gengið úr þessari tryggingu, getur þegar af þessari ástæðu vara- krafan ekki orðið tekin til greina. Það þykir því eiga að sýkna stefndan af öllum kröfum stefnanda, er greiði stefnum málskostnað, er þykir hæfi- lega metinn 100 kr. Miðvikudaginn 30. sept. 1931. Nr. 28/1931. Réttvísin (Lárus Jóhannesson) gegn Kristni Ólafssyni (Theódór B. Líndal). Brot gegn 204. og 205 gr., sbr. 46. gr. hegningarlag- anna. Dómur aukaréttar Ísafjarðar 20. jan.1931: Ákærður, Kristinn Ólafsson, á að vera sýkn af ákæru rétt- visinnar í málinu. Málskostnaður greiðist af almannafé, Þar með talin málsvarnarlaun hins skipaða talsmanns ákærðs, cand. jur. Óskars Borg, 35 krónur. 231 Dómur hæstaréttar. Svo sem segir í hinum áfrýjaða aukaréttardómi hefir vitnið Viggó Bergsveinsson, borið það fyrir lögregluréttinum, að ákærður hafa ölvaður mætt sér á götu á Ísafirði að kvöldi dags. 20. okt. f. á., og þá haft í hótunum, að hann skyldi „merkja hann“, þar eftir brugðið opnum hnif, er hann tók úr vasa sinum, sveiflað honum þétt fram hjá öxl sinni, rek- ið hnífsskaftið af afli í húsvegg þar hjá og í sveifl- unni til baka flumrað sig með hnifnum á tveimur fingrum hægri handar, svo að skinnspretta varð af, og ennfremur, að ákærði hafi í áframhaldi af þessu reitt hnifinn gegn brjósti sér vinstra megin, eins og hann ætlaði að stinga sig, en vitnið kom í veg fyrir, að ákærði gerði það með því að slá hann kinnhest, svo að hann féll á götuna. Þessi vitnisburður er í samræmi við vitnisburð stúlkunnar Ásgerðar Guð- Jónsdóttur, stjúpdóttur ákærða, er var viðstödd viðureignina, en vegna þess, að dimmt var, sá hún þó eigi hvort það var járn eða hnífur, sem ákærði lét ríða að brjósti Viggó. Ákærði hefir og í fyrstu skýrslu sinni fyrir lögregluréttinum kannazt við, að hafa reitt hnífinn að Viggó Bergsveinssyni, er þá hafi slegið sig, svo að hann féll niður, en í síðari réttarhöldum hefir hann breytt þessum framburði á þá leið, að það hafi verið spýta, er hann reiddi að brjósti Viggó, en ekki hnífurinn, er hann hafi látið falla úr hendi sér eftir að hafa rekið hann í hús- vegginn. En þar sem þessi breyting á framburðin- um fer í bága við framburði áðurnefndra vitna og önnur atvik, sem upplýst eru í málinu, verður hún eigi tekin til greina. Og þykir mega telja það nægilega sannað með framangreindum vitnisburð- 232 um Viggó Bergsveinssonar og Ásgerðar Guðjóns- dóttur í sambandi við fyrsta framburð ákærða í lögregluréttinum og önnur atvik málsins, að ákærði hafi í umrætt skipti reitt hnífinn að brjósti Viggó, og hefir hann með þessu gerzt brotlegur gegn 205., sbr. 46. gr. hinna almennu hegningarlaga. Í annan stað er það með eigin játningu ákærða og öðrum skýrslum í málinu sannað, að ákærði hefir í ágústmánuði f. á., er hann var mjög drukk- inn, klipið konu sína, sem hann býr samvistum við, í handlegginn, svo að marblettir komu fram og ógnað henni með hníf. Sömuleiðis er það og upp- lýst, að hann einnig í önnur skipti hefir haft sams- konar ofbeldi og ógnanir í frammi við konuna, og yfirleitt beitt hana ósæmilegri hörku Þegar hann hefir verið drukkinn. Þessi afbrot ákærða heyra undir 204. gr. hegningarlaganna og getur það eigi firrt hann refsingu, að konan hefir óskað, að máls- sókn út af þessu yrði látin falla niður. Hinsvegar verður ákærði ekki dæmdur til refs- ingar í þessu máli fyrir að hafa ögrað 17 ára gam- alli stjúpdóttur sinni með hníf, án þess þó að gera henni mein. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna og hefir eigi áður sætt refsingu fyrir brot gegn hegn- ingarlögunum. Þykir refsing hans fyrir framan- greind afbrot hæfilega ákveðin sex mánaða fang- elsi við venjulegt fangaviðurværi. Svo ber honum og að greiða allan kostnað sakarinnar í héraði og hæstarétti, þar með talin málsvarnarlaun talsmanns sins í héraði, 35 kr. og laun sækjanda og verjanda í hæstarétti, 80 kr. til hvors. Við meðferð málsins í héraði er það aðfinnslu- vert, að dómarinn hefir á byrjunarstigi málsins, 233 án lögheimildar, úrskurðað að setja ákærða í gæzlu fyrst um sinn í 6 mánuði á vinnuhæli ríkisins að Litla-Hrauni, að vitnin, Viggó Bergsveinsson og Ásgerður Guðjónsdóttir, hafa eigi verið eiðfest, og að rannsókn málsins er í sumum atriðum óljós. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Kristinn Ólafsson, sæti sex mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Svo greiði hann og allan kostnað sakarinnar í hér- aði og hæstarétti, þar með talin málsvarnar- laun talsmanns sins í héraði, cand. jur. Óskars Borg, 35 kr. og laun sækjanda og verjanda í hæstarétti, málflutningsmannanna Lárusar Jó- hannessonar og Theódórs B. Líndal, 80 kr. til hvors. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af réttvísinnar hálfu höfðað gegn ákærð- um, Kristni Ólafssyni, vélamanni, til heimilis Brunngötu 12 hér í bænum, til refsingar og greiðslu málskostnað- ar, fyrir tilraun til að stinga menn með hnifum. Samkvæmt skjölum málsins eru málavextir þeir, er hér greinir. Þann 20. okt. f. á. kl. um 7 e. h., var maður að nafni Viggó Bergsveinsson, til heimilis hér í bænum, að fylgja stúlku að nafni Ásgerður Guðjónsdóttir, er býr í húsinu nr. 12 við Brunngötu hér í bænum, heim til hennar. Er hann kom að húsinu, kom ákærður, er býr þar, út og með því, að Viggó sá, að ákærður var undir áhrifum vins, vildi hann eigi eiga orðaskipti við hann og vék frá ásamt 234 Ásgerði út í Þvergötu, er liggur sunnan til við húsið. Fylgdi ákærður þeim þangað og sýndi Viggó nokkura á- leitni, fyrst í orði og er hann eigi svaraði honum, espað- ist hann og hafði í hótunum við Viggó, að hann skyldi „merkja“ hann, en það skildi Viggó svo, að ákærður æti- aði að meiða hann eða jafnvel sýna honum banatilræði. Kveðst Viggó hafa séð, að ákærður var með hníf í hend- inni, er hann stakk í jakkavasa sinn, €n tók hann öðru hvoru upp meðan hann var að tala við Viggó, barði svo hnifskaftinu með miklum krafti í húsvegginn, þétt fram hjá öxl Viggós, og flumbraði hann í langfingur og vísifing- ur hægri handar, þannig, að skinnspretta var sýnileg á báðum fingrum. Í áframhaldi af því hafi ákærður svo reitt hnifinn að Viggó og ætlað að láta hann riða að brjósti hans vinstra megin, en áður en til þess kæmi, sló Viggó hann kinnhest, svo að hann féll við, en Viggó sakaði ekki. Eins og fyrr greinir var orðið dimmt um kvöldið, er þetta gerðist. Sá Viggó því eigi hvort ákærður hafði sjálf- skeiðing í hendinni eða skeiðahníf, og vitnið Ásgerður Guðjónsdóttir, er var með honum, sá eigi hvort ákærður hafði hnif eða járn í hendinni, eða hvað það var, er hann hafði í hendinni, er hann beindi henni að brjósti Viggós. Að því er nú snertir það atriðið í framburði eða kæru Viggós, að ákærður hafi flumbrað hann á tveim fingrum hægri handar og með ásetning, þá gætir ósamkvæmni í framburði hans, um hvernig það hafi skeð. Í réttarhaldinu 99. október f. á. kveður hann, að ákærður hafi flumbrað sig um leið og hann tók hnífinn til baka, eftir að hann hafði slegið hnífskaftinu í húsþilið, en í réttarhaldinu 4. dez. f. á. kveður hann það hafa skeð um leið og ákærður tók hnífinn upp úr vasa sínum. Er því hér um mótsögn að ræða Í framburði Viggós og þykir ákærðum eigi verða gefin nein sök á umgetnu meiðsli, að minnsta kosti eigi sem ásetningsbroti, enda mundi sök þessi eiga að sæta einkamálsmeðferð skv. 202. gr. alm. borgaral. hegningarlaga. Spurning er því næst um það, hvort ákærður hafi gert tilraun til að stinga Viggó með hnif. Í fyrsta réttarhaldi, er ákærður var yfirheyrður, kannast hann við að hafa reitt hnif að Viggó Bergsveinssyni, „en hann þá slegið hann og 235 fallið upp að skúrnum á húsinu nr. 12 við Brunngötu“. En er ákærður mætti næst í réttinum, neitar hann því af- dráttarlaust, að hafa reitt hníf að Viggó, kveðst hafa fleigt honum frá sér um leið og hann barði með honum í hús- vegginn, en haldið í hendinni á spítu, er hann hafi verið að tálga tappa úr, þá er fundum þeirra Viggós bar saman. Í síðari réttarhöldum málsins hefir ákærður haldið fast við þenna framburð sinn, hvernig sem á hann hefir verið gengið. Það verður nú að telja nægilega sannað í málinu, að jafnvel þó að ákærður væri undir áhrifum áfengis umget- ið kveld og að framferði hans þá sé afleiðing af áfengis- nautninni, þá hafi hann þó eigi verið viti sínu fjær, enda gæti hann þá eigi munað hvað hann aðhafðist um kveldið, og styðst það einnig við framburð Viggós Bergsveinssonar. En ákærður var ölvaður daginn eftir kl. um 11 f. h., er hann var tekinn fastur og settur í fangahúsið, en þar var hann meðan af honum rann, til næsta morguns, að hann mætti í réttinum 22. okt. f. á. Sennilega hefir því hugsun ákærðs verið næsta óljós, er hann mætti fyrir réttinum wmgetinn dag. Þykir því eftir atvikum rétt vera að taka til greina síðari skýrslu ákærðs hér að lútandi, sem sé að hann hafi eigi haft hnífinn í hendinni er hann sveiflaði henni að brjósti Viggós, eða að það sé eigi nægilega sann- að í málinu. Viggó Bergsveinsson er einn til frásagnar um það, en dimmt var og vitnið Ásgerður Guðjónsdóttir, er var með honum, sá alls eigi vegna myrkurs, hvað það var, sem ákærður hafði í hendinni. Ásetningur ákærðs að vilja vinna Viggó mein með atferli sínu, verður óneitanlega /afasamari, þegar þess er gætt, að hann hefst handa með því að slá hnífskaftinu að því er virðist með ásettu ráði framhjá honum, í húsvegginn, bak við hann. Með því nú að Viggó Bergsveinsson meiddist eigi neitt við atferli ákærðs, þykir eiga að sýkna hann að þessu leyti af ákæru réttvisinnar í málinu. Þá er að geta þess, að eitt sinn, er ákærður var undir áhrifum áfengis, sumarið 1929, heima hjá sér, ógnaði hann konu sinni með hnif og var þá sent eftir lögreglunni. Er lögreglan kom á heimilið lá ákærður upp í rúmi í svefn- herbergi sínu með hnif í hendinni, en í herberginu fyrir framan var kona hans, Þorbjörg Guðmundsdóttir. Nægan 236 tíma hafði ákærður til að stinga konu sína með hnifnum, hefði hann ætlað sér að gera það, enda leit hún sjálf svo á, að ákærður hefði ætlað að hræða hana. Þá henti það ákærðan síðastliðið sumar, er hann kom heim til sín kl. 2 um nóttina, að hann tók upp hnif og fór að ógna konu sinni. Var lögreglan sótt og er hún kom, hafði ákærður fleygt hnifnum, en var ölvaður og viti sínu fjær. Loks þykir það og nægilega upplýst í málinu, að á- kærður ógnaði stjúpdóttur sinni, Ásgerði Guðjónsdóttur, með hníf, er þau bæði voru stödd í eldhúsinu heima hjá ákærðum síðastliðið sumar. En eigi gerði hann stjúpdóttur sinni mein og virðist það tæplega hafa verið alvara hans. Að því er greind tilfelli snertir, virðist fremur vera að ræða um drykkjulæti ákærðs, þar eð hann var ölvaður í öll skiptin, heldur en honum hafi verið alvara að ætla að vinna konu sinni eða stjúpdóttur mein. Með því að nú hvorki kona ákærðs eða stjúpdóttir hlutu mein af atferli ákærðs, þykir einnig eiga að sýkna hann af ákæru réttvísinnar að þessu leyti. Eftir þessum úrslitum ber að greiða málskostnað af al- mannfé, þar með talin þóknun til talsmanns ákærðs, er á- kveðst 35 krónur. „Það vottast, að enginn vitaverður dráttur hefir orðið á rekstri málsins. Miðvikudaginn 30. sept. 1931. Nr. 23/1931. Árni Böðvarsson gegn Lárusi Halldórssyni Dómur hæstaréttar. Við fyrirtekt máls þessa í hæstarétti lagði áfrýj- andi fram stefnu í málinu, dags. 26. marz 1931 og bað um frest af þvi, að hann hefði eigi fengið dómsgerðir. Stefndi mætti, mótmælti frestinum og krafðist frávísunar og ómaksbóta. Gegn mótmælum stefnda verður frestur ekki 231 veittur. Verður því að frávísa stefnunni og þá jafn- framt dæma stefnda ómaksbætur hjá áfrýjanda, er ákveðast 50 kr. Því dæmist rétt vera: Málinu vísast frá hæstarétti. Áfrýjandi, Árni Böðvarsson, greiði stefnda, Lárusi Halldórs- syni, 50 kr. í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudag 30. sept. 1931. Nr. 41/1931. Helga Erlingsdóttir gegn Jóni Guðmundssyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Helga Erlingsdóttir, sem eigi mætir Í málinu, greiði 50 kr. aukagj ald til ríkissjóðs, ef hún af nýju vill fá mál sitt tekið. fyrir í hæstarétti. Miðvikudag 30. sept. 1931. Nr. 51/1981. Friðjón Steinsson gegn Jóni Ásbjörnssyni og Sveinbirni Jónssyni, f.h. Enok Endersen, A/S Bergen. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Friðjón Steinsson, er eigi mætir í mál- 238 inu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissj óðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Miðvikudag 30. sept. 1931. Nr. 63/1931. H. Benediktsson £ Co., f.h. A/S Kongshaugsrederi gegn Axel Kristjánssyni. Dómur hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, H. Benediktsson, f.h. A/S Kongshaugs- rederi, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Föstudaginn 2. okt. 1931. Nr. 13/1931. Soffía Jónsdóttir (Stefán J. Stefánsson} gegn Metúsalem Jóhannssyni (Eggert Claessen). Brot gegn 202. gr. hegningarlaganna. Dómur bæjarþings Reykjavikur 19. júni 1931: Stefndur, Metúsalem Jóhannsson, skal vera sýkn af kröfum stefnöndu, Soffíu Jónsdóttur, í máli þessu og falli málskostnaður í því niður. 239 Dómur hæstaréttar. Máli þessu hefir áfrýjandi skotið til hæstaréttar með stefnu, útgefinni 21. febr. þ. á., að fengnu á- frýjunarleyfi, dags. 5. s. m. og gjafsókn, dags. s. d., og hefir henni jafnframt verið skipaður málaflutn- ingsmaður. Svo sem fram er tekið í hinum áfrýjaða bæjar- þingsdómi hafa 4 vitni, er bjuggu í kjallaraibúð í húsinu, borið það, að þau umræddan morgun hafi heyrt harkalegan umgang uppi á ganginum á stofu- hæðinni, og er þau hafi opnað dagstofudyrnar, hafi þau heyrt, að stefndi hafi haft klúr og ósvifin orð við áfrýjanda, hafi stefndi síðan gengið út úr hús- inu, en Í sömu svifum hafi áfrýjandi komið hlaup- andi niður kjallarastigann til þeirra með blóðnas- ir og föl af geðshræringu, en þó með rauðar skell- ur í andlitinu eins og hún hefði fengið högg í and- litið, og hafi hún sagt það þá þegar, að stefndi hefði barið sig. Þótt vitni þessi hafi ekki verið sjónarvottar að því að stefndi hafi barið áfrýjanda, verður þó eftir öllum atvikum að telja það sannað, að stefndi hafi veitt áfrýjanda þennan áverka, með því að eng- ar líkur eru til, að öðrum hafi verið þar til að dreifa. Það ber því samkvæmt kröfu áfrýjanda að dæma stefnda til sekta fyrir framangetið ofbeldi og á- kveðst sektin 200 kr., samkvæmt 202. gr. hinna al- mennu hegningarlaga og komi í hennar stað 15 daga einfalt fangelsi verði hún eigi greidd innan 14 daga frá birtingu dóms þessa. Þá ber og samkvæmt 303. gr. sömu laga að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda 50 kr. þóknun fyrir sársauka og læknisskoðun, og loks ber að dæma 240 stefnda til að greiða áfrýjanda 100 kr. í málskostn- að í héraði, svo og málflutningslaun hins skipaða málflutningsmanns hennar í hæstarétti, 100 kr., auk annars kostnaðar í hæstarétti, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Metúsalem Jóhannsson, sæti 200 kr. sekt til ríkissjóðs og komi 15 daga einfalt fang- elsi í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan 14 daga frá birtingu dóms þessa. Svo greiði stefndi áfrýjanda, Soffíu Jónsdóttur, 50 kr. í sárabætur og 100 kr. í málskostnað í héraði. Málskostnað í hæstarétti greiði áfrýjandi eins og málið væri eigi gjafsóknarmál, þar með talin málflutningslaun hins skipaða talsmanns áfrýjanda, málflutningsmanns Stefáns Jóh. Ste- fánssonar, 100 kr. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er, eftir árangurslausa sáttaumleitun, höfðað fyrir bæjarþinginu, með stefnu, útgefinni 23. jan. s. 1., af Soffíu Jónsdóttur, Ingólfsstræti 16 hér í bæ, gegn Metúsal- em Jóhannssyni, sama stað, til greiðslu sekta og skaða- bóta fyrir líkamlega árás og meiðsli. Málavexti kveður stefnanda, sem er þjónustustúlka hjá A. Obenhaupt heildsala hér í bæ, vera þá, að kl. 7% að morgni hins 16. jan. s. 1. hafi hún gengið inn ganginn í ibúð hans í Ingólfsstræti 16, til þess að kveikja ljós svo að hún gæti séð til vinnu sinnar. Hafi þá stefndur komið 241 og slökkt ljósið, og kveður stefnanda að svo hafi gengið nokkrum sinnum, að hún hafi kveikt, en stefndur slökkt jafnharðan. Að lokum kveðst stefnanda hafa hörfað aftur á bak inn í eldhús húsbónda sins, en um leið hafi stefndur slegið hana í andlitið með hnefanum og hafi hún fengið af högginu fossandi blóðnasir og aðsvif í bili og síðan hafi komið fram eymsli yfir nefinu og höfuðverkur. Gerir stefnanda þá kröfu, að stefndur verði látinn sæta sektum fyrir tilræði þetta eftir 202. grein hinna almennu hegningarlaga og að hann verði dæmdur til þess að greiða sér kr. 50.00 í bætur fyrir áverkann og lækniskostnað, auk málskostnaðar í máli þessu að skaðlausu. Stefndur hefir viðurkennt það, að umræddan morgun hafi hann og stefnanda kveikt og slökkt Hvort fyrir öðru. Hinsvegar hefir hann eindregið mótmælt því, að hann hafi slegið stefnöndu eða veitt henni áverka á annan hátt og krafizt þess, að verða algerlega sýknaður af kröfu stefn- öndu í málinu, og málskostnaðar hjá henni eftir mati rétt- arins. Ennfremur hefir stefndur krafizt, að stefnda verði látin sæta sekt fyrir ósæmilegan og rangan áburð á sig og fyrir óþarfa málsýfingu. Í málinu hafa verið leidd 5 vitni, er áttu heima í kjall- ara hússins nr. 16 við Ingólfsstræti og voru þar stödd, Þegar atburður sá, er stefnt er út af, á að hafa gerzt á ganginum fyrir ofan kjallarahæðina. Hefir vitnisburður allra þessara vitna verið tekinn jafngildur og eiðfestur væri. Hafa fjögur þessara vitna borið það, að umræddan morgun hafi þau heyrt harkalegan umgang uppi á gang- inum og stefndan viðhafa klúr og ósvifin orð við stefnöndu hafi stefndur síðan gengið út, en stefnanda komið niður í kjallarann með fossandi blóðnasir og föl af geðshræringu og sagt, að stefndur hefði barið sig. Hinsvegar hefir fram- burður eins vitnisins verið á þá leið, að það hafi ekkert óvenjulegt séð eða heyrt umræddan morgun. Þar sem nú ekkert vitnanna var sjónarvottur að þvi, sem fram fór milli stefnds og stefnöndu, þykir ekki gegn eindregnum mótmælum stefnds nægilegar líkur fram komn- ar fyrir því, að hann hafi veitt stefnöndu áverka þann, sem stefnt er út af í málinu, og ber því að taka sýknukröfu hans til greina, en eftir öllum málavöxtum þykir rétt að láta málskostnað falla niður. 16 212 Ekki þykir ástæða til að taka áðurgreinda kröfu stefnds um sekt á hendur stefnöndu til greina. Föstudaginn 2. okt. 1931. Nr. 10/1931. Árni Sigfússon gegn Helga Benediktssyni, f.h. Sigurðar Ingimundssonar. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Árni Sigfússon, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Miðvikudaginn 7. okt. 1931. Nr. 61/1931. Valdstjórnin (Bjarni Þ. Johnson) segn Skúla Eggertssyni (Guðm. Ólafsson). Áfcngislaga- og Þbifreiðarlagabrot. Dómur lögregluréttar Reykjavikur 16. apríl 1981: Kærður, Skúli Eggertsson, sæti 200 króna sekt til ríkissjóðs og komi einfalt fangelsi í 15 daga í stað sektarinnar, sé hún ekki greidd innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa. Hann skal og sviftur leyfi til að stjórna bifreið í 2 ár. frá 8. apríl 1931 að telja. Hann greiði og Hildiþór Loftssyni 25 krónur í skaða- bætur innan sama frests og sektina. Loks greiði hann allan kostnað sakarinnar. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. 213 Dómur hæstaréttar. Afbrot kærða, er lýst er í forsendum hins áfrýj- aða dóms, ber að heimfæra undir 5. og 9., sbr. 14. gr. laga nr. 56, 15. júní 1926, sbr. nú lög, nr. 70, 8. sept. 1931, svo og 20. gr. laga, nr. 64, 19. maí 1930, og þykir refsing hans hæfilega ákveðin 200 kr. sekt til ríkissjóðs og komi einfalt fangelsi í 15 daga í stað sektarinnar, sé hún eigi greidd innan mánað- ar frá lögbirtingu dóms þessa. Kærði skal og svift- tr rétti til að stjórna bifreið í 2 ár frá 8. apríl 1931 að telja. Í prófum málsins eru engar fullnægjandi upp- lýsingar um bótakröfu Hildiþórs Loftssonar á hendur kærðum, m. a. verður eigi séð, hve hárra bóta Hildiþór hefir krafizt, og verður því ekki dæmt um þessa kröfu í máli þessu. Kærði greiði allan kostnað sakarinnar, bæði í héraði og í hæstarétti, þar með talin málflutn- ingslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, 40 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Kærði, Skúli Eggertsson, greiði 200 kr. sekt í ríkissjóð og komi 15 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar sé hún eigi greidd innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa. Kærður skal sviftur rétti til að stjórna Þif- reið í 2 ár frá 8. apríl 1931 að telja. Kærði greiði allan kostnað sakarinnar í hér- aði og í hæstarétti, þar með talin málflutninss- laun sækjanda og verjanda í hæstarétti, mál- 214 flutningsmannanna Bjarna Þ. Johnson og Guð- mundar Ólafssonar, 40 kr. til hvors. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Skúla Eggertssyni, bifreiðarstjóra, til heimilis að Berg- þórugötu 23 hér í bænum, fyrir brot gegn ákvæðum laga nr. 56, 1926, um notkun bifreiða, og áfengislaga nr. 64 1930, og eru málavextir þeir, er nú skal sveina. Hinn 7. apríl s. l. klukkan 9 tilkvnnti Hildiþór Lofts- son. Þbifreiðarstjóri, að bifreiðin R. E. 101 hefði þá fyrir nokkurri stundu ekið á bifreið sína R. E. 57, þar sem hún stóð hreyfingarlaus fast upp við gangstéttina á móts við húsið nr. 34 við Hverfisgötu. Hóf lögreglan þá þegar leit að bifreiðinni R. E. 101 og fann hana heima hjá kærðum, sem að jafnaði ekur“ henni, og var hún töluvert skemmd. Kærður var sofnaður er lögreglan kom inn til hans og kom í ljós,, er hann var vakinn, að hann var töluvert ölv- aður. Var hann þá færður á lögreglustöðina, en þar þrætti hann fyrir að hafa ekið bifreiðinni, er áreksturinn varð eða eftir að hann hefði neytt víns. Er hann kom fyrir rétt daginn eftir, kvaðst hann hafa ekið bifreiðinni R. E. 101 inn í Sogamýri þetta umrædda kvöld, og hefði verið í bilnum % konur og tveir bílstjórar, sem hanr bauð með sér. Kvaðst hann hafa haft vín með sér í þessa för, tvær flöskur af Spánarvíni, og drukkið það, eftir að hann hafi stoppað upp frá. Kvaðst hann síðan hafa ekið bif- reiðinni lítilsháttar af stað en þá fundið, að hann væri það drukkinn, að han gæti ekki stjórnað bilnum og þess- vegna beðið annan bilstjórann, sem með honum var, Kristinn Guðnason, að aka bilnum til bæjarins, og að Kristinn hefði þá tekið við stjórn bilsins. Eftir þetta þótt- ist kærður ekkert muna eftir sér, fyrr en lögreglan vakti hann um kvöldið, og hefir hann haldið fast við þann framburð sinn. Bifreiðarstjórarnir, Kristinn Guðnason og Oddur Rögn- valdsson, sem voru með kærðum í þessu ferðalagi, hafa báðir verið yfirheyrðir í þessu máli. Hafa þeir samhljóða borið, að kærður hafi ekið bifreiðinni alla leið til bæj- , 245 arins og Í gegn um bæinn niður Laugaveg um Ingólfs- stræti að Gamla Bíó, stoppað þar til að kaupa aðgöngu- miða og síðan ekið inn Hverfisgötu, og þar ekið á bÞif- reið, sem stóð þar upp við gangstétt á sunnanverðri göt- unni, en þá hafi Kristinn tekið af honum stjórn bilsins og ekið honum það sem eftir var leiðarinnar heim til hans. Þenna framburð þeirra hefir kærður tekið gildan án eiðfestingar. Það verður því að teljast löglega sannað, að kærður hafi ekið bifreiðinni R. E. 101 eins og að framan greinir. Kærður hefir og viðurkennt, að hann hafi verið mjög ölvaður á þessu tímabili, og það, að hann man ekki eftir sér við aksturinn, bendir sérstaklega ríkt í þá átt, að kærður hafi verið dauðadrukkinn, og þar með stofnað vegfarendum í alvarlegan háska, því hending má það eftir atvikum heita, að ekki hlauzt alvarlegra slys af akstri kærðs, en raun varð á. Það er og í þessu sambandi að. athuga, að kærður ók leigubifreið og var einmitt með farþega í þessari ferð. Bifreiðin, sem kærður ók á á Hverfisgötunni, reynd- ist vera R. E. 507, og skemmdust báðar bifreiðarnar nokkuð við áreksturinn. Eigandi R. E. 507 hefir ekki gert skaðabótakröfu vegna skemmda á bifreiðinni, en hinsvegar 25 króna kröfu vegna atvinnutjóns meðan gert var við bifreiðina í einn dag. Verður að fallast á kröfu þessa og gera kærðum að greiða hana innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Með þessu framferði sínu hefir kærður freklega brot- ið gegn 20. grein áfengislaganna nr. 64, 1930, og 5. sbr. 14. gr. laga nr. 56, 1926 um notkun bifreiða, og þykir refsing hans, sem 15/10 1930 var sektaður um 15 krónur, 11/3 1931 um 10 krónur og 23/3 1931 um 10 krónur í öll skiptin fyrir brot á lögreglusamþykktinni og bifreiða- lögunum, hæfilega ákveðin 200 króna sekt til ríkissjóðs, og komi einfalt fangelsi í tuttugu daga í stað sektarinnar, sé hún ekki greidd innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa. Hann skal og sviftur leyfi til að stjórna bifreið í 2 ár frá 8. april 1931 að telja. Loks greiði hann allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. 246 Föstudaginn 9. okt. 1931. Nr. 66/1981. Valdstjórnin (Bjarni Þ. Johnson) gegn Jóni Jónssyni (Garðar Þorsteinsson). Áfengislaga- og bifreiðarlagabrot. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 18. maí 1981: Kærður, Jón Jónsson, sæti 150 króna sekt til ríkissjóðs og komi einfallt fangelsi í 12 daga í stað sekt- arinnar sé hún ekki greidd innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa. Hann skal og sviftur leyfi til að stjórna bifreið æfilangt. Loks greiði hann allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Héraðsdómarinn hefir réttilega heimfært afbrot kærða undir 20. gr. áfengislaganna, nr. 60 1930 og 5. gr., sbr. 14. gr. bifreiðalaganna nr. 56, 1926, sbr. tú lög nr. 70, 1931, og með því að fallast verður á ákvæði lögregluréttardómsins um sekt, vararefs- ingu, svifting ökuleyfis og málskostnað, þá ber að staðfesta dóminn. Kærða ber að greiða allan áfrýjunarkostnað sak- arinnar, þar með talin laun sækjanda og verjanda í hæstarétti, 40 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Lögregluréttardóminum skal óraskað. Kærði, Jón Jónsson, greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin laun sækjanda os a 2 verjanda í hæstarétti, málflutningsmannanna 247 Bjarna Þ. Johnson og Garðars Þorsteinssonar, 10 kr. til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Jóni Jónssyni, kaupmanni og bifreiðarstjóra, til heimilis að Laugavegi 28 hér í bænum, fyrir brot gegn ákvæðum aáfengislaga nr. 64, 1930 og laga nr. 56, 1926 um notkun bifreiða, og eru málavextir eftirfarandi. Hinn 11. maí s. 1. kl. um 11 síðdegis sá Ingólfur Þor- steinsson, lögregluþjónn, kærðan aka mótorhjólinu R.E. 427, vestur hafnarbakkann og síðan upp Grófina, en er hann var kominn rétt upp fyrir Geirsgötu, féll hjólið á hliðina og kærður af þvi. Gekk þá lögregluþjónninn til kærðs og sá, að hann var áberandi ölvaður og færði hann því á lög- leglustöðina. Kærður hefir játað framangreint rétt vera, og er það sannað, að hann hafi ekið Þbifhjólinu R.E. 427 ölvaður umrætt skipti, og því að áliti dómarans brotið gegn 5., sbr. 14. grein laga nr. 56, 1926 um notkun bifreiða, og 20. grein áfengislaganna nr. 64, 1930, og þykir refsing hans sem hinn 15/9 1931 með dómi lögregluréttar Reykjavíkur var felldur í 150 króna sekt og sviftur ökuleyfi í 6 mánuði, fyrir að aka bifreið ölvaður, hæfilega ákveðin 150 króna sekt til ríkissjóðs og komi einfalt fangelsi í stað sektar- innar í 12 daga, sé hún ekki greidd innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa. Hann skal og sviftur Ökuleyfi sínu æfilangt. Loks greiði hann allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn óþarfa dráttur orðið. 248 Mánudaginn 12. okt. 1931. Nr. 70/1901. Réttvísin (Stefán Jóh. Stefánsson) gegn Ólafi Ólafssyni (Magnús Guðmundsson). Brot gegn 277 sbr. 271. gr. hegningarl. Dómur aukaréttar R evkjavikur 29. april 1931: Ákærður, Ólafur Ólafsson, sæti fangelsi við venju- legt fangaviðurværi Í 60 daga og greiði allan kostnað sak- arinnar. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Við rannsókn málsins hefir ákærði haldið því fram, að hann háfi eigi beðið um frímerki þau, er ræðir um í málinu, en þar sem hann þá, 1928, hafi verið í frimerkjaklúpp muni firmað í Bruxelles hafa séð nafn sitt og póstboxnúmer í meðlimaskra í slíku félagi, hefir hann ennfremur haldið því fram, að frímerki þessi hafi eigi verið verzlunar- vara, því þau hafi verið mjög gölluð og ekki meira en 2 kr. virði. Hann hefir og neitað því, að firmað hafi krafið sig um greiðslu, og loks hefir hann bor- ið, að frímerkin séu enn í sínum vörzlum. Þessari skýrslu ákærða hefir eigi verið hnekkt og ekki sjá- anlegt af prófun málsins, að neitt hafi verið gjört til að rannsaka verðmæti frimerkjanna eða hvort þau séu enn til í vörzlum ákærða. Þar sem þannig cigi er fengin sönnun fyrir því, að ákærði hafi hag- Þýtt sér umrædd frímerki, brestur heimild til að refsa honum fyrir meðferð hans á þeim. Hinsvegar er það sannað, svo sem fram er tekið í hinum áfryjaða dómi, að ákærði hefir ritað nafn- ið G. Ísfeld, sem að vísu á ekki við neinn ákveðinn 219 inann, heldur fundið upp af ákærða sjálfum, undir tékkávisanir þær, er ræðir um í málinu og hann sið- ar seldi. Með þessu hafir hann gerzt brotlegur gegn 277. gr. sbr. 271 gr. hinna almennu hegningarlaga, og ákveðst refsing sú, er hann hefir unnið til, betr- unarhússvinna í 8 mánuði. Þá ber að dæma ákærða til að greiða Þórði Þórð- arsyni frá Hjalla 82 kr. og Mjólkurfélagi Reykja- víkur 285 kr. sem iðgjald hinna fölsuðu tékkávís- ana, samkvæmt kröfu þeirra, en ákvæði hér að lút- andi hefir fallið úr niðurlagi hins áfrýjaða auka- réttardóms. Loks ber að dæma ákærða tl að greiða allan kostnað sakarinnar, bæði í héraði og í hæstarétti, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verj- anda í hæstarétti, 80 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Ólafur Ólafsson, sæti betrunarhúss- vinnu í 8 mánuði. Hann greiði Þórði Þórðar- syni frá Hjalla 82 kr. og Mjólkurfélagi Beykja- vikur 285 kr. Svo greiði ákærði allan kostnað sakarinnar, bæði í héraði og hæstarétti, þar með talin mál- flutningslaun sækjanda og verjanda í hæsta- rétti, málflutningsmannanna Stefáns Jóh. Ste- fánssonar og Magnúsar Guðmundssonar, 80 kr. til hvors. Dóminum her að fullnægja með aðför að lögum. 95 30 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af réttvísinnar hálfu höfðað gegn Ólafi Ól- afssyni, til heimilis á Óðinsgötu 24, fyrir brot gegn ákvæð- um 26. og 27. kapitula alm. hegningarlaga frá 25. júní 1869 og lögum nr. 51, frá 1928 um nokkrar breytingar til bráðabirgða á hegningarlöggjöfinni og viðauka við hana. Málavextir eru þeir, sem nú skal greina. „ Hinn 1. ágúst f. á. kom ákærður, Ólafur Ólafsson, inn í verzlun Þórðar Þórðarsonar frá Hjalla á Laugaveg 45 hér í bænum með tékkávísun á Utvegsbanka Íslands h/f Reykjavík, að upphæð kr. 82.00. Ávisun þessi var útgefin 31. júlí f. á. af G. Ísfeld til handa ákærðum. Bað ákærður kaupmanninn Þórð á Hjalla að kaupa ávísun þessa og gerði hann það. Hinn 6. ágúst framvísaði kaupmaður- inn ávísun þessari í bankanum og kom í ljós, að bók G. Ísfeld hafði verið eyðilögð og innstæðan hafin, hinn 29. júlí, eða tveim dögum áður en umrædd ávísun hafði verið gefin út, um líkt leyti var einu af útibúum Mjólkurfélags Reykjavíkur hér í bænum seld ávísun á Útvegsbanka Ís- lands, útgefin 31. júli af G. Ísfeld, en ábekt af ákærðum, að upphæð 285.00. Eigi var neitt til inni fyrir þessari ávísun, frekar en hinni. kærur yfir þessu bárust lögreglunni, var ákærður horfinn úr bænum til útlanda, en G. Ísfeld var ekki til. Ákærður kom hingað til lands í nóvembermánuði fyrra árs og var þegar leiddur fyrir rétt. Viðurkenndi hann heg ar í stað, að hafa sjálfur gefið út báðar þessar ávísanir og selt þær og vitað, að ekkert var til inni fyrir þeim. Hann kveðst hafa keypt sér innlánsbók við Útvegsbanka Íslanas skömmu eftir að bankinn var endurreistur, en með því að hann var mjög skuldugur og margir dómar hvildu á hon- um, þá borði hann ekki að hafa bókina á sínu nafni, held- ur setti hann út í loftið nafnið G. Ísfeld á hana. I. Þá hefir frímerkjafirma í Bruxelles kært ákærðan fyrir þá sök, að það hafi samkvæmt auglýsingu í blaði sent ákærðum safn af frímerkjum, sem það telur 686 franka virði, en hefir aldrei fengið frímerkin greidd eða endursend, þrátt fyrir áskoranir. Ákærður hefir viður- kennt að hafa fengið frímerki frá firma þessu, og aldrei greitt þau, en kveður þau hafa verið skemmd og rifin og ckki verzlunarvara, kveður að þau hafi ekki verið nema 201 tveggja króna virði, ef selja ætti þau fyrir peninga. En hann kveðst ekki hafa sent þau aftur, sem honum þó bar skylda til, ef hann ekki gat hagnýtt sér þau. Ákærður er kominn wfir lögaldur sakamanna, fæddur 28. maí 1903. Hann hefir 17. marz 1931, undirgengizt 600 króna sekt fyrir ólöglega áfengissölu. Afbrot hans, sem lýst er undir 1. hér að framan, verða að áliti dómarans ckki heimfærð undir nein ákvæði í 27. kap. hegningarlag- anna og ber að áliti hans að heimfæra þau undir 253. grein alm. hegningarlaga og afbrot hans, sem lýst er undir H.. ber að heimfæra undir 259. grein hegningarlaganna, og þykir refsins sú, sem hann hefir til unnið, hæfilega ákveðin fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 60 daga. Ennfremur ber honum að greiða Þórði Þórðarsyni frá Hjalla 82 krónur og Mjólkurfélagi Reykjavíkur 285 krón- ur innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Loks greiði hann allan kostnað sakarinnar. Á rekstri máls þessa hefir orðið nokkur dráttur af á- stæðum þeim, sem greindar eru í prófunum. Föstudaginn 16. okt. 1981. Nr. 48/1931. Valdstjórnin (Stefán Jóh. Stefánsson) gegn Guðna Sigurðssyni og Jensínu Jóhannesdóttur (Lárus Jóhannesson). Vinbrugsun. Dómur lögregluréttar Reykjavikur 19). febr. 1931: Kærður, Guðni Sigurðsson, sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 15 daga og 1000 króna sekt til ríkissjóðs, og komi einfalt fangelsi í 45 daga í stað sekt- arinnar, sé hún ekki greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Kærð Jensina Jóhannesdóttir, sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 5 daga og 500 króna sekt til ríkissjóðs, og 252 komi einfalt fangelsi í 25 daga í stað sektarinnar, sé hún ekki greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Hið ólöglega bruggaða áfengi og Íramangreind brugg- unartæki skulu upptæk gjör og eign rikissjóðs og tækin eyðilögð. Kærðu greiði bæði in solidum allan kostnað sakarinnar., Dómi þessum skal fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur hæstaréttar. Samkvæmt ástæðum hins áfryjaða dóms, er fat1- izt verður á í Öllum aðalatriðum, ber að staðtesta hann, þó með þeirri breytingu, að fangelsisrefsing kærðu, Jensínu Jóhannesdóttur, falli niður, með því að líkur þykja eigi nægar komnar fram um það. að hún hafi ætlað áfengi það, er hún bruge- aði, til sölu eða veitinga fyrir borgun. Kærðu ber in solidum að greiða allan kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin málflutningslau sækjanda og verjanda í hæstarétti, 60 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Kærð, Jensína Jóhannesdóttir, greiði 500 kr. sekt til ríkissjóðs og komi einfalt fangelsi í 25 daga í stað sektarinnar, sé hún eigi greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Að öðru leyti skal hinum áfrýjaða dómi á- raskað. Kærðu, Guðni Sigurðsson og Jensina Jó- hannesdóttir, greiði in solidum allan kostnað af áfrýjun málsins, þar með talið málflutn- ingskaup skipaðs sækjanda og verjanda í hæstarétti, málflutningsmannanna Stefáns Jóh. 253 a Stefánssonar og Lárusar Jóhannessonar, 60 kr. til hvors. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn hjónunum Guðna Sigurðssyni og Jensínu Jóhannesdóttur, báðum til heimilis að Svalbarði við Kleppsveg, hér við bæinn, fyrir brot gegn ákvæðum áfengislaganna nr. 64, frá 1930, og skulu nú greindir málavextir. Hinn 19. dezember síðastliðinn var samkvæmt úrskurði gerð húsleit í íbúð kærðu eftir ólöglegu áfengi og brugg- unartækjum. Var kærð þá heima og viðstödd leitina, en kærður var á sjó. Leitin bar þann árangur, að í kjallara hússins í afþilj- aðri kompu, fannst hálftunna af bruggi, svo og pipuvafn- ingur úr eir og bali, er nefndur pipuvafningur var í. Var síðan tekið sýnishorn af bruggi þessu, og það rann- sakað af efnarannsóknarstofu ríkisins, og reyndist alku- holmagn þess 2,65% að rúmmáli. Var vökvinn þá sam- kvæmt skýrslu forstjóra rannsóknarstofunnar í sterkri gerjun og hefði getað fengið allt að 159 alkoholstyrk- leika, ef gerjunin hefði fengið að halda áfram. Fyrir réttinum hafa kærð viðurkennt, að hafa byrjað brugg í nóvember 1930, og hafi umrædd bruggun verið sú fimmta í röðinni frá byrjun. Ber þeim saman um, að kærð- ur hafi einn staðið fyrir fyrstu bruggunum fjórum, og er ekki upplýst, að kærð hafi í neinu aðstoðað við það í orði eða verki. Hinsvegar framkvæmdi kærð ein síðustu bruggunina, með því að kærður var ekki heima, og verður ekki séð, að það hafi verið að fyrirlagi kærðs beinlínis, að sú brugs- un var framkvæmd, en hann hefir viðurkennt að hafa vitað um hana. kærður hefir játað, að hann hafi gert pípuvafning þann, er notaður var við bruggið. Kærð hafa bæði játað, að veitt hafi verið á heimili þeirra af bruggi því, er fullgert varð. Er ekki upplýst hvort þau hafi bæði haft þar veitingar um hönd, en frek- ar virðist verða að telja kærðum þær til saka, með þvi að hann hafði eftir því, sem upplýst er, staðið einn fyrir öllu því bruggi. er fullgert varð. Ennfremur hefir kærður viðurkennt, að hafa látið af hendi við Nikulás Steingrímsson 8 flöskur af bruggi, en ekki er upplýst, að hann hafi fengið neina borgun fyrir það, en viðtakandi og kærð hafa upplýst, að samið hafi verið um 10 króna greiðslu fyrir flöskuna. Un hvorugt hinna kærðu er upplýst, að þau hafi sætt refsingu áður fyrir brot á áfengislögunum. Samkvæmt framangreindu ber að heimfæra brot kærðs, Guðna Sigurðssonar, undir 6., sbr. 30. grein, og 11., sbr. 32. srein áfengislaganna nr. 64, frá 1930. Við ákvörðun refs- ingarinnar ber að athuga, að kærður hefir ekki áður gerzt sekur um samskonar brot, og að ekki er upplýst, að hann hafi borið nokkurn fjárhagslegan hagnað af afhendingu bruggsins. Hinsvegar ber að taka tillit til þess, að hinar refsiverðu athafnir, sem kærður er nú uppvís að, eru margendurteknar, og ber það vott un, að kærður hefir verið hér mjög ákveðið að verki. Með tilliti til framangreinds, þykir refsing sú, er kærð- ur hefir unnið til, hæfilega ákveðin 15 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og 1000 króna sekt til ríkissjóðs, og komi einfalt fangelsi í 45 dag í stað sektarinnar, sé hún ekki greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Un ákvörðun refsingar kærðu, ber að athuga, að hún hefir ekki áður gerzt sek um samskonar brot, það er ekki upplýst að hún hafi átt nokkurn þátt í 4 fyrstu bruggun- unum, hvorki í orði eða verki. Það er heldur ekki upplýst, að hún hafi átt nokkurn þátt í afhendingu bruggsins eða veitingu, en hinsvegar hefir hún játað, að hafa vitað um það. Fjórar fyrstu brt gganirnar eru því kærðri óviðkom- andi í þessu sambandi, svo og framangreind afhending og veitingar vinsins. Það er því einungis um það að ræða, að kærð verði sakfeld fyrir síðustu bruggunina, en hátta hefir hún viðurkennt að hafa bruggað upp á eigin spítur og aðstoðarlaust. Hinsvegar hefir kærð haldið því fram, að hún hafi ekki bruggað þetta í þeim tilgangi að selja það eða afhenda fyrir borgun. Um sannleiksgildi þessarar staðhæfingar 255 ber að athuga, að kærð hefir haldið því fram, að maður sinn hafi byrjað að brugga vegna atvinnuleysis, að hún vissi, að hann seldi af hinum fyrri bruggunum, að hún hefir haldið því fram, að þessi bruggun mundi bezt og því útgengilegust, og að hún hefir lagt í talsverðan kostnað við bruggið. Framangreint virðist benda svo ríkt í þá átt, að kærð hafi ætlað áfengið til sölu, að telja verður sannað, að svo hafi verið, þrátt fyrir framangreindar staðhæfingar. Hinsvegar ber að taka nokkuð tillit til þess, að bruggun Þessi er ekki fullgerð, þegar bundinn er endi á hana og framleiðslan því ekki orðin útgengileg og því ekki víst, að hún hefði nokkurntíma orðið það. Samkvæmt framangreindu ber að heimfæra brot kærðr- ar undir 6 sbr. 30. grein áfengislaganna nr. 64, frá 1930. og þykir refsing sú, er hún hefir unnið til, hæfilega á- kveðin 5 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og 500 króna sekt til ríkissjóðs og komi einfalt fangelsi í 95 daga í stað sektarinnar, sé hún ekki greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Samkvæmt 8. grein nefndra laga skulu hin framan- greindu bruggunartæki upptæk gjör og eyðilögð. Hið ó- löglega bruggaða áfengi skal og upplækt og eign ríkissjóðs. Loks greiði kærðu bæði in solidum allan kostnað sak- árinnar. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Miðvikudaginn 21. okt. 1931. Nr. 65/19381. Réttvísin (Th. B. Líndal). segn Einari Jóhannssyni (Eggert Claessen). Urskurður hæstaréttar. Áður en mál þetta verður dæmt í hæstarétti ber rannsóknardómaranum að yfirheyra skrifstofu- stjóra gistihússins um allt það, er honum og ákærða 250 hefir farið á milli viðvíkjandi dvöl ákærða í gisti- húsinu og greiðslu dvalarkostnaðar hans þar. Svo ber og rannsóknardómaranum að útvega aðrar þær skýrslur, er framhaldsrannsóknin kann að gefa tilefni til að leita. Því úrskurðast: Bannsóknardómaranum ber að útvega fram- angreindar skýrslur svo fljótt sem auðið er. Föstudaginn 23. okt. 195 Nr. 62/1931. Réttvísin (Magnús Guðmundsson) gegn Magnúsi Hannessyni (Eggert Claessen). Þjófnaður og fölsun. Dómur aukaréttar Reykjavikur 20. april 1931: Ákærður, Magnús Hannesson, sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 6 mánuði. Hann greiði og Elísa- betu Eiríksdóttur 2000 krónur með 5% ársvöxtum frá 29. janúar síðastliðnum innan 1 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Loks greiði hann allan kostnað sakarinnar, þar með talinn kostnaður við gæzluvarðhald hans. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför. að lögum. Dómur hæstaréttar. Þótt rannsókn máls þessa sé að því leyti ábóta- vant, að ekki hefir verið lagður fram í málinu út- tektarseðill sá, er ákærði ritaði til að fá peningana útborgaða í bankanum og undirritáði með fölsuðu nafni, að ákærði hefir ekki verið látinn gera nán- ari grein fyrir því af hinu stolna fé, er hann kveðst hafa notað til skuldagreiðslu og til evðslueyris, og 257 að ekki er rannsakað, hvort framburður hans um þetta er réttur, þykir þó eigi næg ástæða til að vísa málinu heim til frekari rannsóknar, með því að fyrir liggur skýr og afdráttarlaus játning ákærða um glæpinn. Brot ákærða ber að heimfæra undir 6. gr. laga nr. 51, 7. maí 1928 og 27. gr., sbr. 270. gr. hinna al- mennu hegningarlaga, og ákveðst refsing hans 10 mánaða betrunarhússvinna. Ákvæði aukaréttardómsins um skaðabætur til Elísabetar Eiríksdóttur og um málskostnað í hér- aði ber að staðfesta. Ákærða ber og að greiða allan kostnað málsins í hæstarétti, þar með talin málflutningslaun sæky- anda og verjanda, er ákveðast 60 kr. til hvors. Það athugast, að ákærði hefir aðeins tvisvar sinn- um, hinn 9. og 17. febr., verið leiddur fyrir rétt á þeim rúmum mánuði, er hann hefir setið í gæzlu- varðhaldi. Þvi dæmist rétt vera: Ákærði, Magnús Hannesson, sæti 10 mánaða betrunarhússvinnu. Ákvæði aukaréttardóms- ins um skaðabætur til Elísabetar Eiríksdóttur og um málskostnað staðfestast. Svo ber ákærða að greiða allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin málflutn- ingslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, málflutningsmannanna Magnúsar Guðinunds- sonar og Eggerts Claessen, 60 kr. til hvors. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 17 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af réttvísinnar hálfu höfðað gegn Magnúsi Hannessyni, sjómanni, til heimilis á Laugaveg 78, fyrir brot gegn ákvæðum 23. og 27. kapitula almennra hagn- ingarlaga frá 25. júní 1869 og lögum nr. öl frá 1928 um nokkrar breytingar til bráðabirgða á hegningarlöggjöf- inni og viðauka við hana. Málavextir eru þeir, sem nú skal greina: Hinn 4. febr. síðastliðinn kom Elísabet Eiríksdóttir, straukona, Aðal- stræti 9 B á lögreglustöðina og tilkynnti, að hún hefði kvöldið áður orðið þess áskynja, að viðskiptabók hennar við Landsbanka Íslands með innstæðu tæpum 4000 krón- um var horfin, en hún hafði geymt bók þessa í peninga- kassa í kommóðuskúffu í herbergi sínu. Var kommóðu- skúffan læst, en lykillinn stóð í skránni. Peningakassinn var einnig læstur, en lykillinn að honum lá í sömu kommóðuskúffu og kassinn. Elísabet kveðst hafa farið í Landsbankann til þess að láta vita um hvarf bókarinnar og fyrirbyggja að tekið yrði úr henni. En þá kom í ljós að hinn 29. janúar síðastliðinn höfðu verið teknar út úr bókinni 2000 krónur, af manni sem skrifaði sig Kristján Eiríksson, en Elísabet kveðst ekkert kannast við mann með slíku nafni. Til upplýsingar á máli þessu gat Elísabet þess. að á- kærður í þessu máli, Magnús Hannesson, mundi hafa vit- að hvar sparisjóðsbók hennar var geymd, kvaðst hún þekkja hann nokkuð, og hafa tvisvar sinnum lánað hon- um peninga, og hefði hann í bæði skiptin fengið spari- sjóðsbók hennar til þess að taka út úr henni. Einnig hefði hann nú upp á síðkastið tvisvar beðið um peningalán, en hún synjaði honum þess í bæði skiftin. Lögreglan náði samstundis í ákærðan. Hann játaði við- stöðulitið að hafa stolið umræddri sparísjóðsbók. Kvað hann herbergi Elísabetar hafa verið ólæst, er hann fór inn. Vissi yfirh. að sparisjóðsbókin var geymd í kommóðu- skúffunni og opnaði hana, fann lykilinn að peningakass- anum í kommóðuskúffunni, opnaði kassann og tók úr hon- um sparisjóðsbókina, fór með hana beina leið niður í Landsbanka Íslands og tók úr henni 2000 krónur. Undir úittektarseðilinn í Landsbankanum skrifaði ákærður Krist- 259 ján Eiríksson, en sá maður er ekki til, og fann ákærður þetta nafn upp hjá sjálfum sér. Er ákærður hafði fengið þessa peninga, kveðst hann hafa borgað hinum og þessum mönnum skuldir fyrir ca. 400 krónur. Var síðan á stöðugu fylliríi og eyddi í það eitthvað á fjórða hundrað krónum. Daginn, sem hann var tekinn af lögreglunni, kveðst hann hafa verið með spari- sjóðsbókina í vasanum og voru í henni eftirstöðvar þeirra peninga, sem hann tók út úr bókinni, kr. 1350. — Ákærð- ur kveðst hafa verið orðinn svo hræddur um það, að hann yrði tekinn með bókina á sér, að hann kveðst þennan dag kl. 6 hafa farið niður á svokallaða Kveldúlfsbryggju hér í bænum og kastað bókinni með peningunum eins langt og hann gat út í sjó. Með því að þessi framburður ákærða þótti næsta ósennilegur var hann úrskurðaður í gæslu- varðhald að afloknu fyrsta réttarhaldinu hinn 5. febrúar síðastliðinn. Var síðan gerð húsrannsókn heima hjá hon- um, en hvorki fannst þar sparisjóðsbókin né heldur pen- ingar. Var ákærðum haldið í gæsluvarðhaldi fram til 9. marz og var hann oft yfirheyrður fyrir rétti og utan réttar niðri í klefa sínum. Hann hefir ávallt mjög staðfastlega haldið við þann framburð sinn, að hann hafi kastað sparisjóðs- bókinni með peningunum í sjóinn. Jafnframt hefir hann ávalt haldið fast við það, að herbergi Elísabetar hafi verið ólæst er hann kom að því. Elísabet Eiríksdóttir og sambýliskona hennar, Anna Lárusdóttir, hafa hinsvegar borið það, að það geti ekki átt sér stað að herbergið hafi verið ólæst, þær noti sama lykilinn báðar, sem Elísabet geymi, og hún hafi aldrei sengið frá herberginu ólæstu. En þrátt fyrir Þennan fram- burð þeirra verður það eigi talið útilokað, að Elísabet kunni að hafa gengið frá herberginu ólæstu, og verður því eigi talið sannað gegn mótmælum ákærðs, að hér sé um innbrot að ræða. Elísabet Eiríksdóttir hefir gert þá kröfu, að ákærður verði dæmdur til að greiða sér fjárhæð þá, sem hann tók út úr bókinni, ásamt vöxtum frá þeim degi, sem hann tók hana út. Ákærður er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 260 6. febrúar 1899. Hann var með dómi lögregluréttar Reykja- víkur, uppkv. %1 1927, dæmdur í 400 króna sekt fyrir brot á bannlögunum og samkvæmt hegningarvottorði Árnes- sýslu hefir hann veturinn 1911—12, þá 13 ára, verið rið- inn við þjófnað úr Einarshafnarverzlun á Eyrarbakka og í sambandi við það komið til dvalar í sveit. Framantalin brot ákærða ber að áliti dómarans, að heimfæra undir 6. grein laga nr. 51 frá 1928 og 277. grein almennra hegningarlaga frá 25. júní 1869, og þykir refs- ing sú, sem hann hefir tilunnið, hæfilega ákveðin fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 6 mánuði. Ennfremur greiði hann innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa til Elísabetar Eiríksdóttur 2000 krónur með 5% ársvöxtum frá 29. janúar síðastliðnum. Loks greiði hann allan kostnað sakarinnar, þar á meðal kostnaðinn við gæzluvarðhald sitt. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Miðvikudaginn 28. okt. 1931. Nr. 89/1930. Johan Bjarkoy (Sveinbjörn Jónsson) gegn Helga Benediktssyni, f. h. Verzlunar- félags Vestmannaeyja, h/f (Guðm. Ólafsson) Frávisun. Stefndur, Johan Bjarkoy, Sólheimum hér, greiði stefn- anda, Helga Benediktssyni, hér f. h. Verzlunarfélags Vest- mannaeyja h.f. hér, kr. 628.41 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1930 til greiðsludags og málskostnað með kr. 89.00. Dóminum að fullnægja innan þriggja sólarhringa frá löglegri birting hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Með stefnu, dags. 1. mai 1930, höfðaði stefndi, Helgi Benediktsson, f. h. Verzlunarfélags Vest- 201 mennaeyja, h/f, mál gegn áfrýjanda, Johan Bjark- oy, til greiðslu skuldar samkvæmt reikningi, að upp- hæð kr. 628,41, ásamt 6% ársvöxtum frá 1. jan. 1930 til greiðsludags, og málskostnaðar. Þegar mál þetta skyldi tekið fyrir í gestarétti Vestmannaeyja, 6. maí f. á., mætti áfrýjandi eigi og enginn af hans hálfu. Var málið því tekið til dóms og dómur kveð- inn upp í því hinn 20. maí og kröfur stefnda þar teknar til greina. Stefndi lét síðan sera fjárnám fyrir dómskuld þessari í fógetarétti Vestmannaeyja 6. ágúst 1930, og var fjárnám sert í dómkröfu, samkv. dómi sjóréttar Siglufjarðarkaupstaðar, upp- kveðnum 18. okt. 1929, að upphæð kr. 1636,55, en stefndi talda áfrýjanda eiga dómkröfu þessa. Hin fjárnumda dómkrafa var þvinæst seld á uppboði í uppboðsrétti Vestmannaeyja 17. sept. f. á. og varð stefndi hæstbjóðandi að henni fyrir 5 krónur. Gestaréttardómi þessum svo og fjárnámsgerðinni frá 6. ágúst og uppboðsgerðinni frá 17. sept. f. á., hefir áfrýjandi skotið til hæstaréttar með stefnu, útg. 13. okt. f. á., og hefir hann hér fyrir réttinum gert þær réttarkröfur, aðallega, að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað frá gestaréttinum og fjárnámsgerðin og uppboðsgerðin felldar úr gildi, en til vara hefir hann krafizt þess, að verða aðeins dæmdur til að greiða stefnda kr. 80,45 og að fjárnámsgerðin og uppboðsgerðin verði felldar úr gildi að því, er snertir hluti þriggja annara manna í hinni fjárnundu dómskuld, er verið hafi sameign sin og þeirra. Svo hefir hann og krafizt málskostn- aðar í báðum réttum eftir mati hæstaréttar. Stefndi hefir hinsvegar krafizt þess aðallega, að hinn áfrýj- aði dómur verði staðfestur, en til vara, að áfrýjandi verði dæmdur til að greiða sér kr. 544,16 með vöxt- 262 um sem í hinum áfrýjaða dómi segir og til þrauta- vara, að áfrýjandi verði dæmdur til að greiða sér kr. 244,16 einnig með vöxtum sem í dóminum segir. Hin áfrýjaða fjárnámsgjörð og uppboðsgjörð krefst hann, að verði staðfestar, að því, er snertir eign á- frýjanda í hinni fjárnumdu dómskuld. Loks hefir hann krafizt málskostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati réttarins. Til styrktar aðalkröfu sinni hefir áfryjandi fyrst og fremst borið það fram, að í eftirriti því af gesta- réttarstefnunni, sem honum var afhent, er stefnan var birt honum, hafi fyrirtökudagur málsins verið talinn vera 26. mai í stað 6. maí og hafi þetta orðið þess valdandi, að hann mætti eigi, er málið var tek- ið fyrir í gestaréttinum. Í frumriti gestaréttarstefnunnar, er sýnt hefir verið í hæstarétti, er fyrirtökudagur málsins talinn þriðjudagurinn 6. mai 1930. Hinsvegar er í eftirriti því af stefnunni, er stefndi hefir kannazt við að hafa afhent stefnuvottunum og þeir síðan afhentu áfrýjanda við stefnubirtinguna, fyrirtökudagurinn talinn *%% 1930 og er þar eigi getið um vikudaginn cins og Í frumritinu. Stefndi hefir að vísu haldið því fram, að hann hafi skrifað fyrirtökudaginn 64 í eftirritið og að tölustafnum 2 hafi síðar, án vitund- ar sinnar, verið bætt framan við tölustafinn 6, en stefnuvottarnir, er stefnuna birtu, hafa hinsvegar lýst því yfir, að þeir hafi eigi athugað fyrirtökudag- inn í eftirritinu sérstaklega. Stefndi hefir því eigi sannað, að áfrýjanda hafi verið afhent rétt eftirrit af stefnunni, er hún var birt honum, og með því að ósamræmi það, er hér er á milli stefnunnar og eftir- ritsins lýtur að mjög þýðingarmiklu atriði og áfrýj- andi eigi mætti við fyrirtekt málsins í gestaréttin- 263 um, verður af þessari ástæðu að ómerkja hinn a- frvjaða dóm og vísa málinu frá sestaréttinum. Þá ber og að ómerkja hina áfrýjuðu fjárnámsgjörð og tppboðsgjörð. Með því að áfrýjandi mætti eigi við hinar áfrýj- uðu réttargjörðir, fellur málskostnaður í héraði niður, en málskostnað í hæstarétti greiði stefndi áfrvjanda með 300 krónum. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur skal vera ómerkur og vísast málinu frá gestaréttinum. Svo skulu og hin áfrýjaða fjárnámsgjörð og hin áfrýjaða uppboðsgjörð vera ómerkar. Málskostnaður í héraði falli niður, en máls- kostnað í hæstarétti greiði stefndi, Helgi Bene- diktsson, f. h. verzlunarfélags Vestmannaeyja, h/f, áfrýjanda, Jóhan Bjarkoy, með 300 kr. að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta hefir stefnandinn, Helgi Benediktsson, f. h. Verzlunarfélags Vestmannaeyja, h/f, hér, höfðað segn stefnda, Johan Bjarkoy, Sólheimum hér, með stefnu, dags. 1. þ. m., til greiðslu á skuld kr. 628.41 ásamt 6% ársvöxt- um frá Í. janúar 1930 til greiðsludag og málskostnað sam- kv. reikningi eða eftir mati dómarans. Stefndi hefir ekki mætt undir rekstri málsins og enginn fvrir hans hönd, þótt löglega sé stefnt. Ber því að dæma málið lögum samkvæmt eftir framlögðum skjölum og skil- ríkjum. Með því að stefnandi hefir lagt fram í réttinum notarialiter staðfest eftirrit úr verzlunarbókum Verzlunar- felag Vestmannaevja, h/f, sem synir hina umstefndu skuld kr. 628.41, ber að taka kröfur stefnanda í máli þessu til 264 greina og þykir málskostnaður sá, er stefnda ber að greiða hæfilega ákveðinn kr. 89.00 samkvæmt framlögðum sund- urliðuðum málskostnaðarreikningi stefnanda. Föstudaginn 30. okt. 1931. Nr. 52/1931. Helgi Benediktsson gegn Friðriki Svipmundssyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfryjandi, Helgi Benediktsson, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs. ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæsta- rétti. Föstudaginn 30. okt. 1931. Nr. 58/1931. Stefán Þorláksson segn oddvita Vatnsleysustrandarhrepps, f. h. hreppsins. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Stefán Þorláksson, er eigi mætir í málinu, geriði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs. ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. 265 Föstudaginn 30. nóv. 1981. Nr. 69/1931. Þorsteinn Johnson o. fl. gegn Helga Benónýssyni, f. h. bifreiðar- stöðvar Vestmannaeyja. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Árfýjendur, Þorsteinn Johnson, Jóhannn P. Jónsson og Tómas Guðjónsson, er eigi mæta í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef þeir af nyju vilja fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Föstudaginn 30. okt. 1931. Nr. 72/1931. Eiríkur Kristjánsson gegn Böðvari Bjarkan, f. h. Jakobs Gunn- lögsson á Co. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Eiríkur Kristjánsson, er eigi mat- ir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Svo greiði hann og stefnda, Jakob Gunnlögsson á Co., er hefir látið mæta, 30 kr. í ómaksbætur, að viðlagðri aðför að lögum. 266 Mánudaginn 2. okt. 1931. Nr. 81/1931. Réttvísin (Bjarni Þ. Johnson) gegn Friðrik Hafberg Einarssyni (Sveinbjörn Jónsson). Þjófnaður. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 24. april 1931: Ákærður, Friðrik Hafberg Einarsson, sæti fang- elsi við venjulegt fangaviðurværi í 3 mánuði. Hann greiði Maríusi Ólafssyni kr. 366.25 innan 14 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Svo greiði hann allan kostnað sakarinnar. Þar með taldan kostnaðinn við gæzluvarðhald sitt. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Svo sem tekið er fram í hinum áfrýjaða aukarétt- ardómi, er það sannað, að ákærði fór þann 5. marz þ. á. seini um kvöld inn í vörugevmsluhús Karls Sæmundsonar £ Co. í Reykjavík og tók þaðan ell- efu olíustakka. Flutti hann fjóra af þeim í híbýli sin, en sjö þeirra fundust daginn eftir undir brotn- um glugga á vörugeymsluhúsinu. Hefir ákærði staðhæft, að vörugevmsluhúsið hafi verið ólæst og hann því komizt inn í það án þess að nota lykil eða annað áhald og hefir eigi tekizt að afsanna þetta. Framangreint afbrot ákærða, sem einu sinni áð- ur hefir verið dæmdur skilorðsbundið fyrir þjófn- að, heyrir undir 8. gr. í lögum nr. 51, 7. mai 1928 og þykir refsingin hæfilega ákveðin af undirdómaran- um þriggja mánaða fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi. Hinsvegar er það ekki sannað, að ákærði hafi tekið annað eða meira úr vörugeymsluhúsinu en áðurnefnda ellefu olíustakka, og þar sem þeim hef- 267 ir öllum verði skilað aftur til eigandans, verður á- kærður eigi í þessu máli dæmdur til að greiða skaðabætur og ber því að fella iðgjaldaákvæði aukaréttardómsins úr gildi. Ákærða ber að greiða allan kostnað sakarinnar í héraði, svo og áfrýjunarkostnaðinn, þar með talin laun sækjanda og verjanda í hæstarétti, 50 kr. til hvors. Við meðferð málsins í héraði er það vitavert, að 1! annsóknardómarinn hefir rannsakað híbýli á- kærða, án þess að séð verði, að húsleit hjá honum hafi áður verið ákveðin með dómsúrskurði. Enn- fremur athugast, að undirréttardómarinn hefir eigi útvegað hegningarvottorð ákærða úr Hafnarfirði, en það hefir verið útvegað síðar og lagt fram í hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Friðrik Hafberg Einarsson, sæti Þriggja mánaða fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi og greiði allan kostnað sakarinnar í héraði og hæstarétti, þar með talin laun sækj- anda og verjanda í hæstarétti, málflutnings- mannanna Bjarna Þ. Johnson og Sveinbjörns Jónssonar, 50 kr. til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af réttvísinnar hálfu höfðað gegn Friðrik Hafberg Einarssyni, sjómanni, til heimilis á Bergþórugötu 11 hér í bænum, fyrir brot gegn ákvæðum 23. kapitula 268 almennra hegningarlaga frá 25. júní 1869 og lögum nr. 51 frá 1928, um nokkrar breytingar til bráðabirgða á hegn- ingarlöggjöfinni og viðauka við hana. ; Málavextir eru þeir, sem nú skal greina. Hinn 6. marz síðastliðinn kom á lögreglustöðina Maríus Ólafsson, verzl- unarmaður, og tilkynnti að brotizt hefði verið inn nótt- ina áður í geymslu Karls Sæmundssonar £ Co. í Pósthús- stræti 13, og hefðu horfið þaðan 36 olíustakkar, sem þar voru geymdir. Inn í geymsluna hafði verið farið á þann Fátt, að lásinn, sem var fyrir hurðinni, hafði verið opnað- ur með lykli, en ekki sprengdur upp. Maríus gat þess um leið, að þá fyrir skemmstu hefði hann fengið ákærðan, Friðrik Hafberg Einarsson, til þess að kaupa þennan lás fyrir sig hjá Zimsen, og hefði hann ekki skilað sér nema tveim lyklum með lásnum, en samkvæmt síðari upplýs- ingu frá Zimsen þá hefðu átt að fylgja lásnum þrír lyklar. Ákærður var nú þegar leiddur fyrir rétt og viðurkenndi hann, að hann hefði verið drukkinn umrætt kvöld. Kveðst hann þá hafa farið inn í portið bak við hús Karls Sæ- mundssonar, en man ekki hvað klukkan var þá. Kveðst hann þá hafa séð, að dyrnar á vörugeymslunni voru opnar og tók þar 4 olíustakka, sem hann kveðst hafa farið með heim til sín. Einnig kvað hann sig minna, að hann hafi borið nokkra stakka yfir að tröppum á húsi frú Claessen, sem er þar rétt hjá. Við húsleit heima hjá ákærðum á Berg- þórugötu 11 fundust 3 stakkar og einn stakkur á Hverfis- götu 98, þar sem hann hefir sofið. Einnig fundust daginn eftir innbrotið 7 stakkar í portinu fyrir utan gluggann á geymslu þeirri, sem stolið var úr, og var rúða brotin þar. Ákærður kveðst ekkert muna eftir því, að hann hafi brot- ið rúðuna og kastað stökkunum út. Hann þrætti eindregið fyrir að hafa tekið fleiri stakka en þá 4, sem fundist hafa heima hjá honum. Ákærður viðurkenndi að hafa keypt lásinn fyrir geymsluna fyrir Maríus Ólafsson, hjá Zimsen, cu kveðst ekki muna hvað margir lyklar fylgdu, en kveðst hafa skilað Maríusi þeim lyklum, sem fylgdu. Ákærður var nú settur í gæzluvarðhald. En hann hefir ávallt haldið fast við þennan framburð sinn, að geymslan hafi verið opin, er hann fór inn í hana, og hann hafi eng- an lykil haft að henni. Jón Guðmundsson verzlunarstjóri hjá Zimsen hefir 269 verið leiddur sem vitni í máli þessu og bar það, að slíkir lásar, sem sá, er var fyrir geymslunni, væri ýmist seldir með 2—-3 lyklum. Og kona sú, sem gerir hreint á skrif- stofu hjá Maríusi Ólafssyni og sótti kol út í geymsluna laginn áður hefir borið það, að hún hafi læst geymslunni. En þrátt fyrir það, verður rétturinn að líta svo á, að eigi sé útilokað, að dyrnar á geymslunni hafi verið opnar, er ákærður kom að henni. Maríus Ólafsson hefir gert kröfu til þess, að ákærður verði dæmdur til að greiða sér andvirði þeirra stakka, sem hurfu úr geymslunni þessa nótt og ekki var skilað aftur, en þeir eru 25. Krefst Maríus kr. 14.65 fyrir stykkið. Þykir eftir atvikum rétt að ákærður greiði andvirði Þeirra. Ákærður er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 12. jan. 1893. Hann hefir með dómi aukaréttar Reykja- víkur 10. marz 1930 verið dæmdur skilorðsbundið í 3 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi fyrir ein- faldan þjófnað. Framantalið brot ákærða ber að áliti dómarans að heimfæra undir 8. gr. laga nr. 51, 1928, og þykir refsing sú, sem hann hefir tilunnið, hæfilega ákveðin fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 3 mánuði. Svo greiði hann Maríusi Ólafssyni kr. 366,25 innan 14 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Loks greiði hann allan kostnað sakarinnar, þar með talinn kostnaðinn við gæzluvarðhald sitt. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Miðvikudaginn 4. nóv. 1931. Nr. 38/1931. Ferdínand Carlsson (Stefán Jóh. Stefánsson) gegn Jóh. Ólafssyni á Co. (Bjarni Þ. Johnson). Innsetningargjörð felld úr gildi með því eigi var talið, að verulegur greiðsludráttur eða önnur 270 samningsrof af hendi áfrýjanda hefði átt ser stað. Úrskurður fógetaréttar Vestman naeyja 1. nóv. 1930: Hin umbeðna gjörð á fram að fara. Dómur hæstaréttar. Með kaupsamningi 1. maí f. á., seldi Jóh. Ólafs- son á Co., áfrýjanda, Ferdinand Carlsson, bifreið fyrir danskar kr. 7075,77, greiddi áfrýjandi við undirskrift samningsins d. kr. 1099,77, en eftir- stöðvarnar d. kr. 2976,00 átti áfrýjandi að greiða á næstu 12 mánuðum með jöfnum afborgunum og samþykkti áfrýjandi 12 vixla fyrir eftirstöðvunum. hvern að upphæð d. kr. 248.00. 1 af vixlum þessum. er greiðast áttu mánuðina Í. júní til 1. sept., inn- leysti áfrýjandi skilvíslega, en upp í víxil þann, er greiðast átti 1. okt. greiddi áfrýjandi aðeins d. kr. 86.88 á réttum gjalddaga 1. okt. Var víxill þessi því afsagður sökum greiðslufalls, en viku síðar hinn 8. okt. greiddi áfrýjandi umboðsmanni stefnda í Vestmannaeyjum eftirstöðvar vixilsins, kr. 196.45 og 2 kr. að auki upp í kostnað við að senda pening- ana símleiðis til Reykjavíkur og fékk skilyrðis- lausa kvittun fyrir greiðslunni „en kostnaðinn við afsagnargjörðina greiddi hann eigi, af athugaleysi, cða af því að ekki var gengið eftir þessum kostnaði. Í kaupsamningnum áskildi stefndi sér eignarrétt að bifreiðinni, þar til kaupverðið væri að fullu greitt, og er tekið fram í 4. gr. samningsins, að kaupanda sé óheimilt að selja eða veðsetja bifreið- ina og í 6. gr. samningsins er meðal annars svo á- kveðið, að ef áskildar greiðslur séu ekki inntar af hendi á réttum gjalddögum, eða ef kaupandi að öðru leyti geri sig sekan um verulegar vanefndir á > 271 samningnum, þá falli allar eftirstöðvar kaupverðins þegar í stað í gjalddaga, og hafi þá seljandi rétt til eftir eigin vild, annaðhvort að krefjast þess, að bif- reiðin sé sér afhent eða að krefjast greiðslu á eftir- stöðvum kaupverðsins ásamt öllum kostnaði út af vanefndum kaupanda. Með bréfi, dags. 23. okt. f. á., fól stefndi umboðs- n:anni sínum í Vestmannaeyjum að ganga að bif- reiðinni, enda hafði hann þá ekki fengið að vita um greiðslu vixileftirstöðvanna 8. okt. Umboðsmað- ur stefnda fór þess því næst á leit við fógetann, að hann væri settur inn í umráð yfir nefndri bifreið, enda hafði það þá komið í ljós, að áfrýjandi hafði hinn 8. okt. veðsett Jja manni bifreiðina fyrir 1500 kr. láni. Var mál þetta þvínæst tekið fyrir í fógetarétti Vestmannaeyja 1. nóvbr. f. á. Í réttinum mótmælti áfrýjandi því, að vanskil þau á greiðslu víxilsins 1. okt., er að framan getur, hafi verið slík, að hann með þeim hefði fyrirgert rétti sínum til bifreiðar- innar, hinsvegar viðurkenndi hann, að hann hefði veðsett bifreiðina fyrir 1500 kr. og hefði sér ekki verið það ljóst, að þetta væri óheimilt, en til þess að bæta fyrir þessar vanefndir bauðst hann til að greiða þá þegar í fógetaréttinum eftirstöðvar af kaupverði bifreiðarinnar ásamt áföllnum kostnaði. Þessu boði neitaði umboðsmaður stefnda að taka til greina nema með skilyrðum, er áfrýjandi vildi eigi ganga að. Fógetinn leit nú svo á, að veðsetning bifreiðar- innar væri svo verulegt brot á umræddum kaup- samningi, að áfrýjandi hefði misst allan rétt sam- kvæmt samningnum og úrskurðaði því, að hin um- beðna innsetningargjörð skyldi fram fara. Þessum úrskurði hefir áfrýjandi skotið til hæsta- réttar með stefnu, dags. 40. apríl þ. á. og krefst hann þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði felldur úr gildi og stefndi dæmdur til málskostnaðargreiðslu. Það verður nú eigi álitið, að dráttur áfrýjanda á greiðslu vixilsins 1. okt. hafi verið svo verulegur, að stefndi geti rift samningnum fyrir þá sök og tek- ið bifreiðina af áfrýjanda, og eigi verður þetta heldur bysgt á veðsetningu bifreiðarinnar. Veðsetn- ingin var að vísu brot á Á. gr. samningsins, en þar sem áfrýjandi bauð fram í fógetaréttinum fulln- aðargreiðslu á öllu því, er stefndi ætti kröfu til samkvæmt samningnum, þykir hann hafa bætt eða boðið fram bætur fyrir brot þetta á samningnum eða fyrir skaða þann og óhagræði, er veðsetningin gat valdið stefnda, en áfrýjandi bar ekki ábyrgð á. að umboðsmaður stefnda í fógetaréttinum hafnaði þessu boði af ástæðum, er voru kaupsamningnun, óviðkomandi. Það verður því samkvæmt kröfu áfrýjanda að fella hinn áfrýjaða úrskurð úr gildi og dæma stefnda til að greiða áfrýjanda málskostnað í hæstarétti, er ákveðst 250 kr. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði fógetaréttarúrskurður er úr gildi felldur. Stefndi, Jóh. Ólafsson á Co., greiði áfrýjanda, Ferdínand Carlsson, 250 kr. í málskostnað fyrir hæstarétti, að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Það er tekið fram í hinum framlagða kaupsamningi á réttarskj. 2 í 4. gr. hans, að bifreiðin skuli vera eign selj- anda þangað til hún er að fullu greidd og að kaupandinn hafi þess vegna ekki rétt til þess að selja eða veðsetja bif- reiðina. Ennfremur er í 6. grein sama samnings tekið fram, að ef að kaupandi geri sig sekan í verulegum rofum á samningnum hafi seljandi rétt til þess, ef hann vill, að fá bifreiðina afhenta sér. Af ákvæðum þessum leiðir, að það. sem hér skiptir máli er, hvort veðsetning gerðarþola á bifreiðinni 8. október þ. á., til Ólafs Auðunssonar, fyrir 1500 kr. skuld, verði talin það sem kaupsamningurinn kallar „væsentlig Misligholdelse“ af samningnum eða það sem að rétturinn nefndi „veruleg samningsrof“. Það verð- ur þá að álítast að slíkar óleyfilegar veðsetningar, sé svo verulegt brot á slíkum samningum, að réttur kaupanda falli með því burtu, enda væri það að ýta undir slíkum ó- lögmætum og oftlega hegningarverðum ráðstöfunum, ef Það aðhald kaupanda hyrfi, að halda samninginn að þessu leyti, sem það felur í sér að kauprétturinn glatast. Föstudaginn 6. nóv. 1981. Nr. 103/1932. Valdstjórnin (Lárus Jóhannesson) gegn Þorkeli Þorleifssyni. (Stefán Jóh. Stefánsson) Bifreiðalagabrot. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 6. júlí 1931 :Kærður, Þorkell Þorleifsson, sæti 50.00 króna sekt til ríkissjóðs, og komi einfalt fangelsi í 5 daga í stað sekt- arinnar, sé hún ekki greidd innan mánaðar frá lögbirt- ingu dóms þessa. Svo skal kærður sviftur ökuleyfi æfi- langt. Loks greiði kærður allan kostnað sakarinnar. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Samkvæmt ástæðum hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann, þó þannig, að kærður sé sviftur 18 274 leyfi til að aka bifreið aðeins Í 2 ár frá 8. júní s. 1. telja. Kærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verj- anda í hæstarétti, 50 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Kærði, Þorkell Þorleifsson, skal sviftur leyfi til að aka Þifreið í 2 ár, frá 8. júní sl. að telja. Að öðru leyti skal hinum áfrýjaða dómi vera óraskað. Kærði greiði allan áfrýjunarkostnað máls- ins, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda Í hæstarétti, málflutningsmann- anna Lárusar Jóhannessonar og Stefáns Jóh. Stefánssonar, 50 kr. til hvors. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Þorkeli Þorleifssyni, til heimilis að Spitalastíg 1, hér í bænum, fyrir brot gegn ákvæðum laga nr. 56, 1926, um notkun bifreiða. Málavextir eru þessir: Árdegis mánudaginn 8. júní s.1. ók kærður bifreiðinni R.E. 249 héðan úr bænum austur þjóðveginn. Er hann kom inn í Sogamýrina ók vörubifreið á undan honum. Hefir kærður borið, að sú bifreið muni hafa ekið á 25—-30 kíló- metra hraða, er hann nálgaðist hana, en bifreiðarstjórinn á þeirri bifreið, Ásbjörn Guðmundsson, sem leiddur hefir verið sem vitni í málinu, hefir haldið því fram, að hann muni hafa verið á 20—25 kilómetra hraða á klukkustund. Ók kærður því næst fram úr framangreindri bifreið á 275 45 kilómetra hraða, að því er hann sjálfur segir í réttar- haldi 22. júní, og segist hann þá hafa séð hraðamælirinn sýna þann hraða. Eftir að kærður var kominn fram úr, segir hann, að mjög mikið fát hafi komið á sig og hann misst stjórnar af bifreiðinni, sem síðan valt út af vegin- um vinstra megin. Hefir kærður enga skynsamlega skýr- ingu getað gefið á orsök þessa slyss, en sagt, að vel geti verið, að hann hafi í fáti stigið á bensingjafann í stað hemilsins, og það valdið óeðlilegum kraða á bifreiðinni í Þessum svifum. Bifreiðin skemmdist mjög mikið, en hvorki kærða né stúlku, sem var í bílnum með honum, sakaði, og telur kærði það tilviljun eina. Engin hindrun var þarna á veginum, vegurinn fullbreiður, beinn, sléttur og harður og engum að mæta. Vitnið Ásbjörn Guðmunds- son, bifreiðarstjóri, er ók bifreiðinni R.E. 196, er kærður ök fram úr, hefir eins og að framan greinir, kveðið sig hafa verið á 20—25 kilómetra hraða, er kærður ók fram úr honum. Segir hann að kærður hafi verið minnst á 40—- 45 kílómetra hraða, er hann fór fram hjá, en síðan virðist hraðinn fara vaxandi, og gizkar vitnið á að hraðaaukinn hafa stafað af því, að kærður hafi í fáti stigið á benzin- gjafann í stað hemilsins. Rann bifreið kærðs síðan út af veginum vinstra megin og utan í vegbrúninni nokkurn spöl, en síðan inn á veginn aftur, steyptist bar og hvolfir síðan út af veginum, vinstra megin. Bifreiðaeftirlitsmenn- irnir Björn Blöndal og Zophonías Baldvinsson fóru á stað- inn samdægurs og skoðuðu vegsummerki og gáfu síðan skýrslu um það til dómarans. Er skýrsla sú í meginatrið- um í samræmi við framburð vitnisins Ásbjörns. Mældist Þeim vegurinn meira en 6 metra breiður á bessu svæði og sléttur og harður út á brúnir. Þá mældist þeim og að bif- reiðinni hefði verið ekið utan á vegkantinum ca. 40 fet. Liggja förin síðan inn á veginn aftur til hægri og ca. bil- lengd áfram eftir veginum, en þá er að sjá, að bifreiðin stingist á endann og velti út af veginum. Gizka eftirlits- mennirnir á, að bifreiðin hafi verið á ca. 60—80 kílómetra hraða er þetta gerðist, og byggja það meðal annars á því, að bifreiðin missti jafnvægið ekki strax og hjól annarar hliðarinnar fóru út af veginum. Kærður hefir þá viðurkennt að hafa ekið á 45 kílómetra hraða og hefir hann þannig brotið gegn 6. grein laga nr. 276 76, 1926, um notkun bifreiða. Eru og allar líkur fyrir því að hraðinn hafi verið miklu meiri að minnsta kosti eftir að hann kom fram fyrir hina bifreiðina, og verður sam- kvæmt framangreindu engin skynsamleg orsök fundin til slyssins önnur en mikill hraði samfara ónógri stjórn á bif- reiðinni og ógætni við að aka fram hjá bifreiðinni, sem á undan var. Það verður því að telja sannað, að kærður hafi umrætt skipti orðið brotlegur við 6. eg 7. sbr. 14. gr. laga nr. 56, 1926, um notkun bifreiða. Kærður var með dómi hæstaréttar, uppkveðnum 12. okt. 1928 dæmdur í 1 mánaðar einfalt fangelsi og missi ökuleyfis í eitt ár fyrir brot gegn 200. gr. alm. hegningar- laga frá 25. júni 1869, og 6. gr. bifreiðarlaganna. Kærður hefir upplýst, að hann sé taugaveiklaður og hjartveikur, en það hvorttveggja verður að álita mjög bagalegt fyrir bifreiðarstjóra og veikja mjög öryggi akstursins. Refsing kærðs þykir með hliðsjón af framangreindu hæfilega metin 50.00 króna sekt til ríkissjóðs og verður með því að um ítrekað brot er að ræða og með tilliti til allra atvika að svifta hann ökuleyfi æfilangt. Sektin greið- ist innan mánaðar, ella komi í hennar stað einfalt fangelsi í 5 daga. Svo greiði kærður allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Miðvikudaginn 11. nóv. 1931. Nr. 64/1931. Axel Kristjánsson (Garðar Þorsteinsson) segn skiptráðandanum í Reykjavík, f. h. þrotabús Lúðvigs C. Magnússonar og Ingvars Benediktssonar og hlutafé- lagsins „Fjölnir“. (Enginn). Viðurkenndur sjóveðréttur fyrir kröfu samkv. 236, sbr. 53. gr. siglingalaganna. 271 Dómur sjóréttar Reykjavikur 19. dezbr. 1930: Stefndir, Lúðvik GC. Magnússon og Ingvar Bene- diktsson, greiði in solidum stefnendunum, Jóni Ásbjörns- syni € Sveinbirni Jónssyni, hrm., f. h. Axels Kristjánsson- ar kr. 696,40 með 6% ársvöxtum frá 8. október 1930 til greiðsludags og kr. 123,50 í málskostnað, innan þriggja sól- arhringa frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Mál þetta höfðaði áfrýjandi í héraði gegn eigend- um og útgerðarmönnum fiskiskipsins Fjölnir, þeim Lúðvig C. Magnússyni og Ingvari Benediktssyni, en með því að bú þeirra hefir verið tekið til gjald- þrotaskipta, eftir að dómur gekk í héraði, hefir áfrýjandi stefnt skiptaráðandanum í Reykjavík fyrir hönd þrotabúsins, svo hefir hann og stefnt stjórnendum h/f „Fjölnis“, er nú á skip það, sem krafizt er sjóveðréttar í, til að gæta réttar sins. Hinir stefndu hafa eigi mætt í hæstarétti og hefir málið verið rekið þar skriflega. Áfrýjandi krefst þess aðallega, að hinum áfrýj- aða sjóréltardómi verði breytt þannig, að hinn stefndi skiptaráðandi verði, f. h. þrotabúsins, dæmdur til að greiða kr. 738,18 með 6%ársvöxtum, frá stefnudegi til greiðsludags, eða til vara kr. 696,40 með 6% ársvöxtum, frá 12 mai til greiðsludags, á- samt málskostnaði, og loks, að viðurkenndur verði með dómi sjóveðréttur áfrýjanda í e/s „Fjölnir“, R. E. 271, fyrir framangreindum upphæðum. Svo sem fram er tekið í hinum áfrýjaða dómi, hafa stefndu í héraði viðurkennt að skulda áfrýjanda eftirstöðvar af kaupverði kola, kr. 696,40, en auk þess hefir áfrýjandi reiknað sér vexti kr. 11,76 af þessari inneign sinni, og á því 278 byggist aðalkrafa áfrýjanda. Þessi vaxtakrafa verður eigi tekin til greina af ástæðum þeim, er greinir í hinum áfrýjaða dómi, en hinsvegar ber samkvæmt varakröfu áfrýjanda að dæma stefnda samkvæmt 38. gr. kaupalaganna, nr. 39/1922, til að greiða 5% ársvexti af nefndum kr. 696,40, frá 12. maí 1930 til stefnudags, en þann dag var krafist greiðslu á skuldinni, 6% ársvaxta af kröfunni frá stefnudegi hefir eigi verið mótmælt í undirrétti. Með nýjum gögnum, er áfrýjandi hefir lagt fram í hæstarétti, að fengnu nóvaleyfi, útgefnu 19. sept. þ. á., er það upplýst, að e/s Fjölnir hætti sildveið- um við Norðurland í byrjun septbr. 1929 og hélt þá til Reykjavíkur og kom þangað 9. s. m. Var skips- höfnin þá afskráð, síðan var nýr skipstjóri fenginn og lögskráð á skipið á ný og lagði það af stað héð- an 13. septbr. og stundaði nú saltfiskveiðar við Norðurland um mánaðartíma, samkvæmt eftirriti af leiðarbók skipsins, er lagt hefir verið fram í hæstarétti, hefir skipið á þessari veiðiför komið víða á hafnir á Norðurlandi, þar á meðal til Akur- eyrar, 28. septbr., 1. og 15. okt., og tók kol hjá áfryj- anda 28. septbr. og 15. okt. en þar hafði það tekið kol, er það stundaði sildveiðarnar, en frá kolaúttektinni 15. okt. stafar skuld sú, er ræðir um í þessu máli. Stefndu í héraði hafa haldið því fram, að e/s Fjölnir hafi verið gert út frá Akureyri fyrst á sild- veiðar sumarið 1929 og síðan á saltfiskveiðar um haustið og hafi skipið allan þennan tíma haft fast- an kolareikning við áfrýjanda. Áfrýjandi heldur því hinsvegar fram, að eftir sildveiðitímann hafi umrætt skip alls eigi verið gert út frá Akureyri, að minnsta kosti hafi honum verið alveg ókunnugt um 279 það, skipstjóri hafi einn samið um kolakaupin 15. okt. til framhaldsferðar skipsins, þ. e. til heimferð- arinnar, og hafi áfrýjandi aðeins látið kolin af hendi gegn því að fá sjóveð í skipinu, telur hann, að það geti engu breytt í þessu efni, þótt skipstjóri hafi tekið nokkru meiri kol en ef til vill hafi verið nauðsynlegt til heimferðarinnar, sjálfsagt með það fyrir augum að leita fyrir sér um fiskveið- ar fyrir Vesturlandi á heimleiðinni. Þar sem skipið var statt utan heimilis síns og kolaúttekt skipstjóra var gerð til framkvæmdar ferðar hans, og með því ennfremur ekki verður tal- ið sannað, að útgerðarmenn skipsins hafi samið við áfrýjanda um umrædd kolakaup, verður að lita svo á, að áfryjandi hafi með samningi sínum við skipstjóra öðlast sjóveð í skipinu samkvæmt 236. gr., sbr. 53. gr. siglingalaganna, og ber því að taka kröfu áfrýjanda um sjóveð í e/s Fjölni til greina. Svo ber að dæma stefnda til að greiða áfrýj- anda málskostnað í hæstarétti, sem ákveðst 150 kr. Þvi dæmist rétt vera: Skiptaráðandi Reykjavíkur, f. h. þrotabús Lúðvigs C. Magnússonar og Ingvars Benedikts- sonar, á að greiða áfrýjanda, Axel Kristjáns- syni kr. 696,4) með 5% vöxtum frá 12. maí 1930 til stefnudags 8. okt. s. á., og með 6% árs- vöxtum frá stefnudegi til greiðsludags, kr. 123,50 í málskostnað í héraði og kr. 150 í máls- kostnað í hæstarétti, og hefir áfrýjandi sjóveð í e/s Fjölnir, R.E. 271, fyrir framangreindum upphæðum. 280 Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað fyrir sjóréttinum, með stefnu út- gefinni 8. október s. 1. af Jóni Ásbjörnssyni og Sveinbirni Jónssyni, hrm. hér í bæ f. h. Axels Kristjánssonar kaup- manns á Akureyri gegn Lúðvig C. Magnússyni, Klappar- stig 11 og Ingvari Benediktssyni, Kárastíg 13, báðum hér í bænum, til greiðslu skuldar in solidum fyrir útteknar vör- ur (kol) til handa e/s „Fjöln“, sem er eign stefndra, upp- haflega að upphæð kr. 5169,16, nú að eftirstöðvum kr. 738,18, 6% ársvöxtum frá stefnudegi til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu með kr. 123,50. Ennfremur hafa stefnendurnir krafizt þess, að umbjóð- anda þeirra verði tildæmdur sjóveðréttur í e/s Fjölni RÆ. 271 fyrir framangreindum upphæðum. Stefndir hafa viðurkennt að skulda kr. 696,40, en hafa krafizt sýknu af mismuninum kr. 41,76, en upphæð þessi er vextir, sem umbjóðandi stefnenda hefir reiknað sér af inneign sinni hjá stefndum. Það verður nú ekki séð, að tiltekinn eindagi hafi verið ákveðinn á skuldinni, og litur rétturinn því svo á, að umbjóðandi stefnenda eigi ekki heimtingu á vöxtum af henni fyrr heldur en hann hefir leitað réttar síns með málsókn eða frá stefnudegi, enda hefir hann með símskeyti til stefndra dags. 12. maí s. 1, að- eins krafið þá um hina viðurkenndu upphæð án vaxta, og þykir því verða að taka framangreind mótmæli stefndra til greina, og verða þeir þá aðeins dæmdir til að greiða hina viðurkenndu upphæð svo og máiskostnað eins og krafizt hefir verið, þar eð þeir hafi ekki mótmælt honum, Þá hafa stefndir og mótmælt eindregið kröfu stefnenda um sjóveðrétt í skipinu, en kröfu sína um sjóveðrétt byggja stefnendurnir á því, að skipið hafi verið statt utan heimilis síns, er síðasta úttektin 31'%% tonn af kolum átti sér stað þann 15. okt f. á, hún hafi verið gerð af skip- stjóranum til framkvæmdar ferðar skipsins frá Akureyri til heimilis þess Reykjavíkur, og sé því fullnægt öllum skilyrð- um 236. gr. sbr. 53. gr. siglingalaganna fyrir því, að sjóveð- 281 réttur hafi stofnazt í skipinu fyrir umræddri úttekt, en „hin umstefnda skuld sé einmitt eftirstöðvar af henni. Skipið var nú að vísu statt utan heimilis síns er umrædd úttekt fór fram og hún var gerð af skipstjóranum,og er þá eftir að athuga þriðja skilyrðið, það, hvort úttektin hafi snert framkvæmd til einstakrar ferðar skipsins. Það verður að teljast upplyst, að skipið hafi verið gert út frá Akur- eyri yfir tímabilið frá 8. ág. f. á. til 15. okt. s. á. að m. k. og stefnendurnir hafa ekki haldið því fram, að skipið hafi komið hingað til bæjarins fyrr en 29. okt. f. á. eða hálfum mánuði eftir að síðasta kolaúttekt þess fór fram hjá um- bjóðanda stefnenda. Er því sennilegast að skipið hafi stundað veiðar frá Akureyri áður en það lagði af stað hing- að og ekki getur það hafa þurft 31'% tonn af kolum til þess að komast hingað. Verður því eigi litið svo á, að umrædd kolaúttekt öll eð nokkur ákveðinn hluti hennar, þar senr hún er algjörlega Óósundurliðuð, hafi verið gerð til fram- kvæmdar einstakrar ferðar skipsins, heldur almennt til út- gerðar þess, og verður krafa stefnenda um sjóveðrétt í skipinu því ekki tekin til greina. Miðvikudaginn 11. nóv. 1931. Nr. 34/1931. Valdstjórnin (Sveinbjörn Jónsson) gegn J.R.Bore (Lárus Fjeldsted). Veiðarfæri í ólagi. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 14. marz 1931: Kærður, John Robert Bore, greiði 1000 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands og allan af máli þessu löglega leiddan og leiðandi kostnað. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar, Í hæstarétti hefir verið lagður fram sjóuppdrátt- ur, er forstöðumaður stýrimannaskólans í Reykja- 282 vik hefir markað á mælingar varðskipsins Þór 13. marz þ. á., og sýnir hann eins og sjóuppdáttur sá, - er skipherra varðskipsins hefir lagt fram við rann- sókn málsins í héraði, að skip kærða hefir verið tæpa sjómilu innan landhelgislinunnar, er varð- skipið nam staðar við hlið þess og hafði kærði þá svo sem hann hefir játað, veiðarfæri sín í því á- standi, sem lýst er í lögregluréttardóminum, en eigi í búlka. Er það þannig sannað, að kærði hefir gjörzt brotlegur gegn 2. gr.i lögum nr. 6, 18. maí 1920. En þar sem það af öllum atvikum, sem upplýst eru í málinu, þykir ljóst, að kærði hefir hvorki verið að veiðum í landhelginni, né verið að búa sig undir veiðar þar, þykir refs- ing hans samkvæmt 1. gr. í lögum nr. 36, 15. júní 1926, hæfilega ákveðin 700 kr. sekt í ríkissjóð, en gullgengi íslenzkrar krónu er nú 63,81, og verði sektin eigi greidd innan 30 daga frá birtingu dóms þessa, þá komi í hennar stað 35 daga. einfalt fangelsi. Svo ber og kærða að greiða allan kostnað sakar- innar í héraði og hæstarétti, þar með talin laun sækjanda og verjanda í hæstarétti, 100 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Kærði, John Robert Bore, greiði 700 kr. í rík- issjóð, er afplánist með 35 daga einföldu fang- elsi, ef hún fæst eigi greidd innan 30 daga frá birtingu dóms þessa. Svo greiði og kærði allan kostnað sakarinnar í héraði og hæstarétti, þar með talin laun sækj- anda og verjanda í hæstarétti, málflutnings- 283 mannanna Sveinbjarnar Jónssonar og Lárus- ar Fjeldsted, 100 kr. til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta, er höfðað af valdstjórnarinnar hálfu gegn J. R. Bore, skipstjóra á b/v „Franc Tieur“, G.Y. 1041, fyrir brot gegn ákvæðum laga nr. 5, frá 18. maí 1920, sbr. lög nr. 36 frá 15. júní 1926 og lög nr. 33, frá 1922. Málavextir eru þeir, sem nú skal greina: Eftir því, sem segir í skýrslu skipherrans á varðskipinu „Þór“, var nefnt varðskip út af Svörtuloftum fimmtudaginn 12. þ. m. kl. 4,10. Sást þá togari vera inn á landhelgissvæðinu og var haldið til hans. Kl. 14,30% dróg varðskipið upp stöðvunar- merki og um leið var stöðvað við hlið framangreinds tog- ara og samtímis var mældur staður skipsins og var hann sem hér segir: Öndverðarnestá > 25 307 Svörtuloftaviti > 66? 207 Dritvikurtangi Dýpi mælt 84 metr. og gefur það stað togarans 0,8 sm. innan landhelgislínu. Þessar mælingar gerðu bæði foring- inn á varðskipinu og 1. stýrimaður og hafa þeir unnið eið að því að mælingarnar séu réttar. Veiðarfæri togarans voru í því ástandi, að hlerar allir voru utanborðs og vörpur lásaðar í þá, fram og afturvæng- ir bakborðsvörpu voru utanborðs, og framvængir á stjórn- borðsvörpu og varpan að öðru leyti mest laus á þilfarinu. Einnig voru skipsmennirnir að vinna að því að gera að fiski á þilfarinu. Kærður í þessu máli hefir játað, að svo hafi verið um- horfs hjá sér sem nú hefir verið lýst, en hann neitar því að staðarákvörðun varðskipsins sé rétt, kveðst sjálfur hafa sett út Þauju um 3 mínútum síðar en varðskipið setti út sína bauju og næstum á sama stað, og við þá bauju hafi hann gert staðarákvarðanir með loftskeytamanni sinum, sem sé 281 mælingafróður, en staðarákvarðanir þessar voru miðanir vfir kompás, og telur hann þær hafa verið þannig: Önd- verðarnesviti A. t. N. %% N. og Dritvík S.S.A., en það gefi stað togarans 3% sm. undan landi. Kærður kveðst frá því snemma um morguninn hafa verið að fiska með varðskipinu um 5 sm. undan landi, en varðskipið kveðst hann hafa þekkkt á fallbyssunni. Af- því kveður hann mega sjá að sér muni ekki hafa komið til hug- ar, að fara inn fyrir landhelgislínuna með því að hann vissi af varðskipinu. En hann kveðst hafa fært sig nær landi en ef hann hefði verið að veiðum, til þess að fá slétt- ari sjó, með því að ekki hafi verið hægt fyrir sig að vera að veiðum vegna óveðurs, þar sem skip hans var ofmikið hlaðið. Skipherrann á varðskipinu telur það rangt, að liðið hafi 3 mínútur milli þess að varðskipið kastaði út sinni bauju og Þangað til togarinn setti út bauju sina. Tímamillibilið hafi verið réttar 33 mínútur. Enda hafi fjarlægðin milli baujanna verið það mikil, að varðskipsbaujan hafi rétt vel sést frá bauju togarans. Straumar ráða svo miklu þarna við nesið, að togarinn hafi rekið þessa vegalengd á framan- greindum 33 mínútum. Hann kveðst þó hafa gert staðar- ákvörðun við bauju togarans, og hafi hún verið þessi: Öndverðarnestá > 249 307 Svörtuloftaviti > o8? Dritvikurtangi og kveður hann það gefa stað togarans góða % sm. fyrir innan landhelgislínuna. Skipherrann og stvrimennirnir á varðskipinu halda því fram, að sjór hafi ekki verið meiri en svo, að vel hafi verið hægt að fiska, þó þeir viðurkenni, að það hafi verið erfiðara fyrir kærðan þar sem skip hans var nokkuð mikið hlaðið. Hvort kærður hefir þekkt varð- skipið eða ekki hefir eigi tekizt að upplýsa til eða frá, svo það út af fyrir sig, að kærður hafi hlotið að halda sig fyrir utan línuna vegna þess, að hann hafi vitað af varðskipinu, verður ekki talin mikils virði sem gagnsönnun. Hvað mið- ununum viðkemur, verður því ekki neitað, að slíkar mið- anir, sem gerðar eru yfir kompás áhaldalaust og auk þess í ósléttum sjó geta aldrei verið nákvæmar, svo ekki verður 285 talið, að þær geti hnekkt mælingu varðskipsins, sem gerð- ar voru með góðum tækjum og af æfðum mönnum. Það verður því að telja það sannað, að togarinn hafi verið staddur þar innan landhelgislínunnar, sem tiltekið er í skýrslu foringja varðskipsins, er hann kom að honum kl. 14.30 hinn 13. þ. m. Þá kemur að því atriði, hvort kærður hafi með því að vera þarna staddur með fisk og veiðarfæri í því ástandi, sem hann hefir viðurkennt, brotið gegn ákvæðum íslenzkr- ar fiskiveiðalöggjafar. Með því að gera að fiski innan land- helgi, hefir þá kærður fyrst og fremst brotið gegn ákvæð- um 3. gr. laga nr. 33 frá 1922, því þótt erlendum fiskiskip- um sé heimilt að leita undan óveðri inn í landhelgina mega þau ekki gera þar að fiski og veiðarfærin verða að vera Í lagi. Að því er veiðarfærunum viðkemur, er það að visu upp- lýst, að kærður kom frá veiðum utan landhelgi og það er ekki líklegt, að hann hafi ætlað til veiða innan landhelgis- línunnar, minnsta kosti eru engar líkur framkomnar fyrir því. Það er því á takmörkunum að vera heimilt að sleppa kærðum við refsingu fyrir brot þetta samkvæmt ákvæðum laga nr. 36 frá 1926, ef hann hefði ekki hinn 22. jan. s. 1. verið dæmdur í 500 króna sekt fyrir ólöglegan umbúnað veiðarfæra með dómi sýslumannsins á Patreksfirði, fyrir samskonar brot. Af þessum ástæðum verður ekki hjá því komizt, að dæma kærðan til að greiða 1000 króna sekt til Landhelgissjóðs Ís- lands með tiliti til þess að gengi íslenzkrar krónu er þann- ig, að ein króna íslenzk jafngildir 81,79 aurum gulls. Dóm- felldur greiði allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. 286 Föstudaginn 13. nóv. 1931. Nr. 35/1931. Réttvísin (Lárus Jóhannesson) gegn Steingrími Þorkelssyni, Karli Þor- steinssyni, Hjálmtý Guðvarðssyni (Theódór B. Lindal) og Halldóri Jónssyni (Sveinbjörn Jónsson). Innbrotsþjófnaður. Dómur aukaréttar Reykjavikur 24. febr. 1931: Ákærður, Halldór Jónsson, á að vera sýkn af ákæru réttvísinnar í þessu máli. Ákærður, Steingrímur Þorkelsson, sæti Þbetrunarhúss- vinnu í 14 mánuði og greiði Gunnlaugi kaupmanni Foss- berg 5320 krónur í skaðabætur, með 6% ársvöxtum frá 7. júní f. á. að telja. Ákærður, Hjálmtýr Guðvarðsson, sæti betrunarhússvinnu i 8 mánuði og greiði Gunnlaugi kaupmanni Fossberg 80 krónur með 6% ársvöxtum frá 7. júní að telja. En fulin- ustu refsingarinnar skal frestað og hún falla niður, ef á- kærður greiðir idæmdar skaðabætur innan tilsetts tíma. nema hann innan 5 ára frá uppsögn dóms þessa sæti á- kæru í opinberu máli fyrir glæp drýgðan af ásettu ráði og sé í því máli dæmdur í þyngri refsingu en sektir. Ákærður, Karl Þorsteinsson, sæti betrunarhússvinnu í 12 mánuði. Ákærðu greiði hver um sig kostnaðinn við gæzluvarð- hald sitt, en ákærður Steingrímur og Karl og Hjálmtýr in solidum allan kostnað sakarinnar. Ídæmdar skaðabætur greiðist innan 15 daga frá lög- birtingu dóms þessa. Dóminum skal fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Máli þessu hefir verið skotið til hæstaréttar eftir ósk hinna ákærðu, Steingrims Þorkelssonar og Karls Þorsteinssonar, en af réttvísinnar hálfu einnig 287 að því, er snertir hina ákærðu, Hjálmtý Guðvarðs- son og Halldór Jónsson. Ákærði, Halldór Jónsson, hefir viðurkennt, að hann í októbermánuði f. á., hafi keypt af ákærða Karli Þorsteinssyni 4-4)% þúsund af vindlingum (ecigarettum) og 4 tíu punda kassa af súkkulaði. Telur hann, að Karl hafi venjulega komið með 1 þúsund af vindlingum í einu, en tvisvar hafi hann komið með eitt þúsund í einu, hefir hann þannig keypt 6—7 sinnum í sama mánuði vindlinga af Karli. Þótt þessar tíðu ferðir Karls til ákærða hefðu átt að vekja hjá honum grun um, að vörur þær, er Karl hafði á boðstólum, væru stolnar, ekki síst þar sem hann bauð þær til sölu fyrir töluvert lægra verð en þær voru fáanlegar fyrir í heildsölu, þykir þó varhugavert gegn eindreginni neitun ákærða að telja hann sannan að sök um brot á 240 gr. hinna almennu hegningarlaga, og verður því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm, að því er sýknu ákærða, Hall- dórs Jónssonar snertir og greiðast málflutnings- laun talsmanns hans í hæstarétti, 100 kr., úr ríkis- sjóði. Við framhaldspróf, er haldin hafa verið. í máli þessu, eftir að dómur gekk í því í héraði, hefir á- kærði, Karl Þorsteinsson, tekið aftur játningu sína um meðverknað í ýmsum innbrotum meðákærða Steingríms Þorkelssonar, en þar sem þessi nýi fram- burður, sem er í beinni andstöðu við margitrekaðar játningar ákærða í hinni fyrri rannsókn málsins, styðst ekki við neitt, er fram er komið í málinu, verður þessari afturköllun ekki gaumur gefinn. Afbrot ákærða, Steingrims Þorkelssonar, heyrir undir 6. og 7. gr. laga nr. 51, 7. maí 1928, sbr. 231. gr. 4. lið hinna almennu hegningarlaga, og þykir 288 refsing hans með hliðsjón af 63. gr. hegningarlag- anna hæfilega ákveðin 18 mánaða betrunarhúss- vinna. Afbrot ákærða, Karls Þorsteinssonar, heyrir und- ir 6. og 7. gr. laga nr. 51, frá 1928, sbr. 231. gr. 4. lið hinna almennu hegningarlaga, svo og undir 55. og 56. gr. hegningarlaganna og ákveðst refsing hans með hliðsjón af 63. gr. sömu laga 12 mánaða betr- unarhvssvinna. Afbrot Hjálmtýs Guðvarðssonar heyrir undir 6. og 7. gr. laga nr. 51, frá 1928, sbr. 231. gr. 4. líð hinna almennu hegningarlaga og ákveðst refsing hans með tilliti til 63. gr. hinna almennu hegningarlaga 6 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og skal samkvæmt heimild 1. gr. laga nr. 39, 16. nóvbr. 1907 fullnustu refsingarinnar frestað og hún falla niður eftir 5 ár frá uppsögn dóms þessa, ef fullnægt verður lögmæltum skilyrðum. Um greiðslu skaðabóta til Gunnlaugs kaupmanns Fossberg verður eigi dæmt í máli þess, með því að það sést eigi af prófum málsins, að hinum ákærðu, Steingrími Þorkelssyni og Hjálmtý Guðvarðssyni, hafi verið gerð kunn skaðabótakrafa þessi, og háir ar er hvergi getið í málshöfðunartilkynningu und- irdómarans til hinna ákærðu eða í aukaréttarstefn- unni. Ákærðu, Steingrímur Þorkelsson og Karl Þor- steinsson, greiða hvor um sig varðhaldskostnað sinn og in solidum % hluta af kostnaði málsins í héraði og hæstarétti, þar með talin málflutnings- laun sækjanda og verjanda þeirra í hæstarétti, er ákveðast 200 kr. til hvors. Ákærði, Hjálmtýr Guðvarðsson, greiði varðhalds- 289 kostnað sinn og % hluta af kostnaði málsins í hér- aði og hæstarétti. Við rannsókn málsins er það að athuga, að eng- inn af mönnum þeim, er stolið hefir verið frá nema Gunnlaugur Fossberg, hefir verið leiddur sem vitni til þess að fá skýrslu þeirra fyrir rétti um það hvað frá þeim hefir verið stolið til samanburðar við framburð hinna ákærðu, og verður að vita þetta. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Halldór Jónsson, á að vera sýkn af ákæru réttvísinnar í máli þessu og greiðast mál- flutningslaun talsmanns hans í hæstarétti, mál- flutningsmanns Sveinbjörns Jónssonar, 100 kr., úr ríkissjóði. Ákærði, Steingrímur Þorkelsson, sæti 18 mánaða betrunarhússvinnu. Ákærði, Karl Þorsteinsson, sæti 12 mánaða betrunarhússvinnu. Ákærði, Hjálmtýr Guðvarðsson, sæti 6 mán- aða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, en fullnustu refsingarinnar skal frestað og hún falla niður eftir 5 ár frá uppsögn dóms þessa ef fullnægt verður lögmæltum skilyrðum. Hann greiði varðhaldskostnað sinn og 1 hluta af kostnaði málsins í héraði og hæstarétti. Ákærðu, Steingrímur Þorkelsson og Karl Þorsteinsson, greiði hvor um sig varðhalds- kostnað sinn og in solidum 3% hluta af kostnaði málsins í héraði og hæstarétti, þar með talin 19 290 málflutningslaun sækjanda og verjanda þeirra í hæstarétti, málflutningsmannanna, Lárusar Jóhannessonar 08 Theódórs Lindal, 200 kr. til hvors. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af réttvísinnar hálfu höfðað gegn Stein- grími Þorkelssyni, Grettisgötu 20 ce, Karli Þorsteinssyni, Grettisgötu 20 c, Hjálmtýr Guðvarðssyni, Frakkastig 13, og Halldóri Jónssyni, Barónsstig 25, fyrir brot gegn ákvæð- um 23. kapítula alm. hegningarlaga frá 25. júni 1869 og lögum nr. 51, 1928 um nokkrar breytingar til bráðabirgða á hegningarlöggjöfinni og viðauka við hana. Málavextir eru þeir sem nú skal greina. Nóttina á milli 4. og 5. nóvember kl. 1% komu tveim menn á lögreglu- stöðina, og sögðu frá því, að þeir hafi þá fyrir skemmstu gengið fram hjá sölubúð Silla og Valda á Laugaveginum og heyrðu þeir þá brothljóð, líkt því sem brotin væri rúða á bakhlið hússins. Fóru þeir að hyggja að þessu, og sáu stórt gat á rúðu í glugga í vörugeymslunni. Er þeir komu út á Laugaveginn aftur, þá sáu þeir mann hlaupa þvert yfir Laugaveginn. Lögreglan brá samstundis við, fór á staðinn, náði í búðarmanninn hjá Silla £ Valda til þess að opna búðina. Er þeir komu í herbergi innar af búðinni, hittu þeir fyrir mann, nokkuð ölvaðan. Var hann með tunnu þoka nærri hálfan af cigarettum og vindlakóssum, sem hann hafi tekið úr hyllum í búðinni. Maður þessi var ákærður Steingrímur Þorkelsson og viðurkenndi hann að hafa brotizt inn um gluggann. Hann var þegar í stað sett- ur í gæzluvarðhald. Var nú samstundis hafin rannsókn í máli þessu og upp- lýstist það, sem hér fer á eftir. I. Ákærður Steingrímur Þorkelsson, hefir viðurkennt, að hafa fyrir utan innbrotið hjá Silla £ Valda framið eftir- talda þjófnaði. 291 a) Laugardaginn fyrir hvítasunnu í vor fór hann inn í verzlun G. J. Fossberg í Hafnarstræti hér. Atvikaðist það Þannig, að hann hitti ákærðan, Hjálmtýr, á götu umrætt kvöld, og talaði Hjálmtýr um það að sig vantaði cigarettur. Datt ákærðum þá í hug að fara inn í verzlun Fossberg, meðfram í þeim tilgangi til þess að ná sér í vin, ákærður hafði fyrir nokkrum árum verið sendisveinn hjá Fossberg og vissi að Fossberg var stundum vanur að eiga vín á skrif- stofu sinni. Ákærður hafði lykil að búð Fossbergs síðan hann var sendisveinn þar, og geymdi lykilinn alltaf vegna þess að hann gekk að útidyrunum hjá stjúpu hans, þar sem hann hafði búið. Klukkan rúmlega 11, þetta kvöld fóru ákærður svo inn, opnaði ákærður, Steingrímur, búðardyrn- ar með lykli sínum. Ekkert vín fundu Þeir í skrifstofunni. En ákærður Hjálmtýr tók peningakassa, sem stóð á hyllu fyrir ofan skrifborðið og hélt á honum út. Einnig tóku þeir úr peningaskúffu í búðinni, allt sem í henni var, tíu krónur og eitthvað af smápeningum. Fóru Þeir síðan út og lokuðu búðinni á eftir sér. Fyrir utan tók ákærður, Stein- grímur, við kassanum, fór með hann heim til sín, en skildi við Hjálmtýr. Þegar ákærður var kominn heim til sín, þá sprengdi hann upp kassann og kom þá í ljós að í honum voru um 3400 krónur í peningum. Ákærði tók alla seðla, sem í kassanum voru og gróf Þá niður í moldargólf í skúr heima hjá sér. Lét ákærður Hjálmtý ekkert um þá vita. Daginn eftir skiptu ákærðir á milli sín krónupeningun- um, sem voru í kassanum. Ákærður heldur því fram, að Hjálmtýr hafi fengið í sinn hlut 2—-300 krónur, en sjálfur kveðst Hjálmtýr ekki hafa fengið nema 80 krónur. Fóru ákærðir síðan með peningakassann suður í Eskihlíð og hentu honum þar. Þar fannst kassinn eftir tilvísun ákærða og hefir verið afhentur Fossberg. Var í honum allt, sem í honum átti að vera, annað en peningarnir, Öllum þessum peningum eyddi ákærður á mjög skömm- um tíma í fyllirí og slark. b) Þá hefir ákærður játað, að hafa farið inn í útibú verzlunarinnar Liverpool á Laugavegi 49. Fór hann inn um glugga baka til, kveður hafa verið búið að brjóta rúðuna, svo hann þurfti ekki annað en að pilla burtu nokkur rúðu- brot. Þessi þjófnaður var tilkynntur lögreglunni, sem fram- inn nóttina milli 3. og 4. ágúst síðastliðinn. Þar stal ákærð- 292 ur töluvert miklu af cigarettum, sem hann setti í poka og fór með út. Einnig stal hann peningum úr skúffunni, sem var ólæst, samkv. tilkynningu til lögreglunnar, áttu að vera í henni milli 60—70 krónur. Meðákærður Karl Þorsteins- son beið fyrir utan á götunni meðan ákærður var að ná þessu. Fóru þeir síðan með þýfið heim til sin, en Karl kom því í peninga. c) Þá hefir ákærður játað, að hafa nóttina milli 8. og 9. ágúst s. 1. brotist inn í Hafnarbúðina í Varðarhúsinu og verglun Einars O. Malmberg. Hafnarbúðina dirkaði á- kærður upp með þjófalykli, sem hann hafði á sér. Þar stal hann eigarcttum, sokkum, sælgæti, eitthvað af skiptimynt og eitthvað af útlendum peningum. Í verzlun Malmberg fór ákærður inn á þann hátt. að hann braut rúðu vestan á skrifstofuglugganum 08 skreið inn um gluggann. Þar stal ákærði úr peningaskúffunni því, sem í henni var af skipti- mynt, en skúffan var ólæst. Ákærður fór einnig Í peninga. kassa, sem var Í skrifstofu inn af búðinni og tók það sem í honum var, ca. 50 kr. og annað eins í útlendum pening- um. Lykillinn að kassa þessum stóð í skránni. Útlendu peningunum skipti ákærður Í búðum hér og þar í bænum. Ákærður var einn um bæði þessi innbrot, en sagði með- ákærðum Karli frá innbrotinu í Hafnarbúðina síðar. Inn- brot þessi voru bæði tilkynnt lögreglunni 9. ágúst. s. 1. d) Þá hefir ákærður játað, að hafa farið inn í verzlun Valdimars Gíslasonar á Hverfisgötu 37. Fór ákærður inn um hálf opinn glugga á bakherbergi tilheyrandi verzlun- inni, tók þar mikið nokkuð af skiptimynt úr peninga- skúffunni, sem var ólæst, einnig tók hann mikið af ciga- rettum sem hann tróð á sig 08 stakk í vasa sinn, Meðá- kærður Karl beið fyrir utan meðan þetta gerðist. Þessi þjófnaður var tilkynntur lögreglunni, framinn milli 27. og 28. júlí s.1. Ákærður hefir viðurkennt, að hafa einnig farið inn í þessa sömu verzlun, ásamt meðákærðum Hjálmtv, um líkt leyti og þeir frömdu innbrotsþjófnaðinn hjá Fossberg. Fóru þeir þá einnig inn á sama hátt og áður, um hálfopinn glugga, og stálu þar eigaretttum 08 sælgæti. Þessi þjófnað- ur hefir ekki verið tilkynntur lögreglunni. e) Þá hefir ákærður játað, að hafa brotizt inn í fiskhús h/f Dvergs á Bráðræðisholti. Þar braut hann rúðu úr glugga á skrifstofuherberginu og skreið inn. Ákærður vissi 293 að peningar voru geymdir í skrifborði á skrifstofunni, því að hann hafði fengið peninga þar útborgaða skömmu áður. Etlaði ákærður, að opna skrifborð þetta með lykli, sem hann var með á sér, en braut lykilinn. Hvolfdi ákærður því skrifborðinu, braut botninn úr skúffu þeirri, sem pening- arnir voru Í, og tók þaðan nokkur umslög með samtals 60— 70 krónum í. Ákærður var einn um þetta innbrot. Sam- kvæmt tilkynningu til lögreglunnar var það framið nóttina milli 31. júlí og 1. ágúst í sumar. Í) Þá hefir ákærður játað, að hafa stolið peningakassa frá Bergi Einarssyni sútara á Vatnsstig 7, kassanum náði ákærður á þann hátt, að hann braut rúðu í skrifstofu- glugganum niðri, sunnanvert á húsinu, tók síðan ölkassa úr portinu frá Ingvari Pálssyni, kaupmanni, Hverfisgötu, fór upp á kassan og seildist inn um gluggann og náði í kass- ann. Kassann fór ákærður með heim til sín og braut hann upp og voru í honum tæpar 100 krónur. Meðákærði Karl stóð á verði meðan ákærður hafðist þetta að. Síðan fóru þeir báðir með kassann suður í Eskihlið og fleygðu honum þar, en hann hefir ekki fundizt. Samkvæmt tilkynningu til lögreglunnar var þessi þjófnaður framinn nóttina milli 12. og 13. ágúst s. 1. g) Þá hefir ákærður játað, að hafa brotizt inn í grjót- mulningsstöð bæjarins við Laugaveg. Braut hann rúðu úr glugga niðri og fór inn um gluggann. Er hann var kominn inn um gluggann, fór hann inn í ólæsta kompu. Sprengdi vfirh. upp skrá sem þar var, fór þar í ólæstan peninga- skáp, tók úr honum alla peninga. Einnig tók hann peninga, sem voru í umslögum í ólæstri borðskúffu þarna. Þetta var samtals 270 krónur. Karl stóð fyrir utan meðan ákærður hafðist þetta að, þeir skiptu fénu á milli sín. Ákærðir höfðu unnið þarna áður, og vissu því að þarna voru geymdir peningar. Samkvæmt tilkynningu til lögreglunnar var þessi þjófnaður framinn nóttina milli 12. og 13. sept- ember s. Í. h) Þá hefir ákærður játað, að hafa sama kvöldið í haust farið inn í smiðju á Bergþórugötu 10, og Mjólkurbú Ölves- inga á Grettisgötu 28. Inn í smiðjuna fór ákærður á þann hátt, að hann braut tvær rúður úr einum glugganum og grindina á milli þeirra og skreið inn. Þar stal ákærður um 30 sviðahausum. Var Karl fyrir utan að vanda og bar svið- 294 in með ákærðum heim. En ákærður fór inn í Mjólkurbú Ölvesinga á þann hátt, að hann víkkaði út örlítið gat sem var í rúðunni í dvrunum, smeygði hendinni inn, og opn- aði smekklásinn. Þar tók ákærður ost og smjörlíki og pen- inga, að upphæð kr. 9,35 úr borðskúffunni, sem var ólæst. Ákærður var einn um þetta innbrot. Bæði þessi innbrot voru tilkynnt lögreglunni 16. október s. 1. i) Þá hefir ákærður játað, að hafa farið tvisvar inn í búð og svefnherbergi Jóns Hanssonar, sem er inn af búð- inni á Lindargötu 8, portið við húsið var opið í bæði skift- in. Í fyrra skiftið fór ákærður inn í ólæsta geymslukompu, en inn af henni er svefnherbergi Jóns. Á rúminu í svefn- herberginu voru 4 portvinsflöskur, tók ákærði flöskur þess- ar, en ekkert annað í það sinn. Karl var með honum að þessu. Nokkrum dögum síðar fóru þeir saman aftur. Karl beið, en ákærður fór inn í herbergið til að leita að víni, en fann ekkert. Tók ákærður þar þá einn spegil og eitt- hvað af cigarettum. Þessir þjófnaðir voru tilkynntir lög- reglunni 27. október s. 1. Jóni Hanssyni hefir verið af- hentur spegillinn, sem tekinn var heima hjá ákærðum. ij) Þá hefir ákærður játað, að hafa farið þrisvar sinnum inn í konfektbúðina í Austurstræti 5. Fór hann einu sinni snemma Í vor þar inn ásamt meðákærðum Hjálmtý. Brutu þeir glugga baka til, skriðu inn og stálu þar cigarettum, confekti og einhverju af peningum. Í hin tvö skiftin var ákærður einn að verki, fór hann inn á sama hátt með því að brjóta rúðu bakdyramegin og skríða þannig inn. Stal hann þá eigarettum og confekti. Meðákærður Karl var í vitorði með ákærðum um þessi innbrot. Aðeins eitt þess- ara innbrota hefir verið tilkynnt lögreglunni hinn 16. október s. 1. k) Þá hefir ákærður játað, að hafa brotizt inn í verzl- un Guðmundar Hafliðasonar á Vesturgötu 52. Atvikaðist það þannig, að ákærður var i fermingarveizlu vestur í Selbrekkum ásamt meðákærðum Karli. Var þar veitt vín og kvaðst ákærður hafa verið orðinn fullur, en ekkert var til að reykja. Brá ákærður sér þá burt úr veizlunni án þess að nokkur vissi, braust inn í áðurnefnda verzlun á sinn venjulega hátt þannig, að hann braut rúðu bakdyramegin og fór inn um gluggann. Setti hann í póka 2—4 mille af cigarettum og tók úr ólæstri peningaskúffu milli 4050 295 krónur í peningum. Er hann kom út skildi hann pokann eftir bak við mjólkurbúð á Vesturgötu 50, en fór siðan aft- ur í gildið. Varð ákærður síðan Karli samferða heim úr gildinu og sagði honum af þessu, og fóru þeir með þýfið heim til sin. Nokkuð af þýfi þessu fannst við húsleit heima hjá á- kærðum og var skilað aftur til eigandans. Þetta innbrot var tilkynnt lögreglunni hinn 3. nóv. s. 1. I) Þá hefir ákærður játað það, að hafa sama kvöldið, ákærður man ekki hvenær það var, hafa farið inn í Reyk- húsið á Grettisgötu og veræzlunina Austurhlið, Grettisgötu 38. Inn í Reykhúsið fór ákærður á þann hátt, að hann braut rúðu á dyrunum, og opnaði smekklásinn, þar stal ákærð- ur pylsum, asíum og sultutauskrukkum og fór með heim til sín. Ákærður dirkaði hinsvegar upp dyrnar á verzluninni Austurhlíð. Sprengdi hann þar upp peningaskúffuna og tók alla peningana sem í henni voru, en ekki er upplýst hve mikið það var. Einnig stal ákærður þar dálitlu af sæl- gæti og cigarettum. Karl var fyrir utan meðan að ákærður framdi bæði þessi innbrot, þau hafa ekki verið tilkynnt lögreglunni. m) Þá hefir ákærður játað, að hann hafi brotizt inn um glugga í lagergeymslu í húsinu Templarasundi 3. Stal hann þar 4 kössum af consumsúkkulaði og 1% milli af ciga- rettum. Beið Karl fyrir utan á meðan og hjálpuðust þeir að því í félagi, að koma þýfinu heim til sín. Ákærður kveð- ur meðákærðan Hjálmtýr hafa bent sér á, að þarna væri hægt að stela, og hefði hann sjálfur farið þar inn áður. En þessu hefir Hjálmtýr algerlega neitað. Þetta innbrot hefir ekki verið tilkynnt lögreglunni. n) Loks hefir ákærður játað, að hafa framið tvö innbrot í Hafnarfirði. Annað innbrotið var framið í Kaupfélagi Hafnarfjarðar. Braut ákærður þar rúðu baka til og kom inn í skrifstofuna. Reyndi ákærður að opna peningaskáp sem var á skrifstofunni, með verkfærum, sem hann fann í búðinni. Hann gat ekki opnað skápinn en skemmdi hann eitthvað. Þá tók ákærði úr peningaskúffu í búðinni ca. 5 kr. Í peningum og tók með sér tvo pakka af commander- cigarettum og eina lengju af súkkulaði. Ákærður var á balli í Hafnarfirði er þetta gerðist, framdi innbrotið klukkan að 296 ganga eitt um nóttina, en fór síðan aftur á ballið. Enginn var í vitorði með honum um þetta innbrot. Samkvæmt tilkynn- ingu frá lögreglunni í Hafnarfirði var þetta innbrot framið aðfaranótt 21. sept. s. 1. Nokkru áður framdi ákærður ann- að innbrot í Hafnarfirði. Meðákærður Karl var þá í vinnu í Keflavík, en kom til Reykjavíkur og fylgdi ákærður hon- um suður til Hafnarfjarðar. Kl. um 10% um kvöldið fór ákærður inn í búð eina þar í Hafnarfirði, var þar bakari, nýlenduvöruverzlun og kjötbúð í sama húsinu. Fór ákærð- ur þar inn um glugga baka til, sem var opinn og kom fyrst í kompu inn af bakaríinu. Gekk síðan úr bakaríinu inn í kjötbúðina og úr kjötbúðinni inn í nýlenduvörubúðina og voru ólæstar dyr á milli. Á skrifstofunni inn af nýlenduvörubúðinni tók ákærður hálft annað mille af cigarettum, og einnig tók hann nokkr- ar krónur í skiptimynt úr skúffu úr nýlenduvörubúðinni. Ákærði fór þarna út sömu leið og hann kom, og fór með þýfið til Rvíkur, og seldi meðákærður Karl þyfið síðar. Ákærður hefir haldið því fram, að hann hafi ávalt verið undir áhrifum vins, er hann var að fremja þessi innbrot, og stundum mikið drukkinn. II. Ákærður, Hjálmtýr Guðvarðsson, hefir játað á sig ólögmætt athæfi það, sem hér fer á eftir. Í fyrra eða hitti fyrra kveðst hann hafa farið inn í turn í Íþróttavellinum, þar sem verzlað var með sælgæti. Annað skiptið var turn- inn opinn upp á gátt og fór ákærður þar inn og tók tvo pakka af filcigarettum, tvo pakka af tyggegummi og eina maltölflösku. Tveim dögum siðar kom hann þarna aftur, var þá turninn læstur, tók þá ákærður fjöl og stakk undir hurðina að neðan, rak hendina inn með og náði í borða- lakkrís, tvo pakka af cigarettum og tyggegummi. Næst stal ákærður þremur úrum úr úraviðgerðarverk- stæði Guðna Jónssonar, Austurstræti í. Átvikaðist það, á þann hátt, að klukkan að ganga 8 að morgni í vor, er á- kærður var að fara til vinnu sinnar, fór hann inn í port bak við Austurstræti 1. Sá ákærður þá hálfopinn glugga á úrsmiðaverkstæðinu, og sá að ýmislegt dót lá á borðinu, Á- kærður fór upp í gluggakistuna, og krækti með spitu þrem- ur úrum til sín og seildist eftir þeim með hendinni. Á- kærður fór með úrin niður í skúr, sem faðir hans átti við Skjaldborg, þaðan stal meðákærður Steingrímur úrum 297 þessum og fór með þau heim til sin. Tyndi svo meðákærð- ur Karl einu af þessum úrum í fyllirii á Þingvöllum um al- þingishátiðina, en hin tvö vísaði Steingrímur á heima hjá sér. Úr þessi voru afhent Guðna Jónssyni, sem upplýsti að þess þjófnaður hefði verið framinn 14. mai s. 1. Þá hefir ákærður játað, að hafa ásamt meðákærðum Steingrimi, farið inn í verzlun Valdimars Gíslasonar á sama hátt og áður er lýst undir Í. d) hér að framan. Einnig hefir hann viðurkennt að hafa tvisvar brotizt inn í kon- fektbúðina í Austurstræti 5, annað skiptið einn, og komst þá inn á þann hátt, að gat var á rúðu á glugga baka til við og gat ákærður krækt upp gluggann gegnum gatið. Stal ákærður í þetta sinn cigarettum, sælgæti og súkkulaði- pökkum eins og hann gat komið á sig og eitthvað á 4 krónu í peningum. Í hitt skiftið var ákærður með með- ákærðum Steingrími, svo sem lýst hefir verið i I. j) að framan. Þá fór ákærður með meðákærðum Steingrími inn Í verzlun Fossberg í Hafnarstræti á laugardaginn fyrir hvíta- sunnu. Ber ákærðum saman um á hvern hátt þeir fóru inn í verzlunina, og var meining þeirra í fyrstu að ná í vin. Ákærður heldur því fram, að hann hafi ekki haft hug- mynd um, hve mikið af peningum var í peningakassa þeim, sem þeir stálu, og kemur það heim við framburð Stein- grims. En ákærður heldur því fram, að er þeir skiptu á milli sín daginn eftir, því, sem ákærður vissi um að var í kassanum, þá hafi hann ekki fengið í sinn hluta nema 80 krónur, en Steingrímur kveður hann svo sem fyrr er sagt, hafa fengið 200 krónur. JHI. Eins og lyst hefir verið hér að framan þá hefir á- kærður, Karl Þorsteinsson, hvergi brotizt inn sjálfur. En hann hefir verið með ákærðum, Steingrími, í allflestum innbrotum, sem hann framdi, staðið á verði álengdar, og hjálpað honum oft til þess að koma þýfinu heim. Síðan kom hann þýfinu í peninga, seldi hinum og þessum kaup- mönnum hér í bænum og viðar cigarettur og einum kaup- manni súkkulaði. Því sem inn kom fyrir sölu þvyfisins, eyddu þeir venjulega í félagi, ákærður og meðákærður Steingrímur eða skiptu því jafnt á milli sín. Rétturinn lit- ur'svo á, að um þau innbrot, sem Karl var á verði, sé hann aðalmaðurinn í brotinu engu síður en Steingrímur. Um 298 hin innbrotin fékk kærður að vita eftir á, kom þýfinu í peninga og naut góðs af því, svo þar er um eftirfarandi hlutdeild að ræða hjá honum. Ánnars verður ekki gert upp á milli þeirra Steingríms og Karls, hvor hafi verið hvatamaður innbrotanna virðist það hafa verið beggja vilji jafn að brjótast inn. Ákærður, Karl, seldi hverjum kaup- manni %-—-2 mille af cigarettum. Seldi hann þeim það lít- ið eitt undir innkaupsverði, og kvað hann engan þeirra, að einum undanskildum, hafa grunað að hér væri um stol- inn varning að ræða. Nokkrir þessara kaupmanna hafa verið leiddir fyrir rétt út af þessu, hafa þeir borið, að þeir hafi ekki haft grun um að cigaretturnar væru stolnar, og hefir ekki þótt ástæða til að rengja þann framburð Þeirra. En einum kaupmanni meðákærðum, Halldóri Jónssyni, hefir ákærður selt mest, eftir þvi, sem næst verður komizt 4—41% mille af cigarettum og 4 tiupundakassa af con- sumsúkkuladi. Gaf ákærður, Halldór, kr. 38.00 fyrir millið af cigarettunum, heildsöluverð er 42 krónur, en 3 krónur fyrir kílóið af súkkulaðinu, heildsöluverðið er kr. 3.60 kiló- ið. Ákærður, Karl, hefir haldið því fram, að einu sinni, er hann var að selja ákærðum, Halldóri, þá hafi hann spurt sig hvort óhætt væri að kaupa þetta. Það mundi vera stolið, kveðst Karl hafa sagt honum, að þetta væri að vísu stolið, en það væri drengur, sem væri í smásöluverzlun og heildsöluverzlun, sem tæki þetta smátt og smátt, svo öllu væri óhætt. Þessum framburði hefir ákærður, Halldór, ein- dregið mótmælt. Hann kveðst aldrei hafa spurt hann hvar hann fengi þetta, kveðst hafa haldið að Karl fengi vörur þessar að láni hjá hinum og þessum og seldi það síðan undir verði. Öll þessi viðskipti þeirra í milli fóru fram í búð kærða í viðskiptatíma, fyrir utan 2 mille af cigarett- um, sem Karl kom með heim til ákærða og seldi honum þar. En vitnin voru ekki til staðar, er viðskiptin áttu sér stað. Viðskipti hinna ákærðu voru ekki svo mikil og verð varanna ekki svo tiltakanlega lágt, að ákærðan, Halldór. þyrfti að gruna að vörur þær, sem Karl seldi honum væru teknar að ófrjálsu. Gegn ákveðinni neitun ákærða, Hali- dórs verður framburður ákærðs, Karls, um þetta efni eigi ekinn til greina, og ber því að sýkna ákærðan Halldór af ákæru réttvísinnar í þessu máli. 299 Iðgjaldskrafa hefir ekki komið fram frá öðrum en Gunn- laugi kaupmanni Fossberg. Hann gerir kröfu til að sér verði endurgreiddar 5400 krónur, sem voru í peningakassa þeim, sem tekinn var við innbrotið í búð hans 7. júní f. á. Einnig krefst hann 6% ársvaxta frá 7. júní s.1. að telja. Ákærðir eru allir komnir yfir lögaldur sakamanna, Steingrímur fæddur 27. september 1911, Karl fæddur 28. april 1900, Hjálmtýr fæddur 9. ágúst 1911. Þeim hefir ekki verið refsað áður fyrir nokkurt afbrot. Framantalin afbrot ákærða, Steingríms Þorkelssonar, sem sat Í gæzluvarðhaldi frá 5. nóv. til 17. dezember f. á., ber að áliti dómarans að heimfæra undir 231. grein 4. lið hegningarlaganna og 7. grein laga nr. öl, 1928, og þykir refsing sú, sem hann hefir til unnið með hliðsjón af 63. grein, hæfilega ákveðin betrunarhússvinna í 14 mánuði. Auk þess greiði hann Gunnlaugi kaupmanni Fossberg kr. 5320 með 6% ársvöxtum frá 7. júní f. á. að telja. Framantalin afbrot ákærða, Hjálmtys Guðvarðssonar, sem sat í gæzluvarðhaldi frá 7. til 15. nóvember f. á., ber að áliti dómarans að heimfæra undir 231. gr. 4. lið hegn- ingarlaganna og 7. gr. laga nr. 51 1928, og þykir refsins sú. sem hann hefir til unnið, hæfilega ákveðin betrunarhúss- vinna í 8 mánuði. Svo greiði hann Gunnlaugi kaupmanni Fossberg 80 krónur í skaðabætur, með 6% ársvöxtum frá 7. júní f. á. að telja. En sakir æsku ákærða og góðra vitnisburða þykir mega ákveða að refsing hans skuli vera skilorðsbundinn sam- kvæmt lögum nr. 39 frá 16. nóv. 1907, ef hann greiðir í- dæmdar skaðabætur á tilsettum tíma. Framantalið brot, ákærða, Karls Þorsteinssonar, sem sat í gæzluvarðhaldi frá 5. nóvember til 17. desember siðast- liðinn, heyra að áliti dómarans undir 231. grein 4. lið, sbr. 55. gr., svo og 56. gr. hegningarlaganna, og þykir refs- ins sú, sem hann hefir til unnið, hæfilega ákveðin betrun- arhússvinna í 12 mánuði. Ákærðu greiði hver um sig kostnaðinn við gæzluvarð- hald sitt, en ákærður, Steingrímur, Karl og Hjálmtýr, „greiði in solidum allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. 300 Mánudaginn 16. nóv. 1931. Nr. 37/1981. Pétur Þ. J. Gunnarsson (Lárus Jóhannesson) gegn Birni Þórðarson, f. h. dr. Dubois (Enginn). Kröfur áfrýjanda um greiðslu fyrir umsjón o. íl. vegna húseignar stefnda teknar til greina, en eigi krafan um vexti af viðskiptum aðilja áður mál- sókn byrjaði. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 2. júlí 1930: Stefndur, Björn Þórðarson, f. h. dr. Dubois, greiði stefnandanum, Pétri Þ. J. Gunnarssyni, kr. 1001,87 með 50 ársvöxtum frá 19. maí 1930 til greiðsludags og kr. 200.00 í málskostnað innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa og staðfestist framannefnd löghaldsgerð frá 30. april þ. á. fyrir upphæðum þessum. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Máli þessu hefir áfrýjandi, að fengnu áfrýjunar- leyfi, dag. 8. apríl s. 1, skotið til hæstaréttar með stefnu, útgefinni 27. april þ. á, en þegar málið skyldi tekið fyrir í hæstarétti, mætti enginn af hálfu stefnda, og hefir það því verið rekið skriflega san- kvæmt 1. lið 2. málsgr. 38. gr. hæstaréttarlaganna og er það dæmt samkv. N. L.1—1-32 og 2. gr. til- skipunar 3. júni 1796. Eftir því sem málið liggur fyrir hæstarétti, kemur aðeins til athugunar vaxtakrafa sú, að upphæð kr. 2226,01, er áfrýjandi gerði í héraði, en stefndi var sýknaður af með gestaréttardóminum svo og það, hvort áfrýjanda sé rétt, að krefjast 6“ ársvaxta frá 1. jan. 1930 af kröfu sinni í stað 5%2 ársvaxta frá 901 stefnudegi, og með því að málsgögn þau, er áfrýj- andi hefir lagt fram af nýju í hæstarétti, eigi leiða til annarar niðurstöðu og fallizt verður á ástæður hins áfrýjaða dóms um þessi atriði, verður að stað- festa hann. Með því að stefndi mætir cigi í málinu í hæsta- rétti fellur málskostnaður niður. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrvjaða dómi skal óraskað. Málskostnaður í hæstarétti falli niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Eftir upplýsingum þeim, er fyrir liggja í máli þessu, eru málavextir þeir, að á árunum 1911— 1912 eignaðist fransk- ur maður, dr. Dubois, húseignina nr. 21 við Lindargötu, hér í bænum, og aðstoðaði stefnandi í málinu, Pétur Þ. J. Gunnarsson, hann við kaup á henni og fleiru, er að við- skiptum hans hér laut, þar á meðal við tilraun til þess að koma upp lifrarbræðslustöð á áðurgreindri cign, sem ekki verður þó séð að komizt hafi í framkvæmd. Að því er virðist hefir dr. Dubois horfið héðan af landi burt nokkru síðar. en stefnandi hafði umsjón með húseigninni, tók við leigu eftir hana, greiddi lögboðin gjöld og skatta af henni, annaðist viðhald hennar og greiddi afborganir veðdeild- arláns, er á henni hvildi. Hinn 21. marz s. 1. var húseignin seld á opinberu uppboði fyrir kr. 4050,00, en þar eð dval- arstaður eigandans, dr. Dubois, er ókunnur, en var síðast er til spurðist erlendis, lét stefnandi hinn 30. april s. 1. samkvæmt heimild í opnu bréfi frá 30 nóv. 1821, leggja löghald á svo mikið af uppboðsandvirðinu hjá uppboðs- haldaranum í Reykjavík, sem nægði til lúkningar kröfu hans út af viðskiptum hans við dr. Dubois og umsjón með eigninni, að upphæð kr. 3227,88 ásamt vöxtum og áfölln- um og áfallandi kostnaði. Höfðaði stefnandi siðan mál þetta, með stefnu, útgefinni 19. maí s. 1, gegn uppboðs- haldaranum, dr. jur. Birni Þórðarson, lögmanni, f. h. dr. 302 Dubois, og er það, eftir samkomulagi aðilja, rekið fyrir gestaréttinum. Hefir stefnandi gert þær kröfur í málinu. að stefndur verði dæmdur til að greiða honum framan- nefnda upphæð, kr. 3227,88 með 6% ársvöxtum frá 1. jan- úar 1930 til greiðsludags auk Kostnaðar við löghaldsgerð- ina og málskostnaðar að skaðlausu. Svo krefst hann þess og að framannefnd löghaldsgerð verði staðfest. Stefndur hefir, f. h. umbjóðanda sins, krafizt sýknu af framangreindum kröfum stefnanda og málskostnaðar hjá honum að skaðlausu eftir mati réttarins. Í útskriíi in forma af framannefndri löghaldsgerð, er lögð hefir verið fram í réttinum, er innifalinn sundurlið- aður reikningur yfir kröfur stefnda í málinu og tekjur og gjöld í sambandi við viðskipti hans og dr. Dubois tilfærð. Kröfuupphæðir reikningsins má sundurliða þannig: 1. Fyrir vinnu við að koma upp lifrar- bræðslustöð á Lindargötu 21, útvegun á leyfi, aðstoð við kaup á eigninni o. fl..... kr. 800,00 9. Greiðsla opinberra gjalda, veðdeildarláns- afborgana og viðhaldskostnaðar ........ — 2191,87 3. Fyrir umsjón með eigninni árin 1912--1929 inel. kr. 40,00 á ári 1912—1916 incl. og úr því kr. 80,00 á ári, samtals ............ — 1240,00 4. Vextir og vaxtavextir af skuldinni, eins og hún var í lok hvers reikningsárs, (vextir tilfærðir árlega) ......0.00000. 0... — 2226,01 Nema upphæðir þessar til samans kr. 6457,88 og er frá dregst inngreidd húsaleiga ...... — 3230,00 kemur fram hin umstefnda krafa kr 3227,88 Stefndur hefir enga athugasemdir gert við tekjuliðinn, inngreidda húsaleigu, og eigi heldur við 2. tölulið gjalda- megin, hér að framan. Fyrsta töluliðnum kr. 800,00 hefir hann mótmælt sem of háum, og krafist þess að hann verði lækkaður að minnsta kosti um helming, niður í kr. 400,00. Í málinu hefir stefnandi gefið þær upplýsingar viðvíkjandi þessum lið, að hann hafi verið meira og minna upptekinn allt árið 1912, við að aðstoða dr. Dubois við starf hans hár, og þó að réttinum þyki laun þau, er hann reiknar sér fyrir aðstoðina, vera há, sérstaklega miðað við verðgildi pen- inga árið 1912, þykir þó verða að leggja umsögn hans um 303 starfið til grundvallar, þar eð næg rök liggja ekki fyrir í málinu til þess að telja þóknunina ósanngjarna. Verður því að taka þennan lið kröfunnar til greina. Þá hefir stefndur og talið upphæð þá, er stefndur reikn- ar sér samkvæmt 3. tölulið, of háa, og krafizt þess að hún verði einnig lækkuð um helming, niður í kr. 620,00. Starf stefnanda í þessu efni virðist aðallega hafa verið fólgið í því, að krefja um húsaleigu og greiða gjöld þau, er nefnd eru við 2. tölulið, auk almennrar umsjónar með eigninni. Eftir upplýsingum þeim, er fyrir liggja, verður heldur ekki talið, að stefnandi reikni sér óhæfilega þóknun fyrir þetta starf og verður þá krafa hans samkvæmt þessum lið einnig tekin til greina. . Loks hefir stefndur mótmælt því ákveðið, að nokkurir vextir verði reiknaðir út af viðskiptum aðilja áður máls- sókn byrjaði. Verður rétturinn að' fallast á það, að í við- skiptum eins og þeim, er hér um ræðir, sé engin heimild til þess að reikna vexti fyrri en frá þeim tíma, er mál er höfðað, úr því að ekki er sannað, að öðru vísi hafi verið um samið. Ber því að draga frá hinni umstefndu kröfu sið- asta töluliðinn kr. 2226,01 en mismuninn kr. 1001,87 ber samkvæmt framansögðu að taka til greina með vöxtum, sem þó verða ekki gegn mótmælum stefnds reiknaðir hærri en 5% p. á. og ekki frá fyrri tíma en útgáfudegi stefnu. Eftir þessum úrslitum ber stefndum að greiða máls- kostnað, er ákveðst í samræmi við hina tildæmdu upphæð kr. 200,00. Svo ber og að staðfesta framangreinda löghalds- gerð fyrir hinum tildæmdu upphæðum. Mánudaginn 16. nóv. 1931. Nr. 27/1931. Valdstjórnin (Pétur Magnússon) gegn Friedrich F. A. Schulz (Jón Ásbjörnsson). Botnvörpuveiðabrot. Dómur lögregluréttar Vesiímannaeyja 29. jan. 1931: Kærði, Friedrich Ferdinand Albert Schulz, 304 á innan fjögra vikna að greiða 15,000 kr. sekt til Landhelg- issjóðs Íslands, en afplána hana með 8 mánaða einföldu fangelsi fáist hún ekki greidd. Auk þess skulu öll veiðar- færi, þar með taldir dragstrengir, svo og allur afli innan- borðs í togaranum „Margarete“, vera upptækt og andvirðið renna í sama sjóð. Ennfremur greiði kærður allan kostnað málsins, sem orðinn er og verður. Dóminum að fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Laugardaginn 21. janúar s. Í. var varðskipið Óð- inn á ferð vestur með landi út af Sjávarmelum. Kl. 11,15 sást frá varðskipinu til tveggja togara, er þá virtust hafa austlæga stefnu, en sneru út frá land- inu kl. 11,58. Kl. 12,07, var þessi staðarákvörðun gerð á varðskipinu: Alviðruhamarsviti Sjávarmelamerki > 540 50 Suðurendi Lómagnúps > 69? 