HÆSTARÉTTARDÓMAR 1934 Hæstaréttardómar Útgefandi: Hæstaréttarritari. XV. árgangur. 1934. Miðvikudaginn 17. jan. 1934. Nr. 105/1933. Valdstjórnin (Pétur Magnússon) gegn Martinus A. Olesen (Lárus Fjeldsted). Veiðarfæri í ólagi. Dómur lögregluréttar Vestmannaeyja 30. sept. 1933: Kærði, Martinus August Olesen, á innan fjögra vikna að greiða 6000 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands, en af- plána hana með fjögra mánaða og einnar viku einföldu fangelsi, fáist hún ekki greidd. Ennfremur greiði hann allan kostnað málsins, sem orð- inn er og verður. Dóminum að fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Svo sem nánar segir Í hinum áfrýjaða lögreglu- réttardómi, hitti varðskipið Ægir kærða á skipi sinu botnvörpungnum, Offa, G. Y. 827, þ. 29. sept. f. á., 0,4 úr sjómílu innan við landhelgislínuna við Portland og hafði kærði þá lifandi fisk á þilfari og vörpuna í ólöglegu ásigkomulagi, sem sé þannig, að poki, belgur og botnrúllur belgsins voru innanborðs, en stjórnborðshlerar og varpan hékk utan á skipshliðinni, með dragstrengjunum lásuð- um í hlerana, er voru votir. Að vísu skapar þetta, að kærði var staddur á fiskisvæði inni í landhelgi, 1 öð2 með lifandi fisk á þilfari og botnvörpuna í því á- sigkomulagi, sem sagt hefir verið, þannig, að eng- an sérstakan undirbúning þurfti til að kasta henni í sjóinn og byrja veiðar, svo og annað, sem upp- lýst er í málinu, líkur fyrir því, að kærði hafi í umrætt skipti verið að botnvörpuveiðum í land- helgi, en gegn neitun hans þykir þó eigi næg sönn- un fengin fyrir þessu. Lögregluréttardómurinn hefir því réttilega heimfært afbrot kærða undir 2. gr. laga nr. 5, 18. mai 1920 og þykir refsing hans, með tilliti til þess, að gullgildi íslenzkrar krónu er nú 54,ð5 aurar, hæfilega ákveðin samkv. 3. gr. 2. mgr. laganna 4000 króna sekt í Landhelgissjóð Ís- lands og komi þriggja mánaða einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún fæst eigi greidd innan 30 daga frá birtingu dóms þessa. Kærða ber að greiða allan kostnað sakarinnar í héraði og fyrir hæstarétti, þar með talin málflutn- ingslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, 100 kr. til hvors þeirra. Því dæmist rétt vera: Kærði, Martinus A. Olesen, skipstjóri á b/v Offa, G. Y. 827, greiði 4000 króna sekt í Land- helgissjóð Íslands, er afplánist með þriggja mánaða einföldu fangelsi, ef hún fæst ekki greidd innan 30 daga frá birtingu dóms þessa. Svo greiði og kærði allan kostnað sakarinn- ar í héraði og hæstarétti, þar með talin mál- flutningslaun, sækjanda og verjanda í hæsta- rétti, málflutningsmannanna Péturs Magnús- sonar og Lárusar Fjeldsted, 100 kr. til hvors. öðð Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af hálfu valdstjórnarinnar gegn Martinus August Olesen, skipstjóra á togaranum „Offa“. G. Y. 827 frá Grimsby, fyrir brot gegn ákvæðum laga nr. 5, 18. maí 1920, um bann við botnvörpuveiðum í land- helgi. Málavextir eru þessir: Föstudaginn 29. þ. m. var varðskipið Ægir á vestur- leið meðfram suðurströnd landsins. Þegar það, kl. 13,20, var komið nálægt Dyrhólaey, sást frá því togari, er síð- ar reyndist sá, sem áður er nefndur. Virtist hann koma á móti varðskipinu. En kl. 13,28 sneri togarinn til stjórn- borða og hafði síðan stefnu út frá landinu, þangað til varðskipið kom að honum kl. 13,58. Var þá sett út bauja þar hjá honum, dýpi mælt 90 metrar og staður hennar ákveðinn kl. 14,44 með þessum hornmælingum: Pétursey > 3607 Dyrhólaeyjarviti > 60*23 Hjörleifshöfði og reyndist hann 0,4 úr sjómílu innan landhelgislínunnar. Þegar komið var að togaranum kl. 13,58 hengu stjórn- borðshlerar og varpan utanborðs á skipshliðinni, en pok- inn, belgurinn og 'botnrúllur hans voru innanborðs. Lif- andi fiskur var á þilfari. Vírunum var lásað í hlerana og hlerarnir votir. Við þetta, sem hér er sagt, hefir kærði kannazt, en hinsvegar hefir hann neitað þvi, að hafa tog- að á landhelgissvæðinu. Heldur hann fram að hafa byrjað að draga vörpu sina úr sjó, síðast áður en Ægir tók hann fastan, laust fyrir kl. 16 á þeirra klukku, en það er sama og laust fyrir kl. 13,27 eftir klukku varðskipsins. Þetta hafa þrjú vitni af togaranum borið með honum og þetta kemur einnig allvel heim við skýrslu skipherrans á Ægi, sem segir, að togarinn hafi snúið kl. 13,28 og virtist liggja ferðlaus frá þeim tíma þangað til kl. 13,58, þegar Ægir kom að honum. öðd Það kemur þá til álita, hvort skip kærða gat á þessari liðugt hálfri klukkustund, sem um er að ræða, rekið af punkti, fyrir utan landhelgislínuna þangað, sem baujan var sett út, eins og kærði heldur fram, eða hvort þetta megi telja óhugsandi. Samkvæmt yfirlýsingu skipherrans á Ægi í réttinum. taldi hann möguleika á því, að skip kærða hefði á um- ræddum tíma rekið svo mikla vegalengd (um 1,6 úr sjó- míilu), að það hafi getað verið fyrir utan landhelgislin- una þegar kærði var að toga og fór að láta draga upp vörpuna. Þetta álit styðst við það, að varðskipið sjálft rak 1,05 úr sjómilu um klukkustund siðar á 35 minútum, og að ganga verður út frá að vindur og straumþungi hafi verið meiri meðan skip kærða rak þessar um 30 míinút- ur frá kl. 13,28 til kl. 13,58. Og þar sem rétturinn verð- ur að fallast á þenna möguleika og þessvegna líta svo á, að ekki sé sannað í málinu, að kærði hafi togað á land- helgisvæðinu, verður að sýkna hann af þeirri kæru. Hins- vegar er sannað, bæði með játningu kærða sjálfs og öðr- um gögnum, að hann hefir gert sig brotlegan gegn 2. gr. laga nr. 5, frá 18. maí 1920, sem fyrirskipar að öll veiðar- færi togara skuli vera í búlka innanborðs þegar skipið er í landhelgi. Og þar sem alls ekki er ljóst af atvikum þeim, sem eru fyrir hendi, að kærður hafi hvorki verið að veið- um í landhelgi né undirbúningur ekki gerður í því skyni, heldur þvert á móti, getur leikið nokkur efi á hvort tog- að hafi verið á landhelgissvæðinu eða ekki, þá verður að sekta kærða samkvæmt 3. gr. áðurnefndra laga og þykir sektin, með hliðsjón þess. að hér er um fyrsta brot kærða á nefndum lögum að ræða og tilliti til þess, að dagsgengi gullkrónunnar er í dag 0,5207, hæfilega ákveðin 6000 ísl. krónur, sem greiðist innan fjögra vikna til Landhelgis- sjóðs Íslands, en afplánist með fjögra mánaða og einnar viku einföldu fangelsi, fáist sektin ekki greidd. Ennfremur greiði kærði allan kostnað málsins, sem orðinn er og verður. öðÐ Föstudaginn 19. jan 1934. Nr. 68/1933. Eigendur Lambastaða (Th. B. Lindal) og 74/1933. gegn Steinunni P. Bentsdóttur (Lárus Fjeldsted) og Ólafi Magnússyni (Enginn). og Steinunn P. Bentsdóttir gegn eigendum Lambastaða og Ólafi Magn- ússyni. Ómerking. Úrskurður fógetaréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 24. apríl 1933: Hið umbeðna fjárnám á fram að fara. Uppboðsgerð uppboðsréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 23. febr. 1933. Úrskurður uppboðsréttar sömu sýslu s. d.: Húseignina ber að selja sem fasteign, með lóð undir húsinu sjálfu ásamt hæfilegri umgangslóð, og skal það tilgreint í sölu- skilmálunum. Dómur hæstaréttar. Þann 27. febr. 1932 gaf Steinunn P. Bentsdóttir út veðskuldabréf til handhafa fyrir 12000 kr., er hún skuldbatt sig til að greiða með jöfnum afborg- unum á 12 árum þannig, að fyrsta afborgun 1000 kr., átti að fara fram 1. marz f. á. og siðan sama upphæð sama mánaðardag ár hvert, þar til skuld- in væri að fullu greidd. Í vexti af skuldinni átti að greiða 6% á ári eftir á á sama gjalddaga og af- borganirnar. Til tryggingar skaðlausri greiðslu höfuðstóls og vaxta samkvæmt skuldabréfinu veð- setti Steinunn skuldareiganda, eða þeim, sem lög- 556 lega kynni að eignast kröfuna, með fyrsta veð- rétti, húseign sína í Lambastaðatúni í Seltjarnar- neshreppi, „með öllu, sem eign þessari fylgir og fylgja ber“. Í skuldabréfinu er það ennfremur tek- ið fram, að ef ekki sé staðið í skilum með greiðslu afborgana og vaxta, þá sé öll skuldin þegar fallin í gjalddaga og megi skuldareigandi þá láta ganga að veðinu að löglegum hætti samkvæmt 15. gr. lög- takslaganna frá 1885, skuldabréf þetta var Þ. 23. april 1932 fyrirfram innritað til þinglesturs með þeirri athugasemd dómarans, að eignarheimild veðsetjanda væri ekki þinglesin. Stefndi í máli þessu, Ólafur Magnússon kaup- maður, varð síðar handhafi og eigandi nefnds skuldabréfs og tilkynnti hann Steinunni það með bréfi, dags. 18. febr. f. á., og skoraði hann jafnframt á hana, að greiða hina fyrstu áskildu afborgun, 1000 kr. ásamt vöxtum af 7500 kr. á gjalddaga þ. 1. marz f. á. á tilgreindum stað í Reykjavík, En Steinunn greiddi hvorki afborgun né vexti af skuld- inni á gjalddaga og krafðist því Ólafur með bréfi, dags. 24. april f. á., að gert yrði fjárnám samkvæmt ákvæðum veðskuldabréfsins í hinni veðsettu eign til tryggingar greiðslu á 6550 kr. af höfuðstól skuldabréfsins, ásamt 6% ársvöxtum af Þeirri upphæð frá útgáfudegi bréfsins til greiðsludags og innheimtulaunum og öllum kostnaði við aðför og uppboðssölu. Fjárnámsbeiðni þessi var tekin fyrir í fógetarétti Gullbringu- og Kjósarsýslu þ. 24. aprilmánaðar f. á., og var því þá af hálfu Stein- unnar P. Bentsdóttur mótmælt, að fjárnám yrði gert fyrir hærri upphæð en 2500 kr. og einnig kraf- izt, að fjárnámið fyrir þeirri upphæð yrði aðeins gert í húsinu sjálfu án lóðarréttinda, þar sem eng- 557 in lóðarréttindi hefðu fylgt með í veðsetningunni. Eftir að sókn og vörn þessu viðvíkjandi hafði far- ið fram fyrir fógetaréttinum úrskurðaði fógetinn samtímis, að hið umbeðna fjárnám ætti fram að fara, og gerði hann því næst fjárnám, „i hinni veð- settu húseign á Lambastöðum, eign Steinunnar P. Bentsdóttur, með öllu, sem eign þessari fylgir og fylgja ber, samkvæmt hinu framlagða veðbréfi“. Að fengnu þessu fjárnámi krafðist stefndi, Ólaf- ur Magnússon, þess með bréfi, dags. 26. april f. á., að hin fjárnumda húseign yrði sem fyrst seld á nauðungaruppboði og að undangenginni uppboðs- auglýsingu var uppboðsréttur Gullbringu- og Kjós- arsýslu settur við húseignina að Lambastöðum þ. 23. júní f. á. til þess að selja húseignina og sam- kvæmt fyrirsögn söluskilmálanna, er lagðir voru fram í uppboðsréttinum, átti að selja húseignina „með tilheyrandi lóð undir húsinu sjálfu og hæfi- legri umgangslóð“. En þessu var mótmælt af hálfu eigenda Lambastaða, og létu þeir bóka í uppboðs bókina, að húsinu fylgi engin lóð og að þeir hafi hvorki gert kaupsamning um lóðina við Steinunni P. Bentsdóttur, né afsalað lóðinni til hennar. Af hálfu Steinunnar var það og bókað í uppboðsbók- ina, að þetta væri rétt, og að hún hefði hvorki eignarheimild að lóðinni undir húsinu né leigu- samning um hana, og væri því eigi hægt að selja eignina sem fasteign. Af hálfu uppboðsbeiðanda var þess hinsvegar krafizt, að húsið yrði boðið upp og selt með lóð, út af ágreiningi þessum kvað uppboðsrétturinn upp svohljóðandi úrskurð. „Hús- eignina ber að selja sem fasteign með lóð undir húsinu sjálfu ásamt hæfilegri umgangslóð og skal það tilgreint Í söluskilmálunum“. 558 Að gengnum þessum úrskurði bauð uppboðsráð- andi upp húseignina og bauð stefndi, Ólafur Magnússon, 1000 kr. í hana, og krafðist þess, að hún yrði sér útlögð fyrir þá upphæð sem ófullnægðum veðhafa, þar sem enginn annar gerði boð í eignina. Framangreindum fógetaréttarúrskurði 24. april f. á. ásamt eftirfarandi fjárnámi, svo og greindum uppboðsréttarúrskurði með eftirfarandi uppboði hafa nú eigendur Lambastaða, þeir Eyjólfur Kol- beins, frú Ragnheiður Bjarnadóttir og Þórður Bjarnason, f. h. barna sinna, Hans, Sigurðar, Re- ginu, Bjarna, Þóreyjar og Skúla, áfrýjað til hæsta- réttar með stefnu, dags. 8. júlí f. á. Hafa þeir auk Ólafs Magnússonar stefnt Steinunni P. Bentsdótt- ur, án þess að gera nokkra kröfu á hendur henni, en hún hefir einnig, að fenginni gjafsókn og með skipuðum málflutningsmanni tekið út sakauka- áfrýjunarstefnu í málinu og stefnt framangreind- um eigendum Lambastaða og Ólafi Magnússyni, en aðeins gert kröfu á hendur hinum síðarnefnda. Er málið var þingfest í hæstarétti 30. okt. f. á. mætti enginn af hálfu Ólafs Magnússonar og hefir Það því verið flutt skriflega samkv. 38. gr. hæstaréttar- laganna og er dæmt samkvæmt N. L. 1—4-32 og 2. gr. tilsk. 3. júní 1796. Eigendur Lambastaða og Steinunn P. Bentsdótt- ir hafa gert hinar sömu dómkröfur fyrir hæsta- rétti og eru þær þessar: Aðallega, að allar hinar áfrýjuðu réttargerðir, fógetaréttarúrskurður, fjárnámsgjörð, uppboðs- réttarúrskurður og uppboðsgerð verði ómerktar og úr. gildi felldar. Til vara, að ofannefndar réttargerðir allar verði úr gildi felldar að því er snertir lóðina. 559 Til frekari vara, að uppboðsréttarúrskurðurinn og uppboðið verði ómerkt og úr gildi fellt að því er snertir lóðina, og fil þrautavara, að uppboðs- réttarúrskurðinum verði hrundið og breytt þannig að aðeins verði seld lóðarréttindi og uppboðið sjálft ómerkt. Svo hafa áfryjendur hvor um sig krafizt að stefndur, Ólafur Magnússon, verði dæmdur til að greiða þeim málskostnað fyrir hæstarétti eftir mati réttarins, Steinunn, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Áfrýjendurnir, eigendur Lambastaða og Stein- unn P. Bentsdóttir, rökstyðja aðaldómkröfu sina um ómerking allra hinna áfrýjuðu réttargerða með því, að hvorki lóð né lóðarréttindi hafi fylgt húsinu er Steinunn veðsetti það, og verði það því eigi skoðað sem fasteign, en að því gefnu skapi 15. gr. laga nr. 29, 16. dez. 1885 enga heimild til fjár- náms án undangengins dóms eða sáttar sé því fjárnámið ólöglegt og geti eigi verið grundvöllur uppboðs, en af því leiði aftur, að eftirfarandi upp- boðsréttarúrskurður sé lögleysa. Þessar málsástæður áfrýjanda koma eftir því sem málið liggur fyrir ekki til athugunar. Sam- kvæmt 15. gr. laga nr. 29, 16. dez. 1885 er það skil- yrði þess, að veðskuldabréf geti verið aðfarar- heimild, að því hafi verið þinglýst. Veðskuldabréf það, er hér ræðir um, var að vísu, eins og áður var getið, fyrirfram innritað til þinglýsingar hinn 23. apríl 1932, en hvorki það eintak bréfsins, er lagt var fram við fjárnámið, né önnur skjöl málsins bera það með sér, að því hafi nokkru sinni verið þinglýst. Það er því eigi sannað, að nefndu skil- yrði fyrir lögmæti fjárnámsins hafi verið fullnægt 560 og ber því ex officio að ómerkja hinn áfrýjaða fó- getaréttarúrskurð og fjárnámsgerð og eftirfarandi uppboðsréttarúrskurð og uppboðsgerð. Eftir þessum úrslitum þykir rétt að stefndi, Ól- afur Magnússon, greiði áfrýjendum málskostnað í hæstarétti, er ákveðst 250 kr. til áðurnefndra eig- enda Lambastaða og 150 kr. til Steinunnar P. Bents- dóttur, þar með talin málssóknarlaun, 100 kr. til skipaðs talsmanns hennar fyrir hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði fógetaréttarúrskurður og fjár- námsgjörð og uppboðsréttarúrskurður og eft- irfarandi uppboð er úr gildi fellt. Stefndi, Ólafur Magnússon, greiði að við- lagðri aðför að lögum, áðurnefndum eisend- um Lambastaða, 250 kr. í málskostnað fyrir hæstarétti og Steinunni P. Bentsdóttur, 150 kr. og eru þar í talin málsflutningslaun skipaðs talsmanns hennar fyrir hæstarétti, málflutn- ingsmanns, Lárusar Fjeldsted, 100 kr. Föstudaginn 19. jan. 1934. Nr. 60/1932. Ásdís Johnsen (Jón Ásbjörnsson) gegn Þórði Eyjólfssyni, f. h. þrotabús G. J. Johnsen og Útvegsbanka Íslands h/f. (Guðm. Ólafsson). Ógilding kaupmála. (Th. B. Líndal) Dómur gestaréttar Reykjavíkur 31. marz 1932: Kaup- máli sá, er þau hjónin Gísli J. Johnsen og frú Ásdis John- 561 sen gerðu 25. júlí 1927 og tilkynntur var til kaupmála- skrárinnar 3. september 1927 skal ógildur vera, og ber stefndu frú Ásdísi Johnsen að afhenda stefnanda, skipta- ráðanda Þórði Eyjólfssyni, f. h. þrotabús Gísla J. John- sen, eignir þær, er gerðar voru séreign hennar með nefnd- sen eignir þær, er gerðar voru séreign hennar með nefnd- um kaupmála og ber að láta skiptamerðferðina á þrota- búinu ná til þeirra. Málskostnaður falli niður. Stefndur Útvegsbanki Íslands h/f sé sýkn af kröfum stefnanda, skiptaráðanda Þórðar Eyjólfssonar, f. h. þrota- bús G. J. Johnsen og greiði stefnandi stefnda, Útvegs- banka Íslands h/f, 250.00 krónur í málskostnað. Dóminum Þber að fullnægja áður en liðnir eru þrir sólar- hringar frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir gert þær kröfur fyrir hæstarétti, aðallega, að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað frá undirrétti, en fíl vara, að hin- um áfrýjaða dómi verði hrundið og breytt þannig, að áfrýjandi verði algjörlega sýknaður eða til þrautavara, að komist rétturinn að þeirri niður- stöðu, að Gísli J. Johnsen hafi átt fyrir skuldum er kaupmáli sá, er um ræðir í málinu, var gerður, en skuldlaus eign hans hafi þó verið minni en verð- mæti það, sem hann afhenti úr búi sínu með kaup- málanum, þá verði kaupmálinn talinn gildur ann- aðhvort einungis um húseignina Túngötu 18 eða einungis um innanstokksmunina, eftir því sem efni hrökkva til. Ennfremur krefst áfrýjandi málskostn- aðar fyrir báðum réttum eftir mati hæstaréttar af stefndum, Þórði Eyjólfssyni, f. h. þrotabús G. J. Johnsen. Áfrýjandi hefir og stefnt Útvegsbanka Ís- lands h/f hingað fyrir réttinn til að gæta réttar sins, en hefir engar kröfur á hann gert. Af hálfu stefnds, 562 Þórðar Eyjólfssonar f. h. þrotabús G. J. Johnsen hef- ir verið krafizt staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir hæstarétti. Sömu kröfur eru gerðar af hálfu stefnds, Útvegsbanka Íslands h/f, að því er hann snertir. Ekki verður talið að þvilikur dráttur hafi orðið á höfðun málsins fyrir undirréttinum, að þess vegna hefði átt að vísa því frá honum og verður ó- merkingarkrafan því ekki tekin til greina. Svo sem nánar segir í hinum áfrýjaða dómi, þá gerðu þau Gísli J. Johnsen og kona hans, áfrýjandi þessa máls, með sér kaupmála árið 1927. Kaupmál- inn var undirritaður 25. júlí, tilkynntur hinn 3. sept. og skrásettur 5. sept., skv. 38. gr., sbr. 80. gr. laga nr. 20, 20. júni 1923 öðlast kaupmálinn gildi tilkynn- ingardaginn, þ. e. 3. sept. 1927. Löggerningur þessi fór þvi fram þennan dag og hvilir sönnunarbyrði þess, að Gísli J. Johnsen hafi þá átt fyrir skuldum á áfrýjanda, því að þrátt fyrir orðalag 27. gr. laga nr. 25, 14. júní 1929 verður að telja, að með grein- inni sé sönnunarbyrðin lögð á viðsemjanda þrota- manns. Nú eru engin gögn fyrir hendi, sem segi beinlinis til um það hvernig efnahagur Gísla J. Jolinsen var 3. sept. 1927. En af þeim mörgu gögn- um, sem aðiljar hafa lagt fram bæði í undirrétti og hæstarétti og þeir telja að óbeint megi sjá efnhag- inn um þessar mundir af. Þá verður einkum að styðjast við efnahagsreikning Gísla J. Johnsen pr. 214, 1927. Að taka verður þann efnahagsreikning fram yfir þann frá 34 1926 kemur bæði af því hvernig sönnunarbyrði í málinu er háttað, en eink- um af hinu hve seint á árinu kaupmálinn tók gildi og að þá var um liðinn sá hluti ársins, sem ætla má að mestu hafi ráðið um efnahag G. J. Johnsens, sem 563 sé aðalvertíðartími vélbáta. Með efnahagsreikningn- um frá 374. 1927 verður hinsvegar að telja sönnur færðar að þvi, hvernig efnahagurinn var þá, að svo miklu leyti sem reikningurinn er ekki beint sannað- ur rangur eða líkur færðar fyrir að hann sé óábyggi- legur, og er þá þess að sæta að erfiðara hlýtur á- frýjanda að vera að fá reikningnum breytt sér í vil en þrotabúinu þar sem hann er saminn af sjálf- um manni áfrýjanda og trúnaðarmönnum hans. Ennfremur ber að hafa það í huga, að þótt ekki sé færðar að því fullar sannanir þá eru fram komnar nokkrar líkur fyrir að við samning reikningsins hafi verið allmjög stuðst við eigið mat Gísla J. Johnsen á eignunum. Loks verður að muna við at- hugun reikningsins og gagnrýning hans, að sönn- unarbyrðin hvílir skv. 27. gr. gjaldþrotalaganna aðallega á áfrýjanda, svo sem áður var tekið fram. Efnahagsreikningurinn frá 3%., 1927 er vefengd- ur af hálfu beggja, áfrýjanda og þrotabúsins. Skulu nú þeir liðir reikningsins sem ágreiningur er um athugaðir. 1. Fasteignirnar í Vestmannaeyjum eru færðar á 417731,54 kr. til frádráttar koma þó 21112,60 kr., sem færðar eru skuldamegin og virðast vera fyrn- ing eigna þessara á fyrri árum. Sýnist því svo sem eignirnar sé raunverulega taldar á reikningn- um með 396618,94 kr. Áfrýjandi telur verðmæti eignanna hafa verið miklu meira en þetta. Styður hann mál sitt með tilvitnunum í söluverð eignanna og fasteignamat 1930, sem hann raunar vill telja allt of lágt hvorttveggja. en hyggst þó geta reikn- að út frá til sannvirðis. Þegar tekið er tillit til við- bóta á eignunum eftir 1927 og verðhækkunar þeirra á síðari reikningum G. J. Johnsen fram að 564 gjaldþroti þá verður að telja upplýst, að söluverð eigna þeirra, sem með var reiknað 1927, hafi reynzt 373656,54 kr. eða 394656,54 kr., ef tekið er til- lit til ágóða Útvegsbankans á einni af eignum þess- um en hana seldi hann skömmu eftir kaupin með 21000,00 kr. ágóða. Sé með sama hætti ályktað út frá fasteignamatinu 1930 á öllum þeim eignum, er hér koma til greina og þá voru metnar að því er áfrýjandi heldur fram á 422400,00 kr. og er þeirri upphæð ekki nægilega mótmælt af hálfu Þrota- búsins, þá reynist verðmæti þeirra eigna, sem reiknað var með 314, 1927, h. u. b. 325000,00 kr. að fasteignamat, til viðbótar þessu fasteignamats- verði kemur þó verðmæti bryggju og uppfyllingar, þar sem upplýst er fyrir hæstarétti að ekki var til- lit til þess tekið við matið. Af hálfu áfrýjanda er því nú haldið fram, að þessa eign hafi 1927 mátt telja 180000,00 kr. virði. En hér við er þess að sæta, að G. J. Johnsen sjálfur hefir í mati því á eignum sinum, sem hann hefir gert í sambandi við efna- hagsreikninginn 3%., 1926, talið eignina þá ein- ungis 110000,00 kr. virði, og er ekki sýnt að verð- mæti hennar hafi aukizt á árinu 1927. Meira virði en 110000,00 kr. virðist því ógjörlegt að telja bryggju og uppfyllingu. Sé nú þeirri upphæð bætt við „fasteignamatsverð“ það, sem fundið var sem áður segir. verður það alls 435000,00 kr., og þótt e. t. v. megi deila um suma liði þess útreiknings, er hann a. m. k. ekki áfrýjanda í óhag. Að vísu er það ómótmælanlegt, að þvílík skyndi- sala á stóreignum, sem hér átti sér stað, er harla lítil sönnun um raunverulegt verðmæti þeirra. Sama má einnig segja um fasteignamat, en þar sem hér er um bersýnilegt samræmi að ræða milli bók- 565 færðs verðs eignanna 3%, 1927. Söluverðs þeirra 1929 og eftir gjaldþrotið og fasteignamatsins 1930, virðist ógerlegt að reikna með hærra verði en til- fært er á efnahagsreikningnum 1927 sem sé 417731,54. Gegn frekari hækkun mæla og þau atr- iði öll, sem áður var umgetið, að sérstaklega yrði að hafa í huga við athugun reikningsins. Hinsveg- ar virðist ágóði útvegsbankans á þeirri einu eign af þeim, sem til voru 1927, og upplýst er að hann hafi selt og annari, er bættist við eftir 1927, og nam samtals 36000,00 kr., gefa heimild til að draga ekki frá verði eignanna 1927 fyr um getnar 21112,60 kr., og má þó um það deila. En af öllu þessu ætti það þó að vera ljóst, að kröfur þær, er komið hafa íram um frekari lækkun á þessum lið verða ekki til greina teknar. 2. Túnggata 18 er færð á kr. 139887,47 = 2189,12. sem eru færðar skuldamegin sem fyrning frá fyrri árum, að því er virðist. Þessi eign var afhent úr eign G. J. Johnsen með kaupmála og á þvi bersýnilega ekki að telja hana hér með. Liðirnir falla því báð- ir niður. 3. Vélar í áburðarverksmiðjunni eru færðar á 113750,45 kr. Þegar litið er til þess, að eign þessi seldist á árinu 1929 fyrir 115000,00 kr., sem koma búinu að fullu til hags, þá verður að leggja það verð, sem í reikningnum er tilfært til grundvallar, því að ekki þykir næg ástæða til að hækka það. 4. Vélbátar eru færðir á 155480,82 kr. Upplýst er að bátarnir hafi í upphafi ársins 1927 verið metnir af trúnaðarmönnum bátaábyrgðarfélagsins í Vest- mannaeyjum á 206780,67 kr. Auk þess er því hald- ið fram af áfrýjanda, að við hafi bæzt einn bátur a árinu, 8000,00 kr. að verðmæti. Þar sem ekki er upp- 566 lýst eftir hverjum reglum þessir matsmenn fara í starfi sínu, en einkum vegna sjónarmiða þeirra, sem áður greinir um mat á sönnunargildi reikn- ingsins, þá verður að halda sér við upphæð þá, sem þar er tilfærð, enda um einhverja verðrýrnun bát- anna á árinu að ræða. 5. Erlendar vörur eru færðar á 166240,00, þó gera megi ráð fyrir að aðferð sú, er G. J. Johnsen hefir beitt til að ná þessari upphæð, sem sé að slá 3314 % af brúttóverði varanna, sé ekki fulltryggur mæli- kvarði á raunverulegt verðmæti þeirra, þá hafa ekki af þrotabúsins hálfu verið færð nein gögn fyr- ir með hverjum öðrum hætti hefði verið hægt að ná réttari niðurstöðu, og verður því þessi liður ekki lækkaður. 6. Hlutabréf eru færð með 174766,00 kr. Af þrota- búsins hálfu hefir nú að vísu verið gert líklegt, að sum bréfanna, einkum Íslandsbanka og h/f Íslands, hafi verið minna virði en tilfært er á skrá, sem þessum lið til skýringar hefir verið lögð fram í hæstarétti. En þvi hefir þó ekki tekizt að sýna fram á raunverulegt verð bréfanna í árslok 1927, enda hér ekki um verulegar upphæðir til lækkunar að ræða. Hinsvegar hefir áfrýjandi fært líkur fyrir, að verð sumra bréfanna, einkum h/f Hamars og h/f Hrannar, hafi verið meira virði en talið er á skránni. Sýnist því sem mætast megi láta hér það sem oftalið kann að vera og vantalið. 7. Veiðarfæri eru færð með 136553,41 kr. Telja verður, að sannað sé, að hér hafi verið um að ræða raunverulegt verðmæti. Þannig er upplýst hér fyrir réttinum, að í árslok 1927 hafi þegar verið búið að kaupa veiðarfæri til þeirra þriggja stóru báta, sem G. J. Johnsen fékk um áramótin 1927 til 1928, og er 567 þannig gerð grein fyrir hækkun bókfærðs verðs veiðarfæra á reikningnum 1927 frá reikningnum 1926, enda engin slík hækkun 1928 frá 1927. 8. Útistandandi skuldir eru færðar á 570065,89 kr. Það er uplýst að alls voru útistandandi skuldir G. J. Johnsen í árslok 1927 skv. bókum hans, sem efna- hagsreikningurinn er gerður eftir 772752,16 kr. Við- urkennt er að í þessari upphæð eru færðir ýmsir liðir, sem hvað sem verðmæti þeirra kann að líða, eru ekki réttilega taldir til útistandandi skulda og nema þeir samtals 281270,11 kr. Þá eru skuldir, sem samkvæmt bókunum virðast fyrndar að uphæð 14560,43 kr. Loks eru skuldir, sem virðist hafa verið taldar einskisverðar og færðar eru í svonefnda „B. D.“ bók, að upphæð 25885,48 kr. Þegar finna á raun- verulegar útistandandi skuldir ber því að draga þessar þrjár upphæðir frá 772752,16 og verða þá eftir 451036,14 kr. Bersýnilegt er að raunverulegt verðmæti úti- standandi skulda var hvergi nærri svo hátt, sem þetta nafnverð þeirra segir til. Hér var um gamalt stórfyrirtæki að ræða og varð því samkvæmt þeirri reynslu, sem fengin er um verðmæti útistandandi skulda hjá því líkum fyrirtækjum að gera ráð fyrir mjög verulegum afföllum, Til hliðsjónar hefir á það verið bent af hálfu þrotabúsins, að við gjald- þrot G. J. Johnsen hafi nafnverð útistandandi skulda hans verið h. u. b. 255000,00 kr., en þær hafi ekki selst nema fyrir 19500,00 kr. og upplýst er hér fyrir réttinum, að enn hefir ekki tekizt að inn- heimta fullar 10000,00 kr. af þessum 255000,00 kr. Þar sem engin fullnægjandi gögn eru fyrir hendi um mat þessa mjög svo vafasama liðs, en sönnun- arbyrðin í málinu hvílir á áfrýjanda, þá verður 2 568 ekki hjá því komizt að lækka þennan lið um a. m. k. 50% og þá þessar 451036,14 kr. í hæsta lagi met- andi á 225000,00 kr. Svo sem fyrr segir þá voru meðal útistandandi skulda taldar 281270,11 kr., sem viðurkennt er, að ekki eru rétt færðar, þar sem þetta voru „skuldir“ nokkra fyrirtækja eða starfsrækslugreina G.J. John- sen sjálfs. Hér fyrir réttinum liggur sundurliðun á þessari upphæð og má telja sannað, að hér í eru fólgin nokkur raunveruleg verðmæti. Fyrst og fremst hin svonefnda spitalaskuld, að upphæð 64433,71 kr., þar sem spitalinn var á þeim tíma, sem hér hefir þýðingu enn í eign G. J. Johnsen, en „skuld“ þessi var nokkur hluti þess verðmætis, er G. J. Johnsen hafði lagt í spitalann, er hann svo um þessar mundir gaf Vestmannaeyjakaupstað. Þótt nú vafasamt megi telja hvert söluverðmæti Gísla J. Johnsen hafi verið í spítalanum mundi hann þó ætið hafa verið einhvers virði og sýnist því upp- hæðin 64433,71 kr. naumast tortryggileg, enda eng- in ákveðin gögn fyrir hendi til lækkunar. Önnur raunveruleg verðmæti eru: Sjómannaheimili 13754,88 kr., frystihús 7798,83 kr., óeydd kol beina- mýjölsverksmiðju 13320,00 kr., óeydd sild 3689,04 kr., og 140 kr. Samtals verða þá þessar sex upp- hæðir 103136,46 kr. Og verður að telja þá upp- hæð til eigna. Að öðru leyti en þessu hefir áfrýj- anda ekki tekizt að gera grein fyrir að um raun- veruleg verðmæti hafi verið að ræða í þessum 281270,11 kr. Af því sem nú hefir verið sagt er sýnt, að í stað liðsins „útistandandi skuldir,“, eiga að koma tveir liðir: Útistandandi skuldir að uphæð 225000,00 kr. og ýms önnur verðmæti að upphæð 103136,46 kr. 569 Eru það samtals 328136,46 kr. og eru þá 241929,43 kr. of taldar undir þessum lið. Um aðra liði eignamegin en þessa virðist ekki vera ágreiningur og eru þeir því ekki gerðir hér sérstaklega að umtalsefni. Samtals námu eignirnar á efnahagsreikningnum 2064648,92 kr. Oftalið var eignamegin: Túngata 18 á 139887,47 og meðal úti- standandi skulda 241929,43, sem samtals verða 381816,90. Þessa síðustu upphæð ber því að draga frá 2064648,92 kr. og verða þá eftir 1682832,02 kr., sem er sú upphæð, er eignirnar verða skv. fram- ansögðu að teljast á. Þá er að athuga skuldir þær, sem á G. J. John- sen eru taldar hvíla í efnahagsreikningnum 3%, 1927. Fallast verður á það með áfrýjanda, að með- al eigin víxla sé oftalin 60000,00 kr. víxilsskuld við Íslandsbanka frá 23, 1927, því að áfrýjandi var samþykkjandi þessa víxils og setti húseignina Tún- götu 18 að veði fyrir greiðslu skuldarinnar, og hvíldi hún því fyrst og fremst á áfrýjanda. En á- frýjandi tók, að því er eindregið er haldið fram af hennar hálfu, og raunar fallizt er á af þrotabúsins hálfu, skuld þessa að sér sem einskonar endurgjald fyrir verðmæti þau, sem henni hlotnuðust með kaupmálanum, og er því alveg ljóst að skuldina á ekki að telja hér með. Hinsvegar verður það ekki talið rétt, að liðurinn fyrirfram greidd grunnleiga sé hér ranglega talin með áhvílandi skuldum, því að hér var um raunverulega skuld G. J. Johnsen að ræða. Að þessu athuguðu verður að telja áhvílandi skuldir G. J. Johnsen í árslok 1927 hafa verið veð. skuldir 9857,50 kr. og aðrar skuldir 1794752,49 kr., en þar frá dragast 60000,00 kr. og verða þá áhvil- andi skuldir alls 1744609,99 kr. 570 Skuldir umfram eignir eru því samkvæmt fram- ansögðu 1744609,99 -- 1682832,02 = 61777,97. En hér við bætist það, að með bréfi N. Manschers og Björns Árnasonar frá 17. júni 1929 er upplýst að vanfært tap G. J. Johnsen skv. efnahagsreikningn- um í árslok 1927 var 77358,04 kr. Þótt ekki sé gerð grein fyrir því í einstökum atriðum, hvernig upp- hæð þessi er fengin, hlýtur annaðhvort að vera um offærslu á bókfærðum eignum eða vanfærslu á á- hvilandi skuldum að ræða, og ber því að bæta þess- ari upphæð við skuld þá, sem telja verður að G. J. Johnsen hafi verið í þann 34, 1927 að svo miklu leyti, sem ekki eru færð gögn fyrir, að til hennar hafi verið tillit tekið við mat eigna og áhvilandi skulda hér að framan. Nú þykir nægilega sýnt fram á það hér fyrir réttinum, að eignamegin hafi við athugun annara verðmæta en útistandandi skulda, sem undir þeim lið eru taldir sbr. 8 að framan, þegar verið dregnar frá 21723,57 kr. af þessum 77358,04 og verða þá eftir 55634,47 kr. Þeirri upphæð ber því að bæta við 61777,97 og koma þá 117412,44 kr. sem telja verður skuldir G. J. Johnsen hafi numið umfram eignir í árslok 1927. Skv. þessu hefir áfrýjanda ekki tekizt að sanna, að G. J. Johnsen hafi átt fyrir skuldum í árslok 1927 og hefir hér þó ekki verið hreyft við verð- mætum vörubyrgða né spitalaskuldinni né heldur dregið frá verðmæti fasteigna í Vestmananeyjum sú uphæð, 21112,60 kr., sem þegar virðist hafa verið búið að afskrifa, en breyting á þessum liðum öllum hefði verið G. J. Johnsen í óhag. Þar sem áfrýj- andi hefir ekki fært líkur á betri fjárhag G. J. John- sen 3. sept. 1927 en 31. dez. 1927, a. m. k. ekki svo 571 neinu nemi. Þá verður að telja sama máli gegna um bæði þessi tímamörk. Þessari niðurstöðu um efnahag G. J. Johnsen um þessar mundir er og til stuðnings bréf útbússtjóra Íslandsbanka í Vestmannaeyjum, dagsett 15. okt. 1927, en afrit þess hefir verið lagt fram í hæsta- rétti. Útbússtjórinn mátti vera allra manna kunn- ugastur efnahag G. J. Johnsen, en af bréfi hans sést, að þá hafi G. J. Johnsen verið í mestu fjárhags- kröggum og algeru greiðsluþroti. Þrátt fyrir þetta hefði G. J. Johnsen að vísu getað átt fyrir skuldum, en frásögn útbússtjórans styður samt mjög þá nið- urstöðu um eignaleysi G. J. Johnsen, sem náð hefir verið með öðrum hætti. Að því er snertir þrautavarakröfu áfrýjanda er þess að geta að skv. kaupmálanum sjálfum er verð- mæti það, sem með honum var afhent metið á 116000,00 kr. alls, en þar frá ber svo að draga 60000,00 kr. þær, sem telja verður að áfrýjandi hafi af höndum innt til endurgjalds og eru þá ekki nema 56000,00 kr. eftir, sem áfrýjandi hefir fengið skuld- Jaust skv. kaupmálanum. Skuldir G. J. Johnsen umfram eignir virðast undir öllum kringumstæð- um hafa numið hærri upphæð en þetta og verður þrautavarakrafan þegar af þeirri ástæðu ekki tek- in til greina. Að þessu athuguðu ber að staðfesta hinn áfrýj- aða dóm. Rétt þykir að málskostnaður fyrir hæsta- rétti falli niður, að öðru leyti en því, að áfrýjandi greiði stefnda, Útvegsbanka Íslands h/f 100 kr. í málskostnað, þar sem ástæðulaust virðist hafa ver- ið að stefna bankanum hingað fyrir réttinn. Mál þetta var þingfest í hæstarétti í júní 1932. Síðan hafa málflutningsmennirnir mjög oft fengið ð72 í þvi fresti og það þvi dregizt svo að það er ekki flutt fyrr en nú í janúar 1934. Dráttur þessi er að vísu að nokkru leyti réttlættur með veikindafor- föllum hæstaréttarmálaflutningsmannanna, Jóns Ásbjörnssonar og Guðmundar Ólafssonar, en þó verður ekki hjá því komizt að vita þá fyrir þenna langa drátt. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða dómi skal óraskað. Áfrýjandi, frú Ásdís Johnsen, greiði, Útvegs- banka Íslands h/f, 100 kr. í málskostnað fyrir hæstarétti, en að öðru leyti falli málskostnað- ur í hæstarétti niður. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað fyrir gestarétti Reykjavíkur með stefnu, útgefinn 16 febrúar 1931, af Þórði Eyjólfssyni, skip- uðum skiptaráðanda í þrotabúi Gísla J. Johnsen konsúls og úitgerðarmanns í Reykjavík, er tekið var til skipta í nóvem- bermánuði 1930, gegn frú Ásdísi Johnsen, Túngötu 18. Reykjavík og Útvegsbanka Íslands h/f. Fyrir réttinum hefir stefnandi gert þær réttarkröfur, að kaupmála þeim, er útgerðarmaður Gísli J. Johnsen gerði við konu sína 25. júlí 1927 og tilkynntur var 3. sept. 1927 til kaupmálaskrár- innar, sé riftað og að eignir þær, er getur í nefndum kaup- mála, verði viðurkenndar sem eign þrotabúsins og enn- fremur að riftað verði veðsetningu frú Ásdísar Johnsen, gerðri 23. dez. 1927 (í veðbókarvottorði og stefnunni stendur 23. dez. 1928 en það virðist vera ritvilla, sbr. riskl. nr. 36 og nr. 37) til Íslandsbanka, er banka Þessum var veittur með 1 veðrétti í húseigninni Túngötu 18 fyrir 573 kr. 60000,00. Þá krefst stefnandi og málskostnaðar að skað- lausu eða að mati réttarins. Nánari tildrög málsins telur stefnandi vera þau, að með umræddum kaupmála hafi þau hjónin, Gísli J. Johnsen og frú Ásdís Johnsen, komið sér saman um, að aliir innan- stokksmunir og húsgögn, sem þau áttu, er kaupmálinn var gerður eða síðar kynnu að eignast, skyldu vera séreign konunnar og öllum skuldbindingum félagsbúsins óviðkom- andi og ennfremur að húseignin nr. 18 við Túngötu í Reykjavík með öllu múr- og naglföstu, lóð og mannvirkj- um skyldi vera séreign konunnar og á sama hátt skuld- bindingum félagsbúsins óviðkomandi og hafi eignum þessum síðar verið haldið utan við gjaldþrotaskiptin. Tel- ur stefnandi að Gísli J. Johnsen hafi ekki átt nægilegt fé fyrir skuldum á þeim tíma, er kaupmálinn var gerður og sé kaupmálinn þess vegna ógildur skv. 27. gr. laga nr. 25, 14. júní 1929, og beri að láta skiptameðferð búsins ná til eigna þeirra, er ráðstafað hefir verið með kaupmálanum. Ennfremur telur stefnandi, að veðrétti Útvegsbanka Ís- lands h/f. samkvæmt veðbréfi frú Ásdísar Johnsen. dags. 93. dez. 1927, beri að rifta samkvæmt 28. gr. laga nr. 25, 1929. Stefnda, frú Ásdís Johnsen, hefir gert þær réttarkröfur, að málinu verði vísað frá dómi, en til vara, að hún verði algerlega sýknuð af kröfum stefnanda, bæði kröfunni um riftun kaupmálans og málskostnaðarkröfunni og henni verði tildæmdur málskostnaður samkvæmt taxta mála- flutningsmannafélags Íslands h/f, en til vara eftir mati réttarins. Stefndur, Útvegsbanki Íslands h/f. gerir þær réttarkröfur, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að honum verði tildæmdur riflegur máls- kostnaður. — Frávísunarkröfuna byggir stefnda, frú Ásdís Johnsen, á því, að í 30. gr. laga nr. 25 frá 1%4 1929 um gjaldþrota- skipti, sé svo ákveðið, að höfða skuli riftunarmál sam- kvæmt þeim lögum tafarlaust þegar skiptafundur hefir tekið ákvörðun um það. Ákvörðunin um höfðun þessa máls hafi verið tekin á skiptafundi 24. janúar 1931. en stefna í því ekki gefin út fyr en 16 febrúar s. á. og málið þingfest 18. s. m. Hafi málshöfðunin þannig dregizt í nánara til- greint þrjár vikur frá því að ákvörðun var tekin um hana. o74 Þá skirskotar stefnda ennfremur máli sínu til stuðnings til þess, að í gjaldþrotalögunum nr. 7, 13. apríl 1894. Bjönar numin voru úr gildi með lögum nr. 25 frá 1929, hafi verið mælt svo fyrir, að riftunarmál skyldi höfðað innan fjögra vikna eftir skiptafund þann, er kröfurnar hafi ver. ið rannsakaðar á, ef þau skyldu flutt í lögsagnarumdæm. inu, en ef þau skyldu höfðuð í öðru lögsagnarumdæmi, þá skyldu hinar nauðsynlegu ráðstafanir til þess gerðar inn- an 19 vikna frá sama tíma. Þar sem nú Í núgildandi lög- um sé ákvæði um, að riftunarmál samkvæmt þeim skuli höfðað tafarlaust eftir ákvörðun skiptafundar þar um, hljóti meiningin með þessum nýju ákvæðum einvörðungu að hafa verið auk annara breytinga á skilyrðunum til máls- höfðunar — sú að stytta frestinn til málshöfðunar frá því sem áður var og úr því að svo hafi verið, þá þurfi varla að deila um það, að hann hafi verið styttur um meir en t. d. hálfa viku. Þessu til andsvara bendir stefnandi á það, að í jafnstóru máli sem þessu hafi þurft nokkurn tíma til undirbúnings málssókninni. Þá neitar stefnandi því, að hægt sé að nota 32. gr. laga nr. 7 frá 1894 til skýringar á 30. gr. núgildandi laga. Gömlu lögin hafa miðað málshöfð- unarfrestinn við skiptafund þann, er kröfurnar hafa verið rannsakaðar á, en núgildandi lög miði við fund þann, er ákvörðun um málssóknina er tekin á, án tillits til, hvenær hann er haldinn og sé þannig samkvæmt lögum nr. 25 frá 1929 hægt að taka ákvörðun um málshöfðun, hvenær sem er, á meðan á skiptunum stendur. Rétturinn getur ekki fallizt á, að frávísa beri málinu. Samkvæmt tilvitnaðri grein laga nr. 25 frá 1929 er svo á- kveðið, að mál til riftingar ráðstöfunum 19.—28. gr. sömu laga skuli rekið með hæfilegum hraða. Mál það, er hér ligg- ur fyrir til dómsáleggingar er mjög umfangsmikið. Hefir sókn þess og vörn tekið ár, og virðist aðilar þó vera sam- mála um, að það hafi verið rekið með hæfilegum hraða, en undirbúning málsins verður að líta á með hliðsjón af því, hversu málið er umfangsmikið. Að þessu athuguðu, svo og því, að ekki eru í gjaldbrotalögunum ákveðin tak- mörk fyrir því. hvenær riftunarmál verði síðast höfðað, þykir ekki rétt að taka frávisunarkröfuna til greina. Um efni málsins skal það fyrst athugað, að málsaðiljar eru ekki sammála um, hvenær kaupmálinn milli hjónanna 570 G. J. Johnsen og frú Ásdísar Johnsen hafi öðlazt gildi. Held- ur stefnda því fram, að gildi hans beri að reikna frá þeim tima, er hann var undirritaður af hjónunum, en það var 25. júlí 1927. Stefnandi heldur því hinsvegar fram, að gildi hans reiknist frá tilkynningardegi, 3. september 1927, og verður rétturinn að fallast á þá skoðun. Verður ekki séð, að 27. gr. gjaldþrotalaganna geri neina breytingu á viðurkenndum reglum um gildistöku kaupmála. Með því að ekkert yfirlit finnst um efnahag gjaldþrota dag þann, er kaupmálinn tók gildi, hefir stefnda til sönn- unar því að gjaldþroti hafi átt þá fyrir skuldum, lagt fram efnahagsyfirlit hans við næstu áramót á undan, það er pr. 31. dez. 1926, samið af gjaldþrota G. J. Johnsen sjálfum, og: sýnir efnahagsyfirlit þetta skuldlausa eign kr. 411249.54 og jafnframt lagt fram mat gjaldþrota sjálfs á eignum sínum, eins og þær voru á sama tíma, er sýnir skuldlausa eign kr. 841251,10. Stefnandi krefst þess hinsvegar, að efnahags- reikningur gjaldþrota pr. 31. dez. 1927 sé lagður til grund- vallar við rannsókn á því, hvort gjaldþroti hafi átt fyrir skuldum 3. sept. 1927. Með tilliti til þess, hversu seint á árinu 1927 kaupmálinn tók gildi, þykir verða að hafa aðallega hliðsjón af efnahagsreikningnum pr. 31. dez. 1927, er skera skal úr því, hvort gjaldþroti G. J. Johnsen hafi átt nægilegt fé fyrir skuldum við gildistöku kaup- málans. Skulu nú hinir einstöku liðir á efnahagsreikningi Gísla J. Johnsen athugaðir, eftir því sem málfærslan gefur til- efni til. I. Fasteignir í Vestmannaeyjum: Þær eru Þókfærðar á efnahagsyfirlitinu pr. 31. dez. 1926 með kr. 376618,94. Gjaldbroti metur þær sjálfur á kr. 500000,00. Auk þess færir gjaldþroti matsverð á bryggju og uppfyllingu kr. 110000,00. Á efnahagsreikn- ingi pr. 31. dez. 1927 eru fasteignir í Vestmannaeyjum bókfærðar á kr. 417731,54. Stefnda heldur því nú fram að eignir þessar hafi verið kr. 500000,00 virði á þeim tíma er kaupmálinn tók gildi, og vísar því til sönnunar til þess, að þær hafi selst fyrir nærfelt kr. 525000,00. Aðaleignirn- ar keypti Útvegsbanki Íslands h/f fyrir kr. 309625,00. Þá heldur stefnda því og ómótmælt fram, að beinamjölsverk- smiðja, sem Gisli J. Johnsen átti, hafi selst 1929 fyrir kr. 215000,00 með vélum. Þar af telur stefnda vélarnar kr. 115000,00. Ennfremur segir hún að aðrar þessar eignir hafi selzt á kr. 79000,00 gróða Útvegsbanka Íslands h/f á Breiðabliki og frystihúsinu. Loks kveður stefnda fast- eignamat allra þessara eigna hafa verið kr. 422400,00 1930; sé við það bætt 25%, en það sé ekki of í lagt, er reikna skal sannvirði, verði útkoman 528000,00. Það skal strax hér tekið fram, að liðurinn, bryggjur og mannvirki, verður að teljast innifalinn í þeim eignum, sem rætt er um hér að framan. Þessa liðs er ekki sér- staklega getið á efnahagsreikningnum pr. 31. dez. 1997, en aftur á móti á efnahagsreikningunum pr. 31. dez. 1928 og pr. 31. okt. 1929, en þá lækkar líka nokkuð bókfært verð á öðrum fasteignum í Vestmannaeyjum. Eftir skjöl- um málsins verður bryggja þessi og mannvirki að teljast innifalin í söluverði fasteigna í Vestmannaeyjum við gjaldþrot Gísla J. Johnsen. Skýrsla endurskoðendanna, tjskjl. nr. 30 virðist og taka af allan vafa um þetta síðast nefnda atriði. Stefnandinn neitar því að fasteignirnar í Vestmannaeyjum hafi verið svo mikils virði sem stefnda vill vera láta. Vísar stefnandi máli sínu til stuðnings til þess, að í ársbyrjun 1925 hafi fasteignir í Vestmannaeyj- um verið bókfærðar á kr. 258243,15, en í árslok sama ár á kr. 378910,00. og sé sagt, „að eignirnar séu færðar upp í matsverð“ um mismuninn eða kr. 120666,85. Stefnda held- ur því hinsvegar fram, að uppfærsla þessi stafi af miklum framkvæmdum á árinu 1925. Eins og áður er sagt eru fasteignir í Vestmannaeyjum bókfærðar pr. 31. dez. 1927 á kr. 417731,54. Á efnahags- reikningi pr. 31. dez. 1928 eru þær Þbókfærðar á kr. 475800,00 og auk þess frystihúsið á sérstökum lið á kr. 10000,00 og frystihúsvélar á kr. 13500,00. Á efnahagsreikn- ingi pr. 31. okt. 1929 eru eignir þessar bókfærðar með sömu upphæðum og pr. 31. dez. 1928 nema nú er frysti- húsið bókfært á kr. 20000,00. Hér liggur því fyrir mjög mikil hækkun á efnahagsreikningnum pr. 31. dez. 1997, en ekki verður séð á málsskjölunum hvort hækkun þessi stafar að meira eða minna leyti af stækkun fasteignanna á þessu tímabili. Þó liggur nærri að ætla, að frystihúsið hafi verið fyrst bókfært 31. dez. 1928, með því að það er 77 þá og eftir það fært á sérstökum lið jafnframt því sem bókfært verð á öðrum fasteignum hækkar. Þar sem nú stefnda hefir sýnt fram á söluverð fasteigna í Vestmanna- eyjum, en hinsvegar upplýsingar vanta um, hvort hækkun á efnahagsreikningunum pr. 31. dez. 1928 og pr. 31. okt. 1929 stafi ekki af stækkun fasteignanna, þó því sé ekki sérstaklega haldið fram af stefnda. Þykir rétt að leggja hið bókfærða verð á efnahagsreikningnum pr. 31. dez. 1927 til grundvallar um verð fasteignanna í Vestmanna- eyjum. II. Túngata 18 Reykjavík: Húseign þessi er bókfærð á efnahagsreikningi pr. 31. dez. 1927 á kr. 139887,47 = fyrningu kr. 2189,19 = kr. 137698,35. Stefnandi krefst þess, að liður þessi falli alveg niður, en hinsvegar krefst stefnda þess, að kr. 60000,00 í eign þessari séu teknar til greina, er gerður er upp efna- hagur gjaldþrota við gildistöku kaupmálans, með þvi að hún hafi með veðbréfi dags. 23. dez. 1927 veitt einum aðal-kreditor manns síns, Íslandsbanka, veð fyrir nefndri upphæð í húsinu. Á þetta getur rétturinn ekki fallist þeg- ar af þeim ástæðum að gera á upp efnahag Gísla J. John- sen á þeirri stundu, er kaupmálinn tók gildi, og ennfrem- ur sökum þess. að veð þetta er aðeins veitt einum af skuldheimtumönnum Þbúsins, en ekki öllum skuldheimtu- mönnum í sameiningu. Veðið er auk þess veitt fyrir láni, sem virðist vera tekið á sama tíma sem veðið er veitt, en ekki fyrir láni, sem stafaði frá því fyrir gildistöku kaup- málans. Upphæð þessa væri því aðeins hægt að taka til greina, að sannað væri að efnahagur gjaldþrota hefði versn- að sem upphæðinni nemur frá gildistöku kaupmálans til þess tíma, er efnahagsreikningurinn pr. 31. dez. 1927 var gerður, en að svo hafi verið, verður ekki séð af gögnum málsins. Verður liður þessi því að koma til frádráttar með fullri upphæð. S II. Vélar í áburðarverksmiðjunni: Bókfært verð á Þeim er á efnahagsreikningi pr. 31. dez. 1927 kr. 154380,45 — áður afskrifað kr. 40630,00 = 113750,45. Krefst stefnda þess með tilvísun til sölu- verðs verksmiðjunnar 1929, sem ekki hefir verið mót- 578 mælt, að vélarnar séu reiknaðar á kr. 145000,00; telur hún ekki of í lagt, að þær hafi fyrnst um kr. 30000,00 frá gildistöku kaupmálans til þess er verksmiðjan var seld. Stefnandi krefst hinsvegar lækkunar á þessum lið með skírskotun til að vélarnar eru bókfærðar á kr. 85170,00 á efnahagsreikningnum pr. 31. dez. 1925. Gegn þessu stað- hæfir stefnda, að mikið hafi verið aukið við vélarnar árin 1925 og 1926 og leggur fram vottorð frá Þ. Runólfs- syni vélfræðing um að svo hafi verið. Hefir nefndur vél. fræðingur staðfest vottorðið fyrir rétti. Rétt þykir að þessu öllu athuguðu að leggja söluverð vélanna kr. 115000,00 til grundvallar. IV. Vélbátar og veiðarfæri: a) Vélbátar. Þeir eru bókfærðir á efnahagsreikningi pr. 31. dez. 1927 á kr. 191508,72 = áður afskrifað kr. 36027.90 kr. 155480,82. Af trúnaðarmönnum báta- ábyrgðarfélags Vestmannaeyja eru þeir virtir í ársbyrjun 1927 á kr. 206780,07. Ábyrgðarupphæð þeirra var á sama tíma kr. 165424,55. Á árinu 1928 hækkar bókfært verð bátanna um ca. 125000.00 krónur upp í kr. 280157,72, og er ómótmælt talið að gjaldþroti hafi á því ári bætt við sig þrem stórum vélbátum. Á efnahagsreikningi pr. 31. okt. 1929 eru þeir bókfærðir á kr. 267657,72. Við gjald- þrotið seldust allir vélbátarnir að því er séð verður. ásamt veiðarfærum á kr. 161400,00. Stefnda krefst þess, að mat trúnaðarmanna Þbátaábyrgðarfélags Vestmanna- eyja sé lagt til grundvallar, og bendir á, að mat báta- ábyrgðarfélagsins sé tekið gilt af Samábyrgð Íslands á fiskiskipum, sem endurtryggi fyrir bátaábyrgðarfélagið; þá tekur stefnda og fram að ekki hafi bátaeign Gísla J. Johnsen minnkað á árinu 1927, og kemur það heim við samanburð á efnahagsreikningunum. Stefnandi mótmælir þessu og bendir á það hversu lágt bátarnir hafi selzt við gjaldþrotið. b) Veiðarfæri o. fl. í mótorbátum. Á efnahagsreikn- ingi pr. 31. dez. 1927 eru veiðarfæri bókfærð á kr. 136553,41 en á efnahagsyfirliti pr. 31. dez. 1926 á kr. 88699,90 og það ár kom þessi liður fyrst fram á efna- hagsreikningi gjaldþrota. Stefnandi heldur því fram, að þessi liður sé innifalinn í virðingarverði bátanna. Til ð79 sönnunar því að svo sé ekki, hefir stefnda lagt fram vott- orð frá bátaábyrgðarfélagi Vestmannaeyja um að verð- mæti veiðarfæra hafi aldrei verið tekið til greina við bátavirðingar félagsins. Þá hefir stefnda lagt fram vott- orð frá nokkrum útgerðarmönnum í Vestmannaeyjum (rjskl. nr. 40) því til sönnunar, að veiðarfærin séu ekki of hátt bókfærð. Hinsvegar hefir stefnda ekki bent á. hvernig á hinni miklu hækkun á veiðarfærunum á árinu 1927 stendur, þegar bókfært verð sjálfra bátanna hækkar ekki svo nokkru nemi. c) Með virðingargerð trúnaðarmanna bátaábyrgðarfé- lags Vestmannaeyja þykir stefnda nú hafa fært nokkrar líkur fyrir því, að mótorbátaeignin hafi verið meiri en efnahagsreikningarnir pr. 31. dez. 1926 og pr. 31. dez. 1927 gefa til kynna. Hinsvegar hefir stefndu ekki tekizt að sanna eins og áður er sagt, hvernig stendur á hækkuninni á veiðarfærunum árið 1927 sbr. og að ekkert er afskrifað af veiðarfærum á efnahagsreikningunum 1926 og 1927. Þá verður og að taka tillit til bréfs Gísla J. Johnsen til Ís- landsbanka, dags. 7. dez. 1927, þar sem hann telur, að mótorbátarnir ættu að vera með veiðarfærum kr. 200000,00 að minnsta kosti; það er skrifað á þeim tíma er Gísli J. Johnsen hlaut að vita, að ekki dugði að gera of lítið úr gjaldþoli sínu. Að þessum sundurleitu gögnum athuguðum, þykir stefndu að réttarins áliti að minnsta kosti ekki hafa tekizt að færa sönnur á, að vélbátar og veiðarfæri hafi verið verðmeiri við gildistöku kaupmál- ans en efnahagsreikningurinn pr. 31. dez. 1927 gefur til kynna. V. Vörubirgðir og útistandandi skuldir: a) Vörubirgðir. Á efnahagsreikningi pr. 31. dez. 1927 eru erlendar vörur bókfærðar á kr. 166240.09. Stefnandi krefst þess, að vörubirgðirnar séu færðar niður um helming. Vísar hann Í því efni sérstaklega til áðurnefnds bréfs G. J. Johnsen til Íslandsbanka dags. 7. dez. 1927, en í þvi bréfi segir hann: „Vitanlega á ég í Vestmannaeyj- um allmiklar vörubirgðir og útistandandi skuldir. Að minnsta kosti er hvorttveggja ekki of metið á kr. #00000,00“. Kveður stefnandi G. J. Johnsen hafa verið all- aðbrengdan er hann skrifaði bréfið, og hafi hann boðizt 580 til að gera samning við bankann um skuldir sinar. Hins. vegar sé á efnahagsreikningnum pr. 31. dez. 1927 vöru- birgðir og útistandandi skuldir taldar samtals pr. 736305.98. Stefnda mótmælir þvi. að nefnt bréf sanni nokkuð í þessu efni. Það hafi verið ritað fyrir áramót og þessvegna áður en gert var upp. Hafi G. J. Johnsen ekki séð ástæðu til að nefna hærri upphæð, þótt hann hafi getað sagt sér sjálfur, að vörubirgðir og útistandandi skuldir væru meira virði en hann tilgreindi. Því að upp- hæðin sem hann nefndi, hafi nægt fullkomlega til þess að sýna, að skuldir hans við bankann voru tryggar eins og þá stóðu sakir. Þá leggur stefnda fram sundurliðag yfirlit yfir vöruirgðir Gísla J. Johnsen samkvæmt vöru- talningabók pr. 31. dez. 1926, er sýnir að Gísli J. Johnsen dró á efnahagsyfirlitinu við nefnd áramót 3314% frá brúttóverði og 7% % frá nettóverði vörubirgðanna. Telur stefnda að þetta muni vera hærra en ástæða er til í raun og veru; þannig munu samvinnufélögin t. d. ekki draga nema 20% frá útsöluverði. Þessu síðast nefnda atriði til sönnunar leggur stefnda fram útdrátt úr ræðu eftir Ham. grím heitinn Kristinsson forstjóra, er Þirtist í blaðinu „Timinn“ 20. maí 1922. Loks leggur stefnda fram bréf frá Vergzlunarráði Íslands til sönnunar því, að afföllin séu að minnsta kosti eins mikil og tíðkast hjá kaupmönnum. Það athugast, að þessi frádráttur er miðaður við áramót- in 1926—27, en nokkur líkindi eru til að sömu reglu hafi verið beitt við uppgjörið pr. 31. dez. 1929, enda því ekki beinlínis mótmælt að svo hafi verið. b) Útistandandi skuldir. Bókfært verð þeirra á efna. hagsreikningi pr. #1. dez. 1927 er kr. 570065.89. Sam- kvæmt skýrslum endurskoðenda þeirra, er fóru yfir bók- hald G. J. Johnsen, eftir að hann varð gjaldþrota, voru allar útistandandi skuldir samkvæmt bókunum kr. 712752.16, en að frádregnum skuldum G. J. Johnsen sjálfs eða réttara sagt Ýmsra greina atvinnurekstrar hans, spitalaskuld svonefndri, fyrndum skuldum og skuldum samkvæmt bók „B. D. námu útistandandi skuldir sam. kvæmt skýrslu nefndra endurskoðenda 1. jan. 1928, kr. 451036,14. Skulu nú þessar frádráttarupphæðir nánar at. hugaðar. 1. Spitalaskuldin. 581 Samkvæmt skýrslu endurskoðendanna hefir hún verið pr. 31. dez. 1927 kr. 64433,71 (rjskl. 17), en einmitt þann dag hefir hún, kr. 60831,03, verið gefin eftir (rjskl. nr. 15). Ber þessvegna að taka til greina kröfu stefndu um að telja hana til útistandandi skulda á þeim tíma, er kaup- málinn tók gildi. 2. Skuldir ýmsra greina atvinnurekstrar G. J. Johnsen. Þær nema pr. 31. d€z. 1927 kr. 216836,40 (sbr. rjskl. nr. 17). Telja endurskoðendurnir að ekki sé hægt að telja þessa upphæð til útistandandi skulda. Stefnda viður- kennir, að hér sé ekki um raunverulega skuld að ræða, því að maður geti ekki skuldað sjálfum sér í lögfræði- legri merkingu þess orðs, en þetta séu hinsvegar ýmsar nauðsynjar keyptar til útgerðarinnar og annara fyrir- tækja Gísla J. Johnsen; sé þessvegna um eign að ræða, sem færð sé sem skuld þessarar greinar atvinnurekstrar- ins við G. J. Johnsen eða verzlun hans. Þessu mótmælir stefnandi eindregið. Kveður hann þetta muni vera aðal- lega nauðsynjar til mótorbátanna o. fl. og komi ekki til mála, að það sé nein eignaaukning. Með skirskotun til skýrslu endurskoðendanna svo 08 þess, að stefndu hefir ekki tekizt að sanna, að hér hafi verið um eign að ræða, verður ekki hægt að taka tillit til þessa liðs. Endurskoðendur telja eins og áður er sagt útistandandi skuldir pr. 31. dez. 1927 kr. 451036,14. Stefnandi krefst þess, að skuldir þessar verði ekki metnar hærra en 25% af nafnverði eða á kr. 112759.04. Vísar hann máli sínu til stuðnings til þess að útistandandi skuldir G. J. Johnsen við gjaldþrotið námu kr. 255000,00 að nafnverði, en voru seldar á kr. 19500,00 eða á 8% af nafnverði. Gegn þessu bendir stefnda á. að það nái ekki nokkurri átt að draga fyrst frá hinar hæpnu skuldir, .,B. D.“ o. fl. og siðan 75% frá skuldunum; ennfremur bendir stefnda á, að skuldirn- ar hafi aðeins verið kr. 255000,00 þegar G. J. Johnsen varð gjaldþrota, og sýnir það að skuldirnar hafi innheimtzt vel. Þá kveður hún innborganir á reikninga 1926— 1928 hafa numið: 1926 Loc kr. 2165564,47 1927 00 — 2022870.47 1928 Ll — 4116928,02 og sýni þetta, hversu vel skuldirnar hafi innheimtzt. 582 Stefnda leggur loks fram útdrátt úr 30. tbl. blaðsins „Tim. inn“, sem út kom 10. maí 1931, en i nefndri grein eru upplýsingar um, hvernig gengið hafi að innheimta úti. standandi skuldir Kaupfélags Eyfirðinga. Samkvæmt því hafi félagið átt útistandandi skuldir um hálfa milljón króna árið 1921, en árið 1929 hafi skuldirnar verið komn.- ar niður í kr. 29000.00. c) Þau gögn sem stefnda hefir lagt fram, sanna, að ekki ber að draga frá útistandandi skuldum neitt líkt því eins mikið og stefnandi krefst, en hinsvegar verður að telja vafasamt, að rétt sé að taka vörubirgðirnar til greina með bókfærðu verði og skuldirnar með fullu nafnverði eins og. endurskoðendurnir telja þær sbr. og margnefnt bréf G. J. Johnsen til Íslandsbanka. Endurskoðendurnir segja um skuldirnar: „Um verðmæti þessara skulda get- um við ekkert fullyrt, þ. e. a. s. við getum ekki gert okk. ur grein fyrir hæfilegum atföllum. Liggja þannig ekki fyrir réttinum nægileg skilríki til að ákveða hætfileg afföll. VI. Hlutabréf: Stefnda hefir lagt fram sundurliðaða skýrslu yfir hluta- bréfaeign G. J. Johnsen pr. 31. dez. 1926 ásamt mati hans á Þeim á sama tíma. Er það mat mun hærra en bókfært verð. Slík sundurliðun og mat liggur ekki fyrir yfir hluta. bréfin pr. 31. dez. 1927. Að þessu athuguðu fær rétturinn ekki séð, að fært sé að leggja annað mat á bréf þessi en bókfært verð pr. 31. dez. 1927. Á efnahagsreikningi G. J. Johnsen pr. 31. dez. 1997 er tap samkvæmt rekstrarreikningi það ár talið kr. 106963,80. Í bréfi sem endurskoðendafirmað N. Manscher £ Björn Árnason rituðu bankastjórn Íslandsbanka 17. júní 1929, lýsa þeir því yfir, að þeir hafi komizt að þeirri niður. stöðu við athugun á fylgiskjölum og fleiru fyrir árið 1927— 1928, tapað pr. 31. dez. 1927 hefði átt að vera kr. 71358,04 hærra en talið er á efnahagsreikningnum. Tapið pr. 31. dez. 1927 hafi þannig numið kr. 184321,84 og hefði því höfuðstólsreikningurinn átt að vera kr. 159379,17 ; stað kr. 236737,21. Þær tölur. sem samkvæmt framanrituðu, ber fyrst og fremst að draga frá á efnahagsreikningi Gísla J. Johnsen pr. 31. dez. 1927 eru: 583 1. Húseignin Túngata 18, Reykjavik .... kr. 137698,35 2. Á útistandandi skuldum kr. 570065,89 = 45103,14--64433,71 (spitalinn rskjl.nr.17 — 54596,04 3. Samkvæmt skýrslu endurskoðendanna N. Manscher £ Björns Árnason ......... — 7358,04 Alls kr. 269652,43 Til hækkunar kemur hinsvegar: Á vélunum í áburðarverksmiðjunni kr. 115000,00 = 113750,45 = kr. 1249,55. Efnahagsreikningurinn pr. 31. dez. 1927 sýnir eignir umfram skuldir kr. 236737,21. Þar sem hér við bætist, að tæplega verður talið að stefndu hafi tekizt að sanna að sumir eignaliðir hafi verið eins mikils virði við gildis- töku kaupmálans eins og þeir eru taldir á efnahagsreikn- ingi pr. 31. dez. 1927, að efnahagsreikningurinn pr. 31. dez. 1928 sýnir eign kr. 217796,68 og efnahagsreikningur- inn pr. 31. okt. 1929 aðeins kr. 70875,73 skuld, að yfir hálfa aðra miljón vantar í þrotabú G. J. Johnsen til greiðslu skulda eftir að eignirnar hafa verið seldar við gjaldþrotið án þess sýnt sé fram á, frá hvaða tíma þetta mikla tap stafaði aðallega. þá þykir stefnda, frú Ásdís Johnsen, ekki hafa sannað, að maður hennar, G. J. John- sen, hafi átt nægilegt fé fyrir skuldum 3. sept. 1927, er kaup- málinn milli þeirra hjóna tók gildi. Verður þess vegna sam- kvæmt 27. gr. laga nr. 25 frá 1929 að dæma nefndan kaup- mála ógildan og skylda stefndu, frú Ásdísi Johnsen, til að afhenda þrotabúi manns sins, G. J. Johnsen, eignir þær, er gerðar voru séreign hennar, með kaupmála þeirra hjóna, tilkynntum 3. sept. 1927. Með því að stefnda þykir hafa haft ástæðu til að neita að afhenda þrotabúinu séreign- ina fyr en dómsúrskurður var um það genginn, hvort kaupmálann skyldi rifta svo og að ekkert er komið fram í málinu um það, að stefnda hafi haft vitneskju um, að maður hennar ætti ekki nægilegt fé fyrir skuldum, er kaupmálinn var gerður, þykir rétt að láta málskostnað falla niður. Um kröfu stefnanda, að veðsetningu þá á húseigninni nr. 18 við Túngötu, Reykjavík, er frú Ásdís Johnsen fram- kvæmdi með veðbréfi dags. 23. dez. 1927 til Íslandsbanka, skuli rifta, skal það tekið fram að ekki verður séð af skjöl- 3 584 um málsins, að stefnanda hafi tekizt að sanna að nefnd veðsetning hafi verið með þeim hætti, að hana beri að rifta, samkv. 28. gr. 1. nr. 25, 14. júní 1929. Með tilliti til þessarar niðurstöðu þykir rétt að stefnandi, skiptaráðandi Þórður Eyjólfsson, f. h. þrotabús Gisla J. Johnsen, greiði stefndum, Útvegsbanka Íslands h/f, kr. 250 í málskostnað. Miðvikudaginn 31. jan. 1934. Nr. 43/1933. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar (Stefán Jóh. Stefánsson) geun Hellyer Bros Ltd. (Lárus Fjeldsted). Útsvarsmál. Úrskurður fógetaréttar Hafnarfjarðar 10. marz 1938: Hin umbeðna lögtaksgjörð skal ekki ná fram að ganga. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir í hæstarétti krafizt þess, að hin- um áfrýjaða úrskurði verði breytt á þá leið, að lög- tak skuli fram fara í eignum hins stefnda firma fyrir útsvari því, er ræðir um í máli þessu, og að hið stefnda firma verði dæmt til að greiða máls- kostnað í hæstarétti eftir mati réttarins. Af hálfu stefnds er þess krafizt, að úrskurðurinn verði stað- festur, og að áfrýjandi verði dæmdur til að greiða hæfilegan málskostnað í hæstarétti. Hið stefnda firma á eigi lögheimili hér á landi, en áfrýjandi telur það útsvarskylt til bæjarsjóðs Hafnarfjarðar samkv. 1. nr. 46, 15. Júní 1926 gr. 6 B. 2, þar sem það eigi eignir í Hafnarfirði, er arð gefi. Hefir áfrýjandi skýrt svo frá, að auk fast- eigna þeirra, er getið er í forsendum hins áfrýjaða 585 úrskurðar, eigi stefndu 110 þúsund kr. af hlutafé h/f Skipabryggjan í Hafnarfirði og muni það fyr- irtæki vera vel arðberandi. Gegn mótmælum stefndu, er það þó eigi sannað, að þeir séu eigend- ur umrædds hlutafjár og verður gjaldskylda þeirra þegar af þeirri ástæðu, eigi byggð á þessari eign. Að þessu athuguðu og með því ennfremur að ganga verður út frá því, að fasteignir stefnda í Hafnar- firði hafi engan arð gefið þeim á útsvarsárinu né á gjaldárinu, sbr. 7. gr. útsvarslaganna,, og fallast verður á skýringu undirdómarans á umræddu á- kvæði 6. gr. útsvarslaganna, ber að staðfesta hinn áfrýjaða úrskurð. og dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað í hæstarétti með 300 krónum. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða úrskurði skal óraskað. Áfrýjandi, bæjarstjórn Hafnarfjarðar, greiði stefnda, Hellyer Bros. Ltd., málskostnað í hæstarétti með 300 krónum að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýfjaða úrskurðar hljóða svo: Við niðurjöfnun útsvara í Hafnarfjarðarkaupstað árið 1932 var firmanu Hellyer Bros, Ltd. gert að greiða kr. 7500,00 útsvar til bæjarsjóðs Hafnarfjarðar. Hefir firma þetta ekki fengizt til að greiða útsvarið og hefir bæjar- gjaldkerinn þess vegna krafizt, að það verði tekið lögtaki, en firmað mótmælir því, að lögtakið nái fram að ganga og er ágreiningur þessi nú lagður undir úrskurð fógeta- réttarins. Gjörðarbeiðandi styður beiðni sína með því, að gjörðarþoli eigi í Hafnarfirði ýmsar eignir, sem að fast- eignamati séu virtar á kr. 326000,00, gerðarþoli hafi og fastan starfsmann í Hafnarfirði til að líta eftir eignum þessum og séu afnot umboðsmanns þessa tekjur af eign- ö86 unum, þar eð maður þessi annist margskonar umboðs- mennsku fyrir gjörðarþola. Gjörðarbeiðandi kveður eign- um gjörðarþola þannig farið, að mjög auðgert sé að gera þær arðberandi, bæði með því að starfrækja þær og leigja þær og hafi jafnvel verið falazt eftir þeim til leigu. Með hliðsjón af þessu verði að skýra orð laga um útsvör nr. 46,frá 1926, 6. gr. B. 2, „eiga hér eignir er gefa arð, Það sé nægilegt ef eignir manna heimilisfastra erlendis séu almennt hæfar til að gefa arð, enda sé það svo sam- kvæmt 1. lið 4. gr. útsvarslaganna, að fyrsti grund- völlur útsvars séu „eignir aðila“ án þess að nokkur skilyrði séu sett um það, að eignirnar gefi arð og að bæði í Reykjavík og Hafnarfirði sé lagt sérstaklega á eignir aðilja, jafnvel án tillits til arðs. Þá vísar gjörðarbeiðandi til framlagðs úrskurðar yfirskattanefndar Gullbringu- og Kjósarsýslu frá 24. ágúst 1932, þar sem ákveðið er að út- svar gjörðarþola skuli óbreytt standa eins og niðurjöfn- unarnefnd hefir ákveðið það, með því að útsvarið hafi verið lagt á gerðarþola eftir sömu reglum og aðra gjald- endur kaupstaðarins. Ennfremur skirskotar gjörðarbeið- andi til framlagðrar útskriftar úr gjörðabók rikisskatta- nefndar, þar sem sé að finna úrskurð nefndarinnar út af kæru gjörðarþola. Ríkisskattanefndin hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að gjörðarþoli sé útsvarsskyldur í Hafnarfirði samkvæmt ákvæðum 6. gr. B 2 útsvarslaganna, því að orð- in „eiga hér eignir er arð gefa“ beri að skilja sem eignir sem samkvæmt eðli sínu geta gefið arð, ef eigandi vill not- færa sér þær á þann hátt, og að það geti enginn vafi leik- ið á því, að eignir gjörðarþola séu þess eðlis. Telur gjörð- arbeiðandi þessa röksemdaleiðslu öldungis rétta og hljóti hún að verða tekin til greina af dómsstólunum, ekki sízt þegar þess sé gætt, að það virðist beinlínis hafa verið gerðar ráðstafanir til að eignir gerðarþola yrðu ekki arð- berandi. Þessari skoðun gjörðarbeiðanda mótmælir gjörð- arþoli. Hann kveðst ekki sjá betur, en útsvarið sé lagt á samkvæmt 6. gr. B 2, laga nr. 46 frá 1926, en útsvarið sé 'anglega lagt á samkvæmt þeirri grein, því að það skil- yrði sé sett í lögunum, að eignirnar gefi arð, en arð hafi eignir hans ekki gefið á útsvarsárinu, enda sé það viður- kennt að svo sé í úrskurði yfirskattanefndar Gullbringu- og Kjósarsýslu frá 24. ágúst 1932. Kveður umboðsmaður 587 gerðarþola, að afleiðingin af því, ef skilningur gerðar- beiðanda væri lagður til grundvallar, yrði sú, að niður- jöfnunarnefndirnar mundu verða að meta sjálfar hinn í- myndaða arð, sem fengist er eignirnar væru starfræktar, en slíkt geti ekki staðizt. Umboðsmaður gjörðarþola kveð- ur umbjóðanda sinn hafa reynt hin síðari ár að selja eignir sínar í Hafnarfirði og það fyrir miklum mun lægra verð en þær standa honum í, en það hafi reynzt alveg árangurslaust gjörðarþoli hefði ef til vill getað fengið litilfjörlegar leigu- tekjur af fiskreitum sínum og geymsluhúsum, en hann hafi litið svo á, að það svaraði ekki kostnaði og skemmdum og hafi þess vegna valið þann kostinn að láta þær heldur liggja ónotaðar. Hann hafi þannig ekki leigt og engum heimilað að leigja eða láta nota eignir sínar í Hafnarfirði, og engan eyri fengið í leigu eða arð af þeim á útsvarsár- inu. Það verður nú eftir því sem upplýst er í málinu að ganga út frá því, að gjörðarþoli hafi ekki haft arð af eign- um sínum í Hafnarfirði á útsvarsárinu, hvorki beinan arð né hina svonefndu þöglu rentu, þ. e. eignirnar hafi hækk- að í verði á nefndum tíma. Ber þess vegna að rannsaka hvort heimild sé til útsvarsálagningar, þrátt fyrir það. Áður en 1. nr. 46 frá 1926, um útsvör, komu til sögunnar, giltu ekki sömu lög um útsvör um allt land, sérstök lög giltu í sveitum landsins og sérstök lög fyrir hina einstöku kaupstaði. Hafði lögum þessum á hinum seinni árum ver- ið breytt oft, og stöðugt færðar út kviarnar fyrir heimild niðurjöfnunarnefnda til að leggja útsvör á menn heimilis- fasta utan viðkomandi héraðs. Lög þessi gerðu ekki al- mennt greinarmun á mönnum heimilisföstum erlendis og mönnum heimilisföstum hér á landi, en utan þess sveitar- félags, þar sem um var að ræða útsvarsálagningu, en það virðist hafa verið meginregla, að það hafi verið skilyrði til að leggja útsvör á menn heimilisfasta utan sveitarinn- ar eða kaupstaðarins, að þeir hefðu þar atvinnu eða starf- rækslu einhverja. Minnstar kröfur í þessu efni gerðu lög nr. 29 frá 1922, er heimiluðu að leggja útsvar á utansveit- armenn er stunduðu laxveiði sér til skemmtunar Hinsveg- ar nægði ekki það eitt, að menn heimilisfastir utan kaup- staðarins eða sveitarinnar ættu eignir þar, jafnvel þó þær gæfu einhvern arð, til útsvarsálagningar, ef starfræksla 588 eða einhver afnot voru ekki samfara af þeirra hendi, sjá þó lög nr. 61 frá 1919. Lög nr. 46 frá 1926 um útsvör gera nú greinarmun á 1) aðiljum, heimilisföstum innan þess héraðs, þar sem útsvarið er lagt á, 2) mönnum heimilis- föstum hér á landi, en utan þess héraðs, þar sem útsvarið er lagt á, og 3) mönnum heimilisföstum erlendis. Um gjald- þegna heimilisfasta hér á landi, en þó utan þess héraðs, þar sem um álagningu útsvara er að ræða, gildir gamla reglan, að ekki nægir að þeir eigi þar eignir, ef þeir starf- rækja þær ekki sjálfir útsvarsárið, né hafa önnur afnot þeirra, sbr. 8. gr. laga nr. 46 frá 1926, og hæstaréttardóm í málinu nr. 76/1930, en til þessara eigna er tillit tekið, er lagt er á þá útsvar þar sem þeir eru heimilisfastir, Við menn heimilisfasta erlendis er ekki hægt að beita hinni síðast nefndu reglu, en með lögum nr. 46 frá 1926, 6. gr. B 2 er, auk þess sem eldri reglan um starfrækslu og at- vinnu þessara manna hér á landi eru látnar haldast, sú nýja regla sett um þetta, að leggja megi útsvar á menn þessa, ef þeir „eiga hér eignir er arð gefa“. Þegar nú er athugað 1) það, sem hér að framan er sagt, 2) orð útsvarslaganna eins og þau liggja beinast fyrir og 3) að ekki virðist heimilt að beita rýmkandi lögskýr- ingu við skattalög, sbr. 36. gr. stjórnarskrárinnar, þá verð- ur fógetarétturinn að vera þeirrar skoðunar, að ekki hafi verið heimild til að leggja útsvar það, sem hér er beiðst lögtaks á, á gjörðarþola. Hin rýmkandi skýring ríkisskatta- nefndarinnar á ákvæðum útsvarslaganna, hér að lútandi er nokkuð óljós, sbr. orðin „samkvæmt eðli sínu“ og verð. ur ekki á hana fallizt. 589 Miðvikudaginn 31. jan. 1934. Hrefna Sigurgeirsdóttir gegn Lárusi Fjeldsted. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Hrefna Sigurgeirsdóttir, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til rikssjóðs ef hún af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Svo greiði hún og stefnda, er hefir látið mæta í málinu, 50 kr. í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 31. jan. 1934. Nr. 124/1933. Alfons Jónsson gegn Hauk Ólafssyni og Guido Bernhöft. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Alfons Jónsson, er eigi mætir í mál- inu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. 590 Miðvikudaginn 31. jan. 1934. Nr. 119/1933. Magnús Jónsson gegn Jóni Ólafssyni. Dómur hæstaréttar. Við þingfestingu máls þessa mætti áfrýjandi þess, lagði fram áfrýjunarstefnu útg. 27. okt. f. á. og beiddi um frest til maimánaðar næstkomandi til þess að útvega dómsgerðir í málinu og vegna vænt- anlegrar fjarveru héðan af landi á næstunni. Stefndi mætti sjálfur, mótmælti allri frestveitingu, krafðist frávísunar málsins og ómaksbóta. Gegn mótmælum stefnda verður frestur ekki veittur og þar sem ekki hefir verið lagt fram á- grip dómsgerða verður að vísa málinu frá hæsta- rétti og dæma stefnda ómaksbætur, er ákveðast 40 krónur. Því dæmist rétt vera: Máli þessu vísast frá hæstarétti. Áfrýjandi, Magnús Jónsson, greiði Jóni Ól- afssyni, 40 krónur í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. 591 Miðvikudaginn 31. jan. 1934. Nr. 133/1933. Kolbeinn Guðmundsson gegn Magnúsi Jónssyni. Úrskurður hæstaréttar. Fyrir hönd áfrýjanda var mættur hæstaréttar- málflutningsmaður Sveinbjörn Jónsson og lagði fram áfrýjunarstefnu í málinu, dags. 18. nóv. f. á., en áður hafði hann afhent réttinum ágrip dóms- serða og fór hann þess á leit, að flutningi málsins yrði frestað til næsta mánaðar. Stefndi var mættur og mótmælti því að frestur yrði veittur, en krafðist að málinu yrði vísað frá hæstarétti. Með því að áfryjandi hafði afhent réttinum á- grip dómsgerða og undirbúið málið til flutnings af sinni hálfu er það var þingfest er eigi ástæða til að taka mótmæli stefnda gegn frestuninni til greina og veitist áfrýjanda frestur í málinu til 14. febr. næstkomandi. Því úrskurðast: Áfrýjanda veitist frestur til 14. febrúarmán- aðar næstkomandi. 592 Miðvikudaginn 31. jan. 1934. Nr. 120/1933. Magnús Jónsson segn borgarstjóra Reykjavíkur, f. h. bæj- arsjóðs. Dómur hæstaréttar. Við fyrirtekt máls þessa í hæstarétti í dag mætti áfrýjandi persónulega, lagði fram áfrýjunarstefnu dags. 1. nóv. s. 1, og bað um frest til vitnaleiðslu, erlendis til maímánaðar næstkomandi. Umboðs- maður stefnda mótmælti öllum fresti og krafðist frávísunar og ómaksbóta. Gegn mótmælum stefnda verður hinn umbeðni frestur eigi veittur og það því fremur sem máli þessu hefir áður verið áfrýjað til hæstaréttar og málinu þá verið vísað frá réttinum, Þar eð áfrýj- andi hafði ekki lagt fram ágrip dómsgerða, og ber því að frávísa málinu. Svo ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda 30 kr. í ómaksbætur. Því dæmist rétt vera: Máli þessu vísast frá hæstarétti. Áfrýjandi, Magnús Jónsson, greiði stefnda borgarstjóra Reykjavíkur f. h. bæjarsjóðs, 30 kr. í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. 593 Miðvikudaginn 31. jan. 1934. Nr. 121/1933. Magnús Jónsson gegn borgarstjóra Reykjavíkur, f. h. bæj- arsjóðs. Úrskurður hæstaréttar. Við þingfestingu máls þessa mætti áfrýjandi, lagði fram áfrýjunarstefnu, dags. 1. nóv. f. á. og beiddi um frest til næstkomandi maimánaðar til vitnaleiðslu erlendis. Af hálfu stefnda var mótmælt því, að frestur vrði veittur til maímánaðar, en hinsvegar lýsti hann því yfir, að hann samþykkti að málinu ygði frestað til næstkomandi febrúarmánaðar. Áfrýjandi gerði því næst þá varakröfu, að mál- inu yrði frestað til febrúarmánaðar. Áfrýjandi hefir lagt fram nokkur gögn til styrkt- ar frestbeiðni sinni. Þessi gögn geta þó eigi, gegn mótmælum stefnda, leitt til þess, að frestur verði veittur, er áfrýjandi hefir aðallega óskað eftir, og það því síður sem áfrýjandi hefir áður skotið máli þessu til hæstaréttar og því þá verið vísað frá réttinum vegna þess að áfrýjandi hafði ekki lagt fram ágrip dómsgerða. Hinsvegar veitist áfrýj- anda frestur í málinu til næstkomandi febrúar- mánaðar, svo sem stefndi hefir samþykkt. Því úrskurðast: Áfrýjanda veitist frestur í málinu til næst- komandi febrúarmánaðar. 594 Miðvikudaginn 31. jan. 1934. Nr. 143/1933. Magnús Jónsson gegn Kolbeini Guðmundssyni. Úrskurður hæstaréttar. Áfrýjandi mætti sjálfur við þingfestingu máls þessa, lagði fram áfrýjunarstefnu, dags. 7. dez. s. 1. og beiddi um frest í málinu, aðallega til maimán- aðar næstkomandi til þess að fá dómsgerðir í mál- inu og vegna fjarveru erlendis á næstunni, en til vara bað hann um frest til febrúarmánaðar til að sameina málið við hæstaréttarmálið nr. 133/1933. Af hálfu stefnda var öllum fresti í málinu mót- mælt og þess krafizt, að því væri vísað frá hæsta- rétti. Gegn mótmælum stefnda verður aðalfrestbeiðni áfrýjanda ekki tekin til greina, en hinsvegar þyk- ir samkv. 41. gr. hæstaréttarlaganna rétt að taka varafrestbeiðni hans til greina, og veita honum frest til hins ákveðna fyrirtökudags málsins 133/1933, 14. febr. n. k. Því úrskurðast: Áfrýjanda veitist frestur til 14. febr. n. k. 595 Miðvikudaginn 31. jan. 1934. Nr. 145/1933. Borgarstjóri Reykjavíkur, f. h. bæj- arsjóðs Magnúsi Jónssyni. Úrskurður hæstaréttar. Við fyrirtekt máls þessa í dag í hæstarétti lagði un:boðsmaður áfrýjanda fram stefnu í málinu dags. 14. dez. f. á. áfrýjunarleyfi útgefið sama dag og dómsgerðir undirréttar og bað um frest til næsta mánaðar. Með því að hann hefði eigi fengið dómsgerðir undirréttar fyrr en í gær, þótt hann hefði beiðst þeirra 16. dezbr. f. á. og hefði því ekki unnizt tími til þess að útbúa ágrip dómsgerða. Stefndi mótmælti hinum umbeðna fresti, krafð- ist þess, að málinu yrði vísað frá rétti, og að sér wyrðu dæmdar ómaksbætur. Með því að skýrsla áfrýjanda um að hann hefði pantað dómsgerðirnar Í tæka tíð og hann hafi fyrst fengið þær í gær verður eigi véfengd, þykir rétt að veita hinn umbeðna frest til febrúarmánaðar. Þvi úrskurðast: Áfrýjanda veitist hinn umbeðni frestur til febrúarmánaðar næstkomandi. mn —— tt KH{ 596 Föstudaginn 9. febr. 1934. Nr. 12/1934. Valdstjórnin (Gústaf A. Sveinsson) Segn Jafet Sigurðssyni. (Stefán Jóh. Stefánsson). Brot gegn 1. nr. 97/1933. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 23. dez. 1933: Kærð- ur, Jafet Sigurðsson, greiði 15 króna sekt til bæjarsjóðs Reykjavíkur og komi tveggja daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar ef hún er ekki greidd innan 6 daga frá Jög- birtingu dóms þessa. Ennfremur greiði hann allan kostn- að sakarinnar. Dómi þessum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Samkvæmt ástæðum þeim er greindar eru í hjn- um áfrýjaða dómi, ber að staðfesta hann, þó þann- ig, að greiðslufrestur sektarinnar telst frá birtingu dóms þessa. Svo ber kærða að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækj- anda og verjanda í hæstarétti 80 kr. til hvors. Þvi dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða lögregluréttardómi ska| 6. raskað, þó þannig, að greiðslufrestur sektar- innar telst frá birtingu dóms þessa. Kærði greiði og allan áfrýjunarkostnað sak- arinnar, þar með talin málflutningslaun sækj- anda og verjanda í hæstarétti, hæstaréttar- málflutningsmannanna, Gústafs Á. Sveins- 597 sonar og Stefáns Jóh. Stefánssonar, 80 kr. til hvors. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er samkvæmt kæru frá Mjólkurbandalagi Suð- urlands höfðað af valdstjórnarinnar hálfu gegn Jafet Sig- urðssyni kaupmanni, Bræðraborgarstig 29 hér í bænum, fyrir brot á ákvæðum laga nr. 97 frá 19. júní 1933, um heilbrigðisráðstafanir um sölu mjólkur og rjóma. Málavextir eru þeir sem nú skal greina. Í fyrri máls- grein fyrstu greinar ofnannefndra laga nr. 97 frá 1933 er svo ákveðið, að í öllum þeim kaupstöðum og kauptúnum hér á landi þar sem fram fer sala á mjólk og rjóma frá fullkomnum mjólkurbúum er viðurkennd hafa verið af atvinnumálaráðherra, skuli óheimilt að selja þessar vörur ógerilsneyddar. Undanþegin þessu banni skuli þó mjólk- urbú er að dómi atvinnumálaráðherra hafa sérstaka að- stöðu til að hreinsa mjólkina á annan hátt og koma henni óskemmdri á markaðinn. Í síðari málsgrein 1. greinar er svo ákveðið, að ákvæði fyrri málsgreinar taki ekki til svo- nefndrar barnamjólkur né til þeirrar mjólkur, sem fram- leidd er innan kaupstaðarins eða kauptúnsins og fram- leiðandi selur utan mjólkurbúðar beint til neytanda, enda skulu um slíka sölu sett ákvæði í reglugerð er bæjarstjórn eða hreppsnefnd semur og atvinnumálaráðherra staðfestir og má þar ákveða sektir til bæjar- eða sveitarsjóðs fyrir brot gegn henni allt að krónur 500. Brot gegn ákvæðum fyrri málsgreinar varða og sektum til sömu sjóða allt að jafn hárri upphæð. Atvinnumálaráðuneytið hefir með auglýsingu í Lögbirt- ingarblaðinu í gær tilkynnt almenningi, að það hafi við- urkennt „sem fullkomin mjólkurbú samkvæmt lögum nr. 97 19. júní 1933 eftirgreind bú: Mjólkurbú Flóamanna við Ölvesárbrú. Mjólkurbú Ölvesinga í Hveragerði. Mjólkurbú Mjólkurfélags Reykjavíkur í Reykjavík. Mjólkurbú Mjólkurfélags K. E. A. á Akureyri. 598 Mjólkurbú Kaupfélags Borgfirðinga, Borgarnesi. Mjólkurbú Thor Jensen á Korpúlfsstöðum í Mosfells- sveit. Mjólkurbúið á Korpúlfsstöðum telst fullnægja skilyrð- um þeim, er getur í öðrum málslið 1. mgr. 1. gr. nefndra laga“. Þótt þessi auglýsing sé aðeins undirrituð „Atyinnu- málaráðuneytið“, en hvorki af ráðherra sjálfum eða skrif- stofustjóra hans, verður að telja hana lögfulla tilkynningu til almennings um það, að um leið og hún er birt sé óheim- ilt að selja hér í bænum ógerilsneydda mjólk framleidda utan kaupstaðarins eða kauptúnsins. Ógerilsneydda mjólk má að vísu selja samkvæmt á- kvæðum 2. mgr. 1. gr. eða svonefnda barnamjólk. En um þetta atriði er það að segja, að það er hlutverk bæjarstjórn- ar og atvinnumálaráðherra, að skilgreina í reglugerð hug- takið barnamjólk og ákveða hver skuli vera einkenni henn- ar. Þessi reglugerð hefir enn ekki verið sett. Þess vegna verður að líta svo á að sú undantekning er síðar kann að koma fram í þessari reglugerð um sölu vissrar tegundar af ógerilsneyddri mjólk framleiddri utan lögsagnarumdæm- isins sé að minnsta kosti ekki enn til staðar. Kærður hefir játað, að hann hafi í gær og í dag selt ó- gerilsneydda mjólk í búð sinni á Bræðraborgarstig 99, Mjólk þessi er keypt af Einari Guðmundssyni, Bollagörð- um á Seltjarnarnesi og framleidd þar. Þessa mjólk seldi hann í gær og í morgun auk gerilsneyddrar mjólkur frá Mjólkurbúi Flóamanna, en Lögbirtingarblaðið, með aug- lýsingu atvinnumálaráðuneytisins, kveður hann hafa ver- ið borið til sin í gær kl. 56 síðdegis. Dómarinn verður því að líta svo á, að kærður hafi með því að selja þessa ógerilsneyddu mjólk brotið gegn á- kvæðum laga nr. 97, frá 19. júní 1933, og þykir sektin, sem hann hefir tilunnið, hæfilega metin 15 krónur til bæjar- sjóðs Reykjavikur, og komi tveggja daga einfalt fangelsi í stað hennar, ef hún er ekki greidd innan 6 daga frá lög- birtingu dóms þessa. Auk þess greiði kærður allan kostn- að sakarinnar. Nr. 599 Miðvikudaginn 14. febr. 1934. 192/1933. Réttvísin (Gústaf A. Sveinsson) veg gegn Helga Benediktssyni (Th. B. Líndal). Úrskurður hæstaréttar. Áður en dómur verður lagður á mál þetta í hæsta- rétti ber rannsóknardómaranum 1) 2) 3) 4) Að útvega staðfest eftirrit af viðskiptareikning- um h/f Dráttarbrautar Vestmannaeyja við verzl- unarfélag Vestmannaeyja (eða ákærða, Helga Benediktsson), árin 1925—1928 og yfirheyra á- kærða nánar en gert hefir verið um viðskipti þessi, eftir því sem innihald reikninganna kann að gefa tilefni til. Áð útvega fundarbók h/f Dráttarbrautar Vest- mannaeyja eða staðfest eftirrit af henni yfir árin 1925—1928. Áð útvega reikning h/f Dráttarbrautar Vest- mannaeyja fyrir árið 1925, er ákærði á að hafa afhent fógeta Vestmannaeyja þ. 6. maí 1929 og ennfremur útvega reikninginn fyrir árið 1926, ef hægt er og jafnframt ber rannsóknardómaran- um að leita upplýsinga um í hvers vörzlum sjóð- dagbók hlutafélagsis og önnur skjöl þess, sem talin eru glötuð, hafi átt að vera. Að yfirheyra þá Jón Jónsson í Hlíð og Jón Ein- arsson á Gjábakka um athugasemdir þær, er þeir sem endurskoðendur h/f Dráttarbrautar Vestmannaeyja hafa gjört við reikninga félags- ins fyrir árin 1923, 1926 og 1927 og sérstaklega við hvað þeir hafi stuðzt, er þeir athuguðu upp- hæð innborgaðs hlutafjár eins og hún var til- færð á reikningunum. 4 5) 6) 8) 9) 600 Að yfirheyra ákærða og meðstjórnendur hans í h/f Dráttarbraut Vestmannaeyja, þá Gunn- ar Ólafsson og Jón Ólafsson, um það hvernig á því stendur, að tilkynning þeirra til firma- skrárinnar 26. jan. 1926 um stofnun hlutafélags- ins er ekki í samræmi við það, sem upplýst er í málinu um innborgun og söfnun hlutafjárins, og jafnframt ber að upplýsa hver samið hafi tilkynningu þessa. Að yfirheyra Ársæl Sveinsson um það hvernig á því stendur, að hann er talinn einn af stan endum h/f Dráttarbrautar Vestmannaeyja þótt hann eigi gerðist hluthafi í félaginu. Að yfirheyra Jón Einarsson á Gjábakka um þátttöku hans í fundarhaldi Dráttarbrautar Vestmannaeyja 29. okt. 1928, atkvæðisrétt þann, sem hann er talinn eiga þar, kosningu hans þá í stjórn hlutafélagsins og hvort hann eftir það hafi gengt stjórnarstörfum i því, svo og leita skýrslu ákærða um þessi atriði. Að fá það upplýst hvort þau 54 eyðublöð undir hlutabréf Dráttarbrautarinnar, er afhent voru fógeta 6. mai 1929, hafi verið undirrituð af stjórn hlutafélagsins. Að yfirheyra Gunnar Ólafsson og Jón Ólafs- son um það hvort ákærða hafi verið heitið launum frá hlutafélaginu fyrir framkvæmdar- stjórastarf hans, og ef svo hefir verið þá hve miklum. Svo ber og rannsóknardómaranum sð út- vega aðrar þær skýrslur, er framhaldsrann- sóknin kann að gefa tilefni til. 601 Því úrskurðast: Rannsóknardómaranum ber að útvega fram- angreindar skýrslur og upplýsingar svo fljótt sem auðið er. Miðvikudaginn 14. febr. 1934. Nr. 103/1933. Jón Arinbjarnarson og Hrefna Sigur- geirsdóttir (Jón Arinbjarnarson) segn bæjargjaldkera Reykjavíkur, f. h. bæjarsjóðs (Garðar Þorsteinsson). Lögtak fyrir útsvari. Úrskurður fógetarétiar Reykjavíkur 4. marz 1933: Hin umbeðna lögtaksgerð skal ná fram að ganga á ábyrgð gerðarbeiðanda. Dómur hæstaréttar. Áfrýjendur hafa með stefnu, útg. 30. sept. s. 1., skotið til hæstaréttar úrskurði, kveðnum upp í fó- getarétti Reykjavíkur 4. marz s. l. og eftirfarandi lögtaksgerð, er fór fram í sama rétti 16. s. m., en réttargerðum þessum höfðu þau áður skotið til hæstaréttar með áfrýjunarstefnu, útg. 28. marz t. á., en þvi máli hafði verið vísað frá hæstarétti með dómi réttarins, uppkveðnum 30. sept. s. 1. Með hin- um áfrýjaða úrskurði var kveðið svo á, að lögtak skuli fram fara fyrir ógreiddum útsvörum áfrýj- enda til bæjarsjóðs Reykjavíkur, alls 975 kr. auk dráttarvaxta og kostnaðar, og með hinni áfrýjuðu lögtaksgerð 16. marz. s. Í. var lögtak gert fyrir kröfum þessum í húseigninni nr. 65 við Bergstaða- 602 stræti í Reykjavík, en því hefir ómótmælt verið haldið fram í málinu, að húseign þessi sé séreign, áfrýjanda, Hrefnu Sigurgeirsdóttur. Fyrir hæsta- rétti hafa áfrýjendur krafizt þess, aðallega, að hinn áfrýjaði úrskurður og löghaldsgerð verði al- gerlega úr gildi feld, til vara, að þær verði úr gildi feldar að öðru leyti en þvi, er snertir útsvar þeirra fyrir árið 1932 og til þrautavara, að þær verði felldar úr gildi nema að því, er snertir viðbótar- útsvar fyrir árið 1931 og útsvarið fyrir árið 1932. Þá krefjast þau þess og hvernig sem málið fer, að sér verði tildæmdur málskostnaður í hæstarétti eftir mati réttarins. Af hálfu stefnda hefir þess verið krafizt, aðallega, að hinar áfrýjuðu réttar- gerðir verði staðfestar, en til vara að þær verði staðfestar að því er tekur til útsvaranna 1931 og 1932 og að áfryjendur verði dæmd til að greiða málskostnað í hæstarétti eftir mati réttarins. Hinar áfrýjuðu réttargerðir fóru fram til inn- heimtu á útsvörum áfrýjenda til bæjarsjóðs Reykjavíkur fyrir árin 1929, 1930 og 1932 og við- bótarútsvari þeirra fyrir árið 1931. Áfrýjendur eru hjón og bjuggu saman hér í bænum öll þessi ár, Var öll árin lagt á þau eitt útsvar bæði sameigin- lega og lúta andmæli þeirra gegn hinum áfrýjuðu réttargerðum fyrst og fremst að því, að ólöglegt hafi verið að leggja þannig útsvar á þau bæði saman og hafa þau um það efni vitnað til 28. gr. útsvarslaganna. Á þessa málsástæðu áfrýjenda verður þó eigi fallizt. 28. gr. útsvarslaganna ræðir eftir orðum sinum aðeins um ábyrgð hjóna á út- svörum hvors annars og á því beinlínis aðeins við er útsvör eru löggð á hjón hvort í sínu lagi, en eigi verður talið, að ákvæði greinar þessarar eða önn- 603 ur ákvæði útsvarslaganna girði fyrir það, að enn sé beitt þeirri aðferð, er tiðkaðist áður en útsvars- lögin komu í gildi, að leggja sameiginlegt útsvar á hjón, er eigi höfðu algert fjárfélag en bjuggu þó saman, en sú aðferð við ákvörðun útsvara getur verið haganleg eftir atvikum. Samkvæmt þessu kemur þá eigi til athugunar hvort skilyrði þau, er 28. gr. útsvarslaganna setur, um ábyrgð annars hjóna á útsvari hins, séu fyrir hendi í þessu máli. Úrskurður fógeta um að lögtak skyldi fram fara, gekk um útsvarið 1929 19. ágúst og 19. nóv. 1929, um útsvarið 1930 21. júlí og 27. nóv. 1930, um við- bótarútsvarið 1931 15. febr. 1932 og um útsvarið 1932 16. nóv! 1932. Síðan er ekkert gert til fram- kvæmdar lögtaki á kröfum þessum fyrr en 28. jan. 1933, er fógetaréttur Reykjavíkur er settur til að halda áfram lögtaksgerðinni. Samkvæmt þessu hef- ir lögtaks því að vísu verið beiðst nógu snemma samkvæmt 2. gr. lögtakslaganna, en hinsvegar hef- ir því skilyrði nefndrar greinar, að beiðandi fylgi fram lögtakinu með hæfilegum hraða, eigi verið fullnægt, að því er tekur til útsvaranna 1929 og 1930, og ber því samkvæmt þrautavarakröfu áfrýj- enda að fella hinar áfrýjuðu réttargerðir úr gildi að því er útsvör þessara ára snertir, og ber þá jafn- framt að dæma stefnda til að greiða áfrýjendum 100 kr. upp í málskostnað í hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði úrskurður og lögtaksgerð skulu úr gildi felld að því er kemur til útsvara áfrýjanda árin 1929 og 1930 en að öðru leyti skal hinum áfrýjuðu réttargerðum óraskað. 604 Stefndi, bæjargjaldkeri Reykjavíkur, f. h. bæjarsjóðs, greiði áfrýjendum, Jóni Arin- bjarnarsyni og Hrefnu Sigurgeirsdóttur, 100 krónur upp í málskostnað í hæstarétti að við. lagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Með því að Jón Arinbjarnarson og frú hafa eigi feng- ist til að greiða útsvör þau, er þeim var gert að greiða til Reykjavíkurbæjar árin 1929 til 1932 incl, samtals að upphæð kr. 975,00 auk dráttarvaxta þá hefir bæjargjald- keri Reykjavíkur krafizt þess að lögtak verði gert fyrir útsvörum þessum, en gerðarþoli hefir mótmælt fram. gangi gerðarinnar fyrir útsvörunum frá 1929 og 1930 samtals kr. 425,00 og hafa því aðilar lagt ágreininginn undir úrskurð fógetaréttarins. Gerðarþoli hefir mótmælt framgangi lögtaksgerðarinn- ar fyrir útsvörunum 1929 og 1930 vegna þess að lögtaks- rétturinn sé fyrndur. Gerðarbeiðandi mótmælir því að lögtaksrétturinn sé fyrndur vegna þess að lögtaks hafi verið beiðzt innan lögmælts tíma og lögtökum fyrir úfsvörum í Reykjavík hafi verið haldið áfram með hæfilegum hraða. Spurningin er aðeins um það á þessu stigi málsins, hvort lögtaksrétturinn sé fyrndur á útsvörunum 1929 og 1930 sökum þess, að lögtakinu hafi ekki verið fyigt fram með hæfilegum hraða. Í málinu er það sannað, að lög- taksins hafi verið beiðzt innan lögmælts tíma og hefir gerðarbeiðandi þannig fullnægt frá sinni hlið frumskil- yrðum fyrir framkvæmd lögtaksins. Ekkert er fram kom- ið er styðji það, að gerðarbeiðandi hafi ekki fylgt fram lögtakinu með venjulegum hætti um gjöld til bæjarsjóðs Reykjavíkur, þ. e. a. s. með þeim hraða er forsvaranieg- an má telja, þegar tekið er tillit til hinna mörgu þúsunda gjalda, sem innheimta þarf og þar sem krafan er ekki fyrnd fyrir hvorugu útsvaranna, þykir lögtaksrétturinn heldur ekki vera það og verða því mótmæli gerðarþola ekki tekin til greina. 605 Föstudaginn 16. febr. 1934. Nr. 8/1934. Valdstjórnin (Bjarni Þ. Johnson) gegn Bjarna Bjarnasyni (Sveinbjörn Jónsson). Bruggun. Ítrekun. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 6. dezbr. 1933: Kærði, Bjarni Bjarnason, greiði 800 króna sekt til ríkissjóðs inn- an 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa, en ella sæti hann í stað sektarinnar einföldu fangelsi í 40 daga. Framangreint áfengi og bruggunartæki skulu upptæk og eign ríkissjóðs. Kærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dómur hæstaréttar. Af ástæðum þeim er greinir í hinum áfrýjaða dómi ber að staðfesta hann oð teljist greiðslu- frestur sektarinnar frá birtingu dóms þessa. Kærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar þar með talin málflutningslaun sækjanda og verj- anda í hæstarétti 50 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða lögregluréttardómi skal ó- raskað. Kærði, Bjar'i Bjarnason, greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna Bjarna Þ. Johnson og Sveinbjarnar Jónssonar, 50 kr. til hvors. Dóminum að fullnægja með áðför að lögum. 606 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Bjarna Bjarnasyni, til heimilis á Lokastíg 14 hér í bæ, fyrir brot gegn áfengislögunum nr. 64, 1930. Málavextir eru þeir, er hér greinir: Hinn 20. nóv. s. 1. gerði lögreglan húsleit á fyrgreindu heimili kærða, eftir ólöglegu áfengi og bruggunartækjum með þeim árangri, að þar fannst glerbrúsi með um 4 1. af spiritus, 6 heilflöskur af áfengisblöndu og bruggunar- tæki. Efnarannsóknarstofa ríkisins hefir rannsakað sýnis. horn af áfenginu og reyndist áfengismagnið 36,0% og 68,0% eftir rúmmáli. Kærður hefir játað að vera eigandi áfengis þessa og hafa bruggað það sjálfur. Kveðst hann hafa byrjað brugg- unina heima hjá sér fyrir 17—18 dögum og þá lagt í 71 kg. af strausykri og 1 kg. af pressugeri í 50 lítra af vatni. Lét hann þetta gerjast í 10 daga og sauð svo úr áfengi það, sem hjá honum fannst og lítið eitt er hann hafði drukkið sjálfur, en hvorki hafi hann selt eða veitt af á. fenginu, né ætlað sér að gera það. Með dómi aukaréttar Reykjavíkur. uppkveðnum 4, marz þ. á. var kærður dæmdur í 8 mánaða betrunarhúss- vinnu fyrir brot gegn 256. gr. hegningarlaganna og með dómi lögregluréttar Reykjavíkur 6. sept. þ. á, var hann dæmdur í 15 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og 1000 króna sekt til ríkissjóðs fyrir brot gegn áfengis- lögum nr. 64, 1930. Framangreint brot kærða varðar við 6. gr., sbr. 30, gr. áfengislaga nr. 64, 1930 og með tilliti til þess, að hér er um itrekun að ræða þykir refsing hans hæfilega ákveðin 800 króna sekt til ríkissjóðs, og komi einfallt fangelsi í 40 daga í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Framangreint áfengi og bruggunartæki skulu upptæk og eign rikissjóðs. Kærði greiði allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. 607 Föstudaginn 16. febr. 1933. Nr. 133/1933. Kolbeinn Guðmundsson Nr. 143/1933. (Sveinbjörn Jónsson) gegn Magnúsi Jónssyni prófessor og gagn- sök (Lárus Jóhannesson). Fjárnám. Fjárnámsgerð fógetaréllar Árnessýslu 9. maí 1933: Dómur hæstaréttar. Hinn 2. maí 1933 var fógetaréttur Árnessýslu settur að Árnesi í Þingvallasveit og var þá sam- kvæmt kröfu aðaláfrýjanda, Kolbeins Guðmunds- sonar gjört fjárnám í jörðinni Úlfljótsvatni í Grafningshreppi til lúkningar dómkröfu á hend- ur gagnáfrýjanda, Magnúsi Jónssyni prófessor, samkvæmt dómi bæjarþings Reykjavíkur upp- kveðnum 12. maí 1932, staðfestum með dómi hæstaréttar uppkveðnum 16. jan. f. á., en með nefndum bæjarþingsdómi var gagnáfrýjandi dæmdur til að greiða aðaláfrýjanda 7348 kr. á- samt vöxtum, sem nánar greinir í dóminum, og 450 kr. í málskostnað, svo og fyrir 100 kr. máls- kostnaði samkvæmt nefndum hæstaréttardómi 16. jan. 1933. Með stefnu útgefinni 7. júní Í. á. áfrýjaði gagn- áfrýjandi fjárnámsgerð þessari til hæstaréttar til ógildingar, en með gagnáfrýjunarstefnu, dags. 1. júlí s. á, áfrýjaði aðaláfrýjandi nefndri fógeta- gerð til staðfestingar, en málum Þessum lauk svo, að þeim var báðum vísað frá hæstarétti með dómi réttarins 1. nóv. Í. á. Með áfrýjunarstefnu útgefinni 18. nóv. f. á. hef- 608 ur Kolbeinn Guðmundsson á ný áfrýjað nefndri fjárnámsgerð til hæstaréttar, og krefst hann þess að fjárnámsgerðin verði staðfest og sagnáfrýjandi dæmdur til greiðslu málskostnaðar. Gagnáfrýjandi hefir einnig á ný skotið fjárnámsgerð þessari til hæstaréttar með stefnu, dags. 7. desbr. f. á., og krefst hann þess, að fjárnámsgerðin verði felld úr gildi og aðaláfrýjandi dæmdur til að greiða málskostnað eftir mati réttarins. Gagnáfrýjandi byggir ógildingarkröfu sina á því, að fjárnámsgerðin hafi eigi verið byrjuð á heimili sínu, heldur að sumarbústað sinum Árnesi í Þing- vallasveit, er hann hafi eigi notað síðastliðin 2 ár, henni hafi verið haldið þar áfram og leidd til lykta, þótt hann væri eigi þar til staðar, eða nokkur af hans hendi, að fjárnámið hafi verið gert í fasteign hans, er lá í annari þinghá, að virðing fógetavott- anna á hinni fjárnumdu jarðeign hafi verið af handahófi, þar sem vottarnir hafi eigi athugað jörð- ina sjálfa eða komið þar svo árum hafi skipt, að bókun fógetans um það, hvað tekið hafi verið fjár- námi sé óljós og loks hafi honum, með þvi hvernig fjárnámið hafi verið framkvæmt, verið meinað að neyta réttar síns til að vísa á eignir til að sera fjár- nám Í. Útaf þessum aðfinnslum við fjárnámsgjörðina hefur aðaláfrýjandi tekið fram, að þegar hann bað um fjárnámið, hafi honum verið kunnugt um, að sagnáfrýjandi hafi eigi talið sig heimilisfastan hér í bænum á manntali haustið 1932, en hinsvegar hafi honum verið kunnugt um að gagnáfrýjandi hefði talið heimili sitt að Árnesi í Þingvallasveit. Þessa staðhæfingu sina hefir aðaláfrýjandi sannað með því að leggja fram í hæstarétti vottorð borgar- 609 stjórans í Reykjavík um að sagnáfrýjandi hafi ekki verið skráður á manntali í Reykjavík 1932, vottorð hreppstjórans í Þingvallahreppi um að gagnáfrýj- andi hafi nokkur undanfarin ár skrifað sig og heimili sitt að Árnesi til fardaga 1933, vottorð hlut- aðeigandi sóknarprests um að gagnáfrýjandi hafi sjálfur lýst því yfir við sig, að hann teldi sig, til heimilis að Árnesi árið 1932—1933 og loks vottorð sóknarprestsins að Mosfelli í Grímsnesi, um að sagnáfrýjandi hafi verið skráður til heimilis að Úlfljótsvatni síðastliðið haust, en eigi árin þar á undan. Með þessum gögnum hefir aðaláfrýjandi nægi- lega réttlætt það, að fjárnámsgerðin var byrjuð að Árnesi. Aðaláfrýjandi hefir og ómótmælt haldið því fram, að hann hafi aðvarað sagnáfrýjanda um að fjárnámið ætti að fara fram nefndan dag að Ár- nesi, og þar sem gagnáfrýjandi skeytti þvi eigi að mæta eða láta mæta við fógetagerðina, verður að lita svo á, að hann hafi með þessu fyrirgert rétti sinum til þess að vísa á ákveðnar eignir til að gera fjárnám í. Aðaláfrýjandi hafði því rétt til þess að krefjast aðfarar í þeim eignum, er honum var kunnugt um að gagnáfrýjandi átti. Þar sem nú að- aláfryjanda var kunnugt um að sagnáfrýjandi var eigandi jarðarinnar Úlfljótsvatns í Grafningi, hafði bann rétt til þess að krefjast fjárnáms í þessari eign áfrýjanda. Það hefði að vísu verið rétt, að f6- getarétturinn hefði þá verið fluttur frá Árnesi og fógetagerðinni framhaldið þar, en þar sem fó- setaréttarvottarnir höfðu þá sama dag,að unnu drengskaparheiti, virt jörð þessa með vatnsrétt- indum, veiðirétti og öllu öðru, er jörðinni fylgir og fylgja ber, á 75000 kr., en jafnframt upplýst, að á 610 jörðinni hvíldi hátt fasteignaveð, þá verður að líta svo á, að fógetann hafi ekki, svo sem ástóð, brost- ið heimild til þess, án frekari umsvifa að taka jörðina fjárnámi til lúkningar umgetnum dóm- kröfum gerðarbeiðanda. Og með því ennfremur ekkert er framkomið í málinu, er geri virðingu fó- getaréttarvottanna tortryggilega eða bendi til þess, að jörðin hafi þá verið metin óhæfilega lást og með því ennfremur, að bókun fógetans um það, hvað tekið hafi verið fjárnámi, er nægilega skir og ákveðin, þykir eigi heimild til þess að fella hina áfrýjuðu fjárnámsgerð úr gildi, og ber því sam- kvæmt kröfu aðaláfrýjanda að staðfesta hana, enda hefir gagnáfrýjandi ekki vefengt fjárnáms- gerðina að efni til. Eftir þessum úrslitum ber að dæma gagnáfrýj- anda til að greiða aðaláfrýjanda 250 kr. í máls- kostnað í hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Hinni áfrýjuðu fjárnámsgerð skal óraskað. Gagnáfrýjandi, Magnús Jónsson prófessor, greiði aðaláfrýjanda, Kolbeini Guðmunds- syni, 250 kr. í málskostnað í hæstarétti, að við- lagðri aðför að lögum. 611 Mánudaginn 19. febrúar 1934. Nr. 67/1933. Stjórn Útvegsbanka Íslands h/f (Th. B. Líndal) gegn H/f Kveldúlfur (Jón Ásbjörnsson). Umboðsölulaun. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 30. júní 1932: Stefnt h/f Kveldúlfur greiði stefnandanum, Útvegsbanka Ís- lands h/f í Reykjavík, kr. 257,73 með 6% ársvöxtum frá 12. dez. 1930 til greiðsludags. Málskostnaður falli niður. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir skotið máli þessu til hæstarétt- ar með stefnu útg. 6. júlí 1933 að fengnu áfrýjun- arleyfi dags. 29. júní s. á. Í hæstarétti hefir það verið upplýst, að hinar endursendu umbúðir, er ræðir um í málinu, eru enn í vörzlum stefndu, en þar sem því ómótmælt er haldið fram, að áfrýjanda hafi staðið til boða að taka þær-í sínar vöræzlur. Þá haggar þetta eigi niðurstöðu hins áfrýjaða dóms um þennan lið í kröfu áfrýjanda. Eftir málflutningnum verður það eigi talið sann- að, að miðlaralaun hafi verið innifalin í umboðs- launum þeim, er áfrýjandi greiddi fyrir sölu hinna umræddu afurða árin 1929 og 1930. Að þessu athuguðu og að því viðbættu, að eigi eru færðar sönnur á að umboðslaun þau er stefndu hafa reiknað sér, séu ósanngjörn, saman- ber sérstaklega álit verzlunarráðsins, er fengið hefir verið í málinu, og með því, að varakrafa á- frýjanda um að úrslit málsins, að því er til um- boðslaunanna tekur, verði látin koma undir eiði 612 þess af framkvæmdarstjórum stefndu, er samdi um málið við áfrýjanda á sinum tíma, ekki verður tekin til greina, verður að fallast á ástæður hins áfrýjaða dóms og staðfesta hann, en með því að stefndu létu eigi mæta við sáttaumleitun í málinu þykir rétt, að málskostnaður í héraði og hæsta- rétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Stefndu h/f Kveldúlfur, greiði áfrýjanda, stjórn Útvegsbanka Íslands h/f, kr. 257,73 með 6% ársvöxtum frá 12. dez. 1930 til greiðslu- dags. Málskostnaður í héraði og hæstarétti falli niður. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfryjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er að undangenginni árangurslausri sátta- tilraun höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 22. janúar 1981, af stjórn Útvegsbanka Íslands h. Í., gegn h. f. Kveldúlfur, hér í bæ, til greiðslu skuldar vegna um- boðssölu, kr. 33334.57, ásamt 8% ársvöxtum frá 6. maí 1930 til greiðsludags og málskostnaði að skaðlausu. Stefndur viðurkenndi þegar í málinu, að skulda stefn- anda kr. 6968,03 af hinni umstefndu upphæð og undir rekstri málsins hefir hann greitt stefnanda þessa upp- hæð ásamt vöxtum, en stefnandi jafnframt lækkað hina umstefndu kröfu um sömu upphæð. Að öðru leyti hefir stefndur krafizt sýknu í málinu af öllum kröfum stefn- anda og málskostnaðar sér til handa. Málavextir eru þeir, að árið 1928 tókst hið stefnda fé- lag á hendur með munnlegum samningi við stjórn Ís. landsbanka, eða einn af bankastjórum bankans, að selja í umboðssölu síldarafurðir h/f Andvara á Flateyri, er 613 bankinn hafði til ráðstöfunar. Stefnandi, sem nú er eig- andi að eignum og skuldum h/f Andvara telur stefndan eiga hina umstefndu upphæð ógreidda vegna umboðs- sölunnar. Kröfu sína sundurliðar stefnandi þannig: 1. Vanreiknað sengi á £ 5158-9-3 kr. 22,10 í stað kr. 29,15 .c0c0.0c00 0. kr. 257,73 2. Rangfært af stefndum til skuldar fyrir Andvara, pokar £112-10-0 ............ — 2491,88 3. Ofreiknuð sölulaun £ 677-17-8 ........ — 15015,12 4. Vantaldir vextir til 6. maí 1930 ...... — 8601,81 og skulu nú þessir liðir athugaðir hver fyrir sig. 1. Vanreiknað gengi. Stefndi heldur því fram, að hon- um hafi aðeins borið að greiða £ með kaupgengi banka, kr. 22,10, en ekki með sölugengi þeirra kr. 22,15. En þar sem stefndi tók að sér, með samningi við bankann, að selja vöru, er bankinn hafði til ráðstöfunar, verður að álita að honum hafi borið að greiða bankanum með skráðu sölugengi myntar þeirrar, er hann seldi fyrir, úr því hann greiddi ekki andvirði vörunnar með mynt þeirri, er fyrir hana fékkst. Ber stefndum því að greiða ofannefndar kr. 257,73. 9. Pokarnir. Stefndur telur standa þannig á þessum lið, að hann hafi selt „parti“ af sildarmjöli h. f. Andvara segn því, að kaupandi hefði rétt til þess að endursenda umbúðirnar (pokana) og átti þá andvirði þeirra að drag- ast frá kaupverði. Kveður stefndi pokana hafa verið end- ursenda og þar eð hann hafi verið búinn að reikna h. Í. Andvara kaupverð þeirra til tekna, hafi hann dregið and- virðið frá aftur. Þessari umsögn siefnds hefir ekki verið hnekkt af stefnanda og á hann því ekki rétt til upphæðar þeirrar, er í öðrum lið greinir. 3. Sölulaunin. Hér er um meginkröfu stefnanda að ræða. Stefndur hefir reiknað sér og dregið frá söluandvirði vör- unnar 4% í umboðslaun, en stefnandi heldur fram að honum beri aðeins 2%. Um umboðslaun var enginn skriflegur samningur gerður, en stefndur heldur því fram, að munnlega hafi verið samið um 4%. Gegn mótmælum stefnanda, sem styðjast við framburð Eggerts Claessen, fyrv. bankastjóra, er samningsaðili var að hálfu Íslands- banka gagnvart stefndum, hefir stefndur þó engar sönn- 614 ur fært á það að þannig hafi verið um samið. Stefnandi heldur því hinsvegar fram, að samið hafi verið um 2% og styður það við fyrnefndan framburð Eggerts Claessen, sem hann leiddi sem vitni í málinu. Kvaðst vitnið „eftir því sem samtöl fóru fram hér að lútandi .... hafa Sengið út frá því, að umboðslaunin yrðu þau sömu, sem %. f. Andvari hafi áður borgað“, þ. e. a. s. 2% og hafi Vitnið haft þennan skilning á samtölum þeim, er hann átti við forstjóra hins stefnda félags. Framburð vitnisins tók stefndur jafngildan og eiðfestur væri, en mótmælti hon- um sem röngum og vitninu auk þess sem vilhöllu, þar eð það ætti sæti í bankaráði Útvegsbankans og hefði einnig á sinum tíma verið við málið riðinn sem samningsaðilji. létturinn verður að fallast á það, að framburður Þessa vitnis skeri ekki úr um það, um hvaða sölulaun hafi vep- ið samið eða hvort yfirleitt hafi verið samið um nokkur ákveðin sölulaun. Til þess er framburðurinn einnig allt of óákveðinn. Hefir stefnanda þar með ekki heldur tekizt að sanna að samið hafi verið um ákveðin sölulaun. Úrslit þessa málsatriðis virðist því verða að velta á því. hvort upplýst sé um venju, er myndazt hafi í þessu efni, eða ef svo er ekki, hvort sölulaun þau, er stefngur reiknar sér, verði að teljast bersynilega ósanngjörn. Það verður nú að teljast nægilega upplýst í málinu af hálfu stefnds með vottorði Halldórs Halldórssonar á rjskj. nr. 7 sbr. við rjskj. nr. 8 og 13 og fyrnefndan fram- burð Eggerts Claessen, að umboðslaun þau, er h. f. and. rari greiddi fyrir sölu síldarafurða á næstu árum fyrir 1928, hafi aðeins numið 2% og að sömu umboðslaun hafi numið árið 1929—1930 1—2%, og er þá átt við aan kostnað, sem fallið hefir á eigendur verksmiðjunnar Vegna sölunnar. Verzlunarráð Íslands hefir í svarbréfi við fyrir. spurn stefnds um venju í þessu efni lyst því yfir, að „eigi muni vera að ræða um neinar fastar venjur um umboðs- Þóknanir fyrir sölu á afurðum þeim“ er um ræðir í mál- inu, þar eð þóknunin fari eftir ymsum atvikum. Þó skyli þess getið, að umboðslaun á íslenzkum afurðum Megi q|- mennt telja 2% og beri þá eigandi afurðanna venjulega allan símakostnað og annan kostnað við söluna, svo sem miðlaralaun. Ennfremur segir svo í svarbréfi Verzlunar- ráðsins: „Sé umboðsmaður seljanda sjálfstæður útflyt- 615 andi frá Íslandi er hefir fasta viðskiptamenn eða um- boðsmenn í því landi eða löndum, sem varan selst til, er vitanlegt að slíkir umboðsmenn (útflytjendur) hafa feng- ið 4% í umboðslaun, en bera þá allan kostnað við söluna innan lands og utan, svo sem skrifstofukostnað, síma- kostnað og greiðslu til umboðsmanna sinna í landinu þar sem varan er seld. Þótt upplýsingar stefnanda um greiðslu sölulauna á árunum fyrir og eftir 1928, í sambandi við framburð vitnisins, Eggerts Claessen, skapi að vísu töluverðar lík- ur honum í hag, verður þó, þegar jafnframt er tekið til- lit til vottorðs Verzlunarráðsins, ekki álitið að fyrir liggi í málinu fullnægjandi sannanir um það, hver séu venju- leg söluumboðslaun af afurðum þeim, sem hér um ræðir, eða yfirleitt hvort nokkur venja hafi myndazt í því efni. Stefndur hefir og haldið því fram, að hann hafi orðið að greiða milligöngumönnum erlendis umboðsþóknun auk þess sem hann hafi greitt allan simakosinað o. þ. h. við söluna og þótt hann hafi að vísu ekki, þrátt fyrir gefið tilefni af hálfu stefnanda, lagt fram greinargerð fyrir því hversu mikill þessi kostnaður hans hafi orðið, getur Það út af fyrir sig, ekki valdið því að ekki verði tekið tillit til slíks kostnaðar. Þykir því, með skirskotun til síðari hluta svarbréfs Verzlunarráðsins ekki vera færðar sönn- ur á það, að þóknun sú. 4%, sem stefndur reiknar sér, sé bersýnilega ósanngjörn, og verður þá ekki unnt að taka hér umræddan kröfulið stefnanda til greina. 4. Veætirnir. Þar sem stefnandi átti ekki rétt á, gegn mótmælum stefnds, að fá greidda vexti af kröfu sinni, að því leyti sem hún yrði tekin til greina, frá fyrri tíma en sáttakærudegi, kemur þessi liður ekki til frekari álita. Hinsvegar hefir stefndi gengizt inn á að vaxtaupphæð frá sáttakærudegi verði ákveðin 6%. Úrslit máls þessa hér í réttinum verða þá þau, að dæma stefnda til þess að greiða stefnanda kr. 257,73 á- samt 6% ársvöxtum frá sáttakærudegi 12. dez. 1930 til greiðsludags. Eftir málavöxtum þykir rétt að málskostn- aður falli niður. Sökum margvíslegra anna dómarans hefir dómur í máli þessu ekki orðið uppkveðinn fyrri en nú. 616 Föstudaginn 23. febr. 1934. Nr. 88/1933. Mjólkurfélag Reykjavíkur (Sveinbjörn Jónsson) gegn bæjarsjóði Reykjavíkur (Garðar Þorsteinsson). Lögtak fyrir samvinnuskatti samkv. 38. gr. |. nr. 36,/1933. Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 20. júlí 1933: Hin framkomnu mótmæli verða ekki tekin til greina. Dómur hæstaréttar. Svo sem fram er tekið í hinum áfrýjaða fógeta- réttarúrskurði verður eigi álitið, að sérreglan í 5. lið 38. gr. í lögum nr. 36/1921 um skatt samvinnu- félaga til sveitar- og bæjarsjóða sé numin úr gildi með hinni yngri löggjöf um tekjur bæjar- og sveitarfélaga. Sérstaklega skal tekið fram, að ekk- ert bendir til þess, að ætlast hafi verið til, er út- svarslögin nr. 46/1926 voru sett, að nefnt sér- ákvæði skyldi falla niður, enda er þetta laga- ákvæði eigi meðal þeirra lagafyrirmæla, sem úr gildi eru numin með 35. gr. útsvarslaganna, sem þó hefir inni að halda itarlega, og að því er virð- ist, tæmandi, upptalningu á þeim lagafyrirmæl- um, er úr gildi skyldi falla með gildistöku útsvars- laganna. Ber því samkvæmt kröfu stefnda að stað- festa hinn áfrýjaða fógetaréttarúrskurð, og verð- ur þá jafnframt að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað í hæstarétti, er ákveðst 250 krónur. 617 Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða fógetaréttarúrskurði skal óraskað. Áfrýjandi, Mjólkurfélag Reykjavíkur, greiði stefnda, bæjarsjóði Reykjavíkur, 250 kr. í málskostnað fyrir hæstarétti að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Með því að Mjólkurfélag Reykjavíkur hefir eigi feng- iæt til að greiða samvinnuskatt til bæjarsjóðs Reykjavík- ur, að upphæð kr. 5677,78, fyrir árið 1931 með gjalddaga 2. janúar 1932, hefir bæjargjaldkeri Reykjavíkur krafizt lögtaks á samvinnuskattinum, en gerðarþoli hefir mót- mæli því að lögtakið næði fram að ganga, og hefir á- greiningurinn verið lagður undir úrskurð fógetaréttarins. Gerðarþoli byggir neitun sína, um greiðslu skattsins. á því, að heimild sú í 38. gr. 3. lið laga nr.3 frá 1921, sem veitt sé til að leggja skatt þenna á, sé nú niðurfallin sam- kvæmt ákvæðum greinarinnar sjálfrar um að samvinnu- félög greiði slíkan skatt þangað til gagnger endurskoðun hafi farið fram á tekjum sveitar- og bæjarsjóða. Heldur gerðarþoli þvi fram, að slík endurskoðun á löggjöfinni hafi nú farið fram, með því að síðan hafi verið sett lög um öll þau gjöld sem fyrrnefnd 38. gr. ræðir um, svo sem með sveitarstjórnarlögunum, útsvarslögunum og lögum um fasteignaskatt. Gerðarþoli heldur því hinsvegar fram, að hin nýja löggjöf hafi ætlazt til að samvinnuskatturinn félli niður þar sem hún hefir engin sérstök ákvæði sett um hann. Gerðarbeiðandi heldur því aftur á móti fram, að á- kvæði greinarinnar geti ekki fallið úr gildi án þess að beint lagafyrirmæli komi til, enda sé það matsatriði hve- nær lagaendurskoðun þessi sé „gagnger“ og slík mat heyri undir löggjafann sjálfan, en ekki dómstólana. Það virðist enn verða að líta svo á, að enda þótt lög- gjöf sú sem gerðarþoli hefir bent til, hafi verið sett eftir 618 að fyrrgreind lög nr. 36 frá 1921 urðu til, þá upphefji það ekki ákvæði það, sem hinn umkrafði skattur byggist á, úr því að hvergi verður séð í síðari löggjöf að svo skuli vera, enda er hér um að ræða sérreglu, sem ekki verð- ur felld úr gildi nema með beinu lagafyrirmæli og er þá heldur eigi unnt að taka til greina hin framkomnu mót- mæli gegn framgangi gerðarinnar. Mánudaginn 26. febrúar 1934. Nr. 105/1933. Réttvísin og valdstjórnin (Lárus Jóhannesson) gegn Ingibjarti Magnússyni (Jón Ásbjörnsson). Áfengislaga- og bifreiðalagabrot. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 2. ágúst 1933: Ákærð- ur. Ingibjartur Magnússon, skal sýkn vera af ákæru rétt- vísinnar í máli þessu. Hinsvegar skal hann sviftur öku- leyfi í 6 mánuði frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, svo greiði hann og 150 króna sekt í ríkissjóð. Verði sektin ekki greidd innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa, komi í stað sektarinnar 10 daga einfalt fangelsi. Þá greiði kærður og allan af máli þessu löglega leidd- an og leiðandi kostnað, þar á meðal 30 krónur í máls- varnarlaun til skipaðs verjanda, Magnúsar Thorlacius, cand. jur. Dóminum skal fullnægt að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Eins og segir í dómi undirréttarins hlaut lög- regluþjónninn, Guðbjörn Hansson, er var í bifreið- inni R. F. 397, meiðsli við árekstur bifreiðanna og er það nú upplýst með læknisvottorði, útgefnu 28. nóv. f. á., að af meiðslunum var brot á hnéskelinni 619 á hægra fæti ekki batnað að fullu þegar vottorðið var gefið út, og er eigi talið líklegt, að fóturinn verði síðar jafn aflmikill og hann var áður. En jafnframt er skýrt frá því í vottorðinu, að lögreglu- þjónninn hafi aðeins fyrstu 25 dagana eftir slysið verið frá störfum vegna meiðslanna, en siðan segnt skyldustörfum sínum. — Og um stúlkuna, Margréti Jóhannesdóttur, er alvarlegust meiðslin hlaut af farþegum þeim, sem voru í bifreiðinni R. EF. 954, er það upplýst með læknisvottorði, dags. 22. þ. m., að hún vegna brots á mjaðmargrindinni hafi legið á sjúkrahúsi frá 10. Júní til 25. sept. f. á., en að hún sé nú orðin albata og ekki sjáanlegt, að meiðslin hafi neinar illar afleiðingar í för með sér fyrir hana. Samkvæmt þessum læknisvottorðum verður eigi litið svo á, að skilyrði séu fyrir hendi til að refsa ákærða fyrir brot gegn 209. sbr. 206. gr. hinna almennu hegningarlaga og verður því, eins og héraðsdómarinn hefir gert, að sýkna ákærða af ákærum réttvísinnar í máli þessu. Hinsvegar verður með skírskotun til þess, er segir í forsendum undirréttardómsins, að telja sannað, að ákærði hafi neytt áfengis við bifreiðar- aksturinn, að hann hafi ekið með meiri hraða en lög leyfa, að hann hafi ekki sýnt þá varfærni, er honum bar, þegar hann ætlaði að fara fram úr bif- reiðinni R.E. 671, og að hann hafi yfirleitt ekki við umrætt tækifæri sýnt þá aðgæzlu og varkárni við aksturinn, sem honum var skylt. Hefir héraðsdóm- arinn réttilega heimfært þessi afbrot undir 20. gr. áfengislaganna nr. 64. frá 19. maí 1930 og undir 5., 6., 7. og 15. gr. bifreiðalaganna nr. 70 frá 8. sept.1931, og þykir refsing ákærða fyrir þessi brot hæfilega ákveðin 300 kr. sekt í ríkissjóð, er afplánist með 620 20 daga einföldu fangelsi, ef hún verður eigi greidd innan 30 daga frá birtingu dóms þessa. Svo þykir og rétt að svifta ákærða leyfi til að aka bifreið í eitt ár frá birtingu undirréttardómsins að telja. Ákvæði undirréttardómsins um málskostnað í héraði staðfestast og ákærði greiði allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin laun sækjanda og verjanda í hæstarétti 100 kr. til hvors. Hinn reglulegi héraðsdómari hefir með úrskurði vikið sæti í málinu og hefir því setudómari rann- sakað það og dæmt. Hefir héraðsdómarinn meðal annars rökstutt þennan úrskurð sinn með þvi, að eðlilegt sé, að hann víki sæti í málinu vegna þess, að rannsóknin eigi að snúast um það, hvort einn af undirmönnum hans, hafi átt sök á bifreiðarslysinu eða ekki, og athugast út af þessu, að þessi ástæða gat ekki í þessu máli leitt til þess, að dómarinn hefði átt að vikja sæti. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Ingibjartur Magnússon, greiði 300 kr. sekt í ríkissjóð, er afplánist með 20 daga ein- földu fangelsi, ef hún verður eigi greidd innan 30 daga frá birtingu dóms þessa. Svo skal hann og sviftur leyfi til að aka bifreið í eitt ár frá birtingu undirréttardómsins að telja. En að öðru leyti á ákærði sýkn að vera af ákærum í máli þessu. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar í undirrétti að meðtöldum málflutningslaunum skipaðs verjanda hans þar, cand. jur. Magn- úsar Thorlacius, 30 kr. og ennfremur allan á- 621 frýjunarkostnað sakarinnar þar með talin laun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, málflutningsmannanna Lárusar Jóhannessonar og Jón Ásbjörnssonar. Dóminum skal fullnægja með aðför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af réttvísinnar og valdstjórnarinn- ar hálfu gegn Ingibjarti Magnússyni, bifreiðarstjóra, til heimilis á Grettisgötu 1, hér í bænum, fyrir meint brot gegn ákvæðum áfengislaganna nr. 64, frá 19. maí 1930, bifreiðarlaga nr. 70, frá 8. september 1931, svo og 18. kap. alm. hegningarlaga frá 1869. Málavextir eru þeir, að föstudaginn 9. júní þ. á. kl. um 11 e. h. stanzaði bifreiðin R. E. 954 í Austurstræti, þar sem ákærður þá var á gangi ásamt öðrum manni. Bifreiðar- stjóri sá, er ekið hafði bifreiðinni R. E. 954, frá því fyrr um daginn, hætti þá akstri hennar og fór í burtu, en á- kærður settist í bifreiðina og tók við stjórn hennar eftir ósk þeirra, er í bifreiðinni voru. Var fyrst ekið út á Sel- teljarnarnes og þar fengið benzin en var síðan ekið til bæj- arins aftur, og inn á Hverfisgötu og stanzað þar lítilsháttar. en í því kom þar að bifreiðin R. E. 205 og talaðist þá svo til að þær yrðu samferða upp úr bænum. Var því næst að því er virðist viðstöðulaust ekið upp að Geithálsi og þar stanzað nokkuð. Um líkt leyti kom þangað bifreiðin R. E. 671 og varð það að samkomulagi meðal farþeganna, er í bifreiðum þessum voru, að aka upp að Kolviðarhóli. Var bifreiðin R. E. 205 skilin eftir á Geithálsi, en farþegar hennar og Þifreiðarstjórinn óku með hinum bifreiðunum. Á Kolviðarhóli var nokkur stanz, en ekið síðan að Geit- hálsi aftur og var þar tekin bifreiðin R. E. 205 og þá ek- ið til bæjarins. Ók bifreiðin R. E. 671 fyrst, þá bifreiðin R. E. 954 og loks bifreiðin R. E. 205. Niður undir Elliðaám ók bifreiðin R. FE. 205 fram úr bifreiðinni R. E. 954, en fyrir neðan 5 km. steininn neðanvert við Elliðaárnar ók bifreiðin R. E. 954 fram úr bifreiðinni R. E. 205 aftur og 622 þannig var ferðinni haldið áfram að bifreiðin R. E. 671 ók ætið fyrst og var lengi vel allmikil fjarlægð milli bifreig. anna. Þegar bifreiðin R. E. 671, sem þá var ekið á ca. 70 km. hraða, að því er bifreiðarstjórinn sjálfur skýrir frá, var komin niður hjá Sandgryfjum á móts við afleggj- arann heim að Hálogalandi, veitti bifreiðarstjórinn því eftirtekt að bifreið kom á móti honum á Múlahæðinni, en það var lögreglubifreiðin R. E. 397. Samtímis veitti bit. reiðarstjóri þessi því eftirtekt, að bifreiðin R. E. 954 var alllangan spöl á eftir og samkv. mælingum þeim, er gerð. ar hafa verið, mun það hafa verið um 3500 m. Bifreiðar. stjórinn á bifreiðinni R. E. 671 hætti nú að gefa benzin og lét bifreiðina renna þannig áfram góðan spöl eftir veg- inum og niður að brúnni á Sogunum eða ea. 460 m. en þá var hún á ca. 45 km. hraða, að því er bifreiðarstjór- inn hefir talið, sté hann á bremsuna til að draga enn meira úr hraðanum, því honum þótti sennilegt af því hvað bifreiðin, sem á móti kom, fór hægt, að hún myndi ætla að fara inn á Grensárveginn, en þegar hann sá, að bifreið þessi vék ágætlega til vinstri hliðar og myndaði sig ekki til að taka beyjuna, óku Þeir hvor fram hjá öðrum og hefir bifreiðarstjórinn í bifreiðinni R. E. 671 haldið því fram. að þá hafi hann verið i 25—30 km. hraða, en hin bifreiðin, sem var lögreglubifreið R. E. 397, hati þá ekið á 20 km. hraða eða minna, hvorttveggja miðað við klukkustund. Bifreiðin R. E. 954, sem ók næst á eftir bif- reiðinni R. E. 671, mun hafa verið inn við Sandgryfjur við afleggjarann heim að Hálogalandi, þegar bifreiðin R. E. 671 var komin niður undir brúna á Sogamýrinni eða ca. 460 m. á eftir hinum. Ákærður, sem var bifreiðarstjór- inn á bifreiðinni R. E. 954, mun ekki hafa veitt athygli bifreið Þeirri, sem kom á móti þeim neðan úr bænum, lögreglubifreiðinni R. E. 397, eftir því, sem hann sjálfur hefir skýrt frá, enda þótt vegurinn væri beinn framundan. Ók hann viðstöðulaust niður veginn og eftir að hann var kominn nokkuð niður fyrir Sogabrúna, var hann kominn svo nálægt bifreiðinni R. E. 671, sem þá hafði hægt á sér ?að hann treysti sér ekki til að hægja það á ferðinni, sem með þyrfti til að forðast árekstur og beygði hann því yfir á veginn og ætlaði fram úr bifreiðinni R. E. 671, tók hann, að því er hann hefir sjálfur skýrt frá, þá fyrst eftir pir- 623 reiðinni R. E. 397, sem kom á móti honum á vinstri veg- kanti, en þar sem ekki tókst að stöðva nægilega snemma, varð árekstur út á vegbrún hægra megin við bifreiðina R. E. 954 og er talið að við það hafi bifreiðin R. E. 397 kastast aftur á bak og út af veginum, en Þifreiðin R. E. 954 kastast áfram og fallið á hægri hliðina út af vegbrún- inni. Í lögreglubifreiðinni R. E. 397 var aðeins einn mað- ur, Guðbjörn Hansson, lögregluþjónn, og meiddist hann talsvert, sérstaklega á fæti, en í bifreiðinni R. E. 954 voru auk ákærða, Þifreiðarstjórans, sem handleggsbrotnaði, þrír farþegar, tveir karlmenn og ein stúlka, meiddust karlmennirnir lítið eitt en stúlkan, sem hrökk út úr bif- reiðinni og lenti undir henni er hún féll á hliðina, hlaut alvarleg meiðsl. Ákærður hefir neitað því, að hann hafi verið undir á- hrifum áfengis í þetta sinn, enda hefir það ekki sannazt á hann í málinu, hinsvegar hefir hann viðurkennt það, sem og kemur heim við framburð eins vitnis, að hann hafi haft með sér eina flösku af portvini, er hann kom í bifreiðina R. E. 954 og neytt innihaldsins eftir að hann tók við stjórn bifreiðarinnar ásamt farþegum þeim, er í bif- reiðinni voru, en þeir voru 6 að tölu. Með þessu framferði verður að telja, að ákærður hafi gerzt brotlegur við 20. gr. áfengislaga, nr. 64, frá 19. maí 1930 svo og 5. gr. 3. lið bifreiðarlaga nr. 70, frá 8. sept- ember 1931. Þá hefir ákærður og haldið því fram, að hann muni ekki hafa ekið hraðara en 70 km. miðað við klukkustund frá þeim stað, er sýndur er næstur Elliðaánum á teikn- ingunni í réttarskjali nr. 10 í prófunum, þar til árekstur- inn varð, en hinsvegar fullyrðir hann það, að er árekst- urinn skeði hafi hann ekki verið á meira en 25—-30 km. hraða miðað við klukkustund. Hefir hann jafnframt við- urkennt það, að áreksturinn hafi stafað að því, að hann hafi ekki tekið nægilega vel eftir veginum framundan sér og því ekki séð lögreglubifreiðina R. E. 397, er hún ók inn veginn, en til þess að forðast það, að aka aftan á bif- reiðina R. E. 671, sem mikið hafði hægt á sér, hafi hann beygt til hægri yfir veginn og í því séð bifreiðina R. E. 397, sem kom á móti honum, en þá hafi bilið verið orðið svo stutt á milli, að ekki hafi verið hægt að forðast árekst- 624 ur og hafi hann orðið út á hægri vegbrún við bifreiðina R. E. 954. Af rannsókninni verður ekki annað séð, en að bifreið- arstjórinn á lögreglubifreiðinni R. E. 397, hafi ekið mjög gætilega og vel út á vegbrún vinstra megin og yfirleitt fullnægt þeim reglum, sem krafizt er við bifreiðaakstur. Sömuleiðis verður að telja, að bifreiðarstjórinn á bifreið. inni R. E. 671 hafi ekki á nokkurn hátt átt sök á slysinu, því þótt hann hægði á ferðinni niður í 25—-30 km. hraða miðað við klukkustund án þess að gefa hljóðmerki, þá verður það með öllu að teljast vitalaust. Ákærður hefir með framferði sínu eins og því að of- an er lýst, gerzt brotlegur við 6. gr. 2. lið, 7. gr. 1. lið, svo og 15 gr. bifreiðalaga nr. 70, frá 8. september 1931. Hinsvegar verður ekki talið nægilega sannað, að á- kærður hafi með tilliti til læknisvottorðsins á réttarskj. nr. 5, sem lagt var fram í málinu, gerzt brotlegur við 18. kap. alm. hegningarlaga og ber því að sýkna hann af á- kæru réttvísinnar í máli þessu. Refsing ákærðs þykir samkv. 20. gr. fyrrgreindra á- fengislaga 5. gr. 4. lið og 14. gr. áðurgreindra bifreiðarlaga hæfilega ákveðin missir ökuskirteinis í 6 mánuði frá upp- kvaðningu dóms þessa að telja, svo og 150 kr. sekt, er greiðist í ríkissjóð. Verði sektin ekki greidd innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa komi i stað sektarinnar 10 daga einfalt fangelsi. Þá greiði kærður og allan af máli þessu löglega leiddan og leiðandi kostnað þar á meðal málsvarn- arlaun til skipaðs verjanda Magnúsar Thorlacius, cand. jur., er ákveðst 30 krónur. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið, 625 Miðvikudaginn 28. febr. 1934. Nr. 9/1934. Valdstjórnin (Th. B. Líndal) gegn Hjálmtý Guðvarðssyni, Ólafi Kjart- ani Ólafssyni og Jóni Straumfjörð Ólafssvni (Garðar Þorsteinsson). Áfengislagabrot. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 9. dez. 1933: Kærð. ur, Hjálmtýr Guðvarðsson, sæti 10 daga fangelsi við venju- legt fangaviðurværi og greiði 1000 króna sekt til ríkissjóðs innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa, ella sæti hann í hennar stað einföldu fangelsi í 48 daga. Hann greiði og 600 króna aukagjald í ríkissjóð innan sama tíma. Kærður. Ólafur Kjartan Ólafsson, greiði 400 króna sekt til ríkissjóðs innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa, ella sæti hann í hennar stað einföldu fangelsi í 20 daga. Kærður, Jón Straumfjörð Ólafsson, greiði 400 króna sekt til ríkissjóðs innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa, en ella sæti hann í hennar stað 20 daga einföldu fangelsi. Kærðu greiði in solidum allan kostnað sakarinnar. Hið ólöglega áfengi skal upptækt og eign ríkissjóðs. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Eins og fram er tekið í hinum áfrýjaða dómi, hefir kærði, Hjálmtýr Guðvarðsson, eigi gert senni- lega grein fyrir þvi, hvernig áfengi það, er ræðir um í málinu, hafi verið komið í vörzlur hans, og hann hefir játað, að hann hafi ætlað að selja það. Samkv. 2. málsgr. 13. gr. áfengislaganna ber að beita 27. gr. sbr. 1. gr. þeirra 1. um þetta brot hans og þykir refsing hans hæfilega ákveðin í hinum á- frýjaða dómi 10 daga fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi, og 1000 kr. sekt til ríkissjóðs, er afplán- 626 ist með 40 daga einföldu fangelsi verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. En með því að ætla verður samkvæmt prófum máls- ins, að áfengi það, er hér um ræðir, hafi eigi verið innflutt, heldur bruggað hér á landi, brestur heim- ild til að dæma kærða til geiðslu aukasektar þeirr- ar, 40 kr. á hvern liter áfengisins, er ræðir um í 27. gr. áfengislaganna. Um kærðu, Ólaf Kjartan Ólafsson og Jón Straum- fjörð Ólafsson, ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm, þó þannig, að vararefsingin verði 25 daga einfalt fangelsi og að greiðslufrestur sektanna reiknist frá lögbirtingu dóms þessa. Kærðu greiði einn fyrir alla og allir fyrir einn allan kostnað málsins í héraði og í hæstarétti, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, 80 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Kærði, Hjálmtýr Guðvarðsson, sæti 10 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, og greiði 1000 kr. sekt í ríkissjóð innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa, ella sæti hann í hennar stað einföldu fangelsi í 40 daga. Kærði, Ólafur Kjartan Ólafsson, greiði 400 króna sekt í ríkissjóð innan 4 vikna frá lög- birtingu dóms þessa, ella sæti hann í hennar stað einföldu fangelsi í 25 daga. Kærði, Jón Straumfjörð Ólafsson, greiði 400 króna sekt í ríkissjóð innan 4 vikna frá lög- birtingu dóms þessa, ella sæti hann í hennar stað einföldu fangelsi í 25 daga. 627 Kærðu greiði, einn fyrir alla og allir fyrir einn, allan kostnað sakarinnar í héraði og í hæstarétti, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, málflutn- ingsmannanna Theodórs B. Líndal og Garð- ars Þorsteinssonar, 80 kr. til hvors. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn þeim Ólafi Kjartan Ólafssyni og Jóni Straumfjörð Ólafs- syni, báðum til heimilis í Bjarnaborg hér í bæ og Hjálmty Guðvarðssyni til heimilis á Frakkastig 13 hér í bæ fyrir brot gegn áfengislögum nr. 64, 1930 og eru málavextir þeir, er hér greinir. Aðfaranótt 28. október s. 1. var hringt á lögreglustöð- ina frá gistihúsi einu hér í bænum og tilkynnt, að þar hefði maður tekið herbergi á leigu þá fyrir lítilli stundu og haft með sér farangur, sem grunur væri á, að væri ó- löglegt áfengi. Lögreglan brá þegar við og þegar hún kom á staðinn hitti hún þar kærðu í máli þessu og fann hjá þeim 40 hálfflöskur af heimabrugguðu áfengi. Kærður, Hjálmtýr, hefir játað, að vera eigandi að á- fengi þessu. Gerir hann svofellda grein fyrir þvi, að hann hafi keypt það af manni, sem hann ekki þekkti, en haldi að sé austan úr Þingvallasveit. Kveðst hann hafa hitt mann Þenna á Lækjartorgi og hafi hann þá vikið sér að sér og boðið sér heimabruggað áfengi til kaups og hafi hann síðar að kvöldi afhent sér það niður við höfn og kom með það þangað á bifreið en númer hennar eða önnur einkenni getur kærði ekki tilgreint. Áfengið kveðst hann hafa ætlað að selja. Á Vesturgötu 24 hafði kærður herbergi á leigu og flutti hann áfengið þangað. Nú bar svo við, að hann var tekinn af lögreglunni fyrir olöglega vörzlu áfengis, og þegar kærð- ur, Ólafur Kjartan, fréttir það hugði hann að þar mundi 628 verða gerð húsleit og fer því þangað ásamt öðrum manni og flytja þeir áfengið á brott. Gerði hann þetta í greiða- skyni við kærðan, Hjálmtý, og vildi með því forða áfeng- inu frá að lenda í höndum lögreglunnar. Var áfengið sið. an geymt heima hjá kærðum, Ólafi, og bróður hans, kærðum Jóni Straumfjörð. Þegar kærðum, Hjálmtý, var sleppt, fékk hann sér þegar í stað leigt herbergi á áðurnefndu gistihúsi og flutti þegar áfengið þangað með aðstoð meðkærðu, Ólafs og Jóns. Sýnishorn af áfenginu hafa verið rannsökuð af efna- rannsóknarstofu ríkisins og reyndist alkoholinnihald þess að vera 63,9% og 63,2% að rúmmáli. Kærður, Hjálmtýr Guðvarðsson, hefir með dómi hæstaréttar 13. nóv. 1931 verið dæmdur í skilorðsbundið 6 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi fyrir brot gegn 6. og 7. gr. laga nr. 51, 1928, sr. 231. gr. almennra hegningarlaga frá 1869. Hann hefir og hinn 27. október þ. á. í lögreglurétti Reykjavíkur undirgengizt, að greiða 200 króna sekt til ríkissjóðs fyrir brot gegn áfengislögun- um. Kærður, Ólafur Kjartan Ólafsson. hefir hinn 13. deg. 1927 sætt ákæru fyrir hlutdeild í innbrotsþjófnaði. Hann hefir og með dómi lögregluréttar Reykjavíkur 18. nóv. þ. á. verið dæmdur í 500 króna sekt til ríkissjóðs fyrir brot á 6. gr. sbr. 20. gr. og 11. gr. sbr. 32. gr. áfengislaga nr. 64, 1930. “ Kærður, Jón Straumfjörð Ólafsson, hefir á árunum 1922—1923 fjórum sinnum sætt ákæru fyrir þjófnað. Með því að kærður, Hjálmtýr, þykir ekki hafa gert sennilega grein fyrir áfengi þessu, ber að heimfæra hrot hans undir 13. gr. sbr. 1. gr. og 27. gr. 1. tll. áfengislaga nr. 64, 1930. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin 10 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og 1000 króna sekt til ríkissjóðs og komi 48 daga einfalt fangelsi í stað sekt- arinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirt- ingu dóms þessa Þá greiði hann og innan sama tíma kr. 600,00 aukagjald í ríkissjóð. Brot þeirra Jóns og Ólafs varðar við 42. gr. sömu laga, þykir refsing þeirra hvors um sig hæfilega ákveðin 400 króna sekt til ríkissjóðs er greiðist innan 4 vikna frá lög- 629 birtingu dóms þessa, en ella komi í stað hvorrar sektar 20 daga einfalt fangelsi. Kærðu greiði in solidum allan kostnað sakarinnar. Hið ólöglega áfengi sé upptækt og eign ríkissjóðs. Á málinu hefir ekki orðið óþarfur dráttur. Miðvikudaginn 28. febr. 1934. Nr. 116/1933. Guðrún Blöndahl (Th. B. Lindal) gegn Einari Guðmundssyni (Sjálfur)! Krafa um útburð af jörð tekin til greina. Úrskurður fógetaréttar Gullbringn- og Kjósarsýslu 29. ágúst. 1933: Útburðarkrafa gerðarbeiðanda verður eigi tekin til greina. Dómur hæstaréttar. Með afsali sýslumannsins í Gullbringu- og Kjós- arsýslu, dags. 27. nóv. 1931, var Magnúsi Th. Blön- dal kaupmanni lögð út til fullrar eignar og um- ráða hálf jörðin Miðdalur í Mosfellssveit, Austur- hlutinn, sem ófullnægðum veðhafa, samkvæmt tryggingarbréfi útgefnu af þáverandi eiganda jarð- arinnar, fyrv. sýslumanni Einari Benediktssyni 5. mai 1920, þinglesnu 9. júni s. á, en jarðarhálf- Jendu þessa hafði Einar Benediktsson keypt af stefnda í máli þessu, Einari Guðmundssyni, með afsalsbréfi dags. 14. mai 1918, sem hefir búið á jörðinni alla tíð síðan. Eftir lát Magnúsar Th. Blöndahl byggði ekkja hans, Guðrún Blöndahl, sem situr í óskiptu búi eftir mann sinn, stefnda út af jarðarparti þessum til burtflutnings þaðan í far- dögum 1933 og var útbyggingartilkynningin birt 030 stefnda 22. dezbr. 1932. En með því stefndi áleit útbygginguna óheimila, neitaði hann að flytja af jörðinni, og krafðist þá frú Guðrún þess með bréfi dags. 6. júní f. á., að stefndi væri borinn út af jörðinni, og eftir að málið hafði verið sótt og var- ið fyrir fógetarétti Gullbringu- og Kjósarsýslu neitaði fógetinn með úrskurði uppkveðnum 29. ágúst f. á. að taka útburðarkröfuna til greina. Þessum úrskurði hefir áfrýjandi skotið til hæsta- réttar með stefnu dags. 24. okt. f. á. og krefst þess, að fógetaréttarúrskurðurinn verði felldur úr gildi og lagt verði fyrir fógetann að framkvæma hina um- beðnu útburðargerð og að stefndi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar í hæstarétti. Stefndi krefst þess hinsvegar, að úrskurðurinn verði staðfestur og áfrýjandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar í hæstarétti eftir mati réttarins. Stefndi heldur því fram, að þegar hann seldi Einari Benediktssyni jarðarhálflendu þá er hér um ræðir, hafi verið svo um samið, að hann hefði jörðina áfram til ábúðar eftirgjaldslaust, enda hafi hann aldrei greitt Einari neitt eftirgjald eftir jörðina né verið um það krafinn, þess utan hafi hann ekkert byggingarbréf fengið og hafi hann af öllu þessu Htið svo á, að hann hefði lifstíðarábúð á jörðinni eftirgjaldslaust, en eftir að honum hafi verið birt útbvggingin hafi hann boðið fram að greiða 60 álnir á landsvísu í landsskuld eftir jörð- ina, en um leigu hafi eigi verið að ræða, því kú- gildi hafi engin fylst henni, en þetta hafi verið hin forna landsskuld eftir jarðarhálflenduna. Áfrýjandi byggir hinsvegar kröfu sína um að stefndi sé skyldur til að víkja af jörðinni aðallega á yfirlýsingu stefnda til eiganda jarðarinnar, Ein- 631 ars Benediktssonar, dags. 24. maí 1921, þinglesnu 24. júni 1925, en í yfirlýsingu þessari, lýsir stefndi því yfir, að svo hafi samizt um með Einari Bene- diktssyni og sér, þá er hann keypti nefnda jarð- arhálflendu, að kaupanda væri heimil notkun og ábúðarréttur á jörðinni, austurpartinum, fyrir sjálfan sig eða aðra, sem hann tilvísar. Heldur á- frýjandi því fram, að þar sem Magnús Th. Blön- dahl hafi með tryggingarbréfinu 5. maí 1920 verið veðsett nefnd jarðarhálflenda með öllum sömu réttindum og Einar Benediktsson átti hana hafi Magnús Blöndahl eftir að honum var útlögð jörð- in sem ófullnægðum veðhafa, öðlast sama rétt og eigandinn hafði til að taka jörðina til eigin notk- unar eða ábúðar, og hafi hann því eða nú ekkja hans haft ótvíræða heimild til að byggja stefnda út af jörðinni með venjulegum fyrirvara. Umrædd yfirlýsing stefnda verður ekki skilin á annan veg en þann, að stefndi hafi með henni skuldbundið sig til þess, gagnvart þáverandi eig- anda jarðarhálflendunnar, að vikja af jörðinni hvenær sem þess væri krafizt, og þar sem enn- fremur verður að líta svo á, að Magnús Th. Blön- dahl hafi með nefndu tryggingarbréfi öðlast veð- rétt í jörðinni með öllum sömu réttindum og veð- salinn, Einar Benediktsson, átti hana, þar sem jarðarhálflendan, er veðsett með öllum réttindum sem henni tilheyra og jörðin svo sem áður er sagt, var honum útlögð sem ófullnægðum veðhafa, þá hafði hann og síðar ekkja hans rétt til þess að byggja stefnda út af jörðinni. Þessum rétti hefir Magnús Th. Blöndahl eða nú ekkja hans eigi glat- að þótt Magnús notaði hann eigi á fyrsta ári eftir að honum var útlögð jörðin. 632 Stefnda var því skylt að vikja af jörðinni sam- kvæmt útbvggingunni. Ber þvi þegar af þessari á- stæðu að fella hinn áfrýjaða fógetaréttarúrskurð úr gildi og skylda fógetann til þess að framkvæma hina umbeðnu útburðargerð. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda málskostnað í hæstarétti, sem ákveðst 200 kr. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði fógetaréttarúrskurður er úr gildi felldur og ber fógetanum að framkvæma hina umbeðnu útburðargerð. Stefndi, Einar Guðmundsson, greiði áfrýj- anda, frú Guðrúnu Blöndahl, 200 kr. í máls- kostnað í hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Með bréfi dags. 6. júni þ. á. hefir hrm. Th. Líndal í Reykjavík, f. h. gerðarbeiðanda Guðrúnar Blöndahl, ekkjufrúar Magnúsar Th. Blöndahl í Reykjavík, er með uppboðs og útlagningarbréfi, dags. 27. nóvbr. 1931, varð eigandi hálflendu jarðarinnar Miðdals í Mosfellshreppi í Kjósarsýslu (austurhlutans) þá þinglesin eign fyrv. sýslu- manns Einars Benediktssonar, krafizt þess, að ábúandi jarðarhelmings þessa, Einar Guðmundsson, Miðdal, verði borinn út af jarðarhluta þessum, þar hann eigi fengizt til að fara þaðan með góðu, en úrburðarkrafa þessi styðst við þar með fylgjandi útbyggingarskjal ódagsett, en birt ábúanda af stefnuvottum 22. dezbr. 1932, þess innihalds. að með því að ábúandinn hafi fyrirgert ábúðarrétti sín- um með því að greiða ekki eftirgjald neitt eftir jörðina, að vanhirða jörðina sjálfa sem og hús þau, er henni til- heyra, að selja og leigja án leyfis landeiganda slægjur, er jörðinni tilheyra, þá sé ábúanda sagt upp ábúð á fyr- 633 greindum jarðarhluta frá fardögum 1933 að telja, ella verði leitað aðstoðar fógeta til þess að bera ábúanda út af jörðinni eins og lög standi til. Ábúandinn, eða gerðarþoli, kveðst hafa búið á jarðeign þessari, eða umræddum jarðarhluta í 15 ár, án afgjalds- greiðslu og mótmælir útbyggingunni, þar sem hann hafi lifstiðarábúð á jörðinni, án nokkurra samninga eða kvaða um eftirgjald og eftir að hann seldi jörðina 14. maí 1918 hafi orðið þrenn eigendaskipti að eign þessari og hafi tveir fyrstu eigendur viðurkennt lífstiðarábúðarrétt sinn. Eigandinn Magnús Th. S. Blöndahl, er fengið hafi eign- ina útlagða seint á árinu 1931 og kunnugt hafi verið öllu eigninni viðkomandi, hafi engar tilraunir gert til að tryggja sér, að breyta ábúðarrétti jarðarinnar þá fyrir næstu jól þar á eftir. Gerðarþoli mótmælir eindregið, að hann hafi selt hey af jörðinni og heldur því fram, að hann sjálfur hafi keypt hey og fóðurbætir um langan tíma, og ræktun sé í góðu lagi og jarðarhúsin segir hann að verið hafi léleg fyrir 15 árum og flest þá fallin, enda og jörðin verið seld mest vegna þess, og loks segir hann, að engin kúgildi hafi fylgt jörðinni, en landsskuld muni hafa verið að fornu 120 ál. á landsvísu og sé það hið eina gjald sem komið geti til greina, að honum bæri að greiða, ef lög standi til, en þar sem núverandi eiganda jarðar- innar eða gerðarbeiðanda, eigi geti borið neitt gjald af Jörðinni, nema þá fyrir fardagaárið 1932 til 1933, og að- eins sé um landsskuldargjald að ræða, sem eigi falli í gjalddaga fyrr en 6 mánuðum eftir fardaga, sé eigi enn- þá ástæða til að byggja honum út af jörðinni, þótt um skyldu hans til landsskuldargreiðslu væri að ræða. Af þessum ástæðum mótmælir gerðarþoli réttmæti út- byggingarinnar og að útburður á honum af jörðinni fari fram, og krefst málskostnaðar. Gerðarbeiðandi eða umbj. hans, sem undir rekstri máls þessa eigi hefir að neinu leyti hnekkt mótmælum gerðarþola gegn því að hann hafi selt hey af jörðinni eða setið hana illa að öðru leyti, hvorki að því er ræktun hennar eða viðhald jarðarhúsa snertir, telur að veðhafanum Magnúsi Th. Blöndahl skv. veðskuldarbréfi dags. 5. mai 1920, hafi verið veðsettur allur sá réttur, er veðsalinn Einar Benediktsson fyrv. sýslumaður hafi átt yfir umræddum jarðarhluta, en m. a. 654 sá réttur, er hann hafði til ábúðar þar samkv. afsalinu, og með framlagðri þinglesinni yfirlýsingu gerðarþola, dags. 24. maí 1921, er haft hafi ábúð á jörðinni frá því og þar til afsal til Einars fór fram 14. maí 1918, hafi hann af- salað ábúðarrétti sínum til hans og þann ábúðarrétt hafi Magnús Th. S. Blöndahl fengið með fyrgreindu útlagn- ingarbréfi 27. nóvbr. 1931, og geti því eigi verið um lifs- tíðarábúð til handa gerðarþola úr því að ræða og telur gerðarbeiðandi að fyrgreinda yfirlýsingu beri að skoða jafngilda byggingarbréfi, og að réttur gerðarþola sé tak- markaður af henni, og enda þótt Einar Benediktsson eigi hafi notfært sér ábúðarréttinn, hafi hann verið eigandi hans, og getað hvenær sem væri tekið ábúðina handa sjálfum sér, eða þeim er hann til vísaði, en sama rétt hafi og Magnús Blöndahl fengið með útlagningunni, þannig að hann hvenær sem væri, gæti byggt gerðarþola út af jörðinni, og þá einnig gerðarbeiðandi, en afgjaldslausa lifstíðarábúð telur gerðarbeiðandi fjarstæðu eina vera, og kveðst hann þrátt fyrir ákvæði ábúðarlaganna, 3. gr.. verða eindregið að halda því fram, að leiguliði, sem enga landskuld segist eiga að greiða, verði að sanna svo ó- venjulegan rétt sinn á þann hátt að öruggt sé — og þá eigi hvað síst, ef um lifstíðarábúð væri að ræða. Gerðarþoli mótmælir skilningi gerðarbeiðanda á oft- greindri yfirlýsingu hans um ábúðarrétt til Einars Bene- diktssonar, þannig að hana beri að skilja sem einskonar byggingarbréf, eða takmörkun á lifstiðarábúðarrétti hans, og notkun sú, er þar um getur, hafi verið aðgangur að veiði fyrir hann sjálfan og fólk hans, einnig umferð við rannsóknir sem fram hafi farið á jörðinni á því tímabili, svo og ábúðarréttur, ef þörf gerðist fyrir hann sjálfan eða aðra, en sú þörf hafi eigi komið til greina, og hefði svo verið, þá hafi það þurft að gerast með nýjum samningi. Einnir mótmælir gerðaþoli þeim skilningi gerðarbeið- anda á yfirlýsingu þessari, að kaupandi jarðarinnar hafi öðlazt nokkurn ábúðarrétt með henni, þar sem Einar hafi, vegna vanskila verið búinn að tapa öllum sínum rétti sam- kvæmt yfirlýsingu þessari. Með því að ástæður þær þrjár, er að framan greinir, fyrir útbyggingu gerðarþola af jörðinni, virðast eiga jafnt við hvort um lífstíðarábúð er að ræða eða eigi, hvar af, 635 samkvæmt framansögðu aðeins vangreiðsla á eftirgjaldi af jörðinni getur komið til greina, eða á landsskuldar upp- hæð þeirri 120 ál. á landsvisu, sem gerðarþoli hefir til- greint, og þá með hliðsjón af ákvæðum niðurlags 3. grein- ar ábúðarlaganna frá 1884 og landsskuld þessi aðeins virðist eiga að miðast við fardagaárið 1932— 1933, þegar um núverandi eiganda jarðarinnar er að ræða, eru eigi ennþá samv. 24. grein þeirra laga, þau vanskil fyrir hendi af hálfu ábúanda eða gerðarþola á landsskuldinni, er varði hann útbyggingu, og er því hérmeð úrskurðað. Miðvikudaginn 28. febr. 1934. Nr. 129/1933. Ólöf Ingvarsdóttir gegn bæjargjaldkeranum í Reykjavík, f. h. bæjarsjóðs. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Ólöf Ingvarsdóttir, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hún af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Föstudaginn 2. marz 1934. Nr. 139/1933. Réttvísin (Garðar Þorsteinsson) gegn Ásmundi Bjarna Helgasyni (Stefán Jóh. Stefánsson). Vixilfölsun. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 31. okt. 1983: Ákærður, Ásmundur Bjarni Helgason, sæti betrunarhússvinnu í eitt ár og greiði allan kostnað sakarinnar. Hann greiði og 636 Valtý Blöndal, f. h. Landsbanka Íslands, upphæð hins fals- aða vixils, kr. 600, með 6% ársvöxtum frá 15. júní s. 1. til greiðsludags, kr. 8,50 í afsagnarkostnað og % víxilupphæð- arinnar í þóknun innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Héraðsdómarinn hefir réttilega heimfært afbrot ákærða undir 271 gr. hinna almennu hegningarlaga og má fallast á, að hann hefir ákveðið refsinguna betrunarhússvinnu í eitt ár, en með tilliti til þess að ákærði, sem er 30 ára að aldri, hefir eigi áður sætt ákæru eða refsingu fyrir neitt lagabrot og að hann hefir hreinskilningslega og tregðulaust játað brot sitt og samþykkt að bæta tjón það, er af því hlauzt, þá þykir samkv. 1. nr. 39, 7. nóv. 1907, sbr. 1. nr. 51, 7. maí 1928, 4. gr. mega ákveða, að fullnustu refsing- arinnar skuli fresta og hún falla niður að liðnum finnum árum frá uppsögn dóms þessa, nema ákærði innan þess tíma sæti ákæru í opinberu máli fyrir glæp drýgðan af ásettu ráði og sé Í því máli dæmd- ur til þyngri refsingar en sekta. Ákvæði undirréttardómsins um endurgreiðslu til Landsbanka Íslands og um málskostnað í héraði staðfestast og ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin laun sækjanda og verj- anda í hæstarétti, 50 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Ásmundur Bjarni Helgason, sæti betrunarhússvinnu í eitt ár, en fullnustu refs- ingarinnar skal frestað og hún falla niður eftir 5 ár frá uppsögn dóms þessa, ef fullnægt verð- ur skilyrðum 1. nr. 39, 7. nóv. 1907. 637 Ákærði greiði Landsbanka Íslands 600 kr. með 6% vöxtum frá 15. júni 1933 til greiðslu- dags og ennfremur sem þóknun % af 600 kr. og afsagnarkostnað kr. 8,30. Svo greiði hann og allan kostnað sakarinn- ar fyrir undirrétti og hæstarétti, þar með tal- in laun sækjanda og verjanda í hæstarétti, málflutningsmannanna (Garðars Þorsteinsson- ar og Stefáns Jóh. Stefánssonar, 50 kr. til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af réttvísinnar hálfu höfðað gegn Ás- mundi Bjarna Helgasyni, Njálsgötu 83, fyrir brot gegn á- kvæðum 27. kap. hinna almennu hegningarlaga frá 25. júni 1869 og lögum nr. 51, 1928 um nokkrar breytingar til bráðabirgða á hegningarlöggjöfinni og viðauka við hana. Málavextir eru þeir er hér segir, sannaðir með eigin játningu ákærða sem kemur heim við það sem á annan hátt er upplýst í málinu. Hinn 23. dezember 1932 seldi ákærður í Landsbanka Íslands víxil, að upphæð 600 krónur. Var víxill þessi út- gefinn 15. dezember 1932 með gjalddaga 15. júní 1933, samþykktur af ákærðum sjálfum en útgefinn af Kristjáni Kristjánssyni, Sólvallagötu 13 en ábektur af Þórði Magn- ússyni, Nönnugötu 1 8B. Víxillinn var afsagður sakir greiðslufalls hinn 17. júní 1933 og er bankinn átti tal við á- byrgðarmennina neituðu þeir báðir að hafa skrifað nöfn sin á víxilinn. Landsbanki Íslands kærði út af þessu með bréfi dags. 29. september s. 1. Fyrir rétti játaði ákærði viðstöðulaust að hafa falsað nöfn beggja ábyrgðarmannanna á vixli þessum. Menn þessir hafa og báðir neitað undirskrift sinni fyrir rétti og ekki verður séð að ákærður hafi reynt til þess að stæla rithandir þeirra. 638 Þá gerði ákærður tilraun til þess í maímánuði í vor að selja víxil í Útvegsbanka Íslands H/F dagsettan 5. maí með gjalddaga 5. nóvember 1933. að upphæð 500 krón- ur. Víxill þessi var samþykktur af ákærðum, útgefandi var Þórður Magnússon, Nönnugötu Í B, og ábekingar Jón Helgason, Eyri Skötufirði og Steingrímur Magnússon, Ránargötu 46. Vixil þennan tókst ákærðum ekki að selja, með því að bankastjórn Útvegsbankans kallaði á Stein- grím Magnússon, Ránargötu 46 í bankann og neitaði hann að hafa gerst ábyrgðarmaður á víxli þessum. Fyrir réttinum viðurkenndi ákærður samstundis að hafa falsað nöfn allra ábyrgðarmannanna á víxli þess- um. Þeir Þórður Magnússon og Steingrímur Magnússon hafa og báðir fyrir rétti neitað að hafa skrifað sem á- byrgðarmenn á víxilinn og ekki verður séð að ákærður hafi gert tilraun til að stæla rithandir þeirra, þriðja nafn- ið á víxli þessum er nafn bróður ákærða, sem búsettur er fyrir vestan, á Eyri í Skötufirði. Ákærður kveðst hafa leiðst út í þetta víxilfals sakir féleysis. Kveður það hafa verið meiningu sína að greiða vixilinn í Landsbanka Íslands áður en hann félli eða nokkurt tjón yrði að, og til þess að geta staðið í skilum með vixilinn í Landsbankanum kveðst hann hafa gert til- raun til að selja víxilinn í Útvegsbankanum. Ákærður er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 30. nóvember 1903. Honum hefir ekki verið refsað áður. Framantalið brot hans ber að áliti dómarans að heim- færa undir 271. grein hinna almennu hegningarlaga og þykir refsing sú sem hann hefir tilunnið hæfilega ákveð- in eins árs betrunarhússvinna. Þess hefir verið krafizt fyrir hönd Landsbanka Íslands að ákærður verði dæmdur til að greiða bankanum víxil- upphæðina kr. 600, með 6% ársvöxtum frá 15. júni til greiðsludags, kr. 8,50 í afsagnarkostnað og 14% upphæð. arinnar í þóknun. Ákærður hefir samþykkt kröfu Þessa og verður hún tekin til greina að öllu leyti. Loks greiði ákærður allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. 639 Miðvikudaginn 7. marz 1934. Nr. 156/1933. Fjármálaráðherra, f. h. ríkissjóðs (Pétur Magnússon) segn Lárusi Jónssyni (Stefán Jóh. Stefánsson). Frávikning úr stöðu án bóta talin réttmæt. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 14. sept. 1933: Stefnd- ur, fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs, greiði stefn- andanum, Lárusi Jónssyni lækni, laun úr ríkissjóði frá 1. jan. 1933 að telja til 26. nóv. 1934 miðað við 5000 króna árslaun, auk dýrtíðaruppbótar af launum þessum eins og hún verður ákveðin fyrir þennan tíma, uppbót kr. 300,00 á mánuði fyrir húsnæði ljós og hita fyrir tímabilið frá 9. der. 1932 til 26. nóv. 1934, ásamt 5% ársvöxtum af allri hinni tildæmdu upphæð frá 17. jan. 1933 til greiðsludags. Málskostnaður falli niður. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lög- birtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Fjármálaráðherra hefir f. h. ríkissjóðs skotið máli þessu til hæstaréttar og krefst hann þess að- allega, að ríkissjóður verði sýknaður af skaða- bótakröfu stefnda, Lárusar Jónssonar fyrver- andi yfirlæknis á Nýja-Kleppi, en til vara að ckaðabæturnar verði færðar niður og að stefndi verði dæmdur til að greiða málskostnað í báðum réttum. Stefndi krefst þess hinsvegar að hinn á- frýjaði dómur verði staðfestur og áfrýjandi dæmd- ur til að greiða málskostnað í hæstarétti. Í hinum áfrýjaða bæjarþingsdómi er það rétti- lega tekið fram, að ráðherra geti eigi, svo gilt sé, ráðið starfsmenn í þjónustu ríkisins með þeim kjörum, að starfsmennirnir, þótt þeim sé vikið frá 640 starfi sínu fyrir réttmætar orsakir, eigi eftir sem áður rétt til launagreiðslu úr ríkissjóði, og velta þvi úrslit máls þessa eingöngu á því, hvort sannað sé að stefndi hafi brotið svo af sér í stöðu sinni með óreglu, og þá sérstaklega drykkjuskaparóreglu, að heimilt hafi verið fyrir ríkisstjórnina, til að víkja honum úr stöðunni fyrirvaralaust og svifta hann launum frá brottrekstrardegi, svo sem gert var hinn 8. dez. 1932. Svo sem fram er tekið í hinum áfrýjaða dómi var hæstaréttarmálflutningsmanni Garðari Þor- steinssyni með konunglegri umboðsskrá útgefinni 22. dez. 1932 falið að rannsaka starf stefnda sem vfirlæknis á Nýja-Kleppi. Við rannsókn þessa hef- ir það komið fram, að í nóvbr. mán. 1931 hafa hjúkrunarkonur spitalans kært til landlæknis yfir drykkjuskap stefnda, og hafa mörg vitni er leidd hafa verið við rannsóknina, borið það, að stefndi hafi þá verið mjög drykkfeldur og hafi þess gætt í starfi hans allt þar til umrædd kæra var send. Stefndi hefir og viðurkennt að hafa á þessu tíma- bili nokkrum sinnum komið til sjúklinga undir á- hrifum vins bæði við stofugang og á öðrum tíma sólarhringsins. Kæra þessi leiddi til þess, að land- læknir ritaði þáverandi dómsmálaráðherra bréf hinn 16. nóv. 1931 og lagði til að stefndi væri leysi- ur frá starfi sínu, en í stað þess að taka tillögu landlæknis til greina framlengdi sami ráðherra, með bréfi, dags. 26. mai 1932, ráðningu stefnda um 2 ár. — Þá er það og sannað um drykkjuskap stefnda á þessu tímabili, að hann siðari hluta vetr- ar 1931 hafi að því er ætla verður í algerðu ölæði skotið úr byssu út um glugga í læknisbústaðnum á Nýja-Kleppi og yfirleitt farið svo ógætilega með 641 byssuna hlaðna, að tveir menn, er staddir voru inni hjá honum, fundu ástæðu til að taka byssuna af honum með valdi. Til upplýsingar um drykkjuskaparóreglu stefnda meðal annars, eftir 26. mai 1932, hefir allt hjúkr- unarfólk og starfsfólk á spítalanum verið yfir- heyrt fyrir rétti. Hefir ein hjúkrunarkona, Una Sigtryggsdóttir, borið, að hún hafi nokkrum sinn- um á árinu 1932 séð stefnda undir áhrifum víns í spítalanum, bæði á stofugangi og utan stofugangs- tíma, að hún hafi heyrt sagt, að stefndi hafi auk þess komið drukkinn á spitalann og verið inni hjá starfsfólkinu í því, ástandi, að hann hafi verið fluttur drukkinn heim til sin og komið hafi fyrir dagar og dagar, er stefndi kom eigi í spítalann. Vitnið Nickils Nicolaisen, sem verið hefir hjúkr- tunarmaður á spítalanum frá því í nóv. 1930, ber það, að hann hafi séð stefnda drukkinn á spítalan- um alltaf annað slagið og kveðst ekki hafa séð neina breytingu til batnaðar á framkomu læknis- ins eftir að kæran var send í nóv. 1931. Tekur hann það sérstaklega fram, að í eitt skipti hafi hann orð- ið að hringja til læknisins að nóttu vegna óróleika eins sjúklings og hafi læknirinn þá komið og hafi verið ölvaður. Vitnið kveðst hafa heyrt, að læknir- inn væri stundum dukkinn inni hjá starfsfólkinu og bætir því við, að oft hafi verið hávaðasamt hjá starfsfólkinu eftir háttatíma sjúklinganna, oft fram {il kl. 2 að nóttu, og telur vitnið, að stjórnleysi og agaleysi hafi viðgengizt á spítalanum úr hófi fram. Vitnið Baldvina Halldórsdóttir, sem vann sem deildarstúlka á annari deild frá 1. okt. 1931 til 1. okt. 1932, ber það, að hún hafi alltaf annað slagið séð læknirinn undir áhrifum víns á spítalanum og 642 nefnir sem dæmi um óreglu læknisins, að eitt sinn sumarið 1932 hafi hún verið beðin að gera hreint hjá lækninum, og er hún koim þangað um hádegis- bilið, hafi læknirinn komið drukkinn á móti henni og eigi hleypt henni inn, og hafi læknirinn eigi komið á stofugang næstu 2 daga. Vitnið Jón Kr. Jóhannesson hjúkrunarmaður á annari deild hefir meðal annars borið það, að sum- arið 1932 hafi hann eitt sinn orðið að opna spital- ann fyrir lækninum um kl. 11 að kvöldi, og hafi hann þá verið drukkinn. Vitnið minnist þess þó eigi, að hafa séð læknirinn þetta ár drukkinn á stofugangi, en kveðst oft hafa átt tal við samþjón sinn, Nicolaisen, um óreglu læknisins, sérstaklega þegar þeir hafi séð hann undir áhrifum víns, og vfir höfuð hafi starfsfólkið á spítalanum iðuglega talað um drykkjuskaparóreglu læknisins og verði vitnið að telja hann drykkjumann. Vitnið Kristmann Sturlaugsson, sem var hjúkr- unarmaður á spítalanum frá 2. jan. 1932 til miðs júlí s. á., ber það, að allan þenna tíma hafi hann alltaf annað slagið séð læknirinn koma á stofugang undir áhrifum vins, telur hann framburði vitn- anna, Nicolaisen og Baldvinu Halldórsdóttur rétta um þetta, og segir, að hjúkrunarfólkið hafi oft tal- að um drykkjuskap læknisins. Þetta vitni kveður, að stefndi hafi oft verið fjarverandi frá spítalan- um og hafi þess verið getið til, að Óreglu væri um að kenna. Eitt sinn í febrúar eða marz 1932, kl. 12 að nóttu, hafi vitnið opnað spítalann fyrir læknin- um og hafi hann þá verið svo drukkinn, að hann hafi orðið að styðja sig. Tekur vitnið fram, að svo mikið hafi borið á óreglu læknisins, að það hiki ekki við að telja hann drykkjumann. 643 Vitnið Soffía Ásgeirsdóttir, deildarstúlka á 1. deild ber það, að læknirinn hafi oft verið fjarver- andi og nokkrum sinnum hafi hún séð hann á spit- alanum ósofinn eða í öðru ástandi en vanalegu, hvort sem það hafi stafað af áhrifum víns eða af öðrum ástæðum. Vitnið Stefán Jónsson, ráðsmaður á spitalanum, kveðst eigi hafa séð stefnda drukkinn inni á spítal- anum árið 1932 og ekki heldur geta borið um það af eigin sjón eða reynd, að hann væri drukkinn inni hjá starfsfólkinu, en kveðst þó hafa nokkurt „hug- boð“ um, að slíkt hafi komið fyrir, en tekur fram, að stefndi hafi forðast að koma inn á spítalann, er svo stóð á, að hann væri með víni. Vitnið Elinborg Brynjólfsdóttir, sem verið hefir ráðskona á Nýja-Kleppi frá upphafi, ber að henni hafi verið kunnugt um að stefndi hafi nokkrum sinnum bæði 1931 og 1932 komið á spítalann undir áhrifum vins. Vitnið Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir, sem verið hefir vinnustúlka á spitalanum frá 15. mai 1932, ber það, að hún hafi nokkrum sinnum séð stefnda á spítalanum undir áhrifum vins, meira og minna. Eldhússtúlkurnar, Sigrún Einarsdóttir og Þórunn Aðalheiður Sveinbjarnardóttir, bera og að þær hafi séð læknirinn undir áhrifum víns inni á spítalan- um. Vitnið Sophus Hansen, kvndari við spítalann, ber það, að vitnið hafi oft og iðuglega eftir að kæran var send og allt fram til þess tíma, er lækninum var vikið úr stöðu sinni, séð hann drukkinn bæði innan og utan spítalans, og tekur sérstaklega fram, að nokkru fyrir 8. dez 1932 hafi hann séð stefnda drukkinn á gangi spitalans kl. 6 að morgni. Þá get- 644 ur vitnið þess, að læknirinn hafi iðuglega bæði 1931 og 1932 vakið vitnið um nætur til að opna spitalann fyrir honum, og hafi læknirinn þá oftast eða jafn- vel ætið verið undir áhrifum víns. Vitnið Jón Geir Pétursson, smiður, til heimilis að Gamla-Kleppi, ber, að það hafi oft séð stefnda koma heim úr bænum undir áhrifum víns, meira cg minna, allan timann, er hann var yfirlæknir, og telur að svo mikil brögð hafi verið að þessu, að það hiki ekki við að telja læknirinn drykkjumann. Vitnið Emma Finnbjarnardóttir, hjúkrunarkona, ber það að vísu, að hún hafi eigi persónulega séð læknirinn drukkinn eftir að kæran var send til landlæknis í nóvbr. 1931, en kveðst þó hafa heyrt talsvert talað um drykkjuskap læknisins eftir þetta af öðru starfsfólki og væri sömu skoðunar og það um að hann væri Óreglumaður. Auk þess ber þetta vitni, að æði oft hafi komið fyrir, að lækn- irinn kæmi ekki á spitalann, en því hafi verið kennt um, að hann væri veikur. Þá er það upplýst við rannsóknina að hinn 1. nóv. 1932 kom það slys fyrir, að sjúklingur sló eina hjúkrunarkonu í höfuðið með kústhaus og meiddi hana mikið. Gerðist þetta milli kl. 8—10 að Morgni og reyndist þá ómögulegt að ná í læknirinn hvorki með því að síma til hans eða á annan hátt, og er þó sannað í málinu að læknirinn var heima í þetta skipti, en eftir nokkra töf náðist í annan lækni, er af tilviljun var staddur í spitalanum, og batt hann um sárið. Yfirhjúkrunarkona spitalans, Jórunn Bjarnadótt- ir, ber hinsvegar sem vitni, að hún hafi eigi séð stefnda með vini inni hjá sjúklingum eftir 10. nóv. 1931, en bætir þvi þó við, að komið hafi fyrir, að 645 læknirinn hafi eigi gengið stofugang, og hafi hana þá grunað, að ástæðan væri sú, að hann væri þá með víni, og því eigi komið á spítalann. Steinunn Jóhannesdóttir hjúkrunarkona á 3. deild, ber það sem vitni, að hún hafi aldrei séð stefnda drukkinn nema dagana 9. og 10. nóvbr. 1931, en kveðst þó stundum, er hún hafi gengið stofugang með lækninum, hafa fundið vinlykt af honum. Framburður þessa vitnis fer í bága við áður gefið vottorð um drykkjuskap læknisins 1931 og við það, sem sannað er um drykkjuskap hans það ár og er auk þess í ósamræmi við fram- burð vitnisins, Ólafíu Einarsdóttur, er vann með Steinunni á sömu deild, sem hefir borið það, að hún hafi nokkrum sinnum séð læknirinn undir á- hrifum vins á stofugangi eða inni í deildinni og hafi það verið engu sjaldnar á stofugangi 1932 en 1931. Framburðir þessara tveggja vitna geta ekki hnekkt hinum ákveðnu vitnisburðum framan- greindra vitna um drykkjuskap stefnda og á fram- burði vitnanna Bjargar Ólafsdóttur og Auðar Jónsdóttur verður þetta eigi heldur byggt, með því að framburðir þessara vitna eru bæði í ósam- ræmi við áðurgefin vottorð og ákveðinn framburð annara vitna um sömu staðreyndir. Þetta verður heldur eigi byggt á framburði annara vitna. Með áðurnefndri rannsókn þykir nú vera feng- in næg sönnun fyrir því, að mjög mikið hafi borið á drykkjuskap stefnda eigi aðeins á árinu 1931 heldur og á árinu 1932, allt þar til hann var látinn fara frá spítalanum, og sú breyting er orðið hefir á framferði læknisins eftir 13. nóv. 1931 virðist að- allega hafa verið í því fólgin, að hann eftir þann 646 tíma hafi forðast að mæta drukkinn á stofugansi, eins og sum vitnin bera. Það hefir að vísu ekkert komið fram um það í réttarrannsókninni, að stefndi hafi aðhafzt neitt, er hættulegt hafi verið fyrir sjúklingana og er það heldur eigi sannað, að stefndi, þótt drukkinn væri, hafi sýnt þeim neina óþarfa hörku þótt nokkur vitni hafi borið, að framkoma stefnda gagnvart sjúklingum hafi stundum verið kuldaleg og jafn- vel hrottaleg, en engu að síður verður það að telj- ast alveg óviðunandi að fela manni, sem er orðinn uppvís að drykkjuskap í svo ríkum mæli, sem að framan er sagt, svo ábyrgðarmikið starf sem yfir. læknisstarfið að Nvja-Kleppi, dómsmálaráðherr- ann hafði því réttmæta ástæðu til að víkja stefnda fyrirvaralaust frá yfirlæknisstöðunni, við spítal- ann, Svo sem gert var, án þess að stefnda geti hor- ið neinar bætur fyrir. Það verður því að sýkna á- frýjanda af skaðabótakröfu stefnda, og ber þá einnig að dæma stefnda til að greiða málskostnað bæði í héraði og hæstarétti, er ákveðst 500 kr. Því dæmist rétt vera: Áfrýjandi, fjármálaráðherra, f. h. ríkissjóðs, á að vera sýkn af kröfum stefnda, Lárusar Jónssonar, fyrverandi vfirlæknis að Nýja- Kleppi í máli þessu. Stefndi greiði áfrýjanda, f. h. ríkissjóðs, 500 kr. í málskostnað í héraði og hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum, Forsendur hins áfryjaða dóms hljóða svo: Málavextir í máli þessu eru þeir, að með bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 12. maí 1930 var stefn- 647 anda. Lárusi Jónssyni, lækni, falið að vera yfirlæknir við hinn nýja geðveikraspitala á Kleppi og umráðamaður þar að öllu leyti. Skyldi hann hafa í árslaun kr. 5000,00 auk dýrtíðaruppbótar embættismanna og ennfremur ókeypis húsnæði, ljós og hita. Ráðningartíminn var tiltekinn 2 ár og segir svo í bréfinu, að eigi sé hægt að víkja stefnanda frá innan þess tíma, en verði það samt sem áður gert ein- hverra orsaka vegna, skuli hann hafa rétt til fullra launa fyrir tvö ár eins og hann hefði starfað allan tímann við spítalann. Að þessum tveim árum liðnum skyldi stöð- unni eigi verða sagt upp af hálfu aðila með minna en sex mánaða fyrirvara. Að gefnu tilefni frá stefnanda gaf ráðu- neytið í bréfi dags. 10. april 1931 þá skýringu á framan- greindum ráðningarkjörum stefnda, að ef honum yrði vik- ið úr stöðunni áður en tvö ár væru liðin frá dags. fyrra bréfsins, bæri honum full laun í 2% ár frá þeim tíma eða m. ö. 0. frá 12. maí 1930. Með bréfi frá ráðuneytinu dags. 26. maí 1932 er stefnandi svo ráðinn áfram sem yfirlækn- ir við spítalann og umráðandi þar í tvö ár, með sömu réttindum og skyldum og um getur í bréfum ráðuneytis- ins frá 12. maí 1930 og 10. april 1931. Hinn 8. dezember f. á. var stefnanda síðan vikið úr yfirlæknisstöðunni þá samstundis og fyrirvaralaust með bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og segir í bréfinu að brottvikningin sé „sakir óreglu“, og lét stefnandi þeg- ar af starfanum. Nú telur stefnandi að í framangreindum bréfum ráðuneytisins séu honum áskilin full umsamin laun út ráðningartíma sinn, jafnvel þó að hann gerði sig sekan í einhverri þeirri vanrækslu í starfi sínu, sem eftir almennum reglum hefði getað bakað honum Þrottrekstri úr stöðunni án bóta og eigi hann því samkvæmt sjálfum ráðningarsamningnum skýlausan rétt til launagreiðslu úr ríkissjóði til loka ráðningartímans þrátt fyrir brottvikn- inguna, eins og hann hefði gegnt stöðunni áfram, en ráðn- ingartimann telur stefndi hafa verið 2% ár frá því að ráðningin var framlengd með bréfi dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins 26. maí 1932 eða til 26. nóv. 1934 og hafi þannig verið eftir af tímanum eitt ár, 11 mánuðir og 17 dagar er honum var vikið frá. Jafnframt heldur stefnandi því ákveðið fram, að ekki hafi verið nokkur lögmæt á- stæða til þess að víkja honum úr yfirlæknisstöðunni, og 7 648 eigi hann því eftir almennum reglum rétt til fullra launa allan ráðningartímann, hvernig sem litið yrði á ákvæði ráðningarsamningsins viðvíkjandi því hvernig færi um launagreiðslu til hans ef til brottvikningar kæmi. Hefir stefnandi að undangenginni árangurslausri sáttaumleit- un höfðað mál þetta með stefnu útgefinni 19. jan. s. 1. gegn fjármálaráðherra Ásgeiri Ásgeirssyni f. h. ríkissjóðs og gert þær réttarkröfur að stefndur verði dæmdur til þess að greiða sér full umsamin laun úr rikissjóði frá 1. jan. 1933 að telja til 26. nóv. 1934, miðað við 5000 króna árs- laun, auk dýrtíðaruppbótar af launum þessum eins og hún verður ákveðin fyrir þann tíma, ásamt uppbót fyrir hús- næði, ljós og hita fyrir tímabilið frá 9. dez. f. á. til 26. nóv. 1934, er stefnandi telur hæfilega metna 300 krónur á mánuði, með 5% ársvöxtum af allri kröfuupphæðinni frá sáttakærudegi, 17. jan. s. 1. til greiðsludags og málskostn- að að skaðlausu eftir mati réttarins. Stefndur hefir mótmælt kröfum stefnanda og krafizt þess aðallega að hann verði algerlega sýknaður af þeim og honum tildæmdur hæfilegur málskostnaður eftir mati réttarins. Hefir stefndur í fyrsta lagi mótmælt þeim skilningi stefnanda á ráðningarsamningnum, að hann væri órift- anlegur til loka ráðningartímans án tillits til þess hvernig stefnandi rækti starf sitt og stöðu. En þennan skilning byggir stefnandi á ákvæði í 2. málsgr. hins upphaflega ráðningarsamnings (bréf ráðuneytisins frá 12. maí 1930) en ákvæðið er svo orðrétt: „Verði yður samt sem áður einhverra orsaka vegna vikið frá, skuluð þér hafa rétt til fullra launa fyrir 2 ár, eins og þér hefðuð starfað allan tímann við spítalann“. Telur stefnandi að þó að orð þessi gætu fljótt á litið skilizt svo, að stefnandi skyldi njóta launanna af hvaða ástæðum, löglegum eða ólöglegum, sem hann væri látinn fara frá spítalanum þá muni ekki bera að skilja þau á þann veg. Litur stefndur svo á, að þegar skýra á ummæli þessi, verði að hafa í huga. með hverjum atvikum stefnandi hafi komizt að Vfirlæknis- stöðunni. Hafi þau verið með þeim hætti, að búast hafi mátt við, að hann yrði valtur í sessi, þegar skifti um yfir- stjórn heilbrigðismálanna, og muni hlutaðeigandi ráð- herra hafa haft þetta í huga og með umræddu ákvæði að- 649 eins viljað tryggja stefnanda gegn því, að á hann yrði ráðizt í stöðinni nema full ástæða væri til. Hefði hitt verið tilætlunin með ákvæðinu að veita stefnanda fyrir- fram syndakvittun, þó að hann gerði sig sekan í stór. vægilegum skyldubrotum í starfinu eða öðru verra, telur stefndur að það hefði þurft að taka fram berum orðum. En jafnvel, þó að það hefði verið gert eða fyrir veitinga- valdinu (ráðherra þeim sem réði stefndan) hefði vakað að gefa stefnanda frjálsar hendur um það hvernig hann hagaði sér í starfinu og fyrirfram aflausn fyrir þær yfir- sjónir, sem honum kynni að verða á í því, þá komi ekki til mála, að eftirmenn ráðherrans eða ríkissjóður yrðu bundnir við slika samninga. Ráðherrann hefði þar farið algerlega út fyrir valdsvið sitt, og eftirmönnum hans hafi eftir sem áður borið skylda til að líta eftir stefnanda sem öðrum starfsmönnum ríkisins og víkja honum úr .stöð- unni ef hann vanrækti hana eða reyndist óhæfur til hennar. Stefnandi hefir hinsvegar haldið þvi ákveðið fram, að skilja beri margnefnt ákvæði eftir berum orðum þess, en eftir þeim sé ótvírætt að hann eigi rétt til samningsbund- inna launa út ráðningartíma sinn, hvort sem heimilt hafi verið eftir almennum reglum að rifta samningnum eða ekki. Jafnframt telur hann vafalaust að viðkomandi ráð- herra hafi ekki farið út fyrir valdsvið sitt með samnings- gerð þessari og sé samningurinn því bindandi fyrir eftir- menn hans í embætti og ríkissjóð. Það verður nú ekki úr því skorið hvað vakað hefir fyrir veitingavaldinu með margnefndu ákvæði en orða- lag þess er svo viðtækt og einhliða að vel geta þau ráðn- ingakjör, sem stefndur telur sig hafa verið ráðinn með hafa átt að felast í þvi. En rétturinn litur svo á og fellst í því efni algerlega á skoðun stefnds, að ef tilætlunin hefir verið sú, að ráðningarkjörin væru slík, þá sé ráðning stefnanda, að þessu leyti ekki bindandi fyrir ríkissjóð. Það virðist sem sé beinlinis á móti hlutarins eðli, að ráð- herra geti svo gilt sé, ráðið starfsmenn í þjónustu ríkis- ins með þeim kjörum, að starfsmennirnir, þó að þeir verði rétt rækir frá starfi sínu og séu reknir frá því vegna vanrækslu og skeytingarleysis, eigi eftir sem áður rétt til launagreiðslu úr ríkissjóði eins og ekkert hefði í skorizt. 650 Verður því ekki álitið að stefnandi geti byggt dómkröfur sínar á umræddu samningsákvæði og verður því sú máls- ástæða hans ekki tekin til greina. Er þá næst að athuga hvort stefnandi eftir almennum reglum á rétt til kaups þess, sem hann hefir stefnt til greiðslu á. Því hefir stefndur og mótmælt. Heldur hann því fram, að stefnandi hafi brotið svo af sér í stöðunni með óreglu og þá sérstaklega drykkjuskaparóreglu að full heimild hafi verið til þess að víkja honum frá fyrirvara- laust, og svifta hann launum frá brottfarardegi. Með konuglegri umboðsskrá útgefinni 22. dez. f. á. var Garðari Þorsteinssyni, hrm., falið að rannsaka starf stefnanda sem yfirlæknis á Nýja-Kleppi. Voru við þá rannsókn teknar skýrslur af öllu hjúkrunarfólkinu þar og mörgum öðrum, er við stofnunina höfðu unnið samtímis stefnanda, honum sjálfum og skýrslur fengnar frá land- lækni og lækni þeim, er tók við yfirlæknisstöðunni á eftir stefnanda. Við rannsókn þessa kemur það meðal annars fram, að í nóvembermánuði 1931 hafa hjúkrun- arkonur spítalans kært til landlæknis yfir óreglu og drykkjuskap stefnanda sem yfirlæknis við spítalann og í kærunni tilgreina þær sérstaklega að dagana 9. og 10. nóv. 1981 hafi hann verið svo ölvaður, að þær telji að hann hefði þá ekki átt að gegna læknisstörfum (fara stofugang eða láta sjúklinga sjá sig), en Það hafi hann hvorutveggja gert. Þá hafa mörg vitna þeirra, sem leidd voru við réttarrannsóknina borið það, að stefnandi hafi verið allmjög óreglusamur (drykkfelldur) og hafi þess gætt í starfi hans allt fram til þess að umrædd kæra á hann var send til landlæknis. Og stefnandi hefir sjálfur við- urkennt, að hann hafi komið nokkrum sinnum til sjúkl- inga undir áhrifum víns bæði við stofugang og á öðr- um tímum sólarhrings og vill ekki mótmæla því, að hann hafi ef til vill örsjaldan gegnt læknisstörfum drukkinn eða mikið ölvaður, en hann fullyrðir að hvorugt þetta hafi nokkru sinni komið fyrir eftir 10. nóv. 1931. Út af umræddri kæru skrifaði landlæknir hinn 16. nóv. þá- verandi dómsmálaráðherra og lagði til að stefnandi yrði leystur frá störfum sínum. Jafnframt mun hann hafa vandað um við stefnanda. Ráðuneytið vék stefnanda þó ekki frá, heldur framlengdi ráðningu hans eins og áður 651 er sagt með bréfi sínu dags. 26. maí f. á. Að áliti réttar- ins skiptir þvi breytni stefnanda í yfirlæknisstöðunni áð- ur en ráðning hans var framlengd ekki máli, þegar dæma skal um það hvort frávikningin hafi verið réttmæt eða ekki, heldur verður í þvi efni að fara eingöngu eftir fram- komu stefnanda eftir að samningurinn var endurnýjað. ur og verða nú framburðir vitna þeirra, sem leidd voru við greinda réttarrannsókn og ætla má að frekast hafi fylgzt með þvi, hvernig stefnandi rækti störf sín, at- hugaðir, svo og önnur þau atriði, sem rétturinn telur hafa þýðingu fyrir úrslit máls þessa. Meðal þeirra, sem yfirheyrðir voru við umgetna rann- sókn eru 9 hjúkrunarkonur við spítalann. Má gera ráð fyrir því, að þær svo og aðstoðarlæknir við spítalann, hjúkrunarmenn, ráðsmaður og ráðskona hafi haft sér- staka og einna bezta aðstöðu til þess að fylgjast með í því hvernig stefnandi rækti stöðu sína og störf við spi- talann. Af hjúkrunarkonunum hafa 8 borið það, að þær hafi ekki séð stefnanda undir áhrifum víns, hvað þá ölvaðan við læknisstörf innan spítalans eftir að fyrr- greind kæra til landlæknis var send, og af framburði þeirra að öðru leyti, verður yfirleitt ekki annað ráðið, en að þær telji að stefnandi hafi rækt starf sitt vel og að hann hafi komið vel fram við sjúklingana, eftir að hann var kærður. Þá hafa og flestar þeirra borið það, að samvinna þeirra og stefnanda hafi verið góð. Hins- vegar hefir ein hjúkrunarkonan borið það, að hún hafi séð stefnanda nokkrum sinnum undir áhrifum áfengis á spítalanum árið 1932, svo hafi hún og heyrt að hann hafi verið drukkinn inni hjá starfsfólkinu. Vitni þetta telur þó, að óregla læknisins hafi ekki snert sjúklingana bein- línis, en hann hafi eigi að síður að hennar áliti oft ekki komið heppilega fram við sjúklingana, en verið óþolin- móður við þá, stundum kuldalegur og jafnvel hrotta- fenginn. Nefnir hún í framburði sinum eitt tilvik, sem dæmi um þessa framkomu hans, en gegn mótmælum stefnanda, er ekki sannað, að það hafi átt sér stað. Aðstoðarlæknirinn, sem vann með stefnanda frá því 7. júní f. á. til þess tíma, er stefnanda var vikið frá, að ágústmánuði undanteknum, hefir borið það, að hann hafi ekki orðið var við óreglu hjá stefnanda við læknisstörf. 652 Þá telur hann samvinnu milli sin og stefnanda hafa ver- ið hina ákjósanlegustu. Af þremur hjúkrunarmönnum sem yfirheyrðir voru, hefir einn borið það, að hann minnist þess ekki að hafa séð stefnanda inni hjá sjúklingum undir áhrifum áfengis á árinu 1932 en í eitt skipti hafi sér virzt, er stefnandi kom á stofugang, að hann mundi hafa drukkið eitthvað nóttina áður. Kveðst vitni þetta aftur á móti minnast þess, að hafa séð stefnanda tvisvar ölvaðan á umræddu ári, en í bæði skiptin utan starfstíma sins. Framkomu stefnanda gagnvart sjúklingunum telur vitnið yfirleitt góða. Annar hjúkrunarmaður hefir borið það, að hann hafi alltaf öðru hvoru séð stefnanda drukkinn á spital- anum allan þann tíma, sem þeir hafi verið samtíma þar, en getur þó ekki tilgreint neina sérstaka daga eftir 10, nóv. 1931, en vitnið kveðst hafa unnið við spitalann frá 13. nóv. 1930. Þá hafi framkoma stefnanda við sjúklinga verið misjafnlega góð og kveðst vitnið hvorki hafa getað fellt sig við hana né við framkomu hans sem yfirmanns á spítalanum. Nefnir vitnið eitt dæmi um óti!lhlýðilega framkomu stefnanda gagnvart geðveikissjúklingi, en ekki er sannað, að það sé rétt hermt og við framburð hjúkrunar- manns þessa er það að athuga, að hann kveðst ekki hafa haft persónuleg kynni af stefnanda og ekki talað við hann nema aðeins er nauðsynlegt hafi verið, þriðji hjúkrunar- maðurinn, sem vann við spítalann frá áramótum og fram til miðs júlí 1932 telur stefnanda hafa á þessum tíma alltaf komið öðru hvoru á stofugang undir áhrifum víns. Stefnandi hafi þó ekki verið sérstaklega áberandi drukk- inn, en engum hafi þó getað dulizt, að hann væri undir áhrifum áfengis. Þá telur vitni þetta, að stefnandi hafi ekki verið nærgætinn við sjúklingana og kveðst álita hann óreglumann. Ráðsmaður spítalans, sem unnið hefir þar frá því í ársbyrjun 1930 og hefir hlotið að hafa nokkuð saman við stefnanda að sælda, skýrir við yfirheyrslurnar frá því, að stefnandi hafi iðugiega skoðað bækur spítalans og reikninga og fylgst með í rekstrinum og getur þess, að samvinna milli þeirra hafi verið góð. Þá kveðst hann ekki hafa vitað til þess, að stefnandi kæmi drukkinn á spítalann árið 1932 né heldur hafi hann heyrt hjúkrun- 653 arkonurnar eða starfsfólkið tala um að svo væri. Hins- vegar telur ráðsmaðurinn að traustið á spítalanum hafi minnkað þegar stefnandi tók við honum. Ráðskona spitalans ber það, að henni hafi verið kunn- ugt um að stefnandi hafi nokkrum sinnum komið á spital- ann undir áhrifum víns árið 1932. Þá hafi hann og nokkr- um sinnum verið fjarverandi á árinu, en hún telur að þær fjarvistir hafi stafað af lasleika. Tveir hjúkrunar- nemar við spítalann kveðast ekki hafa orðið varir við. að stefnandi kæmi drukkinn á spítalann. Þá skýrir ann- ar þeirra svo frá, að stefnandi hafi sýnt sér kurteisi og nákvæmni og samvinna þeirra hafi verið ágæt, og að hans áliti hafi stefnandi rækt störf sín með samvískusemi og sýnt sjúklingum góða framkomu. Fjórar deildarstúlkur hafa borið það, að þær hafi ekki séð eða orðið varar við, að stefnandi hafi verið drukkinn eða með víni innan spítalans. Hinsvegar kveðst ein þeirra hafa orðið þess vör að hann hafi alloft verið undir áhrif- um víns heima hjá sér. Þrjár þessara stúlkna telja stefn- anda hafa komið vel fram gagnvart sjúklingum. Ein deildarstúlka hefir borið það, að hún hafi nokkrum sinn- um árið 1932 séð stefnanda undir áhrifum víns, þó ekki áberandi ölvaðan á stofugangi, en eigi að siður telur hún að framkoma hans gagnvart sjúklingum hafi yfirleitt ver- ið góð. Þá hefir loks starfsmaður, kyndari á spitalanum borið það, að hann hafi oft séð stefnanda drukkinn eftir að kæran á hann var send og allt til þess tíma, sem hon- um var vikið úr starfinu og það stundum innan spítalans. Segir vitnið, að stefnandi hafi oft vakið sig upp um næt- ur til þess að opna spitalann og þá verið drukkinn, en gegn mótmælum stefnanda er ekki sannað að svo hafi verið, og við framburð vitnis þessa, er það að athuga að vitnið virðist ekki hafa haft aðstöðu til þess að fylgjast sérstaklega með læknisstarfi stefnanda við spítalann. Nokkuð fleira starfsfólk við spítalann, en það sem greint er hér að framan, hefir verið yfirheyrt við rann- sóknina, en ekki þykir ástæða til að athuga framburði þess sérstaklega, með því að starfsfólk þetta virðist ekki hafa haft aðstöðu til að fylgjast eins vel með starfsemi stefnanda og það, sem þegar hefir verið nefnt. Allmörg vitnin sem leidd hafa verið hafa borið það, 654 að þau hafi heyrt talað um drykkjuskaparóreglu hjá stefnanda, bæði á spítalanum og annarsstaðar, en þau hafa þar ekki fyrir sér annað en orðróm, sem ekki verð- ur á byggt. Nokkur vitnanna telja einnig að nokkuð hafi á því borið, að stefnandi hafi verið fjarverandi frá spital- anum og ekki hafi til hans náðst, en ekki er sannað að það hafi stafað af drykkjuskap eða skeytingarleysi hjá honum, enda ekki fyllilega upplýst að fjarvistirnar hafi verið óeðlilega miklar. Um framangreinda vitnaframburði er það að segja, að vitnin virðast yfirleitt ekki bera um einstakar samtímis skynjanir, heldur ber hvert vitni um það hvernig því hafi komið framkoma stefnanda á spítalanum og starf hans þar í heild fyrir sjónir. Verður því ekki sagt, að vitnis- burðirnir hljóti að brjóta í bága hver við annan, þó að þeir séu ósamhljóða, þar sem ósamræmið getur stafað af því, að vitnin beri um skynjanir, sem ekki hafa farið fram samtimis. Það er nú ekki sannað við rannsóknina eða á annan hátt, að stefnandi hafi nokkurntíma eftir að ráðning hans var framlengd, verið ölvaður við læknisstörf á spítalan- um. Hinsvegar verður að telja það upplýst að hann hafi neytt nokkuð vins eftir þann tíma og að hann hafi þá stundum komið á spítalann undir áhrifum þess til lækn- isstarfa, en aðallega virðist vinnautnin hafa átt sér stað heima hjá stefnanda og utan spítalans. En þar sem allur Þorri starfsfólks þess, sem besta aðstöðu hafði til þess að fylgjast með því hvernig stefnandi rækti stöðu sína, hefir borið það við rannsóknina, að það hafi ekki orðið þess vart, að stefnandi hafi verið undir áhrifum víns við læknisstörf á þeim tíma sem hér skiptir máli, þykir mega slá því föstu, að vinnautnar stefnanda við þau hafi sætt mjög óverulega og ekki er upplýst um neitt einstakt ti). felli, þar sem hún hafi komið að sök. Við réttarrannsóknina gefur landlæknir þá skýrslu að eftir að margnefnd kæra var send til hans hafi ekki verið kvartað undan því, að stefnandi væri undir áhrifum á- fengis við læknisstörfin, og ekki hafi honum heldur verið það kunnugt á annan hátt. Kveðst hann hinsvegar hafa itrekaðan vitnisburð yfirhjúkrunarkonunnar og rágs- mannsins um það, að svo hafi skift um til batnaðar við 655 kæruna og rekistefnuna út af henni, að síðan hafi ekki verið ástæða til umkvörtunar. Þá kveðst landlæknir ekki vita til, að stefnandi hafi gert sig sekan í nokkurri óreglu, að því er rekstur sjúkrahússins snertir. Hafi hann sem embættismaður iðuglega snúið sér til stefnanda, bæði í síma og á annan hátt, og aldrei rekizt á hann ölvaðan. Telur landlæknir stefnanda greindan, glöggvan og skil- merkilegan mann. Þá getur hann þess að Þórður prófes- sor Sveinsson, hafi talað lofsamlega við hann um stefn- anda sem yfirlækni, að því leyti sem hann (Þórður) hafi til þess litið. Loks hafi héraðslæknirinn á Eyrarbakka, sem hafi átt son sinn veikan á Nýja-Kleppi tjáð honum óspurður, að sér hafi getizt mæta vel að stefnanda og að syni hans þætti vænt um hann. Þá verður ekki séð af framburði læknis þess, sem tók við yfirlæknisstöðunni eftir stefnanda, að hann hafi fundið neitt athugavert við meðferð stefnanda á sjúklingum eða rekstur spitalans. Loks liggur fyrir í málinu yfirlýsing tveggja lækna er voru við úttekt spítalans, 9. dez. f. á. að þeim hafi við fljótlega skoðun á húsakynnum og áhöldum virst allí vera í góðu lagi. Þá hafi sjúkraskrár spítalans verið taldar og hafi þær verið allar, en ekki hafi þær verið athugaðar nánar. Að öllu þessu athuguðu, sem greint er hér að framan, viðvíkjandi framkomu stefnanda sem spitalalæknis og starfrækslu hans, verður ekki talið nægilega sannað, að hann hafi eftir að ráðning hans að spítalanum var endur- nýjuð gert sig sekan um svo verulega vínnautn í starfi sinu né heldur um nokkra þá vanrækslu á skyldum sín- um sem yfirlæknis eða hirðuleysi um þær, að heimild hafi verið að víkja honum úr yfirlæknisstöðunni svo sem gert var og verður því sýknukrafa stefnds ekki tekin til greina, heldur ber að fallast á það hjá stefnanda, að hann eigi rétt til umsaminna launa hjá ríkissjóði út ráðninga- tíma sinn. Til vara hefir stefndur mótmælt kröfum stefnanda, sem of háum. Telur hann þó að ráðning stefnanda hafi ekki verið endurnýjuð fyrr en 26. maí 1932 eða 14 dögum eftir að hinum fyrra samningi lauk 12. maí s. á., þá muni það hafa verið tilætlunin, að framhaldsráðningunni hafi verið ætlað að miðast við þann dag og eigi stefnandi því 656 í öllu falli ekki rétt til kaups lengur en til 12. nóv. 1934. Jafnframt hefir stefndur talið orka nokkuð tvímælis hvort eigi muni hafa verið unnt að slíta ráðningarsamninginn löglega við stefnanda með 6 mánaða fyrirvara fyrir 12. maí 1934, og nái þá kaupkrafa hans aðeins til þess dags. Að áliti réttarins verður orðalag bréfs ráðuneytisins frá 26. maí ekki skilið öðruvísi en svo, að framhaldsráðn- ing stefnanda teljist frá dagsetningu bréfsins. Þá er það ljóst af bréfum ráðuneytisins frá 12. maí 1930 og 10. april 1931 að upphaflegi ráðningartími stefnanda er eins og áður er sagt í raun og veru ákveðinn 2% ár frá 12. maí 1930 eða til 12. nóv. 1932 og uppsegjanlegur til þess dags. Nú er það greinilegt af framhaldsráðningarbréfi stefn- anda. að ráðningarkjör hans eru að Öllu leyti þau sömu og áður. Hefði því fyrst verið hægt að segja stefnanda löglega upp framhaldssamningnum frá 26. nóv. 1934 og hafa þá athugasemdir stefnds við það, að ráðningatím- inn sé ekki rétt talinn hjá stefnanda ekki við rök að styðjast. Loks hefir stefndur mótmælt þeirri upphæð, sem stefnandi hefir reiknað sér á mánuði sem uppbót fyrir húsnæði, ljós og hita sem of hárri. En þar sem það er in confesso í málinu, að annar læknir en stefnandi, hefir nýlega með hæstaréttardómi fengið sömu upphæð til- dæmda sem bætur fyrir missi nákvæmlega sömu hlunn- inda og hér er um að ræða, verða þessi mótmæli stefnds heldur ekki tekin til greina. Samkvæmt framansögðu verða þá úrslit máls þessa þau hér fyrir réttinum, að dómkröfur stefnanda verða tekn- ar til greina að öðru leyti en því, að eftir öllum mála- vöxtum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Vegna margvíslegra emíbættisanna hefir dómur eigi orðið kveðinn upp í máli þessu fyrr en nú. 657 Föstudaginn 9. marz 1934. Nr. 101/1933. Valdstjórnin (Guðm. Ólafsson) gegn Snæbirni Guðmundssyni (Eggert Claessen). Omerking. Dómur lögregluréttar Árnessýslu 27. mai 1933: Kærði, Snæbjörn Guðmundsson, sæti fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi í 15 daga og greiði 800 króna sekt í ríkissjóð, s og komi einfalt fangelsi í 40 daga í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa. Framangreint áfengi ásamt ilátunum skal vera upp- tækt og eign ríkissjóðs. Kærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Mál þetta, sem höfðað hefir verið af valdstjórn- arinnar hálfu gegn Snæbirni Guðmundssyni bónda á Gjábakka í Þingvallasveit fyrir brot á 6. gr. og 11. gr. áfengislaga nr. 64/1930, hefir verið dæmt af lögfræðingi Arnljóti Jónssyni sem „commissario“. Hin kgl. umboðsskrá, sem er dags. 29. marz 1933, hefir eigi verið lögð fram í lögregluréttinum, en hefir hinsvegar verið lögð fram af sækjanda hálfu í hæstarétti, er málið var þar flutt 7. þ. m. Í umboðsskrá þessari er nefndum lögfræðingi falið að halda réttarrannsóknir í tilefni af brotum á áfengislöggjöfinni og öðrum brotum er í sam- bandi við fyrrgreind brot kunna að standa, og til framkvæmdar þvi starfi er honum veitt heimild til að setja rétt innan sérhvers lögsagnarumdæmis landsins og framkvæma þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar kynnu að vera vegna rannsóknar- 658 innar. Í umboðsskránni er hinsvegar ekkert tekið fram um það, að commissarius hafi umboð til að fara með og dæma mál þau, er honum hefir verið falið að rannsaka, svo sem venjulega er tekið fram í slíkum umboðsskrám. Það verður því að líta svo á, að nefndan lögfræðing hafi brostið heimild til að fara með og dæma mál þetta eftir að rannsókn þess var lokið. Af þessari ástæðu verður ex officio að ómerkja hinn áfrýjaða lögregluréttardóm og greiðist allur áfrýjunarkostnaður málsins, þar á meðal málflutn- ingslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, 60 kr. til hvors, úr ríkissjóði. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði lögregluréttardómur á að vera ómerkur. Allur áfrýjunarkostnaður máls- ins, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda Í hæstarétti, málflutningsmann- anna Guðmundar Ólafssonar og Eggerts Cla- essen, 60 kr. til hvors, greiðist úr ríkissjóði. 659 Mánudaginn 12. marz 1934. Nr. 109/1933. Ólafur Hvanndal (Garðar Þorsteinsson) gegn Metúsalem Jóhannssyni (Eggert Claessen). Skaðabótakrafa á hendur stefnda út af misfellum af hendi víxilsamþykkjanda eigi talin hafa við rök að styðjast. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 29. júní 1933: Stefndur, Metúsalem Jóhannsson, skal vera sýkn af kröfum stefn- andans, Ólafs Hvanndals, í máli þessu og falli málskostnað- ur í því niður. Dómur hæstaréttar. Eins og nánar segir í hinum áfrýjaða bæjarþings- dómi er það að vísu sannað með játningu stefnds, Metúsalems Jóhannssonar, að er hann sá vixileyðu- blað það, sem um ræðir í málinu, í fyrsta skipti, vantaði enn á það útgáfu- og greiðsludag, en hins- vegar er það ósannað, að blaðið hafi verið útfyllt í viðurvist stefnds. Ennfremur er það sannað með játningu stefnds, að nokkru áður en vixillinn var keyptur, hringdi áfrýjandi, Ólafur Hvanndal, til hans og bannaði honum að kaupa víxilinn. Virðist þá hafa slegið í hart með þeim út af þessu, en ekki er það upplýst, að áfrýjandi hafi nánar tilgreint á hverju hann byggði þetta bann sitt. Loks viður- kennir stefndur, að hann hafi vísað samþykkjanda víxilsins, Einari Jóhannssyni, til Péturs Jakobsson- ar, sem liklegs víxilkaupanda og jafnframt áskilið við Finar, að hann borgaði sér 500 kr. skuld þá, er Finar skuldaði stefndum, ef úr sölunni yrði. Kveðst stefndur svo hafa hringt til Péturs Jakobssonar, 660 sagt honum, að hann hefði vísað Einari til hans og beðið hann að draga frá og greiða sér 500 kr., en ekki lagt neitt til við Pétur um kaup á víxlinum, og ekki lagt fé fram til kaupa. Frekari vitneskju stefnds um misfellur þær, sem talið er að samþykkj- andi víxilsins, Einar Jóhannsson, hafi gert sig sek- an um, eða önnur afskipti hans af sölu víxilsins, en nú var lýst, eru ekki sönnuð í málinu, og þykir því ekki sannað, að hann hafi gert sig sekan um skaða- bótaskylt athæfi gagnvart áfrýjanda. Ber því að staðfesta hinn áfrýjaða bæjarþingsdóm. Eftir þessum úrslitum verður og að dæma áfrýj- anda til að greiða stefnda málskostnað í hæstarétti, er ákveðst 100 kr. Þvi dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði bæjarþingsdómur skal vera 6- raskaður. Áfrýjandi, Ólafur Hvanndal, greiði stefnda, Metúsalem Jóhannssyni, 100 kr. í máls. kostnað í hæstarétti, að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þeita er, eftir árangurslausa sáttatilraun höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 18. jan. s. 1, af Ólafi Hvanndal prentmyndasmið hér í bæ, gegn Metúsalem Jóhannssyni, Ingólfsstræti 16 hér í bænum til greiðlsu skuldar að upphæð kr. 2828,80 með 6% ársvöxtum frá 18. apríl 1932 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Málavexti kveður stefnandi þá, að í febrúar eða byrjun marz 1931 hafi maður, að nafni Einar Jóhannsson, komið til sín og Myýrkjartans Rögnvaldssonar hér í bænum og beðið þá að skrifa upp á víxil fyrir sig. Hafi Einar látið það uppi, að hann ætlaði að nota peninga þá, sem hann fengi fyrir víxilinn til þess að gefa út nvja bók eftir sig. 661 Kveður stefnandi það síðan hafi orðið úr, að Mýrkjartan hafi skrifað undir vixileyðublað við Landsbanka Íslands sem útgefandi, en hann kveðst sjálfur hafa skrifað upp á blaðið sem ábekingur. Hafi vixilupphæðin verið tiltekin á blaðinu kr. 2400,00 en hvorki skrifað á það útgáfudagur né gjalddagi. Víxilblaðið hafi þeir síðan fengið Einari í hendur, svo úr garði gert, sem nú var sagt, og með ákveðn- um fyrirmælum um það, að hann mætti ekki útfylla það til fullnustu nema að hann fengi 2 nafngreinda menn að auki til þess að gerast ábyrgðarmenn fyrir vixilupphæð- inni. Nú hafi Einari ekki tekizt að fá menn þessa til að gerast ábyrgðarmenn að vixlinum, en engu að síður hafi hann í fullkomnu heimildarleysi útfyllt víxileyðublaðið, þ. e. sett í það útgáfu- og greiðsludag og vixilinn hafi hann síðan selt nafngreindum þriðja manni fyrir milligöngu stefnds, sem hafi verið kunnugt um heimildarleysi Einars til þess að útfylla víxilinn og ráðstafa honum. Kveðst stefnandi svo að undangengnum hæstaréttardómi í máli út af vixlinum hafa orðið að greiða kaupanda vixilsins hann, með því, að ekki hafi annað komið fram í málinu, en kaup- andi hafi eignazt víxilinn í góðri trú um ráðstöfunarrétt Einars yfir honum. Hafi greiðslan farið fram 18. april f. á. og upphæðin, sem hann hafi orðið að inna af hendi, numið að meðtöldum kostnaði kr. 2828,80. Nú telur stefnandi, að stefndur með því að aðstoða Ein- ar við sölu víxilsins, enda þótt hann vissi hvernig á stóð með hann, hafi bakað sér víxilskyldu gagnvart víxilkaup- andanum og beri steindum því að bæta sér allt það tjón, er hann hafi af þeim beðið, en það nemi fyrgreindri upp- hæð, kr. 2828,80, er hann hafi orðið að greiða vegna vix- ilsins og er þetta mál höfðað til greiðslu hennar. Stefndur hefir mótmælt því eindregið, að honum hafi verið kunnugt um, að nokkrar misfellur hafi verið á með- ferð Einars á umræddum víxli, og kveðst engin afskipti hafa haft af sölu víxilsins önnur en þau, að benda honum á kaupanda að vixlinum, er Einar hafi svo sjálfur samið við. Telur stefndur, að það sé því algerlega útilokað, að hann hafi í þessu efni gerst brotlegur gagnvart stefnanda og bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart honum og hefir á þeim grundvelli krafizt algerðrar sýknu í málinu og máls- kostnaðar hjá stefnanda að skaðlausu. 662 Við lögregluréttarrannsókn, sem haldin hefir verið út af meðferð Einars á umræddum vixli, hefir Einar viður- kennt það, að víxillinn hafi verið ódagsettur og gjalddagi hans ótiltekinn er hann hafi tekið við vixlinum, svo og að það hafi verið tilætlunin að hann útvegaði tvo menn til viðbótar, þá Sigurð kaupmann Skjaldberg og Trausta Ól. afsson, efnafræðing, til að gerast ábyrgðarmenn að víxlin- um. Kveður hann að stefnandi og Mýrkjartan hafi brýnt það fyrir sér, að hann mætti ekki útfylla víxileyðublaðið eða selja vixilinn nema hann fengi menn þessa til þess að skrifa á víxilinn sem ábekingar, en er hann hafi farið fram á þetta við þá, hafi þeir þvertekið fyrir það og kvaðst hann þá ekkert hafa aðhafst með vixilinn í hálfsmánaðar- tíma. Jafnframt hefir Einar borið það, að hann hafi áður verið búinn að tryggja sér það, að stefndur keypti víxil- inn af sér með fjórum ofangreindum ábyrgðarmönnum, en er ábyrgð þeirra Trausta og Sigurðar hafi brugðizt, hafi hann á ný snúið sér til stefnds og hafi stefndur þá lofað að útvega kaupanda að vixlinum með ábyrgð þeirra Mýr- kjartans og stefnanda einna. Kveðst Einar þá enn hafa leit- að til stefnanda og Mýrkjartans og beðið þá hvorn í sínu lagi að leyfa sér að útfylla víxilinn og selja hann. Hafi Mýrkjartan svarað því að stefnandi skyldi ráða þessu, og loks hafi stefnandi leyft sér að selja víxilinn. Að svo komnu hafi hann enn farið á fund stefnda og sagt honum, að leyf- ið væri fengið og útfyllt víxilinn í augsýn hans en honum hafi verið það kunnugt, að samþykki þeirra stefnanda og Myrkjartans hafi verið áskilið til útfyllingarinnar. Hafi stefndur síðan tekið við víxlinum og sagt honum að nafn- greindur þriðji maður mundi kaupa hann með þeim kjör- um, að Einar fengi greiddar kr. 1150,00 í peningum, kr. 200,00 í húsgögnum, kr. 600,00 gengju til greiðslu skulda- bréfs, er stefndur átti á hendur Einari og loks færu kr. 450,00 í vexti og afföll. Kveðst Einar síðan hafa farið til manns þessa eftir tilvísun stefnds og hafi kaup tekizt með Þeim um vixilinn með nákvæmlega sömu skilmálum og stefndur hafi gefið upp. Við lögregluréttarrannsóknina hafa þeir stefnandi og Mýrkjartan neitað því afdráttarlaust, að þeir hafi veitt Einari heimild til að útfylla og selja víxilinn, er ábyrgð þeirra Sigurðar og Trausta brást og ekki er sannað gegn 663 mótmælum þeirra að þeir hafi nokkru sinni fallið frá þessu upphaflega skilyrði fyrir ábyrgð sinni. Stefndur hefir nú viðurkennt það, að vantað hafi út- gáfudag og greiðsludag á umræddan vixil, er Einar kom fyrst með víxilinn til hans. Hinsvegar hefir hann mótmælt því, að víxillinn hafi verið útfylltur í hans viðurvist eða Einar hafi tjáð honum nokkuð um það eða honum verið það kunnugt af öðrum ástæðum, að hann (Einar) hefði ekki heimild til að útfylla víxilinn eða selja hann nema uppáskrift fyrgreindra tveggja manna fengist á hann; að vísu kveður stefndur, að stefnandi hafi hringt til sín nokkru áður en víxillinn var keyptur, og bannað sér að kaupa hann, en stefnandi hafi engar ástæður fært fram fyrir þessari framkomu sinni. Þá hefir stefndur og mót- mælt því eins og áður er drepið á, að hann hafi komið nálægt vixilsölunni að öðru leyti en því, að vísa Einari á kaupanda að vixlinum og við fyrgreinda lögregluréttar- rannsókn hefir kaupandi víxilsins borið það, að hann hafi beinlínis samið við Einar um kaupin en alls ekki fyrir milligöngu stefnds, aðeins hafi stefndur hringt til sin og beðið sig að sjá um að hann fengi greiddar 500 krónur (ekki 600 krónur eins og Einar hefir haldið fram) fyrir skuldabréfið, ef af víxilkaupunum yrði, og hefir stefndur viðurkennt þetta atriði, svo og að hann hafi fengið þessar 500 krónur greiddar. Eftir því sem greint er hér að framan og fyrir liggur í í málinu þykir ekki gegn mótmælum stefnds nægilega sannað, að honum, er hann aðstoðaði Einar við sölu á umræddum víxli, hafi verið kunnugt um misfellur þær, er stefnandi telur að Einar hafi gert sig sekan um að því er meðferð víxilsins snertir, eða átt að vera það ljóst, að ekki væri allt með felldu af Einars hálfu um meðferð hans, og hefir því framangreind skaðabótakrafa stefnanda á hendur stefndum út af afskiptum hans af víxilsölunni ekki við rök að styðjast og verða þá úrslit málsins þau, að sýknukrafa stefnds verður tekin til greina en eftir öllum málavöxtum þykir rétt að málskostnaður falli niður. 664 Miðvikudaginn 14. marz 1934. Nr. 155/1933. Þorbergur Guðmundsson, Jón Á. Gíslason, Halldór Þorsteinsson og Eiríkur Þorsteinsson (Garðar Þorsteinsson) gegn Útvegsbanka Íslands h/f. (Th. B. Líndal). Glötun víxilréttar vegna of seint framkvæmdrar afsagnar. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 8. júlí 1933: Stefndir, Ísfélag Gerða h/f., Þorbergur Guðmundsson, Jón Á. Gísla- son, Halldór Þorsteinsson og Eiríkur Þorsteinsson, greiði einn fyrir alla og allir fyrir einn stefnandanum, Útvegs- banka Íslands h/f., kr. 7500,00 með 6% ársvöxtum frá 1. dez. 1932 til greiðsludags, 4 % upphæðarinnar í þóknun, kr. 14,50 í afsagnarkostnað og kr. 436,50 í málskostnað allt innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Áfrýjendur hafa krafizt þess, að þeir verði sýkn- aðir af öllum kröfum stefnda í máli þessu og að hann verði dæmdur til að greiða þeim málskostnað í undirrétti og hæstarétti. Af hálfu stefnda hefir hinsvegar verið krafizt staðfestingar á undirréttardóminum og málskostn- aðar í hæstarétti. Eins og segir í dómi undirréttarins var gjalddagi víxils þess, er ræðir um í málinu 1. dezember 1932, er bar upp á fimmtudag og var hann afsagður vegna greiðslufalls mánudaginn 5. s. m., og byggja áfrýjendurnir sýknukröfu sína á þvi, að vixilréttur gagnvart þeim hafi glatazt sökum þess, að víxill- 665 inn hafi ekki verið afsagður innan þess tíma, er 41. gr. víxillaganna frá 13. jan. 1882 ákveður. En stefnandi heldur því fram að 1. dezember 1932 hafi sem bankafrídagur verið hliðstæður helgum degi, afgreiðslustofu bankans, þar sem víxillinn átti að greiðast, hafi verið lokað allan þann dag, sem og er viðurkennt, og hafi því gjalddagi víxilsins samkv. 91. gr. vixillaganna færzt yfir á 2. dezember, og af- sögnin þar af leiðandi farið fram á 2. virkum degi frá gjalddaga, þannig að ákvæðum 41. gr. vixillag- anna hafi verið fullnægt. En á þetta verður ekki fallizt. Gjalddagi vixilsins 1. dez. 1932 var ekki að lögum helgur dagur og heimild brestur til lögjöfn- unar frá upphafsákvæði 91. gr. víxillaganna frá 13. jan. 1882, eins og héraðsdómarinn hefir gert. Það verður því að líta svo á, að afsögn vixilsins hafi farið fram síðar en 41. gr. vixillaganna ákveður og að stefndi hafi þess vegna glatað víxilrétti sínum gagnvart áfrýjendunum. Það ber því að fella hinn áfrýjaða dóm úr gildi að því er snertir áfrýjend- urna og sýkna þá af öllum kröfum stefnda í mál- inu. Eftir þessum úrslitum þykir rétt að stefndi greiði áfrýjendunum málskostnað í undirrrétti og hæsta- rétti, er ákveðst 100 kr. til hvers þeirra. Því dæmist rétt vera: Áfrýjendurnir, Þorbergur Guðmundsson, Jón Á. Gíslason, Halldór Þorsteinsson og Eirík- ur Þorsteinsson, eiga sýknir að vera af öllum kröfum stefnda, Útvegsbanka Íslands h/f, í máli þessu. Stefndi greiði áfrýjendunum málskostnað í 666 undirrétti og hæstarétti með 100 krónum til hvers þeirra, að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað fyrir gestaréttinum með stefnu, útgefinni 22. maí s. l., af Útvegsbanka Íslands h/f. hér í bæ gegn Ísfélagi Gerða h/f., Þorbergi Guðmundssyni, Jaðri, Jóni Á. Gíslasyni, Halldóri Þorsteinssyni, Vörum. öllum til heimilis í Gerðum, Garði í Gullbringursýslu og Eiríki Þorsteinssyni, Ásvallagötu 18 hér í bænum, til greiðslu víxils að upphæð kr. 7500,00 útgefins 25. ágúst f. á. af stefndum Þorbergi og samþykkts af stefndu Ís- félagi til greiðslu í Útvegsbankanum hér í bæ 1. dez. f. á. en á vixli þessum, sem afsagður var vegna greiðslufalls 5. s. m. eru stefndir Jón, Halldór og Eiríkur ábekingar. Hefir stefnandi krafizt þess, að stefndir verði in sol- idum dæmdir til þess að greiða sér upphæð víxilsins kr. 7500,00 með 6% ársvöxtum frá gjalddaga hans til greiðsludags, 4 % upphæðarinnar í þóknun kr. 14,50 í, afsagnarkostnað og málskostnað að skaðlausu. Nemur hann eftir framlögðum reikningi, sem er í samræmi við auka-tekjulögin og lágmarksgjaldskrá málaflutnings- mannafélagsins kr. 436,50. Allir hinir stefndu hafa látið mæta í málinu. Hefir stefndur Ísfélag Gerða h/f. engum andmælum hreyft gegn framangreindum kröfum stefnanda og verða þær því teknar til greina að öllu leyti að því er það snertir. Hins- vegar hafa aðrir hinir stefndu mótmælt kröfum stefn- anda og krafizt sýknu af þeim og málskostnaðar hjá honum að skaðlausu. Byggja þeir sýknukröfuna á þvi, að víixilrétturinn á hendur þeim samkvæmt umræddum víxli sé glataður vegna vangeymslu. Gjalddaga víxilsins 1. dez. f. á. hafi borið upp á virkan dag og þar sem vixill- inn hafi ekki verið afsagður fyr en ö. þess mánaðar eða á 3. virkum degi eftir gjalddaga sé afsagnargerðin ólögmæt. Stefnandi hefir mótmælt eindregið þessari varnar- ástæðu stefndra, og haldið því fram, að telja megi 1. dez. helgan dag, því að þann dag sé bönkum og opinberum 667 skrifstofum lokað allan daginn og hafi því gjalddagi um- rædds vixils færzt yfir á 2. dez. og sé þá vixillinn löglega afsagður samkvæmt ákvæðum í 91. gr. víxillaganna. Það er nú að vísu svo, að 1. dez. er ekki löghelgur dagur. Hinsvegar hafa undanfarin ár verið hátíðahöld dag þenna til minningar um viðurkenningu fullveldis Ís- lands árið 1918. Hefir dagurinn jafnframt um nokkurt skeið undanfarið verið bankafridagur og að nokkru leyti frídagur náms- skrifstofu- og verzlunarfólks. Þykir því mega láta ákvæðin í fyrstu setningu 91. greinar víxil- laganna taka til dags þessa með lögjöfnun (analogiu) og var þá gjalddagi vixils þess, sem hér um ræðir fyrst 2. dez. Hefir víxillinn því að áliti réttarins verið afsagður innan lögmælts tíma, og verða þá úrslit málsins þau, að mótmæli stefndra verða ekki tekin til greina, heldur ber að taka dómkröfur stefnanda til greina að öllu leyti. Miðvikudaginn 14. marz 1934. Nr. 148/1933. Jón Þorláksson borgarstjóri, f. h. Reykjavíkurbæjar gegn Magnúsi Jónssyni Úrskurður hæstaréttar. Stefndi hefir óskað eftir því að málinu verði Írestað til maímánaðar næstkomandi. Rökstyður hann þá frestbeiðni með því, að hann þurfi að sameina málið gagnáfrýjunarmáli, er stefnt hafi verið til maimánaðar, og að hann, sem hyggst að flytja mál sitt sjálfur, þurfi að læknisráði að fara til útlanda til að leita sér lækninga. Af áfrýjanda hálfu er hinum umbeðna fresti mótmælt, en hins- vegar hefir áfrýjandi samþykkt, að stefnda verði veittur frestur til 21. þ. m., og hefir stefndi gert varakröfu í þá átt. 668 Í máli þessu er áfrýjað dómi uppkveðnum í bæjarþingi Reykjavíkur 19. jan. 1933. Dómi þess- um skaut stefndi til hæstaréttar með stefnu útg. 11. febr. 1933. Kom málið fyrir rétt í maímánuði 1933 og var stefnda í þessu máli þá, með samþykki sagnaðilja veittur frestur til októbermánaðar s. 1., en er málið þá kom fyrir rétt hafði ágrip dómsgerða enn eigi verið lagt fram og var málinu því vísað frá hæstarétti með dómi réttarins 1. nóv. s. 1. Áfrýjandi tók því næst út stefnu í málinu af sinni hálfu 22. dez. s. 1. til fyrirtöku í febrúarmánuði. Stefndi tók hinsvegar út gagnáfrýjunarstefnu í málinu 29. jan. s.1. til fyrirtöku í maímánuði. Þegar mál þetta kom fyrir rétt í febrúarmánuði var því með samkomu- lagi aðilja frestað til dagsins i dag. Með því að stefndi samkvæmt því, er að framan segir, hefir átt þess nægan kost að bera mál sitt fyrir hæstarétt, og hefir látið fresti þá, er honum hafa verið veittir, ónotaða, verður honum nú, gegn mótmælum áfrýjanda, eigi veittur hinn umbeðni frestur til maímánaðar, en hinsvegar Þykir rétt, að veita honum frest til 21. þ. m. svo sem áfrýjandi hefir samþykkt. Því úrskurðast: Hinn umbeðni frestur til maimánaðar næst- komandi verður ekki veittur, en stefnda veitist frestur í málinu til 21. þ. m. 669 Mánudaginn 19. marz 1934. Nr. 89/1933. Carl Finsen, f. h. eigenda botnvörpu- skipsins Libeck (Sveinbjörn Jónsson) Segn Pálma Loftssyni, f. h. Skipaútgerðar ríkisins (Ólafur Þorgrímsson cand. jur.). Björgunarlaun. Dómur sjóréttar Reykjavíkur 14. ágúst 1933: Stefndur, Carl Finsen, f. h. eigenda b/v Libeck N. 0. 