Hæstaréttardómar ,. Útgefandi: Hæstaréttarritari. XVI. árgangur. 1935. Miðvikudaginn 9. jan. 1935. Nr. 126/1933. Dánarbú Guðmundar Tjörva Guð- mundssonar (Stefán Jóh. Stefánsson) segn Þorleifi Jónssyni (Enginn). Verzlunarskuld. Dómur gestaréttar Hafnarfjarðar 19. sept. 1933: Stefnd- ur Guðmundur Tjörvi Guðmundsson, Hafnarfirði, greiði stefnda, málafærslumanni Þorleifi Jónssyni í Hafnar- firði, kr. 1019,55, ásamt 6% ársvöxtum af Þeirri upphæð frá 1. janúar 1932 til greiðsludags, og í málskostnað kr. 173,00. Dóminum að fullnægja innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu hans undir aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Stefndi hér fyrir réttinum, Þorleifur Jónsson rit- stjóri í Hafnarfirði, hefir höfðað mál þetta í héraði gegn Guðmundi Tjörva Guðmundssyni. Var málið þingfest fyrir gestarétti Hafnarf jarðarkaupstaðar 30. mai 1933. Báðir málsaðiljar mættu þá, og er það bókað í þingbókina, að sækjandinn í héraði, Þor- leifur Jónsson, hafi lagt fram 3 skjöl, stefnu, reikn- ing og málskostnaðarreikning, en ekkert er tilgreint um innihald þessara skjala, né um dagsetningu þeirra. Eftir að sáttatilraun fyrir gestaréttinum hafði reynzt árangurslaus var stefnda í héraði, Guð- 1 2 mundi Tjörva Guðmundssyni, samkvæmt beiðni hans veittur 14 daga frestur og næsta réttarhald á- kveðið 13. júní s. á. En er málið þá var tekið fyrir, mætti Guðmundur Tjörvi Guðmundsson ekki og enginn af hans hálfu, og lét þá Þorleifur Jónsson bóka þær dómkröfur, að Guðmundur Tjörvi Guð- mundsson, er hefði málsskjölin í sínum vörzlum, yrði dæmdur til að greiða hina umstefndu skuld, kr. 1019,55, ásamt 6% ársvöxtum af þeirri upphæð frá 1. jan. 1932 til greiðsludags, og 173 kr. Í máls- kostnað. Var málið þá tekið til dóms i gestaréttinum og dómur kveðinn upp í þvi 19. sept. 1933 á þá leið, að allar þessar kröfur voru teknar til greina. Dómi þessum hefir Guðmundur Tjörvi Guð- mundsson áfrýjað til hæstaréttar með stefnu dags. 10. nóv. 1933, en eftir að áfrýjunarstefnan var gefin út andaðist hann, en dánarbú hans hefir gengið inn í málið og haldið áfrýjuninni áfram. Var málið þing- fest í hæstarétti 28. febr. f. á. en stefndi mætti hvorki þá né við síðari réttarhöld í því, þótt honum hafi verið löglega stefnt, hefir málið því verið flutt skriflega í hæstarétti samkv. 38. gr. hæstaréttarlag- anna og er dæmt samkv. N. L. 1—4--32 og 2. gr. tilsk. 3. júní 1796. Af hálfu dánarbúsins hafa verið gerðar þær rétt- arkröfur fyrir hæstarétti, að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og breytt á þá leið, að það verði sýkn- að af öllum kröfum stefnda, Þorleifs Jónssonar, og að stefndi verði dæmdur til að greiða hæfilegan málskostnað fyrir undirrétti og hæstarétti eftir mati réttarins. Fyrir hæstarétti hafa eigi komið fram skjöl þau, er samkvæmt framansögðu voru lögð fram í gesta- rétti Hafnarfjarðar, við þingfestingu málsins þar, 3 en dánarbúið hefir fengið leyfi til að leggja fram í hæstarétti ný skjöl og skilríki, og samkvæmt því leyfi hefir verið lagt fram notarialiter staðfest eftir- rit úr verzlunarbókum þrotabús Verzlunar Böðvars- sona í Hafnarfirði, yfir viðskipti Guðmundar Tjörva Guðmundssonar við þá verzlun árin 1923 —31, að báðum árum meðtöldum, og sýnir eftirrit þetta, að Guðmundur er í árslok 1931 talinn að skulda verzluninni kr. 1019,55. Verður samkvæmt Þessu og málflutningnum að lita svo á, að það sé eigi véfengt, að stefndi hér fyrir réttinum sé nú eig- andi eða réttur innheimtumaður skuldakröfu þess- arar. Umboðsmaður dánarbúsins hefir í sóknarskjali sínu hér fyrir réttinum haldið því fram, að dómur gestaréttarins sé byggður á þeirri röngu forsendu, að skjöl málsins hafi verið í vörzlum Guðmundar Tjörva Guðmundssonar þegar málið var tekið þar undir dóm þann 13. júní 1933 og hefir hann neitað því, að Guðmundur hafi fengið skjölin lánuð í rétt- arhaldinu 30. maí 1933. Þess er nú að vísu eigi bein- línis getið í bókuninni um réttarhaldið, að Guð- mundi hafi verið afhent málsskjölin, en þar sem honum þá var veittur frestur til andsvara í málinu, er eðlilegast að líta svo á, að honum hafi þá einnig verið afhent skjölin, og auk þess mundi héraðsdóm- arinn eigi hafa leyft stefnda að fá það bókað án athugasemda eða leiðréttinga í réttarhaldinu 18. júni 1933, að skjölin þá væru hjá Guðmundi, ef svo hefði eigi verið. Þessi staðhæfing umboðsmanns dánarbúsins þykir því ekki takandi til greina. Um kröfu þá, er mál þetta er risið af, upplýsir eftirrit það úr verzlunarbókum Verzlunar Böðvars- sona, sem lagt hefir verið fram, að skuldin er á önd- 4 verðu ári 1923 talin vera kr. 1074,26 og að Guðmund- ur Tjörvi hefir árið 1923, 1924 og 1925 haldið við- skiptum áfram með því að taka út í verzluninni ýmsar smáupphæðir, þannig að skuldin er í árslok 1925 talin vera 1125,26. Árið 1926 og 1927 hefir orð- ið hlé á viðskiptunum, en svo hefjast þau aftur á öndverðu ári 1928, og er talið að Guðmundur hafi það ár tekið út allmargar smáupphæðir fyrir yfir samtals kr. 32,06. Og 31. dez. 1928 hefir einn af eig- endum verzl. Böðvarssona lagt inn í reikning Guð- mundar við verzlunina kr. 162,36, er virðast hafa stafað af einkaviðskiptum hans og Guðmundar, og lækkar skuldin við það úr kr. 1125,26 þá um ára- mótin niður í kr. 994,96. Samkvæmt reikniseftirrit- inu hefir Guðmundur svo haldið viðskiptunum á- fram árin 1929, 1930 og 1931 með því að taka út ýmsar smáupphæðir, án þess að greiðsla kæmi fyr- ir, svo að skuldin er í verzlunarbókunum í lok árs- ins 1931 talin nema hinni umstefndu upphæð, kr. 1019,55. Fyrir hæstarétti hefir dánarbúið fyrst og fremst mótmælt skuldinni sem rangri og ósannaðri, og enn- fremur talið hana vera fyrnda, enda þótt talið yrði, að hún hefði á sinum tíma verið réttkræf. Um báðar þessar varnarástæður er það sameiginlegt, að þær komu ekki fram í héraði, enda þótt þess hefði verið kostur, og eru því of seint fram komnar. En þar að auki eru mótmæli dánarbúsins gegn vöruúttektinni á reikningseftirritinu óákveðin og ósundurliðuð og vörn þess byggð á fyrningu skuldarinnar ekki til greina takandi vegna þess, að Guðmundur Tjörvi virðist hafa viðurkennt skuldina, með því að ekki er vitað, að hann hafi mótmælt því, að áðurnefndar kr. 162,36 voru færðar honum til tekna á viðskipta- - ð reikningi hans við Verzlun Böðvarssona..Og með því að viðskiptin héldu áfram fram á árið 1931, var skuldin ekki fyrnd þegar mál þetta var höfðað. Sýknukrafa dánarbúsins verður því ekki tekin til greina, og leiðir þar af, að staðfesta ber hinn áfrýj- aða dóm. Þar sem stefndi hefir eigi mætt eða látið mæta fyrir hæstarétti á málskostnaður að falla niður. Þvi dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða gestaréttardómi skal óraskað. Málskostnaður í hæstarétti falli niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Við fyrirtöku málsins, 30. maí s. l., mætti stefndur per- sónulega í réttinum, og að undangenginni árangurslausri sáttaumleitun var honum, eftir beiðni hans, veittur 14 daga frestur í málinu eða til 13. júní s. á., en þá mætti stefndur cigi, og bað þá stefnandinn bókað: „þar sem skjölin eru hjá stefndum og hann eigi mættur eða neinn fyrir hans hönd, þá verð ég að fá bókaðar dómkröfur í málinu: Ég krefst þess, að stefndur verði dæmdur til þess að greiða hina umstefndu skuld, kr. 1019,55 ásamt 6% ársvöxtum af þeirri upphæð frá 1. jan. 1932 til greiðsludags, og í málskostnað kr. 173,005. Samkvæmt þessu verður að dæma stefndan til þess að fullnægja kröfum stefnanda, eins og fyrr segir, einnig að Því er umkrafinn málskostnað áhrærir. Miðvikudaginn 9. jan. 1935. Nr. 127/1933. Magnús Guðmundsson gegn Ólínu Magneu Jónsdóttur. Úrskurður hæstaréttar. Áfrýjandi hefir meðal annars gert þær kröfur, að máli þessu verði vísað heim í hérað til þess að blóð- rannsókn fari fram, ef þess yrði kostur á honum sjálfum, hinni stefndu og barni hennar, Stefaníu Bylgju, er stefnda hefir kennt áfrýjanda. Í lögreglurétti Reykjavíkur 12. nóv. f. á. kom það fram, að það hefir komið til umræðu milli málsað- ilja fyrir lögreglurétti Reykjavíkur 20. eða 23. maí 1933, er þau voru yfirheyrð viðvíkjandi faðerni áð- urnefnds barns, að blóðrannsókn yrði gerð á viðkom- endum, en um þetta hefir þó ekkert verið bókað, enda kemur málsaðiljum ekki saman um það, hvað gerzt hafi þar þeirra í milli um þetta atriði. Það verður ekki séð, að dómarinn hafi gengið úr skugga um það, hvort blóðrannsóknar hafi verið krafizt, sem hann hefði þó átt að gera, með því að honum bar samkvæmt 12. gr. laga nr. 46/1921 að afla af eigin hvötum allra fáanlegra sannana um þau atriði, er máli kunnu að skipta um faðerni barnsins, og að gera hinni stefndu, sem var höfðandi barnsfaðernis- máls þessa í héraði, kunnar þær afleiðingar, sem tregða af hennar hálfu um að gefa allar mögulegar upplýsingar í málinu, gæti haft um framgang þess eftir áðurnefndri lagagrein. Með því að áfrýjandi hefir stöðugt neitað þvi, þrátt fyrir líkur, sem móti honum mæla, að hann sé faðir að áðurnefndu barni, en hefir hinsvegar 7 krafizt blóðrannsóknar á sinn kostnað, þá virðist eiga að veita honum kost á henni, ef unnt reynist, og þykir þvi rétt að fresta uppsögn dóms í máli þessu þar til sýnt er, hvort slík rannsókn getur farið fram eða ekki. Ber því að skylda héraðsdómarann: 1. Til að ganga úr skugga um það fyrir dómi, hvort stefnda vill leggja sig og barn sitt fyrr- nefnt undir blóðrannsókn, og 9. Ef svar hennar verður játandi, þá að hlutast til um, að blóðrannsókn á áfrýjanda, Magnúsi Guðmundssyni, hinni stefndu, Ólínu Magneu Jónsdóttur, og barni hennar, Stefaníu Bylgju, fari fram, ef unnt verður og svo fljótt sem kostur verður. Því úrskurðast: Héraðsdómaranum ber að afla þeirra upplýs- inga og hlutast til um framkvæmd þeirrar rannsóknar, sem í 1. og 2. tölulið að framan greinir, og samkvæmt því, er þar segir. Mánudaginn 14. jan. 1935. Nr. 52/1934. Eigandi m/s „Minnie“ E.A. 523 (Jón Ásbjörnsson) segn eigendum e/s „Nonna“ E.A. 290 (Garðar Þorsteinsson). Aðstoð við björgun. Dómur sjóréttar Reykjavíkur 5. jan. 1934: Stefndur, C. A. Broberg, f. h. eigenda m/b. Minnie, greiði stefnanda, 8 Ólafi Þorgrímssyni, f. h. eigenda e/s. Nonni, kr. 4000,00 ásamt 5% ársvöxtum frá 1. júní 1933 til greiðsludags og kr. 250,00 í málskostnað, innan Þriggja daga frá lögbirt- ingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir krafizt niðurfærslu eftir mati dómsins á þóknun þeirri, er í hinum áfrýjaða dómi greinir, og málskostnaðar bæði í héraði og fyrir hæstarétti, en til vara, að málskostnaður í héraði verði látinn falla niður. Hinir stefndu, sem ekki hafa áfrýjað málinu, hafa krafizt staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi og málskostnaðar fyrir hæstarétti. Liggur því einungis fyrir að ákveða þóknun þá, er áfrýjanda ber að greiða hinum stefnda fyrir drátt- inn á „Minnie“ 13. maí 1933. Eftir framkomnum upplýsingum þykir mega gera ráð fyrir því, að „Nonni“ hafi orðið af nokkrum afla vegna dráttarins. Hann missti 10 lóðir, að því er virðist, af sömu ástæðu, og þurfti að eyða kolum og olíu aukreitis. Með tilliti til alls þessa og þeirrar áhættu, sem slíkum skipsdrætti fylgir um nálægt 40 sjómílna langa leið, þykir þóknunin hæfilega á- kveðin 3000 krónur, með vöxtum eins og í hinum áfrýjaða dómi segir. Málskostnaðarákvæði hins áfrýjaða dóms þykir mega staðfesta, en málskostnaður fyrir hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Áfrýjandi, eigandi m/s „Minnie“ EA. 523, greiði hinum stefndu, eigendum e/s „Nonni“ E.A. 290, 3000 krónur með 5% ársvöxtum frá 3. júní 1933 til greiðsludags. Málskostnaðará- 9 kvæði hins áfryjaða dóms á að vera óraskað. Málskostnaður fyrir hæstarétti falli niður. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Hinn 12. maí 1933 að kvöldi, var vélbáturinn Minnie E. A. 523 að veiðum með línu 10—12 sm. N.V. til V. frá Sandgerði. Kl. 8% e. m. heyrðust skellir og barsmið í vél- inni og við athugun kom í ljós, að sveifarásinn var brotinn við fremri sveifina. Var þá gefið neyðarmerki til annara báta, sem þar voru nokkur fjarri og um kl. 10% e. m. kom v/b. Ingólfur á vettvang og bað Minnie hann að draga línu sína og gjöra aðvart hvernig komið væri fyrir Minnie, sem áformaði að sigla til lands eða þangað, sem eftir henni yrði tekið, en sunnankaldi var og gott í sjó. En þegar búið var að draga upp stórseglið á Minnie og hún ný farin að sigla brotnaði toppurinn af stórmastrinu niður við stór- stag og féll niður. Áleit skipstjóri þá, að sigling kæmi ekki að verulegu haldi og útilokað væri, að þeir kæmust til lands að svo stöddu í sunnan- eða innverðum Faxaflóa, bótt stórsegl, messan og stagfokka væri í góðu lagi, og gaf reyðarmerki til línuveiðarans e/s. Nonni frá Akureyri, sem brá þegar við og lagði af stað til Minnie kl. 11% e. h. Að klukkutíma liðnum var dráttarkeðja komin milli skip- anna Og dráttur hafinn og þar sem e/s. Nonni gat ekki flotið inn sundið í Sandgerði, en þangað óskaði skipstjór- inn á Minnie að vera dreginn, varð það að samkomulagi, að Minnie skyldi dregin til Reykjavíkur. Suð-austankaldi fór heldur vaxandi og allþung alda af suðri. Kl. um 8 árd. bann 13. maí var komið inn á Reykjavíkurhöfn og Minnie lagt þar fyrir akkeri. En e/s. Nonni fór aftur úr Reykja- vík kl. 11,30 árd. og var kl. 5 síðdegis sama dag kominn aftur á fyrri fiskislóð og byrjaði að draga lóð sína. Gekk það heldur seinlega. Lóðirnar fremur fastar í botni, sem virtist vera afleiðing af hinni löngu legu þeirra og slitnaði línan og töpuðust 10 lóðir. Telur stefnandi að e/s. Nonni hafi bjargað m/b. Minnie og skipshöfn hennar úr yfirvofandi hættu eða sjávarháska 10 og hefir því höfðað mál þetta með stefnu 1. júní f. á. og hefir krafizt þess, að stefndur, vátryggingarstjóri, C. A. Broberg ,f. h. eigenda m/b. Minnie verði dæmdur til að greiða honum, f. h. eigenda e/s. Nonni, björgunarlaun kr. 10,000,00 með 5% ársvöxtum frá 12. maí 1933 til greiðslu- dags og málskostnað samkv. reikningi kr. 529,50. Stefnd- ur hefir mótmælt að hér væri í raun og veru um björg- un að ræða og eigi því stefnandi einungis kröfu til dálítillar þóknunar, sem hann telur hæfilega um 1000 krónur. Það er upplýst, að m/b. Minnie er að stærð 57 tonns brutto, smíðuð úr eik og beyki árið 1916, var vátryggð hjá vátryggingarfélaginu Danske Lloyd fyrir 40 þús. kr., en um raunverulegt verðmæti skipsins er ekki upplýst. Í skipinu voru 24 skpd. af söltuðum fiski, 8 tons salt, 1800— 2000 lítrar af olíu og Í fat af smurningsolíu, 50 lóðir not- aðar og vistir í nokkra daga. Vélin var Tuxhamvél 100— 110 hestafla. Krafa stefnanda er studd við þá skoðun, að m/b. Minnie hafi verið í yfirvofandi hættu, algerlega ósjálfbjarga og hefði hlotið að reka viðnámslaust til hafs eða upp í hina skerjóttu strönd í norðanverðum Faxaflóa. Sjórétturinn getur nú fallizt á þessa skoðun. Eftir þeim skýrslum, sem fyrir liggja og lýst var hér á undan, verður varla talið að í því veðri, sem var, að skipið hafi verið í bráðri og veru- legri hættu, þótt vélin væri ónothæf og siglingatæki löm- uð. Vindur var hæguf af S. A. og skipið statt 10— 12 sm. N.V. af Garðskaga á fjölfarinni fiskislóð en nótt stutt og björt. Þá er það vitað, að ekki gat liðið á löngu að skip kæmi til aðstoðar þar sem m/b. Ingólfur vissi hvernig á- statt var með vélina þótt mastrið væri þá að vísu heilt. Sjórétturinn litur því svo á, að um aðstoð hafi verið að ræða. En þá er á hitt að líta, að e/s. Nonni brá fljótt og vel við, er hann varð áskynja að hjálpar var þörf og lagði veiðarfæri og afla í hættu við aðstoð sína og hefir senni- lega misst nokkuð af afla, auk um sólarhringsveiði við aðstoðina, og þar á ofan tapaðist alveg nokkuð of lóðum. Með tilliti til þessa og leigu fyrir hið bjargaða skip, kola- eyðslu og mannahald, sem var full skipshöfn við veiðar, Þvkir þóknun fyrir aðstoðina hæfilega ákveðin kr. 4000,00 ásamt 5% ársvöxtum frá stefnudegi 1. júni 1933 til greiðslu- 11 dags og kr. 250,00 í málskostnað. Sjóveðréttur i m/b Minnie verður ekki tildæmdur fyrir þessum upphæðum, þar sem hans hefir ekki verið krafizt. Miðvikudaginn 16. jan. 1935. Nr. 96/1934. Eggert Claessen (Sjálfur) gegn bæjargjaldkera Reykjavíkur f. h. bæjarsjóðs (Garðar Þorsteinsson). Lóðargjald. Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 8. dez. 1933: Hin framkomnu mótmæli verða ekki tekin til greina. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir krafizt þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði felldur úr gildi, og að stefndi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað fyrir hæstarétti. Stefndi hefir krafizt staðfestingar á hin- um áfrýjaða úrskurði og málskostnaðar fyrir hæsta- rétti. Efir 1. gr. laga nr. 36/1924 skal fá fé það, sem þarf til að standa straum af útgjöldum Reykjavikur- kaupstaðar, meðal annars með því „að leggja gjald á allar fasteignir í lögsagnarumdæminu“, og tekur fasteignagjaldsskyldan því til allra fasteigna innan lögsagnarumdæmisins, nema þær séu undanteknar eftir 1. málsgr. 3. gr. laga nr. 36/1924 eða lögum nr. 44/1926. Með lögum nr. 69/1931 var fasteign sú, er í máli þessu greinir, lögð undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur frá 1. jan. 1932, og þar með komst hún undir Í. gr. laga nr. 36/1924, og bar því að leggja á hana fasteignagjald til bæjarsjóðs. Um fasteign 12 þessa hefir enginn samningur verið gerður milli á- fryjanda og bæjarstjórnar, né heldur hefir bæjar- stjórn gert neina samþvkkt um hana, er hér skipti máli, sbr. c-lið 2. gr. laga nr. 36/1924. Verður því að lita svo á, að gjald eigi að leggja á hana eftir hinu almenna ákvæði um gjald af lóðum í lögsagnarum- dæmi Reykjavíkur í b-lið 2. gr. oftnefndra laga, eins og gert hefir verið. Verður því að staðfesta hinn áfryjaða úrskurð eftir kröfu stefnda. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyvr- ir hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Málskostnaður fyrir hæstarétti falli niður. Forsendur hins áfryjaða dóms hljóða svo: Með því að Eggert Claessen hrm., til heimilis á Reyni- stað, hefir eigi fengizt til að greiða lóðagjald til bæjar- sjóðs Reykjavíkur, kr. 99,00, fyrir árið 1932 og kr. 177,00 fyrir árið 1933 eða samtals kr. 276,00 hefir bæjargjaldkeri Reykjavíkur krafizt lögtaks á lóðagjöldunum, en gerðar- Þoli hefir mótmælt því að lögtakið næði fram að ganga og hefir ágreiningurinn verið lagður undir úrskurð fógeta- réttarins. Gerðarþoli byggir neitun sína um greiðslu gjaldsins á því, að lagagrein sú, sem lóðagjald til bæjarsjóðs Reykja- vikur byggist á, sem sé 2. gr. laga nr. 36/1924 geti ekki átt við þegar svo stendur á sem hér. Hann kveðst hafa keypt hluta úr jörðinni Skildinganesi árið 1923, bæði tún, útihús og bæjarhús, sem voru tvíbýlishús og kveðst ekkert hafa byggt þar síðan nema viðbyggingu við íbúðarhús og útihús. Jarðarhluti þessi hafa siðan með stjórnarráðsleyfi ver- ið gerður að einni jörð undir nafninu Reynistaður. Jörð- in hafi síðan verið eins og hver önnur jörð í Seltjarnar- 13 neshreppi þangað til jörðin Skildinganes hið forna var lagt undir Reykjavíkurkaupstað með lögum nr. 69/1931, frá 1. jan. 1931 að telja. Heldur gerðarþoli þvi þess vegna fram, að fyrrgreind lög nr. 36/1924 geti alls ekki gilt um jörð sina Reynistað og þess vegna sé engin lagaheimild fyrir þessu gjaldi, sem krafið er um. Til vara hefir gerðarþoli mótmælt hinu umkrafða gjaldi, sem allt of háu, þar sem það sé lagt á samkvæmt B. lið 2. gr. fyrrnefndra laga, sem ræðir um lóðir, sem bæjar- stjórnin hafi ekki ætlað til annara afnota en byggingar- lóða, en bæjarstjórnin hafi ekki gert neina samþykkt eða samning hér að lútandi, enda væri það næsta hjákátlegt þar sem hér er um að ræða jörð í sveit með túni og út- jörð og gjaldið lagt á allt landverð jarðarinnar skv. sið- asta fasteignamati. Gerðarþoli tekur það og fram, að ekki liggi fyrir neinn samningur við bæjarstjórn eða samþykkt af hennar hálfu, sem geti verið grundvöllur fyrir álagn- ingu gjalds samkvæmt GC. lið nefndrar lagagreinar. Gerðarbeiðandi hefir aftur á móti haldið því fram, að gjaldið sé rétt lagt á samkvæmt B. lið 2. gr. laga nr. 36/1924, en samkv. 1. gr. laganna séu allar fasteignir í lög- sagnarumdæminu skattskyldar með þeim takmörkunum, er í 3. gr. segir. Það skipti engu máli þótt hér sé um jörð eða jarðarhluta að ræða, sem ekki hafi verið innan lög- sagnarumdæmis Reykjavíkur er lögin voru sett. Það hafi oft áður og eftir komið fyrir, að heilar jarðir hafi verið innlimaðar í Reykjavík og eigendur þeirra þá verið skyldir að greiða fasteignagjald af jörðunum. Ef þessi fasteign ætti að vera undanþegin gjaldi, þá þyrfti til þess lagafyrir- mæli. Því hefir ekki verið mótmælt, að gjaldið sé rétt útreiknað samkv. B. lið 2. gr. laganna. Samkvæmt því, sem fram hefir komið í málinu verður ekki annað séð, en að gerðarþoli sé gjaldskyldur fyrir umrætt land samkv. B. lið 2. gr. laga nr. 36/1924, og sé því ekki unnt að taka hin framkomnu mótmæli gegn framgangi gerðarinnar til greina. 14 Föstudaginn 18. jan. 1935. Nr. 90/1933. Valdstjórnin (Bjarni Þ. Johnson) Segn Kristínu Jónsdóttur Dahlsted (Guðm. Ólafsson). Áfengisl.- og lögreglusamþykktarbrot og ítrekað grot g. 1. 21/1926. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 10. maí 1933: Kærða, Kristin Jónsdóttir Dahlsted, sæti 150 króna sekt, er renni i ríkissjóð, og komi einfalt fangelsi í 12 daga í stað sekt- arinnar verði hún ekki greidd innan 30 daga frá lögbirt- ing dóms þessa. Einnig skal hún svift veitingaleyfi sinu æfilangt. Loks greiði hún allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Tvær af stúlkum þeim, sem yfirheyrðar voru sem vitni í málinu, hafa að vísu borið það, að kærða hafi horft á einn gesta sinna þann 1. marz 1933 hella vini eða öðru áfengi í glas sitt og glös annara gesta á veit- ingastofu hennar. En vitni þessi hafa ekki verið eið- fest og þar að auki þykir varhugavert að leggja fullan trúnað á skýrslu þeirra sakir þess, að þeim var í nöp við kærðu, að því er önnur þeirra segir, er kveðst hafa kært kærðu til þess að hefna sín á henni. Gegn eindreginni neitun sinni verður kærða því ekki talin sönn að sök um það, að hafa bein- línis séð umræddan gest hella áfengi í glösin um- rætt skipti. Þar á móti verður að telja, að kærðu hafi verið kunnugt um það, að áfengisnautn og brot á góðri reglu og jafnvel velsæmi hafi að staðaldri átt sér stað í veitingastofu hennar, án þess að hún hafi gert nægilegar ráðstafanir til þess að hindra slíkt 15 eða koma því af. Hefir kærða með þeim hætti gerzt brotleg við 24. gr. laga nr. 64/1930 og 78. gr. lög- reglusamþykktar Reykjavíkur, og þykir refsing hennar fyrir þau brot hæfilega ákveðin samkvæmt 41. gr. laga nr. 64/1930 og 96. gr. áðurnefndrar lög- reglusamþykktar 150 króna sekt í ríkissjóð, eins og segir í hinum áfryjaða dómi, og komi 12 daga ein- falt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Þar sem kærða nú skal sæta refsingu Í þriðja sinn eftir að lög nr. 21/1926 komu til framkvæmdar fyrir brot gegn áfengislögum og ákvæðum um góða reglu og velsæmi á veitingastað sínum og með tilliti til þess refsidóms, er hún sætti 16. nóv. 1925, þykir og verða að dæma hana samkvæmt 3. málsgr. 6. gr. laga nr. 21/1926 til þess að hafa fyrirgert veitinga- leyfi sinu æfilangt eins og einnig er ákveðið í hin- um áfrýjaða dómi. Og með því að fallast má á máls- kostnaðarákvæði hans, ber að staðfesta hann að nið- urstöðu til með framangreindri breytingu á greiðslu- fresti sektarinnar. Eftir þessum málalokum verður einnig að dæma kærðu til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakar- innar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækj- anda og verjanda fyrir hæstarétti, 200 krónur til hvors. Á máli þessu hefir orðið mjög mikill dráttur eftir að dómur var kveðinn upp í því í héraði og ber verj- andi málsins, Guðmundur hæstaréttarmálflutnings- maður Ólafsson, sök á honum, að því leyti sem hann er eigi réttlættur. Eftir skýrslu verjanda tók hann við skjölum málsins frá sækjanda 26. sept. 1933. Kærða taldi nauðsyn á að afla nýrra upplýsinga og kvað í því skyni þurfa að yfirheyra vitni af nýju. 16 En svo líður tíminn frá septemberlokum 1933 til aprilbyrjunar 1934, að verjandi hefst ekki handa um framkvæmdir í því efni. Í aprílbyrjun 1934 kveðst verjandi hafa siglt til útlanda og komið aftur í mai- mánaðarlok síðastliðinn. Þann 14. júní síðastl. skrif- ar hann loks lögreglustjóranum í Reykjavík beiðni um það, að vitni verði yfirheyrð af nýju í málinu. En bæði vegna anna dómarans og sakir þess, að sum vitna þeirra, er spyrja skyldi, voru farin úr bænum, frestaðist vitnaleiðsla þessi þar til 27. sept. 1934 og var henni ekki lokið fyrri en 23. okt. s. á. Jafnskjótt sem dóminum hafði borizt ágrip dómsgerða, var flutningur málsins ákveðinn 5. dez. f. á., en siðan hefir tvívegis orðið að fresta því vegna lasleika verj- anda. Verður honum að vísu ekki gefin sök á drætt- inum frá því í byrjun aprílmánaðar 1934, en hann verður að bera ábyrgð á hinum óþarfa og óhæfilega drætti, sem varð á málinu frá septemberlokum 1933 til aprilbyrjunar 1934, eða fulla 6 mánuði, með því að sá dráttur verður með engu móti talinn réttlættur Fyrir þennan drátt verður að sekta verjanda sam- kvæmt 35. gr. tilskipunar 3. júni 1796, og þykir sektin, er renna skal í fátækrasjóð Reykjavíkur- kaupstaðar, hæfilega ákveðin 40 krónur, og komi 4 daga einfalt fangelsi í stað hennar, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó svo að greiðslufrestur sektarinnar verði 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Kærða, Kristín Jóns- dóttur Dahlsted, greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun 17 skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna B. Þ. John- son og Guðmundar Ólafssonar, 200 krónur til hvors. Guðmundur Ólafsson hæstaréttarmálflutn- ingsmaður greiði 40 króna sekt til fátækrasjóðs Reykjavíkur og komi 4 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún verður ekki greidd inn- an 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Dóminum ber að fullnægja með aför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Kristínu Jónsdóttur Dahisted, veitingakonu, Mjóstræti 6, fyrir brot gegn ákvæðum laga nr. 21 frá 1926 og lögum nr. 64 1930 og lögreglusamþykkt Reykjavíkur. Málavextir eru þeir, sem nú skal greina. Hinn 1. marz síðastliðinn kl. 4,45 var hringt á lögregluvarðstofuna og tilkynnt að fólk sæti við víndrykkju inni á veitingahús- inu Fjallkonan í Mjóstræti 6. Lögreglan fór samstundis á staðinn til þess að athuga þetta, og var þeim, er þeir komu á staðinn af tveim stúlkum, sem þar voru, vísað á borð inn- arlega í veitingasalnum og sögðu þær lögreglunni, að vín væri í glösum þeim, sem þar stóðu á borðinu. Lögreglan tók í sínar vörzlur slatta af vökva þeim, sem í glösum þessum var, og tók síðan fólk það, sem við borð- ið sat og færði það á lögregluvarðstofuna, ásamt fleira fólki, sem þarna var inni. Áfengissýnishornið var sent Efnarannsóknarstofu ríkisins til athugunar og reyndist innihald af alkoholi 14,5% eftir rúmmáli. Lögreglan tók skýrslu af fólki þessu, sem flutt var á lög- regluvarðstofuna, þar á meðal voru 3 sjómenn frá Ísafirði, en af þeim var einn svo drukkinn, að ekki var hægt að taka skýrslu af honum. Hinir, þeir Arinbjörn Clausen og Svanberg Magnússon, skýrðu svo frá, að þeir hefðu farið 2 18 inn á veitingahúsið Fjallkonan kl. ca. 3 þennan dag ásamt stúlku að nafni Hólmfríður Hannesdóttir. Kváðust þeir hafa haft tvær flöskur af portvíni meðferðis, sem þeir drukku þarna inni á veitingahúsinu, saman við pilsner. Eftir að þeir komu inn í veitingahúsið, bættust tvær stúlk- ur við í félagsskapinn og drukku líka með þeim og hefir Arinbjörn Clausen skýrt svo frá, að önnur þeirra hafi tekið flösku úr vasa sínum með slatta af tærum vökva á, og rétt honum og sagt honum að láta út í hjá sér, og gerði hann það og helti einnig út í glös hinna allra. Um þetta leyti kveður hann að lögreglan hafi komið og sundrað fé- lagsskapnum. Ekkert þorði Arinbjörn að fullyrða, hvort kærða hafi séð, er víninu var helt út í glösin, en Svanberg ber það, að hún mundi hafa hlotið að sjá það, því að þeir hafi ekki farið í neina launkofa með það, enda hafi hún hallað til Hólmfríðar, sem með þeim var og beðið um að ekki væri haft svona hátt, það gæti heyrst út á götuna. Hólmfríður Hannesdóttir hefir skýrt frá þessu á sama hátt og Ísfirðingarnir, fyrst hafi hún verið ein með þeim inni á veitingahúsinu og drukkið með þeim portvin út í pilsner, en síðan hafi hún kallað á Valgerði Filippusdóttur að borðinu og hafi þá Hallbjörg Bjarnadóttir komið með henni. Hafi þær svo drukkið með þeim. Hún kveður að kærða hafi beðið sig að sjá til þess að ekki yrði haft hátt við borðið. En Hallbjörg og Valgerður skýrðu lögreglunni Þannig frá, að undireins og þær voru komnar að borðinu til þeirra, þá hafi einn maðurinn, sem við borðið sat, dreg- ið upp heilflösku með landa og helt út í glösin. Síðan hafi verið skálað af öllum við borðið, en þær kváðust ekkert hafa drukkið úr sínum glösum, heldur hafi þær farið upp á loft og hringt á lögregluna. Þær báru það og báðar, að meðan verið var að hella landanum í glösin hafi kærða komið þar að og beðið þær að fara varlega með þetta. Þá bar Ólafur Jónsson það fyrir lögreglunni, að hann hefði ásamt tveim mönnum verið að drekka citron þarna inni, en síðan varð það að samkomulagi að annar maður- inn Ásgrímur Jónsson færi út í Áfengisverzlun og keypti eina flösku af portvíni til þess að drekka þar inni, og fóru þeir í því tilefni í herbergi innar af veitingasalnum. En er Ásgrímur kom aftur, var lögreglan komin og varð því ekki úr að þeir drykkju neitt þar inni. Ólafur þessi kvaðst 19 einu sinni áður hafa drukkið vín inni á Fjallkonunni án bess að vera ónáðaður af veitingakonunni eða starfsfólki hennar. Ásgrímur Jónsson bar hið sama fyrir lögregl- unni og Ólafur, að því viðmbættu að hann kveðst oft hafa drukkið áfengi inni á Fjallkonunnni án þess að amast væri við því af veitingakonunni eða starfsfólki hennar, enda kvaðst hann hafa reynt að fara heldur var- lega með það. Eftir að lögregluskýrslan hafði verið tekin af fólki Þessu, var Ísfirðingunum leyft að fara um borð í bát sinn, sem var á förum héðan og hafa þeir ekki verið í Reykja- vík síðan og hefir því ekki verið hægt að láta þá stað- festa skýrslur sínar fyrir rétti. En hitt fólkið allt hefir fyrir réttinum staðfest sínar skýrslur. Stúlkurnar Hall- björg og Valgerður héldu fast við það, að einn Ísfirðing- urinn hefði helt „Landa“ út í glösin hjá þeim, og kærða Þefði horft á, er það var gert, og beðið um að varlega væri farið með þetta. Þær báru það og báðar fyrir réttinum, að Þær hafi oft séð menn sitja inni á Fjallkonunni og hella víni út í glösin hjá sér og drekka það þar inni og telja Þær víst að kærðu sé vel kunnugt um það. Aftur á móti kveðst Hólmfríður ekki hafa orðið vör við er Landanum var helt út í glösin, hún kveðst einungis hafa drukkið portvín út í öl sitt, en kærða bað hana að sjá til þess að ekki væri haft hátt við borðið. Hún kveðst og mjög oft hafa séð drukkna menn inni á Fjallkonunni. Þá var og yfirheyrð fyrir réttinum Guðrún nokkur Úlfarsdóttir, sem um tíma hafði verið frammistöðustúlka á Fjallkonunni. Hún bar það að hún hefði ekki beinlínis séð að gestir drykkju þar inni eða heltu út í glösin hjá sér víni. En hún kveðst hinsvegar hafa séð það, að menn, sem komu þarna inn lítið eða ekkert drukknir er þeir komu, hafi farið þaðan út töluvert mikið drukknir eftir að hafa setið þar inni. Kærða hefir eindregið neitað því að hún hafi vitað bað, að vín væri haft um hönd á veitingahúsinu. Hún kveðst að vísu hafa séð það hinn 1. marz, að maður, sem hún ekki þekkti, helti Landa út í glösin, en hún kveðst hafa sagt manni þessum að ekki mætti drekka Þar inni. Hún kvaðst og ávalt hafa reynt eftir bestu getu að sjá um að ekki væri drukkið þarna inni eða nokkuð ólög- 20 legt aðhafzt, kveðst hafa skipað þeim mönnum að fara út, er hún hefir séð drekka þar inni. Að þessum yfirheyrslum loknum var veitingahúsi kærðu lokað um stundarsakir hinn 2. marz síðastliðinn. Hinn 28. janúar s. 1. hafði lögreglunni borizt erindi frá 22 húsráðendum í Bröttugötu og Mjóstræti, þar sem kvartað var undan óreglu og ólátum í nefndum götum síðastliðinn vetur, og væri þessi ólæti aðallega kringum kaffihúsið Fjallkonan. Hinn 24. marz voru 3 menn, sem skrifað höfðu undir erindi þetta, leiddir fyrir rétt. Lýstu þeir ástandinu þannig, að hávaðinn og háreystin í Mjó- stræti og Bröttugötu hafi verið með öllu óþolandi, svo fólk í næstu húsum hefði ekki svefnfrið. Ryskingaróp og drykkjulæti fram eftir nóttu. Samfara þessu mikil bilaumferð og þvarg í Mjóstræti fram til klukkan eitt og tvö á nóttunni og stundum lengur. Aðallega var þessi há- reysti manna og bila í kringum veitingahúsið Fjallkon- an og sáust drukknir menn iðulega koma þaðan út. Kom þetta fyrir á hverri nóttu og þó einkum um helgar. En öllum ber vitnum þessum saman um það, að ólæti þessi hefðu með öllu horfið þarna í nágrenninu eftir að veit- ingahúsinu Fjallkonan var lokað. Þá var og leiddur sem vitni í máli þessu einn starfs- maður úr varalögreglunni, sem bjó uppi á lofti í Mjóstræti 6, en þar er veitingahúsið í kjallara. Hann kveðst um miðj- an október síðastliðinn hafa farið að verða var við svo mikinn hávaða og ólæti fyrir utan húsið fyrri part nætur, að fólk á efstu hæðum hússins gat ekki sofið. Þeir sem fyrir þessu háreysti stóðu, kvað hann hafa verið drukkna menn, innlenda og útlenda, sem voru gestir á Fjallkon- unni. Kveður hann, að hann og kona hans hafi orðið fyrir ýmiskonar áreitni af fólki þessu, kom það fyrir að kona hans þurfti að kvöldi til, að fá hjálp utan af götunni til þess að komast inn í húsið, því að gangurinn fyrir utan Fjallkonuna var fullur af drukknum mönnum, sem voru þar að slást, og var kvenfólk skrækjandi innan um. Kvað vitnið, að á morgnana hafi það oft komið fyrir, að portið bak við húsið hafi verið ælt út og ennfremur hafi sézt merki þess, að menn gerðu þar þarfir sínar. Kveðst hann og iðulega hafa séð getnaðarverjur í porti þessu og einnig orðið var við þær í göngum hússins á 21 morgnana og hafi gangarnir oft verið ældir út. Vitnið kveðst og stundum hafa litið inn á Fjallkonuna, og kveður það venjulega hafa verið svo, að flestir karlmenn er þar voru inni, hafi verið drukknir og einnig hafi hann séð kvenfólk þar áberandi drukkið. Kveðst hann hafa séð menn drekka spánarvin þar inni bæði af stút og eins úr glösum á borðinu. Álitur vitnið það ómögulega geta átt sér stað, að kærða hafi ekki séð vindrykkju þá, sem átti sér stað þarna inni. Vitnið kveðst oft hafa komið inn á Fjallkonuna og var ástandið ávalt svo sem að framan er lýst eftir klukkan 9 á kvöldin. Þá skyrði vitnið ennfremur svo frá, að eftir að Fjallkonunni var lokað hafi húsið Mjó- stræti 6 verið sem annað hús, hafi hvorki verið hávaði þar utan húss né innan síðan og ekki upp á neitt að klaga. Kærða hefir í síðasta réttarhaldi borið það, að það hafi verið svo mikil ólæti og hávaði í kringum veitinga- hús hennar í vetur, að hún hafi aldrei orðið vör við ann- an eins ófögnuð. En hún hefir jafnframt haldið því fram, að hún hafi ekkert getað við þetta ráðið. Hún viðurkenn- ir og að mikill hávaði hafi oft og tiðum verið á göngum hússins, en hefir haldið því fram, að þó það kunni að hafa verið hennar gestir, sem fyrir háreysti þessari hafi staðið, þá hafi þeir þó hegðað sér skikkanlega meðan þeir voru inni Í veitingahúsinu. Ekki kveðst hún heldur bera á móti því, að drukknir menn hafi komið inn á Fjallkon- una, kveðst og ekki efast um að vin hafi verið drukkið Þar inni þótt hún ekki sæi það. Eins og sést á því sem greint er hér að framan, skortir allmikið á það, að veitingahús kærðrar hafi verið rekið þann veg siðastliðinn vetur, að þar hafi verið gætt góðr- ar reglu eða jafnvel velsæmis. Samkvæmt framburði allra vitna sem leidd hafa verið, og þar um gátu borið, hefir jafnan verið mikið um drukkna menn inni á veitingahús- inu, og kemur það að nokkru leyti heim við játningu kærðrar sjálfrar. Þá hafa og flest vitnin borið það, að þau hafi séð vin haft um hönd þar inni, og svo mikið hafi kveðið að því, að kærðri hafi hlotið að vera fullkunnugt um það. En kærða hefir ávalt neitað þvi, að hafa vitað um það, eða að hún mundi hafa liðið slíkt ef hún hefði um það vitað. En rétturinn verður að líta svo á, að eftir lýsingu vitnanna á atferli gestanna, sé það með öllu úti- 22 lokað að kærða hafi komizt hjá að sjá þá drekka þar inni, og liðið þeim það. Og neitun hennar í þessu efni verður ekki talin sérlega sennileg, þar sem hún hefir tvi- vegis áður sætt refsingu fyrir brot gegn áfengislöggjöfinni. Það verður ennfremur að teljast sannað, að nágrannar veitingahússins hafi haft mikið ónæði af gestum veitinga- hússins og mönnum þeim, sem héldu sig þar í grendinni, Því að vitnunum ber saman um að eftir að veitingahús- inu var lokað hafi verið kyrrlátt í hverfinu. Kærða hefir hinn 16. nóvember 1925 verið dæmd í lög- reglurétti Reykjavíkur í 500 króna sekt og 30 daga einfalt fangelsi fyrir brot gegn 9. gr. sbr. 15. gr. reglugerðar nr. 65 1922, sbr. 24. gr. bannlaganna nr. 15 1925. Hinn 19. april 1929 var hún í sama rétti dæmd í 1000 króna sekt fyrir brot gegn ákvæðum 3. sbr. 14. gr. reglugerðar nr 67 1928 og 23. sbr. 32. og 40. grein áfengislaganna nr. 64 1928 og svift veitingaleyfi í 3 mánuði. Loks hefir hún verið 7. maí 1931 í sama rétti sektuð um 25 krónur fyrir að hafa veitingahús opið fram yfir lögleyfðan tíma. Framantalið brot kærðrar ber að áliti dómarans að heimfæra undir 24. sbr. 41. grein áfengislaganna nr. 64 1930 og 78. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur, og þykir refsing sú sem hún hefir tilunnið hæfilega ákveðin 150 króna sekt í ríkissjóð. Með því að þetia er í þriðja sinn sem kærða hefir orðið Þbrotleg gegn ákvæðum áfengislag- anna verður samkvæmt 6. grein 3. mgr., laga nr. 21 1926, að svifta hana veitingaleyfi æfilangt. Verði sektin ekki greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa komi í hennar stað einfalt fangelsi í 12 daga. Auk þess greiði hún allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir orðið nokkur dráttur og stafar hann sumpart af annriki dómarans, en sumpart hefir hann ver- ið réttlættur í prófunum. 23 Miðvikudaginn 23. janúar 1935. Nr. 51/1934. Lárus Fjeldsted f. h. Nordbö-Bakke (Th. B. Lindal) Ssegn Sigurði Ágústssyni og Ólafi Jónssyni (Einar B. Guðmundsson). Skuldamaál. Dómur gestaréttar Snæfellsness- og Hnappadalssýslu 26. sept. 1933: Stefndir, Sigurður Ágústsson í Stykkis- hólmi og Ólafur Jónsson í Stykkishólmi, eigendur Refa- ræktar Stykkishólms skulu sýknir af öllum kröfum stefn- anda, Lárusar Fjeldsted hæstaréttarmálaflutningsmanns í Reykjavík, f. h. 0. Nordbö-Bakke læknis í Bergen, í þessu máli. Stefnandinn greiði stefndum 400 — fjögur hundruð —- krónur í málskostnað. Dóminum að fullnægja innan þriggja sólarhringa frá löglegri birtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi krefst þess, að hinir stefndu verði dæmdir til þess að greiða honum in solidum norsk- ar krónur 4592.60 með 6% ársvöxtum frá 15. febr. 1931 til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dóms- ins. Hinir stefndu hafa aðallega krafizt staðfesting- ar á hinum áfrýjaða dómi, en til vara, að þeir verði aðeins dæmdir til að greiða áfrýjanda n. k. 1408.80. Ennfremur hafa þeir krafizt þess, að áfrýjandi verði dæmdur til að greiða þeim málskostnað fyrir hæsta- rétli eftir mati dómsins. Fyrsti liður dómkröfu áfrýjanda, n. kr. 937.50 stafar eingöngu frá sölu á refum frá Refaræktar- félagi Íslands h/f, og er að miklu leyti eða öllu eftir- stöðvar af sölulaunum, og er því ekki mótmælt, að 24 upphæðin sé rétt. Ágreiningurinn er aðeins um það, hvort hinum stefndu sé skylt að greiða hana. Þann 10. apríl 1930 gerði framkvæmdarstjóri Refaræktarfélags Íslands samning við áfrýjanda, þar sem honum var falin sala blárefa og hvitrefa fyrir félagið og önnur íslenzk firmu, er það kynni að vera í fyrirsvari fyrir. Síðan.gera Refaræktarfélagið, hinir stefndu og óstefndur þriðjimaður með sér samning þann 25. april 1930, þar sem þessir aðiljar stofna með sér samlag um sölu á lifandi refum frá refabúum sinum. Samlagi þessu skyldu stjórna framkvæmdarstjóri Refaræktarfél. og annar mað- ur, valinn af hinum samningsaðiljunum. Bréf öll og simskeyti út af „sameiginlegri sölu“ refa átti að gera í nafni samlagsins, og umboðsmanni þess er- lendis skyldi boðið að stíla bréf öll, skeyti og reikn- inga til þess. Einnig segir í samningi þessum, að samlagsmenn undirgangist allir samninginn frá 10. april 1930, „þó þannig, að samningnum sé breytt á þá leið, að allir samlagsmenn séu taldir samnings- aðiljar, enda séu nöfn þeirra allra tekin upp í aug- lýsingar um umboðssöluna“. Í samræmi við þetta breytti framkvæmdarstjóri Refaræktarfélagsins upp- hafi samningsins frá 10. april 1930 þannig, að sett voru inn í það nafnið á refabúi hinna stefndu og nafn áðurnefnds þriðjamanns, og voru áfrýjanda send með bréfi 28. april 1930 tvö eintök af samn- ingnum, þannig breyttum, til undirskriftar, en að öðru leyti var orðalagi hans ekki breytt. Í bréfi þessu er áfrýjanda jafnframt skýrt frá stofnun refasölu- samlagsins, utanáskrift þess og simnefni, og hverir séu stjórnendur þess. Er þess og óskað, að öll bréf og símskeyti „angaaende Fællessalget“ verði stiluð til samlagsins. Það verður að ætla, að áfrýjandi hafi 25 gengið að samningnum frá 10. apríl 1930, þannig breyttum, svo að þar eftir eru viðsemjendur hans þrir í stað eins áður. Þó að tilætlunin sé, að hann sími og skrifi út af sölunni („Fællessalget“), eins og það er orðað) til samlagsins, þá er það raunveru- lega aðeins félagsskapur áðurnefndra þriggja samn- ingsaðilja um sameiginlegt fyrirsvar fyrir þá alla gagnvart áfrýjanda og öðrum, er kynnu að selja refi fyrir þá eða kaupa refi af þeim, enda er ekki sýnilegt, að samlagið sem slíkt hafi átt nokkrar eignir. Gat því ekki verið tilætlunin, að viðskiptamenn samnings- aðiljanna krefðu það um skuldir, er rísa kynnu af refasölunni, heldur hina einstöku samningsaðilja einn eða fleiri. Telur áfrýjandi nú, að samnings- aðiljarnir þrir hafi tekið á sig gagnvart honum einn fyrir alla og allir fyrir einn ábyrgð á öllum þeim kröfum, er hann kynni að fá á hendur þeim út af söluumboði sínu, og því sé honum rétt að krefja hina stefndu í máli þessu um áðurnefndar n. kr. 937.50, enda þótt þær eigi rót sína að rekja til sölu á refum frá Refaræktarfélaginu. Samningarnir frá 10. apríl og 25. s. m. 1930 víkja ekki beinlínis að þessu atriði, en bæði í samningnum frá 25. apríl og í bréfinu frá 28. s. m., er gert ráð fyrir „Sam- eiginlegri“ sölu og „Fællessalg“ refa frá þeim öll- um, og verður að skilja þetta svo, að hugsað hafi verið til þess, að tveir eða allir samningsaðiljarnir sendu í einu lagi refi frá sér til sölu. Virðist þá ein- sætt, að áfrýjandi hefði getað krafið þá alla in solidum um greiðslu skulda, er rísa kynnu af slíkum viðskiptum, að vísu er svo að sjá, sem haldið hafi verið aðgreindum refasendingum frá hverjum ein- stökum og að sérstök reikningsskil hafi verið gerð fyrir hverja sendingu til stjórnenda samlagsins, en 26 slík aðferð, sem var til hagræðis seljendum, leiðir þó ekki til þess, að áfrýjandi hafi fyrir hana misst rétt á hendur aðiljum til greiðslu in solidum á áður- nefndum kröfum, ef hann hefir haft þann rétt eftir samningnum frá 10. apríl 1930, samanbornum við bréfið 28. s. m. Í samningnum 10. apríl, eins og hann varð að lok- um, koma fram þrir sjálfstæðir aðiljar gagnvart á- frýjanda, sem allir saman fela honum sölu á ref- um fyrir sig, án nokkurra nánari athugasemda um ábyrgð sína á kröfum, er af starfi áfrýjanda fyrir þá kynni að rísa. Auk þess er áfrýjanda tilkynnt, að þeir séu í samlagi um refasöluna. Af þessum ástæðum virðist áfrýjanda hafa verið heimilt að byggja á því, að þeir svöruðu sameiginlega til allra þeirra krafna, er rísa kynnu á hendur þeim út af skiptunum. Verður því að dæma hina stefndu til að greiða umræddar n. kr. 937.50 með vöxtum, eins og krafizt er. Annar kröfuliðurinn n. kr. 1616.30 stafar frá sölu á refasendingu frá hinum stefndu, er áfrýjandi seldi. Af ástæðum þeim, er greinir í hinum áfrýjaða dómi, ber að sýkna hina stefndu af greiðslu þessa kröfu- liðs. Þriðji kröfuliðurinn, n. kr. 2038.80, stafar, eins og í hinum áfrýjaða dómi segir, frá refasendingu þeirri frá hinum stefndu til áfryjanda, er kom til hans 10. eða 11. nóv. 1930, og óseld var. er hún fór af stað frá Íslandi. Fyrir sýknukröfu sinni af þess- um lið færa hinir stefndu fyrst og fremst þá ástæðu, að þeir hafi með simskevti 3. dez. 1930 Jagt fyrir á- frýjanda að selja refina fyrir það verð, er fengizt, og ef hann hefði gert það, þá hefði fengizt svo mikið fyrir þá, að það hefði að minnsta kosti nægt til 2 greiðslu þess kostnaðar, sem þá hefði verið á fall- inn. Áfrýjandi virðist hafa reynt að selja samkvæmt Þessari skipun hinna stefndu, en þær tilraunir urðu árangurslausar, og 16. dez. s. á. símar áfrýjandi hin- um stefndu, að refirnir séu óseljanlegir fyrir nokk- urt verð, og spyr, hvað gera skuli við þá. En hinir stefndu gáfu honum engar fyrirskipanir eða leið- beiningar í því efni, þrátt fyrir itrekaðar fyrirspurnir hans í þá átt og kröfu um, að þeir greiddu hon- um útlagðan kostnað vegna refanna, fyrr en 19. jan. 1931, er þeir biðja hann um að bíða þangað til 24. s. m., er framkvæmdarstj. Refaræktarfélagsins komi heim. En hann kom þá ekki, og hótar áfrýjandi 24. s. m. að slátra dýrunum, ef hann fái ekki um hæl greiddan útlagðan kostnað vegna þeirra. Loks símar framkvæmdarstjóri Refaræktarfélagsin, sem þá var i Kaupmannahöfn, áfrvjanda 1. febr. 1931 skipun um að ráðstafa dýrunum á þann hátt, er hann teldi heppilegastan. Eftir þessu verður ekki talið, að áfryj- andi hafi sýnt nokkra vanrækslu um sölu á refun- um, og verður sýknukrafa hinna stefndu bvegð á Þeirri ástæðu, því ekki tekin til greina. Þá hafa hinir stefndu haldið því fram, að áfrýj- andi hafi ekki, þá er hann að lokum ráðstafaði ref- unum í febrúar 1931, fengið það verð fyrir þá, sem unnt hafi verið að fá. Eftir því, sem upplýst er fyrir hæstarétti, myndaði áfrýjandi félagsskap meðal kunningja sinna til þess að kaupa refina og gera til- raun með þá með því að senda þá með vorinu norð- ur í Noreg og láta þá ganga þar á eyju einni. Taldi hann með þessu hag allra aðilja bezt borgið, með því að ekki hafi verið kostur að selja þá á markað- inum þá, enda verður að telja, að áfrýjanda hafi verið þessi ráðstöfun heimil, svo framarlega sem 28 hinum stefndu var ekki reiknað lægra verð fyrir refina en unnt kynni að hafa verið að hafa upp úr þeim með öðrum hætti. Hvert refapar var fært hin- um stefndu til tekna með kr. 200.00. Og votta það menn, sem kunnugir voru refarækt og refasölu um þær mundir í Noregi, að 200 krónur fyrir íslenzkt blárefapar hafi þá mátt heita hátt söluverð. Sýknu- krafa hinna stefndu af þessari ástæðu verður því ekki heldur tekin til greina. Varakrafa hinna stefndu lýtur að niðurfærslu þessa liðs um kr. 630.00, eða niður í kr. 1408.80, og er byggð á því, að áfrýjandi hefði þegar 1. febr. 1931 átt að ráðstafa dýrunum samkvæmt áður- nefndu skeyti framkvæmdarstjóra Refaræktarfélags- ins frá sama degi. Eigi því að draga frá kröfunni kostnað af 28 refum, er þá voru eftir lifandi, kr. 1.50 fyrir hvern í 15 daga, og verða það kr. 630.00. Á þetta verður ekki fallizt, því að ekki virðist óeðli- legt eða ólíklegt, að áfrýjandi hafi þurft nálægt hálfum mánuði til þess að ráðstafa refunum með þeim hætti, sem áður segir. Samkvæmt framanskráðu verður að dæma hina stefndu til þess að greiða áfrýjanda in solidum norskar krónur 937.50 n. kr. 2038.80 eða alls n. kr. 2976.30 með 6% ársvöxtum frá 15. febr. 1931 til greiðsludags. Efir þessum málalokum þykir rétt að dæma hina stefndu til þess að greiða áfrýjanda in solidum kr. 400.00 upp í málskostnað í héraði og fyrir hæsta- rétti. Því dæmist rétt vera: Hinir stefndu, Sigurður Ágústsson og Ólafur Jónsson, greiði Lárusi Fjeldsted f. h. áfrýjanda, 29 O. Nordbö-Bakke, in solidum norskar krónur 2976.30 með 6% ársvöxtum frá 15. febr. 1931 til greiðsludags, og 400 krónur in solidum upp í málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta sem er höfðað með gestaréttarstefnu útg. 21/4 1931, þingfest 25. s. m. og tekið til dóms 15. f. m., er risið út af skuld sem O. Nordbö-Bakke læknir í Bergen telur sig eiga hjá Refasölusamlaginu í Rvík, að upphæð norskar kr. 4733.60. Telur stefnandinn að stefndir beri á- byrgð á greiðslu skuldarinnar þareð samlagsfélag þeirra Refarækt Stykkishólms var þátttakandi í Refasölusamlag- inu, sem stofnað var 1930. Krefst hann þess að stefndir verði dæmdir til þess in solidum að greiða skuldarupp- hæðina ásamt 6% ársvöxtum af henni frá 15/2 1931 til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu. Kröfur þessar sundurliðar stefnandi þannig: 1. Norskar kr. 937.50 eru umboðslaun og eftirstöðvar af kostnaði við refasendingu frá Refaræktarfélagi Íslands h/f í Reykjavík árið 1930. 2. Norskar kr. 1616.30 eru aukaumboðslaun, er stefn- andi kveður sér hafa verið heitin fyrir sölu á refasend- ingu frá Refarækt Stykkishólms, er hann seldi í okt. 1930. 3. Norskar kr. 2179.80 eru eftirstöðvar af kostnaði við refasendingu frá Refarækt Stykkishólms, er stefnandi fékk i nóv. 1930. Voru í sendingu þessari 15 refapör og gat slefnandi eigi selt þau og varð því að fóðra þau frá 10/11 1930 til 15/2 1931, en siðan að slátra þeim. Varð kostnaður stefnanda af refasendingu þessari samtals kr. 5179.80, en þar frá hefir stefnandi dregið 3000 kr. er hann telur sann- gjarnt verð á þeim 30 skinnum, er hann fékk af dýrunum. Verður nú hver þessara kröfuliða athugaður út af fyrir sig: 1. Fyrir kröfu sinni, um að stefndir verði dæmdir til að greiða honum fyrsta lið reikningsins rjskj. á. n. kr. 30 937.50, sem er skuld Refasölusamlagsins við hann út af refasendingum, er hann fékk árið 1930 frá Refaræktarfé- lagi Íslands h/f í Reykjavík, færir stefnandi þau rök, að stefndir hafi verið fullábyrgir félagar í Refasölusamlag- inu og ábyrgzt allar skuldir þess in solidum með öðrum þátttakendum í því. Leggur hann í því sambandi fram samning á rjskj. o er framkvæmdarstjóri Refaræktarfélags Íslands h/f í Reykjavík, Konráð Stefánsson, gerði við hann 10/4 1930 f. h. þessara aðila: Refaræktarfélags Íslands h/f i Reykjavík, Stefáns Sigurðssonar í Vigur og Refaræktar Stykkishólms. Er stefnandi með samningi þessum gerður að einkaumboðsmanni þessara og annara ísl. refaræktar- manna, er kynnu að ganga í félag með þeim, í Noregi fyrir árið 1930 og til 15/2 1931. Stefndir krefjast þess, að þeir verði sýknaðir af þess- um kröfulið stefnanda og benda á í því sambandi, að í samningunum rjskj. 3, sé þess hvergi getið, að þátttakend- ur í Refasölusamlaginu, er. þá var í ráði að stofnað yrði, skyldu bera solidariska ábyrgð á skuldum þess við stefn- andann. Jafnframt fullyrða þeir, að hr. Konráð Stefáns- son hafi ekkert umboð haft frá þeim til að gera samning fyrir þeirra hönd, er skuldbindi þá til slíkrar solidariskrar ábyrgðar. Þá leggja þeir fram samning á rjskj. 9 gerðan 25/4 1930, milli þátttakenda í Refasölusamlaginu og er þar alls ekki gert ráð fyrir, að þátttakendur beri solidariska ábyrgð á skuldbindingum samlagsins. Að réttarins áliti hefir stefnandinn ekki sannað það, gegn neitun stefndu, að framkvæmdarstjóri Refaræktarfé- lags Íslands hafi, þá er hann gerði samninginn á rjskj. 5, haft umboð til þess að skuldbinda þá til solidariskrar á- byrgðar með öðrum þátttakendum í Refasölusamlaginu á skuldum, er það kynni að komast í við hann. Af samningn- um rjskj. 9, sem er stofnsamningur Refasölusamlagsins verður ekkert ráðið, er bendi til þess að samlagsmenn hafi ætlað að stofna til félagsskapar þar sem félagsmenn bæru solidariska ábyrgð á skuldum félagsins. Þar sem því stefn- anda hafi hvorki tekizt að sanna, að hann hafi, er hann 10/4 1930, gerði samninginn við framkvæmdarstjóra Refa- ræktarfélags Íslands, haft ástæðu til að ætla, að fram- kvæmdarstjórinn hefði haft umboð til að skuldbinda stefndu til solidariskrar ábyrgðar með öðrum samningsað- 31 ilum, né að stefndur hafi síðar tekið á sig slika ábyrgð, verður að sýkna stefndu af kröfu hans að því er þenna lið snertir. 2. Fyrir kröfu sinni, um að stefndur verði dæmdur til að greiða honum 2. lið reikningsins n. kr. 1616.30, aukaum- boðslaun af refasendingu, er hann seldi fyrir þá í okt. 1930, færir stefnandi þau rök, að hann hafi með símskeyti 3. okt. 1930 tilkynnt refasölusamlaginu, að hann eigi gæti selt refasendingu þessa nema hann fengi 5% aukaþóknun og hafi samlagið með símskeyti 8/10 1930 (rjsk. 6 M) sam- þykkt að greiða honum þóknunina. Stefndu halda því hinsvegar fram, að kröfu stefnanda um aukaþóknun hafi verið neitað en í símskeytinu rjskj. 6 M felist samþykki á því að refapör þau, er stefnandi þá var að reyna að selja fyrir þá, væru seld ef nauðsyn krefði fyrir 1200 kr. parið að frádegnum 5% og þar að auki venjulegum sölulaunum. Samkvæmt samningunum rjskj. 5 báru stefnanda engin sölulaun, ef hann seldi parið af blárefum (hvolpum) undir 1300 kr. nema seljendur samþykktu söluna, þá bar honum 5% í sölulau. En með símskeytinu 3/10 1930 fór stefn- andi þess á leit við refasölusamblagið, að það greiddi hon- um 5% aukaþóknun þar sem verð á refum væri mjög fall- andi. Samlagið neitaði með símskeyti, er það sendi næsta dag að verða við þessari beiðni stefnanda. En 8/10 símar bað á þessa leið: „Ejeren godkender denne gang heona minus 5% for uden salgsprovision hvis nödvendig“. (Heona þýðir þarna 1200 kr. söluverð). Telur stefnandi að i þessum orðum símskeytisins felist loforð um að honum verði greidd 5% aukaþóknun af andvirði refasendingar þeirrar, er hér var um að ræða. Að réttarins áliti verður vart lagður sá skilningur í sim- skeytið frá 8/10 1930 rjskj. 6 M, að Refasölusamlagið þar með samþykki umbeðna aukaþóknun til stefnanda. Ligg- ur miklu nær að skilja símskeytið þannig, að samþykkt sé sala fyrir verð, er sé undir 1200 kr. fyrir hvert refapar. Verður þetta enn ljósara ef litið er á orðin: „hvis nöd- vendig“ í niðurlagi setningarinnar, því naumast verður talið líklegt að Refasölusamlagið hefði sett þessi orð í sím- skeytið ef um aukaþóknun hefði verið að ræða, en hins- vegar mjög skiljanlegt að þau séu sett þar þegar um nið- 32 urfærslu frá 1200 kr. söluverði er að ræða. Þá verður og að telja að miklar líkur séu fram komnar fyrir því, að stefnandi sjálfur hafi ekki, er hann fékk skeytið, skilið það þannig, að honum væri þar heitið aukaþóknun, því þrátt fyrir það sendir hann Refasölusamlaginu, að lokinni sölu a refasendingu þeirri, sem hér um ræðir, næstum allt and- virðið að frádregnum kostnaði og hinum venjulegu 5% sölulaunum, eins og reikningurinn rjskj. 10 sýnir. Þar sem stefnanda þannig ekki hefir tekizt, að færa sönnur á að Refasölusamlagið hafi heitið honum 5% aukaþóknun fyrir sölu á refasendingu þeirri, er hann seldi fyrir Refarækt Stykkishólms í október 1930, verður einnig að sýkna stefndu af kröfu hans að því er þenna lið snertir. 3. Fyrir þeirri kröfu sinni, að stefndir verði dæmdir til þess að greiða sér n. kr. 2179,80, eftirstöðvar af kostnaði við refasendingu frá Refarækt Stykkishólms, er hann fékk, færir stefnandi þau rök að stefndir hafi, án þess að ráð- færa sig við hann, sent 15 refapör til hans í nóv. 1930, til sölu, en einmitt um það leyti hafi refir fallið mjög í verði i Noregi og jafnvel orðið óseljanlegir og hafi hann þvi orðið að geyma dýrin frá 10/11 1930, er þau komu til Bergen, þar til 15/2 1931, er hann tók að ráðstafa þeim upp í kostnað þann, er hann hafði af þeim haft. Kostn- aður sá, er hann hafði af dýrunum þenna tima, segir stefnandinn að hafi verið kr. 5179,80 og reiknar hann þar frá 3000 kr., 100 kr. á dýr hvert, er hann telur sanngjarn- lega metið verðmæti skinna þeirra, er hann fékk af dýrun- um, og kemur þá út dómkrafa hans n. kr. 2179.80. En undir rekstri málsins hefir stefnandi viðurkennt, að 2 dýrin hafi drepizt á tímabilinu, en hann af vangá reiknað fóður Þeirra allan tímann, en hinsvegar sé fóðrunartíimi hinna dýranna vantalinn um 2 daga, en samkvæmt þessu eigi dómkrafa sín að lækka um n. kr. 141.00 eða niður í n. kr. 2038.80. Stefndu viðurkenna að vísu, að þeir hafi sent refa- sendingu þá er hér um ræðir, stefnanda, án þess að dýrin hafi verið fyrirfram seld, en halda því fram að slíkt hafi þeim verið heimilt samkv. samningnum rjskij. 5, þá viður- kenna þeir að stefnandi hafi, er refasendingin var komin af stað, varað Refasölusamlagið við að senda hana, því erfitt muni verða með sölu, og að hann, þegar er dýrin 33 komu til Noregs, tilkynnir að kostnaður við fóðrun þeirra og geymslu mundi verða n. kr. 1.50 á dag fyrir hvert dýr. Hafa þeir ekki mótmælt neinum af kostnaðarliðum Þeim, er stefnandi hefir tilfært í hinum leiðrétta reikningi sin- um, og virðast því fallast á, að kostnaður stefnanda af refasendingunni sé rétt talinn kr. 5038.80. Hinsvegar halda þeir því fram, að stefnandi hafi ekki gert sér svo far um sem skyldi að selja dýrin, og fullyrða að hann hefði getað selt þau þannig í nóv. og dez. 1930, að eitthvað hefði orð. ið eftir af andvirðinu afgangs kostnaði. Loks mótmæla Þeir verði því, 100 kr. á skinn, er stefnandi hefir sett á skinnin af dýrunum á reikninginn rjskj. 4, og telja það alltof lágt. Samkvæmt framansögðu, er enginn ágreiningur milli málsaðila um hvern kostnað stefnandi hefir haft af refa- sendingunni, en hinsvegar telja stefndir að stefnandi hafi sýnt þá vanrækslu um sölu dýranna, að bakað geti hon- um ábyrgðar og að aðferð hans við að koma dýrunum í verð, er hann leitaði fullnustu í þeim fyrir kostnaði sin- um hafi ekki verið á þann veg, að þeir Þurfi að sætta sig við það verð, er hann reiknar skinn dýranna á, og sem beir telja alltof lágt. Rétturinn getur ekki fallizt á þá skoðun stefndu, að stefnandinn hafi sýnt þá vanrækslu um sölu dýranna, er bakað geti honum ábyrgðar. Bréf þau og símskeyti, er far- ið hafa milli málsaðilanna og lögð hafa verið fram í rétt- inum í frumriti eða afriti, sýna að stefnandi hefir gert sér nokkurt far um að selja dýrin og ráðstafa þeim á þann hátt, er hann taldi hagkvæmastan fyrir stefndu. Stefndir bafa að vísu bent á, að tveir menn í Noregi Odd Rasmus- sen og Konrad Nesheim, hafi gert þeim tilboð um kaup á refum á þessu tímabili og að þeir hafi bent stefnanda á að selja þeim dýrin, en stefnandi hefir sýnt fram á, að Þessir menn gátu ekki greitt nema mjög lítinn hluta af kaupverðinu við móttöku og yfir höfuð lítil líkindi til að Þeir gætu staðið við boð sín. Verður stefnanda því ekki gefin sök á því að sala á dýrunum til Þessara manna ekki fór fram. Samkvæmt reikningnum rjsksj. 4, hefir stefnandi reikn- að stefndum til tekna og dregið frá kostnaði sinum, verð skinna af þeim 30 dýrum, er í refasendingunni voru, og 3 öd reiknað hvert skinn á 100 kr. Mátti því ætla að hann hefði slátrað dýrunum og fengið þetta verð fyrir skinnin. En svo var ekki. Stefnandi gaf í fyrstu undir rekstri málsins engar upplýsingar um, hvernig hann hefði ráðstafað dýr- unum eða skinnum þeim er hann fékk af þeim, en gaf að- eins í skyn að hann hefði ekki selt dýrin. En þegar stefndu kröfðu um nánari upplýsingar um þetta atriði sagði mála- flutningsmaður stefnanda að hinn 15. febrúar 1931, hafi stefnandi hætt að skulda stefndu fyrir fóðrun og skoðað dýrin sína eign frá þeim degi, selt það sem hægt var fyrir 100 kr., en lá með hin í von um að verð ef til vill hækkaði eitthvað. Því verður að vísu ekki á móti mælt, að stefnandinn hefir haldsrétt á dýrunum eða andvirði þeirra, fyrir kostnaði þeim, er hann hafði af þeim haft, en til þess að fá því slegið föstu, svo eigi yrði véfengt, hve háu verði hann ætti að reikna stefndum dýrin til tekna, varð hann að selja þau á opinberu uppboði eða reikna þau því verði, er refir voru þá seldir fyrir á opinberum markaði. En hvorugt þetta hefir stefnandi gert. Í stað þess slær hann 15/2 1931, eign sinni á dýrin og reiknar stefndum þau til tekna fyrir það verð, sem honum þóknast, án þess að geta sýnt fram á að það verð sé sett með hliðsjón af markaðs- verði á lifandi refum í Noregi á þeim tima. Samkvæmt þessu verður rétturinn að lita svo á, að eng- in sönnun sé komin fram fyrir því hvert var hið raunveru- lega verðmæti refanna, er stefnandi sló eign sinni á þau. En af því leiðir að ekki verður um það sagt hvort stefndu skulda stefnandanum nokkuð af hinni umstefndu upphæð, þvi vel má vera og ekki ósennilegt, að raunverulegt verð- mæti dýranna hafi verið jafnmikið eða meira en nam kostnaði þeim, er stefnandi hafði af þeim haft. Verður því einnig að sýkna stefndu af kröfum stefn- anda að því er þenna kröfulið snertir. Samkvæmt framansögðu ber að sýkna stefndu af öll- um kröfum stefnanda í máli þessu. Eftir atvikum virðist rétt að dæma stefnanda til að greiða stefndum 400 kr. í málskostnað. Co Et Föstudaginn 25. janúar 1935. Nr. 61/1934. Ingveldur Einarsdóttir gegn Magnúsi Guðmundssyni Úrskurður hæstaréttar. Stefndi mætti í máli þessu, þegar það var þing- fest, en eftir að því hefir verið frestað, hefir hann ekki mætt, og hefir það því verið flutt skriflega samkvæint 1. tölulið 38. gr. hæstaréttarlaganna. Í bréfi Laufeyjar Valdimarsdóttur frá 18. nóv. 1933, sem lagt hefir verið fram í málinu, er það haft eftir frú Guðnýju S. Guðmundsdóttur frá Bildudal, fóstru áfrýjanda, að Guðný hafi á tíma- bilinu frá 9.— 18. nóv. 1933 átt tal við stefnda um kynni hans við áfrýjanda, og hafi stefndi fyrst neit- að því, að hann þekkti áfrýjanda, en þegar lengra kom í samtalinu, þá hafi hann sagt, að það (þ. e. barnsburður áfrýjanda) kæmi ekki heim við þann tíma, sem hann hafi verið með henni, og hafi hann orðið margsaga um kynni þeirra. Enda þótt héraðs- dómaranum bæri samkvæmt 12. gr. laga nr. 46/1921 að leita allra fáanlegra upplýsinga um málið, hefir hann ekki hlutazt til um það, að Guðný gæfi skýrslu fyrir dómi um þetta viðtal sitt við stefnda. Með því að skýrsla hennar virðist munu geta skipt máli, ef hún reynist rétt eftir höfð og verður staðfest fyrir dómi, þykir rétt að fresta dómsuppsögu í málinu og skylda héraðsdómarann til að hlutast til um það, að skýrsla verði tekin af frú Guðnýju S. Guðmunds- dóttur á Bíldudal um áðurnefnt viðtal hennar við stefnda í nóvembermánuði 1933 og að útvegaðar 36 verði aðrar þær upplýsingar, er skýrsla hennar kann að gefa tilefni til að aflað sé. Því úrskurðast: Héraðsdómaranum ber að hlutast til um það, að framannefnd skýrsla verði tekin af frú Guð- nýju S. Guðmundsdóttur fyrir dómi svo fljótt sem unnt verður og að útvegaðar verði aðrar þær upplýsingar, er skýrsla hennar kann að gefa tilefni til að aflað sé. Föstudaginn 25. jan. 1935. Nr. 144/1934. Lárus Fjeldsted, Georg Ólafsson og Sveinn M. Sveinsson (Lárus Fjeldsted) gegn Tollstjóranum í Reykjavík f. h. ríkis- sjóðs (Einar B. Guðmundsson). Sýknað af kröfu um greiðslu viðbótarskatts. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 25. apríl 1934: Stefndir Lárus Fjeldsted, Georg Ólafsson og Sveinn M. Sveinsson greiði einn fyrir alla og allir fyrir einn, stefnandanum, tollstjóranum í Reykjavík f. h. ríkissjóðs, kr. 12949.31 á- samt 5% ársvöxtum frá 27, nóvember 1933 til greiðslu- dags og málskostnað með 300 kr. Dóminum ber að fullnægja innan 3ja sólarhringa frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Áfryjendur hafa krafizt þess, að þeir verði sýkn- aðir af kröfum stefnda, og að hann verði dæmdur 37 til að greiða þeim málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi hefir krafizt staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi og málskostn- aðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Með því að allar kröfur, sem lýst var á hendur h/f „Völundi“, eða vitað var um, voru samþykktar og þegar greiddar að fullu, var áfrýjendum, skila- nefndarmönnum í búi áðurnefnds hlutafélags, heim- ilt að lúka skiptum þegar, eins og þeir gerðu, án til- Lts til 37. eða 43. gr. skiptalaganna og án þess að bíða þess, hvort heimildarlög til innheimtu auka- skatts af eignum eða tekjum yrðu sett eða ákveðið yrði, hvort þeirri heimild yrði beitt. Þar sem áfrýj- endur hafa því ekkert það aðhafst, er þeim verði sök á gefin í máli þessu, verður að sýkna þá af kröfum stefnda. Eftir þessum málalokum þykir rétt, að dæma stefnda til að greiða áfrýjendum málskostnað bæði í héraði og fyrir hæstarétti, og þykir málskostnað- urinn hæfilega ákveðinn samtals 500 krónur. Því dæmist rétt vera: Áfrýjendur Lárus Fjeldsted, Georg Ólafsson og Sveinn M. Sveinsson eiga að vera sýknir af kröfum stefnda í máli þessu. Stefndi, tollstjór- inn í Reykjavík f. h. rikissjóðs, greiði áfrýj- endum samtals 500 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti og í héraði, að viðlagðri aðför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta hefir höfðað fyrir gestaréttinum með stefnu dags. 27. nóv. f. á. tollstjórinn f. h. ríkissjóðs gegn skila- 38 nefndarmönnum í búi h. f. Völundur, þeim Lárusi hrm. Fjeldsted, Georg bankastjóra Ólafssyni og Sveini M. Sveins- syni framkvæmdarstjóra, öllum til heimilis hér í bænum, einum fyrir alla og öllum fyrir einn til greiðslu kr. 12949.31 ásamt 6% ársvöxtum frá stefnudegi til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Málavextir eru þeir er nú greinir. H/f Völundur hafði ákveðið að hætta starfsemi og var svo sem lög mæla fyrir valin skilanefnd, sem skipuð var hinum stefndu, og fékk löggildingu ráðuneytisins. Skilanefndin gaf út innköllun til skuldunautanna 5. jan. 1933 og var kröfulvsingarfrestur á enda 19. mai s. á. Voru síðan greiddar allar kröfur, sem fram höfðu komið á hendur félaginu, þar á meðal greiddi skilanefndin 1. júní s. á. tekju- og eignaskatt að upphæð kr. 32373.28, sem var sú upphæð, er hlutafélaginu bar að greiða á því ári, samanbr. þá gildandi lögum um tekju og cingnaskatt. Næsta dag 2. júní tilkynnti skilanefndin félags- slitin til hluthafaskrárinnar og var félagið þar með afmáð úr skránni. Daginn eftir 3. júní voru samþykkt á Alþingi lög, er heimiluðu ríkisstjórninni að innheimta aukreitis tekju- og eignaskáatt fyrir árið 1933, sem næmi 40% af skattinum það ár samkv. áður gildandi lögum, og voru lögin staðfest af konungi 5. s. m. Ríkisstjórnin notaði Þessa skattaheimild og nam aukaskatturinn, sem h. f. Völ- undi var talið bera að greiða kr. 12949.31, sem kemur heim við hina umstefndu upphæð. Er innheimta skyldi viðbótarskattinn kom það í ljós, að búið var að slíta félag- inu og skipta eignum þess. Telur stefnandi að skilanefndin hafi mátt ganga út frá því sem öruggri vissu, að skattauki yrði samþykktur á þinginu, sem þá stóð yfir, bæði af því að hið sama hafði serzt árið á undan og ennfremur af því, að mörg frumvörp lágu fyrir Alþingi, þar sem farið var fram á skattaálögu- heimild hjá þinginu. Hafi skilanefndin því ekki mátt skipta eignunum og ljúka skiptunum fyrr en sýnt væri hver af- drif yrðu þeirra skattaukafrumvarpa, er lágu fyrir þinginu og séð yrði hver viðbótarskattur félagsins myndi verða. En þar sem skilanefndin hefði ekki borið sig þannig að, en í þess stað látið slíta félaginu án þess að skilja neitt eftir til greiðslu viðbótarskatts, þá hafi hún svipt rikis- sjóð lögmætum tekjum og um leið bakað sér skaðabóta- 39 skyldu, er nemi umstefndri skattupphæð ásamt vöxtum, svo sem áður greinir. Jafnframt og stefnandi heldur því fram að skiptameðferð bús þessa, hafi borið að haga sam- kv. 3. kap. skiptalaganna, bendir hann á það, að skipta- meðferðin hafi farið í bág við 37. gr. sbr. 43. gr. skipta- laganna, þar sem skiptunum var lokið tveimur vikum eftir lok kröfulýsingarfrestsins í stað þess að ekki hafi verið heimilt að ljúka þeim þeim fyrr en að liðnum 4 vikum frá fundi þeim, sem 37. gr. skiptalaganna greinir. Þá telur stefnandi, að greiðslu skattsins 1. júní, þremur mánuðum fyrir gjalddaga, og greiðslu útsvars einnig 1. júní og fyrir gjalddaga, bendi til þess, að skilanefndin hafi verið að reyna að búa svo um hnútana, að h/f. Völundur losnaði við viðbótarskatta þá, er samþykktir yrðu, en næðu ekki til félagsins af því að þvi væri slitið. Stefndir hafa krafizt sýknu af kröfum stefnanda og sér tildæmdan málskostnað. Halda þeir því fram, að þeir hafi borið sig löglega að á allan hátt um skipti búsins. Skila- nefndin hefir þegar að afloknum innköllunarfresti greitt allar þær skuldir að fullu, er krafa kom fram um. Útilokað hafi verið, að um nokkra véfengingu gæti verið að ræða og fyrir þá sök bæði rétt og skylt fyrir nefndina að ljúka skiptum, er allar kröfur voru greiddar og afmá félagið. Neita stefndir því, að 37. gr. skiptalaganna komi hér til greina, þar sem ekki var að ræða um véfengingu á neinni kröfu. Nefndinni hafi borið skylda til, gagnvart hluthöf- unum, að gera félagið svo fljótt upp sem lög leyfðu, en það hafi verið, eftir að allar eignir félagsins höfðu verið seldar og allar framkomnar kröfur greiddar. Skilanefnd- inni hafi ekki borið skylda til að bíða einn mánuð með að ljúka skiptunum og þótt stefndir kynni að hafa búist við, að einhver skattauki yrði tekinn í lög, þá hafi skyldan boðið þeim að ljúka skiptunum áður en til slíks gæti komið. Skattaukalögin nái aðeins til þeirra gjaldenda, sem til hafi verið þegar lögin öðluðust gildi og hljóti því krafa stefnanda að vera alveg röng og fráleit. Rétturinn verður að líta svo á, að skattaukalögin frá 5. júni 1933, taki til allra þeirra, sem tekju- og eignaskatt áttu að lúka það ár samkv. lögum um tekju- og eignaskatt, og komi það ekki til greina hvort skattgreiðandi var fallinn úr sögunni, t. d. félag uppleyst, er skattaukalögin gengu í gildi, nema í 40 tilliti til framkvæmdar laganna. Skylda til að greiða skatt- aukann tók því einnig til h. f. Völundur, og er þá um það að ræða hvort stefndir bera ábyrgð á skattaukanum, sem ekki varð innheimtur hjá hlutafélaginu sökum þess að þeir sem skiptaforstjórar, skilanefndarmenn, höfðu látið afmá félagið og skipta upp eignum þess. Það verður að fallast á það hjá stefnanda, að stefndir hafi mátt sjá það fyrir af ástæðum þeim, sem af framan eru greindar, að skattaukalög mundu verða samþykkt á þinginu, sem þá sat og lauk störfum sínum fáum dögum eftir að stefndir höfðu lokið skiptunum, og að skattaukinn yrði enganveginn minni, fremur meiri, en hann hafði verið árið áður, en þá var hann 25%. Þá virðist og að stefndir með því að ljúka skiptunum áður en frestur sá, sem um ræðir í 37. gr. skiptalaganna var á enda, hafi tekið persónulega ábyrgð á sig gagnvart þeim kröfuhafa, in casu stefnanda, sem ekki hafði tækifæri til að koma fram með leiðréttingu eða at- hugasemd við kröfu sína áður en skiptunum var lokið. en sem komið hefði orðið að, ef stefndir hefðu fylgt nefndu lagafyrirmæli, sem þeir að áliti réttarins voru skyldir til, þar sem ekki lá fyrir að stefnandi fyrir sitt leyti samþykkti að búskiptunum mætti ljúka áður en nefndur frestur væri liðinn. Samkvæmt framansögðu þykir eiga að taka kröfu stefn- anda til greina, þó þannig, að vextir reiknast 5% og að málskostnaður ákveðst hæfilegur 300 krónur. Mánudaginn 28. janúar 1935. Nr. 115/1934. Valdstjórnin (Sveinbjörn Jónsson) segn Hermanni Jónassyni (Stefán Jóh. Stefánsson). Sýknudómur. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 29. maí 1934: Kærð- ur, Hermann Jónasson, greiði 400 kr. sekt, er skiptist þannig, að í bæjarsjóð Reykjavíkur renni 387.33 krónur og til uppljóstrarmannsins Oddgeirs Bárðarsonar 12.67 dl krónur og komi 25 daga einfalt fangelsi í stað sektarinn- ar verði hún eigi greidd innan 30 daga frá löglegri birt- ingu dóms þessa. Riffill kærða sé upptækur og renni and- virði hans í bæjarsjóð Reykjavíkur. Svo greiði kærður og allan kostnað sakarinnar Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Kærði í máli þessu er sakaður um brot á lögum nr. 58/1913, lögreglusamþykkt Reykjavíkur 7. jan. 1930 og hafnarreglugerð Reykjavikur 12. maí 1917. Kærði er í fyrsta lagi sakaður um að hafa hleypt skotum af byssu á Grandagarði og úti í Örfirisey 1. dez. 1930 og drepið þar æðarfugl. Með eiðfestum framburðum vitnanna Egils Jónassonar og Stefáns Ólafssonar, sem styðjast við skýrslu vitnanna Valde- mars Þórðarsonar og Vigbergs Einarssonar, verður að vísu að telja það sannað, að kærði hafi þenna dag skotið til marks í Örfirisey og skotið út á sjó og hæft æðarkollu, er litlu síðar rak dauða í land. Vitnisburður 4 lögregluþjóna, er sáu kærða koma i sportfötum á skrifstofu sína eða vera þar um kl. 2 e. h. dag þenna, brýtur ekki í bág við framburð vitnanna Egils og Stefáns, er aðeins gizka á, að kærði hafi farið úr eynni um sama leyti, en gættu alls ekki á klukkuna, og það, að vitnin Valdemar, Vígberg og Egill segja allir, að kærði hafi verið í sportbuxum, er þeir sáu hann dag þenna, styður það, að kærði hafi einmitt verið að koma úr ferð sinni vestan úr Örfirisey, þegar lögregluþjónarnir urðu hans varir á skrifstofu hans umræddan dag. En kærði, sem að vísu kannast við, að hann hafi stundum verið að skotæfingum í Örfirisey árið 1930, hefir eindregið neitað því, að hann hafi að sinni vitund nokkurn tíma skotið æðarfugl. Gegn þeirri neitun hans verð- 42 ur það ekki talið sannað, að hann hafi athugað það, að æðarfugl varð fyrir skoti úr byssu hans eða að hann hafi ætlað sér að skjóta æðarfugl. Hann verður því ekki talinn hafa drepið æðarfugl af ásettu ráði. Skotæfingar kærða, við umrætt tækifæri fóru ekki fram á stað, er á þeim tíma árs, sem um er að ræða, verði kallaður almannafæri eftir 1. gr. lögreglusam- þvkktarinnar, og ekki verður heldur talið, að bann sömu reglugerðar 70. gr. 2. málsgr. geti átt hér við, þar sem kærði einungis skaut til marks í landi eða á sjó út. Loks þvkir ákvæði 6. gr. hafnarreglugerð- arinnar ekki heldur taka til áðurnefndra athafna kærða. Verður því þegar af þeim ástæðum, er greindar voru, að sýkna kærða af kærum valdstjórnarinnar út af athöfnum hans 1. dez. 1930. Í öðru lagi er kærði sakaður um að hafa skotið æðarfugl í nóvembermánuði 1931. Annað þeirra vitna, er báru þetta á kærða, þekkti hann, en hitt ekki, en kvað sama manninn hafa skotið, er því var sýndur fyrir dómi, og var það kærði. En vitni þessi hafa ekki staðfest skýrslu sína fyrir rétti á lög- legan hátt samkvæmt 3. gr. laga nr. 29/1911, og verður kærði því ekki talinn sannur að sök um þessa athöfn segn eindreginni neitun sinni. Hins- vegar þykir ekki ástæða til að fresta dómsuppsögn af þessari ástæðu og skylda héraðsdómarann til þess að láta vitnin staðfesta skyrslu sína löglega, með því að refsikrafa fyrir brotið, þótt sannað væri, mundi vera fyrnd samkvæmt analogiu 67. gr. almennra hegningarlaga. Loks er kærði sakaður um að hafa hleypt af byssu í Örfirisey í októbermánuði 1933. Eftir því, sem þau vitni, er þar um hafa borið, ætla, hefði kærði átt að 43 hafa hleypt af byssunni vestan til á eynni, og þá væntanlega skotið þar til marks í landi eða út á sjó. Af þeim ástæðum, sem fram eru teknar í sambandi við athafnir kærða 1. dez. 1930, hefir kærði ekki brotið nein fyrirmæli í lögum eða reglugerðum með þessu, þótt sannað væri, og verður þegar af þessari ástæðu einnig að svkna hann af kæru fyrir þetta atriði. Með því að ósannað er, að kærði hafi skotið æðar- fugl af ásettu ráði, verður að fella úr gildi ákvæði hins áfryjaða dóms um upptöku riffils kærða. Eftir þessum málsúrslitum verður að dæma rikis- sjóð lil að greiða allan sakarkostnað í héraði og all- an áfryjunarkostnað sakarinnar, þar með talin mál- flutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 150 krónur til hvors. Kærði hefir látið stefna héraðsdómaranum, Arn- ljóti Jónssyni cand. jur., til ábyrgðar fyrir máls- meðferð sína og dóm, og krafizt þess, að hann yrði sektaður eða villur. Héraðsdómarinn hefir mætt við flutning málsins í hæstarétti, mótmælt þessum kröf- um og krafizt þess, að honum yrði dæmdur máls- kosinaður úr ríkissjóði. Hóéraðsdómaranum er gefið það að sök, að hann hafi bókað sumstaðar rangt eða ónákvæmt, að hann hafi dregið óviðkomandi atriði inn í málið og lengt prófin þar með að óþörfu, og að hann hafi svnjað kærða um að skipa honum talsmann og neitað um- boðsmanni kærða um frest til að skrifa vörn í mál- inu. Gegn neitun dómarans er það ekki sannað, að hann hafi bókað rangt í prófunum. Prófin eru ó- Þarflega margbrotin og óaðgengileg víða og vms atriði dregin inn í rannsóknina, sem engu máli 44 skipta um málefnin sjálf. Dómaranum var að vísu óskylt að skipa kærða talsmann í máli þessu, á kostnað ríkissjóðs, en hann átti ekki að neita um- boðsmanni kærða um frest til að skrifa vörn í mál- inu. En þótt dómarinn hefði átt að veita þann frest, þvkir ekki ástæða til að ómerkja dóminn og vísa málinu heim, með því að kærða var veittur kostur á að fylgjast vel með rannsókn málsins og hann lagði fram skriflegar athugasemdir um aðalatriði þess. Og ekki þykja atriði þessi, sem að er fundið svo alvarleg, að sektum varði. Málskostnaðarkrafa héraðsdómarans verður ekki tekin til greina. Því dæmist rétt vera: Kærði, Hermann Jónasson, á að vera sýkn af kærum valdstjórnarinnar í máli þessu. Á- kvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku riffils kærða er úr gildi fellt. Allur sakarkostnaður í héraði, svo og allur áfrýjunarkostnaður sakar- innar, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin mál- flutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmann- anna Sveinbjarnar Jónssonar og Stefáns Jóh. Stefánssonar, 150 krónur til hvors. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er með stefnu útg. 22. þ. m., höfðað af vald- stjórnarinnar hálfu gegn Hermanni Jónassyni lögreglu- stjóra, til heimilis á Laufásvegi 79 í Reykjavík, fyrir brot á löggreglusamþykkt fyrir Reykjavík frá 1. febr. 1930 sbr. hafnarreglugerð fyrir Reykjavíkurkaupstað frá 12. nóv. 45 1917, svo og brot á lögum nr. 58 frá 10. nóv. 1913, um friðun æðarfugla. Með bréfi til dómsmálaráðuneytisins, dags. 12. jan. s. 1. kærði Oddgeir Bárðarson verkamaður, Njálsgötu 60 hér í bæ, lögreglustjórann í Reykjavik, Hermann Jónasson, fyrir brot á lögreglusamþykkt Reykjavikur og lögum um friðun fugla. Var kærðum þar gefið það að sök, að hann hefði í síðastliðnum októbermánuði skotið af byssu úti í Örfirisey, að því er kærandi áleit á sjófugla, og ennfrem- ur að kærður hefði gerzt sekur um að hafa á fullveldis- daginn 1930 skotið æðarkollu í nefndri eyju. Var um þetta síðara atriði vísað til blaðagreinar eftir Sigurð Jónsson rafvirkja, er þar kvað sér vera kunnugt um, að þetta hefði átt sér stað. Við rannsókn málsins, er hófst 23. s. m., hefir það upp- lýsts, að fyrri part októbermánaðar fór kærður út í Örfir- isey og skaut þar nokkrum skotum, úr riffli, að þvi er ætla má. Þykir þetta, þrátt fyrir neitun kærða, nægilega sannað af framburðum vitnanna Oddgeirs Bárðarsonar og Gústafs Karlssonar, er báðir hafa verið staðfestir. Hins- vegar hefir eigi framkomið neitt er bendi til að kærður hafi þá skotið fugl í eyjunni. 1. dezember 1930 fór kærður út Grandagarðinn út í Ör- firisey og hafði riffil meðferðis. Skaut hann þar nokkrum skotum úr rifflinum. Miðaði hann þá og skaut á æðarfugla- hóp þar við eyjuna og hitti og drap eina æðarkollu. Vitni að þessu voru þeir Valdimar Þórðarson, Vigberg Einars- son, Egill Jónasson og Stefán Ólafsson. Sáu þeir Valdimar og Víigberg kærðan er hann stóð á öskuhaug vestur við sjóinn hjá Grandagarðinum og var að miða rifflinum út á sjóinn og var þar mikið af fugli, bæði máf, æðarfugli og fleiri fuglum. Vitnið Valdimar sá og að kærði miðaði byss- unni á leiðinni út garðinn, en vitnið gat ekki um það bor- ið, hvort kærður hleypti af, því brimgnyr var og vél bif- reiðar þeirrar er vitnið sat í, var í gangi. Vitnið Egill, sem ásamt Stefáni, var úti í Örfirisey, bæði sá og heyrði að kærði skaut nokkrum skotum á leiðinni út garðinn og telur að kærður hafi skotið á máfa á flugi, en ekki hitt fuglana. Í eyjunni heyrðu og sáu þessi tvö vitni er kærður skaut þar. Voru þau sjónarvottur að því, er kærður skaut æðarkolluna. Kom kærður eftir það til þeirra og bauð 16 þeim að skjóta úr rifflinum, en þeir þágu ekki boðið. Eftir þetta gengu vitnin niður að sjónum og fundu æðar- kolluna; þá fundu þau og pakka með rúmlega 30 Reming- ton „22 long“ riffilskotum á þeim stað, er kærður hafði setið, er hann handlék riffilinn, eftir að hann skaut æðar- kolluna. Hafa þessi vitni staðfest héraðlútandi framburði sina með eiði. Kærður hefir játað, að hafa oftar en einu sinni um þetta leyti, eða árið 1930, verið að skjóta úti í Örfirisey en telur það hafa verið æfingar í að skjóta til marks, og hefir hann neitað því að hafa skotið þar æðarfugl, því „sér vitanlega hafi hann alls ekki gert það“. Hinsvegar hefir kærður ekki neitað því, að hann kunni að hafa hitt þá Stefán og Egil um þetta leyti úti í eyjunni og að þeir hafi séð sig skjóta þar. Kærður hefir upplýst að riffil þann, er hann þá notaði „hafi hann keypt fyrir allmörgum árum hjá Jóhanni Ólafssyni á Co. í Reykjavik. Sé það Browning riffill fyrir skot nr. 22 og eigi hann riffilinn ennþá og geymi hann heima hjá sér. Voru skothylkin mátuð í þenn- an riffil og lýsti kærður yfir því, að þau pössuðu í riffil- inn. Þá hefir kærður og upplýst; að hann hafi keypt skot í riffilinn hjá Jóhanni Ólafssyni £ Co., en það firma hefir einkaumboð fyrir skot af þeirri tegund, sem vitnin fundu. Ennfremur hefir kærður upplýst, að hann hafi ekki þá né síðar átt eða notað annan riffil, svo hann muni ttil. Kærður hefir haldið því fram, að þetta atferli sitt, að skjóta í eyjunni sé verknaður, sem sér og lögreglunni í Reykjavík sé heimill og hefir í þvi sambandi bent á, að það sé „ein af nauðsynlegustu íþróttum lögreglunnar að kunna að fara með skotvopn“, því lögreglan þurfi „æði oft að taka skotvopn, jafnvel hlaðin skotvopn af mönnum, sem hún tekur fasta“ og ennfremur þurfi hún „iðulega að aflífa særð og veik dýr með skotvopnum“ og „ef þetta væri ekki heimilt þá væri lögreglan í Reykjavik eina lög- reglan í veröldinni, sem ekki hefði leyfi til að æfa sig á Þennan hátt í sinu lögsagnarumdæmi“. Jafnvel þótt þessi skoðun kærðs hefði við rök að styðjast, þá litur rétturinn svo á, að kærður hafi í umrætt skipti ekki verið við skot- æfingu sem lögreglumaður eða lögreglustjóri í embætti sinu, heldur hafi hann verið að skjóta sér til skemmtunar. Rannsókn málsins leiddi ennfremur í ljós, að kærður 47 kom dag einn, síðast í nóvember eða fyrst í dezember 1931, út í Örfirisey og hitti þar Þórð Guðlaugsson og Daða Þor- kellsson, og átti tal við þá. Skaut kærður þá til marks úr riffli og var markið steinn í fjörunni. Gengu þeir síðan með kærðum til að svipast eftir fulgli og skaut þá kærður og drap æðarkollu þar við eyjuna. Hefir kærður þrætt fyr- ir þennan verknað, sem þó þykir nægilega upplýstur og sannaður af staðfestum framburðum þessara vitna. Við- víkjandi staðfestingu þessara vitna, Þórðar og Daða, sem bæði eru í kristnu trúarfélagi, Aðventistakirkjusöfnuði, skal það tekið fram, að vegna trúarskoðunar þeirra stað- festu þeir framburð sinn með drengskaparorði, en eigi með eiði. Telur rétturin nað staðfesting þeirra sé fullkom- lega gild með þessu móti. Rétturinn telur því, að í málinu sé framkomin full lög- sönnun fyrir því, að kærður hafi bæði 1. dezember 1930 og seint á árinu 1931 skotið æðarfugl í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Hefir hann með þessu brotið 1. grein nefndra laga um friðun æðarfugla nr. 58 frá 10. nóv. 1913. Þá hefir kærður og í sömu tvö skipti, sem og í október síðastliðn- um brotið lögreglusamþykkt Reykjavikur 6. gr., sbr. 70. gr., sbr. og hafnarreglugerð fyrir Reykjavikurkaupstað 6. gr. Kærður hefir nú haldið því fram, að þótt hann hefði orðið sekur við lögin um friðun æðarfugla með því að skjóta æðarfugl 1930 og 1931, þá væru þær sakir fyrndar samkvæmt analogiu 67. gr. hegningarlaganna. Á þetta verður þó ekki fallizt. Rétturinn lítur svo á, að fyrningar- reglur 67. gr. hegnl. eða analogiu hennar verði aðeins beitt, þegar um er að ræða brot á hinum alm. hegningar- lögum eða lögum þótt yngri séu, sem í eðli sínu séu svo skyld hinum almennu hegnl. að telja megi, að þau hefðu verið tekin upp í hin alm. hegnl. ef lögfest hefðu verið þá eða áður. Hinsvegar telur rétturinn allt aðrar ástæður og allt önnur sjónarmið koma til greina þar sem um er að ræða brot á lögreglusamþykktum, friðunarlögum eða annari þessháttar löggjöf. Verður kærður því ekki sýkn- aður af þessari ástæðu. Samkvæmt framansögðu þykir því verða að sakfella kærðan og þvkir refsing hans. sem kominn er yfir lög- aldur sakamanna og ekki hefir áður sætt kæru eða refs- 48 ingu fyrir neitt lagabrot hæfilega ákveðin 400 krónur, er skiptist þannig, að í bæjarsjóð Reykjavíkur renni 387.33 krónur og til uppljóstrarmannsins Oddgeirs Bárðarsonar 12.67 krónur, og komi 25 daga einfalt fangelsi í stað sekt- arinar, verði hún eigi greidd innan 30 daga frá löglegri birtingu dóms þessa. Þá skal og riffill kærða upptækur vera og renni andvirði hans í bæjarsjóð Reykjavíkur. Svo greiði kærður og allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn ólöglegur dráttur orðið. Miðvikudaginn 30. janúar 1935. Nr. 26/1934. Jón Bjarni Pétursson (Jón Ásbjörnsson) Segn Jóni Þorlákssyni borgarstjóra f. h. bæjarsjóðs Reykjavíkur (Einar B. Guðmundsson). Bætur fyrir tjón af rennsli úr skolpræsi. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 7. dez. 1933: Stefndur, borgarstjóri Reykjavíkur, f. h. bæjarstjórnar vegna bæjar- sjóðs, skal vera sýkn af kröfum stefnandans, Bjarna Pét- urssonar, í máli þessu og falli málskostnaður í því niður. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir krafizt þess aðallega, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum kr. 2707.50 með 6% ársvöxtum frá sáttakærudegi til greiðsludags, en til vara kr. 2147.00 með vöxtum sem áður segir. Svo krefst áfrýjandi málskostnaðar bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi og málskostn- aðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Fyrir hæstarétti er því ekki mótmælt, að áfrýjandi hafi beðið tjón það, er hann krefst nú bætt, né held- 49 ur upphæð bótanna. Þar á móti hefir stefndi talið sér tjón þetta óviðkomandi, og þess hefir hann kraf- izt, að vextir af þeirri upphæð, er hann kynni að verða dæmdur til að greiða, verði aðeins ákveðnir 5%. Það er upplýst í flutningi málsins fyrir hæstarétti, að holræsið í Ægisgötu sjáfarmegin við Nýlendu- götu hafi stýflast þrisvar sinnum frá því í júnimán- uði 1930 og til loka þess árs, og svo 21. jan. og 3. febr. 1931, eins og í hinum áfrýjaða dómi segir. Eftir síðustu stýflunina voru 6" pipurnar í áðurnefndum hluta Ægisgötu teknar upp og 9" pípur látnar í stað- inn, og hefir ræsið eigi síðan stýflast á því svæði. Það verður að vísu að byggja á útreikningi bæjar- verkfræðings um það, að 6“ pipurnar í Ægisgötu hafi getað flutt regnvatn það og skólp, er í þær barst, og gat stefndi þvi ekki sérstaklega átt von á því, að ræsið styflaðist fyrstu skiftin. Verður aðalkrafa á- frýjanda, sem miðast við bætur einnig fyrir tjónið í júní 1930, því ekki tekin til greina. En eftir að reynslan hafði sýnt, að ræsi þessu var sérstaklega hætt við stýflunum og áð þær höfðu valdið og gátu framvegis valdið tjóni átti viðkomandi starfsmönn- um bæjarins, sem hverju sinni var þegar frá atvik- um skýrt, að vera það ljóst, að nauðsynlegt var að hafa það undir stöðugu eftirliti og að hreinsa það reglulega. Með því að þetta virðist ekki hafa verið gert, verður stefndi að bera ábyrgð á því tjóni, er stýflanirnar 21. jan. og 3. febr. 1931 ullu. Verður því að taka varakröfu áfrýjanda til greina og dæma stefnda til að greiða honum kr. 2147.00 með 5% ársvöxtum frá 31. marz 1932 til greiðsludags. Það þykir rétt að staðfesta málskostnaðarákvæði hins áfrýjaða dóms, en dæma stefnda til að 4 50 greiða áfrýjanda 250 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Jón Þorláksson borgarstjóri f. h. bæjarsjóðs Reykjavíkur, greiði áfrýjanda, Jóni Bjarna Péturssyni, kr. 2147.00 með 5% árs- vöxtum frá 31. marz 1932 til greiðsludags. Á- kvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað í héraði á að vera óraskað. Stefndi greiði áfrýj- anda 250 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er eftir árangurslausa sáttaumleitun höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu útgefinni 3. nóv. f. á. af Bjarna Péturssyni blikksmiðameistara, hér í bæ gegn borg- arstjóra Reykjavíkur, f. h. bæjarsjórnar, til greiðslu skaða- bóta að upphæð kr. 2775.50 með 6% ársvöxtum frá sátta- kærudegi 31. marz f. á. til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Málavexti kveður stefnandi þá, að í júnímánuði 1930 og aðfaranætur 21. jan. og 3. febr. 1931 hafi skolp úr skolp- leiðslunni í Ægisgötu runnið inn í blikksmiíðavinnustofu sína við sömu götu og valdið allmiklum skemmdum á vör- um (blikki), sem geymdar hafi verið í vinnustofunni, svo og fyrirhöfn og kostnaði við að hreinsa þær, svo að þær yrðu nothæfar eftir. Telur hann að tjón það, sem hann hafi beðið af þessum ástæðum nemi samtals kr. 2775,50 og heldur því ákveðið fram, að bæjarsjóður beri ábyrgð á því, þar sem orsakir þess, að skolpið rann inn í vinnustof- una hafi verið þær, að holræsið í Ægisgötu hafi ekki ver- ið nógu vitt til þess að flytja burtu allt það götu- og húsa- skólp, sem að því hafi borizt eða að öðrum kosti hafi ræs- ið stíflazt af föstum efnum, er hafi komið í það, en að öl sjálfsögðu eigi bæjarbúar, sem með bæjargjöldum sínum greiði meðal annars kostnaðinn við að leggja holræsin og halda þeim við, heimtingu á því af bæjarfélaginu, að það sjái um, að eignir þeirra séu óhultar af tjóni vegna truflana á holræsakerfi bæjarins. Skaðabótakröfu sínu hefir stefnandi sundurliðað Þannig: 1. Vinna við að hreinsa blikk o. fl. vegna skemmda of skolpi í júní 1930 .......... kr. 560.00 2. Vinna við sama vegna skolprennslis í vinnustofu í jan. 1981 .................. — 500.00 3. Vinna við sama og skemmdir á vörum vegna skolprennslis í febr. 1931 svo og málskostnaður ..........00000.0 0. — 1715.50 Alls kr. 2775.50 Stefndur hefir krafizt þess í fyrsta lagi, að 1. kröfu- liðnum hér að framan verði vísað frá dómi á þeim grund- velli, að í sáttakæru séu atvik þau öll talin hafa átt sér stað á fyrri hluta ársins 1931, sem orsakað hafi tjón það, sem mál þetta snýst um. En þar sem öll stefnupphæðin er lögð til sátta í sáttakærunni og orsakir tjónsins taldar þar, en þær eru samskonar í öll skiptin, þykir umrædd ónákvæmni í málsútlistun stefnanda í sáttakæru ekki Þurfa að valda frávísun framangreinds kröfuliðs. Þá hefir stefndur mótmælt kröfum stefnanda sem röng- um og krafizt algerðar sýknu af þeim og málskostnaðar hjá honum samkvæmt mati réttarins. Til vara hefir stefnd- ur mótmælt skaðabótaupphæðinni sem allt of hárri. Byggir stefndur sýknukröfuna á því, að ekki verði með nokkrum sanni gerðar frekari kröfur til bæjarfélagsins, að því er snertir götuleiðslur í bænum, en Þær, að leiðsl- urnar séu svo víðar að þær geti undir venjulegum kring- umstæðum og án sérstakra utanaðkomandi truflana flutt allt það skólp, er að þeim getur borizt, og séu auk þess forsvaranlegar að frágangi. Leiðslan í Ægisgötu hafi á Þeim tíma, sem skolprennslið úr göturæsinu átti sér stað inn í vinnustofu stefnanda fullnægt þessum skilyrðum og hljóti því skolprennslið að hafa stafað af því, að föst efni hafi borizt í holræsið og stíflað Það, annaðhvort fra 52 götunni sjálfri eða um leiðslur einstaklinga frá húsum þeirra, en um slíkt verði bænum ekki kennt eða honum gefið það að sök, og hafi því krafa stefnanda um skaða- bætur af hálfu bæjarsjóðs fyrir umrætt tjón ekki við rök að styðjast. Réttinum þykir nú verða að fallast á framangreindan skilning stefnds á ábyrgð bæjarfélagsins að því er snertir holræsakerfi bæjarins. Það virðist sem sé engar sérstakar ástæður liggja til þess, að bæjarfélagið, enda þótt yfir- völd bæjarins ráði gerð og lagningu holræsa í bænum, beri ábyrgð á tjóni, sem bænum verður með engu móti um kennt eða til þess verði ætlazt af honum, að hann geti komið í veg fyrir, svo sem ef um tjón er að ræða, sem or- sakast af stíflum í holræsakerfinu vegna fastra hluta, sem í það hafa borizt. Hinsvegar er ekki óeðlilegt að gera þær kröfur til bæjarfélagsins, að það sjái um að holræsakerfið fullnægi undir venjulegum aðstæðum tilgangi sinum. Eftir því, sem fram hefir komið í málinu, eru aðstæð- ur þær, sem sá hluti holræsakerfis bæjarins, er hér skiptir máli liggur, að göturnar Nýlendugata og Mýrargata, sem báðar eru í vesturbænum liggja samhliða meðfram höfn- inni og er Mýrargata neðar. Hornrétt á báðar þessar göt- ur, eða því sem næst, liggur svo Ægisgata til sævar, en vestan við hana liggur svo umrædd blikksmiðavinnustofa stefnanda í horninu milli hennar og Nýlendugötu. Sam- kvæmt ýtarlegum skýrslum bæjarverkfræðingsins í Reykja- vík, sem stefndur hefir lagt fram i málinu, og uppdrætti, er sýnir götuleiðslurnar á umræddu svæði, var skolpræsa- kerfinu svo hagað, er hið umstefnda tjón varð, að eftir Ægisgötu endilangri lá holræsi alla leið niður í sjó. Voru pipurnar 6" að vídd fyrir ofan Nýlendugötu, 9" víðar á svæðinu frá Nýlendugötu að Mýrargötu og með halla 1:45 og síðan 6" víðar frá Mýrargötu til sjávar og með halla 1:15. Þá lá holræsi 9" vitt um Nýlendugötu í Ægis- götu. Í skýrslum sínum telur verkfræðingurinn að mesta skolpmagn hugsanlegt, sem hafi getað borizt að Ægisgötu- æðinni ofan Nýlendugötu, hafi verið 32,84 1. á sek. Frá Nýlendugötu hafi svo getað borizt í viðbót mest 9,673 |. á sek. Hið mest hugsanlega skolpmagn, sem Ægisgötuæðin neðan Mýrargötu hafi þurft að flytja hafi þannig numið 42,515 1. á sek. en samkv. verkfræðikenningum eigi sú 53 leiðsla að geta flutt 50 litra á sek. Sé því ljóst, að holræsið í Ægisgötu hafi verið svo vitt, að það hafi átt að geta flutt meira skolp en mest gat að því borizt. Og þar sem bæjar- verkfræðingurinn er sérfræðingur á því sviði, sem hér um ræðir, þykir verða að leggja framangreindar skýrslur hans og útreikning til grundvallar við dóm í málinu, enda hefir gögnum þessum ekki verið hnekkt, og verður þá eigi álitið, að tjón stefnanda hafi stafað af því, að bær- inn hafi ekki séð um að hafa nógu víða götuleiðslu í Æg- isgöðtu. Þá verður eigi fallizt á það hjá stefnanda, að það hafi verið óforsvaranlegur frágangur á leiðslunni í nefndri götu af bæjarins hálfu, þó að holræsið í nokkrum hluta götunnar (kaflanum milli Nýlendu- og Mýrargötu) hafi verið víðara en áframhald leiðslunnar fyrir neðan, þar sem sá hluti átti eins og áður er sagt að nægja til þess að flytja allt það skolp, sem að honum gat borizt. Hinsvegar kemur það fram í málinu, bæði í varnar- skjölum stefnds, svo og í sóknarskjölum stefnanda (sbr. fylgiskjal 1 og 2 við rskj. nr. 4), að aðilarnir telja að or- sakir þess, að skolp rann inn í vinnustofu stefnanda hafi að minnsta kosti í sum skiptin verið þær, að leiðslan í Ægisgötu hafi stíflazt, en það hlýtur aftur að hafa stafað af því, að fastir hlutir hafa komið í leiðsluna. Gizkar stefndur meira að segja á, að föstu efnin, sem orsakað hafi stífluna, hafi borizt í göturæsið um leiðslu ákveðins einstaklings og hefir lagt fram í málinu gögn til stuðnings þessari ágizkun, en eins og áður er sagt lítur rétturinn svo á, að bæjarfélagið geti ekki borið ábyrgð á slíkum atvikum. Úrslit málsins verða þá samkvæmt framansögðu þau hér fyrir réttinum, að stefndur verður sýknaður af öllum kröfum stefnanda, en eftir atvikum þykir rétt að máls- kostnaður falli niður. Vegna anna hefir dómur í málinu eigi orðið kveðinn upp í máli þessu fyrr en nú. o1 Miðvikudaginn 30. janúar 1934. Nr. 135/1934. Friðfinnur Finnsson Segn Sigurði Kristinssyni f. h. Samb. ísl. samvinnufélaga. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Friðfinnur Finnsson, er eigi mætir í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Miðvikudaginn 30. janúar 1935. Nr. 173/1934. Bjarni Benediktsson gegn Frímanni Einarssyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Bjarni Benediktsson, er eigi mætir í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. öð Mánudaginn 4. febrúar 1935. Nr. 146/1934. Réttvísin (Jón Ásbjörnsson) Segn Magnúsi Jónssyni (Stefán Jóh. Stefánsson). Brot gegn 227., 228. gr. hegnl. og 259. gr., sbr. 46. og 53. gr. hegnl. Dómur aukaréttar Skaptafellssýslu 15. maí 1934: Ákærð- ur, Magnús Jónsson, sæti einföldu fangelsi í fjóra mánuði, svo greiði hann og allann kostnað sakarinnar, þar á meðal 50 króna málsvarnarlaun til skipaðs talsmanns sins, Ste- fáns Jóhanns Stefánssonar, hrm. innan 15 daga frá löglegri birtingu dóms þessa. En fullnustu refsingarinnar skal frestað og hún falla niður nema ákærður innan fimm ára frá uppsögn dóms þessa sæti ákæru í opinberu máli fyrir glæp drýgðan af ásettu ráði, og sé í því máli dæmdur í Þyngri refsingu en sektir. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Í júlímánuði 1933 var ákærði með bifreið sína í vinnu við vegagerð í Mýrdalnum undir stjórn Jóns Brynjólfssonar í Vík í Mýrdal. Þann 16. júlí s. á. fóru fram kosningar til alþingis, og var Gísli sýslu- maður Sveinsson þá í kjöri fyrir kjördæmi Vestur- Skaptafellssýslu. Daginn eftir kjördaginn þann 17. Júli 1933, fór ákærði að afloknum vinnutíma með bifreið sína til lögboðinnar skoðunar til Víkur og kom ekki aftur fyr en að morgni þess 20. s. m. Fór ákærði þá fram á það, að verkstjórinn skrifaði hjá honum fullan vinnutíma fyrir þessa daga, en verk- stjórinn vildi ekki verða við því. Varð þeim sundur- orða út af þessu, og hafði þá ákærði mjög meiðandi ummæli um og við verkstjórann og varð þetta til 56 þess, að ákærði fór samdægurs úr vinnunni. Nokkru síðar, 7. ágúst s. á., kærði ákærði verkstjórann fyrir sýslumanni og krafðist refsingar á honum eftir 114. gr. hegningarlaganna fyrir það, að verkstjórinn hefði lagt hart að ákærða að kjósa Gisla sýslumann Sveinsson til alþingis og hótað honum ella, að hann yrði sviptur vinnunni. Og í bréfi til sýslumanns 17. s. m. kallar hann framkomu verkstjórans við sig „kosningakúgun“, og í erindi sínu til dómsmálaráðu- neytisins 26. s. m. segist hann hafa kært yfir til- raun til mjög ósvifinnar kosningakúgunar, sam- fara misbeiting aðstöðu opinbers sýslunarmanns“, og er þar átt við verkstjórann, að því er virðist. Það er ekkert framkomið í málinu, er bendi til þess, að verkstjórinn hafi haft nokkuð óleyfilegt eða refsivert í frammi í sambandi við áðurnefndar alþingiskosningar við ákærða eða aðra, enda hafa aðrir þeir menn, er þá unnu undir stjórn hans, for- tekið, að hann hafi reynt að hafa áhrif á það á nokkurn hátt, hvern þeir kysu, og voru þó meðal verkamannanna engu síður menn, er andstæðir voru verkstjóranum í stjórnmálaskoðunum. Það verður því að telja ákærða hafa gerzt með kæru- málum sínum á hendur verkstjóranum sekan um brot, er varðar við 227. gr. hegningarlaganna. Í erindi sínu til dómsmálaráðuneytisins 26. ágúst 1933, því er lýst er í hinum áfrýjaða dómi, ber á- kærði þungar sakargiftir á Gísla sýslumann Sveins- son og viðhefur svigurmæli til hans um misbeiting embættisvalds. Sakargiftir þessar og svigurmæli, sem alls ekki hafa við rök að styðjast, hlutu, ef þeim yrði sinnt, að leiða til opinberrar rannsóknar á hendur sýslumanninum, og hefir ákærði með þeim gerzt brotlegur við 228. gr. hegningarlaganna. ð7 Það er loks sannað með eiðfestum vitnisburðum tveggja vitna og skýrslu áðurnefnds verkstjóra, að ákærði reyndi að fá verkstjórann til að skrifa hjá ákærða fullan vinnutíma fyrir þá 2 daga, er hann var frá vinnunni, eins og áður getur. Þetta hlýtur ákærði að hafa gert í því skyni að fá kaup fyrir þá daga, og varðar þessi tilraun hans við 259., sbr. 46. og 53. gr. hegningarlaganna. Fyrir framantalin brot þykir refsing ákærða hæfi- lega ákveðin 3 mánaða fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og niður skal hún falla að 5 árum liðnum, ef skilorð laga nr. 39/1907 verða haldin. Málskostnaðarákvæði hins áfryjaða dóms þykir mega staðfesta. Svo ber og ákærða að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin mál- flutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 100 krónur til hvors. Rannsókn máls þessa lauk 27. nóv. 1933. Var sama dag gefin út stefna í því, og var það þingfest daginn eftir og 7. dez. s. á. var skipaður talsmaður eftir ósk ákærða, en dómur er ekki lagður á málið fyrr en 15. mai f. á. Með rannsókn málsins fór Arnljótur Jónsson cand. jur. sem settur sýslumaður í Skapta- fellssýslu í fjarvist hins reglulega dómara, Gisla sýslumanns Sveinssonar, er einnig hafði kært ákærða vegna ummælanna í áðurnefndu erindi hans til dómsmálaráðuneytisins 26. ág. 1933 með bréfi til lögregluréttar Skaptafellssýslu 12. okt. 1933. Þrátt fyrir þetta virðist sá skilningur hafa verið uppi, að hinn reglulegi dómari þyrfti eftir heimkomu sína að víkja úr dómarasæti með úrskurði, og var úrskurð- ur hans í þá átt uppkveðinn 8. mai f. á. Virðist svo sem þessi skilningur á afstöðu hins reglulega dóm- 58 ara til málsins muni hafa orðið nokkru valdur um drátt á dómsuppsögn í því, og þvkir því ekki næg ástæða til að vita dómarann, áðurnefndan, Arnljót Jónsson fyrir dráttinn. Það athugast hinsvegar, að dómarinn hefir ranglega sett 15 daga aðfararfrest til greiðslu málsvarnarlauna talsmanns ákærða í dóm sinn. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Magnús Jónsson, sæti 3 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og niður skal hún falla að 5 árum liðnum, ef skilorð laga nr. 39/ 1907 verða haldin. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sak- arkostnaðar í héraði skal vera óraskað. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmál- flutningsmannanna Jóns Ásbjörnssonar og Stefáns Jóhanns Stefánssonar, 100 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er með stefnu, útgefinni 27. nóv. f. á., höfð- að af réttvísinnar hálfu gegn Magnúsi Jónssyni, bifreiðar- stjóra á Skagnesi í Mýrdal fyrir brot á 22. kapitula hinna almennu hegningarlaga frá 25. júni 1869, 227. gr. eða 220. gr., 228. gr. 1. mgr. og 26. kapitula 259. gr., sbr. 47. gr. og oð. gr. in fine. Tildrög þessa máls eru þau, að 7. ágúst f. á. afhenti á- öð kærður, Magnús Jónsson, kæruskjal til sýslumannsins í Skaptafellssýslu á hendur Jóni Brynjólfssyni, verkstjóra, um brot á 114. gr. hegningarlaganna. Í bréfi frá sýslu- manni til ákærða, dags. 8. sama mánaðar, tjáir sýslumað- ur honum, að með því að ákærður hafi „nú tekið út stefnu i meiðyrðamáli á manninn, um sama atriði og kæran fjallar um“ þyki „rétt að sjá hvað þar upplýsist um þetta. áður en það“ sé „tekið fyrir á annan hátt“ og verði „kæra þessi því látin bíða um sinn“. Með bréfi ákærða til sýslumanns, dags. 17. s. m., aftur- kallar ákærði meiðyrðamálið og ítrekar kröfu sína um opinbera rannsókn og vísar til kæru sinnar frá 7. ágúst „út af kosningakúgun Jóns Brynjólfssonar verkstjóra“. Bréfi þessu fylgdi þá og vottorð tveggja manna um sakaratriði kærunnar. Hinn 19. ágúst var rannsókn hafin í kærumál- inu af hinum reglulega dómara, sýslumanni Gísla Sveins- syni. Ákærði mætti þá þar sem vitni og óskaði þess, og bað það bókað, að dómarinn viki sæti í málinu, með þeim rökstuðningi m. a. „að sum afskipti dómarans af máli Þessu séu á þá lund, að eigi megi ólíklegt telja að hann dragist beinlínis inn í málið þá er frekari rannsókn hefir farið fram“. Daginn eftir tekur sýslumaður útskrift af rétt- arrannsókninni og sendir dómsmálaráðuneytinu til úr- lausnar um það „hvað það vildi vera láta í því efni“. Í bréfi ákærða til dómsmálaráðuneytisins, dags. 26. s. m. þar sem ákærði fer þess á leit, að skipaður verði setudómari í málið, kemst ákærður svo að orði, að „með því að afskrift sú, sem ætla má að sýslumaður hafi sent eða sendi ráðuneytinu .... „gefi“ litlar eða engar upplýs- ingar um þær raunverulegu ástæður sem „liggi“ til þess, að áðurnefnd tilmæli eru fram komin, þá „komist hann“ ekki hjá því að gefa nokkrar nánari skýringar, „er hann“ á sinum tíma muni „staðfesta .... fyrir rétti“. Ennfremur segir: „Í máli þessu er kært yfir mjög ó- svífinni tilraun til kosningakúgunar, samfara stórfelldri misbeiting á aðstöðu opinbers sýslunarmanns. Átti á þenna hátt að stuðla að kosningu Gísla Sveinssonar ....