307 Alviðruhamarsviti Togararnir > 190 307 Kl. 12,11 var önnur staðarákvörðun gerð á varð- skipinu: Hjörleifshöfði “ Alviðruhamarsvita > til Sjáv- armelamerkis 77" 30“ og > til þess af togaranum, sem dýpra var og síðar reyndist vera togarinn Margarete, P. G. 330, frá Wesermiinde, sem kærði var skipstjóri á, 29“. Kl. 12,17 var togurum þessum gefið merki um að iema staðar, en þeir sinntu því ekki. Var þá skot- ið tveim lausum aðvörunarskotum, og er þeim held- ur eigi var sinnt, var loks kl. 12,33 skotið skörpu skoti fyrir framan skip kærða og nam það þá stað- ar. Kl. 12,37 kom varðskipið að skipi kærða og var 305 þá byrjað að draga inn stjórnborðsvörpu í togar- anum. Var dufli lagt út frá varðskipinu rétt aftan við skip kærða og kl. 13,13 var eftirfarandi stað- arákvörðun gerð við dufl þetta: Alviðruhamarsviti > 280 40 Mýrnatangamerki Sjávarmelamerki > 71“ 40 Myýrnatangamerki Síðan var farið með skip kærða til Vestmanna- eyja og mál hans rannsakað þar og dæmt í lög- reglurétti, með þeim úrslitum, sem greinir í hinum áfrýjaða dómi, og hefir þessum dómi lögreglurétt- arins verið skotið til hæstaréttar að ósk kærða. Í hæstarétti hefir verið lagt fram sjóbréf, sem for- stöðumaður stýrimannaskólans hefir markað á staði varðskipsins kl. 12,07 og kl. 12,11, miðunar- linur þaðan til skips kærða svo og tökustað þess, allt samkvæmt áðurnefndum mælingum. Í vörn málsins hér fyrir réttinum hefir það verið véfengt, að Alviðruhamarsviti, sem er handteiknaður í sjó- bréfið af vitamálaskrifstofunni, sé markaður á ná- kvæmlega réttum stað á sjóbréfinu, en með því að miða við hinn rétta stað vita þessa, 63?, 27,37 norð- lægrar breiddar og 18“ 18,7“ vestlægrar lengdar, þá sýna staðarákvarðanir þessar, að skip kærða hefir kl. 12,07 verið að minnsta kosti 0,8 sjómilur innan landhelgislínu, því miðunarlína sú, er skip kærða þá var í, liggur hvergi nær landhelgislínunni en sem þessu nemur, á því svæði, sem hér getur verið um að ræða. Verður að leggja þessa staðarákvörðun varðskipsforingjans til grundvallar, enda er ekkert framkomið í málinu, er hnekki henni, og með þvi 20 306 að kærði hefir viðurkennt að hafa verið að veiðum með botnvörpu frá því staðarákvörðun þessi var gerð og þar til skip hans nam staðar kl. 12,33, þá er það nægilega sannað, að hann hefir gerzt brot- legur gegn Í. gr. laga nr. 5, 18. mai 1920, og með því að hann með dómi lögregluréttar Reykja- víkur 11. öktóber 1929 hefir sætt sektum fyrir sams- konar brot og með hliðsjón af því, að gullgildi ís- lenzkrar krónu er nú 63,46, þá ákveðst refsing hans samkv. 3. gr. nefndra laga 18000,00 kr. sekt til Land- helgissjóðs Íslands og afplánast sekt þessi með 8 mánaða einföldu fangelsi verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Kærði hefir haldið því fram, að hann hafi haft sér til leiðbeiningar við veiðarnar dufl, sem lagt hafði verið út frá öðru skipi, og telur hann, að sér hafi mælzt dufl þetta vera utan landhelgi og kveðst hann aldrei hafa togað fyrir innan það. Dufl þetta reyndist að visu samkvæmt mælingu varðskipsfor- ingjans að vera 04 sjómilu fyrir innan landhelg- islínu, en með því að mæling kærða á stað þess að nokkru leyti var gerð með kompásmiðunum, verð- ur það eigi talið útilokað, að skekkjan. í mælingu hans kunni að hafa stafað af kompásskekkju, en kompásinn var eigi athugaður í rannsókn máls- ins. Þykir því eigi sannað, að kærði hafi af ásettu ráði fiskað í landhelgi og verður hann því eigi lát- inn sæta fangelsisrefsingu samkv. 5. gr. nefndra laga. Um upptöku afla og veiðarfæra og um máls- kostnað skal lögregluréttardóminum óraskað. Kærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verj- anda í hæstarétti, 100 kr. til hvors. 307 Því dæmist rétt vera: Kærði, Friedrich F. A. Schulz, skipstjóri á togaranum Margarete, P. G. 330, frá Weser- - minde, greiði 18000,00 kr. sekt til Landhelgis- sjóðs Íslands, er afplánist með 8 mánaða ein- földu fangelsi, ef sektin verður eigi greidd inn- an 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Um upptöku afla og veiðarfæra og um máls- kostnað skal lögregluréttardóminum óraskað. Kærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakar- innar, þar með talin málflutningslaun sækj- anda og verjanda í hæstarétti, málflutnings- mannanna Péturs Magnússonar og Jóns Ás- björnssonar, 100 kr. til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af hálfu valdstjórnarinnar höfðað gegn Friedrich Ferdinand Albert Schulz, f. 15. 2. 1896, skip- stjóra á togaranum Margarete, P. G. 330, frá Weserminde, fyrir brot gegn lögum nr. 18, 5. maí 1920 um bann gegn botnvörpuveiðum. Málavextir eru þessir: Hinn 24. þ. m. var varðskipið Óðinn á vesturleið út af Sjávarmelum og er kl. var 11,45 sáust tveir togarar, sem virtust hafa austlæga stefnu. En kl. 11,58 athuguðu Þeir á Óðni, að bæði skipin sneru út frá landi og var þá kl. 12,07 (níu minútum seinna) gerð staðarákvörðun og síðan önn- ur kl. 12,11. Samkvæmt uppdrætti varðskipsins reyndust togarar þessir — og var Margarete annar þeirra — vera þá á landhelgissvæðinu í miðunarlínum frá „Óðni“ byggðum 308 á þessum staðarákvörðunum og ákvörðun staða þeirra, sem togararnir voru stöðvaðir á. Samkvæmt skýrslu skipherr- ans á Óðni var sett kl. 12,37 út boja rétt við afturenda tog- arans Margarete og sú boja staðsett kl. 13,13 og reyndist 0,15 fyrir utan landhelgislíinuna. En skip kærða hafði stöðvast kl. 12,33 og hafði þá eftir skýrslu skipherrans á Óðni togað út og vestur í 35 mínútur. Kærði hefir kannazt við að hafa verið að toga þessar 35 minútur og nokkurn tíma þar áður, en neitar hinsvegar eindregið að hafa verið á landhelgissvæðinu. Véfengir hann fyrst og fremst mælingar varðskipsins um, hvar bojan hjá togaranum Margarete hafi verið og fullyrðir, að hún hafi verið rétt mæld af sér og öðrum 0,3 sjóm. fyrir utan landhelgislinuna. Ennfremur fullyrðir hann að skip sitt hafi ekki farið út og vestur þessar 35 mínútur, heldur beint í vestur, sem á þessum stöðum er meðfram landhelg- islínunni. Einnig vill hann halda fram, að þar sem hann aldrei hafi togað inn fyrir boju frá togaranum J. H. Wil- helms, sem bæði honum og skipstjóranum á því skipi hafi reynst vera lítilsháttar fyrir utan línuna, komi ekki til að hann hafi togað á landhelgissvæðinu. Það skal út af þessu tekið fram, að þar sem mælingum kærða og mælingum varðskipsins ekki ber saman og kærði ekki á nokkurn hátt hefir sýnt eða gert líklegt, að þær mæl- ingar eða útsetningar samkvæmt þeim séu rangar — verð- ur rétturinn að öllu leyti að byggja á mælingum varð- skipsins. Samkvæmt þessu verður bæði að álíta, að togarinn Margarete hafi aðeins verið 0,15 úr sjómilu fyrir utan landhelgislínuna, þegar togarinn var stöðvaður og að bojan frá tog. J. H. Wilhelms hafi verið 0,4 úr sjómílu fyrir innan landhelgislinuna eins og varðskipinu mæld- ist hún, en ekki 0,15 fyrir utan hana eins og kærði segir. Kærði. hefir borið og einnig stýrimaður hans, að stýrt hafi verið beint í vestur síðasta hálftímann áður en Óð- inn stöðvaði þá. En háseti sá, sem var við stýrið, kveður þá á þessum tíma hafa stefnt fyrst til austurs, síðan snúið og stefnt í vestur. En skipherrann og Í. stýrimaður á Óðni hafa borið, að þetta geti ekki verið rétt. Og þar sem mæl- ingar varðskipsins sýna að skip kærða hefir færst út á við á þessum tíma og auk þess er ósamræmi milli fram- burða vitnanna, verður að telja sannað, að skip kærða 309 hafi ekki stefnt í vestur þennan tíma, heldur út og vest- læga stefnu. Og þar sem það er viðurkennt af honum, að hafa togað rétt við áðurnefnda boju togarans J. H. Wil- helms, sem var 0,4 sjm. fyrir innan landhelgislínuna, og vitanlegt að hann samkvæmt miðunarlinum varðskipsins kl. 12,07 og 12,11 hlaut að vera þá á landhelgissvæðinu eftir því, sem skip hans var kl. 12,33, má telja nægilega sannað, að kærði hafi gerzt brotlegur gegn 1. gr. laga nr. 18, 5. maí 1920 um bann gegn botnvörpuveiðum. Þykir refsing hans eftir 3. gr. sömu laga hæfilega ákveðin sekt að upphæð 15,000 krónur til Landhelgissjóðs Íslands. 'Er þá tekið tilliti til þess að hér er um ítrekað brot af hálfu kærða að ræða á þessari lagagrein og að gullgengi ísl. krónu er nú 81,74. Hinsvegar þykir eftir atvikum ekki næg ástæða til að ætla að um viljandi yfirtroðslu kærða sé að ræða og að því megi láta hann komast hjá þeirri fangels- ishegning, er í sömu lögum er lögð við ítrekuðum brotum. Auk sektargreiðslunnar skulu upptæk öll veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir, svo og allur afli innanborðs í áð- urnefndum togara og andvirðið renna í Landhelgissjóð Ís- lands. Ennfremur greiði kærði allan kostnað málsins, sem orðinn er og verður. Föstudaginn 20. nóv. 1931. Nr. 43/1931. Garðar Flygenring (Lárus Jóhannesson) gegn Þórði Eyjólfssyni, f. h. þrotabús h/f Drangsnes (Stefán J. Stefánsson). Sýknukröfu áfrýjanda um greiðslu lofaðs hlutafjár hrundið, þar eð sönnun brast fyrir greiðslu þess af hendi annars manns. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 9. maí 1931: Stefndur, Garðar Flygenring, greiði stefnandan- um, Þórði Eyjólfssyni, skiptaráðanda í þrotabúi H/f Drangsnes, kr. 6000,00 með 6% ársvöxtum frá 2. janúar 310 1931 til greiðsludags og kr. 428,00 í málskostnað innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa, að við- lagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Eins og segir í hinum áfrýjaða gestaréttardómi var h/f Drangsnes stofnað á fundi í Hafnarfirði 13. febr. f. á. með 50000,00 kr. hlutafé og var áfrýjandi máls þessa einn af stofnendum félagsins og lof- aði hann á fundinum að leggja fram 6000 kr. af hlutafénu. Segir svo í stofnfundargerðinni, að ætl- unarverk félagsins sé að reka fiskkaup og annað það, er að þeirri atvinnugrein kann að lúta, og er í fundargerðinni gert ráð fyrir, að hlutafélagið kaupi jörðina Drangsnes í Strandasýslu og ennfremur hús þau og mannvirki, er einn stofnandinn, Þórður Flygenring, hefir látið gera eða keypt í landareign- inni. Sama dag, sem stofnfundurinn var haldinn, voru félaginu sett lög og kosin stjórn og stjórninni falið að kaupa jörðina Drangsnes og allar eigur fastar og lausar, er Þórður Flygenring átti þar, Þ. 22. febr. s. á. tilkynnir stjórnin félagið til hlutfélaga- skrár og segir í tilkynningunni, að allt hlutaféð sé greitt. Félagið tók þvínæst til starfa, keypti jörð- ina Drangsnes í Strandasýslu og byrjaði þar starf- rækslu samkvæmt tilgangi sinum, en er það hafði starfað um 8 mánuði skorti það handbært fé til þess að gera skil skuldheimtumönnum jafnóðum og kröfur urðu gjaldkræfar og framseldi því stjórnin þ. 6. nóv. f. á. félagið til gjaldþrotaskipta og er skiptum þrotabúsins enn eigi lokið. Þrotabúið höfðaði síðan mál þetta gegn áfrýj- anda til þess að fá hann dæmdan til að greiða hluta- fé það, 6000 kr., er hann hafði lofað, og fékk málið all þau úrslit í gestarétti Reykjavíkur 9. maí þ. á., að áfrýjandi var dæmdur til að greiða 6000 kr. með 6% vöxtum frá stefnudegi og 428 kr. í málskostnað. Dómi þessum hefir áfrýjandi skotið til hæsta- réttar með stefnu, dags. 20. maí þ. á., og krafizt þess, að dómurinn verði felldur úr gildi og að hann verði sýknaður af kröfum stefnda í málinu og sér dæmdur málskostnaður í undirrétti og hæstarétti. Stefndi hefir hinsvegar krafizt staðfestingar á dóminum og málskostnaðar í hæstarétti. Áfrýjandi hefir viðurkennt það, að hann hafi ekki sjálfur greitt neitt af hlutafé því, er hann hafði lofað, en hér fyrir réttinum byggir hann sýknu- kröfu sína á því, að annar maður, Þórður Flygen- ring, bróðir hans, hafi greitt það að fullu til félags- ins, og hefir áfrýjandi þessu til stuðnings útvegað ný skjöl, er lögð hafa verið fram í hæstarétti. Með gögnum þessum og flutningi málsins fyrir hæsta- rétti er það nú upplýst, að Þórður kaupmaður Flygenring, sem gekkst fyrir stofnun h/f Drangs- nes og varð framkvæmdarstjóri þess, hefir árið 1929 rekið fiskveiðar og fiskkaup á jörðinni Drangsnes í Strandasýslu og þá byggt þar á jörð- inni hús og önnur mannvirki til atvinnureksturs- ins. Hefir áfrýjandi haldið því fram hér fyrir rétt- inum, að Þórður Flygenring hafi um leið og hluta- félagið var stofnað afhent því til eignar mannvirki þau, er hann hafði látið gera á Jörðinni, ásamt á- höldum, vörum og útistandandi skuldum, er stöf- uðu frá atvinnurekstrinum þar, og hafi hann með þessu greitt allt hið lofaða hlutafé, 50000,00 kr., þar með talið hlutafé það, er áfrýjandi hafði lof- að, en áfrýjandi tjáist aftur á móti hafa afhent honum til eignar 5 hlutabréf sín, án þess að fá end 312 urgjald fyrir, en haldið einu, er hann skoðaði sem gjöf frá Þórði bróður sínum til þess að geta verið áfram meðlimur félagsins, enda hafi til- gangurinn með stofnun hlutafélagsins eingöngu verið sá að hjálpa Þórði Flygenring í atvinnu- rekstri hans. Nú er það að vísu svo, að af uppskriftargerð þrota- búsins á Drangsnesi, sem lögð hefir verið fram að nýju í hæstarétti, sést það, að mannvirki þau, er Þórður Flygenring hefir látið gera á Drangsnesi ár- ið 1929 eru talin eign þrotabúsins og er það einnig upplýst með málflutningnum fyrir hæstarétti, að þau hafa síðar verið seld öðrum og andvirðið runn- ið til þrotabúsins. En hinsvegar er það upplýst, að h/f Drangsnes hefir ekki haft bókhald fyrir sig yfir atvinnureksturinn á Drangsnesi árið 1930, heldur hefir framkvæmdarstjóri þess, Þórður Flygenring, er útvegaði rekstrarféð, fært reikningana í bókum sínum, sem venjulega reikninga annara viðskipta- manna sinna og skuldað hlutafélagið fyrir því fé, er hann útvegaði því, og er þess hvergi getið í reikn- ingum þessum, að mannvirki hans á Drangsnesi frá 1929 og aðrar eignir hans út af atvinnurekstrinum þar hafi verið afhentar sem greiðsla á hlutafénu eða þær seldar h/f Drangsnes, enda sést það eigi, að hlutafélagið hafi fengið afsal fyrir eignunum, né heldur að verð á eignum þessum hafi verið ákveð- ið í hendur hlutafélaginu eða, að stjórn þess hafi samþykkt að kaupa þessar eignir og í viðskipta- reikningunum er þess hvergi getið, að hlutaféð hafi verið greitt á annan hátt. Það brestur þvi sönnun fyrir því, að Þórður Flygenring hafi greitt til hluta- félagsins þær 6000 kr., er áfrýjandi hafði lofað að leggja fram og sömuleiðis fyrir því, að þær á ann- 313 an hátt hafi verið greiddar félaginu, og ber því að staðfesta hinn áfrýjaða gestaréttardóm. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir hæstarétti, er á- kveðst 250 kr. Því dæmist rétt vera: Gestaréttardóminum skal óraskað. Áfrýjandinn, Garðar Flygenring, greiði stefnda, Þórði Eyjólfssyni, f. h. þrotabús h/f Drangsnes, 250 kr. í málskostnað fyrir hæsta- rétti. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er eftir samkomulagi málsaðilja höfðað fyrir gestaréttinum með stefnu, útgefinni 20. jan. s. 1, af Þórði Eyjólfssyni, skiptaráðanda í þrotabúi h/f Drangsnes í Hafnarfirði gegn Garðari Flygenring, kaupmanni, sama stað til greiðslu skuldar, að upphæð kr 6000,00 með 6% ársvöxtum frá stefnudegi til greiðsludags og málskostn- aðar að skaðlausu. Nemur hann eftir framlögðum reikn- ingi, sem er í samræmi við aukatekjulögin og lágmarks- gjaldskrá málfærslumannafélagsins, kr. 428,00 Málavextir eru þeir, að hinn 13. febr. 1930 var hlutafé- lagið Drangsnes stofnsett í Hafnarfirði og var stefndur einn stofnandi þess með 6000,00 króna hlutafjárloforði. Var félagið síðan hinn 22. febrúar s. á. tilkynnt til hluta- félagaskrár og í tilkynningunni er skýrt svo frá, að hluta- fjársöfnuninni væri lokið og allt hlutaféð samtals kr. 50,000,00 greitt. Eftir að félagið hafði starfað um 8 mán- aða skeið var bú þess hinn 6. nóv. 1930 tekið til skiptameð- ferðar sem gjaldþrota eftir beiðni stjórnar þess og upp- lýstist þá, að stefndur hafði ekki greitt neitt af því hluta- fé, sem hann hafði lofað samkvæmi framansögðu og þar 314 sem hann hefir verið algerlega ófáanlegur til þess að greiða hlutaféð, hefir skiptaráðandinn í þrotabúi nefnds hluta- félags höfðað mál þetta til greiðslu þess. Stefndur hefir mótmælt kröfum stefnanda og krafizt þess í fyrsta lagi, að hann verði sýknaður að svo stöddu (for Tiden) í málinu og byggir þá kröfu á því, að það sé alls ekki upplýst, að félagið eigi ekki fyrir skuldum eða að skuldheimtumenn þess bíði nokkurt tjón, þrátt fyrir gjaldþrotið, og sé hlutaféð því ekki að svo stöddu gjald- kræft. Kveður stefndur, að félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskiptameðferðar eftir beinu fyrirlagi skiptaráð- andans í þrotabúi Þórðar Flygenrings en ekki eftir ósk stjórnenda félagins, en nefndur Þórður hafi auk þess að vera aðal- eða einkahluthafi í félaginu verið stærsti kröfu- hafi gagnvart því. En nú hefir stefndur viðurkennt, að skiptaráðandinn í nýnefndu þrotabúi hafi haft „öll með- ul“ til þess að gera félagið gjaldþrota og að augljóst hafi verið að handbært fé vantaði til þess að gera skil skuld- heimtumönnum jafnóðum og kröfur urðu gjaldkræfar. Verður þá að fallast á það hjá stefnanda, að það hafi eigi verið að ófyrirsynju, að félagið gaf sig upp og var úrskurð- að gjaldþrota, og þá varð að sjálfsögðu allt ógreitt hluta- fé í því gjaldkræft þegar í stað og hefir þá krafa stefnds um sýknu að svo stöddu ekki við rök að styðjast. Í öðru lagi hefir stefndur krafizt algerðar sýknu í mál- inu á þeim grundvelli að hlutafé félagsins sé þegar allt innborgað af öðrum manni. Hefir hann lýst tildrögum að hlutafélagsstofnuninni svo, að hvatamaður hennar hafi verið áðurnefndur Þórður Flygenring, sem nú er orðinn gjaldþrota. Hafi frá upphafi verið ætlun Þórðar að eiga hlutafélagið einn, enda þótt fleiri þyrftu formsins vegna að skrifa sig fyrir hlutum í félaginu. Kveðst stefndur til þess að aðstoða Þórð við félagsstofnunina hafa skrifað sig fyrir áðurnefndu hlutafjárloforði, en ekki hafi verið tilætlunin að hann eða aðrir félagsmenn en þórður legðu fram nokk- urt fé til félagsins, enda telur stefndur, að Þórður hafi nú greitt inn til félagsins allt hlutafé þess og meira til. Hefir stefndur rökstutt þá staðhæfingu sína með því að í bókum Þórðar hafi h/f Drangsnes haft þrjá viðskiptareikninga (Conti) og hafi skuld félagsins samkvæmt þeim öllum num- ið við hann, þegar Þórður varð gjaldþrota, kr. 54720,77, 315 þegar frá er dregið andvirði fiskjar, er Þórður hafi feng- ið hjá félaginu og við sé bætt kr. 10,000,00, er hann hafi greitt fyrir jörðina Drangsnes, en þá upphæð kveður stefndur hvergi færða félaginu til skuldar. Telur stefndur að fé það, sem Þórður hafi þannig smámsaman lagt fé- laginu sem rekstursfé beri fyrst og fremst að skoða sem hlutafjárinnborgun til félagins. Stefnandi hefir nú mótmælt því, að hlutafé stefnds eða annara hafi verið innborgið á þennan hátt, og haldið því eindregið fram, að umræddar kr. 10,000,00 séu innifaldar í áðurgreindri upphæð samkvæmt viðskiptabókunum og stefndur hefir ekki sannað hið gagnstæða að því er færslu nefndrar upphæðar snertir. Nemur þá inneign Þórðar hjá félaginu, þó rétt væri eftir bókum hans, ekki allri hluta- fjárupphæðinni, en stefnandi hefir einnig véfengt það mjög eindregið, að framlögin frá Þórði til hlutafélagsins nemi nálægt því eins mikilli upphæð og reikningarnir sýna. Þá er það og að athuga við reikningsfærslu Þórðar í þessu sambandi, að félaginu er talið til skuldar allt, sem það fær frá honum og andvirði fiskjar, sem kom frá félaginu að norðan, rennur inn til hans og er fært félaginu til tekna. Hinsvegar er félagið alls ekki krediterað fyrir neinu af hlutafjárupphæðinni, sem þó að sjálfsögðu hefði átt að gera, ef tilætlunin var að framlög Þórðar skyldu ganga sem greiðsla upp í hlutaféð. Viðskiptin milli félagsins og Þórð- ar virðast því eftir því, sem fyrir liggur, aðeins hafa verið venjuleg verzlunarviðskipti, þar sem Þórður hefir ætlazt til þess að fá endurgreitt það fé, sem hann legði félaginu til. Er því alls ekki upplýst gegn mótmælum stefnanda, að hlutafé það, sem stefndur hefir lofað og stefnt er til greiðslu á hafi verið innborgað, en að sjálfsögðu ber stefndur ábyrgð á greiðslu þess, og verða þá úrslit málsins þau að taka ber dómkröfur stefnanda til greina að öllu leyti. 316 Mánudaginn 30. nóv. 1931. Nr. 6/1931. Réttvísin (Theodór B. Lindal) gegn Hansínu Ingu Pétursdóttir (Eggert Claessen). Úrskurður hæstaréttar. Við flutning máls þessa í hæstarétti hefir hinn skipaði verjandi hinna ákærðu lagt fram í réttin- um mörg ný skjöl, þar á meðal eftirrit af sjóðbók verzlunarinnar á Klapparstig 37, frá því í marz- mánuði til ársloka 1928 og svonefnda höfuðbók verzlunarinnar fyrir 1929, ennfremur er í þessum nýju skjölum vottorð ýmsra manna, er borið hata vitni í málinu, og fara vottorð þessi að sumu leyti í bága við fyrri framburði þeirra, en gefa að sumu leyti fyllri upplýsingar um nokkur atriði málsins. Þar sem nokkur af gögnum þessum kunna að skipta máli um sekt eða sýknun hinna ákærðu, ber áður en dómur gegnur í málinu í hæstarétti að út- vega ítarlegri upplýsingar um eftirfarandi atriði: 1. Fram hefir verið lögð skýrsla um efnahag Guðjóns Guðmundssonar 1925. Út af þessari skýringu, rjskj. nr. 24, ber að láta Guðjón gefa fyrir rétti skýrslu um efnahag sinn nefnt ár, áður en aðalviðskipti hans við hin ákærðu byrjuðu á árinu 1926. Í sambandi við það þarf að fá á ný skyrslu vitnisins um það hvaða upphæðir hafi runnið frá honum til ákærða Björns Gíslasonar bæði beint í peningum og sem andvirði víxlna, er hann útvegaði í því skyni, og samprófa hann og ákærða, Björn Gíslason, þessu viðvíkjandi, svo og fá skýrslu Guð- jóns og ákærðu um það hvernig fénu eða einstök- um upphæðum hefir verið varið. 317 Þá ber að taka skýrslu af Guðjóni um það, hvort ákærða, Birni Gíslasyni, hafi verið kunnugt um efnahag hans um þessar mundir, hvernig vitnið hafi hugsað sér að standa skil á þeim fjárhæðum, er hann tók að láni handa ákærðu og þeim víxlum, er hann samþykkti í þessu skyni, hvaða loforð á- kærði hafi gefið honum, er hann var að fá hann til að útvega féð, og í sambandi við það fá skýrslu þeirra manna, er veittu Guðjóni peningalán eða skrifuðu á víxla fyrir hann, um það hvað Guðjón hafi sagt þeim til hvers hann þyrfti fjárins og til hve langs tíma. 2. Þá ber sérstaklega að samprófa hin ákærðu út af framburði Guðjóns um tildrögin að sendingu á 1700 kr. í ársbyrjun 1926 til ákærða, Björns Gíslasonar, og fá vitnisburð Steinunnar Stefáns- dóttur um þetta atriði. 3. Láta Guðjón og ákærða, Björn Gíslason, gera grein fyrir hvaða „ómakslaun“ Guðjón hafi reikn- að sér fyrir peningaútveganirnar og í sambandi við það yfirheyra þá Tómas Skúlason út af vottorði hans, dags. 25. þ. m., rj.skj. 36, og Björn R. Stefáns- son út af vottorði hans, dags. s. d., rj.skj. 40. Svo ber að leita nánari upplýsinga um veðsetn- ingu Guðjóns á svokölluðu Vilborgarhúsi í Ólafs- vík út af vottorði Þorsteins Gíslasonar, rj.skj. nr. 37 og 38. 4. Yfirheyra nefnt vitni, Guðjón Guðmundsson, um það, hvernig á því stóð, að hann hinn 2. júní 1926, þá stórskuldugur, gefur eftir að því er virð- ist, eignarrétt sinn að vörum í verzluninni á Grettis- götu 1, hvort þá hafi farið fram fullkomin og end- anleg vöruskipti milli hans og ákærðu, Ingu Péturs- dóttur, hvað hafi orðið af þeim vörum, er þá hafi öl8 komið í hans hlut, eða andvirði þeirra, og ber í því sambandi að yfirheyra Tómas Skúlason, um vörur þær, er hann kveðst hafa selt fyrir Guðjón á Siglu- firði sumarið 1926, sbr. vottorð hans 20. þ. m., rj.skj. 25, og Björn R. Stefánsson, út af vottorði hans, dags. 26. s. m., rj.skj. 45. — Þá ber og að yfirheyra á- kærða Björn Gíslason og Guðjón Guðmundsson um það, hvort ákærði hafi afhent Guðjóni skilagrein eða skilríki um sölu sildarinnar, er keypt var af Stefáni í Vigur og láta ákærða gera nánari grein fyrir, hvernig kaupum sildarinnar og sölu hefir verið varið. 5. Þá ber að útvega nánari upplýsingar um kaup- in á húsinu nr. 4 A. við Grundarstíg, hvenær þau kaup hafi komið fyrst til orða og hvenær framfarið, hvað Guðjóni hafi gengið til þeirra kaupa, hvaðan hann hafi fengið þær 4000 kr., er hann greiddi upp i húsverðið í peningum, hversvegna afsalið var stilað á Hall Þorleifsson, hvaða veðskuldir hafi hvílt á húsinu og með hvaða gjalddögum, hvernig leigunni af húsinu hafi verið varið meðan Guðjón átti það og hvaða lán hafi verið fallin í gjalddaga, er ákærði, Björn Gíslason, lét kaupin ganga tilbaka. 6. Taka á ný skýrslu af Magnúsi Blöndahl um við- skipti hans og ákærða, Björns Gislasonar, er ræðir um í prófunum, þar á meðal hvernig samningar hans og ákærða hafi verið um sölu á vörum þeim, húsgagnafóðri, speglum, gúmmivörum, skófatnaði o. fl., sem Björn keypti í Kaupmannahöfn í febrúar 1929, með hvaða verði það hafi átt að seljast o. s. frv., sbr. vottorð Blöndahls, dags. 25. þ. m., rj.skj. 29, og reikning ákærða Björns Gíslasonar á rjskj. 28 og 29. 7. Taka skýrslu af Jóhönnu Olgeirsson í tilefni af 319 vottorði hennar, dags., 26. þ. m., rj.skj. 44, um af- stöðu hennar til verzlunar ákærðu á Grettisgötu 1, en vottorð hennar fer í bága við framburð ákærðu Ingu Pétursdóttur áður í prófunum. 8. Þá ber að yfirheyra þá Gísla Gíslason silfur- smið og ákærða, Björn Gíslason, um það í hvaða tilgangi hinir síðari víxlar Gísla að upphæð kr. 7500,00 og 5500 kr. voru útgefnir, hvort Gísli hafi samþykkt, að Tómasi Skúlasyni væru afhentir vixl- ar þessir til sölu og þá fyrir hvað mikið, svo og yf- irheyra Tómas um þetta, sbr. vottorð hans 25. þ. m., rj. skj. nr. 46. 9. Þá ber rannsóknardómaranum að láta sérfróða menn athuga þær 2 verzlunarbækur, er nú hafa verið lagðar fram, og taka skýrslu hinna ákærðu um það hversvegna þau hafi ekki afhent þær, er dómarinn krafðist þeirra af þeim. 10. Loks ber rannsóknardómaranum að afla þeirra frekari upplýsinga, er framhaldsprófin gefa tilefni til. Því úrskurðast: Ransóknardómaranum ber að útvega fram- annefndar skýrslur og upplýsingar eins fljótt og verða má. Mánudaginn 30. nóv. 1931. Nr. 68/1931 Pétur Thoroddsen gegn Sigfúsi Sveinssyni Dómur hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Pétur Thoroddsen, er eigi mætir í 320 málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Svo greiði hann og stefnda, er látið hefir mæta, 40 kr. í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 2. dez. 1931. Nr. 94/1931. Valdstjórnin (Theódór B. Lindal) gegn Bæjarstjórn Ísafjarðar (Stefán J. Stefánsson). Ómerking. Dómur lögregluréttar Ísafjarðar 6. júní 1931: Kærður, bæjarstjórn Ísafjarðarkaupstaðar, sæti 50,00 króna sekt í ríkissjóð. Svo greiði og kærður allan af málinu löglega leiðandi kostnað Dóminum að fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Refsimáli þessu er beint gegn bæjarstjórn Ísa- fjarðar, en eigi gegn neinum ákveðnum manni eða mönnum, sem forráðamönnum bæjarfélagsins og með því að refsingu eigi verður komið fram við ó- persónulegar stofnanir, þá er hinn áfrýjaði dómur og öll meðferð málsins fyrir lögregluréttinum lög- leysa, sem ómerkja ber ex officio. Með því að hér- aðsdómaranum eigi hefir verið stefnt til ábyrgðar, verður allur sakarkostnaður að greiðast af al- mannafé, þar með talin málflutningslaun sækj- anda og verjanda í hæstarétti, 50 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur og öll meðferð málsins frá upphafi fyrir lögregluréttinum á að vera 321 ómerk. Sakarkostnaður allur greiðist af al- mannafé, þar eð talin málflutningslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, málflutn- ingsmannanna Theódórs B. Lindals og Stefáns Jóhanns Stefánssonar, 50 kr. til hvors. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af valdstjórnarinnar hálfu gegn bæjarstjórn Ísafjarðarkaupstaðar fyrir brot á lögum nr. 56, 1927, um skemmtanaskatt og þjóðleikhús. Tildrög málsins eru þessi. Þann 12. nóv. f. á. byrjaði kærður að halda kvikmyndasýningar hér í bænum, en áð- ur hafði kærður samþykkt reglugerð um fyrirtækið, sem sé reglugerð fyrir Kvikmyndahús Ísafjarðarkaupstaðar. Tilkynnti lögreglustjóri dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu reksturinn, með bréfi, dags. 5. dez. f. á., sendi því reglu- gerðina og fór fram á, að það yrði undanþegið skemmt- anaskatti samkv. 3. gr. laganna. En með bréfi, dags. 23. jan. þ. á. tilkynnti ráðuneytið að fyrirtækið væri eigi undanþegið skemmtanaskatti samkvæmt téðum lögum. Tilkynningu um þetta fékk bæjarstjórnin með bréfi lög- reglustjóra, dags. 10. febr. þ. á., jafnframt og gerð var krafa um greiðslu skemmtanaskatts. Í 5. gr. reglugerðarinnar er ákveðið, að allur ágóði af fyrirtækinu, að svo miklu leyti sem hann eigi er bundinn í rekstrinum, renni í sjóð, er heitir Menningarsjóður Ísa- fjarðarkaupstaðar, skal þeim sjóði einungis varið til al- menningsheilla, svo sem nánar er útlistað í greininni. Kærður telur því, að kvikmyndasýningar þessar beri að skoða sem skemmtun, er haldin sé í góðgerðarskyni til styrktar málefni, er miði að almenningsheill, og sé því undanþegin skemmtanaskatti samkv. 3. gr. laganna. En á þetta verður eigi fallizt. Að réttarins áli eru kvikmyndasýningar, reknar að staðaldri, í þar til gerðu kvikmyndahúsi eins og hér á sér stað, sérstakur flokkur skemmtana, er eigi verða taldar meðal þeirra skemmtana, er 3. gr. laganna undanþiggur skemmtanaskatti, el 322 Með því nú að umgetið fyrirtæki er eigi sérstaklega undanþegið skemmtanaskatti telst það skattskylt samkv. 2. gr. laga nr. 56, 1927, og með því að kærður hefir eigi viljað eða talið sér skylt að greiða skemmtanaskatt, er um brot á 2. grein laganna að ræða af hálfu kærðs, og á ákærð- ur að sæta sekt fyrir það, er þykir hæfilega metin 50 krón- ur samkv. 7. gr. téðra laga, og rennur sektin í ríkissjóð. Svo ber og kærðum að greiða allan af málinu löglega leiðandi kostnað. Á málinu hefir enginn óþarfadráttur orðið. Föstudaginn 4. dez. 1931. Nr. 49/1931. Valdstjórnin (Guðm. Ólafsson) gegn Albert Green (Lárus Fjeldsted). Veiðarfæri í ólagi. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur "7. april 1931: Kærður, Albert Green, sæti 2500 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi einfalt fangelsi í 2 mánuði í stað sektarinnar sé hún ekki greidd innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa. Hann greiði og allan kostnað sakarinnar. Dóminum skal fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Brot ákærða er af undirdómaranum réttilega heimfært undir 2. málsgrein 3. gr. laga nr. 5, 18. mai 1920 um bann gegn botnvörpuveiðum, ber því að staðfesta hinn áfrýjaða lögregluréttardóm, þó með þeirri breytingu, að refsing kærða, með tilliti til þess, að gengi íslenzkrar krónu er nú 55,14 gull- aurar, ákveðst 3600 kr. sekt til Landhelgissjóðs. Kærði greiði allan áfryjunarkostnað sakarinnar, 323 þar með talin málaflutningslaun sækjanda og verj- anda í hæstarétti, 100 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Kærði, Albert Green, skipstjóri á botnvörpu- skipinu A. 23, „Loch Carron“, frá Aberdeen, sæti 3600 kr. sekt til Landhelgissjóðs Íslands og komi 2ja mánaða einfalt fangelsi í stað sektarinnar, sé hún eigi greidd innan 30 daga frá birtingu dóms þessa. Kærði greiði og allan kostnað sakarinnar bæði í héraði og hæstarétti, þar með talið mál- flutningskaup sækjanda og verjanda í hæsta- rétti, málflutningsmannanna Guðmundar Ól- afssonar og Lárusar Fjeldsted, 100 kr. til hvors. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Albert Green, skipstjóra á togaranum A. 23, Loch Carron, frá Aberdeen, fyrir brot gegn ákvæðum laga nr. 5/1920, um bann gegn botnvörpuveiðum í landhelgi og viðauka við þau lög nr. 36/1926, sbr. lög nr. 4/1924. Málavextir eru þessir: Hinn 4. april siðastl. tók varðskipið Ægir, út af Stafn- nesi, fastan togarann A. 23, Loch Carron, sem kærður cr skipstjóri á, og reyndist tökustaður togarans samkvæmt mælingum varðskipsins, sem kærður hefir ekki mótmælt, 0,35 sjómílur innan landhelgislinunnar. Hefir kærður og tekið gilda framburði skipherrans og 1. stýrimanns á varð- skipinu, sem eiðfestir væru, og verður því að álita sannað, að togarinn hafi verið á umræddum stað, er hann var tek- 324 inn, enda þótt hann hefði þá þegar siglt út frá landi í 6 mínútur. Samkvæmt játningu kærðs og öðru, sem fram hefir komið í málinu, voru veiðarfæri togarans stjórnborðs- megin óbúlkuð. Héngu hlerarnir í gálgum utanborðs og netið allt óbundið eða því sem næst. Nokkrir fiskar voru á dekki, en þeir voru dauðir, og varpan var ekki það blaut, að álitið yrði, að hún hefði nýlega verið í sjó. Kærður hefir haldið því fram, að hann hafi alls ekki ætlað að fiska í landhelgi, þar sem hann var tekinn, heldur dýpra undan svonefndum Ósum. Hann hefir og ásamt stýrimanninum haldið því fram, að hann hafi ekki verið farinn að gera neinar sérstakar ráðstafanir til að kasta, er hann var tekinn. En með því, að upplýst þykir vera, að veiðarfærin hafi verið í því ásigkomulagi, að engan sérstakan und- irbúning hafi þurft áður en kastað yrði, annan en þann, sem þá er gerður alveg um leið, og að kærður er þarna staddur á. fiskisvæði, þá þykir ekki mega lúka málinu samkv. fyrirmælum laga nr. 36/1926, 1. gr., heldur verði að líta svo á, að kærður hafi gerzt brotlegur gegn 2. grein laga nr. 5, 1920, sbr. 3. gr., 2. mgr., og þykir refs- ing hans, sem ekki hefir áður verið refsað fyrir sams- konar brot, með tilliti til þess, að gengi íslenzkrar krónu er í dag samkvæmt upplýsingum frá Landsbanka Ís- lands 81,79 gullaurar hæfilega ákveðin 2500 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands og komi einfalt fangelsi í tvo mánuði í stað sektarinnar, sé hún ekki greidd innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa. Hann greiði og allan kostnað sakarinnar. Dóminum skal fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. 325 Miðvikudaginn 9. dez. 1931. Nr. 32/1931. Réttvísin og valdstjórnin (Stefán J. Stefánsson) gegn Þórði Flygenring (Pétur Magnússon) og Árna Beinteini Bjarnasyni (Lárus Jóhannesson) og Valdstjórnin segn Ingólfi Flygenring (Lárus Jóhannesson). Brot gegn ákvæðum 26. kap. hegningarl., 1. um gjaldþrotaskipti frá 1929 og hlutafélagalögum frá 1921. Dómur aukaréttar Hafnarfjarðar 12. maí 1931: Ákærði, Þórður Stefán Flygenring, sæti betrunar- hússvinnu í 18 mánuði. Svo skal hann og hafa fyrirgert æfilangt rétti til þess að reka eða stjórna verzlun eða at- vinnufyrirtæki. Ákærði, Árni Beinteinn Blöndal Bjarnason, sæti ein- földu fangelsi í 30 daga. Kærður, Ingólfur Flygenring, greiði 1500 króna sekt, er renni í ríkissjóð, og komi í stað sektarinnar, ef hún er ekki að fullu greidd innan fjögra vikna frá lögbirtingu dóms þessa, einfalt fangelsi í 50 daga. Ákærði, Þórður Flygenring, greiði sjálfur varðhalds- kostnað sinn. Svo greiði hann og sérstaklega skipuðum talsmanni sínum, Pétri Magnússyni, hrm., 40 krónur í málsvarnarlaun. Ákærði, Árni Beinteinn Blöndal Bjarnason og kærði Ingólfur Flygenring, greiði skipuðum talsmanni sínum, Lárusi Jóhannessyni hrm., 25 krónur hvor, í málsvarn- arlaun. Upp í annan kostnað málsins greiði kærður, Ingólfur Flygenring kr. 100.00. Allan annan af málinu löglega leiddan og leiðandi kostnað greiði hinir. ákærðu, Árni 326 Beinteinn Blöndal Bjarnason og Þórður Stefán Flygen- ring að %o hluta in solidum, eftirstöðvarnar %, hluta, greiði ákærði, Þórður, einn. Dóminum að fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Það athugast, að ekki þykja nægilega miklar sannanir framkomnar fyrir því, að sala ákærða, Þórðar Stefáns Flygenring, 1929, á veðsettum fiski hafi verið framin í sviksamlegum tilgangi, svo að hann verði látinn sæta refsingu fyrir hana, en að öðru leyti eru afbrot ákærða af undirdómaranum réttilega heimfærð undir 253., 255., 262., 263. og 264. gr. 2. mgr. hinna almennu hegningarlaga 25. júni 1869, svo og 1. tölulið 53. gr. laga um hlutafélög nr. 7/ frá 1921 og 5. mgr. 1. gr., sbr. 39. gr. laga um gjaldþrotaskipti nr. 25 frá 1929, og þykir refsing hans hæfilega ákveðin betrunarhússvinna í 15 mán- uði. Svo verður og að dæma ákærða samkv. 4. mgr. 8. gr. gjaldþrotaskiptalaganna til þess að hafa fyrir- gert æfilangt rétti til að reka eða stjórna verzlun ei eða atvinnufyrirtæki, eins og undirdómarinn hefir seri, Ákærði, Árni Beinteinn Bjarnason, hefir með aðstoð sinni við lántökuna 7. maí 1930, gerzt sekur um brot á ákvæðum 253. gr., sbr. 56. gr. hegning- arlaganna og ákveðst refsing hans fyrir brot þetta 2ja mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, en fullnustu refsingarinnar skal fresta samkvæmt heimild í 1. gr. laga nr. 39, 16. nóv. 1907 og hún falla niður eftir 5 ár frá uppsögn dóms þessa, ef fullnægt verður lögmæltum skilyrðum, en fyrir brot hans á 1. tölulið 53. gr. laga um hlutafélög nr. 77 frá 1921, skal hann greiða 800 kr. sekt í ríkissjóð, og komi 40 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, 327 ef hún verður eigi greidd innan Á vikna frá Þirt- ingu dóms þessa. Kærði, Ingólfur Flygenring, hefir stöðugt hald- ið því fram, að ætlazt hafi verið til, að Þórður Flygenring legði fram allt hlutaféð í Drangsnesfé- laginu, og að hann hafi sagt sér, er félagið var stofnað, að hann mundi þá vera búinn að leggja fram 50 þúsund krónur í félagið, og hafi kærði skoðað þetta sem innborgað hlutafé. Þar sem þetta styðst við framburð ákærða, Þórðar Flygenring, þykir ekki fengin sönnun fyrir því, að kærði hafi gert sig sekan um vísvitandi ranga tilkynningu til hlutafélagaskrárinnar, en hinsvegar hefir hann gert sig sekan um stórfellt gáleysi með tilkynningu sinni, um að allt hlutaféð væri innborgað án þess að fullvissa sig um að svo væri Í raun og veru. Með þessu hefir hann bakað sér ábyrgð samkvæmt 54. gr. laga nr. 77 frá 1921 og þykir refsing hans hæfilega ákveðin 300 kr. sekt til ríkissjóðs og komi í hennar stað 20 daga einfalt fangelsi verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði aukaréttardómsins um málskostnað sam- Þykkjast. Um málskostnað í hæstarétti fer svo sem síðar segir. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Þórður Stefán Flygenring, sæti betrunarhússvinnu í 15 mánuði. Svo skal hann og hafa fyrirgert æfilangt rétti til að reka eða stjórna verzlun eða at- vinnufyrirtæki. Ákærði, Árni Beinteinn Blöndal Bjarnason, 328 sæti 2ja mánaða fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi, en fullnustu refsingarinnar skal fresta og hún falla niður eftir 5 ár frá uppsögn dóms þessa, ef skilorð laga nr. 39, 16. nóv. 1907 eru haldin. Auk þess greiði ákærði 800 kr. sekt í ríkissjóð og komi 40 daga einfallt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún verður eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Kærði, Ingólfur Flygenring, greiði 300 kr, sekt í ríkissjóð og komi 20 daga einfallt fang- elsi í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði aukaréttardómsins um málskostnað staðfestist. Ákærði, Þórður Flygenring, greiði máls- varnarlaun talsmanns sins í hæstarétti, mál- flutningsmanns Péturs Magnússonar, 150 kr. Ákærði, Beinteinn Bjarnason og kærði Ing- ólfur Flygenring, greiði málsvarnarlaun tals- manns sins í hæstarétti, málflutningsmanns, Lárusar Jóhannessonar, 75 kr. hvor. Allan annan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málflutningslaun sækjanda í bæsta- rétti, málflutningsmanns Stefáns Jóh. Stefáns- sonar, 250 kr., greiði Þórður Flygenring að %o hlutum, Beinteinn Bjarnason að %, og Ingólfur Flygenring að %, hluta. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 329 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af réttvísinnar og valdstjórnarinn- ar hálfu gegn þeim, Þórð: Stefáni Flygenring, útgerðar- manni í Hafnarfirði, og Árna Beinteini Blöndal Bjarnasyni, prókúrista s. st., fyrir brot á ákvæðum 26. kap. hinna al- mennu hegningarlaga frá 25. júní 1869 og ákvæðum laga um hlutafélög, nr. 77 frá 27. júni 1921, og, að því er á- kærðan Þórð snertir, einnig fyrir brot á ákvæðum laga um gjaldþrotaskipti nr. 25, frá 14. júní 1929, svo og af valdstjórnarinnar hálfu gegn Ingólfi Flygenring, s. st., fyrir brot á ákvæðum fyrrnefndra laga um hlutafélög. Tildrög málsins eru þau, sem hér segir: Bankastjórn Útvegsbanka Íslands fór þess á leit í bréfi til dómsmálaráðuneytisins, dags. 24. okt. f. á, að fyrir- skipuð yrði opinber rannsókn út af líkum, er hún taldi á því, að ákærði, Þórður Flygenring. hefði gerzt sekur um refsiverðan verknað með því að selja fisk, er hann hafði veðsett bankanum, án þess að greiða honum and- virðið. Jafnframt æskti bankastjórnin þess, að skipaður yrði kommissarius til þess að rannsaka og dæma málið, þar eð sennilegt væri að rannsókn yrði víðtæk og þyrfti að fara fram í tveimur lögsagnarumdæmum. Sama dag, 24. október, kærði bankastjórn Landsbanka Íslands ákærðan, Þórð, fyrir bæjarfógeta Hafnarfjarðar fyrir það að hafa gert sig sekan um samskonar verknað gegn þeim banka. Krafðist bankastjórnin þess jafnframt, að bú ákærða yrði þá þegar tekið til gjaldþrotaskipta- meðferðar. Ákærði sendi sama dag beiðni til skiptaráðandans í Hafnarfirði um það, að bú hans yrði tekið til gjaldþrota- skipta. Daginn eftir var dómarinn í máli þessu skipaður með kgl. umboðsskrá til þess að fara með rannsókn út af of- angreindum kærum og til að halda lógskipaða rannsókn út af gjaldþrotaskiptum ákærða, svo og til þess að fara með og dæma í málum gegn þeim, er sekir kynnu að reynast. Ennfremur var dómarinn sama dag skipaður setuskiptaráðandi í Hafnarfirði til þess að fara með og framkvæma skipti á búi ákærðs, þar eð hinn reglulegi skiptaráðandi veik sæti. Við rannsókn málsins hefir það, er hér á eftir greinir, 330 komið í ljós og sannazt með eigin játningu hinna ákærðu. Þórðar og Beinteins og kærðs Ingólfs, sem er og í samræmi við það, er á annan hátt er upplýst í málinu. I. Þórður Stefán Flygenring. í. Fram til 1. apríl 1928 hafði ákærði rekið útgerðar- og verzlunarstarfsemi í Hafnarfirði í félagi við bróður sinn, kærðan, Ingólf, en þá slitu þeir félagsskapnum og skiptu með sér eignum og skuldum. Nákvæm uppgerð á eignum og skuldum fór þó ekki fram við skiptin og þar eð bókhald ákærða var þá þegar, eins og jafnan siðan í hinni mestu óreiðu, verður eigi séð með vissu, hvernig efnahag hans hefir verið varið í. april 1928, eftir að skiptin höfðu fram farið. Af sömu ástæðu hefir“ og eigi verið unnt að upplýsa með vissu hvenær efnahag ákærða er svo komið, að hann átti ekki lengur fyrir skuldum. Af efnahagsyfirliti, er hann gaf Íslandsbanka, og miðað er við 19. október 1928, rskj. nr. 49, má að vísu sjá, að hann telur sig þá eiga 152 þúsund krónur, fram yfir skuldir (netto eign), en hvorttveggja er, að síðari efnahagsskýrsl- ur, er hann hefir gefið bönkunum, gera þessa skýrslu mjög grunsamlega og að hinar stórfelldu skuldir hans, sem upplýst er um, síðari hluta árs 1929 — en það ár telur hann hafa orðið 65 þúsund króna hagnað á atvinnu- rekstrinum, sbr. rskj. 39 og 48, — gera það líklegt, að hann hafi þegar árið 1928 ekki átt fyrir skuldum. En þó að allar líkur bendi til þess, að efnahagur ákærða hafi ver- ið miklum mun verri 19. október 1928, en í nefndri efna- hagsskýrslu greinir, hefir þó, eins og áður getur, reynzt ógerningur að upplýsa um hinn rétta efnahag hans á þeim tíma sökum gagnaskorts, enda er tilgreining ákærða um hagnað af atvinnurekstri 1929, röng, svo sem síðar verður vikið að. á 2. Eftir að ákærði byrjaði atvinnurekstur á eigin spýt- ur árið 1928, rak hann umfangsmikla útgerðarstarfsemi í Hafnarfirði, auk fiskverzlunar og fiskverkunar. Þegar á næsta ári, 1929, er mjög farið að þrengja að efnahag hans. Fyrri hluta þess árs tók hann, sjálfur og með aðstoð á- kærða, Beinteins, vixillán í bönkunum, tryggð með veði í um 8000 skpd. af stórfiski, samtals rúmlega 490 þúsund krónur, til greiðslu síðar á árinu. Var fiskurinn að mestu 331 leyti settur að sjálfsvörzluveði af ákærðum sjálfum sam- kvæmt lögum nr. 34 frá 1927, en að nokkru leyti að hand- veði á þann hátt, að Beinteinn samþykkti víxlana og gaf út veðbréfin, en Þórður gerðist vörzlumaður fyrir bank- ann og gaf geymsluvottorð. Lánin runnu öll til Þórðar. Í málinu er það sannað, með eigin játningu ákærða, að sumarið 1929 hafi hann selt, án vitundar bankanna, mikið af fiski þeim, er bönkunum var veðsettur á ofan- greindan hátt, og án þess að láta andvirðið renna til þeirra. Bera og bækur ákærða með sér, að þessi frásögn hans er rétt. Kveðst ákærði þá hafa, til þess að bjarga sér úr öngþveiti því, er hann var kominn í, gert samn- ing við h/f Kveldúlf í Reykjavík, í júlí eða ágústmánuði 1929, um það, að félagið greiddi fiskvíxlana, eða Það, sem ógreitt var af þeim, jafnóðum og þeir féllu í gjalddaga, gegn því að félagið fengi allan þann fisk, er hann átti þá óseldan. Hafi verð alls fisksins, eftir magni því, er á- kærði gaf upp og kaupverði félagsins, verið sem næst hið sama og samanlögð upphæð ógreiddu fiskvíxlanna. Kaupverð h/f. Kveldúlfs var kr. 112.00 fyrir skpd. af stórfiski og kr. 102.00 fyrir skpd. af millifiski. Fr því auðsætt, að þótt uppgjöf kærða til félagsins á magni fisks er haun þá átti óseldan, hefði reynzi rétt, hefði hann j t nægan fisk upp í veðsetning- kan ar sem lánin voru miðuð við 60 kr. af stó rórliski. En nú hefir ákærði einnig við- trkenni það, að uppgjöf hans til h/f. Kveldúlfs á magni fisksins, er hann samdi við það, hafi verið allt of há. Kom það því í ljós, er á haustið leið, að fiskurinn nægði alls ekki til greiðslu víxlanna. Varð því nokkur tregða á því af félagsins hálfu, að það greiddi alla víxlana, sérstak- lega hina síðustu þeirra, svo sem síðasta víxilinn í Lands- bankanum, kr. 48000.00, er greiddur var 4. dez. 1929. Þó varð það úr fyrir beiðni ákærðs, að félagið greiddi alla vixlana, og kveðst hann hafa lofað því, að greiða skuld þá, er hann komst í við félagið út af þessu, með fyrstu lánum, er hann fengi eftir það í bönkunum út á óveidd- an afla. Nam skuld ákærða við félagið um áramótin 1929 og 1930 kr. 137.674.48. Sá af forstjórum h/f. Kveldúlfs, sem ákærði kveðst að- 332 allega hafa samið við um greiðslu fiskvíxlanna, hefir sem vitni í málinu borið það, að félagið hafi tekið að sér greiðslu fiskvíxlanna eftir beiðni ákærðs sumarið 1929 og að nokkur tregða hafi orðið af félagsins hálfu á greiðslu hinna síðustu þeirra, en kveðst ekki muna hvort sú tregða hafi af því stafað, að fiskurinn hefi reynst minni en á- kærði gaf upp, eða af því, að aðrar greiðslur af hans hendi hafi brugðizt. Mundi vitnið og eigi til þess, að ákærði hefði lofað félaginu að greiða skuld sina til þess með neinu ákveðnu lánsfé, er hann ætti von á. 3. Atvinnurekstur ákærða árið 1929 hefir haft í för með sér stórfelldar skulda-aukningar fyrir hann. Auk hinna veðtryggðu skulda hans (atvinnustöð hans í Hafn- arfirði var m. a. veðsett fyrir fullvirði) skuldaði hann um áramótin 1929— 1930 ýmsum viðskiptamönnum mikl- ar fjárhæðir. Áður er getið um skuld hans við h/f. Kveld- úlf kr. 137.674.38, en auk þess skuldaði hann fiskikaupa- firmanu Ólafur Gíslason á Co. kr. 47.022.06, h/f Hamar kr. 25.000.00 og erlendum bönkum (yfirdráttur) um kr. 60.000.00. Var greiðsla allra þessara skulda aðkallandi, Er og ljóst af þessu, að fyrrnefnd skýrsla ákærða til bank- anna um reksturshagnað árið 1929 er gersamlega röng. Kveðst hann og þegar í nóvember 1929 hafa séð fram á, að reka myndi að gjaldþroti og að óvíst væri hvort hann myndi geta „slampast af“ fram yfir næstu vertið, án þess að gefa sig upp. Hafi honum og eftir það jafnan verið ljóst, að gjaldþrot voru yfirvofandi. Að hann framseldi ekki bú sitt til gjaldþrotaskipta þegar um áramótin 1929— 1930 virðist aðallega hafa stafað af skorti á siðferðisþreki, veikri von um að rætast kynni úr skuldakröggum hans ef vetrarvertíð (afli og sala) yrði sérstaklega hagfeld og að honum hafi verið annt um að greiða skuld sína til h/f. Kveldúlfs, sökum þess á hvaða hátt hún var stofnuð. 4. Ákærði gerði um þessar mumdir út til fiskveiða 3 línuveiðaskip, Grímsey, Pétursey og Málmey. Auk þess átti hann meiri hluta hlutabréfa í h/f. „Val“ í Hafnar- firði, er gerði út linuveiðarann Papey. Var ákærði í stjórn þess félags og annaðist útgerðarstjórn skipsins að öllu leyti, þótt eigi væri hann formlega kjörinn framkvæmdar- stjóri félagsins né hefði prókúru fyrir það. Verkun og sölu 333 fisks þess, er á Papey aflaðist, hafði ákærði og á hendi og sömuleiðis útvegun rekstrarlána. Veðsetti hann Papeyj- arfiskinn ásamt sínum eigin fiski fyrir rekstrarlánum og verður ekki séð, að stjórn félagsins né endurskoðendur hefðu nokkuð við það að athuga, enda seldi hann og fisk- inn átölulaust af stjórn félagsins. Virðist rekstri félags- ins hafa verið hagað á þann hátt öll árin, frá því að það var stofnað í dezember 1927. Gert var ráð fyrir, að hag- ur félagsin yrði gerður upp einu sinni á ári fyrir aðal- fund, en aðeins einn aðalfundur hafði verið haldinn (í april 1929). Auk linuveiðaranna átti ákærður vélbátinn Vanadis. 5. Í janúarmánuði 1930 byrjaði ákærði á ný að taka lán í bönkunum gegn veði í veiddum og óveiddum afla línuveiðiskipanna fjögra. Sendi hann að jafnaði, er hann tók ný lán, bréf með lánbeiðni, þar sem tekið var fram, að fiskur sá, sem veðsettur hafði verið fyrir fyrri lán- um, væri nú veiddur og geymdur á stöð hans í Hafnar- firði. Námu lántökur hans í Landsbankanum, gegn veiði í fiski á tímabilinu frá 21. janúar til 22. apríl kr. 303 þús- und og voru sett að veði fyrir þeim samtals 5050 skpd. af fullverkuðum stórfiski, (skpd. af fullverkuðum fiski miðað við 250 kg. af fullsöltuðum fiski). Í Útvegsbank- anum námu lántökur ákærðs gegn veði í fiski kr. 162.000.- 00, lánin öll tekin á tímabilinu frá 23. apríl til 28. mai, tryggð með veði í samtals 2700 skpd. af fullverkuðum stórfiski. Tvö af Útvegsbankalánunum voru að nafninu til tekin af ákærða Beinteini, þ. e. lán tekið 28. apríl kr. 18000.00 og lán tekið 7. maí kr. 24000.00, tryggð með sam- tals 700 skpd., er Beinteinn, einnig að nafninu til, setti að handveði, en Þórður tók að sér að geyma fyrir bank- ann. Verður veðsetninga þessara nánar minnst síðar, en hér skal þess getið, að lánveitanda var kunnugt um, að lánin runnu til Þórðar og að veðsetning Beinteins var að- eins pro forma. Samkvæmt framansögðu námu vixillán þau, er til á- kærða runnu árið 1930, gegn fiskveði, kr. 465.000.00, tryggð með samtals 7750 skpd. af stórfiski. Áður en ákærði fram- seldi bú sitt til gjaldþrotaskipta hafði hann greitt af lán- um sínum í Landsbankanum kr. 62 þús. svo eftir stóðu 334 þar kr. 241.000.00 með veði í 4017 skpd. Öll Útvegsbanka- lánin voru ógreidd. Áttu því, samkvæmt veðsetningum á- kærða, að vera til í vörzlum hans, er gjaldþrotaskiptin hófust, að minnsta kosti 6717 skpd. af stórfiski að veði fyrir kr. 403.000.00. Þess var getið, að það var venja ákærða, er hann bað um ný lán hjá bönkunum gegn veði í fiski, að skrifa beim, eða gefa þeim yfirlýsingu um, hve mikill fiskur hefði aflast frá því, að næsta lán á undan var tekið. Sam- kvæmt upplýsingum þeim, er ákærði gaf á þennan hátt, var jafnan kominn nægur fiskur í land til þess að tryggja eldri lánin, er nýja lánið var tekið, og stundum meira, sjá rskj. nr. 8 og 40—-45. Við rannsókn málsins hefir það komið í ljós, að þessar yfirlýsingar ákærða hafa verið stórkostlega rangar. Skort- ir mjög á það, að á skip hans hafi aflazt eins mikill fisk- ur og hann hefir skýrt bönkunum frá og veðsett þeim. Og eins og nánar verður vikið að síðar, hefir hann Þeg- ar í febrúarmánuði verið farinn að selja af hinum veð- setta fiski til h/f. Kveldúlfs og Ólafs Gíslasonar £ Co., en það gerir tilgreining hans á fiskbirgðum enn rangari. Þannig getur ákærði þess í bréfi til Landsbankans dags. 1. marz 1930, að línuveiðarar hans hafi þá samtals „lagt á land ca. 1150 skpd.“, en samkvæmt aflabókum hans, hef- ir þá ekki verið komið meira í land en um 787 skpd., mið- að við fullsaltaðan fisk. Af aflanum er hann þá þegar búinn að selja 413,5 skpd. svo að í vörzlum hans eru þá aðeins 373,5 skpd. og er þá smáfiskur talinn með, en hann nam 18%% af aflanum. (Þess skal getið, að til þess að finna út magn fullsaltaðs fisks, sbr. veðsetningarskjölin, eru dregin 15% frá þyngd fisksins eins og hann er veg- inn upp úr skipi). Hinn 13. marz kveður ákærði 1910 skpd. vera komin í land, en eftir aflabókunum, umreikn- að í fullsaltaðan fisk, eru það 1542 skpd. alls. Í bréfi, dags. 9. april, til Landsbankans, þar sem ákærði biður um nýtt lán kr. 300.000.00 gegn veði í 500 skpd. af stórfiski full- verkuðum segir hann „af fyrumgetnum 500 skpd. er ca helmingur þegar kominn í land, og allur sá fiskur, sem áð- ur hefir verið veðsettur af mér, sem „bæði veiddum og ó- veiddum“ (sic) er þegar veiddur“. Áður veðsettur fiskur 335 nemur þá, sbr. rskj. nr. 18, 3900 skpd. og hefði því sam- kvæmt yfirlýsingu ákærða, þá átt að vera komin í land alls 4150 skpd. En eftir aflabókunum, umreiknað eins og fyrr greinir, eru þá ekki komin á land meira en um 2984 skpd. Og þegar frá er dreginn þá þegar seldur fiskur til h/f. Kveldúlfs og Ólafs Gíslasonar £ Co. nema fiskbirgðir á- kærða 9. april aðeins 2241 skpd., þar af smáfiskur, sem ekki fellur undir veðsetningarnar um 18%%. Upplýsingar þær, er ákærði gaf Útvegsbankanum með skriflegum yfirlýsingum, dags. 19. og 28. mai 1930, er hann tók víxillán þar gegn fiskveðum, eru og rangar á tilsvar- andi hátt. Hinn 19. maí kveður hann alls vera komin í land af skipum sinum árið 1930 (6502--450) = 6052 skpd. en þá eru alls komin í land um 4733 skpd. (=5083= að- keyptum fisk ca. 350 skpd.), en sökum sölunnar eru þá að eins fyrirliggjandi um 3825 skpd. (=4175,5 skpd. = 350 skpd.) af afla skipanna. Hinn 28. maí kveður ákærði 500 skpd. hafa komið í land af skipunum síðan 19. maí, en sam- kvæmt aflabókum hafa aðeins komið í land um 208,5 skpd. á þeim tima, en á sama tíma hafa fiskbirgðir ákærðs minnk- að um rúm 500 skpd. vegna sölu hans á fiski þessa daga. Alls námu veðsetningar ákærða á afla línuveiðaskip- anna fjögra, árið 1930, 7050 skpd. af fullverkuðum stór- fiski miðað við 250 kg. pr. skpd. af fullsöltuðum fiski. En samkvæmt aflabókunum hefir aflinn, umreiknaður í fullsaltaðan fisk numið alls 5113 skpd. Þegar aðgætt er, að aðeins 8172 % af afla skipanna var stórfiskur, er það ljóst hve stórkostlega hefir á það skort, að aflazt hafi næg- ur fiskur til þess að svara til veðsetninganna og upplýs- inga ákærða í bréfum hans til bankanna. Sé aflinn hins- vegar miðaður við 250 kg. pr. skpd. af fiskinum eins og hann vigtaðist upp úr skipi, væri skippundatalan 15% hærri, en það færi í bága við veðsetningabréfin, þar sem miðað er við fullsaltaðan fisk. 6. Hér að framan hefir verið minnst á aðstoð ákærða, Beinteins, við lántökur Þórðar í Útvegsbankanum, dag- ana 28. april og 7. mai 1930. Því máli er þannig varið, að hinn 24. og 27. april keypti Þórður fisk af tveimur norskum skipum „Jærnbarden“ og „Eystein Orre“, sam- tals um 350 skpd. Fisk þennan var ekki unnt að setja að 336 sjálfsvörzluveði samkv. lögum nr. 34 frá 1927 og var því það ráð upp tekið, að Beinteinn tæki í orði kveðnu lán út á hann og veðsetti sem sina eign, en Þórður tæki að sér geymslu fyrir veðhafa. Hinn 28. april seldi svo Þórður 18000 króna víxil til Útvegsbankans, útgefinn af honum, en samþykktan af Beinteini. Jafnframt setti Beinteinn bankanum að handveði, með veðsetningarskjali, 300 skpd. af stórfiski, er Þórður tók að sér, einnig með skriflegri skuldbindingu, að geyma veðið fyrir bankann, og gæta þess svo vei, að handveðréttur hans rýrnaði ekki né færi forgörðum. Var bankastjóra þeim, sem við var samið, kunnugt um, að lánið átti að renna til Þórðar. Nokkru síðar kveðst ákærði, Þórður, hafa haft í hyggju, að kaupa fisk af norsku skipi, sém lá í Hafnarfirði. Þar eð hann hafði ekki handbært fé til þess að kaupa fiskinn fyrir, ásetti hann sér að taka þegar í stað lán út á hann og kaupa hann síðan fyrir lánsféð. Hinn 7. maí var svo tekið 24000 króna lán í Útvegsbankanum gegn handveði i 400 skpd. af fullverkuðum stórfiski. Samþykkti Bein- teinn víxil fyrir upphæðinni og gaf út veðsetningarskjal og er tekið fram í því, að fiskurinn — 400 skpd. — sé „til geymslu og verkunar hjá Þórði Flygenring, Hafnarfirði“. Jafnframt gaf Þórður út geymsluvottorð og lýsti því þar yfir, að hann hefði „tekið til geymslu og verkunar frá Beinteini Bjarnasyni, Hafnarfirði, 400 skpd. af stórfiski“, sem hann lofaði að geyma og gæla svo vel, að ekki rýrn- aði né færist handveðréttur bankans. Átti Þórður, sem áður, tal við bankastjórnina um lántökuna, en ekki kveðst hann hafa á það minnst í bankanum, að fiskurinn var ó- keyptur. Hinsvegar átti Beinteinn ekki tal við banka- stjórnina um lánið. Þegar til kom varð ekkert úr fiskkaupunum. Kveður ákærði skipið hafa farið til Reykjavíkur og selt aflann þar. Enginn annar fiskur var keyptur í staðinn og varð því aldrei neitt veð til fyrir láni þessu. Ekki tilkynntu hinir ákærðu Útvegsbankanum um þetta og skiluðu láns- fénu ekki aftur. Varð það að eyðslueyri hjá Þórði. 7. Ákærði byrjaði, svo sem fyrr segir, þegar í febrúar- mánuði 1930, að selja fisk þann, er á skip hans aflaðist þá á vertíðinni og veðsettur var fyrir skuldum hans. Gerði hann það án vitundar veðhafans og án þess að andvirði 337 fisksins rynni til bankans. Hélt hann sölunni áfram, smátt og smátt um veturinn, og voru það einkum hinir stærri skuldheimtumenn hans, h/f Kvöldúlfur og Ólafur Gísla- son ÆCo., sem fiskinn keyptu eða fengu upp í kröfur sin- ar. Eftir vertíðarlok jókst salan að mun og hélt áfram til hausts án þess að bankarnir fengju um Það nokkra vitn- eskju. Rann ekki annað af andvirði fisksins til Þeirra en þær kr. 62,000,00, sem áður er getið að greiddar voru til Landsbankans. Mestur hluti fisksins var keyptur af h/f. Kvöldúlfi en auk þess keyptu ýmsir aðrir fiskkaupendur meira og minna. Var svo komið, er bankarnir kærðu að- farir þessar og ákærði framseldi bú sitt, að aðeins voru eftir óseld, allt í allt, um 700—800 skpd. af hinum veð- setta fiski, en átti að vera, miðað við veðsetningarnar, minnst 6717 skpd. af stórfiski. Allur hinn seldi fiskur var farinn af landi burt, og and- virði hans greitt til ákærða, ýmist með skuldajöfnuði eða Í peningum. Sé gert ráð fyrir því, að bankarnir fengju andvirði fisks þess, sem til var, þegar gjaldþrotaskiptin hóf- ust, miðað við 60 kr. pr. skpd., myndi tap þeirra, vegna ofangreindrar sviksemi ákærða, nema um 350—360 þús- und krónum. En fari svo, — sem helst er útlit fyrir, ef riftunarm., sem þrotabú ákærða er í við viðskiptamenn hans, — vinnast ekki — að andvirði fisks þess, sem til var. gangi allt til greiðslna á kröfum, er forgöngurétt hafa fyr- ir veðkröfum bankanna, verður tap Þeirra þeim mun meira, eða ekki undir 400 þúsund krónum. 8. Þegar ákærði byrjaði á ný lántökur sínar hjá bönk- unum 1930, lét hann þá hafa skýrslu um eignir sínar og skuldir miðað við áramót 1929— 1930, og „Tekstursreikn- ing“ fyrir árið 1929. Virðist Landsbankinn hafa móttekið skjöl þessi 17. janúar, en til Útvegsbankans sendi ákærður samskonar skjöl með bréfi, dags. 15. april. Kveður ákærði i bréfi þessu reikningana ekki vera alsendis nákvæma, en telur sér óhætt að fullyrða, að verulegar breytingar muni ekki koma fram. Á „tekstrarreikningnum“ telur ákærði að orðið hafi 109 þúsund króna ágóði á atvinnurekstri hans árið 1999. Og sé „vaxtaconto“, sem samkvæmt reikningnum er „ca. 44000,00%, dregin frá ætti hreinn ágóði að nema kr. 65 þús. En eins og að framan segir, hafa skuldir ákærða aukizt 22 338 stórkostlega á árinu 1929, og á þeim tima er hann afhend- ir bönkunum skýrslu þessa veit hann að gjaldþrot er yfir- vofandi. Honum hefir því hlotið að vera ljóst, að skýrslan var algerlega röng. Á „efnahagsreikningnum“ telur ákærði skuldlausa eign sina (netto eign) Í. janúar 1930 vera. kr. 163,128,98. Um Þessa skýrslu er hið sama að segja og um rekstrarreikning- inn, að ákærða var ljóst, að hún var röng og villandi, enda hefir hann undanfellt að telja sumar stærstu skuld- irnar, svo sem hluta af Kvöldúlfsskuldinni, yfirdráttinn erlendis kr. 60,000,00, o. fl. Efnahags- og rekstrarskýrslur þessar, Í sambandi við það, að fiskvixlar ákærða frá árinu 1929 voru allir greidd- ir á réttum gjalddögum, hafa að sjálfsögðu aukið traust bankanna á efnahag ákærða og greitt fyrir lántökum hans árið 1930. Skýrir þetta, að nokkru, hina miklu tiltrú bank- anna á ákærða á þeim tíma, er lántökurnar fóru fram, því ekkert eftirlit var af þeirra hálfu haft með því, að til- greining hans á hinum veðsetta fiski væri rétt. 9. Sumarið 1929 hafði ákærði rekið fiskverzlun (keypt fisk) á Drangsnesi Í Strandasýslu. Í febrúarmánuði 1930 gekkst hann fyrir stofnun hlutafélags í þeim tilgangi að halda fiskverzlun þessari áfram. Var félagið stofnað 13. febrúar og nefnt h/f Drangsnes. Stofnendur voru: ákærði sjálfur, kona hans, sonur hans, ófjárráða, ákærði Bein- teinn, bræður ákærðs, Ingólfur og Garðar Flygenring og Andrés Runólfsson, verzlunarmaður. Hlutafjárupphæð var ákveðin kr. 50 þúsund og skrifuðu stofnendur sig þannig fyrir þvi: ákærði Þórður kr. 10 þús., kona hans og son- ur, kr. 8 þús. hvort, hinir aðrir stofnendur, kr. 6 þús. hver. Í stjórn voru kosnir hinir ákærðu, Þórður og Bein- teinn og kærði Ingólfur. Tilkynntu þeir stofnun félagsins til hlutafélagaskráningar hinn 22. febrúar og lýstu því yfir, að allt hlutafé væri greitt. Framkvæmdarstjóri fé- lagsins var kosinn, ákærði, Þórður, og hafði hann einnig prókúru fyrir það. Við rannsókn málsins kom það í ljós, að enginn hluthaf- anna hafði greitt lofað hlutafjárframlag að undanteknu því, sem talið verður, að ákærði, Þórður, hafi greitt. Hinn 4. nóvember 1930 framseldi stjórn félagsins bú þess til gjald- þrotaskipta og var dómarinn í máli þessu einnig skipað- 339 ur setuskiptaráðandi í því búi, þar eð hinn reglulegi skipta- ráðandi veik sæti. Daginn eftir að félagið var stofnað, 14. febr. keypti það jörðina Drangsnes. Til lúkningar kaupverðinu kvittaði ákærði skuld, er hann átti á seljanda jarðarinnar, að upp- hæð kr. 10,000,00. Verður ekki séð að nokkur önnur verð- mæti, hvorki peningar né annað, sem talist geti greiðsla hlutafjár, hafi verið færð á nafn félagsins, áður en fé- lagið var tilkynnt. Hafði og félagið aldrei neitt sjálfstætt bókhald né sjálfstæðan sjóð, því það verður eigi talið þótt umboðsmaður félagsins á Drangsnesi héldi reikning yfir það fé, sem fór honum þar á milli handa. Við rannsóknina hefir ákærður haldið því fram, að Þegar félagið var stofnað, hafi hann verið búinn að kosta til verzlunarinnar fyrir norðan og taka að sér greiðslu á 50 þús. krónum. En þar sem kostnaður hans við verzlun- ina, fyrir félagsstofnunina, kom ekki fram í eignum, er yfirfærðar væru á nafn félagsins, getur hann vitanlega ekki talizt hlutafjárframlag, enda virðist hér aðallega vera um að ræða tap á verzluninni frá fyrra ári. Og allt það fé og önnur verðmæti, sem eftir félagsstofnunina gekk til verzlunarinnar á Drangsnesi er skuldað hjá félaginu í bókum ákærða, en andvirði fisks þess, sem keyptur var á Drangsnesi, er fært á sömu reikninga til frádráttar. Er því alls ekki unnt að telja fé það, er ákærði skuldaði fé- lagið þannig fyrir í bókum sínum, hlutafjárgreiðslu, því að með sama fyrirkomulagi hefði skuld félagsins við á- kærða smátt og smátt greiðst upp, ef hagnaður hefði orð- ið á fiskverzluninni og „hlutaféð“ þar með horfið úr sög- unni. Er og ekkert, sem bendir til þess, að ákærði hafi ætlað sér að halda fjárhag félagsins aðgreindum frá eigin fjárhag sínum. Hlutabréf, hvert að upphæð 1000 kr., voru gefin út á nöfn félagsmanna og afhent þeim, í samræmi við lofað hlutafjárframlag. Framseldu þeir Ingólfur, Garðar og An- drés þegar 5 hlutabréf hver til ákærða, án endurgjalds, en héldu einu hver. Beinteinn hélt hinsvegar öllum sínum bréfum. Ákærði veðsetti síðan, í júlí 1930, Útvegsbankan- um hlutabréf þau, er hann hafði með höndum, fyrir láni, er hann tók þar. 10. Ákærði hefir viðurkennt, að honum hafi Þegar í 340 nóvember 1929 verið orðið það ljóst, að gjaldþrot hans var yfirvofandi og sérstaklega hafi hann séð, þegar fram yfir nýjárið kom, að yfirgnæfandi líkur voru fyrir því, að ekki yrði hjá því komizt. Eftir Þetta hefir hann þó stofnað til stórfeldra skulda, sbr. lántökur hans í bönkun- um, en jafnframt greitt einstökum skuldheimtumönnum eldri kröfur þeirra. Þannig hefir hann greitt hinum er- lendu bönkum yfirdrátt þann, sem orðinn var um áramót, rúmi. 60 þús. kr., skuld sína við h/f Kvöldúlf lækkaði hann um rúml. 100 þús. krónur auk þess sem hann, skömmu fyrir gjaldþrotin, setti félaginu íbúðarhús sitt að veði fyr- ir kr. 30,000,00. Af skuld sinni við firmað Ólafur Giísla- son á Co. greiddi ákærði á árinu rúmar 40 þús. krónur. Skuldagreiðslurnar fóru fram ýmist Í peningum eða með fiski, og að nokkru leyti — til h/f Kveldúlfs — með kolum og salti. Þegar, er lögreglurannsókn í máli þessu hófst, var end- urskoðanda falið að endurskoða bókhald ákærða og vera dómaranum til aðstoðar við athugun á því, hvað orðið hafði af fé því, er ákærður hafði aflað sér á óréttmætan hátt. Kom það þá Þegar í ljós, að öll bókfærsla og bók- hald ákærða var í hinum mesta ólestri og náði hvergi nærri tilgangi sínum. Færslum var víðast þannig fyrir komið, að ógjörningur var nema með yfirlegu og fyrirhöfn að samræma bækur og fylgiskjöl. Margvísleg viðskipti. innborganir og útborganir, höfðu farið fram án þess að nokkuð væri um það bókað. Engin efnahagsbók hafði ver- ið færð og ekki sjáanlegt af bókhaldinu, að nokkur efna- hagsuppgerð hafi farið fram síðan ákærði byrjaði atvinnu- rekstur sinn. Varð alls ekki séð af bókunum hvað orðið hafði af um 90 þús. krónum, er farið höfðu um höndur á- kærða á árinu 1930. Með því að snúa sér til viðskipta- manna ákærða, erlendra og innlendra, og afla gagna frá þeim, tókst þó smátt og smátt að finna hvað orðið hafði af mestum hluta þessarar fjárhæðar. Urðu að lokum um kr. 6000,00 sem á milli bar, og þegar þess er gætt, að ó- mögulegt var að ákveða nákvæmlega eigin eyðslu ákærða á árinu, verður ekki talið að líkindi séu fyrir því, að fé hafi verið skotið undan gjaldþrotaskiptunum. 11. Þegar rannsókninni lauk, var kröfulýsingafrestur í þrotabúum ákærða og h/f Drangsnes liðinn, en ekki var 341 að fullu lokið að koma eignum búsins í verð. Alls var lýst í bú ákærða kröfum að upphæð kr. 839,376,42. Líkindi eru til að skuldir verði umfram eignir um 560—600 þús. krón- ur og er þá ekki tekið tillit til riftunarkrafna, er búið kynni að eiga á hendur viðskiptamönnum ákærða. Kröfu- lýsingar í bú h/f Drangsnes námu tæpum 60 þús. krónum, þar með talin skuld til þrotabús ákærða um kr. 26 þús. II. Árni Beinteinn Blöndal Bjarnason. Ákærði var starfsmaður hjá bræðrunum Þórði og Ing- ólfi Flygenring árið 1924. Er þeir bræður skildu að skipt- um árið 1928, varð ákærði áfram hjá Þórði og gerðist prókúristi hans og önnur hönd við atvinnureksturinn. Hér að framan er lýst aðstoð ákærða við lántökur í Út- vegsbankanum til handa Þórði Flygenring, dagana 28. april og 7. mai 1930. Hafði hann veitt Þórði svipaða að- stoð við tvær lántökur í Landsbankanum árið áður, að því undanskildu, að ekki er annað sannað en að þá hafi nægur fiskur verið til upp í veðið. Kom og sú aðstoð ekki að sök, en ákærða var þó kunnugt um að annar víxillinn, er hann hafði samþykkt, var greiddur af h/f Kvöldúlfi. Var það 48,000,00 króna víxillinn, sem fyrr er getið að greiddur var af félaginu 4. dez. 1929. Ákærður hefir játað það, að hann hafi ritað nafn sitt undir tryggingarbréfið frá 7. maí 1930, þar sem tekið er fram, að fiskur sá, sem með því er veðsettur, sé „til geymslu og verkunar hjá Þórði Flygenring, Hafnarfirði“, enda þótt hann vissi að fiskurinn var alls ekki keyptur, né í land kominn. Lét hann og bankastjórnina ekkert um það vita. Og er hann varð var við, að ekkert varð úr því að fiskur sá, sem verða átti veð fyrir lánsfénu, væri keyptur fyrir það, gerði hann hvorki ráðstöfun til þess, að láta Þórð annaðhvort skila aftur lánsfénu eða útvega þegar í stað aðra fullgilda tryggingu fyrir því, né heldur lét hann bankann vita um hve komið var. Kveðst hann aðeins hafa treyst því, að Þórður léti sig hafa annan fisk í stað hins, er brást, en enga ráðstöfun gerði hann til þess að koma því í framkvæmd. Aðkeypta fiskinn af „Jærnbarden“ og „Eystein Orre“, sem stóð að veði fyrir 18 þús. króna láni ákærðu frá 28. apríl, hafði Þórður selt allan, án þess að greiða lánið, en ekki er sannað að Beinteinn hafi vitað um, er sú sala 342 fór fram eða getað aftrað henni, þar eð hann var mestan hluta sumars á Norðurlandi við sildarútveginn. Um þátttöku ákærða, Beinteins í stofnun h/f Drangs- nes er og áður talað. Enda þótt honum væri kunnugt um, að hvorki hann eða aðrir hluthafar hefðu greitt hlutafé, að því undanteknu, sem fyrr er sagt um fjárframlag Þórð- ar, tilkynnti hann samt, sem einn af stjórnendum félagsins, til hlutafélagaskrár, að allt hlutaféð, kr. 50, þús. væri greitt. Kveðst hann hafa skoðað hlutabréf þau, er hann fékk kr. 6000,00, sem gjöf eða kaupuppbót frá Þórði. Þar eð ákærði hlaut að vera nákunnur fjárreiðum Þórðar og skulda- kröggum og sá og vissi, sem einn af stjórnendum félagsins, að engar eignir, hvorki peningar né annað, að undantekn- um þeim kr. 10 þús., sem Þórður lagði fram til kaupa á jörðinni Drangsnes, voru greiddar eða yfirfærðar til fé- lagsins, er það augljóst að tilkynning hans til hlutafélaga- skrár um fulla greiðslu hlutafjárins, er vísvitandi röng. Það er og sannað, að ákærða var kunnugt, nokkru eftir stofnun félagsins, um það, að Þórður bjóst við að þurfa þá innan skamms að framselja bú sitt til gjald- þrotaskipta, og verður þó ekki séð að hann hafi gert neitt til þess að kippa fjárreiðum félagsins í lag. III. Ingólfur Flygenring. Kærður hefir játað, að hann hafi verið einn af stofn- endum félagsins h/f. Drangsnes og skrifað sig fyrir 6000 kr. hlutafé, sem hann þó ekki hafi greitt neitt af. Hafi hann þegar eftir stofnun félagsins framselt Þórði 5 hluta- bréfin án endurgjalds, en haldið einu, sem gjöf frá Þórði eða þóknun fyrir þátttökuna í stofnun félagsins. Þá hefir kærður og viðurkennt, að hann hafi sem stjórnandi félags- ins tilkynnt til hlutafélagaskrár, að allt hlutaféð, kr. 50 þús., væri innborgað. Kveður hann Þórð hafa sagt sér, að hann myndi, samtímis félagsstofnuninni, vera búinn að leggja fram um 50 þús. kr. og hafi hann skoðað það sem innborgað hlutafé. Þar sem kærða hlaut að vera það ljóst, að engar eignir, sem væru nándar nærri 00 þús. kr. virði, voru fyrir hendi við félagsstofnunina, eins og kom- ið hefir í ljós, og að honum, sem stjórnanda, var skylt, að kynna sér hvernig greiðslu hlutfjár var varið, áður en hann tilkynnti félagið, en honum hinsvegar kunnugt um, að flestir hluthafar greiddu ekkert hlutafé, verður að tclja, 343 að hann hafi gert sig sekan um visvitandi ranga tilkynn- ingu, er hann tilkynnti hlutafélagið og lýsti því yfir, að allt hlutaféð væri greitt. Kærður hefir og viðurkennt, að honum hafi verið kunnugt um það, er félagið var stofn- að, að Þórður bróðir hans væri mjög skuldugur, og bar honum því skylda til þess að vera enn varkárari viðvikj- andi fjárreiðum félagsins. Ákærði, Þórður Stefán Flygenring, er kominn yfir lög- aldur sakamanna, fæddur 29. mai 1897, og hefir aldrei áður sætt ákæru eða hegningu fyrir hegningarlagabrot. Hann sat í gæzluvarðhaldi frá 25. október til 6. nóvbr. s. 1. Með verknaði þeim, sem lýst er hér að framan, hefir ákærður, að áliti réltarins, gerzt sekur um brot á 253. gr. hinna almennu hegningarlaga frá 25. júní 1969 (röng upp- gjöf hans til bankanna á afla og aðkeyptum fiski og rang- ar efnahagsskýrslur og rekstrarreikningar), 255. gr. s. |. (sala hins veðsetta fiskjar 1929 og 1930), 262. gr. s. 1. (stórfelldar lántökur eftir það, að hann sá fyrir gjald- þrot sitt), 263. gr. s .1. (greiðsla til sumra skuldheimtu- manna öðrum fremur, á þeim tima, er hann hlaut að sjá gjaldþrotið fyrir), 264. gr. 2. mgr. s. 1. (stórkostleg óreglu- semi í bókhaldi), svo og 1. tölul. 53. gr. laga um hluta- félög nr. 77 frá 1921 (tilkynning til hlutafélagaskrár um h/f. Drangsnes) og 5. mgr. Í. gr. laga um gjaldþrotaskipti nr. 25 frá 1929. Þykir refsing ákærða með hliðsjón af 63. gr. hegningarlaganna og með tilliti til þess hve margþætt og stórfelld afbrotin eru, yfir hve langan tíma þau hafa náð, og hversu mikið tjón hefir af þeim hlotizt, hæfilega ákveðin betrunarhússvinna í 18 mánuði. Svo ber og, að áliti dómarans, að dæma ákærðan samkv. 4. mgr. 8. gr. nefndra gjaldþrotaskiptalaga til þess að hafa fyrirgert æfilangt rétti til þess að reka eða stjórna verzlun eða at- vinnufyrirtæki. Ákærði, Árni Beinteinn Blöndal Bjarnason, er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 7. júní 1897, og hefir aldrei sætt ákæru né refsingu fyrir hegningarlagabrot. Hann hefir, að áliti réttarins, með aðstoð sinni við lán- tökuna 7. mai 1930, sem lýst er hér að framan, gerzt sek- ur um brot á ákvæðum 253. gr. hegningarlaganna, sbr. 55. gr. þeirra. Svo hefir hann og með rangri tilkynningu til hlutafélagaskrár brotið ákvæði 1. tölul. 53. gr. ofan- odd greindra laga um hlutafélög. Þykir refsing hans, með hlið- sjón af 63. gr. hegningarlaganna hæfilega ákveðin ein- fallt fangelsi í 30 daga. Brot kærðs, Ingólfs Flygenring, heyrir að áliti réttar- ins undir 1. tölulið 53. gr. laga um hlutafélög og þykir refsing hans hæfilega ákveðin 1500 króna sekt, er renni í ríkissjóð, og komi í stað sektarinnar, ef hún er ekki að fullu greidd innan fjögra vikna frá lögbirtingu dóms þessa, einfalt fangelsi í 50 daga. Ákærði, Þórður Flygenring, greiði sjálfur varðhalds- kostnað sinn. Svo greiði hann og sjálfur skipuðum tals- manni sinum, Pétri Magnússyni, hrm., málsvarnarlaun, er ákveðast 40 krónur. Ákærði, Árni Beinteinn Blöndal Bjarnason og kærði Ingólfur Flygenring, greiði hvor um sig skipuðum tals- manni sínum, Lárusi Jóhannessyni, hrm., málsvarnarlaun með 25 krónum. Upp í annan kostnað málsins greiði kærði, Ingólfur, 100 krónur. Allan annan af málinu löglega leiddan og leiðandi kostnað greiði hinir ákærðu, Þórður Flygenring og Árni Beinteinn Blöndal Bjarnason, að “Mo hluta in so- lidum, afganginn, %o hluta, greiði ákærði, Þórður Flyg- enring, einn. Rekstur málsins hefir verið vitalaus. Föstudaginn 11. dez. 1931. Nr. 29/1931. Kristján Karlsson (Jón Ásbjörnsson) gegn Útvegsbanka Íslands h/f (Stefán J. Stefánsson). Kaupgjaldskröfur áfrýjanda eigi teknar til greina, með því, að fyrirvaralaus uppsögn á ráðningar- samningnum hafi verið réttmæt. Dómur bæjarþings Reykjavíkur $. marz 1931: Stefndir, Helgi Briem, Jón Baldvinsson og Jón Ólafsson, f. h. Útvegsbanka Íslands h/f,, eiga að vera 345 sýknir af kröfum stefnanda, Kristjáns Karlssonar, í þessu máli. Málskostnaður fellur niður. Dómur hæstaréttar. Samkvæmt ráðningarsamningi sínum frá 30. júní 1928 átti áfrýjandi kröfu til ársfyrirvara, ef hon- um yrði sagt upp stöðu sinni sem framkvæmdar- stjóra Íslandsbanka. Þó gat fjármálaráðherra sagt honum upp fyrirvaralaust, ef hann yrði sekur um veruleg brot á samningnum. Varnaraðili þessa máls, Útvegsbanki Íslands h/f., tók við skuldum og ábyrgðum Íslandsbanka 12. april 1930, samkv. 14. gr. laga nr. 7, 11. marz s. á., og misti áfrýjandi þá fyrirvaralaust bankastjórastöðu sína, er hann gengdi frá því um miðbik ársins 1928 og þar til 12. apríl 1930. Þess vegna öðlaðist hann samkvæmt áðurnefndum samningi kröfu til árslauna frá 1. maí 1930, nema sönnuð væri veruleg samningsrof af hans hálfu. Ef Íslandsbanki hefði verið tekinn til skiptameðferðar, eins og gert var ráð fyrir að verða kynni í IV. kafla laga nr. 7/1930, þá hefði þessi krafa hvílt á búi hans. En með því að Út- vegbanki Íslands h/f. tók við öllum eignum og skuldum Íslandsbanka, þá hlaut Útvegsbanki Ís- lands h/f einnig að verða skyldur til að svara til þessarar kröfu, sem verður að teljast til skulda Ís- landsbanka samkvæmt 14. gr. fyrrnefndra laga. Hinsvegar verður að telja Útvegsbanka Íslands h/f heimilt að bera fram sömu varnir gegn kröfunni, sem Íslandsbanki hefði haft, ef máli þessu hefði verið beint að honum. Varnaraðili hefir hér fyrir dómi haldið þvi fram, að áfrýjandi hafi fyrirgert kröfu sinni, með 346 því að hann hafi rækt bankastjórastarfa sinn við Íslandsbanka með þeim hætti, að fjármálaráð- herra hefði verið rétt að segja honum upp stöðunni fyrirmælalaust þótt fyrirmæli Ill. kafla laga nr. 7/1930 hefði ekki komið til framkvæmdar og þótt Íslandsbanki hefði ekki heldur verið tekinn til skiptameðferðar eftir TV. kafla sömu laga. Áfrýj- andi telur þessa ástæðu ekki geta komið til greina þegar af þeirri ástæðu, að fjármálaráð- herra hafi ekki sagt honum upp stöðunni, eins og til sé skilið í samningnum 30. júní 1928. Það er að vísu ekki sannað gegn mótmælum áfrýjanda, að ráðherrann hafi beinlínis sagt honum upp stöð- unni, en hitt er óvéfengt, að ráðherra lét bera fram ósk um það á bankaráðsfundi Útvegsbanka Íslands h/f, að aðrir menn yrðu gerðir bankastjór- ar hans en þeir, sem verið höfðu framkvæmdar- stjórar Íslandsbanka og þar með, að hann vildi ekki, að áfrýjandi yrði framkvæmdarstjóri Útvegs- bankans. Þótt réttara hefði verið, að ráðherrann hefði beinlínis tjáð áfrýjanda það, að hann yrði að láta fyrirvaralaust og bótalaust af bankastjóra- stöðu sinni, þá verður ekki talið, að þessi meðferð málsins af hendi ráðherrans hafi svift varnarað- ilja rétti til þess að koma framannefndri varnar- ástæðu að í máli þessu, og verður þá að meta það, hvort rækslu áfrýjanda á bankastjórastarfa sin- um hafi verið svo ábótavant, að fjármálaráðherra hefði verið heimilt að segja honum upp banka- stjórastöðu hans fyrirvaralaust samkvæmt samn- ingum frá 30. júní 1928, þótt sama skipun hefði haldizt, sem var þegar hann var gerður. Af hálfu varnaraðilja er því haldið fram, að efna- hagsreikningur Íslandsbanka pr. 31. dez. 1928 og 347 mánaðarefnahagsyfirlit bankans árið 1929 hafi ver- ið röng í verulegum atriðum og að gerðar hafi verið ýmsar óhæfilegar ráðstafanir á fé bankans í bankastjórnartíð áfrýjanda. Það er óvéfengt í málinu, að í efnahagsreikningi Íslandsbanka pr. 31. dez. 1928 og í efnahagsyfirlit- um hans árið 1929, sé skuld ein, þá að upphæð d. kr. 3900,000,00, tilfærð með sömu upphæð í íslenzk- um krónum, enda þótt þá væri lægra gengi á ís- lenzkri krónu en danskri, svo að á þessari upphæð munaði um 856,000 krónum. Vill áfrýjandi rétt- læta þessa reikningsfærslu með því, að vextir af skuld þessari hafi verið svo lágir, að ef gengismun- inum milli danskrar og íslenzkrar krónu væri breytt í hækkaða vexti, þá megi telja lánið í ís- lenskum krónum eins og gert var, með 61%% árs- vöxtum, ef gengið sé út frá óbreyttu þáverandi gengi og óbreyttum vöxtum þjóðbanka Danmerk- ur, sem vextir af skuldinni voru miðaðir við. En á þessa skoðun áfrýjanda verður ekki fallizt. Það var skylt að tilfæra þetta lán í íslenzkum krónum eftir réttum gengisreikningi með sama hætti sem aðrar skuldir, er greiðast áttu í erlendum gjald- miðli, því án þess gat efnahagsreikningurinn ekki gefið rétta hugmynd um hag bankans. Athugasemd um vaxtakjörin mátti þá láta fylgja, ef nauðsyn- legt þótti til skýringar. Einnig hafði verið tilfærð í áðurnefndum efna- hagsreikningum í islenzkum krónum skuld sam- kvæmt vaxtabréfum, er Íslandsbanki hafði á sin- um tíma gefið út, enda þótt hann hefði leyst þau inn að miklu eða öllu leyti í dönskum krónum, og verður þessi skuld þá oflágt færð um rúmar 150,000 kr. Og loks hafði enskt lán í sterlingspundum verið 348 fært á kr. 22,00 pundið, þótt gengi þess væri kr. 22,15 og munar hér nálega kr. 38000,00. Með þessum hætti urðu skuldir bankans kr. 1045507,74 lægri í áðurnefndum efnahagsreikning- um en þær voru í raun og veru. Þannig löguð reikningsfærsla hafði að vísu tíðk- ast áður en áfrýjandi kom að bankanum, en hann hefir með athugasemdarlausri þátttöku í útgáfu reikninganna þann tíma, sem hann var fram- kvæmdarstjóri bankans tekið á sig meðábyrgð á henni, og það getur ekki réttlætt hana, þótt endur- skoðendur bankans og bankaráð léti hana við- gangast óátalið og þótt hluthafafundur hafi sam- þvkkt hana. Þá er þvi líka haldið fram, að efnahagsreikn- ingar Íslandsbanka hafi líka verið rangir á þessu timabili, að því leyti sem þar hafi verið taldar með- al eigna bankans mjög háar kröfur á nokkra skuldunauta hans, sem hættir hafi verið vegna getu- leysis að standa í skilum og framkvæmdarstjórn- in hafi hlotið að vita, að ekki áttu nálægt því fyrir skuldum og engin von var til, að mundi nokkurn- tíma geta greitt þær. Í sambandi við þetta eru sérstaklega nefndir tveir skuldunautar bankans. Höfðu skuldir beggja aukist jafnt og þétt síðustu árin, enda hlutu vext- irnir að leggjast við innstæðuna, af því að skuldu- nautarnir gátu alls ekki greitt þá. Skuldaði annar þeirra um það leyti, sem áfryjandi varð banka- stjóri, um kr. 600,000. Var bú hans tekið til gjald- þrotaskipta fyrra hluta árs 1930, og hefir orðið að afskrifa af skuldum þessa manns, sem voru alls til bankans kr. 772,354,67, kr. 729,354,67. Skömmu eftir að áfrýjandi kom að bankanum rannsakaði hann 349 sérstaklega hag hins af þessum skuldunautum. Hlaut honum þá að verða það bersýnilegt, að þessi maður, sem þá virðist hafa skuldað bankanum að minnsta kosti 17% milljón króna, mundi aldrei eftir því sem aldri hans var farið og atvinnu hans var háttað, geta greitt bankanum nema lítinn hluta af skuldum sinum, enda var bú hans að lokum tekið til gjaldþrotaskipta með rúmra 2ja miljóna króna skuld við bankann, og hefir orðið að afskrifa sem tapað af henni kr. 1,671,514,46. Með þvi að svo var ástatt um þessa tvo stórskuldara bankans, þegar oftnefndir efnahagsreikningar voru gerðir, hefði þegar átt að afskrifa hæfilega af skuldum þeirra, því að það gaf vitanlega verulega ranga hugmynd um eignir bankans og þar með efnahag hans, að telja þær með nafnverði í efnahagsreikningum hans. Áfrýjandi ber meðábyrgð á þessari reikninga- gerð, og það skiptir ekki heldur hér máli, þótt end- urskoðendur og bankaráð léti hana óátalda og þótt hluthafafundur hafi samþykkt hana. Þá er það upplýst um fjárráðstafanir fyrir bank- ans hönd eftir að áfrýjandi gerðist þar bankastjóri, að annar hinna fyrrnefndu tveggja manna fekk stór lán árið 1929, enda þótt atvinnurekstur hans hefði verið í niðurlægingu mörg undanfarin ár og skuldir hans við bankann hefði farið sívaxandi, án tilsvarandi eignaaukningar. Nokkuð af lánum þessum var að vísu veðtryggt að einhverju leyti, en skuldaaukning hans við bankann nam þó á ár- inu 1929 milli 120 og 136 þús. krónum að minnsta kosti. Og voru honum þó þetta ár gefnir eftir vext- ir af skuldum hans við bankann um kr. 40,000. Var þó allur hagur þessa manns bankastjórninni full- kunnur, með því að hann var sérstaklega rannsak- 350 aður að tilhlutun hennar og reikningar hans höfðu legið fyrir í bankanum. Áfrýjandi hlýtur að bera meðábyrgð á þessum ráðstöfunum á fé bankans, sem telja verður mjög aðfinnsluverðar og bankan- um skaðsamlegar. Hinsvegar er það ekki upplýst, að áfrýjandi hafi átt þann þátt í skuldaaukningu hinna áðurtöldu tveggja manna, sem virðist hafa orðið eftir að hann kom að bankanum, að hún verði talin honum til áfellis. Misfellur þær, sem að framan er lýst og telja verður áfrýjanda meðsekan um, verður að telja svo verulegar, að fjármálaráðherra hefði verið rétt að segja honum upp bankastjórastöðu hans fyrir- varalaust og bótalaust. Og með því að varnaraðilja þessa máls er, eins og áður segir, rétt að neyta þess- ara varna, þá verður að sýkna hann af kröfum á- frýjanda í máli þessu. Eftir þessum málalokum þykir rétt, að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað fyrir hæstarétti, og þykir málskostnaðurinn hæfilega á- kveðinn 300 kr. Þvi dæmist rétt vera: Stefnandi, Útvegsbanki Íslands h/f, á að vera sýkn af kröfu áfrýjanda, Kristjáns Karls- sonar, í máli þessu. Áfrýjandi greiði stefnda 300 krónur í máls- kostnað fyrir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Með samningi, dags. 30. júní 1928, réði þáverandi fjár- öðl málaráðherra, Magnús sál. Kristjánsson, fyrir hönd rikis- ins, stefndanda þessa máls, Kristján Karlsson, bankastjóra við Íslandsbanka, frá 1. júlí þess árs að telja. Í samningi þessum er það meðal annars ákveðið, að stefnanda skuli skylt að vinna starf sitt á þann hátt sem við þarf vegna hagsmuna bankans, og að honum beri í bankastjórastörf- um sínum að fara eftir lögum þeim og reglugerðum, sem gilda fyrir bankann á hverjum tíma sem er, að laun stefn- anda skuli vera 12,000 kr. um árið og auk þess dýrtiðar- uppbót 60% sem fulltrúaráðið hafði ákveðið fyrir banka- stjórana til loka ársins, en dýrtiðaruppbótin skyldi siðan breytast eftir nánari tilteknum reglum, að samningnum gætu báðir aðiljar sagt upp með eins árs fyrirvara, en yrði stefnandi sekur um veruleg brot á samningnum gæti fjár- málaráðherra sagt honum upp án fyrirvara. Stefnandi gegndi síðan bankastjórastörfum við Íslandsbanka til 12. apríl f. á., er Íslandsbanki hætti að vera sjálfstæð stofn- un og rann inn í Útvegsbanka Íslands, h/f, samkv. 14. gr. laga nr. 7, frá 11. marz 1930. Þar með var starfi stefnanda sem bankastjóra lokið, en þar eð hann taldi sig sviftan stöðu sinni fyrirvaralaust, en hafi átt rétt til eins árs upp- sagnarfrests, gerði hann þá kröfu til bankastjóra Útvegs- banka Íslands h/f, þeirra Helga Briem, Jóns Baldvins- sonar og Jóns Ólafssonar, að hann fengi laun sin greidd samkvæmt fyrnefndum ráðningarsamningi um eitt ár af téðum banka, sem samkvæmt nýnefndum lögum, tók við öllum eignum, skuldum og ábyrgðum Íslandsbanka, og kom að þessu leyti í hans stað. Með því að bankastjórarn- ir töldu Útvegsbanka Íslands, h/f, ekki skyldan til þessarar greiðslu, hefir stefnandi, að undangenginni árangurslausri sáttatilraun 20. maí f. á., höfðað mál þetta með stefnu, dags. 22. s. m., og krafizt þess, að nefndir bankastjórar, f. h. Útvegsbanka Íslands, h/f, verði dæmdir til að greiða sér laun fyrir maímánuð 1930, sem hann taldi fallin í gjald- daga er málið var höfðað, kr. 1000,00, ásamt dýrtiðarupp- bót af launum þessum kr. 594,83 eða samtals kr. 1594,84 ásamt 6% ársvöxtum af þeirri upphæð frá sáttakærudegi til greiðsludags. Svo hefir stefnandi og krafizt, að viður- kennd verði með dómi skylda Útvegsbanka Íslands, h/f, til að greiða honum laun, er ekki voru fallin í gjalddaga, er málssóknin hófst, frá byrjun júní mánaðar 1930 til loka 352 aprílmánaðar 1931, fyrirfram fyrsta dag hvers mánaðar kr. 1000 mánaðarlega, ásamt dýrtiðaruppbót af launum þessum eins og hún hafði verið ákveðin á fundi banka- ráðs Íslandsbanka þann 10. febr. 1928, þ. e. 60% af launa- upphæðinni margfaldaða með siðustu verðhækkunarvísi- tölu Hagstofunnar, sem fyrir liggur á hverjum gjalddaga, fyrir framfærslukostnað 5 manna fjölskyldu í Reykjavík. en deild með 1106: Loks krefst stefnandi málskostnaðar eftir mati réttarins. Hinir stefndu hafa krafizt algerðrar sýknu og sér dæmad- an málskostnað. Eins og áður segir, byggir stefnandi kröfur sínar á fyr- nefndum samningi milli hans og fjármálaráðherans. Stefndir styðja hinsvegar sýknukröfu sína við þrjár megin ástæður, sem hver um sig sé einhlit til sýknu þeirra í málinu. Í fyrsta lagi vísa þeir til 14. gr. laga nr. 7/1930 þar sem segir, að Útvegsbanki Íslands, h/f, taki við öllum eignum, skuldum og ábyrgðum Íslandsbanka og komi að þessu leyti í hans stað, en bótakrafa stefnanda geti hvorki fallið undir orðið skuld eða ábyrgð og hafi greinin verið orðuð svo af ásettu ráði í stað þess að nota hið víðtæka orð skuldbindingar, en þegar tilvist Íslandsbanka hætti 12. apríl f. á., hafi hann ekki staðið í neinni skuld við stefnanda, er hafi fengið greidd laun sín fyrir aprílmánuð og sé því engin skuld til stefnanda fólgin í þeim skuldum, sem Útvegsbankinn hafi tekið að sér samkvæmt tilvitnaðri lagagrein. Í annan stað halda stefndir því fram, að uppsagnar- ákvæði samningsins sé eingöngu miðað við áframhaldandi rekstur bankans, en þegar bankinn var lagður niður þá hafi og algerlega fallið niður réttur stefnanda til uppsagn- arfrests, þar sem hin ákveðna forsenda fyrir uppsagnar- frestinum hafi ekki lengur verið til og geti stefnandi því ekki byggt neinn bótarétt á samningnum. Í þriðja lagi halda stefndir því fram, að stefnandi hafi Í mörgum greinum og mikilvægum ekki unnið starf sitt, sem bankastjóri við Íslandsbanka á þann hátt, sem vera bar vegna hagsmuna bankans og hafi hann í þessum grein- um brotið ráðningarsamning sinn og hafi því verið fyrir hendi fullkomin heimild.til að vikja honum frá starfinu, án nokkurra bóta, og í því ljósi megi skoða þá staðreynd, 353 að stefnandi var ekki ráðinn bankastjóri við Útvegsbank- ann, sem reistur var á rústum Íslandsbanka. Áður en skorið er úr um fyrstu sýknuástæðu stefnda, sem byggist í skilgreiningu hugtakanna, skuld og skuld- binding, þykir liggja næst að athuga, hvort stefnandi átti, samkvæmt skipun sinni sem bankastjóri og samningi um starfið, kröfu til launa framyfir tilvist bankans, sem hann var skipaður til að stjórna. Í fororði stofnlaga bankans frá 10. nóv. 1905 segir, að það skuli vera tilgangur bankans að efla og greiða fyrir framförum Íslands á sviði atvinnuveganna og yfir höfuð bæta úr peningalögum landsins. Frá þessu sjónarmiði verð- ur að skoða alla starfsemi bankans, allar skyldur, sem á hann voru lagðar, og öll réttindi, sem honum voru veitt, en Öll starfsemi hans var ákveðin með lögum, settum af löggjafarvaldinu og reglugerðum, staðfestum af stjórnar- völdunum. Eftir því, sem lengra leið á æfi bankans flétt- uðust fastara hagsmunir hins opinbera og bankans og jafnframt því að ríkið tók stórfelt lán (enska lánið) og fékk bankinn megin hluta þess til að bjarga honum í það sinn frá þroti, var svo fyrir mælt með lögum nr. 6, frá 31. maí 1921, að meðan að bankinn hefði á hendi seðlaútgáfu, eða ríkissjóður bæri ábyrgð á skuldbindingum fyrir hann, skyldi ríkisstjórnin skipa tvo af þremur bankastjórum hans, og var stefnandi annar af hinum lögskipuðu banka- stjórum. Nú var svo komið, að bankinn hafði ekki aðeins seðlaútgáfurétt frá ríkinu, heldur var rekstrarfé hans að miklum hluta einnig þaðan og meiri hluti æðstu stjórnar bankans, fulltrúaráðs og framkvæmdarstjórnar, voru vald- ir og skipaðir af ríkisvaldinu; eðli bankans sem einka- fyrirtækis, sem lengi vel gætti nokkurs, var nú sem nær horfið. Skipun stefnanda í stöðu hans, sem og staðan sjálf hlýddi því reglum um lögákveðin ríkisembætti, en með því að lögmælt laun ekki voru lögð embætti stefnanda, þurfti samnings við, svo sem reglugerð fyrir Íslandsbanka frá 6. júni 1923, 25. gr., gerir ráð fyrir. Nú er það algild megin regla um ríkisembætti, eftir að biðlauna- og eftirlauna- réttur var afnuminn, hvort heldur er um konunglega skip- un eða ráðherraskipun að ræða, að embættismaðurinn er skipaður æfilagt og verður því ekki sagt upp ef ekki misferli á embættisrekstrinum á sér stað, en ef embættið 23 304 er lagt niður, á hann engan rétt til launa lengur en hann starfar í embættinu og heldur ekki heimtingu á, að hann fái aðvörun um niðurlagningu embættisins. Samkvæmt þessari reglu um ríkisembætti átti stefnandi engan rétt til launa eftir að embætti hans var lagt niður, nema sér- stök fyrirmæli í lögum kveði öðruvísi á. Uppsagnarfrestur sá, sem ákveðinn er í samningi stefnanda um stöðuna lit- ur hinsvegar að því, að honum verði ekki án saka þokað úr stöðunni, án þess fyrirvara, er þar er tiltekinn meðan stjórnarskipaðir væru framkvæmdarstjórar bankans, en það skipulag gat tekið enda án niðurlagningar hans, sbr. 6. gr. laga nr. 6/1921. Þegar nú ennfremur er litið til þess, að embætti stefnda, eins og önnur bankastjóraembætti í þessu landi, var afbrigðilega hátt launað, samanborið við venjuleg ríkisembætti, en hinsvegar ekki lögákveðið um sérstaka hæfileika þeirra manna, er téð embætti hljóta, en þau ærið vandasöm, liggur það í hlutarins eðli, að rikis- valdið vill hafa óbundnar hendur um að losna við þessa embættismenn með uppsögn, þótt þeir hafi ekki beinlin- is gert sig seka um afbrot í embættisfærslu sinni. En þetta raskar enganveginn meginreglunni, sem áður er getið, að embættismaðurinn á aðeins rétt til launa meðan hann gegnir stöðunni og hún er við líði, en lengur ekki. Stefnandi hefir haldið því fram, að Íslandsbanki hafi ekki verið lagður niður, heldur hafi hann verið endur- reistur. Með tilliti til þessa nægir að benda á það, að þeg- ar bankinn lokaði 3. febr. 1930 þá hætti hann að fullnægja skyldum þeim, er á honum hvildu samkvæmt gildandi lögum og leiddi það til þess, að landstjórnin notaði lög- mæta heimild sína til þess að gera þær ráðstafanir, sem raun varð á, sem sé eftir að vissum lögmæltum skilyrðum var fullnægt, var með sama lagaboði bankinn lagður nið- ur sem sjálfstæð stofnun og þar með binar stjórnskipuðu bankastjórastöður. Til þess að stefnandi gæti átt rétt til launa eftir að staða hans var lögð niður þurfti, eins og áður er sagt, þar um að vera ákvæði í lögum, og þar sem tilvitnað ákvæði 14. gr. laga nr. 7/1930, sem stefnandi byggir rétt sinn á gagnvart stefndu, ékki felur þetta í sér, en öllu heldur hið gagnstæða, og Útvegsbankanum eru ekki annarsstaðar með lögum lagðar skyldur á herðar gagnvart stefnanda, verður að sýkna stefndu þegar af þessum á- 35 stæðum af kröfum stefnanda og þarf þá ekki að rannsaka við hver rök síðasta varnarástæða stefndu hefir að styðjast. Mánudaginn 14. dez. 1931. Nr. 109/1931. Valdstjórnin (Jón Ásbjörnsson) gegn Sigurði Sæmundssyni (Magnús Guðmundsson). Vinbruggun. Dómur lögregluréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 19. maí 1931: Ákærður, Sigurður Sæ- mundsson, bóndi í Hvassáhrauni í Vatnsleysustrandar- hreppi í Gullbringusýslu, sæti einföldu fangelsi í 10 daga, og greiði sekt í ríkissjóð, að upphæð kr. 500,00, innan 40 daga frá lögbirtingu dóms þessa, ella ber að afplána sekt- ina, að undðangengnu árangurslausu fjárnámi, með ein- földu fangelsi í 31 dag. Ákærður greiði og allan af málinu leiddan og leiðandi kostnað. Áhöld þau, sem notuð hafa verið við tilbúning eða bruggun umrædds áfengis eru upptæk gerð, og eyðileggist. Áfengið er upptækt gert, á- samt áfengisbrugginu, og rennur andvirði þess í ríkissjóð, sé það nokkurs virði. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Samkv. lögregluréttarstefnunni er kærði í máli þessu aðeins sóttur til saka um brot gegn HH. kafla áfengislaganna og kemur því eigi til álita, hvort hann hefir orðið brotlegur með sölu áfengis þess, er hann bruggaði ólöglega. Með eigin játningu kærða og öðrum gögnum er það sannað, að hann hefir bruggað áfengi, er hann hefir ætlað til sölu og hefir hann með því gerzt 356 brotlegur við 6. gr. laga nr. 64, 19. maí 1930 og á- kveðst refsing hans samkvæmt 30. gr. sömu laga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 20 daga og 800 kr. sekt í ríkissjóð, er afplánist með 40 daga einföldu fangelsi, ef hún eigi fæst greidd innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa. Um máls- kostnað í héraði og upptöku hins ólöglega áfengis og bruggunaráhaldanna skal hinum áfrýjaða dómi vera óraskað, en kærði greiði allan áfrýjun- arkostnað sakarinnar, þar með talin málflutnings- laun sækjanda og verjanda í hæstarétti, 60 kr. til hvors. Þvi dæmist rétt vera: Kærði, Sigurður Sæmundsson, sæti 20 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og greiði auk þess 800 kr. sekt í ríkissjóð, er afplánist með einföldu fangelsi í 40 daga fáist hún eigi greidd innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa. Um upptöku hins ólöglega áfengis og bruggunaráhaldanna, svo og um málskostn- að í héraði skal hinum áfrýjaða dómi óraskað. Kærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakar- innar, þar með talin málflutningslaun sækj- anda og verjanda í hæstarétti, málflutnings- mannanna Jóns Ásbjörnssonar og Magnúsar Guðmundssonar, 60 kr. til hvors. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. 307 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Við húsrannsókn, að undangengnum úrskurði, er fram fór í Hvassahrauni í Vatnsleysustrandarhreppi laugardag- inn 28. febrúarmánaðar síðastliðinn, fundust í kjallara íveruhússins þar tvær tunnur með geri, í aflæstu her- bergi í kjallaranum, vandlega byrgðar með pokum, reið- ingum o. fl. og lyktaði brugg þetta mjög af áfengi, og enn- fremur fannst þarna strokkur með samskonar vökva og í fyrrgreindum tunnum. Samkvæmt vottorði Efnarannsókn- arstofu ríkisins, dags. 2. marz þ. á., reyndist áfengismagn sýnishorna af vökvum þessum þannig: af tunnunum og strokknum, 28,6% niður í 4,58%. En auk þessa fannst við húsrannsókn þessa í skáp í eldhúsinu, þriggja-pela flaska full af hreinsuðu áfengisbruggi, er samkvæmt skýrslu Efnarannsóknarstofu ríkisins, eða fyrrgreindu vottorði, reyndist að áfengisinnihaldi að vera 31.4%. Bruggunar- áhöld fundust einnig þar á bænum, í útihúsi, er ákærður vísaði á. Hefir ákærður, sem er 46 ára að aldri, kannazt við það, að áfengisbrugg þetta tilheyrði honum, og að hann hafi sjálfur fengizt við bruggunina í þeim tilgangi að neyta þess áfengis, er framleitt yrði, svo og til að veita öðrum og selja, en hann hefir jafnframt haldið því fram undir rannsókn málsins, að Jón L. Hansson, bóndi í Móakoti í Vatnsleysustrandarhreppi, sem nú rekur verzlun í Reykja- vík, hafi fyrir 3 misserum síðan, flutt á heimili hans bruggunaráhöld, og kennt honum hvernig bruggun á- Íengis færi fram, og í fyrstu hafi Jón þessi bruggað, og jafnóðum flutt hið bruggaða áfengi af heimilinu, að á- kærði hyggur, til Reykjavíkur og selt það þar, en að svo hafi verið umsamið milli þeirra, Jóns L. Hanssonar og hans, að Jón greiddi honum helming söluandvirðisins, er Jón taldi vera 8 krónur alls á hvern líter áfengis, en er Jón stóð eigi ákærða skil á hans hluta, segir hann, að slitnað hafi upp úr viðskiptum þeirra, og ákærður einsamall ann- azt bruggunina, sem þó hafi farið mjög minnkandi, og ekki nema endrum og sinnum eftir það að Þeir skildu. Kveðst ákærður hafa fengið reikning frá verzlun Jóns L. Hanssonar, að upphæð um 800 krónur, fyrir útteknar vörur, en hann þá verið þeirrar skoðunar, að hann eigi skuldaði manni þessum neitt að því er virðist, vegna við- 358 skipta þeirra út af áfengisbrugguninni, heldur miklu fremur, að Jón skuldaði honum eitthvað, en er maður þessi hafi hótað málshöfðun út af skuld þessari, og með- fram vegna þess, að ákærður hafi hugsað, að Jón mundi ljósta upp um áfengisbruggunina, hafi ákærður gengið inn á að greiða konu Jóns L. Hanssonar 500 kr. gegn því að Jón félli frá frekari kröfu gagnvart honum. Á hinn bóginn hefir oftnefndur Jón L. Hansson undir rannsókninni þverneitað, að vera nokkuð við áfengis- bruggunina riðinn, beinlínis eða óbeinlinis, og hefir á- kærðum eigi tekizt að benda á neitt því til sönnunar, enda og sagt, að þessi viðskipti þeirra hafi farið fram með mikilli leynd, svo um sönnun sé eigi að ræða. Vegna þessa hefir eigi enn sem komið er þótt næg ástæða til þess að höfða mál gegn oftnefndum manni, Jóni L. Hanssyni, fyr- ir hluttöku hans í áfengisbruggun þessari eða sölu og veitingu áfengis, sem ákærður hefir játað sig sekan í, en dráttur á málshöfðun gegn ákærðum stafar af þvi, að Jón þessi dvaldist norður á Hvammstanga, í sóttkví þar, er brotið var upplýst, og einnig meðfram vegna eftir- grennslana utanréttar um hlutdeild manns þessa í broti ákærða, eða um áfengisbrot hans sjálfs hér að lútandi, sem Í sjálfu sér er sjálfstætt áfengislagabrot. Brot hins ákærða virðist heyra undir Il. kafla áfengis- laganna nr. 64, 19. maí 1930, sbr. 6. gr. laganna, og ber því að dæma hann samkvæmt 30. gr. sömu laga í 10 daga einfalt fangelsi, svo og í sekt — er telst hæfileg vera 500 kr., er greiðist innan 40 daga frá lögbirtingu dóms þessa, ella afplánist sektin, að undangengnu árangurslausu fjárnámi lögum samkvæmt, með einföldu fangelsi í 31 dag. Ákærð- ur greiði og allan af málinu leiddan og leiðandi kostnað. Áhöld þau, sem notuð hafa verið við tilbúning eða bruggun áfengisins, eru upptæk gerð og eyðileggjast, og er áfengið ásamt áfengisbrugginu upptækt gert, og rennur andvirði þess í ríkissjóð, sé það nokkurs virði. 359 Mánudaginn 14. des. 1931. Nr. 113/1931. Verzlun Böðvarssona (Guðm. Ólafsson) gegn Magnúsi Kristóferssyni (Enginn). Verzlunarskuld. Dómur aukaréttar Hafnarfjarðar 30. sept. 1930: Stefndur, vélstjóri Magnús. Kristófersson, greiði stefnanda, Ólafi Böðvarssyni, f. h. Verzlunar Böðvarssona, kr. 185,75, auk 6% ársvaxta af upphæð þessari frá 1. jan- úar 1926 til greiðsludags, en málskostnaður falli niður. Dómnum að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans undir aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Með því að stefndi hefir hvorki mætt né látið mæta fyrir hæstarétti í máli þessu, er það skyldi flutt þar, þá hefir það verið flutt skriflega sam- kvæmt 1. tölulið 38. gr. hæstaréttarlaganna og er dæmt samkvæmt framlögðum skjölum og skilríkj- um eftir N. L.1-4—32 og 2. gr. tilsk. 3. júní 1796. Áfrýjandi hefir gert þær kröfur fyrir hæstarétti, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum kr. 665,75 með 6% ársvöxtum frá 1. jan. 1926 til greiðsludags, og málskostnað fyrir undirrétti og hæstarétti eftir mati dómsins. Áfrýjandi hefir dregið 95 aura frá kröfu sinni í undirrétti, og er það úttekt sú, er stefndi mótmælti i héraði. Verður þá krafa sú er hann telur sig hafa haft á stefnda kr. 935,75. Er krafa þessi tilorð- in vegna þess, að áfrýjandi hefir látið stefnda í té bæði vörur og peninga á árinu 1924 og síðast 9. jan. 1925 fyrir vinnu ogí von um vinnu af hálfu stefnda, sem þó ekki var af hendi innt, nema að nokkru leyti. Kröfu þessa verður að telja til verzlunar- 360 skulda, eins og umboðsmaður stefnda hefir gert fyrir héraðsdómi. Fyrningartíma hennar ber ba samkvæmt 1. málsgr. 5. gr. laga nr. 14/1905 að telja frá 1. jan. 1926, og verður hún því enn eigi fyrnd 99. okt. 1929, er sáttakæra í máli þessu var birt stefnda. Verður krafa stefnda um sýknun vegna fyrningar kröfunnar því ekki tekin til greina. Sýknukröfu stefnda vegna þess, að skuldin sé ekki kræf vegna fyrirmæla 104. gr. siglingalaga nr. 56/1914, hefir áfrýjandi mótmælt í héraði, af því að hún hafi komið þar of seint fram. Verður að fallast á þá mótbáru hans, og er þegar af þessari astæðu ekki unnt að taka þetta atriði til greina. Um gagnkröfu stefnda til skuldajafnaðar athug- ast, að stefndi hefir ekki sannað, að hann hafi ver- ið ráðinn upp á tiltekið mánaðarkaup við vinnu þá í landi, er hann tjáist hafa innt af hendi í þágu á- frýjanda síðla ársins 1924 og fyrri hluta janúarmán- aðar árið 1925. Verður því að leggja til grundvallar skýrslu áfrýjanda um það, að stefndi hafi átt að fá tímakaup fyrir þessa vinnu. Af hálfu stefnda hefir engin grein verið gerð fyrir því, hversu marga klukkutíma hann hafi verið við vinnu þessa, og verður því einnig að leggja um þetta til grund- vallar staðhæfingu áfrýjanda, að fram úr 150 stundum hafi sú vinna ekki farið. Hefir áfrýjandi talið stefnda bera 1,80 fyrir klukkustund og hefir stefndi ekki sérstaklega gert athugasemdir við það. Ber því að draga frá kröfu áfrýjanda eins og hann sjálfur hefir gert kr. 270,00. Og verður þá að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda kr. 665,75, en gegn mótmælum stefnda verður áfrýjanda eigi dæmt meira en 5% ársvextir af þessari upphæð frá sátta- kærudegi 24. sept. 1929 að telja. 361 Eftir þessum málsúrslitum þykir rétt að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda málskostnað fyrir hæstarétti og undirrétti, og er hann ákveðinn kr. 300,00. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Magnús Kristófersson, greiði áfrýj- anda Verzlun Böðvarssona, kr. 665,75 með 5% ársvöxtum frá 24. september 1929 til greiðslu- dags. Svo greiði hann og áfrýjanda í málskostnað fyrir hæstarétti og undirrétti kr. 300,00. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Með stefnu útgefinni, 12. nóvbr. f. á., hefir stefnandinn, Ólafur Böðvarsson, kaupmaður í Hafnarfirði, f. h. Verzl- unar Böðvarssona þar, krafizt þess, að stefndur, vélstjóri Magnús Kristófersson, til heimilis á Hverfisgötu nr. 53 hér í bænum, verði, að undangenginni árangurslausri sátta- tilraun, dæmdur til þess að greiða honum fyrir hönd téðr- ar verzlunar, kr. 936,70, vegna vöruúttektar og peninga- lána stefnds samkvæmt reikningi, er fram hefir verið lagður í málinu, svo og 6% ársvexti af hinni umstefndu upphæð frá 1. janúar 1926 til greiðsludags, og málskostn- að eftir reikningi. Stefndur eða umboðsmaður hans, hefir haldið því fram undir rekstri málsins, að skuld þessi væri fyrnd samkv. 3. gr. fyrningarlaganna nr. 14, 20. oktbr. 1905, og krefst hann því algerðrar sýknunar í málinu, og að honum verði dæmdur málskostnaður riflegur, en til vara, að vinnu- krafa hans eða stefnds, að upphæð kr. 750,00 samkvæmt framlögðum reikningi hans, verði talin til frádráttar kröfu stefnanda, og loks tekur umboðsmaður stefnds það fram, að á reikningi stefnanda séu tilfærðar samtals kr. 857,08, 362 er hann hafi. skuldað þegar hann var afskráður af m/sk. Ísafold 8. júlí 1924, en, sem samkv. 104 gr. siglingalag- anna 1914,eigi hafi verið afturkræft, eða eigi átt að drag- ast frá vélstjórakaupi hans, sem fyrirframgreiðsla óendur- kræf. Að því er sýknunarkröfu stefnds vegna fyrningar snert- ir, verður að vísu eigi fallizt á, að hér sé um peningalán af hálfu stefnanda að ræða, er fyrnist á 10 árum samkvæmt 4. gr. hinna tilvitnuðu fyrningarlaga, hvorki i eðli sínu eða á annan hátt, heldur virðast peningaútlát stefnda samkvæmt hinum framlagða reikningi ótvirætt vera að- eins borgun fyrir vinnu stefnds, sem stefndur eigi þá hefir verið búinn að gera upp við stefnanda, en sem stefnand- inn hefir mátt búast við að kæmi, enda hefir hann og kannazt við að svo væri að einhverju leyti, og greiðslurn- ar fara fram samkvæmt ofangreindum reikningi á sama tímabili nokkurnveginn og vinna stefnds er látin í té, samkvæmt hans reikningi. — Virðist því hér vera að ræða um útlát af hálfu stefnanda til greiðslu fyrir vinnu stefnds, og falla því viðskipti þessi, að því er fyrningu snertir, undir 3. gr. fyrningarlaganna, þannig að kröfur út af þeim fyrnast á 4 árum. — Á hinn bóginn verður að álíta, að kröfur út af viðskiptum þessum eigi hafi, með hliðsjón af ákvæðum 5. gr. fyrningarlaganna 1. lið, verið gjaldkræfar fyrr en 1. janúar 1926, þar viðskiptunum eigi var lokið fyr en í janúar 1925 samkvæmt reikningi stefnanda, og þar sem málshöfðun þessi átti sér stað 12. nóvember f. á. að undangenginni sáttatilraun 24. septbr. s. á., virðist krafa stefnanda eigi vera fyrnd orðin, og þá eigi heldur krafa stefnds til skuldajafnaðar, sem stefnandinn telur vera of háa, en þar sem í sókninni er tekið fram, að stefndur hafi sjálfur átt að reikna saman vinnutíma sina og gefa þá upp stefnanda, er eigi á öðru að byggja í þessu tilliti en uppgjöf stefnds að því er tímafjöldann áhrærir, en borgun fyrir þá hefir stefndur miðað við 450 kr. mánað- arkaup, sem samsvarar kr. 1,50 fyrir kl. st. eða þar um. — Áætlun stefnanda um að vinnutímar stefnds aðeins hafi verið 100--150 kl. st., sem samsvari í mesta lagi kr. 270,00, miðað við kr. 1,80 fyrir kl. st., getur eigi staðizt, þar sann- anir vanta fyrir því, að svo hafi verið, og einnig vantar sönnun fyrir því, gegn mótmælum stefnds, að vöruúttekt 363 á reikningi stefnanda, samtals 95 aur., 5. decbr. 1924, hafi átt sér stað. —- Skírskotun stefnds til siglingarlaganna á eigi hér við. Ber því að draga frá hinni umstefndu upphæð, kr. 936,70, samtals kr. 750,95, og að dæma stefndan til að greiða mismuninn, kr. 185,75, auk 6% ársvaxta af upp- hæð þessari frá 1. janúar 1926 til greiðsludags, en máls- kostnaður virðist eftir atvikum eiga að falla niður. Miðvikudaginn 16. dez. 1931. Nr. 102/1931. Réttvísin (Pétur Magnússon) segn Karli Filippussyni og Gunnlaugi Oddsen Vilhjálmi Eyjólfssyni (Eggert Claessen). Þjófnaðarbrot. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 14. ág. 1931: Ákærðir, Karl Filippusson og Gunnlaugur Oddser Vilhjálmur Eyjólfsson, sæti hvor um sig 8 mánaða betr- unarhússvinnu og greiði in solidum allan kostnað saka;- innar. Ennfremur greiði þeir in solidum 25 krónur í skaða- bætur til Sigvalda Jónassonar á Geithálsi innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Ef ákærður Karl greiðir hinar ídæmdu skaðabætur á tilsettum tíma, skal fangelsisrefsingu hans frestað og hún falla niður nema ákærður innan 5 ára frá uppsögn dóms þessa sæti ákæru í opinberu máli fyrir glæp drýgðan af ásettu ráði, og sé í því máli dæmdur í þyngri refsingu en sektir. Dómi þessum skal fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Afbrot hinna ákærðu, sem er lýst í hinum áfrýj- aða aukaréttardómi, heyrir undir 6. gr. laga nr. 51, 364 7. maí 1928 og þykir refsing hvors þeirra um sig eftir öllum málavöxtum hæfilega ákveðin fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 15 daga. En að því athuguðu, að ákærði, Karl Filippusson, var 22 ára að aldri, að hann hefir eigi áður sætt ákæru eða refsingu fyrir neitt lagabrot, og að hann hefir boð- ið fram skaðabætur, þá þykir rétt að ákveða sam- kv. 1. gr. laga nr. 39, 16. nóv. 1907, að fullnustu refsingarinnar að því, er hann snertir, skuli frestað og hún falla niður eftir 5 ár, ef fullnægt verður skilyrðum laganna. En ákærði, Gunnlaugur O. V. Eyjólfsson, getur að þessu sinni eigi fengið skil- orðsbundinn dóm, þar sem hann með dómi upp- kveðnum 30. sept. 1926, hefir verið dæmdur skil- orðsbundið fyrir brot gegn 276., sbr. 272 gr. hegn- ingarlaganna og hefir eigi fullnægt skilyrðum þeim, cr honum voru sett í þeim dómi. Hinum ákærðu ber in solidum að greiða Sigvalda Jónassyni, veitingamanni á Geithálsi, 25 krónur í skaðabætur, svo sem hann hefir krafizt og ákærði, Karl Filippusson hefir samþykkt. Ennfremur ber ákærðum in solidum að greiða allan kostnað sakarinnar í héraði og hæstarétti, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verj- anda í hæstarétti, 60 kr. til hvors. Við meðferð málsins er það athugavert, að hér- aðsdómarinn hefir eigi lagt fram eftirrit af fram- angreindum dómi frá 30. sept. 1926 og að eftirrit af dóminum hefir heldur eigi verið útvegað siðar og lagt fyrir hæstarétt. Því dæmist rétt vera: Hinir ákærðu, Karl Filippusson og Gunn- laugur Oddsen Vilhjálmur Eyjólfsson, sæti 365 hvor um sig 15 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. En fullnustu refsingarinnar að því er snertir Karl Filippusson skal frest- að og hún falla niður eftir 5 ár, ef skilorð laga nr. 39, 16. nóv. 1907 eru haldin. Ákærðu greiði in solidum Sigvalda Jónas- syni, veitingamanni á Geithálsi, 25 kr. í skaða- bætur. Svo ber og ákærðum in solidum að greiða allan kostnað sakarinnar í héraði og hæsta- rétti, þar með talin laun sækjanda og verj- anda í hæstarétti, málflutningsmannanna Pét- urs Magnússonar og Eggerts Claessen, 60 krón- ur til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af réttvísinnar hálfu höfðað gegn Karli Filippussyni, bifreiðarsjóra, Brautarholti við Reykjavík, og Gunnlaugi Oddsen Vilhjálmi Eyjólfssyni, Skólavörðu- stig 22, fyrir brot gegn ákvæðum 23. kapitula hinna alm. hegningalaga frá 25. júní 1869 og lögum nr. 51 frá 1928, um nokkrar breytingar til bráðabirgða á hegningarlög- gjöfinni og viðauka við hana. Málavextir eru þeir, er nú skal greina. Nóttina milli 2. og 3. júní síðastliðinn fóru ákærðir upp að Geithálsi í Mosfellssveit í bifreið, ásamt fleiri mönnum, voru þeir töluvert hreifir af víni. Var margt manna á Geithálsi þessa nótt og gleðskapur mikill. Falaði ákærður Karl vín af ráðskonunni á Geithálsi, en hún vildi ekki selja. Talaðist þá svo til milli ákærða, að Sigvaldi veitingamaður mundi geyma vín í kjallaranum hjá sér og kom þeim saman um að rannsaka það. Fóru þeir saman 366 út og fyrst að hlöðudyrunum. Ætlaði ákærður, Karl, að snúa lásinn fyrir þeim dyrum í sundur með hendinni, en gat það ekki. Fann hann þá járntein, sem var meðfram hlöðuveggnum, og sprengdi lásinn upp. Fóru þeir síðan báðir saman inn í hlöðuna, en sáu þá að þetta voru vit- lausar dyr. Fóru þeir síðan að kjallaradyrum íbúðarhúss- ins og sagði Karl, að þetta væru réttu dyrnar. Sprengdu þeir síðan upp lásinn fyrir þeim dyrum með fyrnefndum tein og flaskaðist við það eitthvað úr hurðinni. Ákærðum kemur ekki saman um það, hvor þeirra hafi sprengt þenn- an lás upp, Karl heldur því fram að Gunnlaugur hafi gert það, en Gunnlaugur heldur því fram að Karl hafi gert það. Ákærður, Karl, fór síðan inn í kjallarann, en ákærður, íunnlaugur, stóð á verði á meðan. Karl fann ekkert vín í kjallaranum, en sagði við Gunnlaug að nóg væri þar af öli. Kom Karl síðan með einn kassa af pilsner fram að dyrunum, og lyfti Gunnlaugur kassanum yfir þröskuld- inn með honum, og bar Karl síðan kassann austur fyrir húsið á Geithálsi. Síðan stungu þeir nokkrum flöskum á sig hvor og báru þær út í bifreið sína. Voru þeir síðan um stund kyrrir á Geithálsi, en héldu síðan til Reykjavíkur. Daginn eftir fannst ölkassi sá, sem ákærðir tóku úr kjallaranum, fyrir ofan húsið á Geithálsi. Vantaði ekki í hann nema 10 flöskur af öli. Sigvaldi Jónasson veitinga- maður á Geithálsi hefir gert 10 króna skaðabótakröfu fyrir flöskurnar og 15 króna skaðabótakröfu fyrir spjöll á hurðum og lásum, samtals 25 krónur. Ákærðir eru komnir yfir lögaldur sakamanna, Karl fæddur 21. nóvember 1908, en Gunnlaugur fæddur 14. ágúst 1909, Karli hefir ekki verið refsað áður, en Gunn- laugur hefir með dómi, uppkveðnum 30. september 1926, fyrir brot gegn ákvæðum 276. sbr. 272. grein hinna alm. hegningarlaga frá 25. júní 1869, verið dæmdur í 12 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi skilorðsbundið, Framantalin afbrot þeirra ber að áliti dómarans að heimfæra undir 231. grein sbr. 48. grein hinna alm. hegn- ingarlaga frá 25. júní 1869 og þykir refsing sú, sem þeir hafa tilunnið, hæfilega ákveðin betrunarhússvinna í 8 mán- uði. Svo greiði þeir in solidum kr. 25 í skaðabætur til Sig- valda Jónassonar á Geithálsi innan 15 daga frá lögbirt- 367 ingu dóms þessa. Loks greiði þeir allan kostnað sakarinn- ar in solidum. En með því að hér er um fyrsta afbrot ákærða Karls að ræða, hann er ungur og hið stolna er mjög lítils virði, þá þykir mega ákveða að fangelsisrefsing hans skuli vera skilorðsbundin, samkvæmt ákvæðum 1. greinar laga nr. 39, frá 16. nóvember 1907, ef hann greiðir hinar ídæmdu skaðabætur á tilteknum tíma. Á máli þessu hefir enginn óþarfa dráttur orðið. Föstudaginn 18. des. 1931. Nr. 71/1931. Sigurður Sigurðsson (Sjálfur) gegn Eyjólfi Jóhannssyni (Sjálfur). Ábyrgðaryfirlýsing áfrýjanda eigi talin hafa gefið stefnda næga ástæðu til að ætla, að áfrýjandi vildi ábyrgjast umrætt vixillán, og áfrýjandi því sýknaður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 16. april 1931: Stefndur, Sigurður Sigurðsson, greiði stefnand- anum, Eyjólfi Jóhannssyni, kr. 500,00 með 5% ársvöxtum frá 26. sept. 1930 til greiðsludags og kr. 84,00 í málskostn- að, innan fimmtán daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Áfryjandi krefst þess hér fyrir réttinum, að hann verði sýknaður af kröfum stefnda og honum dæmdur málskostnaður bæði í héraði og hæsta- rétti. Stefndi krefst þess hinsvegar aðallega, að mál- inu verði vísað frá hæstarétti, en til vara, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Svo krefst hann og málskostnaðar í hæstarétti. 368 Frávísunarkröfu sína byggir stefndi á því, að áfrýjandi hafi samið við málflutningsmann sinn (stefnda) í héraði um greiðslu á dómkröfunni. Þessari staðhæfingu stefnda hefir áfrýjandi mót- mælt sem rangri, og þar sem stefndi hefir engar sannanir fært fyrir henni, verður krafa þessi eigi tekin til greina. Hér fyrir réttinum hefir áfrýjandi skýrt svo frá tildrögum að ábyrgðaryfirlýsingu sinni 1. júní 1929, að Helgi Valtýsson hafi nokkru áður komið til sín á skrifstofu Búnaðarfélagsins og verið þar að ræða um lántöku úr Ræktunarsjóði til jarða- bóta á eignarjörð hans Nesjavöllum, hverjar jarðabætur mundu þar arðvænlegastar og hvern- ig þeim ætti að koma fyrir. Nokkru síðar hafi hann ritað sér bréf það, er lagt hefir verið fram í mál- inu, dags. 1. júní 1929; hafi hann í því beðið sig að gerast ábyrgðarmaður á allt að 500 kr. kr. „af láni því, er ég sæki um til ræktunar og umbóta á eign- arjörð minni Nesjavöllum“. Hafi áfrýjandi þá litið svo á, að Helgi hefði von um að fá lán úr Ræktunarsjóði til jarðabóta á Nesjavöllum, ef hann gæti fengið ábyrgðarmenn fyrir nægilegri upphæð, og þar sem hann hafi viljað stuðla að ræktun landsins, hafi hann viljað verða við þess- ari bón Helga. Hitt hafi sér aldrei til hugar kom- ið að gerast ábyrgðarmaður að víxillánum Helga Valtýssonar. Gefi ábyrgðaryfirlýsing sín, lesin í sambandi við bréf Helga alls ekkert tilefni til þess, að stefndi hafi getað vænzt þess, að áfrýjandi vildi með þessari yfirlýsingu gerast ábyrgðarmaður gagnvart honum á vixilskuld Helga. Auk þess hafi Helgi í nefndu bréfi lofað að setja ábyrgðmönnum sínum að jarðabótaláninu 10000 kr. liftryggingu að 369 bakábyrgð. Hafi því verið nægt tilefni fyrir stefnda að grennslast eftir, hvort þetta væri komið í kring, og loks heldur áfrýjandi því fram, að Helgi Valtýs- son hafi alls ekkert gert að jarðabótum eftir 1. júní 1929 og stefnda hafi verið fullkunnugt um, að um- ræddu víixilláni hafi ekki átt að verja til jarðabóta. Yfirlýsing áfrýjanda, sem rituð er á nefnt bréf Helga Valtýssonar, verður eigi skilin á annan veg en þann, að áfrýjandi bindi ábyrgðarloforð sitt við lán það, er ræðir um í bréfinu, þ. e. samábyrgð pro rata alltað 500 kr. af láni því, er Helgi ætli að sækja um til ræktunar og umbóta á eignarjörð sinni, en þetta skilyrði uppfyllir eigi víxillán það, er stefndi veitti Helga 2. okt. 1929 og mátti þó stefnda vera það ljóst af bréfinu og orðalagi yfirlýsingarinnar, sbr. orðin: „af ofannefndu láni“, að það var veru- leg forsenda fyrir ábyrgðinni, að lánið væri tekið til ræktunar og umbóta á jörðinni. Það verður því að líta svo á, að stefndi hafi ekki haft næga ástæðu til að ætla, að áfrýjandi vildi gerast ábyrgðarmaður að umræddu víxilláni, og er þá eigi heimild til að dæma áfrýjanda til að greiða vixilupphæðina. Af þessari ástæðu verður að fella hinn áfrýjaða dóm úr gildi og sýkna áfrýjanda af kröfum stefnda. Með því að áfrýjandi mætti eigi við sáttaumleit- unina í málinu, og hefir þó ekki svo séð verði af skjölum málsins, forföllum verið til að dreifa, bar að dæma hann til að greiða málskostnað í héraði svo sem undirdómarinn hefir gert; hinsvegar ber honum málskostnaður í hæstarétti, og þykir þá rétt að láta þetta mætast og láta málskostnað í báðum réttum falla niður, en dæma verður áfrýjanda sam- kv. tilsk. 11. ágúst 1819 til að greiða sekt í ríkissjóð, er ákveðst 10 kr. og komi í hennar stað 2ja daga ein- 24 970 falt fangelsi, verði hún eigi greidd innan 15 daga frá birtingu dóms þessa. Því dæmist rétt vera: Áfrýjandi, Sigurður Sigurðsson, á að vera sýkn af kröfum stefnda, Evjólfs Jóhannsson- ar, Í máli þessu, og á málskostnaður í báðum réttum að falla niður. Áfrýjandi greiði 10 kr. sekt í ríkissjóð, er afplánist með 2ja daga einföldu fangelsi, verði hún eigi greidd innan 15 daga frá birtingu dóms þessa, og ber dóminum að þessu leyti að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er, eftir árangurslausa sáttatilraun, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 2. okt. f. á., af Eyjólfi Jóhannssyni rakarameistara hér í bæ, gegn Sig- urði Sigurðssyni búnaðarmálastjóra, hér í bænum, til greiðslu skuldar að upphæð kr. 500,00 með 6% ársvöxtum frá 2. apríl í. á. til greiðsludags og málskostnaðar að skað- lausu. Nemur hann eftir framlögðum reikningi, sem er í samræmi við aukatekjulögin og lágmarksgjaldskrá mála- flutningsmannafélagsins kr. 84,00. Tildrög máls þessa kveður stefnandi þau, að hann hafi lánað Helga Valtýssyni kr. 500,00 á þann hátt, að kaupa af honum eigin vixil með þessari upphæð, útgefinn 2, okt. 1929 og með gjalddaga 2. april Í. á. Hafi Helgi með yfir- lýsingu, dags. 2. okt. 1929, selt sér að handveði fyrir láninu ábyrgðarskjal stefnds (en öll þessi gögn hafa verið lögð fram í málinu), dags. 1. júlí 1929, þar sem stefndur takist á hendur ábyrgð á kr. 500,00 af láni, sem Helgi hafi ætlað að taka til ræktunar og umbóta á eignarjörð sinni, Nesja- völlum við Þingvallavatn, en einmitt í þeim tilgangi kveð- ur stefnandi Helga hafa fengið umrætt lán. Á gjalddaga víxilsins, kveður stefnandi Helga ekki hafa innleyst hann 371 og þar sem Helgi sé algerlega eignalaus og það sé sann- reynt með árangurslausri fjárnámsgerð, þá sé ábyrgð stefnds orðin gjaldkræf, en stefndur hafi reynzt ófáanleg- ur til þess að greiða skuldina og sé því mál Þetta höfðað. Stefndur hefir mótmælt kröfum stefnanda og krafizt Þess, að máli þessu verði vísað frá dómi, eða hann verði algerlega sýknaður í því og málskostnaðar hefir stefndur krafizt, hvernig sem málið fer. Stefnandi hefir hinsvegar mótmælt sérstaklega öllum varnarástæðum stefnds og hald- ið fast við kröfur sínar í málinu. Frávísunarkröfuna byggir stefndur á því, að stefnandi sé ekki réttur aðili máls þessa. Telur hann, að stefnandi muni ekki vera raunverulegur eigandi áðurnefnds vixils, þar sem víxillinn sé gefinn út til handa Landsbankanum i Reykjavík, en bankinn hafi ekki framselt hann. Stefn- andi hefir hinsvegar eins og áður er drepið á eindregið mótmælt því að um aðildarskort sé að ræða, en ef svo væri mundi aðildarskorturinn varða sýknu en ekki frávísun og hafi frávísunarkrafa stefnds því ekki við nokkur rök að styðjast. Til sönnunar því, að stefnandi sé réttur eigandi umrædds víxils, hefir hann þó lagt fram yfirlýsingu frá Landsbankanum þess efnis, að hann hafi ekki keypt vix- ilinn, svo og vottorð frá Helga Valtýssyni, undirskrifað í viðurvist tveggja votta, er báðir hafa verið leiddir sem vitni að undirskrift hans á þá leið, að stefnandi hafi keypt víxilinn og greitt hann með nafnverði, en við kaupin hafi aðeins láðst að breyta texta vixilsins, er skrifaður hafi verið á venjulegt Landsbankaeyðublað. Þykir stefnandi með þessum gögnum handhöfninni að víxlinum svo og öðru, sem fyrir liggur í málinu, hafa upplýst nægilega rétta aðild sína að víxlinum og verður því ofangreind varnar- ástæða stefnds ekki tekin til greina. Í öðru lagi hefir stefndur véfengt það, að Helgi hafi undirskrifað áðurgreinda handveðsyfirlýsingu og haldið því fram, að handveðssetningin á ábyrgðarskjalinu sé því ekki í lagi, en þar sem stefnandi hefir leitt tvö vitni að undirskrift Helga undir veðsetningarskjalið og stefnandi hefir ábyrgðarskjalið í höndum, þykir þessi mótbára stefnds heldur ekki hafa við rök að styðjast. Þá hefir stefndur krafizt sýknu á þeim grundvelli, að ábyrgðin sé ógild gagnvart stefnanda. Í ábyrgðarskjalinu 372 komi það greinilega fram, að ábyrgðin hafi verið bundin því skilyrði, að lánið, sem hún ætti að tryggja yrði tekið hjá banka eða opinberum sjóði, en ekki hjá einstaklingi og hafi stefnanda því hlotið að vera kunn þessi forsenda fyrir ábyrgðinni. Telur stefndur, að stefnandi hafi því ekki með umræddri lánveitingu getað öðlazt neinn rétt á hendur sér sem ábyrgðarmanni. Það verður nú ekki fallizt á það hjá stefndum „að skjal það, sem stefndur hefir ritað ábyrgðar- loforð sitt á (beiðni Helga til stefnds um ábyrgðina) beri að skilja á þá leið, sem stefndur heldur fram hér að fram- an. Þvert á móti tekur Helgi það fram í beiðninni, að svo mikið hvíli á jörðinni, sem lánið átti að ganga til umbóta á, að hann geti eigi notið hlunninda þeirra, er búnaðar- löggjöfin heimilar með lánum og styrkveitingum úr Jarð- ræktarsjóði o. fl. og gefur með því ótvirætt í skyn, að hann fái ekki lánið úr banka eða opinberum sjóði, enda alkunn- ugt, að slíkar lánsstofnanir lána ekki út á samábyrgð, sem er pro rata, eins.og hér um ræðir, heldur aðeins solida- riska. Hefir stefnandi því, að áliti réttarins, haft fulla á- stæðu til þess að ætla að ábyrgð stefnds gildi engu síður gagnvart einstökum manni en opinberri lánsstofnun, og verður þessi sýknuástæða stefnds þá ekki tekin til greina. Loks hefir stefndur haldið þvi fram, að þó ábyrgðin yrði talin gild, þá sé hér um einfalda ábyrgð að ræða. Hafi stefnandi því fyrst átt að ganga að Helga Valtýssyni fyrir skuldinni, en þar sem hann hafi enn ekki gert það, sé á- byrgðin ekki fallin í gjalddaga gagnvart sér og varði það sýknu í málinu að svo stöddu. Það er in confesso í málinu að aðalskuldarinn, Helgi Valtýsson, sé „insolvent" og stefndur hefir ekki mótmælt því, að hjá honum hafi farið fram árangurslaus fjárnámsgerð, er sýnt hafi, að hann eigi ekkert til. Má því telja sannreynt, að skuldin sé ekki fá- anleg hjá aðalskuldaranum og er þá ekkert því til fyrir- stöðu, að gengið sé að ábyrgðarmanninum (stefndum) fyr- ir henni, þar sem hún sjálf er í gjalddaga fallin. Úrslit máls þessa verða þá samkvæmt framansögðu þau, að mótmæli stefnds verða ekki tekin til greina, heldur her að dæma hann til þess að greiða stefnandanum hina um- stefndu upphæð kr. 500,00, en með vöxtum aðeins frá sáttakærudegi 26. sept. f. á. og ekki hærri en 5%, þar eð vöxtunum hefir verið mótmælt sérstaklega. Eftir þessum 373 úrslitum, svo og þar sem stefndur hefir ekki mætt á sátta- fundi í málinu, þykir verða að dæma hann til þess að greiða stefnandanum málskostnað, eins og krafizt hefir verið. Vegna anna hefir dómur eigi orðið kveðinn upp í máli þessu fyrri en nú. Laugardaginn 19. des. 1931. Nr. 26/1931. Valdstjórnin (Pétur Magnússon) gegn Bernhard Kramer (Jón Ásbjörnsson). Botnvörpuveiðabrot. Dómur lögregluréttar Vestmannaeyja 29. jan. 1931: Kærði, Bernhard Kramer, á innan fjögra vikna að greiða 15.000 króna sekt til Landhelgissjóðs Ís- lands, en afplána bana með átta mánaða einföldu fangelsi fáist hún ekki greidd. Auk þess skulu öll veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir, svo og allur afli innanborðs í tog- aranum J. H. Wilhelms, vera upptækt og andvirðið renna í sama sjóð. Ennfremur greiði kærði allan kostnað málsins, sem orðinn er og verður. Dóminum að fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Laugardaginn 24. janúar s. 1. var varðskipið Óð- inn á ferð vestur með landi út af Sjávarmelum. Kl. 11,45 sást frá varðskipinu til tveggja togara, er þá virtust hafa austlæga stefnu, en sneru út frá land- inu kl. 11,58. Kl. 12,07 var þessi staðarákvörðun gerð á varðskipinu: Alviðruhamarsviti > 54? 