127, greiði stefnandanum, Ólafi Þorgrimssyni, f. h. Skipaútgerðar rik- isins, kr. 42,000,00 ásamt 5% ársvöxtum frá 16. júní 1932 til greiðsludags og málskostnað með kr. 1200,00 — innan þriggja daga frá lögbirtingu dóms þessa, að viðlagðri að- för að lögum. Dómur hæstaréttar. Samkvæmt forsendum hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann, þó svo að upphæð björgunarlaun- anna ákveðst 35,000 krónur. Málskostnað fyrir hæstarétti greiði stefndi áfrýj- anda með 400 krónum. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða dómi skal óraskað, þó svo að björgunarlaunin séu 35,000 krónur. Stefndi, Pálmi Loftsson, f. h. skípaútgerðar ríkisins, greiði áfrýjanda, Carli Finsen, f. h. eigenda botnvörpungsins Lúbeck, 400 krónur í málskostnað í hæstarétti. Dóminum skal fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. 670 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Með stefnu, dags 16. júní f. á., hefir stefnandi, Ólafur Þorgrímsson, f. h. Skipaútgerðar rikisins, höfðað mál þetta gegn framkvæmdarstjóra Carli Finsen, f. h. eig- enda b/v Lúbeck frá Nordhavn N. Q. 127, til greiðslu kr. 70000,00 björgunarlauna með 5% ársvöxtum frá 6. marz 1932 til greiðsludags og málskostnað samkv. framlögð. um reikningi, sem nemur kr. 2355,50. Stefndur hefir mót- mælt stefnukröfunni sem allt of hárri og í rauninni sem fjarstæðu en viðurkennt, að stefnandi eigi rétt til hæfi- legrar þóknunar fyrir aðstoð, svo hefir hann mótmælt málskostnaðarkrófunni og krafizt þess að sú krafa verði algerlega látin falla niður en til vara að málskostnaður verði miðaður við upphæð þá, sem tilgreind verður, Málavextir eru þeir, er nú skal greina: Í skýrslu skipstjóra b/v Lúbeck segir svo: Laugardaginn 5. marz 1932 var b/v Lúbeck“ á ferð austur með landi fyrir sunnan Reykjanes. Var á stór- viðri frá NNA. Kl. 15,50 var farið með hálfri ferð og skyggni mjög illt. Breytti skipið þá stefnu í S.A. á komp- ás en skömmu síðar brotnaði styriskeðjan á stjórnborða. Skipið snerist ekki til stjórnborða heldur á bakborða. Var vélin stöðvuð til þess að koma stýriskeðjunum aft- ur í samt lag. Skömmu síðar tók skipið niðri. Vélin var sett á fulla ferð aftur á bak en skipið lagðist nú hart yfir á stjórnborða og skrúfan slæst hart upp úr sjónum. $Skip- stjórinn kannaðist þegar við, er land sást 10 mínútum eftir strandið, að skipið stóð á steingrunni 2 sjómílur norðvestur af Strandavita. Dýpið var mælt fram í og reyndist vera 2,5 m. miðskipa 6 m og aftur í 1,80 m. Skip- ið heggur hart í grunn framan og aftan. Ástæður skips- ins mjög hættulegar. Skipstjóri felur símamanni að síma „SOS“. Við það gefur íslenzka farþegaskipið e/s Detti- foss sig fram, en hann kom á strandstaðinn kl. 19, Ki. 19,20 fór að koma sjór í skipið og var þá settur út bát- ur. KI. 20,10 kom vélbátur e/s Dettifoss að togaranum. Þar eð aðstaða togarans enn sem fyr var vond og skipið vegna útfallsins, sem nú var komið, hafði mikinn siokk- halla var afráðið að yfirgefa það fyrir nóttina. Skipverj- ar tóku með sér farangur sinn að meiru eða minna leyti. Ki. 20,50 voru menn togarans teknir um borð í e/s Detti- 671 foss. Skipstjóri, 1. stýrimaður og 1. vélstjóri fóru siðan um borð í varðskipið Ægir, sem komið var þá á strand- staðinn „en aðrir skipverjar fóru til Reykjavíkur með e/s Dettifoss. Allar tímaákvarðanir eru þýzkur tími. Í skýrslu varðskipsins Ægir, sem lá fyrir akkeri í Vestmannaeyjum, segir svo: kl. 255 e, h. fréttist að Þýzkur togari væri strandaður nálægt Selvogi, var þá strax gert sjóklárt og kl. 3,15 haldið áleiðis á strand- staðinn. Veður var N. 7—8 og sjór 4. Kl. 8,10. e. h. lagð- ist Ægir í Herdísarvík og fór vélbátur hans strax um borð í e/s Dettifoss til að sækja skipshöfn togarans er bjargað hafði verið ca. hálfri stundu áður en Ægir kom. Litlu eftir að yfirmenn togarans voru komnir um borð í Ægir átti að reyna að fara um borð í togarann til að skoða björgunarmöguleika og ætlaði skipstjóri togarans líka, en vindur og kvika hafði aukizt það mikið, að vél- bátinn ætlaði að fylla við hlið Ægis og hafðist ekki við að ausa hann og varð því að hætta við förina. Næsta morgun kl. 3,50 f. h. var veðrinu farið að slota. Var Þá vélbáturinn settur út og fór þá skipherra og 1. vélstjóri Ægis um borð í togarann ásamt fleiri mönnum. Var þá dáutt undir katlinum en talsverður sjór kominn í skip- ið og var hann mestur Í lestunum. Kynti 1. vélstjóri Ægis upp og dældi skipið þurrt og tók það nokkuð langan tima. KI. 5 f. h. kom báturinn aftur um borð í Ægir eftir að hafa lóðað kring um togarann, sem stóð aðallega að aft- an og framan en sker voru til beggja hliða og fyrir stafni rétt við, síðan var véldæla úr Ægi flutt um borð í togarann ef leki kynni að ágerast þá skipið yrði dreg- ið út. Í skýrslu skipherra varðskipsins Óðinn, sem fram var lögð í sjórétti Reykjavíkur 23. marz 1982 út af björgun togarans segir, að Óðinn hafi verið á austurleið á móts við Eyvindarhóla undir Eyjafjöllum, kl. 3,41 e. h. 5. marz, er neyðarmerkin frá b/v Löbeck heyrðust. Var þá Þegar snúið við og sett á fulla ferð og haldið á strandstaðinn. Kl. 9,03 e. h. var komið á strandstaðinn, var Þá veður N. 8, sjór 4 og éljagangur. Var þá e/s Dettifoss að fara og búinn að bjarga skipshöfninni en Ægir nýlega kominn. Næsta dag kl. 1 árd. fór veðrinu að slota og kl. 5 árd. var veður N 2 og sjór Í og skyjað. Þá var byrjað að lýsa 672 upp togarann 0$ fært sig nær strandstaðnum og því næst "farið á vélbát um borð í togarann og þar settur fastur dráttarvir, og vírinn síðan dreginn í áttina til Óðins eins langt og hann náði og endunum lagt við ból. Dýpi síðan mælt milli togarans og Óðins og reyndist 3 metrar við afturenda togarans og svo 8,5 til 9 m. út að Óðni kl. 8,57 árd. var akkeri dregið upp 08 fært sig nær togaranum og lagst fyrir báðum akkerum á 8,5 m dýpi með 60 m. keðju á bakborðsakkeri og 45 m keðju á stjórnborðsakkeri. Því næst var náð í útendann á dráttarvirnum og hann settur fastur í Óðinn. Skipherrarnir á „arðskipunum komu sér nú Saman um að reyna að ná togaranum á flot þá þegar og biða eigi næsta flóðs. Úti í togaranum voru nú skipstjóri hans og 1. stýrimaður af Óðni og áttu að gefa merki ef ætla mætti að togarinn næðist á flot. Kl. 9,43 segir skipherra Ægis, að hann hafi látið draga inn nokkuð af akkeris- festinni og síðan var dráttarvirinn halaður stífur og rykt í hann og losnaði þá togarinn á grunninu, jafnframt veitti skipherrann því eftirtekt, að Óðinn var að draga inn keðjurnar og telur hann líklegt, að það hafi hjálpað til að að losa togarann af skerinu að bæði skipin höfðu strengd- ar taugar í togarann og alda var undir skipið. En af sögn yfirmanna togarans hafði lega hans á skerinu breytzt til bóta um nóttina. Var togarinn síðan dreginn spölkorn út á víkina og festur aftan Í Ægir og kafari frá Ægir send- ur niður til að athuga skemmdir á Þbotni togarans. Skemmdunum á togaranum er Í vottorði kafarans lýst svo: „Bb megin neðarlega á bóg togarans er dæld ca, 18— 20 þuml. í þvermál. Rétt aftan við framsigluna á stb. hlið er rifið upp horn á plötu við kjölinn og 4—>ð naglahnoð sködduð (sengin inn Í plötuna) og er þar einnig smá- dældað. Nokkru aftar og upp frá kjölnum á stb. hlið er dæld og ca. 4—6 hnoð gengin inn Í plötuna. Loks eru biluð 4—6 hnoð á móts við kolaboxið á stb. hlið, og þar einnig dældað. Eitt blað er alveg brotið af skrúfunni og framan af hinum þremur. Ennfremur er stýrisstefnið brotið ofan við neðsta stýriskrókinn og neðri partur styrisins beygður til b.b.“ Kafarinn þétti botn skipsins svo sem hægt var. Skipherra Ægis tók nú að sér að draga togarann til 673 *eykjavíkur og lét hann vera um borð í togaranum af skipshöfn sinni 2. stýrimann, 3. vélstjóra og 2 menn aðra, ennfremur voru þar fyrrnefndir 3 yfirmenn togarans, sem allir höfðu unnið að björguninni frá kl. 7 um morguninn. Kl. 4,06 e. h. var haldið af stað til Reykjavíkur með tog- arann Í eftirdragi. Litlu eftir að búið var að setja togar- ann aftan í rakst hann utan í Ægir og skemmdi hann lit- ilsháttar áður farið var af stað. Af áhöldum, sem notuð voru við björgunina skemmdist m. a. dráttarvir Ægis svo stytta varð hann um ca. 8 faðma. Vélbátur Ægis laskaðist talsvert, annar kjálkinn á kafarafleka o. fl. Ægir kom með togarann til Reykjavíkur að morgni þess 7. marz. Var þá kafari fenginn til að athuga skipið af nýju sérstaklega botn þess, og er lýsing þessa kafara lík vottorði kafara Ægis, en skemmdir þó talsvert meiri en þar voru sagðar. M. a. slingurkjölurinn stb. megin all- ur beygður meira og minna, upp eftir og fremst er hann alveg lagður fast upp að skipshliðinni. Hællinn er beygð- ur til bb. ca. 30 sm o. fl. Stýrið er bogið til b.b. og auk brotanna á skrúfunni, sem áður er lýst, var róin, sem heldur skrúfunni á ásnum burtu. Skrúfustefnið einnig brotið undir hekkinu fyrir ofan sjó. Það verður ekki séð, að neinar líkur séu til þess, að skipið hefði getað náð sér út af sjálfsdáðum. Þrir menn voru eftir af skipshöfninni. skipið lekt og engin tiltök að rannsaka lekann eða stöðva hann, þar sem skipið lá, og eigi heldur þótt það væri á floti, nema með fullkomn- um kafara og öllum tækjum, sem því til heyra. Ekkert akkeri úti af skipinu til þess að draga það út á þótt það hefði flotið og enginn skipsbátur. Stýrið lamað, skrúfan brotin og skúfustefnið brotið undir hekkinu og skrúfan gat losnað þar sem róin, sem heldur henni á ásnum, var burtu. Sjórétturinn telur því að hér hafi tvímælalaust verið um björgun skipsins Lúöbeck að ræða, skipið algert strand þar sem það lá á hættulegum, afskekktum stað með sker á báðar hliðar og á Steinagrunni, enda skipshöfnin yfirgefið skipið, eins og rétt var, og skipstjóri sent frá sér 11 menn af 14 manna skipshöfn, enda þótt 1 varð. skip með ágætum útbúnaði væri þá komið á strandstað- inn og annað að koma. Sýnir þetta m. a. að skipstjóri 674 hefir talið ólíklegt að skipið næðist út, enda þótt veður lægði. Er meta skal upphæð björgunarlaunanna ber að taka tillit til kostnaðar varðskipanna, er bregða strax við, er þau heyra neyðarkallið og sigla langan veg í vondu veðri til að bjarga mönnum og skipi ef auðið yrði. Unnu þau siðan að björgun togarans með dugnaði og hvort um sig eftir mætti og lögðu til dráttartaugar, en Ægir auk þess véldælu, sem þó virðist ekki hafa þurft að nota, og önnur björgunaráhöld er skemmdust meira eða minna. Skipið eftir strandið, ásamt veiðarfærum, kolum, afla og öðru, sem í því var, var metið af dómkvöddum mönnum í Reykjavík á kr. 149,719,00. Með tilliti til þess að björg- unin sjálf gekk fljótt og áhættulitið telur sjórétturinn bjarglaunin hæfilega metin kr. 42000,00 auk 5% vaxta frá 16. júní 1932. Skipting bjarglaunanna milli varðskip- anna verður hér ekki gerð þar sem engin krafa hefir komið fram um það í málinu, enda skipin eign sömu út- gerðar. Þá ber og stefndum að greiða málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 1200,00. Miðvikudaginn 21. marz 1934. Nr. 4/1933. Skólanefnd Reykjaskóla (Pétur Magnússon) gegn Ólafi Jónssyni (Jón Ásbjörnsson). Skaðabætur fyrir samningsrof. Dómur gestaréttar Húnavatnssýslu 3. dez. 1933: Skóla- nefnd Reykjaskóla, sem stefnt er í máli þessu, greiði f. h. Reykjaskóla stefnandanum Ólafi Jónssyni, smið á Borð- eyri, 2354 — tvö þúsund þrjú hundruð fimmtíu og fjór- ar — krónur, 40 aura, ásamt 6% ársvöxtum af þeirri upp- hæð frá 1. janúar 1932 að telja þar til greitt er. Svo greiði hún og stefnandanum fyrir bönd sama skóla 450 — fjög- ur hundruð og fimmtíu — krónur í málskostnað. 675 Dóminum að fullnægja innan 3ja daga frá löglegri birt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Stefndi hefir hér fyrir réttinum ómótmælt hald- ið því fram, að það hafi verið samkvæmt hans til- lögum og með samþykki skólanefndarinnar, að smiði á skólahúsinu á Reykjum hafi verið frestað í marzmánuði 1931, eftir að skólahald þar hafi hafizt í janúarmánuði s. á. Hann hefir og ómót- mælt haldið því fram, að eftir að skólahaldinu var lokið um vorið, hafi hann grenslast eftir því hjá skólanefndinni hvenær vinna við skólahúsið skyldi hafin á ný, en ætið fengið ógreið svör, og féleysi borið við. Hafi hann fyrst eftir að vinna var byrjuð í ágústmánuði s. á., fengið að vita að skólanefndin hafi ráðið annan mann sem yfirsmið, til að ljúka við byggingu hússins. Að þessu athug- uðu og eins og flutningi málsins var hagað í und- irrétti af hálfu áfrýjanda, verður samkvæmt á- stæðum þeim, er fram eru teknar í hinum áfrýjaða dómi að telja áfrýjanda skyldan til að greiða stefnda skaðabætur fyrir samningsrof. Áfrýjandi hefir hér fyrir réttinum krafizt þess til vara, að bætur þær, er stefndi hefir fengið dóm fyrir, verði færðar niður að miklum mun, en með því engar kröfur hafa komið fram í undirrétti um lækkun á skaðabótakröfu stefnda, og ástæður þær, er slíkar kröfur eiga að byggjast á, eru nú of seint fram komnar, verður að staðfesta hinn áfrýjaða gestaréttardóm. Eftir þessum úrslitum verður og að dæma á- frýjanda til að greiða stefnda málskostnað í hæsta- rétti, er ákveðst 150 krónur. 676 Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða dómi skal óraskað. Áfryj- andi, skólanefnd Reykjaskóla, f. h. skólans, á að greiða stefnda, Ólafi Jónssyni, 150 krónur í málskostnað í hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta, sem er höfðað með gestaréttarstefnu, útgef- inni 26. júlí og þingfest 17. ágúst þ. á., er risið út af ágrein- ingi um ráðningu stefnanda sem yfirsmiðs við byggingu Reykjaskóla, og eru málavextir þeir, sem hér greinir. Á fundi byggingarnefndar Reykjaskóla, er haldinn var 15. marz 1930, voru teknar ákvarðanir þær, er felast í út- drætti úr afriti af gerðabók fundarins, er lagt hefir verið fram í málinu sem rskj. 4, og hér fer á eftir: „1. Rætt um efniskaup byggingarinnar. Var Ólafi Jónssyni falið að gera áætlun um sement og timbur, gerandi ráð fyrir því, að byggt yrði fyrir ca. 40—50 þúsund krónur, var Ólafur beðinn að gera Þessa áætlun sem allra fyrst til þess að hægt yrði að ná efninu upp með fyrirhuguðu byggingarefnaskipi, sem væntanlegt er til kaupfélagsins. Var þá nefndum Ólafi falið að afhenda Kristmundi Jónssyni efnispöntunina til afgreiðslu. Þá kom til ráðning á Ólafi Jónssyni trésmið á Borðeyri. Var Ólafur ráðinn sem yfirsmiður byggingarinnar. Var honum falið að sjá um ráðningu steinsmiða og tré- smiða. Kaup Ólafs var ákveðið kr. 1,80 pr. tíma. Kaup annara smiða var ekki hægt að ákveða þá. Þá kom nefndin sér saman um að auglýsa þá þegar eftir verkamönnum nægilega mörgum ... Út af ráðn- ingunni var Kristmundi Jónssyni falið að auglýsa eftir verkamönnum og taka á móti tilboðum ...“. Samkvæmt þessari fundarsamþykkt byggingarnefndar- innar, var bygging skólans hafin þá um vorið undir stjórn stefnanda, Ólafs Jónssonar, sem yfirsmiðs, og var unnið allt 677 sumarið og veturinn eftir fram í marzmánuð. Var þá að- alsmíði hússins lokið, svo hægt var að taka það til notkun- ar sem skóla, en þó mikið eftir ógert við það utan og inn- an, t. d. húðun að utan, málning og fóðrun að innan o. fl. Vegna skólahaldsins var verkinu hætt í marzmánuði, en síðan hafið aftur í ágústmánuði þá um sumarið, og þá af nýjum yfirsmið, og unnið að því að fullgera húsið til árs- loka (1931). Var hinn nýi yfirsmiður ráðinn, án þess að stefnanda væri sagt upp, eða gert aðvart um það. Stefnandi, Ólafur Jónsson. heldur því fram, með skir- skotun til samþykktar byggingarnefndar Reykjaskóla frá 15. marz 1930, sem tilfærð er hér að framan, að hann hafi með þeirri samþykkt verið ráðinn yfirsmiður byggingar- innar, þar til henni væri að fullu lokið, enda hafi hann að sínu leyti neitað atvinnu, sem honum bauðst annarsstað- ar, vegna þess, að hann taldi sig bundinn við samning sinn við byggingarnefndina um að fullgera bygginguna. Telur hann hér vera að ræða um samningsrof, eða brigð á lof- orði um vinnu á meðan á ákveðnu verki stæði fyrir á- kveðið kaup, og gerir kröfu til bóta, þannig, að hann sé jafn vel settur, sem samningurinn hefði verið haldinn. Eru dómkröfur hans þær, að hin stefnda skólanefnd verði f. h. Reykjaskóla dæmd til að greiða honum umsamið kaup fyrir allan þann tíma, sem það tók að fullgera bygging- una, eftir að hinn nýi verkstjóri tók við verkinu, samtals kr. 2354,40 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. jan. 1932 til greiðslu- dags, og málskostnað að skaðlausu, en hann er talinn vera samkv. framlögðum reikningum samtals kr. 968,00. Hin stefnda skólanefnd Reykjaskóla heldur því hinsveg- ar fram, að ráðning stefnanda, sem yfirsmiðs byggingar- innar, hafi aðeins miðast við þann tíma, er það tæki að byggja fyrir ca. 4050 þúsund krónur, sbr. 1. lið sam- þvkktarinnar frá 15. marz 1930. Nú hafi stefndur fengið að byggja fyrir miklu meira fé, eða fyrir ca. 80—90 þús- und krónur, og hafi því yfir engu að klaga. Krefjast stefnd- ir fyrir hönd Reykjaskóla sýknu af öllum kröfum stefn- anda og málsvarnarlaun að skaðlausu. Það verður fyrst og fremst að teljast viðurkennt í mál- inu, að útskrift af fundargerð byggingarnefndar Reykja- skóla, frá 15. marz 1930, sem lögð hefir verið fram í málinu af stefnanda, sem réttarskjal nr. 4, sé rétt, þótt óstaðfest sé, 678 þar sem því réttarskjali hefir ekki verið mótmælt af stefndu, heldur þvert á móti þvi hefir verið lýst yfir af þeirra hálfu, að það væri ekki véfengt, enda margoft vitnað í það í máls- varnarskjölunum athugasemdalaust. Þá verður það og að teljast viðurkennt í málinu, þar sem því hefir eigi verið and- mælt, að meiri hluti byggingarnefndar Reykjaskóla, er mætti á fundinum 15. marz, og stóð að þeirri fundarsamþykkt sem þar var gerð, hafi haft til þess fullt umboð. Samningur bygg- ingarnefndarinnar við stefnanda er vinnusamningur, en eigi verksamningur, og virðist því ekkert athugavert við það, Þó eigi sé gerður við hann skriflegur samningur, ann- ar en sá, er í fundargerðinni frá 15. marz felst. Verður rétt- urinn því að lita svo á, að ráðningaryfirlýsing sú, er felst í fundargerðinni frá 15. marz, sé bindandi fyrir bygging- arnefnd skólans, sem ákveðið loforð af hennar hálfu um að stefnandi skuli fá að vera yfirsmiður byggingarinnar. Er ráðningaryfirlýsingin orðuð þannig, að ganga má út frá að vilja yfirlýsing eða tilboð hafi legið fyrir frá stefn- anda, Í samræmi við yfirlýsingu byggingarnefndarinnar. En hvað sem því líður, hefir stefnandi samþykkt samn- inginn að sínu leyti, með því að takast verkið á hendur samkvæmt fundarsamþykktinni. Í 2. lið fundargerðarinn- ar, sem skoða verður sem alveg sjálfstæða grein, eru eigi nefnd nein tímatakmörk, og enginn fyrirvari gerður í neina átt. En af því leiðir að rétturinn verður að fallast á þá skoðun stefnanda, að hann hafi verið ráðinn yfirsmið- ur byggingarinnar, þar til henni væri að fullu lokið. Þessi ályktun styðst og við framburð vitnisins Kristmundar Jónssonar (rskj. nr. 5), en bann var einn þeirra manna, er sat byggingarnefndarfundinn 15. marz, og sá þeirra, er mestan þátt virðist hafa tekið í undirbúningi verksins, þar til stefnandi tók við, sbr. fundargerðina 15. marz, niðurlag 1. liðs og 3. lið. Af þessu leiðir aftur, að rétturinn getur eigi tekið til greina þá varnarástæðu stefndu, að 1, lið fundargerðarinnar frá Í. marz beri að skilja þannig, að ráðning stefnanda hafi verið bundin við, að byggt yrði að- eins fyrir ca. 40—50 þúsund krónur, án tillits til þess. hvort byggingunni yrði þá lokið eða ekki. Kemur í þessu sambandi til álita, að því er ómótmælt haldið fram af um- boðsm. stefnanda í málinu, að teikningin af húsinu hafi eigi komið norður fyr en 10. júlí, eða rúmum mánuði eftir 679 að verkið var hafið. Virðist því mjög sennilegt og eðlilegt, að byggingarnefndin hafi eigi getað gert sér glögga grein fyrir því 15. marz, hve dýr skólabyggingingin mundi verða, eða hve langan tíma það mundi taka að koma henni upp. Má og telja sennilegt, að farið hafi saman of lág áættl- un um byggingarkostnað, og of lág áætlun byggingartím- ans. Af hendi stefndu hafa engar málsvarnir komið fram í þá átt, að stefnandi hafi ekki verið starfi sínu vaxinn, eða sýnt vanrækslu, er réttlætt gæti það, að gengið væri fram hjá honum, eins og enginn samningur hefði verið við hann gerður. Þá er því og eigi mótmælt af stefndu, að stefn- anda hafi eigi verið sagt upp vinnunni, og að honum hafi eigi verið tilkynnt eða annar væri ráðinn í hans stað, og loks er því eigi heldur mótmælt af þeirra hendi, að stefn- andi hafi orðið af atvinnu annarsstaðar, vegna þess, að hann taldi sig bundinn samningnum að ljúka við skóla- bygginguna. Af því sem að framan er tilfært leiðir, að rétturinn verð- ur að fallast á þá skoðun stefnanda, að um samningsrof hafi verið að ræða gagnvart honum af hendi byggingar- nefndar Reykjaskóla. En af því leiðir aftur, að stefnandi á rétt á að fá bætt það tjón, er samningsrofið hefir valdið honum, en það tjón telur hann nema kaupi því, er hann fór á mis við að vinna sér inn, við að fullgera bygging- una frá 13. ágúst til 31. dez. 1931. Og þar sem stefndu hafa aðeins krafizt sýknu í málinu, en enga varakröfu gert um lækkun skaðabótakröfunnar, né reynt að sýna fram á að hún sé of há, og eigi heldur mótmælt til vara vaxtakröfu stefnanda, né krafizt niðurfærslu á þeim, ber að taka þessar kröfur stefnandans til greina eins og þær liggja fyrir, og dæma hina stefndu skólanefnd f. h. Reykjaskóla til þess að greiða stefnandanum hina um- stefndu upphæð kr. 2354,40 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. jan. 1932 til greiðsludags. Þá ber og eftir þeim úrslitum að dæma hina stefndu skólanefnd f. h. Reykjaskóla til þess að greiða stefnandanum málskostnað, sem með sér. stöku tilliti til þess, annarsvegar, að stefnanda virðist hafa verið bakaður mikill kostnaður að þarflausu, með því, að neita honum um að fá Kristmund Jónsson leidd. an sem vitni í Í. réttarhaldi málsins, þegar vottorð Það var lagt fram, er hann síðar var leiddur til að staðfesta 9 680 fyrir réttinum, og með tilliti til þess hinsvegar, að máls- kostnaðarliðirnir sumir eru áætlaðir, en aðrir órökstudd- ir, ákveðst kr. 450,00. Föstudaginn 23. marz 1934. Nr. 135/1933. Magnús Jónsson gegn borgarstjóra Reykjavíkur, f. h. bæj- arsjóðs. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Magnús Jónsson, er eigi mætir í mál- inu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Föstudaginn 23. marz 1934. Nr. 3/1934. Ólafur Jóhannesson gegn hreppsnefnd Stokkseyrarhrepps Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Ólafur Jóhannesson, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. 681 Föstudaginn 23. marz 1934. Nr. 5/1934. Árni S. Böðvarsson gegn Brynjólfi Stefánssyni, f. h. Sjóvá- tryggingarfélags Íslands h/f, Helga Nikulássyni og Sig. Sveinbjörnssyni Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Árni S. Böðvarsson, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs ef bann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Mánudaginn 9. april 1934. Nr. 148/1933. Borgarstjóri Reykjavíkur f. h. bæjar- sjóðs (Guðm. Ólafsson) segn Magnúsi Jónssyni (Enginn). Útsvarsmál. Staðfestingardómur. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 19. jan. 1933: Stefnd- ur, Magnús Jónsson, greiði stefnandanum, borgarstjóra Reykjavíkur f. h. bæjarsjóðs, kr. 1200,00 ásamt %2% drátt- arvöxtum á mánuði af kr. 600,00 frá 1. mai 1928 til 1. sept s. á. og af allri upphæðinni frá þeim degi til greiðslu- dags og kr. 75,00 í málskostnað innan fimmtán daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Með dómi bæjarþings Reykjavíkur 9. jan. f. á. var stefndi í máli þessu, Magnús Jónsson prófess- or juris, dæmdur til að greiða borgarstjóra Reykja- 682 víkur, f. h. bæjarsjóðs, vangoldið útsvar frá árinu 1928 að upphæð kr. 1200, með £% dráttarvöxtum á mánuði af 600 kr. frá 1. maí 1928 til 1. sept. s. á. og af allri upphæðinni frá þeim degi til 1. jan. 1932, en 1% dráttarvöxtum á mánuði frá þeim degi til greiðsludags og ennfremur 75 kr. í máls- kostnað. Eftir að stefndi, prófessor Magnús Jónsson, hafði áfrýjað dómi þessum til hæstaréttar með stefnu dags. 11. febr. f. á. og því máli verið vísað frá rétt- inum með dómi 1. nóv. f. á., hefir nú borgarstjóri Beykjavíkur f. h. bæjarsjóðs áfrýjað ofangreind- um dómi með stefnu dags. 22. dez. f. á., og verður að skilja dómkröfu hans hér fyrir réttinum þannig, að hann krefjist staðfestingar á dóminum og maáls- kostnaðar í hæstarétti. Var mál þetta þingfest í hæstarétti 28. febr. þ. á. og þá mætt í því af hálfu stefnda og því frestað til 14. f. m., og er málið þá aftur kom fyrir réttinn var enn mætt af hálfu stefnda og þvi frestað til 21. s. m., en er það þá skyldi flutt mætti stefndi eigi og enginn hans vegna. Hefir það því verið flutt skriflega samkvæmt 38. gr. hæstaréttarlaganna og er dæmt samkv. N.L. 1—4-32— og 2. gr. tilsk. 3. júni 1796. Í stefnunni er þess getið, að málinu sé áfrýjað samkvæmt áfrýjunarleyfi. Hefir það verið lagt fram í málinu og er það dagsett 23. dez. f. á. eða degi síðar en áfrýjunarstefnan er gefin út. En þetta get- ur eigi valdið frávísun málsins ex officio þegar af þeirri ástæðu, að jafnframt hefir verið lagt fram bréf dómsmálaráðuneytisins dags. 13. f. m., þar sem skýrt er frá þvi, að ráðuneytið hafi tilkynnt áfrýj- anda sama dag og stefnan var gefin út, að áfrýj- unarleyfið mundi verða veitt. 683 Og að öðru leyti eru engir þeir gallar á meðferð málsins, er útiloki það, að staðfestingarkrafa áfrýj- anda verið tekin til greina og ber því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Og þar sem stefndi svo sem áð- ur segir hafði áfrýjað dóminum til breytingar og með því gefið áfrýjanda nokkra ástæðu til að á- frýja til staðfestingar, þá þykir einnig rétt að dæma hann til að greiða áfrýjanda málskostnað í hæsta- rétti, er ákveðst 200 krónur. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði bæjarþingsdómur staðfestist. Stefndi, prófessor Magnús Jónsson, greiði á- frýjanda, borgarstjóra Reykjavíkur, f. h. bæj- arsjóðs, 200 kr. í málskostnað fyrir hæstarétti. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er eftir árangurslausa sáttaumleitun höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 8. marz f. á., af borgarstjóranum í Reykjavík, f. h. bæjarins, gegn Magnúsi Jónssyni, prófessor juris, til greiðslu útsvars fyrir árið 1928 að upphæð kr. 1200,00 ásamt %2% dráttarvöxtum á mánuði af helming þess, kr. 600,00 frá 1. mai 1928 til 1. sept. s. á. og af allri upphæðinni frá þeim degi til 1. jan. 1932, en 1% dráttarvöxtum á mánuði frá þeim degi til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Stefndur hefir mótmælt kröfum stefnanda og krafizt þess 2ðallega, að málinu væri vísað frá dómi. Til vara hefir hann krafizt sýknu og málskostnaðar hvernig sem málið fer. Frávísunarkröfuna byggir stefndur í fyrsta lagi á því, að lögheimili hans og varnarþing séu austur Í Árnessýslu, en ekki hér í bænum og sé því algerlega óheimilt að reka mál út af hinni umstefndu kröfu hér. 684 Stefnandi hefir hinsvegar haldið því fram, að dvöl stefnds hér í bænum sé þann veg háttað, að hann verði að teljast heimilisfastur hér og sé því mál þetta réttilega höfðað fyrir bæjarþinginu. Það er vitanlegt, enda in confesso í málinu, að stefndur hefir fasta atvinnu hér sem prófessor í lögum við Háskóla Íslands, og verður vegna þessarar atvinnu sinnar að dvelja hér í bænum að minnsta kosti ca. 9 mánuði ársins. Þá kemur það og fram að stefndur muni hafa leigða hér íbúð allan ársins hring og nokkur hluti fjölskyldu hans dvelst hér allmikinn hluta ársins. Þykir því verða að fallast á það hjá stefnanda, að stefndur megi teljast búsettur hér, þannig að heimilt sé að stefna honum til að svara til sak- ar hér fyrir bæjarþinginu og verður því greind frávísun- arástæða stefnds ekki tekin til greina. Í öðru lagi hefir stefndur krafizt frávísunar málsins á þeim grundvelli, að sáttakæran sé ólöglega birt óviðkom- andi konu. En þar sem stefnan er birt í húsi því, sem stefndur býr í, hér í bænum, fyrir konu, sem á heima í þessu sama húsi og ekki er upplýst, að aðrir þeir, sem fyrst skal birta stefnu eftir 9. gr. laga um stefnubirtingar nr. 63 frá 14. nóv. 1917 hafi verið viðstaddir er stefnubirtingin fór fram, verður ekki séð, að henni hafi í nokkru verið á- bótavant, enda sótti stefndur sáttafund og hefir því þessi frávisunarástæða stefnds ekki við rök að styðjast, sbr. og 10. gr. áðurgreindra laga. Þá hefir stefndur enn byggt frávísunarkröfuna á því, að komizt hafi á utanréttarsætt milli sín og stefnanda um að mál þetta skyldi hafið og útvarskrafan falla niður gegn ákveðnum skilyrðum, sem hann telur sig hafa fullnægt að öllu leyti. Til vara hefir stefndur notað þetta sem sýknuástæðu. En gegn mótmælum stefnanda hefir stefnd- ur ekki sannað, að samningar hafi tekizt um að hefja mál þetta eða að utanréttarsætt hafi komizt á um hina um- stefndu skuld og verður því þessi varnarástæða stefnds heldur ekki tekin til greina. Enn hefir stefndur krafizt sýknu af þeirri ástæðu. að útsvar það er stefnt er til greiðslu á hafi verið ranglega lagt á hann hér, þar sem hann hafi ekki átt lögheimili í bænum er útsvarið var á lagt og því ekki verið hér útsvars- skyldur. En þó svo yrði litið á að hann hefði verið heim- 685 ilisfastur hér er útsvarið var á lagt, þá eigi hann að losna við að greiða það hér, sbr. d lið 8. gr. útsvarslaganna nr. 46 frá 15. júní 1926, sökum þess, að hann hafi greitt út- svar í heimilissveit sinni í Árnessýslu fyrir árið 1928 og gert kröfu um það, að vera felldur af skrá hér, en ekki komi til mála að hann sé útsvarsskyldur á tveim stöðum. Stefnandi hefir nú haldið því fram, að dvöl stefnds og fjölskyldu hans hér í bænum, svo 08 atvinna hans hér, hafi verið eins háttað á þeim tíma, sem hið umstefnda útsvar var á lagt og nú, en frá þeim atriðum er greint hér að framan og hefir stefndur ekki mótmælt þessari staðhæf- ingu sérstaklega. Við þetta bætist að upplýst er í málinu, að stefndur er ásamt fjölskyldu sinni talinn til heimilis í Hafnarstræti 8, hér í bænum á manntali 1926 og 1927 án nokkurra athugasemda. Verður því ekki annað séð en um- rætt útsvar hafi réttilega verið lagt á stefndan hér, sbr. 8. gr. 1. málsgr. útsvarslaganna. Þá hefir stefndur ekki gegn mótmælum stefnanda lagt fram nokkur gögn fyrir þvi, að honum hafi verið gert að greiða útsvar fyrir umrætt ár annarsstaðar en hér í bænum og sést þá ekki að hann eigi heimtingu á að vera felldur af skrá hér. Úrslit málsins verða því samkvæmt framansögðu þau hér fyrir réttinum, að stefndur verður dæmdur til þess að greiða hina um- stefndu útsvarsupphæð með dráttarvöxtum eins og krafizt hefir verið svo og málskostnað, er ákveðist 75 krónur með tilliti til þess, að upphaflega fylgdi lögtaksréttur hinni um- stefndu skuld, og stefnandi hefir með því að nota hann ekki bakað sér að nokkru leyti sjálfur kostnaðinn við máls- höfðun þessa 686 Mánudaginn 9. april 1934. Nr. 149/1933. Borgarstjóri Reykjavíkur f. h. bæjar- sjóðs (Guðm. Ólafsson) gegn Magnúsi Jónssyni (Enginn). Útsvar. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 19. jan. 1933: Stefndur, Magnús Jónsson, greiði stefnandanum, borgarstjóra Reykja- víkur, f. h. bæjarins, kr. 1200,00 ásamt %% dráttarvöxt- um, á mánuði af kr 600,00 frá 1. mai 1927 til í. sept. s. á., og af allri upphæðinni frá þeim degi til 1. jan. 1932, en 1% dráttarvöxtum á mánuði frá þeim degi til greiðsludags og kr. 75,00 í málskostnað innan fimmtán daga frá lögbirt- ingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Þegar mál þetta, sem áfrýjað er til staðfestingar með stefnu, útgefinni 22. dezbr. f. á., var þingfest hinn 28. febr. þ. á., var mætt í því af hálfu stefnda, er lagði fram áfrýjunarstefnu til ómerkingar eða breytingar á hinum áfrýjaða dómi. Var málum þess- um þá frestað, fyrst til 14. marz þ. á. og síðar til 21. s. m., en þegar málið var þá tekið fyrir mætti eng- inn af stefnda hálfu. Áfrýjunarstefnan féll því nið- ur, en staðfestingarmálið var flutt skriflega og er dæmt samkvæmt N. L.1—4—32— og 2. gr. tilsk. 3. júni 1796. Á meðferð málsins í undirréttinum eða áfrýjun þess eru engir þeir gallar, er útiloki það, að krafa áfrýjanda verði tekin til greina, og ber samkvæmt þessu að staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Með því að stefndi hefir tekið út áfrýjunar- stefnu í máli þessu fyrst 13. marz 1933 og síðar 16. dezbr. s. á., er hinu fyrra máli hafði verið vísað frá 687 hæstarétti með dómi réttarins Í. nóv. f. á., og hafði með þessu veitt áfrýjanda ástæðu til að áfrýja til staðfestingar, þykir rétt að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda 200 kr. í málskostnað fyrir hæsta- rétti. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða bæjarþingsdómi skal ó- raskað. Stefndi, Magnús Jónsson, próf. juris, greiði áfrýjanda, borgarstjóra Reykjavíkur, f. h. bæj- arsjóðs, 200 kr. í málskostnað fyrir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er eftir árangurslausa sáttaumleitun höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu útgefinni 8. marz s. 1. af borgarstjóranum í Reykjavik, f. h. bæjarins gegn Magnúsi Jónssyni, prófessor juris, til greiðslu útsvars fyrir árið 1927 að upphæð kr. 1200,00 ásamt % % dráttarvöxtum á mánuði af helming þess, kr. 600,00, frá 1. maí 1927 til 1. sept. s. á., og af allri upphæðinni frá þeim degi til 1. jan. 1932 en 1% dráttarvöxtum á mánuði frá þeim degi til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Stefndur hefir mótmælt kröfum stefnanda og krafizt þess aðallega að málinu verði vísað frá dómi. Til vara hefir hann krafizt sýknu, og málskostnaðar hefir hann krafizt hvernig sem málið fer. Frávísunarkröfuna byggir stefndur í fyrsta lagi á því, að lögheimili hans og varnarþing séu austur í Árnesþingi, en ekki hér í bænum og sé því algerlega óheimilt að reka mál út af hinni umstefndu kröfu hér. Stefnandi hefir hinsvegar haldið því fram, að dvöl stefnds hér í bænum sé þann veg háttað, að hann verði að teljast heimilisfastur hér og sé þvi mál þetta réttilega höfð- að fyrir bæjarþinginu. 688 Það er vitanlegt, enda in confesso í málinu, að stefndur hefir fasta atvinnu hér sem prófessor í lögum við háskóla Íslands, og verður vegna þessarar atvinnu sinnar að dvelja hér í bænum að minnsta kosti ca. 9 mánuði ársins, Þá kemur það og fram, að stefndur mun hafa leigða hér íbúð allan ársins hring og nokkur hluti fjölskyldu hans dvelst hér allmikinn hluta árs. Þykir því verða að fallast á það hjá stefnanda, að stefndur megi teljast búsettur hér, þann- ig, að heimilt sé að stefna honum til að svara til sakar hér fyrir bæjarþinginu og verður því greind frávísunarástæða stefnds ekki tekin til greina. Í öðru lagi hefir stefndur krafizt frávísunar málsins á þeim grundvelli, að sáttakæran sé ólöglega birt óviðkom- andi konu. En þar sem stefnan er birt í húsi því, sem stefndur býr í hér í bænum fyrir konu, sem á heima í þessu sama húsi og ekki er upplýst að aðrir þeir, sem fyrst skal birta stefnu, eftir 9. gr. laga um stefnubirtingar nr. 63 frá 14. nóv. 1917 hafi verið viðstaddir, er stefnubirt- ingin fór fram, verður ekki séð, að henni hafi í nokkru verið ábótavant, enda sótti stefndur sáttafund og hefir því þessi frávísunarástæða stefnds ekki við rök að styðjast, sbr. og 10. gr. áðurgreindra laga. Þá hefir stefndur enn bvægt frávisunarkröfuna á því að komizt hafi á utanréttarsætt milli sín og stefnanda um að mál þetta skyldi hafið og útsvarskrafan falla niður gegn ákveðnum skilyrðum, sem hann telur sig hafa fullnægt að öllu leyti. Til vara hefir stefndur notað þetta sem sýknu- ástæðu. En gegn mótmælum stefnanda hefir stefndur ekki sannað, að samningar hafi tekizt um að hefja mál þetta eða að utanréttarsætt hafi komizt á um hina umstefndu skuld og verður því þessi varnarástæða stefnds heldur ekki tekin til greina. Enn hefir stefndur krafizt sýknu af þeim ástæðum, að útsvar það, sem stefnt er til greiðslu á, hafi verið rang- lega lagt á hann hér, þar sem hann hafi ekki átt lögheim- ili í bænum, er útsvarið var á lagt, og því ekki verið hér útsvarsskyldur. En þó svo yrði litið á, að hann hefði verið heimilisfastur hér, er útsvarið var á lagt, þá eigi hann að losna við að greiða það hér, sbr. d. lið 8. gr. útsvarslag- anna nr. 46 frá 15. júní 1926, sökum þess, að hann hafi greitt útsvar í heimilissveit sinni i Árnessýslu fyrir árið 689 1927 og gert kröfu um það að vera felldar af skrá hér, en ekki komi til mála að hann sé útsvarsskyldur á tveim stöðum. Stefnandi hefir nú haldið því fram, að dvöl stefnds og fjölskyldu hans hér í bænum, svo og atvinnu hans hér hafi verið eins háttað á þeim tíma, sem hið umstefnda útsvar var álagt og nú, en frá þeim atriðum er greint hér að framan, og hefir stefndur ekki mótmælt þessari staðhæf- ingu sérstaklega. Við þetta bætist, að upplýst er í mál- inu, að stefndur er ásamt fjölskyldu sinni talinn til heim- ilis í Hafnarstræti 8, hér í bænum á manntali 1926 og 1927 án nokkurra athugasemda. Verður því ekki annað séð en umrætt úttsvar hafi réttilega verið lagt á stefnanda hér, sbr. 8. gr. 1. málsgr. útsvarslaganna. Þá hefir stefndur ekki gegn mótmælum stefnanda lagt fram nokkur gögn fyrir því, að honum hafi verið gert að greiða útsvar fyrir umrætt ár annarstaðar en hér í bænum og sést þá ekki, að hann eigi heimtingu á að vera felldur af skrá hér. Úrslit málsins verða því samkvæmt framansögðu þau hér fyrir réttinum, að stefndur vérður dæmdur til þess að greiða hina umstefndu útsvarsupphæð með dráttarvöxtum eins og krafizt hefir verið svo og málskostnað, er ákveðst 75 krónur með tilliti til þess að upphaflega fylgdi lögtaks- réttur hinni umstefndu skuld og stefnandi hefir með því að nota hann ekki bakað sér að nokkru leyti sjálfur kosta- aðinn við málshöfðun þessa. 690 Mánudaginn 9. april 1934. Nr. 145/1933. Borgarstjóri Reykjavíkur f. h. bæjar- sjóðs (Guðm. Ólafsson) gegn Magnúsi Jónssyni (Enginn). Fjárnám. Fjárnámsgerð fógetaréttar Árnessýslu 2. maí 1938. Dómur hæstaréttar. Hinn 2. maí 1933 var samkvæmt kröfu áfrýjanda fógetaréttur Árnessýslu settur að Árnesi í Þing- vallasveit til þess þar og þá að gera fjárnám til lúkningar dómkröfu á hendur honum samkvæmt eftirnefndum dómum, er framlagðir voru í fógeta- réttinum. 1. dómi hæstaréttar 21. júní 1929 .... kr. 40,00 2. dómi bæjarþings Reykjavíkur 11, júlí S. á. 20ccccc00n0 — 200,00 3. dómi hæstaréttar 28. nóv. 1930 .... — 50,00 4. dómi sama réttar sama dag ...... — 50,00 5. dómi sama réttar sama dag ...... ng 50,00 6. dómi bæjarþings Reykjavíkur 12. jam. 1983 sessa nn — 200,00 7. dómi sama réttar 19. jan. sama ár — 1200,00 8. dómi sama réttar sama dag ...... — 1200,00 ásamt vöxtum, dráttarvöxtum, og málskosinaði, sem nánar er tilgreint í hinum tveimur síðast nefndu dómum, svo og fyrir kostnaði við aðförina og uppboð, ef til þess kæmi. Með því að stefndi mætti eigi við aðfarargjörðina, tók fógetinn sam- kvæmt kröfu áfrýjanda eignarjörð stefnda, Úlf- ljótsvatn í Grafningshreppi með öllum gögnum og sæðum, þar með töldum veiðirétti og vatnsréttind- 691 um, fjárnámi til tryggingar framannefndum kröf- um áfrýjanda. Fjárnámsgjörð þessari hefir áfrýjandi áfrýjað til hæstaréttar til staðfestingar með stefnu dags. 14. dez. f. á., að fengnu áfrýjunarleyfi útgefnu sama dag. Þegar málið var þingfest 31. jan. þ. á. var mætt í því af stefnda hálfu. Var málinu þá eftir beiðni áfrýjanda, en gegn mótmælum stefnda frestað með úrskurði réttarins uppkveðnum sama dag til febrúarmánaðar. Er málið kom fyrir rétt- inn aftur 2. febr. var €.n mætt í því af stefnda hálfu og málinu þá frestað til 7. f. m. eftir beiðni áfrýjanda og með samþykki umboðsmanns stefnda, en er málið skyldi flutt nefndan dag, mætti stefndi eigi og enginn af hans hendi. Málið hefir því verið flutt skriflega samkvæmt 38. gr. hæstaréttarlag- anna og er dæmt eftir framlögðum skjölum sam- kvæmt N. L. 1-4-—32, og 2. gr. ttilsk. 3. júní 1796. Á framkvæmd fjárnámsins eða áfrýjun málsins eru engir þeir gallar, er útiloki það, að krafa áfrýj- anda verði tekin til greina og ber því að staðfesta hina áfrýjuðu fjárnámsgerð. Með því að stefndi hafði áfrýjað fjárnámsgerð þessari, fyrst með stefnu útgefinni 7 júní 1933, og síðar með stefnu út- gefinni 20 nóv. s. á., er hinu fyrra máli hafði verið vísað frá hæstarétti og hafði þar með veitt áfrýj- anda ástæðu til að áfrýja málinu til staðfestingar, þykir rétt að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda 200 kr. í málskostnað í hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Hin áfrýjaða fjárnámsgerð skal vera órösk- uð. Stefndi, Magnús Jónsson prófessor juris, 692 greiði áfrýjanda, borgarstjóra Reykjavíkur, f. h. bæjarsjóðs, 200 kr. í málskostnað í hæsta- rétti að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 9. april 1934. Nr. 150/1933. Borgarstjóri Reykjavíkur f. h. bæjar- sjóðs (Guðm. Ólafsson) gegn Magnúsi Jónssyni Lögtak. Áfrýjun til staðfestingar. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 12. janúar 1933: Máli þessu vísast frá dómi. Stefnandinn, Magnús Jónsson, greiði stefndum, borgarstjóra Reykjavikur, f. h. bæjar- sjóðs, kr. 200 í málskostnað innan fimmtán daga frá lög- birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Þegar mál þetta, sem áfrýjað er til staðfesting- ar, var þingfest hinn 28. febr. þ. á., var mætt í því af hálfu stefnda og var málinu þá frestað til marz mánaðar, en er málið var tekið fyrir til flutnings 21. þess mánaðar mætti enginn af stefnda hálfu. Málið hefir því verið flutt skriflega og er dæmt samkvæmt N. L. 1—4—32 og 2. gr. tilsk. 3. júni 1796. Á meðferð málsins í undirrétti eða áfrýjun þess eru engir þeir gallar, er útiloki það, að krafa áfrýj- anda verði tekin til greina og ber því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Með því að stefndi hefir gefið áfrýjanda tilefni íil þess, að áfrýja máli þessu til staðfestingar, þykir 693 rétt að dæma hann til að greiða áfrýjanda máls- kostnað í hæstarétti, er ákveðst 200 kr. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða bæjarþingsdómi skal ó- raskað. Stefndi, Magnús Jónsson, próf. juris, greiði áfrýjanda, borgarstjóra Reykjavíkur, f. h. bæjarsjóðs, 200 kr. í málskostnað fyrir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Málavextir í máli þessu eru þeir, að hinn 31. marz 1928, lét bæjarsjóður Reykjavíkur hefja lögtaksgerð hjá stefn- anda þessa máls, Magnúsi Jónssyni, prófessor juris, til tryggingar 1200 króna aukaútsvari til Reykjavíkurbæjar fyrir árið 1926. Fékk bæjarsjóður lögtaksúrskurð fyrir kröfu þessari ásamt dráttarvöxtum hinn 30. apríl 1928 og var lögtakið síðan framkvæmt 27. febrúar 1929. Með stefnu útgefinni 11. júní 1928 og framhaldsstefnu, útg. 25. marz 1929, höfðaði prófessorinn síðan skaðabótamál út af gerðinni fyrir héraðsdómi, en því máli var frá vísað 11. júní 1929 af þeim ástæðum að stefnandi hafði jafnframt því að höfða mál í héraði, áfrýjað lögtaksgerðinni til hæstaréttar og var hún á þeim tíma undir áfrýjun þar. En hæstaréttarmálinu var einnig vísið frá hæstarétti með dómi réttarins uppkveðnum 28. nóv. 1930. Framangreinda lögtaksgerð telur stefnandi algerlega ólögmæta og hefir nú enn höfðað mál þetta samkv. 12. gr. laga nr. 16 1885 um lögtak og fjárnám, með stefnu útgef- inni 10. marz f. á. gegn borgarstjóranum í Reykjavík f. h. bæjarsjóðs og gert þær réttarkröfur að fyrrgreind útsvars- krafa bæjarsjóðs verði dæmd ógild og sér verði dæmdar kr. 7000,00 í skaðabætur fyrir tjón og miska við hina ólög- mætu lögtaksgerð, svo og málskostnaður eftir mati rétt- arins. 694 Stefndur hefir mótmælt kröfum stefnanda og krafizt þess aðallega, að máli þessu verði vísað frá dómi. Til vara hefir stefndur krafizt sýknu og málskostnaðar hefir hann krafizt, hvernig sem málið fer. Frávísunarkröfuna reisir stefndur á því að mál þetta sé allt of seint höfðað, þar sem málshöfðunarfresturinn sé í 12. gr. lögtakslaganna ákveðinn 8 vikur frá lögtaksdegi. Stefnandi hefir nú í þessu máli notað sáttaumleitanirn- ar frá fyrrgreindu skaðabótamáli sínu, er frávísað var 11. júní 1929, en ekki leitað sátta á ný og eru sáttakærurnar birtar 16. mai 1928 og 15. marz 1929, en þar sem rúmlega 15 mánuðir líða frá því að mál út af lögtaksgerðinni var síðast fyrir rétti (frávísun hæstaréttar) og þar til máli þessu er stefnt fyrir rétt, þykir verða að fallast á það hjá stefndum, að mál þetta sé of seint höfðað eftir nefndri lagagrein og ber því að taka frávísunarkröfu stefnds til greina, og tildæma honum málskostnað er ákveðst 200 krónur. Mánudaginn 9. april 1934. Nr. 118/1933. Valbjörg Kristmundsdóttir (Stefán Jóh. Stefánsson) gegn Páli Þorleifssyni (Enginn). Frávisun. Dómur einkalögregluréttar Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu 6. febr. 1932. Dómur hæstaréttar. Með bréfi dómsmálaráðuneytisins dags. 31. júlí 1933 var stefnanda máls þessa, Valbjörgu Krist- mundsdóttur, samkvæmt heimild þeirri, sem veitt er í 30. gr. hæstaréttarlaganna, veitt leyfi til að fá málið af nýju tekið til meðferðar í hæstarétti, þótt það hefði verið dæmt þar hinn 24. okt. 1932. Sam- 695 kvæmt leyfi þessu hefir nefnd Valbjörg Krist- mundsdóttir á ný stefnt málinu fyrir hæstarétt með stefnu dags. 26. okt. f. á., eftir að hafa fengið til þess gjafsókn og sér skipaðan talsmann. Á stefn- una, sem lögð hefir verið fram í hæstarétti, er rit- uð svohljóðandi yfirlýsing: „Að framanrituð hæstaréttarstefna sé mér lög- lega birt, og að mér hafi verið afhent afrit af henni, vottast hér með, með eiginhandar undirskrift. Hjarðarbóli, 27. nóvember 1933. Páll Þorleifsson“. En stefnuvottarnir hafa hvorki með áritun á stefnuna né á annan hátt vottað „að það sé stefndi, er hafi undirritað yfirlýsingu þessa eða að stefn- an hafi verið birt honum, og þetta er heldur eigi sannað með vottorði notarii publici. Það brestur þannig sönnun fyrir því, að stefnan hafi verið lög- lega birt stefnda, og þar sem hann hvorki hefir mætt né látið mæta við fyrirtekt málsins í hæsta- rétti, verður ex officio að vísa því frá réttinum. Eftir þessum úrslitum á málskostnaður í hæsta- rétti að falla niður og verður hinum skipaða tals- manni stefnanda eigi að svo stöddu dæmd mál- flutningslaun. Því dæmist rétt vera: Máli þessu vísast frá hæstarétti. Málskostn- aður fellur niður. 10 696 Miðvikudaginn 11. april 1934. Nr. 10/1934. Réttvísin og valdstjórnin (Lárus Jóhannesson) segn Hallgrími Pétri Hólm Aðalbjörnssyni (Jón Ásbjörnsson). Brot g. 200. gr. alm. hegnl. og 6. gr. bifreiðalaga 70/1931 m. m. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 28. dez. 1933: Ákærður Hallgrímur Pétur Hólm Aðalbjörnsson, sæti einföldu Eg elsi í 30 daga og greiði allan af máli þessu leiddan og leið- andi kostnað, þar á meðal 35 krónur í málsvarnarlaun til hins skipaða verjanda sins hér í réttinum. Ólafs Þorgrims- sonar, lögfræðings. Auk þess skal ákærður sviftur ökuskírteini í 6 mánuði frá birtingu þessa dóms að telja. Fullnustu hinnar ídæmdu fangelsisrefsingar skal frest- að og hún falla niður nema ákærður innan 5 ára frá upp- sögn dóms þessa sæti ákæru í opinberu máli fyrir glæp drýgðan af ásettu ráði og í því máli dæmdur til þyngri refsingar en sekta. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Það er upplýst fyrir hæstarétti, að Ökuskirteini ákærða var af honum tekið 1. nóv. Í. á., og þykir rétt, að sá tími, sem ákærði sé sviftur rétti til að stýra bifreið, sé talinn frá þeim degi. Með þessari breytingu þykir mega staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar á meðal málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 80 kr til hvors. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður, þó svo, að timi sá, er ákærði skal sviftur rétti 697 til að stýra bifreið, teljist frá 1. nóv. 1933. Á- kærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinn- ar, þar á meðal málflutningslaun skipaðs sækj- anda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstarétt- armálflutningsmannanna, Lárusar Jóhannes- sonar og Jóns Ásbjörnssonar, 80 kr. til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af réttvísinnar og valdstjórnarinnar hálfu gegn Hallgrími Pétri Hólm Aðalbjarnarsyni, bif- reiðarstjóra, Skólavörðustig 15, fyrir brot gegn ákvæðum 17. kapitula hinna almennu hegningarlaga frá 25. júni 1869 og lögum nr. 51 frá 1928 um nokkrar breytingar til bráða- birgða á hegningarlöggjöfinni og viðauka við hana, enn- fremur fyrir brot gegn ákvæðum bifreiðalaganna nr. 70, 1931 og lögreglusamþykktar Reykjavíkur. Málavextir eru þeir, er nú skal greina og sannaðir eru með eigin játningu ákærðs, er kemur heim við það, sem á annan hátt er upplýst í málinu. Að kvöldi hins 1. nóv. s.1. um kl. 9,30 var ákærður á leið upp að Lágafelli í bifreið sinni R.E. 878. Stýrði hann sjálfur bifreiðinni en með honum var einn farþegi, Kristinn Jó- hannesson, bifreiðarstjóri, er sat í framsæti við hlið ákærðs. Þegar upp í Sogin kom. þar sem reiðvegurinn sker Suð- urlandsbrautina varð árekstur milli bifreiðarinnar og gang- andi manns, Jónatans Þorsteinssonar kaupmanns, er kom með barn í fanginu sunnan af reiðveginum og ætlaði norður yfir veginn. Verður að telja upplýst að áreksturinn hafi orðið með þeim hætti að Jónatan hafi rekizt utan í bif- reiðina hægra megin að framanverðu, enda brotnaði fram- rúða bilsins við áreksturinn, hvort heldur það hefir verið Jónatan eða barnið, sem á hana hefir rekizt. Við árekstur- inn féll Jónatan í götuna og barnið sömuleiðis. Hrökk það nokkru lengra austur á veginn. Ákærður stöðvaði bifreiðina þegar í stað og tók Jónatan og barnið upp í bifreiðina og ók þeim á Landspitalann. 698 Hafði Jónatan mist meðvitund við áreksturinn og dó hann af meiðslunum daginn eftir, án þess að hafa komið til meðvitundar. Kom í ljós að höfuðkúpubotninn hafði brotn- að og sömuleiðis hafði hann hlotið viðbeinsbrot vinstra megin. Barnið Hulda Ágústsdóttir að nafni, hafði fulla rænu, er á Landspitalann kom. Hafði hún hlotið fimm sár með sléttum röndum á höfuðið, frá 1—6 cm. á lengd. Var hún gróin sára sinna viku síðar, en samkvæmt vottorði spítalalæknis mun hún bera áberandi ör eftir eitt sárið, sem gekk frá hársverðinum hægra megin niður á mitt enni. Ákærði kveðst ekki hafa séð Jónatan fyrr en hann átti eftir um einn meter ófarinn að honum. Kveður hann hafa verið glatt tunglsljós og hafi það verið orsök þess, að bif- reiðarljósin lýstu ver upp umhverfið en ella. Samkvæmt framburði vitnisins, Kristins Jóhannessonar, virðist hann hafa séð Jónatan á undan ákærðum, því hann kveðst hafa séð hann í cm. 2 faðma fjarlægð og hafi hann þá sam- stundis sagt við ákærðan: „Passaðu þig“, en bá hafi það engum togum skipt að áreksturinn hafi orðið og glerbrot- um úr rúðunni hægra megin ringdu yfir vitnið. Það er upplýst í málinu, að ákærður beygði þegar til vinstri, er hann varð Jónatans var, og beitti jafnframt hemlunum. Rann bifreiðin út af veginum til vinstri, inn á reiðveginn, og stöðvaðist á hálfri annari lengd sinni. Ekki kveðst ákærður minnast þess að hann hafi gefið hljóð- merki er hann sá Jónatan á götunni, og ekki er það upp- lýst á annan hátt að hann hafi gert það. Um ökuhraðann verður síðar rætt. Jónatan Þorsteinsson hafði komið frá Reykjavík í stræt- isvagni og farið úr vagninum við svonefndan Grensásveg í Sogunum, sunnan þjóðbrautarinnar. Í fylgd með honum voru vinnukona hans, Jósefína Jóhannsdóttir með barn sitt, fyrrnefnda Huldu Ágústsdóttur, Helgi Laxdal, lögfræðis- nemi og stúlka að nafni Unnur Loftsdóttir. Höfðu þau gengið dálitinn spöl eftir reiðveginum sunnan við þjóð- vegin unz þau komu að þeim stað er reiðvegurinn liggur yfir þjóðbrautina. Vitnið Unnur Loftsdóttir hefir borið það, að hún 'og Jónatan hafi verið heldur á undan hinum og hafi þau komið jafn snemma af reiðveginum inn á Suðurlandsbrautina. Þegar að vegamótunum kom kveðst hún hafa tekið eftir 699 bifreið, sem kom austur eftir Suðurlandsbraut í þó nokk- urri fjarlægð. En þegar þau Jónatan hafi verið komin inn á Suðurlandsbrautina hafi bifreiðin verið komin það nærri, að hún hafi hikað við, hennar vegna, að halda áfram og því numið staðar á vegarjaðrinum, en Jónatan hafi haldið áfram yfir veginn án þess að stansa. Kveðst vitnið þó hafa séð hann líta í átt til bifreiðarinnar. Hafi hann gengið hvatlega en ekki hlaupið og minnir hana að hann hafi borið barnið á vinstri handlegg. Kveður hún Jónatan hafa verið kominn svo að segja alveg yfir veginn er bifreiðina bar að, og hafi hún séð hann ganga í gegnum ljósbjarma bif- reiðarinnar. Kveðst vitnið hafa séð að Jónatan varð fyrir vinstra framhorni bifreiðarinnar og sé hún alveg viss um að hann hafi ekki lent á hægri hlið bifreiðarinnar, en sam- kvæmt öðrum upplýsingum í málinu, sérstaklega því hvernig Jónatan og barnið láu eftir slysið og að rúða brotn- aði hægra megin, hlýtur hér að vera um misskynjun að ræða. Vitnið Jósefina Jóhannsdóttir kveðst hafa verið skamt á eftir Jónatan þegar hann kom að staðnum þar sem reið- vegurinn liggur norður yfir Suðurlandsbrautina. Kveðst hún hafa verið komin rétt að vegamótunum, er hún sá til bifreiðarinnar og var bifreiðin þá í töluverðri fjarlægð. Hún kveðst hafa séð til Jónatans á leiðinni yfir brautina og hafi sér fundizt að hann væri kominn það langt áleið- is yfir, að öllu væri óhætt. Hafi Jónatan gengið hratt en ekki hlaupið. Svo kveðst hún skyndilega hafa heyrt skrölt og brothljóð en ekki hafi hún séð sjálfan áreksturinn og geti hún því ekki skýrt nánar frá atvikunum þar að lútandi. Vitnið Helgi Laxdal kveðst hafa komið nokkru síðar en Jónatan að vegamótunum. Þegar vitnið var að komast að eða inn á þjóðveginn kveðst hann hafa komið auga á bifreiðina, sem hafi ekið með miklum hraða austur veg- inn. Hafi það síðan engum togum skipt er Jónatan var kominn yfir miðju þjóðvegarins en vitnið upp á vegbrún- ina, að Jónatan varð fyrir bifreiðinni. Kveðst vitnið hafa horft á er áreksturinn varð, en ekki þorað að segja með fullri vissu hvernig bifreiðin kom við Jónatan, en álita, að hann hafi orðið fyrir hægri framparti hennar framanverð. um og við það kastast fram á götuna. Vitnið Kristinn Jóhannesson, sem var í bifreiðinni með ákærða, kveðst eins og áður segir fyrst hafa veitt Jóna- 700 tan og samferðafólki hans eftirtekt, er það var á að giska tvo faðma framundan. Þykist vitnið þess fullviss, að bif- reiðin hafi ekki rekizt beint á Jónatan heldur hafi Jóna- tan kastast á hægra frambretti aftan við framhjólið, um leið og bifreiðin beygði út af veginum. Um ökuhraða bifreiðarinnar hefir komið fram í mál- inu sem hér segir: Ákærður heldur því fram sjálfur, að hann hafi ekið með ca. 30—40 kilometra hraða pr. klst. A8 vísu geti hann ekki ákveðið hraðann nákvæmlega en muna eftir því að hann hafi litið á hraðamælinn skömmu áður en slysið varð eða nálægt Sogunum og þá hafi mælirinn sýnt 35 km. hraða miðað við klst. Kveðst mættur ekki hafa aukið hraðann úr því, og ekki heldur lækkað hann að ráði. Vitnið Kristinn Jóhannesson kveðst hafa liti3 á hraðamælirinn í hæstalagi tveim minútum áður en slysið vildi til og hafi mælirinn þá verið að fara yfir strykið 35 km. pr. kist. Kveður hann, að hraðinn hafi í mesta lagi verið orðinn 40 km. á klst. er slysið vildi til, en þó sé hann ekki viss um að hraðinn hafi aukizt nokkuð eftir að hann leit á mælirinn. Vitnið Unnur Loftsdóttir, kveður bifreiðina hafa farið hratt er hún sá hana, en treystir sér ekki til að ákveða hraða hennar. Vitnið Jósefina Jóhannsdóttir kveður sér hafa fundizt bifreið- in fara með miklum hraða, og jafnar honum við hraðari akstur, sem hún hafi séð á sömu slóðum oft áður. Vitnið Helgi Laxdal, kveður bifreiðina hafa ekið mjög hratt og giskar á að hraðinn hafi ekki verið undir 80 km. á klst. Tók vitnið fram, að þetta væri aðeins hans álit, en hann kynni ekki að stýra bifreið sjálfur. Eftirlitsmaður bit. reiða, Zophonias Baldvinsson, hefir fyrir réttinum lýst yfir því áliti sínu, að ekki sé unnt að stöðva bifreið á 40 km. hraða á hálfri annari lengd sinni, eins og ákærður hafi gert, nema hemlarnir séu góðir og vegurinn þurr. Telur hann því sennilegt að bifreiðin hafi verið á 40 km. hraða pr. klst. en öldungis útilokað að hraðinn hafi verið 80 km. pr. klst. Kveðst eftirlitsmaðurinn hafa rannsakað bifreiðina R. EF. 878 eftir að slysið varð og eins nokkrum dögum áður. Hafi hún í bæði skiptin reynzt í fyrsta flokks ökufæru ástandi og sérstaklega kveðst hann hafa athugað að hraðamælirinn hefði verið í lagi eftir að slysið vildi til. 701 Upplýst er í málinu, að ákærður hafi ekki neytt vins er slysið varð. Eftir þeim upplýsingum um. atvik að slysinu, sem Þannig hafa fengizt og lýst er hér að framan, virðist það ljóst, að Jónatan Þorsteinsson hafi sýnt ógætni í því að fara yfir miðju þjóðvegarins og ætla sér að komast yfir veginn fyrir framan bifreiðina. Þótt allmikill hraði hefði verið á bifreiðinni þá hlýtur hún þó að hafa verið komin mjög nálægt er Jónatan fór inn á nyrðri helming vegar- ins. Á hinn bóginn er það upplýst, að ákærður ók með meiri hraða en leyft er að lögum á þjóðvegum í dimmu, jafnvel þó ekki verði talið sannað að hraðinn hafi verið meiri en 35—-40 km. á klst. Þegar hér við bætist að skygni var mjög slæmt framundan að sögn ákærðs sjálfs, og það svo að hann sá ekki fólk framundan á veginum fyrr en hann átti á að giska einn meter ófarinn að því og enn- fremur að hann hægði ekki á ferð sinni er hann ætlaði yfir krossgöturnar, þar sem reiðvegurinn liggur yfir þjóð- veginn, þá verður rétturinn að líta svo á að hann hafi einnig sýnt ógætni, er meðfram sé orsök til slyssins. Samkvæmt framansögðu verður að telja, að ákærður hafi gerzt sekur um brot á 200 gr. hinna almennu hegn- ingarlaga frá 25. júní 1869 svo og 6. gr. laga um notkun bifreiða nr. 70 frá 1931 og ennfremur 46. gr. lögreglusam- Þþykktar Reykjavikur. Þykir refsing sú, er hann hefir til- unnið, samkvæmt nefndri 200. gr. hegningarlaganna, 14. gr. bifreiðarlaganna og 96. gr. lögreglusamþykktarinnar, hæfi- lega ákveðin einfalt fangelsi í 30 daga. Auk þess þykir verða að svifta hann ökuskírteini eftir 5. gr. bifreiðarlag- anna í 6 mánuði frá birtingu dóms þessa að telja. Þar sem hér er um fyrsta brot ákærðs að ræða og hann átti ekki einn sök á því að slysið vildi til, þykir mega á- kveða að fangelsisrefsingin skuli vera skilorðsbundin eftir 1. gr. laga nr. 39 frá 1907. Auk þess greiði ákærður allan af máli þessu leiddan og leiðandi kostnað, þar á meðal 35 krónur í málsvarnarlaun til hins skipaða verjanda hans hér í réttinum, Ólafs Þor- grimssonar, lögfræðings. Á máli þessu hefir enginn óþarfa dráttur orðið. 702 Föstudaginn 13. april 1934. Nr. 15/1934. Haraldur Guðmundsson (Sjálfur) gegn Á. Einarsson á Funk (Stefán Jóh. Stefánsson). Gjalddagi vöruúttektar. Dómur bæjarþings Reykjavikur 14. dez. 1933: Stefndur, Haraldur Guðmundsson, greiði stefnandanum, firmanu Á. Einarsson £ Funk, kr. 9432,63 með 6% ársvöxtum frá 17. febrúar 1933 til greiðsludags og kr. 200,00 upp í málskostn- að innan fimmtán daga frá lögbirtingu dóms þessa að við- lagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir krafizt sýknu og málskostnaðar bæði í héraði og fyrir hæstarétti. Stefndi hefir kraf- izt staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi og máls- kostnaðar fyrir hæstarétti. Með því að fallast má á greinargerðina í for- sendum hins áfrýjaða dóms, svo og niðurstöðu hans ber að staðfesta hann. Eftir þessum málsúrslitum þykir rétt að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað fyrir hæstarétti með 300 krónum. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Haraldur Guðmundsson, greiði stefnda, Á. Einarsson á Funk, 300 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. 703 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er eftir árangurslausa sáttaumleitun höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu útgefinni 22. febr. s. |. af Firmanu Á. Einarsson £ Funk, hér í bæ gegn Haraldi Guðmundssyni byggingarmeistara, Ljósvallagötu 10 hér í bænum til greiðslu skuldar að upphæð kr. 9432,63, með 6% ársvöxtum frá 1. sept. 1930 til greiðsludags og máls- kostnaðar að skaðlausu. Málavextir eru þeir, að sumarið 1930 seldi stefnandi stefndum ýmsar vörur til byggingar hússins nr. 10 við Ljósvallagöðtu hér í bænum. Virðist úttektin til hússins hafa farið fram aðallega í september og ágúst 1930 og mun byggingu þess hafa verið lokið um áramótin næstu á eftir. Um greiðslu úttektarinnar var svo ákveðið, að hún félli í gjalddaga er húsið væri selt. Nú kveður stefn- andi, að húsið sé óselt ennþá, og hann dregur í efa, að stefndur hafi gert nokkrar verulegar tilraunir til að selja það. Jafnframt heldur hann því fram, að það hafi verið forsenda fyrir vöruláninu til byggingarinnar af hálfu sinni, að stefndur seldi húsið þegar er byggingu þess var lokið, og hafi stefndum verið þetta ljóst, enda þótt verið geti, að það hafi ekki verið tekið fram berum orðum. Hefir stefnandi þessari staðhæfingu sinni til stuðnings bent á það, að hann hafi frá því seint á árinu 1928 og fram í ársbyrjun 1930 lánað stefndum byggingarefni til þriggja húsa með sömu greiðsluskilmálum og vöruúttekt- ina til Ljósvallagötu 10, og hafi stefndur í öll þrjú skiptin selt húsin og greitt byggingarefnin svo að segja strax er byggingu húsanna hafi verið lokið, enda hafi hann haft atvinnu af því að byggja hús og selja. Af framangreindum ástæðum telur stefnandi úttektina til umræddar húseign- ar, Ljósvallagötu 10, alla fallna í gjalddaga, þrátt fyrir áðurgreint orðalag samningsákvæðisins viðvíkjandi gjald- daga hennar og er mál þetta höfðað til greiðslu úttektar- innar. Stefndur hefir ekki mótmælt upphæð hinnar um- stefndu skuldar. Engu að síður hefir hann mótmælt kröf- um stefnanda og krafizt sýknu af þeim og málskostnaðar hjá honum eftir framlögðum reikningi með kr. 470,00. Byggir hann sýknunarkröfuna á því að skilja beri umrætt ákvæði bókstaflega, og þar sem honum hafi ekki tekizt 104 ennþá, þrátt fyrir margvíslegar itrekaðar tilraunir, að selja húsið Ljósvallagötu 10, sem hin umstefnda úttekt hafi gengið til, sé skuldin ekki fallin í gjalddaga og falli ekki í gjalddaga fyrr en húsið seljist, hvenær svo sem það verði. Það verður nú vart fallizt á það hjá stefndum þrátt fyrir áðurgreint orðalag viðvikjandi gjalddaga umræddr- ar úttektar, að það hafi verið tilætlun aðiljanna, að hún stæði vaxtalaus inni hjá stefndum ótakmarkaðan tíma, eins og hann heldur fram, þó að húsið seldist ekki. Verður því að áliti réttarins að skýra ákvæðið í samræmi við gögn þau, sem fyrir liggja og eðli málsins. Nú er það in confesso í málinu, að stefnandi hafði, er umrædd úttekt átti sér stað, lánað stefndum byggingarefni til þriggja húsa, hverju eftir annað og fengið andvirði þess greitt að því er virðist, þegar er hvert einstakt hús var komið upp. Þá hefir stefndur ekki mótmælt því, að hann hafi er út- tektin fór fram haft atvinnu af því að byggja hús og selja síðan. Þykir því verða að fallast á það hjá stefnanda, að samningurinn um gjalddaga hinnar umstefndu úttektar muni hafa verið gerður með þeirri forsendu af stefnanda hálfu, að stefndum hafi verið það ljóst, að stefnandi fengi úttektina greidda að minnsta kosti innan hæfilegs tíma frá því að byggingu hússins Ljósvallagötu 10 var lokið. Og þar sem næstum því 2% ár var liðið frá því að megin- hluti úttektarinnar fór fram, er mál þetta var höfðað, lit- ur rétturinn svo á að umrædd forsenda hafi brugðist svo verulega, að hin umstefnda skuld hafi öll verið í gjald- daga fallin, og stefnanda hafi þvi verið rétt að höfða mál þetta til greiðslu hennar og verða þá úrslit þess þau, að mótmæli stefnds verða ekki tekin til greina, heldur ber að dæma stefndan til þess að greiða hina umstefndu upp- hæð kr. 9432,63, en með vöxtum aðeins frá birtingardegi sáttakæru, 17. febr. s. 1. Svo þykir og eftir atvikum rétt að stefndur greiði kr. 200,00 upp í málskostnað. 705 Mánudaginn 16. april 1934. Nr. 43/1934. Valdstjórnin (Sveinbjörn Jónsson) gegn Lárusi Jóhannessyni (Sjálfur). Brot gegn |. nr. 69/1928. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 23. febr. 1934: Kærð- ur, Lárus Jóhannesson, greiði 200 króna sekt til ríkis- sjóðs. Sektin greiðist innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa, en afplánist ella með 12 daga einföldu fangelsi. Kærður greiði og allan kostnað sakarinnar. Hið ólöglega innflutta áfengi sé upptækt og eign ríkis. sjóðs. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Í 1. gr. laga nr. 3 frá 4. apríl 1923, sbr. 45. gr. laga nr. 64 frá 19. maí 1930, og 2. gr. laga nr. 64/1930 er það ákveðið, hverskonar áfengi megi flytja inn í landið. Það verður að gera ráð fyrir því, að áfengi það, er í þessu máli greinir, falli undir ákvæði laga nr. 3/1923, sbr. 45. gr. laga nr. 64/1930. Með 1., sbr. 2. gr., laga nr. 69 frá 7. mai 1928 er ríkisstjórninni einni veitt heimild til inn- flutnings á öllu því áfengi, sem flytja má inn í landið samkvæmt framannefndum ákvæðum. Kærði hefir því með innflutningi áfengis þess, sem í máli þessu getur, gerzt brotlegur við ákvæði síðastnefndra laga, og þarf því ekki, eins og málið horfir við, að rannsaka það, hvort fyrir- mæli 2. gr. reglugerðar nr. 108 frá 6. nóv. 1931, um innflutning vína þeirra, sem í lögum nr. 3/1928, sbr. 45. gr. laga nr. 64/1930, segir, hafi næga stoð í 46. gr. síðastnefndra laga. Ber því samkvæmt 706 þessu að dæma kærða til refsingar eftir 12. gr. laga 69/1928. Og með því fallast má á niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að öllu leyti, ber að staðfesta hann með framangreindum athugasemdum, og þannig, að greiðslufrestur sektarinnar verði 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Eftir þessum málalokum verður að dæma kærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með taldar 50 krónur í málflutningslaun til skipaðs sækjanda sakarinnar fyrir hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður, þó svo, að greiðslufrestur sektarinnar verði 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Kærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með taldar 50 krónur í málflutningslaun til skipaðs sækjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmála- flutningsmanns Sveinbjarnar Jónssonar. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Lár- usi Jóhannessyni, hrm., til heimilis Túngötu 3 hér í bæ fyrir brot gegn 1. nr. 69, 1928 um einkasölu á áfengi, áfengislög- um nr. 64, 1930 og reglugerð nr. 108, 1931 um sölu og veit- ingar vina þeirra, sem um ræðir í lögum nr. 3, 1923. Málavextir eru þeir, sem nú greinir: Með bréfi tollstjóra dags. 17. þ. m. er kært yfir því að komið hafi hingað með Gullfossi, sem hafnaði sig hér hinn 14. þ. m., kassi með 12 % fl. af portvíni. Samkvæmt farmskrá skipsins reyndist viðtakandi kass- ans vera kærður í málinu. 707 Kærður hefir játað, að vera innflytjandi áfengis þessa. Tilgang sinn hefir hann talið vera þann, að fá skorið úr réttarþrætu, sem hann telur vera uppi. Telur hann að inn- flutningur Spánarvina sé öllum frjáls samkvæmt áfengis- lögunum 64, 1930 og reglugerð 108, 1931, að því leyti, sem hún er ekki byggð á lögum um einkasölu áfengis nr. 69, 1928. En hinsvegar hafi nýlega fallið bæjarþingsdómur í máli milli sín f. h. Guðmundar Þórarinssonar og Áfengis- verzlunar ríkisins og ríkissjóðs út af endurgreiðslu á ó- löglegri álagningu á vin og sé þar í forsendunum berum orðum sagt, að lögin um einkasölu á áfengi nr. 69, 1928 taki ekki til Spánarvína. Úr þessu hyggst mættur að fá skor- ið með innflutningi áfengisins. Brot kærðs varðar að áliti réttarins við áfengislögin nr. 64, 1930, reglugerð um sölu og veitingu vina nr. 108, 1931 og lög um einkasölu á áfengi nr. 69, 1928. Í 1. gr. laga nr. 69, 1928 er ríkisstjórninni veitt einka- heimild til innflutnings þess áfengis og vínanda, sem heimilt er að flytja til landsins og meira er í en 2%M% af vínanda að rúmmáli. Bann þetta er skilyrðislaust. og tekur þannig einnig til vína þeirra, sem um ræðir í lögum nr. 3, 1923, þar sem þau eru ekki undantekin berum orðum. Í 2. gr. reglugerðar nr. 108, 1931 er Áfengisverzlun ríkisins einni heimilað að flytja inn vin þau, er ræðir um í lögum nr. 3, 1923. Reglugerðin er sett með heimild í 45. gr. áfengislag- anna 64, 1930 og er sett til varnar „gegn misbrúkun við sölu og veitingu vina þeirra, er ræðir um í lögum nr. 3 frá 1923, og um hæfilegan skipsforða af vinum þess- um. —-“ Kærður hefir véfengt, að ákvæði 2. gr. reglu- gerðarinnar hafi stoð í áfengislögunum, en á það verð- ur ekki fallizt. Í 45. gr. áfengislaganna eru að vísu vin þau, sem um ræðir í lögum nr. 3, 1923, undanþegin á- kvæðum þeirra „um innflutning, veitingu, sölu, heim- ilisnotkun og flutning um landið“. En þótt vin þessi séu þannig undanþegin aðflutningsbanni því, sem í áfeng- islögunum felst, er ekki þar með sagt, að takmarkanir á innflutningi þeirra vína verði ekki settur samkvæmt þeim. Í greininni er einmitt boðið að setja reglugerð um 708 varnir gegn misbrúkun við sölu og veitingu vinanna, Ti þess að slíkum vörnum verði komið við á viðeiganlegan hátt, er það óhjákvæmilegt, að setja reglur og takmarkanir um innflutninginn og verður það að teljast eitt meginskil- yrði þess, að slíkum vörnum verði haldið uppi. Það verð- ur því ekki á það fallizt að reglugerðargjafinn hafi með þessu ákvæði farið út fyrir heimild sína samkvæmt áfeng- islögunum. Samkvæmt 14. gr. reglugerðar nr. 108, 1931 skulu þrot gegn henni fara eftir fyrirmælum laga nr. 69, 1928 og 64, 1930. Samkvæmt 45. gr. áfengislaganna varðar brot gegn þeim reglum, sem settar eru um meðferð hinna undan- þegnu vina, sektum samkvæmt þeim lögum. Það ber því ekki að gera mun á óleyfilegri meðferð áfengis eftir því hvort vínin eru leyfð í landinu eða bönnuð og ber því að tiltaka refsinguna fyrir ólöglegan innflutning hinna leyfðu vina eftir 27. gr. áfengislaganna. Samkvæmt framansögðu ber að tiltaka refsingu kærðs samkvæmt 12. gr. laga nr. 69, 1928 og 27. gr. 2.1ll. áfengis- laganna 64, 1930, með því að sannað má telja, að áfengið sé ekki flutt inn til sölu eða veitinga fyrir borgun. Með tilliti til málavaxta þykir refsing hans, sem ekki hefir sætt ákæru eða refsingu áður, svo kunnugt sé, hæfi- lega ákveðin 200 króna sekt til ríkissjóðs, er greiðist innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa, en afplánist ella með 12 daga einföldu fangelsi. Hið ólöglega innflutta áfengi sé upptækt og eign ríkissjóðs. Kærður greiði allan kostnað sakarinnar. Á málinu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. 709 Mánudaginn 16. apríl 1934. Nr. 19/1933. Einar M. Jónasson gegn gjaldkera bæjarsjóðs Reykjavíkur, formanni Söfnunarsjóðs Íslands og bankastjórum Útvegsbanka Íslands h/f. Úrskurður hæstaréttar. Mál þetta, sem áfrýjað er til ógildingar uppboði 19. dez. 1932 og útlagningargerð 28. jan. 1933 á hús- eigninni, Grundarstig 8 í Reykjavík, var þingfest í maimánuði 1933 og hefir verið frestað alls 6 sinn- um samkvæmt beiðni áfrýjanda og með samþykki hinna stefndu. Enn hefir áfrýjandi beðið um frest í málinu til maímánaðar næstkomandi, en umboðs- menn hinna stefndu hafa nú mótmælt frekari frest- un. Áfrýjandi færir þá ástæðu fyrir frestbeiðni sinni, að hann hafi krafizt opinberrar rannsóknar, 7. jan. þ. á., út af meðferð Útvegsbanka Íslands h/f á víxli þeim, er áfrýjandi hafði, f. h. dóttur sinnar, gefið út til handa bankanum og húseign hennar, áðurnefndur Grundarstigur 8 í Reykjavík, var til tryggingar fyrir. Eftir að áfrýjandi hafði verið yf- irheyrður og einn af þjónum bankans út áf með- ferð vixilsins, virðist frekari rannsókn hafa verið talin þýðingarlaus. Þar sem bæði hefir verið dæmt um kröfu bankans og fjárnám hans í því til trygg- ingar henni hefir verið dæmt í hæstarétti, og eigi verður séð, að frekari opinber rannsókn á meðferð áðurnefnds víxils geti haft þýðingu fyrir gildi 710 dómsathafna þeirra, er hér greinir, þá verður hinn umbeðni frestur eigi veittur. Því úrskurðast: Hinn umbeðni frestur verður eigi veittur. Föstudaginn 20. apríl 1934. Nr. 83/1933. Pálmi Loftsson f. h. Skipaútgerðar ríkisins (Garðar Þorsteinsson) gegn Sjómannafélagi Reykjavíkur (Stefán Jóh. Stefánsson). Bótakrafa vegna afskráningar úr skiprúmi með of skömmum fyrirvara eigi tekin til greina. Dómur sjóréttar Reykjavíkur 16. mai 1933: Stefndur, Pálmi Loftsson, f. h. Skipaútgerðar ríkisins, greiði stefn- andanum, Sjómannafélagi Reykjavíkur, kr. 4587,10 með 6% ársvöxtum frá 16. júní 1932 til greiðsludags og máls- kostnað með 323 krónum innan ðja sólarhringa frá lög- birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir krafizt sýknunar af kröfum stefnda í máli þessu og málskostnaðar bæði í héraði og fyrir hæstarétti. Stefndi hefir hinsvegar krafizt staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi og málskostn- aðar fyrir hæstarétti. Samkvæmt upplýsingum þeim, er fram hafa komið í málinu fyrir hæstarétti, voru allir þeir 10 skipverjar á varðskipinu „Þór“, er í máli þessu greinir, ráðnir þannig, að um uppsögn úr skiprúmi skyldi fara „eftir sjólögum“, er skilja verður þann. 711 ig, að bæði þeir og áfrýjandi gætu slitið ráðningar- samningi eftir ákvæðum sjómannalaga nr. 41 frá 19. mai 1930. Það verður að lita svo á, að áfrýjanda og umræddum sjómönnum hafi verið fullkomlega heimilt að afsala sér í ráðningarsamningnum þeim þriggja mánaða uppsagnarfresti, sem ákveðinn er í 4. gr. varðskipalaga nr. 63 frá 7. maí 1928. Sam- kvæmt skýrslu skipherrans á „Þór“, sem stefndi hefir ekki fullyrt ranga að því leyti, var nefndum skipverjum tilkynnt 9. júlí 1931, að þeir ættu að fara af skipinu „í haust (þ. e. haustið 1931) að afloknum veiðum“, og verður að telja þessa tilkynningu, sem ekki er bundin við ákveðinn tíma, í fullu samræmi við áðurnefnda ráðningarskilmála, enda virðist hún kafa verið gerð í því skyni, að minna mennina á það, hvers þeir mættu vænta, samkvæmt ráðningarskil- málunum, um brottför sína af skipinu. Það er ekki gegn mótmælum áfrýjanda sannað, að bréfið frá 28. sept. 1931, er í hinum áfrýjaða dómi greinir, og skipherra taldi vegna ráðningarskilmálanna og til- kynningarinnar frá 9. júlí s. á. aðeins eiga við yfir- menn skipsins, þrátt fyrir orðalag þess, hafi verið lesið fyrir áðurnefndum 10 skipverjum, eða að inni- hald þess hafi verið tilkynnt þeim. Það verður þeg- ar af þessari ástæðu ekki gert ráð fyrir því, að bréf þetta hafi getað vakið von hjá þeim um það, að á- frýjandi ætlaði að víkja frá ákvæðum ráðningar- samningsins um uppsögn hans. Loks hefir skip- herra hermt það, að enginn hinna oftnefndu skip- verja hafi slegið nokkurn varnagla, er þeir voru skráðir af skipinu eða þegar þeir tóku við kaupi sínu, um það, að þeir væru látnir fara úr skiprúm- inu með of skömmum fyrirvára. Stefndi staðhæfir að vísu, að þeir hafi slegið slíkan varnagla við stýri- 11 712 mann skipsins áður en þeir voru afskráðir, en þá fullyrðing hefir stefndi ekki sannað gegn mótmæl- um áfrýjanda, enda hefir hvorki verið fengin um- sögn þessa stýrimanns um þetta atriði, þó að þess hefði væntanlega verið kostur, né heldur hafa mennirnir gert eða látið gera nokkrar athuga- semdir hjá skráningarstjóra, þegar afskráning þeirra af skipinu fór fram, sem þó hefði mátt vænta, ef þeir hefðu þá hugsað sér að gera kröfu til bóta fyrir brottvikningu úr skiprúminu vegna of skamms uppsagnarfyrirvara. Samkvæmt framansögðu verður það ekki talið, að hinir nefndu 10 skipverjar eigi nokkra kröfu til kaups eða fæðispeninga vegna afskráningar sinn- ar úr skiprúminu, og ber því að sýkna áfrýjanda af kröfum þeirra í þá átt. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður bæði í héraði og hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Áfrýjandi, Pálmi Loftsson, f. h. Skipaútgerð- ar ríkisins, á að vera sýkn af kröfum stefnda, Sjómannafélags Reykjavíkur, í máli þessu. Málskostnaður, bæði í héraði og fyrir hæsta- rétti, falli niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Með stefnu dags. 16. júni 1932, hefir Sjómannafélag Reykjavíkur höfðað mál þetta með því að stefnandi hefir fengið framseldar kröfur 10 skipverja á varðskipinu „Þór“, er telja að þeim hafi verið sagt upp starfi sínu með ónógum fyrirvara og eigi því kröfur til vangreidds kaups og fæðispeninga að upphæð alls kr. 4587,10 Krefst stefn- andi, að stefndur Pálmi Loftsson f. h. Skipaútgerðar rík- 713 isins, verði dæmdur til þess að greiða þessa upphæð með 67 ársvöxtum frá stefnudegi til greiðsludags og málskostn- að að skaðlausu og nemur hann samkvæmt reikningi, sem er í samræmi við lágmarksgjaldskrá Málaflutningsmanna- félags Íslands kr. 323,00. Stefndur hefir krafizt algerðrar sýknu og sér dæmdan málskostnað. Hinn 28. september 1931 fékk skipstjórinn á Þór svo- látandi bréf: Reykjavík, 28. sept. 1931. Herra skipstjóri Eiríkur Kristófersson v/s. Þór. Samkvæmt skipun dómsmálaráðherra, felum vér yður hér með að segja öllum skipverjum yðar upp starfinu frá 1. október n. k. að telja, með þeim fyrirvara sem varð- skipalögin áskilja. Fylgja þær skýringar til vor frá ráðherranum, að þetta sé gert til varúðar, ef komið gæti fyrir að gera þyrfti á komandi vetri sérstakar sparnaðarráðstafanir vegna yfir- standandi fjárhagskreppu. Þetta biðjum vér yður að tilkynna skipverjum yðar. Virðingarfyllst pr. Skipaútgerð ríkisins Pálmi Loftsson. Þessa fyrirskipun framkvæmdi skipstjóri án tafar með þeim hætti, að hann las ofanritað bréf fyrir skipverjunum. En hinn 13. nóv. s. á. voru 8 af þeim skipverjum sem hér eiga hlut að máli látnir fara úr skiprúmi en 2 hinn 29. s. m. og var þeim öllum greitt kaup til þess tíma, er þeir voru látnir víkja úr skiprúmi, en ekki lengur. Vantaði því 2 skipverja einn mánuð en 8 röskan 1% mánuð upp á full- an uppsagnarfrest samkv. varðskipalögunum, talið frá 1. okt. Hin umstefnda krafa stefnanda nemur samanlögðu kaupi og fæðingspeningum nefndra skipverja fyrir þann tima er vantaði á 3ja mánaða uppsagnarfrest þeirra og er kaupið í samræmi við ráðningarsamningana, en fæðispen- ingarnir reiknaðir eins og venja kvað vera á varðskipun- um. Rökstyður stefnandi kröfur sínar við það, að samkv. á. gr. laga nr. 63/1928, um varðskip landsins og skipverja á þeim, gildi skilyrðislaus Jja mánaða uppsagnarfrestur 714 fyrir skipverja varðskipanna og sé óheimilt að víkja frá þessum ákveðnu fyrirmælum. Stefndur neitar því að þessi skilningur sé réttur og segir, að varðskipalögin séu sérlög sem vafalaust sé heimilt að víkja frá og heldur því fram, að ekki beri að miða við uppsagnarfrest varðskipalaganna því að mennirnir hafi sjálfir við lögskráningu undirgengizt að hlíta uppsögn eftir sjólögum. Leggur hann fram því til sönnunar vottorð frá lögreglustjóranum í Reykjavík, er sýnir að 8 af mönnum þessum hafa verið skráðir þannig, að „uppsögn fari eftir sjólögum en um 2 eru þó ekki greinilegar upplýsingar og segir stefndur að sérstök ástæða hafi verið til að víkja frá ákvæðum varðskipalaganna vegna þess að varðskipið Þór hafi verið gert út á fisk- og sildveiðar sumarið og haustið 1931. Öðrum þræði byggir stefndur vörn sína á því að öllum skipverjum, að undanskildum stýrimönnum og vélstjórum, hafi verið sagt upp 9. júlí 1931 þannig, að uppsögnin kæmi til framkvæmda um haustið að afloknum veiðitíma og hafi því nefndir skipverjar fengið nægilegan uppsagnarfrest samkv. varðskipalögunum. Er þetta stutt við bréf, sem skipherrann á Þór skrifaði 10. dez. 1931 til stefnds og segir hann þar, að uppsögn þessi hafi farið fram eftir beiðni útgerðarstjóra. Í sama bréfi lætur skipherrann þann skilning uppi á framanrituðu bréfi frá 28. sept., að hann hafi skilið það svo, að uppsögnin þá ætti aðeins við yfirmenn skipsins. Í bréfinu segir hann einnig, að skip- verjar hafi ekki mótmælt afskráningunni 13. og 29. nóv., og ekki gert neina kaupkröfu fram yfir það, sem þeim var greitt við afskráningu. Þessu síðasta hefir stefnandi ein- dregið mótmælt og staðhæft að skipverjar hafi borið sig upp um þetta við stýrimann. Stefndur hefir einnig haft þá varnarástæðu uppi, að skipverjar hafi gefið skil- yrðislausa kvittun fyrir kaupi sinu og geti því ekki farið fram á kaupkröfu eins og gert sé með þessari málssókn. Í málinu liggur ekki fyrir nein sönnun fyrir því, að nokkur umræddra skipverja hafi gefið útgerðinni skilyrð- islausa kvittun, heldur er bending um hið gagnstæða í mál- inu, því að þeir virðast hafa borið sig upp við stefnanda undan afskráningunni og stefnandi aftur skrifað stefnd- um bréf 8. dez. 1931 viðvíkjandi málinu. Þegar af þess- 715 ari ástæðu getur þessi sýknunarástæða ekki orðið tekin til greina. Um uppsögn þá, sem á að hafa farið fram 9. júlí, liggur nú ekki annað fyrir en fyrrnefnd umsögn skipherrans. Stefnandi hefir nú ekki beinlínis neitað, að hún hafi farið fram, en hann telur uppsögnina Þýðingarlausa þótt hún hafi farið fram, því að hún hafi ekki komið til fram- kvæmda, að liðnum uppsagnarfresti. Ef skipverjar hafa fengið þessa uppsögn 9. júlí var fresturinn útrunninn 9. október, samkv. varðskipalögunum. En sjórétturinn verð- ur að hallast að því, að hér hafi í rauninni engin uppsögn farið fram, því að eftir skilningi stefnds og sjálfs skipherr- ans ætti hennar ekki að hafa verið þörf, þar sem uppsögn- in mátti fara fram eftir „sjólögum“, þ. e. sjómannalögun- um. Hitt er líklegt, að þessum skipverjum hafi verið til- kynnt, að þeir mættu búast við, að verða afskráðir að loknum veiðum. En þótt virkileg uppsögn hafi farið fram 9. júlí þá getur hún, eins og stefnandi heldur fram, ekki komið til greina í þessu máli, af því að henni var ekki framfylgt þegar að þriggja mánaða frestinum liðnum eða næsta á eftir er skipið kom í höfn hér, en mennirnir voru samkvæmt hinni upphaflegu ráðningu sinni áfram í stöðu sinni á skipinu, sem fastir skipverjar. Hér greind varnará- stæða stefnds hefir því ekki við rök að styðjast. En þá er eftir höfuðröksemd stefnds, að uppsagnar- ákvæði 4. gr. varðskipalaganna hafi ekki gilt um þessa skipverja. Stefndur hefir ekki véfengt það, að Þór hafi verið varðskip á umræddum tima og haft eftirlit með landhelgislöggjöfinni, enda hafði skipið ekki lögboðin ein- kenni almennra skipa eða fiskiskipa. Skipverjar á því voru ekki hásetar á fiskiskipi, heldur voru þeir sýslunarmenn landsins samkv. 1. gr. varðskipalaganna. Vel má það vera, að þorri skipverja hafi verið ráðinn á skipið í þetta sinn aðallega með fiskiveiðar fyrir augum, en skipverjar allir voru þó ráðnir með þeim skyldum, sem varðskipalögin greina, þar á meðal t. d. sviftir verkfallsrétti. Þótt ástæða hafi verið til að láta aðrar reglur gilda um skipverja, sem aðallega voru ráðnir til fiskiveiða, þá virðist útgerðar. stjórn og skipstjóri ekki hafa haft rétt til að skerða rétt- indi þessara manna með samningum, sem fara beint í bága við fyrirmæli varðskipalaganna og það verður ekki fallizt 716 á, að orða megi þetta svo, sem stefndur gerir, að téðir skip- verjar hafi afsalað sér 3ja mánaða uppsagnarfrestinum. Því svo framarlega sem beita mátti gegn þeim þessum upp- sagnarfresti samkv. sjómannalögunum höfðu þeir og rétt til að beita honum gegn útgerðinni, ef þeim bauð svo við að horfa. En þar með er komið út fyrir þau takmörk, sem varðskipalögin eru að setja hömlur við, með því að lög- bjóða ákveðinn uppsagnarfrest fyrir þá menn sem á varð- skipunum starfa og þess vegna er þetta sérákvæði sett í lög, að því verður að fylgja og að frá því verður ekki vik- ið. Hér skal ekkert inn á það farið, út frá hvaða skoðun bréf útgerðarstjóra frá 28. sept. er skrifað eða með hvaða skilningi skipherrann las það upp fyrir skipshöfninni, en eftir beinum orðum sínum átti það erindi til allra skip- verja og gat ekki orðið til annars en að styrkja þá skoðun þeirra, sem haldið er fram af stefnanda í þessu máli, að uppsögnin 28. sept. hafi tekið til allra skipverja. Samkv. framansögðu ber að taka kröfur stefnanda til greina að öllu leyti, þar sem engum athugasemdum hefir verið hreyft gegn kröfuupphæðinni né vaxtakröfunni. Mánudaginn 23. april 1934. Nr. 141/1933. Útvegsbanki Íslands h/f (Th. B. Líndal). Segn Friðfinni Finnssyni og bæjarfógeta Kr. Linnet, f. h. þrotabús Kristins A. Jónssonar (Enginn). Sjóveðréttur fyrir kaupi. Aflahlut. Dómur sjóréttar Vestmannaeyja 5. maí 1933: Kr. Linnet, f. h. þrotabús Kristins A. Jónssonar, greiði stefnanda, Frið. finni Finnssyni, kr. 339,35 með 5% ársvöxtum frá 11, maí 1932 til greiðsludags og málskostnað kr. 75,00. 717 Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu útgefinni 7. dezbr. f. á., að fengnu áfrýj- unarleyfi dags. s. d., og krefst þess, að fellt verði úr hinum áfrýjaða dómi ákvæði hans um sjóveð- rétt stefnda, Friðfinns Finnssonar, í vélbátnum „Góa“ R. E. 224, og að stefndi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar fyrir hæstarétti. Hinir stefndu hafa eigi mætt í hæstarétti, þótt þeim hafi verið löglega stefnt. Hefir málið því ver- ið flutt skriflega samkv. 38. gr. hæstaréttarlaganna og er dæmt eftir N.L.1—4—320g 2. gr. tilsk. 3. júní 1796. Svo sem fram er tekið í hinum áfrýjaða sjórétt- ardómi réri stefndi, Friðfinnur Finnsson, vetrar- vertíðina 1932 á vélbátnum „Góa“ R. E. 224, og var svo ákveðið í ráðningarsamningi hans við útgerð- armann bátsins, Kristinn Jónsson, dags. 22. febr. 1932, að stefndi skyldi hafa í kaup ákveðinn hluta af afla bátsins, en jafnframt skuldbatt stefndi sig til að selja útgerðarmanninum aflahluta sinn fyrir nánar tiltekið verð, og féll aflahlutur stefnda Þannig til útgerðarmannsins þegar frá öndverðu, án þess honum væri skipt úr öðrum afla bátsins, er útgerðarmaður átti. Verður að líta svo á, að með nefndum ákvæðum samnings þessa, hafi einungis verið ákveðinn sá háttur, sem hafa skyldi um á- kvörðun og útreikning kaupsins, og verður því eigi álitið, að stefndi hafi með þessu móti misst þann sjóveðrétt í skipinu, sem sjómönnum er veitt- ur með 2. tölulið 236. gr. siglingalaga nr. 56, 1914. Það verður því að staðfesta ákvæði hins áfrýjaða dóms um að stefnda beri sjóveðréttur í nefndum 718 vélbát til tryggingar eftirstöðvum kaups hans kr. 339,35 ásamt tildæmdum vöxtum og kostnaði. Þar sem hinir stefndu hafa eigi mætt í hæsta- rétti, fellur málskostnaður niður. Því dæmist rétt vera: Ákvæði hins áfrýjaða sjóréttardóms um að stefnda, Friðfinni Finnssyni, beri sjóveðréttur í vélbátnum „Góa“ R. E. 224 til tryggingar krónum 339,35, ásamt 5% ársvöxtum frá 11. maí 1932 til greiðsludags, og málskostnaðar í héraði, 75 krónur, skal vera óraskað. Málskostnaður í hæstarétti fellur niður. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað fyrir sjódómi Vestmannaeyja með stefnu útgefinni 17. október f. á. af Friðfinni Finnssyni, Heimagötu 22, Vestmannaeyjum, gegn bæjarfógeta Kr. Linnet, f. h. þrotabús Kristins A. Jónssonar hér í bæ, til greiðslu kaupeftirstöðva (aflahlutar) að upphæð kr. 339,35 með 6% ársvöxtum frá 11. mai 1932 til greiðsludags og málskostnaðar eftir mati réttarins. Ennfremur hefir stefnandi krafizt þess, að sér yrði til- dæmdur sjóveðréttur í vélbátnum „Góa“ R. E. 224, til tryggingar skuldinni og réttur til að ganga að skipinu til lúkningar skuldinni. Í máli þessu er einnig stefnt Viggó Björnssyni banka- stjóra, f. h. Útbús Útvegsbanka Íslands h/f., sem eiganda vélbáts þess, sem sjóveðréttar er krafizt í, til þess að gæta hagsmuna sinna. Sáttaumleitun varð árangurslaus. Stefndu hafa mótmælt fjárkröfu stefnanda, svo og vaxta- kröfu. Ennfremur hafa hinir stefndu mótmælt algerlega 719 kröfunni um sjóveðrétt, svo málskostnaðarkröfu og kraf- izt að sér yrði tildæmdur hæfilegur málskostnaður, eða minnst kr. 100,00. Málavextir eru þeir, að vertíðina 1932 reri stefnandi, sem háseti á vélbátnum „Góa“ R. E. 224, sem gjaldþroti gerði út og var kaup hans samkvæmt ráðningarsamningi, dags. 22. febrúar 1932, aflahlutur, er gjaldþroti keypti samkvæmt ráðningarsamningnum ákveðnu verði, og féll aflahlutur stefnanda þannig til gjaldþrota þegar frá önd- verðu. Við vertíðarlok taldi stefnandi sér vangreiddar kr. 339,35. Stefndu hafa mótmælt fjárkröfu stefnanda meðal ann- ars á þeim grundvelli, að aflahluturinn (fiskatal) sé rangt talinn. Verður rétturinn að líta svo á, að leggja beri til grundvallar reikning stefnanda um það efni. Virðist fiska- tal koma heim við framburð formanns vélbáts þess, er stefndur var háseti á, enda ekki mótmælt, að formaður hafi, stöðu sinnar vegna, eftirlit með talningu afla og er í senn trúnaðarmaður skipshafnar og útgerðarmanns í þeim efnum, en hinsvegar ekki upplýst á hverju gjaldþroti byggir fiskatal það, er hann gefur upp. Ekki getur rétturinn heldur fallizt á þau mótmæli stefndu, að verð aflahlutarins sé of hátt reiknað, þar sem ráðningarsamningurinn frá 22. febr. 1932 kveður uppi um verðið og krafa stefnanda virðist vera í fullu samræmi við hann. Þá hafa stefndu mótmælt kröfu stefnanda með þeim rökum, að ekki væri rétt tilfærð fjárhæð sú, er stefnandi hafði fengið greidda upp í aflahluta sinn, þar sem ekki væri gerð grein fyrir kostnaði út af sölu nokkurs hluta aflans. En með því að stefndu hafa ekki fært rök að því, að sá kostnaður væri óeðlilega hár og ráðningarsamning- urinn frá 22. febrúar 1932 hinsvegar ákveður, að skipverj- ar skuli hafa afla sinn „að kostnaðarlausu“, þykir ekki á- stæða til að taka þessi mótmæli stefndu til greina, enda sölukostnaður eingöngu tilorðinn fyrir vanefndir gjald- Þrota. Ofangreind mótmæli stefndu gegn réttmæti fjárkröfu stefnanda verða því ekki tekin til greina að öðru leyti en því, að ársvextir ákveðast 5%. Mótmæli sín gegn sjóveðréttinum byggja stefndu sum- 720 part á því, að eigendaskipti hafi orðið á vélbátnum „Góu“ undir rekstri málsins og sumpart á þvi, að stefnandi hafi þegar í öndverðu selt aflahluta sinn og sé þvi krafa stefn- anda ekki kaupkrafa, heldur krafa samkvæmt sölu- eða kaupsamningi og sé þess vegna ekki nema um almenna kröfu að ræða í þrotabúi Kristins A. Jónssonar. Rétturinn getur ekki fallizt á að máli skipti um sjóveð- réttinn þó eigendaskipti hefði orðið á skipi því, er sjóveð- réttar er krafizt í, undir rekstri málsins, enda eigi sann- að gegn mótmælum stefnanda, að formleg sala á skipinu hafi átt sér stað. Viðvíkjandi þeim mótmælum stefndu, að fjárkrafa stefnanda sé ekki í eðli sínu kaupkrafa, þá lítur rétturinn svo á, að enda þótt 236. gr. 2. málsgr. siglingalaganna taki ekki berum orðum til hlutamanna, þar sem nefnd máls grein talar um sjóveðrétt til tryggingar „kaupi og annari þóknun“, að hlutaráðningu beri að skoða sem kaupfyrir- komulag, er njóti hinnar sömu tryggingar og kaup ákveð- ið í peningum, þar sem hlutamaður, sem engan þátt tekur í útgerðarkostnaði skips, virðist hafa algerlega sömu að- stöðu og sjómenn almennt. 17. gr. ein laga um lögskrán- ingu sjómanna virðist og benda ákveðið í þá átt, að skoða beri aflahlut hliðstæðan kaupi. Samkvæmt framansögðu og með þvi að stefnandi virðist ekki hafa afsalað sér með ráðningarsamningi frá 22. febrú- ar 1932 þeirri tryggingu, er 236. gr. 2. málsgr. siglinga- laganna veitir, verða sýknuástæður stefndu ekki teknar til greina. Ber því að tildæma stefnanda sjóveðrétt í vélbátn- um „Góa“ R. E. 224, svo og rétt til þess að undangengnu fjárnámi, að láta selja nefndan vélbát til greiðslu á fram- angreindri kröfu á hendur stefndu þrotabúi. Rétt þykir að tildæma stefnanda kr. 75,00 í máls- kostnað. 721 Mánudaginn 23. apríl, 1934. Nr. 19/1934. Réttvísin (Th. B. Líndal) gegn Þorsteini Jónssyni (Pétur Magnússon). Brot g. 134., sbr. 145. og 255. gr. h. alm. hegningarl. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 6. dez. 1933: Ákærður. Þorsteinn Jónsson, sæti betrunarhússvinnu í 16 mánuði. Hann greiði Valtý Blöndal, f. h. Landsbanka Íslands, kr. 74,444,24 í skaðabætur, með 5% ársvöxtum frá 5. dezem- ber að telja, innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Loks greiði hann allan kostnað sakarinnar, þar með tal- inn kostnaðinn við gæzluvarðhald sitt. Dómi þessum skal fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur hæstaréttar. Frá upphæð þeirri, kr. 74444,24, sem ákærða er gert að greiða í hinum áfrýjaða dómi til Lands- banka Íslands þykir eiga að draga kr. 252,55. Er það hluti af árgjaldi Ólafs Sveinssonar til veð- deildar bankans 1931, er ákærði að vísu skráði greitt í bækur veðdeildarinnar, en hafði þó aldrei veitt móttöku. Verður skaðabótaupphæðin sam- kvæmt þessu kr. 74191,69. Ákærði hefir með brotum þeim, er lýst er í hin- um áfrýjaða dómi, gerzt brotlegur samkvæmt 134., sbr. 145. gr. hinna almennu hegningarlaga og 255. gr. sömu laga, og þykir refsing hans fyrir þau hæfi- lega ákveðin samkvæmt áðurnefndum greinum, sbr. 1. málsgr. 34. gr. nefndra laga, 2 ára betrunar- hússvinna. Ákærða ber að greiða allan kostnað sakarinnar, bæði í héraði og fyrir hæstarétti, þar á meðal málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 200 kr. til hvors. 722 Því dæmist rétt vera: Ákærði, Þorsteinn Jónsson, sæti tveggja ára betrunarhússvinnu. Svo greiði hann Lands- banka Íslands kr. 74191,69 með 5% ársvöxt- um frá 5. dez. 933 að telja. Loks greiði á- kærði allan sakarkostnað, bæði í héraði og fyr- ir hæstarétti, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæsta- rétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna Theð- dórs Líndal og Péturs Magnússonar, 200 krón- ur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Mál þetta er höfðað af réttvísinnar hálfu gegn Þor- steini Jónssyni, bankafulltrúa, Sólvallagötu 7 A, fyrir brot uegn ákvæðum 13., 26. og 27. kapitula hinna almennu hegn- ingarlaga frá 25. júní 1869 og lögum nr. 51, 1928 um nokkr- ar breytingar til bráðabirgða á hegningarlöggjöfinni og viðauka við hana. Málavextir eru þeir, sem nú skal greina. Með bréfi 25. september síðastliðinn skýrði stjórn Landsbanka Íslands lögreglunni frá því, að ákærður í máli þessu hefði þá um morguninn játað það fyrir bankastjórninni að hann hefði falsað bækur veðdeildarinnar og dregið sér peninga, sem viðskiptamenn bankans hefðu afhent honum til greiðslu á veðdeildarlánaárgjöldum. Óskaði bankastjórnin að mál þetta yrði tekið til rannsóknar. Ákærður var nú samstundis tekinn fastur og rannsókn hafin í málinu. Í fyrsta réttarhaldi viðurkenndi ákærður viðstöðulaust að hann hefði um undanfarin ár tekið á móti árgjaldagreiðslum á veðdeildarlánum hjá ýmsum viðskipta- mönnum Landsbanka Íslands, en ekki greitt fé þetta til gjaldkera heldur stungið því í sinn vasa, og notað það í sínar eigin þarfir. Kvaðst hann hafa byrjað á þessu um 723 sumarið 1929, og haldið stöðugt áfram, fram að þeim tima er hann var tekinn fastur. Kom það þegar í ljós að ákærð- um var hvergi nærri full ljóst, hve mikil sú fjárhæð var, sem hann á þenna hátt hafði dregið sér, og ekki mundi hann heldur nema að litlu leyti að greina frá því, hvaða menn það voru, sem höfðu snúið sér til hans með greiðsl- ur. Það þótti því sýnt, að fram þyrfti að fara fullkomin endurskoðun á bókhaldi veðdeildar Landsbanka Íslands til þess að komast fyrir það, með nokkurnvegin ábyggi- legri vissu, hve miklu fjárdráttur ákærða næmi og hverjir hefðu greitt árgjöld sin. Með bréfi, dags. 26. september síðastliðinn, var því endurskoðanda Ara O. Thorlacius falið að fara í gegnum bókhald veðdeildarinnar í því skyni að finna út hve miklu fjárdráttur ákærða næmi, hvenær hann hefði byrjað og með hvaða hætti honum hefði tekizt að halda fjárdrættinum leyndum og yfirleitt skyldi end- urskoðandinn athuga allt, sem honum kynni að þykja á- stæða til að athuga í sambandi við afbrot ákærða. Endurskoðandinn tók þegar til starfa og hinn 11. okt. síðastliðinn skilaði hann bráðabirgðaskýrslu um málið, en framhalds- og fullnaðarskýrslu skilaði hann 31. október síðastliðinn. Loks samdi hann hinn 23. nóvember skýrslu, er sýndi samanlagðan fjárdrátt ákærða og sundurliðaðan fyrir hvert ár. Þessar þrjár skýrslur fylgja málinu in ori- ginali. Til þess að komast fyrir hve miklu fjárdrátturinn nam varð endurskoðandinn að bera saman allar innborg- anir vaxta og afborgana til veðdeildarinnar við sjóðbækur annarsvegar og hinsvegar við bækur þær, sem haldnar eru yfir lán þau, sem veitt hafa verið úr veðdeildinni, lána- bækurnar. Gerði endurskoðandinn því þennan samanburð fyrir tímabilið 1. april 1928 til 1. október 1933. Þessar skýrslur endurskoðandans hafa verið lagðar fyrir ákærðan undir rannsókn málsins. Í fyrstu skýrslunni voru tvær skekkjur, sem endurskoðandinn leiðrétti með bréfi rétt á eftir. Ákærður staðfesti skýrslu endurskoðandans sem rétta, kannaðist við að hafa tekið við greiðslu árgjalda hjá flestum þeim mönnum, sem þar voru nefndir, að vísu kannaðist hann ekki þegar í stað við að hafa átt skipti við alla menn, sem þar voru nefndir, en er mennirnir voru síðar leiddir sem vitni í málinu, þá rifjaðist það að mestu leyti upp fyrir honum. 72A Samkvæmt skýrslu endurskoðandans virðist fjárdráttur hafa byrjað seint á árinu 1929 og haldið stöðugt áfram fram til þess tima, er ákærður var tekinn fastur. Árið 1929 hefir ákærður tekið við árgjöldum og dráttarvöxtum að upphæð kr. 1337,46, árið 1930 er upphæðin kr. 16731,81, árið 1931 er upphæðin kr. 27821,14, árið 1932 er upphæðin kr. 20321,61 og loks árið 1933 kr. 15690,28. En samkvæmt skýrslunni er fjárdráttur ákærða á árinu 1933 oftalinn um kr. 76,05, með þvi að það upplýstist undir prófunum að Halldór Gunnlaugsson hafði ekki greitt ákærðum nema 1100 krónur af árgjaldi því, sem honum bar að greiða, Af þessum upphæðum hefir ákærður þó endurgreitt aftur ár- gjald nokkurra manna ásamt dráttarvöxtum 27.