“ „En hér við bætist að mörg afskipti Gísla Sveinssonar af þessu máli eru á þá lund, að eigi má ólíklegt telja, að hann muni beinlínis dragast inn í málið, í öllu falli sem vitni. Það er vitað, að sýslumaður er einskonar yfirmaður vega- 60 vinnu hér um slóðir, og er kærður að því leyti aðeins und- irmaður hans, það er og á allra vitorði, að þessi afstaða hefir af þeim félögum báðum verið notuð mjög til póli- tísks framdráttar Gísla Sveinssyni í sambandi við síðustu kosningar. Að sýslumaður þykist eiga nokkurra hagsmuna að gæta í sambandi við þetta mál, má m. a. marka af því hversu mjög hann hefir gert sér far um að fá máli þessu stungið undir stól. Hefir hann sumpart með offorsi og hót- unum og sumpart með auðmýkt og fögrum loforðum reynt að fá mig til þess að afturkalla kæruna, og verður hvort- tveggja sannað á sinum tima. Margt fleira af þessu tagi bendir til grunsamlegrar afstöðu hans til þessa máls, og mun það væntanlega koma í ljós við óhlutdræga rannsókn málsins. En Gísla Sveinssyni má vera það ljóst, að engin vettlingatök verða þoluð í þessu máli. Þess er krafizt, að málið verði rannsakað frá rótum, og þeir, sem samsekir kynnu að reynast, verði hlifðarlaust dregnir inn undir rannsóknina, og að það verði staðreynt hvort slíkum að- ferðum hefir verið beitt víðar um sýsluna, og í hve rik- um mæli. Sérstaklega krafðist ég þess í síðasta réttarhaldi, að rannsakað yrði, að hve miklu leyti frambjóðandi Sjálf- stæðisflokksins hefði hreinar hendur af meðvitund eða hlutdeild í athæfi því, sem hér um ræðir ....“. . Við réttarrannsóknina út af umræddri sakamálskæru á hendur Jóni Brynjólfssyni kom það í ljós, að ákærður í máli þessu, Magnús Jónsson, hafi sjálfur komið með vott- orð það tilbúið, er hann fékk þá Markús Jónsson og Hjört Jónsson til að undirrita, en þeir mættu síðar sem vitni í málinu, og gátu þeir ekki staðfest vottorðið nema með allverulegri breytingu. Hið sama upplýstist að þessu leyti um vottorð, er ákærður afhenti setudómaranum utanrétt- ar og lagt var fram í málinu, undirritað af vitninu Þórði Stefánssyni. Ennfremur að ákærður bar það fyrir rétti 16. október, að Sigurjón Árnason hefði skýrt ákærðum frá því fyrir eða um mánaðamótin júli— ágúst, að Jón Brynjólfs- son hefði sagt við Sigurjón, „að hestur sá, sem Sigurjón ætti í vinnunni yrði látinn hætta þar í vinnunni ef Sig- urjón yrði ekki fylgjandi eða kysi Gísla Sveinsson á kjör- degi“, en nefndur Sigurjón, er mætti út af þessu, stefndur sem vitni í málinu, bar það og staðfesti með eiði, að það „væri með öllu tilhæfulaust“ að Jón Brynjólfsson hefði 61 haft slík orð við sig, og að það „væri með öllu tilhæfu- laust og ósatt“ að vitnið hefði sagt það við ákærðan, Magnús, er hann hermdi upp á vitnið. Ákærður upplýsti í réttarhaldi 13. október að hótanir Þær, er hann í kæruskjalinu kveður Jón Brynjólfsson hafa haft við sig fyrir alþingiskosningarnar síðustu og tilgreinir þannig, að Jón hafi hótað að „setja sprengingu í atvinnu“ ákærða ef hann „kysi Lárus í Kirkjubæjar- klaustri“, hafi farið fram 18. júní. Ennfremur upplýsti ákærður, að hann hefði ekki skilið orðin „setja spreng- ingu“ o. s. frv. þannig, að í þeim fælist hótun um ofbeldi, því hann hefði skilið þau svo, að með þeim væri átt við það, að svifta ákærða atvinnunni og taka annan eða aðra í staðinn. Hinn 20. júlí f. á., er ákærði kom aftur með bil sinn úr bilaskoðun í Vík, eftir tveggja daga fjarveru úr vinn- unni, reyndi ákærði að koma því til leiðar við verkstjóra sinn, Jón Brynjólfsson, að hann greiddi ákærða kaup fyrir bilinn, sem verandi við vinnu við Klifandi fyrir þann tíma, sem bíllinn var í bílaskoðun í Vík, en verkstjórinn taldi sig ekki geta það, þar sem það væri vinnunni óvið- komandi. Er þetta sannað af staðfestum framburði vitn- anna Markúsar Jónssonar og Hjartar Jónssonar. Þá er það og sannað af staðfestum framburði sömu vitna, að þau hafa í sama skipti heyrt verkstjórann segja við ákærðan sem svo, að þegar Jón nokkru fyrir kosningar hefði borg- að ákærða 400 kr. fyrir vinnu hefði ákærði lofað að sitja heima um alþingiskosningarnar 16. júlí, en þetta hefði á- kærði svikið. Af framburði sömu vitna, sem og fram- burði ákærða 13. okt., sést að ákærði hafði þá mótmælt þessu og sagt það ósannindi. Vitnið Hjörtur getur þess, að „sér hafi skilizt á orðum Jóns“, að ákærði „mundi hafa tekið svona til orða við Jón í þetta skipti, þegar Jón borg- aði honum“. Jón Brynjólfsson hefir viðurkennt að hafa í glensi haft svipuð ummæli við ákærðan þennan dag, vegna þess, að ákærði hafði að fyrra bragði sagt við sig í um- ræit skipti, er Jón borgaði honum, að „það væri nú það minnsta, sem hann gæti gert við kosningarnar að sitja heima“, en ákærði hafði ekki setið heima, og þvi hafi Jón sagt þetta við ákærða. Af staðfestum framburði sömu vitna, sem og vitnanna Þórðar Stefánssonar og Jóns Páls- 62 sonar, er það upplýst og sannað, að ákærðum og Jóni Brynjólfssyni var orðið sundurorða þegar Jón sagði þetta við ákærða, morguninn sem ákærði kom með bil sinn úr bilaskoðuninni og vildi fá greitt kaup fyrir hann eins og áður getur, og að ákærður bar það þá upp á Jón Brynjólfs- son, „að hann væri ærulaus lygari og þjófur og stæli af vinnutímanum þegar hann gæti“. Ennfremur hafa auk áðurnefndra fjögra vitna, upplýst það og sannað með stað- festum framburði sínum, vitnin Jón Dagsson, verkstjóri og Sigurjón M. Skaftason, að Jón Brynjólfsson tjáði ákærð- um, að hann gæti ekki skrifað tíma ákærða úr því hann segði sig stela af vinnutímanum. Með framburði vitnanna, sem og framburði ákærða fyrir rétti 13. okt., er það upp- lyst, að þetta var ástæðan til þess að ákærði fór úr vinn- unni. Ákærði höfðaði siðan meiðyrðamál gegn Jóni Bryn- jólfssyni, og kærði hann um leið fyrir kosningakúgun eftir 114. gr. hegningarlaganna. Virðist sýslumaðurinn, Gisli Sveinsson, hafa verið orðinn kunnugur málavöxtum þegar kæran kom fram 7. ágúst, og bera framburðir vitnanna, sýslumannsins og ákærða, það með sér að eigi hefir verið grundvöllur fyrir réttarrannsókn út af kæru ákærða á hendur Jóni Brynjólfssyni, og að sýslumaður hefir viljað koma ákærða í skilning um þetta og jafnvel greiða fyrir því, að hann gæti aftur tekið upp vinnu við vega- gerðina. Af framangreindu þykir það nægilega upplýst og sann- að, að ákærði, Magnús Jónsson, hafi með áðurnefndri saka- málsákæru sinni á hendur Jóni Brynjólfssyni gerzt brot- legur við 227. gr. hegningarlaganna, og ennfremur, að í áðurnefndu bréfi ákærða til dómsmálaráðuneytisins, dags. 26. ágúst f. á. felist tilhæfulaus og röng ákæra á sýslumann- inn, Gísla Sveinsson, um misbeitingu embættisvalds hans og afbrot í embætti, og að ákærður hafi með þessu at- ferli sinu gerzt brotlegur við 1. mgr. 228. gr., sbr. 227. gr. hegningarlaganna. Hinsvegar þykir ekki grundvöllur fyrir refsingu samkv. 259. gr., sbr. 47. gr. og 53. gr. in fine, né synt að ákærður hafi gerzt brotlegur við þær. Ákærður er kominn yfir lögaldur sakamanna og hefir hann ekki áður sætt ákæru né refsingu fyrir nokkurt laga brot. 63 Í máli þessu hefir eigi komið fram nein skaðabótakrafa á hendur ákærða. Refsing ákærða fyrir framangreind brot á 227. gr. og 1. mgr. 228. gr., sbr. 227. gr. hinna almennu hegningarlaga þykir hæfilega ákveðin fjögra mánaða einfalt fangelsi. En rétt þykir samkvæmt ákvæðum laga nr. 39 frá 16. nóv. 1907, að fullnustu refsingarinnar skuli frestað og hún falla niður, nema ákærður innan fimm ára frá uppsögn dóms Þessa sæti ákæru í opinberu máli fyrir glæp drýgðan af ásettu ráði, og sé í því máli dæmdur í þyngri refsingu og sektir, svo greiði hann og allan kostnað sakarinnar þar á meðal málsvarnarlaun til skipaðs talsmanns síns sem þykja hæfilega ákveðin 50 krónur. Á máli þessu hefir orðið talsverður dráttur og stafar hann af annriki dómarans, sem um langt skeið hefir verið önnum kafinn við umfangsmikla réttarrannsókn, og var auk þess um tíma síðastliðinn vetur fulltrúi lögmannsins í Reykjavík. Þá hefir og talsmaður ákærða fengið alllangan frest í málinu til samningar málsvarnar fyrir ákærða og verður að telja að hann hafi verið nauðsynlegur. Föstudaginn 8. febrúar 1934. Nr. 83/1934. Halldór Þorsteinsson (Jón Ásbjörnsson) segn Dánarbúi Einars Þorgilssonar (Stefán Jóh. Stefánsson). Bætur fyrir veiðarfæratjón. Dómur sjóréttar Hafnarfjarðar 1. maí 1934: Stefndur, Einar Þorgilsson, eigandi og útgerðarmaður b/v. Garðars, G. K. 25 í Hafnarfirði, á að vera sýkn af kærum og kröfum Halldórs Þorsteinssonar, Reykjavík, eiganda og útgerðar- manns togarans Max Pemberton, Reykjavík, í máli þessu. Málskostnaður falli niður. 64 Dómur hæstaréttar. Eftir útgáfu hæstaréttarstefnu í máli þessu lézt stefndi í héraði, Einar kaupmaður Þorgilsson í Hafn- arfirði, og hefir dánarbú hans tekið við aðild máls- ins. Áfrýjandi hefir krafizt þess, að dánarbúið verði dæmt til að greiða honum kr. 4667.94 með 5% árs- vöxtum frá stefnudegi, 13. maí 1933, til greiðsludags og málskostnað bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Loks hefir áfrýjandi krafizt þess, að honum verði dæmdur sjóveðréttur í togaranum Garðari GK. 25 til tryggingar framangreindum kröf- um. Af hálfu dánarbúsins er krafizt staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi og málskostnaðar í hæstarétti eftir mati dómsins. Föstudaginn 3. marz 1933 voru togararnir Garðar GK. 25, þá eign Einars kaupmanns Þorgilssonar, og Max Pemberton frá Reykjavik, eign áfrvjanda, að veiðum undir Öndverðarnesi. Um kl. 2-2% siðd. togaði Garðar með stjórnborðsvörpu úti sem næst í stefnu frá suðvestri til norðausturs, en togarinn Max Pemberton kom úr gagnstæðri átt og stefndi til suð- vesturs á bakborða við Garðar, þannig að skipin voru að stefnu til sem næst því samsíða. Eftir að Garðar hafði togað um 35 mínútur, tók hann að draga inn vörpu sina. En rétt áður en Garðar byrjaði á því, tók Max Pemberton að gefa út bakborðsvörpu sina, en þá breytti Garðar stefnu og beygði á bak- borða, og án þess að gefa merki um það, svo að skip- stjórinn á Max Pemberton taldi hættu á þvi, að Garð- ar mundi lenda í veiðarfærum sins skips, og lét því gefa út vírana eins hægt og unnt var til þess að reyna að draga undan Garðari. Það verður að telja sannað, að Garðar hafi siglt 65 þannig út fyrir kjölvatnslinu Max Pembertons, og ekki greinir aðilja á um það, að svo stutt hafi verið milli skipanna, að veiðarfærum þeirra hafi getað lent saman. Eftir dagbók Max Pembertons slitnaði nú annar vir þessa skips, og samkvæmt dagbókar- skýrslu Garðars varð varpa hans föst við vörpu Max Pembertons, og annar vir hans kom upp á aftur- hlera Garðars og var losaður af honum. Þegar eftir að vir Max Pembertons slitnaði, lét skipstjórinn senda skeyti til Garðars með fyrirspurn um það, hvort þeir á Garðari hefðu fengið upp veiðarfæri Max Pembertons, og fékk það svar, að þeir hefðu fengið upp annan vir þeirra á afturhleranum. Siðan reyndu þeir á Max Pemberton að draga inn vörpu skipsins á hinum virnum, en hann slitnaði þá líka, svo að þeir misstu botnvörpu skipsms með 250 faðma nýjum eða nýlegum vir o. fl. og hefir áfrýj- andi talið veiðarfæramissi sinn nema hinni um- stefndu upphæð, og hefir upphæðinni ekki út af fyrir sig verið mótmælt. Það verður ekki séð, að skipstjórinn á Max Pemb- erton hafi brotið siglinga- eða sjómennskureglur með því að gefa út botnvörpu skips sins, eins og hann lét framkvæma þá athöfn. Hinsvegar mátti áðurnefnd stefnubreyting Garðars og ferð hans aftan við Max Pemberton yfir kjölvatnslínu hans vel valda því, að veiðarfærum skipanna lenti saman. Og það, að ann- ar virinn slitnaði í þeim svifum, er Garðar er kom- inn aftur fyrir Max Pemberton og að vir kemur upp á afturhlera Garðars, bendir eindregið til þess, að botnvarpa Garðars hafi valdið spjöllunum á víirn- um, enda efast hvorugur skipstjóranna um þetta, þegar það bar til, eða þegar þeir skráðu um þetta skýrslu í dagbækur skipanna. Og þótt virar Max 5 66 Pembertons væru nýjir, gátu þeir, er þeirdlentu sam- an við veiðarfæri Garðars, orðið fyrir þeim slysum, að þeir slitnuðu eða sködduðust, og því mátti það verða, að vírar Garðars, sem voru gamlir, héldu, þótt hinir slitnuðu. Það verður ekki heldur talið máli skipta, þótt sá af skipverjum Garðars, sem var við vinduna, telji sig ekki hafa orðið varan við aukin þyngsli, er varpa Garðars var dregin upp, því að virinn frá Max Pemberton getur hafa slitnað áður en farið var að draga upp vörpuna, enda telur skip- stjórinn á Garðari, sem var á stjórnpalli, sig hafa orðið einhverra aukinna þyngsla varan, og gæti það hafa verið, þegar vírinn slitnaði og áður en farið var að draga inn vörpuna. Loks getur skýrsla tveggja skipverja Garðars um það, að spotti af vir þeim, sem upp kom á afturhlera Garðars og þeir telja sig hafa athugað í nokkurri fjarlægð, hafi verið ryðgaður, ekki hnekkt samhljóða dagbókar- skýrslum beggja skipstjóranna ásamt þeim líkum, sem að framan greinir og benda til þess, að þær séu réttar. Samkvæmt framansögðu verður að telja, að veið- arfæri Max Pembertons og Garðars hafi lent saman, að tjónið á veiðarfærum Max Pembertons stafi þar af, og að áðurnefnd stefnubreyting Garðars hafi verið orsök til tjónsins. En þótt þessu væri þannig varið, hefir því verið haldið fram af hálfu dánarbúsins, að því beri ekki að bæta tjónið, því að skipstjórinn á Garðari hafi verið neyddur til að breyta stefnu sinni, eins og hann gerði, til þess að forðast spjöll á sínum veiðarfær- um af völdum annara togara, er þar hafi verið fram- undan honum að veiðum. En þótt svo hefði verið, þá hafði hann ekki rétt til þess að leggja veiðarfæri 67 Max Pembertons í hættu, án þess að bæta tjón þar af, til að firra sín veiðarfæri spjöllum. Verður því með skirskotun til þess, sem að framan er sagt, að taka til greina kröfur áfrýjanda og dæma dánarbúið til að greiða honum hina umstefndu upphæð, kr. 4667.94, með 5% ársvöxtum frá 13. maí 1933 til greiðsludags, með sjóveðrétti samkvæmt 4. tölulið 236. gr. siglingalaga nr. 56/1914, í togaranum Garð- ari G.K. 25. Eftir þessum málalokum þykir og rétt að dæma dánarbúið til að greiða áfrýjanda málskostnað í hér- aði og fyrir hæstarétti, er ákveðst samtals 400 kr. Því dæmist rétt vera: Dánarbú Einars Þorgilssonar greiði áfrýj- anda, Halldóri Þorsteinssyni, kr. 4667.94 með 5% ársvöxtum frá 13. maí 1933 til greiðsludags, og samtals 400 krónur í málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti. Áfrýjandi skal hafa sjóveð- rétt Í togaranum Garðari G.K. 25 til tryggingar framangreindum kröfum. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Með stefnu, útg. 13. maí f. á. hefir stefnandinn, Hall- dór Þorsteinsson, útgerðarmaður í Reykjavík, sem eigandi botnvörpuskipsins „Max Pemberton“ Reykjavík, höfðað mál þetta gegn Einari Þorgilssyni, útgerðarmanni í Hafn- arfirði, sem eiganda botnvörpuskipsins „Garðar“ G. K. 25 í Hafnarfirði, til greiðslu á kr. 4667.94, auk 5% árs- vaxta af þeirri upphæð frá stefnudegi til greiðsludags og málskostnaðar samkvæmt reikningi framlögðum, eða eftir 68 mati réttarins. — Svo krefst og stefnandinn sér tildæmdan sjóveðrétt í b/v. Garðari fyrir hinni idæmdu upphæð. Tildrög til málshöfðunar þessarar kveður stefnandi vera þau, að 3. marz f. á., er skip hans, Max Pemperton, R. E. 278, hafi verið að veiðum í Jökuldjúpinu, hafi b/v. Garðar togað þvert yfir vörpustrengi fyrrnefnds skips hans og slitið vörpuna frá skipinu með öllum tilheyrandi veiðarfærum og 250 föðmum af vir, sem allt hafi tapazt gersamlega, en Öll þau veiðarfæri séu að verðmæti til hæfilega metin á kr. 4667.94, samkv. sundurliðuðum reikn- ingi, er lagður verði fram í málinu við þingfestingu þess. Samkv. framlögðum staðfestum útdrætti úr .......... botnvörpungsins Garðar, G. K. 25, undirrituðum af skip- stjóra þess skips, Sigurjóni Einarssyni, er þannig að orði komizt meðal annars: „varð okkar varpa föst saman við vörpu Max Pemperton, annar vírinn hans kom upp á vörpuhleranum og var losaður af“, og í síðar framlagðri skýrslu skipstjórans, er þetta talið hugsanlegt vera, eða að veiðarfærum beggja skipanna hafi getað lent saman. Segist hann umræddan dag hafa verið að toga út af Svörtu- loftum (Öndverðarnesi) meðfram álkantinum ásamt flest- um öðrum íslenzku botnvörpungunum, og eftir 35 min- útna tog, hafi hann þurft að „hifa“ upp, en til þess að geta það, hafi hann orðið að beygja í BB, til þess að komast frítt af tveimur skipum, sem voru þar að taka vörpuna, en þá hafi togarinn Max Pemberton verið að kasta sinni vörpu, en svo nærri, að hann hafði mjög naumt rúm til að framkvæma nauðsynlega hreyfingu til að geta „hift“ upp, og hann vikið skipinu inn í stefnu þess skips, ca. 900—-300 faðma aftan við það í kjölfar þess eða því sem næst, „slegið síðan úr“ og byrjað að „hifa“ með stöðvaðri vél, sem hann hafi álitið undir öllum kringumstæðum óhætt, svo framarlega, að stefna hins skipsins eigi skar upprunalega stefnu hans skips, sem eigi hafi getað orðið, nema kastað hefði verið á ská yfir stefnu skips hans, er komið geti fyrir í köstuninni, eða aukizt í henni. — Til þess að forðast samfestu, kveðst skipstjórinn þá hafa orðið að halda óbreyttri stefnu eða toga áfram sem fyr, svo og svo lengi, án þess að það hæfði honum að nokkru leyti, en togunartími hans verið á enda og beygingin að- eins gerð vegna skipsþrengsla og hann stöðvað gangvél 69 skipsins, er hann „hifði“, sem sé óvanalegt, til þess að forð- ast samfestingu veiðarfæra. Heldur hann þvi fram, að við- urkennt sé að það skipið, er er að toga, hafi réttinn gagn- vart því skipi, er kasti vörpu, er beri að gæta þess, að kasta eigi því skipi til óhagræðis, er togi, og hafi það skip- ið, er kasti vörpu, ábyrgð á þvi, ef samfestan verði. — Einnig segir hann, að samfesta veiðarfæra engan veginn þurfi að valda veiðarfæratapi, og það óaðgæzlu að kenna, ef svo verði, eða ógætilegri „hifingu“ eða botnfestu, og er það álit skipstjórans að öðru hvoru þessu sé um að kenna í þessu tilfelli, en hans skip eigi orðið fyrir neinum auka- Þyngslum í drættinum, og þá um botnfestu hjá hinu skip- inu að ræða en enga samfestu á veiðarfærum, enda hafi og vír sá, er komið hafi upp á hlera Garðars verið gamall, eða ryðgaður vir, og eigi þyngri í drætti en svo, að aðeins hafi markað 1 þumlungs skoru í hlerann, en hitt skipið ver- ið með nýja virstrengi, en vírar hans skips gamlir, er slitnað hafi oftar þá rétt áður, og ef um togstreitu veiðar- færa þeirra á milli hafi verið að ræða, þá hefðu vir- strengir hans skips slitnað fyrr, en hins skipsins, og loks sé það mjög óvanalegt að báðir strengir slitni í einu í sam- festu veiðarfæra, heldur aðeins annar virstrengurinn, og þá megi gefa eftir á hinum og láta hitt skipið um flækj- una, og tilkynna hinu skipinu, að svo hafi verið gert. Krefst stefndur fullrar sýknunar af skaðabótakröfu stefnanda í máli þessu, þar sem hann ekkert það hafi að- hafst, er miðað hafi að því að valda tjóni, heldur farið svo varlega, sem unnt var, og hann verið með sín veiðar- færi úti, en hitt skipið að leggja sinum. Samkvæmt framlagðri sjóferðaskýrslu b/v. Max Pem- berton kemur b/v. Garðar togandi mótsetta stefnu, en snýr svo rétt fyrir aftan b/v. Max Pemberton, svo að vörpurnar flækjast saman og annar virinn slitnaði frá því skipi, áður en hægt hafi verið að taka virstrenginn í blokkina. — Segir ennfremur í sjóferðaskýrslunni, að mörg skip hafi verið Þarna að veiðum, og nokkur þeirra ætlað að toga yfir veiðarfæri Max Pemberton, en þeim þá gefið merki svo að þau gátu forðazt það, nema enski togarinn „Cape Guardafue“, H. 255, sem dregið hafi upp af þessum ástæð- um skammt frá skipi þeirra, en hjá því skipi hafi ekki komið neitt upp af veiðarfærum b/v. Max Pemberton, en 70 Þegar fara átti að draga upp vörpuna á þeim virnum, sem heill var á skipinu hafi hann slitnað líka, en hinn virinn komið upp á hlera b/v. Garðars, sem svo hafi verið sleppt niður. — Er það álit skipstjórans á b/v. Max Pemberton, að vörpurnar hefðu langsamlega orðið friar hvor af ann- ari, ef b/v. Garðar, sem verið hafi með stjórnborðsveiðar- færi úti, eigi hefði snúið svona mikið til bakborða, og Þannig yfir vörpu b/v. Max Pemberton, sem verið hafi með bakborðsveiðarfæri. Það er nú svo, eins og fyrr segir, að sjóferðaskýrsla skipstjórans á b/v. Garðar, ber það með sér, að skipstjór- inn hafi í fyrstu verið þess fullviss, að veiðarfæri hans hafi flækzt í veiðarfærum b/v. Max Pemberton, og í svar- skeyti hans við fyrirspurnarskeyti skipstjóra siðargreinds skips um þetta, svarar skipstjóri b/v. Garðars játandi, og bætir þvi við: „fengum upp annan virinn ykkar á aftur- hleranum. Sleptum honum af og nú eruð þið lausir“. Það eru og næsta mikil líkandi til þess, að þessu hafi verið Þannig varið í raun og veru, eftir skýrslum beggja skip- stjóranna, bæði um það, hve mikið hafi verið úti af veið- arfærum b/v. Max Pemberton og hve langt b/v. Garðar átti að vera bak við skip þetta, samkvæmt skýrslu b/v. Garð- ars, en á hinn bóginn hafa eigi komið fram ábyggilegar lik- ur eða sannanir fyrir því, að veiðarfæri b/v. Max Pember- ton hafi orðið föst í botni, eða að slík festa hafi orðið orsök veiðarfæratapsins. Þar sem þó nú skipstjóri b/v. Max ÞPemberton eða eigandi þess skips, hefir undir rekstri máls- ins haldið því eindregið fram, að veiðarfæri þess skips hafi þá verið sem nv, og skaðabótakrafa hans gagnvart eiganda b/v. Garðars, er miðuð við þetta, þar á meðal að togstreng- ir skipsins hafi nýlegir verið, en það aftur á móti virðist vera upplýst eða sannað, að togstrengur sá, er upp kom á afturhlera b/v. Garðars, hafi verið ryðgaður eða gamall, sem þegar hafi verið sleppt af hleranum, en togstrengir b/v. Garðars áður margslitnað, vegna þess hve þeir voru notaðir og lélegir orðnir, og heldur engin óvenjuleg þyngsli fundizt, er umræddur togstrengur kom upp á botnvörpu- hlera b/v. Garðars, virðist eigi vera fyllilega sannað, eða full vissa fyrir því, að oftnefndur virstrengur, er upp kom með veiðarfærum b/v. Garðars, hafi tilheyrt togaranum Max Pemberton og þá það eigi heldur, að veiðarfæramissir 7 b/v. Max Pemberton stafi eingöngu eða að nokkru leyti af umræddum veiðarfæraflækjum framangreindra skipa, og virðist þvi eiga að sýkna stefndan af kærum og kröfum stefnanda í máli þessu, en málskostnaður virðist eftir at- vikum eiga að falla niður. Miðvikudaginn 13. febr. 1935. Nr. 148/1934. Páll Magnússon (Th. B. Líndal) gegn hreppsnefnd Eskifjarðarhrepps (Stefán Jóh. Stefánsson). Lögtak fyrir útsvari byggðu á nýrri niðurjöfnun. Úrskurður fógetaréttar Suður-Múlasýslu 23. maí 1934: Umbeðin lögtaksgerð hjá Páli Magnússyni á fram að fara. Dómur hæstaréttar. Máli þessu er skotið til hæstaréttar að fengnu á- frýjunarleyfi 11. sept. Í. á. Áfrýjandi hefir krafizt þess aðallega, að hinn á- frýjaði dómur verði ómerktur með öllu, en til vara, að lögtak verði heimilað fyrir aðeins kr. 625.00. Svo krefst áfrýjandi málskostnaðar að skaðlausu eftir mati dómsins. Hin stefnda hreppsnefnd hefir krafizt staðfestingar á úrskurðinum og málskostn- aðar eftir mati dómsins. Eins og í hinum áfrýjaða úrskurði segir, leitaði hreppsnefndin þegar eftir að hún hafði lokið út- svarsniðurjöfnun sinni í júnímánuði 1933 til við- komandi ráðherra um styrk og aðstoð samkvæmt lögum nr. 63/1933. Með því að nefnd útsvarsniður- jöfnun var fjarri lagi, var ráðherra heimilt eftir hlutarins eðli, eftir því sem á stóð og án tillits til 12 29. gr. sveitarstjórnarlaganna að ónýta eða láta sýslumann ónýta niðurjöfnunina og leggja fyrir hreppsnefndina að framkvæma nýja niðurjöfnun út- svara í hreppnum á þeirri upphæð, er hann og hreppsnefndin taldi fært að jafna niður á gjaldþegn- ana. Og með því að sú niðurjöfnun fór löglega fram og með því að greiðsla sú, er áfrýjandi innti af hendi á útsvari sínu, eftir niðurjöfnunina í júnímánuði, var látin koma til frádráttar útsvari hans eftir síðari niðurjöfnuninni, verður að staðfesta hinn áfryjaða úrskurð um lögtak á eftirstöðvum útsvarsins, sem taldar eru 805 krónur. Eftir þessum málalokum þykir rétt að dæma á- frýjanda til að greiða hinni stefndu hreppsnefnd f.h. hreppsins 250 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Páll Magnússon, greiði hinni stefndu hreppsnefnd f. h. hreppsins 250 krónur í máls- kostnað fyrir hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Við niðurjöfnun útsvara í Eskifjarðarhreppi 26. nóvem- ber 1933 var gerðarþola, Páli Magnússyni, lögfræðingi, Eskifirði, gert að greiða 1100 krónur í útsvar. Þetta útsvar neitaði gerðarþoli að greiða, með því að það væri ranglega á lagt og krafðist þá gerðarbeiðandi, oddviti Eskifjarðar- hrepps, lögtaks fyrir kr. 805,00 af útsvarsupphæð þessari, en síðan lögðu báðir málsaðilar ágreininginn undir úr- skurð fógetaréttarins. Málavextir eru þessir: Á fundi hreppsnefndar Eskifjarðarhrepps 7. júní 1933, samdi nefndin áætlun um útgjöld hreppsins það ár samtals 13 kr. 58340.00. Á þessum sama fundi og fundi sínum 25. júní s. á. framkvæmdi hreppsnefndin siðan niðurjöfnun út- svara, er námu alls kr. 5325.00. Við álagningu þessa var lagður til grundvallar gjaldstigi sá, er fylgt hafði verið við niðurjöfnun útsvara í Reykjavík 1933, og birtur hafði verið í blöðum. Það verður ekki séð af framlögðum skjölum í málinu að Eskifjarðarhreppur hafi aðrar tekju- lindir en útsvörin til greiðslu áætlaðra útgjalda. Ástæður hreppsnefndarinnar fyrir að viðhafa nefndan útsvarsstiga Reykjavíkur og jafna niður aðeins litlum hluta af áætluð- um útgjöldum voru því einvörðungu þær, að hún taldi að gjaldþol Eskfirðinga hafi eigi getað borið hærri gjöld. Að lokinni þessari niðurjöfnun ákvað hreppsnefndin að leita aðstoðar ríkisins samkv. lögum nr. 63 19/6 1933. Á fundi hreppsnefndarinnar 23. nóvember s. á. var síð- an samþykkt að óska úrskurðar sýslumanns til ógildingar á niðurjöfnun þeirri, er lokið var 25. júní og ákvað hrepps- nefnd að jafna niður í hennar stað 20000 krónum. Sýslu- rnaður ógilti því næst umrædda niðurjöfnun með úrskurði dags. 24. s. m. Nokkru áður hafði ríkisstjórn boðið til við- reisnar fjármálum hreppsins 10 þús. króna styrk ef jafn- að yrði niður í útsvörum minnst 20 þús. krónur, en auk þess gekk stjórnin síðan inn á greiðslu um 5300 króna skuld hreppsins við reikningshaldarann. Fór nú fram niðurjöfnun útsvara að nýju 26. nóv. Í. á., og nam hún kr. 20825.00. Við hina fyrri útsvarsniðurjöfn- un var gerðarþola gert að greiða 255 króna útsvar og greiddi hann það þegar í apríl eða maí 1933, samkv. fram- lagðri kvittun. Heldur gerðarþoli þvi fram, að hin síðari niðurjöfnun er fram fór 26. nóv. sé ólögleg en hin fyrri gildi ein sem lögmæt útsvars álagning en eftir henni hafi hann greitt að fullu útsvar sitt og eigi því hreppurinn nú enga löglega kröfu á hendur sér. Þessa skoðun sína rökstyður gerðar- þoli eins og hér segir: Niðurjöfnun sú er fram fór 7. og 25. júní f. á. sé aðalniðurjöfnun lögformlega framkvæmd að öllu leyti, en útsvarsupphæðin miðuð við hvað fært væri að leggja á gjaldþol hreppsbúa samkvæmt rökstuddu áliti hreppsnefndar. Úrskurður sýslumanns 25. nóv. s. á. haggi eigi við niðurjöfnun þessari, þar sem hann hafi eigi verið lagður undir samþykki sýslunefndar eins og áskilið. “4 sé í 29. gr. sveitarstjórnarlaganna og hafi því eigi öðlazt lagagildi, auk þess sé skilyrði til að slík ógilding megi fram fara að ekki sé búið að framkvæma ályktunina, sem um er að ræða. Þetta skilyrði hafi eigi verið fyrir hendi með því að framkvæmd niðurjöfnunarinnar hafi í raun og veru verið lokið 25. júni 1933, en síðan hafi liðið kæru- frestir, báðir gjalddagar og mikill hluti útsvaranna verið greiddur, er úrskurður sýslumanns um ógildinguna var uppkveðinn, útsvarsniðurjöfnunin 25. nóv., sem átti að vera aðalniðurjöfnun hafi enga stoð haft í útsvarslögun- um, og því alveg ólögleg enda lögmæt aðalniðurjöfnun áður fram farin. Gegn þessu heldur gerðarbeiðandi því fram, að niður- jöfnunin frá 7. og 25. júní hafi verið ómerk og ólögmæt, Þar sem einungis sé lagt á fyrir tæpum 10% af áætluðum gjöldum, en samkv. 3. gr. útsvarslaganna beri hreppsnefnd skylda til að jafna niður útsvörum á gjaldþegana eftir því sem á vantar að aðrar tekjur hrökkvi til. Það hafi því ekki aðeins verið heimilt, heldur bein skylda hreppsnefndarinnar að framkvæma nýja niðurjöfn- un, þar sem hreppnum yrði séð fyrir nauðsynlegum tekjum. Gerðarþoli telur að hvorug niðurjöfnunin uppfylli það, að jafnað sé á útsvörum fyrir áætluðum útgjöldum. Við hina síðari niðurjöfnun hefði þá þurft að leggja á sam- kvæmt gerðri áætlun kr. 50965.00 en var aðeins jafnað nið- ur 20825 krónur. En þetta atriði álítur gerðarþoli eigi skipta máli um lögmæti þessara útsvarsálagninga. En á þessa skoðun getur rétturinn ekki fallizt. Hreppsnefndinni er falið að hafa með höndum fjármál hreppsfélagsins og þá fyrst og fremst að sjá fyrir tekjum til að standast nauð- synleg útgjöld. Til þessa skal hún samkv. 3. gr. útsvars- laganna jafna niður útsvörum á gjaldþegnana að svo miklu leyti sem aðrar tekjur ekki hrökkva. Niðurjöfnun sú er fram fór 7. og 25. júní er að áliti rétt- arins svo augsýnilega allt of lág til að halda uppi nauðsyn- legum rekstri hreppsfélagsins og standast lögboðin útgjöld Þar sem ekki er jafnað niður fullum 10% af áætluðum gjöldum, að hreppsnefnd var eigi aðeins rétt heldur skylt, að taka það verk upp að nýju og framkvæma aðra niður- jöfnun eins og hún gerði. Þeir, sem búnir voru að greiða útsvör eftir hinni lægri niðurjöfnun áttu rétt á, að það 2 dl. yrði dregið frá er þeir greiddu samkv. hinni síðari niður- jöfnun. Að öðru leyti getur rétturinn ekki séð að gjaldend- urnir hafi öðlast neinn frekari rétt gagnvart hreppsfélag- inu, vegna hinnar fyrri niðurjöfnunar, né heldur réttmætt traust á að þeir ekki þyrftu að greiða hærri útsvör á gjald- árinu, þeim gjaldendum og þá ekki síst gerðarþola, sem sjálfur var hreppsnefndarmaður, mátti vera það ljóst, að hreppurinn gat ekki komizt af með þessa lágu útsvarsnið- urjöfnun, og ekki um að ræða aðrar leiðir til tekjuöflunar. En þá er að lita á hitt, hvort niðurjöfnun 26. nóv. f. á. full- nægði tekjuþörf hreppsins. Samkvæmt beiðni hreppsins ákvað ríkisstjórn að veita hreppnum aðstoð og gera upp fjárhag hans 30. júni 1933 og komu því öll gjöld, sem þá voru áfallin undir þrotabúsmeðferðina. Hin síðari niður- jöfnun átti því aðeins að afla tekna fyrir timabilið frá 1. júlí til áramóta. Með þeim styrk er ríkisstjórn hafði lofað átti niðurjöfnun 26. nóv. að nægja riflega samkv. áður- nefndri áætlun enda hefir því verið ómótmælt haldið fram að rekstursreikningur hreppsins yfir þetta tímabil hafi komið út með tekjuafgangi. Þegar niðurjöfnunin fór fram 26. nóv. voru báðir hinir lögákveðnu gjalddagar samkv. útsvarslögunum liðnir hjá. Rétturinn litur svo á, að í því tilfelli séu útsvörin gjaldkræf, þegar útsvarskráin er lögð fram og þurfi þá eigi frekari ákvæði um gjalddaga. Samkvæmt því sem nú hefir verið fram tekið felst rétt- urinn á þá skoðun gerðarbeiðanda að niðurjöfnunin 26. nóv. 1933, hafi verið lögformleg útsvarsniðurjöfnun fyrir Eskifjarðarhrepp og umbeðið lögtak eigi þvi fram að fara á ábyrgð gerðarbeiðanda. Föstudaginn 15. febr. 1935. Nr. 145/1934. Réttvísin (Lárus Fjeldsted) segn Agli Ragnars og Indriða Björnssyni (Garðar Þorsteinsson). Tilraun til íkveikju. Dómur aukaréttar Siglufjarðar 19. sept 1933: Ákærðir sæti betrunarhússvinnu, Egill Ragnars í 6 mánuði, Indriði Björnsson í 4 mánuði, en fullnustu refsingarinnar skal frestað og refsingin falla niður eftir 5 ár frá uppsögn dóms þessa nema ákærðir innan þess tíma sæti dómi í opinberu máli til þyngri refsingar en sekta fyrir glæp drýgðan af ásettu ráði. Svo greiði ákærðir allan kostnað sakarinnar in solidum. Dóminum að fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Það verður að telja sannað, að hinir ákærðu hafi ætlað sér að kveikja Í gömlu kirkjunni á Siglufirði nóttina milli 6. og 7. jan. 1933, og að þeir hafi með atferli sínu þá nótt gerzt sekir um tilraun til íkveikju. Varðar verknaður þeirra við 283. gr. almennra hegn- ingarlaga, sbr. 46. og 48. gr. sömu laga. Með hlið- sjón af því að tilraunin var ekki langt á veg komin, og af þvi, að ákvörðun þeirra um að fremja brotið, sem tekin var og framkvæmd í ölæði, virðizt ekki bera neinn vott um afbrotavilja hjá þeim í venju- legu ástandi þeirra, þykir refsing þeirra hæfilega ákveðin, samkvæmt 47. gr. hegningarlaganna, 4 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og niður skal hún falla að 5 árum liðnum um hvorn þeirra um sig, ef hann heldur skilorð laga nr. 39/1907. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sakar- 7 kostnaðar í héraði þykir mega staðfesta. Svo greiði hinir ákærðu in solidum allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar á meðal málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 100 krónur til hvors. Héraðsdómarinn lauk rannsókn málsins að sinni þann 12. jan. 1933, en svo sést ekki, að hann hafi neitt gert í því fyrr en 11. apríl s. á., er hann sendi dómsmálaráðuneytinu prófin. Þaðan er málið svo afgreitt til héraðsdómarans 26. júlí 1933, en dómur í málinu er upp kveðinn 19. sept. s. á. og áfrýjunar- stefna er gefin út fyrst 7. sept. 1934. Verður að telja mikinn óþarfa drátt hafa orðið á málinu með þess- um hætti. Það athugast og, að héraðsdómarinn hefir dæmt hina ákærðu til 4 og 6 mánaða betrunarhúss- vinnu, en óheimilt er að dæma til þeirrar refsingar skemmri tíma en 8 mánuði eftir 12. gr. alm. hegn- ingarlaga. Því dæmist rétt vera: Hinir ákærðu Egill Ragnars og Indriði Björnsson sæti hvor um sig 4 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og niður skal hún falla að 5 árum liðnum hjá hvorum þeirra um sig ef hann heldur skilorð laga nr. 30/1907. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sak- arkostnaðar í héraði á að vera óraskað. Hinir ákærðu greiði in solidum allan áfrýjunarkostn- að sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæsta- rétti hæstaréttarmálflutningsmannanna Lárus- 18 ar Fjeldsted og Garðars Þorsteinssonar, 100 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af réttvísinnar hálfu höfðað gegn Agli Ragnars, kaupmanni, og Indriða Björnssyni verzlunar- manni, Siglufirði, fyrir brot á 283. gr. refsilaganna, sbr. 4. kafla þeirra, sem tilraun til íkveikju, svo og til greiðslu sakarkostnaðar. Málavextir eru þessir: Aðfaranótt 7. jan. s. 1. hittust kærðir í húsi og neyta þar áfengis, er þeir gerast mjög drukknir af, en verða þó eigi af ósjálfbjarga. Við þessa drykkju hefir það borizt í tal af kærðum að gaman væri eða rétt að kveikja í gömlu kirkjunni eða gaman væri að sjá gömlu kirkjuna brenna. Er sannað í málinu, að kærðir hafa svo farið úr húsi Því, er þeir drukku í, og farið niður í verzlunarbúð, tek- ið þar brúsa, helt olíu í brúsann og farið með hann út að fundarhúsi kommúnista á Siglufirði, er áður hefir verið notað sem kirkja. Þar heldur Egill Ragnars á brúsanum og Indriði Björnsson er þar hjá, en kærðir verða manna varir og fara í burtu með brúsann. Með þessu verður að telja kærðu hafa gerzt seka um tilraun til íkveikju, Egil Ragnars sem aðalmann, en hinn kærða sem hjálparmann. Að vísu kann ölæði þeirra, sem virðist hafa verið á háu stigi, þótt sjálfbjarga væru, að hafa átt nokkurn þátt í að þeir tóku upp á slíku tiltæki, en slíkt getur þó eigi verið næg ástæða til þess að mæla þá undan refsingu, því að réttaröryggið krefst, að líka ölvað- ir menn verði að bera ábyrgð gerða sinna. Afbrot kærðu, sem komnir eru á lögaldur sakamann, en fyrr hafa engri ákæru eða refsingu sætt af hálfu réttvísinnar, ber að áliti dómarans að heimfæra undir 283. gr. refsilaganna, sbr. 4. kafla refsilaganna og 5. kafla að þvi er meðákærða, Indriða Björnsson, snertir og þykir refsingin með sérstöku tilliti til, hve tilraunin var stutt á veg komin, hæfilega ákveðin fyrir Egil Ragnars 6 mánaða betrunarhússvinna, fyrir með- 79 ákærðan Indriða Björnsson 4 mánaða betrunarhússvinna, en fullnustu refsingarinnar skal samkv. lögum 39/1907, sbr. lög 57/1933, frestað og refsingin falla niður eftir 5 ár frá uppsögn dóms þessa nema þeir ákærðu innan þess tima sæti dómi í opinberu máli til þyngri refsingar en sekta fyrir glæp drýgðan af ásettu ráði. Svo greiði hinir kærðu in solidum allan kostnað sakar- innar. Á máli þessu hefir enginn óþarfa dráttur orðið. Mánudaginn 18. febr. 1935. Nr. 21/1934. Lárus Eggertsson, Grímur Eggerts- son, Guðjón Guðnason, Fanney Egg- ertsdóttir og Helga Aðalheiður Egg- ertsdóttir (Stefán Jóh. Stefánsson) gegn skiptaráðandanum í Húnavatnssýslu f. h. dánarbús Guðrúnar Grímsdótt- ur, Gunnari Kristóferssyni fyrir sína hönd og Þuríðar dóttur sinnar, og Guðmundi Gunnarssyni (Pétur Magnússon). Skiptaréttarúrskurður. Tveir úrskurðir skiptaréttar Húnavatnssýslu 21. dez. 1933: 1) Framkomin mótmæli gegn 10. og 11. skuldalið á réttarskjali nr. 5, verða eigi tekin til greina. Sömu skulda. liðir, kr. 2750.00 og kr. 4469.91, samtals kr. 7219.91 skulu teljast með skuldum búsins. 2) Krafa ekkilsins, Gunnars Kristóferssonar, um að sölu- andvirði jarðarinnar Valdaráss, kr. 18000 — átján þúsund krónur — skuli talin með skuldum félagsbús hans og lát- innar konu hans, Guðrúnar Grímsdóttur, skal tekin til greina. Svo skal og tekin til greina og talin með skuldum búsins 2% ársvextir af söluverði jarðarinnar frá 1. júlí 1922 til 10. marz 1933. 80 Dómur hæstaréttar. Áfrýjendur hafa krafizt þess, að hinir áfrýjuðu úrskurðir verði ómerktir, og að hinir stefndu verði dæmdir til að greiða þeim málskostnað fyrir hæsta- rétti eftir mati dómsins. Hinir stefndu hafa krafizt staðfestingar á úrskurðunum, og að áfrýjendur verði dæmdir til að greiða þeim in solidum málskostnað fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Þann 3. júní 1916 gekk stefndi, Gunnar Kristó- fersson, sem þá var ekkjumaður og átti 3 börn á lifi eftir fyrri konu sína, þar á meðal stefnda Guðmund Gunnarsson, að eiga síðari konu sína, Guðrúnu Grímsdóttur, sem þá var ekkja og átti 5 börn á lífi, á aldrinum 7— 14 ára, eftir fyrri mann sinn, og eru þau 4 áfrýjendur þessa máls og Guðjón Guðnason, maður einnar dótt- urinnar. Guðrún Grimsdóttir andaðist 3. sept. 1932, og er ágreiningur sá, er hér liggur til úr- lausnar, risinn í sambandi við skipti á félags- búi áðurnefndra hjóna milli stefnda Gunnars Kristóferssonar og erfingja konu hans áður- nefndrar. Í máli þessu er áfrýjað úrskurði um kröfur stefnda Guðmundar Gunnarssonar og öðrum úrskurði um kröfu stefnda Gunnars Kristóferssonar í nefnt bú. Aðeins tveir af erfingjum Guðrúnar Grimsdóttur hafa mótmælt kröfum Guðmundar, og verður að skilja svo kröfurnar sem þeir einir krefjist ómerk- ingar á fyrra úrskurðinum. 1. Kröfur Guðmundar Gunnarssonar. Þeirri sameiginlegu varnarástæðu gegn kröfum þessum báðum hefir verið hreyft fyrir hæstarétti, að þær kynni að vera fyrndar. Þegar af þeirri ástæðu, að stefndi Gunnar Kristófersson hefir fortakslaust sl viðurkennt kröfur þessar, verður varnarástæða þessi ekki tekin til greina. a) Arfskrafan. Því er ekki mótmælt, að Guðmundi Gunnarssyni hafi tæmst arfur sá, er í hinum áfrýj- aða úrskurði getur, né heldur er því mótmælt, að arfurinn hafi staðið inni í búi Gunnars Kristófers- sonar eftir að hann skipti búi sínu og fyrri konu sinnar 1916, en þá var Guðmundur 22 ára gamall, og virðist Gunnar upphaflega hafa geymt arfinn í búi sinu og síðari konu sinnar sem meðráðamaður Guðmundar sonar sins. Þessi arfur hefir síðan stað- ið inni í búi Gunnars og Guðrúnar og ekki verið greiddur. Verður því að telja höfuðstólinn réttilega krafinn úr búi nefndra hjóna. Og með því einnig verður að telja stefnda Guðmundi Gunnarssyni rétt að heimta vexti af skuld þessari eins og hann hefir gert, verður að staðfesta ákvæði úrskurðarins um Þenna kröfulið. b) Krafa til andvirðis selds sauðfjár. Með skirskot- un til atvika þeirra, sem í hinum áfrýjaða úrskurði greinir um þenna kröfulið, verður og að telja höf- uðstól þessarar kröfu réttilega krafinn úr oftnefndu búi. En samkvæmt 2. málsgrein 38. gr. laga nr. 39/1922 verður að færa vaxtakröfuna niður í 5%, og verður þá þessi kröfuliður með vöxtum og vaxta- vöxtum kr. 4065.67. Samanlagðir kröfuliðirnir undir a) og b) verða þá kr. 6815.67, og ber þá að staðfesta úrskurðinn um kröfur Guðmundar með þessari breytingu. MH. Krafa Gunnars Kristóferssonar. Fjármál hjónanna Gunnars Kristóferssonar og Guðrúnar Grímsdóttur fóru eftir lögum nr. 3/1900. Samkvæmt 21. gr. laga þessara verður arður af sér- eign annars hjóna og andvirði hennar einnig sér- 6 82 eign þess hjónanna. Af því leiddi það, að andvirði Valdaráss og vextir af því urðu einnig séreign Gunn- ars Kristóferssonar. En með því, að hann notaði hvorttveggja í þarfir félagsbús sins og konu sinnar, hvarf að vísu séreignarréttur hans að þessum verð- mætum, og hefir hann því nú einungis kröfurétt til þess að fá upphæðir þessar teknar frá, áður en bú- inu er skipt milli hans og erfingja síðari konu hans. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með skir- skotun til þess, sem fram er tekið í úrskurðinum um kröfu þessa, ber að staðfesta hann. Eftir þessum málalokum þykir rétt að dæma á- frýjendur til að greiða in solidum 250 krónur upp Í málskostnað fyrir hæstarétti til hinna stefndu Gunn- ars Kristóferssonar og Guðmundar Gunnarssonar. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði úrskurður um kröfu stefnda, Guðmundar Gunnarssonar, á að vera óraskaður, þó þannig að kröfuupphæðin verði samtals kr. 6815.67. Úrskurðurinn um kröfu Gunnars Kristófers- sonar á að vera óraskaður. Áfrýjendur, Lárus Eggertsson, Grimur Egg- ertsson, Guðjón Guðnason, Fanney Eggerts- dóttir og Helga Aðalheiður Eggertsdóttir, greiði in solidum 250 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti til hinna stefndu Gunnars Kristófers- sonar og Guðmundar Gunnarssonar, að við- lagðri aðför að lögum. 83 Forsendur hinna áfrýjuðu úrskurða hljóða svo: Kröfur þær, er hér um ræðir og teknar eru til úrskurð- ar Í einu lagi eru tvær: a. Arfalóðskrafa frá 1915 með 5% vöxtum, nú kr. 2750.00. b. 48 ærverð frá árinu 1922, með 6% vöxtum nú kr. 4469.91. Að a. Krafan er viðurkennd af ekklinum, Gunnari Kristóferssyni. Kröfunni hefir aðeins verið mótmælt af um- boðsmanni 2ja erfingjanna, en án þess að þau mótmæli væru rökstudd. Því hefir eigi verið mótmælt að arfurinn hafi tilfallið þeim er kröfuna gerir. Engar líkur færðar fyrir því, enda ekki einu sinni haldið fram, að arfurinn muni hafa verið útborgaður. Og vöxtunum, sem reiknaðir eru, hefir eigi sérstaklega verið mótmælt. Með hliðsjón af 59. gr. skiptalaganna frá 12/4 1878, verða slík mótmæli, sem framfærð eru gegn kröfunni, að teljast ófullnægjandi, og er því eigi unnt að taka þau til greina. Að b. Krafan er viðurkennd af ekklinum, Gunnari Krist- óferssyni. Kröfunni hefir aðeins verið mótmælt af umboðs- manni 2ja erfingjanna, án þess að þau mótmæli væru rök- studd. Það hefir eigi verið véfengt að Gunnar Kristófers- son hafi keypt hinar 48 ær, sem um getur í rjskj. nr. 7. Því hefir ekki verið haldið fram að hann hafi nokkurntíma greitt kaupverð þeirra. Og við kaupverðið eru engar at- hugasemdir gerðar og eigi heldur við vaxtatökuna né vaxtahæðina. Með hliðsjón af 59. gr. skiptalaganna, verða slik mótmæli gegn kröfunni að teljast ófullnægjandi og því eigi unnt að taka þau til greina. 2. Ekkillinn, Gunnar Kristófersson, gerir kröfu til þess, áð söluandvirði jarðarinnar Valdaráss, sem hafi verið sér- eign hans, samkvæmt kaupmála milli hans og látinnar konu hans, Guðrúnar Grímsdóttur, gerðum 3. júní 1916, áður en þau giftust, og sem við sölu jarðarinnar hafi smám saman. eftir því sem andvirðið greiddist runnið inn í félagsbú þeirra hjóna, sem rekstrarfé, er það hafi haft fulla þörf fyrir, verði talið með skuldum búsins og til frádráttar eignaupphæð þess. Auk þess krefst hann 2% vaxta af sölu- verðinu. Lýsir hann því yfir að söluverð jarðarinnar hafi verið að fullu greitt fyrir 1. janúar 1929. Umboðsmenn stjúpbarna ekkilsins mótmæla því að kraf- an verði tekin til greina, af þeim ástæðum: 84 a. Að kaupmálinn sé óþinglesinn og þess vegna ógildur, sbr. réttarskjal nr. 2. b. Að ósannað sé að söluandvirði jarðarinnar Valdaráss hafi gengið inn í félagsbú þeirra Gunnars Kristóferssonar og hinnar látnu kons hans Guðrúnar Grimsdóttur (rjskj. nr. 9). Að a. Eftir orðalagi 3. gr. laga um fjármál hjóna, nr. 3 frá 19. jan. 1900, virðist það alveg ótvirætt, að kaupmáli, sem gerður er á undan giftingu hjóna, er skuldbindandi fyrir hjónin sjálf og erfingja þeirra, þó hann sé eigi Þing- lesinn. Mótmæli byggð á því að kaupmálinn hafi eigi verið þinglesinn, geta því eigi orðið tekin greina. AS b. Framkomin mótmæli gegn kröfunni, byggð á því, að andvirði jarðarinnar Valdaráss, hefi ekki gengið inn í félagsbúið, (sbr. sjskj. 9), eru með öllu órökstudd. Engar líkur né sannanir eru færðar fram fyrir því, að Gunnar Kristófersson hafi haldið andvirði Valdaráss og innborg- uðum vöxtum af því, utan við félagsbúið. Og engar líkur eru færðar fram fyrir því, að hann hafi yfir höfuð varið fé í nokkuð annað en veræzlunarrekstur sinn. Hinsvegar liggur fyrir á rskj. nr. 14 greinileg skýrsla annars kaup- andans, Axels Guðmundssonar, um það, hvernig hann hafi greitt af kaupverðinu kr. 10.000.00 og auk þess vexti að upphæð kr. 1393.38. Ber skýrslan með sér, að mjög mikið af afborgunum jarðarverðsins og vöxtum af því, hefir gengið í gegn um verzlunarreikning Axels Guðmundsson- ar við verzlun Gunnars Kristóferssonar. Þá hafa og verið sýndar í réttinum og legið fyrir til athugunar kvittanir fyrir greiðslu króna 6500 upp í jarðarverðið og krónum 1004,65 í vexti af því, frá Gunnari Kristóferssyni til hins kaupanda Valdaráss, Daniels Danielssonar. Þar, sem samkvæmt framansögðu, er svo fjarri þvi, að líkur hafi verið færðar fram fyrir því, að staðhæfing ekk- ilsins, Gunnars Kristóferssonar, að andvirði jarðarinanr Valdaráss, hafi runnið inn í félagsbúið, sé röng, að þvert á móti hafa verið færðar fram sterkar líkur fyrir sannind- um þeirrar staðhæfingar, verður að líta svo á, með hlið- sjón af 2. málslið 59. gr. skiptalaganna, að greind stað- hæfing ekkilsins, Gunnars Gristóferssonar, sé rétt og að söluandvirði Valdaráss hafi runnið í félagsbú hans og Guðrúnar Grímsdóttur. En þar af leiðir að játa verður 85 honum rétti til að lýsa kröfunni sem skuld á búinu og krefjast greiðslu af eignum þess, samhliða öðrum almenn- um skuldheimtumönnum. Vaxtakröfunni, 2% af söluverði jarðarinnar Valdaráss, hefir aðeins verið mótmælt í sambandi við jarðarverðs- kröfuna, en eigi sérstaklega. Og þar sem krafan virðist vera mjög hófleg og sannað virðist mega telja, að megin- Þorri þeirrar upphæðar, sem vaxtakrafan nemur, hafi verið greiddur inn í búið af kaupendum jarðarinnar, allt frá fardögum 1922, virðist eftir atvikum rétt að taka hana einnig til greina og reiknast vextirnir frá lokum júnímán- aðar 1922 til 10. marz 1933. Miðvikudaginn 20. febr. 1935. Nr. 136/1934. Andreas Holdö f. h. síldarolíuverk- smiðjunnar „Ægir“ í Krossanesi (Jón Ásbjörnsson) segn Jóni Magnússyni (Pétur Magnússon). Slysabætur. Dómur gestaréttar Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar 11. mai 1934: Stefndur, Andreas Holdö, framkvæmdarstjóri í Krossanesi, fyrir hönd eigenda síldaroliuverksmiðjunnar í Krossanesi, greiði stefnandanum, hæstaréttarmálflutn- ingsmanni Gustav A. Sveinssyni í Reykjavík fyrir hönd Jóns Magnússonar, stýrimanns, Reykjavík, 15000 — fimmtán þúsund krónur — ásamt 6% ársvöxtum af þeirri upphæð frá 29. júní 1932 að telja þar til greitt er. Svo greiði stefndur og stefnandanum 850 — átta hundruð og fimmtíu krónur í málskostnað. Dóminum að fullnægja innan 3ja sólarhringa frá lög- legri birtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir krafizt þess aðallega, að hann verði algerlega sýknaður af kröfum stefnda og að 86 honum verði dæmdur málskostnaður bæði í héraði og fyrir hæstarétti. En til vara hefir áfrýjandi kraf- izt þess, að krafa stefnda verði færð niður eftir mati dómsins og að vextir af þeirri upphæð, sem dæmd kynni að verða, verði aðeins ákveðnir 5% p. a. Ef varakrafan yrði tekin til greina, þá krefst áfrýjandi þess, að málskostnaður í héraði verði látinn falla niður, en að stefndi verði þá dæmdur til að greiða málskostnað í hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi hefir krafizt staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi og málskostnaðar í hæstarétti eftir mati dómsins. Opin niður í sildarþrærnar tilheyrandi verksmiðju áfrýjanda voru opin og óafgirt, þegar slys það, sem í hinum áfrýjaða dómi getur, vildi til. Var þvi hin brýnasta nauðsyn á því, að uppfyllingin umhverfis þau væri vel upplýst eftir að dimma tók og meðan sjómenn af aðkomuskipum voru þar að vinnu og búast mátti því við, að einhver þeirra kynni að eiga erindi upp á uppfyllinguna, þar sem þrærnar eru. Í málinu verður að telja það upplýst, að lýsingunni á uppfyllingunni hafi verið mjög ábótavant. Stefndi átti löglegt erindi til verkstjórans þá nótt, er slysið vildi til, með þvi að lýsingin, þar sem skipverjar hans voru við vinnu sína, var ófullnægjandi. Ef lýs- ingin bæði, þar sem sjómennirnir voru að vinna, og annarsstaðar á uppfyllingunni hefði verið í lagi, þá verður að ætla, að slysið hefði ekki getað viljað til, ef almenn varkárni var sýnd. Og með þvi að stefndi verður ekki talinn hafa sýnt þá óvarkárni, er svipti hann rétti til bóta fyrir slysið, verður áfryjandi að bera ábyrgð á því og greiða stefnda bætur vegna þess. Þykja bæturnar hæfilega ákveðnar, eins og héraðsdómarinn hefir gert, með tilliti til þess, að stefndi var maður enn á góðu reki, þegar hann varð 87 fyrir slysinu, að hann var skipstjóri eða stýrimaður á fiskiskipum, að hann var ómótmælt talinn hafa verið bæði mikill þrekmaður, afburða sjómaður og sérstaklega heilsuhraustur. Kröfu áfrýjanda um niðurfærslu á vaxtakröfunni hefir verið mótmælt sem of seint fram kominni, en með því að áfrýjandi krafðizt algerðrar sýknu í héraði, þá þykir hann hafa þar með mótmælt vaxta- kröfunni, þykir því verða til greina að taka kröfu hans um niðurfærslu vaxta í 5%. Samkvæmt framansögðu verður þvi að staðfesta hinn áfrýjaða dóm með áðurnefndri breytingu á vöxtunum og með þeim athugasemdum, er að fram- an segir. Eftir þessum málalokum þykir rétt að dæma á- frýjanda til að greiða stefnda 300 krónur í máls- kostnað fyrir hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó svo, að vextir af hinni dæmdu upphæð verði 5% á ári. Áfrýjandi, Andreas Holdö f. h. sildaroliuverk- smiðjunnar „Ægir“ í Krossanesi greiði stefnda, Jóni Magnússyni, 300 krónur í málskostnað fyr- ir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfryjaða dóms hljóða svo: Tildrög máls þessa, sem er höfðað með gestaréttar- stefnu, útgefinni 29. júní 1932, eru á þessa leið: Að kvöldi 17. ágúst 1931, var vélbáturinn Hvitingur 88 E. A. 380, staddur í Krossanesi til þess að skipa upp síld, er hann seldi sildarbræðsluverksmiðjunni þar. Stóð upp- skipun yfir um nóttina og fram á morgun daginn eftir, og var stýrimaður á vélbátnum, Jón Magnússon, lengst af í vigtarskúr uppi á uppfylling til þess að líta eftir vigtun á sildinni. En þar sem Jjóslaust var á bryggjunni, þar sem báturinn lá, kvörtuðu skipverjar yfir að erfitt, seinlegt og hættulegt væri að vinna við uppskipun í myrkrinu og báðu hann að bæta úr þessu. Brá Jón Magnússon þegar við og fór eð leita að formanni verksmiðjunnar til þess að fá bætt úr ljósleysinu. En á þessu ferðalagi féll hans ofan í tóma sildarþró og meiddist svo mikið, að hann er og verður alla æfi örkumla maður. Telur stefnandinn að slys þetta hafi orsakazt af illum umbúnaði um op sildarþrónna og: ljósleysi á uppfyllingunni við verksmiðjuna. Beri stefnd- um því að greiða Jóni Magnússyni fullkomnar skaðabætur {vrir heilsutjón og örkuml, er af slysinu leiddu, og gerir því fyrir hans hönd þær réttarkröfur í stefnunni, að stefnd- ur verði dæmdur til að greiða honum (stefnandanum) kr. 50.000.00, ásamt 6% ársvöxtum af þeirri upphæð frá stefnu- degi 29. júní 1932 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Umboðsmaður stefnds gerir þá aðaldómkröfu að um- bjóðandi hans verði algerlega sýknaður af öllum kröfum stefnandans í máli þessu og að stefnandinn verði dæmdur til að greiða honum hæfileg málsvarnarlaun kr. 1000.00 eða eftir mati réttarins. En til vara krefst hann, að skaða- bætur af hendi stefnds til stefnandans verði ákveðnar ein- hver hluti af kr. 4200.00 (sbr. 225. gr. siglingalaganna) ekki yfir kr. 1000.00. Í Krossanesi hagar svo til, að uppfrá bryggjum þeim, er síldarskipin liggja við, ganga víðáttumiklir timburpallar og eru undir þeim afarstórar þrær, sem sildinni er ekið í. Sildarþrær þessar eru all-djúpar, allt að 2 mannhæðir og liggja opin niður í þær á víð og dreif um pallana. Eru þau ógirt og því jafnan nokkur hætta á, að þeir sem um pallana ganga, geti fallið ofan í þrærnar. Féll stefnandinn, stýrimaður Jón Magnússon, niður um eitt opið ofan í tóma þró og meiddist mjög mikið, eins og að framan er sagt. Stefndur byggir syknukröfur sínar fyrst og fremst á 89 því, að umbúnaður um op sildarþrónna hafi verið for- svaranlegur og lýsing sæmileg á sildarpöllunum er slysið vildi til. Geti stefndur því eigi öðru eða öðrum umkennt en sér- stakri óvarkárni hans sjálfs og glannaskap. En varakröfu sina byggir hann á 225. gr. siglingalaganna nr. 56 frá 30. nóv. 1914. Telur hann að ákvæði greinarinnar eigi hér við „pr. Analogie“ svo að þótt um skaðabótaskyldu væri hér að ræða af hendi stefnds, þá geti upphæðin aldrei orðið nema fremur lítill hluti af kr. 4200.00. Í þessu sambandi bendir stefndur á, að umbj. stefn- andans hafi ekki verið starfsmaður sildarbræðsluverk- smiðjunnar og átti engin nauðsynjaerindi inn á þau svæði, er hætta gat verið að ganga um og þar sem hann varð fyrir slysinu. Hljóti þetta ferðalag hans eingöngu að vera á hans ábyrgð og geti alls ekki bakað eiganda verksmiðjunn- ar skaðabótaskyldu vegna slyssins. Loks heldur stefndi því fram, að ef um skaðabótaskyldu sé að ræða fyrir hann vegna þessa slyss, beri að taka til- lit til bóta þeirra, er stefnandinn hefir þegar fengið úr slysatryggingarsjóði ríkisins til frádráttar skaðabótarupp- hæðinni. En með málafærslunni er upplýst, að stefnand- inn hefir þegar fengið greiddar úr slysatryggingarsjóði örorkubætur að upphæð kr. 5100.00. Varakrafa stefnds um að skaðabæturnar, ef idæmdar verða, verði ákveðnar með hliðsjón af fyrirmælum 225. gr. siglingalaganna frá 1914, verður eigi tekin til greina þareð ákvæði þetta aðeins ræðir um tjón og slys við á- rekstur skipa, en þar eru fyrir hendi alveg sérstakar á- stæður til þess að takmarka skaðabótarupphæðirnar, sem cigi getur hér verið um að ræða. Hinsvegar virðist sjálf- sagt, að taka nokkuð tillit til þess, við ákvörðun skaða- bótanna, að stefnandinn hefir þegar fengið greiddar úr slysatryggingarsjóði örorkubætur að upphæð kr. 5100.00. Undir rekstri málsins hafa verið leidd mörg vitni af báðum aðilum. Hefir stefnandinn mótmælt flestum vitnum stefnds, sem vilhöllum og verður ekki komizt hjá að taka þau mótmæli til greina að því er snertir vitnin John Ryste og Baldvin Jónsson, er báðir voru fastir starfsmenn stefnds, er slysið bar að hendi og einnig er þeir voru leiddir sem vitni. 90 Vitnaleiðslurnar hafa snúizt sérstaklega eða þvinæst ein- göngu um birtu og upplýsingu á sildarpöllunum í Krossa- nesi, er slysið vildi til. Ganga vitnisburðirnir nokkuð hver á móti öðrum, en að réttarins áliti verður að teljast full- sannað, með vitnaleiðslunni í heild sinni og öðrum þeim gögnum, er stefnandinn hefir lagt fram undir rekstri máls- ins, að birta hafi verið ónóg og allt of lítil á sildarpöllun- um, sérstaklega þegar þess er gætt, að hin mörgu op niður í sildarþrærnar, á við og dreif um pallana, voru ógirt og óvarin, svo mjög hættulegt var að ganga þar um. Að athuguðu því er að framan er sagt, verður rétturinn að lita svo á, að ljósleysi og illur umbúnaður sildarþróa- opanna hafi verið orsök til slyss þessa, er mál þetta er ris- ið út af. Og þar sem eigi virðist ástæða til, að líta svo á, að Jón Magnússon hafi verið á ferð á verksmiðjupöllunum í óleyfi og sem algerlega óviðkomandi og aðvifandi mað- ur, er hann varð fyrir slysinu, þar sem hann var að af- henda verksmiðjunni síld til bræðslu og var staddur á pöllunum í þarfir uppskipunarinnar, og eigi heldur að slysið hafi orsakazt af sérstakri óvarkárni hans og glanna- skap, ber stefnda samkvæmt eðli málsins og almennum réttarreglum að greiða honum fullar bætur fyrir tjón það, er hann hefir orðið fyrir, sem afleiðing af slysinu. En þegar til þess kemur að ákveða upphæð skaðabót- anna, þá hefir umboðsmaður stefnds mótmælt kröfu stefn- andans, sem óhæfilega og ósanngjarnlega hárri. Telur rétturinn að taka beri þessi mótmæli að nokkru til greina og virðist rétt með tilliti til þess, að Jóni Magnús- syni hafi þegar verið greiddar örorkubætur úr slysatrygg- ingarsjóði að upphæð kr. 5100.00, að ákveða skaðabæturn- ar, er stefnda ber að greiða stefnandanum, kr. 15000.00. Gagnvart vaxtakröfu stefnandans hafa engin mótmæli komið fram. Ber því að dæma stefnda til að greiða stefn- andanum 6% ársvexti af skaðabótarupphæðinni frá 29. júní 1932 að telja til greiðsludags. Loks ber að dæma stefnda til að greiða stefnandanum málskostnað, er eftir atvikum virðist hæfilega ákveðinn 850 krónur. Sökum anna dómarans og þess hve málið er umfangs- mikið hefir dómur í því eigi orðið uppkveðinn fyrr en nú. 91 Föstudaginn 22. febr. 1935. Nr. 172/1934. Réttvísin og valdstjórnin (Einar B. Guðmundsson) gegn Ólafi Kjartani Ólafssyni og Hjálmtý Guðvarðssyni (Th. B. Líndal). Brot g. 101. og 102. gr. hegnl. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 24. sept. 1934: Ákærður, Ólafur Kjartan Ólafsson, greiði 300 króna sekt til ríkis- sjóðs. Sektin greiðist innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa, en afplánist ella með einföldu fangelsi í 18 daga. Ákærður, Hjálmtýr Guðvarðsson, greiði 300 króna sekt til ríkissjóðs. Sektin greiðist innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa, en afplánist ella með 18 daga einföldu fangelsi. Ákærður, Hjálmtýr Guðvarðsson, greiði 300 króna sekt Þar á meðal 35 krónur til skipaðs talsmanns síns Arnljóts Jónssonar, lögfræðings. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Með skirskotun til þess, er í forsendum hins á- frýjaða dóms segir, þykir mega staðfesta hann, þó svo að greiðslufrestur sektanna verði 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Svo greiði hinir ákærðu in solidum allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar á meðal málflutningslaun skipaðs sækjanda og verj- anda fyrir hæstarétti, 50 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó svo að greiðslufrestur sektanna verði 4 vik- ur frá birtingu dóms þessa. Svo greiði hinir á- ákærðu Ólafur Kjartan Ólafsson og Hjálmtýr 92 Guðvarðsson in solidum allan áfrýjunarkostn- að sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna Einars 8B. Guðmundssonar og Theódórs B. Lindal, 50 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af réttvísinnar og valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn þeim Hjálmtý Guðvarðssyni og Ólafi Kjartan Ólafssyni, báðum til heimilis hér í bæ, fyrir brot á hinum almennu hegningarlögum frá 1869 og áfengislögum nr. 64, 1930 og reglugerð nr. 108 1931, um sölu og veitingar vina þeirra, sem um ræðir í lögum nr. 3 frá 1923. Báðir hinir ákærðu eru komnir yfir lögaldur saka- manna, Hjálmtýr er fæddur 9. ágúst 1912 en Ólafur Kjart- an 25. júlí 1914. Málavextir eru þeir, sem nú greinir, sannaðir með eigin játningu ákærðu og öðrum gögnum, sem fram hafa komið Í málinu. Sunnudaginn 2. þ. m. var skemmtun haldin að Víðistöð- um í Hafnarfirði og voru ákærðir þar. Meðal lögregluþjóna þeirra, sem þar voru, var Karl Guðmundsson, og þóttist hann taka eftir, að ákærður Hjálmtýr væri með flösku á sér inni í veitingatjaldi, sem þar var. Fór hann nú að veita ákærðum báðum, sem voru saman, nánari eftirtekt og tóku þeir þá að senda honum glósur og hefir lögregluþjónninn borið að þeir hafi ögrað sér með því, að segja að þeir væru með heimabruggað áfengi á sér. Lögregluþjónninn ákvað Þegar að rannsaka þetta nánar og kallaði sér til aðstoðar Sigurð Thorarensen, lögregluþjón, sem einnig gegndi þarna löggæzlustörfum. Gengu þeir síðan að ákærðum, þar sem þeir sátu í veitingatjaldinu og drukku citron og tóku þá fasta og um leið tók Karl flösku, sem stóð upp úr vasa ákærðs Hjálmtýs og reyndist að vera á henni portvin. Lög- 93 regluþjónarnir fóru síðan með ákærðu út í bil, óku með þá til Reykjavikur og settu þá í varðhald. Þegar lögregluþjónarnir handtóku ákærðu, mótmælti á- kærði Hjálmtýr því þegar í stað og viðhöfðu báðir illyrði um lögregluna. Bar ákærður Hjálmtýr það meðal annars fram, að í lögreglunni væru menn bæði drykkfeldir og Þjófóttir, án þess þó að tilgreina nokkra sérstaka, eða geta síðar fyrir rétti greint nein rök að þeirri ásökun. Ákærður Ólafur Kjartan beitti aftur á móti hótunum við lögregluna. Hótaði hann að drepa báða þá lögregluþjóna, sem hand- tóku þá félaga og einn nafngreindan lögregluþjón að auki. Ákærður Ólafur Kjartan hefir fyrir réttinum neitað því, að hafa meint greindar hótanir alvarlega og kvaðst ekki hafa ætlazt til að þær væru alvarlega teknar. Báðir. hafa ákærðir viðurkennt að hafa neytt nokkurs áfengis, en ekki verður talið eftir því, sem fram er komið i málinu, að þeir hafi verið ölvaðir svo við lög varði. Báðir hafa ákærðir verið dómfeldir áður svo sem hér segir: Hjálmtýr Guðvarðsson: 13. nóvember 1931 dæmdur í Hæstarétti fyrir innbrotsþjófnað í 6 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, skilorðsbundið. 27. okt. 1933, undirgengizt 200 króna sekt fyrir ólöglegt áfengi í vörslu. 28. febr. 1934 dæmdur í Hæstarétti fyrir áfengisbrot í 10 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og 1000 króna sekt. 14. marz 1934, dæmdur í aukarétti Reykjavíkur í 6 mán- aða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi fyrir þjófnað. Ólafur Kjartan Ólafsson: 18. nóv. 1933 dæmdur í lög- reglurétti Reykjavikur í 500 króna sekt fyrir bruggun og sölu áfengis. 28. febrúar 1934 dæmdur í Hæstarétti fyrir áfengislaga- brot í 400 króna sekt. 14. marz 1934 dæmdur í aukarétti Reykjavíkur fyrir þjófnað í 4 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, skilorðsbundið. 12. júní 1934, dæmdur í lögreglurétti Reykjavíkur í 800 króna sekt og 20 daga fangelsi við venjulegt fangaviður- væri fyrir áfengisbruggun. Með framangreindum hótunum og hrópyrðum við lög- 94 regluþjóna hefir ákærður Ólafur Kjartan Ólafsson gerzt sekur við 101. gr. og 102. gr. alm. hegningarlaga og með tilliti til þess að telja má að hótanirnar séu frekar reiðiyrði ákærðs, en alvarlega meintar, þykir refsing hans hæfilega ákveðin 300 króna sekt til ríkissjóðs, er greiðist innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa, en afplánist ella með 18 daga einföldu fangelsi. Ákærður Hjálmtýr hefir með bríxlyrðum sinum gerzt sekur við 102. gr. alm. hegningarlaga og ennfremur við 10. gr. reglugerðar nr. 108 1931 um sölu og veitingar vina þeirra, sem um ræðir í lögum nr. 3 frá 1923, sbr. 41. gr. áfengislaga nr. 64 1930. Refsing hans þykir hæfilega á- kveðin 300 króna sekt til ríkissjóðs er greiðist innan mán- aðar frá lögbirtingu dóms þessa, en afplánist ella með ein- földu fangelsi í 18 daga. Kostnað sakarinnar greiði ákærðir báðir in solidum, þar á meðal 35 krónur til skipaðs talsmanns sins, Arnljóts Jónssonar, lögfræðings. Á máli þessum hefir enginn óþarfa dráttur orðið. Mánudaginn 25. febr. 1935. Nr. 183/1934. Réttvísin (Jón Ásbjörnsson) gegn Þóroddi Guðmundssyni, Evjólfi Árnasyni, Aðalsteini Kristmunds- syni, Gunnari Jóhannssyni og Aðal- birni Péturssyni (Guðm. Ólafsson). Brot sg. 83. gr. hegnl. Dómur aukaréttar Siglufjarðar 21. ágúst 1934: Sökunaut- arnir, Þóroddur Guðmundsson, Siglufirði, Eyjólfur Árna- son, Ísafirði, Aðalsteinn Kristmundsson, sem kallar sig Stein Steinar, Reykjavík, sæti sem aðalmenn 3ja mánaða einföldu fangelsi. Kærðu Gunnar Jóhannsson og Aðalbjörn Pétursson, Siglufirði, sæti sem aðstoðarmenn 2ja mánaða einföldu fangelsi. 95 Svo greiði hinir kærðu in solidum allan löglegan kostn- að sakarinnar. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Ákærði, Þóroddur Guðmundsson, hefir kannazt við það, að hann hafi 6. ágúst 1933 látið svo um mælt, að hann teldi sig hafa leyfi til að rifa niður fána blóðhundsins Hitlers. Með þessum ummælum um þáverandi kanslara þýzka ríkisins hefir hann serzt sekur við 83. gr. 4. málsgr. alm. hegningar- laga. Brot hinna ákærðu, sem lýst er í hinum áfrýj- aða dómi, varðar við 83. gr. 4 málsgr., sbr. 48. gr. hegnl. Þykir refsing hinna ákærðu Þórodds Guð- mundssonar, Gunnars Jóhannssonar og Aðalbjörns Péturssonar, hæfilega ákveðin eins og gert er í hin- um áfrýjaða dómi, en refsing hinna ákærðu Eyjólfs Árnasonar og Aðalsteins Kristmundssonar þykir mega færa niður í 2 mánaða einfalt fangelsi. Með þessum athugasemdum og breytingum þykir mega staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Hinum ákærðu ber að greiða in solidum allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar á meðal mál- flutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 70 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó þannig að ákærðu Eyjólfur Árnason og Aðal- steinn Kristmundsson sæti 2 mánaða einföldu fangelsi. Hinir ákærðu, Þóroddur Guðmunds- son, Eyjólfur Árnason, Aðalsteinn Kristmunds- son, Gunnar Jóhannsson og Aðalbjörn Péturs- 96 son, greiði in solidum allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna Jóns Ás- björnssonar og Guðmundar Ólafssonar, 70 krón- ur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Með eigin játningu og vitnaframburði er sannað, að Þór- oddur Guðmundsson, Siglufirði, Eyjólfur Árnason, Ísafirði og Aðalsteinn Kristmundsson, sem kallar sig Stein Steinar, Reykjavik, hafi 6. ágúst 1933 farið að þýzka vicekonsulat- inu á Siglufirði og farið inn í garðinn, þar sem var aðgang- ur að fánasnúrunum. Skar Þóroddur Guðmundsson á þýzka hakakrossfánann, sem vicekonsulatið hafði við hún ásamt eldri þjóðfánanum, og með þeim Eyjólfi Árnasyni og Aðal- steini Kristmundssyni, svifti hann hakakrossfánanum í sundur og tróð á fánaslitrunum. Meðákærðir Gunnar Jó- hannsson og Aðalbjörn Pétursson hafa og veitt aðstoð sina Þannig, að þeir hafa fylgzt með í aðförinni að þýzka vice- konsulatinu og staðið hjá er hakakrossfáninn var skorinn niður, rifinn og trampaður og verða þannig að skoðast sekir um aðstoð við verknaðinn. Kærðu hafa fært fram, sem varnarástæður til sýknu sinnar, að þýzki hakakrossfáninn sé eigi þýzkur þjóðfáni heldur flokksfáni, að stjórnin, sem hafi fyrirskipað að nota Þenna fána, sé eigi lögleg stjórn Þýzkalands, að þýzka stjórnin hafi fyrst í september 1933 fyrirskipað, að haka- krossfáninn skyldi vera jafnrétthár eldri þýzka þjóðfánan- um og því ósaknæmt að rifa hakakrossfánann niður 6. ágúst 1933. Sú varnarástæða sökunauts, að þýzka stjórnin sé eigi lögleg stjórn Þýzkalands getur eigi komið til greina. Hverj- um einstakling er skylt að láta í friði fána þeirrar stjórn- ar, sem fer með völd í erlendu ríki, án þess að til greina 97 komi innanlands þjóðfélagsmál þess ríkis eða stjórnmála- skoðanir sökunauta. Það er og eigi rétt hjá kærðum, að býzka stjórnin hafi fyrst í september 1933, löggilt haka- krossfánann, því að eins og framlögð tilskipun ber með sér, gaf þýzka stjórnin út 12. marz 1933 tilskipun um að hakakrossfánann skuli hefja að að hún ásamt eldri Þþýzka ríkisfánanum og löggildir þar með hakakrossfánann sem rikisfána (þjóðfána) við hliðina á eldri þýzka rikisfánan- um. Að vísu hefir ríkisstjórn Íslands ekki fyrr en með bréfi þýzka sendiráðsins í Kaupmannahöfn, dags. 22. sept 1933, sem stjórnin fyrst móttók 6. dez. s. á., fengið tilkynning um löggildingu þýzka hakakrossfánans. Kemur þá til álita hvort tilkynning hlutaðeigandi ríkis beri að skoða sem skilyrði fyrir því að fáni þess njóti réttarverndar fyrir skemmd- um eða óvirðingum. Slíkt verður ekki talið rétt eins og hér stendur á. Hér er það þvzkt stjórnarvald eða fulltrúi Þess, þýzkt vicekonsulat, sem samkvæmt þvezkri tilskipun fánar með þýzka hakakrossfánanum ásamt hinum eldri Þýzka ríkisfána. Þótt tilskipun um hakakrossfánann, fyr- greind tilskipun frá 12. marz 1933, væri þá eigi birt á Ís- landi, áttu sökunautar að segja sjálfum sér, að hakakross- fáninn væri, er hann var notaður af þýzku vicekonsulati, þýzkt ríkismerki, sem saknæmt væri að skemma eða óvirða. Verknaður sökunauta er því fólkinn í því, að skemma og óvirða fána erlends ríkis og er því refsiverð móðgun gegn og árás á hlutaðeigandi ríki og fellur sá verknaður undir ákvæði IX. kafla refsilaganna, ekki síður en að „meiða útlendar þjóðir“ eftir 83. gr. refsilaganna. Að þessi skilningur er réttur verður enn auðsærra er það er athug- að, að þótt hér hefði eigi verið að ræða um löggiltan rikis- eða þjóðfána, heldur um annað merki, sem vicekonsulatið hefði notað samkv. fyrirmælum hlutaðeigandi ríkisstjórn- ar, þá hefðu skemmdir á sliku merki af ásettu ráði orðið að skoðast sem árás á "og móðgun gegn vicekonsulatinu og þá að sjálfsögðu móðgun gegn hlutaðeigandi ríki, sem vicekonsulatið væri fulltrúi fyrir. Álizt refsing sökudólga, sem allir hafa náð lögaldri saka- manna og engir áður sætt refsingu af hálfu þess opinbera, hæfileg svo sem hér segir: Þóroddur Guðmundsson, Siglufirði, Eyjólfur Árnason, 7 98 Ísafirði og Aðalsteinn Kristmundsson, sem kallar sig Steinn Steinar, Reykjavik, sæti sem aðalmenn 3Jja mánaða einföldu fangelsi. Gunnar Jóhannsson og Aðalbjörn Pétursson sæti sem aðstoðarmenn 2ja mánaða einföldu fangelsi. Svo greiði hinir kærðu in solidum allan löglegan kostn- að sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn óþarfa dráttur orðið. Miðvikudaginn 27. febrúar 1935. Nr. 181/1934. Valdstjórnin (Guðm. Ólafsson) gegn Brynjólfi Magnússyni , (Bjarni Þ. Johnson). Sýknun. ' Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 23. sept. 1934: Kærð- ur, Brynjólfur Magnússon, greiði 100 króna sekt til ríkis- sjóðs. Sektin greiðist innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa, en afplánist ella með einföldu fangelsi í 10 daga. Svo skal og kærður sviptur leyfi til bifreiðaaksturs í 3 mánuði frá uppkvaðningu dóms þessa. Loks greiði kærður allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Kærði hefir kannazt við, að hann hafi um kl. 11 síðdegis þann 12. júli f. á. drukkið eitt staup af áfengi (portvíni). Eftir, eða um kl. 2 árdegis þann 13. s. m., tók hann við stjórn bifreiðarinnar R. E. 102. Þessari skýrslu hans hefir ekki verið hnekkt, og verður því að leggja hana til grundvallar. Þar sem svo litið kvað að áfengisnautn kærða og nær 3 klukkustundir liðu frá henni og þar til hann tók við stjórn bifreiðarinnar, þá verður hann eigi talinn hafa neytt áfengra drykkja „við bifreiðaakstur“, sbr. 20. gr. laga nr. 64/1930 og 3. málsgr. 5. gr. laga nr. 99 10/1931. Eins og þegar er sagt, liðu nær því 3 klukkustundir frá því er kærði neytti portvínsstaups- ins og þar til hann tók við áðurnefndri bifreið. Með tilliti til þessa, skýrslu lögregluþjónsins, er tók bif- reiðina, um það, að akstur hans hafi verið öruggur og óaðfinnanlegur, og að vitnum þeim, er leidd hafa verið og borið hafa um framkomu og ástand kærða, hefir ekki borið saman um þessi atriði, þykir það eigi sannað, að kærði hafi verið með áhrifum áfengis umrætt skipti svo að við áðurnefndar lagagr. varði. Verður því að sýkna kærða af kærum valdstjórn- arinnar Í máli þessu og dæma ríkissjóð til að greiða allan sakarkostnað, bæði í héraði og fyrir hæsta- rétti, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækj- andan og verjanda fyrir hæstarétti, 50 kr. til hvors. Það er aðfinnsluvert við rannsókn málsins, að lög- reglan lét ekki lækni skoða kærðan, eins og hann óskaði, nóttina, sem hann var tekinn og að sá mað- ur, er hringdi á lögreglustöðina umrædda nótt og virðist hafa kært kærðan eða þann, sem hann hélt að stýrði bifreiðinni R. F. 102, hefir ekki verið yfir- heyrður í málinu. Þvi dæmist rétt vera: Kærði, Brynjólfur Magnússon, á að vera sýkn af kærum valdstjórnarinnar í máli þessu. Rík- issjóður greiði allan sakarkostnað, bæði í hér- aði og fyrir hæstarétti, þar með talin málflutn- ingslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna Guðmundar Ólafssonar og Bjarna Þ. Johnson, 50 krónur til hvors. 100 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Brynjólfi Magnússyni, bifreiðarstjóra til heimilis Óðins- götu 6 hér í bæ, fyrir brot á lögum um notkun bifreiða nr. 70 1931 og áfengislögum nr. 64 1930. Málavextir eru þeir, sem hér greinir sannaðir með eigin játningu kærða og framburði vitna. Hinn 13. júlí s. 1. kl. 1% um nóttina var hringt á lög- reglustöðina og tilkynnt að bifreiðarstjórinn á bifreiðinni RE. 102 væri að aka bifreiðinni ölvaður. Síðar um nóttina, um kl. 3 hitti lögregluþjónninn bifreiðina og reyndist þá bifreiðarstjórinn að vera kærður í máli þessu. Í skýrslu, sem tekin var af kærðum þá um nóttina af lögreglunni viðurkenndi hann að hafa drukkið eitt staup af portvíni litlu eftir klukkan 11 um kvöldið, en bifreið- inni kvaðst hann aðeins hafa ekið ca. 20 minútur áður en hann var tekinn af lögreglunni. Fyrir rétti hefir kærði haldið fast við það, að hafa ekki drukkið annað eða meira áfengi þá um kvöldið og aldrei fundið til áhrifa vins við aksturinn. Hinsvegar hefir hann viðurkennt að hafa ekið bifreiðinni nokkuð lengur eða frá því um klukkan 1. Í málinu hafa verið leiddir sem vitni nokkrir menn, sem verið höfðu með kærðum um kvöldið og nóttina og talað við hann og hafa þeir allir borið og staðfest þann framburð sinn með eiði, að þeir hafi ekki getað merkt á honum áhrif áfengis. Hinsvegar hafa 4 lögregluþjónar, sem staddir voru á lögreglustöðinni þegar komið var með kærðan þangað, borið það og staðfest með eiði, að þeir hafi þá séð vin á honum en jafnframt tekið það fram að það hafi verið litið, og lögregluþjónn sá, sem handtók kærðan hefir einnig tekið það fram, að akstur kærðs hafi að engu leyti verið athugaverður. Tveir lögregluþjónanna hafa jafnframt borið það, að kærður hafi einslega beðið þá að kæra sig ekki og skildu þeir báðir á honum, að hann viðurkenndi þá að hafa verið undir áhrifum áfengis, en þó hafa þeir ekki getað greint frá orðum þeim, sem kærður þá notaði og ekki spurðu Þeir hann þá ýtarlega um áfengisneyzlu hans, enda visuðu þessari beiðni strax frá sér. Rétturinn verður að líta svo á, að með framburði 101 hinna 4 lögregluþjóna, sem voru látnir athuga kærðan sér- staklega með tilliti til væntanlegrar kæru, sé löglega sann- að, þrátt fyrir andvitni þau, sem leidd hafa verið í málinu. að kærður hafi í umrætt skipti verið undir áhrifum áfengis við bifreiðaakstur og styðst það einnig við viðurkenn- ingu þá, sem lögregluþjónarnir Karl Guðmundsson og Skúli Sveinsson telja hann hafa viðhaft við sig áður en til yfirheyrslunnar kom. Brot kærðs, sem áður hefir ekki sætt ákæru eða refs- ingu, svo kunnugt sé, varðar við 5. gr. 3. mgr., sbr. 14. gr. laga um notkun bifreiða nr. 70, 1931 og 20. gr. áfengislag- anna nr. 64, 1930 og þykir refsing hans hæfilega ákveðin 100 króna sekt til ríkissjóðs. Sektin greiðist innan 4 vikna frá uppkvaðningu dóms þessa, en afplánist ella með 10 daga einföldu fangelsi. Svo skal hann og sviftur ökuleyfi í 3 mánuði frá uppkvaðningu dóms þessa að telja. Loks greiði hann allan kostnað sakarinnar. Á málinu hefir orðið nokkur dráttur, sem stafar af fjar- veru vitna og annríki dómarans. Miðvikudaginn 27. febrúar 1935. Nr. 93/1934. Jóhannes Kr. Jóhannesson gegn Einari J. Ólafssyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Jóhannes Kr. Jóhannesson, er eigi mæt- ir í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. 102 Miðvikudaginn 27. febrúar 1935. Nr. 156/1934. Valdimar Þorsteinsson gegn Ísleifi Jónssyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Valdimar Þorsteinsson, er eigi mætir í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæsta- rétti. Miðvikudaginn 27. febrúar 1935. Nr. 4/1935. Stefán Steinþórsson gegn Guðmundi Gamalíelssyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Stefán Steinþórsson, er eigi mætir í málinu, greiði 50 króna, aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæsta- rétti. 103 Föstudaginn 1. marz 1935. Nr. 2/1935. Valdstjórnin (Einar B. Guðmundsson) segn Eyjólfi Andréssyni (Garðar Þorsteinsson). Bruggun. Dómur lögregluréttar Suður-Múlasýslu 19. sept. 1934: Ákærði, Eyjólfur Andrésson, greiði 200 króna sekt í ríkis- sjóð og komi í stað sektarinnar 15 daga einfalt fangelsi ef hún verður ekki öll greidd innan 30 daga frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan kostnað málsins, sem orðinn er og verður. Dóminum að fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Eins og segir í hinum áfrýjaða dómi, varða brot kærða við 6. og 16. gr. laga nr. 64/1930, og verður að dæma kærða til refsingar samkvæmt 30. og 36. gr. sömu laga, og með því að lágmark refsingar eftir 30. gr. nefndra laga er 500 krónur, verður að dæma kærða til að greiða 500 króna sekt í ríkissjóð, og komi í stað sektarinnar, 25 daga einfalt fangelsi, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Svo greiði kærði allan sakarkostnað, bæði í héraði og fyrir hæstarétti, þar á meðal málflutnings- laun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 50 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Kærði, Eyjólfur Andrésson, greiði 500 króna sekt í ríkissjóð og komi 25 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Kærði greiði 104 allan sakarkostnað, bæði í héraði og fyrir hæsta- rétti, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæsta- réttarmálflutningsmannanna, Einars B. Guð- mundssonar og Garðars Þorsteinssonar, 50 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af hálfu valdstjórnarinnar höfðað fyrir lögreglurétti Suður-Múlasýslu gegn ákærða, Eyjólfi And- réssyni, sjómanni á Eskifirði, fyrir brot á áfengislöggjöf- inni og eru tildrög málsins þessi: Hinn 2. júlí þ. á. kærði löggæzlumaður Wilhelm Jakobs- son ákærða, Eyjólf Andrésson, fyrir að hafa verið ölvaður á skemmtun, sem kvenfélagið á Eskifirði hafði haldið dag- inn áður. Sama dag hafði löggæzlumaðurinn einnig fund- ið, skammt frá samkomustaðnum málmkúlu með vökva Í, er hann taldi áfengan og vera mundi eign ákærða. Við rannsókn málsins kannaðist ákærði við bæði að hafa verið ölvaður á skemmtuninni og eins að hafa haft með sér málmkúluna á samkomustaðinn. Vökvann, sem í kúl- unni er, kveðst hann hafa búið til sjálfur úr geri, sykur og vatni. Lét hann það í kút til að gerjast. Kútinn geymdi hann í hlöðu í Stóru-Breiðuvík, þar sem hann dvaldi um Þessar mundir við sjóróðra. Innihaldinu úr kútnum helti hann á kúluna og hafði með sér á samkomuna. Hann neit- ar því að hafa ætlað að selja þetta brugg, heldur aðeins neyta þess sjálfur. Samkvæmt vottorði Rannsóknarstofunnar, sem fékk vökva þennan til rannsóknar, reyndist vinandamagnið 14,4% að rúmmáli. Samkvæmt því, er að framan greinir, hefir ákærði gerzt brotlegur við 6. og 16. gr. áfengislaga nr. 64 frá 1930 og þykir refsing ákærða samkv. 30. og 37. gr. sömu laga, með sérstakri hliðsjón af að bruggun þessi var í mjög smáum 105 stil og bersýnilega ekki gerð í þeim tilgangi að selja áfeng- ið, nægilega ákveðin 200 króna sekt, er renni í ríkissjóð og komi í stað sektarinnar 15 daga einfalt fangelsi, ef hún verður eigi öll greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan kostnað málsins, sem orðinn er og verður. Á máli þessu hefir enginn óþarfa dráttur orðið. Mánudaginn 4. marz 1935. Nr. 112/1933. Ársæll Árnason (Guðm. Ólafsson) gegn Sigurði Þórðarsyni (Enginn). Fyrning kröfu. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 1. júní 1933: Stefndur, Ársæll Árnason, greiði stefnandanum, Garðari Þorsteins- syni, f. h. Sigurðar Þórðarsonar, kr. 264.00 með 5% árs- vöxtum frá 5. maí 1933 til greiðsludags og kr. 87,00 í máls- kostnað innan fimmtán daga frá lögbirtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Mál þetta var þingfest í hæstarétti 31. janúar 1934 og var þá mætt í því af hálfu beggja aðilja. Síðan hefir málinu hvað eftir annað verið frestað eftir ósk aðilja. Loks tilkynnti umboðsmaður stefnda hinn 19. f. m. að ekki yrði framar mætt í því af stefnda hálfu. Málið hefir því verið flutt skriflega samkvæmt 38. gr. hæstaréttarlaganna og er dæmt eftir N. L. 1-4-320g 2. gr. tilsk. 3. júní 1796. Áfrýjandi hefir lagt fram í hæstarétti leyfisbréf til að leggja fram ný gögn í máli þessu útgefið 20. okt. f. á., og hefir krafizt þess að hinn áfrýjaði bæj- arþingsdómur verði felldur úr gildi, að áfrýjandi 106 verði sýknaður af öllum kröfum stefnda og að hann verði dæmdur til að greiða málskostnað bæði í und- irrétti og hæstarétti eftir mati réttarins. Í undirrétti skýrði stefndi frá því, að hann hefði á árunum 1916--1918 sent áfrýjanda í umboðssölu nokkur eintök af sönglagasafni eftir Sigvalda Kalda- lóns, og þar sem áfrýjandi hefði engin skil gert fyrir sölunni, taldi stefndi til skuldar hjá honum að upphæð kr. 264.00. Áfrýjandi hefir hér fyrir réttinum að vísu játað, að hann hafi haft til sölu í bókaverzlun sinni um- getið sönglagasafn, en hann neitar því eindregið, að hann hafi fengið bækurnar frá stefnda og beri honum þvi eigi að standa honum skil á andvirði þeirra og auk þess byggir áfrýjandi sýknukröfu sina á því, að þótt um einhverja skuld hefði verið að ræða, hafi hún verið fyrir löngu fyrnd, er mál þetta var höfðað. Svo sem fram hefir verið tekið stafa viðskipti þessi eftir skýrslu stefnda frá árunum 1916—1918, og var krafa hans þvi fyrnd, er stefnan til bæjar- þings var gefin út 10. mai 1933. Af þessari ástæðu ber að sýkna áfrýjanda af kröfum stefnda, hvernig svo sem stendur á viðskiptum þeim, er stefndi hefir byggt kröfu sina á í undirrétti. Þar sem áfrýjandi mætti eigi í bæjarþinginu fellur málskostnaður þar niður, en rétt þvkir að stefndi greiði áfrýjanda málskostnað í hæstarétti, er ákveðst 250 krónur. Þvi dæmist rétt vera: Áfrýjandi, Ársæll Árnason, á að vera sýkn af kröfum stefnda, Sigurðar Þórðarsonar, í máli þessu. Málskostnaður í héraði fellur niður, en 107 málskostnað í hæstarétti greiði stefndi áfryj- anda með 250 kr., að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er eftir árangurslausa sáttaumleitun höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 10. f. m. af Garð- ari Þorsteinssyni, hrm., f. h. Sigurðar Þórðarsonar, Arn- gerðareyri, gegn Ársæli Árnasyni bóksala hér í bænum til greiðslu skuldar að upphæð kr. 264,00 með 6% árs- vöxtum frá 1. jan. 1932 til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu. Nemur hann eftir framlögðum reikningi kr. 99.00. Hina umstefndu skuld telur stefnandi vera þannig til komna, að stefndur hafi fengið frá honum bækur (söng- lagasafn) eftir Sigvalda Kaldalóns) í umboðssölu en ekki skilað andvirði þeirra. Stefndur hefir hvorki mætt né látið mæta í málinu og er honum þó löglega stefnt. Verður þá eftir N. L. 1—4—32 og tilsk. 3. júni 1796, 2. gr., sbr. tilsk. 15. ágúst 1832, 8. gr. að dæma málið eftir framlögðum skjölum og skilríkjum og þar sem þau koma heim við málsútlistun og dómkröfur stefnanda verða þær teknar til greina að öðru leyti en því, að vextir tildæmast aðeins frá sáttakærudegi, 5. maí s. |. og ekki hærri en 5% p. a. og málskostnaðurinn ákveðist í samræmi við aukatekjulögin og lágmarksgjaldskrá mál- flutningsmannafélagsins, kr. 87.00. Mánudaginn 4. marz 1935. Nr. 1/1935. Valdstjórnin (Jón Ásbjörnsson) gegn Theodor Asseloos (Pétur Magnússon). Botnvörpuveiðabrot. Ítrekun. Dómur lögregluréttar Vestmannaeyja 26. okt. 1934: Kærður, Theodór Hasseloos, á að greiða 20.150 króna sekt 108 í Landhelgissjóð Íslands innan fjögra vikna frá lögbirt- ingu dóms þessa, en sæta níu mánaða einföldu fangelsi fáist hún eigi greidd. Auk þess skulu öll veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir, svo og allur afli innanborðs í togaranum Alfred Dufuisseaux, O. 146 frá Ostende, vera upptækt og andvirðið renna í sama sjóð. Ennfremur greiði kærður allan kostnað málsins, sem orðinn er og verður. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Eftir uppkvaðningu héraðsdóms í máli þessu, hef- ir forstöðumaður Stýrimannsskólans markað stað togarans á sjókorti eftir hornmælingum skipherrans á varðskipinu „Ægir“ kl. 00,18 þann 23. okt. f. á., og hefir niðurstaðan af þessari staðsetningu einnig orð- ið sú, að togarinn hafi þá verið í landhelgi. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með skírskotun til forsenda hins áfrýjaða dóms þykir mega staðfesta hann að því leyti sem kærði er þar talinn sekur um veiðar með botnvörpu í landhelgi og að því leyti sem upptök afla og veiðarfæra og greiðslu sakar- kostnaðar í héraði varðar, Síðan dómur var kveðinn upp í héraði hefir það komið fram, að kærði var dæmdur þann 3. júní 1928 í lögreglurétti Vestmannaeyja í 12500 króna sekt, ásamt upptöku afla og veiðarfæra, fyrir samskonar brot sem hann nú er dæmdur fyrir. Þar sem kærði því er í máli þessu dæmdur fyrir landhelgisbrot framið öðru sinni, þykir refsing hans fyrir það hæfi- lega ákveðin, samkvæmt 1. málsgr. 3. gr. laga nr. 5/1920 og með hliðsjón af dagsgengi íslenzkrar krónu, sem nú er 48.10, 25000 króna sekt til Land- helgissjóðs, og komi 9 mánaða einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. 109 Með því, að ekki þvkir ástæða til að ætla, að kærði hafi með ásettu ráði verið að veiðum í landhelgi, þegar skip hans var tekið aðfaranótt 23. okt. f. á., verður hann ekki dæmdur til aukarefsingar fyrir ítrekun landhelgisbrots samkvæmt 5. gr. laga nr. 5/1920. Eftir þessum málsúrslitum verður að dæma kærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 200 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Kærði, Theodór Asseloos, greiði 25000 króna sekt til Landhelgissjóðs, og komi 9 mánaða ein- falt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún greið- ist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku afla og veiðarfæra og um greiðslu sakarkostnaðar í héraði eiga að vera óröskuð. Kærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakar- innar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæsta- réttarmálflutningsmannanna Jóns Ásbjörns- sonar og Péturs Magnússonar, 200 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af hálfu valdstjórnarinnar gegn Theodor Hasseloos, skipstjóra á togaranum O. 146, Alfred Dufiusseaux, frá Ostende, f. 17. 3. 1892, fyrir brot 110 gegn ákvæðum laga nr. 5, frá 18. maí 1920, um bann gegn botnvörpuveiðum. Málavextir eru þessir: Hinn 23. þ. m. kl. 23.40, þegar varðskipið Ægir var statt austan við Dyrhólaey, á vesturleið, sást frá því tog- ari, lengra vestur með landinu. Virtist hann stýra SA-læga stefnu, og var, samkvæmt leiðarreikningi varðskipsins, innan landhelgislinunnar. Togarinn var alljósaður. Kl. 0.15 var komið að togaranum og kl. 0.18 var sett bauja út. Hefir skipherra varðskipsins lýst þvi yfir, og 1. og 3. stýrimaður á Ægi staðfest það fyrir réttinum, að baujan hafi verið sett út í kjölfar togarans um 30—-40 metra frá honum. Samtímis var gerð staðarákvörðun hjá baujunni, og reyndist hún eftir þessum mælingarhornum: Pétursey > 572 32 Hatta > 209 32 Lundadrangur vera 0.52 úr sjómilu fyrir innan landhelgislinuna. Dýpið mældist jafnframt vera 46 metrar. Í þessu sambandi skal tekið fram, að í kæru skipherrans er staður baujunnar talinn eftir þessu vera 0.48 sjómila fyrir innan landhelg- islinuna. En þetta kemur ekki heim við staðarákvarðanir á uppdrætti, lögðum fram í málinu, og mælingarhornin og er leiðrétt af skipherranum í réttinum. Hefir rugl- azt í kærunni, og á við fjarlægðina samkvæmt mæling- um þeim að morgni næsta dags, sem nú skal greint frá. Skipin láu á þessum slóðum um nóttina. En þegar bjart var orðið morguninn eftir, var farið að bauju varðskipsins, og gerð við hana þessi staðarákvörðun kl. 7.46: Drangshlíðarfjall > 53? 46! V. Punktur Péturseyjar > 552 31 Hatta og dýpið jafnframt mælt, og reyndist það 50 metrar. Stað- ur þessi reyndist 0.48 sjómilur innan landhelgislínunnar (samanber það, sem áður er tekið fram um misfærzlu í skýrslunni). 111 Hinn kærði skipstjóri hefir kannazt við, enda er það einnig sannað á annan hátt, að skip hans hafi verið að toga þegar varðskipið kom að þvi, og hafi verið að því næstu klukkustundirnar áður. Hinsvegar hefir hann ein- dregið haldið því fram, að það hafi ekki verið ætlun sin að toga á landhelgissvæðinu, og látið í ljósi þá sannfæring sina, að svo hafi heldur ekki verið. Byggir hann þetta á því, að hann tók sjálfur miðanir um borð í Ægi, og not- aði kompás varðskipsins. Miðanir þessar voru: Pétursey í m/v NA % A og Dyrhólaviti í m/v ASA sem gefur stað baujunnar 0.1 sjóm. fyrir innan landshelgis- linu. Skal í þessu sambandi tekið fram, að samkvæmt yfir- lýsing skipherrans á Ægi í réttinum, sem kemur heim við framburði í málinu, hefir skolazt til í kærunni, þar sem miðanir eru taldar NA % A og At S % S á þann hátt, að segulskekkja kompássins á Ægi hefir verið ranglega dregin frá síðari miðuninni (Dyrhólaviti), en ekki hinni fyrri (Pétursey) eins og átti að vera. Til stuðnings því, að hafa þrátt fyrir staðarákvörðun þessa togað fyrir utan, hefir kærði haldið því fram, að þar sem vir sá, sem baujan er fest með við akkeri hennar, hafi samkvæmt gerðum og óvéfengdum mælingum reynzt 214 metrar á lengd, straumur beri fram með ströndinni, en baujan sett út á milli togarans og lands á að gizka 100 metra frá togaranum, þá hafi skip sitt samkvæmt þessu ekki verið á landhelgissvæðinu. Samkvæmt framburðum vitna á Ægi fyrir rétti undir rannsókn málsins, bar straumur baujuna sem næst beint út frá landi um morguninn þegar þeir ákváðu stað henn- ar, skipherrann með sextant og hornmælingum 0.48 úr sjó- milu, en kærði með kompás og miðunum 0.10 úr sjómilu, hvorttveggja innan landhelgislínunnar. Eftir þessu, sem frekar verður að byggja á en fullyrðingum kærðs, var staður akkerisins, og þess vegna sjálfs togarans, nokkru innar og nær landi en baujan sjálf, og togarinn því einnig eftir þessu á landhelgissvæðinu, jafnvel þó gert sé ráð fyrir 100 metra fjarlægðinni, sem kærði heldur fram að skip sitt hafi verið utar þegar baujan var sett í sjó. Rétturinn lítur þó svo á, að ekki beri að leggja þessar 112 kompásmiðanir og staðarákvarðanir kærða til grundvallar í málinu. Það er vitanlegt og viðurkennt af kærðum, að hornamælingar með sextant séu ábyggilegri. Og þar sem kærði hefir alls ekki getað véfengt þær eða gert þær tor- tryggilegri á nokkurn hátt, enda átt kost á að fylgjast með þeim og gera þær sjálfur, hlýtur rétturinn að byggja á þeim, en ekki staðarákvörðunum með kompás, sem kærði gerði, og Í sjálfu sér er engin ástæða til að véfengja að hafi verið eins nákvæmar og kostur var á. Í þessu sam- bandi skal tekið fram, að það hefir enga þýðingu fyrir úrslit þessa máls, enda þótt skipherrann á Ægi hefði um kvöldið álitið skip kærða 2% sjóm. fyrir innan línuna, eins og kærði hefir haldið fram að skipherrann hafi sagt, og einn skipsmanna hans borið. Það verður eftir þessu að telja nægilega sannað, að kærður hafi verið að veiðum með botnvörpu í íslenzkri landhelgi þegar varðskipið Ægir kom að honum kl. 0.15 24. þ. m. Hefir hann með þessu brotið gegn ákvæðum 1. gr. laga nr. 5 frá 18. maí 1920, um bann gegn botnvörpu- veiðum, og þykir refsing sú, sem hann hefir unnið til, fyrir það, eftir 3. gr. sömu laga, hæfilega ákveðin sekt að upphæð kr. 20.150.00, sem greiðist innan fjögra vikna, og rennur í Landhelgissjóð Íslands, en afplánist með 9 mán- aða einföldu fangelsi, fáist hún eigi greidd. Er þá tekið tillit til þess,.að hér er um fyrsta brot kærða að ræða, og að dagsgengi íslenzkrar krónu er 5.4970 úr gullkrónu. Auk þess skulu öll veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir, svo: og allur afli innanborðs í áðurnefndum togara, vera upp- tækt og andvirðið renna í sama sjóð. Ennfremur greiði kærður allan kostnað málsins, sem orðinn er og verður. 113 Mánudaginn 11. marz 1935. Nr. 126/1934. Einar Thorlacius (Magnús Thorlacius) Segn Hreppsnefnd Strandarhrepps og gagnsök (Guðm. Ólafsson). Aðalafrýjandi sýknaður af kröfu um greiðslu kostn- aðar við endurskoðun hreppsreikninga. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 26. júlí 1984: Aðal- stefndur, præp hon. Einar Thorlacius, greiði aðalstefn- anda, Guðmundi Ólafssyni, f. h. hreppsnefndar Hvalfjarð- arstrandarhrepps kr. 340.18 með 5% ársvöxtum frá 2. júní 1933 til greiðsludags og 40 kr. upp í málskostnað. Talsmanni hreppsnefndarinnar, hrm. Guðmundi Ólafs- syni, greiðast 100 kr. í málskostnað úr ríkissjóði. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Aðalstefnandi hefir gert þær kröfur, aðallega að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vís- að heim í hérað til dómsálagningar, og að gagn- áfrýjandi verði þá dæmdur til að greiða honum málskostnað fyrir hæstarétti í aðal- og gagnsök. Til vara hefir aðaláfrýjandi krafizt þess, að hann verði algerlega sýknaður af kærum og kröfum gagn- áfrýjanda í aðalsök, en að gagnáfrýjandi verði í sagnsök í héraði dæmdur til að greiða honum kr. 218.32 með 6% ársvöxtum frá 13. sept. 1932 til greiðsludags. Til þrautavara krefst aðaláfrýjandi þess, að krafa gagnáfrýjanda í aðalsök verði lækk- uð annaðhvort eftir mati dómsins eða mati óvil- hallra manna, og að gagnáfrýjandi verði dæmdur til að greiða honum þá upphæð með vöxtum í gagn- sök, sem áður segir. Ef varakrafa aðaláfrýjanda eða þrautavarakrafa verður tekin til greina, þá 8 114 krefst hann þess og, að gagnáfrýjandi verði dæmd- ur til að greiða honum málskostnað bæði í aðal- og gagnsök, bæði í héraði og fyrir hæstarétti. Gagnáfrýjandi, sem fengið hefir gjafsókn og gjaf- vörn í sökum þessum fyrir hæstarétti, hefir gert þær kröfur, aðallega að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða honum kr. 490.00 með 5“ ársvöxtum frá 2. júní 1932 til greiðsludags, og að hann verði sýknaður af kröfum aðaláfryjanda í gagnsökinni í héraði. En til vara krefst gagnáfryjandi staðfesting- ar á hinum áfrýjaða dómi. Ef aðalkrafan yrði tekin til greina, krefst gagnáfrýjandi þess, að aðaláfrýj- andi verði dæmdur til að greiða honum málskostn- að bæði í aðalsök og gagnsök og bæði í héraði og fyrir hæstarétti, eins og málið væri ekki gjafsóknar- eða gjafvarnarmál. Og ef varakrafan yrði tekin til greina, krefst hann málskostnaðar fyrir hæstarétti með sama hætti sem áður segir. Ómerkingarkröfu sína byggir aðaláfrýjandi á þvi, að héraðsdómarinn hefir í dómi sinum skuldajafn- að þeirri kröfu, er hann dæmdi gagnáfrýjanda til að greiða aðaláfrýyjanda, við kröfu þá, er hann dæmdi aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda, enda þótt flutningur málsins gæfi dómaranum enga heimild til þess, enda skipti skuldajöfnun þessi ekki máli vegna mismunandi vaxta, bæði vegna vaxtahæðar og vaxtatímans. Jafnvel þótt þessa aðfinnslu við hinn áfrýjaða dóm verði að telja á rökum byggða, þá verður þetta atriði ekki talið svo stórvægilegt, að það eigi að varða ómerk- ingu dómsins, enda bæði auðvelt og heimilt að lag- færa það í æðra dómi, ef því yrði að skipta. Verður ómerkingarkrafan því ekki tekin til greina. Og verð- ur því að leggja dóm á aðal- og gagnsök að efni til. 115 Kemur þá fyrst til álita krafa gagnáfrvjanda í að- alsök í héraði. Þegar hreppsnefndin fékk grun eða vitneskju um það, að aðaláfrýjandi skuldaði Strand- arhreppi frá oddvitatið sinni, enda þótt bæði hrepps- nefnd og sýslunefnd, eftir lögskipaða endurskoðun hreppsreikninganna hefði veitt honum kvittun fyr- ir reikningsskilunum, þá hefði hún að sjálfsögðu át að fara á fund aðaláfrýjanda og gefa honum kost á að athuga reikningana af nýju eða bjóða honum upp á, að báðir aðiljar létu hæfan mann gera það. Það er ekki sannað segn mótmælum aðaláfrýjanda, að hreppsnefndin hafi snúið sér til hans áður en hún fól löggiltum endurskoðanda hina nýju endurskoðun reikninganna. Með því að hreppsnefndin hefir þann- ig efnt til kostnaðar, sem engan veginn er víst, að nokkurn tíma hefði á fallið, ef hún hefði farið svo að sem átt hefði að vera, þá verður aðaláfrýjandi þegar af þessari ástæðu ekki dæmdur til að greiða gagnáfrýjanda umstefndan kostnað af endurskoðun hreppsreikninganna. Verður því að sýkna aðaláfrýj- anda af kröfum gsasnáfrýjanda í aðalsök í héraði. Koma þá næst til álita kröfur aðaláfrýjanda í gagnsök í héraði. Um 1. lið hennar, kr. 139.23, athugast, að svo verður að líta á eftir flutningi málsins í hæstarétti og skjölum þess, að hinn löggilti endurskoðandi, sem athugaði reikninga hreppsins, hafi í skýrslu sinni talið allar þær upphæðir, sem hann taldi kom- ið hafa í hendur aðaláfrýjanda sem oddvita hrepps- ins, þar á meðal allt það, er dánarbú Bjarna Bjarna- sonar á Geitabergi skuldaði hreppnum. Hins vegar virðist endurskoðandinn ekki hafa talið umræddar kr. 139.23 til frádráttar aðaláfrýjanda í hag. En með því að sannað má telja, að hann hafi gefið búinu 116 eftir nefnda upphæð og að sú eftirgjöf hafi verið samþykkt síðan af réttum hlutaðeigendum, verður að telja aðaláfrýjanda hafa ofgreitt þessa upphæð, er hann greiddi skuld þá, sem endurskoðandinn taldi hann standa í við hreppinn. Og með því að telja má aðaláfrýjanda ennfremur hafa slegið nægi- legan varnagla um hugsanlegar ofgreiðslur af sinni hendi, þá verður að dæma gagnáfrýjanda til að end- urgreiða honum þessa upphæð. Af ástæðum þeim, sem í hinum áfrýjaða dómi segir, verður og að dæma gagnáfrýjanda til að end- urgreiða aðaláfrýjanda þar greindar kr. 10.59. Þar á móti verður að sýkna gagnáfrýjanda af kröfu aðaláfrýjanda um endurgreiðslu á þeim kr. 68.50 er í 3. lið kröfunnar í gagnsök í héraði segir, og af sömu ástæðu, sem þar er talin. Ber gagnáfrýjanda því að greiða aðaláfrýjanda í gagnsök í héraði kr. 149.82 með 5% ársvöxtum frá sáttakærudegi gagnsakar í héraði, 10. nóv. 1933, til greiðsludags. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður, bæði aðalsakar og gagnsakar, í héraði og hæstarétti, falli niður. Málflutningslaun skipaðs talsmanns gagná- frýjanda, í héraði og fyrir hæstarétti, er ákveðast samtals kr. 200.00, greiðist úr ríkissjóði. Loks hefir þess verið krafizt af hálfu aðaláfryj- anda, að hreppsnefndarmennirnir 4, sem að máls- höfðun þessari standa og nú eru lifs, og talsmaður hreppsnefndarinnar, Guðmundur Ólafsson hæsta- réttarmálaflutningsmaður, verði sektaðir fyrir ó- þarfa málsýfingu, og að áðurnefndur talsmaður hreppsnefndarinnar verði einnig sektaður fyrir að hrinda sáttum í aðalsök og gagnsök og fyrir annan vítaverðan flutning gjafsóknarmáls. Engar af þess- 117 um sektakröfum eru á rökum byggðar, og verða þær því ekki teknar til greina. Umboðsmaður aðaláfrýjanda, Magnús Thorlacius cand. jur., hefir í málflutningi sínum í héraði endur- tekið kallað talsmann hreppsnefndarinnar „lágvirt- an“, svarað honum um „rógburð“, sagt, að hann hafi „logið sér út gjafvarnarleyfi“ og viðhaft orðið „bull“ og „vitfirring“ um kröfur hans og málflutning. Fyrir þessi ósæmandi ummæli verður að sekta áðurnefnd- an málflytjanda ex officio, og þykir sektin hæfilega ákveðin 40 krónur, er renni að hálfu í fátækrasjóð Reykjavíkur og að hálfu í ríkissjóð, og komi 3 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Því dæmist rétt vera: Aðaláfrýjandi, Einar Thorlacius, á að vera sýkn af kröfum hreppsnefndar Strandarhrepps í máli þessu. Gagnáfrýjandi, hreppsnefnd Strandarhrepps f. h. hreppsins, greiði aðaláfrýj- anda kr. 149.82 með 5% ársvöxtum frá 10. nóv. 1933 til greiðsludags. Málskostnaður aðal- og gagnsakar, bæði í héraði og fyrir hæstarétti falli niður. Málflutn- ingslaun skipaðs talsmanns gagnáfrýjanda í héraði og fyrir hæstarétti, Guðmundar Ólafs- sonar hæstaréttarmálflutningsmanns, samtals 200 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Magnús Thorlacius cand. jur. greiði 40 krúna sekt, er renni að hálfu til fátækrasjóðs Revkja- vikur og að hálfu í ríkissjóð, og komi 3 daga 118 einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún greið- ist ekki innan Á vikna frá birtingu dóms þessa. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- ör að lögum. Forsendur hins áfryjaða dóms hljóða svo: Mál þetta hefir höfðað fyrir bæjarþinginu, að undan- genginni árangurslausri sáttatilraun 6. júní f. á. og að fenginni gjafsókn, Guðmundur Ólafsson, hrm., f. h. hrepps- nefndar Hvalfjarðarstrandarhrepps, með stefnu dags. 9. ágúst f. á., gegn præp. hon. Einari Thorlacius, Ásvallagötu 7, hér í bænum, til greiðslu endurskoðunarkostnaðar, kr. 490.00 ásamt 5% ársvöxtum frá sáttakærudegi 2. júní Í. á. til greiðsludags og málskostnaði að skaðlausu eða eftir reikningi, svo sem málið væri eigi gjafsóknarmál. Þá hefir stefndur að undangenginni árangurslausri sáttatilraun höfðað sagnsök í málinu með stefnu, dags. 15. nóv. Í. á., til greiðslu kr. 218.32 ásamt 6% ársvöxtum frá 13. sept. 1932 til greiðsludags og málskostnaði að skaðlausu eftir lág- marksgjaldskrá félags málflutningsmanna. Gagnstefndur hefir krafizt algerðrar sýknu í gagnsökinni og sér tildæmd- an málskostnað. Í aðalsökinni hefir stefndur krafizt frávísunar máls- ins vegna þess að dómkrafan hafi ekki við þingfestingu málsins verið nægilega rökstudd og sundurliðuð og eigi synt hvort hinn umkrafði kostnaður hafi nokkur verið eða nokkrum hafi verið greitt nokkuð. Það verður eftir atvik- tm að fallast á það, að það hafi verið vangæzla að leggja ekki fram við þingfestinguna reikning endurskoðendanna, sem þeir þá höfðu fengið greiddan fyrir meira en ári áð- ur og lagður var fram siðar í málinu, en greinargerð sú, sem gerð var fyrir kröfunni í sáttakæru og stefnu og með sjálfri endurskoðunarskýrslunni, þykir nægileg til þess að ekki beri að taka frávísunarkröfu aðalstefnds til greina. Þá hefir aðalstefndur og í upphafi málsins krafizt þess, að umboðsmaður aðalstefnanda, hrm. Guðmundur Ólafs- son, verði dæmdur í þyngstu refsingu sem lög leyfa, bæði fyrir hið áðurtalda svo og það, að hann sótti eigi sjálfur sáttafund. Um síðarnefnt atriði skal það tekið fram, að í 119 forföllum málflutningsmannsins mætti af hans hendi gamall og reyndur starfsmaður hans, sem langt áraskeið hefir mætt fyrir sáttanefnd samkv. umboði afhentu nefnd- inni, í málum, sem nefndur málflutningsmaður hefir haft til flutnings fyrir utanbæjarmenn, svo sem er um mál það, er hér liggur fyrir. Sektarkrafa aðalstefnanda hefir því við engin rök að styðjast. Annars hefir aðalstefndur krafizt algerðrar sýknu í að- alsök og sér tildæmdan málskostnað að skaðlausu sam- kvæmt framlögðum reikningi, en til vara er kröfunni mót- mælt sem allt of hárri, og að því er virðist til þrautavara, hefir aðalstefndur krafizt, að upphæð kröfunnar fari eftir mati óvilhallra, dómkvaddra manna. Loks eru lokakröfur aðalstefnds þær, að allir hreppsnefndarmennirnir, sem að máli þessu standa og sem hann nafngreinir, verði ásamt málflutingsmanni þeirra, dæmdir í sekt fyrir óþarfa máls- vfingu, en hefir þó síðar fallið frá þessari kröfu gegn odd- vitanum af því hann andaðist á meðan á málflutningnum stóð. Og enn hefir aðalstefndur krafizt þess, að málflutn- ingsmanni aðalstefnanda verði ekki tildæmd málflutnings- laun af almannafé. Málefni aðalsakar er annars þetta. Um áramótin 1928— 1929 andaðist þáverandi oddviti Strandarhrepps, Bjarni Bjarnason, en aðalstefndur var þá varaoddviti og tók við oddvitastörfum og var kosinn oddviti vorið 1929 og gegndi því starfi til vorsins 1931, er hann fluttist alfarinn úr hreppnum til Reykjavíkur. Við burtför skilaði hann þó ekki af sér þá þegar öllum skjölum og eignum hreppsfélagsins og þar á meðal hélt hann í sínum vörzlum sparisjóðsbók Brunabótasjóðs hreppsins. Svo sem vera bar samdi aðal- stefndur sveitarreikningana fyrir þau ár, sem hann gegndi oddvitastörfum. Þessir reikningar hver fyrir sig sættu ekki aðfinnslum að svo stöddu hjá hreppsnefndinni, sem þó að líkindum hefir yfirfarið þá og enn voru þeir svo sem lög mæla fyrir rannsakaðir af yfirskoðunarmanni, völdum af sýslunefnd, og síðan samþykktir af sýslunefnd. Í bréfi, sem oddviti hreppsins skrifar til umboðsmanns- ins hér fyrir réttinum, dags. 30. jan. 1933, segir hann að þeir, þ. e. hreppsnefndarmennirnir, hafi borið gott traust til aðalstefnds um reikningsfærslu þangað til hann vetur- inn áður sendi skilagrein sina til hreppsins og áðurnefnda 120 sparisjóðsbók. Gerir oddvitinn í bréfi þessu allrækilega grein fyrir bréfaskiptum og viðtökum, sem farið höfðu fram milli sín og annara nefndarmanna á aðra hlið og að- alstefnds á hina út af þessum reikningsskilum aðalstefnds. og afhendingum, svo og viðskiptum við yfirvöld út af þessu. En skýrslu þessa oddvita, sem andaðist nokkru eftir að mál þetta var höfðað, hefir aðalstefndur mótmælt sem rangri, svo hún verður ekki, það sem hún nær, lögð til grundvallar um það, hvað farið hefir á milli aðilja eftir að aðalstefnandi sá annmarka á reikningsskilum að- alstefnds. En það hefir aðalstefndur játað, að tveir hrepps- nefndarmanna, fyrrnefndur oddviti og hreppstjóri htepps- ins hafi heimsótt hann veturinn 1932 og tjá honum að þeir hefðu afhent endurskoðanda Birni E. Árnasyni hrepps- reikningana til endurskoðunar. Kveðst aðalstefndur hafa tekið þessu fálega en þó með ró, því að reikningarnir hlytu að vera réttir eins og viðurkennt hafði verið og samþykkt af öllum réttum aðiljum. Framkvæmdi síðan endurskoð- unina ásamt áðurnefndum löggiltum endurskoðanda, Ari Q. Thorlacius, endurskoðandi með þeim árangri 27. april 1932 að þeir töldu aðalstefndan skulda hreppnum frá oddvitatið sinni kr. 1724.96. Svo sem ætla má kom aðal- stefndum þessi niðurstaða kynlega fyrir og fékk tengda- son sinn til að endurskoða reikningana að nýju og komst hann að þeirri niðurstöðu, að hinir fyrri endurskoðendur hefðu oftalið aðalstefnanda til skuldar 100 pósta samtals að upphæð kr. 131.00. Greiddi aðalstefndur síðan fyrrgreinda fjárhæð að frádregnum nefndum kr. 131.00 og greiddi auk vaxta frá 30. april 1931 til 15. sept. 1932 af kr. 1028.90 af skuldinni með kr. 60.49, sem síðar verður minnst á. Í bréfi til aðalstefnanda, dags. 13. sept. 1932, sem aðalstefnd- ur lét fylgja með greiðslunni, kemst hann þannig að orði: „Án þess að viðurkenna að skuld þessi sé rétt, hefi ég lof- að að greiða þessa fjárupphæð og óskað að fá fullnaðar- kvittun oddvita hið fyrsta“. Kvittun fyrir hina sendu fjár- hæð, dags. 17. sept. 1932, sendi oddvitinn með bréfi dags. 19. s. m., þar sem hann kveðst eigi geta orðið við ósk að- alstefnds um fullnaðarkvittun fyrir skuldaskiptum hans við hreppinn meðan óútkljáð sé hverjum beri að greiða endurskoðun þá, sem greiðslan byggist á. Er hér komið að merg málsins, því að aðalsökin snýst um það, hvort aðal- 121 stefndur sé skyldaður að greiða sem stefndur kr. 490.00, sem þeir Björn EF. Árnason og Ari O. Thorlacius kröfðust fyrir starf sitt og fengu greiddar 29. april og 3. maí 1932. Hefir aðalstefndur uppi margvísleg mótmæli gegn kröf- unni. Í fyrsta lagi heldur aðalstefndur því fram, að ályktun hreppsnefndarinnar um að fela endurskoðendum starfið hafi verið ógild með því að samþykki sýslunefndar hafi ekki verið leitað eða það fengið, og til stuðnings þessu vísar hann til 28. gr. 3. tölul. sveitarstjórnarlaganna. Á þetta verður þó ekki fallizt. Nefnt ákvæði tekur til greiðslu fyrir störf, sem falin eru mönnum völdum samkv. 2. mgr. 9. gr. sömu laga, en tekur ekki til nauðsynjamála, sem reka þarf utansveitar og verja fé til. Málflutningurinn gefur ekki tilefni til að fara fleiri orðum um þessa varnarástæðu að- alstefnds. Þá telur aðalstefndur fram til sýknu sér aðildarskort aðalstefnanda. Virðist þessi varnarástæða vera byggð á þvi, að umstefnd upphæð er ekki talin meðal gjalda í hreppsreikningnum það ár, sem greiðslan var innt af hendi. Um þessa sýknuástæðu skal þetta tekið fram. End- urskoðunin var framkvæmd eftir beiðni aðalstefnanda. Hann veitti móttöku fyrir hreppsins hönd því fé, sem inn- vanst vegna endurskoðunarinnar. Aðalstefnandi hefir lagt fram í málinu kvittaðan reikning endurskoðendanna til hreppsins fyrir störf þeirra og upplýst er í málinu að greiðsluna annaðist hinn látni oddviti, sem stóð fyrir því að endurskoðunarstarfið var framkvæmt. Réttinum þykir þetta allt nægilegt til þess að sanna heimild aðalstefnanda til þessarar málssóknar. Þá er sú ein ástæða aðalstefnds fyrir sýknu, að aðal- stefnanda hafi brostið heimild til að láta endurskoða reikn- inginn og að þarflaust hafi verið að leita löggilts endur- skoðanda, þar sem auðvelt mundi hafa verið að fá lag- færingu reikningsskilanna með ódýrara móti og jafnvel kostnaðarlaust. Það skal ekki synjað fyrir það, að aðalstefnandi kynni að hafa getað fengið rétting mála sinna gagnvart aðalstefnd- um eftir öðrum leiðum en farið var og ef til vill kostnaðar- minni. En aðalstefnandi verður ekki áfelldur fyrir það, að hann leitaði hæfustu manna til að rannsaka reikninga, 122 sem aðalstefndur, hinn þaulvani reikningshaldari, hafði samið og virtist hafa haft óbilandi trú á, að réttir væru í alla staði, ekki síst eftir það að endurskoðunarmenn heima í héraði höfðu samþykkt þá. En eftir að aðalstefnandi varð áskynja um einhverjar misfellur á reikningsskilunum, var honum skylt að sannprófa málið og það á þann hátt, sem var öruggastur og nú orðið hinn venjulegi þegar um mikil- væg reikningsskil er að ræða. Og verður ekki á það fall- izt að þurft hafi að bera það undir samþykki aðalstefnda að láta endurskoðun fara fram með þeim hætti, sem gert var. En árangur endurskoðunarinnar sýndi að hennar var brýn þörf og misfellurnar reyndust stórvægilegar, svo það sýnist ekki geta leikið á tveim tungum að aðalstefndur eigi að bera kostnað þann, er endurskoðunin hafði í för með sér, enda getur ekki orðið fallizt á þá skoðun aðal- stefnds, að hann sé ekki skyldur að bera slíkan kostnað, vegna þess að hann hafi ekki verið dæmdur sekur um refsivert athæfi í sambandi við reikningsskilin. Samkvæmt framansögðu og þar sem gjaldið fyrir end- urskoðumina er við hóf, ber að taka dómkröfu aðalstefn- anda til greina eins og hún er. Gagnsökin. Eftir að aðalsökin var þingfest lét gagnstefn- andi enn að nýju tvo reikningsglögga menn, og er annar þeirra löggiltur endurskoðandi, rannsaka, endurskoða og gagnendurskoða áðurnefnda hreppsreikninga. Þessir menn komust að þeirri niðurstöðu, að gagnstefnanda hefðu verið oftaldir til skuldar tveir póstar, sem hann hefir greitt, sem sé kr. 139.23 og kr. 10.59. Er nú gagnstefnt til endurgreiðslu þessara liða, auk kr. 68.50, sem gagnstefnandi greiddi í vexti 13. sept. 1932 og minnst er á hér á undan. Gagn- stefndur hefir mótmælt öllum liðum gagnsakarinnar, sem röngum og verður þá að athuga þá. Um 1. lið. Þeirri staðhæfingu gagnstefnanda, sem studd er við framkominn vitnisburð, hefir ekki verið hnekkt, að komið hafi í ljós við lokauppgerð milli sveitarsjóðsins og dánarbúsins á Geitabergi, að búið skuldaði kr. 164.33 umfram það fé, sem svslumaður hafði greitt áður búsins vegna, en af nefndri fjárhæð hafi gagnstefnandi ekki veitt viðtöku nema kr: 25.10, en hinn hlutinn kr. 139.23, skyldi teljast sem eftirgjöf til búsins á vöxtum enda þótt þeir væru áður greiddir í þeirri fjárhæð, sem svslumaður innti 123 af hendi. Eftir þessu virðist svo sem gagnstefnandi hafi ekki veitt viðtöku frá búinu kr. 139.23 er honum hafa verið taldar til skuldar og hann hefir greitt. Þenna lið gagn- kröfunnar þykir því eiga að taka til greina. Um 2. lið. Gagnstefnandi hefir staðhæft, að þessi fjár- hæð hafi verið innstæða í sparisjóðsbók sem hann hafi afhennt gagnstefndum. Þar sem gagnstefndur hefir ekki algerlega mótmælt þessu verður að líta svo á, að upphæðin hafi verið tvigreidd og ber því einnig að taka þennan lið gagnkröfunnar til greina. Um 3. lið. Fjárhæðin var réttilega greidd og alls ekki í rangri ímyndun um skuld, endurgreiðsla hennar þykir ekki geta stuðst við nein rök og verður þessi liður gagn- kröfunnar ekki tekinn til greina. Gagnstefndur á þannig að greiða kr. 149.82, sem drag- ast frá kr. 490.00 í aðalsökinni. Niðurstaða máls þessa verður þá sú, að aðalstefndur á að greiða kr. 340.18 með vöxtum eins og krafizt hefir verið. Sektarkrafa aðalstefnds á hendur hreppsnefndarmönn- unum hefir við engin rök að styðjast og verður því ekki tekin til greina og hið sama gildir um sektarkröfu hans á hendur talsmanni hreppsnefndarinnar, enda hefir máls- færsla hans verið lögmæt og bera honum 100 kr. í mál- flutningslaun, sem greiðast úr ríkissjóði. Í aðalsök þykir aðalstefndur eiga að greiða aðalstefn- anda 40 krónur upp í málskostnað eins og málið væri eigi gjafsóknarmál, en að öðru leyti fellur málskostnaður í aðalsök og gagnsök niður. Átelja verður ex officio talsmann aðalstefnds, Magnús mflm. Thorlacius, fyrir ósæmilegan rithátt hér fyrir rétt- inum í máli þessu, svo sem er hann margitrekað kallar um- boðsmann aðalstefnanda „lágtvirtur“, segir að hann hafi „logið út“ gjafsóknarleyfið og nefnir kröfur hans „vitfyrr- ingu“ og eiga hin tilvitnuðu orð að vera ómerk, en eftir atvikum látið hjá líða að sekta fyrir þau. 124 Miðvikudaginn 13. marz 1935. Nr. 182/1934. Valdstjórnin (Pétur Magnússon) gegn Guðmundi Ebenezerssyni (Lárus Fjeldsted). Botnvörpuveiðabrot. Dómur lögregluréttar Ísafjarðar 9. okt. 1934: Kærður, Guðmundur Ebenezersson, (Arthur Godmund) sæti 20600.00 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands og skal hún greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa, en verði hún ekki greidd sæti kærður einföldu fangelsi í 7 mánuði i stað sektarinnar. Afli og öll veiðarfæri, sem eru í togaranum „Alsey“ GY 460 þar með taldir dragstrengir, sé upptækt og eign land- helgissjóðs. Kærður greiði allan af máli þessu löglega leiddan og leiðandi kostnað. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. 2 Með því að fallast má á ástæður hins áfrýjaða dóms, þykir mega staðfesta hann, þó þannig, að sektin ákveðst 21300 krónur með tilliti til dagsgengis íslenzkrar krónu, sem nú er 47.01, og að greiðslu- frestur sektarinnar verði 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Kærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar á meðal málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 100 krónur til hvors. Þvi dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó svo að sektin verði 21300 krónur og greiðslu- frestur hennar verði 4 vikur frá birtingu dóms 125 þessa. Kærði, Guðmundur Ebenezersson (Arthur Godmund) greiði allan áfrýjunarkostnað sakar- innar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæsta- réttarmálflutningsmannanna Péturs Magnús- sonar og Lárusar Fjeldsted, 100 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af hálfu valdstjórnarinnar gegn skipstjóranum á botnvörpungnum GÝY 460, Álsey frá Grims- by, Guðmundi Ebenezerssyni, til heimilis í Weelsbyroad 55 í Grimsby, er á ensku nefnir sig Arthur Godmund, fyrir brot á ákvæðum laga nr. 5 frá 1920, um bann gegn Þbotn- vörpuveiðum. Það er sannað með eigin játningu kærðs og skýrslu skipherrans á Ægi, að kærður hafi orðið sekur um brot gegn ákvæðum fyrrnefndra laga, og eru málavextir þeir, er nú skal greina. Um kl. 2 síðdegis 7. þ. m. kom kærður á togaranum Alsey GY 460 að Fáskrúðsskeri á Húnaflóa. Kveðst hann hafa siglt þaðan 3 sjómílur í m/v A.t. N. % N. eða A.t. N. 14 N. mælt þar 41—-42 faðma dýpi og látið þar út ljósbauju, er hann telur að hafi verið í króknum utan við landhelgis- línuna norður af Vatnsnesi. Síðan hafi hann togað í aust- ur frá baujunni meðfram landhelgislínunni og til baka til baujunnar, þar til að hann hafi orðið að hætta veiðum kl. 10 um kvöldið. Kl. 1—2 árdegis 8. þ. m. kveðst hann hafa týnt baujunni. Kl. 7 árdegis sama dag kveðst hann aftur hafa byrjað að toga, hafi hann þá ekki séð til lands, en lóðað og mælt 45—46 faðma dypi, og haldið að hann væri utan land- helgi. Kl. 8,15 árdegis sama dag var varðskipið Ægir á leið vestur yfir Húnaflóa innan landhelgi útaf Eyjarsey og sá þá til togarans í stefnu laust við Vatnsnes og stefndi tog- arinn þá inn flóann. 126 Varðskipið hélt þá í áttina til togarans, sem kl. 8,21 snéri við og hélt út. Kl. 8,24 gaf varðskipið togaranum stöðvunarmerki með flöggum. Kl. 8,28 skaut varðskipið viðvörunarskoti og öðru kl. 8,29. Kl. 8,30 nam togarinn staðar. Kveðst skipstjóri ekki hafa heyrt skotin, en num- ið staðar skömmu eftir að hann hafi tekið eftir flaggmerkj- um varðskipsins. Kl. 8,37 setti varðskipið út bauju rétt við afturstafn togarans, og miðaðist Fáskrúðssker þá r/v 2509, siðan kom skipstjóri togarans um borð í varðskipið og var þá gerð eftirfarandi staðarákvörðun rétt utan við bauju varð- skipsins: Austurkantur Brandatanga > 25? 52" Nestáin austan við Hindisvík > 242 027 Norðurendi Fáskrúðsskers og gefur það stað baujunnar samkvæmt reikningi varð- skipsins 1,7 sjómilu innan landhelgislinunnar. Var siðan haldið að bauju togarans og gerð þar eftir- farandi staðarákvörðun kl. 9.48. Austurkantur Brandatanga > 35? 06' Nestáin austan við Hindisvík > 33? 47' Norðurendi Fáskrúðsskers og gefur það stað baujunnar samkvæmt reikningi varð- skipsins 1,9 sjómilu innan landhelgislinu. Kl. 10,01 var að nyju gerð eftirfarandi staðarákvörðun : Austurkantur Brandatanga > 49? 207 Fáskrúðssker og Fáskrúðssker miðað í r/v 252, sem gefur stað baujunn- ar 1,3 sjómilu innan landhelgi samkv. reikningi varð- skipsins. Skipstjóri togarans var viðstaddur, er allar staðar- ákvarðanirnar, að undantekinni fyrstu miðuninni, voru gerðar, og hefir í réttinum viðurkennt þær réttar. Hann fullyrðir, að hann hafi upphaflega sett bauju sína niður utan landhelgi, en að hún hafi um nóttina rekið inn í landhelgina svo sem framanskráð staðarákvörðun 127 segir til, og telur skipherra varðskipsins að það geti verið rétt, því að um nóttina hafi verið norðaustan stormur og siraumur að landi meðan skipin voru við baujurnar, enda muni jafnan svo vera þar í norðaustan átt. Að afstöðnum staðarákvörðunum fór varðskipið með togarann til Ísafjarðar. Var málið tekið þar til rannsóknar og játaði kærður brot sitt viðstöðulaust, Kærður hefir verið skipstjóri á ýmsum enskum togur- um að veiðum við Ísland síðastliðin ellefu ár. Hann hefir eigi áður gerzt brotlegur við fiskveiðalöggjöfina. Samkvæmt framanskráðu hefir kærður gerzt brotlegur gegn ákvæðum 1. gr. laga nr. 5 frá 1920 og þykir refsing sú, sem hann hefir unnið til hæfilega ákveðin kr. 20600.00 samkv. 3. gr. sömu laga samanbr. 1. gr. laga nr. 4 frá 1924, með tilliti til þess að gullgengi ísl. krónu er í dag 48.64. Sektin renni í Landhelgissjóð Íslands og greiðist innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Ef sektin verður ekki greidd, sæti kærður í stað hennar 7 mánaða einföldu fangelsi. Allur afli og öll veiðarfæri þar með taldir dragstrengir í togaranum Alsey GY 460 skal upptækt og eign landhelgis- sjóðs. Kærður greiði allan af málinu löglega leiddan og leið- andi kostnað. Á máli þessu hefir enginn dráttur orðið. Mánudaginn 18. marz 1935. Nr. 141/1934. Réttvísin og valdstjórnin (Garðar Þorsteinsson) gegn Óskari Sæmundssyni (Stefán Jóh. Stefánsson). Hegningarl.-, bifreiðarl.- og áfengislagabrot. Dómur aukaréttar Skaptafellssýslu 15. maí 1934: Ákærð- ur, Óskar Sæmundsson, greiði 200 króna sekt til ríkissjóðs 128 og komi 15 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar ef hún er eigi greidd innan 30 daga frá löglegri birtingu dóms Þessa. Hann skal og sviftur ökuleyfi í næstu sex mánuði frá birtingu dómsins. Svo greiði hann og allan kostnað sakarinnar, þar á meðal 50 krónur til skipaðs talsmanns sins, Stefáns Jóh. Stefánssonar, hrm. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Með skirskotun til forsenda hins áfrýjaða dóms þykir mega staðfesta hann. Ákærða ber að greiða allan áfrýjunarkostnað sak- arinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 100 krónur til hvors. Rannsókn máls þessa lauk 29. nóv. 1933. Talsmað- ur var skipaður hinum ákærða 11. dez. s. á., og skilaði hann vörn sinni til manns þess, cand. jur. Arnljóts Jónssonar, sem með málið hafði farið í fjarvist hins reglulega dómara, Gísla sýslumanns Sveinssonar, þann 5. jan. 1934. Hafði Arnljótur farið með málið aðeins sem settur sýslumaður í Skaftafellssýslu, meðan hinn reglulegi dómari sat á þingi haustið 1933. Og hefði þvi mátt ætla, að hinn reglulegi dómari tæki við máli þessu, eins og öðr- um embættisstörfum, jafnskjótt sem hann kom hein frá þingsetu sinni. Í stað þess víkur hann sæti í mál- inu með úrskurði 8. maí 1934, enda þótt hann væri að engu leyti við málið eða ákærða riðinn, svo að hann mætti ekki dæma það. Þessi aðferð hefir valdið óþörfum drætti á málinu. Þá hefir sækjandi málsins, Garðar Þorsteinsson, sem skipaður var til þess starfa 10. sept. 1934, haldið hjá sér skjölum málsins að nauðsynjalausu til 23. jan. síðastl., er hann afgreiddi þau loks til verjanda. Verður að vita 129 þenna drátt á málinu af hendi sækjanda þess hér fyrir dómi. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera Óraskaður. Ákærði, Óskar Sæmundsson, greiði allan áfrýj- unarkostnað sakarinnar, þar með talin mál- flutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmann- anna Garðars Þorsteinssonar og Stefáns Jóh. Stefánssonar, 100 krónur til hvors. Dóminum Þber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er með stefnu, útgefinni 28. nóvember f. á., höfðað af réttvísinnar og valdstjórnarinnar hálfu gegn Óskari Sæmundssyni, bifreiðarstjóra í Vík í Mýrdal, fyrir brot á 13. kapítula hinna almennu hegningarlaga frá 25. júni 1869, 144. gr., sbr. 145. gr. og fyrir brot á lögum nr. 70 frá 8. sept. 1931 um notkun bifreiða, 5. gr. 3. og 4. mgr., sbr. 14. gr. 1. mgr., svo og áfengislögum nr. 64 frá 19. mai 1930, 20. grein. Er ákærðum gefið það að sök, að hann hafi sýnt vita- verða vanrækslu í starfi sínu sem póstur, og að hann hafi hvað eftir annað verið ölvaður sem Þifreiðarstjóri við bifreiðarakstur. 23. september f. á. fór ákærður í bifreið sinni póstferð frá Vík í Mýrdal að Seljalandi undir Eyjafjöllum og var ferðinni heitið austur aftur daginn eftir. Eftir að ákærð- ur var kominn að Seljalandi ók hann upp að Markarfljóts- brú, að því er hann sjálfur segir til þess að prófa veginn frá Seljalandi upp að brúnni. Skildi hann eftir pósttösk- una, sem var ólæst og eftir framburði hans er ekki unnt að læsa, á steinpalli yfir bensintank, sem er á Seljalandi. skammt frá bænum, en fast við þjóðveginn. Töskuna fann 9 130 Brandur Stefánsson, bifreiðarstjóri, er var þarna á ferð sama dag, og geymdi hann töskuna unz ákærði kom að Seljalandi um kvöldið, og afhenti honum. Er þetta sannað af framburði Brands Stefánssonar, sem er að þessu leyti játaður af ákærðum. Í töskunni voru eftir framburði i Skaptafellssýslu. Enda þótt ákærður beri það fyrir sig, Brands nokkur bréf, og þar á meðal eitt til sýslumannsins að hann hafi gleymt töskunni, og þótt ekki sé upplýst að neitt hafi glatazt úr henni, þá verður rétturinn að telja að með þessu hafi ákærður gerzt sekur um vitaverða van- rækslu í sýslan sinni, þar sem hann er póstur og þannig opinber sýslunarmaður. Þykir hann með þessu hafa unnið til refsingar samkv. 144. gr., sbr. 145. gr. hinna almennu hegningarlaga. Kvöldið 10. júlí 1933 kom ákærður til Víkur úr ferð frá Seljalandi með fjóra farþega í bifreiði sinni, S. F. 22. Skildi hann eftir einn farþegann í Vík, en ók síðan vestur í Reynishverfi og skilaði þar af sér tveimur farþegum að Reynisdal. Var þá eftir einn farþeginn, stúlka úr Fljóts- hverfinu, og ók hann með hana aftur til Víkur. Virðist hún að lokum hafa fengið gistingu á heimili kærðs, eftir að hafa árangurslaust leitað fyrir sér um gistingu á nokkr- um stöðum. Hefir Magnús Finnbogason í Reynisdal borið það og unnið eið að því, að kærður hafi verið áberandi drukkinn þegar hann kom með farþegana að Reynisdal. Hafi hann bæði reikað í spori og borið talsvert á mæli hans. Segir Magnús að sér hafi af þessum sökum ekki virzt hættulaust að kærður æki með stúlkuna til Víkur, þótt hann að vísu ekki hæfist handa um þetta. Þá hafa fjögur önnur vitni borið það, að kærður hafi verið áberandi drukkinn þegar hann kom austur í þetta sinn. Hafa tvö þeirra, þau Páll Tómasson og Ágústa Jóns- dóttir borið það og unnið eið að því, að kærður hafi bæði reikað í spori og heyrzt á mæli hans, er hann kom til Víkur frá Reynisdal. Þá hefir Brandur Stefánsson, bifreið- arstjóri borið það, að hann hafi séð kærðan þetta sama kvöld, er hann kom aftur til Víkur frá Reynishverfi. Sá hann kærðan snúa bil sínum, og virtist á því hvernig hann gerði þetta, að hann hlyti að vera drukkinn. Enn hefir einn af farþegunum í bílnum, Sigurjón Sigurðsson, gefið þá skýrslu utan réttar fyrir lögreglustjóra Skaptafellssýslu, 131 að kærður hafi verið áberandi drukkinn, er hann stýrði bifreið sinni síðari hluta ferðarinnar. Hafi hann séð það á augum hans og einkum á akstrinum, sem hafi verið óstöðugur og slangrandi og miklu óstöðugri en áður, þar sem slæmt var yfirferðar „með bæjunum“ í Mýrdal. Hafi þetta verið svo áberandi, að kærður hafi ekið frá öðrum kanti vegarinns til hins á vixl og jafnvel á einum stað farið út af þótt ekki kæmi að sök. Til þessa vitnis, sem mun vera búsett í Reykjavik, hefir ekki náðst til að stað- festa skýrslu sína. 1. september síðastliðinn fór kærður áætlunarpóstferð frá Vík að Seljalandi. Komst hann raunar ekki alla leið um kvöldið. Hafði hann orðið fastur með bil sinni í Holtsá undir Eyjafjöllum, en var hjálpað upp úr. Nokkru seinna festist billinn aftur í Fosslæk, sem er nokkru vest- ar. Hefir vitnið, Páll Tómasson, sem einnig var á þess- ari sömu leið á flutningabifreiðinni S. F. 8, borið það og unnið eið að, að hann hafi komið að kærðum þar sem hann sat sofandi í bifreiðinni í Fosslæk svo áberandi drukkinn, að varla skildist er hann talaði eftir að hann var vakinn. Var kærður þarna með póstflutninginn með sér. Þá hefir og vitnið, Jón Dagsson, sem var farþegi hjá kærðum frá Sólheimahjáleigu, borið það og unnið eið að því, að kærður hafi verið áberandi ölvaður í þessari ferð. Enn hafa þrjú vitni, Óskar Jónsson, Matthías Einarsson og Sæmundur Bjarnason borið það, að þeir ásamt einni stúlku úr Hafnarfirði hafi verið farþegar hjá kærðum frá Þverá eða Markarfljóti til Víkur vorið 1932 að því er Ósk- ar segir í maimánuði. Segjast þeir hafa haft áfengi um hönd í bilnum og segir Óskar Jónsson að eftir því sem hann bezt muni hafi allir sem í bilnum voru neytt áfeng- isins. Hin vitnin þora þó ekkert að fullyrða um það hvort kærður neytti vins í þessari ferð, enda gekk ferðin slysa- laust. Verður því ekki gegn neitun kærðs talið sannað, að hann hafi verið ölvaður eða neytt áfengis við akstur í Þessari ferð. Enn hafa nokkur vitni borið það, að þau hafi snemma um morgun sumarið 1933 fundið kærðan sofandi í árfar- vegi um fimm mínútna gang frá bifreið sinni fyrir ofan Hvol í Mýrdal. Var bifreiðin föst í keldu. Var kærður þá í 132 póstferð áleiðis frá Seljalandi til Víkur. Ekki gáttu vitnin borið um það hvort kærður væri þá undir áhrifum áfengis, enda hefir hann neitað þvi. Loks hefir Gisli Sveinsson sýslumaður tilkynnt réttinum með símskeyti dags. 23. nóv. f. á., að kærður hafi orðið uppvís að því veturinn 1931—-1932, að hafa verið mikið drukkinn við akstur eina nótt eftir dansleik í Litla-Hvammi og ekið bifreiðinni út af veginum á hættulegum stað. Far- Þegar voru nokkrar konur, en slys varð ekki. Kveður sýslu- maður kærðan hafa játað þetta fyrir sér, beðizt vægðar og lofað betrun. Hafi hann því sleppt kærðum með á- minningu utan réttar. Rétturinn telur að þrátt fyrir neitun kærðs sé komin full lögsönnun fyrir því, að kærður hafi bæði 10. júlí og 1. september síðastliðinn verið ölvaður við akstur bifreið- ar, sem Í voru farþegar. Hefir hann með þessu brotið 3. og 4. mgr. 5. gr. laga um notkun Þifreiða sbr. 1. mgr. 14. gr. sömu laga. Svo hefir hann og fyrir þetta unnið til refsingar samkvæmt 20. gr. áfengislaga nr. 64 frá 19. maí 1930. Ákærður er kominn yfir lögaldur sakamanna og hefir hann ekki áður sætt ákæru né refsingu fyrir nokkurt afbrot. Refsing ákærða fyrir framangreind brot á hegningar- lögunum, bifreiðarlögunum og áfengislögunum þykir hæfi- lega ákveðin 200 krónur í sekt til ríkissjóðs og komi 15 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan 30 daga frá löglegri birtingu dóms þessa. Þá skal hann og sviftur ökuleyfi í sex mánuði frá lögbirt- ingu dóms þessa. Svo greiði hann og allan kostnað sakar- innar, þar á meðal málsvarnarlaun til skipaðs talsmanns síns, og þykja þau hæfilega ákveðin 50 krónur. Á máli þessu hefir orðið talsverður dráttur vegna ann- ríkis dómarans, sem um langt skeið hefir verið önnum kafinn við umfangsmikla réttarrannsókn og auk þess var um tíma fulltrúi lögmannsins í Reykjavík. Þá hefir og talsmaður ákærða fengið alllangan frest í málinu til máls- varnar, og verður að telja að hann hafi verið nauðsynlegur. 133 Miðvikudaginn 20. marz 1935. Nr. 171/1934. Valdstjórnin (Garðar Þorsteinsson) gegn Óðni Steinólfssyni Geirdal (Eggert Claessen). Bifreiðarlagabrot. Dómur lögregluréttar Ytri-Akraneshrepps 10. sept. 1934: Kærður, Óðinn St. Geirdal, skal greiða 75 króna sekt til ríkissjóðs. Ennfremur skal hann sviftur ökuskirteini um sex mánaða tímabil frá uppkvaðningu dóms þessa. Verði sektin ekki greidd innan eins mánaðar frá birt- ingu dóms þessa, skal koma í stað sektarinnar 5 daga ein- falt fangelsi. Enfremur greiði kærður allan kostnað við mál þetta og rannsókn þess, sem orðinn er og verður. Dóminum að fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Það verður að vísu ekki talin ógætni að snúa bifreið á því færi, sem í máli þessu greinir. En kærði virðist ekki hafa framkvæmt snúninginn með þeirri varfærni, sem nauðsynleg var, og stofnaði þannig í hættu farþega þeim, sem með vitund hans og vilja var í bifreiðinni. Með þessu hefir hann gerzt brot- legur við 6. málsgrein 6. gr. Þbifreiðarlaganna nr. 10/1931 per analogiam. Kærði veitti farþega sinum, sem þekkti kærða og engar kröfur hefir á hendur honum gert, nauðsynlega hjálp, og verður hann þvi ekki talinn hafa brotið fyrirmæli 9. gr. áðurnefndra laga. Refsing kærða fyrir framantalið brot þykir, sam- kvæmt 14. gr. bifreiðarlaganna hæfilega ákveðin 20 króna sekt til ríkissjóðs og komi 2 daga einfalt fangelsi í stað hennar, ef hún verður ekki greidd 134 innan Á vikna frá birtingu dóms þessa. Svo greiði kærði allan sakarkostnað í héraði og áfrýjun- arkostnað sakarinnar, þar með talin málflutnings- laun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 50 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Kærði, Óðinn Steinólfsson Geirdal, greiði 20 króna sekt í ríkissjóð, og komi 2 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Svo greiði kærði sakarkostnað í héraði og allan á- frýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin mál- flutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmann- anna Garðars Þorsteinssonar og Eggerts Claes- sen, 50 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af hálfu valdstjórnarinnar höfðað gegn Óðni Steinólfssyni Geirdal, verzlunarstjóra, Ásbergi á Akranesi, til refsingar fyrir brot á lögum um notkun bif- reiða, nr. 70 frá 8. sept. 1931, og málskostnaðargreiðslu. Atvik málsins eru þau, að kl. 3% síðdegis mánudaginn 14. mai s. 1. ók vöruflutningabifreið M.B. 68, eign Einars Jónssonar, Ásbergi á Akranesi, aftur á bak niður af ca. 6 metra háum moldarbakka rétt við húsið Halakot á Akra- nesi og niður í fjöru þar fyrir neðan. Við stýri bifreiðar- innar, er hún fór niður bakkann, var kærður Óðinn St. Geirdal, og ennfremur var í stýrishúsinu Þórður Guð- mundsson, sjómaður, frá Vegamótum á Akranesi. Þórður hálfrotaðist við fallið, enda er brekkan snarbrött þarna 135 niður í fjöruna og fjaran grýtt. Samkvæmt álitsgerð tveggja manna, er útnefndir voru af lögreglustjóra 14. maí s. 1., til þess að skoða bifreiðina M.B. 68, þar sem hún lá í fjör- unni, eftir að slysið vildi til, virðist bifreiðin hafa verið í nothæfu ástandi áður en slysið varð. Samkvæmt læknisvottorði frá Hallgrími Björnsyni lækni, sem skoðaði Þórð Guðmundsson rétt eftir slysið, hafði Þórður fengið högg aftan á höfuðið og þar af leiðandi heilahristing við það að bifreiðin rann niður brekkuna og niður í fjöru, ennfremur missti Þórður minnið um tima og var ca. tvær vikur að ná sér aftur. Kærður tilkynnti lögreglunni á Akranesi alls ekki neitt um slys þetta, heldur fór hann upp í sveit rétt eftir að slysið vildi til. Kærður hjálpaði Þórði Guðmundssyni út úr bifreiðinni og studdi hann heim að Ásbergi, en þaðan gekk Þórður heim til sín einn sins liðs, en sú vegalengd er örstutt. Af uppdrætti þeim, sem byggingarfulltrúinn, Sigurður Gíslason á Akranesi, hefir gert af staðnum, þar sem slysið varð, og sem dómarinn hefir útvegað og lagt fram í mál- inu, sést það, að 10 metra fjarlægð er frá húsum ofan vegarins við Halakot og að Bakkabrún, en frá brúninni eru síðan 5,5 metrar í áttina að sjó, sem hallar nokkuð, en ekki mikið. Á þessu svæði ætlaði kærður að snúa bifreið- inni þannig, að framendi bifreiðarinnar snéri upp að göt- unni, en afturhlutinn fram að bakkanum. Virðist vera hægt að snúa bifreið á þessu svæði með nokkurri aðgæslu, en kærður er nýlega búinn að fá ökuskírteini og litt æfð- ur bifreiðarstjóri og því nokkuð djarft af honum að snúa bifreiðinni á þessum stað. Auk þess bar honum að fara gætilega að, og nota hemlur strax er hann sá að hann var kominn að brekkunni, en það virðist hann ekki hafa gert nógu snemma. Með þessari vanrækslu þykir kærður hafa brotið gegn 15. gr. 1. mgr. sbr. 6. gr. 6. mgr. laga nr. 70 frá 8. sept. 1931. Ennfremur hefir kærður, með þvi að fara burt úr kauptúninu þegar, eftir að slysið vildi til og vanrækja að gera lögreglunni aðvart um slysið, brotið gegn 9. gr. 2. mgr. sömu laga. Þykir refsing hans fyrir þessi brot hæfilega ákveðin 75 króna sekt til ríkissjóðs, og enn- fremur skal hann sviftur ökuleyfi um sex mánaða tíma frá uppkvaðningu dóms þessa. Svo greiði kærður einnig allan 136 kostnað við mál þetta og við rannsókn þess, sem orðinn er og verður. Þórður Guðmundsson hefir engar kröfur gert í málinu um skaðabætur fyrir meiðsli þau, er hann hlaut við slysið. Á málinu hefir ekki orðið óþarfur dráttur. Mánudaginn 25. marz 1935. Nr. 39/1934. Lárus Fjeldsted f. h. W. Olsen (Th. B. Líndal) segn A. C. Höjer (Stefán Jóh. Stefánsson). Áfrýjun til staðfestingar og setningar aðfarar- ákvæðis. Dómur gestaréttar Árnessýslu 2. sept. 1933: Stefnd- ur, A. C. Höyer, í Hveradölum, greiði stefnanda, Lárusi Fjeldsted hrjmflm., f. h. W. Olsen, 141 kr. 90 a. með 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1932 til greiðsludags. Málskostnaður falli niður. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi krefst staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi að því er snertir ákvæði hans um greiðslu hinnar umstefndu upphæðar og vaxta, en að dóm- inum verði breytt að því leyti, að honum verði dæmdur málskostnaður í héraði og að aðfarar- ákvæði verði sett í dóminn. Svo krefst áfrýjandi málskostnaðar í hæstarétti. Stefndi krefst staðfest- ingar á hinum áfrýjaða dómi og málskostnaðar í hæstarétti eða til vara að málskostnaður í hæsta- rétti falli niður. Enda þótt stefndi hefði nokkra ástæðu til þess að láta koma til höfðunar máls þessa í héraði, voru 137 þó kröfur áfrýjanda þar að svo verulegu leyti tekn- ar til greina, að ástæða var til að dæma honum nokkurn málskostnað. Og ef stefndi, sem nú krefst staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi, hefði greitt hina dæmdu upphæð, en það hefir hann ekki gert þrátt fyrir kröfu áfrýjanda, þá hefði ekki þurft til áfrýjunar þess máls að koma vegna þess að að- fararákvæði vantaði í dóminn. Að þessu athuguðu þykir rétt að dæma stefnda til að greiða málskostn- aði héraði og fyrir hæstarétti, og þykir málskostn- aðurinn hæfilega ákveðinn samtals 250 krónur. Því dæmist rétt vera: Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu umstefndrar upphæðar og vaxta á að vera ó- raskað. Stefndi, A. C. Höjer greiði áfrýjanda, Lárusi Fjeldsted f. h. W. Olsen, samtals 250 krónur í málskostnað í héraði og fyrir hæsta- rétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta hefir stefnandi höfðað til greiðslu á skuld að fjárhæð 175 kr og 6% ársvaxta frá 1. janúar 1932 auk málskostnaðar að skaðlausu, en hún er risin af kaupum á blómum, er stefndur fékk hjá stefnanda. Skuld þessa neitar stefndur að greiða og krefst að hann verði algerlega sýknaður af kröfum 'stefnanda og sér dæmdur málskostnaður eftir mati dómarans. Drög málsins eru þau, að haustið 1931 fékk stefndur blóm o. fl. frá stefnanda og viðurkennir móttöku þeirrar sendingar 30. nóv. 1931 án þess að geta þess að henni hafi að neinu verið áfátt. Síðar nokkru, með bréfi, sem 138 virðist póststimpluð í Reykjavik 17. febrúar 1932, kveð- ur stefndur sendinguna skemmda og mest af henni ónot- hæft, en þessi kvörtun er of seint fram komin og verður því samkv. 52. gr. laga um lausafjárkaup 39/1922 eigi tekin til greina. Í öðru sinni hefir stefndur haldið því fram, að stefn- andi hafi átt að bera kostnað af sendingunni og kveðst hafa greitt 33 kr. 10 a. í flutningskostnað. Af hálfu stefn- anda er þessu atriði ekki beint mótmælt og þykir þvi rétt að draga hann frá stefnukröfunni, en um fjárhæð hennar hefir ekki verið ágreiningur að öðru leyti. Samkvæmt þessu virðist málskostnaður eiga að falla niður. Mánudaginn 25. marz 1935. Nr. 15/1935. Valdstjórnin (Bjarni Þ. Johnson) sesn Helga Þorlákssyni (Th. B. Lindal). Áfengislaga- og bifreiðarlagabrot. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 4. jan. 1935: Kærð- ur, Helgi Þorláksson, greiði 100 króna sekt til ríkissjóðs og komi 10 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Hann skal og æfilangt sviptur leyfi til að styra bifreið. Kærður greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Brot kærða varðar við 3. málsgr., sbr. 5. málsgr. ð. gr. laga nr. 70/1931 og 20. gr. laga nr. 64/1930, og þykir sekt kærða samkvæmt 14. gr. laga nr. 70/1931 hæfilega ákveðin eins og gert í hinum áfrýjaða dómi. Svo verður eigi hjá því komizt að svipta kærða ökuleyfi æfilangt samkvæmt 2. málsgr. 139 20. gr. laga nr. 64/1930. Og með því að fallast má á ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sakarkostn- aðar, ber að staðfesta hann að öllu leyti, þó svo að greiðslufrestur sektarinnar verði 4 vikur frá birt- ingu dóms þessa. Kærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinn- ar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækj- anda og verjanda fyrir hæstarétti, 50 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: 2 Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó svo að greiðslufrestur sektarinnar verði 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Kærði, Helgi Þorláksson, greiði allan áfrýjunarkostnað sak- arinnar, þar með talin málfutningslaun skip- aðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna, Bjarna Þ. Johnson og Theódórs B. Lindal, 50 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Helga Þorlákssyni, bifreiðarstjóra, til heimilis á Lauga- veg 27 hér í bæ fyrir brot á lögum um notkun bifreiða nr. 70 frá 1931 og áfengislögum nr. 64 frá 1930, og eru málavextir þeir, er nú skal greina. Klukkan rúmlega 11 e. h. þann 1. janúar síðastliðinn sáu tveir lögregluþjónar, er voru á verði á Laugavegi, bifreiðina R.E. 104 nema staðar fyrir utan húsið nr. 27 við nefnda götu. Bifreið þessari stýrði kærður og þegar hann kom út úr bifreiðinni virtist lögregluþjónunum hann 140 vera undir áhrifum áfengis svo að þeir fluttu hann á lög- reglustöðina. Þar skoðaði læknir kærðan og hefir gefið vottorð þess efnis, að kærður hafi verið óskýr í máli og augsýnilega undir áhrifum áfengis. Lögregluþjónar þeir tveir, er tóku kærðan, hafa borið Það fyrir rétti að þeim hafi virzt kærður vera undir á- hrifum áfengis, þegar þeir tóku hann, bæði vegna þess að hann reikaði í spori og vegna þess að hann var ógreini- legur í máli. Einnig hefir lögregluþjónn sá, er tók skýrslu af kærð- um á lögreglustöðinni borið, að honum hafi virzt kærð- ur vera undir áhrifum áfengis þegar komið var með hann á lögreglustöðina. Kærður hefir játað að hafa neytt portvíns rétt áður en lögreglan tók hann fastan. Hafði maður nokkur, er með honum var í bifreiðinni portvinsflösku með sér. Hafði kann gefið kærðum að drekka úr flöskunni, en ekki nema lítið eitt. Kærður hefir neitað því að hann hafi fundið nokkur áhrif áfengis á umgetnum tíma. Þareð læknir hefir gefið það vottorð að kærður hafi verið augsýnilega undir áhrifum áfengis í umrætt skipti og þrir lögregluþjónar hafa borið hið sama og kærður hefir játað að hafa neytt áfengis, verður að telja það sannað, að kærður hafi verið undir áhrifum áfengra drykkja við bifreiðarakstur í umrætt skipti. Kærður hefir í lögreglurétti Reykjavíkur verið dæmd- ur í 100 króna sekt og verið sviptur ökuskírteini í 6 mán- uði 1. júlí 1932 fyrir ölvun við bifreiðarakstur. Brot kærðs ber að heimfæra undir 5. gr. 3. mgr., sbr. o. gr. 4. mgr. og 14. gr. laga nr. 70, 1931 og 20. gr. laga nr. 64, 1930, þykir refsing sú, er hann hefir til unnið hæfi- lega ákveðin 100 króna sekt til ríkissjóðs og komi einfalt fangelsi í 10 daga í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Einnig ber að svipta kærðan æfilangt leyfi til að stýra bifreið. Kærður greiði allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. 141 Miðvikudaginn 27. marz 1935. Nr. 41/1934. Magnús Ólafsson (Eggert Claessen) gegn stjórnendum „Vörubílastöðin í Reykjavík“ og gagnsök (Stefán Jóh. Stefánsson). Skaðabætur fyrir atvinnutjón. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 9. nóv. 1933: Stefndir stjórnendur félagsins „Vörubilastöðin í Reykjavik“ fyrir félagsins hönd skulu að viðlögðum 10 kr. dagsektum við- urkenna stefnanda, Magnús Ólafsson, löglegan meðlim í nefndri bifreiðastöð og afhenda honum félagsmerki stöðv- arinnar. Að Öðru leyti skulu stefndir vera sýknir af kröfum stefnanda í málinu. Málskostnaður fellur niður. Dóminum ber að fullnægja innan fimmtán daga frá lög- birtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefir fyrst og fremst krafizt stað- festingar á ákvæði hins áfrýjaða dóms um skyldu gagnáfrýjanda að viðlögðum dagsektum til að við- urkenna aðaláfrýjanda félaga „Vörubilastöðin í Reykjavik“ og til að afhenda honum félagsmerki hennar. Þessi krafa hefir ekki sætt andmælum af hálfu gagnáfrýjanda, og verður því að taka hana til greina, þó svo að fullnægjufrestur þessarar skyldu verði 15 dagar frá birtingu dóms þessa. Þá hefir aðaláfrýjandi krafizt þess, að gagn- áfrýjandi verði dæmdur til að greiða honum skaða- bætur fyrir atvinnutjón, aðallega 9973,60 með 6% ársvöxtum frá sáttakærudegi, 22. april 1932, til greiðsludags og til að viðurkenna, að gagnáfrýjend- 142 ur skuli greiða aðaláfrýjanda kr. 36,40 fyrir hvern virkan dag eftir áðurnefndan sáttakærudag þar til hann verður viðurkenndur meðlimur stöðvarinnar. Til vara krefst aðaláfrýjandi, að hæstiréttur meti bæturnar, og til þrautavara, að bótaupphæðin verði látin fara eftir mati dómkvaddra manna. Loks krefst aðaláfrýjandi málskostnaðar bæði í héraði og fyrir hæstarétti. Gagnáfrýjendur hafa aðallega krafizt algerðrar sýknunar af skaðabótakröfu aðaláfrýjanda, en til vara, að skaðabótaupphæðin verði ákveðin eftir mati dómsins. Um skaðabótakröfu aðaláfrýjanda eru ýms ný gögn komin fram í málinu fyrir hæstarétti, og verð- ur að dæma hana með hliðsjón af þeim. Í aðvörun þeirri, sem stjórn „Vörubílastöðin í Reykjavík“ og stjórn verkamannafélagsins „Dags- brún“ sendu aðaláfrýjanda í síðustu viku aprilmán- aðar 1931 segir berum orðum, að skyldubrot, er aðaláfrýjandi var sakaður um, varði því, að hann og aðrir, er um þau verði sekir, verði „skoðaðir sem utan stöðvarinnar og þar af leiðandi tafarlaust stöðvaðir við vinnu“. Og í aðvörun, sem stjórn stöðvarinnar sendi aðaláfrýjanda 5. mai 1931, segir, að honum verði tafarlaust vikið af stöðinni, ef hann bæti ekki ráð sitt, og er honum jafnframt bent á, „að burtrekstur af stöðinni þýðir fyrir þig (þ. e. aðaláfrýjanda), það, að þú getur alls ekki stundað þessa atvinnu áfram, samkvæmt samþykktum verkamannafélagsins Dagsbrún.“ Með þessu hafa sagnáfrýjendur tvímælalaust sagt aðaláfrýjanda, að honum yrði meinað að stunda atvinnu sína framvegis, ef honum yrði vikið úr félagsskapn- um um stöðina. Það er og upplýst, að aðaláfrýjandi 143 varð að fara úr vinnu, sem hann var byrjaður á, vegna þess, að. hann var kominn úr stöðvarfélag- inu. Það er og upplýst, að ýmsir atvinnurekendur, sem aðaláfrýjandi hafði undanfarið haft vinnu hjá og mundu hafa veitt honum vinnu framvegis, hafa ekki þorað það, af því að þeir töldu hann vera í vinnubanni af hálfu gagnáfrýjanda og félagsins „Dagsbrún“, með því að þeir óttuðust, að þessir að- iljar mundu þá stöðva hjá þeim vinnu. Samkvæmt þessu verður að telja, að atvinnu- möguleikar aðaláfrýjanda hafi verið verulega skertir fyrir aðgerðir gagnáfrýjenda, og með þvi, að þessar aðgerðir verður að telja óréttmætar, þá eru gagnáfrýjendur skyldir að bæta aðaláfrýjanda tjón, er hann hefir orðið fyrir vegna þeirra. Aðaláfrýjandi hefir byggt aðalbótakröfu sina á þvi, að hann hefði allan þann tíma, sem um er að tefla, haft eða getað haft óslitna og fulla vinnu hvern virkan dag. Aðaláfrýjandi var hvergi fast- ráðinn langan tíma eða skamman, heldur hafði hann vinnu hingað og þangað eftir því, sem hún féll til, og var atvinna hans því nokkuð stopul sem flestra annara starfsbræðra hans; verður skaða- bótaupphæðin því ekki miðuð við það, að hann hefði allan tímann haft óslitna og fulla atvinnu. Verður aðalkrafan þvi ekki tekin til greina. Kem- ur þá varakrafan til álita. Það er upplýst í málinu, að aðaláfrýjandi hafði aðeins samtals um kr. 1700,00 brúttótekjur af akstri árið 1931, eftir að hann var rekinn af stöðinni og árið 1932, eða um 20 mánuði samtals. Hinsvegar hafði hann um kr. 6000,00 brúttótekjur af þeirri at- vinnu hjá Reykjavikurbæ og hafnarsjóði árið 1933. En hjá sömu aðiljum hafði aðaláfrýjandi að eins 144 árið 1934 um kr. 2800,00 brúttótekjur. Miðað við meðaltals nettótekjur vörubilstjóra árin 1931 og 1932, samkvæmt skýrslu skattstjórans í Reykjavik, og með hliðsjón af atvinnumöguleikum þeim, sem aðaláfrýjandi virðist hafa haft, ef hann hefði ekki verið rekinn úr áðurnefndum félagsskap, þykja bætur þær, sem gagnáfrýjendum ber að greiða hon- um, hæfilega metnar alls kr. 5000,00 með 5% árs- vöxtum frá 22. april 1932 til greiðsludags. Eftir málavöxtum þykir rétt, að dæma gagnáfrýj- endur til að greiða aðaláfrýjanda málskostnað fyrir hæstarétti og í héraði, er þykir hæfilega ákveðinn samtals 400 krónur. Aðaláfrýjandi hefir krafizt sekta á hendur stjórnendum „Vörubilastöðin í Reykjavik“ fyrir það, að þeir mættu ekki sjálfir á sáttafundi í mál- inu. Á sáttafundinum mætti framkvæmdarstjóri stöðvarinnar, og verður að telja það löglegt. Sekta- krafa þessi verður því ekki tekin til greina. Því dæmist rétt vera: Ákvæði hins áfrýjaða dóms um skyldu gagn- áfrýjenda, stjórnenda #„Vörubilastöðin í Reykjavik“, til þess, að viðlögðum 10 króna dagsektum, að viðurkenna aðaláfrýjanda lög- legan meðlim nefndrar stöðvar og til að af- henda honum félagsmerki hennar, eiga að vera óröskuð, þó svo að fullnægingarfrestur skyld- unnar verði 15 dagar frá birtingu dóms þessa. Gagnáfrýjendur, stjórnendur „Vörubilastöð- in í Reykjavik“, greiði f. h. nefndrar stöðvar aðaláfrýjanda, Magnúsi Ólafssyni, kr. 5000,00 145 með 5% ársvöxtum frá 22. april 1932 til greiðsludags. Svo greiði gagnáfrýjendur, f. h. téðrar stöðv- ar, aðaláfrýjanda málskostnað fyrir hæsta- rétti og í héraði, samtals 400 krónur. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er eftir árangurslausa sáttaumleitun höfð- að fyrir bæjarþinginu með stefnu útgefinni 25. maí Í. á. af Magnúsi Ólafssyni, bifreiðarstjóra, Hrólfsskála á Sel- ljarnarnesi, gegn stjórnendum „Vörubilastöðvarinnar í Reykjavík“, þeim Eiríki Snjólfssyni, formanni, Ásgrimi Gíslasyni, Friðleifi I. Friðleifssyni, Jóni Guðlaugssyni og Kristjáni Þorgrimssyni, öllum hér í bænum, fyrir stöðvar- innar hönd, til greiðslu skaðabóta að uphæð kr. 9973.60 með 6% ársvöxtum frá sáltakærudegi, 22. april f. á. til greiðsludags, til viðurkenningar á því, að stefndum beri að greiða honum kr. 36.40 fyrir hvern virkan dag frá sátta- kærudegi þar til hann verður viðurkenndur meðlimur nefndrar bifreiðarstöðvar og honum afhent merki hennar, svo og til viðurkenningar á því, að viðlögðum dagsekt- um, að hann sé réttur félagi í félaginu „Vörubílastöðin í Reykjavík“ og loks til greiðslu málskostnaðar í máli þessu að skaðlausu. Málavextir eru þeir, að á fundi sem haldinn var 9. april 1931 var bifreiðarstöðin „Vörubilastöðin í Reykjavik“ stofnuð. Samkvæmt lögum stöðvarinnar, sem fram hafa verið lögð í málinu var tilgangur hennar sá, að efla sam- vinnu og hag vörubifreiðaeigenda með lækkun reksturs- kostnaðar vörubifreiða og öðru er að gagni kynni að vera hagsmunum bifreiðaeigenda. Stjórn stöðvarinnar skyldi skipuð fimm mönnum og áttu þrír þeirra að vera kosnir af meðlimum stöðvarinnar en tveir að vera skipaðir af stjórn verkamannafélagsins „Dagsbrún“. Þá var og svo ákveðið að enginn gæti orðið meðlimur stöðvarinnar nema hann 10 146 væri einnig félagi nefnds verkamannafélags. Hafði „Dags- brún“ þannig beina og óbeina hlutdeild í stjórn og rekstri stöðvarinnar enda virðist sambandið milli hennar og fé- lagsins hafa verið allnáið. Hver stöðvarmeðlimur skyldi greiða kr. 5.00 í stofngjald og siðan kr. 15.00 í afgreiðslu- gjöld fyrsta hvers mánaðar fyrir mánuð hvern. Þá skyldi og hverjum stöðvarfélaga skylt að halda Þifreið sinni svo vel við, að hún væri nothæf til allrar vinnu, svo og fara i þá vinnu, er stöðvarstjóri skipaði fyrir um, og samn- ingar, er stjórnin eða stöðvarstjóri gerðu fyrir hönd stöðv- árinnar um akstur skyldi bindandi fyrir alla stöðvarmenn, en þeim hinsvegar óheimilt að gera slíka samninga nema í samráði við stjórn og stöðvarstjóra. Loks er svo ákveðið, að hver sá stöðvarmeðlimur sé rækur af stöðinni, sem að áliti stöðvarfundar hefir unnið henni ógagn; en rannsak- að skyldi mál hans áður en burtreksturinn væri fram- kvæmdur. Þá eru auk þess sem greint er hér að framan ýms önnur fyrirmæli í lögum stöðvarinnar. Er stöðin var stofnuð gerðist stefnandi, Magnús Ólafs- son, meðlimur hennar, greiddi stofngjald sitt og fékk af- hent merki er stöðvarmeðlimir skyldu hafa á bifreiðum sínum til einkennis. Kveðst stefnandi síðan hafa haldið sig að öllu leyti að stöðinni með bifreið sína, R.E. 719, og í engu gerzt brotlegur við reglur hennar eða samþykktir, en eigi að síður hafi hann fengið bréf dags. 5. maí 1931 frá stjórnendum stöðvarinnar þess efnis að hann hefði gerzt brotlegur við stöðina. Laugardaginn 30. s. m. hafi þeir Kristinus Arndal framkvæmdarstjóri stöðvarinnar og Stefán Björnsson frá verkamannafélaginu „Dagsbrún“ svo komið að þar sem hann hafði verið staddur með bifreið sm fyrir utan Varðarhúsið við Kalkofnsveg og tekið um: svifalaust af henni félagsmerkið. 2. júní s. á. hafi sömu menn enn komið þegar hann var að aka grjótmulning fyrir tafngreindan mann (Ásgeir Guðmundsson, lögfr.) hér í bænum úr mulningsvél Reykjavíkurbæjar og bannað hon- um að vinna. Kveðst stefnandi þá hafa orðið að hætta vinnu og síðan hafi hann ekki getað stundað atvinnu við bifreiðarakstur nema að litlu leyti vegna sambandsins milli vörubilastöðvarinnar og verkamannafélagsins „Dags- brún“, því að félagsbundnir verkamenn, en hér í bænum séu flestir verkamenn í verkalýðsfélögum, neiti að vinna 147 við hverskonar verk sem er, ef bifreiðarstjórar séu not- aðir til aðkeyrslu við vinnuna, sem ekki eru auðkenndir télagsmerki hinnar stefndu vörubilastöðvar eða eru eign annara stöðvarmeðlima. Sé samtök þessi svo sterk, að vörubifreiðaakstur sé gerður ómögulegur hér í bænum öllum öðrum en þeim, sem séu félagar í Vörubilastöðinni í Reykjavik. Kveðst stefnandi þannig aðeins hafa unnið sér inn kr. 990.00 frá 2. júní 1931, er hann var sviftur stöðvarmerkinu og félagsréttindum í nefndri vörubilastöð og til sáttakærudags. Sé því ljóst að hann hafi beðið stór- tjón vegna þeirra ráðstafana og þar sem þær hafi verið al- gerlega ástæðulausar og auk þess ólögmætar af þeim á- stæðum, að þær hafi verið framkvæmdar eftir ákvörðun sameiginlegs fundar stjórnar stöðvarinnar og stjórnar Dagsbrúnar, í stað þess að samkvæmt lögum stöðvarinnar geti aðeins almennur stöðvarfundur fjallað og tekið á- kvarðanir um brottrekstur stöðvarmeðlima, þá beri stöð- irni að bæta honum allt það tjón, sem hann hafi beðið af burtrekstrinum, svo eigi hann og að sjálfsögðu rétt til þess að verða viðurkenndur löglegur meðlimur stöðvarinnar framvegis og hefir stefnandi reist dómkröfur þær, sem að framan eru greindar og hann hefir gert í málinu, á þessum grundvelli. Fyrir upphæð skaðabótanna gerir stefnandi þá grein, að fyrir akstur vörubifreiða séu borgaðar kr. 4.50 á klst. og verði það með 10 tíma vinnu kr. 45.00 á dag. Benzin- eyðslu telur hann geta orðið í mesta lagi í 10 klst. kr. 7.50 og smurningsolíueyðsla á sama tíma kr. 0.10. Við þetta bætist svo viðhaldskostnaður á bifreiðinni kr. 1.00 á dag, og nemi þannig kostnaðurinn við aksturinn kr. 8.60 á dag, þannig að afgangs verði kr. 36.40, og telur stefnandi tjón sitt hafa numið þeirri upphæð hvern virkan dag frá þeim degi, er stöðvarmerkið var af honum tekið til sáttakærudags eða samtals á þessu tímabili kr. 9973,60, en við upphæð þessa ber það þegar að athuga, að frá henni virðist að sjálfsögðu eiga að draga þær kr. 990.00, sem stefnandi hefir viðurkennt að hafa fengið greiddar fyrir akstur á þessu sama tímabili. Þá telur stefnandi og að hann hafi skaðazt um kr. 36.40 hvern virkan dag frá sáttakærudegi og að hann muni skaðast framvegis um þá upphæð á dag, til þess tíma, er hann verði viðurkenndur 148 síöðvarmeðlimur og sé stefndri stöð skylt að greiða það tjón auk framangreindrar upphæðar. Stefndir hafa mótmælt öllum kröfum stefnanda og kraf- izt algerðar sýknu af þeim og málskostnaðar hjá honum að skaðlausu eftir mati réttarins. Byggja þeir sýknukröf- una í fyrsta lagi á því, að fullkomin ástæða hafi verið til að reka stefnanda af stöðinni og svipta hann félagsréttind- um við hana. Kveða þeir að í námunda við Vörubilastöð- ina í Reykjavík hafi verið rekin önnur bifreiðastöð undir nafninu „Nýja vörubilastöðin“. Hafi sú stöð auglýst eftir akstri í blöðum bæjarins, í dagblaðinu „Vísir“ 9. mai 1931 og í vikublaðinu „Timinn“ 23. s .m. og á auglýsingum þessum gefið upp sem stöðvarsíma sinn, símanúmer, er hafi verið á nafni stefnanda í bæjarsímaskránni. Þá hafi stefnandi haldið sig svo að segja eingöngu að „Nýju vörubilastöðinni“ enda þótt samkeppni hafi verið á milli stöðvanna en lítið látið sjá sig á sinni stöð. Eftir ákvörð- un á fundum stjórnar „Vörubílastöðvarinnar í Reykja- vik“ hafi því stefnandi hvað eftir annað verið varaður við að lána samkeppnisstöð síma sinn og honum jafnframt tjáð, að brottrekstri mundi varða ef út af væri brugðið eða ef hann ynni á annan hátt á móti hagsmunum stöðvarinn- ar, en er aðvaranir þessar hafi komið fyrir ekki hafi á fundi stjórna „Vörubilastöðvarinnar í Reykjavik“ og verkamannafélagsins „Dagsbrúnar“ verið ákveðið að vikja honum af stöðinni og taka af bifreið hans félagsmerkið. Þetta hafi síðan verið framkvæmt hinn 30. maí s. a. og á almennum stöðvarfundi 13. júlí s. á., hafi allar ákvarð- anir og gerðir stjórnanna í þessu efni verið samþykktar. Telja stefndir, að stefnandi með framangreindu framferði sínu, því að lána samkeppnisstöð síma sinn og stunda akstur þaðan þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir, hafi brugð- izt í svo verulegum atriðum skyldum þeim, sem á honum hafi hvílt gagnvart „Vörubilastöðinni í Reykjavik“, að hann hafi verið rétt rækur þaðan, og geti hann því hvorki átt nokkurn rétt til skaðabóta vegna brottrekstrarins eða heimtingu á því að verða aftur viðurkenndur stöðvar- meðlimur. Gegn mótmælum stefnanda hafa stefndir ekki sannað þá staðhæfingu, að hann hafi vanrækt að halda sér með bifreið sína að „Vörubilastöðinni í Reykjavík“ eða að 149 hann hefi ekið bifreiðinni fyrir aðra Þbifreiðastöð eða nokkra keppinauta félagsins á tímabilinu frá því að stöðin var stofnuð og þar til stefnandi var rækur ger. Hinsvegar er það augljóst, að á tímabili þessu auglýsti áðurnefnd bif- reiðastöð „Nýja vörubílastöðin“ síma, sem stefnandi var skráður fyrir, sem stöðvarsíma sinn. Hefir stefnandi gefið þá skýringu á þessu atriði, að hann hafi frá því í maí 1929 og þar til í febrúar 1930 leigt húsnæði í Varðarhúsinu og rekið þar bifreiðastöð, en í febrúar hafi hann selt Jóni nokkrum Bjarnasyni stöðina og hafi afnotarétturinn að símanum fylgt með í kaupunum. Jón hafi síðan rekið stöðina áfram þar til í júlímánuði 1931 og stöðugt haft afnot símans, og greitt afnotagjaldið fyrir hann, þó að hann gætti þess ekki að skipta um nafn við númerið í símaskránni, er hún var prentuð upp næst á eftir að eig- endaskiptin urðu að símanum. Hefir stefnandi leitt Jón Þennan sem vitni í málinu um þessi atriði, svo og annan mann, Jakob Sigurðsson, sem var félagi við Jón um rekst- ur stöðvarinnar frá því í janúarmánuði 1931. Er fram- burður beggja þessara vitna í samræmi við það, sem stefn- andi heldur fram og greint er hér að framan. Að áliti rétt arins verður stefnanda því ekki gefið að sök, að „Nýja- vörubilstöðin“ notaði og auglýsti umræddan sima, og hafa stefndir þá ekki sannað, að stefnandi hafi með framkomu sinni unnið til brottrekstursins og verður þvi framan- greind sýknuástæða ekki tekin til greina. Þá halda stefndir því fram, að þegar stefnandi gekk í félagið „Vörubilastöðin í Reykjavik“ og undirgekkst lög þess, meðal annars það ákvæði þeirra, að almennur stöðv- arfundur skyldi skera úr ágreiningi um rétt stöðvarmeð- lima til þess að vera í félaginu, hafi hann í raun og veru fallizt á að slíkur fundur ætti æðsta úrskurðarvald um brot félagsmanna gegn stöðinni. Nú hafi stefnandi að áliti fyrrgreinds stöðvarfundar 13. júlí 1931 verið rétt rækur úr félaginu og þeim úrskurði verði stefnandi að hlíta og hafi því krafa hans um skaða- bætur og upptöku í félagið á ný ekki við rök að styðjast. En á þetta verður ekki fallizt. Lítur rétturinn svo é að þrátt fyrir umrætt ákvæði í samþykktum stöðvarinnar eigi stefnandi rétt á að bera lögmæti brottrekstursins undir dómstólana og þar sem rétturinn, eins og áður greinir, 150 hefir eftir því sem fyrir liggur komizt að þeirri niður- stöðu, að brottreksturinn hafi verið óréttmætur, Þykir verða að taka þá kröfu stefnanda til greina, að hann verði að viðlögðum dagsektum viðurkenndur félagi í „Vörubila- stöðinni í Reykjavík“ og að hann fái afhent merki stöðv- arinnar og ákveðst sektin kr. 10.00 á dag. Samkv. framan- sögðu verður og að fallast á það hjá stefnanda að hann eigi heimtingu á því, að stöðin bæti honum allt það tjón, sem hann kann að hafa beðið vegna brottrekstursins og verð- ur nú skaðabótakrafa hans tekin til athugunar hér á eftir. Stefndir hafa mótmælt því í fyrsta lagi, að stefnandi hafi beðið nokkurt tjón vegna umræddrar ráðstöfunar. Þeir hafa að vísu viðurkennt það, að samtökin um „ Vöru- bilastöðin í Reykjavik“ séu allsterk svo að Þeir, sem að samtökunum standa hafi reynt og reyni að koma í veg fyrir það að bifreiðastjórar, sem fyrir utan stöðina eru, verði beirrar vinnu aðnjótandi, sem samtökin ráða yfir, en stefndir staðhæfa að bÞifreiðastjórar, sem eru utan samtak- anna, hafi eigi að síður vinnu við bifreiðaakstur og svo muni hafa verið um stefnanda. Til vara hafa stefndir mótmælt skaðabótakröfu þeirri, sem stefnandi hefir gert sem allt of hárri. Halda þeir því fram, að ekki nái nokkurri átt að reikna með slitlausri 10 klst. vinnu hvern virkan dag við bifreiðaakstur. Kveða þeir vinnu við bifreiðaakstur mjög stopula, langir tímar árs líði án þess að nokkur vinnudagur fáist og sjaldan sé að ræða um 10 stunda vinnudag og verður það að teljast kunnugt, að svo sé þetta hér í bænum. Það virðist nú koma fram í málinu, að stefnandi hafi misst af vinnu (bifreiðaakstri) hjá fyrrnefndum lögfræð- ingi (Ásg. Guðmundssyni) sökum þess að hann var ekki meðlimur hinnar stefndu vörubilastöðvar, en ekkert er heldur upplýst um nokkurt annað sérstakt tilfelli þar sem stefnandi hefir misst af atvinnu af þeim ástæðum að hann væri ekki meðlimur umræddrar stöðvar. Litur rétturinn því svo á, að enda þótt að svo virðist, sem brottreksturinn af stöðinni hafi verið til þess fallinn að baka stefnanda at- vinnutjón þá sé ekki eins og málið horfir við, hægt að taka skaðabótakröfu hans til greina, enda liggi engin gögn fyrir í málinu til þess að unnt væri að ákveða með nokkrum sanni upphæð bótanna, þó að um tjón hefði verið að ræða. 151 Verða stefndir því sýknaðir af skaðabótakröfu stefnanda í máli þessu. Eftir öllum málavöxtum þykir rétt að máls- f.ostnaður falli niður. Föstudaginn 29. marz 1935. Nr. 16/1935. Valdstjórnin (Jón Ásbjörnsson). gegn Þorvarði Valdemar Jónssyni (Einar B. Guðmundsson). Bruggun. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 14. dez. 1934: Kærði, Þorvarður Valdemar Jónsson, sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 20 daga og 1000 króna sekt til ríkissjóðs og komi einfalt fangelsi í 40 daga í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa. Bruggunartæki kærðs skulu upptæk gerð og eyðilögð og þær þrjár tunnur, er hann geymdi áfengið í, skulu upp- tækar gerðar og andvirði þeirra renna í ríkissjóð. Kærði greiði allan kostnað sakarinanr. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Með þeirri athugasemd, að brot kærða varða við 6. og 11. gr. laga nr. 64/1930 og að refsing hans á- kveðst eftir 30. og 32. gr. sömu laga, þvkir mega staðfesta hinn áfryjaða dóm, þó svo að greiðslu- frestur sektarinnar verði 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Kærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinn- ar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækj- anda og verjanda fyrir hæstarétti, 50 krónur til hvors. 152 Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó svo að greiðslufrestur sektarinnar verði 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Kærði, Þorvarður Valdemar Jónsson, greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutn- ingsmannanna Jón Ásbjörnssonar og Einars B. Guðmundssonar, 50 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Þorvarði Valdemar Jónssyni, sjómanni, til heimilis á Há- logalandi hér í bæ, fyrir brot gegn áfengislögum nr. 64, frá 1930, og eru málavextir þeir, sem nú skal greina. Samkvæmt úrskurði uppkveðnum í lögreglurétti Reykjavíkur þann 4. dezember 1934, gerði lögreglan að kvöldi þess sama dags húsleit hjá kærðum á heimili hans, eftir ólöglegu áfengi og bruggunartækjum. Þegar lögreglan kom að Hálogalandi hitti hún kærðan heima. Er honum hafði verið tilkynnt fyrirætlun lögregl- unnar, skýrði hann henni frá þvi, að geymdar væru 2 tunnur í eldhúsinu og Í tunna í geymsluherbergi inn af eldhúsinu. Fann lögreglan þessar þrjár tunnur og voru í þeim sam- tals circa 320 lítrar af áfengislegi í gerjun. Í geymsluher- bergi inn af eldhúsinu fann lögreglan og bruggunartæki. Voru það suðudúnkur, eimingarpípa úr eir, kælivatns- kvartel og primussuðuvél. Fullbruggað áfengi fannst ekki. Lögreglan tók sýnishorn af áfengisleginum en helti hon- um að öðru leyti niður. Bruggunartækin flutti hún á lög- reglustöðina. 153 Lögur sá, er í tunnunum fannst við húsleitina, var að áfengisstyrkleika, samkvæmt framlögðu vottorði Efnarann- sóknastofu ríkisins, 11,5% og 9,15% alkóhól eftir rúmmáli. Kærður hefir játað það fyrir rétti að hann hafi átt á- fengisbrugg það, er hjá honum fannst við húsleitina. Kveðst hann hafa bruggað það sjálfur og engrar aðstoðar notið við það og hafa átt bruggið einn. Hann flutti að Hálogalandi þann í. október síðastliðinn. Kveðst hann þegar hafa byrjað að brugga og hafa þegar húsleitin var gerð verið búinn að fullbrugga tvisvar sinn- um upp úr tveimur af tunnunum, þeim er minni voru, en cinu sinni upp úr stærstu tunnunni. Um miðjan nóvember síðastliðinn kveðst kærður hafa helt einni lögun niður af ótta við lögregluna. Kærður kveðst hafa látið í hverja tunnu auk vatns 5 pund af pressugeri og 60 pund af strausykri. Segist hann hafa fengið um 10 lítra af spríiritus úr hverri tunnu. Það, sem Í tunnunum var, er húsleitin var gerð, var samkvæmt sögn kærðs þriggja til 6 daga gamalt, og var hann ekkert farinn að sjóða af lögun þessari. Það af áfengisframleiðslu kærðs, sem hann ekki neytti sjálfur, kveðst hann hafa selt Lúðvík Ásgrímssyni, kaup- manni á Þórsgötu 22, og gizkar kærður á, að hann muni alls hafa selt Lúðvík 40—50 potta af spiritus. Pottinn af ó- blönduðum spiritus seldi kærður á 14 krónur. Seldi kærður áfengið í heil- og hálfflöskum og allt óblandað nema einar 10 flöskur, er hann kveðst hafa selt Lúðvík með blönduðu áfengi Í. Lúðvík Ásgrímsson hefir verið yfirheyrður um áfengis- kaup sín af kærðum, en hann hefir neitað þvi að hafa nokkurt áfengi af kærðum keypt. Ekki hefir það sannazt, að Lúðvík hafi nokkurt áfengi keypt af kærðum, en það virðist ekki á neinn hátt leysa kærðan frá játningu sinni um að hafa selt áfengi það, er hann bruggaði. Kærður hefir verið dæmdur í lögreglurétti Reykjavík- ur þ. 21 júní 1932 í 10: daga fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi og 2000 króna sekt fyrir áfengissmygl. Framangreint brot kærðs ber að heimfæra undir 6. gr., sbr. 30. gr. áfengislaga nr. 64, 19. maí 1930 og þykir refs- ings sú, er hann hefir til unnið, með tilliti til hans fyrra áfengislagabrots, hæfilega ákveðin 20 daga fangelsi við 154 venjulegt fangaviðurværi og 1000 króna sekt til ríkissjóðs. og komi 40 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan mánaðar frá lögbirtingu dóms Þessa. Bruggunartæki kærðs og tunnur þær, er hann seymdi löginn í, ber að gera upptækt. Kærði greiði allan af málinu leiddan og leiðandi kostnað. Á máli þessu hefir enginn dráttur orðið. Föstudaginn 29. marz 1935. Nr. 17/1935. Valdstjórnin (Einar B. Guðmundsson) gegn Einari Aðalsteini Bæringssyni (Sveinbjörn Jónsson). Bruggun. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 14. dez. 1934: Kærði, Einar Aðalsteinn Bæringsson, sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 30 daga og 1500 króna sekt til ríkissjóðs og komi einfalt fangelsi í 50 daga í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa. Tunna sú, er áfengislögunin fannst í, skal upptæk gerð, og andvirði hennar renna í ríkissjóð. Kærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Með því að fallast má á forsendur hins áfrýjaða dóms, þykir mega staðfesta hann, þó svo að greiðslufrestur sektarinnar verði 4 vikur frá birt- ingu dónis þessa. Kærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 50 krónur til hvors. 155 Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó svo að greiðslufrestur sektarinnar verði 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Kærði, Einar Aðalsteinn Bæringsson, greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutn- ingsmannanna Einars B. Guðmundssonar og Sveinbjarnar Jónssonar, 50 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Einari Aðalsteini Bæringssyni, sjómanni, til heimilis á Fálkagötu 20 hér í bæ, fyrir brot gegn áfengislögum nr. 64, 1930, og eru málavextir þeir, er nú skal greina. Hinn 6. dezember síðastliðinn kl. 8 að kvöldi gerði lög- reglan húsleit hjá kærðum á heimili hans eftir ólöglegu afengi og bruggunartækjum. Í svefnherbergi Einars og konu hans fann lögreglan eina tunnu fulla af áfengislögun í gerjun. Tunna þessi tekur rúma 100 potta. Lögreglan tók sýnishorn af áfengislegi þessum og reynd- ist alkohólstyrkleiki hans 5,4% eftir rúmmáli. Áfengisleginum helti lögreglan niður eftir að hafa tek- ið sýnishorn af honum. Engin bruggunartæki fundust hjá kærðum. Kærði hefir játað að hafa átt áfengi það, er hjá honum fannst við húsleitina og að hafa bruggað það sjálfur. Skýrir kærði svo frá, að hann hafi eftir miðjan dag þann 5. dezember síðastliðinn, eða daginn áður en hús- leitin var gerð, látið í tunnu þá, er áður getur, 4 pund af pressugeri, 5 pund af ómöluðum rúgi, 75 pund af strau- sykri og fyllt síðan tunnuna með vatni. 156 Kærði kveðst engin bruggunartæki hafa átt, en kveðst hafa ætlað að útvega sér þau, þegar tími hefði verið til kominn að sjóða það, sem í tunnunni var. Kærður játaði, að hafa ætlað að selja áfengi það, er hann hefði þannig fengið úr tunnunni ef hann hefði feng- ið tækifæri til að fullbrugga það. Kærður neitar að hafa selt nokkuð úr tunnunni og þykir ekki ástæða til að rengja þann framburð hans, þar sem tunnan var full, er hún fannst, og lögur sá, er á henni var, var með litlu áfengismagni og auðsjáanlega nýbyrjað- ur að gerjast. Kærður hefir tvisvar áður sætt refsingu fyrir áfengis- bruggun. Þann 28. júní 1933 er hann í lögreglurétti Reykja- víkur dæmdur í 800 króna sekt og 10 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi fyrir áfengisbruggun. Þann 1. maí 1934 er hann í sama rétti dæmdur í 20 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og 1000 króna sekt fyrir brot gegn 6. gr. sbr. 30. gr. áfengislaganna og 1. gr. sbr. 20. gr. laga nr. 20 frá 1875. Framangreint brot kærðs ber að heimfæra undir 6. ær. sbr. 30. gr. áfengislaga nr. 64 frá 1930 og þykir refsing sú, er hann hefir til unnið, hæfilega ákveðin með tilliti til itrekunarinnar 30 daga fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi og 1500 króna sekt til ríkissjóðs, og komi ein- falt fangelsi í 50 daga í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa. Tunna sú, er áfengislögunin var í, skal upptæk gerð. Svo greiði kærður allan af málinu leiddan og leiðandi kostnað. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. 157 Föstudaginn 29. marz 1935. Nr. 189/1934. Pétur Ketilsson gegn firmanu Á. Einarsson á: Funk. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Stefnandi, Pétur Ketilsson, er eigi mætir í mál- inu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Mánudaginn 1. april 1935. Nr. 12/1935. Réttvísin og valdstjórnin (Sveinbjörn Jónsson) gegn Einari Pálma Einarssyni (Einar B. Guðmundsson). Brot g. 10. gr. laga 51/1948. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 14. dez. 1934: Ákærði, Einar Pálmi Einarsson, sæti fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi í 3 mánuði og 500 króna sekt til ríkissjóðs, og komi einfalt fangelsi í 30 daga í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar þar á meðal kostnaðinn við gæzluvarðhald sitt. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Gegn neitun ákærða, þykir það ekki fyllilega sannað, að hann hafi haft í vörslum sínum flösku með áfengislög yfir löglevfðu marki að styrkleika 158 kveldið 27. okt. f. á., er einn lögregluþjóna bæjar- ins tók hann fastan. Verður því að sýkna ákærða af kæru fyrir brot á lögum nr. 64/1930 í máli þessu. Þar á móti verður að telja, að ákærða hafi ekki tekizt að gera grein fyrir því, af hverju hann hafi undanfarið haft framfæri sitt, og að hann hafi því gerzt brotlegur við 10. gr. laga nr. 51/1928, eins og talið er í hinum áfrýjaða dómi. Þykir refsing ákærða fyrir brot þetta hæfilega ákveðin 2 mán- aða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sakar- kostnaðar í héraði á að vera óraskað. Svo greiði ákærði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 50 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Einar Pálmi Einarsson, sæti 2 mán- aða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Á- kvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sakar- kostnaðar í héraði á að vera óraskað. Svo greiði ákærði allan áfrýjunarkostnað sakar- innar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæsta- réttarmálflutningsmannanna, Sveinbjarnar Jónssonar og Einars B. Guðmundssonar, 50 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað gegn Einari Pálma Einarssyni, 159 atvinnulausum verkamanni, til heimilis á Norðurstig 3, af réttvísinnar hálfu fyrir brot gegn lögum nr. 51, 1928, og af valdstjórnarinnar hálfu fyrir brot gegn áfengislög- um nr. 64, 1930. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, er fædd- ur 3. april 1898 að Kirkjubrú í Bessastaðahreppi. Hann hefir áður svo kunnugt sé sætt refsingu sem nú skal greina. 1) 15. sept. 1929 sektaður um 50 krónur fyrir ölvun. 2) 20. marz 1930 sektaður um 50 krónur fyrir ölvun. 3) 14. júní 1930 sektaður um 50 krónur fyrir ölvun. 4) 15. ágúst 1930 sektaður um 50 krónur fyrir ölvun. 5) 14. maí 1931 sektaður um 50 krónur fyrir ölvun. 6) 30. ágúst 1931 sektaður um 50 krónur fyrir ölvun. 7) 14. júní 1933 sektaður um 50 krónur fyrir ölvun. 8) 9. marz 1934 dæmdur í 20 daga skilorðsbundið fang- elsi fyrir þjófnað. 9) 19. júní 1934 sektaður um 500 krónur fyrir áfengis- sölu. 10) 21. júní 1934 sektaður um 50 krónur fyrir ölvun. 11) 20. ágúst 1934 sektaður um 200 krónur fyrir ólöglegt áfengi í vörzlu, öll skiptin í Reykjavík. I. Hinn 27. október s. 1. var Ágúst Jónsson, lögregluþjónn, að bannlagagæzlu nálægt Reykjavíkurbar. Sá lögreglu- Þjónninn þá, að ákærði stóð þar í grennd. Kom þá til ákærða maður, sem gaf sig á tal við hann, og fóru þeir síðan, maður þessi og ákærði, saman vestur í Mjóstræti, og fvlgdi lögregluþjónninn á eftir þeim. Fór ákærður þar inn í port á bak við húsið nr. 8, en er hann kom þaðan út, tók lögregluþjónninn hann fastan. Snerist ákærði þá ila við, og í þeirri viðureign sem af því hlauæzt, datt flaska úr vasa ákærða í götuna svo hún brotnaði. Telur lögregluþjónninn, að heimabruggað áfengi hafi verið á flöskunni, með því að sterka brugglykt lagði þar upp, er flaskan brotnaði. Leitaði Ágúst síðan ásamt Sigurði Thorar- ensen, lögregluþjóni, í porti því, er ákærði hafði farið inn i, og fannst þar hálfflaska með heimabrugguðu áfengi, og sá Sigurður Thorarensen þá einnig brotin úr framan- greindri flösku. Ákærði hefir neitað því, að hann hafi 160 haft nokkra flösku meðferðis, er Ágúst Jónsson tók hann fastan, en í réttarhaldi 31. október s. 1. lætur hann orð falla á þá leið, að sér hefði staðið á sama, þótt hann hefði sæzt á að greiða 200 króna sekt, ef hann hefði ekki verið settur í gæzluvarðshald. Það verður nú hinsvegar að telja það sannað með framburði Ágústs Jónssonar, lög- regluþjóns, að ákærði hafi haft flösku meðferðis, er hann var tekinn fastur. Að ákærði neitar þeirri staðreynd, að hafa haft flösku meðferðis, bendir til þess, að innihald hennar hafi verið ólöglegt, og þykir þetta í sambandi við framburð Ágúst Jónssonar um að brugglykt hafi lagt upp, þar sem flaskan brotnaði og það, að ákærði kveðst með vissum skilyrðum mundi hafa verið fús til þess að undir- gangast refsingu, nægjanlega sanna það, að ólöglegt á- fengi hafi verið á flöskunni, sem ákærði samkvæmt fram- angreindu hafði meðferðis. Samkvæmt lögjöfnuði frá 13. gr. 2. mgr. áfengislaganna er ákærði því brotlegur gegn 1. gr., sbr. 27. gr. sömu laga, og með því að eigi verður talið, að ákærði hafi ætlað umrætt áfengi til sölu, þá ber að tiltaka refsinguna eftir 27. gr. 2. tölulið. Þá hefir Guðmundur Valdimar Tómasson í annan stað borið það, að ákærði hafi selt sér áfengi, en ákærði hefir neitað þvi með öllu. Þar sem þessi framburður Guðmund- ar er eigi studdur af öðrum gögnum, þá verður ákærði gegn neitun sinni eigi sakfelldur samkvæmt honum. II. Ákærði hefir verið krafinn um það, að gera grein fyrir afkomu sinni og framfæri undanfarið. Hefir ákærði skýrt svo frá, að síðan haustið 1933 hafi hann verið atvinnu- laus með öllu. Er hann af lögreglunni fyrst yfirheyrður um þetta efni 18. ágúst 1934. Kveðst ákærði þá til þess tíma hafa lifað á 700 krónum í peningum, sem hann hefði átt frá því árið 1930—1931 og kveðst hann þá eiga eftir 15 krónur af þessari upphæð, og síðan kveðst hann ekki hafa unnið sér inn annað en 29 krónur, meðan hann dvaldi á vinnuhælinu. Aðrar tekjur kveðst ákærði ekki hafa haft utan hvað hann hafi slegið menn fyrir máltið- um, þetta um eina krónu í einu. Ákærða hefir á engan hátt tekizt að gera grein fyrir á hvern hátt hann hafi aflað fyrrgreindra kr. 700.00 og engan getað tilgreint, er hafi 161 lánað honum peninga fyrir máltíðum samkvæmt framan- greindu. Ákærði telur sig hafa greitt húsaleigu bæði á Hjálpræð- ishernum og Hotel Heklu og keypt sér máltíðir hingað og þangað. Hann kveðst og hafa keypt áfengi, bæði spánar- vin og annað og hefir verið óregla á honum, eins og hegn- ingarvottorð hér að framan ber með sér. Tveir af lögregluþjónum bæjarins hafa gefið skýrslu um ákærða, sem lögð er fram undir rannsókn málsins. Segir í þessari skýrslu, sem er dagsett 14. nóv. s. 1. að ákærði hafi á annað ár undanfarið enga atvinnu haft, að hann hafi verið talinn sá óreglu- og drykkjumaður, að ólíklegt verði að teljast, að hann hafi lagt peninga fyrir, Þótt hann fyrr meir hafi tíma og tíma haft sæmilega at- vinnu, að hann siðustu 12—14 mánuðina hafi verið stöð- ugur gestur á Reykjavíkurbar bæði á daginn og kvöldin, en að lögreglan hafi ekki veitt þvi eftirtekt, að hann gerði neitt að því, að snikja þar, hvorki peninga né annað. Það verður ekki talið að ákærða hafi tekizt að gera grein fyrir þvi, af hverju hann hafi undanfarið haft fram- færzlu sína, og er hann því brotlegur við 10. gr. laga nr. 51, 1928. Fyrir áfengislagabrotið þykir refsing ákærða, sem sat í gæzluvarðhaldi frá 28. október-31. október og 26. nóvem- ber—7. dezember s. 1. hæfilega ákveðin 500 króna sekt til ríkissjóðs, sem greiðist innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa, en ella komi í stað sektarinnar einfalt fang- elsi í 30 daga, og fyrir brot hans gegn 1. nr. 51, 1928 þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi í 3 mánuði. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar á meðal varðhaldskostnað sinn. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. 11 162 Mánudaginn 1. april 1935. Nr. 193/1934. Eigendur línuveiðarans Ölver segn miðstjórn Alþýðusambands Íslands og Verkamálaráði Íslands. Frávisun. Dómur hæstaréttar. Þegar mál þetta var tekið fyrir í hæstarétti 29. marz þ. á., var mætt í því af hálfu áfrýjenda, lögð fram hæstaréttarstefna útgefin 21 dez. Í. á., og dóms krafizt samkvæmt kröfum þeim, er greindar eru í stefnunni, en þar sem stefnan bar það eigi með sér, að hún hafi verið birt fyrir hin- um stefndu, er eigi hafa mætt eða látið mæta hér Í réttinum, verður ex officio að visa málinu frá réttinum. Málskostnaður í hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Máli þessu vísast frá hæstarétti. Málskostn- aður fellur niður. 163 Mánudaginn 1. april 1935. Nr. 192/1934. Högni Gunnarsson og Bjarni Fann- berg f. h. firmans Gunnarsson á Fannberg gegn miðstjórn Alþýðusambands Íslands og Verkamálaráði Íslands. Frávísun. Dómur hæstaréttar. Þegar mál þetta var tekið fyrir í hæstarétti 29. marz þ. á., var mætt í því af hálfu áfrýjanda, lögð fram hæstaréttarstefna, útgefin 21. dez. f. á., og dóms krafizt samkvæmt kröfum þeim, er greindar eru Í stefnunni, en þar sem stefnan bar það eigi með sér að hún hefði verið birt fyrir hinum stefndu, er eigi hafa mætt eða látið mæta í hæsta- rétti verður ex officio að vísa málinu frá réttinum. Málskostnaður í hæstarétti fellur niður. Því dæmist rétt vera: Máli þessu vísast frá hæstarétti. Málskostn- aður fellur niður. 164 Miðvikudaginn 3. april 1935. Nr. 23/1935. Réttvísin og valdstjórnin (Sveinbjörn Jónsson) gegn Aage Kristen Pedersen (Einar B. Guðmundsson). Brot g. 200. gr. alm. hegningarl. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 14. jan. 1935: Ákærði, Aage Kristen Pedersen, á að vera svkn af ákæru réttvisinn- ar í máli þessu, en greiði fyrir brot gegn lögum nr. 70, 1931, 40 króna sekt til ríkissjóðs innan 4 vikna frá lög- birtingu dóms þessa, en ella komi í stað sektarinnar ein- falt fangelsi í 3 daga. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar þar á meðal 50 krónur til skipaðs verjanda sins, hrm. Guðmundar Ól- afssonar. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Eftir prófun málsins hefir barnið, sem varð fyrir bifreið þeirri, sem ákærði stýrði, annaðhvort ver- ið í sandhrúgunni, þegar ákærði byrjaði að aka bifreiðinni aftur á bak, eða það hefir gengið þang- að frá timburhlaðanum, meðan ákærði var að setja bifreiðina á stað eða aka henni aftur á bak að sandhrúgunni. Ef barnið hefir verið á sand- hrúgunni, þá hefði ákærði átt að sjá það úr aftur- rúðu bifreiðarinnar, nema bifreiðin hafi byrgt hon- um útsýn þangað. Ef svo hefði verið, þá hefði á- kærði ekki átt að setja bifreiðina á stað fyrr en hann hefði fullvissað sig um, að það var óhætt, annaðhvort með því að fara út úr Þifreiðinni eða með því að kalla til verkstjórans, sem var sand- 165 hrúgumegin við bifreiðina. En hvorugt þetta gerði ákærði né heldur gaf hann hljóðmerki. En ef barn- ið hefir gengið frá timburhlaðanum yfir í sand- hrúguna, meðan ákærði var að setja bifreiðina á stað eða aka henni að hrúgunni, þá hefði hann getað séð það, ef hann hefði litið út um hliðarrúð- una á bifreiðinni þeim megin. En það virðist á- kærði ekki hafa gert. Hann virðist því ekki hafa sýnt þá varkárni, sem skylt var og unnt var að við- hafa. Því verður að telja, að ákærði hafi.orðið or- sök í slysinu sakir skorts á nægilegri varkárni. Hefir hann þar með gerzt sekur um brot, er varðar við 200 gr. almennra hegningarlaga. En með til- liti til þess, að ákærði hafði allmikla ástæðu til að treysta því, að verkstjórinn hefði fulla gæzlu á þvi, að óhætt væri að aka bifreiðinni aftur á bak, þykir refsing ákærða fyrir brot hans hæfilega ákveðin 50 króna sekt í ríkissjóð, og komi 4 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá því að honum verður tilkynnt, að refsiákvæði dóms þessa verði fullnægt, ef því verður að skipta. Með tilliti til þess, að óvarkárni - ákærða virðist hafa verið á lágu stigi og að hann er ungur maður, sem ekki hefir áður orðið brotleg- ur við landslög, þykir mega ákveða frestun á fulln- ustu refsingarinnar samkvæmt lögum nr. 57/1933, og niður skal hún falla innan 5 ára, ef skilorð laga nr. 39/1907 verða haldin. Það er að vísu upplýst í málinu, að fóthemill bifreiðarinnar var í slakara lagi. Eigandi hennar hafði ekið henni sjálfur um morguninn sama dag- inn sem slysið varð og þá orðið þess var, að hem- ill þessi var í við slakur. Og hins sama hafði ákærði einnig orðið var. En þess hefir ekki orðið kostur 166 að upplýsa það, hvort þessi brestur hafi verið það verulegur, að hættulegt hafi verið að nota bifreið- ina, enda var handhemillinn í góðu lagi. Það verð- ur eins og á stóð, ekki talið ákærða til refsingar, þótt hann neitaði ekki að taka við stjórn bifreiðar- innar úr höndum eiganda hennar, og verður því að sýkna hann af kærum valdstjórnarinnar í máli þessu. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sakar- kostnaðar í héraði á að vera óraskað. Svo verður að dæma ákærða til að greiða allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin málflutnings- laun skipaðs sækjanda og verjanda í hæstarétti, 100 krónur til hvors. Þvi dæmist rétt vera: Ákærði, Aage Kristen Pedersen, greiði 50 króna sekt í ríkissjóð, og komi 4 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá því, er honum verður til- kynnt, að refsiákvæði dóms þessa verði full- nægt, ef því verður að skipta. En fresta skal fullnustu refsingarinnar og niður skal hún falla að 5 árum liðnum, ef skilorð laga nr. 39/1907 verða haldin. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sak- arkostnaðar í héraði á að vera óraskað. Svo greiði ákærði allan áfrýjunarkostnað sakar- innar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæsta- réttarmálflutningsmannanna Sveinbjarnar 167 Jónssonar og Einars B. Guðmundssonar, 100 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað gegn Aage Kristen Pedersen, bif- reiðarstjóra, til heimilis á Nýlendugötu 19 hér í bænum, af réttvísinnar hálfu fyrir brot gegn 17. kapitula hinna al- mennu hegningarlaga frá 25. júní 1869 og af valdstjórnar- innar hálfu fyrir brot gegn lögum nr. 70, 1931, um notkun bifreiða, og lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík nr. 2 frá 7. janúar 1930. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, er fædd- ur 4. júní 1912. Hann hefir aldrei áður svo kunnugt sé sætt ákæru eða refsingu. Hinn 19. sept. s. l. vann ákærði að því að aka sandi á bifreiðinni R.E. 79 að húsum, sem þá var verið að byggja á horni Ásvallagötu og Blómvallagötu. Klukkan rúmlega 10 árdegis þann dag ók ákærði með sandhlass að bygg- ingu þessari. Ók hann suður Blómvallagötuna, stöðvaði á móts við bygginguna og sneri afturenda bifreiðarinnar að sandhrúgu, sem safnað hafði verið að byggingunni. Kveðst ákærður nú hafa litið aftur fyrir bifreiðina í að- sæzluskyni um glugga, sem var aftan á stýrishúsinu og sá hann þá ekkert athugavert afturundan. Hinsvegar sá hann að Þbyggingarmeistarinn, Ingibergur Þorkelsson, stóð á sandhrúgunni aftur undan bifreiðinni. Með þvi nú að ákærði eigi sá neitt varhugavert aftur undan bilnum, jafnframt því, sem hann treysti þvi, að byggingarmeist- arinn mundi gera sér aðvart, ef eitthvað væri athugavert, þá ók hann bifreiðinni aftur á bak áleiðis upp á sand- hrúguna án þess að spyrjast fyrir, hvort hættulaust væri, og án þess að gefa nokkurt merki til viðvörunar um, að hann æki aftur á bak. Er ákærði hafði ekið nokkuð þann- ig, heyrði hann Ingiberg kalla fyrir aftan bifreiðina. Skildi ákærði það svo, að hætta væri á ferðum, og stöðvaði hann þá bifreiðina með því að beita bæði fót- og handhemlum. Virðist bifreiðin hafa stöðvazt mjög fljótt. En þá hafði 7 168 ára gömul telpa, Halldóra Jörgensen, orðið fyrir bifreið- inni með þeim afleiðingum, að hún beið þegar bana. Varð telpan fyrir hægra afturhljóli bifreiðarinnar, sem fór yfir hana. Samkvæmt vottorði dr. Halldórs Hansen, sem liggur fvrir í málinu, var banameinið hauskúpubrot (fractura baseos cranii). Ingibergur Þorkellsson, byggingarmeistari, hefir undir rannsókn málsins verið leiddur sem vitni. Kveðst hann hafa verið nærstaddur er ákærður ók að byggingunni um- rætt skipti, og hefir hann lýst nánari aðdraganda að slys- inu og slysinu sjálfu eins og nú skal greina. Um leið og ákærði ók að byggingunni, sneri hann bifreiðinni þannig, að hún var um það bil þversum á götunni og vissi afturend- inn að umræddri sandhrúgu. Á sandhrúgunni afturundan bifreiðinni voru tvö börn, sem vitnið óttaðist að kynnu að verða fyrir bifreiðinni. Fór vitnið því upp á sandhrúguna og tók börnin og bar þau í burtu. Á leiðinni burtu með börnin sneri vitnið baki við bifreiðinni, en um leið og það lét börnin frá sér sneri það við og varð litið í átt- ina til bifreiðarinnar. Sá vitnið þá, að litið telpa lá á bnjánum og sneri baki að bifreiðinni, sem nú var komin á ferð afur á bak og átti aðeins eitt til tvö fet ófarin að telpunni miðað við afturhjólin, og var vörupallur bifreið- arinnar þegar kominn yfir hana. Með því að það var eigi á færi vitnisins að forða telpunni, þá kallaði það til bif- reiðarstjórans að nema staðar, sem hann þá gerði, en þá hafði hægra afturhjólið farið yfir telpuna, og virtist vitn- inu hún dáin, þegar það tók hana upp. Kveður vitnið á- kærða hafa ekið aftur á bak án þess að gefa nokkurt merki þar um og án þess að spyrja vitnið hvort hættu- laust væri. Vitnið kveður telpuna hafa orðið fyrir slys- inu rétt á sama stað og umrædd börn voru, er það tók Þau, og telur vitnið því, að telpan hafi komið á þennan síað eftir það. Um það, hvort bifreiðin var komin af stað aftur á bak, er vitnið tók umrædd börn frá, kveðst það eigi geta sagt með vissu, en segist eigi muna betur en að hún þá væri kyr. Vitnið Kristrún Guðnadóttir kveðst hafa verið statt 1 stofu á neðri hæð hússins á Ásvallagötu 14, og þaðan séð út um glugga, að telpan sem fyrir slysinu varð, gekk frá timburhlaða, sem var vestan við umrædda nýbyggingu, 169 upp Í sandhrúguna og settist þar og fór að leika sér Í sandinum. Kveðst vitnið hafa horft á telpuna þannig án þess að verða bifreiðarinnar vart, en þá alveg í sömu andránni séð bifreiðina aka aftur á bak að telpunni, sem sneri baki að bifreiðinni. Skipti það síðan engum togum, að bifreiðin fór yfir telpuna, en stöðvaðist þá rétt um leið. Vitnið Gunnar Gunnarsson, verkamaður, sem stóð vest- an við nýbygginguna, kveðst hafa litið upp, er það heyrði Ingiberg kalla. Sá vitnið þá, að bifreiðin var á ferð aftur á bak og að telpan lá að minnsta kosti á öðru hnénu og sneri baki að bifreiðinni í ca. tveggja feta fjarlægð frá hægra afturhjólinu, sem síðan rann yfir telpuna, en þá stöðvaðist bifreiðin. Eftir slysið var bifreiðin losuð á staðnum og síðan að tilhlutun eiganda hennar, Þorkels Ingibergssonar, flutt á verkstæði til viðgerðar. Lögreglunni var eigi gert kunn- ugt um slysið fyrr en kl. 12 á hádegi, og var það þá dr. Halldór Hansen sem tilkynnti það. Er lögreglan siðan kom á staðinn til rannsóknar, voru vegsummerki öll af- máð, með því að vinnu hafði verið haldið áfram og geng- ið um eftir þörfum. Á verkstæðinu hafði bifreiðin verið tekin í sundur og var því eigi hægt að prófa hemlana. Eigandi bifreiðarinnar segist hafa ekið bifreiðinni morg- uninn, sem slysið vildi til, og fannst honum þá hemlarnir ivið slakir, og ætlaði hann þvi, er hann eftir slysið flutti hifreiðina á verkstæðið, að fá í hana nýja hemilborða. Ákærði telur fóthemla bifreiðarinnar eigi hafa verið í góðu lagi, er slysið vildi til, en handhemillinn hafi hins- vegar verið það. Zophonías Baldvinsson, sem athugaði bifreiðina á verkstæðinu eftir slysið, segir í vottorði, sem liggur fyrir í málinu, að hemlaskálarnar hafi verið of slitnar, til þess að hemlurnar gætu verkað vel, en jafn- framt tekur hann fram, að hemlar geti verkað sæmilega, er ekið sé aftur á bak, enda þótt þeir séu ónothæfir, er ckið sé áfram. Ákærði hefir, eins og áður greinir, skýrt svo frá, að hann hafi litið aftur fyrir bifreiðina, áður en hann ók bifreiðinni aftur á bak, og kveðst hann þá hafa haft yfir- sýn yfir stað þann, er telpan var á, er hún varð fyrir slysinu, og telur hann þvi víst, að telpan hafi komið þang- 170 að, eftir að hann setti bifreiðina á ferð aftur á bak. Þess- um framburði ákærða er ekki hnekkt með gögnum þeim, sem fram hafa komið í málinu. Það þykir því eigi sann- að, að aðstæður hafi verið þannig, að ákærður verði sak- felldur fyrir að aka bifreiðinni afur á bak eins og áður er lýst, enda þótt hann eigi gæfi viðvörunarmerki. Hins- vegar verður að telja sannað, að hemlar bifreiðarinnar hafi verið í því ólagi að refsingu varði samkvæmt 3. gr. 2. mgr. 1. tölulið, sbr. 14. gr. laga nr. 70 1931, um notkun bifreiða. Það verður þó eigi talið sannað, að þessi ágalli á hemlunum hafi verið orsök til slyssins, og ber því að sýkna ákærða af ákæru réttvísinnar í máli þessu. Fyrir framangreint bifreiðalagabrot þykir refsins á- kærða hæfilega ákveðin 40 króna sekt til ríkissjóðs, og komi einfalt fangelsi í 3 daga í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar á meðal ö0 krónur í málsvarnarlaun til skipaðs talsmanns síns, hrm. Guðmundar Ólafssonar. Rekstur málsins hefir verið vitalaus. Föstudaginn 5. april 1935. Nr. 10/1935. Valdstjórnin (Bjarni Þ. Johnson) Segn Sigfúsi Gunnlaugssyni (Th. B. Líndal) Sýknun. Dómur lögreglnréttar Reykjavíkur 14. nóv. 1934: Kærð- ur, Sigfús Gunnlaugsson, greiði 100 króna sekt til ríkis- sjóðs. Sektin greiðist innan mánaðar frá lögbirtingu dóms Þessa, en afplánist ella með einföldu fangelsi í 10 daga. Kærður skal sviptur leyfi til að stjórna bifreið í 3 mánuði frá uppkvaðningu dóms þessa. Loks greiði kærður allan kostnað sakarinnar, þar á 171 meðal málsvarnarlaun til skipaðs talsmanns sins hér í réttinum, Th. B. Lindal, hrm., sem ákveðast kr. 50.00. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Kærða var skylt að flytja bifreiðina upp af bryggjunni, og þar sem um örstuttan spöl var að ræða og ekki verður talið, að ákærði hafi verið undir áhrifum áfengis og færsla hans á bifreiðinni því með öllu hættulaus, verður ekki talið, að hann hafi við umrætt tækifæri unnið til refsingar. Verð- ur því að sýkna kærða af kærum valdstjórnarinn- ar í máli þessu. Samkvæmt þessu verður að greiða allan sakar- kostnað, bæði í héraði og fyrir hæstarétti, úr ríkis- sjóði, þar með taldar 50 krónur í málflutningslaun skipaðs sækjanda fyrir hæstarétti óg samtals 100 krónur til skipaðs verjanda í héraði og fyrir hæsta- rétti. Það athugast, að hvorki í skjölum málsins í hér- aði né í hinum áfrvjaða dómi er gerð nægileg grein fyrir því, í hverju þargreind brot kærða á bifreið- ar- eða áfengislögum hafa verið fólgin. En fyrir hæstarétti hefir verið úr þessari vöntun bætt. Því dæmist rétt vera: Kærði, Sigfús Gunnlaugsson, á að vera sýkn af kærum valdstjórnarinnar í máli þessu. All- ur sakarkostnaður,. bæði í héraði og fyrir hæstarétti, greiðist úr ríkissjóði, þar með tald- ar 50 krónur til skipaðs sækjanda fyrir hæsta- rétti, hæstaréttarmálflutningsmanns Bjarna Þ. Johnson, og samtals 100 krónur til skipaðs 172 verjanda í héraði og fyrir hæstarétti, hæsta- réttarmálflutningsmanns Theódórs B. Líndal. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Sigfúsi Gunnlaugssyni, bifreiðarstjóra, til heimilis Óðins- götu 30 hér í bæ, fyrir brot gegn lögum um notkun bif- reiða nr, 70 1931 og áfengislögum nr. 64 1930. Eru mála- vextir þeir, er hér greinir. Aðfaranótt hins:6. f. m. var kærður tekinn af Lárusi Salomonssyni, lögregluþjóni, niður við höfn og stóð hann þá ásamt fleira fólki hjá bifreið sinni og virtist lögreglu- þjóninum fólkið vera undir áhrifum áfengis og ætla þó að fara að aka bifreiðinni, og færði hann það því á lög- reglustöðina. Kærður viðurkenndi þegar að hafa drukkið litið eitt af áfengi um borð í skipi, sem lá við hafnarbakkann. Kveðst hann við 3 mann hafa drukkið upp úr einni portvinsflösku, og drukkið þó einna minnst, og hefir neit- að að hafa fundið til áhrifa áfengisins. Þegar staðið var upp frá drykkjunni veitti kærður því eftirtekt að á bif- reiðinni, sem hann lét standa niður við skipshlið, var sprungið dekk og ákvað hann því að aka henni upp bryggjuna, gera þar við dekkið og láta hana síðan standa þar, því hann taldi sér ekki rétt að aka henni frekar um kvöldið. Var hann að ljúka við að skipta um dekkið þeg- ar lögregluþjónninn kom að. Vitnin Guðmundur Kristjánsson og Sigurveig Guðrún Úlfarsdóttir, sem voru með kærðum, þegar hann var tek- inn, hafa bæði borið að hann hafi drukkið litið og þau hafi ekki séð vin á honum. Ennfremur hafa lögreglu- þjónarnir, Guðbjörn Hansson og Ingólfur Þorsteinsson, sem veittu kærðum athygli eftir að komið var með hann upp á lögreglustöð, borið, að þeir hafi ekki getað merkt áhrif áfengis á honum, en Guðbjörn Hansson fann þó vin- þef út úr honum. Lárus Salómonsson, lögregluþjónn, hef- ir aftur á móti talið sig merkja það á kærðum að hann væri undir áhrifum áfengis. Gegn eindreginni neitun kærðs, verður að teljast ó- 173 sannað, að kærður hafi verið undir áhrifum áfengis í umrætt skifti. En með því að aka bifreiðinni áðurgreind- an spöl, þegar eftir að hafa neytt áfengis, þykir hann hafa orðið sekur við 5. gr. sbr. 14. gr. bifreiðalaganna nr. 70 1931 og 20. gr. áfengislaga nr. 64 1930. Kærður hefir 5 sinnum áður sætt sektum fyrir brot á bifreiðalögunum og einu sinni fyrir brot á áfengislögun- um, svo kunnugt sé. Refsing kærðs, þykir hæfilega ákveðin 100 króna sekt til ríkissjóðs. Sektin greiðist innan mánaðar frá lögbirt- ingu dóms þessa en afplánist ella með einföldu fangelsi i 10 daga. Ennfremur skal hann sviftur leyfi til að stjórna bifreið í 3 mánuði frá uppkvaðningu dóms þessa. Loks greiði hann annan kostnað sakarinnar, þar á meðal 50 krónur í málsvarnarlaun til skipaðs talsmanns sins hér í réttinum, Th. B. Lindal, hrm. Á málinu hefir ekki orðið óþarfur dráttur. Mánudaginn 8. april 1935. Nr. 19/1935. Valdstjórnin gegn Guðna Jóni Bæringssyni. Úrskurður hæstaréttar. Áður en dómur verður lagður á mál þetta þykir rétt að skvlda héraðsdómarann til þess að afla upplýsinga um þessi atriði. 1. Hvort möguleiki muni vera til þess, að kærði hafi getað gerjað, eimt og komið í ílát á tíma- bilinu frá því um 20. nóv. til 1. dez. f. á. þeim 467% litrum af áfengi, er í vörzlum hans fund- ust við húsleitina síðastnefndan dag. 2. Hvort eða hvernig það mætti vera, að lög- gæzlumönnum þeim, er störfuðu að rannsókn 174 málanna á hendur kærða, er dæmd voru 2. og 29. júni f. á., geti hafa skotizt yfir allt ofan- nefnt áfengi, ef það hefði þá verið í vörzlum kærða, og hvar það hafi þá verið geymt. 3. Hver hafi verið styrkleiki þess áfengis, er kærði var dæmdur fyrir bruggun á 2. og 29. júní Í. á. 4. Hvaða dag kærði hafi farið af vinnuhælinu á Litla-Hrauni í nóv. Í. á. 5. Loks ber héraðsdómaranum að leggja fram í máli þessu eftirrit af dómunum frá 2. og 29. júni Í. á. Því úrskurðast: Héraðsdómaranum ber að afla framan- nefndra upplýsinga svo fljótt sem unnt er og annara þeirra upplýsinga, sem þær kunna að veita tilefni til. Föstudaginn 12. april 1935. Nr. 99/1934. Jón Gíslason segn stjórn h/f brjóstsvkurgerðarinnar „Nói“. „ Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Jón Gíslason, er eigi mætir í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá málið tekið fyrir í hæstarétti. 175 Mánudaginn 29. april 1935. Nr. 65/1933. Eigandi Flautagerðis Þorsteinn Þ. Mýrmann (Guðm. Ólafsson) segn eigendum Stöðvar, Benedikt Gutt- ormssyni og Sigurbirni Guttormssyni (Bjarni Þ. Johnson). Landamerkjamaál. Landamerkjadómur Suður-Múlasýslu 22. júní 1932: Landamerki milli jarðanna Flautagerðis og Stöðvar skulu vera þessi: Að innan Hvanngilslækur úr fjalli niður á svonefnda Útgrund, svo þaðan lína ,er fellur saman við þá girðingu. sem gerð hefir verið milli jarðanna, niður í kil sem geng- ur í norðaustur úr Stöðvará upp í mýrina fyrir utan Silungahyl. Eftir það ræður Stöðvará landamerkjum til árósa. Eigandi Flautagerðis, Þorsteinn Þ. Myrmann, greiði kostnað við mál þetta, til sýslumanns kr. 69.50, til Sveins Benediktssonar, kr. 40.00 og til Þorsteins Stefánssonar kr. 40.00. Dóminum að fullnægja, að því er greiðslu málskostn- aðar snertir, með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Máli þessu er áfrýjað til hæstaréttar með stefnu dags. 4. júlí 1933 að fengnu áfrýjunarleyfi dags. 21. júní 1933. Fyrir hæstarétti krefst áfrýjandi þess, að hinn áfrýjaði dómur og öll meðferð málsins í héraði verði ómerkt og málinu heimvísað til lög- legri meðferðar og að stefndu verði in solidum dæmdir til að greiða málskostnað í hæstarétti eftir mati réttarins. Af hálfu stefndu er þess krafizt, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og að þeim verði dæmdur málskostnaður eftir mati réttarins. 176 Áfrýjandi byggir ómerkingarkröfu sína á því, að sátta hafi ekki verið leitað um hina endanlegu kröfu hans viðvíkjandi ákvörðun merkjanna. Hin upphaflega krafa hans um setning merkjanna, sú, er hann setti fram í landamerkjadóminum 23. sept. 1931, var á þá leið, að landamerki yrðu sett „úr Hvanngilslæk efst á Útgrund beina sjónhending í Stöðvarkil“, en merki þau, er ábúendur Stöðvar „vilja nú láta gilda, girðinguna og Stöðvará, verði álitin ógild“. Krafa stefndu, er þeir settu þá fram Þegar í sama réttarhaldi, var þar á móti sú, að landamerkin yrðu ákveðin,, bein lína úr svonefndu Hvanngili í Kil, sem gengur upp úr Stöðvará utan við svonefndan Silungahvl og þaðan Stöðvará til sjávar“. Um þessar kröfur aðilja leitaði dómarinn árangurslaust sátta. Síðar undir rekstri málsins, i framhaldssóknarskjali dags. 30. nóv. 1931, krefst áfrýjandi þess, að merkin verði sett „úr Hvanngili niður lækinn á Útgrund, þaðan sjónhending niður mýrar um Stövarkilsmynni að landamerkjalinu Hvalness, og Flautagerðisland og Hvalness liggi þaðan samhliða í sjó“. Um þessa kröfu leitaði landamerkjadómurinn ekki sátta og telur áfrýj- andi, svo sem fyrr segir, það varða ómerkingu dóms og málsmeðferðar, þar sem hann þarna krefjist að mun meira lands en hann hafi áður gert. Það er að vísu rétt, að um þessa kröfu var ekki sérstaklega leitað sátta, en þar sem stefndu kröfðust þess við sáttaumleitunina að Stöðvará réði merkjum til sjávar, en sú krafa útilokar al- gerlega þessa viðbótarkröfu áfrýjanda, þá má telja, að við sáttatilraunina hafi komið fram vfirlýsing þeirra um, að þeir mundu þvi síður fallast á við- bótarkröfuna, enda mótmælti áfrýjandi þegar við 177 sáttaumleitunin, að Stöðvará yrði talin merki milli jarðanna, þótt það kæmi fyrst fram siðar hversu mikið land sunnan hennar hann vildi fá. Eftir þessu verður að telja sáttaumleitun í málinu full- nægjandi og þar sem engar aðrar ástæður eru fyrir hendi, sem varðað geti ómerkingu hins áfrýjaða merkjadóms, ber að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjanda til þess að greiða stefndu málskostnað fyrir hæsta- rétti og ákveðst hann 300 kr. Þvi dæmist rétt vera: Merkjadóminum skal óraskað. Áfrýjandi, Þorsteinn Þ. Mýrmann, greiði stefndum, Benedikt Guttormssyni og Sigurbirni Guttormssyni, 300 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er risið út af ágreiningi á milli eiganda jarð- arinnar Flautagerðis og eiganda jarðarinnar Stöðvar í Stöðvarhreppi, um landamerki téðra jarða. Eigandi Flautagerðis hefir gert þá kröfu, að landa- merkjadómurinn rannsakaði hvort landaskiptalögin geti ekki komið hér til greina, sem í raun og veru mun eiga að þýða það, að mál þetta heyri ekki undir merkjadóm. Byggir eigandi Flautagerðis þessa kröfu sina fyrst og fremst á því, að jarðirnar hafi verið seldar án löglegra landamerkja og að landi Stöðvartorfunnar hafi í raun og veru verið óskipt þegar þær voru seldar, en af vottorð- um þeim sem lögð hafa verið fram í málinu, eiðfestum framburði tveggja vitna, landamerkjaskrá, sem umráða- maðurinn, sr. Guttormur Vigfússon gerði árið 1914, svo og þeirri lýsingu á landamerkjum Flautagerðis, sem skráð er í virðingargerð þeirri á Flautagerði, er framkvæmd var 12 1/8 árið 1917 og lögð hefir verið fram í málinu, þykir alveg vafalaust að landi þessara jarða hafi verið skipt og ágrein- ingur málsaðila heyrir því undir merkjadóm. Eigandi Flautagerðis hefir fyrst og fremst gert þær kröfur, að merki þau, sem Stöðvareigendur vilja láta gilda, girðingu þá sem nú er og Stöðvará, verði álitin ógild, þar sem girðingin fellur ekki saman við þau merki, sem hon- um hafi verið sögð og sett, er hann tók jörðina til ábúðar, og þar sem hann áliti að sér sé úthlutað landi af annari jörð, Hvalnesi, með Stöðvará sem landamerkjum, þessu samkvæmt hefir hann krafizt að landamerkin milli jarðanna yrðu sett úr Hvanngilslæk, efst á Útgrund, bein sjónhending, niður myrarnar í Stöðvarkil. Sið- an hefir hann þó breytt þessari kröfu þannig, að landa- merkjalínan milli Stöðvar og Flautagerðis verði úr Hvann- gili, niður lækinn á Útgrund, þaðan sjónhending nið- ur mýrarnar, um Stöðvarkílsmynni, að landamerjum Hval- ness, og að Flautagerðisland og Hvalness liggi þaðan samhliða í sjó. Kröfur eigenda Stöðvar eru aftur á móti, að landa- merkin verði hin sömu og fram eru tekin í landamerkja- skrá sr. Guttorms Vigfússonar í Stöð, réttarskjal 4: „Að innan Hvanngilslækjar úr fjalli niður á svonefnda Út- grund, svo þaðan lína, er fellur saman við þá girðingu, sem gerð hefir verið milli engja prestssetursins og hjá- leigunnar niður í kíl, sem gengur í norðaustur úr Stöðv- ará upp í mýrina fyrir utan Silungahyl. Eftir það ræður Stöðvará landamerkjunum til árósa“, en til vara að landa- merki verði ákveðin bein lína úr Hvanngili í kil sem geng- ur upp úr Stöðvará, fyrir utan svonefndan Silungahyl og Þaðan Stöðvará til sjávar. Kröfu sína byggir eigandi Flautagerðis aðallega á þvi, að landamerki þau sem hafa verið ákveðin af umráða- manni jarðarinnar, hafi verið all mjög á reiki, þannig hafi hann gefið sér von um að land Flautagerðis yrði fært lengra inneftir heldur en raun varð á, og að landamerkja- skráin 1914 tilgreini önnur merki en þau, sem haldið er fram af eigendum Stöðvar að hafi gilt upphaflega. Þá heldur hann því fram, að Flautagerði hafi verið selt sem 13 úr Stöðvartorfunni, en með þessum landamerkjum geti ckki verið um það að ræða og færir til þess þær ástæð- 179 ur að landrými og landkostir svari ekki til þriðjungs og því síður möguleikar til útgræðslu túns. Umráðamaður Stöðvar, sr. Guttormur Vigfússon, hefir aftur á móti haldið því fram, að þegar hann hafi flutt til Stöðvar, 1888, hafi landamerki heimajarðarinnar og hjá- leigunnar verið þessi. 