50 Sjávarmelamerki > 69? 30 Suðurendi Lómagnúps 374 Alviðruhamarsviti > 199 307 Togararnir Kl. 12,11 var önnur staðarákvörðun gerð á varð. skipinu: Hjörleifshöfði # Alviðruhamarsvita > til Sjáv- armelamerkis 77 30' og > til þess af togurunum, sem grynnra var og síðar reyndist að vera togar- inn J. H. Wilhelms, P. G. 333 frá Wesermönde, sem kærði var skipstjóri á, 24 30. Kl. 12,17 var togurum þessum gefið merki um að nema staðar, en þeir sinntu því eigi. Var þá skotið tveimur aðvörunarskotum, og er þeim heldur eigi var sinnt, var loks kl. 12,26 skotið skörpu skoti fyr- ir framan skip kærða og nam það þá staðar. Kl. 12,43 kom varðskipið að skipi kærða og var þá verið að enda við að draga inn stjórnborðsvörpu á því. Var gerð þar þessi staðarákvörðun: Alviðruhamarsviti > 33" Mýrnatangamerki > 730 307 Sjávarmelamerki Síðan var farið með skip kærða til Vestmanna- eyja og mál hans rannsakað þar og dæmt í lög- teglurétti með þeim úrslitum, sem greinir í hinum áfrýjaða dómi, og hefir þessum dómi lögreglurétt- arins verið skotið til hæstaréttar að ósk kærða. Framannefndar staðarákvarðanir foringja varð- skipsins verður að leggja til grundvallar við dóm þessa máls, enda er ekkert framkomið í málinu, er geti hnekkt þeim. Er með þeim og öðrum gögnum málsins sannað, að kærði hefir í umrætt skipti ver- ið að veiðum með botnvörpu í landhelgi, með því 375 að staðarákvörðunin kl. 12,07 sýnir, að skip kærða hefir þá verið a. m. k. 0,8 sjómilu innan landhelg- islinu, því miðunarlina sú, sem skipið þá var í liggur hvergi nær landhelgislinunni en sem þessu nemur á því svæði, er hér getur verið um að ræða, og staðarákvörðunin kl. 12,43 sýnir, að skip kærða þá var 0,3 sjómílu innan landhelgislíinu, en kærði hefir viðurkennt, að hafa verið að botnvörpuveið- um síðustu tvær klukkustundirnar áður en skip hans var stöðvað. Kærði hefir þannig serzt brotleg- ur gegn 1. gr. 1. nr. 5, 18. maí 1920 og með því að hann með dómi lögregluréttar Vestmannaeyja 26. mai 1928 hefir sætt sektum fyrir samskonar brot og með hliðsjón af því að gullgildi íslenzkrar krónu er nú 58,01 þá ákveðst refsing hans samkv. 3. gr. nefndra laga 20000 kr. sekt til Landhelgissjóðs Ís- lands og afplánist sekt þessi með 8 mánaða einföldu fangelsi verði hún eigi greidd innan eins mánaðar frá birtingu dóms þessa. Eftir atvikum þykir eigi nægilega sannað; að kærði hafi af ásettu ráði veitt í landhelgi og verður hann því eigi látinn sæta fanselsisrefsingu samkv. 5. gr. nefndra laga. Um upptöku afla og veiðarfæra og um máls- kostnað í héraði skal lögregluréttardóminum vera óraskað. Kærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verj- anda í hæstarétti, 100 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Kærði, Bernhard Kramer, skipstjóri á tog- aranum J. H. Wilhelms, P. G. 333, frá Weser- minde, greiði 20000 króna sekt til Landhelgis- 376 sjóðs Íslands, er afplánist með 8 mánaða ein- földu fangelsi, ef sektin verður eigi greidd inn- an eins mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa. Um upptöku afla og veiðarfæra og um máls- kostnað í héraði skal lögregluréttardóminum óraskað. Kærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakar- innar, þar með talin málflutningslaun sækj- anda og verjanda í hæstarétti, málflutnings- mannanna Péturs Magnússonar og Jóns Ás- björnssonar, 100 kr. til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af valdstjórnarinnar hálfu gegn Bernhard Kramer, skipstjóra á togaranum J. H. Wilhelms, P. G. 333 frá Weserminde, og er hann fæddur 21. apríl 1892. Er kærða gefið að sök, að hafa brotið gegn lögum nr. 18, 5. mai 1920 með því að toga á landhelgissvæðinu út af Sjávarmelum s. 1. laugardag 24. þ. m. Málavextir eru þessir: Nefndan dag var varðskipið Óðinn á vesturleið á þess. um slóðum og er kl. var 11.45 sáust tveir togarar, sem virt- ust hafa austlæga stefnu. En 13 mínútum seinna — ki. 11.58 — athuguðu þeir á Óðni, að bæði skipin sneru út frá landi og var þá 9 mínútum seinna — kl. 12.07 — gerð stað- arathugun og önnur 4 mínútum þar á eftir — kl. 19.11, Samkvæmt uppdrætti, framlögðum í réttinum, reyndust togararnir — en skip kærða, J. H. Wilhelms, var annað þeirra — eftir miðunarlinu frá Óðni, byggðum á Þessum mælingum og stöðum þeim, sem þeir voru stöðvaðir á, vera, þá á landhelgissvæðinu. Samkvæmt skýrslu skipherrans á Óðni stöðvaði kærði skip sitt kl. 12.26, eftir að hafa togað út og vestur í 28 377 mínútur og þegar 17 mínútum seinna var gerð hjá honum staðarathugun, reyndist togarinn samkvæmt mælingum varðskipsins 0,3 sjómílu fyrir innan landhelgislínuna. Kærði hefir kannast við, að það sé rétt, að hann hafi verið að toga þegar hann var stöðvaður af Óðni og um tima þar áður. En hann hefir af Ýmsum ástæðum ekki viljað viðurkenna, að mælingar varðskipsins séu réttar og vill byggja á mælingunum, sem hann sjálfur gerði. Auk þess íekur hann fram því til stuðnings, að hann hafi nokkru áður sett út fiskibauju þarna nálægt, sem hann og fleiri hafi staðsett með mælingum og sem hafi verið 0,15 sm. fyr- ir utan landhelgislínuna. Inn fyrir bessa bauju neitar hann að hafa togað. Einnig neitar hann eindregið, að það sé rétt, að hann hafi síðustu 28 mínúturnar togað út og vestur. Hann fullyrðir, að hafa stýrt beint í vestur benna tíma, en það er meðfram landhelgislínunni á Þessum stöðum. Hafa tveir skipsmanna hans borið vitni um þetta með honum og boðizt til að vinna eið að því að það sé rétt. Um þessar varnarástæður kærða skal tekið fram. Það hefir alls ekkert komið fram í málinu, sem afsanni mæl- ingar Óðins eða geri þær tortryggilegar. Hlýtur því að verða að byggja á þeim, en ekki mælingum kærða, sem auk þess engir óvilhallir menn hafa gert með honum, en hann hinsvegar átt kost á að fylgjast með úrslitamælingum Óð- ins. Verður því að álita, að skip kærða hafi verið a. m. k. 0.3 úr sjómílu fyrir innan línuna þegar það var stöðvað. Því norðan vindur bar frá landi og straumur venjulega austur eða vestur þarna, en annars óupplýst um hann í Þessu tilfelli. Og einnig verður að Sanga út frá því að áð- urnefnd fiskboja hafi verið 0,4 úr sjómílu fyrir innan lín- una eins og Óðinn mældist hún og að þetta m. a. sýni, að mælingar kærða séu ekki vel ábyggilegar. Að því er kem- ur til fullyrðingar um að hafa stefnt beint í vestur síðast, þá skiptir það eftir þessu engu um úrslit málsins og þótti því þegar af þeirri ástæðu ekki ástæða til þess, að láta vitnin eiðfesta framburð sinn. Eftir þessu verður rétturinn að lita svo á, að fullsann- að sé, að kærði hafi gerzt brotlegur gegn Í. gr. laga nr. 18, ö. mai 1920 um bann gegn botnvörpuveiðum. Þykir refsing hans eftir 3. gr. sömu laga hæfilega ákveðin sekt að upp- hæð kr. 15000 til Landhelgissjóðs Íslands og þá tekið til. 3/8 lit til þess, að um itrekað brot af hálfu kærða á lögum þess- um og lagagrein er að ræða og að gullgengi íslenzkrar krónu er 0,8174. Hinsvegar þykir eftir því, sem fyrir ligg- ur næg ástæða til þess að ætla að um óviljaverknað sé að ræða af hálfu kærða og að því megi láta hann komast hjá fangelsisrefsing þeirri, sem að öðrum kosti liggur við hinu ítrekaða broti. Auk sektargreiðslunnar skulu upptæk öll veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir, svo og allur afli innanborðs í áðurne fadum togara, og andvirðið renna í Landhelgis- sjóð Íslands. Ennfremur greiði kærði allan kostnað máls- ins, sem orðinn er og verður. Efnisskrá. - H/f Alliance o. fl. gegn Industri- og Han- delsunionen, Köbenhavn. Bætur fyrir vanefndir ........002..00.0. 0 . Valdstjórnin gegn Óskari Þórðarsyni. Á- fengis- og bifreiðalagabrot ............ - Jóhann Þ. Jósefsson, f. h. eigenda og vá- tryggjenda togarans Henny Pickenpack. Ómerking .......0.000000 000 - Helga Káradóttir o. fl. gegn skiptaráðand- anum í Vestmannaeyjum, f. h. þrotabús Þórunnar Pálsdóttur, o. fl. Kaupkröfur - Réttvísin gegn Ragnari Sigurjóni Baldvin Helgasyni. Þjófnaður .................. - A. C. Broberg, f. h. vátryggingarfélagsins Danske Loyd gegn Halldóri Einarssyni. Vátryggingarbætur .................... - Einar M. Jónasson gegn fjármálaráðherra, f. h. ríkissjóðs, Ólafi Jóhannessyni og Bergi Jónssyni sýslum. Uppboðsgerð stað- fest ............. Símon Guðmundsson gegn Helga Bene- diktssyni, f. h. verzlunarfélags Vestmanna- eyja. Útivistardómur. Ómaksbætur ..... Jón Ólafsson gegn Ingólfi Árnasyni. Útv.d. Ómaksbætur ........0..0000.. Sigfús Sveinsson gegn sóknarnefnd Norð- fjarðarprestakalls. Kirkjugjald .......... Dr. Helgi Tómásson gegn dómsmálaráð- herra. Fógetaréttarúrskurður staðfestur .. Þórður Sveinsson og Magnús Jónsson gegn stjórn Landsbanka Íslands. Árangurslaust Lón Dómur Bls. 11 12 15 18 22 1 Dómur Bls. uppboð, kröfur byggðar á frekari aðgerð- um uppboðshaldara í sambandi við það eigi teknar til greina .......000.0. 0..." 6% 34 12. Valdstjórnin gegn William Warrender. Sýknudómur .....000..0 0... % 41 13. H/f Otur gegn dómsmálaráðherra, f. h. Landhelgissjóðs Íslands. Leitað fjárnáms í skipi til fullnustu botnvörpuveiðasektum 1% 46 14. Kristin J. Hagbarð gegn félagi íslenzkra stórk upmanna. Krafa um skaðabætur o. fl. vegna setningar á vanskilaskrá eigi tek- in til greina „.....0000.0.. 00. 0... 13 51 15. Sigurður Þórðarson gegn Sigurgeiri Dan- ielssyni, f. h. verzlunar Sigurgeirs og Sig- fúsar Daníelssona. Verzlunarskuld ...... 164 55 16. Valdstjórnin gegn George Smith. Sýknun. 18 59 17. Kolbeinn Þorsteinsson gegn H/f Alliance Krafa skipstjóra um verðlaun af afla og lifrarhlut auk hins fasta kaups miðað við meðalafla annara skipa, meðan skip hans var í viðgerð, eigi tekin til greina .... 204 64 18. Réttvísin og valdstjórnin gegn Erlingi Jónssyni, Leó Ólafssyni og Páli Sveinssyni. Hegningar-, áfengis- og bifreiðalagabrot ?% 68 19. Haraldur Ámundínusson gegn Öldu Valdi- marsdóttur og Bjarna Svavars. Barns- faðernismál .......00000 00... 2% 79 20. Gunnlaugur Guðjónsson gegn bæjarstjórn Siglufjarðar. Útsvarsmál. Óheimilt að leggja útsvar á leigutekjur áfrýjanda af út- gerðarstöð ......000000... 0... 2% 76 21. Margrét Sveinsdóttir gegn Árna Árnasyni, f. h. db. Jensen Bjerg. Hafið. Ómaksbætur ?% 78 99. Elinmundur Ólafs gegn Eggert Kristjáns- syni. Útiv.dómur. Ómaksbætur .......... 27 78 23. Simon Guðmundsson gegn Júlíusi Krist- jánssyni. Ágreiningur um kaup ........ % 79 24. Valdstjórnin gegn Rudolf Plonis. Sýknun % 82 25. Valdstjórnin gegn Aðalsteini Pálssyni. Úrskurður ........00000 0000 0 rn... 9% 85 26. no = 28. 36. 37. 38. Sláturfélag Suðurlands gegn tollstjóra Reykjavíkur. Skattamál. Álagning á tillag í varasjóð og stofnsjóð .......00000000... Helgi Benediktsson, f. h. eigenda vélbáts- ins „Auður“ gegn Guðmundi Ólafssyni, f. h. Haldorsen á Sön. Fógetaréttarúrskurð- Í ra grær go á Bæjargjaldkeri Reykjavíkur, f. h. bæjar- sjóðs gegn Det Bergenske Dampskibssel- skab. Atvinnurekstur stefnda eigi talin heimilisföst atvinnustofnun hér, útsvars- álagning því eigi heimiluð ............ Th. Líndal, f. h. eigenda og vátryggjenda s/s Rensfjell og farms þess gegn hlutafé- laginu Ísland og gagnsök. Dráttaraðstoð Réttvísin gegn Gunnari Hermanni Vig- fússyni, Einari Einarssyni, Magnúsi Gisla- syni og Jóhanni Einarssyni. Brot gegn 177., sbr. 174. gr. hegningarlaganna .... . Jakob Möller og Benedikt Sveinsson gegn Pétri Jakobssyni. Frávísun. (Ómaksbætur) Sigurborg Bjarnadóttir gegn Birni Jóns- syni. Útiv.dómur .......00.... 000... Kristján Sigmundsson gegn Pétri Jakobs- syni. Úliydómur ss ms Hansína Inga Pétursdóttir gegn skipta- ráðandanum í Reykjavik og hæstaréttar- málaflutningsmanni Lárusi Fjeldsted fyr- ir eigin hönd og vegna firmans Köben- havns Saddelmagermagasin. Úrskurður um gjaldþrotaskipti ......000.0.00 0... Valdstjórnin gegn Wilhelm Buchholzt. Sýknuðöfnur Hágangstá og < til Brúnkolls 92, var togarinn þá að bera í Saltvík og var þá að minnsta kosti 67 sjómílu innan landhelgi. Kl. 14,25 var á varðskipinu dregið upp stöðvunarmerki MN. og blásið í eimpípu, til þess að á togaranum yrði tekið eftir stöðvunarmerkinu, enda logn og togarinn þá um 1800 metr. frá varðskipinu. Kl. 14,27 var frá varðskipinu skotið lausu skoti á togar- ann, kl. 14,28 aftur öðru lausu skoti, kl. 14,33 aftur þriðja lausu skoti, kl. 14,30 aftur fjórða skoti, kúluskoti, kl. 14,31% aftur fimmta skoti, kúluskoti, kl. 14,33 aftur sjötta skoti, kúluskoti, kl. 14,34 aftur 7. skoti, kúluskoti. Kl. 14,34 var eftirfarandi staðarákvörðun togarans gerð frá varðskipinu: Tjörnestá > 15?.40' Fossinn N. við Hringver > 37 Húsavíkurkirkja var þá togarinn rúmar 4 sjómílur innan landhelgi og um 1200 metra frá varðskipinu. Kl. 14,35 var frá varðskipinu skotið 8. skoti, kúluskoti, kl. 14,36 var skotið 9. skoti, kúluskoti, kl. 14,37 var skotið 10. skoti, kúluskoti, kl. 14,40 var skotið 11. skoti, kúlu- skoti, kl. 14,42 var skotið 12. skoti, kúluskoti, kl. 14,44 var skotið 13. skoti, kúluskoti, kl. 14,50 var skotið 14. skoti, kúluskoti, kl. 14,52 var skotið 15. skoti, kúluskoti, kl. 14,55 var skotið 16. skoti, kúluskoti, kl. 15,01 var skotið 17. skoti, kúluskoti, kl. 15,10 var skotið 18. skoti, kúluskoti, og voru 13 siðustu skot varðskipsins miðuð ýmist á reiða eða reykháf togarans, sem nam staðar fyrst kl. 15,14, og kl. 15,15 er varðskipið komið að togaranum. Er þá á varð- skipinu gerð eftirfarandi staðarákvörðun togarans: N. K. Lágey > 299 10 Tjörnesviti > 709 307 N. K. Lundey dýpi 150 m., er gefur stað togarans Í sm. utan landhelgi 503 og hafði varðskipið þá elt togarann 1 klst. og 5 mínútur með 10,5 til 11 milna hraða, nær því beint frá landi. Kærður, George Alfred Camburn, hefir í réttinum strax kannast við, að staðarákvarðanir varðskipsins væru rétt- ar, og síðar viðurkennt að hafa verið að botnvörpuveiðum á þessum slóðum í landhelgi þennan dag, nokkru áður en varðskipið kom að. Þá liggur fyrir í málinu vottorð 6 manna um að kærð- ur hafi verið að botnvörpuveiðum 17. maí s. 1. í landhelgi út af Kirkjuvogi og hafa vottorðsgefendur unnið eið að því, en skipherrann á varðskipinu Þór tekið staðar- ákvarðanir samkv. miðum þeim, er vottorðin greina, og gefur það stað togarans 2 og 2,3 sjómilur innan landhelgi. Kærður telur að verið geti, að hann hafi téðan dag verið að botnvörpuveiðum þarna í landhelgi, en að hann muni það ekki og að það hafi verið sér óafvitandi, ef svo hafi verið. Af því er framan segir, verður að telja fullsannað, að kærður hafi verið að botnvörpuveiðum innan landhelgi 17. maí s. 1. út af Kirkjuvogi og 2. þ. m. á Skjálfanda- flóa. Kærður hefir eigi áður sætt refsingu af hálfu þess opinbera. Kærður hefir með fyrrgreindu athæfi sínu gerzt brotlegur gegn 1. grein laga 5/1920 um bann gegn botn- vörpuveiðum í landhelgi og er sektin með tilliti til þess, að ísl. pappirskróna jafngildir nú kr. 81,74, sjá ennfrem- ur lög 4/1924, hæfilega ákveðin 14000 kr. sekt í Land- helgissjóð Íslands og afli og veiðarfæri, þar með taldir allir dragstrengir, upptækt og eign sama sjóðs. Ef sektin verður eigi greidd innan mánaðar frá lög- birtingu dóms þessa, komi í hennar stað 7 mánaða ein- falt fangelsi. Svo greiði og kærður allan af málinu löglega leiðandi kostnað, þar með talin málsvarnarlaun verjanda. Alf. Jónssonar, 40 kr. Á rekstri málsins hefir enginn óþarfa dráttur orðið. 504 Mánudaginn 7. marz 1932. Nr. 21/1931. Ólafur Thors (Jón Ásbjörnsson) Segn Gísla Guðmundssyni (Enginn). Meiðyrði. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 13. nóv. 1930: Framan- greind ummæli skulu vera dauð og ómerk. Stefndur, Gísli Guðmundsson, greiði 100 króna sekt í rikissjóð og komi í stað sektarinnar, ef hún verður ekki greidd áður en aðfararfrestur í máli þessu er liðinn, 6 daga einfalt fangelsi. Ennfremur greiði stefndur stefn- andanum, Ólafi Thors, kr. 75,00 í málskostnað. Dóminum að fullnægja innan fimmtán daga frá lög- birtingu hans, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Við þingfestingu máls þessa í hæstarétti 29. maí þ. á. var mætt af hálfu beggja aðilja og var málinu þá með samþykki umboðsmanns stefnda frestað til októbermánaðar. En er málið þá skyldi flutt, mætti enginn af hálfu stefnda og hefir málið þvi verið rekið skriflega samkv. 1. lið 2. mgr. 38. gr. hæsta- réttarlaganna og er dæmt samkv. N. L.1—4. 32. og 2. gr. tilsk. 3. júni 1796. Áfrýjandi hefir krafizt þess fyrir hæstarétti, að hin ídæmda refsing verði þyngd eftir því sem lög frekast leyfa, að ákvæði undirréttardómsins um ómerkingu meiðyrðanna verði staðfest og að stefndi verði dæmdur til að greiða málskostnað í undirrétti og hæstarétti eftir mati réttarins. Svo sem tekið er fram í hinum áfrýjaða bæjar- þingsdómi, eru hin átöldu ummæli mjög meiðandi og móðgandi fyrir áfrýjanda og ekki réttlætt að neinu leyti. Ber því að staðfesta undirréttardóminr 505 um ómerking þeirra og sekta stefnda fyrir þau samkv. 218 gr., sbr. 217. gr. hinna almennu hegn- ingarlaga. Sömuleiðis á stefndi samkv. tilsk. 11. ágúst 1819 að greiða sekt fyrir það, að hann mætti eigi fyrir sáttanefnd Reykjavíkur við sáttaumleit- un í málinu. Þykir sektin hæfilega ákveðin í einu lagi 300 kr., er renni Í ríkissjóð, og komi 20 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún verður eigi greidd innan 30 daga frá birtingu dóms þessa. Ákvæði undirréttardómsins um málskostnað í héraði skal óraskað, en stefndi greiði áfrýjanda málskostnað í hæstarétti, er ákveðst 200 kr. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Gísli Guðmundsson, greiði 300 kr. sekt í ríkissjóð, er afplánist með 20 daga ein- földu fangelsi, ef hún verður eigi greidd inn- an 30 daga frá birtingu dóms þessa. Um ómerkingu hinna átöldu ummæla og um málskostnaðargreiðslu í héraði skal hinum á- frýjaða dómi óraskað, en stefndi greiði áfrýj- anda, Ólafi Thors, málskostnað í hæstarétti með 200 kr. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er eftir árangurslausa sáttatilraun höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 6. júní s. l., af Ól- afi Thors alþingismanni, hér í bæ, gegn ritstjóra Tímans, Gísla Guðmundssyni, cand. mag., út af ummælum, er birt- ust í 25. tölublaði nefnds vikublaðs, er út kom 3. mai s. 1. 506 i grein með yfirskriftinni: „Og svo ætlar þá þessi von að bregðast lika“ og undirrituð var dulmerkinu „B.F.“ Hin átöldu ummæli hljóða svo: a) „Helzt er að sjá að ráðabrugg um að eyðileggja póli- tíska starfsemi J. J. með því að gefa út um hann fals- vottorð hafi verið á seiði frá því í fyrrasumar, en magn- azt með vetrinum. Voru í samsæri þessu tvennskonar menn. Annars vegar fáfróðir og félagslega ómenntaðir læknar ...... en á hinn bóginn úr hópi svæsnustu andstæðinga Framsóknar, fólk eins og Ólafur Thors ...... SR Síðar í greininni segir svo um stefnanda: ) óm Þetta andvarp sýndi að þessum íhaldsmanni eru kær veikindi eins og hálsbólga. En miklu dýrmæt- ari var þó geðveiki. Slíkt vottorð var kaupandi dýru verði ...... “ Hefir stefnandi krafizt þess, að framangreind ummæii, sem hann telur öll meiðandi fyrir sig, verði dæmd dauð og ómerk og að stefndur, sem ber ábyrgð á þeim, verði dæmd- ur í hæfilega refsingu fyrir þau. Svo krefst hann og máls- kostnaðar eftir mati réttarins. Stefndur hefir mótmælt kröfum stefnanda og krafizt svknu af þeim og málskostnaðar hjá honum að skað- lausu. Sýknukröfuna byggir stefndur á því, að ummælunum í fyrri klausunni undir a, sé ekki beint að stefnanda. Hann sé aðeins nefndur sem dæmi upp á svæsnustu andstæðinga Framsóknarflokksins, en enganveginn átt við það, að hann hafi tekið þátt í samsæri því gegn Jónasi Jónssyni ráð- herra, sem vikið er að í greininni. Á þessa mótbáru verður þó ekki fallizt, að öðru leyti en því, að orðin „Annarsvegar fáfróðir og félagslega 6- menntaðir læknar“, virðist ekki eiga við stefnanda og á hann því ekki sókn út af þeim og verða þau því ekki ó- merkt, eða stefndur látinn sæta refsingu fyrir þau í þessu máli. Hinsvegar er ekki hægt að skilja hin önnur ummæli klausunnar, þegar hún er tekin í samhengi við það sem á undan kemur og eftir fer Í greininni, öðruvísi en svo, að stefnandi sé einn þeirra manna, sem tekið hafa þátt í „ráðabruggi um að eyðileggja pólitiska starfsemi J. J. með því að gefa út um hann falsvottorð“. Slík aðdróttun er að 507 sjálfsögðu mjög meiðandi fyrir stefnanda og þar sem stefndur hefir ekki gert tilraun til að réttlæta hana, ber að taka kröfu stefnanda um ómerkingu á klausunni, að und- antekinni áðurgreindri setningu, svo og um refsingu fyrir hana, til greina. Þá telur stefndur, að síðari klausan (undir b) sé sönn og byggir þá staðhæfingu á því, að í umræðuparti Al- Þingistíðindanna frá 1930 sé skjalfest, að stefnandi hafi látið í ljósi ánægju sína yfir því, að ráðherrann sótti eigi þingfundi um nokkurt skeið, en vitanlegt sé, að orsökin til fjarveru hans hafi verið sú, að hann þá lá rúmfastur, vegna hálsbólgu. En nú hafi stefnandi ekki getað búizt við, að hálsbólgan entist til þess að hindra ráðherrann frá því að mæta á þingi til langframa, og hefði honum því og fylgifiskum hans verið dýrmætara að ráðherrann hefði verið haldinn af geðveiki, því að þá mátti gera ráð fyrir miklu lengri fjarveru. Þó stefnandi kunni að hafa látið í ljósi, að hann sakn- aði ekki ráðherrans af þingi, þá er ekki hægt eins og stefndur gerir að telja sannað, að honum hafi verið kær veikindi ráðherrans, hvað þá að hann hafi frekar æskt. að ráðherrann væri haldinn geðveiki en hálsbólgu og tal- ið vottorð þess efnis kaupandi dýru verði, eins og fallast verður á hjá stefnanda að gefið sé í skyn síðast í um- ræddri klausu, og þar sem ummælin í klausu þessari eru mjög móðgandi fyrir stefnanda, ber einnig að ómerkja og láta stefndan sæta refsingu fyrir þau. Þykir refsingin, sem stefndur hefir unnið til, fyrir öll hin tilgreindu ummæli eftir atvikum og öllum mála- vöxtum hæfilega ákveðin 100 króna sekt í ríkissjóð, og komi í stað sektarinnar, ef hún verður ekki greidd áður en aðfararfrestur í máli þessu er liðinn, 6 daga einfalt fang- elsi. Þá greiði stefndur og stefnandanum kr. 75,00 í máls- kostnað. Orðin „ausið niði“ í sóknarskjali stefnanda skulu vera ómerk, en ekki þykir ástæða til þess að sekta fyrir þau. 33 508 Miðvikudaginn 9. marz 1932. Nr. 65/1931. Réttvísin (Th. B. Lindal) gegn Einari Jóhannssyni (Eggert Claessen). Brot gegn 259. gr. alm. hegn.laga. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 29. maí 1931: Ákærður. Einar Jóhannsson, sæti fangelsi við venjulegt fangaviður- væri í 20 daga og greiði allan kostnað sakarinnar, og þar á meðal kr. 35,00 til verjanda sins Eggerts Claessen, hrm.flm. Hann skal og greiða eiganda Hótel Borg, Jóhannesi Jósefssyni, kr. 821,10 innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Ef ákærður greiðir framannefnda skuld innan þess tíma, sem þar er tiltekinn, skal fullnustu refsingar frestað og hún falla niður, nema ákærður í næstu 5 ár frá upp- sögn dóms þessa sæti ákæru í opinberu máli fyrir glæp drýgðan af ásettu ráði og sé í því máli dæmdur til þyngri refsingar en sekta. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Með framhaldsrannsókn, sem gerð var samkv. úrskurði hæstaréttar, uppkveðnum 21. okt. s. 1., hefir nokkru nánari upplýsinga í máli þessu verið aflað. Samkvæmt þeim tók ákærði sér dvöl á gisti- húsinu: hinn 26. nóv. 1930, eða 6 dögum fyrr en tal- ið er í hinum áfrýjaða dómi. Þá hafa og fengizt nánari upplýsingar um efnahag ákærða, sérstak- lega um þær líkur, er hann taldi hafa verið á því, að hann gæti aflað sér fjár til þess að borga með fyrir dvöl sína á gistihúsinu, og sýnast þær líkur hafa verið svo litlar, að það atriði geti eigi leyst ákærða undan refsingu fyrir sviksamlegt atferli. 509 Brot hans þykir réttilega heimfært undir 259. gr. hegningarlaganna og þykir refsingin fyrir það hæfilega ákveðin 10 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Svo greiði ákærði og Jóhannesi Jósefssyni veitingamanni kr. 821,10. Allan kostn- að sakarinnar í héraði og í hæstarétti greiði ákærði, þar með talin málflutningslaun sækjanda í hæsta- rétti, 100 kr. og verjanda í héraði og í hæstarétti 135 kr. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Einar Jóhannsson, sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 10 daga. Svo greiði hann og Jóhannesi veitingamanni Jósefssyni kr. 821,10. Allan sakarkostnað í héraði og í hæstarétti greiði ákærði, þar á meðal málflutningslaun skipaðs sækjanda í hæstarétti, Theodófs B. Lindal, 100 kr., og málflutningslaun verjanda sins í héraði og í hæstarétti, Eggerts Claessen, 135 kr. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af réttvísinnar hálfu, gegn Einari Jóhannssyni, atvinnulausum, til heimilis hér í bænum, fyrir brot gegn ákvæðum 26. kapitula alm. hegnl. frá 25. júni 1869. Málavextir eru þeir, sem nú skal greina og sannaðir eru með framburði vitna og játningu ákærðs sjálfs. Ákærður kvaðst hinn 2. dezember síðastliðinn hafa flutt inn á herbergi nr. 107 á Hótel Borg hér í bænum, en 510 fór þaðan 2. febrúar síðastliðinn og skuldaði þá hótelinu kr. 821,10. Hann heldur því fram, að hann hafi ætlað sér að greiða kostnaðinn við uppihald sitt á hótelinu, en sér hafi brugðizt peningar. Ákærður hefir ekki getað gert grein fyrir neinum tekj- um að ráði síðastliðið ár, enda kveðst hann hafa lagt alla vinnu sína í það að semja bók, sem hann kallar „Upp- götvanir og framkvæmdir“. Ekki hefir ákærður heldur getað gert grein fyrir því, að hann hefði neina líklega von um tekjur til að borga hótelskuldina, því eignir kveðst ákærður engar eiga nema jörð eina norður í Skagafirði, Helgustaði í Flókadal í Fljótum, en sú jörð er veðsett full- komlega fyrir andvirði hennar og atvinnu hefir ákærður enga haft. Ákærður hefir haldið því fram sér til máls- bóta, að skrifstofustjóri hótelsins hafi ekki gengið ríkt eftir að reikningurinn yrði borgaður fyrr en eftir á og að hann hafi þá greitt kr. 50,00 upp í hótelskuldina og farið sjálfur í burtu, og svo hafi hann haft von um að fá peninga upp úr sölu framannefndrar bókar. Hvað bókinni viðkemur er ekki líklegt, að hún verði gróðrafyrirtæki frekar en aðrar fræðibækur, svo sú tekju- von, sem ákærður byggir á sölu hennar, virðist ekki vera nægileg afsökun. Á hvern hátt skrifstofustjóri hótelsins hefir farið að því að ná hjá kærðum þeirri skuld, sem hann var kominn í við hótelið, hvort hann hefir farið að því með meiri eða minni lempni skiftir ekki máli í þessu sambandi. Aðalatriði málsins er það, að ákærður flutti þarna inn á hótelið eins og venjulegur hótelgestur án þess að nokkrir sérsamningar ættu sér stað um veru hans og því vitanlega gengið út frá, að hann greiddi vikulega uppi- hald sitt á hótelinu eins og hótelgestir þar og virðast ann- arsstaðar gera. En ákærður var atvinnulaus maður og hafði hvorki von um atvinnu né peninga til að greiða uppihald sitt á svo dýrum stað. Þetta athæfi ákærðs ber að áliti dómarans að heimfæra undir 259 gr. alm. hegnl. frá 25. júní 1869. Ákærður er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 13. október 1892, og hefir ekki sætt ákæru né refsingu áður fyrir nokkurt afbrot. Refsing sú, sem hann hefir tilunnið fyrir framangreint athæfi, álítur dómarinn hæfilega ákveðið fangelsi við öll venjulegt fangaviðurværi í 20 daga, svo greiði hann og allan kostnað sakarinnar, og þar á meðal kr. 35 til verj- anda síns Eggert Claessen hrm.flm. Hann skal og greiða Jóhannesi Jósefssyni, eiganda Hótel Borg, kr. 821,10. Með tilliti til ungs aldurs ákærðs og hér er um fyrsta afbrot að ræða, þykir mega ákveða, að refsing hans skuli vera skilorðsbundin samkv. ákvæðum 1. gr. laga nr. 39 frá 16. nóv. 1907, ef ákærður greiðir framangreinda skuld innan 15 daga frá uppsögn dóms þessa. Á máli þessu hefir enginn óþarfa dráttur orðið. Miðvikudaginn 9. marz 1932. Nr. 115/1931. Valdstjórnin (Guðm. Ólafsson) segn Sigurði Sveini Sveinssyni (Magnús Guðmundsson). Ölvun. Dómur lögregluréttar Neskaupstaðar 12. maí 1931: Sig- urður Sveinn Sveinsson sæti 80 kr. sekt í ríkissjóð, er af- plánist með 8 daga einföldu fangelsi, ef hún er ekki greidd innan mánaðar frá birtingu dóms þessa. Þá greiði og kærður allan af máli þessu leiddan og leiðandi kostnað. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Í málinu er það nægilega sannað, svo sem segir í lögregluréttardóminum, að kærði hefir í umrætt skipti verið ölvaður á almannafæri og með því serzt brotlegur gegn 16. gr. laga nr. 64, 19. maí 1930, og með því refsingin samkv. 36. gr. laganna þykir hæfilega ákveðin af héraðsdómaranun, 80 kr. sekt í ríkissjóð og einnig verður fallizt á vararefsingar- og málskostnaðarákvæði dómsins, ber að staðfesta hann. 512 Kærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun til sækjanda og verjanda í hæstarétti, 40 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða lögregluréttardómi skal óraskað, og telst greiðslufrestur sektarinnar frá birtingu dóms þessa. Kærði, Sigurður Sveinn Sveinsson, greiði „allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, málflutningsmannanna Guðmundar Ólafssonar og Magnúsar Guðmundssonar, 40 kr. til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Sigurði Sveini Sveinssyni, verkamanni, Brennu, hér í bæ, fyrir brot gegn ákvæðum áfengislaga nr. 64 frá 19. mai 1930, gr. 16. Málavextir eru þeir, sem nú skal greina og sannaðir með eigin játningu kærðs, sem kemur heim við það, sem á annan hátt er upplýst í málinu. Á tímanum milli kl. 2—3 e. h. sunnudaginn 3. maí síð- astliðinn hitti kærður Jón Vigfússon múrara, sem bauð honum með sér uppá herbergi Guðm. Guðjónssonar, Strandgötu 9 hér í bænum, og drukku þeir þar saman upp úr einni flösku af portvíni úr áfengisverzlun Seyðisfjarð- ar. Að þessu loknu fór kærður út á veitingastofu Ragn- heiðar Ásmundsdóttur í Nýjakastala og drakk þar eitt- hvað af öli og er hann fór þaðan nokkru síðar var hann orðinn allmikið ölvaður. Fór kærður þá að dyrum veit- ingastofu Guðrúnar Sigurðardóttur og ætlaði að fara þar inn, en er þar var læst tók hann að sparka í hurðina. Kom 513 þá þar að Kristján Sigtryggsson kaupm. og skipaði mætta burtu, en hann fór þó eigi strax, en elti Kristján, er hann snéri inn í íbúð sína eldhúsdyramegin og læsti eftir sér. Meðan kærður var að reyna að komast inn eldhúsmegin að íbúð Kristjáns Sigtryggssonar, bar þar að Einar Ein- arsson og fylgdist kærður með honum inn Strandgötu og heim til sín í Brennu. Síðan voru tveir menn yfir mætta á heimili hans samkvæmt beiðni konu kærða, langa hríð, að því er þeir hafa borið, þar sem hann hafi verið svo ölvaður. Kærður hefir samkvæmt framansögðu orðið brot- legur við 16. gr. áfengislaga nr. 64 frá 19. maí 1930. Kærður hefir áður sætt 1000 kr. sekt og 5 daga ein- földu fangelsi fyrir óleyfilega bruggun, samkv. hæstarétt- ardómi 2. dez. 1929. Refsing sú, er kærður hefir unnið til samkvæmt 36. gr. fyrrnefndra áfengislaga, þykir hæfilega ákveðin 80 kr. sekt í ríkissjóð, er greiðist innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa, ella sæti kærður í hennar stað átta daga ein- földu fangelsi. Ennfremur greiði kærður allan af máli þessu löglega leiddan og leiðandi kostnað. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Föstudaginn 11. marz 1932. Nr. 116/1931. Réttvísin og valdstjórnin (Jón Ásbjörnsson) gegn Sigurjóni Kristjánssyni (Theódór B. Lindal). Þjófnaðarítrekun, áfengislagabrot. Dómur aukaréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 29. sept. 1931: Ákærður, Sigurjón Kristjánsson, sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 3 mánuði, fyrir þjófnað í ann- að sinn, en fyrir ólöglega bruggun og sölu áfengis sæti hann 10 daga einföldu fangelsi, og greiði innan 40 daga frá lögbirtingu dóms þessa kr. 500,00 í sekt, en ella afplánist 514 sektin, að undangengnu árangurslausu fjárnámi, með ein- földu fangelsi í 31 dag. Ákærður greiði og allan af málinu leiddan og leiðandi kostnað. Áhöld þau, er notuð hafa verið við áfengisbruggunina, eru upptæk gerð og eyðileggist. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Svo sem segir í hinum áfrýjaða aukaréttardómi, sem skotið hefir verið til hæstaréttar af réttvísinn- ar og valdstjórnarinnar hálfu, hefir ákærði gerzt sekur um þjófnað framinn í annað sinn. Afbrot þetta heyrir undir 8. gr. laga nr. 51, 7. maí 1928 og þykir refsingin fyrir það hæfilega ákveðin 90 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Í annan stað er það sannað, að ákærði hefir eins og segir í dóminum, gerzt sekur um tilbúning og sölu áfengs drykkjar, og heyrir brot þetta undir 6. gr., sbr. 30. gr. og 11. gr., sbr. 32. gr. laga nr. 64, 19. maí 1930. Ákveðst refsingin fyrir það 20 daga fang- elsi við venjulegt fangaviðurværi og 800 kr. sekt í ríkissjóð, er afplánast með 40 daga einföldu fang- elsi, fáist hún eigi greidd innan 30 daga frá birt- ingu dóms þessa. Ákvæðum dómsins um upptöku áhalda þeirra, sem notuð hafa verið við áfengisgerðina, og um málskostnað skal óraskað. Ákærða ber að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækj- anda og verjanda í hæstarétti, 60 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Sigurjón, Kristjánsson, sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 110 daga og ö15 greiði 800 kr. sekt í ríkissjóð, er afplánist með 40 daga einföldu fangelsi, fáist sektin eigi greidd innan 30 daga frá birtingu dóms þessa. Ákvæðum aukaréttardómsins um upptöku áhalda, sem notuð hafa verið við áfengisgerð- ina, og um málskostnað skal óraskað. Svo greiði ákærði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, málflutn- ingsmannanna Jóns Ásbjörnssonar og Theð- dórs B. Líndal, 60 kr. til hvors. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Með eigin játningu ákærða, þurrabúðarmanns Sigurjóns Kristjánssonar, til heimilis á Klapparstíg nr. 1 í Keflavík i Gullbringusýslu, sem kominn er yfir lögaldur saka- manna, og sem með dómi aukaréttar Gullbringu- og Kjós- arsýslu, uppkveðnum 22. marz 1924, hefir verið dæmdur í 8 mánaða betrunarhúsvinnu fyrir innbrotsþjófnað, og öðr- um upplýsingum í málinu, er það nægilega sannað, að hann að morgni dags, 16. júnímánaðar þ. á., hafi farið að heiman með bifreið áleiðis til Reykjavíkur óölvaður, en haft með sér 3 flöskur af áfengi, af honum sjálfum brugg- uðu heima fyrir í Keflavík, sem hann drakk nokkuð af á leiðinni til Hafnarfjarðar, hvar hann hitti á bifreiðarstöð- inni þar 2 unga menn, sem hann bauð að bragða á áfengi þessu, og hafði um orð, að hann myndi geta selt 1 eða 2 flöskur af áfengi þessu, sem þeir þegar brögðuðu á, og urðu svo menn þessir samferða honum til Reykjavíkur í almenningsbifreið og neyttu þá enn meira af áfenginu, sem kærður hafði meðferðis, svo þeir urðu þegar allmikið ölv- aðir. Þegar á Þifreiðarstöðina í Reykjavík kom, fékk ákærður bifreiðina sér leigða um bæinn og til Hafnar- ö16 fjarðar, og fóru þeir allir þrir upp í hana þar aftur, sem að ráði ákærða flutti þá vestur á Bræðraborgarstig, hvar ákærður fór út úr bifreiðinni og hvarf hinum um stund- arsakir, og hélt bifreiðin svo áfram til Hafnarfjarðar með ákærða og þessa félaga hans, sem báðir voru þá mjög ölv- aðir orðnir, og sofnaði annar þeirra á leiðinni, en þá féll peningaveski úr vasa hans, sem hinn félaginn stakk á sig í því skyni að geyma það, en er til Hafnarfjarðar kom var maður þessi borinn inn á heimili hans, og hafði þá pen- ingaveskið, sem í voru 250.00 kr. í bankaseðlum, dottið í sætið þar í bifreiðinni, en menn þeir, er fluttu hinn ölv- aða mann inn til sín, veittu því eftirtekt, að ákærður þá tók veskið úr bifreiðarsætinu og stakk því á sig í því að þeir fluttu manninn frá bifreiðinni, en síðar neitaði hann að svo hefði verið, og kvaðst eigi neitt vita um það, hvað af veskinu hefði orðið, en fyrir rétti daginn eftir, kvað hann svo hafa verið, og að hann hefði kastað veskinu fram í fjöru hér í bænum, en hirt innihald þess, eða fyrr- greindar 250.00 kr., sem hann kvaðst hafa falið undir steinum í hrauni vestan til í bænum, hvar hann eftir all- mikla leit fann peninga þessa, og afhenti þá lögregluþjóni, sem var með í leitinni, og voru þeir síðan afhentir eigand- anum, sem ekki gerir neinar kröfur til skaðabóta fyrir pen- ingaveskið, sem ekki hefir fundist og nokkra smápeninga, sem í því áttu að vera. Erindi mætta vestur á Bræðraborg- arstig segir hann að verið hafi það, að ná þar í 4 fl. af heimabrugguðu áfengi, er hann frá því deginum áður hafði þar geymdar undir kassa á víðavangi á milli húsa, og á leiðinni til Hafnarfjarðar samdist svo um á milli ákærða og annars félagans, að hann keypti af honum 4'fl. fyrir alls 32 krónur, og er maður þessi, eins og fyrr segir, var fluttur úr bifreiðinni inn á heimili hans hér, bar ákærður sjálfur flöskur þessar inn þangað, en borgun fékk hann eigi, og er það upplýst, að flöskum þessum með innihaldi hafi verið kastað út í hraun þar í nánd við húsið, og þær brotnað þar, með því að álitið var, að í þeim væri bað- meðal eða þessháttar, af lyktinni að dæma. Við húsrannsókn, er fram fór á heimili ákærða, fundust bruggunaráhöld og áfengisger, og virðist nægilega upplýst vera, að hann sjálfur hafi bruggað allt það áfengi, er fyrr greinir, og jafnframt hefir hann játað, að hann í marzmán- öl7 uði síðastliðnum hafi byrjað á bruggun áfengis, og brugg- að alls ca. 100 þriggja pela flöskur af áfengi úr ca. 400 litrum af ólöguðum gervökva, sem hann hafi drukkið sjálfur og selt öðrum. Kveðst ákærður umræddan dag, 16. júní þ. á., hafa. ver- ið með fullu ráði, þar til hann sofnaði út í hrauni, eftir að hafa falið þar umrædda peninga, en kveðst þó hafa framið þjófnaðinn ölvaður, og í bruggun áfengis kveðst hann hafa ráðizt vegna yfirvofandi fátækraflutnings á- samt konu og börnum. Þjófnaðarafbrot ákærða, er fyrr greinir, heyrir undir 232. gr. hinna almennu hegningarlaga frá 25. júní 1869, og þykir hegning sú, er hann fyrir það hefir til unnið, eftir atvikum öllum, hæfileg vera fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 3 mánuði. Fyrir áfengisbruggunina ber að dæma ákærðan, samkv. VI. kafla áfengislaganna, nr. 64, 19. mai 1930, eða eftir 6. gr. laganna, sbr. 30. gr. sömu laga, í einfalt fangelsi í 10 daga og í 500 kr. sekt til ríkissjóðs, er greiðist innan 40 daga frá lögbirtingu dóms þessa, en ella ber að afplána sektina, að undangengnu árangurslausu fjárnámi, með ein- földu fangelsi Í 31 dag. Ákærður greiði og allan af málinu leiddan og leiðandi kostnað. Áhöld þau, er notuð hafa verið við áfengisbrugg- unina eða tilbúning fyrrumgetins áfengis, ber að gera upp- tæk, og eyðileggist. Það vottast, að rekstur málsins í héraði hafi verið lög- mætur og enginn ónauðsynlegur dráttur á því. kr 518 Mánudaginn 14. marz 1932. Nr. 88/1931. Metúsalem Jóhannsson, f. h. m/s. Hænis, og Ásgeir Þorsteinsson, f. h. Samtryggingar íslenzkra botnvörp- unga (Jón Ásbjörnsson) segn Pálma Loftssyni, f. h. Skipaútgerð- ar ríkisins og gagnsök (Stefán J. Stefánsson). Björgunarlaun tildæmd varðskipi útbúnu með björgunartækjum. Dómur sjóréttar Reykjavíkur 11. júlí 1931: Stefndir, eigandi og vátryggjendur m/s Hænir R. E. 261, Metúsalem Jóhannsson og Samtrygging íslenzkra botnvörpunga, greiði stefnanda, Pálma Loftssyni, f. h. Skipaútgerðar rík- isins, kr. 10,000,00 — með 5% ársvöxtum frá 8. jan. þ. á. til greiðsludags, og hefir stefnandi sjóveðrétt fyrir hinni tildæmdu upphæð í nefndu skipi. Málskostnaður fellur niður. Dóminum ber að fullnægja innan Jja sólarhringa frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Máli þessu hafa báðir aðiljar skotið til hæstarétt- ar, aðaláfrýjendur með áfrýjunarstefnu, útg. 25. ág. s. 1. og gagnáfrýjandi með gagnáfrýjunarstefnu, útg. 16. sept. s. 1. Hafa aðaláfrýjendur hér fyrir rétt- inum gert þær kröfur, að fjárhæð sú, er þeir með undirréttardóminum voru dæmdir til að greiða, verði lækkuð þannig, að gagnáfrýjanda verði til- dæmd hæfileg þóknun fyrir björgunina eftir mati réttarins, og að sér verði tildæmdur hæfilegur máls- kostnaður í báðum réttum. Gagnáfrýjandi hefir hinsvegar krafizt þess, að sér verði tildæmdar 25000 kr. í björgunarlaun, eða til vara lægri upp- 519 hæð eftir mati réttarins, með 6% ársvöxtum frá 8. jan. 1931 til greiðsludags, að viðurkennt verði með dómi, að hann eigi sjóveðrétt í m/s Hæni fyrir upp- hæð þessari, og að sér verði tildæmdur málskostn- aður í báðum réttum eftir mati hæstaréttar. Aðaláfrýjendur halda því fyrst og fremst fram, að þar sem Ægir sé ríkisskip, þá beri því ekki björgunarlaun eftir sömu reglum og skipum, sem eru eign einstakra manna, heldur aðeins þóknun fyrir björgunina, er miðist við beinan kostnað varðskipsins við hana. Telja þeir, að landsstjórnin hafi með tilgreindum ummælum dómsmálaráð- herra á Alþingi 1928 lýst því yfir, svo að skuldbind- andi sé, að eigi myndu verða heimt venjuleg björg- unarlaun af hennar hálfu fyrir hjálp, er varðskip ríkisins kynnu að veita skipum, sem stödd eru í neyð. Um varnarástæðu þessa, sem einnig lá fyrir sjó- dóminum, en sjódómurinn tók enga afstöðu til við dóm sinn í málinu, eins og honum þó bar að gjöra, skal þess fyrst getið, að eigi verður talið, að nein slik skuldbindandi yfirlýsing felist í umræddum ummælum dómsmálaráðherrans. Að öðru leyti skal það tekið fram, að það má teljast alþjóðarréttar- regla, er gildir þar sem lög hlutaðeigandi lands eigi mæla öðru vísi fyrir, að eigi sé heimilt að krefj- ast ríkinu til handa björgunarlauna af skipum, er herskip bjarga, þó sumstaðar sé talið, að þeim mönnum af áhöfn herskipsins, er að björguninni vinna, beri réttur til björgunarlauna með svipuð- um hætti og áhöfn annara skipa, er að björgun vinna. Regla þessi byggist á þeirri skoðun, að það sé eitt af aðalhlutverkum herskipa, að veita öðr- um skipum hjálp, sem í vanda eru eða neyð. Um önnur skip, sem ríkiseign eru, en herskip, t. 520 d. kaupför, verður aftur á móti eigi talið, að slík alþjóðaréttarregla gildi. Um aðstöðu varðskipanna íslenzku að þessu leyti, eru engin ákvæði í íslenzkum lögum. Ísland á eng- an herflota og verða þau því eigi talin til herskipa beinlínis, enda þó löggæzlustarf það, er þeim er ætl- að, sé venjulega falið herskipum hjá þeim þjóðum, sem herflota eiga. Ægir er búinn út með björgunartækjum framar því, sem títt mun vera um slík varðskip og virðist því vera ætlað að vinna frekara að björgun en slík- um skipum að jafnaði er ætlað. Þykir með tilliti til þessa eigi vera ástæða til að hafna kröfu gagná- frýjanda um björgunarlaun, af þeirri ástæðu, að hún færi í bága við áðurnefnda alþjóðarréttareglu. Því er eigi mótmælt, að önnur skilyrði fyrir því að að björgunarlaun eigi að greiða séu fyrir hendi í þessu tilfelli og er ágreiningurinn í máli þessu að öðru leyti um það eitt, hversu há björgunarlaunin skuli vera. Með tilliti til þess hversu mikilli hættu Hænir var í, til þess hversu vel björgunin tókst, til verklægni þeirrar og atorku, er bjargendur virðast hafa unnið með að björguninni, til þess að ferð Ægirs á strandstaðinn, björgunin sjálf og flutning- ur Hænis til Akureyrar tók rúmlega tvo sólar- hringa, og til annara atvika við björgunina, þá þykja björgunarlaunin hæfilega ákveðin í hinum áfrýjaða dómi 10000,00 kr. og ber því að staðfesta hann að niðurstöðu til, en málskostnaður í hæsta- rétti þykir rétt að falli niður. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða dómi skal óraskað. Málskostnaður í hæstarétti fellur niður. 521 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta hefir höfðað með stefnu, dags. 8. jan. þ. á., Pálmi Loftsson, f. h. Skipaútgerðar ríkisins, gegn stefnd- um, Metúsalem Jóhannsyni, eiganda m/s Hænir, og Sam- trygging ísl. botnvörpunga, vátryggjendum sama skips, til greiðslu 25,000 kr. björgunarlauna með 6% ársvöxtum frá stefnudegi til greiðsludags, og málskostnaðar að skaðlausu. Svo krefst stefnandi, að honum verði tildæmdur sjóveð- réttur í m/s Hænir R. E. 261 fyrir hinum tildæmdu upp- hæðum. Stefndir hafa krafizt aðallega, að stefnanda verði til- dæmd hæfileg þóknun fyrir björgunina eftir mati réttar- ins, er miðist við beinan kostnað varðskipsins, en til vara að krafan um björgunarlaun verði lækkuð stórlega, og þau sett hæfileg að mati réttarins, og eigi hærri en 5000 kr., málskostnaðarkröfu stefnanda mótmæla stefndir einnig og krefjast málskostnaðar sér til handa eftir mati réttarins. Tildrög málsins eru þau, að m/s Hænir sigldi í þoku aðfaranótt 25. ágúst f. á. upp á grunn vestan á Rifstanga á Melrakkasléttu. Þegar eftir að skipið tók niður fóru skips- menn í land á bátum frá skipinu, nótabátum og léttibát og björguðu þeim og nótinni ásamt farangri skipsmanna á land og undan sjó. Hafðist skipshöfnin síðan við að mestu leyti í landi á bænum Rifi þar til varðskipið Ægir, að því er virðist að beiðni eiganda, kom á strandstaðinn 3. sept. og sótti skipshöfnina að undanteknum skipstjóra, sem framvegis hafðist við í Rifi. Í umrætt sinn athugaði skip- herrann á Ægi dýpi og botnslag umhverfis hið strandaða skip með þá möguleika fyrir augum að draga mætti það af grunni. Árdegis 4. sept. kom varðskipið með skipverja Hænis til Siglufjarðar. Gaf þá stefnandi stefndum kost á því, að varðskipið gerði tilraun til að draga Hænir á flot, gegn því að setja 5000 króna tryggingu fyrir skemmdum á Þbjörgunartækjum. Þessu tilboði tóku vátryggjendur Hænis jafnframt því að þeir samþykktu, að varðskipið leigði kafara fyrir 500 kr. og beiddust vátryggjendur þess, að tilraunin væri gerð svo fljótt sem kostur væri, en aðrir samningar um björgunina eða laun fyrir hana voru ekki gerðir. Þann 6. sept. tók varðskipið kafara, „ásamt öllu til- heyrandi“ á Akureyri og lögðu þegar af stað á strandstað- 522 inn og var undirbúningur hafinn þar um miðjan næsta dag til þess að draga Hænir út. Var unnið þann dag allan að þéttingu Hænis og að velta honum yfir á stjórnborðs- hlið, haldinn vörður og unnið um nóttina, skemmdir þéttaðar á bakborðshlið og kl. 10,22 árd. 8. sept. var byrj- að að hala í Hænir og eftir 7 mínútna tog rann hann af grunninu. Kl. 2,40 síðdegis var búið að ganga frá öllu til undirbúnings drætti skipsins, og þá lagt af stað með það, og í þessari sömu ferð tók varðskipið nótabáta, léttibát og nót Hænis í land og flutti til Akureyrar. Hinn 9. sept. kl. 1,30 árd. var komið með skipið til Akureyrar og sam- kvæmt ósk vátryggjenda var það dregið upp í dráttar- braut Akureyrar, kl. 9,55 árd. til bráðabirgðaaðgerðar og allt, sem skipinu tilheyrði tekið þar til geymslu. Hænir er smíðaður 1913 úr furu, 60 tonn br., 55 tonn undir þilfari, 20 tonn nettó, með rúmri 100 hestafla hreyfivél og auk þess 4 hestafla hjálparvél. Var vátryggður hjá Samt. ísl. botnvörpunga fyrir 45 þús. kr. að viðbætt- um 15 þús. kr. Interesse fyrir algerðum skipstapa. Mat á verðmæti skipsins eftir björgunina, skemmdum og viðgerðarkostnaði hefir farið fram svo sem hér segir: Tveir menn útnefndir af bæjarfógetanum á Akureyri, samkv. beiðni skipherra varðskipsins, mátu skemmdir á skipi, bátum og veiðarfærum 9. sept. 1930 á 15 þús. kr. Þessu mati vildi gerðarbeiðandi ekki una, og útnefndi þá sama yfirvald 4 menn til að framkvæma yfirmat, er fram fór næsta dag, og mátu þeir téðar skemmdir á kr. 12,200. — Þessi síðari virðing tók þó ekki til radiotækja, sem í Hænir kváðu hafa verið og til nótarinnar. Hinn 16. sept. útnefndi áðurnefnt yfirvald enn 2 menn eftir beiðni forstöðumanns dráttarbrautar Akureyrar til að virða Hænir að framfarinni bráðabirgðaviðgerð þar, og fór sú virðing fram sama dag, og var skipið virt á 41,800 kr. Þessi virðing er eiginlega ekki byggð á verðmæti skips- ins, en virðingarmenn segja að úr því að skipið sé vátryggt fyrir 60,000 kr. og skemmdirnar hafi verið metnar á 12,200 kr., þá liggi beinast við að meta það 47,800 kr., en Þar sem skip séu lítt seljanleg og ekki í háu verði, en viðgerðir dýrar, „þvi margt virðist vera móti hvoru öðru nú á dög- um“, meta þeir skipið 41,800 kr. eins og sagt var. Við þetta mat vildi gerðarbeiðandi ekki una og útnefndi bæjarfóget- ö23 inn á Akureyri nú 4 yfirmatsmenn og hljóðar virðingar- gerð þeirra, dags. 17. sept., svo: „Í því ástandi, sem skip- ið er nú, virðum við það með vél og tilheyrandi á kr. 46.000. Á grundvelli þessara virðinga krefst skipherra varðskipsins í bréfi til stefnanda, dags. 20. sept., að heimt- uð verði 25 þús. króna björgunarlaun, og bendir á, að fyrir utan þá áhættu að fara með áhöld í land til björgun- arinnar, sem samkv. skrá hans voru 21865,66 kr. virði, og gátu á þessum stað „öll tapast við minnstu hreyfingu í sjónum, hefir varðskipið tvívegis farið langa leið fram og til baka, til þess að athuga skipið og bjarga því, og eins til þess að sækja kafarabúning og menn með honum til Akur- eyrar, sem þegar hefir verið greitt frá skipinu“. Eftir að hið bjargaða skip hafði verið flutt til Reykja- víkur voru þar, samkv. beiðni stefndu, dómkvaddir 2 menn til að meta skipið, þar sem það stóð í Slippnum, cg mátu þeir skipið með vél og tilheyrandi á kr. 30,000, og báða nótabátana auk þess á kr. 1500,00. Var síðan leitað tilboða um viðgerð á skipinu og komu 2 tilboð, annað á kr. 37035,00 og hitt á kr. 34800,00. Þessum tilboðum um viðgerð sáu vátryggjendur sér ekki fært að taka og lauk svo, að þeir auglýstu skipið til sölu 3. febr. þ. á., í tveim- ur dagblöðum bæjarins, í því ástandi, sem það var, eftir að Það var flutt hingað, og án þess að nokkur viðgerð færi fram á því, og seldu það utan uppboðs 15. apríl þ. á. fyrir kr. 13000,00, fyrir skipið með vél og tilheyrandi, en kr. 5700 fyrir nót og nótabáta. Það skal þegar tekið fram, að um björgunarlaun er ekki að ræða nema fyrir skipið sjálft, en um þóknun fyrir vinnu við og flutning á bátum og nót frá strandstaðnum til Akureyrar, og björgun skipsins er lokið af varðskipsins hálfu, þegar því var komið til Akureyrar. Nú er það enn- fremur að athuga við matsgerðir þær, er fram fóru á Ak- ureyri, að þar hefir ekki farið fram sérstök virðing á skip- inu sjálfu, það er hinu bjargaða verðmæti, því að bæði eru virðingargerðir þær, er fram fóru á skipinu á Akur- eyri, framkvæmdar eftir að bráðabirgðaviðgerð fer fram, án þess að getið sé, hver verðmætisaukning var að viðgerð Þessari og þær miðaðar við vátryggingarupphæð fyrir gjörvöllu skipstjóni, að frádregnu virðingarverði á skemmdum á skipi, bátum og nót, og svo hefir lögmæt stað- 34 ö2d festing þessara matsgerða, sem mótmælt hefir verið af stefndum sem röngum, ekki farið fram. Af þessum ástæð- um getur sjórétturinn ekki talið þessar virðingar sönnun um verðmæti hins bjargaða. Virðing sú, sem framkvæmd var á skipinu hér í Reykjavík, og sem mótmælt hefir ver- ið sem rangri og óstaðfestri, getur heldur ekki talizt full sönnun fyrir verðmæti skipsins eins og það var, er kom- ið var með það til Akureyrar að björgun lokinni, auk þess, sem virðingargerð þessi var ekki löglega framkvæmd. Og loks hefir stefnandi mótmælt því, að söluverð hins bjarg- aða skips sé gild sönnun fyrir verðmæti þess, og með til- liti til þess hvernig salan var framkvæmd og að hún fór ekki fram fyrr en rúmum 7 mánuðum eftir að björgunin fór fram, þykja mótmæli stefnanda hafa við rök að styðj- ast, enda þótt ekki hafi verið bornar brigður á það, að stefndur hafi ekki fengið annað eða hærra verð fyrir hið selda en áður er greint. Með tilliti til alls þessa og með hliðsjón af tilboðum þeim, sem gerð voru af 2 æfðustu og fullkomnustu skipasmíðastöðvum hér um viðgerð á skip- inu, verður engan veginn litið svo á, sbr. og ákvæði 230. gr. sigll., að verðmæti hins bjargaða komi aðallega til greina í þessu máli, er ákveða skal björgunarlaun fyrir þessa litlu, mannlausu, stórskemmdu fleytu, heldur tími, vinna og áhætta, sem lögð var í sölurnar til þess að draga hana af grunni samkv. ósk stefnds, sem hlaut að sjá að hér var miklu teflt fram til að bjarga litlu. Að vísu verður að neita því sem fjarstæðu, sem stefn- andi hefir haldið fram í máli þessu, að skipherra Ægis hafi farið að leggja varðskipið, sem kostar c. 930 þús. kr. í hættu til að draga þetta verðlitla skipsflak af grunni, en önnur björgunartækin hafa augljóslega verið lögð í mikla hættu, enda segir skipherrann það sjálfur. Þá er það og sýnt hér á undan, að varðskipið varði mjög miklum tíma og fyrirhöfn til starfs þessa, og það var leyst af hendi með tvímælalausri atorku, dugnaði og verklægni. Ennfremur ber að líta á það, að varðskipið er sérstaklega útbúið til björgunar, þótt skipið sé ekki gert út til að reka björgun- arstarfsemi sem atvinnurekstur, þar sem tækjum þessum verður stöðugt að halda við með miklum kostnaði. Samkvæmt þessu, sem nú hefir verið talið, litur sjórétt- urinn svo á, að stefnanda beri að tildæma í björgunarlaun, 525 og fyrir útlagðan kostnað við kafara, og fyrir vinnu við. báta og nót og flutning þessa til Akureyrar, samtals upp- hæð, sem með hliðsjón af hinu bjargaða verðmæti, þykir eiga að nema 10,000 krónum þar í einnig innifalinn kostn- aður við mál þetta. Í vexti ber stefndu að greiða 5% af upphæðinni frá stefnudegi og ber stefnanda sjóveðréttur i m/s Hænir R. E. 261 fyrir hinni tildæmdu upphæð. Mánudaginn 14. marz 1932. Nr. 108/1931. Lárus Jóhannesson, f. h. Sameinuðu íslenzku verzlunanna á Seyðisfirði (Lárus Jóhannesson) segn Kristjáni Jónssyni (Enginn). Fyrnd krafa. Dómur gestaréttar Hafnarfjarðarkaupstaðar 7. apríl 1931: Stefndur, Kristján Jónsson frá Bakka á Seyðisfirði eystra, nú til heimilis í Hafnarfirði, á að vera sýkn af kær- um og kröfum hæstaréttarmálaflutningsmanns Lárusar Jóhannessonar í Reykjavík, fyrir hönd hinna Sameinuðu íslenzku verzlana á Seyðisfirði. — Málskostnaður falli niður. Dómur hæstaréttar. Þegar mál þetta var þingfest í hæstarétti 18. dez. f. á., var mætt í þvi af hálfu beggja aðilja, en er málið skyldi flutt 24. febr. þ. á., mætti enginn af hálfu stefnda. Málið hefir því verið flutt skriflega samkv. 38. gr. hæstaréttarlaganna og er dæmt sam- kv. N.L.1—4—32 og 2. gr. tilsk. 3. júní 1796. Áfrýjandi hefir krafizt þess hér fyrir réttinum, að stefndur verði dæmdur til að greiða sér, f. h. umbjóðanda sins, kr. 1236,05 ásamt 5% ársvöxtum 526 frá 1. jan. 1927 til greiðsludags, kr. 171,50 í máls- kostnað fyrir undirréttinum og málskostnað fyrir hæstarétti eftir mati réttarins. Krafa sú, sem málið er risið út af, er verzlunar- skuld, er áfrýjandi telur stefnda standa í við um- bjóðendur sína. Samkvæmt framlagðri útskrift úr verzlunarbókum þeirra, er stefndi talinn skulda kr. 1256,62 í ársbyrjun 1923. Það ár á stefndi allmikil viðskipti við verzlunina og er talinn skulda henni kr. 1250,68 í árslok. Viðskiptunum er haldið áfram á árinu 1924, þó svo að eigi verður séð af hinum framlagða reikningi, að aðiljar hafi átt nein við- skipti saman það ár eftir lok aprílmánaðar, en í bókum verzlunarinnar er skuld stefnda talin kr. 1236,75 í árslokin 1924. Síðan átti stefndi engin við- skipti við verzlunina á árinu 1925, enda var hann það ár eigi heimilisfastur á Seyðisfirði. Á árinu 1926 hefir stefndur samkv. bókum verzlunarinnar, átt þau ein viðskipti við hana, að hann hefir í sept- ember- og októbermánuðum unnið hjá henni fyrir samtals kr. 127,26. Vinnulaun þessi hafa að mestu verið goldin hon- um Í peningum, eða kr. 103,13. Vörur tók hann út hjá verzluninni fyrir kr. 23,43 og skuld hans við verzlunina, sem staðið hafði óbreytt síðan í árslok 1924, er færð niður um þá 70 aura, er þá eru 6- greiddir af vinnulaununum og því talin kr. 1236,05 í árslok 1926. Er það hin umstefnda upphæð, þvi síðan hefir stefndi engin viðskipti átt við verzlun- ina. Stefndi mótmælti fyrir undirréttinum hinni um- stefndu skuld sem rangri, en til vara hélt hann því fram, að hún væri fyrnd. Þar sem hin fyrrnefndu mótmæli aðeins voru almenn og stefndi vefengdi 527 enga sérstaka liði í reikningi áfrýjanda, verða þau eigi tekin til greina og kemur því hér aðeins til at- hugunar hvort umstefnd skuld sé fyrnd. Um það at- riði verður að líta svo á, fyrst og fremst að viðskipti stefnda og verzlunarinnar verði eigi talin óslitin, þar sem algjört hlé verður á þeim, frá apríllokum 1924 og fram í september 1926, og að ákvæði 1. mgr. 3. gr. laga nr. 14, 20. okt. 1905, um að kröfur, er rísa af föstum verzlunarviðskiptum við kaup- menn, fyrnist eigi meðan viðskiptunum er haldið áfram óslitið, þess vegna eigi geti verið því til fyrir- stöðu, að skuld sú, er stefndi stóð í við verzlunina í árslok 1924, tæki að fyrnast frá þeim tíma. Í ann- an stað verður eigi talið, að stefndi hafi viðurkennt þessa skuld sína, með því að hreyfa eigi andmæl- um, gegn því, að þeir 70 aurar, er áður var getið, væru taldir til afborgunar á henni á árinu 1926. Þar sem nú stefnan í málinu eigi er birt fyrr en 22. okt. 1930, verður að fallast á það, að krafan þá hafi verið fyrnd. Ber því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm, en málskostnaður í hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Hinum áfryjaða dómi skal óraskað. Málskostnaður í hæstarétti falli niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta hefir hæstaréttarmálaflutningsmaður Lárus Jóhannesson í Reykjavík, fyrir hönd Sameinuðu ísl. verzl- ananna á Seyðisfirði, höfðað gegn Kristjáni Jónssyni, verkamanni frá Seyðisfirði, nú til heimilis í Hafnarfirði, til greiðslu skuldar fyrir útteknar vörur, að upphæð kr. 1236,05 ásamt 5% ársvöxtum frá 1. janúar 1927 til greiðslu- dags, og málskostnaði að skaðlausu. Út af mótmælum stefnds, að greiða hina umstefndu 528 skuldarupphæð vegna þess, að hann enginn viðskipti hafi haft við skjólstæðing stefnanda, annað en það, að hann haustið 1926 hafi unnið við fyrrgreinda verzlun, og fengið þá vinnu greidda í vörum og peningum, hefir stefn- andi lagt fram í málinu reikning yfir viðskipti stefnds, er sýnir skuld hans 1. jan. 1925, kr. 1236,75, og er sama upp- hæð færð stefndum til skuldar 1. jan. 1926, en í septbr. og oktbr. það ár eru stefndum í greindum reikningi færðar kr. 127,26 fyrir vinnu við slátrun, en úttekt hans nemur þá kr. 23,43 fyrir kjöt og hausa, og eru stefndum þá greiddar í peningum kr. 103,13, en mismunurinn, 70 aur- ar, kemur samkvæmt reikningnum til frádráttar hinni eldri skuld, sem þá. verður kr. 1236,05 í stað kr. 1236,75, og mætti líta svo á, að þessir 70 aurar séu greiðsla upp í hina eldri skuld, er sýndi viðurkenningu stefnda á henni í heild sinni, en hann neitar að hafa haft nokkur önnur viðskipti við skjólstæðing stefnanda en fyrr greinir, haustið 1926, og heldur því fram, að hér hafi aðeins ver- ið um kontant viðskipti að ræða. — Neitar stefndur því, að skulda fyrrgreindar kr. 1236,75, og krefst hann sýkn- unar af öllum kröfum stefnanda og að honum verði greiddur riflegur málskostnaður. Stefnandinn hefir upplýst, að ofangreind skuld kr. 1236,75 stafi af viðskiptum stefnds við verzlunina „Fram- tíðina“ á Seyðisfirði, er átt hafi Zöllner, en sem árið 1921 eða 1922 hafi runnið, ásamt öðrum verzlunum hans, inn í veræzlun skjólstæðings stefnanda, og hefir stefndur eigi undir rekstri málsins mótmælt að svo hafi verið, en hann mótmælir kröfunni sem fyrndri, lögum samkvæmt, og að kröfu þessari sé á nokkurn hátt blandað við fyrr umrædd kontant viðskipti hans við verzlun þá, er nú gerir kröfuna. Það verður nú að álita svo, að viðskiptin haustið 1926, er að framan greinir, hafi verið uppgerð út af fyrir sig, þrátt fyrir hina vangreiddu 70 aura, er fyrr greinir, og að oftgreind skuldarupphæð, kr. 1236,75, verði því að skoðast sem fyrnd orðin gagnvart stefndum, og þvi beri að sýkna hann af kærum og kröfum stefnanda í máli þessu, en málskostnaður virðist eftir atvikum eiga að falla niður. 529 Miðvikudaginn 16. marz 1932. Nr. 77/1931. Útbú Landsbanka Íslands, Eskifirði (Th. B. Líndal) gegn Sigurði Kristjánssyni, f. h. hlutafé- lagsins Shell á Íslandi (Jón Ásbjörnsson) og Þórhalli Sæmundssyni (Enginn). Viðurk. sjóveðsr. samkv. 236. gr. sigli. í vélbáti fyrir vöruúttekt, nauðsynl. til framhalds veið- um bátsins utan heimilisstaðar. Dómur sjóréttar Vestmannaeyja 18. marz 1931: Stefnd- ur, Þórhallur Sæmundsson, greiði stefnanda, Stefáni Árnasyni, f. h. umboðsmanns h/f „Shell“, kr. 1617,75 á- samt 6% ársvöxtum frá 1. október 1930 til greiðsludags og í málskostnað kr. 89,25. Þá hefir stefnandi sjóveðrétt í v/b Síðuhalli, V. E. 285, fyrir hinu dæmda og rétt til þess að láta selja bátinn á uppboði til lúkningar því. Dóminum að fullnægja innan þriggja sólarhringa frá löglegri birtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Þegar mál þetta var tekið fyrir í hæstarétti 30. okt. f. á. var mætt í því af hálfu hlutafélagsins Shell á Íslandi, en þar sem enginn mætti af hálfu stefnda, Þórhalls Sæmundssonar, hefir málið ver- ið rekið skriflega samkv. 38. gr. hæstaréttarlag- anna. Með dómi, uppkveðnum í sjórétti Vestmanna- eyja 18. marz f. á., var stefndi, Þórhallur Sæ- mundsson, dæmdur til að greiða hlutafélaginu Shell á Íslandi kr. 1617,75 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. okt. 1930 ttil greiðsludags og kr. 89,25 í máls- kostnað, og var dómhafa jafnframt dæmdur sjó- 590 veðréttur í vélbátnum Síðuhalli, V. E. 285, fyrir greindum upphæðum. Nú hefir áfrýjandi, er hafði látið mæta fyrir sjó- dóminum og þar mótmælt sjóveðréttinum, krafizt þess, að dómi þessum verði hrundið og breytt þanri- ig, að sjóveðrétturinn í vélbátnum verði látinn falla niður og stefndi dæmdur til að greiða málskostnað fyrir sjódómi og hæstarétti eftir mati réttarins. Svo sem fram er tekið í hinum áfrýjaða dómi átti vélbátur sá, er ræðir um í máli þessu, heimili í Vestmannaeyjum, en stundaði veiðar fyrir Norð- urlandi 3—4 mánuði vorið og sumarið 1930, en lagði afla sinn á land á Siglufirði um veiðitímann og fékk þar olíu og ýmsar aðrar nauðsynjar til út- gerðarinnar, er þvi ómótmælt haldið fram af stefnda, að eigandi bátsins, Þórhallur Sæmunds- son, hafi ekki verið nyrðra á umræddu tímabili og hafi engan umboðsmann haft þar að öðru leyti en því, sem skipstjóri kom fram fyrir hann sam- kvæmt stöðu sinni. Krafa hlutafélagsins að upp- hæð kr. 1617,75 er fyrir olíu til bátsins, tekna á tímabilinu frá 30. maí til 6. septbr., og hefir skip- stjórinn ritað á reikninginn vottorð um það, að hann hafi sjálfur beðið um olíuna. Þar sem skipið svo sem sagt hefir verið var statt utan heimilis síns og úttektin var gerð til „fram- halds ferðar skipsins“, að visu eigi aðeins til fram- halds einstakrar útilegu heldur til framhalds veið- anna við Norðurland nefnt tímabil, verður að líta svo á, að skipstjóri hafi samkvæmt stöðu sinni haft heimild til að skuldbinda útgerðarmanninn með úttekt þessari og hefir stefndi því samkvæmt 4 mgr. 236. gr. siglingalaganna öðlast sjóveðrétt i vélbátnum. 531 Það ber því samkvæmt kröfu stefnda að stað- festa hinn áfrýjaða dóm, en eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða sjóréttardómi skal vera ó- raskað, málskostnaður í hæstarétti fellur niður. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta hefir stefnandinn, Stefán Árnason, hér, f. h. umboðsmanns h/f Shell á Siglufirði, höfðað fyrir sjódóm- inum, með stefnu, útg. 8. nóv. f. á., gegn stefnda, Þórhalli Sæmundssyni lögfræðing frá Hnifsdal, eiganda v/b Síðu- halls, V. E. 285, til greiðslu skuldar, að upphæð kr. 1617,75 ásamt 67o ársvöxtum frá 1. oktbr. 1930 til greiðsludags og málskostnaði eftir reikningi eða mati réttarins. Auk þess krefst stefnandi, að viðurkenndur verði sjóréttur í bátnum til tryggingar hinni umstefndu upphæð ásamt vöxtum og kostnaði og réttur til þess að láta selja bátinn á uppboði til greiðslu skuldarinnar. Stefndi mætti ekki undir rekstri málsins og enginn f. h. hönd og er þó löglega stefnt. Verður því lögum sam- kvæmt að dæma málið að því, er hann snertir, eftir fram- lögðum skjölum og skilríkjum. Hinsvegar hefir Sigurður Gunnarsson hér, f. h. Útibús Landsbanka Íslands, Eskifirði, undir rekstri málsins tek- ið út stefnu á hendur stefnanda og gert aðallega þær kröfur, að hann, f. h. umbjóðanda síns gangi inn í málið og stefndi, Þórhallur Sæmundsson, verði sýknaður af kröfum stefnanda að því, er tekur til sjóveðréttar í v/b Síðuhallur, og að honum verði dæmdur hæfilegur máls- kostnaður. Umboðsmaður útibús Landsbankans færir sem ástæðu fyrir því, að hann gangi inn í mál þetta, að útibúið hafi 532 veð í bátnum, og hefir þessi staðhæfing ekki verið vé- fengd. Stefnandi tjáir skuldina þannig tilkomna, að skipstjór- inn á nefndum bát hafi sl. sumar fengið olíu til útgerðar bátsins, sem þá var haldið út frá Siglufirði, en hafi ekki getað greitt hana að úthaldinu loknu. Hefir stefnandi lagt fram reikning yfir olíuna, rskj. nr. 2, sem nemur um- stefndri upphæð og kveður reikninginn samþykktan af skipstjóra bátsins. Þessari greinargerð stefnanda hefir ekki verið mót- mælt og heldur ekki sjálfri upphæðinni. En umboðsmað- ur útibúsins hefir haldið því fram, að skuldareigandi geti ekki krafizt sjóveðréttar, þar eð sjóveðréttur nái ekki til olíu, og að svo verði að teljast, að þar eð vélbáturinn var gerður út á Siglufirði, að hann hafi átt þar heima um veiðitimann. Á þessa röksemdafærslu verður ekki fallizt. Lögheim- ili bátsins Síðuhalls er í Vestmannaeyjum, þar sem vitan- legt er að báturinn er skrásettur. Var skipstjóra því heim- illt, f. h. bátsins, sem á Siglufirði var utan lögheimilis sins, að semja um nauðsynleg olíukaup og á krafan sjó- veðrétt samkv. 4. lið 236. gr. siglingalaganna, því olía er þar á engan hátt undanskilin. Samkvæmt þessu ber að taka kröfur stefnanda í máli þessu til greina, einnig þá um sjóveðréttinn. Málskostnað- ur þykir hæfilega ákveðinn kr. 89,25. Út af mótmælum, sem hreyft er gegn því, að málið hefir verið rekið fyrir sjórétti skal tekið fram, að samkv. 1. um sjódóm og réttarfar í sjómálum, frá 22. nóv. 1913, 1. gr., á málið undir sjódóm. öðð Föstudaginn 18. marz 1932. Nr. 84/1931. Guðlaugur Jónsson (Gústaf A. Sveinsson cand. jur.) gegn Jóni Ólafssyni, f. h. Líftryggingarfé- lagsins Andvaka (Jón Ólafsson). Samningur forstjóra liftryggingarfélags við áfrýj- anda um að gjaldkræf tryggingarfjárhæð stæði inni sem lán, og sem forstjórinn notaði til eigin þarfa, eigi talinn bindandi fyrir félagið, með því að hann hefði þar farið út fyrir starfssvið sitt og umboð. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 30. maí 1931; Stefndur, Jón Ólafsson, f. h. Liftryggingarfélagsins Andvöku, skal vera sýkn af kröfum stefnandans, Guðlaugs Jónssonar, í máli þessu og falli málskostnaður í því niður. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi máls þessa, Guðlaugur Jónsson, hef- ir, eins og fyrir undirrétti, gert þær réttarkröfur, að stefndi, Jón Ólafsson, f. h. Liftryggingarfélags- ins Andvaka, verði dæmdur til að greiða sér 4000 kr. með 5% ársvöxtum frá 21. júní 1928 til greiðslu- dags og málskostnað í héraði, eins og málið hefði eigi þar verið gjafsóknarmál og í hæstarétti eftir mati réttarins. Stefndi hefir hinsvegar krafizt þess, að hinn áfrýjaði gestaréttardómur verði staðfest- ur og áfrýjandi dæmdur til að greiða honum máls- kostnað í hæstarétti. Hér í réttinum hefir aðiljum málsins komið sam- an um, að tékkávisun sú fyrir líftryggingarupp- hæðinni, er þáverandi forstjóra Andvöku, Helga Valtýssyni, var send með bréfi 10. júní 1925, hafi öðd verið stiluð á nafn hans, en ekki á nafn áfrýjanda, svo sem ráð var fyrir gert í forsendum gestaréttar- dónisins, en þetta þykir þó ekki af atriði í málinu, þegar af þeirri ástæðu, að áfrýjandi hefir eigi neitað því, að tryggingarupphæðin hafi staðið honum til boða hinn 21. júní 1925. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með skir- skotun til forsenda hins áfrýjaða dóms, er fallast má á að öllu leyti, ber að staðfesta dóminn. Eftir þessum úrslitum verður áfrýjandi að greiða stefnda málskostnað í hæstarétti, er á- kveðst 150 kr. Því dæmist rétt vera: Hinum áfryjaða gestaréttardómi skal ó- raskað. Áfrýjandi, Guðlaugur Jónsson, greiði stefnda, Jóni Ólafssyni, f. h. Liftryggingarfé- lagsins Andvaka, 150 kr. í málskostnað fyrir hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er eftir samkomulagi málsaðilja höfðað fyrir gestaréttinum með stefnu, útgefinni 26. okt. f. á., af Guð- laugi Jónssyni, Hverfisgötu 5 í Hafnarfirði, gegn Jóni Ólafssyni, forstjóra hér í bænum, fyrir hönd Liftrygging- arfélagsins Andvöku, til greiðslu skuldar, að upphæð kr. 4000,00 með 8% ársvöxtum frá 21. júni 1925 til stefnu- dags og 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Hefir stefnandi fengið gjafsókn í málinu samkv. fram- lögðu bréfi dómsmálaráðuneytisins, dags. 16. janúar s. 1. Málavextir eru þeir, að með tryggingarskjali, dags. 31. dez. 1924, var Sigurjón Guðlaugsson, sonur stefnanda, lif- tryggður í Liftryggingarfélaginu Andvöku fyrir kr. öðð 4000,00. Í ofsaveðri nóttina milli 7. og 8. febrúar 1925 fórst Sigurjón á botnvörpungnum Field Marshall Robert- son og voru foreldrar hans einkaerfingjar hans. Með árit- un á liftryggingarskjalið, sem lagt hefir verið fram, dags. 20. marz 1925, hefir stefnandi kvittað fyrir liftryggingar- upphæðinni kr. 4000,00 og lýst allar skyldur, sem hvílt hafi á félaginu samkvæmt tryggingarskjalinu þar með af hendi inntar. Honum var samt ekki greidd liftryggingar- fjárhæðin þá samtímis heldur var skirteinið eins og venja er til sent til aðalskrifstofu félagsins í Oslo, ásamt nauð- synlegum fylgiskjölum, til þess að þar yrði gengið úr skugga um það, að skilyrðum til útborgunar liftrygging- arfjárins væri fullnægt. Með bréfi, dags. 10. júni 1925, var fjárhæðin svo send í tékkávísun til þáverandi for- stjóra Andvöku hér í bænum, Helga Valtýssonar, og fyrir hann lagt að senda ávísunina til stefnanda, og virðist því sennilegast, að hún hafi verið stiluð á nafn stefnanda, en það atriði er þó ekki upplýst. Þann 21. júní þ. á. gerir stefnandi svo samning við nefndan forstjóra Helga Val- týsson um það, að liftryggingarupphæðin standi inni hjá félaginu til eins árs í senn með þeim kjörum, að fé- lagið greiði 8% vexti frá þeim degi, en honum sé heim- ilt að taka féð út smátt og smátt, eftir því sem nánar er tiltekið í samningnum. Hefir Helgi við undirskriftina undir samning þennan notað stimpil Andvöku, ásamt nafni sínu. Daginn eftir að samningurinn var gerður eða 22. júni 1925 er upphæðin síðan færð sem útborguð í sjóð- bók félagsins hér, en stefnandi veitti henni þó ekki við- töku þá, heldur notaði fyrrverandi forstjóri félagsins hana, eftir þvi sem fram hefir komið í málinu, til eigin þarfa. Stefnandi byggir nú kröfu sina á því, að líftryggingar- félagið hafi ekki ennþá greitt honum líiftryggingarféð eða nokkrum, er haft hafi heimild til þess að hefja það fyrir hans hönd, heldur standi það samkvæmt áðurgreindum samningi inni hjá félaginu. Heldur hann því fram, að að sjálfsögðu hafi Helgi Valtýsson, forstjóri félagsins, haft heimild til þess, samkvæmt stöðu sinni, að gera umrædd- an samning fyrir þess hönd, þar sem í honum felist eng- in ný skuldbinding fyrir félagið, heldur sé Bar aðeins samið um greiðslufrest félaginu til handa á upphæð, sem 536 þegar hafi verið fallin í gjalddaga. Telur stefnandi, að samningurinn sé þannig eingöngu í hag félaginu nema á- kvæðið um vextina og þvi ótvírætt bindandi fyrir félagið og beri það þá gagnvart honum sem réttum erfingja lif- tryggingarfjárins ábyrgð á greiðslu hinnar umstefndu upp- hæðar. Undir rekstri málsins hefir stefnandi þó viðurkennt að Helgi hafi ekki haft heimild til að skuldbinda félagið til eins hárrar vaxtagreiðslu og í samningnum er tiltekið og lækkað vaxtakröfu sina niður í 5% p. a. og aðeins kraf- izt vaxta frá 21. júni 1928, en það er in confesso, að þeir hafi verið greiddir til þess tíma og að þvi er virðist af Helga persónulega. Stefndur hefir mótmælt kröfum stefnanda og krafizt sýknu af þeim og málskostnaðar hjá honum eftir mati réttarins. Heldur hann því fram, að greiðsluskylda fé- lagsins samkvæmt liftryggingarskjalinu sé þegar af hendi innt, því að með margnefndum samningi við fyrrverandi forstjóra félagsins, Helga Valtýsson, hafi stefnandi ráð- stafað liftryggingarfénu og því um leið leyst félagið und- an skyldum þess samkvæmt skirteininu. Og þar sem um- boð Helga sem forstjóra alls ekki hefir náð til þess að gera slíkan samning, sem hér um ræðir fyrir félagsins hönd, sé samningurinn að sjálfsögðu ógildur gagnvart fé- laginu, og geti stefnandi þá engar kröfur átt á hendur því um greiðslu hinnar umstefndu upphæðar, enda hafi hún ekki komið félaginu til góða, heldur runnið til Helga persónulega, og verði stefnandi þvi að halda sér að hon- um um greiðslu samkvæmt samningnum. Það er nú að vísu svo, að ekki verður séð, að liftrygg- ingarféð hafi beinlínis verið greitt af höndum til stefn- anda, en þar sem stefnandi hefir gefið fullnaðarkvittun á lifsábyrgðarskirteinið og ljóst er, að fjárhæðin stóð hon- uim til boða og að hann meira að segja ráðstafaði henni með samningnum frá 21. júní þ. á., þá lítur rétturinn svo á, eins og stefndur heldur fram, að stefnandi hafi með þeirri ráðstöfun að fullu leyst félagið frá skuldbinding- um þess samkvæmt lífsábyrgðarskirteininu, en hinsvegar gert samning við fyrrverandi forstjóra félagsins fyrir þess hönd um það að láta liftryggingarfjárhæðina standa inni hjá þvi gegn vöxtum, þ. e. lána félaginu hana, og öð7 velta þá úrslit máls þessa á því atriði, hvort liftryggin g- arfélaginu sé skylt að standa skil á upphæðinni sem láni, er það hafi fengið hjá stefnanda eða ekki, eða m. ö. o. á því, hvort umræddur samningur sé bindandi fyrir fé- lagið. Í málinu hefir verið lagt fram eftirrit af samningi lif- tryggingarfélagsins við forstjórann Helga Valtýsson, er samninginn gerði, svo og samþykktir félagsins. Af gögn- um þessum virðist ótvírætt, að Helgi hafi, með þvi að gera samning slíkan sem þann, sem að framan greinir fyrir félagsins hönd, farið út fyrir starfssvið og umboð. Það verður heldur ekki litið svo á, að stefnandi hafi haft nokkra réttmæta ástæðu til að ætla, að umboð til að gera samninginn fælist í stöðu Helga sem forstjóra þeirrar deildar liftryggingarfélagsins, sem starfar hér á landi, því að lántökur liggja venjulega fyrir utan verkahring venjulegra umboðsmanna erlendra vátryggingarfélaga, cr hafa hér starfsdeildir. Og þó Helgi notaði stimpil félags- ins við undirskrift sína undir samninginn átti það ekki að geta vakið réttmætt traust hjá stefnanda til þess, að umboð hans sem forstjóra væri víðtækara en venja er til um umboð forstjóra slíkra starfsdeilda, og þá ekki heldur til þess, að Helgi hefði rétt til að gera samninginn. Verður rétturinn því að fallast á það hjá stefndum, að umræddur samningur sé ekki bindandi fyrir félagið, og sé félaginu af þeim ástæðum óskylt að greiða hina um- stefndu upphæð, og verður það því sýknað af öllum kröf- um stefnanda í máli þessu, en rétt þykir eftir öllum mála- vöxtum að láta málskostnað falla niður. Vegna anna hefir dómur í máli þessu ekki orðið kveð- inn upp fyrr en nú. öð8 Föstudaginn 18. marz 1932. Nr. 123/1931. Elínmundur Ólafs gegn Guðmundi Kristjánssyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Elinmundur Ólafs, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Svo greiði hann og stefnda, er hefir látið mæta í málinu, 30 kr. í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 18. marz 1932. Nr. 124/1931. Elínmundur Ólafs gegn Einari Einarssyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Elínmundur Ólafs, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Svo greiði hann og stefnda, er hefir látið mæta í málinu, 30 kr. í ómagslaun að viðlagðri aðför að lögum. 539 Föstudaginn 18. marz 1932. Nr. 130/1931. Elínmundur Ólafs segn h/f. Hamar. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Elinmundur Ólafs, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Svo greiði hann og stefnda, er hefir látið mæta í málinu, 30 kr. í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 18. marz 1932. Nr. 131/1931. Elínmundur Ólafs gegn I. Brynjólfsson ár Kvaran. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Elínmundur Ólafs, er eigi mætir í mál- inu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Svo greiði hann og stefnda, er hefir látið mæta í málinu, 30 kr. í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. 35 540 Föstudaginn 18. marz 1932. Nr. 132/1931. Elínmundur Ólafs gegn I. Brynjólfsson á Kvaran. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Elinmundur Ólafs, er eigi mætir í mál- inu, greiði 50 kr aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Svo greiði hann og stefnda, er hefir látið mæta í málinu, 30 kr. í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 18. marz 1932. Nr. 133/1931. Elínmundur Ólafs gegn I. Brynjólfsson á: Kvaran. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Elinmundur Ólafs, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Svo greiði hann og stefnda, er hefir látið mæta í málinu, 30 kr. í ómakslaun að viðlagðri aðför að lögum. 541 Föstudaginn 18. marz 1932. Nr. 2/1932. — Guðmundur Ásbjörnsson, f. h. Fisk- sölusamlagsins í Reykjavík o. fl. segn skiptaráðanda þ.b. h/f. Kári. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur máls þessa, er eigi mæta í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef þeir af nýju vilja fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Föstudaginn 18. marz 1932. Nr. 10/1932. Herluf Clausen gegn Guðmundi Ólafssyni, f. h. Emil Kroman. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Herluf Clausen, er eigi mætir í mál- inu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. 542 Laugardaginn 19. marz 1932. Nr. 100/1930. Valdstjórnin (Magnús Guðmundsson) gegn Samuel Midjord (Lárus Fjeldsted). Botnvörpuveiðabrot. Dómur lögregluréttar Þingeyjarsýslu 4. okt 1930: Kærð- ur, Samuel Midjord, greiði 12500 kr. sekt í Landhelgis- sjóð Íslands og komi í stað sektarinnar, ef hún er ekki greidd innan viku frá birtingu dóms þessa, 6 mánaða ein- falt fangelsi. Afli og ólögleg veiðarfæri, sem eru í m/k „Grímur“ frá Trangisvaag, sé upptækt og renni andvirði þess í sama sjóð. Svo greiði kærður allan af máli þessu löglega leiddan og leiðandi kostnað. Dóminum að fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Svo sem segir í dómi lögregluréttarins kom varð- skipið Ægir þ. 29. sept. 1930 að kærða, skipstjóra á vélskipinu T. G. 10, „Grímur“ frá Trangisvaag í Færeyjum, er hann var að veiðum með vörpu í eptirdragi á Viðarvík í Þistilfirði, aðeins 0,6 sjó- mílu frá landi. Hefir kærði kannast við það fyrir lögregluréttinum, að hann hafi verið að veiðum á þessum stað í landhelginni, en hann hefir haldið því fram sér til sýknu, að varpa sú, er hann notaði, sé eigi botnvarpa, heldur dragnót, svonefnd, „Skovl- vaad“, er sér samkvæmt 1. gr. 1. nr. 55, 7. maí 1928, hafi verið heimilt að veiða með í íslenzkri land- helgi á þeim tíma, er varðskipið hitti hann. Undir rannsókn málsins hefir héraðsdómarinn útnefnt tvo menn til þess að skoða veiðitæki þau, er kærði notaði, og hafa þeir látið uppi sem sitt álit og staðfest fyrir réttinum, að varpa sú, er 543 kærði veiddi með, verði að teljast botnvarpa. Samkvæmt skýrslu skoðunarmanna á veiðitækj- unum og lýsingu á þeim, er gerð hefir verið í Fær- eyjum eftir að dómur gekk í héraði, og lögð hefir verið fram í hæstarétti, var varpa sú, er kærði not- aði, útbúin tveimur hlerum, er tengdir voru með vir við vængi vörpunetsins, með tvennum keflum sem milliliðum. Hlerarnir voru hvor um sig sam- kvæmt skýrslunni frá Færeyjum 22,1 kg. að þyngd, breidd netsins við fótreipi var 88 fet og 67 fet við höfuðlinu og lengd þess frá höfuðlinu að poka- enda 24 fet. Samkvæmt þessari lýsingu hefir varpa sú, er kærði notaði, að vísu verið veigaminni en venjulegar botnvörpur, sem notaðar eru hér við land, og aðeins nothæf til veiða á grunnu vatni, en að öðru leyti er gerð vörpunnar svipuð því, er tíðk- ast um sumar botnvörputegundir. Og að því sér- staklega athuguðu, að varpan, er kærði veiddi með, var útbúin hlerum eins og venjuleg botnvarpa og að veiðin fór þannig fram, að skip kærða knúð áfram með vélarafli dró vörpuna á eptir sér með botni, verða veiðar kærða, að áliti réttarins, að telj- ast botnvörpuveiðar, sem með 1. gr. 1. nr. 5, 18. maí 1920 eru bannaðar í landhelgi við Ísland. Kærði hefir því gerzt brotlegur gegn nefndri laga- grein, og með tilliti til þess, að gullgildi íslenzkrar krónu, er nú aðeins 60,80 aurar, ákveðst refsing hans 16500 kr. sekt í Landhelgissjóð Íslands, er af- plánist með 7 mánaða einföldu fangelsi, ef hún fæst eigi greidd innan 30 daga frá birtingu dóms þessa. Ákvæði lögregluréttardómsins um upptekt afla og veiðarfæra og um málskostnað í héraði stað- festast og kærða ber að greiða allan áfrýjunar- 544 kostnað sakarinnar, þar með talin málflutnings- laun sækjanda og verjanda í hæstarétti, 80 kr. til hvors þeirra. Á flutningi málsins hefir orðið mikill dráttur, en hann þykir nægilega réttlættur. Því dæmist rétt vera: Kærði, Samuel Midjord, greiði 16500 kr. sekt í Landhelgissjóð Íslands, er afplánist með 7 mánaða einföldu fangelsi, ef hún fæst eigi greidd innan 30 daga frá birtingu dóms þessa. Ákvæðum lögregluréttardómsins um upp- tekt afla og veiðarfæra og um málskostnað í héraði skal óraskað. Kærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakar- innar, þar með talin málflutningslaun sækj- anda og verjanda í hæstarétti, málflutnings- mannanna Magnúsar Guðmundssonar og Lár- usar Fjeldsted, 80 kr. til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál það, sem hér liggur fyrir, er höfðað af valdstjórn- arinnar hálfu gegn kærðum, Samuel Midjord, skipstjóra á m/k „Grímur“ frá Trangisvaag í Færeyjum, og til heim- ilis í Trangisvaag, fyrir landhelgisbrot samkvæmt kæru skipherrans á varðskipinu „Ægir“, dags. 29. sept. þ. á., og eru nánari tildrög málsins þannig: Þann 28. sept. þ. á. kl. 9,35 síðdegis, kom varðskipið „Ægir“ að kærða, þar sem hann var að veiðum í landhelgi á Viðarvík, samkv. staðarákvörðun, 0,6 sm. frá landi. Var hann með vörpu sina Í eftirdragi og skip kærða á ferð, þegar varðskipið 545 kom að því. Var farið um borð í skip kærða og veiðar- færi hans athuguð og þau talin með samskonar útbúnaði og aðrar botnvörpur (Trawl), og var talsverður koli á þilfarinu. Skipstjóra var bent á, að þessi veiðitæki yrði að teljast jafn ólögleg sem togaravörpur. Var kærða gefin skipun um að halda til Húsavíkur, svo mál hans yrði rannsakað þar, og kom hann þangað þ. 29. sept. þ. á. laust fyrir hádegi og varðskipið um sama leyti. Kærði hefir viðstöðulaust í réttinum játað kæru varðskipsins rétta að öllu öðru leyti en því, að hann hafi ekki veitt með ólög- legum veiðarfærum. Heldur hann fram, að veiðitæki það, sem hann noti sé svonefnd „Skovlevod“ og hljóti að telj- ast til dragnóta og sé því leyft við strendur Íslands á tíma- bilinu frá 1. sept. til 1. dez. ár hvert, samkv. lögum nr. 55, 7. maí 1928, um bann gegn dragnótaveiði í landhelgi. Til þess nánar að ganga úr skugga um það, hvernig veiðitæki kærða væru og hvað beri réttilega að telja þau, útnefndi rétturinn strax þann 29. sept. þ. á. 2 óvilhalla, kunnuga og hæfa menn, og gerðu þeir bæði þann 30. sept. og 1. okt. þ. á. nákvæma lýsingu á veiðitækjum kærða og telja vörp- una, sem útbúin er með hlerum og keflum, mjög líka frönskum togaraútbúnaði og verði því ekki nefnd annað en botnvarpa (Trawl). „Fiskifélag Íslands“ hefir og sím- leiðis látið sömu skoðun uppi á veiðitækjum kærða, eftir að orðrétt lýsing skoðunarmanna á þeim hefir verið lögð fyrir það í símskeyti til umsagnar. Eins og mál þetta ligg- ur fyrir, virðist sök kærða einungis velta á því, hvort veiðitæki hans verði talin dragnót samkv. lögum nr. 55, 7. maí 1928, eða botnvarpa eða veiðarfæri alveg hliðstætt botnvörpu, en þá koma til greina lög nr. 5, 18. maí 1920 um bann gegn botnvörpuveiðum í landhelgi. Að vísu er 2. málsgr. 1. gr. laga nr. 55, 7. maí 1928, mjög svo óljós í lýsingu sinni á því, hvaða nætur skuli teljast dragnætur, þar sem hún segir aðeins, að til þeirra teljist nætur, „er til botns taka og eru dregnar með botni þegar veitt er“, en þar sem hún telur meðal þeirra kolanót (Snurrevod) og í 2. grein sömu laga eru taldar ádráttanætur meðal dragnóta, verður að líta svo á, að löggjöfin hafi með drag- nótum átt við nætur þær, sem þannig eru notaðar, að þær séu fluttar (lagðar, — rónar) út frá þeim stað -- skipi eða landi —, sem veitt er frá, og dregnar þangað 546 aftur meðan á veiðinni stendur, en ekki hafðar í eftir- dragi eins og botnvarpa eða botnskafa, og a. m. k. hafi löggjöfin aldrei ætlast til, að til dragnóta teldust nætur með hleraútbúnaði eins og veiðitæki kærða, sem gerir það hliðstætt botnvörpu eða botnvörpu til að veiða á grunnu vatni, þó á hana vanti „Bobbings“, sem sérstak- lega hafa þýðingu á talsverðu dýpi. Það verður því ekki hægt að fallast á, að veiðitæki kærða, er hann nefnir „Skovlevod“, falli undir 2. málgr. 1. gr. laga nr. 55, 7. mai 1928 um bann gegn dragnótaveiði í landhelgi, heldur verður að telja þetta veiðitæki, sem útbúið er með hler- um, sem hvor um sig er 24 kg. og keflum, og sem haft er í eftirdragi á eftir skipinu þegar veitt er, botnvörpu sam- kv. íslenzkum lögum, og verður því að líta svo á, að kærði hafi gerzt sekur um ólöglegar botnvörpuveiðar í ísl. land- helgi og sé því brotlegur gegn 1. gr. laga nr. 5, 18. maí 1920 um bann gegn botnvörpuveiðum. Þar sem það má telja nægilega upplýst undir rekstri málsins, að kærður hefir ekki talið þessa veiði sína ólöglega eða með henni viljað brjóta nefnd lög nr. 5, 18. maí 1920, og þar sem hann aldrei fyrr hefir stundað botnvörpuveiðar né verið með „Skovlevod“ við strendur Íslands, verður að dæma hann í vægustu sekt samkv. 3. gr. laga nr. 5, 18. maí 1920, en það er sekt í Landhelgissjóð Íslands 12500 ísl. kr., mið- að við gullkrónur og dagsgengi, er greiðist innan viku frá löglegri birtingu dóms þessa, ellegar komi í stað sektar- innar 6 mánaða einfalt fangelsi. Allur afli og öll hin ó- löglegu veiðarfæri í m/k „Grímur“ frá Trangisvaag sé upptækt og renni í sama sjóð og sektin. Svo greiði kærði allan af máli þessu löglega leiddan og leiðandi kostnað. Dómarinn tekur fram, að dráttur sá, sem orðið hefir á rekstri þessa máls, stafi af því, að bæði stjórnarráð Ís- lands og sendiherra dana í Reykjavík hafi talið ástæðu til, þar sem alveg sérstaklega stendur á, að finna leið til þess að reyna, hvort ekki væri hægt að útkljá málið án þess, að í því gengi dómur, en í dag hafi verið lagt fyrir dómarann að kveða upp dóm í því. 547 Laugardaginn 19. marz 1932. Nr. 96/1930. Valdstjórnin (Magnús Guðmundsson) gegn Johannes Mourits Nielsen (Lárus Fjeldsted). Botnvörpuveiðabrot. Dómur lögregluréttar Seyðisfjarðarkaupstaðar 4. okt. 1932: Kærður, Johannes Mourits Nielsen, greiði 12300 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands og komi í stað sektarinnar sex mánaða einfalt fangelsi, ef hún verður ekki greidd innan viku frá lögbirtingu dóms þessa. Allur afli og öll veiðarfæri, — þar með taldir dragstreng- ir í fiskiskipinu T. G. 11 m/s Sjöstjörnan frá Trangisvaag, sé upptækt og renni andvirðið Í sama sjóð. Loks greiði kærður allan af máli þessu leiddan og leið- andi kostnað. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Svo sem segir í dómi lögregluréttarins kom varðskipið Ægir þ. 2. okt. 1930 að vélskipinu T. G. 11 Sjöstjörnan frá Trangisvaag í Færeyjum, sem kærði var skipstjóri á, er það var statt inni á Finnafirði í Norður-Múlasýslu. Vélin í skipinu var í ólagi, þegar varðskipið kom að því og var kærði ekki þá að veiðum, en tvær vörpur lágu um þil- farið og hefir kærði kannast við það fyrir lögreglu- réttinum, að hann hafi verið að veiðum með vörp- um þessum inni á Finnafirði og víðar í landhelgi í grend þar hjá, og að veiðin hafi farið þannig fram, að skipið hafi dregið vörpuna á eftir sér með botni. En kærði hefir hinsvegar haldið því fram sér til sýknu, að vörpurnar, sem hann veiddi með, 548 séu ekki botnvörpur heldur dragnætur, er hann nefnir „Skovlvaad“ og hafi sér þvi verið heimilt að veiða með þeim í landhelgi á þessum tíma árs. Skipherra varðskipsins lét tvo af skipverjum sínum, sem árum saman höfðu stundað botnvörpu- veiðar, skoða vörpurnar, gera lýsingu af þeim og segja álit sitt um þær og hafa þeir látið það álit uppi og staðfest fyrir lögregluréttinum, að vörp- urnar séu botnvörpur. Og að sömu niðurstöðu hafa komizt 4 sérfróðir menn, er lögreglurétturinn hafði útnefnt til þess að segja álit sitt um vörp- urnar, og hafa þeir einnig staðfest álit sitt fyrir lög- regluréttinum. Eftir lýsingu þeirri, er skipverjar á Ægi gjörðu af vörpunum, voru þær báðar útbúnar með hler- um. Á veigameiri vörpunni var hvor hleri um sig 37 kg. að þyngd og voru þeir tengdir með vir við vörpunetið með keflum sem milliliðum. Lengd fótreipisins var 20,45 metrar, höfuðlinu- lengd 15,44 m., vængir vörpunetsins voru 3,86 m. á lengd, belgurinn með skveri 13,40 m., pokalengd 3 m. og pokavíidd 40 möskvar. Veigaminni varpan var samskonar að gerð, en hleraþyngd minni, að- eins 19 kg. og vörpunetið styttra og úr veigaminna efni. Samkvæmt lýsingu þessari hafa vörpur þær, er kærði veiddi með í landhelginni, að vísu verið veiga- minni en botnvörpur þær, sem almennt eru notað- ar hér við land og aðeins nothæfar til að veiða á grunnu vatni, en að öðru leyti hefir gerð þeirra verið svipuð því, er tíðkast um sumar botnvörpu- tegundir. Og að því sérstaklega athuguðu, að vörp- urnar voru útbúnar með hlerum eins og venju- legar botnvörpur og að veiðin fór þannig fram, að 549 skip kærða knúð áfram með vélarafli dró vörp- una á eftir sér með botni, verður að líta svo á, að veiðar kærða hafi verið botnvörpuveiðar, sem með 1. gr. 1. nr. 5, 18. maí 1920, eru bannaðar í landhelgi við Ísland. Kærði hefir því gerzt brotleg- ur gegn nefndri lagagrein, og með tilliti til þess, að gullgildi íslenzkrar krónu er nú aðeins 60,80, aurar, ákveðst refsing hans samkv. 3. gr. nefndra laga 16500 kr. sekt í Landhelgissjóð Íslands, er afplánist með 7 mánaða eiföldu fangelsi, ef hún fæst eigi greidd innan 30 daga frá birtingu dóms þessa. Ákvæði lögregluréttardómsins um upptekt afla og veiðarfæra og um málskostnað í héraði staðfest- ast, og kærða ber að greiða allan áfrýjunarkostn- að sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, 80 kr. til hvors þeirrra. Á flutningi málsins hefir orðið mikill dráttur, en hann þykir nægilega réttlættur. Því dæmist rétt vera: Kærði, Johannes Mourits Nielsen, greiði 16500 kr. sekt í Landhelgissjóð Íslands, er af- plánist með 7 mánaða einföldu fangelsi, ef hún fæst eigi greidd innan 30 daga frá birt- ingu dóms þessa. Ákvæðum lögregluréttardómsins um upptekt afla og veiðarfæra og um málskostnað í héraði skal óraskað. Kærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakar- innar, þar með talin málflutningslaun sækj- anda og verjanda í hæstarétti, málflutnings- 550 mannanna Magnúsar Guðmundssonar og Lár- usar Fjeldsted, 80 kr. til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af valdstjórnarinnar hálfu gegn skipstjóranum af fiskiskipinu T. G. 11 m/s Sjöstjörnan frá Trangisvaag, Johannes Mourits Nielsen frá Trangis- vaag, fyrir brot gegn ákvæðum laga nr. 5, 1920 um bann gegn botnvörpuveiðum. Samkvæmt skýrslu skipherrans á varðskipinu „Ægir“, réttarskjal nr. 1, sem kemur heim við vitnaframburð stýrimanns og háseta á varðskipinu „Ægir“, er það sann- að í máli þessu, enda viðurkennt af kærða, að kærður hefir verið að veiðum á skipi sinu þriðjudaginn 30. fyrra mánaðar í landhelgi á Finnafirði. Kom varðskipið „Ægir“ Þar að og tók skip kærða fast 1. þ. m. Fyrir réttinum viðurkennir kærði staðarákvarðanir varðskipsins og kannast við skýrslu skipherrans af „Ægir“ rétta í flestum atriðum, en tekur sérstaklega fram eftirfarandi: Að fiskiveiðar þær, sem skip sitt Sjöstjörnan reki telji hann Snurrevaadsfiskeri en ekki trawl eða botnvörpu- veiðar. Segist hann álíta, að Snurrevaadsfiskeri sé með tvennskonar aðferðum, og önnur aðferðin séu fiskiveiðar með þeim tækjum, sem skip sitt hafi. Munurinn á botnvörpuveiðarfærum og þeim veiðar- færum, sem skip sitt hafi, kveður kærður vera, að netið sé miklu veigaminna en í togurum, að togarar noti vir strengi, en sitt skip noti tóg með 10 föðmum af vir við vörpuhlerann, að togarar fari allt að 5 mílur með vörp- una í eftirdragi, en hans skip, Sjöstjörnan, dragi vörpuna með margfalt minni hraða, að hans áliti hálfrar milna hraða, af þessum ástæðum gangi varpan hægar eftir botn- inum og léttara vegna minni þunga; hlerarnir vigti ekki nema 45 pund hver. Rúllur (bobbingar) segir hann að togarar hafi neðan á vörpunni, en þær hafi sín veiðarfæri ekki. 5ðl Jafnframt þessum framburði kærða í réttinum, skal tekið fram, að í skýrslu skipherrans af „Ægi“, réttarskjal nr. Í, nefnir kærði botnvörpu þá, er hann hafi, Skovlvod eða trawl, enda dragi þeir hana á eftir sér, þegar þeir fiski. Það virðist nú ekki vera aðalatriðið í máli þessu hvaða nafn er gefið veiðarfærunum eða veiðiaðferðinni, heldur hverskonar veiðarfæri eða veiðiaðferð er í raun og veru notað við fiskveiðarnar. Samkvæmt rannsókn málsins bendir flest til, að hér sé um botnvörpuveiðar að ræða. Í fyrsta lagi virðist sönnun liggja fyrir í skýrslu skip- herrans af „Ægir“, réttarskjal nr. 1, um að hér sé um botnvörpuveiðar að ræða. Bæði lýsing skipherrans af „Ægir“ á veiðarfærunum, sem staðfest er af tveim skip- verjum af „Ægir“, einnig lýsing kærða sjálfs á veiðarfær- unum í skýrslu skipherrans af „Ægir“. Reyndar tilgreinir kærði í framburði sínum fyrir réttinum mun á Þbotn- vörpuveiðarfærum og þeim veiðarfærum, sem skip hans notar. En sá munur virðist meira stærðarmunur en eðlis- munur á veiðarfærum og veiðiaðferð. Sérstaklega skal tekið fram, að þar sem kærði í framburði sínum segir, að rúllur (bobbinga) hafi togarar neðan á vörpunni, en hans veiðarfæri ekki, þá mun það ekki vera alltaf, sem togarar nota þessar rúllur, heldur mun það fara eftir botninum, Þar sem þeir fiska, hvort þeir nota rúllurnar eða ekki. Í öðru lagi virðist sönnun liggja fyrir um, að hér sé um hotnvörpuveiðar að ræða, í áliti þvi, sem hinir fjórir út- nefndu menn af réttinum hafa lagt fram í málinu, réttar- skal nr. 3, þar sem hér er um útvalda menn að ræða, sem eru skipstjórar og sjómenn, sem vel eru kunnugir botn- vörpuveiðarfærum, hiklaust álit þeirra allra er það, að veiðarfæri og útbúnaður á Sjöstjörnan sé botnvarpa, sem í höfuðatriðum sé í engu frábrugðin veiðarfærum botn- vörpuskipa. Einnig bætist við sem sönnun í sömu átt álit tveggja skipverja af „Ægir“, á réttarskjali nr. 4, og mæl- ingar sömu manna á veiðarfærunum í Sjöstjörnan, sbr. réttarskjal nr. 5. Þar við bætist umsögn framangreindra útnefndra manna og tveggja skipverja af „Ægir“ í réttar- haldi 3. þ. m., þar sem þeir álita eindregið, að hér sé um botnvörpuveiðar að ræða hjá Sjöstjörnan, en í smærri stíl en tíðkast hefir hér við land. 552 Í þriðja lagi virðist óbein sönnun liggja fyrir um það, að kærði sjálfur hafi haft grun um, að veiðarfæri sín og veiðiaðferð, væri ef til vill ekki leyfileg í landhelgi Ís- lands, þar sem hann leitar fyrst upplýsinga þar um til Sysselmanden í Trangisvaag og fer siðan til Thorshavn til þess að leita upplýsinga um sama hjá amtmanninum þar, og heldur svo þaðan áleiðis til fiskiveiðanna við Ísland, án þess að fá ákveðið álit hjá amtmanninum, en lætur sér nægja einhverja þýðingu á einhverjum íslenzkum lögum hjá einhverjum skólakennara í Thorshavn, sbr. framburð kærða í réttinum 3. þ. m. Samkvæmt framanrituðu verður því að álitast, að kærði hafi rekið botnvörpuveiðar í landhelgi Íslands. Samkvæmt framanrituðu hefir kærður því að áliti rétt- arins gjörzt brotlegur við bann 1. gr. laga nr. 5, 1920, og Þykir refsing sú, sem hann hefir til unnið fyrir það, eftir 3. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 4, 1924, hæfilega ákveðin 12300,00 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands, með tilliti til þess, að gengi íslenzkrar krónu er það í dag, eftir upp- lýsingum frá dómsmálaráðuneytinu, að krónan jafngildir 81,79 aurum gulls. Verði sektin ekki greidd innan viku frá lögbirtingu dóms þessa, sæti kærður í hennar stað 6 mánaða einföldu fangelsi. Allur afli og öll veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir á fiskiskipinu T. G. 11 m/s Sjöstjörnan frá Trangisvaag sé upptækt og renni andvirðið í sama sjóð. Loks greiði kærður allan af máli þessu löglega leiddan og leiðandi kostnað. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. ðð3 Föstudaginn 8. april 1932. Nr. 11/1932. Guðmundur Ólafsson, f. h. Gandda- lens Möbelfabrik (Guðmundur Ólafsson) gegn H/f. Húsgagnaverzlunin við Dóm- kirkjuna (Enginn). Vöruskuld, krafa um niðurfærslu vegna skemmda eigi talin á rökum reist. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 12. nóv. 1391: Framan- greind löghaldsgerð staðfestist. Stefndur, h/f Húsgagnaverzlunin við Dómkirkjuna, greiði stefnandanum, Guðmundi Ólafssyni, f. h. Gand- dalens Möbelfabrik, n. kr. 2061,15 með 6% ársvöxtum af n. kr. 681,10 frá 30. marz 1929 til 3. júní s. á., af n. kr. 1551,45 frá þeim degi til 1. júlí s. á. og af n. kr. 2061,15 frá þeim degi til greiðsludags og kr. 285,00 í málskostn- að innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Er mál þetta, er áfrýjað hefir verið með stefnu, dags. 15. jan. þ. á., skyldi flutt í hæstarétti, mætti enginn af hálfu stefnda og hefir það því verið flutt þar skriflega samkv. 38. gr. hæstaréttarlaganna. Áfrýjandi hefir krafizt þess, að hinn áfrýjaði bæjarþingsdómur verði staðfestur og að stefndi verði dæmdur til að greiða sér málskostnað fyrir hæstarétti. Og þar sem málinu hefir eigi verið gagnáfrýjað ber að taka kröfu áfrýjanda um stað- festing bæjarþingsdómsins til greina, og með því að stefndi hafði áður áfrýjað bæjarþingsdóminum með óþarflega löngum stefnufresti, verður einnig að dæma hann til að greiða áfrýjanda málskostn- að fyrir hæstarétti, er ákveðst 200 kr. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða Þbæjarþingsdómi skal ó- raskað. Stefndi, H/f Húsgagnaverzlunin við Dóm- kirkjuna, greiði áfrýjanda, Guðmundi Ólafs- syni, f. h. Ganddalens Möbelfabrik, 200 kr. í málskostnað fyrir hæstarétti. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er eftir árangurslausa sáttatilraun höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 7. ágúst s. 1, of Guðmundi Ólafssyni hrm. hér í bæ, f. h. Ganddalens Möbelfabrik, gegn stjórn h/f. Húsgagnaverzlunin við Dóm- kirkjuna, þeim Herluf Clausen, Óskari Clausen og Guð- rúnu Clausen, öllum hér í bænum, fyrir hönd hlutafélags- ins, til greiðslu skuldar fyrir útteknar vörur, að upphæð norskar kr. 2061,15 ásamt 6% ársvöxtum af n. kr. 681,10 frá 30. marz 1929 til 3. júlí s. á., af n. kr. 1551,45 frá þeim degi til 1. júlí s. á. og af allri upphæðinni n, kr. 2061,15 frá þeim degi til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Nemur hann eftir framlögðum reikningi, sem er í samræmi við aukatekjulögin og lágmarksgjald- skrá málaflutningsmannafélagsins kr. 285,00. Svo hefir stefnandi og krafizt þess, að löghaldsgjörð, er fram fór 22. júlí s. 1. í eignum stefnds hlutafélags til tryggingar framangreindum kröfum verði staðfest. Stefndur hefir mótmælt hinni umstefndu kröfu sem of hárri og byggir þau mótmæli á því, að nokkuð af vörum þeim (húsgögnum), sem stefnt er til greiðslu á, hafi ver- ið skemmdar, er þær voru afhentar. Kveður hann að kostnaður við að gera við húsgögnin hafi numið kr. 380.00 og krefst þess, að skuldin verði lækkuð sem þeirri upp- hæð svarar og hann verði aðeins dæmdur til þess að 5ðð greiða eftirstöðvarnar málskostnaðarlaust eða málskostn- aðurinn verði lækkaður hlutfallslega við kröfuna. Stefn- andi hefir hinsvegar haldið því fram í fyrsta lagi, að eng- ar skemmdir hafi verið á húsgögnunum, en þó svo hafi verið, þá sé stefndur búinn að fyrirgera rétti sínum til skaðabóta út af þeim, vegna þess, að hann hafi alls ekki tilkynnt seljandanum, Ganddalens Möbelfabrik, skemmd- irnar. Stefndur hefir nú ekki gegn mótmælum stefnandá sann- að, að umræddar vörur hafi verið skemmdar, né heldur, að hann hafi sent umbjóðanda stefnandans nokkra „Re- klamation“ út af þeim. Verða því framangreind mótmæli stefnds ekki tekin til greina heldur ber að taka dómkröf- ur stefnandans til greina að öllu leyti. Föstudaginn 8. apríl 1932. Nr. 27/1932. Valdstjórnin (Lárus Fjeldsted) gegn Sæmundi Albertssyni (Lárus Jóhannesson). Bifreiðalagabrot. Skaðabótagreiðsla. Dómur lögregluréttar Ísafjarðar 15. dez. 1391: Kærður, Sæmundur Albertsson, greiði 100 króna sekt í ríkissjóð, en sé sektin eigi greidd innan 14 daga frá löglegri birt- ingu dómsins, afplánist hún með 10 daga einföldu fangelsi. Svo greiði kærður Charles Bjarnasyni skaðabætur fyrir skemmdir á Bifreið Í. S. 10, eftir mati óvilhallra, dóm- kvaddra manna, þó eigi yfir 2212 kr. með 5% ársvöxtum frá 6. sept. þ. á. til greiðsludags. ' Ennfremur greiði kærður Charles Bjarnasyni 500 kr. fyrir atvinnutjón. Loks greiði kærður allan af málinu löglega leiðandi kostnað. Ídæmdar skaðabætur. greiði kærður innan 15 daga frá lögbirtingu dómsins og honum að öðru leyti að fullnægia með aðför að lögum. 36 556 Dómur hæstaréttar. Eins og tekið er fram í hinum áfrýjaða dómi ók kærði röngu megin á veginum og varð með þvi valdur að árekstri bifreiðanna. Ennfremur er það upplýst, að kærði hefir vanrækt að halda við lög- boðinni tryggingu fyrir bifreið sína. Hefir kærði með þessu gerzt brotlegur gegn 7. og 17. gr. laga nr. 56, 15. júní 1926, sbr. 1. gr. laga nr. 56, 14. júní 1929 og nú lög nr. 70, 8. sept. 1931. Þykir refsins hans hæfilega ákveðin samkv. 14. gr. laga nr. 56, 15. júní 1926, 150 kr. sekt í ríkissjóð og komi 12 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún verður eigi greidd innan 14 daga frá birtingu dóms þessa. Þá verður og að dæma kærða til að greiða Charles. Bjarnasyni, eiganda bifreiðarinnar Í. S. nr. Í0, skaðabætur fyrir skemmdir þær, er urðu á bifreið þessari við áreksturinn, og fyrir atvinnu- ljón það, er þær skemmdir hafa valdið honum, hvorttveggja eftir mati óvilhallra, dómkvaddra manna, þó svo, að bætur fyrir skemmdir á bifreið- inni greiðist eigi með hærri upphæð en kr. 2212,05, og bætur fyrir atvinnutjón eigi með hærri upphæð en kr.500,00, en hvortveggja upphæðin greiðist með o% ársvöxtum frá 11. dez. 1931 til greiðsludags. Allan kostnað sakarinnar í héraði og í hæstarétti greiði kærði, þar með talin málflutningslaun sækj- anda og verjanda í hæstarétti, 60 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Kærði, Sæmundur Albertsson, greiði 150 kr. sekt í ríkissjóð og komi 12 daga einfalt fang- elsi í stað sektarinnar, ef hún er eigi greidd innan Í4 daga frá birtingu dóms þessa. öÐ7 Svo greiði kærði og Charles Bjarnasyni, eft- ir mati óvilhallra dómkvaddra manna, bætur fyrir skemmdir á bifreiðinni Í. S. nr. 10, þó eigi hærri en kr. 2212,05, og bætur fyrir at- vinnutjón, þó eigi hærri en kr. 500,00, hvoru- tveggja þessa bótagreiðslu með 5% ársvöxtum frá 11. dez. 1931 til greiðsludags. Kærði greiði allan kostnað sakarinnar í hér- aði og í hæstarétti, þar með talin málflutnings- laun sækjanda og verjanda í hæstarétti, mál- flutningsmannanna Lárusar Fjeldsted og Lár- usar Jóhannessonar, 60 kr. til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lög- um. Forsendur hins áfrvjaða dóms hljóða svo: Það er sannað í máli þessu, sem höfðað er af vald- stjórnarinnar hálfu gegn kærðum, Sæmundi Albertssyni, bílstjóra hér í bænum, fyrir brot á lögum nr. 56, 1926, um notkun bifreiða, með eigin játningu kærðs og öðrum gögnum, að tildrög málsins eru þau, er hér greinir. Sunnudaginn 6. sept. þ. á. kl. 7 e. h. varð árekstur milli bifreiðanna Í. S. 36 eign kærðs og Í. S. 10 eign Ghar- lesar Bjarnasonar bilstjóra hér í bænum með þeim hætti, að fyrnefnda bifreiðin, er kærður stýrði og kom frá Ísa- firði, á leið inn í Tunguskóg, mætti síðarnefndri bifreið, er kom innan úr skógi, á skógarbrautinni, gengt bænum Tungu, en í stað þess að víkja til vinstri hliðar, vék hann til hægri hliðar þannig, að áreksturinn varð óhjákvæmi- legur, með því að hin bifreiðin, er kom á móti innan að, hafði vikið út á vinstri vegröndina eða jafnvel út fyrir vegarröndina. Bifreið kærðs fór með 10—-12 km. hraða, er hún rakst á hina bifreiðina, braut hana mikið og hefir hún eigi ver- 558 ið nothæf síðan. Í bifreið Í. S. 10 voru 6 menn auk bil- stjóra, en ekkert sakaði þá. Þar eð það nú er upplýst í málinu, að kærður ók á bifreið Í. S. 10, á hægri vegarbrúninni, miðað við stefnu bifreiðar kærðs, hefir hann með því að aka öfugu megin Á brautinni, brotið umferðarreglurnar og valdið árekstr- inum. En með þessu framferði sinu hefir kærður brotið gegn 7. gr. bifreiðarlaganna, nr. 56, 1926, og þykir refsing sú, er hann, er sætt hefir 25 kr. lögregluréttarsekt 14. april f. á. fyrir brot á lögreglusamþykkt Ísafjarðar, en annars eigi sætt ákæru eða refsingu fyrir neitt lagabrot, eftir atvikum hæfilega metin 100 kr. sekt í ríkissjóð sam- kv. 14. gr. téðra laga. Sektina greiði hann innan 14 daga frá löglegri birtingu dómsins ella afplánist hún með 10 daga einföldu fangelsi. Þá ber kærðum að bæta fyrir skemmdir þær, er urðu á bifreið Í. S. 10 við áreksturinn. En með því, að eigi liggja fyrir ábyggilegar upplýsingar um skemmdir bifreiðarinnar og skaða þann, er hún hefir orðið fyrir, þar eða eigi lánaðist að upplýsa það undir rekstri málsins, þykir verða að ákveða skaðann eftir mati dómkvaddra þar til hæfra manna og greiði kærður eig- anda bifreiðar Í. S. 10 þá upphæð, er þeir meta, þó eigi yfir 2212 kr. ásamt 5% ársvöxtum frá 6. sept. þ. á. til greiðsludags. Þar sem það ennfremur er upplýst í málinu, að bifreið- in varð ónothæf við áreksturinn og hefir verið siðan, verður að skylda kærðan til að greiða eiganda bifreiðar- innar bætur fyrir atvinnutjón, er eftir atvikum “þykir hæfilega metið 500 kr. Loks ber og kærðum að greiða allan af málinu lög- lega leiðandi kostnað. 559 Mánudaginn 11. april 1932. Nr. 28/1932. Valdstjórnin (Jón Ásbjörnsson) gegn Sveinbirni Halldórssyni (Magnús Guðmundsson). Brot g. 1. nr. 21, 15. júní 1926 um veitingasölu, gisti- húsahald o. fl. Dómur lögregluréttar Ísafjarðar 21. okt. 1931: Kærður, Sveinbjörn Halldórsson, greiði 50 króna sekt í ríkissjóð eða sæti 5 daga einföldu fangelsi sé sektin eigi greidd innan 14 daga frá lögbirtingu dómsins. Svo greiði og kærður af málinu allan löglega leiðandi kostnað. Dóminum að fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Eins og segir í hinum áfrýjaða lögregluréttar- dómi lét kærði útbúa söluherbergi í kjallara brauðgerðarhúss sins á Ísafirði með sérstökum inngangi utan frá og seldi almenningi þar um þriggja vikna tímabil, áður en málsókn þessi var hafin, hvítöl, er framleitt var í brauðgerðarhúsi hans og neyttu kaupendurnir ölsins í söluherberg- inu við borð, er náði yfir herbergið. Þessa ölsölu kærða verður að telja veitingar, er háðar séu á- kvæðum laga nr. 21, 15. júní 1926 og þar sem 2. gr. laganna eigi heimilar ölveitingar sem atvinnu, án leyfis lögreglustjóra, og kærði hafði eigi fengið slíkt leyfi, þá hefir hann gerzt brotlegur gegn nefndri lagagrein og einnig hefir hann brotið 76. gr. 2. mgr. lögreglusamþykktar Ísafjarðarkaup- staðar 9. júní 1931 með því að taka framangreint herbergi til afnota fyrir veitingarnar, án þess áður 560 að hafa fengið samþykki bæjarstjórnar Ísafjarð- arkaupstaðar til þess. Refsing sú, 50 kr. sekt í rík- issjóð, er héraðsdómarinn hefir ákveðið kærða, þykir hæfileg og með því ennfremur, að fallast má á vararefsingar- og málskostnaðarákvæði lögreglu- réttardómsins ber að staðfesta hann. Svo á kærði og að greiða allan áfrýjunarkostn- að sakarinnar, þar með (talin málflutningslaun sækjanda og verjanda Í hæstarétti, 40 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Lögregluréttardóminum skal óraskað. Kærði, Sveinbjörn Halldórsson, greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, málflutningsmannanna Jóns Ás- björnssonar og Magnúsar Guðmundssonar, 40 krónur til hvors þeirra. Dóminum að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Það er sannað í máli þessu, með játningu kærðs, brauð- gerðarmanns Sveinbjörns Halldórssonar, Hafnarstræti 17 hér í bænum, og öðrum gögnum, að hann síðari hluta fyrra mánaðar á eigin hönd útbjó sérstakt herbergi í kjallara brauðgerðarhússins með sérstökum inngangi utanfrá. Hefir kærður síðan haft þar um hönd veitingar gegn borgun á öli tilbúnu í brauðgerðarhúsinu. Herbergi þetta er næsta lítið, hvorki eru stólar þar né bekkir og eigi salerni, en neyzla ölsins fer fram við „disk“, er gengur um þvert herbergið. Ekkert leyfi hefir kærður fengið til veitinga þessara, 561 en hann heldur því fram, að honum sé það heimilt, þar er ölið, er hann veitti, sé hvítöl, framleitt í brauðgerðinni. En með tilliti til þess, að í tölulið 1. 2. gr. laga nr. 21, 1926, um veitingasölu, gistihúsahald o. fl. er kökubúðum einungis heimilaðar veitingar á kaffi, tei, súkkulaði, mjólk og kakói, ásamt kökum þar gerðum og að dómaranum er það kunnugt, að kærður hefir á stofuhæð hússins annað sérstakt herbergi til þeirra veitinga, lítur rétturinn svo á, að kærður með greindum Öölveitingum brjóti og hafi brotið ofangreind lög og þykir refsing hans, er eigi hefir áður sætt kæru eða refsingu fyrir neitt lagabrot, hæfilega metin 50 kr. sekt í ríkissjóð samkv. 15. gr. fyrrgreindra laga, en sé sektin eigi greidd innan 14 daga frá lögbirt- ingu dómsins, afplánist hún með 5 daga einföldu fang- elsi. Svo greiði mættur og allan af málinu löglega leið- andi kostnað. Að öðru leyti á kærður að vera sýkn af kærum vald- stjórnarinnar í málinu. Föstudaginn 15. apríl 1932. Nr. 74/1931. L. Fjeldsted, f. h. eigenda s/s Havtor (Th. B. Líndal) gegn Mjólkurfélagi Reykjavíkur (Jón Ásbjörnsson). og J. Þorsteinsson á Co. (Enginn). Farmsendara talið skylt, samkvæmt ákvæðum farmsamnings, að greiða tilfallinn kostnað við út- skipun vöru. Dómur sjóréttar Reykjavíkur 24. jan. 1981: Stefndu. Mjólkurfélag Reykjavíkur og J. Þorsteinsson á Co., skulu sýkn af kröfu stefnanda, L. Fjeldsted, f. h. A/S Havtor. eiganda s/s „Havtor“ frá Oslo í þessu máli. Stefnandi greiði stefndu málskostnað með 60 kr. innan þriggja sól- arhringa frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 562 Dómur hæstaréttar. Þegar mál þetta skyldi flutt í hæstarétti var að- eins mætt þar af hálfu annars varnaraðiljans, Mjólkurfélags Reykjavíkur. Hefir málið því verið flutt skriflega samkv. 38. gr. hæstaréttarlaganna, og er dæmt samkv. N.L. 1—4—32 og 2. gr., tilsk. 3. júní 1796, en báðir aðiljar hafa aflað sér novaleyfis og lagt ný skjöl og skilríki fram hér í réttinum. Með farmsamningi, dags. 3. mai 1929, milli eig- enda s/s Havtor annarsvegar sem framflytjanda, og hinsvegar Mjólkurfélags Reykjavíkur og firm- ans J. Þorsteinsson á Co., sem farmsendara, tóku farmflytjendur að sér að flytja með skipi sínu s/s Havtor um 800 smálestir af sementi og um 200 standard af timbri frá Slemmestad og Ronneby til Reykjavíkur. Farmsamningur þessi er gerður á prentað eyðublað af svonefndum Gencon farm- samningi og er svofellt ákvæði í 5. gr. hans: „Cargo to be brougth alongside in such a manner as to enable vessel to take the goods vith her own tackle . Gherterers to procure and pay the-necessary men on shore or onboard the lighters to do the work there, vessel only heaving the cargo onboard. Með gögnum þeim, sem fram eru komin í mál- inu, að nokkru leyti eftir að hinn áfrýjaði dómur var kveðinn upp, má telja það sannað, að þegar s/s Havtor kom til Ronneby til að taka þar við timbrinu, þá lagði firma það, er afhenti timbrið til flutnings, ekki til menn til þess að vinna á bryggjunum að því að koma timbrinu fyrir í vind- um skipsins, að skipstjórinn hinn 17. maí 1929 bréflega benti firmanu á hin tilvitnuðu ákvæði farmsamningsins og mótmælti því, að kostnaður 563 af vinnu þessari félli á útgerð skipsins, að firmað eigi sinnti þeim bendingum og að útgerðin varð að greiða hina umstefndu upphæð í verkalaun fyrir þessa vinnu. Verður að fallast á þá skoðun áfrýj- anda, að samkvæmt hinu tilvitnaða ákvæði farm- samningsins, hafi farmsendara verið skylt að sjá um og kosta þessa vinnu og að farmflytjandi þvi eigi rétt á því, að farmsendendur endurgreiði sér þessa upphæð. Mjólkurfélag Reykjavíkur hefir haldið því fram, að sér beri eigi skylda til að end- urgreiða upphæð þessa, þar sem hún stafi aðeins frá útskipun timbursins, sem eigi hafi verið sin eign heldur eign hins farmsendarans J. Þorsteins- son á Co. eins. En með því að báðir hinir stefndu bafa undirritað farmsamninginn sem farmsendar- ar án þess að gjöra að þessu leyti nokkra takmörk- un á ábyrgð sinni gagnvart farmflytjanda, þá á farmflytjandi rétt á að ganga að þeim báðum in solidum um endurgreiðslu á fé þessu og skerðir það að engu þann rétt hans, að skipstjóri hvorki ritaði fyrirvara um endurgreiðslu þessa á farm- skirteinið yfir timbrið né gerði hana að skilyrði fyrir afhendingu þess á ákvörðunarstaðnum. Með því ennfremur, að vaxtakröfu áfrýjanda hefir eigi verið mótmælt, verður að breyta hinum áfrýjaða dómi á þá leið, að stefndu séu in solidum skyldir til að greiða áfrýjanda hina umstefndu upphæð, 490,77 sænskar krónur ásamt 5% ársvöxtum frá 22. mai 1929 til greiðsludags. Með tilliti til þess hversu ófullnægjandi upplýsingar lágu fyrir sjó- dómi af áfrýjanda hálfu, þykir rétt, að málskostn- aður í sjódómi falli niður, en málskostnað í hæsta- rétti greiði stefndu áfrýjanda in solidum með 200 krónum. öbd Því dæmist rétt vera: Stefndu, Mjólkurfélag Reykjavíkur og J. Þorsteinsson á Co., greiði in solidum áfrýj- anda, Lárusi Fjeldsted, f. h. eigenda s/s Hav- tor, sænskar krónur 490,77 með 5% ársvöxt- um frá 22. maí 1929 til greiðsludass. Málskostnaður í sjódómi falli niður, en málskostnað í hæstarétti greiði stefndu á- frýjanda in solidum með 200 krónum. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Með skipsleigusamningi, dags. 3. mai 1929, tóku stefndu, firmun, Mjólkurfélag Reykjavíkur og J. Þorsteinsson á Co., s/s Havtor frá Oslo á leigu til ferðar hingað til lands frá Slemmestad og Bönneby. Í Rönneby kveður stefnandi L. Fjeldsted, f. h. A/S Havtor, eiganda s/s Havtor, að skip- stjórinn hafi orðið að greiða kr. 490,77 sænskar fyrir út- skipun, er leigutakar skipsins eigi að greiða samkvæmt 5. gr. skipsleigusamningsins, og hefir stefnandi, með sjódóms- kæru, dags. 12. apríl f. á., krafizt þess, að stefndu verði dæmdir til að greiða téða upphæð ásamt 5% ársvöxtum frá 17. maí 1929 til greiðsludags og málskostnað að skað- lausu með kr. 90,50. Með því að enginn reikningur hefir verið lagður fram í málinu, er sýni í hverju þessi útgjöld hafi verið fólgin, né heldur kvittun, er sýndi að upphæðin hafi verið greidd, krefjast stefndu sýknu og sér dæmdan málskostnað. Stefn- andi kveðst hafa gert ítrekaðar tilraunir til þess að fá þessa reikninga en árangurslaust. Reikningar eða kvitt- anir hafa ekki fundizt, hvorki hjá eigendum skipsins og útgerðarmönnum né umboðsmönnum þess hér. Samkvæmt þessum málavöxtum þykir verða að taka sýknukröfu stefndu til greina og tildæma þeim málskostnað, sem þyk- ir hæfilega ákveðinn 60 kr. 565 Föstudaginn 15. apríl 1932. Nr. 111/1931. Mýrkjartan Rögnvaldsson og Ólafur J. Hvanndal (Garðar Þorsteinsson) gegn Pétri Jakobssyni (Sjálfur). Sýknukröfu áfrýjenda hrundið með því eigi þótti færð nægileg sönnun gegn eignarrétti stefnda á umræddum víxli né að honum hafi verið kunnar misfellur á víxlinum. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 12. sept. 1931: Stefndir, Einar Jóhannsson „Mýrkjartan Rögnvaldsson og Ólafur J. Hvanndal, greiði allir fyrir einn og einn fyrir alla stefn- andanum, Pétri Jakobssyni, kr. 2400,00 með 6% ársvöxt- um frá 12. júní 1931 til greiðsludags, kr. 10,75 í afsagnar- kostnað, kr. 0,45 í tilkynningarkostnað og kr. 129,50 í málskostnað, allt innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Áfrýjendur máls þessa, Mýrkjartan Rögnvalds- son og Ólafur J. Hvanndal, krefjast þess, að hin- um áfrýjaða gestaréttardómi verði breytt þannig, að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnda, að fjárnámsgjörð sú, er gjörð var hjá Ólafi J. Hvann- dal 23. sept. f. á. til fullnustu gestaréttardómsins, verði úr gildi felld og að stefndi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar bæði í héraði og hæsta- rétti. Stefndi hefir hinsvegar krafizt þess, að hinn á- frýjaði dómur og fjárnámsgjörð verði staðfest, að áfrýjendur verði dæmdir in solidum til að greiða honum málskostnað í hæstarétti og þeir dæmdir til sekta fyrir óþarfa málsyfingu. 566 Áfrýjendur viðurkenna það, að þeir hafi skrifað nöfn sin á vixilblað það, er ræðir um í málinu, en er þeir hafi látið það af hendi við meðstefnda í héraði, Einar Jóhannsson, hafi þar hvorki verið til- tekinn útgáfudagur eða gjalddagi. Hafi tilætlunin verið sú, að Einar fengi 2 nafngreinda menn að auki til þess að gerast ábyrgðarmenn fyrir vixil- upphæðinni, 2400 kr., og að því fengnu hafi átt að útfylla vixileyðublaðið til fullnustu. Nú hafi Einari ekki tekizt að fá menn þessa til að gerast ábyrgðarmenn að víxlinum, en engu að siður hafi hann í fullkomnu heimildarleysi útfyllt víxileyðublaðið, þ. e. sett í það útgáfudag og greiðsludag og víxilinn hafi hann síðan selt Metú- salem Jóhannssyni útgerðarmanni hér í bænum; hafi Metúsalem verið kunnugt um, að Einar hafi í heimildarleysi útfyllt vixilinn og því hafi hann tek- ið það ráð, að láta lita svo út sem stefndi, Pétur Jakobsson, hafi keypt hann, en þar sem Pétur hafi aldrei verið eigandi víxilsins, eigi hann enga kröfu á hendur þeim um greiðslu hans, og beri því þegar af þessari ástæðu að sýkna þá. Þá halda áfrýjendur því fram, að þótt htið verði svo á, að þeim hafi ekki tekizt að sanna þetta sam- band milli Metúsalems og stefnda, þá hljóti stefnda að hafa verið kunnugt heimildarleysi Einars til að útfylla og selja víxilinn og leiði það því einnig til sömu niðurstöðu. Eptir að dómur hefir gengið í máli þessu í hér- aði, hefir í tilefni af kæru áfrýjenda farið fram rannsókn í lögreglurétti Reykjavíkur um meðferð Einars Jóhannssonar á umræddum vixli. Við rann- sókn þessa hefir nefndur Einar Jóhannsson viður- kennt frásögn áfrýjendanna um það, að er hann 567 hafi tekið við vixlinum, hafi hann verið ódagsett- ur og gjalddagi ótiltekinn og að tilætlunin hafi verið, að hann útvegaði 2 menn til viðbótar, þá Sig- urð kaupmann Skjaldberg og Trausta Ólafsson efnafræðing „til að gerast ábyrgðarmenn að víxlin- um; hafi áfrýjendurnir brýnt það fyrir honum, að hann mætti ekki útfylla víxileyðublaðið eða selja vixilinn nema því aðeins, að hann fengi þá til að skrifa á hann sem ábekingar auk áfrýjendanna, ca er hann hafi komið til þeirra með víxilinn hafi þeir aftekið, að gerast ábyrgðarmenn að víxlinum, hafi svo liðið hálfsmánaðartími, að hann hafi ekkert frekara aðhafzt. Hefir Einar borið það, að hann hafi áður verið búinn að tryggja sér það, að Metú- salem Jóhannsson keypti vixilinn af sér með 4 ofangreindum mönnum sem ábekingum, en er það hafi brugðizt, hafi hann á ný snúið sér til Metúsalems og hafi hann þá fengið loforð hans um að hann útvegaði kaupanda að vixlinum með á- byrgð þeirra Mýrkjartans og Ólafs Hvanndals einna. Kveðst Einar þá á ný hafa leitað til þeirra Mýr- kjartans og Ólafs og beðið þá hvorn í sínu lagi að leyfa sér að útfylla víxilinn og selja hann. Hafi þeir í fyrstu verið mjög tregir til þess að sam- þykkja þetta, en þó hafi svo farið, að Mýrkjartan hafi sagt, að Ólafur skyldi ráða þessu og loks hafi Ólafur einnig leyft sér að selja víxilinn. Að svo komnu hafi hann farið á fund Metúsalems, sagt honum, að leyfið væri nú fengið og útfyllt víxilinn í augsýn hans, en honum hafi verið kunnugt um, að samþykki þeirra Ólafs og Mýrkjartans hafi ver- ið áskilið. Hafi Metúsalem síðan tekið við vixlin- um og sagt honum, að stefndi, Pétur Jakobsson, myndi kaupa hann og skyldi Einar fara til hans 568 um kvöldið til að gera upp kaupin, en svo virtist sem Finar hafi ekki áður átt í neinum samningum við Pétur um víxilinn. Um kvöldið hafi hann svo að ávísun Metúsalems farið til stefnda og hafi hann greitt honum fyrir víxilinn 1150 kr. í peningum, tekið 600 kr. upp í veðskuld, er Metúsalem hafi átt hjá sér og greiðast hafi átt af andvirði víx- ilsins, látið sig hafa húsgögn, er metin hafi verið á 200 kr., en afganginn 450 kr., hafi Pétur tekið í afföll af vixlinum og 3ja mánaða vexti af honum. Við lögreglurannsóknina hafa þeir Ólafur Hvanndal og Mýrkjartan neitað því afdráttarlaust, að þeir hafi veitt Einari nokkra heimild til að út- fylla víxilinn eða selja hann, er ábyrgð þeirra Sig- urðar og Trausta brást. Þrátt fyrir upplýsingar þær, er fengizt hafa við nefnda lögregluréttarrannsókn, og önnur gögn, er áfrýjendurnir hafa lagt fram í málinu hér fyrir rétt- inum, verður það ekki talið nægilega sannað, að stefndi sé ekki eigandi umrædds víxils og þar eð það er heldur eigi nægilega sannað, að stefnda, er bann varð eigandi víxilsins, hafi verið kunnugt um misfellur þær, er talið er að samþykkjandi hans, Einar Jóhannsson, hafi gert sig sekan um, þykir ekki heimild til að sýkna áfrýjendurna af kröfu stefnda um greiðslu vixilupphæðarinnar. Það verður því að staðfesta hinn áfrýjaða gesta- réttardóm, að því leyti sem honum hefir verið áfrýjað, svo og „hina áfrýjuðu fjárnámsgjörð 23. sept. f. á. Eptir þessum úrslitum verður og að dæma áfrýj- cndurna til að greiða stefnda málskostnað í hæsta- rétti, er ákveðst 100 kr. 569 Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða gestaréttardómi og fjár- námsgjörð skal óraskað. Áfrýjendurnir, Myýr- kjartan Rögnvaldsson og Ólafur J. Hvanndal, greiði in solidum stefnda, Pétri Jakobssyni, 100 kr. í málskostnað í hæstarétti, að við- lagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað fyrir gestaréttinum með stefnu, birtri 18. júní s.l., af Pétri Jakobssyni, innheimtumanni hér í bæ, gegn Einari Jóhannssyni, landbúnaðarkandi- dat, Mýrkjartani Rögnvaldssyni, skipstjóra og Ólafi J. Hvanndal, prentmyndasmið, öllum hér í bænum, til greiðslu víxils, að upphæð kr. 2400,00, útgefins 12. marz s. 1. af stefndum Mýrkjartani og samþykkts af stefndum Einari til greiðslu í Landsbankanum hér í bæ, 129. júni s. 1., en á víxli þessum, sem afsagður var sökum greiðslu- falls 13. s. m., er stefndur Ólafur ábekingur. Hefir stefnandi krafizt þess, að stefndu verði in solid- um dæmdir til þess að greiða sér upphæð víxilsins, kr. 2400,00, með 6% ársvöxtum frá gjalddaga hans til greiðsludags 14% upphæðarinnar í þóknun. kr. 10.75 í af- sagnarkostnað, kr. 0.45 í tilkynningarkostnað, og máls- kostnað að skaðlausu. Nemur hann eftir framlögðum reikningi kr. 129.50. Stefndur, Einar, hefir hvorki mætt né látið mæta í málinu, og er honum þó löglega stefnt. Verður þá eftir N. L. 1--4—32 og tilsk. 3. júni 1796, 2. gr., sbr. tilsk. 