—-31. dez- ember 1930 og 30. dezember 1931 samtals kr. 7553,48, svo að samtals hefir ákærður dregið sér af árgjöldum og drátt- arvöxtum eftir því sem séð verður kr. 74272,77. Innborganir þessara árgjalda eru flestar færðar sem greiddar í lánabækur veðdeildarinnar, með rithönd á- kærða, en eru ekki innborgaðar til bankans og því ekki færðar í sjóðbækur, en þó voru nokkrar greiðslur, sem hvorki voru innfærðar í lánabækur né sjóðbók, en árgjalda- kvittanir fyrir greiðslum þessum vantaði, og komst það því þannig upp, fundust og kvittana afklippur fyrir sum- um þessum greiðslum, enda kannaðist ákærður og við þær, sumar að fyrra bragði og aðrar er hann var minntur á þær. Flestir þeirra manna er greitt hafa ákærðum árgjald, eru menn búsettir í Reykjavík, en nokkrir eru þó utanbæj- ar. Flest eru þetta kunningjar ákærða og sumt frændur, og hefir hann tekið ár eftir ár við árgjaldagreiðslum af sumum þessara manna. Allir þeir menn, sem búsettir eru í Reykjavik og til hefir náðst, hafa verið leiddir fyrir rétt út af þessu og auk þess einn maður á Akranesi, í tilefni af tveim greiðsl- um þaðan. Vel flestir höfðu þessir menn snúið sér til á- kærðs með greiðsluna vegna þess, að þeir þekktu hann persónulega. Flestir afhentu honum greiðslur sinar í bank- anum, en til nokkurra manna sótti ákærður árgjöldin heim eða á skrifstofur þeirra eftir að hann hafði áður sagt þeim hve mikið þeir skyldu greiða. Flestum mönnum hefir ákærður gefið kvittanir fyrir 725 greiðslum sinum og hafa þeir sem mættu í réttinum sýnt kvittanirnar, ef þeir fundu þær hjá sér. Langflestar kvitt. anirnar eru gefnar út á veðdeildarkvittanaeyðublöð. Eru þær undirskrifaðar af ákærðum einum, á þeim stað sem hann er vanur að skrifa nafn sitt á slíkar kvittanir. En í stað nafns gjaldkera, hefir ákærður venjulegast sett stimpil- inn „Landsbanki Íslands Veðdeildin eða Veðdeild Lands- bankans“. Á einni kvittun sem sýnd hefir verið (til Krist- inar Þorvaldsdóttur) skrifar ákærður einn undir. Undir þrjár kvittanir (til Knattspyrnufélags Reykjavíkur) hefir annar bankastarfsmaður G. Thordarson, einnig skrifað nafn sitt. Bankamaður þessi skrifaði nafn sitt undir kvitt- anir þessar í góðri trú, með því að á þær allar var stimplað „Millifærsla“ og taldi hann því að hér væri um millifærslu milli kontoa að ræða, og var þá ekkert athugavert við það þótt hann skrifaði undir kvittunina með ákærðum. Þrír menn fengu öðruvísi kvittanir hjá ákærðum á venjulegan pappír og tveir í orðsendingarformi frá Lands- bankanum. sem stafaði af því, að þessir menn höfðu ekki greitt árgjöld sín að fullu. Ákærður hafði í lánabókum veð- deildarinnar kvittað Ólaf Sveinsson fyrir árgjaldi 1931 af láni nr. 914 í IV. flokki og dráttarvöxtum rúmar 300 krón- ur. En upp í þetta hafði Ólafur aðeins greitt 50 krónur og gaf ákærður honum kvittun fyrir þessum 50 krónum en taldi hitt til skuldar hjá Ólafi. Þá hafði Leifur Þorleifsson greitt ákærðum 800 krónur upp í árgjald 1932 og fengið kvittun fyrir þeirri greiðslu hjá ákærðum og Halldór Gunnlaugsson greitt honum 1100 krónur upp í árgjald 1932 og fengið kvittun fyrir því hjá ákærðum, en meira höfðu menn þessir ekki greitt. Loks taldi einn maður sig skulda ákærðum 100 krónur af ár- gjaldi sinu fyrir 1932, en sá maður hafði enga kvittun feng- ið fyrir greiðslum sinum. Allir aðrir en þeir, sem að framan getur, af þeim sem yfirheyrðir hafa verið í máli þessu, hafa greitt til ákærða full árgjöld svo sem vera bar. Af flestum greiðslum hefir ákærður og að því er virðist reiknað rétta dráttarvexti ef um dráttarvexti var að ræða, en sumum hefir hann að ein- hverju leyti gefið eftir dráttarvexti (Elísabetu Foss, Jórunni Guðnadóttur, Stefáni Gunnarssyni, Íþróttahúsinu K. R.). Venjulegast munu kvittanirnar dagsettar sama dag og 726 greiðslan fór fram, en þó eru sumar kvittanirnar tiJ Íþróttahúss K. R. dagsettar á öðrum tíma en greiðsla fer fram. Þá er og á tveim kvittunum til Stefáns Gunnarssonar tvennskonar dagsetning 3%—-3% 1931. Hefir ákærður enga skýringu getað gefið á því, af hverju það stafar og ekki heldur maður sá, sem innti greiðsluna af hendi fyrir Stefán, sem ekki kveðst hafa veitt þessu eftirtekt. Ákærðum hefir tekizt að halda fjárdrætti sínum leynd- um, með því, að gerðir hans hafa ekki verið endurskoð- aðar. Við ársuppgerð veðdeildarinnar samdi ákærður lista yfir útistandandi lán hvers flokks. Niðurstöðutölur listanna hafa stefnt við viðeigandi heildarreikning í aðalbókinni. Við athugun Ara Thorlacius á listum þessum kom það í ljós, að frá og með uppgerð reikningsársins 1929 hafa þess- ir listar ekki verið samhljóða lánabókinni. Á þessum lista eru árgjöld ýmsra lána talin ógreidd þótt þau séu færð sem greidd í lánabókunum. Ennfremur eru lánaupphæðir, sem alls ekki fyrirfinnast í lánabókunum taldar útistana- andi samkvæmt listum þessum. Með þessu fékk ákærður listana til að stemma við aðalbókhaldið. En þessir listar hafa aldrei verið endurskoðaðir af endurskoðunardeild bankans, annars hefði fjárdrátturinn komizt upp. Þá hefir það orðið upplýst undir rannsókn málsins, að 8. apríl síðastliðinn hefir verið tekið út úr ávísanareiknin gi 1057 við Landsbankann (veðdeildarárgjöld) kr. 171,47. Árgjaldareikningur þessi er notaður þannig, að þegar ár- gjaldagreiðsla kemur ekki öll í einu þá er sú upphæð, sem kemur lögð inn á þennan reikning og lánsnúmersins getið við greiðsluna, og er svo tekið út af þessum reikningi þeg. ar ávantandi greiðsla kemur. Þessi upphæð var hálft árgjald af láni 101 í 9. flokki er tveir menn á Siglufirði höfðu í félagi. Ekki hafði hin út- tekna upphæð verið notuð til greiðslu árgjaldsins. Útektar- seðillinn er skrifaður með rithönd ákærða og hefir hann kannazt við það, en að öðru leyti kveðst hann ekkert um þetta muna, en telja má víst að ákærður hafi notað fé þetta i sínar þarfir. Fé því, sem ákærður hefir dregið sér á þann hátt, sem að framan greinir, kveðst hann hafa eytt að miklu leyti í drykkjuskaparóreglu, en auk þess hafi hann allþungu heimili fyrir að sjá. 727 Svo sem sjá má af framansögðu hefir ákærður verið starfsmaður í Landsbanka Íslands. Ber því næst að athuga, hvort hann geti talizt opinber sýslunarmaður í merkingu 13. kapitula hegningarlaganna. Samkvæmt lögum nr. 10, 15. apríl 1928 er Landsbanki Íslands sjálfstæð stofnun, sem er eign ríkisins og ber ríkis- sjóður ábyrgð á öllum skuldbindingum bankans. Bankinn starfar í þremur deildum og er ein þeirra veðdeild, en ákærður var fulltrúi við þá deild. Fyrir bankann og veð- deildina eru settar sérstakar reglugerðir samkvæmt lögum og sem fastur starfsmaður í þjónustu bankans var ákærð- ur skyldur að hlíta fyrirmælum þeirra og ákvæðum um skyldur starfsmanna bankans sbr. VIII. kafla reglugerðar nr. 83, 21. dezember 1928. Samkvæmt þessu þykir því verða að telja ákærðan sýslunarmann í merkingu þeirri, sem orð þetta hefir í 145. grein hegningarlaganna. Landsbanki Íslands hefir gert kröfu til þess fyrir sína hönd og annara þeirra, sem hér eiga hlut að máli, að á- kærður verði dæmdur til að endurgreiða kr. 74987,62, ásamt 6% vöxtum frá þeim tíma er hver einstök upphæð komst í vörzlu hans. Þar sem það er upplýst í málinu að Leifur Þorleifsson hefir ekki greitt ákærðum nema 800 krónur upp í árgjald 1933 og Halldór Gunnlaugsson hefir ekki greitt honum nema 1100 krónur, þá Þykir rétt að draga frá upphæð Þeirri, sem bankinn gerir kröfu til kr. 543,38, sem eru eftir- stöðvar af árgjöldum þessara manna, sem ákærður hefir hvorki tekið við né kvittað fyrir. En að því er snertir aðra þá, er hér eiga hlut að máli. þá verður ekki séð að Lands- banki Íslands hafi umboð til að gera skaðabótakröfu. þeirra vegna og koma því skaðabótakröfur, sem aðrir en Lands- banki Íslands kunna að eiga á hendur ákærðum ekki til greina hér. Hinsvegar verður að dæma ákærðan til að greiða Valtý Blöndal fyrir hönd Landsbanka Íslands kr. 74444 „24 með 5% vöxtum frá þeim degi, sem krafan kemur fram. Ákærður er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 30. apríl 1887. Honum hefir ekki verið refsað áður fyrir nokkurt afbrot. Hann hefir setið í gæzluvarðhaldi frá 25. september síðastliðinn til þessa dags. Framantalin afbrot ákærða ber að áliti dómarans að 12 728 heimfæra undir 134. sbr. 145. grein hinna almennu hegn- ingarlaga, sbr. 34. gr. 1. mgr. og ennfremur undir 253, gr. sömu laga. Þykir refsing sú, sem hann hefir tilunnið með tilliti til þess hve lengi ákærður sat í gæzluvarðhaldi, hæfi. lega ákveðin betrunarhússvinna í 16 mánuði. Hann greiði og allan kostnað sakarinnar, þar með talinn kostnaðinn við gæzluvarðhald sitt. Á máli þessu hefir enginn óþarfa dráttur orðið. Mánudaginn 30. april 1934. Nr. i4/1934. Lárus Jóhannesson, f. h. Guðmundar Þórarinssonar (sjálfur) gegn Guðbrandi Magnússyni, f. h. Áfengis- verzlunar ríkisins, og Ásgeiri Ásgeirs- syni fjármálaráðherra, í. h. ríkissjóðs (Pétur Magnússon). Endurgreiðslukrafa vegna meintrar Ólöglegrar vöruálagningar eigi tekin til greina. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 27. janúar 1934: Stefnd- ir, Guðbrandur Magnússon, f. h. Áfengisverzlunar ríkisins og Ásgeir Ásgeirsson, fjármálaráðherra, f. h. ríkissjóðs. skulu vera sýknir af kröfu stefnanda, Lárusar Jóhannesson- ar, f. h. Guðmundar Þórarinssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir krafizt þess fyrir hæstarétti, að. allega, að hinir stefndu verði in solidum dæmdir til að greiða honum umstefndar kr. 1812,18, með vöxtum, eins og í hinum áfrýjaða dómi segir, en til vara, að hin dæmda upphæð verði kr. 1760,55 með 6% ársvöxtum af kr. 47,03 frá 31. dez. 1928 til 729 31. dez. 1929, kr. 630,32 frá 31. dez. 1929 til 31. dez. 1930, kr. 1167,21 frá 31. dez. 1930 til 31. dez. 1931 og af kr. 1760,55 frá 31. dez. 1931. Er varakrafa þessi miðuð við það, að endurgreiðsla kynni að verða dæmd af andvirði úttektar hans að eins frá 24. ágúst 1928 til 31. dez. 1931. Til þrautavara krefst áfrýjandi, að hin dæmda upphæð verði ákveðin kr. 1703,55 með 6% ársvöxtum af kr. 47,03 frá 31. dez. 1928 til 31. dez. 1929, af kr. 630,32 frá 31. dez. 1929 til 31. dez. 1930, af kr. 1167,21 frá 31. dez. 1930 til 6. nóv. 1931, og af kr. 1703,55 frá 7. nóv. 1931. Er þrautavarakrafan miðuð við það, að honum yrði aðeins dæmd endurgreiðslu af andvirði úttektar- innar frá 24. ágúst 1928 til 6. nóv. 1931. Loks krefst áfrýjandi málskostnaðar fyrir báðum réttum. Hinir stefndu hafa krafizt staðfestingar á hin- um áfrýjaða dómi og málskostnaðar fyrir hæsta- rétti. Í máli þessu er enginn ágreiningur um það, að útreikningur áfrýjanda á álagningu Áfengisverz|- unar á umræddum tímabilum umfram 75% af kostnaðar- eða útsöluverði sýni eigi of háar töl- ur, og að hinar umkröfðu upphæðir séu því út af fyrir sig eigi of hátt settar. Ágreiningur aðilja varð- ar þar á móti það tvennt, hvort Áfengisverzlunin hafi verið bundin við ákveðna hundraðstölu við á- lagningu sína á hin svonefndu Spánarvín, og hvort hinum stefndu væri ef svo reyndist, að Áfengis- verzluninni hafi verið settar slíkar skorður, skylt að endurgreiða áfrýjanda það af andvirði úttekt- ar hans, er umframálagningunni nemur samkvæmt framangreindum kröfum hans. Um fyrra atriðið athugast, að 1. gr. laga nr. 62/1921 bannar öllum nema ríkisstjórninni, að 730 flytja inn í landið áfengi og vinanda, sem í er meira en 2/% af alkóhóli að rúmmáli. Eftir 7. gr. sömu laga skal leggja á áfengi þetta 25%—75% af verði þess, komins í hús að viðbættum tolli og eftir 11. gr. þeirra skal ríkisstjórnin ákveða hámarksverð í smá- sölu á áfengisvörur þessar. Verður að skilja ákvæði þessi þannig, að í 7. gr. sé átt við álagningu á vör- ur þessar í heildsölu, en í 11. gr. sé ríkisstjórninni auk þess veitt heimild til álagningar á vörurnar í smásölu. Eftir orðum sinum tekur 1. gr. nefndra laga til hverskonar áfengis, er þá var leyfilegt að flytja inn í landið eða síðar kynni að verða leyfður innflutningur á, enda mátti þá þegar snemma á ár- inu 1921 búast við því, að ekki yrði komizt hjá því, að leyfa innflutning á vínum frá þeim löndum, þar sem aðalmarkaður fyrir islenzkan saltfisk var. Með lögum nr. 9/1922, sbr. tilsk. nr. 10 s. á., var svo leyfður, um eitt ár að sinni og síðar með lögum nr. 3/1923 um óákveðinn tíma, innflutningur hinna svonefndu Spánarvína, og í reglugerð nr. 65 frá 18. júlí s. á., er svo ákveðið í 1. gr., að Áfengisverzlun ríkisins, er þá var nýstofnuð, annist um innflutning þeirra vína og í 4. gr., að hún ákveði útsöluverð þeirra, er eigi megi fara fram úr innkaupsverði með áföllnum kostnaði, að viðbættum venjulegum verzlunarhagnaði. Sölutilhögunin var sú, að Áteng- isverzlunin lét einstaka menn annast smásöluna á nokkrum tilteknum stöðum á landinu í sínu nafni og á sína ábyrgð gegn % af útsöluverðinu, en í Reykjavík rak Áfengisverzlunin smásöluna í eigin nafni. Það er að vísu óglöggt hvort ætlazt hefir verið til þess í öndverðu, að verðlagsákvæði 7. og 11. gr. áðurnefndra laga nr. 62/1921 tækju til Spán- arvínanna, en gera verður þó ráð fyrir að átt sé við 731 þessi álagningarákvæði í hinum áðurnefndu óá- kveðnu ákvæðum 4. gr. reglugerðar nr. 65/1922, og að minnsta kosti er þessu nú slegið föstu með lög- um nr. 69/1928 svo sem síðar verður vikið að. Á- Jagning á vínin í smásölu var því eigi á tímabilinu 1922—24. ágúst 1928 að lögum bundin við nokkra ákveðna hundraðstölu og samanlögð álagningin í heildsölu og smásölu þess vegna eigi heldur. Sam- kvæmt þessu hafa þá eigi verið brotin nokkur á- kvæði um hámarksálagningu á vín þessi á áfrýj- anda til 24. ágúst 1928. Og getur því aðalkrafa hans í máli þessu eigi orðið tekin til greina. Með lögum nr. 69 frá 7. maí 1928, 2. gr., eru Spán- arvínin svonefndu berum orðum tekin undir á- kvæði löggjafarinnar um einkaheimild ríkisstjórn- arinnar um innflutning á áfengi. Í 1. málsgr. 7. gr. og 11. gr. þeirra eru fyrirmæli 7. og 11. gr. laga nr. 62/1921 tekin alls óbreytt að efni til. Á smásölunni utan Reykjavíkur verður þá, sbr. 2. málsgr. 7. gr. laga nr. 69/1928, sú breyting, að starfsmenn útsölu- staðanna verða þá starfsmenn Áfengisverzlunar- innar og hún verður nú áfram eigandi vörunnar, þar til hún er seld viðskiptamönnunum. Þótt smá- salan færi hér eftir fram beinlínis í nafni Áfengis- verzlunarinnar, þá sýnir 11. gr. laga nr. 69/1928 það, að ekki hefir verið tilætlunin að svifta hana heimild til, auk heildsöluálagningarinnar eftir 7. gr. laganna, smásöluálagningar, því að 11. gr. tekur eftir orðum sínum, sem hvorki er heimilt né held- ur eðlilegt í þessu sambandi að takmarka við smá- sölu lækna eða lyfsala á áfengi, sbr. 2. gr. laganna, {il hverskonar smásölu, hvort sem rikið sjálft eða aðrir reka hana. Reglugerð nr. 67 frá 24. ágúst 1928 5. gr. segir 132 fyrst, að Áfengisverzlun ákveði „útsöluverð“ vín- anna. Síðan segir, að henni sé heimilt að leggja á þau 25%—75% miðað við verð þeirra kominna í hús í Reykjavík og að tolli meðtöldum. Þessi ákvæði eru að efni til endurtekning af 11. gr. laga nr. 69/1928 (upphafsákvæðið) og 7. gr. sömu laga (síð- ara ákvæðið), og verður því ekki staðhæft, að þau fari í bága við fyrirmæli þessara greina, enda þótt ákvæðið um smásöluálagninguna sé tekið fyrst og ákvæðið um heildsölu álagninguna á eftir. Smá- söluálagningin er því jafnóbundin af hundraðstölu eftir 24. ágúst 1928 og hún var fyrir þann dag, Af áfrýjanda hefir því heldur ekki á tímabilinu frá 24. ágúst 1928—6. nóv. 1931 verið tekið ólöglega hátt verð fyrir vinföng þau, er hann keypti af einu af útibúum Áfengisverzlunarinnar. Og eftir 6. nóv. 1931, er ný reglugerð var sett, þar sem ákvæðið um heildsöluálagninguna er niður fellt úr reglugerð- inni 1928, er sama að segja. Smásöluálagning Á- fengisverzlunarinnar á Spánarvinin hefir að vísu árin 1929— 1931 að því er virðist eftir framkomn- um upplýsingum verið mikið hærri en hinn raun- verulegi kostnaður við smásöluna hefir numið, en þar sem ríkisstjórnin og Áfengisverzlunin hefir samkvæmt framansögðu haft óbundnar hendur í þessu efni, liggur það fyrir utan valdsvið dómstól- anna, að fella úr gildi þessa álagningu að nokkru eða öllu leyti. Leiðir af þessu, að vara- og þrauta- varakrafa áfrýjanda verða ekki heldur teknar til greina. Ber því af framangreindum ástæðum að sýkna hina stefndu af öllum kröfum áfrýjanda í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður, bæði í héraði og fyrir hæstarétti falli niður. 133 Því dæmist rétt vera: Hinir stefndu, Guðbrandur Magnússon, f. h. Áfengisverzlunar ríkisins, og Ásgeir Ásgeirs- son fjármálaráðherra, f. h. ríkissjóðs, eiga að vera sýknir af kröfum áfrýjanda, Lárusar Jó- hannessonar, f. h. Guðmundar Þórarinssonar, í máli þessu. Málskostnaður bæði í héraði og fyrir hæstarétti falli niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta hefir höfðað fyrir gestaréttinum, með stefnu, útgefinni 17. júní f. á., Lárus Jóhannesson hrjmflm., fyrir hönd Guðmundar verzlunarmanns Þórarinssonar á Seyð- isfirði, gegn Guðbrandi forstjóra Magnússyni, f. h. Áfengis- verzlunar ríkisins, og Ásgeiri Ásgeirssyni, fjármálaráð- herra, fyrir hönd ríkissjóðs, til greiðslu kröfu að upphæð krónur 1812,18 ásamt 6% ársvöxtum af kr. 98,66 frá 31. dez. 1928 til 31. der. 1929, af kr. 681,98 frá 31. dez. 1929 til 31. dez. 1930, af kr. 1218,87 frá 31. dez. 1930 til 31. dez. 1931 og af kr. 1812,18 frá 31. dez. 1931 til greiðsludags, svo og málskostnaðar að skaðlausu. Málsástæður kveður stefnandi vera þær, sem nú skal greina: Samkvæmt lögum nr. 69, 7. mai 1928, sbr. reglugerð nr. 67, 24. ágúst s. á., megi álagn. Áfengisverzlunar ríkisins á Spánarvin til útsölu nema 25—75%, miðað við verð þeirra að tolli meðtöldum, þegar þau eru komin í hús í Reykja- vík. Við rannsókn, er stefnandi hafi látið fram fara, á reikningum Áfengisverzlunarinnar árin 1928— 1931, sem birtir eru í Landsreikningunum, hafi hann komizt að þeirri niðurstöðu, að álagning verzlunarinnar á Spánarvín hafi verið mun hærri en heimilt sé. Nemi þessi ólöglega álagning a. m. k. 12,41% árið 1928, 25,05% árið 1929, 28,97% árið 1930 og 33,66% árið 1931, af útsöluverði vin- anna. Telur stefnandi, að viðskiptamenn Áfengisverzlunar- 134 innar hafi gengið út frá því sem gefnu, er þeir keyptu af henni, að hún héldi sér innan löglegra takmarka með út- söluverð, og þar sem svo hafi ekki reynzt, telji ýmsir þeirra sig eiga kröfu til að fá endurgreitt frá Áfengis- verzluninni og/eða ríkissjóði þann mismun, sem verið hafi á útsöluverði vinanna og þvi verði, sem þau hafi mátt selj- ast hæst fyrir lögum samkvæmt. Meðal þeirra manna sé umbjóðandi hans, fyrrnefndur Guðmundur Þórarinsson. Samkvæmt nótum, er stefnandi hefir lagt fram, hafa vin- kaup umbjóðanda hans í Útibúi Áfengisverzlunarinnar á Seyðisfirði numið því, sem hér segir: Frá 1. júní til 31. dez. 1928 kr. 795,00 Árið 1929 — 2328,50 Árið 1930 — 1853,25 Árið 1931 — 1762,75 Kr. 6739,50 Samkvæmt þessu kveður stefnandi ólöglega álagningu verzlunarinnar nema: Árið 1928 kr. 98,66 Árið 1929 — 583,29 Árið 1930 — 536.89 Árið 1931 — 593,34 eða samt. kr. 1812,18 er kemur heim við hina umstefndu upphæð. Kveður stefnandi Áfengisverzlunina og ríkissjóð hafa reynzt ófáanleg til að greiða nefnda upphæð og hafi hann því höfðað mál þetta, og sé það rekið hér fyrir gestarétt- inum eftir samkomulagi málsaðilja. Hinir stefndu hafa samþykkt gestaréttarmeðferð málsins en krafizt sýknu af framangreindum kröfum stefnanda og málskostnaðar hjá honum eftir mati réttarins. Til vara hafa þeir krafizt, að endurgreiðsla verði aðeins tildæmd fyrir tímabilið frá 24. ágúst 1928 til 6. nóv. 1931, og loks hafa þeir sérstaklega mótmælt vaxtagreiðslu af kröfupphæðinni fyrr en frá sátta- kærudegi. Það er upplýst í málinu og viðurkennt af hinum stefndu, að hin svokallaða meðalálagning á Spánarvín, sem stefn- andi reisir kröfur sinar á, hafi eigi numið lægri hundraðs- 135 tölu umfram 75% af kostnaðarverði, á árunum 1928—- 1931, en stefnandi hefir haldið fram og skýrt er hér á undan. Um mismun þann, sem á álagningunni hefir verið, eftir þvi hvort vínið hefir verið flutt inn í tunnum eða flösk- um verður síðar rætt. Hinir stefndu byggja sýknukröfu sína meðal annars og einkum á því, að ákvæði 7. gr. 1. nr. 69, 7. mai 1928, um 25—75% álagningu á vinanda og áfengi, nái ekki til vína, sem inn eru flutt samkv. 1. nr. 3, 4. april 1923, þ. e. Spán- arvínanna. Ber því, að því er þetta atriði snertir, að taka til athugunar lagaákvæði þau, sem hér að lúta. Eins og kunnugt er, var aðflutningsbann á áfengi upp- haflega leitt í lög, að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu með 1. nr. 44, 30. júlí 1909. Á ný voru bannlögin gefin út með breytingu, sem lög nr. 91, 14. nóv. 1917. Undanþágur nokkrar voru frá upphafi leyfðar í lögunum. Þannig var heimilt samkv. 1. og 2. gr. 1. nr. 91 frá 1917 að flytja til landsins áfengi til iðnaðar og verklegra nota, áfengi til lækninga, messuvín og vínanda til eldneytis. Ennfremur höfðu ræðismenn erlendra ríkja sérstaka heimild til inn- flutnings áfengis samkv, sömu greinum. Er það ljóst, enda alkunnugt, að á því áfengi einu var leyfður innflutningur, sem óhjákvæmilegt þótti vegna sérstakra nauðsynja, og þess gætt, meðal annars með ströngum refsiákvæðum, að undanþágurnar skertu sem minnst tilgang þann, sem ná átti með bannlögunum. Með lögum nr. 62 frá 27. júní 1921 var stofnuð ríkis- einkasala á áfengi og ríkisstjórninni einni heimilað að flytja til landsins vínanda þann og áfengi, sem heimilt var að flytja inn samkv. bannlögunum frá 1917, þó að undan- teknu áfengi því, sem ræðismenn höfðu heimild til að flytja inn. Í 7. gr. einkasölulaganna er svo ákveðið: „Að vínanda þann og áfengi, sem heimilt er að flytja til lands- ins og eigi er notað til lyfja, skal leggja 25—75%, miðað við verð þess, komins í hús hér á landi, að meðtöldum tolli. Lyfjaáfengi og önnur lyf, er verzlunin útvegar lækn- um, seljast án hagnaðar“. Álagningarákvæði 7. gr. áttu ein- ungis við heildsöluverð enda segir í 11. gr. laganna svo: „Ríkisstjórnin setur hámarksverð í smásölu á þær vörur, sem ræðir um Í lögunum“. Á Alþingi 1922 bar ríkisstjórnin fram frumvarp til laga 136 um að undanþyggja vín, sem ekki er í meira en 21% af vin- anda að rúmmmáli, ákvæðum aðflutningsbannlaganna frá 1917, um bann gegn innflutningi, veitingu, sölu og flutn- ingi um landið. Tekur stjórnin það fram í greinargerð frumvarpsins, að það sé flutt vegna þess, að spanska stjórnin hafi sagt upp verzlunarsamningunum við Ísland og geri að skilyrði fyrir endurnýjun hans, að lögin um aðflutningsbann á áfengi verði afnumin um sölu spanskra vina, sem ekki hefðu meiri áfengisstyrkleika en 21%. Hafi ráðuneytið ekki séð sér annað fært en að láta undan þess- ari nauðsyn vegna sjávarútvegsins og fjárhags landsins, þótt það væri sannfært um, að æskilegt væri og heppileg- ast, að bannlögin héldust óbreytt. Frumvarpið fór til þingnefndar og bar hún síðan fram nýtt frumvarp Í hins stað, um að ákveða mætti undan- þáguna með kgl. tilskipun um eitt ár. Var nefndin sammála um það, að undanþágan yrði að vera leyfð vegna þeirrar Þþvingunar, sem felist í uppsögn verzlunarsamninganna af hálfu Spánverja. Hinsvegar tekur hún það fram, að henni sé ekki að skapi að bera fram frumvarp um þetta, og að „jafnvel andbanningum muni ekki vera ljúft að hrófla við bannlögunum með þessum hætti“, en að á hinn bóginn hafi jafnvel bannmönnum verið það ljóst, að hjá því yrði ekki komizt, eins og á stæði. Ofangreint frumvarp nefndarinnar var samþykkt sem lög frá Alþingi nr. 9, 31. maí 1922 og var kgl. tilsk. um undanþáguna gefin út sama dag. Árið 1923 voru svo á Al- þingi samþykkt lög nr. 3 frá 4. apríl s. á., sem eru að efni til samhljóða kgl. tilsk. frá 31. maí 1922. Eru þau lög enn í gildi. í 2. gr. tilsk. 1922 og í 2. gr. 1. nr. 3/1923 segir svo um sölu Spánarvinanna: „Ráðherra getur með reglugerð sett ákvæði til varnar misbrúkun við sölu og veitingar þessara vina. Þó mega ákvæði þessi ekki ganga svo langt, að þau geri að engu undanþágu vinanna frá ákvæðum aðflutn- ingsbannlaganna“. Hinn 18. júlí 1922 var sett reglugerð (nr. 65) um sölu og veitingar vína, sem má flytja til landsins samkv. tilsk. frá 31. maí 1922. Í 1. gr. reglug. er Áfengisverzlun ríkisins falið að annast innflutning vínanna og í 2. gr .er henni falið að annast sölu vínanna eftir þvi, sem nánara sé á- 737 kveðið í reglugerðinni og gildandi lögum. Í 4. gr. reglug. er svofellt ákvæði: „Áfengisverzlunin ákveður útsöluverð vína, skal það ekki fara fram úr innkaupsverði með áfölln- um kostnaði, að viðbættum venjulegum verzlunarhagnaði. Á hverri flösku skal tilgreint útsöluverð“. Stefnandi þessa máls heldur því nú fram, að innflutn- ingur Spánarvínanna hafi af sjálfu sér fallið undir áfengis- einkasölulögin frá 27. júní 1921, enda hafi einkasölunni verið falinn innflutningur þeirra. Telur hann reglugerð- ina frá 18. júlí 1922 vera bæði setta samkv. einkasölulög- unum frá 1921 og undanþágutilskipuninni frá 1922 og nái því ákvæðið í 7. gr. einkasölulaganna frá 1921, um 25— 75% álagningu í heildsölu til Spánarvínanna. Sé sú grein fortakslaus og nái til alls áfengis, sem til landsins sé flutt, meðan hún sé í gildi. Hafi einnig verið nauðsynlegt að hafa lagaákvæði um ákveðna hámarksálagningu til að tryggja hag neytendanna. Á þessa röksemdaleiðslu stefnanda getur rétturinn ekki fallizt. Áfengiseinkasalan er upphaflega sett á stofn áður en Spánarvínundanþágan kemur til sögunnar eins og fyrr segir, og í því skyni að hafa á hendi innflutning og sölu áfengis til iðnaðar, lyfja o. s. frv., sem jafnan þótti nauð- syn að til landsins væri flutt, þrátt fyrir ríkjandi bann- lagastefnu. Mun hafa þótt öruggara vegna bannlagagæzl- unnar, að ríkið annaðist innflutninginn en ekki þeir sjálfir, er vörunnar þurftu, iðnaðarmenn, lyfsalar, læknar og aðr- ir. Álagningarákvæði einkasölulaganna er miðað við þetta áfengi eitt, er inn var flutt sem óhjákvæmileg nauðsynja- vara. Til þess að Spánarvínin, sem síðar voru leyfð með sér- lögum, féllu einnig undir nefnt álagningarákvæði, verður ekki betur séð, en að þurft hefði sérstaka tilvísun í lögum nr. 9 frá 31. maí 1922 eða tilsk. nr. 10 frá sama degi til nefndra ákvæða einkasölulaganna. En því fer svo fjarri að það sé gert, að þvert á móti er sett ákvæði í 2. gr. tilsk. 31. maí 1922, þar sem það er lagt á vald ráðherra að setja ákvæði með reglugerð til varnar misbrúkun við sölu og veitingu vínanna og honum sett þau ein takmörk að á- kvæðin megi ekki ganga svo langt, að þau geri að engu undanþágu vínanna frá ákvæðum aðflutningsbannlaganna. Þegar athugað er tilorðning og allar ástæður við setningu 138 undanþágulaganna verður þetta og mjög vel skiljanlegt. Af hér að lútandi greinargerðum og umræðum á Alþingi 1922 er það ljóst, að Alþingi samþykkir lögin nauðugt og eingöngu vegna þess, hversu mikið var í húfi annarsveg- ar um framleiðslu og fjárhag landsins. Á þessum tíma var vinbannsstefnan mjög ríkjandi og ekki annað vitað, en að hún hefði fylgi meiri hluta þjóðarinnar. Það kemur svo skýrt fram, sem verða má í tilvísaðri 2. gr. tilsk, 1922 (síðar í 1. nr. 3, 4. april 1923) að fyrir Alþingi hefir vakað annarsvegar tillitið til hinnar spönsku viðskiptaþjóðar vorr- ar, að undanþágan yrði ekki gerð að engu með ströngum sölu- og álagningarákvæðum, og hinsvegar að undanþágan skerti sem minnst gildandi aðflutningsbannlög og bann. lagastefnu. Spánarvínin voru og aðallega flutt inn til mun- aðarneyzlu, og eru það enn í dag, en áfengi það, sem áður var leyfður innflutningur á, til nauðsynlegrar notkunar, og var því óeðlilegt að sama álagning væri viðhöfð. Í reglugerðinni frá 18. júli 1922 er það tekið fram, í fyrir- sögn hennar, að hún sé sett samkv. tilsk. nr. 10 frá 31. maí 1922 en hvergi vitnað í einkasölulögin frá 1921 og er ekk- ert í reglugerðinni, sem ekki hefir stoð í tilskipuninni. Þá starfandi ríkisstofnun, Áfengisverzlun ríkisins, var falið að annast um innflutning og sölu vinanna og í 4. gr. reglug. lagt á vald Áfengisverzlunarinnar, að ákveða útsöluverð vina og henni sett þau ein takmörk, að það skuli ekki fara fram úr innkaupsverði með áföllnum kostnaði að viðbætt- um venjulegum verzlunarhagnaði. Hvað venjuleg verzlunar- álagning mundi vera á vinum með hliðstjón af álagningu á aðrar nautnavörur, verður ekki athugað hér, þar eð að- eins er spurning um það, hvort Spánarvínin falli undir á- kvæði 7. gr. einkasölulaganna 1921 um 25—735% álagningu. Áður en lengra er farið er rétt að geta þess, að árið 1925 er gerð breyting á aðflutningsbannlögunum frá 1917 og lögin gefin út á ný sem Í. nr. 15, 8. júni 1925. Í bann- lögunum er ekki leyfður innflutningur á öðru áfengi en þvi, sem heimilt var að flytja inn samkvæmt lögunum frá 1917. Spánarvinsundanþágan er ekki nefnd á nafn. Með 23. gr. þessara laga eru öll ákvæði, sem fara í bága við ákvæði þeirra úr gildi numin. Ef Spánarvinsundanþágan hefði verið einn liður í hinni almennu áfengislöggjöf, hefði hún þar með fallið niður. En að svo var ekki, kem- 739 ur til af því, að lögin um undanþáguna nr. 3/1923, eru sérlög, óháð almennu áfengislöggjöfinni, og er því ekki heimilt að beita ákvæðum hennar, hvorki aðflutnings- bannlaganna sjálfra né einkasölulaganna frá 1921, við þau nema skýr rök liggi til þess. Eins og áður er sagt höfðu lög nr. 3/1923 sérákvæði um tilhögun álagningar á Spánarvínin, óháð 7. gr. einkasölu- laganna nr. 62/1921. Um álagningu á Spánarvínin fyrstu árin eftir að undanþágan kom í gildi, er ekki upplýst í þessu máli, en samkvæmt skýrslu löggilts endurskoðanda um athugun á meðalálagningu Áfengisverzlunar ríkisins árið 1925, hefir hún numið 121,25% miðað við verð vin- anna kominna í hús. Sé hinsvegar talinn til innkaupsverðs sá kostnaður, sem á fellur frá því varan er komin í hús hér og þar til hún er komin í söluhæft ástand, hefir meðal álagning numið þetta ár 100,4—105,38%. Fyrir árið 1926 hefir engin slík athugun verið gerð, en árið 1927 nemur meðalálagning, samkv. skýrslu sama endurskoðanda 130,22% miðað við verð vinanna kominna í hús i Reykja- vik, en 106,99% sé tekið tillit til innkaupskostnaðar, svo sem vinumbúðir, átöppun o. þ. h. Þess skal getið, að á Alþingi 1925 var af 2 þingmönnum flutt frumvarp til laga um breytingu á áfengiseinkasölu- lögunum frá 1921, sem ekki varð að lögum. Í greinargerð frumvarps þessa og sömuleiðis í þingræðu annars flutn- ingsmannsins kemur fram það álit, að álagning á spánar- vínin sé bundin við ákvæði nefndra einkasölulaga, en eins og hér að framan segir fær það ekki staðizt. Breyting sú, sem gerð var á 4. gr. og 7. gr. áfengiseinkasölulaganna með I. nr. 36, 31. maí 1927 og fólgin var í því, að veita sjúkra- húsum sama rétt og læknum um lyf og hjúkrunargögn en bannar að sjúkrahúsum sé selt vin og vinandi, styrkir eng- an vegin skoðun stefnanda í þessu máli, nema síður sé, þar sem nefnt bann tekur vitanlega aðeins til þess áfengis, sem einkasölulögin fjalla um en ekki til spánarvínanna. Árið 1928 er almenna áfengislöggjöfin, aðflutningsbann- lögin og einkasölulögin, endurnýjuð, en sérlögin, nr. 3/1923, um spánarvinsundanþáguna látin haldast. Lögin um einkasölu á áfengi nr. 69, frá 7. mai 1928 hafa svofelt ákvæði í annari gr.: „Áfengi það, sem ríkisstjórnin flytur inn samkv. Í. gr. Og 2. gr. áfengislaganna, sbr. lög 140 nr. 3, 4. apríl 1923 selur hún aðeins lyfsölum og læknum, er rétt hafa til lyfjasölu, og öðrum þeim, er lög heimila“. Í 7. gr. laganna er svo tekið upp óbreytt ákvæði 7. gr. áfeng- iseinkasölulaganna nr. 62/1921, um 25—75% álagningu og í 11. gr. þeirra er tekið upp ákvæði 11. gr. laganna frá 1921, um að ríkisstjórnin ráði smásöluverði. Stefnandi heldur því nú fram, að með orðunum í 2. gr: „sbr. lög nr. 3, 4. apríl 1923“, séu spánarvínin heimfærð undir ákvæði 7. gr. um álagningu, þótt svo hefði ekki verið áður. Til þess að svo verði álitið, þyrfti nýnefnd tilvitnun í 2. gr. að vera nægur grundvöllur til þess að breyta ákvæð- um 2. gr. 1. nr. 3/1923, um álagningartilhögunina. Af bók- stafsskýringu einni saman á 2. gr. 1. 69/1928 verður þetta þó eigi ráðið. Til þess að skýring stefnanda væri örugg hefði þurft að standa „1. gr. og 2. gr. áfengislaganna og lögum nr. 3, 4. april 1923“. Nú stendur aðeins í 2. gr, sbr. og er ekki unnt að ráða með neinni vissu af sjálfum teksta laganna í hvaða tilgangi þessi samanburður er gerður, hvort orðið „sbr.“ hefir neikvæða þýðingu eins og sbr. þó“ eða jákvæða merkingu svo sem „einnig“. Við athugun á setningu laga nr. 69/1928 kemur hinsvegar skýrt fram, að umrædd tilvitnun í 2. gr. er ekki sett í þeim tilgangi að heimfæra spánarvinin undir álagningarákvæði 7. gr. Í hinu upphaflega frumvarpi ríkisstjórnarinnar til áfengis- einkasölulaganna 1928 er þessi tilvitnun ekki. Hún er sett inn í frumvarpið samkv. tillögu allsherjarnefndar Efri deildar Alþingis og gerði framsögumaður nefndarinnar þá grein fyrir því, að þetta megi „nánast skoða sem leiðrétt- ingu, því að sjálfsagt er að vitnað sé til þeirra laga sem nú gilda um meðferð áfengis“ (Alþt. 1928 B. dálkur 4768). Í þessari sömu framsöguræðu kemst framsögumaðurinn svo að orði út af því, að í 7. gr. stjórnarfrv. var ákvæði um að álagningin skyldi vera 50—100%, er allsherjarnefnd gerði tillögu um að væri færð niður í 25—75%, eins og verið hafði í 7. gr. áfengiseinkasölulaganna frá 1921: „Þá er 5. brtt. við 7. gr., um að í staðinn fyrir 50 1009% komi 25—75%. Um þetta varð einnig nokkur ágreiningur. Var að vísu upplýst í nefndinni, að vinsalan væri ekki bundin við hámarksálagningu, en hinsvegar töldu sumir nefndarmenn varhugavert að breyta þessu, eins og farið 741 er fram á í frv., því slíkt mætti skoða sem heftingu á sölu vínanna. Varð því að samkomulagi, með því að stjórnin væri ekki bundin við þessa tölu, að láta þetta ákvæði standa eins og það er í gildandi lögum“. (Alþt. 1928 B. dálkur 4769). Gegn þessari skýringu framsögumanns komu engin and- mæli fram á Alþingi, hvorki frá samnefndarmönnum hans í allsherjarnefnd né öðrum. Er því auðsætt, að tilvitnunin er ekki komin inn í lögin til þess að binda hendur rikis- stjórnarinnar né Áfengisverzlunarinnar um ákveðna há- marksálagningu á spánarvínin. Og þar sem lögin eru ekki heldur þannig orðuð, að þau, skoðuð út af fyrir sig, bindi álagninguna við ákvæði oftnefndrar 7. gr., þá verður ekki fallizt á gagnstæða skýringu stefnanda um þetta atriði. Þar eð undanþágulögin nr. 3/1923 og áfengiseinkasölu- lögin nr. 69/1928 eru enn í gildi, verður niðurstaða rétt- arins sú, eins og skýrt er frá hér að framan, að alla tíð, frá því að spánarvínaundanþágan kom í gildi og til þessa dags, hafi ríkisstjórnin og Áfengisverzlun ríkisins verið ó- bundin að lögum um hámarksálagningu á spánarvínin að öðru leyti en því, að álagningin mátti ekki vera þannig löguð, að hún gerði undanþáguna að engu, eins og komizt er að orði í 2. gr. laga nr. 3/1923. Með lögum nr. 64, 7. mai 1928 eru endurnýjuð lögin um aðflutningsbann á áfengi. Í 45. gr. þeirra segir svo: „Vín þau, sem um ræðir í lögum nr. 3 frá 4. april 1923, eru und- anþegin ákvæðum þessara laga um innflutning, veitingu, sölu, heimilisnotkun og flutning um landið. ... Dóms- málaráðherra ákveður með reglugerð ... um varnir gegn misbrúkun við sölu þeirra og veitingu. Samkv. nefndri 45. gr. var sett reglugerð nr. 67, 24. ág. 1928 um varnir gegn misbrúkun við sölu og veitingu þeirra vina er ræðir um í lögum nr. 3, 4. apríl 1923, og var þá jafnframt reglugerð nr. 65, 18. júlí 1922, um sama efni, numin úr gildi. Samkv. 2. og 3. gr. hinnar nýju reglugerðar á Áfengis- verzlun ríkisins, eins og áður hafði verið, að flytja inn og selja vínin, eftir því sem nánara er ákveðið í reglugerð- inni og gildandi lögum. 4. gr. reglugerðarinnar hljóðar svo: „Áfengisverzlunin selur vínin þeim, er hér segir: 742 1. Veitingastöðum, sem veita mega vinin samkv. reglu- gerðinni. 2. Læknum, er rétt hafa til lyfjasölu og lyfsölum, Þó aðeins þau vín, sem talin eru á lyfjaskrá og aðeins til lyfja“ Eins og af þessu má sjá er hér ekki minnst á aðra sölu en heildsölu og er það í samræmi við það. að gerður er greinarmunur á Áfengisverzluninni sjálfri og útbúum henn- ar, sem önnuðust smásöluna. 5. gr. reglugerðarinnar er orðuð þannig: Áfengisverzlunin ákveður útsöluverð vinanna. Er henni heimilt að leggja 25—7590 á þau, miðað við verð þeirra að tolli meðtöldum þegar þau eru komin í hús í Reykjavík, Á hverri flösku skal tilgreint útsöluverð“. Í reglugerðinni frá 1922 var álagningarhæðin ekki til- tekin með tölum en sagt að útsöluverð vínanna skyldi ekki fara fram úr innkaupsverði með áföllnum kostnaði að viðbættum venjulegum verzlunarhagnaði, svo sem áður er sagt. Það virðist nú liggja í augum uppi, að reglugerðargjaf. inn 1928 hafi við setningu 5. gr. hennar blandað saman á- kvæðunum um álagningu á spánarvín og ákvæðum 7. gr. áfengiseinkasölulaganna frá sama ári, en eins og þessi grein á aðeins við álagningu í heildsölu, sbr. 11. gr. sömu laga, sbr. og áður 7. og 11. gr. laga nr. 62/1921, eins verður að álita, að nefnt ákvæði o. gr. reglugerðarinnar sé aðeins sett með heildsölu fyrir augum og styðst það einnig við 4, gr., reglug., sem aðeins mælir fyrir um heildsölu Áfengis- verzlunarinnar á vinunum. Þar eð vinkaup þau, sem í þessu máli ræðir um, eru öll gerð í smásölu verður að telja, að nefnd álagningarákvæði 5. gr. nái ekki til þeirra kaupa, en að útsöluverðið. sem greint hefir verið á hverri flösku, feli í sér auk heildsölu- álagningarinnar verðframfærslu í smásölu. Kemur því ekki til athugunar hér, hvort það gæti skapað viðskipta- mönnum útibús Áfengisverzlunarinnar nokkurn endur- greiðslurétt, þótt ákveðið hefði verið af Áfengisverzluninni hærra verð á vinunum, en ráðherra hefði mælt fyrir um í reglugerð, án þess þó að vera bundinn af lögum um hámarkið. Að lokum skal þess getið, að samkvæmt skýrslum fram- 143 angreinds löggilts endurskoðanda hefir meðalálagning Áfengisverzlunarinnar á spánarvínum. sem seld hafa verið á árunum 1928— 1930 numið því, sem hér segir: 1. Ef miðað er við verð vinanna komið í hús hefir álagn- ingin verið 1928 ca. 133,89%, 1929 ca. 161,82% og 1930 175,61%. 2. Ef miðað er hinsvegar við ofanskráð verð, að við- bættum kostnaði við að gera vínin söluhæf (umbúðir, á- töppun o. fl.) hefir álagningin verið: 1928 ca. 110,86%, 1929 137,30% og 1930 148,11%. Útsöluverð hefir að mestu haldist það sama, en álagning hækkað hlutfallslega sökum ódýrari innkaupa og þess, að meira hefir verið flutt inn óaftappað í flöskur. Samkvæmt skýrslu sama endurskoðanda kemur það fram, að þegar vin er flutt inn á flöskum hefir álagningin í mörgum tilfellum orðið undir 75%. Þar eð ekkert er upplýst um það í málinu hvort vin það, sem umbjóðandi stefnanda hefir keypt og stefnt út af í máli þessu, hefir verið flutt inn í flöskum eða tunnum, þá sýnist einnig af þessari ástæðu skorta skilyrði fyrir endurgreiðslu. Niðurstaða málsins hér fyrir réttinum verður því sú, með skirskotun til framanritaðs, að sýkna beri hina stefndu af öllum kröfum stefnanda í málinu, en rétt þykir að máls- kostnaður falli niður. Mánudaginn 30. apríl 1934. Nr. 73/1933. Leonhard Sæmundsson segn Ermenreki Jónssyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Leonhard Sæmundsson, er eigi mætir í málinu greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. 13 7A4. Mánudaginn 30. april 1934. Nr. 140/1933. Jón Sveinsson gegn Sigurði Jónassyni, f. h. Raftækja- verzlunar Íslands h/f. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Jón Sveinsson, er eigi mætir í mál- inu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Mánudaginn 30. april 1934. Nr. 22/1934. Guðmundur Guðmundsson gegn Metúsalem Jóhannssyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Guðmundur Guðmundsson, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkis- sjóðs ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. 745 Miðvikudaginn 2. maí 1934. Nr. 35/1934. Valdstjórnin (Sveinbjörn Jónsson) gegn Einari Þ. Helgasyni (Eggert Claessen). Bifreiðalagabrot. Dómur lögregluréttar Ytri-Akraneshrepps 9. jan. 1934: Kærði, Einar Þ. Helgason, greiði 100 króna sekt, er renni í ríkissjóð, innan 30 daga frá lögbirting dóms þessa, en sæti ella einföldu fangelsi í 5 daga. Svo greiði kærði einn- ig Sigurði Oddssyni, Kjalardal, í Skilmannahreppi, 617 krónur í skaðabætur nú þegar. Ennfremur greiði kærði allan kostnað af máli þessu. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Verjandi hefir útvegað uppdrátt af veginum að og frá brúnni, þar seim slysið varð, og lagt fram í málinu fyrir hæstarétti. Uppdrátturinn sýnir það, að brekkurnar á veginum að gilinu eru tvær, og sú brekkan er lengri, sem fjær er gilinu, en fyrir neð- an hana tekur við kafli jafnsléttur eða því sem næst. Ef kærði hefir ekið í öðrum gíri niður brekku þessa alla eða að einhverju leyti, þá hefði hon- um átt að vera þess kostur, að stöðva bifreiðina á þessum vegarkafla, því að útilokað virðist, að heml- arnir hefðu ekki dugað til þess, ef þeir hafa verið i lagi, er kærði fór af stað, enda þótt vegurinn væri sleipur, þar sem vegalengdin frá Akranesi og til þess staðar er aðeins 12 kílómetrar. Það verður því að telja, að kærði hefði með nægilegri aðgæzlu get- að afstýrt slysinu. Fyrir skort á slíkri aðgæzlu verð- ur að dæma kærða til refsingar, og þykir hún hæfi- lega ákveðin samkvæmt 14. gr. laga nr. 71/1981, 746 50 króna sekt, er renni í ríkissjóð og afplánist með 5 daga einföldu fangelsi, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Með því að ætla má, að Sigurður Oddsson hafi hagnýtt sér fallið af kúnni, sem fyrir slysinu varð og skotin var, þykir mega færa skaðabótaupphæð- ina, sem að öðru leyti þykir réttilega ákveðin, niður um 50 krónur, svo að skaðabæturnar verða alls kr. 567,00. Samkvæmt þessum málalokum verður að dæma kærða til að greiða allan kostnað sakarinnar, bæði fyrir hæstarétti og Í héraði, þar með talin málflutn- ingslaun til skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 60 kr. til hvors. Um rannsókn málsins er það aðfinnsluvert, að bifreiðin var ekki athuguð þegar er færi gafst til þess eftir slysið, að vegarbreiddin var ekki mæld, að því er séð verður, og að ekki fylgdi málsskjöl- unum uppdráttur af þeim kafla vegarins, sem hér skiptir máli. Því dæmist rétt vera: Kærði, Einar Þ. Helgason, greiði 50 króna sekt, er renni Í ríkissjóð og afplánist með 5 daga einföldu f angelsi, ef hún greiðist ekki inn- an 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Svo greiði kærður 567,00 krónur í skaðabætur til Sigurðar ar Oddssonar, bónda í Kjalardal. Loks greiði kærður allan kostnað sakarinnar, bæði í hér- aði og fyrir hæstarétti, þar með talin málflutn- ingslaun til skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna 747 Sveinbjarnar Jónssonar og Eggerts Claessen, 60 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þett. ;er höfðað af valdstjórnarinnar hálfu gegn Einari Þ. Helgasyni, trésmiðameistara og bifreiðarstjóra, til heimilis á Baugsstíg á Akranesi, fyrir brot á ákvæðum laga nr. 70 frá 8. sept. 1931, um notkun bifreiða. Málavextir eru þeir, sem nú skal greina. Hinn 14. sept. s. 1. fór kærði, Einar Þ. Helgason, ásamt Axel Sveinbjörnssyni, skipstjóra, á einkabifreið kærða, fólksflutningsbifreiðinni M. B. 78, frá Akranesi upp að Laxá í Leirársveit. Í brekku fyrir ofan Litlu-Fellsöxl í Skilmannahreppi urðu á vegi hans tveir menn, þeir Sig- urður Oddsson bóndi í Kjalardal í Skilmannahreppi og Aðalsteinn Jóhannsson, Litlu-Fellsöxl, og teymdu þeir kú á milli sin. Brekkan fyrir ofan Litlu-Fellsöxl er alllöng og brött með köflum niður að brú yfir allhátt gil skammt fyrir austan Litlu-Fellsöxl. Vegurinn er þarna allhár. Þeg- ar bifreið kærða ók niður af brekkubrúninni og kærði kom auga á mennina með kúna, reyndi hann að gefa hljóð- merki jafnframt því, sem kærði reyndi af alefli að stöðva bifreiðina, en þá kom í ljós að hemlurnar dugðu ekki og Hautan var í ólagi. Rann bifreiðin siðan aftan á kúna og mennina og fótbrotnaði kýrin, svo að skjóta varð hana strax, en Sigurður Oddsson meiddist á öðrum fæti, en báðir hrötuðu mennirnir út af veginum. Kærði bauð Sigurði að fara með hann til læknis, en þá bar þar að vörubifreið, sem var á leið til Akranes og fór Sigurður með henni þangað. Um þetta er enginn á- greiningur og hefir kærði játað þetta rétt vera. Það er ennfremur sannað í málinu, að vegurinn, sem bifreið kærða fór um þennan dag, sem slysið varð, hafi verið afar blaut- ur vegna undanfarinna votviðra. Hefir kærði haldið því fram, að hemlurnar á bifreið hans og flautan, hafi af þess- um orsökum bilað á leiðinni frá Akranesi upp að Litlu- Fellsöxl, en hvorttvggja hafi verið í góðu lagi þegar bifreið- 748 in fór frá Akranesi þennan sama dag. Þessi staðhæfing kærða styzt einnig við framburð þriggja vitna í málinu, sem heyrðu kærða gefa hljóðmerki með flautu bifreið- arinnar, tvö þeirra mjög skömmu áður en kærði lagði af stað í ferð þá, sem áður er getið, og eitt vitnið vék úr vegi fyrir bifreiðinni og heyrði hljóðmerki hennar nokkru fyrir innan Akranes. eða eftir að kærður var lagður af stað þaðan. Ennfremur hafa tvö af þessum vitnum borið það, að bifreið kærða hafi verið með hemlur í lagi, er hann fór frá Akranesi nefndan dag og byggja þau þetta á því. að bif- reiðin hafi stöðvast snögglega, annað skipti í nokkrum halla, er kærður var að aka henni á Akranesi rétt áður en kærður fór af stað nefndan dag. Samhljóða þessu er einn- ig vitnaframburður Axels Sveinbjörnssonar skipstjóra. sem var með kærða í bifreiðinni, er slysið varð, og hefir hann einnig rétt til að stýra bifreið. Hann hefir og staðfest þann framburð kærða, að kærði hafi gert allt, sem í hans valdi stóð til þess að stöðva bifreiðina í brekkunni áður en slys- ið varð, og að kærði hafi reynt að kalla til mannanna, en þeir hafi alls ekki heyrt neitt til hans né heldur tókst kærð- um að stöðva bifreiðina. Gegn mótmælum kærða verður það ekki talið sannað eða líkur að því leiddar í málinu, að kærði hafi séð mennina með kúna, fyr en hann var kominn á brekkubrúnina ofan við Litlu-Fellsöxl, en þeir Sig. Oddsson og Aðalsteinn Jóhannsson hafa skýrt svo frá, að þeir hafi séð bifreið kærða, er hann var alllangt í burtu, áður en slysið varð, en vöruðu sig þó ekki á því hvað bifreiðin fór hratt yfir. en vegurinn svo mjór þar sem slysið varð, að bifreiðin gat ekki ekið fram hjá mönnunum og ekki var heldur unnt fyrir kærða að fara út af veginum, þvi bratt gil var beggja megin við veginn. Eftir mælingu lögregluþjóns Axels Andréssonar, eru 96 metrar frá brekku- brúninni, þar sem kærði gat séð mennina með kúna og að staðnum þar sem slysið varð. Kærði kveðst hafa skipt bifreiðinni, er hann fór ofan af brekkubrúninni úr 3. „giri“ og Í 2. „gir“, er hann sá mennina, en kveðst hafa treyst svo á flautuna og hemlurnar, að hann hafi ekki á- litið þörf á að skipta bifreiðinni í 1. „gir“. Það má telja fullvíst, að ekkert slys hefði orðið, ef kærði hefði í upp- hafi, er hann sá mennina niður við brúna, skipt bifreið- inni í Í. „gir“, en ekki treyst á hemlur eða flautuna, þvi 749 hann mátti búast við því, að bleyta vegarins hefði gert þær ótryggar, og svo er það hverjum sóðum bifreiðarstjóra ljóst, að hemlur halda að jafnaði illa á blautum vegi. Fjar- lægðin frá brekkubrún að slysstaðnum er það löng, að auðvelt hefði verið, að afstýra slysinu, ef hemlur hefðu ver- ið sæmilegar, annaðhvort handhemia eða fóthemla, en þær reyndust báðar algerlega gagnslausar þegar á þurfti að halda. Er tæpast hugsanlegt, að þær hafi báðar verið í góðu lagi, er kærði lagði af stað frá Akranesi þá um dag- inn, enda þótt það sé ekki neitt upplýst í málinu um það. Hraðinn virðist ekki hafa verið mikill og ekki meiri en ca. 25 km. á klst. eftir að kærði sá mennina. Af framanrituðu er það ljóst, að kærði hefir ekki við- haft þá gætni og varúð, sem gætnum og samvizkusömum bifreiðarstjóra ber að hafa, þegar hætta er á árekstri eða ákeyrzlu, og að hann í þessu tilfelli hefir með áðurgreindu framferði sinu brotið gegn 15. gr. 1. m.gr. laga nr. 70, frá 8. sept. 1931, sbr. 6. gr. 6. m.gr. sömu laga, og þykir refsing hans hæfilega ákveðin 100 kr. sekt til ríkissjóðs. Svo greiði kærði og allan kostnað af máli þessu, sem orðinn er og verður. Verði sektin eigi greidd innan 30 daga frá lög- birtingu dóms þessa, komi í stað sektarinnar 5 daga ein- falt fangelsi. Þá hefir Sigurður Oddsson krafizt þess, að kærði verði dæmdur til þess að greiða honum skaðabætur, sem hér segir: A. fyrir missi kýrinnar ......000.0.0.0.00000..- kr. 300,00 B. læknishjálp og fleira þar að lútandi ...... — 30,00 C. Atvinnutap kr. 10,00 á dag frá 1%% til 3740 33 — 480,00 eða samtals kr. 810,00 Kærði hefir mótmælt þessum kröfum sem of háum. Hæfilegt verð fyrir kúna telur kærði kr. 250,00 — en Sig- urður Oddsson hefir haldið því fram í málinu ómótmælt af kærða, að s. 1. haust, þ. e. 1933 hafi kýr verið seldar á Akranesi fyrir kr. 300,00 hver, að minnsta kosti þrjár kýr, sem hann tiltók, og er því ekki hægt að telja 300 krónur ósanngjarnt verð fyrir kýrmissirinn. Af reikningunum yfir læknishjálp Sigurðar Oddssonar. kr. 30,00 alls, hefir kærði mótmælt, að honum beri að greiða nema tvo þriðju hluta, en þau mótmæli kærða hafa 150 ekki við nein rök að styðjast, og verður því einnig að dæma kærða til þess að greiða áminnsta læknishjálp að fullu með kr. 30,00. Þá hefir kærði sérstaklega mótmælt kröfu Sigurðar Oddssonar fyrir atvinnutap, að upphæð kr. 480, þann tíma er hann var frá vinnu vegna meiðsla, er hann hlaut af slysinu. Krefst kærði þess, að dregnir verði frá allir sunnudagar á tímabilinu og að bæturnar verði færðar niður í kr. 5,00 á dag fyrir virka daga, miðað við dag- peninga, þá, sem Slysatrygging ríkisins greiðir mönnum, er verða fyrir slysum á landi. Sunnudagar á tímabilinu 1% til $%6 33 eru alls 7 og ber að draga þá frá upphæðinni. Með tilliti til þess, að í al- gengri sveitavinnu og vegavinnu mun nú óvíða greitt hærra kaup en 70 aurar á klst. álizt því hæfilegt, að kærði greiði Sigurði Oddssyni kr. 7,00 á dag fyrir atvinnutap þá virka daga, sem hann var óvinnufær af völdum slyss þessa eða í allt 41 dag, 287 krónur. Verður þá upphæð sú, sem kærða, sem eiganda bifreiðarinnar M. B. 78, ber að greiða Sigurði Oddssyni fyrir kýrmissi, læknishjálp og atvinnutap, sam- kvæmt framanskráðu samtals 617 krónur. Aðalsteinn Jó- hannsson hefir engra bóta krafizt í máli þessu. Kærði, Einar Þ. Helgason, er kominn yfir lögaldur saka- manna og hefir aldrei áður sætt refsingu fyrir neitt afbrot. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Miðvikudaginn 2. mai 1934. Nr. 153/1933. Þorbergur Guðmundsson, Jón Á. Gíslason og Halldór Þorsteinsson (Garðar Þorsteinsson) Segn Útvegsbanka Íslands h/f (Enginn). Víxilafsögn framkvæmd siðar en vixillögin ákveða. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 8. júlí 1933: Stefndir, Ísfélag Gerða h/f, Þorbergur Guðmundsson, Jón Á. Gísla- 751 son og Halldór Þorsteinsson, greiði einn fyrir alla og allir fyrir einn stefnandanum, Útvegsbanka Íslands h/f, kr. 13504,54 með 6% ársvöxtum frá 1. dez. 1932 til greiðslu- dags, 14% upphæðarinnar í þóknun, kr. 17,50 í afsagnar- kostnað og kr. 599,64 í málskostnað, allt innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri að- för að lögum. Dómur hæstaréttar. Er mál þetta var þingfest í hæstarétti mætti eng- inn í því af hálfu stefnda, þótt löglega hafi verið stefnt, og hefir það því verið flutt skriflega sam- kvæmt 38. gr. hæstaréttarlaganna og er dæmt eft- ir NL. 1—4—32. og 2. gr. tilsk. 3. júní 1796. Áfrýjendurnir hafa krafizt þess, að hinum á- frýjaða dómi verði hrundið, að því er þá snertir, og breytt þannig, að þeir verði sýknaðir af kröf- um stefnda í málinu, og að hann verði dæmdur til að greiða þeim málskostnað fyrir undirrétti og hæstarétti eftir reikningi eða eftir mati réttarins. Eins og segir í dómi undirréttarins var gjalddagi vixils þess, er ræðir um í máliu, 1. dez. 1932, er bar upp á fimmtudag, og var hann afsagður vegna greiðslufalls 5. s. m. Byggja áfrýjendurnir sýknu- kröfu sína á því, að vixilrétturinn gagnvart þeim hafi glatazt sökum þess, að vixillinn hafi ekki ver- ið afsagður innan þess tíma er 41. gr. víxillaganna frá 13. jan. 1882 ákveður. Gegn þessu hefir stefndi haldið því fram fyrir undirréttinum, að 1. dezem- ber 1932 hafi verið frídagur og bankanum, þar sem vixillinn átti að greiðast, hafi verið lokað allan daginn og sömuleiðis notarialskrifstofunni, og hafi því gjalddagi vixilsins samkv. 91. gr. vixillag- anna færzt yfir á 2. dez. og afsögnin þar af leiðandi farið fram á 2. virkum degi frá gjalddaga, þannig að ákvæðum 41. gr. vixillaganna hafi verið full- nægt. En á þetta verður ekki fallizt. Gjalddagi vixilsins var ekki að lögum helgur dagur og heim- ild brestur til lögjöfnunar frá upphafsákvæði 91. gr. nefndra víxillaga. Það verður því að líta svo á, að afsögn víxilsins hafi farið fram síðar en 41. gr. víxillaganna ákveður og stefndi hafi þessa vegna glatað víxilrétti sinum gagnvart áfrýjendunum. Það ber því að fella hinn áfrýjaða dóm úr gildi að því er snertir áfrýjendurna og sýkna þá af öll- um kröfum stefnda í máli þessu, og dæma hann til að greiða áfrýjendunum málskostnað í undirrétti og hæstarétti, er ákveðst 150 kr. til hvers þeirra. Því dæmist rétt vera: Áfrýjendurnir, Þorbergur Guðmundsson, Jón Á. Gíslason og Halldór Þorsteinsson, eiga Sú s 5“ sýknir að vera af öllum kröfum stefnda Út- vegsbanka Íslands h/f, í máli þessu. Stefndi greiði áfrýjendunum málskostnað í undirrétti og hæstarétti með 150 krónum til hvers þeirra, að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað fyrir gestaréttinum með stefnu út- gefinni 22. maí s. }. af Útvegsbanka Íslands h/f., hér í bæ gegn Ísfélagi Gerða h/f., Þorbergi Guðmundssyni, Jaðri, Jóni Á Gíslasyni, Halldóri Þorsteinssyni, Vörur, öllum til heimilis í Gerðum, Garði i Gullbringusýslu, til greiðslu víxils að upphæð kr. 13504,54, útgefins 29. ág. f. á. af stefndum Þorbergi og samþykkts af stefndu Ís- félagi til greiðslu í Útvegsbankanum hér í bæ í. dez. f. á. en á víxli þessum, sem afsagður var Vegna greiðslufalls 5. s. m., eru stefndir Jón og Halldór ábekingar. 753 Hefir stefnandi krafizt þess, að stefndir verði in sol- idum dæmdir til þess að greiða sér upphæð vixilsins, kr. 13504,34 með 6% ársvöxtum frá gjalddaga hans til greiðsludags, 14 % upphæðarinnar í þóknun, kr. 17,50 í afsagnarkostnað og málskostnað að skaðlausu. Nemur hann eftir framlögðum reikningi sem er í samræmi við aukatekjulögin og lágmarksgjaldskrá málflutningsmanna- félagsins kr. 599,64. Allir hinir stefndu hafa látið mæta í málinu. Hefir stefndur, Ísfélag Gerða h/f., engum andmælum hreyft gegn framangreindum kröfum stefnanda og verða þær því teknar til greina að öllu leyti að því er það snertir. Hins- vegar hafa aðrir hinir stefndu mótmælt kröfum stefnanda og krafizt sýknu af þeim og málskostnaðar hjá honum að skaðlausu. Byggja þeir sýknukröfuna á því, að víxilrétt- urinn á hendur þeim samkvæmt umræddum vixil sé glat- aður vegna vangeymslu. Gjalddagi vixilsins 1. dez. f. á. hafi borið upp á virkan dag, og þar sem vixillinn hafi ekki verið afsagður fyrr en 5. þess mánaðar eða á 3. virk- um degi eftir gjalddaga sé afsagnargerðin ólögmæt. Stefnandi hefir mótmælt eindregið þessari varnar- ástæðu stefndra, og haldið því fram, að telja megi 1. dez. helgan dag, því að þann dag sé bönkum og opinberum skrifstofum lokað allan daginn, og hafi því gjalddagi um- rædds vixils færzt yfir á 2. dez. og sé þá víxillinn löglega afsagður samkvæmt ákvæðum 91. gr. víxillaganna. Það er nú að vísu svo að 1. dez. er ekki löghelgur dag- ur. Hinsvegar hafa undanfarin ár verið hátíðahöld dag Þenna til minningar um viðurkenningu fullveldis Íslands árið 1918. Hefir dagurinn jafnframt um nokkurt skeið undanfarið verið bankafridagur og að nokkru leyti fri- dagur náms- skrifstofu- og verzlunarfólks. Þykir þvi mega láta ákvæðin í fyrstu setningu 91. greinar vixillaganna taka til dags þessa með lögjöfnun (analogiu) og var þá gjalddagi vixils þess sem hér um ræðir fyrst 2. dez. Hefir víxillinn því að áliti réttarins verið afsagður innan lög- mælts tíma, og verða þá úrslit málsins þau, að mótmæli stefndra verða ekki tekin til greina, heldur ber að taka dómkröfur stefnanda til greina að öllu leyti. 754 Miðvikudaginn 2. mai 1934. Nr. 154/1933. Þorbergur Guðmundsson, Jón Á. Gíslason, Halldór Þorsteinsson og Eiríkur Þorsteinsson (Garðar Þorsteinsson) gegn Útvegsbanka Íslands h/f (Enginn). Vixilafsögn framkvæmd síðar en vixillögin ákveða. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 8. júlí 1933: Stefndir Ísfélag Gerða h/f., Þorbergur Guðmundsson, Jón Á. Gisla- son, Halldór Þorsteinsson og Eirikur Þorsteinsson, greiði einn fyrir alla og allir fyrir einn stefnandanum, Útvegs- banka Íslands h/f., kr. 3500,00 með 6% ársvöxtum frá 1. dez. 1932 til greiðsludags, % % upphæðarinnar í þóknun, kr. 10,50 í afsagnarkostnað og kr. 342,30 í málskostnað, allt innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Er þetta mál var þingfest í hæstarétti mætti enginn í þvi af hálfu stefnda, þótt löglega hafi verið stefnt, og hefir það því verið flutt skriflega samkvæmt 38. gr. hæstaréttarlaganna og er dæmt eftir NL L. 1432. og 2. gr. tilsk. 3. júní 1796. Áfrýjendurnir hafa krafizt þess, að hinum á- frýjaða dómi verði hrundið, að því er þá snertir, og breytt þannig, að þeir verði sýknaðir af kröf- um stefnda í málinu, og að hann verði dæmdur til að greiða þeim málskostnað fyrir undirrétti og hæstarétti eftir reikningi eða eftir mati réttarins. Eins og segir í dómi undirréttarins var gjald- dagi vixils þess, er ræðir um í málinu, 1. dez. 1932, er bar upp á fimmtudag, og var hann afsagð- ur vegna greiðslufalls 5. s. m. Byggja áfrýjendurn- 155 ir sýknukröfu sína á því, að víxilrétturinn gagn- vart þeim hafi glatazt sökum þess, að vixillinn hafi ekki verið afsagður innan þess tíma er 41. gr. víxillaganna frá 13. jan. 1882 ákveður. Gegn þessu hefir stefndi haldið því fram fyrir undirréttinum, að 1. dezember 1932 hafi verið frídagur og bank- anum, þar sem víxillinn átti að greiðast, hafi ver- ið lokað allan daginn og sömuleiðis notarialskrif- stofunni, og hafi því gjalddagi víxilsins samkv. 91. gr. vixillaganna færzt yfir á 2. dez. og afsögnin þar af leiðandi farið fram á 2 virkum degi frá gjald- daga, þannig að ákvæðum 41. gr. víxillaganna hafi verið fullnægt. En á þetta verður ekki fallizt. Gjalddagi víxilsins var ekki að lögum helgur dag- ur og heimild brestur til lögjöfnunar frá upphafs- ákvæði 91. gr. nefndra vixillaga. Það verður því að líta svo á, að afsögn vixilsins hafi farið fram síðar en 41. gr. vixillaganna ákveður og að stefndi hafi þessa vegna glatað vixilrétti sínum gagnvart áfrýjendunum. Það ber því að fella hinn áfrýjaða dóm úr gildi að því er snertir áfrýjendurna og sýkna þá af öllum kröfum stefnda í máli þessu, og dæma hann til þess að greiða áfrýjendunum málskostnað í undirrétti og hæstarétti, er ákveðst 100 kr. til hvers þeirra. Því dæmist rétt vera: Áfrýjendurnir, Þorbergur Guðmundsson, Jón Á. Gíslason, Halldór Þorsteinsson og Eirík- ur Þorsteinsson, eiga sýknir að vera af öllum kröfum stefnda, Útvegsbanka Íslands h/f, í máli þessu. Stefndi greiði áfrýjendunum málskostnað í 756 undirrétii og hæstarétti með 100 krónum til hvers þeirra að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað fyrir gestaréttinum með stefnu úi- gefinni 22. maí s. 1. af Útvegsbanka Íslands h/f. hér í bæ gegn Ísfélagi Gerða h/f., Þorbergi Guðmundssyni, Jaðri, Jóni Á. Gíslasyni, Halldóri Þorsteinssyni, Vörum, öllum til heimilis í Gerðum, Garði í Gullbringusýslu og Eiríki Þor- steinssyni, Ásvallagötu 18, hér í bænum, til greiðslu víx- ils, að upphæð kr. 3500,00, útgefins 29. ág. f. á., af stefnd- um, Þorbergi, og samþykkts af stefndu Ísfélagi til greiðslu í Útvegsbankanum hér í bæ 1. dez. f. á., en á vixli þessum, sem afsagður var vegna greiðslufalls 5. s. m. eru stefndir, Jón, Halldór og Eiríkur, ábekingar. Hefir stefnandi krafizt þess, að stefndir verði in solid- um dæmdir til þess að greiða sér upphæð víxilsins, kr. 3500,00 með 6% ársvöxtum frá gjalddaga hans til greiðslu- dags, 14 % upphæðarinnar í þóknun, kr. 10,50 í afsagnar- kostnað og málskostnað að skaðlausu. Nemur hann eftir framlögðum reikningi, sem er í samræmi við aukatekju- lögin og lágmarksgjaldskrá málflutningsmannafélagsins kr. 342,50. Allir hinir stefndu hafa látið mæta í málinu. Hefir stefndur, Ísfélag Gerða h/f., engum andmælum hreyft gegn framangreindum kröfum stefnanda og verða þær því tekn- ar til greina að öllu leyti að því er það snertir. Hinsvegar hafa aðrir hinir stefndu mótmælt kröfum stefnanda og kraf- izt sýknu af þeim og málskostnaðar hjá honum að skað- lausu. Byggja þeir sýknukröfuna á því, að vixilrétturinn á hendur þeim samkvæmt umræddum víxli sé glataður vegna vangeymslu. Gjalddagi víxilsins 1. dez. f. á. hafi borið upp á virkan dag, og þar sem vixillinn hafi ekki verið afsagð- ur fyr en 5. þess mánaðar eða á 3. virkum degi eftir gjalddaga sé afsagnargerðin ólögmæt. Stefnandi hefir mótmælt eindregið þessari varnará- stæðu stefndra og haldið því fram, að telja megi 1, dez. helgan dag, því að þann dag sé bönkum og opinberum skrifstofum lokað allan daginn, og hafi því gjalddagi um- 70! rædds vixils færzt yfir á 2. dez. og sé þá víixillinn löglega afsagður samkvæmt ákvæðunum í 91. gr. vixillaganna. Það er nú að vísu svo, að 1. dez. er ekki löghelgur dag- ur. Hinsvegar hafa undanfarin ár verið hátíðahöld dag þenna til minningar um viðurkenningu fullveldis Íslands árið 1918. Hefir dagurinn jafnframt um nokkurt skeið und- anfarið verið bankafrídagur og að nokkru leyti frídagur náms-, skrifstofu- og verzlunarfólks. Þykir því mega láta ákvæðin í fyrstu setningu 91. greinar vixillaganna taka til dags þessa með lögjöfnun (analogiu) og var þá gjalddagi vixils þess, sem hér um ræðir fyrst 2. dez. Hefir víxillinn því að áliti réttarins verið afsagður innan lögmælts tima og verða þá úrslit málsins þau, að mótmæli stefndra verða ekki tekin til greina, heldur ber að taka dómkröfur stefn- anda til greina að öllu leyti. Föstudaginn 4. maí 1934. Nr. 28/1934. Réttvísin (Lárus Jóhannesson) gegn Friðbirni Þorkelssyni (Stefán Jóh. Stefánsson). Stuldur. Dómur aukaréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 30. dez. 1933: Friðbjörn Þorkelsson, lausamaður, síðast til heimilis á Öldugötu nr. 16 í Hafnarfirði, sæti 20 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, og greiði hann allan af málinu leiddan og leiðandi kostnað. Peningar þeir, að upphæð kr. 29,13, er fundust á ákærðum og í vörzlum hans, teljast vera tilheyrandi þurrabúðarmanni Ólafi Guðmundssyni, áður til heimilis á Öldugötu 16 í Hafnarfiði, nú til heimilis í Ing- ólfsstræti nr. 19 í Reykjavík, og afhendist manni þessum samkvæmt kröfu hans. Dóminum að fullnægja undir aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Eins og tekið er fram í hinum áfrýjaða dómi, verður að telja fram komnar svo öruggar líkur 758 fyrir því, að ákærði hafi þrátt fyrir neitun sína, tekið ófrjálsri hendi peninga þá, er í málinu grein- ir, að hann verði dæmdur sekur um þann verkn- að, er varðar við 2. málsgr. 6. gr. laga nr. 51/1928. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 15 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, en fresta skal fullnustu hennar næstu fimm ár frá uppkvaðn- ingu dóms þessa, og niður skal hún falla að þeim tíma liðnum, ef kærði heldur skilorð laga nr. 39/1907. Ákvæði héraðsdómsins um afhendingu hinna stolnu peninga og um greiðslu sakarkostnað- ar í héraði þykir mega staðfesta. Svo ber að dæma ákærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakar- innar, þar með talin málflutningslaun til skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 60 krónur til hvors. Það er aðfinnsluvert við meðferð málsins í héraði. 1. Að dómarinn hefir ekki fengið ótvíræða yfir- lýsingu þess manns, er hina stolnu peninga átti, um það, að hann krefðist málshöfðunar sam- kvæmt 2. málsgr. 6. gr. laga nr. 51/1928 út af brot- inu. En þar sem þessi maður krafðist afhendingar á þeim, en þess var ekki kostur nema dómur gengi í málinu, af því að ákærði synjaði fyrir verknað- inn, þykir mega skýra þessa kröfu svo, að hún innifeldi jafnframt í sér kröfu um málshöfðun og dóm í málinu. 2. Að héraðsdómarinn hefir höfðað mál gegn á- kærða fyrir brot á „230. gr. hinna almennu hegn- ingarlaga 25. júní 1869“, enda þótt sú grein sé ber- um orðum úr lögum numin með 2. mgr. 17. gr. laga nr. 51/1928, og málið skyldi höfða samkvæmt 2. málsgr. 6. gr. sömu laga. Þessi misgáningur dóm- 759 arans þykir þó ekki þurfa að varða ómerkingu málsmeðferðar og dóms í héraði, með því að á- kærða mátti allt að einu vera það ljóst, fyrir hvaða verknað mál skyldi á hendur honum höfðað. 3. Að héraðsdómarinn hefir dæmt ákærða fyrir brot á 230 gr. áðurnefndra hegningarlaga, í stað 2. málsgr. 6. gr. laga nr. 51/1928. 4.Að þess finnst ekki berum orðum getið í próf- um málsins eða dómi, að þær 25 krónur, sem fund- ust undir klæðaskáp í herbergi ákærða hafi verið í peningaseðlum sömu tegundar sem þeir pening- ar, er hurfu úr kommóðuskúffu Ástu Guðmunds- dóttur. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Friðbjörn Þorkelsson, sæti 15 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, en fresta skal fullnustu refsingarinnar næstu 5 ár frá uppkvaðningu dóms þessa, og niður skal hún falla að þeim tima liðnum, ef ákærði heldur skilorð laga nr. 39/1907. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um afhendingu hinna stolnu peninga og um greiðslu sakarkostnaðar í hér- aði eiga að vera óröskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar meðtalin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verj- anda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutn- ingsmannanna Lárusar Jóhannessonar og Ste- fáns Jóhanns Stefánssonar, 60 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. 14 160 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Þegar húsfreyja Ásta Guðmundsdóttir, 24. mai þ. á. kl. 23 e. m., yfirgaf heimili sitt, Öldugötu 16 hér í bænum, kveðst hún hafa falið húsið umsjá 9 ára gamals pilts, Ró- berts að nafni, sem er sonur hennar og þurrabúðarmanns Ólafs Guðmundssonar, á meðan hún væri stutta stund í burtu, og er hún kom aftur heim til sín, sagði Róbert þessi móður sinni, að þegar hún hefði verið búin að vera ca. % tima í burtu, hafi ákærður, Friðbjörn Þorkeisson, lausamaður, sem þar bjó einn síns liðs uppi á lofti í fyr- greindu húsi, 45 ára að aldri, sem eigi áður hefir sætt ákæru eða hegningu fyrir neitt lagabrot, farið þess á leit við Róbert, að hann færi fyrir sig að ná í brauð, en er drengurinn sagðist eigi mega fara svo langt að heiman eða frá húsinu samkvæmt fyrirlagi móður sinnar, hafi hann bent ákærða á annan dreng, í næsta húsi, og hann svo farið þangað eftir tilmælum ákærðs, en þegar hann hafi komið heim aftur, eftir ca. 4 mínútur, hafi hann séð ákærðan inni í svefnherberginu þar niðri í húsinu, og hafi þá hurðin á milli stofunnar og svefnherbergisins verið opin. —- Út af þessari frásögn sonar sins kveðst velnefnd húsfreyja hafa aðgætt, hvort peningar, sem þar áttu að vera í kommóðuskúffu í stofu inn af svefnher- bergi þeirra hjóna, að hana minnti samtals 29 kr. 15 a,, væru þar, geymdar þar í pappakassa, peningar þessir þá verið horfnir, og hún þá sent son sinn til þess að ná í lögregluþjón, er þangað kom svo brátt. — Þegar svo lög- regluþjónninn minntist á peningahvarfið við ákærða, kvaðst hann ekki eiga nema kr. 4,13, er hann fann á á- kærðum, en litlu síðar fann hann í herbergi ákærðs 25 krónur í bankaseðlum án umbúða á gólfi í herbergi á4- kærðs undir klæðaskáp þar, en aðrir eða meiri Peningar voru eigi finnanlegir á ákærðum eða í íbúð hans nein- staðar. — Hefir áðurnefnd húsfreyja síðar gert senni- lega grein fyrir því, að umræddir peningar, sem hún segir að horfið hafi í umrætt skipti, og tilheyrt hafi Ad- ventistasöfnuði, sem þau hjónin eru í, aðeins hafi verið samtals kr. 29,13, eða sama upphæð er í umrætt skipti fannst í vörzlum ákærðs, sem og eigi á neinn ábyggilegan hátt hefir getað gert grein fyrir því, að hann þá áður þann sama dag hafi átt eða verið með nokkra peninga, og sem 761 líkur fyrir því, að hann hafi þá verið févana, bendir það, að hann bað drenginn, Róbert, að láta skrifa hjá sér í reikning, eða að fá umrætt brauð til láns, er hann bað Róbert að sækja fyrir sig, og er gengið var á ákærðan með peningaeign hans, sagði hann, að ef aðrir peningar fyndust í íbúð hans, en þeir er lögregluþjónninn fann í vasa hans, þá væru þeir stolnir, en síðan látið svo um- mælt, að ef hann hafi sagt þetta, þá hljóti það að hafa verið í ölæði sagt af honum, og jafnframt skýrt frá þvi, að hann þennan sama dag hafi verið búinn að drekka ná- lega þriggja pela flösku af suðuspritti, og verið orðinn mikið ölvaður, þótt aðrir eigi hafi séð það, en vel kveðst hann þó muna eftir því, að hann í umrætt skipti eigi hafi farið nema inn í eldhúsið þar niðri í húsinu á meðan Ró- bert var í burtu, en hann farið þangað niður af því að honum hafi heyrst gengið um niðri á meðan, og drengur- inn Róbert hefir skýrt svo frá að hann sjálfur á meðan móðir hans var úti, hafi farið inn í stofu, er peningarnir hurfu úr, til þess að gá að henni út um glugga þar, áður en ákærður bað hann sækja brauðið. Hefir ákærður neitað að hafa tekið umrædda peninga eða að hafa farið inn í stofu þá þar niðri í húsinu, er þeir áttu að vera geymdir í, en á hinn bóginn kveðst hann ekki muna eftir því, hvenær hann hafi látið peningana undir skápinn í herbergi hans, en þar muni hann hafa látið þá vegna þess að koffort hans hafi verið læst og hann verið búinn að týna lyklinum að því, en þessi sögu- sögn ákærða kemur í bága við skýrslu umrædds lögreglu- þjóns fyrir rétti, um að umgetið koffort hafi verið ólæst, er hann framkvæmdi rannsóknina í herbergi ákærða þá um daginn. Samkvæmt því er að framan segir, einkum það, að á ákærðum og í vörslum hans fundust peningar samskonar og samtals sömu upphæðar og saknað var af velnefndri húsfreyju, og að hann eigi á nokkurn hátt hefir gert sennilegt, að honum sjálfum hafi áður tilheyrt nokkrir peningar í umrætt skipti, heldur jafnvel hið gagnstæða, miðað við skýrslu oftnefndrar húsfreyju og umrædds lög- regluþjóns, virðist mega álykta með vissu, að ákærður sé valdur að umræddu peningahvarfi, enda og ekkert komið fram, er útiloki að svo hafi verið, og virðist afbrot þetta 162 mega heimfæra undir ákvæði 230. gr. hinna almennu hegningarlaga sem einfaldan þjófnað, og hegning sú, er ákærður hafi til unnið, hæfileg, 20 daga fangelsi við venju- legt fangaviðurværi, svo ber honum að greiða allan af málinu leiddan og leiðandi kostnað, en umrædd fjárupp- hæð, kr. 29,13, telst vera tilheyrandi þurrabúðarmanni Ólafi Guðmundssyni, fyr á Öldugötu nr. 16 í Hafnarfirði, en nú til heimilis í Ingólfsstræti nr. 19 í Reykjavík. Föstudaginn 4. maí 1934. Nr. 95/1933. Valdstjórnin (Pétur Magnússon) gegn Martin Miller (Jón Ásbjörnsson). Botnvörpuveiðabrot. Dómur lögregluréttar Vestmannaeyja 26. febr. 1933: Kærður, Martin Möller, greiði 17500,00 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands og komi níu mánaða einfalt fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögra vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Allur afli og öll veiðarfæri um borð í togaranum, „Bir- gitte Richardson“ P. G. 317 frá Weserminde, skal upptækt og andvirðið renna Í sama sjóð og sektin. Loks greiði kærður allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Þótt tökustaður togarans, er kærði var skipstjóri á, sé )% sm. utan við landhelgi, sýna staðarmæling- ar og miðunarlinur varðskipsins til hans kl. 19,51, 13,06 og 13,13, að togarinn hefir allan þann tíma verið inni á landhelgissvæðinu. Þar sem þessum mælingum hefir eigi verið hnekkt og þar sem kærði hefir viðurkennt, að hafa þennan tíma verið að 763 fiska með botnvörpu Í sjó, er það sannað, að hann hefir gerzt brotlegur við 1. gr. laga nr. 5, 18. maí 1920 um bann gegn botnvörpuveiðum. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með skirskotun til forsenda hins áfrýjaða dóms, ber að staðfesta hann, þó með þeirri breytingu, að upp- hæð sektarinnar ákveðst 20000 krónur með tilliti til núverandi gullgengis hinnar íslenzku krónu (50,66), og komi 7 mánaða einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún er eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Svo ber kærða að greiða allan áfrýjunarkostn- að málsins, þar með talin málflutningslaun sækj- anda og verjanda í hæstarétti, 200 kr. til hvors. Dráttur sá er orðið hefir á rekstri máls þessa hér í rétti, á rót sína að rekja til þess, að verjandi kærða í hæstarétti hefir útvegað sakargögn frá út- löndum, en þar sem honum hefir eigi borizt skjöl þessi fyrr en í febrúarmán. síðastl. verður dráttur þessi að teljast réttlættur. Því dæmist rétt vera: Kærði, Martin Muller, skipstjóri á botn- vörpuskipinu P. G. 317 „Birgitte Richardson“ frá Weserminde, greiði 20000 kr. sekt í Land- helgissjóð Íslands, og komi 7 mánaða einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún er eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku afla og veiðarfæra og um greiðslu málskostn- aðar í héraði skulu vera óröskuð. Svo greiði kærði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar 164 með talin málflutningslaun sækjanda og verj- anda í hæstarétti, hæstaréttarmálflutnings- mannanna, Péturs Magnússonar og Jóns Ás- björnssonar, 200 kr. til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af valdstjórnarinnar hálfu gegn Martin Miller, skipstjóra á togaranum „Birgitte Richard- son“ P. G. 317 frá Weserminde fyrir brot gegn ákvæð- um laga nr. 5 frá 18. maí 1920. Málavextir eru þessir: Þann 25. þ. m. var varðskipið Ægir á leið austur með landinu á landhelgissvæðinu og um kl. 0,50 síðdegis sá. ust nokkrir togarar út af Mýrdalsvík. Einn togarinn, sem siðar reyndist vera togari kærðs, var næst landi og virt- ist hann stefna austur með landinu. Kl. 0,51 gerði varðskipið eftirfarandi staðarákvörðun : Pétursey > 32 307 Portlandsviti > 69" 307 Hjörleifshöfði > 237 007 Togarinn Ki. 1,06 var togarinn snúinn út frá landi og stefndi þannig eftir það, þar til hann var stöðvaður af varðskip- inu. Kl. 1,06 gerði varðskipið þessa staðarákvörðun : Pétursey > 50 34 Hatta > 542 40 Hjörleifshöfði > 28 307 Togarinn 765 Kl. 1,13 gerði varðskipið þessa staðarákvörðun : Portlandsviti > 432 27 Hatta > 61 32 Hjörleifshöfði > 36* 34' Togarinn Kl. 1,18 gerði varðskipið þessa staðarákvörðun : Portlandsviti > 38 48 Hatta > 65? 05 Hjörleifshöfði > 46? 35 Togarinn KI. 1,22 dró varðskipið upp stöðvunarmerki og kl. 1,23 var skotið lausu skoli. Kl. 1,25 var skotið öðru lausu skoti og skömmu síðar gaf togarinn merki um að hann stöðvaðist. KI. 1,29 kom varðskipið að togaranum, sem var með stjórnborðsvörpu í sjó og lagði varðskipið bauju þar og mældi dýpið við hana og reyndist það 87 metrar og var samstundis gerð þessi staðarkvörðun: Portlandsviti > 31? 29 Hatta > 63 107 Hjörleifshöfði sem gefur stað baujunnar 0,54 sjómilu utan landhelgislinu. Skipstjóri togarans kom þvinæst um borð í varðskipið og voru honum sýndar mælingar varðskipsins á kortinu. Hann kvaðst þá hafa stýrt út frá landinu í mesta lagi 10 mínútur, áður en hann var stöðvaður af varðskipinu og kveður hann hraða skipsins með vörpu Í sjó vera 2,5—3 | 166 sjómílur á kl.st. og kveðst hann hafa gert eftirfarandi stað. arákvörðun, er hann sneri út frá landinu: Portlandsviti > 31 207 Hatta > 64 007 Hjörleifshöfði og er sá staður mjög skammt fyrir norðan bauju varð. skipsins á kortinu. Hér fyrir réttinum hefir kærður upp- lýst, að stýrimaður hans hafi gert þessa staðarákvörðun einsamall og hefir hann viðurkennt hana ranga, enda er staður togarans samkvæmt henni allt að 0,5 sjóm. fjær landhelgislíinunni heldur en hann á að hafa verið sam- kvæmt framburði kærðs sjálfs hér fyrir réttinum. Þegar kærður var stöðvaður af varðskipinu, kveðst hann hafa gert þessa staðarákvörðun við bauju varðskipsins: Portlandsviti > 327 00 Hatta > 63* 07 Hjörleifshöfði Þessa staðarákvörðun kveðst kærður hafa gert með stýri- manni sínum og hefir skipherra varðskipsins sett stað Þennan út í sjókortið og verður hann samkvæmt því skammt fyrir vestan bauju varðskipsins. Þegar kærður var kominn um borð í varðskipið, gerði hann þessa staðarákvörðun við bauju þess: Portlandsviti > 320 10 Hatta > 64 00 Hjörleifshöfði Þvi næst var farið að bauju, sem kærður kveðst hafa lagt og gerði varðskipið þar þessa staðarákvörðun: Portlandsviti > 382 02 Hatta > 68 02' Hjörleifshöfði 767 og gefur það stað baujunnar rétt innan við landhelgislin- una. Kærði mældi sömu horn og reyndust honum þau 38* 15' og 68? 13. Kærður hefir haldið þvi fram, að hann hafi lagt bauju þessari á landhelgislínunni. Allar framangreindar staðarákvarðanir varðskipsins voru gerðar af tveim foringjum þess saman, hver, nema sú fyrsta, sem var gerð af 2. stýrimanni einum. Skipherra varðskipsins hefir sett miðunarlínur togar- ans frá varðskipinu á þeim tima, sem umræddar staðar- ákvarðanir voru gerðar, út í kort það af tökusvæðinu, sem lagt hefir verið fram hér í réttinum, en staður togarans í þeim linum hefir ekki verið ákveðinn af varðskipinu og staður hans ekki verið ákveðinn af þvi, fyr en á töku- staðnum, er framangreind staðarákvörðun var gerð þar kl. 1,29. En fjarlægð tökustaðarins frá umræddum miðun- arlinum er samkvæmt framburði skipherrans, sem kærður hefir samþykkt sem réttan að því leyti, samkvæmt útsetn- ingu skipherrans í kortið, sem hér segir: Frá miðunar- línu kl. 0,51 1,08 sjóm. frá miðunarlinunni kl. 1,06, 1,0 sjóm., frá miðunarl. kl. 1,13 0,65 sjóm. og frá miðunarlínu ki. 1,18 0,40 sjóm. og er því fjarlægð nefndra miðanalina innan frá landhelgislinunni á sömu stöðum 0,54, 0,4, og 0,11 sjóm. og þar eð togarinn samkv. skýrslu varðskips- ins hefir siglt 20—-22 minútur beint út frá landi með allt að eða um 3 sjómílna hraða, áður en hann var stöðvaður, hefir hann samkvæmt þvi verið á eða mjög nærri um- ræddum stöðvum í miðunarlínunni og því innan við land- helgi eins og að framan greinir, en varðskipið var á land- helgissvæðinu og á landhelgislínunni er tvær fyrstnefndar mælingar voru gerðar, en togarinn var (samkv. framburði kærðs sjálfs) austan við bauju kærðs, sem er innan við landhelgislinuna, allan tímann, svo togarinn getur ekki hafa verið milli landhelgislínunnar og varðskipsins kl. 1,13, en þá var varðskipið komið út fyrir landhelgissvæðið. En vegalengdin frá tökustaðnum þangað, sem nefndar miðun- arlínur skera landhelgislínuna að austanverðu, er samkv. hinum framlagða uppdrætti svo mikill, að togarinn hefir alls ekki getað farið þá leið á þeim tíma, sem um er að ræða, og getur því ekki hafa verið svo austarlega í miðun- 168 arlínunum, enda kveðst kærður hafa verið aðeins eina sjómilu frá bauju sinni, er hann sneri frá landi. Kærður hefir eindregið neitað þvi, að hafa verið að veiðum í landhelgi og kveðst alitaf hafa togað utan við landhelgislinuna og hefir hann haldið því fram, að mælingar varðskipsins séu rangar og að ómögulegt sé að framkvæma nákvæmar mælingar eða staðarákvarðanir á skipi á þeirri ferð, er varðskipið var á, en hefir tekið fram, að hann efist ekki um að mælingar varðskipsins séu gerð. ar eftir beztu samvizku og hann efist ekki um hæfni varð- skipsforingjanna til að gera nákvæmar mælingar undir góðum skilyrðum. Hann kveðst hafa kastað vörpu sinni um kl. 2 síða, þ. t., fyrir vestan bauju sína, og síðan togað beint Í austur misv. að baujunni og farið fram hjá henni að sunnanverðu í 0,3 sjóm. fjarlægð frá henni kl. 2,35, þ. t. Því næst kveðst hann hafa togað stefnuna SÁ t Á misv. til kl. 3,10 og kveðst hann þá hafa verið kominn um eina sjómilu frá bauju sinni. Þá kveðst hann hafa snúið til sjórnborða í 8 min- útur, þar til hann hafði stefnuna VtS misv. og kveðst hann hafa togað þá stefnu í 10 mínútur eða til kl. 3,28, þ.1., að varðskipið stöðvaði hann og þar eð hann hafi þurft svo langan tíma til að snúa og hann þurfti að fara 0,5 sjm. til þess að snúa skipinu eins og hann gerði í þetta skipti, heldur hann fram, að skip hans hafi ómögulega getað farið bá vegalengd, sem varðskipið telur hann hafa farið á umræddum tíma, en annars kveðst hann hafa farið um eiua sjómilu (að snúningnum meðtöldum) frá því hann byrjaði að snúa skipinu og þar til varðskipið stöðvaði hann. Skipherrann á varðskipinu hefir haldið því fram, að litlir togarar, eins og skip kærða, geti snúið eins og kærði gerði á miklu skemmri tíma en kærður telur sig safa snúið á, eða ca. 2 minútum og stýrimaður kærðs hefir borið það íyrir réttinum, að kærði hafi snúið skipinu svo hratt, að bann furðaði sig á bvi. En þar eð kærði hefir viðurkennt, að hafa farið eina sjómilu á 18 minútum, verð. ur rétturinn að líta svo á, að kærður hafi getað farið vega- lengdina frá miðunarlínunni kl. 1,06 til.tökustaðarins, sem er ein sjómila, á þeim 20--22 mínútum, sem liðu frá þeim tíma, er varðskipið miðaði hann í þeirri línu og þar til hann nam staðar, þótt eitthvað af þeim tima kynni að hafa 769 farið í að snúa skipinu, einkum þar eð upplýst er í mál- inu að kærður togaði þá fyrir fullum krafti undan straum, en togarinn var samkv. skýrslu varðskipsins snúinn út frá landi á umræddum tíma kl. 1,06. Rétturinn verður því að líta svo á, að kærður hafi ekki með framangreindu hnekkt á nokkurn hátt mælingum varðskipsins, sem gerðar voru með beztu tækjum af þaul- æfðum mönnum, sem hafa staðfest þær fyrir rétti og telja engin vandkvæði á að framkvæma þær með fyllstu ná- kvæmni þó skipið sé á fuliri ferð og getur rétturinn því ekki tekið neitt tillit til staðhæfingar kærðs, um að eigi sé unnt að framkvæma nákvæmar mælingar á skipi, sem sé á þeirri ferð, sem varðskipið var á. Það verður því að leggja mælingar varðskipsins til grundvallar við dóm í máli þessu og þar eða skip kærðs samkvæmt þeim hlýtur að hafa verið innan landhelgi á um- ræddum tíma, en hann hefir játað, að hafa þá verið að veiðum, verður að telja löglega sannað, að hann hafi þá verið að veiðum í landhelgi og hefir hann því að áliti rétt- arins brotið gegn ákvæðum laga nr. ð frá 18. maí 1920 um bann gegn botnvörpuveiðum í landhelgi og þykir refsing hans, sem ekki er upplýst að hafi áður gerzt brotlegur gegn fiskiveiðalöggjöfinni, hæfilega ákveðin, samkv. 3. gr. nefndra laga, sbr. 1. grein laga nr. 4 frá 11. apríl 1924, með tilliti til þess, að gengi islenzkrar krónu er nú þannig, að hún jafngildir 5734 aurum gulls, hæfilega ákveðin 17500,00 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands og komi níu mánaða einfalt fangelsi í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan fjögra vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Allur afli og öll veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir, um borð í togaranum „Birgitte Richardson“ P. G. 317 frá Weserminde skal upptækt og andvirðið renna í sama sjóð og sektin. Loks greiði kærður allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn óbarfur dráttur orðið. 770 Mánudaginn 7. mai 1934. Nr. 44/1934. Eggert Claessen, f. h. Metúsalems Jóhannssonar (Eggert Claessen) gegn Guðmundi Guðmundssyni (Enginn). Höfuðstóll veðskuldar fallinn í gjalddaga vegna vangreiðslu. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 3. febr. 1934: Stefndur, Guðmundur Guðmundsson, greiði stefnandanum, Metú- salem Jóhannssyni, kr. 25368,50 með 6% ársvöxtum frá 22. febrúar 1932 til greiðsludags og kr. 750,00 í málskostn- að innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Þegar mál þetta, sem áfrýjað er til staðfestingar, var þingfest 30. f. m., mætti stefndi eigi, þótt hon- um hafi verið löglega stefnt. Málið hefir því verið rekið skriflega samkvæmt 38. gr. hæstaréttarlag- anna og er dæmt samkvæmt N. 1. 1432. og 2. gt. tilsk. 3. júní 1796. Á meðferð málsins í héraði eða áfrýjun þess, eru engir þeir gallar, er útiloki það, að krafa áfrýjanda verði tekin til greina. Ber samkvæmt þessu að staðfesta hinn áfrýjaða sestaréttardóm. Með því að stefndi hefir tekið út áfrýjunarstefnu í máli þessu 21. febr. þ. á., er þingfesta skyldi í sept- embermánuði næstkomandi og hafði þar með veitt áfrýjanda ástæðu til að áfrýja málinu til staðfest- ingar, þykir rétt samkvæmt kröfu áfrýjanda að dæma stefnda til þess að greiða honum málskostn- að fyrir hæstarétti, er ákveðst 200 krónur. 71 Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Stefndi, Guðmundur Guðmundsson, greiði á- áfrýjanda, Eggert Claessen, f. h. Metúsalems Jóhannssonar, 200 kr. í málskostnað fyrir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Málavextir eru þeir í máli þessu, að hinn 22. febrúar 1932 gaf stefndur, Guðmundur Guðmundsson, Laugaveg 159 A hér í bæ út til handa handhafa skuldabréf fyrir kr. 35000,00, og var skuldin auk vaxta og kostnaðar tryggð með 1. veðrétti í húseign stefnds Laugaveg 159 A og erfða- festulandinu Þvottalaugabletti XXXV. Svo var um samið í bréfinu, að stefndur skyldi greiða vexti og afborganir af skuldinni 1. sept. og Í. marz ár hvert, þar til skuldinni væri að fullu lokið, og skyldi öll skuldin fallin í gjalddaga án nokkurs fyrirvara ef þessar greiðslur væru ekki af hendi inntar á nákvæmlega tilteknum gjalddögum og mátti veðhafi þá taka veðið fjárnámi án undangengins dóms eða sáttar, sbr. 15. gr. laga nr. 29, 16. dez. 1885. Greiðslur sam- kvæmt bréfinu áttu að hefjast 1. sept. 1932 og skyldu kr. 1750,00 borgast af höfuðstól bréfsins á hverjum gjalddaga. Vextir af skuldinni voru ákveðnir 6% p. a. Greiðslurnar 1. sept. 1932 og 1. marz 1933 voru ekki inntar af hendi svo sem skuldabréfið ákvað og 22. júní f. á. baðst þáverandi handhafi skuldabréfsins, Eggert Claessen hrm. þess, að fjár- nám yrði gert Í framangreindum eignum til tryggingar allri skuldinni ásamt vöxtum og kostnaði. Var beiðni þessi tekin fyrir í fógetarétti Reykjavíkur 6. júlí f. á. og eftir að málið hafði verið sótt og varið fyrir þeim rétti, var hinn 28. júlí kveðinn upp sá úrskurður, að hið umbeðna fjárnám skyldi fara fram og var fjárnámið siðan framkvæmt 31. júlí f. á. Úrskurði þessum og eftirfarandi fjárnámsgerð áfrýjuðu 712 báðir aðiljar fjárnámsins til hæstaréttar, en þar gekk dóm- ur í málinu 24. nóv. f. á. á þá leið, að bæði fógetaréttar- úrskurðurinn og fjárnámsgerðin voru úr gildi felld. Voru þessi úrslit byggð á þeim grundveili, að þar sem hér var um handhafabréf að ræða, hafi stefndum ekki verið skylt að greiða fyr en hann hafði verið krafinn um greiðslu, en það hafi verið gert fyrst hinn 29. júní f. á. Gjalddagi umrædds veðskuldabréfs, í þeirri merkingu sem 15. gr. laga nr. 29, 1885 notar orðið hafi því ekki verið fyr en þann dag, og þar sem fjárnámið hafi byrjað 6. júlí næst á eftir hafi frestskilyrði nefndrar lagagreinar ekki verið fullnægt. En nú hefir Metúsalem Jóhannsson, Ingólfsstræti 16, hér í bæ, sem handhafi og eigandi umrædds veðskulda- bréfs höfðað mál þetta á hendur stefndum fyrir gestarétt- inum samkvæmt heimild í bréfinu með stefnu útgefinni 2. dez. s.1. og krafizt þess, að stefndur verði dæmdur til þess að greiða sér höfuðstól skuldarinnar, kr. 25368,50, með 6% ársvöxtum frá útgáfudegi þess, 22. febr. 1939 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu eða eftir mati réttarins. Gerir stefnandi þá grein fyrir framangreindum kröfum, að skuld stefnds hafi um það leyti sem umrætt skuldabréf var gefið út aðeins numið hinni umstefndu upphæð, enda þótt skuldabréfið væri talið hljóða um kr. 35000.00. Þá tel- ur stefnandi skuldina alla fallna í gjalddaga vegna van- skila stefnds. Stefndur hefir ekki haldið því fram að höfuðstóll skuldabréfsins sé of hátt talinn. Eigi að síður hefir hann mótmælt kröfum stefnanda. Byggir hann mótmæli sín á því, að meðan framangreind fjárnámsgerð var undir á- frýjun hafi engin greiðsluskylda hvílt á honum. Hann hafi þá ekki getað vitað hve mikið hann ætti að greiða og jafn- vel ekki hverjum. Nú hafi aðeins liðið 9 dagar frá því úrslit fengust í hæstarétti og þangað til stefna í málinu var birt, og telur hann að sá dráttur hafi verið svo óverulegur, að höfuðstóll bréfsins hafi ekki verið í gjalddaga fallinn er málið var höfðað. En ástæðuna til þess að hann hafi ekki, er mál þetta hófst, verið búinn að inna afborganir þær af hendi, er þá áttu að vera greiddar, kveður stefndur þá, að eftir að höfuðstóll bréfsins hafði verið færður niður, hafi vafi getað leikið á, hve háar afborganir af bréfinu 713 skyldu vera, hvort þær skyldu miðast við það, að bréfið yrði borgað á 10 árum eða hinsvegar vera kr. 1750,00, eins og upphaflega var ákveðið, og þar sem stefnandi hafi ekki látið uppi til hvers hann hafi ætlazt í þessu efni, telur stefndur sér ekki hafa verið skylt að bjóða fram greiðslu. Það verður nú ekki séð, að stefndur hafi nokkru sinni boðið fram nokkra greiðslu upp í umrætt skuldabréf, hvorki á afborgunum eða vöxtum, enda þótt honum hafi frá 29. júní f. á. verið það fullkunnugt hverjir hafi verið réttir heimildarmenn bréfsins og hann hafi verið krafinn um greiðslu. Ber því að fallast á það hjá stefnanda, að um- rætt skuldabréf hafi, er mál þetta var höfðað, allt verið í gjalddaga fallið og verða þá framangreind mótmæli stefnds ekki tekin til greina. Þá heldur stefndur því fram, að stefnandi hafi bakað sér 16000 króna tjón með því að hindra hagkvæma sölu á hinni veðsettu húseign, og hefir hann krafizt þess, að sú upphæð komi til frádráttar frá hinni umstefndu skuld. En gegn mótmælum stefnanda hefir stefndur ekki sannað þessa staðhæfingu sina og hefir þá umrædd mótbára hans heldur ekki við rök að styðjast. Verða þá úrslit málsins þau, að stefndur verður dæmdur til þess að greiða hina umstefndu upphæð með vöxtum eins og krafizt hefir verið svo og málskostnað, sem ákveðst kr. 750,00. Mánudaginn 7. maí 1934. Nr. 70/1933. H/f Sandgerði (Th. B. Lindal) gegn Árna Einarssyni (Garðar Þorsteinsson). Krafa um frádrátt á kaupverði vegna meintra galla eigi tekin til grein. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 12. apríl 1933: Stefnd- ur, h/f. Sandgerði, greiði stefnandanum, Árna Einars- syni, kr. 1565,00 með 6% ársvöxtum frá 12. dez. 1928 til 774 greiðsludags innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. Málskostnaður fellur niður. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir krafizt þess, aðallega, að hann verði algerlega sýknaður í máli þessu, en fil vara, að hann verði dæmdur til að greiða hina umstefndu upphæð að frádregnum þeim afslætti á kaupverði mótors þess, er í málinu segir, og bótum vegna galla á honum, svo sem hvort tveggja þetta yrði metið af dómkvöddum óvilhöllum mönnum. Svo krefst áfrýjandi málskostnaðar bæði í héraði og fyrir hæstarétti. Stefndi hefir krafizt staðfestingar á ákvæði dómsins um greiðslur og málskostnað bæði í héraði og fyrir hæstarétti. Samkvæmt flutningi málsins verður að gera ráð fyrir því, að ofannefndur mótor hafi að vit- und kaupanda verið steinoliumótor, er þó gæti notað hráolíu, þegar hann gengi með fullum krafti, en til þess telur stefndi dynamóinn, er áfrýjandi virðist hafa ákveðið sjálfur án atbeina stefnda, hafa verið of litinn og hefir áfrýjandi ekki hnekkt þessari staðhæfingu stefnds. Eftir þessu verður að telja, að áfrýjandi hafi ekki fullnægt skilyrðinu til þess, að mótorinn gæti notað hrá- olíu, og með þvi að ekki verður séð, að stefndi hafi tekið á sig nokkra áhættu viðvíkjandi þessu skilyrði, þá verður að líta svo á, að hann hafi full- nægt skuldbindingum sinum um kosti áðurnefnds mótors. Ber því þegar af þessari ástæðu að staðfesta niðurstöðu hins áfrýjaða dóms um greiðslu um- stefndrar skuldar með vöxtum. En ákvæði hans um málskostnað verður eigi breytt áfrýjanda í hag, með því að hann hefir ekki áfrýjað dóminum. 715 Eftir þessum málalokum þykir rétt að dæma á- frýjanda til að greiða stefnda málskostnað fyrir hæstarétti með 300 krónum. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, h/f Sandgerði, greiði stefnda, Árna Einarssyni, 300 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað fyrir gestaréttinum með stefnu út- gefinni 24. okt. 1931 af Árna Einarssyni, klæðskera hér í bæ, gegn h/f. Sandgerði, til greiðslu skuldar að upp- hæð kr. 1565,00 með 6% ársvöxtum frá 12. dez. 1928 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Málavexti kveður stefnandi þá, að stefndur hafi í dez- ember mánuði 1928 keypt Kelvin-vél (mótor) af Ólafi Einarssyni, vélfræðing hér í bænum og hafi kaupverðið verið ákveðið kr. 3000,00, en við það bættist kostnaður við uppsetningu vélarinnar í Sandgerði kr. 215,00. Upp í þetta hvortveggja hafi stefndur aðeins greitt kr. 1650,00 og standi þá hin umstefnda upphæð eftir, en kröfuna hef- ir stefnandi fengið framselda til eignar. Stefndur hefir viðurkennt það, að hann hafi keypt um- rædda vél, en heldur því hinsvegar fram að svo hafi verið um samið, að uppsetningin á vélinni í Sandgerði skyldi vera innifalin í kaupverðinu kr. 3000,00 og sé því krafa stefnanda þegar af þessum ástæðum of hátt talin um kr. 215,00. En þar sem stefndur hefir ekki gegn mótmælum stefnanda sannað. að samið hafi verið með þessum kjör- um, eða upplýst, að upphæð sú, sem seljandi vélarinnar hefir reiknað sér fyrir uppsetningu hennar sé óhæfilega há, þá verður framangreind mótbára stefnds ekki tekin til greina. 15 716 Þá kveður stefndur, að svo hafi verið tilskilið, að vél- in gæti brent hráolíu og hafi þetta atriði verið veruleg forsenda fyrir kaupunum af sinni hálfu, en á daginn hafi komið, að hún geti aðeins gengið fyrir bensíni og hreinni olíu. Kveður hann að verðmismunur á eldsneyti því, er orðið hafi að nota við vélina og hráolíu nemi mun meiri upphæð en þeirri, sem stefnt er til greiðslu á, eða kr. 2595,04 á tímabilinu frá því vélin var tekin til notkunar og fram til 18. mai f. á. Telur stefndur að beint tjón, sem hann hafi beðið við það, að vélin gat ekki brent elds- neyti því, sem áskilið var, nema að minnsta kosti þessari upphæð, og að sjálfsögu beri seljandi vélarinnar, fyr- greindur Ólafur ábyrgð á tjóninu og eigi að bæta það. Sé því ljóst, að hann sem seljandi hafi ekkert átt inni hjá sér, er hann framseldi stefnanda umstefnda kröfu, og stefnandi hafi þá heldur ekki getað eignast nokkurra kröfurétt á hendur sér við framsalið. Hefir stefndur á þessum grundvelli krafizt algerðrar sýknu og málskostn- aðar hjá stefnanda eftir mati réttarins. Stefnandi hefir nú ekki mótmælt því, að umrædd skaðabótakrafa ef rétt væri, geti komið til skuldajafnaðar í máli þessu. Hinsvegar hefir hann mótmælt réttmæti hennar og haldið fast við kröfur sínar, þær er um getur hér að framan. Í málinu er það viðurkennt að svo hafi verið samið um, að umrædd vél skyldi geta gengið fyrir hráoliu. Þá er það fyllilega upplýst að þessu ákvæði fullnægði vélin ekki, heldur varð að nota við rekstur hennar bensin og hreina olíu eins og að framan er drepið á. Enn kemur það fram, að stefndur hefir fyrst eftir að hann fékk vélina kvartað yfir þessu við seljanda hennar, og hann reynt að bæta úr gallanum, en árangurslaust. Hinsvegar er ekki upplýst, að stefndur hafi nokkru sinni tilkynnt seljanda eða látið 6- tvírætt í ljósi við hann, að hann mundi neyta þess réttar er hann kynni að hafa til riftunar á kaupunum eða til skaðabóta vegna umrædds galla á vélinni, fyrr en hann nú í máli þessu kemur fram með fyrnefnda skaðabóta- kröfu til skuldajafnaðar við eftirstöðvar kaupverðsins. En að áliti réttarins hefir stefndur að svo löngum tíma liðn- um fyrirgert réttinum til þess að bera gallann fyrir sig og krefjast skaðabóta vegna hans, og verða því úrslit málsins 711 þau, að stefndur verður dæmdur til þess að greiða hina umstefndu upphæð með vöxtum eins og krafizt hefir ver- ið, en það þykir eftir atvikum rétt að málskostnaður falli niður. Mánudaginn 7. mai 1934. Nr. 11/1934. Réttvísin og valdstjórnin (Pétur Magnússon) gegn Vernharði Eggertssyni (Eggert Claessen). Brot g. 238. gr. hegnl. m. m. Dómur aukaréttar Reykjavikur 9. dez. 1933: Ákærður, Vernharður Eggertsson, sæti fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi í 3 mánuði. Hann greiði 500 króna sekt, er renni í ríkissjóð, og komi einfalt fangelsi í 30 daga í stað sektarinnar ef hún ekki er greidd innan 15 daga frá lög- birtingu dóms þessa. Hann greiði og Kristni Kristjáns- syni 40 krónur í skaðabætur innan sama tíma og sektina. Loks greiði hann allan kostnað sakarinnar, þar með tal- inn kostnað við gæsluvarðhald sitt. Dómi þessum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Ákærði hefir með verknaði þeim, sem lýst er í hinum áfrýjaða aukaréttardómi gerzt brotlegur gegn 238. gr. hinna almennu hegningarlaga, 5. og 6. gr. laga nr. 70, 8. sept. 1931 um notkun bifreiða, og 45. og 46. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur 7. jan. 1930. Þykir refsing ákærða, sem 4 sinnum áður hefir verið dæmdur fyrir auðgunarglæpi hæfilega ákveðin í einu lagi, sbr. 63. gr. hegningar- laganna, fjögurra mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og er þá tekið tillit til þess, að á- 118 kærði hefir undir rekstri málsins í héraði setið 18 daga í gæzluvarðhaldi án þess að rannsókn máls- ins gæfi tilefni til þess. Ákvæði aukaréttardómsins um skaðabætur til Kristins Kristjánssonar og um málskostnað í hór- aði staðfestast og ákærði greiði allan áfrvjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin málflutnings- laun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 60 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Ákærður, Vernharður Eggertsson, sæti fang- elsi við venjulegt fangaviðurværi í fjóra mán- uði. Hann greiði Kristni Kristjánssyni 10 kr. í skaðabætur og ennfremur greiði hann allan kostnað sakarinnar í héraði og fyrir hæsta- rétti, þar með talin málflutningslaun sækj- anda og verjanda fyrir hæstarétti, málflutn- ingsmannanna, Péturs Magnússonar og Egg- erts Claessen, 60 kr. til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af réttvísinnar og valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Vernharði Eggertssyni gæslufanga í hegn- ingarhúsinu fyrir brot gegn ákvæðum 23. kapitula hinna almennu hegningarlaga frá 25. júni 1869 og lögum nr. 51 frá 1928, um nokkrar breytingar til bráðabirgða á hegn- ingarlöggjöfinni og viðauka við hana, ennfremur fyrir brot gegn ákvæðum áfengislaganna nr. 64, 1930, bifreiða- laganna nr. 71, 1931 og lögreglusamþykkt Reykjavíkur. Málavextir eru þeir, sem nú skal greina. Hinn 21. í, m. 719 skildi Kristinn Kristjánsson, bifreiðarstjóri, Njálsgötu 77, bifreið sína, BR. E. 800, eftir fyrir utan húsið Hverfisgötu 40 meðan hann brá sér inn í búð. Er hann hafði haft skamma viðdvöl í búðinni varð honum litið út um glugga, og sá hann þá að bifreið hans var ekið austur götuna með miklum hraða. Fór hann því samstundis út og náði sér í bifreið, sem bar þar að í Þessum svifum, og ók eftir hinni bifreiðinni, eins hart og bifreiðarstjórinn þorði. Er þeir komt nokkuð inn fyrir Arbæ, sáu þeir Þifreiðina R. E. 800. Var hún þá stöppuð og hafði farið út af veginum, en ekki oltið um. Í bifreiðinni var ákærður og ætlaði hann að leggja á flótta, en bifreiðarstjórarnir náðu hon- um og komu með hann á lögreglustöðina. Ákærður kveðst hafa verið alldrukkinn þennan dag og kveðst um eitt leytið hafa verið á slangri á Hverfisgöt- unni. Sá hann þá hvar bifreiðin R. E. 800 stóð fyrir utan búð þar og var bifreiðin í gangi. Snaraði hann sér því upp í bifreiðina og ók af stað, kveðst hafa verið að hugsa um að fara á henni austur á Eyrarbakka. Hann kveðst muni hafa ekið á 4050 kílómetra hraða á klukkustund inn Hverfisgöluna, en er hann kom inn fyrir Vatnsþró. kveðst hann muni hafa farið upp í allt að 100 kilóm. hraða. Þó er þetta ágiskun hans, því hann leit ekki á hraðamæli bifreiðarinnar, en hann kveðst hafa farið eins og skot fram úr bifreiðum þeim er um veginn fóru. Að lokum keyrði hann bifreiðina út af veginum fyrir innan Árbæ svo sem fyrr er sagt, en bifreiðin skemmdist ekkert. Ákærður hafði ekkert Ökuskirteini til að stýra bifreið. Eigandi bifreiðarinnar R. E. 800 hefir gert 40 króna skaðabótakröfu fyrir kostnað við að elta ákærðan og tímatap; er hann hlant við það. Ákærður hefir ekkert haft við þá skaðabótakröfu að athuga. Ákærður er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur dezember 1909. Hann hefir setið í gæzluvarðhaldi frá 22. nóvbr. til þessa dags. Honum hefir verið refsað svo sem hér segir: Með dómi aukaréttar Reykjavíkur uppkveðn- um 23. september 1931 var hann dæmdur í 20 daga fang- elsi við venjulegt fangaviðurværi skilorðsbundið fyrir ein- faldan þjófnað, með dómi sama réttar uppkveðnum 28. október 1931 var hann dæmdur í fangelsi við venjulegt 780 fangaviðurværi í 4 mánuði fyrir einfaldan þjófnað, með dómi sama réttar uppkveðnum "7. júni 1932 var hann dæmdur í fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 6 mán- uði fyrir einfaldan þjófnað, og loks var hann með dómi sama réttar uppkveðnum 16. febrúar 1933 dæmdur í 19 mánaða betrunarhússvinnu fyrir innbrotsþjófnað. grein hinna almennu hegningarlaga, 20. grein áfengislag- anna, 5. og 6. grein bifreiðarlaganna og 45. og 46. grein lögreglusamþykktar Reykjavíkur, og þykir refsing sú, sem hann hefir til unnið, hæfilega ákveðin fangelsi við venju- legt fangaviðurværi í 3 mánuði. Auk þess sæti hann 500 króna sekt fyrir brot sitt gegn bifreiðalögunum, áfengis. lögunum og lögreglusamþykkt Reykjavikur. Renni sektin í ríkissjóð og verði hún ekki greidd innan 15 daga frá lög- birtingu dóms þessa komi í hennar stað einfalt fangelsi í 30 daga. Þá greiði ákærður Kristni Kristjánssyni, Njáls- götu 77, 40 krónur innan sama tíma og sektina. Loks greiði hann allan kostnað sakarinnar, Þar á meðal kostnaðinn við gæzluvarðhald sitt. Á máli þessu hefir enginn óþarfa dráttur orðið. Miðvikudaginn 9. maí 1934. Nr. 46/1934. Valdstjórnin og réttvísin (Stefán Jóh. Stefánsson) gegn Konráði Pálssyni Þormar (Gústaf A. Sveinsson). Brot gs. 205. gr. hegnl. og 16. gr. áfengisl. 64/1930. Dómur aukaréttar Neskaupstaðar 30. nóv. 1933: Ákærði, Konráð Pálsson Þormar, greiði 150 króna sekt í ríkissjóð innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa, ella sæti hann 12 daga einföldu fangelsi í hennar stað. Svo greiði ákærð- ur allan af máli þessu löglega leiddan og leiðandi kostnað. Ennfremur greiði hann Ásmundi Sigurjónssyni kr. 50,00 í skaðabætur innan 15 daga frá lögbirtingu dómsins. Dóminum að fullnægja með aðför að lögum. 781 Dómur hæstaréttar. Brot ákærða varðar eins og í hinum áfrýjaða dómi segir við 205. gr. almennra hegningarlaga, 16. gr. áfengislaga nr. 64 1930 og 4. gr. lögreglusam- þykktar Neskaupstaðar 28. okt. 1930, og þykir refs- ing hans hæfilega ákveðin í einu lagi, með hliðsjón af 63. gr. almennra hegningarlaga, 10 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Svo greiði hann Ás- mundi Sigurjónssyni 50 krónur í bætur. En rétt þykir að ákveða frestun á fullnustu refsingarinnar næstu 5 ár frá uppkvaðningu dóms þessa og niður skal hún falla, ef ákærði heldur skilorð laga nr. 39/1907 og greiðir áðurnefndar bætur innan 30 daga frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan sakar- kostnað bæði í héraði og fyrir hæstarétti, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verj- anda fyrir hæstarétti, 60 krónur til hvors. Það er aðfinnsluvert við meðferð málsins í hér- aði, að fæðingarvottorð ákærða hefir ekki verið út- vegað enda þótt þess væri kostur án nokkurs drátt- ar á málinu, að læknisvottorð um áverka Ásmund- ar Sigurjónssonar hefir ekki verið fengið fyr en eftir að dómur var kveðinn upp í málinu í héraði, enda virðist héraðsdómarinn hafa talið, að kær- andinn, Ásmundur Sigurjónsson, hafi átt að út- vega það, í stað þess að slíkt var embættisskylda héraðsdómarans, og loks, að ákærðum hefir ekki, að því er séð verður, verið veittur kostur á að fá sér skipaðan talsmann í málinu. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Konrað Pálsson Þormar, sæti 10 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, og greiði Ásmundi Sigurjónssyni 50 krónur í bætur. En fresta skal fullnustu refsingarinnar 5 ár frá uppkvaðningu dóms þessa og niður skal hún falla að þeim tíma liðnum, ef ákærði heldur skilorð laga nr. 39/1907 og greiðir áðurnefndar bætur innan 30 daga frá birtingu dóms þessa, Svo greiði ákærði allan sakarkostnað bæði í héraði og fyrir hæstarétti, þar með talin mál- flutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmann- anna, Stefáns Jóhanns Stefánssonar og Gustafs A. Sveinssonar, 60 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfryjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af réttvísinnar og valdstjórnarinnar bálfu gegn Konráði Pálssyni Þormar, Þórsmörk hér í bæ, fyrir brot gegn ákvæðum 18. kap. alm. hegningarlaga frá 25. júní 1869, fyrirmælum áfengislaga nr. 64, 19. maí 1930 og 4. gr. lögreglusamþykktar fyrir Neskaupstað frá 28. okt. 1930. Málavextir eru eins og hér greinir, sem sannað er með játningu ákærða og öðru, sem upplýst er í málinu. Að kvöldi laugardags 21. október síðastl. var Ásmundur Sigur- jónsson, Strandarhúsi, hér í bæ, ásamt Öðrum manni á gangi eftir Strandgötunni á móts við verzlunarhús Har- alds Víglundssonar kaupm. Kom ákærður Konráð Páls- son Þormar þar á móti þeim og var hann ölvaður. Snéri hann sér að Ásmundi og bað hann að tala við sig. Er þeir höfðu talazt við litla hríð, þá gefur ákærði Ásmundi alveg tilefnislaust hnefahögg á vinstra gagnauga, svo hann féll á götuna af svima. Hafði ákærði sig þegar á burt, en Ás- mundur komst von bráðar á fætur aftur og lét síðan binda um meiðsli þau, er hann hafði fengið við höggið. 