1913 hafi hann byggt Þorsteini jörðina með sömu landamerkjum, en árið 1917, þegar virð- ing fór fram á Flautagerði í tilefni af því, að Þorsteinn sótti um kaup á jörðinni, hafi Þorsteinn farið fram á að merkin yrðu færð innar, þannig að hluti af Stöðvarengj- um félli til Flautagerðis, en kvaðst hafa neitað því, en aftur á móti látið það óátalið, að Þorsteinn notaði engja- blett sem varð utan girðingar er hann setti um tún og engi Stöðvar vorið 1915, og jafnvel gefið eftir að girðingin réði merkjum milli engja hjáleigunnar og prestssetursins. Þessari umsögn umráðamanns Stöðvar hefir eigandi Flautagerðis mótmælt og hefir hún ekki verið staðfest fyrir rétti. Málsaðilar virðast sammála um, að Hvanngil og Hvann- gilslækur skuli ráða merkjum jarðanna niður á Útgrund, en þá greinir á um hver landamerkin séu úr því, telur eig- andi Flautagerðis landamerkin eiga að vera þaðan niður Stöðvarmýrar um mynni Stöðvarkils að landamerkjum Hvalness, og Flautagerðisland og Hvalness liggi þaðan saman til sjávar, en eigendur Stöðvar telja að landamerkja- línan falli saman við girðingu þá, um engi Stöðvar, af Út- grund niður í kíl, sem gengur upp úr Stöðvará utan við Silungahyl og síðan ráði Stöðvará til sjávar. Landstykki það er deilt er um er því aðallega þri- hyrnt svæði úr svokölluðum Stöðvarmýrum, frá Útgrund og niður að Stöðvará, og er breidd spildunnar þar sem hún er breiðust, meðfram ánni, um 120 metrar eftir laus- legri mælingu. Auk þess greinir málsaðila á um, hvort svokölluð Stöðvaralda, sem liggur fyrir botni fjarðarins sunnanmegin Stöðvarár, tilheyrir Stöð eða Flautagerði. Það virðist löglega sannað í málinu, meðal annars með eiðfestum framburði tveggja vitna, að hin upphaflegu landamerki milli þessara jarða hafi verið bein lína úr Hvanngili á fjalli í kíl sem gengur upp úr Stöðvará fyrir utan svonefndan Silungahyl og þaðan Stöðvará til sjávar. Byggingarbréf fyrir Flautagerði fékk núverandi eigandi 180 jarðarinnar, Þorsteinn Mýrmann, ekki þegar hann tók hana til ábúðar, og hann hefir ekki, gegn mótmælum eig- enda Stöðvar, fært sönnur á að honum hafi verið byggð jörðin með öðrum landamerkjum, en henni höfðu fylgt frá fornu fari. Hinsvegar hefir umráðamaður jarðarinnar, sr. Guttorm- ur Vigfússon, 1914 gert nýja skrá um landamerki milli jarðanna, sem virðist hafa verið miðuð við girðingu þá er hann það ár setti um tún og engjar Stöðvar, en við það færðust landamerkin, á nokkru svæði litið eitt inn á Stöðvarland. Landamerkjaskrá þessi er ekki undirskrifuð af ábúanda Flautagerðis og hefir ekki verið þinglýst, en við þessi landamerki bjó núverandi eigandi Flautagerðis mótmælalaust á meðan hann var leiguliði á jörðinni, og Þegar hann sótti um kaup á Flautagerði voru þessi landa- merki tekin upp í matsgerðina á jörðinni og sést ekki af skjölum málsins, að Þorsteinn hafi gert nokkra athuga- semd við þessi landamerki, hvorki þá er matsgerðin er staðfest né þegar hann sendi kaupbeiðni sína til stjórn- arráðsins. Þar sem því, samkvæmt framanskráðu, verður að telja upplýst hver hin fornu landamerki jarðanna hafi verið, og eigandi Flautagerðis engar sönnur hefir fært á að hann eða nokkur annar ábúandi á Flautagerði hafi búið við þau landamerki, sem hann nú gerir kröfu til að sett verði milli jarðanna, þar sem hann mótmælalaust hefir búið við þá landamerkjaskrá er umráðamaður Stöðvar setti árið 1914, og þar sem hann loks beinlínis virðist hafa keypt jörðina með þeim landamerkjum, sem eru skráð í matsgerð Flautagerðis, verður rétturinn að líta svo á að rétt landamerki milli Stöðvar og Flautagerðis séu Þau, sem umráðamaður jarðarinnar setti árið 1914, það er: „Að innan Hvanngilslækur úr fjalli niður á svonefnda Útgrund, svo þaðan lína, er fellur saman við þá girðingu, sem gerð hefir verið milli engja prestssetursins og hjá- leigunnar, niður í kil, sem gengur í norðaustur úr Stöðv- ará upp í mýrina fyrir utan Silungahyl. Eftir það ræð- ur Stöðvará landamerkjum til árósa. Það athugast að landamerki Stöðvar og Hvalness skipta hér ekki máli, þar eð þau liggja öll sunnan Stöðvarár, samanber framlagt landamerkjabréf. 181 Samkvæmt þessum úrslitum ber eiganda Flautagerðis að greiða allan þann kostnað sem mál þetta hefir haft í för með sér. Það er: Til sýslumanns .......0..000000... -. kr. 69.50 — Sveins Benediktssonar ........ „e, — 40.00 — Þorsteins Stefánssonar ......... SS 40. 00 Kr. 149. 50 Að öðru leyti þykir rétt að málskostnaður falli niður. Mánudaginn 29. april 1935. Nr. 110/1934. Sigurbjörg Jónsdóttir (Sveinbjörn Jónsson) gegn Indriða Gottsveinssyni (Th. B..Lindal). Frávisunardómur felldur úr gildi og máli vísað til efnisdóms. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 21. dez. 1933: Máli þessu vísast frá dómi ex officio. Málskostnaður falli niður. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi, Sigurbjörg Jónsdóttir, höfðaði mál þetta í héraði gegn stefnda Indriða Gottsveinssyni, út af því að hann hafði um mánaðarmótin júní og júli 1932 látið leggja gaspipur Í óleyfi yfir lóð hennar Óðinsgötu 13 inn í hús sitt Óðinsgötu 15, og krafðist hún þess fyrir undirréttinum, að stefndi vrði dæmdur til þess að taka gaspipurnar úr lóð hennar, greiða henni hæfilegar bætur fyrir skemmdir á lóðinni eftir mati óvilhallra manna og 182 200 krónur að auki fyrir óþægindi þau, er aðfarir stefnda hefðu bakað henni. Stefndi krafðist hins- vegar sýknu fyrir undirréttinum, byggt á þvi, að hann sé ekki réttur sakaraðili í málinu, heldur gas- stöð Reykjavíkur, er sé eigandi að gaspipunum og hafi ráðið þvi, að þær voru lagðar yfir lóð áfryj- anda. Fékk málið þau úrslit í bæjarþingi Reykja- víkur 21. dez. 1933, að þvi var ex officio vísað frá undirréttinum og málskostnaður látinn falla niður. Dómi þessum hefir áfrýjandi skotið til hæsta- réttar með stefnu dags. 20. júni f. á. og hefir mál- ið eftir ósk beggja málsaðilja verið flutt skriflega fyrir hæstarétti að fengnu samþykki réttarins. Áfrýjandi hefir krafizt þess fyrir hæstarétti, að hinn áfrýjaði dómur verði felldur úr gildi, og að lagt verði fvrir héraðsdómarann að taka málið fyrir að nýju og leggja á það efnisdóm. Svo hefir hún og krafizt málskostnaðar fyrir hæstarétti. Stefndi hefir hinsvegar krafizt staðfestingar á hin- um áfrýjaða dómi og málskostnaðar í hæstarétti. Héraðsdómarinn hefir byggt frávísunina á þvi, að eins og málið lá fyrir honum hafi ekki verið unnt með vissu að skera úr þvi, hver ábyrgðina beri á því, að gaspípurnar voru lagðar yfir lóð á- frýjanda og að rétt hefði verið að stefna gasstöð- inni, eða þeim sem beri ábyrgð á henni, inn í mál- ið til þess að gæta réttar sins. En þetta verður ekki talin réttmæt frávísunarástæða. Áfrýjandi gerði engar kröfur á hendur gasstöðinni, en höfðaði maál- ið til þess að fá úr því einu skorið hvort stefndi bæri ábyrgð á því, að gaspipurnar voru í óleyfi lagðar yfir lóð hennar og eftir því sem fyrir lá átti áfrýj- andi rétt á að fá dóm að efni til um þetta. Héraðs- 183 dómarann brast því heimild til að vísa málinu frá bæjarþinginu af fyrgreindri ástæðu, og með því ennfremur, að engir formgallar voru að öðru leyti á meðferð málsins í héraði, er varðað geta frávis- un þess, þá ber samkvæmt kröfu áfrýjanda að fella hinn áfrýjaða dóm úr gildi og leggja fyrir héraðsdómarann að taka málið fyrir af nýju og leggja dóm á það að efni til. Eftir þessum úrslitum þykir verða að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda málskostnað í hæstarétti, er ákveðst 150 kr. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði bæjarþingsdómur er úr gildi felldur og ber héraðsdómaranum að taka mál- ið fyrir af nýju og leggja dóm á það að efni til. Stefndi, Indriði Gottsveinsson, greiði áfrýj- anda, Sigurbjörgu Jónsdóttur, 150 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti, að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Málavexti í máli þessu kveður stefnandi Sigurbjörg Jónsdóttir, Óðinsgötu 13 hér í bæ, þá, að stefndur Indriði Gottsveinsson, Óðinsgötu 15 hér í bænum, hafi um mánað- armótin júní og júlí s. 1. látið leggja gasleiðslur inn í nefnt hús sitt (Óðinsgötu 15) frá aðalleiðslunni í þeirri götu. Kveður stefnanda þannig haga til þarna við götuna, að húsinu nr. 15, sem snúi gaflinum að lóð hennar nr. 13, fvlgi stór lóð, sem nái alveg fram að götunni. Nú hefir stefndur í stað þess að leggja gaspipurnar yfir sína eigin lóð eins og sjálfsagt hafi verið, látið grafa lóðina nr. 13 upp með sprengingum og leggja síðan pípurnar í hana. Hafi hann 1ueð þessu valdið skemmdum á steinsteypustétt, sem á lóð- 184 inni hafi verið. Þá hafi lóðin áður en verk þetta var fram- kvæmt verið þrifleg og ofaniborin með muldum salla, enda hafi hún verið notuð sem leikvöllur fyrir börn úr hús- inu, en á meðan á verkinu hafi staðið hafi hún verið ónot- hæf (sem slík), ekki hafi heldur verið hægt að komast að þvottasnúrum á lóðinni. Loks hafi stefndur að verkinu loknu látið bera sand á lóðina í bleytu, vaðist hann upp og valdi óþrifnaði, en í þurrki fjúki hann sé nokkur gola. Kveður stefnanda, að stefndur hafi lagt gasleiðslu þessa yfir lóð hennar í algjörðu heimildarleysi og eigi hún því rétt á að hann taki þær burtu aftur og bæti henni jafn- framt allt það tjón, og óþægindi, sem hún hafi hlotið af þessum verknaði hans. Hefir hún með stefnu, útgefinni 2. nóv. f. á., höfðað mál þetta á hendur stefndum fyrir bæj- arþinginu, að undangenginni árangurslausri sáttaumleitun og gert þær réttarkröfur, að stefndur verði dæmdur til þess að taka paspípurnar úr lóð hennar, greiða henni hæfilegar bætur fyrir skemmdirnar á lóðinni eftir mati tveggja óvil- hallra manna og kr. 200,00 fyrir óþægindi þau, sem að- farir hans hafi bakað henni. Loks hefir stefnandi krafizt rnálskostnaðar hjá stefndum að skaðlausu. Stefndur hefir mótmælt kröfum stefnöndu, krafizt sýknu af þeim og málskostnaðar hjá henni eftir mati réttarins. Byggir hann sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því, að máls- höfðun þessari sé ranglega beint gegn honum. Heldur hann því fram, að hann hafi í upphafi snúið sér til gasstöðvar- sljórans, með beiðni um innlagningu gass í hús sitt. Hafi síðan verið sendur innlagningarmaður frá gasstöðinni (en hún er eitt af fyrirtækjum Reykjavikurbæjar) sem hafi ráð- ið öllu um framkvæmdir og fyrirkomulag verksins meðal annars því að leiðslan hafi verið lögð um lóð stefn- öndu. Kveðst stefndur ekki hafa komið nærri verkinu að öðru leyti en því, að hann hafi útvegað menn til að grafa fyrir gaspipum og greitt fyrir uppgröftinn. Telur stefnd- ur að af þessum ástæðum sé verkið ekki unnið á sína á- byrgð heldur gasstöðvarinnar og eigi hún þvi til sakar að svara hafi gasleiðslan verið lögð um lóð stefnöndu í heim- ildarleysi eða bakað henni tjón. Hefir stefndur leitt 2 verkamenn, sem unnu að greftrinum fyrir gaspípunum hjá honum sem vitni, og hafa þeir báðir borið það, að inn- lagningamaður frá gasstöðinni hafi sagt þeim fyrir um 185 framkvæmd verksins. Þá er það öllum vitanlegt að ein- staklingum er óheimilt án tilhlutunar gasstöðvarinnar að leggja gasæðar við gasleiðslu bæjarins. Þykir réttinum því, að öllu þessu athuguðu, og með því að ekki er hægt eftir því, sem fyrir liggur að skera með vissu úr um það hver ábyrgðina beri á umræddu verki, að rétt hafi verið að stefna gasstöðinni eða þeim, sem ber ábyrgð á henni inn i mál þetta til þess að gæta réttar sins. En þar sem það hefir ekki verið gert þykir verða að vísa málinu frá ex officio. Eftir atvikum verður málskostnaður að falla niður. Föstudaginn 3. maí 1935. Nr. 104/1934. Guðbjörg Pálsdóttir og Marel Magn- ússon (Eggert Claessen) segn Margréti Halldórsdóttur (Guðm. Ólafsson). Krafa barnsmóður um afhendingu barns hennar eigi tekin til greina gegn yfirlýstu samþykki hennar til fósturforeldra barnsins um að þau mættu taka það og halda því sem sínu eigin. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 2. júní 1934: Stefnd Guðbjörg Pálsdóttir og Marel Magnússon skulu afhenda stefnöndu, Margréti I. Halldórsdóttur, barn hennar, Ernu Dóru, og viðurkennist foreldravald stefnöndu yfir nefndu barni. Stefnd greiði stefnöndu kr..75,00 í málskostnað. Dóminum ber að fullnægja innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Áfrýjendur hafa krafizt þess, aðallega, að hinn áfrýjaði dómur væri ómerktur og að málinu verði vísað frá héraðsdómi, en fil vara, að þau verði 186 sýknuð af kröfum stefndu í máli þessu. Af hálfu stefndu, sem hefir fengið gjafvörn og sér skipaðan talsmann í hæstarétti, hefir verið krafizt staðfest- ingar á hinum áfrýjaða dómi og málskostnaðar fyrir hæstarétti, eins og málið væri ekki gjafvarn- armál. Eins og tekið er fram í hinum áfrýjaða dómi, verður ekki álitið, að barnaverndarnefnd sé með 9. tölulið 6. or. laga nr. 43/1932 fengið vald til að úrskurða almennt ágreining milli einstakra manna um foreldravald vfir börnum, og verður aðalkrafa áfrýjenda því ekki tekin til greina. Í vfirlýsingu stefndu og barnsföður hennar frá 8. júní 1933, sem gefin var nálægt 5 mánuðum eftir að áfrýjendur höfðu tekið barn þeirra, sem er ó- skilgetið, til fósturs, og því eftir að foreldrar þess gátu sannfært sig um, að vel fór um barnið, segir svo, að stefnda og barnsfaðir hennar hafi fengið áfrýjendum barn sitt þá óskírt, til uppfóst- urs, og að þau megi hafa það hjá sér, sem sitt cigið barn, svo lengi sem þau æskja þess. Það er in confesso í málinu, að áfrýjendur, sem tjást þá hafa verið barnlaus, tóku barnið og hafa haft það siðan án þess að til meðsjafar hafi verið ætlazt og án þess að meðgjöf hafi verið krafin, boðin eða þegin. Og það er ekki heldur véfengt, að það hafi verið bein og stefndu vitanleg ákvörðunarástæða hjá áfrýjendum, er þau tóku barnið, að þau mættu hafa það og halda því, svo sem það væri þeirra cigið barn, enda hafa þau sýnt vilja sinn í því efni með því að sækja um leyfi til að ættleiða það og með því síðan að neita að láta barnið af hendi við stefndu. Áðurnefnd yfirlýsing verður þvi að teljast hafa í sér fólgið skýlaust sam- 187 þvkki stefndu á þvi, að áfrýjendur mættu taka og hafa barnið, eins og það væri þeirra eigið barn, og þar á meðal ættleiða það. Það verður ekki á- litið, að í 1. málsgr. 32. gr. laga nr. 45/1921 felist heimild til handa stefndu, án þess að áfrýjendur gæfu nokkurt tilefni til þess, til að afturkalla hina skýlausu yfirlýsingu sína eftir að áfrýjendur höfðu sýnt það í verki með umsókn sinni um ættleiðingu barnsins, að þau höfðu fullan huga á því að tak- ast að lögum á hendur allar foreldraskyldur gagn- vart því og hinu opinbera og veita því gagnvart þeim réttindi skilgetins barns, þar á meðal erfða- rétt og framfærslurétt, sbr. 5. gr. laga nr. 43/1927. Verður samkvæmt þessu að taka varakröfu áfrýj- enda til greina og sýkna þau af kröfum stefndu í máli þessu. Eftir atvikum þvkir rétt, að málskostnaður, bæði í héraði og fyrir hæstarétti falli niður. Málflutn- ingslaun hins skipaða talsmanns stefndu fyrir hæstarétti, er ákveðast 100 krónur, greiðist úr rik- issjóði. Því dæmist rétt vera: Áfrýjendur Guðbjörg Pálsdóttir og Marel Magnússon eiga að vera sýkn af kröfum stefndu, Margrétar Halldórsdóttur, í máli þessu. Málskostnaður bæði í héraði og fyrir hæsta- rétti, falli niður. Málflutningslaun skipaðs talsmanns stefndu fyrir hæstarétti, hæstarétt- armálflutningsmanns Guðmundar Ólafssonar, 100 krónur greiðist úr ríkissjóði. 188 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Málavextir í máli þessu eru þeir, að hinn 3. janúar Í. á. ól Margrét I. Halldórsdóttir, ógift stúlka til heimilis í Vestmannaeyjum, ungbarn, sem skirt var Erna Dóra, og er faðir þess Júlíus Sigvaldason, Njálsgötu 23, hér í bæn- um. Er barnið var 12 daga gamalt var því komið fyrir til fósturs hjá hjónunum Guðbjörgu Pálsdóttur og Marel Magnússyni, Lindargötu 9 hér í bæ, og hefir það verið hjá þeim síðan. Hinn 3. júní f. á. gáfu foreldrar barnsins nefndum hjónum skriflega yfirlýsingu þess efnis, að þau hefðu fengið hjónunum barnið til uppfósturs. Segir í yfir- lýsingunni, að hjónin megi hafa barnið hjá sér sem sitt eigið svo lengi sem þau æski þess. Í dezembermánuði sið- astliðnum óskaði móðir barnsins að taka það til sín, og hafa það hjá sér á heimili sinu í Vestmannaeyjum, en hjónin neituðu að afhenda það. Leitaði þá móðirin aðstoðar fógeta til þess að fá um- ráð yfir barninu með innsetningargerð, en með úrskurði fögetaréttar Reykjavíkur, uppkveðnum 28. febr. s. 1. var neitað um framgang gerðarinnar á þeim grundvelli að fógetarétturinn væri eins og ástæði ekki bær. að skera úr ágreiningnum. Höfðaði þá móðir barnsins, fyrnefnd. Mar- grét Halldórsdóttir, mál þetta fyrir gestaréttinum með stefnu útgefinni 5. marz s. 1. gegn nefndum hjónum, Guð- björgu Pálsdóttur og Marel Magnússyni, og hefir hún gert þær réttarkröfur, að viðurkennt verði með dómi réttar- ins foreldravald hennar yfir nefndu stúlkubarni, Ernu Dóru Júlíusdóttir, að stefnd hjón verði dæmd til þess að sleppa barninu og fá það henni í hendur, og loks, að stefnd verði dæmd til þess að greiða málskostnað að skaðlausu. Stefnd hafa mótmælt kröfum stefnöndu. Krefjast þau þess aðallega að málinu verði vísað frá dómi, en til vara hafa þau krafizt sýknu af framangreindum kröfum stefn- öndu. Þá krefjast þau málskostnaðar sér til handa hvernig sem málið fer. Stefnanda hefir hinsvegar mótmælt eindregið framan- greindum varnarástæðum stefndra og haldið fast við kröf- ur sínar í málinu. Frávísunarkröfuna byggja stefnd á því, að mál þetta heyri ekki undir dómstólana, heldur úrskurð barnavernd- 189 arnefndar hér í bænum, samkv. 9. lið 6. greinar laga nr. 43 frá 23. júní 1932 um barnavernd. Hafa stefnd fengið úrskurð barnaverndarnefndar hér fyrir því, að barnið skuli ekki frá þeim tekið móti vilja þeirra og telja þau, að með úrskurði þessum séu fengin fullnaðar úrslit þessa máls, og honum verði stefnanda að hlíta, nema því að- eins, að honum verði hrundið af barnaverndarráði. Það er nú að visu svo, að með nefndum lögum er barnavernd- arnefndum falið rannsóknar- og úrskurðarvald um ýms mál barna innan 16 ára aldurs, en ekki verður séð, að nefndum þessum sé með lögum heimilað úrskurðarvald um ágreining slíkan, sem um er að ræða í þessu máli, og er þá umræddur úrskurður nefndarinnar þýðingarlaus fyrir úrslit þess og verður þá frávísunar-krafa stefndra ekki tekin til greina. Sýknukröfuna byggja stefnd hinsvegar á því, að með áðurnefndri yfirlýsingu frá 3. júní f. á. hafi stefnanda af- salað sér öllum rétti til að heimta barnið til sín meðan þau æsktu eftir að hafa það hjá sér. Með yfirlýsingunni hafi stefnanda ekki einungis ráðstafað foreldravaldi sinu yfir barninu, heldur og gefið þeim leyfi til að ættleiða barnið, en samkvæmt gamalli venju sé ættleiðing heimil enda þótt hún svifti foreldra valdi yfir börnunum til fulln- aðar. Telja stefnd að samþykki til ættleiðingar af hálfu foreldra geti því vel verið bindandi og óafturkræft enda þótt ráðstafanir á foreldravaldi eingöngu séu riftanlegar eftir gildandi lögum. Það verður nú ekki fallizt á það hjá stefndum, að hægt sé gegn mótmælum stefnöndu, að leggja það inn í efni fyrgreindrar yfirlýsingar hennar, að hún hafi gefið ó- skorðað samþykki sitt til að stefnd ættleiddu nefnt stúlku- barn. Til þess er orðalag yfirlýsingarinnar of óákveðið. Verður vart að áliti réttarins talist felast meira í yfirlýs- ingunni en það, að stefnanda hafi viljað leyfa stefndum uppfóstur barnsins og umráð (foreldravald) yfir því um óákveðinn tíma, án þess þó að um gjöf á barninu til þeirra væri að ræða. Í 32. gr. laga nr. 46 frá 1921 er svo ákveðið, að móðir óskilgetins ósjálfráða barns hafi jafnan rétt og foreldri skilgetins barns til þess að hafa barn sitt hjá sér og ráða því að öðru leyti, en í lögum nr. 57 frá 1921 um afstöðu 190 foreldra til skilgetinna barna segir svo í byrjun 20. gr., að foreldrar ráði báðir saman, séu þeir samvistum verustað barna sinna og öðrum persónulegum högum þeirra eða með öðrum orðum að hjónin hafi bæði foreldravald yfir börnunum. Samkvæmt þessu hefir þá móðir óskilgetins barns ein foreldravald yfir barni sínu, en faðir þess hins- vegar engan umráðarétt yfir því. Nú segir svo í 4. málsgr. 20. greinar síðarnefndra laga, að foreldrar megi fela öðr- um að fara með foreldravald sitt um stundarsakir eða um óákveðinn tíma en eigi til fullnaðar. Þykir því verða að fallast á það hjá stefnöndu, að leyfi hennar, samkvæmt oftnefndri yfirlýsingu til hinna (stefndu) til uppfósturs og umráða oftnefndu stúlkubarni hennar, Ernu Dóru, sé aft- urkallanlegt hvenær sem er, og hefir stefnanda þá fullan rétt að fá barnið í sínar hendur og viðurkennt foreldra- vald sitt yfir því, og ber því að taka framangreindar dóm- kröfur hennar í þessu efni til greina, enda hefir ekkert komið fram undir rekstri málsins, er sanni það, að stefn- anda sé ekki fær um að annast uppeldi barnsins sjálf. Eftir þessum úrslitum málsins þykir rétt að stefnd greiði stefnöndu kr. 75.00 í málskostnað. Mánudaginn 6. maí 1935. Nr. 40/1934. Sveinn Teitsson (Eggert Classen) Segn Þóru Guðmundsdóttur (Sveinbjörn Jónsson). Kaupkrafa. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 7. sept. 1933: Aðal- stefndur, Sveinn Teitsson, greiði aðalstefnanda, Þóru Guð- mundsdóttur kr. 949.34 með 5% ársvöxtum frá 12. maí 1932 til greiðsludags og kr. 100.00 upp í málskostnað inn- an fimtán daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 191 Dómur hæstaréttar. Máli þessu hefir verið áfrýjað til hæstaréttar með stefnu dags. 5. marz f. á., og hefir áfrýjandi krafizt þess, að dómi bæjarþingsréttar Reykjavikur upp- kveðnun 7. sept. 1933 verði hrundið og breytt þann- is, að stefnda verði dæmd til að greiða áfrýjanda kr. 4870.02, með 5% ársvöxtum frá 28. sept. 1932 til greiðsludags. Ennfremur hefir áfrýjandi krafizt, að fellt verði úr gildi fjárnám, er fram hafi farið 15. jan. f. á. í húseign hans Laugaveg 103 í Reykjavík til fullnægingar hinum áfrýjaða bæjarþingsdómi og loks hefir hann krafizt, að stefnda verði dæmd til að greiða honum málskostnað að skaðlausu bæði fyrir undirrétti og hæstarétti. Af hálfu stefndu, er fengið hefir gjafvörn fyrir hæstarétti og sér skipaðan talsmann hefir hinsveg- ar verið krafizt, að hinn áfrýjaði bæjarþingsdóm- ur og fjárnámsgerð verði staðfest, og að áfrýjandi verði dæmdur til að greiða henni riflegan máls- kostnað fyrir hæstarétti, eins og málið væri eigi gjafvarnarmál, þar á meðal hæfileg málsvarnar- laun sér til handa. Málið hefir samkvæmt ósk beggja aðilja og með samþykki réttarins verið flutt skriflega fyrir hæsta- rétti. En undir rekstri málsins hefir ekki verið lagt fram eftirrit, hvorki í dómsgerðarformi né annað eftirrit, af hinni áfrýjuðu fjárnámsgerð í húsi á- frýjanda, Laugaveg 103, og verður þar af leiðandi ekki séð af málsskjölunum hvað fram hefir farið við þá fjárnámsgerð. Það er þessvegna ekki auðið að dæma um gildi hennar og verður því ex officio að visa frá hæstarétti kröfu áfrýjanda um að fjár- námsgerð þessi verði felld úr gildi. Eins og segir í hinum áfrýjaða bæjarþingsdómi 192 var áfrýjandi í aðalsök fyrir undirrétti dæmdur til að greiða stefndu kr. 1890.00. Við þessa upphæð hefir áfrýjandi að vísu ekkert að athuga, en eins og fyrir undirrétti krefst áfrýjandi þess að stefnda verði hinsvegar dæmd til að greiða honum kr. 6760.02 að frádregnum áðurnefndum kr. 1890.00 og kemur þá fram dómkrafa áfrýjanda kr. 4870.02. Af framangreindri gagnkröfu áfrýjanda voru í undirrétti teknar til greina kr. 940.66, en þar sem stefnda hefir viðurkennt, að hún hafi notað í eigin þarfir kr. 264.80 af fé þvi, er hún fékk fyrir fisk- vinnu þau ár, sem hún var ráðskona hjá áfrýjanda, og með því að hún, svo sem sagt er í hinum áfrýj- aða dómi, hefir eigi fært næg rök fyrir þvi, að henni hafi auk árskaupsins borið í sinn hlut um- rætt fiskvinnukaup, verður eftir kröfu áfrýjanda auk nefndra kr. 940.66 að draga þessar kr. 264,80 frá kaupkröfu stefndu. Að öðru leyti ber að stað- festa hinn áfrýjaða bæjarþingsdóm samkv. ástæð- um þeim er þar segir. Eftir atvikum þykir rétt að áfrýjandi greiði máls- varnarlaun hins skipaða talsmanns stefndu fyrir hæstarétti, er ákveðast kr. 150.00, en að öðru leyti á málskostnaður í hæstarétti að falla niður. Því dæmist rétt vera: Kröfu áfrýjanda um ómerkingu á fjárnámi 15. jan. f. á. í húsi hans Laugaveg 103 í Reykja- vik vísast ex officio frá hæstarétti. Áfrýjandi, Sveinn Teitsson, greiði stefndu, Þóru Guðmundsdóttur, kr. 684.54 með 5% árs- vöxtum frá 12. mai 1932 til greiðsludags og 100 kr. upp í málskostnað fyrir undirrétti. Svo 193 greiði hann málsvarnarlaun hins skipaða tals- manns stefndu í hæstarétti, hæstaréttarimál- flutningsmanns Sveinbjörns Jónssonar, 150 kr., en að öðru leyti á málskostnaður í hæstarétti að falla niður. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er eftir árangurslausa sáttaumleitan og að fengnu gjafsóknarleyfi, höfðað hér fyrir bæjarþinginu með stefnu útgefinni 9. júni f. á., af Þóru Guðmundsdóttur, Njálsgötu 13 B, hér í bæ, gegn Sveini trésmið Teitssyni, Laugaveg 103, hér í bænum. Gerir stefnandi þær kröfur að stefndur verði dæmdur til þess að greiða henni kr. 5370.00 með 6% ársvöxtum frá 12. maí 1932 til greiðslu- dags og málskostnað samkvæmt gjaldskrá Málflutnings- mannafélags Íslands. Stefndur krefst algerðrar sýknu af framangreindum kröfum stefnanda. Svo hefir hann og gagnstefnt í málinu og krefst hann þess í gagnsökinni að aðalstefnandi verði dæmd til þess að greiða honum kr. 6760.02 með 5% árs- vöxtum frá gagnsáttakærudegi, 22. september 1932 til greiðsludags. Ennfremur krefst gagnstefnandi málskostn- aðar samkvæmt mati réttarins. Aðalstefnandi krefst sýknu af kröfu gagnstefnanda í sagnsökinni svo og tildæmds málskostnaðar. Tildrög máls þessa kveður aðalstefnandi vera þau, að hún hafi ráðizt ráðskona til gagnstefnanda 15. október 1924 og unnið hjá honum í 6 ár, eða til 15. október 1930. Kveður hún umsamið kaup hafa verið 30 krónur fyrir mánuð hvern fyrsta árið en síðan 50 krónur fyrir hvern mánuð, eða samtals kr. 3360.00 fyrir allt tímabilið. Upp í kaupið hafi gagnstefnandi greitt sér kr. 270.00, en eft- ir standi kr. 3090.00, er gagnstefnandi neiti að greiða. Ennfremur kveðst aðalstefnandi hafa lánað gagnstefn- anda kr. 50.00 í peningum, og kr. 1750.00, sem hún hafi unnið sér inn í fiskvinnu hafi gengið til heimilis hans. 13 194 Svo kveðst hún og hafa lagt árlega inn í búið 2 dilka og 8 pund af ull í þau sex ár er hún gegndi ráðskonustörfum hjá gagnstefnanda. Reiknar hún verð innleggs þessa í búið 80 krónur á ári eða samtals kr. 480.00 fyrir allan tímann. Nema hinar tilfærðu upphæðir kr. 3090 plus kr. 50.00 plus kr. 1750 plus kr. 480.00 samanlagðar, hinni umstefndu upphæð. Gagnstefnandi heldur því fram, að aðalstefnandi hafi aðeins verið vinnukona hjá sér umrædd 6 ár, en þrátt fyrir þá staðhæfingu hans verður að telja sannað að um ráðskonustöðu hafi verið að ræða, enda er það sannað að gagnstefnandi nefndi aðalstefnanda ráðskonu við aðra. Gagnstefnandi viðurkennir að umsamið kaup hafi verið fyrsta árið 30 krónur fyrir mánuðinn, en mótmælir ákveð- ið, að kaupið hafi hækkað upp í 50 krónur á mánuði eftir fyrsta árið. Kveður hann kaupið hafa verið 30 kr. fyrir mánuðinn allan tímann. Þar sem upplýst er að aðalstefn- andi réðist í upphafi fyrir 30 krónur virðist sönnunar- byrðin fyrir því, að samið hafi verið um að kaupið skyldi hækka síðar, verða að hvila á aðalstefnanda, og þegar að hún hefir ekki gegn mótmælum gagnstefnanda fært sönnur á að slíkir samningar hafi verið gerðir, þá er ekki unnt í þessu máli að reikna henni hærra kaup en kr. 30 fyrir mánuðinn. Lækkar krafa hennar af þessari á- stæðu um kr. 1200.00. Að því er snertir kröfuna um endurgreiðslu á 50 króna láni, þá heldur aðalstefnandi því fram í frumsókn sinni, rskj. nr. 3, að hún hafi lánað gagnstefnanda upphæð þessa samtímis því sem hún réðist til hans. Síðar í mál- inu, sjá m. á. rskj. nr. 44, heldur hún því fram, að um- rætt 50 króna lán sé þannig til komið að sumarið 1927 hafi hún verið kaupakona í Selkoti í Þingvallasveit og fengið þar í kaup 50 krónur (auk fæðis fyrir tvo drengi, syni gagnstefnanda, sjá rskj. nr. 51). Um haustið hafi hún keypt slátur o. fl. til heimilis gagnstefnanda fyrir þessar 50 krónur. Gagnstefnandi hefir mótmælt þessum lið sem röngum og hefir aðalstefnandi ekki fært sönnur á gegn mótmælum hans, að hún eigi rétt á að fá þessar 50 krón- ur endurgreiddar, enda krefst hún kaups af gagnstefn- anda fyrir tíma þann, sem hún hefir unnið fyrir oft- nefndum 50 krónum í Selkoti og mætti því ætla að kaup 195 hennar í Selkoti hafi átt að renna til gagnstefnanda. Þessi liður verður því ekki til greina tekinn. Aðalstefnandi kveðst hafa unnið fyrir 1750 krónum í fiskvinnu ár þau, er hún var ráðskona hjá gagnstefnanda. Kveður hún þá peninga alla hafa runnið til heimilis gagn- stefnanda, en hún hafi átt að eiga þá sjálf. Telur hún sig því eiga heimtingu á endurgreiðslu á þessari upphæð. Gagnstefnandi hefir mótmælt því, að fiskvinnukaup þetta hafi runnið til sín eða heimilis síns, en þó svo væri, þá hafi hann átt heimtingu á því að fá kaupið þar eð að- alstefnandi hafi verið í fastri þjónustu hans gegn ákveðnu mánaðarkaupi auk fæðis og húsnæðis. Hefir aðalstefn- andi ekki fært þau rök fyrir þessum lið kröfu sinnar, að unnt sé að taka hann til greina. Loks hefir gagnstefnandi mótmælt þvi, að aðalstefn- andi hafi lagt inn í bú hans kjöt, ull eða aðra vöru og mótmælir kröfu hennar um ofannefndar kr. 480.00. Að- alstefnandi átti 2 ær vestur í Arnarfirði og fékk sent þaðan kjöt og ull á haustin. Kveður gagnstefnandi hana hafa gefið þetta ýmsum, en stundum hafi skemmdir verið í matvælunum og hafi komið fyrir að þeim hafi verið fleygt. Rétturinn verður að lita svo á, að jafnvel þótt afurðir bessar hafi að einhverju leyti runnið í bú gagnstefnanda, þá bresti þó allar sönnur fyrir því, að þar hafi verið um sölu að ræða, enda mætti ætla ef svo hefði verið, að verðið hefði ekki verið öll árin hið sama. Þykir því ekki fært að taka þennan lið til greina. Niðurstaðan verður þvi sú í aðalsök að krafa aðal- stefnanda lækkar um kr. 1200.00 plus kr. 50.00 plus kr. 1750.00 plus kr. 480.00 eða samtals um kr. 3480.00 og fær- ist niður í kr. 1890.00. Ber þá að athuga kröfur gagnstefnanda í gagnsökinni og mótmæli aðalstefnanda gegn einstökum liðum gagn- kröfunnar. 1. Gagnstefnandi kveðst hafa greitt aðalstefnanda kr. 40.00 í dezember 1924 til þess að greiða Gunnlaugi lækni Einarssyni. Aðalstefnandi hefir mótmælt þessu og hefir sagnstefnandi ekki fært sönnur á réttmæti þessa liðs. Gagnstefnandi tilfærir aðalstefnanda til skuldar við 30. okt. 1925 „fyrir fæði, mjólk, egg o. s. frv. og húsnæði fyrir sjúkling, Guðm. Ágúst Pálsson (sem er giftur syst- 196 ur Þóru Guðmundsdóttur) dagana 10—-30. okt. 1925, —- 21 dagur á 5.00 kr., 105.00“. Aðalstefnandi hefir mótmælt þvi, að hún hafi tekið á sig nokkra ábyrgð á greiðslu þessa kostnaðar og liggja ekki fyrir neinar sannanir um það, að svo hafi verið. Þessi liður verður því ekki til greina tekinn. 3. Gagnstefnandi kveðst hafa greitt fyrir aðalstefnanda kr. 18.00 til Gróu Jónatansdóttur á Þingeyri og kr. 30.00 til Bræðranna Proppé, sama staðar. Hefir aðalstefnandi mótmælt þessu og eru ekki komnar fram sannanir fyrir þvi gegn mótmælum hennar. Lækkar gagnkrafan þvi samkvæmt þessum lið um kr. 48.00. 4. Þá kveðst gagnstefnandi hafa látið aðalstefnanda fá kr. 18.00 í peningum og 2 rjólbita 18 króna virði, til þess að senda til Svalvoga i Dýrafirði. Gegn mótmælum aðal- stefnanda brestur þó sönnun fyrir þessu og lækkar gagn- krafan af þessari ástæðu um kr. 36.00, 5. Gagnstefnandi kveðst hafa látið aðalstefnanda fá 10 krónur í peningum í ágúst 1927. Gegn mótmælum að- alstefnanda er þessi liður einnig ósannaður. 6. Þá kveðst gagnstefnandi hafa sent aðalstefnanda austur að Selkoti í ágúst 1927 rúmstæði fyrir kr. 18.00 og 6 flöskur af fersól fyrir kr. 19.50. Aðalstefnandi viður- kennir að hafa fengið rúmstæðið, er hún telur 9 króna virði, en mótmælir því að gagnstefnandi hafi sent fersól- flöskurnar. Verður hið síðarnefnda ekki talið sannað gegn mótmælum aðalstefnanda. Andvirði rúmstæðisins ber að telja henni til skuldar með kr. 18.00 þar sem ekki er upp- lýst að það verð sé ósanngjarnt. Gagnkrafan lækkar því samkvæmt þessum lið um kr. 19.50. 7. Þá kveður gagnstefnandi aðalstefnanda hafa veitt viðtöku ýmsum fjárupphæðum, er til hans áttu að renna, en aldrei skilað þeim. Þannig kveður hann hana hafa selt saumavél, er hann átti, fyrir kr. 30.00, tekið á móti 35 krónum frá Jóhannesi nokkrum fyrir fæði, er hann fékk á heimili gagnstefnanda, sömuleiðis 120 krónum frá Jóni nokkrum Bjarnasyni fyrir fæði, 14 krónum hafi hún tek- ið á móti fyrir seld egg, 35 krónum fyrir 5 andir er hún hefir selt. Ennfremur hafi hún tekið á móti fæðispen- ingum frá Jóni Kristjánssyni kr. 45.00, og Sighvati Jóns- syni kr. 56.00, og sömuleiðs 14 krónum frá siðarnefndum 197 fyrir að prjóna neðan við sokka. Andvirði hænsnanna kr. 70, er gagnstefnandi átti að fá, hafi hún ekki skilað. Loks hafi hún tekið á móti vinnulaunum sjálfrar hennar og sona gagnstefnanda, Péturs og Hafsteins, samtals kr. 2439.26 en engu skilað gagnstefnanda. Nema upphæðirnar sam- kvæmt þessum lið samtals kr. 2878.26. Aðalstefnandi hefir mótmælt því ákveðið að nokkur eyrir af ofangreindum upphæðum hafi runnið til hennar. Kveður hún peningana hafa gengið til greiðslu á venju- legum og daglegum heimilisnauðsynjum. Það verður nú að teljast mjög ósennilegt að gagnstefnandi hefði liðið það óátalið, að aðalstefnandi kastaði eign sinni á upp- hæðir, er hún tók á móti fyrir selt fæði eða selda muni gagnstefnanda og sama er að segja um vinnupeninga að- alstefnanda og sona gagnstefnanda. Aðalstefnandi var í þeirri stöðu sem ráðskona á heimilinu, að henni var heim- ilt að nota innkomna peninga eins og þá, er hér um ræðir, til greiðslu á búsnauðsynjum og verður ekki krafizt að hún sýni kvittanir fyrir greiðslunum. Eins og málið horfir við hér fyrir réttinum, þykir verða að taka trúanlegt, að um- ræddir peningar hafi verið notaðir í þágu heimilis gagn- stefnanda og ber þvi að draga framangreinda upphæð, kr. 2878,26 frá kröfu gagnstefnanda í gagnsök. 8. Gagnstefnandi tilfærir ennfremur nokkrar upphæðir er hann kveðst hafa greitt aðalstefnanda í peningum, kr. 10.00 í ágúst 1927, (auk þeirra er í 5. lið getur) 15 kr. í júní 1928, 27 krónur í ágúst sama ár og auk þess 60 kr. sumarið 1928, er aðalstefnandi hafi sent systur sinni, Er. 34.40 í dez. 1929, til greiðslu á sveitarskuld, 28 krónur til gleraugnakaupa, 40 kr. til kaupa á kápu. Aðalstefnandi hefir viðurkennt tvær siðustu upphæðirnar réttar en mót- mælt hinum og hefir gagnstefnandi ekki fært sönnur á greiðslur þessar. Lækkar krafa gagnstefnanda þá sam- kvæmt þessum lið um kr. 146.40. 9. Aðalstefnandi skuldar gagnstefnanda fyrir fæði og húsnæði fyrir Kristínu Guðmundsdóttur frá Keflavík, nú á Skagaströnd, frá maí til nóvember 1928 og fyrir barn, sem hún átti 26. ágúst 1920, 180 daga á kr. 5.00, kr. 900.00. Aðalstefnandi kveður konu þessa hafa greitt fyrir dvöl sina á heimili gagnstefanda kr. 309.00 með vitund hans, 198 og hafi þeir peningar gengið til greiðslu á ýmsum heim- ilisnauðsynjum. Gagnstefnandi hefir ekki sannað gegn mótmælum aðalstefnanda að henni hafi verið skylt að greiða fyrir dvöl Kristínar á heimili gagnstefnanda né að hann yfirleitt eigi kröfu á hendur henni út af dvölinni. Er því ekki unnt að taka þennan lið til greina. 10. Þá reiknar gagnstefnandi aðalstefnanda til skuldar kr. 9.60 andvirði ferðatösku, er hann hafi keypt handa henni sumarið 1929. Aðalstefnandi kveður gagnstefnanda hafa gefið sér tösku þessa, er hún fór með son gagnstefn- anda vestur í Arnarfjörð umrætt sumar. Gegn mótmæl- um gagnstefnanda hefir hún þó ekki fært sönnur á stað- hæfingu þessa og ber því að taka þennan lið til greina. 11. Gagnstefnandi skuldar aðalstefnanda fyrir skófatn- að ár þau, er hún var ráðskona hjá honum og árið 1932. Hefir aðalstefnandi viðurkennt færslur þessar réttar að undanteknum skóm á kr. 5.25, sem færðir eru við 8. októ- ber 1931 og stigvélum á kr. 18.00, sem færð eru við 9. nóvember sama ár. Kveðst aðalstefnandi aldrei hafa feng- ið skó þessa og stígvél og hefir gagnstefnandi ekki fært sönnur á hað gegn neitun hennar. Lækkar gagnkrafan því samkvæmt þessum lið um kr. 23.25. 12. Næst kemur kröfuliður kr. 690.00 fyrir húsnæði, þjónustu, fæði, ljós og hita fyrir aðalstefnanda fyrir tíma- bilið frá 15. okt. 1930 til 8. april 1931, kr. 120 á mánuði. Þótt gagnstefnandi reikni aðalstefnanda ekki ráðskonu- kaup nema til 15. október 1930 þá fór hún þó eigi af heimili hans þann dag. Var hún orðin heilsuveil um þetta leyti en ekki kveðst hún hafa lagzt í rúmið fyrri en 21. fe- brúar 1931. Gagnstefnandi heldur því hinsvegar fram, að hún hafi lagzt í rúmið um jól eða nýjár. Samkvæmt vott- orði læknis Árna Péturssonar mun aðalstefnandi hafa réttara fyrir sér um þetta atriði. Veikindi þau, sem að henni gengu var Þrjósthimnúbólga. Var hún flutt af heim- ili gagnstefnanda Á spifála hinn 8. apríl 1981. Það má telja upplýst að aðalstefnandi hafi gegnt störf- um á heimili gagnstefnanda allt þar til hún lagðist rúm- föst og verður að ætla að hún hafi að minnsta kosti ver- ið matvinningur á þeim tíma, þótt hún reikni sér ekki kaup fyrir hann. Hinsvegar á gagnstefnandi kröfu til end- urgjalds fyrir kostnað vegna legu aðalstefnanda á heimili 199 hans 21. febrúar til 8. apríl eða í 47 daga, og verður gjald Það, er hann reiknar sér kr. 120.00 á mánuði eða ca. kr. 4.00 á dag ekki talið ósanngjarnt. Ber því að taka til greina af þessum lið 4x47 = 188 krónur. Þessi liður lækkar því um kr. 502.00. 13. Þá reiknar gagnstefnandi sér vegna vinnutaps sjálfs sin og hjúkrunar látinnar í té aðalstefnanda þegar hún lá á heimili hans 4—% 1931, 85 virkir dagar á kr. 7.16 pr. dag, samtals kr. 693.60. Aðalstefnandi hefir mótmælt þessum lið og hefir gagn- stefnandi ekki gert sennilegt að hann eigi kröfur til upp- hæðar þessarar. Kostnaðurinn við legu aðalstefnanda á heimili hans sýnist nægilega greiddur með upphæð þeirri, er í 12. lið greinir. 14. Gagnstefnandi reiknar næst kr. 10.00 fyrir bil handa aðalstefnanda til spítalans í Hafnarfirði. Aðalstefn- andi kveðst hafa farið í áætlunarbifreið og hafi sætið kostað kr. 1.00, en vera megi að gagnstefnandi hafi greitt hana. Er ekki upplvst að ferðin hafi orðið dýrari og lækk- ar“ þá þessi liður um kr. 9.00. 15. liður. Þá kveðst gagnstefnandi hafa greitt fyrir að- alstefnanda bifreið til að flytja hana frá Hafnarfirði að Kópavogshæli, kr. 15.00. Aðalstefnandi heldur því fram að gagnstefnanda hafi borið að greiða þessa upphæð, en fyrir því eru engar sönnur færðar og ber því að taka Þennan lið til greina. 16. Þá reiknar gagnstefnandi sér kr. 31.20 fyrir tvær ferðir að Vifilsstöðum og ýmislegt annað ómak í þágu aðalstefnanda. Verður þetta ekki talið ósanngjarnlega hátt og ber því að samþvkkja þennan lið. 17. Næst reiknar gagnstefnandi kr. 6.36 fyrir sængur- ver í júni 1931. Aðalstefnandi neitar ákveðið að hún hafi fengið sængurver þetta og er ekki upplýst að svo hafi verið. 18. Hér reiknar gagnstefnandi sér kr. 6.00 fyrir ferð til Vífilsstaða og kr. 24.48 fyrir þriggja daga vinnutap í sam- bandi við ráðstafanir við að koma aðalstefnanda af Kópa- vogshæli. Þessum lið cr ekki mótmælt á annan hátt en Þann, að gagnstefnanda hafi borið að greiða þennan kostn- að, og þar sem ekki er hægt að álita að svo hafi verið, Þá verður þessi liður samþykktur. 200 19. Þá telur gagnstefnandi til skuldar hjá aðalstefn- anda fyrir húsnæði, þjónustu, fæði, ljós og hita fyrir tíma- bilið frá 18. febr. 1932 til 18. apríl s. á. kr. 120.00 á mán- uði, samtals kr. 240.00. Í málinu er upplýst að aðalstefnandi dvaldi á heimili gagnstefnanda í þetta sinn aðeins frá 22. febrúar til 19. marz eða samtals í 27 daga. Sé greiðsla reiknuð á kr. 4.00 á dag verður gjald það, er gagnstefnandi á rétt til alls kr. 108.00, og þykir verða að taka það til greina. Lækkar Þessi kröfuliður þá um kr. 132.00. 20. Gagnstefnandi tilfærir ýmsar upphæðir er hann hafi greitt fyrir aðalstefnanda til Sjúkrasamlags Reykja- vikur og ýms opinber gjöld. Er mótmælum aðalstefnanda gcgn þessum liðum þannig háttað, að ekki er unnt að taka þau til greina. Þessir liðir verða því samþykktir. 21. Loks gagnstefnir gagnstefnandi fyrir kr. 270.00, Peningagreiðslu, en með því að hér er um sömu upphæð að ræða, sem aðalstefnandi hefir dregið frá kröfu sinni í aðalsökinni, verður hún ekki tildæmd í gagnsökinni. Gagnkrafan var eins og fyrri segir kr. 6760.02. Sam- kvæmt framansögðu lækkar hún sem hér segir: kr. 40.00 plus kr. 105.00 plus kr. 48.00 plus kr. 36.00 plus kr. 10.00 plus kr. 19.50 plus kr. 2878.26 plus kr. 146.00 plus kr. 900.00 plus kr. 23.25 plus kr. 502.00 plus kr. 693.60 plus kr. 9.00 plus kr. 6.35 plus kr. 132.00 plus kr. 270.00. En samanlagðar nema upphæðir þessar kr. 5819.36. Eftir verður þá af gagnkröfu gagnstefnanda kr. 940.66 og ber að draga þá upphæð frá þeim kr. 1890.00, sem til greina voru teknar af kröfu aðalstefnanda í aðalmálinu, og verð- ur þá eftir af henni kr. 949.34. Niðurstaða málsins hér fyrir réttinum verður því sú, að tildæma aðalstefnanda ofannefnar kr. 949.34 með vöxtum, sem gegn mótmælum verða ekki reiknaðir hærri en 5% p. a. Eftir þessum málavöxtum þykir rétt að gagnstefnandi greiði aðalstefnanda kr. 100.00 upp í málskostnað. Sökum margvíslegra anna dómarans hefir dómur ekki orðið kveðinn upp í máli þessu fyrr en nú. 201 Miðvikudaginn 8. maí 1935. Nr. 180/1934. Réttvísin (Th. B. Líndal) gegn Guðmundi Guðmundssyni, Eyjólfi Jó- hannssyni, Steingrími Björnssyni og Sigurði Sigurðssyni (Pétur Magnússon, Sveinbjörn Jónsson, Lárus Jóhannesson, Stefán Jóh. Stefánsson). Brot g. 142., sbr. 145. og 144., sbr. 145. og 48. gr. hegningarlaganna. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 20. okt. 1934: Ákærði, Sigurður Sigurðsson, á að vera sýkn af ákæru réttvísinn- ar í máli þessu. Ákærði Guðmundur Guðmundsson, sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 6 mánuði. Ákærði, Steingrímur Björnsson, sæti fangelsi við venju- legt fangaviðurværi í 4 mánuði. Ákærði, Eyjólfur Jóhannssson, sæti fangelsi við venju- legt fangaviðurværi í 60 daga. En fullnustu fangelsisrefsinga allra hinna dómfelldu skal fresta, og þær falla niður eftir 5 ár frá uppsögn dóms þessa, ef skilorð laga nr. 39, 1907 verða haldin. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Sigurðar Sig- urðssonar, hrm. Stefáns Jóh. Stefánssonar, kr. 150, greið- ist úr ríkissjóði. Ákærði, Guðmundur Guðmundsson, greiði varðhaldskostnað sinn og kr. 150 í málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, hrm. Péturs Magnússonar; ákærði, Steingrímur Björnsson, greiði til skipaðs verjanda sins, hrm. Lárusar Jóhannessonar, kr. 150,, og ákærði, Eyjólfur Jóhannsson greiði til skipaðs verjanda síns, hrm. Svein- björns Jónssonar, kr. 150 í málsvarnarlaun. Allan annan kostnað sakarinnar greiði hinir ákærðu Guðmundur Guðmundsson, Steingrímur Björnsson og Eyij- ólfur Jóhannsson einn fyrir alla og allir fyrir einn. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. 202 Dómur hæstaréttar. A. Ákærði Guðmundur Guðmundsson. I. 1. Honum er í fyrsta lagi gefið að sök, að hann hafi sýnt refsivert gáleysi um umgang um aðal- peningahirzlu Landsbankans. Eftir 1. málsgr. 80. gr. bankareglugerðarinnar nr. 83 frá 21. dez. 1928 skal læsing féhirzlu þessarar vera svo gerð, að henni verði aðeins lokið upp með tveim lyklum, og hafi einn bankastjóranna annan þeirra, en fé- hirðir hinn, og verði þeir því báðir að vera við. Þegar í hana er farið. Ákærði fór eigi alltaf sjálf- ur í féhirzlu þessa, heldur lét stundum aðra starfs- menn bankans gera það fyrir sína hönd. Banka- stjórarnir fóru, að því er virðist, aldrei sjálfir í féhirzlu þessa, heldur létu venjulega ákveðinn starfsmann bankans gera það í umboði sínu. Þessi umboðsmaður bankastjórnarinnar hreyfði aldrei athugasemdum eða aðfinningum við ákærða, þótt hann sendi stundum annan í stað sinn, og ekki hefir stjórn bankans að þessu fundið. Þar sem bankastjórarnir, yfirboðarar ákærða, bæði töldu sér sjálfum heimilt að nota umboðsmann til áður- nefnds starfs, sá umboðsmaður fann aldrei að þessu við ákærða, heldur fór umyrðalaust með þeim, er ákærði sendi með honum í aðalpeninga- féhirzluna, og þar sem ákærði fékk aldrei neinar athugasemdir um þetta frá vfirboðurum sinum, þá verður hann ekki talinn hafa unnið sér til refsing- ar, þótt hann hafi ekki í þessu atriði fvlgt áður- nefndum ákvæðum bankareglugerðarinnar Þbók- staflega. 2. Þá er ákærða gefin sök á því, að hann hafi ekki samkvæmt 2. málsgr. 80. gr. bankareglugerð- arinnar kvittað hvert skipti, sem seðlar voru tekn- 203 ir úr áðurnefndri aðalpeningahirzlu bankans í hina þar til ætluðu bók, heldur að loknum banka- tíma dag hvern, að því er virðist, fyrir samanlagð- ar úttektir seðla þaðan þann dag. Með því að um- boðsmaður bankastjóranna, sem að sjálfsögðu var viðstaddur og tók þátt í talningu seðlanna og einnig var skylt að sjá um, að allt í þessu efni væri löglega gert, hafði ekki neitt við þessa tilhögun að athuga, mátti ákærði ganga út frá því, að yfirboð- arar hans mundu ekki telja hann ámælisverðan í þessu efni. Og verður ákærði því ekki heldur tal- inn hafa unnið til hegningar í þessu sambandi. 3. Enn er ákærði sakaður um vitaverða ráðstöf- un á lyklum að hinni sérstöku féhirzlu féhirðis, þeirrar, er í 81. gr. bankareglugerðarinnar getur og hann einn á að hafa lvkla að. Enda þótt bankanum sé, samkvæmt 1. gr. laga nr. 10/1928, skipt í þrjár starfsdeildir, gerir bankareglugerðin ráð fyrir að- eins einum féhirði. Vegna þessarar nýskipunar á bankanum og vaxandi starfa, hlutu féhirðarnir raunverulega að verða fleiri en einn. Gerðist á- kærði aðalféhirðir, og hafði þó einnig talningu við einn sjóðinn á hendi, en undir hans eftirliti og á hans fjárhagsábyrgð störfuðu jafnframt tveir aðstoðargjaldkerar, hvor með sinn sjóð. Vegna talningarstarfsomi sinnar var ákærði þannig bund- inn við starf sitt við sinn sjóð, og sendi hann því einatt aðra starfsmenn bankans í féhirzlu þá, sem féhirði er ætluð í 81. gr. bankareglugerðarinnar. Fékk hann aðstoðarféhirðum sínum því varalvkl- ana að féhirzlu þessari. En hún er, eftir því, sem upplýst er í málinu, járnskápur með tveimur að- greindum rúmum, og sín ytri hurðin fyrir hvoru. Fvlgdu skápnum tveir lvklar að læsingu hvorrar 204 hurðar, en allir 4 lyklarnir ganga þó að báðum læsingunum. Meðákærðu Steingrímur og Sigurður, aðstoðargjaldkerar ákærða, höfðu nú sinn lvkil- inn hvor, en forstöðumaður útibús bankans við Klapparstíg einn og ákærði sjálfur þann fjórða. Hvor aðstoðarféhirðanna geymdi sinn sjóð inni í skápnum í læstum járnkassa, og höfðu þeir, hvor um sig, einir lykil að sínum kassa. Í skáp þessum er ennfremur sérstakt hólf, þar sem ákærði geymdi sinn sjóð og hann einn hafði lvkil að. Með þessari tilhögun gat enginn féhirðanna farið í hins sjóð með sínum lykli, og það verður því ekki talin refsi- verð meðferð á lyklunum, þó að ákærði fengi að- stoðargjaldkerum sínum lykil að skáp þessum með þeim hætti, sem sagt var. Á afhendingu lvkils að framannefndum skáp til forstöðumanns útibúsins stóð svo, að bankastjórn- in hafði lagt svo fyrir, að sjóð útibúsins skyldi á hverju kveldi eftir starfstíma þess flytja niður í aðalbankann og geyma þar yfir nóttina í skáp þeim, er féhirði var ætlaður. Með því að starfssemi útibúsins fór fram á eftirmiðdögum lengi eftir að aðalbankanum var lokað, var sjóðurinn ekki flutt- ur úr útibúinu í bankann fyrr en kl. 8—9 á kveld- in. Ákærða var ekki skylt að bíða í aðalbankanum eftir því, að sjóður útibúsins kæmi þangað eða að vera þar við, er sjóðnum var þangað skilað. Þessi meðferð á sjóði útibúsins var gagnstæð tillögum ákærða, og í ráðstöfun bankastjórnarinnar á sjóðn- um virðist felast samþykki hennar eða jafnvel skipun til ákærða um það, að hann léti forstöðu- manni útibúsins heimilan aðgang að skápnum, sem hlaut að verða með þvi móti, að hann fengi lykil að honum hjá ákærða. Verður ákærða þvi 205 ckki talið til hegningar, þó hann afhenti for- stöðumanni útbúsins einn lykilinn að oftnefndum skáp. Samkvæmt þessu verður ákærða ekki gerð refs- ing fyrir athafnir þær, sem í þessum kafla greinir. TI. Þá er ákærða gefin sök á því, að hann tók við ávísunum frá Mjólkurfélagi Reykjavíkur sem góð- um og gildum, enda þótt hann vissi, að félagið átti ekki innstæðu fyrir þeim í banka þeim, sem þær voru stílaðar á. Það verður ekki fullyrt, að ákærði hafi gert þetta í því skyni að skaða Landsbank- ann, enda voru ávísanirnar allar leystar inn. Fkki verður það heldur talið sannað, að ákærði hafi gert þetta til þess að afla sjálfum sér ávinnings, enda þótt svo atvikaðist alllöngu eftir að ákærði var farinn að taka við nefndum ávísunum, að for- stjóri Mjólkurfélagsins gerði honum samskonar greiða, sem ýmsir aðrir kunningjar höfðu gert, án þess að ákærður gerði þeim nokkurn samskonar greiða og hann gerði Mjólkurfélaginu með viðtöku ávísananna. En með þessari meðferð ávísananna tók ákærði sér vald, sem honum ekki bar sam- kvæmt stöðu sinni, og verður, með því að mikið kvað að þessu, að telja honum það til stórkostlegs og ítrekaðs hirðulevsis, og að dæma hann til refs- ingar fyrir það eftir 144. gr., sbr. 145. gr. almennra hegningarlaga. TIl. Ákærði fékk, eins og segir í hinum áfrýjaða dómi, ávísanir hjá ýmsum mönnum til þess að láta liggja í sjóði hjá sér sem tryggingu fyrir upphæð- um, er hann hafði tekið úr sjóði sinum til eigin þarfa. Ákærði verður ekki talinn hafa ætlað sér að skaða bankann með þessu, enda virðast upp- hæðirnar ekki hafa verið háar og engin skaði 206 hlauzt heldur af því. Og ákærði verður ekki held- ur talinn hafa gerzt sekur um sjóðþurð með þessu eftir 136. gr. hegningarlaganna, því að raunveru- lega var jafnvirði þess, er hann tók úr sjóðnum, jafnan fyrir hendi þar, sem væntanlega hefði mátt koma í reiðu peninga hvenær sem vildi, ef því hefði verið að skipta. Af ávisunum þeim, sem hér ræðir um, var ein, að upphæð 5000,00 krónur, frá Mjólkurfélagi Reykjavikur, sem forstjóri þess félags lét hann hafa eftir að ákærði var farinn að taka við ávisun- um félagsins með þeim hætti, sem í II. getur. En fyrir þessari ávísun setti ákærði tryggingu með á- vísun frá Agli Thorarensen, sem forstjórinn taldi fullnægjandi tryggingu. Þegar til þess er litið, að aðrir kunningjar ákærðu gerðu honum samskonar greiða tryggingarlaust, þá verður ekki talið sann- að, að ákærði hafi þegið þenna greiða hjá for- stjóra Mjólkurfélagsins sem borgun eða fyrir það, að hann hafði tekið við ávísunum félagsins. Það verður ekki heldur talið sannað, að úttektarskuld ákærða við félag þetta feli í sér borgun honum til handa fyrir brot á embættisskvldu, enda var skuldin ekki svo há, að vel mátti ætla, að maður í stöðu ákærða og með þeim tekjum, sem hann hafði, mundi geta greitt hana, og lánstraust það, sem félagið lét ákærða hafa, virðist síst hafa farið fram úr því, er margir aðrir viðskiptamenn þess nutu. Ákærði verður því ekki talinn hafa með þeim skiptum sinum við Mjólkurfélag Revkjavík- ur, sem hér greinir, bakað sér refsingu eftir 119. gr. hegningarlaganna. Þar á móti hefir hann með því að taka úr sjóði hjá sér upphæðir til eigin þarfa misbrúkað stöðu sína sem aðalféhirðir bankans. 207 og varðar það brot hans við 142. sbr. 145. gr. al- mennra hegningarlaga. Brot ákærða varða samkvæmt framansögðu við 142. og 144. gr. hegningarlaganna, hvorttveggja samanborið við 145. gr. sömu laga. Strangasta refs- ing fyrir brot þessi er embættis- eða sýslunarmiss- ir. Ákærði hefir verið sviptur stöðu sinni sem að- alféhirðir bankans að fullu og öllu. En vegna hins skyýlausa ákvæðis 34. gr. hegningarlaganna verður ekki hjá því komizt, að dæma ákærða til refsingar, enda þótt hann hafi þegar verið sviptur stöðu sinni, og þykir sú refsing, með hliðsjón af 58. og 63. gr. hegningarlaganna og af því að bankinn hef- ir engan skaða beðið af brotum ákærðs, hæfilega ákveðin 3 mánaða einfalt fangelsi, en af sömu á- stæðum þykir mega ákveða frestun á fullnustu refsingarinnar, og að niður skuli hún falla að 5 árum LHðnum, ef skilorð laga nr. 39/1907 verða haldin. B. Ákærði Steingrímur Björnsson. I. Ákærði hefir, þótt í minni mæli sé, gerzt brot- legur í athöfnum þeim, er lýst er í A. II. að fram- an, með því að taka við ávisunum frá Mjólkurfé- lagi Reykjavíkur, þótt hann vissi, að ekki væri til innstæða til að levsa þær inn. Með skirskotun til þess. sem um þessar athafnir segir í A. II, verður að telja ákærða hafa með þeim gerzt brotlegur við 144., sbr. 145. gr. almennra hegningarlaga. II. Ennfremur hefir ákærði tekið úr sjóði fé í eigin þarfir. Til tryggingar því, að ekki vröi tjón þar af, fékk hann ávísun, upphaflega að upphæð kr. 1800.00, er síðar var hækkuð í kr. 2500.00, hjá for- stjóra Mjólkurfélagsins, en gegn fullri trvggingu. Þegar hann fór úr stöðu sinni fékk hann sömu 208 upphæð að láni hjá sparisjóði félagsins, einnig gegn fullri tryggingu. Önnur skipti sést ekki, að ákærði hafi haft við félagið. Með skirskotun til þess, er segir í A. III. að framan, verður ekki talið, að ákærði hafi með þessu gerzt brotlegur við önn- ur ákvæði hegningarlaganna en 142., sbr. 145. gr. Ákærði sagði að vísu lausri stöðu sinni eftir að misferli hans var orðið uppvíst, en eftir að banka- stjórnin hafði ákveðið að víkja honum úr henni. Með hliðsjón af 58. og 63. gr. hegningarlaganna, af því að brot ákærða eru ekki mjög stórfelld, af því að ekkert tjón hlauzt af þeim og af því, að á- kærði missti stöðu sina, enda þótt refsingin fyrir ávirðingar hans mundi trauðla hafa orðið stöðu- missir, þykir refsing hans hæfilega ákveðin eins mánaðar einfalt fangelsi, en fresta skal fullnustu hennar og niður skal hún falla að 5 árum liðnum, ef skilorð laga nr. 39/1907 verða haldin. GC. Ákærði Sigurður Sigurðsson. Af ástæðum þeim, sem fram eru teknar í hinum áfrýjaða dómi, þykir mega sýkna ákærða af kær- um og kröfum réttvísinnar í máli þessu. D. Ákærði Eyjólfur Jóhannsson. I. Ákærðu Guðmundur Guðmundsson og Stein- grímur Björnsson tóku að tilhlutun ákærða við ávísunum þeim, sem í A. II. og B. I. greinir. Á- kærða verður því að telja samsekan þeim í þeim brotum, og varða þær athafnir hans við 144., sbr. 145. og 48. gr. almennra hegningarlaga. II. Eins og í A. II. greinir, lét ákærði hinn með- ákærða, Guðmund Guðmundsson, fá 5000 króna ávísun gegn tryggingu, er ákærði taldi fullnægj- andi, og án þess, að hann vissi, til hvers Guðmund- 209 ur ætlaði að nota hana. Það verður ekki talið sann- að, að ákvörðunarástæða kærða til þess að láta Guðmund fá ávísun þessa hafi verið sú, að borga Guðmundi fyrir það, að hann tók við oftnefndum ávisunum Mjólkurfélagsins, og verður því að sýkna hann af refsingu eftir 120. gr. hegningarlaganna fyrir þessa athöfn, eins og gert er í hinum áfrýj- aða dómi. Sama er um lánstraust það, er ákærði veitti meðákærða, Guðmundi Guðmundssyni, eða lét viðgangast að honum væri veitt. Eins og segir í B. Íl., lét ákærði meðákærða, Steingrim Björnsson, fá 1800 króna ávísun, er síð- ar var hækkað í 2500 krónur, til þess að láta liggja í sjóði til tryggingar „á því fé, sem hann (þ. e. Stein- grímur) þurfti á að halda og fékk úr kassanum“. Það er fyrst og fremst ekki út af fyrir sig hegning- arvert að veita manni tryggingu gegn því, að at- vinnuveitandi hans verði fyrir tjóni sakir ávirð- inga hans. Í öðru lagi verður ekki talið, að ákærði hafi látið Steingrim fá ávísun þessa sem borgun fyrir að brjóta á móti embættisskyldu sinni, og verður því einnig að sýkna ákærða af refsingu fyrir hérgreinda athöfn. Fyrir brot það, er í I. hér að ofan greinir, þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 400 króna sekt til ríkissjóðs, og komi 25 daga einfallt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sakar- kostnaðar í héraði þykir meða staðfesta. Um greiðslu í áfrýjunarkostnaði sakarinnar fer sem hér segir: Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Sigurð- ar Sigurðssonar, 100 krónur, greiðist úr rikissjóði. 14 210 Ákærði, Guðmundur Guðmundsson, greiði máls- varnarlaun skipaðs verjanda sins, 200 krónur. Ákærði, Steingrímur Björnsson, greiði málsvarn- arlaun skipaðs verjanda síns, 100 krónur. Ákærði, Eyjólfur Jóhannsson, greiði málsvarnar- laun skipaðs verjanda sins, 200 krónur. Annar kostnaður við áfrýjun sakarinnar, þar með talin málssóknarlaun skipaðs sækjanda málsins, 400 krónur, greiðist að % in solidum af hinum ákærðu, Guðmundi Guðmundssyni og Steingrimi Björnssyni, en að % in solidum af ákærðu, Guð- mundi Guðmundssyni og Eyjólfi Jóhannssyni. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Sigurður Sigurðsson, á að vera sýkn af kærum réttvísinnar í máli þessu. Ákærði, Guðmundur Guðmundsson, sæti 3 mánaða einföldu fangelsi og ákærði Stein- grímur Björnsson eins mánaðar samskonar fangelsi, en fresta skal fullnustu refsingar beggja, og niður skal hún falla að 5 árum liðn- um, ef skilorð laga nr. 39/1907 verða haldin. Ákærði, Eyjólfur Jóhannsson, greiði 400 króna sekt í ríkissjóð, og komi í stað sektar- innar 25 daga einfalt fangelsi, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sak- arkostnaðar í héraði eiga að vera óröskuð. Ákærði, Guðmundur Guðmundsson, greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda sins í hæsta- 211 rétti, hæstaréttarmálflutningsmanns Péturs Magnússonar, 200 krónur. Ákærði, Steingrímur Björnsson, greiði máls- varnarlaun skipaðs verjanda sins í hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmanns Lárusar Jó- hannessonar, 100 krónur. Ákærði, Eyjólfur Jóhannsson, greiði máls- varnarlaun skipaðs verjanda sins fyrir hæsta- rétti, hæstaréttarmálflutningsmanns Svein- bjarnar Jónssonar, 200 krónur. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Sigurðar Sigurðssonar, hæstaréttarmálflutn- ingsmanns Stefáns Jóhanns Stefánssonar, 100 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Allur annar áfrýjunarkostnaður sakarinn- ar, þar með talin málssóknarlaun skipaðs sækjanda málsins fyrir hæstarétti, hæstaréttar- málflutningsmanns Theódórs B. Lindal, 400 krónur, greiðist að á in solidum af ákærðu, Guðmundi Guðmundssyni og Steingrími Björnssyni, en að % in solidum af ákærðu, Guðmundi Guðmundssyni og Eyjólfi Jó- hannssyni. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af réttvísinnar hálfu höfðað gegn Guð- mundi Guðmundssyni, fyrrverandi aðalféhirði í Lands- banka Íslands, Marargötu 2, Steingrími Björnssyni, fyrr- 212 verandi aðstoðargjaldkera í Landsbanka Íslands Öldugötu 30, Sigurði Sigurðssyni, fyrrverandi aðstoðargjaldkera í Landsbanka Íslands, Ránargötu 22, og Eyjólfi Jóhanns- syni, forstjóra Mjólkurfélags Reykjavíkur, Óðinsgötu 5, öll- um hér í bænum, fyrir brot gegn og hlutdeild í brotum gegn 13. og 26. kapítula hinna almennu hegningarlaga frá 25. júní 1869. Ákærðir eru allir komnir yfir lögaldur sakamanna. Á- kærði, Guðmundur Guðmundsson, er fæddur 15. júlí 1893, ákærði, Steingrímur Björnsson, 20. desember 1904, ákærði, Sigurður Sigurðsson, 7. mai 1905 og ákærði, Eyjólfur Jó- hannsson, 27. dezember 1895. Ákærði, Guðmundur Guðmundsson, hefir verið starfs- maður Landsbanka Íslands síðan árið 1914. Árið 1925 var hann settur aðalféhirðir bankans og 22. febrúar 1928 var honum veitt það starf. Honum var eigi sett erindisbréf, er hann tók við starfinu eða meðan hann gegndi þvi. Ákærði, Steingrímur Björnsson, varð starfsmaður Lands- bankans 1. marz 1927, og varð aðstoðargjaldkeri 1. október 1930, og gegndi hann því starfi til 1. dezember 1933, er hann var settur til annars starfs í bankanum. Honum var eigi sett erindisbréf eða neinar sérstakar regl- ur um starfið af yfirmönnum bankans. Ákærði, Sigurður Sigurðsson, varð starfsmaður Landsbankans árið 1928 og varð aðstoðargjaldkeri 1. nóvember 1931. Honum var eigi heldur sett erindisbréf eða neinar starfsreglur af yfir- mönnum bankans. Eftir að mál þetta kom upp, var á- kærða, Guðmundi Guðmundssyni, vikið frá starfi sínu fyrir fullt og allt og án tilkalls til eftirlauna og ákærða, Sigurði Sigurðssyni, um stundarsakir. Ákærði, Steingrim- ur Björnsson, sagði starfi sínu hinsvegar upp fyrirvara- laust og án tilkalls til eftirlauna, en þá hafði bankastjórnin tekið ákvörðun um að víkja honum fyrirvaralaust úr stöðunni. Enginn hinna ákærðu hefir áður sætt ákæru eða refs- ingu svo kunnugt sé. Tildrög þessa máls eru þau, að hinn 1. marz s. Í. til- kynnti Ingvar Sigurðsson, forstjóri útibús Landsbankans við Klapparstíg, lögreglunni, að horfið hefði úr sjóði úti- búsins umslag með 12 þúsund krónum. Var mál þetta þá Þegar tekið til rannsóknar, en eigi hefir tekizt að upplýsa 213 með hverjum hætti fé þetta hafi horfið. Við rannsóknina út af þessu peningahvarfi varð hinsvegar uppvíst um slíka verknaði af hálfu hinna ákærðu, að dómsmálaráðu- ncytið fyrirskipaði, að mál skyldi höfðað gegn þeim fyrir brot gegn lagafyrirmælum þeim, er að framan greinir. I. Um peningavörslu Landsbankans er það upplýst, að seðlar bankans, sem ekki eru í umferð, eru geymdir Í sérstökum skáp, svonefndri seðlageymslu, en sjóðir gjald- keranna eru geymdir í öðrum skáp. Seðlageymslunni er lokað með tvennskonar mismunandi læsingu, og verður því eigi komizt í hana nema með tveimur ólíkum lyklum. Að hvorri læsingu seðlageymslunnar hafa verið til tveir lyklar, og var annað settið í höndum aðalféhirðis, en hitt hjá manni þeim „er fór í seðlageymsluna í umboði banka- stjórnarinnar. Að sjóðgeymslunni er hinsvegar einföld læsing, og eftir því, sem næst verður komizt, hafa verið til 4 lyklar að henni, sem upphaflega voru allir í vörslu aðalféhirðis. Um þá varalykla, sem þannig hafa verið til að þessum fjárhirslum bankans, er það upplýst, að þeir voru ekki geymdir eins og mælt er fyrir Í reglugerð bank- ans, sem býður, að þeir skuli geymdir í hirzlu, sem eigi verður komizt í nema með tveim mismunandi lyklum svo að aldrei geti einn maður haft aðgang að þeim. Það verður hinsvegar ekki álitið að neinn hinna ákærðu starfsmanna bankans hafi borið ábyrgð á þvi, að Þetta boð reglugerðarinnar væri haldið, og kemur því eigi til álita hér, hvort þessi vanræksla sé refsiverð eða ekki. Þá er það upplýst, að aðalféhirðir, ákærði Guðmundur Guðmundsson, hefir látið aðstoðarmenn sína og gjaldkera útibús bankans við Klapparstig hafa til notkunar vara- lykla þá að sjóðgeymslunni, sem hann samkvæmt framan- greindu hafði undir höndum, og höfðu þessir menn því eftirlitslausan umgang um fjárhirsluna, og það enda þótt sjóðir útibúsins, sem skifti tugum þúsunda væri geymdir þar um nætur í ólæstum töskum. Þessa ráðstöfun gerði ákærði án vitundar og samþykkis bankastjórnarinnar, en gegn fyrirmælum bankareglugerðarinnar, sem býður, að aðalféhirðir skuli einn hafa aðgang að þessari fjárhirslu. 214 Með þessu þykir ákærði hafa brotið gegn 144. gr. sbr. 145. gr. hegningarlaganna. 11. Það er upplýst og játað af ákærða, Guðmundi Guð- mundssyni, að hann hafi oft látið aðra fara fyrir sig í scðlageymslu bankans, til þess að taka út seðla til notk- unar ásamt manni, sem það verk annaðist fyrir hönd bankastjórnarinnar. Hann kveður það lengst af hafa verið venju, að færa eigi jafnóðum til bókar svo sem boðið er í bankareglugerðinni, er seðlar voru teknir úr geymslunni, heldur hafi úttektin til bráðabirgða verið færð á laus blöð. Að kvöldi hafi úttektin yfir daginn hinsvegar verið bók- færð í heild, og ákærði þá kvittað fyrir hana í einu lagi. Af þessu leiðir það, að eftir á verður eigi séð, hverjir hafi farið í geymsluna hverju sinni. Við talningu, sem fór fram 9. april 1932 reyndust vanta í seðlageymsluna 15 þúsund krónur, og hefir eigi tekizt að upplýsa, með hverjum hætti þessi fúlga hefir horfið, en telja verður að fyrgreint fyrir- komulag hafi mjög torveldað þá rannsókn og yfirleitt alla endurskoðun á seðlageyinslunni. Ákærði, Guðmundur Guðmundsson, hefir með því, að gæta þess ekki, að kvitt- að væri jafnóðum fyrir seðlaúttektina orðið sekur um hirðuleysi, sem telja verður refsivert samkvæmt 144. gr. sbr. 145. gr. hegningarlaganna. 11l. Í skýrslu endurskoðunardeildar Landsbankans til dóm- arans, dags. 9. marz s. l. segir, að aðalféhirðir, ákærði, Guðmundur Guðmundsson, hafi látið svo ummælt við að- stoðarmenn sína, að þeim bæri hagnaður sá, er yrði af kaupum og sölu erlendrar smámyntar, er þeir önnuðust. Segir í umræddri skýrslu, að þessi hagnaður hafi aðeins numið smáupphæðum, t. d. hafi hann hjá P. Hoffmann, aðstoðargjaldkera, sem skilaði þessum hagnaði numið að- eins kr. 7.37 frá 1. dezember 1933 til 6. marz s. 1. Í skýrsl- unni segir ennfremur, að aðalféhirðir muni ekki hafa haft þessar myntsölur með höndum, nema þá að mjög litlu leyti. Um þetta segir ákærði, Guðmundur Guðmundsson, að hann hafi aldrei bókfært þessa sölu og ávalt selt þessa mynt sama verði og hann keypti hana, enda hafi að- 215 eins verið um smáupphæðir að ræða, er bankanum bárust af þessari mynt. Hann kveðst ef til vill hafa sagt aðstoð- armönnum sínum „að ekki tæki að bókfæra þetta, en að öðru leyti ekki sagt þeim, að þeim bæri hagnaðurinn af þessu. Það er þannig ekki upplýst, að ákærði, Guðmundur Guðmundsson, hafi dregið sér neinn ávinning af þessari myntsölu, en eftir þvi, sem fyrirliggur í málinu, virðast hinir ákærðu aðstoðargjaldkerar hafa haft ástæðu til að ætla, að þeim væri umræddur hagnaður heimill. Það ber því að sýkna alla hina ákærðu gjaldkera af þessu kæru- atriði. IV. Hinn 25. eða 26. nóvember 1932 fékk ákærði, Guðmund- ur Guðmundsson, lánaða ávísun að upphæð kr. 2300.00 hjá Eggert Kristjánssyni, kaupmanni hér í bænum, og var ávísun þessi stíluð á Útvegsbankann. Ávísun þessa notaði ákærði þannig, að hann lánaði sjálfum sér vaxtalaust fé út á hana úr sjóði sinum, og lá hún þar þangað til ákærði lét af störfum og skilaði af sér sjóðnum í marzmánuði s. i., en þá tókst ákærða að leysa til sin ávísunina, og hafði hann fengið lán til þess. Eggert Kristjánsson kveðst hafa ætlazt til þess, að ákærði tæki út á ávísun þessa með venjulegum hætti í Útvegsbankanum, þar sem hann ávallt kveðst hafa átt innstæðu fyrir henni. Þá hefir ákærði tvisvar sinnum fengið lánaðar ávis- anir hjá Axel Böðvarssyni, bankaritara, annað skiptið á- vísun að upphæð kr. 2000.00, en í hitt skiptið að upphæð kr. 700.00. Þessar ávísanir notaði hann á sama hátt og á- vísunina frá Eggert, en eigi er upplýst, hve lengi hann hafi haft þessar ávísanir í notum. Axel Böðvarsson kveðst hafa átt inni fyrir þessum ávísunum, og er annað ekki upplýst. Loks hefir ákærði játað, að hann hafi auk fyrrgreindra ávísanalána, lánað peninga úr sjóði sínum, og skuldaði hann þannig kr. 1600.00, er hann lét af störfum, sem hon- um þó tókst að greiða áður en hann skilaði sjóðnum. Til tryggingar slíkum lánum lét ákærði liggja í sjóði sinum sparisjóðsbók með 3700 króna innstæðu, sem hann hafði heimild til að taka út úr, ef honum lá á. Það verður ekki talið, að ákærði hafi með framan- 216 greindum lánum bakað bankanum áhættu, en hinsvegar hefir hann með því að afla sér þannig vaxtalausra lána notað aðstöðu sína sem gjaldkeri ranglega sér til ávinn- ings, og varða þessi brot hans við 142. gr., sbr. 145. gr. hegningarlaganna. v Hinn 23. nóvember s. 1. framkvæmdi endurskoðunar- deild Landsbankans sjóðtalningu hjá hinum ákærðu gjald- kerum bankans. Kom þá í ljós, að í kassa Steingrims Björnssonar var ávísun að upphæð kr. 15000.00 útgefin af Mjólkurfélagi Reykjavikur 30. október s. á. á Útvegsbank- ann, og hafði ávísun þessi þá ekki enn fengizt innleyst. En auk þessarar ávísunar voru nokkrar stórar ávísanir frá sama félagi einnig útgefnar á Útvegsbankann, sem lágu í kössum hinna ákærðu aðstoðargjaldkera, Stein- grims og Sigurðar, sem keyptar höfðu verið þrátt fyrir það, að fyrrgreind ávísun hafði ekki fengizt greidd. Þetta þótti athugavert, og gaf endurskoðunardeildin bankastjór- unum því skýrslu um málið, og tóku þeir það til athug- unar. Áðstoðargjaldkerarnir töldu sig þá hafa keypt þess- ar ávísanir án ráða aðalféhirðis, en annars virðast þeir hafa gefið óljósar skýrslur um þetta. Aðalféhirðir, ákærði, Guðmundur Guðmundsson, kannaðist ekki við, að hann vissi neitt um þessar ávísanir eða afgreiðslu á þeim, og átaldi hann aðstoðargjaldkerana í áheyrn bankastjóranna fyrir afgreiðsluna á þeim. Féll mál þetta svo niður án frekari aðgerða, enda ekki óalgengt að keyptar væru í Landsbankanum ávísanir á aðra banka, sem síðan reynd- ist ekki til fyrir. Með rannsókn þessa máls hefir það hinsvegar orðið uppvíst, að hinir ákærðu gjaldkerar Landsbankans hafa á undanförnum árum keypt af meðákærða Eyjólfi Jó- hannssyni allmikið af ávísunum, sem útgefnar voru af Mjólkurfélagi Reykjavíkur, sem ákærði Eyjólfur veitir for- stöðu, á hlaupareikning nefnds félags í Útvegsbankanum, enda þótt vitað væri af þeim og um það talað af með- ákærða Eyjólfi, að ekki væri til fyrir þessum ávísunum á reikningi félagsins í nefndum banka. Þessi ávisanakaup virðast hafa byrjað á árinu 1931, og siðan haldið áfram og farið vaxandi þangað til haustið 1933, er fyrrgreind 217 sjóðtalning fór fram, en eftir það virðist ávísanakaup þessi hafa minnkað verulega, en þó eigi horfið með öllu. Ávísanir þær, sem gjaldkerarnir þannig keyptu, létu þeir síðan liggja sem sjóð í kössum sínum, unz þær feng- ust greiddar, og leið oft alllangur tími þangað til innlausn fór fram. Voru ávísanirnar þá oft framlengdar eða end- urnýjaðar með nýjum ávísunum, en er þær svo endanlega voru greiddar bankanum, fór greiðslan fram ýmist þannig, að þær voru greiddar beint í sjóð viðkomandi gjaldkera, og komu þá aldrei fram á reikningi félagsins í Útvegs- bankanum, eða lagt var inn fyrir þeim á reikning fé- lagsins í Útvegsbankanum og þær síðan sendar þangað til innlausnar. Af þessum ávísanalánum var Mjólkurfé- lagið ekki látið greiða neina vexti til bankans. Hinir ákærðu hafa ekki getað upplýst, hve miklu þessi ávísanakaup hafi numið á einstökum tímum eða í heild með því að ekkert bókhald hefir verið um það. Að til- hlutun rannsóknardómarans í máli þessu var því endur- skoðendunum Halldóri Sigfússyni og Birni Steffensen fal- ið að rannsaka þetta „og fengu þeir í því skyni aðgang að bókum Mjólkurfélagsins og reikningum þess við Útvegs- banka Íslands. Hafa athuganir endurskoðendanna á ávísananotkun félagsins tekið yfir tímabilið frá ársbyrjun 1930 og fram á árið 1934. Hafa þeir gefið skýrslur um þessar athuganir sínar og ennfremur hafa verið lögð fram í málinu nokkur gögn önnur varðandi þetta atriði svo sem afrit af hlaupareikningi Mjólkurfélagsins í Útvegsbankan- um. Af þessum gögnum og af játningu hinna ákærðu má ráða það, að ávísanakaup þessi hafa numið verulegum upphæðum, en hinsvegar verður ekki með vissu séð, hve keyptar ávísanir hafi numið á ýmsum tímum eða í heild. Það má að vísu sjá, hve miklu nema á vissum dögum ávísanir þær, er Mjólkurfélag Reykjavíkur hefir gefið út, en eigi hafa þá verið innleystar og eftir því, sem fyrir liggur í málinu, þykir mega ganga út frá þvi, að meiri parturinn af þeim hafi verið keyptar af gjaldkeranum. En því er haldið fram af ákærða, Eyjólfi Jóhannssyni, að meðal óinnleystra ávísana á hverjum tíma séu ávísanir, sem hann hafi sett sem tryggingu fyrir kröfum einstakl- inga eða stofnana á hendur félaginu, og ennfremur ávis- 218 anir, sem hann hafi gefið sem skuldarviðurkenningu mönnum, sem hann hafi fengið stutt lán hjá handa félag- inu. Endurskoðandi Mjólkurfélags Reykjavíkur, G. E. Nielsen, hefir gefið þá skýrslu, að við athugun á banka- reikningi félagsins, er hann framkvæmdi í októbermán- uði 1933, hafi hann komizt að þeirri niðurstöðu, að hinn 1. október s. á. hafi ávísanir, útgefnar af félaginu, sjö að tölu „að upphæð samtals kr. 64.500.00 legið í Landsbank- anum óinnleystar og kemur þetta heim við skýrslu end- urskoðenda réttarins um þetta atriði. Ein af þessum ávis- unum að upphæð kr. 6000.00 var gefin út 21. september, en hinar allar 28. sept. 1933. Þessar ávísanir voru inn- leystar í októbermánuði, ein að upphæð kr. 1000.00 4. október, kr. 2500.00 28. október, en hinar allar 11. októ- ber. En hinn 1. október 1933 er innstæða félagsins á hlaupareikningi þess í Útvegsbankanum samkvæmt af- riti því af hlaupareikningnum, sem liggur fyrir í málinu samkvæmt framangreindu, aðeins kr. 99.20. Endurskoð- andi félagsins átti í tilefni af þessari athugun tal við for- stjórann, ákærða Eyjólf Jóhannsson, og ráðlagði, að slíkri ávísananotkun væri hætt, með því að hann taldi þetta fyrirkomulag miður heppilegt. Samkvæmt skýrslu endur- skoðenda réttarins virðast óinnleystar ávísanir Mjólkur- félags Reykjavíkur, útgefnar á hlaupareikning félagsins, í Útvegsbankanum, nema samtals kr. 102000 hinn 10. október 1933. Ákærði, Eyjólfur Jóhannsson, telur þó, að sumar þessar ávísanir kunni að hafa verið innleystar Þennan dag, en dregizt að færa innlausnina í bækur fé- lagsins, og því virðist þær óinnleystar, þó þær raunveru- lega hafi ekki verið það. En þennan dag er innstæða fé- lagsins á hlaupareikningi þess í Útvegsbankanum sam- kvæmt reikningsafriti aðeins kr. 87.50 Er sjóðtalning fór fram hjá gjaldkerum Landsbankans hinn 23. nóvember 1933, höfðu þeir undir höndum samkvæmt eigin játningu þeirra ávísanir frá félaginu samtals að upphæð kr. 40000 sem þeir höfðu keypt án þess inneign væri til fyrir þeim á reikningi félagsins í Útvegsbankanum, sem ávisanirnar voru stílaðar á. Hinn 31. desember 1933 kveður fyrr- greindur endurskoðandi Mjólkurfélags Reykjavíkur óinn- leystar ávísanir, er lágu frá félaginu í Landsbankanum, hafa numið kr. 12000.00, en þá er inneign félagsins á 219 laupareikningi þess í Útvegsbankanum samkvæmt reikn- ingsafritinu kr. 6371,26. Landsbankinn hefir látið reikna út vexti og vaxtavexti af ávísunum þeim, sem eftir því, sem fyrir liggur gat komið til greina um, að hinir ákærðu starfsmenn bank- ans hefðu keypt, fyrir timabil þau, sem þær gátu hafa legið í bankanum, en um nokkrar ávísanir verður ekki séð, hvenær þær hafi verið innleystar, og eru þá reikn- aðir 15 daga vextir af þeim. Þannig reiknað nema vextir af þessum ávísunum samtals kr. 10443.05, sem Mjólkur- félag Reykjavíkur hefir greitt samkvæmt kröfu bankans, og hefir bankinn því eigi óskað að gera neina skaðabóta- kröfu í máli þessu. Skal nú athugaður þáttur hvers hinna ákærðu um sig, i þessum ávísanakaupum og annað það í sambandi við þau, er teljast kann átöluvert af þeirra hendi. 1) Ákærði, Guðmundur Guðmundsson, hefir skýrt svo frá, að hann geti eigi með vissu sagt um bað, hvenær á- kærði Eyjólfur Jóhannsson, forstjóri Mjólkurfél. Reykja- víkur, fyrst fór fram á það við hann, að hann keypti ávis- anir með þeim hætti, sem áður greinir, en telur eftir því, sem fyrir liggur, að það hafi verið á árinu 1931. Síðan hafi þetta farið í vöxt og á árunum 1932 og 1933 hafi að jafnaði legið hjá sér slíkar ávísanir, sem námu veruleg- um upphæðum, þótt það væri nokkuð misjafnt, hve mikið að þessu kvað, og kveður hann stundum hafa verið borgað upp Í bili. Ákærði segir, að hvorki í upphafi né síðar hafi verið gert neitt fast samkomulag milli hans og forstjóra Mjólkurfélags Reykjavíkur um að hann keypti ávisanirnar undir slíkum kringumstæðum, en þó hafi það oft komið fyrir, að hann keypti ávísanir, sem bárust frá félaginu. án þess að sérstaklega væri um þær samið. Ákærði, Eyjólfur Jóhannsson, kveðst í fyrstu hafa far- ið fram á það við ákærða, Guðmund Guðmundsson, að kuupa af sér ávisun, sem eigi var til fyrir, vegna þess að hann þurfti að greiða bankanum innheimtukröfu, en skorti fé til þess. Kveðst hann hafa farið fram á þetta við Guðmund, með þvi að þeir voru góðir kunningjar, og hefi Guðmundur tekið því greiðlega og ekki talið nein tormerki á þvi. Kveður hann sér hafa skilizt, að slíkt, sem þetta, væri gert almennt í greiðaskyni fyrir viðskipta- 220 menn bankans og með heimild bankastjórnarinnar, en ekkert hefir hann fært fram til stuðnings þessu áliti sínu. Um endurgjald til ákærða, Guðmundar Guðmundssonar, fyrir þessi ávísanakaup kveður hann ekkert hafa verið samið. Er mál þetta var tekið til rannsóknar upplýstist það, að ákærði, Guðmundur Guðmundsson, skuldaði Mjólkur- félagi Reykjavíkur samtals kr. 8481.34 og var skuldin þetta við s. 1. áramót. Af skuld þessari eru kr. 3481.34 vegna vöruúttektar Guðmundar hjá félaginu, og hefir hún um áramótin 1931 og 1932 numið kr. 354.81. Síðan og til ársloka 1933 bætist mánaðarlega við skuldina vegna vöru- úttektar án þess að nokkuð sé greitt inn á hana, og á tímabilinu október-nóvember 1933 er ákærði skuldaður um kr. 5000.00 vegna ávísana. Hinir ákærðu Guðmundur Guðmundsson og Eyjólfur Jóhannsson hafa borið, að. að Guðmundur hafi verið krafinn um greiðslu á vöru- skuld þessari, en Eyjólfur hefir hinsvegar játað, að með tilliti til þess, að ákærði Guðmundur hafði með fyrr- greindum ávisanakaupum gert Mjólkurfélaginu greiða hafi hann ekki séð sér fært, að ganga eins hart að honum og ella. Um hinn lið skuldar þessarar, kr. 5000.00, sem á- kærði, Guðmundur Guðmundsson, á viðskiptareikningi sínum við félagið er skuldaður fyrir vegna ávísana, gaf ákærði í fyrstu undir rannsókn málsins ranga skýrslu, eða þess efnis, að hann skuldaði félaginu ekki þessa upphæð, Hann kvaðst að vísu laust eftir áramótin 1932 og 1933 hafa fengið 5000 króna ávísun lánaða hjá félaginu, stilaða á hlaupareikning félagsins í Útvegsbankanum, og að hann hefði notað ávísunina á þann hátt, að hann lánaði pen- inga út á hana úr sjóði sínum, en ávísun þessa kveðst hann hafa greitt og væri upphæðin því ranglega talin sér til skuldar á reikningi félagins. Síðar varð ákærði að játa, að fyrrgreindur framburður væri rangur, og að hann skuldaði félaginu kr. 5000.00 vegna ávísunar, sem hann hafði fengið að láni hjá félaginu, og er um stofnun þess- arar skuldar ákærða við félagið upplýst það, sem nú skal greina. Hinn 18. júní 1931 fékk ákærði, Guðmundur Guð- mundsson, lán að upphæð kr. 5000.00 hjá Agli Thoraren- sen, kaupfélagsstjóra á Selfossi. Lán þetta fékk ákærði greitt með ávísun á Útibú Landsbankans á Selfossi, og var 221 sú ávísun afgreidd með venjulegum hætti. Var svo um- samið, að ákærði greiddi lán þetta um áramótin 1931 og 1932 með þeim hætti „að hann annaðhvort legði upphæð- ina inn á hlaupareikning Egils Thorarensen í Landsbank- anum í Reykjavík eða á annan hátt sæi um greiðslu á jafnhárri ávisun, sem Egill gæfi út á umræddan hlaupa- reikning, er henni yrði framvísað í bankanum. Með bréfi dags. 31. desember 1931 sendir svo útibúið á Selfossi að- albankanum í Reykjavík ávísun að upphæð kr. 5000.00 útgefna af Agli Thorarensen á hlaupareikning hans í Landsbankanum, en þar reyndist þá ekki til fyrir henni, með því að ákærði, Guðmundur Guðmundsson, hafði eigi haft tök á því að leggja inn á hlaupareikninginn fyrir henni og greiða þannig skuld sína við Egil. Eftir að á- visun þessi hafði legið nokkuð í bankanum óafgreidd, varð það þó úr, að ákærði tók hana í sjóð sinn og var hún þá jafnframt færð útibúinu til tekna. Ákærði hafði nú ekki peninga til þess, að leysa til sin ávísunina úr sjóðnum, og leitaði hann þá, eða í janúarmánuði 1932, til ákærða, Eyjólfs, og bað hann að lána sér 5000 kr. í peningum, og kveðst ákærði, Guðmundur Guðmundsson, hafa farið fram á þetta við Eyjólf, vegna þess að hann hafi oft sinn- is áður gert honum greiða með því að kaupa ávísanir af honum fyrir hönd Mjólkurfélags Reykjavíkur, eins og áð- ur segir. Eigi varð það þó úr, að ákærði, Guðmundur Guðmundsson, fengi peningalán hjá Eyjólfi, en í stað þess lánaði Eyjólfur honum ávísun að upphæð kr. 5000 út- gefna af Mjólkurfélagi Reykjavíkur á hlaupareikning þess í Útvegsbankanum, og afhenti ákærði Guðmundur Guð- mundsson ákærða, Eyjólfi Jóhannssyni, jafnframt ávisun- ina frá Agli Thorarensen sem tryggingu, en lét ávisunina frá Mjólkurfélaginu í staðinn Í sjóð sinn og lét hana liggja þar sem hluta af sjóðnum. Um vorið eða sumarið 1932 krafði Egill Thorarensen ákærða Guðmund um að fá af- henta fyrrgreinda ávísun, er hann hafði gefið út. Fór á- kærði þá til Eyjólfs og fékk ávísunina afhenta gegn lof- orði um að greiða skuldina, sem ákærði hafði stofnað sér i við sjóð sinn, og losa þannig ávisun félagsins, eða að setja nýja tryggingu fyrir henni. Þetta hvorttveggja van- efndi ákærði Guðmundur hinsvegar, og lá ávísunin áfram í sjóði hans þangað til 24. nóvember 1933, er félagið leysti 222 hana til sín og skuldaði ákærða jafnframt fyrir upphæð- inni, en meðan ákærði hafði ávísun þessa að láni, var hún nokkrum sinnum endurnýjuð og innleyst í bili af félag- inu. Ákærði, Eyjólfur, kveðst hafa lánað ákærða, Guð- mundi, þessa ávísun í greiðaskyni, enda hefði hann gert félaginu greiða áður, þ. e. með því að kaupa af því ávis- anir, eins og áður er lýst en eigi er upplýst, að talað hafi verið um, að þetta lán skyldi vera endurgjald fyrir ávis- anakaupin. 2) Þá er það upplýst, að ákærði, Steingrímur Björns- son, hefir með sama hætti og ákærði, Guðmundur Guð- mundsson, keypt ávísanir af Mjólkurfélagi Reykjavíkur fyrir beiðni forstjórans, ákærða, Eyjólfs Jóhannssonar. Ákærði, Steingrímur, telur, að það hafi verið seint á ár- inu 1931, að ákærði, Eyjólfur, fyrst bað hann að kaupa af sér ávísun með þessum hætti, og kveður hann þá hafa verið talað um, að ávísunin yrði bráðlega greidd aftur. Ákærði kveðst hafa fallizt á að gera þetta og án þess að á- skilja sér nokkur viðurlög eða hlunnindi í staðinn. Í upp- hafi var aðeins talað um kaup á ákveðinni ávísun til greiðslu á tiltekinni kröfu bankans á hendur félaginu, en eigi um það samið, að ákærði gerði þetta að staðaldri framvegis. Þó fór það svo, að ákærði samkvæmt beiðni keypti af Mjólkurfélaginu oftar ávísanir með sama hætti og áður greinir, og kvað þvi meira að þessu sem tíminn leið, en eigi hefir tekizt að upplýsa, hve miklum upphæð- um þetta hafi numið á einstökum tímabilum eða í heild. En úr því kom fram á árið 1932 kveðst ákærði jafnan hafa haft í sjóði ávísanir frá félaginu, er námu 10000 krónum, sem eigi var til fyrir í Útvegsbankanum, sem ávísanirnar hljóðuðu á, en þó kveður hann upphæðina ávallt hafa verið nokkuð breytilega, með því að skipt hafi verið um ávísanir, þær endurnýjaðar að nokkru, greiddar að nokkru o. s. frv. Er sjóðtalning fór fram hjá ákærða hinn 23. nóv. 1933 námu slíkar ávísanir í sjóði hans 25 þúsund krónum, og telur ákærði vist, að þær hafi aldrei numið meiru. Ennfremur hefir ákærði getið þess í þessu sambandi, að möguleiki sé á, að eitthvað af þess- ari upphæð sé þannig til komið, að hann hafi tekið í sjóð sinn ávísun eða ávísanir úr sjóðum hinna gjaldkeranna, er hann í forföllum þeirra gegndi störfum þeifra í fyrra- 223 sumar. Er ákærði byrjaði að kaupa ávísanir með þess- um hætti af Mjólkurfélaginu, kveðst hann ekki hafa vit- að, að aðalféhirðir gerði það, en síðar meir kveðst hann hafa séð ávísanir frá Mjólkurfélaginu liggja í kassa aðal- féhirðis, og þar af hafi hann dregið þá ályktun, að hann mundi einnig kaupa þær, þó eigi væri til fyrir þeim. Á- kærði kveðst brátt, eftir að hann byrjaði þessi ávísana- kaup hafa sagt aðalféhirði frá þvi, að hann lægi með á- vísanir frá félaginu, sem eigi væri til fyrir, og vissi aðal- féhirðir um það síðan án þess að gera nokkrar athuga- semdir út af því. Þá kveðst ákærði stundum, enda þótt hann ekki gerði það að jafnaði, hafa borið það undir að- alféhirði, hvort kaupa skyldi ávísanir af Mjólkurfélaginu, enda þótt eigi væri til fyrir þeim, og samþykkti aðalfé- hirðir það þá án athugasemda. Aðalféhirðir, ákærði Guð- mundur Guðmundsson, hefir játað, að það, sem nú hefir verið sagt, um vitund hans og afskipti af ávísanakaupum Steingrims, sé rétt. Sumarið 1932 kveðst ákærði hafa verið í peningavand- ræðum vegna taps, sem hann beið á fiskviðskiptum, sem hann hafði fengizt við. Bað hann þá ákærða, Eyjólf, að lána sér ávisun að upphæð kr. 1800.00. Féllst Eyjólfur á það, og hinn 27. maí 1932 gaf hann út fyrir hönd Mjólkur- félagsins ávísun að upphæð kr. 1800.00 og afhenti ákærða. Ávísun þessa notaði ákærði, Steingrímur, svo þannig, að hann tók út á hana peninga úr sjóði sinum í eigin þarfir. Var ávísunin síðan endurnýjuð nokkrum sinnum af fé- laginu, en 14. ágúst 1933 var hún hækkuð upp í kr. 2500.00 og var síðan í notum ákærðs, þangað til hann lét af störf- um sem gjaldkeri 1. dezember 1933, en þá fékk ákærði peningalán hjá félaginu til þess að leysa hana út. Það tímabil, sem ákærði þannig hafði ávísanir að láni frá Mjólkurfélagi Reykjavíkur, kveðst hann hafa haft fjár- reiður fyrir Lárus Blöndal, stýrimann, og þar af leiðandi haft undir höndum peninga frá honum, sem oftast námu meiru en umræddar ávísanir, Þessa peninga var ákærða heimilt að nota í eigin þarfir til bráðabirgða, ef honum lá á, og kveðst ákærði þvi oftast hafa látið fúlgu af þess- um peningum, sem nam jafnhárri upphæð og sú ávísun, sem hann hafði að láni, liggja í sjóðnum í stað ávisunar- innar, en þó hafi það komið fyrir, að hann hafði ekki 224. nægilega peninga fyrirliggjandi til þess. Lárus Blöndal hefir sem vitni borið, að árin 1931—-1933 hafi ákærði haft undir höndum 3000—-5000 krónur í peningum fyrir sig, og að ákærða hafi verið heimilt að nota þetta fé í eigin þarfir að svo miklu leyti, sem það færi ekki í bága við greiðslur, sem ákærða bar að inna af hendi af þessum peningum. Um þessi ávísanalán Mjólkurfélagsins til sín segir á- kærði, að hann hafi farið fram á þessi lán, við forstjór- ann, ákærða, Eyjólf Jóhannsson, vegna þess að ákærði var þá farinn að kaupa ávísanir félagsins undir þeim kring- umstæðum, sem áður er lýst, og telur ákærði þann greiða, sem félagið með þessum lánveitingum sýndi honum, standa í sambandi við það. Ákærði, Eyjólfur, hefir og ját- að, að þessar lánveitingar hans til ákærða, Steingrims hafi staðið í sambandi við kaup hans sem gjaldkera á á- visunum Mjólkurfélagsins, en eigi er upplýst, að um þetta hafi verið talað berum orðum af hinum ákærðu. 3) Ákærði, Eyjólfur Jóhannsson, kveðst aldrei hafa farið þess á leit við ákærða, Sigurð Sigurðsson, að hann keypti ávísanir af Mjólkurfélaginu, er eigi var til fyrir þeim. Kemur þetta fram við framburð Sigurðar, en hann segir, að það hafi aldrei komið fyrir að ákærði, Eyjólfur, eða nokkur annar af hálfu Mjólkurfélagsins færi fram á slíkt við sig. Sem aðstoðargjaldkeri kveðst ákærði, Sig- urður Sigurðsson, hafa unnið við hlið aðalféhirðis, á- kærða, Guðmundar Guðmundssonar, og í öllu farið eftir hans fyrirmælum, enda talið sig vinna starfið á hans á- byrgð. Um afgreiðslu á ávisunum á aðra banka segir á- kærði, að hann hafi ávallt borið það undir aðalféhirði, hvort þær skyldu keyptar, ef nokkur vafi taldist vera á því, hvort til væri fyrir þeim, og að hann hafi ávallt hegð- að sér eftir fyrirsögn aðalféhirðis í þessu efni. Um af- greiðslu og kaup á ávísunum frá Mjólkurfélagi Reykjavík- ur kveðst ákærði hafa látið sama gilda og og um aðrar á- vísanir samkvæmt framangreindu, en hann kveður það hafa komið fyrir, að ávísanir frá þessu félagi, er komu í sjóð hans, fengust ekki greiddar, er þeim var framvísað, vegna þess að ekki var til fyrir þeim, og leið þá stundum nokkur tími, unz þær voru innleystar af viðkomandi banka eða endurkeyptar af félaginu sjálfu. Hann kveður þó mjög 225 lítið hafa kveðið að þessu hjá sér, og kveður hér aðallega vera um eina ávísun að ræða, að upphæð kr. 5000.00, er kom í sjóð hans sumarið eða haustið 1933. Gekk illa að að fá þessa ávísun greidda, og var hún í sjóði ákærða, er sjóðtalning fór fram 23. nóvember 1933, en hafði þá verið endurnýjuð að ráði aðalféhirðis. Er ávísanir þessar voru keyptar, kveðst ákærði aldrei hafa vitað til þess, að neitt væri sérstaklega um það samið. Ákærði, Guðmundur Guð- mundsson, hefir staðfest þennan framburð Sigurðar að því er snertir starfstilhögun og afstöðu hans til sin, Hinir ákærðu, Guðmundur Guðmundsson og Steingrim- ur Björnsson, hafa þannig tryggingarlaust lánað Mjólkur- félagi Reykjavíkur af fé bankans verulegar upphæðir, enda þótt þeir, þar sem félagið fór fram á slikt, hefðu ástæðu til að ætla, að það ætti við fjárhagsörðugleika að stríða. Þykja þeir með þessu og einnig með því, að lána sjálfum sér út á ávísanir félagsins hafa bakað bankanum fjárhagslega á- hættu með þeim hætti, að refsingu varði samkvæmt 142. gr. sbr. 145. gr. hinna almennu hegningarlaga, og getur það eigi leyst hina ákærðu undan hegningu, að féð fékkst allt greitt. Þá hafa hinir ákærðu Guðmundur Guðmunds- son og Steingrímur Björnsson með því að lána sjálfum sér úr sjóði bankans út á þessar ávísanir notað aðstöðu sína, sem starfsmenn bankans, til þess að afla sér vaxta- lausra lána, og þannig ranglega sér til ávinnings, og þykir það einnig varða við 142. gr. sbr. 145. gr. hegningarlag- anna. Þá þykja hinir ákærðu Guðmundur og Steingrímur með því að fara fram á og fá umrædd lán hjá Mjólkur- félagi Reykjavíkur, eins og á stóð og nánar er lýst hér að framan, hafa brotið gegn 119. gr. sbr. 145. gr. hegningar- laganna. Að því er snertir ákærða, Sigurð Sigurðsson, þá verður eigi talið, að hann hafi með framferði sínu, sem lýst er hér að framan, unnið til refsingar. Ákærði, Eyjólf- ur Jóhannsson, hefir með fyrgreindri ávísanasölu aflað Mjólkurfélagi Reykjavíkur lánsfjár og þar af leiðandi hags- muna með þeim hætti, að varða þykir við 259. gr. hegn- ingarlaganna, og þar sem hann í bessu sambandi hefir fengið hina ákærðu Guðmund Guðmundsson og Steingrim Björnsson til verknaðar, er varðar þá refsingu samkvæmt 142. gr. sbr. 145. gr. hegningarlaganna, þá er hann einnig sekur um brot gegn 142. gr. sbr. 145. gr. og 53. gr. hegn- 16 226 ingarlaganna. Það verður hinsvegar ekki talið, að ákærði Eyjólfur hafi orðið sekur um brot gegn 120. gr. hegningar- laganna, enda þótt hann lánaði þeim Guðmundi og Stein- grimi ávísanir, eins og áður greinir, og gerði það með til- liti til hinna refsiverðu ávísanakaupa þeirra, með því, að ákærði bauð þetta eigi fram að fyrrabragði, og sönnur þykja ekki vera fyrir því, að lánin hafi haft áhrif á um- rædd viðskipti, sem þá voru hafin, er lánin voru veitt. En þar sem ákærða Eyjólfi var ljóst, að hinir ákærðu Guð- mundur og Steingrímur notuðu þessar ávísanir eins og áður er lýst og þannig refsivert er samkvæmt 142. gr. sbr. 145. gr. hegningarlaganna, þá þykir ákærði Eyjólfur hafa stutt þá til hins refsiverða ávinnings þannig, að hann með umræddum ávisanalánum hafi brotið gegn 142. sbr. 145. og 49. gr. hegningarlaganna. Með tilvísun til framanritaðs ber að sýkna ákærða, Sigurð Sigurðsson, af ákæru réttvísinnar í máli þessu, og greiðist málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans hrm. Ste- fáns Jóh. Stefánssonar kr. 150.00 úr ríkissjóði. Með hliðsjón af 58. gr., 63. gr. og 34. gr. 1. mgr. hegn- ingarlaganna þykir refsing ákærða, Guðmundar Guð- mundssonar, fyrir framangreint afbrot hans hæfilega á- kveðin fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 6 mánuði. Hann greiði og varðhaldskostnað sinn og 150 krónur í málsvarnarlaun til skipaðs verjanda sins hrm. Péturs Magnússonar. Með hliðsjón af 58. gr. 63. gr. og 34. gr. 1. mgr. hegn- ingarlaganna þykir refsing, ákærða Steingrims Björns- sonar, fyrir framangreind afbrot hans hæfilega ákveðin fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 4 mánuði. Hann greiði skipuðum verjanda sínum, hrm. Lárusi Jóhannes- syni, kr. 150 í málsvarnarlaun. Með hliðsjón af 58. gr. og 63. gr. hegningarlaganna þyk- ir refsing ákærðs, Eyjólfs Jóhannssonar, fyrir frangreind brot hans hæfilega ákveðin fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi í 60 daga. Hann greiði skipuðum verjanda sín- um, hrm. Sveinbirni Jónssyni, kr. 150 í málsvarnarlaun. Allan annan kostnað sakarinnar greiði hinir ákærðu Guðmundur Guðmundsson, Steingrímur Björnsson og Eyjólfur Jóhannsson in solidum. 227 En með tilliti til þess, að ákærðu hafa ekki áður sætt refsingu, að Landsbanki Íslands virðist ekkert fjárhags- legt tjón hafa beðið vegna afbrota þeirra, og að því er snertir þá ákærðu Guðmund og Steingrím, að þeir hafa vegna umræddra afbrota mist stöður sínar, þá þykir mega ákveða, að refsing allra hinna ákærðu skuli verða skil- orðsbundin samkvæmt lögum nr. 39 1907. Á máli þessu hefir orðið nokkur dráttur, sem grein er gerð fyrir í prófunum, og hefir rekstur málsins verið vitalaus. Föstudaginn 10. maí 1935. Nr. 164/1934. Ásgeir Guðmundsson f. h. þrotabús h/f Fáfnis (Stefán Jóh. Stefánsson) Segn Bessa Gíslasyni (Lárus Jóhannesson). Krafa áfrýjanda um greiðslu kaupeftirstöðva og viðurkenningu sjóveðs fyrir þeim tekin til greina. Dómur sjóréttar Reykjavikur 21. ágúst 1934: Stefndur, h/f. Fáfnir, eða nú þrotabú félagsins, greiði stefnanda, Bessa Gíslasyni, kr. 1024.41 ásamt 6% ársvöxtum frá 8. júni 1933 til greiðsludags og málskostnað með 100 krón- um og viðurkennist sjóveð i e/s Fáfnir fyrir hinum til- dæmdu upphæðum. Dóminum ber að fullnægja innan 3ja sólarhringa frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Af hálfu áfrýjanda er þess krafizt, að upphæð sú, er hann er í hinum áfrýjaða dómi dæmdur til að greiða stefnda, verði færð niður um kr. 350.00, og að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 228 málskostnað bæði í héraði og fyrir hæstarétti. Stefndi hefir krafizt staðfestingar á hinum áfrýj- aða dómi og málskostnaðar fyrir hæstarétti. Ágreiningurinn hér fyrir dómi er aðeins um 3. liðinn í reikningi stefnda. Með því að ekki er sann- að gegn mótmælum stefnda, að aðiljar hafi vikið frá ráðningarkjörum í samningi milli félags línu- veiðaraeigenda og skipstjóra og stýrimannafélags- ins „Hafsteinn“, þá verður að staðfesta hinn áfrýj- aða dóm að því er ágreiningsupphæð þessa varðar. Eftir þessum málsúrslitum þykir rétt, að áfrýj- andi greiði stefnda 200 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Ásgeir Guðmundsson f. h. þrotabús h/f Fáfnis, greiði stefnda, Bessa Gíslasyni, 200 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti að við- lagðri aðför að lögum, enda sé málskostnaður þessi tryggður með sjóveðrétti í e/s Fáfnir. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Stefnandi, Bessi Gíslason, var 14. júlí 1932 ráðinn skip- stjóri á e/s Fáfnir um sildveiðartimann þá um sumarið og hefir með stefnu, dags. 8. júni 1933, höfðað mál þetta gegn eiganda nefnds skips, h. f. Fáfnir, en bú félags þessa var tekið til gjaldþrotameðferðar nokkru eftir að málið var höfðað og kemur því þrotabúið í stað félagsins. Kröfur stefnanda sundurliðast þannig: 1. Vinna við nót í júní og júli, áður en stefnandi tók við skipstjórn .......... kr. 303.96 2. Skipstjórakaup í 2 mán. og 1 dag ..... — 406.67 3. Skipstjórakaup í 3% mán. .......... — 350.00 4. 6790 af Kr. 13239.71 00.00.0000. kr. 1380.58 5, Símtal ......0.000 sens. — 15.95 Kr. 2457.16 Upp í þetta er greitt — 1354.79 Eftirstöðvar eru kr. 1102.37 Eftirstöðvarnar, sem stefnandi þó undir rekstri máls- ins af vangá lækkar niður í kr. 1095.38, krefst hann að stefndur verði dæmdur til að greiða ásamt 6% ársvöxtum frá stefnudegi til greiðsludags og málskostnað eftir reikn- ingi, og ennfremur að viðurkenndur verði sjóveðréttur fyrir ofannefndum kröfum. Um 1. lið. Eftir upphaflega algerða neitun og mótmæli gegn réttmæti þessa liðs hefir stefndur síðar viðurkennt réttar kr. 226.00 af þessum lið, og verður að taka liðinn til greina með þessari upphæð með því að stefnandi hefir ekki fært sönnur á hina hærri upphæð. Um 2. lið er enginn ágreiningur. Um 3. lið. Ágreiningurinn er um það, hvort stefnandi átti rétt til uppsagnarfrests eða hvort ráðningu hans var lokið 14. sept., er skipshöfnin var afskráð, og heldur stefndur þessu fram. Eftir því sem fram er komið í mál- inu, verður að álita, að það hafi verið meining útgerðar- stjórnarinnar, að stefnandi viki úr þjónustunni þegar síld- veiðum lyki, en um ráðningarkjör var ekki gerður neinn sérstakur skriflegur samningur, en ráðningin var samkv. samningi félags línuveiðaraeigenda og skipstjóra og stýri- mannafélagsins „Hafsteinn“, en samkv. þeim samningi ber skipstjóra 100 kr. á mánuði þegar skip liggja, hafi skipstjóra ekki verið sagt upp starfi, en það er viður- kennt í málinu, að slík uppsögn fór ekki fram. Gegn mót- mælum stefnanda er það ekki sannað, að hann hafi geng- ið að því að binda lok ráðningatímans við lok sildveiði- tímans, enda verður að telja að afvik frá samningnum milli fyrgreindra félaga, sem ráðningarkjörin fóru eftir, hefði samkv. 1. gr. sjómannalaganna þurft að vera bundin skriflegum samningi. Mótmæli stefnds gegn þessum kröfu- lið verða því ekki tekin til greina. Um 4. lið er enginn ágreiningur. Um 5. lið. Símtal þetta fór fram milli stefnanda og for- 230 manns útgerðarinnar 9. sept. 1932 og hefir stefnandi lagt fram kvittun fyrir greiðslunni. Það þykir ekki verða dreg- ið í efa að símtalið hafi verið vegna útgerðarinnar og greiðslan fyrir það verið innt af hendi í þágu hennar. Ber því að taka þennan lið til greina. Samkvæmt framansögðu ber að dæma stefndan til að greiða stefnanda kr. 1024.41 með vöxtum, þó aðeins 5%, og málskostnaði, sem ákveðst hæfilegur 100 kr. og viður- kennist sjóveðréttur í e/s Fáfnir fyrir hinum tildæmdu upphæðum, því að þótt kröfunum undir 1. lið fylgi ekki sjóveðréttur, þá er sú krafa fyrst stofnuð og stefnandi sat réttilega talið sér hana greidda með þeim greiðslum, sem stefndur innti af hendi upp í heildarkröfuna. Föstudaginn 10. maí 1935. Nr. 154/1934. Stefán Björnsson f. h. Vigdísar Páls- dóttur (lárus Jóhannesson) Segn skiptaráðandanum í dánarbúi Marsi- bilar Ilugadóttur og Ingibjörgu H. Bjarnason f. h. Landsspítalasjóðs Ís- lands (Eggert Claessen). Gildi erfðaskrár. Úrskurður skiptaréttar Reykjavíkur 23. júlí 1934: Fram- komin mótmæli skulu að engu metin. Framlögð erfðaskrá Marzibilar Illugadóttur frá 7. nóv- ember 1925 er örugg og gild í öllum orðum og greinum. Dómur hæstaréttar. Af hálfu áfrýjanda er þess krafist, að hinn áfrýjaði úrskurður verði úr gildi felldur, að erfða- skrá sú, er þar greinir, verði dæmd ógild, og að lagt verði fyrir skiptaráðandann að skipta framan- greindu dánarbúi án tillits til hennar. Svo krefst 231 áfrýjandi málskostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Af hálfu hinna stefndu er krafizt stað- festingar á hinum áfrýjaða úrskurði og málskostn- aðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Í hæstarétti hafa komið fram ný gögn í málinu, og verður að dæma það með hliðsjón af þeim. Því er ekki mótmælt, að arfleiðandi, Marzibil Illugadóttir, hafi kvatt þá Jón Magnússon forsætis- ráðherra og Odd Hermannsson skrifstofustjóra til þess að vera vottar að arfleiðslugerningi sínum, að Jón Magnússon hafi skrifað hann sjálfur, að gerningurinn hafi verið lesinn upp fyrir henni, og loks að áðurnefndir tveir menn hafi ritað nöfn sin sem vottar undir hann. Hefir í flutningi málsins fyrir hæstarétti komið fram yfirlýsing um það af hálfu áfrýjanda, að Jón Magnússon hafi sagt Ste- fáni Björnssyni frá þessum arfleiðslugerningi. Því er hinsvegar mótmælt fyrir skiptaréttinum: 1. Að arfleifandi hafi lýst því yfir, að arfleiðslu- skráin væri samkvæmt vilja hennar. 2. Að hún hafi handsalað Jóni Magnússyni að undirrita nafn hennar. 3. Að hún hafi verið andlega heil, og 4. Að hún hafi gert arfleiðslugerninginn með fús- um vilja. Um hver þessara atriða athugast það, er nú skal greina: Um 1. Samkvæmt vottorði Sigurðar Kristjáns- sonar fyrrverandi bóksala, dags. 2. þ. m., sem í engu hefir verið mótmælt, sagði Marsibil honum, sem lengi hafði þekkt hann og haft að nokkru fjár- reiður hennar á hendi, frá því, að hún ætlaði að biðja Jón. Magnússon forsætisráðherra, sem hún einnig var kunnug, að gera fyrir sig erfðaskrá. Sið- 232 an kom hún með erfðaskrá þessa, sem engin hefir véfengt, að væri með rithönd Jóns, til Sigurðar, sagði honum, að Jón Magnússon hefði gert hana fyrir sig, og bað hann að geyma hana, sem Sig- urður gerði, og vottar Sigurður, að hún hafi þá verið með fullu ráði. Sumarið 1928, eða nær þrem- ur árum eftir að arfleiðsluskráin var gerð, kom Marzibil til Sigurðar og tjáði honum, að hún vildi gera ráðstöfun í sambandi við erfðaskrána um leg- stein á leiði sitt og girðingu um það. Skrifaði Sig- urður þá slíka ráðstöfun fyrir hana dags. 18. ág. 1928. Stendur beint í þessum viðbótargerningi, að hann sé gerður „í sambandi við erfðaskrá mina (þ. e. Marzibilar) dags. 7. nóv. 1925“. Með þessari ó- mótmæltu skýrslu Sigurðar Kristjánssonar og ó- véfengdri tilvísun Marzibilar sjálfrar til erfðaskrár- innar verður að telja það fullsannað, að innihald hennar sé vilja Marzibilar samkvæmt. Um 2. Það felst einnig í hinni ómótmæltu skýrslu Sigurðar Kristjánssonar og tilvísun Marzibilar í gerningnum 18. ág. 1928 til erfðaskrárinnar nægi- leg sönnun þess, að Jón Magnússon hafi skrifað nafn hennar, sem var óskrifandi, með fullri heim- ild undir erfðaskrána. Um 3. Í skýrslu Sigurðar Kristjánssonar um við- tal hans við Marzibil bæði áður en og eftir að erfða- skráin var gerð, felst það, að hún var þá svo and- lega heil, að hún mátti erfðaskrá gera. Auk þess staðfestir hún erfðaskrána heil og hraust þann 18. ágúst 1928 með tilvísun sinni í hana í ráðstöfun sinni um legsteininn m. m. Loks hefir staðhæfingu stefndu hér fyrir dómi um andlega heilbrigði Mar- zibilar, bæði fyrr og síðar, ekki verið mótmælt. Það verður samkvæmt þessu að telja nægilega 233 sannað, að Marzibil hafi ekki skort nauðsynlega andlega heilbrigði til að gera arfleiðslugerninginn 7. nóv. 1925. Um 4. Viðtal Marzibilar við Sigurð Kristjáns- son fyrir og eftir að arfleiðslugerningurinn var gerður og tilvísun hennar í hann 18. ágúst 1928 virðist einnig vera nægileg sönnun þess, að hún hafi gert arfleiðsluskrána 7. nóv. 1925 af fúsum vilja. Það verður því að meta arfleiðsluskrá Marzibil- ar Illugadóttur gilda, enda þótt ekki hafi verið unnt að láta vottana staðfesta vottorð sitt um hana fyrir dómi, með því að telja má sannað, að hún hafi í lifanda lífi í einu og öllu kennst við skrána löngu eftir að hún var gerð og að það hafi komið fram, að hún hafði öll lögmæt skilyrði til að gera hana og síðar að kennast við hana. Það verður því að staðfesta hinn áfrýjaða skiftaréttarúrskurð að nið- urstöðu til. Eftir atvikum þykir rétt, og einkum með tilliti til þess, að hin nýju gögn hafa haft úrslitaþýðingu fyrir málið, að málskostnaður fyrir hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskað- ur. Málskostnaður fyrir hæstarétti falli niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Sigurður bóksali Kristjánsson afhenti skiptaráðanda 5. dezbr. f. á., framlagða erfðaskrá hinnar látnu Marzibil- ar Illugadóttur, sem fædd var að Síðumúla í Hvítársíðu 1. marz 1852, en andaðist ógift og barnlaus á Landakots- spitalanum 4. dezbr. f. á., hafði hann varðveitt erfðaskrána 234 ásamt með sparisjóðsbók, sem hin látna átti og sem erfða- skráin mælti fyrir um, að yrði í hans vöræzlu. Erfðaskráin er gerð 7. nóvbr. 