15. ágúst 1832, 8. gr., að dæma málið eftir framlögðum skjöl- um og skilríkjum að því er hann snertir, og Þar sem stefnandi hefir lagt fram frumrit vixilsins með framsali til handhafa, svo og afsagnargjörð, verða dómkröfur hans teknar til greina að öllu leyti gagnvart nefndum Einari. Stefndir, Mýrkjartan og Ólafur, hafa hinsvegar mætt í málinu, mótmælt kröfum stefnanda og krafizt sýknu af 570 þeim og málskostnaðar hjá honum eftir mati réttarins. Byggja þeir mótmælin á því, að þegar þeir hafi skrifað nöfn sín á skjal það, sem stefnt er til greiðslu á og látið það af hendi, þá hafi hvorki verið tiltekinn á því útgáfu- dagur eða gjalddagi, og hafi það því ekki verið víxill að lögum. En nöfn sín kveðast þeir hafa ritað á skjalið vegna þess, að þeir hafi ætlað að taka á sig vixilábyrgð fyrir meðstefndan Einar, með því skilyrði, að hann fengi tvo menn aðra, þá Sigurð Skjaldberg, kaupmann og Trausta Ólafsson, efnafræðing, til þess að takast á hendur ábyrgð- ina ásamt þeim. Þetta hafi meðstefndum, Einari, ekki tek- izt og hafi þeir því ekki sjálfir útfyllt skjalið sem víxil (þ. e. a. s. sett í það útgáfudag og gjalddaga) eða gefið ööðr- um heimild til þess, og sé víxillinn því falsaður að þessu leyti. Stefnandi hefir eindregið mótmælt framangreindum varnarástæðum stefndra og haldið fast við kröfur sínar í málinu. Og þar sem stefndir hafa viðurkennt að hafa rit- að nöfn sín á hinn framlagða víxil og engar líkur fært fyrir því gegn mótmælum stefnanda, að framangreindar varnarástæður þeirri hafi við rök að styðjast, þykir ekki hægt að taka mótmælin til greina, heldur ber einnig að taka dómkröfur stefnanda til greina gagnvart þeim að öllu leyti. Mánudaginn 18. april 1932. Nr. 104/1931. Lárus Jóhannesson, f. h. dánarbús Ragnars Ólafssonar (Lárus Jóhannesson) gegn bæjarstjórn Siglufjarðarkaupstaðar íGuðm. Ólafsson). Leigutekjur af fasteign eigi taldar lóðarafnot er heimili útsvarsálagningu samkv. 8. gr. útsv.. Úrskurður fógetaréttar Siglufjarðar 17. sept. 1931: Lögtakið skal fram fara. 571 Dómur hæstaréttar. Við niðurjöfnun aukaútsvara til Siglufjarðar- kaupstaðar fyrir árið 1931 var dánarbúi Ragnars kaupmanns Ólafssonar gert að greiða 4500 kr. út- svar til kaupstaðarins. Dánarbú þetta á lögheimili á Akureyri og var þar þetta sama ár lagt á það aukaútsvar með tilliti til allra eigna og tekna þess arið 1930. Eftir að dánarbúið árangurslaust hafði kært útsvar sitt á Siglufirði fyrir niðurjöfnunar- nefnd og yfirskattanefnd kaupstaðarins, neitaði það að greiða útsvarið og var þess þá krafizt með bréfi, dags. 16. sept. s. l., að útsvarið væri tekið lög- taki. Gekk um þetta úrskurður í fógetarétti Siglu- fjarðar 17. s. m. á þá leið, að lögtakið skyldi fram fara, og var lögtak samstundis gjört í eignum dán- arbúsins fyrir útsvarinu. Fógetaréttarúrskurði þessum og lögtaksgjörð hefir áfrýjandi skotið til hæstaréttar með stefnu, dags. 26. sept. f. á, og hefir hann krafizt þess, að úrskurðurinn og lögtaksgerðin verði felld úr gildi og að hin stefnda bæjarstjórn verði dæmd til að greiða sér málskostnað fyrir fógetarétti og hæsta- rétti eftir mati hæstaréttar. Af hálfu hinnar stefndu bæjarstjórnar hefir hins vegar verið krafizt staðfestingar á úrskurðinum og lögtaksgerðinni og málskostnaðar í hæstarétti. Eins og áður var getið, átti dánarbúið lög- heimili á Akureyri, er útsvarið var lagt á það, og það er viðurkennt, að það þá eigi stundaði neins- konar atvinnurekstur á Siglufirði og hafði eigi stundað neinn atvinnurekstur þar á útsvarsárinu. Hinsvegar átti dánarbúið fasteignir á Siglufirði, er það hafði leigt þriðjamanni allt útsvarsárið fyrir 37 572 23000.00 kr. ársleigu. Í húsum þeim, er dánarbúið leigði þessum leigutaka, hafði það sjálft umráð yf- ir einu herbergi til geymslu, og auk þess átti það eitt hús, er eigi var innilafið í leigunni, og það léði fyrr- verandi starfsmanni sínum til íbúðar endurgjalds- laust, en hús þetta hefir dánarbúið síðan selt bæj- arstjórn Siglufjarðarkaupstaðar fyrir 6000 kr. Hér fyrir réttinum hefir því verið haldið fram af hálfu bæjarstjórnarinnar, að útsvarið sé lagt á hvort- tveggja, leigutekjur dánarbúsins og ofannefnd um- ráð eða afnot þess af fasteignunum og telur bæjar- stjórnin þá útsvarsálagningu löglega samkvæmt því ákvæði 8. gr. útsvarslaganna, er heimilar að leggja útsvar á utansveitarmann, er haft hefir lóðarafnot, sem gefa arð í sveit þeirri, er útsvarið er lagt á í. Á þetta verður þó eigi fallizt. Tekjur eiganda fasteigna, sem fólgnar eru í endurgjaldi annars manns fyrir afnot eignarinnar, leigutekjur, verða eigi taldar lóðarafnot, og hin önnur umráð dánar- búsins yfir eignunum er lýst var að framan, geta heldur eigi heimilað útsvarsálagningu á það, enda virðist það og augljóst, að útsvarið hafi að mjög litlu leyti verði lagt á þau. Það verður því að telja, að dánarbúið hafi eigi verið útsvarsskylt á Siglu- firði umrætt ár og ber því samkvæmt kröfu áfrýj- anda að fella hinn áfrýjaða fógetaréttarúrskurð og lögtaksgjörð úr gildi. Eftir þessum úrslitum verður að dæma hina stefndu bæjarstjórn til að greiða áfrýjanda máls- kostnað í hæstarétti, er ákveðst 300 kr. Þvi dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði fógetaréttarúrskurður og lög- taksgjörð er úr gildi felld. 073 Bæjarstjórn Siglufjarðarkaupstaðar greiði áfrýjanda, Lárusi Jóhannessyni, f. h. dánar- bús Ragnars Ólafssonar, 300 kr. í málskostnað í hæstarétti, að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Tekjur þær, er lögtaksþoli hefir haft af sildarstöð sinni, verða að teljast falla undir ákvæði úlsvarslaganna 46/1926, 8. gr. b. „lóðarafnot, er gefa arð“, er útsvar megi leggja á, og skal lögtakið því fara fram. Miðvikudaginn 20. apríl 1932. Nr. 57/1931. Lárus Jóhannesson, f. h. h/f. Hinar Sameinuðu íslenzku verzlanir Seyð- isfirði í Likvidation (Lárus Jóhannesson) gegn Guðmundi Bjarnasyni og gagnsök (Th. B. Líndal). Krafa stefnda um launauppbót og bætur fyrir at- vinnutjón m. m. eigi talin á rökum reist. Dómur gestaréttar Seyðisfjarðar 4. febr. 1931: Gagn- stefndur, Lárus Jóhannesson, f. h. Sam. ísl. verzlana, greiði gagnstefnanda, Guðmundi Bjarnasyni, kaupfélagsstjóra, Seyðisfirði, kr. 327,20 ásamt 5% ársvöxtum frá 1. okt. 1928. Málskostnaður falli niður. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum innan Þriggja sólarhringa frá lögbirtingu hans. Dómur hæstaréttar. Í máli þessu, er áfrýjað hefir verið til hæstarétt- ar af hálfu beggja aðilja, gjörir aðaláfrýjandi þá 574 kröfu, að stefndi verði dæmdur til að greiða kr. 3267.28 með 6% ársvöxtum frá Í. jan. 1927, 321 kr. 50 a. í málskostnað í undirrétti, að hann verði sýknaður af öllum gagnkröfum stefnda og loks, að honum verði dæmdur málskostnaður í aðalsök og gagnsök í hæstarétti. Gagnáfrýjandi krefst þess hinsvegar, að aðal- áfrýjandi verði dæmdur til að greiða sér 5417 kr., þannig, að 3267 kr. 28 a. þar af gangi til skulda- jafnaðar á kröfu aðaláfrýjanda, en að hann fái sjálfstæðan dóm fyrir kr. 2149.72 með 5% ársvöxt- um frá 1. okt. 1928, svo krefst hann og málskostn- aðar bæði í héraði og hæstarétti. Krafa aðaláfrýjanda, kr. 3267.28, hefir eigi verið véfengd af stefnda að öðru leyti en því, að hann mótmælir vaxtakröfu hans. Skuld sú, er áfrýjandi telur til, stafar af vöruúttekt stefnda meðan hann var í þjónustu h/f Framtíðin á Seyðisfirði og frá 1921 í þjónustu Hinna Sameinuðu íslenzku verzlana sama staðar, þar til sú verzlun hætti á árinu 1927. Það er nú viðurkennt, að á meðan stefndi var í þjónustu nefndra verzlana voru honum eigi reikn- aðir vextir af skuld þeirri, er hann stóð í við hver áramót og þykir því ekki heimild til að reikna vexti af hinni umstefndu skuld fyrr en hann var krafinn um hana eða frá stefnudegi, 21. sept 1928, og eigi hærri vexti en 5% p. a. sbr. 38. gr. laga nr. 39 frá 1922. Gagnkröfur stefnda eru í 6 liðum: 1. Uppbót á laun hans sem verzlun- arstjóra á Breiðdalsvík, frá 1. jan. 1918 til 30. júní 1920 ......00.... kr. 1800.00 9. Þóknun fyrir ferðir til Djúpavogs árið 1925 .......000 — 300.00 575 3. Endurgreiðsla á greiddum sjóðs- hál a á sir er 0 a at — 317.00 4. Þóknun fyrir ferð til Akureyrar sumarið 1927 ......0.00..... — 600.00 5. Þóknun fyrir vinnu við reiknings- skil haustið 1927 ................ — 1000.00 6. Bætur fyrir atvinnutjón ......... —- 1400.00 Samtals kr. 5417.00 Ad.1. Hvað þennan lið snertir heldur stefndi því fram, að sér hafi munnlega verið lofað 2800 kr. launauppbót fyrir þessi 2)% ár. Fyrir þessu hefir stefndi þó eigi fært neinar sannanir með því að framburður þáverandi framkvæmdastjóra verzl- unarfélagsins, er leiddur hefir verið sem vitni í mál- inu, er svo óákveðinn í þessu efni, að á honum verður eigi byggt, en móti staðhæfingu stefnda mælir, að það er viðurkennt, að stefnda hafa ver- ið greiddar 1000 kr. í launauppbót fyrir þessi ár, og verður því að gera ráð fyrir, að honum hafi ekki verið lofuð hærri uppbót, enda veikir það og málstað stefnda, að ekki sést, að hann í þau 6 ár, er hann var starfsmaður hjá Hinum Sameinuðu ísl. verzlunum, eftir að hann hætti að vera verzlunar- stjóri á Breiðdalsvík, hafi hreyft þessari kröfu eða gert gangskör að því að fá hana viðurkennda, en bækur þær, er stefndi hefir vitnað til og held- ur fram, að muni innihalda sannanir fyrir stað- hæfingu sinni, neitar áfrýjandi, að séu finnan- legar. Ad. 2. Þóknun fyrir ferðir til Djúpavogs 1925. Það er viðurkennt, að stefndi hefir þetta ár verið á fullum launum hjá nefndu verzlunarfélagi og að honum hefir verið greiddur ferðakostnaður fyrir 576 ferðir þessar. Verður að ætla, að í þessum ferða- kostnaði sé falin þóknun sú, er ætlast hefir verið til að stefnda bæri „og getur hann nú ekki komið fram með frekari kröfur fyrir ferðir þessar. Ad. 3. Sjóðshallinn. Svo sem fram er tekið í hin- um. áfrýjaða dómi hefir þáverandi verzlunarstjóri borið það sem vitni, að stefndi hafi sagt honum frá sjóðsvöntun, er orðið hafi hjá honum, er hann var gjaldkeri á skrifstofu verzlunarinnar á Seyð- isfirði og að hann hafi aldrei ætlazt til þess, að stefndi borgaði halla þennan, en í undirrétti hefir því ekki verið nægilega mótmælt, að stefndi hafi greitt sjóðshalla þennan, 317 kr., og hafi eigi feng- ið hann endurgreiddan. Við flutning málsins hér í réttinum hefir því aftur á móti verið neitað, að stefndi hafi í raun og veru greitt upphæð þessa — Þar sem þessi mótmæli eru of seint framkomin verður eigi tekið tillit til þeirra og með tilliti til yfirlýsingar verzlunarstjórans ber að taka þessa kröfu stefnda til greina. Ad. 4 Kostnaður við Akureyrarferð. Ferð þessa fór stefndur sumarið 1927 á fund framkvæmdar- stjóra skilanefndar verzlunarfyrirtækisins H. Vest- ergaard, til þess að semja við hann um viðskipti sin við verzlunarfélagið án nokkurs tilefnis frá hans hálfu og að því er séð verður án nokkurrar nauðsynjar til að koma launakröfum sínum fram. Er því engin heimild til þess að taka kröfu þá, er hér ræðir um til greina. Ad. 5. og 6. lið Stefndi hefir eigi gjört nægilega grein fyrir starfi því, er hann kveðst hafa unnið í þágu verzlunarfélagsins haustið 1927, og eigi held- ur verður krafa hans um atvinnutjón tekin til greina, með því að hann hefir eigi gegn mótmæl- 577 um áfrýjanda sannað, að honum hafi borið lengri uppsagnarfrestur en 6 mánuðir, eða að uppsögn- in hafi verið einskorðuð við áramót, svo að hon- um hafi borið uppsagnarfrestur til ársloka 1927, Hinsvegar mun það vera föst venja, að uppsagn- arfrestur verzlunarmanna miðist við 1. dag mán- aðar. Stefnda var sagt upp starfa sínum hjá verzl- unarfélaginu 7. jan. 1927 og bar honum því laun til loka júlímánaðar þ. á. í stað til 7. júlí eða kr. 2916,67 í stað kr. 2597,22, er honum hefir verið greitt. Ber því að dæma áfrýjanda til þess að greiða stefnda vangoldin laun með kr. 319,45. Frá kröfu áfrýjanda kr. 3267,28 ber því sam- kvæmt framansögðu að draga kr. 317,004-319,45 kr. == 636,45, en eftirstöðvarnar kr. 2630,83 ber að dæma stefnda til að greiða ásamt 5% ársvöxtum frá 21. sept. 1928 til greiðsludags. Svo ber og að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda, er unnið hefir mál sitt að mestu leyti, 600 kr. í málskostnað fyrir und- irrétti og hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Aðalstefndi, Guðmundur Bjarnason, greiði aðaláfrýjanda, Lárusi Jóhannessyni, f. h. h/f Hinar Sameinuðu íslenzku verzlanir á Seyðis- firði í Likvidation, 2630 kr. 83 a. með 5% árs- vöxtum frá 21. sept. 1928 til greiðsludags og kr. 600 í málskostnað í héraði og hæstarétti að við- lagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað fyrir gestaréttinum af Lárusi Jó- hannessyni, f. h. Sameinuðu ísl. verzlana, gegn Guðmundi 578 Bjarnasyni kaupfélagsstjóra, Seyðisfirði, með stefnu, útg. 21. sept. 1928, til greiðslu á skuld að upphæð kr. 3267,28. — Krefst stefnandi þess, að stefndur verði dæmdur til að greiða sér framangreinda fjárhæð með 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1927 til greiðsludags og málskostnað að skað- lausu. Stefndur hefir gagnstefnt stefnandanum, Lárusi Jóhannessyni, f. h. Hin. sam. ísl. verzl., og krafizt þess, að hann verði dæmdur til að greiða sér kr. 5417,00 með 5% ársvöxtum frá stefnudegi gagnsakar til greiðsludags, með eða án skuldajafnaðar við kröfu aðalstefnanda. Ennfrem- ur hefir aðalstefndur krafizt málskostnaðar að skaðlausu. 1. Aðalsök. Aðalstefndur hefir ekki mótmælt aðalkröf- unni sem slíkri, feist í því viðurkenning á því, að úttektin sé rétt. Ber því að taka hana til greina. Hinsvegar hefir aðalstefndur mótmælt því, að 6% ársvextir af fjárhæð- inni frá 1. janúar 1927 til greiðsludags verði tildæmdir. Byggir mótmæli sín á því, að venja hafi verið í viðskipt- um sínum við Sam. ísl. verzlanir, að verzlunin hafi aldrei tekið vexti af skuld sinni. Hefir aðalstefnandi haldið því fram, að það sé öðru máli að gegna þegar aðalstefndur er farinn úr þjónustu Sam. ísl. verzlana. Á þetta verður rétturinn að fallast og verða því eigi þessi mótmæli tekin til greina. Þá hefir aðalstefndur mótmælt vaxtakröfunni sem of hárri og hefir til vara krafizt þess, að hún verði færð niður í 5%. Byggir hann þessa kröfu sína á 38. gr. laga nr. 39, 1922. Aðalstefnandi hefir mótmælt og borið fyrir sig verzlunartizku. Rétturinn verður að líta svo á, að þegar verzlanir hafa tekið 6% ársvexti eða meir, sé það byggt á samningi kaupmanns og viðskiptamanns, hinsvegar virðist hér ekki um fasta verzlunartizku að ræða. Verður því að taka þessa kröfu aðalstefnda til greina. II. Gagnsök. Umboðsmaður gagnstefnda hefir haldið því fram, að eigi verði felldur sjálfstæður dómur um gagnkröfurnar, þar eð umbjóðandi sinn hafi aðeins haft umboð til innheimtu skulda Sameinuðu ísl. verzlana en bresti heimild til að skuldbinda firmað á annan hátt. En á þetta verður ekki fallizt. Ef þetta væri svo, væri gagnaðili ver settur fyrir það, að hinn aðilinn mætir ekki sjálfur, en sú er ekki tilætlun löggjafans. Þá hefir um- boðsmaður gagnstefnda einnig mótmælt kröfum gagn- 579 stefnanda af þeirri ástæðu, að út hafi verið gefið „præ- clusivt proclama“, séu kröfur stefnanda því of seint fram komnar. Rétturinn verður nú að lita svo á, að hér séu um kröfur að ræða, sem jafna megi með skuldajöfnuði, og getur því præclusion ekki gilt um þær. Sama er vitanlega að segja um þær kröfur, sem eftir útgáfu innköllunarinn- ar kunna að hafa orðið til. Verða nú rakin í réttri röð kröfur og málsástæður eins og hann hefir sett þær fram: 1. Launauppbótin. Gagnstefnandi hefir krafizt þess, að gagnstefndur verði dæmdur til að greiða sér kr. 1800,00 sem sé launauppbót í 2% ár, sem hann hafi verið verzlun- arstjóri á Djúpavogi frá 1. jan. 1918 til 30. júní 1920. Krafa þessi er byggð á eftirfarandi atriðum: a. Munnlegt loforð um uppbótina. b. Að aðrir starfsmenn hafi fengið uppbót. c. Að sérstakar ástæður hafi þurft að vera fyrir hendi til þess, að hann fengi ekki sömu uppbót og aðrir. d. Að þær ástæður hafi ekki verið fyrir hendi. e. Að til muni vera samþykkt aðalfundar eða stjórnar um launauppbótina. Ad. a. Gagnstefndur neitar að gagnstefnanda hafi ver- ið lofað uppbót nokkurntíma, sem hann hafi ekki fengið. Hér er því staðhæfing gegn staðhæfingu, en gagnstefn- andi hefir sönnunarbyrgðina. Er þá þessi ástæða fyrir launauppbótinni fallin. Ad. b. e. Ástæðum þeim, sem í þessum liðum eru tald- ar, mótmælir gagnstefndur á þann veg, að ef gagnstefn- anda hafi borið uppbót hefði hún fyrir löngu verið færð gagnstefnanda til tekna. Rétturinn verður nú að vera gagnstefnanda samdóma um það, að eðlilegast hefði ver- ið, að uppbótin hefði verið færð um leið og hún hafi verið gerð, ef um það er að ræða. En hinsvegar sýnist það eitt cigi geta svift gagnstefnanda rétti sínum, að uppbótin hafi ekki verið færð honum til tekna, hafi hann á annað borð átt rétt til hennar. Hinsvegar er það með vitna- skýrslu, rjskj. 13, sannað, að stjórn og aðalfundur hafi á- ákveðið launuppbætur verzlunarstjóra og þeirra, sem höfðu hærri laun, og að uppbæturnar hafi farið eftir pro- centum, enda er þessu ekki mótmælt af gagnstefnanda. Hefir gagnstefnandi skorað á gagnstefnda að leggja frant 580 útskrift úr gjörðarbók stjórnar eða aðalfundar, sem sanni hvað gagnstefnanda hafi borið í uppbót. Það er réttilega fram tekið hjá gagnstefnda, að sönnunarbyrgðin hvílir á gagnstefnanda en það er ekki rétt hjá honum, að gagn- stefnandi hafi jafna aðstöðu honum að útvega útskrift þessa og leggja hana fram. Umbjóðandi gagnstefnanda hefir gerðabækur þær, sem hér um ræðir, og var þvi opin leið fyrir gagnstefnda að færa fullar sannanir í þessu efni. Verður þá samkvæmt almennum réttarfarsreglum að telja staðhæfingar gagnstefnanda um uppbótina sann- ar, enda styður þetta vitnaskýrslan á rjskj. 13. Verður þessvegna að taka þessa kröfu gagnstefnanda til greina og dæma gagnstefnda til að greiða honum kr. 1800,00. 2 Þóknun fyrir Djúpavogsferðir. Gagnstefnandi hefir krafizt kr. 300,00 fyrir ferðir til Djúpavogs. Byggir hann kröfu þessa á loforðum forstjóra verzlunarinnar um sér- staka þóknun, þar sem þessi ferð hafði ekki verið í verka- kring sínum. Gagnstefndur hefir neitað því, að forstjór- ar hafi lofað þessu, en vitnaframburður annars forstjór- ans er þýðingarlaus, þar eð hann er um þetta atriði óá- kveðinn. Verður því krafa þessi eigi tekin til greina. 3. Sjóðhallinn. Þá hefir gagnstefnandi gert kröfu um það, að sér verði greiddur sjóðhalli, kr. 317,00, er varð við kassa verzlunarinnar meðan hann var gjaldkeri. Gagnstefndur hefir mótmælt þessari kröfu og stutt mót- mæli sin með því, að þar sem gagnstefnandi hafi verið debiteraður fyrir upphæðinni, eigi hann að bera hana, annars hefði upphæðin verið færð á kostnaðarconto. Þá hefir fyrrverandi verzlunarstjóri borið það sem vitni í málinu, að hann hafi skýrt gagnstefnanda frá þvi, að ætl- un sín hafi ekki verið sú, að gagnstefnandi greiddi sjóð- hallann. Framburðinum hefir ekki að þessu leyti verið nægilega mótmælt, og verður því að leggja hann til grund- vallar. Með tilliti til þessa, ber að tildæma gagnstefnanda upphæð þess eða kr. 317,00. 4. Akureyrarferð. Þá hefir gagnstefnandi krafizt kr. 600,00 fyrir ferð til Akureyrar, er hann kveðst hafa farið til þess að fá réttmætar kröfur sínar um laun teknar til greina, en þar var forstjóri verzlunarinnar, hr. H. Vester- gaard. Gagnstefndur hefir mótmælt kröfu þessari, þar eð 581 ferð þessi hafi aðeins verið farin í þágu gagnstefnanda, aðeins til þess að koma fram kröfum sínum gegn Vester- gaard. Það kemur skýrt fram á rjskj. 8, að Vestergaard hefir synjað kröfum gagnstefnanda, þó hann síðar hafi tekið þær til greina. Verður rétturinn að líta svo á, að hann beri fulla ábyrgð á því er fyrirsjáanlegt má vera fyrir hann, að leiði af synjun þessari. En þar eð gagn- stefndur hefir annars ekki hreift mótmælum, á þeim grundvelli að krafa þessi sé of há, verður að tildæma gagnstefnanda hana eins og hún liggur fyrir. 5. Reikningsskilin. Enn hefir gagnstefnandi gert kröfu um þóknun fyrir reikningsskil. Gagnstefndur hefir mót- mælt kröfu þessari á þeim grundvelli, að það hafi verið skylda hans að gefa reikningsskil, þegar hann skilaði af sér. Samkvæmt skýrslu umbjóðanda gagnstefnda á rjskj. 8, hefir gagnstefnandi gegnt störfum fyrir Sam. ísl. verzl- anir síðasta missirið, við það að taka við peningum, út- borga peninga, að sjá um eignir verzlunarinnar og ann- ast sölu á vörum. Verður ekki til þess ætlazt, að gagn- stefnandi hefði á sama tima átt að gera upp bækur verzl- unarinnar og jafnframt gera full reikningsskil. Það er rétt hjá gagnstefndum, að gagnstefnandi hafi verið skyldur til þessa, en vitanlega bar honum þóknun fyrir það starf. Gagnstefndur hefir ekki mótmælt kröfu gagnstefnanda sem of hárri, verður því að taka kröfuna til greina að upphæð kr. 1000,00. 6. Atvinnutjón: Loks hefir gagnstefnandi gert kröfu um bætur fyrir atvinnutjón. Byggir hann kröfu sína á þvi, að sér hafi verið sagt upp störfum á miðju ári. Viður- kennt er að uppsagnarfrestur hafi verið 6 mánuðir. Verð- ur það að teljast löglegur fyrirvari. Gegn mótmælum gagnstefnda verður krafa þessi ekki tekin til greina. Samkvæmt framanrituðu ber gagnstefnda að greiða gagnstefnanda alls kr. 3717,00 með 5% ársvöxtum frá í. okt. 1928 til greiðsludags. Ennfremur ber stefnda að greiða stefnanda í aðalmál- inu, samkvæmt framanrituðu, kr. 3267,38 með 5% árs- vöxtum frá 1. jan. 1927 til greiðsludags. Ber að skoða kröfu þessa greidda með skuldajöfnuði í. okt. 1928. Er þá krafa aðalstefnanda orðin kr. 3389,80 með vöxtum, verður þá eftir af kröfu gagnstefnanda kr. 327,20. 582 Með tilliti til framanritaðs þykir eftir atvikum rétt að málskostnaður falli niður. Mánudaginn 25. april 1932. Nr. 129/1931. Landsbanki Íslands, f. h. þrotabús Þórðar Flygenring (Th. B. Lindal) gegn H/f Kveldúlfur. (Jón Ásbjörnsson). Kröfur áfrýjanda um riftun á skuldagreiðslum gjaldþrota til stefnda eigi teknar til greina. Dómur gestaréttar Hafnarfjarðar 3. nóv. 1931: H/f Kveldúlfur í Reykjavík ber að sýkna af kærum og kröf- um Landsbanka Íslands, f. h. þrotabús Þórðar Flygenring, útgerðarmanns í Hafnarfirði, í máli þessu. -— Málskostn- aður falli niður. Dómur hæstaréttar. Þann 25. okt. 1930 var bú Þórðar Flygenring út- gerðarmanns í Hafnarfirði tekið til gjaldþrotameð- ferðar og eftir að það við sakamálarannsókn út af fjárreiðum hans hafði komið í ljós, að hann á gjaldþrotaárinu hafði ívilnað sumum lánardrotin- um sínum með greiðslu á skuldum til þeirra, þar á meðal stefnda, var það ákveðið á skiptafundi í bú- inu 23. jan. f. á, að höfða mál gegn stefnda, til riftunar á skuldagreiðslum gjaldþrota til hans ár- ið 1930 og fá hann dæmdan til að skila þeim aftur i búið, og var Landsbanka Íslands falið að annast inálsreksturinn fyrir hönd þrotabúsins. Var riftun- armálið rekið fyrir gestarétti Hafnarfjarðarkaup- staðar og dæmt þar 3. nóv. f. á. með þeim úrslit- 583 um, að stefndi var sýknaður og málskostnaður lát- inn falla niður. Dómi þessum hefir verið áfrýjað til hæstarétt- ar með stefnu, dags. 15. dez. f. á., og hefir áfrýj- andi aðallega krafizt þess, að stefndur verði dæmd- ur til að endurgreiða þrotabúinu kr. 104,990,77 með 6% ársvöxtum frá 22. okt. 1930, til vara frá stefnudegi 16. febr. 1931, til greiðsludags og máls- kostnað fyrir undirrétti og hæstarétti. Stefndi hefir hinsvegar krafizt staðfestingar á gestaréttardóminum og málskostnaðar í hæstarétti. Í málinu hafa verið lagðir fram viðskiptareikn- ingar stefnda við gjaldþrota, Þórð Flygenring, árin 1928, 1929 og 1930 fram að því að gjaldþrotaskipt- in byrjuðu. Sýna reikningar þessir og annað, sem upplýst er í málinu, að stefndi hefir öll þessi ár keypt mikið af saltfiskframleiðslu gjaldþrota og hafa kaupin ætíð farið þannig fram, að kaupverð hvers farms hefir verið fært honum til tekna í reikningunum og honum aftur færðar til útgjalda upphæðir þær, er greiddar voru. Sést það og at reikningunum, að stefndi hefir allajafna lánað gjaldþrota allmiklar upphæðir til atvinnureksturs hans gegn endurgjaldi af andvirði saltfisks þess, er hann keypti af honum. Í árslok 1928 var svo komið viðskiptum þeirra, að gjaldþroti skuldaði stefnda kr. 59771,32. Fyrri hluta ársins 1929 minnkaði skuldin að miklum mun, en jókst svo síðari hluta ársins, að hún í árslok var kr. 137,674,48. En frá ársbyrjun 1930 og þar til þrotabússkiptin byrjuðu lækkaði skuldin úr þessari upphæð niður í kr. 32683,71 eða um kr. 104,990,77, og er það þessi upp- hæð, sem áfrýjandi krefst, að stefndi verði dæmd- ur til að skila þrotabúinu aftur. ö84 Þessa kröfu sina byggir áfrýjandi á ákvæðum 23. gr. 1. nr. 25, 14. júní 1929 um gjaldþrotaskipti, er heimilar þrotabúi að rifta og krefjast endur- greiðslu í þrotabúið á greiðslum þeim, er gjald- þroti hefir innt af hendi á undan gjaldþrotinu, þegar hann hlaut að sjá, að gjaldþrotið mundi bráðlega bera að höndum og með því ívilnað ein- um lánardrottni öðrum til tjóns, ef líkur eru til þess, að lánardrottni hafi verið kunnugt um ástæð- ur þrotamanns þegar greiðsla fór fram. Í málinu verður nú að telja það upplýst, að gjaldþroti hafi þegar seint á árinu 1929 og í árs- byrjun 1930, hlotið að sjá, að gjaldþrot hans mundi bráðlega bera að höndum og sömuleiðis hefir það sannaæt í sakamáli því, er höfðað var segn gjald- þrota út af fjárreiðum hans, að hann hefir ívilnað sumum lánardrottnum sínum með greiðslu skulda, þar á meðal stefnda. Og hefir áfrýjandi einnig haldið því fram, að líkur séu fyrir því, að stefnda hafi verið kunnar ástæður gjaldþrota og að hann hafi séð fyrir yfirvofandi gjaldþrot hans frá því snemma á árinu 1930 eða jafnvel fyrir næstu ára- mót áður. Er í því efni upplýst, að þrotamaður hefir í prófum sakamálsins á hendur honum bor- ið það, að hann hafi seint í nóvember 1929 minnzt á það við einn framkvæmdarstjóra Kveldúlfs, að hann byggist ekki við að sleppa við gjaldþrot nema ef hann gæti slampazt af fram yfir vertið og siðar hafi hann minnst á þetta við sama framkvæmdar- stjóra. Áfrýjandi hefir ennfremur haldið því fram, að stefndi hafi af viðskiptum sinum við gjaldþrota árið 1929 hlotið að sjá fjárhagsvandræði hans, er innleystir voru fiskvixlar hans í Landsbankanum og sömuleiðis hefir hann bent á, að stefndi hafi á 585 þessu ári fengið veð og ábyrgð fyrir nokkrum hluta af skuld gjaldþrota. Ennfremur hefir áfrýjandi til stuðnings málstað sínum tilfært það, að viðskipti stefnda við gjaldþrota árið 1930 hafi verið með öðrum hætti en viðskiptin á árunum 1928 og 1929, á þann veg að á þessum tveimur árum hafi stefndi greitt hundruð þúsunda af fiskverðinu til lúkning- ar skuldum gjaldþrota við bankana, en á árinu 1930 hafi lítið verið greitt til bankanna, en meira en hin árin látið ganga til lúkningar skuld gjald- þrota vö stefnda og fasteignarveð að auki fengið til tryggingar nokkrum hluta hennar. En öllu þessu hefir verið andmælt af hálfu stefnda. Hlutaðeigandi framkvæmdarstjóri Kveld- úlfs hefir afdráttarlaust undir lögregluréttarrann- sókninni neitað því, að gjaldþroti hafi haustið 1929 eða síðan minnzt á það við sig, að fjárhagur hans væri þannig, að líkindi væru til, að hann yrði að framselja bú sitt til gjaldþrotaskipta og verður því ekki byggt á þessari skýrslu gjaldþrota, enda ólíklegt, að viðtal hafi fallið eins og gjaldþroti lermir, þar sem honum var áriðandi að njóta lánstrausts hjá stefnda til framhalds atvinnurekstri sínum og skýrsla gjaldþrota er einnig að öðru leyti tortryggileg. Stefndi hefir þvert á móti haldið því fram, að gjaldþroti hafi jafnaðarlega í viðtölum sínum látið vel yfir atvinnurekstrinum og efna- hag sinum. Er það upplýst, að í nóvembermánuði 1928 afhenti gjaldþroti stefnda skýrslu um efna- hag sinn og voru eignir hans í henni taldar 550 þús. kr., en skuldir 436 þúsund kr. og skuldlaus eign þannig 114 þúsund krónur. Kveðst stefndi hafa treyst efnahagsskýrslu þessari, og því álitið gjaldþrota vel stæðan og í viðskiptunum 1929 hafi 586 ekkert það komið fram, er vakið hafi grun um, að hagur gjaldþrota hefði versnað á því ári. At- vinnurekstur gjaldþrota hafi þá verið meiri og blómlegri en nokkru sinni áður, hann hafi á því ári bætt tveimur skipum við skipastól sinn og byggt sér nýtt íbúðarhús og varið til þessa 150 þús- und krónum til eignaaukningar, án þess að fá til þess meiri lán en rúmlega 40 þúsund krónur, og alla fiskvíxla gjaldþrota í Landsbankanum greiddi stefndi eins og hann hafði lofað, er hann á miðju ári keypti fiskbirgðir gjaldþrota, og um tryggingarnar, er hann fékk á árinu, hefir hann tekið fram, að gjaldþroti hafi boðið þær fram fyrir tilgreindum lánum, er stefndi veitti honum til að greiða með skuldir í erlendum bönkum. Stefndi kveðst því hafa álitið fjárhag sjaldþrota góðan í árslok 1929 og ekki verið neitt órólegur út af skuldinni um áramótin, er átti að greiðast af fyrstu handbæru peningum, er gjaldþroti fengi á árinu. Reikningarnir sýna og, að viðskiptin héldu áfram árið 1930 á sama hátt og áður og frá því í febrúarmánuði og fram að gjald- þrotum keypti stefndi fisk af gjaldþrota fyrir kr. 319,316,21 og fékk auk þess frá honum — að sleppt- um jafnaðargreiðslum — peningagreiðslu og aðr- ar greiðslur samtals kr. 66,797,12, en greiddi gjald- þrota aftur á sama tima til útlendra banka og í peningum kr. 281,122,56, en mismunurinn gekk til lúkningar upp í skuldina. Hefir stefndi óvéfengt skýrt svo frá, að hann hafi fyrri hluta þessa árs gefið eftir veð það og tryggingu, er hann fékk hjá gjaldþrota á árinu 1929, en aftur síðar á árinu fengið veð í íbúðarhúsi gjaldþrota til tryggingar 30,000 kr. láni, er hann veitti til greiðslu á erlendri bankaskuld gjaldþrota, og viðskiptareikningur að- 587 ilja sýnir, að skuld gjaldþrota hefir farið smátt og smátt lækkandi á árinu og var 11. ágúst komin nið- ur í kr. 39,745,93, en þá byrjar stefndi á ný að lána gjaldþrota peninga, þannig, að skuldin er 17. sept. hækkuð upp í kr. 55037,46, en komst svo er síð- asta saltfisksalan fór fram 11. okt., niður í kr. 32,683,71, benda öll viðskiptin á árinu 1930 til þess, að stefnda hafi eigi verið kunnugt um fjárhags- ástæður gjaldþrota eins og þær voru, og að hann hafi eigi álitið gjaldþrot yfirvofandi. Að öllu þessu athuguðu og sérstaklega því, að stefndi hefir nokkrum mánuðum fyrir gjaldþrot- in gefið gjaldþrota eftir veð þau og tryggingar, er hann árið áður hafði fengið hjá honum, svo og að viðurkennt er í málinu, að fram á síðasta mán- uð fyrir gjaldþrotið höfðu engir víxlar á hendur gjaldþrota verið afsagðir, engin kyrrsetning eða fjárnámsgjörð farið fram í eigum hans og engin málssókn hafin til innheimtu áfallinna skulda, þá verður að líta svo á, að eigi séu fyrir hendi nægar líkur fyrir þvi, að stefndi hafi séð fyrir, að gjald- þrotið bráðlega mundi bera að höndum og verður því greiðslum gjaldþrota upp í skuldina árið 1930 eigi rift, samkv. 23. gr. laganna um gjaldþrota- skipti. Í annan stað og til vara hefir áfrýjandi krafizt riftingar á skuldagreiðslum gjaldþrota til stefnda, samkv. 19. gr. gjaldþrotaskiptalaganna, er heim- ilar riftingu á skuldagreiðslum, er fram hafa farið siðustu 6 mánuðina með óvanalegum gjaldeyri. Er fyrsta varakrafa áfrýjanda á þessum grundvelli sú, að stefndi verði dæmdur til að endurgreiða í þrotabúið kr. 79.797.50, með vöxtum, sem áður segir, og er það upphæð sú, sem skuld gjaldþrota 38 588 til stefnda hefir lækkað um frá 18. júlí 1930, þar til gjaldþrotaskiptin byrjuðu. Svo hefir hann og gert aðrar varakröfur um lægri upphæðir. En þar sem viðskiptareikningur stefnda við gjaldþrota sýnir, að á síðustu 6 mánuðunum fyrir gjaldþrot- ið hefir gjaldþroti innt greiðslurnar af hendi á sama hátt sém undanfarin ár, þ. e. með saltfiski eða andvirði saltfisks, er stefndi keypti af honum, og þetta eftir eðli viðskiptanna eigi getur talizt greiðsla með óvanalegum gjaldeyri, eru skilyrðin fyrir riftingu —skuldagreiðslunnar samkvæmt nefndri lagagrein eigi fyrir hendi. Samkvæmt framansögðu verður að sýkna stefnda af kröfum áfrýjanda og staðfesta gesta- réttardóminn, og þykir þá einnig rétt, að áfrýj- andi greiði stefnda 500 kr. í málskostnað fyrir hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Gestaréttardóminum skal óraskað. Áfrýjandi, Landsbanki Íslands, f. h. þrota- bús Þórðar Flygenring, greiði stefnda, h/f Kveldúlfur, 500 kr. í málskostnað fyrir hæsta- rétti að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Með. stefnu, útgefinni 16. febrúar þ. á., hefir stefnand- inn, Landsbanki Íslands, f. h. þrotabús Þórðar Flygen- ring, útgerðarmanns Í Hafnarfirði, að undangenginni ályktun skiptafundar í téðu þrotabúi um málshöfðun, verklegra (nota), m. m. 8. gr. tolllaga fyrir Ísland frá 11. greiðslum framförnum á árinu 1930 milli gjaldþrota og hins stefnda félags, h. f. Kveldúlfs í Reykjavík. Er þess í stefnunni krafizt, að félag þetta, eða með- 589 limir þess, verði dæmdir til' þess að greiða stefnanda, f. h. greinds þrotabús, kr. 104.990.77, ásamt 6% ársvöxtum frá 25. okt. 1930, eða til vara frá stefnudegi til greiðslu- dags, svo og málskostnað að skaðlausu, samkv. taxta Málaflutningsm.fél. Íslands. Jafnframt er Landsbanka Ís- lands og Útvegsbanka Íslands h/f geymdur allur réttur, er þeir kunna að eiga gegn hinum stefndu, ef mál þetta tapaðist. Tildrög málsins telur stefnandinn eða umboðsmaður hans vera þau, að við hina lögboðnu lögregluréttarrann- sókn út af gjaldþrotinu, hafi komið fram, að skv. reikn- ingum hinna stefndu, hafi skuld gjaldþrota við þá 1. jan. 1930 numið kr. 137.674.48, en er hann 25. október f. á. hafi orðið gjaldbrota, hafi skuldin aðeins numið kr. 32.683.71, og skuld gjaldþrota við hina stefndu, eða hið stefnda hlutafélag þannig lækkað um kr. 104,990,77, og er því af stefnanda eða umboðsmanni hans haldið fram, að við- skipti gjaldþrota og hinna stefndu á árinu 1930, og jafn- vel í lok ársins 1929, bendi til þess, að brotamaður hafi hlotið að sjá, að gjaldþrot hans mundi bráðlega bera að höndum, og að framkvæmdastjórum hins stefnda hlutafé- lags hafi hlotið að vera kunnugt um þetta fjárhagslega ástand hans, enda og gögn fram komin um bað í réttar- prófunum, að svo hafi verið, að skuldalækkunin á um- ræddu tímabili stafi meðfram af greiðslum Þrotamanns með óvenjulegum gjaldeyri, svo sem fiski, kolum, salti o. fl. og loks, að gjaldþroti hafi verið raunverulega „in- solvent“ þegar í ársbyrjun 1930. Með skírskotun til ákvæða gjaldþrotaskiftalaganna, nr. 25, 14. júní 1929, 19., 21. og 23. gr., er þess.svo krafizt, að að rift verði viðskiptum gjaldþrota og hinna stefndu á greindu tímabili, sem leitt hafi það af sér, að skuld hans við hið stefnda hlutafélag hafi lækkað um hina um- stefndu upphæð. Af hálfu félagsins er því eindregið mótmælt, að fyrr- umgetin viðskipti þeirra við nefndan gjaldþrota heyri að nokkru leyti undir hin fyrrtilvitnuðu lagaákvæði, og er þess krafizt, að félagið verði algjörlega sýknað, og þvi, eða hinum stefndu verði tildæmdur hæfilegur málskostn- aður eftir mati réttarins. Þegar við hið fyrsta yfirlit viðskipta gjaldbrota við hið 590 stefnda hlutafélag, samkv. hinum framlögðu skjölum þar að lútandi, kemur það berlega í ljós, að viðskipti þessi hafa haldizt stöðugt og föst nokkur undanfarin ár, og eru aðallega í því innifalin, að gjaldþrotamaður hefir selt fé- laginu, sem um lengri tima hefir talizt vera aðal fiskút- flytjandi landsins, saltfisk, sem undantekningarlaust hefir, þegar sala í hvert sinn hefir farið fram, verið færður honum til tekna, eða söluandvirði hans, á áframhaldandi viðskiptareikning hans við félagið, sem svo, eftir hans til- vísun, hefir verið borgað af fiskkaupanda til ýmsra við- skiptamanna gjaldþrota, venjulegast með ávisunum félags- ins, stíluðum til bankastofnana og annara hér innlendis, og til viðskiptastofnana og manna Í útlöndum, sem oft og tið- um hafa numið stærri upphæðum en andvirði hins selda fisks í það og það skipti hefir numið og jafnaðarlega hefir á þennan hátt verið sú útkoman, að gjaldþroti hefir staðið í allmikilli skuld við hið stefnda hlutafélag, sem jafnan virðist hafa borið mikið traust til hans í viðskipt- um, eða stutt atvinnurekstur hans með fjárframlögum eftir þörfum í það og það sinn, án tillits til fisksölu hans til félagsins sérstaklega eða „status“ þá og þá. Virðist samkvæmt því, sem fram komið er í málinu, viðskipti þessi á undanförnum tveim til þrem árum, hafa haldizt tilbreytingalitið, og eigi vera sérstaklega miðuð við ann- að en eðlilega viðskiptaþörf beggja öll þessi árin, og engu siður á síðast-umliðnu ári, en árin þar á undan, eða á 6 mánaða tímabilinu á undan gjaldþrotinu, sem lögin aðal- lega miða við, þegar um riftingu er að ræða á gjörning um, eða að fjárhagslegum viðskiptum lúta, fremur en ella, t. d. skuld gjaldþrota við félagið skömmu áður en gjald- þrotið átti sér stað, hækkað úr 10 þúsund krónum upp Í 78 þúsund krónur, sem og er ótviræð sönnun þess, með- al annars, að hinu stefnda hlutafélagi, eða framkvæmda- stjórum þess, eigi hafi þá verið kunnugt um, eða haft pata af því nokkurn verulegan, að gjaldþroti væri „in- solvent“ maður fremur en öðrum viðskiftamönnum hans eða viðskiptastofnunum, svo sem stefnanda sjálfum og fl. og getgátur í þá átt næsta ósennilegar — þrátt fyrir það, að með réttarprófunum hefir sannaæt, að gjaldþroti hafi í raun og veru þegar um áramótin 1929 og 1930 verið „in- solvent“ miðað við útkomu á sölu eigna hans eftir gjald- 591 brotið og heldur óhagstæðrar afurðasölu á árinu 1930, virðist eigi neitt verulegt eða sérstakt atvik benda til þess, þegar viðskipti hans eða félagsins yfirhöfuð eru at- huguð í heild sinni, hvorki að félaginu eða framkvæmad- arstjórum þess, hafi verið kunnugt um það að svo hafi verið ástatt með gjaldþrota, eins og sannazt hefir eftirá, né heldur að hann með ráðstöfunum sinum á hérumræddu tímabili, hafi að yfirlögðu ráði ætlað að ívilna stefndum. á kostnað annara lánardrottna gjaldþrota, þótt honuin sjálfum hafi hlotið að vera það nokkurnveginn vitanlegt eða átt að vera það, að hann eigi gat orðið staðið í skil- um yfirhöfuð, sbr. þó mjög ófullkomið og ábótavant bók- hald hans, heldur hafi hér verið um venjuleg og jafnvel eðlileg viðskipti þeirra á milli að ræða, eða samskonar og undanfarin ár, áður en gjaldþrot gat til tals komið, eða bað af nokkrum fyrirsjáanlegt. Ber því að sýkna hið stefnda hlutafélag í máli Þessu, en málskostnaður virðist eftir atvikum eiga að falla niður. Mánudesginn 27. apríl 1932. Nr. 30/1981. Sigurgeir Guðjónsson (Stefán J. Stefánsson) gegn Ingibjörgu Stefánsdóttur og gagnsök (Bjarni Þ. Johnson). Ómerkingardómur. Dómur einkalögregluréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 10. marz 1931: Vinni stúlkan Ingibjörg Stefánsdóttir, nú til heimilis á Bústöðum í Reykjavík, eið að því á varn- arþingi sínu, eftir löglegan undirbúning, að Sigurgeir Guðjónsson, vinnumaður, til heimilis á Hliði í Grindavík, Gullbringusýslu, sé eða geti verið faðir að barni henn- ar, er hún ól 8. marz 1929, og í skirninni hlaut nafnið Fjóla, og enginn annar, ber að telja velnefndan mann föð- ur að því, og hann skyldan til að greiða meðlag með barni þessu samkvæmt yfirvaldsúrskurði, og greiði þá 592 barnsfaðir allan af málinu löglega leiðandi kostnað, eins og það eigi væri gjafsóknarmál, þar á meðal þóknun til skipaðs talmanns barnsmóður, lögfræðings Magnúsar Thorlacius í Reykjavík, er ákveðst 40 krónur. — Eiðs- frestur telst í mánuður frá lögbirtingu dóms þessa, svo er og um fullnæging dómsins að öðru leyti. Treystist kærandi eigi til að vinna eið þennan, skal kærður vera sýkn af kærum og kröfum í máli þessu. Dómur hæstaréttar. Máli þessu hafa báðir aðiljar skotið til hæsta- réttar, aðaláfrýjandi með stefnu, útgefinni 16. apríl 1931 og gagnáfrýjanda með stefnu, útg. 17. s. m. og hefir gagnáfrýjandi fengið gjafsókn hér fyrir rétt- inum og sér skipaðan talsmann. Af skjölum málsins verður það eigi séð, að sátta hafi verið leitað með aðiljum og voru þau þó bæði samtímis sjálf mætt í réttarhöldunum 15. og 17. jan. 1931 í lögreglurétti Gullbringu- og Kjósarsýslu. Auk þess sem gagnáfrýjandi hefir lýst aðaláfrýj- anda föður að barni því, sem hún ól 8. marz 1929, þá hefir hún kannazt við það í málinu, að hafa átt holdlegar samfarir við Ólaf nokkurn Einarsson, hinn 21. júní 1928 og því á þeim tíma, er barnið gæti verið getið á. Vegna þessa ber héraðsdómaranum samkv. 13. gr. 1. nr. 46, 27. júni 1921, að stefna Ólafi Einars- syni, til að svara til sakar í málinu ásamt aðaláfrýj- anda. Af framangreindum ástæðum verður ex offixio að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu heim til löglegrar meðferðar og dómsáleggingar. Eftir þessum úrslitum verður að dæma gagn- áfrýjanda til að greiða aðaláfrýjanda málskostnað í hæstarétti, er ákveðst 100 kr. en málflutnings- 593 laun hins skipaða talsmanns gagnáfrýjanda í hæstarétti, 40 kr., greiðist af almannafé. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur skal vera ómerkur, og vísast málinu heim aftur í hérað til löglegrar meðferðar og dómsáleggingar. Skipuðum talsmanni gagnáfrýjanda, Bjarna Þ. Johnson, málaflutningsmanni, bera 40 kr. í málflutningslaun af almannafé. Gagnáfrýjandi, Ingibjörg Stefánsdóttir, greiði aðaláfrýjanda, Sigurgeir Guðjónssyni, 100 kr. í málskostnað í hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 29. april 1932. Nr. 59/1931. Pétur M. Bjarnarson (Garðar Þorsteinsson) gegn Jóni Ásbjörnssyni og Sveinbirni Jónssyni, f. h. Frihavnens Kaffe- kompagni (Sveinbjörn Jónsson). Skaðabætur vegna löghalds. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 5. júní 1930: Stefndur, Pétur M. Bjarnarson, greiði stefnendunum, Jóni Ásbjörns- syni og Sveinbirni Jónssyni, hæstaréttarmálaflutnings- mönnum, f. h. firmans Frihavnens Kaffekompagni, d. kr. 5851,99 með 6% ársvöxtum af d. kr. 5708,35 frá 1. júni 1926 til 3. jan. 1929 og af allri upphæðinni frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum ísl. kr. 3349,03 með 6% ársvöxtum af kr. 1490,87 frá 12. júní til 4. dez. 1928 594. og af kr. 3243,32 frá þeim degi til greiðsludags. Svo greiði stefndur og stefnendunum kr. 200,00 í málskostnað. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi, er skotið hefir máli þessu til hæsta- réttar með stefnu, útgefinni 4. júni f. á., að fengnu áfrýjunarleyfi, dags. 13. maí s. á., krefst þess að verða sýknaður af öllum kröfum stefnda og að honum verði dæmdur málskostnaður bæði í hér- aði og hæstarétti. Stefndu krefjast hinsvegar stað- festingar dómsins og málskostnaðar í hæstarétti. Báðir aðiljar hafa lagt fram í hæstarétti ný gögn máli sínu til stuðnings. Eins og fyrir undirrétti hefir áfrýjandi haldið því fram, að hann sé eigi bundinn við verð það, er fengizt hefir fyrir þá 15 sekki af Rio kaffi, er seldir voru kaffibrennslu Reykjavíkur 15. jan. 1927, en þar sem áfrýjandi hefir með símskeyti 14. s. m. samþykkt söluna, verða þessi mótmæli ekki tekin til greina. Með því að kyrrsetja umrætt kaffi hefir áfrýjandi gert stefndu það ómögulegt að sækja kaupanda kaffisins um hið umsamda kaup- verð, d. kr. 2050.51 og verður þvi að telja áfrýj- anda skylt að svara til þess, en eftir upplýsingum þeim, er fram hafa komið í hæstarétti hefir um- getin kyrrsetningargjörð farið fram 10.—15. maí 1926, en ekki 1. júní eins og sagt er í bæjarþings- stefnunni og forsendum héraðsdómsins. Að því er snertir þá 30 sekki af kaffi, er seldir voru á uppboðinu 10. sept. 1926, hefir áfrýjandi lagt fram í hæstarétti ýms ný gögn, því til sönnun- ar, að kaffi þetta hafi verið því nær óseljanleg vara og hafi alls ekki verið meira virði, er kyrr- setningin var gjörð, en fékkst fyrir það á uppboð- 595 inu, þar á meðal mats- og skoðunargjörð 2ja dóm- kvaddra manna, er fram hefir farið 19. nóvbr. f. á., en þar sem engin trygging er fyrir því, að sýn- ishorn það af kaffinu, er skoðunarmennirnir hafa fengið til rannsóknar, hafi gefið rétta heildarmynd af umgetnu kaffi, verður gegn mótmælum stefndu ekkert byggt á skoðunargjörð þessari. Með þessum athugasemdum og að öðru leyti með skirskotun til forsenda hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum verður áfrýjandi að greiða stefndu málskostnað í hæstarétti, er ákveðst 300 kr. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða bæjarþingsdómi skal órask- að. Áfrýjandi, Pétur M. Bjarnarson, greiði stefndu, Jóni Ásbjörnssyni og Sveinbirni Jóns- syni, f. h. Frihavnens Kaffekompagni í Kaup- mannahöfn, 300 kr. í málskostnað í hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er, eftir árangurslausa sáttaumleitan höfðað fyrir bæjarþinginu af Jóni Ásbjörnssyni og Sveinbirni Jónssyni, hæstaréttarmálaflutningsmönnum hér í bæ, f. h. firmans Frihavnens Kaffekompagni, Kaupmannahöfn, segn Pétri M. Bjarnason, kaupmanni, Vesturgötu 17 hér í bænum, til greiðslu skuldar, að upphæð d. kr. 7851,99, með 6% ársvöxtum af d. kr. 5708,35, frá 1. júní 1926 til sáttakærudags 3. jan. 1929 og af allri upphæðinni frá Þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum ísl. kr. 596 3243,37, með 6% ársvöxtum af kr. 1490,87, frá 12. júní til 4. dez. 1928 og af allri upphæðinni frá þeim degi til greiðsludags, svo og að frádregnum ísl. kr. 105,66. Svo krefst stefnandi þess og að stefndur verði dæmdur til þess að greiða honum málskostnað að skaðlausu. Málavextir eru þeir, að 1. júní 1926 lét stefndur kyrr- setja 95 poka af kaffi, sem stefnandi hafði sent hingað til tryggingar skaðabótakröfu, er stefndur taldi sig hafa á hendur honum. Réttlætingarmáli út af kvrrsetningunni lauk endanlega með dómi hæstaréttar, uppkveðnum 4. júni 1928, er var á þá leið, að stefnandi var algerlega sýknaður af kröfum stefnds og löghaldið úr gildi fellt, en mál þetta gegn stefndum er höfðað til skaðabóta út af lög- haldinu. Telur stefnandi, að tjónið, er hann hafi beðið vegna löghaldsins nemi mismuninum á faktúruverði hins kyrrsetta kaffis og verði því, sem hann hafi fengið greitt fyrir það, bótum fyrir lánstraustspjöll og álitshnekki, svo og kostnaði, er hann hafi orðið að greiða vegna löghalds- ins. 50 pokar af kaffi þvi, sem kyrrsett var, hafði verið sent hingað á nafn stefnds sjálfs, en hinir 45 sekkirnir á nafn annars manns, H. Hafstein, eftir pöntun þeirra. Á meðan á réttlætingarmálinu stóð voru 65 sekkir af kaff- inu seldir, og var það allt kaffið, sem stefndur hafði pantað og 15 sekkir af kaffinu til H. Hafstein. Af þess- um 65 sekkjum voru 16 sekkir af kaffi stefnds seldir á nauðungaruppboði eftir kröfu Eimskipafélags Íslands, en hinir 49 voru seldir utan uppboðs til Kaffibrennslu Reykjavíkur. Þeir 30 sekkir, sem eftir voru, voru Svo seldir á opinberu uppboði 10. sept. 1928 á ábyrgð og kostnað stefnds. Stefndur hefir nú þegar greitt mismuninn á fak- túruverði þess kaffis, er sent var hingað á nafn hans og söluverði þess, en hinsvegar hefir hann verið ófáanlegur til þess að greiða verðmismun á hinum hluta kaffisins og kemur hin umstefnda krafa eftir sundurliðun stefnanda Þannig fram: 1. Faktúruverð þeirra 15 sekkja H. Haf- stein, er seldir voru utan uppboðs til Kaffibrennslunnar „.....00000...... d. kr. 2050.01 92. Faktúruverð þeirra 30 sekkja, er seldir voru á uppboðinu 10. sept. .... — — 3658,34 597 3. Brunafrygging á hinu kyrrsetta kaffi — — 143,64 4. Bætur fyrir lánstraustsspjöll ........ — — 2000,00 Samtals d. kr. 7851,99 ásamt vöxtum af tveimur fyrri liðunum samanlögðum frá kyrrsetningardegi og síðari liðnum frá sáttakærudegi. Frá dregst: a. Andvirði kaffisins undir 1. lið frá Kaffibrennslunni „................ isl. kr. 1490,87 b. Uppboðsandvirði kaffisins undir 2. lið frá uppboðshaldara ........... — — 1752,50 c. Vextir af kr. 1490,00 .,............ — — 105,66 Samtals ísl. kr. 3349,03 að viðbættum vöxtum af upphæðunum undir a og b eins og í upphafi greinir. Stefndur hefir mótmælt kröfum stefnanda og krafizt þess aðallega, að verða algjörlega sýknaður af þeim og að honum verði tildæmdur hæfilegur málskostnaður eftir mati réttarins. Byggir stefndur aðallega mótmælin á þvi, að það hafi orðið að samkomulagi með honum og stefn- anda, að stefnandi skyldi selja allt hið kyrrsetta kaffi, þegar eftir að kyrrsetningin fór fram, en salan hafi verið bundin því skilyrði að hann (stefndur) samþykki sölu- verðið. Nú hafi stefnandi selt án sins samþykkis, þá 49 sekki er áður greinir, til Kaffibrennslunnar og sé sér því alveg óviðkomandi það tjón, er af þeirri sölu hafi hlot- izt. Stefnandi hafi heldur ekki haldið samninginn að því leyti að selja allt kaffið, og sé sér því heldur ekki skylt að bera það tjón, sem af því hafi leitt, að nokkur hluti þess var ekki seldur fyrr en í september 1928, hvort sem tjónið hafi verið fólgið í geymslukostnaði, verðlækkun á kaffinu, vátryggingarkostnaði eða öðru. Á framangreind mótmæli stefnds verður þó ekki fallizt, því að eftir því sem fram hefir komið í málinu, er ekki hægt annað en líta svo á, að stefndur hafi með framferði sínu eftir á samþykkt söluna til Kaffibrennslunnar og ekki er upp- lýst gegn mótmælum stefnanda, að hann hafi lofað að selja allt kaffið utan uppboðs, en ekki verður séð, að á öðr- um grundvelli hafi stefnanda borið nokkur skylda til þess að sjá um sölu kaffisins, og hlýtur kaffið því að hafa ver- 598 ið að öllu leyti á ábyrgð stefnds eftir að -hann hafi látið kyrrsetninguna á því fram fara og þar til það var selt. Þá hefir stefndur mótmælt því, að rétt sé að leggja til grundvallar við útreikning á tjóni stefnanda vegna kyrr- setningarinnar, faktúruverð kaffisins. Telur stefndur að leggja eigi til grundvallar gangverð kaffisins, á þeim tíma, sem það var kyrrsett, en þá hafi það verið búið að liggja hér á afgreiðslunni ca. % ár og á þeim tíma hafi verð á kaffi lækkað mjög. T. d. sé verð á þeim 15 sekkj- um til H. Hafstein, er seldir hafi verið Kaffibrennsl- unni, talið á faktúrunni yfir kaffið d. kr. 2,20 pr. kílógr. en 1. júní 1926 hafi skráð verð á þessu kaffi verið í Kaup- mannahöfn d. kr. 1,76 samkv. vottorði Verzlunarráðs Ís- lands, og hafi því raunverulegt verð þessara 15 sekkja ekki verið nema d. kr. 1568,00. Ennfremur hefir stefndur mótmælt því, að söluverð þessara 15 sekkja sé bindandi fyrir hann, þar sem þeir hafi ekki verið seldir á uppboði. Eins og drepið var á hér að framan, er það upplýst í málinu, að stefndur hefir greitt stefnanda mismuninn á faktúruverði þess kaffis, er sent var hingað á nafn hans og söluverði þess. Verður því að telja, að hann með þvi hafi þegjandi samþykkt að leggja beri til grundvallar við útreikning á tjóni því, er stefnandi hefir beðið við kyrr- setningu á þessu kaffi, faktúruverð þess og söluverð, því að ekki getur það, að áliti réttarins skipt máli í þessu efni, þótt stefndur hafi verið dæmdur í sérstöku máli til þess sem kaupandi kaffisins að greiða stefnanda fakt- úruverð þess, þar sem hann greiðir ekki þann dóm sjálf- stætt, heldur aðeins áðurgreindan mismun og það án nokkurs fyrirvara. Nú kemur það greinilega fram, að umræddir 15 sekkir til H. Hafstein, er seldir voru Kaffibrennslunni ásamt kaffi stefnds, voru nákvæmlega sömu tegundar og það. Þykir því verða að fallast á það hjá stefnanda, að stefndur hafi með þessu atferli sínu einnig samþykkt að faktúru- og söluverð þessara 15 sekkja væri bindandi fyrir hann og ber því að leggja mismuninn á verði þessu til grundvallar við útreikning á tjóni stefnanda vegna kyrrsetningarinn- ar á þeim, eins og stefnandi hefir gert og verða þá mót- mæli stefnds gegn skaðabótaupphæðinni vegna kyrrsetn- 599 ingarinnar á þessum hluta kaffisins ekki tekin til greina. Þá telur stefndur gangverð þeirra 30 sekkja, er seldir hafi verið á uppboðinu 10. sept., hafi einnig verið miklum mun lægra en faktúruverð þeirra og faktúruverðið hafi í raun og veru ekki náð nokkurri átt af þeirri ástæðu. að kaffi þetta hafi verið svo slæm tegund, að næstum ó- mögulegt hafi verið að notfæra sér það. Til sönnunar þeirri staðhæfingu sinni, að kaffið hafi verið slæmt, hefir stefndur leitt þrjú vitni í málinu, er öll hafa borið það, að kaffi þetta hafi verið mjög lélegt eða litt nothæf vara, en við framburð þessara vitna allra er það að athuga, að þau skoða ekki kaffið fyrr heldur en á uppboðinu 10. sept. 1928 eða 2 árum og rúmum 3 mánuðum eftir að það var kyrrsett og verður gegn mótmælum stefnenda skaðabóta- upphæðin ekki miðuð við gæði kaffisins á uppboðsdegi, enda þykir ólíklegt að kaffið hafi Þolað geymslu allan þennan tíma í venjulegu pakkhúsi, og að því er séð verður án sérstakrar umönnunar, án þess að skemmast. Það getur heldur ekki talizt nægilega upplýst gegn mótmælum stefnanda, að gangverð þessa kaffis hafi lækkað frá því það var sent af stað frá Kaupmannahöfn og þar til það var kyrrsett, og þó að svo hefði verið þykir verða að fallast á það, að leggja beri faktúruverðið en ekki gangverðið til grundvallar við útreikning skaðabót- anna, því að það er in confesso í málinu, að kaffi þetta var pantað af ákveðnum manni eða mönnum fyrir verð það, sem á faktúrunni greinir, og var því stefnanda í lófa lagið að sækja kaupandann um faktúruverðið, enda þótt kaffið hefði lækkað í verði, ef honum hefði ekki verið varnað þess með kyrrsetningunni, og ekkert er hægt gegn mótmælum stefnanda að leggja upp úr þeirri staðhæf- ingu stefnds, að pantandi kaffisins hafi verið ógjaldfær og því einskis virði fyrir stefnanda, að eiga kröfu á hann um andvirði þess. Af framangreindum ástæðum verða þvi mótmæli stefnds gegn Þbótakröfu stefnanda vegna kyrr- setningar þessara 30 sekkja heldur ekki tekin til greina. Þá hefir stefndur ennfremur mótmælt sérstaklega kröfulið stefnanda, d. kr. 2000,00 um bætur fyrir láns- traustsspjöll og miska, og þar sem stefnandi hefir engin skilríki lagt fram fyrir því, að margnefnd kyrrsetning hafi 600 bakað honum nokkur lánstraustsspjöll, og ekki heldur hægt að líta svo á, að hann hafi orðið fyrir nokkrum miska, þ. e. a. s. móðgun eða álitshnekki vegna hennar, Þykir verða að sýkna stefndan af þessum kröfulið stefnanda. Kröfulið stefnanda, d. kr. 143,64, hefir stefndur ekki mótmælt sérstaklega, enda verður vátryggingin að telj- ast hafa verið nauðsynleg og bein afleiðing kyrrsetningar- innar og verður þessi upphæð því tildæmd. Loks hefir stefndur mótmælt því, að vextir verði reikn- aðir af hinum tildæmdu upphæðum yfir lengri tíma en frá sáttakærudegi og hærri en 5% p. a. en fallast verður á það hjá stefnanda, að mótmæli þessi séu of seint fram komin og verða þau því ekki tekin til greina af Þeim á- stæðum. Samkvæmt framansögðu verða þá úrslit málsins þau, að dómkröfur stefnanda lækka um d. kr. 2000,00 og þykir eftir þeim úrslitum hæfilegt, að stefndur greiði stefnend- unum kr. 200,00 í málskostnað. Vegna anna hefir dómur ekki orðið kveðinn upp í máli þessu fyrr en nú. Föstudaginn 29. apríl 1932. Nr. 1/1932. Guðrún Ólafsdóttir gegn h/f. Hamar. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Guðrún Ólafsdóttir, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs ef hún af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Svo greiði hún og stefnda, er hefir látið mæta í málinu, 40 kr. í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. 601 Föstudaginn 29. april 1932. Nr. 6/1932. Árni Sigfússon gegn bæjarfógetanum í Vestmannaeyjum, Kr. Linnet. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Árni Sigfússon, er eigi mætir í mál- inu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Föstudaginn 29. april 1932. Nr. 7/1932. Helgi Benediktsson, f. h. Verzlunar- félags Vestmannaeyja gegn bæjarfógeta Kr. Linnet, f. h. ríkissjóðs o. fl. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Helgi Benediktsson, f. h. Verzlunarfé- lags Vestmannaeyja, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. 602 Föstudaginn 29. april 1932. Nr. 8/1932. Helgi Benediktsson, f. h. Verzlunar- félags Vestmannaeyja gegn Stefáni Árnasyni, f. h. Jóns Ásbjörns- sonar og Sveinbjörns Jónssonar. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Helgi Benediktsson, f. h. Verzlunar- félags Vestmannaeyja, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Mánudaginn 2. maí 1932. Nr. 32/1932. Réttvísin (Bjarni Þ. Johnson) gegn Sigurjóni Viktor Finnbogasyni og Magnúsi Jóh. Þorvarðarsyni (Theódór B. Líndal). Þjófnaður. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 12. jan. 1932: Ákærður, Sigurjón Viktor Finnbogason, sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 3 mánuði, en ákærður, Magnús Jóhann Þorvarðarson, sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 45 daga. Ákærðir greiði in solidum 20 krónur til Sig- urðar Jónssonar fornsala innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Loks greiði ákærðir in solidum allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 603 Dómur hæstaréttar. Afbrot ákærða, Sigurjóns Viktors Finnbogason- ar, heyrir undir 6. gr. sbr. 8. gr. 1. nr. 51, 7. mai 1928 og afbrot Magnúsar Jóhanns Þorvarðarsonar heyr- ir undir 6. gr. sömu laga, sbr. 55. gr. hinna almennu hegningarlaga, og að því athuguðu, að hinir ákærðu hafa áður verið dæmdir fyrir brot gegn hegning- arlögunum þykir refsing Sigurjóns hæfilega á- kveðin tveggja mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og Magnúsar Jóhanns 30 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Hinum ákærðu ber in solidum að greiða Sig- urði Jónssyni fornsala 20 kr. í skaðabætur svo sem hann undir rekstri málsins hefir krafizt og þeir hafa sambykkt, ennfremur ber þeim in sol- idum að greiða allan kostnað sakarinnar í héraði og hæstarétti, þar með talin málflutningslaun sækj- anda og verjanda í hæstarétti, 50 kr. til hvors. Við meðferð málsins er það athugavert, að eftir- rit af dómunum um fyrri afbrot ákærðu hafa hvorki verið lögð fram í undirréitti né hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Ákærðu, Sigurjón Viktor Finnbogason, sæti tveggja mánaða, og Magnús Jóhann Þorvarðs- son, 30 daga fangelsi við venjulegt fangaviður- væri og greiði in solidum Sigurði Jónssyni fornsala 20 kr. í skaðabætur. Svo greiði þeir og in solidum allan kostnað sakarinnar bæði í héraði og hæstarétti, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verj- anda í hæstarétti, málflutningsmannanna 39 604 Bjarna Þ. Johnson og T heódórs Lindal, 50 kr. til hvors. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af réttvísinnar hálfu höfðað gegn Sigur- ióni Viktor Finnbogasyni, Lindargötu Í c og Magnúsi Jó- hanni Þorvarðarsyni, Bjargarstig 4, fyrir brot gegn á- kvæðum 23. kapitula hinna almennu hegningarlaga frá 25. júní 1869 og lögum nr. 1 frá 1928 um nokkrar breyt- ingar til bráðabirgða á hegningarlöggjöfinni og viðauka við hana. Málavextir eru þeir sem nú skal greina. Laugardaginn 19. dezember siðastliðinn klukkan um 6% að kvöldi voru ákærðir á gangi saman á Grundarstignum. Er þeir gengu framhjá húsinu nr. 4 við nefnda götu, voru forstofudyrn- ar opnar. Sáu þeir að í forstofunni héngu tvenn karl- mannsföt, önnur brún, en önnur blá og brúnn frakki. Kom þeim saman um, að þarna mundi vera tækifæri til þess að ná í föt til þess að selja. Fór ákærður Sigurjón því inn í forstofuna og tók bláu fötin og kom út með þau og afhenti þau ákærðum Magnúsi. Fóru ákærðir síðan saman með fötin til Sigurðar Jónssonar fornsala á Vita- stig 8. Ákærður Magnús fór inn með fötin og seldi forn- salanum þau fyrir 20 krónur, og sagði að eigandinn biði fyrir utan. Er fornsalinn vildi fá að sjá eigandann, fór á- kærður Sigurjón inn og kvaðst vera eigandi fatanna. Þessum 20 krónum skiptu ákærðir síðan á milli sínu og eyddu. Hinum rétta eiganda fatanna hafa verið afhent fötin af lögreglunni, en Sigurður Jónsson fornsali hefir gert þá kröfu að ákærðir verði dæmdir til að greiða sér þær 20 krónur, sem hann galt fyrir þau. Ákærðir eru komnir yfir lögaldur sakamanna, Magnús fæddur 27. ágúst 1907, en Sigurjón fæddur 9. september 1907. Ákærður Magnús hefir með dómi aukaréttar Reykja- víkur, uppkveðnum 20. ágúst 1931, verið dæmdur í 60 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi fyrir brot 605 gegn ákvæðum 101. 113., og 205. greinar hegningarlag- anna. Ákærður Sllgjaaðúnn hefir með dómi uppkveðnum í aukarétti Reykjavíkur 9. apríl 1927, verið dæmdur í 9 mánaða Þetrunarhússvinnu fyrir brot gegn ákvæðum 230. og 231. greina hegningarlaganna og fyrir bannlagabrot. Framangreint afbrot ákærðu ber að áliti dómarans að heimfæra undir 6. grein laga nr. 51 frá 1928 og þykir refs- ing ákærða Sigurjóns hæfilega ákveðin fangelsi við venju- legt fangaviðurværi í 3 mánuði, en refsing ákærða Magn- úsar samskonar fangelsi í 45 daga. Ákærðir greiði Sigurði Jónssyni fornsala in solidum 20 krónur innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Svo greiði þeir in solidum allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn óþarfa dráttur orðið. Miðvikudaginn 4. mai 1982. Nr. 4/1932. Réttvísin og valdstjórnin {Lárus Jóhannesson) gegn Guðjóni Benediktssyni, Þorsteini Pét- urssyni, Jónasi Guðjónssyni, Magnúsi J. Þorvarðssyni, Georg Hans Knud- sen og Hauki Siegfried Björnssyni (Sveinbjörn Jónsson). Brot gegn 101. og 118. er. hegnl. m. m. 5 5 ö 5 Dómur aukaréttar Reykjavíkur 94. ágúst 1931: Ákærð- ur, Guðjón Benediktsson, sæti 30 daga fangelsi við venju- legt fangaviðurværi. Ákærður, Þorsteinn Pétursson, sæti 60 daga og ákærður, Jónas Guðjónsson, 15 daga sams- konar fangelsi. En fullnustu fangelsisrefsingar þessara manna skal frestað og hún falla niður eftir 5 ár frá uppsögn dóms þessa, ef skilorð laga nr. 39, 6. nóv. 1907 eru haldin. Magnús Jóhann Þorvarðsson sæti 60 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og Georg Hans Knudsen 30 daga samskonar refsingu. 606 Sigfried Haukur Björnsson greiði kr. 100,00 í sekt til ríkissjóðs, er afplánist með 7 daga einföldu fangelsi verði hún ekki greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa, en sé sýkn af ákæru réttvísinnar í málinu. Loks greiði Þorsteinn Pétursson, Guðjón Benedikts- son, og Magnús Jóhann Þorvarðsson in solidum % sakar- kostnaðarins, en Sigfried, Haukur Björnsson og Jónas Guðjónsson in solidum }ó. Ennfremur greiði Magnús Jóhann Þorvarðsson, Georg Hans Knudsen hvor talsmanni sínum Jóni Hallvarðssyni cand. jur. kr. 30. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Brot allra hinna ákærðu eru í hinum áfrýjaða dómi réttilega heimfærð undir lagagreinar þær, er þar eru nefndar, að því fráskildu, að brot á- kærða. Hauks Siegfrieds Björnssonar, ber einnig að heimfæra undir 2. mgr. 113 gr. hegningarlaganna, og að ekki verður talið, að neinn hinna ákærðu hafi gerzt brotlegur gegn 2. gr. lögreglusamþykkt- ar Reykjavíkur frá 1. febr. 1930. Um refsingu á- kærðra, Þorsteins Péturssonar, Magnúsar Jóhanns Þorvarðssonar og Georgs Hans Knudsens, skal hin- um áfrýjaða dómi vera óraskað. Ákærði, Guðjón Benediktsson, sæti 60 daga fang- elsi við venjulegt fangaviðurværi, ákærði, Jónas Guðjónsson, 20 daga samskonar fangelsi og ákærði, Haukur Siegfried Björnsson, 20 daga samskonar fangelsi, en refsingu þessara þriggja manna skal frestað og hún falla niður eftir fimm ár frá upp- sögn dóms þessa, ef skilyrði laga nr. 39, 16. nóv. 1907 eru haldin. Um greiðslu málsvarnarlauna í héraði skal hin- um áfrýjaða dómi óraskað, en allan annan sakar- kostnað í héraði og í hæstarétti greiði hinir á- 607 kærðu in solidum, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, 120 kr. til hvors. Það er aðfinnsluvert, að héraðsdómarinn hefir eigi lagt fram eftirrit af dómum þeim, er ákærði, Georg Hans Knudsen, hefir sætt og getið er í hegn- ingarvottorði hans, og að eftirrit af dómum þess- um hefir heldur eigi verið útvegað síðar og lagt fyrir hæstarétt. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða dómi skal óraskað að þvi, er snertir refsingu hinna ákærðu, Þorsteins Péturssonar, Magnúsar Jóhanns Þorvarðsson- ar og Georgs Hans Knudsen og þá einnig að Því, er snertir frestun á refsingu Þorsteins. Ákærðu, Guðjón Benediktsson, Jónas Guð- jónsson og Haukur Siegfried Björnsson, sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, Guð- jón í 60 daga, en Jónas og Haukur hvor um sig í 20 daga, en refsingu þessara þriggja manna skal frestað og hún falla niður eftir fimm ár frá uppsögn dóms þessa, ef skilyrði laga nr. 39, 16. nóv. 1907 eru haldin. Um greiðslu málsvarnarlauna í héraði skal hinum áfrýjaða dómi óraskað, en allan annan sakarkostnað í héraði og í hæstarétti greiði hinir ákærðu in solidum, þar með talin mál- flutningslaun sækjanda og verjanda í hæsta- rétti, málflutningsmannanna Lárusar Jóhann- 608 essonar og Sveinbjörns Jónssonar, 120 kr. til hvors. Dómi þessum ber að fullnægja með aðfor að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta hefir af réttvísinnar og valdstjórnarinnar hálfu verið höfðað gegn þeim Guðjóni Benediktssyni, Sigfried Hauk Björnssyni, Þorsteini Péturssyni og Georg Hans Knudsen, fyrir brot gegn 12. kapítula hegningar- laganna frá 1869 og lögreglusamþykkt Reykjavíkur frá 1. febrúar 1930 og ennfremur gegn Magnúsi Jóhanni Þor- varðssyni og Jónasi Guðjónssyni fyrir brot gegn 12. og 18. kapitula hegningarlaganna 08 nýnefndri lögreglusam- þykkt Reykjavíkur. Málavextir eru eftir því, sem upplýst hefir verið við rannsókn málsins, sem hér segir: Þann 29. dez. Í. á. var fundur atvinnulausra manna haldinn í fundarsal við Bröttugötu. Var þar kosin nefnd til að annast framkvæmdir í atvinnuleysismálinu. Um líkt leyti höfðu verkamenn talað við forseta bæjarstjórnar og farið þess á leit við hann að atvinnuleysismálið yrði tek- ið fyrir á bæjarstjórnarfundi, er halda átti 30. dez. Í sam- bandi við þetta hvöttu Alþyðu- og Verkalyðsblaðið flokks- menn sína til að fjölmenna á nefndan bæjarstjórnarfund. Á bæjarstjórnarfundinum var fjárhagsáætlun bæjar- ins á dagskrá. Var fundur settur kl. 4 e. h. í Goodtempl- arahúsinu. Dreif nú brátt að margt áheyrenda og gerðist þröng í húsinu. Fór fundurinn sæmilega fram og bar ekki til að byrja með á neinu sérlegu misferli. Þó gripu áheyrendur ein- stöku sinnum fram í fyrir ræðumönnum. Bar ekki neitt sérstakt til tíðinda til kl. 8, er fundurinn hafði staðið í 4 klukkustundir. Lýsti forseti bæjarstjórnar þá yfir því, að fundarhlé yrði til kl. 9,30. Stóð þá upp ákærður, Guðjón Benediktsson, ávarp- aði bæjarfulltrúa og vitti forseta bæjarstjórnar fyrir að hafa ekki tekið fyrir atvinnuleysismálið á fundinum og krafðist. þess að það yrði tekið fyrir þar. Eitt vitnið hefir borið, að Guðjón Benediktsson hafi 609 sagt, að hann og fylgismenn hans mundi eiga þess úr- ræði, að knýja bæjarfulltrúana til þess að taka málið fyrir, og annað vitni segist um þetta leyti hafa heyrt lík orð töluð og heldur að Guðjón hafi rætt þau, en Guðjón hefir stöðugt neitað að hafa sagt þessi eða lík orð. Mæltist Guðjón því næst til þess við áheyrendur, að sem flestir kæmu aftur á fundarstað og tóku ýmsir undir það. KI. 9,30 hófst fundur að nýju. Fylltist húsið brátt aftur og urðu þrengsli mikil. Tóku menn þá að fara inn fyrir grindur, er skildu áheyrendur frá bæjarfulltrúunum. Töl- uðu menn saman og gripu mikið fram í fyrir bæjarfull- trúa Jakob Möller, er var að tala, og kvað svo mikið að þvi, að vont var að fylgjast með ræðu hans. Skoraði þá forseti á menn þá, er voru innan grinda að þoka fram- fyrir, en menn hlýddu ekki boði hans. Þá kveður lög- reglustjóri, er var einn bæjarfulltrúanna, lögregluþjóna þá, eitthvað fimm að tölu, er viðstaddir voru einkennis- klæddir, inn á fundarsvæðið. Með þeim fylgdist Sveinn Sæmundsson, lögregluþjónn, er þarna var staddur ecivil- klæddur. Skipaði lögreglustjóri þeim að rýma fundar- svæðið. Eftir að lögregluþjónarnir höfðu beðið menn að rýma til og fara fram fyrir grindur án þess því væri hlýtt, tóku þeir að stjaka mönnum framfyrir. Við þetta kom mik- ill órói á mannfjöldann frammi í salnum og ruddust menn á móti lögregluþjónunum. Féll þá niður grindverk Það, er skilur áheyrendasvæðið og fundarsvæði hússins. Varð nú hlé um stund. Ávarpaði þá forseti bæjarstjórn- ar áheyrendur og kvaðst neyddur til að slíta fundi, ef hljóð fengist ekki. Steig nú ákærður, Þorsteinn Pétursson, upp á borð og krafðist þess, að atvinnuleysismálið yrði tekið til meðferðar. Í tilefni af því, að forseti bæjarstjórn- ar kvað framferði þetta leiða til þess, að bæjarstjórnar- fundir yrðu framvegis haldnir fyrir lokuðum dyrum, lýsti Þorsteinn Pétursson yfir því, að á öllum húsum væru dyr og gluggar, og mundu verkamenn brjótast þar inn um. Eitt vitni hefir og borið, að Þorsteinn hafi sagt, að fulltrúar bæjarstjórnar fengju ekki að fara af fundi fyrr en atvinnuleysismálið hefði verið tekið fyrir. Var ræðu Þorsteins tekið með þakklæti meðal áheyrenda. Um líkt leyti steig og Haukur Björnsson, að því er hann hefir játað sjálfur upp á bekk og sagði nokkur orð. Skor- 610 aði hann á bæjarstjórnina að taka atvinnubótamálið á dagskrá, einnig kveðst hann hafa beðið lögreglustjóra að láta lögregluþjónana fara af þessari samkomu. Hann kveðst og ennfremur hafa beðið menn, er hann sá að ætl- uðu að nota barefli, að beita þeim ekki. Þá talaði og ákærður, Guðjón Benediktsson, og krafð- ist þess, að atvinnuleysismálið yrði tekið til umræðu, og lýsti yfir því, að því er tvö vitni bera, að enginn fundar- friður yrði nema atvinnuleysismálið yrði tekið til með- ferðar. Einnig bera tvö vitni, að Guðjón hafi sagt, að eng- inn bæjarfulltrúanna skyldi út úr húsinu komast fyrr en atvinnubótamálið hefði verið rætt. Þriðja vitni segist hafa heyrt þessi síðustu orð og heldur, að Guðjón hafi sagt þau. Fjórða vitnið segist muna, að Guðjón hafi haft í frammi hótanir við bæjarfulltrúana, en segist ekki muna orðin nákvæmlega. Guðjón Benediktsson segist hinsvegar ekki muna til að hafa sagt orð þessi eða lík orð. Laust nú aftur í slag miklu verri en hinn fyrri. Var veitzt að lögreglunni með öllu því er fyrir hendi varð, svo sem glösum, könnum stólum, blekbyttum og fleiru. Í þessari viðureign hlutu fjórir lögregluþjónar meiðsli og skemmdir á fötum án þess þó að þeir gætu gert sér grein fyrir, hverjir væru að þeim meiðslum valdir. Karl Guð- mundsson, lögregluþjónn, var snúinn úr liði á þumal- fingri á hægri hendi. Sveinn Sæmundsson varð fyrir al- varlegum meiðslum í andliti. Var kastað glerglasi eða flösku í höfuð honum og skarst hann töluvert á enni. Fékk hann marga smáskurði, þann lengsta ca. 3 em. og allt niður í stungur, er glerbrotin sátu eftir í. Um líkt leyti var sami lögregluþjónn hæfður hnefahöggi í efri vör og sprakk fyrir á vörinni. Var höggið svo mikið að hann riðaði eða féll við. Náði sprungan frá nefi niður í vararenda ca. 3 em. og næstum gegnum vörina. Varð að sauma þann skurð saman. Ingólfur Þorsteinsson fékk högg í höfuðið svo að sprakk fyrir og blæddi úr, auk þess sem hann hruflaðist á hné og niður eftir fótleggnum. Magnús Eggertsson, sem kom um leið ekki einkennis- klæddur og óeirðirnar byrjuðu, fékk blóðnasir. Gáfu þessir tveir menn skýrslu um þetta strax til yfirlögreglu- þjónsins, er hefir síðan staðfest hana fyrir rétti. 611 Það er upplýst í málinu með vitnaframburði og játn- ingu ákærðs Magnúsar Jóhanns Þorvarðssonar, að hann sló Svein Sæmundsson á efri vör. Segist ákærði hafa verið sleginn í bakið í mannþrönginni. Hafi hann þá snúið sér snöggt við og slegið þann er næstur stóð en það var áðurnefndur Sveinn Sæmundsson. Hann segist hafa tekið eftir því, að maður sá er hann sló var ekki í ein- kennisbúningi lögregluþjóna, en veitti lögreglunni lið. Var honum eftir á sagt, að maður þessi væri lögregluþjónn, tók hann þá að ráma í áð hann hefði séð hann í ein- kennisbúningi lögregluþjóna. Fullyrðir ákærður að hann hafi haft kyrt um sig bæði á undan og á eftir og hafi alls ekki farið inn í salinn í þeim tilgangi að veitast að lög- reglunni. Telur hann sig hafa gert þetta í fljótfærni og bræði yfir hrindingum þeim, er hann hafi orðið fyrir. Eitt vitnið hefir borið, að það hafi séð Georg Hans Knudsen slá Ingólf Þorsteinsson í höfuðið „Segir vitnið, að Georg hafi sætt lagi að slá lögregluþjóninn, er hann leit inn- eftir salnum. Þessu harðneitar ákærður, en viðurkennir hinsvegar að hafa gert tilraun til að slá Pálma Jónsson lögregluþjón, en bann vék sér undan högginu, svo að ákærður missti hans. Ákærður, Georg Hans Knudsen, ber það, að hann hafi séð Jónas Guðjónsson eigast við Karl Guðmundsson, segir hann að Jónas hafi haldið fyrir kverkarnar á Karli. Ekki segist hann hafa séð mann þenn- an eiga neitt við hönd Karls. Ákærður, Jónas Guðjónsson, lýsir þessum viðskiptum sínum við Karl lögregluþjón þannig, að er lögregluþjónninn ætlaði að grípa mann, er hann átti við, hafi hnefi hans lent í brjósti ákærða og tók hann þá á móti. Urðu úr þessu dálitlar stympingar milli hans og lögregluþjónsins. Segist hann síðan hafa spurt lögregluþjóninn, hvort hann hafi meitt hann nokkuð og beðið hann fyrirgefningar. Segir hann lögregluþjóninn hafa sagt við sig, að hann ætti ekki að vera að þessum fíflaskap. Karl Guðmundsson þorir ekkert um það að bera, hvort hann hafi lent í ryskingum við mann þennan og ekkert hefir fram komið, er geti hnekkt framburði Jónasar um viðureign þeirra Karls. Ákærður, Þorsteinn Pétursson, hefir viðurkennt, að hafa sætt lagi að koma félögum sinum til aðstoðar í slagnum, en neitar þvi, að hafa barið á lögregluþjónunum, en oft þrifið til þeirra. 612 Hann játar og að hafa eggjað fólk í orði og verki til sóknar gegn lögreglunni, meðan á slagnum stóð og ætl- ast til að sigra hana eða koma henni út, en neitar því hinsvegar, að ákveðið hafi verið fyrirfram um neinar ó- spektir á bæjarstjórnarfundinum. Í fyrri atrennunni lenti ákærður, Siegfried Haukur Björnsson, í ryskingum við Magnús Pétursson Hjaltested lögregluþjón, er hann ætlaði að koma ákærðum út fyrir grindurnar. Ekki gerði ákærður neinar tilraunir til að slá lögregluþjóninn, braust aðeins um í höndum hans. Í seinni slagnum segist Haukur hafa staðið framarlega í húsinu. Urðu handalögmálin aðallega innan grinda og segist hann ekki hafa tekið þátt í þeim, enda ekkert upp- lýst, er hnekki þeim framburði hans. Hann hefir játað hinsvegar, að hafa kvatt verkamenn til að standa á móti í ganginum en ekki eggjað þá til framgöngu, en er harðn- aði segist hann hafa reynt til að stilla í hóf og jafnvel til að fá menn til að fara út úr húsinu. Hann segist og hafa tekið þátt í jafnaðarmannasöngvum, er sungnir voru þarna. Þá hafa og tvö vitni borið, að ákærður hafi verið með köll og hávaða meðan á ryskingunum stóð. Um ákærðan, Guðjón Benediktsson, er í þessu sam- bandi það að segja, að ekki er upplvst, að hann hafi tekið þátt í slagsmálum, en eftir að áflogunum létti, og forseti hafði lýst yfir því, að fundi væri slitið, steig ákærður Guðjón upp á borð og skoraði á forseta að setja fund og taka þá fyrir atvinnuleysismálið. Af rannsókn málsins verður nú ekki séð, að nægar sannanir eða líkur séu framkomnar fyrir því, að það hafi verið tilgangurinn er Verklýðsblaðið og Alþýðublaðið hvöttu menn til að mæta á margumræddum bæjarstjórn- arfundi að hleypa upp fundinum eða tálma honum með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi og verður þessvegna ekki álitið að hér sé um samtök til afbrota að ræða sbr. 55. gr. hinna almennu hegningarlaga. Skal nú tekin til meðferðar framkoma hinna ákærðu hvers fyrir sig á bæjarstjórnarfundinum. I. Framkoma ákærða, Guðjóns Benediktssonar, sú, er lýst er hér að framan, var fyrst og fremst fallin til þess að glepja störf bæjarstjórnarfundarins og auk þess hlaut ákærðum að vera það ljóst, að hann æsti mannfjöldann 613 upp með ræðum sinum og átti á þann hátt þátt í upp- hlaupinu. Þykir þessvegna ekki verða hjá því komizt, að heimfæra brot hans, sem kominn er yfir lögaldur saka- manna, undir 113. gr. hinna almennu hegningarlaga frá 25. júní 1869 og lögreglusamþykkt Reykjavikur frá 1. fe- brúar 1930 og 1. og 2. gr., sbr. 96. gr., og þykir refsing sú, sem hann hefir unnið til réttilega ákveðin 30 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, en með tilliti til hinnar góðu hegðunar manns þessa, sem aldrei hefir sætt ákæru fyrir neitt refsivert athæfi áður, svo og aldurs hans þykir mega ákveða samkvæmt Í. gr. laga nr. 39, 16. nóv. 1907, að fangelsisrefsingunni skuli frestað og hún falla niður eftir 5 ára uppsögn dóms þessa, ef fullnægt verður skilyrðum laganna. TI. Um framkomu ákærðs, Þorsteins Péturssonar, á það við, er sagt var um framkomu Guðjóns Benediktssonar hér að framan. En þar við bætist, að Þorsteinn Pétursson hefir játað, enda þeirri játning engan veginn hnekkt við rannsókn málsins, að hafa eggjað fólk í orði og verki gegn lögreglunni meðan á slagnum stóð. Ákærður hefir í lögreglurétti Reykjavíkur 15. april 1930 undirgengizt að greiða sekt fyrir ölvun á almannafæri, en öðru leyti ekki sætt ákæru fyrir refsivert athæfi, þykir rétt að heimfæra brot hans, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna, undir 101. og 113. gr. hinna almennu hegningarlaga svo og lög- reglusamþykkt Reykjavíkur 1. og 2. gr. sbr. 96. gr. og ákveðst refsingin 60 daga fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi, en með tilliti til hegðunar hans að undanförnu svo og aldurs hans þykir mega ákveða samkvæmt 1. gr. laga nr. 39 1907, að fangelsisrefsingunni skuli frestað og hún falla niður eftir Í ár frá uppsögn dómsins, ef fullnægt verður skilyrðum laganna. III. Um framkomu Siegfried Hauks Björnssonar er það að segja, að ekki þykir sannað, að hann hafi með ofbeldi eða á annan slíkan hátt slitið eða glapið umræðurnar á nefndum bæjarstjórnarfundi. Ekki er það heldur upplýst við rannsókn máls þessa, að hann hafi gert sig sekan gagnvart lögregluþjónunum í mótgerðum þeim, er ræðir um í 101, gr. hegningarlaganna. Ber því að sýkna hann af ákæru réttvísinnar í þessu máli. Hinsvegar þykir það sannað, að hann hafi meðan á ryskingunum stóð verið 614 með köll og hávaða, og hann hefir viðurkennt sjálfur, að hafa stigið upp á bekk og sagt nokkur orð, áður en seinni ryskingarnar byrjuðu. Með þessu framferði þykir hann, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna, hafa brotið gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkur 1. og 2. gr. sbr. 96. gr. Þykir hæfilegt að dæma hann í 100 króna sekt, er renni í ríkissjóð og afplánist með 7 daga fangelsi verði hún ekki greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. IV. Brot Jónasar Guðjónssonar, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna, eins og því er lýst hér að framan, þykir heyra undir 101. og 113. gr. hegningarlaganna og lögreglusamþykkt Reykjavíkur 1. og 2. gr., sbr. 96. gr., og ákveðst refsing hans 15. daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, en rétt þykir með tilliti til þess að mað- ur þessi hefir aldrei áður sætt ákæru fyrir refsivert at- hæfi og hins unga aldurs hans að refsingunni skuli frest- að og hún falla niður eftir 5 ár frá uppsögn dóms þessa ef skilyrði laga nr. 39 1907 eru haldin. Hinsvegar ber að sýkna hann af ákæru gegn 18. kapitula hegningarlag- anna með því, að engar sannanir eru fyrir um „að hann hafi meitt lögregluþjóninn Karl Guðmundsson. V. Afbrot Magnúsar Jóhanns Þorvarðssonar, sem kom- inn er yfir lögaldur sakamanna, verður að heimfæra undir 101., 113. og 205. gr. hegningarlaganna og lögreglu- samþykkt Reykjavíkur 1. og 2. gr. sbr. 96. gr. Maður þessi hefir með dómi lögregluréttar Reykjavikur 9. okt. 1928 sætt 50 króna sekt fyrir brot á áfengislögunum. Ennfremur hefir hann í sama rétti undirgengizt eftir- taldar sektargreiðslur: 1. 6/1 1927, 25 króna sekt fyrir brot á lögreglusam- þykktinni. Hinn 17/5 sama ár 60 króna sekt fyrir ölvun á almannafæri. Hinn 4/7 1929 50 króna sekt fyrir ölvun á almannafæri og 11/9 sama ár 50 kr. sekt fyrir sama brot. Hinn 15/1 og 15/4 1930 50 króna sekt í hvort skipti fyrir ölvun á almannafæri. Þykir refsingin hæfilega ákveðin 60 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. VI. Brot Georgs Hans Knudsen, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna, þykir réttilega heimfært undir 101. og 113. gr. hegningarlaganna og lögreglusamþykkt Reykja- víkur, 1. og 2. gr., sbr. 96. gr. 615 Hann hefir verið dæmdur í eftirfarandi refsingar: 1. Með dómi, uppkv. í aukarétti Reykjavíkur hinn 5/3 1926, var hann dæmdur í skilorðsbundið fangelsi í 60 daga við venjulegt fangaviðurværi fyrir brot gegn 230. og 231. gr. hegningarlaganna. 2. Hinn 9/4 1926 var hann með dómi sama réttar dæmdur í 9 mánaða betrunarhússvinnu fyrir brot gegn 232. gr. hegningarlaganna og bannlagabrot. 3. Hinn 28/1 1929, var hann með dómi sama réttar dæmdur í 8 mánaða betrunarhússvinnu fyrir brot gegn 7. og 8. gr. laga nr. 51 frá 1928 og 231. sbr. 46. gr. hegn- ingarlaganna. 4. Hinn 15/1 og 17/12 1927 undirgekkst hann 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 5. Hinn 30/5 1928 undirgekkst hann 50 króna sekt fyrir ölvun á almannafæri. 6. Hinn 8/5 1929 undirgekkst hann 50 króna sekt fyr- ir ölvun á almannafæri. Hinn 30/5, 2/11, 2/12 1930 und- irgekkst hann 50 króna sekt í hvert skipti fyrir ölvun á almannafæri. Og hinn 3/10 sama ár 300 króna sekt fyrir ölvun og árás á lögregluna. Refsing sú, er maður þessi hefir unnið til með framan- greindu athæfi sínu, þykir réttilega ákveðin 30 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákærðir, Þorsteinn Pétursson, Guðjón Benediktsson og Magnús Jóhann Þorvarðsson, greiði in solidum % sakarkostnaðar. Sigfried Haukur Björnsson og Jónas Guðjónsson in solidum 14. Svo greiði Magnús Jóhann Þor- varðsson og Georg Hans Knudsen hvor talsmanni þeirra, cand. jur. Jóni Hallvarðssyni kr. 30,00. Skaðabóta hefir ekki verið krafizt undir rekstri máls- ins. . Dráttur sá, sem hefir orðið á þessu máli af hálfu setu- dómarans, stafar af því, að ekki var hægt fyrr, að ná til allra þeirra manna, er kalla þurfti fyrir rétt áður en mál- ið var tekið til dóms. 616 Föstudaginn 6. maí 1932. Nr. 34/1932. Réttvísin og valdstjórnin (Stefán Jóh. Stefánsson) gegn Kristni Bjarnasyni (Lárus Fjeldsted). Áfengislagabrot og tolllagabrot. Dómur aukaréttar Suður-Múlasýslu 17. okt. 1981: Á- kærði, Kristinn Ottó Bjarnason, greiði 500 króna sekt í ríkissjóð, er afplánist með 30 daga einföldu fangelsi ef hún verður eigi greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Auk þess greiði ákærði þrefaldan toll af hinu ólög- lega innflutta hárvatni og þrefaldan vörutoll af vörum þeim, sem skotið var undan stimplun. Loks greiði ákærði allan kostnað sakarinnar. Að öðru leyti á ákærði að vera sýkn af kærum réttvis- innar og valdstjórnarinnar í málinu. Dóminum að fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Af ástæðum þeim, er greinir í hinum áfrýjaða aukaréttardómi, ber að staðfesta hann. Ákærða ber að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, 80 kr. til hvors. Þvi dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða dómi skal óraskað. Ákærði, Kristinn Ottó Bjarnason, greiði all- an áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin laun sækjanda og verjanda í hæstarétti, mál- flutningsmannanna Stefáns Jóh. Stefánssonar og Lárusar Fjaldsted, 80 kr. til hvors þeirra. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. 617 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er hálfu réttvísinnar og valdstjórnarinnar höfðað fyrir aukarétti Suður-Múlasýslu, gegn ákærðum, Kristni Ottó Bjarnasyni, kaupmanni á Fáskrúðsfirði, fyrir brot á 17. kap. hegningarlaganna, svo og fyrir brot á reglugerð nr. 3 frá 3. marz 1930, um sölu áfengis til verk- legra nota m. m., áfengislögunum nr. 64 frá 1930 og lög- um nr. 69 frá 1928 um einkasölu á áfengi og ennfremur fyrir brot á gildandi löggjöf um aðflutningsgjald, vöru- toll og verðtoll. Málavextir eru þessir: Hinn 1. dezbr. f. á. andaðist á Fáskrúðsfirði, mjög snögglega, Aðalsteinn Guðmundsson, skipstjóri, og með því grunur lék á, að banamein hans hefði verið áfengiseitrun, var hafin rannsókn til þess að komast fyrir hvernig dauða hans hefði að höndum borið. Aðalsteinn heitinn hafði verið á fótum á sunnudaginn 30. nóv. f. á. og farið eitthvað út, en um kl. 5 aðfaranótt 1. dezbr. var héraðslæknirinn á staðnum sóttur til hans, og var hann þá aðframkominn og lézt rétt á eftir. Segir læknir að banamein hans hafi verið eitrun, sem orsakast muni hafa af því, að hann hafi drukkið áfengi með ein- hverju eitri samanvið. Daginn eftir var læknirinn sóttur til verzlunarmanns Þorvaldar Jónssonar á Fáskrúðsfirði, sem var veikur. Segir læknirinn, að Þorvaldur hafi haft öll einkenni samskonar eitrunar og Aðalsteinn sál., en á lágu stigi og batnaði honum á tveim dögum. Þorvaldur Jónsson skýrir svo frá, að föstudaginn 28. nóv. hafi hann og Aðalsteinn sál. frétt að ákærði, sem rekur verzlun á staðnum hefði á boðstólum hárvatn, Bay- ruhm. Fóru þeir þá þegar til ákærða ásamt 3 öðrum ung- um mönnum og keypti Þorv. þar eitt glas af þessu hár- vatni og Aðalsteinn sál. 1 eða 2 glös af sama. Fóru þeir síðan inn á veitingahús, keyptu þar sitrónsótavatn, blönd- uðu hárvatninu saman við og drukku síðan. Segist Þor- valdur ekki hafa drukkið nema þetta eina glas þann dag í félagi við Aðalstein sál. Daginn eftir, laugardaginn 29. nóv. keypti Þorv. enn 2 glös af sama og drakk úr þeim innihaldið saman við límonaði. Segir hann, að á miða á glasinu hafi staðið: „Farlig at drikke“, en þar sem honum 618 hafi ekki orðið meint af fyrsta glasinu, er hann drakk úr, hafi hann álitið, að þetta væri ekki svo hættulegt. Sama kvöld kom hann heim til Aðalsteins sál. Hefir fram- hurður Þorvalds verið nokkuð á reiki um það, hvað þar hafi fram farið þá um kvöldið. Hélt Þorv. því fyrst fram, að Aðalsteinn sál. hefði boðið sér þá að drekka þennan sama vökva, sem hann þó aðeins hafi dreypt í. Síðan hefir hann ekki viljað kannast við, að hann hafi vitað hvaða vökvi þetta hafi verið. Hann hafi ekki séð nein glös með hárvatni í þar inni um kvöldið og ekki séð Aðal- stein sál. blanda drykkinn. Segir Þorv., að þar hafi setið inni, er hann kom, háseti á dönsku fiskiskipi og hafi þeir farið út með honum og fylgt honum inn á bryggju þá, er skip hans lá við, síðan hafi þeir snöggvast komið í annað hús, en farið síðan aftur heim til Aðalsteins sál. Þegar þangað kom bauð Aðalsteinn sál. honum áfengi og fór með honum inn í geymslupláss, sem er á neðstu hæð hússins og gaf Þorv. að drekka úr flösku eitthvað áfengi en ekki vissi Þorv. heldur hvað það var, en myrkur var þar inni. Síðan fóru þeir upp á loft og þar bauð Aðal- steinn sál. honum áfengi úr límonaðiflösku og kveðst hann ekki heldur vita hvaða áfengi þetta hafi verið. Kveðst hann muni hafa gengið út frá því fyrst, að þetta væri hárvatn, blandað limonaði „en í raun og veru viti hann alls ekki hvað þetta hafi verið. Hann kveðst ennfremur hafa heyrt að Aðalsteinn sál. hafi keypt 5 glös af þessu hárvaíni hjá ákærða á laugard., en ekki kveðst hann vita hver hafi sagt sér það og hafa engar frekari upplýsingar um það fengizt. Ennfremur hafa 3 vitni önnur borið, að þau hafi keypt 2 glös hvert af ákærða, föstudaginn 28. nóv., og drukkið úr þeim, en ekki hafi þeim orðið meint af því. Ákærði hafði selt allt hárvatnið er rannsókn var hafin og hefir því ekki verið hægt að ná í neitt af þessum vökva til rannsóknar. Ákærði kveðst hafa fengið vörusendingu seint í nóv. f. á. frá Mehls Fabriker í Aarhus og þar á meðal 60 glös af þessu hárvatni, sem hann síðan hafi haft á boðstólum í sölubúð sinni, þegar eftir að hann fékk það. Segir hann, að á glösunum hafi staðið: „Farlig at drikke“ og kveðst ekki hafa álitið, að nokkur mundi drekka slíkt, sérstak- lega þegar þessi aðvörun stóð á glösunum. Hann kann- 619 ast við að hafa selt Aðalsteini sál. 4 glös af þessu hár- vatni á föstudaginn 28. nóv., eitt glas í einu, en neitar þvi að hafa selt honum nokkuð á laugardaginn, kveðst alls ekki hafa séð hann þann dag. Ennfremur neitar hann því, að hafa séð vin á Aðalsteini sál., er hann keypti Þessi glös af honum. Ákærði heldur því einnig fram, að aðrar verzlanir þar á staðnum hafi haft samskonar hár- vötn á boðstólum um þetta leyti, en sem þó er alveg ó- sannað, og yfirleitt heldur ákærði því fram, að engin vissa sé fyrir þvi, hverskonar áfengi það hafi verið, sem varð Aðalsteini sál. að bana. Enda þótt, að vísu, margt bendi til þess, að dauði Að- alsteins sál. hafi orsakast af neyzlu þess hárvatns, sem hann keypti af ákærða, hárvatn, sem ótvírætt, hefir ver- ið mengað óhollum efnum, þar sem á glösunum stóð til- kynning um, að hættulegt væri að drekka innihaldið, Þykir þó rannsókn málsins ekki hafa leitt í ljós neina vissu um, að neyzla þessa vökva hafi valdið dauða Aðal- steins sál. Það er vitanlega óupplýst hvort Aðalsteinn sál. hefir ekki neytt annars áfengis laugardaginn og sunnu- daginn 2930. nóv. en þessa hárvatns frá ákærða og eina vitnið, sem fundizt hefir, er nokkuð getur um þetta borið, Þorvaldur Jónsson, kveðst ekki vita hvaða áfengi þar var, sem hann drakk hjá Aðalsteini sál. laugardags- kvöldið. Ennfremur ber í þessu sambandi að athuga, að Þorvaldur kveðst ekki hafa kennt sér nokkurs meins fyrr en á sunnudaginn, eftir að hann hafði neytt þessa áfeng- is hjá Aðalsteini sál., en hafði þó á föstudag og laugar- dag. verið búinn að drekka allmikið af hárvatninu og þau þrjú vitni, sem keyptu og drukku á föstudaginn 2 glös af sama vökva hvert, segja, að sér hafi ekki orðið neitt meint af því. Mætti af þessu draga þá ályktun, að áfengið, sem Aðalsteinn sál. veitti á laugardagskvöldið hafi verið annað og óhollara en hárvatnið. Þar sem því verður að telja ósannað, að dauði Aðal- steins sál. hafi verkast af neyzlu hárvatns Þess, er á- kærði seldi um þessar mundir, verður þegar af þessari ástæðu að sýkna ákærða af kærum réttvísinnar í málinu. Að öðru leyti er það löglega sannað, að ákærði keypti ekki hárvatn þetta hjá Áfengisverzlun ríkisins, heldur pantaði það beint frá útlöndum, og að hann greiddi ekki 40 620 aðflutningsgjald af sendingunni og ekki heldur verðtoll af þeim verðtollsskyldum vörum, sem tilfærðar eru á sama innkaupsreikningi og hárvatnið. Hinsvegar greiddi ákærði vörutoll af sendingunni og gegn mótmælum hans, verður ekki talið sannað, að hann hafi selt hárvatnið til drykkjar, eða að hann hafi vitað. að það var drukkið af þeim, sem keyptu. Ákærði hefir haldið því fram, að í hverju glasi hafi verið 75—100 gr. af hárvatni, en þeir, sem glösin keyptu, hafa allir borið, að þau hafi verið stærri, 100—150 gr. Virðist því mega ganga út frá, að hvert glas hafi innhald- ið að minnsta kosti 125 gr. og hefir því ákærði átt að greiða toll af 7,5 litrum af hárvötnum eða kr. 40.00. Verð hinna verðtollskyldu vara á innkaupsreikningnum nemur d. kr. 33,60 eða ísl. krónur 40,99, tollur þar af 15% == kr. 6,10. Ákærði hefir borið fyrir, að hann hafi ekki vitað, að einkasala var á hárvötnum og að það hafi verið af gá- leysi, að hann afhenti ekki innkaupsreikninginn til stimpl- unar með öðrum reikningum yfii vörur, sem hann fékk með sama skipi. Hinsvegar kveðst hann hafi vitað, að aðflutningsgjald var á hárvötnum, en að hann hafi hald- ið, að upphæðin væri færð á tollreikning sinn, með öðru aðflutningsgjaldi. Þessar afsakanir eru þó ekki fullnægj- andi. Lög nr. 69 frá 1928, um einkasölu á áfengi, sbr. reglugerð nr. 3 frá 3. marz 1930 eru löglega birt og á- kvæði þeirra áttu því að vera ákærða kunn sem öðrum og við athugun á tollreikningi sínum hlaut hann strax að sjá, hvort aðflutningsgjald af hárvötnum var talið með eða ekki og innkaupsreikninginn yfir bárvötnin ber honum að sýna hreppstjóra eins og alla aðra innkaupsreikninga yfir vörur innfluttar beint frá útlöndum, en það gjörði hann ekki. Ákærði hefir því með þessu gerzt brotlegur við 1. gr. laga nr. 69, frá 1928 um einkasölu á áfengi og 2. gr. reglugerðar nr. 3, frá 3. marz 1930 um sölu áfengis til verklegra nota, m. m., 8. gr. tolllaga fyrir Ísland frá 11. júlí 1911, sbr. 1. gr. laga nr. 41, frá 27. júní 1921 um breytingu á 1. gr. tolllaganna, lög nr. 47, frá 15. júní 1926 um verðtoll, sbr. 9. gr. laga nr. 38, frá 1921, um vörutoll og virðist refsing sú, sem hann hefir unnið til hæfilega 621 ákveðin 500 króna sekt, er renni í ríkissjóð, og komi í stað sektarinnar 30 daga einfalt fengelsi ef hún verður eigi öll greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Auk þess greiði ákærði þrefaldan toll af hárvatninu og þrefaldan verðtoll af vörum þeim, sem skotið var undan stimplun. Þá greiði og ákærði allan kostnað sakarinnar, sem orð- inn er og verður. Á rekstri málsins hefir enginn óþarfa dráttur orðið. Mánudaginn 9. maí 1932. Nr. 55/1931. Helgi Sveinsson (Þétur Magnússon) gegn bankaráði Útvegsbanka Íslands h/f., f. h. bankans og gagnsök (Stefán J. Stefánsson). Skylda til eftirlaunagreiðslu til stefnanda talin hvíla áfram á stefnda samkv. 1. nr. 7, 11. marz 1930: Dómur bæjarþings Reykjavíkur 7. maí 1931: Stefndur, bankaráð Útvegsbanka Íslands h. f., greiði, f. h. bankans, stefnanda, Helga Sveinssyni, 800 krónur með 5% ársvöxt- um frá 17. okt. 1930 til greiðsludags og málskostnað með 70 kr. Dóminum að fullnægja innan fimmtán daga frá lög- birtingu hans, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Báðir aðiljar hafa skotið máli þessu til hæsta- réttar, aðaláfrýjandi, Helgi Sveinsson, með stefnu, útg. 27. maí f. á., og gagnáfrýjandi, bankaráð Út- vegsbanka Íslands h/f, f. h. Útvegsbankans, með stefnu, útg. 29. ág. Í. á. 622 Aðaláfrýjandi hefir krafizt þess fyrir hæstarétti, aðallega, að hinum áfrýjaða dómi verði þannig breytt, að aðalstefndi verði dæmdur til að greiða kr. 3600.00 með 5% ársvöxtum frá 17. okt. 1930, en til vara, að dómurinn verði staðfestur. Gagnáfrýj- andi hefir hinsvegar krafizt þess aðallega, að hann verði algjörlega sýknaður af kröfum aðaláfrýj- anda, en fil vara, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Ennfremur hafa málsaðiljar krafizt málskostnaðar hvor af öðrum, eftir mati hæsta- réttar, fyrir báðum dómum, hvernig sem úrslit málsins verða. Gagnáfrýjandi byggir sýknukröfu sína á því, að Íslandsbanki, og síðar Útvegsbanki Íslands h/f, hafi getað sagt aðaláfrýjanda upp eftirlauna- greiðslu þeirri, er Íslandsbanki tók á sig gagnvart aðaláfrýjanda, áður en hann lét af stjórn útibús bankans á Ísafirði. Ákvörðun bankaráðs Íslands- banka um eftirlaunagreiðslu til aðaláfrýjanda 9. dez. 1921 var beinlinis svar við umsókn hans um eftirlaun, og var því jafnskjótt sem hún var komin til vitundar aðaláfrýjanda bindandi og ótimabundin skuldbinding um þar tiltekna fjárgreiðslu til hans, er bankinn gat ekki aftur leyst sig undan með ein- hliða ákvörðun sinni. Það verður því ekki fallizt á þessa sýknukröfu gagnáfrýjanda. Ekki verður held- ur sú athugsemd gagnáfrýjanda, að aðaláfrýjandi hafi í útibússtjórastarfi sínu gert sig brotlegan með ýmsum hætti, talin hér skipta máli, þegar vegna þess, að óvefengt er, að bankaráði Íslands- banka hafi verið fullkunnugt um misfellur þær, sem um var að tefla, er það ákvað honum eftir- launin 9. dez. 1921. Og með því loks, að telja verð- ur Útvegsbanka Íslands h/f hafa, samkvæmt 14. 623 gr. laga nr. 7, frá 11. marz 1930, tekið við þeirri skyldu til greiðslu eftirlauna til aðaláfrýjanda, er á Íslandsbanka hvildi samkvæmt framansögðu, þá ber að taka aðalkröfu aðaláfrýjanda til greina og dæma gagnáfrýjanda til að greiða honum hina kröfðu upphæð, kr. 3600.00 með 5% ársvöxturmn frá 17. okt. til greiðsludags. Eftir þessum úrslitum verður og að dæma gagn- áfrýjanda til þess að greiða aðaláfrýjanda máls- kostnað bæði fyrir undirrétti og hæstarétti, og er hann ákveðinn 400 kr. Því dæmist rétt vera: Gagnáfrýjandi, bankaráð Útvegsbankans h/f, f. h. sama banka, greiði aðaláfrýjanda, Helga Sveinssyni fyrrv. útibússtjóra, kr. 3600,00 með 5% ársvöxtum frá 17. okt. 1930 til greiðsludags, og kr. 400 í málskostnað. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfryjaða dóms hljóða svo: Mál þetta hefir höfðað að undangenginni árangurs- lausri sáttatilraun, Helgi Sveinsson, fyrrv. útibússtjóri Ís- landsbanka á Ísafirði, með stefnu, dags. 22. okt. Í. á., gegn bankaráði Útvegsbanka Íslands h/f hér í bænum, og krafizt þess, að hið stefnda bankaráð, fyrir hönd bankans, verði dæmt til að greiða honum eftirlaun fyrir mánuðina febrúar til október 1930 incl. eða samtals 9 mánuði, 250 kr. á mánuði, með 60% dýrtiðaruppbót, eða samtals kr. 3600,00, svo og málskostnað samkvæmt reikningi eða mati réttarins. Til vara hefir stefnandi krafizt þess, að hann fái tildæmda eftirlaunakröfu sína fyrir mánuðina febrúar og marz 1930 með 800 kr. auk 5% vaxta frá sáttakærudegi 624 17. okt. 1930 til greiðsludags og málskostnað eins og áður greinir. Stefndur hefir krafizt algjörðrar sýknu og sér dæmdan málskostnað. Stefnandi lét af stöðu sinni sem útbússtjóri árið 1922, en samkvæmt umsókn hans var honum á fundi bankaráðs Íslandsbanka 9. dezember 1921 veitt eftirlaun frá 1. janúar 1923 að telja 3000 kr. með dýrtiðaruppbót eftir ákvörð- un bankaráðsins á hverjum tima. Eftirlaunin fékk stefnandi síðan reglulega útborguð í byrjun hvers mánaðar þangað til 1. febrúar 1930. En eftir þann dag stöðvaði Íslands- banki útborganir sinar og synjaði bankastjórnin stefnanda um greiðslu eftirlaunanna. Byggir stefnandi kröfu sína gegn steindum á 14. gr. laga nr. 7, frá 11. marz 1930, þar sem ákveðið er, að Útvegsbanki Íslands h/f taki við öll- um eignum, skuldum og ábyrgðum Íslandsbanka og komi að þessu leyti í hans stað. Eftirlaun stefnanda voru ekki byggð á neinum lög- vörðum rétti, heldur voru honum veitt þau ákveðin með einhliða yfirlýsingu bankaráðsins, og ef til gjaldþrota- meðferðar Íslandsbanka hefði komið, hefðu ógreidd eftir- laun stefnanda vart orðið heimt úr búi bankans nema skuldheimtumenn hans hefðu engan halla beðið af greiðslu þeirra. En nú lauk tilvist bankans ekki með þeim hætti og verða því mánaðargreiðslurnar fyrir fe- brúar og marz, sem fallnar voru í gjalddaga, að teljast meðal skulda, sem Útvegsbanki Íslands h/f tók að sér að greiða, því að það verður ekki fallizt á þá skoðun stefnds, að synjun eftirlaunanna af hálfu stjórnar Íslandsbanka í febrúar 1930 hafi verið gild uppsögn á greiðslu eftirlaun- anna, þegar af þeirri ástæðu, að bankastjórnin var ekki bær um á eigin hönd að afmá eftirlaunarétt þann, sem bankaráðið hafði veitt stefnanda. Nú verður rétturinn að lita svo á, að eftirlaunaréttur stefnanda á hendur Íslandsbanka í febrúar 1930 hafi ekki getað átt sér lengri aldur en bankinn sjálfur, nema Út- vegsbankinn hefði með berum orðum tekið að sér að svara til eftirlaunanna eftir að hann tók við eigum Íslandsbanka, en nú fór því svo fjarri, að það er upplýst í málinu, að gagnstæð ákvörðun var tekin þegar Útvegsbankinn tók til starfa. 625 Samkvæmt þessu getur aðalkrafa stefnanda ekki orðið tekin til greina, hinsvegar þykir réttinum að varakrafan sé á rökum byggð, enda hefir því ekki sérstaklega verið mótmælt af stefndum, að eftirlaunaupphæðin hafi verið 400 kr. á mánuði á þessum tíma og launin greidd mánað- arlega fyrirfram. Rétt þykir að stefndur greiði stefnanda málskostnað með 75 krónum. Miðvikudaginn 11. maí 1932. Nr. 76/1931. Landsbanki Íslands, f. h. þrotabús. Þórðar St. Flygenring (Th. B. Líndal) gegn h/f Kveldúlfur (Jón Ásbjörnsson). Ógilding veðkröfu gagnvart þrotabúi. Dómur gestaréttar Hafnarfjarðar 21. júlí 1981: H/f Kveldúlfur í Reykjavík ber að sýkna af kærum og kröfum Landsbanka Íslands, f. h. þrotabús Þórðar St. Flygenrings, útgerðarmanns í Hafnarfirði, í máli þessu. — Málskostn- aður falli niður. Dómur hæstaréttar. Þann 16. júlí 1930 fékk Þórður Flygenring út- gerðarmaður í Hafnarfirði lán hjá stefnda, að upp- hæð kr. 47622.50, er þá voru símsendar fyrir hann til erlends banka. Var öll þessi upphæð færð Þórði Flygenring til skuldar í viðskiptareikningi hans hjá stefnda sem viðbót við skuld hans, er fyrir var, en daginn áður en lánsupphæðin var greidd gaf hann stefnda skriflega viðurkenningu fyrir því, að hafa fengið 30.000 kr. að láni hjá hon- um og lofaði stefnda jafnframt veði í húsi sínu, Tungu í Hafnarfirði, til tryggingar lánsupphæð þessari. En veðsetningin fór þó ekki fram þá þeg- 626 ar, en hálfum mánuði síðar, eða með veðbréfi, dags. 1. ágúst 1930, veðsetti Þórður Flygenring stefnda húseign sína, Tungu í Hafnarfirði, með 1. veðrétti, til tryggingar greiðslu á þessum 30.000 kr., og gaf þá jafnframt út vixil fyrir upphæðinni, er greiðast átti við sýningu, og var veðbréf þetta fyr- irfram innritað til þinglesturs í Hafnarfrði þ. 30. s. m. En tæpum þremur mánuðum eftir að veð- setningin fór fram, eða þann 25. okt. 1930 var bú Þórðar Flygenring tekið til gjaldþrotaskipta og hefir það látið höfða mál þetta til riftingar veð- setningunni, og var málið dæmt í gestarétti Hafn- arfjarðarkaupstaðar 21. júlí f. á., með þeim úrslit- um, er segir í dóminum. Dómi þessum hefir verið áfrýjað til hæstaréttar með stefnu, dags. 28. júlí f. á., og hefir áfrýjandi krafizt, að honum verði hrundið og að veðsetning- in samkv. fyrrnefndu veðbréfi 1. ágúst 1930 verði felld úr gildi gagnvart þrotabúi Þórðar Flygenrins, og ennfremur, að stefndi verði dæmdur til að greiða . málskostnað í undirrétti og hæstarétti. Stefndi hefir hinsvegar krafizt staðfestingar á gestaréttardóminum og málskostnaðar í hæsta- rétti. Áfrýjandi byggir riftunarkröfu sína á því, að þrotamaður hefi eigi gengizt undir veðsetninguna samtímis því, að skuldin var stofnuð, heldur seinna og sé veðsetningin því riftanleg samkv. 20. gr. 1. nr. 25, 14. júní 1929 um gjaldþrotaskipti, enda muni stefnda, er veðsetningin fór fram, hafa verið það kunnugt, að þrotamaður átti þá eigi fyrir skuldum. Stefndi hefir mótmælt þessu og byggir sýknu- kröfu sína á því, að þrotamaður hafi með fyrr- greindri yfirlýsingu sinni 15. júlí, samtímis því að 627 stefndi lofaði honum láninu, skuldbundið sig til að veðsetja húsið og þar með undirgengizt veðskuld- bindinguna, og sé hún því eigi riftanleg samkv. 20. gr. gjaldþrotaskiptalaganna, enda hafi hann haft fulla ástæðu til að ætla, að gjaldþroti ætti þá fyrir skuldum. Rétturinn verður nú að vera áfrýjanda samdóma um það, að eigi verður litið svo á, að veðsali hafi undirgengizt veðskuldbindingu fyrr en hann hef- ir undirritað veðbréf og gengið frá því að öllu leyti, og að það ekki skipti máli í þessu efni hvort veð- setningin fer fram samkvæmt áður gefnu loforði eða ekki. Og þar sem veðsetning sú, er hér um ræðir, fór fram 1. ágúst 1930, en skuldin var stofn- uð áður svo sem fyrr segir, þá verður að líta svo á, að veðsetningin sé riftanleg samkv. 20. gr. laganna um gjaldþrotaskipti. Og með því ennfremur, að stefndi hefir eigi fært sönnur fyrir því, að hann hafi haft fulla ástæðu til að ætla, að þrotamaður ætti fyrir skuldum þegar veðsetningin fór fram, þá verður að taka kröfu áfrýjanda um ógilding hennar gagnvart þrotabúinu til greina. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í hér- aði falli niður, en að stefndi greiði áfrýjanda máls- kostnað í hæstarétti með 400 kr. Því dæmist rétt vera: Veðskuldbinding Þórðar St. Flygenring til handa h/f Kveldúlfur með 1. veðrétti í húsinu Tungu í Hafnarfirði, samkv. veðskuldarbréfi 1. ágúst 1930, á ógild að vera gagnvart þrota- búi hans. Málskostnaður í undirrétti falli niður, en 628 stefndi, h/f Kveldúlfur, greiði áfrýjanda, Landsbanka Íslands, f. h. þrotabús Þórðar St. Flygenring 400 kr. í málskostnað fyrir hæsta- rétti að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Með stefnu, útgefinni 16. febr. þ. á., hefir stefnandinn, að undangenginni ályktun skiptafundar í þrotabúi Þórð- ar Flygenring, útgerðarmanns í Hafnarfirði, 23. janúar þ. á., krafizt riftingar á fyrsta veðrétti í eign búsins, íbúðar- húsinu Tungu í Hafnarfirði, við Reykjavíkurveg, er gjald- þroti hafi gefið stefndum, hlutafélaginu Kveldúlfur í Reykjavík 1. ág. s. 1. til tryggingar skuld, að upphæð kr. 30.000.00, eða að veðréttur þessi verði úr gildi felldur og marklaus dæmdur, og ennfremur að stefnanda verði dæmdur málskostnaður að skaðlausu í máli þessu sam- kvæmt taxta „Málaflutningsm.félags Íslands“. Ástæður fyrir riftingarkröfunni telur stefnandinn, eða skipaður umboðsmaður hans í málinu, vera þær: að gjald- Þroti eigi hafi átt fyrir skuldum, er veðið var gefið, og að ætla megi að hinu stefnda félagi, eða hinum stefndu for- stjórum þess, hafi verið þetta kunnugi, að umrædd skuld, er tryggja átti, ekki hafi verið samtímis stofnuð, eða a. m. k. óvíst að svo hafi verið, sbr. 19. og 20. gr. laga nr. 25, 1. júní 1929, um gjaldþrotaskipti. Af hálfu hins stefnda félags er undir rekstri málsins skýrt frá því, með skírskotun til framlagðra reikningsyfir- lita, að Þórður Flygenring hafi fengið kr. 47.622.50 út í reikning sinn hjá stefndum 16. júlí f. á., sem símsendar hafi verið til Spánar þá samstundis, og skuld hans við það hækkað úr 65 þúsund krónum upp í nærfellt 112% þús- undir kr., en jafnhliða og lánveitandi hafi lofað að senda þá fengna lánsupphæð til Spánar, hafi lánþegi skuldbund- ið sig til þess að veðsetja oftgreinda húseign hans, Tungu, fyrir 30.000 kr. af hinu nýveitta láni, með skriflegri yfir- lýsingu, dags. 15. júlí f. á. sem hann hefir framlagt í rétt- inum, en veðbréfið sjálft hafi verið útgefið 1. ágúst f. á. Heldur umboðsmaður hins stefnda félags því fram, að 629 bar sem veðsali hafi gefið skriflega yfirlýsingu um að iryggja 30 þúsund krónur af hinu veitta láni samhliða og hann fékk loforð um peningana, hafi hann „gengizt undir“ veðskuldbindinguna samtímis og krafan var stofnuð, og geti því riftingarákvæði 20. gr. gjaldþrotalaganna. að hans skilningi, alls ekki náð til þessa veðs. Enda þótt nú svo mætti álita, eftir orðalagi í byrjun hins framlagða veðskuldarbréfs, dags. 1. ágúst f. á., „að ég í dag hefi fengið vixillán“ o. s. frv., að lánið fyrst þá væri veitt, eða um annað lán væri að ræða, en í hinni framlögðu viðurkenningu, dags. 15. júlí f. á., og yfirlýsingu um veð- skuldbindingu, er það upplýst nægilega í málinu og viður- kennt, að aðeins sé um eitt lán að ræða, og að lánveiting- in hafi farið fram raunverulega 16. s. m., að undangenginni fyrrgreindri skuldbindingu um að tryggja 30 þúsund af lánsupphæðinni með 1. veðrétti í íbúðarhúsinu Tungu, eign lánþega, og með því að sú skuldbinding, þótt eigi væri í venjulegu veðskuldarbréfsformi, útilokaði lántaka frá að ráðstafa hinni umræddu húseign, svo að í bága kæmi við skuldbindingu þessa, selja hana eða veðsetja, virðist skuldbindingin vera framkomin á sama tíma og lánveitingin, svo að um riftingu eftir 20. gr. laganna eigi geti verið að ræða á veðskuldbindingu þessari, sem eigi raunverulega framkominni á réttum tíma eða samtímis lán- tökunni, en um tryggingu fyrir annari eða eldri skuldar- upphæð, getur eftir atvikum naumlega verið um að ræða, og ber því að sýkna hið stefnda félag af kærum og kröfum stefnanda í þessu máli, en málskostnaður virðist eiga að falla niður. 630 Föstudaginn 20. mai 1932. Nr. 82/1930. Viggó Björnsson, f. h. útbús Útvegs- banka Íslands h/f, Vestmannaeyjum, og Símon Guðmundsson (Lárus Fjaldsted) gegn Kaupfélaginu Drífanda og Bryngeiri Torfasyni (Sveinbjörn Jónsson). Fógetaréttarúrskurður um afhendingu fiskjar sem óveðbundins felldur úr gildi. Úrskurður fógetaréttar Vestmannaeyja 25. sept. 1929: Hin umbeðna gjörð á að fara fram gegn tryggingu þeirri, er að ofan greinir. Dómur hæstaréttar. Er mál þetta var þingfest í hæstarétti hinn 19. dezbr. 1930 var mætt í því af hálfu beggja hinna stefndu en við síðari fyrirtekt málsins var eigi mætt af hálfu kaupfélagsins Drífanda. Málið hefir því vérið rekið skriflega samkv. 38. gr. hæstaréttarlag- anna. Tildrög mál þessa eru þau, að árið 1929 áttu þeir, meðáfrýjandi, Símon Guðmundsson, og stefndi, Bryngeir Torfason vélbátinn Tvist V. E. 281 í sam- eign og gerðu hann út í Vestmannaeyjum í félagi vetrarvertiðina 1929, og var Bryngeir jafnframt for- rnaður á bátnum, en þar eð þá vantaði fé til útgerð- arinnar fengu þeir það að láni hjá útbúi Útvegs- bankans gegn 4 vixlum, að upphæð samtals 24,500 kr., útgefnum af Bryngeiri en samþykktum af Sií- moni. Jafnhliða vixillánunum og þeim til trygs- ingar veðsettu þeir afla bátsins, veiddan og óveidd- an. Eru veðbréfin 4, svo sem hér segir: 631 1. Útgefið 8. jan. 1929 veð 150 skpd. fyrir 9000 kr. 2. Útgefið 13. marz s. á. veð 84 skpd. fyrir 5000 kr. 3. Útgefið 11. maí s. á. veð 75 skpd. fyrir 4500 kr. 4. Útgefið 22. s. m. veð 300 skpd. fyrir 6000 kr. Í þremur fyrstu veðbréfunum er fiskur sá, er þar ræðir um, veðsettur með 1. veðrétti, en í veðbréfinu frá 22. maí eru þar nefnd 300 skpd. veðsett með 2. veðrétti næst á eftir 1. veðrétti í þeim 309 skpd., sem útbúinu hafði áður verið veðsett. Það er tekið fram, að hinn veðsetti fiskur sé geymdur í fisk- húsi þeirra Símonar og Bryngeirs, og í málinu er enginn ágreiningur um það, að fiskur sá, er veiddist á bátinn á vertíðinni og fluttur var í fisk- húsið, hafi eigi numið 300 skpd. af fullverkuðum fiski. Hinn 27. marz 1929 gaf Bryngeir Torfason kaup- félaginu Drífanda í Vestmannaeyjum veð í 15 skpd. af fiski „af minum bátshluta m/b Tvistur“ til trygg- ingar úttekt hans hjá kaupfélaginu, en þar sem bréf þetta hefir eigi verið þinglesið og skilyrði fyrir sjálfsvörzluveðsetningu samkv. |. nr. 34, 31. mai 1927 að öðru leyti ekki eru fyrir hendi, er hér eigi um meinn veðrétt að ræða. Engu að síður krafðist framkvæmdarstjóri kaupfélagsins með bréfi, dags. 20. sept. 1929, aðstoðar fógetans til þess að ná þessum 15 skpd. úr höndum Símonar og Bryngeirs. Er krafa þessi var tekin fyrir í fógeta- rétti Vestmannaeyja hinn 25. s. m. neitaði Símon að láta fiskinn af hendi með því að allur fiskurinn, einnig formannshlutur Bryngeirs, væri veðsettur útbúinu; í fógetaréttinum mætti einnig forstjóri útbúsins og mótmælti hann einnig framkvæmd gjörðarinnar með því allur fiskurinn í fiskhúsinu væri veðsettur útbúinu af þeim Símoni og Bryn- 632 geiri samkvæmt framannefndum veðbréfum, er hann lagði fram í fógetaréttinum. Bryngeir Torfa- son, er einnig mætti í fógetaréttinum, hélt því hins- vegar fram, að umrædd 15 skpd. væri formanns- hlutur sinn af bátnum og því séreign sin og óveð- sett útibúinu og hefði sér þvi verið heimilt að ráð- stafa honum til kaupfélagsins. Virðist fógetinn hafa fallizt á, að umgetin 15 skpd. af fiskinum væri óveðbundin og að Bryngeir hefði ráðstöfunarrétt á þeim. Úrskurðaði hann því að gjörðin skyldi fara fram, þ. e., að 15 skpd. af fiskinum skyldu afhendast kaupfélaginu, þó krafð- ist hann þess, að gjörðarbeiðandi skyldi afhenda fógetanum 800 kr. til tryggingar því, að veðhati biði ekki tjón af framgangi gjörðarinnar. Fógetaúrskurði þessum hafa áfrýjendur skotið til hæstaréttar með stefnu, útgefinni 23. sept. 1930, að fengnu áfrýjunarleyfi, dags. 18. s. m. Hafa síðan farið fram vitnaleiðslur í Vestmannaeyjum og ny skjöl lögð fram í hæstarétti, enda hafa báðir aðiljar lagt fram Í réttinum novaleyfi. Svo sem þegar hefir verið tekið fram, byggir stefndi, Bryngeir Torfason, vörn sína á því, að þau 15 skpd., af verkuðum fiski, er hann hafi gefið kaupfélaginu Drífanda ávísun á, hafi verið for- mannshlutur sinn á vertíðinni og því séreign sin og óveðsett útbúinu, með því að veðbréfin til útbúsins beri að skilja svo, að í þeim hafi aðeins verið átt við þann afla bátsins, er einstakir hásetar eða aðrir bátsins sem útgerðarmenn hans, en þar sé ekki átt við þann afla bátsins, er einstakir hásetar eða aðrir hafi átt sem sinn hlut, og hefði það verið tilætlunin, að Bryngeir hefði átt að veðsetja einkaeign sína af aflanum fyrir sameiginlegum útgerðarkostnaði, þá 633 hefði það að sjálfsögðu verið tekið sérstaklega fram í veðbréfunum. Á þetta verður ekki fallizt. Bryngeir var með- eigandi bátsins og hafði ásamt Símoni tekið að sér solidariska ábyrgð á greiðslu víxilskuldanna við útbúið og hann hafði ásamt Símoni veðsett útbúinu samtals 309 skpd. af þorski og löngu, „sem aflast á mótorbát okkar á yfirstandandi vertíð“, svo sem segir í veðbréfunum. Formannshlutur hans var ekki aðgreindur frá öðrum fiski, er aflaðist á bát- inn, var verkaður ásamt hinum öðrum fiski og geymdur óaðgreindur frá öðrum fiski þeirra fé- laga í fiskhúsi þeirra. Og þar sem það er eigi ve- fengt, að fiskur þessi allur nam ekki hinni veð- settu skippundatölu, hafði veðhafinn, útbú Útvegs- bankans, fulla heimild til þess samkvæmt veðbréf- unum að telja allan fiskinn veðsettan útbúinu og mótmæla því að nefnd 15 skpd. væru afhent kaup- félaginu. Það ber því samkvæmt kröfu áfrýjanda að fella fógetaréttarúrskurðinn úr gildi og dæma stefndu til þess að greiða áfrýjendum málskostnað í hæsta- rétti, er ákveðst 250 kr. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði fógetaúrskurður skal úr gildi felldur. Stefndu, kaupfélagið Drífandi og Bryngeir Torfason, greiði in solidum áfrýjend- unum, Viggó Björnssyni, f. h. Útbús Útvegs- bankans í Vestmannaeyjum og Símoni Guð- mundssyni, 250 kr. í málskostnað fyrir hæsta- rétti, að viðlagðri aðför að lögum. 634 Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Þar er gjörðarþoli, Br. Torfason, hefir samþykkt, að gjörð þessi fari fram og þar eð gjörðarþoli, Símon Guð- mundsson, hefir ekki fært neinar sönnur á, að hann hafi neinn haldsrétt yfir þessum fiski og þriðji maður ekki heldur, verður gjörð þessi að fara fram. En þar eð ekki er útilokað, að veðhafi kunni að geta beðið tjón af fram- kvæmd gjörðar þessarar, eða gjörðarþoli, Símon Guð- mundsson, sem sameignarmaður að fiskinum af m/b „Tvist“, þá þykir rétt að gjörðin fari fram gegn tryggingu, sem ákveðst kr. 800,00, sem „deponerast“ í réttarins vörzlur. Föstudaginn 27. mai 1932. Nr. 9/1931. Chr. Fr. Nielsen (Stefán Jóhann Stefánsson segn Pétri Á. Ólafssyni o. fl. (Jón Ásbjörnsson). Ágóðahluti af húsasölu. Mótkrafa. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 14. ág. 1930: Mál þetta er hafið og málskostnaður falli niður að því er Hallgrím Tulinius, f. h. firmans H. Benediktsson, snertir. Aðalstefndir, Pétur Á. Ólafsson, Haraldur Árnason, Pétur Þ. J. Gunnarsson og Hallgrímur Benediktsson, greiði allir fyrir einn og einn fyrir alla aðalstefnandanum,Chr. Fr. Nielsen, kr. 480,00 með 5% ársvöxtum frá 30. ágúst 1929 til greiðsludags og kr. 150,00 í málskostnað innan fimmtán daga frá lögbirtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Fyrir hæstarétti hefir áfrýjandi krafizt þess að- allega, að hinum áfrýjaða dómi verði breytt os hrundið á þá leið, að stefndu, Pétur Á. Ólafsson, Haraldur Árnason, Pétur Þ. J. Gunnarsson os 635 Hallgrímur Benediktsson verði, í aðalsök málsins, in solidum dæmdir til að greiða sér kr. 4600,00 með 6% ársvöxtum frá 6. maí 1920 til greiðsludags, og að hann verði sýknaður af kröfum stefnds, Hall- gríms Benediktssonar, í gagnsökinni, en til vara hefir hann krafizt þess, að vextir í aðalsök verði tildæmdir sér, sem að framan segir, 6% ársvextir frá 6. maí 1920 til greiðsludags, og að stefnda, Hallgrími Benediktssyni, verði í gagnsökinni að- eins heimilaður skuldajafnaðarréttur við %M af kröfuupphæð áfrýjanda í aðalsök. Svo hefir hann og krafizt málskostnaðar í héraði og hæstarétti eftir mati réttarins. Af hálfu stefnda hefir málinu eigi verið gagn- áfrýjað og hafa þeir krafizt þess, hér fyrir rétt- inum, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og að áfrýjandi verði dæmdur til að greiða sér máls- kostnað í hæstarétti eftir mati réttarins. Þar eð málinu eigi hefir verið gagnáfrýjað verð- ur þegar af þeirri ástæðu að taka til greina þá kröfu áfrýjanda í aðalsökinni, að stefndu verði in solidum dæmdir til að greiða honum kr. 4600.00, hlutdeild hans í ágóða við sölu hússins nr. 14 við Lindargötu Hinsvegar brestur heimild til að dæma áfrýjanda gegn mótmælum stefndu frekari vexti af upphæð þessari en 5% ársvexti frá sáttakæru- degi 30. ág. 1929 til greiðsludags, og skiptir það í þvi efni engu máli þótt stefndu ef til vill kunni að hafa notið lengur vaxta af fé því, er þeir þannig áttu að standa áfrýjanda skil á. Að því er snertir gagnkröfu stefnda, Hallgríms Benediktssonar, þá hefir áfrýjandi fyrst og fremst haldið því fram hér fyrir réttinum, að krafa þessi væri röng, þar sem greiðslur þær, er hér ræðir 41 636 um, væru liðir í viðtækari viðskiptum milli sín og Hallgríms Benediktssonar, en í þeim viðskiptum telur áfrýjandi sig hafa átt inni er þau hættu. Þessi mótmæli áfrýjanda verða þó, af ástæðum þeim, er greinir í forsendum hins áfryjaða dóms, eigi tekin til greina, heldur verður að telja það nægilega upplýst, að fjárhæðir þær, sem hér ræðir um, hafi verið veittar áfrýjanda sem lán, og að áfrýjandi hafi eigi sannað, að hann hafi endurgreitt þau lán. Í annan stað hefir áfrýjandi haldið því fram, að gagnkrafa þessi sé fyrnd. Telur hann hana vera „verzlunarskuld“, og hafi fyrnst á 4 árum frá gjald- daga. Umrædd lán eru veitt áfrýjanda smátt og smátt á tímabilinu frá 29. sept. 1918 til 2. maí 1921. Ekkert er upplýst um eindaga þeirra og verður því að ætla, að þau hafi átt að endurgreiðast, er lánveitandi krafðist þess. Sáttakæran í gagnsök- inni var birt 14. marz 1930. Það verður nú eigi tal- ið, að hér sé um kröfu að ræða, er fyrnist á 4 ár- um. Krafa þessi rís eigi út af sölu eða afhendingu á vörum eða lausafé, heldur út af lánveitingu og fyrnist því á 10 árum og breytir það að engu fyrningarfresti hennar, þótt lánveitandi sé kaup- maður og þótt hann hafi fært lánaupphæðirnar inn í viðskiptareikning lántaka. Af lánum þessum eru samtals kr. 2750.00 veitt áfrýjanda á tímabilinu frá 29. sept. 1918 til 11. dez. 1919 og verður með hliðsjón af 2. mgr. 5. gr. laga nr. 14, 20. okt. 1905, að telja, að þær kröfur hafi fyrndar verið, er sátta- kæran í gagnsökinni var birt, en aftur á móti verð- ur að telja, að umrædd sáttakærubirting hafi slit- ið fyrningu að því er snertir þær kr. 1370.00, er á- frýjandi fékk að láni hjá Hallgrími eftir 5. júní 637 1920 og að sá hluti kröfunnar því enn sé ófyrndur. Í hinum áfrýjaða dómi var gagnkrafa Hallgríms Benediktssonar aðeins tekin til greina til skulda- jafnaðar, og með því að dóminum eigi hefir verið gagnáfrýjað verður heldur eigi með þessum dómi viðurkenndur frekari réttur honum til handa, að því er þessar kr. 1370.00 snertir en að nota þær til skuldajafnaðar gegn kröfu áfrýjanda. Að því er snertir þær kr. 2750.00 af gagnkröfunni, er samkv. framansögðu verður að telja, að hafi ver- ið fyrndar, er sáttakæra í gagnsökinni var birt, þá telur stefndi, Hallgrímur Benediktsson, sér einnig rétt að telja þær til skuldajafnaðar, fyrst og fremst af þeirri ástæðu, að hann kveðst hafa áskilið sér skuldajöfnuð áður en þessi hluti kröfunnar fyrnd- ist. Því er þó mótmælt af áfrýjanda, að Hallgrímur hafi áskilið sér slíkt og hefir þeim mótmælum eigi verið hnekkt. Í annan stað telur stefndi, að skulda- jöfnuður þessi sé sér heimill með því að rétti sin- um til hans hafi ekki aðeins ekki verið mótmælt í héraði heldur beinlínis viðurkenndur af umboðs- manni áfrýjanda fyrir bæjarþinginu, og verður með tilliti til ummæla umboðsmanns áfrýjanda í sóknarskjölum sínum fyrir bæjarþinginu, dags. 10. apríl og 15. maí 1930 að fallast á þetta, og þar sem áfrýjandi er bundinn við þessar yfirlýsingar umboðsmanns sins, verður að telja, að mótmæli hans hér fyrir réttinum, gégn því að umrædd upp- hæð verði notuð til skuldajafnaðar séu of seint fram komin. Varakrafa áfrýjanda, að Hallgrími Benedikts- syni verði aðeins heimilaður réttur til skuldajafn- aðar við 74 hluta aðalkröfunnar, hefir eigi við rök að styðjast. Gagnvart áfrýjanda ábyrgjast stefndu 638 umræddar kr. 4600.00 in solidum og áfrýjanda er óviðkomandi hversu viðskiptum þeirra sin á milli er hagað. Samkvæmt framansögðu ber því að dæma stefndu in solidum til að greiða áfrýjanda kr. 4600.00 með 5% ársvöxtum frá 30. ágúst 1929 til greiðsludags, þó svo að stefndum, Hallgrími Benediktssyni, sé heimilt að koma fram með kröfu, að upphæð kr. 4120,00 með 5% ársvöxtum frá 30. ág. 1929 til þess er skuldajöfnuður á sér stað til skuldajafnaðar upp- hæð þeirri, er honum samkv. framansögðu ber að greiða áfrýjanda. — Málskostnað í héraði og í hæstarétti þykir rétt að stefndu greiði áfrýjanda með 350 kr. Stefndu, Pétri Á. Ólafssyni og Haraldi Árna- syni, er ekki mættu í sáttanefnd við sáttaumleitan í málinu, ber að greiða sekt samkv. tilsk. 11. ág. 1819. Ákveðst sektin 20 kr. til ríkissjóðs fyrir hvorn þeirra, og greiðist innan 14 daga frá birtingu dóms þessa, en 2 daga einfalt fangelsi komi í sektarinn- ar stað, sé hún eigi greidd á réttum tíma. Því dæmist rétt vera: Stefndu, Pétur Á. Ólafsson og Haraldur Árnason, Pétur Þ. J. Gunnarsson og Hallgrím- ur Benediktsson, greiði in solidum áfrýjanda, Chr. Fr. Nielsen, kr. 4600.00 með 5% ársvöxt- um frá 30. ág. 1929 til greiðsludags, þó skal stefndum, Hallgrími Benediktssyni, heimilt að telja til skuldajafnaðar við upphæð þessa kr. 4120.00 með 5% ársvöxtum frá 30. ág. 1929 til þess, er skuldajöfnuðurinn á sér stað. 639 Stefndu greiði áfrýjanda in solidum kr. 350 í málskostnað í undirrétti og hæstarétti. Stefndu, Pétur Á. Ólafsson og Haraldur Árnason, greiði innan 14 daga frá birtingu dóms þessa 20 kr. sekt í ríkissjóð hvor, en sæti 2 daga einföldu fangelsi sé sektin ekki greidd á réttum tima. Dómi þessum skal fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er eftir árangurslausa sáttatilraun höfðað fyr- ir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 9. september 1929, af Chr. Fr. Nielsen frá Los Angelos í Californiu, gegn Pétri Á. Ólafssyni, kaupmanni, Skothúsveg 2, Haraldi Árnasyni, kaupm. Laufásveg 33, Pétri Þ. J. Gunnarssyni, kaupmanni, Suðurgötu 8 B og Hallgrími Tulinius, stórkaupmanni, Lækjargötu 3, fyrir hönd firmans H. Benediktsson £ Co., öllum hér í bænum, til greiðslu skuldar in solidum að upp- hæð kr. 4600,00 með 6% ársvöxtum frá 6. mai 1920 til greiðsludags og málskostnaði að skaðlausu eftir reikningi. Tildrög málsins eru þau, að með samningi, dags. 15. marz 1919, komu þeir: Pétur Á. Ólafsson, Pétur Gunn- arsson, Haraldur Árnason og Hallgrímur Tulinius, f. h. Hallgríms Benediktssonar, sér saman um að kaupa íbúð- ar- og vélahús á Lindargötu 14 A af L. Dichmann hér í bænum fyrir kr. 32000,00 til notkunar við framleiðslu á vagnáburði, meierisápu, svertu og fleiri svipuðum efnum. Jafnframt ákváðu þeir að yfirtaka af stefnanda framleiðslu hans á nýnefndum vörutegundum, svo og samning, sem stefnandi hafi við Kristinn Jónsson, vagnasmið, og Odd Guðmundsson um kaup á vagnáburði. Sem verkstjóra fyrst um sinn réðu þeir félagar efnafræðing þann, Larsen að nafni, er áður hafði unnið hjá stefnanda. Fyrir að láta af hendi alla framleiðslu sina á áðurgreindum vörutegund- um, ásamt tilheyrandi receptum, skyldi stefnandi fá % hluta af netto hagnaði, er á framleiðslunni yrði á meðan 640 hún væri rekin fyrir reikning framangreindra fjögra manna, jafnframt skyldi hann fá atvinnu við fyrirtæk- ið tiltekinn tíma, en auk þess var stefnanda einnig áskilinn á hluti af hagnaði, sem verða kynni af sölu áð- urgreindrar húseignar, þegar þeir félagar létu hana af hendi. Með áritun á samninginn hefir stefnandi gengizt undir þau ákvæði samningsins, sem snerta hann. Nú hefir stefnandi haldið því fram, að hinn 6. maí 1920 hafi þeir félagar selt húseignina fyrir 55000,00 kr. og hafi þannig orðið 23 þúsund króna hagnaður af sölunni, en þar sem þeir hafi verið ófáanlegir til þess að greiða honum fimt- ung gróðans, kr. 4600,00 þá sé þetta mál höfðað. Undir rekstri málsins hefir stefnandi krafizt þess, að málið verði hafið að því leyti, sem því er beint að Hall- grími Tulinius, f. h. firmans H. Benediktsson £ Co., á þeim grundvelli, að firmað sé ekki aðilji máls þessa heldur Hall- grímur Benediktsson persónulega, og þar sem stefndur, Hallgrímur Tuliníus, hefir ekki mótmælt þessari kröfu og það kemur greinlega fram, að nefnt firma er ekki réttur aðilji, ber að taka hana til greina, en rétt þykir að láta málskostnað að því er hann snertir falla niður, þar sem hann hefir ekki mætt sjálfur við sáttaumleitun í málinu eða upplýst, að hann hafi verið löglega forfallaður frá því að mæta. Í stað Hallgríms Tuliníusar, f. h. firmans H. Benedikts- son á Co., hefir stefnandi svo eftir árangurslausa sátta- umleitun stefnt Hallgrími Benediktssyni, stórkaupmanni, Fjólugötu 1 hér í bænum, sem aðilja, við áðurgreinda samn- ingsgerð inn í málið með framhaldsstefnu, útgefinni 14. nóv. 1929, og gert þær réttarkröfur á hendur honum, að hann verði dæmdur til þess að greiða in solidum við hina stefndu í aðalmálinu, hina umstefndu upphæð í því kr. 4600,00 með vöxtum og málskostnaði eins og í upphafi greinir. Í frumvörn málsins hefir stefndur, Pétur Á. Ólafsson, krafizt þess, að máli þessu verði vísað frá dómi að því er til hans tekur, sökum þess að það sé ranglega höfðað á hendur honum hér í bænum, því að heimili hans sé ekki hér heldur á Patreksfirði, þessari frávísunarkröfu hefir stefnandi mótmælt eindregið og bent á það, að í Þbirting- arvottorðum sínum á stefnu og sáttakæru, hafi stefnuvott- 641 arnir vottað það, að þeir hafi birt stefnu og sáttakæru á heimili Péturs Ólafssonar, Skothúsveg 2 hér, ennfremur hafi niðurjöfnunarnefnd Reykjavikur lagt útsvar á hann hér í bænum síðastliðið vor, eins og hann ætti hér lög- heimili. Stefndur, Pétur Ólafsson, hefir engum mótmælum hreyft gegn framangreindri málsútlistun stefnanda, þykir því verða að leggja hana til grundvallar, og verður þá frá- vísunarkrafan ekki tekin til greina. Þá hafa allir hinir stefndu mótmælt kröfum stefnanda, sem röngum og krafizt sýknu af þessu og málskostnaðar hjá honum eftir mati réttarins. Jafnframt hefir stefndur, Hallgrímur Benediktsson, eftir árangurslausa sáttaumleit- un gagnstefnt aðalstefnanda með stefnu, útgefinni 20. marz s. 1, og gert þær réttarkröfur í gagnsökinni, að aðalstefn- andi verði dæmdur til þess að greiða honum með eða án skuldajafnaðar kr. 4120,00 með 6% ársvöxtum frá 2. maí 1921 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Hina umstefndu skuld í gagnsökinni kveður gagnstefn- andi þannig tilkomna, að hann hafi lánað aðalstefnanda þessa upphæð í peningum smátt og smátt, en aðalstefnandi hafi reynzt ófáanlegur til þess að endurgreiða lánin. Hefir gagnstefnandi lagt fram kvittanir frá aðalstefnanda fyrir móttöku peningaupphæða, er samtals koma heim við hina umstefndu upphæð í gagnsökinni, og fært þær til hægðar- auka á sérstakan reikning, er hann hefir einnig lagt fram. Aðalstefnandi hefir krafizt aðallega, að hann verði al- gerlega sýknaður af kröfum gagnstefnanda í gagnmálinu og málskostnaðar hjá honum í því. Til vara krefst hann þess, að ef gagnkrafan verði tekin til greina þá komi hún aðeins til skuldajafnaðar við % hluta kröfu hans í aðal- málinu. Aðalsök og sakaukamál: Aðalstefndir hafa nú ekki mót- mælt því, að þeir hafi selt umrædda húseign fyrir verð það, sem aðalstefnandi heldur fram eða fyrir kr. 55000,00 þannig að 23000,00 króna gróði hafi orðið á sölu þess. Hinsvegar byggja þeir sýknukröfuna í fyrsta lagi á því, að aðalstefnandi hafi ekki uppfyllt skyldur þær er hann hafi tekið á sig gagnvart þeim með fyrgreindum samningi frá 15. marz 1919 og með vanefndum sínum bakað þeim miklu meira tjón en hluta hans af gróðanum af umræddri húsa- sölu nemur. Meðal annars hafi vagnáburðurinn, er þeir 642 hafi tekið að sér að afhenda Kristni Jónssyni og Oddi Guðmundssyni, samkvæmt samningi aðalstefnda við þá, reynzt algerlega ónothæfur, svo að orðið hafi að brenna hann, en andvirði hans telja aðalstefndir hafa verið kr. 10720,00. En orsakirnar til þess telja aðalstefndir þær, að annaðhvort hafi recept þau er aðalstefnandi lét af hendi til þeirra fyrir tilbúningi áburðarins verið röng eða þá að efnafræðingurinn Larsen hafi ekki verið starfi sínu vax- inn, en á hvorutveggju þessu telja aðalstefndir að aðal- stefnandi beri ábyrgð. Það verður nú ekki séð að aðal- stefnandi hafi tekið nokkra ábyrgð á starfhæfi áðurgreinds efnafræðings né heldur ágæti recepta sinna, enda ekki upplýst, að gallarnir á áburðinum hafi verið receptunum að kenna. Auk þess kemur það greinilega fram, að vagn- áburður þessi hefir ekki verið búinn til fyrr en fyrir- tækið var komið í hendur samfélagsmanna aðalstefnds og ekki virðist geta komið til mála, að aðalstefnandi beri á- byrgð á gæðum þeirrar vöru, er þeir stjórnuðu sjálfir framleiðslu á, án þess að hann hefði þar nokkra hönd í bagga. Verður því að fallast á það hjá aðalstefnanda, að þó aðalstefndir hafi beðið tjón á umræddum vagnáburði, þá sé það honum algerlega óviðkomandi og skipti engu máli um úrslit máls þessa. Í öðru lagi byggja aðalstefndir sýknukröfuna á því, að á fundi, er þeir héldu ásamt aðalstefnanda 16. ágúst 1919 hafi það verið samþykkt að þeir tækju að sér margnefnda húseign að öllu leyti, þannig að hún yrði aðalstefnanda algerlega óviðkomandi, og hafi þvi ákvæði félagssamnings- ins um hlutdeild aðalstefnanda í gróða af sölu húseignar- innar fallið úr gildi með fundargerð þessari. Sá hluti fundargerðarinnar, er aðalstefndir byggja þessa sýknu- ástæðu á, hljóðar svo: .. „Þá kom fram tillaga, að Chr. Fr. Nielsen tæki að sér allar eignir og skuldir og skuld- bindingar svo og rekstur og reksturskostnað frá byrjun, þannig að framangreindir 4 samfélagsmenn hefðu engan veg og vanda þar af. Þeir aftur á móti tækju að sér hús- eign félagsins fyrir kr. 32500,00 og borguðu hana - veð- deildarskuld þeirri kr. 5802,77, sem á húseigninni hvilir. Þessi tillaga var samþykkt og gefinn frestur með það tilboð o. s. frv.