183 Hafði Ásmundur marizt fyrir neðan augað og sprungið fyrir svo blæddi úr og komið bólga í kringum augað. Fór hann daginn eftir með það til læknis, og átti í þessu nokkra daga uns hann varð jafngóður. Þetta sama laugardagskvöld var haldinn hér í bænum opinber dansskemmtun, og var ákærði þar mjög mikið ölvaður án þess þó að hann gerði þar neinar óspektir. Nokkru löngu áður en þetta gerðist, sem hér hefir verið frá sagt, hefir kærði játað að hafa ráðizt að nefndum Ás- mundi Sigurjónssyni bak við samkomuhús Goodtemplara Þegar dansskemmtun fór fram þar. Eftir nokkrar rysk- ingar voru þeir skildir að, áður en nokkur meiðsli hlyt- ust af. Nefndur Ásmundur Sigurjónsson hefir og haldið þvi fram að ákærður hafi auk þessa ráðizt tvisvar á sig að ósekju, en það hefir eigi orðið sannað gegn ákveðinni neitun ákærða. Ásmundur Sigurjónsson hefir krafizt 250 króna skaða- bóta, en þá kröfu lækkaði hann niður í 100 krónur með því að hún yrði greidd þá strax, en hvortveggju greiðsl- unni hefir ákærður mótmælt sem of hárri, en boðizt til að greiða 50 krónur. Þar sem nefndur Ásmundur hefir eigi fært nægar sannanir fyrir kröfum sínum verður eigi hægt að dæma honum í þessu máli hærri skaðabætur en 50 krónur fyrir læknishjálp, vinnutap og óþægindi. Ákærður er kominn yfir lögaldur sakamanna. Hann er fæddur 24. sept. 1913 og hefir ekki áður sætt sekt né ákæru fyrir neitt brot. Brot það, er ákærður hefir sam- kvæmt framansögðu orðið sekur um, varðar við 205. gr. hegningarlaga frá 25. júni 1869, og jafnframt, þar sem verknaður sá fór fram á almannafæri, við 4. gr. lögreglu- samþykktar fyrir Neskaupstað frá 28. okt. 1930 og 16. gr. áfengislaga nr. 64 frá 19. mai 1930. Refsing sú, er ákærður hefir til unnið, þykir hæfilega ákveðin 150 króna sekt í ríkissjóð, er greiðist innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa ella sæti ákærður í henn- ar stað einföldu fangelsi í 12 daga. Svo greiði ákærður allan af máli þessu löglega leiddan og leiðandi kostnað. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið og. meðferð þess verið vitalaus. 784 Föstudaginn 11. maí 1934. Nr. 34/1934. Réttvísin (Sveinbjörn Jónsson) gegn Adam Emil Kempf og Knud Busk (Eggert Claessen). Brot g. 231. sbr. 46. og 48. gr. hgnl. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 11. jan. 1934: Ákærð- ur, Adam Emil Kempf, sæti betrunarhússvinnu í 12 mán- uði. Ákærður, Knud Busk, sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 4 mánuði. Ákærðir greiði in solidum allan kostnað sakarinnar, en hvor um sig kostnaðinn við gæsluvarðhald sitt. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Það verður að telja sannað, að hinir ákærðu hafi framið innbrot það, er lýst er í hinum áfrýj- aða dómi, jafnframt í því skyni að stela áfengi, er vera kynni í sumarbústaðnum, enda þótt prófin um þetta atriði séu eigi svo glögg, sem æskilegt hefði verið. Verknaður hinna ákærðu er því ein þeirra athafna, sem lýst er í 4. tölulið 231. gr. al- mennra hegningarlaga, sbr. 1. málsgr. 46. og, að því er ákærða Knud Busk varðar, einnig 48. gr. sömu laga. Refsing ákærða, Adam Emil Kempf, þykir hæfilega ákveðin samkvæmt 7. sbr. 8. gr. laga nr. 51/1928 og 46. gr. hegningarlaganna, 6 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. En refsing ákærða, Knud Busk, ákveðst 45 daga fang- elsi sömu tegundar samkvæmt 7. gr. laga nr. 51/1928, sbr. 46. og 48. gr. almennra hegningarlaga, en rétt þykir að fresta fullnustu refsingar hans og niður skal hún falla að 5 árum liðnum frá upp- 785 kvaðningu dóms þessa, ef ákærði heldur skilorð laga nr. 39/1907. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sakarkostnaðar þykir mega staðfesta. Svo ber að dæma hina ákærðu til að greiða in solidum allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar á meðal málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 80 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Adam Emil Kempf, sæti 6 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og á- kærði, Knud Busk, 45 daga fangelsi sömu teg- undar, en fresta skal fullnustu refsingar hins síðarnefnda og niður skal hún falla að liðn- um 5 árum frá uppkvaðningu dóms þessa, ef hann heldur skilorð laga nr. 39/1907. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sakarkostn- aðar í héraði skulu vera óröskuð. Hinir á- kærðu greiði in solidum allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar á meðal málflutn- ingslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna, Sveinbjarnar Jónssonar og Eggerts Claessen, 80 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfryjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af réttvísinnar hálfu höfðað gegn Adam Emil Kempf og Knud Busk gæsluföngum í hegningarhús- inu hér í bænum, fyrir brot gegn ákvæðum 23. kapitula 786 hinna almennu hegningarlaga frá 25. Júni 1869 og lögum nr. 51 frá 1928, um nokkrar breytingar til bráðabirgða á hegningarlöggjöfinni og viðauka við hana. Málavextir eru þeir sem nú skal greina, sannaðir með cigin játningu ákærðu, sem kemur heim við það, sem á annan hátt er upplýst í málinu. Miðvikudaginn 6. dezember f. á. klukkan á 7 tímanum að kvöldi lagði Tryggvi Einarsson, Miðdal í Mosfellssveit af stað heimanað frá sér, ásamt gesti. sem var í Miðdal, Steingrími Hinrikssyni að nafni. Var ferðinni heitið að Gunnarshólma og voru þeir á bifreið. Er þeir komu að brúnni yfir Hólmsá, fóru þeir úr bifreiðinni og gengu inn að sumarbústað frú Soffíu Jakobsen, sem er skammt fyrir ofan Geitháls. Tryggvi hafði þá fyrir skemstu tapað kaninum heimanað frá sér og hafði frétt að þær mundu halda sig þarna. Er þeir nálguðust sumarbústaðinn sáu þeir ljósglampa við norðurdyr hússins, þótti þeim þetta allgrunsamlegt á þessum tíma sólarhringsins. Biðu þeir nú um stund en gengu síðan í kringum húsið og beyrðu þá einhver högg inni fyrir, sáu þeir og í gegnum rifu á hlera á suðurhlið hússins lítinn olíulampa á gólfinu og logaði á honum. Héldu þeir nú að þarna mundi ef til vill vera komið heimilisfólk þarna og löbbuðu niður að bíl sínum aftur, en fóru síðan upp eftir aftur í því skyni að hafa tal af fólkinu. En er þangað kom var hvergi ljós að sjá í sumarbústaðnum. Börðu þeir nú að dvrum og köll- uðu, en enginn ansaði. Færðu þeir sig nú vestur að sum- arbústað Kaabers, sem er þar skammt frá og biðu þar um stund. Allt í einu sáu þeir einum manni bregða fyrir í nánd við húsið, og hlupu þeir þá strax á eftir honum. Girðing er í kringum tún sumarbústaðarins, og sáu þeir Tryggvi að mennirnir voru tveir er þeir voru að riðlast vfir girðinguna. Hófst nú eltingaleikur, en Steingrímur drógst aftur úr, vegna þess að hann var þannig klæddur til fótanna að honum var erfitt um hlaup, en Tryggvi var rétt á eftir þeim, voru ca. 15 faðmar á milli þeirra. Ann- ar þeirra, sem eltur var, hafði byssu meðferðis og stað- næmdust þeir öðru hvoru að sögn Tryggva og miðaði þá sá, sem byssuna bar, henni á hann, og stoppaði Tryggvi þá líka, en síðan tóku þeir á rás aftur. Loks er þeir voru komnir að svokölluðum Kotás, sem er afliðandi brekka. 781 var Steingrímur búinn að ná Tryggva, og voru þeir neð- arlega í brekkunni, en hinir komnir upp á brúnina, þá hleypti annar maðurinn úr byssu sinni á þá. Hættu þeir þá við eltingaleikinn, en hinir hurfu út í náttmyrkrið. Fór Tryggvi síðan að Lögbergi í Mosfellssveit og hringdi til lögregluvarðstofunnar í Reykjavík og sagði sínar far- ir ekki sléttar. Lögreglan fór þegar á vettvang. Þóttu á- kærðir í máli þessu þegar nokkuð grunsamlegir, vegna þess að þeir höfðu sézt á þessum slóðum nokkru áður og höfðu þá byssu meðferðis og þóttust vera á skyttirii. Lögreglan fór samstundis heim til Emil Kempf á Hverfis- götu 83. Var hann ekki heima, en stúlka sú, sem hann byr með, sagði að hann hefði farið þá klukkan 4 um daginn eitthvað inn fyrir bæinn á rjúpnaveiðar og hefði ákærð- ur Knud Busk verið með honum. Var nú settur lögreglu- vörður um húsið. Síðan var farið að leita að ákærðum en þeir fundust ekki. En klukkan um 4 um nóttina komu þeir að íbúðarhúsi Kempf. og tók lögreglan þá fasta og fór með þá á lögreglustöðina. Höfðu þeir meðferðis tvi- hleypta haglabyssu Kaliber 16, og nokkur hlaðin skot- hylki.. Voru þeir síðan samstundis fluttir í fangahúsið. Er fyrir réttinn kom, þá neituðu þeir með öllu að vera valdir að innbrolinu hjá frú Jakobsen, en héldu því fram, að þeir hefðu verið á skyttiríi upp í Mosfellssveit, en ekki komið nálægt Geithálsi. Tryggi og Steingrímur athuguðu þá í réttinum en treystust ekki til að þekkja þá, þar sem svo skuggsýnt var orðið, er þeir voru í elt- ingaleiknum. Síðan voru ákærðir úrskurðaðir í gæzlu- varðhald og lögreglan reyndi að upplýsa málið eftir föng- um. Meðal annars fann hún spor mannanna í leirflagi að tilvísun Tryggva í Miðdal og mældi þau, og bar þau saman við skó ákærðu og pössuðu þeir að því er bezt varð séð, nákvæmlega við spor þau, er mæld voru. En á- kærðir héldu fast við það, að þeir væru alsaklausir af verknaði þessum. Loks hinn 2. janúar viðurkenndi ákærður Kempf, að hann og Busk hefðu verið þarna að verki, og Busk við- urkenndi hið sama daginn eftir. Þeir skýrðu svo frá, að þeir hefðu farið á skyttirí þennan dag, án þess nokkuð að hafa innbrot í hyggju. En Kempf var að hugsa um að fé sér einhvern góðan stað til þess að brugga í, og 188 varð það því úr, að þeir fóru að ráðum Busk í sumarbústað frú Jakobsen, en Busk hafði komið þangað einu sinni síðastliðið sumar, ásamt öðrum manni að sækja hey til frú Jakobsen, en Kempf hafði aldrei komið þangað áður. Er þeir komu þangað tók Kempf hlera frá norðurdyrum hússins, en lykillinn stóð í skránni að innanverðu. Kempf hafði töng á sér, stakk henni inn í skráargatið að utan- verðu og kleip með henni utan um oddinn á lyklinum, og gat snúið lyklinum og á þann hátt opnað eldhúsið. Er þeir komu inn þá kveiktu þeir ljós. Síðan braut Kempf upp buffet, er þar var inni, með skrúfjárni, sem þeir fundu í húsinu, en Busk hélt á ljósinu á meðan. Var meiningin að leita þarna eftir víni. Er þeir höfðu haft skamma við- dvöl þarna inni urðu þeir varir mannaferða. Þeim tókst þó að komast burt frá bústaðnum án þess að þeim yrði veitt eftirför. en urðu þá varir við, að þeir höfðu gleymt byssu þeirri, sem þeir höfðu verið með fyrir utan húsið. og þótti þeim það ófært og töldu víst, að upp mundi kom- ast um innbrotið, ef byssan fyndist. Fór þvi Kempf til baka aftur og náði í byssuna, en er hann var að fara frá húsinu, þá veittu Tryggvi og Steingrímur honum eftirför. svo sem fyr segir. Það var ákærður, Emil Kempf, sem hleypti úr byssunni. Byssan var óhlaðin, en er hann taldi, að Busk gæti ekki hlaupið lengur, og þeir voru komnir upp á hæð þá, sem kölluð er Kotás, ákvað hann að skjóta úr byssunni, til þess að hræða eltingamennina. Fékk hann þá patronu hjá Busk og sagði honum að hann ætlaði að skjóta til að hræða þá, en Busk bað hann að passa sig með það, að láta skotið ekki hitta þá. Siðan hleypti Kempf úr byssunni. Hann heldur því fram, að hann hafi miðað tveim til þrem föðm- um til hægri við eltingámennina og um tveim föðmum fyrir ofan höfuð þeirra. Busk hefir og borið, að Kempf hafi skotið langt yfir höfuð þeirra. Samkvæmt mælingu lögreglunnar eftir uppgjöf Tryggva hefir Kempf skotið á þá á 22 metra færi, og stóðu ákærðir mun ofar í brekkunni. Steingrímur stóð hægra megin við Tryggva og var ca. faðmur á milli. Tryggvi kveður, að hann hafi heyrt hvininn í höglunum til hægri fyrir ofan höfuð sér, en Steingrími fannst höglin hvina rétt fyrir ofan höfuð hans. 189 Auk þess hafa Steingrímur og Tryggvi borið það, að meðan á eltingaleiknum stóð, hafi ákærður, er þeir stopp- uðu, miðað byssunni á þá, til að hræða þá, en því hafa ákærðir neitað. Þá er það upplýst, að sama kvöldið og innbrotið var framið, þá hittu ákærðir vetrarmann frá Árbæ, Ásgrím að nafni, skammt frá Árbæ. Hefir Ásgrímur þessi borið, að Kempf hafi beðið sig um tóbak í pípu, en er hann vildi ekki gefa honum það, þá hafi Busk miðað byssu sinni á hann. En þessu hafa ákærðir eindregið neitað. Ákærðir eru komnir yfir lögaldur sakafmanna. Emil Kempf fæddur 26. jan. 1902, en Knud Busk fæddur 18. júni 1910. Busk hefir ekki verið refsað fyr, svo vitað sé, en Kempf hefir með dómi aukaréttar Reykjavíkur uppkveðn- um 30. apríl 1932 verið dæmdur í fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 45 daga skilorðsbundið, fyrir hilmingu. Hann hefir og verið dæmdur fyrir bruggun og sektaður fyrir æðarfugladráp svo sem hegningarvottorð hans ber með sér. Þá hefir hann og setið í gæzluvarðhaldi í Kaup- mannahöfn frá %o—?%o 1930, grunaður um hilmingu en slapp vegna ónógra sannana. Framantalið brot ákærðu ber að áliti dómarans að heimfæra undir 6. og 7. grein laga nr. 51, 1928, sbr. og 231. grein hinna almennu hegningarlaga, og að því er Kempf snertir heyrir brot hans sérstaklega undir 5. lið 231. greinar hegningarlaganna. Refsing Kempf þykir hæfilega ákveðin betrunarhússvinna í 12 mánuði, en Busk sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 4 mánuði. Svo greiði þeir in solidum allan kostnað sakarinnar, en hvor um sig kostnaðinn við gæzluvarðhald sitt. Skaða- bóta hefir ekki verið krafizt. Á máli þessu hefir enginn óþarfa dráttur orðið. 790 Miðvikudaginn 16. maí 1934. Nr. 36/1934. Valdstjórnin (Lárus Jóhannesson) gegn Jóni Ólafssyni, Sigurði Hjaltested og Önnu Friðriksdóttur (Jón Ásbjörnsson). Brot g.1. 32/1953 og S1/1953. Dómur lögreglurétlar Reykjavíkur 27. jan. 1934: Kærðu, Jón Ólafsson, Anna Friðriksdóttir og Sigurður Kristján Hjaltested, greiði hvert um sig 100 króna sekt til ríkissjóðs innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Verði sektin ekki greidd afplánist hún með 8 daga einföldu fangelsi, Kærðu greiði allan kostnað sakarinnar, in solidum. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Með því að kærandi máls þessa, Mjólkurbú Flóa- manna, framleiðir og selur vörur svo skyldar vör- um þeim, er hlutafélag það, er hin kærðu veita for- stöðu, hefir framleitt og selt undir hinu átalda vöru- merki. verður að telja áðurnefnt Mjólkurbú réttan aðilja tilað kæra notkun vörume rkisins. Verður því jafnframt að telja hana brot á alið 1. gr. laga nr. 84 frá 19. júní 1933. En þetta leiðir þó eigi til annarar niðurstöðu um sektahæðina en í hinum áfrýjaða dómi segir, og þykir því mega staðfesta hann með þessari athugasemd, og að öðru leyti samkvæmt forsendum hans, þó svo að greiðslufrestur sektar- innar verði 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Eftir þessum málalokum verður að dæma hin kærðu til að greiða in solidum allan áfryjunarkostnað sakar- innar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækj- anda og verjanda fyrir hæstarétti, 80 kr. til hvors. “91 Þvi dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður, þó svo að greiðslufrestur sektarinnar sé 4 vikur frá birtingu dóms þessa að telja. Hin kærðu, Jón Ólafsson, Sigurður Hjaltested og Anna Friðriksdóttir, greiði in solidum allan áfrýj- unarkostnað sakarinnar, þar með talin mál- flutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, — hæstaréttarmálflutnings- mannanna, Lárusar Jóhannessonar og Jóns Ásbjörnssonar, 80 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfryjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn stjórn h/f. Ásgarður, þeim Jóni Ólafssyni, bankastjóra. Laufásvegi 53, Önnu Friðriksdóttur, Hólatorgi 6 og Sig- urði Kristjánssyni Hjaltested, bakarameistara, Klapparstíg 17, öllum hér í bæ, fyrir brot gegn lögum nr. 32, 1933 um tilbúning og verzlun með smjörliki og lögum nr. 84, 1933, um varnir gegn óréttmætum verzlunarháttum. Málavextir eru þeir, er nú greinir: Hinn 27. september s. 1. kærir C. Jörgensen, f. h. Mjólk- urbús Flóamanna, yfir því, að hlutafélagið Ásgarður, en í stjórn þess eru kærðir í málinu, framleiði og selji smjör- líki undir nafninu Rjómabússmjörlíki og noti sem vöru- merki á umbúðum þess og auglýsingum sínum mynd af skjöldóttri kú. Telur hann þetta hvorutveggja brjóta í bága við fyrgreind lög og valda misskilningi, þannig að kaup- endur taki smjörlíki þetta fyrir smjör eða smjörsígildi. Það er upplýst í málinu, að fyrrnefnt hlutafélag hefir fengið skrásett sem vörumerki mynd af skjöldóttri kú, og stendur orðið: Rjómabússmjörliki í boga fyrir ofan mynd- 16 792 ina. Merkið er skrásett fyrir smjörlíki. Það er tilkynnt til skrásetningar hinn 10. dez. 1932 og skrásett 12. jan. árið eftir. Fyrgreind lög um tilbúning og verzlun með smjörlíki o. fl. gengu í gildi 19. júní 1933. Í 4. gr. þeirra er bannað „að orðin smjör, mjólk og rjómi eða nokkur orð eða mynd- ir, sem minnt geti á landbúnaðarafurðir, séu notuð í sam- bandi við vörur þær, sem lög þessi fjalla um, á nokkurn annan hátt, en í vöruheitunum sjálfum, svo sem þau eru skilgreind í 1. gr.“. Það verður ekki annað séð, en að heiti þetta og mynd, sem hlutafélag þetta notar á smjörliki sitt, falli undir þetta ákvæði. Bann greinarinnar er skilyrðislaust og tekur til allrar notkunar slíkra orða í sambandi við smjörlíki, hvort sem hún hefir viðgengizt áður en lögin ganga í gildi eða er tekin upp eftir gildistöku þeirra. Talsmaður kærðu hefir véfengt að lögin gætu tekið til vörumerkis kærðu. Hefir hann fært það fram, að með því að meina þeim notkun vörumerkisins séu þeir sviptir eign sinni og þá sé skilyrða 63. gr. stjórnarskrárinnar um full- ar bætur fyrir eignasviptingu ekki gætt, og geti því lögin af þeirri ástæðu ekki verið gild. Á þetta verður ekki fallizt. Það verður ekki talið, að einkaréttur sá, sem hlutafélagið öðlaðist samkvæmt vöru- merkjalögunum nr. 43, 1903 við skrásetningu vörumerkis- ins, geti hindrað, að löggjafarvaldið setji almennar reglur um verzlunarhætti og heiti varnings eða breytt með lög- um því ástandi sem var, þegar einkarétturinn var veittur. Það verður að lita svo á, að réttur vörumerkisins sé háð- ur hinni almennu löggjöf, eins og hún er á hverjum tíma og löggjafarvaldið geti breytt vörumerkjalöggjöfinni beint og óbeint eins og öðrum lögum. Viðvíkjandi hinu atriði kærunnar, að notkun vörumerk- isins kæmi í bága við 1. gr. laga um varnir gegn óréttmæt- um verzlunarháttum nr. 84, 1933, er það að athuga, að samkvæmt 16. gr. sömu laga sætir brot gegn Í. gr, mál- sókn samkvæmt beiðni þess, er fyrir óréttinum hefir orð- ið. Í 1. gr. laganna er bannað, að gefa villandi upplýsingar um vörur, til að hafa áhrif á eftirspurn og sölu og þar meðal annars talin til auðkenni, sem gefa „rangar upplýs- ingar eða geta vakið rangar hugmyndir um framleiðslu- 793 stað (eða land) vörunnar um tegund hennar, tilbúning, efni, samsetning, gerð, eiginleika, áhrif eða verðlag“. Nú verður ekki séð að nafnið Rjómabússmjörlíki beinist sér- staklega að kæranda, Mjólkurbúi Flóamanna, eða að hann verði fyrir nokkrum sérstökum Óórétti af notkun þess, og ber því að sýkna kærðu af þessum lið kærunnar. Samkvæmt framansögðu verður hinsvegar ekki hjá því komizt, að telja kærðu hafa gerzt sek gegn 1. um tilbúning og verzlun með smjörlíki o. fl. nr. 32, 1933. Fellur brotið undir 4. gr., sbr. 13. gr. og þykir refsing hinna kærðu, sem ekki hafa áður, svo kunnugt sé, sætt ákæru eða refsingu, hvers um sig, hæfilega ákveðin 100 króna sekt til ríkis- sjóðs, er greiðist innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa, en afplánist ella með 8 daga einföldu fangelsi. Kærðu greiði og in solidum allan kostnað sakarinnar. Á málinu hefir ekki orðið óþarfur dráttur. Miðvikudaginn 16. maí 1934. Nr. 38/1934. Valdstjórnin (G. A. Sveinsson) Segn Ársæli Halldórssyni (Garðar Þorsteinsson). Bruggun. Dómur lögregluréttar Vestmannaeyja 15. júlí 1933: Kærður, Ársæll Halldórsson, greiði 700 króna sekt til rík- issjóðs og komi 35 daga einfalt fangelsi í stað sektarinn- ar verði hún eigi greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Auk þess sæti kærður fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 5 daga. Kærður greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Þótt ekki hafi verið kringumstæður til að rann- saka áfengisstyrkleik hins bruggaða vökva, verður 794 þó að telja nægilega upplýst í málinu, að hann hafi verið yfir lögleyfðu marki. Brot kærða heyrir undir 6. og 11. gr. laga nr. 64/1930 eins og í hinum áfrýj- aða dómi segir „en þar sem það er eigi sannað, að kærði hafi búið til umrætt áfengi til sölu eða veit- inga fyrir borgun, ákveðst refsing hans samkvæmt 50. gr. og 32. gr. sömu laga 500 kr. sekt. í ríkissjóð og komi í hennar stað 25 daga einfalt fangelsi, ef hún er eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu málskostnaðar í héraði ber að staðfesta. Svo greiði kærði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar á meðal málflutningslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, 60 kr. til hvors. Það er aðfinnsluvert við meðferð málsins, að hér- aðsdómarinn hefir ekki útvegað hegningarvottorð kærða. Því dæmist rétt vera: Kærði, Ársæll Halldórsson, greiði 500 króna sekt í ríkissjóð og komi 25 daga einfalt fangelsi 1 stað sektarinnar, ef hún greiðist eigi innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Svo greiði kærði allan kostnað málsins, bæði í héraði og hæsta- rétti, þar með talin málflutningslaun sækj- anda og verjanda í hæstarétti, hæstaréttar- málflutningsmannanna G. A. Sveinssonar og Garðars Þorsteinssonar, 60 kr. til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af valdstjórnarinnar hálfu gegn Ár- 795 sæli Halldórssyni, verkamanni „til heimilis Árbæ, Holta- hreppi, Rangárvallasýslu, fyrir brot gegn áfengislögunum nr. 64, 19. maí 1930. Það er löglega sannað í málinu með játningu kærða, sem kemur heim við það, sem á annan hátt er upplýst í málinu, að kærður hefir seint í janúarmánuði s. 1. brugg- að 3 heilflöskur af sterku áfengi heima hjá sér að Árbæ, og kveðst hann hafa bruggað áfengið í heyhelli, áföstum við fjárhelli í túninu þar, úr sykri og geri, er hann lét saman við vatn og lét gerjast, og eimdi hann síðan sterkt áfengi úr því, og notaði við eiminguna blikkbrúsa og bogið eirrör. Nokkrum dögum eftir að bruggi þessu var lokið eða þann 2. febrúar s. 1. fór kærður af stað hingað til Vestmannaeyja, og ætlaði þá að hafa áfengi þetta sem hann kveðst hafa ætlað aðeins til neyzlu handa sjálfum sér — með sér, en hætti þó við það, og bað unnustu sína, sem einnig er til heimilis á Árbæ, að geyma áfengið og senda sér það til Vestmannaeyja með Hjálmtý Ingvari Sig- urðssyni, vinnumanni að Árbæ, sem ætlaði að fara siðar hingað til Vestmannaeyja. Kærður fór síðan hingað til Vest- mannaeyja og vann hér við netaaðgerðir yfir vetrarvertið- ina og þann 25. marz S. 1. kom nefndur Hjálmtvr Ingvar Sigurðsson til Vestmannaeyja og hafði hann þá umrætt á- fengi meðferðis til kærðs og afhenti honum það, og var á- fengi þetta þá í þrem flöskum, og voru þær í umbúðum í einum böggli, og hefir Hjálmtýr Ingvar haldið því fram, að hann hafi aðeins haft grun um, að um áfengi væri að ræða en ekki vitað um það. Mánudaginn 25. marz s. Í. kom maður að nafni Páll Bárðarson frá Holti í Álftaveri til kærðs á netaverkstæði, sem kærður vann á, og spurði kærðan hvort hann ætti nokkra hressingu handa sér, og fékk kærður honum þá eina heilflösku af áfengi þessu, og er Páll hafði drukkið úr þeirri flösku fékk hann aðra flösku af áfengi hjá kærðum og þriðju flöskuna um kvöld- ið. Samkvæmt framburði þeirra Páls Bárðarsonar og kærðs minntist hvorugur þeirra á greiðslu fyrir áfengið, er Páll fékk hjá honum 2 fyrri flöskurnar, og krafðist kærði ekki borgunar fyrir þær, en er Páll fékk siðustu flöskuna hjá kærðum, fékk hann kærðum 5 krónur í pen- ingum, og tók kærður við þeim peningum og kveður það hafa verið vegna þess, að Páll hafi látið peningana í lófa 796 hans og farið strax burtu, en krafðist ekki neinnar greiðslu fyrir áfengið að fyrra bragði, og hefir kærður eindregið haldið þvi fram, að hann hafi ekki ætlað sér að selja Páli áfengið, heldur aðeins að gefa honum það og upphaflega aðeins eina flösku, en Páll hafi beðið hann svo mikið um meira eftir að hann fékk fyrstu flöskuna, að hann (kærð. ur) hafi látið tilleiðast að láta Pál fá allar flöskurnar, og hefir hann haldið fram, að hann hafi ætlað að skila pen- ingum þessum aftur, en hefir þó kannazt við, að hafa hitt Pál daginn eftir án þess að skila honum peningunum. Páyj Bárðarson drakk áfengi þetta sjálfur og gaf öðrum mönn- um af því með sér, og reyndist honum það vera sterkt 4- fengi, og hefir hann borið það fyrir réttinum, að hann hafi um hádegið daginn eftir að hann drakk áfengið orð. ið mikið veikur, og áleit hann að það væri vegna nautnar áfengis þessa, en kveðst hafa drukkið sherry og batnað við það, 2 menn aðrir, sem Páll veitti af áfengi Þessu, hafa borið fyrir réttinum, að þeir hafi orðið veikir dag- inn eftir að þeir drukku áfengið, og álitu þeir einnig að það væri vegna nautnar áfengis þessa „en þeim batnaði einnig fljótt aftur. Kærður hefir eindregið neitað að hafa bruggað meira áfengi en umræddar 3 flöskur, og kveðst hann aðeins hafa smakkað á áfenginu, eftir að hann hafði lokið vig ag brugga það, en ekki drukkið frekara af því, og ekki látið öðrum en Páli Bárðarsyni neitt heimabruggað eða Ólöglegt áfengi í té, en eitt vitni, Bárður Bárðarson að nafni, hefir borið það fyrir réttinum, að kærður hafi fimmtudaginn þann 25. maí s. 1. boðið vitninu að útvega því „landa“, en vitnað kveðst hafa neitað því boði, en kveður kærðan ekki hafa talað um verð á áfenginu eða minnst sérstaklega á að selja honum það. Kærður hefir haldið því fram, að hann muni ekki eftir umræddu samtali við vitnið, en hefir lýst því yfir, að hann véfengi ekki framburð vitnisins, en heldur fram, að hann muni ekki hafa ætlað að selja vitn- inu áfengi, heldur aðeins gefa þvi af umræddu áfengi. Þann 1. apríl s. 1. framkvæmdi sýslumaðurinn í Rang- árvallasýslu leit að áfengi og bruggunaráhöldum á heim- ili kærðs, Árbæ í Holtahreppi, en árangurslaust, enda kveðst kærður ef til vill muni hafa eyðilagt bruggunar- áhöld þau, er hann notaði 797 Þar eð kærður tók við peningum frá Páli Bárðarsyni, er hann afhenti Páli eina, af umræddum áfengisflöskum, og skilaði ekki peningunum aftur, þó hann hitti Pál síðar, verður rétturinn að líta svo á, að um sölu á áfenginu hafi verið að ræða, og það muni hafa verið ætlun kærðs, að selja Páli áfengi þetta að minnsta kosti að einhverju leyti, enda virðist framburður vitnisins, Bárðar Bárðarsonar, benda til þess, að kærður hafi haft i hyggju að selja áfengi þetta. Kærður hefir því að áliti réttarins, með framangreindu framferði sinu, brotið gegn ákvæðum 6. gr. og 11. gr. á- fengislaganna nr. 64, 19. maí 1930, og þykir refsing hans, sem ekki hefir áður gerzt brotlegur gegn nefndum lögum, hæfilega ákveðin samkv. 30. gr. og 32. gr. sömu laga, 700 króna sekt til ríkissjóðs og komi 35 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 30 sólar- hringa frá lögbirtingu dóms þessa. Auk þess sæti kærður fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 5 daga. Loks greiði kærður allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Föstudaginn 18. maí 1934. Nr. 29/1934. Valdstjórnin (Pétur Magnússon) gegn Sidney Brennan (Lárus Fjeldsted). Botnvörpuveiðabrat. Dómur lögregluréttar Ísafjarðar 17. dez. 1933: Kærði, Sidney Brennan, skipstjóri á botnvörpungnum G. Y. 345 „Lacennia“ frá Grimsby, greiði sekt í Landhelgissjóð Ís- lands, kr. 30000,00. En fáist hún ekki greidd ber kærða að afplána hana með 15 mánaða einföldu fangelsi. Ennfrem- ur skulu öll veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir, svo og allur afli innanborðs í botnvörpungnum G. Y. 345, „Lacennia“ frá Grímsby vera upptækt og andvirðið renna í sama sjóð. Þá greiði og kærði allan kostnað málsins, sem orðinn er og verður. Dóminum að fullnægja undir aðför að lögum. 798 Dómur hæstaréttar. Með því að kærði í máli þessu er sekur orðinn um ólöglegar botnvörpuveiðar í landhelgi í þriðja sinni, þykir sekt hans fyrir það hæfilega ákveðin með tilliti til gengis íslenzkrar krónu, sem í dag er 50,73, 30,000 krónur, til Landhelgissjóðs, er greiðist innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa, en afplán- ist ella með 9 mánaða einföldu fangelsi. Með því ennfremur, að skip kærða var að botnvörpuveiðum 5 sjómílur fyrir innan landhelgislínuna inni á firði og aðeins 1% sjómilu frá landi, samkvæmt stað- setningu varðskipsins, þegar það var tekið, og eng- inn ágreiningur er um þá staðsetningu, og kærði gat séð til lands öðru hverju engu síður en varð- skipsmennirnir, sem tóku mið á landi, er skipið var tekið, þá hlaut kærða að vera það ljóst, að hann var að veiðum í landhelgi, áður og þegar skip hans var tekið. Það verður því einnig að dæma kærða í aukarefsingu, samkvæmt 5. gr. laga nr. 5, 9. maí 1920, og ákveðst sú refsing 2 mánaða einfalt fangelsi. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku afla og veiðarfæra og greiðslu sakarkostnaðar í hér- aði þykir mega staðfesta. Eftir þessum málalokum verður og að dæma kærða til að greiða allan áfrýj- unarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutn- ingslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæsta- rétti, 100 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Kærði, Sidney Brennan, greiði 30,000 króna sekt til Landhelgissjóðs, og afplánist sektin með 9 mánaða einföldu fangelsi, ef hún greið- ist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. 799 Svo sæti kærði sem aukarefsingu 2 mánaða einföldu fangelsi. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku afla og veiðarfæra og greiðslu málskostnaðar í héraði eiga að vera óröskuð. Loks greiði kærði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutnings- laun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæsta- rétti, hæstaréttarmálaflutningsmannanna, Pét- urs Magnússonar og Lárusar Fjeldsted, 100 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af valdstjórninni gegn kærðum skipstjóra Sidney Brennan af botnvörpungnum G. Y. 345 frá Grímsby „Lacennia“ fyrir brot á 1. nr. 5 frá 18. maí 1920 um Þann gegn botnvörpuveiðum. Tildrög málsins eru þau að varðskipið „Ægir“ kom að norðan 15. þ. m. og sá kl. 5 e. h. 3 togara skamt norður af Bolungarvík og stefndu þeir inn á Ísafjarðardjúp. Einn af þessum botn- vörpungum var „Lacennia“. Var hann að toga með stjórn- borðsvörpu í sjó, og fór strax að draga hana inn. Skip- herrann af „Ægir“ hefir ákveðið staðinn þar sem „Lacennia“ var tekin: „Traðarhorn í m/v S. V., t. S., fjarlægð ca. 1—2 sjómilur, sem gefur staðinn um 5 sjó- mílur innan landhelgislinu, (Staður 1 á uppdrætti). Þar sem kærði var svo langt innan landhelginnar og hefir á- samt Í. stýrimanni viðurkennt mælingu skipherrans á „Ægir“ og eigin játning er meðal annars fyrir broti hans, þá þykir full lögsönnun fyrir að hann hafi gerzt brot- legur gegn Í. gr. i. nr 5 frá 18. mai 1920. En þegar ákveða skal refsingu hans ber að taka til greina, að hann hefir í lögreglurétti Vestmannaeyja 6. mai 1927 verið dæmdur í 12500 kr. sekt fyrir brot á greindum lögum auk upptöku afla og veiðarfæra og ennfremur í hæstarétti fyrir brot á 800 sömu lögum 18. júní 1930 í 15000 króna sekt og 2ja mán- aða einfalt fangelsi. Með þeim dómi var og afli og veiðar- færi gert upptækt. Þá kemur og til álita hvort kærður skuli dæmdur til fangelsishegningar samkv. 5. gr. nefndra laga frá 18. maí 1920. Rétturinn er þeirra skoðunar, að ekki beri að láta fangelsishegningu koma til greina nema í þeim tilfellum þar sem örugg vissa er fyrir því, að skipið hafi farið í upphafi inn á landhelgissvæðið með vitund og vilja skipstjóra, en þetta þykir ekki sannað hér sbr. og yfirlýsingu skipherrans á „Ægir“ um að togarinn hefði á 174 tima getað farið út fyrir landhelgislínuna, en snjó- veður var samkv. framburði skipstjóra og stýrimanns á botnvörpungnum. Þykir því í þetta sinn mega sleppa kærða við fangelsishegningu. Með skirskotun til framan- skráðs og með hliðsjón af að gullgengi krónunnar er 54,85 þykir refsing kærða hæfilega ákveðin kr. 30000,00. sem greiðist innan 4 vikna og renna í Landhelgissjóð Ís- lands. Verði sektin eigi greidd ber kærða að afplána hana með 15 mánaða einföldu fangelsi. Ennfremur skulu öll veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir svo og allur afli innanborðs í áðurnefndum togara vera upptækt og and- virðið renna Í sama sjóð. Auk þess greiði kærði allan kostnað málsins sem orð- inn er og verður. Rekstur málsins í héraði hefir verið vítalaus. 801 Miðvikudaginn 23. maí 1934. Nr. 1/1934. "Theódór B. Líndal. f. h. háskóla Íslands (Th. B. Lindal) segn Jóni Þ. Sívertsen (cand. júr. Einar B. Guðmundsson). Skiptaréttarúrskurði um útlagningu jarðar upp í sjafarf hrundið. Úrskurður skiptaréttar Reykjavíkur 21. nóv. 1933: % Jarðarinnar Hrappseyjar skulu útlagðir Jóni Þ. Sívertsen fyrir 15 þús. kr. upp í dánargjöfina. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir krafizt þess; að hinum áfrýjaða úrskurði verði breytt og hrundið þannig, að krafa stefnda um útlagningu % hluta jarðarinnar Hrappsevjar á Breiðafirði upp í gjafarf hans úr dánarbúi hjónanna Guðmundar prófessors Magnús- sonar og Katrínar Skúladóttur verði eigi með nokkurum hætti til greina tekin, svo og að stefndi verði dæmdur til að greiða málskostnað fyrir hæstarétti að skaðlausu eftir mati dómsins. Stefndi hefir þar á móti krafizt þess, aðallega, að hinn áfrýjaði úrskurður verði staðfestur, en fil vara, að honum verði dæmdur réttur til að fá sér áðurnefnda jarðeign útlagða sem gjafarf úr nefndu dánarbúi gegn því að hann greiði því kr. 11185,70, sem er upphæð reikningsláns þess er Guðmundur prófessor Magnússon var ábyrgðarmaður að fyrir stefnda og hann greiddi fyrir stefnda 9. okt. 1929. Svo krefst stefndi málskostnaðar af áfrýjanda fyrir hæstarétti. 802 Guðmundur prófessor Magnússon andaðist 23. nóv. 1924. Ekkja hans, frú Katrín Skúladóttir, tók þá við félagsbúi þeirra hjóna öllu samkvæmt 1. er. hinnar sameiginlegu og sagnkvæmu erfðaskrár þeirra frá 18. jan. 1922. Verður að líta svo á, að frú Katrín hafi þar með undirgengizt að hlýta í hví- vetna ráðstöfunum þeim, sem í erfðaskránni voru serðar á eignum þeirra hjóna eftir þeirra beggja dag, og að hún hafi því ekki mátt gera erfðagern- inga, er í bága færu við fyrirmæli áðurnefndrar crfðaskrár, og er þar á meðal fyrirmæli 3. gr. skrár- innar um greiðslu fyrrnefnds reikningsláns, sem orðrétt er tekið upp í hinn áfrýjaða úrskurð. Breytingin á erfðaskránni frá 18. jan. 1922, sem gerð var 18. okt. 1928, og meðal annars átti að breyta fyrrnefndu ákvæði um greiðslu reiknings- lánsins, verður að telja til ráðstafana á dánarfé þeirra hjóna, og með þvi að þessi ráðstöfun fer í bága við skýlaus ákvæði téðrar erfðaskrár um lán þetta, verður hún ekki metin gild gegn mótmæl- tm áfrýjanda. Eins og í hinum áfrýjaða úrskurði segir, veitti frú Katrin Skúladóttir stefnda, sem er fósturson- ur þeirra hjóna og bróðursonur frú Katrínar, þann 15. febr. 1932 umboð til að „hefja og ráðstafa“ viðtökuskirteini hennar nr. 1789 við Landsbanka Íslands, útg. 3. jan. 1924. Þessi ráðstöfun frúarinn- ar felur ekki í sér afhendingu til eignar á skirteini þessu, heldur einungis heimild til að taka við inn- stæðu þeirri, sem skirteinið hljóðaði um, með á- föllnum vöxtum, fyrir hennar hönd, enda virðist elefndi hafa sýnt það, að hann lagði ekki annan skilning í umboðið, með þvi að hann lagði 15000: ki. inn á nýtt innlánsskirteini, er hljóðaði á nafn 803 frúarinnar, og afganginn, kr. 3038,88 í sparisjóðs- bók, er einnig hljóðaði á nafn hennar. Hið nýja innlánsskirteini, sem út var gefið 15. febr. 1932 og féll í gjalddaga 15. ágúst s. á. var ekki tekið með, er eignir búsins voru skrifaðar upp 21. júlí 1932, né heldur tók skiftarétturinn það í vörslur sínar. Einhvern tima á tímabilinu frá 15. febr. 1932 til 13. júlí s. á., sem er andlátsdagur frú Katrínar, hefir hún ritað nafn sitt neðan undir texta skirteinisins, án nokkurar annarar athuga- semdar, en 5. okt. s. á. hefir stefndi ennfremur ritað nafn sitt á það, eftir því sem eftirrit af því, lagt fram í málinu, sýnir, og hefir hann þar með afhent skirteinið bankanum með nafni sínu á sem kvittun fyrir innstæðu þess með áföllnum vöxtum. Eftir því, sem telja má upplýst í málinu, hefir skir- teini þetta verið geymt til dánardags frú Katrínar í húsi hennar Suðurgötu 16 hér í bæ, þar sem stefndi, er sýnist hafa verið trúnaðarmaður hennar um fjár- veiður hennar og hafði þar sameiginlegt húshald með henni, þá bjó. Kveður stefndi frúna hafa gefið sér skirteinið, og sé bæði áðurnefnd nafn- ritun hennar á það og varæzla hans á því þar í hús- inu sönnun þess, að svo hafi verið. Þegar litið er til þess trúnaðarsambands, sem virðist hafa verið milli stefnda og frúarinnar, þá þarf nafnritun hennar ekki að merkja annað en heimild handa honum til að hefja og ráðstafa upphæðinni fyrir hennar hönd, og af sömu ástæðum verður ekki heldur talið, að það ráði úrslitum í þessu efni, þó að stefndi kynni að hafa geymt skirteinið þar í húsinu í einhverri hirzlu sinni meðan frúin lifði. enda vantar glöggvar upplýsingar um þetta sið- astnefnda atriði, Gegn mótmælum áfrýjanda 804 verður því ekki talið sannað, að frú Katrin Skúla- dóttir hafi gefið stefnda umrætt innlánsskirteini, enda hefði stefnda væntanlega verið innan hand- ar að ganga svo frá því máli, ef um gjöf hefði verið að tefla, að ekki yrði um það villzt. Loks telur stefndi frú Katrinu hafa afhent sér til eignar 3000 kr. í handhafaskuldabréfum hafn- arsjóðs Vestmannaeyja, er ekki voru heldur skrif- uð upp eða tekin í vörzlur skiftaréttarins, þegar hann hóf innstæðu og vexti fyrra innlánsskirteinis- ins. Hafi tilætlun frúarinnar verið sú, að gefa hon- um alls 18000 kr., eða sem næst innstæðu og vexti þessa skirteinis, eins og það var þá orðið, og hafi hún því gefið honum þessar 3000 kr. í viðbót við nýja skirteinið, 15000 krónurnar, en i stað þeirra kr. 3038.88, er hann lagði inn á sparisjóðsbók á hennar nafn eins og fyrr getur. Eins og fyrr grein- ir verður það ekki talið sannað gegn mótmælum áfrýjanda, að nokkur afhending til eignar hafi far- ið fram á innstæðu eða vöxtum þessa fyrra skiír- teinis, og verður þá ekki heldur talið sannað, að nefnd skuldabréf hafi verið fengin stefnda til eignar í stað greindra kr. 3038,88, er stefndi lagði inn í sparisjóðsbókina.Og þó að stefndi kunni að hafa geymt þessi bréf með sama hætti og síðara skirteinið þá ræður það ekki heldur úrslitum fremur en geymsla hans á þvi samkvæmt áður- sögðu. Það verður því ekki talið sannað gegn mót- mæli áfrýjanda, að frú Katrin hafi fengið -stefnda umrædd handhafaskuldabréf að gjöf. Með því að þær kr. 11185,70, er greiddar voru fyr- ir stefnda til innlausnar reikningslánsins, skyldu skoðast fyrirframgreiðsla upp Í !igjafarf hans sam- kvæmt erfðaskránni frá 18. jan. 1922, þá verður 805 krafa hans um útlagningu % hluta Hrappseyjar upp í gjafarf hans eigi tekin til greina, nema hann greiði nefnda upphæð til búsins. Og með því að stefndi hefir ennfremur ekki skilað búinu inn- lánsskírteininu frá 15. febr. 1932 né skuldabréf- um hafnarsjóðs Vestmannaeyja, getur hann ekki heldur, gegn mótmælum áfrýjanda fengið sér oft- nefnda jarðeign útlagða fyrr en hann hefir skilað búinu þessum verðskjölum öllum, eða andvirði þeirra, með tilheyrandi vöxtum eða vaxtamiðunm. Samkvæmt framansögðu verður samkvæmt kröf- um áfrýjanda að fella hinn áfrýjaða skiftaréttar- úrskurð úr gildi. En eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður fyrir hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði skiftaréttarúrskurður á að vera ómerkur. Málskostnaður fyrir hæstarétti falli niður. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Hjónin Guðmundur prófessor Magnússon og Katrin Skúladóttir, sem áttu enga skylduerfingja, kváðu svo á í 1. gr. í sameiginlegri erfðaskrá, dags. 18. jan. 1922, að það þeirra, sem lengur lifði, skyldi erfa allar eftirlátnar eignir þess, er fyr andaðist, fastar og lausar. Með hjón- unum var venjulegt helmingafélag. Þá eru ákvæði í 2—5. gr. um hvernig ráðstafað skuli eignum eftir lát þess, er lengur lifir, og er þess í upphafi getið, að fóstursyni þeirra og bróðursyni frú Katrínar, Jóni Þ. Sívertsen, skuli greiddar 20.000.00 kr., og svo kveðið á, að honum sé frjálst að kjósa um, hvort hann vilji fá fyrnefnda upp- hæð alla greidda úr búinu í peningum eða % hluta Hrappseyjar, er þá teljast 15 þúsund kr, virði, og 5 þús. kr. Í peningum. Í framhaldi af þessu segir svo í erfða- skránni: „Jafnframt skal það tekið fram, að fari svo að 806 við eða bú okkar greiði að nokkru eða öllu reikningslán Jóns Þ. Sívertsens í Landsbanka Íslands. er ég Guðmund- ur Magnússon er ábyrgðarmaður fyrir, þá skal sú upphæð, er við eða bú okkar greiðum upp í nefnt reikningslán, talin fyrirframgreiðsla upp Í gjöf okkar til Jóns Þ. Sivertsen“. Loks segir svo í upphafi 6. gr.: „Eignir búsins, er afgangs kunna að verða, er gjafir þær, er ræðir um hér að framan í 3.—5. gr. þessarar arfleiðsluskrár, eru af hendi leystar, gefum við Háskóla Íslands“. Með tilvísun til erfðaskrárinnar hefir gjafþeginn Jón Þ. Sívertsen krafizt afsals fyrir % hlutum Hrappseyjar upp í gjöfina með ákvæðisverði, en af hálfu Háskóla Íslands hafa komið fram mótmæli gegn þessari kröfu vegna þess, að nefndur gjafþegi hafi þegar fengið greidda að fullu úr búinu hina ánöfnuðu gjöf og meira en það. Mótmælin eru studd við þessar staðreyndir. 1. Að áðurnefnt reikningslán hafi gefendur greitt með kr. 11185.70 2. að gjafþegi hafi fengið afhent 15.000.00 kr. innláns- skirteini við Landsbanka Íslands, og 3. fengið afhent 3000 kr. í skuldabréfum Hafnarsjóðs Vestmannaeyja auk annara greiðslna og verðmæta, sem nema verulegum upphæðum, en þó eru ekki gerð að ágreiningsefni. Um í. liðinn er það að segja. að eftir andlát manns síns gerði ekkjan 18. okt. 1928 viðaukaerfðaskrá, sem svo kvað á m. a., að upphæð sú kr. 11.185.70, sem þau hjónin hafi greitt 9. okt. 1922 upp í reikningslán nefnds gjafþega. skuli ekki teljast fyrirfram greiðsla upp í hina fyr ánöfn- uðu dánargjöf 20 þús. kr. og því eigi koma til frádráttar við útborgun hennar. Umboðsmaður Háskólans telur, að þessi ráðstöfun hafi verið óheimil. En á þessa skoðun verður ekki fali- izt. Með hinni sameiginlegu erfðaskrá, er umráðaréttur þess hjónanna er lengur lifði látinn óskertur yfir eignum búsins, og gat það með ráðstöfunum, er komu til fram- kvæmda í lifanda lífi þess, farið með þær að vild sinni. Fyrnefnt ákvæði í erfðaskrárauka ekkjunnar er í raun- inni ekki annað en uppgjöf á skuld, sem búið þá átti hjá dánargjafþega, gjöf sem þegar kom til framkvæmda, er erfðaskráraukinn var gerður, en þessa gjöf var nauðsyn 807 að skjalfesta í erfðaskrárformi sökum ákvæðisins um frá- drátt frá dánargjöfinni í hinni upprunalegu erfðaskrá. Mótmæli studd við þessa ráðstöfun verða því ekki tekin til greina. Um 2. og 3. lið var máli svo háttað. Ekkjan átti á sínu nafni innlánsskírteini nr. 1789 í Landsbanka Íslands að upphæð kr. 12.000.00. Hinn 15. febr. 1932 gefur hún gjaf- þeganum vottfast umboð „til að hefja og ráðstafa“ skir- teini þessu. Með vöxtum reyndist upphæð þessi vera kr. 18.038.88. Nú lagði hann kr. 3.038.88 af upphæðinni inn á sparisjóðsbók með nafni ekkjunnar, en kr. 15.000.00 á nýtt skírteini á nafn sömu. Heldur gjafþeginn því fram, að ekkjan hafi gefið sér upphæðina alla með þeim orðum að nú tæki hann jörðina að henni látinni, þ. e. % Hrapps- eyjar, því að hann hafði áður talið tormerki á, að hann sæti það vegna skorts á rekstrarfé. Sparisjóðsbókina með nefndri innstæðu afhenti gjafþeginn ekkjunni þó aftur en hann kveður, að í staðinn hafi hún afhent honum til eignar skuldabréfin, sem nefnd eru undir 3. lið, en þau eru handhafabréf. En innlánsskirteinið framseldi hún gjafþeganum með eyðuframsali. Hér er nú aðeins um það að ræða hvort ekkjan hafi gefið þessi verðmæti með umræddum ráðstöfunum eða ekki, og hinu síðara heldur umboðsmaður háskólans fram, aðallega bygt á því, að hann telur það ósennilegt að ekkjan hefði viljað ganga svo í berhögg við anda erfða- skrárinnar að gefa slíka gjöf. Þessi ástæða getur þó ekki ráðið úrslitum um þetta mál. Ekkjan hafði með erfðaskráraukanum sýnt það, að hún hikaði ekki við að ganga í gegn hinni fyrri ráðstöfun og önnur atriði. sem upplýst er um í málinu, sýna það, að hún lét sér harla umhugað um hag þessa fóstursonar síns og frænda. Vel má segja það, að í orðunum „hefja og ráðstafa“ þurfi ekki að felast eignaryfirfærsla, en þegar framsal á hinu síðara skirteini kemur til viðbótar og af- hending handhafabréfanna, þykir ekki hnekkt þeirri staðhæfingu, samfara staðreyndunum um handhöfn fóstursonarins á þessum verðbréfum, að ekkjan hafi gefið honum þessa fjármuni til hagnýtingar þá þegar. Með þess- um ráðstöfunum þykir ekkjan heldur ekki hafa gengið lengra en löglegt var um meðferð eignanna, þótt telja 17 808 megi líklegt að hinn látni eiginmaður hefði óskað annar- ar ráðsmensku. Samkvæmt framansögðu þykir því eiga að taka til greina kröfu gjafþegans Jóns Þ. Sivertsens um afsal 4 Hrappseyjar honum til handa svo sem hin sameiginlega erfðaskrá mælir fyrir. Föstudaginn 25. mai 1934. Nr. 144/1933. Sigvaldi Jónasson (Sjálfur). gegn Theódór N. Sigurgeirssyni (Sjálfur). Fjárnámsgerðir staðfestar. Fjárnámsgerðir fógetaréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 30. okt. og 6. nóv. 1933. Dómur hæstaréttar. Með dómi gestaréttar Reykjavíkur, uppkveðn- um 16. sept. 1933, var áfrýjandi þessa mál dæmd- ur til að greiða stefnda kr. 3000.00 með vöxtum m. m. samkvæmt vixli, er áfrýjandi hafði samþykt, en stefndi innleyst sakir greiðslufalls, með því að hann hafi gerzt ábekingur á víxlinum. Dómur þessi var birtur 7. okt. 1983 á Geithálsi í Mosfellssveit, og kannast áfrýjandi við, að þar hafi þá verið lög- heimili hans. En með því að þar var engan mann að finna, þegar birta skyldi dóminn, sóttu stefnu- vottarnir mann á bæ einn þar í grend að Geithálsi og birtu svo dóminn fyrir honum. Kveður áfrýj- andi mann þenna hafa að kveldi sama dags látið sig vita um dómsbirtinguna. Þann 30. okt. f. á. var fógetaréttur Gullbringu- og Kjósarsýslu því næst settur að Geithálsi og teknir fjárnámi nokkrir 809 munir, er áfrýjandi átti þar, til tryggingar dóm- skuldinni, en með því að þeir reyndust ónógir sam- kvæmt virðingu, er þá var á þá lögð, til lúkningar skuldinni, var fógetagerðinni frestað og fjárnám- inu framhaldið í fógetarétti Reykjavikur 6. nóv. s. á, og var þá sert fjárnám í nokkrum munum, er áfrýjandi átti í vörzlum stefnda. Þessum fjár- námsgerðum hefir áfrýjandi skotið til hæstarétt- ar með stefnu 11. dez. f. á. og hefir hann krafizt þess, að þær verði feldar úr gildi og að stefndi verði dæmdur til að greiða málskostnað fyrir hæstarétti. Stefndi hefir þar á móti krafizt stað- festingar á fjárnámsgerðum þessum og málskostn- aðar fyrir hæstarétti. Áfrýjandi hefir byggt kröfu sína um ómerkingu fjárnámsgerðanna á þeirri einni ástæðu, að birting dómsins hafi verið ólögmæt, með því að hann hafi verið birtur afbæjarmanni, er stefnuvottarnir sóttu að Geithálsi til að birta þar dóminn fyrir honum. En með því að enginn maður var heima að Geit- hálsi, þegar birta skyldi dóminn, þá hefði verið heimilt að birta hann hverjum, sem þar kynni að hafa verið staddur, sbr. 1. málsgr. 9. gr. laga nr. 63/1917, og gerir það dómsbirtinguna ekki ólög- mæta, þótt stefnuvottarnir fengju áðurnefndan af- bæjarmann til að koma að Geithálsi og taka þar við birtingunni. Með þessum hætti var fenginn lög- legur grundvöllur undir fjárnám eftir dóminum, og verður því, samkvæmt kröfu stefnda, að stað- festa fjárnámsgerðirnar 30. okt. og 6. nóv. f. á. Eftir þessum málalokum þykir rétt að dæma áfrýjanda til að greiða málskostnað fyrir hæsta- rétti með 50 krónum. 810 Því dæmist rétt vera: Hinar áfrýjuðu fjárnámsgerðir skulu vera óraskaðar. Áfrýjandi, Sigvaldi Jónasson, greiði stefnda, Theódór N. Sigurgeirssyni, 50 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti að viðlagðri að- för að lögum. Mánudaginn 28. maí 1934. Nr. 56/1934. Réttvísin og valdstjórnin (Gústaf A. Sveinsson) segn Sigurði Sveinbjarnarsyni (Eggert Claessen). Sýknun. .. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 3. febr. 1934: Ákærður. Sigurður Sveinbjörnsson, á að vera sýkn af ákæru rétt- vísinnar og valdstjórninnar í máli þessu. Málskostnaður greiðist af almannafé. Dómur hæstaréttar. Það er eigi sannað, að ákærði hafi ekið bifreið sinni með ólöglegum hraða á leiðinni frá Njáls- götu 67 og þar til hann sá bifreiðina R.E. 107 við húsið nr. 28 við sömu götu, og verður hann því eigi talinn hafa brotið ákvæði bifreiðarlaga eða lögreglusamþyktar Reykjavíkur um akstur bif- reiða, á þessari leið. Og eins og málið er upplýst, verður eigi heldur talið, að hann hafi valdið dauða stúlkubarnsins, er fyrir bifreið hans varð við húsið Njálsgötu 27, með vitaverðri óvarkárni. Það verður því að sýkna ákærða í máli þessu, eins og s11 gert er í hinum áfrýjaða dómi, svo og að staðfesta ákvæði hans um greiðslu sakarkostnaðar í héraði. Eftir þessum úrslitum ber að greiða allan á- frýjunarkostnað sakarinnar úr ríkissjóði þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verj- anda fyrir hæstarétti, 80 kr. til hvors. Það er athugavert við rannsókn málsins í hér- aði, að ákærði virðist ekki hafa verið nákvæmlega vfirheyrður um það, hve nær hann sá fyrst svellið á götunni, að ekki var leitað skýrslna um það, hvort hálka eða svell hafi verið á veginum frá Reykjavík og austur fyrir Hellisheiði 25. okt. f. á., og loks, að engra upplýsinga var leitað um aldur eða stærð stúlkubarns þess, er var á götunni með barni því, er bana beið af árekstri bifreiðar ákærða á það. En með því að svo langt er um liðið síðan slysið varð, virðist svo hæpið, að ný rannsókn mundi að fullu gagni koma, að ekki þykir gerlegt að úrskurða héraðsdómarann til að framkvæma rannsókn af nýju um þessi atriði. Þvi dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Allan áfrýjunarkostnað sakarinnanr ber að greiða úr ríkissjóði, þar með talin málflutn- ingslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstsréttarmálflutningsmannanna Gústafs A. Sveinssonar og Eggerts Claessen, 80 krónur til hvors. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af réttvísinnar og valdstjórninnar hálfu höfðað gegn Sigurði Sveinbjörnssyni, bifreiðarstjóra, 812 til heimilis á Litla Hvoli í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu, fyrir brot á ákvæðum 17. kapitula hinna almennu hegnins- arlaga frá 25. júlí 1869 og lögum nr. 51 frá 1928, um nokkr- ar breytingar til bráðabirgða á hegningarlöggjöfinni og viðauka við hana, svo og fyrir brot gegn ákvæðum laga nr. 70, 1931 og lögreglusamþykt Reykjavikur. Málavextir eru þeir, sem nú skal greina. Hinn 25 október f. á. var ákærður að koma austan úr Rangárvalla- sýslu á vöruflutningsbifreiðinni R.Á. 30, sem er eign Kaupfélags Hallgeirseyjar. Var bifreiðin hlaðin heyi að austan, en heyið tók ákærður af bifreiðinni hjá Flug- væélaskýlinu inn við Klepp, en þaðan ók ákærði beina leið niður á Njálsgötu. Kona var farþegi með ákærða að austan, og skilaði hann henni af sér við húsið nr. 67 við Njálsgötu. Hélt ákærður síðan niður Njálsgötuna. Er hann var kominn niður fyrir gatnamót Vitastigs og Njálsgötu, tók hann eftir því að mannlaus vöruflutningsbifreið stóð á götunni sunnanverðri, á móls við húsið nr. 28. Virtist ákærðum bifreið þessi st a þannig, að söturæsið væri undir henni miðri. Beint á móti bifreið þessari sá ákærður tvær smátelpur, er honum virtist vera að grúska eitthvað á norðurkanti götunnar. Einnig tók ákærður eftir því, að bifreiðin ÁR. 14 stóð norðanmegin götunnar á móts við Njálsgötu 33. Er ákærður var kominn rétt vestur fyrir hina síðastnefndu bifreið kveðst hann hafa gefið hljóð- merki vegna þess að honum virtist bilið á götunni milli vöruflutningsbifreiðarinnar R. E. 107 og telpnanna of mjóti og ætlaðist hann til að telpurnar flyttu sig út af götunni. Um sama leyti og hann gaf hljóðmerki, steig hann á fót- bremsurnar, en bifreiðin stöðvaðist ekki við það heldur rann hún áfam á hálku, er þarna var á götunni. Þegar ákærður gaf hljóðmerkið virtist honum telpurnar færa sig lítið eitt utar á götuna. Rann nú bifreiðin áfram með sígandi hraða, og komst ákærður fram hjá telpunum með framhjól bifreiðarinnar, en um leið og hann fór fram hjá telpunum virtist honum bifreiðin skrika til að aftan litils- háttar, varð ákærður þó ekki var við neitt athugavert, fyr en kallað var til hans að stoppa, ákærður hafði tekið fótinn af bremsunum er hann fann að þær verkuðu ekki á hálkunni, steig hann nú á bremsurnar afíur og við það rann bifreiðin út af hálkunni og niður fyrir götuna að 813 norðanverðu, þannig að öll hjólin fóru út af götunni, nema vinstra afturhjólið og stöðvaðist bifreiðin þannig. Varð ákærður nú var við að afturhluti bifreiðarinnar hafði rekizt á minni telpuna, og lá hún í götunni. Ákærður tók barnið samstundis og ók með það á Landspítalann. Var það telpa á þriðja ári, Ásta Ástráðsdóttir að nafni. Sam- kvæmt vottorði Guðmundar Thoroddsen prófessors, virt- ist hauskúpan mölbrotin. Barnið var meðvitundarlaust og í andaslitrunum, er með það var komið á spítalann, og dó strax á eftir af broti á hauskúpu og blæðingu inn á heila. Eöfredlar kom á staðinn skömmu eftir að slysið vildi til og eins var slys-staðurinn mældur upp af Halldóri Páls- syni verkfræðing og hefir sú teikning verið lögð fram í málinu. Greinilega sást staður sá, þar sem ákærður hafði hemlað bifreið sína, voru hjólförin skýr og greinileg á rúmlega tveggja feta svæði og sýndu þau að hemlarnir höfðu gripið jafnt og eðlilega. En síðan hurfu för þessi og urðu ekki greind að þeim stað, sem bifreiðin rakst á barnið, en á þessu svæði var Njálsgatan öll ísuð og hál, samkvæmt framburði lögregluþjóns þess, sem fór á stað- inn. Við mælingu reyndist 18,5 metrar frá stað þeim, sem ákærður bremsaði og að stað þeim er barnið varð undir bifreiðinni. Vitnið Haraldur Ingvarsson bifreiðastjóri á bifreiðinni ÁR. 14, var sjónarvottur að slysinu því að hann stóð hjá bifreið sinni, fyrir utan Njálsgötu 33. Hann álítur að bifreiðin R.Á. 30 muni hafa verið á upp undir 25 km. hraða er hann varð hennar fyrst var. Kveður vitnið að þeg- at ákærður var kominn á móts við bifreið hans þá hafi hann gefið hljóðmerki og síðan bremsað rétt á eftir. Kveð- ur vitnið að hálkubletturinn hafi byrjað, þar sem ákærður bremsaði en bifreiðin hafi runnið eins og sleði á hálk- unni. Smátt og smátt hafi dregið úr ferð bifreiðarinnar og hafi ferðin verið orðin mjög litil er bifreiðin kom að telpunum. Kveður vitnið að er framhjól bifreiðarinnar hafi verið komið framhjá telpunum, þá hafi afturhjól Þifreiðarinnar runnið til hliðar til hægri norður á götu- brúnina, virtist vitninu sem Þifreiðin kæmi við sleða, sem telpurnar voru með, datt sú minni við það á götu- brúnina og rann hægra afturhjól bifreiðarinnar yfir sl4 höfuð telpunnar. Vitnið kveðst og hafa ekið um allan bæinn þennan dag og hvergi hafa orðið var við hálku á götum bæjarins, nema á þessum stað og síðar um kvöldið hálkublett á Klapparstignum. Vitnið Leifur Guðmundsson var á gangi niður Njáls- götu fyrir neðan stað þann, er slysið vildi til á, var að beygja af Njálsgötunni upp á Kárastíginn, um það leyti, sem slysið varð, en varð þá litið til baka upp á Nijáls- götuna. Sá hann þá bifreið ákærða var því sem næst stöðvuð, og sá hann að afturhjól bifreiðarinnar rann norður af götunni. Hann kveður að pallur bifreiðarinnar fyrir framan afturhjól hafi lent á höfði minni telpunnar, cg telpan hafi við það kastast niður í götuna, en siðan hafi bifreiðin runnið lítið eitt áfram með hægri ferð, og sveigði út af götunni, og nam staðar norðanvert við hana. En hann kveðst ekki hafa séð að afturhjól bifreiðarinnar færi yfir höfuð telpunnar, en telja verður víst að vitnið Haraldur Ingvarsson hafi séð það betur, þar sem hann horfði á slysið austan af götunni. En báðum ber vitnum þessum saman um það, að bifreiðin hafi verið að því komin að nema staðar er slysið varð, og að afturhluti bifreiðarinnar hafi runnið til hliðar, enda er það upp- lýst að á stað Þeim, sem slysið vildi til, er dálítill hliðar- halli frá götumiðjunni og norður á brúnina. Þriðja vitnið í máli þessu, Skarphéðinn Jónsson, bifreiðarstjóri, var ekki áhorfandi að slysinu, hann var inni hjá sér á Njálsgötu 29 B að drekka kaffi og kom ekki út fyrr en slysið var skeð og bifreið ákærða var að nema staðar. En meðan hann var inni hafði hann skilið bifreið- ina R.E. 107 eftir við austurenda hússins Njálsgötu 28. Deila er um það milli vitnisins og ákærða hvernig bif- reiðin hafi staðið. Vitnið heldur því fram að hann hafi skilið þannig við bifreiðina, að vinstri hjólin hafi verið í rennunni, eða rétt upp á vegbrúninni, en ákærður hefir svo sem fyr segir, haldið þvi fram að honum hafi virzt að bifreiðin hafi staðið þannig, að göturæsið hafi verið undir henni miðri. Ekki hefir verið hægt að upplýsa fullkom- lega um stöðu bifreiðarinnar með framburði hinna vitn- anna, þau veittu henni ekki svo nákvæmlega eftirtekt. Á uppdrætti þeim, sem gerður hefir verið af staðnum, hefir verið mæld fjarlægð frá bifreiðinni og út á norðurgötu- 815 brún hafi hún staðið svo sem vitnið segir, og er breidd göt- unnar þá 3.5 metrar, en hafi hún staðið svo sem ákærður vill meira þá er breidd götunnar út á norðurbrún 3 metrar. En bifreið ákærða er, samkvæmt vottorði Zophoniasar Baldvinssonar Þifreiðaeftirlitsmanns 1.86 metrar og hefði því ákærður átt að geta komizt framhjá bifreiðinni R.E. 107 án þess að rekast á telpuna á hvorn veginn sem hún hefði staðið, ef ekkert sérstakt óhapp hefði komið fyrir. Vitnið Skarphéðinn Jónsson hefir og borið það, að hann hafi ekki orðið var við neina verulega hálku á göt- um bæjarins, þennan dag, aðeins sleipa bletti í götu þar sem umferðin er lítil. Skoðunarmaður bifreiða Jón Ólafsson skoðaði bifreið- ina samstundis og hefir vottað það, að hemlar bifreiðar- innar hafi verið í lagi og hafi verið hægt að stöðva bif- reiðina þar sem vegurinn var láréttur og ekki svellrunn- inn á tiltölulega og venjulega stuttu færi. Ákærður er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 30. ágúst 1907. Honum hefir ekki verið refsað áður fyrir nokkur afbrot. — Samkvæmt því, sem að framan segir verður ekki séð, að ákærður hafi gerzt brotlegur gegn ákvæðum hegning- arlaganna, bifreiðalaganna né lögreglusamþykktar Reykja- víkur. Hann gaf hljóðmerki, bremsaði bifreið sina í tölu- verðri fjarlægð, og var á mjög lítilli ferð er hann ók fram hjá telpunum, og gætti yfirleitt þarna á staðnum þeirrar varkárni, sem búast mátti við að dygði til að afstýra slysi. Bifreið ákærða var að visu keðjulaus, en þar sem hann var að koma beina leið austan úr Rángárvallasýslu, og á allri þeirri leið var engin þörf á keðjum, þá verður hon- um ekki talið það til vita, þótt hann ekki notaði keðjur hér í bænum, enda mun þess ekki heldur hafa verið þörf að nota keðjur hér í bænum samkvæmt framburði vitn- anna Skarphéðins og Haralds, sem víða höfðu farið um bæinn þennan dag, og lítt eða ekki orðið hálku varir. Samkvæmt þessu þykir því verða að sýkna ákærðan af ákæru réttvísinnar og valdstjórnarinnar í máli þessu, kostnaður málsins greiðist af almannafé. Á máli þessu hefir orðið nokkur dráttur, af orsökum, sem um getur Í prófunum. 816 Miðvikudaginn 30. maí 1934. Nr. 113/1933. C. A. Broberg f. h. vátryggingarfé- lagsins Danske Lloyd (Jón Ásbjörnsson) gegn Haraldi Þ. Thorlacíus (Garðar Þorsteinsson). Slysabætur. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 24. ágúst 1933: Stefnd- ur, h/f. Aðalstöðin, greiði stefnandanum, Haraldi Þ. Thorlacius, kr. 3000.00 með 6% ársvöxtum frá 23. ágúst 1931 til greiðsludags og kr. 250.00 í málskostnað innan fimmtán daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri að- för að lögum. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir viðurkent það, að honum beri sem vátryggjanda bifreiðarinnar RE. 77 sam- kvæmt 17. gr. laga nr. 70/1931, að greiða stefnda þær bætur, er honum kynni að verða dæmdar í máli þessu. Umboðsmaður vátrvggingarfélagsins hér hefir einnig sótt sáttafundi í málinu og í raun og veru tekið að sér vörn þess í héraði, þó að hann væri ekki að formi til aðili. Ennfremur er það upplýst fyrir hæstarétti, að síðan dómur var kveð- inn upp Í málinu í héraði, hefir Aðalstöðin h/f ver- ið leyst upp. Loks hefir stefndi ekkert haft við málskot áfrýjanda að athuga. Að öllu þessu at- huguðu þykir mega dæma mál þetta að efni til, enda þótt áfrýjandi hafi skotið þvi til hæstaréttar einungis sem meðalgöngumaður. Áfrýjandi hefir krafizt, aðallega, að h/f Aðal- stöðin verði með öllu sýknuð af kröfum stefnda og að hann verði dæmdur til að greiða málskostnað 817 bæði í héraði og fyrir hæstarétti, en til vara, að hin dæmda upphæð verði færð niður og að vextir af henni verði aðeins dæmdir 5% á ári frá útgáfu- degi sáttakæru, enda verði þá málskostnaður í hér- aði látinn niður falla, og stefndi dæmdur til að greiða málskostnað fyrir hæstarétti. Stefndi hefir krafizt staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi og málskostnaðar fyrir hæstarétti. Með því að stefndi í héraði krafðizt sýknu í mál- inu, þykir hann þar með hafa jafnframt mótmælt nægilega vaxtakröfu stefnanda þar. Má því nú taka til greina mótmæli áfrýjanda um vextina, og verða þeir því dæmdir aðeins 5% á ári frá sáttakærudegi, eða 6. maí 1932. Með þessari breytingu ber að stað- festa hinn áfrýjaða dóm, með því að ekkert þykir annars við hann að athuga. Eftir þessum málsúrslitum þykir rétt að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda 300 krónur í máls- kostnað fyrir hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður, þó svo, að vextir af hinni dæmdu upphæð skulu vera 5% á ári frá 6. maí 1932 að telja. Áfrýjandi, C. A. Broberg f. h. vátrvggingar- félagsins Danske Lloyd, greiði stefnda, Haraldi Þ. Thorlacius, 300 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. 818 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er eftir árangurslausa sáttaumleitun höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu útgefinni 12. maí f. á. af Haraldi Þ. Thorlacius, hér í bæ, gegn h/f. „Aðalstöðin“, hér í bænum, til greiðslu á kr. 5000.00 með 6% ársvöxt- um frá 23. ágúst 1931 til greiðsludags og málskostnaði að skaðlausu. Málavextir eru, eftir því sem fyrir liggur, þeir, að hinn 23. ágúst f. á. var bifreiðin R.E. 77 eign stefnds ekið sem leið liggur hér inn úr bænum á leið upp að Geithálsi. Er bifreiðin var komin langleiðis inn að Elliðám mætti hún tveimur hjólreiðamönnum, er voru á leið að austan, og var annar þeirra stefndi. Hafa vitni þau öll, er leidd hafa verið um atburð þann er mál þetta snýst um, borið það, að þeir hafi báðir ekið réttu megin á veginum, en stefnandi sjálfur telur sig hafa ekið um miðjan veginn, og var hann á eftir hinum. Um bifreiðina er það upplýst. að hún ók á vinstra veghelmingi. Hinsvegar kemur ekki nákvæmlega fram hve hratt hún hefir farið, en svo virð- ist sem ökuhraði hennar hafi verið um 40 km. á klst, eða að minsta kosti svo mikill, og ekki verður séð, að hún hafi hægt nokkuð á sér frá þessari ferð er hún mætti hjólreiða mönnunum og var þó allmikill laus sandur og möl þarna á veginum en hann hinsvegar breiður vel. Ók bifreiðin nú fram hjá fyrri hjólreiðamanninum án þess nokkuð beri að, en er hún nálgaðist stefnanda, hrasaði hann á hjólinu fyrir bifreiðina eða misti stjórn á því, svo að það geigaði í veg fyrir hana. Var bifreiðin þá komin svo nálægt honum, að bifreiðarstjórinn taldi sig ekki hafa ráðrúm til þess að stöðva hana áður en árekstur yrði og sveigði hann því út af veginum til vinstri og rann hún áfram utan við veginn að minsta kosti lengd sína og stöðvaðist svo með framendan upp á meterhárri grjóthrúgu er þar var. Þrátt fyrir þetta lenti stefnandi þó á bifreiðinni hægra megin og kastaðist við áreksturinn tit af veginum til sömu hliðar og bifreiðin ók og brotnaði á vinstra fæti rétt fyrir ofan hné og hjól hans gjöreyði- lagðist. Var stefnandi siðan fluttur á Landakotsspital- ann og þar dvaldi hann sem sjúklingur þar til 24. nóv. 1931 og samkvæmt vottorði læknis þess, sem stundaði hann, varð hann ekki vinnufær fyr en seint í april f. á. 819 Nú telur stefnandi að Þbifreiðarstjórinn á umræddri bif- reið R.E. 77 hafi orðið orsök slyssins með of hröðum og ógætnislegum akstri og sé stefndur því, sem eigandi hennar skaðabótaskyldur gagnvart sér fyrir alt það tjón. sem hann hafi af slysinu hlotið, og hefir stefnandi áætlað að það nemi hinni umstefndu upphæð, en tjón sitt telur hann fólgið í sjúkrakostnaði, læknishjálp, bótum fyrir at- vinnumissi og skemmdir á reiðhjólinu. Stefndur hefir mótmælt framangreindum kröfum stefnanda og krafizt algjörlegrar sýknu af þeim og máls- kostnaðar hjá honum eftir mati réttarins. Til vara hefir hann mótmælt skaðabótakröfunni sem alt of hárri. Sýknukröfuna byggir stefndur á því, að það hafi ekki verið sök bifreiðarstjórans hvernig fór. Telur hann, að slysið hafi að höndum borið af tilviljun, falli stefnanda inn á veginn í veg fyrir bifreiðina í sambandi við það, að stefnandi hafi ekið innarlega á veginum á hjólinu. Hafi það því ekki verið á valdi bifreiðarstjórans að koma i veg fyrir slysið og séu því skaðabætur vegna þess úti- lokaðar. Rétturinn lítur nú svo á, að bifreiðarstjórinn á um- ræddri bifreið hafi, með þvi að aka með fyrgreindum hraða fram hjá hjólreiðamönnunum í stað þess að hægja þá svo á Þifreiðipni að hann hefði fullt vald yfir henni, ekki sýnt þá aðgæzlu og varkárni, sem ökumanni er skylt að sæta og verður því ekki talið uppvíst, að slysið hefði hlotið að vilja til ef bifreiðarstjórinn, hefði gætt þessa. Er stefndur því, sem eigandi bifreiðarinnar, skaðabóta- skyldur eftir 15. sbr. 16. gr. bifreiðalaganna gagnvart stefnda vegna slyssins og verður því sýknunarkrafa hans ekki tekin til greina. Að því er skaðabótaupphæðina snertir hefir stefndi lagt fram gögn, sem stefndur hefir ekki mótmælt, fyrir því að hann hafi orðið að greiða kr. 899.00 fyrir læknis- hjálp og sjúkrahúskostnað og ber því að dæma stefndan til að greiða þá upphæð. Þá hefir stefnandi upplýst það, að hann hafi átt kost á hásetastöðu á botnvörpuskipum mikinn hluta tíma þess, sem hann var frá verki vegna slyssins. Með tilliti til þess þykja bætur honum til handa fyrir atvinnutjón og skemmdir á reiðhjólinu hæfilega á- kveðnar í einu lagi kr. 2101.00, þannig að stefndur 820 verður dæmdur til þess að greiða stefnanda samtals kr. 3000.00 með vöxtum eins og krafizt hefir verið, þar eð vaxtahæðinni hefir ekki verið mótmælt sérstaklega, svo og málskostnað sem ákveðst kr. 250.00. Föstudaginn 1. júni 1934. Nr. 21/1934. Magnús Jónsson prófessor juris gegn Jóni Ólafssyni. Dómur hæstaréttar. Máli þessu var vísað frá með dómi hæstaréttar öl. jan. þ. á. vegna þess, að áfrýjandi lagði þá ekki fram ágrip dómsgerða. Þann 5. febr. s. á. tók á- frýjandi af nýju út stefnu í málinu til hæstaréttar, sem þingfesta skyldi í maí þ. á. Var málið þing- fest 30. mai þ. á., en þá lagði áfryjandi ekki heldur fram ágrip dómsgerða, heldur bað um frest til þess þar til í októbermán. næstkomandi. Stefndi mótmælti öllum fresti, krafðist frávis- unar og ómaksbóta. Með þvi að áfrvjandi hefur haft nægan tíma til að úlvega dómsgerðir og gera á- grip af þeim til afnota í máli þessu, verður krafa hans um frest eigi tekin til greina gegn mótmæl- um: stefnda, og verður því að vísa málinu frá dómi og dæma áfrýjanda til að greiða stefnda 40 kr. í viðlagðri aðför að lögum. Því dæmist rétt vera: Máli þessu vísast frá dómi. Áfrýjandi, Magnús Jónsson prófessor Juris, greiði stefnda Jóni Ólafssyni, 40 krónur í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. 821 Miðvikudaginn 6. júni 1934. Nr. 122/1933. Réttvísin og valdstjórnin gegn Einari M. Einarssyni. Dómur hæstaréttar. Í konunglegri umboðsskrá frá 27. febr. 1933 segir meðal annars, að „nauðsyn beri til að skipa sérstakan dómara til að halda áfram rannsókn um framkomu Einars Einarssonar (þ. e. ákærða í máli þessu) sem skipherra á varðskipinu „Ægir“ í sambandi við töku togarans R.E. 153 Belgaum 17. marz 1930“. Og með sömu umboðsskrá var Garðar Þorsteinsson hæstaréttarmálaflutnings- "maður skipaður til að „hefja réttarrannsókn um það, hvort nefndur Einar Einarsson hafi gerzt sek- ur við lög, ein eða önnur Í nefndu starfi, og til þess síðar að dæma í máli gegn nefndum Einari Einars- syni, ef hann reyndist sekur“. Í máli því, er höfðað var á hendur skipstjóra togarans Belgaum R.E. 153 og dæmt var í lögreglu- rétti Reykjavíkur 19. marz 1930 og í hæstarétti 12. júní f. á., gaf ákærður fyrst skýrslu 17. marz 1930, og var lögregluréttardómurinn þar sem togara- skipstjórinn var sekur dæmdur um ólöglegar veið- ar Í landhelgi byggðar á henni, með því að horna- mælingar samkvæmt skýrslunni sýndu, að togar- inn hefði verið að veiðum í landhelgi við umrætt tækifæri. En siðar kom það í ljós, að bókum varð- skipsins bar ekki saman um stigatal hornanna, og að eftir þeim tíma, er varðskipið sigldi út eftir tog- aranum samkvæmt sömu skýrslu, varð að álykta, að hann hefði ekki verið að veiðum í landhelgi. 822 Vegna þessa ósamræmis Í skýrslu sinni gaf ákærði enn tvær skýrslur, hina fyrri 24. maí 1930 og hina síðari 5. febr. 1981, þar sem hann fullyrðir, að áð- urnefnt ósamræmi í skýrslu sinni 17. marz 1930 stafi af því að tímaákvarðanirnar í bókum varð- skipsins í sambandi við togaratökuna hafi verið skakkar, aðallega að því er virðist vegna mismun- ar á klukku þeirri, er eftir var farið og varðúri „Ægis“. Í skýrslum sínum 24. maí 1930 og 5. febr. 1931 hefir hann talið þenna mismun 4—5 mínútur, en í skýrslu sinni fyrir sjódómi Reykjavíkur 3. dez. 1932 5—6 minútur. Hinsvegar telur Guðjón Guð- björnsson, sem var fyrsti stýrimaður á „Ægir“, þegar togarinn Belgaum R.E. 153 var tekinn 17. marz 1930, þennan mismun hafa verið mjög litinn „ef hann þá hafi verið nokkur“, þá er Guðjón var yfirheyrður um þetta atriði í lögreglurétti 5. apríl 1933. Í hinum áfrýjaða dómi er aðeins dæmt um á- virðingar þær, er ákærða eru gefnar að sök varð- andi bókhaldið á „Ægir“, og rannsókn málsins hef- ir að lang mestu leyti beinzt að því atriði. En þó er sú rannsókn ekki fullnægjandi. Ákærði er ekki svo að séð verði, spurður um það, hvenær hann varð fyrst var breytingar þeirrar, er gerð var á leiðarbók varðskipsins (tölunni „11.40“ breytt í „11.48“) og innskots þess („11.59. Haldið af stað“), er skráð var í sömu bók eftir að ákærði gaf skýrslu sína 17. marz 1930. Og ekki er heldur upplýst um það, hvenær ákærði varð fyrst var við áðurnefnt ó- samræmi milli bóka varðskipsins um stigatal hornanna. Virðast þessi atriði þó munu geta skipt máli um ábyrgð ákærða á bókhaldi skipsins. Ekki sést heldur, að ákærði hafi verið spurður um það, 823 hvort eða hvenær hann hafi gert ráðstafanir til þess, að réttir hlutaðeigendur fengju vitneskju um ósamræmi bókanna viðvíkjandi stigatali hornanna. Eftir skipunarbréfi sínu, sem ekki sést, að breyt- ing hafi verið ágerð, hefði héraðsdómarinn átt að ganga rækilega með ákærða í gegnum allar þrjár áður nefndar skýrslur hans og veita honum kost á að skýra og réttlæta eftir föngum það, er sú at- hugun kynni að hafa leitt í ljós um skýrslugerð- ina, og leggja síðan dóm á um þessi atriði. Héraðsdómarinn hefur, þrátt fyrir ákvæði skip- unarbréfs síns, því látið hjá líða að rannsaka nægilega og dæma um þau atriði í sambandi við töku oft nefnds togara, er sekt eða sýkna ákærða virðist að miklu leyti vera undir komin. Það þykir því ekki fært að leggja dóm á þau í hæstarétti að svo stöddu, og þykir því ekki verða hjá því komizt að ómerkja meðferð málsins fyrir aukaréttinum og hinn áfrýjaða dóm og visa málinu heim í hérað til rannsóknar um atriði þau, er að framan getur, og um öll þau atriði önnur í þessu sambandi, er ný rannsókn kann að gefa tilefni til. Eftir þessum málalokum verður að dæma ríkis- sjóð til að greiða allan kostnað sakarinnar, bæði fyrir aukaréttinum og fyrir hæstarétti, þar með talin málflutningslaun skipaðs verjanda í héraði, 100 kr., og skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 150 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur, og meðferð málsins fyrir aukaréttinum, á að vera ómerkur, og vísast málinu heim í hérað til rannsóknar og dómsálagningar af nýju. 18 824. Allur sakarkostnaður, bæði fyrir aukarétt- inum og fyrir hæstarétti, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningslaun skipaðs verj- anda í héraði, hæstaréttarmálflutningsmanns Lárusar Fjeldsted, 100 kr. og málflutnings- laun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæsta- rétti, hæstaréitarmálflutningsmannanna Þét- urs Magnússonar og Lárusar Fjeldsted, 150 krónur til hvors. Föstudaginn 8. júní 1934. Nr. 2/1933. Guðmundur Þorkelsson (Kggert Claessen) gegn Sigurði Grímssyni (Guðmundur Ólafsson). Málflutningslaun. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 26. maí 1932 og fjár- námsgerð 10. dez. 1932: Stefndur, Guðmundur Þorkelsson, greiði stefnandanum, Sigurði Grímssyni, kr. 925.29 með 5% ársvöxtum frá 19. april til greiðsludags og kr. 125.00 í málskostnað innan fimmtán daga frá lögbirtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir krafizt þess aðallega, að hinum afrýjaða dómi verði breyttt og hrundið þannig, að hann verði einungis dæmdur til að greiða stefnda kr. 50.00 vaxtalaust, og að hið áfrýjaða fjárnám verði fellt úr gildi, nema að því, er umræddar kr. 825 50.00 snertir. Til vara hefir áfrýjandi krafizt þess, cð Úrslit málsins verði látin velta á eiði hans. Loks krefst áfrýjandi málskostnaðar bæði í héraði og fvrir hæstarétti, hvernig sem málið fer. Stefndi hefir hinsvegar krafizt staðfestingar á hinum áfrýj- aða dómi og fjárnámsgerð og málskostnaðar fyrir hæstarétti. Eftir uppkvaðningu hins áfrýjaða dóms hafa komið fram ýms ný gögn og nýjar upplýsingar í 7 málinu. Einhvern tima á tímabilinu 1. jan. 1981 til 25. júní s. á. tók stefndi að sér flutning skuldamáls tokkurs fyrir áfrýjanda fyrir bæjarþingi Reykja- víkur. Var mál það þingfest 25. júní 1931 og dæmt 25. febr. 1932. Reiknaði stefndi sér kr. 1075.29 í laun fyrir málflutninginn samkvæmt lágmarks- taxta Málflutningsmannafélags Íslands, og er ekki ágreiningur um það, að sú upphæð sé rétt reiknuð eftir taxtanum. Upp í þóknun sína hefir stefndi smátt og smátt, og að því er hann fullyrðir, með miklum eftirgangsmunum fengið greiddar kr. 150.00 eftir uppkvaðningu dóms í málinu. Áfrýj- andi heldur því fram, að stefndi hafi tekið að sér málflutninginn fyrir kr. 200.00, en stefndi kveður sig hafa lofað að gefa áfrýjanda 25% afslátt frá taxtanum, en þó með því ákveðna skilyrði, að áfrýjandi greiddi honum málflutningslaunin þannig reiknuð, jafnskjótt sem flutningi málsins væri lok- ið. En þetta hafi áfrýjandi ekki sert, og því eigi stefndi nú heimtingu á ofannefndum kr. 1075.29 =- áðurnefndum kr. 150.00 eða kr. 925.29, eins og hinn áfrýjaði dómur greinir. Stefndi er félagi í Málflutningsmannafélagi Íslands, og verður því að gera ráð fyrir því, að 826 hann fylgi almennt lágmarkstaxta þess í málflutn- ingsstörfum sinum, og er ekki ágreiningur um það, að áfrýjanda hafi verið þetta kunnugt og að sá taxti var til. Áfrýjandi hefir leitt eitt vitni til sönn- unar staðhæfingu sinni um afslátt stefnda frá taxtanum, og kveðst þetta vitni hafa verið viðstatt, cr aðiljar sömdu um málflutninginn, og hafi stefndi skilyrðislaust lofað að flytja málið fyrir kr. 200.00. En vitni þetta hefir verið með dómi hæstaréttar 23. april 1926 dæmt til 3 mánaða fangelsisrefsingar við venjulegt fangaviðurværi fyrir stórfellda á- fengissmyglun og með dómi sama réttar 27. sept. f. á. fyrir sviksamlegt athæfi eftir 259. gr. hegning- arlaganna í 30 daga fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi og verður því ekki talið algjörlega lög- fullt. Stefndi hefir hinsvegar lagt fram í málinu fyrir hæstarétti bréfmiða til sín frá áfrýjanda, ó- dagsettan að vísu, en sýnilega skrifaðan eftir 25. febr. 1932, þar sem áfrýjandi þakkar stefnda „margfaldlega fyrir frammistöðuna“ og sendir honum hér með það sem til er í buddunni „20 krónur“. Kveður stefndi þennan bréfmiða hafa ver- ið svar við kröfubréfi hans um málflutningslaunin, en áfrýjandi kveðst aldrei hafa fengið það bréf. Segist stefndi ekki hafa eftirrit af því, og hefir það því ekki verið lagt fram í málinu. Áfrýjandi kveðst hafa sent stefnda þessar 20.00 kr. samkvæmt beiðni hans sem verið hafi á bréflappa, er hani hafi fundið festan á hurð á einu íbúðarherbergja sinna. En þessu mótmælir stefndi. Hvernig sem þessu er varið, þá bendir ofannefndur bréfmiði áfrýjanda ekki til þess, að áfrýjandi hafi rétt fyrir sér um samninga aðilja um málflutningslaunin, heldur öllu fremur til hins gagnstæða. Áfrýjanda 827 hefir því ekki tekizt að færa svo mikla sönnun fyrir staðhæfingu sinni um niðurfærslu málflutn- ingslaunanna, að málið verði látið velta á eiði aðilja. Verður því að leggja til grundvallar skýrslu stefnda um hina skilorðsbundnu niðurfærslu mál- flutningslaunanna. Og með því að áfrýjandi hefir ekki fullnægt skilyrði því, sem stefndi tjáist hafa sett fyrir henni, þá verður að dæma áfrýjanda til að greiða hina umstefndu upphæð með vöxtum, eins og í hinum áfrýjaða dómi segir. Ber því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm að öllu leyti að niður- stöðu til. Af framannefndum ástæðum verður og að staðfesta hina áfrýjuðu fjárnámsgerð, sem ekkert er sérstaklega athugað við. Eftir þessum málalokum þykir rétt að dæma á- frýjanda til að greiða stefnda 300.00 kr. í máls- kostnað fyrir hæstarétti. Áfrýjandi hefir hvorki mætt né látið mæta á sáttafundi í máli þessu, enda þótt honum væri sáttakæra löglega birt og engin forföll upplýst. Fyrir þetta brot á sáttalöggjöfinni ber að dæma á- frýjanda til að greiða 20 króna sekt í ríkissjóð samkvæmt tilsk. 11. ágúst 1819, 1. gr. og komi 9 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 14 daga frá birtingu dóms þessa. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður og sömuleiðis hin áfrýjaða fjárnámsgjörð. Áfrýjandi, Guðmundur Þorkelsson, greiði stefnda, Sigurði Grímssyni, 300 krónur í máls- kostnað fyrir hæstarétti. Svo greiði áfrýjandi 90 króna sekt í ríkissjóð innan 14 daga frá 828 birtingu dóms þessa, en sæti ella 2 daga ein- földu fangelsi. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er eftir árangurslausa sáttatilraun höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu útgefinni 29. f. m. af Sig- urði Grímssyni cand. jur., hér í bæ, gegn Guðmundi Þorkelssyni, Bjargarstíg 2 hér í bænum, til greiðslu skuld- ar fyrir málflutning í málinu: Ingólfur Bjarnason f. h. Verzlunarfélagsins „Þór“ h/f. gegn Guðmundi Þorkels- syni, að eftirstöðvum samkvæmt reikningi kr. 925.29 með ö% ársvöxtum frá sáttakærudegi 19. f. m. til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Stefndur hefir hvorki mætt né mæta látið í málinu og er honum þó löglega stefnt. Verður þá eftir N. L. 1. 4. 39 og tilsk. 3. júní 1796, 2. gr. sbr. tilsk. 15. ágúst 1832, g. gr., að dæma málið eftir framlögðum skjölum og skil- ríkjum, og þar sem reikningur sá, sem stefndi hefir lagt fram, kemur heim við dómkröfur hans og þær hafa eng- um andmælum sætt, verða þær teknar til greina að öllu leyti. Málskostnaðurinn ákveðst í samræmi við aukatekju- lögin og lágmarksgjaldskrá málflutningsmannafélagsins kr. 125.00. Föstudaginn 8. júní 1934. Nr. 53/1934. Réttvísin (Bjarni Þ. Johnson) gegn Helgmundi Gunnari Alexanderssyni (Th. B. Lindal). Íkveikja. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 17. marz 1934: Ákærð. ur Helgmundur Gunnar Alexandersson sæti betrunarhúss- 829 vinnu í 2 ár. Hann greiði og allan kostnað sakarinnar, þar með talinn kostnaðinn við gæsluvarðhald sitt. Dómi þessum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Mál þetta hefir verið höfðað gegn ákærða aðeins fyrir brot gegn 28. kapitula hinn almennu hegn- ingarlaga og heyrir afbrot hans, sem stefnt er fyrir, undir 1. málsgr. 283. gr. þeirra laga. Hefir héraðs- dómarinn ákveðið refsinguna tveggja ára betrun- arhússvinnu og er það vægasta refsingin fyrir af- brotið, sem heimilt er að dæma í samkvæmt greindu lagaákvæði. Það verður því ekki komizt hjá því að staðfesta refsiák væði hins áfrýjaða auka- réttardóms og ber einnig að staðfesta ákvæði dóms- ins um málskostnað í héraði. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakar- innar þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 60 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða aukaréttardómi skal ó- raskað. Ákærði, Helgmundur Gunnar Alexanders- son, greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti hæstaréttarmál- flutningsmannanna Bjarna Þ. Johnson og Theódórs B. Lindal, 60 kr. til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lög- um. 830 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af réttvísinnar hálfu höfðað gegn Helg- mundi Gunnari Alexanderssyni, nú til heimilis í Ingólfs- stræti 23 hér í bænum, fyrir brot gegn ákvæðum 28. kapi- tula hinna almennu hegningarlaga frá 25. júni 1869 og lögum nr. 51 frá 1928 um nokkrar breytingar til bráða- birgða á hegningarlöggjöfinni og viðauka við hana. Málavextir eru þeir, sem nú skal greina, sannaðir með eigin játningu ákærða, sem kemur heim við það, sem á annan hátt er upplýst í málinu: Hinn 7. þ. m., kl. 1.25 árdegis kom brunaboð inn á slökkvistöðina, frá brunaboða nr. 14 á austurbæjarlinu, en brunaboði þessi er á horninu á Smiðjustig og Hverfis- götu. Slökkviliðið fór samstundis á vettvang og kom þá í ljós, að kviknað var í húsinu. Lindargötu 2B. En húsið Lindargata 2 B er lítill bær, byggður kringum 1889. Vegg- ir hans eru úr höggnu grjóti, lítið ris, klætt bárujárni. Var bærinn einlyftur, með einu íbúðarherbergi og eld- húsi, en áfastur við bæinn var inngönguskúr úr timbri með járnþaki. Afstaða hans til næstu húsa er sem hér segir: AS austan er steinhús, með fullkomnum eldvarnarvegg og er fjarlægðin frá bænum að því húsi 7.2 metrar. Að sunnanverðu er smiðavinnustofa, steinhús, með eldvarn- arvegg á móti bænum, og er fjarlægðin frá smíðavinnu- stofunni að inngönguskúr bæjarins 9.6 metrar. Að vestan- verðu eru 2 metrar að húsinu nr. 2 við Lindargötu, en það er timburhús. Loks er að norðanverðu breidd Lindar- götunnar til næstu húsa. Er slökkviliðið kom á staðinn var kominn allmikill eldur í vesturenda bæjarins og Í inngönguskúrinn, en jafnskjótt og búið var að koma vatninu í samband við slökkvitækin og byrjað var að dæla, þá varð eldurinn slökktur og tók það um 10 minútur að slökkva. Bær þessi var eign Ebenesers Helgasonar, þess er hafði byggt hann, og var bærinn virtur til brunabóta á kr. 3154.00. Eigandinn bjó ekki sjálfur í honum heldur hafði hann leigt hann ákærðum í máli þessu, og galt á- kærði 10 krónur á mánuði í leigu. Ákærður er kvæntur maður og á 3 börn, en hann bjó um þessar mundir einn í bænum,því að kona hans og eitt barn höfðu um lengri tíma verið sjúklingar á Farsóttaspitalanum hér í bænum, 831 en hinum börnunum hafði verið komið fyrir annars- staðar. Lögreglunni virtist þegar, að ekki mundi allt vera með feldu um upptök eldsins í bæ þessum og var rannsókn þegar hafin í málinu og ákærður tekinn til yfirheyrslu. Kom þá meðal annars í ljós að hann hafði fyrir skemstu, eða hinn 2. febrúaar síðastliðinn, vátryggt húsmuni sina fvrir 3500 krónur, en sýnt þótti við lauslegt yfirlit, að sú vátrygging væri til muna of há. Yfirleitt var framburður ákærða um athafnir sínar um nóttina og um upptök elds- ins ekki sem sennilegastur, enda fór það svo að eftir nokkrar vífilengjur viðurkendi ákærður, að hafa kveikt sjálfur í bænum í því skyni að hagnast á bruna húsmuna sinna. Hann skýrði svo frá, að honum hafi nú fyrir skemstu dottið í hug að kveikja í húsinu, en hann hafi þó ekki haft það í hyggju er hann vátryggði innanstokks- munina, að vísu kveðst hann hafa vitað, að hann vá- tryggði þá of hátt, en kvaðst hafa álitið að vátryggingar- félagið léti virða þá síðar. Síðan kveðst hann hafa verið atvinnulaus og peningalaus með öllu; í vikunni áður en hann framdi íkveikjuna komu til Reykjavíkur bæði kola- skip og saltskip, og hafði ákærður von um að geta fengið vinnu í skipum þessum, en honum var neitað um vinnu við bæði skipin. Þá fór hugsunin um að kveikja í og brenna innanstokksmunina, í því skyni að hafa fé af vá- tryggingarfélaginu, að ásækja hann. Kvöldið áður en hann kveikti í, kveðst hann hafa flúið bæinn, vegna þess hve hugsun þessi ásótti hann. En kvöldið eftir stóðst hann ekki freistinguna, eftir að hann var búinn að velta þessu töluvert fyrir sér um daginn. Hann kveðst hafa farið að hátta klukkan 9%—10 þetta kvöld og las í rúminu fram eftir. Klukkan kringum 1 kveðst hann svo hafa farið fram úr rúminu á nærklæðun- um. Á kofforti einu, sem stóð út í horni í herberginu skamt frá ofninum, stóð oliuvél sem ákærður notaði til þess að hita sér kaffi á morgnana. Hafði ákærður nýlega fylt olíuvélina með olíu er hann var að hita sér kaffi. Lokið á olíuvélinni var laust. Tók ákærður nú vélina og setti hana á hliðina og datt þá lokið af olíugeyminum og heltist olían niður í koffortið gegnum rifur á lokinu, en í koffortinu voru vinnuföt ákærða, fatarusl og ýmislegt dót. 832 Kveikti ákærður síðan á eldspitu og lét hana detta niður í koffortið gegnum rifu á lokinu. Kviknaði þá samstundis í og kom logi upp úr koffortinu. Beið ákærður síðan nokkra stund inni, meðan eldurinn var að læsast upp úr koffortinu, en er hann sá að hér og þar logaði upp úr því þá fór hann út á nærklæðunum, en setti á sig skóhlifar sem hann tók í inngangsskúrnum. Fór hann síðan að húsinu Lindargötu 2, en þar býr eigandi bæjarins, vakti upp dóttur hans, spurði hana hvar brunaboði væri, fékk að vita það, og rauk þangað og braut brunaboðann, fór því næst heim aftur að bænum, en komst þá ekki inn í hann vegna reykjarsvælu og elds. Stúlka sú, sem ákærður vakti upp hefir staðfest þennan framburð ákærða. Á þeim tíma um nóttina, er eldurinn kom upp, var hægur norðankaldi. Svo sem að framan segir, var bærinn mjög lítill og að mestu úr steini, og hefði því eldur aldrei getað orðið mikill þótt hann hefði brunnið. Á þrjá vegu við bæinn virðist engin eldhætta hafa verið, en samkvæmt fram- burði slökkviliðsstjórans í Reykjavík telur hann sennilegt að kviknað mundi hafa í forstofu hússins nr. 2 við Lind- argötu um leið og eldurinn hefði logað upp úr þaki bæjar- ins, ef ekkert hefði verið aðgert. Ákærður kveður og að fyr um kvöldið, áður en hann kveikti í, hafi verið dálitill norðvestan kaldi, og ef það hefði haldist, þá var eldhætta engin, en er hann kom út frá íkveikjunni og fann að komið var því nær logn, þá varð hann hræddur um að eld- urinn kynni að læsast í forstofu hússins Lindargötu nr. 2 um leið og hann brytist út, og því var það að hann flýtti sér að hringja á slökkviliðið. Menn þeir, sem útnefndir voru til að meta innanstokks- muni ákærða, mátu þá á kr. 1113.50. -— Ákærður er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 12. marz 1897. Honum hefir ekki verið refsað áður fyrir nokkurt lagabrot. Hann sat í gæsluvarðhaldi frá 7—9 Þ. m. Framantalið afbrot hans ber að áliti dómarans að heim- færa undir 283. grein 1. mlgr. hinna almennu hegningar- laga, og þykir refsing hans samkvæmt því hæfilega ákveð- in betrunarhússvinna í tvö ár. Hann greiði og allan kostnað sakarinnar þar á meðal kostnaðinn við gæzluvarðhald sitt. Á máli þessu hefir enginn óþarfa dráttur orðis. 833 Mánudaginn 11. júní 1934. Nr. 50/1934. Ingibjörg Helgadóttir (Lárus Fjeldsted) gegn Páli Vídalín Magnússvni (Enginn). Krafa um synjun framgangs eiðvinningar í barns- faðernismáli cigi tekin til greina. Úrskurður bæjarþings Reykjavíkur 92. marz 1934: Hin Íframkomnu mótmæli skuli ekki tekin til greina og má eiðvinningin fram fara. Dómur hæstaréttar. Með dómi uppkveðnum í lögreglurétti Reykja- vikur 19. mai 1930 í barnsfaðernismáli, er höfðað hafði verið á hendur stefnda, að tilhlutun áfrýj- anda, var ákveðið, að ef stefndi synjaði fyrir það með eiði innan 40 daga frá birtingu dómsins að hafa haft holdlegar samfarir við áfrýjanda á tíma- bilinu frá 1. júlí til 1. septbr. 1929 skyldi hann vera sýkn af kröfum hennar í málinu og málskostnað- ur falla niður, en ef hann ynni ekki eiðinn skyldi hann teljast faðir að barni því, er áfrýjandi ól 14. april 1930, greiða meðlag með því og barnsfarar- kostnað eftir úrskurði vfirvalds svo og 20 kr. í málskostnað og var dómur þessi birtur stefnda hinn 28. dez. 1933. Með stefnu, útgefinni 2. febr. þ. á., stefndi Páll Vídalín Magnússon afrýjanda til þess að hlýða á eiðvinningu sína 15. marz síðastliðinn. Við réttar- haldið í málinu var þvi haldið fram af hálfu barns- móðurinnar, að stefnda hefði orðið eiðfall sökum þess, að hann hefði eigi unnið eiðinn innan eið- frestsins, með því að meir en 40 dagar væru þá 834 liðnir frá birtingu dómsins, en þessum mótmælum áfrýjanda var hrundið með úrskurði, uppkveðn- um 22. s. m. Þessum úrskurði hefir áfrýjandi nú skotið til hæstaréttar með stefnu, útgefinni s. d., en þar sem stefndi hefir eigi mætt í hæstarétti, er málið var tekið fyrir, þótt honum hafi verið löglega stefnt hefir málið verið rekið skriflega samkvæmt 38. gr. hæstaréttarlaganna og er dæmt eftir N. L. 1—4-—32 og 2. gr. tilsk. 3. júní 1796. Áfrýjandi hefir krafizt þess að hinn áfrýjaði úr- skurður verði feldur úr gildi og synjað verði um framgang eiðvinningarinnar og stefndi dæmdur til greiðslu málskostnaðar í hæstarétti. Áfrýjandi byggir kröfu sína eins og í undirrétti fyrst og fremst á því, að stefnda hafi orðið eiðfall, þar sem hann hafi eigi unnið eiðinn innan frests þess, er til hafði verið tekinn í dómnum 19. maí 1930, og eiðsmálinu hafi ekki verið framfylgt með rægilegum hraða, þar sem stefnan hafi verið út- tekin 2. febr. en ekki birt fyr en 24. s. m. og fyrir- tekt málsins ekki verið ákveðin fyr en 15. marz síðastliðinn. Loks heldur áfrýjandi því fram hér fyrir réttinum, að stefnan í eiðvinningarmálinu hafi ekki verið löglega birt, með því að hún hafi eigi verið birt á lögheimili hennar. Stefnan var birt áfrýjanda á þáverandi dvalar- stað hennar í Sandgerði fyrir henni sjálfri og tók hún samkvæmt vottorði stefnuvottanna birting- una þar gilda, eins og hún hefði verið birt á lög- heimili hennar, og loks mætti hún á bæjarþinginu án þess þar að hreyfa neinum mótmælum gegn birtingunni. Þessi ógildingarástæða er því ekki á neinum rökum byggð. Hinar ógildingarástæður á- 835 frýjanda verða heldur eigi teknar til greina, af á- stæðum þeim, er greinir í hinum áfrýjaða úrskurði. Þar sem ekki hefir verið mætt í málinu fellur málskostnaður í hæstarétti niður. Þvi dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða úrskurði skal vera óraskað. Málskostnaður. í hæstarétti fellur niður. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Í barnsfaðernismáli þessu gekk dómur 19. mai 1930 á þá lund, að úrslitin voru látin vera komin undir synjunar- eiði kærðs í málinu, Páls Vídalíns Magnússonar, þannig að eiðfrestur honum til handa var ákveðinn 40 dagar frá lögbirtingu dómsins. Hinn 28. dezember s. 1. fór þessi birting fram, en með réttarstefnu 2. febr. þ. á. er barns- móðirinni Ingibjörgu Helgadóttur stefnt til að hlýða á eiðvinningu téðs manns 15. þ. m. og er eiðstefnan birt henni 24. f. m. Nú er því haldið fram af hálfu barns- móður, að nefndum Páli V. Magnússyni hafi orðið eiðfall þar sem hann hafi ekki unnið eiðinn innan 40 daga eiðs- frestsins og mótmælir hún því að hann fari nú að vinna eiðinn. Þessi mótmæli þykja þó ekki á rökum bygð. Með úttekt eiðstefnunnar 2. f. m. hefir ciðstefnandi innan ciðsfrestsins boðið sig fram til eiðvinningarinnar og á lögmætan hátt látið tilkynna barnsmóðurinni þetta á- form sitt og rekið eiðsmálið löglega. Hefir eiðstefnandi, sem sjálfur var til staðar í réttinum er eiðsmálið var þing- fest, með þessu réttilega notað eiðsfrestinn þótt sjálf eiðvinningin hafi ekki gétað farið fram innan frestsins og verða því hin framkomnu mótmæli ekki tekin til greina. 836 Mánudaginn 11. júní 1934. Nr. 6/1934. Ásgeir Sigurðsson, f. h. eigenda b/v „Escallonía“ G. Y. 631 (Th. B. Líndal) gegn Páli Magnússvni, f. h. eigenda og vátrvggjenda v/b „Njáll Þorgeirs- son“, S. U. 429, skipverja og land. manna bátsins og gagnsök (Jón Ásbjörnsson). Skaðabætur út af árekstri skipa. Dómur sjóréttar Reykjavíkur 28. júní 1933: Ásgeir Sigurðsson, brezkur aðalkonsúll, f. h. eigenda b/v Escal- lonia, G. Y. 631, greiði Páli Magnússyni, f. h. eigenda og vátryggjenda m/b. Njáll Þorgeirsson, S. U. 429, og skip- verja og landmanna sama báts kr. 17.064.75 ásamt 5% ársvöxtum frá 11. júlí 1931 til greiðsludags og málskostn- að með kr. 600.00. Dóminum ber að fullnægja innan 3ja sólarhringa frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Aðalafrýjandi er áfryjað hefir með stefnu 28. jan. þ. á., að fengnu áfrýjunarleyfi 12. s. m., hefur krafizt þess aðallega, að hann verði sýknaður af öllum kröfum gagnáfrýjanda í máli þessu, en fil vara, að tjóninu verði skipt og bætur lækkaðar frá því, sem þær voru ákveðnar í hinum áfrýjaða dómi eftir mati réttarins. Svo krefst aðaláfrýjandi málskostnaðar bæði í héraði og fyrir hæstarétti, hvernig sem málið fer. Gagnáfrýjandi, sem að fengnu áfrýjunarleyfi 23. april þ. á., hefir skotið málinu til hæstaréttar með stefnu útg. 5. f. m., krefst þess aðallega, að aðal- 837 öfrýjandi verði dæmdur til að greiða honum kr. 23653.00 með 5% ársvöxtum frá 11. júlí 1981 til sreiðsludags, en til vara, að tjóninu verði skipt Þannig, að minni hluti þess en ákveðið er í hinum áfrýjaða dómi verði látinn koma á bátinn, og að bótaupphæðin verði hækkuð frá því sem í dómin- um segir, allt eftir mati þessa réttar, og að vextir verði dæmdir af þeirri upphæð allri, sem ákveðin verður, svo sem áður segir. Loks krefst gagnáfrýj- andi málskostnaðar bæði í héraði og fyrir hæsta- rétti hvernig sem málið fer. Eftir því sem upplýst er í málinu var mótorinn i „Njáli Þorgeirssyni“ gamall Skandiamótor, og ennfremur að hljóðið í honum hafi verið „nokkuð snallt en þungt“. Það verður því að líta svo á, að hljóðið frá mótornum hefði, þar sem logn var og sléttur sjór, hlotið að heyrast á togaranum, ef þar hefði verið maður á verði fram á skipinu, svo tímanlega, að forða hefði mátt ásiglingu hans á vélbátnum, ef togarinn hefði farið með hæfileg- um hraða. Hefir báturinn því, að því er telja má, sefið fullnægjandi hljóðmerki frá sér með mótorn- um. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með skir- skotun til hins áfrýjaða dóms, verður að telja tog- rann einan hafa átt sök á slysinu, og að á hann verði því að falla greiðsla allra þeirra bóta, er dæmdar verða. Kemur upphæð skaðabótakröfunn- ar þá til álita, og verður hver einstakur liður henn- ar þá tekinn í sömu röð sem í hinum áfrýjaða dómi. Um 1.-3. Má um þessa liði skirskota til athuga- semdanna í hinum áfrýjaða dómi. Um 4. Það þvkir að vísu ekki ósennilegt, eftir því sem fram er komið í málinu, að báturinn hefði 838 getað aflað 175 skpd. yfir sumarvertíðina. Hins vegar eru engin rök færð fyrir því, að útgerðar- maður og eigandi hans hefði fengið 10% af and- virði aflans í hreinan ágóða af útgerðinni eftir þessa vertið, enda er upplýst, að afkoma mótor- bátaútgerðar á Austurlandi árið 1931 hafi verið mjög bágborin. Þessi kröfuliður þykir því ekki verða tekinn til greina. Um 5. Um þenna kröfulið vantar eins og tekið er fram í hinum áfrýjaða dómi, allar upplýsingar, og verður hann því ekki tekinn til greina. Um 67. Þegar slík slys sem það er hér varð, bera að höndum, er það almennt óútreiknanlegt hverjum þeim, er bæta skal tjón þar af, hvaða hagsmunir og hverra manna hagsmunir á landi, annara en útgerðarmanna, eigenda og vátryggj- enda, kunna að vera tengdir við skip þau, sem um er að tefla. Skylda til að bæta tjón á slíkum hags- munum mundi verða of viðtæk og með öllu ófyrir- sjáanleg og óyfirsjáanleg. Það verður því ekki talið, að aðaláfrýjanda beri skylda til að greiða þessa kröfuliði. Um 8. Samkvæmt reikningum bátsmannanna 4, er fram hafa verið lagðir í málinu, nemur kaup- krafa þeirra samtals kr. 2775.00. Þar sem slysið varð 11. júlí, eða á öndverðri sumarvertið, þykir mega gera ráð fyrir því, að mennirnir hafi unnið sér eitthvað inn þenn tíma, sem eftir var sumars- ins, og þykir ekki óvarlega áætlað, að þeir muni hafa fengið fyrir þá vinnu sem svarar %%g af því kaupi, er þeir áttu að fá fyrir vinnu sina á bátnum. Þykir því, með þvi að aðaláfrýjandi hefur gert kröfu um niðurfærslu af þessari ástæðu, mega 839 draga % hluta nefndrar upphæðar frá þessum lið, eða kr. 925.00. Samkvæmt framanskráðu verður því að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda þessa kröfuliði : LR annas sannar rs 2 kr. 15180.00 2. lið ........0..00 000 — 500.00 3. lið eins og hann hefir verið færður niður í málinu .................. — 202.00 8. lið kr. 4296.00 = — 925.00 ————— 3371.00 Samtals kr. 19253.00 með 5% ársvöxtum frá 11. júlí 1931 til greiðslu- dags, enda hefir aðaláfrýjandi engum athugasemd- um hreyft um upphafsdag vaxtanna. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu máls- kostnaðar í héraði þykir mega staðfesta. Eftir þess- um málalokum þykir rétt að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda kr. 300.00 í málskostn- að fyrir hæstaréttti. Því dæmist rétt vera: Aðaláfrýjandi, Ásgeir Sigurðsson, f. h. eig- enda togarans „Escallonia“, G. Y. 631, greiði gagnáfrýjanda, Páli Magnússyni, f. h. eigenda og vátryggjenda v/b „Njáll Þorgeirsson“, S. U. 429 og skipsmanna bátsins, kr. 19253.00 með 5% ársvöxtum frá 11. júlí 1931 til greiðslu- dags. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu málskostnaðar í héraði skulu vera óröskuð. 19 840 Svo greiði aðaláfrýjandi gagnáfrýjanda 300 kr. í málskostnað fyrir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta, sem eftir samkomulagi málsaðilja er rekið hér fyrir sjóréttinum, hefur höfðað Páll Magnússon cand. juris., með stefnu dags. 11. apríl f. á., f. h. eigenda og vátryggjenda m/b. Njáll Þorgeirsson frá Norðfirði, S. U. 429, þeirra Ólafs Sveinssonar, útgerðarmanns á Eskifirði og Bátaábyrgðafélags Eskifjarðar, svo og fyrir hönd skip- verja og landmanna téðs vélbáts, gegn aðalræðismanni breta hér á landi, Ásgeiri Sigurðssyni, f. h. eigenda b/v. Escallonia frá Grimsby, G. Y. 631, til greiðslu skaðabóta að upphæð samtals kr. 23.992.00 auk 5% ársvaxta af þeirri upphæð frá 11. júlí 1931 til greiðsludags og málskostnað- ar samkv. reikningi eða eftir mati réttarins. Er skaðabóta- krafan risin út af því, að nefndur togari sökti ofangreind- um mótorbát þann 10. júli 1931 úti fyrir Austfjörðum. Stefndur hefir aðallega krafizt algerðrar sýknu og sér tildæmdan málskostnað, en til vara að skaðanum verði skipt samkv. 2. málsgr. 