1925 með þeim þáver- andi forsætis- og dómsmálaráðherra Jóni Magnússyni og skrifstofustjóra í atvinnu- og samgöngumálaráðuneytinu Oddi Hermannssyni, sem erfðaskrárvottum. Í vottorði þeirra, sem ritað er á erfðaskrána segir: að téð Marzibil hafi kvatt þá til að vera viðstadda arf- leiðslugerninginn. að þeir hafi lesið gerninginn skýrt upp fyrir henni. að hún hafi lýst því að efni hans væri samkvæmt yfir- lýstum vilja hennar í öllum greinum. að Marzibil, sem ekki hafi verið skrifandi, hafi hand- salað undirrituðum Jóni Magnússyni, að undirrita nafn hennar undir gerninginn, að undirrituðum Oddi Her- mannssyni áheyrandi. að Marzibil hafi þá verið heil andlega og líkamlega og að hún hafi gert þetta af fúsum vilja og fullu ráði. Af því að erfðaskrárvottarnir eru báðir látnir og venju- legt notarialvottorð er ekki ritað á gerninginn, hefir í nafni nokkurra lögerfingja komið fram maður, Stefán Björnsson, hreppstjóri í Borgarnesi, og látið leggja fram í skiptaréttinum mótmæli sín gegn gildi erfðaskrárinnar og krefst hann þess, að erfðaskráin verði úrskurðuð eða dæmd ógild. Fyrst og fremst véfengir hann að Marzibil hafi gert arf- leiðsluskrána sbr. orð hans: „sem talin er að hafa gert hana“. Í þessu virðist liggja aðdróttun um, að mennirnir, sem tjá sig vera arfleiðsluvotta, kunni að hafa falsað gerninginn, með öllu. Í annan stað mótmælir hann því, að Marzibil hafi lýst því yfir að arfleiðsluskráin væri sam- kvæmt vilja hennar, að hún hafi handsalað Jóni Magnús- syni að undirrita nafn hennar, að hún við nefnt tækifæri hafi verið andlega heil og líkamlega, og loks mótmælir hann þvi, „að hún hafi gert þetta af fúsum vilja og fullu ráði“. Þar eð aðalerfinginn samkv. arfleiðsluskránni, Marzibil Karelsdóttir, var önduð áður en arfleifandinn féll frá, skal að hinu eftirlátna fé, mynda sjóð til styrktar ógiftum kven- mönnum fátækum, er sjúklingar eru í Landspítalanum, og skal sjóðurinn vera undir forsjá stjórnarnefndar Land- 235 spitalasjóðs Íslands. Af hennar hendi hefir verið mætt fyrir skiptaréttinum, og áðurnefnd mótmæli talin alger- lega röng og þess krafizt að arfleiðsluskráin verði metin gild, enda hafi því ekki verið mótmælt, að undirskrift vottanna væri þeirra eigin handskrift. Eins og frumrit erfðaskrárinnar sýnir er hún rituð frá upphafi til enda með alþekktri og auðþekktri rithönd hins látna ráðherra, svo sem sjá má við samanburð við em- bættisbækur hans frá hans tið hér við embættið, þar má og sjá við samanburð að undirskrift Odds Hermannssonar er hans eigin rithönd. Nú ber þess að gæta, að hvor þess- ara manna var bær um, samkvæmt embættisstöðu sinni, að votta með fullgildum trúverðugleik (fides publica) um og á skjal, sem gert var í þeim tilgangi að vera eða verða opinbert skjal, svo sem erfðaskrá þessi. Hinn venjulegi notarius publicus var í þessu falli óþarfur, þar sem hand- skrift vottanna var ætið sannanleg. Hér við bætist það, að notarius yfirskipaður embættismaður, dómsmálaráð- herrann, var bær um að votta með fyllsta gildi um athöfn, sem var innan hans embættissviðs og hann var sérstak- lega tilkvaddur til að vera viðstaddur. Á embættisstöðu sina lagði hann áherzlu við undirskrift sína, svo og hinn erfðaskrárvotturinn fyrir sitt leyti. Þar sem það er óvéfengt enda óvéfengjanlegt, að nefnd- ir menn hafi vottað á gerninginn svo sem þeir hafa gert, hefði þurft að koma fram rökstuddar ógildingarástæður gegn honum, sem væru það gildar, að hnekkt gætu vott- orði þeirra, sem hefir að geyma öll atriði, sem til greina þurftu að koma við þessa erfðaskrá. Þess í stað eru hér framborin alveg órökstudd mótmæli gegn nokkrum at- riðum í yfirlýsingu erfðaskrárvottanna, sem eingöngu eru byggð á brjóstviti og brjóstheilindum fyrnefnds Stefáns og verða því að teljast öldungis ómæt og ómerk og að engu hafandi til hnekkis ofangreindri erfðaskrá. 236 Mánudaginn 13. maí 1935. Nr. 165/1934. Ásgeir Guðmundsson f. h. þrotabús h/f Fáfnis Segn Jósef Eggertssyni Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefir óskað þess, að mál þetta verði hafið, og hefir það verið samþykkt af hálfu stefnda, sem krafizt hefir málskostnaðar. Er málið því haf- ið, og málskostnaður til handa stefnda ákveðinn 80 krónur. Því dæmist rétt vera: Málið er hafið. Áfrýjandi, Ásgeir Guðmunds- son f. h. þrotabús h/f Fáfnir, greiði stefnda, Jósef Eggertssyni, 80 krónur í málskostnað fyr- ir hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 15. maí 1935. Nr. 121/1934. Lárus Jóhannesson f. h. Jóhannesar Jónssonar (Lárus Jóhannesson) gegn Samvinnufélagi Ísfirðinga (Stefán Jóh. Stefánsson). Loforð um lánsútvegun eigi talið fela í sér ábyrgð um að lántakan heppnaðist. Dómur aukaréttar Ísafjarðar 14. maí 1934: Stefndur, Samvinnufélag Ísfirðinga, skal vera sýkn af kröfum stefn- 237 andans, Óskars Borg á Ísafirði, fyrir hönd hæstaréttar- málaflutningsmanns Lárusar Jóhannessonar vegna Jó- hannesar Jónssonar. Málskostnaður falli niður. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi krefst þess, að hið stefnda félag verði dæmt til að greiða honum kr. 25319.50 með 6% ársvöxtum frá 2. nóv. 1931 og málskostnað bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Af stefnda hálfu er krafizt staðfestingar á hinum á- frýjaða dómi og málskostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Loforð stjórnenda hins stefnda samvinnufélags frá 3. júlí 1928 um að útvega áfrýjanda og félaga hans lán til kaupa á e/s Anders felur ekki í sér skuldbindingu um það, að félagið taki á sig nokkra ábyrgð gagnvart áfrýjanda á því, að lántakan heppnaðist. Og með því að stjórnendur félagsins virðast hafa gert það, sem'þeim bar að gera, til að útvega lánið, þá verður það eigi gert ábyrgt fyrir það tjón, sem áfrýjandi hefir beðið vegna þess, að hann keypti skipið áður en séð var, hvort lánið fengist, og vegna þess, að hann gat ekki síðar stað- ið straum af skuldbindingum sínum vegna kaups- ins á því. Verður samkvæmt þessu og þegar af þessum ástæðum að staðfesta hinn áfrýjaða dóm að niðurstöðu til. Eftir þessum málalokum þykir rétt að áfrýjandi greiði stefnda, 300 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Lárus Jóhannesson f. h. Jóhannesar 238 Jónssonar, greiði stefnda, Samvinnufélagi Ís- firðinga, 300 krónur í málskostnað fyrir hæsta- rétti, að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af cand. jur. Óskari Borg á Ísafirði f. h. hæstaréttarmálaflutningsmanns Lárusar Jóhannes- sonar, vegna Jóhannesar Jónssonar, með stefnu dags. 23. marz 1932 gegn Samvinnufélagi Ísfirðinga, Ísafirði, til greiðslu á kr. 25319.50 ásamt 6% vöxtum frá sáttakæru- degi til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu eða til vara eftir mati réttarins. Málavextir eru þessir: Magnús Vagnsson, skipstjóri fær stefnandann, Jóhannes Jónsson, með sér til að kaupa linuveiðarann „Anders“ R. E. 263. Hafði Magnús Vagnsson staðið í samningaumleit- unum við Samvinnufélag Ísfirðinga út af skipakaupun- um. Í fjárlögum 1928 var svo ákveðið, að gengið skyldi í ábyrgð fyrir lánum til félagsmanna í Samvinnufélagi Ís. firðinga til kaupa á fiskiskipum samtals allt að 320 þús- und krónum, enda nemi lánin eigi meira en % af kaup- verði skipanna fullbúnum til fiskiveiða og séu tryggð með fyrsta veðrétti í skipunum, sjálfskuldarábyrgð eigand- anna og ábyrgð Ísafjarðarkaupstaðar. Eitt af höfuðskilyrðum til þess að geta orðið þessara hlunninda aðnjótandi er því að vera félagi í Samvinnufé- laginu. Samkvæmt réttarskj. 3 skýrir Magnús Vagnsson svo frá, að til máls hafi komið, að honum yrði falið eftir- lit með smiði nýrra samvinnuskipa, en úr því varð þó eigi, en hinsvegar snérist nú málið á þá leið að með aðstoð Samvinnufélagsins réðist Magnús í að kaupa skipið „An- ders“, en eins og áður er getið fékk hann stefnandann í félag með sér til skipakaupanna og var þeim áfsalað skip- inu af hálfu hlutafélagsins „Skuld“ 7. júlí 1928. Stefnand- inn heldur því nú fram, að kaup þessi hafi verið byggð á því, að hann og félagi hans hafi treyst á loforð, sem Sam- vinnufélagið hafi gefið þeim um lánútvegunina sbr. fjár- lagaákvæðin. Sömuleiðis heldur Theodór Lindal þvi fram, sem sá um söluna f. h. hlutafélagsins „Skuld“, að lánsút- 239 vegunarloforð Samvinnufélagsins hafi fyrir seljanda ver- ið algerð ákvörðunarástæða fyrir sölunni, enda var rétt- ur kaupenda til lánsfjárins framseldur seljanda, og leit Theodór Lindal svo á, að lánsútvegunartilboðið væri þannig útbúið að á þvi mætti byggja. Í málinu liggur fyrir símskeyti, réttarskjal 7, til Magn- úsar Vagnssonar, sem er undirritað: „Samvinnufélag Ísfirðinga Vilmundur Jónsson. Kristján Jónsson“. og segir þannig í skeytinu: „Munum þegar þér hafið uppfyllt skilyrði Samvinnufé- lagsins útvega yður lán í haust % kaupverðs „Anders“, fari það ekki fram úr 40 þúsund kr. núverandi ástandi eða 60 þúsund krónum fullviðgerðu til lóðaveiða sam- kvæmt tillögum Gísla Jónssonar. Þetta skeyti virðist liggja fyrir Theodór Líndal áður en salan fór fram og segir hann í réttarskjali 4 að vegna orða- lags skeytisins hafi hann hringt til Ingólfs Jónssonar og spurt hann um hver skilyrðin væru. Segist hann hafa tal- að við Ingólf Jónsson áður en skeytið var sent og veit hann eigi betur en skeytið hafi verið sent að undirlagi hans. Segir hann að Ingólfur Jónsson hafi tjáð sér að skil- yrðin væru þessi: 1. að kaupendur legðu fram 1% kaupverðsins. 2. að þeir væru meðlimir Samvinnufélagsins. 3. að skipið yrði skrásett á Ísafirði. 4. að kaupendur væru heimilisfastir á Ísafirði. a að kaupendur væru í solidariskri ábyrgð um kaupin. Segir Theodór Líndal að önnur og fleiri skilyrði hafi eigi verið nefnd. Hafi hann því litið svo á að þau væru ekki fleiri. Segir hann nú að Magnús Vagnsson og stefn- andinn, Jóhannes Jónsson hafi nú átt að koma því í lag er á vantaði, en á því stigi var ekki um annað að ræða en að þeir yrðu meðlimir Samvinnufélagsins, að þeir legðu fram tilsettan hluta og tjáðu sig fúsa til að skrá- setja skipið á Ísafirði og flytja sig þangað. Stefndur, Sam- vinnufélagið, hefir aftur lagt áherzlu á að þessi skilyrði hafi eigi verið tæmandi, og jafnvel þó Ingólfur Jónsson hefði gefið yfirlýsingu um að svo væri, þá hefði hann brostið heimild til þess að gefa slíka yfirlýsingu fyrir fé- lagsins hönd. Virðist Samvinnufélagið halda því fram, að 240 aðalskilyrðið hafi verið að stefnandinn eða þeir félagar, útveguðu ríkissjóðs- og bæjarsjóðsábyrgðina. Vísar það í réttarskjal 24, þar sem 9 skipstjórar hafa veitt því umboð til að útvega ríkis- og bæjarsjóðsábyrgð fyrir sig og vilja af því leiða þá ályktun að skipstjórunum hafi sjálfum ver- ið skylt að útvega ábyrgðina, sem þeir hafi útvegað þeim samkvæmi umboði frá þeim. Þá hefir stefndur enn neitað þvi að eigendur Anders hafi uppfyllt skilyrðin um greiðslu 14 andvirðis skipanna. Stefnandinn eða umboðs- maður hans hefir hinsvegar haldið því fram, að hann hafi greitt % hins upprunalega andvirðis skipsins og verið reiðubúinn að greiða /% viðgerðarinnar hvenær sem kraf- izt hefði verið. Virðist stefnandinn og félagi hans hafa greitt kr. 8500.00 til h/f „Skuld“, er afsalið fór fram, enda gefið þá út skuldabréf fyrir mismuninum, kr. 31.500.00, sem átti að greiðast 1. október 1931. Umboðsmaður stefn- andans virðist aftur halda því fram, að á hins uppruna- lega kaupverðs hafi verið greiddur að fullu. Þá hefir um- boðsmaður stefnda haldið því fram, að stefnandinn og fé- lagi hans hafi 1928 ráðstafað sjálfir síldarafla skipsins en eftir lögum Samvinnufélagsins ber félaginu að sjá um sölu á afurðum félagsins. Hann segir og að þeir félagar hafi gert öll innkaup fyrir skipið á sildveiðunum og hafi aldrei greitt neitt til sjóða Samvinnufélagsins. Af þessu virðist hann draga þá ályktun að stefnandinn og félagi hans hafi aldrei talið sig hafa félagsréttindi og hafi aldrei leitazt við að vera hlutgengir félagsmenn. Gegn þessu vísar aftur umboðsmaður stefnandans í skeytið á réttarskj. 8, þar sem tveir úr stjórn félagsins lýsa því yfir að stefnandinn og félagi hans sé löglegir meðlimir Samvinnufélags Ísfirðinga, og vísar til skýrslu Magnúsar Vagnssonar um að þeir hafi aldrei verið krafðir um gjald til félagsins, en segir að þeir hafi alltaf verið reiðubúnir til að greiða slík gjöld. Þegar rak að því að greiða skyldi skuldabréfið, neitaði -Samvinnufélagið að útvega lánið og bar það fyrir sig að kaupendur Anders hefðu ekki fullnægt hinum settu skilyrðum. Áður hafði þó framkvæmdarstj. Samvinnufélagins reynt að útvega ríkissjóðsábyrgðina, en eftir skýrslu hans var neitað um hana. Magnús Vagnsson átti einnig tal um ábyrgðina við fjármálaráðherra og sagði að hann hefði lofað henni gegn 241 nánar ákveðnum skilyrðum, en þessu hefir verið neitað af stefndum. Á fundi Samvinnufélagsins 4. nóv. 1928 gefur fram- kvæmdarstjóri félagsins þá skýrslu að lán hafi verið Ó- fáanleg í bönkunum, enda grundvöllinn vantað undir slíka lánveitingu, þar sem Magnús Vagnsson og Jóhannes Jónsson hafi eigi uppfyllt skilyrði Samvinnufélagsins fyrir lánsútveguninni. Fyrir þessum fundi lá skeyti frá stefnandanum og Magnúsi Vagnssyni, þar sem þeir segja að seljendur tilkynni að þeir gangi strax að skipinu og áskilja þeir sér allan rétt út af tjóni, sem þeir biða af van- efndum. Samskonar skeyti fengu beir frá seljendum Anders. Svara þeir skeytinu þannig til þeirra: „Með því að þér og félagi vöar hafið eigi uppfyllt skilyrði Samvinnufélags- ins fyrir lánsútvegun til kaupa á „Anders“, teljum vér oss lausa allra mála um útvegun á þvi“. Þeir tóku og það sama fram í skeytinu til fyrrverandi eigenda „Anders“. Niðurstaðan verður svo sú, að gengið er að skipinu og það selt á nauðungaruppboði 4. jan. 1929 fyrir kr. 17.000.00. Árangurslaust löghald var gert í eignum Magnúsar Vagnssonar 2. okt. 1929, og 23. júli 1930 féll dómur yfir stefnandann og Magnús Vagnsson þar sem þeir voru dæmdir til að greiða það, sem þá stóð eftir af skuldabréfinu, kr. 14.500, og vexti og málskostnað, sbr. réttarskjal nr. 12. Þennan dóm innleysti svo stefnandinn og er hann höfuðliðurinn í kröfu hans er getur um hér að framan, en ennfremur hefir hann krafizt kr. 5.000.00 framlags til skipakaupanna og 2000 kr. í skaðabætur eða alls kr. 25.319.50, sbr. reikninginn á réttarskjali 5. Stefnd- ur hefir mótmælt öllum þessum upphæðum, en ex tuto andmælt þeim fyrir að þær væru of háar, og sérstaklega mótmælt skaðabótakröfunni fyrir vinnutjóni. Rétturinn lítur svo á að það sé skjalfest að Samvinnu. félag Ísfirðinga bauð kaupendum „Anders“, stefnandan- um og Magnúsi Vagnssyni að útvega þeim lán % á kaup- verði „Anders“, fari það ekki fram úr 40 þúsund krónum eftir því ástandi, sem skipið var í þegar það var keypt eða 60 þúsund krónum fullgerðu til fiskveiða að því á- skildu að skilyrðum Samvinnufélagsins væri fullnægt. Að því er ágreining þann snertir, sem orðið hefir um 16 242 skilyrðin, litur rétturinn svo á, að það sé yfir höfuð ekki sannað að Ingólfur Jónsson hafi gefið yfirlýsingu þá, er greinir í réttarskjali 4, um skilyrðin, enda verður rétt- urinn að fallast á að gegn mótmælum stefnda beri að lita svo á, að hann hafi ekki haft umboð til að binda félagið með yfirlýsingu um hver skilyrðin hafi verið og ber því ekki að telja upptalningu skilyrðanna á réttarskjali 4, sem tæmandi. Hinsvegar virðist það ekki eðlilegt, að félagið geti sett skilyrði eftir á, sem eigi séu liðir í eðlilegum við- skiptum eða eigi sér stað í lögum félagsins. Til þess að komast að niðurstöðu um það virðist rétt að íhuga hvað eðlilegast felist í því að Samvinnufélagið býðst til að út- vega kaupendum „Anders“ lán til skipakaupanna. Rétt- urinn litur svo á, að ef um annað er ekki sérstaklega sam- ið, þá felist í þessu aðeins það, að félagið útvegi peninga- lán, en lánþiggjandi sjái aftur um að nægar tryggingar séu fyrir hendi. Þar sem samningar virðast ekki liggja fyrir um það, að Samvinnufélagið eigi að útvega ábyrgðina, ber að lita svo á að stefnandanum og þeim manni, sem með honum var í kaupunum, hafi borið að útvega bæði ábyrgð ríkissjóðs og bæjarsjóðs, og er þetta í samræmi við það að framkvæmdarstjóri Samvinnufélagsins hefir í líkum tilfellum útvegað kaupendum ábyrgðir ríkissjóðs og bæjarsjóðs, en í umboði þeirra. Rétturinn verður og að líta svo á að það hafi verið skil- yrði fyrir rikissjóðsábyrgðinni að /% andvirðis skipsins eins og það var fullbúið til fiskiveiða, skyldi vera greidd- ur af kaupendum og þar sem stefnandinn hefir hvorki fullnægt þessu skilyrði að fullu eða lagt fram tryggingar þær, sem nauðsynlegar voru til þess að lánið fengist, ber að líta svo á, að Samvinnufélagið sé eigi bundið af lof- orði sínu um lánsútvegunina, enda ef stefnandinn hefði getað lagt fram trygginguna, þá hefði honum verið innan handar að bjóða þær fram, er félagið neitaði um lánsút- vegunina, vegna þess að þessar tryggingar voru ekki fyrir hendi. Samkvæmt þessu ber að sýkna stefnda af kröfum stefnandans í þessu máli. Málskostnaður þykir rétt að falli niður. 243 Föstudaginn 17. maí 1935. Nr. 183/1934. Réttvísin og valdstjórnin (Bjarni Þ. Johnson) gegn Sveini Óskari Ólafssyni (Lárus Jóhannesson). Brot gegn 205. gr. alm. hegningarlaga. Dómur aukaréttar Vestmannaeyja 2. febr. 1934: Ákærð- ur, Sveinn Óskar Ólafsson, sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 20 daga og greiði 100 króna sekt til ríkis- sjóðs og komi 10 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Fullnustu fangelsisrefsingarinnar skal fresta og hún falla niður að fimm árum liðnum frá uppkvaðningu dóms þessa, ef skilorð laga nr. 39 16. nóvember 1907 eru haldin. Ákærður greiði þrotabúi Símonar Guðmundssonar kr. 105.00 innan fimmtán sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. Loks greiði ákærður allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Refsing ákærða fyrir áverka þann, er hann veitti Björgvin Vilhjálmssyni, þykir hæfilega ákveðin 10 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, og refsing hans fyrir ölvun á almannafæri og brot á lögreglusamþykkt Vestmannaeyja 50 króna sekt í ríkissjóð, og komi 5 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Með þessum breytingum þyk- ir mega staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Eftir þessum málsúrslitum verður að dæma á- kærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakar- 244 innar, þar á meðal málflutningslaun skipaðs sækj- anda og verjanda fyrir hæstarétti, 80 kr. til hvors. Í héraði virðist hafa orðið óþarfa dráttur á máli þessu, sem sýnist hefði verið unnt að lúka þegar fyrir vetrar vertíðarlok 1933. Fyrir hæstarétti staf- ar dráttur sá, er á málinu hefir orðið, af veikind- um hins skipaða verjanda ákærða. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó svo að ákærði, Sveinn Óskar Ólafsson, sæti 10 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, og sekt sú, er honum ber að greiða í ríkissjóð, verði 50 krónur, og komi 5 daga einfalt fang- elsi í stað hennar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmál- flutningsmannanna Bjarna Þ. Johnson og Lár- usar Jóhannessonar, 80 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af hálfu réttvísinnar og valdstjórn- arinnar gegn Sveini Óskari Ólafssyni, sjómanni, til heim- ilis Butru, Fljótshlíðarhreppi, Rangárvallasýslu fyrir brot gegn 18. kapitula hinna almennu hegningarlaga frá 25. júní 1869, gegn áfengislögunum nr. 64 19. maí 1930 og gegn lögreglusamþykkt Vestmannaeyjakaupstaðar frá 31. marz 1928. 245 Málavextir eru, eftir því, sem upplýst er í málinu, sem hér segir: Þann 17. april s. 1. (2. páskadag) skoðaði héraðslækn- irinn hér í Vestmannaeyjum Björgvin Vilhjálmsson, for- mann, til heimilis Heimagötu 39 (Bólstaðarhlíð) hér í bænum, sem þá lá rúmfastur og gaf hann út, að.skoðun lokinni, svohljóðandi vottorð, sem lagt hefir verið fram í málinu: „Við skoðun, sem fram fór kl. 6% e. m. í dag, komu eftirgreindir áverkar í ljós: Yfir hægri augabrún er 5-eyringsstór marblettur, með 2 em. sári í miðju, ekki gapandi. Á hægra kinnbeini er 2- króna stór húðskráma, um 3 cm. upp og niður. Milli augnabrúna, yfir nefrót er húðskráma um 3 cm. upp og niður. Fyrir neðan miðsnesi er 3. cm. húðskráma og enn- fremur er hægri nefvængur með húðskrámu og marblett. Á höku er húðskráma á stærð við krónu-pening. Annars engir áverkar sýnilegir. Þetta vottast hérmeð. Ól. Ó. Lárusson héraðslæknir, Vestmannaeyjum. Nefndur Björgvin Vilhjálmsson hefir borið það í mál- inu, að hann hafi hlotið meiðsli þessi aðfaranótt þess 16. april s. 1. (páskadags), en kveðst hafa verið mjög mik- ið ölvaður þá um kvöldið og nóttina og kveðst því ekkert muna um hvernig hann hafi hlotið meiðsli þessi, hvorki er hann var yfirheyrður um þetta af dómaranum utan réttar á meðan hann lá rúmfastur eftir meiðslin, né heldur er hann var yfirheyrður siðar í rétti, en kvað sér hafa verið sagt á páskadagsmorgun þann 16. april s. 1, er hann vaknaði, þannig meiddur, að hann hafi hlotið meiðslin af völdum ákærða þá um nóttina og kveður hann föt þau, er hann var í um nóttina, hafa verið talsvert blóðug um morguninn og hafi því sýnilega blætt talsvert úr honum vegna meiðslanna. Með vitnaleiðslum í málinu er upplýst sem hér segir: Vitnið Magnús Björgvin Guðjónsson hefir borið það, að hann hafi, kl. að ganga eitt fyrrnefnda nótt, verið á gangi eftir Vestmannabrautinni hér í bænum og er þeir komu á móts við „Kaupfélag Verkamanna“ kveður vitnið hafa 246 staðið þar nokkra menn, sem hann kveður hafa verið eitt- hvað að tala um „að gefa á kjaftinn“, en vitnið heyrði þá ekki nefna neinn sérstakan mann og kveður vitnið Björgvin þá hafa gengið í áttina til manna þessara og sagt: „Hver var að tala um að gefa á kjaftinn?“ og hafi þá einhver manna þeirra, sem stóðu þarna og sem vitnið Þekkti ekki, slegið Björgvin í andlitið og kveður vitnið annan mann, sem vitnið þekkti heldur ekki, hafa ráðizt að sér, án þess þó að berja hann og kveðst vitnið hafa átt í stympingum við hann um stund, en einhver reyndi að stilla mann þenna og losnaði mættur þannig við hann, en er vitnið losnaði úr stympingum þessum, kveður það Björgvin hafa legið á gangstéttinni, næstum meðvit- undarlausan („ekki algerlega meðvitundarlausan“) og máttlítinn og blæddi mikið úr andliti hans og fór vitnið þá með Björgvin og settist hjá honum á tröppur þar skammt frá og kveðst vitnið hafa þurkað blóð úr andliti Björgvins með frakka sínum og kveður frakkann hafa orðið mikið blóðugan við það og kveður föt Björgvins hafa orðið mikið blóðug við það, að blæddi niður um hann. Vitnið kveður Björgvin hafa getað gengið heim, en kveður hann hafa verið máttlítinn. Vitnið Oddur Sigurðsson kveðst hafa gengið út á Vest- mannabrautina á móts við verzlunarbúð „Kaupfélags Verkamanna“, framangreinda nótt um kl. 12% e. m. og kveðst þá hafa séð að nefndur B. V. stóð þar mikið drukk- inn, að því, er vitninu virtist og kveðst vitnið þá hafa séð ákærðan, sem einnig var þar, slá Björgvin með báð- um hnefum, sitt höggið á hvorn vanga og slá hann enn í andlitið og sparka um leið fyrir bringsmalir honum og kveður Björgvin hafa fallið við það og kveður vitnið fyrr- nefndan Magnús Björgvin Guðjónsson einnig hafa verið. Þarna og kveður hann hafa ætlað að hjálpa Björgvin Vil- hjálmssyni, en kveður Sigurð Sigurjónsson, sjómann, þá hafa ráðist að Magnúsi og hrint honum frá og kveður vitnið Magnús þenna því næst hafa farið burtu með Björgvin eftir að ákærður hafði slegið hann niður. Vitn- ið kveður Björgvin ekkert hafa varið sig fyrir árásum ákærðs og kveðst hann hafa séð, að blæddi mikið úr andliti Björgvins, er Magnús reisti hann upp úr göt- unni. 247 Vitnið kveðst auk þess hafa séð ákærðan sparka í klof- ið á manni nokkrum, sem Jóhann heitir og berja og sparka í mann að nafni Eiríkur, sem vitnið vissi ekki frekar deili á og elt hann á eftir. Vitnið kveður ákærðan hafa verið ölvaðan við umrætt tækifæri. Vitni þetta hefir staðfest framangreindan framburð sinn með eiði sinum. Vitnið Jóhann Þorgeir Clausen, kveðst hafa verið á gangi á Vestmannabrautinni kl. að ganga eitt umrædda nótt og er hann kom á móts við hús það, er „Kaupfélag Verkamanna“ verzlar í, kveðst hann hafa séð fyrrnefnd- an Björgvin Vilhjálmsson liggja þar á gangstéttinni og kveðst vitnið hafa heyrt einhvern þar segja að hann hefði verið sleginn niður og kveðst vitnið hafa gefið sig á tal við fyrrnefndan Magnús Björgvin Guðjónsson, en kveð- ur ákærðan þá hafa ráðizt á sig (vitnið) og sparkaði ákærður milli fóta vitninu svo hann (vitnið) varð slapp- ur af því um stund. Ennfremur kveðst vitni þetta hafa séð ákærðan ráðast á mann að nafni Eiríkur, og berja hann og klóra hann án þess þó að sæi á honum og sparka í hann, en hinn hörfaði undan og forðaðist að lenda í slagsmálum við ákærðan, en tók þó einu sinni á móti honum og sneri hann (ákærðan) niður á höfuðtaki. Vitni þetta kveður ákærðan hafa verið mikið ölvaðan við umrætt tækifæri. Vitnið Guðmundur Ketilsson kveðst hafa hitt fyrr- nefndan Björgvin Vilhjálmsson framangreinda nótt kl. 12—1 á Vestmannabrautinni hér í bænum, ásamt vél- stjóranum á vélbát þeim, sem Björgvin var á, (Magnús Björgvin Guðjónsson) og hafi Björgvin verið mjög mikið ölvaður og kveðst vitnið hafa gengið með þeim austur eftir Vestmannabrautinni og er þeir komu á móts við verzlunarhús „Kaupfélags Verkamanna“ kveðst hann hafa séð nokkra menn standa þar og heyrst þeir vera eitt- hvað að tala um slagsmál og kveður Björgvin þá hafa gengið eitthvað í áttina til þeirra og kvað vitnið mann að nafni Óskar, en sem vitnið vissi ekki frekari deili á, (en sem virðist augljóst eftir því, sem upplýst er í mál- inu, að hafi verið ákærður), hafa slegið Björgvin tvisvar í andlitið og hafi Björgvin fallið við síðara höggið, en vitni þetta kveðst ekki hafa séð ákærðan sparka í Björg- 248 vin, en kveðst hafa séð hann sparka í mann, sem vann á apótekinu (Jóhann Þ. Clausen). Vitninu virtist ákærð- ur vera Ölvaður við umrætt tækifæri. Vitni þetta færðist undan því að staðfesta framburð sinn með eiði sínum er rannsókn máls þessa var lokið vegna þess, að hann kveðst ekki muna greinilega hvað gerðist við umrætt tækifæri, en staðbæfði að hann hefði, er hann var fyrst yfirh. í máli þessu, borið það eitt, er hann vissi rétt vera og er hann hafði séð og heyrt. Vitnið Steindór Guðmundsson kveðst hafa staðið á- samt nefndum Sigurði Sigurjónssyni og einum manni, sem vitnið þekkti ekki og kveður vitnið Björgvin Vilhjálms- son hafa komið þar að mikið ölvaðan og spurt hver vildi slást við sig og hafi ákærður þá þegar slegið Björgvin í höfuðið svo Björgvin féll við, en kveðst ekki hafa séð á- kærðan berja Björgvin nema eitt högg. Fyrrnefndur Sigurður Sigurjónsson hefir borið það í málinu, að hann hafi verið með ákærðum á umræddum tima og kveður ákærðan hafa verið talsvert drukkinn og kveðst hafa séð ákærðan berja Björgvin Vilhjálmsson svo hann fell til jarðar, en kveðst ekki hafa séð ákærðan berja hann (B. V.) nema eitt högg og ekki séð hann sparka í hann. Hann kveður Björgvin Vilhjálmsson hafa komið til sín áður en ákærður sló hann og spurt hann hverjir ætluðu að fara að slást þarna og kveðst hann hafa ýtt Björgvin frá sér, en ekki barið hann. Hann hefir og kannast við að hafa tekið í Magnús Björgvin Guðjónsson og hrint honum, en kveðst ekki hafa gert það neitt vegna viðureignar ákærðs við Björgvin Vilhjálmsson og kveðst ekki hafa vitað eða orðið var við að Magnús ætlaði að hjálpa Björgvin. Eftir því, sem upplýst er í málinu, þótti ekki ástæða til að höfða sakamál gegn nefndum Sigurði Sigurjónssyni vegna hlutdeildar í meiðslum þeim, er Björgvin Vilhjálms- son hlaut við umrætt tækifæri, en hann var undir rekstri málsins sektaður fyrir brot gegn lögreglusamþykktinni og ölvun. Vitnin Magnús Björgvin Guðjónsson, Jóhann Þorgeir Clausen og Steindór Guðmundsson hafa eigi verið eiðfest vegna fjarvistar, er rannsókn málsins var lokið og þótti eftir atvikum ekki nauðsynlegt, (sbr. framburð ákærðs) 249 að senda málið þangað, sem vitni þessi dvöldu, til þess, að þau yrðu eiðfest. Ákærður kveðst hafa drukkið áfengi, aðallega brennslu- spíritus, með fyrrnefndum Sigurði Sigurjónssyni, umrætt kvöld (laugardagskvöldið) þann 15. apríl s. 1. og kveðst ákærður hafa gengið út með honum seint um kvöldið og gengið með honum og öðrum manni um götur bæjarins og kveðst hann muna eptir að hann lenti í einhverjum ryskingum þá um kvöldið eða nóttina á Vestmannabraut- inni, en hefir haldið fram að hann muni ekki vegna ölv- unar hverskonar ryskingar það voru, sem hann lenti Í, eða hvort hann barði Björgvin Vilhjálmsson eða yfirleitt hvað gerðist við umrætt tækifæri, vegna þess, að hann hafi verið mjög mikið ölvaður, en hefir ekki neitað því, að verið geti að hann hafi barið Björgvin og kveður vel mega vera að framburður framangreindra vitna í málinu séu réttir. Með framangreindum vitnaframburðum verður réttur- inn að telja nægjanlega sannað, að ákærður hafi barið fyrrnefndan Björgvin Vilhjálmsson á höfuðið svo hann féll við og sparkað í hann og að blæddi mikið úr and- liti Björgvins eftir barsmíðar þessar og verður rétturinn eftir öllum atvikum að telja nægilega sannað í málinu að B. V. hafi hlotið áverka þá, sem lýst er í hinu framlagða læknisvottorði, af völdum ákærða við umrætt tækifæri. Einnig verður að áliti réttarins að telja nægilega sannað í málinu að ákærður hafi ráðizt á Jóhann Þorgeir Clau- sen og sparkað í hann við umrætt tækifæri og að hann hafi ráðizt með barsmiðum að öðrum manni, sem þarna var viðstaddur . Ákærður er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 26. marz 1913. Hann hefir ekki áður sætt refsingu fyrir nokkurt lagabrot. Með framangreindu framferði sínu hefir ákærður að áliti réttarins brotið gegn 205. gr. hinna almennu hegn- ingarlaga, gegn 16. gr. áfengislaganna nr. 64 19. maí 1930 og gegn 4. grein lögreglusamþykktar fyrir Vestmanna- eyjakaupstað frá 31. marz 1928. Hinn skipaði talsmaður ákærðs hefir fært það fram, ákærðum til varnar í málinu, að ákærður hafi verið al- gerlega „frávita“ og ekki haft neina stjórn á athöfnum 250 sínum vegna ölvunar, er hann framdi framangreindan verknað og ennfremur, að Björgvin Vilhjálmsson hafi með framkomu sinni haft æsandi áhrif á ákærðan. Eftir því, sem upplýst er í málinu og að framan grein- ir, hefir verið um hreina árás að ræða af hálfu ákærða á Björgvin Vilhjálmsson og getur það ekki á neinn hátt réttlætt árás þessa þó Björgvin hafi eitthvað farið að tala um slagsmál við ákærðan eða þá, sem hjá honum voru, eða jafnvel spurt hver vildi slást við sig, eins og eitt vitni hefir borið í málinu að Björgvin hafi gert. Að því, er ölvun ákærðs snertir, þá hefir fyrrnefndur Sigurður Óli Sigurjónsson borið það í málinu, að hann hafi, ásamt ákærðum, drukkið um hálfflösku af brennsluspiri- tus og eina flösku, eða hátt í henni, af portvini umrætt kvöld eftir kl. 9 og kveður hann Óskar hafa verið tölu- vert drukkinn og meira drukkinn en Sigurður Óli sjálf- ur, sem kveðst hafa drukkið minna af áfengi þessu en á- kærður og kveðst aðeins hafa fundið á sér áhrif áfengis, en ekki verulega. Eitt vitni hefir borið það í málinu, að ákærður hafi verið mjög mikið drukkinn við umrætt tækifæri, en önnur vitni hafa borið það, að hann hafi verið ölvaður án þess að geta tilgreint nánar hversu mikil brögð voru að því, en ákærður hefir sjálfur, eins og að framan greinir, haldið því fram, að hann hafi ekki mun- að neitt á eftir hvað gerðist við umrætt tækifæri og þar eð ákærður hefir ekki neitað að framburður vitna þeirra, er leidd hafa verið í málinu, væri réttur, eða að hann hafi gert sig sekan um framangreint framferði, verður dómarinn að telja sennilegt að staðhæfing ákærðs um að hann myndi ekki hvað gerðist við umrætt tækifæri, sé réttur og þykir eftir atvikum verða að taka þann fram- burð ákærða trúanlegan. En þrátt fyrir það getur ákærð- um hafa verið ljóst að einhverju leyti eða öllu, hvað hann gerði við umrætt tækifæri, er hann var að fremja verkn- aðinn og virðast orð þau, er vitnið Jóhann Þorgeir Clau- sen hefir borið, að ákærður hafi viðhaft við hann (vitnið) eflir að ákærður hafði sparkað milli fóta hans, þ. e. að nú væri hann (þ. e. ákærður) búinn að „ganga frá“ vitn- inu, benda til þess, að ákærðum hafi verið ljóst hvað hann gerði við umrætt tækifæri, en annað hefir ekki komið fram í málinu, er gefi upplýsingar um þetta atriði. En 251 þrátt fyrir það, þó telja verði sannað að ákærður hafi verið svo mikið ölvaður við umrætt tækifæri, að hann mundi ekki á eftir hvað gerðist, verður þó að dæma hann til hegningar fyrir framangreint framferði hans, þó jafn- vel megi ætla að honum hafi ekki verið fyllilega ljóst hvað hann gerði, en umrædd ölvun ákærðs verður þá að teljast honum til málsbóta að því, er snertir framangreint brot hans gegn 205. gr. hinna alm. hegningarlaga. Refsing sú, er ákærður hefir unnið til fyrir framan- greint brot gegn hegningarlögunum, þykir að áliti rétt- arins hæfilega ákveðin 20 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. En auk þess ber að dæma ákærðan sér- staklega til að greiða sekt fyrir brot sitt gegn lögreglu- samþykktinni, sem auk árásarinnar á Björgvin Vilhjálms- son var fólgin í líkamlegum árásum á aðra menn (án þess að um áverka væri að ræða) og öðru ofsalegu háttalagi og fyrir brot hans gegn áfengislögunum og þykir refsing sú, er hann hefir unnið til fyrir þau brot, hæfilega á- kveðin 100 króna sekt til ríkissjóðs og komi 10 daga ein- falt fangelsi í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd inn- an 30 sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa. Fullnustu framangreindrar fangelsishegningar þykir mega fresta og hún falla niður að fimm árum liðnum frá uppkvaðningu dóms þessa, ef skilorð laga nr. 39, 16. nóv- ember 1907, eru haldin. Símon Guðmundsson, útgerðarmaður, Vesturveg 25 hér í bænum, hefir krafizt þess, að ákærður verði dæmdur til þess að greiða honum kr. 105.00 í skaðabætur fyrir læknishjálp, sem hann greiddi fyrir Björgvin Vilhjálmsson, vegna framangreindra áverka (kr. 5.00) og vegna þess, að hann varð að greiða manni kr. 100,00 fyrir að vera formaður á vélbát hans í stað Björgvins, — sem annars var formaður á bátnum, — í fjóra daga, sem farið var Í fískiróðra á meðan Björgvin var frá vinnu vegna um- ræddra áverka og hefir ákærður samþykkt þessa kröfu Símonar. En í vörn sinni í málinu hefir hinn skipaði tals- maður ákærðs krafizt þess, að ákærður verði ekki dæmd- ur til þess að greiða umrædda skaðabótakröfu vegna þess að Símon Guðmundsson sé nú orðinn gjaldþrota og hann því ekki lengur eigandi umræddrar kröfu, heldur Þrotabú hans. 252 Eins og alkunnugt má telja, þar eð það hefir verið aug- lýst í Lögbirtingablaðinu, hefir nefndur Símon Guðmunds- son framselt bú sitt til gjaldþrotaskipta, en þrotabú hans kemur að öllu leyti í hans stað að því, er snertir fjárkröf- ur á hendur öðrum mönnum og verður ákærður því dæmd- ur til þess að greiða þrotabúi Símonar framangreinda skaðabótarkröfu, sem hann hefir samþykkt. Loks greiði ákærður allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið, en fyrir drætti þeim, sem varð á málshöfðuninni, er gerð grein í prófum málsins. Föstudaginn 17. maí 1935. Nr. 22/1935. Valdstjórnin (Bjarni Þ. Johnson) Segn Þorbergi Sigurdór Magnússyni (Jón Ásbjörnsson) og Guðmundi Ögmundssyni (Lárus Fjeldsted) Bifreiðarlagabrot. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 10. jan. 1935: Kærð- ur Þorbergur Sigurdór Magnússon greiði 50 krónur í sekt til ríkissjóðs og komi einfalt fangelsi í 3 daga í stað sektar- innar verði hún ekki greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Kærður Guðmundur Ögmundsson greiði 30 krónur í sekt til ríkissjóðs og komi einfalt fangelsi í 2 daga í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Hinir kærðu greiði annar fyrir báða og báðir fyrir ann- an allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Brot kærða Þorbergs Magnússonar varða við 3. málsgr. 31. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur ag 253 5. og 15. gr. laga. nr. 70/1931, og þykir refsing hans fyrir þau hæfilega ákveðin, samkvæmt 96. gr. nefndrar lögreglusamþykktar og 14. gr. laga nr. 70/1931, 100 króna sekt í ríkissjóð, og komi 10 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Brot kærða Guðmundar Ögmundssonar varðar við 15. gr. laga nr. 70/1931, og þykir refsing hans hæfilega ákveðin 30 krónur í ríkissjóð eins og í hin- um áfrýjaða dómi segir, en í stað sektarinnar komi 3 daga einfalt fangelsi, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sakar- kostnaðar í héraði þykir mega staðfesta. Hinir kærðu greiði hvor um sig 80 krónur í málsvarnar- laun til skipaðs verjanda sins í hæstarétti, en allan annan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar á meðal málssóknarlaun skipaðs sækjanda í hæstarétti 80 krónur, greiði hinir kærðu in solidum. Því dæmist rétt vera: Kærði Þorbergur Sigurdór Magnússon. greiði 100 króna sekt í ríkissjóð, og komi 10 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Kærði Guðmundur Ögmundsson greiði 30 króna sekt í rikissjóð og komi 3 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sakarkostnaðar í héraði á að vera óraskað. 254 Kærði Þorbergur greiði -málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns í hæstarétti, hæstaréttar- málflutningsmanns Jóns Ásbjörnssonar, 80 kr., og kærði Guðmundur greiði einnig málsvarn- arlaun skipaðs verjanda sins í hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmanns, Lárusar Fjeld- sted, 80 krónur. Allan annan áfrýjunarkostnað sakarinnar þar á meðal 80 krónur í málssókn- arlaun skipaðs sækjanda málsins fyrir hæsta- rétti, hæstaréttarmálflutningsmanns, Bjarna Þ. Johnson, greiði hinir kærðu in solidum. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Þorbergi Sigurdór Magnússyni, bifreiðarstjóra, Holtsgötu 18 hér í bæ og Guðmundi Ögmundssyni, bifreiðarstjóra, Óðinsgötu 4 hér í bæ fyrir brot á bifreiðarlögum nr. 70, 1931 og lögreglusamþykkt Reykjavíkur. Málavextir eru þeir, sem nú skal greina. Þann 20. febrúar 1934 um klukkan 12.15 e. h. ók kærð- ur, Guðmundur Ögmundsson, vörubifreiðinni R.E. 146 norður Óðinsgötu. Á sama tíma ók kærður, Þorbergur Magnússon, fólksbifreiðinni R.E. 660 suður Týsgötu og beygði þaðan niður Þórsgötu og ætlaði að aka eftir Spitala- stig niður á Bergstaðastræti. Þegar báðar þessar bifreiðar eru á gatnamótum Óðins- götu og Spitalastigs rakst bifreiðin R.E. 660 þá á R.E. 146 aftast undir vörupallinum. Við það rann R.E. 146 út á vinstri hlið yfir endann á Spitalastig og út af götunni og nam staðar við símastaur, sem stendur í kverkinni við gatnamót Óðinsgötu og Spitalastigs. Við gatnamótin utan götu voru tveir drengir að leika sér með sleða. Þegar bifreiðin rann út af götunni, rakst hún á 255 drengina, og annar þeirra, Björn Jónsson að nafni, kast- aðist talsvert til, og varð fyrir allmiklum meiðslum. Fót- brotnaði hann og skrámaðist í andliti. Varð hann að liggja á spítala vegna fótbrotsins rúma tvo mánuði. Um akstur bifreiðanna og sök þeirra á árekstrinum er það upplýst, að R.E. 146 ók ekki hratt, á að gizka 15 km. hraða miðað við klukkustund. Engar keðjur voru á hjól- um bifreiðarinnar, enda þótt hált væri á götum þann dag, og verður að telja það ógætni af bifreiðarstjóranum að hafa ekki keðjur á hjólum bifreiðarinnar. Ekki gaf bifreiðin hljóðmerki þegar hún kom að gatna- mótunum. Þó að gatnamótin séu þannig löguð að ekki sé hættulegt að gefa ekki hljóðmerki, verður að telja það skort á fyllstu gætni að gefa ekki hljóðmerki við hornið. Hinsvegar átti bifreiðin R. E. 146 umferðarréttinn gagn- vart R. E. 660 og mátti þess vegna ætla að sú bifreið biði bar til R. E. 146 væri komin svo langt að R. E. 660 gæti komizt niður Spítalastíginn óhindruð. R.E. 660 ók ekki hratt. Hún hafði keðjur á báðum aft- urhjólum og öðru framhjóli. Hún gaf ekki hljóðmerki þegar að horninu kom. Hún átti ekki umferðaréttinn og átti því að gæta fyllstu varúðar við gatnamótin. Höggið, sem kom á R.E. 146 við áreksturinn, var ekki mjög mikið, en vegna þess, að hálka var og R.E. 146 var keðjulaus og halli var vestur af götunni, kom sá skriður á R.E. 146 sem raun varð á. Það verður að telja, að báðar bifreiðarnar hafi ekið ó- gætilega og eigi þvi báðar sök á slysi því, er af árekstrin- um hlauzt. R.E. 146 með því að vera keðjulaus og gefa ekki hljóðmerki við gatnamótin, og R.E. 660 með þvi, að gefa ekki hljóðmerki við gatnamótin og með því að aka með þeim hraða að gatnamótum, að ekki var hægt að stöðva bifreiðina á svipustundu ef önnur bifreið kæmi, er ætti umferðarréttinn. Kærði, Þorbergur, hafði ekki leyfi til að stýra leigu- bifreið til mannflutninga, en hefir játað, að hafa gert það um lengri tíma. Framangreint brot Þorbergs Magnússonar ber að heim- færa undir 31. gr. 3. mgr. og 48. gr. 1. mgr., sbr. 96. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur og 5. gr., 8. gr. og 15. gr. 256 1. mgr., sbr. 14. gr. laga nr. 70, 1931, og þykir refsing sú, er hann hefir til unnið, hæfilega ákveðin 50 króna sekt til ríkissjóðs og komi einfalt fangelsi í 3 daga í stað sektar- innar verði hún ekki greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Framangreint brot Guðmundar Ögmundssonar ber að heimfæra undir 48. gr. 1. mgr., sbr. 96. gr. lögreglusam- þykktar Reykjavikur og 15. gr. 1. mgr., sbr. 14. gr. laga nr. 70, 1931 og þykir refsing sú, er hann hefir til unnið, hæfi- lega ákveðin 30 króna sekt til ríkissjóðs og komi einfalt fangelsi í 2 daga í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Hinir kærðu greiði annar fyrir báða og báðir fyrir ann- an allan kostnað sakarinnar. Dráttur sá, er orðið hefir á þessu máli, stafar af því, að drengur sá, er fyrir slysinu varð, hefir ekki orðið heill heilsu, en þar sem ófyrirsjáanlegt er enn, hve lengi hann verður lasinn vegna slyssins, þykir ekki tiltækilegt að draga lengur dómsuppkvaðningu að því er snertir refsing- ar hinna kærðu. Föstudaginn 17. maí 1935. Nr. 153/1934. Árni Bergsson, Magnús Guðmundsson og Steingrímur Baldvinsson (Jón Ásbjörnsson) gegn Þorsteini Þorsteinssyni, Þorvaldi Sig- urðssyni, Sigurpáli Sigurðssyni og Þorleifi Rögnvaldssyni (Enginn). Ómerking. Dómur hæstaréttar. Er mál þetta var þingfest í hæstarétti 30. jan. þ. á. var mætt í því af hálfu beggja málsaðilja og á- frýjendum þá veittur frestur í því með samþykki umboðsmanns hinna stefndu, en við næstu fyrir- 257 tekt málsins, 29. þ. m., mætti enginn af hálfu hinna stefndu og hefir málið því verið flutt skriflega sam- kvæmt 38. gr. hæstaréttarlaganna. Málið hefir í héraði verið rekið fyrir gestarétti Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar, en af skjölum máls- ins verður eigi séð, að nein sáttatilraun hafi farið fram fyrir réttinum og verður því ex officio að ó- „merkja hinn áfrýjaða dóm og alla meðferð máls- ins fyrir gestaréttinum og visa því frá undirréttin- um. Eftir þessum úrslitum verður samkvæmt kröfu áfrýjenda að dæma stefndu til að greiða þeim in solidum málskostnað í hæstarétti, er ákveðst 100 krónur. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur og öll meðferð málsins fyrir gestaréttinum á að vera ómerk og vísast málinu frá undirréttinum. Stefndu, Þorsteinn Þorsteinsson, Þorvaldur Sigurðsson, Sigurpáll Sigurðsson og Þorleifur Rögnvaldsson, greiði einn fyrir alla og allir fyrir einn áfrýjendum, Árna Bergssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Steingrimi Baldvinssyni 100 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti að við- lagðri aðför að lögum. 17 258 Mánudaginn 20. mai 1935. Nr. 85/1934. Þórður Bjarnason (Sjálfur) Segn Halldóri R. Gunnarssyni f. h. verzlun- arinnar Manchester (Jón Ásbjörnsson). Krafa áfrýjanda um launagreiðslu eigi tekin til greina. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 26. júlí 1933: Stefndur, Halldór R. Gunnarsson, f. h. Verzlunarinnar Manchester H. R. Gunnarsson á Co., skal vera sýkn af kröfum stefn- andans, Þórðar Bjarnasonar, í máli þessu, og falli máls- kostnaður í því niður. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi krefst þess, að hinum áfrýjaða dómi verði breytt þannig, að stefndi verði dæmdur til þess að greiða honum 1000 krónur með 6% árs- vöxtum frá 1. jan. 1931 til greiðsludags og máls- kostnað í héraði. Svo krefst áfrýjandi málskostnað- ar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi og málskostn- aðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Eftir því, sem fram er komið í málinu, var það meðal annars starf Sigurðar, sonar áfrýjanda, að halda bækur verzlunarinnar Manchester. Um ára- mótin 1929—1930 var hann orðinn 5 mánuðum á eftir tímanum með það verk, og bað hann föður sinn þá að inna það verk af hendi og gera ársreikn- inga verzlunarinnar. Þetta gerði áfrýjandi í febrúar og fyrra hluta marzmánaðar 1930, en ekki virðist hann hafa krafizt endurgjalds fyrir það fyrr en 259 eftir áramót 1930— 1931. Árið 1930 í júlímánuði ósk- uðu meðeigendur Sigurðar yfirlits yfir verzlunar- reksturinn eftir fyrra misseri þess árs en bækurn- ar höfðu þá ekki heldur verið færðar fyrir þann tíma, og fékk Sigurður föður sinn, áfrýjanda, einn- ig til að gera það og gera reikningsyfirlit. Frá 1. okt. s. á. fór Sigurður alfarinn frá veræzluninni sakir heilsubrests, en áfrýjandi gegndi stöðu hans októ- bermánuð og færði bækurnar einnig í nóvember og desember 1930, og fékk sér greitt kaup fyrir það starf hvorttveggja. En stefndi taldi verzluninni ó- skylt að greiða áfrýjanda fyrir starf hans við bók- haldið, er hann hafði innt af hendi fyrir 1. okt. 1930, með því að það hefði verið skyldustarf Sig- urðar, sem hann hefði getað annazt, ef heilsa hans hefði leyft. Það var áfrýjanda kunnugt, að sonur hans átti að halda bækur verzlunarinnar og hann hafði því ekki nægilega ástæðu til að ætla, að verzl- unin mundi greiða honum fyrir þessa aðstoð hans til handa syni sinum, heldur mátti hann telja hana persónulegan greiða, honum veittan. Af þessum á- stæðum verður að sýkna stefnda af kröfum áfrýj- anda í máli þessu, og ber því að staðfesta hinn á- frýjaða dóm að niðurstöðu til. Eftir þessum málalokum þykir rétt að dæma á- frýjanda til að greiða stefnda 200 krónur í máls- kostnað fyrir hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Halldór R. Gunnarsson, f. h. verzl- unarinnar Manchester, á að vera sýkn af kröf- um áfrýjanda, Þórðar Bjarnasonar, í máli þessu. Áfrýjandi greiði stefnda 200 krónur í 260 málskostnað fyrir hæstarétti að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað fyrir gestaréttinum með stefnu, út- gefinni 23. maí f. á., af Þórði Bjarnasyni, fyrrum kaup- manni, til heimilis að Lambastöðum á Seltjarnarnesi gegn Halldóri R. Gunnarssyni, kaupmanni, f. h. Verzl. Man- chester H. R. Gunnarsson £ Co. hér í bænum, til greiðslu skuldar að upphæð kr. 1000,00 með 6% ársvöxtum frá 1. jan. 1931 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Málavexti kveður stefnandi þá, að á árinu 1930 hafi hann unnið að því fyrir stefnda verzlun að koma bókhaldi hennar í lag yfir 17 mánaða timabil eða frá 1. ágúst 1929 til ársloka 1930 og hafi hann reiknað sér kr. 60,00 fyrir bókhald hvers mánaðar. Þá hafi hann á þessu sama ári samið ársreikning verzlunarinnar og endurskoðað bók- hald hennar fyrir árið 1929 og tekið fyrir það kr. 100,00 og loks hafi hann verið ráðinn til þess að starfa í sölu- búð verzlunarinnar yfir októbermánuð 1930 fyrir kr. 500.00. Hafi sonur sinn, Sigurður Þórðarson, er á þessum tíma var meðeigandi verzlunarinnar að 74 hluta, og stefn- andi kveður jafnframt hafa verið stjórnanda hennar, ráð- ið sig til allra þessara starfa, en upp í þau hafi hann að- eins fengið kr. 620,00 greiddar og standi þá hin umstefnda upphæð eftir. Stefndur, Halldór Gunnarsson, sem hafði á þessum tíma, er stefnandi kveður framangreind störf hafa verið unnin, og hefir enn prokúrumboð fyrir nefnda verzlun, hefir viðurkennt það, að hafa ráðið stefnanda vegna veik- inda sonar hans, til þess að starfa í sölubúð verzlunarinn- ar yfir októbermánuð 1930 og fyrir kaup það, sem að fram- an er greint svo og til að hafa bókhald verzlunarinnar á hendi í nóv. og dez. sama ár fyrir kr. 60.00 á mánuði. Kveð- ur hann að upphæð sú, kr. 620.00, er stefnandi hefir viður- kennt að hafa tekið á móti, sé hið umsamda kaup hans fyrir vinnu þessa. Hinsvegar hefir stefndur mótmælt því að hafa ráðið stefnanda til frekari starfa við verzlunina og haldið því fram, að hvorki fyrrnefndur sonur stefnanda 261 eða aðrir hafi haft heimild til þess. Kveður hann störfum og stöðu Sigurðar, sonar stefnanda, við verzlunina, hafa verið þannig háttað, að hann hafi frá því að verzlunin var stofnuð haft bókhald hennar á hendi, og er hann í júni 1928 hafi gerzt meðeigandi hennar, hafi verið svo ákveð- ið, að hann skyldi annast bókhaldið og auk þess hafa um- sjón með daglegum rekstri verzlunarinnar, en eigi hafi hann haft heimild til þess að ráða starfsfólk til hennar eða gera aðra samninga vegna verzlunarinnar, upp á sitt ein- dæmi... Sé ráðning Sigurðar á föður sínum, stefnanda, því ekki bindandi fyrir verzlunina og henni því óskylt að greiða honum kaup fyrir vinnu hans, ekki síst þar sem starf það (bókfærsla), sem stefnandi hafi innt af hendi, hafi fallið beinlinis undir starfssvið sonar hans við verzlunina og geti stefnandi því haldið sér að honum persónulega um greiðslu fyrir það. Hefir stefndur á þessum grundvelli krafizt al- gerðrar sýknu af kröfum stefnanda í málinu og málskostn- aðar hjá honum eftir mati réttarins. Stefnandi hefir hinsvegar haldið fast við þá staðhæf- ingu sína, að sonur hans hafi verið verzlunarstjóri við verzlunina og því að sjálfsögðu samkvæmt þeirri stöðu sinni haft heimild til að ráða það starfsfólk til verzlunar- innar, sem þurfti. Að minsta kosti hafi hann (stefnandi) haft fulla ástæðu til að ætla að heimild sonar hans væri svo viðtæk og sé verzlunin því bundin við ráðninguna. Hefir stefnandi máli sínu til stuðnings bent á það, að son- ur hans er í samningnum um kaup á í hluta verzlunar- innar svo og aftur Í samningnum um sölu á eignarhluta hans til fyrri eigenda verzlunarinnar nefndur verzlunar- stjóri, þá hafi tvær stúlkur borið það, að oftnefndur son- ur stefnanda hafi ráðið þær til afgreiðslu í sölubúð verzl- unarinnar, en á því gefur stefndur þá skýringu að Sig- urður hafi leitað eftir og fengið samþykki hans til ráðninga þessara, en ekki er upplýst gegn mótmælum stefnanda, að ráðningunni hafi verið svo farið. Loks hefir stefndur viður- kennt það, að Sigurður hafi eftir sérstöku leyfi frá honum haft heimild til þess að samþykkja víxla fyrir verzlunar- innar hönd, er hann (stefndur) var fjarverandi. Verzlunin „Manchester“ er stofnuð af stefndum í máli þessu, Halldóri R. Gunnarssyni, ásamt öðrum nafngreind- 262 um manni, Júlíusi Kolbeins, með félagssamningi, dags. 18. maí 1926. Í 3. gr. félagssamnings þessa er svo ákveðið, að Halldór skuli hafa prokuruumboð fyrir verzlunina, með öllum réttindum prokuruhafa lögum samkvæmt. Er í grein- inni nefnt sem dæmi um starfsvið hans, að hann skuli ráða starfsfólk, panta vörur, útvega lán og annast allar dagleg- ar framkvæmdir fyrirtækisins. Hinsvegar var svo ákveðið, að til veðsetninga eða sölu á eignum félagsins þyrfti sam- bykki og undirskrift beggja eigendanna, en að öðru leyti gat Júlíus ekki skuldbundið félagið. Er Sigurður, sonur stefnanda, gerðist meðeigandi að 14 hluta í verzluninni 26. júní 1928, er því að áliti réttarins slegið föstu í kaupsamn- ingnum, að framangreind ákvæði félagssamningsins um Það hverjir gætu skuldbundið verzlunina skyldu haldast óbreytt framvegis eftir því, sem við yrði komið. Það verð- ur því ekki annað séð, þar sem stefnandi hefir ekki sannað hið gagnstæða, en sonur hans hafi ekki haft leyfi til að koma fram út á við fyrir verzlunina og gera samninga fyrir hennar hönd nema eftir sérstöku umboði frá prokúruhaf- anum, Halldóri Gunnarssyni. Nú er það ekki upplýst, að nefndur Sigurður hafi fengið umboð til þess almennt að ráða starfsfólk til verzlunarinnar eða sérstaka heimild til að ráða stefnanda. Þá virðist það in confesso í málinu að fyrrgreindur samningur, bæði upprunalegi félagssamningurinn og sölu- samningurinn til sonar stefnanda hafi verið tilkynnt til firmaskrár og birtir, þannig að efni þeirra ber að skoðast sem öllum kunnugt. Gátu því hvorki stefnandi né aðrir með samningum við Sigurð son hans öðlast meiri rétt á hendur“ verzluninni en hann hafði heimild til að skuld- binda hana um, jafnvel þó að hann hafi verið talinn verzl- unarstjórinn, því að engin lagaákvæði eða föst venja eru til um það hversu umboð verzlunarstjóra sé almennt við- tækt, þannig, að öruggast er fyrir þá, sem við verzlunar- stjóra semja, að ganga úr skugga um það, í hverju einstöku falli til hvaða samninga verzlunarstjóraumboðið nær. Samkvæmt framansögðu þykir því verða að fallast á það hjá stefndum, að hin umdeilda skuld sé margnefndri verzl- un óviðkomandi, og styður það þetta álit réttarins, að slefnandi, sem gerði upp efnahagsreikning verzlunarinn- ar fyrir árið 1930, gat ekki um skuldina á honum, en það 263 virðist stefnandi hafa átt að gera, ef hann taldi verzlunina eiga að greiða kröfuna. Verður stefndur því algerlega sýkn- aður í málinu, en eftir atvikum þykir rétt að málskostnað- ur falli niður. Miðvikudaginn 22. maí 1935. Nr. 170/1934. Réttvísin (Bjarni Þ. Johnson) gegn Magnúsi Vilhelmssyni, Hallfríði Krist- ínu Guðmundsdóttur og Jóni Rein- hard Jóhannssyni (Lárus Jóhannesson). Þjófnaður. Dómur aukaréttar Skagafjarðarsýslu 28. febrúar 1934: Hinir ákærðu, Magnús Vilhelmsson og Jón Reinhard Jó- hannsson, sæti, hvor um sig, betrunarhússvinnu, Magnús í 13 mánuði en Jón í 7 mánuði. Ákærða, Hallfríður Kristín Guðmundsdóttir, sæti 25 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Fullnustu refsingar þeirra Jóns Reinhards Jóhannssonar og Hallfríðar Guðmundsdóttur skal frestað og hún falla niður, nema þau innan 5 ára frá uppsögn dóms þessa sæti ákæru í opinberu máli fyrir glæp drýgðan af ásettu ráði og séu í því máli dæmd til þyngri refsingar en sekta. Hinir ákærðu, Magnús Vilhelmsson og Jón Reinhard Jóhannsson, greiði in solidum til Kaupfélags Fellshrepps í Hofsósi kr. 95,65 í iðgjöld, en ákærður Jón Reinhard Jó- hannsson greiði Gísla Benjaminssyni verzlunarmanni í Hofsós kr. 1.50 í iðgjöld. Þá greiði ákærðu, Magnús Vilhelmsson og Hallfríður Kristín Guðmundsdóttir in solidum, gæzluvarðhaldskostn- að sinn og skipuðum talsmanni sínum sira Pálma Þórodds- syni í Hofsósi 30 krónur í málsvarnarlaun. Svo greiði og Jón Reinhard Jóhannsson skipuðum tals- manni sínum, Jóni hrepsptjóra Konráðssyni í Bæ, 25 krón- ur í málsvarnarlaun. 264 Allan annan af málinu löglega leiddan og leiðandi kostnað greiði öll hin ákærðu in solidum. Ídæmd iðgjöld greiðist innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa og honum að öðru leyti að fullnægja með að- för að lögum. Dómur hæstaréttar. Stuldur hinna ákærðu, Magnúsar Vilhelmssonar og Jóns Reinhards Jóhannssonar úr sölubúð Kaup- félags Fellshrepps á Hofsósi er ein þeirra athafna, sem lýst er í 4. lið 231. gr. almennra hegningarlaga, en að öðru leyti tekur 6. gr. laga nr. 51/1928 til þeirra athafna, sem þeim er gefin sök á í máli þessu. Þykir refsing ákærða Magnúsar hæfilega á- kveðin eftir 6. og 7. gr. laga nr. 51/1928, sbr. 55. og 63. gr. hegningarlaganna, 6 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Hegning ákærða, Jóns Reinhards, þykir hæfilega ákveðin, eftir áðurnefnd- um lagagreinum og með hliðsjón af 38. gr. hegn- ingarlaganna, 3 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Og loks þykir mega staðfesta á- kvæði hins áfrýjaða dóms um fangelsisvist ákærðu Hallfríðar Guðmundsdóttur. Það þykir og mega fallast á það, að refsing ákærðu Jóns Reinhards og Hallfríðar verði skilorðsbundin samkvæmt lögum nr. 39/1907. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu iðgjalda og málskostnaðar í héraði ber að staðfesta. Svo greiði öll hin ákærðu in solidum allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 100 krónur til hvors. Héraðsdómarinn hefir dæmt ákærða Jón Rein- hard í 7 mánaða betrunarhússvinnu, en eftir 12. gr. hegningarlaganna er það óheimilt. 265 Dráttur sá, er orðið hefir á flutningi máls þessa fyrir hæstarétti, er ákveðinn var upphaflega 4. febr. síðastl., stafar af veikindum verjanda málsins. Því dæmist rétt vera: Ákærði Magnús Vilhelmsson sæti 6 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákærði Jón Reinhard Jóhannsson sæti 3 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, og ákærða Hallfríður Kristin Guðmundsdóttir 25 daga samskonar fangelsi. En fresta skal fullnustu refsingar þeirra beggja, og niður skal hún falla að 5 árum liðnum, ef skilorð laga nr. 39/1907 verða haldin. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu ið- gjalda og sakarkostnaðar í héraði eiga að vera óröskuð. Öll hin ákærðu greiði in solidum all- an áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verj- anda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutnings- mannanna Bjarna Þ. Johnson og Lárusar Jó- hannessonar, 100 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af réttvísinnar hálfu gegn Magnúsi Vilhelmssyni, búanda í Svinavallakoti í Hofshreppi, Hall- friði Kristinu Guðmundsdóttur, bústýru hans, sama stað- ar, og Jóni Reinhard Jóhannssyni í Bjarnastaðagerði í Hofshreppi, fyrir brot gegn 23. kapitula hinna alm. hegn- 266 ingarlaga frá 25. júni 1869 og lögum nr. 51 frá 7. maí 1928 „um nokkrar breytingar til bráðabirgðar á hegningar- löggjöfinni og viðauka við hana. Málavextir eru þeir er nú skal greina, sannaðir með eig- in játningu ákærðra, er kemur heim við það sem á annan hátt er upplýst í málinu, og verður þeim sameiginlega lýst að því er snertir hina ákærðu, Magnús Vilhelmsson og Jón Reinhard Jóhannsson, þareð þeir hafa drýgt afbrot sín í félagi og með samtökum að mestu leyti. Skömmu eftir veturnætur 1932, voru ákærðir Magnús Vilhelmsson og Jón R. Jóhannsson báðir staddir í Hofsós, að kvöldi dags. Hittust þeir þar á götunni í nánd við hús Gísla Benjaminssonar, verzlunarmanns í Hofsósi, á þann hátt, að Magnús gekk þar fram á Jón er hafði staðnæmst þar til að virða fyrir sér planka, er lá úti hjá húsinu, en Jón langaði til að eignast plankann. Hafði hann orð á þessu við Magnús, er hann bar þar að. En í þeim klíðum kom Magnús auga á járnpípu, ca. 3 metra langa og 3—4 cm. að þvermáli, er var þar einnig hjá húsinu. Stakk Magnús þá upp á því við Jón, að þeir skyldu stela munum þessum og sækja þá seinna. Hafði Jón á móti uppástungunni fyrst í stað. Er það upplýst að hann þá sama kvöldið fór á fund Baldvins Ágústssonar, verkamanns þar í kauptúninu, sagði honum frá plankanum og bað hann um að ná kaupum á honum fyrir sig. Gerði Baldvin þetta og afhenti Jóni plank- ann löngu síðar. — Myrkt var um kvöldið er Jón og Magnús hittust, og urðu þeir samferða heimleiðis frá Hofs- ósi þá um kvöldið eða nóttina. Braut Magnús þá aftur upp á hinu sama, að þeir skyldu stela ofangreindum munum. Varð það þá úr, að þeir urðu ásáttir um að stela munum Þessum. Var það hér um vil viku síðar að þeir fóru að heiman á næturþeli. Riðu þeir þá ofan í Hofsós, beint í Þeim tilgangi að stela mununum. En er þeir komu á vett- vang var plankinn horfinn en járnpípan lá þar ásamt um- búðarkassa úr timbri. Tóku þeir muni þessa. Skiptu þeir bþýfinu svo að Magnús fór heim til sin með pípuna, en Jón fékk kassann. Þó átti Jón að hljóta hluta af pípunni, en aldrei varð af framkvæmdum um þau skipti. Þegar líða tók á ofangreindan vetur, bað Magnús Jón þess eitt sinn er þeir hittust, að athuga hvernig auðið væri, með hægu móti, að komast inn í verzlunarbúð Kaupfélags 267 Fellshrepps í Hofsósi. Gerði Jón þetta, og virðist af þvi, sem upplýst er í prófunum, að hugur þeirra á að stela úr búðinni hafi smáaukist. Laugardaginn 25. marz var Jón í Svínavallakoti í vinnu hjá Magnúsi. Hafði Jón þá athugað hvernig auðvelt væri að komast inn í Kaupfélagsbúðina í Hofsósi, og sagt Magnúsi að eigi þyrfti annars með en að taka rúðu úr búðarglugg- anum. Bundust þeir þá samtökum um að fara þá til Hofsóss og inn í búðina til þess að stela þaðan því sem þeir næðu. Skömmu eftir háttatíma þá um kvöldið, lögðu þeir af stað í ferð þessa. Voru þeir báðir ríðandi og höfðu auk þess hest fyrir sleða, í taumi, er Magnús lagði til ferðar- innar, undir væntanlegan afla. Dimmt var af nóttu og tunglskinslaust er þeir komu í Hofsós. Skildu þeir hestana og sleðann eftir í hvamminum upp með Hofsá — upp frá kauptúninu, en héldu þaðan rakleiðis með poka sina til kaupfélagshússins. Við norðurgafl hússins er áfastur skúr með flötu þaki. Skreið Jón upp á skúrþakið og plokkaði með vasahníf sínum (sjálfskeiðing) rúðu úr vesturglugg- anum á norðurgafli hússins. Var rúðan ókittuð í gluggann og aðeins fest með nokkrum gluggastiftum. Skreið hann síðan gegnum rúðuopið inn í búðina, og tók að bera það- an eftirgreinda hluti, er hann fór með út um gluggann, og lagði út á skúrþakið og rétti síðan Magnúsi, sem tók við þeim við þakbrúnina. Hafði hann húkt undir skúrhliðinni meðan þessu fór fram. Bar hann því við að hann myndi of þrekinn til að skríða inn um rúðuopið. Ekki kveikti Jón ljós meðan hann var í búðinni og varð þar einskis manns var enda var þetta um hánótt. En báðum var þeim kunnugt um að margt fólk bjó í húsinu og sofið var uppi á loftinu. Þessu stálu þeir félagar úr búðinni: Hér um bil 10 kilo af strásykri, 2% kg. kaffibætir, 10 stykki af hand- sápu, 4 pökkum af þvottadufti, 1 stranga af fóðurtaui, ca. 18 m., 1% m. af annari tautegund, 4 smábútum í ýmsum litum, einum drengjanærfötum, 1 nærskyrtu, 1 kassa með hnoðsaumsróm, kr. 7.80 í peningum úr opnum vindla- kassa, sem var í ólæstu skrifpúlti úr búðinni. Auk þessa stálu þeir einnig úr búðinni sútuðu skinni, er lá í umbúð- um á búðarborðinu. Átti skinn þetta að fara að Hólum í Hjaltadal, og var ekki eign Kaupfélagsins, en lá til geymslu í búðinni, en að öðru leyti var allt hið stolna eign þess. 268 Er þeir félagar höfðu komið öllum hinum stolnu munum niður á götuna, létu þeir þá í poka sína og héldu upp í hvamminn til hestanna. En þar bjuggu þeir um Þþýfið á sleðanum og héldu siðan rakleiðis heim að Svínavallakoti. Þar skiptu þeir þýfinu með sér skömmu siðar, til helminga, eða þvi sem næst og flutti Jón sinn helming heim til sín á sumardaginn fyrsta, sem bar upp á 20. apríl. Hafði Magnús nokkru áður gert sér ferð til Sauðárkróks í Þeim tilgangi að svo mætti sýnast, sem hann hefði keypt hina stolnu muni þar, svo enginn grunur félli á þá Jón um Þjófnaðinn. En um framangreindan þjófnað kvisaðist ekk- ert út um sveitina þvi kaupfélagsstjórinn í Hofsósi hélt honum leyndum í því skyni að hægra yrði að rannsaka málið í kyrþey. Var kæra um innbrotsþjófnað Þennan fvrst afhent lögreglunni 28. september síðastl., en rannsókn út af eftirgreindum afbrotum ákærðu hafði þá verið byrj- uð daginn áður. Í síðastl. septembermánuði hafði Sveinn bóndi Símon- arson á Hugljótsstöðum í Hofshreppi, fjárhús í byggingum. Hafði Sveinn viðað að sér timbri til byggingarinnar og lá efniviður þessi úti, sumpart við fjárhústóftina en sumpart heima við bæjarhúsin skammt þar frá. — Á aðfaranótt miðvikudagsins 20. september, var ákærði Jón R. Jóhanns- son, einn sins liðs, á heimleið frá Hofsósi, en þangað hafði hann farið til fundar við föður sinn, sem stundaði þar sjóróðra. Lá leið Jóns um Hugljótsstaði. Tók hann þá ca. 9 feta langan fletting (bak) úr rekaviðarstaur, af ofan- greindum efnivið. Var þetta um kl. 1 eftir miðnætti. Reiddi hann spitu þessa á hnakknefinu heim til sín að Bjarna- staðagerði og notaði hana til áreftis yfir votheysgryfju. — Fimmtudaginn 21. september var ákærði Jón í vinnu hjá ákærða Magnúsi Vilhelmssyni heima þar í Svínavallakoti, og gengu þeir — tveir einir — saman að slætti. Bundu þeir þá samtök með sér, um að fara þá um nóttina, að slættinum loknum, að Hugljótsstöðum til þess að stela þar, af framangreindum efnivið. Lögðu þeir af stað, ríðandi, nokkru eftir háttatíma og höfðu reiðingshest í taumi und- ir væntanleg föng sín. Nokkrum spöl sunnan Hugljóts- staða er bærinn Ljótsstaðir. Liggur leiðin framan úr Una- dalnum til Hugljótsstaða þar rétt fyrir ofan garð. Er þeir komu þar að túngarðinum, stakk Magnús upp á því, að 269 þeir skyldu fara þangað heim og ná sér í reipi, er hann vissi að voru geymd í smiðju bóndans, Jóns Björnssonar smiðs, sem þessa daga vann að fjárhússmíðinni á Hug- ljótsstöðum. Fóru þeir síðan heim á bæinn að Ljótsstöðum, en skildu hestana eftir ofan garðs. Á leiðinni heim að bæn- um komu þeir við í fjárhúsi, suður og upp af bænum. Fundu þeir þar lítinn glugga, er þeir tóku með sér. Gengu þeir síðan í smiðjuna sem var ólæst, og stálu þaðan einum reipum, Í klaufhamri, þjöl, í sporjárni, Í meitli, 4 skeif- um, 2 orfhólkum, 1 múffu af vatnspipu, nokkru af 3" nögl- um, Í svipu og einni reipshögld. Ennfremur tóku þeir þarna poka, sem þeir létu muni þessa í. Á nagla í smiðju- þilinu hékk tveggja hesta skefli með dráttartaumum, sem þeir einnig tóku. Að þessu loknu fóru þeir burt af bænum og skildu pokann með þýfinu eftir við túngarðshliðið, með- an þeir héldu ferðinni áfram til Hugljótsstaða, en tóku svo þvýfið aftur á heimleiðinni. Nú halda þeir að Hugljóts- stöðum og skildu reiðhesta sína eftir fyrir ofan garð, en höfðu reiðingshestinn heim með sér að fjárhúsinu, sem í smíðum var. Þaðan tóku þeir 11 plægð loftborð, tvö 10 fóta og níu 9 fóta 1" x 5", tvo klofninga af rekaviði og var viður, þessi úti við hústóftina. En inni í hústóftinni var saumur, nokkuð af 3ja, 4ra og 5 þuml. nöglum, og 2 handsagir og einn stór járnvinkill (hornmál) er þeir einnig tóku. Bundu þeir viðinn og annað þyfi í bagga upp á reiðingshestinn og fóru þá með allt saman heim í Svína- vallakot. Ekki urðu þeir manna varir um nóttina, fólk var allt í fasta svefni. Vanst þeim ekki tími til að skipta þessu þýfi, með því að brátt var kært yfir þjófnaðinum á Hug- ljótsstöðúm, og rannsókn hafin er leiddi fljótt til þess, að uppvíst varð um allan framangreindan þjófnað þeirra. En svo virðist sem hvor þeirra um sig hafi gert ráð fyrir, að þessum afla þeirra yrði skipt til helminga, eins og því er þeir áður höfðu verið saman um að stela. Var viðurinn frá Hugljótsstöðum fyrst fólginn í fjárhúsi í Svinavallakoti. En þegar ákærði Magnús Vilhelmsson. varð þess vísari að sýslumaðurinn var kominn í Hofsós, tók hann allt þýfið frá Ljótsstöðum og Hugljótsstöðum og urðaði það því nær allt í gili nálægt landamerkjum Svínavallakots og Bjarna- staðagerðis, en smíðatólin, sauminn ásamt ýmsu, sem eftir var í Svínavallakoti af þýfinu frá Hofsósi, fól hann upp í 270 fjallshlíðinni upp og fram af bæ sinum, á milli steina og breiddi mosa yfir. Starfaði hann ásamt ákærðu Hallfriði K. Guðmundsdóttur, bústýru sinni, að því að fela þýfið, þvi ákærði Jón R. Jóhannsson synjaði honum um hjálp til Þess. Var allt þetta þýfi grafið upp og afhent lögreglunni, og var því skilað til réttra eigenda er helguðu sér það. Voru allir þeir munir, sem stolið var frá Ljótsstöðum, eign bondans þar, Jóns Björnssonar, en það sem stolið var frá Hugljótsstöðum, eign Sveins Símonarsonar bónda þar. Ákærða Hallfríður K. Guðmundsdóttir, hefir viðurkent að hafa verið viðstödd er samákærðu Magnús og Jón skiptu með sér vörunum er þeir öfluðu með innbrotsþjófnaðin- um frá Kaupfélagi Fellshrepps í Hofsósi. Er með eigin játningu hennar, sem kemur heim við annað, sem upplýst er í málinu, sannað, að hún vissi er skipti þessi fóru fram, að um stolna muni var að ræða. Veitti hún þeim hluta vörunnar, sem kom í hluta Magnúsar móttöku og notfærði sér nokkuð af hinni stolnu sápu og þvottaefni og allan sykurinn og kaffibætirinn, sem kom í hluta Magnúsar. Hafði hún þetta undir höndum, sem bústýra Magnúsar og nutu þau þess er notað var sameiginlega. Auk þess tók hún nokkuð af fóðurtaustranganum er stolið var í Hofsós, og litaði það fjólublátt. Voru það samantekin ráð þeirra Magnúsar, húsbónda hennar að lita klæðið til þess að dylja að það væri stolið. Notaði hún mestan hluta þess er hún litaði í pils handa sér, en bót er afgangs varð, 1.40 m. á lengd og 0.70 m. á breidd, fannst í kistli hennar í húsleit er lögreglan gerði í Svinavallakoti 28. sept. siðastl. eftir stolnum munum. Þá hefir hún játað að hafa hjálpað sam- ákærðum Magnúsi með að fela og grafa niður þýfið frá Hugljótsstöðum og Ljótsstöðum. Vann hún að þessu með Magnúsi og sömuleiðis faldi hún með honum það sem eftir var í Svínavallakoti af hinni stolnu vöru frá Hofsósi, þeg- ar rannsóknin hófst í máli þessu. Var henni fullkunnugt um að timbrið, saumurinn og smiíðatólin voru stolin frá IHugljótsstöðum, og sama er að segja um hina stolnu muni frá Ljótsstöðum. Hinsvegar hefir ekki sannast á hana, að hún hafi stolið nokkru upp á eigin hönd og hefir hún þver- tekið fyrir að svo hafi verið. Ákærðu, Magnús Vilhelmsson og Hallfríður K. Guð- 271 mundsdóttir, sátu í gæzluvarðhaldi, Magnús í 5 daga og Hallfríður í 4 daga. Verðmæti þess er stolið var úr sölubúð Kaupfélags Fells- hrepps í Hofsósi, er samkvæmt virðingu réttarins kr. 140.70, en af því hafa eigendunum verið afhentar vörur, er sam- kvæmt ofangreindri virðingu nema kr. 45.05, en eytt var og óskilað til Kaupfélags Fellshrepps vörum er námu virð- ingarverði kr. 95.65. Hefir Kaupfélag Fellshrepps krafizt iðgjalda fyrir það sem óskilað er. Þá hefir framannefndur Gísli Benjamínsson krafizt iðgjalda fyrir trékassa, er frá honum var stolið og er hann virtur af réttinum á kr. 1.50. Öllu öðru framangreindu þýfi hefir verið skilað til réttra eigenda, enda ekki aðrar iðgjaldakröfur fram kom- ið í málinu en nú eru greindar. Ákærðu Magnús Vilhelmsson, Hallfríður K. Guðmunds- dóttir og Jón Reinhard Jóhannsson eru öll komin yfir lög- aldur sakamanna. Magnús fæddur 29. október 1895, Hall- friður fædd 7. september 1882 og Jón Reinhard fæddur 16. júlí 1916, og hafa þau ekki áður sætt ákæru eða refs- ingu fyrir nokkuð afbrot. Ákærða, Magnús Vilhelmsson, ber að réttarins áliti, að skoða sem hvatamann að framangreindum þjófnaði í Hofsósi, er framinn var í vetrarbyrjun 1932 og að nokkru leiti einnig að innbrotsþjófnaðinum aðfaranótt sunnudags- ins 26. marz f á. Framantalin afbrot hans ber að réttarins áliti að heimfæra undir 4. lið 231. gr. sbr. 55. gr. alm. hegningarlaga frá 25. júni 1869 og 1. mgr. 6. gr. laga nr. 51/1928 sbr. 63. gr. hegningarlaganna. Og með hliðsjón af 53. gr. sömu laga þykir refsing, er hann hefir unnið til, hæfilega ákveðin 13 mánaða betrunarhússvinna. Ákærður, Jón Reinhard Jóhannsson, hefir enn eigi náð 18 ára aldri, og hefir hann samkvæmt framlögðum vottorð- um í málinu, þar á meðal frá sóknarpresti hans og kenn- ara, hegðað sér vel og siðvandlega, allt þar til hann lenti i framangreindum félagsskap, við samákærða Magnús Vilhelmsson. Þá er á það að lita, að framkoma hans og hegðun undir rannsókn málsins hefir verið hin prúðasta. Framantalin afbrot hans ber að réttarins áliti að heimfæra undir 4. lið 231. gr. hegningarlaganna og 1. mgr. 6. gr. laga nr. 51/1928, sbr. 55. gr. og 63. gr. hegningarlaganna. 272 Með hliðsjón af 38. gr. hegningarlaganna og framan- greindri hegðun hans, þykir refsing sú, er hann hefir til- unnið. hæfilega ákveðin 7 mánaða betrunarhússvinna. Afbrot ákærðu, Hallfríðar Kristínar Guðmundsdóttir, ber að réttarins áliti að heimfæra undir 240. gr. alm. hegn- ingarlaga, og þykir refsing sú er hún hefir til unnið eftir atvikum hæfilega ákveðin 25 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Sakir æsku ákærðs, Jóns R. Jóhannssonar, og annara framangreindra málsbóta þykir mega ákveða, að refsing hans sé skilorðsbundinn samkvæmt lögum nr. 39/1907. Ennfremur þykir með tilliti til þess að afbrot Hallfríðar K. Guðmundsdóttur er fyrsta brot hennar og að hún er lagskona Magnúsar Vilhelmssonar og honum allmikið háð, mega ákveða að refsing hennar sé skilorðsbundinn sam- kvæmt ofangreindum lögum. Með tilvísun til framangreindra iðgjaldakrafna, sem á- kærðu hafa samþykkt að réttar séu, ber að dæma ákærða Jón R. Jóhannsson til að greiða Gísla Benjaminssyni verzl- unarmanni í Hofsós kr. 1.50, en ákærða Jón R. Jóhannsson og Magnús Vilhelmsson til þess in solidum að greiða Kaup- félagi Fellshrepps í Hofsósi kr. 95.65 í iðgjöld. Ákærðu Magnús Vilhelmsson og Hallfríður K. Guð- mundsdóttir greiði in solidum gæzluvarðhaldskostnað sinn og málsvarnarlaun til hins skipaða talsmanns sins, síra Pálma Þóroddssonar prests í Hofsósi, er ákveðast 30 krón- ur. Svo greiði og ákærði Jón R. Jóhannsson, sérstaklega hinum skipaða talsmanni sinum Jóni hreppstjóra Konráðs- syni í Bæ málsvarnarlaun, er þykja hæfilega ákveðin 25 krónur. Allan annan af máli þessu löglega leiddan og leiðandi kostnað greiði öll hin ákærðu in solidum. Í rannsóknargerðum málsins er gerð grein fyrir þeim drætti er varð á loknun rannsóknarinnar og höfðun máls þessa. Hefir í máli þessu enginn óþarfur dráttur orðið. 273 Föstudaginn 24. mai 1935. Nr. 147/1934. Steindór Gunnlaugsson (Lárus Jóhannesson) gegn fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs og gagnsök (Einar B. Guðmundsson). Bætur fyrir frávikningu úr stöðu. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 9. ágúst 1984: Stefndur, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði stefnandanum, Steindóri Gunnlaugssyni, 5 mánaða laun frá 1. sept. 1929 að telja, jafnhá launum þeim, sem stefnandi hafði sem full- trúi í dómsmálaráðuneytinu ásamt lögmæltri dýrtiðarupp- bót af launum þessum. Svo endurgreiði stefndur stefn- anda samanlögð iðgjöld þau, sem hann hefir greitt í lif- eyrissjóð embættismanna. Ennfremur greiði stefndur hon- um 5% ársvexti af hinum tildæmdu upphæðum frá 29. júlí 1933 til greiðsludags og kr. 200,00 í málskostnað. Dóminum ber að fullnægja innan fimmtán daga frá lög- birtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Aðaláfrýjandi krefst þess, aðallega að gagnáfrýj- andi verði dæmdur til að greiða honum kr. 19298,55 með 6% ársvöxtum frá 29. júlí 1933 til greiðsludags, og að viðurkenndur verði með dómi réttur hans til áframhaldandi launa úr ríkissjóði frá 1. ágúst 1933 að telja, eins og hann væri fulltrúi í stjórnarráðinu, ásamt aldursuppbót og dýrtiðaruppbót, eins og hún er ákveðin á hverjum tíma, þangað til honum vröi veitt annað embætti, ekki lakara, og launum úr ríkissjóði. Til vara krefst aðaláfrýjandi þess, að gagnáfrýjandi verði dæmdur til að greiða honum 5 ára fulltrúalaun í dómsmálaráðuneytinu frá 1. sept. 1929 að telja, ásamt dýrtíðaruppbót, miðað við 18 274 starfsaldur hans. Til frekari vara er þess krafist, að greiðslur þessar verði takmarkaðar við 28. febr. 1931 eða 31. ágúst 1933. Ennfremur krefst aðaláfrýj- andi 6% ársvaxta af upphæðum þeim, er í vara- kröfum hans getur, frá 30. júlí 1933 til greiðslu- dags. Þá krefst aðaláfrýjandi þess, að honum verði dæmdur réttur til endurgreiðslu á framlagi sínu til lifeyrissjóðs embættismanna, ásamt 6% ársvöxtum af þeirri upphæð frá 29. júlí til greiðsludags. Loks krefst aðaláfrýjandi málskostnaðar bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins, hvernig sem málið fer. Af hálfu gagnáfrýjanda er þess krafist aðallega, að hann verði algerlega sýknaður af kröfum aðal- áfrýjanda í máli þessu, en til vara, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur, þó með þeirri breytingu, að aðaláfrýjanda verði einungis dæmd tveggja mánaða laun, fyrir október og nóvember 1929, og vaxtagreiðsla af framlögum aðaláfrýjanda til lif- eyrissjóðs verði felld niður. Loks krefst sagnáfryj- andi málskostnaðar fyrir hæstarétti. Eins og í hinum áfrýjaða dómi segir, var aðal- áfrýjandi skipaður af þáverandi dómsmálaráðherra fulltrúi í dómsmálaráðuneytinu og gegndi hann þeirri stöðu til 1. ágúst 1929, er honum var vikið úr henni. Það verður að vísu að telja, að dómsmála- ráðherra hafi ekki farið út fyrir embættisverka- hring sinn með þeirri athöfn, en þar með er ekki skorið úr því, hvort og hverja kröfu aðaláfrýjandi kunni að eiga til bóta á hendur ríkissjóði vegna frávikningarinnar. Í 2. mgr. 8. gr. laga nr. 71/1919 er staða sú, er aðaláfrýjandi var skipaður í samkvæmt framan- 275 skráðu, talin meðal embætta þeirra sem föst laun eru lögð til. Verður því að telja hana fasta stöðu í þarfir ríkisins. Og með því að aðaláfrýjandi var skipaður í stöðuna án nokkurs fyrirvara, mátti hann treysta því, að hann fengi að halda henni, meðan hann vildi, hefði krafta til og bryti ekki af sér, nema hún yrði lögð niður, en það hefir ekki verið gert. Eins og í hinum áfrýjaða dómi segir, hafa ekki verið færðar sönnur á það, að aðaláfrýj- andi hafi gerzt brotlegur í stöðu sinni eða með öðrum hætti, svo að missi hennar geti varðað, og verður því að telja frávikninguna fela í sér réttar- brot gagnvart aðaláfrýjanda. Með því að ekki eru til í gildandi lögum um embættismenn og sýslun- ar fyrirmæli, er kveða á um rétt þeirra til bóta á hendur ríkissjóði vegna óréttmætrar frávikningar úr stöðu sinni, verður um það atriði að fara eftir almennum reglum löggjafarinnar. Með því að frá- vikningin fól í sér atvinnumissi fyrir aðaláfrýjanda og ætla má að hafa bakað og munu baka honum tjón, verður að dæma honum bætur fyrir það úr ríkissjóði. Með hliðsjón af því, að aðaláfrýjandi er maður á góðu reki og hafði allgóða atvinnu hjá Reykjavikurkaupstað frá því í febrúar 1931 til loka maímánaðar 1934, þykja bæturnar hæfilega á- kveðnar 10000 — tíu þúsund — krónur, er greiðist úr ríkissjóði með 5% ársvöxtum frá 29. júlí 1933 að telja og til greiðsludags. Með því að fallast má á ummæli og niðurstöðu hins áfrýjaða dóms um endurgreiðslu framlaga að- aláfrýjanda til lífeyrissjóðs embættismanna, ber að staðfesta hann að því leyti. Eftir þessum málalokum þykir rétt að dæma 276 gagnáfrýjanda til að greiða aðaláfryjanda máls- kostnað bæði í héraði og fyrir hæstarétti, er á- kveðst samtals 500 krónur. Því dæmist rétt vera: Gagnáfrýjandi, fjármálaráðherra, f. h. rikis- sjóðs, greiði aðaláfrýjanda, Steindóri Gunn- laugssyni, 10000 — tíu þúsund — krónur með 5% ársvöxtum frá 29. júlí 1933 til greiðsludags. Ennfremur endurgreiði gagnáfrýjandi, f. h. lif- eyrissjóðs embættismanna aðaláfrýjanda sam- anlögð iðgjöld þau, er hann hefir greitt í sjóð þenna með 5% ársvöxtum frá 29. júlí 1933 til greiðsludags. Svo greiði gagnáfrýjandi aðal- áfrýjanda samtals 500 krónur í málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Málavextir í máli þessu eru þeir, að hinn 31. júlí 1929, tilkynnti þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra Jónas Jónsson, stefnandanum, Steindóri Gunnlaugssyni, lögfræð- ingi hér í bænum, sem þá var fulltrúi í dóms- og kirkju- málaráðuneytinu munnlega að hann ætti þá þegar að hætta störfum, sem fulltrúi í ráðuneytinu. Með bréfi til ráð- herrans, dags. 3. ágúst 1929 mómælti stefnandi brottvísun þessari sem óréttmætri og áskildi sér rétt til þess að koma síðar fram með hverskonar kröfu út af henni, en brott- vikninguna áréttaði ráðherrann með bréfi dags. 5. sept. s. á. Er stefnanda var vikið úr ráðuneytinu hafði hann starfað þar um alllangt skeið, sem aðstoðarmaður, og 27. des. 1926 hafði hann verið skipaður fulltrúi í ráðuneytinu frá 271 1. jan. 1927 að telja og gegnt því starfi síðan. Brottvikn- ingu þessa telur stefnandi algerlega ástæðulausa og órétt- mæta og heldur því fram, að hann eigi heimtingu á launa- greiðslu úr ríkissjóði eins og hann gegndi fulltrúastarfinu áfram meðan hann hafi ekki annað starf með höndum í þágu ríkisins. Hefir hann eftir árangurslausa sáttaumleit- an höfðað mál þetta fyrir bæjarþinginu með stefnu útgef- inni 31. ágúst f. á. gegn fjármálaráðherra Íslands, f. h. rik- issjóðs, og gert þær réttarkröfur, að stefndur verði dæmd- ur til að greiða sér laun þau, sem honum hefðu verið greidd úr ríkissjóði á tímabilinu frá 1. sept. 1929 (stefn- andi var búinn að hefja laun sín fyrir ágústmánuð 1929, er honum var vikið brott) til 31. júlí f. á. eða kr. 19298.55 með 6% ársvöxtum frá sáttakærudegi 29. júlí f. á. til greiðsludags. Ennfremur krefst stefnandi þess, að viður- kenndur verði réttur sinn til að fá greidd úr ríkissjóði framvegis lögmælt laun, sem skipaður fulltrúi í dómsmála- ráðuneytinu eða upphæðir þær, sem laun árið 1933 frá 1. ág. til 31. des. kr. 1951.12. Laun árið 1934 kr. 4100.00 - dýrtiðaruppbót — — 1935 — 4100.00 — — — 1936 — 4500.00 — og síðan árlega þá upphæð að viðbættri dýrtiðaruppbót eins og hún verður ákveðin á hverjum tima, allt þangað til honum yrði veitt annað embætti með launum úr ríkissjóði. Þá krefst stefnandi og að sér verði endurgreitt framlag sitt til lífeyrissjóðs embættismanna ásamt vöxtum og loks krefst hann málskostnaðar að skaðlausu. Stefndur hefir mótmælt kröfum stefnanda og krafizt þess aðallega, að hann verði algerlega sýknaður af þeim og honum dæmdur hæfilegur málskostnaður eftir mati rétt- arins. Byggir stefndur sýknukröfuna á þvi, að stefnandi hafi gert sig sekan um svo verulegar misfellur í fulltrúa- starfi sínu, svo og við störf, sem honum hafi verið falin af ríkisstjórninni og heimilt hafi verið að víkja honum úr starfinu fyrirvaralaust og án þess, að hann ætti nokkurn rétt til launagreiðslu úr ríkissjóði. Þessari varnarástæðu hefir stefnandi mótmælt eindreg- ið jafnframt því, sem hann heldur því fram, að þó að um verulegar misfellur hefði verið að ræða hjá honum, hefði hann aðeins orðið réttilega sviftur stöðunni með dómi. 28 Samkvæmt e contrario ályktun frá ákvæðum 57. gr. stjórn- arskrár konungsríkisins Íslands nr. 9 frá 18. maí 1920 eru hæstaréttardómarar þeir einu embættismenn íslenzkir, sem ekki verður vikið úr embætti nema með dómi. Verður þvi ekki annað séð, en brottvikning stefnanda hafi verið form- lega lögmæt, og ber því næst að athuga hvort nægar á- stæður hafi verið fyrir henni. Sú eina frávikningarástæða, sem tilgreind er í fyrr- greindu bréfi ráðherrans, frá 5. sept. 1929 til stefnanda, er að hann hafi staðið í allnánu sambandi við nafn- greindan mann, sem stóð að stofnun og var félagi í hluta- félagi að nafni „Þór“, er stofnað var í því skyni að reka verzlun á Stokkseyri, hafi stefnandi meðal annars útveg- að manni þessum veltufé eða lánað honum það sjálfur. En vörubirgðir og húseignir félags þessa á Stokkseyri, brunnu skömmu eftir að vörurnar höfðu verið fluttar austur og voru sumir félagsmenn í sambandi við það, bendlaðir við íkveikju, sem framkvæmd hafði verið með vátryggingar- svik fyrir augum. Segir ráðherrann í umræddu bréfi til stefnanda, að samband hans við mann þennan samrýmist ekki stöðu hans í ráðuneytinu, og sé honum því vikið frá fulltrúastarfinu. Stefnandi heldur því nú fram, að hann hafi engin viðskipti haft við mann þann, er hér um ræðir, önnur en þau, að hann hafi selt fyrir hann 4500 kr. vixil, án þess að vita til hvers peningarnir áttu að ganga, þá hafi hann ekki heldur haft nein afskipti af hlutafélaginu „Þór“. Gegn mótmælum stefnanda hefir stefndur ekki sannað, að viðskipti stefnanda og manns þessa hafi verið önnur en stefnandi hefir frá greint hér að framan, en þau viðskipti geta ekki talist þess eðlis að frávikningu hafi varðað fyrir hann. Þá hefir stefndur undir rekstri málsins komið fram með nokkur atriði, sem hann telur réttlæta frávikningu stefn- anda. Í fyrsta lagi kveður stefndur, að við endurskoðun á reikningi Landhelgissjóðs hafi komið í ljós, að stefnandi hafi tekið á móti kr. 4000 úr sjóðnum og kvittað fyrir, en hann hafi ekki getað gert fullnægjandi grein fyrir því hvað orðið hafi af þessum peningum. Stefnandi hefir gefið þá skýringu á umræddu atriði, að i forsætisráðherratið Jóns sál. Magnússonar, hafi ráðherr- 279 ann beðið sig að sækja kr. 4000.00 úr Landhelgisjóði. Þetta hafi hann gert og gefið kvittun fyrir, og síðan afhent ráð- herranum peningana, án þess að taka kvittun hjá honum fyrir greiðslunni, og muni ráðherrann svo hafa notað þá vegna konungskomunnar 1926, en hann hafi andazt án þess að hafa gert skilagrein fyrir því, hvernig peningunum hafi verið varið. Telur stefnandi á engan hátt óeðlilegt, að hann hafi afhent ráðherranum, sem var yfirmaður hans, pening- ana án þess að taka kvittun fyrir og verður rétturinn að fallast á það hjá honum. Þá hefir stefnandi lagt fram tvö vottorð, annað frá skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu en hitt frá núverandi hæstaréttarritara, þess efnis, að þeir hafi heyrt nefndan ráðherra biðja stefnanda að ná í um- rædda fjárupphæð og færa sér, og hafi stefnandi þegar farið af stað til að reka erindi þetta, þykir stefnandi með Þessu hafa gert fullnægjandi grein fyrir umræddri upphæð, og kemur þetta atriði því ekki til greina, sem brottrekstrar- sök. Þá hefir því verið borið við, að stefnandi sé vin- hneigður og hafi oft, bæði meðan hann gegndi fulltrúa- starfinu og síðar verið undir áhrifum áfengis, en óhæfi- legt sé að drykkfelldir menn gegni jafn ábyrgðarmiklu og vandasömu starfi og fulltrúastarf í dómsmálaráðuneytinu sé. Í málinu er ekkert upplýst um vinnautn stefnanda að hún hafi verið svo mikil eða með þeim hætti að hennar hafi gætt við fulltrúastarf hans og getur hún því ekki rétt- lætt brottvikninguna. Enn hefir stefndur fært það fram, að meðferð stefnanda á brotabúi firmans Jón Björnsson £ Co. í Borgarnesi og á Þrotabúum eigenda nefnds firma hafi verið ábótavant í verulegum atriðum, sérstaklega hafi óhæfilegur dráttur orðið á búaskiptunum, en stefnandi var skipaður setu- skiptaráðandi í búum þessum. En í máli þessu er það upp- lýst, að drátturinn á búaskiptunum stafaði af málaferlum, sem búin áttu í og gengu málin til hæstaréttar og verður drátturinn því ekki gefinn stefnanda að sök. Þá kemur það fram, að tveir menn voru skipaðir af dómsmálaráð- herra til að athuga hag og meðferð búa þessara, en ekki er upplýst, að þeir hafi orðið varir við nokkrar misfellur á meðferð stefnanda á búunum. Hefir þessi varnarástæða stefnds því heldur ekki við rök að styðjast. Loks telur 280 stefndur að frammistaða stefnanda sem rannsóknardóm- ara í Hnifsdalsmálinu svokallaða beri með sér, að hann hafi ekki verið starfinu vaxinn. En ekki hefir verið sýnt fram á í hverju rannsóknardómarastörfum hans hafi verið ábóta- vant og verður því ekkert upp úr þessari brottvikningar- ástæðu lagt. Samkvæmt framansögðu hefir stefndum ekki tekizt að sýna fram á, að lögmætar ástæður hafi verið fyrir hendi til brottvikningar stefnanda og verður því sýknukrafa stefnds ekki tekin til greina. Til vara hefir stefndur kfafizt þess, að stefnanda verði aðeins tildæmd laun fyrir september og októbermánuð 1929 og hann fái aðeins endurgreidd iðgjöld þau, sem hann hefir greitt í lifeyrissjóð embættismanna og er vara- krafa stefnds byggð á því, að segja hefði mátt stefnanda upp fulltrúastarfinu með 3 mánaða fyrirvara, en hann hafði eins og áður er sagt tekið laun fyrir einn mánuð eftir að hann lét af fulltrúastarfinu. . Til þrautavara krefst stefndur þess, að hann verði sýkn- aður gegn greiðslu á launum til stefnanda til 10. febr. 1931, en þá hafi stefnandi fengið betur launað starf en það, sem honum var vikið frá. Fjárkröfur sínar í málinu byggir stefnandi á því, að full- trúastaða hans í dómsmálaráðuneytinu hafi verið lifstið- arstaða, þar sem hún sé tekin upp í launalögin frá 1919 ásamt öðrum ríkisembættum. En réttarstöðu íslenzkra em- bættismanna gagnvart ríkisvaldinu telur stefnandi hafa verið, og vera þá, að þeir hafi lifstíðarrétt til þess að sitja 1 embætti því, sem þeir hafa verið skipaðir í, meðan heilsa þeirra leyfir og embættið er látið standa, svo og að þeir verði ekki sviftir embættisstöðu sinni að saklausu, án þess að um löglegan flutning í annað embætti sé að ræða, nema þeim séu greidd samkonar laun, og þeir hefðu ef þeir gegndu embættinu áfram. Hefir stefnandi, þessari skoðun sinni til stuðnings, bent á ýms lagaboð, svo sem t. d. 13. kap. almennra hegningarlaga frá 1869, ákvæðin um Þið- laun og eftirlaun, sem numin voru úr gildi með launalög- um frá 1919, þau ákvæði 16. gr. stjórnarskrárinnar frá 1920, að konungur geti flutt embættismenn úr einu embætti í annað, þó svo að þeir missi einskis í af embættistekjum, og að þeim sé gefinn kostur á að kjósa um, hvort þeir vilji 281 heldur embættisskiptin eða þá lausn frá embætti með lög- mæltum eftirlaunum eða lögmæltum ellistyrk, og ennfrem- ur lög nr. 33 frá 1915, sem banna opinberum starfsmönn- um verkföll. En á framangreinda skoðun stefnanda verður ekki fallist að því er snertir réttarstöðu hans gagnvart rík- isvaldinu. Af launalögum frá 1919 verður ekki dregin nein almenn regla um réttarstöðu starfsmanna ríkisins. Þau taka yfir mjög óskilda flokka embætta, sem næsta ólikar reglur gilda um, bæði hvað snertir veitingu og þá einnig lausn frá þeim, konungleg embætti, og þar hafa umboðs- starfalausir dómarar sérstöðu, biskupsembættið og prest- embættin, sem kosning gildir um, og loks embætti og stöð- ur, sem ráðherraskipun þarf til, svo sem er um stöðu þá, sem stefnandi hafði á hendi. Innan þessa síðasta flokks má gera greinarmun annarsvegar á lögmæltum embættum með afmörkuðu starfssviði og hinsvegar störfum, sem menn eru ráðnir til að gegna vegna þess að þörf og starfs- magn krefst þess um skemmri, lengri eða óákveðinn tíma, og undir þennan flokk verður að telja að fulltrúastaða í dómsmálaráðuneytinu hafi fallið. Það virðist sem sé vera á valdi hvers ráðherra að ákveða bæði tölu og starfssvið fulltrúa í hans ráðuneyti eftir þörfum á hverjum tíma og starfsmagni svo sem er um fulltrúa samkvæmt lögum nr. 67 frá 1928, en stöður, sem svo er háttað um, geta engan veginn orðið skoðaðar sem lifstíðarembætti. Nú hefir skipunarbréf stefnanda ekki verið lagt fram í málinu og verður þá gengið út frá því að hann hafi verið skipaður í fulltrúastöðuna til óákveðins tíma. Jafnframt litur réttur- inn svo á, að þar sem ekki er upplýst, að réttmætar ástæð- ur hafi legið til brottvísunar, eigi stefnandi samkvæmt hlutarins eðli rétt til bóta vegna hennar og séu þær mið- aðar við það, hvað yrði talinn hæfilegur uppsagnarfrestur fyrir starfsmenn, er gegndu sama eða svipuðum störfum og stefnandi hafði á hendi. Þykir uppsagnarfrestur slíks starfstímans vart verða ákveðinn styttri en sex mánuðir, og ber þvi að dæma stefndan til þess að greiða stefnanda 5 mánaða kaup frá 1. sept. 1929 að telja eins og honum hefði borið sem fulltrúa í dómsmálaráðuneytinu, en áður hefir stefnandi fengið laun sín fyrir ágústmán. 1929 greidd. Að því er snertir kröfu stefnanda um endurgreiðslu á iðgjöldum þeim, sem hann hefir greitt í lifseyrissjóð em- 282 bættismanna ásamt áföllnum vöxtum, þá hafa lög um lif- eyrissjóð embættismanna og ekkna þeirra nr. 51 frá 27. júní 1921 engin ákvæði að geyma um það hvernig fer um endurgreiðslurétt embættismanna, sem vikið hefir verið frá embætti án saka. En í 4. málsgr. 4. greinar laganna, er svo ákveðið, að sé embættið lagt niður og embættismaður flytjist ekki í annað embætti, þá skuli hann eiga rétt á að fá endurgreidd úr lifeyrissjóðnum, vaxtalaust og afdráttar- laust, þau iðgjöld, sem hann hefir greitt í sjóðinn. Þykir verða að fallast á það hjá stefndum að beita megi þessum ákvæðum analogice um það tilvik að embættismanni er vikið úr stöðu án þess að lögmætar ástæður séu fyrir hendi. Verður stefndur því aðeins dæmdur til að endur- greiða stefnanda samanlögð iðgjöld þau, sem hann hefir greitt í lifeyrissjóðinn, en jafnframt ber honum að greiða 5% ársvexti af hvorutveggja hinum tildæmdu upphæðum (laununum og lifeyrissjóðsiðgjöldunum) frá sáttakærudegi til greiðsludagss. Eftir þessum úrslitum þykir rétt að stefnd- ur greiði stefnanda kr. 200.00 í málskostnað. Miðvikudaginn 29. maí 1935. Nr. 176/1934. H. Benediktsson á Co. (cand. jur. Gunnar Þorsteinsson) Segn Guðmundi Ólafssyni f. h. eigenda s/s „Skagatind“ (Einar B. Guðmundsson). Bætur til fullnægingar ákvæðum leigusamnings. Dómur sjóréttar Reykjavíkur 28. ágúst 1934: Aðalstefnd- ur, H. Benediktsson £ Co., greiði aðalstefnanda, Guðm. Ólafssyni f. h. eigenda Skagatind, £ 90-50-0 ásamt 6% árs- vöxtum frá 19. okt. 1933 til greiðsludags. Gagnstefndur á að vera sýkn af kröfum gagnstefnanda Í gagnsök. Málskostnað í aðalsök og gagnsök greiði aðalstefndur aðalstefnanda með kr. 250.00. 283 Dóminum ber að fullnægja innan 3ja daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. I. Aðalsök í héraði. Áfrýjandi krefst aðallega sýknunar, en til vara niðurfærslu á hinni dæmdu upphæð úr £90-15-0 í £32-8-8, og miðast varakrafa þessi við það, að stefndi hefði fullnægt skyldu sinni með því að taka við 675 smálestum af pipum = 10% þar af. Stefndi hefir aðallega krafizt staðfestingar á hinum áfrýj- aða dómi, en fil vara, að áfrýjandi verði dæmdur til að greiða honum £57-15-0 eða £32-8-9, og eru varakröfur hans miðaðar við það, að áfrýjandi hefði ekki þurft að skila meira en 675 smálestum af pipum = 5% þar af. Stefndi krefst og 6% árs- vaxta af hverri þeirri upphæð, sem dæmd kynni að verða, frá 19. okt. 1933 til greiðsludags. Í símskeyti 5. ág. 1933 til eiganda s/s „Skagatind“ eða umboðsmanns hans segir berum orðum, að ekki megi bregðast, að allar pipurnar verði teknar með skipinu. Það var því skipseiganda kunnugt, og hann átti að skýra skipstjóra frá því, að áfrýjandi lagði megin áherzlu á þetta atriði. Og verður að telja skipsleigusamninginn frá 8. ágúst 1933 á þess- um grundvelli gerðan. Skipseiganda bar því að gera eða láta gera það, sem í hans valdi stóð, til þess að skipið gæti tekið pipurnar, enda verður að gera ráð fyrir því, eftir því sem fyrir liggur, að þess hefði verið kostur, ef rúm skipsins hefði verið hag- anlega notað. Skipstjóri réð þvi að sjálfsögðu, hvernig sementinu var hlaðið í skipið í Englandi, en hann átti jafnframt að gæta þess, enda athygli vakin á því í símskeyti áfrýjanda 14. ágúst 1933, að 284 búlkun þess yrði ekki til að ódrýgja að nauðsynja- lausu rúmið í skipinu, svo að pipurnar kæmust þar ekki fyrir, og bar að láta umhlaða sementinu, áður en taka skyldi við pípunum, að því leyti sem nauð- synlegt var, enda var bent á nauðsyn þessa af um- boðsmanni farmsendanda, meðan á hleðslu pipn- anna stóð. Ákvæði skipsleigusamningsins um það, að farmi skyldi skipa út, hlaða og skipa upp „at charterers risk and expense“ felur það eitt í sér, að farmeigandi skyldi kosta útskipun, hleðslu og uppskipun og bera áhættu þar af, þ. e. tjón af spjöllum á farmi, sem skipstjóra eða fólki skip- eiganda verður ekki sök að gefin. Þar sem nú skip- stjórinn gætti ekki skyldu sinnar samkvæmt fram- anskráðu, þá verður skipseiganda ekki dæmt farm- gjald af þeim hluta farmsins, er eftir varð, og verð- ur því að sýkna áfrýjanda í aðalsök. II. Gagnsök í héraði. Áfrýjandi gerði þá kröfu, að sjálfsögðu með því fororði, að hann verði sýknaður í aðalsök, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum £172-6-2 með 6% ársvöxtum frá aðalstefnudegi, 19. okt. 1933, til greiðsludags. Stefndi hefir aðallega krafizt sýknunar, en til vara, að hin dæmda upphæð verði ákveðin £90-13-10 eða £131-10-6, og er þá miðað við smálestatölu 675 = 10% þar af eða 5% þar af. Áfrýjandi hefir lækkað kröfu sína frá því, sem hún var í héraði, með það fyrir augum, að stefndi hefði fullnægt skyldu sinni með því að taka við 675 smálestum af pípunum — 10% þar af. Eftir þessu verður að ganga út frá því, að stefndi hefði fullnægt skyldu sinni með viðtöku 697,5 smál. En hann veitti ViðtÖkU 22... 564.259 smál. 285 Hann hefir því ekki tekið við .... 43.2441 smál. er honum hefði borið að taka. Þessar 43.241 smá- lestir varð áfrýjandi að flytja í öðru skipi, og farm- gjaldsmunur á hverja smálest varð sh.17 d.6, eða alls .................... £37-16-10 Auk þess greiddi farmeigandi vegna þessara 43.241 smálesta vagnleigu, símakostnað, skoðunargerð o. fl. .... £45- 8- 0 og til flutningafirma ................. £7-9-0 Eða alls ........0000..00 00 £90-13-10 og er það varakrafa stefnda, og hefir áfrýjandi ekki véfengt þenna útreikning hans. Af ástæðum þeim, er segir í Í, verður að telja skipseiganda bera ábyrgð á þvi, að oftnefndar 43,241 smálestir komust ekki með skipinu. En af því leiðir, að dæma verður hann til að greiða tjón þar af, er telja verður áðurnefnd £90-13-10. Ber að dæma stefnda til að greiða þá uphæð með 5% árs- vöxtum frá stefnudegi gagnsakar 19. jan. 1934 til greiðsludags. Áfrýjandi hefir krafizt málskostnaðar bæði í hér- aði og fyrir hæstarétti. Stefndi hefir þar á móti krafizt staðfestingar á málskostnaðarákvæði hér- aðsdómsins og málskostnaðar fyrir hæstarétti. Það þykir rétt að láta málskostnað í héraði falla niður, en að stefndi greiði áfrýjanda málskostnað fyrir hæstarétti, er ákveðst 400 krónur. Þvi dæmist rétt vera: Áfrýjandi, -H. Benediktsson á Co., á að vera sýkn af kröfum stefnda, Guðmundar Ólafsson- ar, f.-h. eigenda s/s „Skagatind“, í aðalsök. Í „gagnsök greiði stefndi áfrýjanda £-90-13-10 286 með 5% ársvöxtum frá 19. jan. 1934 til greiðslu- dags. Stefndi greiði áfrýjanda 400 krónur í málskostnað í hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Með farmsamningi, dags. 8. ágúst 1933, tók aðalstefndur, H. Benediktsson £ Co., i Reykjavík, skipið Skagatind frá Haugasundi á leigu til flutnings á vörum hingað til lands- ins. Skyldi skipið taka um 800 tons af sementi í Englandi og um 675 tons af stálpípum í Bremen. Skipið tók fyrst allt það sement, sem áskilið var í farmsamningnum og sigldi síðan til Bremen til þess að taka þar stálpipurnar. Í skipið var þó ekki látið meira af Þeim en 564,259 tons. Pípurnar voru hinsvegar allar samtals 704,289 tons og skildi skipið þvi eftir 140.030 tons. Er skipið kom til Reykjavíkur voru dómkvaddir menn fengnir til að segja m. a. álit sitt um hvort hleðsla skipsins hefði verið fram- kvæmd haganlega með tilliti til rúms og komust þeir að Þeirri niðurstöðu, að svo hefði ekki verið og að skipið hefði getað tekið allar pipurnar. Nú segir svo í vélrituðu ákvæði til viðbótar hinu prentaða meginmáli farmsamn- ingsins m. a.: „Cargo to be loaded and stowed and dis- charged free of expence to the ship at charterers risk and expence ...“ Telur aðalstefnandi, Guðm. Ólafsson, f. h. eigenda e/s Skagatind, að samkv. þessu ákvæði þá eigi eigendur skips- ins rétt á farmgjaldi fyrir allar pipurnar, sem eftir voru skildar þar sem upplýst sé að skipið gat tekið þær allar, ef rétt hefði verið að farið og hafði átt rétt til þess, þar sem þær voru tilbúnar til flutnings. Farmgjaldið fyrir píp- urnar var umsamið 15 shillings pr. tonn. Hefir aðalstefn- andi því með sjódómskæru, dags. 19. okt. 1933, krafizt Þess, að aðalstefndur verði dæmdur til að greiða 15 <140 shillings eða samtals £ 105-0-0 með 6% ársvöxtum frá dag- setningu sjódómskærunnar til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu. 287 Aðalstefndur hefir krafizt algerðrar sýknu í aðalsök og sér dæmdan málskostnað og hefir hinsvegar höfðað gagn- sök í málinu, með stefnu, dags. 19. jan. 1934, og krafizt þess, að gagnstefndur verði dæmdur til að greiða flutnings- gjald m. m. fyrir stálpipur þær, er eftir voru skildar með £257-12-9, sem þó var lækkað um £50 undir rekstri máls- ins, ásamt 6% ársvöxtum frá dagsetningu aðalstefnunnar til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu. Aðalsök. Um það er enginn ágreiningur milli málsaðilja, að skipið var nægilega stórt til að rúma allan þann flutn- ing, sem þvi var ætlað að taka og að það hafi verið sökum þess eins hversu hleðslunni var hagað, að rúm skorti fyrir allar pipurnar. Um þetta segir í skýrslu skoðunarmann- anna, að mikið af lestarrúmi skipsins hafi farið til ónýtis. Í fyrsta lagi af því, að sementið var látið í afturhluta fram- skipsins og framhluta afturskipsins í stað þess að láta það liggja í stöfnum skipsins. Þá segja þeir, að við hleðslu á pipunum hafi ekkert tillit verið tekið til hinna ýmsu lengda og vidda á þeim, heldur hafi þær verið látnar holt og bolt, eins og þær lágu í vögnunum, við það hafi alstaðar komið autt rúm í báða enda á stöflunum, til hliðanna og eins að ofan. Segja þeir, að ef sementið hefði verið haft í stöfnum skipsins, þá hefði rúmbezta plássið fengizt í lestum fyrir pipurnar og ef þeim hefði verið raðað með tilliti til hinna ýmsu stærða, hefði tiltölulega litið rúm þurft að fara til ónýtis. Þá segja skoðunarmenn að þeim hafi reiknazt til, að algerlega ónotað rúm í lestum skipsins hafi numið sam- tals ca. 11.400 rúmfetum, en sem þó hefði verið vel hægt að hagnýta eins og hlaðið var, ef tekið hefði verið tillit til hinna ýmsu stærða pipnanna, og með því að leggja planka ofan á sementið, hefði mátt koma talverðu af pípum í við- bót, til dæmis ofan á í afturlest ca. 23 stk. þó teknar hefðu verið þær víðustu og lengstu. Eftir því, sem skipstjóri hafði gefið skoðunarmönnum upp, var rúmfang alls lestar- rúmsins 79990 rúmfet a. m. k., af þessu rúmfangi tók se- mentið c. 19200 rúmfet og eftir þessum útreikningi átti þá að vera til lestarrúm að stærð 60790 rúmfet handa pipun- um, en samkv. farmsamningnum bar útgerðinni að hafa til 50000 rúmfet fyrir píipurnar. Nú voru í lest skipsins 340 tons of pípum, er tóku c. 25840 rúmfet, en eftir voru skilin 288 140 tons, c. 10640 rúmfet, samt. c. 36480 rúmfet og reikn- ingslega voru þvi c. 24310 rúmfet umfram af lestarrúmi þótt pipurnar hefðu verið teknar með. Svo sem nú hefir verið lýst, er það auðsætt að bæði burðarmagn og rúm skipsins var nægilegt fyrir allan hinn áætlaða farm og óhaganlegu hleðslulagi einu um að kenna að allar píipurnar komust ekki með, og telur aðalstefnandi að farmsendandi eigi sök á þessu og sé því skyldur að greiða hið umkrafða farmgjald. Gagnstefnandi hefir í vörn sinni í aðalsök og sókn sinni í gagnsök haldið fram alveg gagnstæðri skoðun og segir, að skipstjóri og yfir- menn skipsins eigi alveg sök á því, hvernig hleðslunni var hagað, og að pipurnar komust ekki allar með, sé því fjarri því að aðalstefnandi eigi rétt til farmgjalds fyrir það af pipunum, sem ekki komust með, heldur sé aðalstefnandi skyldur til að greiða allan kostnaðinn, sem af því hlauzt, að svo var ekki og að senda varð með öðru skipi það, sem eftir varð af pipunum fyrir hærra flutningsgjald. Eins og áður er sagt var sementinu hlaðið fyrst í skip- ið í Englandi, River Thames og er það upplýst, að sement- inu var þar hlaðið eftir fyrirsögn skipstjóra og yfirmanna skipsins og var hleðslu þess hagað svo sem frá siglinga- og sjómannssjónarmiði var heppilegast á leiðinni til Bremen, með því að það var hinn eini farmur skipsins á þeirri leið. Verður ekki séð, að frá hlið farmsendanda hafi komið fram nein athugasemd við hleðsluna fyrr en skip- ið var komið til Bremen og tekið var .að hlaða pipunum. Var þá farið fram á það við skipstjóra, að sementinu væri hlaðið um á kostnað útgerðarinnar en því neitaði skip- stjóri. Rétturinn lítur svo á, að þessi undanfærsla skipstjóra hafi verið réttmæt. Farmsendandi átti að bera allan kostn- að við hleðsluna og ef umhleðsla sementsins var nauðsyn- leg, varð hann einnig að kosta hana, þar sem enginn fyrir- vari eða ákvæði í farmsamningnum er um þetta atriði. Það er að vísu alveg ljóst, að það var lögð rík áherzla á bað, bæði fyrr og síðar, af farmsendanda, að pipurnar kæmust allar með, en rétturinn fær ekki séð, að það hafi verið skipsins sök að þetta varð ekki, því það er nægilega ljóst af því sem áður hefir verið sagt, að þetta stafar fyrst og fremst af því, að sementinu var ekki umhlaðið í Bremen og Í öðru lagi af því, hversu pipunum sjálfum var hlaðið 289 alveg fyrirhyggjulaust og óhönduglega, sbr. vottorð skoð- unarmanna, og verður ekki séð að skipstjóri eða skip hafi átt á því nokkra sök, heldur virðist ástæðan hafa verið hroðvirkni eða kunnáttuleysi þeirra, sem um hleðsluna sáu eða höfðu eftirlit með henni af hálfu farmsendanda. Samkvæmt framansögðu ber að taka kröfu aðalstefn- anda í aðalsök til greina, þó þannig, að farmgjaldskrafan miðast við það, sem eftir var skilið af 675 tonnum, en það voru 121 tonn. Á þá aðalstefndur að greiða 121x15 = £-90-15-0 ásamt vöxtum eins og krafizt hefir verið. Af þessari niðurstöðu í aðalsök leiðir það af sjálfu sér, að kröfur gagnstefnanda í gagnsökinni geta ekki orðið teknar til greina. Málskostnað í aðalsök og gagnsök þykir rétt að aðal- stefndur greiði með 250 kr. Miðvikudaginn 29. maí 1935. Nr. 160/1934. Þorvaldur Friðfinnsson (Garðar Þorsteinsson) gegn skiptaráðandanum í Akureyrarkaup- stað f. h. þrotabús Antons Jónssonar og bæjarstjóra Akureyrar f. h. kaup- staðarins. (Enginn). Eignarréttarkrafa áfrýjanda í þrotabú og forgangs- réttur á veðkröfu tekin til greina. Úrskurður skiptaréttar Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar- kaupstaðar 13. marz 1934: Skuldakrafa útgerðarmanns Þorvaldar Friðfinnssonar í Ólafsfirði í þrotabúi útgerðar- manns Antons Jónssonar, að frádregnu fé því, er hann hefir fengið úr búinu sem handveðshafi viðurkennist rétt talin kr. 4246.04, ásamt 7% ársvöxtum af kr. 3946.04 frá 1. febr. 1931 að telja til greiðsludags. Fyrir kröfu þessari hefir hann veðrétt sem fasteignaveð væri í % nettóand- 19 290 virði vélbátsins Gunnars, er var seldur við opinbert upp- boð 10. apríl 1931. Að öðru leyti er krafa hans almenn skuldakrafa í búið. Dómur hæstaréttar. Þegar mál þetta var þingfest í hæstarétti 31. jan. þ. á., var mætt í því af hálfu beggja hinna stefndu, en er málið skyldi flutt í réttinum mættu stefndu eigi. Málið hefir því verið flutt skriflega samkv. 