“ Eftir því sem fundargerð þessi er bókuð verður ekki 643 séð, að hér sé um annað að ræða en uppástungu eða til- boð, bæði viðvíkjandi húseigninni og öðru, sem minnst er á í fundargerðinni, en hinsvegar er enginn endanleg á- kvörðun tekin um þessi efni þá á fundinum né heldur upplýst að það hafi verið gert síðar. Verður því að fallast á það hjá aðalstefnanda, að fundargerð þessi haggi í engu áðurgreindum samningi eða því ákvæði hans, sem aðal- stefnandi byggir málsókn þessa á, og kemur þá þessi sýknuástæða aðalstefnanda heldur ekki til greina. Þá hafa aðalstefndir enn byggt mótmæli á því, að aðal- stefnandi hafi „tælt“ þá til þess með röngum forsendum að ganga í félagsskap um að yfirtaka efnagerð hans og sé því margnefndur samningur í raun og veru ógildur, en ekkert kemur fram er bendi til þess, að aðalstefndir hafi ekki sem góðir og skynsamir menn getað kynnt sér allar ástæður áður en þeir gengu í félagsskapinn og sömdu við aðalstefnanda og virðast því þessi mótmæli aðal- stefndra heldur ekki hafa við rök að styðjast. Úrslit aðalsakarinnar og sakaukamálsins verða því þau samkv. framansögðu, að mótmæli aðalstefndra verð ekki tekin til greina að öðru leyti en því, að vextir verða aðeins tildæmdir frá sáttakærudegi, 30. ágúst 1929 og ekki hærri en 5% þar sem vöxtunum hefir verið mótmælt sérstak- lega. Gagnsökin. Aðalstefnandi hefir nú viðurkennt það, að fyrsti liðurinn að upphæð kr. 500,00 á reikningi gagn- stefnanda sé lán til sín, en haldið því fram, að það sé löngu greitt, án þess þó að hafa fært nokkrar sönnur fyrir þeirri staðhæfingu og verða því mótmæli hans gegn þess- um lið ekki tekin til greina. Upphæðirnar samkvæmt næstu 10 liðum reikningsins samtals kr. 3450,00 kveður aðalstefnandi gagnstefnanda hafa greitt sér upp í viðskipti þeirra, sem sölulaun af vindl- um og hlutdeild í hagnaði af sölu húseignarinnar nr. 24 við Laugaveg hér í bænum, og sé því upphæð þessi alls ekki lán. Hefir aðalstefnandi bent á það þvi til stuðnings, að ekki hafi verið um lán að ræða heldur aðeins greiðslu upp i verzlunarviðskipti hans og gagnstefnanda, að gagnstefn- andi hefir fært allar upphæðirnar samkvæmt framan- greindum liðum á viðskiptareikning þeirra, en á þeim við- skiptum telur aðalstefnandi að gagnstefnandi hafi skuld- 644 að, en ekki átt inni þegar þau hættu og geti því framan- greind upphæð ekki komið til skuldajafnaðar. Aðalstefn- andi hefir nú ekki gegn mótmælum gagnstefnanda fært nokkur rök fyrir þeirri staðhæfingu sinni, að framan- greind upphæð kr. 3450,00 hafi verið greidd honum upp í sölulaun af vindlum eða hagnað af hússölu, og þó upp- hæðin sé öll tilfærð á viðskiptareikningum aðiljanna, þá útilokar það alls ekki að um lán geti verið að ræða, þvi að reikningarnir, sem ekki kemur fram að aðalstefnandi hafi gert nokkrar athugasemdir við, fyrr en nú í máli þessu, eða kringum 10 árum eftir að hann hefir móttekið þá, sýna ca. 13000 króna inneign í hag gagnstefnanda, þykir því heldur ekki hægt að taka framangreind mótmæli aðal- stefnanda gegn þessum hluta gagnkröfunnar til greina. Loks hefir aðalstefnandi mótmælt síðasta lið gagnkröf- unnar, kr. 170,00, á þeim grundvelli, að þessi upphæð hafi gengið til konu hans og sé honum því upphæðin alger- lega óviðkomandi, en þar sem ekki er upplýst, að þau hjónin hafi haft aðskilinn fjárhag, þá verður eigi annað álitið en aðalstefnandi beri ábyrgð á endurgreiðslu upp- hæðarinnar, þó að hún kunni að hafa runnið til konu hans, enda hefir hann kvittað sjálfur fyrir móttöku pening- anna, og hafa þá þessi mótmæli aðalstefnanda heldur ekki við rök ð styðjast. Samkvæmt framansögðu verður þá sýknukrafa aðal- stefnanda í gagnsökinni ekki tekin til greina og er þá eftir að athuga varakröfu hans í henni. Varakröfuna byggir að- alstefnandi á því, að endanlega eigi aðalstefndir að greiða hver fyrir sig aðeins “4 hluta af kröfu hans í aðalmálinu og geti því gagnstefnandi ekki átt rétt á að koma meiru af sagnkröfu sinni til skuldajafnaðar en sem svarar því, er honum endanlega beri að greiða af aðalkröfunni, ekki síst þar sem nokkur hluti gagnkröfunnar sé fyrnt þannig, að ekki sé hægt að fá sjálfstæðan dóm fyrir henni, en gagnstefnandi yrði eins vel settur ef skuldajöfnuður yrði leyfður eins og gagnkrafan væri ófyrnd, því að hann sæti þá gengið að meðstefndum sinum fyrir þeirri upp- hæð, sem hún færi fram úr því, sem honum bæri endan- lega að greiða af aðalkröfunni En þar sem nú aðalstefn- andi hefir eins og að framan greinir stefnt öllum aðai- stefndum þar á meðal gagnstefnanda til þess að greiða 645 hina umstefndu kröfu í aðalsökinni solidarisk og ekki verður vitað fyrirfram nema einn eða fleiri aðalstefndra kunni að bresta greiðslugetu þegar til greiðslu kemur, svo að ómögulegt virðist að ákveða með vissu um það nú i hvaða hlutföllum aðalkrafan endanlega verður greidd, Þykir verða að leyfa skuldajöfnuð allrar gagnkröfunnar á móti kröfu aðalstefnanda í aðalmálinu, og verða þá úr- slit aðal- og gagnsakar þau, að aðalstefndir verða að eins dæmdir til þess að greiða kr. 4600.00 = 4120.00 = kr. 480.00 með vöxtum eins og í aðalsökinni greinir. Eftir atvikum þykir rétt að dæma aðalstefnda til þess að greiða aðalstefnanda kr. 150.00 í málskostnað í aðal- málinu, en láta málskostnað í gagnsökinni falla niður. Vegna embættisanna hefir dómur eigi orðið kveðinn upp í máli þessu fyrr en nú. Mánudaginn 30. maí 1932. Nr. 5/1932. Guðlaug Sigurðardóttir gegn Eyjólfi Jóhannssyni, f. h. Mjólkur- félags Reykjavíkur. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Guðlaug Sigurðardóttir, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hún af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. 646 Mánudaginn 30. maí 1932. Nr. 21/1932. Árni Böðvarsson gegn Lárusi Halldórssyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Árni Böðvarsson, er eigi mætir í mál- inu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Svo greiði hann stefnda, er látið hefir mæta, 30 kr. í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 30. maí 1932. Nr. 32/1932. Bjarni Pétursson gegn Ástu Sveinsdóttur. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Bjarni Pétursson, er eigi mætir í mál- inu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Svo greiði hann og stefndu, er hefir látið mæta, 30 kr. í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. 647 Miðvikudaginn 1. júní 1932. Nr. 128/1931. Guðmundur Ólafsson, f. h. Rederi- aktiebolaget Iris (Pétur Magnússon) gegn Ólafi Gíslasyni £ Co., f. h. Harrington 8 White (Lárus Jóhannesson). Aukabiðdagabætur samkv. ákvæðum farmsamn- ings. i Dómur sjóréttar Reykjavíkur 20. júní 1931: Stefndur, Ólafur Gislason £ Co., f. h. Harrington £ White, á að vera sýkn af kröfum stefnanda, Guðm. Ólafssonar, f. h. A/B Iris. Málskostnaður falli niður. Dómur hæstaréttar. Svo sem segir í hinum áfrýjaða sjóréttardómi velta úrslit máls þessa á því, hvort stefnda hefir verið skylt að greiða aukabiðdagabætur þær fyrir skipið Diamondo, sem áfrýjandi hefir krafizt. Héraðlútandi ákvæði farmsamningsins 16. dez. 1929 eru svo hljóðandi: „Consignees to receive cargo at port of disharge at the rate of not less than 200 (two hundred) tons per running day Sundays and legal Holidays excepted“. Stefndi hefir nú haldið því fram sér til sýknu, að milli aðilja hafi raunverulega verið svo um samið, að til affermingardaganna í Vestmannaeyj- um ætti aðeins að telja þá daga sem hægt var að afferma sökum veðurs og að það hafi verið af vangá einni og athugunarleysi, að eigi var strikað yfir orðin „per running day“ í hinu prentaða eyðu- blaði, sem farmsamningurinn var ritaður á og sett „per Weather working day“ í staðinn. Þessa 648 staðhæfingu sína styður stefndi við símskeyti til umboðsmanns Thor FE. Tulinius A/S í Reykjavík 24. febr. 1930 frá skipamiðlara Joh. Bruhn, er sem umboðsmaður Evers á Co. í Haugesund undirrit- aði farmsamninginn fyrir hönd áfrýjanda, en í sim- skeyti þessu segir, að samið hafi verið um „200 tons losning vejret tilladende ikke running days“ svo og við ummæli sama skipamiðlara í bréfi til hins samningsaðiljans Thor E. Tulinius A/S, dags. 18. marz 1930, er hniga í sömu átt, enda komi þetta heim við það, að það sé föst venja í öllum farm- samningum um saltfarma til Íslands, að telja til biðdaga aðeins þá daga, sem veður leyfir afferm- ingu. Áfrýjandi hefir hinsvegar staðfastlega mótmælt því, að áður en samningurinn var undirritaður, hafi verið samið um nokkuð annað en í samningn- um stendur, eða að þar hafi átt að standa „Weather working day“ í stað „running day“. Hefir hann hér fyrir réttinum auk annara gagna lagt fram af nýju eftirrit af símskeytum þeim, er fóru milli hans og miðlarans Evers á Co., er var milligöngu- maður samningsaðilja við samningsgerðina, og verður eigi annað ráðið af símskeytum þessum en að áfrýjandi hafi frá því samningstilraunir hófust og til þess síðasta haldið fast við sem skilyrði fyrir samningsgerðinni af sinni hálfu, að farmmóttak- endur skyldu afferma að minnsta kosti 200 smá- lestir hvern legudag skipsins — í Vestmannaeyjum. Það brestur því alla sönnun fyrir þvi, að orðin „running day“ hafi af vangá verið sett í farmsamn- inginn í staðinn fyrir „Weather working day“, eða að innihald samningsins hafi að þessu leyti verið öðruvísi en um var samið, og getur heldur eigi ver- 649 ið um neina venju að ræða, er gildi hafi gegn ótvi- ræðum ákvæðum farmsamningsins. Og þar sem nú stefnda samkvæmt hinum tilvitn- uðu ákvæðum farmsamningsins var skylt að af- ferma að minnsta kosti 200 smálestir af saltinu dag hvern, sem skipið var í Vestmannaeyjum án tillits til veðurs, og það hinsvegar er upplýst og viður- kennt, að umrætt skip Diamondo kom til Vest- mannaeyja 9. febr. 1930 og tilkynnti næsta dag, að það væri reiðubúið til affermingar, og að affermingu farmsins, er reyndist að vera c. 3200 smálestir, eigi var lokið fyrr en 11. marz næsta þar á eftir, þá var stefnda skylt að greiða bætur fyrir 10 aukabið- daga, 30 £ fyrir dag hvern, svo sem áskilið var Í farmsamningnum. Það verður því samkvæmt kröfu áfrýjanda að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda 300 £ og með 6% ársvöxtum frá 11. marz 1930, þar sem þeirri vaxtakröfu hefir eigi verið mótmælt. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að stefndi greiði áfrýjanda málskostnað fyrir undirrétti og hæsta- rétti, er ákveðst samtals 500 kr. Þvi dæmist rétt vera: Stefndi, Ólafur Gíslason £ Co., f. h. Harring- ton á White, greiði áfrýjanda, Guðmundi Ólafssyni, f. h. Rederiaktiebolaget „Iris“, 300 £ með 6% ársvöxtum frá 11. marz 1930 til greiðsludags og ennfremur málskostnað fyrir undirrétti og hæstarétti með 500 kr. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 650 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Með skipsleigusamningi,dags. 16. dez. 1929, tók Thor E. Tuliníus, A/S., í Kaupmannahöfn, á leigu af Rederiaktie- bolaget Iris í Stokkhólmi s. s. Diamando til þess að flytja saltfarm fyrir firmað Harrington á White í London til Vestmannaeyja, og daginn eftir tilkynnti skipstjórinn, að hann væri reiðubúinn að losa, en uppskipun gat þó ekki byrjað vegna óveðurs fyrr en 12. febr. og var ekki lokið fyrr en 11.marz vegna þess að oft varð ekki unnið vegna óveðurs. Stefnandi, Guðmundur Ólafsson, f. h. A/B. Íris, gerir því kröfu um Þbiðdagabætur samkvæmt leigu- samningnum fyrir 10 daga, £ 30 á dag eða alls £ 300. Auk þess gerir A/B. Iris kröfu til kr. 2098,56 sem leigu- takar héldu eftir af farmgjaldinu, en með því að stefndur, Ólafur Gíslason á Co., f. h. Harrington £ White, greiddi meðan á málinu stóð £ 52-3-0 hefir stefnandi fallið frá þessari kröfu, svo að málið snýst um áðurnefnd £ 300, sem stefnandi krefst greiðslu á ásamt 6% ársvöxtum frá 11. marz 1930 til greiðsludags og ennfremur málskostnaðar að skaðlausu. Stefndur gerir þá aðalkröfu, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og sér dæmdur málskostnaður sökum aðildarskorts, þar sem skipsleigusamningurinn er gerður við Thor E. Tulinius, A/S., en ekki við stefndan, en stefnandi vísar til 159. gr. siglingarlagann, þar sem tekið er fram, að taki viðtakandi við farminum, skuldbindi hann sig um leið til að greiða farmgjald og annað, er skipstjóri getur krafizt samkvæmt farmskirteini, og ennfremur hefir hann fengið upplýst, að Ólafur Gíslason £ Co., umboðs- maður stefnds, hefir annast allar greiðslur þær, sem fram fóru. Stefndur virðist ekki hafa haldið fast við aðalkröf- una, enda er hún ekki á rökum byggð, og verður ekki tek- in til greina. Til vara krefst stefndur sýknunar vegna þess, að firm- að Iris eigi engan rétt á að fá biðdagabætur. Skipsleigu- samningurinn var ritaður á samningsform um kolaflutn- ing, en breytt eftir þvi sem við átti um salt, nema viðvíkj- andi affermingu. Um hleðslu skipsins var það tekið fram, hve mikið ætti að hlaða á dag „pr. weather working day S. and H. excepted“, en um útskipun segir, að losa eigi 200 tonn „per running day S. and H. excepted“. Er „run- 651 ning day“ prentað á samningsforminu, en hefir ekki verið breytt. Segir stefndur að láðst hafi að stryka út „running days“ og setja í staðinn „weather working days“ í sam- ræmi við það sem til er tekið um hleðsluna. Segir stefnd- ur, að það sé föst venja alstaðar, þegar um saltfarm er að ræða, að aðeins séu taldir til biðdaga þeir dagar, sem hægt er að afferma sakir veðurs, en að uppskipun salts verði ekki unnið í votviðri. Þessu til sönnunar hefir stefndur lagt fram vottorð frá skipamiðlara, Guðmundi Kristjánssyni í Reykjavík um að slíkt sé föst venja um saltfarm til Íslands, vottorð í símskeyti og bréfi frá skipa- miðlara Joh.Bruhn, Kaupmannahöfn, sem gerði farm- samninginn af hálfu stefnanda, f. h. Evers €Co., A/S., Haugesund, sem staðfestir að samið hafi verið um 9200 tonna affermingu á dag. „Vejret tilladende (ikke running days)“, og segir hann í bréfinu það „a notorish weather permitting“ var affattet ved Befragtningen“, Og enn hefir stefndur lagt fram útdrátt úr bréfi frá Sv. A. Johansen til Thor E. Tulinius, A/S., sem inniheldur símskeyti frá. Evers £ Co. sama efnis ásamt ummælum um að slíkt sé venja alstaðar um saltfarma. Undir rekstri málsins upplýstist það, að umboðsmaður stefnds hafði greitt hinar umstefndu biðdagabætur, en hinsvegar hélt hann eftir jafnmikilli upphæð af farm- gjaldinu. Breytti því stefnandi kröfu sinni á þá leið, að stefndur verði dæmdur til að greiða eftirstöðvar af farm- gjaldi £300-0-0. Stefndur viðurkennir að biðdagabæturn- ar hafi verið greiddar en með mótmælum, og hefir stefn- andi ekki véfengt það, Gerir því stefndur þá kröfu, að biðdagabæturnar, sem hann greiddi skipstjóranum, £300 -0-0 verði látnar koma til skuldajöfnunar móti kröfu stefnanda um ógreitt farmgjald og féllst stefnandi á, að stefndur komi þessari kröfu að án gagnstefnu, og hefir þá rétturinn ekkert að athuga við það, að málið sé lagt fyrir á þessa lund. Stefndur mótmælir því nú ekki, að eftir standi ógreidd £300-0-0 af farmgjaldinu, og veltur því allt á því hvort telja beri biðdagabæturnar réttmætar eða ekki, þ. e. a. s. hvort telja skal, að samið hafi verið um „running days“ eða „weather working days“. Gögn þau, sem stefndur hefir lagt fram í málinu, eru 42 652 frá þeim beztu heimildum sem unnt er i þessu máli, þar á meðal umboðsmanni stefnanda sjálfs við samningsgerð- ina. Mótmæli stefnanda gegn vottorðum þessum af því að þau hafi ekki verið staðfest fyrir rétti, þykir sjóréttinum ekki ástæða til að taka til greina, þar sem vottorðgefendur eru bærir um að gefa út vottorð um eigin verk, sem hafa op- inbert trúnaðargildi, og þar sem vottorð þeirra er í fullu samræmi við fasta og óbrigðula venju, sem gildir um salt- farma hingað til lands. Enda stríðir það á móti heilbrigðri skynsemi, að eigendur saltfarms gangist undir það vit- andi vits, nema um sérstaka knýjandi nauðsyn sé að ræða, að borga biðdagabætur hvern dag, sem ekki er unnt að afferma 200 tonn af salti á opinni höfn og það í Vest: mannaeyjum, um miðjan velur, hér við land. Nú hefir stefnandi haldið þvi fram, að aldrei hafi, meðan samn- ingar stóðu yfir, verið minnzt á, að til biðdaga bæri að- eins að telja þá daga, sem hægt væri að vinna við skipið vegna veðurs, en þetta er ekki rétt, því samningsaðiljar hafa gætt þess, að breyta hinum prentuðu orðum kola- samningsformsins viðvíkjandi fermingu saltsins í sam- 'æmi við það sem eðlilegt var, og sett inn „weather working days“. Það hefir og öll líkindi á móti sér, að það hafi verið ætlun samningsaðila að hafa aðra reglu um biðdaga við fermingu en affermingu saltsins og að hafa hina óeðlilegu og venju gagnstæðu reglu á þeim staðnum, sem þess var síður að vænta. Sjódómurinn verður því að lita svo á, að í rauninni hafi verið samið um „weather working days“ bæði við fermingu og affermingu og að það hafi verið fyrir van- gá, að þau orð voru ekki sett inn í staðinn fyrir „running days“ í hinu prentaða kolafarmssamningsformi á síðari staðnum. Samkvæmt þessu eiga hin ofgreiddu £ 300-0-0 í Þbið- dagabætur að koma til skuldajöfnunar við hið vangreidda farmgjald, og á því stefndur að vera sýkn af kröfum stefnanda í máli þessu. En með tilliti til þess að £52-3-0, sem áður eru nefnd, voru ekki greidd fyrr en málssókn þessi var hafin, þykir rétt, að málskostnaður falli niður. AA... rr 65. Föstudaginn 3. júní 1932. Nr. 31/1932. Réttvísin og valdstjórnin (Guðm. Ólafsson) segn Flosa Einarssyni (Lárus Jóhannesson) og Magnúsi Magnússyni Stephensen (Stefán J. Stefánsson) og Réttvísin gegn Sigurði Einarssyni (Lárus Jóhannesson) og Jóni Marínó Jónssyni (Stefán J. Stefánsson). Brot gegn 101., 102. og 147. gr. hegnl. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 9. jan. 1932: Ákærður, Flosi Einarsson, sæti 4 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, ákærðir, Sigurður Einarsson og Jón Marínó Jónsson, hvor 40 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og ákærður, Magnús Magnússon Stephen- sen, 20 daga samskonar fangelsi, en fullnustu refsingar allra hinna dómfelldu skal frestað og hún falla niður, nema þeir innan 5 ára frá uppsögn dóms þessa sæti á- kæru í opinberu máli fyrir glæp drýgðan af ásettu ráði, í því máli dæmdir til þyngri hegningar en sekta. Ákærðir, Flosi Einarsson og Sigurður Einarsson, greiði lalsmanni þeirra hæstaréttarmálaflutningsmanni Lárusi Jóhannessyni krónur 60, — in solidum í málsvarnarlaun, og ákærður, Magnús Magnússon Stephensen, og Jón Mar- inó Jónsson greiði in solidum talsmanni Þeirra hæstarétt- armálaflutningsmanni Stefáni Jóhanni Stefánssyni kr. 30,00 í málsvarnarlaun. Allan annan af máli þessu löglega leiddan og leiðandi kostnað greiði hinir ákærðu, Flosi Einarsson að helmingi, Sigurður Einarsson og Magnús Magnússon Stephensen að % in solidum og Jón Marinó Jónsson að %. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. 654 Dómur hæstaréttar. Með því að fallast má á forsendur hins áfrýjaða aukaréttardóms ber að staðfesta hann. Ákærðu, Flosi Einarsson og Sigurður Einars- son, greiði in solidum málflutningslaun talsmanna þeirra í hæstarétti, 100 kr., og ákærðu, Magnús Magnússon Stephensen og Jón Marínó Jónsson, greiði einnig in solidum málsvarnarlaun tals- manns þeirra, 100 kr. Allan annan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda í hæstarétti, 150 kr., greiði allir hinir ákærðu in solidum. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða aukaréttardómi skal ó- raskað. Ákærðu, Flosi Einarsson og Sigurður Einars- son, greiði in solidum málsvarnarlaun tals- manna þeirra í hæstarétti, málflutningsmanns Lárusar Jóhannessonar, 100 kr., og ákærðu, Magnús Magnússon Stephensen og Jón Marínó Jónsson, greiði einnig in solidum málsvarnar- laun talsmanns þeirra, málflutningsmanns Stefáns J. Stefánssonar, 100 kr. Allan annan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin sóknarlaun Guðmundar mál- flutningsmanns Ólafssonar, 150 kr. greiði hin- ir ákærðu in solidum. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. 655 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af réttvísinnar og valdstjórnarinn- ar hálfu 1) gegn Flosa Einarssyni fyrir brot gegn 12. og 14. kapitula hegningarlaganna frá 1869 og lögreglusam- þykkt Reykjavíkur frá 1. febr. 1930 og gegn Magnúsi Magnússyni Stephensen fyrir brot gegn 12. kapitula hegn- ingarlaganna og lögreglusamþykkt Reykjavíkur og 2) af réttvísinnar hálfu gegn Sigurði Einarssyni og Jóni Marínó Jónssyni fyrir brot gegn 14. kapitula hegningarlaganna. Tildrög málsins eftir því sem þau hafa upplýzt við rannsókn þess, eru sem hér segir: Á gamlárskvöld 1930 urðu töluverð ærsl og læti á götum Reykjavíkurbæjar, sérstaklega í miðbænum. — Klukkan á 12 tímanum var yfirlögregluþjónn Erlingur Pálsson á- samt nokkrum lögregluþjónum staddur í Aðalstræti. Laust Þá upp ópi miklu og hávaða suður undir Herkastala. Ákvað þá yfirlögregluþjónninn að fara þangað og athuga, hvað um væri að vera. Hafði þá safnast saman þarna fjöldi fólks og var umferð um götuna stöðvuð. Létu marg- ir Í mannþyrpingu þessari allófriðlega og höfðu í hótun- um við lögregluna. Með því að lögreglan áleit, að mann- söfnuðurinn myndi ekki láta sitja við orðin tóm, þá skip- aði yfirlögregluþjónninn svo fyrir, að mannsöfnuðinum skyldi sundrað. Ruddust nú óeirðarmenn nokkrir á móti lögreglunni, en lögreglan tók á móti með kylfum. Er sæmi- legur friður var kominn á á gatnamótum Suðurgötu og Túngötu, kom flokkur austan með Uppsölum og veittist að lögreglunni. Rak lögreglan flokk þennan inn í Aðal- stræti. Yfirlögregluþjónn Erlingur Pálsson skýrir þannig frá í skýrslu sinni til lögreglustjóra 2. jan. 1931 og hefir stöðugt borið þannig fyrir réttinum, að hann hafi um það leyti, er þegar hefir verið nefnt, verið staddur á gang- stéttinni Aðalstrætismegin við Uppsali. Kveður Erlingur þá mann hafa hlaupið á sig og hafi sá maður komið norð- an af gangstéttinni, hafi maður þessi þrifið báðum hönd- um í brjóst honum upp við hálsinn og ætlað að skella honum aftur á bak niður í götuna. Kvaðst yfirlögreglu- þjónninn þá hafa reynt að losa sig, en er hann hafi fund- ið að maður hélt tökunum og reyndi að slá hann niður, hafi hann gripið til kylfunnar og slegið manninn utan á höfuðið 2—3 högg, en á kylfunni segist hann hafa hald- 656 ið í hægri hendi. Þá hafi lögregluþjónn Ágúst Jónsson, sem hafi verið samhliða honum að sundra óspektarmönn- unum, komið þarna að og slegið árásarmanninn með kylfu í höfuðið og árásarmaðurinn þá sleppt tökunum, þó ekki alveg strax eftir höggið. Kveðst yfirlögregluþjónninn hafa ætlað að gripa mann þenna, en hann hafi hörfað und- an og komizt út í mannfjöldann. Er viðureign þessi átti sér stað, segir yfirlögregluþjónninn að mikil óp og sköll hafi gollið við alstaðar í kring, og taldi hann sig í mikilli hættu staddan. Hefir yfirlögregluþjónninn siðar þekkt á- rásarmanninn sem ákærðan í þessi máli, Flosa Einars- son. Ennfremur skýrir yfirlögregluþjónninn svo frá, að í þeirri svipan sem Flosi Einarsson hörfaði út í mann- þröngina, hafi ráðist upp á gangstéttina hár, ungur maður með svartan linan hatt. Hafi maður þessi fengið kylfuhögg í höfuðið, sem veitt muni hafa lögregluþjónn, Ágúst Jóns- son. Hafi hann hörfað við höggið niður á götuna, en ráð- ist aftur upp á gangstéttina til yfirlögregluþjónsins með ópi og látum, og kveðst Erlingur þá hafa slegið hann á höndina. Hafi hann þá rekið upp hljóð allmikið og sagt, að yfirlögregluþjónninn hefði slegið hann í höfuðið, en það hafi ekki verið rétt. Kveðst yfirlögregluþjónninn því næst hafa gripið mann þennan og látið flytja hann burt af almannafæri í lögreglubifreiðinni. Hafi maður þessi, sem er ákærður í máli þessu, Magnús Stephensen, sýnt af sér ofstopa mikinn í lögreglubilnum, t. d. hótað og reynt að handleggsbrjóta Stefán Sigfússon lögregluþjón. Ágúst Jónsson, lögregluþjónn, sem var samferða Erlingi Páls- syni, segir að þeir lögregluþjónarnir hafi verið að koma sunnan úr Suðurgötu eftir að hafa hreinsað þar til og hafi Erlingur gengið vinstra megin við Ágúst og farið upp á gangstéttina við hornið á Uppsölum. Er þeir höfðu beygt fyrir hornið á Uppsölum inn í Aðalstræti, leit Ágúst upp og sá, að ákærður Flosi Einarsson hafði tekið föstum tökum á yfirlögregluþjóninum. Hafi þá yfirlögregluþjónn- inn slegið ákærða meira en eitt högg í höfuðið, en með því að ákærður hafi allt að einu ekki sleppt tökunum, kveðst Ágúst Jónsson hafa slegið hann eitt högg með kylf- unni í höfuðið, og hafi ákærður þá sleppt tökunum. Í þess- ari svipan hafi ákærður, Magnús Stephensen komið þarna að og ætlað að ráðast á þá lögregluþjónana. Kveðst Ágúst 657 þá hafa slegið kylfunni til hans og hafi höggið komið of- an á ennið, svo að sprakk fyrir og blæddi litilsháttar úr. Litlu seinna heyrði lögregluþjónninn, að ákærður Magn- ús kallaði upp, að yfirlögregluþjónninn hefði slegið sig. Í framhaldsprófum, sem setudómarinn hélt í máli þessu báru lögregluþjónarnir, Magnús Hjaltested og Björn Vig- fússon, um atburði þessa, sem hér segir. Magnús Hjaltested kveðst hafa verið í Aðalstræti um þetta leyti með Birni Vigfússyni. Hafi Björn Vigfússon þá sagt: „Hvar er Er- lingur?“ „Við verðum að fara til hans, þeir eru vissir með að ráðast á hann“. Hafi þeir rutt sér braut eftir Aðalstræt- inu gegnum mannþröngina og er þeir nálguðust Uppsala- húsið hafi Magnús séð, að yfirlögregluþjónninn hafi verið í hörkuáflogum við mann, er vitnið þekkti ekki. Hafi maður þessi virzt ætla að keyra Erling Pálsson nið- ur. Rétt á eftir kveðst vitnið hafa séð ákærðan Magnús Stephensen vaða í áttina til Erlings. Er lögregluþjónn- inn kom til Erlings var hann afskaplega móður. Lögreglu- þjónn, Björn Vigfússon, kveðst hafa veitt ákærðum, Magnúsi Stephensen, sérstaka eftirtekt, með því að hann, (Magnús), hafi verið leigjandi lögregluþjónsins. Kveður hann Magnús hafa verið að flækjast á eftir lögreglunni allt kvöldið mikið drukkinn. Björn segist hafa verið með Erlingi Pálssyni, en hafa orðið viðskila við hann. Hafi hann þá farið að leita að yfirlögregluþjóninum og sgeng- ið Aðalstræti á eystri gangstéttinni í áttina að Uppsölum og hafi hann þá séð, að við Uppsali var hnappur af fólki. Heyrði hann þar til Erlings Pálssonar, er hann skipaði fólkinu í burtu, og kveður hann hafa verið auðheyrt á mæli Erlings, að hann átti erfitt með að tala fyrir mæði. Í sama mund segist lögregluþjónninn hafa séð Magnús Stephensen vera við eystri gangstéttina, og hafi þá grip- ið ákærðan, Magnús, æsingur og hann vaðið yfir götuna í áttina til Erlings yfirlögregluþjóns, en er ákærður nálg- aðist Erling, virtist Birni Ágúst. Jónsson lögregluþjónn aftra Magnúsi. Hafi Magnús þá ætlað að ryðja Ágústi til hliðar, en Ágúst slegið hann með kylfunni. Ákærðan kveð- ur Björn hafa haft í frammi ótal stóryrði eins og aðra, er Þarna voru. Kveðst Björn nú hafa farið til Erlings og Er- lingur hafa lagt fyrir hann, að koma ákærðum, Magnúsi, upp á lögreglustöð. Eftir þetta segir Björn, að hann og 658 fleiri lögregluþjónar hafi verið lengi með Erlingi. Vitn- isburður Gísla Hansen, aðstoðarlögregluþjóns og Baldurs Jónssonar rafvirkjanema virðast ekki fara í bága við framangreinda framburði að svo miklu leyti fyrrnefndir framburðir ná til. Ákærður Flosi Einarsson hefir stöðugt neitað því, að framangreindir framburðir lögregluþjón- anna séu réttir. Hann skýrir svo frá, að hann og bróðir hans, ákærður, Sigurður Einarsson, hafi verið inni til kl. 11 um kvöldið og hafi þeir einskis víns neytt. Hafi þeir bræður gengið út og niður Bankastræti og vestur að Duus- húsunum og vestur á Vesturgötu, því næst eftir Garða- stræti og yfir í Túngötuna og niður eftir henni að Upp- salahúsinu. Er þangað var komið, kveðst ákærður, Flosi hafa séð ákærðan, Magnús Stephensen, á undan sér á gang- stéttinni og hafi Magnús gengið í mestu rólegheitum og hvorki haft í frammi hávaða né uppvöðslur. Hafi þá Erl- ingur Pétursson komið þar að og slegið ákærðan Magnús í höfuðið og varð þá af þvi sár á höfði Magnúsar, er blóð dreyrði úr. Ákærður Flosi kveðst þá hafa tekið í hand- legg Magnúsar til að styðja hann og sagt um leið mjög kurteislega við yfirlögregluþjóninn, að Magnús hefði ekk- ert gert af sér. Segist hann þá ekki hafa fengið annað svar en það, að Erlingur sló hann í höfuðið, svo hann fék sár nokkurt aftan á því. Neitar hann því algerlega, að hafa þrifið til yfirlögregluþjónsins nema þá óviljandi eftir að hann fékk höggið til að styðja sig af því að hann svimaði. Ákærður heldur ennfremur, að annar lögregluþjónn hafi slegið sig einnig. Í réttarhaldi 13. janúar 1930 bar ákærður Sigurður Ein- arsson, sem yfirheyrður var sem vitni, á sömu leið um Þessa atburði og ákærður, Flosi, nema hann áleit Flosa ekki hafa fengið áverkann af höggi Erlings Pálssonar. heldur af höggi Ágústs Jónssonar. Í réttarhaldi 27. sama mánaðar breytti ákærður framburði sínum á þá leið, að nú kvaðst hann hafa séð bróður sinn, Flosa Einarsson, ganga þvert úr vegi, til að ráðast að Erlingi yfirlögreglu- þjóni, en segir þeim alls ekki hafa lent saman af því að vegir þeirra mættust, og hafi þeir síðan ázt eitthvað við i návígi, og hafi þá Erlingur staðið upp á gangstéttinni norðanvert við Uppsali en Flosi á götunni við gangstéttar- brúnina. Vann Sigurður eið að þessum framburði sinum 659 í réttarhaldi 7. maí 1931. Eftir að hinn reglulegi dómari hafði vikið sæti í máli þessu og setudómari hafði verið skipaður til þess að fara með það, var hafin ný rannsókn í þvi. Í réttarhaldi 26. okt. 1931, mætti Sigurður Einars- son og tók nú aftur framburð sinn frá 27. jan., þann, er hann hafði unnið eið að 7. mai. Var hann þá samstundis settur í gæzluvarðhald og sat hann í gæzluvarðhaldi til 28. s. m. Hélt nú því stöðugt fram, að hann hefði breytt framburði sinum bróður sínum í óhag af hræðslu við dómarann, er hafi beitt hann harðneskju. Kveður hann rannsóknardómarann hafa búið til setningar, er hann síðan hafi reynt til að fá ákærðan til að ganga inn á og hafi rannsóknardómarinn jafnvel gefið honum til vit- undar, að betur færi fyrir bróður hans, ef hann breytti framburði sínum. Þá kveðst hann ekki hafa vitað, að hverju hann vann eið 7. maí. Segir hann framburð sinn ekki hafa verið skyrðan fyrir sér áður en hann vann eið- inn, og hafi hann ekki vitað, að hverju hann vann eið fyrr en hæstaréttarmálaflutningsmaður sá, er skipaður hafði verið verjandi bróður hans, sýndi honum fram á Það. Ekki véfengir ákærður samt, að rétt sé bókað eftir sér. Var ákærður þrátt fyrir mjög alvarlegar áminningar ófáanlegur til þess að breyta þessum síðasta framburði sínum. Var þó brýnt fyrir honum, hvílík refsiábyrgð lægi við röngum framburði og að líkur bentu til þess, að á- kærður, Flosi Einarsson, hefði haft áhrif á hann, en Flosi hafði sótt málið af kappi og viljað koma fram skaðabóta- kröfu á hendur lögreglunni fyrir meiðsli þau, er hann hafði hlotið. Kveðst ákærður, Sigurður, ekki hafa átt tal um framburð sinn við ákærðan, Flosa. Ákærður, Flosi, kvaðst ekki heldur hafa talað um þetta atriði við bróður sinn fyrr en þeir bræður höfðu talað við nefndan hæsta- réttarmálaflutningsmann, en þá kveðst hann hafa minnt ákærða, Sigurð, á, að hann yrði nú að gá að því, er hann segði fyrir réttinum, því að hann (Flosi) áliti það barna- skap, er ákærður, Sigurður, bar fyrir réttinum 27. janúar. Harðneituðu báðir hinir ákærðu, að þeim hefði farið meira á milli um framangreint atriði, en þegar hefir ver- ið skýrt frá. Var rannsóknardómara þeim, er með málið hafði farið, gjörður kunnur framburður ákærða, Sigurð- ar. Kveðst rannsóknardómarinn hafa haft ákærðan grun- 660 aðan um að bera rangt bróður sínum í hag og byggt þá skoðun sína á þvi, að framburður tveggja lögregluþjóna hneig í aðra átt en framburður vitnisins, en hinsvegar hefði mátt ætla, að ákærður vissi hið sanna í málinu, með því að hann var á þeim vettvangi, er atburðir þeir gerðust, er rannsókn var hafin út af. Kveðst rannsóknar- dómarinn því hafa áminnt vitnið allrækilega og lesið upp fyrir því ákvæði hegningarlaganna, er ræða um falsvitni og rangan framburð fyrir rétti. Hinsvegar upplystist það, að fastir vottar voru ekki kvaddir til fyrr en yfirheyrsl- unni og bókun var lokið, og geta þeir þessvegna ekki bor- ið um, hvað dómara og ákærðum hafði á milli farið. Ákærður, Magnús Magnússon Stephensen, játaði, að hafa verið nokkuð við vin umrætt kvöld; hann kveðst hafa drukkið við fjórða mann alls um kvöldið 2 flöskur af portvíni og ekki fundið mikið á sér. Segist hann hafa verið með Baldri Sveinssyni, og fóru þeir saman niður í bæ. Hann segist og hafa verið töluvert úti um kvöldið, en neitar því að hafa verið að flækjast á eftir lögreglunni. Kveðst hann hafa ætlað að fara vestur á Grimsstaðaholt og hafi þá viljað svo til, að stefna sú, sem hann tók, var beint í áttina til Erlings Pálssonar, yfirlögregluþjóns, þar sem hann stóð á gangstéttinni. Í sömu andránni fékk hann kylfuhögg í höfuðið, svo að sprakk fyrir á enninu og blæddi úr, og kvaðst hann fyrst hafa haldið, að Er- lingur Pálsson hefði slegið sig og hafi því kallað upp að Erlingur hefði slegið sig. Af þessu höggi hafi hann reiðst og ráðist að yfirlögregluþjóninum, en þá sló Erlingur hann á höndina. Því næst var hann tekinn fastur af lög- reglunni og fluttur burt. Lét hann þá mjög óðslega. Á- kærður, Magnús, kveðst halda, að hann hafi verið sleginn á undan Flosa, af því að hann hafi fyrst orðið Flosa var, er yfirlögregluþjónninn hafði greitt honum höggið, en þá kveður hann Flosa hafa tekið í handlegginn á honum og hafi hann þá ekki séð að neitt væri að Flosa. Vitnið Árni Jónsson, eftirlitsmaður, kveðst hafa komið niður Túngötu um þetta leyti og beygt inn í Aðalstræti. Er hann hafði beygt fyrir hornið á Uppsölum fór hann upp á gangstétt- ina og staðnæmdist á móts við tröppurnar á Uppsölum. Kveðst hann þá hafa heyrt, að maður, er stóð fyrir framan Erling Pálsson, við hornið á Uppsalahúsinu sagði: 661 „Ég tek alla þá, sem hér eru, til vitnis um Það, að ég er barinn saklaus“. Þá kveðst vitnið hafa séð Flosa og Sigurð standa á gangstéttinni. Fullyrðir vitnið, að Flosi hafi ekki verið búinn að fá áverkann þá. Eftir þetta snéri vitnið sér við, því að það var að leita að tveim mönnum og gekk niður af gangstéttinni. Er það leit aftur við, var Flosi búinn að fá áverkann, en Erlingur Pálsson var horfinn sýnum þess. Ekki treystir vitnið sér, að Þekkja mann þann, er kallaði upp, að hann væri sleg- inn Saklaus, því að hann snéri baki að vitninu. Eftir að rannsókn þessa máls var lokið, bað ákærður, Flosi Einarsson, um að ákærður í máli þessu, Jón Marínó Jónsson, yrði leiddur sem vitni í málinu, því að hann hefði verið sjónarvottur að atburðunum á gamlárskvöld 1930. Jón Marínó kvaðst hafa verið við tröppurnar á Uppsölum nefnt kvöld og séð Erling Pálsson ganga til á- kærða Flosa og slá hann. Er dómarinn hafði brýnt mjög rækilega fyrir ákærðum, hverjar afleiðingar rangur framburður fyrir rétti gæti haft, snéri ákærður við blað- inu. Kveðst hann raunar hafa verið í Aðalstræti áður- greint kvöld og séð, hvar Erlingur Pálsson var að hrinda fólki frá sér, en alls ekki séð Flosa eða þá Erling og Flosa eigast við. Játaði hann nú, að hafa mætt fyrir rétt- inum af greiðvikni við Flosa. Hann kveðst hafa sagt Flosa, að hann hefði verið í Aðalstræti eins og áður er sagt og hafi Flosi þá lýst fyrir honum atburðunum og spurt hann, hvort hann gæti borið svona og kveðst á- kærður, Jón Marínó Jónsson, hafa kveðið já við því. Á- kærður Flosi játaði við samprófun við Jón Marínó, að hann hefði beðið vitnið að mæta fyrir réttinum og bera með sér, en ekki lagt samt fast að því. Tjáðist ímynda sér, að hann hefði gripið til þessa úrræðis af því, að hann taldi lögregluþjóna þá, er báru með Erlingi Pálssyni, ljúgvitni, og viljað gripa til þess líka, en hélt nú sem fyrr fram sakleysi sínu að öðru leyti. Skulu nú athugaðar nánar sakir þær, er bornar eru á hina ákærðu. Flosi Einarsson. Er dæma skal um sakir á hendur Flosa Einarssyni, þá verður það fyrst fyrir, að upplýst er, að ákærður hafi verið barinn af yfirlögregluþjóni Erlingi Pálssyni og hlot- 662 ið af áverka, en þeim ber fyrst og fremst í milli, hvor þeirra hafi átt upptökin og í öðru lagi, í hvaða röð at- burðirnir hafa gerst. Með eiðfestri skýrslu lögregluþjón- anna, Bjarnar Vigfússonar og Magnúsar Hjaltested, þykir að réttarins áliti færðar mjög sterkar líkur fyrir því, að atburðirnir hafi gerzt í þeirri tímaröð, er Erlingur Páls- son og Ágúst Jónsson halda fram. Þykir vitnisframburður Árna Jónssonar ekki afsanna það, því að frekar gat hon- um yfirsést um, hvenær sá á Flosa, heldur en lögregluþjón- unum Birni Vigfússyni og Magnúsi Hjaltested um, hve- nær ákærður, Magnús Stephensen, óð að Erlingi, en sið- astnefndir lögregluþjónar bera, að þeir hafi slegizt í för með Erlingi Pálssyni þegar eftir að þeir sáu Magnús vaða að Erlingi og hafi Erlingur ekki orðið fyrir árásum eftir það. Þá þekkti vitnið, Árni Jónsson, ekki mann þann, er stóð hjá Erlingi Pálssyni og kallaði upp, að hann hefði verið barinn saklaus. Með því engar sannanir hafa komið fram fyrir því, að lögregluþjónarnir Erlingur Pálsson og Ágúst Jónsson, sem báðir hafa unnið eið að áðurgreindri skýrslu sinni um árás ákærða, Flosa Einarssonar, á þá, hafi misbeitt valdi sínu, er þeir samkvæmt skyldu sinni voru að halda uppi reglu á götum Reykjavíkurbæjar á gamlárskvöld 1930, þá ber að réttarins áliti að leggja fram- burð þeirra til grundvallar í þessu máli. Um framburð Sigurðar Einarssonar skal það tekið fram, að ekki er hægt að taka mark á honum. Afbrot ákærða, sem kom- inn er yfir lögaldur sakamanna, ber að heimfæra undir 101. gr. hegningarlaganna frá 1869, lögreglusamþykkt Reykjavíkur frá 1. febr. 1930, 3. og 28. gr. sbr. 96. gr. og 147. sbr. 53. gr. hegningarlaganna, allt samanborið við 63. gr. hegningarlaganna, og þykir refsingin hæfilega á- kveðin 4 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi: En með tilliti til undanfarinnar hegðunar sakbornings og aldurs, þykir mega ákveða, að fullnustu refsingarinnar skuli frestað og hún falla niður eftir 5 ár, ef skilyrðum laga nr. 39, 1907 er fullnægt. Sigurður Einarsson. Með því að rétturinn telur, eins og áður var getið, sann- að, að ákærður, Flosi Einarsson, hafi ráðizt á Erling Pálsson, verður að telja ósannað og ólíklegt, að Sigurður 663 Einarsson hafi borið rangt fyrir réttinum 97. jan. 1931 og unnið eið að röngum framburði. Hinsvegar eru sterkar líkur fram komnar fyrir því, að hann annars hafi borið rangt fyrir rétti, með því að upplýst virðist vera, að hann hafi vitað hið sanna í máli þessu. Hann gerði fyrst til- raun til að mæta fyrir rétti og breyta framburði sínum bróður sínum í hag, eftir að Lárus Jóhannesson, hæstarétt- armálaflutningsmaður, hafði bent þeim bræðrum á, að úr- slit málsins hefði að miklu leyti getað verið komin undir framburði Sigurðar. Þá bendir og framferði ákærða, Flosa, gegn ákærðum Jóni Marinó til þess að hann muni hafa lagt fastar að bróður sínum um framburðinn heldur en Þeir bræður hafa viljað kannast við fyrir réttinum. Þetta brot ákærða, sem er kominn yfir lögaldur sakamanna. Þykir réttilega heimfært undir 147. gr. hegningarlaganna og ákveðst refsingin með tilliti til þess að mistök nokkur hafa orðið á yfirheyrslunni og eiðfesting ákærðs, 40 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. En með tilliti til aldurs ákærða og hegðunar að undanförnu, þykir mega á- kveða, að fullnustu refsingarinnar skuli frestað og hún falla niður eftir 5 ár, ef skilyrði laga nr. 39 1907 eru haldin. Magnús Magnússon Stephensen. Samkvæmt áðurgreindum eiðfestum framburði 4 lög- regluþjóna þykir það fullsannað, að ákærður hafi gert tilraun til þess að ráðast á lögregluna nefnt gamlárskvöld og að hann hafi verið ölvaður með hávaða og læti á göt- um bæjarins. Brot hans, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna, þykir réttilega heimfært undir 101. og 102. gr. hegningarlaganna frá 1869 og 3. og 28. gr. sbr. 96. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur, og þykir refsing hans réttilega ákveðin 20 daga fangelsi við venjulegt fangavið- urværi, en með tilliti til aldurs og hegðunar ákærða að undanförnu þykir mega ákveða, að fullnustu refsingarinn- ar skuli frestað og hún falla niður eftir 5 ár ef skilyrðum laga nr. 39, 1907 er fullnægt. Jón Marínó Jónsson. Brot hans, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna, eins og því er lýst hér að framan, ber að heimfæra undir 664 147. gr. hegningarlaganna frá 1869 og Þykir refsingin hæfilega ákveðin 40 daga fangelsi við venjulegt fangavið- urværi, en fullnustu refsingarinar skal frestað og hún falla niður, ef skilyrðum laga nr. 39, 1907 er fullnægt. Hvað málskostnað snertir, þá greiði hinir ákærðu, Flosi Einarsson og Sigurður Einarsson, kr. 60 in solidum til talsmanns þeirra, hrm. Lárusar Jóhannessonar, og á- kærðu, Magnús Magnússon Stephensen og Jón Marinó Jónsson, greiði in solidum talsmanni þeirra, hrm. Stefáni Jóhanni Stefánssyni, kr. 30. Allan annan af máli þessu löglega leiddan og leiðandi kostnað greiði hinir ákærðu, að helmingi Flosi Einarsson, Sigurður Einarsson og Magnús Magnússon Stephensen að % in solidum og Jón Marinó Jónsson að ys. Það athugast við meðferð málsins, að rannsóknardóm- arinn hefir haldið rétt án þess að hafa réttarvotta við og hrapað hefir verið nokkuð að eiðfestingu vitnisins Sig- urðar Einarssonar. Að öðru leyti hefir meðferð málsins verið víitalaus. Mánudaginn 6. júní 1932. Nr. 60/1931. Valdstjórnin (Magnús Guðmundsson) gegn Harold Meckienbourgh (Lárus Fjeldsted). Veiðarfæri í ólagi. Dómur lögregluréttar Ísafjarðar 14. april 1931: Kærður, Harold Mecklenbourgh, skipstjóri á togaranum, H. 212 „Angle“, frá Hull, greiði 3500 gullkróna sekt í Land- helgissjóð Íslands, er jafngildir ísl. krónum 4279,25, Svo greiði hann og allan af málinu löglega leiddan og leið- andi kostnað. Döminum að fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Með mælingum varðskipsins og öðrum gögnum, sem fram eru komin í málinu, verður að telja það 665 nægilega sannað, að kærði hafi hinn 13. apríl 1931 verið staddur á skipi sinu, H. 212, Angle frá Hull, innan landhelgi undan Rit og að hann þá eigi hafi Þaft veiðarfæri sin með löglegum umbúnaði. Hefir kærði með þessu gjörzt brotlegur gegn 2. gr. laga nr. 5, 18. maí 1920, um bann gegn botnvörpuveið- um, og þykir refsing hans með tilliti til þess, að gullgildi íslenzkrar krónu er nú 61,91 aurar, hæfi- lega ákveðin 3500 kr. sekt til Landhelgissjóðs Ís- lands, og afplánist sektin með 90 daga einföldu fangelsi, sé hún eigi greidd innan 14 daga frá birt- ingu dóms þessa. Svo ber og kærða að greiða allan kostnað sak- arinnar í héraði og í hæstarétti, þar með talin mál- flutningslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, 100 kr. til hvors. Á rekstri málsins hefir orðið mikill dráttur eftir að því var áfryjað til hæstaréttar, en sá dráttur þykir eftir atvikum réttlættur með þvi, að hann stafar af því, að verjandi sendi málsskjölin ti! Englands og leitaði nýrra upplýsinga þar. Því dæmist rétt vera: Kærður, Harold Mecklenbourgh, greiði 3500 kr. sekt til Landhelgissjóðs Íslands, er afplán- ist með 90 daga einföldu fangelsi, verði hún eigi greidd innan 14 daga frá birtingu dóms þessa. Kærður greiði allan kostnað sakarinnar í héraði og í hæstarétti, þar með talin mál- færslulaun sækjanda og verjanda í hæsta- rétti, málflutningsmannanna, Magnúsar Guð- 666 mundssonar og Lárusar Fjeldsted, 100 kr. til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af valdstjórninnar hálfu gegn kærðum, Harold Mecklenbourgh, skipstjóra á enskum tog- ara, H. 212 „Angle“ frá Hull, til refsingar og greiðslu máls- kostnaðar. Tildrög málsins eru þannig: kl. 10,30 í gær sá varða skipið „Hvidbjörnen“ togara út af Rit. Miðunarstaður varðskipsins var þá: Grænahlið v.K. í réttv. 324? Sléttaeyri a 779,5 Togarinn 5 Á Fjarlægð togarans frá varðskipinu 11300 m. og stýrði hann að áliti þess í S.V. Kl. 10,39 var varðskipið statt Staðarhlið v.K. > 45? Snæfjallanes h.K. > 87?,2 Öskubakur h.K. > 74? Togarinn Fjarlægð togarans 9150 m. Hraði varðskipsins 14,5 sjóm., stefna 300. Kl. 10,43 var staður varðskipsins Staðarhlið v.K. > 40? Snæfjallanes h.K. > 86? Öskubakur h.K. > 71? Togarinn Fjarlægð togarans 8400 m. Skaut þá varðskipið 4 lausum skotum og Í skotskeyti 667 að togaranum, og stöðvaði hann þá þegar ferð sína og var tekinn á staðnum. Straumnes v.K. > 2293 Ritur v.K. 2595 Lækjarfjall hk. Fyrirliði af varðskipinu var sendur um borð í togarann til athugunar og upplýsir hann, sbr. rskj. 1, að stb. varpa hafi verið ílásuð, vot, og með nýju þangi í. Auk Þess hafi verið lifandi fiskur: steinbitur og kolar á þilfarinu. Varp- an verið laus útbreidd á þilfarinu, en ekki uppbundin svo sem lög mæla fyrir. Var togarinn þá tekinn fastur, farið með hann til Ísa- fjarðar og skipstjórinn kærður fyrir brot á 1. nr. ð, 1920, um bann gegn botnvörpuveiðum. Liðsforingi varðskipsins, Chr. Ries, sem viðstaddur var Í réttinum, upplýsti að fjarlægð togarans frá landi, samkvæmt framangreindum staðarathugunum, hafi við 1. athugun verið 1,2 sjóm., við aðra ath. 2,0 sjóm., við 3. ath. 2,7 sjóm. og við 4. athugun 6,7 sjóm., er sýnir að togarinn hefir við 3 fyrstu athuganirnar verið innan landhelgislínu. Skipstjóri hins enska skips hefir fullyrt, að á greindu tímabili, frá kl. 10,30 til 10,43, hafi hann eigi verið fyrir innan landshelgislínu, samkv. mælingum Þeim og at- hugunum, sem hann hafi gert með lóði og loggi, án þess þó að færa frekari sannanir fyrir beirri staðhæfingu sinni. Hinsvegar hefir hann eigi treyst sér til að véfengja mælingar og staðarákvarðanir varðskipsins, er því ber að leggja til grundvallar um þetta atriði. Skipstjóri togarans hefir viðurkennt, að ásigkomulagi veiðarfæranna sé rétt lýst í skýrslu varðskipsins, að öðru leyti en því að varpan hafi ekki verið ílásuð. Ennfremur hefir hann viðurkennt, að lifandi fiskur, kolar og stein- bítur hafi legið á þilfarinu. Samkv. framangreindu er það nægilega sannað, að tog- arinn H. 212 frá Hull „Angle“ hefir á umræddu tímabili verið innan landhelgislínu, með ólöglega útbúin veiðar- færi, en talsmaður kærðs, cand. jur. Óskar Borg, hefir gert þá kröfu, að brotið verði heimfært undir 1. gr. laga nr. 36, 15. júní 1926. 43 668 En eins og fyrr segir er það upplýst, að kærður var innan landhelgislinu með ólöglega útbúin veiðarfæri, að hann var staddur þar í björtu og góðu veðri, á góðu fiski- miði með veiðarfærin Íaus á þilfarinu, þannig að tafarlaust mátti byrja veiðar með þeim, þykir það allsennilegt, að kærður hafi verið undir það búinn að hefja veiðar, er hann sá til varðskipsins, og styrkist það eigi alllitið við það, að hann þá tekur að sigla með mikilli ferð frá landi og heldur því áfram, unz varðskipið hefir skotið á hann 4 lausum skotum og einu skotskeyti. Krafa talsmannsins verður því eigi til greina tekin. Samkvæmt framangreindu hefir þvi kærður að réttar- ins áliti orðið brotlegur við aðra grein laga nr. 5 1920. um bann gegn botnvörpuveiðum, og þykir refsing hans, er eigi hefir áður orðið brotlegur við lög þessi, eftir atvik- um hæfilega metin 3500,00 gullkrónur sekt, sbr. 2. mgr. 3. gr. téðra laga, Í Landhelgissjóð Íslands, er jafngildir 4279,25 isl. krónum. Svo greiði og kærður allan af málinu löglega leiddan og leiðandi kostnað. Mánudaginn 6. júní 1932. Nr. 50/1931. Valdstjórnin (Magnús Guðmundsson) gegn Ernest Lewis (Lárus Fjeldsted). Botnvörpuveiðabrot. Dómur lögregluréttar Reykjavikur 8. april 1931: Kærð- ur, Ernest Lewis, sæti 12500 króna sekt til Landhelgis- sjóðs Íslands, og komi einfalt fangelsi í 7 mánuði í stað sektarinnar sé hún ekki greidd innan mánaðar frá lög- birtingu dóms þessa. Allur afli og öll veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir í botnvörpungnum, Lady Marcot frá Hull, sé upptækt og renni andvirðið í sama sjóð og sektin. Loks greiði kærður allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. 669 Dómur hæstaréttar. Í hæstarétti hefir verið lagður fram sjóuppdrátt- ur, er forstöðumaður stýrimannaskólans í Reykja- vík hefir markað á mælingar og miðanir varð- skipsins „Ægir“ kl. 16,18, 16,21 og 16,22 þ. 4. apríl f. á. og kemur hann heim við sjóuppdrátt þann, er skipherra varðskipsins hefir lagt fram við rann- sókn málsins í héraði. Er það með Þessum mæling- um yfirforingja varðskipsins sannað, að kærði het- ir verið 0,25 úr sjómílu fyrir innan landhelgislín- una þegar varðskipið kom að honum með botn- vörpu. úti og hafði hann þó áður siglt í þrjár min- útur út frá landinu. Er kærði því sannur að sök um það að hafa í umrætt skipti gerzt brotlegur gegn 1. gr. laga nr. 5, 18. maí 1920, og þar sem gull- gildi íslenzkrar krónu er nú aðeins 61,91 aurar, þá ákveðst sektin 16200 kr., en að öðru leyti má stað- festa hinn áfrýjaða dóm lögregluréttarins. Kærða ber að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækj- anda og verjanda í hæstarétti, 100 kr. til hvors. Á rekstri máls þessa hefir orðið mikill dráttur eftir að því var áfrýjað, en það á aðallega rót sína að rekja til þess, að verjandi hefir leitað eftir upp- lýsingum málinu viðvíkjandi í útlöndum. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða lögregluréttardómi skal ó- raskað að öðru leyti en því, að sekt kærða á- kveðst 16200 krónur, og telst greiðslufrestur hennar frá birtingu dóms þessa. Kærði, Ernest Lewis, greiði allan áfryjunar- 670 kostnað sakarinnar þar með talin málflutnings- laun sækjanda og verjanda Í hæstarétti, mál- flutningsmannanna Magnúsar Guðmundssonar og Lárusar Fjeldsted, 100 kr. til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn, Ernest Lewis, skipstjóra á togaranum H. 188, Lady Mar- cot, frá Hull, fyrir brot gegn ákvæðum laga nr. 5 1920, um bann gegn botnvörpuveiðum í landhelgi, sbr. 1. nr. 4 1924. Málavextir eru þeir sem nú skal greina: Hinn 4. apríl s. 1, síðdegis, var varðskipið Ægir statt tit af Stafnnesi og stefndi Í áttina til togara, sem virtist vera í eða nálægt landhelgislinunni. Klukkan 16,16 var gerð þessi staðarákvörðun : Keilir > 5717 Reykjanesviti > 43? 50“ Eldey og gefur hún stað varðskipsins 0,4 sjómilur utan land- helgi. Togarinn var þá að bera í land rétt sunnan við Stafnnesvitann og hafði stefnu um það bil á Reykjanes. Klukkan 16,18 beygir togarinn frá landi og tekur stefnu hér um bil á varðskipið, og var honum þá gefið stöðv- unarmerki frá varðskipinu. Klukkan 16,21 voru skipin stödd hvort á móts við annað í jafnri fjarlægð frá landi og var þá gerð eftir- farandi staðarákvörðun Keilir > 61? 18“ Reykjanesviti >43* 0 Eldey og gefur hún stað togarans, sem reyndist vera H. 188, 671 Lady Marcot, 0,25 sjómilur innan við landhelgislínuna. Togarinn var þá með stjórnborðsnet í sjó, en tók nú að draga inn netið. Litlu síðar er hlerar togarans námu við gálga, gerði varðskipið aðra staðarákvörðun hjá togaranum sem hér segir: Keilir > 6043 Reykjanesviti > 42? 557 Eldey sem gefur stað togarans 0,2 sjómilur innan landhelgislin- unnar. Allar þessar staðarákvarðanir gerðu þeir saman og samtímis skipherrann og 1. stýrimaður á varðskipinu með fullkomnum tækjum. Skygni var gott, og er því eng- in ástæða til að efa, að þær séu svo nákvæmar sem frek- ast er unnt. Framburði þeirra í máli þessu hefir kærður tekið gilda án eiðfestingar. Kærður hefir viðurkennt, að hann hafi verið að fiska, þegar hann var tekinn, en hefir hinsvegar haldið því fram, að hann muni ekki hafa verið í landhelgi, þegar hann var tekinn. Byggir hann þá staðhæfingu sína á því, að hann hafi togað með hliðsjón af bauju, sem var frá öðru skipi á þessum slóðum, og reyndist samkvæmt mæl- ingum varðskipsins % úr sjómilu utan landhelgislínunn- ar, svo og á miðunum, sem hann hafi gert, er varðskipið gaf honum merki um að nema staðar. Um það fyrra er það að athuga, að kærður var alls ekki staddur hjá bauj- unni þegar hann var tekinn, heldur í fjarlægð, sem hann eftir hans eigin upplýsingum mundi hafa verið 15—20 minútur að sigla með vörpuna í eftirdragi. Staðarákvörð- un togarans og baujunnar fellur því enganveginn saman. Hinsvegar er upplýst, að kærður togaði allt af landmegin við baujuna, en engan veginn upplýst eða sannað hve langt frá baujunni hann hafi togað eða í hvaða átt. Um staðarákvörðun þá, sem kærður kveðst hafa gert, er varðskipið gaf honum stöðvunarmerki, er það fyrst og fremst að segja,að hún er algerlega ósönnuð með því að kærður er einn um hana, og ennfremur virðist hún nokkuð óákveðin. 672 Það virðist því ljóst að mótbárur kærða verði því ekki teknar til greina gegn staðarákvörðunum varðskipsins, sem ekkert virðist við að athuga og verður því að telja sannað, að kærði hafi umrætt skipti verið að veiðum í landhelgi á skipi sínu H. 188, Lady-Marcot, og þannig gerzt brotlegur gegn 1. grein laga nr. 5 1920, sbr. 3. gr. 1. mgr. og 1. nr. 4 1924. Kærður hefir aldrei verið sekur um brot á framan- greindum lögum, og þykir refsing hans með tilliti til þess, að íslenzka krónan jafngildir í dag, samkvæmt upp- lýsingum frá Landsbanka Íslands, 0,81, 79 gullaurar, hæfi- lega ákveðin 12500 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi einfalt fangelsi í 7 mánuði í stað sektarinnar, sé hún ekki greidd innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa. Auk þess sé allur afli og öll veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir um borð í togaranum H. 188, Lady Marcot, frá Hull, upptæk, og renni andvirðið í sama sjóð og sektin. Loks greiði kærður allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Miðvikudaginn 8. júni 1932. Nr. 41/1932. Valdstjórnin (Garðar Þorsteinsson) gegn Valdimar Guðjónssyni (Sveinbjörn Jónsson). Áfengislagabrot. Dómur lögregluréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 25. jan. 1932: Ákærður, þurrabúðarmaður Valdimar Guðjóns- son, til heimilis á Duusgötu nr. 7 í Keflavík, greiði í ríkis- sjóð kr. 500,00 innan 40 daga frá lögbirtingu dóms þessa, ella afplánist sektin, að undangengnu árangurslausu fjár- námi með einföldu fangelsi í 31 dag. Hann greiði og all- an af málinu leiddan og leiðandi kostnað, þar með talin þóknun til skipaðs talsmanns ákærðs, lögfræðings Ásgeirs Guðmundssonar, er telst hæfileg vera kr. 40,00. Dómi þessum að fullnægja með aðför að lögum. 673 Dómur hæstaréttar. Svo sem fram er tekið í hinum áfrýjaða lögreglu- réttardómi verður að telja það sannað, að kærði hafi hinn 8. nóvbr. f. „á. selt eina flösku af Genever- brennivíni manni þeim, er nefndur er í dóminum, án þess sannað sé á hvern hátt flaska þessi hefir komizt í vörzlu kærða. Brot kærða er af undirdómaranum réttilega heimfært undir 11. og 22. gr. áfengislaga nr. 64, 19. maí 1930, og þar sem fallast má á sektarupp- hæðina og vararefsinguna, svo og ákvæði dómsins um málskostnað ber að staðfesta hann. Kærða ber að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, 40 kr. til hvors. Við meðferð málsins fyrir lögregluréttinum, er það að athuga, að rannsóknardómarinn hefir eigi lagt fram í málinu hegningarvottorð fyrir kærða. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða lögregluréttardómi skal ó- raskað. Kærði, Valdimar Guðjónsson, greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda í hæstarátti, málflutningsmannanna Garðars Þorsteinssonar og Sveinbjörns Jónssonar, 40 kr. til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. 674 Forsendur hins áfrýjaða dóms bljóða svo: Fyrir lögreglurétti Gullbringu- og Kjósarsýslu 14. nóv. f. á., undir rannsókn út af meintu broti gegn áfengis- og sóttvarnarlögunum af hálfu togarans Ross, G. Y. 329, sem að því er sóttvarnarlagabrotið áhrærir, er Í sérstöku máli, hafa þeir vinnumennirnir Ágúst Guðmundsson, Sólvöll- um í Keflavík, og Skúli Pálsson, Kirkjuvegi 30 í Keflavík, borið það og staðfest með eiði fyrir rétti 30. s. m., eftir tvisvar að hafa verið bornir saman við hlutaðeigendur í rétti, að Ágúst hafi sunnudagskvöldið 8. s. m. keypt 1 fl. af Whisky af vélstjóra Jóhanni Guðjónssyni, Duusgötu nr. í í Keflavík, fyrir 15 krónur, og hefir velnefndur vél- stjóri kannast við þetta, en er þeir höfðu drukkið úr flösku þessari og fundu að þeir voru ölvaðir orðnir af áfengi þessu, kveðast þeir hafa fengið hjá ákærðum í máli þessu, þurrabúðarmanni Valdimar Guðjónssyni, einnig til heimilis á Duusgötu nr. 7 í Keflavík, 1 fl. af Genever-brennivíni, er hann hafi selt velnefndum Skúla Pálssyni, einnig fyrir 15 kr. flösku þessa, en velnefndur Ágúst Guðmundsson kveðst þó eigi hafa séð Skúla af- henda ákærða peninga þessa eða andvirði flöskunnar, en að öðru leyti ber vitnisburðum manna þessara algerlega saman um viðskipti þessi. Kveðast þeir báðir hafa vel þekkt ákærðan, og að þeir, þrátt fyrir ölvun af fyrr- greindri Whisky-flösku þá áður, muni vel eftir að maður þessi og enginn annar hafi afhent hana eins og fyrr greinir. Ákærður, sem er 38 ára að aldri, neitar því eindregið að hann hafi selt fyrrumgetna brennivinsflösku eða nokkuð annað áfengi, hvorki þá né endranær. Hann kveðst að vísu hafa komið út í fyrrgreint botnvörpuskip að gamni sínu umræddan sunnudag, en aðeins á þilfari, og dvalið þar ca. 15 mínútur aðeins skoðað skipið, en engin við- skipti haft við skipverja, og hvorki keypt neitt þar á skip- inu eða flutt í land. Segist hann kl. um 11 oftgreint sunnu- dagskvöld hafa séð oftgreinda pilta, eða þá Ágúst og Skúla, við brúna hjá Elinmundarhúsi, sem honum hafi sýnzt vera mjög drukknir, og segir hann að Ágúst hafi beðið hann að selja sér vín, en hann þá sagt, að hann ekkert vín eða áfengi hefði. Með því báðir fyrrgreindir menn, sem drukkið höfðu saman, báðir úr oftgreindri Whisky-flösku, hafa eindregið staðfest með eiði, að þeir 675 brátt fyrir ölvun sína af fyrrgreindu áfengi, muni það vel. að ákærður og enginn annar hafi verið með og afhent fyrrgreindum Skúla Pálssyni hana, að því er virðist í við- urvist þeirra beggja, og önnur atvik virðast ljóslega benda til þess, að svo hafi verið í raun og veru, þrátt fyrir gagnstæðan framburð ákærða, og ölvun manna þessara á umræddu stígi, sem af brennivíni þessu urðu ennþá ölv- aðri eða drukknir, og er þá þar með sannað brot ákærða gegn 11 gr. áfengislaganna, nr. 64, 19. maí 1930, og virðist hegning sú, er hann hefir tilunnið, samkvæmt 32. gr. sömu laga hæfileg kr. 500.00, er greiðist í ríkissjóð innan 40 daga frá lögbirtingu dóms þessa, en afplánist ella með einföldu fangelsi í 31 dag, að undangengnu árangurs- lausu fjárnámi lögum samkvæmt. Ákærður greiði og all- an af málinu leiddan og leiðandi kostnað, þar með talin þóknun til skipaðs talsmanns ákærða, lögfræðings Ásgeirs Guðmundssonar, er telst hæfileg vera kr. 40.00. Miðvikudaginn 8. júní 1932. Nr. 40/1932. Valdstjórnin (Garðar Þorsteinsson) segn Jóhanni Gunnlaugi Guðjónssyni (Sveinbjörn Jónsson). Áfengislagabrot. Dómur lögregluréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 19. jan. 1932: Ákærður, vélstjóri Jóhann Gunnlaugur Guð- jónsson, til heimilis á Duusgötu nr. 7 í Keflavík, greiði í ríkissjóð kr. 700.00 innan 40 daga frá lögbirtingu dóms bessa, ella afplánist sektin, að undangengnu árangurslausu fjárnámi, með einföldu fangelsi í 37 daga. Hann greiði og allan af málinu leiddan og leiðandi kostnað. Dómi þessum að fullnægja með aðför að lögum. 676 Dómur hæstaréttar. Brot kærða, sem lýst er í forsendum hins áfryjaða dóms fellur undir 10. og 11. gr. laga nr. 64, 19. maí 1930, og þykir refsing hans samkv. 31. og 32. gr., 1. mgr. sömu laga hæfilega ákveðin 500 kr. sekt til ríkissjóðs, er afplánist með 30 daga einföldu fang- clsi verði hún eigi greidd innan mánaðar frá birt- ingu dóms þessa. Kærði greiði allan kostnað sakarinnar í héraði og hæstarétti, þar með talin málflutningslaun sækj- anda og verjanda í hæstarétti, 40 kr. til hvors. Við meðferð málsins í héraði er það athuga- vert.að héraðsdómarinn hefir eigi lagt fram í mál- inu hegningarvottorð kærða. Því dæmist rétt vera: Kærði, Jóhann Gunnlaugur Guðjónsson, greiði 500 kr. sekt til ríkissjóðs, en sæti 30 daga einföldu fangelsi verði sektin eigi greidd inn- an mánaðar frá birtingu dóms þessa. Kærði greiði allan kostnað sakarinnar í hér- aði og í hæstarétti, þar með talin málflutnings- laun sækjanda og verjanda í hæstarétti, mál- flutningsmannanna Garðars Þorsteinssonar og Sveinbjörns Jónssonar, 40 kr. til hvors. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Með eigin játningu ákærða, vélstjóra Jóhanns Gunn- laugs Guðjónssonar, til heimilis á Duusgötu nr. 7 í Kefla- vík, sem er 34 ára að aldri, og vitnisburði 2ja manna fyrir rétti 14. nóv. Í. á. virðist það vera nægilega sannað, að hann sunnudagskvöldið 8. s. m. hafi selt öðrum þessara 677 manna, vinnumanni Ágúst Guðmundssyni, 1 flösku af whisky úti við, í nánd við heimili ákærðs, fyrir 15 kr., er ákærður veitti þá móttöku, en flösku þessa kveðst hann hafa keypt á Vopnafirði, af „dekkmanni“ á ensk- um togara, er ákærður var vélstjóri á m/b Guðjóni Pétri frá Keflavík, og í septembermánuði síðastliðinn seldi ís- fisk í togara þennan, sem ákærður eigi veit frekari deili eða nafn á, né heldur á manni þeim, er honum seldi flösku bessa, er hann greiddi fyrir 10 krónur, og hafi hann, sem mjög lítið sé vinhneigður, ætlað sér að geyma flösku þessa til jólanna og þá til eigin neyzlu eingöngu, en vegna fjárkreppu hafi hann freistazt til að selja flösku þessa í umrætt skipti. Er hér um tvennskonar brot á áfengislögunum að ræða, eða fyrir smyglun og sölu áfengis, og heyrir undir ð. og 11. grein áfengislaganna nr. 64, 19. maí 1930, en með til- liti til þess, að umrædd whiskyflaska eigi hefir verið seld fyrr en ca. 2mr. mánuðum eftir að henni var smyglað inn í landið, samkvæmt skýrslu ákærðs, virðist hegningin eiga að ákveðast eftir fyrirmælum 27. gr. 2. liðs og 32. gr. oftgreindra laga, og telst hún eftir atvikum vera hæfileg kr. 700.00, er greiðist innan 40 daga frá lögbirtingu dóms Þessa, en afplánist ella með 37 daga einföldu fangelsi, að undangengnu árangurslausu fjárnámi lögum samkvæmt og renni sektin í ríkissjóð. Ákærður greiði og allan af mál- inu leiddan og leiðandi kostnað. Mánudaginn 13. júní 1932. Nr. 17/1932. Hreppsnefnd Seltjarnarneshrepps (Stefán J. Stefánsson) segn Guðmundi Péturssyni og gagnsök (Garðar Þorsteinsson). Skaðabætur samkv. vegalögunum nr. 41. frá 1924 fyrir jarðrask og efnistöku. Dómur aukaréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 94. nóv. 1931: Hreppsnefnd Seltjarnarneshrepps, f. h. hreppsfé- 678 lagsins, greiði stefnda, Guðmundi bónda Péturssyni á Hrólfsskála í téðum hreppi, kr. 766,50. Málskostnaður falli niður. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans undir aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Máli þessu hefir verið áfrýjað til hæstaréttar af hálfu beggja aðilja og hefir aðaláfrýjandi kraf- izt þess, að hinum áfrýjaða aukaréttardómi verði hrundið og breytt þannig, að hann verði sýknaður af öllum kröfum gagnáfrýjanda Í málinu og hann dæmdur til að greiða málskostnað í undirrétti og hæstarétti. en gagnáfrýjandi hefir hinsvegar kraf- it, að aukaréttardómurinn verði staðfestur, þó með þeirri breytingu, að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða málskostnað í undirrétti. Svo hefir gagnáfrýjandi og krafizt málskostnaðar í hæstarétti. Eins og segir Í aukaréttardóminum er mál þetta risið út af því, að aðaláfrýjandi, hreppsnefnd Sel- tjarnarneshrepps, hefir neitað að greiða gagn- áfrýjanda bætur fyrir ofaniburð, er tekinn var að hausti til árin 1929 og 1930 í hreppsveginn út á Seltjarnarnes úr mel í landareign gagnáfrýjanda, Hrólfsskála í Seltjarnarneshreppi. Er það viður- kennt af báðum málsaðiljum, að gagnáfrýjandi hafði leigt öðrum melinn undir fiskverkunarstöð áður en byrjað var að taka ofaníburðinn, og enn- fremur að ofaníburðurinn, er tekinn var úr meln- um, hafi verið um 1400 bifreiðarhlöss eftir ágizk- un og að mikill hluti af honum hafi verið nothæft byggingarefni. Einnig er það upplýst, að með bréfi, dags. 16. sept. 1929, skömmu eftir að byrjað var að taka ofaníburðinn, bannaði gagnáfrýjandi ofani- 679 burðartöku úr melnum og krafðist fullra bóta, ef banninu væri eigi sinnt. En aðaláfrýjandi sinnti eigi þessu banni og er hann einnig næsta haust hafði látið taka ofaníburð í veginn úr melnum, án þess að greiða bætur fyrir, þá fór gagnáfrýjandi þess á leit í bréfi, dags. 19. dez. 1930, til sýslu- mannsins í Gullbringu- og Kjósarsýslu, að hann samkvæmt ákvörðun vegalaganna, nr. 41, 14. júní 1924, útnefndi tvo óvilhalla menn til meta bæturnar og dómkvaddi sýslumaður svo menn til þessa þ. 7. febr. f. á., og með matsgjörð, dags. 7. maí s. á., möttu þeir bæturnar til handa gagnáfrýjanda 700 krónur fyrir allt jarðraskið og efnistökuna og er það þessi upphæð, er gagnáfrýjandi hefir krafizt í málinu, að viðbættum kostnaðinum við matið, sem óvéfengt er talinn vera 66 kr. 50 a. Aðaláfrýjandi vildi hinsvegar ekki hlýta þessu mati og krafðist yfirmats með bréfi, dags. 22. júní Í. á., og þ. 9. júlí s. á. dómkvaddi sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu 4 yfirmatsmenn. Er matsgjörð þeirra undirrituð 23. ágúst f. á., og kom- ust tveir yfirmatsmennirnir að þeirri niðurstöðu, að gagnáfrýjandi ætti eigi neinar bætur fyrir töku ofaniburðarins, þar sem jörð hans hefði hækkað meira Í verði við vegagjörðina en sem nemur verð- mæti þess, er tekið var úr landi jarðarinnar, en hinir tveir yfirmatsmennirnir voru þessu ósam- þykkir, og er niðurstaða þeirra, að mat undirmats- mannanna á skaðabótunum sé eigi of hátt. Svo sem sagt hefir verið beiddist aðaláfrýjandi eigi yfirmatsins fyrr en liðinn var meira en mán- uður frá því undirmatsgjörðinni var lokið, og sam- kvæmt skýlausum ákvæðum 26. gr. vegalaganna, um að yfirmats skuli krefjast áður en mánuður er 680 liðinn frá því undirmatsserð er lokið, verður rétt- urinn að vera héraðsdómaranum og gagnáfrýj- anda samdóma um það, að áfrýjun matsgerðarinn- ar sé of seint framkomin, og auk þess hefir yfir- matsgjörðin orðið árangurslaus, þar sem meiri hluti gjörðarmanna sem áður segir gat eigi komið sér saman um að breyta matsupphæð undirmats- gjörðarinnar. Það verður því að lita svo á, að und- irmatsgjörðin standi óhögguð af vfirmatsgjörð þeirri, er fram fór, og verður þá svo sem undir- dómarinn hefir gert samkv. ákvæðum 4. kafla vega- laganna að dæma aðaláfrýjanda til að greiða sagn- áfrýjanda matsupphæðina, 700 kr. fyrir jarðraskið og efnistökuna, cg samkvæmt 26. gr. vegalaganna verður einnig að dæma hann til að greiða kostnað- inn við undirmatið, 66 kr. 50 a., þar sem þessi kostn- aður er eigi talinn með í matsupphæðinni. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að aðaláfrýj- andi greiði gagnáfrýjanda málskostnað fyrir und- , irrétti og hæstarétti, er ákveðst samtals 300 kr. Því dæmist rétt vera: Aðaláfrýjandi, hreppsnefnd Seltjarnarnes- hrepps, greiði gagnáfrýjanda, Guðmundi Pét- urssyni, 766 kr. 50 a. og ennfremur málskostn- að fyrir undirrétti og hæstarétti með 300 krón- um. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Með stefnu, útg. 1. september f. á., hefir Guðmundur Pétursson bóndi í Hrólfsskála í Seltjarnarneshreppi, að 681 undangenginni árangurslausri sáttaumleitun, höfðað mál þetta gegn hreppsnefnd Seltjarnarneshrepps til greiðslu skuldar að upphæð kr. 836,50, ásamt 6% ársvöxtum frá sáttakærudegi til greiðsludags og málskostnað að skað- lausu. — Hin umstefnda skuld, segir stefnandinn að sé til orðin þannig, að frá því haustið 1929 hafi hreppsnefndin látið taka ofaniburð úr landareign hans í hreppsveginn út á Seltjarnarnesið, án þess að hún vildi greiða neinar bætur fyrir, og hafi hann þá fengið útnefnda 2 menn til þess að meta hve háar skaðabætur honum bæri fyrir of- aniburð þennan, og hafi matsgjörðin hljóðað upp á kr. 700,00 í skaðabætur, en sem hreppsnefndin eigi hefir fengizt til að greiða honum, ásamt útlögðum kostnaði við matið, þar á meðal kr. 70,00 í innheimtulaun, en fyrr- greind matsgjörð fór fram 6. mai Í. á. Hin stefnda hreppsnefnd hefir krafizt yfirmats með erindi, dags. 22. júní í. á., er fór fram 23. ágúst s. á., á þá leið, að tveir hinna skipuðu yfirmatsmanna, hvar af ann- ar þeirra skipaður formaður yfirmatsnefndar, álíta, að stefnanda eigi beri neinar skaðabætur fyrir umræddan ofaníburð, vegna þess að land jarðarinnar Hrólfsskála hafi hækkað meira í verði við vegarlagninguna, en þeim skaða nemi, er hann hafi orðið fyrir við töku ofaníburð- arins, en hinir 2 skipuðu yfirmatsmenn hafa undirskrifað gjörðina með fyrirvara, og með skirskotun til sérstaks álits frá þeirra hálfu, er þeir s. d. hafa undirskrifað, hvar þeir virðast hallast að þeirri skoðun, að eiganda oft- greindrar jarðar, eða stefnanda, beri einhverjar bætur út af sand- eða malartökunni til hreppsvegarins, eða í hlut- falli við mat jarðarinnar samborið við fasteignamat ann- ara nærliggjandi jarða, en tilfæra enga ákveðna matsupp- hæð, er stefndum beri að greiða í þessu tilliti. — Stefndur eða oddviti hreppsins, f. h. hreppsnefndar, hefir með tilliti til yfirmatsgjörðarinnar, sem hann heldur fram að samþykkt sé af meiri hluta yfirmatsnefndar, neitað að greiða umkrafðar skaðabætur, og krafizt al- gjörðrar sýknunar í máli þessu af fjárkröfum stefnanda, og að hann verði dæmdur til að greiða málskostnaðinn samkvæmt mati réttarins. — Stefnandinn, eða umboðsmaður hans hefir undir rekstri málsins haldið því fram, að yfirmatið sé ógilt 682 sökum þess, að of seint hafi verið beiðst útnefningar eða skipunar á yfirmatsmönnum, eða áfrýjunar á matinu sem því standi .óhaggað þrátt fyrir yfirmatið, sbr. ákvæði niðurlagsgreinar 26. gr. vegalaganna nr. 41, 1924, þar und- irmatinu hafi verið lokið 6. maí f. á., en yfirmats eigi beiðst fyrr en 22. júni s. á. Stefnd hreppsnefnd hefir á hinn bóginn haldið því fram, að henni hafi eigi borizt mats- gjörðin eða vitneskja um undirmatið fyrr en með kröfu- bréfi umboðsm. stefnanda, dags. 2. júni f. á., meðtekið 6. s. m. og því eigi verið unnt að fullnægja bókstaflega fyr- irmælum vegalaganna að því er áfrýjunarfrest áhrærir, en þar segir að yfirmats skuli krefjast „innan mánaðar frá því að matsgerð er lokið“. — Með því að eigi verður gengið fram hjá beinum fyrir- mælum laganna, er fyrr greinir, eða nokkur annar frest- ur til áfrýjunar yfirmats seltur, en þá er tiltekinn, eða 1 mánuður, verður að lita svo á, að áfrýjun matsins eigi hafi við lög að styðjast vegna þess, er að framan greinir, og að því beri að dæma stefnda hreppsnefnd til þess að greiða stefnanda matsupphæðina kr. 700,00, auk kostnað- ar við matið, kr. 66,50, en innheimtulaunakrafa stefnanda, kr. 70,00, sem eigi er haldið fram undir rekstri málsins, verður eigi tekin til greina, og kostnaður við mál þetta virðist eiga að falla niður. Miðvikudaginn 15. júní 1932. Nr. 80/1930. Elín Egilsdóttir (Sveinbjörn Jónsson) gegn L. C. Klitteng (Guðm. Ólafsson). Staðfesting löghalds með því að áfrýjanda var talið heimilt að rifta samningi og krefjast endurborg- unar. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 14. ágúst 1930: Stefnd- ur, Gísli Bjarnason, f. h. L. C. Klitteng, skal vera sýkn af 683 kröfum stefnandans, Elínar Egilsdóttur, í máli þessu og falli áðurgreind löghaldsgjörð úr gildi. Málskostnaður falli niður. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir gjört þær kröfur hér fyrir rétt- inum, að stefndi verði dæmdur til að greiða sér d. kr. 3000.00 með 6% ársvöxtum frá 4. sept. 1929 til greiðsludags svo og málskostnað í héraði og hæsta- rétti eftir mati réttarins. Ennfremur krefst hún þess að staðfest verði löghaldsgjörð sú, sem gjörð var í fógetarétti Reykjavíkur 1. apríl 1930 til trygg- ingar kröfu þessari. Af hálfu stefnds hefir verið krafizt staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar í hæstarétti. Stefndi telur kröfu áfrýjanda um riftingu samn- ings aðilja frá 4. sept. 1929 hafa komið fram svo seint, að áfrýjandi með þeim drætti hafi fyrirgjört rétti sinum til riftingar, þar sem riftingarkrafan fyrst hafi verið gjörð við löghaldsgjörðina 1. april 1930, nálega 7 mánuðum eftir að samningurinn var gjörður og löngu eftir að áfrýjanda hafi verið orðið kunnugt um þau atvik, er hún byggi riftun- arkröfuna á. Þessari varnarástæðu var eigi hreyft af hálfu stefnda fyrir bæjarþinginu, og verður hún því, þegar af þeirri ástæðu, eigi tekin til greina. Rétt sinn til riftunar á umgetnum samningi bygg- ir áfrýjandi fyrst og fremst á því, að stefndi hafi talið sér trú um, að hann ætti einkarétt til tilbún- ings á köku þeirri, er ræðir um í málinu, og selt sér þann einkarétt að því er tæki til tilbúnings kök- unnar í Reykjavík. Hafi stefnda verið það vitan- legt, að hún hafi gert samninginn í þeirri von að öðlast með honum slíkan einkarétt, en þar sem sú 44 684 eftirvænting sin hafi brugðizt, sé sér heimilt að rifta samningnum. Í hinum skrifaða samningi málsaðilja frá 4. sept. 1929, er ekki getið um sölu á neinskonar einkarétti til kökugerðar þessarar og stefndi hefir mótmælt þessari skýrslu áfrýjanda. En hinsvegar er það sannað í málinu, að nokkru leyti með gögnum, sem aflað hefir verið eftir að hinn áfrýjaði dómur gekk, í fyrsta lagi, að kaka sú, sem stefndi tók að sér að kenna að búa til í kökugerð áfrýjanda, og nefndi Kristjáns X. köku, er ekki að neinu leyti sérkenni- leg, heldur almenn kaka, sem hver lærður köku- gerðarmaður getur búið til, enda er það og upp- lýst, að kaka þessi hefir verið búin til og seld hér í bænum af öðrum kökugerðarmönnum en áfrýj- anda bæði fyrir og eftir það, að samningurinn var gjörður milli aðlija þessa máls. Að þessu athuguðu og hinsvegar því, hversu mikið fé áfrýjandi skuld- batt sig með samningnum til að greiða stefnda, verður að telja það mjög ólíklegt, að áfrýjandi hafi gjört þann samning til þess eins að fá tilsögn stefnda um tilbúning köku, er hver venjulegur full- numa kökugerðarmaður kunni að búa til, enda eru og ýmsar aðrar líkur komnar fram, er styðja mjög skýrslu áfrýjanda um þetta atriði. Að vísu verð- ur það eigi gegn mótmælum stefnda, talið sann- að, að honum hafi verið kunnugt um það, að þess var getið í auglýsingu þeirri, er birtist í Morgun- blaðinu 5. sept. 1929, og stefndi kom með til blaðs- ins, að áfrýjandi hefði einkarétt til þess að búa köku þessa til í Reykjavík og selja hana þar. Hins- vegar er það viðurkennt, að fréttaklausa, er birt- ist í sama blaði, og þar sem einnig var sagt frá einkarétti áfrýjanda, var rituð eftir skýrslu stefnda 685 og að hann hafi við það tækifæri tjáð ritstjórum blaðsins, að áfrýjandi hefði „Enebagningsret“ að köku þessari hér í bænum. Þá er það og sannað, að stefndi hafði áður en umræddur samningur var gjörður við áfrýjanda boðið öðrum kökugerðar- manni einkarétt á tilbúningi köku þessarar bæði fyrir Reykjavík og fyrir landið allt, og einka- réttinn fyrir Reykjavík bauð hann þá fyrir sömu upphæð og áfrýjandi skuldbatt sig til að greiða honum með samningnum, d. kr. 3000.00. Þessi atriði öll styðja skýrslu áfrýjanda svo mjög að taka verður hana til greina og með því þá að á- frýjandi engan einkarétt öðlaðist með samningn- um, er henni heimilt að rifta honum. Verður því að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda d. kr. 3000.00 með vöxtum sem að framan segir, enda hefir vaxtakröfunni eigi verið mótmælt. Með til- liti til þess hversu ófullnægjandi upplýsingar lágu fyrir í málinu í héraði af hálfu áfrýjanda, þykir rétt að málskostnaður í héraði falli niður, en máls- kostnað í hæstarétti ber stefnda að greiða áfrýj- anda með 250 kr. Svo ber og að staðfesta hina framannefndu löghaldsgjörð. Því dæmist rétt vera: Stefndi, L. C. Klitteng, greiði áfrýjanda, Elinu Egilsdóttur, d. kr. 3000.00 með 6% árs- vöxtum frá 4. sept. 1929 til greiðsludags. Málskostnaður í héraði falli niður, en máls- kostnað í hæstarétti greiði stefndi áfrýjanda með kr. 250.00. Framannefnd löghaldsgjörð fógetaréttar Reykjavíkur, gerð 1. april 1930, staðfestist. 686 Dómi þessum skal fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: „ Málavextir í máli þessu eru þeir, að með samningi, dags. 4. sept. 1929, tókst L. GC. Klitteng, kökugerðarmaður frá Kaupmannahöfn, á hendur að kenna tilbúning á svo- nefndri „Christian X's Kage“ í kökugerð stefnanda, Elin- ar Egilsdóttur veitingakonu hér í bænum, og láta henni í té uppskriftir af kökunni. Virðist Klitteng hafa látið í veðri vaka, að hann hafi fundið upp kökutegund þessa. Kennslan skyldi fara fram dagana 5. og 6. sept. 1929 og átti stefndandi að greiða fyrir hana d. kr. 3000.00, sem greiðast skyldi samdægurs og kennslunni væri lokið eða þann 6. sept. Auk þess að láta stefnanda kennsluna í té, skuldbatt Klitteng sig í áðurgreindum samningi, til þess að baka ekki kökuna í öðrum brauð- eða kökugerðarhúsum hér í bænum. Kennslan í tilbúningi kökunnar fór nú fram eins og til skilið var og greiddi stefnandi þá þegar d. kr. 1000,00 og kr. 2000.00 með vixli pr. 1. dez. 1929. Á gjald- daga þess víxils galt hún enn d. kr. 1000,00, en eftirstöðv- arnar með víxli pr. 1. febr. 1930. Þann víxil galt stefn- andi svo ekki á gjalddaga og var hann þá afhentur Gísla Bjarnasyni lögfræðingi hér í bænum til innheimtu. Hinn 1. apríl greiddi svo stefnandi vixilinn til hans, en lagði samdægurs löghald á peningana eftir heimild í opnu bréfi 30. nóv. 1821 til tryggingar upp í skaðabótakröfu, er hún telur sig eiga á hendur oftnefndum Klitteng, út af fram- angreindum viðskiptum þeirra, og hefir hún nú, eftir árangurslausa sáttaumleitun, höfðað mál þetta hér fyrir bæjarþinginu, með stefnu, útgefinni 16. apríl s. l., á hend- ur nefndum Gísla, og gert þær réttarkröfur, að hann verði, f. h. umbjóðanda sins, L. GC. Klitteng, dæmdur til þess að greiða henni d. kr. 3000.00 fyrir samningsrof með 6% ársvöxtum frá 4. september 1929 til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu eftir mati réttarins. Þá hefir hún og krafizt þess að áðurgreind löghaldsgjörð verði staðfest. Kröfu sína byggir stefnandi á því, að hún hafi með fyrrgreindum samningi keypt einkarétt af umbjóðanda 687 stefnds til þess að baka og selja áðurgreinda „Christian X's köku“ hér í bænum, en nú hafi hún „fulla ástæðu til þess að ætla“ að hann hafi engan einkarétt haft til þess að framleiða kökutegund þessa, því að aðrir bakarar hér í bænum hafi óátalið af honum bakað og selt kökuna. Telur stefnandi, að hún eigi því heimtingu á að fá end- urgreiddar þær d. kr. 3000.00, er hún hefir greitt til um- bjóðanda stefnds, en upphæð þessa telur hún vera and- virði „einkaréttarins“. Stefndur hefir mótmælt kröfum stefnanda og krafizt sýknu af þeim og málskostnaðar hjá henni. Ennfremur hefir hann krafizt þess, að löghaldsgjörðin verði úr gildi felld. Sýknukröfuna byggir stefndur á því, að umbjóð- andi hans hafi engan „einkarétt“ selt stefnanda og á eng- an hátt rofið samninginn við hana, en samninginn telur hann að öllu leyti tæmandi um sambandið milli aðilj- anna. Máli sínu til stuðnings hefir stefnandi haldið því fram, að verðið, d. kr. 3000.00, sé óhæfilega hátt fyrir það eitt, að kenna tilbúning kökunnar og afsala sér rétti til þess að baka hana hér í bænum. Jafnframt staðhæfir hún, að umbjóðandi stefnds hafi komið sjálfur með auglýsingu til Morgunblaðsins, er birt hafi verið í blaðinu 5. september 1929, þar sem því er lýst yfir, að hann hafi selt stefn- anda einkarétt á kökugerð þessari hér í bænum. Þá hef- ir hún og lagt fram vottorð, frá ritstjórum Morgun- blaðsins og auglýsingarstjóra þess um það, að umbjóð- andi stefnds hafi skýrt blaðinu frá því, að hann hafi selt brauðgerð Skjaldbreiðar einkarétt á tilbúningi kökunnar hér á landi. Stefndur hefir mótmælt því, að umbjóðanda hans hafi verið kunnugt um efni áðurgreindrar auglýsingar, þar sem hún sé á íslenzku en hann kunni ekki það mál. Þá hefir stefndur og mótmælt vottorði ritstjóranna og aug- lýsingarstjórans sem röngu og byggðu á misskilningi og við vottorðið er það að athuga, að það er ekki í fullu sam- ræmi við það, sem stefnandi hefir haldið fram um „einka- réttinn“, því að í vottorðinu segir, að „einkarétturinn“ hafi náð til alls landsins, en hún hefir ekki eftir því, sem fyrir liggur, talið sig hafa keypt einkarétt í tilbúningi kökunnar nema hér í bænum. Þar sem nú ekki er í áður- 688 greindum samningi milli umbjóðanda stefnds og stefn- anda minnst einu orði á einkarétt á tilbúningi kökunnar eða sölu á honum, heldur lofar umbjóðandi stefnds eins og áður greinir aðeins að kenna kökugerðarmanni stefn- anda tilbúning kökunnar, gefa uppskrift af henni svo og að baka ekki kökuna í öðrum brauðgerðarhúsum, gegn ákveðnu umsömdu endurgjaldi (d. kr. 3000.00), þá lítur rétturinn svo á, að stefndanda hafi ekki tekizt að sanna nægilega, að hún hafi keypt umræddan einkarétt og ber þegar af þeirri ástæðu að sýkna stefndan af kröfum stefn- anda í málinu og fella áðurgreinda löghaldsgjörð úr gildi. Hinsvegar þykir eftir öllum málavöxtum rétt að máls- kostnaður falli niður. Vegna anna hefir dómur eigi verið kveðinn upp í máli þessu fyrr en nú. Föstudaginn 17. júní 1932. Nr. 127/1931. Ingólfur G. S. Esphólín (Sveinbjörn Jónsson) segn Sigurbjarna Tómassyni (Enginn). Víxilmál. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 10. okt. 1931: Stefndur, Ingólfur Esphólín, greiði stefnandanum, Sigurbjarna Tómássyni, kr. 310.00 ásamt 6% ársvöxtum af kr. 105.00 frá 10. sept. 1931 til 25. s. m. og af kr. 310,00 frá þeim degi til greiðsludags, '% % upphæðarinnar í þóknun og kr. 70.00 í málskostnað, allt innan þriggja sólarhringa frá lög- birtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Mál þetta var höfðað í héraði til greiðslu tveggja vixla, hvors um sig að upphæð 205 kr., er stefndi hafði gefið út og áfrýjandi samþykkt til greiðslu í Útvegsbankanum 10. og 25. sept. Í. á., en sam- 689 kvæmt upplýsingum, er komu fram undir rekstri málsins í héraði færði héraðsdómarinn niður upp- hæð víxils þess, er fyrr féll í gjalddaga, um 100 kr. og dæmdi áfrýjanda til að greiða samtals 310 kr. af víxilupphæðunum, auk vaxta, þóknunar og málskostnaðar eins og segir í dóminum. Þessum dómi hefir áfryjandi áfrýjað til hæsta- réttar með stefnu, dags. 3. dez. f. á., en stefndi hefir eigi mætt eða látið mæta, þótt honum hafi verið löglega stefnt og hefir því málið verið rekið skriflega samkv. 38. gr. hæstaréttarlaganna og er dæmt samkvæmt N. L. 1-4—32 og 2. gr. tilsk. ö. júni 1796. Áfrýjandi hefir krafizt þess fyrir hæstarétti, að hinum áfrýjaða gestaréttardómi verði breytt þann- ig, að hann verði aðeins dæmdur til að greiða höf- uðstól víxlanna 310 kr. án vaxta, þóknunar og málskostnaðar í héraði. Svo hefir hann og krafizt málskostnaðar í hæstarétti. Að því er snertir upphæð þess víxils, sem fyrr féll í gjalddaga, þá hefir áfrýjandi í sókn sinni hér fyrir réttinum, haldið því fram, að hann hafi á gjald- daga vixilsins boðið vixileiganda að greiða eftir- stöðvar hans, en því verið hafnað. En áfrýjandi hefir enga sönnun fært fyrir þessu, og þar sem hann hefir ekki hreyft þessu fyrir gestaréttinum, þá verður ekkert byggt á þessari staðhæfingu hans. Að því er snertir þann víxilinn, er féll í gjald- daga 25. sept. f. á., þá hefir áfrýjandi að vísu við- urkennt, að hann hafi eigi boðið fram greiðslu á honum á gjalddaga, en hann byggir kröfu sína á því, að hann á 2. virkum degi eftir gjalddaga hafi árangurslaust boðið fram greiðsluna á greiðslu- staðnum og auk þess tilkynnt stefnda samdægurs í 690 bréfi, að upphæðir beggja vixlanna yrðu honum greiddar gegn vixlunum. Hefir hann þessu til sönn- unar samkvæmt novaleyfi lagt fram eftirrit af bréfinu og vottorð Útvegsbankans um að eigi verði séð, að vixlarnir hafi legið í bankanum. Telur hann sig eiga að vera sýknan saka, þar sem það sé föst venja í bönkum hér, að telja loforði um greiðslu vixla fullnægt, ef greiðsla. fer fram á 2. virkum degi eftir gjalddaga. En á þetta verður eigi fallizt. Samkvæmt 31. gr. vixillaganna var áfrýjanda skylt að greiða vixlana á gjalddaga og átti hann ekki rétt á frestdögum og var því stefnda rétt, að hefja þegar á 2. degi eftir gjalddaga málsókn til greiðslu vixilsins, er síðar féll í gjalddaga, svo sem hann gjörði. En hinsvegar verður eigi séð af skjölum málsins, að víxlarnir hafi verið sýndir til greiðslu fyrr en í gestaréttarhaldinu 30. sept. f. á., og þar sem áfrýj- andi þá bauð fram greiðslu á báðum víxilupphæð- unum, er stefndi hafnaði þótt honum samkv. 37. gr. vixillaganna væri skylt að taka við þeim, þá verður að taka til greina kröfu áfrýjanda um sýknu af vaxtakröfu stefnda og fella úr gildi vaxtaákvæði sestaréttardómsins. Sömuleiðis má fallast á það hjá áfrýjanda, að stefndi hafi eigi átt rétt á að fá 14% þóknun af vix- ilupphæðunum sbr. 36. gr. víxillaganna, og ber því einnig að breyta gestaréttardóminum að þessu leyti. Hinsvegar verður krafa áfrýjanda um að fella niður málskostnað í gestaréttinum eigi tekin til greina. Í réttarhaldinu 25. sept. f. á. bauð áfrýj- andi aðeins fram greiðslu á víxilupphæðunum, en neitaði að greiða áfallinn lögmætan málskostnað 691 og var því boð hans eigi fullnægjandi til fullnaðar- greiðslu á víxlaskuldunum og verður einnig að stað- festa málskostnaðarákvæði gestaréttardómsins. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður í hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Áfrýjandi, Ingólfur G. s. Esphólín, greiði stefnda, Sigurbjarna Tómássyni, 310 kr. og málskostnað fyrir undirrétti með 70 kr. Málskostnaður fyrir hæstarétti falli niður. Dóminum að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað fyrir gestaréttinum með stefnu, birti 28. f. m., af Sigurbjarna Tómássyni, hér í bæ, gegn Ingólfi Esphólín kaupmanni, til greiðslu tveggja vixla hvors um sig að upphæð kr. 205, beggja útgefinna 11. júlí s. 1. af stefnanda, og samþykktra af stefndum til greiðslu í Útvegsbankanum hér 10. og 25. f. m. Hefir stefnandi krafizt þess, að stefndur verði dæmdur til að greiða sér upphæð vixlanna, samtals kr. 410 með 6% ársvöxtum frá gjalddögum þeirra til greiðsludags, % 70 upphæðarinnar í þóknun og málskostnað að skað- lausu. Stefndur hefir í fyrsta lagi haldið því fram í málinu, að annar hinna umstefndu víxla sé 100 kr. of hár og hefir á þeim grundvelli krafizt þess, að hin umstefnda skuld verði færð niður í kr. 310 og að hann verði aðeins dæmd- ur til að greiða þá upphæð. Og þar sem stefndur hefir lagt fram yfirlýsingu frá stefnanda þess efnis, að hin rétta upphæð vixils þess, er í gjalddaga féll 10. f. m., hafi átt að vera kr. 105,00, en víxillinn hafi af vangá verið stílaður kr. 100,00 of hár, þá ber að taka framangreinda lækkunarkröfu stefnds til greina. Þá hefir stefndur og mótmælt málskostnaðarkröfu 692 stefnanda og virðist hann byggja mótmælin á því, að hann hafi 28. f. m. eða á 2. degi eftir gjalddaga vixils þess, er átti að greiðast 25. þess mánaðar verið staddur á vistar- stað víxilsins í þeim tilgangi að greiða hann, en víxillinn hafi þá ekki verið þar til staðar. Við þessa greiðslutilraun stefnds er það að athuga, að ekki er upplýst brátt fyrir hana, að umræddur vixill hafi ekki verið á vistarstaðnum á gjalddaga. Og þar sem við þetta bætist, að stefndur hefir ekki haldið þvi fram, að hann hafi boðið fram greiðslu á allri hinni viðurkenndu upphæð áður en mál þetta var höfðað, Þykir stefndur verða að greiða stefnanda málskostnað og ákveðst hann 70 kr. Föstudaginn 17. júní 1932. Nr. 126/1931. Ingólfur G. S. Esphólin (Sveinbjörn Jónsson) segn Sigurbjarna Tómassyni (Enginn). Vixilmál. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 7. nóv 1931: Stefndur, Ingólfur Esphólin, greiði stefnanda, Sigurbjarna Tómás- syni, kr. 202,70 með 6% ársvöxtum frá 10. okt 1931, til greiðsludags, '$ % upphæðarinnar í þóknun og kr. 40,00 í málskostnað, innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Máli þessu hefir verið áfrýjað til hæstaréttar með stefnu, dags. 3. dez. Í. á., en stefndi hefir eigi mætt eða látið mæta, þótt honum hafi verið lög- lega stefnt og hefir málið því verið flutt skriflega samkv. 38. gr. hæstaréttarlaganna og er dæmt samkv. N. L. 1-4-—32 og 2. gr. tilsk. 3. júni 1796. Áfrýjandi hefir krafizt þess að gestaréttardóm- 693 inum verði breytt þannig, að hann aðeins verði dæmdur til að greiða höfuðstól vixils þess, sem málið er risið út af, en án vaxta, þóknunar og málskostnaðar í héraði. Svo hefir hann og krafizt málskostnaðar í hæstarétti eftir mati réttarins. Eins og segir í gestaréttardóminum hefir áfrýj- andi viðurkennt, að hann hafi eigi boðið fram greiðslu á umræddum víxli á réttum gjalddaga hans 10. okt. f. á., og þar sem hann samkvæmt 31. gr. víxillaganna átti eigi rétt á frestdögum verður greiðslutilboð hans á greiðslustaðnum á 1. virkum degi eptir gjalddaga eigi talið fullnægjandi, enda eigi upplýst, að stefnda hafi orðið það kunnugt fyrr en eftir að málið var þingfest. Stefnda var því rétt að hefja málssókn til innheimtu víxilsins þeg- ar á Í. virkum degi eftir gjalddaga svo sem hann og gerði. Hinsvegar verður það eigi séð af skjölum máls- ins, að víxillinn hafi verið sýndur til greiðslu fyrr en í gestaréttarhaldinu 14. okt. f. á, og þar sem áfrýjandi þá bauð fram greiðslu á vixilupphæð- inni „er stefndi hafnaði, þótt honum samkv. 37. gr. vixillaganna væri skylt að taka við henni, þá verð- ur að taka til greina kröfu áfrýjanda um sýknun af vaxtakröfu stefnda og fella niður vaxtaákvæði gestaréttardómsins. Sömuleiðis má fallast á það hjá áfrýjanda, að stefndi átti ekki rétt á að fá 14% þóknun af vixil- upphæðinni sbr. 36. gr. vixillaganna og ber því einnig að breyta dómi gestaréttarins að þessu leyti. En þar sem hinsvegar áfrýjandi í gestaréttar- haldinu 14. okt. f. á. aðeins bauð fram greiðslu á víxilupphæðinni, en neitaði að greiða áfallinn lög- mætan málskostnað, verður krafa hans um nið- 694 urfelling málskostnaðarákvæðis gestaréttardóms- ins eigi tekin til greina og verður því, að staðfesta það. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Áfrýjandi, Ingólfur G. S. Esphólin, greiði stefnda, Sigurbjarna Tómássyni, kr. 202,70, os 40 kr. í málskostnað í héraði. Málskostnaður í hæstarétti falli niður. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað fyrir gestaréttinum með stefnu, birtri 12. ff m., af Sigurbjarna Tómassyni, hér í bæ, gegn Ingólfi Esphólin, Tryggvagötu 43 hér í bænum, til greiðslu vixils, að upphæð kr. 202,70, útgefins 11. júlí s. 1, af stefn- anda, og samþykkts af stefndum til greiðslu í Útvegsbanka Íslands, hér í bæ, 10. f. m. Hefir stefnandi krafizt þess, að stefndi verði dæmdur til þess að greiða sér upphæð víxilsins kr. 202,70 með 6% frá gjalddaga hans til greiðsludags, '% % upphæðarinnar í þóknun, og málskostnað að skaðlausu. Stefndur hefir mótmælt málskostnaðar- og vaxtakröfu stefnanda og krafizt sýknu af þeim, en hinsvegar boðizt til að greiða víxilinn kostnaðarlaust. Þá hefir stefndur og krafizt fulls málskostnaðar hjá stefnanda, svo og þess, að hann verði dæmdur í sekt fyrir óþarfa málsýfingu. Fram- angreind mótmæli byggir stefndur á því, að hann hafi á 2. og 3. virkum degi eftir gjalddaga umrædds víxils eða mánudaginn 12. þ. m. og þriðjudaginn 13. s. m. (víxillinn féll laugardaginn 16. f. m.) komið á vistarstað víxilsins í Útvegsbankanum og boðið fram borgun á honum, en vix- ilinn hafi hvorugan þennan dag verið til staðar í bank- anum, og hafi hann því lagt sem svaraði vixilupphæðinni 695 inn í hlaupareikning sinn í bankanum með fyrirmælum um, að upphæð þessi skyldi ganga til greiðslu á þessum ákveðna vixli, yrði honum framvísað. Hefir stefndur þessu til sönnunar lagt fram vottorð tveggja starfsmanna nefnds banka og liggja engin andmæli fyrir gegn vottorði þessu sem óstaðfestu. Telur stefndur, að þar sem víxillinn hafi verið vistaður í Útvegsbankanum, hafi hann haft fulla á- stæðu til þess að ganga út frá því, að bankinn hefði víxil- inn til innheimtu, en það sé föst venja bankanna að menn geti á þriðja virkum degi frá gjalddaga greitt vixla, sem bankarnir eigi eða hafi til innheimtu án nokkurs auka- kostnaðar. Nú hafði hann eins og að framan greinir boðið fram fulla greiðslu á víxlinum á greiðslustað hans þegar á öðrum degi og sé því málssókn þessi gegn sér algerlega ástæðulaus og óréttmæt. Stefnandi hefir mótmælt framangreindum varnarástæð- um stefnda og haldið fast við kröfur sínar í málinu. Það verður að fallast á það hjá stefnanda, að enda þótt víxillinn sé vistaður í banka geti víxilskuldari ekki gengið út frá þvi sem gefnu, að vixillinn verði fenginn viðkom- andi banka til innheimtu. Þá verður heldur ekki litið svo á, eins og stefndur heldur fram, að vixilskuldari eigi heimtingu á frestdögum, sbr. 31. gr. vixillaganna, enda þótt Það sé venja bankanna hér að afsegja ekki víxla sína fyrr en á öðrum og 3. virkum degi eftir gjalddaga, heldur get- ur víxileigandi að sjálfsögðu innheimt víxil sinn með hverju löglegu móti, þegar vixillinn er í gjalddaga fallinn. Nú er það in confesso, að stefndur bauð ekki fram borg- un á umræddum víxli á gjalddaga. Var því stefnanda rétt að hefja þegar málssókn út af honum, og var stefnan í málinu birt stefndum á 1. virkum degi eftir gjalddaga. Stefndur bauð þó ekki stefnanda greiðslu enda þótt hon- um við stefnubirtinguna hlyti að vera ljóst, hvar víxill- inn var niðurkominn, heldur lagði hann daginn eptir, sem svaraði víxilupphæðinni inn í Útvegsbankann, eins og áður er drepið á, án þess að tilkynna stefnanda nokk- uð um þetta og ekki sést, að honum hafi orðið greiðslu- tilraunir stefnda kunnar fyrr en eftir að búið var að þing- festa málið. Þykja því mótmæli stefnds gegn málskostnað- ar- og vaxtakröfu stefnanda ekki hafa við rök að styði- ast og verða ekki tekin til greina, en eftir öllum málavöxt- 696 um þá þykir málskostnaðurinn í máli þessu nægilega á- kveðinn 40 krónur. Engin ástæða er til þess að taka til greina kröfu stefnds á hendur stefnanda um sekt fyrir óþarfa málsýfingu. Föstudaginn 17. júní 1932. Nr. 22/1932. H/f Hamar (Lárus Jóhannesson) gegn Helgu Gestsdóttur (Stefán Jóh. Stefánsson). Upphæð skuldabréfs talin gjaldkræf sökum dráttar með greiðslu afborgunar. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 9. jan. 1932: Stefndur, h/f. Hamar, greiði stefnanda, Helgu Gestsdóttur, kr. 2600,00 með 5% ársvöxtum frá 19. okt. 1931 til greiðslu- dags og kr. 231,00 í málskostnað innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför lögmanns. Dómur hæstaréttar. Af ástæðum þeim, sem teknar eru fram í hin- um áfrýjaða gestaréttardómi og fallast má á að öllu leyti, ber að staðfesta dóminn. Áfrýjanda, h/f. Hamar, ber að greiða stefndu, Helgu Gestsdóttur, 150 kr. í málskostnað fyrir hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða gestaréttardómi skal ó- raskað. Áfrýjandi, h/f. Hamar, greiði stefndu, Helgu Gestsdóttur, 150 kr. í málskostnað í hæstarétti. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 697 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er, eftir heimild í veðskuldabréfi, hafið fyrir gestaréttinum með stefnu, útgefinni 19. okt. s. l., af Helgu Gestsdóttur í Hafnarfirði gegn h/f. Hamar, hér í bænum, til greiðslu skuldar að upphæð kr. 2600,00 með 5% árs- vöxtum frá stefnudegi til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Nemur hann eftir framlögðum reikningi, sem stefnaur hefir eigi mótmælt sérstaklega sem of háum, kr. 231,00. Málavextir eru þeir, að hinn 1. nóv. 1929 gaf stefndur áðurgreint skuldabréf út handa stefnanda og var það upp- haflega að upphæð kr. 5500,00. Skyldi bréfið greiðast Þannig, að kr. 2500,00 voru greiddar 1. ágúst 1930 og því næst kr. 400,00 1. okt. ár hvert þar til skuldinni væri að fullu lokið. Hinn 5. ágúst 1930 greiddi stefndur siðan 1. afborgunina kr. 2500,00 og var þá kvittað fyrir upp- hæðinni með fyrirvara út af greiðsludrættinum. Nú kveð- ur stefnandi að hinn 15. október f. á. hafi stefndur ekki verið farinn að greiða afborgun þá, sem fallið hafði í gjalddaga 1. þess mánaðar, hafi hún því afhent málflutn- ingsmanni skuldabréfið til innheimtu og hafi hann þegar krafið stefndan um greiðslu alls bréfsins. Stefndur hafi hinsvegar aðeins greitt áðurgreinda afborgun kr. 400,00 ásamt kr. 100,00 upp í málskostnað og verið ófáanlegur til þess að greiða meira, en með því að stefnandi telur allt skuldabréfið fallið í gjalddaga samkvæmt beinum fyrir- mælum þess hefir hún höfðað mál þetta til greiðslu eftir- stöðvanna kr. 2600,00. Stefndur hefir mótmælt kröfum stefnanda og krafizt sýknu af þeim og málskostnaðar hjá henni eftir mati rétt- arins. Byggir hann sýknukröfuna í fyrsta lagi á því, að dráttur sá, sem orðið hafi á greiðslu umræddrar afborg- unar sé mjög afsakanlegur. Kveður hann nafngreindan mann í Hafnarfirði hafa tjáð sér, að hann væri eigandi bréfsins og boðið það sem greiðslu upp í skuld, sem hann hafi átt að sjá um að greidd yrði. Boði þessu hafi að vísu ekki verið tekið, en hann hafi ætlast til að hin áfallna af- borgun gengi upp í þá inneign sína, er hinn meinti skulda- bréfseigandi hafi átt að sjá um greiðslu á. Þá telur stefndur, að dráttur sá, sem orðið hafi á greiðslu umræddrar afborgunar sé svo óverulegur, að 698 hann geti ekki haft þær verkanir, að allt skuldabréfið sé fallið í gjalddaga og bendir á því til stuðnings, að ekki sé heimilt að gera fjárnám í fasteignaveði fyrr en 14— 17 dögum frá gjalddaga skuldar þeirrar, sem veðið á að tryggja. Loks hefir stefndur haldið því fram, að hann hafi ekki verið krafinn um umrædda afborgun fyrr en með kröfu- bréfi málflutningsmanns stefnanda, en þegar hann hafi fengið það hafi hann þegar brugðið við og greitt afborg- unina ásamt ríflegum innheimtulaunum, samkvæmt árit- un á skuldabréfið, hefir upphæð þessi borizt málflutn- ingsmanninum í hendur 17. okt. f. á. Stefnandi hefir mótmælt framangreindum varnar- ástæðum stefnds og haldið fast við kröfur sinar í málinu. Það verður nú ekki fallizt á það hjá stefndum, að stefn- andi hafi þurft að gera nokkra kröfu um það að fá um- rædda afborgun greidda, heldur hafi stefndum borið að sjá um greiðslu hennar án þess. Þá verður heldur ekki litið svo á, að stefndur beri ekki ábyrgð á greiðsludrættinum. Er þá eftir að athuga hvort drátturinn hefir verið veru- legur eða ekki. Í umræddu skuldabréfi segir svo: „Ef vér (þ. e. stefnd- ur) stöndum ekki í skilum með greiðslu afborgana fram- anskráðrar skuldar á nákvæmlega tilteknum gjalddögum, er hún öll fallin í gjalddaga fyrirvaralaust“. Rétturinn litur svo á, að samkvæmt ákvæðum í þessari klausu, beri að skoða sérhvern drátt á greiðslu afborgana af bréfinu verulegan og þá að sjálfsögðu dráttinn á um- ræddri afborgun, og verða þá mótmæli stefnds ekki tekin til greina heldur ber að taka dómkröfu stefnanda til greina að öllu leyti. Vegna embættisanna hefir dómur eigi verið kveðinn upp í máli þessu fyrr en nú. 699 Föstudaginn 17. júní 1932. Nr. 14/1932. Hreppsnefnd Bessastaðahrepps (Sveinbjörn Jónsson) gegn fjármálaráðherra, f. h. ríkissjóðs (Stefán Jóh. Stefánsson). Krafa um greiðslu á meðlagskostnaði þurfalings á sjúkrahúsi, samkv. 66. gr. fátækral., eigi tekin til greina. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 17. dezbr. 1391: Stefnd- ur, fjármálaráðherra, f. h. ríkissjóðs, skal vera sýkn af kröfum stefnandans, Sveinbjarnar Jónssonar, f. h. Bessa- staðahrepps, í máli þessu og falli málskostnaður í því niður. Dómur hæstaréttar. Með því að fallast má á ástæður þær, er greindar eru í hinum áfrýjaða bæjarþingsdómi, ber að stað- festa hann. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í hæstarétti falli niður. Þvi dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða bæjarþingsdómi skal ó- raskað. Málskostnaður í hæstarétti fellur niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er eftir árangurslausa sáttaumleitun höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu. útgefinni 28. febr, s. 1, af Sveinbirni Jónssyni, hrm., hér í bæ, f. h. Bessastaða- hrepps í Gullbringusýslu, gegn fjármálaráðherra, f. h. ríkissjóðs, til greiðslu kr. 5732,30 með 5% ársvöxtum frá 45 700 sáttakærudegi 6. febr. s. 1. til greiðsludags og málskostn- aðar að skaðlausu. Málavextir eru þeir, að hinn 13. marz 1927 var Ingi- björg nokkur Bjarnadóttir frá Viðistöðum í Hafnarfirði lögð inn á sjúkrahús Hjálpræðishersins Í Hafnarfirði og lá þar síðan fram til ársloka 1930. Legukostnaður hennar og læknishjálp nam á þessu tímabili samtals kr. 7332,40 (stefnandi hefir reiknað upp- hæðina 10 aurum of lága), en Bessastaðahreppur er fram- færslusveit nefnds sjúklings og ábyrgur fyrir kostnaðin- um. Í málinu liggja fyrir lýsingar á sjúkdómi konu þess- arar frá lækni þeim sem stundaði hana, Bjarna Snæbjörns- syni í Hafnarfirði og hefir læknirinn ritað í sjúkdóms- lýsingarnar yfirlýsingar á þá leið, að sjúklingur þessi hafi orðið „að leggjast á sjúkrahús vegna allsendis ónógr- ar hjúkrunar Í heimahúsum“ og að hann telji „að ekki hafi verið hægt að hjúkra sjúklingnum eins og þörf hefir verið á, annarsstaðar en á sjúkrahúsi“. Telur stefnandi, að þar sem fyrnefndur þurfalingur hafi verið lagður á sjúkrahús að læknisráði eigi Bessastaðahreppur eftir 66. gr. fátækralaganna nr. 43 frá 31. maí 1927 rétt á því að fá kr. 5732,30 af áðurgreindri meðlagsfúlgu endurgreidd- an frá ríkissjóði, en þar sem ríkissjóður hafi ekki viljað sinna endurgreiðslukröfunni kveður stefnandi mál þetta höfðað. Stefndur hefir mótmælt kröfum stefnanda og krafizt sýknu af þeim og málskostnaðar hjá honum eftir mati réttarins. Mótmæli sín byggir stefndur á því, að engin á- stæða hafi verið til þess að leggja fyrgreindan þurfaling á sjúkrahús, og ekki geti verið tilætlun fátækralaganna, að ríkið greiði legukostnað þurfalinga í slíkum tilfellum. Yfirlýsingar áðurgreinds læknis geti heldur alls ekki tal- izt fullnægjandi sönnun um nauðsyn sjúkrahúsvistarinn- ar, þar sem hann sé ekki embættislæknir, en þegar talað sé um „læknisráð“ í fátækralögunum sé án efa átt við um- sagnir, fyrirskipanir eða ráðleggingar héraðs- eða embætt- islækna, þær einar séu bindandi. Stefnandi hefir mótmælt framangreindum varnarástæð- um stefnds og haldið fast við framangreindar kröfur sinar. Í málinu liggur fyrir álit landlæknis á heilbrigðis- 701 ástandi umrædds þurfalings. Segir í álitisgerðunum, sem dags. eru 14. og 15. marz 1929, að hann telji sjúkrahúsvist hafa verið óþarfa fyrir þurfalinginn og byggir þá skoðun á sjúkdómslýsingum fyrnefnds læknis. Telur landlæknir, að sjúklingurinn hefði getað notið fullnægjandi umönn- unar á hverju góðu heimili og það hafi verið skylda hreppsnefndarinnar að sjá honum fyrir slíkum verustað. Þetta álit landlæknis þykir verða að leggja til grundvallar um það, að sjúkrahúsvist fyrir þurfalinginn hafi verið ónauðsynleg. Nú er það að vísu svo, að eftir nefndri fátækralaga- grein er það eina skilyrði sett fyrir framlagi úr ríkissjóði með þurfalingum að þurfalingurinn fari á sjúkrahús eftir læknisráði. Það er upplýst að margnefndur þurfalingur dvaldi á sjúkrahúsi Hjálpræðishersins í Hafnarfirði að ráði fyrnefnds læknis, Bjarna Snæbjörnssonar, og telur því stefnandi, að skilyrðum laganna til þess að vera að- njótandi framlags úr ríkissjóði með þurfalingnum sé full- nægt. Á þetta verður þó eigi fallizt, heldur litur rétturinn svo á, að auk þess skilyrðis sem berum orðum er tekið Íram í greininni, þá þurfi sjúkrahúsvist þurfalingsins að hafa verið nauðsynleg, en rísi ágreiningur um þetta atriði heyri úrskurðarvaldið um það undir heilbrigðisstjórnina. Þá getur vart hafa verið tilgangur laganna að hægt væri að koma hverjum lasburða ómaga á sjúkrahús á kostnað ríkissjóðs enda þótt umönnun í heimahúsum gæti verið fullnægjandi. Samkvæmt framansögðu verður þá ríkissjóði ekki talið skylt, að greiða hina umstefndu upphæð og ber því að sýkna hann af kröfum stefnanda í málinu, en eftir atvik- um þykir rétt að láta málskostnað í því falla niður. 102 Mánudaginn 20. júni 1932. Nr. 56/1931. Einar M. Jónasson, f. h. Ernu Einars- dóttur (Einar M. Jónasson) gegn Útvegsbanka Íslands h/f (Th. B. Eindal). Víxilmál. Ómerkingarkrafa sökum ólöglegrar stefnubirtingar eigi tekin til greina. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 23. maí 1931: Stefnd, Erna Einarsdóttir, greiði stefnandanum, Útvegsbanka Ís- lands, h. f., kr. 37,000,00 með 6% ársvöxtum frá 1. jan. 1931 til greiðsludags. "4 % upphæðarinnar í þóknun og kr. 1282,50 í málskostnað — allt innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Með vixli útgefnum 29. okt. 1930 tókst áfrýjandi, Erna Einarsdóttir, á hendur að greiða Útvegs- banka Íslands h/f. 37000,00 kr. hinn 1. jan. f. á., en með því að víxillinn var eigi innleystur eða end- urnýjaður á gjalddaga höfðaði bankinn mál á hendur útgefanda vixilsins, Ernu Einarsdóttur, fyrir gestarétti Reykjavíkur, með stefnu, útgefinni 18. maí f. á. Stefnda mætti eigi eða lét mæta fyrir gestaréttinum og var hún því með dómi réttarins, uppkveðnum 23. s. m. samkvæmt kröfu bankans dæmd til þess að greiða upphæð vixilsins 37000,00 kr. með 6% ársvöxtum frá 1. jan. 1981 til greiðslu- dags, 14% upphæðarinnar í þóknun og 1282 kr. 50 a. í málskostnað. Þessum dómi hefir áfryjandi, Einar M. Jónas- son, f. h. dóttur sinnar Ernu Einarsdóttur, skotið til hæstaréttar með stefnu, dags. 30. mai f. á., og 103 hefir krafizt þess, aðallega að hinn áfrýjaði dómur verði dæmdur ómerkur og málinu vísað frá gesta- réttinum, en til vara, að dóttir sín verði sýknuð af öllum kröfum stefnanda, svo og að bankinn verði dæmdur til að greiða málskostnað í báðum réttum. Aðalkröfu sína byggir áfrýjandi á því, að gesta- réttarstefnan hafi eigi verið löglega birt, með því að Erna dóttir sín hafi haustið 1930 farið til út- landa til langdvalar þar, með því að henni hafi boðizt þar atvinna. Í birtingarvottorði stefnuvottanna er tekið fram, að stefnan hafi verið birt í húseign stefndu, Grund- arstig 8 hér í bænum, þar sem hún er talin til heimilis, fyrir föður hennar, Einari M. Jónassyni, hafi honum verið afhent eftirrit af stefnunni og hafi hann lofað að afhenda stefndu það, er var fjarverandi. Þá hefir verið lagt fram í málinu vottorð frá Hagstofu Íslands og er þess þar getið, að í manntali 2. dezbr. 1930 sé Erna talin fjarver- andi frá heimili sínu á Grundarstig 8, en dvalar- staður hennar talinn Hamborg í Þýzkalandi og at- vinna hennar skrifstofustörf. Með vottorðum þessum er það sannað, að Erna hafi átt lögheimili á Grundarstig 8, er stefnan var birt þar. Gestaréttarstefnan hefir því verið löglega birt og verður ómerkingarkrafa áfrýjanda ekki tekin til greina. Varakrafa áfrýjanda um sýknun af kröfu bank- ans um greiðslu víxilupphæðarinnar byggist á varnarástæðum, sem ekki er heimild til að koma fram með í víxilmáli og verður þessi krafa áfrýj- anda því heldur eigi tekin til greina. Þá hefir áfrýjandi sérstaklega mótmælt máis- kostnaðarkröfu bankans sem allt of hárri, og með 704 tilliti til þess að bankinn lét einn af starfsmönnum sínum mæta í málinu, þykir málskostnaðurinn hæfilega metinn 200 kr. Samkvæmt framansögðu ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm með þeirri breytingu á málskostnað- arákvæði hans, er að framan greinir. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Áfrýjandi, Erna Einarsdóttir, greiði stefnda, Útvegsbanka Íslands h/f., 37000,00 kr. með 6% ársvöxtum frá 1. jan. 1931 til greiðsludags, 14% upphæðarinnar í þóknun og 200 kr. í málskostnað í undirrétti. Málskostnaður í hæstarétti fellur niður. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað fyrir gestaréttinum með stefnu, birtri 18. þ. m., af Útvegsbanka Íslands, h. f. hér bæ, gegn Ernu Einarsdóttur, Grundarstig 8 hér í bænum, til greiðslu eigin vixils, að upphæð kr. 37000.00, útgefins 29. okt. f. á. af Einari M. Jónassyni, f. h. stefndrar, til handa stefnanda, til greiðslu í Útvegsbankanum hér í bæ í. jan. s. 1. Hefir stefnandi krafizt þess, að stefnd verði dæmd til að greiða sér upphæð víxilsins kr. 37000.00 með 6% árs- vöxtum frá gjalddaga hans til greiðsludags, % % upphæð- arinnar í þóknun og málskostnað að skaðlausu. Nemur hann eftir framlögðum reikningi, sem kemur heim við aukatekjulögin og lágmarksgjaldskrá málaflutningsmanna- félagsins, kr. 1282,50. 105 Stefnd hefir hvorki mætt né látið mæta og er henni þó löglega stefnt. Verður þá eftir N. L. 1—4—32 og tilsk. 3. júni 1796, 2. gr., sbr. tilsk. 15. ágúst, 1832, 8. gr., að dæma málið eftir framlögðum skjölum og skilríkjum, og þar sem stefnandi hefir lagt fram frumrit víxilsins verða kröfur hans teknar til greina að öllu leyti. Mánudaginn 20. júní 1932. Nr. 23/1932. Árni Sigfússon (Stefán Jóh. Stefánsson) gegn Stefáni Árnasyni (Guðm. Ólafsson). og bæjarfógeta Kr. Linnet. (Enginn). Ómerking uppboðs. Uppboðsgerðir Vestmannaeyja 29. ágúst 1931. Dómur hæstaréttar. Með bréfi, dags. 28. dez. 1930, krafðist stefndi, Stefán Árnason, sem umboðsmaður Páls Magnús- sonar, f. h. Kaupfélags Héraðsbúa, að fjárnám yrði gjört hjá áfrýjanda til lúkningar dómskuld á hend- ur honum, að upphæð 623 kr. 70 a., að meðtöldum áföllnum vöxtum og kostnaði samkvæmt dómi gestaréttar Suður-Múlasýslu 20. nóv. 1930. Var fjár- námsbeiðni þessi tekin til meðferðar í fógetarétti Vestmannaeyjakaupstaðar 26. ágúst f. á., og vísaði áfrýjandi þá á í fjárnámið dómkröfu, er hann átti á hendur Sigurði nokkrum Ingimundarsyni, sam- kvæmt dómi aukaréttar Vestmannaeyja, gengnum 4. maí f. á., að upphæð 4836 kr. 36 a., og var fjár- námið gjört í dómkröfu þessari ásamt vöxtum, en þremur dögum eftir að fjárnám þetta fór fram, eða þ. 29. ágúst f. á. voru ýmsar vefnaðarvörur seld- 106 ar á opinberu uppboði í Vestmannaeyjum eftir kröfu stefnda Stefáns Árnasonar, og lét hann á því uppboði einnig bjóða upp og selja fyrrgreinda dómkröfu áfrýjanda og varð sjálfur hæstbjóðandi að henni fyrir 50 kr., og fór sala þessi fram, án þess nokkuð hefði verið auglýst um að selja ætti dómkröfuna á uppboðinu eða áfrýjandi verið að- varaður um það. Uppboði þessu að því er snertir söluna á dóm- kröfu áfrýjanda hefir nú áfrýjandi skotið til hæsta- réttar með stefnu, dags. 8. febr. þ. á., og er málið skyldi flutt í hæstarétti 29. april þ. á., var mætt af hálfu áfrýjanda og stefnda, Stefáns Árnasonar, en af hálfu uppboðsráðanda, bæjarfógeta Kristjáns Linnet, sem stefnt hefir verið til ábyrgðar, mætti enginn og hefir málið því verið flutt skriflega fyrir hæstarétti samkvæmt 38. gr. hæstaréttarlaganna. Áfrýjandi hefir krafist þess, að framangreint uppboð verði ómerkt að þvi, er snertir söluna á dómkröfu áfrýjanda á hendur Sigurði Ingimund- arsyni, og að báðir hinir stefndu verði in solidum dæmdir til að greiða málskostnað í hæstarétti. Af hálfu Stefáns Árnasonar hefir það verið við- urkennt, að uppboðið á dómkröfunni hafi eigi verið auglýst lögum samkvæmt og er því ómerk- ingarkröfunni ekki mótmælt, en hann hefir kraf- izt sýknunar af málskostnaðarkröfu áfrýjanda og byggir það á því, að áfrýjun uppboðsins hafi ver- ið óþörf, þar sem dómkrafan hafi að hans tilhlut- un þ. 2. marz þ. á. verið seld á öðru uppboði að undangenginni lögmætri auglýsingu, og sé fyrra uppboðið þar með fallið úr gildi. Svo sem sagt hefir verið var umrædd dómkrafa seld á uppboðinu 26. ágúst f. á. án þess nokkuð 107 hefði verið auglýst um sölu hennar og án þess á- frýjandi væri aðvaraður um að salan ætti fram að fara, og verður því samkvæmt kröfu áfrýjanda að ómerkja uppboðið að því er snertir sölu dómkröf- unnar. Viðvíkjandi málskostnaðarkröfu áfrýjanda á hendur uppboðsráðandanum, bæjarfógeta Kristjáni Linnet, athugast, að lögum samkvæmt hvilir engin skylda á uppboðsráðanda til að auglýsa eða sjá um auglýsingu lausafjáruppboða, nema uppboðs- beiðandi krefjist þess. Og þar sem nú skjöl máls- ins bera þess engan vott, að þess hafi verið krafizt, að hinn stefndi uppboðsráðandi auglýsti uppboð það, er hér ræðir um, verður að sýkna hann af málskostnaðarkröfu áfrýjanda. En hinsvegar get- ur það ekki leyst stefnda, Stefán Árnason, undan skyldu til að greiða málskostnað, að hann á ný lét selja dómkröfuna á öðru uppboði; er fer fram gegn mótmælum áfrýjanda eftir að áfrýjunar- stefnan í máli þessu var gefin út, og verður því að dæma hann til að greiða áfrýjanda málskostnað fyrir hæstarétti, er ákveðst 150. kr. Því dæmist rétt vera: Uppboð það, er fram fór í uppboðsrétti Vestmannaeyja þ. 29. ágúst 1931, á að vera ó- merkt að þvi er snertir sölu á fyrrgreindri dómkröfu á hendur Sigurði Ingimundarsyni. Stefndi, Stefán Árnason, greiði áfrýjanda, Árna Sigfússyni, 150 kr. í málskostnað fyrir hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. 708 Miðvikudaginn 22. júni 1932. Nr. 18/1932. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar, f. h. hafn- arsjóðs Hafnarfjarðar (Stefán Jóh. Stefánsson). segn h/f Júní (Eggert Claessen). Stefndi eigi talinn hafa átt sök á tjóni, er hlauzt tit af árekstri skips á bryggju áfrýjanda. Dómur sjóréttar Hafnarfjarðar 31. okt. 1931: Hið stefnda fiskveiðahlutafélag, h/f júní, Hafnarfirði, ber að sýkna af kröfum stefnanda, bæjarstjóra Emils Jónssonar, fyrir hönd hafnarsjóðs Hafnarfjarðar í máli þessu. Málskostnaður falli niður. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir hér fyrir réttinum gjört þær rétt- arkröfur, að hið stefnda hlutafélag verði dæmt til að greiða sér kr. 10743.82 með 6% ársvöxtum frá 91. marz 1981 til greiðsludags og málskostnað í sjó- dómi og í hæstarétti eftir mati réttarins. Kröfur þessar byggir hann á því, að hið stefnda hlutafé- lag eða starfsmenn þess hafi átt sök á því tjóni, er varð á hafskipabryggju hafnarsjóðs í Hafnarfirði hinn 14. febr. 1931, er e/s Eljan, eign hlutafélagsins rakst á nefnda bryggju. Telur hann að áreksturinn hafi hlotizt af því, að e/s Elju hafi verið bundið við bryggju þá, er það slitnaði frá nefndan dag með of fáum og of veikum festum, að skipið hafi þá engin legufæri haft, að enginn vörður hafi verið kaldinn í því, og menn þeir, er unnu að því að varna því, að skipið losnaði frá bryggjunni, hafi vfirgefið það meðan hættan stóð yfir og loks, að vanrækt hafi verið eftir að áreksturinn varð, að 109 gjöra ráðstafanir, er dregið mundu hafa úr tjóninu til muna. Að því er snertir festar skipsins, þá er það upp- lýst í málinu, að skipinu var sunnudaginn 28. déz. 1930 lagt í suðurkrók vestari hafskipabryggjunnar í Hafnarfirði þannig, að það sneri stafni til norð- vesturs. Var það að framan bundið við tvo festar- hæla á bryggjunni, annan á landgangi hennar, en hinn á bryggjuhausnum við landganginn, við hinn fyrrnefnda með 6 þumlunga tjörukaðli og við hinn síðarnefnda með fimmföldum 2% þuml. vir- manillukaðli. Að aftan var skipið bundið við fest- arhæl á bryggjuhausnum þannig, að 6—7 þuml. digrum graskaðli var brugðið um festarhælinn og skipið fest við kaðal þennan með 2)% þuml. vir- manillukaðli. Lá skipið síðan við þessar festar, þar til laugardaginn 31. jan. 1931. Þann dag var e/s Namdal lagt við bryggjuna fyrir innan e/s Elju, og var þá slakað á festum e/s Elju nægilega til þess að hitt skipið gæti verið fyrir innan og jafnframt var bætt við fjórðu festinni, 5 þuml. kaðli, úr e/s Elju og í landgang bryggjunnar. Í leiðarbók skips- ins, sem að þessu leyti hefir verið staðfest fyrir rétti af skipstjóra, fiskiskipstjóra og 3 hásetum á e/s Elju, er þess getið, að allar þessar festar hafi verið nýlegar og lítið notaðar og að eftirlit hafi stöðugt verði haft með festunum svo að þær ekki nudduðust til skemmda, og er ekkert komið fram í málinu, er þessu hnekki. Þá hefir og vörðurinn við bryggju þá, er skipið lá við, borið það fyrir rétti, að hann hafi samþykkt, að skipið lægi við bryggjuna á þann hátt sem því var fest, og að hann hafi ekkert haft við festarnar að athuga. Með hliðsjón af þessu og að því athug- 710 uðu, að skipið lá við umgetnar festar nærri sjö vikur án þess að nokkuð yrði að, verður það eigi talið sannað, að svo óvarlega hafi verið frá festur skipsins gengið, að stefndur fyrir þá sök beri á- byrgð á tjóni því, er af árekstrinum hlauzt. Að vísu er það viðurkennt, að enginn vörður hafi verið haldinn í skipinu meðan það lá við bryggjuna. En eigi verður þó talið, að stefndur hafi bakað sér sök á árekstrinum með því, því það er upplýst, að þegar veður tók að versna þ. 14. febr. fór fiskiskipstjóri skipsins með 3 menn með sér út í skipið til þess að líta eftir landfestum þess. Bættu þessir menn einni festi við þær, er fyrir voru, nýj- um 21 þuml. stálvír, er þeir lögðu fram af skipinu bakborðsmegin og bundu í festarhæl á miðri bryggjunni, og auk þess bundu þeir úti í skipinu um allar landfestarnar, er lágu fram af því, svo að þær gætu eigi losnað. Að visu yfirgáfu menn þess- ir skipið kl. um 6 e. m., en þegar þess er gætt, að um 15 mínútum eftir að þeir fóru losnaði skipið frá bryggjunni, þá verður það að teljast mjög ó- líklegt, að þeim hefði verið unnt að koma í veg fyrir það, þó þeir hefðu verið viðstaddir, enda er það upplýst, að mjög örðugt var til athafna á bryggjunni vegna sjávargangs og veðurofsa. Það verður heldur eigi eftir atvikum talið hafa komið að sök, að skipið hafði eigi legufæri. Þegar litið er til þess hve skammt er á milli bryggjanna og hinsvegar þess, að upplýst er, að hvassviðrið var svo mikið, að botnvörpuskip, er úti hafði bæði akk- eri og 10 liði af keðju rak þar á höfninni um þetta leyti, þá er ólíklegt, að hægt hefði verið að koma í veg fyrir áreksturinn með því að láta akkeri falla. Áfrýjandi hefir bent á tvö atriði, er hann telur “11 að framkvæma hefði mátt eftir að skipið rakst á bryggjuna og leitt hefði til þess, að tjónið hefði orðið mun minna. Er annað þeirra það, að draga hefði mátt skip- ið upp með bryggjunni upp í fjöru, en hitt að unnt hefði verið að opna botnloku skipsins og sökkva því. Um fyrra atriðið er það upplýst, að reynt var að draga skipið þannig upp með bryggjunni, en þetta tókst ekki nema að litlu leyti vegna þess að akkeri e/s Namdal hafði fests á öldustokknum á e/s Elju stjórnborðsmegin, er skipin losnuðu frá bryggjunni. Um hitt atriðið, sem stefndu mótmæla, að unnt hefði verið að framkvæma, liggja eigi þær tpplýsingar fyrir í málinu, að rétt þyki af þeim sökum að leggja ábyrgðina á tjóninu á stefnda. Samkvæmt framansögðu verður því eigi talið, að upplýst sé, að árekstur þessi hafi hlotizt af öðru en óhappatilviljun og ber því að staðfesta Þinn áfrýjaða dóm. Málskostnað í hæstarétti þykir rétt að áfrýjandi greiði stefndu með 250. kr. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða dómi skal óraskað. Áfrýjandi, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, f. h. hafnarsjóðs Hafnarfjarðar, greiði stefndu, h/f Júní, 250 kr. í málskostnað í hæstarétti að við- lagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Með stefnu, útgefinni 21. marz þ. á., hefir stefnandinn, bæjarstjóri Hafnarfjarðarkaupstaðar, fyrir hönd hafnar- sjóðs kaupstaðarins, höfðað mál þetta gegn eiganda línu- veiðigufuskipsins Eljan, S. U. 433, fiskveiðahlutafélaginu Júní í Hafnarfirði, til greiðslu á skaðabótum fyrir 112 skemmdir á nýjú hafskipabryggjunni Í Hafnarfirði, eign bæjarins, að upphæð kr. 10743.82, er orðið hafi við á- rekstur fyrrgreinds skips á bryggjunni, að kveldi 14. febrú- ar s. 1. Krefst og stefnandinn þess, að stefndur verði dæmd- ur til þess að greiða honum 6% ársvexti af hinni um- stefndu upphæð frá stefnudegi til greiðsludags. Í stefnunni er og þess krafizt, að viðurkenndur verði með dómi réttar- ins, sjóveðréttur Í fyrrgreindu skipi, Eljan, S.U. 433, fyrir hinni umstefndu upphæð með vöxtum og kostnaði, og loks er krafizt, að stefndur verði dæmdur til þess, að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu eftir mati rétt- arins. Það virðist vera nægilega upplýst og er eigi heldur mótmælt, að umrætt skip, Eljan, S. UÚ. 433, hafi að kveldi 14. febr. þ. á. ásamt linuveiðagufuskipinu, e/s Namdal, R. FE. 260, kl. 6 e. m. greindan dag, slitnað frá eldri haf- skipabryggjunni hér, og þau bæði rekizt á nýbyggða haf- skipabryggju bæjarins eða hafnarsjóðs, sem laskaðist all- mikið, brotnaði og skekktist til að ofan og hafa skemmd- ir þessar verið metnar af dómkvöddum mönnum á sam- tals kr. 10743.82, að því er e/s Eljan áhrærir, eða af völd- um skips þessa eingöngu. — Það virðist og nægilega upp- lýst af sjóferðaprófum þeim, er fram hafa farið, að veður oftgreindan dag hafi snögglega farið versnandi, og að fyrrgreind skip hafi kl. að ganga 7 þá um kvöldið sést á reki, stjórnlaus, „damplaus“, og þau bæði begar lent á hafnarbryggju hafnarsjóðs, sem er innar á höfninni, sama megin og hin eldri bryggja, örskammt frá henni, en vind- ur í fyrstu á suðvestan, €r gekk til vesturs bráðlega, og þegar skipin slitnuðu frá bryggjunni, eða um það leyti, er sagt er Í sjóferðaprófunum að verið hafi „afspyrnu vestan veður“, „naumast stætt á bryggjunni vegna vinds og sjávargangs“, 08 muni því flestir hafa horfið af bryggj- unni“, „mátt heita óstætt á bryggjunni og þeir orðnir gegnblautir allir“ o. s. frv. Lágu fyrrgreind skip, er veðr- ið skall á, samhliða í suðurkrók eldri- eða ytri bryggjunn- ar, þannig að e/s Namdal hafi verið lagt á milli bryggju- haussins og e/s Elju, og bæði skipin fest þannig við bryggjuna með venjulegum festum, 08 e/s Namdal auk þess með akkeriskeðjunni, er lásuð var upp í bryggjuna, en hvorugt skipið lá fyrir legufærum við bryggju þessa, 713 nema togararnir Walpole og Sviði, er bæði lágu utan á bryggjuhausnum fyrir akkerum, e/s Walpole án gufu, og á því skipi slitnuðu festar nokkrar upp á bryggjuna, en skip þetta slitnaði þó eigi frá bryggjunni alveg, og er festar tóku að slitna af e/s Sviða,, sem var með gufu uppi, var talið öruggast að leggja skipinu frá bryggjunni og var það dregið frá bryggjunni á akkerisfestinni út á ytri höfn, hvar það lagðist fyrir 2mr akkerum og 10 liðum af keðju, en kl. 7% e. m. fer skipið að reka að bryggjunni aftur eða inn höfnina, og lá skipið eigi fast fyrr en það einnig lá við varpakkeri með 50 faðma virstreng og „stimað“ var fram á keðjurnar. Undir rekstri málsins er því haldið fram af stefnanda samkvæmt gögnum þeim, er fram hafa komið í málinu, að auðsætt virðist vera, að skort hafi nokkuð á, að við: höfð hafi verið á skipinu sú aðgæzla, athugun og ár- vekni, sem nauðsynleg hafi verið í því vonda veðri að kveldi hins 14. febr. þ. á. er skipin rákust á bæjarbryggj- una, að því er oftgreind skip e/s Eljan og e/s Namdal áhrærir, samanborið við önnur skip, er við bryggjuna lágu eða fyrrgreinda togara, einkum Walpole, og svo skipin e/s Sæbjörg og e/s Papey, er lágu við hina bryggjuna, án þess að hafa gufu uppi, en hvorki slitnuðu frá henni né heldur löskuðust eða skemmdu bryggjuna að nokkru ráði. —- Segir hann að menn þeir 3 að tölu, er unnið hafi við að festa e/s Eljan í umrætt skipti, hafi allir farið frá skipinu rétt áður en það slitnaði frá bryggjunni, en menn jafnan verið í skipinu Walpole við sömu bryggju, engin legufæri hafi verið í e/s Eljan, og engir menn ver- ið settir til að gæta skips þessa, hvorki fyrr né eftir að frekari festing fór fram á því í margumrætt skipti, og loks að enginn maður hafi verið í skipi þessu við bryggj- una til þess að annast um festing á því og líta eftir fest- um, er slitna kynnu, o. s. frv. .... og er það álit stefn- anda, að skipið hefði aldrei slitnað frá bryggjunni ef næg- ur mannafli hefði verið alltaf á verði, reiðubúinn til þess að bæta við nýrri festi, er einhver sem fyrir var, slitnaði, bæði á bryggjunni, og á skipsfjöl, og nægilegar festar jafn- an verið við hendina. — Telur stefnandinn þetta allt vera óforsvaranlegt og leiða til þess, að stefndur eða eigandi skipsins, hafi orðið 714 skaðabótaskyldur út af skemmdum þeim, sem skipið olli á bryggju hafnarsjóðs í umrætt skipti. Stefndur hefir á hinn bóginn mótmælt þessu, sam- kvæmt upplýsingum þeim, er fram hafa komið í sjó- ferðaprófunum, sem hann skýrskotar til, að ástæðan til þess að e/s Eljan slitnaði frá bryggjunni og rakst á haf- skipabryggju bæjarins hafi verið óvenjulega mikið stór- viðri og óvenjumikill sjógangur, og að það hafi verið gjör- samlega óviðráðanlegt atvik, að skipið slitnaði frá bryggj- unni hér og rak á bæjarbryggjuna, og heldur hann þvi fram, að allt það hafi verið gjört, er í mannsvaldi stóð til þess að forðast að skipið slitnaði frá bryggjunni. — Segir stefndur og að aðstaða skipanna e/s Eljan og e/s Namdal við hafnarbryggjuna hafi verið allt önnur en aðstaða tog- arans Walpole, sem legið hafi utan á bryggjunni, í meira hlé við vind og sjógang en þau skip, sem og skipin Sæ- björg og Papey við hina bryggjuna, og sjógangur minni við skip þessi en hin skipin. — Gjörir stefndur þær réttarkröfur, að hann verði algjör- lega sýknaður í málinu, en stefnandinn dæmdur til þess að greiða honum málskostnað eftir mati réttarins sam- kvæmt málskostnaðarreikningi. En til vara mótmælir hann matsupphæðinni eða skaðabótakröfunni að því er c/s Eljan áhrærir, og matsgjörðinni yfirhöfuð, þar hon- um eigi hafi verið gefinn kostur á að vera við matið, og að í matsgjörðinni sé eigi rétt sundurgreint, hvaða skemmdir á hafskipabryggjunni stafi af árekstri e/s Elju, og hvaða skemmdir e/s Namdal hafi gert á henni, — en sérstaklega mótmælir stefndur því, að e/s Eljan hafi skemmt nokkra bryggjustólpa, að minnsta kosti eigi svo að endurnýja þyrfti, og engin tangartré, kanttré né heldur dekkplanka, og loks heldur stefndur því fram, að samkv. sjólögunum, hvíli eigi ábyrgð á honum til skaðabóta fram yfir verð skipsins, sem sélzt hafi á opinberu uppboði á kr. 901,00 aðeins, með öllu skipinu tilheyrandi, en stefn- andinn hefir á hinn bóginn mótmælt þessu, og haldið þvi fram, að eigi allt, sem skipinu tilheyri hafi verið selt með því, legufæri o. fl., skipinu tilheyrandi, og eins hafi sjó- veðið stórskemmæzt í meðförum stefnda eftir að árekstur- inn á bryggjuna varð. — #15 Samkvæmt því, er að framan greinir og ljóslega kemur fram í sjóferðaprófum, þeim er haldin hafa verið út af áorðnum sjóskemmdum á hafskipabryggju hafnarsjóðs Hafnarfjarðar að kveldi hins 14. febrúar þ. á., virðist eigi vera skiptar skoðanir manna á milli um það, að skollið hafi á mikið óveður, og verið komið á ofsa — eða af- spyrnurok af vestri, með óvenjulega miklum sjógangi inn- an hafnar, er skipin e/s Eljan og e/s Namdal slitnuðu frá eldri hafskipabryggjunni hér kl. rúmlega 6 e. h. greindan dag, enda því eigi mótmælt, að svo hafi verið í umrætt skipti né heldur þvi haldið fram, að eigi eftir atvikum hafi verið forsvaranlega gengið frá festum hérumrædads skips, e/s Eljan, S. U. 433, heldur því haldið fram að eigi hafi verið höfð sú aðgæzla, athugun og árvekni, sem nauðsynlegt hafi verið í því tilliti, að hafa engan mann- afla við hendina, eða á bryggjunni og á skipinu, til þess að bæta við nýjum festum þegar þær, sem fyrir voru, slitnuðu, og einnig nægar festar á bryggjunni eða í skip- inu til vara í þessu skyni, og að engir sérstakir menn hafi verið settir til þess að gæta skipsins, hvorki fyrr né eftir að frekari festing hafi farið fram í umrætt skipti, og loks að engin legufæri hafi verið í skipinu. — Það verður nú að vísu að teljast varhugavert yfir- höfuð, og eigi eftirbreytnisvert, að hafa skip í opinni höfn um þann tíma árs, er hér um ræðir, en það virðist þó berlega koma fram í sjóferðaprófunum, að aðstaða eft- irgreindra skipa, e/s Eljan og e/s Namdal hafi verið önn- ur, og að mun verri en togarans Walpole í umrætt skipti, svo og þeirra skipa, er við bæjarbryggjuna voru, þar öll þessi skip lágu í meira skjóli fyrir vindi og sjógangi, en hin skipin, einkum að því er frákast sjávar frá svonefndu Hellyers-plani áhrærir, sem og mun hafa verið aðalorsökin til að skipin slitnuðu frá bryggju þeirri, er þau lágu við, og eftir því sem fram er komið í prófunum og fyrr grein- ir, var veðurmagnið svo mikið á bryggjunni, sbr. framl. skýrslu frá skipstjóranum á e/s Sviða hér um, og þvi naumast hugsanlegt, að nokkuð hefði getað orðið af björgun skipanna, þótt fleiri menn hefðu verið kvaddir að endurnýja skipsfestar eða vera til staðar í því skyni, eða sérstakir menn verið þar til eftirlits og aðstoðar og legu- 46 716 færum var enganveginn við komið, hvorki til að halda skipunum föstum við bryggjuna, né að hindra að þau rækjust á bryggju bæjarins. — Það virðist því hafa, eins og á stóð, verið við óviðráð- anlegt náttúruafl eða vis major að etja í margumrætt skipti, og þess vegna ekki á neins manns ábyrgð, að oft- greint skip, e/s Eljan, S. UÚ. 433, slitnaði frá bryggjunni og rakst á bryggju stefnanda, eða bæjarbryggjuna. — Virðist þvi eiga að sýkna stefndan eða eiganda skips þessa af kærum og kröfum stefnanda í máli þessu, og að málskostnaður eigi eftir atvikum að falla niður. Miðvikudaginn 22. júní 1932. Nr. 25/1932. Kristján Kristjánsson (Lárus Jóhannesson) gegn Eggert Kristjánssyni, f. h. Frederiks- sunds Skibsværft v/ Kr. Andersen, (Eggert Claessen). Guðlaugi Eiríkssyni, Jóni Eiríkssyni og Guðmanni Grímssyni (Enginn). Staðfesting frávisunardóms; málssókn gegn stefnda vegna umræddrar skipasmíðastöðvar óheimil. Dómur sjóréttar Gullbringu og Kjósarsýslu 10. ágúst 1931: Máli þessu vísast frá sjóréttinum. Málskostnaður falli niður. Dómur hæstaréttar. Þegar mál þetta skyldi flutt í hæstarétti mætti enginn af hálfu stefndu, Guðlaugs Eiríkssonar, Jóns Eiríkssonar og Guðmanns Grimssonar. Málið hefir því verið flutt skriflega samkvæmt 38. gr. hæstaréttarlaganna og er dæmt samkvæmt N. L. 1-4-32 og 2. gr. tilsk. ð. júni 1796. 717 Það er upplýst í málinu, að stefndur, Eggert Kristjánsson, réði áfrýjanda, f. h. skipasmíðastöðv- arinnar Í Frederikssund til ferðar þeirrar, er málið er risið út af. Ennfremur er það upplýst, að Eggert Kristjánsson hafði amboð skipasmiðastöðvarinnar til að gera upp við áfrýjanda kaupkröfu hans að ferðinni lokinni. Með þessu verður þó eigi talið, að áfrýjandi hafi öðlazt rétt til þess, gegn mótmælum stefnda, að beina málssókninni gegn honum, f. h. skipasmíða- stöðvarinnar. Verður því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm, en eftir atvikum þykir þó mega ákveða, að málskostn- aður í hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Hinum áfryjaða dómi skal óraskað. Málskostnaður í hæstarétti fellur niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Í sjódómskæru, dags. 8. jan. þ. á. með árituðu fyrir- kalli 13. s. m., hefir stefnandinn, Kristján Kristjánsson, háseti á m/k Hákon Eyjólfsson, skýrt frá því, að hann ásamt 3 öðrum mönnum frá Reykjavík, hafi farið til Frederikssund í Danmörku til þess að sækja m/b Hákon Eyjólfsson, sem smíðaður hafi verið af Frederikssunds Skibsværft ved Kr. Andersen, Frederikssund, er þá hafi verið eigandi mótorbáts þessa, og kveðst stefnandinn hafa farið ferð þessa, eftir beiðni umboðsmanns hins stefnda firma, hr. heildsala Eggerts Kristjánssonar. Hinn 18. s. m. kveðst svo stefnandinn hafa verið ráðinn eða skrásettur á oftgreindan bát af dönskum skrásetningar- stjóra, og hafi kjörin verið 200 kr. fyrir ferðina, miðað við 14 daga ferð. Ferðin segir hann svo að tekið hafi 35 daga í stað 14 daga, er stafað hafi af verstu veðrum, svo leita varð neyðarhafna vegna storms, og báturinn eigi komið til Reykjavíkur fyrr en 20. nóv. Í. á. 718 Eru það kröfur stefnanda, að stefndur, Eggert Krist- jánsson, f. h. Frederikssunds Skibsværft ved Kr. Ander- sen, Frederikssund, verði dæmdur til að greiða honum danskar kr. 303,67, að frádregnum ísl. kr. 120, sem þegar séu greiddar auk 6% ársvaxta af hinni umstefndu upp- hæð frá 21. nóv. 1930 til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu. Ennfremur krefst stefnandinn þess, að skrásettir nú- verandi eigendur oftgreinds mótorbáts, þeir, Guðlaugur Eiríksson, hreppstjóri, Meiðastöðum í Garði, Jón Eiríks- son s. st. og Guðmann Grímsson, Sandgerði, verði dæmdir til að þola, að viðurkenndur verði sjóveðréttur í m/b Hákon Eyjólfsson fyrir nefndum kröfum, og að veitt verði heimild til þess að láta selja skipið á nauðungarupp- boði, að undangengnu fjárnámi. Stefndur, heildsali Eggert Kristjánsson, eða umboðs- maður hans, hefir haldið því fram, að stefnandinn hafi á skrifstofu hans í Reykjavik munnlega ráðizt til ferðar þessarar, með þeim kjörum: Að hann skyldi fá frítt uppi- hald meðan hann biði eftir skipinu, svo og allt fritt á leiðinni heim með skipinu, og loks að hann skyldi hafa fast ákveðið kaup fyrir alla ferðina frá því að hann færi héðan og þangað til hann kæmi hingað aftur, kr. 200,00 — að sjálfsögðu íslenzkar krónur — þar sem samning- ur hafi verið gjörður hér heima og ekkert sérstakt samið að greiða skyldi í dönskum krónum. Kveðst stefndur ein- göngu hafi verið söluumboðsmaður á þann hátt, að hann hafi útvegað seljanda nefnda kaupendur að bátnum, og hann sjálfur eigi undirskrifað neinn samning um kaup á umgetnum bát, heldur þeir undirskrifað hann. Segist stefndur ekkert umboð hafa frá nefndu firma til þess að taka á móti málssókn fyrir það, og því slík málssókn til- gangslaus, né heldur geti hann talizt vera réttur málsaðili, og krefst hann algerðrar sýknunar Í málinu, og að hon- um verði dæmdur málskostnaður, sem eigi sé lægri en andstæðingar hans fari fram á. Hann lætur þess svo getið undir rekstri málsins, að eigi sé upplýst nægilega, að ferðin hafi þurft að taka lengri tíma en 14 daga, eða um neyðardvöl í höfn hafi verið að ræða. Meðstefndir skrásettir eigendur oftsgreinds mótorbáts, 419 halda þvi fram, að umþráttuð kaupkrafa sé þeim með öllu óviðkomandi, þar sem í kaupsamningnum sé ákveðin upphæð tilgreind fyrir flutning á bátnum til Reykjavíkur, sem þeir þegar hafi greitt, og yfir höfuð skýrskota þeir til varnarástæðu aðalstefnds, Eggerts Kristjánssonar, og krefjast algerðrar sýknunar á sjóréttarkröfum stefnanda og öðrum kröfum hans, og krefst umboðsmaður þeirra ennfremur að honum verði dæmdur málskostnaður sam- kvæmt framanlögðum málskostnaðarreikningi, en slíkur málskostnaður hefir eigi verið framlagður í málinu. Með því kaupkrafa stefnanda í málinu eingöngu styðst við lögskráningu, er fram hefir farið í Frederikssund 18. oktbr. f. á., af dönskum lögskráningarstjóra, og í mál- færslu umboðsmanna stefnanda er gengið fram hjá og mótmælt samningi um ráðningu hér heima, virðist stefnd- ur, Eggert Kristjánsson, eigi vera neitt við mál þetta rið- inn raunverulega, og þar sem hann skortir umboð til að flytja mál þetta, f. h. byggingarstöðvar umrædds mótor- báts, ber ex officio að frávisa máli þessu, að því er hann sjálfan áhrærir, og kemur þá sjóréttarkrafan eigi til greina. Málskostnaður virðist með tilliti til þess, hve máls- kostnaðarkröfur hinna stefndu eru óákveðnar og jafnvel óviðeigandi eiga að falla niður. Miðvikudaginn 22. júní 1932. Nr. 24/1932. Páll Jónsson (Lárus Jóhannesson) segn Eggert Kristjánssyni, f. h. Frederiks- sunds Skibsværft v/ Kr. Andersen, (Eggert Claessen) Guðlaugi Eiríkssyni, Jóni Eiríkssyni og Guðmanni Grímssyni (Enginn). Staðfesting frávísunardóms; málssókn gegn stefnda vegna umræddrar skipasmiðastöðvar óheimil. Dómur sjóréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 10. ágúst 1931: Máli þessu vísast frá sjóréttinum. Málskostnaður falli niður. 720 Dómur hæstaréttar. Þegar mál þetta skyldi flutt í hæstarétti mætti enginn af hálfu stefndu, Guðlaugs Eiríkssonar, Jóns Eiríkssonar og Guðmanns Grímssonar. Málið hefir því verið flutt skriflega samkvæmt 38. gr. = hæstaréttarlaganna og er dæmt samkvæmt N. L. 1-4-32 og 2. gr. tilsk. 3. júni 1795. Það er upplýst í málinu, að stefndur, Eggert Kristjánsson, réði áfrýjanda, f. h. skipasmíða- stöðvarinnar í Frederikssund til ferðar þeirrar, er málið er risið út af. Ennfremur er það upplýst, að Eggert Kristjánsson hafði umboð skipasmiíðastöðv- arinnar til að gera upp við áfrýjanda kaupkröfu hans að ferðinni lokinni. Með þessu verður þó eigi talið, að áfrýjandi hafi öðlazt rétt til þess, gegn mótmælum stefnda, að beina málssókninni gegn honum, f. h. skipasmíða- stöðvarinnar. Verður því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm, eri eftir atvikum þykir þó mega ákveða, að málskostn- aður í hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða dómi skal óraskað. Málskostnaður í hæstaréiti fellur niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Í sjódómskæru, dags. 8. jan. þ. á. með árituðu fyrirkalli 13. s. m., hefir stefnandinn, Páll Jónsson, vélamaður á m/b Hákon Eyjólfsson, skýrt frá því, að hann ásamt 3 öðrum mönnum frá Reykjavík, hafi farið til Frederikssund í Dan- mörku til þess að sækja m/b Hákon Eyjólfsson, sem smíð- aður hafi verið af Frederikssunds Skibsværft ved Kr. 721 Andersen, Frederikssund, er þá hafi verið eigandi mótor- báts þessa, og kveðst stefnandinn hafa farið ferð þessa, eftir beiðni umboðsmanns hins stefnda firma, hr. heild- sala Eggerts Kristjánssonar. Hinn 18. s. m. kveðst svo stefnandinn hafa verið ráðinn eða skrásettur á oftgreindan bát af dönskum skrásetningarstjóra, og hafi kjörin verið 200 kr. fyrir ferðina, miðað við 14 daga ferð. Ferðin segir hann svo að tekið hafi 35 daga í stað 14 daga, er stafað hafi af verstu veðrum, svo leita varð neyðarhafna vegna storms, og báturinn eigi komið til Reykjavíkur fyrr en 20. nóv. Í. á. Eru það kröfur stefnanda, að stefndur, Eggert Kristjáns- son, f. h. Frederikssunds Skibsværft ved Kr. Andersen, Frederikssund, verði dæmdur til að greiða honum danskar kr. 500.00 að frádregnum ísl. kr. 200, sem þegar séu greiddar auk 6% ársvaxta af hinni umstefndu upphæð frá 91. nóv. 1930 til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu. Ennfremur krefst stefnandinn þess, að skrásettir nú- verandi eigendur oftgreinds mótorbáts, þeir Guðlaugur Eiríksson, hreppstjóri, Meiðastöðum í Garði, Jón Eiríksson s. si. og Guðmann Grímsson, Sandgerði, verði dæmdir til að þola, að viðurkenndur verði sjóveðréttur í m/b Hákon Eyjólfsson fyrir nefndum kröfum, og að veitt verði heim- ild til þess að láta selja skipið á nauðungaruppboði, að undangengnu fjárnámi. Stefndur, heildsali Eggert Kristjánsson, eða umboðs- maður hans, hefir haldið því fram, að stefnandinn hafi á skrifstofu hans í Reykjavík munnlega ráðizt til ferðar þessarar, með þeim kjörum: Að hann skyldi fá fritt uppi- hald meðan hann biði eftir skipinu, svo og allt fritt á leið- inni heim með skipinu, og loks að hann skyldi hafa fast ákveðið kaup fyrir alla ferðina frá því að hann færi héð- an og þangað til að hann kæmi hingað aftur, kr. 200.00 — að sjálfsögðu íslenzkar krónur — þar sem samningur hafi verið gjörður hér heima og ekkert sérstakt samið að greiða skyldi í dönskum krónum. Kveðst stefndur eingöngu hafa verið söluumboðsmaður á þann hátt, að hann hafi útvegað seljanda nefnda kaupendur að bátnum, og hann sjálfur eigi undirskrifað neinn samning um kaup á umgetnum bát, heldur þeir undirskrifað hann. Segist stefndur ekkert umboð hafa frá nefndu firma til þess að taka á móti máls- 722 sókn fyrir það, og því slik málssókn tilgangslaus, né held- ur geti hann talizt vera réttur málsaðili, og krefst hann algerðrar sýknunar í málinu, og að honum verði dæmdur málskostnaður,sem eigi sé lægri en andstæðingar hans fari fram á. i Hann lætur þess svo getið undir rekstri málsins, að eigi sé upplýst nægilega, að ferðin hafi þurft að taka lengri tíma en 14 daga, eða um neyðardvöl í höfn hafi verið að ræða. Meðstefndu, skrásettir eigendur oftsgreinds mótorbáts, halda því fram, að umþráttuð kaupkrafa sé þeim með öllu óviðkomandi, þar sem í kaupsamningnum sé ákveðin upp- hæð tilgreind fyrir flutning á bátnum til Reykjavíkur; sem þeir þegar hafi greitt, og yfir höfuð skirskota þeir til varnarástæðu aðalstefnds, Eggerts Kristjánssonar, og krefj- ast algerðrar sýknunar á sjóréttarkröfum stefnanda og öðr- um kröfum hans og krefst umboðsmaður þeirra ennfremur, að honum verði dæmdur málskostnaður samkvæmt fram- lögðum málskostnaðarreikningi, en slíkur málskostnaður hefir eigi verið framlagður í málinu. Með því að kaupkrafa stefnanda í málinu eingöngu styðst við lögskráninu, er fram hefir farið í Frederikssund 18. oktbr. f. á., af dönskum lögskráningarstjóra, og í mál- færslu umboðsmanns stefnanda er gengið fram hjá og mót- mælt samningi um ráðningu hér heima, virðist stefndur, Eggert Kristjánsson, eigi vera neitt við mál þetta riðinn raunverulega, og þar sem hann skortir umboð til að flytja mál þetta f. h. byggingarstöðvar umrædds mótorbáts, ber ex officio að frávísa máli þessu, að þvi er hann sjálfan áhrærir, og kemur þá sjóréttarkrafan eigi til greina. Málskostnaður virðist með títiti til þess, hve máls- kostnaðarkröfur hinna stefndu eru óákveðnar og jafnvel óviðeigandi eiga að falla niður. 123 Miðvikudaginn 22. júní 1932. Nr. 26/1932. Thorberg Einarsson (Lárus Jóhannesson) segn Eggert Kristjánssyni, f. h. Frederiks- sunds Skibsværft v/ Kr. Andersen, (Eggert Claessen) . Guðlaugi Eiríkssyni, Jóni Eiríkssyni og Guðmanni Grímssyni (Enginn). Staðfesting frávísunardóms; málssókn gegn stefnda vegna umræddrar skipasmíðastöðvar óheimil. Dómur sjóréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 10. ágúst 1931: Máli þessu vísast frá sjóréttinum. Málskostnaður falli niður. Dómur hæstaréttar. Þegar mál þetta skyldi flutt í hæstarétti mætti enginn af hálfu stefndu, Guðlaugs Eiríkssonar, Jóns Eiríkssonar og Guðmanns Grímssonar, málið hefir því verið flutt skriflega samkvæmt 38. gr. hæstaréttarlaganna og er dæmt samkv. NL. 1--.1 — 32 og 2. gr. tilsk. 3. júní 1796. Það er upplýst í málinu, að stefndur, Eggert Kristjánsson, réði áfrýjanda, f. h. skipasmiðastöðv- arinnar í Frederikssund til ferðar þeirrar, er mál- ið er risið út af. Ennfremur er það upplýst, að Fos- ert Kristjánsson hafði umboð skipasmíðastöðvar- innar til að gera upp við áfrýjanda kaupkröfu hans að ferðinni lokinni. Með þessu verður þó eigi talið, að áfrýjandi hafi öðlazt rétt til þess, gegn mótmælum stefnda, að beina málssókninni gegn honum, f. h. skipasmíða- stöðvarinnar. 724 Verður því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm, en eftir atvikum þykir þó mega ákveða, að málskostn- aður í hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Hinum áfryjaða dómi skal óraskað. Málskostnaður í hæstarétti fellur niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Í sjódómskæru, dags. 8. jan. þ. á. með árituðu fyrir- kalli 13. s. m. hefir stefnandinn, Thorberg Einarsson, stýrimaður á v/k Hákon Eyjólfsson skýrt frá því, að hann ásamt 3 öðrum mönnum frá Reykjavík, hafi farið til Frederikssund í Danmörku til þess að sækja m/b Hákon Eyjólfsson, sem smíðaður hafi verið af Frederikssunds Skibsværft ved Kr. Andersen, Frederikssund, er þá hafi verið eigandi mótorbáts þessa, og kveðst stefnandinn hafa farið ferð þessa, eftir beiðni umboðsmanns hins stefnda firma, hr. heildsala Eggerts Kristjánssonar. Hinn 18. s. m. kveðst svo stefnandinn hafa verið ráðinn eða skrásettur á oftgreindan bát af dönskum skrásetningar- stjóra, og hafi kjörin verið 200 kr. fyrir ferðina, miðað við 14 daga ferð. Ferðin segir hann svo að tekið hafi 35 daga í stað 14 daga, er stafað hafi af verstu veðrum, svo leita varð neyðarhafna vegna storms, Og báturinn eigi komið til Reykjavíkur fyrr en 20. nóv. Í. á. Eru það kröfur stefnanda, að stefndur, Eggert Krist- jánsson, Í. h. Frederrikssunds Skibsværft ved Kr. Ander- sen, Frederikssund, verði dæmdur til að greiða honum danskar kr. 485,70 að frádregnum ísl. kr. 200,00 sem þeg- ar séu greiddar auk 6% ársvaxta af hinni umstefndu upphæð frá 21. nóv. 1930 til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu. Ennfremur krefst stefndur þess, að skrásettir núver- andi eigendur oftgreinds mótorbáts, þeir, Guðlaugur Ei- ríksson, hreppstjóri, Meiðastöðum í Garði, Jón Eiríksson s. st. og Guðmann Grímsson, verði dæmdir til að þola, að viðurkenndur verði sjóveðréttur í m/b Hákon Eyjólfsson fyrir nefndum kröfum, og að veitt verði heimild til þess, 725 að láta selja skipið á nauðungaruppboði, að undangengnu fjárnámi. Stefndur, heildsali Eggert Kristjánsson, eða umboðs- maður hans, hefir haldið því fram, að stefnandinn hafi á skrifstofu hans í Reykjavík munniega ráðist til ferðar þessarar, með þeim kjörum: Að hann skyldi fá frítt uppi- hald meðan hann biði eftir skipinu, svo og allt fritt á leiðinni heim með skipinu, og loks að hann skyldi hafa fast ákveðið kaup fyrir alla ferðina frá því að hann færi héðan og þangað til að hann kæmi hingað aftur, kr. 200,00 — að sjálfsögðu íslenzkar krónur — þar sem samningur hafi verið gerður hér heima og ekkert sérstakt samið að greiða skyldi í dönskum krónum. Kveðst stefndur ein- göngu hafa verið sölnumboðsmaður á þann hátt, að hann hafi útvegað seljanda nefnda kaupendur að bátnum, og hann sjálfur eigi undirskrifað neinn samning um kaup á umgeinum bát, heldur þeir undirskrifað hann. Segist stefndur ekkert umboð hafa frá nefndu firma til þess að taka á móti málssókn fyrir það, og því slík málssókn til- gangslaus, né heldur geti hann talizt vera réttur málsaðili, og krefst hann algerðrar sýknu í málinu, og að honum verði dæmdur málskostnaður, sem eigi sé lægri en and- stæðingur hans fari fram á. Hann lætur þess svo getið undir rekstri málsins, að eigi sé upplýst nægilega, að ferðin hafi þurft að taka lengri tíma en 14 daga, eða um neyðardvöl í höfn hafi verið að ræða. Meðstefndu, skrásettir eigendur oftgreinds mótor- báts, halda því fram, að umbþráttuð kaupkrafa sé þeim með öllu óviðkomandi, þar sem í kaupsamningnum sé ákveðin upphæð tilgreind fyrir flutning á bátnum til Reykjavíkur, sem þeir þegar hafi greitt, og yfir höfuð skirskota þeir til varnarástæðu aðalstefnds (Eggerts Krisl- jánssonar), og krefjast algerðrar sýknunar á sjóréttarkröf- um stefnanda og öðrum kröfum hans, og krefst umboðs- maður þeirra ennfremur að honum verði dæmdur máls- kostnaður samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikn- ingi, en slíkur málskostnaður hefir eigi verið framlagður í málinu. Með því kaupkrafa stefnanda í málinu eingöngu styðst við lögskráningu, er fram hefir farið í Frederikssund 126 18. oktbr. f. á., af dönskum lögskráningarstjóra, og í mál- færslu umboðsmanns stefnanda er gengið fram hjá og mótmælt samningi um ráðningu hér heima, virðist stefnd- ur, Eggert Kristjánsson, eigi vera ncitt við mál þetta rið- inn raunverulega, og þar sem hann skortir umboð til að flytja mál þetta f. h. bvggingarstöðvar umrædds mótor- báts, ber ex officio að frávisa máli þessu, að því er hann sjálfan áhrærir, og kemur þá sjóréttarkrafan eigi til greina. Málskostnaður virðist með tilliti til þess, hve máls- kostnaðarkröfur hinna stefndu eru óákveðnar og jafnvel óviðeigandi eiga að falla niður. Miðvikudaginn 22. júní 1932. Nr. 42/1932. Réttvísin (Eggert Claessen) egn Þorleifi Benedikt Þorgrímssyni (Lárus Fjeldsted). 0 Svknun. Dómur ankaréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 3. nóv. 1931: Ákærður, verkstjóri Þorleifur Benedikt Þorgrims- son, á að vera sýkn af kærum og kröfum réttvísinnar í máli þessu. Sakarkostnaður, þar með talin þóknun til skipaðs talsmanns ákærðs, hæstaréttarmálflutningsmanns Lárusar Fjeldsted í Reykjavík, 50 krónur, greiðist af al- mannafé. Dómur hæstaréttar. Með skírskotun til þess, sem tekið er fram í hin- um áfrýjaða dómi verður það eigi talið sannað, að ákærði hafi falsað hinn umrædda samning og ber því að staðfesta dóminn. Allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með tal- in málflutningslaun sækjanda og verjanda í hæsta- rétti, 80 kr. til hvors, ber að greiða af almannafé. 727 Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða aukaréttardómi skal ó- raskað. Allur áfrýjunarkostnaður sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verj- anda í hæstarétti, málflutningsmannanna Egg- erts Claessen og Lárusar Fjeldsted, 80 kr. til hvors, greiðist af almannafé. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Í kæruerindi, dags. 8. júní þ. á., undirritað af verka- mönnum kærðs, þeim Kristjáni Bjarnasyni, Máfahlið, Reykjavík, og Árna Halldórssyni, Bergstaðastig 59 í Reykja- vík, stendur meðal annars: „Með samningi, dags. 13. april 1931, réðumst við undirritaðir til Þorleifs Ben. Þorgrims- sonar verkst., Lágafelli, Mosfellssveit, í vinnu við skurð- gröft á Korpúlfsstöðum. — Í vinnusamningnum var það tekið fram, að útborgun fyrir vinnu okkar skyldi fara fram 1. hvers mánaðar. Þegar að mánaðarmótin mai—júní komu gerðum við ráð fyrir að okkur yrði greitt kaup okkar fyrir vinnuna, sem var 7,00 kr. á dag auk fæðis, en þá uppiýstist það, að vinnusamningnum hefir verið breytt af hendi Þorleifs Ben. Þorgrímssonar, þannig að bætt hefir verið inn í hann á eftir orðunum í 3. grein. „Útborgun sé 1. hvers mánaðar“ þessum orðum „þegar hver vinnumánuður væri úti“. Er svo í niðurlagi erindisins þess beiðst, að málefni þetta verði tekið til rannsóknar, og ef sekt hlutaðeiganda upplýsist þá að mál verði höfðað gegn honum fyrir skjala- fals, og að honum verði hengt á þann hátt sem lög frekast leyfi. Undir rannsókn málsins hefir kærður, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna, og eigi áður hefir sætt ákæru eða hegningu fyrir neinn glæp, eindregið haldið því fram að hann enga breytingu hafi á samningi þessum gert frá 128 því að hann í fyrstu hafi verið gerður eða saminn af hon- um og hann í fyrstu hafi verið undirskrifaður af hinum ráðnu verkamönnum, innlendum og útlendum mönnum, sem komið hafi til hans á ýmsum tímum, og hann lesið upp samninginn fyrir hverjum þeirra fyrir sig um leið og þeir undirskrifuðu hann, með því innihaldi, sem hann hafi haft frá fyrstu, og eins og hann hafi verið framlagður í réttinum, en út af skýrslu verkamannsins Kristins Guð- jónssonar fyrir rétti í Reykjavík undir rannsókn málsin. þar, um að hann hafi staðið við hlið ákærða, er hann las samninginn upp fyrir honum, og hafi greinilega séð, að í seinni línunni undir TI. lið samningsins hafi ekki staðið nema tvö orð: „hvers mánaðar“, hefir ákærður upplýst, að umræddur verkamaður aldrei hafi séð samning þennan, heldur þeir aðeins rætt um hann sín á milli, og ákærður svo sjálfur síðar ritað nafn manns þessa undir samning- inn eftir samkomulagi þeirra á milli í talsíma. Enda þótt nú að hægðarleikur hafi verið fyrir ákærð- an, eins og til hagar Í samningnum, að bæta við orðun- um: „þegar hver vinnum. er úti“, á eftir orðunum: „hvers mánaðar“, og eigi verði vitað, hvenær orð þessi hafi verið á samningsblaðið rituð, verður þó eigi, gegn gagn- stæðri skýrslu ákærðs undir rannsókninni, talið sannað, eða jafnvel eigi líklegt, að orðum þessum hafi verið skot- ið inn eftir að samningur í fyrstu var undirskrifaður af hinum ráðnu verkamönnum, sem upplýst er við vitna- leiðslu, að eigi hafi neinn þeirra lesið samninginn áður en undirskrift hvers þeirra, átti sér stað. Segir mættur að hann hafi eigi skrifað uppkast samningsins í einu allt, heldur í þrennu lagi eftir því sem honum hafi unnist tími til, og að fyrsti og síðasti kafli samningsins sé skrifaður með venjulegum penna, en miðkaflinn eða II—V sé skrif- að með sjálfblekung, og ef svo kynni að sýnast að einhver munur geti verið á handskriftinni í lok HI. liðs samnings- ins — stafir þar grennri en annarsstaðar — þá stafi það af því, að hann þá hafi þurkað úr pennanum með fingr- inum og eftir það verði skriftin grennri að sjá en áður, og þannig út V. lið. Verður því eigi neitað, að stafirnir í orðunum: „þegar hver vinnum. er úti“ séu grennri á- ferðar, en önnur orð samningsins yfirhöfuð, en þetta get- ur þó verið álitamál, og eigi nægilegt til að sakfella ákærð- 729 an fyrir fölsun umrædds skjals, þar sem annað eigi virðist benda til þessa. Ber því að sýkna ákærðan af kærum og kröfum rétt- vísinnar í máli þessu, og að greiða sakarkostnað, þar með talin þóknun til skipaðs talsmanns ákærðs, hæstaréttar- málaflutningsmanns Lárusar Fjeldsted í Reykjavík, er á- kveðst hæfileg kr. 50,00, af almannafé. Það vottast, að rekstur málsins í héraði hafi verið lög- mætur og enginn ónauðsynlegur dráttur á málinu. Föstudaginn 30. sept. 1932. Nr. 87/1932. Guðmundur Guðmundsson gegn Gunnari Jónssyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Guðmundur Guðmundsson, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkis- sjóðs ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Föstudaginn 30. sept. 1932. Nr. 87/1932. Ari Þórðarson gegn Metúsalem Jóhannssyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Ari Þórðarson, er eigi mætir í mál- inu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. 130 Mánudaginn 3. október 1932. Nr. 54/1932. Réttvísin (Garðar Þorsteinsson ) gegn Guðjóni Kristjánssyni (Th. B. Líndal). Þjófnaður. Dómur aukaréttar Vestmannaeyja 28. jan. 1932: Ákærði, Guðjón Kristjánsson, á að sæta sex mánaða betrunarhúss- vinnu. En fullnustu refsingarinnar skal frestað og hún falla niður þegar 5 ár eru liðin frá uppsögn þessa dóms, ef skilorð laga nr. 39, 16. nóvember 1907 eru haldin. Ákærði greiði allan kostnað málsins sem orðinn er og verður, þar undir 30 kr. í málsvarnarlaun til talsmanns sins G. Eggerz. Dóminum að fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Eftir því sem upplýst er í málinu verður að telja, að ákærði hafi komizt inn í búð þá, er í hinum á- frýjaða dómi greinir, með því að fara inn um brotna rúðu í hurðinni, sem var þá læst og á því lýsingin í 4. tölulið 231. gr. almennra hegningarla;sa við verknað hans. Þótt ákærði hafi verið undir á- hrifum áfengis þegar hann framdi brotið, virðist honum hafa verið það fyllilega ljóst, hvað hann var að aðhafast, sem og ráða má af því, að hann fól þá þegar þýfið eða nokkurn hluta þess í báti, sem hann var að vinna í um þessar mundir, og getur ölvun hans því ekki orðið til lækkunar refs- ingu hans. Samkvæmt þessum athugasemdum og að öðru leyti með skírskotun til skýrslu hins á- frýjaða dóms um verknað ákærða ber að dæma hann til refsingar samkvæmt 7. gr., sbr. 6. gr. lag: nr. 51/1928, og þykir refsingin hæfilega ákveðin 5 731 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Á- kvæði hins áfrýjaða dóms um frestun á fram- kvæmd refsingarinnar og um greiðslu sakarkostn- aðar í héraði þykir mega staðfesta. Svo ber ákærða að greiða allan sakarkostnað fyrir hæstarétti, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda, er ákveðast 60 kr. til hvors. Það er athugavert við rannsókn og meðferð málsins í héraði, að dómarinn, sem úrskurðaði á- kærða í gæsluvarðhald, lætur þess ekki getið, hve- nær hann lét ákærða lausan, að rannsókninni er í sumum atriðum ábótavant, einkum um gerð og læsingu hurðarinnar á umræddri búð, og að ákærði er dæmdur í 6 mánaða betrunarhússvinnu, sem ó- heimilt er samkvmt 2. málsgr. 12. gr. hegningarlag- anna. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Guðjón Kristjánsson, sæti 3 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákvæði ins áfrýjaða dóms um frestun á framkvæmd refsingarinnar og um greiðslu sakarkostnaðar í héraði skulu vera óröskuð. Ákærði greiði allan sakarkostnað fyrir hæstarétti, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verj- anda, málaflutningsmannanna Garðars Þor- steinssonar og Theódórs B. Líndal, 60 kr. til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. 47 132 Forsendur hins áfryjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af hálfu réttvísinnar gegn hinunr ákærða, Guðjóni Kristjánssyni í París, hér, fyrir brot á 23. kap. hinna alm. hegningarlaga 23. júni 1869 og 2. kafla laga nr. 51, 7. maí 1928. Málavextir eru þeir, eftir því sem upplýst má telja með játningu ákærðs sjálfs og öðrum gögnum, að ákærði fór snemma um nóttina milli 21. og 22. október Í. á. inn í verzlunarbúðina „Boston“, hér, með þeim hætti, að hann steig inn um rúðu Í hurðinni, er hann segir, að hafi verið brotin. Tók hann úr opinni peningaskúffu þar kr. 43,50, sem vitað er um með vissu og auk þess af hillum í búð- inni ýmiskonar vindlinga og reyktóbak. Þyfið fór hann sumpart með síðan heim til sin og sumpart út Í v/b. „El iðaey“, sem hann þá var að vinna i. Þýfinu hefir hann skilað eigandanum og verður ekki talið nægilega upplýst eða sannað að það hafi verið meira. Ekki verður eftir því, sem komið er fram í málinu, tal- ið, að ákærði hafi brotið rúðu þá, sem um ræðir, eða haft undirbúning til þess að framkvæma þjófnaðinn, heldur verður hitt að telja líklegra, að hann hafi ekki verið full- komlega með sjálfum sér, er hann framkvæmdi verknað- inn, þar eð sannað er að bann var ölvaður um það leyti. Með þessu hefir ákærður gerzt brotlegur gegn 231. gr. 4. málslið hinna almennu hegningarlaga, 25. júní 1869, og þykir refsing hans með hliðsjón af 40. gr. sömu laga og að hann hefir ekki sætt ákæru eða hegningu áður fyrir neitt brot á hegningarlöggjöf landsins, hæfilega ákveðin G mánaða betrunarhússvinna. Fullnustu refsingar þessarar skal þó frestað skv. 4. gr. laga nr. öl, 7. maí 1928 og Í. gr. laga nr. 39, 16. nóv. 1907 og hún falla niður eftir 5 ár frá uppsögn dómsins, ef full- nægt er lögmæltum skilyrðum, þar eð ákærði hefir tregðu- litið játað brot sitt og bætt fyrir það. Kostnað málsins greiði ákærði, sem orðinn er og verður, þar undir til hins skipaða talsmanns kr. 30,00. Meðferð málsins virðist hafa verið lögum samkvæmt. 133 Miðvikudaginn 5. okt. 1932. Nr. 54/1932. Réttvísin og valdstjórnin (Guðm. Ólafsson) gegn Gesti Bjarnasyni (Eggert Claessen). Sýknun. Dómur aqukaæréttar Snæfellsness- og Hnappadalssýslu 14. nóv. 1931: Gestur Bjarnason, bifreiðarstjóri, í Stykkis- hólmi, skal vera sýkn af kæru réttvísinnar og valdstjórnar- innar í þessu máli. Málskostnaður greiðist af almannafé. Dómur hæstaréttar. Með skírskotun Wl þess, sem tekið er fram í hin- um áfrýjaða dómi, þykir mega staðfesta hann. Á- frýjunarkostnaður málsins, þar með talin málflutn- ingslaun skipaðs sækjanda og verjanda, 80 kr. til hvors, greiðist úr ríkissjóði. Um meðferð málsins í héraði athugast, að eigi sést að neitt hafi verið gert í málinu frá 11. april f. á. til 20. okt. s. á, er stefnan í því var útgefin, að rannsóknardómarinn hefir eigi útvegað fæð- ingarvottorð og hegningarvottorð ákærða og að leknisskoðunar á líki Elívarðar sáluga Jónssonar hefir eigi verið aflað með þeim hætti, sem venja er til og átt hefði að vera. Því dæmist rétt vera: Hinn áfryjaði dómur skal vera óraskaður. Allur áfryjunarkostnaður málsins, þar með tal- in málflutningslaun til skipaðs sækjanda og verjanda, hæstaréttarmálaflutningsmannanna 131 Guðmundar Ólafssonar og Eggerts Claessen, 80 kr. til hvors, greiðist úr ríkissjóði. Forsendur hins áfrvjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af réttvísinnar og valdstjórnarinn- ar hálfu gegn Gesti Bjarnasyni, bifreiðarstjóra, í Stykkis- hólmi fyrir brot gegn ákvæðum 200 gr. almennra hegn- ingarlaga frá 25. júní 1869 og Þifreiðarlaganna nr. 56 frá 1926. í Málavextir eru á þessa leið: Ákærður var að keyra vör- ur Í e/s „Gullfoss“, er lá hér í Stykkishólmi o. sept. f. á., á vörubifreiðinni S. H. 2. Var hann með bifreiðina á stein- steyptum palli, sem er við endann á bryggjunni í Stykk- ishólmi, og var hún affermd þar og var varningurinn sett- ur aftan við Þifreiðina og á hlið við hana, en þaðan átti að keyra hann á vögnum, er runnu á sporbraut fram bryggi- una að skipshlið. Stóð þarna rétt aftan við bifreiðina all- mikið af kössum, einn skápur og handvagn, er eigi komust upp af bryggjunni vegna þrengsla. Bifreiðin stóð þannig að vélin og stýrishúsið sneri upp að Strandgötunni, en vörubrettið niður að bryggjunni, og hallar pallinum, er bifreiðin stóð á, litið eitt niður að bryggjunni. Uppi á vörupalli bifreiðarinnar stóð einn maður, er rétti vörur af henni tveim mönnum, er tóku á móti vörunum og létu þær niður aftan við bifreiðina. Menn þeir, er tóku á móti vörunum af bifreiðinni, voru Elivaldur heitinn Jónsson, verkamaður í Stykkishólmi og Sveinbjörn Guðmundsson, bóndi í Viðvík. Þegar lokið var affermingu bifreiðarinn- ar, fór ákærður að setja bifreiðina á stað, því hann ætlaði að sækja meiri vörur. Kveðst hann hafa farið sem snöggv- ast inn í styrishúsið, opnað „switzinn“ seinkað neistanum, sett svolitið handbenzin á og setti gearstöngina, er hafði verið þannig, að bifreiðin var í fyrsta gear, áfram, í hlut- laust. Síðan kveðst hann hafa tekið sveifina og ætlað að setja bifreiðina í gang með henni, því startarinn hafi ekki verið í sambandi við svinghjólið, og því eigi hægt að setja bifreiðina í gang með honum. En er ákærði ætlaði að setja bifreiðina í gang með sveifinni, kipptist hún dá- lítið aftur á bak (ca. 2 fet), en stöðvaðist svo. Í því er bif- reiðin kipptist aftur á bak rakst hún á Elivarð heitinn og datt hann ofan á kassana, en virtist þó ekki hafa meitt sig neitt alvarlega í fyrstu, en kvartaði er frá leið undan tölu- verðum verkjum. Fór hann skömmu síðar heim og lagði sig, og var rúmliggjandi með miklum kvölum þann dag og næsta dag, en sunnudagsmorguninn 7. september and- aðist hann. Krufði Ólafur Ólafsson læknir, er stundaði hann í legunni, lík hans, og sagði að neðri partur þarm- anna og lifhimnan hafi verið blóðhlaupin og hafi bana- mein hans verið lifhimnubólga. Bifreiðin S. H. 2 var skoðuð af skoðunarmanni bifreiða i Borgarnesi, Þorkeli Teitssyni, 8. ág. 1930, og fann hann þá ekkert við hana að athuga, annað en að laga þurfti ljósin, festa styristeini og festa húsinu. Ennfremur skoð- aði Sigurður Sigurgeirsson bifreiðarstjóri í Stykkishólmi bifreiðina að fyrirlagi dómarans, eftir að slysið vildi til og fann hann þá ekkert athugavert við hana. Eftir að rannsókn vár lokið, hefir bifreiðaeftirlits- maður í Reykjavík, Jón Ólafsson, eftir beiðni dómarans, látið uppi álit sitt um ástæðu fyrir því að slysið varð. Tel- ur hann mjög erfitt að gera sér grein fyrir því, hver var orsök slyssins. Telur hann mjög ólíklegt að bifreiðin hafi verið í girasambandi er bifreiðarstjórinn setti hana í gang. Þá telur hann ekki óhugsandi að bifreiðarstjórinn hafi er hann setti bifreiðina í gang með sveifinni, stutt hendi svo fast framan á vagninn, að hann hafi hreyfzt úr stað, en þá muni handhemill ekki hafa verið fullþvingað af bremsufleti. Að réttarins áliti hefir bifreiðin $. H. 2 verið í því lagi er slysið vildi til, að hún uppfyllir kröfur þær, er bif- reiðalögin gera um ástand bifreiða. Hafði skoðunarmaður bifreiða fyrir einum mánuði gefið henni skoðunarvott- orð og bifreiðarstjóri, er skoðaði hana eftir að slysið vildi til, telur hana í fullkomnu lagi. Að vísu er það upplýst, að sjálfstartari bifreiðarinnar var ekki í lagi er slysið vildi til, en þar sem ekki er lögboðið, að slíkur útbúnaður sé á bifreiðum, og þær iðulega eru settar í gang með sveif, verður það ekki talið hafa þýðingu í málinu. Þá verður heldur ekki talið sannað í málinu, að bif- reiðarstjórinn hafi sýnt af sér vítavert gáleysi er hann setti bifreiðina í gang, Þá er slysið vildi til. Að vísu mun bif- 156 reiðarstjórinn ekki hafa gert þeim mönnum aðvart, er stóðu aftan við bifreiðina, er hann setti hana í gang, en þeim var kunnugt, að bifreiðin var í vöruflutningum og að hún fór að sækja nýjar vörur þá er hún hafði verið losuð. Ennfremur er það viðurkennt, að bifreiðarstjórinn mun cigi hafa sett skorður við hjól bifreiðarinnar er hann setti hana í gang, en það verður tæplega sagt að nauðsyn bæri til að gera það, þar sem bifreiðin stóð í mjög litlum halla. Samkvæmt framansögðu, verður réllurinn að líta svo á, að ákærður hafi eigi, þá er slysið vildi til, brotið gegn á- kvæðum laga um notkun bifreiða nr.56 frá 15. júní 1926 og eigi heldur gegn 200. gr. hinna almennu hegningarlaga frá 25. júní 1869, þar sem eigi verður sagt, að hann hati sýnt neitt vitavert gáleysi við umrætt tækifæri. Ber því að sýkna hann af kærum réttvísinnar og valdsljórnarinnar í þessu máli. Kostnað málsins ber að greiða af almannafé. é Föstudaginn 7. okt. 1952. Nr. 136/1932. Torfi Jóhannsson, f. h. R. $tief, Kaupmannahöfn (segert Claessen) segn Stjórn h/f húsgagnaverziunin við dómkirkjuna (Enginn). Staðfestingardómur. Dómur gestaréltar Reykjavíkur 23. júlí 1982: Stefnda, h/f. húsgangnaverzl. við dómkirkjuna, greiði stefndum, Torfa Jóhannssyni, f. h. h. Stief, kr. 932,50 með 6“ árs- vöxtum frá 26. marz 1982 til greiðsludags og kr. 130,50 1 málskostnað innan þriggja sólarhringa frá lögbitingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Þegar mál þetta, sem áfrýjað er til staðfestins- ar, var þingfest, kom fram fyrir dóminn af hendi 737 stefnda starfsmaður hans, sem einnig er sonur eins Gg bróðir tveggja stórnenda hins stefnda félags og bað um frest. Með því að maður þessi er eigi í stjórn hins stefnda félags og eigi verður talið, að stjórnendum félags sé veitt heimild í 18. gr. hæsta- ræéttarlaganna til að láta skyldmenni sín mæta fyrir félagið í hæstarétti, þá verður að lita svo á sem stefndi hafi hvorki mætt né mæta látið í máli þessu, enda þótt honum hafi verið löglega stefnt. Og ber því að dæma málið samkvæmt framlögðum skjöl- um eftir N. L.1—4—32 og 2. gr. tilsk. 3. júní 1796, og kröfu áfrýjanda, sem þá þegar lagði málið í dóm. Á meðferð málsins í héraði eða á áfrýjun þess eru engir þeir gallar, er útiloki það, að krafa áfrýjanda verði tekin til greina. Ber samkvæmi þessu að staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Með þvi að stefndi hafði tekið út áfrýjunarstefnu í máli þessu 20. ág. þ. á., er þingfesta skyldi í dezbr. næstkom- andi og hafði þar með veitt áfrýjanda nokkra á- stæðu til að áfrýja til staðfestingar, þykir rétt að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda 100 kr. í málskostnað fyrir hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Stefndi, h/f húsgagnaverzlunin við dómkirkj- una, greiði áfrýjanda, Torfa Jóhannssyni, f. h. R. Stief, 100 kr. í málskostnað fyrir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrvjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er, eftir heimild í ábyrgðarskjali, dags. 10. marz Í. á., höfðað fyrir gestaréttinum með stefnu, útgef- 138 inni 18. april s. 1, af Torfa Jóhannssyni lögfræðingi, f. h. R. Stief í Kaupmannahöfn, gegn húsgagnavergl, við dómkirkjuna, hér í bænum, til greiðslu skuldar að upphæð kr. 1025,75 með 6% ársvöxtum frá 26. marz s. 1. til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu. Málavextir í máli þessu eru þeir, að með fyrrgreindu ábyrgðarskjali tókst stefnt hlutafélag á hendur gagnvart slefnanda, f. h. umbjóðanda hans, sjálfsskuldarábyrgð á skuld samkvæmt dómi uppkveðnum í bæjarþingi Reykja- víkur í máli gegn Herluf Clausen, að upphæð d. kr. 1015,82, með 6% ársvöxtum frá 24. april 1929 til greiðsludags og kr. 176,50 í málskostnað. Skvldi félagið greiða dómsskuld- ina með kr. 100,00 á mánuði ef aðalskuldari Herluf Glau- sen greiddi hana ekki sjálfur, en gekkst jafnframt undir að. greiða jafnhliða afborgununum 10% innheimtulaun eða kr. 10,00 mánaðarlega. Samkvæmt uppgjöri stefn- anda, sem miðað er við 26. marz s. l., námu eftirstöðvar skuldarinnar þá hinni umstefndu upphæð. Sundurliðast uppgjörið þannig: 1. Höfuðstóll dómskuldarinnar ......... isl. kr. 1239.30 2. Vextir frá 24. april 1929 ............ — — 216,70 3. Tildæmdur málskostnaður .......... — — 176.50 4. Innheimtulaun 10% af upphæðum und- it lÍð assa — — 163.25 Alls ísl. kr. 1795,75 Frá dragast kr. 700.00 - kr. 70,00 í innheimtulaun, er aðalskuldari hefir greitt, og verða þá kr. 1025,75 eftir. Stefndur hefir krafizt þess aðallega, að hann verði sýknaður af framangreindum innheimtulaunum kr. 163,25 svo og málskostnaði í máli þessu nema réttargjöldum, en til vara, að annarhvor þessi póstur verði felldur niður Byggir stefndur mótmælin á því, að ella fái stefnandi þrefalda þóknun fyrir innheimtu upphaflegu skuldarinn- ar og slíkt nái vitanlega ekki nokkurri átt.. Stefnandi þykir nú samkvæmt ákvæðum ábyrgðar- skjalsins ciga heimtingu á innheimtulaunum af þeim hluta skuldarinnar, sem greiddur var áður en til málssóknar kom, enda virðast þau innheimtulaun þegar innt af hendi og því ekki afturkræf. Hinsvegar verður vart á það fall- izt hjá stefnanda, að hann auk þess að krefjast fulls máls- 139 kostnaðar í máli þessu út af eftirstöðvum skuldarinnar, eigi jafnframt rétt á innheimtulaunum af þeim, en í hinni umstefndu kröfu eru innifalin slík innheimtulaun kr. 03,25. Þykir því rétt að láta þá upphæð koma til frádrátt- ar frá dómkröfunni og lækkar hún þá niður í kr. 939 „90. Ber stefndum að greiða þá upphæð með vöxtum eins og krafizt hefir verið, svo og málskostnað, er ákveðst í sam- ræmi við aukatekjulögin og lágmarksgjaldskrá málaflutn- ingsmannafélagsins kr. 130,50. Vegna embællisanna hefir dómur eigi verið kveðinn upp Í máli þessu fyrr en nú. Mánudaginn 10. okt. 1932. Nr. 99/1931. Réttvísin (Garðar Þorsteinsson) gegn Hermanni Þorsteinssyni (Jón Ásbjörnsson). Sjóðþurður. Dómur aukaréttar Seyðisfjarðarkaupstaðar 7. april 1931: Ákærði, Hermann Þorsteinsson, skal sæta betrunar- hússvinnu í 5 ár. Svo greiði hann og allan kostnað af málinu. . Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Mál þeta hefir verið rekið skriflega samkv. 2. lið 38. gr. hæstaréttarlaganna. Svo sem fram er tekið í hinum áfrýjaða aukarétt- ardómi veitti ákærði forstöðu útsölu eða útibúi steinolíucinkasölu ríkisins á Seyðisfirði frá því út- salan hófst í febrúarmánuði 1923 þar til einkasalan var lögð niður við árslok 1927. Til starfs þessa var hann ráðinn af forstjóra Landsverzlunarinnar, Magnúsi sál. Kristjánssyni, 110 cn við hann var þó eigi gerður skriflegur ráðning- arsamningur og hvorki fékk hann erindisbréf um starfrækslu útibúsins eða setti tryggingu fyrir inn- heimtu þeirri, er starfinu fylgdi. Olíuna mátti hann lána út til viðskiptamanna útibúsins, en af bréfum forstjóra Landsverzlunar til ákærða sést, að hann hefir iðuglega verið áminntur um gætni við útlárr in og sýna bréf þessi ennfremur, að ætlazt hefir verið til að ákærði innborgaði tafarlaust það té, er innheimtist fyrir olíuna. Þ að sést eigi, að lagt hafi verið fyrir ákærða sérstaklega að halda fé útsöl- unnar aðskildu frá sínu eigin fé, en að sjálfsögðu verður að sera ráð fyrir, að svo hafi verið. Laun ákærða voru ákveðin 1 króna af hverri olíutunnu. er hann seldi. Samhliða starfi þessu rak hann útgerð og fisk- verzlun. Ákærði hélt eftirnefndar bækur um útsöluna: Vistarbók, frumbók, sjóðdagbók, höfuðbækur og birgðabók. Hefir rannsóknardómarinn notað bæk- ur þessar við rannsókn málsins nema vigtarbækur og frumbækur ársins 1927, sem sagðar eru glatað- ar. Hinsvegar hafa eigi verið lagðir fram í málinu reikninsar frá L: andsverzlun yfir viðskiptin við úti- húið og byggist því rannsóknin á sjóðþurði ákærða á bókfærslu hans. Hefir þetta gert rannsóknina erf- iðari og veldur því, að ekki verður komizt að ná- kvæmri niðurstöðu um upphæð sjóðþurðarins, en bað skiptir eigi verulegu máli, þar sem Landsverzl- unin hefir enga skaðabótakröfu gert á hendur á- kærða í máli þessu. Bannsóknardómarinn hefir rannsakað allt bók- hald ákærða mjög ítarlega og borið saman frum- bækur, sjóðdagbók og höfuðbækur útsölunnar. Við 741 rannsókn þessa hefir komið í ljós, eins og nánar er lýst í hinum áfrýjaða dómi, að ákærði hefir serzt sekur um stórkostlegan sjóðþurð, er nemur að minnsta kosti kr. 113,027,58. Til þess að leyna sjóð- Þþurðinum hefir ákærði um áramótin 1923, 1925, 1926, og 1927 í sjóðdagbókinni talið „offært í sjóði og banka“, samtals kr. 139,269,59. Meginið af þessari upphæð, sem samkvæmt sjóðdagbókinni hefir inn- borgazt í peningum, hefir ákærði fært yfir í við- skiplareikning sinn, og til þess frekara að dylja sjóðþurðinn hefir hann á árinu 1927 í skilagrein sinni til Landsverzlunar hækkað útistandand!i skuldir útibúsins um kr. 63,530,54 með því að færa kröfur, er hann átti sjálfur og voru olíusölunni ó- viðkomandi, yfir í bækur útibúsins. Þá er það einnig sannað í málinu, að ákærði hef- ir vanrækt að færa vexti, er hann hefir lagt á skuld- ir nokkurra skuldunauta útibúsins, að upphæð samtals kr. 1460,10, inn í ársreikning útibúsins os andvirði seldrar olíu árið 1921 er vantalið um kr. 1570,91. Með þessu hefir ákærði sýnt hirðuleysi í starfi sínu, en ekki verður álitið sannað að van- færslur þessar hafi verið serðar í sviksamlegum tilgangi. Sama er að segja um skilagrein ákærða fyrir tunnubirgðum. Um heimild ákærða til að krefja umgetna vexti cr ekkert upplýst og verður því eigi talið sannað. að ákærði hafi með þessu gerzt brotlegur gegn 138. gr. hegningarlaganna. Svo sem nánar er sagt í hinum áfrvjaða auka- róttardómi hefir ákærði verið kominn í sjóðþurð þegar við árslok 1023, og sjóðþurður hans hefir aukizt síðan ár frá ári. Hefir ákærði þegar við árs- lok 1925 séð, að komið var í óvænt efni, en til þess 142 að tryggja Landsverzlunina tapi samdi ákærði í janúar 1926 lista yfir ýmsar kröfur, er hann átti útistandandi, samtals kr. 59,337,89, og fram- seldi Landsverzlun skuldir þessar til lúkningar skuld sinni við hana, og þykir ekki ósennilegt, að hann með þessu hafi viljað tryggja þær kr. 50,147,00, er hann hinn 31. dezbr. 1925 færði úr sjóði og sér til skuldar í viðskiptareikningi. Hinn 13. maí s. á. veðsetti ákærði ennfremur Lands- verzlun húseignir sínar á Seyðisfirði til tryggingar 50000,00 kr. skuld, er hann kvaðst vera í við Lands- verzlun og sama dag veðsetti hann Landsverdun cinnig allar vörubirgðir sínar og útistandandi skuldir tiltryggingar skuld sinni við Landsverzlun. Af þessum ráðstöfunum ákærða og skilareika- ingum hans hlaut forstöðumönnum Landsverzlun- arinnar að vera það kunnugt, að sjóðþurður ákærða var í árslok 1925 orðinn yfir 100,000 krónur, en ekki sézl, að neitt hafi verið gert til að bjarga skuld Landsverzlunar og hvorki kröfuframsal þetta eða veðsetning eigna hans hafa haft nein áhrif í þá átt að draga úr sjóðþurði ákærða og hann var látinn halda áfram forstöðu útibúsins. Brot ákærða ber að heimfæra undir 136. gr. 1. og 2. mgr. og 144. gr., báðar sbr. 145. gr., sbr. einnig 34. gr., 1. mgr. alm. hegningarlaga 25. júní 1869, en með tilliti til þess, að ákærða var eigi fengið erind- isbréf og honum var eigi á annan hátt bent á ábyrgð þá, er starfi hans var samfara og eftirlit með hon- um eigi svo sem vera skyldi, ákveðst refsing hans 12 mánaða betrunarhússvinna. Svo greiði hann allan kostnað málsins, bæði í héraði og hæstarétti, þar með talið málflutningskaup sækjanda 500 kr. og verjanda 300 kr. 143 Því dæmist rétt vera: Ákærði, Hermann Þorsteinsson, sæti 192 mánaða betrunarhússvinnu. Svo greiði hann allan kostnað málsins bæði í héraði og hæsta- rétti, þar með talið málflutningskaup sækj- anda í hæstarétti, Garðars Þorsteinssonar hæstaréttarmálaflutningsmanns, 500 kr., og málflutningskaup verjanda, hæstaréttarmál- flutningsmanns Jóns Ásbjörnssonar, 300 kr. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af réttvísinnar hálfu gegn Her- manni Þorsteinssyni, kaupmanni á Seyðisfirði, vegna van- skila hans sem útsölumanns á steinolíu fyrir Landsverzl- un, og var lögfræðingi Jóni Þór Sigtryggssyni á Seyðisfirði með umboðsskrá konungs 19. ágúst 1929 falið að rannsaka og dæma málið. Með lögum nr. 77, 14. nóvember 1917 var landsstjórn- inni veitt heimild til að taka í sínar hendur einkasölu á steinolíu í landinu, og skyldi hún skipa vel hæfan mann til að veita steinolíuverzluninni forstöðu og hafa á hendi alla reikningsfærslu hennar, og tvo verzlunarfróða menn til að rannsaka alla reikninga og bækur verzlunarinnar. Endurskoðun átti æð fara fram árlega, sem mest lafnhliða bókfærslunni, og eigi sjaldnar en eftir hverja þrjá mán- uði. Olíuna var heimilt að selja kaupmönnum, kaupfú- lögum, sveitarfélögum og Öðrum samkv. reglugerð, er landsstjórnin setti. Samkv. þessari heimild ákvað ríkis- stjórnin með auglýsingu, nr. 99, 11. ágúst 1929, að taka t sinar hendur einkasölu á steinolíu frá 10. febr. 1993. Fyrirmæli um steinolíuverzlunina eru sett í reglugerð nr. 101, 28. dez. 1922. Var með henni forstjóra Landsverzl- unar falið að annast steinolíuverzlunina og ákveða, hverj- TA um öðrum en þeim, sem lögin tilgreina, olían skyldi seld. Útsölustaðir skyldu vera á þeim stöðum, sem þurfa þætti, og þar jafnan nokkrar olíubirgðir fyrirliggjandi. Einkasala ríkisstjórnarinnar á olíu hélæt til ársloka 1927, og veitti ákærði forstöðu útsölu steinolinverzlunar- innar (Útibúi Landsverzlunar) á Seyðisfirði öll árin. Var hann ráðinn til starfans af forstjóra Landsverzlunar, en við hann var ekki gerður skyiflegur ráðningarsamningur og hvorki fékk hann erindisbréf um starfrækslu útbús- ins, né selti tryggingu fyrir innheimtu þeirri, sem starf- inu fylgdi. Laun hans voru ákveðin Í króna af hverri ol- iutunnu. sem hann seldi, og virðast þau hafa verið að með- altali kr. 3981 á ári. Samhliða starfinu rak hann útgerð og verzlun meðal annars fiskverzlun. Afgreiðsla fór fram á skrifstofu firmans Hermann Thorsteinsson £ Go. Bók- haldari hjá honum var hinn sami Öll árin, og er hann lát- inn. Má af rithöndum beggja í frumbókum úlbúsins sjá að ákærði hefir annast bókfærzluna aðeins í viðlögum. Peningum útbúsins var ekki haldið aðgresinaum frá fé ákærða, hvorki á skrifstofunni né í bönkum. Þó hefir út- búið haft hlaupareikning Í útbúi Landsber kans á Eski- firði, en hætt hefir verið að nota hann í febrúar 1924. Ákærði hélt þessar bækur: Vigtarbók, frumbók, sjóðdag- bók, höfuðbók og birgðabók. Hefir dómarinn notað þess- ar bækur við rannsóknina, nema vigtarbækur og frum- bækur ársins 1927, sem sagðar eru glataðar. Olíuna hefir útibúið selt útgerðarmönnum, kaupmönnum, kaupfélög- um og nokkrum öðrum á svæðinu frá Hornafirði til Eyjafjarðar, og hefir hún venjulega verið lánuð. Að sögn ákærða fór fram árleg endurskoðun hjá honum, og fram- kvæmdi forstjóri Landsverzlunar hana sjálfur. Var for- stjórinn látinn, er rannsókn málsins hófst. samkv. viðskiplareikningi sínum við útibúið hefir á- kærði skuldað Landsverzlun, er hann tók við starfinu, kr. 4268.30 og firmað Hermann Thorsteinsson á Co., sem hann rak með ótakmarkaðri ábyrgð, kr. 17680.97. Hefir rannsóknin ekki náð til þess, hvernig skuldir þessar eru tilorðnar. En 1. marz 1923 hefir firmað greitt af skuld sinni kr. 12000.00, og er greiðslan færð úr bankareikningi sjóðdagbókarinnar til Landsverdunar. Hlaupareikningur 745 ákærða við útbú Landsbankans á Eskifirði sýnir, að upp- hæðin er símgreidd þaðan og til þess notað fé, sem við- skiptamenn útbúsins höfðu greitt í reikninginn, sbr. sjóð- dagbókina. Hinn 31. marz er upphæðin færð í banka- reikning sjóðdagbókarinnar og til tekna á reikningi við- skiptamanna, og er þetta nefnd leiðrétting á sjóðdagbók- inni Í. marz. Skuld ákærða við útbúið samkv. viðskiplareikningi hans nam: í árslok 1923 Go kr. 24283.29 - —— FÓÐ4 Þr — 41367.94 S a 1920 smm sb á — 109736.05 a 1926 — 122819.06 1927 — 131061.24 og eru í hinni fyrsttöldu upphæð meðtaldar kr. 4268.30, sem ákærði skuldaði Landsverzlun, er útbúið var stofn- að. En vegna tölubreytinga, sem verður að gera á reikn- ingnum Í samræmi við reikninga viðskiptamanna og árs- reikning útbúsins er skuldin rétt talin í árslok 1997 kr. 130880.12. Alls hefir ákærði fært sér til skuldar á reikn- ingnum kr. 183018.93 og talið sig hafa innborgað kr. 52138.81. Og um uppruna skuldarinnar skýrir hann svo Írá, að hann hafi tekið að sér að greiða til útbúsins fyrir viðskiptamenn þess upphæðir, sem hann skuldaði Þeim, en gat ekki staðið skil á þeim til útbúsins, er til kom, og að hann hafi stundum skrifað í sinn reikning andvirði olíu fyrir menn, sem hann sá ekki fært að lána það. Saman- burður á reikningi ákærða og reikningum þeirra, sem greindir eru við upphæðirnar í reikningi hans, sýnir að hið síðara hefir ekki átt sér stað. Hinsvegar er ljóst, að sumar upphæðirnar hefir hann skuldað þeim, og stund- um er þess getið við greiðslurnar í reikningum viðskipta- manna, áð upphæðin sé peningar eða sé innborguð af honum. Hann keypti fisk af viðskiptamönnum útbúsins, og er þá sennilegt, að þeir hafi ráðstafað kröfum sinum á hann upp í skuld við útbúið, sem þeir keyptu olíuna af og hann veitti forstöðu. Þetta styrkja og vitnaleiðslur í málinu. Við flestar upphæðirnar í reikningi ákærða eru nöfn tilgreind, en fært er: 746 31. dez. 1998 „Greitt fyrir ýmsa skuldunaula kr. 11068.27 1925 „Ýmsir skuldunautar samkv. lista rammi — 59147.00 1. jan. 1927 „Skuldir Ýmsra uppgefnar á sérstökum lista á ábyrgð reikn- ingshaldara“ loco — 21400.55 kr. 97615.82 Og samkv. sjóðdagbók eru neðangreindar upphæðir tald- ar „offærðar“ í sjóð- og bankareikningi og færðar þar í reikning viðskiptamanna! 31. (07. 1988 ccc kr. 13819.22 A 1095 orr — 59147.00 nm sr ÓÐ nn —- 17139.77 — — 1996 Grrr — 27400.55 A ÞE ls .. — 21763.05 kr. 139269.59 Koma þessar upphæðir ekki fyrir í reikningum viðskipta- manna. en tvær þeirra koma fram óbreyttar í reikningi ákærða. og verður því að álíta, að ofangreindar upphæðir í reikningi hans stafi af vöntun Í sjóði, enda hefir hann við prófun sagt, að þær stöfuðu af því, að hann hélt ekki fc útbúsins aðgreindu, og vísað til sjóðdagbókarinnar um þær. En við upphæðir þessar verður að bæta kr. 13604,02. sem taldar eru honum til skuldar í reikningnum fyrir nafngreinda menn, en samkv. sjóðdagbókinni eru inn- borgaðar af honum. Hefir hann þá fært sér til skuldar á reikningi kr. 111219.84 af fé því, sem í sjóði átti að vera samkv. sjóðdagbókinni. Skuld hans fyrir viðskiptamenn tbúsins verður samkv. þessu kr. 71799.09 og af henni tel- ur hann sig hafa greitt kr. 52138.81 eins og áður er sagt. Þessu er þó ekki þannig varið. Að vísu hefir ákærði fært sér til tekna á reikningi sínum við útbúið upphæðir, sem þessu nema, en meðal þeirra eru þessar útístandandi skuld- ir hans: Kaupfélag Eskifjarðar ........- kr. 1519.87 Hermann Thorsteinsson € Co. 2c00.0000.... — 14597.18 sin kr. 16117.05 747 Einnig eru honum færðar til tekna þessar Peninga- greiðslur: 31. dez. 1924 „............. kr. 1536.53 15. sept. 1926 ..................... — 1000.00 Gm MÓ TOO — 6000.00 31. dez. 1926 „............ — 4000.00 Ble la AÐÐF — 1589.23 taal kr. 20125.76 Verður ekki séð að honum hafi verið heimilt að færa sér fyrri upphæðina til tekna, og hina síðari er ekki hægt að taka til greina, þar sem hún er greidd í sjóð- og banka- reikning, en hann hélt ekki fé útbúsins aðgreindu frá sínu eigin. Hefir ákærði því greitt af skuld sinni fyrir við. skiptamenn kr. 15896.00. Og verður hún þá að eftirstöðv- um kr. 55903.09. Samkv. framansögðu hefir ákærði fært úr sjóði í reikn- ing viðskiptamanna í sjóðdagbókinni kr. 139269.59. Sé ekki tekið tillit til Þessa virðist hafa átt að vera í sjóði hjá ákærða í árslok 1927 skv. sjóðdagbókinni kr. 141505.47, En við þá upphæð bætast kr. 21647,87, sem höfuðbækur útbúsins sýna, að innborgaðar hafa verið auk Þess, sem sjóðdagbókin telur. Hinsvegar koma til frádráttar sjóði kr. 20125.76, sem ákærði hefir samkv. framansögðu talið greitt af sér í peningum upp í skuld. Verða eftir því í sjóði hjá ákærða 31. dez. 1927 kr. 143027.58. Eftir bókum útbúsins hefir verið venja að reikna ekki vexti af skuldum viðskiptamanna. Þó koma tvisvar fyrir vextir í reikningum þeirra árin 1923—1926 og árið 1927 cru vextir lagðir á skuldir 38 viðskiptamanna. Nema vext- irnir kr. 4460.48, og eru þeir ekki færðir til tekna í árs- reikningum útbúsins. Ekki eru Þeir heldur færðir í sjóð- dagbókina, nema í eitt skipti, 11. júlí 1927, og þá aðeins til skuldar á reikningi viðskiptamanna. Ákærði hefir ekki setað gefið fullnægjandi skýringu á vaxtaálagningu þess- ari, og verður hún að teljast hafa verið honum óheimil, bar sem hún kom niður á aðeins % af skuldunautum út- búsins árið 1927 og vextirnir voru ekki færðir Lands- verzlun til tekna. Árið 1927 hefir ákærði hækkað útistandandi skuldir útbúsins um kr. 63530.54 með því að færa nokkrum við- 48 748 skiptamönnum þess til skuldar upphæðir, sem hann og firmað Hermann Thorsteinsson á Co. áttu hjá þeim, og færa inn í höfuðbókina nokkra skuldunauta sina. Hefir hann kannazt við að hafa átt skuldir þessar, enda er nafns hans eða firmans getið við allar færslurnar, nema 7. Eru flestar upphæðirnar færðar inn Í höfuðbókina 31. dez. 1927, en í byrjun þess árs eru skuldir fjögra viðskipta- manna hækkaðar um samtals kr. 16487.99 og notaðar til hækkunar útistandandi skuldum útbúsins í árslok 1926. Eru þesar 4 upphæðir, sem eru 3—6 í röðinni á rjskj. nr. 13, nefndar Í höfuðbókinni vanfærðar skuldir frá árinu 1926. En í sjóðdagbókinni 31. dez. 1926 eru kr. 17139.77 færðar úr bankareikningi Í reikning viðskiptamanna og upphæðin talin vera „Vanfærðar skuldir sbr. höfuðbók frá f. á. v/Herm. Þorsteinssonar“ Lögmæti þessara ráð- stafana sinna hefir ákærði viljað byggja á veðbréfi 13. mai 1926, þar sem hann veðsetti Landsverzlun útistand- andi skuldir sínar 08 vörubirgðir, eins 08 Þær voru á hverjum tima, fyrir kr. 50000.00 skuld. Hefir veðbréfið ásamt skrá yfir úitistandandi skuldir ákærða í árslok 1925, verið lagt fram í málinu, virðist það minnsta kosti að nokkru leyti, hafa verið ógilt að lögum 08 ekki hefir því verið þinglýst. En framsal, sem ákærði hefir ritað á skuldaskrána, var næg eignarheimild handa Landsverzl- un að skuldunum. En framsalið virðist ekki hafa verið notað. Ákærði hefir skýrt frá þvi, að hann hafi ekkert greitt af skuld sinni síðan hann lét af starfinu og hann hafi ætlazt til, að Landsverzlun „yfirtæki“ skuldirnar, en það hafi ekki verið gert. Ekki taldi ákærði heldur Lands- verzlun hafa aðra tryggingu fyrir skuldinni en fasteignirn- ar, er hann var spurður um tryggingu við rannsókn máls- ins, og Landsverzlun virðist hafa litið eins á, sbr. rskj. nr. 95. Samkv. þessu hefir veðbréf þetta og skuldaframsalið verið tilboð frá ákærða til Landsverzlunar, sem hefir ekki verið þegið. En hvernig sem á það er litið, þá heimilaði ekki veðbréfið eða framsalið ákærða að velja skuldirnar úr eftir eigin geðþótta og færa þær inn Í bækur úthúsins. Hann hefir ekki treyst sér til að fullyrða, að forstjóranum hafi verið send skrá yfir skuldirnar til samþykktar. Verður samkv. þessu að álykta, að honum hafi verið óheimilt að færa útistandandi skuldir sínar inn í bækur útbúsins. Eru #49 Þær taldar á skrá yfir útistandandi skuldir útbúsins í árslok 1927, en ekki færðar Landverzlun til tekna á árs- reikningi. Í ársreikningi útbúsins 1924 er andvirði seldrar olíu í aprilnánuði það ár talið nema kr. 49563,90, og kemur Þetta heim við fylgiskjal með reikningnum, rjskj. nr. 44. En samkv. frumbók, dagbók og höfuðbók, sem öllum ber saman, hefir olíusalan numið þennan mánuð kr. 51134.81. Þetta stafar af því, að nokkuð af olíunni hefir verið selt hærra verði viðskiptamönnum en nefnt fylgiskjal sýnir. Munurinn er 6 aurar á 24138% og 5 aurar á 2412 kg. olin og 2 kr. á tunnuverði. Ákærði hefir ekki getað gefið neina skýringu á þessu, en fylgiskjalið er samið eftir frumbók- unum, og verðbreytingin því gerð af ásettu ráði. Er and- virði oliu samkv. þessu vantalið til tekna á ársreikningi 1924 um kr. 1570.91. Vextir á hlaupareikningi útbúsins við útbú Landsbank- ans á Eskifirði, er nema kr. 16.56, eru ekki færðir til tekna á ársreikningi útbúsins. Landsverzlun telur, að í birgðum hjá ákærða hafi verið 646 tómar trétunnur í árslok 1927. Af birgðum þessum hefir Landsverzlun fengið 125 tunnur sendar árið 1928, og telur hún hann því eiga að standa skil á 521 10/00 = kr. 5210.00. Birgðabækur segja ekki til um, hve margar tómar trétunnur hafi verið í birgðum 31. dez. 1927, því dálkur sá í þeim, sem ætlaður er umbúðum, hefir aldrei verið útfylltur. Eftir skýrslu, sem ákærði hefir samið og afhent dómaranum, hafa verið í birgðum hjá honum 1. júli 1927 494 tómar trétunnur. Skýrslan nær ekki lengra en ársreikningur útbúsins 1927 sýnir, að á tímabilinu frá 31. júlí til 31. dez. 1927 hafa viðskiptamenn útbúsins skilað 137, og á sama tímabili hafa samkv. birgðabókinni 11 trétunnur tæmzt vegna leka. Sé þessum tölum bætt við skýrslu ákærða, virðast birgðir af tómum trétunnum hafa verið í árslokin 642, Ákærði hefir ekki beint vefengt, að bókhaldari sinn hafi talið á skýrslu til Landsverzlunar birgðirnar eins og hún telur þær, en hann heldur því fram, að þar sem aldrei hafi verið gert neitt fyrir rýrn- un, þá séu Þbirgðirnar taldar of miklar, og hann beri ekki ábyrgð á þeim eftir að hann lét af starfinu. Þar sem ekki er krafizt skaðabóta í málinu fyrir birgðavöntun þessa, 750 skiptir nákvæm tala tunnanna ekki máli, og þar sem hann gerði ekkert fyrir rýrnun á síðustu skýrslu sinni og lét ekki heldur sérstaka talningu fara fram á birgðunum, verður nú ekkert um það sagt, hve miklar birgðir hafi í raun og veru verið til hjá honum í árslok 1927, og verð- ur því að leggja skýrslu hans til Landsverzlunar til grund- vallar refsidómi og hafa hliðsjón af rýrnun á birgðunum, sem sennilega má telja talsverða. Frumbækur og vigtarbækur útbúsins árið 1927 hafa ekki verið afhentar dómaranum, og hefir ákærði skýrt svo frá, að þær hafi glatazt í vörzlum bókhaldarans. Hefir dómarinn samið skýrslu um selda olíu við útbúið árið 1927 samkv. höfuðbókinni, og sýnir hún, að öll olía, semi viðskiptamönnum er færð til skuldar það ár, er færð til tekna á ársreikningi útbúsins. Sé kr. 69578.49, sem samkv. framanrituðu eru ekki færðar til tekna í ársreikningum útbúsins, bætt við eftir- stöðvar samkv. ársreikningnum 1927, verða þær kr. 390444.77, sbr. rskj. nr. 15. Og sé skuld ákærða talin kr. 55903.09 á skrá yfir útistandandi skuldir útbúsins í árs- lok 1927, sbr. rskj. nr. 20, verða þær kr. 245638.87. Hafa þá átt að vera í sjóði eftir ársreikningi útbúsins 1927 kr. 144805,90. Að meðtalinni Þirgðavöntun og skuld ákærða fyrir viðskiptamenn, verður skuld hans við útbúið í árs- lok 1927 kr. 205918.99. Skuld ákærða fyrir viðskiptamenn útbúsins er samkv. framansögðu þannig til orðin, að til hans hafa runnið verðmæti frá þeim, og átti andvirðið að ganga til greiðslu á skuld þeirra við útbúið. Hefir hann svo fært til tekna greiðslur frá sér í reikningum þeirra við útbúið, en skil hans á greiðslunum til útbúsins eru fólgin í því, að hann jafnframt eða í lok hvers árs færði þær sér til skuldar á reikningi sínum við það, og viðurkenndi með því ábyrgð sína á þeim. Framan af virðist ákærði hafa litið á greiðsl- ur þessar sem peninga, greidda í sjóð, sbr. rskj. nr. 9 og 10, enda hélt hann ekki fé útbúsins aðgreindu frá sinn eigin. Síðar eru nokkrar þessar greiðslur færðar í reikn- ing í dagbókinni undir yfirskriftinni „Millifærslur“. En bráðlega var þessari aðferð hætt, og voru greiðslurnar eftir það aðeins færðar milli reikninga í höfuðbókinni. Nú verður ekkert um það sagt með vissu, hvernig forstjóri 751 Landsverzlunar hefir litið á þetta atferli ákærða. Frágang- ur á færzlum úr sjóði í reikningi ákærða þykir bera vott um að reynt hefir verið að leyna uppruna skuldarinnar, Og í upphafi rannsóknar hélt ákærði því fram, að skuldin stafaði af vörulánum, sem hann hefði ekki náð inn verði fyrir. Eru það ef til vill aðallega þessi vörulán, sem for- stjórinn varar við og bannar í bréfum til ákærða 23/: og 12/5 1926, rskj. nr. 26. En ákærða, sem var í hárri skuld við Landsverzlun, er hann tók við starfinu, og gat ekki greitt hana nema taka til þess fé útbúsins, hlaut að vera Það ljóst, minnsta kosti er árin liðu og skuld hans óx, að Þessar ráðstafanir á útistandandi skuldum útbúsins voru því skaðlegar og ekki að vilja yfirboðara hans. Því verða Þær að teljast refsiverðar. Þess er áður getið að ákærði setti ekki tryggingu fyrir innheimtu þeirri, er starfinu fylgdi, er hann tók við því. En 13. maí 1926 veðsetti hann Landsverzlun fasteignir sínar til tryggingar skuld, kr. 50000.00. Áður hvildi á þeim með 1. og 2. veðrétti kr. 30858.00, en fasteignamat þeirra var kr. 43800.00. Tvær fasteignirnar hafa nú verið út- lagðar ófullnægðum 1. veðhafa, en ein þeirra er óseld, og hvila enn á henni með 1. veðrétti kr. 6250.00 af kr. 8000.00 sem á henni hvildu, er ýBöbréfið 13. mai 1926 var gefið út. Er hún metin á kr. 22300.00. Tryggingu þessa setti á- kærði, er reikningsskuld hans við útbúið var orðin kr. 109736.05, og var megnið af henni: peningar, sem hann hafði fært sér til skuldar. Því skiptir hún ekki máli um refsiábyrgð hans. Framanritað sýnir, að bókfærsla, sérstaklega færsla sjóðdagbókarinnar, hefir verið í miklu ólagi hjá ákærðu. Stafar þetta af skorti á eftirliti, sem hann samkv. stöðu sinni verður að bera ábyrgð á. Með tilvísun til framanritaðs má telja sannað: 1. að vantað hefir af fé því, sem átti að vera í sjóði og ákærði var í ábyrgð fyrir kr. 144805.90, 2. að hann hefir notað kröfur útbúsins á hendur við- skiptamönnum þess til að greiða með þeim skuldir sinar og á ógreitt af þeirri upphæð kr. 55903.09, 3. að vantað hefir af birgðum, er nemur kr. 5210.00, 4. að hann hefir selt viðskiptamönnum útbúsins olíu hærra verði en fært var til tekna á ársreikningi þess, 752 5. að hann hefir krafið nokkra viðskiptamenn útbúsins um vexti, sem hann færði ekki til tekna í ársreikningi Þess, 6. að hann hefir hækkað útistandandi skuldir útbúsins með því að færa útistandandi skuldir sínar inn í bæk- ur þess, 7. að hann hefir ekki talið allar tekjur útbúsins á árs- reikningum þess, 8. að hann hefir skýrt rangt og villandi í bókum útbús- ins frá mikilsvarðandi atriðum, 9. að hann hefir samið og sent yfirboðurum sínum ranga reikninga og röng fylgiskjöl með þeim. 10. að hann hefir sýnt stórkostlegt hirðuleysi í bókfærslu. Ákærði er fæddur 14. sept. 1876 og hefir ekki áður sætt ákæru eða verið refsað. Hann var opinber sýslunarmað- ur, og ber þá að heimfæra afbrot hans undir 136. gr. 1—3. mgr., 138. gr. og 144. gr., allar sbr. við 145. gr., sbr. einnig 34. gr. hegningarlaganna. En með tilliti til þess, að honum voru ekki settar ákveðnar reglur um starfrækslu útbúsins og hann virðist hafa sætt vægu eftirliti af hálfu yfirboð- ara sins, ákveðst refsingin betrunarhússvinna í 5 ár. Einn- ig verður hann að greiða allan kostnað, sem orðinn er og verður af málinu. Skaðabótakrafa hefir ekki verið gerð í málinu. Rannsókn málsins hefir staðið lengi yfir, og er gerð grein fyrir ástæðum til þess í dómsgerðunum. En á málinu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Mánudaginn 10. okt. 1932. Nr. 46/1932. Réttvísin (Guðn. Ólafsson). segn Ísleifi Högnasyni, Jóni Hafliðasyni, Jóni Rafnssyni og Kristmundi Jóns- syni (Th. B. Lindal). Brot gegn 212. gr., sbr. 48. gr. alm. hegningarlaga. Dómur aukaréttar Vestmannaeyja 19. febr. 1932: Á- kærðir, Ísleifur Högnason og Jón Rafnsson, eiga að greiða 753 300 króna sekt hvor í ríkissjóð áður en fjórar vikur eru liðnar frá löglegri birtingu þessa dóms, en afplána hana annars, hvor með þriggja vikna einföldu fangelsi, sé ekki réttilega greitt. Ákærði, Jón Hafliðason, og Kristmundur Jónsson, eiga að vera sýknir af ákæru réttvísinnar í þessu máli. Kostnað málsins, sem orðinn er og verður, greiði þeir Ísleifur Högnason og Jón Rafnsson einn fyrir báða og báðir fyrir einn að jöfnu, þó þannig að málsvarnarlaun verjanda, Ísleifs Högnasonar, greiðist með 10 krónum af Jóni Rafnssyni, en 20 krónum af almannafé. Dóminum að fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Eftir því sem fram er komið í málinu má telja sannað, að hinir ákærðu, Ísleifur Högnason og Jón Rafnsson, hafi haft í hótunum um að beita þá ofbeldi, er stýrðu uppskipun eða störfuðu að henni á eimskipinu Gullfossi í Vestmannaeyjum þann 24. jan. 1931, ef með þyrfti til þess að stöðva vinnuna. Verknaður þeirra varðar við 212. gr. almennra hegningarlaga, sbr. við 48. gr. sömu laga, og þykir refsing þeirra fyrir hann hæfilega ákveðin, með hliðsjón af 50. gr. sömu laga, 30 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. En rétt þykir að fresta framkvæmd refsingarinnar samkvæmt 1. gr. laga 39/1907 og falli fullnægjugerð refsingarinnar nið- ur, ef hinir ákærðu fullnægja skilyrðum nefndra laga þar að lútandi. Það verður eigi talið sannað gegn neitun hinna meðákærðu, Jóns Hafliðasonar og Kristmundar Jónssonar, að þeir hafi leyst eða skorið á fangalínu uppskipunarbáts þess, er í málinu greinir, og um meðsekt þeirra í broti hinna ákærðu, Ísleifs Högna- sonar og Jóns Rafnssonar, eru eigi nægilegar upp- lýsingar framkomnar í málinu, enda rannsókn um 754 það atriði mjög ófullkomin. Verður því að sýkna þá af kærum réttvísinnar Í máli þessu. Það sést ekki í skjölum málsins, að héraðsdómarinn hafi skipað meðákærða, Ísleif Högnason, talsmann þriggja hinna ákærðu og verður honum þegar af þeirri ástæðu ekki dæmd þóknun fyrir vörn hans fyrir undirrétti. Hinum ákærðu, Ísleifi Högnasyni og Jóni Rafnssyni, ber eins og málið er vaxið að greiða allan annan sakarkostnað in solidum í hér- aði og svo allan kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 120 kr. til hvors. Um rannsókn og meðferð málsins í héraði at- hugast, að rannsóknin virðist hafa dregizt óþarf- lega lengi, með því að eigi sést, að dómarinn hafi gert neitt í málinu frá 26. febr. 1931 til 24. júní s. á, án þess að þessi dráttur sé réttlættur, að rann- sóknin er að ýmsu leyti ófullkomin, einkum sam- band meðákærðu, Jóns Hafliðasonar og Krist- mundar Jónssonar, við hina ákærðu, Ísleif Högna- son. og Jón Rafnsson, að engin vitna þeirra, sem yf- irheyrð voru, hafa verið eiðfest, enda þótt skýrslur þeirra væri í ósamræmi við framburð hinna á- kærðu, og að fæðingarvottorða hinna ákærðu hefir ekki verið aflað, enda þótt þess væri kostur án þess að málið þyrfti að dragast neitt þess vegna. Því dæmist rétt vera: Hinir ákærðu, Jón Hafliðason og Kristmund- ur Jónsson, eiga að vera sýknir af ákærum rétt- vísinnar í máli þessu. Hinir ákærðu, Ísleifur Högnason og Jón Bafnsson, sæti 30 daga fangelsi við venjulegt 755 fangaviðurværi, en fresta skal fullnustu refs- ingarinnar samkvæmt 1. gr. laga nr. 39/1907 og fellur fullnægjugerð hennar niður, ef hinir dómfelldu halda skilyrði nefndra laga þar að lútandi. Svo greiði þeir og in solidum allan sak- arkostnað í héraði og áfrýjunarkostnað máls- ins, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæsta- réttarmálflutningsmannanna Guðmundar Ól- afssonar og Theódórs Lindal, 120 kr. til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af réttvísinnar hálfu höfðað gegn þeim Ísleifi Högnasyni, kaupfélagsstjóra, Helgafellsbraut 19, Jóni Hafliðasyni, verkamanni á Bergstöðum, Jóni Rafns- syni, Helgafellsbraut 19 og Kristmundi Jónssyni, Hamri, fyrir brot á 20. kapitula alm. hegningarlaga 25. júní 1869. Málavextir eru þessir: Hinn 24. janúar f. á. kom eim- skipið Gullfoss til Vestmannaeyja og byrjaði afgreiðslan, Gunnar Ólafsson £ Co., að láta skipa vörum upp úr skip- inu. Komu þá nokkrir menn og þar á meðal ákærðu í máli þessu á vélbát út í skipið. Kærði stjórn Eimskipafélags Ís- lands, og hafði fyrir sér skýrslu skipstjórans, Sigurðar Péturssonar, fyrir það, að reynt hefði verið af þessum mönnum að hindra uppskipunina, að stjakað hefði verið við skipstjóranum og að stympingar hefðu orðið um borð. Við rannsókn málsins hefir það orðið upplýst með fram- burðum þeirra Bjarna Jónssonar fyrsta stýrimanns og Jónasar Böðvarssonar annars stýrimanna á Gullfossi, að þeir Jón Rafnsson og Ísleifur Högnason höfðu í hótunum um það að stöðva vinnuna vegna uppskipunarinnar, ef skipsmenn ætluðu að framkvæma hana, og einnig er upp- lýst með vitnisburði Sigurðar Péturssonar skipstjóra, að Jón Rafnsson sagðist myndi hindra vinnuna um borð. Þá 756 hefir einnig Sigurður Einarsson timburmaður á Gullfossi borið, að hann hafi heyrt menn þá, sem orð höfðu fyrir þeim flokki manna, sem úr landi kom á vélbátnum sam- kvæmt framangreindu, hafa í hótunum að stöðva vinn- una. Þá má og telja sannað, að uppskipunarbátur sá, sem afgreiðslan sendi úr landi til þess að taka vörur úr skip- inu, var á meðan á því stóð, á einhvern hátt losaður frá skipinu. En samkvæmt réttarprófunum var för manna þessara um borð í Gullfoss sprottin af kaupdeilu, sem var í landi milli verkamannafélagsins annars Vegar og af- greiðslu Eimskipafélags Íslands hinsvegar. Ákærði, Jón Rafnsson, hefir kannaæzt við það, að það hafi verið sinn persónulegi vilji að hindra vinnuna um borð í Gullfossi, cf þörf krefði, til þess að skipið fengi ekki afgreiðslu og kröfur verkamannafél. Drífanda næðu með því fram að ganga. En hann hefir neitað því að hafa hótað að gera betta, heldur aðeins mælzt til þess við skipstjóra, að hann léti ekki afgreiða skipið. Ákærði, Ísleifur Högnason, hefir kannast við að tilætlunin með förinni hafi verið sú, að fá menn til að hætta vinnu í Gullfossi vegna kaupdeilunn- ar, en neitar hinsvegar að hafa haft í hótunum við skip- stjóra í þessu skyni. Um stympingar manna á milli er ekki sannað neitt slíkt, að það þyki varða við lög. Með réttarprófunum er það upplýst, að uppskipun umrætt sinn úr Gullfossi var framkvæmd og skipið fékk afgreiðslu þó að hún tefðist um litinn tíma vegna komu áðurnefndra manna um borð í skipið. Það má eftir vitnaframburðunum telja sannað, þrátt fyrir neitanir þeirra Ísleifs Högnasonar og Jóns Rafns- sonar, að þeir hafi haft í hótunum við skipsmenn á Gull- fossi að stöðva vinnuna þar um borð. Enda styðjast þessir vitnaframburðir við það, að ef það hefði verið rétt, að þeir Ísleifur og Jón hefði farið með friðsamlegum tilgangi, aðeins í því skyni að mælast til þess við skipstjóra, að hann léti hætta vinnunni um borð eða tala um slíkt við aðra menn, þar um borð, þá var óþarft af þeim að hafa með sér hóp manna úr landi, eins og upplýst má telja að verið hafi. Kemur því til álita, hvort að ákærðir, Jón Rafnsson og Ísleifur Högnason, hafi með þessu gerzt brot- legir gegn hegningarlögunum og er þá ekki að ræða nema um 212. gr. þeirra, samanborna við 46. gr. Þeirra. Verð- IÐI ur að réttarins dómi að telja, að svo hafi verið þar sem hótanirnar um að stöðva vinnuna hlutu að vera meintar Þannig og skiljast á þá leið, að Þetta ætti að gera með of- beldi. Þykir refsingin, sem þeir hafa unnið til með þessu, með hliðsjón af 47. gr. hegningarlaganna og samkv. 212. og 46. gr. sömu laga hæfilega ákveðin 300 kr. sekt handa hvorum hinna ákærðu, sem greiðist innan fjögra vikna frá löglegri birtingu þessa dóms, í ríkissjóð, en afplánist með þriggja vikna einföldu fangelsi af hvorum hinna dóm- felldu sé sektin ekki réttilega greidd. Enda þótt nokkrar líkur hafi komið fram yfir því, að ákærðu, Jón Hafliðason og Kristmundur Jónsson, hafi gert sig seka í tilraun til þess að hindra uppskipunina úr Gullfossi umrætt sinn með því að losa bátinn frá skipinu, verður þó ekki gegn eindreginni neitun hinna ákærðu talið að svo hafi verið. Ákærðu, Jón Rafnsson og Ísleifur Högnason, eiga að greiða að jöfnu allan kostnað af málinu, sem orðinn er og verður, einn fyrir báða og báðir fyrir einn, að undan- skildu því að Jón Rafnsson á að greiða Ísleifi Högnasyni 10 kr. í málsvarslaun, en hið opinbera greiði sama manni 20 kr. í málsvarnarlaun vegna þeirra, er sýknaðir voru. Málsmeðferðin telst ekki hafa verið aðfinnsluverð. Miðvikudaginn 12. okt. 1932. Nr. 82/1932. Valdstjórnin (Sveinbjörn Jónsson). gegn Jóel Jónassyni (Stefán Jóh. Stefánsson). Bruggun. ot Dómur lögregluréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 19. april 1932: Ákærður, Jóel Jónasson, bóndi í Bakkakoti í Leiru í Gerðahreppi, greiði sekt, kr. 500.00 til ríkissjóðs, er afplánist með fangelsi í 31 dag, fáist sektin eigi greidd 158 innan 30 daga frá birtingu dóms þessa. Ákærður greiði og allan af máli þessu leiddan og leiðandi kostnað. Áhöld þau, er notuð hafa verið bruggun áfengisins, eru upptæk gjörð og eyðileggist, svo og hið framleidda á- fengisbrugg. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Með því kærði lagði auðsjáanlega launung á bruggun sína og með því að hún var í stærri stíl en svo, að hann gæti ætlað að hafa hið bruggaða á- fengi aðeins til eigin neyzlu, þykir mega gera ráð fyrir því, að hann hafi ætlað að láta það af hendi fyrir borgun. Með hliðsjón af þessu og að öðru leyti samkvæmt því, er segir í hinum áfrýjaða dómi, þykir refsing kærða hæfilega ákveðin samkv. 30. gr. laga nr. 64/1930, 10 daga einfalt fangelsi og auk þess 500 kr. sekt í ríkissjóð, og skal greiða hana innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa, en ella afplánist hún með 30 daga einföldu fangelsi Svo ber og samkv. 8. gr. nefndra laga, að gera upp- tæk áfengisilátin, og renni andvirði þeirra í rikis- sjóð. En með því að hinu bruggaða áfengi var helt niður áður en dómur í héraði var kveðinn upp, Þykir ekki þurfa, að kveða á um meðferð þess í þessum dómi. Kærði greiði allan sakarkostnað í héraði, þar á meðal 30 kr. í málsvarnarlaun skipaðs talsmanns síns þar, hæstaréttarmálaflutningsmanns Stefáns Jóh. Stefánssonar, og allan áfrýjunarkostnað, þar á meðal málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 60 kr. til hvors. Það er athugavert við málsmeðferðina í héraði, að hegningarvottorð hins kærða hefir ekki verið lagt fram. 759 Því dæmist rétt vera: Kærði, Jóel Jónasson, sæti 10 daga einföldu fangelsi og greiði auk þess í ríkissjóð 500 kr. sekt, er greiðist innan 30 daga frá lögbirtingu þessa dóms, er afplánist ella með 30 daga ein- földu fangelsi. Áfengisílátin skulu upptæk ger, og renni andvirði þeirra í ríkissjóð. Svo greiði kærði og allan sakarkostnað í héraði, þar á meðal 30 kr. í málsvarnarlaun til skipaðs verj- anda síns þar, hæstaréttarmálaflutningsmanns Stefáns Jóh. Stefánssonar, og allan áfrýjunar- kostnað málsins, þar á meðal málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálaflutningssmannanna Svein- bjarnar Jónssonar og Stefáns Jóh. Stefánsson- ar, 60 kr. til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Við hússrannsókn, er gerð var á bænum Bakkakoti í Leiru í Gerðahreppi, 13. nóv. f. á., heimili ákærða, sem er 37 ára að aldri, fundust í heyhlöðu þar á bænum 4 tunn- ur af einhverri blöndu, en tunnur þessar þar grafnar niður í heyið. Voru tekin sýnishorn af hverri tunnu, er send voru Efnarannsóknarstofu ríkisins, 14. s. m., og sam- kv. skýrslu rannsóknarstofunnar, dags. 17. s. m., reyndist þetta vera gervökvi, innihaldandi í þremur sýnishornun- um: 11.00%, 10.1% og 5.4% alkóhóls að rúmmáli, en eitt sýnishornið hélzt eigi í flöskunni vegna geringar. Hefir ákærður haldið því fram, að tilgangur hans með bruggun þessari hafi aðeins verið sá, að framleiða óá- fengt öl, sem honum af lækni hafi verið ráðlagt að drekka 160 vegna magaveiki, og hafi þetta verið fyrsta tilraun hans til ölgerðar, en til þessa þurfi engin sérstök bruggunartæki, og fundust eigi nein tæki, er hússrannsókn fór fram, ne hafa fundizt síðan. Kveðst ákærður ekkert hafa þekkt áð- ur til ölgerðar, en hann gjört tilraun í þessa átt í sparn- aðarskyni, og hafi vökvinn reyngt áfengur, stafi það af vanþekkingu hans að því er ölgerð snertir. Ennfremur hefir ákærður gefið það í skyn, að menn þeir, er hús- ransóknina framkvæmdu hjá honum, sumir hverjir að minnsta kosti, hafi þá verið undir áhrifum áfengis, svo vafasamt sé, að byggt verði á húsrannsókn þessari yfir- leitt, og loks hefir hann látið þess getið, og skipaður tals- maður hans í málinu, eftir honum, að á leitarstaðnum hafi verið settir ómerkilegir bréftappar í flöskur þær, sem sýnishornin voru tekin á, sem sé 3 hálfflöskur og eina heilflösku, sem óvíst sé að hafi verið tómar áður og hrein- ar, en sýnishornin voru á flöskur Þessar látin, og er rann- sóknarstofan hafi fengið sýnishorn þessi, hafi þau verið á 4 hálfflöskum, og sé því efasamt, að rannsóknarstofan hafi haft til rannsóknar sama vökva og á Þeim tunnum ar, er sýnishornin voru tekin af. Loks hefir ákærður undir rannsókninni bent á það, að verið geti, að alkóhól- innihald sýnishorna-vökvans hafi aukizt eða tekið breyt- ingu frá því að þau voru tekin á heimili hans, og þar til efnarannsóknin fór fram, vegna aukinnar geringar á flösk- unum á þessu tímabili. Við vitnaleiðslu, er fram hefir farið 20. febr. þ. á., virð- ist það hafa upplýst nægilega, að tilgáta ákærðs um að menn þeir, er húsrannsóknina framkvæmdu hafi þá ver- ið undir áhrifum áfengis, eigi hafi við neitt að styðjast, né heldur, að nokkuð hafi verið athugavert, eftir atvikum, við meðferð þeirra á teknum sýnishornum, útbúnaði og afgreiðslu yfirhöfuð, en að því er snertir tilgátu hans um það að sýnishornin hafi tekið efnabreytingu frá því að þau voru tekin og þar til efnarannsókn fór fram, eins og fyrr greinir, þá virðist mega byggja á skýrslu Efnarann- sóknarstofunnar, dags. 12. dezbr. f. á., sem framlögð hefir verið í málinu, um að svo hafi eigi verið, að því er hin 2 sterkari sýnishorn áhærir, og verði því að teljast sannað í málinu, að um ólöglegt áfengisbrugg hafi verið að ræða, enda þótt til ölgerðar hafi verið ætlað, er að rúmmáli 761 reyndist að vera alls ca. 468 lítrar á öllum tunnunum, og virðist því ákærður hafa gjörzt brotlegur gegn Í. kafla áfengislaganna nr. 64 frá 19. maí 1930, sbr. 6. gr. laganna. Þar á móti virðist ekki vera nægilega sannað, gegn cin- dreginni neitun ákærðs, að áfengi þetta hafi verið ætlað til sölu eða veitinga fyrir borgun og virðist þvi brot á- kærðs aðeins geta varðað sektum, er samkvæmt 30. gr. á- fengislaganna teljast hæfilega ákveðnar kr. 500.00, er af- plánist með einföldu fangelsi í 31 dag, fáist sektin eigi greidd innan 30 daga frá birtingu dóms þessa. Ákærður greiði og allan af málinu leiddan og leiðandi kostnað. Áhöld þau, er notuð hafa verið við bruggun áfengisins, cru upptæk gjörð og eyðileggist, svo og hið framleidda á- fengisbrugg, sem og hellt hefir verið niður. Miðvikudaginn 19. okt. 1932. Nr. 85/1932. Ferdinand Hansen (Stefán Jóh. Stefánsson) gegn Ólafi Vv. Davíðssyni (Enginn). Aðfararhæfi o. fl. Dómur gestaréttar Hafnarfjarðar 8. sept. 1932: Stefndur, afgreiðslumaður Ólafur V. Daviðsson, Hafnarfirði, greiði stefnanda, kaupmanni Ferd. Hansen, Hafnarfirði, kr. 1743,67. Dómur hæstaréttar. Með því að stefndi hefir eigi mætt eða látið mæta í hæstarétti, er málið skyldi flutt þar, hefir það verið flutt skriflega samkvæmt 38. gr. hæstaréttar- laganna og er dæmt eftir framlögðum skjölum og skilríkjum eftir MN. L. 1—1-32 og 2. gr. tilsk. 3. júni 1796. Áfrýjandi hefir krafizt þess, að hinum áfrýjaða dómi verði breytt á þá leið, að hann verði serður 762 aðfararhæfur, en sá galli er á hinum áfrýjaða gesta- réttardómi, að aðfararákvæði hefir eigi verið sett í hann, að stefndi verði auk hinnar tildæmdu upp- hæðar kr. 1743,67 einnig dæmdur til að greiða 6% ársvexti af þessari upphæð frá 1. jan. 1928 að telja til greiðsludags og loks að stefndi verði dæmgd- ur til að greiða hæfilegan málskostnað bæði í und- irrétti og hæstarétti eftir mati réttarins. Hina fyrstnefndu kröfu ber að taka til greina. Vaxtakröfu sína styður áfrýjandi með því, að henni hafi ekki verið mótmælt í undirrétti. Stefndi hefir að vísu ekki mótmælt henni sérstaklega, en þar sem hann fyrir gestaréttinum krafðist algerðrar sýknun- ar af kröfum áfrýjanda, sökum þess að krafan væri fyrnd, þykja þetta nægileg mótmæli einnig gegn vaxtakröfu áfrýjanda, og verður honum því eigi dæmt meira en 5% ársvextir af skuldarupphæðinni frá stefnudegi 24. apríl 1931. Loks ber að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda málskostnað fyrir undirrétti og hæstarétti og er hann ákveðinn 550 kr. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Ólafur V. Daviðsson, greiði áfrýj- anda, Ferdinand Hansen, 1743 kr. 67 aur. með 5%ársvöxtum frá 24. april f. á. til greiðsludags og 350 kr. í málskostnað í héraði og hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Með heimild í lögum nr. 59, 1905 um varnarþing í skuldamálum, hefir stefnandinn, kaupmaður Ferdinand 163 Hansen, í Hafnarfirði, með stefnu, útgefinni 924. april þ. á., krafizt þess, að stefndur, Ólafur V. Davíðsson, afgreiðslu- maður í Hafnarfirði, verði dæmdur til þess að greiða hon- um, skuld, samkv. reikn. frá verzlun hans hér í bænum, að npphæð samtals kr. 1821,67 með 6% ársvöxtum af upphæð Þessari frá 1. janúar 1928 til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu eftir mati réttarins. Er hin umstefnda skuld stefnds tilorðin fyrir úttekt við verzlun stefnanda vegna mótorbátanna „Guðrún“ og „Ölver“ árin 1924 og 1925, og til heimilisþarfa stefnds sjálfs, sem kannast við, að hinir framlögðu reikningar eða úttekt samkv. þeim sé rétt, og að honum Persónulega hafi á sinum tíma borið að standa skil á úttektum þessum öll- um, nema tilgreindri úttekt á stigvélum og stakk til handa sjóm. Niels Hansen 12. júlí 1924, að því er virðist háseta á fyrgreindum mótorbát „Guðrún“, þar maður þessi enga heimild hafi haft til þess að taka vörur Þessar út í hans reikning, né stefnanda heimilt að afgreiða vörur bessar á nafn stefnds, en söluandvirði þeirra nemur samtals kr. 78,00. Á hinn bóginn mótmælir stefndur öllum öðrum úttekt- um sökum þess, að krafa þaraðlútandi sé fyrnd, þar engin viðskipti hafi átt sér stað á milli hans og stefnanda út af fyrrgreindum mótorbátum síðan á árinu 1924—1995 og verzlunarviðskiptum hans til eigin þarfa hafi verið lokið begar 1. janúar 1927, og hafi skuld hans þá numið kr. 209,40, en það sem eftir það sé tilfært á reikningi stefn- anda, honum til inntektar, fyrir blýþynnu 28. febr. 1927, og til úttektar, peningar, hafi hið fyrra eigi átt sér stað, og hið síðara verzlunarviðskiptum þeirra stefnanda og hans með öllu óviðkomandi, og sé því krafa út af verzlunarviðskipt- um hans persónulega einnig fyrn, og hann heldur eigi feng- ið árlegan viðskiptareikning frá stefnanda, siðan viðskipi- um út af oftgreindum bát lauk. Krefst stefndur því algerðrar sýknunar af öllum kröf- um stefnanda í máli þessu. Til vara krefst stefndur Þess, að verða sýknaður gegn þvi að greiða einkaskuld sína um- krafða, kr. 168,05 og kostnaði henni samsvarandi, þ. e. 40 kr. málflutningslaun auk réttargjalda. Með því að stefndur í vörn sinni hefir lýst því yfir, að honum og engum öðrum hafi borið að standa skil á greiðsl- 49 764 um fyrir úttektir þessar, að undanskildum þeim kr. 78,00. er fyrr greinir, ber að skoða öll fyrrgreind viðskipti við stefnanda sem eina heild, eða án tillits til þess hvert hver úttekt hefir gengið, eða verið varið til, þegar um er að ræða, hvort um fyrningu er að ræða eða eigi, og þá hvort um föst áframhaldandi viðskipti hafi verið að ræða á milli málsaðilja eða eigi, og hve lengi, og með því að það virð- ist vera viðurkennt af stefndum, að viðskiptin út af per- sónulegum þörfum hans sjálfs hafi haldizt, föst eða árleg til áramóta 1927—-1928, þá kemur aðeins til álita, hvort sið- ar tilgreind viðskipti samkvæmt reikningunum, eða eink- um peningaúttekt 19. ágúst 1927, sem stefndur eigi hefir mótmælt, að hafi átt sér stað, geti talizt verzlunarviðskipti þeirra á milli eða eigi, en þar sem reikningarnir bera það með sér, að samskonar viðskipti hafa áður átt sér stað við stefnda, eða peningaútborgun frá verzlun stefnanda til hans, sem eigi hefir verið mótmælt sem verzlunarviðskipt- um þeirra á milli, og einnig út af fyrir sig geta skoðast þannig, teljast föst verzlunarviðskipti þeirra á milli að hafa haldizt til 19. júni 1927, og þá með gjalddaga að lög- um 1. janúar 1928, svo um fyrningu á kröfum stefnanda eigi virðist vera að ræða, en það út af fyrir sig, að árlega sé eigi gefinn viðskiptareikningur, veldur eigi fyrningu skuldar, — enda og næsta ólíklegt, að svo hafi eigi verið, að því, er stefndan, fremur en aðra viðskiptamenn áhrær- ir, þar slíkt er orðin föst venja hjá verzlunum yfirhöfuð, en á hinn Þbóginn eigi venja almennt að heimta kvittun fyrir afhending ársreikninga. Virðist því eftir atvikum rétt vera að dæma stefndan til þess að greiða hina umstefndu skuld, kr. 1821,67, að frá- dregnum kr. 78,00, er fyrr greinir, eða þannig kr. 1743,67, en málskostnaður virðist eftir atvikum eiga að falla niður 765 Miðvikudaginn 19. okt. 1932. Nr. 66/1932.. Einar M. Jónasson, f. h. Ernu Finars- dóttur (Einar M. Jónasson) segn Einari Markússyni og lögmanni Birni Þórðarson (Enginn). Krafa áfrýjanda um ómerking fjárnáms eigi tekin til greina. Fjárnámsgerð fógetaréttar Reykjavíkur 29. marz 1939: Dómur hæstaréttar. Með veðbréfi, dags. 26. sept. 1930, veðsetti áfrýj- andi máls þessa, Einar M. Jónasson, f. h. Ernu Ein- arsdóttur, stefnda, ríkisbókhaldara Einari Markús- syni, húseignina nr. 8 við Grundarstig í Reykjavík með 4. veðrétti til tryggingar skuld, að upphæð 2300 kr., og er svo ákveðið í veðbréfinu, að ef vanskil verði á greiðslu skuldarinnar megi veðhafi ganga að veðinu til lúkningar skuldinni samkv. ákvæðum laga 16. dez. 1885, 15. gr., og beri skuldunaut þá að greiða allan lögmætan kostnað af aðförinni. Fyrir skuldinni, sem tryggð var með veðinu, samþykkti áfrýjandi vixil, er féll í gjalddaga 1. okt. f. á., og er víxill þessi var eigi greiddur í gjalddaga, var hann afsagður sökum greiðslufalls. Með bréfi, dags. 19. okt. f. á., sendi stefndi, Einar Markússon, fógeta Reykjavíkur veðbréfið og krafðist þess, að fjárnám yrði gert í hinni veðsettu eign samkvæmt ákvæð- um þess til tryggingar skuldinni ásamt kostnaði. Var fjárnámsbeiðni þessi tekin fyrir í fógetarétti Reykjavíkur á skrifstofu málflutningsmanns Egg- erts Claessen, þ. 29. marz þ. á. og mætti áfrýjandi, 166 Einar M. Jónasson, f. h. Ernu Einarsdóttur, í réttin- um og óskaði þess, að fjárnámsgerðin færi þar fram frekar en í hinni veðsettu húseign og lýsti því þar yfir, að hann gæti ekki greitt skuldina, en hreyfði engum mótmælum gegn því, að fjárnámsgerðin næði fram að ganga og gerði fógetinn því næst fjár- nám í hinni veðsettu eign til tryggingar veðskuld- inni ásamt kostnaði. Fjárnámi þessu hefir áfrýjandi áfrýjað til hæsta- réttar með stefnu, dags. 4. júní þ. á., og hefir hann auk fjárnámshafa stefnt fógeta Reykjavíkur, lög- manni Birni Þórðarson, en er málið var þingfest í hæstarétti mætti hvorugur hinna stefndu, þótt stefn- an hafi verið þeim löglega birt og hefir málið því verið rekið skriflega samkv. 38. gr. hæstaréttarlag- anna og er dæmt samkv. N. L.1-4-—32 og 2. gr. til- sk. 3. júní 1796. Fyrir hæstarétti hefir áfrýjandi krafizt þess, að fjárnámsgerðin verði ómerkt og að honum verði dæmdur hæfilegur málskostnaður eftir mati rétt- arins. Áfrýjandi byggir kröfu sína um ómerking fjár- námsins að því er séð verður á því einu, að í fjár- námsbeiðninni og upphafi fjárnámsgerðarinnar sé fornafn gerðarþola ritað „Erla“ í staðinn fyrir Erna, og er það að vísu svo, að þessi misritun hefir átt sér stað, en þar sem fjárnámið var gert samkvæmt veðbréfinu, er lagt var fram í rétt- inum og nafn gerðarþola er þar rétt ritað og á- frýjandi hreyfði engum mótmælum út af misrit- un þessari í fógetaréttinum, enda augljóst að um stafvillu var aðeins að ræða, hefir krafa áfrýjanda um ómerking fjárnámsins eigi við nein gild rök að styðjast, og ber því að láta það óraskað standa. 767 Þar sem eigi hefir verið mætt af hálfu hinna stefndu, fellur málskostnaður í hæstarétti niður. Því dæmist rétt vera: Hinni áfrýjuðu fjárnámsgerð skal óraskað. Málskostnaður í hæstarétti fellur niður. Miðvikudaginn 19. okt. 1932. Nr. 80/1932. Edward Harald Tang og Árni Riis, eigendur firmans Tang á Riis og þrotabú þeirra (Th. B. Líndal) gegn skiptaráðandanum í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, Jóni Steingrímssyni sýslumanni, og Lárusi Jóhannessyni (Lárus Jóhannesson). Skiptaréttarúrskurður staðfestur. Úrskurður skiptaréttar Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu 14. maí 1932: Beiðni eigenda firmans Tang £ Riis, þeirra: Harald Tang og Arne Riis, um að bú firmans verði tekið til gjaldþrotaskipta af skiptarétti Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, er synjað. Dómur hæstaréttar. Með símskeyti 12. maí þ. á. báðu eigendur firm- ans Tang ᣠRiis, þeir Edward Harald Tang og Árni Riis, sem báðir eru búsettir í Kaupmannahöfn, skiptaráðandann í Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu um að taka bú téðs firma, sem þeir telja í skeytinu heimilisfast í Stykkishólmi, til gjaldþrota- meðferðar á Íslandi, með því að það sé ekki fært 768 um að inna af hendi skuldbindingar sinar. Þ. 14. s. m. var kveðinn upp úrskurður í skiptarétti téðrar sýslu, þar sem neitað var að taka beiðnina til greina, með því að skiptin ættu að lögum að fara fram á heimilisvarnarþingi eigendanna. Firmað Tang £ Riis virðist vera stofnað um ára- mótin 1918/19. Það er tilkynnt til firmaskrár í Kaupmannahöfn 8. jan. 1919, og segir í tilkynning- unni, að eigendurnir Edward Tang og Árni Riis, séu eigendur starfseminnar eða ábyrgir hluttakendur og að firmað reki verzlun án nánari skilgreiningar. Þ. 12. marz s. á., er firmað tilkynnt til firmaskrár í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Segir í þeirri til- kynningu, að áðurnefndir menn báðir til heim- ils í Kaupmannahöfn, reki í félagi og með ótak- markaðri ábyrgð verzlun og fiskveiðastarfsemi í Stykkishólmi og öðrum verælunarstöðum í Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu undir firmanafninu Tang á Riis. Hefir firmað rekið verzlun í Stykkis- hólmi, á Sandi og víðar, eftir því, sem upplýst er í málinu. Starfsemi firmans í Kaupmannahöfn var fólg- in í því, að skrifstofa þess þar annaðist innkaup á útlendum vörum til verzlana firmans hér á landi og annaðist sölu íslenzkrar vöru, sem verælanir þess keyptu hér á landi, og setti útsöluverð á út- lendu vöruna og ákvað hvað gefa skyldi fyrir is- lenzkar vörur. Bankaviðskipti og lánstraust firm- ans virðist lengstum eingöngu eða aðallega hafa verið í Kaupmannahöfn, og annaðist skrifstofa fimans þar þau mál. Þar var og aðalbókhald firm- ans og þar voru reikningar þess gerðir og þaðan taldi það fram til tekju- og eignaskatts fyrir verzl- anir sínar hér á landi. Vérzlunarstjórar firmans 769 hér virðast ekki hafa haft heimild til að gera ann- að en það, sem óhjákvæmilegt var til fram- kvæmdar daglegum rekstri starfseminnar. Eigend- ur firmans í Kaupmannahöfn virðast yfirhöfuð hafa komið fram út á við fyrir þess hönd, enda höfðu verzlunarstjórar þess hér ekki prokúruum- boð. Starfsemi verzlananna hér virðist yfirhöfuð ekki hafa farið fram úr venjulegri útibússtarfs- semi. Eftir að reynt hafði verið að komast að samn- ingum við lánardrottna firmans og eigenda þess í Kaupmannahöfn, krafðist einn hinna íslenzku lán- ardrottna firmans þess, þann 5. ágúst síðastl., að það yrði tekið til gjaldþrotaskipta og tók skipta- deild Sö- og Handelsrettens í Kaupmannahöfn beiðnina til greina þ. 22. þ. m., og var því þá einnig lýst yfir, að hvorugur eigendanna ætti fyrir skuld- um, enda voru bú þeirra einnig tekin til gjald- þrotaskipta. Fór nú skiptameðferðin með venjuleg- um hætti í Kaupmannahöfn. Með stefnu, útgefinni 30. júni þ. á., skutu fyrr- greindir eigendur firmans áðurnefndum úrskurði skiptaréttar Snæfellsness- og Hnappadalssýslu til hæstaréttar til þingfestingar í septembermánuði síðastl. Þann 19. s. m. ákvað skiptadeild Sö- og Handelsrettens í Kaupmannahöfn, eftir tillögum forsjármanns (Kurators) þrotabús firmans og eig- enda þess og lánardrottnanefndar (Kreditorud- valgs) þess, að búið skyldi ganga inn í mál þetta, og var hæstaréttarmálaflutningsmanni hér í bæn- um falið að koma fram fyrir hönd búsins hér fyr- ir dómi. Og hefir þrotabú áðurnefndra aðilja í Kaupmannahöfn gerzt aðili þessa máls fyrir hæstarétti, ásamt oftnefndum eigendum firmans 710 Tang Riis, f. h. firma þessa. Af hendi áfrýjenda hafa þær kröfur verið gerðar, að hinn áfrýjaði úr- skurður verði úr gildi felldur og að lagt verði fyr- ir hinn stefnda skiptaráðanda að taka bú firmans Tang á Riis í Stykkishólmi og víðar til sjaldþrota- meðferðar, þannig, að upphaf skiptanna teljist frá 12. maí þ. á., eða til vara frá 22. ágúst s. á. Loks er þess krafizt, að hinir stefndu, skiptaráðandinn og Lárus Jóhannesson hæstaréttarmálaflutningsmað. ur, sem mætti á skiptafundinum 14. maí þ. á. og mótmælti fyrir hönd ýmsra íslenzkra lánardrottna firmans skiptabeiðninni, verði in solidum dæmd- ir til greiðslu málskostnaðar fyrir hæstarétti. Hinir stefndu hafa hinsvegar gert þær kröfur. að hinn áfrýjaði skiptaréttarúrskurður verði stað- festur og að áfrýjendur verði in solidum dæmdir til að greiða málskostnað fyrir hæstarétti. Eins og fyrr segir lögðu forsjármaður og lánar- drottnanefnd þrotabúsins í Kaupmannahöfn til, að búið gerðist aðili þessa máls. Jafnframt fóru þessir aðiljar fram á það, að fjármunir firmans hér á landi yrðu dregnir undir skiptameðferðina í Kaupmannahöfn. Í samræmi við þetta sneri skipta- deild Sö- og Handelsrettens í Kaupmannahöfn sér til hins stefnda skiptaráðanda með bréfi, er hann meðtók 7. þ. m., og fór þess þar á leit við hann, að hann skrifaði upp eignir firmans hér á landi, með því að bú firmans og eigenda þess, Edward Tang og Árna Riis hefðu verið tekin til gjaldþrotaskipta af Sö- og Handelsretten þann 22. ágúst síðastl., o og ættu því þessar eignir að koma undir skiptin í Kaupmannahöfn. Eigendur firmans hafa hvorki í máli þessu né annarsstaðar, að því er séð verður, haft neitt við A ráðstafanir þessar að athuga. Eftir islenzkum rétt- arreglum virðast þær, þegar vegna þess, hvernig sambandið var milli skrifstofu firmans og starf- semi í Kaupmannahöfn við starfsemi þess hér á landi, sem áður hefir verið lýst, vera lögmætar og cinnig frankvæmanlegar, enda kveðst hinn stefndi skiptaráðandi ætla að byrja 11. þ. m. uppskrift á eignum firmans hér, samkvæmt beiðni hins danska skiptaréttar. Framannefndar ráðstafanir fara svo í bága við kröfur þær, sem í máli þessu eru gerðar um ó- merkingu hins áfrýjaða úrskurðar, og að hinn stefndi skiptaráðandi verði nú skyldaður til að íaka eignir firmans hér til sjálfstæðra skipta, að áfrýjendurnir verða að teljast hafa sýnt það með þeim í verki og framkvæmd, að þeir vilji nú una við hinn áfrýjaða úrskurð. Verða kröfur þeirra í máli þessu því ekki teknar til greina, og ber þvi að staðfcsta hinn áfrýjaða úrskurð samkvæmi. kröfu hinna stefndu. Samkvæmt þessum úrslitum málsins verður að dæma áfrýjendurna, Edward Harald Tang og Árna Riis sjálfa og þrotabú þeirra og firmans Tang á Riis, in solidum til að greiða hinum stefndu málskostnað fyrir hæstarétti, og Þykir málskostnaðurinn hæfilega ákveðinn 600 kr. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði skiptaréttarúrskurður skal ó- raskaður vera. Áfrýjendurnir, Edward Har- ald Tang og Árni Riis sjálfir og þrotabú þeirra sjálfra og firmans Tang á Riis, greiði in sol- idum hinum stefndu, skiptaráðandanum í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, Jóni sýslu- 712 manni Steingrímssyni, og Lárusi hæstaréttar- málaflutningsmanni Jóhannessyni, kr. 600 í málskostnað fyrir hæstarétti, að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Eigendur firmans Tang é£ Riis, þeir Harald Tang og Arne Riis, báðir til heimilis í Kaupmannahöfn, hafa með símskeyti meðteknu 12. þ. m. farið þess á leit að bú firm- ans yrði tekið til gjaldþrotaskipta hér í sýslunni, þareð firmað ekki gæti staðið í skilum við skuldheimtumenn sína. Hæstaréttarmálaflutningsmaður Lárus Jóhannesson, sem hinn 7. og 11. þ. m. hefir lagt löghald á eignir firm- ans hér í Stykkishólmi og á Sandi, til tryggingar kröfum á hendur því, samtals að upphæð kr. 68.054,85, hefir í skiptaréttinum bókað mótmæli gegn þvi, að bú firmans verði tekið til gjaldþrotaskipta hér. Byggir hann mótmæli sin á því, að báðir eigendur firmans, sem bera ótakmark- aða ábyrgð á skuldbindingum þess, eiga heima í Kaup- mannhöfn og eigi að skipta búi firmans á heimilisvarn- arþingi þeirra þar. Firma þetta er tilkynnt til verzlunarskrárinnar í Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu 1% 1919 og er tilkynningin svohljóðandi: Eduard Harald Tang og Árni Riis, báðir til heimilis í Kaupmannahöfn, tilkynna að þeir reki í fé- lagi og með ótakmarkaðri ábyrgð verzlun og fiskveiða- starfsemi í Stykkishólmi og öðrum verzlunarstöðum í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu undir firmanafninu in „Tang £ Riis“. Hver þeirra um um sig ritar firmanafn- ið þannig „Tang á Riis“. Skiptarétturinn verður að líta svo á, að þó í firmalög- unum sé ákveðið að varnarþing firma í vissum málum, geti verið þar sem firmað er skrásett, sé eigi hægt að leiða þar af þá almennu reglu að gjaldþrotaskipti á búum firma, sem tilkynnt hafa firma sitt, eigi að fara fram á firma- varnarþinginu. Að vísu fara skipti á gjaldbrotabúum fé- laga, þar sem enginn fullábyrgur félagi er, fram á heim- ili firmans, en allt öðru máli er að gegna með félag með 113 fullábyrgaum félögum, því þar verða skiptin að fara fram á persónulegu varnaþingi félagsmannanna, til þess að per- sónuleg ábyrgð þeirra á skuldum félagsins verði gerð gild. Samkvæmt tilskipun *% 1793 bera skipti þrotabúa und- ir skiptaráðanda þar, er sá, er skiptin eru eftir, átti sjálf- ur varnarþing, er skiptin hófust, og í 2. gr. tilskipunarinn- ar er beint tekið fram, að þegar borgarar eiga heima ut- an þess lögsagnarumdæmis, þar sem þeir hafa borgara- rétt, skuli búum þeirra skipt af skiptarétti þar sem þeir eru heimilisfastir. Samkvæmt framansögðu verður skiptarétturinn að lita svo á að bú firmans Tang á Riis verði að skipta á heim- ilisvarnarþingi eigendanna, sem er í Kaupmannahöfn, og verður því krafa eigenda firmans um að bú þess verði tek- ið til gjaldþrotaskipta hér á Íslandi ekki tekin til greina. Mánudaginn 24. okt. 1932. Nr. 47/1932. Valbjörg Kristmundsdóttir (Stefán Jóh. Stefánsson). segn Páli Þorleifssyni (Enginn). Barnsfaðernismál. Dómur lögregluréttar Snæfellsness- og Hnappadalssýslu 6. febr. 1932: Synji Páll Þorleifsson, bóndi á Hjarðarbóli í Eyrarsveit, eftir löglegan undirbúning á varnarþingi sinu. fyrir það með eiði, að hafa haft holdlegt samræði við Val- björgu Kristmundsdóttur á tímabilinu frá 10. sept. til 29. nóvember 1929, skal hann vera sýkn saka, en vinni hann eigi eiðinn, skal hann teljast faðir að sveinbarni því, er hún ól 264 1930 og skýrt var Emil Ottó. Dóminum að fullnægja innan þriggja sólarhringa frá löglegri birtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi, Valbjörg Kristmundsdóttir, hefir með stefnu, 4. apríl þ. á., og að fenginni gjafsókn 714 I. s. im. skotið máli þessu til hæstaréttar og gest þær kröfur, að henni verði veitt heimild til að stað- festa skýrslu sína með eiði, að stefndi verði sam- kvæmt því talinn faðir að barni hennar, er hún fæddi 26. júlí 1930, og að hann verði dæmdur til að greiða henni málskostnað eins og málið væri ekki sjafsóknarmál. Stefndi hefir hvorki mætt né látið mæta fyrir hæstarétti, enda þótt honum hafi ver- ið löglega stefnt. Hefir málið því verið flutt skrif- lega samkvæmt 1. lið 38. gr. hæstaréttarlaganna og dæmt samkv. N. L. 12 -1--32, og 2. gr. tilsk. 3. júní 1796. Með því áfryjandi hefir ekkert sérstakt fært fram í málinu til stuðnings staðhæfingu sinni um sam- farir sínar við stefnda, en hefir á hinn bóginn ekki verið fyllilega samkvæm sjálfri sér í skýrslum sin- um fyrir dómi um sakaratriði, verður að láta úr- slit málsins velta á synjunareiði stefnda, eins og héraðsdómarinn hefir gert, þó svo að tímabil það, sem við skal miða í eiðstafnum, verði frá 10. sept. til 29. okt. s. á. og eiðvinningarfrestur verði 8 vik- ur frá lögbirtingu dóms þessa. Ef stefndi vinnur synjunareiðinn, fellur málskostnaður niður fyrir báðum dómum, og greiðast þá málflutningslaun hins skipaða talsmanns áfrýjandi, er ákveðast 80 kr., úr ríkissjóði. En ef stefndi vinnur ekki eiðinn greiði hann málskostnað bæði í héraði og fyrir hæstarétti, eins og málið hefði ekki verið gjafsóknarmál, þar með talin framangreind málflutningslaun talsmanns áfrýjandi. Það athugast, að héraðsdómarinn hefir ranglega tekið ritlaun og staðfestingargjald dómsgjörða, sbr. 3. gr. laga nr. 2/1894 og 9. gr. laga nr. 27/1921. 715 Því dæmist rétt vera: Stefndi, Páll Þorleifsson, á að vera sýkn af kröfum áfrýjandi, Valbjargar Kristmunds- dóttur, ef hann synjar þess með eiði, eftir lög- legan undirbúning á varnarþingi sínu, og inn- an 8 vikna frá lögbirtingu dóms þessa, að hann hafi haft samfarir við áfrýjandi á tímabilinu 10. sept. 1929 til 29. okt. s. á. Á málskostnaður fyrir báðum dómum þá að falla niður, en mál- flutningslaun skipaðs talsmanns áfrýjandi, Stefáns Jóhanns Stefánssonar hæstaréttar- málaflutningsmanns, 80 kr., greiðist úr ríkis- sjóði. Ef stefndur vinnur þar á móti ekki eiðinn þá skal hann talinn faðir að barni þvi, er áfrýj- andi ól 26. júli 1930, og greiði allan málskostn- að, bæði í héraði og hæstarétti, þar á meðal áðurgreindar 80 kr. til talsmanns áfrýjandi, að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Hinn 26. júlí 1930 ól stúlkan Valbjörg Kristmundsdóttir í Reykjavík sveinbam, er skírt var Emil Ottó. Tilnefndi hún sem föður að barninu Pál Þorleifsson, bónda á Hjarð- arbóli í Eyrarsveit, og krafðist þess, að barnsfaðernismál yrði höfðað gegn honum. Fyrir lögreglurétti Reykjavíkur 24. sept. 1930 gaf kær- andi þá skýrslu, að hún hefði verið á heimili kærða í kaupavinnu frá því seint í maí til 29. okt. 1929, og kveðst hún á þeim tíma hafa haft þrisvar til fjórum sinnum sami- ræði við hann. Þá segir hún að samræðin hafi átt sér stað úti í hlöðu nema hið síðasta, er hafi farið fram inni í rúmi 116 í baðstofunni þegar allt heimilisfólk var úti við, og kveðst hún viss um að barnið sé getið þá. Kærður hefir þverneitað því fyrir réttinum, að hann hafi nokkru sinni haft samfarir við kærandann og segir hann, að öll frásögn hennar sé uppspuni einn. Þá hefir hann bent á það til að hnekkja frásögn kæranda um hið síðasta samræði, er hafi átt sér stað í baðstofunni, að öllu heimilisfólki fjarverandi, að á heimili sinu hafi verið göm- ul kona og rúmliggjandi í baðstofunni, svo að þau hafi aldrei getað haft tækifæri til að vera þar ein. Fyrir lögreglurétti Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 19. dez. 1930, hefir kærandi breytt framburði sínum á þá leið, að það hafi verið um nótt, sem þau höfðu samræði í bað- stofunni og hafi allt fólk, er þar svaf, þá verið í fasta svefni. Um hinn breytta framburð kæranda hefir kærður sagt, að hann sé jafnrangur hinum fyrri. Bendir hann á í því sambandi, hversu ólíklegt sé, að hann hafi haft samræði við kæranda í rúmi hennar í baðstofunni að næturlagi, er það sé athugað, að barn svaf í sama rúmi og kærandi, og kona hans í rúmi rétt við. Krefst hann, að hann verði sýknaður í máli þessu, en til vara að sér verði gert að synja fyrir samfarir við kærandann með eiði. Kærandinn hefir hinsvegar fyrir lögreglurétti Reykja- víkur 27. nóv. 1931 haldið fast við framburð sinn um það, að kærður sé faðir að barninu, og að frásögn hennar um samfarir þeirra, er hún gaf í lögreglurétti Mýra- og Borg- arfjarðarsýslu, sé í öllum atriðum rétt. Krefst hún þvi að kærður verði dæmdur faðir að barninu, en til vara, að sér verði dæmdur eiður í málinu. Samkvæmt vottorði ljósmóður, sem lagt hefir verið fram Í réttinum, hefir barnið verið fullburða, er það fæda- ist. Rétturinn verður að lita svo á, að þar sem kærandi hefir breytt mjög hinum fyrsta framburði, og viðurkennt, að hana hafi misminnt um samfarir sinar við kærða, og þar sem hinn síðari framburður hennar um samfarir eigi get- ur talizt mjög sennilegur, verða úrslit máls þess að vera komin undir synjunareiði kærðs, þannig, að svo fram- arlega sem hann vinnur eið að þvi eftir löglegan undir- búning á varnarþingi sínu, að hann hafi eigi haft holdlegt 771 samræði við kæranda á tímabilinu frá 10 sept. til 29. nóv., sé hann sýkn saka, en vinni hann eigi eiðinn, skal hann talinn faðir að barninu. Föstudaginn 28. okt. 1932 Nr. 121/1931. Valdstjórnin (Pétur Magnússon) gegn Bruno Ziehm (Jón Ásbjörnsson). Botnvörpuveiðabrot. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 23. okt. 1932: Kærð- ur, Brúno Ziehm, sæti 15100 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi einfalt fangelsi í 7 mánuði í stað sekt- arinnar, sé hún ekki greidd innan mánaðar frá lögbirt- ingu dóms þessa. Allur afli og öll veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir um borð í togaranum Senator Schröder, H C 65 frá Cux- haven, skulu upptæk til sama sjóðs. Loks greiði kærður allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Það er í máli þessu sannað með mælingum yfir- manna á varðskipinu „Ægi“ og mörkun forstöðu- manns stýrimannaskólans á sjókorti, framlögðu fyrir hæstarétti, á stað varðskipsins og báts frá því og stöðu togarans H. C. 65 „Senator Schröder“ frá Cuxhaven, að hann var að veiðum með botnvörpu þann 20. okt. f. á. í minna en 3 sjómilna fjarlægð, talið út frá beinni línu milli Reynisdranga, er tak- marka Mýrdalsflóann að vestan, og Kötlutanga, er takmarka hann að austan, en sú lína er styttri en 10 sjómílur. Hinn kærði skipstjóri á nefndum tog- ara, Bruno Ziehm, hefir því gerzt sekur um botn- 718 vörpuveiðabrot innan landhelgilinunnar, eins os. 5 hún var mörkuð á sjókortum fyrir 5. nóv. 1928, og varðar brotið við 1. gr. laga nr. 5, 18. maí 1990. Ber að dæma hann til sektar fyrir það, samkvæmt 3. gt. nefndra laga, og þykir sektin hæfilega ákveðin, með hliðsjón af gullsengi íslenzkrar krónu, samkvæmt lögum nr. 4/1921, sem nú er 57,03, 18000 kr., og skal greiða hana innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa, en ella afplánist hún með 7 mánaða ein- földu fangelsi. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku afla og veiðarfæra og um greiðslu máls- kostnaðar í héraði ber að staðfesta. Svo greiði kærði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með tal- in málflutningslaun skipaðs sækjanda og verj- anda fyrir hæstarétti, 120 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Kærði, Bruno Ziehm, greiði 18000 kr. sekt í Landhelgissjóð Íslands, og komi 7 mánaða einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún er ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku afla og veiðarfæra og um greiðslu málskostn- aðar í héraði skulu vera óröskuð. Svo greiði kærði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmála- flutningsmannanna Péturs Magnússonar og Jón Ásbjörnssonar, 120 kr. til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. 119 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Bröno Ziehm, skipstjóra á b.v. Senator Schröder, H. C. 65 frá Cuxhaven, fyrir brot gegn ákvæðum laga nr. 5, 1920 sbr. 1. nr. 4, 1924, og eru málavextir þeir, er nú skal greina: Hinn 20. f. m. kl. um 10 f. hádegi var varðskipið Ægir á leið austur út af Vik í Mýrdal. Voru þar þá 8 togarar á veiðum, þar á meðal framangreint skip um hálfa sjómilu utan landhelgislinunnar. Hélt varðskipið síðan áfram austur með landi, en hann nam staðar undan Alviðru- hömrum kl. 11,29 og voru togararnir þá úr augsýn. Klukkan 12,27 fór skipherrann af varðskipinu ásamt 2. stýrimanni sínum og þrem hásetum í vélbát frá varð- skipinu vestur með landinu í áttina til togaranna. Klukk- an 14,02 er bv. Senator Shröder í augsýn og er þá gerð eftirfarandi staðarákvörðun mótorbátsins: Endinn á Portlandi > 26? 04' Hatta > 60? 257 Hjörleifshöfði er gefur stað bátsins rúmlega 0,3 sjómilu innan landhelgis- línunnar. Þá var og samtímis mælt hornið milli togarans sem var í 2,5—3 sjómílna fjarlægð frá bátnum og Port- lands, og mældist það 6%. Gefur þetta stað togarans um 6,85 sjóm. innan landhelgislínunnar eða innar en stað báts- ins. Sakir örðugra aðstæðna varð ekki komizt að togaran- um þá begar, en haldið lengra vestur á bóginn og hélt togarinn þá samtímis skáhalt út frá landi. Klukkan 17,26 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun í anótorbátnum. Portlandsviti > 449 46“ Hatta > 68? 087 Hjörleifshöfði > 33 357 Togarinn Senator Schröder er gefur stað bátsins 0,7 sjómilu innan landhelgislinunnar, 50 780 en stað togarans, sem þá var um Í sjómilu frá bátnum 0,74 sjómílu innan landhelgislinunnar eða litlu innar. Hélt nú togarinn út frá landi, en síðan inn á við aftur. En klukkan 19, er togarinn var í þann veginn að snúa frá landi til stjórnborða, var varðskipsbátnum lagt upp að honum, sem þá var með stjórnborðsvörpu í sjó. Var síðan farið um borð í togarann og kærðum skipað að nema staðar og draga inn netið, sem hann og gerði. Meðan varpan var dregin inn, var bauja látin frá mótór- bátnum fast við afturstefni togarans og dýpi mælt um borð í togaranum 69 metrar. Klukkan 19,40 var sett út bauja frá togaranum sem þá hafði hreyfzt nokkuð út á við og síðan gerð staðará- kvörðun við hana kl. 20,52, er gaf stað baujunnar 0,37 sjómilur innan landhelgislinunnar. Klukkan 22,06 var látin út önnur bauja frá varðskip- inu rúmar tvær skipslengdir NV frá baujunni, sem vél- báturinn lét út hjá togaranum kl. 19,15 og var þá samtímis serð eftirfarandi staðarákvörðun : Portlandsviti > 407 55“ Hatta > TI 57 Ak. Hjörleifshöfða og dýpi mælt 64 metrar, og gefur það stað baujunnar 0,62 sjómilur innan landhelgislínunnar. Morgunin eftir voru síðan gerðar staðarákvarðanir við allar baujurnar þrjár, sem hér segir: Klukkan 10,22 við bauju þá, sem varðskipið lét síðar hauju þá er látin var út hjá togaranum meðan hann dró inn netið: Vk. Máfadrangs > 227 207 Vestasti dr. við Reynisfjall > 9821 Arnardrangur og dýpi mælt 64 metrar, er gefur stað baujunnar 0,7 sjóm. innan landhelgislinunnar. Klukkan 10,22 við bauju þá, sem varðskipið lét síðar út kvöldið áður: 781 Vk. Máfadrangs > 2312 Vestasti -dr. við Reynisfjall > 969 51/ Arnardrangur og dýpi mælt 62 metrar, sem gefur stað baujunnar 0,62 sjómilu innan landhelgislínu. Klukkan 10,38 við bauju togarans: Vk. Máfadrangs > 249 18 Vestasti dr. við Reynisfjall > 919 557 Arnardrangur og dypi mælt 69,5 metrar, sem gefur stað baujunnar 0,37 sjómilur innan landhelgislinu. Allar framangreindar staðarákvarðanir voru gerðar með bestu tækjum og ávallt af tveimur eða þremur yfir- mönnum varðskipsins samtímis, er allir hafa staðfest framangreindar mælingar og niðurstöður fyrir réttinum. Kærður hefir játað, að hafa verið að fiska, er hann var tekinn og á tímabili því, er athuganir varðskipsins ná yfir, en hefir hinsvegar neitað, að hafa þá verið innan landhelgislíinunnar. Byggir kærður þetta á athugun, er hann kveðst sum- part sjálfur hafa gert og sumpart stýrimaður hans, meðan þeir toguðu og síðan við bauju þá, er sett var út frá tog- aranum. En allar mælingar og miðanir kærða eru svo ónákvæmar og órökstuddar að niðurstöður þeirra verða að engu hafðar gegn athugunum varðskipsins, sem eins og að framan greinir, eru gerðar af æfðum mönnum með bestu tækjum. Það verður því að telja sannað, að kærður hafi í skipi sinu „Senator Schröder“ verið að veiðum á landhelgis- svæðinu undan Vík í Mýrdal hinn 20. þ. m. og Þannig orðið brotlegur gegn 1. sbr. 3. grein laga nr. 5, 1990. Kærður hefir ekki svo kunnugt sé, verið refsað fyrir samskonar brot, og þykir refsing hans með hliðsjón af þvi, að íslenzka krónan jafngildir í dag 66,4 gullaurum, hæfilega ákveðin 15100 króna sekt til Landhelgissjóðs Ís- lands, og komi einfalt fangelsi í 7 mánuði í stað sektar- 782 innar, sé hún ekki greidd innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa, þá skal og allur afli og öll veiðarfæri að með- töldum dragstrengjum, um borð í togaranum H. C. 65, Senator Schröder frá Cuxhaven, upptæk til sama sjóðs. Loks greiði kærður allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Mánudaginn 31. okt. 1932. Nr. 74/1932. Ólafur Thors (Jón Ásbjörnsson) gegn Gísla Guðmundssyni (Enginn). Meiðyrði. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 17. dez. 1931: Hin um stefndu ummæli skulu vera dauð og ómerk. Stefndur, Gísli Guðmundsson, greiði 200 króna sekt í ríkissjóð, og komi í stað sektarinnar, ef hún verður ekki greidd áður en aðfararfrestur er liðinn, 12 daga einfalt fangelsi. Dóminum ber að fullnægja imnan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Máli þessu hefir verið áfrýjað til hæstaréttar með stefnu, dags. 15. júní þ. á, en er málið var þingfest 30. f. m. mætti stefndi ekki og enginn af hans hálfu, þótt honum hafi verið löglega stefnt, og hefir málið því verið rekið skriflega samkv. 1. lið 2. mgr. 38. gr. hæstaréttarlaganna og er dæmt samkv. N. L. 1482. og 2. gr. tilsk. ö. júní 1796. Áfrýjandi hefir krafizt þess fyrir hæstarétti, að ákvæði undirréttardómsins um ómerkingu meið- yrðanna verði staðfest, en að hin idæmda refsing verði þvngd svo sem lög frekast leyfa, og að 183 stefndi verði dæmdur til að greiða málskostnað bæði fyrir undirrétti og hæstarétti eftir mati rétt- arins. Svo sem tekið er fram í hinum áfrýjaða bæjar- þingsdómi eru hin átöldu ummæli mjög meiðandi og móðgandi fyrir áfrýjanda og ekki réttlætt að neinu leyti. Ber því að staðfesta bæjarþingsdóm- inn um ómerking þeirra og refsa stefnda fyrir þau samkv. 218. sbr. 217 gr. hinna almennu hegningar- laga. Sömuleiðis á stefndi samkv. tilsk. 11. ágúst 1819 að greiða sekt fyrir það, að hafa eigi mætt fyrir sáttanefnd Reykjavíkur við sáttaumleitanir | málinu. Og með tilliti til þess, að meiðyrðin hafa verið birt í víðlesnu blaði og að stefndi hefir tví- vegis áður verið dæmdur til refsingar fyrir meið- yrði á hendur áfrýjanda, þá þykir refsing stefnda hæfilega ákveðin í einu lagi 400 kr. sekt, er renni j ríkissjóð, og komi 25 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún verður ekki greidd innan 30 daga frá birtingu dóms þessa. Málskostnaður í undirrétti verður eigi dæmdur áfrýjanda þar sem eigi hefir verið stefnt í héraði til málskostnaðargreiðslu, en stefnda ber að greiða áfrýjanda málskostnað í hæstarétti, er ákveðst 200 kr. Því dæmist rétt vera: Hin átöldu ummæli skulu vera dauð og marklaus. Stefndi, Gísli Guðmundsson, greiði 400 kr. sekt í ríkissjóð, er afplánist með 25 daga einföldu fangelsi, ef hún verður eigi greidd innan 30 daga frá birtingu dóms þessa. Málskostnaður í héraði falli niður, en stefndi 184 greiði áfrýjanda, Ólafi Thors, 200 kr. í máls- kostnað fyrir hæstarétti. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er eftir árangurslausa sáttatilraun höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 3. sept. s. 1, af Ólafi Thors framkvæmdarstjóra, hér í bæ, gegn ritstjóra Tímans, Gísla Guðmundssyni, cand. mag. Ásvallagötu 27 hér í bænum, út af ummælum, sem birtust i 46. tölubl. nefnds vikublaðs, er út kom 6. júní s. 1. í óundirritaðri“ grein með aðal-yfirskriftinni: „Viðskiptafræði Kveldúlf- anna, en undir fyrirsögninni: „Kafli úr útgerðarsögunni“. En ummælin, sem stefnandi telur mjög móðgandi og meið- andi fyrir sig, hljóða svo: Í stað duglegra, gætinna og sparsamra athafna- manna myndaðist heil stétt arftaka þeirra, óhóf- samra stóráhættumanna, €r margir hverjir kunnu engin skil á hvort þeir höfðu eigið fé eða annara undir hönd- um. Menn eins og ---- Thorsbræður .... kepptu hver við annan Í óhófseiðslunni utanlands og innan, 08 varð ekki annað séð á daglegu lifi þeirra né höllum þeim, er þeir reistu sér en að hér væru á ferðinni miljónaeigendur, en eins og komið hefir á daginn hafa flestir þeirra verið miljónaskuldarar. .