225. gr. siglingalaganna; þá hefir hann mótmælt sérstaklega hinum ýmsu liðum bótakröf- unnar sem of háum svo og vaxta og málskostnaðarkröfunni. Út af slysi þessu voru haldin próf í sjórétti Neskaup- staðar dagana 1114. júlí 1931. Um nánari atvik til slyss- ins er þar upplýst. Um kvöldið þann 10. júlí hafi m/b. Njáll Þorgeirsson lagt línu sína og lá ca. 18% sm. S.S.A. frá Skrúð yfir línunni og hélt sér þar við lóðarbelg sinn. Logn var og sjólítið en dimm þoka. Á verði voru tveir menn, annar við stýrið en hinn uppi eða niðri. Ferð bátsins var, þannig, að vélin var að vísu Í gangi, en gekk svo afarhægt, að báturinn rétt seig eða mjakaðist áfram. Þegar klukkan var 8.22 heyrðu skipverjar á bátnum lágan óm, sem þeir voru ekki alveg vissir um úr hvaða átt var og hvort stafa myndi frá vélbát eða eimskipi, og töldu skip þetta vera alllangt burtu. Þessu hljóðmerki var ekki svarað frá mótorbátnum með þokulúðrunum, sem þar voru 841 þó til,og engin hljóðmerki gefin frá bátnum önnur en skellirnir frá vélinni, sem bátsverjar samkv. venju töldu nægileg hljóðmerki í þoku, en vélin var 20 ha. gömul Skandiavél með dimmu þungu hljóði. Leið svo þar til sá. er við stýrið var á bátnum, sá framstafn skips koma út úr þokunni bakborðsmegin, sem stefndi á bátinn, með mikl- um hraða og var þá komið mjög nærri, þótt hvorki sæist yfirbygging eða möstur fyrir þokunni. Kallaði hann fram í til formanns en hélt annari hendinni í stýrishjólið. Áður en frekar yrði að gert var árekstur orðinn og um leið sló stýrishjólið manninn, svo að hann féll við og marðist á handleggnum undan stýrishjólinu. Kom togarinn þvert á bátinn bakborðsmegin rétt fyrir framan forvantinn á að giska 4 metra frá framstafni hans. Rendi stefni skipsins 2—3 fet inn í þilfar bátsins og braut síðuna niður fyrir sjólinu. Lagði bátinn svo mikið við áreksturinn, að stjórn- borðssíðan lá undir sjó inn á miðja lestarhlera. Hinn varðmaðurinn var frammi á bátnum og við kall manns- ins við stýrið varð honum litið til vinstri og sá þá aðeins framstafn togarans, er þá var rétt kominn ofan á bátinn, og segir hann að hvitfyssandi boðaföll hafi staðið út frá kinnungum togarans og hafi hann gengið rakleitt að lúk- arskappanum og haldið sér í hann til að verjast falli, en áreksturinn varð í þeim svifum. Mennirnir er niðri voru, formaðurinn og háseti, komu þegar upp. Stukku Þbáts- verjar þá upp á stjórnborðsakkeri togarans og gátu haldið sér Í vír, sem lá úr akkerisflugunni upp á skipið og var þar fastur. Stóðu þeir þar nokkra stund, að þeir ætla 2—3 minútur, og kölluðu árangurl ust, en tóku svo það ráð að klifa upp vírinn og var einn skipverja kominn upp og annar á leiðinni er skipsmenn komu þeim til hjálpar og drógu hina upp með því að kasta til Þeirra kaðalenda. Meðan þeir voru að komast upp lá togarinn með stefnið inn í brotinn bátinn, en við ferðina á togaranum ýtti hann bátnum fyrst á undan sér, en síðan sökk báturinn er þeir voru komnir upp á skipið og að ágiskun bátsverja um 4 mínútum eftir áreksturinn. Togarinn Escallonia var að koma frá Englandi og hafði ekki enn kastað vörpu. Stýrimaður var á stjórnpalli og háseti við stýrið, engir aðrir uppi. Á meðan bjart var fór skipið með fullri ferð til kl. 9—9%, enskur tími, en 842 ferðin hægð niður Í 45—50 snúninga vélarinnar á mínútu strax og þokan skall yfir og þá var farið með ca. 3 milna ferð. Kl. 10, e. tími, var þokan orðin mjög dimm og hélst svo til kl. 11.15, e. tími, er stýrimaður segir að árekstur- inn hafi orðið. Blásið var í eimpipuna á 5 mínútna fresti, þó var sá tími ekki tekinn eftir klukku heldur á- giskun og segir stýrimaður 5 mínútur hafi verið liðnar frá því, að síðast var gefið merki og þar til áreksturinn varð. Þeir stýrimaður og hásetinn, sem uppi var, urðu ekkert varir við bátinn fyr en togarinn rakst á hann og heyrðu enga mótorskelli frá bátnum, en fundu lítinn rykk er áreksturinn varð. Stöðvuðu þeir þá strax gufuvélina og kölluðu skipverja upp, fór stýrimaðurinn síðan er vélin var stöðvuð fram á hvalbakinn og sá bátinn brot- inn með ca. 12 þuml. breiða rifu frá sjáfarfletinum og upp úr og var þá einn af bátsverjum að komast upp og rétti hann hinum kaðal og dró þá upp. Stýrimaður ætlar að liðið hafi um 10 mínútur frá því að hann kom á hval- bakinn þar til báturinn var sokkinn. Hásetanum, sem var á verði, ber saman við styrimann um það, að ferð skipsins hafi verið lítil, vissi þó eigi hve margar millur. en blásið hafi verið á 4—5 mínútna fresti, að sá tími hafi liðið frá því síðast var blásið og þar til slysið varð. Þegar hann kom á hvalbakinn var einn bátsverja kominn upp og hjálpaði hann stýrimanninum til að ná hinum upp á skipið. Hugði hann að 2—3 mínútur hafi liðið frá því þeir fundu rykkinn og þar til hann var kominn fram á. Ekkert heyrði hann til bátsins fyr en hann heyrði menn- ina kalla, er hann var kominn nær þeim. Vélstjórinn, sem á verði var, bar það að snúningshraðinn hafi verið 45—50 snúningar á minútu, en á fullri ferð, 8% milu á klst. séu snúningarnir 114 á minútu og með % hraða 96 snúningar. Vélstjórinn varð ekkert var við áreksturinn, en slöðv- aði vélina strax er kallað var, og var vélin stopp í 8 min. en þá var sett afturá í 4 min; síðan lágu þeir kyrrir um nóttina án þees að vélin væri sett á stað. Menn togarans staðhæfa, að hann hafi ekki farið með meiri hraða en ca. 3 sm. og að ekki hafi liðið lengra en Í mín. frá því síðasta hljóðmerki þar til árekstur varð. Varðmenn á bátnum áætla hinsvegar hraða togarans hafa verið um 7 843 sm. og byggja það á sýnilegri ferð hans og boðaföllum og freyðandi undan kinnungum togarans og telja að um 8 mín. hafi liðið frá hljóðmerkinu og þar til togarinn rann á bátinn. Hvorirtveggja hafa unnið eið að framburði sinum. Stefndi heldur því nú fram í málinu, að togarinn eigi alla sök á árekstrinum, óforsvaranlegt hafi verið í svo dimmri þoku að hafa engan mann á verði fram á tog- aranum, þessvegna hafi togarinn eigi orðið bátsins var fyr en bátsverjar voru að klifa upp á hann, og ekkert hafi verið gert af togarans hálfu til að forðast áreksturinn enda þótt það væri togarinn sem átti að vikja, því að hann hafði bátinn á stjórnborða. Togarinn hafi farið ófor- varanlega hratt eins og á stóð og hljóðmerki hafi ekki verið gefin eins og lög tilskilja. Stefndur telur sökina hinsvegar vera hjá bátsverjum því að þeir hafi ekki gefið þokubendingar þær er lög bjóða og ekkert aðvörunarmerki látið heyra frá sér þótt þeir heyrðu þokubendingar togarans og ekkert aðhafst; ekki stansað til að átta sig betur á hljóðinu, sem þeir heyrðu, og að báturinn muni hafa siglt í veg fyrir togar- ann. Telur stefndur að sökin á slysinu verði ekki lögð á togarann en gerir til vara þá kröfu, að tjóninu verði skipt svo sem áður segir. Í málinu er það sannað, að togarinn fylgdi ekki alþjóða siglingarreglum um hljóðmerki, þá getur það ekki heldur talizt forsvaranlegt að hafa ekki varðmann frammá í svo dimmri þoku þar sem siglt var á slóð, þar sem búast mátti við nokkurri skipaumferð. Þá verður það og að teljast sennilegt, að togarinn hafi farið með all mikilli ferð í svo dimmu veðri — enda hélt hann kyrru fyrir eftir árekstur- inn — þótt ekki hafi verið hnekkt staðhæfingu togara- manna um að ferðin hafi ekki verið meiri en 3—4 sm. Þá verður og að athuga það, að það eina hljóðmerki, sem bátsmenn heyrðu frá togaranum, var svo ógreinilegt, að þeir sem uppi voru, gátu ekki greint hvort það var frá gufuskipi eða mótorbát. Þar sem það er upplýst, að blásturspípa togarans var sterk og hljómmikil, þá verður það að teljast sennilegt, að togarinn hafi annaðhvort farið með meiri ferð en upp hefir verið gefið eða liðið lengri tími en 5 min. frá því að hljóðmerki var gefið, því að 844 það er vandalaust öllum mönnum með meðalheyrn og ekki er upplýst neitt um heyrnarsljóleik bátsmanna, að greina rétt hljóð frá togarapipu sem er Í lagi og skammt í burtu. Þá virðist og framferði togaramanna bera vott um allmikið tómlæti, þar sem þeir vita ekki strax um ásigl- inguna, sem hæglega gat valdið manntjóni, ef bátsverjar hefðu eigi verið nógu fljótir til að ná í akkeri togarans, þar sem báturinn sökk svo snögglega, þótt sá tími hafi ekki verið sannaður nákvæmlega. Togaramenn virðast ekki hafa orðið áskynja um mennina fyr en einn þeirra var um það að komast upp og heyrðu ekki köll fyr en þeir komu frammá. Það verða þvi ekki bornar brigður á það, að menn togarans hafi ekki heyrt skellina í mótorn- um og er það nægilegt vitni þess, að sú hljóðbending er ófullnægjandi almennt séð, þótt hún hefði vænlega komið að notum ef maður hefði verið frammi á togaranum svo sem vera bar. Sjórétturinn verður samkv. framansögðu að lita svo á, að togarinn hafi átt aðalsökina á slysinu, en hinsvegar verður það ekki talið vítalaust, að bátsverjar gáfu eigi virkilegar þokubendingar með lúðrinum eftir að þokan skall yfir, enda þótt báturinn væri ekki nema 14 tonn eða að minsta kosti með tveggja mínútna millibili einhverja aðra fullnægjandi hljóðbendingu. Vegna þessa þykir ekki rétt að leggja alla sök á togar- ann heldur að taka til greina varakröfu stefnds og skifta tjóninu og þykir þá togarinn eiga að bera þrjá fjórðu hluta þess en stefnandi einn fjórða. Hinar einstöku liðir bótakröfunnar eru þessir: 1. Báturinn með vél samkv. virðingargerð 10. marz 1931 2......0000 00... kr. 15.180.00 2. Björgun veiðarfæra samkv. kvittuðum reikningi smiminsn sn ag 500.00 3. Verðmæti lausra muna, sem tilheyrðu bátnum og fórust með honum ...... a 541.00 4. Hlutur bátsins af áætluðum 3. mán. afla 1/10 af 175 skpd. = 17.5 skpd. á 50.00 — 875.00 5. Atvinnutjón eiganda og heimilisfólks hans í 3 mánuði .........02.00.0.. — 900.00 6. Kaup tveggja landmanna í 3 mán. 450.00 — 1.350.00 845 7. Premia sömu af áætluðum afla bátsins í 3. mán 175 skipd. á 1/— .......... — 350.00 8. Kaup, premía, og andvirði mistra muna - hátsmanna, formanns og 3ja háseta .. — -.4.296.00 Samtals kr. 23.992.00 Um hina einstöku liði er þetta að athuga: Um: í. Virðingargjörðin hefur verið staðfest. af mats- mönnum fyrir sjódómi Suður-Múlasýslu og er ekkert framkomið:í málinu, sem hnekki virðingunni, og ber því að taka þennan lið að öllu leyti til greina. Um 2. Færðar hafa verið sönnur á það, að gerð hafi verið ferð til að leita að og bjarga veiðarfærum, og ekki ér sýnt fram á að upphæðin sé ósanngjörn og þykir því eigá að taka hana til greina, þar sem fram hefur verið lágður kvitlaður reikningur fyrir upphæðinni. Um 3. Stefnandi hefir fært þennan lið niður undir rekstri málsins um kr. 339.00 þar sem það síðar upplýst- isl, að munir, er námu þessu andvirði, voru og taldir með í virðingu bátsins, lækkar liðurinn því niður í kr. 202.00. Um 4. Viðvíkjandi þessum lið hefur fram farið vitna- leiðsla, og samkv. þeim vitnisburði virðist áætlun sú, sem fyrir liggur ekki fara fram úr því aflamagni, sem gera má ráð fyrir. Þykir því ekki varhugavert að taka þennan lið til greina og um lengd tímans er fylgt venju á þessum fjörðum. 5. Reikningur þessi er sundurliðaður og er hér að ræða um óvissa atvinnumöguleika, og þótt sanngirni kunni að mæla með að taka eitthvað til greina af þessum lið, vant- ar hann. allan rökstuðning og sér rétturinn sér því ekki fært að taka liðinn til greina. Um 6., 7. og 8. lið. Af venjulegum útgerðartimá voru eftir fullir Í mán. og verður því að miða tímann sem káúps er krafizt fyrir við það. Um ráðningarkjörin hefir verið lögð fram skipshafnarskrá og þar með sannað hver þau hafa verið. Kaup skipverja er krafizt í samræmi við ráðningarkjörin, sem og premíu, af afla sett í samræmi við áætlað fiskmagn í þrjá mánuði. Svo við þessi atriði þykir ekki neitt athugavert. Munir þeir er bátsmenn mistu eru þeir, er venjúlegt er að sjómenn hafi með sér ög þurfa 846 að hafa á slíkum bátum. Áætlað verðmæti þeirra sýnist og sanngjarnt. Um kaup landmannanna er það að segja, að landmenn eru fastráðnir til starfs við bátinn eins og sjálfir skipverjarnir og útgerðarmaður verður að greiða kaup þeirra til loka ráðningartíma. Nú er það upplýst, að útgerðarmaður hefir ekki fengið neina eftirtekju eftir þá vegna bátstapans og þykir hann því eiga rétt til bóta, sem svarar kaupi þeirra, en 7 liðurinn er tjón land- mannanna sjálfra við bátstapann, þar sem þeir urðu af premíum og eiga þeir jafnan rétt til bóta sem skipverjar sjálfir. Ofannefnda liði þykir því eiga að taka til greina að öllu leyti. Samk. framansögðu verður niðurstaðan sú, að frá stefnuupphæðinni kr. 23.992.00 — dragast kr. 1.239.00 — og verða eftir kr. 22.753.00. Svo sem að ofan segir á sitefndur að bera % af þessari upphæð eða kr. 17.064.75 og þá ásamt 5% ársvöxtum frá 11. júlí 1931 til greiðslu- dags og málskostnaðar með 600 kr. Mánudaginn 11. júní 1934. Nr. 81/1934. Kristinn Kristjánsson gegn Guðnýju Richter. Úrskurður hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefir með stefnu 14. f. m. áfrýj- að til staðfestingar og til flutnings málsins í þess- um mánuði úrskurði fógetaréttar Reykjavikur frá 7. f. m. og fjárnámi gerðu samkvæmt honum sama dag í húseign gagnáfrýjanda eftir veðskuldarbréfi, og er veðskuldin talin öll fallin í gjalddaga vegna vanskila. Ofannefndum réttargerðum hefir gagn- áfýjandi áfrýjað með stefnu 6. þ. m. til breytingar og flutnings málsins í septembermánuði næst kom- 847 andi, og biður um frestun á málinu til þess tíma, með því að hann þurfi að leiða vitni um það meðal annars, að skuldabréfseiganda, er bréfið hefir eignast með framsali, hafi verið kunnugt um, að framseljandi hafi veitt skuldunaut gjaldfrest. Þeg- ar af þessari ástæðu þykir verða að veita hinn um- beðna frest til septembermánaðar 1934. Því úrskurðast: Málinu skal frestað til septembermánaðar 1934. Miðvikudaginn 13. júní 1934. Nr. 138/1933. Óskar Bjarnasen og Filippus Árnason (Gústaf A. Sveinsson) Segn Stefáni Guðlaugssyni, Runólfi Run- ólfssyni, Einari Símonarsyni og Val- gerði Sigurðardóttur (Sveinbjörn Jónsson). Ómerking. Dómur sjóréttar Vestmannaeyja 4. nóv. 1933: Stefndu, Stefán Guðlaugsson, Runólfur Runólfsson, Einar Símon- arson og Valgerður Sigurðardóttir, eiga að vera sýkn af kröfum stefnenda í málinu, um björgunarlaun og sjóveð í v.b. Halkion V.E. 205. Kostnað málsins greiði stefndu eitt fyrir öll og öll fyrir eitt, til stefnenda með 200 krónum. Dóminum að fullnægja innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Áfrýjendur krefjast þess, að hinir stefndu verði dæmdir til að greiða þeim in solidum kr. 10037.00 848 með 6% ársvöxtum frá 3. febr. 1933 til greiðslu- dags, að þeim verði dæmdur sjóveðréttur í v/b „Halkion“, V.E. 205, og að stefndu verði dæmdir til að greiða málskostnað bæði í héraði og fyrir hæstarétti. Hinir stefndu krefjast staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi og málskostnaðar fyrir hæstarétti af áfrýjendum in solidum. Eigendur báta þeirra beggja, er í máli þessu greinir, hafa tryggt þá að 44 hlutum í Bátaábyrgð- arfélagi Vestmannaeyja, sem er gagnkvæmt vá- tryggingarfélag. Með því að tryggja báta sína í fé- lagi þessu, hafa þeir gengizt undir lög félagsins, þar á meðal 15. gr. þeirra og gerir það í þessu efni engan mun þótt bátur áfrýjenda væri tekinn af þriðja manni til að forða tjóni á öðrum bátum, sem tryggðir voru í félaginu, þar á meðal báti hinna stefndu. Með því að stjórn félagsins hefir eigi á- "kveðið borgun samkvæmt 15. gr. félagslaganna fyrir hjálp þessa áður en málið var tekið til dóms í hér- aði, þá brast óhjákvæmilegt skilyrði til að leggja dóm á kröfur áfrýjenda, og verður því ex officio að ómerkja málsmeðferðina og dóminn og vísa málinu frá sjóréttinum. Eftir þessum úrslitum þykir rétt að dæma áfrýj- endur til að greiða stefndu málskostnað fyrir hæstarétti, er þykir hæfilega ákveðinn 300. kr. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur og málsmeðferð á að vera ómerkur og vísast málinu frá sjóréttin- um. Áfrýjendur, Óskar Bjarnasen og Filippus Árnason, greiði in solidum hinum stefndu, Stefáni Guðlaugssyni, Runólfi Runólfssyni, 849 Einari Simonarsyni og Valgerði Sigurðardótt- ur, 300 kr. í málskostnað fyrir hæstarétti, að viðlagðri aðför að lögum. Dómurinn samhljóða dómabókinni. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta hafa höfðað þeir Óskar Bjarnasen, Arnar- stapa, og Filippus Árnason, Kalmanstjörn, báðir hér, sem eigendur v.b. „Brimils“ VE. 278, gegn eigendum v.b. „Halkion“ V.E. 205, þeim Stefáni Guðlaugssyni, Gerði, Runólfi Runólfssyni, Bræðratungu, Einari Símonarsyni, London og Valgerði Sigurðardóttur, Miðey, öllum hér. til greiðslu. eitt fyrir öll og öll fyrir eitt á björgunarlaun- um, kr. 10.000.00 og kr. 37.00 af tjóni, sem nefndur bátur varð fyrir. Svo krefjast þeir einnig 6% ársvaxta af nefnd- um upphæðum frá 3. febrúar þ. á. til greiðsludags og að fá tildæmt sjóveð í v.b. Halkion V.E. 205 til „tryggingar öllum kröfum sinum. Stefndu létu mæta í málinu, mótmæltu hinum gerðu réttarkröfum og kröfðust sýknunar og málskostnaðar- greiðslu. Sáttatilraun reyndist árangurslaus. Málavextir eru þessir: Aðfaranótt 14. janúar var mikið ofviðri hér í Vest- mannaeyjum með éljagangi, sem orsakaði brim og allmikil sog á höfninni, þar sem v.b. Halkion lá ásamt öðrum bát- um og skipum. Var meðal þeirra eimskipið Örn. Losnaði það af völdum óveðursins frá Básaskersbryggju, þar sem það hafði legið, og rakst á v.b. Halkion. Lenti báturinn undir framkeðju skipsins og var nokkuð brotinn Þegar James White, háseti á Brimli, kom til hjálpar Halkion á Brimli ásamt tveim öðrum mönnum og drógu hann upp að bryggju. Telja stefnendur að þeir eigi heimtingu á björg- unarlaunum fyrir þetta, eftir ákvæðum siglingalaganna, en þessu mótmæla stefndu og eru mótmæli þeirra. meðal annars byggð á þvi, að í lögum Bátaábyrgðarfélags Vest- mannaeyja, sem báðir þessir bátar eru tryggðir hjá, sé gert ráð fyrir því, að þegar slíkir bátar veita hvor öðrum 850 einhverja aðstoð, þá sé það félagsstjórnarinnar að ákveða þóknun fyrir þá aðstoð, sem hefir verið látin í té. Til stuðnings þessu vitna þeir Í 15 gr. nefndra laga, sem lögð hafa verið fram í málinu. Er þar mælt svo fyrir: „Skal hver bátur, sem vátryggður er Í félaginu, og ...... verð- ur þess áskynja, að bátur þurfi hjálpar við,skyldugur að láta hana í té, ef þess er kostur. Sé krafizt borgunar hjá félaginu fyrir hjálpina, skal hún ákveðin af félagsstjörn- inni ...... “ Hinsvegar mótmæla stefnendur, að þessi grein geti átt við hér, því að Bátaábyrgðarfélaginu sé alls ekki stefnt og engar kröfur gerðar til þess, enda þótt þeir viðurkenni að stefndu muni á eftir eiga tilkall til greiðslu frá Bátaábyrgðarfélaginu á því, sem þeir kynnu að verða dæmdir til þess að greiða stefndu. Rétturinn verður að líta svo á, að enda þótt greinin eigi eftir orðalagi sínu, aðeins við þegar krafizt er borg- unar hjá félaginu, þá felist í þessu öll þau tilfelli, þegar borgunar er hægt að krefjast hjá félaginu, samkv. almenn- um lögum, fyrir þá hjálp, sem greinin ræðir um. Að öðr- um kosti væri algjörlega þýðingarlaust það ákvæði, að félagsstjórnin hefði vald til þess, að ákveða borgunina, sem er þó mjög mikils virði fyrir félagið, til þess að draga úr áhættu þess og vitanlega nauðsynlegt ekki fé- sterkari stofnun. Gæti hver félagsmaður annars auðveld- lega farið í kringum þetta ákvæði með því að beina kröf- um sínum til þeirra, sem svo verða aftur að leita greiðslu hjá félaginu. Verður einnig að telja það vitanlegt, öllum hér í Vestmannaeyjum, þeim, er tryggja og hafa tryggt hjá félaginu, að þessum skilningi 15. gr. laga þess, sem hér hefir verið slegið föstum hefir ávallt verið fylgt í fram- kvæmdinni og ágreiningslaust frá stofnun þess og Þangað til þetta mál var höfðað. Það verður því að álíta að hver félagsmaður — í þessu tilfelli stefnendur í máli þessu — hafi gengið út frá þessum skilningi eða orðið að ganga út frá honum þegar þeir tryggðu bát sinn í félaginu. Á þetta bendir einnig bréf stefnenda til Bátaábyrgðarfélagsins, dags. 21. jan. þ. á, um greiðslu fyrir aðstoð Brimils og að þeim hafi a. m. k. verið kunn þessi venja og hafi jafnvel í upphafi ætlað að fylgja henni. Þá þykir rétt að geta þess, að þar eð 233. gr. siglingalaganna frá 30. nóv. 1914 ckki takmarkar skuldbindingarrétt eigenda skipa eða 851 báta, sem veita aðstoð við björgun, um borgunina, þá verða þau - ákvæði ekki til fyrirstöðu skuldbindingum þeirra, samkv. lögum Bátaábyrgðarfélagsins og er 15. gr. því skuldbindandi fyrir þá. En það virðast stefnendur vé- fengja. Samkvæmt þessu verður að fallast á það, að stjórn Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja eigi að ákveða borg- un fyrir hjálp þá, er báturinn Brimill veitti umrætt sinn, og þar eð sú ákvörðun ekki liggur fyrir í málinu, verður þegar af þeirri ástæðu, að taka syknukröfu stefnda til greina. Stefnendur hafa mótmælt því, að stefndu, sem ekki mættu sjálfir við sáltaumleitun í málinu, hafi haft lögleg forföll. Umboðsmaður stefndu staðhæfir hinsvegar, að svo hafi verið og hefir lagt fram, þvi til stuðnings, inn- leggsnótur, sem sýna að báturinn Halkion hafi verið á sjó þann dag. En gegn mótmælum stefnenda verður þetta ekki talin lögfull sönnun, þegar af þeirri ástæðu, að það er ósannað mál (og enda ekki líklegt að þvi, er kemur til konu þeirrar sem stefnt er), að stefndu hafi sjálfir verið á sjó þennan dag, enda þótt bátur þeirra væri á sjó. Það verður því að taka til greina kröfur stefnenda til máls- kostnaðargreiðslu og ákveðst hún, eftir atvikum, kr. 200. Föstudaginn 15. júní 1934. Nr. 30/1934. Eggert Claessen, f. h. Vilhjálms og Skúla Skúlasona, vegna dánarbús Ragnhildar Sigurðardóttur (Eggert Claessen) gegn bæjargjaldkera Ísafjarðar, f. h. bæj- arsjóðs (Stefán Jóh. Stefánsson). Útsvarsmál. Úrskurður fógetaréttar Ísafjarðar 25. sept. 1933: Hin umbeðna lögtaksbeiðni á fram að fara. 852 Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi krefst þess, að hinn áfrýjaði fógetaúr- skurður verði felldur úr gildi og að stefndi verði dæmdur til að greiða málskostnað fyrir hæstarétti. Stefndi krefst þar á móti staðfestingar á úrskurð- inum og málskostnaðar fyrir hæstarétti. Útsvar það er í hinum áfrýjaða úrskurði greinir, var lagt á í marzmánuði 1932, og hefir þá annar helmingur þess kr. 600.00, fallið í gjalddaga 1. april 1932, en hinn helmingurinn 1. sept. s. á. Að því er séð verður, hefir tögtaks verið krafizt á útsvarinu í heild fyrir 3. febr. 1933, og var málið þá tekið til úrskurðar. En úrskurður var þó eigi kveðinn upp samkvæmt þeirri ályktun fógetarétt- arins. 24. ágúst s. á. er lögð fram lögtaksbeiðni í fógetaréttinum og eftir sókn og vörn málsins þar var hinn áfrýjaði úrskurður svo kveðinn upp 25. sept. s. á. Áfrýjandi telur lögtaksheimildina fyrir fyrra helmingi útsvarsins hafa verið fyrnda 24. ágúst 1933, með því að meira en ár hafi verið liðið frá fyrra gjalddaganum og lögtaksmálinu, er tekið var til úrskurðar 3. febr. 1933, hafi eigi orðið lokið. En á þetta verður ekki fallizt, þvi að fógeti vott- ar það í fógetaréttarbókun 25. sept. s. á., að báðir aðiljar hafi óskað að skýra málið frekar en gert hafði verið áður en það var tekið til úrskurðar 3. febr. s. á., og að málið hafi því verið tekið upp aft- ur. Hefur lögtaksbeiðandi því eigi glatað lögtaks- rétti sinum, þótt liðið væri meira en ár frá gjald- daga fyrri helmings útsvarsins 24. ágúst 1933. Það er ágreiningslaust, að dánarbú Ragnhildar Sigurðardóttur, sem lézt 19. ágúst 1930, og synir hennar, bræðurnir Vilhjálmur og Skúli Skúlasyn- ir, erfðu einir, hafi rekið verzlun og átt eignir á 853 Ísafirði allt árið 1931, og að þeir bræður hafi tekið við búinu með fullri ábyrgð skulda þess og skuld- bindinga. Bú þetta var útsvarsskylt samkvæmt 6. gr. A. IV. laga nr. 46/1926 af eignum og tekjum fyrir útsvarsárið 1931, sbr. áðurnefnd lög nr. 46/1926 1., 4. gr. 2. tölulið og 6. gr. 1. i. málsgr., og er útsvarið því réttilega lagt á eignir búsins og tekjur 1931 í marz 1932. Samkvæmt því er áður segir er útsvarið og réttilega heimt af áðurnefnd- um bræðrum, sem án tilhlutunar skiptaréttarins tóku við búinu til eignar sem einkaerfingjar. Sam- kvæmt þessu ber að staðfesta hinn áfrýjaða fógeta- úrskurð eftir kröfu stefnda. Eftir þessum málsúrslitum þykir rétt að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda 300 kr. í málskostn- að fyrir hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði fógetaréttarúrskurður á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Eggert Claessen, f. h. Vilhjálms og Skúla Skúlasona vegna dánarbús Ragnhildar Sigurðardóttur, greiði stefnda, bæjargjaldkera Ísafjarðar, f. h. bæj- . arsjóðs, 300 kr. í málskostnað fyrir hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Bæjarstjórinn á Ísafirði hefir, f. h. bæjarsjóðs, beiðst lögtaks hjá Vilhjálmi og Skúla Skúlasonum á útsvari, sem jafnað var niður á dánarbú Ragnhildar Sigurðardóttur árið 1932, að upphæð kr. 1200.00. Gerðarþolar neita að greiða útsvarið fyrir þá sök, að á Þeim tíma sem lagt var á dánarbúið, hafi það verið úr 854 sögunni, þar sem skiptum í því hafi verið lokið á árinu 1931. Enn hafa þeir haldið því fram, að í framtölum síin- um hvors um sig 1932, hafi þeir tekið með sinn hluta úr dánarbúinu. Og virðist svo sem þeir telji, að búið sé að leggja útsvar á þeirra hluta í dánarbúinu með þeim útsvör- um er þeir hafa fengið. Að því er síðara atriðið snertir, þá er því harðlega mót- mælt af hálfu gerðarbeiðanda, og verður þvi ekki tekið til greina, þar sem gerðarþolar hafa ekki einu sinni fært sönnur á, að þeir hafi tekið sinn hluta i dánarbúinu hvor um sig með í framtölunum. En að því er fyrra atriðið snertir, hefir gerðarbeiðandi haldið því fram, að þar sem gerðarþolar hafi eigi tilkynnt til firmaregistursins eignaskiptin og niðurjöfnunarnefnd- in því eigi vitað um þau, verði niðurjöfnunarnefndinni eigi gefin sök á því, að hún hafi jafnað útsvarinu niður á dánarbúið. En gegn þessu virðist umboðsmaður gerðarþola halda því fram, að eigi hafi verið skylt að tilkynna á sínum tíma verzlun dánarbúsins til firmaregistursins, enda hafi hún eigi verið tilkynnt, og þá hafi heldur eigi verið hægt að krefjast þess að eignaskiftin væru tilkynnt. Það er nú skjallega sannað að búskiptunum var lokið á árinu 1931. Að því er snertir tilkynninguna til firma- registursins og þær afleiðingar, sem þar af kunna að verða dregnar, þykir eigi ástæða til að fara inn á þær, þar sem þær virðast eigi hafa þýðingu í þessu máli, en þunga- miðjuna í málinu verður að áliti réttarins að leggja á það, að þrátt fyrir þó skiptum væri lokið í dánarbúinu og dánarbúið sem slíkt væri hætt að vera til, þá eru hins- vegar eignir þær til, sem niðurjöfnunarnefndin jafnaði útsvarinu niður á, og raunverulega hafi þær eigi breytt um eigendur, því á meðan dánarbúið var óskipt áttu gjald- þolar það raunverulega, þar sem þeir voru einustu erf- ingjar að öllum eignum dánarbúsins, og auk þess voru eignir dánarbúsins að því er virðist þar á meðal verzlunin rekin á sama hátt af gjaldþolum í félagi áður en skiptum í dánarbúinu var lokið og eftir að þeim var lokið. Það þyrfti og sérstakar ástæður að vera fyrir hendi til þess að jafn miklar eignir og hér er um að ræða væru leyst- ar undan því að útsvar væri lagt á þær, og þar sem líta 855 verður svo á að það breyti í sjálfu sér ekki um útsvars- upphæðina hvort lagt væri í tvennu lagi á eignir gjald- bola, á eignir þeirra í dánarbúinu sér og á aðrar eignir sér, eða lagt væri á alt í einu lagi, þá þykir rétt að heimila að lögtakið nái fram að ganga. Föstudaginn 15. júní 1934. Nr. 76/1934. Valdstjórnin (Lárus Fjeldsted) gegn Ágúst Jóhannessyni (Bjarni Þ. Johnson). Ítrekuð bruggun. Dómur lögregluréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 27. febr. 1934: Kærður, Ágúst Jóhannesson, bóndi í Flekkuvík vestri í Vatnsleysustrandarhreppi, sæti 40 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, og greiði 2000 kr. sekt ti) ríkissjóðs, er afplánist með 68 daga fangelsi, ef sektin eigi fæst greidd innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa. Kærður greiði og allan kostnað við málið, leiddan og leiðandi. Áhöld þau, er notuð hafa verið við bruggun áfengisins, eru upptæk gjör og eyðileggist, en áfenginu hefir verið helt niður. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Brot kærða er í hinum áfrýjaða lögregluréttar- dómi réttilega heimfært undir 6. og 30. gr. laga nr. 64, 19. maí 1930, og ákveðst refsing kærða 30 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og 1500 kr. sekt til ríkisstjóðs, og komi einfalt fangelsi í 55 daga í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa 20 856 Um upptöku bruggunartækja og um málskostn- að ber að staðfesta lögregluréttardóminn. Kærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin laun sækjanda og verjanda í hæsta- rétti, 60 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Kærði, Ágúst Jóhannesson, sæti 30 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og greiði 1500 kr. sekt í ríkissjóð, og komi 55 daga ein- falt fangelsi í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þess. Um upptöku bruggunartækja og um máls- kostnað skal hinum áfrýjaða lögregluréttar- dómi óraskað. Kærði greiði allan áfrýjunarkostnað máls- ins, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda í hæstarétti, málflutn- ingsmannanna Lárusar Fjeldsted og Bjarna Þ. Johnson, 60 kr. til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Við húsrannsókn að Flekkuvík í Vatnsleysustrandar- hreppi 30. dez. f. á., á heimili ákærðs, Ágústs Jóhannessonar bónda þar, sem með lögregluréttardómi Gullbringu. og Kjósarsýslu 31. okt. f. á., hefir verið dæmdur í 15 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og 600 kr. sekt, fyrir bruggun áfengis, fannst í heyhlöðu þar í tunna undan olíu, er þá var með ca. 10 litra af áfengis-gerjun, og ennfremur í kjallara ibúðarhússins brúsi 10 litra, full- 857 ur af áfengisvökva, sem verið var að enda við að fram- leiða úr gerjun, og loks ca. 30 lítra brúsi, suðubrúsi, fullur af hreinsuðum áfengisvökva, ásamt suðuáhöldum öðrum. þar á meðal þríhausaður „Prímus“. Hefir efnarannsókn farið fram á 3mr. sýnishornum, er tekin voru af áfengisvökvum, er fundust þarna á heimil- inu eins og fyr segir, og samkvæmt vottorði Efnarann- sóknarstofu ríkisins, dags. 30. dez. f. á., reyndist alkóhól- innihald sýnishornanna þannig: Flekkuvík T 79,4% eftir rúmmáli — 1 29,8% — — a 111 129% — aa Hefir ákærði kannazt við eða lýst því yfir, að hann ein- samall hafi fengizt við áfengisbruggun þessa, og að hann hafi einn ábyrgð á henni, og ekkert haft að athuga við hús- rannsóknarskýrsluna nema, að þar greindur 10 lítra brúsi, aðeins hafi verið 8 litra. Út af bréfi, er ákærður hafði skrifað konu sinni á meðan hann afplánaði refsingu samkvæmt fyrgreindum dómi 31. okt. í. á., er benti til að hann æskti framhalds- bruggunar á heimili sínu, og hann á laun ætlaði að senda ciginkonu sinni í óhreinum fatnaði sínum, en áður upp- lýstist, fór húsrannsókn fram á ofangreindu heimili 8. f. m., og fundust þá eftir langa leit nýleg bruggunaráhöld uppá hanabjálkalofti í íbúðarhúsinu, falin þar í mosa, og ennfremur tunna niðurgrafin í gólfi fram af eldhúsinu, innihaldandi ca. 80 lítra af áfengisgerjun, er sýnishorn var tekið af, og reyndist styrkleiki sýnishorns, er tekinn var af vökva þessum, að vera samkvæmt vottorði Efnarann- sóknarstofu ríkisins, dags. 9. f. m., 8,7% alkóhól, reikn- að eftir rúmmáli. Hafa þau hjón skýrt bæði svo frá, að síðar fundin bruggunartæki svo og umrædd áfengisgerjun hafi verið þarna, sem þau fundust, er fyrri húsrannsókn- inni lauk, og húsfreyjan, að tæki þessi hefðu verið reynd einu sinni, en enda þótt skýrsla þeirra hjóna hér um eigi verði afsönnuð, virðist hún ljóslega benda til þess, að ásetningur þeirra hafi verið að notfæra sér bruggunar- tæki þessi svo og gerjun þessa til framleiðslu áfengis á ólöglegan hátt. Brot ákærða, er að framan greinir, virðist heyra undir 6. gr. áfengislaganna, sbr. 30. gr. sömu laga, og þar sem 858 hér er um ítrekað brot að ræða, og allt bendir til, að á- fengisbruggun þessi hafi verið framkvæmd í atvinnuskyni, sem og játað er af ákærðum, þykir hegning sú, er hann hefir tiíunnið, hæfileg 40 daga fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi og 2000 króna sekt til ríkissjóðs, er afplánist með 68 daga einföldu fangelsi, ef sektin eigi fæst greidd innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa. Ákærður greiði og allan af málinu leiddan og leiðandi kostnað. Áhöld þau, er notuð hafa verið við tilbúning eða bruggun áfengisins, eru upptæk gjörð og eyðileggist, en áfenginu hefir verið helt niður. Mánudaginn 18. júní 1934. Nr. 45/1934. Margrét Halldórsdóttir (Eggert Claessen) segn Vörubílastöð Reykjavíkur (Stefán Jóh. Stefánsson). Stefndi sem miðlari milli eigenda og notenda bif- reiða eigi talin ábyrgur fyrir tjóni út af akstri. Dómur bæjarþings Reykjavikur 19. okt. 1933: Stefnd, Vörubílastöðin í Reykjavík, skal vera sýkn af kröfum stefnöndu, Margrétar Halldórsdóttur, í máli þessu og falli málskostnaður í því niður. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir krafizt þess, að hinn áfrýjaði bæjarþingsdómur verði felldur úr gildi og að stefnd verði dæmd til að greiða sér kr. 230 í skaða- bætur, með 5% ársvöxtum frá sáttakærudegi til ereiðsludags og málskostnað fyrir undirrétti og hæstarétti. Loks hefur hann krafizt sekta fyrir brot á sáttalöggjöfinni. 859 Stefndi hefur hinsvegar krafizt staðfestingar á bæjarþingsdóminum og málskostnaðar í hæsta- rétti. Hin stefnda Vörubilastöð Reykjavíkur er félags- skapur er eigendur vörubifreiða í Reykjavik hafa stofnað sín á milli í þeim tilgangi að efla sam- vinnu og hag þeirra með lækkun rekstrarkostnað- ar bifreiðanna og öðru, er hagsmunum þeirra megi að gagni verða. Stöðin, sem starfar undir sérstakri stjórn og framkvæmdarstjóra, er ekki eigandi bifreiðanna heldur er hver meðlimur fé- lagsins eigandi sinnar bifreiðar, er hann greiðir auk stofngjalds, af greiðslugjald mánaðarlega fyrir bifreið sína, og annast stöðin fyrir það af- greiðsluna og reikningshald og innheimtir flutn- ingsgjöldin. Er það að vísu upplýst, að stöðin gef- ur út reikningana fyrir aksturinn í nafni stöðvar- innar, og í félagslögunum er það ákveðið, að hverj- um meðlimi félagsins sé skylt að fara í þá vinnu, er stöðvarstjóri skipar honum, að allar bifreiðar félagsmanna skuli auðkenndar þannig, að auðvelt sé að sjá, að þær tilheyri stöðinni,og loks, að stjórn stöðvarinnar eða stöðvarstjóri geri samninga um akstur fyrir hönd stöðvarinnar er séu bindandi fyrir alla stöðvarmenn, og að enginn einstakur meðlimur stöðvarinnar megi gera samninga um akstur nema í samráði við stjórn eða stöðvarstjóra. En þrátt fyrir þetta verður þó eigi litið svo á, að hin stefnda Vörubilastöð Reykjavíkur komi fram við samningana um aksturinn sem verksali eða reki aðra sjálfstæða starfsemi en þá að annast af- greiðsluna og vera miðlari milli eigenda og not- enda bifreiðarinnar, og verður því eigi talið, að stöðin sem slík beri ábyrgð á akstrinum eða sé 860 skyld að bæta tjón það, er af honum hlýtzt. Og þar sem það nú er upplýst, að hin stefnda Vörubilastöð var ekki eigandi bifreiðarinnar R. E. 284, er flutti húsgögn þau fyrir áfrýjanda, sem bóta er krafizt fyrir, þá verður að sýkna stefnda af Þbótakröfu áfrýjanda, en eftir atvikum þykir rétt, að mals- kostnaður fyrir undirrétti og hæstarétti falli niður. Að því er snertir sektarkröfu áfrýjanda fyrir brot á sáttalögsjöfinni, þá er það upplýst, að við sáttaumleitunina mætti framkvæmdarstjóri Vöru- Þilastöðvarinnar og verða stjórnendur stöðvarinn- ar því ekki taldir hafa brotið sáttalögsjöfina, og hefir því sektarkrafan ekki við rök að styðjast. Því dæmist rétt vera: Hin stefnda Vörubilastöð Reykjavikur á sýkn að vera af kröfum áfrýjanda, Margrétar Hall- dórsdóttur, í máli þessu. Málskostnaður í undirrétti og hæstarétti fellur niður. Forsendur hins áfryjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er eftir árangurslausa sáttaumleitun, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu útgefinni 20. okt. f. á. af Margréti Halldórsdóttur, Ásvallagötu 18, hér í bæ, gegn Vörubilastöðinni í Reykjavík til greiðslu skaðabóta að upphæð kr. 230.00 með 5% ársvöxtum frá sáttakærudegi 4. okt. f. á. til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Málavexti kveður stefnandi þá, að hinn 13. maí s. Í. hafi hún pantað bifreið hjá stefndri bifreiðastöð til þess að flytja á henni innanstokksmuni úr húsinu nr. 18 við Suðurgötu hér í bænum til núverandi bústaðar stefnöndu, hússins nr. 18 við Ásvallagötu. Kl. 9 morguninn eftir hafi svo bifreiðin R. E. 284 komið frá stöðinni og hafi Stefán nokkur Jónsson verið bifreiðastjórinn. Flutningnum kveð- sbí ur stefnanda síðar hafa verið hagað þannig, að hún hafi haft í sinni þjónustu tvo menn til þess að bera munina út á bilinn, en bifreiðarstjórinn hafi komið þeim þar fyrir. Er lokið hafi verið að hlaða bifreiðina, hafi hún svo lagt af stað, en er hún hafi verið búin að aka spöl-korn hafi hiassið klofnað og koffort, kista og skápur með ýmsum munum í svo og legubekkur dottið á götuna og skemmzt allmikið. Telur stefnanda, að bifreiðarstjórinn hafi með ógætilegum akstri bifreiðarinnar valdið slysi þessu og þar sem stefnd bifreiðastöð hafi sent bifreiðina og bif- reiðarstjórann, og hún (stefnanda) hafi engu ráðið um val þeirra, þá beri að lita svo á, að stöðin hafi tekið að sér flutninginn (sé hinn eiginlegi verksali) og sé stöðinni því skylt að bæta tjón það, sem hlotizt hafi af umræddu skaða-bótaverki starfsmanns sins, bifreiðarstjórans. Hefir stefnanda fengið tvo menn útnefnda til þess að meta skemd- ir þær, sem orðið hafa á umræddum munum, og hafa þeir metið tjón hennar á kr. 230.00 og er það sú upphæð, sem stefnt er til greiðslu á. Stefnd hefir mótmælt framangreindum kröfum stefn- öndu og krafizt algerðrar sýknu af þeim aðallega vegna aðildarskorts. Heldur hún því ákveðið fram, að bifreið sú, sem annaðist flutninga sé stöðinni óviðkomandi að öðru leyti en því, að hún annist afgreiðslu bifreiðarinnar eins og þeirra bifreiða annara sem akstur stunda frá stöðinni. En afgreiðslunni kveður stefnd haga svo að sá sé kvadd- ur til farar, sem næstur sé í röð, ef sá sem um bifreið bið- ur óskar ekki eftir ákveðinni bifreið sérstaklega og bif- reiðarstjóra. Sé stöðin þannig aðeins milliliður milli not- enda og bifreiðareigenda, en ekki sjálf samningsaðili og nái því ekki nokkurri átt, að hún beri ábyrgð á skemmd- um eða slysum, sem orsakast kunni af notkun bifreið- anna, sem allar séu eign annara manna. Nú hafi bifreiðin, sem munir stefnöndu voru fluttir á, verið eign bifreiðar- stjórans, sem henni ók í umrætt skifti, og telur stefnd, að málinu sé því ranglega beint að sér í stað þess að beina því að eiganda bifreiðarinnar eða viðkomandi vátrygg- ingarfélagi. Til vara hefir steind byggt sýknukröfuna á því, að bif- reiðarstjórinn hafi enga sök átt á því, að munirnir ultu af bifreiðinni og skemmdust. Kveður hún að starfsmenn 862 sitefnöndu hafi annast hleðslu bifreiðarinnar en ekki bif- reiðarstjórinn og hann hafi við aksturinn gætt allrar þeirrar varúðar er honúm sem ökumanni hafi verið skylt að gæta. Þá hefir stefnd til þrautavara mótmælt kröfuupphæg- inni, sem alt of hárri og í því sambandi dregið í efa, að munir þeir allir, sem í matsgerðinni eru taldir, hafi dottið af bifreiðinni í umrætt skifti og skemmzt þá. Og loks hefir hún krafizt málskostnaðar hjá stefnöndu að skaðlausu hvernig sem málið fer. Það verður nú að teljast upplýst í málinu, að Marg- nefnd bifreið hafi verið stefndu óviðkomandi að öðru en því, að hún annist afgreiðslu bifreiðarinnar. Þykir þvi verða að fallast á það hjá stefndu, að hún, hafi útvegað bifreiðina til vöruflutninga fyrir stefnöndu, hafi ekki verið hinn raunverulegi vinnu- eða verksali og sé því ekki ábyrg fyrir tjóni, sem kann að hafa hlotizt af notkun hkif- reiðarinnar í umrætt skifti, heldur beri að beina slikri kröfu að eiganda bifreiðarinnar og bifreiðarstjóra sbr. 16. gr. laga nr. 70 frá 1931, og verða þá úrslit málsins þau, að krafa stefndrar um sýknu vegna aðildarskorts verður tek- in til greina. Hinsvegar þykir rétt eftir atvikum og með tilliti til þess, að enginn af stjórnendum stefndrar vöru- bilastöðvar mætti við sáttaumleitun í málinu að láta máls- kostnað falla niður. Mánudaginn 18. júní 1934. Nr. 55/1934. H/F Kol og Salt (Eggert Claessen) gegn Trolle á. Rothe h/f, f. h. eigenda og vátryggjenda s/s Ingerfire (Sveinbjörn Jónsson). Bætur fyrir skemmdir á skipi af völdum kolakrana. Dómur sjóréttar Reykjavíkur 20. jan. 1394: Aðalstefnd- ur, h/f Kol á Salt, greiði aðalstefnanda, h/f Trolle £ 863 Rothe f. h. eigenda og vátryggjenda s/s Ingerfire, n. kr. 1.148.99 og ísl. kr. 465.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 16. dez. 1932 til greiðsludags. Gagnstefndur á að vera sýkn af kröfum gagnstefnanda í gagnsökinni. Málskostnað í aðalsök og gagnsök greiði aðalstefndur aðalstefnanda með kr. 500.00. Dóminum ber að fullnægja innan 3ja sólarhringa frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi krefst þess, að hann verði sýknaður í aðalsök og að stefndi verði í gagnsökinni dæmd- ur til að greiða honum kr. 5350.00 með 6% árs- vöxtum frá 29. april 1933 til greiðsludags, svo og málskostnað bæði í héraði og fyrir hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi og málskostnaðar fyrir hæstarétti. Aðiljar hafa hér fyrir dómi fallið frá mótmæl- um gegn einstökum kröfuliðum aðalsakar og gagn- sakar. Og þarf þvi aðeins að skera úr því, hvor þeirra eigi að bera tjón það, er varð á s/s Ingerfire af völdum kolakrana áfrýjanda 19. apríl 1932, og kostnaði í sambandi þar við. Eftir skýrslu veðurstofunnar var vindhraðinn í Reykjavík milli kl. 19 og 20 þann 19. apríl 1932 frá $—10 stig, en kl. 15 sama dag, er hætt var vinnu vegna hvassviðris, var vindhraðinn 10 stig, og um kl. 14 runnu hjól kolakranans spölkorn eftir tein- unum, þrátt fyrir venjulegan umbúnað fyrir vind- inum og er veðrið þá þó eigi talið meira en 79 stig. Kl. 19,43—19,48, eða einmitt á þeim tíma er taka átti vinnu upp aftur var vindhraðinn 9 stig. Eftir reynslunni fyrr um daginn mátti þeim, sem af hálfu áfrýjanda unnu við kolakranann, vera það ljóst, að samfara vinnu með honum í því hvass- 864 viðri, sem var kl. 19,45 hlaut að vera allmikil hætta, og áhættuna á þeirri ráðstöfun verður áfrýjandi að bera, eins og á stóð. Verður því þegar af þessari ástæðu að dæma áfrýjanda til að greiða það tjón, er kraninn vann á skipinu, og þann kostnað annan í sambandi þar við, er í kröfu stefnda felst. Sam- kvæmt þessu og að öðru leyti með skirskotun til lýsingar hins áfryjaða dóms á málavöxtum, verð- ur að staðfesta hann að öllu leyti að niðurstöðu til. Fftir þessum málalokum þykir rétt að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda 300 krónur í máls- kostnað fyrir hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, h/f Kol á Salt, greiði stefnda, Trolle á Bothe h/f f. h. eigenda og vátrvgsj- enda s/s Ingerfire, 300 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti, að viðlagðri aðför að lögun. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Hinn 19. april 1932 lá e/s Ingerfire frá Bergen við hafnarbakkann hér í Reykjavík til affermingar kola með kolahegranum. Hafði verið unnið með hegranum frá kl. 7 um morguninn og var vindur af norðri. Kl. 9 f. h. hvessti snögglega á norðaustan svo hegrastjórinn taldi ekki ráðlegt að vinna með hegranum og hætti Því vinn- unni og var þá hegrahálsinn (útleggjarinn) dreginn upp um kl. 9%. Kl. 11 f. h. þótti gerlegt að hefja vinnu aftur og var hálsinn dreginn niður og vinna hafin og henni haldið áfram til kl. 3 e. h., en þá hætt að vinna vegna hvassveðurs, en hegrahálsinn látinn liggja niðri. Kl. 3% er gengið með hemla á alla fleyga við hjól hegrans til að herða á þeim. Kl. 4% e. h. er orðið það lygnara, að vinna er byrjuð aftur og unnið til kl. 6 e. h. en þá hætt 865 vegna hvassveðurs, en hegrahálsinn látinn liggja niðri. Hafði verið unnið við afferminguna úr fremstu lest skips- ins fyrir framan framsiglu og reykháf, er tóku upp yfir hegrahálsinn. Kl. 7% e. h. hafði dregið það úr veðrinu að ákveðið var að hefja vinnu aftur með hegranum, en þá hafði skipið, sem sneri framstefni upp í vindinn, færzt lílið eitt aftur á Þak, svo að færa þurfti hegrann aftur með skipinu til þess að koma kolaskóflunni niður í fremstu lest þess og þurfti færslan að vera um 2 metrar til þess að náð yrði kolum úr lestinni, sem voru við aftur- kant lestaropsins. Hegrastjórinn fer nú upp í vélarrúm hegrans til þess að undirbúa að flytja hann og losar hemilinn í vélarrúminu, en segist í því sjá vindhviðu á sjónum í aðsigi og því setja fastan hemilinn aftur og skellur þá hrynan á og setur hegrann í hreyfingu eftir brautarteinunum, enda þótt hemillinn væri fastur að sögn hegrastjórans og fleygar undir öllum hjólum hegrans á Þbrautarteinunum, svo sem sannað má telja með vitnis- burðum samhljóða. Til þess að vinna á móti hreyfingu hegrans undan vindinum, tók hegrastjórinn það til bragðs að setja vél hegrans í gang, jafnframt og hann losaði um hemil hegrans, og lét nú vélina vinna með öllu afli á móti vindinum. Þetta kom fyrir ekki, því að hjólin fengu ekki viðnám á teinunum og hegrinn rann undan vindinum á teinunum, að sögn vitnanna sem á horfðu, án þess að hjólin undir fótum hegrans snerust, enda voru fleygarnir undir. Afleiðingin af þessu rennsli hegrans verður sú, að hegrahálsinn, sem lá niðri, lendir fyrst á frammastri Ingerfire s/s og síðan á reykháf skipsins og beygir og brýtur hvorttveggja og veldur nokkrum öðrum minni- háttar skemdum á skipinu. Hegrann hrakti undan veðrinu alla leið að suðurenda brautarteinanna og tveir fætur hans fóru út af teinunum, grafast Í sandinn og stöðvast þá hegrinn. Sjóferðarpróf út af atburði þessum var haldið hér 23. og 25. apríl næstan eftir og voru þá, að beiðni aðalstefn- anda, útnefndir menn til að meta tjón það, sem hegrinn hafði orðið valdur að á skipinu. Forstjóri gagnstefnanda fékk síðan h/f Hamar til þess að gera við skipið. Var þeirri viðgerð lokið 27. april og kostaði kr. 5350.00. Greiddi gagnstefnandi þá upphæð til bráðabirgða. Eftir 866 að skipið kom til Noregs fór fram á því framhaldsviðgerð og kostaði hún n. kr. 1755.00. Með stefnu dags. 16. dezbr. 1932, hefir h/f Trolle á Rothe f. h. eigenda og vátryggjenda e/s Ingerfire höfðað mál þetta gegn eigendum hegrans h/f Kol £ Salt til greiðslu alls kostnaðar af tjóninu, sem eigendur skips- ins hafa orðið fyrir, sem þeir telja n. kr. 7148.99, í stefn- unni hafði misritast ísl. kr., en það leiðrétt síðan með samþykki aðalstefnds, auk ísl. kr. 465.00, allt með 6% ársvöxtum frá stefnudegi til greiðsludags og málskostn- aðar samkv. reikningi kr. 426.50. Krafa stefnanda sund. urliðast þannig: 1. Biðdagabætur í 6 daga ................. kr. 42492.00 2. Bólvirkis- og festargjald í 5 daga ...... — 1076.99 3. Fullnaðarviðgerð í Noregi ............ — 1755.00 4. Símakostnaður milli Reykjavíkur og Bergen sasnsulssnsmimis sm — "75.00 n. kr. 7148.99 En upphæðin, sem talin er í ísl. kr. er matsgerð 200 kr. og ómakslaun og símakostnaður 265 kr. Hið stefnda hlutafélag krefst aðallega sýknu af öllum kröfum þessum vegna þess, að tjónið hafi orsakazt af algerlega óviðráðanlegum atvikum (vis major) en til vara mótmælt kröfu aðalstefnanda sem of hárri og loks með gagnstefnu, dags. 9. febr. 1933, krafizt endurgreiðslu með eða án skuldajafnaðar á kr. 5350.00 sem það greiddi fyrir viðgerð skipsins hér, ásamt 6%ársvöxtum frá 22. april 1932 til greiðsludags og málskostnaðar í aðalsök og gagnsök. Af gagnkröfunni krefst gagnstefndur algerð- ar sýknu og sér dæmdan málskostnað í gagnsökinni. Um slysið sjálft heldur aðalstefnandi því fram, að það hafi orsakazt af óforsvaranlegri stjórn kolahegrans og af athugunarleysi þeirra manna, sem við hann unnu. Í fyrsta lagi hafi það verið óforsvaranlegt í jafnmiklu hvass- viðri að draga ekki hegrahálsinn upp þegar hætt var að vinna næst áður, eða að minnsta kosti áður en farið var að færa hegrann. Í öðru lagi hafi ekki verið notuð í þetta sinn öll þau stöðvunartæki, sem til voru, en það eru fóthespur, það er keðjur til að tengja hegrafæturnar við sporið og ennfremur virstöng með klemmum á endan- 867 um sem gripið geta utan um sporið. Og í þriðja lagi hafi hegrastjórinn farið óforsvaranlega að ráði sínu meðan slysið var að vilja til, er hann losaði hemilinn og setti vélina á stað til þess að láta hjólin undir hegranum vinna á móti vindinum því að það hafi verið árangurs- laust, en hemillinn veitti ekki lengur viðnám. Gagnstefnandi neitar nú öllum þessum staðhæfingum. Um fyrsta atriðið segir hann, að það sé algengt og daglega gert að hafa hegrahálsinn niðri þótt hegrinn sé færður og þar sem átti að fara að vinna með honum hafi það verið nauðsyn að hafa hana niðri. Um annað atriðið segir hann að ekki hafi verið unnt að koma við fóthespum og virstögum þar sem hegrinn stóð. Og loks vill hann ekki kannast við, að aðferð hegrastjórans, er vindhviðan skall á og eftir það að hegrinn tók að renna, hafi verið ófors- varanleg. Samkvæmt sjálfritandi vindmæli veðurstofunnar, sem þó sýnir ekki veðurhæð í snöggum vindhviðum, er Það sýnilegt, að hvassviðri hefir verið allan daginn. Kl. 84-9 meðalveðurhæð 9 vindstig, mesta veðurhæð 10 vind- stig. Kl. 11—15 er meðal veðurhæð 7—8 vindstig, mesta veðurhæð 9 vindstig. Kl. 15—16 er veðurhæðin samfelt 10 vindstig. Á þessum tíma var ekki unnið með hegran- um svo sem áður er sagt, en hegrahálsinn látinn vera niðri. Meiri veðurhæð en 10 vindstig sýnir skýrsla veður- stofunnar ekki, en á tímanum kl. 19—20 er meðalveður- hæð 9 vindstig, það er á þeim tíma kl. 7% e. h., sem hefja átti vinnu að nýju, og mesta veðurhæð 10 vindstig. Í sambandi hér við má geta þess, að skipstjórinn á e/s Ingerfire, gat þess við sjóferðarprófið að honum hafi virzt ekki fært að vinna með hegranum í svo miklu veðri og ó- forsvaranlegt „að skifta“ þ. e. að færa hegrann í svo vondu veðri og hefja ekki hegrahálsinn upp áður. Þá hafa einnig vitni, sem við hegrann unnu, borið það, að hegrinn hafi fyr um daginn runnið undan veðri á teinunum en stöðv- ast sjálfkrafa, hvort stöðvun hans í þetta sinn hefur orðið vegna þess að vindhviðan hefur snögglega dottið niður eða hvort hemillinn, eða fleygarnir undir hjólunum hafa veitt viðnám í þetta sinn, er ekki upplýst. Þá geta vitnin og þess, að þau hafi heyrt, að hegrinn hafi einnig eitt sinn áður hrakizt undan veðri. Þessi atvik sýna það nægi- 868 lega, að tjóðrun hegrans hefir ekki ætið verið sem skyldi og skýrist það við það, að það er játað í málinu, að sum- um tjóðurtækjum hans, fóthespum og virstögum, verður ekki komið við nema þegar hann er á vissum stöðum á sporinu, og þau urðu ekki notuð í það sinn, sem slysið varð. Þar sem nú vitað var, að hegrinn hafði runnið undan vindi með þeim hömlum sem á honum voru, og hvassviðri var þegar færslan skyldi fara fram, var rík á- stæða til að gæta allrar varúðar. En þeirrar varúðar get- ur ekki talizt að hafa verið gætt með því að láta hegra- hálsinn vera niðri yfir skipinu í þeirri afstöðu til mast- urs og reykháfs, sem að framan segir, og með hliðsjón af vindáttinni. Það er og ekki nægileg afsökun, að fara átti að vinna með hegranum, enda ekkert upplýst um það í málinu, að það sé erfiðleikum bundið að lyfta hegraháls- inum. Þá er það fyllilega upplýst í málinu að ekkert slys hefði orðið á skipinu ef hálsinn hefði verið uppi þótt vindurinn feykti hegranum til og þarf það því ekki sér- staklega að koma til álita hvort aðferð hegrastjórans cftir að hegrinn tók að renna var forsvaranleg eða ekki. Sjórétturinn verður samkvæmt þessu að líta svo á, að aðal- stefndur eigi að bera ábyrgð á slysinu. Hér af leiðir, að sagnkrafan verður ekki tekin til greina og koma þá til athugunar kröfurnar í aðalsökinni. Aðalstefndur hefur í frumvörn sinni mótmælt hverjum cinstökum lið á framanrituðum reikningi án þess að styðja þessi mótmæli við sérstök rök. Fyrsta lið reikningsins hefir aðalstefnandi að áliti rétt- arins sannað með því að leggja fram farmskirteini um upphæð biðdagabóta og sýna fram á hve marga daga skipið tafðist vegna viðgerðarinnar, sem ekki er haldið fram af aðalstefndum, að ekki hafi verið framkvæmd með þeim hraða sem unnt var. Þá hefir aðalstefnandi sannað upphæðina undir öðrum lið með reikningi hafnarinnar með hliðsjón af því og hve marga daga skipið tafðist. Um 3. lið reikningsins hefur aðalstefndur haldið þvi fram, að í honum mundi vera falinn viðgerðarkostnaður, sem ekki kæmi slysinu sjálfu við. Hér um skal þetta tekið fram. Við samanburð á skoðunar- og matsgerð hinna dóm- kvöddu manna við skýrslu þá um aðgerðina, sem fram fór hér í Reykjavík og h/f Hamar framkvæmdi, sést það, 869 að lokaviðgerð hefur þar ekki farið fram sérstaklega er viðkom mastrinu, en að því lýtur aðallega viðgerðar- kostnaðurinn undir þessum lið. Þegar ennfremur er bor- inn saman viðgerðarkostnaðurinn allur og upphæð sú, sem matsmennirnir áætla viðgerðarkostnaðinn, þá verð- ur það ekki álitið, að kostnaði hafi verið varið til annar- ar viðgerðar, en þeirrar sem fram varð að fara vegna slyssins. Fjórða liðnum hefur aðalstefnandi ennfremur gert nægilega grein fyrir. Þenna hluta reikningsins, sem allur er í norskum krónum þykir því eiga að taka til greina að öllu leyti. Um síðara hluta reikningsins skal það aðeins tekið fram, að fyrri aðalliður hans er sannað- ur með kvittuðum reikningi matsmanna og ómakslauna- kröfu aðalstefnanda hefur aðalstefndur ekki mótmælt sér- staklega með nokkrum rökum og verður þessi liður reikningsins þá einnig tekinn til greina. Samkvæmt framansögðu ber að taka kröfur aðalstefn- anda í aðalsökinni að öllu leyti til greina. Svo ber og að tildæma honum málskostnað í aðalsök og gagnsök og þykir hann hæfilega ákveðinn 500 krónur. Miðvikudaginn 20. júní 1934. Nr. 111/1933. Guðmundur Breiðfjörð (Gústaf A. Sveinsson) segn Útvegsbanka Íslands h/f (Th. B. Líndal). Staðfesting fjárnáms. Fjárnámsgerð fógetaréttar, Vestmannaeyja 15. okt. 1933: Dómur hæstaréttar. Með dómi gestaréttar Reykjavíkur 25. júní 1932 voru þeir Stefán Ingvarsson, útgerðarmaður í Vest- Hannaeyjum, og Finnbogi Halldórsson, skipstjóri 870 á Siglufirði, dæmdir báðir fyrir annan og annar fyrir báða til að greiða Útvegsbanka Íslands h/f vixilskuld að upphæð kr. 2898.00 með 6% ársvöxt- um frá 20. maí 1932 til greiðsludags, % upphæð- arinnar í þóknun og kr. 226.50 í málskostnað. Enn fremur var nefndur útgerðarmaður, Stefán Ing- varsson, með gestaréttardómi Vestmannaeyja 7. júlí 1932 dæmdur til að greiða útbúi Útvegsbanka Íslands í Vestmannaeyjum vixilskuld að upphæð kr. 5.500,00 með 6% ársvöxtum frá 15. nóv. 1981 til greiðsludags, "3% upphæðarinnar í þókn- un, kr. 18.00 í afsagnarkostnað og kr. 421.50 í máls- kostnað. Báða þessa dóma sendi Útvegsbanki Íslands bæj- arfógeta Vestmannaeyja með bréfi dags. 11. dez. 1932 og krafðist þess, að fjárnám yrði gjört til fullnægingar dómunum í húseigninni Kalmanns- tjörn í Vestmannaeyjum, er bankinn taldi vera að veði til tryggingar dómsskuldunum samkvæmt tryggingarbréfi Stefáns Ingvarssonar til bankans, nr. 3728, dags. 16. jan. 1931, en með tryggingar- bréfi þessu hefur nefndur Stefán Ingvarsson veð- sett bankanum nefnda húseign með 3ja veðrétti næst eftir 9600 kr. til tryggingar skaðlausri greiðslu „á vixilskuldum, er ég skulda eða kann að skulda“, eins og segir í bréfinu. — þessi fjárnámsbeiðni Útvegsbankans var tekin fyrir í fógetarétti Vest- mannaeyja 15. okt. 1932, er haldinn var í húseign þeirri, er fjárnáms var beiðst í, Kalmannstjörn í Vestmannaeyjum. Var það upplýst fyrir fógeta- réttinum, að húseignin væri þá orðin eign áfrýj- anda, Guðmundar Breiðfjörð, en að öðru leyti komu engin mótmæli fram gegn þvi að fjárnámið færi fram, og gjörði fógetinn fjárnám í húseign- 871 inni til fullnægingar báðum dómunum, að geymd- um betra rétti þriðja manns. Fjárnámi þessu hefir nú áfrýjandi, sem eigandi hinnar fjárnumdu húseignar skotið til hæstarétt- ar með stefnu útgefinni 10. okt. f. á., samkvæmt áfrýjunarleyfi 3. s. m., og hefir hann krafizt þess aðallega, að fjárnámið verði algjörlega úr gildi fellt, en til vara, að það aðeins verði staðfest fyrir kr. 2898.00, með vöxtum og kostnaði samkvæmt áðurnefndum gestaréttardómi Reykjavíkur frá 25. júní 1932. Svo hefir hann og hvernig sem málið fer, ki afizt málskostnaðar fyrir hæstarétti. Stefndi hefir hinsvegar krafizt staðfestingar á fjárnáminu og málskostnaðar í hæstarétti. Með flutningi málsins fyrir hæstarétti og skjöl- um, er lögð hafa verið fyrir réttinn, er það upp- lýst, að með afsalsbréfi, dags. 16. jan. 1931, seldi Útvegsbanki Íslands áðurnefndum Stefáni Ing- varssyni, útgerðarmanni Í Vestmannaeyjum, og Finnboga Halldórssyni, skipstjóra á Siglufirði, vél- bátinn Elliðaey, V. E. 8 fyrir 32000 kr. Kaupverð vélbátsins greiddu kaupendurnir með víxli útgefn- um samdægurs, að upphæð 32000 kr. er bankinn keypti. Féll víxill þess í gjalddaga 15. okt. 1931, en var síðar framlengdur til 15. okt. 1932, og voru framlengingarvextirnir og kostnaðurinn greiddir með nýjum víxli að upphæð kr. 2898.00, er féll í gjalddaga 20. maí 1932, og er það þessi víxill, sem þeir Stefán og Finnbogi voru með fyrnefndum dómi gestaréttar Reykjavíkur dæmdir til að greiða og fjárnámið var gjört fyrir. En sama dag og báts- kaupin fóru fram eða þann 16. jan. 1931 undirrita þeir Stefán Ingvarsson og Finnbogi Halldórsson sameiginlegt tryggingarbréf til bankans (nr. 3727), 21 872 þar sem þeir veðsetja vélbátinn, með öllu honunr tilheyrandi, og ásamt veiðarfærum til tryggingar víxilskuldum, er þeir skuldi eða kunni að skulda bankanum, og er verðmæti veðsins til þinglesturs talið 32000 kr. En jafnframt fékk bankinn annað trvegingarbréf hjá hvorum kaupendanna um sig, dags. sama dag, og veðsetti Stefán Ingvarsson með því bréfi (nr. 3728) íbúðarhús sitt Kalmanns- tjörn í Vestmannaevjum með 3ja veðrétti fvrir vixilskuldum, er hann skuldar eða kann að skulda bankanum, og er verðmæti þessa veðs samkvæmt áritun á bréfið vegna þinglesturs talið kr. 15.800.00. Með afsalsbréfi 28. mai 1932 seldi svo Stefán Ine- varsson áfrýjanda máls þessa Guðmundi Breið- fjörð báðar eignirnar, hálfan vélbátinn Elliðaey. V. E. 8, og húseignina Kalmannstjörn, er hann með nefndum tryggingarbréfum hafði veðsett bankan- um, og er ákveðið í afsalsbréfinu, að áfrvjandi taki að sér víxilskuld við Útvegsbankann, er á hinum seldu eignum hvili, að upphæð 15800 kr. En haust- ið 1932 fórst vélbáturinn Elliðaev, V. E. 8, og var þá áðurnefndur 32000 kr. víxill greiddur að fullu af vátrvggingarupphæð bátsins og veiðarfæranna. Áfrýjandi rökstyður nú aðalkröfu sína um, að fella fjárnámið í heild sinni úr gildi með því að mesta upphæð, er veðtrvggð hafi verið með hús- veðinu sé kr. 15.800.00 samkvæmt árituninni á bréfið, og þar sem hann hafi greitt þá upphæð að fullu til bankans með því að greiða helming 32000 kr. víxilsins, þá hafi tryggingarbréfið nr. 3728 með húsveðinu fallið úr gildi og veðið í húseigninni fallið niður. En á þetta verður ekki fallizt. Sam- kvæmt hinum tilfærðu orðum tryggingarbréfsins var húseignin veðsett stefnda sem aukatrvgsing, 873 eigi aðeins til tryggingar 32000 króna vixlinum heldur einnig til tryggingar öðrum vixilskuldum Stefáns Ingvarssonar við bankann, bæði þeim er þegar voru stofnaðar, og þeim er siðar yrðu stofn- aðar og var því veðsetningin í gildi þótt kaupverð bátsins væri greitt að fullu. Verður aðalkrafa áfrýjanda því ekki tekin til greina. Þá hefur áfrýjandi haldið því fram til rökstuðn- ings varakröfu sinni, að hin fjárnumda húseign hafi aðeins verið veðsett til trvggingar vixilskuld- um við aðalbankann i Rvk, en ekki við útbú bankans í Vestmannaeyjum er rekið sé sem sjálfstæð starf- semi og hafi því verið óheimilt að gera fjárnám í húseigninni fyrir skuld Stefáns við útbú bank- ans í Vestmannaeyjum samkvæmt dómi gesta- réttar Vestmannaeyja 7. júlí 1932. En á þetta verð- ur ekki fallizt. Samkvæmt orðum tryggingarbréfs- ins hefur húseignin verið veðsett Útvegsbanka Íslands h/f fyrir víxilskuldum veðsetjanda yfir- leitt og nær veðsetningin eftir orðalaginu jafnt til skulda þeirra, sem stofnaðar eru við útbú bank- ans sem til skulda við aðalbankann í Reykjavík. Skuld þessi var til orðin áður en tryggingarbréfið var gefið út og nær veðsetningin eftir orðalagi bréfsins einnig til þeirrar skuldar. Varakrafa áfrýj- anda verður því heldur eigi tekin til greina, og ber því samkv. kröfu stefnda að staðfesta fjárnámið. Eftir þessum úrslitum þykir rétt að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir hæstarétti, er á- kveðst 300 krónur. Því dæmist rétt vera: Hinni áfrýjuðu fjárnámsgerð skal óraskað. Áfrýjandi, Guðmundur Breiðfjörð, greiði 874 stefnda, Útvegsbanka Íslands h/f, 300 kr. í málskostnað fyrir hæstarétti, að viðlagðri að- för að lögum. Föstudaginn 22. júni 1934. Nr. 108/1934. Réttvísin (Bjarni Þ. Johnson) gegn Vernharði Eggertssyni (Lárus Fjeldsted). Innbrotsþjófnaður. Ítrekaður. Dómur aukaréttar Vestmannaeyja 30. dez. 1933: Ákærð- ur Vernharður Eggertsson, sæti fjórtán mánaða betrunar- hússvinnu. Hann greiði allan kostnað sakarinnar, þar á meðal kostnað við gæzluvarðhald sitt. Dýómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Þjófnaður ákærða úr vörugeymsluhúsi Tómasar M. Guðjónssonar heyrir undir 8. gr. laga nr.51,7. maí 1928, sbr. 281. gr. 4. tölulið hinna almennu hegn- ingarlaga, og innbrot hans og tilraun til þjófnað- ar úr vínveræzlun ríkisins í húsinu Njarðarstig 1 er einnig refsivert eftir sömu lagagreinum, sbr. 46. gr. hegningarlaganna. Að því athuguðu að ákærði hefir með aukaréttardómi Reykjavikur 16. febr. 1933 verið dæmdur í 12 mánaða betrunarhússvinnu fyrir innbrotsþjófnað eftir að hann á árunum 1931 og 1932 hafði þrisvar sinnum verið dæmdur í sama rétti fyrir einfaldan þjófnað og að hann hefir enn- fremur með dómi hæstaréttar 7. f. m. verið dæmd- 875 ur í 4 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviður- væri fyrir brot gegn 238. gr. hegningarlaganna o.fl. þykir refsing hans nú fyrir bæði framannefnd at- brot sbr. 63. gr. hegningarlaganna, hæfilega á- kveðin af undirdómaranum 14 mánaða betrunar- hússvinna. Og með því að einnig verður fallizt á ákvæði aukaréttardómsins um málskostnað í hér- aði ber að staðfesta hann. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakar- innar þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda Í hæstarétti, 60 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða aukarétíardómi skal ó- raskað. Ákærði Vernharður Eggertsson, greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda fyrir — hæstarétti, — hæstaréttarmálflutnings- mannanna, Bjarna Þ. Johnson og Lárusar Fjeldsted, 60 kr. til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af hálfu réttvísinnar gegn Vern- harði Eggertssyni frá Akureyri, gæzlufanga hér í fanga- húsinu, fyrir brot gegn 23. kapitula hinna almennu hegn- ingarlaga frá 25. júni 1869 og lögum nr. 51, 7. maí 1928 um nokkrar breytingar til bráðabirgða á hegningarlög- gjöfinni og viðauka við hana. Málavextir eru sem hér segir: 876 Aðfaranótt miðvikudagsins þess 13. þ. m. var brotin rúða í vörugeymsluhúsi Tómasar M. Guðjónssonar, af- greiðslumanns Bergenska gufuskipafélagsins og samein. aða gufuskipafélagsins, við Edinborgarbryggju hér í bæn- un1 og hvarf þaðan einn pappakassi með 100 ljósperum og einn trékassi með ljósmyndapappir. Ennfremur var hengilás, sem dyr hússins voru læstar með, snúinn til eða skekktur, þannig. að ekki var unnt að opna hann fyr en hann hafði verið réttur, þannig að svo virtist, sem reynt hefði verið að brjóta upp lás þennan. Sömu nótt var og brotizt inn í kjallara, sem er að mestu ofan jarðar, undir húsinu nr. Í við Njarðarstig, hér í bænum, Þannig að hengilás, sem dyr á kjallaranum (að austanverðu) voru læstar með, var sprengdur upp og var brotinn upp geymsluklefi í kjallaranum, sem var negldur aftur og virtist hafa verið reynt að sprengja upp hlera, sem er í loftinu yfir kjallara þessum, en þar upp yfir er verslunar- búð vinverzlunar ríkisins, en ekki varð þess vart, að neinu hefði verið stolið úr kjallara þessum. Grunur féll þegar á ákærðan og Óskar Lárusson, sjó- mann, sem var með honum um kvöldið og nóttina, er inn- brotin voru framin, um að hafa framið innbrot þessi og Þjófnað, en ákærður kom hingað með e.s. „Esju“ þann 19. Þ. m., eða daginn áður en innbrotin voru framin og hafði verið með nefndum Óskari Lárussyni þann dag, eftir að hann (ákærður) kom hingað og þá um kvöldið og nótt- ina, er innbrotin voru framin og var nefndur Óskar Lár- usson því tekinn fastur og settur í gæzluvarðhald þann 13. Þ. m., eða daginn eftir að innbrotin voru framin, en er réttarrannsókn byrjaði hér út af innbrotum þessum og Þjófnaði nefndan dag, var ákærði farinn burt úr bænum og hafði farið með vélbát héðan til Stokkseyrar snemma um morguninn og símaði því dómarinn til sýslumanns- ins í Árnessýslu um grun þann, er væri um að ákærður hefði framið innbrot þessi og þjófnað og um líkur þær, er voru fyrir því og náði sýslumaður í ákærðan á vinnu- hælinu á Litla Hrauni og í vélasal vinnuhælisins fannst Dappakassi með 99 ljóskúlum og einu pappahulstri utan af ljóskúlu, tómu og þrir litlir pappakassar með ljós- myndapappir og var ákærður tekinn fastur þar og úr- skurðaður í gæzluvarðhald, en fyrir lögreglurétti Árnes- 877 sýslu neitaði ákærður að hafa framið umrædd innbrot og þjófnað og neitaði að svara spurningum dómarans um hvort hann hefði haft meðferðis framangreindar vörur. er fundust á vinnuhælinu og var hann því sendur hingað vegna framhaldsrannsóknar málsins. Við rannsókn málsins hér, hefir ákærður játað að hafa framið framangreind innbrot og að hafa stolið framan- greindum vörum, sem hurfu úr vörugeymsluhúsi Tóm- asar M. Guðjónssonar, en fyrnefndur Óskar Lárusson hef- ir neitað að hafa átt nokkurn þátt í innbrotum þessum eða þjófnaði og hefir ákærður eindregið haldið því fram, að hann hafi framið innbrotin og þjófnaðinn einn og að hann hafi þá verið skilinn við Óskar Lárusson. Ákærður kveðst hafa verið með nefndum Óskari Lár- ussyni daginn áður en hann framdi þjófnað þennan og þá um kvöldið og fram á nóttina og kveðst hafa drukkið brensluspiritus með honum og kveðst hafa farið með hon- um víða um bæinn um nóttina og kveðst hafa staðið með Óskari þessum við hús norðan við götu þá, er liggur norð- an við hús það, er vínveræzlun ríkisins er í, beint á móti vinvergzluninni og drukkið brensluspiritus úr flösku, er ákærður hafði keypt í lyfjabúðinni hér um kvöldið, — kl. að ganga fjögur um nóttina, að ákærður hyggur og kveður ákærður að sér hafi þá hugkvæmst að brjótast inn í vínveræzlunina og stela þar áfengi, en hann kveðst hafa vitað hvar vinverzlunin var, vegna þess, að hann kveðst hafa spurt um það og fengið upplýsingar um það strax og hann kom í land hér. Hann kveður Óskar Lárus- son þá hafa verið orðinn mikið ölvaðan og kveðst ákærð- ur því hafa viljað losna við hann áður en hann fremdi innbrotið, bæði vegna þess, hve ölvaður Óskar var og vegna þess að honum (ákærða) þótti öruggara að fram- kvæma innbrotið einsamall og kveðst hann því hafa haft orð á því við Óskar, að honum „veitti ekki af að fara að leggja sig“, og kveðst því næst hafa gengið með Óskari áleiðis heim til hans og laumast frá honum á götunni. Óskar Lárusson hefir kannazt við að hafa verið með á- kærðum daginn áður en innbrotin voru framin og þá um kvöldið og kveðst (eins og ákærður hefir einnig skýrt frá), hafa setið heima hjá sér með ákærðum um kvöldið og drukkið þar brensluspritt, en heldur fram, að hann 878 hafi orðið svo ölvaður, að hann muni ekkert hvað gerð- ist þá um kvöldið, eða nóttina eftir það. Ákærður kveðst því næst, er hann skildi við Óskar, hafa gengið til baka að vinverzluninni, stolið felgjujárni úr bifreið, sem hann kveður hafa staðið þar skammt frá, og sprengt upp með felgjujárninu hengilás, sem dyrnar á fyrnefndum kjallara voru læstar með, farið inn í kjallar- ann, sem hann kveðst hafa búizt við að vin væri geymt i, og kveðst hann hafa kveikt á eldspítum til að litast um í kjallaranum og kveðst þá hafa séð þar inni hurð á her- bergi, beint á móti útidyrunum og kveðst hann hafa búizt við að vin væri geymt inni í því herbergi, þar eð hann sá slíkt ekki annars staðar í kjallaranum. Hurð þessi var negld aftur og kveðst ákærður hafa sprengt hana upp að neðan, með fyrnefndu felgujárni, svo að hann gat náð þar undir hurðina með höndunum og sprengdi hana svo upp með höndunum, en fann þar ekkert annað en koks, og kveðst hann þá hafa farið upp í stiga, sem er í kjallaranum og reynt að sprengja upp hlera, sem er í loftinu uppi yfir stiganum, Í þeim tilgangi, að reyna að komast upp í búð vinverzlunarinnar, sem hann vissi að mundi vera þar uppi yfir, en hlera þennan, sem var negldur aftur, tókst honum ekki að sprengja upp og fór hann þá burt úr húsinu og kveðst þá hafa fleygt umræddu felgujárni hjá húsinu, en ekki hefir það fundizt. Ákærður kveðst því næst hafa gengið niður að höfn og kveðst þá aðallega hafa haft í hyggju að ná sér í cigar- ettur og kveðst hann hafa stigið upp á tunnur, sem stóðu hjá húsi þar (fyrnefndu vörugeymsluhúsi) og kveðst hann þá hafa séð, að einhverjar vörur voru í húsinu og kveðst hafa brotið rúðu úr glugga á suðurgafli hússins og farið þar inn um glugga og stolið þar framangreindum kössum með ljóskúlum og ljósmyndapappir og hefir játað, að hafa opnað og athugað nokkra pakka þar, í þeim til- gangi, að sjá hvort cigarettur væri í þeim, en hann kveðst ekki muna eftir, að hann hafi reynt til að komast inn um dyrnar á vörugeymsluhúsi þessu, eða að sprengja upp lásinn fyrir þeim. Hann kveðst því næst hafa farið með umrætt þýfi með sér til Stokkseyrar með v.b. „Herjólfi“ um morguninn og kveður vörur þær, er fundust á vinnu- hælinu á Litla Hrauni, er hann var tekinn þar fastur og 879 sem voru sendar með honum hingað, vera þær sömu og hann stal úr fyrnefndu vörugeymsluhúsi og kveðst hann hafa tekið ljósmyndapappírinn úr trékassa þeim, er hann var í og fleygt kassanum á leiðinni til Stokkseyrar og rifið af ljósakúlukassanum miða, er skrifað hafi verið á skamm- stafað nafn viðtakanda. Framangreind játning ákærðs kemur heim við það, sem á annan hátt er upplýst í málinu, að öðru en því, að eitt vitnið hefir borið það í málinu, að það hafi ca. kl. 3,15 umrædda nótt séð fyrnefndan Óskar Lárusson og mann, sem vitnið þekkti ekki, en sem eftir lýsingu vitn- isins virðist hafa verið ákærður, standa við hús norðan við Njarðarstíginn, beint á móti vinverzlun ríkisins, og að maður sá, er eftir lýsingu vitnisins virðist hafa verið ákærður, hafi haldið á einhverju í hendinni, sem vitninu virtist vera mjótt járn, ca. % alin á lengd, en ákærður, sem hefir kannast við að hafa verið með Óskari Lárussyni á þeim slóðum, sem umræðir í framburði vitnisins, hefir eindregið neitað að hafa þá verið búinn að ná í járn það. sem hann notaði við innbrotið á Njarðarstíig 1, eða nokk- urt járn, en kveður þó geta verið, að hann hafi tekið upp eitthvað á götunni, er hann kunni að hafa haldið á, er vitnið sá þá Óskar og hann, en sem hann kveðst þá muni hafa kastað aftur á götuna, og ekki þóttu svo miklar líkur koma fram í málinu fyrir því, að Óskar Lárusson væri við þjófnað þennan eða innbrot riðinn, að ástæða þætti til að höfða mál gegn honum út af því, enda ástæður þær, sem ákærður hefir fært fyrir því, að hann hafi viljað losna við Óskar og skilið við hann áður en hann framdi innbrotin sennilegar, þó framburður hans um að hann, sem er öllu ókunnur hér, um að hafa framið umrædd inn- brot einn, á þann hátt, er hann gerði það, sé grunsam- legur. Ákærður er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur þann 4. dezember 1909. Hann hefir setið í gæzluvarð- haldi frá því þann 14. f. m. þar til nú. Hann hefir áður verið dæmdur til hegningar sem hér segir: Með dómi aukaréttar Reykjavíkur uppkveðnum þann 23. sept. 1931, var hann dæmdur í 20 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, fyrir einfaldan þjófnað. Með dómi sama réttar uppkveðnum 28. október 1931 880 „ar hann dæmdur í fangelsi við venjulegt fangaviður- væri í fjóra mánuði fyrir einfaldan Þjófnað. Með dómi sama réttar uppkveðnum 7. júní 1932 var hann dæmdur í fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í sex mánuði fyrir einfaldan þjófnað. Með dómi sama réttar uppkveðnum þann 16. febrúar 1933 var hann dæmdur í Í2 mánaða betrunarhússvinnu fyrir innbrotsþjófnað. 5 Með dómi sama réttar uppkveðnum þann 9. þ. m. var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og 500.00 króna sekt til ríkissjóðs fyrir brot gegn 238. gr. hinna almennu hegningarlaga, gegn 20. gr. áfengislaganna nr. 64 frá 1930, 5. og 6. gr. bifreiðar- laganna nr. 71 1931, og 45. og 46. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur. Lýsingin í 4. tölulið 231. gr. hinna almennu hegnins- arlaga á við um framangreint framferði ákærðs (innbrot- ið og þjófnaðinn úr vörugeymsluhúsi Tómasar Guðjóns- sonar), og ber því að dæma hann til refsingar fyrir það samkv. 7. gr. sbr. 6. gr. sbr. og 8. gr. laga nr. 51 7. mai 1928 og innbrotið í Njarðarstig Í og tilraun hans til þess að brjótast inn í verzlunarhús vinverzlunar ríkisins til þess að stela þar, ber að heimfæra undir sömu lagagreinar, sbr. 46. gr. hinna almennu hegningarlaga og loks hefir hann, með því að stela framangreindu felgujárni brotið gegn 6. gr. laga nr. 51, 1928, og þykir refsing sú, er hann hefir unnið til, eftir atvikum hæfilega ákveðin fjórtán mánaða betr- unarhússvinna. Svo greiði og ákærður allan kostnað málsins, þar á meðal kostnað við gæzluvarðhald sitt. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. 881 Föstudaginn 22. júní 1934. . 6//1931. Valdstjórnin (Lárus Fjeldsted) gegn Sigvalda Jónassyni (Bjarni Þ. Johnson). Áfengislaga- og lögreglusamþvykktarbrot. Dómur lögregluréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 93. jan. 1934: Ákærður, Sigvaldi Jónasson, veitingamaður og bóndi á Geithálsi í Mosfellshreppi, greiði 600 króna sekt til ríkissjóðs og 200 króna sekt til sveitarsjóðs Mosfells- hrepps í Kjósarsýslu, og afplánist hin fyrákveðna sekt með 34 daga einföldu fangelsi, en hin síðari með 16 daga einföldu fangelsi, verði sektarupphæðirnar eigi greiddar hlutaðeigandi sjóðum innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa. Akærður greiði og allan af málinu leiddan og leið- andi kostnað. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Með skýrslum löggæslumanns Björns BI. Jóns- sonar er það sannað, að kærði hefir eftir lögboð- nn veitingatíma hinn 30. marz, 25. maí, 10. júní og 26. okt. f. á. hleypt gestum inn í veitingahús sitt að Geithálsi, og borið þessum gestum veitingar fram á nótt, þar til löggæslumaðurinn lét gestina Íara út úr veitingahúsinu. Auk þess hefir kærði viðurkennt, að hann hafi oft endranær veitt aðvít. andi gestum mat og öl eftir lögboðinn lokunar. tima. Þá er það sannað, að kærði hefir hinn 30. marz Í. á. að nóttu veitt gestum, er þá voru staddir að Geithálsi, meðal annars 2 flöskur af portvíni. Auk þess viðurkennir kærði, að hann hafi stundum veitt 882 gestum sínum vin með mat, heldur hann því að vísu fram, að hann hafi veitt þeim vínið ókeypis, en gestirnir hafi stundum gefið honum peninga á móti. Að slíkar veitingar hafi ekki ósjaldan kom- ið fyrir, styðst við það, að sannað er með skýrslu Áfengisverzlunar ríkisins, að kærði hefir á tíma- bilinu frá 1. maí til 30. sept. 1933 keypt 299 flöskur af víni fyrir samtals 2099 kr. og 50 aur., og hefir kærði enga sennilega grein gjört fyrir þessum vín- kaupum sinum. Með þessu hefir kærði gerzt brotlegur við fyrir- mæli 23. gr. áfengislaga nr. 64/1930 og 7. gr. lög- reglusamþykktar fyrir Mosfellshrepp í Kjósarsýslu 29. marz 1932, og ákveðst refsing kærða fyrir brot þessi samkvæmt 40. sbr. 32. gr. áfengislaganna og lí. gr. hinnar tilvitnuðu reglugerðar í einu lagi 800 kr. sekt til ríkissjóðs og komi í hennar stað 40 daga einfalt fangelsi, ef hún fæst eigi greidd innan 30 daga frá birtingu dóms þessa. Svo ber og samkvæmt 40. gr. áfengislaganna að dæma kærða til að missa veitingaleyfi sitt í 3 mán- uði frá birtingu dóms þessa að telja. Svo ber og að dæma kærða til þess að greiða all- an kostnað málsins bæði í héraði og hæstarétti, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda í hæstaréttti, 60 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Kærði, Sigvaldi Jónasson, greiði 800 kr. sekt í ríkissjóð og komi 40 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún fæst ekki greidd inn- an 30 daga frá birtingu dóms þessa. 883 Kærði skal missa veitingarétt sinn í 3 mán- uði frá birtingu dóms þessa að telja. Kærði greiði allan kostnað máls þessa bæði í héraði og í hæstarétti, þar með talin mál- flutningslaun sækjanda og verjanda í hæsta- rétti Lárusar Fjeldsted og Bjarna Þ. Johnson, 60 kr. til hvors. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Samkvæmt þar að lútandi skýrslum löggæslumanns Björns Bl. Jónssonar í Reykjavík, sem ákærður Sigvaldi Jónsson, veitingamaður og bóndi á Geithálsi í Mosfells- hreppi, eigi hefir haft neitt verulegt að athuga við, hefir hann eftir lögboðinn veitingatíma 30. marz, 25. og 26. mai og 26. og 27. október f. á. hleypt inn gestum að næturlagi og haft þar veitingar matar, ölfanga svo og portvins, sem hann að vísu hefir neitað að hafa selt umræddum gestum, en þó kannazt við að hafa þegið peninga fyrir sem gjöf, og einnig heldur hann því fram, að í flestum tilfellum hafi þetta verið boðsgestir hans, og veitingar þá eigi farið fram í tilætluðum veitingastofum þar á Geit- hálsi. Samkvæmt framlögðum skýrslum frá Áfengisverzl- un ríkisins hefir ákærður keypt þar á tímabilinu frá 1. maí til 5. ágúst f. á. vin fyrir 1511,00 kr., samtals 215 flöskur, og frá þeim tima til 1. október s. á. 78 flöskur af víni fyrir kr. 546,50, og hefir ákærður eigi gert aðra grein fyrir vinforða þessum, en að hann hafi drukkið það sjálfur, gefið það, veitt gestum sínum ókeypis, og svo keypt vínið fyrir aðra menn eftir beiðni þeirra, en sem eigi hafa viljað láta nafns sins getið og sumir verið ölvaðir. Samkvæmt því, er að framan greinir, virðist það vera nægilega upplýst og sannað, einnig með eigin játn- ingu ákærðs, að hann hafi gerzt brotlegur gegn fyrirmæl- um 23. gr. áfengislaganna, nr. 64, 19. maí 1930, sbr. og reglugerð nr. 67, 1928, og gegn 7. gr. lögreglusamþykktar fyrir Mosfellshrepp í Kjósarsýslu, og þykir refsing Sú, er 881 ákærður hefir tilunnið fyrir þessi brot sín, hæfilega ákveð- in kr. 600,00 til ríkissjóðs og kr. 200.00 til sveitarsjóðs Mos- fellshrepps í Kjósarsýslu, er afplánist, hin fyrgreinda sekt með 34 daga einföldu fangelsi, en hin síðar ákveðna sekt með 16 daga einföldu fangelsi, verði sektarupphæðir þessar eigi greiddar innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa. Ákærða ber og að greiða allan af málinu leiddan og leiðandi kostnað. Föstudaginn 22. júni 1934. Nr. 198/1932. Sigfús Elíasson (Guð. Ólafsson) segn Valdemar Baumann. Enginn). Prottvísun úr starfi bótalaust eigi talin samningsrof. Dómur aukaréltar Eyjafjarðarsýslu 28. nóv. 1933: Stefndur, rakarameistari Sigfús Elíasson á Akureyri, greiði rakara Valdemar Baumann s. st. ó2ð — finm hundruð tuttugu og fimm — krónur ásamt 6% ársvöxt- um af þeirri upphæð frá 1. ágúst 1932 að telja þar til greitt er. Svo greiði stefndur og stefnandanum 50 — fimmtíu —- krónur í málskostnað. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá löglegri birtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Þegar mál þetta var tekið fyrir í hæstarétti hinn 31. marz 1933 var mætt í því af hálfu beggja að- ilja. Var málinu síðan frestað hvað eftir annað, cftir beiðni áfrýjanda og með samþykki stefnda. til þess að afla frekari sönnunargagna, en er mál- ið skyldi flutt 18. þ. m. mætti enginn af hendi stefnda. Var málið því flutt skriflega samkvæmt 38. gr. hæstaréttarlaganna og er dæmt eftir N. L. 1-1-32 og 2. gr. tilsk. 3. júní 1796. 885 Áfrýjandi krefst þess hér fyrir réttinum, að hinn áfrýjaði dómur verði felldur úr gildi og breytt á þá leið, að hann verði algerlega sýknaður af kröf- um stefnda og að stefndi verði dæmdur til að greiða bonum málskostnað bæði í undirrétti og hæstarétti, eftir mati réttarins. Með gögnum þeim, er áfrýjandi hefir lagt fram í hæstarétti að fengnu leyfi útgefnu 16. þ. m., og aðallega hefir verið aflað eftir að dómur gekk í húraði, verður að telja það sannað, að framkoma stefnda á rakarastofu áfrýjanda hafi verið þannig bæði gagnvart húsbónda sínum og öðru starfsfólki á rakarastofunni og viðskiptamönnum hennar, að áfrýjandi hafi haft réttmæta ástæðu til þess að vísa honum burt úr þjónustu sinni. Af þessari ástæðu ber að fella hinn áfrýjaða dóm úr gildi og sýkna áfrýjanda af kröfum stefnda. Svo ber og að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og í hæstarétti, er ákveðst 400 kr. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur er úr gildi felldur og ska! áfrýjandi, Sigfús Elíasson, vera sýkn af kröf- um stefnda, Valdemar Baumann, í máli þessu. Stefndi greiði áfrýjanda 400 kr. í máls- kostnað í héraði og hæstarétti, að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta hefir stefnandinn Valdimar Baumann, rakara- sveinn frá Þýzkalandi, höfðað með sáttakæru 2. ágúst þ. á. og réttarstefnu 13. s. m.til þess að fá stefndan, rakara Sig- fús Elíasson, dæmdan til að greiða skaðabætur fyrir rof á 886 samningi, er þeir gerðu sín í milli 22. ágúst 1930. Eru dómkröfur stefnandans, að stefndur verði dæmdur til að greiða honum kr. 525,00 auk 6% ársvaxta af Þeirri upp- hæð frá í. ágúst 1932 til greiðsludags og ennfremur máls- kostnað eftir mati réttarins. En til vara krefst hann, að stefndur verði dæmdur til að synja fyrir það með eiði fyrir rétti, að hafa morgun einn í byrjun ágústmánaðar 1932 visað stefnandanum burt úr vistinni með orðunum, „þér getið farið“, eða með öðrum ummælum, er ástæða var til að skilja sem brottvísun þannig, að ef hann ekki vinnur eiðinn, skuli hann greiða skaðabætur og máls- kostnað eins og krafizt er í stefnunni. Stefndur krefst hinsvegar að hann verði sýknaður af öllum kærum og kröfum stefnandans í máli þessu og sér tildæmd hæfileg málsvarnarlaun. Í samningnum réttarskjal 5 segir meðal annars: „Ef eg Sigfús Elíasson segi hr. Valdemar Baumann upp stöð- unni fyrir 1. febr. 1934, þá skuldbind eg mig til að greiða honum strax kaup fyrir einn mánuð, þ. e. ísl. krónur 225,00%. Með skírskotun til þessarar klausu í áminnstum samn- ingi heldur stefnandinn því ákveðið fram, að stefndur hafi gert sig sekan Í samningsrofi með því að visa stefn- andanum úr vistinni í byrjun ágústmánaðar síðastliðinn og byggir hann dómkröfur sínar á þessu samningsrofi. Stefndur heldur því hinsvegar fram, að hann hafi alls ekki vísað stefnandanum úr vistinni, en að orð þau, er hann þykist hafa skilið sem burtvisun, hafi verið rétt- mæt aðfinnsla við stefnandann fyrir vanrækslu í fram- kvæmd starfa hans. Eftir þeim upplýsingum og vitnisburðum, sem fram hafa komið undir rekstri málsins, verður rétturinn að lita svo á, að stefnandinn hafi haft fulla ástæðu til að skilja aðfinnsluorð þau, er stefndi beindi til hans um mánaðarmótin júlí og ágúst síðastliðin sem svo að hon- um væri vísað úr vistinni, enda fór hann alfarinn frá stefndum þegar í stað. Og þar sem stefndur eigi hefir fært fram sannanir fyrir því, að hann hafi haft næga ástæðu til að vísa stefnandanum úr vistinni, verður að telja, að hann hafi rofið samninginn frá 22. ágúst 1930. Samkvæmt þvi, sem að framan er sagt, ber að dæma 887 stefnda til að greiða stefnandanum bætur fyrir samnings- rof, eins og þær eru ákveðnar í samningnum 22. ágúst 1930 (réttarskjal 5) og ennfremur 300 kr. til lúkningar ferðakostnaði til Þýzkalands. Svo ber og að dæma stefnda til að greiða stefnandanum vexti og málskostnað, er eftir atvikum virðist hæfilega ákveðinn 50 krónur. Föstudaginn 22. júní 1934. Nr. 4/1934. Guðmundur Albertsson Ssegn Lárusi Fjeldsted, f. h. M. Movinckel. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Guðmundur Albertsson, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæsta- rétti. Svo greiði hann og stefnda, er hefir látið mæta í málinu 50 kr. í ómaksbætur, að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 22. júní 1934. Nr. 42/1934. Ásgeir Guðmundsson gegn Sólrúnu Jónsdóttur. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Ásgeir Guðmundsson, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef 22 888 hann af nýju vil fá mál sitt tekið fyrir í hæsta- rétti. Svo greiði hann og stefnaa, er hefir látið mæta í málinu, 30 Er. í ómaksbætur, að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 22. júni 1934. Nr. 48/1931. Jens Pálsson segn Sesselju H. Sigmundsdóttur. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfryjandi, Jens Pálsson, er eigi mætir í málinu, greiði 50 króna aui:agjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Svo greiði hann og stefndu, er hefir látið mæta í málinu, 30 kr. í ómaksbætur, að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 22. júní 1934. Nr. 57/1934. Skapti Gunnarsson gegn Guðmundi Ólafssyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Skapti Gunnarsson, er eigi mætir í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, 889 ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæsta- rétti. Svo greiði hann og stefndum, er hefir látið mæta í málinu, 30 kr. í ómaksbætur, að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 22. júní 1934. Nr. 142/1933. Magnús Jónsson segn borgarstjóra Reykjavíkur, f. h. bæj- arsjóðs. Frávísun. Dómur hæstaréttar. Mál þetta var þingfest í maimánuði siðastliðn- um og þá frestað eftir beiðni áfrýjanda til þessa mánaðar. Áfrýjandi beiðist enn frests til septem- ber til að undirbúa málið, en stefndi mótmælir frekara fresti og krefst frávísunar og ómaksbóta. Með því að áfrýjandi hefir enn eigi lagt fram ágrip dómsgerða og þvi ekki notað þann frest, er hann þegar hefir haft, verður honum eigi veittur frekari frestur gegn mótmælum stefnda. Verður því að vísa málinu frá dómi og dæma stefnda ómaks- bætur, er ákveðast 30 krónur. Því dæmist rétt vera: Máli þessu vísast frá hæstarétti. Áfrýjandi, Magnús Jónsson, próf. juris., greiði stefnda, borgarstjóra Reykjavíkur, f. h. bæjarsjóðs, 30 krónur í ómaksbætur, að við- lagðri aðför að lögum. 890 Föstudaginn 22. júni 1934. Nr. 20/1934. Magnús Jónsson gegn borgarstjóra Reykjavíkur, f. h. bæj- arsjóðs. Frávísun. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir áður áfrýjað máli þessu til hæstaréttar, og var því þá visað frá réttinum með dómi 31. jan. þ. á., og hefir þvi nú aftur verið á- frýjað til réttarins með stefnu útgefinni 5. febr, þ. á., og var málið þingfest í maimánuði og þá frest- að til þessa tíma. Hefir áfrýjandi nú beðið um frest til septembermánaðar næstkomandi til að undirbúa málið. Af hálfu stefnda var öllum fresti irótmælt og þess krafizt, að málinu verði vísað frá hæstarétti og stefnda dæmdar ómaksbætur. Þar sem áfrýjandi enn eigi hefir lagt fram ágrip dómsgerða í málinu, verður frekari frestur eigi veittur og verður því samkvæmt kröfu stefnda að vísa málinu frá hæstarétti og dæma stefnda ómaks- bætur, er ákveðast 30 krónur. Því dæmist rétt vera: Máli þessu vísast frá hæstarétti. Áfrýjandi, Magnús Jónsson, greiði stefnda, firmanu Nathan á Olsen, 30 kr. í ómaksbætur, að viðlagðri aðför að lögum. sg1 Föstudaginn 22. júní 1934. Nr. 23/1934. Magnús Jónsson gegn firmanu Nathan é: Olsen. Frávísun. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi bað um frest til septembermánaðar næstkomandi til þess að undirbúa áfrýjun máls- ins. Umboðsmaður stefnda mótmælti öllum fresti, krafðist frávísunar málsins og ómaksbóta. Áfrýjunarstefnan í máli þessu hefir verið gefin út 19. febr. þ. á., og var málið tekið fyrir í maiíi- mánuði og því þá frestað til júnímánaðar, en þar sem áfrýjandi hefir ekki enn lagt fram ágrip dóms- gerða í málinu, verður frekari frestur eigi veittur gegn mótmælum stefnda, og verður því að vísa stefnunni frá hæstarétti og dæma áfrýjanda til að greiða stefnda ómaksbætur, er ákveðast 30 krónur. Því dæmist rétt vera: Máli þessu vísast frá hæstarétti. Áfrýjandi, Magnús Jónsson, greiði borgar- stjóra Reykjavíkur, f. h. bæjarsjóðs, 30 krónur í ómaksbætur, að viðlagðri aðför að lögum. 892 Miðvikudaginn 26. sept. 1934. Nr. 75/1934. Réttvísin (Th. B. Lindal) segn Sigurði Sívertsen Snorrasyni (Pétur Magnússon). Brot gegn 255. gr. alm. hegnl. Dómur aukaréttar Vestmannaeyjæ 21. marz 1934: Ákærður, Sigurður Sívertsen Snorrason, sæti betrunar- hússvinnu í 18 mánuði. Hann greiði Jóni Baldvinssyni og Jóni Ólafssyni f, h. Útvegsbanka Íslands h. f. kr. 60733,00 innan 15 sólar- hringa frá lögbirtingu dóms bessa. Loks greiði ákærður allan kostnað sakarinnar, þar á meðal kostnað við gæzluvarðhald sitt. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Verknaður ákærða, sá er lýst er í hinum áfrýj- aða dómi, varðar við 255. gr. almennra hegningar- laga, og þykir refsingin fyrir hann hæfilega ákveð- in 24 mánaða betrunarhússvinna. Ákvæði hins á- frýjaða dóms um greiðslu skaðabóta og málskostn- aðar í héraði þykir mega staðfesta. Svo greiði á- kærði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verj- anda fyrir hæstarétti, 120 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Sigurður Sívertsen Snorrason, sæti 94 mánaða betrunarhússvinnu. Ákvæði hins á- frýjaða dóms um greiðslu skaðabóta og máls- kostnaðar í héraði, eiga að vera Óröskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sak- 893 arinnar, þar með talin málflutningslaun sækj- anda og verjanda íyrir hæstarétti, hæstarétt- armálflutningsmannanna Theódórs Líndal og Péturs Magnússonar, 120 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af hálfu réttvísinnar gegn Sigurði Sívertsen Snorrasyni, fyrrverandi bankaféhirði, til heimilis Kirkjuveg 20 hér í bænum, fyrir brot gegn 20. kapitula hinna almennu hegningarlaga frá 25. júní 1869. Málavextir eru, eftir því, sem upplýst er Í málinu, sem hér segir: Með bréfi dags. þann 26. f. m., til bæjarfógetans í Vest- mannaeyjum, sem barst bæjarfóget a þann 2. þm. kærðu framkvæmdarstjórar Útvegsbanka Íslands h/f. í Reykjavík, ákærðan fyrir fjárdrátt, í sambandi við starf hans sem fé- hirðir í útibúi Útvegsbankans hér í bænum (áður Íslands- banka). Ákærður var ráðinn féhirðir í útibúi Íslandsbanka hér í bænum, haustið 1920, og gegndi hann því starfi frá þeim tíma og þar til Íslandsbanki hætti störfum í lok febrúar- mánaðar 1930 og gegndi ákærður sama starfi í útibúi Út- vegsbanka Íslands h/f. hér í bænum frá því Útvegsbankinn tók til starfa í aprílmánuði 1930 og þar til í lok s. 1. jan- úarmánaðar. Allan þann tíma, er ákærður var féhirðir nefndra banka- útibúa, færði hann sjóðkladda yfir innlán og sjóðbók,, auk þess, sem hann færði að nokkru upptökubækur yfir inn- lán og gerði reikningsyfirlit yfir innstæðu á innlánum um hver mánaðarmót og reiknaði út með öðrum starfsmanni bankans vexti af innlánum í lok júni-mánaðar og lok dez- embermánaðar ár hvert og er reiknaðir höfðu verið út vextir fyrir næstliðið misseri, af innstæðu af innlánum þeim, sem færð höfðu verið Í hverja viðskiptamannabók, gerði ákærður reikningsyfirlit yfir umræddar vaxtaupp- hæðir og lagði upphæðirnar saman, til þess að finna heild- 894 artölu vaxtanna og lét ákærður því næst útibússtjórann fá vaxtauppgjör þetta til afnota við reikningsuppgjör og voru vextirnir færðir á vaxtareikning í aðalreikningsbók og í dag- bók (journal) samkvæmt þessu uppgjöri ákærðs. Sömuleiðis lét ákærður útibússtjóranum í té hið mánaðarlega reiknings- uppgjör sitt yfir innstæðu á innlánum, til samanburðar og afnota við uppgjör mánaðarreikninga. En færzlu innlána er þannig hagað í bankaútibúinu, að færðar eru viðskipta- mannabækur, nú 7 að tölu, yfir innlánin, þar sem færður er sérstaklega viðskiptareikningur hvers innstæðueiganda og færir sá, er annast færzlu innlána í viðskiptamannabæk- ur, kladda eða kontrolbók yfir hreyfingar innlána í hverri viðskiptamannabók hvern dag og eru kontrollbækur þess- ar færðar jafnmargar og viðskiptamannabækur. Auk þess er til hægðarauka við uppgjör og fleira, færðar svonefndar upptökubækur yfir innlánin, jafnmargar og viðskipta- mannabækurnar, þar eð ein upptökubók fyrir innlán í þau, er færð voru í hverja viðskiptamannabók og var í bók þessa fært númer hverrar viðskiptabókar og innstæða í henni í lok hvers mánaðar og í lok júni-mánaðar og í lok dezembermánaðar ár hvert voru færðir í bækur þessar sér- staklega vextir af innstæðunni yfir næst liðið misseri. Auk þess færði ákærður, eins og að framan greinir, sjóðkladda yfir daglegar hreyfingar innlána og voru útborganir og innborganir af innlánum lagðar saman eftir hvern dag. Seint í s. 1. janúarmánuði, er framkvæmdarstjóri nefnds bankaútibús, var að gera upp reikninga útibúsins fyrir síðastliðið ár, þótti honum, við athugun á vaxtareikningi, upphæð vaxta af innlánum fyrir s. 1. misseri, sem ákærður hafði gert upp, óeðlilega há, eða um 4000 kr. hærri en hon um virtust mundu eiga að vera og voru vextir þessir því reiknaðir út að nýju af starfsmönnum útibúsins og var þeim útreikningi lokið að kvöldi þess 30. janúar s. 1. og Kom þá í ljós, að vaxtaupphæð sú, er ákærður hafði gefið upp, var 4000,00 krónum of há. Ákærður var þá eigi við- staddur í bankanum og bækur hans lokaðar niðri og ákvað útibússtjórinn því að rannsaka þetta nánar næsta dag. Daginn eftir, þann 31. janúar um kl. 5 e. h., voru taldir peningar í sjóði hjá ákærðum af öðrum starfsmanni bank- ans og sjóðurinn borinn saman við sjóðbókina, eins og ætið var gert um hver mánaðarmót og virtist sjóðurinn þá standa 895 heima við sjóðbókina að öðru en því, að 1000 krónur vant- aði í sjóðinn, sem vantað hafði í hann í nokkur ár, svo starfsmenn útibúsins vissu um, án þess sú upphæð væri færð í bækur og hafa bæði ákærður og útibússtjórinn bor- ið það í málinu, að sú sjóðþurð hafi myndazt fyrir nokkr- um árum, er annar maður, er nú er látinn, hafði féhirðis- starfið á hendi í fjarveru ákærða, en hvorki útibússtjór- inn né ákærður mundu nánar hvenær sjóðþurð þessi hafði myndazt. Áður en ákærður fór úr bankanum s. n. dag, þann 31. janúar s. 1. lét útibússtjórinn ákærðan afhenda sér reikningsuppgjör yfir innlánin og sjóðkladda og sjóðbók, er ákærður hafði undir höndum og við bráðabirgðaathug- un, er útibússtjórinn og aðrir starfsmenn útibúsins unnu að þá um kvöldið, kom í ljós, að allmikil sjóðþurð, eða að upphæð samtals um kr. 35.000.00 hafði myndazt hjá ákærð- um. Útibússtjórinn lét því næst annan mann taka við fé- hirðisstarfinu í útibúinu næsta dag, þann 1. febrúar s. 1., og er hinn nýji féhirðir gerði sjóðinn upp, er bankanum hafði verið lokað þann dag, kom í ljós að 1000 krónur vantaði þá í sjóðinn, sem ekki hafði orðið vart við að vant- aði, er talið var í sjóðnum og hann borinn saman við sjóð- bókina daginn áður, og þar eð talið var vist, að sjóðþurð þessi hefði eigi myndazt þann 1. febrúar hjá hinum nýja féhirði, áleit útibússtjórinn upphaflega, að ákærður mundi hafa tekið upphæð þessa úr sjóði þann 31. janúar, eftir að talið hafði verið í sjóði hjá honum þann dag og sjóðurinn borinn saman við sjóðhókina. Ákærður hefir játað að sjóð- þurðarupphæð þessi hafi myndazt hjá honum í s. 1. janúar- mánuði, en hann hefir eindregið neitað því að hafa tekið fé þetta úr sjóði eftir að talið var í sjóðnum hjá honum síðasta daginn, sem hann vann í bankanum, en kveðst hafa fært ranga saldoupphæð í sjóðbókina, áður en talið var í sjóðnum umræddan dag, eða 1000.00 of lágt, en svo breytt tölu þeirri aftur þannig, að hann hækkaði hana um 1000 krónur sama dag, áður en hann fór úr bankanum, en ekki mundi ákærður tölurnar, sem breytt hafði verið og úti- bússtjórinn hefir borið það í málinu, eftir að hafa athugað umrædda færzlu í sjóðbók, að saldotölu sjóðbókarinnar, er sýna átti upphæð peninga í sjóði, hafi verið breytt úr kr. 8455,74, sem upphaflega hafði verið ritað þar, í kr. 896 9455,74 og að samlagningartala, sem er færð efst á sömu siðu og sem flutt er frá næstu síðu á undan í sjóðbókinni, að upphæð kr. 68158,68 hafi sýnilega verið breytt í þá tölu ir kr. 69158,68, sem upphaflega hafi verið ritað þar og hefir ákærður játað, að hafa fært samlagningartölu þessa upphaflega 1000 krónum of háa, til þess að þess yrði siður vart, að saldoin var röng, er sjóðurinn var borinn saman við sjóðbókina og breytt svo tölunni aftur, eða lækkað hana um 1000 krónur um leið og hann breytti saldotölunni. Björn Steffensen, löggiltur endurskoðandi í Reykjavík, var því næst fenginn til þess að framkvæma endurskoðun í bankanum vegna umræddrar sjóðþurðar og vann hann að þeirri endurskoðun ásamt útibússtjóranum í s. 1. mánuði og var þeirri endurskoðun lokið þann 20. f. m. og kom í ljós við endurskoðun þessa, að sjóðþurð að upphæð 5,0.733.00 hafði myndazt í útibúinu í féhirðistið ákærðs, auk Þeirra 2000 króna, sem vantaði í sjóðinn samkvæmt sjóð- bók, er ákærður hætti störfum í útibúinu, eða sjóðþurð að upphæð alls kr. 61.733.00, er hafði byrjað að myndazt snemma á árinu 1924 og að ákærður hafði leynt sjóðþurð þessari með röngum færzlum í bækur útibúsins, með því að láta offæra vexti af innlánum og með röngu uppgjöri á innstæðu á innlánum. Endurskoðandinn gaf eigi aðra skýrslu um endurskoð- un sína, en yfirleitt yfir hver og hve mikil sjóðþurð hafi myndazt hjá ákærðum og hvenær og hve miklir vextir hafi verið offærðir og hefir verið lagt fram í málinu eftirrit af því yfirliti, þó öðruvísi útfært, sem útibússtjórinn gerði og sem kærendur sendu ásamt kæru sinni. En að tilhlutun rannsóknardómarans gerði útibússtjórinn, samkvæmi bók- um útibúsins „skrá yfir hvenær sjóðþurðin hefir myndazt og hvernig ákærður hefir leynt sjóðþurðinni með röngum færzlum í sjóðkladda og sjóðbók útibúsins, að öðru en þvi, að ekki hefir verið unnt að finna hvaða daga eða hvernig sjóðþurðarupphæðunum, sem mynduðust á árunum 1927 og 1928 hefir verið leynt með röngum færzlum í umrædd. ar bækur, vegna þess, að sjóðkladdi og fleiri bækur frá þeim árum hafi glatazt i bruna, er varð í bankanum í dez- embermánuði 1930, og ein sjóðþurðarupphæð, kr. 450,00, er myndaðist í júnímánuði 1929, sést ekki nánar hvenær hefir myndast eða hvernig hefir verið leynt af sömu á- 897 stæðum, þó tekizt hafi að finna í hvaða mánuði sjóðþurð- arupphæðir þessar hafa myndazt. Samkvæmt framangreindum skýrslum, sem staðfestar hafa verið fyrir rétti, hefir sjóðþurð myndazt hjá ákærð- um og verið leynt af honum með röngum færzlum í bækur útibúsins, sem hér segir: Þann 15. febrúar 1924 hefir verið orðin, eða myndazt þá, hjá ákærðum, sjóðþurð að upphæð kr. 1000.00 og hefir ákærður, þann dag fært upphæð þessa í sjóðkladda, sem útborgaðar af innstæðu í viðskiptabók nr. 1121 við úti- búið, en upphæðin ekki færð í viðskiptareikning, enda ekki útborguð í raun og veru og hefir heildarupphæð þess, sem fært er í sjóðbók þann dag, sem útborgað af innlán- um, orðið þessari upphæð hærri en rétt var. Þann 10. nóvember s. á. hefir enn myndazt hjá ákærð- um sjóðþurð, að upphæð kr. 563,00 og er upphæðin þann dag færð í sjóðkladda, sem útborguð af innstæðu í við- skiptabók nr. 735. Þann 11. nóvember s. á. hefir myndazt sjóðþurð að upp- hæð kr. 1000,00 og er upphæðin færð í sjóðkladda, sem út- borguð af innstæðu úr viðskiptabók nr. 1538. Þann 24. dezember s, á. hefir enn myndazt sjóðþurð að upphæð kr. 150,00 og er upphæðin færð í sjóðkladda, sem útborguð af innstæðu á viðskiptabók nr. 1695. Þann 25. mai 1925 hefir sjóðþurð, að upphæð kr. 600.00, verið færð í sjóðkladda, sem útborguð af innstæðu í við- skiptabók nr. 543. Þann 18. febrúar 1926 hefir sjóðþurð, að upphæð kr. 2000.00, verið færð í sjóðkladda, sem útborguð af innstæðu í viðskiptabók nr. 1714. Þann 27. s. m. hefir sjóðþurð, að upphæð kr. 900.00, verið færð í sjóðkladda, sem útborgun af innstæðu í við- skiptabók nr. 1608, þannig, að framan við töluna 24.10 sem hefir verið borguð út af umræddri innstæðu nefndan dag, hefir verið bætt tólunni „9“, þannig, að upphæðin, sem færð er sem útborguð er færð í sjóðkladdan kr. 924,10. Þann 11. júní hefir enn myndazt sjóðþurð að upphæð kr. kr. 1400.00 og er upphæðinni þann dag bætt inn í talnaröð- ina í sjóðkladda debetmegin, án þess að númer viðskifta- bókar sé tilgreint. Þann 31. júlí sama ár hefir enn myndazt sjóðþurð, að 898 upphæð kr. 1000.00, og er upphæðin þann dag færð í sjóð- kladda, sem útborguð af innstæðu í viðskiptabók nr. 367, þannig, að þann dag hefir verið borgað út af umræddri innstæðu kr. 250,00,00, og er tölunni bætt framan við upp- hæðina í sjóðkladda, þannig, að kr. 1250.00 er fært sem útborgað af innstæðunni þann dag. Í septembermánuði s. á. hefir myndazt sjóðþurð að upp- hæð kr. 500.00, sem sést að færð hefir verið sem útborgun úr sjóði, en vegna þess, að blöð vantar í kassakladdann fyrir þann tíma, sést ekki á hvern hátt, eða hvaða dag eða daga upphæðin hefir verið færð í sjóðkladda Þann 9. nóvember s. á. hefir sjóðþurð að upphæð kr. 1000.00 verið færð sem útborguð af innstæðu í viðskipta- bók nr. 367 á þann hátt, að í stað kr. 600.00, sem hefir verið borgað út af innstæðu þessari, nefndan dag, hafa verið færðar í sjóðkladda kr. 1600.00, sem útborgaðar. Í maímánuði 1927 hefir myndazt sjóðþurð að upphæð kr. 950.00. Í júnímánuði s. á. hefir myndazt sjóðþurð, að upphæð kr. 450.00. Í júlímánuði s. á. hefir myndazt sjóðþurð að upphæð kr. 1000.00. Í ágústmánuði s. á. hefir myndazt sjóðþurð að upphæð kr. 1100.00. Í dezembermánuði s. á. hefir myndazt sjóðþurð að upp- hæð kr. 1000.00. Í júnímánuði 1928 hefir myndazt sjóðþurð að upphæð kr. 550.00. Í desembermánuði s. á. hefir myndazt sjóðþurð að upp- hæð kr. 500.00. Eins og að framan greinir, hefir, af framangreindum á- stæðum, eigi verið unnt að sjá hvaða daga sjóðþurðar- upphæðum þessum, er mynduðust á árinu 1927 og 1928 hefir verið leynt með ranglega færðum útborgunum í sjóð- kladda og sjóðbók, en talið er vist, að það hafi verið gert, því ella hefði sjóðþurð sú, er myndaðist á umræddum ár- um, komið í ljós við samanburð á sjóði við sjóðbók, sem jafnan var framkvæmdur mánaðarlega. Þann 22. júní 1929 hefir myndazt sjóðburð að upphæð kr. 1000.00. Þessi sjóðþurð hefir ekki verið færð í sjóð- kladda sem sérstök útborgun, en samlagningartala debet- 899 megin í sjóðkladda, er þennan dag færð 1000.00 krónum hærri en hún á að vera og sú upphæð færð í sjóðbók. Auk þess hefir “í sama mánuði myndazt sjóðþurð að upphæð kr. 450.00, en ekki hefir verið unnt að sjá hvaða dag eða daga sú sjóðþurð hefir verið færð í bækurnar. Þann 6. ágúst 1929 hefir myndazt sjóðþurð að upphæð kr. 2000.00 og hefir upphæð þessi þann dag verið færð í sjóðkladda, sem útborguð af innstæðu í viðskiptabók nr. #0, þannig að í stað kr. 100.00, sem borgað var út af inn- stæðu þessari nefndan dag, hafa verið færðar kr. 2100.00 í sjóðkladda, sem útborgaðar af innstæðu þessari. Þann 27. ágúst s. á. hefir enn myndazt sjóðþurð að upphæð kr. 3000.00 og er upphæð þessi þann dag færð í sjóðkladda, sem útborguð af innstæðu í viðskiptabók nr. 216 á þann hátt, að í stað kr. 25.00, sem borgað var út af innstæðu þessari nefndan dag, hefir verið fært í sjóðkladda sem útborgað kr. 3025.00. Þann 30 s. m. hefir myndazt sjóðþurð að upphæð kr. 2000.00 og er upphæð þessi þann dag færð í sjóðkladda sem útborguð af innstæðu í viðskiptabók nr. 171, þannig, að í stað kr. 1300.00, sem borgaðar voru út af innstæðu þessari þann dag, eru færðar kr. 3300,00. Þann 23. nóvember s. á. hefir myndazt sjóðþurð að upphæð kr. 1000.00 og er upphæðin færð þann dag sem titborguð af innstæðu í viðskiptabók nr. 325, þannig, að í stað kr. 60.00, sem borgað var út, er fært í sjóðkladdan- um kr. 1060.00. Þann 31. dezember s. á. hefir myndazt sjóðþurð að upphæð kr. 1000.00, sem er færð þann dag í sjóðkladda sem útborgun af innstæðu í viðskiptabók nr. 19, þannig. að í stað kr. 225.65 sem var borgað út af umræddri inn- stæðu, var fært kr. 1225.65. Þann 9. sept. s. á. hafa verið greiddar kr. 150.00 upp í sjóðþurðina. Þann 30. september 1930 hefir myndazt sjóðþurð, að upphæð kr. 2000.00 og er upphæðin þann dag færð í sjóðkladda sem Þborguð út af innstæðu í viðskipta- Þók nr. 2434 á þann hátt, að í stað kr. 120.00, sem borgað var út þann dag, hefir verið fært kr. 2120.00. Þann 7. janúar 1931 hefir myndazt sjóðþurð að upp- hæð kr. 2000.00 sem hefir verið færð í sjóðkladda sem 900 borguð út af innstæðu í viðskiptabók nr. 1764, þannig, að i stað kr. 100.00, sem borgað hefir verið út af innstæðu þessari nefndan das, hefir verið fært kr. 2100.00. Þann 31. s. m. hefir myndazt sjóðþurð, að upphæð kr. 700.00 og hefir upphæðin þann dag verið færð sem útborgun af innstæðu í viðskiptabók nr. 1353, þannig, að í stað kr. 30.00, sem borgað var út af umræddri innstæðu Þann dag, hefir verið fært í sjóðkladdann kr. 730.00. Þann 12. febrúar 1931 hefir myndazt sjóðþurð að upp- hæð kr. 320.00 og er sjóðþurð þessari þann dag leynt með þvi, að í sjóðbók, er fært innborgað á innlán þann dag kr. 759.30 í stað kr. 1059.30, sem var innborgað á inn- lánin þann dag. Þann 28. s. m. hefir myndazt sjóðþurð að upphæð kr. 1000.00 og er upphæðin þann dag færð í sjóðkladda, sem útborgað af innstæðu í viðskiptabók nr. 1565, þannig, að í stað kr. 310.00 sem þann dag voru útborgaðar af inn- stæðu þessari, eru færðar kr. 1310.00, sem útborgaðar. Þann 20. apríl s. á. hefir myndast sjóðþurð að upp- ktæð kr. 300.00 og er upphæðin færð í sjóðkladda þann dag, sem útborguð af innstæðu í viðskiptabók nr. 549, Þannig, að í stað kr. 50.00, sem eru útborgaðar af innstæðu þessari þann dag, eru færðar kr. 350.00 sem útborgað. Þann 7. júlí s. á. hefir myndazt sjóðþurð að upphæð kr. 500.00 og er sjóðþurðinni leynt með því, að þann dag er samlagningartala creditmegin í sjóðkladda færS 500 kr. of lágt og hin of lága upphæð færð í sjóðbók. Þann 10. s. m. hefir myndast sjóðþurð að upphæð kr. 1000.00 og er upphæðin þann dag færð í sjóðkladda sem útborguð af innstæðu í viðskiptabók nr. 2780, þannig, að í stað kr. 3000.00, sem útborgað hefir verið af innstæðu þeirri þann dag, hefir verið fært kr. 5000.00. Þann 24. september s. á. hefir myndazt sjóðþurð að upphæð kr. 2000.00 og er upphæðin þann dag færð í sjóðkladda, sem útborguð af innstæðu í viðskiptabók nr. 1550, þannig, að í stað kr. 200.00, sem tekið var út af innstæðu þessari nefndan dag, hefir verið fært kr. 2200.00. Þann 30. s. m. hefir myndazt sjóðþurð að upphæð kr. 1000.00 og er sjóðþurð þessari leynt með því, að þann dag er samlagningarupphæð í sjóðkladda debet-megin, hækkuð úr kr. 13528.41 í kr. 14528.41. 