38. gr. hæstaréttarlaganna og er dæmt eftir N. L. 1—1-32 og 2. gr. tilsk. 3. júní 1796. Tildrög máls þessa eru þessi. Með kaupsamningi 23. apríl 1930 seldi áfrýjandi Anton Jónssyni útgerðarmanni á Akureyri hálfan vélbátinn Gunnar, þá skrásettan á Akureyri, ásamt veiðarfærum á 7500 kr., en áður höfðu þeir átt bát- inn í sameign, voru 2500 kr. greiddar upp í kaup- verðið við undirskrift samningsins, en til tryggingar eftirstöðvum þess veðsetti Anton Þorvaldi þann helming bátsins, er hann áður átti, og átti kaup- samningurinn að þessu leyti að gilda sem veð- skuldabréf. Loks var ákveðið í kaupsamningnum að kaupandi skyldi fá afsal fyrir bátshelmingnum þegar kaupverðið væri að fullu greitt. Með því að Anton stóð eigi í skilum með greiðslu á eftirstöðvum kaupverðsins á tilsettum tíma, höfð- aði áfrýjandi mál á hendur honum fyrir gestarétti Akureyrarkaupstaðar og lauk því máli svo með dómi, uppkveðnum 10. marz 1931, að Anton var dæmdur til að greiða áfrýjanda kr. 5586.14 ásamt 7% ársvöxtum frá 1. febr. s. á. til greiðsludags og 300 krónur í málskostnað, að sjálfsögðu gegn því, að Þorvaldur gæfi afsal fyrir bátshelmingnum, þótt eigi sé það tekið fram í dóminum. 291 Um sama leyti og dómur þessi var kveðinn upp eða 14. s. m. var bú Antons tekið til gjaldþrota- skipta, og hinn 10. april s. á. var umræddur vélbát- ur allur seldur á opinberu uppboði og var áfrýjandi sjálfur kaupandi bátsins. Auk veðsins í hálfum bátnum hafði Anton selt Þorvaldi að handveði 3 hlutabréf í h/f Smjörlíkis- gerð Akureyrar. Voru hlutabréf þessi seld eftir að búið var tekið til þrotabúsmeðferðar og fékk áfrýj- andi nettóandvirði þeirra, kr. 1640.10, upp í dóm- kröfu sína. Hinn 15. apríl 1931 lýsti áfrýjandi dómkröfu sinni í búið og nam hún, að frádregnum áðurnefndum kr. 1640.10 kr. 4246.04 og taldi hann sig eiga veð í m/b Gunnari fyrir henni, en hinn 20. des. 1933, og áður en nokkur skiptafundur hafði verið haldinn í búinu, eftir að skuldalýsingarfrestur var liðinn, skýrði áfrýjandi kröfu sína nánar þannig, að þegar bú Antons hefði verið tekið til þrotabúsmeðferðar, hefði hann í raun réttri samkv. kaupsamningnum 23. april 1930 verið enn eigandi að sínum helmingi í vélbátnum og bæri honum því sem eiganda hálft söluverð hans, sem svo ætti að draga frá kröfu hans í búið, en fyrir eftirstöðvunum ætti hann veð í hin- um helmingi bátsandvirðisins ásamt nánar til- greindum vöxtum. Á skiptafundi í búinu 6. febr. 1934, sem haldinn var til að rannsaka framkomnar kröfur, var eng- inn ágreiningur um upphæð kröfu áfrýjanda. Hins- Vegar var ágreiningur um forgangsrétt á veðkröfu hans og ef til vill um eignarréttarkröfu hans, þótt eigi sé sérstaklega um það bókað. Um ágreining þenna felldi skiptaráðandi hinn 13. marz s. á. þann úrskurð, að eignarréttarkrafa áfrýj- 292 anda yrði eigi tekin til greina, en þar á móti var krafa hans um kr. 4246.04 ásamt 7% ársvöxtum af kr. 3946.04 frá 1. febr. 1931 til greiðsludags viður- kennd og jafnframt ákveðið að áfrýjanda bæri veð- réttur sem fasteignarveð væri í !% netto andvirði vélbátsins Gunnars. Þessum úrskurði skiptaréttarins hefir áfrýjandi skotið til hæstaréttar með stefnu dags. 16. okt. f. á. að fengnu áfrýjunarleyfi útgefnu 8. s. m. og með skírskotun til framlagðra skjala, þar á meðal nova- leyfis, dags. 10. þ. m., hefir hann gert þær réttarkröf- ur að hinum áfrýjaða úrskurði verði breytt á þá leið, að lagt verði fyrir skiptaráðanda að greiða sér úr búinu sem réttum eiganda % vélbátsins Gunnar hálft uppboðsandvirði hans, en að úrskurðurinn verði að öðru leyti staðfestur. Í greinargerð, dags. 18. april þ. á., sem lögð hefir verið fram í hæstarétti, skýrir áfrýjandi svo frá, að áður en uppboðið á bátnum fór fram, hafi hann átt viðtal við skiptaráðanda og hafi þeim komið saman um að hentugast væri bæði fyrir þrotabúið og áfrýjanda, að vélbáturinn væri seldur á uppboð- inu í heilu lagi og skyldi svo hálft andvirði bátsins renna til sín sem eiganda en hinn helmingur and- virðis gengi til greiðslu á veðkröfu áfrýjanda. Þá tekur áfrýjandi það fram, að nokkrum dögum eftir uppboðið hafi hann enn átt viðtal við skiptaráð- anda og hafi skiptaráðandi þá á ný látið í ljósi, að áfrýjandi þyrfti aldrei að greiða uppboðsandvirðið inn í búið með því að helmingur þess gengi til hans sem eiganda og allar líkur væri til þess að hinn helmingurinn yrði honum útlagður sem veðhafa í þeim hluta bátsins, sem var eign búsins. Þessu til sönnunar bendir áfrýjandi á, að í þau 3 ár, er liðu 293 frá uppboðinu, hafi aldrei verið farið fram á það af skiptaráðanda að honum, þ. e. áfrýjanda, bæri að greiða uppboðsskuldina, slíkt hafi fyrst komið til tals eftir að skiptaréttarúrskurðurinn 13. marz 1934 hafi verið kveðinn upp. Hvað sem nú þessu líður, þykir það ljóst af skjöl- um þeim, er lögð hafa verið fram í hæstarétti, að áfrýjandi hefir aldrei gefið afsal fyrir sinum helm- ingi Í umræddum vélbát, enda eigi skyldur til þess samkvæmt ákvæðum kaupsamningsins 23. april 1930, þar sem hann hefir eigi fengið kaupverðið að fullu greitt, og eignarrétti sinum hefir hann eigi glatað, þótt hann léti þess eigi getið við uppboðið á bátnum 10. apríl 1931 að báturinn væri aðeins að hálfu eign þrotabúsins en að hálfu sín eign. Samkvæmt vottorði skiptaráðanda nam andvirði batsins, að kostnaði frádregnum, kr. 4539.00. Helm- ing þessarar upphæðar kr. 2269.50 ber samkvæmt framansögðu að greiða áfrýjanda úr búinu sem réttum eiganda % vélbátsins og kemur þessi upp- hæð til frádráttar kröfu áfrýjanda í búið. Eftir- stöðvar kröfu hans kr. 1976.54 ásamt 7% vöxtum af kr. 3946.04 frá 1. febr. 1931 til 10. april s. á. og 7% ársvöxtum af kr. 1676.54 frá 10. april 1931 til greiðsludags ber honum og réttur til að fá úr búinu með þeim forgangsrétti, sem í úrskurðinum segir. Eftir þessum málavöxtum þykir rétt að hinn stefndi skiftaráðandi f. h. þrotabúsins greiði áfrýj- anda málskostnað fyrir hæstarétti með 200 krónum. Því dæmist rétt vera: Skiptaráðandanum í Akureyrarkaupstað f. h. þrotabús Antons Jónssonar ber að greiða áfrýj- 294 anda, Þorvaldi Friðfinnssyni, sem réttum eig- anda % vélbátsins Gunnar kr. 2269.50. Þá á á- frýjandi kröfu á hendur þrotabúinu að upp- hæð kr. 1976.54 ásamt 7% ársvöxtum af kr. 3946.04 frá 1. febr. 1931 til 10. april s. á. og 7% ársvöxtum af kr. 1676.54 frá 10. april 1931 til greiðsludags og hefir áfrýjandi fyrir þessari kröfu veðrétt sem fasteignaveð væri í %% netto andvirði nefnds vélbáts, en að öðru leyti er krafa hans almenn skuldakrafa í búið. Svo greiði skiptaráðandi f. h. þrotabúsins áfrýj- anda málskostnað fyrir hæstarétti með 200 kr. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Útgerðarmaður, Þorvaldur Friðfinnsson í Ólafsfirði hef- ir gert skuldakröfu í þrotabú þetta samkv. gestaréttar- dómi gengnum 10. marz 1931, að uppphæð kr. 5885.14 auk 1% ársvaxta af kr. 5586.14 frá 1. febr. 1931 til greiðslu- dags. Fyrir skuldinni hafði kröfuhafi meðal annars hand- veð í 3 hlutabréfum gjaldþrota í h/f Smjörlíkisgerð Akur- eyrar, að nafnverði kr. 2500.00. Verðbréf þessi hafa verið seld við opinbert uppboð og fær kröfuhafi nettó andvirði Þeirra kr. 1640.10 utan skuldaraðar. Fyrir eftirstöðvum skuldarinnar kr. 4246.04 auk 7% ársvaxta af kr. 3946.04 frá 1. febr. 1931 til greiðsludags, krefst hann veðréttar í andvirði vélbátsiis Gunnar samkv. kaupsamningi 23. april 1930 ásamt veiðarfærum öllum „þannig að krafa þessi gangi fyrir kaupkröfum í búið frá síðasta ári fyrir gjaldþrotið, eftir því, sem með þarf til lúkningar kröfunni. Jafnframt þessu krefst hann að sér verði greitt úr bú- inu % andvirði vélbátsins Gunnars og veiðarfæra þeirra, er helmingnum fylgdu við sölu bátsins, sem réttum eiganda þessa helmings, þar eð hann ekki hafi gefið gjaldþrota afsal fyrir honum, og komi sú greiðsla til frádráttar kröfunni. 295 Kröfuhafi byggir kröfu sína á gestaréttardómi frá 10. marz 1931, en í þeim dómi er ekki getið um eignarrétt hans að helmingi bátsins. Þá var heldur eigi hreyft mót- mælum gegn því, að báturinn allur með veiðarfærum, væri eign þrotabúsins er hann var seldur á opinberu upp- boði 10. april 1931, en á því uppboði keypti kröfuhafi sjálfur bátinn allan sem hæstbjóðandi. Loks er eigi minnst á eignarétt þennan í hinni upprunalegu kröfulýsingu kröfu- hafa í búið dags. 15. apríl 1931. Af þessum ástæðum getur krafan um greiðslu '% and- virðis báts og veiðarfæra til kröfuhafans eigi orðið tekin til greina. Kröfunni um veðrétt í hálfum vélbátnum Gunnari, er gangi fyrir vinnukaupskröfu í búið, hefir verið mótmælt á skiptafundi og þar haldið fram að hér sé aðeins að ræða um veð í lausafé. Með lögum nr. 20 frá 16. nóv. 1907, um veð í skipum, er mælt svo fyrir að um þýðingu og gildi veðréttar í skip- um og bátum (allt niður í 5 tonn), sem skrásettir eru hér á landi, fari eftir almennum fyrirmælum laganna um veð í fasteignum. Giltu lög þessi þar til siglingarlögin nr. 63 frá 22. nóv. 1913 gengu í gildi, en með þeim eru þau numin úr gildi, innihaldið tekið upp í 2. kapitula siglingalag- anna, með þeirri breytingu að 5 tonna lágmarkstakmarkið er fellt niður og segir svo í 5. gr. laganna: Um stofnun og vernd eignarréttar og eignarhafta á skrásettu skipi eða skipshluta skal farið eftir reglum um fasteignir að svo miklu leyti, sem við verður komið“. Að áliti skiptaréttarins er engin ástæða til að ætla að meining siglingalaganna hafi verið að minnka rétt þeirra manna, er veðhöft ættu í skrásettum smáskipum og bátum, enda má ráða það af orðalagi 5. gr. laganna. Og í því til- felli, er hér ræðir um, þar sem veðrétturinn er í skrásettu vélskipi 11,57 brúttó smálestir að stærð, verður eigi ann- að séð, en því verði vel við komið að fara eftir reglum um fasteignir. Þetta virðist og vera í fullu samræmi við lög- gjöf hinna síðari ára, sérstaklega lög nr. 58 frá 1929 og 37 frá 1930, að gera engan eða sem minnstan mun á skipum og bátum að því er snertir eignarrétt, eignarhöft o. fl. Kröfuna um veðrétt svo sem fasteignaveð væri að ræða, einnig í veiðarfærum þeim, er fylgdu hálfum bátnum 296 Gunnari, er kaupsamningurinn 23. april 1930 var gerður, getur skiptarétturinn ekki tekið til greina, þegar af þeirri ástæðu, að lagaheimild virðist eigi vera til fyrir því, að veðsetja megi veiðarfæri sem fylgifé með skipum, en auk þess hefir kröfuhafinn ekki sýnt fram á, eða upplýst, hvaða veiðarfæri hafi fylgt bátnum er bú þetta var tekið til skiptameðferðar. Samkvæmt því, sem þannig er sagt, ber að úrskurða Þorvaldi Friðfinnssyni veðrétt sem fasteignaveð væri fyr- ir eftirstöðvum af skuldakröfu hans í % andvirði vélbáts- ins Gunnar, er var seldur á uppboði 10. april 1931 fyrir kr. 5100.00 og er nettó andvirði hans kr. 4539.00. Föstudaginn 31. maí 1935. Nr. 89/1934. G. A. Sveinsson f. h. Halldórs Guð- mundssonar (Einar B. Guðmundsson) gegn Pálma Loftssyni f. h. skipaútgerðar ríkisins (Sveinbjörn Jónsson). Eftirstöðvar sildarverkunarlauna. Dómur gestaréttar Reykjavíkur 12. maí 1934: Stefndur, Pálmi Loftsson f. h. Skipaútgerðar ríkisins, skal vera sýkn af kröfum G. A. Sveinssonar f. h. Halldórs Guðmundssonar í máli þessu og falli málskostnaður í því niður. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi krefst þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum kr. 3482.60 með 6% ársvöxtum frá 1. jan. 1932 til greiðsludags og málskostnað bæði í héraði og fyrir hæstarétti. Stefndi krefst staðfest- ingar á hinum áfrýjaða dómi og málskostnaðar fyr- ir hæstarétti. 297 Það verður ekki litið svo á, að Halldór Guð- mundsson hafi afsalað sér nokkurri kröfu á hendur Skipaútgerð ríkisins með samkomulagi sínu við Þormóð Eyjólfsson um það, að Sildareinkasalan borgaði út sildarverkunarlaun samkvæmt samn- ingnum frá 13. júní 1931, og gat Halldór því, hve- nær sem greiðslan frá Sildareinkasölunni brást, haldið sér að Skipaútgerðinni. Fyrir hæstarétti hefir því ekki verið hreyft, að Halldór hafi spillt þessum rétti sínum eða gert Skipaútgerðinni tjón með afhendingu sildarinnar til Sildareinkasölunn- ar, enda þótt hún greiddi ekki verkunarlaunin að fullu, né heldur eru sönnur færðar á það gegn mót- mælum Halldórs, að hann standi í sök við Sildar- einkasöluna eða Skipaútgerð vegna skemmda í sild þeirri, er hann hafði afhent einkasölunni, enda eng- in ákveðin krafa byggð á því atriði í málinu. Með þvi að Halldór Guðmundsson átti áður- nefnda kröfu á hendur Skipaútgerð ríkisins, þá brast hana heimild til þess að visa honum ui greiðslu hennar til Sildareinkasölunnar, sem þá var tekin til gjaldþrotameðferðar. Lýsing kröfunn- ar í þrotabú Sildareinkasölunnar skapar ekki heimild til handa Skipaútgerð ríkisins til að telja sig þar með lausa við skuldina, þvi að í þeirri að- gerð Halldórs felst ekki annað eða meira en það, að hann vill tryggja það, að hann fengi einhverja greiðslu úr þrotabúinu, ef nokkurs væri þaðan að vænta, og ef svo kynni að fara, að Skipaútgerðin yrði sýknuð af kröfu hans. Gegn neitun stefnda er það að vísu ósannað, að Halldór hafi mótmælt bréf- inu frá 4. jan. 1932, er í hinum áfrýjaða dómi grein- ir, eða krafið Skipaútgerðina um greiðslu kröfunn- ar frá því er bréf hans 10. nóv. 1931 kom til Skipa- 298 útgerðarinnar og þar til mál þetta var höfðað, en það verður þó ekki talið, að hann hafi fallið frá, eða gefið Skipaútgerðinni heimild til að ætla, að hann hafi þar með fallið frá kröfu sinni á hendur henni. Og sérstaklega virðist sem Skipaútgerðinni mætti hafa verið það ljóst, þar sem hún vísaði hon- um til fyrirtækis, er þá nýlega hafði verið tekið til gjaldþrotaskipta. Samkvæmt því, sem sagt hefir verið, verður að dæma Skipaútgerð ríkisins til að greiða hina um- stefndu upphæð, kr. 3482.60. Í sýknukröfu stefndu teljast og falin mótmæli gegn vaxtakröfunni, og verða vextir því eigi dæmdir hærri en 5% á ári og eigi frá fyrri tíma en útgáfudegi gestaréttarstefn- unnar, 21. sept. 1933. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í hér- aði falli niður, en að stefndi greiði áfrýjanda máls- kostnað í hæstarétti með 300 krónum. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Pálmi Loftsson, f. h. Skipaútgerðar rikisins, greiði áfrýjanda, G. A. Sveinssyni, Í. h. Halldórs Guðmundssonar, kr. 3482.60 með 5% ársvöxtum frá 21. sept. 1933 til greiðslu- dags. Málskostnaður í héraði falli niður, en fyrir hæstarétti greiði stefndi áfrýjanda 300 krón- ur í málskostnað. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. 299 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Með samningi dags. 13. júlí 1931 tókst Halldór Guð- mundsson útgerðarmaður á Siglufirði á hendur fyrir Skipaútgerð ríkisins verkun á síld, er varðskipið „Þór“ aflaði á þessari síldarvertið með þeim skilmálum, að verk- unarlaunin voru ákveðin kr. 4.50 fyrir hverja tunnu venju- legrar saltsíldar, miðað við 90 kg. af nettóvigt, en fyrir kryddaða og sérverkaða sild það verð, sem sildareinkasal- an greiddi pr. tunnu, en það var sem hér segir: Fyrir hreinsaða síld kr. 8.75 á tunnu, fyrir kryddaða og sykur- saltaða sild kr. 6.75 á tunnu og fyrir Þýzkalandsverkaða sild kr. 8.75 á tunnu. Grófsöltuð var síld í 1130 tunnur, hreinsuð í 10 tunnur, krydduð og sykursöltuð í 1186 tunn- ur og Þýzkalandssöltuð í 484 tunnur. Námu þá verkunar- launin samtals kr. 17413.00. Skyldu % hlutar þeirra greið- ast vikulega, en 1% hluti jafnóðum og síldin var afhent sildareinkasölunni, nema aðfinnslur hefðu komið fram um gæði síldarinnar, sem gætu leitt af sér skaðabótaskyldu fyrir saltandann. Kveðst nefndur Halldór hafa fengið greiddar kr. 13930.40 af verkunarlaununum eða 80% og standi þá eftir kr. 3482.60, sem Skipaútgerðin hafi verið ófáanleg til að greiða. Nú hefir Gústaf Sveinsson hrm. hér í bæ f. h. nefnds Halldórs Guðmundssonar höfðað mál þetta fyrir gestarétt- inum eftir heimild í tilgreindum samningi, með utanrétt- arstefnu dags. 21. sept. f.á., gegn Pálma Loftssyni, fram- kvæmdastjóri f. h. Skipaútgerðar ríkisins og gert þær rétt- arkröfur, að stefndur verði dæmdur til þess að greiða sér fyrgreindar verkunarlaunaeftirstöðvar kr. 3482.60 með 6% ársvöxtum frá 1. jan. 1932 til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu. Stefndur hefir mótmælt kröfum stefnanda og krafizt sýknu af þeim og riflegs málskostnaðar hjá honum eftir mati réttarins. Byggir stefndur sýknukröfuna fyrst og fremst á því, að ákvæðum fyrrgreinds samnings hafi verið breytt með sið- ar gerðum munnlegum samningi á þá leið, að stefnandi sleppti tilkalli sínu á hendur Skipaútgerðar ríkisins fyrir umræddum verkunarlaunum, en fengi í staðinn framselda kröfu Skipaútgerðarinnar á Síldareinkasölu Íslands til verkunarlaunanna. Bendir stefndur þessu til stuðnings á 300 það, að stefnandi hafi eingöngu krafið Síldareinkasöluna um greiðslu, þar til þröngt fór að verða í búi hjá henni, þá fyrst hafi hann farið að ympra á því, að hann myndi krefja Skipaútgerðina um eftirstöðvar verkunarlaunanna. Þá telur stefndur, að stefnandi hafi með athafna- eða aðgerðarleysi af sinni hálfu og athöfnum, sem ekki hafi get- að samrýmst því, að hann teldi sig eiga rétt til greiðslu verkunarlaunanna hjá Skipaútgerðinni, fyrirgert rétti sin- um til þess að krefjast þeirra hjá henni. Loks heldur stefndi því fram, að nokkuð af síld þeirri, er stefnandi hafi verkað og afhent Sildareinkasölunni, þar á meðal sumt af Þórssíldinni, hafi verið skemmt og beri stefnandi ábyrgð á skemmdunum og eigi einkasalan þvi skaðabótakröfu á hendur honum vegna þeirra, og nemi skaðabæturnar miklu hærri upphæð en hinni umstefndu kröfu. Telur stefndur sig geta komið skaðabótakröfum að til skuldajafnaðar í málinu við hina umstefndu skuld og krefst sýknu á þeim grundvelli, verði framangreindar varnarástæður hans ekki teknar til greina. Stefnandi hefir mótmælt öllum framangreindum varn- arástæðum stefnds og haldið fast við kröfur sínar í málinu. Í málinu hefir maður sá, Þormóður Eyjólfsson, sem gerði f. h. Skipaútgerðarinnar, samning þann, sem út af er stefnt við stefnanda, verið kvaddur sem vitni. Hefir hann borið það, að strax eftir að samningurinn var gerður hafi það orðið að samkomulagi milli hans, stefnanda og Sildareinkasölunnar, að stefnandi tæki sjálfur verkunar- launin hjá henni án milligöngu Skipaútgerðarinnar, og það virðist in confesso í málinu að stefnandi hafi fengið Það af verkunarlaununum, sem þegar er greitt, beint frá Sildareinkasölunni. Þá er ekki gegn mótmælum stefnds sannað, að stefn- andi hafi fyrr en til máls þessa kom hreyft nokkrum at- hugasemdum við Skipaútgerðina út af umræddu bréfi dags. 4. jan. 1932, er hún skrifaði honum sem svar við því, að stefnandi hefði þá krafið hana um greiðslu eftirstöðva verkunarlaunanna. En efni bréfs þessa er á þá leið, að Skipaútgerðin telur, að samkvæmt samningi við Þormóð Eyjólfsson, eigi stefnandi að gera verkunarlaunin upp við Sildareinkasöluna og sé krafan henni, Skipaútgerðinni, því óviðkomandi. 301 Loks er viðurkennt af stefnanda, enda upplýst í málinu, að hann hafi lýst hinni umstefndu kröfu í bú Sildareinka- sölunnar sem sinni skuld og án nokkurs fyrirvara. Með því, sem að framan er greint, þykja nægilegar líkur framkomnar fyrir því, að svo hafi verið um greiðslu verkunarlaunanna samið, sem stefndur heldur fram og á stefnandi þá ekki aðgang að honum um greiðslu þeirra og ber þvi að sýkna stefndan af kröfum stefnanda í mál- inu, en eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Vegna embættisanna hefir dómur eigi orðið kveðinn upp í máli þessu fyrr en nú. Mánudaginn 3. júní 1935. Nr. 142/1934. Geir Pálsson og Helga Sigurgeirs- dóttir (Geir Pálsson) gegn Borgarstjóra Reykjavíkur f. h. bæjar- sjóðs og bæjarstjórnar Reykjavíkur og gagnsök (Garðar Þorsteinsson). Útsvarsskuldir. Skaðabótakrafa af hendi áfrýjenda eigi tekin til greina. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 7. júní 1934: Aðalstefnd Geir Pálsson og Helga Sigurgeirsdóttir greiði bæði fyrir annað og annað fyrir bæði aðalstefnanda, borgarstjóra Reykjavíkur, f. h. bæjarsjóðs kr. 2425.00 ásamt 6% árs- vöxtum af kr. 437.50 frá 1. júni 1929 til í. sept. s. á., af kr. 875.00 frá þeim degi til 1. júní 1930, af kr. 1375.00 frá þeim degi til 1. sept. s. á., af kr. 1875.00 frá þeim degi til í. júní 1931, af kr. 2150.00 frá þeim degi til 1. sept. s. á., af kr. 2425.00, frá þeim degi til 1. jan. 1932 og loks 12% ársvöxtum af sömu upphæð frá þeim degi til greiðslu- dags svo og kr. 150.00 í málskostnað í aðalsök. 302 Gagnstefndur skal hinsvegar vera sýkn af kröfum gagn- stefnanda í báðum gagnsökunum og greiði gagnstefnanda, Helga Sigurgeirsdóttir, honum kr. 100.00 í málskostnað. Dóminum ber að fullnægja innan fimmtán daga frá lög- birtingu hans, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Aðaláfrýjendur hafa skotið máli þessu til hæsta- réttar til breytinga á hinum áfrýjaða dómi með stefnu 13. sept. f. á. En gagnáfrýjandi hefir, að fengnu áfrýjunarleyfi 12. jan. þ. á. skotið dóminum til hæstaréttar með stefnu 21. s. m. til staðfestingar. Í aðalsök í héraði er aðeins ágreiningur um vexti af hinni dæmdu upphæð. Krefjast aðaláfrýjendur þess aðallega, að vextir verði algerlega felldir nið- ur, en fíl vara, að þeir verði aðeins dæmdir 5% p. a. frá sáttakærudegi til greiðsludags, og til þrautavara, að þeir verði ákveðnir 6% p. a. frá hinum ýmsu gjalddögum útsvaranna til greiðsludags. Með því að aðaláfrýjendur hafa komizt í vanskil um greiðslu útsvara þeirra, er í hinum áfrýjaða dómi greinir, geta þau ekki orðið leyst undan greiðslu dráttar- vaxta lögum samkvæmt, enda þótt gagnáfrýjandi hafi látið lögtaksréttinn fyrnast. Og þótt útsvörin væru lögð á áður en lög nr. 59/1931 gengu í gildi, þá skiptir það ekki máli, því að þau lög virðast koma til framkvæmdar um öll þau útsvör, er þá voru ó- greidd, ef á þeim verða vanskil. Krafa aðaláfrýj- anda um niðurfellingu eða niðurfærslu vaxtanna verður því ekki tekin til greina, gegn mótmælum sagnáfrýjanda. Í gagnsök í héraði gerði aðaláfrýjandi, Geir Páls- son, tvær kröfur. 1. Að borgarstjóri Reykjavíkur yrði, f. h. bæjar- stjórnarinnar, dæmdur, að viðlögðum dagsektum, 303 til að veita honum löggildingu til að standa fyrir húsasmíðum í Reykjavík og 2. Að borgarstjóri yrði, f. h. bæjarsjóðs, dæmdur til að greiða honum 24000 krónur með vöxtum, sem í hinum áfrýjaða dómi greinir, vegna synjunar bæj- arstjórnar á nefndri löggildingu. Þessar sömu kröf- ur gerir hann fyrir hæstarétti. Um 1.Í 5. gr. laga nr. 17/1901 er veitt heimild til þess að setja byggingarsamþykktir í Reykjavik. Samkvæmt þeirri heimild eru ákvæðin í samþykkt nr. 43 frá 27. júní 1924 sett, meðal annars um það, að enginn megi standa fyrir húsasmiðum í Reykja- vík nema hann hafi fengið til þess viðurkenningu bygginganefndar, en slíka viðurkenningu veitir nefndin þeim einum, er hún, að uppfylltum öðrum skilyrðum, telur þar til „hæfa“. Fyrirmæli sam- þykktarinnar, þau, er hér skipta máli, miða til þess, að þeir einir, er byggingarnefndin telur þar til hæfa, standi fyrir húsasmíðum, og aðrir ekki. Og þetta ákvæði samþykktarinnar tekur því eftir hlut- arins eðli bæði til þeirra, er húsasmiðar stunduðu áður en hún kom til framkvæmdar, og til þeirra, er síðar koma til. Það getur því ekki skipt máli, þótt Geir Pálsson hafi áður en samþykktin kom til stundað þessa atvinnu, eins og hann hefir haldið fram og byggt kröfu sina á hér fyrir dómi. Og með því að það er ekki á valdi dómstóla að meta hæfi- leika hans til að standa fyrir húsasmíðum, þá geta þeir ekki breytt ákvörðun bygginganefndar um það atriði. Um 2. Af því, sem undir 1. er sagt, verður skaða- bótakrafa Geirs Pálssonar ekki tekin til greina. Um skaðabótakröfu aðaláfrýjanda Helgu Sigur- geirsdóttur í gagnsök í héraði, er hún gerir og hér 304 fyrir dómi, athugast, að borgarstjóri mátti, eftir því sem fram er komið í málinu gera ráð fyrir því, að hún hafi ætlað að taka á sig áhættuna af stöðvun á byggingu hennar, þeirri er í hinum áfrýjaða dómi getur, gegn voninni í hlunnindum þeim, er þar nefnd ákvörðun um skipulagsbreytingu á göt- um bæjarins hefði haft í för með sér henni til handa, sem sé verulega verðhækkun á lóð hennar og húsi, er hún var þá byrjuð að byggja, enda er ekki sannað gegn mótmælum gagnáfrýjanda, að sleginn hafi verið nokkur varnagli um bætur af hennar hendi, þegar hún samþykkti tilmæli borg- arstjóra um stöðvun verksins. Samkvæmt því, sem að ofan hefir verið tekið fram, verður að staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Aðaláfrýjendur hafa krafizt málskostnaðar bæði i héraði og fyrir hæstarétti, og gagnáfrýjandi hefir krafizt málskostnaðar af aðaláfrýjendum in solidum fyrir hæstarétti. Eftir framangreindum málalokum þykir rétt, að aðaláfrýjendur greiði sagnáfrýjanda in solidum 250 krónur í málskostn- að fyrir hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Aðaláfrýjendur Geir Pálsson og Helga Sigur- geirsdóttir, greiði in solidum 250 krónur í máls- kostnað fyrir hæstarétti til gagnáfrýjanda, borgarstjóra Reykjavíkur f. h. bæjarsjóðs, að viðlagðri aðför að lögum. 305 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er, eftir árangurslausa sáttaumleitun, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu útgefinni 7. sept. f. á. af borgarstjóra Reykjavikur f. h. bæjarsjóðs gegn hjónunum Geir Pálssyni trésmið og Helgu Sigurgeirsdóttur, báðum til heimilis í Garðastræti 17 hér í bænum, til greiðslu in solidum á útsvarskuld frá árunum 1929, 1930 og 1931 að upphæð kr. 2425.00 ásamt 6% ársvöxtum af kr. 437.50 frá 1. júní 1929 til 1. sept. s. á., af kr. 875.00 frá þeim degi til 1. júní 1930, af kr. 1375.00 frá þeim degi til 1. júní 1931, af kr. 2150.00 frá þeim degi til 1. sept. 1931, af kr. 2425.00 frá þeim degi til 1. jan. 1932 og loks 12% ársvöxtum af sömu upphæð frá þeim degi til greiðsludags. Þá hefir stefndi krafizt málskostnaðar hjá stefndum að skað- lausu. Stefnd hafa krafizt sýknu af framangreindum kröfum gegn greiðslu aðalupphæðarinnar, vaxta og málskostnað- arlaust, eða til vara að vextir verði aðeins tildæmdir frá sáttakærudegi og ekki hærri en 5% p. a. Þá hafa stefnd hvort um sig eftir árangurslausar sáttaumleitanir gagn- stefnt aðalstefnanda f. h. bæjarstjórnar Reykjavíkur vegna bæjarsjóðs með stefnum útgefnum 27. sept. f. á. Hefir sgagnstefnandi Geir Pálsson krafizt þess í gagnsök þeirri, sem hann hefir höfðað, að gagnstefndur verði vegna bæj- arsjóðs dæmdur til þess að greiða sér kr. 24000.00 ásamt 6% ársvöxtum af kr. 4000.00 frá 1. jan. 1929 til 1. jan. 1930 af kr. 8000.00 frá þeim degi til 1. jan. 1931, af kr. 12000.00 Írá þeim degi til 1. jan. 1932, af kr. 16000,00 frá þeim degi til gagnsáttakærudags, 22. sept. f. á. og af kr. 24000.00 frá Þeim degi til greiðsludags, svo og að gagnstefndur verði f. h. bæjarstjórnarinnar dæmdur að viðlögðum dagsektum til þess að veita sér löggildingu til að standa fyrir húsa- smíði í Reykjavík og loks að hann verði dæmdur til að greiða málskostnað í gagnsök að skaðlausu eða eftir mati réttarins. Gagnstefnandi Helga Sigurgeirsdóttir hefir hinsvegar gert þær réttarkröfur í sinni gagnsök, að gagnstefndur verði vegna bæjarsjóðs dæmdur til að greiða sér kr. 2400.00 með 5% ársvöxtum frá sáttakærudegi gagnsakar, 22. sept. f. á. til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu. 20 306 Gagnstefndur hefir aðallega krafizt algerðar sýknu af framangreindum kröfum gagnstefnanda í báðum gagnsök- unum. Til vara hefir hann mótmælt kröfunum sem allt of háum. Þá hefir hann krafizt málskostnaðar hjá gagn- stefnöndu, Helgu Sigurgeirsdóttur, í gagnsökinni. Aðalsök. Mótmælin gegn vaxta- og málskostnaðarkröfu aðalstefnanda í aðalsök byggja stefnd á því, að aðalstefn- andi hafi með því að láta lögtaksréttinn á útsvörunum fyrnast fyrirgert rétti sínum til þess að krefjast vaxta af þeim og málskostnaðar í málinu. En þar sem vaxtakröfur aðalstefnanda munu vera í samræmi við reglur þær, sem gilda um dráttarvexti af útsvörum, og stefnd hafa ekki að því er séð verður boðið fram greiðslu á útsvörunum áður en til málsóknar þessarar kom, verða framangreind- ar mótbárur þeirra ekki teknar til greina, en eftir atvikum þykir málskostnaðurinn til handa aðalstefnanda hæfilega ákveðinn kr. 150.00. Gagnsök Geirs Pálssonar. Tildrög máls þessa kveður gagnstefnandi, Geir Pálsson, þau að síðla árs 1927 hafi hann eftir fyrirlagi byggingarfulltrúans hér farið þess á leit við bæjarstjórn Reykjavikur, að hann fengi löggild- ingu til að veita húsasmíði í Reykjavík forstöðu, en mála- leitun þessari hafi verið synjað, enda þótt hann hafi þeg- ar á árinu 1909 fengið sveinsbréf í trésmiði og stundað þá iðn síðan, sérstaklega þá húsasmíði fram til ársloka 1927 og lengst hér í bænum. Telur hann að synjun þessi hafi verið óréttmæt og hann hafi átt og eigi nú fullan rétt á því að verða viðurkenndur húsasmiður hér. Þá heldur gagnstefnandi því fram, að hann hafi beðið stórtjón vegna umræddrar synjunar. Kona sin hafi öll árin siðan 1927 haft atvinnu af því að láta byggja hús í Reykjavík. Hafi hún orðið að fá viðurkennda húsamiði til þess að veita byggingum þessum forstöðu, þar sem hann hafi ekki haft réttindi til þess, en smiðum þessum hafi hún orðið að greiða ærið fé, og þeir hafi að sjálfsögðu viljað ráða vinnu- háttum við byggingarnar og verkamönnum. Áætlar gagn- stefnandi, að tjón það, sem hann hafi beðið vegna þess að hafa ekki fengið umrædd réttindi muni ekki nema lægri upphæð á ári en kr. 4000.00 og nemi það því sam- tals frá ársbyrjun 1928 kr. 24000.00 eða hinni umstefndu 307 upphæð í gagnsökinni, en á tjóni þessu telur hann að Reykjavíkurbær beri ábyrgð. Sýknukröfuna reisir gagnstefndur á því, að yfirvöld bæjarins, hafi verið innan valdsviðs sins, er þau synj- uðu gagnstefnanda um umrædda löggildingu og synjunin hafi verið fyllilega réttmæt. Hafi því þau yfirvöld bæjar- ins, er um mál þetta fjölluðu, ekkert það framið gagnvart gagnstefnanda í þessu sambandi, er geti bakað honum skaðabótaskyldu. Þá hefir gagnstefndur og mótmælt þvi, að gagnstefnandi hafi beðið nokkurt tjón við það að hafa ekki umrædd réttindi svo og skaðabótaupphæðinni sem allt of hárri. Í 5. gr. byggingarsamþykktar fyrir Reykjavík segir svo, að viðurkenningu byggingarnefndar, sem húsasmiðir, fái þeir einir, sem hún telur til þess hæfa og hafi fengið sveinsbréf í iðn sinni og unnið að minnsta kosti tvö ár að húsasmíði eftir að þeir fengu sveinsbréfið. Hér er það lagt óskorað á vald byggingarnefndar að ákveða hverjir skuli fá löggildingu sem húsasmiðir auk þess, sem þeir þurfa að fullnægja hinum tilteknu skilyrð- um. Er því sýnt að nefndin hefir ekki farið út fyrir verk- svið sitt með þeirri ákvörðun sinni að synja gagnstefn- anda um umrædd réttindi og þar sem réttmæti synjunar- innar hefir enganveginn verið hnekkt, verður ekki séð að krafa gagnstefnanda í gagnsök þessari hafi við nægi- leg rök að styðjast og ber því að sýkna gagnstefndan af Þeim. Hinsvegar verður gagnstefndum ekki tildæmdur málskostnaður í gagnsökinni með því að hann hefir ekki krafizt málskostnaðar í henni. Gagnsök Helgu Sigurgeirsdóttur. Málavexti kveður gagnstefnanda, Helga Sigurgeirsdóttir, þá, að vorið 1931 hafi hún byrjað á byggingu ibúðarhúss á lóðinni nr. 17 við Garðastræti hér í bænum. Í ágústmánuði sama ár hafi komið fram ráðagerðir um það, að framlengja Austur- stræti vestur í Garðastræti, en ef til framkvæmda hefði komið hefði hin fyrirhugaða gata skorið í gegnum norð- urenda hússins. Hinn 21. ágúst hafi því borgarstjórinn ritað sér bréf, þar sem hann hafi beiðzt þess, að smíði hússins yrði frestað, þar til búið yrði að taka fullnaðar- ákvörðun um það hvort af framlengingunni yrði eða ekki. 308 Hafi það þá orðið að samkomulagi að byggingunni yrði frestað í 3—-4 daga, en að þeim tíma liðnum hafi enn engin. ákvörðun verið tekin í málinu og hafi þá borgar- stjóri beðið um framlengingu á frestinum. Þetta hafi svo endurtekið sig hvað eftir annað þangað til borgarstjóri hafi á 16. degi frá því að verkið var stöðvað skýrt frá því að horfið væri frá fyrrgreindri ráðagerð. Gagnstefnandi heldur þvi fram, að stöðvun húsbygg- ingarinnar í þessa 16 daga hafi orðið til þess, að húsið, sem hafi átt að vera fullgert um mánaðamótin október og nóvember 1931, hafi ekki orðið ibúðarfært fyrr en vor- ið eftir, þannig, að hún hafi misst af 7—8 mánaða leigu af húsinu, þá telur hún sig hafa beðið tjón af vinnustöðvun- inni á þeim grundvelli, að um það leyti, sem byrjað var aftur á verkinu hafi byggingarefni hækkað í verði um 15—20%. Lítur gagnstefnandi svo á, að Reykjavikurbæ beri að greiða henni bætur fyrir tjón það, sem hún hafi beðið af framangreindum ástæðum og áætlar það kr. 150.00 fyrir hvern dag, sem verkstöðvunin varaði og kemur það heim við hina umstefndu upphæð í gagn- sökinni. Gagnstefndur reisir hinsvegar sýknukröfuna á því, að sagnstefnandi hafi frestað byggingunni af frjálsum vilja, bæjaryfirvöldin hafi á engan hátt lagt bann við því, að verkinu yrði haldið áfram. Ekki hafi gagnstefnöndu held- ur verið lofað nokkrum bótum vegna stöðvunarinnar á byggingunni, né henni gefið tilefni til að álíta, að hún fengi þær greiddar hjá bænum. Þá hefir gagnstefndur og mótmælt því, að gagnstefnandi hafi í raun og veru beð- ið nokkurt tjón vegna stöðvunarinnar. Í áðurgreindu bréfi borgarstjórans í Reykjavík til gagn- stefnöndu, sem lagt hefir verið fram í eftirriti, felast að- eins tilmæli um það, að hún fresti umræddri húsbyggingu meðan fyrrgreind ráðagerð sé athuguð, en engin fyrir- mæli eða skipun um vinnustöðvun. Var gagnstefnöndu því í sjálfsvald sett hvort hún yrði við þessum tilmælum eða ekki. Þá hefir gagnstefnanda engar sönnur fært á það. gegn mótmælum gagnstefnds, að hún hafi beðið tjón vegna stöðvarinnar á byggingunni. Ber því að taka sýknukröfu sagnstefnds til greina og tildæma honum málskostnað í gagnsök þessari og ákveðst hann 100 krónur. 309 Vegna margvíslegra embættisanna hefir dómurinn eigi orðið kveðinn upp í máli þessu fyrr en nú. Miðvikudaginn 5. maí 1935. Nr. 87/1934. Ólafur Jóhannesson gegn hreppsnefnd Stokkseyrarhrepps Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Ólafur Jóhannesson, er eigi mætir í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Miðvikudaginn 5. mai 1935. Nr. 13/1935. Þorbjörn Jóhannesson gegn Eiríki Guðmundssyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Þorbjörn Jóhannesson, er eigi mætir í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. 310 Miðvikudaginn 5. maí 1935. Nr. 20/1935. Friðjón Steinsson Ssegn Gústavi Ólafssyni f. h. heildverzlun- arinnar Heklu. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Friðjón Steinsson, er eigi mætir í mál- inu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Miðvikudaginn 5. mai 1935. Nr. 27/1935. Jóhannes A. Magnússon gegn Bjarna Árnasyni f. h. sonar hans Árna Bjarnasonar. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Jóhannes A. Magnússon, er eigi mætir í málinu, greiði 50 krónur í aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæsta- rétti. all Miðvikudaginn 5. júní 1935. Nr. 199/1932 og 31/1933. Gunnar Ólafsson, Jón Ól- afsson, Eiríkur Ásbjarnarson og Hannes Hansson f. h. h/f „Dráttar- braut Vestmannaeyja“, Óskar Bjarna- sen og Gústav Á. Sveinsson (Jón Ásbjörnsson) gegn Helga Benediktssyni og gagnsök (Th. B. Líndal). Krafa um laun fyrir störf í þágu hlutafélags. Dómur aukaréttar Vestmannaeyja 26. nóv. 1932: Stefnd, stjórn „Dráttarbrautar Vestmannaeyja h/f.“, þeir Gunnar Ólafsson, Vík, Jón Ólafsson, Hólmi, Eiríkur Ásbjörnsson, Urðarveg 41 og Hannes Hansson, Urðarveg 17, allir hér í bænum, greiði fyrir hönd nefnds hlutafélags stefnandan- um, Helga Benediktssyni, kr. 300.00 með 5% ársvöxtum frá 29. ágúst 1932 til greiðsludags og kr. 50.00 í málskostn- að, innan 15 sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Framangreind ummæli skulu vera dauð og ómerk. Óskar Bjarnasen greiði 30 króna sekt til ríkissjóðs og komi í stað sektarinnar þriggja daga einfalt fangelsi, verði hún ekki greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Gústav A. Sveinsson lögfræðingur greiði 30 króna sekt til ríkissjóðs og komi þriggja daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan 30 daga frá lög- birtingu dóms þessa. Dómur hæstaréttar. Aðaláfrýjendur, stjórnendur h/f „Dráttarbraut- ar Vestmannaeyja“, krefjast algerðrar sýknu í mál- inu, en fil vara, að hin dæmda upphæð verði færð niður í 100 krónur. Svo krefjast þeir og málskostn- aðar fyrir hæstarétti. Gagnáfrýjandi krefst þess aðallega, að aðaláfrýjandi verði fyrir hönd Drátt- 312 arbrautar Vestmannaeyja h/f dæmdir til að greiða honum 8400 kr. með 5% ársvöxtum, frá sáttakæru- degi, 29. ágúst 1932, en til vara, að upphæðin verði ákveðin með mati dómkvaddra manna. Og til þrautavara krefst gagnáfrýjandi staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi. Svo krefst han nmálskostn- aðar bæði í héraði og fyrir hæstarétti. Gagnáfrýjandi var einn stjórnanda h/f Dráttar- braut Vestmannaeyja og hafði á hendi bókhald þess og ársreikningsgerð frá stofnun þess 1925 til brott- farar sinnar úr félagsstjórninni 1928. Hreyfði hann aldrei allan þennan tíma kröfum eða tilmælum um þóknun fyrir þetta eða það annað, sem hann telur sig hafa látið félaginu í té. Þá hefir gagnáfrýjandi undirritað athugasemdalaust yfirlýsingu í einni af fundargerðum félagsins um það, að það hefði engan fastlaunaðan starfsmann. Með þessari framkomu sinni hefir gagnáfrýjandi veitt meðstjórnendum sin- um og hluthöfum félagsins réttmæta ástæðu til að treysta því, að hann teldi ekki til launa fyrir starf sitt, sem ekki virðist hafa verið umfangsmikið, held- ur að hann ynni það sem greiða fyrir félagið, enda leitar hann fyrst aðstoðar dómstóla til viðurkenn- ingar og heimtu kröfu sinnar nær 4 árum eftir að hann er farinn úr stjórn félagsins og kominn í harðar deilur við meðstjórnendur sina út af með- ferð sinni á málum þess. Það verður samkvæmt þessu að líta svo á, að gagnáfrýjandi eigi enga kröfu á hendur félaginu, og verður því að fella hinn á- frýjaða dóm úr gildi að því leyti sem félagið er dæmt til að greiða honum þóknun fyrir starf hans og málskostnað. Málskostnaðar í héraði hefir ekki verið krafizt fyrir hæstarétti af hálfu stjórnar h/f Dráttarbraut 313 Vestmannaeyja og verður málskostnaður í héraði því að falla niður. En fyrir hæstarétti þykir rétt að gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda f. h. h/f Dráttarbraut Vestmannaeyja 300 kr. í málskostnað. Áfrýjendurnir Óskar Bjarnasen og Gústaf A. Sveinsson hafa krafizt að hin dæmda refsing fyrir ummæli þeirra um gagnáfrýjanda verði felld nið- ur, og málskostnaður fyrir hæstarétti. Með hæsta- réttardómi 10. des 1934 var gagnáfrýjandi dæmdur bæði fyrir sviksamlega meðferð á hlutabréfum oft- nefnds félags og breytingar á innihaldi þeirra, svo og fyrir skjalafals. Ummæli þeirra um gagnáfryýj- anda verður því að telja svo réttlætt, að ekki þykir ástæða til að dæma þá til sektagreiðslu fyrir þau. Rétt þykir að málskostnaður að leyti þessara áfryj- enda fyrir hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Aðaláfrýjendur, Gunnar Ólafsson, Jón Ólafs- son og Eiríkur Ásbjarnarson f. h. h/f „Dráttar- braut Vestinannaeyja“ eigi að vera sýknir af kröfum gagnáfrýjanda, Helga Benediktssonar. Málskostnaður í héraði falli niður. Gagnáfrýj- andi greiði aðaláfrýjendum f. h. áðurnefnds fé- lags 300 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti, að viðlagðri aðför að lögum. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sektir á hend- ur áfrýjendunum Óskari Bjarnasen og Gústaf A. Sveinssyni er úr gildi fellt. Málskostnaður að þeirra leyti fyrir hæstarétti falli niður. 314 Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta hefir Helgi Benediktsson, kaupmaður, hér í bænum, að undangenginni árangurslausri sáttatilraun, höfðað hér fyrir aukaréttinum með stefnu útg. 7. sept. þ. á., gegn stjórn Dráttarbrautar Vestmannaeyja h/íf., þeim Gunnari Ólafssyni, kaupm., Vík, Jóni Ólafssyni, út- gerðarmanni, Hólmi, Eiríki Ásbjörnssyni, útgerðarmanni, Urðarveg 41 og Hannesi Hanssyni, Urðarveg 17, öllum í Vestmannaeyjum, og hefir stefnandi krafizt þess að hin stefnda stjórn nefnds hlutafélags verði dæmd til, fyrir hönd hlutafélagsins, að greiða stefnanda kr. 8400.00 með 5% ársvöxtum frá sáttakærudegi 7. sept. þ. á., til greiðslu- dags og málskostnað ag skaðlausu. Stefndir hafa krafizt þess aðallega að máli þessu verði vísað frá dómi vegna ónógrar málsútlistunar, en til vara, að þeir verði algerlega sýknaðir af öllum kröfum stefnanda í málinu og að stefnandi verði dæmdur til þess að greiða þeim málskostnað að skaðlausu eða eftir mati réttarins. Stefnandi byggir kröfur sínar í málinu á því, að hann hafi árin 1925, 1926, 1927 og fram eftir árinu 1928, haft á hendi bókhald og ýmiskonar önnur störf fyrir hið nefnda hlutafélag, þar á meðal umsjón með byggingu mannvirkja félagsins og hafi séð félaginu fyrir skrifstofu- húsnæði og símaafnotum, en hafi enga greiðslu fengið frá félaginu fyrir störf þessi og krefst hann 2400 króna launa fyrir umrædd störf fyrir hvert ár, sem hann hafi unnið bannig fyrir félagið, nema fyrir síðasta árið, sem hann krefst 1200 króna launa fyrir, eða samtals kr. 8400.00. Stefnandi hefir því gert grein fyrir því á hverju hann byggir umræddar kröfur sínar í málinu, og verður krafa stefndu um að máli þessu verði vísað frá dómi, ekki tek- in til greina. Stefndir byggja sýknukröfu sina á því, að stefnandi eigi ekki rétt til neinna launa hjá hinu stefnda hlutafé- lagi. Þeir hafa þó viðurkennt, að stefnandi hafi haft á hendi bókhald og fjárreiður hins stefnda hlutafélags árin 1925, 1926 og 1927, að hann hafi verið framkvæmdarstjóri félagsins nefnd ár og haft umsjón með byggingu mann- virkja þess árið 1925 og 1926, en mótmælt því, að hann hafi unnið nokkuð fyrir félagið árið 1928, en í afriti, sem lagt hefir verið fram í málinu (rskj. nr. 8), af sáttakæru 315 í máli, sem hið stefnda hlutafélag hefir höfðað gegn stefn- anda, er tekið fram af hálfu hins stefnda hlutafélags, að stefnandi hafi haft á hendi bókhald fyrir félagið frá því það var stofnað og fram á árið 1928 og verður því að telja það nægilega upplýst í málinu, að stefnandi hafi haft um- rædd störf á hendi fyrir hið stefnda hlutafélag nokkurn hluta ársins 1928. Staðhæfingar sinar um, að stefnandi eigi ekki rétt til neinna launa hjá hinu stefnda hlutafélagi, fyrir umrædd störf, byggja stefndir á þvi: að ekki hafi verið gerður neinn samningur við stefn- anda um laun fyrir umrædda vinnu hans, en laun fram- kvæmdarstjóra hlutafélagsins skyldu samkvæmt lögum þess fara eftir samningi. að stefnandi hafi stórlega misnotað stöðu sina hjá fé- laginu, þannig, að hann hafi án heimildar útfyllt undir- skrifuð hlutabréf félagsins, sem honum hafi verið trúað fyrir óútfylltum, og hafi síðan ráðstafað þeim sér til hags, en til tjóns fyrir félagið, og hafi ekki afhent stjórn hluta- félagsins skjöl, er hann hafi haft undir höndum fyrir fé- lagið, og séu stjórn félagsins bráðnauðsynleg. að stefnandi hafi samið reikninga félagsins fyrir árin 1925, 1926 og 1927, lagt þá fyrir fund í hlutafélaginu og fengið þá samþykkta án þess að tilfæra í þeim nokkurt kaup handa sér fyrir umrædd störf og hefir á aðalfundi hlutafélagsins, þann 26. nóv. 1926, samþykkt fundargerð, sem tekið hefir verið fram í að félagið hafi af sparnaðar- ástæðum engan fastlaunaðan starfsmann og hafi stefn- andi þannig beinlínis afsalað sér öllum kröfum til kaups hjá hinu stefnda hlutafélagi. Stefndir hafa og til vara mótmælt launakröfum stefn- anda í máli þessu sem allt of háum og halda því fram, að þó stefnandi eigi rétt til einhverra launa fyrir umrædd störf sin, þá kæmi eigi til mála, að hann eigi rétt til hærri launa en núverandi reikningshaldari félagsins, sem þeir halda fram, að hafi aðeins krafizt 200 króna launa á ári fyrir það starf. Þá hafa stefndir og haldið því fram, að þó stefnandi befði átt rétt til einhverra launa fyrir umrædd störf sín, þá væri sú krafa fyrnd og hafa þeir einnig mótmælt kröf- um stefnanda og krafizt sýknu af þeim af þeirri ástæðu. 316 Stefnandi heldur þvi fram, að það skerði ekkert rétt hans til launa fyrir umrædd störf hans, þó ekki hafi ver- ið gerður við hann samningur um laun hans og hefir mót- mælt staðhæfingum stefndra, um að hann hafi misnotað stöðu sína hjá félaginu eða gerzt sekur um nokkra van- rækslu eða skyldubrot gagnvart félaginu eða í störfum sínum í þágu þess. Hann heldur því einnig fram, að hann hafi ekki á nokkurn hátt afsalað sér rétti sinum til launa og að það skerði ekkert rétt hans til launa, þó hann hafi ekki tilfært þau í reikningum félagsins og að það sé máli þessu óviðkomandi, hvaða laun núverandi reikningshald- ari hlutafélagsins hafi. Þá hefir stefnandi og eindregið mótmælt staðhæfingu stefndra um að launakrafa hans sé fyrnd, þar eð hann hafi unnið fyrir félagið árið 1928 og honum hafi aldrei verið sagt upp stöðu sinni hjá hlutafélaginu. Rétturinn lítur svo á að stefnandi geti átt rétt til launa fyrir umrædd störf sín, þó ekki væri gerður samningur milli aðila um launakjörin, og ákvæði það í lögum hluta- félagsins, sem stefndir vitna i, „— um að laun fram- kvæmdarstjóra félagsins skuli fara eftir samningi“, bendir einmitt til þess að ætlast hafi verið til þess að framkvæmd- arstjóri, þ. e. stefnandi, skyldi fá laun fyrir störf sin í þágu félagsins og verður umrædd varnarástæða stefndu því ekki tekin til greina. Að því er snertir aðra varnarástæðu stefndra, að stefn- andi hafi á þann hátt, sem þeir hafa haldið fram og ttil- greind er hér að framan, að hann hafi misnotað stöðu sina hjá félaginu og bakað félaginu þannig tjón, þá verð- ur rétturinn að lita svo á að þó um eitthvað slíkt tjón væri að ræða, sem stefndir ættu skaðabótakröfu á hendur stefnanda út af, þá héldi stefnandi þó rétti sinum til launa fyrir störf unnin í þágu félagsins, þó stefndir vitanlega gætu komið með slíka kröfu sem gagnkröfu, en með þvi að stefndir hafa ekki gagnstefnt út af slíkri kröfu, verður ekkert um það dæmt í þessu máli, hvort um slíka kröfu sé að ræða. Að því er snertir þá varnarástæðu stefndra, að stefn- andi hafi afsalað sér rétti til launa, með því að hann hafi ekki, sem reikningshaldari félagsins, tilfært laun sin í reikningum félagsins og enga athugasemd gert við fund- al“ argerð, sem tekið var fram í að hlutafélagið hefði engan fastlaunaðan starfsmann, þá verður rétturinn að lita svo á, að stefnanda hafi borið að tilfæra í reikningum félags- ins laun þau, sem hann ætlaðist til að félagið borgaði hon- um fyrir störf hans, en það þykir þó ekki rétt að líta svo á, að stefnandi hafi með þessu afsalað sér rétti sinum til launa, því það verður að telja svo sjálfsagt að borguð séu laun fyrir unnin störf, að eigi verður álitið að stefndir hafi haft ástæðu til að ætla að stefnandi hafi afsalað sér rétti sínum til launa nema það væri berum orðum sagt. Rétturinn verður því að lita svo á, að stefndir hafi ekki komið fram með neitt í málinu, sem sýni eða sanni að stefnandi eigi ekki rétt til launa fyrir umrædd störf sín, þar eð álita verður að vinnandi eigi rétt til launa fyrir nothæfa vinnu, sem hann innir af hendi, nema því aðeins að beint hafi verið samið svo um eða lofað af vinnanda hálfu, að vinnan skyldi látin ókeypis í té. En af framlögðum ársreikningi hins stefnda hlutafé- lags fyrir árið 1927, sést að endurskoðendur félagsins hafa, að lokinni endurskoðun, vottað að reikningarnir væru glöggt og vel færðir og þeir hefðu, við að fara yfir reikningana og bera þá saman við fylgiskjölin, ekki fund- ið annað við þá að athuga en það, sem getið er í þrem athugasemdum árituðum á reikninginn, en sem stefnandi hefir svarað og virðist svör þau hafa verið talin fullnægj- andi. Það verður því að teljast nægilega upplýst í málinu, að stefnandi hafi unnið umrætt starf sitt sæmilega, enda var hann látinn gegna starfinu á fjórða ár. Rétturinn verður því að líta svo á að stefnandi hafi átt rétt til launa fyrir umrædd störf sín. Stefndir hafa mótmælt því að stefnandi hafi borgað nokkra húsaleigu eða símaafnot fyrir hlutafélagið, en hafa ekki mótmælt því að stefnandi hafi sjálfur látið hlutafélag- inu húsnæði í té til afnota; sem hann gæti átt rétt til end- urgjalds fyrir. Eins og að framan greinir, hafa stefndir til vara mót- mælt kröfum stefnanda sem fyrndum og krafizt sýknu af þeim ástæðum og kemur því til álits hvort svo sé. Samkv. 3. gr. 1. tölulið laga um fyrningu skulda og ann- ara kröfuréttinda frá 20. okt. 1905 þá fyrnast kröfur út af 318 vinnu á fjórum árum, „þó fyrnist ekki krafa hjús um kaup- gjald, meðan það er samfellt áfram í sömu vist ...“ Af nefndu lagaákvæði er augljóst, að lögin gera ráð fyrir að vinnukröfur fyrnist á fjórum árum þó um áframhaldandi viðskipti sé að ræða, því að ákvæðið um hjúakaup er sýnilega undantekningarákvæði. En þar eð staða stefn- anda hjá hinu stefnda hlutafélagi, að hann var meðlim- ur í stjórn félagsins og framkvæmdarstjóri þess, var að- staða hans hjá hlutafélaginu svo mjög ólík aðstöðu vinnu- hjúa, að lögjöfnun frá nefndu ákvæði fyrningarlaganna getur ekki komið til greina að því er snertir umrædda vinnukröfu stefnanda, og verður svo að lita á að það af kröfu stefnanda, sem fallið var í gjalddaga meira en fjór- um árum áður en mál þetta var höfðað sé fyrnt með því að ekkert er upplýst um að fyrningu hafi verið rift á nokk- urn hátt áður en mál þetta var höfðað, en það var höfð- að með sáttakæru útgefinni 29. ágúst þ. á. Krafa stefnanda til launa fyrir árin 1925, 1926 og 1927 verður því að telj- ast fyrnd, þar eð ganga verður út frá því að krafa stefn- unda til launa hvert ár hafi í síðasta lagi verið fallin í gjalddaga í árslok fyrir næstliðið ár. Samkvæmt fyrningarlögunum, 3. gr. 2. tölulið fyrnast kröfur um húsaleigu á fjórum árum og hefir því krafa sú, sem stefndur kynni að eiga til fyrir húsnæðisafnot hluta- félagsins hjá honum fyrir árin 1925, 1926 og 1927 einnig fyrnd, er mál þetta var höfðað, þar eð líta verður svo á að slík krafa hafi einnig verið fallin í gjalddaga í árslok fyrir næstliðið ár. Eins og að framan greinir er það nægilega upplýst í málinu, að stefnandi hafi haft framangreind störf á hendi fyrir hið stefnda hlutafélag fram á árið 1928 og hefir stefn- andi, að því er virðist, reiknað sér laun fyrir hálft það ár, þar eð hann reiknar sér fyrir það ár hálf þau laun, sem hann hefir reiknað fyrir hin árin, sem hann vann öll fyrir félagið. En það er ekki fullkomlega upplýst í málinu, hversu langt fram á árið stefnandi vann fyrir félagið og er þá að athuga til hve mikilla launa stefnandi eigi kröfu á hendur stefndum og hvort sú krafa sé fyrnd. Það sést á framlögðum ársreikningum hins stefnda hlutafélags fyrir árið 1927, að stefnandi hefir lokið við að gera hann í júní 1928 og að endurskoðun hans hefir verið 319 lokið í októbermán. sama ár. Umrædda reikninguppgerð verður að vísu helzt að telja til starfa þeirra, sem stefn- anda bar að vinna árið 1927, en þar eð stefnandi hafði, eftir því, sem upplýst er í málinu, bækur og skjöl félags- ins undir höndum þar til hann hafði lokið reikningsupp- gerðinni og lengur, verður að telja líklegast að hann hafi haft á hendi bókhald fyrir félagið þar til hann skilaði ársreikningnum fyrir árið 1927, enda er það upplýst í málinu, að stefndir hafa ekki, þrátt fyrir það, þó stefn- andi neitaði að láta af hendi bækur og skjöl félagsins, lát- ið fara fram fógetagerð til þess að ná þeim frá honum fyrr en 21. dez. 1928 og virðist þó hljóta að vera að stefndir hafi beðið um umrædda fógetagerð fljótlega eftir að hann átti að hætta að starfa að bókhaldi fyrir félagið og er þvi samkvæmt því líklegast að stefnandi hafi haft bókhald fé- lagsins á hendi fram í dezember 1928. Stefnandi hefir haldið fram að honum hafi aldrei verið sagt upp stöðu hjá félaginu, en stefnendur hafa haldið fram, að ákveðið hafi verið á aðalfundi félagsins árið 1928 að svifta hann öllum störfum fyrir félagið, en hafa ekkert tekið fram eða upplýst um hvenær sá aðalfundur var haldinn, en hafa haldið fram, að stefnanda hafi þá verið tilkynnt. En þar eð stefndir létu fara fram fógeta- gerð hjá stefnanda til þess að ná hjá honum bókum og skjölum félagsins 21. dez. 1928, hlýtur honum að hafa ver- ið sagt upp stöðunni í síðasta lagi er fógetagerðin fór fram, eða nokkru áður. En samkvæmt framangreindum ástæðum virðist mega ganga út frá því að stefnanda hafi ekki verið sagt upp stöðu hans hjá hinu stefnda hlutafé- lagi, eða hann ekki látinn hætta algerlega störfum fyrir það, fyrr en seint á árinu 1928, því að stefndu hlutu að heimta bækur félagsins af stefnanda þegar annar maður átti að taka við bókhaldi félagsins. Það verður því að telja nægilega upplýst í málinu þrátt fyrir það, þó stefn- andi virðist aðeins hafa reiknað sér laun fyrir störf hjá félaginu hálft árið 1928 og þó stefndir hafi aðeins beint viðurkennt í rjskj. nr. 8 að stefnandi hafi haft á hendi bók- hald hlutafélagsins „fram á árið 1928“, að stefnandi hafi haft á hendi bókhald félagsins eða verið eitthvað við það riðinn þar til síðast á árinu 1928 og þar eð ekki hefir verið samið sérstaklega um laun stefnanda virðist verða 320 að lita svo á, að þóknun sú, sem hann hefir átt rétt til fyrir árið 1928 hafi fallið í gjalddaga í árslok það ár, þar eð ekki er upplýst í málinu að launin hafi fallið fyrr í gjald- daga og er umrædd launakrafa stefnanda fyrir árið 1928 því ekki fyrnd, þar eð mál þetta var höfðað með sátta- kæru, útgefinni 29. ágúst þ. á., og sem var birt stefndum Þann 30. s. m. Krafa sú, er stefnandi kynni að eiga til end- urgjalds fyrir húsnæðisafnot, sem hann hefir látið hinu stefnda hlutafélagi í té árið 1928, verður rétturinn að álita að hafi fallið í gjalddaga í árslok það ár, með því að ekki er upplýst að samið hafi verið um sérstakan gjalddaga, en þvi hefir ekki verið mótmælt í málinu að stefnandi hafi látið stefndum í té einhver húsnæðisafnot það ár vegna fundarhalda félagsins og skrifstofustarfa þeirra, sem það þurfti að láta vinna. Umrædd krafa stefnanda fyrir hús- næðisafnot var því ekki fyrnd, er mál þetta var höfðað. Stefndir hafa haldið því fram, að þó stefnandi eigi rétt til einhverra launa fyrir umrætt starf sitt, þá komi ekki til mála að hann eigi rétt til hærri launa en núverandi reikningshaldari félagsins, en það verður að telja nægilega upplýst í málinu, meðal annars með framlögðum reikningi frá reikningshaldaranum sjálfum, að hann hafi aðeins krafizt 200.00 kr. þóknunar á ári fyrir starf sitt í þágu fé- lagsins. En með því að sú þóknun til núverandi reiknings- kaldara verður að teljast mjög óeðlilega lág, verður ekki miðað eingöngu við hana, er ákveða skal umrædda þókn- un til stefnanda. Stefnandi hefir ekki gert neina grein fyrir því í málinu, hve mikilli vinnu hann hafi varið til umræddra starfa í þágu félagsins og er því erfitt að dæma um hve mikil laun honum beri fyrir starfið, en þó þykir verða að ákveða honum þóknun, sem víst megi telja að hann eigi kröfu til fyrir störfin. Samkvæmt framlögðum rekstrarreikningi hlutafélags- ins fyrir árið 1927, hafa brúttótekjur hlutafélagsins það ár aðeins verið um kr. 8649.44 og gjöld kr. 6455.07 og virðist því starf stefnanda fyrir félagið ekki geta hafa verið um- fangsmikið, enda mun stefnandi hafa unnið það sem aukastarf, en samkvæmt því, sem upplýst er í málinu og með tilliti til þess að því hefir ekki verið mótmælt að stefnandi hafi á umræddu ári látið hinu stefnda hlutafé- 321 lagi í té húsnæðisafnot, sem þó hefir ekki verið gert grein fyrir, hve mikið hafi verið, en virðist ekki geta hafa verið mikil, þykir eftir atvikum, mega telja víst, að stefnandi eigi að minnsta kosti rétt til 300.00 króna endurgjalds fyrir um- rædd störf og húsnæðisafnot og ber því að dæma stefndu til að greiða stefnanda þá upphæð með 5% ársvöxtum frá sáttakærudegi þann 29. ágúst þ. á. til greiðsludags og máls- kostnað, sem þykir hæfilega metinn 50 krónur. Óskar Bjarnasen, sem hefir flutt þetta mál að nokkru leyti fyrir hið stefnda hlutafélag, hefir í varnarskjali í mál- inu (rskj. nr. 7) sagt um stefnanda, að hann hafi „notað traust meðstjórnenda sinna til þess að gefa út fölsuð hlutabréf Dráttarbrautarinnar til hagnaðar fyrir sjálfan sig“ og Í sama varnarskjali segir hann (Ó. B.) í sambandi við skjal, sem hann hefir lagt fram í málinu: „Stefnanda hefir verið svo tamt um að breyta skjölum, eftir því, sem honum finnst bezt, að gera má ráð fyrir, að frumritið sé falsað“. Ummæli þessi hafa ekki verið nægilega réttlætt í málinu, og með því að ritháttur þessi verður að teljast mjög ósæmilegur, ber því ex officio að dæma hin tilvitn- uðu ummæli dauð og ómerk og dæma nefndan Óskar Bjarnasen til að greiða sekt fyrir þau, er þykir hæfilega ákveðin 30 krónur, er renni til ríkissjóðs og komi þriggja daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 30 sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa. Gústaf A. Sveinsson, lögfræðingur í Reykjavík, sem mætti í málinu fyrir stefndu, er það var tekið fyrir hér í aukaréttinum þann 29. september s. 1., lét þá bóka þau ummæli um stefnanda, að hið stefnda hlutafélag muni „eiga stóra skaðabótakröfu á stefnanda fyrir alla hans glæpsamlegu hegðun gagnvart félaginu“. Ummæli þessi hafa ekki verið nægilega réttlætt í málinu, með því að þau verða að teljast mjög ósæmileg, verður ex officio að dæma Þau dauð og ómerk og dæma nefndan Gústaf A. Sveins- son til að greiða sekt fyrir þau, er þykir hæfilega ákveðin 30 krónur, er renni til ríkissjóðs og komi þriggja daga ein- falt fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd inn- an 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Mál þetta hefir ekki verið dæmt fyrr en nú vegna arna dómarans. 21 322 Miðvikudaginn 5. júní 1935. Nr. 7/1935. Jóhann Ólafsson £ Co. (Bjarni Þ. Johnson) gegn Pálma Loftssyni f. h. Skipaútgerðar ríkisins (Sveinbjörn Jónsson). Innheimta af hendi afgreiðslumanns talin fram- kvæmd í umboði áfrýjanda, og stefndi því eigi ábyrgur fyrir henni. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 6. dez. 1934: Stefnd- ur, Pálmi Loftsson, f. h. Skipaútgerðar ríkisins, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, firmans Jóhann Ólafs- son á Co., í máli þessu og falli málskostnaður í þvi niður. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða honum kr. 82.75 með 5% ársvöxtum frá sáttakærudegi til greiðsludags og málskostnað bæði í héraði og fyrir hæstarétti. Stefndi krefst staðfest- ingar á hinum áfrýjaða dómi og málskostnaðar fyr- ir hæstarétti. Það verður að líta svo á, að afgreiðslumaður sá, sem Í máli þessu greinir, hafi tekið við upphæð þeirri, sem stefndi er krafinn um í máli þessu, í umboði áfrýjanda, en ekki í umboði stefnda. Og ber því að sýkna stefnda af kröfum áfrýj- anda í máli þessu, eins og gert er í hinum áfrýjaða dómi. Eftir þessum málalokum þykir rétt að dæma á- frýjanda til að greiða stefnda 150 krónur í máls- kostnað fyrir hæstarétti. 323 Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Á- frýjandi, Jóhann Ólafsson £ Co., greiði stefnda, Pálma Loftssyni f. h. Skipaútgerðar ríkisins, 150 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti, að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er eftir árangurslausa sáttaumleitun, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu útgefinni 31. ágúst s. 1. af firmanu Jóhann Ólafsson £ Co., hér í bæ gegn Pálma Loftssyni, framkvæmdarstjóra f. h. Skipaútgerðar ríkisins til greiðslu á kr. 82.75 með 5% ársvöxtum frá sáttakæru- degi 21. ágúst s. 1. til greiðsludags og málskostnaði að skaðlausu. Málavextir eru þeir, að hinn 4. dez. 1931 sendi stefn- andi Ragnari nokkrum Imsland á Seyðisfirði með e/s Esju, vörur gegn póstkröfu fyrir kr. 80.75. Vörur Þessar innleysti viðtakandi ekki, en það varð að samkomulagi með honum og stefnanda, að þær skyldu ekki endur- sendar, svo að hann gæti innleyst þær og fengið síðar. Í ágústbyrjun f. á. óskaði viðtakandi eftir að fá vörurn- ar og fór þess á leit við stefnanda, að hann gæfi af- greiðslu ríkisskips á Seyðisfirði fyrirmæli um það, að afhenda vörurnar gegn greiðslu andvirðis þeirra og á- fallins kostnaðar. Með símskeyti til afgreiðslumannsins, dags. 5. ág. f. á. lagði stefnandi svo fyrir, að nefndum Ragnari skyldu afhentar vörurnar gegn greiðslu and- virðis þeirra og kostnaðar, og í bréfi frá afgreiðslumann- inum til stefnanda dags. 7. ág. f. á. kveðst hann hafa af- hent þær og fengið andvirðið greitt, og sendir stefnanda jafnframt ávísun á Útibú Útvegsbanka Íslands h/f. á Seyðisfirði, útgefna af sér, fyrir upphæðinni. Ávíisun þessi fékkst ekki innleyst vegna þess að útgefandi (afgreiðslu- maðurinn) átti ekki inni fyrir henni og nam bankakostn- aður vegna hennar kr. 2.00. Heldur stefnandi því nú fram, 324 að Skipaútgerð ríkisins beri ábyrgð á umræddu atferli afgreiðslumanns sins, því að hann stóð ekki skil á and- virði varanna, og beri henni því að greiða það ásamt fyr- greindum kostnaði, þar sem stefndur hefir reynzt ófáan- legur til þess, er mál þetta var höfðað. Stefndur hefir mótmælt kröfum stefnanda og krafizt algerðrar sýknu af þeim og málskostnaðar hjá honum að skaðlausu. Sýknukröfuna byggir stefndur á því, að afgreiðslumenn Skipaútgerðarinnar úti um land hafi, samkvæmt samn- ingum, sem gerðir séu milli þeirra og útgerðarinnar, áður en þeir taka til starfa, ekki heimild til að taka að sér neinskonar innheimtur fyrir þriðja mann á vegum skipa- útgerðarinnar. Umrædd innheimta afgreiðslumannsins á Seyðisfirði sé þessvegna algerlega óviðkomandi Skipaút- gerðinni, hann hafi framkvæmt innheimtuna á eigin spit- ur og ábyrgð og eigi stefnandi því aðganginn að honum persónulega út af framkvæmd innheimtunnar, en hins- vegar enga kröfu á hendur Skipaútgerðinni í þessu sam- bandi. Stefndi hefir ekki upplýst að heimild afgreiðslumanna Skipaútgerðarinnar sé víðtækari á umræddu sviði en stefndur heldur fram. Þá verður heldur ekki fallizt á það hjá stefnanda, að hann hafi haft réttmæta ástæðu til að ætla að svo væri, því að innheimta á andvirði sendrar vöru getur enganveginn talizt falla undir starfssvið af- greiðslumanns sem slíks. Lítur rétturinn því svo á, að Skipaútgerðin beri enga ábyrgð á atferli afgreiðslumanns síns Í sambandi við umrædda innheimtu og ber því að taka kröfu stefnds um sýknu til greina, en eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. 325 Föstudaginn 7. júni 1935. Nr. 118/1934. Erfingjar Stefáns Guðjohnsen (Jón Ásbjörnsson) Segn hreppsnefnd Húsavíkurhrepps (Eggert Claessen). Staðfesting lögtaks fyrir lóðargjaldi. Úrskurður fógetaréttar Þingeyjarsýslu 12. jan. 1934: Hið umbeðna lögtak skal fara fram. Dómur hæstaréttar. Máli þessu er skotið til hæstaréttar með stefnu 14. júli f. á. og að fengnu áfrýjunarleyfi 5. s. m. Áfrýjendur hafa krafizt þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði felldur úr gildi, og málskostnaðar fyrir hæstarétti. Hin stefnda hreppsnefnd hefir krafizt staðfestingar á úrskurðinum og málskostn- aðar fyrir hæstarétti. Verzlun sú, er Stefán Guðjohnsen, kaupmaður á Húsavík, veitti forstöðu, og síðar hann sjálfur, höfðu um langt skeið haft afnot af fjöru undan lóð sinni í Húsavíkurkauptúni, án þess að greiða sér- stakt gjald fyrir til hreppsins, sem er eigandi lóða og fjöru í kauptúninu, og án þess að fjöruspilda þessi væri þeim útmæld. En árið 1925 fékk Stefán sér útmælda úr fjörunni 487 fermetra. Gekk sjór yfir spildu þessa í stórstraumsflóðum og brimum. Árið 1925 og 1927 gerði Stefán uppfyllingar á lóðar- spildu þessari. Utan um þær gerði hann ennfremur steinsteyptan vegg á þrjá vegu til varnar sjávar- gangi. En sjálf er uppfyllingin gerð úr möl og sandi, en á yfirborði hennar er grjótlag með steypu í og þunnt slitlag efst. Á uppfyllingu þessari hafa verið 326 reist lýsisbræðsluhús og litill skúr. Fjörulóð þessi með uppfyllingu var talin til lóðargjalds samkv. lög- um nr. 22/1922 4000 krónur. Var gjald krafið með 2% af þessari upphæð fyrir árið 1932, eða 80 krón- ur. En gjaldþegn neitaði að gjalda, með þvi að hann taldi uppfyllinguna á fjörulóðinni „mannvirki“ er eigi bæri að gjalda af lóðargjald samkvæmt nefnd- um lögum. Það er upplýst í málinu, að það kostaði 7000—- 8000 krónur að gera lóðina svo úr garði sem sagt var og má af því nokkuð ráða það, að mat hennar til lóðargjalds hafi eigi verið miðað við þann til- kostnað, nema þá að einhverju leyti, enda telur hin stefnda hreppsnefnd áðurnefndar aðgerðir á lóð- inni eigi til mannvirkja, eins og hún telur, að skilja beri það orð í lögum nr. 22/1922. Á þennan skilning hreppsnefndarinnar þykir mega fallast, því að nefndar aðgerðir á lóðinni virðast ekki fara út fyr- ir það, sem nauðsynlegt var til þess að hafa hennar full not sem lóðar í þarfir þess atvinnurekstrar, sem fram fór á lóðinni fyrir ofan sjálfa fjöruna og á sjálfri uppfyllingunni. Verður því að telja lóðar- gjaldið hafa verið réttiléga krafið, og ber því að staðfesta hinn áfrýjaða úrskurð að niðurstöðu til. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður fyrir hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskað- ur. Málskostnaður fyrir hæstarétti falli niður. 327 Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Eins og framlögð skjöl þessa máls bera með sér, er því haldið fram af hálfu gerðarþola (requisiti) að sér beri ekki að greiða hinn umkrafða fjörulóðarskatt kr. 80.00 til Húsavíkurhrepps, sökum þess að í fasteignamatsverði fjörulóðar hans sé innifalið mannvirki, því uppfylling- una á lóðinni beri réttilega að skoða mannvirki á lóðinni, sem komi til frádráttar samkv. síðustu málsgr. 1. gr. laga nr. 22, 19. júní 1922 um skatt til sveitarsjóðs af lóðum og lendum í Húsavíkurhreppi, en þetta hafi ekki verið gert, heldur sé skatturinn reiknaður bæði af lóð og mannvirki, en samkv. nefndum lögum beri að aðgreina matsverð lóð- arinnar frá matsverði uppfyllingarinnar og hinu um- krafði skattur því ekki rétt reiknaður. Gerðarbeiðandi heldur því hinsvegar fram, að hér sé um misskilning að ræða hjá gerðarþola, því uppfyllingin á fjörulóð requisiti sé ekki mannvirki í þeim skilningi, sem við er átt með framannefndu lagaákvæði og með gildandi lögum um fasteignamat, heldur sé hún aðeins hagræðing lóðarinnar til þess að gera hana nothæfa al- mennt. Einnig upplýsir gerðarbeiðandi að þegar fasteignamats- nefndin mat fjörulóðirnar í Húsavíkurhreppi, var matið eingöngu bundið við lóðirnar sjálfar og þannig fundið, að hver fermetri lóðar var metinn ákveðinni krónutölu og heildarmat hverrar lóðar gert eftir þvi. Upplýsir hann jafnframt og sundurliðar, að þannig hafi fjörulóð re- quisiti með lóðarréttindum verið metin kr. 4000.00 og lóðarskattur til sveitarsjóðs reiknaður 2% af þeirri upp- hæð = 80 krónur, og sé því rétt reiknaður og réttilega krafinn. Málinu hefir, samkv. 1. gr. laga nr. 22, 1922, verið skotið til sameiginlegs fundar eða álits byggingarnefndar og jarðeignanefndar Húsavíkurhrepps og meiri hluti nefndanna komizt að sömu niðurstöðu og gerðarbeiðandi og ályktun nefndanna síðan samþ. af hreppsnefnd Húsa- víkurhrepps. Að fengnum upplýsingum, sem fyrir liggja í máli þessu og sérstaklega að athugaðri ályktun byggingarnefndar og jarðeignanefndar Húsavíkurhrepps, verður að fallast á, að það sé eingöngu fjörulóðarréttindi eða fjörulóð St. Guð- 328 johnsens í Húsavíkurhreppi, sem metin er í gildandi fast- eignamati á 4000 kr. og umkrafinn lóðarskattur því rétti- lega reiknaður kr. 80.00 og réttilega krafinn, og verður því hið umbeðna lögtak að fara fram. Miðvikudaginn 12. júní 1935. Nr. 5/1935. Eggert Kristjánsson é: Co. (Garðar Þorsteinsson) segn Stefáni Stefánssyni f. h. Smjörlíkis- gerðar Akureyrar h/f. (Einar B. Guðmundsson). Verzlunarskuld. Skuldajafnaðarréttur eigi viður- kenndur. Dómur gestaréttar Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar 28. mai 1934: Stefndur, firmað Eggert Kristjánsson á Co., í Reykjavík, greiði stefnandanum, lögfræðingi Stefáni Ste- fánssyni frá Fagraskógi, f. h. h/f. Smjörlikisgerð Akur- eyrar á Akureyri 2384 — tvö þúsund þrjú hundruð átta- tíu og fjórar — krónur 34 aurar ásamt 6% ársvöxtum af þeirri upphæð frá 1. jan. 1933 að telja þar til greitt er. Svo greiði stefndur og stefnandanum 180 — eitt hundrað og áttatíu — krónur í málskostnað. Dóminum að fullnægja innan 3ja sólarhringa frá lög- legri birtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Máli þessu er áfrýjað með stefnu, útgefinni 21. jan. 1935 og að fengnu áfrýjunarleyfi 11. s. m. Áfrýjandi krefst aðallega algerðrar sýknu af kröfum stefnda í máli þessu, en fil vara, að hin dæmda upphæð verði færð niður í kr. 914.34. Svo 329 krefst hann málskostnaðar bæði í héraði og fyrir hæstarétti, hvernig sem málið fer. Stefndi krefst staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi og málskostn- aðar fyrir hæstarétti. Árin 1929—-1932 hafði áfrýjandi á hendi umboðs- sölu á smjörlíki frá h/f Smjörlikisgerð Akureyrar. Prókúristi hennar, Jón E. Sigurðsson, sem átti verzl- unina Hamborg á Akureyri og Siglufirði, hafði jafnframt nokkur viðskipti árin 1929— 1931 við á- frýjanda vegna þessarar verzlunar sinnar. En hún var tekin til gjaldþrotameðferðar 23. febr. 1932. Eft- ir samkomulagi við Jón tók áfrýjandi andvirði smjörlíkisins upp í skuld verzlunarinnar Hamborg við hann. Þann 31. des. 1931 skuldaði þessi verzlun áfrýjanda kr. 2384.34, en þá virðist áfrýjandi ekkert hafa skuldað smjörlíkisgerðinni. Fyrstu mánuði árs- ins 1932 fékk áfrýjandi enn smjörlíki frá smjörlík- isgerðinni, og færði hann nokkuð af andvirði þess pr. 31. marz 1932 til greiðslu áðurnefndrar skuldar verzlunarinnar Hamborg, eða kr. 2384.34. Stefndi hefir véfengt heimild áfrýjanda til þessarar ráðstöfunar og krafði hann því um greiðslu þess- arar upphæðar, eins og í hinum áfrvjaða dómi segir. Enda þótt samkomulag hafi verið um það milli áfrýjanda og áðurnefnds prókúrista smjörlikis- gerðarinnar, að andvirði smjörlíkisins gengi til greiðslu á skuldum verzlunarinnar Hamborg við áfrýjanda árin 1929—1931, þá er ekki sannað gegn mótmælum stefnda, að slíkt samkomulag hafi náð til andvirðis þess smjörlikis, er áfrýjanda var sent eftir áramótin 1931—1932 og þvi síður, að áfrýjanda hafi verið heimil framannefnd ráðstöfun á and- virði smjörlikisins eftir að verzlunin Hamborg var 330 orðin gjaldþrota. Verður því að staðfesta hinn áfrýj- aða dóm með framangreindum athugasemdum. Eftir þessum málalokum þykir rétt að dæma á- frýjanda til að greiða stefnda 250 krónur í máls- kostnað fyrir hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Eggert Kristjánsson á Co., greiði stefnda, Stefáni Stefánssyni, f. h. Smjörlíkis- gerðar Akureyrar h/f., 250 krónur í málskostn- að fyrir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta, sem er höfðað með gestaréttarstefnu, útgef- inni 2. júní 1933, er risið út af verzlunarskiptum stefnds firma Eggert Kristjánsson £ Co., í Reykjavík við Smjör- likisgerð Akureyrar h/f. á Akureyri. Krefst stefnandinn að stefndur verði dæmdur til að greiða honum f. h. h/f. Smjörlíkisgerð Akureyrar kr. 2384.34 með 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1933 til greiðsludags og málskostnað eftir reikningi. Stefndur krefst hinsvegar algerðrar sýknunar af kröf- um stefnandans í máli þessu, og að honum verði tildæmd- ur hæfilegur málskostnaður eftir mati réttarins. Stefndur byggir sýknukröfur sínar á því að hann hafi greitt hina umstefndu skuld að fullu, þegar í marz 1932 með skuldajöfnuði við verzlunina Hamborg á Siglufirði. Hafi þessi greiðsla verið gerð samkvæmt samningi og sam- komulagi við framkvæmdarstjóra Smjörlikisgerðar Akur- eyrar, Jón E. Sigurðsson, er einnig var eigandi verzlunar- innar Hamborg á Siglufirði og auk þess aðalhluthafi í Smjörlíkisgerð Akureyrar. 331 Stefnandinn mótmælir því ákveðið að nokkur samn- ingur hafi verið til milli Smjörlikisgerðar Akureyrar og stefnds um skuldajöfnuð gegnum verzlunina Hamborg á Siglufirði, þótt hann hinsvegar viðurkenni að verzlun þessi og verzlunin Hamborg, Akureyri greiddu skuld stefnds við Smjörlíkisgerðina í nóvember 1931. En það gerðu þær af því að viðskiptum þeirra við smjörlíkis- gerðina var þá svo háttað, að það passaði vel fyrir báða aðilja að greiðslan færi þannig fram. En þegar stefndur nú ætli að nota sér þenna skuldajafnaðarrétt séu ástæðurn- ar allt aðrar. Verzlanirnar teknar til gjaldþrotameðferð- ar í febr. 1932 og skulduðu þá Smjörlíkisgerðinni. Í þessu sambandi bendir stefnandinn ennfremur á, að veræzlunar- stjóri verzlunarinnar Hamborg á Siglufirði hafi gefið út víxil fyrir skuld þeirri, er stefndur síðar notar til skulda- jafnaðar og að árangurslaus innheimtutilraun hafi verið gerð. Ennfremur að þegar verzlunin var tekin til gjald- Frotaskiptameðferðar 23. febr. 1932 hafi stefndur aðeins verið búinn að fá smjörlíki fyrir 900 kr. (virðist vera kr. 1100) í umboðssölu. Aðalsönnunargagn stefnds fyrir skuldajafnaðarrétti þeim, er hann byggir sýknukröfu sína á, er staðfest vott- orð Jónasar Andréssonar um samtal, er hann átti við fram- kvæmdarstjóra Smjörlikisgerðar Akureyrar 18. april 1931. En á þessu samtali virðist ekki unnt, eða nægar ástæður til, að byggja samning um skilyrðislausan skuldajafnað- arrétt stefndum til handa. Liggur nær að skilja orð fram- kvæmdarstjórans svo, að verzlanirnar myndu greiða and- virði þess smjörlíkis, er stefndur seldi á árinu 1931. Af því er að framan er sagt leiðir, að rétturinn getur eigi, gegn ákveðinni neitun stefnandans, viðurkennt að stefndur hafi haft rétt til að kvitta skuld þá, er hann var í við Smjörlíkisgerð Akureyrar í marzmánuði 1932, með innstæðu þeirri, er hann samtímis átti hjá verzluninni Hamborg á Siglufirði. Ber þvi að dæma stefnda til að greiða stefnandanum umstefnda skuld, kr. 2384.34, ásamt málskostnaði, er eftir atvikum virðist hæfilega ákveðinn 180 kr. 332 Föstudaginn 14. júní 1935. Nr. 137/1934. Valdstjórnin (Sveinbjörn Jónsson) gegn Stefáni Thorarensen (Lárus Fjeldsted). Sýknun af ákæru um brot á lögum nr. 47/1932 og 84/1933. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 17. maí 1934: Kærði, Stefán Thorarensen, greiði 100 króna sekt til ríkissjóðs, og komi einfalt fangelsi í 10 daga í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Hann greiði og allan kostnað sakarinnar þar á meðal 100 krónur í málsvarnarlaun til verjanda sins, Gústavs A. Sveinssonar, hrm. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Með því að barnalýsi það, er í þessu máli greinir, er almenn verzlunarvara hér á landi, og með því að auglýsing kærða um fjörefnainnihald þess felur í sér greinargerð um næringarefni þess og ekki er á- stæða til að telja þá greinargerð ranga, þá verður ekki talið, að kærði hafi brotið gildandi lög með auglýsingu á lýsinu út af fyrir sig. Það hefir ekki komið fram við rannsókn á smjör- líki frá verksmiðju kærandans í máli þessu, að það innihaldi D-fjörefni, enda hefir kærandinn neitað að gefa nokkrar upplýsingar í málinu um rannsókn á því, er hann kveðst hafa látið fara fram. Það er þvi ekki sannað, að kærði hafi á nokkurn hátt skýrt rangt frá um fjörefnisinnihald smjörlikis þessa, og verður því ekki heldur talið, að hann hafi gerzt brotlegur við lög að þessu leyti. Samkvæmt þessu verður að sýkna kærða í máli þessu og dæma ríkissjóð til að greiða allan kostnað 333 þess, bæði í héraði og fyrir hæstarétti, þar með tald- ar 100 krónur skipuðum talsmanni kærða í máls- varnarlaun og málflutningslaun til skipaðs sækjanda og verjanda málsins fyrir hæstarétti, 150 krónur til hvors. Dráttur sá, er orðið hefir á málinu af hálfu verj- anda fyrir hæstarétti, hefir verið nægilega rétt- lættur. Því dæmist rétt vera: Kærði, Stefán Thorarensen, á að vera sýkn af kærum valdstjórnarinnar í máli þessu. Allur sakarkostnaður, bæði í héraði og fyrir hæstarétti, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda í héraði, cand. jur. Gústafs A. Sveinssonar, 100 krónur, og málflutningslaun skipaðs sækjanda og verj- anda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutnings- mannanna Sveinbjarnar Jónssonar og Lárusar Fjeldsted, 150 krónur til hvors. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Stefáni Thorarensen, lyfsala, Sóleyjargötu 11, hér í bæn- um, fyrir brot gegn lögum nr. 47, 1932, um lækningarleyfi o. fl. og lögum nr. 84, 1933, um varnir gegn óréttmætum verzlunarháttum, og eru málavextir þeir, er nú skal greina. Hinn 26. nóvember s. 1. var svo hljóðandi auglýsing í Morgunblaðinu, sem gefið er út hér í bænum: „Farið engar krókaleiðir. Ein barnaskeið af hinu við- urkennda barnalýsi, sem fæst í Laugavegsapóteki inni- heldur jafnmikið af A fjörefnaeiningum og 10 pund af fjörefnasmjörliki. 334 Auk þess 5000 D fjörefnaeiningar, sem ekki finnast í fjörefnasmjörliki. Lýsi er þannig sannanlega bezti og ódýrasti fjörefna- giafi. Laugavegs Apotek.“ Hinn 28. nóvember s. 1. birtist í sama blaði eftirfarandi auglýsing: „Hið viðurkennda Barnalýsi frá Laugavegs Apoteki inniheldur í einu grammi: 2000 A bætiefnaeingar. 1000 D bætiefnaeiningar. Nú er tími til þess að gefa börnunum þetta viðurkennda Þorskalýsi.“ Kærði, sem er eigandi Laugavegs Apoteks, hefir játað að hafa sett framangreinda auglýsingu í fyrrgreint blað og er hann fyrir það sakaður um að hafa brotið gegn lögum þeim, er málshöfðunin tekur til samkvæmt framangreindu. Það kemur þá fyrst til athugunar, hvort refsivert hafi verið af kærða að auglýsa þorkalýsi, vegna þess að það sé lyf. Þorskalýsi er talið í lyfjaskrá og verð þess í lyfjabúð- um miðað við notkun þess sem lyfs. Það þykir og verða að ganga út frá því sem fyrir liggur í málinu, að lýsi sé tíðast notað sem lyf, enda þótt það í sumum tilfellum, og þá helzt í sambandi við önnur efni, sé notað frekar sem almenn fæða. Niðurstaðan um þetta kæruatriði verður því sú, að lýsi sé lyf, og hefir kærði þvi með því að aug- lýsa það brotið gegn 17. gr., sbr. 18. gr. 1. mgr. laga nr. 47, 1932. Í framangreindum auglýsingum er skýrt frá því, hve mikið þorskalýsi það, er kærði hefir á boðstólum inni- haldi af A og D fjörefnaeiningum. Undir rannsókn máls- ins hefir kærði skýrt svo frá, að hann hafi keypt það lýsi, sem hann hefir verzlað með, og auglýst af lýsissamlagi ís- lenzkra botnvörpunga, og byggir hann auglýsingar sínar um fjörefnainnihaldið á rannsókn, sem lýsissamlagið hefir látið fram fara á lýsinu. Forstjóri lýssamlagsins hefir skýrt svo frá, að kærði hafi keypt lýsi hjá samlaginu í lyfjabúð sína og hafi allt það lýsi verið rannsakað að fjör- 335 efnamagni af Statens Vitamin Laboratorium í Kaup- mannahöfn. Niðurstöður af þessari rannsókn liggja fyrir i málinu, og með því að þær eru í samræmi við auglýs- ingar kærða og ekki er upplýst, að kærði hafi selt annað lýsi en það, sem rannsóknin tekur til, þá verður ekki tal- ið, að umrædd auglýsing á fjörefnainnihaldinu varði við lög. Auk framangreindra auglýsinga um þorskalýsið ber kærði í auglýsingum, einkum 26. nóvember mikið lof á Það, þar á meðal með samanburði á þvi og fjörefnasmjör- líki. En þótt kærði noti í þessu skyni nokkuð sterk orð, Þá þykir ekki að áliti réttarins næg ástæða til sakfellingar samkvæmt 1. gr. 1. 84, 1933. Út af samanburði þeim, sem kærði samkvæmt framan- greindu gerir á lýsi og fjörefnasmjörlíki og fullyrðingum kærða um smjörlíkið, hefir forstjóri h/f. Svanur, sem framleiðir svokallað vitaminsmjörlíki krafizt þess að kærði verði látinn sæta ábyrgð fyrir auglýsingarnar, og verður því að athuga, hvort kærði hafi með ummælum um vöru þessa framleiðanda, brotið lög. Kærði hefir ját- að, að hann, er hann í auglýsingum sínum talar um fjör- efnasmjörlíki, eigi við smjörlíki h/f. Svanur. Það er ekki véfengt, að kærði skýri rétt frá um A-vitamininnihald smjörlíkisins, ef lagt er til grundvallar það, sem áður segir um A-vitamininnihald lýsisins, en hinsvegar heldur forstjóri h/f. Svanur því fram, að rangt sé hjá kærða, er hann segir, að smjörlíkið innihaldi ekkert D-vitamin, og byggir hann þann framburð sinn á því, að hann beinlínis láti D-vitamin í smjörlíkið, er hann býr það til. Forstjór- inn kveður hinsvegar ekki ávallt samræmi milli þess, sem láti D-vitamin í smjörlikið, er hann býr það til. Forstjór- fjörefnainnihaldi þess fulllagaðs. Rannsókn á D-fjörefnamagni smjörlikisins fulllagaðs kveður hann ekki hafa verið fyrir hendi, og því hafi hann ekki auglýst ákveðið um þetta atriði. Kærði kveðst hins- vegar hafa byggt fullyrðingar sínar um D-fjörefnaskort smjörlikisins á því, að h/f. Svanur hafi í auglýsingum sin- um aðeins getið um A-fjörefni í smjörlikinu. Í málinu ligg- ur fyrir skýrsla frá Statens Vitamin Laboratorium í Kaup- mannahöfn um rannsókn á sýnishorni af hinu svokallaða vitaminsmjörliki, er h/f. Svanur framleiðir. Um D-fjör- 336 efnainnihald smjörlíkisins segir í niðurstöðu þessarar rannsóknar að af tilraunum þeim, sem fram hafa farið, verði ekki ályktað, að smjörlíkið innihaldi D-fjörefni. Þessi niðurstaða virðist vera hlutlaus, þannig, að hún útiloki ekki að D-fjörefni sé í smjörlíkinu, og verður þvi eftir þeim upplýsingum, sem fyrir liggja í málinu um þetta atriði, að telja það ósannað, hvort D-fjörefni séu í vita- min-smjörlíki h/f. Svanur eða ekki. Með hliðsjón af þvi, að telja verður að löggjafinn hafi með setningu laga nr. 84, 1933, viljað veita atvinnufyrirtækjum aukna vernd fyrir rakalausum og óréttmætum árásum og ummælum, þá verður að líta svo á, að á kærða hvili sönnunarbyrðin fyrir réttmæti umræddra fullyrðinga um D-fjörefnaskort smjörlíkisins. Það verður og að líta svo á, að skilja beri 11. gr. fyrrgreindra laga þannig, að orðin „rangar sögu- sagnir“ taki eigi aðeins til sannanlega rangra ummæla, heldur einnig til ummæla, sem ósönnuð eru og söguber- anum ekki tekst að færa rök að. Að þessu athuguðu með tilvísun til þess, að telja verður að þessi ummæli kærða séu til þess fallin, eins og þau eru sett fram, að spilla sölu a smjörlíki h/f. Svanur, sem eftir því, sem liggur fyrir í málinu, hafi einn framleiðenda á tímabili því, sem hér kemur til greina, auglýst vitaminsmjörlíki, þá þykir ekki verða hjá þvi komizt, að telja ummæli þessi varða við 11. gr. laga nr. 84, 1933. Kærði hefir áður, svo kunnugt sé, sætt refsingu, sem nú skal greina: 1) 10. jan. 1923, dæmdur í hæstarétti í 150 króna sekt fyrir brot gegn 219. gr. hegningarlaganna. 2) 24. jan. s. á. í 100 króna sekt fyrir brot gegn 7. gr. 1. nr. 88, 1917, um notkun bifreiða. Refsing kærða fyrir framangreint brot þykir hæfilega ákveðin 100 króna sekt til ríkissjóðs, og komi einfalt fangelsi í 10 daga í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Kærði greiði allan kostnað sakarinnar þar á meðal 100 krónur í málsvarnarlaun til verjanda sins, hrm. Gústafs A. Sveinssonar. Dráttur sá, er orðið hefir á máli þessu, stafar af ann- ríki dómarans. 337 Mánudaginn 17. júní 1935. Nr. 190/1934. Valdstjórnin (Sveinbjörn Jónsson) Segn Ingvari Guðmundssyni (Eggert Claessen). Sýknun af kæru fyrir brot á bráðab.l. nr. 49/1934. Dómur lögregluréttar Reykjaavíkur 31. okt. 1934: Kærð- ur, Ingvar Guðmundsson, greiði 30 króna sekt til verð- jöfnunarsjóðs verðjöfnunarsvæðis Reykjavíkur. Sektin greiðist innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa, en afplánist ella með einföldu fangelsi í 2 daga. Kærður greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Athafnir þær, sem kærða er gefin sök á í hinum áfrýjaða dómi, fela í sér flutning mjólkur hingað til bæjarins í sölu skyni eða afhendingar dagana 29.—30. okt. f. á. Með þessu hefir kærði að vísu gert tilraun til sölu eða afhendingar mjólkur hér í bæn- um, en eftir ákvæðinu um stundarsakir í bráða- birgðalögum nr. 49 10. sept. 1934 verður refsing ekki dæmd fyr en sala hefir farið fram, og því ekki heim- ilt að refsa fyrir tilraun eina saman. Verður því að sýkna kærða af kærum valdstjórnarinnar í máli þessu og dæma ríkissjóð til að greiða allan sakar- kostnað, bæði í héraði og fyrir hæstarétti, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verj- anda fyrir hæstarétti, 80 krónur til hvors. Kærði hefir krafizt þess, að honum verði dæmdar bætur fyrir mjólk þá, er lögregla Reykjavikur tók af honum, og að svo verði látið um mælt, að henni hafi verið óheimilt að taka mjólkina af honum. Á 22 338 hvoruga þessa kröfu verður lagður dómur í máli þessu, þegar af þeirri ástæðu, að þeim, er þær bein- ast að, hefir ekki verið gefið færi á að gæta hags- muna sinna, að því leyti. Því dæmist rétt vera: Kærði, Ingvar Guðmundsson, á að vera sýkn af kærum valdstjórnarinnar í máli þessu. All- ur sakarkostnaður, bæði í héraði og fyrir hæstarétti, greiðist af ríkissjóði, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verj- anda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutnings- mannanna, Sveinbjarnar Jónssonar og Eggerts Claessen, 80 krónur til hvors. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Ingvari Guðmundssyni, bónda, Arnarnesi í Garðahreppi, fyrir brot á bráðabirgðalögum um meðferð og sölu mjólk- ur og rjóma o. fl. frá 10. september 1934. Í 5. gr. greindra laga er svo ákveðið, að á verðjöfnun- arsvæði hverju skuli aðeins eitt mjólkurbú eða ein mjólk- urmiðstð, annast alla sölu neyzlumjólkur, rjóma og skyrs, þar sem mjólkurbú hafa verið viðurkennd samkvæmt á- kvæðum laganna. Þá er og ákveðið, að öll mjólk, sem undir greinina fellur, skuli gerilsneydd, þó með undan- þágu, sem ráðherra getur veitt um mjólk til barna og sjúkra. Í ákvæði um stundafsakir er framleiðendum mjólkur þó leyfð sala hennar ógerilsneyddrar beint til neytenda innan bæjar eða sveitarfélags framleiðenda, svo lengi sem áðurgreind samsala mjólkur er ekki komin á. Í fyrradag var kærður, sem búsettur er utan lögsagnar- umdæmis Reykjavíkur tekinn af lögreglunni þegar hann var á leiðinni til bæjarins með ógerilsneydda mjólk, sem 339 hann hefir viðurkennt að hafa ætlað að selja til neyzlu í bænum. Í gærdag og í dag var hann aftur tekinn með ógeril- sneydda mjólk, sem hann þá kvaðst ætla að útbýta ó- keypis til hinna sömu viðskiptamanna og til fátækra hér í bænum. Með gagnályktun frá áðurgreindu ákvæði um stundar- sakir, sbr. 5. gr., verður að telja greindan verknað kærða óheimilan, og ber því að refsa honum samkvæmt 14. gr. laganna. Kærðum hefir ekki áður verið refsað, svo kunnugt sé, og þykir refsing hans hæfilega ákveðin 30 króna sekt, sem renni í verðjöfnunarsjóð verðjöfnunarsvæðis þess, er Reykjavík verður í. Sektin greiðist innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa, en afplánist ella með einföldu fangelsi í tvo daga. Kærður greiði allan kostnað sakarinnar. Á málinu hefir ekki orðið óþarfur dráttur. Miðvikudaginn 19. júní 1935. Nr. 162/1934. Valdstjórnin (Pétur Magnússon) segn Frank Mortagu Norton (Lárus Fjeldsted). Veiðarfæri í ólagi. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 24. ágúst 1934: Kærð- ur, Frank Mortagu Norton, greiði 20100 króna sekt í Land- helgissjóð Íslands og komi 8 mánaða einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún verður ekki greidd innan viku frá lög- birtingu dóms þessa. Allur afli og öll veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir i togaranum H. 239 Crestflower frá Hull sé upptækt og renni andvirðið í sama sjóð og sektin. Loks greiði kærður allan kostnað sakarinnar. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 340 Dómur hæstaréttar. Það verður að vísu að telja sannað, að togarinn Crestflower H. 239 hafi verið um 1 sjómílu inni í landhelgi, þegar varðskipið tók hann. Hinsvegar kveðst hinn kærði skipstjóri hafa togað í kringum dufl, sem lagt var frá öðrum togara nokkru fyrir utan landhelgi, en ekki er nákvæmlega upplýst um það, hversu langt hann hafi verið utan við land- helgislinu. Verður því að telja það mögulegt, að tog- arinn hafi verið utanvert við landhelgilinu, þegar varpa hans festist í botni, og að hann hafi verið á reki um 50 mínútur, meðan verið var að koma veið- arfærum hans í lag. Þá var vindhraði, að þvi er telja má, eitthvað meiri en á meðan varðskipið lét sig reka, og aðfallsstraumur, en útfall var byrjað, þegar varðskipið gerði tilraun sina. Að þessu athuguðu þykir það ekki útilokað, að togarann kunni að hafa rekið inn í landhelgi nálægt 1 sjómílu, á áðurnefndum hér um bil 50 mínútum. Verður því ekki talið sannað, að togarinn hafi ver- ið að veiðum í landhelgi, og ber því að sýkna hinn kærða skipstjóra af kæru fyrir það brot og fella nið- ur ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku afla og veiðarfæra. En með þvi að kærði gætti þess ekki, að skip hans ræki ekki inn í landhelgi með ólög- lega umbúin veiðarfæri, verður að dæma hann til refsingar eftir 2. gr. laga nr. 5/1920, og þykir refsing hans hæfilega ákveðin, samkvæmt 2. málsgr. 3. gr. sömu laga og með tilliti til þess, að dagsgengi ís- lenzkrar krónu er nú 49.13, 6000 króna sekt til land- helgissjóðs, og komi 3 mánaða einfalt fangelsi í stað hennar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Svo greiði kærði allan sakar- kostnað, bæði í héraði og fyrir hæstarétti, þar með 341 talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verj- anda fyrir hæstarétti, 150 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Kærði, Frank Nortagu Norton, greiði 6000 króna sekt til landhelgissjóðs, og komi 3 mán- aða einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Svo greiði kærði allan sakarkostnað, bæði í héraði og fyrir hæstarétti, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verj- anda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutnings- mannanna Péturs Magnússonar og Lárusar Fjeldsted, 150 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af valdstjórnarinnar hálfu gegn Frank Mortagu Norton skipstjóra á togaranum H. 239 Crestflower frá Hull fyrir brot gegn ákvæðum laga nr. 5 18. maí 1920. Í skýrslu þeirra, er skipstjóri varðskipsins Ægir hefir gefið um nánari atvik þessa máls, segir svo, að varðskipið hafi síðastliðinn miðvikudag verið á leið út Þistilfjarð- arflóann. Kl. 8.15, er varðskipið var statt úti fyrir svo- kölluðum Afréttum, sást togari og var haldið í áttina til hans. Kl. 8.39 er stansað við togarann, og setur varðskip- ið þar út bauju. Þegar fyrst sást til togarans og þar til varðskipið kom að honum virtist hann liggja kyrr, en skömmu siðar var hann kominn á ferð. Dró þá varðskipið upp stöðvunarmerki og stansaði togarinn samstundis. Var Þá togarinn að enda við að taka inn vörpuna og hékk hún mestöll og báðir hlerar utanborðs. Þegar komið var um borð var lifandi fiskur í pokanum og báðir vængir vörp- unnar, einkum framvængurinn, nokkuð rifnir. Kl. 8.50 er eftirfarandi staðarákvörðun gerð nálægt baujunni: 342 Gunnólfsvíkurfjall > 34?08' Austurrönd Afrétta > 9730 Raufarhafnarviti Dýpi mælt 66 metrar. Gefur það staðinn um 1.0 sjómilu innan landhelgislin- unnar. Kærður, skipstjóri togarans, kom um borð í varðskip- ið og var bent á, að hann væri inni í landhelgi, og kvaðst hann vita það. Sagðist skipstjóri togarans hafa togað milli tveggja bauja en er hann hafði verið búinn að toga í hér- umbil klukkustund hafi varpan orðið föst í botni, og þá strax snúið sér að því að reyna að ná henni upp. Varpan losnaði úr botni eftir nokkrar minútur, en þegar hler- arnir komu upp hafi þeir verið snúnir saman á vírunum. Meðan verið var að koma þessu í lag hafi skipið legið kyrrt, og hafi það tekið um % klst. og ekki verið lokið fyrr en ó mínútum eftir að varðskipið kom að togaranum. Kl. 9.22 var farið að bauju varðskipsins og gerð við hana eftirfarandi staðarákvörðun : Austurströnd Afrétta > 6830 N.-endi Súluness > 2758" Raufarhafnarviti Dýpi 73 metr. Gefur þessi mæling stað 1 sjómílu innan landhelgislinu. Síðan var varðskipið látið reka frá baujunni í 40 min- útur og mæld sú vegalengd, og reyndist hún að vera 0.4 sjómílur eða sem svarar að skipið ræki 0.6 sjómilu á klukkustund. Að gerðum þessum athuguðum fór varðskipið með tog- arann til Norðfjarðar. Við réttarhald í málinu hefir kærður gefið eftirfarandi skýrslu: Kl. 8.25 miðvikudagskvöldið hefði hann kastað út vörpunni síðast áður en varðskipið kom. Samkvæmt samanburði við klukku varðskipsins reyndist klukka þess Þá vera 6.49 eða 1 klst. 36 min. seinni en klukka togarans. Síðan hafi hann togað um eina klukkustund en þá fest 343 vörpuna í botni. Var þá farið að ná upp vörpunni og hafi hún losnað úr botni eftir þrjár minútur og síðan verið höluð upp og hvorttveggja tekið um 10 minútur. Þegar varpan kom upp voru vírarnir flæktir við hlerana, og kveðst kærður þá hafa farið að koma því í lag, sem fyrst hafi verið lokið fimm minútum eftir að varðskipið kom að togaranum. Nú heldur kærður því fram, að varpan hafi verið höluð nálægt bauju er togarinn Rylston hafi átt á þessum stað, en baujan hafi verið 6% mílu undan landi. Hafi togarinn Rylston gefið kærðum upp þennan stað baujunnar, meðan þeir voru á leiðinni til Norðfjarðar, og hefði staðurinn verið ákveðinn með hornmælingum. En meðan verið var að greiða virana frá hlerunum hafi tog- arann rekið þangað, sem varðskipið kom að honum. Kærður gerði engar mælingar eða athuganir sjálfur um stað þann, er hann halaði inn vörpuna síðast áður en varð- skipið kom, og byggir á því sem hann álítur eða heldur um stað þennan og svo mælingu togarans Rylston, sem engar sönnur hafa verið færðar að. Hinsvegar hefir kærður ekki treyst sér til að vefengja mælingar varðskipsins né fært fram neitt, er hnekki athugunum þess eða mælingum. Samkvæmt framburði kærðs, sérstaklega um tíma þann, er hann kastaði vörpunni og togaði, og eftir athugunum varðskipsins, hlýtur kærður að hafa verið að minnsta kosti hálfa milu innan við landhelgislinuna, er hann hal- aði inn vörpuna síðast, áður en varðskipið kom. Samkvæmt þessari niðurstöðu verður að telja nægilega sannað, að kærður hafi verið að toga í íslenzkri landhelgi mokkru áður en varðskipið kom að honum síðastliðinn miðvikudag. Kærður hefir ekki áður sætt refsingu fyrir brot á land- helgislöggjöfinni. Kærður hefir því að áliti réttarins brotið gegn ákvæð- um í. gr. laga nr. 5 frá 1920, um bann gegn botnvörpu- veiðum í landhelgi og þykir refsing sú, er hann hefir til unnið fyrir það, eftir 3. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 4 frá 1924 hæfilega ákveðin 20100 króna sekt í landhelg- issjóð Íslands, með tilliti til þess, að gengi íslenzkrar krónu er nú þannig, að hún jafngildir 49.87 aurum gulls og komi í stað sektarinnar 8 mánaða einfalt fangelsi, ef hún verður eigi greidd innan viku frá lögbirtingu dóms þessa. 344 Allur afli og öll veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir togarans H. 239 Crestflower frá Hull sé upptækt og renni andvirðið í sama sjóð og sektin. Loks greiði kærður allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Miðvikudaginn 19. júní 1935. Nr. 36/1935. Jón Gíslason (Lárus Jóhannesson) Segn brjóstsykurgerðinni Nói h/f (Enginn). Bótakrafa stefnda eigi tekin til greina. Dómur gestaréttar Hafnarfjarðar 29. maí 1934: Stefndur, Jón Gíslason, útgerðarmaður, til heimilis á Merkurgötu nr. 2 í Hafnarfirði, greiði stefnanda, cand. juris Torfa Hjartarsyni í Reykjavik, fyrir hönd Þrjóstsykursgerðar- innar h/f. Nói í Reykjavík, kr. 300.00 ásamt 6% ársvöxt- um af upphæð þessari frá 17. septbr. 1930 til greiðsludags. og í málskostnað kr. 129.00. Dóminum að fullnægja innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu hans undir aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Þegar mál þetta var tekið fyrir í hæstarétti mætti stefndi ekki, þótt honum hafi verið löglega stefnt. Málið hefir því verið rekið skriflega samkvæmt 38. gr. hæstaréttarlaganna og er dæmt eftir N. L. 1--4—32 og 2. gr. tilsk. 6. júní 1796. Áfrýjandi hefir gert þær réttarkröfur, að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og breytt þannig, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnda, og 345 að hann verði dæmdur til að greiða málskostnað bæði í undirrétti og hæstarétti, eftir maíi dómsins. Svo sem fram er tekið í hinum áfrýjaða dómi, var fullnustukrafa eiganda tékkávísunar þeirrar, er ræðir um í máli þessu, gegn framseljanda hennar, fyrnd, er málið út af henni var höfðað í héraði. Stefndi hefir því fyrir undirrétti byggt kröfu sina á hendur áfrýjanda á 12. gr. tékkalaga nr. 38/1901 og á þvi, að áfrýjandi hafi nokkrum dögum eftir út- gáfu ávísunarinnar verið tilkynnt, að hún fengist eigi greidd, og að hann (áfrýjandi) hafi þá lofað að gera kröfu í þrotabú útgefanda ávísunarinnar, Þórðar kaupmanns Flygenring í Hafnarfirði, en tékkávísunin var útgefin til greiðslu á kaupi áfrýj- anda við verzlun nefnds kaupmanns. Þessar stað- hæfingar sínar hefir stefndi þó eigi sannað gegn eindreginni neitun áfrýjanda, sem þvert á móti heldur því fram, að hann hafi ekkert fengið að vita um greiðslubrestinn fyrr en innköllunarfrestur í nefndu þrotabúi var liðinn, og hafi hann því verið útilokaður frá að koma fram kröfu í búið, sem ann- ars myndi hafa fengizt greidd. Að svo vöxnu máli verður eigi séð, að stefndi eigi nokkra bótakröfu á hendur áfrýjanda, hvorki eftir almennum skaðabótareglum, með því að vanræksla af hendi áfrýjanda er ósönnuð, né samkvæmt 12. gr. laga nr. 38/1901, með því að ekki verður talið, að á- frýjandi hafi auðgazt á kostnað stefnda, heldur þrotabú Þórðar Flygenrings. Það verður því að sýkna áfrýjanda af kröfum stefnda í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður í héraði falli niður, en málskostnað í hæstarétti ber stefnda að greiða áfrýjanda og ákveðst hann 150 krónur. 346 Því dæmist rétt vera: Áfrýjandi, Jón Gíslason, á að vera sýkn af kröfum stefnda, brjóstsykursgerðarinnar Nói h/f í máli þessu. Málskostnaður í héraði falli niður, en máls- kostnað í hæstarétti, 150 krónur, á stefndi að greiða áfrýjanda að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Með stefnu útgefinni 26. ágúst f. á., hefir cand. juris Torfi Hjartarson í Reykjavík, f. h. brjóstsykursgerðarinn- ar h/f. Nói í Reykjavík, höfðað mál þetta, gegn útgerðar- manni Jóni Gíslasyni, Merkurgötu nr. 2 í Hafnarfirði, til greiðslu á kr. 64.35, skuld fyrir vörur, og kr. 235.65 pen- ingaskuld vegna greiðslubrests á tékkávísun, ásamt 6% ársvöxtum af kr. 300.00 frá 17. september 1930 til greiðslu- dags, og málskostnaði að skaðlausu eftir reikningi, — en stefnukröfu þessa hefir Ólafur Runólfsson, kaupmaður í Hafnarfirði, framselt stefnanda, og telur stefnandi mála- vöxtu vera þá, að árið 1930 skuldaði stefndur, sem þá var verkstjóri Þ. Flygenring, útgerðarmanns í Hafnarfirði, velnefndum kaupmanni, Ólafi Runólfssyni, kr. 64.35 fyrir matvörur, en 17. september s. á. hafi svo stefndur komið til hans og afhent honum upp í skuld þessa tékkávísun, að upphæð kr. 300.00, útgefna af velnefndum Þ. Flygen- ring, sem fram er lögð í málinu, og greiddi oftnefndur kaupmaður honum til baka kr. 235.65 í peningum, í þeirri trú að ávísun þessi fengist greidd, en þegar til hafi komið, hafi inneign fyrir henni ekki verið til á hlaupareikningi Þ. Flygenrings í Landsbankanum, og útgefandi ávísunar- innar nokkru síðar orðið gjaldþrota, og ekkert verið greitt úr þrotabúi hans upp í almennar kröfur búsins, og stefnd- ur einnig verið ófáanlegur til að innleysa ávísunina, eða að greiða kröfur þær, er bak við hana standa og um ræðir í stefnunni. 347 Stefndur hefir undir rekstri málsins haldið því fram, að hin framlagða tékkávisun sé fyrnd, og að honum eigi fyrr en eftir kröfufrestur var útrunnin í fyrrgreindu þrotabúi, borizt vitneskja um það, að oftgreind tékkávis- un eigi hafi fengizt greidd, en upphæð hennar hafi verið greiðsla á verkstjórakaupi stefnds hjá útgefanda hennar, sem forgangsrétt hafi haft í þrotabúi hans, og hann því útilokaður frá að gera forgangskröfu í búið, en fyrir for- gangskröfum hafi þar verið nægilegt fé fyrir. — Krefst stefndur þvi sýknunar í málinu og að honum verði til- dæmdur málskostnaður eftir reikningi. Oftgreind tékká- vísun ber það með sér, að hún er útg. 16. september 1930 á hlaupareikning nr. 1755 við greindan banka og ábekt af stefndum, og í málinu liggur fyrir vottorð bankans um að aldrei hafi verið næg upphæð fyrir henni frá útgáfu- degi, en þar á móti er eigi fyllilega upplýst, hvenær ávis- unin hafi verið til innlausnar í bankanum, né heldur hve- nær stefnandinn hafi tilkynnt þetta ávísunareigandanum, Ólafi Runólfssyni kaupmanni, né heldur hvenær hann til- kynnti það stefndum, eða það eigi sannað nægilega gegn mótmælum hans þar að lútandi, og framlagt vottorð bank- ans upplýsir eigi heldur hvort eða hvenær oftgreind tékk- ávísun hafi verið þar sýnd. — En enda þótt nú hin fram- lagða tékkávísun verði að teljast fyrnd, sem slík, eða fullnustukrafa samkvæmt henni, verður samkvæmt fyrir- mælum 12. gr. laga nr. 38 frá 1901, og 93. gr. víxillaganna frá 1882, að álita, að sækja megi útgefanda eða fram- seljendur ávísunarinnar um upphæð hennar, sem um hverja aðra skuld væri að ræða, þar álita verður, að þeir hvor um sig hafi unnið fé þetta úr hendi stefnanda, og get- ur hann sótt þá einn fyrir alla og alla fyrir einn um upp- hæð ávísunarinnar, og telja verður þá skuld eigi fyrnda, en við móttöku tékkávísunarinnar til greiðslu upp í verk- stjórakaup sitt, hefir forgangskrafa stefnds í umrætt Þrotabúi lækkað um tilsvarandi upphæð. Það virðist því eiga að dæma stefndan til þess að full- nægja kröfum stefnanda, samkvæmt stefnunni, þar á með- al málskostnaðarkröfu hans, en málskostnaður telst hæfi- legur vera kr. 129.00, samkvæmt framlögðum reikningi stefnanda. 348 Föstudaginn 21. júní 1935. Nr. 14/1935. Réttvísin (Eggert Claessen) gegn Árna Theódór Péturssyni (Pétur Magnússon). Brot gegn 175. gr. alm. hegningarlaga. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 19. dez. 1934: Á- kærði, Árni Theódór Pétursson, sæti einföldu fangelsi í 2 mánuði og greiði allan kostnað sakarinnar, þar á meðal varðhaldskostnað sinn og 150 krónur í málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, hrm. Péturs Magnússonar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Með skírskotun til forsenda hins áfrýjaða dóms þykir mega staðfesta hann. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinn- ar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækj- anda og verjanda fyrir hæstarétti, 300 krónur til hvors. Mál þetta hefir staðið yfir í héraði frá því í marz 1931 og til 12. dez. f. á. Sést ekki, að þingað hafi verið í málinu frá 9. dez. 1931 og út árið 1932, og er dráttur þessi ekki nægilega réttlættur. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Árni Theódór Pétursson, greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmann- 349 anna Eggerts Claessen og Péturs Magnússonar, 300 krónur til hvors. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af réttvísinnar hálfu höfðað gegn Árna Theódór Péturssyni, fyrrverandi kennara, nú til heimilis á Seljavegi 27 hér í bænum, fyrir brot gegn 16. kapítula hinna almennu hegningarlaga frá 25. júní 1869. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, er fæddur 8. april 1871. Hann hefir áður svo kunnugt sé sætt refsingu, sem nú skal greina: 1) 20. október 1924 sektaður um 50 krónur fyrir ölvun. 2) 21. júní, 13. september og 22. nóvember 1927, sekt- aður fyrir ölvun um 50 krónur í hvert skipti. 3) 30. október 1928 sektaður um 7ó krónur fyrir brot gegn áfengislögunum. 4) 18. april 1929 sektaður um 60 krónur fyrir ölvun. 5) 16. marz, 23. ágúst, 1. október og 15. nóvember 1930 sektaður fyrir ölvun í hvert skipti um 50 krónur. 6) 5. maí 1931, sektaður um 50 krónur fyrir ölvun. 7) 16. marz 1932, sektaður um 50 krónur fyrir ölvun, öll skiptin í Reykjavik. I. Árið 1924 flutti að Móakoti á Vatnsleysuströnd Jón Lár- us Hansson, er áður hafði búið að Hlið í Þorskafirði, á- samt konu sinni, Guðrúnu Árnadóttur og börnum þeirra, en elzt þeirra var dóttirin, Hansina Kristin, sem fædd er 4. ágúst 1916. Eftir nýjár 1929 kom á heimilið Árni Theó- dór Pétursson, ákærði í þessu máli, og var hann ráðinn til þess að kenna börnunum, þar á meðal Hansinu, sem hann kenndi undir fermingu, en hún fermdist vorið 1930. Þykir eigi fullsannað að ákærði beinlínis hafi verið ráð- inn kennari Hansínu eftir það, enda þótt hann dveldi á- fram á heimilinu. Hinn 17. mai 1929 fór Jón Hansson af heimilinu til Reykjavíkur, til þess að stunda þar atvinnu, og virðist hann siðan að mestu hafa dvalið í Reykjavík, en þó skroppið öðru hvoru að Móakoti, einkum um helg- 350 ar. Í febrúarmánuði 1931 tókst hann ferð á hendur norð- ur í land, en er hann kom úr þeirri ferð í marzmánuði sama ár, frétti hann að ákærði hefði, meðan hann var burtu úr bænum, gist með dóttur hans, Hansínu Kristínu, í sama herbergi í gistihúsi Hjálpræðishersins hér í bæn- um í þrjár nætur. Með bréfi til lögreglustjórans í Reykja- vík, dags. 25. marz 1931, skýrir Jón Hansson síðan frá Þessu jafnframt því, sem hann telur það engum vafa und- irorpið, að ákærði hafi við þetta tækifæri lokkað telp- una til saurlifnaðar, og krefst hann þess, að mál þetta verði tekið til rannsóknar, og að ákærði verði síðan látinn sæta þeirri refsingu, sem rannsóknin leiði í ljós, að hann hafi unnið til. II. Hinn 31. marz 1931 rannsakaði Bjarni Snæbjörnsson, læknir stúlkuna Hansinu Kristínu Jónsdóttur, og kom þá í ljós við þá rannsókn, að meyjarhaftið var rifið. Sama dag og rannsókn þessi fór fram, kom Hansína Kristin fyrst fyrir rétt undir rannsókn þessa máls. Skýrði hún þá svo frá, að faðir hennar, Jón Lárus Hansson, hefði, er hún var aðeins 9 ára gömul, byrjað að sýna sér áleitni og hafa við sig holdleg mök. Í janúarmánuði 1931 hafi hún samkvæmt beiðni föður síns komið til Reykjavíkur og þá sofið hjá honum í tvær nætur í herbergi inn af búð hans á Lindar- götu 8. Hafi hann þá fyrra kvöldið haft með sér holdleg- ar samfarir, að henni nauðugri, og meyjarhaftið þá rifn- að. Í þessu réttarhaldi neitaði Hansina því hinsvegar ein- dregið, að nokkur annar, hvorki ákærði né aðrir, hefðu haft líkamleg mök við hana, og yfirleitt talar hún vel um ákærða. Hinsvegar játar Hansína það í þessu réttarhaldi, að hún hefði í febrúarmánuði sama ár farið til Reykjavikur ásamt ákærða, og þau hafi þá í þrjár nætur, meðan þau stóðu við í Reykjavík, gist í sama herbergi í gistihúsi Hjálpræðishersins. Kveðst hún hafa farið þessa ferð til Reykjavíkur að ráði móður sinnar, til þess að leita sér lækninga, við brjósthimnubólku, er talið var að hún gengi með. Gert hafi verið ráð fyrir, að hún gisti hjá móður- systur sinni á Nýlendugötu 15, enda hafi henni verið boð- in gisting þar, er hún kom til bæjarins, en vegna þess að veikindi voru þar í húsinu, kveðst hún hafa veigrað sér við að þiggja það. Er ákærði svo bauð henni að gista hjá 3ðl sér á Hernum, þá þáði hún það. Gisti hún síðan eins og áður greinir, þrjár nætur í sama herbergi og ákærði, en í umræddu réttarhaldi segir hún, að þau hafi ávallt sofið sitt í hvoru rúmi, og ákærði ekki leitað neinna maka við hana. Hinn 9. aprilmánaðar 1931 kom svo Jón Lárus Hansson fyrir rannsóknarréttinn. Neitaði hann því þá og ávallt sið- an, að hafa á nokkurn hátt haft holdleg mök við Hansínu, dóttur sína, og að hafa sýnt viðleitni í þá átt. Hann kvað það hinsvegar rétt, að Hansina hafi sofið hjá sér á Lind- argötunni, eins og hún hafði borið, og hafi telpan þá um kvöldið rifið sig úr öllum fötunum, nema skyrtunni, hlaupið síðan í fangið á honum og sagt við hann: „Vertu góður við mig, pabbi“, en hann þá spurt hana, hvernig henni kæmi slíkt til hugar, og þau síðan sofnað í rúminu, án þess að nokkur holdleg mök færi þeirra í milli. Skýrir Jón Hansson greinilegar frá þessu í réttarhaldi 10. sept- ember 1931, og segir þá, að telpan hafi að sínu fyrirlagi komið til Reykjavíkur 4. febrúar um veturinn, til þess að hann gæti liftryggt hana. Hafi þau svo sofið saman tvær næstu nætur, og fyrri nóttina ekki borið á neinni óeðli- legri áleitni frá telpunnar hálfu, en síðari nóttina hafi hún sýnt sér þá áleitni, sem áður getur. Í lok réttarhalds- ins 10. september, var Jón Hansson úrskurðaður í gæzlu- varðhald. Hinn 12. september heldur rannsókninni síðan áfram. Þá kemur Hansína Kristin enn fyrir réttinn. Hélt hún þá við sinn fyrri framburð í öllum greinum, en að réttarhaldinu loknu, var hún sett í varðhald og síðan úr- skurðuð í gæsluvarðhald daginn eftir eða 13. sept. 1931. Þau Hansína og Jón héldu nú hvort í sínu lagi fast við framburði sína þangað til í réttarhaldi 1. október 1931, en þá játaði Hansína að allur fyrri áburður hennar á föð- ur hennar, væri rangur, og að hann hefði hvorki haft holdleg mök við hana, er þau sváfu saman á Lindargötu né endranær. En jafnframt þessari afturköllun fyrri fram- burðar sins, staðhæfir Hansína, að ákærði í þessu máli og hann einn, hafi haft holdlegt samræði með henni og að það hafi gerst seinustu nóttina, sem þau sváfu saman í herberginu á Hernum, eins og áður greinir. Hafi hann þá komið í rúmið til hennar og haft samfarir við hana, án Þess að hún veitti því nokkra mótspyrnu. Þetta hafi verið 352 í eina skiptið, sem ákærði hafi haft samfarir með henni. eða sýnt henni nokkra ástleitni. Kveðst hún í fyrstu hafa borið þetta á föður sinn vegna þess, að henni þótti hann haga sér andstyggilega, eins og hún orðar það, með þvi að kæra ákærða. Í réttarhaldi 2. október 1931, gaf Hansina ítarlega skýrslu um samfarir hennar og ákærða og aðdragandann að þeim. Skýrir hún þá svo frá, að fyrst eftir að ákærði kom að Móakoti, hafi sér verið illa við hann og þótt hann ógeðslegur, enda hafi hún eftir að hann fór að kenna henni, sýnt honum mótþróa og verið ertin við hann. Eftir jólin 1930 kveður hún ákærða hafa breyzt gagnvart sér þannig, að hann var með ýmislega ástardellu, en þó ein- göngu í orði, og hafi hún í fyrstu haldið, að hann væri aðeins að stríða sér. Síðan kveður hún hann hafa verið með flangs við sig, sem hún hafi látið afskiptalaust. Sunnu- dag einn í febrúarmánuði 1931, kveðst hún hafa farið með ákærða suður í Voga að gamni sínu. Voru þau gangandi og tvö ein. Á heimleiðinni leiddust þau, enda var orðið dimmt. Þá kveður hún að ákærði hafi fært það í tal, að þau þyrftu að fara saman til Reykjavíkur, því að hann Þyrfti margt við hana að tala, og setti hún þessar ráða- gerðir ákærða í samband við ástleitni hans. Kveður hún ákærða þá hafa sagt, að bezt væri að hún gerði sér upp veikindi, og skyldi hann svo fylgja henni til Reykjavikur, og fékk ákærði hana með fortölum til þess að fallast á þetta. Er heim kom, þóttist hún vera lasin, og fóru þau síðan hún og ákærði, miðvikudag eða fimmtudag í sömu viku til Reykjavíkur, undir því yfirskini, að hún færi til Matthíasar Einarssonar, læknis, til skoðunar. Er til Reykja- víkur kom fór hún ekki til læknisins, en þau, hún og á- kærði bjuggu saman á Hernum í þrjár nætur í herbergi, sem í voru tvö rúm. Kveður hún nú ákærða allar næturn- ar hafa komið í rúm sitt og haft holdlegar samfarir við sig, án þess að hún veitti mótþróa, en annars hafi þau sofið sitt í hvoru rúmi. Þegar heim kom kvaðst hún hafa sagt móður sinni, að hún hefði sofið í sama herbergi og ákærði, en eigi frekara í þá átt, og að hún hefði farið til læknisins, sem hefði sagt að ekkert gengi að henni. Er faðir hennar, sem verið hafði á ferð norður í landi, kom heim, og fékk vitneskju um það „að hún og ákærði hefðu 353 sofið í sama herbergi, kveður hún hann hafa orðið reiðan og hótað ákærða öllu illu. Hafi faðir hennar síðan farið til Reykjavíkur, en ákærði farið af heimilinu sama dag, en áður en ákærði fór, kveður hún hann hafa tekið ströng loforð af sér um það, að koma aldrei upp um sig, því hann vildi hafa sínar hendur hreinar. Síðar kveður hún ákærða oft hafa ámálgað þetta sama við sig, og hafi ákærði hálf hrætt hana til þess að koma ekki upp um hann. Auk þess, sem hún kveður ákærða þannig hafa látið sig lofa að koma ekki upp um hann, þá kveður hún ákærða ennfremur hafa sagt sér, ef læknisskoðun færi fram á henni, og hún yrði þar af leiðandi að tilgreina einhvern karlmann, sem hefði haft samfarir við hana, að bera það fram, að faðir henn- ar væri sá eini, sem hefði haft samfarir við hana „og að Það hefði gerzt, er hún svaf hjá honum á Lindargötunni, en það hafi verið ákærða kunnugt, að þau feðginin höfðu sofið saman þar. Í réttarhöldum 3. október heldur Hansina að öllu leyti við þenna framburð sinn, og er henni þá sleppt úr gæzluvarðhaldi. Í réttarhaldi 28. október 1931 breytir Hansína hinsvegar framburði sinum, að þvi er föður hennar snertir, og segir hún nú um hann, að hann hafi gert tilraun til samfara við sig, er hún svaf hjá hon- um á Lindargötunni, og ennfremur sýnt sig Í svipuðu, er hún var á tíunda árinu. Um ákærða er framburður henn- ar í þessu réttarhaldi hinsvegar óbreyttur, en hún tekur fram, að hún hafi verið búin að segja ákærða frá aðför- um föður síns, er ákærði sagði henni að hún skyldi bera það, að faðir hennar einn hefði haft samfarir með henni. Í réttarhaldi 5. marz 1934 skýrir Hansína svo frá að á- kærði hafi enga áleitni sýnt sér fyrstu tvær næturnar, sem Þau sváfu í herberginu á Hernum, en seinustu nóttina hafi hann haft samfarir með sér. Þá kveður hún það og ósatt, sem hún hafði áður borið, að ákærði hefði átt uppástung- una að því, að hún bæri það á föður sinn, að hann hefði haft samfarir með henni, en að öðru leyti heldur hún fast við framburð sinn gagnvart ákærða. Við framburðinn Þannig breyttan heldur Hansina í síðari réttarhöldum og við lok rannsóknarinnar. Ákærði hefir ávalt undir rannsókn málsins neitað, að hafa haft samfarir eða önnur holdleg mök við Hansínu Kristinu Jónsdóttur. Var ákærði fyrst fyrir rannsóknar- 23 354 réttinum 7. april 1931. Skýrði hann þá svo frá, að seinni- partinn í febrúarmánuði það ár, hefði hann skýrt hús- freyjunni í Móakoti, Guðrúnu Árnadóttur, móður Hansinu, frá því, að hann ætlaði til Reykjavíkur, og varð það þá úr, fyrir tilmæli Guðrúnar, að Hansina varð honum sam- ferða til Reykjavíkur, þar sem hún skyldi leita læknis við sjúkdómi, sem talið var að hún væri haldin af. Kveður á- kærði Guðrúnu hafa fallið orð á þá leið, að hún ætlaðist til að Hansina gisti hjá frænku sinni í Reykjavík, en er þangað kom hafi það orðið úr; að Hansína samkvæmt boði ákærða gisti hjá honum á gistihúsi Hjálpræðishers- ins, þar sem ákærði fékk herbergi með tveim rúmum, og kveðst ákærði hafa boðið henni gistingu hjá sér, vegna þess að hún hefði haft orð á því, að hún vildi síður gista hjá skyldfólki sinu, vegna þess að inflúensa gekk þar í húsinu. Svaf Hansina síðan í þessu herbergi ákærða í 3 nætur í öðru rúminu, og kveðst ákærði á Hernum hafa sagt, að hún væri skólabarn sitt. Við þennan framburð sinn hefir ákærði stöðugt haldið undir rannsókn málsins. Um gistingu sina á Hernum þetta skipti, ber ákærði það annars Í réttarhaldinu 7. apríl 1931, að hann hafi ekki farið strax á Herinn eftir að hann kom til bæjarins, eða ekki fyrr en áliðið var dags, og hafi Hansína þá eigi verið með honum. Kveðst hann þá í fyrstu hafa beðið um eins manns herbergi, en það hafi verið ófáanlegt, og tók þá tveggja manna herbergi, sem var á boðstólum, það hafi svo ekki verið fyrr en seinna, að það kom til orða, að Hansína gisti hjá honum. Í réttarhaldi 8. marz 1934, segir ákærði í fyrstu, að hann muni ekki, hvort hann hafi einn eða þau Hansína saman farið á Herinn til að panta rúm- in, en að athuguðu máli, þá heldur hann einnig Þá og síðar við sinn fyrri framburð, um að hann hafi farið einn á Herinn. Í réttarhaldi 5. marz 1934 segir Hansina, að þau ákærði og hún hafi farið beint úr bilnum á Herinn og að ákærði hafi þá pantað þar tveggja manna herbergi. Vitna- framburðir, sem teknir hafa verið af fólki, sem þá dvaldi á Hernum, hníga í þá átt, að ákærði hafi í umrætt skipti þegar í upphafi beðið um tveggja manna herbergi og þá jafnframt sagt, að Hansína væri dóttir sin. Guðrún Sigríður Bjarnadóttir, sem veturinn 1930-— 1931, var þjónustustúlka á Hernum, og hafði það starf með 355 höndum að taka til í gestaherbergjunum, hefir sem vitni borið, að ákærði hafi eftir nýjárið þenna vetur gist á Hernum í herbergi nr. 23, sem í voru tvö rúm, og var þá með honum stúlka á að gizka 15 ára gömul eftir útliti að dæma, sem svaf ásamt ákærða í fyrrgreindu herbergi. Tók vitnið til í þessu herbergi, og segir það, að suma morgn- ana hafi sængurnar úr báðum rúmunum verið í öðru Þeirra og að í því rúminu, sem sængurnar voru ekki, hafi undirlakið verið ókrumpið og órekt, en greinilegt hafi verið, að sofið hafi verið í því rúminu, sem sængurnar voru í á morgnana. Þótti vitninu þetta einkennilegt. Þá segir vitnið og, að ákærði og stúlkan hafi venjulega ekki Íarið út á morgnana fyrr en undir hádegi. Að þessum framburði sínum hefir vitnið unnið eið. Sigurgeir Sigfússon, bilstjóri, hefir sem vitni borið það, að hann hafi dvalið á Hernum í febrúarmánuði árið 1931. Hafi ákærði þá tekið þar gistingu ásamt unglingstúlku, sem ákærði sagði vitninu að væri dóttir sin, og sváfu þau í sama herberginu, meðan þau gistu á Hernum, en það tel- ur vitnið hafa verið 2—3 nætur. Einn morguninn kveðst vitnið í þeim tilgangi að sníkja tóbak hjá ákærða, sem vitnið þekkti fyrir annan, hafa farið að herbergisdyrum ákærða og bankað þar að dyrum. Er enginn ansaði hélt vitnað að ákærði væri sofandi. Opnaði það síðan hurð- ina, og var þá enginn í herberginu. Sá vitnið þá að ann- að rúmið var bælt, en hitt rúmið var óbælt og sæng í því. Eftir lýsingu þessa vitnis og vitnisins Guðrúnar Sigríðar Björnsdóttur, er það sama rúmið, er Sigríður segir að hafi verið óhreyft og Guðrún að hafi verið óbælt og sængur- laust suma morgnana. Að framangreindum framburði sin- um hefir vitnið Sigurgeir Sigfússon unnið eið. Hansína hefir haldið þvi fram, að þau, hún og ákærði, hafi sofið sitt í hvoru rúmi á Hernum, og hafi hún sofið í Því rúminu, sem samkvæmt lýsingu framgreindra vitna var bælt. Ákærði hefir einnig haldið því fram, að hann hafi sofið í því rúminu, sem vitnunum ber saman um að hafi verið bælt, en þó neitað því að Hansina hafi sofið hjá honum. Annars er framburður ákærða um rúmin og sam- vistir hans og Hansínu missagnakenndur og mjög óviss um einstök atriði. Guðrún Árnadóttir, móðir Hansinu, hefir borið, að 356 það hafi verið að hennar ráði, að Hansína fór umrædda för með ákærða til Reykjavíkur, og kveðst hún hafa gert ráð fyrir að Hansína gisti hjá frænku sinni á Nýlendu- götu 15 í Reykjavík, en er þau komu heim aftur, kveður hún þau hafa upplýst, að Hansína hefði gist í herbergi á- kærða á Hernum. Erindi Hansínu til Reykjavíkur kveður móðir hennar hafa átt að vera það, að leita lækninga við brjósthimnabólgu, er hún var talin líða af. Er Hansína kom heim, hafi hún sagt, að hún hefði vitjað Matthíasar Einarssonar, læknis, og haft eftir honum ákveðin ummæli um sjúkdóminn. Kveðst Guðrún engan samdrátt hafa orð- ið vör við milli dóttur sinnar og ákærða. Matthías Einarsson, læknir, hefir lýst því yfir, að hann ekki minnist þess, að Hansina hefði komið til sín umrætt skipti. Forstöðumaður Hjálpræðishersins þáverandi, Gestur Árskóg, hefir borið, að ákærði hefði ekki umrætt skipti skrifað nafn sitt í gestabók gistihússins, en það kveður forstöðumaðurinn ákærða, sem mjög oft gisti á Hernum, ávallt hafa gert endranær. Auk þess, sem að framan greinir, hafa verið leidd all- mörg vitni undir rannsókn málsins. Hafa sum þeirra bor- ið, að sögur hafi farið af, að framkoma þeirra Hansinu og ákærða hvors gagnvart öðru, hafi verið óeðlilega innileg, án þess að fært hafi verið fram á þennan hátt nokkuð það, er út af fyrir sig hafi verulegt sönnunargildi um Þetta atriði. Eftir að rannsókn í máli þessu hófst, fór ákærði til Þingeyrar og dvaldi þar á sumrinu 1931. Þaðan skrifaði hann þeim mæðgunum Hansinu og móður hennar bréf, og hefir bréf frá honum þaðan til Hansínu verið lagt fram undir rannsókn málsins. Er bréf þetta mjög langt, og sumt í því á þá leið, að eigi verður annað sagt, en óviðfelldið og óeðlilegt sé í bréfi til stúlku á aldri Hansinu. Að ákærði þannig stendur í bréfaskriftum til þeirra mæðgna, eftir að mál þetta er komið upp, verður út af fyrir sig að teljast óeðlilegt og í ósamræmi við það, að ákærði fyrir réttinum segir, að hann eftir þann tima hafi forðazt umgengni við þær. Ákærði hefir upplýst, að hann hafi átt hárlokk af Han- sinu og einnig, að hann hafi átt mynd af henni, en þessu 357 hvorutveggja segist ákærði hafa glatað. Þó að slikt út af fyrir sig vitanlega sanni ekki neitt, þá virðist það samt sem áður, að ákærði geymir hárlokk af Hansínu, benda til kunningsskapar, nánari og annars eðlis en almennt gerist milli kennara og skólabarns. Ákærði hefir neitað því, að hann hafi reynt að hafa nokkur áhrif á framburð Hansíinu í máli þessu. Vitnið Guðriður Þóra Guðfinnsdóttir hefir borið, að það hafi komið að Móakoti veturinn 1930— 1931, áður en ákærði gisti með Hansinu á Hernum. Hafi þá ákærði við Hansinu sagt þessi orð: „Hansína Kristin, þó þú sért Jónsdóttir, þá gerðu mig ekki að lygara, þú (sic) skalt eiga mig á fæti“, en eigi vissi vitnið, út af hverju ákærði viðhafði þessi orð. Hefir vitnið unnið eið að þessum framburði sínum. Ákærði kveðst ekki minnast þess, að hafa viðhaft þessi orð, en annars er framburður hans þessu viðvíkjandi nokkuð í molum. Það þykir nú verða að líta svo á, að með framburði Hansinu Kristínar Jónsdóttur og með tilliti til þess, að það er sannað, að umrædd ferð hennar til Reykjavíkur með ákærða, var farin undir fölsku yfirskini, að þau að ráð- um ákærða gistu að nauðsynjalausu í sama herbergi í Þrjár nætur á Hjálpræðishernum, að framburður eiðfestra vitna bendir í þá átt, að þau hafi þar sofið saman í sama rúminu, að ýmsar staðreyndir benda til þess, að nánara samband hafi verið milli ákærða og Hansinu en eðlilegt verður talið, og loks, að framburður ákærða er í ýmsum atriðum tortryggilegur og missagnakenndur, þá sé það nægilega sannað, að ákærði hafi haft holdlegar samfarir með fyrgreindri Hansinu Kristínu, er þau gistu saman á Hjálpræðishernum í febrúarmánuði 1931, en þá var Han- sína aðeins 14 ára gömul, eða á fimmtánda árinu frá því 4. ágúst 1930, og verður eftir því, sem fyrir liggur í málinu, að ganga út frá því, að þetta hafi verið fyrstu samfarir stúlkunnar. Hefir ákærði því orðið brotlegur gegn 175. gr. hinna almennu hegningarlaga frá 25. júní 1869, og þykir refsing ákærða, sem undir rannsókn málsins sat í gæzlu- varðhaldi frá 24. október til 9. desember 1931 og 21. fe- brúar til 16. marz 1934, eftir atvikum hæfilega ákveðin einfalt fangelsi í 2 mánuði. 358 Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar á meðal varðhaldskostnað sinn og 150 krónur í málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, hrm. Péturs Magnússonar. Eftir að dómarinn í máli þessu tók við því, hefir enginn óþarfur dráttur orðið á því, og rekstur málsins vitalaus. Föstudaginn 21. júní 1935. Nr. 153/1934. Réttvísin og valdstjórnin (Th. B. Lindal) gsegn Adolf Petersen, Brynjólfi Bjarnasyni, Erlingi Klemenssyni, Guðjóni Bene- diktssyni, Guðna Guðmundssyni. Gunnari Benediktssyni, Halldóri Kristmundssyni, Hauk Sigfried Björnssyni, Hjalta Árnasyni, Jafet Ottóssyni, Jóni Guðjónssyni, Ólafi Sigurðssyni, Stefáni Péturssyni, Þor- steini Péturssyni, Einari Olgeirssyni. Hirti B. Helgasyni, Indíönu Garibalda- dóttur, Jens Figved, Matthíasi Guð- bjartssyni, Runólfi Sigurðssyni og Þóroddi Þóroddssyni (Sveinbjörn Jónsson) Brot gegn 101. og 113. gr. alm. hegningarlaga m. m. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 16. maí 1933: Ákærðu Sigurður Ólafsson, Sigurjón A. Ólafsson og Torfi Þor- björnsson skulu vera sýknir af ákæru réttvísinnar og vald- stjórnarinnar í þessu máli. Ákærður, Erlingur Klemensson, sæti 90 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. 359 Ákærður, Guðni Guðmundsson, sæti þriggja mánaða einföldu fangelsi. Ákærðir Adolf Petersen, Gunnar Benediktsson, Halldór Kristmundsson og Héðinn Valdimarsson sæti hver um sig 60 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákærði, Stefán Pétursson, sæti 45 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákærði, Jens Figved, sæti 40 daga fangelsi við venju- legt fangaviðurværi. Ákærði, Brynjólfur Bjarnason, sæti 35 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákærðir Hjalti Árnason, Sigurður Guðnason, Jafet Ottos- son, Guðjón Einarsson og Þóroddur Þóroddsson, sæti hver um sig 30 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákærður, Einar Olgeirsson, sæti 25 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákærðir Haraldur Knudsen, Hjörtur B. Helgason, Matt- hias Guðbjartsson, Runólfur Sigurðsson og Tryggvi E. Guðmundsson sæti hver um sig 20 daga fangelsi við venju- legt fangaviðurværi. Ákærða, Sigríður Jónsdóttir, sæti 15 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákærð, Indíana Garibaldadóttir, Jón Guðjónsson og Kristinn Árnason, sæti hvert um sig 10 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákærður, Ólafur Sigurðsson, sæti 5 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Fullnustu refsingar þeirra manna, sem hér á undan eru taldir skal frestað og hún falla niður eftir 5 ára uppsögn dóms þessa, ef fullnægt verður skilyrðum |. nr. 39 frá 1907. Ákærðu Guðjón Benediktsson og Þorsteinn Pétursson sæti hvor um sig 90 daga fangelsi við venjulegt fangavið- urværi. Ákærður, Haukur Sigfried Björnsson, sæti 60 daga fang- clsi við venjulegt fangaviðurværi. Málsvarnarlaun Stefáns Jóh. Stefánssonar hrm. hins skipaða talsmanns ákærðu Sigurðar Ólafssonar, Sigurjóns Á. Ólafssonar og Torfa Þorbjörnssonar greiðist af al- mannafé, kr. 30.00 fyrir hvern. Ákærðu Héðinn Valdimarsson og Sigurður Guðnason greiði sérstaklega hinum skipaða talsmanni sínum Stefáni 360 Jóh. Stefánssyni, hrm. málsvarnarlaun, er ákveðst 30 krón- ur fyrir hvorn. Ákærðir Einar Olgeirsson, Haukur Björnsson, Jens Fig- ved, Þorsteinn Pétursson, Haraldur Knudsen, Hjörtur B. Helgason, Matthías Guðbjörnsson, Runólfur Sigurðsson, Tryggvi Guðmundsson, Sigríður Jónsdóttir, Kristinn Árna- son, Þóroddur Þóroddsson, Indiana Garibaldadóttir og Guðjón Einarsson greiði in solidum helming alls annars kostnaðar sakarinnar. Loks greiði hinir ákærðu Brynjólfur Bjarnason, Guðjón Benediktsson, Gunnar Benediktsson, Stefán Pétursson, Hjalti Árnason Þorsteinn Pétursson, Jafet Ottosson, Jón Guðjónsson, Ólafur Sigurðsson, Adolf Petersen, Haukur S. Björnsson, Erlingur Klemensson, Halldór Kristmundsson, Sigurður Guðnason, Héðinn Valdimarsson og Guðni Guð- mundsson in solidum hinn helming kostnaðar. Dóminum skal fullnægt að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Sakamál það, er hér liggur fyrir, er höfðað út af óeirðum, er áttu sér stað 7. júlí og 9. nóvember 1932 Í sambandi við fundi í bæjarstjórn Reykjavíkur, sem haldnir voru sömu daga, og var atvinnubóta- málið og aðrar ráðstafanir vegna atvinnuleysis til umræðu á fundum þessum. Skal fyrst tekið til athugunar uppþotið 7. júli, og þeir hinna ákærðu, sem eingöngu hafa tekið þátt í þvi. Hinn 7. júlí var eins og rannsókn málsins sýnir, árás gerð á fundarhöld og fundarhús bæjarstjórnar- innar, rúður í því brotnar og önnur spellvirki á því gerð, svo var og ráðizt á lögregluþjóna þá, er áttu að halda uppi reglu í fundarhúsinu og úti fyrir því og ofríki haft í frammi við þá, er þeir voru að gegna þessu starfi sínu. Er það sannað, að ákærði, Einar Olgeirsson, hefir komið fram sem aðalforgöngu- maður við árás þessa með þvi að halda æsandi 361 ræður og hvetja menn til árása á fundarhúsið og lögregluþjónana. Það er og sannað, að hann hafi hrópað ókvæðisorð til lögregluþjónanna, er þeir voru að starfi sínu. Þessi afbrot ákærða varða við 101. og 113. gr., sbr. 52. gr. og við 102. gr. hinna al- mennu hegningarlaga, svo og við 1. gr., sbr. 96. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin 4 mánaða fangelsi við venju- legt fangaviðurværi. Þá er og sannað, að ákærði, Jens Figved, hefir átt þátt í uppþotinu, einkum með því að halda æsandi ræður til mannfjöldans og hvetja til árása á fund- arhald bæjarstjórnarinnar og lögregluþjónana. Heyrir brot hans undir 101. og 113., sbr. 52. gr. hinna almennu hegningarlaga og 1. gr., sbr. 96. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur og ákveðst refs- ing hans 3Jja mánaða fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi. Ennfremur er það upplýst, að ákærðu, Hjörtur B. Helgason, Matthias Guðbjartsson, Runólfur Sig- urðsson, Þóroddur Þóroddsson og Indiana Gari- baldadóttir, hafi öll tekið þátt í því að glepja fund bæjarstjórnarinnar og í árásunum á lögregluþjón- ana, og um ákærðu, Indíönu Garibaldadóttur, er það sérstaklega upplýst, að hún eftir að bæjar- stjórnarfundinum var slitið, hefir kastað salti í aug- un á einum aðstoðarmanni lögregluliðsins, svo að flytja varð hann burt í bifreið. Afbrot þessara á- kærðu heyra undir 101. og 113. gr. hinna almennu hegningarlaga og 1. gr., sbr. 96. gr. lögreglusam- þykktar Reykjavíkur og ákveðst refsing þeirra hvers um sig 30 daga fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi. Refsing ákærða, Þórodds Þóroddssonar, sem að- 362 eins var 17 ára, er hann framdi brotið, og játað hefir brot sitt fyrir rétti, skal þó frestað og hún falla niður, ef skilorð laga nr. 39 frá 16. nóv. 1907 verður fullnægt. Þá koma óeirðirnar 9. nóvember til athugunar. Rannsókn málsins sýnir það glögglega, að aðsúg- ur sá, er þá var gerður að bæjarstjórn og lögreglu, hefir verið gerður í því skyni að neyða bæjarstjórn- ina til að breyta áðurgerðri samþykkt um lækkun tímaborgunar í atvinnubótavinnu, og á bæjarstjórn- arfundinum létu ýmsir af forgöngumönnum í ljósi, að þeir létu sér enganveginn nægja, að bæjarstjórn breytti nefndri ályktun sinni, heldur kröfðust þess. að bæjarstjórnin bætti þegar í stað 150 mönnum við í vinnuna. Aðsúgur þessi leiddi til þess, að slita varð bæjarstjórnarfundinum í miðju kafi, að bæj- arfulltrúunum var sýnd ýmiskonar áreitni í fundar- húsinu og á leiðinni af fundinum, að flestum lög- regluþjónum bæjarins voru veittir áverkar og að sumir þeirra hlutu mjög alvarleg meiðsl; fjöldi af árásarmönnunum höfðu barefli í höndum í viður- eign sinni við lögregluna, höfðu sumir, að því, er ætla verður, barefli með sér á fundinn, en aðrir náðu sér í þau meðan á honum stóð, grjóti, möl og spýtnarusli var kastað á lögregluna, rúður brotnar í fundarhúsi bæjarstjórnarinnar og önnur spellvirki unnin á húsi og girðingu. Um þátttöku hvers einstaks hinna ákærðu í um- ræddum óeirðum skal eftirfarandi tekið fram, jafn- framt því, sem vísað er til nánari greinargerðar í forsendum hins áfrýjaða dóms. 1. Það er sannað, að ákærði, Guðjón Benedikts- son, hefir hvað eftir annað haldið æsandi ræður til áheyrendanna inn í fundarsal bæjarstjórnarinnar, 363 skorað á fylgismenn sina að slaka í engu til í kröf- um sínum og láta ekki þetta tækifæri ónotað til að koma fram vilja sinum í atvinnubótamálinu. Með þessu og öðru framferði sinu verður að telja sann- að að ákærði hafi verið einn af forgöngumönnum í aðsúgnum hinn 9. nóvbr. að bæjarstjórninni og lögreglunni. Eftir bæjarstjórnarfundinn var ákærði með barefli í hendi, þótt eigi sé upplyst, að hann hafi sýnt lögregluþjónum eða bæjarfulltrúum of- beldi. Afbrot ákærða heyrir undir 101. og 113. gr., sbr. 52. gr. hinna almennu hegningarlaga og 1. gr., sbr. 96. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur, og ákveðst refsing hans, sem áður hefir verið dæmdur fyrir samskonar brot, 5 mánaða fangelsi við venju- legt fangaviðurværi. 2. Þá er það einnig sannað, að ákærði, Gunnar Benediktsson, hefir haldið æsingarræður til mann- fjöldans utan við fundarhúsið, brýnt fyrir mönn- um að fylgja vel eftir kröfum sinum og standa sem fastast saman um þá kröfu, að bætt yrði 150 mönn- um í atvinnubótavinnuna og sleppa engum bæjar- fulltrúanum út fyrri en það væri samþykkt. Þykir af þessari framkomu hans ljóst, að hann hafi kom- ið fram sem forgöngumaður mannsafnaðarins. Brot hans heyrir undir 101. og 113. gr., sbr. 52. gr. hegningarlaganna og 1. gr., sbr. 96. gr. lögreglusam- þvkktar Reykjavíkur og ákveðst refsing hans 4 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. 3. Um ákærða, Stefán Pétursson, er það sömu- leiðis sannað, að hann við atförina 9. nóvbr. hefir haldið æsingarræður til mannsafnaðarins, hvatt menn til að halda saman á móti lögreglunni, slaka í engu til á kröfum sinum og hleypa engum bæjar- fulltrúanna út fvrr en kröfur þeirra væru sam- 364 þykktar. Ákærði var og meðal þeirra, er þátt tóku í uppþotinu 7. júlí og hélt þar æsingarræður. Af- brot ákærða heyra undir 101. og 113. gr., sbr. 52. gr. hinna almennu hegningarlaga og 1. gr., sbr. 96. gr. lögreglusamþvkktar Reykjavíkur og ákveðst refsing hans með tilvísun til 63. gr. hegningarlag- anna á mánaða fangelsi við venjulegt fangaviður- væri. 4. Um ákærða, Hjalta Árnason, er svipað að segja. Það er sannað, að hann hefir haldið æsingar- ræður til mannfjöldans bæði utan húss og innan, hvatt menn til að halda fast saman um kröfur sin- ar á hendur bæjarstjórninni, hvatt til árása á lög- regluna o. s. frv. Verður að telja ákærða meðal for- göngumanna í umræddum óeirðum 9. nóvbr. Á- kærði tók og þátt í uppþotinu 7. júlí og hélt þar æsingaræður. Afbrot hans heyrir undir 101. og 113., sbr. 52. gr. hinna almennu hegningarlaga og 1. gr., sbr. 96. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur og á- kveðst refsing hans 4 mánaða fangelsi við venju- legt fangaviðurværi. 5. Um ákærða, Þorstein Pétursson, er það sann- að, að hann í uppþotinu 7. júlí hefir ráðizt með of- beldi á lögregluþjóna þá, er gættu dyra við fund- arhús bæjarstjórnarinnar og að hann hefir hvatt nokkra unglinga til að ná sér í barefli við bygg- ingu Oddfellowa til þess að „verjast lögreglunni“. Um þátttöku hans í óeirðunum 9. nóvember er það sannað, með framburði fjölda vitna, að hann hefir tekið þátt í árásinni á lögregluþjónana inn- an frá, rétt eftir að bæjarstjórnarfundurinn var settur eftir matarhléið, en þá höfðu hafizt árásir á lögregluna af mannsöfnuðinum utan við húsið. Hefir einn lögregluþjónanna borið það, að ákærði 365 hafi í byrjun áhlaupsins hrópað: „Upp með barefl- in“ og hafi ákærði litlu síðar ráðizt á sig með bar- efli og barið sig í kviðinn. Yfirlögregluþjónninn, Erlingur Pálsson, hefir borið, að ákærði hafi verið i fremstu röð árásarmannanna Í ganginum og að hann hafi heyrt hrópað: „Upp með bareflin“, þótt hann gæti ekki greint hver það gerði. Þá skýrir yf- irlögregluþjónninn frá því, að ákærði hafi búizt til árásar á annan lögregluþjón, en þeirri árás hafi hann getað afstýrt með þvi að slá ákærða niður. Þá er upplýst, að nokkru eftir þessa viðureign var ákærði staddur sunnan við fundarhúsið og hélt þar æsingaræðu og hvatti enn til árása á lögregluna. Afbrot ákærða heyrir undir 101. og 113. gr., sbr. 52. gr. hinna almennu hegningarlaga og 1. gr., sbr. 96. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur, og með Þátttöku sinni í atförinni 9. nóvbr. hefir hann enn- fremur gerzt brotlegur gegn 205. gr. hinna almennu hegningarlaga og ákveðst refsing hans, sem áður hefir verið dæmdur til refsingar, 6 mánaða fang- elsi við venjulegt fangaviðurværi. 6. Um ákærða, Hauk Sigfried Björnsson, er það sannað, að hann hefir hinn 7. júlí gengið fast fram i því að eggja til óspekta og árása á lögregluna. Um þátttöku ákærða í óeirðunum 9. nóvbr. vísast til for- senda undirréttardómsins. Verður að telja að fram- ferði ákærða þar sýni og sanni, að hann hafi verið meðal forgöngumanna í óeirðum þessum. Afbrot hans heyra undir 101. og 113., sbr. 52. gr. hinna almennu hegningarlaga og 1. gr., sbr. 96. gr. lög- reglusamþykktar Reykjavíkur og ákveðst refsing hans, sem áður hefir verið dæmdur til refsingar, með hliðsjón af 63. gr. hegningarlaganna 5 mán- aða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. 366 7. Svo sem fram er tekið í hinum áfrýjaða dómi er það sannað, að ákærði, Erlingur Klemensson, hefir í óeirðunum 9. nóv. hrópað hótanir og ó- kvæðisorð til lögregluþjónanna, ráðizt vopnaður með barefli á þá í anddyrinu og barið að minnsta kosti einn lögregluþjón, Pálma Jónsson, í höfuðið, svo að hann hlaut sár af. Afbrot hans heyra undir 101, 102. og 113. gr., svo og 205. gr. hinna almennu hegningarlaga og 1. sbr. 96. gr. lögreglusamþvkktar Reykjavíkur og ákveðst refsing hans 60 daga fang- elsi við venjulegt fangaviðurværi. 8. Ákærði, Halldór Kristmundsson, hefir og tekið þátt í árásunum á lögregluþjónana í ganginum framan við fundarsalinn ásamt ákærða Erlingi Klemenssyni o. fl. Var hann með barefli í hönd- um og barði á báðar hendur. Brot hans heyrir und- ir 101. og 113. gr. hinna almennu hegningarlaga og undir 1. gr., sbr. 96. gr. lögreglusamþykktar Reykja- vikur og ákveðst refsing hans 50 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. 9. Þá er það sannað, að ákærði, Adolf Petersen, hefir haft sig mjög í frammi við óeirðirnar 9. nóv. Hann hefir ráðizt með ofbeldi á lögregluna og haft barefli í hendi, þótt eigi sé sannað, að hann hafi veitt neinum lögreglumanni áverka. Brot hans ber að heimfæra undir 101. og 113. gr. hinna almennu hegningarlaga svo og 1., sbr. $6. gr. lögreglusam- þykktar Reykjavikur og ákveðst refsing hans 50 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. 10. Ákærði, Jafet Ottóson, hefir bæði tekið þátt í óeirðunum 7. júlí og 9. nóv. Hafa 3 lögregluþjón- ar borið það, að ákærði hafi verið meðal þeirra, er aðsúg gerðu að lögreglunni 7. júlí og 9. nóv., gerði ákærði ítrekaðar árásir á lögregluna bæði inni í 367 húsinu og utanhúss með barefli í hendi. Afbrot hans heyrir undir 101. og 113 gr. hinna almennu hegningarlaga og 1. sbr. 96 gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur og ákveðst refsing hans með hliðsjón af 63. gr. hegningarlaganna 50 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. 11. Ákærði, Brynjólfur Bjarnason, hefir tekið þátt í óeirðunum 9. nóv., haldið æsandi ræður til mannfjöldans og þannig bæði beinlinis og óbein- línis hvatt til árása á lögregluna og bæjarstjórn. Verður hann þvi að teljast einn af forgöngumönn- um óeirðanna. Afbrot hans heyrir undir 101. og 113. gr., sbr. 52. gr. hinna almennu hegningarlaga og 1. sbr. 96. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur og ákveðst refsing hans 4 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. 12— 13. Um hina ákærðu Jón Guðjónsson og Ólaf Sigurðsson er það sannað, að þeir hafa 9. nóv. haft í frammi skammaryrði og hótanir við lögregl- una og verða báðir að teljast þátttakendur í óeirð- unum. Afbrot þeirra heyra undir 101, 102, og 113. gr. hinna almennu hegningarlaga og 1. sbr. 96 gr. lögreglusamþvkktar Reykjavikur og ákveðst refs- ing þeirra hvors um sig 30 daga fangelsi við venju- legt fangaviðurværi. 14. Þá er það sannað, að ákærði, Guðni Guð- mundsson, hefir ráðizt á bæjarfulltrúa Jakob Möller, er hann var á leið af bæjarstjórnarfundin- um 9. nóvember, stokkið upp á herðar honum og fellt hann í götuna, án þess þó, að upplýst sé, að hann hafi hlotið meiðsl af. Þar sem telja verð- ur að árás þessi hafi staðið í sambandi við bæjar- stjórnarfundinn ber að heimfæra brot þetta undir 99. gr. almennra hegningarlaga og ákveðst refs- 368 ing hans 30 daga fangelsi við venjulegt fangavið- urværi. Um þá Jón Guðjónsson og Guðna Guðmunds- son, er báðir hafa svarað spurningum rannsóknar- dómarans, og hafa ekki áður sætt refsingu fyrir brot gegn hegningarlögunum þykir mega ákveða, að fullnustu refsingarinnar skuli frestað og hún falla niður að liðnum 5 árum, ef þeir halda skilorð laga nr. 39, 16. nóv. 1907. Ákvæði aukaréttardómsins um málskostnað eiga, að því er dóminum hefir verið áfrýjað, að vera ó- röskuð. Hinir ákærðu eiga að greiða in solidum allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin mál- flutningslaun sækjanda og verjanda fyrir hæsta- rétti, er ákveðst 600 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Þorsteinn Pétursson, sæti 6 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákærðu, Guðjón Benediktsson og Haukur Sigfried Björnsson, sæti hvor um sig 5 mánaða samskonar fangelsi. Ákærðu, Einar Olgeirsson, Brynjólfur Bjarnason, Gunnar Benediktsson, Hjalti Árna- son og Stefán Pétursson, sæti hver um sig 4 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákærði, Jens Figved, sæti 3ja mánaða sams- konar fangelsi. Ákærði, Erlingur Klemensson, sæti 60 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Ákærðu, Adolf Petersen, Jafet Ottóson og 369 Halldór Kristmundsson, sæti hver um sig 50 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, og ákærðu, Hjörtur B. Helgason, Indíana Gari- baldadóttir, Matthias Guðbjartsson, Runólfur Sigurðsson, Þóroddur Þóroddsson, Jón Guð- jónsson, Ólafur Sigurðsson og Guðni Guð- mundsson, sæti hver um sig 30 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Refsing hinna ákærðu, Þórodds Þóroddsson- ar, Jóns Guðjónssonar og Guðna Guðmunds- sonar skal frestað og hún falla niður að liðn- um 5 árum ef haldin eru skilyrði laga nr. 39, 16. nóv. 1907. Ákvæði aukaréttardómsins um málskostnað i héraði eiga, að því er dóminum hefir verið á- frýjað, að vera Óröskuð. Hinir ákærðu eiga að greiða allan áfrýjunar- kostnað málsins in solidum, þar með talin mál- flutningslaun sækjanda og verjanda í hæsta- rétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna Th. B. Líndal og Sveinbjörns Jónssonar, 600 krón- ur til hvors. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af réttvísinnar og valdstjórnarinn- ar hálfu gegn Adolf Petersen, Ingólfsstræti 21, Brynjólfi Bjarnasyni, Klapparstíg 11, Einari Olgeirssyni, Skóla- vörðustig 12, Erlingi Klemenssyni Selbúðum 7, Guðjóni Benediktssyni,Freyjugötu 25 A, Guðjóni Einarssyni, Bald- 24 370 ursgötu7, Guðna Guðmundssyni, Skólvörðustig 22 C, Gunnari Benediktssyni, Garðastræti 15, Halldóri Krist- mundssyni, Mjóstræti 4, Haraldi Knudsen, Selbúðum 8, Hauk Sigfried Björnssyni, Klapparstíg 11, Héðni Valdi- marssyni, Sjafnargötu 14, Hjalta Árnasyni, Þóroddsstöð- um við Hafnarfjarðarveg, Indiðönu Garibaldadóttur, Ný- lendugötu 13, Jafet Ottossyni, Vesturgötu 29, Jóni Guðjóns- svni, Grettisgótu 57 A, Kristni Árnasyni, Lækjargötu 6 B, Matthíasi Arnfjörð Guðbjarnarssyni, Ránargötu 10, Ólafi Sigurðssyni, Laugaveg 20 B, Runólfi Sigurðssyni, Lauga- veg 74 B, Sigríði Jónsdóttur, Bergstaðastræti 42, Sigurði Guðnasyni, Hringbraut 188, Sigurði Ólafssyni, Hverfis- götu 71, Sigurjóni Á. Ólafssyni, Suðurgötu 6, Stefáni Pét- urssyni, Laugaveg 84, Torfa Þorbjörnssyni, Hallveigar- stíg 10, Tryggva E. Guðmundssyni, Útgörðum við Kapla- skjólsveg, Þóroddi Þóroddssyni, Fálkagötu 6, Þorsteini Péturssyni, Skólavörðustig 22 C, öllum hér í bænum, svo cg Hirti B. Helgasyni, Klöpp Seltjarnarnesi og Jens Figved, Eskifirði, fyrir ætlað brot gegn ákvæðum 12. 18. og 20. kap. alm. hegningarlaga frá 1869 svo og lögreglusamþykkt Reykjavíkur. Málavextir eru þeir, að í sambandi við fundi bæjar- stjórnar Reykjavíkur, sem haldnir voru hér í bænum, dag- ana 7. júlí og 9. nóvember f. á. urðu allmiklar óeirðir, sem höfðu í för með sér verulega röskun fundarfriðar, skemmdir á munum og meiðingu á mönnum, sérstaklega á lögregluþjónum bæjarins. Fundur bæjarstjórnar Reykjavikur, sem haldinn var 7. júlí f. á. hófst kl. 5 síðdegis og var hann haldinn í Good- templarahúsinu við Templarasund. Áður en fundurinn hófst höfðu lögregluþjónar nokkrir tekið vörð niður við fundarhúsið ásamt aðstoðarmönnum er fengnir höfðu ver- ið lögreglunni til aðstoðar, ef með þyrfti, en þeir voru ó- einkennisbúnir. Þegar bæjarfulltrúarnir voru komnir í fundarhúsið og fundur hafði verið settur hleypti lögregl- an fólki inn í húsið, rúmlega í sætin, en í þeim hóp var einmitt nokkuð af varamönnum lögreglunnar. Þá var og töluverður hópur manna í anddyri fundarhússins. Þegar talinn var að hæfilegur fjöldi manna væri kominn inn í fundarhúsið, skipaði lögreglan sér í dyrnar og hleypti engum framar inn. Varð brátt troðningur mikill við dyrn- 371 ar og ítrekaðar tilraunir gerðar til þess að rjúfa fylkingu lögregluþjónanna til þess að komast inn í fundarhúsið. En þegar það tókst ekki byrjuðu brátt handalögmál af hendi þeirra, er úti fyrir voru, þyrptu þeir sér í þéttan hnapp og spyrntu í garðinn fyrir utan og ætluðu á þann hátt að brjóta lögregluna á bak aftur, en það mistókst. Heyrðust þá raddir úr hópnum um það að fara inn um bakdyrnar, en því varð varnað. Var þá hringt upp á lögreglustöð og fengnir tveir lögregluþjónar til viðbótar, komu þeir sam- stundis niður að fundarstaðnum og tókst með erfiðismun- um að komast inn í fundarhúsið, en tilraunir voru gerðar til þess að hindra þá í því að komast inn í húsið. Héldu nú stimpingarnar áfram við aðaldyr hússins og urðu árás- irnar stöðugt magnaðri, jafnframt því sem hent var ýmsu skrani í lögregluna, mold, möl og steinum. Var því næst allt lögregluliðið kvatt niður að fundarhúsinu og tók það þar vörð. Eftir þvi sem á fundinn leið mögnuðust ólætin meir og meir úti fyrir húsinu. Var fyrst tekið til að berja húsið að utan, spenna hurðina af hjörunum og síðan voru gerðar alvarlegar árásir á lögregluþjóna þá, er dyranna gættu með barsmiðum og kastað á þá mold og möl og jafnvel stein- um, og voru jafnframt brotnar rúður í fundarhúsinu. Þá heyrðist kallað úti í hópnum „við skulum reyna að ná þeim út“ og var í því gerð árás á lögregluþjóna þá, sem dyranna gættu og tókst í þeirri atrennu að ná einum lög- regluþjónanna út úr dyrunum og vestur með húsinu og laust þá upp ópi miklu. Kom þá einn lögregluþjónn, er staddur var í Vonarstræti sunnan yfir garðinn og komst upp á tröppur fundarhússins, en þar var hann strax grip- inn af árásarmönnunum og hrakinn austur með húsinu og margar tilraunir gerðar til að varpa honum til jarðar og hann sviftur einkennishúfunni sem alveg glataðist. Dundi nú aftur grjóthrið á húsið og var steinunum aðallega stefnt að eystri gluggunum en þar fyrir innan var fundarsvæði bæjarfulltrúanna. Var steinum þessum kastað með svo miklu afli að þeir fóru í gegn um rúðurnar og yfir að norðurhlið hússins og lentu sumir þeirra á borðum bæjar- fulltrúanna, en ekki er talið að neinn hafi orðið fyrir á- verka af þessum sökum. Í þessum svifum ruddist lög- reglan út úr dyrum fundarhússins og réðist að óspektar- 372 mönnunum með kylfum sínum, og tókst eftir allhörð á- flog að sundra þeim og reka þá út fyrir girðinguna kring um húsið, en meðan á þessu stóð hélt grjóthriðin áfram á fundarhúsið svo að flestallir gluggar í húsinu brotnuðu. Áður og á meðan á þessu stóð heyrðust hrópuð ýms heift- aryrði og ókvæðisorð til lögreglunnar. Auk þess höfðu ýmsir menn haldið ræður úti fyrir, sem til þess voru falln- ar að æsa áheyrendur gegn bæjarfulltrúunum og lögregl- unni og jafnframt voru menn hvattir til inngöngu í húsið og til að glepja fundarstörfin. Eftir að lögreglan hafði rutt lóðina að sunnanverðu við húsið varð ekki meira af árásum þar, en þá réðust menn að hliði sem er á girðingu á milli Alþingishússgarðsins og Templarahússins og brutu það upp, en lögregluþjónar voru þar fyrir og vörnuðu mönnum inngöngu, en á þá var hent möl og brotum úr hliðinu og lenti ein spýtan á enni eins lögregluþjónsins og hljóp upp kúla allmikil. Þá var og gerð tilraun um líkt leyti að brjóta upp suðvesturhlið á portgirð- ingunni og komast þar inn, en það tókst og að hindra. Árásir þær, sem hér að undan eru nefndar glöptu störf fundarins að verulegu leyti, en að þeim loknum fékkst friður til að ljúka fundinum og var honum lokið kl. 8. siðdegis. Bæjarfulltrúar jafnaðarmanna gengu þá Þegar út en einn þeirra byrjaði samstundis að halda ræðu á tröppum hússins Þórshamri, og mun efni hennar hafa ver- ið það, að skýra frá hvað gerst hafði á bæjarstjórnarfund- inum. Á meðan á þessu stóð komu hinir bæjarfulltrúarnir út úr fundarhúsinu og snérist þá öll athygli manna að þeim. Urðu nokkrar stimpingar en lögreglan gætti þess að ekki yrði ráðist á bæjarfulltrúana. Komst þá mann- fjöldinn allur á hreyfingu og var haldið austur Kirkju- stræti og og norður Pósthússtræti, heyrðust þá háværar raddir í hópnum um það að ráðast á bæjarfulltrúana, sér- staklega Jakob Möller og borgarstjórann, en úr því varð þó ekki annað en það að sparkað var í fót borgarstjórans. Einnig ætlaði unglingspiltur að berja borgarstjórann í höf- uðið með spýtu er hann hafði í höndum, en lögregluþjónn greip spýtuna af honum áður en af höggi yrði. Á leið þess- ari varð og einn af aðstoðarmönnum lögreglunnar fyrir árásum, var kastað salti framan í andlit hans, og varð að aka honum burtu í bifreið. 313 Þegar komið var að gatnamótum Pósthússtrætis og Austurstrætis var þar fyrir Sveinn Benediktsson, þáver- andi stjórnarmaður Síildarverksmiðju ríkisins og beindist þá athygli manna að honum. Gekk hann með lögreglunni áleiðis að Arnarhvoli, en mannfjöldinn fylgdi þangað og skipaði sér niður á Arnarhólstúnið og í Ingólfsstræti. Lögregluþjónn einn, sem hafði orðið viðskila við aðal- hópinn, varð fyrir allmiklum árásum, þegar hann gekk upp Hverfisgötu í áttina að Arnarhvoli, var hann að hjálpa pilti, sem hafði orðið þar fyrir áreitni fólksins, þar sem það hélt að hann hefði verið lögreglunni til aðstoðar. Réð- ust þá menn að lögregluþjóninum, en samstundis varð hann var við að maður stóð fyrir aftan hann með reidda spýtu. Vatt hann sér undan högginu, en um leið og hann beygði sig, hljóp maður þessi á hann og náði á honum haustaki, en aðrir reyndu að ná af honum kylfunni. Í þessu komu að menn lögregluþjóninum til aðstoðar og varð þvi ekki meira af árásum. Þegar mannfjöldinn var kominn niður að Arnarhvoli steig maður einn upp á grindverk, er þar er fyrir utan húsið og hvatti menn til að mæta vel á fundi, er haldinn yrði þá um kvöldið kl. 9 í fundarhúsinu við Bröttugötu. Kvað hann verkefni fundarins vera það að ræða um sið- ustu viðburði og atvinnubótamálið. Upp úr þessu fór mannfjöldinn að týnast burtu. Það sama kvöld var svo að því er virðist haldinn fjöl- mennur fundur í Bröttugötu en þar sem húsið mun hafa reynzt of lítið var fundurinn fluttur niður að Varðarhúsi og haldinn þar áfram. Mun þá hafa verið samþykkt til- laga þess efnis að koma sér upp varnarliði gegn lögregl- unni, ennfremur mun það hafa verið tilkynnt, að bráðlega yrði hægt að láta innrita sig í þeim tilgangi í fundarsaln- um í Bröttugötu. Þann 9. nóvember f. á. var haldinn aukabæjarstjórnar- fundur í Goodtemplarahúsinu við Templarasund hér í bænum. Var þar til umræðu atvinnubótavinnan. Á næsta bæjarstjórnarfundi á undan hafði verið samþykkt tillaga um að lækka kaup í atvinnubótavinnunni og hafði mál þetta siðan komið til bæjarráðs. Þar komu fram tvær til- lögur, önnur í þá átt að láta kaupið haldast eins og það hafði áður verið, en hin var rökstudd dagskrá þess efnis 374 að engin ástæða væri til breytingar á kauplækkuninni. Þessar tillögur voru til umræðu á bæjarstjórnarfundi þeim, er hér um ræðir. Fundarsalurinn var opinn fyrir almenn- ing og einnig hafði verið sett upp gjallarhorn á húsið svo þeir sem úti stæðu gætu heyrt umræður þær, er fram áttu að fara á fundinum. Hófst fundurinn þvi næst kl. 10 ár- degis og var margt manna þar til staðar bæði í fundar- salnum og eins fyrir utan húsið. Þar var og einnig nokkuð af lögregluliði bæjarins sumpart úti til þess að veita at- hygli því er fram færi þar og sumpart inni í húsinu til þess að gæta þess að allt færi þar rólega fram. Fundurinn mun hafa farið nokkurnveginn friðsamlega fram fram að matarhlé, en það skyldi hefjast kl. liðlega 12 á hádegi. Að vísu mun hafa verið kallað nokkuð fram i fyrir ræðumönnum, en ekki svo mikið, að því er virðist, að glapið hafi fundarfrið að ráði. Þegar fundarhléið skyldi hefjast, heyrðust raddir úr hóp áheyrenda um það að hleypa ekki bæjarfulltrúunum út fyrr en málið væri af- greitt, enda sýndi enginn áheyrandi á sér fararsnið, þótt búið væri að slíta fundi. Samtímis munu menn þeir, er úti voru, hafa verið hvattir til að standa fast fyrir, svo bæjarfulltrúarnir kæmust ekki út, og mun hafa verið gerð- ur einhver viðbúnaður þar í þá átt. Leið þannig nokkur stund þar til að lýst hafði verið yfir, að frjáls aðgangur skyldi vera að fundarsalnum eftir matarhléið og fóru áheyrendur þá að týnast út og var þessi ákvörðun jafnframt tilkynnt úti, og fengu bæjarfull- trúarnir þá að fara án hindrunar heim til sin. Þegar bæjarstjórnarfundur skyldi hefjast aftur kl. 1% e. h. og bæjarfulltrúarnir komu á fundarstaðinn, var margt manna komið saman fyrir framan fundarhúsið, en þó komust þeir allir hindrunarlaust inn. Fundarsalurinn var nokkurnveginn fullskipaður, en lögregluþjónar gættu dyr- anna og hleyptu engum inn framar. Eftir að fundur hófst byrjaði jafnskjótt háreysti mikil, því þeir er úti fyrir voru, vildu komast inn í fundarhúsið og töldu það brot á gefnu loforði að ekki skyldi vera óhindraður inngangur í hús- ið, og heyrðust jafnframt háværar raddir um það, að fara inn, þrátt fyrir bann lögreglunnar, og einnig berja hana niður, ef hún hleypti ekki inn með góðu. Fylgdu þessu óp mikil og voru gerðar ítrekaðar tilraunir til þess að 375 brjótast inn með valdi. Tókst lögreglunni nokkra stund að hindra það að mestu, en nokkrir menn sluppu þó í gegn. Í þessu var ráðizt að lögregluþjónum þeim, er dyranna gættu, að innan og skipti lögreglan þá með sér verkum á Þann hátt, að nokkrir þeirra gættu dyranna, en aðrir fóru til móts við þá, er að þeim réðust innan úr fordyrinu. Við þetta varð hávaði mikill inn í fundarhúsinu og komu það- an menn út og heyrðust brothljóð í stólum og bekkjum eins og verið væri að brjóta þá niður. Þar sem ekki tókst að sefa árás þessa tók lögreglan upp kylfurnar og lenti þá i snörpum bardaga, þar sem árásarmenn höfðu barefli, að því er telja verður sannað með framburði margra vitna. Hörfuðu árásarmenn undan norður eftir fordyrinu, en Í þessum svifum kom lögreglustjórinn, sem einnig er bæj- arfulltrúi svo og Héðinn Valdimarsson bæjarfulltrúi fram í anddyrið og tókst þá að stilla til friðar. Í skæru þessari höfðu nokkrir lögregluþjónar hlotið meiðsl, þar á meðal Pálmi Jónsson, sem hlaut tvö sár, ann- að tveggja, en hitt fjögra cm. langan skurð á höfði, auk þess hruflaðist hann á vinstri hendi og marðist á hægri olnboga, og varð þar með ófær til áframhaldandi starfa þann dag. Auk þess hlutu nokkrir árásarmenn meiðsl og nokkrir aðrir menn, er þarna voru til staðar. Í þessum svifum réðust nokkrir menn, er þarna voru, að légregluþjónunum með Þbrígslyrðum og hótunum og töldu Þá eina vera orsök í árásum þessum. Upp úr þessu lægði hávaðinn í fordyrinu, en inni í fundarhúsinu hélzt ókyrrð- in, enda voru þá komnir þangað inn nokkrir þeirra, er meiðsl höfðu hlotið í atlögunni og voru sumir þeirra al- blóðugir. Var gerð tilraun til að halda fundinum áfram, en það reyndist ókleift vegna hávaða og æsinga, sem þar áttu sér stað og endaði það þannig, að forseti bæjarstjórn- ar neyddist til að slíta fundi, eftir að hafa árangurslaust reynt til að koma á fundarfriði aftur. Um þetta leyti munu allflestir lögregluþjónar bæjarins hafa verið komnir á fundarstaðinn, þar sem öruggast þótti að vera við öllu bú- inn, enda magnaðist hávaðinn um allan helming eftir að fundi var slitið og ruddust fleiri áheyrendur inn á svið bæjarfulltrúanna og létu í ljósi hótanir í þeirra garð. Voru þá gerðir tilraunir til að miðla málum og kom fram til- laga frá bæjarfulltrúum jafnaðarmanna, sem gekk í þá átt 376 að fresta framkvæmd kauplækkunarsamþykktarinnar í at- vinnubótavinnunni þar til bæjarstjórnarfundur ákvæði annað. Skilyrði fyrir samþykki tillögu þessarar mun hafa verið það, að bæjarfulltrúunum yrði tryggt það, að kom- ast af fundinum óskaddaðir. Var þá talað fyrir tillögu þessari og reynt að koma á fundarfriði en allar tilraunir til þess að fá friðsama úrlausn málanna reyndust árangurslausar. Fjölmargar raddir áheyrenda létu í ljósi að engin grið yrðu gefin fyrir þetta, því nú hefðu þeir bæjarstjórnina á valdi sínu og gætu komið fram ýms- um kröfum, þar á meðal þeirri, að fjölgað yrði í at- vinnubótavinnunni um 150 manns. Áður og samtímis þessu, héldu ýmsir menn ræður fyrir utan fundarhúsið og voru þær til þess fallnar, að æsa menn upp og hvetja menn til að standa fast saman og slaka í engu til og sleppa bæjarfulltrúunum ekki út fyrr en kröfunum yrði fullnægt að öllu. Þegar útséð var um það, að ekki yrði hægt að koma á fundi aftur og fá friðsama úrlausn málanna kom lögreglustjóri boðum til lögregluþjóna nokkurra að koma bakdyramegin upp í skot, sem er til hliðar við leiksviðið og skyldu þeir vera þar til taks, ef nauðsyn bæri til að rýma salinn, og voru þar til staðar 8 lögregluþjónar. Upp úr þessu fóru bæjarfulltrúar sjálfstæðismanna að týnast upp á leiksviðið og þaðan út um kjallaradyrnar nema Pétur Halldórsson, sem var kyrr niðri í fundarsaln- um. M. Júl. Magnús komst ekki á burt frá fundarhúsinu, en hinir bæjarfulltrúarnir komust á burtu án þess að þeim yrði veitt athygli og urðu ekki fyrir neinum verulegum árásum, nema Jakob Möller, sem var ráðizt á á götunni og féll við það til jarðar án þess þó að séð verði að hann hafi hlotið nokkur meiðsl. M. Júl. Magnús, sem var siðast- ur þessara bæjarfulltrúa út, var veitt athygli og gerði hann tvær tilraunir til þess að komast í burtu, en varð í bæði skiptin að hörfa inn í norðurportið aftur. Var þá veizt að honum og lögregluþjónum þeim, er voru honum til varn- ar að því er virðist í þeim tilgangi að koma honum inn í fundarhúsið aftur; urðu nokkrar sviptingar í kring um hann og rifin föt eins lögregluþjónsins og jafnframt tóku menn til að rifa niður grindverk það, sem var við húsið að norðanverðu, til þess að rýmri væri aðgangur að hús- inu þar og jafnframt greiðari leið til árásar. Upp úr þessu 371 hörfaði M. Júl. Magnús bæjarfulltrúi inn í kjallara húss- ins aftur, en lögregluþjónarnir gættu dyranna. Þegar áheyrendur inn í fundarhúsinu urðu þess varir að bæjarfulltrúar voru komnir út varð mikil ókyrð í saln- um og heyrðust raddir um það, að sækja þá aftur og þustu þá nokkrir menn út. Einnig varð það kunnugt að einn bæjarfulltrúanna, M. Júl. Magnús, væri niður í kjall- ara hússins og stukku þá nokkrir menn upp á leiksviðið og ætluðu að sækja hann, en lögreglustjóri, sem þar var fyrir hratt þeim niður og skipaði lögregluþjónunum sam- stundis að ryðja salinn. Var salurinn ruddur á svipstundu án þess verulegt viðnám væri veitt, enda munu menn ekki bafa komið því við vegna hinnar snöggu útrásar. Að vísu munu menn hafa haft nokkuð af bareflum inn í fundar- salnum þegar útrásin átti sér stað, enda fékk lögreglu- stjórinn sjálfur allmikið högg, svo voru og gerðar tilraun- ir til að berja lögregluþjóna, bæði inn í fundarhúsinu og í anddyrinu. Nokkru síðar var fordyrið rutt svo og lóðin báðumegin við húsið. Um það leyti voru brotnar rúður í suðurhlið fundarhússins af mönnum er úti fyrir voru, en innan úr fundarhúsinu í gegnum brotna glugga voru rétt- ir stólar og önnur húsgögn, sem brotin voru þegar niður af mönnum, er úti fyrir stóðu og voru þau notuð sem bar- efli, eftir því sem upplýst er með vitnaframburði. Eftir að fundarhúsið hafði verið rutt skiptu lögreglu- bjónarnir sér niður til þess að ryðja lóðina báðu megin við húsið, fóru sumir út að norðanverðu en aðrir að sunnan. Tókst þeim að ryðja lóðina báðu megin við hús- ið án verulegrar mótspyrnu, en þeim var ógnað með grjótkasti og meiddust nokkrir lögregluþjónar við það. Í Þessu fór M. Júl. Magnús, bæjarfulltrúi, sem verið hafð, í kjallara fundarhússins upp í fundarhúsið aftur og fram í anddyrið og þaðan upp á loft til þess að gera að meiðsl- um nokkra lögregluþjóna, er í útrásinni höfðu meiðst, en að þvi loknu komst hann heim óáreittur. Eftir að lóðin hafði verið rudd reyndist óstætt að norðanverðu við hús- ið fyrir grjóti og öðru lauslegu, sem fleygt var að lög- regluþjónunum og gerðu þeir þá útrás úr portinu. Sam- timis mun lögreglustjórinn ásamt nokkrum lögregluþjón- um hafa gert útrás úr suðurportinu, en mannfjöldinn var þar fyrir og margir með reidd barefli. Mun lögreglu- 378 stjórinn þá hafa skorað á mannfjöldann að vikja burtu, en því var ekki sinnt, heldur mun hann þvert á móti hafa búigzt til árásar. Gerði lögreglustjórinn þá þegar ásamt lög- regluþjónum þeim, sem þar voru, útrásina, en mannfjöld- inn réðist jafnskjótt að þeim með bareflum. Varð þarna allharður bardagi, gátu lögregluþjónarnir ekki haldið hóp- inn, urðu viðskila hver við annan. Urðu þeir fyrir þung- um höggum af bareflum og einnig mun hafa verið fleygt í þá spýtum og grjóti. Lét lögreglan nú undan síga norður Kirkjustræti og dreifðist viðureignin þar bæði til austurs og vesturs. Í þessari viðureign hlutu flestir lögregluþjón- arnir allveruleg meiðsl eins og læknisvottorð þau, sem lögð hafa verið fram við rannsóknina sýna. Aðallega voru Það djúpir skurðir er þeir hlutu sérstaklega á höfði, enn- fremur voru þeir flestir að meira eða minna leyti marðir hingað og þangað á líkamanum, einn þeirra hafði hand- leggsbrotnað og annar nefbrotnað. Þá voru nokkrir þeirra bornir í burtu meðvitundarlausir í árásinni. Pétur Halldórsson, bæjarfulltrúi, sem verið hafði í fundarsalnum allan tímann, fór út úr húsinu eftir að lög- reglan hafði gert útrásina. Þegar hann var kominn út á tröppur fundarhússins, var hann varaður við að fara lengra, en í því kom Héðinn Valdimarsson, bæjarfulltrúi og nokkrir menn á eftir honum, staðnæmdust þeir við tröppurnar þar sem Pétur stóð og einn þeirra sagði, að nú væri tækifæri til að berja Pétur Halldórsson. Þessu mótmæltu menn þeir, er áður höfðu varað hann við að fara út. En í þessu tekur Héðinn Valdimarsson í hand- legg honum og biður hann að koma með sér. Fóru þeir inn í fataherbergið og lokuðu að sér. Voru þeir þar nokk- urn tíma að talan saman en á meðan dreifðist mann- fjöldinn og komst Pétur Halldórsson á burtu óáreittur. Eftir að bardagi sá, sem áður var frá skýrt, var um garð genginn og lögregluþjónarnir höfðu hlotið þessi meiðsl, hættu æsingarnar, en mannfjöldinn hélt leiðar sinnar upp að Arnarhvoli, var þar staðnæmst og ræður haldnar, sem ekki er upplýst um hvers efnis hafa verið. Var því næst girðingin í kringum Safnhúslóðina brotin niður á kafla, en upp úr þessu dreifðist mannfjöldinn og hvarf smám saman án þess að frekari óspektir færu fram hér í bænum. 379 Skal þvi næst rannsökuð þátttaka hinna ákærðu í at- burðum þeim, sem hér á undan er lýst. Bæjarstjórnarfundurinn 7. júlí. 1. Ákærður, Einar Olgeirsson, hefir neitað að svara í réttinum, en mörg vitni hafa borið það, að hann hafi haldið ræðu á tröppunum í Þórshamri á meðan að bæj- arstjórnarfundurinn stóð yfir. Sum vitni hafa talið ræðu ákærða æsandi og litt sæmilega. Eitt vitnið kveður á- kærðan hafa lesið upp tillögur, sem samþykktar höfðu verið áður í Iðnó í atvinnubótamálinu, og sem hér lægju fyrir bæjarstjórnarfundinum. Hafi hann rætt tillögurnar og skorað á verkamenn að standa fast saman um þessar kröfur. Eru fleiri vitni, sem hafa borið það, að ákærð- ur hafi skorað á verkamenn, sem þarna voru að standa fast saman um kröfur sínar. Þá er það og eitt vitni, sem heyrði ákærðan segja í ræðu sinni, að stjórnarvöldin vildu lítið gera fyrir verkalýðinn. Þá eru það þrjú vitni, sem hafa borið það, að ákærður hafi mælt með og borið upp tillögu þess efnis að kjósa nefnd og skora á borgarstjóra að koma út og skýra afstöðu sína til atvinnubótanna og að því er eitt vitni skýrir frá, standa fyrir máli sínu. Var nefnd þessi því næst kosin og var ákærður einn af nefnd- armönnunum. Fór nefnd þessi því næst á fund borgar- stjóra og þegar hún kom aftur út, skýrði ákærður frá svör- um borgarstjóra, sem voru í sömu átt og niðurstaða bæj- arstjórnarfundarins í atvinnubótamálinu og taldi ákærð- ur það litinn árangur. Þá hefir og eitt vitni skýrt svo frá, að ákærður hafi brýnt fyrir mönnum, að þeir timar myndu koma, að þeir yrðu að látan undan, og telur vitn- ið að þar hafi verið átt við bæjarfulltrúana, því ákærð- ur hafi sagt þetta í sambandi við hina „háu herra“, sem hefðu lokað sig inni undir lögregluvernd. Þá kveður vitnið, að ákærður hafi endað mál sitt með því að spyrja fjöldann, hvort ekki myndi kleyft að komast inn og tala við þá „háu herra“, sem þar væru, hafi þetta verið sam- bykkt og hafi þá ákærður haldið á stað að fundarhús- inu, ásamt nokkrum unglingum, en þegar þangað kom, hafi hann stansað og farið að tala við mann er hann hitti Þar, en liðsöfnuðurinn haldið áfram að dyrunum og gert smá árás á þær, sem þó var jafnharðan stöðvuð af lög- 380 reglunni. Þá er það og annað vitni, sem ber það, að það hafi séð ákærðan á gangstignum fyrir framan fundarhús- ið, hafi hann verið í æstu skapi og gengið fram og aftur, en dregið sig í hlé þegar árásirnar voru gerðar á dyrnar. Enn er það eitt vitni, sem sá ákærðan þegar árásirnar voru á dyr fundarhússins, ganga á milli manna og spyrja hvort verkamenn ættu ekki að fá að koma inn á fundinn. Inni héldi bæjarstjórn fund um atvinnubótamál verka- manna, en verkamenn sjálfir fengju ekki að koma inn til að hlusta á ræður þeirra. Annað vitni fullyrðir að á- kærður hafi hvatt menn til að ráðast inn, því þeir þyrftu jafnt að komast inn og aðrir, en þegar fólkið hafi verið orðið æst og hert aðsóknina, þá hafi ákærður skotist aftur fyrir. Tvö vitni bera það, að um það leyti, sem útrásin fór fram þá hafi ákærður hrópað ókvæðisorð til lögregl- unnar, en það er ekki fullkomlega upplýst hvort vitni þessi hafa heyrt orðin samtímis. Þá er það og eitt vitni, sem hefir borið það, að því hafi virzt ákærður eggja fólk til árásar á lögregluna, og annað vitni, sem hefir fullyrt það og auk þess hafi hann spurt verkamenn að því hvort þeir ætluðu að hopa á hæl. Eitt vitni kveðst hafa séð ákærðan kasta steini í glugga fundarhússins og annað vitni, sem kveðst hafa heyrt um það talað. Loks telur einn lögregluþjónn að ákærður hafi gert tilraun til að taka af sér kylfuna og hefir tilnefnt annan lögregluþjón, sem vitni að því, en framburðir þeirra eru ekki samhljóða. Enn er það eitt vitni, sem hefir borið það, að það hafi skrifað upp hluta úr ræðu ákærðs, sem hann hélt niður við Varðarhús síðar um kvöldið, þar sem því hafi þótt hún óviðeigandi, og er það þannig: „Lögreglan hefir með ósvífni ráðizt á alþýðu, sem aðeins reyndi að fá létt af at- vinnuvandræðum sínum, hún hefir notað barefli úr eik eða íbenviði og stórskaðað menn.“ Síðar: „Þeir, sem vilja taka þátt í að stofna varnarlið gegn ofbeldi lögregl- unnar komi í Bröttugðtu og láti skrá sig eftir að kröfu- göngunni er lokið.“ 2. Ákærður, Haukur Sigfried Björnsson, hefir neitað að svara í réttinum. Mörg vitni hafa borið það, að hann hafi eggjað menn til óspekta og árása á lögregluna í þeim tilgangi að komast inn í fundarhúsið og hefir eitt vitni 381 borið það að hann hafi hjálpað til að gera bendu að lög- reglunni og annað vitni, sem hefir borið það, að það hafi heyrt hann spyrja menn að þvi, hvort þeir ætluðu að gef- ast upp. Þá eru það og mörg vitni, sem hafa borið það, að eftir að útrásin fór fram, þá hafi ákærður hlaupið upp á vegg og hvatt menn til að láta ekki undan siga og hafi hann hrópað: „Verkamenn ætlið þið að láta undan.“ Þá hefir og eitt vitni borið það, að eftir að gangstigurinn sunnan við húsið var ruddur þá hafi heyrst háværar radd- ir um það að ryðjast inn, hafi það þá orðið þess vart að ákærður hafði hlaupið að brotinni rúðu og kallað inn: „Félagar“, en í því hafði það tekið í hann og spurt hann hvert erindið væri, og hafi hann svarað því til að sjálf- sagt væri að tilkynna þeim, sem inni væru að barið hefði verið á saklausum verkamönnum. Þá er það og annað vitni, sem tók ákærðan frá glugganum ásamt vitni þvi, sem tilgreint er næst á undan og er framburðurinn samhljóða að öðru leyti en því, að síðara vitnið kveður að ákærður hafi sagt: „Lögreglan er að berja niður verkamenn, þú mótmælir inni Guðjón.“ En ekki er upplýst, að ummæli þessi hafi haft nokkur áhrif né heldur að nokkur inni í húsinu hafi heyrt þau. Þá er eitt vitni, lögregluþjónn, sem hefir borið það, að ákærður hafi tekið í kylfu sína, en það atriði virðist ekki full sannað. Enn eru það þrjú vitni, sem hafa borið það, að ákærður hafi eftir útrásina skipað mönnum að lyfta upp manni nokkrum, sem hafði meiðzt í útrásinni og var blóðugur, til þess að sýna hann fjöld- anum. Þá eru það líka þrjú vitni, sem hafa borið það, að ákærður hafi talað upp við Arnarhvol og tilkynnt að fundur yrði haldinn þá um kvöldið í Bröttugötu til þess að ræða um stofnun varnarliðs, til þess að verjast árás- um lögreglunnar, samkv. framburði tveggja vitna. 3. Ákærður, Jens Figved, hefir neitað að svara í réttin- um, en samkvæmt framburði margra vitna hefir hann haldið ræðu fyrir utan fundarhúsið. Eitt vitni hefir borið það, að ákærður hafi verið að segja fréttir frá Rússlandi og lýsa ástandinu þar og hafi hann sagt, að þar væri ekk- ert atvinnuleysi, verkamennirnir mikils metnir, þar væru engir ríkir borgarar, því sumir væru reknir í útlegð en aðrir drepnir og kveður vitnið, að ákærður hafi lagt sér- staka áherzlu á niðurlagið. Framburður 3ja annara vitna 382 fer mjög í sömu átt, þar sem þau segja, að ákærður hafi verið að skýra frá ástandinu í Rússlandi og sagt að þar væru engir borgarar, því þeir væru allir drepnir eða rekn- ir í útlegð. Þá hefir eitt vitni borið það, að ákærður hafi látið í ljósi á tröppunum í Þórshamri, að hann áliti það rétt að fara að fundarhúsinu og gera óp svo fundarhald bæjarstjórnar truflaðist. Hafi þá verið kallað „heyr“, hafi þá jafnframt nokkrir menn farið að húsinu og barið það utan og kastað grjóti á húsið. Annað vitni telur ræðu á- kærðs hafa verið æsandi og litt sæmandi og telur hann hafa átt mesta sök á því að hin síðasta og harðasta árás hafi verið gerð á dyr fundarhússins. Hafi hann komizt þannig að orði á tröppunum í Þórshamri, að þessir háu herrar meinuðu verkamönnum að hlusta á umræðurnar og væri þá ekki rétt að þeir færu inn, þ. e. a. s. hann og aðrir og æpti þá fjöldi manna upp til samþykkis og þustu að dyrum hússins. 3ja vitnið telur að ræða ákærða hafi orsakað óspektir. Hafi hann hvatt til árásar á húsið og heimtað að bæjarfulltrúarnir kæmu út. Hafi hann einnig hvatt til að trufla fundarfrið með því að gera hávaða við húsið. Rétt á eftir hafi svo verið gerð hörð árás á hús- ið og sá vitnið þá, að ráðist var á Karl Guðmundsson, lögregluþjón og tekin af honum húfan og mögnuðust ó- lætin við það. Þá hefir og eitt vitnið borið það, að það hafi heyrt ákærðan tala um að ná í barefli og hafi verið farið á stað til þess. 4. Ákærður, Þorsteinn Pétursson, hefir viðurkennt það að hafa verið um tíma í bendu þeirri er gerð var að dyrum fundarhússins og reynt að ryðjast inn í gegnum lögregluvörðinn er dyranna gætti. Eftir útrásina kveðst hann hafa átt uppástungu að þvi, að nokkrir unglingar hafi farið út í Vonarstræti til að sækja sér barefli, en enga spýtu kveðst hann hafa tekið sjálfur þótt hann færi með Þeim og hafi hvatt þá til að nota bareflin, ef á þá yrði ráðist. Hinsvegar neitar hann því, að hann hafi tekið nokkurn frekari þátt í atburðum þeim, sem þarna áttu sér stað. 5. Ákærður, Haraldur Knudsen, hefir játað það, að hann hafi verið á gangstignum fyrir utan fundarhúsið allan þann tíma er fundurinn stóð yfir þar til lögreglan 383 gerði útrásina. Hann hefir og viðurkennt það, að hafa tek- ið þátt í bendum á dyr fundarhússins, en hann hefir hald- ið því fram, að með því að þröngin hafi verið svo mikil í kringum húsið, þá hafi allir orðið að taka þátt í bend- unni, sem þarna voru. 7 samhljóða vitni hafa borið það, að ákærður hafi verið með þeim fremstu, er á dyrnar sótti og reynt til að komast inn. Hann hafi gert itrekaðar tilraunir til þess að koma lögreglunni úr dyrunum og komast inn. Auk þess hafa 2 vitni borið það, að ákærður hafi verið með hrindingar við dyrnar, og eitt vitni hef- ir borið það, að ákærður hafi æpt ókvæðisorð að lög- reglunni. 6. Ákærður, Hjörtur B. Helgason, hefir játað að hafa verið til staðar á fundarstaðnum nokkuð af tímanum, og hafi hann verið inn á gangstignum að sunnanverðu við húsið. Hafi verið stöðugar hrindingar á lögregluna, þvi fjöldinn hafi með jafnri bylgjuhreyfingu reynt að hrinda lögreglunni inn. Kveður hann að þetta hafi verið byrjað áður en hann kom inn í hópinn og haldið áfram nokkra stund á eftir. 3 vitni hafa borið það, að ákærður hafi gert ásamt fleirum ítrekaðar tilraunir til þess að komast inn í húsið gegn vilja lögreglunnar og hafi hann sótt fast fram. Þá kveður eitt vitni, lögregluþjónn sem dyranna sætti, að ákærður hafi slitið hnapp af jakka sínum og reynt að ná húfu sinni og barið á hendur sér. Annað vitni kveður að ákærður hafi reynt að berja þá, sem dyranna gættu. Þá kveðst eitt vitni hafa séð ákærðan rifa járnplötu af útbyggingu við austurgafl fundarhússins. Annað vitni kveðst hafa séð að búið var að rifa járnið af og hafi það séð, að ákærður stóð þar við með spýtu í hendinni og hafi hann verið æstur í skapi. Telur hið sama vitni líklegt, að ákærður hafi sparkað í fót borgarstjóra. Ákærður held- ur því fram, að hann muni ekki til þess að hann hafi bar- ið nokkuð í troðningnum. Þá kveðst hann og heldur ekki hafa tekið þátt í því að rifa niður járnplötuna. Þá neitar hann alveg að hann hafi barið í fót borgarstjóra. 7. Ákærður, Matthías Guðbjartsson, hefir viðurkennt það, að hann hafi verið til og frá í kringum fundarhús bæjarstjórnar, en hinsvegar kveðst hann ekki hafa tekið neinn þátt í óspektum, enda ekki séð að nokkur maður hefði þarna óskunda í frammi. 6 vitni, lögregluþjónar, hafa 384 borið það, að ákærður hafi staðið framarlega í árásum á dyrnar og lögregluþjóna þá er þeirra gættu og þrjú þeirra hafa einnig borið það, að hann hafi reynt að berja þá, auk þess segir eitt vitnið að hann hafi verið æstur og æpt ókvæðisorð að lögreglunni. 8. Ákærður, Runólfur Sigurðsson, hefir játað að hann hafi verið niður við fundarhúsið og þar inni öðru hvoru allan fundartímann. Hann kveðst hafa verið inn á gang- stignum, alveg inn við tröppur, þegar allhörð árás var gerð á lögregluna í þeim tilgangi að reyna að komast inn í húsið. 3 vitni hafa borið það, að ákærður hafi reynt til að ryðjast inn um dyrnar með valdi og eitt vitni hefir borið það, að ákærður hafi verið æstur og æpt ókvæðis- orð til lögreglunnar. Þá hefir ákærður haldið því fram, að þegar lögregl- an ruddi gangstiíginn hafi hann fundið það, að hann var að fá flogakast, en það á hann vanda til, hafi hann þvi gripið í einn lögregluþjón, en samstundis fengið eitt kylfu- högg og síðan 3 önnur meðan hann lá og var að standa upp. Kveðst hann hafa verið í æstu skapi á eftir, náð sér í staf og ætlað að berja lögregluna, en lögreglan tók af honum stafinn áður en hann kom á hana höggi. 2 vitni hafa borið það, að ákærður hafi ætlað að berja einn á- kveðinn lögregluþjón og kemur það heim við játningu ákærðs. 9. Ákærður, Tryggvi Guðmundsson, hefir játað Það, að hann hafi tvisvar tekið þátt í árásinni á dyrnar og í ann- að skipti verið í fremstu röð. Hann hafi verið með köll og óp, en man ekki hvað hann kallaði, en fortekur það, að það hafi verið svívirðingar til lögreglunnar. Þá hefir hann og játað að eftir að hann var kominn út úr hliðinu og eftir að gangstigurinn var ruddur, þá hafi hann haft spýtu í hendinni, hafi hann tekið spýtu þessa upp af götunni og álitið að það væri gott að hafa hana í hendinni t. d. til að berja með henni. 10. Ákærða, Sigríður Jónsdóttir, hefir játað það, að hún hafi staðið nærri lögregluþjónum þeim, sem dyranna gættu. Hafi hún tekið ytri hurðina af hjörunum til þess að verða ekki á milli hurðarinnar og veggsins, en við það hafi hurðin slegist á rúðu í fundarhúsinu og hafi rúðan þá brotnað. Kveður hún að þetta hafi verið fyrsta rúðan, sem 385 brotnaði, og hafi það verið algert óviljaverk. Síðan kveðst ákærða hafa tekið járntein með hnúð á endanum af ein- hverjum pilti. Hafi pilturinn ætlað að berja einhvern mann með teininum, en hún hafi þá tekið hann og barið í húsið og sagt að nær væri að berja húsið að utan með teininum, því ef þeir vildu ekki heyra „kjaftaganginn“ inni, þá væri ekki annað en að hafa nógu hátt úti. Skrallaði hún því næst teininum eftir bárujárninu. Eitt vitni hefir borið það, að ákærða hafi verið æst í skapi og telur hana hafa tekið hurðina af hjörunum, til þess að það væri greiðari að- gangur að húsinu. 11. Ákærður, Kristinn Árnason, hefir játað það, að hann hafi verið niður við fundarhús bæjarstjórnar á meðan fundurinn stóð yfir. Kveðst hann hafa séð þá, sem næstir voru dyrunum vera að reyna að ryðjast inn í hús- ið, en sjálfur kveðst hann ekki hafa tekið neinn þátt í því. Hann kveðst hafa orðið fyrir kylfuhöggi þegar gang- stigurinn var ruddur. Eftir útrás lögreglunnar kveðst á- kærður hafa farið að norðurhorni fundarhússins og hafi verið menn þar að rifa járnplötu frá útbyggingu húss- ins, kveðst hann hafa hjálpað til að rífa járnið burtu, þar sem hann hafi verið dálitið reiður eftir kylfuhöggið, sem hann segist hafa orðið saklaus fyrir. 3 vitni hafa borið Það að ákærður hafi rifið járnplötu að norðanverðu við húsið. Auk þess hefir eitt vitni borið það, að ákærður hafi verið æstur og kallað ókvæðisorð til lögreglunnar. 12. Ákærður, Þóroddur Þóroddsson, hefir játað það, að hann hafi komið niður á fundarstað bæjarstjórnar, laust fyrir kl. 5 síðdegis. Hafi hann ætlað að koma inn á bæjarstjórnarfundinn til að hlusta á umræður um atvinnu- bótamálin og kveðst hann áður hafa lesið áskoranir um það í Alþýðublaðinu og Verkalýðsblaðinu að verkamenn yrðu að standa fast um kröfur sinar. Játar hann það einn- ig, sem og kemur heim við framburð eins vitnis, að hann hafi tekið þátt í að gera bendu að lögreglunni, þar sem hún stóð í dyrum fundarhússins, með hrindingum fram og aftur. Eftir að útrásin var gerð kveðst ákærður hafa tekið upp tvo steina við hornið á Templarasundi og Vonar- stræti, hafi hann síðan gengið vestur Vonarstræti, en fyrir miðjum garðsveggnum kveðst hann hafa stanzað og kast- að öðrum steininum, en ekki veit hann hvort hann hitti 25 386 nokkuð, því steininum hafi hann kastað í kæruleysi og af því að hann sá fordæmið fyrir sér, en ekki af því að hann hafi verið neitt æstur í skapi. 4 vitni hafa borið það, að ákærður hafi kastað steini þessum í gegn um glugga fundarhússins. Eitt vitni hefir borið það, að ákærður hafi haft fleiri steina meðferðis, sem kemur heim við játningu hans og auk þess kveður annað vitni að ákærður hafi búið sig til að kasta öðrum steini „en í því hafi verið tekið í hann, en hann hafi rifið sig lausan, fleygt steininum og hlaupið burtu. Ákærður hefir játað það, að hann hafi verið gripinn af mönnum, sem hjá honum stóðu, er hann fleygði fyrri steininum, en þá hafi hann látið hinn stein- inn lausan og farið burtu og heim til sin. 13. Ákærður, Sigurjón Á. Ólafsson, hefir viðurkennt það, að hann hafi eftir að bæjarstjórnarfundinum lauk, farið upp á tröppurnar í Þórshamri, og ætlað samkvæmt áskorun að skýra frá því hvað gerzt hafði á fundinum. Hafi hann byrjað á því að skýra frá því í stórum dráttum. Kveðst hann hafa haft um þetta þau orð, að borgarstjóri hafi ekki tekið óvingjarnlega í atvinnubótamálið, en það hafi andað heldur köldu frá Jakob Möller. Í þessu hafi Ja- kob Möller komið út og hafi þá öll athyglin snúizt að hon- um, svo ákærður hætti að tala. Eitt vitni hefir borið það, að það hafi heyrt ákærðan kalla af tröppunum í Þórshamri, „barna kemur Jakob Möller, látið hann standa nú fyrir máli sínu.“ Annað vitni, sem hlustaði á ræðu ákærðs heyrði hann segja á þá leið til fjöldans, að þarna kæmi Jakob Möller og hann bæri ábyrgð á hvernig málalokin urðu. Þá hefir og Jakob Möller heyrt ákærðan kalla upp af tröppunum í Þórshamri, þarna kemur Jakob Möller, og hafi þá öll athyglin beinst að sér. Þá hefir og eitt vitni borið það, sem kveðst hafa staðið við hliðina á ákærðum meðan hann talaði af tröppunum í Þórshamri, að það minnist þess ekki að ákærður hafi minnst á Jakob Möller í ræðu sinni né beint orðum sinum til hans. Viðvikjandi þessum vitnaframburði hefir ákærður tekið það fram, að það sé alrangt, að hann hafi viðhaft þau ummæli um Jakob Möller, sem eftir honum séu höfð, hann kveðst að- eins hafa sagt það, að það hefði andað köldu frá Jakob Möller í umræðunum um atvinnubótamálin, enda kveðst hann ekki minnast þess, að hann hafi séð þegar Jakob 387 Möller kom út úr húsinu. Hinsvegar kveðst hann minnast þess, að hann hafi heyrt þegar hann var að tala af tröpp- unum að einhver kallaði í hópnum: „Þarna kemur Jakob Möller.“ Hafi það valdið hávaða og fólkið jafnframt streymt niður Templarasund og hafi hann þá hætt að tala. 14. Ákærða, Indiana Garibaldadóttir, hefir neitað að svara i réttinum en fjölmörg vitni hafa borið það, að hún hafi kastað salti framan í einn af aðstoðarmönnum lög- reglunnar á leið frá húsinu eftir að fundi var slitið og hafi orðið að aka honum burtu í bifreið. Þá er það og eitt vitni, sem hefir borið það, að hún hafi verið í hóp þeirra manna, er gerði árás á dyr fundarhússins til þess að komast inn. Eitt vitni, lögregluþjónn, hefir borið Það, að ákærða hafi kallað ókvæðisorðum til lögreglunnar og einnig tekið í belti sitt og reynt að halda sér föstum þeg- ar hann gekk inn gangstíginn að dyrum fundarhússins. 15. Ákærður, Guðjón Einarsson, hefir játað það að hann hafi verið staddur niður við fundarhús bæjarstjórnar mestan hluta fundartímans og hafi hann séð mest af þvi sam þar fór fram og sömuleiðis verið áheyrandi að ræðum manna þeirra, er töluðu fyrir utan fundarhúsið og hafi þeir rætt fram og aftur um kröfur verkalýðsins. Þá kveðst hann og hafa fylgst með mannfjöldanum upp Hverfisgötu, en þó hafi hann verið með þeim öftustu í hópnum. Kveðst ákærður þá hafa tekið eftir því, að Ágúst Jónsson lög- regluþjónn, var að reka einhverja pilta burtu, sem voru að áreita unglingspilt, sem þeir kölluðu „litla hvitliðann“. Kveðst ákærður hafa verið með spýtu í hendinni, sem hann minnir að hann hafi hirt niður við Útvegsbanka. Hafi hann í rælni danglað í hann með spýtunni. Hafi lög- regluþjónninn þá samstundis snúið sér að ákærðum, en hann þá þegar tekið lögregluþjóninn haustaki. Hafi menn þá komið að og tekið af ákærðum spýtuna og nokkru síðar hafi hann fengið högg í höfuðið en áverkinn hafi ekki reynzt mikill. Þessi framburður ákærðs kemur og heim við framburð vitna, sem borið hafa um þetta atriði. Bæjarstjórnarfundurinn 9. nóvember. 16. Ákærður, Brynjólfur Bjarnason, hefir neitað að svara í réttinum. Eitt vitni hefir borið það, að ákærður 388 hafi rétt áður en matarhléð hófst hvatt menn til að þyrp- ast nær fundarhúsinu og hleypa engum manni út fyrr en bæjarstjórnin hefði numið samþykktina um kauplækkun- ina úr gildi. Hafi ákærður síðan farið inn í húsið, en komið að vörmu spori aftur og sagt, að menn skyldu leyfa bæjarfulltrúunum útgöngu, því að lögreglustjóri hefði lof- að því að aðgangur að húsinu skyldi frjáls eftir matarhléð. Þá hefir og annað vitni, sem samtímis stóð við hlið fyrra vitnisins borið það, að ákærður hafi sagt að menn skyldu ekki víkja þarna af staðnum hvorki úr húsinu eða gangin- um fyrr en málið væri afgreitt. Hinsvegar hefir vitnið ekki þorað að fullyrða það hvort það var ákærður eða annar maður, sem tilkynnti að lofað hafði verið frjálsum aðgangi að fundarhúsinu eftir matarhléð, og því væri ekkert til fyrirstöðu að leyfa mönnum að fara út. Þriðja vitnið hefir borið það, að ákærður hafi talað til fólksins rétt áður en matarhléð hófst og skýrt frá því, að verka- mennirnir inni Í fundarsalnum hefðu ákveðið að hleypa ekki bæjarfulltrúunum út fyrr en þeir væru búnir að ganga að kröfum þeirra og bað hann verkamenn þá, sem úti fyrir voru að skipa sér þéttar að dyrunum. Fullyrðir vitnið að það hafi verið annar maður en ákærður. sem tilkynnti að ákveðið hefði verið að hleypa bæjarfulltrú- unum út. Þá hefir eitt vitni borið það, að það hafi heyrt ákærðan hvetja til árásar á Pétur Halldórsson, bæjarfull- trúa, þegar hann kom út úr fundarhúsinu. 17. Ákærður, Guðjón Benediktsson, hefir neitað að svara Í réttinum. Mörg vitni bera það, að ákærður hafi kallað fram í ræður fundarmanna fyrir matarhléð og glapið þar með fundinn. Eitt vitni hefir borið það, að það hafi heyrt ákærðan hafa æsingar í frammi, að því virtist úti, nokkru áður en fyrsta árásin átti sér stað í fordyrinu. Hafi hann hvatt verkamenn til þess að láta ekki sinn hlut og láta ekki þetta tækifæri ganga úr greipum sér. Ann- að vitnið hefir borið það, að ákærður fyrir fyrstu árás- ina hafi að því er virtist talið til manna æsandi orð, og telur vitnið, að þetta muni hafa verið inni í húsinu. Eitt vitni hefir borið það, að áheyrendur í fundarsalnum hafi hópaæt utan um ákærðan eftir fyrstu árásina. Hafi hann haft orð fyrir þeim, og að því er vitninu virtist, hafa í hót- unum við bæjarfulltrúa sjálfstæðismanna og skorað á 389 menn að slaka í engu til í kröfum sinum. Annað vitni sá hann um sama leyti standa uppi á borði í fundarsalnum og heyrði hann tala, en gat ekki greint hvað það var. Þriðja vitnið sá hann um sama leyti standa uppi á borði í fundarsalnum og heyrði hann lýsa því vfir, að það væri fleiri kröfur, sem verkamenn þyrftu að fá framgengt en þeirri, að kaupið í atvinnubótavinnunni héldist óbreytt, t. d. þyrfti að fjölga mönnum í atvinnubótavinnunni. Hafi hann hvatt áheyrendur til að standa fast við þessar kröf- ur, því ekki væri betra tækifæri síðar til að fá þeim fram- gengt. Telur vitnið, að ákærður hafi verið æstur í skapi. Fjórða vitnið hefir borið það, að ákærður hafi gert kröf- ur um meiri atvinnubótavinnu. Þá hefir eitt vitni borið það, að ákærður hafi lýst því yfir að engin grið yrðu gef- in þó miðlunartillaga sú, er fram kom á fundinum, vröi samþykkt, því fleiri kröfum þyrfti að fullnægja. Eitt vitni hefir borið það, að þegar útrásin fór fram úr suðurport- inu hafi ákærður staðið við hliðið að sunnanverðu við fundarhúsið. Hafi hann staðið þar með reitt barefli, á- samt fleirum, og skipaði hann lögreglunni að leggja nið- ur kylfurnar. Kveðst vitnið jafnframt hafa orðið þess vart í útrásinni, að ákærður elti hann með barefli. Annað vitni sá hann samtímis á þessum sama stað með barefli og heyrði hann skipa lögreglunni að fleygja kylfunni. 18. Ákærður, Gunnar Benediktsson, hefir neitað að svara í réttinum. Mörg vitni bera það, að ákærður hafi haldið ræður fyrir utan fundarhús bæjarstjórnar um það bil og eftir að fundi var slitið. Eitt vitni hefir borið það, að ákærður hafi haldið æsingaræðu fyrir utan fundarhús- ið og hvatt menn til að standast árásir lögreglunnar. Eitt vitni hefir borið það, að það hafi séð ákærðan fara upp á vegg sunnan við fundarhúsið, var þetta eftir kl. 2 síð- degis. Hafi hann hvatt menn til þess að hindra það. að bæjarstjórnin kæmist út fyrr en búið væri að ganga að öllum kröfum þeirra. Annað vitni kveður að ákærður hafi farið upp á þennan sama vegg og brýnt fyrir þeim, er umhverfis voru, að halda fast við kröfur sínar og slaka ekki til í neinu, og hafi hann lyst því vfir að bæjarfull- trúarnir væru nú að gefa sig og því væri nauðsynlegt að fylgja vel eftir kröfunum. Þriðja vitnið kveður, að á- kærður á þessum sama stað hafi verið að skýra frá því 390 hvernig gengi á bæjarstjórnarfundinum, og hafi hann lýst því þannig, að íhaldsbæjarfulltrúarnir skyifu nú af hræðslu í fundarhúsinu og nú væri um að gera að standa sem fastast og herða að þeim svo þeir létu undan kröf- um verkamanna og sleppa engum þeirra út fyrr en þeir hefðu gengið að öllum kröfunum. Þá kveðst hið sama vitni hafa heyrt hann síðar skýra frá því, að það væri að kom- ast á samkomulag milli bæjarfulltrúanna um það, að kaupið héldist óbreytt í atvinnubótavinnunni og hafi hann hvatt áheyrendur til að standa saman um þá kröfu, að bætt yrði 150 manns í atvinnubótavinnuna og sleppa engum bæjarfulltrúanna út fyrr en það væri samþykkt. Hafi hann þá stungið upp á því að nefnd yrði kosin til þess að fara á fund bæjarstjórnar og var það gert. Þá eru og fleiri vitni, sem hafa borið það, að ákærður hafi stung- ið upp á því að kosin yrði nefnd, sem svo hafi verið gert og hafi hann sjálfur verið í henni, en nefnd þessi hafi átt að fara inn á fund bæjarstjórnar. 19. Ákærður Stefán Pétursson, hefir neitað að svara í réttinum. Mörg vitni hafa borið það, að ákærður hafi haldið æsingaræður fyrir utan hús bæjarstjórnar. 6 vitni hafa borið það, að ákærður hafi hvatt menn til að standa fast saman um kröfur sínar og 4 þeirra hafa jafnframt borið það, að ákærður hafi hvatt menn til að hleypa eng- um út fyrr en kröfurnar væru uppfylltar. Eitt vitni hefir borið það, að ákærður hafi hvatt menn til að standa fast saman og standast árásir lögreglunnar. Þá er og annað vitni, sem hefir borið það, að ákærður hafi, rétt í því að salurinn var ruddur, hvatt menn til að fylkja sér utan við dyrnar að fundarhúsinu, til þess að ráðast á lögregluna og inn í húsið, og hafi ýmsir menn orðið við þessu. 20. Ákærður, Hjalti Árnason, hefir neitað að svara í réttinum. Fimm vitni hafa heyrt hann tála fyrir utan fundarhúsið. Eitt vitni hefir borið það, að ákærður hafi við suðurhlið fundarhússins hvatt menn til að halda fast saman og standast árásir lögreglunnar. Annað vitni kveð- ur ákærðan hafa hvatt menn til að fylkja sér fyrir utan dyr fundarhússins til þess að ráðast á lögregluna og inn í húsið og hafi menn orðið við þessu. Eitt vitni hefir borið Það, að ákærður hafi hvatt verkamenn til að standa fast saman. Annað vitni hefir borið það, að ákærður hafi tal- 391 að á þá leið, að þeir (verkamenn), gætu tekið þessa borðalögðu menn, sem á kringum um þá væru, ekki til að fara illa með þá, heldur til þess að gera þá meinlausa, hafi hann bent verkamönnum á það, að þá ættu þeir þægi- legra með að fá fram kröfur sinar á eftir. Þriðja vitnið hefir heyrt ákærðan segja að rétt væri að gera lögreglu- þjónana skaðlausa, en þó ekki fara illa með þá. Þá hafa tvö vitni, bæjarfulltrúar inni í fundarsalnum, borið það, að ákærður hafi heimtað meiri atvinnubætur, hefir annað vitnið borið, að ákærður hafi sagt eftir að fundi var slit- ið, að nú væri tækifæri til að koma kröfum sinum fram. sjálfsagt að halda fast á málunum og slaka í engu til. Eitt vitni (lögregluþjónn) hefir borið það, að í siðustu árás- inni hafi hann verið umkringdur af mönnum, sem réðust að því og hafi ákærður þá komið þar að og sagt þeim að láta sig afskiptalausan. 21. Ákærður, Þorsteinn Pétursson, hefir neitað að svara í réttinum. 4 vitni sáu ákærðan taka þátt í fyrstu árásinni á lögregluna í fordyrinu. Eitt vitnanna hefir borið það að hann hafi staðið framarlega í hópi upphlaupsmanna, og búið sig til árásar á einn lögregluþjóninn, en þá sló það hann, hinsvegar varð það ekki þess vart að hann hefði barefli. Annað vitni (viðkomandi lögregluþjónn) hefir borið það, að ákærður hafi gert tilraun til að ná af sér kylfunni, en það hafi ekki tekizt. Þriðja vitnið hefir bor- ið það, að ákærður hafi haft barefli í fyrstu árásinni, en hafi ekki séð hann berja. Fjórða vitnið hefir borið það, að það hafi veitt ákærðum athygli í fyrstu árásinni, hafi hann kallað upp: „Upp með bareflin“ og hvatt menn til að ráðast á lögregluna. Kveður vitnið, að kærður hafi í þessari árás barið sig í kviðinn. Jafnframt hafi hann kallað upp, að bráðum rynni upp það þýðingarmikla augnablik að öll lögreglan yrði drepin og sömuleiðis bæj- arfulltrúarnir. Þá hafa mörg vitni borið það, að ákærð- ur hafi farið upp á vegg sunnanverðu við fundarhúsið, hafi hann verið með reifað höfuð og bent fólki á það og sagt að svona væri farið með verkamenn. Þá hafa og mörg vitni borið það, að ákærður hafi hvatt menn til að standa fast við kröfur sínar og hefir eitt vitnið borið það að ákærður hafi skorað á menn að hefna þessa höggs og sýna það í verkinu að þeir létu ekki íhaldið, sem hér 392 væri ráðandi, sleppa óskaddað með þvi að troða á rétti verkamanna. 22. Ákærður, Jafet Ottosson, hefir neitað að svara í rétt- inum. 3 vitni hafa borið það, að ákærður hafi gert itrek- aðar tilraunir til þess að ráðast að lögregluþjónum þeim, sem gættu M. Júl. Magnús bæjarfulltrúa, að norðanverðu við fundarhúsið og muni það hafa verið tilgangurinn að ná í hann og reyna að koma honum inn í fundarhúsið aft- ur. Þá hafa tvö vitni borið það, að ákærður hafi, ásamt fleirum, ráðizt upp á senuna til lögreglustjóra rétt í því er salurinn var ruddur. Þá hafa tvö vitni borið það, að á- kærður hafi haft sig allmikið í frammi við útrásina úr salnum og reynt til að berja lögregluþjónana eða sparka í þá. Tvö vitni hafa enn borið það, að ákærður hafi reynt til að brjóta syðri salsdyrnar eftir að salurinn var rudd- ur. Þá hefir eitt vitni borið það, að ákærður hafi þegar gangurinn var ruddur barið í kring um sig með barefli eins og óður maður, en varð ekki vart við að hann veitti nokkrum manni áverka. Annað vitni kveðst hafa séð á- kærðan liggja á gólfinu í því að lokið var að ryðja and- dyrið „en þá hafi hann skreiðst út í portið og ætlað þar að fara að berjast með barefli en í því hafi hann verið sleginn niður. Loks hefir þriðja vitnið borið það, að eftir að gangurinn var ruddur, þá hafi ákærður kastað spýtu inn Í ganginn utan úr norðurportinu, en þegar vitnið hafi ætlað yfir þröskuldinn, þá hafi ákærður hlaupið undir sig en í því hafi það slegið hann. 23. Ákærður, Jón Guðjónsson, hefir játað það, að hann hafi verið inni í fundarsalnum eftir matarhléið og komið fram í anddyrið eftir fyrstu árásirnar þar. Hafi hann far- ið með tveimur mönnum, sem meiðst höfðu til Ólafs Þor- sleinssonar, læknis, og kveður hann að annar þessara manna hafi verið ákærður Erlingur Klemensson. Hafi hann því næst komið inn í anddyrið aftur, og hafi hann þá látið það í ljósi við lögregluþjónana, að sér fyndist þetta slæm framkoma að hleypa ekki fólkinu inn þvert ofan í gefin loforð lögreglustjóra, og hafi hann látið í ljósi gremju sína yfir framkomu lögregluþjónanna, þar sem honum hafi verið sagt að þeir ættu upptökin að barsmið- unum. Mörg vitni hafa borið það, að ákærður hafi veizt að lögregluþjónunum í anddyrinu með skömmum og hót- 393 unum, sérstaklega yfirlögregluþjóninum. Eitt vitni hefir borið það, að ákærður hafi hótað því að jafna um yfirlög- regluþjóninn siðar. Annað vitnið kveður, að ákærður hafi haft í hótunum við sig, kallað sig morðingja og blóðhund og hótað því að drepa það síðar þegar tækifæri gæfist. Einnig hafi hann kallað upp að bráðum rynni upp það þýðingarmikla augnablik, að öll lögreglan yrði drepin og sömuleiðis bæjarfulltrúarnir. Ákærður hefir játað það, að hann hafi verið æstur í skapi, en hann kveðst ekki muna það, að hann hafi haft í frammi hótanir við lögregluþjón- ana eða einstaka menn innan lögreglunnar. Neitar hann því eindregið, að hann hafi tekið nokkurn þátt í árásum á lögregluna eða öðru því, sem fram fór þarna þennan dag. 24. Ákærður, Ólafur Sigurðsson, hefir játað það, að hann hafi verið á fundarstaðnum öðru hvoru þenna dag. Að Öðru leyti hefir hann neitað að svara hér í réttinum. Tvö vitni hafa borið það, að ákærður hafi veizt að lög- reglunni eftir fyrstu árásina Í anddyrinu með skömmum eða hótunum. Þá hefir eitt vitni borið það, að ákærður hafi kastað grjóti inn um norðurdyrnar eftir að anddyrið var rutt. Annað vitni sá hann taka spýtu, þar sem hann stóð í suðurdyrunum og fleygja í sig. Hið sama vitni kveð- ur, að ákærður hafi einnig tekið múrstein og fleygt í sig, hafi hann komið í húfu sína, svo hún hafi dottið af. 25. Ákærður, Adolf Petersen, hefir neitað að svara Í réttinum. Eitt vitni, lögregluþjónn, sem gætti norður- portsins, hefir borið það, að ákærði hafi, eftir að bæjar- fulltrúi M. Júl. Magnús hafði árangurslaust reynt að kom- ast í burtu frá fundarhúsinu og orðið að hörfa inn í port- ið aftur, gert að sér allharðar árásir og hafi hann haft stórt barefli í höndum og jafnframt haft í frammi við sig ýmsar hótanir. Þá kveður hann, að ákærður hafi sagt við unglingspilt, sem var þarna með pílára úr stólbaki í hendinni: „Hentu þessu og taktu heldur þessa spýtu“, og benti jafnframt á spýtu, sem lá þar á götunni, útrekna af nöglum. Hafi pilturinn þá sagt: „Nei, ég geri það ekki, ég gæti drepið einhvern með henni“. Hafi þá ákærður sagt, að það gerði ekkert til. Annað vitni hefir borið það, að bað hafi séð mann standa við portsdyrnar hjá vitni því, sem áður er greint frá, með reitt barefli og virtist maður 394 þessi stjórna árásinni þar. Var vitninu sagt, að maður þessi væri ákærður. Þriðja vitnið hefir borið það, að það hafi séð þegar árásir voru gerðar á norðurportið og hafi margir árásarmenn haft barefli. Tók það sérstaklega eftir einum manni, sem hafði langan lurk í hendi. Hafi maður þessi virzt vera foringi á þessum stað og hafi hann eggj- að menn til að fá sér vopn í hendur gegn lögreglunni. Heyrði vitnið hann tala við unglingspilt, sem hjá honum stóð og hafði pilára úr stól í hendinni. Eggjaði hann hann til að fleygja þessu frá sér, en taka lurk, sem lá í forinni við dyrnar. Hafi pilturinn sagt, að það gæti drepið þá, en hinn hafi svarað að það gerði ekkert til. Vitnið hefir ekki þorað að fullyrða að maður þessi væri ákærður. Eitt vitni hefir borið það, að ákærður hafi kastað grjóti inn um norðurdyrnar, ásamt fleirum, eftir að gangurinn var ruddur. Þá hefir eitt vitni borið það, að ákærður hafi staðið sunnan við fundarhúsið, þegar lögreglustjóri og lög- reglan gerði útrásina úr hliðinu. Hafi hann haft barefli og látið ófriðlega en sá hann ekki berja. Annað vitni sá hann einnig standa við það sama hlið um það leyti, er út- rásin fór fram með reitt barefli. Kveður það að ákærður hafi ásamt fleirum komið á eftir sér með barefli í útrás- inni og hyggur, að hann hafi veitt sér högg vestur með Al- þingishúsinu. Þá hefir eitt vitni borið það, að það hafi séð ákærðan eiga í höggi við Matthias Guðmundsson, lögregluþjón, og hafi ákærður haft í höndum langan lurk. Kveðst það einnig nokkru síðar hafa fengið allmikið högg i höfuðið að aftan. Hafi það þá litið við og séð nokkra menn fyrir aftan sig með barefli og þar á meðal ákærðan, og hyggur vitnið að höggið hafi stafað frá honum. Ann- að vitni, Matthías Guðmundsson, lögregluþjónn, hefir borið það, að hann hafi átt í höggi við mann í Kirkju- stræti, og telur það ekki ólíklegt, að það hafi verið ákærð- ur, en það þekkti hann ekki. Kveður vitnið að maður þessi hafi haft langan lurk í hendi, en ekki komið á sig höggi. 26. Ákærður, Haukur Sigfried Björnsson, hefir neitað að svara nokkru fyrir rétti. Eitt vitni hefir borið það, að eftir að M. Júl. Magnús bæjarfulltrúi, varð að hörfa inn í norðurportið aftur, þá hafi ákærður komið að norður- portinu. Hafi hann hlaupið á einn lögregluþjóninn og reynt að draga hann úr dyrunum, sem þó ekki tókst. Heyrði vitn- 395 ið að ákærður hvatti menn til að gera innrás í portið. Ann- að vitni hefir borið það, að ákærður hafi ásamt fleirum komið að norðurportinu þegar M. Júl. Magnús, bæjarfull- trúi ætlaði út þaðan og hafi hann skipað mönnum þeim, er með honum voru, að láta engan komast út úr portinu og hafi hann jafnframt reynt að draga lögregluþjónana úr portdyrunum, til þess, að því er virtist að reyna að ná í M. Júl. Magnús. Hafi hann því næst fyrirskipað að rifa girð- inguna niður að norðanverðu við húsið og hafi það verið gert á svipstundu. Þriðja vitnið hefir borið það, að ákærð- ur hafi rétt áður en salurinn var ruddur sótt fast fram að lögreglunni að því er virtist til að ná í M. Júl. Magnús, bæj- arfulltrúa. 27. Ákærður, Erlingur Klemensson, hefir neitað að svara í réttinum. Eitt vitni hefir borið það, að ákærður hafi fyrstur ruðzt inn í dyr fundarhússins eftir matarhléið, og um leið hafi hann sagt „nú tökum við dyrnar“. Mörg vitni hafa borið það, að ákærður hafi haft sig allmikið í frammi i fyrstu árásinni Í anddyrinu, hafi hann haft barefli og bar- ið í kring um sig, og hafi hann verið blóðugur eftir að fyrsta árásin var um garð gengin. Eitt vitnanna hefir bor- ið það, að ákærður hafi ruðzt fram gegn lögreglunni og bú- ið sig til að berja. Annað vitni hefir borið það, að ákærð- ur, ásamt fleirum, hafi ráðizt með barefli að þeim lögreglu- þjónunum Pálma og Birni Vigfússyni. Þriðja vitnið, sem sá ákærðan í anddyrinu í árásinni, heldur að hann hafi bar- ið Pálma lögregluþjón. Fjórða vitnið sá ákærðan með bar- efli í höndum og snúast að þeim lögregluþjónunum Birni og Pálma og sá hann berja Pálma í höfuðið. Fimmta vitn- ið hefir borið það, að það hafi séð ákærðan, þegar árásin í anddyrinu var byrjuð, með barefli og reiða það til höggs að Birni Vigfússyni, lögregluþjóni og hyggur það, að högg- ið hafi snert hann. Sjötta vitnið, Björn Vigfússon, lögreglu- þjónn, hefir borið það, að ákærður hafi verið með barefli í fyrstu árásinni í anddyrinu og hafi hann verið einn af aðalmönnunum í árás þessari. Sá vitnið ákærða berja Pálma lögregluþjón þannig, að hann missti húfuna og varð alblóðugur á höfði. Hafi ákærður sótt að honum aftur og hafi haft þau ummæli að gengið skyldi af honum dauðum, en í því barði vitnið ákærðan. Síðar í árásinni kveður vitn- að ákærðan hafa ráðizt á sig með barefli og komið á sig 396 höggi á bringsmalirnar og hafi það við það orðið ófært til frekari starfa. Hefir vitnið fullyrt að ákærður hafi haft í frammi við sig hótanir og kallað sig morðingja og blóð- hund og jafnframt hótað, að það skyldi drepið hvenær, sem færi gæfist. Hafi ákærður kallað upp, að bráðum rynni upp Það þýðingarmikla augnablik, að öll lögreglan yrði drep- in og sömuleiðis bæjarfulltrúarnir. Annað vitni hefir og borið það, að eftir árásina í anddyrinu hafi ákærður ráðizt að lögreglunni með svívirðingum og hótunum. Þá hefir eitt vitni borið það, að ákærður hafi haft barefli og látið ófrið- lega þegar fundarsalurinn var ruddur. Loks hefir eitt vitni borið það, að ákærður hafi elt sig með barefli, ásamt fleir- um, í síðustu útrásinni. 28. Ákærður, Halldór Kristmundsson, hefir neitað að svara í réttinum. 3 vitni hafa borið það, að ákærður hafi haft sig allmikið í fram í árásinni í anddyrinu og hafa tvö þeirra ennfremur borið það, að ákærður hafi haft barefli og barið í kring um sig. Eitt vitni hefir borið það, að á- kærður hafi verið einn af aðalmönnunum í árásinni í and- dyrinu og sá það hann berja Pálma Jónsson, lögregluþjón, samtímis ákærðum, Erlingi Klemenssyni, en í þeim svifum meiddist Pálmi. Annað vitni hefir borið það, að það hafi séð ákærðan reiða til höggs að Pálma lögregluþjóni en veit ekki hvort höggið snerti, en sá rétt síðar að blóðið rann úr Pálma. Þriðja vitnið hefir borið það, að það hafi séð þegar ákærður, Erlingur, og annar maður til börðu samtímis Pálma Jónsson, lögregluþjón, en það hefir ekki þorað að fullyrða að sá maður væri ákærður. Loks hefir eitt vitni borið það, að ákærður hafi haft í frammi stóryvrði eftir fyrstu árásina í ganginum. 29. Ákærður, Sigurður Guðnason, hefir viðurkennt það, að hann hafi komið að fundarhúsinu morgun þann, er bæj- arstjórnarfundur þessi var haldinn og hafi hann verið til og frá í kring um fundarhúsið fram að matarhléi. Eftir matarhléið kveðst hann hafi komið á fundarstaðinn um ki. 1% e. h. og verið á gangstignum sunnan við húsið. Inn í fundarhúsið kveðst ákærður hafa komið eftir að róst- urnar í anddyrinu voru um garð gengnar. Rétt áður en fundarsalurinn var ruddur kveðst ákærður hafa tekið eftir því, að nokkrir menn gerðu sig líklega til þess að fara og ná í M. Júl. Magnús bæjarfulltrúa. Hafi hann þá staðið 397 ásamt fleirum við miðjan norðurvegg fundarhússins og hafi þeir verið að vonast eftir því að hægt vrði að setja fund á ný og samþykkja miðlunartillögu þá, sem komið hafði fram. Í þessu kveður ákærður að fundarsalurinn hafi verið ruddur. Hafi lögregluþjónar raðað sér á sen- una og stokkið síðan fram með reiddar kylfur og stóla, sem staðið höfðu á senunni. Hafi lögregluþjónarnir barið til þeirra, sem innstir voru Í fundarhúsinu og hafi mann- fjöldinn riðlazt undan út úr húsinu. Eitt vitni hefir borið það, að ákærður hafi haft sig allmikið í frammi þegar fundarsalurinn var ruddur. Annað vitni, Matthias Guð- mundsson, lögregluþjónn, hefir borið það, að ákærður hafi þá haft barefli í höndum. Hafi hann reitt það til höggs að sér, en það hafi vikið sér undan högginu en við það dottið aftur fyrir sig um bekk. Hafi ákærður þá reitt bareflið til höggs á ný, en í því hafi annar lögregluþjónn komið þar að og barið ákærðan svo, að hann hafi fallið við það. Þessi lögregluþjónn hefir borið það, að ákærð- ur hafi legið ofan á Matthíasi Guðmundssyni lögregluþjóni á bekknum og virzt vera að þjarma að honum þar og sló hann þá ákærðan. Þriðja vitnið hefir borið það, að á- kærður hafi í þessari árás ráðizt að Matthiasi lögreglu- þjóni, þar sem hann hallaðist upp að bekk og virtist vitn- inu að ákærður ætlaði sér að berja Matthias. Ákærður hefir neitað því, að hann hafi eggjað fólk gegn lögreglunni né veitt viðnám þegar salurinn var rudd- ur að öðru leyti en því, að þegar einn lögregluþjónninn haf reitt að sér stól og virzt ætla að berja sig, hafi hann gripið í stólinn og ýtt lögregluþjóninum frá sér með hon- um og hafi lögregluþjónninn við það hallast út að veggn- um, en í því hafi hann fengið ein þrjú högg í höfuðið og hafi hann við það fallið til jarðar og að hann heldur misst meðvitund í bili. Þegar hann stóð upp kveður hann að búið hafi verið að ryðja salinn. Eitt vitni hefir borið það, að eftir að fundarsalurinn var ruddur, hafi ákærður staðið út við glugga í suðurhlið hússins og rétt spýtur út um gluggann til manna, er úti fyrir voru. Annað vitni hefir borið það, að ákærður hafi slaðið við glugga í suðurhlið fundarhússins. Hafi hann verið æstur í skapi og blóðugur og tekið spytnarusl, sem þar hafi verið til og frá, og að því er virtist í því skyni 398 að rétta það út um gluggann. Þriðja vitnið hefir borið það, að ákærður hafi staðið þarna við gluggann, en það borir ekki að fullyrða að hann hafi rétt spýtur út um gluggann. Ákærður hefir neitað því með öllu, að hann hafi rétt spýtur út um gluggann. 