--- „.2. Og keppni eins stærsta útgerðarfélagsins í það, að ná í milligróðann af fisksölu, virðist hafa Þlindað for- stjóra þess svo, að þeir telji sér alls eigi skilt, að virða rétt bankanna 08 þjóðarinnar, þegar um gróðavon fyrir þá sjálfa er að ræða. „Almenningi er nú kunnugt um aðferð Þórðar Flygen- ring gagnvart bönkunum á síðastliðnu ári .... af því að framferði forstjóra Kveldúlfs í þessu máli varpar skíru ljósi yfir það, hvernig helztu fyrirsvarsmenn útgerðar- mannastéttarinnar rækja þjóðfélagsskyldur sinar og á hvaða stigi viðskiptasiðfræði og almennur heiðarleiki þeirra stendur, er ekki nema sjálfsagt, að þjóðinni verði 785 gefinn kostur á að kynna sér afskipti þeirra af hinni refsiverðu fisksölu Þórðar Flygenring“. „ec... á vertíðinni 1930, lét Kveldúlfur sér ekki nægja að taka lánin, sem Þórður fékk í bönkunum, upp í skuld sína, heldur tók hann veðsetta fiskinn líka, jafnóðum að heita mátli og hann kom í land .... en þetta vinarbragð forstjóranna, að taka veðsetta fiskinn af Þórði, hafði þær afleiðingar fyrir hann, sem nú eru á daginn komnar“. sec2. En Flygenrings- og Kveldúlfs-málin munu standa framvegis sem óbrotgjarn minnisvarði um réttindaveizlur íslenzku þjóðarinnar til hinnar stórskuldugu útgerðar- stéttar og manndóm þann, heiðarleik og drenglyndi, er í móti kom“. „Og mörgum mundi finnast, að Ólafi Thors, sem er einn af framkvæmdarstjórum Kveldúlfs, hefði verið sæmra, að taka dálitið minna upp Í sig en hann gerði þegar minnst var á Flygenringsmálin og veðsetta fiskinn í útvarpsum- ræðum fyrir mánuði síðan“. Hefir stefnandi krafizt þess, að framangreind ummæli verði dæmd dauð og ómerk og að stefndur, sem beri á- byrgð á ummælunum, verði dæmdur í hæfilega refsingu fyrir þau. Stefndur hefir mótmælt kröfum stefnanda og krafizt sýknu af þeim og hæfilegs málskostnaðar hjá honum eftir mati réttarins. Byggir stefndur sýknukröfuna á því, að ým- ist sé hinum umstefndu ummælum ekki beint á stefnanda persónulega, heldur séu þau hugleiðing almenns efnis um fjármálaóreiðu í landinu, eða að ummælin séu sönn án þess þó að stefndur víki að hverri þeirri klausu, sem stefnt er út af fyrir sig. Fyrirskrift greinar þeirrar, sem hin umstefndu ummæli birtust í, gefur það ótvírætt til kynna, að greinin skuli fjalla um viðskiptasiðfræði og útgerðarstjórn forstjóra h/f Kveldúlfs, en stefnandi er einn þeirra, og því ekki um það að villast, að öllum hinum umstefndu klausum sé bein- línis eða óbeinlinis stefnt beint að nefndum forstjórum, enda er þar talað um „Thorsbræður“, forstjóra Kveld- úlfs“, „Kveldúlf“, og „Kveldúlfsmálin“ og stefnandi loks nafngreindur sérstaklega í síðustu klausunni og á hann því að sjálfsögðu, og sem einn forstjóri Kveldúlfs sinn hluta af skeytum þeim, sem í ummælunum felast. 786 Þá verður rétturinn og að fallast á það hjá stefnanda, að í öllum klausunum séu móðgandi aðdróttanir í hans garð. Meðal annars er honum þar ásamt þeim, sem taldir eru Í greininni, brugðið um óhófseiðslu utanlands og inn- an, það er gefið í skyn, að viðskiptasiðfræði hans, og al- mennur heiðarleiki sé á lágu stigi og að drenglyndinu hjá honum sé ábótavant, en ummæli þessi svo og aðrar dylgjur í klausunum, hafa á engan hátt verið réttlætt. Ber því að taka kröfu stefnanda um ómerkingu á hinum um- stefndu ummælum til greina að þvi leyti sem þeim er beint að honum, og láta stefnda sæta refsingu fyrir þau, er þykir hæfilega ákveðin 200 króna sekt í ríkissjóð og komi í stað sektarinnar, ef hún verður ekki greidd áður en að- fararfrestur í máli þessu er liðinn, 12 daga einfalt fang- elsi. Þar sem málskostnaðar hefir ekki verið krafizt í stefnu, verður hann ekki tildæmdur. Mánudaginn 31. okt. 1932. Nr. 52/1932. Olíuverzlun Íslands, h.f. (Stefán J. Stefánsson) segn hreppsnefnd Kirkjuhvammshrepps (Enginn). Útsvarsálagning samkv. 8. gr. a. lið 1. nr. 46, 15. júni 1926 eigi heimiluð. Fógetaréttarúrskurður og lög- tak úr gildi fellt. Úrskurður fógetaréttar Húnavatnssýslu 30. jan. 1932: Hin umrædda lögtaksgerð á óhögguð að standa. Dómur hæstaréttar. Hin stefnda hreppsnefnd hefir eigi mætt eða lát- ið mæta í máli þessu, þótt henni hafi verið löglega stefnt og hefir málið því verið rekið skriflega sam- kvæmt 38. gr. hæstaréttarlaganna og er dæmt sam- kvæmt N. L.1—4—32 og 2. gr. tilsk. 3. júní 1796. 181 Eftir skjölum málsins eru málavextir þeir, að á árinu 1929 samdist svo á milli áfrýjanda og nafn- greinds kaupmanns á Hvammstanga, Sigurðar Pálmasonar, að Sigurður tók að sér að selja ben- vin fyrir áfrýjanda, skyldi áfrýjandi leggja til ben- zingeymi til afnota við söluna, en Sigurður skyldi fá í umboðslaun 3 aura af hverjum lítra af benzini, er hann seldi, og átti Sigurður að standa skil á andvirði alls þess benzins, er hann seldi, hvort sem hann seldi benzinið gegn staðgreiðslu eða lán- aði það viðskiptamönnum sinum. Lét áfrýjandi síðan reisa benzingeymi á lóð Sigurðar, — ben- zinið sendi áfrýjandi Sigurði á tunnum og var það svo látið á geyminn, og þaðan seldi Sigurður það siðan og greiddi áfrýjandi honum 50 kr. á ári sem þóknun fyrir lóð þá, er geymirinn stendur á, og fyrir geymslu á tunnunum undan benzininu, en á- frýjandi kostaði flutning á benzininu til Sigurðar og endursendingu á tunnunum. Benzingeymirinn og tunnurnar voru eftir sem áður eign áfrýjanda. Með því að hreppsnefnd Kirkjuhvammshrepps leit svo á, að með þessu hefði áfrýjandi sett á stofn heimilisfasta atvinnustofnun eða útibú á Hvamms- tanga, lagði hún árið 1931 70 kr. útsvar á benzin- seymi eða benzinsölu áfrýjanda, og er áfrýjandi neitaði að greiða útsvar þetta, var það tekið lög- taki af hlutaðeigandi hreppsnefnd gegn mótmæl- um áfrýjanda. Eftir að málið hafði verið sótt og varið fyrir fógetarétti Húnavatnssýslu úrskurðaði fógetinn hinn 30. jan. þ. á., að lögtaksgjörð hrepps- stjórans skyldi standa óhögguð. Þessum úrskurði hefir áfrýjandi skotið til hæstaréttar með stefnu, útgefinni 22. apríl þ. á. að fengnu áfrýjunarleyfi, dags. 8. s. m., og hefir krafizt þess, að hinn áfrýj- 788 aði úrskurður og lögtaksgjörð verði felld úr gildi og stefndi dæmdur til að greiða málskostnað í hæstarétti eftir mati réttarins. Áfrýjandi heldur því fram, að hér sé um venju- lega umboðssölu að ræða, en enga sjálfstæða at- vinnustofnun í þeirri merkingu, sem átt er við í 8. gr. a-lið í lögum um útsvör nr. 46, 15. júní 1926. Á þetta verður að fallast, og hefir það engin á- hrif í þessu efni, þótt notað hafi verið við söluna áhald — benzingeymir, er áfrýjandi átti. Það ber því að fella hinn áfrýjaða fógetaréttarúrskurð og lögtaksgjörð úr gildi og dæma stefnda til að greiða áfrýjanda málskostnað í hæstarétti, er ákveðst 150 kr. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði fógetaréttarúrskurður og lög- taksgerð er felld úr gildi. Stefndur, hrepps- nefnd Kirkjuhvammshrepps, f. h. hreppsins, greiði áfrýjanda, Olíuverzlun Íslands h/f, 150 kr. í málskostnað í hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Með bréfi, dags. 9. okt. f. á., fór oddviti Kirkjuhvanms- hrepps þess á leit, að tekið væri lögtaki útsvar það, 70 kr., er bensingeymi Olíuverzlunar Íslands h/f. á Hvamms- tanga hefði 1931 verið gert að greiða til Kirkjuhvamms- hrepps. Með úrskurði, dags. 31. okt. f. á., fól sýslumaður hreppsstjóra Kirkjuhvammshrepps að framkvæma um- beðið lögtak, hvað hreppstjóri gerði 11. nóv. Í. ár. Undir lögtakinu komu fram mótmæli gegn því frá hálfu gerðar- þoia. Gerðarþoli telur sig ekki útsvarsskyldan í Kirkju- hvammshreppi, þar sem að hann neitar því að hann reki 189 þar nokkra atvinnu, eða hafi þar fasta atvinnustofnun. Hafi hann aðeins benzingeymir á Hvammstanga, er liggur í Kirkjuhvammshreppi, selji nafngreindum kaupmanni á Hvammstanga bensin og aðrar olíuafurðir, er svo aftur verzli með þetta eftir eigin vild. Mótmælir gerðarþoli lögtakinu og útsvarsálagningunni yfirleitt um leið og hann sérstaklega skýrskotar til þess, að útsvarsálagningin á sig heyri ekki undir 8. gr. a. lið laga nr. 46 frá 1926. Í máli þessu er fram komin yfirlýsing frá nefndum kaupmanni, að nafni Sigurður Pálmason, er selur benzin af benzingeymi gerðarþola. Samkv. yfirlýsingu þessari ber gerðarþoli kostnað af uppskipun og framskipun á benzintunnum gerðarþola og flutningi þeirra að benzingeyminum. Sigurður hefir í sölulaun 3 aura af hverjum líter af benzini, er hann selur, og ber ábyrgð á innheimtunni, og gerðarþoli greiðir í lóðargjald fyrir benzingeymirinn og geymslu á tómum tunnum 50 kr. á ári. Samkvæmt þessu og með tilvísun til hæstaréttardóms í málinu nr. 10 1929 verður nú að líta svo á, að gerðarþoli reki slíkan atvinnurekstur á Hvammstanga í Kirkju- hvammshreppi, að hann sé útsvarsskyldur til nefnds hrepps samkv. a. lið 8. gr. í lögum nr. 46, 15. júni 1926. Verður því samkv. þessu að staðfesta lögtaksgerð hrepps- stjóra Kirkjuhvammshrepps. Mánudaginn 31. okt. 1932. Nr. 138/1932. Valdstjórnin (Stefán J. Stefánsson) gegn Höskuldi Eyjólfssyni (Pétur Magnússon). Áfengislagabrot. Dómur lögregluréttar Árnessýslu 15. júní 1932: Kærður, Höskuldur Eyjólfsson, Saurbæ í Villingaholtshreppi. greiði 1200 króna sekt í ríkissjóð, en sé hún eigi greidd innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa, sæti hann ein- 790 földu fangelsi í 52 daga. Þá greiði hann og allan sakar- kostnað. Hið tekna áfengi verði eign ríkissjóðs. Dómi þessum að fullnægja að viðlagðri lagaaðför. Dómur hæstaréttar. Kærði í máli þessu, Höskuldur Eyjólfsson, bóndi í Saurbæ í Villingaholtshreppi, var staddur hér í bænum 27. nóv. f. á. Þann dag gerði lögreglan í Reykjavík leit í hótelherbergi, sem hann hafði þá til afnota, og fann þrjár flöskur, er allar reyndust að hafa að geyma áfengan drykk með alkóhólinni- haldi langt yfir leyfðu marki. Ein af flöskum þess- um fannst í þvottaskáp, sem var í herberginu, og tvær í súðarskáp einum þar. Kannaðist kærði ekki við það, að hann vissi nokkuð um tvær síðast- nefndu flöskurnar, en þriðju flöskuna kvaðst hann hafa keypt, eins og segir í hinum áfrýjaða dómi. Gegn synjun kærða er það ekki sannað, að hon- um hafi verið kunnugt um áðurnefndar tvær flöskur né hvernig þær voru inn í herbergi hans komnar. Og verður því að sýkna hann af kærum valdstjórnarinnar að þvi leyti. Þar á móti þykir hann ekki hafa gert sennilega grein fyrir þvi, hvernig flaskan, sem fannst í þvottaskápnum í herbergi hans, var þangað komin, og verður því að dæma hann að því leyti fyrir áfengislagabrot, samkv. 2. málsgr. 13. gr. laga nr. 64, 19. mai 1930, sbr. við 1. gr. sömu laga. En þar sem eftir því sem fyrr segir kærði verður að teljast hafa einungis haft þessa einu flösku í fórum sínum á hótelherbergi sínu, verður ekki talið, að hann hafi haft hana til sölu, heldur til eigin neyæzlu. Refsingu hans ber því að ákveða samkvæmt 2. tölulið 27. gr. áður- nefndra laga, og þykir hún, með hliðsjón af þvi, 791 að kærði hefir tvivegis áður, með dómi hæstarétt- ar 27. jan. 1927 og með dómi lögregluréttar Árnes- sýslu 31. dez. s. á., verið dæmdur til refsingar fyrir óleyfilegan tilbúning áfengs drykkjar, hæfilega á- kveðin 800 kr. sekt í ríkissjóð, og skal sektin af- plánast með 35 daga einföldu fangelsi, ef hún verð- ur ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku hins tekna áfengis og um greiðslu sakarkostnaðar i héraði þykir mega staðfesta. Svo greiði kærði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 60 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Kærði, Höskuldur Eyjólfsson, greiði 800 kr. sekt í ríkissjóð, og komi 35 daga einfalt fang- elsi í stað sektarinnar, ef hún er ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Á- kvæði hins áfryjaða dóms um upptöku hins tekna áfengis og um greiðslu málskostnaðar í héraði skulu vera óröskuð. Svo greiði kærði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun til skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmála- flutningsmannanna, Stefáns Jóh. Stefánsson- ar og Péturs Magnússonar, 60 kr. til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. 192 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað hér í héraði samkvæmt skipun dómsmálaráðuneytisins í bréfi 5. febr. þ. árs. Við húsrannsókn, sem framkvæmd var í herbergi á Hótel Heklu í Reykjavík, þar sem kærður, Höskuldur Eyj- ólfsson, bóndi frá Saurbæ í Villingaholtshreppi var þá staddur, fannst heilflaska af brugguðu áfengi í þvotta- skáp Þar í herberginu, enda sagði ákærður til þess sem sinnar eignar. Áfengi þetta, sem reyndist hafa að inni- haldi 72,5% af vínanda að rúmmáli, kvaðst ákærður hafa keypt af manni á Klapparstíg, sem hann eigi þekkti og sagðist heita Jón, og gefið 8 kr. fyrir. Hinsvegar kveðst hann ekki hafa vitað um 2 heilflöskur af samskonar vökva, er fundust þar í súðarskáp. Framburð þennan hefir kærður haldið fast við og ekki fengizt til að breyta honum í neinu. Við húsrannsókn sem framkvæmd var á heimili kærðs í nóvembermánuði Í. á. og ítrekuð 18. marz þ. á., fannst ckkert brugg né heldur bruggáhöld í húsum hans. Samkvæmt 13. gr. áfengislaganna ber þeim, er ólöglegt áfengi hefir í fórum sínum að sanna, hvernig áfengið er komið í vöræzlur hans, en geri hann það ekki, skal hann sekan telja um brot gegn 1. gr. þeirra laga. Nú með þvi að kærður hefir enga sennilega grein gert fyrir áfeng- inu, verður hann að teljast sekur gegn ákvæðum þessum, og virðist refsing hans, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna og 27. jan. 1927 var dæmdur í 500 kr. sekt fyrir bruggun og síðan í héraði, 31. dezember s. á. í 1000 króna sekt fyrir samskonar brot, samkvæmt 27. gr. áfengis- laganna hæfilega ákveðin 1200 kr. sekt, er afplánist með 52 daga einföldu fangelsi. Hið tekna áfengi sé eign ríkis- sjóðs, en kærður greiði allan kostnað af sökinni. Enginn óþarfur dráttur hefir orðið á málinu. 793 Mánudaginn 31. okt. 1932. Nr. 101/1932. Lárus Jóhannesson gegn Ágúst Þórarinssyni, f. h. Tang 4 Riis, og þrotabú firmans Tang £ Riis í Kaup- mannahöfn gegn Lárusi Jóhannes- syni. Úrskurður hæstaréttar. Með stefnu, útgefinni 30. Júní þ. á., áfrýjaði aðal- stefnandi til staðfestingar dómi gestaréttar Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu, uppkveðnum 28. nral og fjárnámi 25, júní s. á., og var það mál þing- fest í dag. Þá sýndi umboðsmaður þrotabús firm- ans Tang á Riis, en firmað varð gjaldþrota í Kaup- mannahöfn 22. ágúst þ. á., í réttinum gagnstefnu í málinu, útg. 25. þ. m., og skyldi samkvæmt henni þingfesta gagnsökina í dezbr. Óskar umboðsmað- ur gagnáfrýjanda, að aðalsök verði frestað til dez- ember næstk., svo að hún verði sameinuð sagnsök. Þessum fresti mótmælir aðalstefnandi. Samkv. 3. málsgr. 41. gr. hæstaréttarlaganna skal fresta aðal- sök, ef þess þarf, til þess að gagnsök verði henni sameinuð, og með því að hinn umbeðni frestur til þingfestingar gagnsakarinnar er eigi lengri en nauðsynlegur stefnufrestur, verður að veita hann samkvæmt kröfu gagnáfrýjanda. Því úrskurðast: Flutningi máls þessa skal frestað til dez- embermánaðar 1932. 794 Föstudaginn 4. nóv. 1932. Nr. 137/1932. Réttvísin (Stefán J. Stefánsson). gegn Gunnari Gunnarssyni .. (Pétur Magnússon). Innbrot. Dómur aukaréttar Árnessýslu 29. júlí 1932: Kærður, Gunnar Gunnarsson, við Búðarstig á Eyrarbakka, sæti 150 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, en fullnustu refsingarinnar skal frestað og hún falla niður eftir 5 ár frá uppsögn dóms þessa, ef skilorð laga nr. 39, 16. nóv- brm. 1907 eru haldin. Svo greiði kærður allan sakarkostnað. Dómi þessum að fullnægja að viðlagðri lagaaðför. Dómur hæstaréttar. Aðfaranótt 27. febr. þ. á. var farið inn í sölubúð Þorkels Ólafssonar á Eyrarbakka og þaðan stolið 5060 krónum í peningum. Það er ekki sannað gegn neitun ákærða, að hann sé valdur að þessu verki og verður því, að því leyti sem málshöfðun í máli þessu getur tekið til þess, að sýkna ákærða. Verknaður sá, sem lýst er í hinum áfrýjaða dómi og ákærði hefir kannast við að hafa framið, verð- ur að teljast til þeirra tegunda brota, sem í 4. tölu- lið 231. gr. almennra hegningarlaga segir. Það gel- ur ekki skipt máli um hegningu hins ákærða, þótt hann hafi verið undir áhrifum áfengis, þegar hann framdi brotið, með því að aðferð hans öll við verknaðinn sýnir, að honum hefir verið fyllilega ljóst hvað hann var að aðhafast. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin samkv. 7. gr., sbr. 6. gr. laga nr. 51, 7. mai 1928, 4 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, en fresta skal fullnustu 795 refsingarinnar samkvæmt lögum nr. 39/1907, og niður skal hún falla, ef skilorð laga þessara eru haldin. Ákærði greiði allan sakarkostnað í hér- aði, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verj- anda þar, er ákveðin eru 30 kr., og allan áfrýjunar- kostnað málsins, þar á meðal málflutningslaun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 60 kr. til hvors. Þvi dæmist rétt vera: Ákærði, Gunnar Gunnarsson, á að sæta 4 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, en fresta skal fullnustu refsingarinnar sam- kvæmt lögum nr. 39/1907 og niður skal hún falla, ef skilorð téðra laga eru haldin. Svo greiði ákærði allan sakarkostnað í héraði, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda þar, hæstaréttarmálaflutningsmanns Guð- mundar Ólafssonar, 30 kr., og allan áfrýjunar- kostnað málsins, þar á meðal málflutnings- laun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálaflutningsmannanna, Stefáns Jóhanns Stefánssonar og Péturs Magn- ússonar, 60 kr. til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Aðfaranótt hins 12. maímán. síðastl. framdi kærður inn- brot í verzlunarbúð Þorkels Ólafssonar, kaupmanns á Eyr- arbakka, laust fyrir miðnætti. Tók hann rúðu úr glugga að húsabaki, með þeim hætti, að hann losaði kittið úr fölsun- 51 796 um og rétti upp smánagla, er rúðan var fest með, með ílalri bílatöng, sem hann kveðst hafa haft á sér, skreið inn um rúðuna og komst þannig inn í vörugeymslu verzlunarinn- ar. Tók hann þar 3 kústhausa, er kostuðu 1 kr. 45. a. hver, en er hann ekki komst úr herberginu inn í búðina, fór hann út um gluggann, er var á hjörum, og lagði kústhausana af sér við húsið. Síðan fór hann að glugga, einnig að húsa- baki, á verzlunarskrifstofunni, tók neðstu rúðuna úr, með sama hætti, fór þar inn í búðina og tók úr peningaskúffu 3 krónupeninga og 50 aura. Opnaði hann svo gluggann og fór út með peningana, en skildi kústhausana eftir. Annan dag eftir keypti ákærður og lét kaupa fyrir sig fyrir þýfið brennsluspíritus og brjóstasaft í lyfjabúðinni á Eyrar- hakka, en með því 2 krónupeningarnir, er stolið var, voru auðkenndir með rispu, bárust böndin að honum, og játaði kærður í fyrsta þinghaldi, að hafa framið innbrotið. Það er upplýst, að kærður var nokkuð drukkinn, er hann framdi verknaðinn. Kærður er fæddur 8. nóvember 1902, og hefir eigi fyrr sætt ákæru fyrir misbrot, og bætt hefir hann brot sitt að fullu. Afbrot kærðs á undir 231. gr. hegningarlaganna, og með því að húsið var mannlaust, virðist með tilliti til 40. gr. sömu laga hegning hans hæfilega ákveðin fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 150 daga, en rétt þykir að fresta. fullnustu refsingarinnar. Svo greiði kærður sakarkostnað, en með því að talsmaður hefir krafizt að málsvarnarlaun verði sér dæmd af almannafé, en ekki að kærður verði dæmdur til að greiða sér þau, verða þau honum eigi til dæmd. Enginn óþarfur dráttur hefir orðið á málinu. 94 Miðvikudaginn 9. nóv. 1932. Nr. 90/1932. Lárus Jóhannesson (Sjálfur) Segn Lárusi Fjeldsted, f. h. Köbenhavns Handelsbank A/S, og Ágúst Þórarins- syni, f. h. Tang ér Riis (Th. B. Lindal). Löglegur grundvöllur undir aðför eigi fyrir. Ómerk- ing fógetaréttarúrskurðar og fjárnám úr gildi fellt. Úrskurður fógetaréttar Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu 21. júní 1932: Hin umbeðna fjárnámsgjörð á að njóta framgangs. Dómur hæstaréttar. Firmað Tang £ Riis var stofnað á öndverðu ári 1919 af fullábyrgum eigendum þess, Harald Tang og Árna Riis, báðum búsettum í Kaupmannahöfn. Það hafði aðalskrifstofu í Kaupmannahöfn, en rak verzlun og fiskveiðar í Stykkishólmi, Sandi og við- ar í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, þar sem það og var skrásett. Firmað hafði einvörðungu eða því nær einvörðungu lánsviðskipti sín og lánstraust í Kaupmannahöfn. Á árinu 1931 var lánstraust firm- ans í Kaupmannahöfn þorrið, enda vantaði það þá mjög mikið á að eiga fyrir skuldum. Á síðasta fjórð- ungi ársins 1931 og fyrra helmingi ársins 1932 var árangurslaust reynt að komast að samningum við lánardrottna firmans um eftirgjöf á nálægt 75%. skuldanna gegn greiðslu hins hlutans. Samkvæmt óvefengdri skýrslu verzlunarstjóra firmans í Stykk- ishólmi stofnaði hann við íslenzka lánardrottna sumarið og haustið 1931 flestar eða flestallar skuld- ir þær, sem áfrýjandi þessa máls er nú eigandi að og eftir beiðni eigenda firmans. Þá voru þeim og 198 eftir fyrirlagi þeirra, sendar íslenzkar afurðir fyrir mikið á annað hundrað þúsund krónur að inn- kaupsverði til Kaupmannahafnar, og lofuðu þeir að senda af andvirði þeirra afurða til greiðslu áð- urnefndra skulda. En allt þetta andvirði gekk, eftir því, sem óvefengt er haldið fram af áfryjanda, til eins einasta af lánardrottnum firmans í Kaup- mannahöfn. Hinsvegar sendu eigendur firmans enga peninga til greiðslu íslenzku skuldanna, né heldur vörur eða peninga til rekstrar verzlananna hér, enda var þeim lokað fyrir fullt og allt í lok febrúarmánaðar þ. á. Eftir að áfrýjandi hafði neitað að ganga að samn- ingatilboðum þeim, er honum sem öðrum lánar- drottnum firmans, höfðu verið gjörð, fékk hann lagt löghald á fjármuni firmans í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu til tryggingar skuldum þeim, er hann var orðinn eigandi að, svo sem nú skal greina: I. Á húseign firmans á Bryggju í Eyrarsveit 7. maí þ. á. til tryggingar vixli að upphæð kr. 720.00. útg. 9. nóv. 1931 af áfrýjanda og sambþ. til greiðslu 9. jan. 1932 af fyrirsvarsmanni verzlunar firmans í Stykkishólmi, ásamt vöxtum og kostnaði. II. Á útistandandi skuldir og innanstokksmuni firmans í Stykkishólmi 7. maí þ. á., til tryggingar skuld við Útvegsbanka Íslands h/f, að upphæð kr. 21592.86, með vöxtum og kostnaði, og hafði krafan verið framseld áfrýjanda. III. Á fasteignir firmans í Stykkishólmi 7. maí þ. á., svo og vörubirgðir þess þar, til tryggingar skuld við Olíuverzlun Íslands h/f, framseldri áfrýjanda. að upphæð kr. 12166,25, ásamt vöxtum og kostnaði. IV. Á vélskipið „Hans“ 7. mai þ. á., til tryggingar víxli, að upphæð kr. 589.58, ásamt vöxtum og kostn- 799 aði, útg. af Markúsi Einarssyni og samþ. af fyrir- svarsmanni firmans í Stykkishólmi til greiðslu 9. Jan. 1932. V. Á vélskipið „Ægir“ 7. maí þ. á., til tryggingar víxli að upphæð kr. 5000.00, ásamt vöxtum og kostn- aði, útg. 10. sept. 1931 af Ágúst Þórarinssyni og samþ. af fyrirsvarsmanni firmans í Stykkishólmi til greiðslu 10. marz þ. á. VI. Á fasteignir firmans í Skógarnesi 7. maí þ. á. til tryggingar skuld við H. Benediktsson £ Co., að upphæð kr. 1568.74, með vöxtum og kostnaði og framseldri áfrýjanda. VII. Á útistandandi skuldir firmans á Sandi 11. mai þ. á. til tryggingar víxli, að upphæð kr. 15000.00, ásamt vöxtum og kostnaði, útg. 10. sept. 1931 af Ágúst Þórarinssyni og samþ. af fyrirsvars- manni firmans í Stykkishólmi til greiðslu 10. marz 1932. VINI. Á vörubrigðir firmans á Sandi 11. maí þ. á., til tryggingar víxli, að upphæð kr. 5100,00, ásamt vöxtum og kostnaði, út. 31. dez. 1931 af Ágúst Þór- arinssyni og sambþ. til greiðslu 10. apríl 1932 af fvrirsvarsmanni firmans í Stykkishólmi. Allar voru kyrrsetningargjörðir þessar staðfest- ar með dómum gestaréttar Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, uppkveðnum 28. maí þ. á. Fjár- nám samkv. dómi í nr. 1. var gjört 3. sept. þ. á., samkv. dómi í nr. TI. 25. júní s. á., samkvæmt dómi í nr. III — VI. 22. s. im. og samkvæmt dómi í nr. VIIL— VII. 24. s. m. Með símskeyti 12. maí þ. á. báðu eigendur firm- ans skiptaráðandann í Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu um að taka eignir þess þar til gjaldþrota- skipta. Þessari beiðni var svnjað með úrskurði 800 skiptaréttarins Í4. s. m. og var úrskurður þessi staðfestur að niðurstöðu til með dómi hæstaréttar {9. okt. þ. á. Eftir að synjunarúrskurður þessi var uppkveðinn, tók hinn meðstefndi, Köbenhavns Handelsbank A/S, eftir ráðleggingu málflutnings- manna sinna hér og í Kaupmannahöfn, upp það ráð, að reyna til að fá grundvöll undir aðför í hin- um kyrrsettu eignum, í því skyni að verða á und- an áfrýjanda með fjárnám í þeim og ónýta með þeim hætti rétt hans yfir þeim, enda greinir að- ilja ekki á um það, að eignir þessar hrökkvi ekki til að fullnægja kröfum bankans, auk heldur meir. Voru nú eigendur firmans látnir veita manni ein- um hér í bænum, sem allsókunnugur var högum bankans og öllum málavöxtum, umboð með sím- skeyti 10. júní þ. á. til þess að mæta f. h. firmans fyrir sáttanefnd Reykjavíkur og undirgangast þar, f. h. þess, greiðslu á kröfum bankans. Samtímis veitti bankinn, sem þó jafnframt lýsti yfir því, að hann mundi ekki nota rétt sinn samkvæmt vænt- anlegu fjárnámi til sérhagsmuna fyrir sjálfan sig. málflutningsmanni sínum hér umboð til að stefna áðurgreindum umboðsmanni firmans fyrir sátta- nefnd Reykjavíkur. Sáttakæra var siðan út gefin 13. s. m., og málið tekið fyrir í sáttanefnd daginn eftir. Gerðist þar svofelld sátt, að umboðsmaður firmans skuldbindur það til þess að greiða Köb- cnhavns Handelsbank A/S d. kr. 150000,00 með 6% ársvöxtum frá sáttakærudegi og innheimtulaun samkvæmt taxta málflutningsmannafélags Íslands. Greiðslustaður var ákveðinn á skrifstofu finnans í Stykkishólmi og greiðsludagur var settur 2 dög- um síðar, eða 16. júní þ. á. Að greiðslufresti þess- um liðnum fór umboðsmaður sátthafa til Stvkkis- 801 hólms og skilaði kl. 9 að morgni þess 20. júní beiðni um aðför samkvæmt sáttinni til tryggingar d. kr. 150000,00 með áðurnefndum vöxtum og kr. 4810 í innheimtulaun. Áfrýjandi, sem 4. s. m. hafði munn- lega beiðzt aðfarar og orðið hafði nú áskynja un, ráðstafanir bankans, sendi fógetanum beiðni um fjárnám samkvæmt sínum dómum, með hrað- skeyti s. d., er kom til fógetans kl. 10% þann dag. Var fógetagjörð bankans frestað eftir beiðni á- frýjanda til næsta dags, enda þótt fógetaréttur væri settur áður en beiðni hans kom til fógeta. Þann 21. s. m. mætti áfrýjandi í fógetaréttinum og mótmælti því að fjárnám bankans færi fram áður en fjár- nám yrði framkvæmt samkvæmt dómum áfrýjanda. Kvað fógeti upp úrskurð um ágreininginn 21. júní þ. á. á þá leið, að fjárnám samkvæmt kröfu bankans skyldi fram fara. Var svo fjárnám gert samdægurs í öllum sömu verðmætum, sem áfrýjandi hafði lát- ið kyrrsetja, með því að engar aðrar eignir hér á landi var raunverulega um að tefla, enda hafði firmað Tang £ Riis engar ráðstafanir gert til þess, að sáttinni yrði fullnægt með öðrum hætti. Áðurnefndum úrskurði og eftirfarandi fjárnáms- sjörð hefir áfrýjandi skotið til hæstaréttar með stefnu, útg. 27. júlí þ. á., og krafizt þess: a) Aðallega að hinn áfrýjaði úrskurður verði ómerktur og fjárnámsgjörðin samkvæmt honum verði úr gildi felld, að því, er varðar allar fjár- námsgjörðir hans samkv. dómum hans í löghalds- málunum I—VINI. að framan. b) Til vara, að áðurnefndur úrskurður og áður- nefnd fjárnámsgjörð verði ómerkt, að þvi, er varð- ar fjárnám hans samkvæmt dómi hans í löghalds- málinu samkvæmt TI. að framan. 802 Við kröfu sína staflið a) tengir áfrýjandi vara- kröfu um það, að það verði látið koma skýrt frani í dómi í máli þessu, að allt hið áfrýjaða fjárnámi skuli standa að baki öllum fjárnámum hans, þeim. er í kröfulið a) segir, og samsvarandi varakröfu tengir hann við varakröfu sína, þá er í staflið b) greinir. Svo krefst áfrýjandi málskostnaðar af hin- um stefndu in solidum. Meðstefndur Lárus Fjeld- steð, f. h. Köbenhavns Handelsbank A/S, krefst þess, að hinar áfrýjuðu fógetaréttargerðir verði báð. ar staðfestar, og að áfrýjandi verði dæmdur til að svara honum málskostnaði. Hið meðstefnda firma Tang á Riis hefir einungis gjört kröfu til máls- kostnaðar hjá áfrýjanda. Hinir stefndu hafa ekki mótmælt því, að aðalkrafa áfrýjanda (stafl. a) eða varakrafa sú, sem við hana er tengd, yrði dæmdar að efni til í máli þessu. Í máli þessu er spurning um gildi fógetagjörðar áfrýjanda samkvæmt 1. - VIII. hér að framan út af fyrir sig ekki borin und- ir dóm, heldur einungis um gildi fógetagjörða með- stefnda, Köbenhavns Handelsbank A/S, gagnvart áfrýjanda og þeim réttindum, sem hann telst hafa öðlast með sínum fjárnámsgjörðum. Þótt hinar á- frýjuðu fógetagjörðir yrði úr gildi felldar, er ekki sagt með þvi annað cn að þær skuli ekki koma á- frýjanda til tjóns. Þykir því ekki ástæða til þess að vísa kröfu áfrýjanda í stafl. a) eða varakröfu við hana frá dómi. Fyrsta ástæða áfrýjanda fyrir Ómerkingarkröfu hans er sú, að sáttin frá 14. júní þ. á. sé ólögleg, meðal annars vegna þess, að hún sé raunverulega gerð til þess að fara í kringum fyrirmæli þau í lög- um, er banna ráðstöfun á kyrrsettum eignum, er í bága fari við rétt löghaldshafa. Eins og sjá má á 803 því, sem áður er sagt, vissi sátthafinn, Köbenhavns Handelsbank A/S, að firmað var orðið Ógjaldfært Þegar sáttin var gjörð, að eignir þess hér, sem ein- ungis var áformað að taka fjárnámi eftir sáttinni, höfðu verið kyrrsettar af áfrýjanda, og að eigend- ur firmans höfðu þegar beðizt gjaldþrotaskipta hér á þeim eignum. Vegna þessa áforms var farið óvenjulega að um sáttagjörðina alla. Samið er um varnarþing hennar hér, þótt eðlilegra hefði verið, að gera hana í Kaupmannahöfn á varnarþinsi beggja aðila eða í Stykkishólmi á firmavarnar- þinginu hér á landi. Frestir eru styttir meira en venja er til. Upphæðin er hærri en svo, að nokkurt viðlit sé til þess, að áfrýjandi mundi fá hið allra minnsta af löghaldskröfum sínum greitt, ef sátt- hafi fengi rétt yfir hinum kyrrsettu eignum. Gjald- dagi er settur aðeins 2 dögum frá sáttardegi, og greiðslustaður er loks ákveðinn skrifstofa firm- ans í Stykkishólmi, þar sem vitað var, að eigend- urnir yrðu ekki til staðar, er fjárnám skyldi fram fara, og ekkert yrði annað til að benda á en hinir kyrrsettu munir. Sáttin er ómótmælt og eins og 'áða má tvímælalaust af skjölum málsins, gerð í því skyni, að eigendur firmans ráðstafi óbeinlínis, en þó raunverulega hinum kyrrsettu eignum, lög- haldshafa til tjóns, en öðrum til hagnaðar, enda þótt firmað ætti nokkur óbundin verðmæti í Kaup- mannahöfn. Þegar á allt þetta er litið, þá verður eigi betur séð, en að eigendur firmans Tang £ Riis hafi með sáttagerðinni 14. júní Þ. á. verði vísvit- andi að fara kringum fyrirmæli þau í íslenzkum lögum, er leggja bann við ráðstöfun kyrrsettra fjármuna löghaldshafa til tjóns, sbr. N. L. 1-19— 17 og 5—3-—33. Og þar sem sátthafa voru allar 804 þessar ástæður kunnar, þá verður því fremur að telja margnefnda sátt ólöglega gagnvart áfrýjanda, sem hafði þá fengið löghaldsgerðir sínar allar stað- festar með dómum, sem ekki hafði þá verið áfrýj- að og stóðu í fullu gildi. Því gat sáttin ekki orðið löglegur grundvöllur undir aðför í hinum kyrr- settu eignum. Verður því að taka aðalkröfu áfrýj- anda til greina og ómerkja hinn áfrýjaða fógeta- réttarúrskurð og fella hina áfrýjuðu fjárnámsgjörð úr gildi gagnvart áfrýjanda. Samkvæmt þessum málsúrslitum þykir rétt að dæma stefndu in solidðum til þess að greiða áfrýj- anda málskostnað fyrir hæstarétti, og er hann á- kveðinn kr. 1800. Því dæmist rélt vera: Hinn áfrýjaði fógetaréttarúrskurður á að vera ómerkur og hin áfrýjaða fjárnámsgerð úr gildi felld. Hinir stefndu, Lárus Fjeldsted, f. h. Köbenhavns Handelsbank A/S, og Ágúst Þórarinsson, f. h. Tang á Riis, greiði áfrýjanda, Lárusi Jóhannessyni, in solidum kr. 1800,00 í málskosnað. að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Hrm. Lárus Jóhannesson hefir mótmælt, að hin um- beðna fjárnámsgerð fái framgang. Rétturinn getur eigi litið svo á, að firmað Tang K Riis hafi firt sig heimild til þess að gera sátt eins og þá er hér um ræðir, þótt það hafi reynt að ná samningum við lánar- drottna sina um eftirgjöf á skuldum eða þótt það hafi óskað eftir því að bú þess yrði tekið til gjaldþrotaskipta hér í Stykkishólmi, en verið synjað um það. Getur að vísu verið, að stjórnendur firmans hafi með sáttargerðinni gerzl 805 brotlegir við lög á þann hátt, að talið yrði að Þeir með henni dragi um of taum þess skuldheimtumanns sem sátt- in er gerð við, cn samt sem áður virðist ekki ástæða til að synja um framgang gerðarinnar þar sem skuldheimtu- mönnum, sem telja á sig hallað með sáttargerðinni er nægi- lega tryggður réttur, er þeir samkv. 22. gr. gjaldþrota- skiptalaganna geta tryggt sér, að fjárnámsgerðin falli nið- ur með því að gera firmað gjaldþrota eða eigendur þess. Þá getur rétturinn ekki litið svo á, að skuldareigenda og skuldara hafi brostið heimild til þess að semja um að mál út af skuldinni skuli rekið í Reykjavík og lagt til sáttar þar. Það er vist, að mál út af skuldinni mátti reka i Stykkishólmi, og sýnist þá samkv. ísl. lögum engin sennileg ástæða fyrir því, að aðilar eigi geti samið um að reka þau í Reykjavik. Þá hefir Lárus Jóhannesson hr.m. mótmælt framgangi gerðarinnar, af því hún sé eigi byrjuð á heimili eiganda og telur að hún hafi átt að byrja í Danmörku á heimili eiganda fimans Tang á Riis, en þau mótmæli verða eigi tekin til greina þar sem viðurkennt er, að firmað Tang £ Riis á firmavarnarþing í Stykkishólmi, og auk Þess má byrja aðför hjá því hér í Stykkishólmi þar sem Það á eignir hér Lárus Jóhannesson hefir mótmælt umboði Antons Jacobsen til þess að mæta við sáttagerðina en requirent hefir með réttarskjali nr. 5 sannað, að maður Þessi hafði fullkomið umboð frá Tang £ Riis til þess að gera sáttina. Getur yfirlýsing Antons Jacobsen á réttarskjali nr. 4 á engan hátt hnekkt því umboði. Samkvæmt framansögðu getur rétturinn eigi neitað um framgang fjárnámsgjörðarinnar samkv. hinni framlögðu sáttagjörð, gjörðri fyrir sáttanefnd Reykjavíkur af mönn- um, sem höfðu fullt umboð til þess að gera hana. Þá hefir Lárus Jóhannesson krafizt þess, að fjárnám bað, sem um er beðið, verði eigi gert fyrr en gert hefir verið fjárnám fyrir hann í eignum firmans Tang £€ Riis. sem löghald var lagt á 7. og 11. f. m. með 10 löghaldsgerð- um samkv. dómum í málum til staðfestingar löghalds- serðum, er gengu 28. f. m. Byggir hann kröfu sína á því, að hann hafi í símtali 4. þ. m. beðið fógetann um að fram- kvæma fjárnám eftir dómunum, en fógetinn færst undan 806 að gera fjárnámið þá og óskað eftir því, að fjárnámsgerð- irnar yrðu ekki framkvæmdar fyrr en eftir 18. þ. m., þar sem hann, vegna embættisanna við undirbúning undir manntalsþing eigi gæti framkvæmt þau fyrr. Kveðst hann hafa fallizt á að biða með framkvæmd fjárnámanna, en svo er hann í gærmorgun frétti, að requirentinn væri bú- inn að leggja fram beiðni um fjárnám, endurtekið fjár- námsbeiðni sína frá 4. þ. m. með símskeyti, rj.skj. 3. Samkv. 3. gr. aðfararlaganna frá 4/11 1887 skal biðja skriflega um aðför, ef skuldarupphæðin fer fram úr 200 krónum. Verður því rétturinn að líta svo á, að fjárnáms- beiðni Lárusar Jóhannessonar Í símtali við fógetann geti eigi talizt nægja til þess að beiðni hans skoðist fram kom- in fyrr en fjárnámsbeiðni requirents. Verður því eigi af þeirri ástæðu fjárnám samkv. dómum þeim, er hann hefir látið ganga á undan hinu umbeðna fjárnámi requirents. Hinsvegar virðist hægt að skoða símskeyti hans, rjskj. 3, sem skriflega fjárnámsbeiðni, er fullnægi kröfum 3. gr. aðfararlaganna. Er sú beiðni hans framkomin kl. 10% f. h. mánudaginn 20. þ. m. en beiðni requirentsins kl. 9 í. h. sama dag. Ber þá að lita á það hvort hægt sé að telja að fjárnámsbeiðni requirents og Lárusar Jóhannessonar séu samtímis framkomnar og hvort því sé heimilt sam- kvæmt norsku laga 1—22—22 að láta fjárnám til fullnustu dómum þeim, er Lárus hefir látið fram fara, á undan fjár- námi til fullnustu sáttar þeirrar, er requirent hefir. Er það að visu svo, að mjög stutt líður á milli framkomu fjárnáms- beiðnanna þar sem eigi er nema um 1% klukkustundar munur á því hvenær þær koma fram. En hinsvegar var fógetarétturinn á þeim tíma búinn að taka til meðferðar kröfu requirents og byrjað að framkvæma fjárnámsgerð til fullnustu henni, þótt þeirri fjárnámsgerð eigi væri komið það langt að farið væri að leggja fjárnám á nokkrar á- kveðnar eignir. Fógetarétturinn verður að líta svo á, að fjárnámsbeiðni sú, er fram kemur eftir að byrjuð er fjárnámsgjörð eftir annari fjárnámsbeiðni, verði eigi talin þeirri samtímis fram komin. Verður því samkvæmt þessu eigi tekin til greina krafa Lárusar Jóhannessonar um að fjárnám verði gert til fullnustu dómum þeim, er hann hefir, áður en gert er fjárnám eftir sátt þeirri, er requirent hefir. 807 Einnig verður samkvæmt framansögðu að vísa á bug Þrautavarakröfu Lárusar Jóhannessonar, enda mundi vara- krafa hans um að hans fjárnám gangi á undan fjárnámi requirents verða tekin til greina, cf sami skilningur væri lagður í orðið „samtímis“ eins og hann virðist leggja þar. Þá hefir Lárus Jóhannesson krafizt þess, að lögð væri löggeymzæla á þær eignir requirents, er hann hefir áður lagt löghald á fyrir dómkröfum hans, áður en gert yrði fjárnám í þeim fyrir requirent, og hefir hann til stuðn- ings þeirri kröfu sinni bent á fyrirmæli norsku laga 1— 22—24. En þegar af þeirri ástæðu, að dómum þeim, er hann hefir á hendur requirent, hefir eigi verið áfrýjað, verður þessi krafa hans eigi tekin til greina. Mánudaginn 14. nóv. 1932. Nr. 102/1932. Lárus Jóhannesson (Sjálfur) segn Ágúst Þórarinssyni, f. h. firmans Tang á Riis (Th. B. Líndal). og gagnsök Kyrrsetningargerð talin lögum samkvæm og fjár- námsgerð eftir staðfestingardómi, að því er snert- ir hin kyrrsettu verðmæti. Dómur gestaréttar Snæfellsness- og Hnappadalssýslu 28. maí 1932: Kyrrsetning sú, er gerð var í fógetarétti Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu 7. þ. m. samkvæmt kröfu stefnanda, hæstaréttarmálaflm.manns Lárusar Jóhannes- sonar í Reykjavík í fasteignum og vörubirgðum Tang £ Riis í Stykkishólmi til tryggingar kröfu hans á hendur firmanu Tang á Riis, framseldri honum af Olíuverzlun Íslands h/f, að upphæð 12.166 — tólf þúsund eitt hundr- að sextíu og sex — krónur 25 aura, staðfestist sem lög- lega gerð og framfylgt. Jafnframt heimilast stefnanda að gera fjárnám til uppboðssölu í hinum kyrrsettu munum 808 til lúkningar skuldarupphæðinni ásamt 6%c ársvöxtum af henni frá Já 1932 að telja þar til greitt er. Loks greiði stefndur stefnandanum 600 - - sex hundruð —- krónur í málskostnað. Dóminum að fullnægja innan þriggja sólarhringa frá löglegri birtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Firmað Tang £ Riis var stofnað árið 1919 af full- ábyrgum eigendum þess, Harald Tang og Árna Riis, báðum búsettum í Kaupmannahöfn. Það hafði þar aðalskrifstofu, en rak verzlun í Stykkishólmi og á Sandi og víðar í Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu og eitthvað í Dalasýslu. Á síðastliðnu ári var firmað komið í fjárhagsörðugleika, og voru þá byrjaðar umleitanir við lánardrottna þess um eftirgjöf á skuldum gegn greiðslu ákveðins hundr- aðshluta þeirra. Var fundur haldinn í þessu skyni með nokkrum af lánardrottnum í Reykjavík 11. febr. þ. á. Meðal þeirra var Olíuverzlun Íslands h/f, og skrifaði umboðsmaður þessa lánardroti- ins þá undir fundargerð þess efnis, að búi firmans Tang á Riis yrði skipt „i frjálsri Likvidation“, að því áskildu að skuldheimtumenn firmans í Stykk- ishólmi og á Sandi veittu til þess samþykki sitt. Og verður að skilja þennan fyrirvara þannig, að samþykki þessa lánardrottins til áðurnefndrar meðferðar á búi firmans væri því háð, að lánar- drottnar þess yfirleitt samþykktu hana. Á fundi þessum var og kosin af þar stöddum lánardrottn- um 3 manna skilanefnd til að stýra skiptameðferð- inni, ef til kæmi. Einn þeirra, er kröfu áttu á hendur firmanu, var aðaláfrýjandi þessa máls. Var hann eigi á fundi þessum, en síðar var honum, að því, er virðist 809 fyrstu daga maímánaðar, gerður kostur á að sam- þykkjast þessa meðferð á búinu. En hann neitaði því, og þá töldu að minnsta kosti 2 skilanefndar- mennirnir störfum sínum lokið, með því að grund- völlur undir starfi þeirra væri burtu fallinn. Þann 3. s. m. framseldi Olíuverzlun Íslands h/f aðal- áfrýjanda kröfu sína á hendur firmanu, að upp- hæð kr. 12166,25, og 5. s. m. beiddist hann þess, að fógetinn í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu legði löghald á eignir firmans þar, til tryggingar skuld þessari, samkvæmt opnu bréfi 30. nóv. 1821. Var löghaldsgjörðin framkvæmd 7. s. m., og voru þá kyrrsettar fasteignir firmans í Stykkishólmi, er áður höfðu verið teknar lögtaki til tryggingar kr. 19664.10 og höfðu þá verið virtar á kr. 27000.00. og samþykkti verzlunarstjóri firmans þá virðingu að því, er löghaldið snertir. Þar næst voru kyrr- settar vörubirgðir firmans í Stykkishólmi, er tald- ar voru eftir skýrslu verzlunarstjórans nema að út- söluverði um kr. 40000.00, en þær voru eigi nánar sundurliðaðar, en virtar í heild á kr. 8000.00. Þann 9. s. m. tók aðaláfrýjandi út stefnu til gestaréttar Snæfellsness- og Hnappadalssýslu til staðfestingar kyrrsetningargjörðinni, og stefndi hann verzlunar- stjóra firmans í Stykkishólmi. Mætti hann í mál- inu og var sátta leitað árangurslaust, og var eng- um mótmælum hreyft af hálfu stefnda. Var kyrr- setningargjörðin síðan staðfest með dómi 28. maí þ. á. og aðaláfrýjanda heimilað þar að gera fjár- nám í hinum kyrrsettu munum til tryggingar kr. 12166,25 með 6% ársvöxtum frá 1. jan. þ. á. og kr. 600 í málskostnað. Til tryggingar þessum dóm- kröfum fékk aðaláfrýjandi síðan gjört fjárnám 22. júní þ. á. í fasteignum firmans í Stykkishólmi, er“ 810 nú voru nákvæmlega sundurliðaðar og virtar á samtals kr. 28000.00, svo og í vörubirgðum firmans í Stykkishólmi og voru vörurnar einnig nákvæmlega uppskrifaðar og virtar. Þar af voru ýmsar búðar- vörur í Stykkishólmi virtar á ...... kr. 8789.30 Vörur frá Gunnólfsvik og Staðarfelli — 2141.30 Og SAltfISkÚr ii Ei 500.00 Samtals kr. 11430.60 Gestaréttardóminum frá 28. maí þ. á. og fjár- náminu frá 22. júní s. á. hefir aðaláfrýjandi skot- ið til hæstaréttar með stefnu, útg. 30. júlí þ. á., og krafizt staðfestingar á þeim svo og málskostnaðar. Bú firmans Tang á Riis var tekið til gjaldþrota- skipta í Kaupmannahöfn 22. ág. þ. á. svo og bú eigenda þess. Hefir áðurnefndum dómsathöfnum verið gagnáfrýjað af hálfu þrotabús firmans Tang € Riis með stefnu 25. f. m., og hefir aðaláfrýjandi samþykkt meðferð gagnsakar nú þegar, þótt stefnu- frestur væri eigi liðinn. Gagnáfrýjandi krefst þess aðallega, að staðfestingarmálinu verði vísað frá gestaréttinum og löghaldsgjörðin verði úr gildi felld. En til vara, að hinn stefndi í héraði verði sýknaður af kröfu aðaláfrýjanda og löghaldsgjörð- in úr gildi felld. Svo krefst gagnáfrýjandi ómerk- ingar fjárnámsins, að öllu leyti, að áðurnefndar kröfur hans verði til greina teknar, en til vara, að hún verði að nokkru leyti felld úr gildi. Svo krefst gagnáfrýjandi málskostnaðar fyrir hæstarétti. Frávísunarkröfu sína byggir gagnáfrýjandi á því, að óheimilt hafi verið að stefna verzlunarstjóra firmans, er þá hafi verið hætt störfum, í málinu og sáttatilraun við hann hafi því verið ónóg, heldur hafi átt að stefna skilanefndinni, er hafi þá verið gl1 eini löglegi umboðsmaður firmans hér á landi. En á þetta verður ekki fallizt þegar af þeirri ástæðu. að verzlunarstjórinn lét ekki af starfi sínu sam- kvæmt ráðningarsamningi sinum fyrr en 1. júní þ. á., og að skilanefndin gat ekki lengur talizt starf- andi, þegar stefna í staðfestingarmálinu var út- gefin. Málatilbúnaður aðaláfrýjanda, og sáttaum- leitun fyrir gestaréttinum, var því óaðfinnanleg- ur. Verður gestaréttardómurinn og löghaldsgjörðin því eigi ómerkt vegna þessarar ástæðu. Kröfu um sýknu og ómerking löghaldsgjörðar- innar byggir gagnáfrýjandi á því, að skuldin hafi eigi verið kræf, er löghaldsgjörðin fór fram, með því að framseljandi kröfunnar hafi samkvæmt áð- urnefndri fundargjörð frá 11. febr. þ. á. skuld- bundið sig til að hlíta áðurnefndri meðferð á búi firmans Tang £ Riis, ef þarnefndum skilyrðum yrði fullnægt, en ekki hafi verið fullreynt um það, þegar löghaldsgjörðin fór fram. Á þetta verður eigi heldur fallizt, því að upplýst er í málinu, sem fyrr segir, að aðaláfrýjandi hafði fyrir sitt leyti neitað að samþykkja slíka meðferð á búinu. Skuld- in var því kræf 7. mai, er kyrrsetningargerðin fór fram, og verða því kröfur gagnáfrýjanda, byggðar á þessari ástæðu, ekki til greina teknar. Þá telur gagnáfrýjandi, að hrinda beri dómin- um og að ómerkja beri löghaldsgjörðina vegna þess, að skilyrði fyrir löghaldi eftir opnu bréfi 30. nóv. 1821 hafi eigi verið fyrir hendi, með því að firmað Tang á Riis sé skrásett á Íslandi og nota hafi mátt firmavarnarþingið eftir 34. gr. firma- laga nr. 42 frá 13. nóv. 1903, en þá eigi ákvæði opna bréfsins eigi við, enda þótt eigendur firmans séu erlendis búsettir. Það skiptir eigi máli hvort 52 812 þessi skoðun gagnáfrýjanda er rétt eða eigi, þvi að almenn skilyrði N. L. 1—19 til kyrrsetningar voru hér fyrir hendi og varðar engu í þessu efni, þótt aðaláfrýjandi hafi í kyrrsetningarbeiðni sinni skirskotað til opna bréfsins og takmarkað dóm- kröfur sínar við aðför í hinum kyrrsettu verðmæt- um einum. Verða þessar athugasemdir gagnáfrýj- anda því ekki teknar til greina. Þá telur gagnáfrýjandi kyrrsetninguna ekki lög- lega framkvæmda, með því að uppskrift og virðing á hinum einstöku fjármunum hafi ekki farið fram. Á þetta verður ekki heldur fallizt. Hinar kyrrsettu húseignir höfðu verið teknar lögtaki rétt áður og til þess vísað, enda samþykkti verzlunarstjórinn, umboðsmaður gerðarþola, mat það, sem þá var á þær lagt. Vöruleyfarnar Í Stykkishólmi voru allar í vörzlum verzlunarstjórans í lokaðri búð. Þær voru metnar í einni heild, og hafði verzlunarstjórinn ekkert við það að athuga. Saltfiskurinn, sem kyrr- settur var, var í vörzlum þess manns, sem verzlun- arstjórinn hafði falið verkun hans, og hreyfði verzl- unarstjórinn ekki heldur neinum athugasemdum um kyrrsetningu hans eða virðingu á honum. Þar á móti brestur gegn mótmælum sagnáfrýjanda, sönnun fyrir því, að vöruleyfar þær, sem í fjár- námsgerðinni eru sagðar vera frá Gunnlaugsvik og Staðarfelli, hafi verið komnar til Stykkishólms € pn 7. maí þ. á., og verður því að líta svo á, að kyrr- setningin hafi ekki náð til þeirra. Samkvæmt framansögðu verður að líta svo á, að kyrrsetningargerðin 7. maí þ. á., hafi farið fram lögum samkvæmt, og með því að staðfestingarmál- ið hefir einnig verið rekið með fullnægjandi hætti, hvort sem kyrrsetningin er byggð á opnu bréfi 30. 813 nóv. 1821 eða hinum almennu reglum N. L. 1—19, þá ber að staðfesta hinn áfrýjaða gestaréttardóm. Þá hefir gagnáfrýjandi hreyft mótmælum gegn fjárnáminu 22. júní þ. á. Hann telur það ranglega gert til tryggingar vöxtum af kröfunni og máls- kostnaði, með þvi að heimildarlaust hafi verið að láta kyrrsetninguna ná til tryggingar þessum kröfuliðum. En þótt svo hefði verið, þá gat það ekki fyrirmunað aðaláfrýjanda að gera fjárnám samkvæmt dóminum í hinum kyrrsettu munum til tryggingar þeim. Einnig telur gagnáfrýjandi fjárnámið hafa verið látið ná til óþarflega mikilla verðmæta, og að því beri að svo miklu leyti að fella það úr gildi. Verð- mæti þau, sem fjárnámi voru tekin voru þessi: Húseignir virtar á ................ kr. 28000,00 Vöruleyfar, að frátöldum vörum frá Gunnlaugsvík og Staðarfelli .... 8789,30 Saltfiskur ............... a 500,00 Samtals Kr. 37289,30 En kröfur þær, sem tryggja átti með hinum fjár- numdu munum, voru þessar: LOG a kr. 19664,10 2. Krafa aðaláfiýjanda ........... — 12166,25 Alls Kr. 31830,35 Mismunur ..........000 00 — 5458,95 Við kröfur þessar bætast svo vextir og máls- kostnaður samkvæmt dóminum, kostnaður við lögtak og fjárnám og uppboðskostnaður. Þessar upphæðir verða ekki nákvæmlega ákveðnar, en hljóta að nema allmikilli upphæð. Þar að auki var ógreiddur verkunarkostnaður saltfisksins, en sá 814 kostnaður gengur fyrir fjárnámi á honum. Það verður þvi ekki staðhæft, að óþarflega mikil verð- mæti hafi verið tekin fjárnámi, enda verður ekki séð, að sagnáfrýjanda skipti þetta atriði máli, þar sem það af væntanlegu andvirði fjármunanna, sem kynni að verða afgangs kröfum aðaláfrýjanda og lögtakskröfunum, gengur vitanlega til þrotabús firmans Tang á Riis. Það virðist því ekki vera á- stæða til að taka kröfu gagnáfrýjanda hér að lút- andi til greina, enda hefir hann ekki nánar greint það, hversu mikið hann teldi eiga að leysa úr fjár- náminu af þessari ástæðu. Loks telur gagnáfrýjandi, að fjárnám hafi ekki mátt gera samkvæmt hinum áfrýjaða dómi í vör- um þeim, sem taldar eru vera frá Gunnlaugsvik og Staðarfelli, og krefst þess, að fjárnámið verði nið- ur fellt að því leyti, sem það tekur til þeirra. Með því að vörur þessar teljast ekki hafa verið kyrr- settar, eins og fyrr er sagt, með því að fjárnáms- heimild hins áfrýjaða dóms er bundin við hin kyrr- settu verðmæti, og með því loks að vörur þessar virðast hafa verið alveg aðgreindar hinum vörun- um, er fjárnámið var gjört, þykir verða að taka þessa kröfu gagnáfrýjanda til greina og fella fjár- námið úr gildi, að því leyti, sem það var látið ná til téðra vöruleyfa. Samkvæmt þessum málsúrslitum þykir rétt að dæma sagnáfrýjanda til að greiða aðaláfrýjanda 200 kr. í málskostnað í aðal- og sagnsök fyrir hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Fjárnám í vöruleyfum þeim, sem taldar eru 815 vera frá Gunnlaugsvík og Staðarfelli, skal niður falla, en að öðru leyti á hin áfrýjaða fjárnámsgjörð að vera Óóröskuð. Gagnáfrýj- andi, þrotabú firmans Tang á Riis, á að greiða aðaláfryjanda, Lárusi hæstaréttarmálaflutn- ingsmanni Jóhannessyni, 200 kr. í málskostn- að fyrir hæstarétti, að viðlagðri aðför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta, sem er höfðað með gestaréttarstefnu, útg. 9. Þ. m., er risið út af skuld firmans Tang £ Riis í Stykkis- hólmi við firmað Olíuverzlun Íslands h/f., framseldri til stefnanda. Hefir stefnandi 7. þ. m. kyrrsett fasteignir og vörubirgðir verzlunar Tang á Riis í Stykkishólmi til iryggingar kröfunni og höfðað mál þetta til staðfestingar kyrrsetningunni. Krefst hann þess að kyrrsetningin verði staðfest og honum tildæmdur réttur til að gera fjárnám til sölu við uppboð í hinum kyrrsettu munum til lúkning- ar hinni umstefndu skuld að upphæð kr. 12.166.25 ásamt 6% ársvöxtum frá %M þ. á. til greiðsludags. Auk þess krefst hann þess að sér verði tildæmdar kr. 601.00 í máls- kostnað. Mánudaginn 14. nóv. 1932. Nr. 114/1932. Einar M. Jónasson, f. h. Ernu Einars- dóttur gegn Útvegsbanka Íslands h/f og gagnsök. Úrskurður hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefir Þbeiðst framhaldsfrests í miáli þessu, sem tekið var fyrir 24. okt. síðastl., en 816 þá frestað með samþykki gagnáfrýjanda til þess í dag, en nú mótmælir umboðsmaður gagnáfrýjanda frekari fresti. Ástæðan fyrir frestbeiðni aðaláfrýj- anda er sú, að hann þurfi að fá upplýst um með- ferð gagnáfrýjanda á víxli þeim, er greinir í dómi hæstaréttar 20. júní þ. á. og gert var fjárnám sam- kvæmt, Í eign aðaláfrýjanda 7. júlí þ. á., þetta atriði varðar efnishlið áðurnefnds vixilmáls, en eigi hina áfrýjuðu fjárnámsgjörð, og verður hinn umbeðni frestur því eigi veittur. Því úrskurðast: Hinn umbeðni frestur verður ekki veittur. Miðvikudaginn 16. nóv. 1932. Nr. 114/1932. Einar M. Jónasson, f. h. Ernu Einars- dóttur (Einar M. Jónasson) egn Útvegsbanka Íslands h/f og gagnsök. (Th. B. Líndal). gs Fjárnámsgerð staðfest. Fjárnámsgerð fógetaréttar Reykjavikur 7. júlí 1939. Dómur hæstaréttar. Með hæstaréttardómi, uppkveðnum 20. júli þ. á., var aðaláfrýjandi dæmdur til að greiða gagnáfrýj- anda víxilskuld, að upphæð kr. 37000.00 ásamt vöxtum, þóknun og kostnaði. Þann 7. júlí þ. á. var fjárnám gert í húseign aðaláfrýjanda við Grund- arstig 8 hér í bæ. Fjárnámsgerð þessari hefir aðal- áfrýjandi skotið til hæstaréttar með stefnu, útg. 817 15. ág. þ. á., og krafizt ómerkingar á fjárnáminu og málskostnaðar. Gerðarbeiðandi hefir af sinni hálfu sagnáfrýjað fjárnáminu til staðfestingar og krefst auk þess málskostnaðar. Aðaláfrýjandi hefir, eftir að honum var með úr- skurði, uppkveðnum 14. þ. m. neitað um fram- haldsfrest, hafið aðalsök, en gagnáfrýjandi hefir krafizt dóms samkvæmt stefnu sinni. Með því að ekkert virðist sérstakt við fjárnámið að athuga, verður að taka kröfu gagnáfrýjanda um staðfest- ingu þess til greina. Samkvæmt þessu verður að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda, sem hafði ástæðu til áfrýjunar sinnar kr. 100 í málskostnað fyrir hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Hin áfrýjaða fjárnámsgerð á að vera órösk- uð. Aðaláfrýjandi, Einar M. Jónasson, f. h. Ernu Einarsdóttur, greiði gagnáfrýjanda, Út- vegsbanka Íslands h/f, 100 kr. í málskostnað fyrir hæstarétti, að viðlagðri aðför að lögum. 818 Föstudaginn 18. nóv. 1932. Nr. 3/1932. Vélbátasamtrygging Evjafjarðar (Jón Ásbjörnsson) gegn Jörundi Jórundssyni (Stefán J. Stefánsson). Staðfesting greiðslu vátryggingarfjár og björgun- arkostnaðar strandaðs báts að frádregnu and- virði bátsins. Dómur sjóréttar Eyjafjarðarsýslu 15. maí 1931: Hið stefnda félag, Vélbátasamtrygging Eyjafjarðar, greiði stefnandanum, Jörundi Jörundssyni, kr. 11386,80 að frá dreginni upphæð þeirri, er dómkvaddir, óvilhallir og skynbærir menn meta verðmæti hins bjargaða af vél- bátnum „Höfrungur“ E. A. 415, svo greiði og hið stefnda félag stefnanda 5% ársvexti af upphæð þrirri, er því þann- ig ber að greiða, frá 25. april 1930 til greiðsludags, og málskostnað kr. 300,00. Dóminum að fullnægja innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu hans og upphæðar skaðabótanna að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir flutt fram athugasemdir um það, að skort hafi virðingu á bát þeim, er í máli þessu greinir, eftir að hann strandaði, og að yfirleitt hafi ekki verið farið að sem skyldi, er báturinn var tal- inn óbætandi, svo og að aðiljum hafi ekki verið veittur kostur á að tala máli sínu fytir gerðardóm- inum. Þessum atriðum hefir ekki verið hreyft í flutningi málsins í héraði, og verða þau ekki tekin hér til álita, með því að þeim er mófmælt af stefnda hálfu sem of seint framkomnum. Í gerðardóminum segir, að báturinn sé svo illa farinn eftir strandið, að ekki svari kostnaði að 819 gera við hann. Oddamaður serðardómsins, sem kveðst hafa tekið tillit til þess, hversu langan tíma viðgerðin á bátnum hlyti að taka, hefir játað þvi fyrirvaralaust fyrir dómi, að hann hafi verið sam- Þykkur forsendum úrskurðar gerðardómsins. Verð. ur því að leggja úrskurðinn til grundvallar í máli oT þessu. Eftir uppkvaðningu dómsins hafa dómkvaddir menn metið bátinn með vél á kr. 950,00, og verður að draga þessa upphæð frá dómsupphæðinni. Ber því að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda kr. 11386,80 = kr. 950,00, eða kr. 10436,80 með 6% árs- vöxtum frá 25. apríl 1930 til greiðsludags. Eftir þessum málsúrslitum þykir rétt að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað sam- kvæmt kröfu hans bæði í héraði og fyrir hæsta- rétti, og er málskostnaðurinn samtals ákveðinn kr. 500,00. Þvi dæmist rétt vera: Áfrýjandi, vélbátasamtrygging Eyjafjarðar, greiði stefnda, Jörundi Jörundssyni, kr. 10436,80 með 5% ársvöxtum frá 25. april 1930 til greiðsludags. Svo greiði áfrýjandi stefnda kr. 500 í málskostnað í héraði og fyrir hæsta- rétti. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað fyrir sjóréttinum með stefnu, út- sefinni 13. júní 1930, af Jörundi Jörundssyni, útgerðar- manni í Hrísey gegn Vélbátasamtryggingu Eyjafjarðar til greiðslu vátryggingarfjár og björgunarkostnaðar kr. 11386,80, ásamt 6% ársvöxtum frá 25. apríl 1930 til 820 greiðsludags og málskostnað að skaðlausu eða eftir mati dómarans. Tildrög málsins eru þau, er nú skal greina: Stefnandinn var eigandi vélbátsins „Höfrungur“ EA. 415, og hafði vátrvggt hann hjá hinu stefnda félagi. Hinn 94. okt. 1929 slitnaði báturinn upp 08 rak á land. Brotn- aði hann mjög og taldi stefnandi hann óbætandi og krafði því félagið um alla vátrvggingarupphæðina ; björgunarkostnað. Félagið taldi því hinsvegar aðeins vera um „part- skaða“ að ræða og vildi ekki meta tjónið meira en kr. 6000,000g bar því þá eigi að greiða hærri skaðabætur en kr. 3900,00 auk björgunarkostnaðar. Kvaðst félagið jafn- an hafa verið fúst til að greiða þá upphæð. Hið stefnda félag er gagnkvæmt vátryggingarfélag og er hver sá, er vátryggt hefir bát sinn hjá félaginu talinn félagsmaður og hefir atkvæðisrétt sbr. 3. og 4. gr. laga fé- lagsins. Um ágreining milli félagsins og einstakra félags- manna er svo ákveðið Í 40. gr. félagslaganna: „Öll mál, sem snerta félagið gagnvart einstökum þátttakendum, skal stjórnin útkljá með úrskurði eftir bestu þekkingu og sannfæringu og lögunum samkvæmt. Þyki viðkomandi þáttakanda stjórnin halla rétti sinum, getur hann heimt- að málið lagt í gerðardóm, og skipa hann 5 menn, kýs stjórnin 2 félagsmenn, kærandi 2 og þeir 4 aftur þann fimmta. Hinn síðast nefndi og þeir 2, er kærandi kýs, þurfa ekki að vera þátttakendur í félaginu. Þessi gerðar- dómur fellir fullnaðarúrskurð. Ekkert þrætumál, sem kemur fram í félaginu, má bera undir opinbera dómstóla. Þegar einhver í stjórninni er hlutaðeigandi í máli, skal hann víkja úr sæti og varastjórn- andi taka við“. Þar sem ekki náðist samkomulag með aðiljum um skaða- bæturnar, lögðu þeir málið í gerðardóm samkvæmt hinni tilfærðu 40. gr. Var gerðardómurinn löglega skipaður ó mönnum. Eftir að gerðardómsmennirnir höfðu kynnt sér ástand bátsins af eigin sjón, Og aflað sér álits tveggja skipasmiða um hann, sem komust að þeirri niðurstöðu að ekki borg- aði sig að kosta til viðgerðar á honum. Kváðu því þeir. eði meiri hluti dómsins, upp SVO svofelldan dóm: og 821 „Dómurinn litur svo á, að vélbáturinn „Höfrungur“ “ A. 415 sé svo illa farinn eftir strandið ?%, f. á., að ekki geli svarað kostnaði að gera við hann. Styðst þetta álit dómsins mjög við skoðunargerð þeirra Steinþórs Bald- vinssonar og Kristjáns Markússonar. Verður því að telja að hér sé um algerðan Þbátstapa að ræða, er bæta verði að fullu. Af reikningum þeim (er lagðir hafa verið fram) yfir kostnað við björgun bátsins o. fl, er lagðir hafa verið fram fyrir gerðardóminn, álítur dómurinn að Vélbátasam- tryggingunni beri að greiða kr. 711,80, þar af hefir hún Þegar greitt 325 krónur; kostnaður við gerðardóminn er enginn. Því dæmist: Strand vélbátsins „Höfrungur“ E.A. 415 eign útgerðar- manns Jörundar Jörundssonar í Hrísey, er varð á Litla- Árskógssandi *%4 f. á., ber að skoða sem algerðan báts- tapa, og ber því Vélbátasamtryggingu Eyjafjarðar að bæta eiganda bátsins hann að fullu með 11 -- ellefu —- þúsund krónum“. Tveir gerðardómsmennirnir, þeir, er hið stefnda fé- lag hafði tilnefnt, samþykktu ekki dóminn og létu bóka á- greiningsatriði. Töldu þeir cigi vera um alfarinn bátstapa að ræða. Hið stefnda félag neitaði og að greiða vátryggingar- upphæðina samkvæmt gerðardómnum, og höfðaði stefn- andi þá mál þetta til að afla sér aðfararheimildar, og hefir hann gert í því kröfur þær, er fyrr segir. Hið stefnda félag hefir aðallega krafizt þess, að gerð- ardómurinn verði úr gildi felldur og málinu síðan vísað frá réttinum, þar eð lausn þess eigi að koma fyrir nýjan gerðardóm. Til vara hefir það krafizt, að dómkrafa stefn- anda verði færð niður. Svo krefst það og málskostnaðar. Kröfuna um ómerkingu gerðardómsins byggir félagið á því, að oddamaður dómsins hafi farið út fyrir vald- svið sitt og umboð það, er hann hafði frá aðiljum og sé dómur hans á röngum grundvelli byggður. Hefir stefnd- ur upplýst það í málinu, að fyrir gerðardóminum lá til- boð frá skipasmið á Akureyri um að gera við bátinn fyrir kr. 6000,00 og oddamaður dómsins hefir undir- 822 ritað yfirlýsingu þess efnis og staðfest hana hér fyrir réttinum, að hann hafi álitið bátinn viðgeranlegan, en samkvæmt fengnum upplýsingum myndi viðgerðin hafa tekin svo langan tima, að „í hönd farandi vertið“ hlyti að tapast, og beri því að telja að um algerðan bátstapa sé að ræða. Ennfremur hefir oddamaður borið það fyrir téttinum, að hann áliti að viðgerð borgaði sig ekki fyrir bátseis- anda en gæti borgað sig fyrir vátryggingarfélagið. Telur félagið, að oddamaðurinn hafi við gerðina tekið tillit til óbeins tjóns stefnda, sem honum hafi verið ó- heimilt. Sé gerðardómurinn því ómerkur og óbindandi fyrir félagið. Rétturinn getur þó ekki fallizt á þessa röksemdarfærslu stefnds. Hér hefir meiri hluti löglega skipaðs gerðardóms borið upp rökstuddan dóm um efni, sem honum var fyrst og fremst falið að dæma um, þ. s. hvort um algerðan báts- tapa væri að ræða, eða aðeins um „partskaða“ eins og lög félagsins nefna það, og komizt að þeirri niðurstöðu að um fullkominn bátstapa sé að ræða. Fer gerðardómurinn ekki í dómi sínum, hvorki í for- sendum eða niðurstöðu út fyrir það, sem honum er falið að dæma um. Enda þótt það væri nú talið að fullu sannað, að einn gerðardómsmaðurinn hafi, við mat á því, hvort um al- gerðan bátstapa væri að ræða eða ekki, byggt á ástæðum. sem dómari með lagaþekkingu hefði ekki talið réttar, þá getur það alls ekki varðað ógildingu dómsins. Á það er og lítandi, að hið stefnda félag hefir sjálft ákveðið það, að ágreiningsatriði, eins og það, er hér ræðir um, skuli aldrei borið undir almenna dómstóla, heldur sæta úrlausnar gerðardóms. Og þar sem gerðardómsmenn eru sjaldnast valdir með tilliti til lagaþekkingar, heldur almennrar þekkingar á því atriði, sem úrskurða skal um, þá getur það eigi raskað niðurstöðu dómsins, þótt sann- að yrði, að almennir dómstólar hefðu dæmt á annan veg vegna sérþekkingar á lögum. Af framangreindum ástæðum ber að staðfesta gerðar- dóminn frá 25. april f. á. Þá hefir hið stefnda félag krafizt þess, að frá skaða- bótaupphæðinni verði dregið verð bátsins, í því ástandi 823 sem hann var í eftir strandið. Skirskotar það í því efni til 34. gr. félagslaganna. Um þetta atriði hefir gerðardómurinn engin fyrirmæli og myndi því ágreiningur um það, hver ætti bátsflakið eftir strandið og hvernig bæri að meta það, heyra undir nýjan gerðardóm. En þar sem nú félagið hefir gert þá kröfu, að um það verði dæmt í þessu máli og stefnandi hefir eigi heimtað að Þeirri kröfu sé vísað frá réttinum, verður að telja að aðilar í þessu efni hafi samið sig undan gerðardómsmeðferð. Að vísu mun það vera almennt, þá um algerðan báts- eða skipstapa er að ræða, að vátryggingarfélagið eignist það, sem bjargast kann, og ráðstafi því. En eins og það stefnda félag vitnar til, er ráð fyrir því gert í 34. gr. fé- lagslaganna, sem prentuð er á vátryggingarskirteinið og því einn liður í vátryggingarsamningnum, að draga beri verð hins bjargaða frá vátryggingarupphæðinni þegar um algerðan bátstapa er að ræða. Verður því að telja að verðmæti bátsflaksins beri að draga frá upphæð þeirri, er gerðardómurinn gerði hinu stefnda félagi að greiða. Félagið heldur því fram, að hið bjargaða beri að telja 5000,00 króna virði, miðað við það, að vátryggingarupp- hæðin sé kr. 11000,00, en viðgerðarkostnaður geti eigi numið meiru en kr. 6000,00 samkvæmt upplýsingum þeim, er fyrir liggja í málinu. Rétturinn getur þó eigi fallizt á, að hér sé um fulla sönnun að ræða fyrir verðmæti hins bjargaða, og þar sem ekki eru framkomnar aðrar upplýsingar í málinu um verðmæti þess, verður niðurstaðan sú, að ákveða beri það með mati dómkvaddra óvilhallra manna. Úrslit málsins hér í réttinum verða því þau, að dæma hið stefnda félag til að greiða stefnanda kr. 11386,80 að frádreginni þeirri upphæð, sem dómkvaddir, óvilhallir menn meta verðmæti bátsflaksins „Höfrungur“ E. A. 415, af þeirri upphæð er félaginu þannig ber að greiða, skal það greiða vexti, er hæfilega þykja ákveðnir 5% og greiðast frá uppkvaðningu gerðardómsins 25. apríl 1930 svo se krafizt er. Eftir þessum úrslitum þykir rétt að hið stefnda félag greiði stefnanda málskostnað með kr. 300,00. 824 Föstudaginn 18. nóv. 1932. Nr. 63/1932. Hrefna Sigurgeirsdóttir (Jón Arinbjarnarson) segn Árna Ólafssyni (Enginn). Frávisun. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 5. marz 1932: Synji Jón Arinbjarnarson fyrir það með eiði eftir löglegan undirbúning á varnarþingi sínu innan 30 daga frá lögbirt- ingu dóms þessa, að kærandinn, Árni Ólafsson, hafi unnið hjá kærðu, Hrefnu Sigurgeirsdóttur, dagana 18., 19., 29. og 25. nóvember 1930, skal kærða vera sýkn af kröfum kær- anda í máli þessu og málskostnaður falla niður. Vinni hann hinsvegar ekki svofelldan eið skal kærða greiða kærandanum kr. 57,00 með 5% ársvöxtum frá 16. jan. 1932 til greiðsludags og 20 krónur í málskostnað að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Máli þessu hefir verið áfrýjað til hæstaréttar með stefnu, dags. 20. mai þ. á., en stefndi hefir hvorki mætt eða látið mæta, þótt honum hafi verið löglega stefnt og hefir málið því verið flutt skrif- lega samkv. 1. tölulið 38. gr. hæstaréttarlaganna. Samkvæmt undirréttardómsgerðunum í máli þessu átti þeim að fylgja in originali vinnudagbók stefnda, er hann lagði fram í undirrétti 23. jan. þ. á., og auðkennd var þar sem nr. 5. En réttarskjal þetta fylgdi ekki dómgerðunum til hæstaréttar og geta þær þar af leiðandi eigi talizt vera fullnægj- andi og verður því, sbr. N. L. 1—5—13 og 1610 að visa málinu ex officio frá hæstarétti. Stefndi hefir sem áður segir eigi látið mæta í hæstarétti og á því málskostnaður að falla niður. 825 Því dæmist rétt vera: Máli þessu vísast frá hæstarétti. Málskostnaður fellur niður. Forsendur hins áfrvjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað fyrir einkalögregluréttinum með stefnu, útgefinni 16. janúar þ. á., af Árna Ólafssyni, Sól- vallagötu 27, hér í bæ, á hendur Hrefnu Sigurgeirsdótt- ur, Bergstaðastræti 65, hér í bænum, til greiðslu skuldar fyrir vinnu, að upphæð kr. 57,00 með 5% ársvöxtum frá 16. jan. 1932 til greiðsludags svo og málskostnað eftir mati réttarins. Eftir því sem fram hefir komið í málinu, þá hefir kær- andi unnið hjá kærðu við strigalagningu í húsunum nr. 29 og 31. við Bergþórugötu á árinu 1930 og munu reikn- ingar hafa verið gerðir upp 9. nóvember það ár og greiðsla þá farið fram samkv, kvittun frá kæranda. Hinsvegar virð- ist ekki bvggingu húsanna hafa verið lokið þá og ekki fyrr en komið var fram á síðarastliðið ár, og hefir kærandi haldið því fram, að hann hafi auk þess, sem áður er getið unnið hjá kærðu dagana, 18., 19., 22. og 25. nóvember 1930, en vinnulaun þau séu ógreidd og sé því mál þetta höfðað til greiðslu þeirra. Kærða hefir aftur á móti algerlega mótmælt þessari kröfu, sem rangri, og haldið því fram að kærandi hafi ekkert unnið hjá sér eftir 9. nóvember 1930 og krafizt jafnframt algerðrar sýknu af kröfum kæranda. Kærandi hefir haldið því fram, að daga þá, sem hér um ræðir, hafi hann unnið að því að hengja upp striga í rishæðinni í húsinu nr. 29 við Bergþórugötu, en kærða hefir og mótmælt því, að kærandi hafi unnið þetta verk og fullyrðir hún, að það verk hafi Bertel Sigurgeirsson bróðir hennar, unnið. Vitnin, Gísli Jóhannesson, Guðmundur Jónsson og Ragnar Rövdal, hafa öll borið það, að kærandi hafi hengt upp strigann í rishæðinni í húsinu nr. 29 við Bergþóru- götu, en aðeins eitt vitnið, Gísli, hefir borið það og stað- 826 fest þann framburð með eiði, að kærandi hafi unnið að því starfi eftir 9. nóvember 1930. Rétturinn verður að lita svo á, að það sé ekki fullsann- að, að kærandi hafi unnið hjá kærðu eftir 9. nóvember 1930 eða dagana 18., 19., 22. og 25. nóvember 1930, þótt sterkar líkur séu fyrir því eftir því sem fram er komið í málinu. Þykir því rétt að láta úrslit máls þessa vera kom- in undir synjunareiði, en með því að eiginmanni kærðu. Jóni Arinbjarnarsyni, mun vera frekast kunnugt um þetta atriði, verða úrslitin látin vera komin undir eiði hans. þannig að synji hann fyrir bað með eiði eftir löglegan undirbúning á varnarþingi sínu innan 30 daga frá lög- birtingu dóms þessa, að kærandi hafi unnið hjá kærðu eftir 9. nóvember 1930, eða dagana 18., 19., 22. og 95. nóvember 1930, skal kærða vera sýkn af kröfum og máls- kostnaður falla niður. Vinni Jón Arinbjarnarson ekki svofeldan eið, greiði kærða kærandanum skuld, kr. 57,00 þar sem upphæðinni hefir ekki verið mótmælt sérstaklega, ásamt 5% ársvöxt- um frá 16. jan. 1932 til greiðsludags og þykir málskostn- aður þá eftir atvikum hæfilega ákveðinn 20 krónur. Á máli þessu hefir enginn óþarfa dráttur orðið. Dómi þessum að fullnægja með aðför að lögum. Mánudaginn 21. nóv. 1932. Nr. 154/19532. Valdstjórnin (Pétur Magnússon) gegn Ólafi Steinari Finnbogasyni (Sveinbjörn Jónsson). Bruggun. Dómur lögregluréttar Árnessýslu 29. júlí 1932: Kærður, Ólafur Finnbogason, bóndi í Auðsholti, greiði 1000 kr. sekt í ríkissjóð innan 15 daga frá birtingu dómsins, en atf- plánist ella með 48 daga einföldu fangelsi. Hið tilbúna áfengi og bruggáhöldin skulu upptæk ger. Þá greiði kærður allan sakarkostnað. 827 Dómur hæstaréttar. Með því að kærði ætlaði hið bruggaða áfengi til sölu, verður að dæma hann samkvæmt 30. gr. laga nr. 64/1930 í fangelsi fyrir brot sitt, sem varðar við 6. gr. sömu laga, auk sekta. Þykir fangelsisrefs- ingin hæfilega ákveðin 10 daga fangelsi við venju- legt fangaviðurværi, og sektin 500 kr., er renni í ríkissjóð og afplánist með 25 daga einföldu fang- elsi, ef hún greiðist ekki innan 40 daga frá lögbirt- ingu dóms þessa. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku áfengisins og bruggunartækja og um greiðslu sakarkostnaðar í héraði skulu vera órösk- uð. Svo greiði kærði allan áfrýjunarkostnað máls- ins, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 60 kr. til hvors. Þvi dæmist rétt vera: Kærði, Ólafur Steinar Finnbogason, sæti 10 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og greiði auk þess 500 kr. sekt í ríkissjóð, og komi í stað sektarinnar 25 daga einfalt fangelsi, ef hún greiðist ekki innan 40 daga frá lögbirt- ingu dóms þessa. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku áfengis og bruggunartækja og um greiðslu sakarkostnaðar í héraði skulu vera óröskuð. Svo greiði kærði allan áfrýjunar kostnað, þar með talin málflutningslaun skip- aðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálaflutningsmannanna Péturs Magnússonar og SveinbjarnarJónssonar, 60 kr. til hvors. 53 828 Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Með fullri játningu kærða og öðrum gögnum er það. sannað í máli þessu, að hann hefir bruggað 15 lítra af allsterku áfengi á heimili sinu og flutt það til Reykjavik- ur og ætlað sér að selja það þar. Var áfengi þetta á mjólk- urbrúsa, er hann kom til geymslu á Njálsgötu 81, þar er lögregluþjónarnir í Reykjavík fundu það. Hins vegar er ekki upplýst, að kærður hafi haft atburði til að selja á- fengið, né heldur að hann hafi áður gerzt sekur um slíkt brot, og til bruggtækjanna sagði hann viðstöðulaust. Brot kærðs, sem er fæddur 10. ágústmánaðar 1884, á undir 6. gr. áfengislaganna 19. maím. 1930, og virðist hegning hans, með tilliti til hinnar hreinskilnu játningar hans og hins lofsamlega vitnisburðar sóknarprests, hér- aðsprófastsins Í Árnesprófastsdæmi, samkvæmt 30. gr. sömu laga, vera hæfilega ákveðin 1000 kr. sekt, er af- plánist með 48 daga einföldu fangelsi. Hið tilbúna áfengi og bruggunaráhöldin skulu upptæk, og andvirði renna í ríkissjóð fyrir áfengið, en áhöldin ónýtt. Svo ber kærð- um að greiða sakarkostnað. Enginn óþarfur dráttur hefir orðið á málinu. Föstudaginn 25. nóv. 1932. Nr. 96/1931. Friðrik K. Magnússon (Garðar Þorsteinsson) sesn Böðvari Jónssyni (Sveinbjörn Jónsson). Krafa stefnda um riftun og skaðabætur eigi tekin til greina, en hinsvegar heimiluð krafa áfrýjanda um endurgreiðslu vegna útl. kostnaðar í sam- bandi við bátakaupin. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 20. ágúst 1931: Áður- greindur samningur aðalstefnanda, Böðvars Jónssonar, 829 um kaup á vélbátnum, Magnús Guðnason R. E. 169, skal vera ógildur og er nefndur vélbátur og allar skuldbind- ingar honum viðvíkjandi, aðalstefnanda óviðkomandi. Gagnstefnandi, Friðrik K. Magnússon, greiði aðalstefn- andanum kr. 8151,26 með 5% ársvöxtum frá 14. ág. 1930 til greiðsludags og kr. 400,00 í málskostnað. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir gert þær réttarkröfur í hæsta- rétti, að hinum áfrýjaða dómi verði breytt á þá leið, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnds í málinu og að stefndur verði dæmdur til að greiða sér kr. 12519,76 með 6% ársvöxtum af kr. 4389,49 frá 6. júni 1930 og af kr. 8130,27 frá 6. marz 1931, hvorttveggja til greiðsludags, þá hef- ir hann og krafizt málskostnaðar í undirrétti og hæstarétti eftir mati réttarins. Stefndi, sem eigi hefir gagnáfrýjað dóminum, hefir krafizt þess að- allega, að dómurinn verði staðfestur, en til vara, að áfrýjandi verði dæmdur til að greiða sér, eftir mati óvilhallra mánna, skaðabætur fyrir galla þá, er verið hafi á vélbátnum Magnús Guðnason BR. FE. 169, er áfrýjandi seldi stefndum hann 14. ágúst 1929. Til þrautavara hefir stefndur krafizt þess, að frá þeirri kröfu, er sér kynni að verða gert að greiða áfrýjanda, verði dregin sú upphæð, er skemmdir þær, er urðu á nefndum bát, er hann rak á land í Viðey haustið 1930, voru metnar, kr. 1500,00. Loks hefir stefndur krafizt málskostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati réttarins. Að því er snertir spurninguna um heimild stefnda tl að rifta bátakaupunum þá verður fyrst og fremst að fallast á ástæður hins áfrýjaða dóras að 830 því er það atriði snertir, hvort skýrslur þær, er milligöngumaðurinn við kaupin, Ari Þórðarson, kynni að hafa gefið stefndum, geti gefið honum tilefni til riftunar. Stefndur hefir byggt riftunarkröfu sína á þvi fyrst og fremst, að áfrýjandi hafi á ólögmætan hátt leynt sig því, er kaupin gerðust, að vél bátsins væri í ólagi. Áfryjandi hefir að vísu haldið þvi fram að hann hafi skýrt stefndum frá þessu áður en kaupin voru gerð, en gegn mótmæl- um stefnds hefir hann eigi sannað þá staðhæfingu sína. Hinsvegar er það upplýst, að báturinn lá á höfninni hér í Reykjavík þann tima, er samning- arnir stóðu yfir, og ekkert er komið fram, er bendi til þess, að stefndur hafi eigi átt kost á að skoða bátinn eða láta skoða hann, ef hann vildi áður en hann keypti hann. Með tilliti til þessa og þar sem ætla má að stefndum hefði verið auðvelt að afla sér annara nauðsynlegra upplýsinga um bátinn, þá verður að telja, að hann hafi sýnt af sér mikið kæruleysi er hann vanrækti þetta, ekki síst þegar til þess er litið, að honum hlaut að vera það vitanlegt að báturinn var gamall og hafði því enn frekari ástæðu til að fara varlega í kaupin. Að þessu at- huguðu þykir það eigi rétt að láta það varða á- frýjanda riftun, að ósannað er, að hann hafi skýrt stefndum frá því, að vélin var Í ólagi. Stefndur hefir í annan stað haldið því fram, að verulegir gallar hafi verið á bátnum, er kaupin voru gerð, og að sér hafi verið heimilt að rifta vegna þeirra, enda þótt fyrri riftunarástæðan eigi hefði verið fyrir hendi. Stefndur tók við bátnum, er kaupin gerðust, 14. ág. 1929. Hann hreyfði þó engum athugasemdum út af göllum á bátnum fyrr 831 en fyrri hluta októbermánaðar sama ár. Hinn 9. okt. 1929 skoðuðu tveir menn, útnefndir af lög- manninum í Reykjavík bátinn og lýsa þeir í skoð- unargerð sinni ýmsu er áfátt sé um Þátinn og út- búnað hans. Áfrýjandi var eigi kvaddur til að vera við skoðunargerð þessa og enginn var við hana af hans hálfu og verður hún þegar af þeirri ástæðu cigi talin bindandi fyrir hann. Auk þess verður eigi af skoðunargerð þessari séð til fullnustu hvort á- gallar þeir, er þar er lýst, hafi verið á bátnum er kaupin fóru fram eða séu síðar tilkomnir og ekk- ert mat lögðu skoðunarmennirnir á galla þessa né á verð skipsins í heild sinni. Síðan liggja eigi fyrir upplýsingar um ástand bátsins uns hann rak á land og brotnaði haustið 1930. Var hann þá þannig skemmdur virtur á kr. 5530,00, og síðan seldur á kr. 5000,00, en skemmdir þær, er urðu á bátnum, er hann rak á land, voru metnar á kr. 4500,00. Þess- ar virðingargerðir verða þó eigi, þar sem bátur- inn hafði þá legið í fullkominni óhirðu í meira en ár, frá því að kaupin gerðust, og með hliðsjón af því verði, er stefndur gaf fyrir bátinn, taldar veita næga sönnun fyrir því, að svo miklir gallar hafi á bátnum verið, er kaupin fóru fram, að heimilt hefði verið að rifta kaupunum þeirra vegna, enda eru komnar fram allmiklar líkur fyrir því í mál- inu, að unnt hefði verið að selja bátinn í septem- berlok 1929 fyrir kr. 20000,00, án tillits til ástands vélarinnar. Riftunarkrafa stefnda verður því eigi talin vera á rökum byggð, og cigi heldur eins og málið ligg- ur fyrir, varakrafa hans um skaðabætur vegna salla á bátnum. Verður því að sýkna áfrýjanda af þessum kröfum stefnda. Krafa áfrvjanda um 832 greiðslu af hálfu stefnds, er að nokkru leyti risin út af kaupum áfrýjanda á húsinu nr. 11 við Grund- arstíg 3 og eru það þær kr. 2982,34, er áfrýjanda voru taldar til skuldajafnaðar í hinum áfryjaða dómi og er enginn ágreiningur um þær í málinu. Hinn hluti kröfunnar, kr. 9537,42, er endurgreiðsla á ýmislegum kostnaði, er áfrýjandi lagði út vegna bátsins eftir að stefndur keypti hann, og á höfuð- stól og vöxtum lána, er á bátnum hvíldu og stefnd- ur hafði tekið að sér að greiða, en áfrýjandi varð að svara til, og ber einnig að taka þann hluta kröf- unnar til greina, er heimild stefnda til riftunar kaupunum er metin ógild. Í Þþrautavarakröfu stefnda felst skaðabóta- krafa frá honum á hendur áfrýjanda, byggð á því að áfrýjandi hafi borið ábyrgð á því, að bátinn rak á land. Þessi krafa hefir eigi verið lögð til sátta og verður því eigi tekin til greina í þessu máli „en stefndum geymist réttur til að koma fram með hana síðar. Samkvæmt framansögðu ber því að sýkna áfryj- anda af kröfum stefnds í máli þessu og dæma stefndan til að greiða áfrýjanda kr. 12519,76 með 5% ársvöxtum frá þeim dögum er áður sagði, til greiðsludags. Svo ber stefndum að greiða áfrýj- anda málskostnað í hæstarétti með kr. 300, en máls- kostnaður í héraði falli niður. Því dæmist rétt vera: Áfrýjandi, Friðrik K. Magnússon, á að vera sýkn af kröfum stefnds, Böðvars Jónssonar, í máli þessu. Stefndur greiði áfrýjanda kr. 12519.76 með 5% ársvöxtum af kr. 4389,49 frá 833 6. júní 1930 og af kr. 8130,27 frá 6. marz 1931, hvorttveggja til greiðsludags. Málskostnaður í undirrétti falli niður, en málskostnað í hæstarétti greiði stefndur á- frýjanda með 300 kr. Dómi þessum skal fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Í máli þessu, sem Böðvar Jónsson kaupmaður hér í bæ, hefir eftir árangurslausa sáttaumleitun höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 13. marz 1930, gegn Friðrik K. Magnússyni, kaupmanni hér í bænum, eru mála- vextir þeir, að með samningum, dagsettum 14. ágúst 1929, seldi stefnandi annarsvegar stefndum húseignina nr. 11 við Grundarstig hér í bænum, og stefndur hinsvegar stefnanda vélbátinn Magnús Guðnason R.E. 169. Var kaup- verð húseignarinnar tiltekið í samningnum kr. 70000,00 en kaupverð bátsins kr. 23000,00. Skyldi stefndur greiða kaupverð húseignarinnar þannig, að hann tæki að sér veðskuldir þær, er á henni hvíldu, samtals að upphæð kr. 38900,00, en greiddi eftirstöðvarnar kr. 11100,00 við und- irskrift afsals. Stefnandi átti hinsvegar að greiða kaup- verð bátsins á þann hátt að taka að sér 12000,00 kr. skuld við Landsbankann, er báturinn var veðsettur fyrir, en greiða stefndum kr. 11000,00 er afsal færi fram. Voru út- borganir aðilanna síðan látnar fallast í faðma, að öðru leyti en því, að stefndur greiddi stefnanda í peningum þær kr. 100,00 er útborgun hans var hærri en útborgun stefnanda. Í samningnum var svo ákveðið, að bæði bát- urinn og húseignin seljist í því ástandi, sem þau eru í á af- salsdegi og ennfremur, að hvor aðilanna um sig fái arð af hinu selda frá afsalsdegi, en greiði hinsvegar af því skatta og skyldur og vexti af áhvílandi lánum til þess dags. Stefnandi heldur því nú fram, að Ari Þórðarson, er hann telur hafi verið umboðsmann stefnds við sölu áð- urnefnds vélbáts, hafi tjáð sér, áður en kaupin gerðust, að 831 báturinn væri í ágætu ásigkomulagi, en sjálfur kveðst hann ekki hafa skoðað bátinnn. Síðar, er kaupin hafi verið fullgerð, hafi það komið í ljós, að báturinn hafi alls ekki verið sjófær, vélin alveg ónýt og ástandi bátsins yf- irleitt þann veg farið, að hann telur sig hafa verið vél- aðan með röngum frásögnum til kaupanna á honum og sölu húseignarinnar, og eigi hann því rétt á að rifta hvoru- tveggja samningunum, þar sem í raun og veru hafi verið um makaskipti á þessum eignum að ræða. Hefir stefnandi krafizt þess aðallega, að áðurgreindur samningur frá 14. ágúst 1929 um kaup og sölu húseignar- innar á Grundarstíg 11 og vélb. Magnús Guðnason RE. 169 verði riftað með dómi réttarins, og að stefndur verði dæmdur til þess að skila honum aftur téðri húseign með þinglesinni eignarheimild honum til handa að henni, svo og að standa skil á öllum tekjum af húseigninni frá af- salsdegi 14. ágúst 1929 til afhendingardags, að undan- skildri húsaleigu af þeim hluta hússins, er hann (stefn- andi) hafi notað sjálfur, enda greiði hann (stefnandi) þá skatta og skyldur af eigninni, frá afsalsdegi. Þá krefst stefnandi þess og, að stefndur verði með dóminum skyld- aður til þess að taka fyrrnefndan vélbát aftur, og sé því jafnframt slegið föstu, að téður bátur sé sér með öllu ó- viðkomandi. Svo verði stefndur dæmdur til þess að greiða sér kr. 133,60 sem hann kveðst hafa orðið að láta úti fyrir skoðun og lítilsháttar umhirðing á bátnum og loks, að stefndur verði skyldaður til þess að greiða öll þau gjöld og kostnað viðvíkjandi bátnum, sem eiganda hans beri að greiða. Til vara krefst stefnandi þess, að samningur hans um kaup á margnefndum vélbát Magnús Guðnason R.E. 169 verði dæmdur ógildur, að stefndur verði dæmdur til þess að taka bátinn aftur og greiða áðurgreindar kr. 133,60, svara til allra gjalda, er bátinn snerta eins og að framan greinir, og loks að hann verði dæmdur til þess að greiða sér mismuninn á umsömdu söluverði húseignarinnar á Grundarstíg 11, er stefnandi telur hafa verið kr. 85000,00, og veðskulda þeirra að upphæð kr. 58900,00, er stefndur hafi tekið að sér, að viðbættum þeim kr. 100,00, er stefnd- ur hafi þegar greitt, eða kr. 26000,00 með 5% ársvöxtum frá 14. ágúst 1930 til greiðsludags. Til þrautavara krefst stefnandi þess, að stefndur verði dæmdur til þess að greiða sér skaðabætur eftir mati tveggja dómkvaddra óvilhallra manna fyrir það, er vant- að hafi á að vélbáturinn hafi verið í fullkomnu notkunar- hæfu ástandi er kaupin fóru fram. Og loks krefst stefn- andi málskostnaðar að skaðlausu eða eftir mati réttarins hver krafan, sem kynni að verða tekin til greina. Stefndur hefir mótmælt öllum framangreindum kröf- um stefnanda og krafizt þess, að verða algerlega sýkn- aður af þeim og að honum verði tildæmdur hæfilegur málskostnaður hjá stefnanda eftir mati réttarins. Þá hefir stefndur eftir árangslausa sáttaumleitun gagnstefnt aðal- stefnanda með utanréttarstefnu, dagsettri 14. september f. á., til greiðslu á kr. 4389,49 ásamt 6% ársvöxtum frá sátta- kærudegi gagnsakar 3. júní f. á. til greiðsludags og máls- kostnaði í gagnsök. Kröfur sínar í gagnsökinni byggir gagnstefnandi á þvi, að í fyrsta lagi hafi hann þurft að greiða kr. 1389,37 vexti, er áfallnir hafi verið á afsalsdegi en ógreiddir af lánum þeim, sem hvilt hafi á fyrrnefndri húseign þegar hann hafi tekið þau að sér. En þar sem í kaupsamningnum um: eignina sé berum orðum tekið fram, að aðalstefnandi eigi að standa straum af lánum til afsalsdags, beri honum að sjálfsögðu að endurgreiða þessa upphæð. Þá hafi aðalstefnandi haft til afnota ibúð og sölubúð í nefndri húseign og skuldi hann leigu fyrir húsnæðið yfir tímabilið frá afsalsdegi til 14. maí f. á., kr. 350,00 á mán- uði eða samtals 3150,00. Loks kveðst gagnstefnandi hafa orðið sem ábyrgðar- maður að greiða vexti áfallna eftir afsalsdag af lánum þeim, er hvílt hafa á fyrrgreindum vélbát enda þótt aðal- stefnandi hafi eftir kaupsamningnum um bátinn átt að standa straum af þeim og bera ábyrgð á bátnum áð öllu leyti eftir þann dag. Nemi vextir, er hann hafi þannig orð- ið að greiða, að viðbættum flutningskostnaði við bátinn, er hann einnig hafi greitt vegna aðalstefnanda, kr. 1407,15. Samanlagt nema framangreindar upphæðir kr. 5946,52, en frá því kveður gagnstefnandi eiga að dragast skuld fyrir vörur, sem hann hafi tekið út í verzlun aðalstefn- anda o. fl. eða samtals kr. 1557,03 og kemur þá hin um- stefnda upphæð í gagnsökinni út. 836 Aðalstefnandi hefir viðurkennt fyrsta lið gagnkröfunn- ar hér að framan að upphæð kr. 1389,37 réttan, og ekki mótmælt sérstaklega húsaleigukröfu gagnstefnanda, enda hefir gagnstefnandi lagt fram skriflega viðurkenningu að- alstefnanda fyrir því að Höðir þessir séu réttir. Hinsvegar hefir aðalstefnandi mótmælt sérstaklega síðasta lið gagn- kröfunnar, eða upphæð þeirri, er gagnstefnandi telur sig hafa greitt vegna bátsins, sem sér algerlega óviðkomandi og krafizt sýknu af honum. Þá hefir hann og krafizt máls- kostnaðar hjá gagnstefnanda í gagnsök. Loks hefir gagnstefnandi með stefnu, útgefinni 12. marz s. 1, höfðað framhaldsgagnsök á hendur aðalstefnanda til greiðslu á kr. 8130,27 með 6% ársvöxtum frá sáttakæru- degi framhaldsgagnsakar 6. marz s. 1. til greiðsludags og málskostnaði að skaðlausu. Kveður gagnstefnandi hina umstefndu skuld í framhaldsgagnsökinni þannig tilkomna, að hann hafi orðið að greiða lán þau, er hvílt hafi á fyrr- nefndum vélbát í Landsbankanum, þar sem aðalstefnandi hafi ekki staðið í skilum með þau, svo og ýms önnur gjöld viðvíkjandi bátnum. Kröfum þessum hefir aðalstefnandi eindregið mótmælt og krafizt sýknu af þeim og málskostnaðar í framhalds- gagnsökinni hjá gagnstefnanda. Aðalsök. Mótmæli sín gegn aðalkröfunni byggir gagn- stefnandi á því, að jafnvel þó svo yrði litið á, að aðal- stefnandi væri eigi bundinn við bátskaupin og þeim yrði rift, það ætti þá engin áhrif að geta haft á húsakaupin, þar sem bátsverðið sé aðeins lítill hluti af húsverðinu og það sé því ekki veruleg vanefnd á húsasölusamningnun, þó báturinn kynni að hafa verið gallaður og hefði því ekki verið fullgild greiðsla að því leyti sem andvirði hans hafi gengið upp í húsverðið. Rétturinn þykir nú verða að fallast á framangreind mótmæli gagnstefnanda, enda verð- ur ekki annað séð en að afsal hússins sé alveg sjálfstætt og óháð bátskaupunum. Þar er ekki minnst einu orði á bátinn, en slíkt hefði að sjálfsögðu verið eðlilegast, ef það hafði átt að vera veruleg forsenda fyrir afsali hússins, að báturinn væri samningshæfur. Verður því eigi séð, að það hafi verið tilætlun aðilanna, að hús- og bátskaupin stæðu og féllu saman og verður þá aðalkrafa aðalstefn- anda ekki tekin til greina. 837 Varakröfunni hefir gagnstefnandi mótmælt á þeim grundvelli, að samkvæmt afsalinu fyrir bátnum sé hann seldur í því ástandi, sem hann hafi verið í á afsals- degi. Báturinn hafi þá og um það leyti, sem kaupin gerð- ust, legið hér á höfninni og hafi aðalstefnanda því verið í lófa lagið að skoða hann og reyna á hvern þann hátt, sem honum hafi sýnst. Hafi hann því einskis verið dulinn um bátinn eða ásigkomulagi hans og geti hann því sjálfum sér um kennt, ef hann hafi keypt bátinn í þeirri trú, að hann væri í betra ástandi en komið hafi á daginn. Þá hefir gagnstefnandi mótmælt því eindregið, að áðurnefnd- ur Ari Þórðarson hafi verið umboðsmaður eða erindreki sinn við bátssöluna og haldið því fram, að starf Ara hafi eingöngu verið það, að koma aðiljunum saman, en svo hafi þeir samið algerlega um kaupin sjálfir. Telur hann yfirlýsingar, sem Ari kunni að hafa gefið um ástand báts- ins við aðalstefnanda, vera sér algerlega óviðkomandi og verði bátskaupunum því ekki rift þótt þær hefðu verið rangar. Það getur nú ekki gegn mótmælum gagnstefnanda tal- izt upplýst í málinu, að nefndur Ari hafi verið umboðs- maður hans við umrædda sölu, þó að gagnstefnandi hafi viðurkennt, að hafa greitt honum þóknun fyrir aðstoð við að koma aðilunum saman Verður því að fallast á það hjá stefnanda, að það geti ekki verið riftunarástæða fyrir að- alstefnanda, þó að Ari kunni að hafa gefið honum rangar upplýsingar um ásigkomulag vélbátsins í því skyni að koma sölunni á bátnum í kring, en það atriði getur held- ur ekki talizt koma greinilega fram í málinu. Hinsvegar er það ljóst, bæði af framlagðri matsgerð lveggja dómkvaddra manna, er aðalstefnandi fékk út- nefnda til þess að skoða bátinn, svo og öðru, er fyrir liggur í málinu, að ásigkomulag bátsins hefir, er kaupin gerðust, verið að mestu eins og aðalstefnandi heldur fram, vélin í honum ónothæf eða jafnvel algerlega ónýt, og báturinn að ymsu öðru leyti í slæmu ástandi svo að hann var alls ekki sjófær, enda hefir gagnstefnandi við- urkennt undir rekstri málsins, að báturinn hafi verið gallaður, og það verður að ganga út frá því, að honum sem eiganda bátsins um nokkurt skeið hafi, er salan fór fram, verið fyllilega kunnugt um ástand hans. 838 Það er nú að visu svo, að aðalstefnandi hefði átt að skoða sjálfur eða fá fagmann til þess að skoða umrædd- an vélbát fyrir sig áður en hann gerði út um kaupin á honum, en ekki kemur fram að nokkur skoðun á bátn- um hafi þá átt sér stað af hans hálfu. Hinsvegar lítur rétt- urinn einnig svo á, að gagnstefnandi hefði átt að skýra aðalstefnanda frá göllunum áður en salan á honum fór fram, því að telja verður, að gallarnir hafi verið þess eðlis, að gagnstefnanda sem seljanda hafi hlotið að vera það ljóst, að það hefði verið ákvörðunarástæða hjá aðal- stefnanda fyrir kaupunum, að báturinn væri án þessara galla ef þeir hefði borið á góma. En nú er það alls ekki upplýst, að gagnstefnandi hafi skýrt aðalstefnanda frá þvi, hve ásigkomulag bátsins var slæmt á söludegi, og telur rétturinn því, að aðalstefnandi hafi á þeim grund- velli rétt til þess að rifta bátskaupunum, og verður þá varakrafa hans um ógildingu á samningnum frá 14. ágúst 1929 um kaup á vélbátnum Magnús Guðnason R.E. 169 tekin til greina, og er aðalstefnanda báturinn þá að sjálf- sögðu óviðkomandi svo og allar skuldbindingar honum viðvíkjandi, en gagnstefnanda ber hinsvegar að endur- greiða þann kostnað, sem aðalstefnandi hefir haft í sam- bandi við bátinn, og er hann eftir því sem aðalstefnandi hefir ómótmælt haldið fram, kr. 133,60. Sem afleiðing af riftingu bátskaupanna ber þá og að taka til greina vara- kröfu aðalstefnanda um það, að gagnstefnandi verði dæmdur til þess að greiða mismuninn á umsömdu kaup- verði húseignarinnar á Grundarstig Í1 og veðskulda þeirra að upphæð kr. 58900,00 er á henni hvíldu er kaup- in fóru fram, að frádregnum þeim kr. 100,00, er gagn- stefnandi hefir áður greitt. Nú heldur aðalstefnandi því fram, eins og áður er tekið fram, að söluverð húseignar- innar svo og kaupverð bátsins hafi verið 15000,00 kr. hærra í raun og veru en ákveðið sé í samningnum og nemi því mismunurinn á söluverði húseignarinnar og áhvilandi veðskulda kr. 26100,00. En þar sem aðalstefnandi hefir ekki gegn mótmælum gagnstefnanda sannað þessa stað- hæfingu sina, ber að leggja verð það, sem tiltekið er í samningnum til grundvallar um það hvað hið raunveru- lega söluverð eignanna (bátsins og hússins) hafi verið, og nemur þá áðurgreindur mismunur Þegar búið er að 839 draga fyrrgreindar kr. 100,00 frá, kr. 11000,00. Ber gagn- stefnanda því samkvæmt framansögðu auk þess sem kaup- samningnum um vélbátinn er rift, að greiða aðalstefnanda kr. 11133,60 í aðalsök. Gagnsök og framhaldsgagnsök. Samkvæmt því sem hér að framan er tekið fram, ber aðalstefnandanum ótvírætt að greiða 1. og 2. lið gagnkröfunnar í gagnsökinni sam- tals að upphæð kr. 4539,37 að frádregnum áðurgreindum kr. 1557,03 = kr. 2982,34. Hinsvegar er við riftun báts- kaupanna grundvöllurinn fallinn undan 3. lið kröfu sagnstefnanda Í gagnsökinni svo og undan kröfum hans í framhaldsgagnsök og ber því að sýkna aðalstefnanda af Þeim öllum. Úrslit máls þessa (aðalsakar, gagnsakar og framhalds- gagnsakar) verða þá samkv. framansögðu þau hér fyrir réttinum, að áðurgreindur samningur um sölu á vélb. Magnús Guðnason R.E. 169 verður dæmdur ógildur og gagnstefnandi dæmdur til þess að greiða aðalstefnand- anum kr. 11133,69 — 2982,34 = 8151,26 með vöxtum eins og krafizt hefir verið svo og málskostnað, er þykir hæfi- lega ákveðinn kr. 400,00 með tilliti til þess, að aðalstefn- andi tapaði gagnsökinni að nokkru leyti. Mánudaginn 28. nóv. 1932. Nr. 58/1932. Ingólfur Jónsson, f. h. sjúkrahúss Ísa- fjarðar (Stefán J. Stefánsson) gegn hreppsnefnd Ögurhrepps (Pétur Magnússon). Krafa á hendur stefnda sem skuldbundnum um greiðslu eftirstöðva sjúkrahúskostnaðar berkla- sjúklinga, vegna niðurfærslu ráðuneytisins á dag- gjöldum, eigi tekin til greina að svo stöddu. Dómur gestaréttar Ísafjarðar 16. marz 1932: Varnar- aðili, hreppsnefnd Ógurhrepps, á að vera sýkn af kröf- 840 um sækjanda Ingólfs Jónssonar, bæjarstjóra, fyrir hönd sjúkrahúss Ísafjarðar. Málskostnaður falli niður. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi, sem hefir fært kröfu sina hér fyrir dómi niður um kr. 4,00, krefst þess, að hin stefnda hreppsnefnd verði dæmd til að greiða kr. 187,50 með 7% ársvöxtum frá 15. maí 1931 til greiðslu- dags, auk málskostnaðar fyrir báðum dómum eftir mati hæstaréttar. Af hálfu stefnda, sem ekki hefir áfrýjað málinu, er krafizt staðfestingar á hin- um áfrýjaða dómi, auk málskostnaðar fyrir hæsta- rétti eftir mati dómsins. Ný gögn hafa verið lögð fram fyrir hæstarétti, og sýna þau, að atvinnu- og samgöngumálaráðu- neytið hefir fært niður daggjald annars sjúklings- ins frá 1—-31. jan. 1929 og frá 13. ágúst til 12. dez. s. á. um kr. 152,00, en þar af tjáist ráðuneytið þó, eftir því sem áfrýjandi segir, munu greiða kr. 4,00, er það viðurkenni, að frá hafi verið dregnar um of og í ógáti. Auk þessa hefir ráðuneytið fellt niður á reikningnum kr. 8,00 fyrir ljósböð, lyf og læknishjálp. Af reikningi þeim, er varðar hinn sjúklinginn, sem dvaldist á spítalanum frá 1. 23. jan. 1930, felldi ráðuneytið niður kr. 31,50, en sú upphæð er fyrir lyf, ljósböð og læknishjálp. Í mál- inu er enginn ágreiningur um það, að sjúklingarnir, sem ráðuneytið hafði úrskurðað styrkhæfa sam- kvæmt fyrirmælum berklavarnarlaganna, hafi einungis dvalist á spitalanum beinlínis vegna veik- inda sinna. Kemur því ekki til álita þýðing á- byrgðaskuldbindinga hinnar stefndu hreppsnefnd- ar að því leiti, sem þær varða kostnað af dvöl 841 berklasjúklinga á sjúkrahúsi eða á vegum sjúkra- húss eftir að honum er ekki talin lækningaþörf, en hin stefnda hreppsnefnd telur, með hliðsjón af bréfi áðurnefnds ráðuneytis frá 21. maí 1927, að skuldbindingar sínar nái aðeins til slíks kostnað- ar. Krafa áfrýjanda varðar því aðeins eiginlegan sjúkrakostnað, sem ráðuneytið hefir ekki viljað greiða. Áfrýjandi hefir ekki leitað úrlausnar dóm- stóla um skyldu ríkissjóðs til þessarar greiðslu samkvæmt berklavarnarlögunum enda verður ekki um þetta atriði dæmt í þessu máli eða þýðingu þess að því, er varðar skuldbindingu hreppsnefnd- arinnar, hinsvegar ná skuldbindingar hreppsnefnd- arinnar, hvernig sem annars er á þær litið, aðeins til þeirra upphæða, sem ekki fást greiddar úr rík- issjóði, sýslu- eða bæjarsjóði. Þær verða því ekki gerðar gildandi, gegn mótmælum stefnda, fyrr en úr því er skorið með dómi, hvort umrædd niður- felling einstakra liða eða niðurfærsla af hálfu ráðuneytisins hefir verið lögmæt. Það verður þvi þegar af þessari ástæðu, að sýkna stefnda af kröf- um áfrýjanda í máli þessu. Samkvæmt þessum málsúrslitum verður að dæma áfrýjanda til að greiða málskostnað fyrir hæstarétti, og þykir hann hæfilega ákveðinn kr. 300,00. Því dæmist rétt vera: Hin stefnda hreppsnefnd Ögurhrepps, f. h. hreppsins, á að vera sýkn af kröfum áfrýjanda, Ingólfs Jónssonar, f. h. sjúkrahúss Ísafjarðar. Áfrýjandi greiði stefnda kr. 300,00 í máls- kostnað fyrir hæstarétti, að viðlagðri aðför að lögum. 842 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Aðiljar máls þessa eru bæjarstjóri Ingólfur Jónsson fyrir hönd sjúkrahúss Ísafjarðar og varnaraðili hrepps- nefnd Ögurhrepps. Þegar málið kom fyrir gestaréttinn 7. nóv. Í. á. mætti varnaraðili eða umboðsmaður hans óstefndur og lagði sækjandi eigi fram stefnu í málinu, en gerði þær kröfur til dómsmálabókarinnar, að hreppsnefnd Ögurhrepps verði dæmd til að greiða sjúkrahúsi Ísafjarðar samkvæmt réttarskjölum nr. 1 og 3 samtals kr. 191,50 ásamt með 7% vöxtum frá 15 maí 1931 til greiðsludags og málskostnaði að skaðlausu. Hinsvegar krefst varnaraðili að málinu verði vísað frá dómi vegna aðildarskorts, og til vara að hann verði sýkn- aður af kröfum sækjanda í málinu. ; Það verður að álita að mál þetta sé höfðað gegn rétt- um aðila, sem sé hreppsnefndinni, þar eð það byggist á ábyrgðarskjali hreppsins og lögskýringu þess. Tildrög málsins eru á þessa leið. Tveir berklasjúklins- ar, er framfærslusveit áttu í Ögurhreppi, lágu á Stúkva- húsi Ísafjarðar 1929—-30, annar í 176 daga, hinn í 23 daga. Legukostnaður fyrrtalda voru kr. 1088,00 og hins síðar- talda kr. 146,50. Af fyrri reikningnum greiddi ríkissjóð- ur allt nema kr. 160,00 og af hinum siðartalda allt nema kr. 31,50. Með samhljóða ábyrgðarskjölum, dags. 16. os 98. okt. 1928 tekur varnaraðili ábyrgð á öllum kostnaði, er leiða kann af sjúkrahúsvist sjúklinganna eða vist þeirra utan sjúkrahúss í umsjá þess, að svo miklu leyti sem kostnaður þessi fæst eigi greiddur úr ríkissjóði. Sækjandi bendir nú á, að samkvæmt 14. gr. berkla- varnarlaganna sé það sjúklingurinn en eigi sjúkrahúsið, er fái styrkinn, en af því leiði aftur, að það sé sjúklings- ins, en eigi sjúkrahússins að sækja styrkinn á hendur ríkissjóði, ef honum. eða ábyrgðarmanni hans — í þessu tilfelli varnaraðili — finnst sjúklingurinn vanhaldinn af styrknum. Hinsvegar heldur varnaraðili því fram, að sækjandi eigi enga kröfu á hendur varnaraðila, með því að engin heimild sé fyrir því í lögum, að annar en rikissjóður verði krafinn um skuld þá, er hér um ræðir. Að því er kröfu sækjanda snertir, hefir varnaraðili 843 krafizt upplýsinga um, hversvegna ríkissjóður greiði eigi allan legukostnað sjúklinganna, þar eð reikningarnir sýni, að einungis sé hér að ræða um kostnað vegna dval- ardaga sjúklinganna á sjúkrahúsinu, ásamt ljósböðum, lyfjum og læknishjálp, en allur sá kostnaður hvíli á rík. issjóði, að undanskildu lögmætu framlagi sýslusjóðs, en sækjandi telur sér eigi skylt að upplýsa það, frekar en reikningarnir beri með sér, með því að kostnaður þessi sé lögmætur og samkvæmt gjaldskrá sjúkrahússins. En í raun og veru er aðalspurningin um það í málinu, hvort sjúkrahúsið geti krafizt greiðslu á kostnaði þessum hjá framfærslusveit sjúklinganna. Því til frekari skýringar at- hugast. Samkvæmt 14. gr. berklavarnarlaganna fær berkla- sjúklingur, er úrskurðaður hefir verið styrkhæfur, ókeyp- ís vist eða styrk til vistar á sjúkrahúsi. Til þessa kostn- aðar telst einnig lyf og læknishjálp, en allur sá kostnað- ur greiðist úr ríkissjóði, er aftur fær lögákveðinn hluta kostnaðarins endurgreiddan úr sýslu- og bæjarsjóði. Í sömu lagagrein er ráðuneytinu heimilað að ákveða há- mark daggjalds berklasjúklinga og skal semja fyrir fram fyrir hálft eða heilt ár í senn við ljóslækningastofur og sjúkrahús um kostnað allan við dvöl og lækningu styrk- hæfra sjúklinga. Verður samkvæmt þessu að líta svo á, að hlutaðeig- andi ráðuneyti hafi á hendi framkvæmd berklavarnalag- anna að þessu leyti og að það sé á þess valdi að úrskurða. hvað sé hæfilegur kostnaður við dvöl og lækningu styrk- hæfra sjúklinga, þannig að einungis sá kostnaður sé lög- mætur. En eigi verður séð hvaða liðir það eru í reikning- um sjúklinganna, er ráðuneytið hefir fellt eða fært niður. Þar eð sækjandi hefir eigi talið nauðsynlegt að upplýsa það í málinu. Þvi næst er að athuga hvað felst í ábyrgðarskuld- bindingu hreppsnefndar á rskj. 2 og 4. Mótmælir varnaraðili að hafa tekið ábyrgð á öðrum kostnaði vegna sjúklinga þessara en þeim, er eigi fengist greiddur úr ríkissjóði og lögmætur væri. Hefir varnar- aðili lagt-fram í málinu bréf atvinnu- og samgöngumála- ráðuneytisins, dags. 21. mai 1927, til hreppsnefndar Ög- urhrepns. Segir þar hvað átt sé við með orðunum „ábyrgð 5d 2 844 á öllum kostnaði“, sé það, í fyrsta lagi kostnaður, þegar maður er svo heill heilsu, að hann þurfi eigi lengur sjúkrahúsvistar við, en sjúkrahúsið geti eigi losnað við hann, eða þegar manninum verði að útvega bráðabirgða dvalarstað utan sjúkrahússins, á þess ábyrgð. Í niðurlagi bréfsins segir, að því fylgi fyrirmynd að slíkri ábyrgðar- skuldbindingu, er varnaraðili segir að sé samhljóða skuld- bindingarskjali hreppsnefndarinnar á rskj. 2 og 4 og er það eigi véfengt af sækjanda hálfu. Það Þykir nú eigi vera heimilt að leggja meira inn í skuldbindingu hrepps- nefndarinnar en að ofan greinir og ber samkvæmt því að sýkna varnaraðila af kröfu sækjanda í málinu. En eftir atvikum þykir málskostnaður eiga að falla niður. Miðvikudaginn 30. nóv. 1932. Nr. 22/1930. Einar M. Jónasson (Sjálfur) gegn fjármálaráðherra, Í. h. ríkissjóðs, og Bergi Jónssyni sýslumanni (Stefán J. Stefánsson). Frávísun. Uppboðsgerðir Barðastrandarsýsln 15. marz 1930. Dómur hæstaréttar. Þann 15. marz 1930 var haldið uppboð eftir kröfu fjármálaráðherra, f. h. ríkissjóðs, á ýmsum eignum áfrýjanda í Flatey og viðar. Hæstbjóðandi varð umboðsmaður ríkissjóðs fyrir hans hönd, eit næstbjóðandi varð hreppsnefnd Flateyjarhrepps, Í. h. hreppsins, sem fékk uppboðsafsal fyrir eignun- um. Uppboði þessu hefir áfrýjandi skotið til hæsta- réttar með stefnu, útg. 8. april 1930, og krafizt þess, 845 að uppboðið verði ómerkt og að útgefin uppboðs- afsöl verði úr gildi felld, og loks, að hinir stefndu verði in solidum dæmdir til greiðslu málskostn- aðar. Hinir stefndu hafa krafizt staðfestingar á tppboðsgerðinni og málskostnaðar fyrir hæsta- rétti. Með því að kröfur áfrýjanda varða næstbjóðanda á uppboðinu, sem afsal fékk að eignunum, en hon- um hefir eigi verið stefnt í málinu, verður að vísa því frá dómi ex officio. Samkvæmt þessum úrslitum verður að dæma á- frýjanda til að greiða hinum stefndu málskostnað fyrir hæstarétti, og ákveðst málskostnaðurinn 75 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Málinu vísast frá dómi. Áfrýjandi, Einar M. Jónasson, greiði hinum stefndu, fjármálaráð- herra, f. h. rikissjóðs, og Bergi sýslumanni Jónssyni, málskostnað fyrir hæstarétti, 75 kr. hvorum, að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 30. nóv. 1932. Nr. 94/1932. Lárus Jóhannesson. gegn Lárusi Fjeldsted, f. h. Kóbenhavns Handelsbank A/S. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi krefst þess að málið verði hafið. Stefndi krefst ómaksbóta. 846 Málið er því hafið, og greiði áfryjandi, Lárus Jó- hannesson, stefnda, Lárusi Fjeldsted, f. h. Köben- havns Handelsbank A/S, kr. 100,00 í ómaksbætur, að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 30. nóv. 1932. Nr. 113/1932. Þórður Þórðarson. segn Gunnari Ólafssyni o. fl., f. h. G. Ól- afssonar á Co. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Miðvikudaginn 30. nóvember 1932. Nr. 135/1932. Guðmundur Þorkelsson. gegn Sigurði Grímssyni. Dómur hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Guðmundur Þorkelsson, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjalds til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæsta- rétti. Svo greiði hann og stefnda, er mætt hefir í mál- inu, 30 krónur í ómaksbætur, að viðlagðri aðför að lögum. 847 Miðvikudaginn 30. nóv. 1932. Nr. 147/1932. Metúsalem Jóhannsson gegn Þórði J. Thoroddsen. Úrskurður hæstaréttar. Stefndi hafði tekið út stefnu til áfrýjunar máli Þessu til þingfestingar í jan. 1933, þann 17. sept. þ. á. og látið birta hana 21. s. m. Hinsvegar hefir á- frýjandi líka tekið út áfrýjunarstefnu til staðfest- ingar 29. sept. þ. á. til þingfestingar í nóvember- mánuði. Hefir áfrýjandi óskað málinu frestað til dezbr. þ. á., en stefndi biður um frestun til janúar- mánaðar næstkomandi svo að málin verði þá sam- einuð. En þessum fresti er mótmælt af hálfu áfrýj- anda. Það er viðurkennt, að stefndi hafi kært áfrýj- anda til lögreglustjóra í sambandi við mál þetta og að rannsókn út af kæru þessari sé nýlokið, en henni eigi að koma að Í málinu. Af þessum ástæð- um og með hliðsjón af ákvæðum 3. málsgr. 41. gr. hæstaréttarlaganna þykir rétt að veita hinn um- beðna frest. Því úrskurðast: Málinu skal fresta til janúarmánaðar 1933. 848 Mánudaginn 5. dez. 1932. Nr. 117/1932. Árni Sigfússon (Stefán J. Stefánsson) gegn Stefáni Árnasyni og Sigurði Ingi. mundarsyni (Enginn). Krafa um ómerkingu uppboðs eigi tekin til greina. Úrskurður uppboðsréttar Vestmannaeyja 2. marz 1939; Hið umbeðna uppboð á fram að fara. Dómur hæstaréttar. Samkvæmt kröfu stefnda, Stefáns Árnasonar, var hinn 26. ág. 1981 framkvæmt fjárnám hjá á- frýjanda til greiðslu á dómskuld, sem nam með vöxtum og kostnaði kr. 623,70. Með því að áfrýjandi gat eigi greitt skuldina var eftir framvisun hans gert fjárnám Í dómkröfu, er hann átti á hendu: meðstefna, Sigurði Ingimundarsyni, að upphæð kr. 4836,36. Þremur dögum eftir að fjánám þetta fór fór fram eða 29. s. m., voru ýmsar vefnaðarvörur seldar á opinberu uppboði í Vestmannaeyjum eftir kröfu stefnda, Stefáns Árnasonar, og léi hann á því uppboði einnig bjóða upp og selja Íyrrgreinda dómkröfu og varð sjálfur hæstbjóðandi að henni fyrir 50 kr. Með því að áfrýjandi taldi, að uppboðið á dóm- kröfunni hefði eigi verið auglýst lögum samkvæmt, áfrýjaði hann uppboðinu að þessu leyti til hæsta- réttar og var uppboðssalan á dómkröfunni felld úr gildi með dómi hæstaréttar 20. júní þ. á., en áður en dómur þessi var kveðinn upp eða hinn 2. mars Þ. á., lét stefndi, Stefán Árnason, fara fram upp- boð í annað sinn á nefndri dómkröfu á hendur 849 Sigurði Ingimundarsyni. Áfrýjandi mætti á þessu síðara uppboði og mótmælti því að uppboðið næði fram að ganga, þar sem fyrra uppboðið á sömu dómkröfu væri undir áfrýjun, en þessum mótmæl- um áfrýjanda gegn framgangi uppboðsins var hrundið með úrskurði uppboðshaldara og var dóm- krafan því næst) seld hæstbjóðanda, meðstefndun: Sigurði Ingimundarsyni, fyrir 310 kr. Þessum úrskurði og eftirfarandi uppboðsgerð hefir áfrýjandi skotið til hæstaréttar með stefnu, útgefinni 20. ág. þ. á, en með því að hinir stefndu hafa eigi mætt í málinu, hefir það verið rekið skriflega samkv. 38. gr. hæstaréttarlaganna og dæmt samkv. N. L. 1432 og 2. gr. tilsk. 3. júni 1796. Áfrýjandi krefst þess, að hinn áfrýjaði úrskurður og uppboðsgerð verði úr gildi feld af þeirri ástæðu, að uppboðið 2. marz þ. á. hafi farið fram áður en uppboðið 29. ág. 1931 hafi verið á lögformlegan hátt úr gildi fellt. Þar sem stefndi, Stefán Árnason afsalaði sér í uppboðsréttinum 2. marz þ. á., rétti til hinnar stefndu dómkröfu samkvæmt uppboðinu 29. ág. f. á. og eigi verður séð, að áfrýjandi hafi beðið nokk- urn halla við það að siðara uppboðið var haldið áður en fyrra uppboðið var fellt úr gildi, þá verð- ur þessi ástæða hans fyrir ómerkingu uppboðsins eigi tekin til greina. Í öðru lagi krefst áfrýjandi þess, að uppboðið verði ómerkt af þeirri ástæðu, að uppboðið hafi ekki verið auglýst með 8 daga fyrirvara svo sem fyrir sé mælt í 38. gr. í lögum nr. 27 frá 1921. Það sést nú af skjölum málsins, að uppboðið hef- ir verið auglýst með uppboðsauglýsingu, útgef- 850 inni af uppboðsráðandanum í Vestmannaeyjum 26. febr. 1932, birtri í vikublaðinu Viði, er út kom 27. s. m., og með uppfestri auglýsingu í kaupstaðn- um með 5 daga fyrirvara og hefir áfrýjandi enn- fremur viðurkennt, að uppboðshaldari hafi hinn 29. s. m. sent sér eintak það af vikublaðinu Víði, or uppboðsauglýsingin var í. Þegar þar við bætist, að áfrýjandi mætti sjálfur á uppboðsþinginu og hreyfði þar engum mótmælum gegn auglýsingu uppboðsins, þykir ekki ástæða til að ómerkja upp- boðið af þessari ástæðu. ; Þar sem stefndu hafa eigi mætt í málinu fellur málskostnaður í hæstarétti niður. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða úrskurði og uppboðsgerð skal óraskað. | Málskostnaður í hæstarétti falli niður. Forsendur hins áfryjaða úrskurðar hljóða svo: Með beiðninni á rjskj. 1 hefir Stefán Árnason fallið frá rétti þeim, er hann kynni að hafa öðlazt skv. kaupun- um á umræddri dómkröfu, með því að biðja nú um að hún sé aftur seld. Þar eð fjárnáminu, sem uppboðsbeiðnin styðst við, og nefnt er í hinni sýndu hæstaréttarstefnn, að gert hafi verið 26. ágúst f. á. og hafi verið grundvöljur uppboðsins eftir henni, virðist ekki hafa verið áfrýjað, stendur uppboðsbeiðandi samkvæmt þessu sem formleg- ur umráðamaður nefndrar dómkröfu og á því rétt til ,3 fá hana selda, þar sem það, eins og áður er tekið fram, hlýtur að skoðast meining hans með beiðninni um end- ursölu, að falla frá hinni fyrri sölu. Hitt er annað mál, að Árni Sigfússon getur, ef hann óskar, látið hæstarétt dama um gildi fyrra uppboðsins enda þótt það sé afturkallað án þess að þessi réttur hafi neitt um það að segja. Söl Miðvikudaginn 7. dez. 1932. Nr. 112/1932. Árni Árnason, f. h. „Vöruhússins“ (Lárus Jóhannesson) Ssegn Gústaf Sveinssyni, f. h. N. V. Heer- en-en Kinderconfectie-fabriek v/h L. de Yries £ Zohnen (cand. jur. Gústaf Sveinsson). Víxilmál. Varnarþing samkv. 1. nr. 33. 11. júlí 1911. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 93. júlí 1939: Stefndur, Árni Árnason, f. h. verg. Vöruhúsið, greiði stefnandanum, Gústaf Sveinssyni, f. h. firmans N. V. Heeren- en Kinder- confectiefabriek v/h de Vries Æ Zohnen, holl. gyllini 2802,50 með 6% ársvöxtum frá 2. apríl 1939 til greiðslu- dags, 13 % upphæðarinnar í þóknun, kr. 24,15 í afsagnar- kostnað og kr. 420,50 í málskostnað, allt innan Þriggja sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Í skuldbindingarskjali því, sem í máli þessu greinir, er enska orðið „exchange“ haft til að ein- kenna skjalið. Hefir nú verið lögð fram þýðing lög- gilts skjalaþýðara í enskri tungu á texta skjalsins, og hefir hann býtt nefnt orð með íslenzka orðinu „víxill“. Verður að leggja þessa þýðingu til grund- vallar, með því að ekki hafa komið fram sannanir fyrir því, að hún sé röng. Eins og segir í hinum áfrýjaða dómi, var greiðslustaður ákveðinn í Landsbanka Íslands í samþykki áfrýjanda á skjalinu, er hann samþykkti það til greiðslu fyrsta sinni. Þar með var greiðslu- staður tiltekinn annar en heimili áfrýjanda og var því heimilt að höfða málið fyrir gestarétti Reykja- víkur samkvæmt lögum nr. 33 frá 11. júlí 1911. Loks athugast, að handhöfn stefnda eða um- boðsmanns hans í sambandi við yfirlýsingu Lands- bankans, sem í hinum áfrýjaða dómi getur, verður að teljast nægileg heimild til höfðunar þessa máls. Með þessum athugasemdum og að öðru leyti samkvæmt því, er tekið er fram á hinum áfrýjaða dómi, þykir mega staðfesta hann. Samkvæmt þessum málsúrslitum þykir rétt, að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostn - að fyrir hæstarétti, og ákveðst málskostnaðurinn 200 kr. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Árni Árnason, Í. h. „Vöruhúss- ins“, greiði stefnda, Gústaf Sveinssyni, f. h. N. V. Heeren- en Kinderconfectiefabriek v/h 1. de Vries á“ Zohnen, 200 kr. í málskostnað fyr- ir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfryjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað fyrir gestaréttinum með utanréttar- stefnu birtri 6. f. m., af Gústafi Sveinssyni, Í. h. firmans N. V. Heeren- en Kinderconfectiefabriek v/h L. de Vries S Zohnen í Rotterdam, gegn Árna kaupmanni Árnasyni, eiganda verzl. Vöruhúsið hér í bænum og fyrir þess hönd, til greiðslu víxils að upphæð hollensk gyllini 2802,50. upphaflega útgefins 2. maí Í. á., af umbjóðanda stefnanda og samþykkts af stefndum, til greiðslu í Landsbankanum hér ( bænum, sex mánuðum eftir útgáfudag, eða 2. nóv. f. á, Víxillinn er þó ekki greidur á gjalddaga, heldur fram- lengdur með þeim hætti, að útgáfudeginum var breytt, strikað yfir upphaflega útgáfudaginn og nýr settur í stað- inn, og víxillinn samþykktur á ný til greiðslu af stefnd- um 2. marz s. 1. Ekki var vixillinn heldur greiddur þá, en enn framlengdur með sama hætti og fyrr með útgáfudegi 2. marz s. 1. og nú samþykktur til greiðslu 2. apríl s. 1. Hefir stefnandi nú krafizt þess, að stefndur verði, f. h. nefndrar verzlunar, dæmdur til þess að greiða sér upp- hæð vixilsins, hollenzk gyllini 2802,50 með 6% ársvöxtum frá síðasta gjalddaga hans til greiðsludags, }3% upphæð- arinnar í þóknun, kostnað við afsagnargerð, er fram fór 4. apríl s. 1, kr. 24,15 og málskostnað að skaðlausu. Nem- ur hann eftir framlögðum reikningi, sem er í samræmi við aukatekjulögin og lágmarksgjaldskrá málaflutnings- mannafélagsins kr. 420,50. Stefndur hefir mótmælt kröfum stefnanda og krafist þess aðallega, að málinu verði vísað frá dómi, en til vara að hann verði sýknaður og málskostnaðar hefir hann kraf- izt hvernig sem málið fer. Frávísunarkröfuna byggir stefndur í fyrsta lagi á því, að stefnandi hafi ekki orðið við þeirri áskorun sinni að leggja fram undir rekstri málsins þýðingu af skjali því, sem stefnt er til greiðslu á (en það er á ensku), gerða af löggiltum skjalaþýðanda, og sé því ekki hægt að ganga úr skugga um að skjalið sé víxill og hefir stefndur mótmælt þvi að svo sé. En að áliti réttarins fullnægir skjalið á- kvæðum íslenzku vixillaganna um form víxils og þykir því ekki ástæða til að taka þessa frávísunarkröfu til greina, enda þótt þýðing af skjalinu á Íslenzku hafi ekki verið framlögð. Þá hefir stefndur og krafizt frávísunar á þeim grund- velli, að vixillinn sé ekki vistaður. Stefnandinn miði gjald- dagann við síðasta samþykki víxilsins, og stefni í samræmi við það, en þar sé ekkert tiltekið um greiðslustað víxils- ins. Sé af þessum ástæðum óheimilt að fara með málið fyrir gestaréttinum. Á þessa frávísunarástæðu verður þó heldur ekki fallist hjá stefndum. Víxillinn er eins og áð- ur er drepið á upphaflega samþyktur til greiðslu í Lands- bankanum og því vistaður þar, og ekki verður litið svo á, að hin síðari samþykki hafi átt að breyta upphaflega greiðslustaðnum, þar sem engin fyrirmæli eru í þá átt við síðari samþykkin og greiðslustaðurinn látinn standa áfram óútstrikaður á víxlinum. Ennfremur hefir stefndur 8öd undir rekstri málsins krafizt frávísunar, eða sýknu, á Þeim grundvelli, að stefnandi sé ekki lögformlegur heim- ildarmaður að vixlinum. Víxillinn sé framseldur Lands- kanka Íslands, en frá bankanum vanti aftur framsal til stefnanda, til þess að framsalsröðin nái til hans. Stefn- andi hefir nú lagt fram yfirlýsingu Landsbankans, þess efnis, að bankinn hafi með bréfi, dags. 7. apr. s. l., endur- sent umbjóðanda stefnanda umræddan víxil eftir að hafa reynt árangurslaust að fá hann greiddan hjá stefndum. Þá hefir stefnandi og lagt fram bréf, dags. 18. apríl s. 1. til sín frá útgefanda víxilsins, þar sem hann felur stefn- anda innheimtu hans. Er stefnandi þá eftir því, sem fýrir liggur réttur heimildarmaður að víxlinum og verða því framangreind mótmæli stefnda ekki tekin til greina, enda verður og að telja þau of seint framkomin. Loks hefir stefndur krafizt sýknu af kröfum stefnanda að svo stöddu (for Tiden). Reisir hann þessa mótbáru á því, að samkvæmt texta vixilsins sé gjalddagi hans sex mánuðum eftir útgáfudag og þar sem síðasti útgáfudagur víxilsins, en við hann sé miðað, sé 2. marz s. l., geti raun- verulegur gjalddagi víxilsins ekki verið fyrr en 2. sept. n. k. Telur hann að samþykki víxilsins til greiðslu 2. april s. 1. geti engu breytt hér um, samkvæmt beinum fyrirmæl- um 22. gr. vixillaganna, en þar er svo ákveðið að víxil skuli samþykkja svo sem hann er án skilyrðis eða fyrir- vara. Það er ljóst, að sex mánaða gjaldfresturinn, sem talað er um í texta umrædds vixils, er miðaður við hinn upphaflega útgáfudag hans 2. maí Í. á. og hefir því verið löngu liðinn 2. apríl s. 1. Með tilliti til þessa og með því, að rétturinn lítur svo á, að þrátt fyrir ákvæði áðurnefndr- ar lagagreinar sé hægt að ákveða við samþykki vixils svo gilt sé annan gjalddaga en tiltekinn kann að vera í texta víxilsins, því að slíkt getur ekki talist falla undir það, að samþykkið sé bundið skilyrði eða fyrirvara, þá verður krafa stefnda um sýknu að svo stöddu ekki heldur til greina tekin. Úrslit málsins verða þá samkvæmt framsögðu þau, að dómkröfur stefnanda verða teknar til greina að öllu leyti. Vegna embættisanna hefir dómur eigi verið kveðinn upp í máli þessu fyrr en nú. 8öð Föstudaginn 9. dez. 1932. Nr. 92/1932. Lárus Jóhannesson, f. h. Ísleifs Jóns- sonar (Lárus Jóhannesson) segn Lárusi Fjeldsted, f. h. Köbenhavns Handelsbank A/S og Ágúst Þórar- inssyni, f. h. firmans Tang ér Riis (Enginn). Aðfarargrundvöllur eigi talinn löglegur, úrskurði og fjárnámsgerð hrundið. Úrskurður fógetaréttar Snæfellsness. og Hnappadals- sýslu 21. júní 1932: Hin umbeðna fjárnámsgerð á að njóta framgangs. Dómur hæstaréttar. Þegar mál þetta var þingfest hér fyrir dómi, var mætt af hendi beggja aðilja og málinu frestað eftir samkomulagi þeirra til fyrirtöku aftur í nóvem- bermánuði. En er málið var fyrirtekið að nýju, mætti engin af hálfu hinna stefndu, og hefir það því verið sótt skriflega og er dæmt samkvæmt N. L. 1-4-—32 og 2. gr. tilskipunar 3. júní 1796. Firmað Tang á Riis var stofnað á öndverðu ári 1919 af fullábyrgum eigendum þess, Harald Tang og Árna Riis, báðum búsettum í Kaupmannahöfn. Þar hafði firmað aðalskrifstofu og því nær ein- vörðungu lánsviðskipti sín og lánstraust, en rak verzlun og fiskveiðar í Stykkishólmi, á Sandi og víðar í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu og lítið eitt í Dalasýslu, og skrásett var það bæði í Kaup- mannahöfn og í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Á árinu 1931 var lánstraust firmans í Kaupmanna- höfn þorrið, enda vantaði það þá mikið til að eiga 850 fyrir skuldum. Var reynt til að fá lánardrottna firmans til þess að gefa eftir um 75% af kröfum sínum, en tilraunir þessar reyndust árangurslaus- ar. Fékk þá Lárus Jóhannesson hæstaréttarmála- flutningsmaður lagt löghald á svo að segja allar eignir firmans í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, dagana 7. og 11. maí þ. á. til tryggingar ýmsuin kröfum, er hann hafði á firmað sjálfur eða um- bjóðendur hans. Meðal þeirra var Ísleifur Jónsson, áfrýjandi þessa máls, og voru þann 11. maí þ. á. kyrsettar fasteignir firmans i Stykkishólmi tii tryggingar skuld hans á hendur firmanu, að upp- hæð kr. 3932,19, ásamt 6% ársvöxtum frá í. marz þ. á. Kyrrsetningu þessari var framfylgt með stefnu, útg. 11. maí þ. á. og var hún staðfest með dómi gestaréttar Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu, uppkveðnum 28. s. m. Með símskeyti 12. maí þ. á. báðu eigendur firm- ans Tang á Riis skiptaráðandann í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu um að taka eignir þess þar til gjaldþrotaskipta. Beiðni þessari var synjað með úrskurði skiptaráðandans 14. s. m. og var úrskurð- ur þessi staðfestur að niðurstöðu til með dómi hæstaréttar 19. okt. þ. á. Eftir að synjunarúrskurð- ur þessi var uppkveðinn tók hinn meðstefndi Kö- benhavns Handelsbank A/S upp það ráð eftir til- lögu málflutningsmanna sinna hér og í Kaup- mannahöfn, að reyna til að fá grundvöll undir að- för í hinum kyrrsettu eignum, í því skyni að geta tekið þær fjárnámi á undan áfrýjanda og öðrum, sem eins var ástatt um og áður getur enda má telja víst, að hinar kyrrsettu eignir mundu ekki hafa hrokkið fyrir kröfu bankans auk heldur meir. Að tilhlutan bankans veittu eigendur firmans nú 857 manni einum hér í bæ, sem alls ókunnur var hög- um þess og öllum málavöxtum, umboð með sim- skeyti 10. júní þ. á. til þess að mæta f. h. firmans fyrir sáttanefnd Reykjavíkur og undirgangast þar, f. h. þess greiðslu á kröfu bankans. Samtímis veitti bankinn, sem þó lýsti jafnframt yfir þvi, að hann mundi ekki nota rétt sinn samkvæmt væntanlegu fjárnámi til sérhagsmuna fyrir sjálf- an sig, málflutningsmanni einum hér í bænum um- boð til af stefna áðurnefndum umboðsmanni firm- ans fyrir sáttanefnd Reykjavíkur. Sáttakæra var svo útgefin 13. s. m. og málið tekið fyrir á fundi sáttanefndar daginn eftir. Gerðist þar svofeld sátt, að umboðsmaður firmans skuldbindur það til þess að greiða 16. s. m. Köbenhavns Handelsbank A/S d. kr. 150000,00 með 6% ársvöxtum frá sáttakæru- degi og innheimtulaun samkvæmt taxta málflutn- ingsmannafélags Íslands. Greiðslustaður var á- kveðinn skrifstofa firmans í Stykkishólmi. Að greiðslufresti þessum liðnum fór umboðs- maður sátthafa til Stykkishólms og skilaði kl. 9 að morgni þess 20. júní þ. á. beiðni um aðför sam- kvæmt sáttinni til tryggingar d. kr. 150000,00 með áðurnefndum vöxtum, auk kr. 4810,00 í innheimtu- laun. Áfrýjandi, sem áður hafði munnlega beiðst aðfarar, sendi nú fógeta beiðni um aðför sam- kvæmt sínum dómi með hraðskeyti sama dag, og kom það til fógeta kl. 10% árdegis s. d. Hafði fó- getarétturinn þá verið settur, en honum var frest- að eftir beiðni áfrýjanda, sem kom fyrir fógeta- réttinn, er honum var haldið áfram daginn eftir, og mótmælti því að fjárnám samkvæmt kröfu bankans færi fram, áður en fjárnám samkvæmt dómi áfrýjanda yrði gert. Kvað fógeti upp úrskurð 858 samdægurs á þá leið, að fjárnám samkvæmt kröfu bankans skyldi fram fara. Var svo enn sa:na dag gert fjárnám í öllum hinum kyrrsettu eignum þar á meðal þeim, er kyrrsettar höfðu verið samkvæmt kröfu áfýjanda 11. maí þ. á., með því að um engar aðrar eignir var raunverulega að tefla, enda hafði firmað Tang á Riis engar ráðstafanir gert til þess, að sáttinni yrði fullnægt, með öðrum hætti. Fóge aúrskurðinum frá 21. júní þ. á. og ettir- farandi fjánámsgerð hefir áfrýjandi skotið til hæstaréttar með stefnu, útg., 27. júlí þ. á., og krafizt þess, að úrskurðurinn verði úr gildi felldur og fjár- námsgerðin ómerkt að því leyti sem hún náði til þeirra eigna, sem kyrrsettar höfðu verið til trygg- ingar kröfu hans og áður getur, og að hinir stefndu verði in solidum dæmdir til að greiða honum máls- kostnað fyrir hæstarétti. Áfrýjandi byggir ómerkingarkröfu sína á þvi, að sáttin frá 14. júní þ. á. sé ólögleg, með því að hún sé raunverulega gerð til þess að fara kringum, fyrirmæli þau í lögum, er banna ráðstöfun á kyrr- settum munum, sem fara í bág við rétt löghalds- hafa. Eins og sést á framansögðu vissi sátthafi. Köbenhavns Handelsbank A/S, að firmað var orð- ið Ógjaldfært þegar sáttin var gerð, að eignir þess hér, sem einungis var áformað að taka fjárnámi samkvæmt sáttinni, höfðu verið kyrrsettar, þar á meðal þær eignir, sem áfrýjandi hafði látið kyrr- setja, og að firmað hafði beiðst gjaldþrotaskipta á þessum eignum öllum. Vegna þessa áforms var far- ið mjög óvenjulega að um sáttagerðina alla. Samið var um varnarþing hér í Reykjavík, þótt eðlilegra hefði verið að gera sáttina í Kaupmannahöfn, á varnarþingi eigenda firmans eður í Stykkishólmi 859 á varnarþingi firmans hér á landi. Frestir eru hafðir styttri en venja er til. Upphæðin er hærri en svo, að nokkurt viðlit væri til þess, að áfrýjandi mundi fá nokkuð greitt upp í löghaldskröfu sína, ef sátthafi fengi rétt yfir eignum þeim, er áfrýj- andi hafði látið kyrrsetja. Gjalddagi er settur að- eins tveimur dögum eftir sáttadag, og greiðslustað- ur er loks ákveðinn skrifstofa firmans í Stykkis- hólmi, þar sem vitað var að eigendur þess yrðu ekki til staðar, er fjárnám skyldi fram fara, og ekkert yrði annað, sem máli skipti, til að benda á en hinir kyrrsettu fjármunir. Sáttin er tvímælalaust gerð í því skyni, að eigendur firmans ráðstafi óbeinlínis en þó raunverulega, hinum kyrrsettu eignum, lög- haldshafa til tjóns, en öðrum til hagnaðar, enda Þótt firmað ætti nokkur óbundin verðmæti í Kaup- mannahöfn. Þegar á allt þetta er Litið, þá verður ekki betur séð en að eigendur firmans Tang é£ Riis hafi með sáttagerðinni frá 14. júní þ. á. verið vísvitandi að fara í kringum fyrirmæli í íslenzkum lögum, er leggja bann við ráðstöfun kyrrsettra muna löghaldshafa til tjóns, sbr. N. L.1—19—17 og ö—ð—33. Og þar sem sátthafa voru allar þessar á- stæður kunnar þá verður því fremur að telja marg- nefnda sátt ólöglega gagnvart áfrýjanda, sem þá hafði fengið löghaldsgerð sína staðfesta með dómi, er ekki hafði þá verið áfrýjað og stóð í fullu gildi. Þvi gat sáttin ekki orðið löglegur grundvöllur undir aðför í hinum kyrrsettu eignum. Verður þess vegna að taka kröfu áfrýjanda til greina og fella hinn áfrýjaða úrskurð úr gildi og ómerkja fjárnámsgerðina gagnvart áfrýjanda. Samkvæmt þessum málsúrslitum þykir rétt að dæma hina stefndu til þess að greiða áfrýjanda 55 860 málskostnað in solidum fyrir hæstarétti, og þykir hann hæfilega ákveðinn kr. 300.00. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera ómerkur og hin áfrýjaða fjárnámsgerð úr gildi felld. Hinir stefndu, Lárus Fjeldsted, f. h. Köben- havns Handelsbank A/S og Ágúst Þórarins- son, f. h. firmans Tang á Riis, greiði áfrýjanda, Lárusi Jóhannessyni, f. h. Ísleifs Jónssonar, in solidum kr. 300,00 í málskostnað fyrir hæsta- rétti, að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Hrm. Lárus Jóhannesson hefir mótmælt að hin um- beðna fjárnámsgerð fái framgang. Rétturinn getur eigi litið svo á, að firmað Tang á Riis hafi firt sig heimild til þess að gera sátt eins og þá, sem hér um ræðir, þótt það hafi reynt að ná samningum við lánardrottna sína um eftirgjöf á skuldum eða þótt það hafi óskað eftir því, að bú þess yrði tekið til gjaldþrotaskipta hér í Stykkishólmi, en verið synjað um það. Getur að vísu verið, að stjórnendur firmans hafi með sáttagerðinni gerzt brotlegir við lög á þann hátt, að talið yrði, að þeir með henni dragi um of taum þess skuldheimtumanns, sem sátt- in er gerð við, en samt sem áður virðist ekki ástæða til að synja um framgang gerðarinnar, þar sem þeim skuld- heimtumönnum, sem telja á sig hallað með sáttagerðinni, er nægilega tryggður réttur, er þeir samkv. 22. gr. gjald- þrotaskiptalaganna geta tryggt sér, að fjárnámsgerðin falli niður með því að gera firmað gjaldbrota eða eigendur þess. Þá getur rétturinn ekki litið svo á, að skuldareiganda og skuldara hafi brostið heimild til þess að semja um að mál út af skuldinni skuli rekið í Reykjavík og lagt til sátta þar. Það er víst að mál út af skuldinni mátti reka í Stykkis- 861 hólmi og sýnist þá samkv. ísl. lögum engin sennileg ástæða fyrir því að aðiljar eigi geti samið um að reka þau í Reykjavík. Þá hefir Lárus Jóhannesson hrm. mótmælt framgangi gerðarinnar, af því að hún sé eigi byrjuð á heimili eigenda og telur, að hún hafi átt að byrja í Danmörku á heimili eigenda firmans Tang á Riis, en þau mótmæli verða eigi tekin til greina, þar sem viðurkennt er, að firmað Tang á Riis á firmavarnarþing í Stykkishólmi, og auk þess má byrja aðför hjá því hér í Stykkishólmi, þar sem það á eignir hér. Lárus Jóhannesson hefir mótmælt umboði Anton Jacob- sen til þess að mæta við sáttagerðina, en requirent hefir með réttarskjali nr. 5 sannað, að maður þessi hafði full- komið umboð frá Tang £ Riis til þess að gera sáttina. Getur yfirlýsing Anton Jakobsen á réttarskjali nr. 4 á eng- an hátt hnekkt því umboði. Samkvæmt framansögðu getur rétturinn eigi neitað um framgang fjárnámsgerðarinnar samkv. hinni framlögðu sáttagerð, gerðri fyrir sáttanefnd Reykjavíkur, af mönnum, sem höfðu fúllt umboð til bess að gera hana. Þá hefir Lárus Jóhannesson krafizt þess, að fjárnám það, sem um er beðið, verði eigi gert fyrr en gert hefir ver- ið fjárnám fyrir hann í eignum firmans Tang á Riis, sem löghald var lagt á 7. og 1í. í. ím. með 10 löghaldsgerðum samkv, dómum í málinu til staðfestingar löghaldsgerðun- um, er gengu 28. f. m. Byggir hann kröfu sína á því, að hann hafi 4. þ. m. í símtali beðið fógetann að framkvæma fjárnám eftir dómunum, en fógetinn færst undan að gera fjárnámið þá og óskað eftir því að fjárnámsgerðirnar yrðu ekki framkvæmdar fyrr en eftir 18. þ. m., þar sem hann vegna embættisanna við undirbúning undir manntalsþing eigi gæti framkvæmt þau fyrr. Kveðst hann hafa fallizt á að bíða með framkvæmd fjárnámanna, en sve hafi hann í gærmorgun frétt, að re- quirentarnir voru búnir að leggja fram beiðni um fjárnám, endurtekið fjárnámsbeiðni sína frá 4, þ. m. með sím- skeyti rjskj. 3. Samkvæmt 3. gr. aðfararlaganna frá %, 1887 skal biðja skriflega um aðför, ef skuldarupphæðin fer fram úr 200 krónum. Verður þvi rétturinn að líta svo á, að fjárnáms- 862 beiðni Lárusar Jóhannessonar í símtali við fógetann geti eigi talizt nægja til þess að beiðni hans skoðist framkomin fyrr en fjárnámsbeiðni requirents. Verður því eigi af þeirri ástæðu fjárnám samkv. dóm- um þeim, er hann hefir, látið ganga á undan hinu um- beðna fjárnámi requirents. Hinsvegar virðist hægt að skoða símskeyti hans, rjskj. 3, sem skriflega fjárnámsbeiðni, er fullnægi kröfum 3. gr. aðfararlaganna. Er sú beiðni hans framkomin kl. 10% f. h. mánudaginn 20. þ. m., en beiðni requirentsins kl. 9 f. h. sama dag. Ber því að líta á það hvort hægt sé að telja, að fjárnámsbeiðni requirents og Lárusar Jóhannessonar séu samtímis framkomnar og hvort þvi sé heimilt samkvæmt norskulaga 1—22—22 að láta fjárnám til fullnustu dóm- um þeim, er Lárus hefir, fram fara á undan fjárnámi til fullnustu sáttar þeirrar, er requirent hefir. Er það að vísu svo, að mjög stutt líður á milli framkomu fjárnámsbeiðn- anna, þar sem eigi er nema um 1% klukkustunda munur á því hvenær þær koma fram. En hinsvegar var fógetarétt- urinn á þeim tíma búinn að taka til meðferðar kröfu re- quirents og byrjað að framkvæma fjárnámsgerð til fulln- ustu henni, þótt þeirri fjárnámsgerð eigi væri komið það langt, að farið væri að leggja fjárnám á nokkrar ákveðnar eignir. Fógetarétturinn verður að lita svo á, að fjárnámsbeiðni sú, er fram kemur eftir að byrjuð er fjárnámsgerð eftir annari fjárnámsbeiðni, verði eigi talin þeirri samtímis framkomin. Verður því samkvæmt þessu eigi tekin til greina krafa Lárusar Jóhannessonar um að fjárnám verði gert til fullnustu dómum þeim, er hann hefir, áður en gert er fjárnám eftir sátt þeirri, er requirent hefir. Einnig verður samkvæmt framansögðu, að vísa á bug þrautavarakröfu Lárusar Jóhannessonar, enda mundi vara- krafa hans um að hans fjárnám gengi á undan fjárnámi requirents verða tekin til greina, ef sami skilningur væri lagður í orðið „samtímis“ eins og hann virðist leggja þar. Þá hefir Lárus Jóhannesson krafizt þess, að lögð væri löggeymsla á þær eignir requirents, er hann hefir áður lagt löghald á fyrir dómkröfum hans, áður en gert yrði fjárnám í þeim fyrir requirent, og hefir hann til stuðnings þeirri kröfu sinni bent á fyrirmæli norskulaga 1—22—24. 863 En þegar af þeirri ástæðu, að dómum þeim, er hann hefir á hendur requirent, hefir eigi verið áfrýjað, verður þessi krafa hans eigi tekin til greina. Föstudaginn 9. dez. 1932. Nr. 91/1932. Lárus Jóhannesson, f. h. Magnúsar Jónssonar (Lárus Jóhannesson) gegn Lárusi Fjeldsted, f. h. Kóbenhavns Handelsbank A/S og Ágúst Þórar- inssyni, f. h. firmans Tang á Riis (Enginn). Aðfarargrundvöllur eigi talinn löglegur, úrskurði og fjárnámsgerð hrundið. Úrskurður fógetaréttar Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu 21. júní 1932: Hin umbeðna fjárnámsgerð á að njóta framgangs. Dómur hæstaréttar. Þegar mál þetta var þingfest hér fyrir dómi, var mætt af hendi beggja aðilja og málinu frestað samkvæmt samkomulagi þeirra til fyrirtöku aftur í nóvembermánuði. En er málið var fyrir tekið af nýju, mætti enginn af hálfu hinna stefndu, og er málið því sótt skriflega samkvæmt 1. tölul. 38. gr. hæstaréttarlaganna og dæmt eftir N. L.1—4-—32 og 2. gr. tilsk. 3. júní 1796. Firmað Tang á Riis var stofnað á öndverðu ári 1919 af fullábyrgum eigendum þess Harald Tang og Árna Riis, báðum búsettum í Kaupmannahöfn. Þar hafði firmað aðalskrifstofu og því nær ein- vörðungu lánsviðskipti sín og lánstraust, en rak 864 verzlun og fiskveiðar í Stykkishólmi, Sandi og við- ar í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu og lítið eitt í Dalasýslu. Og skrásett var það bæði í Kaupmanna- höfn og í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Á ár- inu 1931 var lánstraust firmans í Kaupmannahöfn þorrið, enda vantaði það þá mikið til að eisa fyrir skuldum. Var tilraun gerð til þess að fá lánar- drottna firmans til að gefa eftir um 75% af kröf- um sínum, en tilraunir þessar reyndust árangurs- lausar. Fékk þá Lárus Jóhannesson hæstaréttar- málaflutningsmaður lagt löghald á svo að segja all- ar eignir firmans í Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu dagana 7. og 11. maí þ. á. til tryggingar yms- um kröfum, er hann hafði á firmað sjálfur eða um- bjóðendur hans. Meðal þeirra var Magnús Jónsson, áfrýjandi þessa máls, og voru kyrrsettir þann 11. maí þ. á. nokkrir lausafjármunir, þrir uppskipun- arbátar, einn smábátur, vöruflutningabifreið, pen- ingaskápur og skrifborð, er firmað átti á Sandi, til tryggingar kröfu hans á firmað, að upphæð kr. 2385,23 með 6% ársvöxtum frá 14. marz þ. á. Kyrr- setningu þessari var framfylgt með stefnu, útg. 11. maí þ. á., og var hún staðfest með dómi gestaréttar Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, uppkveðnum 28. s.m. Með simskeyti 12. maí þ. á. báðu eigendur firm- ans Tang á Riis skiptaráðandann í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu um að taka eignir þess þar til gjaldþrotaskipta. Þessari beiðni var synjað með úrskurði skiptaréttarins 14. s. m., og var úrskurð- ur þessi staðfestur að niðurstöðu til með dómi hæstaréttar 19. okt. þ. á. Eftir að synjunarúrskurð- ur þessi var uppkveðinn tók hinn meðstefndi, Köbenhvans Handelsbank A/S, eftir tillögu mál- 865 flutningsmanna sinna hér og í Kaupmannahöfn það ráð, að reyna til að fá grundvöll undir aðför í hinum kyrrsettu eignum firmans í því skyni að geta tekið þær fjárnámi á undan áfrýjanda og öðr- um, sem eins var ástatt um og áður getur, enda má vist telja, að hinar kyrrsettu eignir mundu ekki hafa hrokkið fyrir kröfu bankans, auk heldur meir. Að tilhlutun bankans veittu eigendur firm- ans nú manni einum hér í bænum, sem allsókunn- ugur var högum þess og öllum málavöxtum, um- boð með símskeyti 10. júní þ. á. til þess að mæta f. h. firmans fyrir sáttanefnd Reykjavíkur og undir- sangast þar, f. h. þess, greiðslu á kröfu bankans. Samtímis veitti bankinn, sem þó lýsti jafnframt yfir því, að hann mundi ekki nota rétt sinn sam- kvæmt væntanlegu fjárnámi til sérhagsmuna fyrir sjálfan sig, málflutningsmanni einum hér í bæn- um umboð til að stefna áðurnefndum umboðs- manni firmans fyrir sáttanefnd Reykjavíkur. Sátta- kæra var útgefin 13. júní þ. á. og málið tekið fyrir á fundi sáttanefndar daginn eftir. Gerðist þar svo- felld sátt, að umboðsmaður firmans skuldbindur það il þess að greiða 16. s. m. Köbenhavns Handelsbank A/S d. kr. 150000,00 með 6% árs- vöxtum frá sáttakærudegi og innheimtulaun sam- kvæmt taxta málflutningsmannafélags Íslands. Greiðslustaður var ákveðinn skrifstofa firmans í Stykkishólmi. Að. greiðslufresti þessum liðnum fór umboðs- maður sátthafa til Stykkishólms og skilaði kl. 9 að morgni þess 20. júní þ. á. beiðni um aðför sam- kvæmt sáttinni til tryggingar d. kr. 150000,00 með áðurnefndum vöxtum, auk kr. 4810,00 í innheimtu- laun. Áfrýjandi, sem 4. s. m. hafði munnlega beiðzt 866 aðfarar, sendi fógeta beiðni um aðför samkvæmt sínum dómi 20. s. m. með hraðskeyti, er kom til fógeta kl. 10) árdegis s. d. Hafði fógetarétturinn þá verið settur, en var frestað eftir beiðni áfrýj- anda sem kom fyrir fógetaréttinn, er honum var haldið áfram daginn eftir og mótmælti því að fjár- nám samkvæmt kröfum bankans færi fram áður en fjárnám samkvæmt dómi áfrýjanda yrði gert. Kvað fógeti upp úrskurð samdægurs á þá leið, að fjár- nám samkvæmt kröfu bankans skyldi fram fara. Var svo sama dag gert fjárnám í öllum hinum kyrrsettu eignum, þar á meðal þeim munum, er kyrrsettir höfðu verið 11. mai þ. á. samkvæmt kröfu áfrýjanda, með því að um engar aðrar eignir var raunverulega að tefla, enda hafði firm- að Tang á Riis engar ráðstafanir gert til þess að sáttinni yrði fullnægt með öðrum hætti. Fógetaúrskurðinum frá 21. júní síðastliðnum og eftirfarandi fjárnámsgerð hefir áfrýjandi skotið til hæstaréttar með stefnu, útg. 27. júli þ. á., og krafizt þess, að úrskurðurinn verði úr gildi felld- ur og fjárnámsgerðin ómerkt að því leyti sem hún náði til muna þeirra, sem kyrrsettir höfðu verið til tryggingar kröfu hans og áður getur, og hinir stefndu verði in solidum dæmdir til að greiða hon- um málskostnað fyrir hæstarétti. Áfrýjandi þessa máls byggir ómerkingarkröfu sína á því, að sáttin frá 14. júní þ. á. sé ólögleg, með því að hún sé raunverulega gerð til þess að fara í kringum fyrirmæli þau í lögum, er banna ráðstöfun á kyrrsettum munum, er fara í bág við rétt löghaldshafa. Eins og sést á framansögu, vissi sátthafi, Köbenhavns Handelsbank A/S, að firmað var orðið ógjaldfært, þegar sáttin var gerð, að 867 sátt ólöglega gagnvart áfrýjanda, sem þá hafði eignir þess hér, sem einungis var áformað að taka fjárnámi samkvæmt sáttinni, höfðu verið kyrr- settar, þar á meðal þeir munir, er áfrýjandi hafði látið kyrrsetja til tryggingar kröfu sinni, og að firmað hafði beiðst gjaldþrotaskipta á öllum þess- um eignum. Vegna þessa áforms var farið mjög óvenjulega að um sáttagerð þessa alla. Samið var um varnarþing hér í Reykjavík, þótt eðlilegra hefði verið að gera sáttina í Kaupmannahöfn, á varnarþingi firmans hér á landi. Frestir eru styttri en venja er til. Upphæðin hærri en svo, að nokk- urt viðlit væri til þess, að áfrýjandi mundi fá nokk- uð greitt af löghaldskröfu sinni, ef sátthafi fengi rétt yfir eignum þeim, er áfrýjandi hafði látið kyrr- setja. Gjalddagi er settur aðeins tveimur dögum frá sáttardegi, og greiðslustaður er loks ákveðinn skrifstofa firmans í Stykkishólmi, þar sem vitað var, að eigendur þess yrðu ekki til staðar, er fjár- nám skyldi fram fara, og ekkert yrði annað, sem máli skipti til að benda á en hinir kyrrsettu fjár- munir. Sáttin er tvímælalaust gerð í því skyni, að eigendur firmans ráðstafi óbeinlínis, en þó raun- verulega, hinum kyrrsettu eignum, löghaldshafa til tjóns, en öðrum til hagnaðar, enda þótt firmað ætti nokkur óbundin verðmæti í Kaupmannahöfn. Þegar á allt þetta er litið, þá verður ekki betur séð, en eigendur firmans Tang £ Riis hafi með sáttagerðinni frá 14. júní þ. á., verið vísvitandi að fara í kringum fyrirmæli þau í íslenzkum lögum, er leggja bann við ráðstöfun kyrrsettra muna lög- haldshafa til tjóns, sbr. N. L.1—19—17 og5—3—33. Og þar sem sátthafa voru allar þessar ástæður kunnar, þá verður því fremur að telja margnefnda 868 fengið löghaldsgerð sina staðfesta með dómi, sem ekki hafði þá verið áfrýjað og stóð í fullu gildi. Því gat sáttin ekki orðið löglegur grundvöllur undir aðför í hinum kyrrsettu munum. Verður þess vegna að taka kröfu áfrýjanda til greina og fella hinn áfrýjaða úrskurð úr gildi og ómerkja fjár- námsgerðina gagnvart áfrýjanda. Samkvæmt þessum málsúrslitum þykir rétt að dæma hina stefndu til þess að greiða áfrýjanda málskostnað in solidum fyrir hæstarétti, og er hann ákveðinn kr. 300,00. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera ómerkur og hin áfrýjaða fjárnámsgerð úr gildi felld. Hinir stefndu, Lárus Fjeldsted, f. h. Köben- havns Handelsbank A/S, og Ágúst Þórarinsson, f. h. Tang á Riis, greiði áfrýjanda, Lárusi Jó- hannessyni, f. h. Magnúsar Jónssonar, in solidum kr. 300,00 í málskostnað fyrir hæsta- rétti, að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfryjaða úrskurðar hljóða svo: Hrm. Lárus Jóhannesson hefir mótmælt að hin um- beðna fjárnámsgerð fái framgang. Rétturinn getur eigi litið svo á, að firmað Tang “£ Riis hafi firrt sig heimild til þess að gera sátt eins og þá, sem hér um ræðir, þótt það hafi reynt að ná samningum við lánardrottna sína um eftirgjöf á skuldum eða þótt það hafi óskað eftir því að bú þess yrði tekið til gjaldþrotaskipta hér í Stykkishólmi, en verið synjað um það. Getur að vísu verið, að stjórnendur firmans hafi með sáttagerðinni gerzt brotlegir við lög á þann hátt, að talið yrði að þeir 869 með henni dragi um of taum þess skuldheimtumanns, sem sáttin er gerð við, en samt sem áður virðist ekki á- stæða til að synja um framgang gerðarinnar, þar sem Þeim skuldheimtumönnum, sem telja á sig hallað með sátta- gerðinni er nægilega tryggður réttur, er þeir samkv. 99. gr. gjaldþrotaskiptalaganna geta tryggt sér að fjárnámsgerðin falli niður með því að gera firmað gjaldþrota eða eigend- ur þess. Þá getur rétturinn ekki litið svo á, að skuldareiganda og skuldara hafi brostið heimild til þess að semja um að mál út af skuldinni skuli rekið í Reykjavík og lagt til sátta þar. Það er víst að mál út af skuldinni mátti reka í Stykkishólmi og sýnist þá samkv. ísl. lögum engin senni- leg ástæða fyrir því, að aðiljar eigi geti samið um að reka þau í Reykjavík. Þá hefir Lárus Jóhannesson hrm. mótmælt framgangi gerðarinnar, af því að hún sé eigi byrjuð á heimili eigenda og telur að hún hafi átt að byrja í Danmörku á heimili eig- enda firmans Tang £ Riiss, en þau mótmæli verða eigi tekin til greina, þar sem viðurkennt er, að firmað Tang á Riis á firmavarnarþing í Stykkishólmi, og auk þess má byrja aðför hjá því hér í Stykkishólmi þar sem það á eignir hér, Lárus Jóhannesson hefir mótmælt umboði Anton Jacobsen til þess að mæta við sáttagerðina, en requirent hefir með réltarskjali nr. 5 sannað, að maður þessi hafði fullkomið umboð frá Tang £ Riis til þess að gera sáttina. Getur yfirlýsing Anton Jacobsen á réttarskjali nr. 4 á engan hátt hnekkt því umboði. Samkvæmt framansögðu getur rétturinn eigi neitað um framgang fjárnámsgerðarinnar samkv. hinni Íramlögðu sáttagerð, gerðri fyrir sáttanefnd Reykjavíkur, af mönn- um, sem höfðu fullt umboð til bess að gera hana. Þá hefir Lárus Jóhannesson krafizt þess, að fjárnám það, sem um er beðið, verði eigi gert fyrr en gert hefir verið fjárnám fyrir hann í eignum firmans Tang á Riis, sem löghald var lagt á 7. og 11. f. m. með 10 löghalds- gerðum samkv. dómum 1 málinu til staðfestingar löghalds- gerðunum, er gengu 28. f. m. Byggir hann kröfu sína á því, að hann hafi 4. þ. m. í símtali beðið fógetann að fram- kvæma fjárnám eftir dómunum, en fógetinn færzt undan 870 að gera fjárnámið þá og óskað eftir því að fjárnámsgerð- irnar yrðu ekki framkvæmdar fyrr en eftir 18. þ. m., þar sem hann vegna embættisanna við undirbúning undir manntalsþing eigi gæti framkvæmt þau fyrr. Kveðst hann hafa fallizt á að bíða með framkvæmd fjárnámanna, en Svo hafi hann í gærmorgun frétt að requirentarnir voru búnir að leggja fram beiðni um fjár- nám, endurtekið fjárnámsbeiðni sína frá 4. þ. m. með símskeyti r.skj. 3. Samkvæmt 3. gr. aðfararlaganna frá 4, 1887 skal biðja skriflega um aðför, ef skuldarupphæðin fer fram úr 200 krónum. Verður því rétturinn að lita svo á, að fjárnáms- beiðni Lárusar Jóhannessonar Í símtali við fógetann geti eigi talizt nægja til þess að beiðni hans skoðist framkom- in fyrr en fjárnámsbeiðni requirents. Verður því eigi af þeirri ástæðu fjárnám samkv. dóm- um þeim, er hann hefir látið ganga, á undan hinu um- beðna fjárnámi requirents. Hinsvegar virðist hægt að skoða símskeyti hans, rj.skj. 3, sem skriflega fjárnámsbeiðni, er fullnægi kröfum 3. gr. aðfararlaganna. Er sú beiðni hans fram komin kl. 10% f. h. mánudaginn 20. þ. m. en beiðni requirentsins kl. 9 f. h. sama dag. Ber þá að lita á það, hvort hægt sé að telja að fjárnámsbeiðni requirents og Lárusar Jóhann- essonar séu samtímis fram komnar og hvort því sé heim- ilt samkvæmt norsku laga 1—22—22, að láta fjárnám til fullnustu dómum þeim, er Lárus hefir, fram fara á und- an fjárnámi til fullnustu sáttar þeirrar, er requirent hefir. Er það að vísu svo, að mjög stutt líður á milli fram- komu fjárnámsbeiðnanna, þar sem eigi er nema um 17 klukkustunda munur á því hvenær Þær koma fram. En hinsvegar var fógetarétturinn á þeim tima búinn að taka tíl meðferðar kröfu requirents og byrjað að framkvæma fjárnámsgerð til fullnustu henni, þótt þeirri fjárnámsgerð eigi væri komið það langt, að farið væri að leggja fjár- nám á nokkrar ákveðnar eignir. Fógetarétturinn verður að lita svo á, að fjárnámsbeiðni sú, er fram kemur eftir að byrjað er fjárnámsgerð eftir annari fjárnámsbeiðni, verði eigi talin þeirri samtímis fram komin. Verður því samkvæmt þessu eigi tekin til greina krafa Lárusar Jóhannessonar um að fjárnám verði 871 gert til fullnustu dómum þeim, er hann hefir, áður en gert er fjárnám eftir sátt þeirri, er requirent hefir. Einnig verður samkvæmt framansögðu að vísa á bug þrautavarakröfu Lárusar Jóhannessonar, enda mundi varakrafa hans um að hans fjárnám gengi á undan fjár- námi requirents verða tekin til greina „ef sami skilningur væri lagður í orðið „samtímis“ eins og hann virðist leggja Þar. Þá hefir Lárus Jóhannesson krafizt þess, að lögð væri löggevmsla á þær eignir requirents, er hann hefir áður lagt löghald á, fyrir dómkröfum hans, áður en gert yrði fjárnám Í þeim fyrir requirent, og hefir hann til stuðn- ings þeirri kröfu sinni bent á fyrirmæli norsku laga 1— 22—24. En þegar af þeirri stæðu að dómum þeim, er hann hefir á hendur requirent, hefir eigi verið áfrýjað, verður þessi krafa hans eigi tekin til greina. Fötudaginn 9. dez. 1932. Nr. 158/1932. Valdstjórnin (Bjarni Þ. Johnson) segn Þórmundi Guðmundssyni (Garðar Þorsteinsson). Svifting ökuskirteinis að fullu vegna ítrekaðs ölv- unarbrots. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 5. sept. 1932: Kærði, Þórmundur Guðmundsson, sæti 100 króna sekt til ríkis- sjóðs, og komi einfalt fangelsi í 10 daga í stað sektarinn- ar, verði hún eigi greidd innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Hann skal og æfilangt sviftur leyfi til að stjórna bifreið og greiði allan kostnað sakarinnar. Dómur hæstaréttar. Breytingarnar, sem gerðar voru með lögum nr. 47/1931 á bifreiðalögum nr. 56/1926, snertu ekki 872 3 og 4 málsgr. 5. gr. síðastnefndra laga. Fyrirmæli téðra málsgreina 5. gr. laga nr. 56/1926 verður því enn að takmarka samkvæmt 2. málsgr. 20. gr. á- fengislaga nr. 64/1930. Og gerir það ekki breytingu í þessu efni, þótt textum laga nr. 23/1927 og 47/1931 hafi verið skeytt inn í texta bifreiðalaga nr. 56/1926 og þau verið gefin út af nýju, með innskotunum sem Jös nr. 70/1931. Kæ: „ hefir eins og í hinum áfrýjaða dómi seg- ir, áður sætt dómi fyrir að aka bifreið ölvaður. Nú hefir hann öðru sinni gerzt sekur um akstur bif- reiðar enda þótt hann væri með áhrifum áfengis. Verður samkvæmt 2. málsgr. 20. gr. áfengislaga 64/1930 ekki komizt hjá því að dæma kærða til sektar og til að missa æ' langt ökuleyfi sitt. Það verður því, með þessum athugasemdum, að staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Svo verður og að dæma kærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skip- aðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti 50 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óÓraskaður. Kærði, Þórmundur Guðmundsson, greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar. Þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verj- anda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálaflutn- ingsmannanna Bjarna Þ. Johnson og Garðars Þorsteinssonar, kr. 50 til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. 873 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Þórmundi Guðmundssyni, bifreiðarstjóra, til heimilis að Hverfisgötu 94 hér í bænum, fyrir brot gegn ákvæðum laga nr. 70, 1931, um nótkun bifreiða, og áfengislaga nr. 64, 1930. Málavextir eru þeir sem nú skal greina, sem upplýstz hafa með játningu kærða, sem er í samræmi við annað það, sem fram hefir komið í málinu. Klukkan um 12 á miðnætti aðfaranótt 2. þessa mánað- ar komu tveir menn á Bæjarbílastöðina hér í bænum, þar sem kærði hafði atvinnu við bifreiðaakstur, og báðu þeir kærðan að aka þeim um bæinn. Ók kærði þeim siðan nokkuð um bæinn í bifreiðinni R. E. 703 og síðan heim til annars framangreindra manna, er býr í húsi við Hall- veigarstig hér í bænum, og var klukkan um eitt eftir mið- nætti, er þangað kom. Var þar tekið upp áfengi, og drakk kærður um pela af portvíni þar inni. Klukkan um 2,30 tók kærði bifreiðina, er staðið hafði fyrir utan húsið, og ók mönnum þessum fyrst niður að höfn og síðan upp í Fischersund, þar sem annar þeirra ætlaði úr bilnum. En er þangað kom vildi hann ekki, að því er kærði ber, fara út úr bílnum og dvaldist þeim því alllengi þarna í sund- inu og drakk kærði þá einn snaps af spánarvíni. Klukkan langt gengin í fimm var kærði loks laus við farþegana, og ók hann þá Þifreiðinni niður Fischersund áleiðis út í Aðalstræti, en þar stöðvaði Matthias Guðmundsson lög- regluþjónn hann og flutti á lögreglustöðina. Kærði hefir viðurkennt, að hann hafi fundið á sér við aksturinn eftir að hann neytti vinsins og lögregluþjónninn hefir borið, „að kærði hafi verið sýnilega undir áhrifum áfengis, er hann kom út úr vagninum. Kærði var með dómi þessa réttar, uppkveðnum 6. okt- óber 1930, dæmdur samkvæmt 5. sbr. 14. grein bifreiða- laganna og 20. grein áfengislaganna í 100 kr. sekt og svift- ur ökuleyfi í 6 mánuði fyrir að hafa ekið ölvaður bifreið, en hefir ekki að öðru leyti svo kunnugt sé sætt refsingu. Með verknaði þeim, sem að framan er lýst hefir mætti gerst brotlegur gegn ákvæðum 5. sbr. 14. greinar laga nr. 70, 1931, um notkun bifreiða, og 20. grein áfengislaga nr. 64, 1930, og þykir refsing hans hæfilega ákveðin 100 króna 874 sekt til ríkissjóðs, sem greiðist innan 15 daga, en ella komi í hennar stað einfalt fangelsi í 10 daga. Það verður að svifta hann æfilangt leyfi til að stjórna bifreið og dæma hann til að greiða allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Mánudaginn 12. dezbr. 1932. Nr. 122/1931. Júlíus Bjarnason (Jón Ásbjörnsson) gegn Jóni Þorkelssyni (Sjálfur). Krafa um bætur vegna vanefnda eigi tekin til greina. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 28. maí 1931: Stefnaur, Jón Þorkelsson, greiði stefnandanum, Júlíusi Bjarnasyni, kr. 140,00 með 6% ársvöxtum frá 6. júní 1930 til greiðslu- dags og kr. 60,00 í málskostnað, innan fimmtán daga frá lögbirtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir gert þær kröfur fyrir hæstarétti, aðallega, að hinum áfrýjaða dómi verði þannig breytt, að stefndi verði dæmdur til að greiða hon- um kr. 790,00 með 6% ársvöxtum frá 12. okt. 1929 eða til vara frá 6. júní 1930, en til vara, að stefndi verði dæmdur tl að greiða kr. 508,33, sem sé þær kr. 140,00, sem áfrýjanda voru dæmdar í héraði, og 17%, hluta af þeim kr. 650,00, er metið var hið óunna af verkinu, og hann telur, að hefði komið í sinn hlut í vinnulaun, ef hann hefði innt verkið allt af hendi, ásamt vöxtum sem fyrr segir. Svo krefst áfrýjandi málskostnaðar bæði í héraði og fyrir hæstarétti. 875 Stefndi hefir krafizt þess aðallega, að hann verði með öllu sýknaður af kröfu áfrýjanda, en fil vara, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Svo krefst hann og málskostnaðar fyrir báðum dómum. Með því að stefndi hefir ekki áfrýjað málinu, þá kemur aðalkrafa hans ekki til greina hér fyrir dómi. Áfrýjandi hefir ekki sannað, að hann hafi beðið tjón af riftun samningsins frá 23. júlí 1929, þeim, er í máli þessu greinir. Kröfur hans verða því ekki teknar til greina, að því leyti, sem þær fela í sér tilkall til greiðslu fyrir þann hluta verksins, sem hann hafði ekki af hendi leyst, þegar hann hætti við verkið. Hinsvegar á hann tilkall til greiðslu fyrir þann hluta verksins, sem hann hafði leyst af hendi, þegar hann hætti vinnunni, að svo miklu leyti sem hún var ekki fullgreidd með því, er hann hafði þá fengið hjá stefnda upp í vinnulaunin. Matið á því, sem óunnið var af verkinu, verður að telja miðað við það, að verkið allt kostaði kr. 2350,00, eins og í samningnum 23. júlí 1929 segir, en hinn óunni hluti þess var metinn kr. 650. Sam- kvæmt þessu hefir áfrýjandi átt ólokið sem svarar 650%,,, eða 1%, hluta af verkinu, þegar hann hætti vinnunni, og því á þeim tíma lokið 3%, hlut- um verksins. Fyrir vinnuna hefði honum því að réttri tiltölu borið %%, hlutar af kr. 2350,00 eða kr. 1700,00, en hann hefir fengið greiddar kr. 1560,00 og á því nú ógreiddar kr. 140,00, sem honum voru dæmdar í héraði því, sem sáttakæran, er áfrýjandi höfðaði málið í fyrstu, er út gefin 12. okt. 1929, virðist rétt að dæma honum vexti af upphæð þess- ari frá þeim degi. Það verður því að staðfesta hinn áfryjaða dóm með framantöldum athugasemdum 56 876 og með áðurnefndri breytingu á ákvæði hans um vaxtagreiðsluna. Eftir atvikum þykir rétt að láta málskostnað fyrir hæstarétti falla niður. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður, þó svo, að stefndi greiði áfrýjanda vexti af hinni dæmdu upphæð frá 12. okt. 1929. Málskostnaður fyrir hæstarétti falli niður. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er eftir árangurslausa sáttaumleitun höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 7. nóv. 1929, af Júlíusi Bjarnasyni trésmið hér í bæ gegn Jóni Þorkels- syni, Njálsgötu 79 hér í bænum, til greiðslu skuldar að upphæð kr. 1490,00 með 6% ársvöxtum frá sáttakærudegi, 13. okt. 1929, til greiðsludags og málskostnaðar að skað- lausu. Tildrög málsins eru þau, að með samningi, dags. 25. júlí 1929, sem lagður hefir verið fram í eftirriti, tók stefn- andi að sér að leggja fram trésmíðavinnu við hús það, sem stefndur hafði þá í smiðum hér í bænum, og er í samningnum nánar tekið til hvaða verk stefnandi hafi átt að inna af hendi við húsið, og verkkaupið ákveðið kr. 2350,00. Skyldi verkinu lokið á ca. 2 mánuðum og verk- kaupið greiðast með kr. 260,00 vikulega og stefndur sjá um, að efni væri ávallt til staðar er þess þyrfti með, þann- ig að á því stæði ekki. Nú kveður stefnandi, að stefndur hafi í ýmsu vanefnt umræddan samning, bæði hafi oft staðið á efni hjá hon- um, þannig að menn sínir hafi verið verklausir af þess- um ástæðum, svo hafi og þegar frá byrjun gengið treg- lega að fá greiðslur hjá s:efnda, og loks hafi hann alveg 871 neitað að borga, er hann hafi verið krafinn um greiðslu fyrir vikuna 16.—23. sept. 1929. Kveðst stefnandi Þrátt fyrir þetta þó enn hafa unnið eina viku að verkinu en síðan hætt, þegar hann hafi heldur ekki fengið greiðslu fyrir hana, og stefndur hafi ekki, er hér vor komið, Þrátt fyrir áskorun þar um sett tryggingu fyrir greiðslu eftir- stöðva verkkaupsins, að verkinu loknu, en bær hafi num- ið kr. 790,00. Hefir stefnandi í byrjun málssóknarinnar byggt kröfur sínar á þeim grundvelli, að hann hafi þegar hann hætti við verkið átt hjá stefndum fyrir tveggja vikna vinnu kr. 520,00, en við það bætist atvinnutjón, er stefndandi tel- ur sig hafa orðið fyrir og skaðabætur, er hann kveður sig hafa orðið að greiða starfsmönnum sínum hvorutveggja vegna vanefnda stefnds, og hefir hann áætlað tjón sitt af Þessum ástæðum kr. 970,00 og kemur framangreind stefnukrafa hans, kr. 1490,00, þannig fram. En með fram- haldssök höfðaðri með utanréttarstefnu, dags. 11. júní f. á, hefir stefnandi fallið frá framangreindum köfum, en krafizt þess í staðinn, að stefndur verði dæmdur til þess að greiða honum það, sem eftir stóð ógreitt af verkkaup- inu, er hann hætti eða kr. 790,00 með 6% ársvöxtum frá sáttakærudegi framhaldssakar, 6. júní 1930 til greiðslu- dags, svo og málskostnað. Reisir stefnandi kröfur sínar í framhaldssökinni á þeim grundvelli, að umræddur samn- ingur sé verksamningur, en framangreindar vanefndir stefnds á honum hafi verið svo verulegar, að hann hafi haft heimild til þess að rifta samningnum, hætta verkinu, og þar sem það sé þannig stefnds sök, að því hafi ekki verið að fullu lokið, telur hann sig eiga heimtingu á eftir- stöðvum verkkaupsins eins og verkið hefði verið að fullu af hendi innt. Stefndur hefir mótmælt kröfum stefnanda og haldið því fram, að hann hafi í engu vanefnt áðurgreindan samn- ing. Staðhæfir hann, að svo hafi verið munnlega um sam- ið, að stefnandi skyldi alltaf segja til fyrirfram Þegar hann þyrfti efnis með, svo að hægt væri að útvega það í tæka tíð. Ef staðið hafi á efni hjá sér, kveður stefndur, að það hafi þá eingöngu stafað af því, að stefnandi hafi brugðizt þessari sjálfsögðu samningsskyldu sinni. Þá held. ur stefndur því fram, að þó í samningnum sé tiltekið, að 878 kaupið skyldi greiðast með ákveðinni upphæð viku- lega, þá hafi að sjálfsögðu verið undirskilið, að verkið gengi sæmilega, og kveður hann, að neitun sín gegn greiðslu kaupsins fyrir áðurgreindar tvær vikur Kat byggzt á því að um alllangan tíma hafi verkinu miðað harla litið hjá stefnanda, svo að sér hafi litizt svo, að það yrði fyrirframgreiðsla, ef hann greiddi meira að sinni, en það hafi alls ekki verið ætlunin þrátt fyrir orðalag samn- ingsins, að stefnandi ætti heimtingu á greiðslu fyrirfram. Hefir stefndur undir rekstri málsins fengið tvo menn út- nefnda til þess að meta hvers virði verk það hafi ver- ið, er stefnandi hafi átt óunnið, er hann hætti, af því, er hann tók að sér með áðurgreindum samningi og hafa matsmennirnir komizt að þeirri niðurstöðu við matið, er báðum aðiljum var gefinn kostur á að vera við, sam- kvæmt matsgerð, dags. 7. nóv. 1929, er fram hefir verið lögð, að verk þetta muni hæfilega metið á kr. 650,00. Hefir matsgerð þessi verið staðfest fyrir rétti af báðum mats- mönnunum, og telur stefndur, að það séu þannig aðeins kr. 140,00, sem stefnandi hafi verið búinn að vinna fyrir fram yfir það, sem hann hafi fengið goldið, en á móti þessari upphæð komi bætur fyrir margvíslegt tjón, er stefndur kveðst hafa beðið vegna þess, að stefnandi lauk ekki verkinu og hefir stefndur á þessum grundvelli að- allega krafizt sýknu af öllum kröfum stefnanda og máls- kostnaðar hjá honum með kr. 170,00, en til vara, að hann verði aðeins dæmdur til þess að greiða áðurgreindar kr. 140,00 og falli málskostnaður þá niður. Málflutningur aðiljanna hér fyrir réttinum hefir nú að- allega snúizt um það, að leitast við að upplýsa, að þeir hvor fyrir sig hafi staðið við umræddan samning af sinni hálfu, en hinsvegar hafi gagnaðilinn vanefnt hann, en eins og málið horfir við virðist þessi atriði ekki hafa áhrif á úr- slit þess. Það verður að teljast alveg ótvirætt að margum- ræddur samningur sé verksamningur og lítur rétturinn þá svo á, að stefndum beri ekki að greiða fyrir verk það, sem stefnandi hefir átt óunnið þegar hann hætti, eða með öðr- um orðum að stefnandi eigi aðeins heimtingu á að fá greitt hlutfallslega af verkkaupinu miðað við það hve verkinu var langt komið, jafnvel þó það hefði verið stefnds sök, að því varð ekki haldið áfram af stefnanda, en í því til- 879 felli ætti stefnandi einnig heimtingu á bótum sérstak- lega fyrir tjón það, er hann þá hefði beðið vegna van- efnda stefnda. En nú hefir hvorugur aðiljanna sannað gegn mótmælum hins, að hafa beðið nokkurt tjón vegna þess, að verksamningurinn var ekki haldinn og skiptir því ekki máli í þessu falli að skera úr um það, hvor aðiljanna hafi átt sök á samningsslitunum, heldur ber eingöngu að byggja úrslit máls þessa á því hve langt verkinu og greiðslunum eftir verksamningnum var komið, er hætt var. Og þar sem áðurgreindri matsgerð hefir í engu verið hnekkt, þykir verða að leggja hana til grundvallar um Það, hve mikið verk stefnandi hefir átt óunnið þegar hann hætti og hefir hann þá, eins og stefndur heldur fram, ver- ið búinn að vinna fyrir kr. 140,00 fram yfir það, sem hann hefir áður fengið greitt, og verða úrslit málsins þá samkvæmt framansögðu þau, að stefndur verður aðeins dæmdur til þess að greiða þá upphæð með vöxtum eins og krafizt hefir verið, þar eð vaxtahæðinni hefir ekki ver- ið mótmælt sérstaklega. Svo þykir og eftir öllum mála- vöxtum rétt, að stefndur greiði stefnandanum kr. 60,00 í málskostnað. Vegna embættisanna hefir dómur eigi verið kveðinn upp í máli þessu fyrr en nú. Mánudaginn 19. dez. 1932. Nr. 182/1932. Réttvísin (Lárus Fjeldsted) gegn Carsten Behrens (Pétur Magnússon) og Magnúsi Guðmundssyni (Jón Ásbjörnsson). Sýknun. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 9. nóv. 1932: Ákærður, Carsten Behrens, sæti fangelsi við venjulegt fangaviður- væri í 45 daga og skal auk þess sviftur rétti til að reka eða 880 stjórna verzlun eða atvinnufyrirtæki í næstu 6 ár frá uppsögn dóms þessa. Ákærður, Magnús Guðmundsson, sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 15 daga. Ákærður, Niels Manscher, skal vera sýkn af ákæru rétt- vísinnar í málinu. Ákærðir, C. Behrens, og Magnús Guðmundsson, greiði annar fyrir báða og báðir fyrir annan allan kostnað sak- arinnar. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. I. Ákærði Carsten Behrens. Þegar ákærði Behrens, hóf sjálfstæða verzlunar- starfsemi laust fyrir áramótin 1925—"'26, skuldaði hann fyrrverandi húsbónda sínum, GC. Höepfner A/S um kr. 14000,00. Ákærði var þá eignalaus, en firma þetta skuldbatt sig með samningi til þess að veita honum lánstraust, upphaflega um allt að d. krónum 20,000,00 en síðar var það hækkað í kr. d. 35,000,00. Árið 1926 virðist verzlun ákærða hafa gengið fremur vel, því að í lok þess árs eru skuldir hans umfram eignir, samkvæmt skýrslu endurskoð- enda, eigi nema kr. 6001,07, en í árslok 1928 eru hreinar skuldir aftur orðnar kr. 14,852,72. Þessi ár hafði ákærði jafnframt ýms störf á hendi fyrir Höepfner. Hann veitti viðtöku peningum frá úti- búum Höepfners hér á landi, annaðist umsjón og sölu fasteigna hans hér í bæ. Af fé því, sem ákærði tók þannig við, er hann haustið 1929 talinn hafa notað í sinar þarfir og í heimildarleysi yfir kr. 50,000,00. Þetta ár í októbermánuði sendi Höepfner hingað umboðsmann sinn, H. Tofte fyrrv. banka- stjóra, til að innheimta skuld þessa. Sneri ákærði sér þá til þáverandi hæstaréttarmálaflutnings- 881 manns, Magnúsar Guðmundssonar, um aðstoð til samningagerðar við Tofte. Lét ákærði þá að tilhlut- un Magnúsar endurskoðunarfirmað N. Manscher á Björn Árnason gera efnahagsreikning sinn pr. ?%, 1929. Var efnahagurinn gerður eftir bókum ákærða, og var þannig: Vörubirgðir ............00.0.0..- — Innanstokksmunir ......0.....0... - Fasteign í Hafnarfirði .......... — FI a Sjóður .....cce.eennnennee eee kr. Skuldunautar .......0.00.00000.... a 6041,22 42261,52 35118,42 1458,15 8500,00 „ 93379,31 Skuldir: .C. Höepfner ......000. 0... kr. . Aðrir lánardr. .........0.00..... a 3. Mismunur á umboðsreikningi ... — á. Ættingjaskuldir ................ — BS 68148,19 27209,10 300,70 23489,33 Kr. 119147,92 Skuldir umfram eignir því ........ kr. Auk þess var ákærði skuldaður um útsvör til bæjarsjóðs Reykjavík- ur, sem bækur hans sýndu ekki og hann telur vafakröfu ............. — og skuld til Det kongelige oktroyerede Brandassurancekompagni, sem hann telur þá munu hafa numið um kr. 1500, en upplýsingar vantar að öðru leyti um 2... — Og yrði þá útkoman kr. Hins vegar átti ákærði lifsábyrgð, 25768,61 4466,75 1500,00 31735,36 882 sem bækur hans sýndu ekki og reynd- ISK NATÓ! sans ngadat ingar — 3400,00 Og með frádrætti þessarar upphæð- ar verður útkoman, skuldir fram yfir eignir, þá .........0....0.0 0... kr. 28335,36 Einnig hafði ákærði greitt d. kr. 5000,00 fyrir Höepfner, sem hann hafði misst kvittun fyrir, og voru skuldir hans því oftaldar um þessa upphæð, eða íslenzkar ............ 6085,00 Og verður þá útkoman kr. 22250,36 Af skuldum voru loks kr. 23489,93 til móður á- kærða, dóttur og bróður. Hafði hann fengið pen- ingalán hjá þessum skyldmennum sínum og auk þess hafði bróðir hans léð honum verðbréf að handveði til tryggingar skuld við firmað Bruhn á Baastrup, og er sú skuld innifalin í áðurnefndum ættingjaskuldum. Ákærði hefir skýrt frá því að þessi nákomnu skyldmenni hans hafi veitt hon- um þessar upphæðir og veð til hjálpar honum, og að treysta mætti því, að þau mundu ekki krefja hann, nema hann gæti áður fullnægt öllum öðrum lánardrottnum sínum. Telur hann því, að þessar kr. 23489,93 hafi verið óhætt að draga frá skuldum sínum í þessu sambandi, og ætti hann að þeim frá- dregnum þá reikningslega að hafa átt kr. 1239,57 fram yfir skuldir. Þessi skýrsla ákærða um ættingjaskuldirnar er sennileg, enda hefir annað, sem fram er komið í málinu, styrkt hana. Og virðist ákærði því ekki hafa þurft að taka tillit til þessara skulda, þegar hann gerði ráðstafanir þær, sem í samningnum frá 7. nóv. 1929 greinir. 883 Í júnímánuði 1929 hafði ákærði gert samning um að makaskipta fasteign sinni í Hafnarfirði fyr- ir húseignina Lindargötu 14 í Reykjavík, sem sett var á 60000,00 móti Hafnarfjarðareigninni á kr. 10000,00. Veðskuldir á Lindargötu 14 voru kr. 50000,00, en af Hafnarfjarðareigninni leysti ákærð- ur áhvilandi veðskuld. Afsöl voru gefin út um ára- mótin 1929—1930. Reykjavíkureignin var að vísu ekki nema kr. 28800,00 að fasteignamati, en af því mati er ekki unnt að leiða neinar ábyggilegar á- lyktanir um verð hennar í kaupi og sölum, er skipt geti máli um sekt eða sýknu ákærða í þessu sambandi. Hrein eign ákærða í Lindargötu 14 var reikningslega kr. 8500,00, ef Hafnarfjarðareignin er talin kr. 8500,00, eins og gert er í efnahagsreikn- ingnum pr. ?54, 1929. Óg gerir það þá enga breyt- ingu, þótt Lindargötueignin sé sett inn í efna- haginn. Það setur ekki heldur ráðið neinum úrslit- um, þótt eignin á Lindargötu 14 seldist undir kr. 60000,00 nær þvi ári síðar. Það er og upplýst, að þessi eign gaf kr. 600,00 á mánuði í leigu og mátti sú leiga teljast gefa sóða vexti af 58500,00 krón- um. Áðurnefndur umboðsmaður Höepfners virðist hafa verið mjög kröfuharður, einkum í upphafi, eftir því sem frá er skýrt í málinu, og hótaði á- kærða málssókn, kæru og gjaldþroti, ef því yrði að skipta, sakir hinnar óheimilu notkunar ákærða á fé Höepfner, sem áður getur. Þess vegna var sá kost- ur tekinn 7. nóv. 1929, að ákærði framseldi Höepfner útistandandi skuldir fyrir 22.00.0000... kr. 19164,35 og vörur fyrir ............0....... — 27836,33 eða samtals kr. 47000,68 884 Skuldirnar voru felldar niður úr nafnverði fyrir vanhöldum og vænt- anlegum innheimtukostnaði um ... — 2000,68 Svo að framselt var nettó fyrir .. — 45000,00 En auk þess var bætt við skuld á- kærða til Höepfners vöxtum ...... — 1840,00 og ferðakostnaði Tofte ............ —- 1660,00 Hér frá dragast þó ofreiknaðar .. kr. 480,00 Svo að þessi viðbót verður nettó .. kr. 3020,00 Hinsvegar voru kr. 6000,00 niður felldar af skuld- inni. En fyrir eftirstöðvum allrar skuldarinnar, þeirrar, sem rót sina átti að rekja til meðferðar á- kærða á vörzlufénu, sem fyrr segir, ásamt fram- annefndum frádrætti og viðbótum, gaf ákærði út skuldabréf, að upphæð kr. 5805,69, eftir því sem upplýst er, en bréfs þessa hefir ekki verið aflað til afnota í málinu, en upplýst er, að skuld þessi hafi átt að standa afborgunarlaus næstu tvö ár og að ákærði þyrfti yfir höfuð ekki að greiða hana nema hann gæti, enda greiddi hann, samkvæmt loforði sinu, víxilkröfur þær, sem Höepfner hafði þá á hann, á gjalddaga. Af þessum kröfum virðast d. kr. 583,02 ekki hafa greiðst. Loks átti ákærði að senda hinar afhentu vörur héðan til Akureyrar á sinn kostnað. Sá kostnaður reyndist nema kr. 1540,00. Efnahagur ákærða eftir ráðstöfun hans 7. nóv. 1929 virðist, þegar efnahagsreikningurinn ?%, 1929 með áðurnefndum viðaukum og breytingum er lagður til grundvallar, og að frátöldum ætt- ingjaskuldunum, verða sem hér segir: 885 Eignir: 1. Sjóður „cn kr. 6041,22 2. Skuldunautar .................. — 23097,17 3. Vörubirgðir .................... — 7282,09 4. Innanstokksmunir .............. —— 1458,15 5. Fasteign ...........0..000.... -— 8500,00 6. Lifsábyrgð ..................... gg 3400,00 Kr. 49778,63 Skuldir: 1. Skuld við Höepfner ............ kr. 68148,19 — Ofreiknuðum ....... kr. 480,00 Greiðslu 7%4 „ 1929 nettó —- 45000,00 Eftirgefnum ........ — 6000,00 Áður greiddar ...... — 6085,00 = ———- — 57565,00 Kr. 10583,19 En hér við bætist: Vextir ............. kr. 1840,00 Ferðakostnaður .... — 1660,00 ———————- kr. 3500,00 Kr. 14083,19 2. Aðrir lánardrottnar ............. — 27209,10 3. Mismunur á umboðsreikningi .... — 300,70 4. Sendingarkostnaður varanna .... — 1540,00 5. Útsvarsskuld og D. kgl. oktr. ... — 5966,75 Kr. 49099,74 Mismunur, eignir, reikningslega hærri eð skildir „isss kr. 678,89 Hér við er athugandi, að ákærði mátti gera ráð fyrir því sem líklegu, að hann losnaði við skulda- bréfskröfuna, kr. 5805,60. Hinsvegar mátti hann 886 gera ráð fyrir því, að útistandandi skuldir hans reyndust ekki nafnverðs sins virði og samantaldar eitthvað lakari en sá hluti þeirra, sem hann fram- seldi Höpfner. Og gat hann því varla talið sig eiga fullkomlega fyrir skuldum eftir ráðstöfunina 7. nóv. 1929, nema hann losnaði við áðurnefnda skuldabréfskröfu. -Ákærði hefir haldið því fram, að hann hafi þá haft ýms góð verzlunarsambönd önnur en Höpfner, enda hafi það samband ekki verið honum að öllu hentugt, og að hann hafi haft í hyggju að setja upp arðberandi atvinnurekstur í hinu nýkeypta húsi sínu. Hafi hann því gert sér vonir um, að geta hald- ið áfram verzlun sinni og að hann gæti unnið sig upp. Það er ekkert komið fram um það, að aðrir lánardrottnar hans hafi gengið að honum eða haft ástæðu til þess, þegar hér var komið. Ennfremur er á það að líta, að ráðunautur hans, Magnús Guð- mundsson, taldi honum óhætt að gera áður nefnda ráðstöfun og réð honum til þess til að firra hann málssókn og kæru af hálfu Höpfners, og að N. Manscher, sem og sætti málshöfðun vegna afskipta sinna af þessu máli, en var sýknaður í héraði, hafði einnig samkvæmt skýrslu sinni fyrir lögreglurétti 1. okt. þ. á., talið samninginn 7. nóv. 1929 eins og hann varð að lokum, ekki skaða hina lánardrottna ákærða. Þegar alls þessa er gætt, þá virðist ekki ástæða til að líta svo á, að ákærði hafi séð fyrir eða hlotið að sjá fyrir yfirvofandi gjaldþrot hjá sér, þegar cignayfirfærslan 7. nóv. 1929 hafði farið fram. Og verður því ekki talið, að hann hafi með henni gerzt brotlegur við 263 gr. hegningarlaganna. Vonir ákærða framannefndar rættust ekki. Hann 887 kom ekki fyrirætlunum sínum í framkvæmd og vann ekki upp verzlun sína. Þar til kom, að ýmsir skuldunautar hans brugðust honum nálægt ára- mótum 1929—-1930, og missti hann þess vegna láns- traust það, er hann hafði hér í banka. Vörur sínar kveður hann hafa spillzt af vatni, sem í vöru- geymslu hans komst. Um áramótin síðustu taldi hann því hag sinum svo komið, að hann yrði að segja upp starfsfólki sínu með 3 mánaða fyrirvara. Og má þá ætla, að honum hafi þá fyrst orðið það ljóst, að gjaldþrot væri í nánd, ef ekki yrði samn- ingum við komið. — Vörupantanir og skulda- greiðslur til áramóta 1929—1930 verða samkvæmt Íramansögðu ekki taldar ákærða til refsingar. Það er ekki sannað, að ákærði hafi pantað vörur eftir 1. jan. 1930, en víxilkröfur, sem viðskiptamenn hans höfðu á hendur honum, eða kröfur, sem stóðu í sambandi við vörumóttöku, hefir hann greitt eft- ir þennan tíma, samtals kr. 2865,09. Þar af eru kr. 2005,09 greiddar frá 7.—-20. jan., kr. 600,00 í febr. cg loks kr. 260,00 í maí 1930. Um þessar greiðslur hafa ekki verið fengnar neinar upplýsingar, hvort þær hafi verið fyrir vörur, sem ákærði fékk þá fyrst í hendur, þegar greiðslur fóru fram, eða fyrir vörur, sem hann hafði áður fengið í hendur sínar. Þar sem svo langt er un liðið, þykja litlar líkur til þess, að frekari rannsókn á þessum atriðum muni koma að haldi, enda eru þessi atriði ekki stórvægi- leg. Það verður samkvæmt því, er nú var sagt, ekki talið sannað, að ákærði hafi með greiðslum þess- um gert sig sekan í refsiverðum. verknaði. Það er upplýst í málinu hér fyrir dómi, að ákærði tók í dezbr. 1929 út úr sparisjóðsbók þeirri, er í hinum áfrýjaða dómi getur, kr. 2500,00, og afgang- 888 inn að undanskildum 2 krónum, í janúar 1930. Það er ekki upplýst í málinu, hvort ákærði hefir notað þessa fjárhæð til greiðslu á vörum eða verzlunar- kostnaði eða til einkaneytslu, og verður hann þeg- ar af þessari ástæðu ekki dæmdur til refsingar sak- ir þessa atriðis. Eins og tekið er fram í hinum áfrýjaða dómi, er það ekki sannað, að ákærði hafi komið eignum sínum undan gjaldþrotaskiptum og einnig verður að fallast á það, að bókhald ákærða hafi ekki ver- ið þannig, að hann verði dæmdur til hegningar þess vegna. Þá verður ákærði loks ekki látinn sæta refsingu eftir ákvæðum hegningarlaganna fyrir það, að hann sneri sér til málflutningsmanns sins, eftir að hann sá, hvernig komið var, með beiðni um það, að málflutningsmaðurinn reyndi að komast að samningum fyrir hans hönd við lánardrottna hans, í stað þess að framselja bú sitt þegar til gjaldþrota- skipta, með því að ekki er sannað, að ákærði hafi gert þetta í sviksamlegum tilgangi, enda var hverj- um lánardrottni hans að lögum jafnheimilt að krefjast gjaldþrotameðferðar á búi hans eftir sem áður. II. Ákærði Magnús Guðmundsson. Eins og áður segir, leitaði Behrens til ákærða, Magnúsar Guðmundssonar, sér til ráðuneytis og aðstoðar við samningana við Tofte í október og nóvember 1929. Taldi ákærði verk sitt fólgað í því, að leiðbeina Behrens, draga úr kröfum Totte svo sem unnt væri og færa samninginn í stilinn. En það tók ákærði skýlaust fram, að svo yrði að ganga frá því máli, að Behrens hleypti sér ekki í neitt, sem 889 talizt gæti óheiðarlegt eða refsivert. Ákærði hefir kannazt við það, að hann hafi ráðið Behrens til þess að ganga að samningnum 7. nóv. 1929, eins og hann varð að lokum, enda hafi hann eftir skýrsl- um Behrens og því, sem fyrir honum lá, talið Beh- rens eiga fyrir skuldum eftir eignayfirfærsluna 7. nóv. 1929, þegar ekki væri tillit tekið til ættingja- skuldanna, en það verður ekki talið ákærða til á- fellis þótt hann tæki þær frá, samkvæmt þvi, sem áður er sagt í I. kafla. Efnahagur Behrens er, eftir því sem ákærði mátti lita á hann ?%, 1929, þannig: Eignir samtals ..........2.......... kr. 93379,31 Skuldir samtals, kr. 119147,92 (— ætt- ingjaskuldum kr. 23489,93 -- óreikn- uðum greiddum ísl. kr. 6085,00 — kr. 29574,93) 22.00.0000 — 89572,99 Og verða þá reikningslega meiri en skuldir ...........0000 00... kr. 3806,32 Ákærða var ókunnugt um skuld Behrens við bæjarsjóð Reykjavíkur og Det kongel. Brandas- surancekompagni, svo og um lifsábyrgð Behrens. Og koma þessar upphæðir því ekki til greina hér. Ákærða var þar á móti kunnugt um makaskipta- samninginn um húseignirnar, en það skiptir hér ekki máli fremur en um Behrens. Um útistandandi skuldir Behrens segir ákærði, að Behrens hafi sagt, að ekki mætti líta á þær sem venjulegar verzlun- arskuldir, þar sem verzlun hans væri svo ung. Þær væru betri, en þenna eignalið segist ákærði ekki hafa rannsakað sérstaklega. Er ekkert fram kom- ið, er hnekki þessari skýrslu ákærða. Eftir eignayfirfærsluna 7. nóv. 1929 lítur efna- 890 hagur Behrens þannig út, byggt á efnahagsreikn- ignum ?84, 1929 og með breytingum, sem á urðu %4, 1929. Eignir samtals ........000000.00... kr. 93379,31 = framseldum vörum og skuldum —- #47000,68 Tn Kr. 46378,63 Skuldir: 1. Höepfner, þar í reiknuð afföll á hinum afhentu kröfum, og við- bættum vöxtum og ferðakostnaði Tofte 20... kr. 14083,19 2. Aðrir lánardrottnar ............ — 27209,10 3. Mismunur á umboðsreikningi .. — 300,70 LA Kr. 41592,99 Og verða þá eignir reikningslega hærri en skuldir .................. — 4785,64 Sendingarkostnaður varanna, er Behrens átti að greiða, er þó ekki hér talinn, vegna þess, að hann getur ekki hafa verið ákveðinn þegar 7. nóv. 1929, en þessi liður gat ekki frá sjónarmiði ákærða gert nokkurn úrslitamun í þessu sambandi. En ef send- ingarkostnaðurinn er meðtalinn. þá verða eignir fram yfir skuldir reikningslega kr. 3245,64. Eftir ráðstöfunina 7%4, 1929 átti Behrens úti- standandi skuldir að nafnverði kr. 23097,17 Ekki mátti gera ráð fyrir þeim affallalausum, enda hafði Höepfner yfirleitt fengið góðar kröfur, en eigi hafði ákærði ákveðið þær, þótt hann sæi lista yfir þær, heldur Behrens sjálfur með Tofte. Það er auðvitað álitamál, hversu mikið hafi verið hæfilegt að gera fyrir afföllum á skuldum þessum, þegar metá skyldi efnahag Behrens, en eftir framannefndri út- komu átti hann nægilega til afskriftar 14% af þeim. 891 Einnig fékk Höepfner yfirleitt góðar vörur hjá Behrens, en ekki hafði ákærði afskipti af því, hvaða vörur voru teknar frá í þessu skyni. En allar voru vörur Behrens taldar með kostnaðarverði í efnahagsreikningnum, svo að ákærði gat naumast búizt við miklum afföllum á þeim vörum, sem eftir urðu, ef þær yrðu seldar með venjulegum hætti, en ákærði hafði þá ekki ástæðu til að gera ráð fyrir öðru. Þá hafði ákærði ástæðu til að ætla, að Behrens mundi losna við greiðslu 5805,69 króna skulda- bréfskröfunnar til Höefpners, og að efnahagur hans gæti því batnað sem þessari upphæð næmi. Þegar nú alls þessa er gætt og ennfremur þeirra upplýsinga, sem Behrens gaf ákærða um verzlun- arsambönd sín og framtiðarfyrirætlanir, og að Behrens losnaði með samningnum 7%, 1929 við skuld, sem ekki mátti standa og svo var tilkomin sem fyrr segir, og að ákærði mátti ætla, eftir því, sem fram var komið, að litið af öðrum kröfum á Behrens væri þá fallið í gjalddaga, þá verður ekki álitið, að ákærði hafi með mati sínu á efnahag Behrens og ráðleggingu sinni til hans gert sig sek- an í nokkrum refsiverðum verknaði, enda verður engan veginn álitið, að ákærði hafi þá, eftir því sem fyrir honum lá, séð eða hlotið að sjá yfirvofandi gjaldþrot hjá Behrens. Það verður því að sýkna ákærðan, Magnús Guð- mundsson, af kæru um hlutdeild í brotum sam- kvæmt 263. gr. hegningarlaganna í sambandi við samningagerðina 7“, 1929. Það er ekki nákvæmlega upplýst í málinu, hve- nær Behrens kom til ákærða með beiðni um aðstoð hans við samningagerðir við lánardrottna Behrens. 57 892 Verjandi ákærða hélt því eindregið fram fyrir hæstarétti, að ákærði hefði þegar í stað látið Behrens vita, að ekkert yrði gert í þessu efni fyrr en efnahagsreikningurinn væri fenginn, og yrði Behrens þá að útvega hann. En efnahagsreikning- vrinn kom ekki fyrr frá endurskoðunarskrifstof- unni en 21. maí 1930. Þótt því svo kynni að vera, að Behrens hafi komið til ákærða áður en rifting- arfrestur á ráðstöfuninni 7/11 1929 var liðinn, þá eru engar sönnur komnar fram um það, að á- kærði hafi orðið þess valdur, að efnahagsreikning- urinn kom ekki fyrr en að þeim fresti liðnum. Og ekki er það heldur sannað, að ákærði hafi á nokk- urn hátt varnað lánardrottnum Behrens að krefj- ast gjaldþrotameðferðar á búi Behrens, meðan þessi frestur var að líða. Það ber þvi þegar af þessum ástæðum að sýkna ákærðan, Magnús Guð- mundsson, af kæru réttvísinnar út af þessu atriði. Eftir þessum úrslitum verður að sýkna báða hina áhærðu af greiðslu sakarkostnaðar, og verður því að greiða hann úr ríkissjóði, þar á meðal málflutn- ingslaun til skipaðs sækjanda fyrir hæstarétti, 400 kr. og til verjenda hinna ákærðu 300 kr. til hvors. Rannsókn málsins er í einstökum atriðum ábóta- vant, og er þess getið hér að framan, þar sem á- stæða hefir þótt til, og um sum atriði hafa komið fram nokkrar nýjar upplýsingar af hendi mál- flytjenda. Héraðsdómarinn hefir gert grein fyrir drætti þeim, sem orðið hefir á rannsókn málsins hjá hon- um, svo að ekki þykir hann þess vegna átöluverður. 893 Því dæmist rétt vera: Hinir ákærðu, Carsten Behrens og Magnús Guðmundsson, eiga að vera sýknir af kærum réttvísinnar í máli þessu. Sakarkostnaður all- ur, bæði í héraði og fyrir hæstarétti, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningslaun sækjanda fyrir hæstarétti, Lárusar Fjeldsted hæstaréttarmálaflutningsmanns, kr. 400,00 og verjenda hinna ákærðu, hæstaréttarmálaflutn- ingsmannanna Péturs Magnússonar og Jóns Ásbjörnssonar, kr. 300,00 til hvors. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af réttvísinnar hálfu gegn Carsten Behrens, fyrrverandi kaupmanni, til heimilis Hafnar- stræti 8, Magnúsi Guðmundssyni, dómsmálaráðherra, til heimilis að Fjólugötu 2, og Niels Manscher endurskoðun- arforstjóra, til heimilis Þórshamri, fyrir meint brot gegn ákvæðum 26. kapítula almennra hegningarlaga frá 25. júní 1869, sbr. lög nr. 53 frá 11. júlí 1911 um bókhald, og lög nr. 25 frá 14. júní 1929 um gjaldþrotaskipti. Málavextir eru þeir sem nú skal greina: Þau eru tildrög máls þessa, að ákærður, Carsten Beh- rens, var verzlunarstjóri við Höepfnersverzlun hér í bæn- um fram til ársins 1925 að þeirri verzlun var hætt. Kveðst ákærður þá engar eignir hafa átt, en skuldað Höepfners- verzlun um 14000,00. — Varð það að samkomulagi milli hlutafélagsins Carl Höepfner í Kaupmannahöfn og ákærðs, C. Behrens, að firmað lánaði honum vörur, til þess að hann gæti stofnað og rekið heildverzlun hér. Fyrst var svo um samið að þessi vöruskuld ákærðs, C. Behrens, við firm- að, mætti á hverjum tima vera mest danskar kr. 20,000,00, en síðar var þetta hækkað upp í danskar krónur 35,000,00. Jafnframt var svo um samið, að ákærður, GC. Behrens, greiddi eigendum Höepfnersverzlunar gömlu skuldina, 894 kr. 14,000,00 með kr. 1500,00 hálfsárslega og 6% ársvöxt- um. Verzlun ákærðs, C. Behrens, gekk illa og fór fjár- hagur hans siversnandi. Jafnhliða verzluninni hafði hann á hendi fyrir h/f Carl Höepfner í Kaupmannahöfn inn- heimtu hjá útbúum firmans hér á landi og leigu af hús- eigninni nr. 21 við Hafnarstræti hér í bænum. En nokkuð af peningum þeim, sem ákærður, C. Behrens, innheimti hjá útibúunum, greiddi hann ekki til Höepfnersverzlunarinn- ar, heldur notaði til eigin verzlunarreksturs og safnaðist að mestu leyti þannig skuld, sem á efnahagsuppgjöri pr. 284, 1929 var talin nema kr. 53,785,69, en síðar reyndist kr. 5000,00 lægri, eða kr. 48,785,69, og auk þess skuldaði á- kærður þá h/f. Carl Höepfner í víxilskuldum vegna vöru- lána kr. 14,362,50. Þó ákærður C. Behrens skuldaði h/f Carl Höepfner þannig d. kr. 5000,00 minna en ætlað var ?%,, batnaði þó ekki fjárhagur hans að heldur því öðrum skuld- aði hann allt að kr. 6000,00 meira en greint var í bókun- um og fram kemur í efnahagsreikningnum *540. Skuld ákærðs, C. Behrens, var því orðin talsvert hærri en firmað hafði heimilað. Meðákærðum í þessu máli, N. Manscher, var af h/f Carl Höepfner falið að hafa eft- irlit með verzlunarrekstri ákærðs, C. Behrens, og átti hann að skýra eigendum firmans frá, hvernig rekstur á- kærðs, C. Behrens, gengi. Með innborgunum frá útbúunum til ákærðs, C. Behrens, kveður ákærður, N. Manscher, sér ekki hafa verið falið neitt eftirlit, enda muni útibúin hafa sent tilkynningar til firmans í Kaupmannahöfn í hvert skipti er þau greiddu G. Behrens. Virðist því h/f. Carl Höepfner í Kaupmanna- höfn hafa fylgzt með skuldasöfnun ákærðs, C. Behrens. Seinni hluta septembermánaðar árið 1929, sneri á- kærður, C. Behrens, sér til meðákærðs, N. Manscher, og skýrði honum frá högum sínum og að hann teldi nauð- synlegt að komast að samningum við h/f. Carl Höepfner. Þetta staðfesti hann svo síðar bréflega. Sendi meðákærð- ur, N. Manscher, þá bréf, dags. %o '29, til A. Berleme for- stjóra h/f. Carl Höepfner í Kaupmannahöfn og skýrði honum frá því, hvernig komið væri fyrir GC. Behrens. En A. Berleme virðist hafa verið þetta kunnugt áður, enda mátti honum vera það ljóst, þar eð ákærður, C. Behrens, byrjaði verzlunina með 14,000,00 kr. skuld, eignalaus og 895 hafði tapað síðan. Með bréfi til endurskoðunarfirmans N. Manscher £ Björn Árnason, dags. 5. október 1929, segir A. Berleme, að hann sé fastákveðinn í að hætta viðskipt- um við ákærðan, C. Behrens. Hann segir ennfremur að sér sé „óljúft að aðhafast nokkuð það, er kann að verða honum (þ. e. ákærðum GC. Behrens) til tjóns, bæði vegna þess að vér viljum ekki á nokkurn hátt skaða framtið hans og auðvitað einnig vegna þess að vér eigum ennþá peninga hjá honum“. Bréf þetta endar A. Berleme með þeim orð- um, að það sé hörmulegt að sjá C. Behrens „enda með gjaldþroti og sjóðþurð“. Í októbermánuði 1929 sendi svo h/f. Carl Höepfner hingað H. Tofte, fyrrverandi bankastjóra, til þess að semja við C. Behrens og tryggja hagsmuni h/f. Carl Höepfner. H. Tofte gekk mjög hart að ákærðum, C. Behrens, og hót- aði honum að kæra hann og gera gjaldþrota, ef hann ekki greiddi alveg eða að mestu skuldina við h/f. Carl Höepfner. Um þetta leyti var það, að ákærður, C. Behrens, sneri sér til ákærðs, Magnúsar Guðmundssonar, og bað hann að ráðleggja sér hvað hann ætti að gera í þessum vand- ræðum sínum og vera umboðsmann sinn Í samningum við H. Tofte. Gekk ákærður, Magnús Guðmundsson, inn á það. Var þá af endurskoðunarskrifstofu N. Manscher £ Björns Árnasonar gerður upp efnahagur ákærðs, C. Behrens; var efnahagsreikningur þessi á dönsku og fer hér á eftir í bÞýðingu eftir löggiltan skjalaþýðanda: Efnahagsreikningur pr. *%40 1929 fyrir C. Behrens. Eignir. Sjóðsreikningur .......0..0000000.0.00.... kr. 6,041,22 Ýmsir skuldunautar ....... kr. 41,654,93 — a — 606,59 ——— 42,261,52 Vörubirgðir ..........0000000 020... — 35,118,42 — Bornholms Maskinfabrik .... — 3,832,00 Reikningur yfir innan- stokksmuni ............. — 2,029,50 = Fyrningarafskrift til % 2920 rs jar — 571,35 á 1,458,15 Eignin í Hafnarfirði .......0....000.0.. Höfuðstólsreikningur % 1929 — 14,859,72 Mismunur á viðskipta- reikningum ........... — 672,10 Einkareikningur pr. %%o — 13,049,93 Hverfisgata 63, Hafnarfj. — 851,72 Kr. 29,433,47 = Rekturs- hagn. pr. ?%o kr. 3,401,46 Fyrningaraf- skrift af eign- inni í Hafnar- firði ........ — 263,40 — 3,664,86 — 8,500,00 Pr. 284, 1929. — Skuldir. Veðskuld á eigninni í Hafnarf. kr. 3,263,40 = v/ kaup á húsinu á Lindarg. — 3,263,40 A/S Carl Höepfner: Lánsreikningur ........... kr. 154,50 Ýmislegt hjá C. B. ........ — 3,705,01 Hlaupareikningur ......... — 14,362,50 Samkvæmt fylgiskjali ..... — 50,116,73 Kr. 68,338,74 = Ýmislegt hjá C.B. ...... — 190,55 Ýmsir skuldheimtumenn inn- lendir messan mia kr. 2,379,19 Ýmsir skuldheimtumenn út- leiðir — 24,829,91 Umboðsreikningur Bornholm Maskinfabrik Ýmsir skuldheimtumenn: Laura Behrens ............ kr. 4,672,70 Ida H. Behrens ............ — 2,800,00 Ivar Behrens ............. — 4,872,00 Bruhn £ Baastrup ........ — 11,145,23 — 25,768,61 Kr. 122,979,92 kr. 68,148,19 — 27,209,10 — 4,132,70 — — 23,489,93 Kr. 122,979,92 897 Framanskráðan efnahagsreikning höfum vér samið eft- ir bókum yðar, sem vér höfum endurskoðað. Vér höfum ekki borið skuldunauta og skuldheimtumenn saman við bækurnar, en tilfært þá samkvæmt skrám, er þér hafið samið. Af birgðum þeim, sem tilfærðar eru, höfum vér sann- fært oss um að vörubirgðirnar eru til. Reksturságóðinn pr. ?%o kr. 3,401,46 minnkar eða eykst við útgjaldaliði og umboðslaun sem óinnfært kann að vera. Reykjavík, 9. nóvember 1929“. Svo sem þessi efnahagsreikningur ber með sér, skuld- aði ákærður, C. Behrens, samkvæmt honum kr. 25,768,61 umfram eignir. En H. Tofte heimtaði svo sem fyrr segir, að viðlögðu gjaldþroti og kæru, að skuld umbjóðanda sins yrði greidd eða tryggð með framsali á vörum og útistand- andi skuldum C. Behrens. Kveðst þá ákærður, N. Man- scher, þegar í upphafi þeirra samningsumleitana hafa sagt hvað eftir annað, að þetta mætti ekki gera vegna hinna skuldheimtumanna C. Behrens, og hafi hann síðan aðeins verið við samningana með þeim H. Tofte og ákærð- um, Magnúsi Guðmundssyni, og C. Behrens, til þess að gefa upplýsingar um efnahaginn. Þetta staðfestir og ákærður, C. Behrens. Hinir ákærðu halda því fram, að ekki hafi þurft að leggja efnahagsreikninginn til grundvallar eins og hann er. Telja þeir, að C. Behrens hafi haldið því fram, að skuldirnar við Lauru, Idu og Ívar Behrens og skuldin við bankafirmað Bruhn £ Baastrup, samtals kr. 23,489,93, þyrfti hann ekki að greiða nema allir aðrir fengi sitt og því hafi þessum skuldum verið slept, og síðan hafi H. Tofte fyrir hönd h/f Carl Höpfner gefið ákærðum, C. Behrens, eftir kr. 6000,00. Á þennan hátt hafi efnahagur á- kærðs, C. Behrens, verið bættur Þannig, að hann ætti meira en fyrir skuldum, og kveðst ákærður, Magnús Guð- mundsson, þá hafa séð sér fært að ráðleggja ákærðum, C. Behrens, að greiða skuldina til h/f Carl Höepfner. Um þetta atriði hjálpaði ákærður, Magnús Guðmundsson, á- kærðum, C. Behrens, til þess að koma á og ganga frá þeim samningum við H. Tofte fyrir hönd h/f. Carl Höepfner, 898 sem fara hér á eftir, þýddir úr dönsku af löggiltum skjala- Þýðanda: „Samkvæmt verzlunarbókum GC. Behrens kaupmanns skuldar hann í dag hlutafélaginu Carl Höepfner, Kaup- mannahöfn, kr. 50805,69 — fimmtíu þúsund áttahundruð og fimm krónur og 69 aurar — auk samþykktra víxla að upphæð kr. 8349,72 danskar. Um kröfu þessa hafa þeir H. Tofte bankastjóri sem um- boðsmaður skuldheimtumanns og skuldunautur í dag gert með sér svofeldan Samning. 1. „Ég, C. Behrens, afsala hérmeð hlutafélaginu Cart Höepfner vörur fyrir kr. 27836,33. Vörur þessar skulu vera góðar, ósviknar verzlunarvör- ur og verðið skal vera það, sem tilfært er í vörutalning- unni frá 28. f. m. Vörurnar afhendist í umbúðum og á- byrgist seljandi að vörumagn sé samkvæmt hinum af- hentu vörureikningum. Farmgjald og vátryggingu fyrir vörurnar til Akureyrar greiðir seljandi. 2: Ég, C. Behrens, framsel hlutafélaginu Carl Höepfner úti- standandi kröfur að upphæð kr. 19100,00 (góðar, tryggar kröfur, sem fallnar eru í gjalddaga). Framseljandi ábyrg- ist að kröfur þessar séu réttar, sem og að af þeim fáist, að minnsta kosti kr. 15447,30, skuldheimtumanni að skað- lausu. Komi það í ljós, að einhver skuldunautur sé ekki greiðslufær, er hr. Behrens strax skylt að láta aðra góða kröfu í staðinn. Um kröfur þessar hefir verið gerð skrá, og hafa báðir aðiljar fengið afrit af henni, en frumritið er afhent Magnúsi Guðmundssyni, hæstaréttarmálaflutn- ingsmanni, en honum hefir verið falið að sjá um innheimtu á kröfum þessum fyrir reikning framseljanda. 3. Fyrir afgangi skuldarinnar skal gefið út skuldabréf, og skal það ákveðið, hvernig sá afgangur greiðist og ávaxtast. 4. Þess skal getið, að upphæð kröfunnar er í samningi þessum tilfærð samkvæmt bókum skuldunauts, en Það er skýrt tekið fram af hálfu umboðsmanns skuldheimtu- 899 manns, að skuldunautur beri ábyrgð á þvi, sem hann auk þess sannanlega kann að skulda. 5. Áðurgreinda víxla lofar skuldunautur að greiða í gjald- daga. 6. Aðiljar hafa komið sér saman um, að skuldheimtumað- ur skuli ekki verða fyrir neinu gengistapi vegna skulda- skipta þessara, ef íslenzka krónan skyldi falla. Reykjavík, 7. nóvember 1929. (undirskrift)“. Fyrir því, sem eftir stóð auk víxilskuldanna, gaf ákærð- ur, C. Behrens, út skuldabréf kr. 5500,00 til h/f. Carl Höepfner, en síðar reyndist skuldin að vera kr. 5000,00 of hátt reiknuð svo sem fyrr segir. Um þær eignayfirfærslur sem fram fóru samkvæmt þessum samningi, var öðrum viðskiptamönnum ekkert til- kynnt, og skuldararnir, sem ákærður, C. Behrens, framseldi skuldir á, fengu heldur enga tilkynningu um það fyrr en um áramótin. Ákærður, C. Behrens, hélt nú verzlun sinni áfram og tók talsvert af vörum að láni og stóð hann í skuld fyrir þessum vörum að langmestu leyti, er hann varð gjald- þrota. Peningana, er ákærður fékk fyrir seldar vörur og með því að innheimta sumt af eldri útistandandi skuldum, notaði hann til þess að greiða ýmsar eldri skuldir sinar, þar á meðal greiddi hann h/f. Carl Höepfner vixilskuld- irnar að miklu leyti. Um áramótin 1929 voru fallnar í gjalddaga ýmsar skuldir á ákærðan, C. Behrens, sem gengið var ríkt eftir og hann gat ekki greitt, en hann kveðst hvergi hafa get- að fengið lán. Kveðst hann þá þegar hafa séð, að ómögu- legt var að halda verzluninni áfram og sagði því upp starfsfólkinu. Fóru starfsmenn eða starfsmaðurinn úr vörubirgðahúsi ákærðs, C. Behrens, þegar í janúar og var því þá lokað, en skrifstofufólkið fór í marzmánuði og af- greiddi meðan það starfaði á skrifstofunni einnig lítils- háttar af þeim vöruleifum, sem eftir voru í birgðahúsinu. Í janúarmánuði kveðst ákærður, C. Behrens, hafa af- hent ákærðum, Magnúsi Guðmundssyni, ýmsar kröfur í 900 stað krafna, sem h/f. Carl Höepfner höfðu verið fram- seldar, en skuldararnir höfðu greitt ákærðum, C. Behrens, vegna þess, að þeim hafi svo sem áður segir, ekki verið tilkynnt neitt um framsalið. Þegar ákærður, C. Behrens, sá fram á, hve hart sumir skuldheimtumennirnir eða umboðsmenn þeirra gengu að honum og hann var alveg að verða gjaldþrota, sneri hann sér til ákærðs, Magnúsar Guðmundssonar, og skýrði hon- um frá hvernig komið var. Heldur ákærður, C. Behrens, að þetta hafi verið í febrúar eða marzmánuði, en ákærð- ur, Magnús Guðmundsson, telur að það hafi verið í marz. Bað nú ákærður, C. Behrens, ákærða, Magnús Guðmunds- son, að leita fyrir sig samninga við skuldheimtumennina. Ákærður, Magnús Guðmundsson, sneri sér þá til þeirra skuldheimtumanna, sem voru að ganga að ákærðum, C. Behrens, og óskaði þess, að þeir biðu þeirra samninga- umleitana, sem væru í undirbúningi, og urðu skuldheimtu- mennirnir við þessu. Efnahagur ákærðs, C. Behrens, var nú gerður á ný og um mánaðarmótin mai— júní ritar á- kærður, Magnús Guðmundsson, skuldheimtumönnum á- kærðs, C. Behrens, svolátandi bréf á dönsku og er það þannig í íslenzkri þýðingu eftir löggiltan skjalaþýðanda: „Magnús Guðmundsson hæstaréttarmálaflutningsmaður Reykjavík. Hr. stórkaupmaður, GC. Behrens, hér í bænum, hefir snúið sér til min með beiðni um, að vera honum hjálp- legur með að komast að greiðslusamningum við skuld- heimtumenn sína, þar eð hann sjái sér ekki fært að standa í skilum. Efnahagsreikningur hans pr. ?!% þ. á. hefir verið sam- inn áf N. Manscher endurskoðanda, og er hann sem hér segir: Eignir: 1. Húseignin Lindargötu 14. (Fasteignamat kr. 28,800,00) kaupverð kr. 60,000,00 2. Ýmsir skuldunautar ................. — 10,454,56 3. Hluti í innlendum vixlum ............ a 901,00 4. Í sjóði (bankabók) .......000000000.. a 118,60 5. Innstæða í Landmandsbanken d.kr.14,80 — 18,04 6. Vörubirgðir .......00000000 000... — 2,088,80 Innanstokksmunir ..........0.00... a 1,198,15 Reikningshalli höfuðstóls %M 1930 kr. 29,173,28 Reksturstap M—?% 1930 — 3,983,66 Eigin eyðsla 7%—-?% 1930 — 4,094,23 —. 3,51,17 kr. 112,130,32 Skuldir: . Veðskuldir á húseigninni: 1. Landsbanki Íslands ... kr. 14,766,26 2. Mjólkurfél. Reykjavíkur — 35,233,74 ——— kr. 50,000,00 2. Skuldheimtumenn: Ýmsir d. kr. 17,841,30 .... kr. 21,761,03 — £ 150:5:4 ........ — 3,328,40 — R.M. 1009,25 ...... — 1,098,97 II — 1,004,30 — ísl. krónur ........ — 6,971,24 ——2..,. 34.163,94 3. Innlendir víxlar ........0.0000000000.. a 4,825,00 4. Bruhn £ Baastrup d. kr. 8,704,35. Ll kr. 10,689,88 5. Ivar Behrens d. kr. 4,000,00 — 4,878,80 6. Laura Behrens .......... — 4,672,70 7. Ida Hedvig Behrens ...... — 2,800,00 —— — 23,041,38 Kr. 112,030,32 Við efnahagsreikning þenna vil ég leyfa mér að gera eftirfarandi athugasemdir: a) b) c) Húseignin Lindargata 14, er tilfærð á 60 þús. krónur en er veðsett fyrir 50 þúsundir. Húseignin hefir verið auglýst til sölu, en ekkert viðunanlegt tilboð hefir fengizt. Þetta mat 60 þús. er því sennilega of hátt. Ýmsir skuldunautar kr. 10,454,56. Hr. Behrens álít- ur að ekki muni fást meira en h. u. m. kr. 2000,00 úr þessum lið. Vörubirgðir kr. 2088,80 eru skráðar af hr. Behrens, og hann álítur, að þær séu svo lágt metnar, að þessi upp- hæð ætti að fást fyrir þær nettó. 902 d) Innanstokksmunir kr. 1,198,15 er samkvæmt afriti af veðbréfi, sem hr. Behrens segir að hafi verið Þbinglýst, veðsett bróður hans, Ívar Behrens, sem trygging fyrir ábyrgð og láni. Það er augljóst, að eignir herra Behrens muni ekki hrökkva fyrir nema hluta af því, sem hann skuldar. Ef til gjaldþrota kæmi, myndi sala eigna hans á uppboði að líkindum tæplega hrökkva fyrir mikið meiru en kostnað- inum við gjaldþrotið. En þar sem ágóðinn af frjálsri sölu mundi geta orðið töluvert meiri, og þar sem herra Beh- rens þar að auki helst vill forðast gjaldþrot, hefi ég lofað að vera honum hjálplegur með að reyna að komast að greiðslusamningum þannig, að hann greiði 25% af kröf- unum gegn fullnaðarkvittun. Herra Behrens segir að nokkrir vinir hans og ættingjar muni hjálpa honum að greiða samningsupphæðina, ef eignirnar nægi ekki fyrir þeirri upphæð. Þar er herra Behrens er mjög umhugað um að komast að greiðslusamningum svo fljótt sem verða má, helzt með frjálsum samningum en ella nauðasamningi, þá vildi ég biðja yður að endursenda hjálagða yfirlýsingu, undirrit- aða, við fyrsta þóknanlegt tækifæri. Greiðsla samningsupphæðarinnar fer fram svo fljótt sem unnt er eftir að allir skuldheimtumenn hafa gengið að samningunum, eða að nauðasamningur hefir fengizt. Virðingarfyllst sign. M. Guðmundsson“. Eins og bréf þetta ber með sér telur ákærður, Magnús Guðmundsson, efnahag ákærðs, C. Behrens, mjög slæm- an. Efnahagurinn hefir þó ekki versnað frá 28. okt. 1929 nema um kr. 12000,00 og nokkuð af því stafar af því að efnahagurinn versnaði svo sem síðar segir nokkuð við eignayfirfærsluna 7. nóv. og vörur eru nú taldar nokkru lægra verði en gert er í efnahagsreikningnum 28. okt. Samkvæmt efnahagsreikningi ákærðs, C. Behrens, í bréfi þessu á hann ca. 24% upp í skuldir aðrar en veð- skuldir, og nú eru gefnar þær skýringar á efnahagnum, að eignir ákærðs, GC. Behrens, muni ef hann verður gjald- Þrota, „að líkindum tæplega hrökkva fyrir mikið meiru en kostnaðinum við gjaldþrotið“. Með frjálsri sölu telur ákærður, Magnús Guðmundsson, 903 að ákærður, C. Behrens, geti greitt 25% af skuldum, ef vin- ir og ættingjar hlaupi undir bagga. Ástæðurnar til þess eru þær, að húseignin nr. 14 við Lindargötu er nú ekki talin vera 60,000,00 kr. virði sem fyrr, enda seldi ákærður, C. Behrens, hana stuttu síðar með aðstoð ákærðs, Magnús- ar Guðmundssonar, fyrir kr. 53,200,00. Þá eru skuldir kr. 10454,56 nú aðeins taldar kr. 2000,00 virði, en þessar skuldir eru næstum eingöngu hluti af þeim kr. 42,261,52, sem í efnahagsreikningnum *%, eru taldar í nafnverði. Þá eru hinar svonefndu skyldmennaskuldir og skuldin við Bruhn á Baastrup og taldar hér sem aðrar skuldir, án nokkurra athugasemda, og búið að veðsetja innanstokks- muni ákærðs, C. Behrens, þeim til tryggingar. Þess er vert að geta í þessu sambandi, að ef ákærður C. Behrens, hefði orðið gjaldþrota í marzmánuði eins og til stóð, var samningurinn við h/f Carl Höepfner þegar rift- anlegur og vörur allar og skuldir, er hann hafði framselt með þeim samningi, hefðu þá gengið inn í þrotabúið og auðvitað skipzt jafnt milli skuldheimtumanna, því að í 19. gr. gjaldþrotaskiptalaganna er svo ákveðið, að greiðslur þær séu riftanlegar, sem fara fram í óvenjulegum gjaldeyri (vörum eða skuldum) 6 mánuðum eða skemmri tíma áð- ur en greiðandi verður gjaldþrota. En með því að taka upp samninga fyrir ákærðan, GC. Behrens, og fresta því Þannig að skuldheimtumenn eða umboðsmenn þeirra gerðu ákærðan, C. Behrens, gjaldþrota, leið þessi frestur. Eftir að þetta framangreinda bréf var sent skuldheimtu- mönnum ákærðs, C. Behrens, svöruðu sumir, að þeir vildu taka boðinu, aðrir svöruðu alls ekki og nokkrir kváðust ekki vilja taka þvi. Um sumarið seldi ákærður, C. Behrens, húseignina Lindargata 14 með aðstoð Magnúsar Guðmundssonar, svo sem fyrr segir, fyrir kr. 53,200,00. Fékk ákærður, Magnús Guðmundsson, kr. 200,00 fyrir ómakið, en kr. 3000,00 var lagt inn í banka. Vörurnar fékkst lítið fyrir, útistandandi skuldir innheimtust ekki og virðist ákærður aldrei hafa haft neina möguleika til að standa við tilboð sitt um 25% greiðslu á skuldunum, og hefir ákærður, Magnús Guð- mundsson, viðurkennt það undir rannsókn málsins, að hann áliti að greiðslutilboðið hafi verið of hátt. Ákærð- 904 ur, Magnús Guðmundsson, afhenti svo ákærðum, GC. Beh- rens, bankainneignina kr. 3000,00 en samningatilraunir féllu niður án þess að ákærður, Magnús Guðmundsson, leitaði nokkurntíma nauðasamninga, svo sem hann kveðst þó í bréfinu ætla að gera, og án þess að skuldheimtumönn- um væri nokkurntíma tilkynnt að samningaumleitunum væri hætt. Hinn 16. janúar 1931 var ákærður, C. Behrens, svo loks gerður gjaldþrota, samkvæmt kröfu málfærslu- firma hér í bænum í umboði firma eins í Kaupmanna- höfn, sem hafði látið gera þar árangurslausar aðfarar- gerðir hjá honum. Átti þá ákærður, C. Behrens, eina rit- vél og leifar af hinum útistandandi skuldum, sem tæpast mun hafa svarað kostnaði að innheimta. Mun þetta því ekki einu sinni hafa svarað kostnaði við gjaldþrotið, og fengu því skuldheimtumennirnir ekki neitt, aðrir en h/f Carl Höepfner, sem þá þegar hafði fengið greiðslu sam- kvæmt framansögðu. Ákærður C. Behrens. Það, sem þá liggur næst fyrir að athuga, er, hvort á- kærðum, C. Behrens, hafi hlotið að vera það ljóst, er hann gerði eignayfirfærsluna til h/f. Carl Höepfner, tók vörur að láni og greiddi nokkrum skuldheimtumönnum sínum, að gjaldþrotið var yfirvofandi. á Ákærður hefir aðallega borið það fyrir sig sér til máls- varnar, að hann hafi ekki þurft að taka tillit til skyld- mennaskuldanna og skuldarinnar við bankafirmað Bruhn £ Baastrup, samtals kr. 23489,93, og að H. Tofte hafi fyrir hönd h/f. Carl Höepfner gefið sér eftir kr. 6000,00, hafi hann þá átt fyrir skuldum og eignayfirfærlsan þá ekki refsiverð. Þótt þessi málsvarnaratriði væri bæði rétt, hlaut ákærð- um, C. Behrens, að vera það ljóst, að fjárhagur hans var raunverulega stórum verri en sýnt er á efnahagsreikningn- um 280 1929. Húseignin nr. 14 við Lindargötu er talin um 60 þúsund króna virði, en er kr. 28800,00 að fasteignamati. Í bréfinu, er ákærður, Magnús Guðmundsson, sendi skuld- heimtumönnunum um vorið 1930, er á það bent, að eignin sé ekki svona mikils virði, og þá um sumarið var eignin seld fyrir kr. 53,200,00. Það var frá upphafi auðsætt, að verð þessarar eignar var of hátt reiknað. Þá eru og allar útistandandi skuldir, 905 eldri og yngri kr. 42,261,52, taldar í nafnverði. Nær slíkt vitanlega ekki nokkurri átt, því hver og einn veit, að verzlunarskuldir eru meira og minna óvissar, og af þess- um skldum hafði verið mjög óeðlilega lítið afskrifað und- anfarin ár. Úrvalið úr þessum skuldum afhenti hann h/f. C. Höepfner sem greiðslu með meir en 10% afslætti og var það þar með sýnt, að ákærður, GC. Behrens, og áður- nefndir viðsemjendur áliti ekki úrval skuldanna nærri nafnverðs-virði. Þær kr. 10,454,56 í skuldum, sem getur um i bréfi ákærðs, Magnúsar Guðmundssonar, eru aðallega sömu skuldirnar og í efnahagsreikningnum ?%,, en þá taldar um kr. 2000,00 virði. Hver og einn, sem athugaði efnahagsreikninginn ?%, hlaut að sjá, að eignirnar voru tilfærðar með hærra verði en þær voru verðar og skuld- ir ákærðs umfram eignir talsverðar raunverulega, þótt varnarástæður hans, sem greindar eru að framan, hefði verið fyrir hendi. En nú skal athugað, hvort varnar- ástæðurnar eru sannar. Hin framannefnda kr. 6000,00 eftirgjöf frá H. Tofte fyr- ir hönd Carl Höepfner hefir verið athuguð við rannsókn málsins, mjög gaumgæfilega. Þegar borinn er saman efnahagsreikningurinn ?%, 1929 og samningurinn frá 7. nóvember sama ár, ber skuld- arupphæðunum ekki saman. Vixilskuldin, sem samkvæmt efnahagsreikningnum *%, er talin kr. 14,362,50, er þá lækkuð niður í danskar krónur 8,349,72 eða ísl. kr. 10,148,00 samkvæmt bókunum, sem stafar af því, að í millitíðinni höfðu verið greiddir 2 víxlar. En upphæðin kr, 50805,69 í samningnum er þannig fram komin, að frá skuldarupphæðinni í efnahagsreikn- ingnum ?%, sem er eins og að framan greinir kr. 53,785,69, auk víxilskulda, eru dregnar kr. 480,00, er virðist hafa sýnt sig að vera ofreiknað, og verður þá þessi skuld á- kærðs, C. Behrens, við h/f. Carl Höepfner kr. 53,305,69. Við þessa upphæð er svo bætt ferðakostnaði H. Tofte kr. 1660,00 og vöxtum til h/f. Carl Höepfner kr. 1840,00, verða þessar tvær upphæðir samtals kr. 3500,00. En siðan er aftur dregin frá upphæðinni kr. 6000,00, sem er um- boðslaun og eftirgjöf frá h/f. Carl Höepfner og verður þá skuldin kr. 50,805,69 svo sem segir í samningnum. En auk þess kemur það að nokkru leyti fram í samningnum, — 906 og hefir nákvæmlega upplýzt við skoðun á verzlunar- bókum ákærðs, C. Behrens, að honum voru reiknaðar í afskriftir á framseldar skuldir kr. 2000,68 og kostnað við sendingu og vátryggingu varanna norður á Akureyri kr. 1540,00, sbr. niðurlag 1. gr. samningsins. — Það er því að vísu svo, að H. Tofte hefir fyrir hönd h/f. Carl Höepf- ner lækkað skuldina hjá ákærðum, C. Behrens, um kr. 6000,00, en alveg jafnframt er svo bætt við skuldina nýj- um liðum, sem ekki koma fram í efnahagsreikningnum áður: kr. 1660,00 kr. 1840,00 kr. 2000,68 - kr. 1540,00 eða samtals kr. 7040,68, og auk þess á ákærður, GC. Behrens, að greiða ákærðum Magnúsi Guðmundssyni innheimtulaun sbr. 2. gr. samningsins. Það er því sannað í málinu, að þótt þessar kr. 6000,00 séu gefnar eftir við samningsgerðina 7. nóvember, þá voru nýir skuldaliðir, sem voru samtals nokkru hærri, færðir ákærðum, C. Behrens, til skuldar og versnaði því fjárhagur ákærðs, C. Behrens, svo sem sýnt er, talsvert við þennan samning. Ákærður, Magnús Guðmundsson, gekk frá þessum samningi með ákærðum, C. Behrens, við H. Tofte, og þeim var því vitanlega báðum ljóst er þeir gengu frá þess- um samningi, að skuldir ákærðs, C. Behrens, námu tals- verðu umfram eignir, samkvæmt efnahagsreikningnum, þótt allar eignir væru færðar, með hinu óeðlilega háa verði og þótt öllum skyldmennaskuldum sé sleppt og skuld- inni við bankafirmað Bruhn á Baastrup. Skyldmennaskuldirnar og skuldin við Bruhn á Baastrup. Ákærðir halda því fram sem varnarástæðu svo sem fyrr segir, að þessum skuldum hafi mátt sleppa. Í hinum fyrstu réttarhöldum (4. maí og 19. april 1931) við rannsókn þessa máls, minntist ákærður, C. Behrens, ckkert á það, er hann var spurður um fjárhaginn, að fram- angreindar skuldir hefði ekki þurft að taka til greina. En er ákærður, N. Manscher, mætti í réttinum ?% 1931 gefur hann þá skýringu, að þessar skuldir hafi ekki verið talin þörf að telja með og því hafi hinir ákærðu litið á fjárhag ákærðs, C. Behrens, ?%o eins og þessar skuldir væri ekki til. Um kröfu Idu Hedvig Behrens er það upplýst, að hana hefir síst þurft að telja með skuldum ákærðs, C. Behrens, 907 en hinar skuldirnar eru alveg venjulegar skuldir. Þannig er til þeirra skulda stofnað, að ákærður, C. Behrens, fékk peninga lánaða hjá móður sinni, Láru Behrens, árin 1926, 1927 og 1928. Og árið 1928 fékk ákærður lánaðar hjá bróð- ur sínum Ivar Behrens kr. 4000,00 danskar, og þá fékk hann jafnframt lánið hjá bankafirmanu Bruhn á Baast- rup og setti bróðir ákærðs tryggingar fyrir því. Kveðst hann þá hafa sagt við bróður sinn og móður, að hann væri svo svartsýnn á framtíðina, að þau gætu búist við að tapa þessum lánum. Annað kveður hann hafa ekki verið um þetta rætt, og hann hefir játað, að alls ekkert loforð eða vilyrði hafi legið fyrir úm neina eftirgjöf á kröfum þess- um, er eignayfirfærslan fór fram 7. nóvember. En ákærð- ur, C. Behrens, kveðst hafa talið sig geta afstýrt því, að þessum kröfum yrði lýst og kveðst hafa farið fram á það við móður sína árið 1930 að hún lýsti ekki sinni kröfu og hafi hún fallizt á það. En það er fyrst seint á árinu 1931, eftir að rannsókn er nokkuð langt komin, að ákærður, C. Behrens, fer fram á það við bróður sinn Ivar Behrens, að skuldinni við hann og bankafirmað Bruhn á Baastrup verði ekki lýst. Eftir nokkur bréfaviðskipti fellst bróðir á- kærðs á þetta, kveðst ekki vilja gera neitt sem skaði á- kærðan, C. Behrens, og sagði honum að hann mætti eyði- leggja þá kröfulýsingu, sem málfærslumaður bróður á- kærðs, C. Bebrens, hafði sent ákærðum til að afhenda skiftaréttinum. Það er því sannað, að þessar skuldir voru 7. nóvember 1929, er eignayfirfærslan fór fram, til með sama rétti og aðrar skuldir á hendur ákærðum, C. Behrens, og það er löngu (1—2 árum) síðar, að skuldareigendur fallast á að lýsa ekki kröfunum, þegar þeir fengu að vita, að það gat komið ákærðum, C. Behrens, illa. En auk þeirra lýstu og fjöldi skuldheimtumanna eftir kröfum í búið, eftir að þeir að því er virðist, vissu, að það mundi ekki gefa neinn greiðsluhluta. Ákærður, C. Behrens, hafði því alls enga heimild til þess 2840 að sleppa þessum skuldum, frekar en einhverjum öðrum, til þess að bæta með því fjárhag sinn. Það kemur og hvergi fram í málinu, heldur alveg það gagnstæða, að ákærður hafi talið sig lausan við þessar skuldir; hann sjálfur heldur þessu ekki fram við rannsókn málsins fyrr en ákærður, N. Manscher, og ákærður, 58 908 Magnús Guðmundsson, hafa gefið þessa skýringu. — Og eins og bréf það ber með sér, er ákærður, Magnús Guð- mundsson, sendi skuldheimtumönnunum um vorið 1930, eru allar þær sömu skuldir, er hinir ákærðu segjast hafa talið heimilt að sleppa að reikna með í efnahagsreikn- ingnum %340, þá taldar ákærðum, C. Behrens, til skuldar, og þá er meira að segja, eins og bréf þetta synir, þess getið að skuldir þessar hafi verið tryggðar fremur öðr- um með veði í húsgögnum ákærðs. En af þessu verður augljóst, að er eignayfirfærslan fór fram 7. nóvember, hafa skuldir ákærðs, C. Behrens, numið miklu umfram eignir, og hann ekki getað komizt hjá að sjá að gjaldþrot hans, sem hafði byrjað verzlun eignalaus með kr. 14000,00 skuld og sitapað, var alveg yfirvofandi. Með því að taka eftir þetta vörur að láni, sem hann sá að hann gat ekki greitt, og með eignayfirfærslunni 7. nóv. og greiðslu á skuldum sinum eftir það, hefir ákærður, GC. Behrens, því brotið gegn ákvæðum 262. og 263. greinar almennra hegningarlaga. Ekki verður séð, að ákærður hafi skotið eignum und- an, og bókhald hans var þannig, að hann verður ekki dæmdur til refsingar fyrir það. Ákærður Magnús Guðmundsson. Hin almenna umboðsmennska málfærslumanna liggur venjulega í því, að færa eignayfirfærslur í form og gera aðra samninga, án þess að kynnast nákvæmlega eða að nokkru leyti efnahag umbjóðandans. Hér stóð hinsvegar Þannig á, að ákærður, GC. Behrens, sneri sér til ákærðs, Magnúsar Guðmundsonar, og bað hann að ráðleggja sér, hvað hann ætti að gera, er H. Tofte heimtaði eignayfir- færsluna. Virðist ákærður, GC. Behrens, hafa talið þess mikla þörf að hafa lögfræðing með sér í ráðum, þar sem ákærður, N. Manscher, er gengið hafði frá efnahagsreikn- ingnum, taldi eignayfirfærsluna vafasama vegna annara skuldheimtumanna ákærðs, C. Behrens, er samningaum- leitanir byrjuðu. En ákærður, Magnús Guðmundsson, fékk nú efnahagsreikning ákærðs, C. Behrens, til athugun- ar og ráðlagði síðan ákærðum, C. Behrens, eignayfirfærsl- una samkvæmt þvi, sem hann hefir sjálfur játað undir rannsókn málsins. Spurningin er því sú, Þvort ákærður, N. Manscher, 909 hefir með efnahagsreikningnum *%o og skýringum á hon- um, gefið ákærðum, Magnúsi Guðmundssyni, svo ófull- nægjandi eða rangar upplýsingar um efnahag ákærðs, C. Behrens, að hann hafi þess vegna ekki haft aðstöðu til að sjá hinn raunverulega fjárhag og að gjaldþrotið var eins og fyrr segir, alveg yfirvofandi. Þetta hefir því verið rannsakað allrækilega. Í því sam- bandi hefir ákærður, N. Manscher, lagt áherzlu á það, að efnahagsreikningurinn frá ?%o sé gerður samkvæmt bók- um ákærðs, C. Behrens, „en jafnframt“ segir ákærður, N. Manscher, „var gert allt, sem hægt var, eftir beiðni þeirra Magnúsar Guðmundsonar og H. Tofte, til þess að þeir kæm- ust að raun um hið rétta ástand efnahagsins“. Viðvíkjandi útistandandi skuldum hefir ákærður, N. Manscher, meðal annars sýnt fram á, að skrá hafi verið samin yfir skuldirnar og lögð fyrir þá Magnús Guðmunds- son og H. Tofte, til þess að þeir gætu sjálfir myndað sér skoðun á því, hvers virði skuldirnar væru í raun og sannleika. Þetta hefir ákærður, Magnús Guðmundsson, kannast við. Ákærður, N. Manscher, hefir upplýst að þannig hafi verið athugaður nákvæmlega hver einstakur eignaliður, sem nokkru máli skipti til þess að sjá, hvers virði hann væri í raun og veru. Hann kveðst hafa verið á mörgum fundum með þeim H. Tofte og ákærðum, Magnúsi Guð- mundssyni, einmitt til þess að athuga og útskýra efna- haginn. Ákærður, Magnús Guðmundsson, hefir í aðalatriðum játað þetta rétt vera, en kveðst ekki minnast þess, að þess- ar athuganir á efnahagsreikningnum hafi breytt neitt heildarniðurstöðu hans. Af því, sem að framan segir, er það upplýst, að ákærð- ur, Magnús Guðmundsson, fékk áður en hann ráðlagði eignayfirfærsluna fullkomna aðstöðu til þess að vita um hinn rétta efnahag ákærðs. Ákærður, Magnús Guðmunds- son, hlaut því af sömu ástæðum og ákærður, GC. Behrens, sjálfur að sjá, að eignirnar á efnahagsreikningnum *% voru færðar með svo háu verði, að það var ekki sann- virði þessara eigna. Má þar nefna fasteignina og útistand- andi skuldir, og liggur að nokkru fyrir í málinu, hvernig ákærður, Magnús Guðmundsson, hefir metið þessar eign- 910 ir, sbr. ummæli hans um fasteignina í bréfinu til skuld- heimtumannanna vorið 1930, og að hann skömmu siðar hjálpaði ákærðum, C. Behrens, til að selja þessa fasteign fyrir kr. 53,200,00. Urvalið af útistandandi skuldum á- kærðs, C. Behrens, gengur ákærður, Magnús Guðmunds- son, inn á að afhenda með talsverðum afslætti, sbr. samn- inginn frá 7. nóvember, og kr. 10454,56, sem er aðallega hluti sömu skuldanna, sem taldar eru í efnahagsreikningn- um 2846, telur hann samkvæmt upplýsingum frá ákærð. um, C. Behrens, um 2000 króna virði. — Ákærður, Magnús Guðmundsson, sá það því, að ákærður, C. Behrens, skuld- aði raunverulega mikið umfram eignir, er hann gerði samninginn 7. nóvember, og það þó að þær skuldir, er hinir ákærðu telja, að hafi mátt sleppa og gefnar hafi ver- ið eftir af H. Tofte f. h. C. Höepfners, séu ekki taldar á- kærðum, C. Behrens, til skuldar. En það er og upplýst að húsgögn ákærðs, C. Behrens, sem talin eru til eigna á efnahagsreikningnum ?3%, kr. 1,548,15 voru veðsett Ivar Behrens fyrir skuld, sem haldið er fram, að ekki hafi þurft að taka tillit til og versnaði fjárhagur ákærðs, C. Behrens, enn við það frá því sem efnahagsreikningurinn sýnir. Eins og upplýst er áður, gekk ákærður, Magnús Guð- mundsson, frá samningnum 7. nóvember og undirbjó hann og hann vissi því, að 6000 króna eftirgjöfin var aðeins á yfirborðinu, þar sem jafnframt voru færðar ákærðum til skuldar ýmsar nýjar upphæðir, sem voru samtals tals- vert hærri, og versnaði því efnahagurinn hjá ákærðum, G. Behrens, svo að skuldir hans umfram eignir urðu tals- verðar þótt gengið sé út frá efnahagsreikningnum ?%, og eignirnar færðar með hinu óeðlilega háa verði eins og þar er gert. En þó verður mismunur eigna og skulda að sjálf- sögðu ennþá meiri ef litið er á eignirnar með því sann- virði, er ákærður, Magnús Guðmundsson, hlýtur eftir framangreinda athugun að hafa gert, sbr. athugasemdirn- ar í bréfi hans og var þá gjaldþrotið yfirvofandi þótt skuldanna við skyldmennin og bankafirmað Bruhn á Baastrup væri sleppt. Eins og nú hefir verið sýnt, skiptir það ekki afgerandi máli hvort skuldirnar við skyldmennin og bankafirmað Bruhn á Baastrup eru taldar ákærðum, GC. Behrens, til 911 skuldar 7. nóvember er eignayfirfærslan fór fram. En rétt þykir þó að athuga þetta nánar. Þar sem hér er um að ræða aðalvarnarástæðu ákærðs, Magnúsar Guðmundssonar. Ef tekinn væri trúanlegur framburður ákærðs, Magn- úsar Guðmundssonar, sjálfs um atriði það, að hann hafi verið í góðri trú (bona fide) og álitið að rétt væri að sleppa framangreindum skuldum 7. nóvember, er það þó sannað, með bréfum, er hann sendi skuldheimtumönnum ákærðs, C. Behrens, vorið 1930, að hann þá hefir álitið, að taka ætti fullt tillit til þessara skulda og þannig hefir hann í slæmri trú (mala fide) haldið áfram að aðstoða ákærðan, C. Behrens, í þeim verknaði, sem hann drýgði með eignayfirfærslunni 7. nóvember, með því að reyna að koma því til leiðar, að skuldheimtumenn ákærðs, GC. Behrens, kepptu nú um greiðsluhluta við skyldmennin og Bruhn á Baastrup, en sjálfur hefir ákærður, Magnús Guð- mundsson, játað að hagsmunum skuldheimtumannanna hefði því aðeins verið borgið og eignayfirfærslan 7. nó- ember hefði því aðeins verið heimil að ekkert tillit væri tekið til þessara margnefndu skulda við skyldmennin og Bruhn á Baastrup. Það er því sannað, að þótt framburður ákærðs, Magn- úsar Guðmundssonar, væri tekinn trúanlegur um þetta atriði hefir þó ásetningur hans um að veita ákærðum, C. Behrens, aðstoð við brot hans verið fyrir hendi ekki sið- ar en er hann sendi skuldheimtumönnum bréfið og er þá um eftirfarandi ásetning (dolus superveniens) að ræða og getur því staðhæfing hans um góða trú 7. nóvember ekki leyst hann undan refsingu fyrir þessa síðari aðstoð hans við að halda áfram broti ákærðs, C. Behrens, gagn- vart skuldheimtumönnunum. ; En eins og upplýst er í málinu hafði það við engin rök að styðjast að telja ekki með til skulda ákærðs, C. Behrens, 7. nóvember skuldir skyldmenna og skuldina við Bruhn 4 Baastrup. Fyrir þessu liggur aðeins eigin staðhæfing ákærðu, en hinsvegar sannað, að engin loforð eða vilyrði lágu fyrir um eftirgjöf frá skuldareigendum. Sú staðreynd að ákærður, C. Behrens, og Magnús Guðmundsson, telja skuldina ekki niðurfallna er þeir skrifa skuldheimtumönn- unum og bjóða 25% upp í skuldirnar sem fullnaðar- argreiðslu, sýnir, að þeir hafa jafnan talið skuldirnar í 912 gildi sem aðrar skuldir, því ef skuldirnar voru ekki til 7. nóvember gátu þeir heldur ekki álitið þær til í maímánuði. Ákærður, Magnús Guðmundsson, sá því greinilega, að gjaldþrot GC. Behrens var yfirvofandi, er hann ráðlagði cignayfirfærsluna 7. nóv. og kom henni í kring öðrum skuldunautum ákærðs, GC. Behrens, til tjóns. En það má og jafnframt benda á það, að ákærður, Magnús Guðmundsson, vissi að H. Tofte var sendur hins- að beinlinis til að tryggja hagsmuni h/f GC. Höepfner. H. Tofte heimtar að sér sé framselt megnið af og valið úr vörum ákærðs, C. Behrens, (sbr. 2. gr. samningsins „sóð- ar ósviknar verzlunarvörur“ og úrvalið af útistandandi skuldum hans (sbr. 2. gr. samningsins „góðar lryggar kröfur“). Að H. Tofte eftir að hafa kynnt sér efnahag ákærðs, GC. Behrens, heimtaði þessi framsöl og þar með greiðslu í svo óvenjulegum gjaldeyri, stafaði vitanlega af því, að hann óttaðist yfirvofandi gjaldþrot ákærðs, G. Behrens. Það er og upplýst af ákærðum, C. Behrens, og N. Manscher, að H. Tofte hafi og jafnframt því að heimta þessi framsöl beinlínis hótað kæru og gjaldþroti. Hann stöðvaði og öll lán frá h/f Höepfner til ákærðs, C. Behrens, og heimtaði (sbr. 5. gr. samningsins) að ákærður, GC. Behrens, greiddi víxlana í gjalddaga, enda fór mikill hluti af því fé, sem hann fékk inn meðan verzlunin hélt áfram, í greiðslu þessara víxla. Þegar þessar ástæður eru athugaðar í sambandi við sjálfan efnahag ákærðs, C. Behrens, verður það jafnvel enn augljósara, að það gat undir engum kringumstæðum far- ið fram hjá ákærðum, Magnúsi Guðmundssyni, að gjald- þrot ákærðs, G. Behrens vofði yfir. Þess er getið hér að framan, að ákærður, Magnús Guð- mundsson, hafi, er ákærður, GC. Behrens, var að verða gjaldþrota í byrjun árs 1930, með samningaumleitunum frestað gjaldþrotinu fram yfir riftingarlímann, sem á- kveðinn er í 19. gr. gjaldþrotaskiptalaganna. Þótt ákærð- um, GC. Behrens, og Magnúsi Guðmundssyni hafi ekki tek- izt að sýna fram á, að ákærður, C. Behrens, hafi haft nokkra möguleika til að standa við boð sitt um 259 greiðslu af skuldum, og nauðasamninga væri ekki leitað, sem þó var heitið, verður þó ekki talið sannað, að til- boðið hafi verið gert í sviksamlegum tilgangi. 913 En það verður ekki komizt hjá að líta á það, að ef á- kærður, Magnús Guðmundsson, hefði gert eignayfirfærsl- una 7. nóvember í þeirri trú, að ákærður, C. Behrens, yrði ekki gjaldþrota og allir fengi sitt, hlaut það að koma honum á óvart, að sá sami maður, sem hefði blekkt hann þannig, kæmi til hans rétt eftir áramótin og segði hon- um að nú væri hann að verða gjaldþrota og vildi nú reyna að greiða öðrum skuldheimtumönnum 25%, sem hann þó ekki gæti án hjálpar. Það verður að telja sennilegt, að á- kærður, Magnús Guðmundsson, hefði undir slíkum kring- unmstæðum ekki látið hjá líða að benda ákærðum, C. Beh- rens, á það, að eigi yrði komizt hjá því að leiðrétta það ranglæti, sem öðrum skuldheimtumönnum hefði verið gert með eignayfirfærslunni 7. nóvember, að minnsta kosti að benda ákærðum á að gefa sig þegar upp til gjaldþrota- skipta, til þess að skuldheimtumennirnir gætu látið rifta cignayfirfærslunni. En ákærður, Magnús Guðmundsson, gerði ekki þetta, heldur hið gagnstæða. Það er því ekki hægt að komast hjá að líta á þetta sem enn eitt og æði sterkt sönnunaratriði þess, að ákærðum, GC. Behrens, og málfærslumanni hans, ákærðum, Magnúsi Guðmundssyni, hafi, svo sem áður er sýnt, verið hið yfir- vofandi gjaldþrot ljóst 7. nóvember og því ekki komið það á neinn hátt óvart að ákærður, C. Behrens, var að verða gjaldþrota eftir áramótin, er ákærður, Magnús Guðmunds- son, afstýrði þvi. Með því að ráðleggja og stuðla að eignayfirfærslunni til h/f Carl Höepfner 7. nóvember þegar honum var ljóst að gjaldþrot ákærðs, C. Behrens, var yfirvofandi, hefir ákærður, Magnús Guðmundsson, brotið gegn ákvæðum 263. gr. sbr. 48. gr. almennra hegningarlaga. Ákærður, N. Manscher, hefir staðfastlega haldið því fram undr rannsókn málsins, að hann hafi ekki átt neinn þátt í að stuðla að eignayfirfærslunni heldur lagzt á móti henni í upphafi og síðan látið samningana afskiptalausa. Þetta er viðurkennt af ákærðum, C. Behrens, og ákærður, Magnús Guðmundsson, hefir ekki mótmælt því. Það er upplýst, að hann hefir látið semja þann efnhagsreikning, sem fyrir liggur í málinu samkvæmt bókum ákærðs, C. Behrens, eins og í efnahagsreikningnum segir, og það er viðurkennt af ákærðum, Magnúsi Guðmundssyni, og C. 914 Behrens, að ákærður, N. Manscher, hafi verið viðstada- ur til þess að gefa frekari skýringar viðvíkjandi efna- hagsreikningnum og efnahag ákærðs, C. Behrens, í heild og það hefir ekki neitt komið fram við rannsókn málsins, sem bendir til þess, að þær upplýsingar hafi verið vill. andi, heldur virðast upplýsingar hans hafa verið ýtarleg- ar, svo sem áður segir. Það verður því að sýkna ákærðan, N. Manscher, af á- kæru réttvísinnar í þessu máli. Ákærður, Carsten Behrens, er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 19. ágúst 1889, og hefir ekki áður sætt ákæru eða refsingu og þykir refsing sú, sem hann hefir tilunnið fyrir afbrot sitt, sem greint er hér að framan, hæfilega ákveðin fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 45 daga, og auk þess verður samkvæmt 8. gr. gjaldþrota- skiptalaganna að svifta hann rétti til þess að reka eða stjórna verzlun eða atvinnufyrirtæki í næstu 6 ár frá upp- sögn dóms þessa. Ákærður, Magnús Guðmundsson, er einnig kominn yf- ir lögaldur sakamanna, fæddur 6. febrúar 1879 og hefir ekki áður sætt ákæru eða refsingu, og þykir refsing sú, sem hann hefir tilunnið fyrir aðstoð sína við framangreint afbrot hæfilega ákveðin fangelsi við venjulegt fangavið- urværi í 15 daga. Ákærður, N. Manscher, er og kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 17. janúar 1895. Hann hefir með dómi aukaréttar Reykjavíkur uppkveðnum í. ágúst 1932, verið dæmdur skilorðsbundið fyrir brot á ákvæðum 264. gr. 1, málsgreinar, sbr. 48. gr. almennra hegningarlaga frá 25. júni 1869. Sá dómur er nú fyrir Hæstarétti. Eins og fyrr segir verður að sýkna hann af ákæru réttvísinnar í þessu máli. Ákærðir, C. Behrens, og Magnús Guðmundsson, greiði annar fyrir báða og báðir fyrir annan sakarkostnað í máli þessu. Á máli þessu hefir enginn óþarfa dráttur orðið, en fyrir nokkrum drætti sem orðið hefir í rannsókn málsins er s gerð grein í rannsóknargerðunum. 915 Mánudaginn 19. dez. 1932. Nr. 93/1932. Sigvaldi Jónasson gegn Benjamín Júlíussyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Sigvaldi Jónasson, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. auka- gjald í ríkissjóð, ef hann af nýju vill fá mál sitt tek- ið fyrir í hæstarétti. Svo greiði hann og stefnda, er hefir látið mæta í málinu, kr. 40,00 í ómaksbætur, að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 19. dez. 1932. Nr. 141/1932. Sigurjón Högnason o. fl. gegn Lárusi Fjeldsted. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, Sigurjón Högnason, Guðmundur Helgason, Eyvindur Þórarinsson, Júlíus Jónsson og Þórarinn Bernótusson, er eigi mæta í málinu, greiði 50 kr. aukagjald í ríkissjóð, ef þeir af nýju vilja fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. 916 Mánudaginn 19. dez. 1932. Nr. 150/1932. Helga Sigurgeirsdóttir segn Ólafi Þorgrímssyni, f. h. Páls Magnússonar. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Helga Sigurgeirsdóttir, er eigi mætir í málinu, greiði 50 króna aukagjald í ríkissjóð, ef hún af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Svo greiði hún og stefnda, er hefir látið mæta í málinu, kr. 40,00 í ómaksbætur, að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 19. dez. 1932. Nr. 157/1932. Páll Ólafsson gegn stjórn h.f. Völundar. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Páll Ólafsson, er eigi mætir í málinu, greiði 50,00 kr. aukagjald í ríkissjóð, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Svo greiði hann og stefnda, er hefir látið mæta í málinu, kr. 40,00 í ómaksbætur, að viðlagðri aðför að lögum. 917 Þriðjudaginn 20. dez. 1932. Nr. 159/1932. Valdstjórnin (Sveinbjörn Jónsson) gegn Ársæli Jóhannssyni (Lárus Fjeldsted). Brot gegn 261. gr. siglingalaganna. Dómur sjóréttar Reykjavikur 10. sept. 1932: Ákærður, Ársæll Jóhannsson, greiði 600 króna sekt í ríkissjóð inn- an 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa, sæti ella í hennar stað 30 daga einföldu fangelsi. Svo greiði hann og kostn- að máls þessa, þar með talin 60 króna málsvarnarlaun til hrm. L. Fjeldsted. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Mál þetta, sem eftir 279. gr. siglingalaganna nr. 56/1914 virðist vera sakamál, er nefnt almennt lögreglumál. En með því að meðferð þess er raun- verulega að hætti sakamála, er ekki ástæða til að ómerkja hana og dóminn af þessari ástæðu. Með því að fallast má á forsendur hins áfrvj- aða dóms, þvkir mega staðfesta hann, þó þannig, að sektin er ákveðin kr. 2000,00, og komi í stað hennar 60 daga einfalt fangelsi, ef hún greiðist ekki innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Svo greiði kærði og allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti 80 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur skal vera Óraskaður, þó þannig, að kærði, Ársæll Jóhannsson, greiði 2000 kr. sekt í ríkissjóð, og komi í stað hennar 918 60 daga einfalt fangelsi, ef hún greiðist ekki innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Svo greiði kærði allan áfrýjunarkostnað sak- arinnar, þar með talin málsflutningslaun skip- aðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna, Sveinbjarn- ar Jónssonar og Lárusar Fjeldsted, 80 kr. til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af valdstjórnarinnar hálfu gegn Ársæli Jóhannssyni skipstjóra, til heimilis Fjólugötu 23, hér í bænum fyrir brot gegn 261. gr. siglingalaganna nr. 56/1914, sbr. 6. gr. laga nr. 40, 19. maí 1930, um breyting á téðum lögum, og eru málavextir þeir, er nú skal greina, og sannaðir með eigin játningu kærðs og öðru því, sem upplýst er í málinu. Hinn 21. ágúst f. á. var kærður, sem var skipstjóri á b/v Barðinn, að veiðum á skipi þessu á Sviðinu nálægt því miðju. Veður var gott, bjart yfir og alveg sléttur sjór. KI. 12 á hádegi hóf skipið ferð sina til Akraness að sækja þangað einn mann. Þegar skipið lagði af stað tók það stefnu á suðurenda Akrafjalls og var þeirri stefnu haldið, þar til komið var í línuna „„Brautarholtskirkja í rætur Esju“, var síðan beygt og þesu merki haldið sem bakmerki norður eftir þar til „gult hús kom upp fyrir rætur ÁAkrafjalls“. Var síðan beygt í þessu merki inná Krossvík. KI. 12,45 e. h. strandaði skipið á „Þjótnum“, var þá liðið ca. 1% tími frá háflæði og var sjór svo hægur að ekki örlaði á skerinu. Skipstjóri var einn á stjórnpalli frá því að skipið fór af Sviðinu og þar til bað strandaði, en hásetar þeir, er uppi voru, voru við vinnu á þilfari. Var farið með venjulegri fullri ferð, begar verið er á veiðum, c. 7—8 mílur, er skipið strand- aði. Var þegar sent skeyti til Reykjavíkur og beðið um 919 hjálp, en kl. 1,30 e. h. hallaðist skipið svo, að skipverjar voru látnir fara í bátana, nema skipstjóri, 1. vélstjóri og stýrimaður. Leka varð þó ekki vart strax og komu menn úr skipsbátnum þá aftur um borð. Kl. 3,30 var kominn allmikill leki og náðu dælur skipsins ekki til að dæla vegna legu skipsins, sem var þannig, að framendi skips- ins hallaðist út af skerinu niður á við, en afturendinn upp eftir því sem lækkaði í sjó. Kl. 4,15 er dælt með hjálparslöngu og um svipað leyti er skipseigendum til- kynnt, að sjór muni eftir stufta stund komast í ljósvélina og beðið um hjálp b/v Gyllir eða annars gufuskips. Kl. 4,45 er ljósvélin stöðvuð, slær í sjó, og kl. 6 e. h. er hætt að ausa, en dælan látin vera í gangi og hásetar látnir fara í bátana, en skipstjóri og 1. vélstjóri og Í. stýrimaður eru eftir í skipinu. Kl. milli 7 og 8 kemur dráttarbáturinn Magni og byrjar að dæla og skömmu síðar b/v Gyllir og ki. 8—12 er gengið frá dragstrengj- um milli Barðans og Gyllis en Magni dælir stöðugt. Kl. 11,35 reynir Gyllir nokkrum sinnum að kippa skipinu af skerinu en árangurslaust og um það leyti byrjar sjór að renna úr afturlest í forlest. Þar sem tilraunir Gyllis að draga skipið af skerinu báru engan árangur, var til- raunum þessum hætt og fór hann til Reykjavíkur, en Magni hélt áfram að dæla, þangað til kl. var langt geng- in 2. f. h. 22. ág. en þá var hætt sökum þess, að sjá- anlegt var, að skipið seig niður að framan með sjávar- lækkuninni og allir menn fóru um borð í Magna. Kl. c. 3 f. h. er skipið sigið svo mikið, að allur framendi þess er í kafi aftur að stjórnpalli. Kl. milli 6 og 7 f. h. fór Magni til Reykjavíkur með skipshöfn Barðans nema skipstjóra, 1. vélstjóra og 2 háseta og þar sem sjáanlegt var að ekki yrði neinu bjargað eða annað aðhafst til björgunar fór skipstjóri ásamt með hinum þremur mönnum til Reykjavíkur kl. 10,15 f. h., s. d. Frekari björgunartilraunir virðast ekki hafa verið gerðar, en skipið seig í sjó og sökk nokkru síðar. Skipið var smið- að 1913, 416,37 tons br. og 165,05 netto. Skipshöfn var 19 manns að meðtöldum skipstjóra. Meginið af fatnaði og plöggum skipshafnar var bjargað, en með skipinu fórst um 800 körfur af fiski og 15--20 tonn af ís og nokkuð af kolum. 920 Kærður hefir skýrt frá því við prófin, að hann hafi að vísu haft á skipi sinu venjulegt sjókort yfir Faxa- flóa, sem motað er við fiskveiðar, líklega nr. 270, en kortið hafði hann ekki fyrir sér er hann sigldi inn, og „Den islandske Lods“ hafði hann ekki um borð, en hann kveðst hafa siglt eftir minni samkv. þeim innsiglingar- merkjum, sem upp gefin eru í bók þessari og á hinum dönsku sjóbréfum, en þar eru merkin orðuð svo“ við sér- uppdrátt af Krossvik „Esja S-lige Affald“ um Brautar- holtskirkju og „Akrafjall N-lge Affald til et kendcligt gult Hus“. Þessi merki segir kærður, að sér hafi verið rík í minni og segist hafa siglt eftir þeim og ekki beygt fyrr en gula húsið var nokkuð upp í rótum Akrafjalls og hugð- ist þeim mun öruggari um dýpið, sem húsið kom lengra upp í fjallið, því að hann kveðst hafa vitað að engin grunn eða sker eru vestan til að víkinni innan við Flösina. Kærður kveðst ekki hafa siglt eftir kompás eða athugað kortið, af því hann þóttist viss um, í svo björtu veðri, að sjá merkin og muna þau rétt, en eftir strandið talaði kærð- ur við menn á Akranesi og fékk að vita, að gula húsið, sem hann hafði miðað við, hét Kross og kveðst hann ekki hafa séð neitt annað gult hús, er hann miðaði á land. Sjódómurinn bað nú forstjóra skipaútgerðar ríkisins, að fela skipherra einhvers varðskipanna ásamt með stýri- manni að athuga merki þau, er kærður kvaðst hafa fylgt. Liggur nú fyrir í málinu skýrsla Einars M. Einarssonar skipherra á Ægir um þetta. Er þar upplýst, að leiðarmerk- ið „ct kendeligt gult Hus“ sem átt er við, sé Garðar, hið forna prestssetur. Hafi hús þetta verið byggt fyrir um 50 árum, hafi áður verið gult, en ekki haft þann lit í mörg ár, líklega allt að 10 árum. Þá er það og upplýst með skýrslu þessari sem og vottorði, sem fyrir liggur í mál- inu, að húsið Kross á Akranesi hafi verið gult að lit Og sé Það eina húsið frá Hólmunum og út að Akranesþorpi, sem hafi verið gulmálað nefndan dag. En skipherrann álítur, að kærður hafi miðað þetta gula hús í skakkt bak- merki, sem sé í miðju Akrafjalls eða svokallaða Reynisása, í stað þess að Garðar eigi að bera í norðurrætur Akrafjalls. Verjandi kærðs hér fyrir réttinum hefir markað með bleki á sjókort nr. 289 siglingarlinu b/v Barðans frá því hann fór af stað af Sviðinu og þar til hann kom í merkið „Braut- 921 arholtskirkja í suðurrætur Esju“. Þótt það sé nú ekki vist, að stefnan hafi einmitt verið sú, sem mörkuð er, þá verða ekki bornar brigður á, að skipið hafi um stund siglt með þessi merki sem bakmerki unz sú lína skarst af línunni „gult hús upp fyrir norðurrætur Akrafjalls“ og segist kærður þá hafa beygt og hefir hann Þá tekið stefnu inn á Krossvík og jafnframt yfirgefið línuna, gula húsið í norðurrætur Akrafjalls og siglt skamma leið þar til hann lenti á Þjótnum en þaðan ber Krosshúsið í miðju Akra- fjalls eða Reynisása, sbr. skýrslu Einars M. Einarssonar. Skýrsla kærðs um siglingu hans og miðanir getur staðizt og er henni ekki hnekkt með upplýsingum þeim, er greindar voru, en líkur benda til, að hið oftnefnda gul- málaða hús, sem hafði einmitt þau einkenni, sem greind eru í sjókortinu og leiðarbók frá 1927, hafi leitt kærðan í þá villu, að hann tók ranga innsiglingarleið og setti skip sitt í strand. Á aðra hlið hefir hinn hábjarti dagur, sum- sumarbliðan og hinn ládauði sjór, sem var svo spegilslétt- ur, að ekkert braut á Þjót, en svo gerir jafnan ef nokk- ur hreyfing er í sjó, deyft hvöt kærðs til að gæta Þeirrar varúðar, sem verður að vera sívakandi hjá hverjum skipstjórnarmanni, sem siglir um slóð, þar sem sker og grynningar eru. Og sjórétturinn telur það gáleysi af kærð- um að sigla í höfn, sem hann er í rauninni lítt kunnur, án þess að hafa annan mann við stýri, svo hann gæti sjálf- ur athugað stefnur og mið inn í höfnina eftir sjávarupp- drættinum, sem honum bar að hafa við hönd, og áttavit- anum. Þá er það og yfirsjón af kærðum að draga eigi úr ferð skipsins nógu tímanlega þótt hann í nánd við inn- siglinguna vissi af skeri, seim hann veit eigi mið á, en heldur áfram með sömu ferð inn á skipaleguna aðeins eftir minni sínu, í stað þess að biðja um hafnsögumann. Fyrrgreindar yfirsjónir og hirðuleysi kærðs, telur sjó- rétturinn að eigi að varða refsingu, sem þykir hæfilega ákveðin 600 kr. sekt í ríkissjóð og komi í stað sektarinn- ar 30 daga einfalt fangelsi, ef hún er ekki greidd í tæka tið. Hinsvegar þykir ekki næg ástæða til að beita heimild- inni til að svifta kærðan skipstjóraréttindum í skemmri eða lengri tima, með sérstöku tilliti til þess, að á hinum löggiltu sjókortum allt fram á þetta ár, er upp gefin röng 922 lýsing á Óónafngreindu húsi sem innsiglingarmerki á Krossvík, en lýsingin á heima við hús, sem hægt er að miða Í sama Þbakmerki sem hið rétta hús, Garðahús, skammt frá hinni réttu innsiglingarleið. Kærður hefir verið stýrimaður á botnvörpungum í 4 ár og á ðja ár skipstjóri bæði fyrir og eftir strandið og aldrei orðið fyrir neinu öðru óhappi á sjó. Kostnað málsins ber kærðum að greiða, þar með tald- ar 60 kr. til hins skipaða verjanda sins, hrm. L. Fjeldsted. Á máli þessu hefir enginn óþarfa dráttur orðið, en rannsókn þess tafizt vegna dráttar á skýrslu varöskips. ins. Et 1 10. 11. 12. 13. Eínisskrá. Hreppsnefnd Grimsevjarhrepps gegn skiptaráðandanum í Þingeyjarsýslu, f. h. þrotabús Bjarna Benediktssonar. Útsvars- Mál 2... Ríkey Lilja Guðmundsdóttir gegn Gunn- ari Kristinssyni. Barnsfaðernismál ...... Hreppsnefnd Andakilshrepps gegn land- lækni Íslands. Starfssvið minningarsjóðs Valdstjórnin gegn Pálma Sveini Pálma- syni. Áfengislagabrot. ...0000.0.00.00... Réttvisin gegn Ólafi Óskari Jónssyni og Páli Kristinssyni. Nauðgunarmál ....... Réttvísin gegn Guðmundi Sæmundssyni og Ara Lindal Jóhannessyni. Rangur framburður fyrir rétti. 22.00.0000... Valdstjórnin gegn Ólafi Oddssyni. Lög- reglusamþykktarbrot. ....cc000.. 0... Helgi Tómasson gegn fjármálaráðherra, f. h. ríkissjóðs og gagnsök. Bætur fyrir svifting stöðu ....0.00. 00... Einar M. Jónasson, f. h. Birgis Einarsson- ar, gegn Jónasi Ólafssyni. Víxilmál ..... Helgi Tómasson gegn Gisla Guðmunds- syni. Meiðyrði „...cccc000 00... 000... Réttvísin gegn Páli J. Þorleifssyni og Sæmundi Steindóri Einarssyni. Óreiða í bókhaldi m. m. „ccc c0r ner Hannes Sigurlaugsson gegn Petreu Ingi- marsdóttur Hoffmann. Barnsfaðernismál Stefán Jóhannsson gegn Ólafi Péturssyni. Krafa út af félagsútgerð ......00000... Dómur. Bls. 14 2% 386 391 394 399 403 407 421 423 441 449 453 14. 15. 16. 18. 20. II Jóhann Jósefsson gegn Hannesi Jónssyni f. h. Kaupfélags Vestur-Húnveininga. Vinnulaun ............ án Réttvísin gegn Tryggva Jóhannessyni og Ósk Aðalheiði Sigurðardóttur. Innbrots- bjófnaður og hilming .....,............ Elías Guðmundsson gegn Þóru Guð- mundsdóttir. Lögtak fyrir meðlagi Leif Gamborg f. h. firmans K. P. M. Dons gegn Guðm. Ólafssyni og Pétri Magnús- syni. Krafa um skaðabætur eigi tekin til GPEÍNA „0... á BR BR a á 00 á a Réttvísin gegn Helga Benediktssyni. BYR 0 ai 4 2 a að a sinar M. Jónasson gegn skiptaráðandan- um í Barðastrandarsýslu og Jóni J. Maron. Úrskurður. ....i...... Einar M. Jónasson gegn skiptaráðandan- um í Barðastrandarsýslu, Bergi Jónssyni og Jóni J. Maron. Skiptaréttargerðir Guðrún Ólafsdóttir gegn Óla Metúsalems- syni. Útivistardómur. Ómaksbætur ...... Elínmundur Ólafs gegn Eyjólfi Jóhannes- syni f. h. Mjólkurfélags Reykjavíkur. Útivistardómur 2... Valdstjórnin gegn George Alfred Cam: burn. Botnvörpuveiðabrot „............ Ólafur Thors segn Gísla Guðmundssyni. Méiðyæði mosi ísbirni Réttvísin gegn Einari Jóhannssyni. Svik- samlegt athæfi ........0.0.. Valdstjórnin gegn Sigurði Sveini Sveins- syni. Ölvun ........... 3 Réttvísin og valdstjórnin gegn Sigurjóni Kristjánssyni. Ítrekaður þjófnaður m. m. Metúsalem Jóhannsson, f. h. m/s Hænis og Ásgeir Þorsteinsson, f. h, Samtryggingar íslenzkra botnvörpunga gegn Pálma Lofts. syni, f. h. Skipaútgerðar ríkisins og gagn- sök. Björgunarlaun ..... RE in an í #8 5 Dómur. BIis. áð 26 2 % 29 463 493 494 498 öl18 20. 30. si. 32. 33. 36. 4l. 42. 43. 44. 45. Il Lárus Jóhannesson, f. h. Sameinuðu Ís- lenzku verzlunanna á Seyðisfirði gegn Kristjáni Jónsssyni. Fyrning ........... Útibú Landsbanka Íslands Eskifirði gegn Sigurði Kristjánssyni, f. h. hlutafélagsins Shell á Íslandi og Þórhalli Sæmundssyni. SjJÓVEði 0 rn pg út Í nr a Í Guðlaugur Jónsson gegn Jóni Ólafssyni, f. h. Liftryggingarfélagsins Andvaka .... Elinmundur Ólafs gegn Guðmundi Krist- jánssyni. Útivistardómur. Ómaksbætur Elinmundur Ólafs gegn Einari Einarssyni. Útivistardómur. Ómaksbætur .......... Elinmundur Ólafs gegn h/f Hamar. Úti- vistardómur, Ómaksbætur .............. Elinmundur Ólafs gegn I. Brynjólfsson og Kvaran. Útivistardómur. Ómaksbætur Elinmundur Ólafs gegn I. Brynjólfsson og Kvaran. Útivistardómur. Ómaksbætur Elíinmundur Ólafs gegn I. Brynjólfsson og Kvaran. Útivistardómur. Ómaksbætur Guðmundur Ásbjörnsson, f. h. Fisksölu- samlagsins í Reykjavík o. fl. gegn skipta- ráðanda þ. b. h/f Kári. Útivistardóm- BR 000 Sr Á a 1 Eb a að a Herluf Clausen gegn Guðmundi Ólafssyni, f. h. Emil Kroman. Útivistardómur Valdstjórnin gegn Samuel Midjord. Botn- vörpuveiðabrot .......000002 0... Valdstjórnin gegn Jóhannes Mourits Niel- sen. Botnvörpuveiðabrot ............... Guðmundur Ólafsson, f. h. Ganddádlens Möbelfabrik gegn H/f Húsgagnaverzlunin við Dómkirkjuna. Vöruskuld .......... Valdstjórnin gegn Sæmundi Albertssyni. Bifreiðalagabrot ....... Ertra ir la an lr Valdstjórnin gegn Sveinbirni Halldórs- syni. Brot gegn lögum um veitingasölu ðu, Í sm gp Far na a A ra L. Fjeldsted, f. h. eigenda s/s Havtör gegn Dómur. Bls. 1%4 106 184 194 184 #0 134 14 184 186 1g 1% 196 % % 1 525 529 533 538 538 539 539 553 555 559 46. 47. 48. 49. öð. IV Mjólkurfélagi Rvíkur og J. Þorsteinsson á Co. Farmsamningsákvæði ........... Mýrkjartan Rögnvaldsson og Ólafur J. Hvanndal gegn Pétri Jakobssyni. Mál út af víxli, mótmæli eigi til greina tekin ...... Lárus Jóhannesson, f. h. dánarbús Ragn- ars Ólafssonar gegn bæjarstjórn Siglu- fjarðarkaupstaðar. Útsvarsmál ......... Lárus Jóhannesson, f. h. h/f Hinar Sam- einuðu íslenzku verzlanir Seyðisfirði í Likvidation gegn Guðmundi Bjarnasyni og gagnsök. Krafa um launauppbætur A Í 0 ni nr et er 0 768 á Í vg 0 0 Landsbanki Íslands, f. h. þrotabús Þórð- ar Flygenring gegn H/f Kveldúlfur. Rift- unarkrafa ..........00.00 000... Sigurgeir Guðjónsson gegn Ingibjörgu Stefánsdóttur og gagnsök. Ómerking .... . Pétur M. Bjarnarson gegn Jóni Ásbjörns- syni og Sveinbirni Jónssyni, f. h. Frihav- nens Kaffekompagni. Skaðabætur ..... Guðrún Ólafsdóttir gegn h/f Hamar. Úti- vistardómur. Ómaksbætur ............. Árni Sigfússon gegn bæjarfógetanum í Vestmannaeyjum Kr. Linnet. Útivistar- dÓMUr 2... Helgi Benediktsson, f. h. Verzlunarfélags Vestmannaeyja gegn bæjarfógeta Kr. Linnet, f. h. ríkissjóðs, o. fl. Útivistardóm- UP ls Helgi Benediktsson, f. h. Verzlunarfélags Vestmannaeyja gegn Stefáni Árnasyni, Í. h. Jóns Ásbjörnssonar og Sveinbjörns Jónssonar. Útivistardómur ............ . Réttvísin gegn Sigurjóni Viktor Finn- bogasyni og Magnúsi Jóh. Þorvarðssyni. Þjófnaður .........0002000 000... . Réttvísin og valdstjórnin gegn Guðjóni Benediktssyni, Þorsteini Péturssyni, Jón- asi Guðjónssyni, Magnúsi J. Þorvarðssyni, Dómur. Bs. 1% 2% 9 29, “A 2% 2 4 4 So et ö61 Gt Gt 570 593 600 601 601 602 602 58. 59. 60. 61. 62. 63. 64. 66. 67. 68. 69. 70. V Georg Hans Knudsen og Hauki Siegfried Björnssyni. Brot g. 101. og 113. gr. alm. hegnl. .....00..000 0. enn. Réttvísin og valdstjórnin gegn Kristni Bjarnasyni. Áfengis- og tolllagabrot .... Helgi Sveinsson gegn bankaráði Útvegs- banka Íslands h/f, f. h. bankans og gagnsök. Eftirlaunaréttur. .............. Landsbanki Íslands, f. h. þrotabús Þórð- ar Flygenring gegn h/f Kveldúlfur. Rift- ing veðsetningar ......000.0..00.0.. 0... Viggó Björnsson, f. h. útibús Útvegsbanka Íslands h/f Vestmannaeyjum og Simon Guðmundsson gegn Kaupfélaginu Drif- andi og Bryngeiri Torfasyni. Veðsetning fiskjar ........00000 00. Chr. Fr. Nielsen gegn Pétri Á. Ólafssyni. Ágóðahluti, skuldajöfnuður ............ Guðlaug Sigurðardóttir gegn Eyjólfi Jó- hannssyni, f. h. Mjólkurfélags Reykja- víkur. Útivistardómur ................. Árni Böðvarsson gegn Lárusi Halldórs- syni. Útivistardómur. Ómaksbætur. 5. Bjarni Pétursson gegn Ástu Sveinsdóttur. Útivistardómur. Ómaksbætur .......... Guðmundur Ólafsson, f. h. Rederiaktie- bolaget Iris gegn Ólafi Gíslasyni £ Co., f. h. Harrington á White. Aukabiðdaga- ÞÆR a a 0 0005 A Réttvísin og valdstjórnin gegn Flosa Ein- arssyni og Magnúsi Magnússyni Stephen- sen og Réttvísin gegn Sigurði Einarssyni og Jóni Marinó Jónssyni. Ofbeldi við lög- reglu 0. fl. .....0000.. 00 enn. Valdstjórnin gegn Harold Mecklenbourgh. Veiðarfæri í Ólagi ......0.00.00000...... Valdstjórnin gegn Ernest Lewis. Botn- vörpuveiðabrot ......0ec0eee nn Valdstjórnin gegn Valdimar Guðjónssyni. Áfengislagabrot ........0000000 000... Dómur. Bls. 204 27 305 30% 8% % % % % 6 605 616 621 625 630 634 647 653 664 668 672 1 ot Sl. 62. 83. 84. VIT Valdstjórnin gegn Jóhanni Gunnlaugi Guð- Jónssyni. Áfengislagabrot .............. Hreppsnefnd Seltjarnarnesshrepps gegn Guðmundi Péturssyni og gagnsök. Skaða- bætur fyrir jarðrask .......0........ Elin Egilsdóttir gegn L. GC. Klitteng. Heim- ild til riftunar samnings .............. Ingólfur G. $S. Esphólín gegn Sigurbjarna Tómassyni. Víxilmál cool Ingólfur G. S. Esphólin gegn Sigurbjarna Tómassyni. Víxilmál lll H/f Hamar gegn Helgu Gestsdóttur. Greiðsludráttur ........ Hreppsnefnd Bessastaðahrepps gegn fjár- málaráðherra, f. h. ríkissjóðs. Sjúkrahús- kostnaðar þurfalings .........0........ Einar M. Jónasson, f. h. Ernu Einarsdótt- ur gegn Útvegsbanka Íslands h/f. Víxilmái. Árni Sigfússon gegn Stefáni Árnasyni og bæjarfógeta Kr. Linnet. Ómerking uppboðs Bæjarstjóri Hafnarfjarðar, f. h. hafnar- sjóðs Hafnarfjarðar gegn h/f Júní. Skaðas bótakrafa út af árekstri eigi viðurkennd Kristján Kristjánsson gegn Eggert Krist- jánssyni, f. h. Frederiksunds Skibsværft v/ Kr. Andersen, Guðlaugi Einarssyni, Jóni Eiríkssyni og Guðmanni Grímssyni. Staðfesting frávísunardóms ............ Páll Jónsson gegn Eggert Kristjánssyni, Í. h. Frederikssunds Skibsværft v/ Kr. An- dersen, Guðlaugi Eiríkssyni, Jóni Eiríks- syni og Guðmanni Grímssyni. Staðfesting frávísunardóms ......... Thorberg Einarsson gegn Eggert Kristjáns- syni, f. h. Frederikssunds Skibsværft v/ Kr. Andersen, Guðlaugi Eiríkssyni, Jóni Eiríkssyni og Guðmanni Grímssyni. Stað- festing frávisunardóms ................ Réttvísin gegn Þorleifi Benedikt Þor- grimssyni. Sýknun ........0.....0.... Dómur. Bis. 207. 6 sn 0 is s5 ex 675 = = a 708 = þa 119 8ð. 86. 88. 89. 90. 91. 92. 93. 100. 101. VIT Guðmundur Guðmundsson gegn Gunnari Jónssyni. Útivistardómur „............ Ari Þórðarson gegn Metúsalem Jóhanns- syni. Útivistardómur 00.00.2220... Réttvísin gegn Guðjóni Kristjánssyni. Þjófnaður ....0.0000. 0. Réttvísin og valdstjórnin gegn Gesti Bjarnasyni. SýknUum 2000. Torfi Jónsson, f. h. R. Stief gegn stjórn h/f. Húsgagnaverzlunin við Dómkirkj- una. Staðfestingardómur ..........0... Réttvísin gegn Hermanni Þorsteinssyni. Sjóðþúrður ....00000 Réttvísin gegn Ísleifi Högnasyni, Jóni RBafnssyni, Jóni Hafliðasyni og Krist- mundi Jónssyni. Ofbeldi .......2..2... Valdstjórnin gegn Jóel Jónassyni. Brugg- VER = a sim sög sa em BR MR Ferdinand Hansen gegn Ólafi V. Daviðs- syni. Aðfararhæfi m. MM. 20... Einar M. Jónasson, f. h. Ernu Einarsdótt- ur gegn Einari Markússyni og Birni Þórðarson. Fjárnámsgerð staðfest Edvard Harald Tang og Árni Riis, eig- endur Firmans Tang £ Riis og þrotabú þeirra gegn skiptaráðandanum í Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu, Jóni Stein- grimssyni og Lárusi Jóhannessyni. Stað- festing skiptaréttarúrskurðar .......... Valbjörg Kristmundsdóttir gegn Páli Þorleifssyni. Barnsfaðernismál ........ Valdstjórnin gegn Bruno Ziehm. Botn- vörpuveiðabrot 2.c.ccccc00 Ólafur Thors gegn Gísla Guðmundssyni. Meiðyrði .....000000 00. Olíuverzlun Íslands gegn hreppsnefnd Kirkjuhvammshrepps. Útsvarsmál ..... Valdstjórnin gegn Höskuldi Evjólfssyni. Áfengislagabrot 20.00.0000... td a ða á Lárus Jóhannesson gegn Ágúst Þórarins- Dómur. Bls. Ao 1%9 ar 4 0/ 1946 = to > 733 136 139 =1 cs Jr 786 102. 103. 104. 110. 111. 112. 113. 114. 115. Vill syni, f. h. Tang £ Riis og þrotabú firm- ans Tang á Riis í Kaumannahöfn gegn Lárusi Jóhannessyni. Úrskurður ...... Réttvísin gegn Gunnari Gunnarssyni. DR: 0 0 4 a an a 08 á BE EÐ FE á Lárus Jóhannesson gegn Lárusi Fjeldsted, f. h. Köbenhavns Handelsbank A/S og Ágústi Þórarinssyni, f. h. Tang á Riis. Ólöglegur aðfarargrundvöllur ......... Lárus Jóhannesson gegn Ágúst Þórarins- syni, f. h. Tang £ Riis og gagnsök. KyrnSEt s a sa Einar M. Jónasson, f. h. Ernu Einarsdótt- ur gegn Útvegsbanka Íslands h/f og gagn- sök. Úrskurður .........0....0....... Einar M. Jónasson, f. h. Ernu Einarsdótt- ur gegn Útvegsbanka Íslands h/f og gagn- sök. Fjárnám .......0.0000 Vélbátasamtrygging Eyjafjarðar gegn Jör- undi Jörundssyni. Vátryggingarbætur .. Hrefna Sigurgeirsdóttir gegn Árna Ólafs- Svíi. RRÁVÍSUN. gas Valdstjórnin gegn Ólafi Steinari Finn- bogasyni. Bruggun ................... Friðrik K. Magnússon gegn Böðvari Jónssyni. Bátakaup. .................. Ingólfur Jónsson, f. h. sjúkrahúss Ísa- fjarðar, gegn hreppsnefnd Ögurhrepps. Sjúkrahúskostnaður berklasjúklinga Einar M. Jónasson gegn fjármálaráð- herra, f. h. ríkissjóðs og Bergi Jónssyni sýslumanni. Frávísun ................ Lárus Jóhannesson gegn L. Fjeldsted, f. h. Köbenhavns Handelsbank A/S. Mál hafið. Ómaksbætur ...........000..... Þórður Þórðarson gegn Gunnari Ólafs- o. fl., f. h. G. Ólafsson £ Co. Útivistar- MO ng am að pa au 9 að ns lr Guðm. Þorkelsson gegn Sigurði Gríms- syni. Útivistardómur. Ómaksbætur Dómur. Bs. 3%, 3%, 193 794 197 807 816 818 824 826 828 839 814 846 846 119. Metúsalem Jóhannson gegn Þórði J. Thoroddsen. Úrskurður .............. Árni Sigfússon gegn Stefáni Árnasyni og Sigurði Ingimundarsyni. Uppboð stað- fest. a SR Árni Árnason, f. h. Vöruhússins, gegn Gustaf Sveinssyni, f. h. N. V. Heeren en Kinderkonfektiefabriek v/h de YVries £. Zohnen. Vixilmál ......00.00.00.... Lárus Jóhannesson, f. h. Ísleifs Jónsson- ar, gegn Lárusi Fjeldsted, f. h. Köben- havns Handelsbank A/S og Ágúst Þórar- insyni, f. h. firmans Tang £ Riis. Aðfar- argrundvöllur 22.00.0000... Lárus Jóhannesson, f. h. Magnúsar Jóns- sonar, gegn Lárusi Fjeldsted, f. h. Köben- havns Handelsbank A/S og Ágúst Þór- arinssyni, f. h. Tang £ Riis .......... Valdstjórnin gegn Þórmundi Guðmunds- syni. Ítrekað ölvunarbrot ............ Júlíus Bjarnason gegn Jóni Þorkelssyni. Bótakröfur ......00000 00 Réttvísin gegn Carsten Behrens og Magn- úsi Guðmundssyni. Sýknudómur ..... Sigvaldi Jónasson gegn Benjamin Júlíus- syni. Útivistardómur. Ómaksbætur .... Sigurjón Högnason o. fl. gegn Lárusi Fjeldsted. Útivistardómur. Ómaksbætur Helga Sigurgeirsdóttir gegn Ólafi Þor- grimssyni, f. h. Páls Magnússonar. Úti- vistardómur. Ómaksbætur ............ Páll Ólafsson gegn stjórn h/f Völundar. Útivistardómur. Ómaksbætur .......... Valdstjórnin gegn Ársæli Jóhannssyni. Siglingalagabrot ....000000 000... Dómur. 3%1 a "Ma 194, 1%2 2042 Bls. 847 848 851 863 871 874 879 916 916 917