901 Þann 30. október s. á. hefir myndazt sjóðþurð að upp- hæð kr. 2000.00 og er sama dag færð í sjóðbók sem út- borguð (af innlánum) 2000 krónum hærri upphæð en færð hefir verið í sjóðkladda og útborguð. Þann 30. nóvember s. á. hefir myndazt sjóðþurð að upphæð kr. 4000.00 og er sjóðþurðinni þann dag leynt með því, að í sjóðbók hefir tölunni kr. 4843.50 verið breytt í kr. 8843.50. Þann 27. febrúar 1932 hefir myndazt sjóðþurð að upp- hæð kr. 2000.00 og hefir upphæðin verið færð í sjóð- kladda þann dag sem útborguð af innstæðu í viðskipta- bók nr. 2780, þannig, að þann dag er fært kr. 2700.00, sem útborgað af nefndri innstæðu í stað kr. 700.00, sem var útborgað af innstæðunni þann dag. Þann 30. júni s. á. hefir myndazt sjóðþurð að upp- hæð kr. 1000.00, og hefir sjóðþurðinni verið leynt á þann hátt, að þann dag hefir samlagningartölu á útborgunum i sjóðkladda verið breytt úr kr. 6782.21 í kr. 7782.21. Þann 16. ágúst s. á. hefir orðið sjóðþurð að upphæð kr. 2000.00 og hefir sjóðþurðinni verið leynt þannig, að í sjóðbók er fært þann dag útborgað af innlánum 2000 kr. hærri upphæð, en færð er í sjóðkladda og borguð var út. Þann 15. október s. á. hefir myndazt sjóðþurð að upp- hæð kr. 1000.00 og er upphæðin færð þann dag sem út- borguð af innstæðu í viðskiptabók nr. 2160, þannig, að i stað kr. 50.00, sem borgað var út af innstæðu þessari, Þann dag, hefir verið fært í sjóðkladda kr. 1050.00. Þann 30 janúar 1933 hefir myndazt sjóðþurð að upp- hæð kr. 2000.00 og er sjóðþurðinni leynt þannig, að í sjóðbók er færð útborguð af innlánum 2000 krónum hærri upphæð, en færð hefir verið í sjóðkladda og borg- uð var út. Þann 19. maí s. á. hefir myndazt sjóðþurð að upphæð kr. 1000.00 og hefir sjóðþurðinni verið leynt þannig, að nefndan dag er færð í sjóðbók útborguð af innlánum 1000 krónum hærri upphæð en færð var í sjóðkladda og borg- uð var út. Þann 26. maí s. á. hefir myndazt sjóðþurð að upphæð kr. 1000.00 og hefir sjóðþurðinni verið leynt þannig, að þann dag hefir samlagningartölu debet-megin í sjóð- kladda verið breytt úr kr. 8332.73 í kr. 9332.73. 902 Þann 29. s. m. hefir myndazt sjóðþurð að upphæð kr. 9000.00, og hefir upphæðin þann dag verið færð í sjóð- kladda sem útborguð af innstæðu í viðskiptabók nr. 679, þannig, að í stað kr. 750.00 sem hafa verið útborgaðar af innstæðu þessari þann dag, hafa verið færðar kr. 2750.00. Þann 9. ágúst s. á. hefir myndazt sjóðþurð að upphæð kr. 1000.00, og hefir sjóðþurðinni verið leynt þannig, að þann dag hefir samlagningartala debet-megin í sjóð- kladda verið hækkuð úr kr. 11101.58 í kr. 12101.58, Þann 17. október sama ár hefir myndazt sjóðþurð að upphæð kr. 1000.00 og er upphæðin færð þann dag sem útborguð af innstæðu í viðskiptabók nr. 2819, þannig, að þann dag er fært í sjóðkladda sem útborgað af inn- stæðu þessari kr. 1319.25 í stað kr. 319.25, sem var út- borgað af innstæðu þessari þann dag. Þann 30. s. m. hefir myndazt sjóðþurð að upphæð kr. 1000.00 og er upphæðin þann dag færð sem útborguð úr viðskiptabók nr. 3276, þannig, að í stað kr. 200.00, sem borgað var út af innstæðu þessari þann dag, hefir verið fært kr. 1200.00. Þannig hafði, er sjóðþurðarinnar varð vart, myndazt sjóðþurð að upphæð samtals kr. 59733,00 auk þeirra kr. 9000.00 er vantaði í sjóðinn samkvæmt sjóðbók. En allar framangreindar rangar færzlur í sjóðkladda voru færðar í sjóðbók innifaldar í heildartölu þeirri, sem færð var úr sjóðkladda í sjóðbókina og sást því sjóðþurð þessi eigi þótt talið væri í sjóði og sjóðurinn borinn saman við sjóð. bókina, en það var ætið gert af öðrum starfsmanni bank- ans í lok hvers mánaðar, eins og að framan er getið. Sjóðkladdi sá, er ákærður færði, var daglega borinn saman við kontrolbækur yfir innlánin og færði ákærður því eigi hinar röngu tölur fyr en eftir að sá samanburður hafði verið gerður og þar sem hin ranga færzla er fólgin í hærri útborgunum af innstæðu á innlánum en rétt var, en útborgun hafði þó farið fram, hefir ákærður fyrst fært hina réttu tölu og breytt henni eftir að framangreindur samanburður hafði átt sér stað, en ákærður kveðst hafa framkvæmt hinar röngu færzlur um leið og hann gerði sjóðbókina upp fyrir þann dag, er færzlan átti sér stað. Árið 1931 var tekið að endurskoða sjóðbók daglega og var það gert eftir það, en sá af starfsmönnum bankans, er 903 annaðist endurskoðun þessa, bar ekki sjóðbókina saman við kontrollbækur yfir innlánin og hefir hann borið það í málinu, að hann hafi eigi talið þörf á slíkum saman- burði vegna þess, að sjóðkladdi hafði áður verið borinn saman við kontrolbækurnar. En fram á árið 1931 hefir engin endurskoðun á sjóðbók farið fram, önnur en sú endurskoðun, sem kann að hafa verið framkvæmd á henni við endurskoðanir þær, er framkvæmdar voru í úti- búinu af endurskoðendum frá aðalbankanum í Reykjavík. Samkvæmt skýrzlunni á rskj. nr. 3, hefir ákærður við uppgjör á vöxtum af innlánum gefið upp of háar vaxta- upphæðir, sem hafa verið færðar í reikninga útibúsins, sem hér segir: Þann 30. dezember 1924 hafa vextir af innlánum ver- ið offærðir um kr. 2563.00 og er sjóðþurð, að frádregn- um offærðum vöxtum þá kr. 150.00. Þann 30. júní 1925 hafa vextir verið offærðir um kr. 750.00 og eru offærðir vextir samtals þá jafnháir sjóð- þurð þeirri, er þá hafði myndazt. Þann 31. dezember s. á. hafa vextir verið offærðir um kr. 2000.00 og eru offærðir vextir þá orðnir þeirri upp- hæð hærri en sjóðþurð sú, er myndast hafði. Þann 30. júní 1926 hafa vextir af innlánum verið of- færðir um kr. 1300.00 og er sjóðþurð að frádregnum vöxt. um þá kr. 1000.00. Þann 31. dezember s. á. hafa vextir verið offærðir um kr. 1000.00 og er sjóðþurð að frádregnum offærðum vöxt- um þá kr. 2500.00. Þann 31. dezember 1927 hafa vextir verið offærðir um kr. 2000.00 og er sjóðþurð að frádregnum offærðum vöxtum þá kr. 4950.00. Þann 31. dezember 1928 hafa vextir verið offærðir um kr. 7000.00 og er sjóðþurð að frádregnum offærðum vöxt- vöxtum þá kr. 4700.00. Þann 30. júní 1929 hafa vextir verið offærðir um kr. 2000.00 og er sjóðþurð að frádregnum offærðum vöxtum þá kr. 10.000.00. Þann 30. júní 1930 hafa vextir verið offærðir um kr. 3000.00 og er sjóðþurð að frádregnum offærðum vöxtum Þá kr. 7000.00. Þann 30. júní 1932 hafa vextir verið offærðir um kr. 23 904 1000.00 og er sjóðþurð þá að frádregnum offærðum vöxt- um kr. 26820.00. Þann 30. dezember s. á. hafa vextir verið offærðir um kr. 3000.00 og er sjóðþurð þá að frádregnum offærðum vöxtum kr. 26820.00. Þann 30. júní 1933 hafa vextir verið offærðir um kr. 4000.00 og er sjóðþurð þá að frádregnum offærðum vöxt- um kr. 28820.00. Þann 31. dezember sama ár hafa vextir verið offærðir um kr. 4000.00 og er sjóðþurð þá að frádregnum offærð- um vöxtum kr. 28820.00. Offærðir vextir af innlánum voru því þannig að lok- um kr. 30913.00 og sjóðþurð að frádregnum offærðum vöxtum, auk þeirra kr. 2000.00, er vantaði í sjóðinn sam- kvæmt sjóðbók, kr. 28820.00. Ákærður hefir játað, að sjóðþurð hafi myndazt hjá honum, eins og að framan greinir og hefir jálað að hafa leynt sjóðþurðinni með framangreindum röngum færzi- um í sjóðkladda og sjóðbók, sem hann færði til þess að sjóðþurðarinnar yrði ekki vart er talið var í sjóði hjá honum og sjóðurinn borinn saman við sjóðbókina. Ákærður hefir og játað, að hafa, er hann gerði upp vexti af innlánum, viljandi gefið upp og látið færa á vaxtareikning hærri vaxtaupphæðir af innlánum, en vext- irnir námu í raun og veru, til þess að sjóðþurðarinnar eigi yrði vart við reikningsuppgjör í bankanum. Þá hefir ákærður og játað, að hafa, til þess að leyna sjóðþurðinni að öðru leyti, við uppgjör mánaðarreikn- inga og ársreikninga Í bankanum, er hann gjörði upp um hver mánaðarmót reikningsyfirlit yfir innstæðu á inn- lánum, sagt útibússtjóranum að heildarupphæð innstæðu í innlánum væri lægri, en hún var Í raun og veru, eða svo miklu lægri, sem nam þeirri upphæð, er sjóðþurð- in var í hvert sinn að frádregnum offærðum vöxtum. En reikningsyfirlit þau, er ákærður gerði þannig yfir innlánin, voru aldrei endurskoðuð eða athuguð af öðrum í bankanum en látið nægja að uppgjör ákærðs stemmdi við mánaðaruppgjör útibússtjórans. En útibússtjórinn færði innstæðu á innlánum Í mánaðarreikningum síin- um, eftir útdrætti úr sjóðbók og útdrætti úr dagbók (journal) sem færðir voru, og eftir upphæð innstæðunn- 905 ar í síðasta mánaðarreikningi, en ákærður hafði, áður en hann gerði reikningsyfirlit sitt yfir innstæðu á innlánum, séð hver innstæðuupphæðin átti að vera samkvæmt gögn- um þeim, er útibússtjórinn notaði við uppgjör sitt, en þar höfðu hinar röngu inrístæðu- og vaxtaupphæðir, er ákærður gaf upp, eftir að sjóðþurð fór að myndast hjá honum, verið færðar og voru skjöl þessi því öll röng. Í viðskiptamannabækur þær, er haldnar voru yfir inn- lán, var ekkert ranglega fært af ákærðum, enda færði á- kærður þær ekki að neinu leyti og stóðu þær bækur því ekki heima við mánaðarreikninga og ársreikninga bank- ans né aðalreikningsbók, en samanburður á þessu virð- ist aldrei hafa verið gerður að öðru leyti en með upp- gjöri ákærðs. Þann 31. dezember 1926 hefir innstæða á viðskiptabók nr. 708 verið færð kr. 2500.00 of lág í upptökubók yfir inn- lán, sem ákærður hefir fært og er innstæðan færð þess- ari upphæð of lág til 30. júní 1927 og er þeirri upphæð af sjóðþurðinni leynt á þann hátt þann tíma. Ákærður kveðst ekki hafa sett á sig eða skrifað hjá sér og því ekki muna, hve mikil sjóðþurð myndaðist hjá honum á hverjum tíma eða í heild, né hverjar rangar færzlur hann færði í bækurnar í hvert sinn, til þess að leyna sjóðþurðinni, en hefir, eins og að framan greinir, játað, að hafa á framangreindan hátt fært rangt í bæk- urnar og notað aðrár framangreindar aðferðir til þess að leyna sjóðþurðinni og hefir hann viðurkennt hinar fram- lögðu skýrslur á. rskj. nr. 3 og nr. 6 réttar að svo miklu leyti, sem hann man og hefir ekki véfengt þær á nokk- urn hátt og verður því að telja löglega sannað í málinu, að sjóðþurð hafi myndazt hjá ákærðum á þeim tímum og að upphæð eins og að framan greinir. Ákærður hefir játað, að nokkur hluti sjóðþurðar þess- arar hafi myndazt vegna þess, að hann eyddi fé úr sjóði í eigin þarfir, en heldur fram, að meiri hluti sjóðþurðar- innar, eða mikið meira en helmingur hennar, hafi mynd- azt vegna mistalningar bankanum í óhag við greiðslur úr sjóði og heldur þvi fram, að hann hafi byrjað að færa rangt í bækurnar vegna sjóðþurðar, er myndast hafi hjá honum vegna mistalningar, sem hann hafi ekki séð sér fært að endurgreiða bankanum, en annars kveður hann 906 sjóðþurðina hafa myndazt þannig, að mistalning hafi orð- ið hjá honum bankanum í óhag, hann hafi greitt reikn- inga sína, er honum bárust og hann hafi svo, er sjóðþurð af framangreindum ástæðum nam nokkurri upphæð, slétt- að þá upphæð með því að taka eitthvað af peningum úr sjóðnum handa sér og leyndi því næst sjóðþurðinni með offærðum útborgunum af innlánum í sjóðkladda og sjóðbók. Hann kveður það jafnan hafa verið tiltölulega litla upphæð, sem hann tók þannig í peningum úr sjóði um leið og hann færði þannig ranglega í sjóðkladda og sjóðbók til þess að leyna sjóðþurðinni, eða mest 100—200 krónur svo hann muni, en hefir enga grein gert fyrir því, hve mikið af reikningum sínum hann hefir greitt þannig úr sjóði og hefir enga nánari grein getað gert fyrir því, hve mikið fé hann hafi notað í eigin þarfir úr sjóðn- um alls, né í hvert einstakt skipti, né til hvers hann hafi notað það að öðru en því, að hann kveður eitthvað af fé þessu hafa gengið til kaupa á íbúðarhúsi, er hann keypti haustið 1929, til greiðslu kaupverðs hússins og viðgerðar á því, en hefir þó ekki getað gert neina grein fyrir því, hve mikið af fé þessu hafi farið til húskaupanna, en af andvirði húss þessa kveðst ákærður hafa greitt kr. 5900.00 auk vaxta og gerir ráð fyrir að hann hafi greitt í mesta lagi ca. 3000.00 kr. fyrir aðgerðir á húsinu, eftir að hann keypti það, en kveðst þó ekki geta fullyrt neitt um þá upphæð. Og ákærður kveðst enga reikninga hafa haldið yfir eigin eyðslu sína og kveðst hafa eyðilagt greidda reikninga og við rannsókn málsins kveðst ákærður ekk- ert geta sagt um hve miklu fé hann hafi eytt. En hann kveðst ekki hafa lagt fram fé til kaupa á öðrum eignum en framangreindu íbúðarhúsi, svo og til kaupa á innbúi og fleiru slíku og kveðst ekki hafa lagt fram fé til neins atvinnu- eða verzlunarreksturs eða annars slíks og kveðst ekki skulda neitt verulega umfram það, sem hann skuldar vegna húskaupanna og húsið er veðsett fyrir, eða aðeins litilsháttar af verzlunarskuldum. Laun ákærða voru kr. 6600.00 á ári síðustu árin, en lægri áður. Hann hafði ekkert sérstakt mistalningsfé og var enga tryggingu látinn setja vegna starfsins, en hann bar ábyrgð á sjóðnum, þar á meðal því, sem vanta kynni í hann vegna mistalningar. 907 Framkvæmdarstjóri bankaútibúsins, Haraldur Viggo Björnsson, hefir í framburði sínum Í málinu eindregið hald- ið því fram, að eigi geti verið að nokkuð, eða nokkuð veru- legt, af umræddri sjóðþurð, hafi myndazt vegna mistaln- ingar, telur svo mikla mistalningu varla geta komið fyrir í ekki stærri sjóði en hér var um að ræða, kveður ákærða hafa haft orð á því við hann, eða aðra starfsmenn í bank- anum, ef peninga vantaði í sjóð vegna mistalningar og hafi ákærður þá jafnan fundið út hverjum mundi hafa verið ofborgað og hafi þá oftast fengið það endurgreitt hjá þeim, sem ofborgað hafði verið og kveðst einu sinni hafa fengið leyfi aðalbankastjórnarinnar til að láta bank- ann borga eða leysa ákærða undan að borga nokkra fjár- hæð, eða um 500.00 kr., að hann minnir, vegna sjóðþurð- ar, er myndast hafði hjá ákærðum vegna mistalningar. Ennfremur byggir útibússtjórinn framangreindan fram- burð sinn á þeirri staðreynd, að engin sjóðþurð hafi myndast hjá ákærðum fyrstu þrjú árin, sem hann hafði féhirðisstarfið á hendi, en þá hafi ákærður unnið í sama herbergi og útibússtjórinn og hafi því síður haft tækifæri til að draga sér af fé bankans, eða færa rangt í bækurnar, ennfremur á því, að sjóðþurðin virðist ekki frekar hafa myndast á þeim tíma árs, sem útborganir eru mestar í bankanum, þ. e. í maímánuði (vertíðarlok), að sjóðþurð- in eykst tiltölulega litið á árinu 1930, eða um aðeins 2000.00, en það ár tók Útvegsbankinn til starfa og telur útibússtjórinn líklegt að sjóðþurðin hafi eigi aukist meira það ár vegna þess, að ákærður hafi þá síður þorað að draga sér fé úr sjóðnum, fyrst eftir að Útvegsbankinn tók til starfa, vegna þess að hann hafi þá búizt við strangara eftirliti.en áður og loks telur útibússtjórinn það benda til hins sama, að árið 1929 og þar á eftir, að undanteknu ár- inu 1930 jókst sjóðþurðin meira en áður og telur útibús- stjórinn líklegt að það hafi verið vegna framangreindra húsakaupa. Einn starfsmaður í bankanum hefir borið það í mál- inu, að ákærður hafi oft haft orð á því við hann, að vantaði í sjóðinn vegna mistalningar og að ákærður hafi þá stundum beðið hann um, að hjálpa sér til að finna út hverjum hann mundi hafa ofborgað og að hann viti um að ákærður hafi þá oft fundið út hverjum hann hafði of- 908 borgað og þá, stundum að minnsta kosti, fengið það end- urgreitt. Ákærður hefir kannaæzt við, að hann hafi stundum talað um það við framangreindan starfsmann í bankan- um, ef fé vantaði í sjóð hjá honum vegna mistalningar og að hann hafi stundum fundið út hverjum hann hafði ofborgað og kveðst stundum hafa fengið bað endurgreitt hjá hlutaðeigendum. En hann kveður oft hafa vantað pen- inga í sjóðinn vegna mistalningar, án þess hann talaði um það við aðra starfsmenn í bankanum og kveðst hann, er hann sagði öðrum starfsmönnum í bankanum frá mis- talningu, er orðið hafði hjá honum, hafa gert það með. fram í þeim tilgangi, að hann yrði síður grunaður um að sjóðþurð væri hjá honum. Ákærður kveður hafa komið fyrir að vantaði í sjóðinn hjá honum vegna mistalningar áður en framangreind sjóðþurð tók að myndast, þ. e. á árunum 1921—-1924, en kveður það jafnan hafa verið lítið og kveður mistalningu, bankanum í óhag, hafa numið kr. 400.00 eitt þessara ára, en man ekki hve mikið hin árin og kveðst hann hafa greitt sjóðþurð þessa af launum sínum. Í árslok 1925 var sjóðþurðin öll orðin kr. 3313.00 og hafði ákærður áður látið færa vexti af innlánum of mikla, sem nam þeirri upphæð og þurfti ákærður því ekki að gera nýjar ráðstafanir, til þess að leyna þeirri sjóðþurð. er reikningar voru gerðir upp fyrir dezembermánuð það ár, en samt lét ákærður, eins og að framan greinir, þá færa upphæð vaxta af innlánum fyrir síðasta misseri 2000.00 krónum of háa. Þessi færzla virðist vafalaust gerð í þeim tilgangi, að leyna sjóðþurð, sem síðar mundi myndazt, enda hefir á- kærður játað að svo hafi verið, en það verður að telja mjög ólíklegt, að ákærður hafi gripið til slíkra ráðstafana til þess að leyna sjóðþurð, sem kynni að myndast vegna mistalningar og virðist þessi verknaður ákærða benda eindregið til þess, að ákærður hafi ætlað að draga sér fé úr sjóði, sem nam þessari upphæð, enda hefir, þann 18. febrúar 1926, eins og að framan greinir, myndast sjóð- þurð að upphæð kr. 2000.00, eða jafnhá síðastgreindum offærðum vöxtum, en ákærður heldur fram að þessi sjóð. þurð hafi myndazi á sama hátt og sjóðþurðin að öðru 909 leyti, þ. e. að nokkru eða meira en helmingi vegna mis- talningar og aðeins að nokkru vegna eyðslu í eigin þarf- ir og kveðst hann ekki muna nánar í hvaða tilgangi hann lét offæra framangreinda 2000 kr. vaxtaupphæð í árs- lok 1925. Þetta atriði og það, er að framan greinir, í sambandi við framburð H. V. Björnssonar, svo og hin mikla laun- ung, er ákærður lagði á sjóðþurðina, þó hann hinsvegar segði oft frá sjóðþurð vegna mistalningar, sem hann virð- ist ekki hafa verið neitt hræddur við að láta koma í ljós, bendir eindregið til þess og skapar að áliti réttarins mjög sterkar líkur fyrir því, að umrædd sjóðþurð hafi að mestu myndazt vegna þess, að ákærður hafi tekið til sín peninga úr sjóði, eða eytt þeim í eigin þarfir, en hinsvegar verð- ur að telja nægilega upplýst í málinu, þar á meðal með framangreindum framburði þeirra H. V. Björnssonar og Ingibergs Kristmanns, að eitthvað af sjóðþurðinni hafi myndazt vegna mistalningar bankanum í óhag, en eins og að framan greinir, benda allar líkur til þess, að það hafi verið aðeins lítill hluti sjóðþurðarinnar, sem hefir mynd- azt þannig eða aðallega vegna smá mistalninga, sem á- kærðum þótti eigi unnt, eða ekki vert að finna út og fá endurgreiddar, sbr. framburð þeirra H. V. Björnssonar og Ingibergs Kristmanns um að ákærður hafi ætíð, er um sjóðþurð vegna mistalningar var að ræða hjá ákærðum, rannsakað hverjum hafi verið ofborgað, nema um smáar upphæðir hafi verið að ræða og oftast, er hann reyndi það, fundið út hverjum hafi verið ofborgað og fengið það endurgreitt. En það hefir verið ómögulegt að upp- lýsa beinlinis, ákveðið eða nákvæmlega, hve mikið af sjóðþurðinni hafi myndaæt með hvorum framangreindum hætti. Málið er-þannig vaxið, að ákærður er þar einn til frásagnar, en eins og að framan greinir, kveðst hann ekki hafa sett það neitt á sig, né haldið neina reikninga yfir það og kveðst hafa forðast að hugsa um það og hefir við rannsókn málsins ætið eindregið haldið því fram, að hann geti ekki gert nánari grein fyrir því en að framan greinir og hefir jafnframt haldið því fram, að hann mundi eigi, þar eð hann er orðinn uppvís að sjóðþurðinni og hinni röngu bókfærau, leyna því, er hann gæti skýrt nán- ar frá um málavöxtu, en þar eð ákærður hefir játað að 910 hver einstök sjóðþurðarupphæð hafi jafnan myndazt með- fram vegna eyðslu úr sjóði í eigin þarfir, áður en hann færði rangar tölur í sjóðkladda og sjóðbók til þess að leyna sjóðþurðinni og hefir auk þess játað að hafa jafn- an, er hann framkvæmdi slíkar rangar færzlur tekið eitt- hvað af pengingum úr sjóði handa sjálfum sér, er það sýnilega allmikið fé, sem ákærður samkvæmt umræddri játningu sinni, hefur þannig beinlínis tekið eða dregið sér úir sjóði bankans, þó ekki hafi verið unnt að fá það ákveðið nánar. Þá hefir ákærður játað að hafa framkvæmt vísvitandi allar framangreindar rangar færzlur í sjóðkladda og sjóð- bók, rangt uppgjör vaxta og rangt reikningsuppgjör yfir innlánin, þ. e. í sviksamlegum tilgangi. En þess ber að gæta, að allar hinar sviksamlegu athafnir ákærðs voru þannig vaxnar, að þær hlutu að koma í ljós við eðlilegt eftirlit með starfi ákærðs og einkum þurfti fyrirhafnar- litið eftirlit til þess, að hið ranga uppgjör innlána kæmi í ljós, en raunveruleg endurskoðun virðist aldrei hafa farið fram í bankaútibúinu eftir að sjóðþurðin fór að myndazt og eftirlit með starfi ákærðs af hálfu yfirmanns hans í útibúinu, virðist hafa verið litið sem ekki neitt, en eftirlit það með færzlu ákærðs á sjóðbók, sem byrjað var á árið 1931 var, eins og að framan greinir, aldrei framkvæmt að því er færzlu viðvíkjandi innlánum snerti. Framkvæmdarstjórar Útvegsbanka Íslands h. Í. í Reykjavík, þeir Jón Baldvinsson og Jón Ólafsson, hafa krafizt þess, að ákærður verði dæmdur til þess að endur- greiða bankanum allt það fé er rannsókn málsins leiddi í ljós, að hann hafi haft af bankanum og hefir ákærður samþykkt að endurgreiða bankanum alla þá sjóðþurð, sem myndazt hefir hjá honum, þ. e. alla framangreinda sjóðþurðarupphæð, nema þá 1000 króna sjóðþurð er myndaðist er annar maður hafði féhirðisstarfið á hendi í fjarveru ákærðs og verður rétturinn að líta svo á, að eftir því, sem upplýst er í málinu, sé eigi næg ástæða til að dæma ákærðan til að endurgreiða bankanum um- rædda upphæð, en kr. 60733.00 af sjóðþurðinni hefir á- kærður samþykkt að endurgreiða bankanum. Ákærður er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 911 þann 31. maí 1895. Hann hefir eigi áður sætt ákæru eða refsingu fyrir nokkurt lagabrot. Hann sat í gæzluvarðhaldi frá því þann 6. þ. m. og þar til nú, í fangahúsinu hér í kaupstaðnum til þess 9. þ. m. og síðan í húsi hans, nr. 20 við Kirkjuveg hér í bænum, sem enginn býr nú í annar en hann og fangavörðurinn, þar eð varhugavert þótti, að áliti héraðslæknis, að hann væri hafður lengur í gæzluvarðhaldi í fangahúsinu, en hentugt pláss á sjúkrahúsi fékkst ekki. Með framangreindu framferði sinu hefir ákærður þvi að áliti réttarins brotið gegn 254. gr. hinna almennu hegn- ingarlaga (eyðsla úr sjóði í eigin þarfir, sem leynt er með röngum færzlum í bækur, röngu uppgjöri vaxta og innlána) og gegn 259. gr. sömu laga (leynt með röngum færzlum í sömu bækur og með röngu uppgjöri á innlán- um, sjóðþurð, sem myndazt hafði vegna mistalningar) og þykir refsins sú, er hann hefir unnið til með hliðsjón af 63. gr. s. 1. og með tilliti til þess hve vægu eftirliti hann virðist hafa sætt í starfi sínu, hæfilega ákveðin 18 mán- aða betrunarhússvinna. Þá ber og að dæma ákærðan til þess að greiða þeim Jóni Baldvinssyni og Jóni Ólafssyni f. h. Útvegsbanka Ís- lands h. f. kr. 60733.00. Loks ber að dæma ákærðan til þess að greiða allan kostnað sakarinnar, þar með talinn kostnað við gæzlu- varðhald sitt. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. 912 Föstudaginn 28. sept. 1934. Nr. 121/1933. Magnús Jónsson prófessor juris (Th. B. Líndal) segn Jóni Þorlákssyni, f. h. bæjarsjóðs Reykjavíkur (Enginn). Lögtaksgerð ómerkt sökum formgalla. Lögtaksgerð fógetaréttar Reykjavíkur 11. ág. 1933: Dómur hæstaréttar. Gagnáfrýjandi er á sínum tíma lét þingfesta gagnsök sem nr. 147/1933 fyrir hæstarétti í máli Þessu, mætti hvorki né lét mæta, þegar aðalsök og gagnsök skyldi flytja. Er gagnsökinni því vísað frá dómi, en aðalsök hefir verið flutt skriflega sam- kvæmt 1. lið 38. gr. hæstaréttarlaganna. Árið 1932 lagði niðurjöfnunarnefnd Reykjavík- ur 2300 króna útsvar á aðaláfrýjanda með gjald- dögum 1. dag mánaðanna júni—-okt. inel. sama ár. Með því að útsvarið var allt ógreitt að gjalddögum þessum liðnum, var lögtaks krafizt á útsvarinu öllu og fór lögtak fram 11. ágúst Í. á., og voru teknir lög- taki ýmsir innanstokksmunir, er aðaláfrýjandi átti í húsinu við Laugaveg nr. 3 í Reykjavík. Lögtaki þessu áfrýjaði aðaláfrýjandi í upphafi til ómerk- ingar áður en áfrýjunarfrestur var liðinn, en því máli var vísað frá með dómi hæstaréttar 1. nóv. f. á. En íneð nýrri stefnu útgefinni s. d., hefir aðal- áfrýjandi enn áfrýjað lögtakinu og krafizt þess, að það verði fellt úr gildi, og að hinn stefndi borg- arstjóri Reykjavíkur verði f. h. bæjarsjóðs dæmd- ur til að greiða honum bætur fyrir tjón og óþæg- indi sakir lögtaksgerðarinnar svo og málskostnað 913 fyrir hæstarétti að skaðlausu samkvæmt framlögð- um reikningi. Ógildingarkröfu sína byggir aðaláfrýjandi fyrst og fremst á því, að útsvarið sé ranglega á hann lagt, með því að hann hafi ekki átt lögheimili í Reykjavík og því ekki verið þar útsvarsskyldur. Það er að vísu komið fram í málinu, að aðaláfrýj- andi hafði látið skrá sig til heimilis í Þingvalla- hreppi árin 1929 til fardaga 1933 í sumarbústað, er hann hafði reist við Þingvallavatn og nefndi Ár- nes. En þar hafði þó hvorki aðaláfrýjandi sjálfur né fólk hans nokkra eða aðeins mjög skamma dvöl árið 1931 og enga eftir það. Hinsvegar gengdi að- aláfrýjandi embætti sínu sem prófessor við háskól- ann öll þessi ár og hafði íbúð til afnota á Lauga- vegi nr. 3 í Reykjavík til 1. okt. 1932. Jafnhliða rak hann að visu bú á Úlfljótsvatni í Grafningshreppi þessi ár, og árið 1932 var honum gert að greiða par 200 kr. útsvar af þeim atvinnurekstri. Með því að ekki verður eftir þessu talið, að aðaláfrýjandi hafi raunverulega átt lögheimili í Þingvallahreppi þessi ár heldur í Reykjavík, var hið umrædda út- svar löglega á hann lagt þar, og verður þessi ó- merkingarástæða hans því ekki tekin til greina. Þá telur aðaláfrýjandi, að lögtaksgerðina eigi að fella úr gildi, með því að lögtaksrétturinn hafi ver- ið fyrndur 11. ágúst. á., er lögtakið fór fram. Lög- taks var krafizt þegar íl. nóv. 1932. Með tilliti til þess mikla fjölda lögtaka, er árlega þarf að fram- kvæma í Reykjavík verður að telja lögtaksbeiðn- inni hafa verið framfylgt með nægilegum hraða og verður þessi ómerkingarástæða aðaláfrýjanda því ekki heldur til greina tekin. Loks telur aðaláfrýjandi ýmsa þá galla vera á 914 sjálfri lögtaksgerðinni. að hana beri að ómerkja þeirra vegna. Fyrst telur hann þann galla, að lögtakið hafi ekki hafizt á lögheimili sínu. Aðaláfrýjandi var að vísu skráður heimilisfastur að Úlfljótsvatni frá far- dögum 1933 en fógeta var allt um það heimilt að byrja lögtakið í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, þar sem fjármunir aðaláfrýjanda voru fyrir hendi, sbr. 2. málsgr. 33. gr. laga nr. 19/1887, og verður þessi ómerkingarástæða hans því ekki tekin til greina. Þá telur aðaláfrýjandi lögtaksgerðina gallaða að því leyti, að einungis einn réttarvottur hafi verið viðstaddur, er hún fór fram, og að munir þeir, er teknir hafi verið lögtaki, hafi ekki verið virtir. Við það er kannazt í skýrslu þess fullirúa lögmanns, er lögtakið framkvæmdi, að einungis einn vottur hafi verið við, er það var framkvæmt, og að hinn mað- urinn, sem undir bókunina í fógetabókinni ritaði sem vottur, hafi skrifað nafn sitt síðar undir. Enn- fremur sést ekki á hinu framlagða eftirriti ur fó- setabókinni, að nokkur virðing á mununum hafi far- ið fram. Þessi brestur hvor um sig þykir vera nægi- leg ástæða til að fella lögtaksgerðina úr gildi, Kröfu sína um bætur vegna lögtaksins byggir að- aláfrýjandi á því, að hann hafi orðið að leigja her- bergi til að geyma í muni þá, sem teknir voru lög- taki, þann tíma, sem síðan er liðinn, og að hann hafi sama tíma orðið að vera án þeirra. En um hvoru- {veggja þessara atriða, þó að rétt væru, má aðalá- frýjandi sér sjálfur um kenna, með því að hann hefði átt þess kost að fá dóm á mál þetta þegar í nóvember 1933, og þar að auki hefir aðaláfrýjandi engin rök leitt að því, að hann hafi þurft að greiða 915 nokkra leigu fyrir geymslu á mununum, enda Þótt honum hefði átt að vera það innan handar. Skaða- bótakrafa hans verður því ekki tekin til greina. Samkvæmt framanskráðu verður því að fella hina áfrýjuðu lögtaksgerð úr gildi. Samkvæmt þess- um málalokum þykir rétt að dæma gagnáfrýjanda til að greiða aðaláfryjanda málskostnað fyrir hæsta- rétti, er þykir hæfilega ákveðinn 250 krónur. Því dæmist rétt vera: Hin áfrýjaða lögtaksgerð á að vera ómerk. Gagnáfrýjandi, Jón Þorláksson, f. h. bæjar- sjóðs Reykjavíkur, greiði aðaláfrýjanda, Magn- úsi Jónssyni prófessor juris, 250 krónur í máls- kostnað fyrir hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 28. sept. 1934. Nr. 74/1934. Réttvísin og valdstjórnin (Stefán Jóh. Stefánsson) segn Magnúsi Jóhannessyni (Jón Ásbjörnsson). Brot gegn 200. gr. alm. hegnl. og áfengis- og bif- reiðalögum. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 7. apríl 1934: Ákærður, Magnús Jóhannesson, sæti fangelsi við venjulegt fangavið- urværi í 6 mánuði. Hann skal og sviftur æfilangt leyfi til að stýra bifreið. Loks greiði hann allan af máli þessu lög- lega leiddan og leiðandi kostnað. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 916 Dómur hæstaréttar. Samkvæmt ástæðum þeim, er í hinum áfrýjaða dómi greinir, ber að staðfesta hann, þó með þeirri breytingu, að refsing ákærða er ákveðin 4 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákærða ber að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar. Þar á meðal málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 100 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður, þó þannig, að refsing ákærða, Magnúsar Jóhann- essonar, verði 4 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákærði greiði allan áfrýjun- arkostnað sakarinnar, þar á meðal málflutn- ingslaun sækjanda og verjanda fyrir hæsta- rétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna Stef- áns Jóh. Stefánssonar og Jóns Ásbjörnssonar, 100 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af réttvísinnar og valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Magnúsi Jóhannessyni, bifreiðarstjóra, fyrir brot gegn ákvæðum 17. kapitula hinna almennu hegning- arlaga frá 25. júní 1869 og lögum nr. ö1 frá 1928, og gegn ákvæðum áfengislaganna nr. 64, 1930, laga nr. 70, 1931 um notkun bifreiða og lögreglusamþykkt Reykjavíkur. Málavextir eru þeir, sem nú skal greina, sannaðir með eigin játningu ákærðs, og framburði vitna. Klukkan nokkru yfir 5 síðdegis hinn 4. þ. m. var lögreglunni tilkynnt í síma, að bifreiðarslys hefði þá orðið samstundis á Laugavegin- 917 um, innan við Vatnsþróna. Fór lögreglan þegar á staðinn og athugaði vegsummerki. Er lögreglan kom þangað, stóð bifreiðin R.E. 932, sem olli slysinu, fyrir utan húsið nr. 144 við Laugaveg í hér um bil tveggja metra fjarlægð frá húsinu, og vísaði hún á ská til austurs út á götuna. Hafði hún sýnilega verið á austurleið er hún stöðvaðist þarna. Var bifreiðin þannig útlits, að felgu og gúmmí vantaði á vinstra framhjólið, og sjálft hjólið var stórmikið beyglað. Hægra framhjólið var brotið af og lá það hjá bifreiðinni framanverðri til hægri hliðar. Voru rúður brotnar í bif- reiðinni og ýmsar fleiri skemmdir sjáanlegar á henni. Það var og sýnilegt, að bifreiðin hafði lent á steintröppum við húsið nr. 140 við Laugaveg, sem vita út að götunni, og austan við þær tröppur var sandhrúga, alveg við húsvegg- inn, og ofan á þeirri sandhrúgu lá gúmmiið af vinstra framhjóli bifreiðarinnar. Við dyrnar á húsinu nr. 138 við Laugaveg var stór blóðtjörn, og mátti þaðan rekja blóð- ferilinn inn í húsið og upp stigann. Er lögreglan kom upp á loftið í húsinu, var húsráðandi þar, Ari Eyjólfsson, að leggja af stað með son sinn slasaðan á Landsspitalann. Drengur þessi hét Þorlákur, 10 ára að aldri. Hafði hann orðið undir bifreiðinni fyrir utan húsið þar sem blóð- pollurinn var. Drengurinn var meðvitundarlaus er faðir hans kom með hann á spitalann. Framan á enni miðju og upp í hársvörð var ca. 6 em. langt sár, inn að beini, og annað nokkru lengra hægra megin við það í nokkurra em. fjarlægð. Auk þess voru tvö smásár aftur á höfðinu: Kom heilavefur út úr sárinu á miðju enni og í botninum á sár- inu til hægra sást í sprungna hauskúpu. Á spítalanum voru sárin hreinsuð og saumuð, en skömmu eftir að það var bú- ið, andaðist drengurinn, og telur prófessor Guðmundur Thoroddsen sennilegt, að um lömun á andardráttarmið- stöð heilans hafi verið að ræða, líklega stafandi af blæð- ingu inni í hauskúpunni, enda hafi blæðing um hlustir og nef bent á brot á hauskúpubotninum. Þá hafði og annar drengur, Sigurjón Sveinsson að nafni, til heimilis að Laugaveg 128 í kjallara, orðið fyrir bifreið- inni hjá sandhrúgunni fyrir austan tröppurnar við húsið nr. 140. Var búið að flytja dreng þann heim til sín er lög- reglan kom á staðinn. Var hann ekkert alvarlega meidd- ur, hafði hruflazt og marizt lítilsháttar og telur læknir sá, 918 sem skoðaði hann samdægurs, að drengur þessi muni ekki hljóta varanlegt tjón af slysinu. Bifreiðarstjórinn á bifreið þessari, ákærður í máli þessu, var þarna á staðnum og var hann tekinn og fluttur á lög- reglustöðina. Siðan var verkfræðing falið að mæla upp staðinn þar sem slysið vildi til, og ennfremur tók lögregl- an nokkrar myndir á staðnum og hafa þær verið látnar fylgja málinu. Ákærður, sem er háseti á b/v. Kári Sölmundarson, og hafði komið inn daginn áður, hefir skýrt þannig frá mála- vöxtum, að hann hafi um klukkan 3,15 e. h. þennan dag fengið bifreiðina að láni hjá bifreiðarstjóra á Bifreiða- stöð Íslands. Hafi hann síðan ekið í áfengisverzlun ríkis- ins og keypt þar eina flösku af Molino Sherry og siðan ekið vestur í fiskverkunarstöð Dvergs og drukkið þar úr flösk- unni ásamt tveim verkstjórum þar. Eftir að hafa lokið þar tir flösku þessari, ók ákærður þaðan um kl. 4. Hitti hann þá fyrst Guðmund Þorvaldsson, háseta á Kára, og tók hann upp í bifreiðina og óku þeir síðan nokkuð um bæinn, en nokkru síðar hitti hann loftskeytamanninn á Kára, Halldór Jónsson og tók hann einnig upp í bifreiðina. Óku þeir síð- an enn nokkuð um bæinn, og þá að áfengisverzlun ríkis- ins, þar keyptu þeir tvær flöskur af Molino Sherry og ók ákærður síðan inn Hverfisgötu og var meining þeirra sú, að aka eitthvað inn fyrir bæinn. Telur yfirheyrður, að hann hafi ekið allgreitt inn Hverfisgötuna, en getur þó ekkert ákveðið sagt um hraðann, með því að hann kveðst ekki hafa litið á hraðamælirinn. Er hann kom inn undir Vatnsþró sá hann hvar strætisvagn stóð hjá símastaur þeim, sem segir til um viðkomustað strætisvagna. Kveðst ákærður hafa ætlað sér fram hjá strætisvagninum, gaf þó ekkert hljóðmerki, en herti á hraðanum og sveigði til hægri. Síðan skipti það engum togum, að ákærður hafði ekið yfir drenginn, sem stóð við húsið Laugaveg 138 og kveðst ákærður ekki hafa tekið eftir honum fyr en hann var að fara yfir hann. Telur hann sig þá hafa reynt að bremsa bifreiðina, en misti þá allt vald á henni, og eftir það kveðst ákærður ekkert muna eftir sér fyr en bifreiðin nam staðar fyrir fullt og allt. Hann kveður að sér hafi orðið svo mikið um, er hann varð var við að hann hafði ekið yfir drenginn, að honum virtist sem hann missti með- 919 vitundina. Telur hann líklegt að hann hafi stigið á ben- sínið í stað bremsunnar, er hann ætlaði að nema staðar. Allmörg vitni hafa verið leidd í málinu. Um það leyti, sem slysið vildi til, héldu tveir strætisvagnar, annar, sem gengur að Kleppi, en hinn í Sogamýri, kyrru fyrir á við- komustað strætisvagnanna innan við Vatnsþróna, en fremri strætisvagninn var þó um það bil að leggja af stað. Bifreiðarstjórinn á aftari strætisvagninum, sem stóð beint á móti símastaurnum, sem merktur er sem viðkomustaður strætisvagna, hefir borið það fyrir réttinum, að um það leyti, sem fremri vagninn var að leggja af stað, og hann var að afgreiða síðasta manninn inn Í sinn vagn, þá hafi honum orðið litið til hægri, og hafi hann þá séð hvar bif- reiðin R.E. 932 rann framhjá honum, með geysihraða. Kveður hann, að bifreiðin hafi ekkert hægt á sér, og hafi hún lent innan við staur þann, sem er móts við undir-. ganginn milli húsanna nr. 136 og 138 við Laugaveg. Tók vitnið ekki eftir, er bifreiðin ók þar yfir drenginn, en virtist bifreiðin aðeins koma við staurinn en síðan hélt hún áfram eins og skot, og lenti á tröppum hússins nr. 140 og virtist vitninu sem bifreiðin tækist þar upp og sá er hún rakst á drenginn, sem stóð á sandhrúgunni austanvert við tröppurnar. Þetta vitni kveður svo að orði, að það hafi verið ofsalegur og eftirtektarverður hraði á bifreiðinni, vegurinn hafi verið sléttur þarna, en bifreiðin gengið öll í öldum upp og niður eins og vegurinn væri öldóttur. Kveður hann og, að ekkert hafi dregið úr ferð bifreiðar- innar fyrr en eftir að hún hafði rekizt á tröppurnar. Bif- reiðarstjórinn á hinum strætisvagninum var kominn af stað, en er hann var kominn á móts við húsið nr. 140 við Laugaveg þá heyrði hann skarkala og varð litið til hægri og virtist honum þá, sem bifreið hefði rekizt á húsvegginn Þar fyrir neðan tröppurnar, og virtist honum bifreiðin síðan hoppa yfir tröppurnar. Vitnið sá að drengur stóð á sandhrúgu áfastri við tröppur þessar að austanverðu og rakst bifreiðin á drenginn og kastaði honum áfram en bif- reiðin hélt áfram og nam ekki staðar fyr en góðan spöl frá drengnum. Vitnið Stefán Guðmundsson, trésmiður, var um þetta leyti á gangi meðfram húsaröðinni við Laugaveginn að sunnanverðu, hélt hann austur eftir, alveg fast upp með 24 920 húsunum. Eins og fyr hefir sagt verið, er undirgangur milli húsa 136 og 138 og átti vitnið mjög skammt ófarið að und- irganginum, kveðst hann ekki hafa vitað fyrri til en bif- reið skauzt fram hjá honum vinstra megin með ofsahraða. Sá vitnið að drengur stóð fyrir utan húsið nr. 138, alveg við húshliðina. Virtist vitninu bifreiðin aka yfir hann og lá hann þar í blóði sínu, er bifreiðin fór hjá og helt á- fram af sama hraða, og sá vitnið að hún lenti á öðrum dreng, er var nokkuð austar en hinn upp við húsaröðina. Kveður vitnið að allt hafi þetta gerzt í svo skjótri svipan vegna hins mikla hraða er var á bifreiðinni, að hann gerði sér enga grein fyrir því á hvern hátt bifreiðin vakst á drengina. Sömu sögu hafa öll önnur vitni af hraðanum að segja. Vitnið Valgerður Bjarnadóttir, sem vinnur í bakarii á Laugavegi 130, tók eftir að bifreið fór framhjá bakariis- dyrunum með geysihraða, fór hún út á götuna til að líta á eftir henni, en er hún kom út var slysið um garð geng- ið, og var þá verið að taka drengina upp. Vitnið kveðst hafa unnið þarna í bakaríinu í tvö ár og aldrei séð bif- reið aka þarna framhjá af öðrum eins hraða. Tvö vitni sáu til bifreiðarinnar út um glugga á húsinu nr. 126 við Laugaveg rétt áður en slysið varð og hafa þau bæði borið það, að bifreiðin hafi þá verið á geisimiklum hraða og giskað á 70—-80 kilometra miðað við klukkustund. Þá hefir og vitnið Sigurþór Guðmundsson kaupmaður í Barónsbúð, en sú verzlun er á horninu á Hverfisgötu og Barónstig, bor- ið það, að hann hafi séð bifreið klukkan rúmlega 5 þenn- an dag aka inn Hverfisgötu af hraða svo miklum, að vitnið fór út á götuna til þess að horfa á eftir henni. Leit vitnið inn eftir Hverfisgötunni og sá að strætisvagn stóð á sínum venjulega viðkomustað innan við Vatnsþróna. Sá vitnið að bifreið þessi beygði fram hjá strætisvagninum á sama hraða og rétt á eftir heyrði vitnið líkt og smell, og taldi þá víst að eitthvert slys hefði orðið. Telur vitnið að það hafi aldrei séð hraðari akstur á götum bæjarins og /art á þjóðvegum. Loks má geta þess, að Aðalsteinn Jónsson, lögregluþjónn, sá bifreiðina R.E. 932 aka inn Hverfisgötu klukkan um 4 þennan dag, var hún þá fyrst, eftir ágizkun hans, á 23—30 km. hraða miðað við klukkustund, er hann veitti henni 921 eftirtekt á móts við verzlun Ámunda Árnasonar, en síðan jókst hraðinn að mun, og var að áliti vitnisins kominn upp í 50—60 km. hraða er bifreiðin kom á móts við Frakka- stiginn. Ákærður hefir ekki treyst sér til að mótmæla þessum vitnaframburðum um hraðann, kveðst ávalt aka greiðlega og einnig gert það að þessu sinni, en kveður sér þó þykja Ólíklegt að hann hafi verið á 70—-80 km. hraða. Sá, sem. fyrstur kom að drengnum, eftir að ekið hafði verið yfir hann, var verzlunarmaður í búð Lárusar Otte- sen, Laugavegi 134. Hann kveðst hafa heyrt skarkala, líkt og bifreiðar rækjust á og fór því út. Sá hann þá, hvar drengur lá í blóði sínu fyrir utan dyr hússins 138. Lá hann á hægri hlið, endilangur meðfram húsveggnum og vissi andlitið út að götunni. Tók vitnið drenginn og bar hann inn í húsið, lét síðan föður hans vita um slysið, og því næst lögregluna. Að því er ölvun ákærða snertir, þá er ekki upplýst í málinu, að hann hafi drukkið þennan dag meira en úr sherryflösku við þriðja mann. Verkstjórarnir í Dvergi hafa verið leiddir sem vitni í málinu og bar þeim að öllu leyti saman við frásögn ákærða. Félagar ákærða í bifreið- inni töldu sig ekki hafa séð neitt vin á ákærðum, er þeir komu upp í Þifreiðina til hans, og flöskur þær, sem þeir keyptu í áfengisverzlun ríkisins áður en þeir lögðu af stað upp fyrir bæinn voru ósnertar er slysið varð. Eftir að farið hafði verið með ákærðan á lögreglustöð- ina var þar haldið yfir honum ölvunarpróf af dr. Helga Tómassyni yfirlækni á Kleppi að vísu ekki fyrr en ca. 3 tímum eftir að slysið varð, vegna þess að ekki náðist í lækni fyr. Stóðst ákærður þá allar þrautir, er fyrir hann voru lagðar og telur doktorinn, að ekki geti hann talizt undir áhrifum vins er rannsóknin fór fram. Ákærður átti ekki bifreið þá, er hann stýrði. Eigandi hennar var Bjarni Guðbjörnsson bifreiðarstjóri, en hann hafði lánað hana bróður sinum Friðjóni Guðbjörnssyni og hélt hann til við Bifreiðarstöð Íslands. Hann lánaði á- ákærðum bifreiðina til bæjaraksturs og hefir hann borið það fyrir rétti, að hann hafi alls ekki séð vin á ákærðum, er hann lánaði honum bifreiðina, ella hefði hann ekki gert það. 922 Strax eftir slysið var bifreiðin skoðuð af Birni Blöndal löggæzlumanni og Jóni Ólafssyni bifreiðareftirlitsmanni. Var auðvitað ekki hægt að reyna hemla bifreiðarinnar eftir áreksturinn, þar sem allt var úr lagi gengið, en við nákvæma skoðun töldu þeir ekki hægt annað að sjá, en að hemlurnar hefðu verið í lagi fyrir áreksturinn og kveða þeir að ekkert hafi bent til hins gagnstæða. Einnig hafi stýrisgangur bifreiðarinnar verið þéttur og vel til hafður, enda hafði bifreiðin verið smurð þennan sama dag fyrir hádegi á verkstæði Egils Vilhjálmssonar. Bifreið þessi hafði verið skoðuð 16. febrúar síðastliðinn og reynd- ist þá fullstandsett að öllu leyti. Það verður nú að teljast fullsannað, að ákærður hafi ekið á geisimiklum hraða um götur bæjarins, bæði áður en slysið varð og um það leyti sem það skeði. Sérstaklega er það stórkostlega vítaverð óaðgætni að hægja ekki á hraðanum, er hann ók framhjá strætisvagninum og að hann þá ekki gefur neitt hljóðmerki frá sér. Auk þess hafði á- kærður neytt víns þótt ekki verði hann talinn að hafa verið ölvaður, samkvæmt upplýsingum þeim, er fengizt hafa. Framantalið afbrot ákærða, er hafði mannsbana í för með sér, ber að áliti dómarans að heimfæra undir 200. grein hinna almennu hegningarlaga, ennfremur undir 5., 6., 7. og 8. grein laga um notkun bifreiða, 20. grein á- fengislaganna, 46. og 48. grein lögreglusamþykktar Reykja- víkur. Ákærður er kominn yfir lögaldur sakamanna, fædd- ur 5. janúar 1909. Hann sat í sæzluvarðhaldi frá 4. 6. þ. m. Hann hefir hinn 5. september 1932 undirgengizt 150 króna sekt fyrir að aka bifreið próflaus og undir á- hrifum áfengis. Refsing sú, sem ákærður hefir til unnið, Þykir, ákveðin samkvæmt hinum tilvitnuðu hegningarlaga og áfengis- lagagreinum, 14. grein bifreiðarlaganna og 96. grein lög- reglusamþykktarinnar, hæfilega ákveðin fangelsi við venju- legt fangaviðurværi í 6 mánuði. Hann skal og sviftur æfi- langt leyfi til að aka bifreið. Hann greiði og allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. 923 Föstudaginn 28. sept. 1934. Nr. 68/1934 Óskar Bjarnasen og Filippus Árnason Segn Þorsteini Jónssyni o. fl. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, Óskar Bjarnasen og Filippus Árna- son, er eigi mæta í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef þeir af nýju vilja fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Föstudaginn 28. sept. 1934. Nr. 69/1934. Óskar Bjarnasen og Filippus Árnason gegn Guðm. Jónssyni og, f. h. firmans Gunnar Ólafsson £ Co., Gunnari Ól- afssyni o. fl. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, Óskar Bjarnasen og Filippus Árna- son, er eigi mæta í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef þeir af nýju vilja fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. 924 Föstudaginn 28. sept. 1934. Nr. 72/1934. Stefán Þorláksson gegn Niels Carlssyni vegna Timburverzlun. ar Árna Jónssonar. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Stefán Þorláksson, er eigi mætir í mál- inu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Föstudaginn 28. sept. 1934. Nr. 107/1934. Þórarinn Dúason gegn Alfons Jónssyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Þórarinn Dúason, er eigi mætir í mál- inu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nyju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. 925 Föstudaginn 28. sept. 1934. Nr. 78/1934. Magnús Ólafsson gegn Stefáni Jóh. Stefánssyni og Ásgeiri Guðmundssyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Magnús Ólafsson, er eigi mætir í mál- inu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Svo greiði hann og stefndum, er hafa látið mæta í málinu 30 kr. í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 3. okt. 1934. Nr. 65/1934. Jóhann Ólafsson £ Co. (Bjarni Þ. Johnson) Segn Stefáni Jóh. Stefánssyni og Ásgeiri Guðmundssyni og gagnsök. (Stefán Jóh. Stefánsson). Bætur fyrir afnotamissi bifreiðar vegna ólögmætr- ar innsetningargerðar. Áfrýjað er dómi bæjarþings Reykjavíkur 22. marz 1934: Stefndur, firmað Jóh. Ólafsson á Co., greiði stefnendun- um, Stefáni Jóh. Stefánssyni og Ásgeiri Guðmundssyni, kr. 2500,00 með 5% ársvöxtum frá 4. nóv. 1931 til greiðslu- dags og kr. 225.00 í málskostnað innan fimmtán daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 926 Dómur hæstaréttar. Aðaláfrýjandi krefst algerðrar sýknu af kröfum gagnáfrýjanda í máli þessu, og að þeir verði dæmdir til að greiða honum málskostnað bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Gagnáfrýjend- ur krefjast þess, að hinum áfrýjaða dómi verði breytt þannig, að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða þeim kr. 4500,00 með 5% ársvöxtum frá 4. nóv. 1931 til greiðsludags og málskostnað í hér- aði að skaðlausu og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Að vísu virðist mega gera ráð fyrir þvi, að eig- andi bifieiðar þeirra, er í hinum áfrýjaða dómi segir, mundi hafa haft einhverjar hreinar tekjur af bifreiðinni ef hann hefði haft umráð hennar tíma- bilið frá 1. nóv. 1930 til 4. nóv. 1931. En með því að akstur mannflutningabifreiða í Vestmannaeyj- um virðist eftir skýrslu vitna, er leidd hafa verið í málinu, hafa verið mjög rýr atvinna á nefndu tímabili, og að akstur nefnds bifreiðareiganda sumarið 1930 virðist hafa gefið honum litlar tekj- ur, þar sem hann þá varð að taka 1500 kr. lán, að því er virðist t'l að standa straum af afborgunum á kaupverði bifreiðarinnar, þykja bætur fyrir af- notamissi hennar hæfilega áætlaðar sem svarar 100 krónum á mánuði áðurnefnt tímabil, eða alls kr. 1200,00. Með því að aðaláfrýjandi hefir mótmælt öllum kröfum gagnáfrýjanda, þá verður einnig að telja þar í falin mótmæli gegn vaxtakröfu hans, og verða vextir af áðurnefndum kr. 1200,00 því aðeins taldir frá sáttakærudegi, eða 30. marz 1933. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður bæði í héraði og fyrir hæstarétti falli niður. 927 Því dæmist rétt vera: Aðaláfrýjandi, Jóhann Ólafsson á Co., greiði sagnáfrýjendum, Stefáni Jóh. Stefánssyni og Ásgeiri Guðmundssyni, kr. 1200,00 með 5% árs- vöxtum frá 30. marz 1933, að viðlagðri aðför að lögum. Málskostnaður bæði í héraði og fyrir hæsta- rétti falli niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Málavextir í máli þessu eru þeir, að með kaupsamningi dags. 1. maí 1930 seldi firmað Jóh. Ólafsson £ Co. hér í bæ, Ferdinand Carlssyni, bifreiðarstjóra í Vestmannaeyjum, fólksflutningabifreiði (Buick) fyrir danskar kr. 7075,77. Greiddi kaupandi við undirskrift samningsins d. kr. 4099,77, en eftirstöðvarnar d. kr. 2976,00 skyldi hann greiða á næstu 12 mánuðum með jöfnum afborgunum og sam- þykkti hann 12 víxla, hvern að upphæð d. kr. 248,00 fyrir eftirstöðvunum, 4 af vixlum þessum, þá er greiðast áttu 1. júní til 1. sept. innleysti kaupandi skilvíslega, en upp í víxil þann, er í gjalddaga féll 1. okt. greiddi kaupandi aðeins d. kr. 86,88 á réttum tima, en eftirstöðvarnar ekki fyr en viku síðar og þá til umboðsmanns firmans í Vest- mannaeyjum, og fékk skilyrðislausa kvittun fyrir greiðsl- unni. Í kaupsamningnum áskildi seljandi sér eignarrétt að bifreiðinni þar til kaupverðið væri að fullu greitt, og jafn- framt er það tekið fram í 4. gr. samningsins, að kaupanda sé óheimilt að selja eða veðsetja bifreiðina. Loks var svo ákveðið, að ef áskildar greiðslur væru ekki inntar af hendi á réttum tím eða ef kaupandi að öðru leyti gerði sig sekan um verulegar vanefndir á samningnum, þá hefði seljandi rétt til eftir eigin vild annaðhvort að krefjast þess, að bif- reiðin yrði sér afhent eða að ganga að eftirstöðvum kaup- verðsins. Með bréfi dags. 23. okt. 1930 fól seljandi umboðsmanni 928 sinum í Vestmannaeyjum að ganga að bifreiðinni, en hann hafði þá ekki fengið vitneskju um greiðslu víxileftirstöðv- anna 8. okt. Fór umboðsmaður seljanda þess síðan á leit við fógetann, að hann yrði settur inn í umráð yfir nefndri bifreið, enda hafði það þá komið í ljós, að kaupandi hafði veðsett þriðja manni bifreiðina fyfir 1500 króna láni. Var mál þetta því næst tekið fyrir í fógetarétti Vestmannaeyja 1. nóv. 1930. Í réttinum mótmælti kaupandi því að vanskil- in á greiðslu vixilsins frá 1. okt., þau, er að framan getur, hafi verið svo veruleg, að með þeim hafi hann fyrirgert rétti sínum til bifreiðarinnar. Hinsvegar viðurkenndi hann áðurnefnda veðsetningu á bifreiðinni, en bauðst í fógetaréttinum til að greiða eftir- stöðvar kaupverðs bifreiðarinnar með áföllnum kostnaði. Þessu boði hafnaði umboðsmaður seljanda af ástæðum, sem eru kaupsamningnum óviðkomandi og úrskurðaði fó- getinn siðan að innsetningargerðin í bifreiðina skyldi fara fram. Úrskurði þessum og innsetningargerð áfrýjaði kaup- andi til hæstaréttar og gekk hæstaréttardómurinn í málinu 4. nóv. 1931 á þá leið, að fógetaréttarúrskurðurinn var felldur úr gildi og fékk kaupandi aftur umráð bifreiðar- innar. Kaupandi bifreiðarinnar, F. Carlsson, hefir nú litið svo á, og á það verður að fallazt hjá honum, að með greindum hæstaréttardómi sé því slegið föstu, að hann hafi verið ólöglega sviftur umráðarétti yfir bifreiðinni í rösklega eitt ár, (frá 1. nóv. 1930 til 4. nóv. 1931). Jafn- framt telur hann, að seljandi bifreiðarinnar sé sem gerð- arbeiðandi bótaskyldur gagnvart honum fyrir allt það tjón, sem hann hafi af innsetningargerðinni hlotið, en tjónið áætlar hann að nemi að minnsta kosti kr. 4500,00. Hefir kaupandi með yfirlýsingu dags. 4. nóv. 1931, fram- selt þeim Stefáni Jóh. Stefánssyni, hrm. og Ásgeiri Guð- mundssyni cand. jur. hér í bænum framangreinda skaða- bótakröfu og hafa þeir eftir árangurslausa sáttaumleitun höfðað mál þetta fyrir bæjarþinginu, með stefnu útgefinni 15. apríl f. á. gegn Jóhanni Ólafssyni, kaupmanni, f. h. firmans Jóh. Ólafsson á Co., hér í bænum til greiðslu um- ræddra skaðabóta kr. 4500,00 ásamt 5% ársvöxtum frá 4. nóv. 1931 til greiðsludags, og málskostnaðar að skaðlausu. Reisa stefnendurnir skaðabótakröfuna á þeim grundvelli, 929 að með innsetningargerðinni hafi áðurnefndur bifreiðar- stjóri verið sviftur atvinnutekjum af bifreiðinni bæði við fólksflutninga og kennslu í heilt ár. En upphæð bótanna miða þeir við það, að hann á þessu tímabili hefði getað unnið sér svo mikið inn með akstri bifreiðarinnar, að af tekjunum hefði hann getað greitt fyrningarviðhald og skatta af bifreiðinni (áætla þeir það samtals kr. 1500,00 á ári) og auk þess reiknað sér 250 króna kaup á mánuði eða kr. 3000,00 yfir árið og nema upphæðir þessar sam- anlagðar hinni umstefndu kröfu. Stefndur hefir mótmælt kröfum stefnanda og krafizt þess aðallega, að hann verði algerlega sýknaður af þeim og honum tildæmdur hæfilegur málskostnaður eftir mati réttarins. Byggir stefndur sýknukröfuna á því í fyrsta lagi, að hann hafi ekki átt sök á því, að innsetningargerðin í bif- reiðina var framkvæmd, heldur maður sá, sem mætti við gerðina fyrir hans hönd, og eigi því að beina skaðabóta- kröfu, ef um hana nokkra sé að ræða, að umboðsmann- inum. En rétturinn litur nú svo á, að stefndur verði að bera ábyrgð á gerðum umboðsmanns síns í þessu efni og er þá málssókn þessari réttilega beint að stefndum. Þá heldur stefndur því fram í öðru lagi, að kaupandi bifreiðarinnar hafi enga skaðabótakröfu eignazt vegna umræddrar innsetningargerðar, en eins og áður er drep- ið á, er því slegið föstu með áðurgreindum hæstaréttar- dómi, að hún hafi verið ólögmæt, og þar sem það þykir mega ganga út frá þvi, að svipting umráða- og afnota- réttar í heilt ár yfir jafn dýru atvinnutæki og umrædd bifreið var, muni hafa bakað eigandanum tjón, verða þessi mótmæli stefnds ekki tekin til greina, og er þá að- eins eftir að athuga upphæð skaðabótakröfunnar, en henni hefir stefndur til vara mótmælt sem of hárri. Í málinu er ekki upplýst, að í Vestmannaeyjum hafi verið nokkur venja fyrir hendi um það, hvað bifreiðar- stjórum á flutningabifreiðum hafi verið greitt í mánað- arkaup á þeim tíma, sem hér skiptir máli. En eitt vitni, Sigurjón Jónsson, sem átti þá farþegabifreið þar, hefir borið það, að hann hafi árin 1930—31 greitt manni, sem aðstoðaði við akstur bifreiðarinnar, en vann jafnframt að bifreiðaaðgerðum, kr. 250—-300 á mánuði, þá hefir vitni 930 þetta, svo og annað vitni borið það, að atvinna við fólks- flutninga hafi frá því í ágústmánuði 1930 verið svo rýr, að hún hafi vart borgað reksturinn. “ En við framburð vitna þessara er það meðal annars að athuga, að hvorugt þeirra stundaði bifreiðaakstur sem aðalstarf, eins og framseljandi kröfu þeirrar, sem hér um ræðir, gerði. Þá hafa stefnendurnir haldið því fram, að ofangreindur bifreiðarstjóri, F. Carlsson, hafi haft í hyggju ef aksturinn gengi ekki sæmilega í Vestmannaeyjum, að flytja bifreiðina hingað til Reykjavíkur og stunda akstur á henni hér, en meðal bifreiðastjórakaup mun vera hér í bænum kr. 300,00 á mánuði. Stefnendunum hefir nú ekki, gegn mótmælum stefnds, tekizt að sanna upphæð skaða- bótanna og hafa þeir lagt á vald dómarans að meta þær. Og með tilliti til atvinnutækis þess, sem hér var um að ræða, og annara aðstæðna, virðist vart geta verið of hátt áætlað, að gera ráð fyrir, að oft nefndur bifreiðarstjóri hefði getað haft rúmlega 200 króna tekjur af bifreiðinni á mánuði, á því tímabili, sem hann var sviptur umráðum hennar; að frádregnum rekstrarkostnaði bifreiðarinnar. en að meðtaldri fyrningu á henni, og ákveðast þá skaða- bætnrnar í einu lagi kr. 2500,00. Ber að dæma stefndan til að greiða þá upphæð með vöxtum eins og krafizt hefir ver- ið, svo og málskostnað, sem ákveðst kr. 225,00. Föstudaginn 5. okt. 1994. Nr. 114/1933. Jörgen Nissen (Guðm. Ólafsson) gegn Elísu Jónsdóttur (Garðar Þorsteinssor Barnsfaðernismál. Dómur aukalögregluréttar Ísafjarðar 14. janúar 1933- Ef kærandi, Elisa Jónsdóttir, innan 30 daga frá uppsögn dóms þessa, vinnur eið að því á varnarþingi sinu, eftir löglegan undirbúning, að kærður, Jörgen Nissen, hafi haft samræði við sig á tímabilinu frá 26. júlí til 5. september 931 1931, að báðum dögum meðtöldum, skal kærður teljast faðir meybarns þess, er kærandi ól 15. mai 1932 og greiða 20,00 kr. í málskostnað. Verði kæranda hinsvegar eiðfall, á kærður að vera sýkn af kröfum hennar í málinu og málskostnaður að falla niður. Dómnum að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Héraðsdóminum í máli þessu, er upp var kveð- inn 14. jan. f. á., hefir áfrýjandi skotið til hæstarétt- ar með stefnu, útg. 17. okt. s. á., að fengnu áfrýjun- arleyfi 7. s. m. Stefnda hefir fengið gjafvörn í mál- inu og sér settan talsmann fyrir hæstarétíi. Áfrýjandi krefst þess aðallega, að hinum áfrýj- aða dómi verði breytt þannig, að hann verði skil- yrðislaust sýknaður af kröfum stefndu, en til vara, að honum verði veitt heimild til þess að synja með eiði sínum fyrir samfarir sínar við stefndu á þeim tíma, er í niðurlagi hins áfrýjaða dóms segir. Og loks krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir hæstarétti, hvernig sem málið fer. Stefnda krefst þar á móti staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi og málskostnaðar fyrir hæstarétti, eins og málið væri ekki gjafvarnarmál, þar með talin mál- flutningslaun til talsmanns sins fyrir hæstarétti. Eftir því, sem fram er komið í rannsókn þessa máls og lýst er í hinum áfrýjaða dómi, verður að fallast á það, að stefnda fái heimild til að stað- festa með eiði skýrslu sína um samfarir sínar við áfrýjanda, og með því að málinu hefir ekki verið áfrýjað af hálfu stefndu, verður að staðfesta dóm- inn, þó þannig, að eiðsfresturinn teljist 10 vikur frá uppsögn dóms þess. 932 Eftir þessum málalokum skal svo um málskostn- að fyrir hæstarétti fara sem hér segir: Ef stefnda vinnur eiðinn, þá greiði áfrýjandi kostnað af máls- skotinu vegna stefndu, eins og málið hefði eigi ver- ið gjafvarnarmál, þar á meðal 100 kr. í málflutn- ingslaun talsmanns stefndu. Ef stefndu verður eið- fall, greiði hún þar á móti áfrýjanda 150 kr. í máls- kostnað, en annar kostnaður af málinu hennar vegna, þar á meðal 100 kr. í málflutningslaun til talsmanns hennar, greiðist úr ríkissjóði. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera Óraskaður, þó þannig, að eiðsfrestur verði 10 vikur frá uppkvaðningu dóms þessa. Ef stefnda, Elísa Jónsdóttir, vinnur eiðinn, greiði áfrýjandi, Jörgen Nissen, allan kostnað af áfrýjuninni vegna stefndu, eins og málið hefði ekki verið gjafvarnarmál, þar á meðal 100 krónur í málflutningslaun til talsmanns hennar fyrir hæstarétti, Garðars Þorsteinsson- ar hæstaréttarmálflutningsmanns. Ef stefndu verður eiðfall, greiði hún 150 krónur í málskostnað til áfrýjanda, en annar kostnaður af áfrýjun málsins hennar vegna, þar á meðal 100 krónur í málflutningslaun til áðurnefnds talsmanns hennar greiðist úr rík- issjóði. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. 933 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað fyrir einkalögreglurétti Ísafjarðar 22. ágúst s. 1, skv. beiðni kærandans, Elísu Jónsdóttur, ó- giptrar stúlku, nú til heimilis í Pólgötu 4 á Ísafirði, gegn kærðum, Jörger Nissen, kaupmanni á Felli á Ísafirði, sem mætt hefir í málinu óstefndur að tilhlutun dómarans, til sönnunar faðerni óskilgetins barns. 15. maí s. 1. ól kærandinn meybarn, sem eftir lýsingu ljósmóður verður að teljast að hafa verið fullburða. Telur læknir eðlilegast, að barn þetta sé getið um miðjan ágúst 1931, en geti þó verið getið allt að 20 dögum fyr eða síðar. Kærandinn lýsir kærðan í máli þessu föður að barn- inu, en hann hefir ekki viljað gangast við faðerni þess Kærandi hefir gert þá aðalkröfu í málinu, að kærður yrði dæmdur faðir barnsins, en krafizt þess til vara, að sér yrði dæmdur fyllingareiður í málinu. Kærður hefir gert þá aðalkröfu, að hann yrði algerlega svknaður af faðerni barnsins, en krafizt þess til vara, að sér yrði dæmdur synjunareiður í málinu. Sáttatilraun reyndist árangurslaus. Kærandi segist hafa kynnæt kærðum fyrst snemma á ár- inu 1930 og þá hafa haft samræði við hann. Sumarið 1930 kveðst hún ekki hafa verið á Ísafirði, en veturinn 1930— 1931 segist hún hafa haft nokkrum sinnum samræði við kærðan heima hjá honum, allt fram í febrúar 1931, en man ekki hvað oft. Einnig segist hún hafa haft samræði við kærðan heima hjá honum kvöld eitt í mai 1931. Segir kærandi, að nokkru seinna hafi kærður siglt til útlanda og hafi þau ekki haft samræði síðan aftur, fyrr en nótt- ina eftir 20. ágúst sama ár. Þá nótt kveðst hún hafa verið heima hjá kærðum og sofið hjá honum á legubekk lengi nætur, uns hún hafi farið frá honum um kl. 7 um morg- uninn. Telur kærandi, að samræðið hafi átt sér stað þarna á legubekknum milli kl. 2 og 3 um nóttina. Fullyrðir kær- andi, að barn sitt hljóti að vera ávöxtur af þessu sam- ræði, þvi hún hafi ekki haft samræði við neinn annan á getnaðartíma barnsins. Kærandi segir, að samræði þetta hafi að vísu ekki ver- ið eins fullkomið og stundum endranær, því kærðum hafi leyst sæði óvenjulega fljótt í þetta sinn, en hún hafi þó 934 orðið þess glögglega vör, að sæðið hafi ekki fallið fyrr en alllangt inn var komið og orðið eftir þar. Þá hefir kærandi einnig skyrt frá því, að hún hafi hafi samræði við kærðan í októberlok eða nóvemberbyrjun 1931 á skrifstofu hans og annan dag jóla sama ár heima hjá honum. Kærður hefir viðurkennt, að hann hafi kynnzt kærand- anum snemma á árinu 1930 og þá hafi samræði við hana og einnig nokkrum sinnum veturinn 1930—1931, eins og hún hefir skýrt frá. Hið umgetna kvöld í maí 1931 kveðst kærður ekki hafa haft samræði við kæranda, en verið geti, að kærandi hafi komið heim til sín þá. Í júní 1931 kveðst kærður hafa siglt til útlanda og ekki komið heim fyrr en 26. eða 27. júlí s. á. Kærður neitar því, að hann hafi haft samræði við kær- anda hina umgetnu nótt í ágúst 1931. Hinsvegar hefir hann viðurkennt, að kærandi hafi verið heima hjá sér og sofið hjá sér þessa nótt. Hefir hann skýrt svo frá, að það hafi verið fullur vilji þeirra beggja að hafa samræði sam- an og hafi þau gert tilraun til þess, svo sem hann hefir nánar lyst. En hann segir, að sér hafi fallið sæði, meðan hann hafi verið að reyna að hafa samræði við kæranda, áður en svo langt hafi verið komið, að eiginlegt samræði hafi verið byrjað, og hafi sæðið fallið í brækur sér, Hafi svo ekkert orðið úr samræði með þeim Þessa nótt. Neitar kærður því að hann hafi nokkurntíma haft samfarir við kæranda á hugsanlegum getnaðartíma barnsins og geti hann því ekki verið faðir þess. Hinsvegar viðurkennir kærður, að hann hafi haft sam- ræði við kæranda í októberlok eða nóvemberbyrjun og ann- an dag jóla 1931. Það er upplýst í málinu og viðurkennt af kæranda, að hún hafi veturinn 1929—-1930 nokkrum sinnum haft sam- ræði við Kristján Friðbjörnsson, málara á Ísafirði, og einnig einu sinni í dezember 1931. Það er einnig upplýst og viðurkennt af kæranda, að hún hafi sofið hjá Kristjáni Friðbjörnssyni á legubekk í herbergi hans í húsinu Felli á Ísafirði eina nótt laust eftir 19. júní 1931. Svaf þá einnig annar maður í herberginu hjá þeim. Kristján hefir gefið það í skyn, að kærandi hafi ekki 935 viljað hafa samræði við sig þessa nótt og bæði hafa þau neitað því eindregið, að samræði hafi átt sér stað milli þeirra þá. En þó svo væri að þau hefðu haft samræði þessa nótt, verður að telja það alveg útilokað, tímans vegna, að barnið gæti verið ávöxtur af þeim. Bæði hafa þau neitað því eindregið, Kristján og kær- andi, að þau hafi haft samræði saman á hugsanlegum getnaðartima barnsins. Þykir ekki fram komnar nægar líkur fyrir því, gegn ákveðinni neitun þeirra beggja, að þau hafi haft samræði saman á þeim tíma. Það er upplýst í málinu, bæði með framburði kær- anda, kærðs og vitna, sem leidd hafa verið í málinu, að kærandi hefir, allt frá því hún varð þess fyrst vör haustið 1931, að hún var þunguð orðin, kennt kærðum barnið og engum Öðrum, svo vitað sé. Í málinu hefir farið fram blóðrannsókn, skv. ósk kærðs og á hans kostnað, en ekki sker hún úr um faðerni barns- 1ns. Í málinu hefir ekki fengizt full sönnun fyrir því, að kærður hafi haft samræði við kæranda á getnaðartíma barnsins og verður aðalkrafa kæranda því ekki tekin til greina. En með þvi, sem upplýst hefir verið í málinu um sam- ræði kæranda og kærðs, bæði fyrir og eftir getnaðartima barnsins, um samvistir kæranda og kærðs nóttina eftir 20. ágúst 1931 og um stöðugan framburð kæranda, allt frá því hún varð fyrst vör við þunga sinn haustið 1931 um það, að enginn annar en kærður geti verið faðir barnsins, þykja, þrátt fyrir það, sem upplýst er um sam- band kæranda við Kristján Friðbjörnsson, fengnar það miklar líkur fyrir því, að kærandi og kærður hafi haft samræði saman á getnaðartíma barnsins, að rétt sé, skv. 15. gr. laga nr. 46 frá 1921, að láta úrslit málsins vera komin undir fyllingareiði kæranda, þannig að ef hún vinnur eið að því á varnarþingi sínu eftir löglegan und- irbúning, að kærður hafi haft holdlegt samræði við sig á tímabilinu frá 26. júlí til 5. september 1931, að báðum dögum meðtöldum, þá skal kærður teljast faðir barns þess, er kærandi ól 15, mai s. 1. og greiða allan af máli þessu löglega leiðandi kostnað, er ákveðst 20,00 kr. Verði kæranda hinsvegar eiðfall, á kærður að vera 25 936 sýkn af kröfu kæranda í máli þessu, og málskostnaður að falla niður. Eiðfrestur þykir hæfilega ákveðinn 30 dagar frá upp- sögn dóms þessa. Mánudaginn 8. okt. 1934. Nr. 128/1933. A. J. Johnson (Jón Ásbjörnsson) segsn bæjargjaldkera Reykjavíkur, f. h. bæjarsjóðs (Garðar Þorsteinsson), Fasteignagjald af mannvirkjum á lóðum. Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 2. okt. 1933: Hið umbeðna lögtak á að ná fram að ganga á ábyrgð gerðar- beiðanda. Dómur hæstaréttar. Máli þessu er skotið til hæstaréttar með stefnu 16. nóv. f. á. að fengnu áfrýjunarleyfi, 2. s. m., enda þótt sakarefnið nemi ekki áfrýjunarupphæð. Áfrýjandi krefst ómerkingar á hinum áfrýjaða úr- skurði og málskostnaðar í hæstarétti eftir mati dóms- ins. Stefndi krefst staðfestingar á úrskurðinum og imálskostnaðar með sama hætti sem áfrýjandi. Bæjarstjórn Reykjavikur og borgarstjóri virð- ast að vísu hafa skilið svo ákvæði 1. og 2. gr. laga nr. 36/1924 allt þangað til gjaldið eftir þeim var álagt fyrir árið 1933, að gjald þetta ætti ekki að greiða af mannvirkjum, öðrum en húsum á lóðun- um. En þessi skilningur getur þó ekki, ef hann reynist rangur, staðið því í vegi, að breyta megi þeirri álagningu gjaldsins í samræmi við réttan skilning á lögunum. Ákvæðið í upphafi 2. gr. laga nr . 36/1921 um 937 það, að fasteignagjald það, er í 1. gr. laga þess- ara segir, skuli miða við virðingarverð fasteign- anna eftir fasteignamatslögunum, bendir til þess, sbr. 6. gr. laga nr. 22/1915 og 5. gr. laga nr. 14/1922, að gjaldið skuli reikna af fasteisnunum (þ. e. lóð- um með húsum og öðrum mannvirkjum) í heild sinni eftir fasteignamatsvirðingu þeirra og regl- um þeim, sem settar eru í A—C lið 2. gr. laga 36/1924. En þetta atriði gæti þó ekki ráðið úrslit- um ef greining nefndra liða á skattstofnunum í hús, lóðið og lendur væri tæmandi og undanþægi mannvirki þau, er hér skipta máli, þar með fast- eignagjaldinu. Í öðrum lögum frá 1915 og síðan um gjöld af fasteignum virðast gjöldin vera lögð á fasteignirnar í heild eftir fasteignamati þeirra, enda þótt önnur mannvirki en hús á lóðunum séu ekki nefnd sérstaklega, sbr. 2. gr. laga nr. 66/1917, um holræsagjald á Akureyri, 2. gr. laga nr. 18/1920, um holræsagjald í öðrum kaupstöðum en Reykja- vík og Akureyri, nú 87. gr. vatnalaga nr. 15/1923, 2. gr. laga nr. 23/1926, um bæjargjöld í Vestmanna- eyjum, 1. gr. laga nr. 31/1926 um skatt af húsum og lóðum í Siglufjarðarkaupstað, og 2. gr. laga nr. 11/1931, um skatt af húseignum í Neskaupstað þar sem þar á móti tilætlunin hefir verið, að þiggja önnur mannvirki á lóðum en hús undan gjaldi, hvort sem það hefir verið til ríkis eða bæjarfélags eða hrepps, þá virðist hafa verið talin þörf á því að taka þau undan berum orðum, sbr. 9. gr. laga nr. 22/1915, um ábúðarskattinn forna, og nú 1. gr. laga nr. 66/1921 um fasteignagjaldið til ríkissjóðs, 1. gr. laga nr. 16/1921, um lóðargjald á Akureyri, og lög nr. 22/1922, um skatt af lóðum og lendum í Húsavikurhreppi. 938 Samkvæmt þessu virðist svo sem þurft hefði ó- tvírætt að undanþiggja í lögum oftnefnd mann- virki á lóðum í Reykjavík fasteignagjaldinu sam- kvæmt lögum nr. 36/1924, eins og gert er i fjórum hinum síðastnefndu lögum hér að framan, ef til- ætlunin hefði verið, að eigi skyldi svara af þeim fasteignagjaldi. En með því að slík undanþága er eigi fyrir hendi, verður að telja gjald það, er í máli þessu greinir, réttilega álagt og ber því að stað- festa hinn áfrýjaða úrskurð. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður fyr- ir hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt yera: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera órask- aður. Málskostnaður fyrir hæstarétti falli niður. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Með því að Ágúst J. Johnson, bankaféhirðir, Sólvalla- götu 16 hér í bænum hefir eigi fengizt til að greiða eftir- stöðvar af fasteignagjaldi (lóðargjaldi) af húseign sinni nr. 16 við Sólvallagötu fyrir árið 1933, að upphæð kr. 17,25 með gjalddaga 2. janúar 1933, hefir bæjargjaldkeri Aeykjavíkur krafizt lögtaks í greindum eftirstöðvum gjaldsins, en gerðarþoli hefir mótmælt því, að lögtakið næði fram að ganga og hefir ágreiningurinn verið lagður undir úrskurð fógetaréttarins. Gerðarþoli byggir neitun sína um greiðslu hinna um- kröfðu eftirstöðva, sem eru lóðargjaldseftirstöðvar, á því, að í ár hafi lóðargjaldið ekki aðeins verið reiknað af matsverði lóðarinnar sjálfrar, heldur einnig af matsverði mannvirkja á lóðinni, sem eru girðingar um hana, en slíkt hafi ekki átt sér stað síðan lög nr. 36 frá 1924 gengu í gildi, enda sé óleyfilegt samkvæmt þeim lögum að leggja 939 fram, að upptalning 2. gr. laganna, á þvi sem gjaldskylt fasteignagjald á mannvirki á lóðum. Heldur hann því sé, sé tæmandi, og að með því að hvergi sé þar minnst á mannvirki á lóðum, þá séu mannvirki önnur en hús, svo sem girðingar um lóðirnar og þ. h. ekki skattskyld. Þessi skoðun styðst og við meðferð málsins á Alþingi, þegar lög þessi voru sett og komi fram bæði í greinargerð frum- varpsins og í umræðunum á Alþingi. Gerðarbeiðandi heldur því aftur á móti fram, að sam- kvæmt 1. gr. laga nr. 36 frá 1924 sé objektið fyrir gjaldinu allar fasteignir, upptalningin í a-c lið 2. gr. sé aðeins til að ákveða mismunandi gjaldstiga af hinum ýmsu fasteign- um og þá heldur ekki nein takmörkun á 1. gr. og alveg skýlaust verði þetta þegar litið sé á það ákvæði 2. gr., að fasteignagjaldið skuli miða við virðingarverð eftir fast- eignamatslögunum. En 6. gr. Í. mgr. fasteignamatslag- anna nr. 22 frá 1915, hljóðar svo: „Húseignir allar í kaupstöðum, kauptúnum og þorpum skal meta svo, að húsin séu metin sér í lagi og lóð sú og mannvirki, er hverri húseign fylgir, sér í lagi“. Samkvæmt því beri að skýra 1. og 2. gr. laga nr. 36 frá 1924 með hliðsjón af nýnefndri 6. gr. laga frá 1915, en samkvæmt henni beri að virða húseignir sérstaklega og lóðir og mannvirki fyrir sig, og séu þvi mannvirkin gjald- skyld með lóðunum, að öðrum kosti væri ekki fullnægt því skilyrði 1. gr. laga nr. 36 frá 1924, að fasteignagjald skuli leggja á allar fasteignir. Gerðarbeiðandi bendir og á að rikissjóður hafi innheimt fasteignaskattinn á sama hátt samkvæmt 1. gr. laga nr. 66 frá 1921, sem sé orðuð á sama veg og 2. gr. laga nr. 36, 1924, sem sé vísi til fast- eignaskattslaganna. Samkvæmt þessu sé hið umkrafna gjald löglega á lagt. Gerðarþoli hefir aftur á móti haldið því fram, að þetta sé ekki rétt skýring á 6. gr. fasteignamatslaganna, enda hafi lögin ekki verið framkvæmd svo, lóðirnar hafi verið virtar fyrir sig og mannvirkin sér í lagi og þetta hafi ein- mitt allir vitað þegar lög nr. 36 frá 1924 voru sett, enda sé 5. gr. laga nr. 14 frá 1922 um skattmat fasteigna, í sam- ræmi við þetta. Með lögum nr. 36 frá 1924 var sú grundvallarbreyting gerð á skattgjaldi til bæjarsjóðs af fasteignum, að leiddur 940 var í lög verðskattur af fasteignum, fasteignagjald, í stað gjalda sem eingöngu var miðað við flatarrúm. Gjaldið er lagt á allar fasteignir, nema þær sem sérstaklega eru und- anþegnar, og gjaldið er miðað við „virðingarverð eftir fasteignamatslögunum“. Í 6. gr. laga nr. 22/1915 eru fyrir- mæli um það hvernig haga skuli virðingu á húseignum í kaupstöðum, og koma þá fram tvær greinar skatísiofns- ins, önnur er húsin en hin lóðin og mannvirki á henni, önnur en húsin. Lög nr. 36 frá 1924 nefna ekki mann- virki, en hvorki af þessu út af fyrir sig né undirbúningi laganna verður ráðið, að virðingarverð mannvirkja skuli undanþegið fasteignagjaldinu. Ef sú hefði verið ætlunin, þá hefði í þessum lögum átt að vera fyrirmæli um, gegn ótviræðu orðalagi 6. gr. laga nr. 22 frá 1915 og þrátt fyrir ákvæði niðurlags 5. gr. laga nr. 14 frá 1922, að þessi mann- virki skyldu metin sérstaklega. Þá hefir það ennfremur líkindin á móti sér, að nokkur hluti verðmætis fasteign- ar skuli undanþeginn fasteignagjaldi án þess að það sé berum orðum framtekið, svo sem er í 1. gr. laga nr. 66 frá 1921 og lögum nr. 22 frá 1922 um skatt til sveitarsjóðs af lóðum og lendum í Húsavíkurhreppi. Þegar nú hér við bætist, að það er meginregla, að lóð sem ekki fylgir hús- eign, skal meta ásamt mannvirkjum, þá þykir það ekki verða dregið í efa, að orðið lóð í 2. gr. Þ. lið laga nr. 36 frá 1924 taki einnig til mannvirkja, er vera kunna á lóð- inni og lóðargjaldið skuli reiknast af heildarverðinu. Hið umkrafða gjald telst því löglega á lagt og lögtakið fram að ganga. Það athugast að dráttur sá, sem orðið hefir á uppkvaðn- ingu úrskurðarins, stafar af önnum og fjarveru fulltrúans. 941 Föstudaginn 12. okt. 1934. Nr. 117/1933. Freygarður Þorvaldsson (Stefán Jóh. Stefánsson) segn borgarstjóra Reykjavíkur, f. h. bæj- arsjóðs (Garðar Þorsteinsson). Lögtak ómerkt vegna formgalla. Lögtaksgerð fógetaréttar Reykjavíkur 6. febr. 1933. Dómur hæstaréttar. Við niðurjöfnun útsvara í Reykjavík 1931 var á- frýjanda gert að greiða kr. 451,00 í útsvar til bæj- arsjóðs, og árið 1932 var honum sömuleiðis gert að greiða kr. 410,00 í útsvar. Áfrýjandi greiddi hvorugt þessara útsvara og var því beiðst lögtaks á þeim, hinn 6. nóv. 1931 á útsvarinu fyrir það ár, og hinn 15. nóv. 1932 á útsvarinu fyrir 1932. Úr- skurður fógeta um að lögtak skyldi fram fara gekk um útsvarið fyrir 1931 hinn 9. nóv. 1931, en um útsvarið fyrir 1932 hinn 16. nóv. 1932. Síðan var ekkert gert til framkvæmdar lögtaki á kröfum þessum, þar til hinn 6. febr. 1933. Var þá í fógeta- rétti Reykjavíkur framkvæmt lögtak fyrir umgetn- um útsvörum ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, í hálfri húseigninni nr. 27 við Laugaveg hér í bæn- um, sem er eign áfrýjanda. Lögtaksgerð þessari hefir áfrýjandi, að fengnu áfrýjunarleyfi dags. 20. okt. 1933, skotið til hæsta- réttar með stefnu útgefinni 26. okt. 1933, og hefir hann gert þær réttarkröfur, að hin áfrýjaða lög- taksgerð verði úr gildi felld, og að stefndi verði dæmdur til að greiða sér málskostnað í hæstarétti eftir mati réttarins. Af hálfu stefnda er krafizt 942 staðfestingar lögtaksgerðarinnar og málskostnað- ar í hæstarétti. Kröfur sinar byggir áfrýjandi fyrst og fremst á því, að ýmsir formgallar hafi verið á lögtaksgerð- inni, og ennfremur, að því er snertir útsvarið fyrir árið 1931, á því, að lögtaksréttur hafi verið fyrnd- ur, og, að því er snertir útsvarið fyrir árið 1932, á því, að það sé ólöglega álagt, þar sem hann það ár eigi hafi verið útsvarsskyldur í Reykjavik. Að því er snertir fyrsta atriðið, form lögtaks- gerðarinnar, hefir áfrýjandi bent á það, að aðeins einn maður hafi undirritað serðina sem réttarvott- ur. Í upphafi gerðarinnar er að vísu sagt, að fó- getarétturinn hafi verið haldinn af fulltrúa lög- manns með undirrituðum vottum, sem þó eigi eru nafngreindir, en undir gerðina hefir aðeins einn maður ritað sem vottur. Brestur því gegn mótmæl- um áfrýjanda, sönnun fyrir þvi, að gerðin hafi far- ið fram löglega að þessu leyti og verður þegar af þeirri ástæðu að taka kröfu áfrýjanda til greina. Ber því að fella hina áfrýjuðu lögtaksgerð úr gildi og þykir eftir þeim málsúrslitum rétt að stefndi greiði áfrýjanda málskostnað fyrir hæstarétti með 200 krónum. Því dæmist rétt vera: Hin áfrýjaða lögtaksgerð skal úr gildi felld. Stefndi, borgarstjóri Reykjavíkur, fyrir hönd bæjarsjóðs, greiði áfrýjanda, Freygarði Þor- valdssyni, 200 krónur í málskostnað í hæsta- rétti að viðlagðri aðför að lögum. 943 Föstudaginn 12. okt. 1934. Nr. 60/1934. Kristófer Eggertsson (Stefán Jóh. Stefánsson) segn Gunnari E. Benediktssyni og Þorleifi Jónssyni (Enginn). Fyrning skuldar. Dómur gestaréttar Hafnarfjarðar 13. marz 1934: Stefnd- ur, skipstjóri Kristófer Eggertsson, Akranesi, greiði stefn- anda, Þorleifi Jónssyni, bæjarfulltrúa í Hafnarfiði, vegna málflutningsskrifstofu Gunnars E. Benediktssonar á Þor- leifs Jónssonar, kr. 507,67, ásamt 6% ársvöxtum af hinni í- dæmdu upphæð frá 1. janúar 1932 til greiðsludags og í málskostnað kr. 83,70. Dóminum að fullnægja innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu hans undir aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Þegar mál þetta var þingfest í hæstarétti mætti enginn af hálfu hinna stefndu. Hefir málið því ver- ið rekið skriflega samkv. 38. gr. hæstaréttarlaganna, og er dæmt eftir N. L.1—-4—32. og 2. gr. tilsk. 3. júní 1796. Áfrýjandi hefir krafizt þess, að hann verði sýkn- aður af öllum kröfum hinna stefndu, og að þeir verði dæmdir til að greiða honum málskostnað fyr- ir undirrétti og hæstarétti eftir mati réttarins. Krafa sú, sem mál þetta er risið út af, er verzlun- arskuld við firmað „Verzlun Böðvarssona“ í Hafn- arfirði, sem stefndu telja sig hafa fengið framselda til eignar. Það er upplýst í málinu, að á árinu 1920 réðst á- frýjandi í þjónustu firmans „Verzlun Böðvarssona“ í Hafnarfirði og starfaði hjá verzluninni sem skip- 944 stjóri þar til síðari hluta ársins 1923, og er áfrýj- andi í bókum verzlunarinnar talinn skulda henni í árslok 1923 kr. 591,19, að meðtöldum vanreiknuð- um kostnaði að upphæð kr. 20,15, er áfrýjanda voru færðar til skuldar á árinu 1921. Um áramótin 1928—1929 réðst áfrýjandi aftur í þjónustu Böðvarssona og starfaði enn hjá þeim sem skipstjóri til síðari hluta ársins 1931 og var þá viðskiptareikningi hans við verzlunina haldið á- fram, þannig að skuldin frá árinu 1923 var færð í hinn nýja viðskiptareikning hans, og virðist kaup hans á þessum árum hafa numið kr. 83,52 meira en úttekt hans á sama tíma, og er skuld hans í bókum verzlunarinnar í árslok 1931 talin 507,67 eða kr. 83,52 lægri en í árslok 1923. Fyrir undirrétti hélt áfrýjandi því fram, að hann í raun og veru hafi ekki skuldað verzlun Böðvars- sona neitt í árslok 1923, þótt bækur verzlunarinn- ar sýni hið gagnstæða, og komi það til af því, að honum hafi verið vanfærðar til tekna ýmsar upp- hæðir, sem hann þó hefir eigi gert nánar grein fyrir, en hér í rétti byggir áfrýjandi sýknukröfu sína eingöngu á því, að skuld þessi, þó einhver hafi verið sé nú fyrnd. Það er nú eigi ágreiningur um það í málinu, að fullur fyrningarfrestur hefir verið liðinn, er á- frýjandi á ný gekk í þjónustu Böðvarssona um áramótin 1928—-29, en hinir stefndu hafa haldið því fram í undirrétti, að áfrýjandi hafi jafnan við- urkennt skuldina frá 1923 og lofað að greiða hana af kaupi sinu hjá verzluninni árið 1929—31 og þessu til styrktar benda þeir á, að áfrýjandi hafi árlega fengið reikning frá verzluninni, þar sem skuldin hafi verið færð honum til útgjalda, og 945 hafi hann aldrei hreyft neinum athugasemduin við það. Þessari staðhæfingu hinna stefndu hefir áfrýj- andi mótmælt. Hann heldur því fram, að hann hafi ekki vitað um það, að Böðvarssynir hafi talið hann í skuld við verælunina í árslok 1923, hann neitar því að hann hafi nokkurn tima viðurkennt skuld þessa eða lofað að greiða hana, og loks neitar hann að hafa nokkurn tíma fengið reikninga frá verzl- uninni, er sýni skuld þessa. Gegn þessari neitun áfrýjanda hafa stefndu eigi fært sönnur á, að áfrýjandi hafi sérstaklega viður- kennt skuldina frá 1923 eða lofað að greiða hana af kaupi sínu árin 1929—31. Það hefir eigi heldur verið upplýst gegn neit- un áfrýjanda, að hann hafi fengið reikninga yfir viðskiptin 1928—1931, þar sem skuld þessi hafi verið tilfærð, og viðurkenning hans á skuldinni með n:ótmælalausri viðtöku á slíkum reikningum kemur því eigi til álita. Loks bendir það, að áfrýj- andi hefir fengið kaup sitt árin 1929— 1931 greitt að fullu, að undanteknum kr. 83,52, sem er örlítill hluti af kaupi hans þessi ár, til þess að verzlun Böðvarssona hafi ekki veitt honum ástæðu til að halda, að hann yrði krafinn um hina umstefndu skuld. Með því, að þannig brestur sönnun fyrir því, að hin umstefnda krafa hafi verið viðurkennd eftir að fyrningarfrestur hófst, 31. dez. 1923, verður að fallast á, að krafan hafi verið fyrnd, er mál þetta var höfðað í héraði, og ber því að fella hinn áfrýj- aða gestaréttardóm úr gildi og sýkna áfrýjanda af kröfum stefndu, en eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður í héraði og hæstarétti falli niður. 946 Því dæmist rétt vera: Áfrýjandi, Kristófer Eggertsson, á að vera sýkn af kröfum stefndu, Gunnars E. Benedikts- sonar og Þorleifs Jónssonar í máli þessu. Málskostnaður í héraði og hæstarétti falli niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Með stefnu útgefinni 26. maimán. f. á. hefir stefnand- inn, Þorleifur Jónsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, með heimild í lögum nr. 59, 1905, höfðað mál þetta gegn skip- stjóra, Kristófer Eggertssyni, Akranesi, til greiðslu á skuld að upphæð kr. 507,67, er stofnuð hafi verið við firmað, Verzlun Böðvarssona, samkvæmt reikningi, er honum hafi verið framseld. Svo og til greiðslu 6% ársvaxta af upphæð þessari frá 1. jan 1932 og málskostnaðar samkvæmt reikn- ingi, eða eftir mati réttarins. Skuld þessari hefir stefnd- ur eða umboðsmaður hans mótmælt sem rangri og raka- lausri, og sem ósundurliðaðri og ef um nokkra skuld sé að ræða, sem hann mótmælir, þá sé hún fyrir löngu síð- an fyrnd lögum samkvæmt. Kveðst stefndur á árinu 1920 hafa komið í þjónustu greinds firma og starfað þar sem skipstjóri í 2% ár eða til miðs árs 1923 og hafi hann á því tímabili haft allmikil viðskipti við firma þetta og ýmist skuldað þar eða átt inni, en þegar hann fór á árinu 1923 hafi reikningar ver- ið uppgerðir og honum greitt það, er hann átti inni, en úr því hafi hann starfað annarsstaðar, þar til hann í dez- ember 1928 hafi ráðizt af nýju sem skipstjóri hjá ofan- greindu firma og starfað þar til 1931 og hann þá ekkert skuldað firmanu heldur átt töluvert inni þar, sem eigi hafi verið fært honum til tekna, sem sé 1500 kr., eða kaup og fæði í 3 mánuði, eftir að hann fór frá skipinu Andey, sem hann þá hafi verið með undanfarin 2—3 ár, án upp- sagnarfrests eftir siglingarlögunum, minnst 3 mánaða, en á tímabilinu 1923—1929 hafi hann engin viðskipti haft við ofangreint firma, og hann enga reikninga fengið frá 947 firmanu þennan tima, enda hann og eigi skuldað neitt og sé því um fyrnda skuld að ræða, ef nokkur sé eða hafi verið, sem hann mótmælir. Undir rekstri málsins hefir stefnandinn lagt fram sund- urliðaðan reikning fyrir tímabilið frá 1. janúar 1923 til 10. ágúst sama ár, er sýnir skuld frá f. ári, kr. 215,27, en við árslok kr. 591,19, og er svo upphæð þessi tilfærð ár- lega á reikningi firmans til ársloka 1927 eða 1. jan. 1928, en 7. dez. það ár eru stefnandanum færðar til skulda sem peningar kr. 200,00 og 31. sama mánaðar kr. 100, svo skuld við árslok 1928 reiknast kr. 891,19, en í árslok 1931 er skuld stefnds við firmað talin vera hin sama og hin umstefnda skuld, kr. 507,67, og heldur stefnandinn því fram í málinu, að hin umstefnda upphæð eigi sé fyrnd heldur lokaskuld frá þessum tima, þar sem stefndum hafi árlega verið sendur reikningur yfir viðskiptin eins og föst venja hafi verið hjá firmanu með alla viðskiptamenn þess og stefndum þá vitanlegt, að fyrgreind upphæð, kr. 591,19, hafi verið honum tilfærð á árlegum reikningi og er viðskiptin byrjuðu aftur hafi hann samþykkt hana og á árinu 1929 greitt alla hina eldri skuld, svo og úttekt kr. 300 í dezember 1927, en svo með áframhaldandi viðskipt- um orðinn skuldugur verzluninni um kr. 643,15 og við- skiptin svo endað með hinni umstefndu skuldarupphæð. Kröfu stefnds útaf vanfærðum 1500 kr. í kaup og fæði, sem stefndur undir rekstri málsins hefir talið rétt að lög- sækja stefnanda fyrir með gagnsókn eða sérstaklega, hefir stefnandinn mótmælt sem endaleysu, en stefndur eigi gagnsótt hann fyrir. Með því að stefndur hefir haldið því fram, að endanleg uppgerð hafi farið fram á viðskiptum hans við oftgreint firma, bæði þegar þau enduðu 1923 og 1931, hlýtur honum að hafa verið kunnugt um reiknings- færslu firmans á einn eða annan hátt, í bæði skiptin, og þá einnig er hann hóf viðskiptin að nýju 1927, og þar sem engin grein er gerð Íyrir því, á hvaða grundvelli öðrum en framlögðum reikningum firmans, sem eigi í einstökum liðum hefir verið mótmælt, uppgert hafi verið endanlega Þeirra á milli, og loks hin umstefnda upphæð lægri en upphæð sú, sem talin er fyrnd vera, virðist svo sem sú upphæð hafi með samþykkt stefnds runnið inn í hin síð- ari viðskipti stefnds og firmans, beint eða óbeint, og hin 948 umstefnda upphæð því eigi talin fyrnd vera og ber því að taka kröfur stefnanda til greina, einnig að því er um- krafinn málskostnað, kr. 83,70, áhrærir. Mánudaginn 15. okt. 1934. Nr. 63/1934. Valbjörg Kristmundsdóttir (Stefán Jóh. Stefánsson) gegn Páli Þorleifssyni (Enginn). Barnsfaðernismál. Dómur hæstaréttar. Með bréfi dómsmálaráðuneytisins dags. 31. júlí 1933 var stefnanda máls þessa, Valbjörgu Krist- mundsdóttur, samkvæmt heimild þeirri, sem veitt er i 30. gr. hæstaréttarlaganna, leyft að fá barnsfað- ernismálið nr. 47/1932: Valbjörg Kristinundsdótt- ir gegn Páli Þorleifssyni af nýju tekið fyrir í hæsta- rétti, þótt það hefði verið dæmt þar að efni til þ. 24. okt. 1932. Samkvæmt leyfi þessu var málinu stefnt fyrir hæstarétt með stefnu dags. 26. okt. t. á., en því var vísað frá réttinum með dómi 9. apríl þ. á. fyrir þá sök, að sönnun þótti bresta fyrir því, að stefnan hefði verið löglega birt stefnda, er ekki lét mæta í réttinum. En nú hefir Valbjörg Kristmundsdóttir, er fengið hefir gjafsókn og sér skipaðan talsmann, og leyfi til að leggja fram ný skjöl og skilríki, stefnt mál- inu á ný fyrir hæstarétt með stefnu dags. 23. apríl þ. á. og hefir hún gert þær réttarkröfur, að stefndi. Páll Þorleifsson, verði dæmdur faðir barnsins Emil Ottó, er hún ól fullburða þ. 26. júlí 1930, og 949 einnig dæmdur til að greiða meðlag með því og barnsfararkostnað eftir úrskurði yfirvalds svo og málskostnað að skaðlausu eins og málið væri eigi gjafsóknarmál að meðtalinni þóknun til hins skip- aða talsmanns hennar, allt ef stefnandi vinnur eið að því eftir löglegan undirbúning að stefndi hafi haft samfarir við hana á tímabili því, er umrætt barn gæti verið getið. Stefndi hefir hvorki mætt né látið mæta í hæsta- rétti, enda þótt stefnan hafi verið honum löglega birt. Hefir málið því verið flutt skriflega samkv. 38. gr. hæstréttarlaganna og er dæmt samkv. N. L. 1—1-32 og 2. gr. tilsk. 3. júní 1796. Þegar málið var í fyrstu til meðferðar í hæsta- rétti lá fyrir í því eindregin og endurtekin neitun stefnda á því, að hafa haft samfarir við stefndanda. Hinsvegar hafði hún ekki verið fyllilega samkvæm sjálfri sér í framburði sínum fyrir lögreglurétt- inum. Í fyrstu hafði hún borið það, að síðustu sam- farir hennar og stefnda, er hún taldi barnið vera ávöxt af, hefði átt sér stað í baðstofunni á Hjarð- arbóli þegar allt hitt heimilisfólkið hefði verið úti við. Síðan er stefndi hafði bent á það, að í bað- stofunni hefði verið rúmliggjandi kona, svo að hann og stefnandi hefðu ekki getað haft tækifæri til að vera þar ein, breytti hún framburði sinum á þá leið, að samfarir þessar hefðu átt sér stað í rúmi hennar í baðstofunni að næturþeli, er hitt fólkið var í svefni. Úrslit málsins urðu því þau, að stefnda var dæmdur svnjunareiður, en eið þennan hefir hann enn ekki unnið. Af hálfu stefnanda eru nú ný gögn komin fram í málinu, er eigi lágu fyrir hæstarétti, þegar málið 950 var dæmt þar 24. okt. 1932. Eru það tvö bréf, er stefndi hefir skrifað stefnanda 9. april og 5. mai 1930. Hefir stefndi í lögreglurétti Snæfellsness- cg Hnappadalssýslu 15. maí f. á. kannazt við að hafa skrifað bæði bréfin. Fyrra bréfið segir stefndi að hafi verið svar við bréfi, er hann hafi nokkru áður fengið frá stefnanda, en af ummælum henn- ar í því bréfi, kveðst hann hafa skilið, að hún væri með barni, og ætlaði að kenna honum það, og stefn- andi hefir í lögreglurétti Reykjavíkur 11. f. m. borið, að nokkru áður en hún fekk þetta bréf hafi hún skrifað stefnda og óskað eftir því, að hann hjálpaði sér um peninga til að greiða með kostn- að við fæðinguna. En þetta bréf hefir ekki komið fram í málinu og er talið eyðilagt. Orð stefnda í svarbréfinu, sem að vísu eru nokkuð á huldu, verða eigi skilin á aðra leið en þá, að hann færist undan að vera faðir að barni því er stefnandi átti í vænd- um. En jafnframt er það upplýst, að innan í bréfi þessu lá blýantsritaður miði, er stefndi hefir kann- azt við að hafa skrifað og látið innan í bréfið. Á miðanum stendur: „Vertu hughraust ég hjálpa þér eftir mætti“. Stefndi hefir skýrt svo frá, að hann hafi sýnt konu sinni sjálft bréfið, en kveðst ekki muna til þess að hafa sýnt henni miðann, en hann segist eigi hafa skrifað til þess að draga úr neitun sinni í bréfinu á faðerni að væntanlegu barni stefnanda, heldur aðeins til að láta hana vita enn frekara enn hann gerði það í bréfinu, að þau hjón- in vildu hjálpa henni. Með siðara bréfinu sendi stefndi stefnanda peninga, er hann hafði tekið fyr- ir hana úr sparisjóði, tekur það fram um leið, að hann þá ekki geti hjálpað henni um neitt vegna peningaleysis, en stefnandi hefir fyrir lögreglurétti 951 Reykjavikur 11. f. m. borið það, að hún hafi ekki átt neina peninga hjá stefnda fyrir vinnu þegar þetta bréf var ritað, og bendir því bréfið til þess, að stefndi hafi talið sér skylt að veita stefnanda peningahjálp. Rétturinn verður nú að líta svo á, að þessi gögn, einkum miði sá, sem fylgdi bréfinu frá 9. apríl 1930, með hliðsjón af atvikum við sendingu hans veiki neitun stefnda á þvi að hafa haft samfarir við stefnanda svo mjög, að niðurstaða málsins mundi hafa orðið önnur, ef þau hefðu komið fram, er málið fyrr var til meðferðar í réttinum. Þykir því rétt að breyta hinum fyrra dómi, og láta nú úrslit málsins vera komin undir eiði stefnanda samkvæmt kröfu hennar þannig, að ef hún innan 10 vikna frá uppsögn dóms þessa, vinnur eið að því á varnarþingi sínu eftir löglegan undirbúning, að hún hafi haft samfarir við stefnda á tímabilinu frá 10. sept. til 29. okt. 1929, þá skuli stefndi teljast faðir barnsins Emil Ottó, er hún ól 26. júli 1930, og ber stefnda þá að greiða allan kostnað málsins í undirrétti og hæstarétti, eins og málið hefði eigi verið rekið með gjafsókn, þar með talið málflutn- ingskaup til skipaðs talsmanns áfrýjanda fyrir hæstarétti, er ákveðst 80 kr. En verði stefnanda hinsvegar eiðfall á stefndi að vera sýkn af kröfum hennar og fellur þá máls- kostnaður í báðum réttum niður og greiðist þá kaup talsmanns stefnanda af almannafé. Þvi dæmist rétt vera: Ef stefnandi, Valbjörg Kristmundsdóttir, innan 10 vikna frá uppsögn dóms þessa, eftir löglegan undirbúning vinnur eið að því á varn- 26 952 arþingi sínu, að hún hafi haft samfarir við Pál Þorleifsson á tímabilinu frá 10. sept. til 29. okt. 1929, skal stefndi teljast faðir sveinbarns þess, að nafni Emil Ottó, er stefnandi ól 26. júlí 1930 og vera skyldur til að greiða að sinum hluta n:eðlag með barninu og Þbarnsfararkostnað eftir yfirvaldsúrskurði, og ennfremur allan kostnað málsins fyrir undirrétti og hæstarétti eins og það hefði eigi verið gjafsóknarmál, þar á meðal málflutningslaun til talsmanns stefn- anda í hæstarétti, hæstaréttarmálflutnings- manns Stefáns Jóh. Stefánssonar, 80 kr. Verði áfrýjanda aftur á mófi eiðfall, skal stefndi vera sýkn af kröfum hennar og fellur þá málskostnaður í báðum réttum niður og fyrgreint kaup talsmanns áfrýjanda greiðist þá af almannafé. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 15. okt. 1934. Nr. 100/1934. Réttvísin og valdstjórnin: (Th. B. Lindal) gegn Jakob Hinrik Helgasyni (Garðar Þorsteinsson) Stuldur. Brot gegn lögum 31/1923 og 64/1930 o. fl. Dómur aukaréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 10. apríl 1934: Jakob Hinrik Helgason, vinnumaður, til heimilis á 953 Íshússtig 3 í Keflavík, sæti fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi í 3 mánuði. — Hann greiði allan af málinu leiddan og leiðandi kostnað, og loks kr. 28,00 í skaða- bætur til þurrabúðarmanns Odds Pálssonar, Klapparstíg nr. 12 í Kekflavík, innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Dóminum að öðru leyti að fullnægja undir aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Stuldur sá, er ákærði framdi 13. dezbr. 1933, er ein þeirra athafna, sem lýst er í 4. tölulið 231 gr. almennra hegningarlaga, en stuldur hans 16. s. m. heyrir þar á móti undir 6. gr. laga nr. 51/1928. Og með því að brjóta rúður ásamt bróður sínum í í- búðarhúsi í Keflavík nóttina milli 11. og 12. jan. þ. á. þá hefir hann gerzt brotlegur við 298. gr. sömu laga. Verður að telja sök út af þessu réttilega sótta í þessu máli, með því að ákærði raskaði almenn- um friði í sambandi við þessar athafnir sínar. Fyr- ir þessi brot ber að dæma ákærða til refsingar eft- ir 6. og 7. gr. laga nr. 51/1928 og 298. gr. almennra hegningarlaga, og þykir refsingin fyrir þau, með hliðsjón af 63. gr. síðastnefndra laga, hæfilega á- kveðin 120 daga fangelsi við venjulegt fangavið- urværi. Þá hefir ákærði með flutningi á 12 flöskum af genever úr útlendum togara þann 1. dez. 1933 serzt brotlegur við 1. gr. laga nr. 64/1930, og varðar það brot við 2. tölulið 27. gr. sömu laga. En með flutn- ingi sínum á 24 whiskyflöskum í land úr sama tog- ara 9. jan. 1934, og sölu þeirra að nokkru leyti hefir hann gerzt brotlegur við 1. og 11. gr. nefndra laga, og varða þessi brot hans refsingu eftir 1. tölulið 27. gr. og 32. gr. sömu laga. Með ferðum sínum áðurnefndum út í áðurgreind- an togara, mökum sínum við menn þar úti í skip- 954 inu og flutningi á manni þaðan í land og farangri hans hefir ákærði gerzt brotlegur við 1. gr. laga nr. 31/1923, og varðar það brot refsingu eftir 27. gr. laga nr. 34/1902. Þá hefir ákærði verið ölvaður á almannafæri í Keflavík nóttina milli 11. og 12. jan. 1934, og hefir þar með brotið ákvæði 16. gr. laga nr. 64/1930 og varðar það brot hans refsingu eftir 36. gr. sömu laga. Loks hefir bróðir ákærða borið það, að kvöldið 11. jan. 1934 hafi hann ásamt ákærða neytt áfengis á opinberum veitingastað í Keflavík. En með því að cigi verður séð, að ákærði hafi nokkurn tíma ver- ið spurður um þetta atvik í rannsókn málsins, þyk- ir eigi sannað, að hann hafi gerzt brotlegur að þessu leyti. Fyrir framantalin brot sin á áfengis- og sóttvarn- arlögum þykir refsing hans hæfilega ákveðin 10 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, og 1200 króna sekt í ríkissjóð, og komi í stað sektarinnar 45 daga einfalt fangelsi, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Loks greiði ákærði samkvæmt 27. gr. laga nr. 64/1930 40 króna gjald í ríkissjóð fyrir hvern lítra hins innflutta áfengis, er ætla má að verið hafi 27 lítrar, eða 1080,00 krónur. Með því að ætla má að ákærði hafi í félagi með bróður sínum brotið 3 rúður í húsi Odds Pálssonar í Keflavík, þykir mega staðfesta ákvæði hins áfrýj- aða dóms um bætur fyrir þær. Krafa um iðgjöld fyrir hinn stolna fisk hefir ekki komið fram í mál- inu, og verða þau því eigi ákveðin í þessum dómi. Eftir þessum málsúrslitum ber að dæma ákærða til að greiða allan kostnað af málinu í héraði eins og í hinum áfrýjaða dómi segir, og allan áfrýjunar- 955 kostnað þess, þar með talin málflutningslaun skip- aðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 100 kr. til hvors. Auk þess, er áður segir, er það aðfinnsluvert, að héraðsdómarinn hefir alls eigi greint nægilega slöggt brot ákærða í hinum áfrýjaða dómi og alls cigi látið laga nr. 51/1928 getið né heldur nefnt hokkur sérstök áfengis- eða sóttvarnarlög eða við hvaða greinir þeirra brot ákærða varði. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Jakob Hinrik Helgason, sæti 130 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Svo greiði hann 1200 kr. sekt í ríkissjóð, og komi 45 daga einfalt fangelsi í stað sektarinn- ar ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birt- ingu dóms þessa. Svo greiði ákærði 1080 kr. gjald í ríkissjóð af hinu ólöglega innflutta áfengi. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu skaðabóta og sakarkostnaðar í héraði eiga að vera óröskuð. Loks greiði ákærði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna, Theódórs Lindal og (Garðars Þorsteinssonar, 100 kr. til hvors. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. 956 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Með eigin játningu hins ákærða, sem er 18 ára að aldri, fæddur og uppalinn í Keflavík í Gullbringusýslu, hjá for- eldrum sinum þar, og öðrum upplýsingum í málinu, er það nægilega sannað, að hann aðfaranótt 13. dez. f. á. og að- faranótt 16. s. m. hafi farið inn í fiskverkunarhús Guð- mundar kaupmanns Kristjánssonar í Keflavík, svo nefnt „Bryggjuhús“, er í voru geymd ca. 1000 skpd. af verkuðum saltfiski, þar af ca. 300 skpd. af ópökkuðum fiski, í fyrra skiptið inn um gluggarúðugat á þeirri hlið hússins, er vissi að höfninni, og síðan gengið yfir húsið og opnað það í öðrum enda hússins eða krækt upp hurð götumegin, látið síðan 5 pakka af fiski, er innsaumaður var í striga, á hand- vagn, er hann hafi tekið fyrir utan fiskþurkunarhús sama manns þar í nándinni, svonefnda „Gömlubúð“, og ekið fiski þessum að bifreiðinni G. K. 24, eigandi bifreiðar- stjóri Ólafur Guðmundssoon á Hótel Keflavík, sem hann kvöldið áður hafði beðið að flytja fyrir sig saltfisk til teykjavíkur, tilheyrandi bróður ákærðs, Sigurði Helga- syni, og síðan sótt á sama vagni 3 pakka af samskonar fiski, skorið strigann utan af pökkunum og kastað honum í sjóinn, en látið síðan alla þessa 8 pakka ofan á þurkaðan saltfisk, skemmdan af „rauðátu“, er hann vissi kvöldinu áður, að flytjast átti til Reykjavíkur, en í síðara skiptið kveðst hann hafa tekið 25 pakka úr sama húsi, einnig í strigaumbúðum, er hann flutti í 5 ferðum á sama vagni og áður, en þá hafi lásinn fyrir hurð hússins staðið opinn vegna þess, að þá hafi menn verið að kynda til fiskþurk- unar, og hann vitað af þeim í næsta húsi, áföstu við fisk- seymsluhúsið, sem eigi hafi orðið hans varir, og hann látið á sömu bifreið og áður án umbúða, en kvöldið áður hafi hann beðið eiganda hennar að flytja fisk til Reykja- víkur, og sem í bæði skiptin hafi komið á óvart flutning- ur ákærða á fiskinum á bifreiðina. Kveður ákærður sreind- an bifreiðarstjóra hafa vitað, að allur þessi fiskur hafi verið stolinn, en hann engin afskipti haft af fiskinum, nema að flytja hann fyrir sig til Reykjavíkur, en bifreiðarstjóri þessi hefir cindregið neitað að vita nokkuð um það, að fiskur- inn væri þannig tilkominn, og hann að nokkru leyti fært líkur fyrir því að svo væri eigi, að hans vitund. Allan þennan fisk, er fyr um getur, samtals 33 pakka, 957 50 kg., kveðst ákærður hafa selt í Reykjavík, þar af 15 pakka til verzlunarinnar „Von“, Laugavegi 55, fyrir kr. 12,50 pakkann, 1 pakka manni, er þar hafi verið staddur, fyrir 12 kr., og afganginn, 17 pakka hafi hann selt í fisk- werzlun á Nönnugötu 5, fyrir 12 kr. hvern pakka, og hann þannig fengið 403,50 kr. fyrir allan hinn stolna fisk, en kaupmaður Gunnar Sigurðsson, eigandi verzlunarinnar „Von“, kveðst aðeins hafa borgað 10 kr. fyrir pakkann af Þeim 8 pökkum, er hann keypti í síðara skiptið. Söluandvirði hins selda fisks kveðst ákærður hafa eytt í Reykjavík á ýmsan hátt, eins og nánar er tilgreint í rétt- arprófunum, þá 2 daga, er hann dvaldi þar, og svo í Kefla- vik þar á eftir, og vegna ölvunar í Reykjavík geti hann hafa týnt einhverju af fé þessu eða glatað, en þó gert grein fyrir rúmum 330 kr., sem hann viti um að hann hafi borg- að út og eytt af peningum þessum í Reykjavík og Kefla- vík. Þá er það upplýst með eigin játningu ákærðs, og á ann- an hátt, að hann nóttina á milli 10. og 11. janúar þ. á. hafi í ölæði brotið inn rúðu eða rúður í húsinu Klappar- stig nr. 12 í Keflavík, ásamt bróður sínum, Hans Adolf Helgasyni, hvar þeir voru í áfengisleit, er varð árangurs- laus, og síðan að öllum líkindum í nokkrum öðrum hús- um sömu nótt þar í kauptúninu. Loks er það sannað, einnig með játningu ákærðs og á annan hátt, að hann, ásamt bræðrum sínum Þórði og Sig- urði, hafi að kvöldi 1. dez. f. á. farið út í togarann „Ross“, G. Y. 329 frá Grimsby, er þeir sáu þar úti fyrir höfninni, og flutt mann út í skip þetta, farið upp í skipið án þess að vitað verði, að það í þeirri ferð hafi sýnt skjöl sín eða fengið heilbrigðisvottorð, neytt þar áfengis og flutt síð- an í land úr skipi þessu 1 kassa með 12 flöskum af Gen- ever-brennivíni, er skipstjórinn Helgi Jónsson, seldi þeim fyrir 1 £ eða 22,15, sem þeir þó eigi greiddu, og skiptu þeir svo, er í land kom, áfengi þessu jafnt á milli sín, og drukku upp næstu daga, að þeirra sögn, svo og að ákærð- ur, ásamt Sigmundi Óskari Einarssyni í Keflavík, hafi nóttina 9—-10. jan. s. 1. farið út í sama skip og tekið með sér í land bifreiðarstjóra frá Túni í Flóa, er skipið hafði meðferðis frá Englandi, sem farþega, einnig án þess að skip þetta, án þess að vitað verði, í þeirri ferð hafi gert 958 grein fyrir sér hér við land, og fluttu þeir þá í land 2 kassa með 12 fl. í hvorum af whisky, er þeir skiptu á milli sin, og seldi ákærður 7 af flöskum þessum fyrir 100 krónur, fyrir milligöngu bróður síns, fyrrnefnds Hans Adolfs Helga- sonar, er fyrir það fékk 1 fl. af áfengi þessu, afganginn kveðst ákærður hafa drukkið og gefið öðrum. Samkvæmt því, er framan greinir, virðist ákærður hafa gerzt brotlegur gegn 231. gr., 4. lið hinna almennu hegningarlaga frá 25. júní 1869 og 298. gr. sömu laga, svo. og gegn áfengis- og sóttvarnarlögunum og þykir hegning sú, er hann hefir tilunnið vegna þessa, eftir atvikum, hæfi- lega ákveðin 3ja mánaða fangelsi við venjulegt fangaviður- væri. | Hann greiði og allan af málinu leiddan og leiðandi kostnað, og loks í skaðabætur til þurrabúðarmanns Odds. Pálssonar, Klapparstig 12 í Keflavík, kr. 28,00, er hann hefir gert kröfu til, en um aðrar skaðabætur hefir eigi ver- ið krafizt í málinu, eða undir rannsókn þess. Það vottast, að með tilliti til stöðugra embættisanna dómarans á öðrum sviðum, hefir enginn ónauðsynlegur dráttur orðið á málinu. Miðvikudaginn 17. okt. 1934. Nr. 92/1934. Pétur Magnússon (Sjálfur) Segn Helga Guðmundssyni, Jóni Baldvins- syni og Jóni Ólafssyni, f. h. Útvegs- banka Íslands h/f (Theódór B. Líndal). Áfrýjandi eigi talinn hafa átt réttarkröfu til launa- hækkunar né fengið neitt bindandi loforð þar um. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 25. janúar 1934: Stefnd- ir, bankastjórar Útvegsbanka Íslands h/f, fyrir bankans hönd, skulu vera sýknir af kröfum stefnandans, Péturs Magnússonar, í máli þessu og falli málskostnaður í því niður. 959 Dómur hæstaréttar. Það er ekki gegn mótmælum stefndu, sannað, að til hafi verið ákveðnar reglur um flokkun og launakjör starfsmanna Íslandsbanka, þannig að hver einstakur starfsmaður hans kæmist Þegar án nokkurrar sérstakrar ákvörðunar um hann undir breytingar á launaákvæðum ákveðins launaflokks, er hann kunni áður að hafa verið í. Það verður því ekki talið, að áfrýjandi hafi átt réttarkröfu til launahækkunar þeirrar, er hann telur þá sam- starfsmenn sina, er til áramóta 1929— 1930 voru í sama flokki sem hann, hafa orðið aðnjótandi frá 1. jan. 1930. Þetta sýnir og skýrsla áfrýjanda um samtal hans við fyrrv. bankastjóra Kristján Karls- son á tímabilinu frá lokun Íslandsbanka í febr. 1930 til 11. april s. á., þar sem segir, að téður banka- stjóri hafi þá veitt áfrýjanda ádrátt um það, að laun hans fyrir árið 1930 skyldu verða ákveðin, þegar bankinn yrði opnaður, og að áfrýjandi mundi þá að sjálfsögðu hljóta sömu laun, sem þeir starfs- menn banl:ans, er verið höfðu síðastliðið ár í sama launaflokki sem áfrýjandi, og hefir bankastjórinu staðfest það fyrir dómi, að þetta sé rétt eftir hon- um haft að efni til. Eftir þessu hefir áfrýjandi ekki heldur fengið neitt loforð, er Íslandsbanki væri bundinn við um launahækkun fyrir árið 1930. Á- frýjandi hefir því ekki ráðizt sem starfsmaður hjá Útvegsbanka Íslands h/f með öðrum launakjörum en hann hafði hjá Íslandsbanka árið 1929. Og með því að áfrýjandi hefir ekki heldur fengið neitt bind- andi loforð um launahækkun hjá hinum stefndu, þá verður að sýkna þá f. h. Útvegsbanka Íslands h/f af kröfum hans í þessu máli, eins og gert er í hin- um áfrýjaða dómi. 960 Eftir málavöxtum þykir rétt, að málskostnaður bæði í héraði og hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Hinir stefndu, Helgi Guðmundsson, Jón Baldvinsson og Jón Ólafsson, f. h. Útvegsbanka Íslands h/f, eiga að vera sýknir af kröfum á- frýjanda, Péturs Magnússonar cand. theol., í máli þessu. Málskostnaður bæði í héraði og fyr- ir hæstarétti falli niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er, eftir árangurslausa sáttaumleitun, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu útgefinni 7. okt. s. 1. af Pétri Magnússyni, cand. theol., hér í bæ gegn bankastjórum Út- vegsbanka Íslands h/f, þeim Jóni Ólafssyni, Jóni Bald- vinssyni og Helga Guðmundssyni, fyrir bankans hönd, til greiðslu skuldar að upphæð kr. 1955,97 með 5% ársvöxtum frá 5. jan. 1933 til greiðsludags og málskostnaðar að skað- lausu. Málavexti kveður stefnandi þá, að um áramótin 1929 og 1930 hafi farið fram allveruleg launahækkun hjá starfs- mönnum Íslandsbanka, en hjá honum kveðst stefnandi þá hafa starfað um 7 ára skeið. Launahækkun þessi, sem stefnandi kveður hafa numið kr. 50,00 á mánuði hjá þeim starfsmönnum bankans, er verið hafi í sama launaflokki og hann, hafi þó ekki komið til framkvæmda á sér af þeim ástæðum, að hann hafi verið veikur 2 undanfarna mánuði og vafasamt hafi verið talið, að hann gæti heilsunnar vegna starfað áfram við bankann, og hafi þáverandi bankastjórar Íslandsbanka því ekki tekið ákvörðun um laun hans eins og annara starfsmanna bankans um áramótin. Tæpum mán- uði síðar kveðst stefnandi þó hafa verið orðinn vinnufær og hafa tekið til starfa í bankanum, en daginn eftir hafi konum verið lokað. Nokkrum dögum siðar hafi hann svo átt tal við einn bankastjóranna, Kristján Karlsson, um laun sin, en launamál starfsmanna bankans hafi einkum heyrt 961 undir hann. Hafi bankastjóri þessi þá látið þess getið, að bankastjórnin hefði ekki enn ákveðið honum laun fyrir árið 1930, en hinsvegar hafi hann lofað því, að launin skyldu ákveðin þegar er bankinn yrði opnaður, ef hann ætti þá um þau mál að fjalla og jafnframt látið svo um mælt, að hann (stefnandi) myndi að sjálfsögðu hljóta sömu hækkun og þeir starfsmenn einhleypir, sem verið höfðu undanfarið í sama launaflokki. Nefndum bankastjóra hafi þó aldrei gefizt tækifæri til þess að uppfylla loforð sin í þessu efni, þar eð Íslandsbanki hafi verið lagður niður, en nýr banki, Útvegsbanki Íslands h/f, verið látinn taka við skyldum hans og skuldbindingum og undir annari banka- stjórn. Hinn 11. apríl 1930 hafi einn bankastjóri við hinn nýja banka, stefndur Jón Baldvinsson, snúið sér til manna þeirra, sem starfað hafi hjá Íslandsbanka og beðið þá að starfa áfram við Útvegsbankann með sömu launakjörum og þeir hefðu áður notið hjá Íslandsbanka, og að sjálfsögðu hafi hann átt við þau laun, er starfsmenn bankans hafi verið ráðnir upp á árið 1930. En ráðningarkjör sin hjá bankanum telur stefnandi samkvæmt framansögðu hafa verið þau á þessum tíma, að hann hafi átt heimtingu á launum þeim, sem hann hafi haft við bankann árið 1929 að viðbættri launahækkun á við aðra starfsmenn í sama launastiga frá ársbyrjun 1930, samkvæmt tilgreindu lof- orði áðurnefnds bankastjóra Íslandsbanka. En laun þessi kveðst stefnandi ekki hafa fengið greidd hjá Útvegsbank- anum, þrátt fyrir ákveðnar og ítrekaðar kröfur til banka- stjórnarinnar í þá átt, heldur aðeins sömu mánaðarlaun og hann hafi haft árið 1929 yfir tímabilið frá 1. jan. 1930 til 1. sept. 1932 eða kr. 50,00 minna á mánuði en starfs- menn þeir aðrir, er áður hafi fengið greidd sömu laun og hann, og frá þeim tima og allt fram til 1. febr. 1933, en þá hafi hann hætt störfum við bankann, hafi laun sín enn verið kr. 43,13 lægri á mánuði heldur en nefndra starfs- manna bankans. Stefnandi heldur því nú fram, að hann eigi heimtingu á því að fá umræddan launamismun, sem hinn 1. jan. 1933 hafi numið hinni umstefndu upphæð, greiddan hjá stefndum og þar sem þeir hafi reynzt alger- lega áfáanlegir til þess að greiða upphæðina sé mál þetta höfðað. Stefndir hafa mótmælt kröfum stefnanda og krafizt al- 962 gerðrar syknu af þeim og málskostnaðar hjá honum. Bygsja stefndir sýknukröfuna á því, að ráðningarkjör stefnanda hjá Íslandsbanka hafi enn verið þau sömu og árið 1929, hinn 11. april 1930, er hann réðst hjá Úlvegsbankanum. Halda þeir því fram, að þó að nefndur bankastjóri Ís- landsbanka, Kristján Karlsson, kunni að hafa gefið stefn- anda ádrátt um launahækkun, þá hafi hann ekki gefið neitt endanlegt loforð í því efni, og þó svo hefði verið hefði slíkt loforð ekki verið bindandi fyrir bankann nema samþykki hinna bankastjóranna kæmi til, en því hafi ekki verið til að dreifa. Benda stefndir staðhæfingu sinni til stuðnings á það, að stefnandi hafi 4 fyrstu mánuði ársins 1930 fengið greidd sömu mánaðarlaun og fyrir áramótin og tekið við þeim og kvittað fyrir þau fyrirvaralaust. Telja stefndir því ótvírætt að stefnandi hafi 11. april 1930 ráðizt hjá Úi- vegsbankanum fyrir sama kaup og hann hafi notið hjá Ís- landsbanka árið 1929, þeim ráðningarkjörum hans við bankann hafi ekki verið breytt síðar, og þar sem hann hafi jafnan fengið hið umsamda kaup greitt, hafi dómskröfur hans í máli þessu ekki við rök að styðjast. Stefnandi hefir leitt 2 fyrrverandi bankastjóra Íslands- banka, fyrrnefndan Kristján Karlsson svo og Eggert Claes- sen hrm, sem vitni í málinu. Hefir framburður Kristjáns við vitnaleiðsluna verið í samræmi við það, sem stefnandi hefir samkvæmt framansögðu haldið fram, að farið hafi Þeirra á milli. En ekki verður meira lagt í framburð vitnis þessa en það, að vitnið persónulega myndi hafa orðið því fylgjandi, er til ákvörðunar um þetta efni kæmi, að stefn- andi hækkaði í launum í samræmi við aðra starfsmenn bankans. Þá hefir vitnið Eggert Claessen borið, að að hans áliti myndi Þbankastjórnin hafa samþykkt gerðir með- bankastjóra síns, nefnds Kristjáns, viðvíkjandi launakjör- um stefnanda. En nú kemur ekki fram í málinu, enda er því jafnvel ekki haldið fram af stefnanda, að bankastjórn Íslandsbanka hafi nokkru sinni tekið endanlega ákvörðun um launakjör hans eftir 1. jan. 1930, en það virðist ótví- rætt að gera hafi þurft um það sérstakan samning, ef launakjör stefnanda áttu að breytast frá því sem áður var. þar sem ekki er upplýst að neinar ákveðnar reglur, sem skylt hefði verið að fylgja, hafi verið til um launakjör starfsmanna í bankanum. Þykir því verða að fallast á það 963 hjá stefndum, að launakjör stefnanda hjá Íslandsbanka, meðan hann starfaði á árinu 1930 hafi verið þau sömu og árið 1929 og með þeim launakjörum hafi stefnandi ráðizt hjá Útvegsbankanum, og þar sem ekki er heldur upplýst að nokkrar breytingar til hækkunar hafi orðið á þessum launa- kjörum hans síðar, ber að taka sýknukröfu stefndra til greina, en eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Föstudaginn 19. okt. 1934. Nr. 66/1934. Réttvísin og valdstjórnin (Garðar Þorsteinsson) gegn Hans Adolf Helgasyni (Theódór B. Lindal). Hegningarl. og bifreiðal. brot. Dómur aukaréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 27. febr. 1934: Hans Adolf Helgason, vinnumaður, til heimilis á Íshússtig 3 í Keflavík, sæti einföldu fangelsi í 4 mánuði. Hann greiði og 500 kr. í skaðabætur til bifreiðaeiganda, Steindórs Einarssonar í Reykjavik, innan mánaðar frá lög- birtingu dóms þessa, og ennfremur allan af máli þessu leiddan og leiðandi kostnað. Dóminum að fullnægja undir aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Með bifreiðartöku þeirri, sem ákærði, er ekki hafði ökuleyfi og var þar að auki undir áhrifum áfengis, framdi aðfaranótt 24. marz 1933, hefir hann gerzt brotlegur við 238. gr. almennra hegningarlaga og við 1. og 4. málsgr. 5. gr. bifreiðalaga nr. 70/1931, og þykir refsing hans fyrir þessi brot hæfilega á- kveðin eins mánaðar fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi. Þar á móti verða bætur fyrir skemmdir 964 á bifreiðinni ekki dæmdar í máli allar upplýsingar vantar um það, hversu mikilli upphæð þær námu, og verður því að vísa heirri kröfu frá dómi. Rannsókn út af framangreindum brotum ákærða var lokið 31. marz 1933, og tilkynnti rannsólknar- dómarinn ákærða þá, að mál yrði höfðað á hendur honum fyrir þau. En ekki var stefna þó gefin út á hendur ákærða fyrr en 21. nóv. s. á, og var málið tekið til dóms 22. s. m. í aukarétti Gullbringu- og Kjósarsýslu. En málið býður þó ódæmt fram í jan- úarmánuð 1934. Hinn 13. þess mánaðar hefst ný rannsókn út af brotum, er ákærður var sakaður ln að hafa framið, ásamt fleirum, bæði ölvun á al- mannafæri, brot á rúðum í íbúðarhúsum í Keflavík, sölu eða flutning á ólöglega innfluttu áfengi, og neyzlu áfengis á opinberu veitingahúsi. Hvildi mál- ið, er samkvæmt framansögðu hafði verið tekið til dóms, á meðan. Þann 27. febr. 1934 var ákærði svo dæmdur í einu lagi fyrir fyrri og síðari brotin, án þess að málið út af bifreiðartökunni væri berum orðum tekið upp af nýju eða ákærða væri, að því er séð verður, gert á nokkurn hátt viðvart um það, að mál yrði höfðað gegn honum, vegna síðari brot- anna. Verður ákærði því ekki dæmdur í þessu máli fyrir þau brot, og verður að ómerkja hinn áfrýjaða dóm að því leyti. Með því að dæma má málið út af bifreiðartök- unni að efni til, verður að dæma ákærða til að greiða kostnað málsins í héraði að því leyti og allan áfrýj- unarkostnað þess, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 60 krónur til hvors. Auk hins mikla dráttar á málinu út af bifreiðar- þessu, með þvi að þangað 965 tökunni og hinnar ólöglegu meðferðar á málinu út af hinum síðari brotum ákærða, verður að vita það, að rannsóknardómarinn hélt ákærða að þarflausu í gæzluvarðhaldi frá 25.—31. marz 1933, að hann sameinar refsiákvæðum í dómi sinum í þessu máli refsiákvæði skilorðsbundins dóms, er upp var kveðinn yfir ákærða 24. jan. 1933, og að hann skil- greinir ekki í hinum áfrýjaða dómi sinum nægilega þau áfengis- og bifreiðalög, er hann dæmir eftir, né heldur nefnir hann þær greinar þeirra, sem hann byggir dóminn á. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Hans Adolf Helgason, sæti eins mán- aðar fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Svo greiði hann allan kostnað málsins í héraði, að því leyti sem það er dæmt að efni til, og allan áfrýjunarkostnað þess, þar með talin málflutn- ingslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna Garðars Þorsteinssonar og Theódórs Lindal, 60 krónur til hvors. Að því leyti sem hinn áfrýjaði dómur varðar brot þau, er hin síðari rannsókn greinir og að framan getur, á hann að vera ómerkur. Skaða- bótakröfunni vísast frá dómi. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Með eigin játningu ákærðs, Hans Adolfs Helgasonar, vinnumanns, til heimilis á Íshússtig 3 í Keflavik, sem er 966 fæddur 22. mai 1913, og sem með skilyrðisbundnum dóni, uppkveðnum fyrir aukarétti Gullbringu- og Kjósarsýslu, er dæmdur í einfalt fangelsi í 2 mánuði fyrir brot gegn 205. og 231. gr. hinna almennu hegningarlaga frá 25. júní 1869, sbr. 40. gr. sömu laga, og öðrum upplýsingum, sem fram hafa komið undir rannsókninni, er það sannað, að hann aðfaranótt 24. marz f. á. sem þá var orðinn ölvaður af brennsluspiritus að því er virðist, og var að koma af dans- leik, kl. um 3 þá um nóttina, hafi ásamt öðrum pilti farið upp í fólksflutningabifreiðina R.E. 656, eign Steindórs Ein- arssonar, Reykjavík, sem þá stóð fyrir utan hús kaupmanns Eyjólfs Ásbergs í Keflavík, þar bifreiðarstjórinn hafði skil- ið við hana kvöldinu áður, og átti morguninn eftir að flytja á henni farþega frá Keflavík til Reykjavíkur, og hafði, vegna frosta þá um kvöldið hleypt af henni vatni, og á- kærður þá sezt við stýri bifreiðarinnar, og ekið henni þannig vatnslausri 2—3 kilómetra, að hann ók henni út í vegarbrúnina, þar sem bifreiðin festist í leðju. Fóru pilt- ar þessir svo gangandi til Keflavíkur, hvar ákærður vakti upp bifreiðarstjóra, er hann þekkti, og fékk hann til þess að koma með sér í flutningabifreið sinni, til þess að ná hinni bifreiðinni upp á veginn, sem og tókst, og ákærður síðan ekið bifreiðinni aftur Keflavíkur og komið henni á sama stað aftur, og hann þá fyrst tekið eftir þvi, að bif- reiðin hitaði sig, þar rokið hafi upp úr vatnskassa hennar. Verknaður ákærðs virðist heyra undir ákvæði 238. gr. hinna almennu hegningarlaga, og hefir eigandi umræddr- ar bifreiðar krafizt þess, að opinbert mál verði höfðað segn hlutaðeiganda út af þessu, svo og að hann greiði minnst 500 kr. í skaðabætur fyrir skemmdir á bifreiðinni. Með því að ákærður einnig hefir játað, að hann hafi verið ölvaður umrætt skipti á almannafæri, og ennfremur, að hann ekki hafi fengið ökuskirteini eða tekið próf í akstri bifreiða, og loks ekið bifreið ölvaður, hefir hann einnig gerzt brotlegur gegn áfengis- og bifreiðalögunum. Þá hefir og ákærður játað, að hann aðfaranótt föstu- dags, 12. f. m., hafi ásamt bróður sínum, Jakob Helgasyni, slegið inn nokkrar rúður í húsum í Keflavik, meðfram í ölæði, og loks að hann þá daginn áður hafi selt manni í Keflavik 7 flöskur af whisky, fyrir nefndan bróður sinn og annan mann, sem hann hafði hugmynd um, og mun 967 hafa vitað, að var smyglað áfengi, fyrir 100 krónur, sem hann afhenti svo nefndum bróður sinum, og fékk fyrir ó- makið 1 fl. af samskonar áfengi, en mál út af áfengis- smyglun þessari verður höfðað gegn þeim, er valdir eru að henni. Með því að ákærður fyrir öll umrædd afbrot sín virð- ist eiga að sæta þyngri hegningu en sektum, eða minnst 2ja mánaða einföldu fangelsi, ber honum samkv. ákvæðum 1. gr. laga nr. 39, 16. nóvbr. 1907, um skilorðsbundna hegn- ingardóma o. fl., einnig að sæta hegningu þeirri, 2ja mán- aða einföldu fangelsi, samkvæmt fyrrgreindum skilyrðis- bundnum dómi 24. jan. 1933, sem hann og eigi hefir full- nægt að því er ídæmdar skaðabætur snertir, eða að neinu leyti. Hann greiði og allan af báðum málunum leiddan og leiðandi kostnað, og loks 500 krónur í skaðabætur til bifreiðaeiganda Steindórs Einarssonar í Reykjavík sam- kvæmt kröfu hans. Mánudaginn 22. okt. 1934. Nr. 132/1934. Valdstjórnin (Lárus Fjeldsted) Segn Ólafi Kjartani Ólafssyni, Björgvin Bjarnasyni og Stefáni Marinó Ste- fánssyni (Guðm. Ólafsson). Bruggun. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 12. júní 1934: Kærði, Ólafur Kjartan Ólafsson, sæti fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi í 20 daga og 800 króna sekt til ríkissjóðs og komi einfalt fangelsi í 40 daga í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Kærði, Björvin Bjarnason, sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 10 dagá og 500 króna sekt til ríkissjóðs, og komi einfalt fangelsi í 25 daga í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Kærði, Stefán Marínó Stefánsson, sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 10 daga og 500 króna sekt til 27 ríkissjóðs og komi einfalt fangel 25 daga í stað sektar- 5“ SL i innar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirt- ingu dóms þessa. En fullnustu fangelsisrefsingar þeirra Björgvins og Stef- áns skal fresta og þær falla niður eftir 5 ár frá uppsögn dóms þessa, ef skilorð laga nr. 39, 1907 verða haldin. Framangreind bruggunartæki skulu upptæk og eign ríkissjóðs. Kærðu greiði einn fyrir alla og allir fyrir einn, allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum að fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Brot hinna kærðu varða við 6. gr. lasa nr. 64/1930, og þykir refsing þeirra hvers um sig hæfilega ákveð- in samkvæmt 30. gr. sömu laga eins og í hinum áfrýjaða dómi segir. Og með því að fallast má á á- kvæði hans að öðru leyti, ber að staðfesta hann að öllu leyti, þó svo að greiðslufrestur sektanna verði 4 vikur frá uppkvaðningu dóms þessa. Hinir kærðu greiði in solidum allan áfrýjunarkostnað sakar- innar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 50 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera Óraskaður, þó svo að greiðslufrestur sektanna telst 4 vikur frá uppkvaðningu dóms þessa. Hinir kærðu Ólaf- ur Kjartan Ólafsson. Björgvin Bjarnason og Stefán Marino Stefánsson greiði in solidum all- an áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar á meðal málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmann- 969 anna Lárusar Fjeldsted og Guðmundar Ólafs- sonar, 50 krónur til hvors. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Ólafi Kjartan Ólafssyni, verkamanni, Hverfisgötu 83, Björvin Bjarnasyni, verkamanni, Bræðraborgarstig 14 og Stefáni Marínó Stefánssyni, verkamanni, s. st., fyrir brot gegn áfengislögum nr. 64, 1930, og eru málavextir þeir, er nú skal greina. Hinn 25. f. m. lögðu kærðu í sameiningu áfengislögun í gerjun í tvær tunnur. Samtals um 400 lítra og létu þeir lögun þessa gerjast þangað til hinn 6. þ. m., að þeir byrj- uðu að sjóða lögunina. Suðu þeir þá mikinn hluta úr annari tunnunni og fengu úr henni 7-—-8 flöskur af fullbrugguðu áfengi, en þá varð kona í húsinu vör við bruggið, og heltu þeir þá niður því, sem ósoðið var. Kærðu hafa játað, að þeir hafi ætlað áfengi þetta til sölu, en ekkert orðið úr söl- unni og þeir drukkið það, sem fullbruggað var. Bruggið fór fram í húsi nr. 14 við Bræðraborgarstig og notuðu kærðu auk fyrrgreindra tunna venjuleg brugg- unartæki, sem samanstóðu af suðubrúsa, eimingarpípu, kæliiláti og olíuvél til hitunar. Framangreint brot allra hinna kærðu varðar við 6. gr. sbr. 32. gr. áfengislaganna nr. 64, 1930. Kærði, Ólafur Kjartan Ólafsson, hefir áður sætt refs- ingu sem hér segir: 1) 18. nóv. 1983 dæmdur í 3500 króna sekt fyrir brot gegn 6. gr. sbr. 30. gr. og 11. gr. sbr. 32. gr. áfengis- laga nr. 64, 1930. 2) 9. dez. s. á. dæmdur í 400 króna sekt fyrir brot gegn 42. gr. áfengislaganna. 3) 14. marz 1934 dæmdur í 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir innbrotsbjófnað, öll skiptin í Reykjavik. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi við venju- legt fangaviðurværi í 20 daga og 800 króna sekt til ríkis- 970 sjóðs, og komi einfalt fangelsi í 45 daga í stað sektar- innar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirt- ingu dóms þessa. Kærði, Björvin Bjarnason, var hinn 29. marz 1932 sektaður um 50 kr. fyrir ölvun, en hefir ekki oftar sætt refsingu, svo kunnugt sé. Þykir refsing hans hæfilega á- kveðin 10 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og 500 króna sekt til ríkissjóðs, og komi einfalt fangelsi í 25 daga í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Kærði, Stefán Marinó Stefánsson, var hinn 10. april 1933 sektaður um 50 krónur fyrir ölvun og hinn 10. októ- ber 1933 um 20 krónur fyrir brot gegn lögreglusamþykkt-. inni, bæði skiptin í Reykjavík. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin 10 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og 500 kr. sekt til ríkissjóðs og komi einfalt fangelsi í 25 daga í stað sektarinnar verði hún ekki greidd irínan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. En fullnustu fangelsisrefsingar Þeirra Björgvins og Stefáns þykir mega fresta Þannig, að hún falli niður eftir 5 ár frá uppsögn dóms þessa, ef skil- orð laga nr. 39, 1907 verða haldin. Framangreind bruggunartæki skulu upptæk og eign ríkissjóðs. Kærðu greiði in solidum allan kostnað sakarinnar, Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Föstudaginn 26. okt. 1934. Nr. 13/1934. Anna Ólafsdóttir (Eggert Claessen) gegn bæjarstjórn Reykjavíkur (Guðm. Ólafsson). Krafa áfrýjanda um meðlagsgreiðslur samkv. 60. gr. 1. 39/1921 og 1. 15/1927 eigi tekin til greina. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 10. ág. 1933: Stefnd, bæjarstjórn Reykjavíkur fyrir hönd Reykjavíkurkaup- staðar, á að vera sýkn af kröfum stefnanda, Önnu Ólafs- 971 dóttur, í máli þessu. Stefnandi greiði stefndum 150 kr. í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir krafizt þess, að hinn áfrýjaði dómur verði felldur úr gildi, og að hin stefnda bæjarstjórn verði dæmd til að greiða henni ógold- in meðlög frá 15. jan. 1931 til 15. okt. 1932, alls kr. 1680,00 með 5% ársvöxtum frá sáttakærudegi til greiðsludags, og að viðurkenndur verði með dómi réttur hennar til að fá greiddar úr bæjarsjóði Reykjavíkur kr. 80,00 mánaðarlega 15. dag hvers mánaðar frá 15. okt. 1932 að telja. Loks krefst á- frýjandi málskostnaðar bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Hin stefnda bæjar- stjórn hefir krafizt staðfestingar á hinum áfrýj- aða dómi og málskostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Samkvæmt 60. gr. laga nr. 39/1921 getur ann- að hjóna, er skilið hefir að borði og sæng, heimt meðlag, er hitt hjónanna á samkvæmt skilnaðar- leyfi að greiða til þess eða barna þeirra, eftir sömu reglum, sem gilda um meðlagsheimtu móður með óskilgetnu barni sinu, að svo miklu leyti sem þær eiga við. En samkvæmt lögum nr. 15/1927 getur móðir óskilgetins barns krafizt þess, að dvalar- sveit hennar greiði fúlgu þá, er barnsföður er skylt að greiða. En nánari skilyrði og takmarkanir þess- arar skyldu dvalarsveitar eru: 1. Að aldrei verður hærri fúlga heimtuð af dval- arsveit móður en sem nemur meðalmeðgjöf óskil- getinna barna í dvalarsveit barnsins. 2. Að krafa barnsmóður um greiðsluna komi fram innan árs frá gjalddaga. 972 3. Að kröfunni fylgi meðlagsúrskurður eða með- lagssamningur, staðfestur af yfirvaldi, og birtur fyrir barnsföður. 4. Að lifsvottorð barns fylgi kröfunni. 5. Að barnsmóðir láti uppi skýrslu um fram- færslusveit barnsföður eftir því, sem hún er fær vm. 6. Skylda þessi er bundin við 16 ára aldur barns, sbr. 19. og 25. gr. laga nr. 46/1921 og ö. og 19. gr. fátækralaga nr. 43/1927. 7. Meðlag er dvalarsveit greiðir er talinn sveit- arstyrkur frá dvalarsveit móður til barnsföður. Samkvæmt leyfi áfrýjanda, dags. 7. sept. 1928, til skilnaðar að borði og sæng við mann sinn, Bjarna Bjarnason, sem talinn er nú til heimilis að Kot- strönd í Ölveshreppi og einnig er nú talinn þurfa- lingur Reykjavikurkaupstaðar, átti hann að greiða til hennar kr. 80,00 mánaðarlega í einu lagi til hennar og barna þeirra tveggja. Með því að Bjarni hefir ekki greitt meðlögin síðan í október 1929, telur áfrýjandi sig eiga heimtingu á því, að þau verði henni greidd úr bæjarsjóði Reykjavíkur, þar sem hún nú á framfærslusveit og dvalarsveit, án þess að þau verði talin „henni til sveitarstyrks, og skirskotar í því efni til 60. gr. laga nr. 39/1921 og laga nr. 15/1927, þó með þeim fyrirvara, að regla laga nr. 15/1927 um meðalmeðlag með óskilgetn- um börnum komi ekki til greina í þessu sambandi. Tilgangurinn með 60. gr. oftnefndra laga nr. 39/1921 virðist vera sá, að gera has skilgetinna barna og foreldris þeirra að því leyti sem hér er um að ræða, eigi lakari en hag óskilgetinna barna og móður þeirra, og því er látið fara um innheimtu á fúlgu með skilgetnum börnum og til foreldris 973 þeirra af hendi hins foreldrisins eftir sömu regl- um sem samsvarandi greiðslur á meðlagi með ó- skilgetnum börnum „að svo miklu leyti sem þær eiga við“. Að því leyti sem til skilgetinna barna kemur, virðast allar þær reglur, sem undir 1.—-7. tölulið hér að ofan greinir, geta átt við, þar á meðal regl- an um, að dvalarsveit sé óskylt að greiða hærri fúlgu en meðalmeðlagi í dvalarsveit barns nemur, eða hærri fúlgu en í skilnaðarskilmálum segir. Svo virðist og greiðsluskylda dvalarsveitar á meðlög- um skilgetinna barra þeirri takmörkun háð, að for- eldri barns, sem greiðslunnar krefst, eða aðrir lög- skyldir framfærslumenn, séu eigi megnugir að framfæra það án sveitarstyrks, sbr. 19. gr. fátækra- laga nr. 43/1927. Áfrýjandi hefir jafnan frá því að maður henn- ar hætti að greiða meðlögin fengið greitt af dval- arsveit sinni til framfærslu sjálfrar sín og barna sinna. Að því leyti sem styrkur til barnanna er innifalinn í þeim greiðslum, verður svo mikill hluti þeirra, er meðalmeðgjöf nemur, ekki talinn fá- tækrastyrkur til hennar, samkvæmt því, er áður segir. Hinsvegar verður hin stefnda bæjarstjórn ekki skylduð til að greiða þá upphæð, er til meðal- meðgjafar svarar, aftur, enda þótt hún hafi upp- haflega verið greidd sem fátækrastyrkur til áfrýj- anda að áliti bæjarstjórnar, því að áfrýjandi hefir fengið þá upphæð, er henni bar, sem meðlag með börnunum. Og með því að þau bæði eru nú komin vfir 16 ára aldur, verður henni ekki dæmdur rétt- ur til að fá framvegis greidd meðlög með þeim, cins og hún hefir krafizt, samkv. lögum nr. 15/1927. Að því er kemur til fúlgu, er annað hjóna skal 974 greiða til hins samkvæmt 60. gr. laga nr. 39/1921, þá virðast reglur þær, er undir 2., 3. og 5. tölul. segir, einnig geta átt við, þar á móti getur reglan um meðalmeðlag, er í 1. tölul. að ofan greinir, ekki átt við, með því að ekki er ákveðið neitt meðal- meðlag með styrkþurfum yfir 16 ára aldur. En þar sem greiðsluskylda sveitarfélaga eftir lögum nr. 15/1927 á meðlögum með óskilgetnum börnum er takmörkuð við meðalmeðlag og greiðsluskylda dvalarsveitar skilgetinna barna samkvæmt 19. gr. fátækralaganna er takmörkuð við þörf fram- færslumanns, þá verður einnig að ætla, að greiðslu- skylda dvalarsveitar annars hjóna til þess eftir 60. gr. laga nr. 39/1921 sé takmörkum bundin með svipuðum hætti, þannig að viðkomandi stjórnvald meti þörfina hverju sinni og greiði samkvæmt því, með þeim hætti, að greiðsla eftir téðri lagagrein fari ekki fram úr því, sem aðili mundi fá eftir reglum um framlag fátækrastyrks, ef því væri að skipta, og ekki heldur hærri fúlgu en í skilnaðar- skilmálum eða staðfestum samningi milli hjóna segir. Því verður að telja, að hinni stefndu bæjar- stjórn hafi verið heimilt að ákveða greiðslurnar til áfryjanda samkvæmt mati á þörfum hennar, eins og í hinum áfrýjaða dómi segir. Reglan undir 7. tölul. hér að framan virðist einn- ig geta átt við um greiðslu til annars hjóna eftir 60. gr. laga nr. 39/1921, þar til séð er, að framlag dvalarsveitar endurgreiðist ekki af því hjónanna, er það samkvæmt skilnaðarskilmálum eða stað- festum samningi skyldi inna það af hendi. En eftir að sýnt má þykja, að sá aðili geti ekki endurgreitt slíkt framlag, þá virðist nefnd regla ekki geta átt við, því að ótvíræða heimild virðist hefði þurft til 975 þess að sveitar- eða bæjarsjóður skyldi greiða slíka fúlgu ótakmarkaðan tíma, án þess hún yrði talin sveitarstyrkur til þess hjóna, er við henni tekur, og að hún yrði því jafnan óendurkræf af því, jafnvel þótt hagur þess breyttist svo, að það yrði fært um að endurgreiða hana. Þar sem nú má telja tvímæla- laust, að maður áfrýjanda hafi verið og sé allskost- ar ófær til að endurgreiða þau framlög, er hin stefnda bæjarstjórn hefir greitt til áfrýjanda, þá verður að telja henni hafa verið heimilt að telja þau fátækrastyrk. Og verður krafa áfrýjanda um greiðslur samkvæmt 60 gr. laga nr. 29/1921 og lög- um nr. 15/1927 fyrir tímabilið frá 15. jan. 1931 til 15. okt. 1932 þegar af þessari ástæðu ekki tekin til greina. Og af sömu ástæðu verður og að hrinda kröfu áfrýjanda um, að réttur henni til handa sam- kvæmt síðastnefndum lagaákvæðum til greiðslna framvegis verði viðurkenndur með dómi. Verður því samkvæmt framanskráðu að sýkna hina stefndu bæjarstjórn af öllum kröfum áfrýjanda í máli þessu, eins og gert er í hinum áfrýjaða dómi. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður bæði i héraði og fyrir hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Hin stefnda bæjarstjórn Reykjavíkur á að vera sýkn af kröfum áfrýjanda, Önnu Ólafs- dóttur, í máli þessu. Málskostnaður bæði í hér- aði og fyrir hæstarétti falli niður. Forsendur hins áfryjaða dóms hljóða svo: Mál þetta hefir höfðað að undangenginni árangurslausri sáttatilraun, konan Anna Ólafsdóttir, Garðastræti 19, hér 976 í bænum, með stefnu dags. 3. nóv. 1932, gegn bæjarssljörn reykjavíkur f. h. kaupstaðarins. Ástæður til málsóknarinnar eru þær, að með leyiis- bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 7. sepi. 1928, skildu stefnandi og maður hennar, Bjarni Bjarna- son, að borði og sæng, með þeim skilmálum, „að konan hafi foreldraráðin yfir báðum dætrum þeirra hjóna og að maðurinn gefi fyrst um sinn með konunni og dætrun- um mánaðarlega 80,00 kr., er greiðist 15. hvers mánað- ar“. Meðlög þessi kveður stefnandi, að greidd hafi verið til 15. okt. 1930 en ekki síðan. Gerir hún í málinu þær réttarkröfur, að Reykjavikurkaupstaður verði dæmdur til að greiða henni þau meðlög, er fallin voru í gjalddaga og ógreidd fyrir stefnudag, kr. 1920,00, með 5% ársvöxtum frá 28. október 1932 og ennfremur verði viðurkenndur réttur hennar til að krefjast meðlaganna framvegis af Reykjavíkurkaupstað, ef þau verði ekki greidd af öðrum í gjalddaga. Þenna kröfurétt sinn gagnvart stefndum bygg- ir stefnandi á 60. gr. laga nr. 39 frá 1921, um stofnun og slit hjúskapar. Í sáttakæru og frumsókn var af misgán- ingi krafan byggð á 80. gr. nefndra laga og þykir það ekki ciga að hafa nein áhrif á úrslit málsins hér fyrir réttin- um, þar sem hin umdeilda krafa hefir verið lögð til sátta. Loks krefst stefnandi, sem fengið hefir gjafsókn í málinu, málskostnaðar eins og það væri eigi gjalsóknarmál. Hin stefnda bæjarstjárn hefir krafizt sýknu og sér dæmd- an málskostnað eftir mati réltarins, en þó komið fram með rara- og þrautavarakröfur undir síðari rekstri málsins. Svo sem sagt var, er meðlagið ákveðið í einu lagi með konunni og dætrunum, en um aldur Þeirra er það upp- lýst, að hin eldri varð 16 ára 2. sept. 1931, en hin yngri verður það ef lifir 27. sept. þ. á. Maðurinn er og á lífi og er sveitfastur í Reykjavík. Í byrjun skilnaðartimans greiddi hann meðlagið, en er kom fram á árið 1929, dró úr greiðslum hans og hefir hann alls greitt sem svarar til meðlaga til 15. nóv. 1929 en ekki framar. Leitaði konan nú til dvalarsveitar sinnar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, og tékk þar greiddar úr Þæjarsjóði, fúlgur, sem svöruðu til meðlaganna allt til 15. ágúst 1931, en síðan fékk hún styrk, svo sem þörf hennar virðist hafa krafið til loka maimánaðar 1932, en hún fluttist til Reykjavikur snemma í júní s. á. Af styrk þeim, sem hún fékk í Hafnarfirði, endurgreiddi framfærslusveitin, Reykjavík, kr. 872,00. cn að öðru leyti virðist Hafnarfjarðarkaupstaður hafa fengið endurgreidd framlög sín af andvirði húseignar, sem stefnanda hafði fengið eignarhald á í Hafnarfirði. Í júnímánuði 1932, þegar stefnandi er orðin búsett í Reykja- vík, gerir hún kröfu til að fá greitt meðlag af bænum samkv. leyfisbréfinu, en var synjað um það, sökum þess; að ákvæði leyfisbréfsins giltu aðeins um framlög af hendi manns hennar en væru ekki bindandi fyrir framfærslu- sveit hennar, og hefir konan síðan fengið styrk samkv. mati á þörfum hennar, sem eftir skýrslu borgarstjóra hefir numið frá 14. júní 1932 til 31. maí þ. á. kr. 530,20. En stefn- andi hefir ekki viljað una við þessar undirtektir eða skiln- ing stefnds og telur sig hafa samkv. áðurnefndri lagagrein sjálfstæðan rétt til meðlags eftir leyfisbréfinu, sem ekki verði talið henni til fátækrastyrks. Segir stefnandi, að synjun meðlagsgreiðslunnar hafi knúð hana til að leita sveitarstyrks hjá bænum en jafnframt til þessarar máls- höfðunar. Liggur þá fyrir að athuga hvort skilningur stefn- anda muni vera réttur, en ef svo reynist, kemur upphæð kröfunnar eða varakröfunnar til álita. En fyrst verður að taka afstöðu til þeirrar sýknuástæðu stefnds, að leyfisbréf. ið hafi ekki verið birt manninum. Það er rétt að bréfið hefir ekki fengið neina áritun um birtingu svo birting þess er ekki sönnuð beinlínis. En eins og áður er sagt, hefir maðurinn í byrjun greitt meðlögin eins og leyfisbréfið til- tekur þau, og þykir það vera nægileg sönnun þess, að hon- um hafi verið kunnugt um innihald bréfsins og verður Þessi sýknuástæða ekki tekin til greina. Málssóknin er svo sem sagt hefir verið, byggð á 60. gr. 1. mgr. 1. nr. 39/1921, þar sem segir, að aðili geti, ef með- lagið er eigi greitt í tækan tíma, heimtað það eftir sömu reglum og gilda um meðlagsheimtu móður með óskilgetnu barni sínu, að svo miklu leyti, sem þær eiga við. Í sömu gr. 2. mgr. segir, að ákvæði í skilnaðarbréfi um meðlag til annars hjóna eða með börnunum breyti í engu skyldu framfærslumanns samkv. fátækralögunum sagnvart sveit- arfélagi til að framfæra börn eða hitt hjóna. Meðlagsákvæði skilnaðarbréfi verða því alveg að þoka fyrir ákvæðum í fátækralaganna ef þau rekast á. 978 Nú segir í 55. gr. 1. nr. 39/1921, að framfærslueyri til annars hjóna skuli miða við það annarsvegar hvað fram- færsluþegi geti aflað sér sjálfur og hinsvegar við það, „hvað ætla megi hitt hjóna aflögufært um“. En í 57. gr. sömu laga segir, að skipta skuli framfærslu barnanna milli foreldranna eftir kjörum þeirra. Þessi tilvitnuðu fyrirmæli sýna, að skilnaðarskilmálar hjóna í milli, hvort sem þeir eru samkv. samningi þeirra eða úrskurði dómsmálaráðu- neytisins, miðast eingöngu við einkahag aðilja og lúta að viðskiptum þeirra á milli, en eru ekki mælikvarði fram- færslustyrks, sem veita verður, er gjaldþol framfærslu- manns þrýtur til að fullnægja skilmálunum. Ákvæði 1. mgr. 60. gr. laga nr. 39/1921 koma ekki í bága við það, sem nú var sagt. Hugsun þess er aðeins sú að létta undir með fram- færsluþega um innheimtuna. Dvalarsveit á aðgang að framfærslusveit framfærslumanns og hún hjá framfærslu- manni sjálfum, en reynist hann ómegnugur að greiða, virð- ist það hjóna, sem fengið hefir sér greitt framlagið á um- ræddan hátt, verða að endurgreiða fúlguna samkv. fyrir- mælum 44. gr. fátækralaganna. Nú reynist endurgreiðslan ekki möguleg sökum efnaskorts framfærsluþega og er þá svo komið, að hjónin eru sameiginlega komin í sveitar- skuld við framfærslusveit sina og koma þá til framkvæmda reglur fátækralaganna um styrkþörf þeirra til framfærslu sér, öðru hvoru eða báðum, og til framfærslu barna þeirra undir 16 ára aldri. Í máli því, er hér liggur fyrir, er nú svo ástatt, sem nú var sagt. Maðurinn ekki aflögufær og konan ekki megnug til að framfæra ein sig og börn sin, sem henni er þó skylt samkv. 3. gr. fátækralaganna ef hún er þess umkomin, þótt manninn þrjóti. Framfærslusveit hjónanna, Reykjavíkur- kaupstað, er því bæði skylt og rétt að haga framlögum sinum til konunnar samkv. 2. mgr. Í. gr. fátækralaganna, en er óbundin af meðlagi því, sem manninum var gert að greiða henni samkvæmt áðurnefndu leyfisbréfi til skilnaðar að borði og sæng. Samkvæmt framansögðu á stefndur að vera sýkn af kröfum stefnanda í máli þessu og greiði stefnandi stefnd- um málskostnað með 150 kr. Það vottast hér með að sókn málsins, hefir verið lögmæt. 979 Mánudaginn 29. okt. 1934. Nr. 95/1934. Réttvísin (Guðm. Ólafsson) gegn Magnúsi V. Guðmundssyni og Skúla Sigurðssyni (Lárus Jóhannesson) Innbrot. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 11. apríl 1934: Ákærðir Magnús Valentinus Guðmundsson og Skúli Sigurðsson sæti hvor um sig fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 3 mán- uði. Þeir greiði og in solidum allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Samkvæmt ástæðum þeim, sem í hinum áfrýjaða dómi greinir, þykir mega staðfesta hann, þó með Þeim viðauka, að fresta skal fullnustu refsingar hinna ákærðu og niður skal hún falla að 5 árum liðnum, ef skilorð laga nr. 39/1907 verða haldin. Hinir ákærðu greiði in solidum allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 60 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó svo að fullnustu refsingar hinna ákærðu skal fresta og niður skal hún falla að fimm árum liðnum, ef skilorð laga nr. 39/1907 verða haldin. Hinir ákærðu Magnús V. Guðmundsson og Skúli Sigurðsson greiði in solidum allan á- frýjunarkostnað sakarinnar, þar á meðal mál- flutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda 980 fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmann- anna, Guðmundar Ólafssonar og L: rusar Jó- hannessonar, 60 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af réttvísinnar hálfu höfðað gegn Magnúsi Valentinusi Guðmundssyni, hjólhestaviðgerðarmanni, til heimilis í Kirkjustræti 2, og Skúla Sigurðssyni, sjómanni, Lil heimilis á Lindargötu 34, fyrir brot gegn ákvæðum 23. kapítula hinna almennu hegningarlaga frá 25. júní 1869 og lögum nr. 51 frá 1928, um nokkrar breytingar til bráða- birgða á hegningarlöggjöfinni og viðauka við hana. Málavextir eru þeir, sem nú skal greina. Nóttina milli 4. og 5. þ. m. var framið innbrot í verzlun G. Bjarnasonar $. Fjeldsted í Aðalstræti, og hárgreiðslustofu frú Hobbs í sömu gölu, og einnig gerð tilraun til Þess að brjótast inn í verzlun Silla £ Valda við sömu götu og iennig Í sjálfsalann í Austurstræti 14. Daginn eftir náði lögreglan í ákærðu i máli þessu, með því að hún hafði þá grunaða um innbrot þessi. Játuðu þeir þegar að hafa verið þarna að verki, og skyrðu þannig frá málavöxtum: Ákærður, Skúli, kveðst um klukkan 9 hinn 4. þ. m. hafa komið á hjólhestaviðgerðar verkstæði Magnúsar Guðmunds- sonar. Var hann þá dálitið eitt undir áhrifum áfengis. Tal- aðist síðan svo til milli þeirra, að þeir næðu sér í áfengi og kveðst ákærður, Skúli, hafa farið til manns eins hér í bæn- um og keypt hjá honum eina flösku af portvíni. Er þeir höfðu drukkið þetta, kveðst ákærður, Skúli, hafa farið aftur af stað og keypt af öðrum manni aðra flösku og drukku þeir hana. Um miðnættið hætti ákærður, Magnús, að vinna á verkstæðinu, og fóru þeir þá saman út. Reikuðu þeir þá víða um bæinn, meðal annars kváðust þeir hafa komið við á Lindargötu 30 og keypt þar eina flösku af áfengi til við- bótar. Seinni part næturinnar komu þeir svo að sjálfsal- anum, sem er við húsið Austurstræti 14. Kom þeim þá saman um að reyna að ná sér í cigarettur úr sjálfsala 981 þessum. Fóru þeir því fyrst aftur inn á verkstæði Magnús- ar og náðu þar í skrúfjárn, sem Magnús átti þar, fóru sið- an að sjálfsalanum aftur og braut Magnús með því litlu rúðuna, sem er Í röndinni á sjálfsalahurðinni, og reyndi svo til að sprengja upp hurðina með skrúfjárninu, en það tókst ekki. Einnig braut ákærður, Magnús, smárúðu í búð- arhurð í Soffiubúð Vallarstrætis megin. Er ákærðir náðu ekki cigarettum úr sjálfsalanum, kom þeim saman um, að fara vestur Aðalstræti og brjótast inn í sölubúð Silla £ Valda. Klifraðist ákærður, Skúli, strax yfir portið, sem er bak við verzlunina og stóð þar á slag- brandi, sem er innan á porthurðinni og sagði Magnúsi að koma á eftir sér. En Magnús taldi betra að ekki færi nema annar inn, réttara væri að einungis annar hefði áhættuna. Skúli fór því niður í portið og braut með fótunum rúður úr tveimur gluggum á bakhlið hússins, en komst þó ekki inn með því að sterkir járnrimlar voru fyrir öðrum glugg- anum innanverðum, en borðum hafði verið slegið fyrir hinn gluggann að innanverðu. Leitaði ákærður nú að Þriðja glugganum, sem hann hélt einnig að væri á verzlun Silla á Valda, braut hann rúðurnar í þeim glugga á sama hátt og hann hafði gert við hina gluggana. Þann glugga gat á- kærður krækt upp, er hann hafði brotið rúðurnar og fór þar inn. Þar inni fann ákærður ekkert nema krem og púðurdósir og hafði nokkuð af þeim á brott með sér. Leit- aði hann þar í peningakassanum, en fann enga peninga, fór síðan út sömu leið og hann kom, hitti Magnús fyrir ut- an, fóru þeir síðan báðir heim til Magnúsar, en földu áður púðurdósirnar bak við Herkastalann. Eftir skamma viðdvöl fóru þeir út aftur. Þótti þeim illt að hafa ekki náð í cigaretturnar og kom því saman um að reyna að brjótast inn í verzlun Halldórs Gunnarssonar í Aðalstræti. Fór ákærður, Skúli, nú inn í sundið við húsið nr. 6 við Aðalstræti og hugðist að brjótast inn í verzlun Halldórs Gunnarssonar, en fór dyravilt. Braut hann rúðu í hurð, sem er fyrir dyrum, sem liggja inn í verzlun G. Bjarnasonar á Fjeldsted. Gat hann síðan opnað hurðina með því að seilast í gegnum gatið til hleypilássins, sem hurðin var læst með. Er ákærður var kominn inn í búðina heyrði hann að kallað var ofan af loftinu. Hljóp hann þá út, svo fljótt, sem hann mátti, en greip um leið ljósleitan 982 rykfrakka, sem hékk við dyrnar, og hafði á brott með sér. Mátaði Magnús síðan frakkann „en hann var honum of stór. Frekari innbrot og innbrotstilraunir gerðu ákærðir ekki þessa nótt. Ákærðir skiluðu þegar til lögreglunnar rykfrakkanum, og 7 púðurdósum, og hefir þessu verið komið til eigend- anna. Skaðabótakrafa hefir engin komið fram í máli þessu. Tveir af mönnum þeim, sem ákærður, Skúli, þóttist hafa keypt vín af, hafa verið yfirheyrðir í máli þessu, en þeir harðlega neitað að hafa selt honum nokkurt vín, og hefir ekki þótt ástæða til að sinna því frekar, þar sem fyrirsjáanlegt var, að ekki var hægt að sanna nokkuð um það, þar sem vitni voru engin að kaupunum. Ákærðir eru komnir yfir lögaldur sakamanna, Magnús fæddur 19. júlí 1906, en Skúli fæddur 29. dezember 1913. Þeim hefir hvorugum verið refsað fyr. Framantalin afbrot hinna ákærðu ber að áliti dómarans að heimfæra undir 6., sbr. 7. grein laga nr. 51, 1928, sbr. 231. grein hinna almennu hegningarlaga frá 25. júní 1869, sbr. og 45. og 55. greinar sömu laga. Refsing sú, sem þeir hafa tilunnið, hvor um sig, þykir hæfilega ákveðin fang- elsi við venjulegt fangaviðurværi í 3 mánuði. Þeir greiði og in solidum allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Miðvikudaginn 31. október 1934. Nr. 88/1934. Réttvísin (Jón Ásbjörnsson) gegn Finnboga Rúti Valdimarssyni og Þórbergi Þórðarsyni (Stefán Jóh. Stefánsson). Brot gegn 88. gr. hegnl. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 9. apríl 1934: Ákærðir Þórbergur Þórðarson og Finnbogi Rútur Valdimarsson skulu sýknir af ákæru réttvísinnar í máli þessu. 983 Málskostnaður greiðist af almannafé, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs talsmanns ákærðu, Stefáns Jóh. Stefánssonar, sem þykja hæfilega ákveðin kr. 60,00. Dómur hæstaréttar. Mál þetta er höfðað samkvæmt fyrirmælum dómsmálaráðherra í bréfi 16. jan. þ. á. og eftir beiðni aðalkonsúlatsins þýzka hér, út af ummælum í grein eftir ákærða, Þórberg Þórðarson, í XV. árg. Alþýðublaðsins, 64. tölubl., er út kom 6. jan. þ. á. Af ástæðum þeim, er í hinum áfrýjaða dómi seg- ir, ber að staðfesta hann að því leyti semi hann varðar ákærða, Finnboga Rút Valdimarsson. Í áðurnefndri grein segir, að í fangabúðum Þýzkalands hafi, eftir að Hitler og flokksbræður hans tóku þar við völdum, hafizt „kvalir og pining- ar, er jafnvel sjálfan rannsóknarréttinn á Spáni mundi hrylla við, ef hann mætti renna augunum yfir þessi tæp 800 ár úr eilifðinni, sem eru milli Luciusar III. og sadistans á kanzlarastólnum þýzka (þ. e. Hitler)“. Síðan segir, að einhverjir hafi ef til vill tilhneigingu til að sefa gremju sína út af fram- annefndu athæfi með þeirri trú, að piningarnar í fangelsum Þjóðverja séu ekki fyrirskipaðar af rík- isstjórninni, en þetta telur höfundur greinarinnar fjarri sanni, því að hið ægilegasta við allar þessar pÍningar sé það, „að þær eru allar undirbúnar og skipulagðar af þeim mönnum, sem nú eiga að gæta laga og siðferðismála rikisins“. Með þessum ummælum virðist höfundurinn full- yrða það, að þýzka stjórnin hafi beinlínis skipu- lagt og fyrirskipað kvalir þær og pyndingar, sem hann lýsir í grein sinni. Það verður að telja það meiðandi og móðgandi fyrir erlenda menningarþjóð, að segja það, að hún 28 984 hafi sadista (þ. e. mann, sem svalar kynferðisfýsn sinni með því að kvelja aðra menn og pynda) í formannssæti stjórnar sinnar, og að hann og stjórn hans hafi skipulagt og fyrirskipað hinar hryllileg- ustu kvalir og pyndingar á varnarlausum mönn- um, er jafnvel sjálfan rannsóknarréttinn á Spáni, sem illræmdastur er fyrir pyndingar sínar á varn- arlausum mönnum, myndi hrylla við, ef hann mætti nú eftir nær 800 ár renna augunum yfir þær. Fram- annefn orð og ummæli um hinn þýzka kanzlara og stjórn Þýzkalands, sem ekki eru sönnuð réttmæt með þeim gögnum, er höfundur þeirra kveðst hafa notað, varða við 4. málgr 83. gr. almennra hegning- arlaga, og þykir refsing hans fyrir þau, með hlið- sjón af því, að hann hefir talið sig hafa heimildir fyrir þeim í erlendum blöðum og ritum, hæfilega ákveðin 200 króna sekt í ríkissjóð, og komi 15 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún verður eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Eftir þessum úrslitum verður að dæma ákærða, Þórberg Þórðarson, til að greiða allan sakarkostn- að í héraði, þar með taldar 60 kr. til verjanda sins þar, og allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verj- anda fyrir hæstarétti, 120 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Að því leyti, sem hinn áfrýjaði dómur varð- ar ákærða, Finnboga Rút Valdimarsson, á hann að vera óraskaður. Ákærði, Þórbergur Þórð- arson, greiði 200 króna sekt í ríkissjóð, og komi 15 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún verður eigi greidd innan 4 vikna frá birt- 985 ingu dóms þessa. Svo greiði sami ákærði allan sakarkostnað í héraði, þar með taldar 60 kr. ti! skipaðs verjanda sins þar, Stefáns Jóh. Stefáns- sonar hæstaréttarmálflutningsmanns, og allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verj- anda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutnings- mannanna, Jóns Ásbjörnssonar og Stefáns Jóhanns Stefánssonar, 120 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af réttvísinnar hálfu eftir kröfu þýzka aðalkonsúlatsins í umboði þýzku ríkisstjórharinn- ar og samkvæmt skipun dómsmálaráðuneytisins gegn þeim Þórbergi Þórðarsyni, rithöfundi, til heimilis Hallveigar- stig 9 og Finnboga Rúti Valdimarssyni ritstjóra til heimilis Skólavörðustíg 23, fyrir brot gegn ákvæðum 9. kap. hinna almennu hegningarlaga frá 25. júní 1869. Báðir eru hinir ákærðu komnir yfir lögaldur saka- manna. Þórbergur fæddur 12. marz 1888 og Finnbogi Rút- ur 24. sept. 1906. Hvorugur þeirra hefir sætt refsingu eða ákæru áður. Hinn 9. jan. s. 1. snéri þýzka aðalkonsúlatið sér til for- sætisráðherra og kvartaði yfir því, að ákærður, Þórberg- ur Þórðarson, hefði birt í Alþýðublaðinu þremur dögum áður, upphaf að grein að nafni „Kvalaþorsti Nazista“. Taldi konsúlatið grein þessa svo óvenjulega fjandsamlega Þýzkalandi og þýzku ríkisstjórninni og byggða á röngum og fölsuðum heimildum. Nefnir það sérstaklega, að forseti þýzku ríkisstjórnarinnar sé þar kallaður „sadistinn á kanzlarastólnum þýzka“. Fer konsúlatið fram á, að ríkis- stjórnin hindri áframhaldandi útkomu greinarinnar. Forsætisráðherra snéri sér þegar til ritstjóra Alþýðu- blaðsins með málaleitun um að blaðið birti ekki áfram- 986 hald greinarinnar, en án árangurs, og vísaði hann þá mái- inu til dómsmálstjórnarinnar eftir kröfu konsúlatsins. Í umræddri grein „Kvalaþorsti nazista“ lýsir höfundur- inn ógnum þeim, sem hann telur, að andstæðingar þýzkra nazista verði fyrir af þeirra völdum. Greinina byrjar hann svo: „Í fullan áratug höfðu nazistarnir þýzku beitt öllum kröftum til að innræta þjóðinni miskunnarlaust hatur gegn social-demokrötum, kommúnistum, Gyðingum, frið- arvinum og sjálfum erfðafjandanum, Frakklandi“. Því næst tilfærir hann ummæli, er hann telur vera eftir nokkra forystumenn nazistaflokksins og beri vitni um þetta. Lýsir hann síðan kvölum þeim og pÍningum, sem hann telur að fangaðir menn sæti af hálfu nazista í Þýzka- landi og kemst þar svo að orði: „að jafnvel sjálfan Rann- sóknarréttinn á Spáni myndi hrylla við, ef,hann mætti renna augunum yfir þessi tæp 800 (sic) ár, sem eru milli Luciusar Ill. og sadistans á kanzlarastólnum þýzka“. Full. yrðir höfundur, að piningarnar Í fangelsunum séu „undir- búnar og skipulagðar af þeim mönnum, sem nú eiga að gæta laga og siðferðismála ríkisins“, og „háttsettir starfs- menn í nazistaflokknum“ stjórni grimmdarverkunum. Höfundur lýsir nú nánar grimmdarverkum þeim, sem framin séu í fangelsunum, og vitnar í þeirri lýsingu til skýrslna, er alþjóðanefnd um þessi mál hafi haft undir höndum. Tilfærir hann í framhaldi greinarinnar dæmi, af einstökum mönnum, er sætt hafi slíkri meðferð í þýzk- um fangabúðum og siðar sagt frá, ennfremur lýsingar af einstökum fangabúðum, og aftökum dæmdra manna. Loks tilfærir hann ýmsar yfirlýsingar úr þýzkum blöðum, þar á meðal nokkrar eftir stjórnarformanni Prússlands, Göer- ing, sem hann telur sig sanna að hafi verið rangar, og birtir hann það til þess að sýna „sannsögli foringjanna“. {Nazistaflokksforingjanna). Af greininni er það ljóst, að hún er ýmist þýðing á eða endursögn af erlendum blaðagreinum og bókum. Getur höf- undur sumstaðar heimilda sinna í greininni sjálfri og hefir haldið því fram fyrir réttinum, að hann ætli sér að lok- um greinarinnar — en henni er ennþá ekki lokið — að birta fullkomna heimildarskrá. Telur hann ekkert það atriði vera Í greininni, sem máli skipti, sem ekki verði færðar heimildir að og hefir hann færi fram rök að því 987 undir rannsókn málsins að svo sé. Hefir hann lagt fram í réttinum skrá um heimildir sínar og eru þær þessar: 1. The Brown Book of the Hitler Terror and the Burning of the Reichstag. La mondo atentu: parolas Adolf Hitler. La Nova Germanlando. 10. Politiken. 11. Morderlejren i Dachau, eftir Beimler. 12. Götaborgs handels og sjöfartstidning. 13. Dagbladet. 14. Upplýsingar, sem alþjóðasamband sósíaldemokrata senda út öðru hvoru. 15. Simskeyti, sem birzt hafa í öllum helztu íslenzkum blöðum, bæði frá fréttastofum nazista og öðrum. Fyrir réttinum hefir höfundurinn haldið því fram, að með greinabálki þessum hafi hann viljað fræða lesendur blaðsins um stefnu og starfshætti eins stjórnmálaflokks í Þýzkalandi, nazistaflokksins. Hann hefir neitað að grein sín ætti að beinast að hinni þýzku þjóð eða stofnunum þýzka ríkisins. heldur hafi hann með greininni aðeins vilj- að deila á forystumenn nazistaflokksins. Við lestur greinarinnar Í samhengi verður að telja, að þessi meining höfundarins komi skýrt í ljós. Fyrirsögnin segir strax til þess. Í upphafi fullyrðir hann, að nazista- flokkurinn hafi í baráttu sinni lagt megináherzlu á, að inn- ræta löndum sínum „miskunnarlaust hatur“ á nokkrum stjórnmálaandstæðingum sinum og gengur öll greinin út á að lýsa starfsemi og starfsaðferðum þessa stjórnmálaflokks, og meðlima hans gagnvart þeim. Greinin er ádeila á naz- istaflokkinn birt í blaði jafnaðarmanna hér á landi, en jafnaðarmenn hefir höfundur einmitt talið verða sérstak- lega fyrir hinu „miskunnarlausa hatri“ hins þýzka þjóð- ernis-jafnaðarmannaflokks. Ekkert kemur fram í grein- inni, sem gefi ástæðu til að ætla, að greinarhöfundur sé óvinveittur þýzku þjóðinni í heild, né að ásetningur hans 2. The Manchester Guardian Weekly. 3. The Living Age. 4. The Nation. ó. Welt Front. 6. Rundschau. 7. AIZ 8. 9. 988 hafi verið að deila á han annari og takmarkaðri félagsheild, þ. e. þýzka þjóðernis. jafnaðarmannaflokknum. Einstakar setningar greinarinnar lesnar í réttu sam- hengi verða heldur ekki skýrðar á annan hátt. Og þótt svo standi á, að þessi stjórnmálaflokkur fari nú með stjórn þýzka ríkisins, verður að telja það nægilega ljóst, að það er stjórnmálaflokkurinn, sem ádeilan beinist að, en ekki þýzka þjóðin eða repræsentativar stofnanir þýzka ríkisins. Meiðandi og móðgandi ummæli um erlenda stjórnmála. flokka, stefnu þeirra, starf eða forystumenn, verður hins- vegar ckki talin móðgun við hina erlendu þjóð eða á ann- an hátt refsiverð samkvæmt íslenzkum lögum. Samkvæmt þessu ber að sýkna ákærðan, Þórberg Þóry. arson, af ákæru réttvísinnar í máli þessu. Ákærði, Finnbogi Rútur Valdimarsson, er ritstjóri og ábyrgðarmaður Alþýðublaðsins og hefir viðurkennt, að umrædd grein hafi verið birt þar, með vilja sínum og vit. und. En þess ber að gæta, að greinin er rituð undir fullu nafni höfundar, meðákærðs, Þórbergs Þórðarsonar, og verður því þegar af þeirri ástæðu að sykna ákærðan, Finn- boga Rút, af ákæru réttvísinnar í málinu samkvæmt til. skipun 9. maí 1855 3. gr. Eftir þessum málsúrslitum ber að greiða málskostnað af almannafé, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs tals- manns ákærðu, Stefáns Jóh. Stefánssonar hrm., sem Þvkja hæfilega ákveðin 60 kr. Málið hefir verið rekið vitalaust. hana sjálfa. Ádeilan beinist öll ag 989 Miðvikudaginn 31. okt. 1934. Nr. 72/1933. Sigfús Sveinsson gegn Ole Tynes og gegn sama f. h. Jór- unnar Tynes. Dómur hæstaréttar. Mál þetta er hafið eftir ósk áfrýjanda. Af hálfu hinna stefndu var mætt og krafizt ó- maksbóta. Áfrýjandi, Sigfús Sveinsson, greiði hinum stefndu 50 krónur í ómaksbætur að viðlagðri að- för að lögum. Miðvikudaginn 31. okt. 1934. Nr. 17/1934. Magnús Jónsson prófessor juris. Segn Sigurði Eggerz. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Magnús Jónsson, er eigi mætir í mál- inu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. 990 Miðvikudaginn 31. okt. 1934. Nr. 31/1934. A. B. Bendtsen gegn Lárusi Fjeldsted f. h. Kleins Efter- fölgere. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, A. B. Bendtsen, er eigi mætir í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Svo greiði hann stefnda, er hefir látið mæta í mál- inu, 40 krónur í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 31. okt. 1934. Nr. 82/1934. Þórður J. Thoroddsen gegn Sigurði Berndsen. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Þórður J. Thoroddsen, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. 991 Miðvikudaginn 31. okt. 1934. Nr. 97/1934. Magnús Jónsson prófessor juris. gegn Kolbeini Guðmundssyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Magnús Jónsson, er eigi mætir í mál- inu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstatrétti. Miðvikudaginn 31. okt. 1934. Nr. 113/1934. Guðmundur Þorkelsson segn Magnúsi Thorlacius og Guðmundi Jónssyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Guðmundur Þorkelsson, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Svo greiði hann og stefndu, er hafa látið mæta í málinu, 30 kr. í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. 992 Miðvikudaginn 31. okt. 1934. Nr. 120/1934. Guðmundur Þorkelsson gegn Adolf Bergssyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Guðmundur Þorkelsson, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Miðvikudaginn 31. okt. 1934. Nr. 122/1934. Ingólfur Esphólín gegn stjórn h.f. Hamar. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Ingólfur Esphólin, er eigi mætir í mál. inu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í réttinum. 993 Miðvikudaginn 31. okt. 1934. Nr. 123/1934. Ingólfur Esphólín Segn Garðari Þorsteinssyni f. h. Udde- holms Aktiebolag. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Ingólfur Esphólin, er eigi mætir í mál- inu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í réttinum. Miðvikudaginn 31. okt. 1934. Nr. 125/1934. Magnús Jónsson prófessor juris. gegn Útvegsbanka Íslands h. f. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Magnús Jónsson, er eigi mætir í mál- inu, greiði 50 króna aukagjald í ríkissjóð, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. 994 Miðvikudaginn 31. okt. 1934. Nr. 128/1934. Sig. Þ. Skjaldberg gegn Pétri Þ. J. Gunnarssyni f. h. h. f. Landstjarnan Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Sig. Þ. Skjaldberg, er eigi mætir í mál- inu, greiði 50 króna aukagjald í ríkissjóð, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Miðvikudaginn 31. okt. 1934. Nr. 129/1934. M. Júl. Magnús gegn Óla Metúsalemssyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, M. Júl. Magnús, er eigi mætir í málinu, greiði 50 króna aukagjald í ríkissjóð, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. 995 Mánudaginn 5. nóvember 1934. Nr. 139/1934. Réttvísin og valdstjórnin (Bjarni Þ. Johnson) gegn Guðjóni Helga Kristjánssyni og Björgvin Sigmar Stefánssyni (Pétur Magnússon). Brot g. 231. gr. hegnl. Dómur aukaréttar Vestmannaeyja 10. júlí 1933: Á- kærður, Guðjón Helgi Kristjánsson, sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi Í fjóra mánuði og greiði 50 króna sekt til ríkissjóðs og komi fimm daga einfalt fang- elsi í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan 30 sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa. Ákærður, Björgvin Sigmar Stefánsson, sæti þriggja mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, en fram- kvæmd refsingarinnar skal frestað og hún falla niður að fimm árum liðnum frá lögbirtingu dóms þessa, ef skilorð laga nr. 39 16. nóv. 1907 eru haldin. Hann greiði og fimmtíu króna sekt til ríkissjóðs og komi fimm daga ein- falt fangelsi í stað sektarinnar verði hún eigi greidd inn- an 30 sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa. Ákærðu greiði in solidum Helga Benediktssyni, kaupm. kr. 30,00. Ákærður, Guðjón Helgi Kristjánsson, greiði kostnað við gæzluvarðhald sitt, en allan annan kostnað sakarinnar greiði ákærðu in solidum. Dómur hæstaréttar. Taka muna þeirra, úr vélbátnum Blakkur, sem í máli þessu greinir, er ein þeirra athafna, sem lýst er í 4. tölulið 231. gr. almennra hegningarlaga og að því er ákærða, Björgvin Sigmar Stefánsson, varðar, sbr. við 1. málslið 48. gr. sömu laga. Refsing á- kærða, Guðjóns Helga Kristjánssonar, fyrir þetta brot þykir hæfilega ákveðin samkvæmt 7. sbr. 8. 996 gr., laga nr. 51/1928, 4 mánaða fangelsi við venju- legt fangaviðurværi. Refsing ákærða, Björgvins Sig- mars Stefánssonar, þykir þar á móti hæfilega sett 2 mán. fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, og skal fresta fullnustu refsingarinnar og niður skal hún falla að 5 árum liðnum, ef skilorð laga nr. 39/1907 verða haldin. Hinir ákærðu eru einir til frásagnar um áfengis- neyzlu sína kveldið 18. maí 1933. Það er ekki upp- lýst neitt um það, að nokkur maður hafi séð á þeim áfengisnautn meðan þeir voru í landi, og at- hafnir þeirra eftir að þeir voru komnir út í vél- bátinn Sæfara, benda alls ekki á, að þeir hafi ver- ið stórkostlega undir áhrifum áfengis. Það þykir því eigi nægileg ástæða til að telja þá hafa verið ölvaða umrætt skipti, og verður því að sýkna þá af kæru valdstjórnarinnar fyrir brot á áfengislögun- um. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu máls- kostnaðar í héraði og skaðabóta þykir mega stað- festa. Hinir ákærðu greiði in solidum allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin málflutnings- laun skipaðs sækjanda og vérjanda fyrir hæsta- rétti, 60 kr. til hvors. Það er athugavert, að aukaréttardómurinn, sem upp var kveðinn 10. júlí 1933, hefir eigi verið birt- ur hinum ákærðu fyrr en 28. maí og 8. ágúst 1934, án þess að grein sé gerð fyrir þessum drætti, og að hegningarvottorð ákærða Guðjóns Helga frá Siglu- firði vantar, og hegningarvottorð ákærða Björg- vins Sigmars frá Vestmannaeyjum. 997 Þvi dæmist rétt vera: Ákærði, Guðjón Helgi Kristjánsson, sæti 4 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákærði, Björgvin Sigmar Stefánsson, sæti 2 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og niður skal hún falla að 5 árum liðnum, ef skilorð laga nr. 39/1907 verða haldin. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sakarkostnaðar í héraði og skaðabóta eiga að vera óröskuð. Hinir ákærðu greiði in solidum allan áfrýj- unarkostnað sakarinnar, þar með talin mál- flutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmann- anna, Bjarna Þ. Johnson og Péturs Magnús- sonar, 60 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af hálfu réttvísinnar og valdstjórn- arinnar gegn þeim Guðjóhi Helga Kristjánssyni, vélstjóra, til heimilis Bergstaðastig 6 c, Reykjavík og Björgvin Sig- mar Stefánssyni, sjómanni, til heimilis Skálholtsstig 2, Reykjavík, fyrir brot gegn 23. kapitula hegningarlaganna frá 25. júni 1869 og lögum nr. j1 7. maí 1928 og gegn á- fengislögunum nr. 64 19. maí 1930, svo og til greiðslu ið. gjalda og málskostnaðar. Málavextir eru, samkvæmt því, sem löglega er sannað í málinu með játningu ákærðu, sem kemur heim við það, sem á annan hátt er upplýst í málinu, sem hér segir: 998 Fimmtudaginn þann 18. maí s. 1. lá v. b. Sæfari, V. E. 11, við Básaskersbryggju hér í bænum, en ákærði Guðjón Helgi, var vélstjóri á nefndu skipi og ákærði, Björgvin Sigmar, var háseti á þvi. Um kl. 8% um kvöldið fóru á- kærðir báðir saman á kvikmyndasýningu í bíóhúsinu hér í bænum, en áður höfðu þeir keypt 250 gr. hvor af suðu- spiritus í lyfjabúðinni hér í bænum og drukku það nokkru áður en þeir fóru á kvikmyndasýninguna og að nokkru er hlé varð á kvikmyndasýningunni og kl. að ganga 11 um kvöldið, er kvikmyndasýningunni var lokið, drukku þeir það, sem þeir áttu eftir af suðuspíritusnum, og fóru á veitingastofu Jóns Bjarnasonar hér í bænum og drukku þar öl og gengu því næst um götur bæjarins um tíma og fóru því næst um borð í v. b. Sæfara, og voru þá ölvaðir, en á leiðinni um borð í v. b. Sæfara fóru þeir um borð í v. b. Blakk, V. E. 303 og að vélarrúmi þess báts, er var læst með hengilás og fann ákærður Björvin Sigmar járn- bolta á þilfari skipsins og tók ákærður, Guðjón Helgi, við járnboltanum og smeygði honum í hespuna á hengilásn- um og snéri lásinn sundur með járnboltanum og fóru á- kærðir því næst báðir niður í vélarrúmið og stálu þar 2 rafgeymum, Í vélarlampa, 2 skiptilyklum, Í rörtöng og 1 hamri, en kveðst ekki muna hvað hvor tók og fóru á- kærðir því næst með muni þessa um borð í v. b. Sæfara og létu þá niður í vélarúmið í þvi skipi og fór ákærður, Guð- jón Helgi, niður í vélarrúmið og tók við mununum, en ákærður, Björgvin Sigmar, rétti honum munina niður í vélarrúmið og fundust munir þessir allir í sjó í kjölsogi skipsins, undir vélarrúminu nema vélarlampinn, sem fannst í skáp stjórnborðsmegin í vélarrúminu við leit, er lögreglan framkvæmdi í skipinu að morgni föstudagsins þann 19. maí s. 1. með samþykki skipstjórans á skipinu, og hefir ákærður, Guðjón Helgi, játað, að hafa strax látið munina þar sem þeir fundust og hafa munirnir verið af- hentir skipstjóranum á v. b. Blakk og hefir eigandi þeirra, Helgi Benediktsson kaupmaður, krafizt þess að ákærðir verði dæmdir til þess að greiða honum kr. 30,00 í skaða- bætur fyrir skemmdir á mununum og hafa ákærðir sam- Þykkt þá kröfu Helga. Ákærður, Guðjón Helgi, heldur því fram, að hann hafi framið verknað þennan vegna kala eða jafnvel haturs, sem hann beri til eiganda v. b. 999 Blakks, Helga Benediktssonar, og hann hafi framið þjófn- aðinn til þess að gera honum eitthvað til baga og heldur fram, að sú hugsun eða ásetningur hafi komið upp hjá honum vegna ölvunar, en meðferð ákærða á þýfinu, sem beir földu strax eftir að þeir höfðu framið þjófnaðinn, sýnir að þeir hafa ætlað að hagnýta sér þýfið. En ákærði, Guðjón Helgi, hefir þó neitað að hafa sérstaklega átt frumkvæði að verknaði þessum eða að hafa eggjað með- ákærðan, Björvin Sigmar, á að vera með í honum. Ákærður, Björgvin Sigmar, heldur því fram, að hann mundi ekki hafa framið þjófnað þenna, hefði hann verið einn og að hann hafi leiðst út í að fremja hann (með Guðjóni Helga) vegna ölvunar, en kveður Guðjón Helga þó ekki hafa sérstaklega beðið hann að fremja þjófnað Þenna, né eggjað hann til þess, en kveðst þó álita að Guðjón Helgi hafi staðið fyrir verknaðinum þó hann geti ekki gert nánar grein fyrir því, á hvern hátt það hafi verið. Rétturinn verður að líta svo á, að þó ákærður, Björg- vin Sigmar, telji ákærðan, Guðjón Helga, hafa haft for- göngu um að fremja þjófnað þenna, að þá hafi hann þó á þann hátt hjálpað ákærðum Guðjóni Helga frá byrjun við að framkvæma þjófnaðinn, að verði að refsa honum (Björgvin Sigmar) eins og hann væri valdur að verkn- aðinum, sbr. 48. gr. 1. mgr. hinna almennu hegningar- laga. Verknaður sá, sem ákærðir, eins og að framan greinir hafa framið, er þannig vaxinn, að lýsingin á 231. gr. 4. tölulið hinna almennu hegningarlaga á við hann og ber því að dæma þá til refsingar samkv. 7. gr., sbr. 6. gr. laga nr. 51, 7. maí 1928, sbr. og 48. gr. 1. mgr. hinna al- mennu hegningarlaga og auk þess hafa þeir, með því að vera ölvaðir á almannafæri, brotið gegn ákvæði 16. grein- ar áfengislaganna nr. 64, 19. maí 1930 og ber því að dæma þá fyrir það brot til refsingar, samkvæmt 36. gr. þeirra laga. Ákærður, Guðjón Helgi Kristjánsson, er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 22. marz 1901. Hann hefir áður, með dómi hæstaréttar uppkveðnum 3. október 1932, verið dæmdur skilorðsbundið í þriggja mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, samkv. 7. gr., sbr. 6. gr. 29 1000 laga nr. öl, 7. maí 1928, fyrir brot gegn 231. gr. 4. tölulið Alm. hegningarlaga og þykir refsing sú, er hann hefir unn- ið til samkv. fyrrnefndum lagaákvæðum, sbr. og 8. gr. laga nr. 51, 7. maí 1928, hæfilega ákveðin fjögra mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og 50 króna sekt til ríkissjóðs og komi 5 daga einfalt fangelsi í stað sekt- arinnar, verði hún eigi greidd innan 30 sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa. Ákærður, Björgvin Sigmar Stefánsson, er og kominn yfir Jögaldur sakamanna, fæddur 4. október 1910. Hann hefir ekki áður serzt sekur um neitt lagabrot og þykir refsing sú, er hann hefir unnið til, hæfilega ákveðin, samkvæmt fyrrnefndum lagaákvæðum, Þriggja mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, en framkvæmd refsingarinnar þykir mega fresta og hún falla niður að fimm árum liðnum frá uppsögn dóms þessa ef skilorð laga nr. 39, 16. nóvember 1907 eru haldin. Auk þess greiði hæin 50 króna sekt til ríkissjóðs innan 30 sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa. Ákærðir greiði in solidum Helga Benediktssyni, kr. 30,00. Ákærður, Guðjón Helgi Kristjánsson, greiði kostnað við gæzluvarðhald sitt, en allan annan kostnað sakarinn- ar greiði ákærðir in solidum. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Mánudaginn 5. nóv. 1934. Nr. 104/1933. Hreppsnefnd Gerðahrepps gegn Magnúsi Ólafssyni. Úrskurður hæstaréttar. Efttr að wmboðsmenn aðilja höfðu flutt frum- ræður sínar, bað umboðsmaður áfrýjanda um það, að málflutningi yrði frestað til kl. 2 á morgun, með 1001 því að hann þyrfti að afla upplýsinga úr serðabók hreppsnefndar Gerðahrepps um atriði, er á að hafa gerzt á fundi hreppsnefndarinnar 29. okt. 1981 í sambandi við tildrögin til þessa máls. Umboðsmaður stefnda hefir mótmælt frestbeiðni þessari, og með því að áfrýjandi hefir haft vfrið nægan tíma til þess að afla áðurnefndra upplýsinga, verður hinn um- beðni frestur þegar af þessari ástæðu ekki veittur gegn mótmælum umboðsmanns stefnda. Því úrskurðast: Hinn umbeðni frestur veitist ekki. Föstudaginn 9. nóv. 1934. Nr. 104/1933. Hreppsnefnd Gerðahrepps Guðmundur Ólafsson) gegn Magnúsi Ólafssyni (Eggert Claessen). Sýknukrafa stefnda eigi tekin til greina með því að skilyrðum fyrir greiðsluskuldbindingu hans var talið fullnægt. Dómur gestaréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 19. sept, 1933: Stefndur, Magnús Ólafsson, Höskuldarkoti, á að vera sýkn af kærum og kröfum stefnanda, hreppsnefndar Gerða- hrepps, í Gullbringusýslu, í máli þessu. Málskostnaður falli niður. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir krafizt þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum kr. 500,00 með 56 árs- vöxtum frá 1. jan. 1932 til greiðsludags og máls- 1002 kostnað bæði í héraði og fyrir hæstarétti, eftir mati dómsins. Stefndi hefir krafizt staðfestingar á hin- wm áfrýjaða dómi og málskostnaðar í hæstarétti eftir mati dómsins. Haustið 1931 veiddi stefndi, ásamt fleirum for- mönnum úr Keflavíkurhreppi, fisk með dragnót í landhelgi undan landi Gerðahrepps í Gullbringu- sýslu og gerðist þar með brotlegur við ákvæði reglu- gerðar nr. 57 frá 11. júlí 1923, er þá var enn í gildi samkvæmt 9. gr. laga nr. 55/1928. Rannsókn út af brotum þessum, er hreppsnefnd Gerðahrepps kærði, fór fram í lögreglurétti 26. okt. 1931, og buðust nokkrir hinna kærðu, þar á meðal stefndi, að því er ætla má, til að greiða sekt fyrir brot sin. En hvorki virðist sektargreiðsluboð hinna ákærðu hafa verið samþykkt né heldur mál á hendur þeim höfðað. Þar á móti hélt þáverandi dómsmálaráðherra þann 1. nóv. 1931 fund með hreppsnefndinni og hinum brot- legu formönnum, þar á meðal stefnda, sem undir- sekst þá eins og fleiri þeirra að greiða til Gerða- hrepps tiltekna upphæð, kr. 500,00, svo framarlega sem hreppsnefnd Gerðahrepps leyfir fyrir sitt leyti og leggur til við atvinnumálaráðherra, að opnuð sé fyrir dragnótum landhelgin frá Keflavíkurhreppi og að miði Varaóssvitanna saman, enda sé leyfilegt fyrir báta, með dragnætur að liggja á greindri línu og kasta norður“. Því hefir verið ómótmælt haldið fram af hálfu áfrýjanda fyrir hæstarétti, að stefndi hafi gefið of- annefnt greiðsluloforð til Gerðahrepps með það fyr- ir augum, að ábyrgð yrði ekki fram komið á hend- ur honum fyrir brot hans á banninu við dragnóta- veiðum. Styðst þetta og við það, að því máli hefir ckki síðan verið hreyft, enda þótt nú séu liðin full 1003 3 ár síðan brotin voru framin og rannsókn út af Þeim fór fram, auk þess sem allur aðdragandinn að greiðsluloforðinu bendir til hins sama. Það verður því að líta svo á, sem þessi forsenda stefnda fyrir loforði hans hafi verið uppfyllt. Í annan stað setti stefndi berum orðum það skilyrði fyrir greiðslu- skuldbindingu sinni: a) Að hreppsnefnd Gerðahrepps leyfði og legði til, að landhelgin á áðurnefndu svæði yrði opnuð fyrir dragnótaveiðar, og b) Að bátum með dragnætur yrði leyft að liggja á Varaósslínunni og kasta til norðurs frá henni út fyrir hið leyfða svæði. Um a) Í bréfi sinu 29. okt. 1931 bað hreppsnefnd- in atvinnumálaráðherra að leyfa dragnótaveiðar á nefndu svæði frá þeim degi til 1. dez. næstan á eftir. Nú mátti bæði stefnda og hreppsnefndinni vera það kunnugt, að atvinnumálaráðherra hafði skömmu áður, þann 12. okt. 1931, leyft með reglugerð nr. 92 dragnótaveiðar í landhelgi undan Keflavíkurhreppi, þar sem stefndi var búsettur, aðeins frá 15. okt. til 30. nóv. þetta ákveðna ár. Það var því eðlilegt, að hreppsnefndin héldi sér í bréfi sínu 29. okt. 1931 við tímamarkið 1. dez. s. á., og hún virðist hafa mátt gera ráð fyrir því, að stefndi og félagar hans létu sér nægja með sama tímamark, úr því að þeir tóku ekki beinlínis fram hið gagnstæða. Það verður hví að líta svo á, að hreppsnefndin hafi að þessu leyti fullnægt þeim skilyrðum, sem stefndi setti fyrir greiðsluloforði sínu til hreppsins. Um b) Hreppsnefndin nefndi þetta atriði að vísu ekki í bréfi sinu og Í reglugerðinni frá 2. nóv. 1931, er leyfði dragnótaveiðar á oftnefndu svæði, er ekki heldur að þessu atriði vikið. En bæði er það, að þetta 1004 atriði virðist ekki, þegar litið er til alls aðdragand- ans að greiðsluloforðinu 1. nóv. 1932, svo verulegi, að það skipti máli um gildi skuldbindingarinnar, og svo það, að ekki þykir líklegt, eftir því sem fram er komið í málinu, að um það hefði verið fengizt, þótt kastað hefði verið norður frá Varaósslinunni á því mánaðartímabili, er leyfið til dragnótaveiða á ofi- nefndu svæði stóð. Það verður því ekki talið, að vanefndir af hálfu hreppsnefndarinnar á þessu at- riði geti leyst stefnda undan greiðsluloforði hans. Með því að hinar aðrar varnarástæður stefnda. þær er í hinum áfrýjaða dómi segir, geta ekki held- ur leyst stefnda undan oftnefndri skuldbindingu hans, þá verður samkvæmt framansögðu að dæma stefnda til þess að greiða áfrýjanda umstefndar kr. 500,00 með 5“c ársvöxtun frá stefnudegi 8. dey. 1932, til greiðsludags. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður bæði í héraði og fyrir hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Magnús Ólafsson, greiði áfrýjanda. hreppsnefnd Gerðahrepps. f. h. hreppsins, kr. 500,00 með 5“ ársvöxtum frá 8. dez. 1932 til greiðsludags, að viðlagðri aðför að lögum. Málskostnaður bæði í héraði og fyrir hæsta- rétti falli niður. Með stefnu, útgefinni 8. dezbr. f. á., hefir stefnandinn. hreppsnefnd Gerðahrepps í Gullbringusýslu, f. h. hrepps- ins, krafizt þess að stefndur útgerðarmaður Magnús Ólafs- son, Höskuldarkoti í Ytri-Njarðvík í Keflavíkurhreppi. verði dæmdur til greiðslu á kr. 500,00 auk 5% ársvaxta frá 1005 1. janúar 1982 til greiðsludags og málskostnað að skað- lausu eða eftir reikningi. Tilefni máls þessa tjáir stefnandinn vera það, að stefnd- ur hafi hinn Í. nóvember 1931 tekizt á hendur skuldbind- ingu um að greiða ofangreinda upphæð til Gerðahrepps, svo framarlega sem hreppsnefndin leyfði og legði til við atvinnumálaráðherra. að opnuð yrði fyrir dragnótaveiðum landhelgin frá Keflavikurhreppi og að miði Varaóssvit- anna „enda þar með leyfilegt fyrir báta með dragnætur að liggja á greindri línu og kasta norður. Þessum skilmálum lelur stefnandinn vera fullnægt og beri því stefndum að greiða þá upphæð sem hann hafi lofið. Stefndur eða umboðsmaður hans hefir undir rekstri málsins krafizt algerðtar sýknunar í málinu og stefndan dæmdan til þess að greiða málskostnað, samkvæmt fram- lögðum málskostnaðarreikningi, aðallega af þeirri ástæðu. að fyrrgreind skuldbinding stefnds sé með öllu ógild sakir þess, að hún sé gagnstæð lögum og velsæmi, þar sem hreppsnefndin hafi með hinu framlagða skuldbindingar- skjali látið kaupa sig til þess að gera umræddar tillögur til atvinnumálaráðherra. eða ákveðnar tillögur, er hrepps- nefndin vitanlega álti að gera eftir beztu sannfæringu og Þannig gert sig seka eða brotlega gegn 118. gr.. sbr. 145. gr. hinna almennu hegningarlaga. Ennfremur tekur stefndur það fram og upplýsir, að hreppsnefndin hafi þegar þremur dögum áður en stefnd- ur hafi undirskrifað skuldbindingu sína verið búin að samþykkja tillögur til ráðherrans —- tillaga hreppsnefndar dags. 29. okt. 1931, en skuldbinding stefnds eigi útgefin fyrr en 1. nóv. s. á. og hún þannig látið kaupa sig til að sera það, sem hún þegar án vitundar stefnds hafi gert. Þá heldur stefndur því fram, að tillaga hreppsnefndar til atvinnumálaráðherra, er fyrr greinir, cigi sé í samræmi við skuldbindingarskjal stefnds, þar sem í henni sé aðeins farið fram á leyfi til dragnótaveiða frá 29. okt. til 1. dez. 1931, í stað óákveðins tíma samkvæmt skilyrði í skuldbind- ingu stefnds, og loks að hið leyfða dragnótaveiðasvæði samkvæmt tillögum hreppsnefndar Gerðahrepps og Kefla- víkurhrepps, að línu er liggur þannig, að Varaóssvitaljósin beri saman, í stað þess, samkvæmt skuldbindingu stefnds, að opnuð sé fyrir dragnótaveiðum landhelgin „frá Kefla- 1006 vikurhreppi og að miði Varaóssvitanna saman, enda sé leyfilegt fyrir báta með dragnætur að liggja á greindri linu og kasta norður“. Aðalvarnarástæða stefnds eða umboðsmanns hans, verð- ur eigi tekin til greina sökum þess, að hvorki hreppsnefnad- in í heild sinni eða einstökum meðlimum hennar er ætluð hin umstefnda fjárhæð persónulega sem opinberum sýsl- unarmönnum, þótt þannig sé komizt að orði í skuldbind- ingu stefnds, heldur hreppnum eða hreppsfélaginu til upp- bótar fyrir þann fjárhagslega halla, er það verði fyrir vegna fyrirsjáanlegs aflatjóns hreppsbúa á og utan þess svæðis fyrir landi hreppsins, er hin leyfða dragnótaveiði valdi þeim, er önnur veiðarfæri noti á umræddu fiski- svæði. Það virðist vera nægilega upplýst í málinu, að fyrrum- getin tillaga hreppsnefndar um leyfi til dragnótaveiða á umræddu svæði, samþykkt 29. okt. 1931, hafi óbreytt ver- ið send hlutaðeigandi ráðherra, hvort heldur þetta hefir átt sér stað fyrir eða eftir að stefndur undirskrifaði skuld- bindingu sína 1. nóv. það ár, um fjárgreiðsluna til hrepps- ins, og eigi verður álitið, gegn mótmælum stefnds, að hon- um hafi verið kunnugt um innihald tillögu þessarar, sem og kemur í bága við skilyrði sett í skuldbindingu hans, en í máli þessu getur aðeins komið til greina, hvort tillaga hreppsnefndar hefir verið í samræmi við skilyrði þessi, en því óviðkomandi, hvern framgang tillagan hefði hjá hlutaðeigandi ráðuneyti, eða hvort samþykkt eftir tillög- um hreppsnefndar var lögformleg eða eigi. Með því nú að álita verður, að ósamræmi það, er fyrr greinir, á tillögu hreppsnefndar og skilyrðum í skuldbina- ingu stefnds, sé svo verulegt, að það hafi verið svo þýð- ingarmikið fyrir stefndan að ganga megi út frá að stefndur eigi hefði lofað hinni umstefndu fjárupphæð, ef hann hefði vitað að svo var sem hann og hefir haldið fram, virðist eiga að taka kröfu hans um sýknun til greina, bæði að því er aðal- og aukakröfu stefnanda áhrærir, en málskostnað- ur virðist eiga að falla niður. 1007 Mánudaginn 12. nóv. 1934. Nr. 84/1931. Steinunn P. Bentsdóttir og eigendur Lambastaða (Theódór B. Lindal) segn Ólafi Magnússyni (Sjálfur). Fjárnám, uppboðsréttarúrskurður og eftirfarandi uppboð ógilt með því skilyrði til aðfarar samkv. 15. gr. laga 29/1885 var eigi fyrir hendi. Fjárnámsgerð fógetaréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 1. marz 19840g eftirfarandi uppboðsgerð samkv. uppboðs- úrskurði 28. apríl s. á: Hið nú umbeðna uppboð á húseign Steinunnar P. Bentsdóttur á Lambastaðatúni skal fara fram, skv. framlögðum söluskilmálum. Dómur hæstaréttar. Þann 27. febr. 1932 gaf Steinunn P. Bentsdóttir út skuldabréf til handhafa, að upphæð kr. 12000,00, er greiðast skyldi á 12 árum með jöfnum afborgun- um ár hvert þann 1. marz, fyrsta sinni 1. marz 1933. Í ársvexti skyldi skuldunautur greiða 6% á sömu gjalddögum sem afborganirnar. Til tryggingar skuld þessari með vöxtum og kostnaði setti skuldunautur að veði með 1. veðrétti húseignina á Lambastaðatúni i Seltjarnarnesshreppi með öllu sem eign Þessari fylgir og fylgja ber. Loks var tilskilið í bréfinu, að Sera mætti fjárnám í veðinu samkv. 15. gr. 1. nr. 29/1885, ef ekki yrði staðið í skilum. Var bréfi Þessu þinglýst á manntalsþingi Seltjarnarnesshrepps 30. júni 1932. Með því að greiðslur samkvæmt framan- sögðu brugðust, tilkynnti stefndi, sem orðinn var eigandi og handhafi skuldabréfsins, skuldunaut með bréfi 27. jan. þ. á., að hann mundi krefjast skuldar- innar allrar, ef tilskilin afborgun, og tilskildir vextir, 1008 yrðu eigi greiddir innan viku þar frá. Með því að eigi var að heldur greitt, krafðist stefndi aðfarar í veðinu, þann 26. febr. þ. á. Var síðan gert fjárnám þann 1. mar“ þ. á. í fógetarétti Gullbringu- og Kjós- arsýslu í greindri veðsettri húseign, ásamt tilheyr- andi „til tryggingar kr. 6550,00, er stefndi virðist þá hafa talið skuldabréfið standa sér í. Þann 5. marz næstan á eftir krafðist stefndi því næst uppboðs á veðinu, og 23. apríl þ. á. ákvað uppboðsráðandinn uppboðsskilmála, þar sem svo er mælt, að selja skuli húsið „með tilheyrandi lóð undir húsinu sjálfu og hæfilegri umgangslóð“. Uppboðið fór síðan fram þann 28. s. m. eftir að mótmælum áfrýjenda, sem létu mæta á uppboðsþinginu, gegn sölunni hafði verið hrundið með samstundis uppkveðnum úr- 10. 11. 13. 14. efnisskrá. Valdstjórnin gegn Martinus Ólesen. Veið- arfæri Í Ólagi 20... Eigendur Lambastaða gegn Steinunni P. Bentsdóttur og Ólafi Magnússyni og Stein- unn P. Benísdóttir gegn eigendum Lamba- staða og Ólafi Magnússyni. Ómerking Ásdís Johnsen gegn Þórði Eyjólfssyni, f. h. þrotabús G. J. Johnsen og Útvegsbanka Íslands h/f. Kaupmáli ..........0..... Bæjarstjórn Hafnarfjarðar gegn Hellvers Bros. Ltd. Útsvarsmál .................. Hrefna Sigurgeirsdóttir gegn Lárusi Fjeld- sted. Útivistardómur. Ómaksbætur ..... Alfons Jónsson gegn Hauk Ólafssyni og Guido Bernhöft. Útivistardómur ........ Magnús Jónsson gegn Jóni Ólafssyni. Frá- vísun. Ómaksbætur .......0....... Kolbeinn Guðmundsson gegn Magnúsi Jónssyni. Úrskurður um frest .......... Magnús Jónsson gegn borgarstjóra Reykja- víkur, f. h. bæjarsjóðs. Frávísun. Ómaks- bætur sas mid 5 á Magnús Jónsson gegn borgarstjóra Reykja- víkur, f. h. bæjarsjóðs. Úrskurður um frest Magnús Jónsson gegn Kolbeini Guðmunds- syni. Úrskurður um frest .............. Borgarstjóri Reykjavíkur, f. h. bæjarsjóðs gegn Magnúsi Jónssyni. Úrskurður um TRESE sn Valdstjórnin gegn Jafet Sigurðssyni. Brot g. 1. 97/1933 .....00000 0 Réttvísin gegn Helga Benediktssyni. Úr- skurður um framhaldsrannsókn „...... Dómur Bls. '% 561 31) 584 31 í 589 3 589 314 590 314 ög91 3) 592 4 593 31) 594 34 595 % 596 14, 599 15. 16. 17. 19. 20. 30. Jón Arinbjarnarson og Hrefna Sigurgeirs- dóttur gegn bæjargjaldkera Reykjavíkur. f. h. bæjarsjóðs. Lögtak lo. Valdstjórnin gegn Bjarna Bjarnasyni. Bruggun 202... Kolbeinn Guðmundsson gegn Magnúsi Jónssyni. Fjárnám .....0... Stjórn Útvegsbanka Íslands h/f. gegn H/f. Kveldúlfur. Umboðslaun lcccc Mjólkurfélag Reykjavíkur gegn bæjarsjóði Reykjavíkur. Lögtak coo000. 0... Réttvísin og valdstjórnin gegn Ingibjarti Magnússyni. Áfengislaga- og bifreiðalaga- brot 0... Valdstjórnin gegn Hjálmtý Guðvarðssyni, Ólafi Kjartani Ólafssyni og Jóni Straum- fjörð Ólafssyni. Áfengislagabrot ....... Guðrún Blöndahl gegn Einari Guðmunds- syni. Útburður af Jöfð ua Ólöf Ingvarsdóttir gegn bæjargjaldkeran- um í Reykjavík. f. h. bæjarsjóðs. Utivist- ArdÓMUr lo Réttvísin gegn Ásmundi Bjarna Helga- syni. Víxilfölsun L..cc0... Fjármálaráðherra, t. h. ríkissjóðs gegn Lárusi Jónssyni. Frávikning úr stöðu Valdstjórnin gegn Snæbirni Guðmunds- syni. Ómerking ......00 0. Ólafur Hvanndal gegn Metúsalem Jóhanns- syni. Skaðabótamál Loc. Þorbergur Guðmundsson, Jón Á. Gísla- son, Halldór Þorsteinsson og Eiríkur Þorsteinsson gegn Útvegsbanka Íslands h/f. Vixilafsögn Go... Jón Þorláksson borgarstjóri, Í. h. Revkja- vikurbæjar gegn Magnúsi Jónssyni. Úr- skurður um frest 2o.00.0.0... Carl Finsen, f. h. eigenda botn vörpuskips- ins Libeck gegn Pálma Loftssyni, f. h. Skipaútgerðar ríkisins. Björgunarlaun Dómur Bls. 19., 60 1 605 607 Lt 6LG 618 625 629 604 667 669 31. 32. 3ð. 34. 37. 38. 39. 40. 41. 42. 43. 44. 43. Skólanefnd Reykjaskóla gegn Ólafi Jónssyni. Skaðabætur „................ Magnús Jónsson gegn borgarstjóra Reykja- vikur, f. h. bæjarsjóðs Reykjavíkur. Úti- vistardómur .....2000. 0 Ólafur Jóhannesson gegn hreppsnefnd Stokkseyrarhrepps. Útivistardómur ..... Árni S. Böðvarsson gegn Brynjólfi Ste- fánssyni, f. h. Sjóvátryggingarfélags Ís- lands h/f., Helga Nikulássyni og Sig. Sveinbjörnssyni. Útivistardómur .„....... Borgarstjóri Reykjavíkur, f. h. bæjar- sjóðs gegn Magnúsi Jónssyni. Útsvars- Mál 2... Borgarstjóri Reykjavíkur, f. h. bæjar- sjóðs gegn Magnúsi Jónssyni. Útsvar Borgarstjóri Reykjavíkur, f. h. bæjar- sjóðs gegn Magnúsi Jónssyni. Fjárnám .. Borgarstjóri Reykjavíkur, f. h. bæjar- sjóðs gegn Magnúsi Jónssyni. Lögtak Valbjörg Kristmundsdóttir gegn Páli Þorleifssyni. Frávísun ............... '. Réttvísin og Valdstjórnin gegn Hallgrími Pétri Holm Aðalbjörnssyni. Brot gegn 200. gr. hegnl. Mm. M. 2200. Haraldur Guðmundsson gegn Á. Einars- son á Funk. Gjalddagi skuldar ........ Valdstjórnin gegn Lárusi Jóhannessyni. Brot g. 1. 69/1928 0000. Einar M. Jónasson gegn gjaldkera bæj- arsjóðs Reykjavíkur, formanni Söfnunar- sjóðs: Íslands og bankastjórum Útvegs- banka Íslands h/f. Úrskurður um frest Pálmi Loftsson, f. h. Skipaútgerðar ríkis- ins gegn Sjómannafélagi Reykjavíkur. Bótakrafa vegna afskráningar .......... Útvegsbanki Íslands h/f. gegn Friðfinni Finnssyni og bæjarfógeta Kr. Linnet, f. h. Þrotabús Kristins A. Jónssonar. Sjóveð- réttur í aflahlut .......2.00. 0. Il Dómur Bis. “18 674 233 680 2% 680 233 681 % 681 % 686 % 690 % 692 % 694 1% 702 1% 702 184 105 164 709 204 710 2% 716 IV 48. 50. Et Á 52. 60. Réttvísin gegn Þorsteini Jónssyni. Brot g. 134. gr. alm. hegnl. 2. Lárus Jóhannesson, f. h. Guðmundar Þór- arinssonar gegn Guðbrandi Magnússyni, f. h. Áfengisverzlunar ríkisins og Ásgeiri Ásgeirssyni, fjármálaráðherra, Í. h. ríkis- sjóðs. Endurgreiðslukrafa 2...000000... Leonhard Sæmundsson gegn Ermenreki Jónssyni. Útivistardómur 2..0.0..... Jón Sveinsson gegn Sigurði Jónssyni, f. h. Raftækjaverzlunar Íslands h/f. Útivistar- AdÖMUr 2. Guðmundur Guðmundsson gegn Metú- salem Jóhannssyni. Útivistardómur Valdstjórnin gegn Einari Þ. Helgasyni. Bifreiðalagabrot 2..000 0 0 Þorbergur Guðmundsson, Jón Á. Gíslason og Halldór Þorsteinsson gegn Útvegs- banka Íslands h/f.Víxilréttur .......... Þorbergur Guðmundsson, Jón Á. Gíslason, Halldór Þorsteinsson og Eiríkur Þor- steinsson gegn Útvegsbanka Íslands h/f. Víxilréttur 20.00.0000 Béttvísin gegn Friðbirni Þorkelssyni. Stuldur 2... Valdstjórnin gegn Martin Miller. Botn- vörpuveiðabrot „00.00.0000... Eggert Claessen, f. h. Metúsalems Jóhanns- sonar gegn Guðmundi Guðmundssyni. Veðskuld ......00 0. H/f. Sandgerði segn Árna Einarssyni. Fullnæging söluskilyrða ......00.00.. Réttvísin og Valdstjórnin gegn Vernharði Eggertssyni. Brot gegn 228. gr. hegnl. o. fl. Valdstjórnin og réttvísin gegn Konráði Þálssyni Þormar. Hegningarl. og áfengis- lagabrot .....000.. tn Béttvísin gegn Adam Emil Kempf og Knud Busk. Brot gegn 231., sbr. 46. og 48. gr. hegnl. „css Dómur ca „S 1 ð % % ÍÐ Bls. 121 728 143 144 754 751 762 770 173 777 780 784 61. 65. 66. Valdstjórnin gegn Jóni Ólafssyni, Sigurði Hjaltested og Önnu Friðriksdóttur. Brot gegn 1. 32/1933 og 84/1933 ......00.... Valdstjórnin gegn Ársæli Halldórssyni. Bruggun 22.00.0000. Valdstjórnin gegn Sidney Brennan. Botn- vörpuveiðabrot oo. Theodór B. Líndal, f. h. Háskóla Íslands gegn Jóni Þ. Sívertsen. Skiptaréttarur- SkUrðUr ......00. Sigvaldi Jónsson gegn Theodór N. Sigur- geirssyni. Fjárnám ...........00.... Réttvísin og valdstjórnin gegn Sigurði Sveinbjarnarsyni. Svknun .............. C. A. Broberg f. h. Vátryggingarfélagsins Danske Lloyd gegn Haraldi Þ. Thorla- cius. Slysabætur ............ Magnús Jónsson prófessor juris. gegn Jóni Ólafssyni. Frávísun ..........0...... Réttvísin og valdstjórnin gegn Einari M. Einarssyni. Ómerking ..........0...... Guðmundur Þorkelsson gegn Sigurði Grímssyni. Málflutningslaun ............ Réttvisin gegn Helgmundi Gunnari Alex- anderssyni. Íkveikja BR EG VIÐ Blá á ja en #0 Ingibjörg Helgadóttir gegn Páli Vídalín Magnússyni. Eiðvinning í barnsfaðernis- MÁ... Asgeir Sigurðsson Í. h. eigenda b/v „Escal- lonia“ G. Y. 631 gegn Páli Magnússyni, í. h. eigenda og vátryggjenda v/b „Njáll Þorgeirsson““ S. M. 429, skipverja og land- manna bátsins og gagnsök. Skaðabætur .. Kristinn Kristjánsson gegn Guðnýju Richter. Úrskurður ............... þið hái Óskar Bjarnasen og Filippus Árnason gegn Stefáni Guðlaugssyni, Runólfi Runólfssyni, Einari Símonarsyni og Valgerði Sigurðar- dóttur. Ómerking ............0 Eggert Claessen, f. h. Vilhjálms og Skúla v Dómur Bls. 801 808 810 820 821 824 828 833 836 846 847 VI 1 1 79. 80. 81. gt ð. 84. 8ð. 86. 88. 89. 90. 91. Skúlasona, vegna dánarbús Ragnhildar Sig- urðardóttur gegn bæjargjaldkera Ísafjarð- ar, f. h. bæjarsjóðs. Útsvar .........0... Valdstjórnin gegn Ágústi Jóhannessyni. Bruggun „00.00.0000... Margrét Halldórsdóttir gegn Vörubilastöð Reykjavíkur. Bótakrafa ...0.000.000000 .; H/F Kol og Salt gegn Trolle á Rothe, h/f, f. h. eigenda og vátryggjenda s/s Ingerfire. Skaðabætur 20.00.0000 Guðmundur Breiðfjörð gegn Útvegsbanka Íslands h/f. Fjárnám ..c.0.0.0000... Réttvísin gegn Vernharði Eggertssyni. Innbrot ...cc.000 sr Valdstjórnin gegn Sigvalda Jónassyni. Áfengislagabrot 0. fl. .....00..0.0.. 00... Sigfús Elíasson gegn Valdimar Baumann. Brottvísun .....000 enn Guðmundur Albertsson gegn Lárusi Fjeld- sted, f. h. M. Movinckel. Útivistard. Ómaksbætur 22.00.0000... 0... Ásgeir Guðmundsson gegn Sólrúnu Jóns- dóttur. Útivistardómur. Ómaksbætur .... Jens Pálsson gegn Sesselju H. Sigmunds- dóttur. Útivistard. Ómaksbætur .......- Skapti Gunnarsson gegn Guðmundi Ólafssyni. Útivistard. Ómaksbætur ...... Magnús Jónsson gegn borgarstjóra Reykja- víkur, f. h. bæjarsjóðs. Frávisun ........ Magnús Jónsson gegn borgarstjóra Revkja- vikur. f. h. bæjarsjóðs. Frávisun ........ Magnús Jónsson gegn firmanu Nathan é€ Olsen. Frávísun 20.00.0000... Réttvísin gegn Sigurði Sívertsen Snorra- syni. Brot g. 225. gr. hegnl. 2... . Magnús Jónsson, prófessor juris. gegn Jóni Þorlákssyni, f. h. bæjarsjóðs. Ógild- ing lögtaks .....00.0.. 0... Béttvísin og valdstjórnin gegn Magnúsi Dómur Bis. 862 869 874 881 884 887 887 888 888 890 889 891 892 912 94. 95. 96. 98. 99. 100. 101. 102. 103. 104. 105. 106. Jóhannessyni. Brot g. hegnl., áfengisl. biffélðaðl. vin Óskar Bjarnasen og Filippus Árnason gegn Þorsteini Jónssyni o. fl. Útivistar- ÁÓMUr 20. Óskar Bjarnason og Filippus Árnason gegn Guðmundi Jónssyni og f. h. firmans Gunnars Ólafssonar £ Co., Gunnari Ól afssyni o. fl. Utivistardómur ......... Stefán Þorláksson gegn Niels Carlssyni vegna Timburverzlunar Árna Jónssonar. Útivistardómur .........0000 00... Þórarinn Dúason gegn Alfons Jónssyni Útivistardómur ..........0.000.0 0. Magnús Ólafsson gegn Stefáni Jóh. Ste- fánssyni og Ásgeiri Guðmundssyni Úti- vistard. Ómaksbætur ................. Jóhann Ólafsson á Co gegn Stefáni Jóh. Stefánssyni og Ásgeiri Guðmundssyni og gagnsök. Bætur fyrir afnotamissi bif- reiðar .....c.0 0 Jörgen Nissen gegn Elisu Jónsdóttur. Barnfaðernismál ..............0..... A. J. Johnson gegn bæjargjaldkera Reykjavikur, f. h. bæjarsjóðs. Fasteigna- gjald af mannvirkjum á lóðum ........ Freygarður Þorvaldsson gegn borgar- stjóra Reykjavíkur, f. h. bæjarsjóðs. Ómerking lögtaks .........0000.0.... Kristófer Eggertsson gegn Gunnari FE. Benediktssyni og Þorleifi Jónssyni. Fyrning skuldar ...............00..... Valbjörg Kristmundsdóttir gegn Páli Þorleifssyni. Barnfaðernismál. Endur- upptaka .ccc..00000 00... Réttvísin og valdstjórnin gegn Jakob Hinrik Helgasyni. Stuldur o. fl. ........ Pétur Magnússon gegn Helga Guðmunds- VI Dómur Bls. 25 236 to Sr Er 6 ono #0 140 10 I% 915 923 923 924 924 925 925 930 936 941 943 948 952 VI 107. 108. 109. 110. 111. 112. 113. 114. 118. 119. 120. Dómur BI syni, Jóni Baldvinssyni og Jóni Ólafs- h. Útvegsbanka Launahækkunarkrafa Réttvísin og valdstjórnin gegn Hans Adolf Helgasyni. Hegnl.- og Þifreiðarl. brot Valdstjórnin gegn Ólafi Kjartani Ólafs- Marino Stefánssyni. Bruggun Reykjavíkur. Meðlag af hendi fráskilins eiginmanns Béttvísin gegn Magnúsi V. Guðmundssyni og Skúla Sigurðssyni. Innbrot marssyni og Þórbergi Þórðarsyni. Brot segn 88. gr. hegn.. Sigfús Sveinsson gegn Ole Tynes og gegn dómur. Ómaksbætur 3140 989.. Sigurði Eggerz. Útivistardómur A. B. Bendtsen f. h. Kleins Efterfölgere. Útivistardómur. Ómaksbætur ........0..00.. Thoroddsen Berndsen. Útivistardómur ............. Kolbeini Guðmundssyni. Útivistardómur Guðmundur Þorkelsson Thorlacius og Guðmundi Jónssyni. Úti- vistardómur. Guðmundur Bergssyni. Útivistardómur Ingólfur Esphólin gegn stjórn h/f. Ham- ar. Útivistardómur Ingólfur Esphólin steinssyni, f. h. Uddeholms Aktiebolag. Útivistardómur Magnús Jónsson, prófessor juris. gegn Útvegsbanka Íslands h. Í. Ómaksbætur 1%%0 958 1%6 963 10 967 264 0 970 2M0 979 3140 982 311, 989 3140 990 314, 990 8110 991 30 991 314, 992 3, 992 10 993 3145 993 128. 129. 130. 131. 132. 133. 134. 135. 136. 137. Sig. Þ. Skjaldberg gegn Pétri Þ. J. Gunn- arssyni, f. h. h. f. Landstjarnan. Úti- vistardómur .........00.0 0. M. Júl. Magnús gegn Óla Metúsalems- syni. Útivistardómur .................. Réttvisin og Valdstjórnin gegn Guðjóni Helga Kristjánssyni og Björgvin Sigmar Stefánssyni. Brot gegn 231. gr. hegnl. .. Hreppsnefnd Gerðahrepps gegn Magnúsi Ólafssyni. Úrskurður .................. Hreppsnefnd Gerðahrepps gegn Magnúsi Ólafssyni. Greiðsluskuldbinding ........ Steinunn P. Bentsdóttir og eigendur Lambastaða gegn Ólafi Magnússyni. Ógilding fjárnáms o. fl. .............. Sigurður Bjarnason gegn Skiptaráðanda Þingeyjarsýslu, f. h. þrotabús „Frystihús- ið Svalbarð h. f.“ Frystingar- og geymslu- gjald síldar sas 4 0 0 Valdstjórnin gegn Kristni Steinari Jóns- syni. Sýknun 22.20.0200 Sigurður Berndsen gegn Þórði J. Thor- oddsen. Staðfestingardómur .......... Pálína Jóhannsdóttir gegn Sölva Valdi- marssyni. Barnsfaðernismál ........... Lárus Jóhannesson gegn Guðbrandi Magnússyni, f. h. Áfengisverzlunar ríkis- ins og Eysteini Jónssyni, f. h. ríkissjóðs Og gAgnsöÖk siss sa siss Árni Sigurðsson gegn Gislínu Sigurðar- dóttur. Útivistard. Ómaksbætur ........ Gísli H. Guðmundsson gegn stjórnend- um „Vörubilastöðin í Reykjavík“, f. h. þeirrar stöðvar og gagnsök. Bætur fyrir atvinnutjón ......... B. M. Sæberg gegn Olíuverzlun Íslands. Útivistardómur. Ómaksbætur .......... Magnús Jónsson, prófessor juris. gegn Jóni Ólafssyni. Útivistardómur ........ Magnús Jónsson, prófessor juris. gegn IX Dómur BIs. 30. 994 3, 994 5, 995 %1 1000 %1 1001 1%1 1007 1%, 1011 2%, 1014 23, 1017 *%1 1020 264, 1024 2%, 1030 30, 1031 %. 1043 %2 1043 138. 139. 140. 141. 142. 143. 144. 145. 146. 147. borgarstjóra Reykjavikur, f. h. bæjarsjóðs. Útivistardómur .....00000. Magnús Jónsson, prófessor juris. gegn borgarstjóra Reykjavikur, f. h. bæjarsjóðs. Útivistardómur .....0.0.0. 0... Friðrik Þorsteinsson gegn Jóni Helga- syni. Útivistardómur. Ómaksbætur .... Valdstjórnin gegn Gunnari Ingimundar- syni. Sýknun ....cc00000 00... Valdstjórnin gegn Hallgrími Brynjólfs- syni. Áfengislagabrot ..........000000..- RBéttvísin gegn Helga Benediktssyni. Svik Mm. M. 2... Valdstjórnin gegn Karl Kristensen. Bruggun ......0.0.000.. 0. eeen nn Réttvísin og valdstjórnin gegn Guð- mundi R. Magnússyni. Hegnl.- og áfeng- islagabrot ..cccccc000 en. Ólafur Thors gegn Einari Magnússyni og gagnsök. Meiðyrði ........0.0...-- Valdstjórnin gegn Ólafi Guðjónssyni. Bifreiðarlagabrot m. M. 2...000000. Helgi Benediktsson gegn Sigurgeiri Guð- bjarnarsyni. Útivistardómur .......... Dómur Bis. % 2 1% 2 1% 2 1% 1%2 1% 2 1%i2 1044 1044 1045 1045 1049 1072 1075 1079 1085