30. Ákærður, Héðinn Valdimarsson, hefir játað það, sem og er staðfest af vitnaframburði, að hann hafi eftir að fundarsalurinn var ruddur, rétt nokkra stóla út um glugga á fundarhúsinu til verkamanna, er þar voru úti, til þess, að því er hann heldur fram, að þeir gætu varið sig gegn lögreglunni, ef á þá væri leitað. Þá hefir og eitt vitni haldið því fram, að ákærður hafi hvatt menn, er úti fyrir voru, til þess að koma inn í húsið aftur. Þessu neitar ákærður, en viðurkennir það, að, hann hafi sagt við einn mann, er stóð fyrir utan húsið, að hann skyldi koma inn í húsið og hafi hann gert það. Þá hafa og tvö vitni borið það, að stólar þeir, er ákærður rétti út, hafi jafnskjótt verið brotnir niður af mönnum, sem úti fyrir voru og hafi þeir verið notaðir sem barefli. 31. Ákærði, Sigurður Ólafsson, hefir játað að hafa verið í fundarhúsinu allan tímann fram að matarhléinu. Eftir matarhléð kveðst hann hafa komið niður að fundarhúsinu í því að bæjarfulltrúarnir voru að fara inn í húsið. Þegar ákærður kom að dyrum fundarhússins kveður hann að lögregluvörður hafi verið í dyrunum og engum hleypt inn. Kveðst ákærður þá hafa spurt lögregluþjónana að því hversvegna fólkinu væri ekki hleypt inn eins og lögreglu- stjóri hefði lofað, en þeir hefðu svarað því, að bæjarfull- trúarnir yrðu að komast inn fyrst. Hafi hann og aðrir, er úti fyrir voru beðið rólegir þar til bæjarfulltrúarnir voru komnir inn. Upp úr þessu kveðst ákærður hafa heyrt óm Í gegnum gjallarhornið og jafnframt orðið þess var, að fundur var settur. Heldur hann því fram, að þröngin við dyrnar hafi verið svo mikil að varla hafi verið hægt að snúa sér við. Eitt vitni hefir borið það, að ákærður hafi látið í ljósi, að ef þeir, sem úti voru fengju ekki að fara inn í húsið þá væru þeir nógu fjölmennir að taka þann rétt sjálfir. Hafi þessu verið tekið með fögnuði og jafn- framt gerð árás á lögregluþjóna þá, er dyranna gættu og hafi hann þá komist inn í húsið. Virtist vitninu hann að einhverju leyti taka þátt í fyrstu ryskingunum, en þó sá 399 það hann ekki með barefli. Annað vitni hefir borið það, að ákærður hafi ruðzt að dyrum fundarhússins og heimt- að að hann kæmist inn. Hafi hann tekið í fingur eins lögregluþjónsins og hótað að snúa hann af ef lögreglu- þjónninn ekki sleppti manni, sem verið var að verja inn- göngu í húsið. Ákærður hefir neitað því, að þessi framburður vitn- anna væri réttur. Hann kveðst aðeins hafa sagt við lög- regluþjóna þá, er dyranna gættu, að þar sem þvi hefði verið lýst yfir fyrir matarhléð, að hleypt yrði inn meðan húsrúm leyfði, þá ættu menn rétt á að fara inn þar sem sýnilegt væri að húsrúm væri til. Hefir ákærður haldið því fram, að hann muni ekki eftir að hafa haft önnur um- mæli þarna við dyrnar en þau, að menn ættu heimtingu á að fá að fara inn samkvæmt gefnu loforði. Í þessu kveður hann, að ytt hafi verið á þá, sem næstir voru dyrunum og hafi þeir þá borizt inn í dyrnar og í fangið á lögreglu- Þjónunum. Hafi hann í því fengið 3 kylfuhögg og við það orðið blóðugur. Hann hefir neitað þvi eindregið, að hann hafi snert við nokkrum lögregluþjóni eða á nokkurn hátt tekið þátt í ryskingum þeim, er þarna fóru fram. Þá hefir ákærður og játað það, sem kemur heim við framburð eins vitnis, að þegar lögreglan gerði útrásina frá húsinu þá hafi hann verið þar til staðar. Hafi hann tekið upp spýtu, sem fleygt hafi verið í sig og haldið á henni í hendinni. Kveðst hann hafa hitt Matthias Svein- björnsson lögregluþjón þarna í hópnum og hafi hann ráð- ist að sér og ætlað að berja sig, en þá hafi hann kallað: „Hættið að berja.“ Hafi Matthías þá snúið sér frá og orðið hlé á frekari árásum á þessum stað. Hefir ákærður hald- ið því ákveðið fram, að hann hafi ekkert gert fyrir sér í þessari útrás. 32. Ákærður, Torfi Þorbjörnsson, hefir játað að hafa verið á fundarstaðnum allan tímann, þar til fundarsal- urinn var ruddur. Eitt vitni hefir borið það, að ákærður hafi ráðizt að Magnúsi Eggertssyni, lögregluþjóni í sið- ustu viðureigninni. Hafi hann verið með barefli og reitt það til höggs að lögregluþjóninum, en sá hann þó ekki koma höggi á hann. Annað vitni, lögregluþjónninn, hefir borið það, að í viðureign þessari, hafi maður nokkur, sem það hafi heyrt að héti Torfi og sé málari, komið á móti 400 sér með langt barefli og reitt til höggs gegn sér. En vitnið hefir ekki þorað að fullyrða að það hafi verið Torfi Þor- björnsson ákærður í þessu máli. Ákærður hefir neitað því staðfastlega, að hann hafi haft barefli nokkru sinni í viðureign þeirri, sem átti sér stað þarna þenna dag, né tekið þátt í henni á nokkurn hátt. Hinsvegar hefir hann sagt að hann hafi staðið við vegginn að norðanverðu við fundarhúsið þegar lögregluþjónarnir gerðu útrásina, og hafi hann tekið upp hjól, sem þar stóð og haldið því á lofti til þess að verjast höggum, en hann kveðst hafa lagt það niður aftur þegar lögregluþjónarnir voru komnir fram hjá. 33. Ákærður, Guðni Guðmundsson, hefir viðurkennt það, að hann hafi verið niður á fundarstaðnum eftir mat- arhléð. Kveðst hann hafa verið til og frá í Templarasundi. Hafi hann séð þegar Jakob Möller, bæjarfulltrúi fór út úr fundarhúsinu og gengið ásamt fleirum á eftir honum norð- ur með kirkjunni. Eitt vitni, Jakob Möller, bæjarfulltrúi, hefir borið það, að maður nokkur, er hann ekki þekkti og þorir ekki að fullyrða að hafi verið ákærður, hafi stokkið upp á herðarnar á sér, er hann hafði gengið nokk- urn spöl frá fundarhúsinu og hafi hann við það fallið til jarðar. Annað vitni, sem var með Jakob Möller, hefir borið það, að maður nokkur hafi komið hröðum skrefum á eftir þeim og þegar það leit við, hafi það séð marn Þennan vera kominn upp á herðar á Jakob Möller og hafi þeir báðir fallið til jarðar við það. Þriðja vitnið, sem varð Jakob Möller samferða hefir borið það, að bað hafi verið ákærður sem stökk upp á herðar Jakob Möller og hafi þeir báðir við það fallið til jarðar. Fjórða vitnið hefir og borið það, að ákærður hafi í þetta skipti stokkið upp á herðarnar á Jakob Möller og hafi þeir báðir við það fallið til jarðar. Ákærður hefir hinsvegar neitað því að hann hafi stokkið upp á herðarnar á Jakob Möller, en hefir haldið því fram, að sér hafi verið hrundið af mönn- um þeim, sem með honum voru, en vitnin hafa öll borið Það, að það gæti ekki átt sér stað. Varnir hinna ákærðu eru að sumu leyti alm. eðlis. Þeir hafa haldið þvi fram að síðan á úthallandi sumri 1930, hafi ríkt stöðugt atvinnuleysi meðal verkamanna í Reykja- vík og útlitið stöðugt versnað. Með vorinu 1932 hafi útlit 401 verið sérstaklega slæmt með atvinnu, og hafi komið fram kröfur til bæjarstjórnar um atvinnubætur til þess að bæta úr neyðinni, en þeim kröfum hafi verið litið sinnt og Þannig hafi ástandið verið 7. júlí f. á. þegar bæjarstjórn- arfundur sá, sem hér um ræðir, hafi verið haldinn. Hafi fjöldi verkamanna safnast saman fyrir utan fundarhúsið til að hlusta á umræðurnar, en þeir hafi ekki fengið leyfi til að fara inn enda hafi lögregluvörður gætt dyranna. Telja þeir að vegna þessara ráðstafana og harðneskju- legrar framkomu lögreglunnar, hafi þeir atburðir gert, sem fyrr er frá skýrt í sambandi við fund bæjarstjórnar 7. júní f. á. Þá telja hinir ákærðu, að ástandið hafi síst verið betra 9. nóvember f. á. Að vísu hafi verið nokkur atvinnubóta- vinna, en hún hafi náð allt of skammt, þar sem atvinnu- leysið hafi verið mjög mikið á öllum sviðum, og tala at- vinnuleysingja stöðugt farið hækkandi. Til viðbótar því hafi svo komið, að fyrstu dagana í nóvembermánuði f. á. hafi meiri hluti bæjarstjórnar ákveðið að lækka kaupið í atvinnubótavinnunni um fullan þriðjung. Hafi sam- Þvkkt þessi vakið megna andstöðu meðal verkamanna í bænum og hafi farið fram kröfuganga í tilefni af þvi. Hafi síðan verið krafizt bæjarstjórnarfundar um málið en áður en sá bæjarstjórnarfundur hafi verið haldinn hafi bæjarráð Reykjavíkur haldið fund með sér. Hafi komið þar fram tillaga þess efnis að bæjarstjórnin félli frá kaup- lækkuninni, en samtímis hafi og verið borin fram og sam- þykkt í bæjarráðinu rökstudd dagskrá um það, að engin ástæða væri til að breyta fyrri samþykkt. Þessar tillögur kveða hinir ákærðu að legið hafi fyrir hér á umræddum bæjarstjórnarfundi. Út af þessu hafi verið allmiklar æsingar á meðal verkamanna hér í bæn- um og hafi þeir beðið á milli vonar og ótta um afdrif máls- ins. Þá telja hinir ákærðu, að framkoma lögregluþjónanna og lögreglustjóra hafi verið mjög harkaleg og óvægin við verkamenn og hafi þeir að ástæðulausu rutt fundarsal- inn, og þá barið og meitt marga saklausa menn. Telja hinir ákærðu að þau atvik, sem hér hefir verið lýst, hafi valdið æsingum þeim og atburðum, sem þarna gerðust, í sambandi við fund bæjarstjórnar 9. nóv. f. á. I. Ákærður, Einar Olgeirsson, hefir hagað framferði 26 402 sinu eins og því er lýst hér að framan undir 1 í sambandi við fund bæjarstjórnarinnar 7. júli f. á. þannig, að telja verður sannað, að hann hafi glapið störf bæjarstjórnar- fundarins enda hlotið að vera það ljóst, að hann æsti mannfjöldann upp með ræðum sínum og átti á þann hátt þátt í upphlaupinu. Verður jafnframt að telja sannað, að ákærður hafi hvatt til árásar á lögregluþjóna þá, er dyranna gættu. Þykir ekki verða hjá því komizt að heim- færa brot hans, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna, undir 101. sbr. 52. gr. svo og 113. gr. hinna almennu hegn- ingarlaga frá 1869 og lögreglusamþykkt Reykjavíkur frá 1. febr. 1930, 1. gr. sbr. 96. gr. og þykir refsing sú, sem hann hefir unnið til hæfilega ákveðin 25 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Með tilliti til þess að ákærðum hefir aldrei verið refsað fyrr, þykir mega ákveða samkv. 1. gr. laga nr. 39, 16. nóvember 1907, að fangelsisrefsing- unni skuli frestað og hún falla niður eftir 5 ára uppsögn dóms þessa, ef fullnægt verður skilyrðum laganna. II. Ákærður, Jens Figved, hefir hagað framferði sinu eins og því er lýst hér að framan undir 3 í sambandi við fund bæjarstjórnarinnar 7. júlí f. á. þannig, að telja verð- ur sannað að hann hafi glapið störf bæjarstjórnarfundar- ins, enda hlotið að vera það ljóst, að hann æsti mann- fjöldann upp með ræðum sinum og átti á þann hátt þátt í upphlaupinu. Jafnframt verður það að teljast sannað, að að hann hafi hvatt til árásar á lögregluþjóna þá, er dyr- anna gættu. Þykir þessvegna ekki hjá því komizt að heimfæra brot hans, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna, undir 101. sbr. 52. gr. svo og 113. gr. hinna alm. hegningarlaga og lögreglusamþykkt Reykjavíkur 1. gr., sbr. 96. gr. og þykir refsing hans hæfilega ákveðin 40 daga fangelsi við venju- legt fangaviðurværi. Með tilliti til þess að ákærðum hefir aldrei verið refsað fyrr, þykir mega ákveða samkv. 1. gr. laga nr. 39 16. nóv. 1907 að fangelsisrefsingunni skuli frestað og hún falla niður eftir 5 ára uppsögn dóms þessa, ef fullnægt verður skilyrðum laganna. III. Ákærður, Haraldur Knudsen, hefir með framferði sínu í sambandi við fund bæjarstjórnarinnar "7. júlí f. á. að því er telja verður sannað eins og því er lýst hér að framan undir 5 glapið störf bæjarstjórnarfundarins með 403 því að ráðast að dyrum fundarhússins, jafnframt því sem hann hefir veitt árásir lögregluþjónum þeim, er dyr- anna gættu. Þykir þvi ekki hjá því komizt að heimfæra brot hans, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna, undir 101. og 113. gr. hinna alm. hegningarlaga svo og lögreglusam- Þykkt Reykjavíkur 1. gr., sbr. 96. gr. og þykir refsing hans hæfilega ákveðin 20 daga fangelsi við venjulegt fangavið- urværi. Með tilliti til þess að ákærðum hefir aldrei verið refsað áður, þykir mega ákveða samkv. 1. gr. laga nr. 39 frá 1907, að fangelsisrefsingunni skuli frestað og hún falla niður eftir 5 ára uppsögn dóms þessa, ef fullnægt verður skilyrðum laganna. IV. Ákærður, Hjörtur B. Helgason, hefir með framferði sinu í sambandi við fund bæjarstjórnarinnar 7. júlí f. á. að því er telja verður sannað eins og því er lýst hér að framan undir 6. glapið störf bæjarstjórnarfundarins með því að ráðast að dyrum fundarhússins, jafnframt því, sem hann hefir veitt árásir lögregluþjónum þeim, er dyranna gættu. Þykir því ekki hjá því komist að heimfæra brot hans, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna, undir 101. og 113. gr. hinna alm. hegningarlaga svo og lögreglusamþykkt Reykjavikur 1. gr. sbr. 96. gr. og þykir refsing hans hæfi- lega ákveðin 20 daga fangelsi við venjulegt fangaviður- væri. Með tilliti til þess, að ákærðum hefir aldrei verið refsað fyrr, þykir mega ákveða samkv. í. gr. laga nr. 39 frá 1907, að fangelsisrefsingunni skuli frestað og hún falla niður eftir 5 ára uppsögn dóms þessa, ef fullnægt verður skilyrðum laganna. V. Ákærður, Matthías Guðbjartsson, hefir með fram- ferði sínu í sambandi við fund bæjarstjórnarinnar 7. júlí f. á. að því er telja verður sannað, eins og því er lyst hér að framan undir 7, glapið störf bæjarstjórnarfundarins með því að taka þátt í árásum á dyr fundarhússins auk þess, sem hann hefir veitt árásir lögregluþjónum þeim, er dyranna gættu. Þykir því ekki hjá því komist að heimfæra brot hans, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna, undir 10i. og 113. gr. hinna alm. hegningarlaga og lögreglusamþykkt Reykjavíkur 1. gr. sbr. 96. gr. og þykir refsing hans hæfi- 404 lega ákveðin 20 daga fangelsi við venjulegt fangaviður- væri. Með tilliti til þess að ákærðum hefir aldrei verið refsað áður, þykir mega ákveða samkv. 1. gr. laga nr. 39. frá 1907 að fangelsisrefsingunni skuli frestað og hún falla niður eftir 5 ára uppsögn dóms þessa, ef fullnægt verður skilyrðum laganna. VI. Ákærður, Runólfur Sigurðsson, hefir með framferði sínu í sambandi við bæjarstjórnarfundinn 7. júlí f. á. að því er telja verður sannað með lýsingunni hér að fram- an undir 8, glapið störf bæjarstjórnarfundarins með því að taka þátt í árásum á dyr fundarhússins, svo og veitt lögreglunni árásir. Þykir því ekki hjá því komist að heimfæra brot hans. sem kominn er yfir lögaldur sakamanna, undir 101. og 113. gr. hinna alm. hegningarlaga og lögreglusamþykkt Reykjavíkur 1. gr., sbr. 96. gr., og þykir refsing hans hæfi- lega ákveðin 20 daga fangelsi við venjulegt fangaviður- væri. Með tilliti til þess að ákærðum hefir aldrei verið refsað áður, þykir mega ákveða samkv. 1. gr. laga nr. 39 frá 1907 að fangelsisrefsingunni skuli frestað og hún falla niður eftir 5 ára uppsögn dóms þessa, ef fullnægt verður skilyrðum laganna. VII. Ákærður, Tryggvi E. Guðmundsson, hefir með framferði sínu í sambandi við bæjarstjórnarfundinn 7. júlí f. á. að því er telja verður sannað, sbr. lýsingu hér að framan undir 9, glapið störf bæjarstjórnarfundarins og veitt lögreglunni árásir. Þykir því ekki hjá því komizt að heimfæra brot hans, sem kominn er yfir lögaldur saka- manna, undir 101. og 113. gr. hinna alm. hegningarlaga og lögreglusamþykkt Reykjavíkur 1. gr. sbr. 96. gr., og þykir refsing hans hæfilega ákveðin 20 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Með tilliti til þess að ákærðum hefir aldrei verið refsað áður, þykir mega ákveða samkv. 1. gr. laga nr. 39 frá 1907 að fangelsirefsingunni skuli frestað og hún falla niður eftir 5 ára uppsögn dóms þessa, ef fullnægt verður skilyrðum laganna. VIII. Ákærða, Sigríður Jónsdóttir, hefir með framferði sinu Í sambandi við fund bæjarstjórnarinnar 7. júlí f. á. að því er telja verður sannað, sbr. lýsingu hér að framan undir 10, glapið störf bæjarstjórnarfundarins með því að taka útidyrahurð fundarhússins af hjörunum og jafn- 405 fram brjóta rúðu í fundarhúsinu og berja húsið utan með járnteini. Þykir ekki hjá því komizt að heimfæra brot hennar, sem komin er yfir lögaldur sakamanna undir 113. gr. alm. hegningarlaga og lögreglusamþykkt Reykjavíkur í. gr., sbr. 96. gr. og þykir refsing hennar, hæfilega ákveðin 15 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Með tilliti til þess að ákærðu hefir aldrei verið refsað áður, þykir mega ákveða samkv. 1. gr. laga nr. 39 frá 1907 að fangelsisrefs- ingunni skuli frestað og hún falla niður eftir 5 ára upp- sögn dóms þessa, ef fullnægt verður skilyrðum laganna. IX. Ákærður Kristinn Árnason, hefir með framferði sinu í sambandi við bæjarstjórnarfundinn 7. júlí f. á. að því er telja verður sannað, sbr. lýsingu hér að framan undir 11, tekið þátt í að glepja bæjarstjórnarfundinn. Þykir ekki hjá því komizt að heimfæra brot hans, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna, undir 113. gr. hinna alm. hegningarlaga og lögreglusamþykkt Reykjavíkur 1. gr., sbr. 96. gr., og þykir refsing hans hæfilega ákveðin 10 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Með til- liti til þess að ákærðum hefir aldrei verið refsað fyr, þyk- ii mega ákveða samkv. 1. gr. laga nr. 39 frá 1907 að fang- elsisrefsingunni skuli frestað og hún falla niður eftir 5 ára uppsögn dóms þessa, ef fullnægt verður skilyrðum laganna. X. Ákærður, Þóroddur Þóroddsson, hefir með fram- ferði sinu í sambandi við fund bæjarstjórnarinnar 7. júlí f. á. að því er telja verður sannað, sbr. lýsingu hér að framan undir 12, glapið störf bæjarstjórnarfundarins með því að gera bendu að dyrum fundarhússins með hrind- ingum fram og aftur svo og kasta steini í gegnum rúðu fundarhússins, jafnframt hefir hann veitt lögregluþjón- um þeim, er dyranna gættu, árásir. Þykir ekki hjá því komizt að heimfæra brot hans, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna, undir 101. og 113. gr. alm. hegningarlaga og lögreglusamþykkt Reykjavíkur 1. gr., sbr. 96. gr., og þykir refsing hans hæfilega ákveðin 30 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Með til- liti til þess að ákærðum hefir aldrei verið refsað áður, þykir mega ákveða samkv. í. gr. laga nr. 39 frá 1907 að fangelsisrefsingunni skuli frestað og hún falla niður eftir 406 5 ára uppsögn dóms þessa, ef fullnægt verður skilyrðum laganna. XI. Telja má upplýst að því er ákærðan Sigurjón Á. Ól- afsson snertir, sbr. lýsingu hér að framan undir 13, að hann hafi eftir fund bæjarstjórnar 7. júlí f. á. látið þau orð falla til mannfjöldans að þarna kæmi Jakob Möller. Þó að orð þessi hafi verið ógætileg eins og á stóð, þá er þó vart hægt að telja sannað, að hann hafi sagt þau í þeim tilgangi, að Jakob Möller yrði veitt líkamlegt of- beldi, enda reyndist svo að ekki var ráðizt á hann. Þykir því verða að sýkna hann af ákæru réttvísinnar og vald- stjórnarinnar í þessu máli. XII. Ákærða, Indíana Garibaldadóttir, hefir eftir fund bæjarstjórnarinnar 7. júli f. á. að því er telja verður sann- að, sbr. lýsingu hér að framan undir 14, kastað salti fram- an í andlit eins aðstoðarmanns lögreglunnar, er hann var að gegna starfa sínum, og varð hann við það ófær til frekari starfa án þess upplýst sé að annað tjón hafi hlot- izt af. Þykir ekki hjá því komizt að heimfæra þetta brot henn- ar, sem komin er yfir lögaldur sakamanna, undir 101. gr. hinna alm. hegningarlaga og lögreglusamþykkt Reykja- víkur 1. gr., sbr. 96. gr., og þykir refsing hennar hæfilega ákveðin 10 daga fangelsi. við venjulegt fangaviðurværi. Með tilliti til þess að ákærðu hefir aldrei verið refsað áð- ur, þykir mega ákveða samkv. 1. gr. laga nr. 39, frá 1907, að fangelsisrefsingunni skuli frestað og hún falla niður eftir 5 ára uppsögn dóms þessa ef fullnægt verður skilyrð- um laganna. XIII. Ákærður, Guðjón Einarsson, hefir, eftir fund bæj- arstjórnarinnar "7. júlí f. á., að því er telja verður sannað, sbr. lýsingu hér að framan undir 15, ráðizt að lögreglu- þjóni, danglað í hann með spýtu og síðar tekið hann haus- taki án þess að sannað sé, að frekara tjón hafi hlotizt af. Þykir ekki hjá því komizt að heimfæra þetta brot hans, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna undir 101. gr. hinna alm. hegningarlaga og lögreglusamþykkt Reykja- víkur í. gr., sbr. 96. gr., og þykir refsing hans hæfilega ákveðin 30 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Með tilliti til þess að ákærðum hefir aldrei verið refsað áður, þykir mega ákveða samkv. 1. gr laga nr. 39, frá 1907, 407 að fangelsisrefsingunni skuli frestað og hún falla niður eftir 5 ára uppsögn dóms þessa, ef fullnægt verður skil- yrðum laganna. XIV. Ákærður, Brynjólfur Bjarnason, hefir í sambandi við fund bæjarstjórnar 9. nóv. f. á. að því er telja verður sannað, sbr. lýsingu hér að framan undir 16, haldið ræðu fyrir utan fundarhúsið um það leyti er matarhléið skyldi hefjast og hvatt menn til þess að hleypa ekki bæjarfull- trúunum út úr fundarhúsinu fyrr en gengið væri að kröf- unum. Verður að telja að hann með þvi framferði hafi átt þátt í því að trufla fundinn svo og hvatt til þess að neyða bæjarfulltrúana til að halda bæjarstjórnarfundinum áfram gegn vilja þeirra. Ákærður hefir með dómi aukaréttar Reykjavíkur 20. maí 1925 verið dæmdur í skilorðsbundið 30 daga einfalt fangelsi fyrir brot gegn 157. gr. alm. hegningarlaga. Þetta brot ákærðs þykir verða að heimfæra undir 113. gr. svo og 212. gr., sbr. 52. gr. hinna alm. hegningarlaga og lögreglusamþykkt Reykjavíkur 1. gr., sbr. 96. gr., og þykir refsing hans hæfilega ákveðin 35 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Með tilliti til þess, að refsing sú, er ákærður var áður dæmdur Í, er fallin niður, og þar sem eigi er annað til fyrirstöðu, þykir mega ákveða sam- kv. 1. gr. laga nr. 39 frá 1907, að fangelsisrefsingunni skuli frestað, og hún falla niður eftir 5 ára uppsögn dóms þessa ef fullnægt verður skilyrðum laganna. XV. Ákærður, Guðjón Benediktsson, hefir í sambandi við fund bæjarstjórnarinnar 9. nóv. f. á. að því er telja verður sannað, sbr. lýsingu hér að framan undir 17, glap- ið störf bæjarstjórnarfundarins og sýnt lögreglunni mótþróa. Ákærður hefir með dómi hæstaréttar 4. mai 1932 ver- ið dæmdur í 60 daga fangelsi við venjulegt fangaviður- væri skilorðsbundið fyrir brot gegn 113. gr. alm. hegn- ingarlaga frá 25. júni 1869 og 1. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur frá 1. febr. 1930. Þetta brot ákærðs ber að heimfæra undir 101. og 113. gr. hinna alm. hegningarlaga og lögreglusamþykkt Reykjavíkur 1. gr., sbr. 96. gr., og þykir refsing sú, sem hann hefir til unnið, hæfilega á- kveðin 90 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. XVI. Ákærður, Gunnar Benediktsson, hefir í sambandi við fund bæjarstjórnar 9. nóv. f. á. að því er telja verður 408 sannað, sbr. lýsingu hér að framan undir 18, hagað fram- ferði sínu þannig, að hann hefir glapið störf bæjarstjórn- arfundarins, enda hlotið að vera það ljóst, að hann æsti mannfjöldann upp með ræðum sinum og átti á þann hátt þátt í því að glepja störf fundarins. Þá verður og að telj- ast sannað, að ákærður hafi hvatt menn til þess að neyða bæjarfulltrúana til þess að samþykkja ákveðnar kröfur gegn vilja þeirra. Þykir þess vegna ekki verða hjá því komizt að heim- færa brot hans, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna, undir 113. og 212. gr., sbr. 52. gr. hinna alm. hegningar- aga og lögreglusamþykkt Reykjavikur 1. gr., sbr. 96. gr., og þykir refsing hans hæfilega ákveðin 60 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Með tilliti til þess að ákærð- um hefir aldrei verið refsað fyrr, þykir mega ákveða sam- kv. 1. gr. laga nr. 39, frá 1907, að fangelsisrefsingunni skuli frestað og hún falla niður eftir 5 ára uppsögn dóms þessa ef fullnægt verður skilyrðum laganna. XVII. Ákærður, Stefán Pétursson, hefir í sambandi við fund bæjarstjórnar 9. nóv. f. á. að því er telja verður sannað, sbr. lýsingu hér að framan undir 19, hagað fram- ferði sínu þannig, að hann hefir glapið störf bæjarstjórn- arfundarins, enda hlotið að vera það ljóst, að hann æsti mannfjöldann upp með ræðum sínum og átti á þann hátt þátt í að glepja störf fundarins svo er það og sannað, að hann hefir hvatt menn til að neyða bæjarstjórnarmeðlimi til þess að samþykkja ákveðnar kröfur gegn vilja þeirra. Þykir þess vegna ekki hjá því komizt að heimfæra brot hans, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna, undir 113. gr. og 212. gr., sbr. 52. gr. hinna alm. hegningarlaga og lög- reglusamþykkt Reykjavíkur í. gr., sbr. 96. gr. og þykir refsing hans hæfilega ákveðin 45 daga fangelsi við venju- legt fangaviðurværi. Með tilliti til þess að ákærðum hefir aldrei verið refsað fyrr, þykir mega ákveða samkv. 1. gr. laga nr. 39, frá 1907, að fangelsisrefsingunni skuli frestað og hún falla niður eftir 5 ára uppsögn dóms þessa ef fullnægt verður skilyrðum laganna. XVIII. Ákærður, Hjalti Árnason, hefir í sambandi við fund bæjarstjórnar Reykjavíkur 9. nóv. f. á. að því er telja verður sannað, sbr. lýsingu hér að framan undir 20, hagað framferði sinu þannig, að hann hefir glapið störf 409 bæjarstjórnarfundarins enda hlotið að vera það ljóst, að hann æsti mannfjöldann upp með ræðum sínum og átti á þann hátt þátt í að glepja störf fundarins. Þá verður og að telja sannað, að ákærður hafi hvatt menn til árása á lögregluþjónana, án þess þó að hann hafi ætlazt til að þeim yrði gert mein. Þykir ekki hjá því komizt að heimfæra brot hans, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna undir 101. gr., sbr. 52. gr. svo og 113. gr. hinna alm. hegningarlaga og lög- reglusamþykkt Reykjavíkur í. gr., sbr. 96. gr., og þykir refsing hans hæfilega ákveðin 30 daga fangelsi við venju- legt fangaviðurværi. Með tilliti til þess að ákærðum hefir aldrei verið refsað fyrr, þykir mega ákveða samkv. 1. gr. laga nr. 39, frá 1907, að fangelsisrefsingunni skuli frestað og hún falla niður eftir 5 ára uppsögn dóms þessa, ef fullnægt verður skilyrðum laganna. XIX. Ákærður, Þorsteinn Pétursson, hefir í sambandi við fund bæjarstjórnarinnar 7. júlí f. á. að því er telja verður sannað, sbr. lýsingu hér að framan undir 4, glapið störf bæjarstjórnarfundarins, svo og veitt lögregluþjónum Þeim, er dyranna gættu, árásir. Þá verður það og að telj- ast sannað, að ákærður hafi í sambandi við fund bæjar- stjórnarinnar 9. nóv. f. á., sbr. lýsingu hér að framan undir 21, glapið störf bæjarstjórnarfundarins, svo og ráðizt með ofbeldi að lögregluþjónum þeim, er voru í anddyri húss- ins, án þess þó að sannað sé að hann hafi veitt þeim á- verka. Ákærður hefir sætt þeirri refsingu er hér segir: 1. 15. apríl 1930 sektaður um 50 krónur fyrir ölvun á al- mannafæri. 2. 15 jan. 1931 sektaður um 50 krónur fyrir sama brot. 3. Með dómi hæstaréttar, uppkveðnum 4. maí 1932, dæmdur í 60 daga fangelsi við venjulegt fangaviður- væri skilorðsbundið fyrir brot gegn 113. gr. alm. hegningarlaga frá 25. júni 1869 og 1. gr. lögreglusam- Þykktar Reykjavíkur frá 1. febr. 1930. 4. Með dómi aukaréttar Reykjavíkur 21. maí 1932 dæmd- ur í 60 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi fyrir brot gegn 6. gr. laga nr. 51 1928. Þykir ekki hjá því komizt að heimfæra brot ákærðs undir 101 og 113 gr. hinna alm. hegningarlaga og lög- 410 reglusamþykkt Reykjavíkur 1. gr., sbr. 96. gr. og þykir refsing sú, er hann hefir til unnið hæfilega ákveðin með tilliti til 63. gr. hinna alm. hegningarlaga 90 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. XX. Ákærður. Jafet Ottosson, hefir í sambandi við fund bæjarstjórnarinnar 9. nóv. f. á. að því er telja verður sannað, sbr. lýsingu hér að framan undir 22, sýnt lög- regluþjónum þeim, er til staðar voru við fundarhúsið, all- mikinn mótþróa og veizt að þeim með árásum, án þess þó að sannað sé, að hann hafi veitt þeim áverka. Þykir ekki hjá því komizt að heimfæra brot hans, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna undir 101. gr. hinna alm. hegn- ingarlaga og lögreglusamþykkt Reykjavíkur 1. gr., sbr. 96. gr. og þykir refsing hans hæfilega ákveðin 30 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Með tilliti til þess að ákærðum hefir aldrei verið refsað fyrr, þykir mega á- kveða samkv. 1. gr. laga nr. 39, frá 1907, að refsingunni skuli frestað og hún falla niður eftir 5 ára uppsögn dóms þessa, ef fullnægt verður skilyrðum laganna. XXI. Ákærður Jón Guðjónsson hefir í sambandi við fund bæjarstjórnarinnar 9. nóv. f. á. að því er telja verður sannað, sbr. lýsingu hér að framan undir 23, ráðizt að lögregluþjónum þeim, er í anddyri fundarhússins voru með skömmum og hótunum. Hinsvegar verður vart hægt að telja sannað, að hann hafi með þessum verknaði glapið bæjarstjórnarfundinn. Þykir ekki hjá þvi komizt að heimfæra brot hans, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna, undir 102. gr. hinna alm. hegningarlaga og lögreglusamþykkt Reykja- víkur 1. gr., sbr. 96. gr., og þykir refsing hans hæfilega ákveðin 10 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Með tilliti til þess að ákærðum hefir aldrei verið refsað fyrr, þykir mega ákveða samkv. í. gr. laga nr. 39 frá 1907, að refsingunni skuli frestað og hún falla niður eftir 5 ára uppsögn dóms þessa ef fullnægt verður skilyrðum laganna. XXII. Ákærður Ólafur Sigurðsson, hefir í sambandi við fund bæjarstjórnarinnar 9. nóv. f. á. að því er telja verð- ur sannað, sbr. lýsingu hér að framan undir 24, veizt að lögregluþjónum, er í anddyrinu voru, með skömmum og hótunum, en ekki verður talið að hann með framferði sínu hafi glapið fund bæjarstjórnarinnar. 411 Þykir ekki hjá því komizt að heimfæra brot hans, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna, undir 102. gr. hinna alm. hegningarlaga og lögreglusamþykkt Reykjavíkur 1. gr., sbr. 96. gr., og þykir refsing hans hæfilega ákveðin 5 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Með tilliti til þess að ákærðum hefir aldrei verið refsað fyrr, þykir mega ákveða samkv. 1. gr. laga nr. 39 frá 1907, að refs- ingunni skuli frestað og hún falla niður eftir 5 ára upp- sögn dóms þessa, ef fullnægt verður skilyrðum laganna. XXIII. Ákærður, Adolf Petersen, hefir í sambandi við fund bæjarstjórnarinnar 9. nóv. f. á. að því er telja verður sannað, sbr. lýsingu hér að framan undir 25, ráðizt með ofbeldi að lögreglunni, en hinsvegar verður ekki talið sannað, að hann hafi veitt henni líkamlegar meiðingar. Þykir ekki hjá því komizt að heimfæra þetta brot hans, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna, undir 101. gr. hinna alm. hegningarlaga og lögreglusamþykkt Reykja- víkur 1. gr., sbr. 96. gr., og þykir refsing hans hæfilega ákveðin 60 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Með tilliti til þess, að ákærðum hefir aldrei verið refs- að fyrr, þykir mega ákveða samkv. 1. gr. laga nr. 39, frá 1907, að refsingunni skuli frestað og hún falla niður eftir 5 ára uppsögn dóms þessa, ef fullnægt verður skilyrðum laganna. XXIV. Ákærður, Haukur Sigfried Björnsson, hefir í sam- bandi við fund bæjarstjórnar Reykjavíkur 7. júlí f. á. að því er telja verður sannað, sbr. lýsingu hér að framan undir 2, með framferði sínu glapið störf bæjarstjórnar- fundarins og hvatt til óspekta og árása á lögregluliðið. Þá hefir hann og með framferði sínu í sambandi við fund bæjarstjórnar 9. nóv. f. á. að því er verður að telja sann- að, sbr. lýsingu hér að framan undir 26. tekið þátt í árás- um á lögregluna. Ákærður hefir með dómi hæstaréttar 4. maí 1932 verið dæmdur í skilorðsbundið 20 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi fyrir brot gegn 113. gr. hinna alm. hegn- ingarlaga frá 25. júni 1869, og 1. gr. lögreglusamþykktar Beykjavíkur frá 1. febr. 1930. Þessi brot ákærðs þykir verða að heimfæra undir 101. Ær., sbr. 52. gr. og 113. gr. svo og 101. gr. hinna alm. hegn- ingarlaga og lögreglusamþykkt Reykjavíkur 1. gr., sbr. 96. 412 gr., og þykir refsing hans hæfilega ákveðin með tilliti til 63. gr. hinna alm. hegningarlaga 60 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. XXV. Ákærður, Erlingur Klemensson, hefir í sambandi við fund bæjarstjórnar Reykjavikur 9. nóv. f. á. að því er telja verður sannað, sbr. lýsingu hér að framan undir 27, með framferði sinu glapið störf bæjarstjórnarfundar- ins. Auk þess er sannað, að hann hafi gert harðar árásir á lögregluþjónana í anddyrinu og barið þar Pálma lög- regluþjón í höfuðið með barefli, svo hann hafi hlotið sár af. Ennfremur er það sannað, að ákærður hafi haft í frammi hótanir við lögregluþjóna. Þetta brot ákærðs, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna, þykir verða að heim- færa undir 101. og 102. og 113. gr. og 205. gr. hinna alm. hegningarlaga og lögreglusamþykkt Reykjavíkur 1. gr., sbr. 96. gr. og þykir refsing hans hæfilega ákveðin 90 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Með tilliti til þess að ákærðum hefir aldrei verið refsað fyrr, þykir mega ákveða samkv. Í. gr. laga nr. 39 frá 1907, að refsing- unni skuli frestað og hún falla niður eftir 5 ára uppsögn dóms þessa, ef fullnægt verður skilyrðum laganna. XXVI. Ákærður, Halldór Kristmundsson, hefir í sam- bandi við fund bæjarstjórnarinnar 9. nóv. f. á. að því er telja verður sannað, sbr. lýsingu hér að framan undir 28, með framferði sínu glapið störf bæjarstjórnarfundarins, svo og barið Pálma Jónsson, lögregluþjónn, en ekki þykir nægilega sannað, að hann hafi veitt Pálma áverka. Þetta brot ákærðs, sem kominn er yfir lögaldur saka- manna, þykir rétt að heimfæra undir 101. og 113. gr. hinna alm. hegningarlaga og lögreglusamþykt Reykjavikur 1. gr., sbr. 96. gr., og þykir refsing hans hæfilega ákveðin 60 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Með tilliti til þess að ákærðum hefir aldrei verið refsað fyrr, þykir mega á- kveða samkv. 1. gr. laga nr. 39, frá 1907, að refsingunni skuli frestað og hún falla niður eftir 5 ára uppsögn dóms Þessa, ef fullnægt verður skilyrðum laganna. XXVIT. Ákærður, Sigurður Guðnason, hefir í sambandi við fund bæjarstjórnarinnar 9. nóv. f. á. að því er telja verður sannað, sbr. lýsingu hér að framan undir 29, ráð- izt með ofbeldi að einum lögregluþjóni þeim, sem þátt tók í að ryðja fundarsalinn, en ekki er upplýst að hann 413 hafi veitt neinn áverka. Hinsvegar þykir ekki nægilega sannað, að ákærður hafi rétt spýtu út um glugga fundar- hússins. Þetta brot ákærðs, sem kominn er yfir lögaldur saka- manna, ber að heimfæra undir 101. gr. hinna alm. hegn- ingarlaga og lögreglusamþykkt Reykjavíkur 1. gr., sbr. 96. gr. og þykir refsing hans hæfilega ákveðin 30 daga fangelsi, við venjulegt fangaviðurværi. Með tilliti til þess, að ákærðum hefir aldrei verið refs- að fyrr, þykir mega ákveða samkv. 1. gr. laga nr. 39, frá 1907, að refsingunni skuli frestað og hún falla niður eftir 5 ára uppsögn dóms þessa, ef fullnægt verður skilyrðum laganna. XXVIII. Ákærður, Héðinn Valdimarsson, hefir í sam- bandi við fund bæjarstjórnarinnar 9. nóv. f. á. að því er telja verður sannað, sbr. lýsingu hér að framan undir 30, hvatt til ofbeldis gegn lögregluþjónunum, en hinsvegar verður ekki talin nægilega sönnuð hlutdeild hans í meið- ingum þeim, er lögregluþjónarnir urðu fyrir Í síðustu árásinni. Þetta brot ákærðs, sem kominn er yfir lögaldur saka- manna, þykir verða að heimfæra undir 101. gr., sbr. 52. gr. hinna alm. hegningarlaga og lögreglusamþykkt Reykja- víkur 1. gr., sbr. 96. gr., og þykir refsing hans hæfilega á- kveðin með tilliti til þess annars, sem fram hefir komið í málinu, 60 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Með því að ákærðum hefir aldrei verið refsað fyrr, þykir mega ákveða samkv. 1. gr. laga nr. 39, frá 1907, að refsingunni skuli frestað og hún falla niður eftir 5 ára uppsögn dóms þessa, ef fullnægt verður skilyrðum lag- anna. XXIX. Það verður ekki talið nægilega sannað, sbr. lýs- ingu hér að framan, undir 31, að ákærður, Sigurður Ól afsson, hafi í sambandi við fund bæjarstjórnar Reykja- víkur 9. nóvember f. á. tekið þátt í árásum á lögreglu- þjóna þá, er gættu dyra fundarhússins né á annan hátt framið refsivert athæfi í sambandi við fundinn og verð- ur því að sýkna hann af ákærum réttvísinnar og vald- stjórnarinnar í máli þessu. XXXK. Á sama hátt verður það og eigi talið nægilega sannað, sbr. lýsingu hér að framan, undir 32, að ákærður, 414 Torfi Þorbjörnsson, hafi í sambandi við bæjarstjórnar- fundinn 9. nóv. f. á. tekið þátt í árásum á ákveðinn lög- regluþjón né á annan hátt framið refsivert athæfi í sam- bandi við fundinn. Verður því að sýkna hann af ákærum réttvísinnar og valdstjórnarinnar í þessu máli. XXKI. Ákærður, Guðni Guðmundsson, hefir í sambandi bandi við fund bæjarstjórnar Reykjavíkur 9. nóv. f. á. að þvi er telja verður sannað, sbr. lýsingu hér að framan undir 33, stokkið upp á herðarnar á Jakob Möller bæjar- fulltrúa, þegar hann gekk af fundi bæjarstjórnar frá fund- arhúsinu, eltur af hópi manna, og féllu þeir við það báðir til jarðar. Hinsvegar er ekkert upplýst um það, að Jakob Möller hafi hlotið meiðsl við þetta. Þar sem hér er um að ræða beint líkamlegt ofbeldi við bæjarstjórnarmeð- lim í sambandi við bæjarstjórnarfundinn, sem ákærður eins og á stóð hlaut að gera sér ljóst að gæti verið mjög hættulegt, þykir verða að heimfæra þetta brot hans, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna undir 99. gr. hinna alm. hegningarlaga og lögreglusamþykkt Reykjavíkur 1. gr., sbr. 96. gr., og þykir refsing hans hæfilega ákveðin þriggja mánaða einfalt fangelsi. Með tilliti til þess, að ákærðum hefir ekki verið refsað fyrr, þykir mega ákveða samkv. 1. gr. laga nr. 39, frá 1907, að refsingunni skuli frestað og hún falla niður, ef fullnægt verður skilyrðum laganna. Skaðabótakrafa hefir ekki komið fram í málinu. Málsvarnarlaun Stefáns Jóh. Stefánssonar, hrm., hins skipaða talsmanns ákærðu Sigurðar Ólafssonar, Sigur- jóns Á. Ólafssonar og Torfa Þorbjörnssonar, greiðast af al- mannafé, kr. 30.00 fyrir hvern. Ákærðu Héðinn Valdimars- son og Sigurður Guðnason greiði sérstaklega hinum skip- aða talsmanni sínum, Stefán Jóh. Stefánssyni, hrm., máls- varnarlaun, er ákveðast 30 krónur fyrir hvorn. Ákærðu Einar Olgeirsson, Haukur S. Björnsson, Jens Figved, Þorsteinn Pétursson, Haraldur Knudsen, Hjörtur B. Helgason, Matthías Guðbjartsson, Runólfur Sigurðsson, Tryggvi Guðmundsson, Sigríður Jónsdóttir, Kristinn Árnason, Þóroddur Þóroddsson, Indiana Garibaldadóttir, og Guðjón Einarsson greiði in solidum helming alls ann- ars kostnaðar sakarinnar. Loks greiði hinir ákærðu, Bryn- jólfur Bjarnason, Guðjón Benediktsson, Gunnar Benedikts- 415 son, Stefán Pétursson, Hjalti Árnason, Þorsteinn Péturs- son, Jafet Ottósson, Jón Guðjónsson, Ólafur Sigurðsson, Adolf Petersen, Haukur Sigfried Björnsson, Erlingur Kle- mensson, Halldór Kristmundsson, Sigurður Guðnason, Héðinn Valdimarsson og Guðni Guðmundsson in solidum hinn helming kostnaðar. Dráttur sá, sem orðið hefir á máli þessu, stafar af því hve umfangsmikið það er. Föstudaginn 21. júni 1935. Nr. 9/1935. Sigurður Þorsteinsson gegn Júlíusi Björnssyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Sigurður Þorsteinsson, er eigi mætir Í málinu greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Föstudaginn 21. júní 1935. Nr. 26/1935. Halldór Bjarnason segn Guðjóni Elíassyni o. fl. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Halldór Bjarnason, er eigi mætir Í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. 416 Föstudaginn 21. júní 1935. Nr. 32/1935. Árni Böðvarsson gegn Schönfeldt Vang. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Árni Böðvarsson, er eigi mætir í mál- inu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Föstudaginn 21. júní 1935. Nr. 35/1935. Guðrún Jóhannesdóttir Segn Eggert Kristjánssyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Guðrún Jóhannesdóttir, er eigi mætir í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hún af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Föstudaginn 21. júní 1935. Nr. 43/1934. Magnús Ólafsson gegn Ásgeiri Guðmundssyni v. eig. hús- eignarinnar Grettisgötu 37 Rvík, Andrési Gunnarssyni o. fl. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Magnús Ólafsson, er eigi mætir í mál- 417 inu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Föstudaginn 28. september 1935. Nr. 168/1934. Sæmundur Einarsson (Lárus Jóhannesson) gegn skólanefnd Kjósarhrepps f. h. hrepps- nefndar eða til vara séra Halldóri Jónssyni (Jón Ásbjörnsson). Skaðabótakrafa farkennara vegna ólögmætrar upp- sagnar ekki tekin til greina. Dómur gestaréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 27. febr. 1934: Hinir stefndu skólanefndarmenn í Kjósarhreppi, Halldór Jónsson, sóknarprestur á Reynivöllum, Ellert Eggertsson, bóndi á Meðalfelli og Gestur Andrésson, hreppstjóri á Neðra-Hálsi, f. h. hreppsnefndar Kjósar- hrepps vegna sveitarsjóðs, svo og varastefndur sóknar- prestur, Halldór Jónsson, Reynivöllum, persónulega, skulu vera sýknir af kærum og kröfum stefnanda, kennara Sæ- mundar Einarssonar, Klapparstig 44, Reykjavík, í máli þessu. Málskostnaður falli niður. Dómur hæstaréttar: Máli þessu hefir áfrýjandi, að fenginni gjafsókn fyrir hæstarétti dags. 25. ágúst 1934 og áfrýjunar- leyfi dags. 26. okt. s. á., skotið til hæstaréttar með stefnu dags. 2. nóv. 1934. Hér fyrir réttinum krefst áfrýjandi þess aðallega, að hin stefnda skólanefnd verði f. h. hreppsnefndar Kjósarhrepps vegna hreppssjóðs sama hrepps dæmd til að greiða áfrýi- 27 418 anda kr. 1564,00 með 6% ársvöxtum frá 1. okt. 1932 til greiðsludags. Til vara krefst áfrýjandi þess, að fyrrnefndir aðiljar verði dæmdir til að greiða sömu upphæð, ef áfrýjandi vinnur eið að því, að for- maður skólanefndar, séra Halldór Jónsson, hafi lof- að áfrýjanda að láta hann vita „i tæka tíð“, nánar til tekið fyrir 1. júlí 1932, hvort skólanefnd hugs- aði til að skipta um kennara, og að áfrýjandi hafi ekki innan þess tíma fengið nein boð frá séra Hall- dóri í þá átt. Til þrautavara beinir áfrýjandi aðal- kröfu sinni gegn varastefnda, séra Halldóri Jóns- syni, persónulega, og til þrauta þrautavara beinir hann varakröfunni gegn varastefnda persónulega. Loks krefst áfrýjandi málskostnaðar í undirrétti eftir mati réttarins og á sama hátt málskostnaðar fyrir hæstarétti, eins og málið væri ekki gjafsókn- armál, þar með hæfilegra málsóknarlauna til skip- aðs talsmanns sins. Stefndu krefjast staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi og málskostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Með bréfi dags. 12. okt. 1931 var áfrýjandi settur til þess að vera farkennari um eitt ár, frá 1. okt. s. á. að telja, í Kjósarskólahéraði. Þrátt fyrir það, að setning áfrýjanda eða ráðning hans til stöðunnar var þannig í upphafi berum orðum bundin við eins árs tíma, telur áfrýjandi, að hann hafi síðar öðl- ast rétt til stöðunnar einnig fyrir næsta ár á eftir, en hin stefnda skólanefnd hafi með ólögmætu at- ferli sinu orðið þess valdandi, að hann fékk eigi að gegna stöðunni það ár, og sé því hreppssjóður skyldur að standa honum skil á kaupi fyrir það tímabil. Þessu til styrktar bendir áfrýjandi í fyrsta lagi á ákvæði 2. gr. laga nr. 75/1919 um skipun barna- 419 kennara og laun þeirra og 2. gr. erindisbréfs fyrir skólanefndir frá fræðslumálastjóra, dags. í ágúst 1931. Í 2. gr. laga 75/1919 er ákveðið, að þegar kennarastaða er laus, skuli skólanefnd eða fræðslu- nefnd, svo fljótt sem fært er, auglýsa hana til um- sóknar, með a. m. k. tveggja mánaða umsóknar- fresti, og í 2. gr. nefnds erindisbréfs segir, að ef kennarastaða losnar í skólahéraðinu, skuli skóla- nefnd tilkynna fræðslumálastjóra það hið fyrsta — í síðasta lagi 1. júlí — og sjái þá fræðslumála- stjóri um, að staðan verði auglýst. Af þessu telur áfrýjandi það leiða, að kennarar, sem settir hafa verið til starfans, eigi heimtingu á því, að fá vitn- neskju um það fyrir 1. júlí, ef þeir eiga ekki að halda starfinu skólaár það, sem hefst 1. okt. næst- an á eftir. Afleiðing þessa er aftur sú, að því er áfrýjandi heldur fram, að þar sem hann hafi enga vitneskju fengið um það fyrr en í miðjum sept- ember 1932 og ekki fulla vissu fyrr en í október s. á., að hann átti ekki að halda stöðu sinni, þá hafi skólanefndin, sem þessu hafi ráðið, brotið lög á honum. Á þetta verður þó ekki fallist. Greind á- kvæði eru bersýnilega sett í því skyni, að sem beztir kennarar fáist í stað þeirra, sem frá fara, og varða þau eingöngu samband skólanefndar og fræðslumálastjórnar. Þau segja hinsvegar ekki neitt um uppsögn þeirra kennara, sem þegar eru í stöðum, hvort sem þeir eru þar einungis til bráða- birgða eða skipaðir fyrir fullt og allt, og geta þeir þvi ekki byggt neinn rétt á þessum ákvæðum. Verður því eigi talið, að þau geti ráðið nokkru um úrslit þessa máls. Í öðru lagi telur áfrýjandi, að þótt eigi yrði fall- ist á skilning hans á umgetnum lagaboðum, þá 420 hafi engu að síður verið brotin lög á honum af skólanefndinni vegna þess, að ákveðin bindandi venja hafi myndazt um, að setning í farkennara- stöður framlengist frá ári til árs, ef stöðurnar eru ekki auglýstar, svo sem að framan greinir. Þess- ari venju til sönnunar hefir áfrýjandi einkum vitn- að til vottorðs frá stjórn Sambands íslenzkra barnakennara, dags. 3. júlí 1933 og tveggja bréfa fræðslumálastjóra, dags. 3. júlí og 18. sept. 1933. En er undirskrifendur hins fyrst nefnda vottorðs voru leiddir sem vitni í málinu, kom í ljós, að því fór fjarri, að þeir hefðu rökstudda vitneskju um, að slík venja hefði myndazt, og verður því ekkert byggt á vottorði þessu, þegar af þeirri ástæðu. Bréf fræðslumálastjóra gefa heldur ekki, nema síður sé, tilefni til að ætla, að þvílík venja hafi komizt á, og þar sem áfrýjanda hefir ekki með öðru móti tekizt að sanna tilvist hennar, getur hann engan rétt á henni byggt. Í þriðja lagi byggir áfrýjandi rétt sinn á um- mælum varastefnda, séra Halldórs Jónssonar, í samtali við sig vorið 1932. Fullyrðir áfrýjandi, að varastefndi hafi þá, sem formaður skólanefndar, lofað að láta áfrýjanda vita í tæka tíð, þ. e. fyrir 1. júlí 1932, ef skólanefndin óskaði að breyta til um kennara. Þar sem þessu loforði hafi ekki ver- ið fullnægt og hann sviftur stöðunni á fyrr greind- an hátt, telur áfrýjandi sig eiga af þeim sökum bótarétt annaðhvort á hreppssjóð eða a. m. k. á varastefnda, séra Halldór Jónsson, persónulega. En varastefndi neitar því eindregið, að hann hafi gefið slikt loforð, heldur segist þvert á móti munu hafa sagt á þá leið, að áfrýjandi yrði látinn vita í tæka tið, ef hugsað yrði til hans sem kennara 421 næsta vetur. Áfrýjanda hefir ekki tekizt að sanna frásögn sína af þessu samtali, enda eru engin vitni til frásagnar af því hvað þar fór fram, og getur hann því engan rétt af því leitt, hvorki á hendur aðalstefnda né varastefnda persónulega. Ekki verður heldur talið, að skilyrði séu fyrir hendi um aðildareið áfrýjanda til handa um hvað í samtal- inu fór fram, og er því ekki hægt að verða við kröfu hans um að láta úrslit málsins velta á slíkum eiði. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með skir- skotun til hins áfrýjaða dóms verður að staðfesta hann. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir hæstarétti falli niður og málflutningslaun hins skipaða talsmanns áfrýjanda, er ákveðast 100 kr., greiðist úr ríkissjóði. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður í hæstarétti fellur niður, en málflutningslaun hins skipaða talsmanns á- frýjanda, hæstaréttarmálaflutningsmanns Lár- usar Jóhannessonar, 100 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Með stefnu útgefinni 29. mai f. á. hefir stefnandinn, kennari Sæmundur Einarsson, til heimilis á Klapparstíg 44 í Reykjavík höfðað mál þetta gegn skólanefnd Kjósar- hrepps f. h. hreppsnefndar vegna sveitarsjóðs hreppsins og til vara gegn sóknarpresti Halldóri Jónssyni, Reyni- völlum í Kjós, sjálfum, til greiðslu á kr. 1564.00, sem skaðabótum fyrir það, að skólanefndin eða oddviti henn- ar hafi orðið þess valdandi að stefnandinn hafði verið 422 sviftur farkennarastöðu í hreppnum eða skólahéraði hreppsins haustið 1932, sem hann eins og komið hafi verið, hafi átt skýlausa heimtingu á, og auk þessa krefst stefnandinn 6% ársvaxta af hinni umstefndu upphæð frá 1. okt. 1932 til greiðsludags, og málskostnaðar að skað- lausu, en til vara að stefndur, Halldór Jónsson, sóknar- prestur, sjálfur verði dæmdur til að fullnægja öllum hin- um umstefndu kröfum, er að framan greinir. Umkrafðar skaðabætur sundurliðar stefnandinn þannig: a) kennslu- kaup á kr. 700, og b) uppihald í 6 mánuði, á 144 kr. um mánuðinn. eða kr. 864.00, þar í innifalið fæði, húsnæði og þjónusta m. m. umrætt timabil. Málavexti segir stefnandinn vera þá, að haustið 1931 hafi hann verið settur farkennari í greindu skólahéraði til eins árs, fyrir þá í hönd farandi skólaár, og hann gegnt starfi þessu óaðfinnanlega, eða án þess að nokkur gerði athugasemdir þar við, enda hann og haft ágætt kennara- próf og embættisaldur, svo og fyrirskipað læknisvottorð um heilsufar, og að loknu prófi vorið 1932 hafi hann átt tal við formann skólanefndarinnar, sóknarprest Halldór Jónsson um kennarastöðuna framvegis þar í hreppnum og velnefndum sóknarnefndarmanni, þá farist orð á þá leið, að hann sem formaður nefndarinnar myndi láta stefnanda vita, ef að skólanefndin óskaði að breyta til um kennara, en jafnframt tekið það fram, að hann fyrir sitt leyti óskaði ekki eftir breytingu, og hann þá látið þess getið að hann bvggist ekki við að meðnefndarmenn hans í skólanefndinni myndu heldur gera það, því þeir væru vanir að fara eftir ráðum hans í þessu efni, eða létu hann yfirleitt öllu um það ráða. Kveðst stefnandinn hafa látið sér þetta vel líka og svo farið til Reykjavíkur, hvar hann þá rétt á eftir hafi skýrt fræðslumálastjóra frá samtali þeirra séra Halldórs, og fræðslumálastjóri þá sagt: „að við skyldum þá láta þetta vera þannig“. Kveðst stefnandinn svo hafa verið grandalaus, eða sannfærður um það að hann héldi farkennarastöðunni áfram, enda hann ekki séð stöðuna auglýsta, né hann heldur fengið nokkra tilkynningu um breytingu, eða uppsögn á stöð- unni, og sleppt öllum tækifærum til að útvega sér stöðu annarsstaðar, — fyrr en hann um miðjan septembermán- uð, af tilviljun hafi átt tal við fræðslumálastjóra, sem þá 423 hafi sagt stefnanda frá því, að oftnefndur formaður skólanefndarinnar, hefði þá nýlega farið fram á það við sig, að hann útvegaði sér nýjan kennara, og jafnvel ósk- að að staðan yrði auglýst, en fræðslumálastjóri tal- ið það of seint vera og ráðið formanni skólanefndar að eiga tal um þetta við stefnanda, og jafnframt hefði fræðslumálastjórinn haft orð á því við nefndarformanninn. að ekki kæmi til mála að fyrrverandi farkennari eða stefn- andi sleppti tilkalli til stöðunnar, nema því aðeins að hann fengi ekki lakari stöðu í staðinn, og kveðst stefn- andi hafa svarað þessu litið, en geymt sér allan rétt, en er hann í októbermánuði ætlaði að taka til kennslustarfa Í Kjósinni og farið til fræðslumálastjóra, hafi hann til- kynnt honum að nýr kennari væri settur Í umrætt kennsluhérað fyrir þrábeiðni oftnefnds skólanefndarfor- manns, en þá hafi öllum farkennarastöðum verið ráð- stafað og úr því engin staða fyrir farkennara losnað, svo að hann hafi orðið atvinnulaus allan veturinn. Með bréfi til skólanefndarinnar í Kjósarhreppi, dags. 27. okt. 1931 tilkynnir fræðslumálastjóri Helgi Elíasson, að ráðuneytið hafi með bréfi dags. 12 s. m. „sett Sæmund Einarsson til að vera farkennari um eitt ár, frá 1. okt. þ. á. að telja, í Kjósarskólahéraði“, og samkvæmt þessu virðist stefnand- inn hafa tekið við kennslustarfinu og eigi verður séð af skjölum málsins að hann hafi beinlínis sótt til skóla- nefndarformanns eða skólanefndar um að hann fengi starfið áfram næsta skólaár, enda kveðst hann undir rekstri málsins hafa skilið svo á formanni skólanefndar- innar, að um enga breytingu af hans eða skólanefndar hálfu væri að ræða, og er hann svo eigi hafi séð stöðu bessa auglýsta á fyrirskipuðum tíma, sbr. ákvæði 2. gr. laga nr. 75/1919 og auglýsingar í Lögbirtingablöðum fram- lögðum, hafi hann sannfærst um að svo væri, enda og föst venja fyrir því að farkennarar sem aðrir kennarar eigi rétt á uppsögn á starfinu, þótt settir séu til ákveðins tíma, eða aðeins til 1 árs og eigi slík uppsögn sér eigi stað, eða staðan cigi auglýst laus fyrir 1. júlí umrætt ár, sé það einnig föst venja orðin að farkennarar haldi stöð- unni án nýrrar setningar í hana og hlutaðeigandi ráðu- neyti, sbr. yfirlýsingar framl. frá fræðslumálastjóra og stjórn Sambands íslenzkra barnakennara og einnig hafi 424 sumar skólanefndir skilið þetta þannig o. s. frv., er um- bÞoðsmaður stefnanda hefir tilgreint undir rekstri máls- ins. Umboðsmaður hinnar stefndu skólanefndar hefir mótmælt kröfum stefnanda, bæði aðalkröfum hans og varakröfum, þar sem stefnandinn aðeins hafi verið ráð- inn til 1 árs, og því eigi átt neinn rétt til framhalds- kennslu næsta ár á eftir, nema hann með samþykki skóla- nefndar væri á ný settur eða skipaður til að gegna starf- inu, eða eftir tillögum skólanefndar, og einnig mótmælir hann f. h. nefndarinnar svo og f. h. formanns hennar, og f. h. hans persónulega að hann hafi gefið stefnanda á- drátt eða loforð um að hann léti stefnanda vita af, ef nokkur breyting yrði á kennara skólahéraðsins, heldur hafi hann í umræddu viðtali sagt á þá leið að stefnandinn yrði látinn vita í tæka tíð, ef hugsað yrði til hans sem kennara næsta vetur, og loks væri ekkert það í lögum eða reglugerðum, né heldur föst venja orðin, að farkennarasetn- ing til eins árs gæfi nokkurt fyrirheit um framlengingu starfsins næsta ár á eftir án sérstakra tillagna skólanefnd- ar eða samþykkis. Krefst umboðsmaður algerðrar sýkn- unar aðalstefnanda og varastefnds og kröfum stefnanda í málinu, og málskostnaðar eftir mati réttarins, jafnframt og hann mótmælir sem óhæfilega hárri aðalkröfu stefn- anda svo og kröfum hans um aðildareiðinn, að rétt sé skýrt frá umræddu samtali þeirra varastefnds og hans og neitar því að farkennari eigi nokkra heimtingu um upp- sögn á starfinu, eða að það hans vegna sé auglýst laust til umsóknar. Með þvi að fyrr tilvitnuð tilkynning fræðslumálastjóra til skólanefndar um setningu stefnanda til starfsins, að- eins til eins árs, er ótvíræð og eigi felur í sér út af fyrir sig neina bendingu eða fyrirheit um framlenging starfs- ins næsta skólaár án sérstakrar ráðstöfunar af hálfu hlutaðeiganda, gat stefnandinn eigi vænst þessa, og eigi heldur tilvitnuð lög af hálfu stefnanda eða umboðsmanns berlega eiga við um setningu eða skipun farkennara, né heldur tilvitnað erindisbréf fyrir skólanefndir og eigi heldur upplýst eða sannað í málinu af hálfu stefnanda að nokkur föst eða ábyggileg réttarvenja hafi myndazt um sjálfsagða framlengingu til næsta skólaárs á starfi far- kennara, miðað við upprunalega setningu í starfið, sem 425 fordæmi, og loks eigi, gegn mótmælum varastefnds, er sönnun fyrir því, að hann í oftgreindu samtali hafi gefið honum von um, eða vissu um það, hvorki sem formaður hlutaðeigandi skólanefndar né persónulega að hann í tíma tilkynnti stefnanda ef breytt yrði um kennara, né heldur þær líkur framkomnar um þetta í málinu að um aðildareið geti verið að ræða af hálfu stefnanda þessu til sönnunar, ber að sýkna hina stefndu skólanefnd svo og varastefndan, bæði sem þáverandi formann skólanefndar og einnig persónulega af kærum og kröfum stefnanda í máli þessu. — Málskostnaður virðist eftir atvikum eiga að falla niður. Mánudaginn 30. sept. 1935. Nr. 49/1935. Valdstjórnin (Lárus Jóhannesson) gegn Sveini Sigmar Björnssyni og Ágúst Ólafi Ólafssyni (Eggert Claessen). Bruggun áfengis. Dómur lögregluréttar Vestmannaeyja 25. febr. 1935: Kærður Sveinn Sigmar Björnsson sæti 14 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og greiði 800 króna sekt til ríkissjóðs og komi 40 daga einfalt fangelsi í stað sektar- innar, verði hún eigi greidd innan 30 sólarhringa frá lög- birtingu dóms þessa. Kærður Ágúst Ólafur Ólafsson greiði 100 króna sekt til ríkissjóðs og komi 10 daga einfalt fangelsi í stað sekt- arinnar, verði hún eigi greidd innan 30 sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa. Framangreint áfengi með ilátum og framangreind bruggunartæki, skal upptækt og eign ríkissjóðs. Kærðir greiði in solidum allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. 426 Dómur hæstaréttar: Eins og fram er tekið í hinum áfrýjaða dómi, hefir kærði Sveinn Sigmar Björnsson gerzt sekur um bruggun og sölu áfengis, og verður einnig að teljast upplýst, að kærði hafi bruggað áfengið í söluskyni sökum þess hversu mikið áfengismagnið var. Hefir kærði því gerzt sekur um brot á ákvæð- um 6. og 11. gr. áfengislaga nr. 64/1930, og þvkir refsing hans hæfilega ákveðin með skirskotun til 30. og 33. gr. núgildandi áfengislaga nr. 33/1935, sem leiða til mildari niðurstöðu, 1000 kr. sekt til Menningarsjóðs, er afplánist með 40 daga einföldu fangelsi verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Í hinum áfrýjaða dómi er einnig réttilega tekið fram að kærði Ágúst Ólafur Ólafsson hafi á þann hátt, er í dómnum greinir, gerzt sekur um brot á ákvæðum 12. gr. áfengislaga nr. 64/1930, og þvkir refsing hans hæfilega ákveðin, með skírskotun til 36. gr. núgildandi áfengislaga nr. 33/1935, 60 kr. sekt til Menningarsjóðs og komi í stað sektarinn- ar, ef hún er ekki greidd innan 4 vikna frá lög- birtingu dóms þessa, 6 daga einfalt fangelsi. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sakar- kostnaðar í héraði og upptöku áfengis og bruggun- artækja staðfestist. Kærðu greiði báðir fyrir annan og annar fyrir báða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með tal- in málflutningslaun sækjanda og verjanda í hæsta- rétti, 80 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Kærði Sveinn Sigmar Björnsson greiði 1000 króna sekt til Menningarsjóðs innan 4 vikna frá 427 lögbirtingu dóms þessa, ella sæti hann í henn- ar stað einföldu fangelsi í 40 daga. Kærði, Ágúst Ólafur Ólafsson, greiði 60 króna sekt til Menningarsjóðs innan 4 vikna frá birt- ingu dóms þessa, ella sæti hann í hennar stað einföldu fangelsi í 6 daga. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sak- arkostnaðar í héraði og upptöku áfengis og bruggunartækja staðfestist. Kærðu greiði, báðir fyrir annan og annar fyr- ir báða, allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda í hæstarétti, hæstaréttarmálaflutn- ingsmannanna Lárusar Jóhannessonar og Egg- ert Claessen, 80 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af hálfu valdstjórnarinnar gegn þeim Sveini Sigmar Björnssyni, sjómanni, til heimilis Brekastig 24, hér í bænum og gegn Ágúst Ólafi Ólafssyni vélstjóra til heimilis sama stað, fyrir brot gegn áfengislög- unum nr. 64, 19. maí 1930, sbr. 1. nr. 33, 9. janúar 1935. Málavextir eru sem hér segir: Laugardaginn 26. f. m., gerði lögreglan. svo og settur bæjarfógeti, að undangengnum úrskurði, leit að ólöglegu áfengi og bruggunaráhöldum á heimili kærðs, Sveins Sig- mars Björnssonar, og við leit þessa fundust í kjallara undir húsi því, er kærður byr í (Brekastig 24), bruggunartæki. þ. e. eimingarbrúsi, bogið rör (spiralrör) og kælidunkur og voru tæki þessi þá í notkun við áfengiseimingu, þannig að logaði á gassuðuvél er eimingarbrúsinn stóð á, en í hon- 428 um var gerjað brugg og lá hið bogna rör úr stút brúsans (gegnum tappa Í stútnum) og gegnum kælidunkinn, sem var fullur af vatni, en undir enda rörsins, sem stóð út úr kælidunknum, stóð kaffikanna, sem orðin var rúmlega hálf af eimdu áfengi er leitin hófst. Ennfremur fannst þá í kjallara þessum tunna full af gerjuðu bruggi, 1 glerbrúsi ca 50 lítra, rúmlega hálfur af sama og einn glerbrúsi ca 15 lítra, með slatta í af gerjuðu bruggi og í ibúðarherbergi kærðs Sveins Sigmars Björnssonar fundust undir dívan 3 heilflöskur einnig með gerjuðu bruggi í. Kærður, Sveinn Sigmar Björnsson, hefir játað að eiga umrætt brugg og bruggunartæki og að hafa bruggað umrætt áfengi sjálfur og hefir hann játað að hafa byrjað að fást við bruggun áfengis í byrjun s. 1. desembermánaðar á sama stað, en kveðst þó ekki hafa byrjað neitt að fást við eimingu á- fengis fyrr en milli jóla og nýjárs s. 1. og hefir játað að hafa tvisvar sinnum eimt áfengi úr bruggi, sem hann hafði látið gerjast, áður en hann byrjaði á eimingu þeirri, er hann var byrjaður á, er framangreind húsrannsókn fór Íram hjá honum, en heldur fram að hann hafi þó ekki eimt nema 10 heilflöskur af sterku áfengi alls, og hefir hann ját- að að hafa selt um 6 heilflöskur af því fyrir 8 krónur flösk- una en kveðst að öðru leyti hafa drukkið áfengi þetta sjálfur og gefið öðrum af þvi með sér. Þá hefir hann og játað að hafa selt 12—14 lítra af óeimdu gerjuðu bruggi, sem hann bruggaði í brúsa eða mest af því, fyrir 2 krón- ur hverja heilflösku. Svnishorn af hinu eimda áfengi er fannst við húsleit- ina hjá kærðum og einnig sýnishorn af hinu gerjaða bruggi voru send Efnarannsóknastofu ríkisins til rannsóknar og reyndist innihald þeirra af alkoholi 38,7% (hið eimda á- fengi) og 11% (gerjaða bruggið) hvorutveggja miðað við rúmmál, samkvæmt skriflegri skýrslu Efnarannsóknar- stofunnar, sem lögð hefir verið fram í málinu. Eftir því, sem upplýst er í málinu, á kærður Ágúst Ól- afur Ólafsson, framangreint hús, sem kærður Sveinn Sig- mar Björnsson bruggaði í og leigði hann kærðum Sveini Sigmari, sem er einhleypur maður, 1 herbergi til íbúðar í kjallara hússins. Kærður Sveinn Sigmar hefir borið það í málinu, að hann hafi aldrei beðið kærðan Ágúst Ólaf um leyfi til þess að brugga þar, en hann hefir og borið, að 429 kærður Ágúst Ólafur hafi orðið var við er kærður, Sveinn Sigmar, byrjaði að eima áfengið (þ. e. milli jóla og nýj- árs s. 1.) og að kærður Ágúst Ólafur hafi þá látið í ljósi við sig, að honum væri mjög illa við bruggstarfsemi hans (Sv. S. B.) og hafi síðar við og við ráðlagt honum að hætta henni og amast við henni, en hafi þó látið þar við sitja og hélt kærður, Sveinn Sigmar Björnsson, því áfram að brugga. Kærður Ágúst Ólafur Ólafsson hefir játað að hafa vitað um framangreinda bruggunarstarfsemi kærðs Sveins Sig- mars og að hann hafi orðið var við hana, rétt eftir að hann byrjaði að brugga og kveður sig minna að það hafi verið snemma í s. 1. desembermánuði og kveðst þá strax hafa ávítað hann fyrir þetta framferði hans og skipað honum að hætta því og minnst eitthvað á það við hann síðar, en Það hafi engan árangur borið og hafi Sveinn Sigmar hald- ið áfram að brugga (án þess kærður, Á. Ó. Ó., gerði nokk- uð frekar til þess að hindra það), en hann kveðst ekki hafa viljað kæra Svein Sigmar Björnsson fyrir bruggun- ina, vegna þess að hann er mágur kærðs Ágústs Ólafs Ólafssonar. Kærður, Sveinn Sigmar Björnsson, hefir eigi áður sætt refsingu fyrir brot gegn áfengislöggjöfinni, en hefir fjór- um sinnum verið dæmdur til refsingar fyrir þjófnað, sið- ast með dómi aukaréttar Reykjavikur, uppkveðnum 22. september 1932, í 8 mánaða betrunarhúsvinnu. Með framangreindu framferði sínu hefir hann (Sv. S. B.), að áliti réttarins, brotið gegn 6. gr. og 11. gr. laga nr. 64, 19. maí 1930, sbr. 6. og 15. gr. 1. nr. 33, 9. jan. 1935 og þykir refsing sú, er hann hefir unnið til, samkvæmt 30. gr. og 32. gr. laga nr. 64, 1930, sbr. 30. og 33. gr. 1. nr. 33, 9. jan. 1935, hæfilega ákveðin 800 króna sekt til ríkissjóðs og komi 40 daga fangelsi í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 30 sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa. Auk þess sæti hann 14 daga fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi. Kærður, Ágúst Ólafur Ólafsson, hefir eigi áður sætt refsingu fyrir brot gegn áfengislöggjöfinni, né fyrir nokk- urt annað lagabrot. Með þvi að láta viðgangast, að kærð- ur, Sveinn Sigmar Björnsson, bruggaði í húsi hans, án þess að gera frekara til að hindra það, en það sem kærðir halda 430 fram, að hann hafi talað um þetta við hann (Sv. S. B.), hefir hann (Á. Ó. Ó., að áliti réttarins gerzt brotlegur gegn 12. gr. fyrrnefndra laga, nr. 64, 1930, sbr. 16. gr. 1. nr. 33, 1935, og þykir refsing sú, er hann hefir unnið til, hæfi- lega ákveðin samkvæmt 33. gr. laga, 64, 1930, sbr. 36. gr. Í. nr. 33, 1935, 100 króna sekt til ríkissjóðs og komi 10 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 30 sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa. Framangreint áfengi með ílátum og bruggunartæki skal upptækt og eign ríkissjóðs. Kærðir greiði allan kostnað málsins in solidum. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Mánudaginn 30. sept. 1935. Nr. 42/1935. Valdimar Jónsson gegn Benjamín Sigvaldasyni. Dómur hæstaréttar: Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Valdimar Jónsson, er eigi mætir í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæsta- rétti. Mánudaginn 30. sept. 1935. Nr. 61/1935. Hreppsnefnd Gerðahrepps gegn Þórhalli Einarssyni. Dómur hæstaréttar: Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, hreppsnefnd Gerðahrepps, er eigi 431 issjóðs, ef hún af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. mætir í málinu, greiði 50 króna aukagjald til rik- Mánudaginn 30. sept. 1935. Nr. 86/1934. Óli Ásmundsson gegn Einari Einarssyni. Dómur hæstaréttar: Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Óli Ásmundsson, er eigi mætir í mál- inu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Mánudaginn 30. sept. 1935. Nr. 3/1935. Sveinn Teitsson gegn Erlendi Erlendssyni. Dómur hæstaréttar: Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Sveinn Teitsson, er eigi mætir í mál- inu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. 432 Miðvikudaginn 9. október 1935. Nr. 45/1935. Réttvísin (Garðar Þorsteinsson) gegn Stefáni Agnari Magnússyni, Mons Olsen Monssyni, Alfred Haraldi Theó- dórssyni Antonsen, Þorláki Hannibal Guðmundssyni, Ólafi Óskari Guð- mundssyni, Guðmundi Jónassyni og Jóni Guðmundi Þorsteini Jóhanns- syni (Jón Ásbjörnsson). Þjófnaður og gripdeild. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 14. marz 1935: Ákærði, Stefán Agnar Magnússon, sæti betrunarhúsvinnu í 8 mán- uði. Ákærði, Mons Olsen Monsson, sæti betrunarhúsvinnu í 8 mánuði. Ákærði, Alfred Haraldur Theódórsson Antonsen, sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 6 mánuði. Ákærði, Þorlákur Hannibal Guðmundsson, sæti fang- elsi við venjulegt fangaviðurværi í 6 mánuði. Ákærði, Ólafur Óskar Guðmundsson, sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 6 mánuði. Ákærði, Guðmundur Jónasson, sæti fangelsi við venju- legt fangaviðurværi í 30 daga. Ákærði, Jón Guðmundur Þorsteinn Jóhannsson, sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 15 daga. En fullnustu refsinga þeirra Alfreds Haralds, Þorláks Hannibals, Ólafs Óskars og Jóns skal fresta, og þær falla niður eftir 5 ár frá uppsögn dóms þessa, ef skilorð laga nr. 39, 1907 verða haldin. Hinir ákærðu Stefán Agnar Magnússon, Mons Olsen Monsson, Alfred H. T. Antonsen, Þorlákur H. Guðmundsson og Ólafur Óskar Guðmundsson, greiði allir fyrir einn og einn fyrir alla Sigurlaugu Vilhjálmsdóttur kr. 83.78 í skaðabætur innan 30 sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa. 433 Ákærðu greiði allir fyrir einn og einn fyrir alla allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar: Þar eð ákærði Stefán Agnar hafði ekki náð 1iö ára aldri, er hann framdi þjófnað þann, sem hann var dæmdur til refsingar fyrir með dómi aukarétt- ar Reykjavíkur hinn 29. desember 1933, þá hefir sá dómur ekki ítrekunaráhrif í þessu máli, sbr. 62. gr. hegningarlaganna. Ber því að heimfæra brot hans, sem rétt er lýst í forsendum hins áfrýjaða dóms, undir 239. gr. hegningarlaganna, sbr. 6. gr. laga nr. 51/1928 og 55. gr. hegningarlaganna. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin betrunarhúsvinna í 8 mán- uði, eins og gert er í hinum áfrýjaða dómi. Brot ákærða Mons Olsen er réttilega heimfært undir 239. gr. hegningarlaganna, sbr. 6. gr. laga nr. 51/1928 og 55. gr. hegningarlaganna, en refsingu hans, sem ekki hafði náð í8 ára aldri er hann framdi afbrotið, ber að ákveða með hliðsjón af 38. sr. hegningarlaganna, og þykir hæfilegt, að hann sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 3 mán- uði. Þátttaka ákærða Alfred Haralds í Spánarvins- þjófnaðinum er í dómnum rétt heimfærð undir 6. gr. laga nr. 51/1928, sbr. 55. gr. hegningarlaganna, og þátttaka hans í töskutökunni sömuleiðis rétti- lega heimfærð undir 239. gr. hegningarlaganna, sbr. 6. gr. laga nr. 51/1928 og 55. gr. hegningarlag- anna. Ákveðst refsing hans, með hliðsjón af 63. gr. hegningarlaganna, fangelsi við venjulegt fangavið- urværi í 6 mánuði, og staðfestist undirréttardóm- urinn að því leyti. 28 434 Þátttaka ákærða Þorláks Hannibals í tösku- gripdeildinni varðar einnig við 239. gr. hegningar- laganna, sbr. 6. gr. laga nr. 51/1928 og 55. gr. hegn- ingarlaganna. Hinsvegar þykir mega sýkna hann af ákæru réttvísinnar fyrir tilmæli hans við sam- ákærða Stefán Agnar um innbrot í mjólkurbúðina í verkamannabústöðunum, þar sem aðeins virðist hafa verið um að ræða lauslega uppástungu, sem að engu leyti var byrjað að framkvæma og ekki verður fullyrt að ákærða hafi verið full alvara með. Þykir refsing ákærða, með skirskotun til framan- nefndra greina, hæfilega ákveðin fangelsi við venju- legt fangaviðurværi í 4 mánuði. Með stuldinum á Þbrennivínsflösku og konfekti frá sælgætisgerðinni „Viking“ 9. og 16. febrúar þ. á. hefir ákærði Ólafur Óskar gerzt sekur um verkn- að, sem lýst er í 231. gr., 4. tölulið hegningarlaganna og ber því að refsa honum fyrir það afbrot sam- kvæmt 7. gr. laga nr. 51/1928, og sökum þess hve lítils virði hið stolna var, einnig með hliðsjón af 6. gr., 2. mgr., sömu laga. Hluttaka hans í töskutök- unni varðar við 239. gr. hegningarlaganna, sbr. 6. gr. laga nr. 51/1928 og 55. gr. hegningarlaganna. Þykir honum, sem ekki var orðinn 18 ára gamall, er hann framdi afbrotin, með hliðsjón af 63. og 38. gr. hegn- ingarlaganna, hæfilega refsað með fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 5 mánuði. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um refsingu hinna ákærðu Guðmundar Jónassonar og Jóns Jóhanns- sonar ber að staðfesta með skírskotun til forsenda dómsins. Þá ber og að staðfesta skilorðsákvæði hins á- frýjaða dóms að því er snertir ákærðu Þorlák Hannibal, Ólaf Óskar og Jón. Svo þykir og rétt sök- 435 um æsku ákærða Mons Olsen, að ákveða að refsing hans skuli vera skilorðsbundin á sæma hátt. Hins- vegar eru ekki fyrir hendi skilyrði til að ákveða hið sama um refsingu ákærða Alfreðs, og falla því burtu skilorðsákvæði hins áfrýjaða dóms, að því er hann snertir. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um skaðabóta- greiðslu til Sigurlaugar Vilhjálmsdóttur staðfest- ast. Þeim Stefáni Agnar, Mons Olsen og Þorláki Hannibal ber að greiða, hverjum um sig, varð- haldskostnað sinn. Allan annan kostnað sakarinn- ar, þar á meðal málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, kr. 100,00 til hvors, greiði hinir ákærðu in solidum, þó þannig, að hin- um ákærðu Guðmundi og Jóni ber aðeins að greiða sameiginlega %, hluta kostnaðarins. Því dæmist rétt vera: Ákærði Stefán Agnar Magnússon sæti betr- unarhússvinnu í 8 mánuði. Hinir ákærðu Mons Olsen Monsson, Alfreð Haraldur Theódórsson Antonssen, Þorlákur Hannibal Guðmundsson, Ólafur Óskar Guð- mundsson, Guðmundur Jónasson og Jón Guð- mundur Þorsteinn Jóhannsson sæti hver um sig fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, Mons i 3 mánuði, Alfred Haraldur í 6 mánuði, Þor- lákur Hannibal í 4 mánuði, Ólafur Óskar í 5 mánuði, Guðmundur í 30 daga og Jón Guð- mundur Þorsteinn í 15 daga. 436 Fullnustu refsingar þeirra Mons Olsen, Þor- láks Hannibals, Ólafs Óskars og Jóns skal fresta og þær falla niður eftir 5 ár frá uppsögn dóms þessa, ef skilorð laga nr. 39/1907 verða haldin. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um skaðabóta- greiðslu staðfestast. Ákærðu Stefán Agnar, Mons Olsen og Þor- lákur Hannibal greiði hver um sig varðhalds- kostnað sinn. Allan annan kostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, hæstaréttarmálflutnings- mannanna Garðars Þorsteinssonar og Jóns Ás- björnssonar, 100 kr. til hvors, greiði hinir á- kærðu in solidum, þó þannig að hinir ákærðu Guðmundur og Jón greiði sameiginlega aðeins /,. hluta kostnaðarins. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af réttvisinnar hálfu höfðað gegn þeim Stefáni Agnari Magnússyni, matsvein, Ingólfsstræti 7 B, Mons Olsen Monssyni, verkamanni, Þingholtsstræti 8, Al- fred Haraldi Theódórssyni Antonsen, verkamanni, Suð- urpól 41, Þorláki Hannibal Guðmundssyni, verkamanni, Háholti og Ólafi Óskari Guðmundssyni, verkamanni, Berg- staðastræti 51, fyrir brot gegn lögum nr. 51, 1928 og 23. og 24. kapitula hinna almennu hegningarlaga frá 25. júní 1869 og gegn þeim Guðmundi Jónssyni, sjómanni, Hring- braut 180 og Jóni Guðmundi Þorsteini Jóhannssyni, verka- manni, Garðastræti 23, fyrir brot gegn lögum nr. 51, 1928. 437 Ákærðir eru allir komnir yfir lögaldur sakamanna. Stefán Agnar Magnússon er fæddur 27. nóvember 1916. Hann var hinn 29. dezember 1933 dæmdur i 4 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi fyrir brot gegn 6. gr. laga nr. 51, 1928 og 253. og 277. sbr. 270. gr. hinna al- mennu hegningarlaga. Mons Olsen er fæddur 9. júni 1917. Hann hefir einu sinni áður orðið uppvís að þjófnaði og var hinn 29. nóv. 1934 sektaður um 20 krónur fyrir brot gegn 102. gr. hegningarlaganna. Alfred Antonsen er fæddur 29. janúar 1914. Hann hefir þrisvar áður orðið uppvís að þjófnaði, tvisvar sætt á- minningu fyrir lögreglubrot, og ennfremur var hann hinn 2. október 1929 sektaður um 10 krónur fyrir lögreglu- samþykktarbrot. Þorlákur H. Guðmundsson er fæddur 16. febrúar 1916. Hann hefir eigi áður orðið uppvís að nokkru afbroti. Ólafur Óskar Guðmundsson er fæddur 6. april 1917. Hann hefir tvisvar áður orðið uppvis að þjófnaði, en eigi sætt ákæru eða refsingu. Guðmundur Jónasson er fæddur 21. september 1915. Hann var hinn 13. dezember 1927 uppvís að hlutdeild í þjófnaði. Hinn 18. júní 1928 sætti hann aðvörun fyrir ó- knytti og hinn 26. nóvember 1934 var hann dæmdur í 20 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi fyrir þjófnað. Jón Jóhannsson er fæddur 12. desember 1916. Hann hefir þrisvar áður orðið uppvís að þjófnaði og einu sinni sætt aðvörun fyrir lögreglusamþykktarbrot. I. Hinn 12. dezember s. l. stálu hinir ákærðu, Guðmundur Jónasson, Alfred Antonsen og Jón Jóhannsson í félagi 4 flöskum af vini úr bifreið, sem stóð mannlaus fyrir utan húsið 32 við Sellandsstig hér í bænum, í þeim tilgangi að neyta vinsins í félagi síðar. Var þetta eftir uppástungu Alfreds, en Guðmundur tók hinsvegar flöskurnar, sem pakkaðar voru inn, úr bilnum. Skammt frá bifreiðinni duttu tvær af flöskum þessum og brotnuðu, en hinar tvær höfðu þeir félagar á burtu með sér, og fólu siðan, en vis- uðu á þær, er mál þetta kom upp. Vin þetta var samtals 138 31 krónu virði, en eigi hefir eigandi þess óskað að gera skaðabótakröfu á hendur hinum ákærðu vegna þeirra flaskna, sem brotnuðu, og komu því eigi til skila. Þetta afbrot varðar að því er ákærða Guðmund snert- ir við 8. gr. laga nr. 51, 1928, og að því er þá Alfred og Jón snertir, við 6. gr. sömu laga, sbr. 55. gr. hegningar- laganna. II. Hinn 9. febrúar s. 1. milli 12 og í á hádegi fór á- kærði Ólafur Óskar Guðmundsson inn í sælgætisgerðina Víking við Vesturgötu hér í bænum með þeim hætti, að fyrst skreið hann inn í port á bak við húsið og siðan úr portinu inn um opinn glugga. Þarna inni stal ákærði einni brennivinsflösku sem hann hafði út með sér, og drakk áfengið síðan. Laugardaginn 16. febrúar klukkan milli 7 og 8 síðdegis fór ákærði enn inn í fyrrgreint hús, og þá með þeim hætti, að hann fyrst fór inn í portið sem áður, en braut siðan rúðu og tókst þannig að opna glugga, sem kræktur var aftur, og þar skreið hann inn. Var þá tilgangur ákærða að stela spiritus þarna inni, en er hann fann hann engan, stal hann nokkru af konfekti, og fór síðan við svo búið af vettvangi. Þessi afbrot varða við 7. gr. laga nr. 51, 1928. III. Að kvöldi hins fyrsta þessa mánaðar voru hinir á- kærðu Mons, Ólafur og Hannibal staddir saman niður í bæ. Stakk Mons þá upp á því, að þeir félagar öfluðu sér peninga á þann hátt, að taka töskur af kvenfólki, sem væri á ferli á götum úti, og féllust þeir Ólafur og Hanni- bal á þessa uppástungu Mons. Síðan hittu þeir hina með- ákærðu Stefán Agnar og Alfred og skýrðu þeim frá þess- um ráðagerðum, og féllust þeir þá einnig á, að fram- kvæma þetta áform. Samkvæmt uppástungu Stefáns Agn- ars ákváðu hinir ákærðu síðan að halda suður á Bjarkar- götu í þessum erindum, því þar taldi hann gefast mundi tækifæri til slíkra hluta, en áður cn þeir fóru úr mið- bænum varð ákærði Mons viðskila við þá hina, að því er virðist vegna þess, að einhverjir þeirra félaga vildu ekki hafa hann með við fram.kvæmd verksins. 439 Þeir Stefán Agnar, Þorlákur Hannibal, Ólafur og Al- fred héldu nú suður á Bjarkargötu, en er þeim gafst ekkert færi þar, sem þeim líkaði, þá héldu þeir austur yfir Tiarnarbrú og yfir á Laufásveg, og biðu þeir síðan átekta á Skálholtsstignum fyrir ofan Laufásveg. Frá upphafi hafði það verið ákveðið, að ákærði Agnar framkvæmdi verkið að taka töskuna, ef til kæmi, en annars voru þeir sammála um þessi áform og það að skipta þeim verð- mætum, er þeir kynnu að afla, með sér. Er þeir höfðu beðið stutta stund á fyrrgreindum stað, sáu þeir tvær stúlkur koma gangandi sunnan Laufásveginn, og bar sú, sem til hægri gekk tösku í hendinni þannig, að hún hélt í Ól töskunnar, en hafði ekki hald á henni á annan hátt. Ákvað ákærði Stefán Agnar nú að taka þessa tösku, og gekk hann í þeim tilgangi á eftir stúlkunum, og Alfred í humáttina á eftir, en Ólafur og Hannibal gengu hins- vegar niður stiginn norðan barnaskólans. Er ákærði Stefán Agnar nálgaðist stúlkurnar, þreif hann vinstri hendi til töskunnar og kippti henni til sín, en stúlkan hélt það fast, að töskuólin slitnaði frá beggja megin, og hélt stúlkan henni eftir. Eigi lagði ákærði hendur á stúlkuna eða sýndi henni annað ofbeldi í þessari viðureign, en nú er lýst. Er taskan var laus, hljóp ákærði með hana niður fyrrgreindan stíg norðan barnaskólans og síðan suður Fríkirkjuveg, og linnti ekki hlaupunum fyrr en suður við hljómskála, og klifraði ákærði þar inn í garðinn. Þar opnaði ákærði töskuna og tók úr henni buddu, en skildi töskuna eftir við áhaldaskúr í hljómskálagarðinum. Er ákærði síðan kom út í Sóleyjargötuna, opnaði hann budd- una og tók úr henni 5 krónur, en fleygði buddunni síðan þar á staðnum. Stúlka sú, er töskuna bar, Sigurlaug Vilhjálmsdóttir frá Siglufirði, gerði árangurslausa tilraun til að veita ákærða eftirför, en tilkynnti málið síðan lögreglunni, sem svo tókst að hafa upp á hinum seku daginn eftir. Af ákærðu er það að segja, að þeir hittust á billiard- inum á Hótel Heklu síðar um kvöldið allir nema Mons, og lét Stefán Agnar þá eitthvað af hendi rakna við þá fé- laga sína af fyrrgreindum 5 krónum. Fóru þeir Stefán Agnar og Þorlákur Hannibal siðan suður í hljómskálagarð, til þess að leita betur í töskunni, 440 og fundu þá í henni 240 krónur í peningum, sem Stefán Agnar tók í sínar vörslur, en lét Þorlák Hannibal þó þá Þegar hafa 90 krónur af peningum, en töskuna létu þeir liggja á fyrrgreindum stað. Morguninn eftir hittust allir hinir ákærðu síðan á fyrrgreindum billiard. Hafði Þor- lákur þá fyrir nokkurn hluta af peningum þeim, sem hann hafði tekið við, keypt 4 flöskur af ákaviti, sem þeir skiptu á milli sín þannig, að hver þeirra fékk eina flösku nema Mons. Skildu þeir síðan, en síðar um daginn fóru þeir Ólafur, Alfred og Mons saman til Stefáns Agnars, þar sem hann vann, og fengu þeir Ólafur og Alfred þá hjá hon- um sínar 25 krónurnar hvor. átti Stefán Agnar þá eftir kr. 100.00, sem hann skilaði, er mál þetta kom upp, en ákavítisflösku þeirri, sem í hans hlut kom, samkvæmi framangreindu, hafði hann komið til geymslu til pilts, er hann þekkti, en sá hafði eytt áfenginu, er til hans náðist. Af þeim peningum, er Þorlákur Hannibal fékk og af- gangs voru af áfengiskaupunum, fengu þeir Alfred og Ólafur sínar 10 krónurnar hvor, en hinu eyddi ákærði Þorlákur í eigin þarfir, en ákavitisflöskunni skilaði hann Óeyddri. Alfred skilaði aftur 25 krónum af peningum beim, sem hann fékk og ákavitisflöskunni óeyddri. Af peningum þeim, sem Ólafur fékk í sinn hlut, kom hann kr. 26.40 í geymslu hjá Mons, er hann frétti, að hann ætti að mæta á lögreglustöðina, og visaði Mons, eftir mikla tregðu, á þá peninga undir rannsókn málsins. Ennfremur hefir Mons greitt kr. 9.82 upp í það, sem eytt hafði verið af fyrrgreindum peningum. Úr ákavitisflösku þeirri, sem Ólafur fékk í sinn hlut, drukku þeir saman Ólafur og Mons. Af peningum þeim, sem ákærðu tóku úr töskunni, hafa þannig fengizt endurgreiddar kr. 161.22, og standa þá eftir ógreiddar kr. 83.78. Taskan og buddan fundust á fyrrgreindum stöðum með öllu innihaldi öðru en fyr- greindum peningum. Í réttarhaldi 5. marz s. |. gerði Sigurlaug Vilhjálms- dóttir þá kröfu, að hinir ákærðu, sem ræðir um í þess- um kafla yrði in solidum dæmdir til að borga henni kr. 110.18 í skaðabætur og hafa allir hinir ákærðu samþykkt þá kröfu. En eftir að krafa þessi var gerð, kom til skila fyrrgreindar kr. 26.40, sem geymdar voru hjá Mons, og 441 lækkar kröfuupphæðin því niður í kr. 83,78, sem hinum ákærðu ber að greiða eins og krafizt hefir verið. Framangreint afbrot ákærðu varðar við 239. gr., sbr. 55. gr. hinna almennu hegningarlaga frá 25. júni 1869, sbr. að því er snertir Stefán Agnar, 8. gr. laga nr. 51, 1928, en 6. gr. sömu laga, að því er aðra hina ákærðu snertir. IV. Ákærði, Þorlákur Hannibal, var um tíma sendisveinn hjá mjólkursamsölunni í mjólkurbúðinni í verkamanna- bústöðunum hér í bænum, en fór úr þvi starfi í febrúar- mánuði s. l. Skömmu seinna stakk hann upp á þvi við ákærða, Stefán Agnar, að þeir skyldu brjótast inn í fyrr- greinda mjólkurbúð til þess að stela þar peningum, en er Stefán Agnar var ekki fáanlegur til þess, varð ekkert úr Þessu áformi. Þetta afbrot ákærða, Þorláks Hannibals, varðar við 7. gr. laga, nr. 51, 1928, sbr. 53. gr. og 46. gr. hinna almennu hegningarlaga. Ákærðu, Stefán Agnar, Mons Olsen og Þorlákur Hanni- bal sátu undir rannsókn málsins í gæzluvarðhaldi frá 3.—6. þ. m. Refsing hvors hinna ákærðu, Stefáns Agnars og Mons Olsen, þykir hæfilega ákveðin 8 mánaða betrunarhúsvinna. Refsing hvers hinna ákærðu, Alfreds Haralds, Þorláks Hannibals og Ólafs Óskars, þykir með hliðsjón af 63. gr. hegningarlaganna, hæfilega ákveðin fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 6 mánuði. Refsing ákærða, Guðmundar Jónassonar, þykir hæfilega ákveðin fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 30 daga og refsing Jóns Jóhannssonar samskonar fangelsi í 15 daga. En með hliðsjón af æsku hinna ákærðu, Alfreds Haralds, Þorláks Hannibals, Ólafs Óskars og Jóns, sem ekki hafa áður sætt refsingu fyrir hegningarlagabrot, þykir mega á- kveða, að refsing þeirra allra skuli vera skilorðsbundin samkvæmt lögum nr. 39, 1907. Hinir ákærðu greiði in solidum allan kostnað sakar- innar. Rekstur málsins hefir verið vitalaus, 442 Föstudaginn 11. október 1935. Nr. 44/1935. Réttvísin og valdstjórnin (Th. B. Líndal) Segn Friðmar Sædal Markússyni og Jóni Vídalín Markússyni (Einar B. Guðmundsson) og Réttvísin (Th. B. Líndal) Segn Þorvaldi Pálma Valdimarssyni og Þórarni Helga Jónssyni (Einar B. Guðmundsson). Stórþjófnaður og áfengislagabrot. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 11. marz 1935: Ákærði, Friðmar Sædal Markússon, sæti betrunarhúsvinnu í 2 ár. Ákærði, Jón Vídalín Markússon, sæti betrunarhúsvinnu í 18 mánuði. Ákærði, Þorvaldur Pálmi Valdimarsson, sæti betrunar- húsvinnu í 15 mánuði. Ákærði, Þórarinn Helgi Jónsson, sæti fangelsi við venju- legt fangaviðurværi í 4 mánuði. Ákærðu greiði allir fyrir einn og einn fyrir alla allan kostnað sakarinnar, þar á meðal kr. 150.00 til skipaðs verjanda þeirra, Hákonar Guðmundssonar, cand. jur. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar: Með þvi að ákærði Friðmar Sædal Markússon var ekki orðinn 18 ára, þegar hann drýgði þjófnað þann, seim hann var dæmdur til refsingar fyrir í aukarétti Reykjavikur 19. des. 1933, hefir sá dóm- ur ekki ítrekunarverkun, sbr. 62. gr. hinna almennu hegningarlaga. Afbrot ákærða þau, sem lýst er í kafla 1, 2 og 4, í hinum áfrýjaða dómi, varða aðeins 443 við 6. gr. laga nr. öl frá 1928. Um önnur þjófnað- arafbrot ákærða á við lýsingin i 2. og 4. lið 231. gr. hegningarlaganna, og þykir rétt að refsa honum fyr- ir þau eftir 7. gr. laga nr. 51 frá 1928, sbr. að nokkru leyti 55., 46. og 47. gr. hegningarlaganna. Brot hans á áfengislöggjöfinni heimfærast undir 11. sbr. 32. gr. áfengislaga nr. 64 frá 1930, sbr. nú 15. og 33. gr. laga nr. 33 frá 1935. Með því að fara inn á veitinga- húsið White Star 7. febrúar þ. á. með flösku af brennivíni og drekka úr henni þar, hefir ákærði gerzt brotlegur við 17. gr. áðurnefndra áfengislaga frá 1935, og ber að refsa honum fyrir nefnt brot samkvæmt 37. gr. sömu laga. Með hliðsjón af 63. gr. hegningarlaganna og að nokkru leyti 38. gr. sömu laga þykir refsing hans hæfilega ákveðin 2ja ára betrunarhúsvinna, eins og gert er í hinum áfrýj- aða dómi. Afbrot ákærða Jóns Vídalin Markússonar þvkja af undirdómaranum réttilega heimfærð undir 7. gr. laga nr. 51 frá 1928, þar eð lýsingin í 231. gr. 2. og 4. lið hegningarlaganna á við um þau, sbr. öð. gr. og að nokkru leyti 46., 47. og 240. gr. hegningar- laganna, svo og undir 11. gr. sbr. 32. gr. áfengislaga nr. 64 frá 1930, sbr. nú 15. og 33. gr. laga nr. 33 frá 1935, og loks undir téð ákvæði áfengislaga nr. 33 frá 1935, en refsinguna ber að ákveða með hliðsjón af 38. og 63. gr. hegningarlaganna. Þykir hún hæfi- lega metin 15 mánaða betrunarhúsvinna. Með því að ákærði Þorvaldur Pálmi Valdimars- son var ekki orðinn 18 ára, þegar hann drýgði þjófnað þann, sem hann var dæmdur til refsingar fyrir í aukarétti Reykjavíkur 12. júni 1931, hefir sá dómur ekki ítrekunarverkun, sbr. 62. gr. hegningar- laganna. Afbrot hans þvkir rétt að heimfæra undir 444 1. gr. laga nr. 51 frá 1928, þar eð lýsingin í 231. gr. 4. lið hegningarlaganna á við um þau, sbr. að nokkru leyti 46. 47., og 240. gr. hegningarlaganna. Þykir refsing hans með hliðsjón af 63. gr. sömu laga hæfi- lega ákveðin 12 mánaða betrunarhúsvinna. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um refsingu Þórarins Helga Jónssonar ber að staðfesta með skirskotum til forsenda dómsins. Ákærðu Friðmar Sædal Markússon, Jón Vidalin Markússon og Þorvaldur Pálmi Valdimarsson, greiði hver um sig varðhaldskostnað sinn. Allan annan kostnað sakarinnar í héraði og hæstarétti greiði allir hinir ákærðu in solidum, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda þeirra í hæstarétti, sem ákveðast kr. 150.00 til hvors. Þvi dæmist rétt vera: Ákærði Friðmar Sædal Markússon sæti betr- unarhúsvinnu í 2 ár. Ákærði Jón Vídalín Markússon sæti betr- unarhúsvinnu í 15 mánuði. Ákærði Þorvaldur Pálmi Valdimarsson sæti betrunarhúsvinnu í 12 mánuði. Ákærði Þórarinn Helgi Jónsson sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 4 mánuði. Ákærðu, Friðmar Sædal Markússon, Jón Vídalin Markússon og Þorvaldur Pálmi Valdi- marsson, greiði hver um sig varðhaldskostnað sinn. Allan annan kostnað sakarinnar í héraði og hæstarétti greiði allir hinir ákærðu in solid- um, þar með talin málflutningslaun sækjanda 445 og verjanda þeirra í hæstarétti, hæstaréttar- málaflutningsmannanna Theódórs Lindal og Einars B. Guðmundssonar, kr. 150.00 til hvors. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af réttvísinnar hálfu höfðað gegn Friðmar Sædal Markússyni, verkamanni, Hverfisgötu 89, Jóni Vídalin Markússyni, sjómanni, Hverfisgötu 92, Þorvaldi Pálma Valdimarssyni, verkamanni, Skólavörðustig 23 og Þórarni Helga Jónssyni, bifreiðarstjóra, Brekkustig 14 B, fyrir brot gegn lögum nr. 51, 1928 og 23. kapitula hinna al- mennu hegningarlaga frá 25. júní 1869, og ennfremur af valdstjórnarinnar hálfu gegn þeim Friðmari Sædal og Jóni Vídalín fyrir brot gegn áfengislögunum nr. 64, 1930, sbr. áfengislög nr. 33, 1935, og reglugerð frá 30. janúar 1935. Ákærðu eru komnir yfir lögaldur sakamanna. Friðmar Sædal Markússon er fæddur 4. febrúar 1917. Hann varð á árinu 1931 uppvís að þjófnaði, en þá ráðstaf- að í sveit án málssóknar. Hinn 19. des. 1933 var ákærði dæmdur í 4 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, skilorðsbundið, fyrir þjófnað. Jón Vídalin Markússon er fæddur 4. marz 1917. Hann var hinn 22. janúar 1935 dæmdur í 600 króna sekt fyrir áfengisbruggun, en hefir ekki oftar svo kunnugt sé, sætt ákæru eða refsingu. Þorvaldur Pálmi Valdimarsson er fæddur 7. júlí 1915. Hann hefir svo kunnugt sé sætt refsingu sem nú skal greina: 1) 21. marz 1931 sektaður um 50 krónur fyrir ölvun. 2) 12. júní 1931 dæmdur í 6 mánaða fangelsi við venju- legt fangaviðurværi, skilorðsbundið, fyrir þjófnað. 3) 20. október 1934 sektaður um 50 krónur fyrir ölvun. 4) 1. janúar 1935 sektaður um 50 krónur fyrir ölvun. 5) 17. janúar 1935 sektaður um 100 krónur fyrir ölvun og óspektir. Þórarinn Helgi Jónsson er fæddur 8. janúar 1913. 446 Hann hefir orðið uppvís að afbrotum og sætt refsingu, sem nú skal greina: 1) 29. marz 1925 uppvís að þjófnaði. 2) 31. marz 1925 uppvís að lögreglusamþykktarbrotum. 3) 20. april 1925 áminntur af lögreglunni fyrir óknytti. 4) 6. jan. 1932 sektaður um 10 krónur fyrir lögreglubrot. 5) 19. marz 1932 sektaður um 50 krónur fyrir ölvun og óspektir. 6) 11. sept. 1933 sektaður um 200 krónur fyrir ólöglegt áfengi í vörslu. 7) 18. dezember 1934 dæmdur í 3 mánaða fangelsi við venjulegt fangavióurværi, skilorðsbundið, fyrir grip- deildir. 1. Ákærði, Friðmar Sædal Markússon, hefir einn framið eftirtalin innbrot og þjófnaði: 1) S. 1. haust fór ákærði inn í trésmíðaverkstæði timb- urverzlunar Árna Jónssonar hér í bænum með þeim hætti, að hann dirkaði upp bakdyr verkstæðisins. Úr opnum peningakassa sem ákærði fann á verkstæðinu stal hann 30 krónum í peningum. Fór hann siðan út sömu leið, og hann var kominn, og læsti hurðinni á eftir sér með dirk- aranum. Í byrjun dezembermánaðar s. 1. fór ákærði inn í húsið nr. 3 við Týsgötu um opnar útidyr. Í húsi þessu fór á- kærði inn í læst herbergi, sem hann opnaði með lykli, er hékk á snaga við dyrnar. Leitaði síðan eftir peningum í herbergi þessu, og opnaði í því skyni læstan klæðaskáp með lykli, sem stóð í skránni. Í skáp þessum fann ákærði læstan kassa, sem hann braut upp. Í kassa þessum voru Peningar, og stal ákærði af þeim 70 krónum, sem hann hafði á burt með sér. 3) Hinn 9. desember s. 1. síðdegis fór ákærði inn í húsið nr. 33 við Njálsgötu. Voru útidyrnar ólæstar, en inn í íbúð í húsinu fór ákærði með því að dirka upp læstar dyr. Í þessari íbúð fann ákærði 28 krónur í ólæstri kommóðuskúffu, og stal hann þessum peningum. Enn- fremur stal ákærði þarna inni einum pakka af cigarett- um, er lá þar á borði. 4) Hinn 14. dezember s. 1. í milli klukkan 5 og 7 sið- degis fór ákærði inn í húsið nr. 1 við Ránargötu. Voru 417 útidyr ólæstar. Eldhúsdyr í þessu húsi opnaði ákærði með lykli, sem stóð í skránni og fór ákærði síðan inn í eldhúsið. Í ólæstum skáp í eldhúsinu fann ákærði pen- inga og stal hann af þeim 100 krónum. 5) Hinn 18. dezember s. 1. fór ákærði inn í húsið nr. 15 við Njálsgötu. Útidyrnar voru ólæstar, en úr for- stofunni dirkaði ákærði upp hurð inn í eldhúsið. Fór hann síðan um íbúðina og leitaði þar peninga. Í því skyni opnaði hann læsta kommóðuskúffu með lykli sem lá á kommóðunni. Úr skúffu þessari stal ákærði 50—-60 krónum Í peningum og einum pakka af cigarettum. 6) Nokkru fyrir s. l. jól fór ákærði inn í húsið nr. 64 við Bergstaðastræti. Dirkaði hann upp útidyrnar, sem voru læstar, og læsti hann dyrum þessum á eftir sér, er inn kom. Í ólæstri kommóðuskúffu stal ákærði 80 krón- um Í peningum. Fór ákærði síðan úr húsinu um bakdyr, sem læstar voru, en ákærði opnaði með lykli, sem stóð í skránni innan frá. 7) Um líkt leyti, að ákærða minnir, fór hann inn í húsið nr. 12 við Klapparstig með þeim hætti, að hann dirkaði upp útidyrnar. Var það tilgangur ákærða að stela þarna inni og leitaði hann eftir peningum um húsið, sem var mannlaust, og í því skyni opnaði hann allmargar læstar hirslur með lyklum, sem stóðu í skránum. Á með- an ákærði var staddur uppi á lofti í húsinu, heyrði hann einhvern koma utan að og fara inn í ibúðina niðri. Hljóp ákærði þá út án þess að hafa fundið nokkra peninga og án þess að stela nokkru. 8) Seinnipartinn í dezember s. l. fór ákærði inn í skrif- stofuhús rúllu- og hleragerðarinnar við Klappastig í þeim tilgangi að stela þar inni. Fór ákærði inn með þeim hætti, að hann dirkaði upp útidyrnar, sem voru læstar. Er á- kærði þarna inni fann ekkert, sem honum þótti vert að stela, fór hann við svo búið, en læsti þá útidyrunum á eftir sér með dirkaranum. 9) Nokkru síðar, að kvöldi þess 27. eða aðfaranótt þess 28. dezember, fór ákærði á ný inn í sama hús með þeim hætti að dirka upp útidyrnar og í þeim tilgangi að stela þar inni. Gerði ákærði í þvi skyni tilraun til þess að brjóta upp læstan peningaskáp, sem honum þó tókst ekki, en verulegar skemmdir urðu á skápnum. Þarna inni 448 stal ákærði hinsvegar hálfum cigarettupakka, og fór hann við svo búið af vettvangi án þess að læsa útidyrum á eftir sér í þetta sinn. 10) Hinn 30. dezember s. 1. fór ákærði inn í húsið nr. 34 við Bergstaðastræti. Útidyrnar voru læstar, og dirkaði ákærði þær upp. Dyr úr forstofunni að íbúðinni voru og læstar, en einnig þær dirkaði ákærði upp. Leitaði á- kærði siðan um íbúðina eftir peningum, og í því skyni stakk ákærði upp með saxi, er hann tók í eldhúsinu, þrjár skrifborðsskúffur, skrifborðsskáp og buffet-skáp. Í ólæstri kommóðuskúffu í svefnherberginu fann ákærði 4 krónur í peningum, sem hann stal. 11) Hinn 30. dezember s. 1. braust ákærði inn í húsið nr. 16 við Vitastíg. Dirkaði hann fyrst upp útidyrnar og síðan tvö herbergi, sem hann fór inn í. Í ólæstum kassa, sem geymdur var í kommóðuskúffu, sem einnig var ó- læst, fann ákærði 100 krónur í peningum, sem hann stal. Er ákærði síðan fór út úr húsinu, læsti hann útidyrunum á eftir sér með dirkara. 12) Sama dag fór ákærði einnig inn í húsið nr. 18 A við Vitastíg. Dirkaði upp útidyrnar og einnig dirkaði hann upp dyr að stofu í kjallara hússins. Þarna inni opnaði hann ýmsar hirslur ýmist þannig, að hann sprengdi þær upp eða opnaði þær með viðeigandi lyklum, sem hann fann. Úr veski, sem lá á rúmi í herbergi einu í húsi þessu, stal ákærði 5 krónum. 13) Hinn 3. janúar s. l. fór ákærði inn í húsið nr. 4 við Styrimannastig með þeim hætti, að hann dirkaði upp bæði útidyr og innri dyr, sem ákærði kom að læstum. Þarna inni braut ákærði upp skrifborð með þeim hætti, að hann ýtti læsingjarjárninu niður með hníf. Í skrif- borðinu fann ákærði læstan trékassa, sem hann braut upp og stal úr 350 krónum af peningum, sem þar voru geymd- ir. Auk þess stal ákærði 2 krónum í peningum, sem hann fann þarna í ólæstri kommóðuskúffu. 14) Hinn 12. janúar s. 1. brautst ákærði inn í húsið nr. 22 A við Þingholtsstræti í þeim tilgangi að stela þar pen- ingum. Fór ákærði fyrst inn í port á bak við húsið og braut þar glugga og skreið inn. Kom hann þá inn á van- hús. Fór ákærði þaðan inn í þvottahús og síðan inn í miðstöð, þar sem hann tók skörung í þeim tilgangi að 449 nota hann við að brjóta upp læstar hurðir, sem verða kynnu á leið hans. Fór ákærði síðan upp stiga bakdyra- megin, og gerði tilraun til að brjóta upp læsta eldhús- hurð á fyrstu hæð. Tókst honum að rjúfa gat á karminn utan við hurðina. Sá hann þá, að eitthvað var fyrir að innanverðu, og hvarf hann þá frá þessum dyrum við svo búið. Fór ákærði þá niður í kjallarann aftur og síðan upp í fremri forstofuna, en dyrnar inn í íbúðina þeim megin reyndust einnig læstar. Ákvað ákærði þá að brjóta þær dyr upp, en er hann var að byrja á því verki, heyrði hann einhvern koma. Flýði ákærði þá án þess að hafa nokkuð á burt með sér. 15) Seinnipartinn í janúarmánuði s. 1. fór ákærði inn í húsið nr. 53 við Grettisgötu. Voru útidyr opnar, en á- ákærði dirkaði upp innri dyr að íbúðinni. Þarna inni stakk ákærði upp læsta kommóðuskúffu, með þeim hætti, að hann stakk skærum inn með læsingarjárninu, og ýtti því niður. Í skúffu þessari fann ákærði læstan tréstokk, sem hann braut upp og stal úr 60 krónum í peningum, sem þar voru geymdar. Í sömu skúffu fann ákærði um- slag með 9 krónum, sem hann einnig stal. 16) Hinn 31. janúar s. 1. braust ákærði inn í húsið nr. 23 við Grettisgötu þannig að hann dirkaði upp útidyrn- ar, sem voru læstar. Var það ásetningur ákærða að stela peningum þarna inni, og stakk hann í því skyni upp læsta kommóðu. Peninga fann ákærði enga, en í ólæstri skúffu i þvottaborði fann hann peningabuddu, sem hann tók og hafði á burt með sér án þess að gá í hana. En er út kom og ákærði gætti í budduna, kom í ljós, að í henni voru engir peningar og fleygði ákærði henni þá. 17) 2. febrúar s. 1. fór ákærði inn í húsið nr. 25 við Bergstaðastræti með þeim hætti, að hann dirkaði upp úti- dyrnar, sem voru læstar. Leitaði ákærði síðan eftir þvfi um ibúðina án þess þó að brjóta upp læstar hirslur. Í eld- hússkáp fann ákærði 12 krónur í peningum, sem hann stal. Einnig stal hann einum pakka af cigarettum af borði í einu herberginu, og úr kommóðuskúffu stal hann öðr- um cigarettupakka með nokkrum cigarettum í. 18) Aðfaranótt 3. febrúar s. |. braust ákærði inn í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar hér í bænum. Fór ákærði að húsabaki og braut þar rúðu í glugga í bóka- 29 450 geymslu verzlunarinnar, og skreið ákærði þar inn. Komst ákærði þaðan upp á loft, en þar fann hann ekkert, sem honum þótti vert að stela. Ákvað ákærði þá að fara inn í sölubúðina, en þá urðu fyrir honum læstar dyr, sem hann dirkaði upp. Í afgreiðsluborðinu í búðinni opnaði ákærði peningaskúffu og stal þar um 30 krónum af skiptimynt. Aðra skúffu, sem læst var í þessu borði, sprengdi ákærði upp, og stal þar nokkru af útlendum peningum. Loks stal ákærði úr ólæstri skúffu í sama borði þrem sjálf- blekungum. Sjálfblekungarnir og útlendu peningarnir hafa komið til skila og verið afhentir eigandanum. 19) Aðfaranótt 5. febrúar s. 1. braust ákærði inn í búð A. Fredriksens, kjötkaupmanns í Hafnarstræti 14, með þeim hætti að hann hrinti útidyrahurðinni upp, en hér er um að ræða vængjahurð, sem fest er með boltum að of- an og neðan, og létu boltar þessir undan er ákærði gekk á hurðina. Leitaði ákærði peninga í búð þessari og opn- aði meðal annars í því skyni sjálfvirkan peningakassa. Peninga kveðst hann enga hafa fundið, en hinsvegar stal hann vasaljósi, sem hann fann þarna inni, en annað kveðst hann ekki hafa tekið. 20) Frá innbrotinu hjá Fredriksen fór ákærði rakleitt að fiskskúrum Jóns og Steingríms við Hafnarstræti og braust þar inn með þeim hætti, að hann braut rúðu í glugga og skreið þar inn. Í herbergi þvi, sem ákærði kom þá í, stal hann um krónu í smápeningum. Úr þessu her- bergi fór ákærði síðan út á fiskplanið um dyr, sem voru aðeins kræktar, en ólæstar, og braust svo þaðan inn í annað herbergi með því að brjóta rúðu og skríða inn á sama hátt og áður. Í því herbergi, sem ákærði nú kom í, fann hann læstan peningakassa, sem hann fór með út á fiskplanið, og reyndi hann þar að brjóta kassann upp með lóði, er hann tók þar á staðnum. En er það tókst ekki, skildi ákærði kassann eftir á planinu, og fór hann síðan af vettvangi án þess að stela öðru en fyrrgreindri einni krónu í peningum. Spjöll þau, sem ákærði vann á þessum stað, eru talin nema um 30 krónum samtals. II. Ákærðu Friðmar Sædal Markússon og Jón Vidalin Markússon hafa í félagi framið eftirtöld innbrot og þjófnaði: 4ðl 1) Í janúarmánuði s. 1. frömdu þeir innbrot í mjólkur- afgreiðslu Korpúlfsstaðabúsins við Lindargötu hér í bæn- um í þeim tilgangi að stela þar peningum. Braut Frið- mar rúðu í glugga hússins og skreið þar inn og leitaði eftir peningum, en fann enga. Hinsvegar stal hann 2 pott- flöskum af mjólk og hafði út með sér, og drukku þeir fé- lagar síðan mjólk þessa niður við sjó, en fleygðu flösk- unum. 2) Í sama mánuði fóru hinir ákærðu inn í trésmíða- verkstæði timburverzlunar Árna Jónssonar í þeim tilgangi að stela þar peningum. Fóru þeir þarna inn samkvæmt uppástungu Friðmars, er áður hafði brotist þarna inn, sbr. 1. 1, hér að framan, og dirkaði hann nú upp bakdyr verk. stæðisins, og fóru þeir þar inn. Þarna inni fundu þeir kr. 1.30 í peningum, sem lágu þar á vegghillu, og stálu þeir þessum peningum. Er þeir svo fóru, læsti Friðmar dyrunum á eftir þeim með dirkaranum. 3) Aðfaranótt 10. janúar brutust hinir ákærðu inn í byggingu Sjóklæðagerðar Íslands hér við höfnina í þeim tilgangi að stela þar peningum. Fóru hinir ákærðu fyrst inn í lokað port á bak við bygginguna og losuðu þar hlera frá einum glugganum. Reistu þeir hlerann siðan upp að veggnum undir glugganum, brutu rúðu og klifr- uðu svo af hleranum inn um gluggann. Er inn var komið, byrjuðu þeir á því, að þeir breiddu sjóklæði fyrir glugg- ann. Með exi og járnkarli brutu þeir upp peningaskáp, sem þarna var geymdur og auk þess brutu þeir upp bæði veggskápa og skúffur. Peninga fundu þeir enga, en höfðu hinsvegar á burt með sér öxi, hamar, naglbít og vasa- ljós. Auk þess stal Jón Vídalin armbandsúri, sem hékk á nagla þarna inni, og fannst það heima hjá honum, og var skilað eigandanum, en þá hafði ákærði skorið af því armbandsólina og brennt henni. 4) Eftir innbrotið í sjóklæðagerðina fóru ákærðu rak- leitt að bensinsölu Napta hér í bænum. Braut Friðmar rúðu í hurðinni og opnaði síðan smekklásinn með því að smeygja inn hendi. Fóru þeir síðan þarna inn í þeim til- sangi að stela þar peningum, sem þeir fundu enga. Hins- vegar stálu þeir hamri, en vasaljósi, sem saknað var eftir innbrotið, kannast þeir ekki við að hafa stolið. 5) Eftir innbrotið í Napta fóru ákærðu að skrifstofu- 452 byggingu h/f. Kol á Salt hér við höfnina. Brutu þeir rúðu í glugga á skrifstofuherbergi, er Ari Antonsson, verkstjóri, hafði haft til afnota. Í herbergi þessu var stór peninga- skápur, og brutu þeir hann upp að svo miklu leyti, að þeir gátu seilst inn í hann. Notuðu þeir við það verkfæri, sem þeir fundu í Þifreiðarskúr, sem innangengt er Í úr fyrr- greindri skrifstofu. Ennfremur brutu ákærðu upp skrif- borð Ara Antonssonar, sem þarna var inni. Úr peninga- skápnum stálu ákærðu 50—-60 krónum í peningum og 8 flöskum af sterku víni, sem þar var geymt. Þá stálu á- kærðu þrem kössum af vindlum, sem geymdir voru Í skápnum og skrifborðinu og konfekti, sem geymt var Í skrifborðinu. Loks stálu þeir stóru vasaljósi úr næsta herbergi við skrifstofu Ara, en skildu aftur á móti eftir tæki þau, sem þeir höfðu tekið í Sjóklæðagerðinni, og hamarinn, sem þeir höfðu tekið í Napta. 6) Aðfaranótt 12. janúar s. 1. fóru ákærðu inn í Nordals ishús á þann hátt, að Friðmar skreið inn um rúðulausan glugga, en rim, sem fyrir glugganum var, losuðu þeir frá. Síðan opnaði Friðmar hurð innan frá og hleypti Jóni þar inn. Úr herbergi því, sem þeir fyrst komu inn í, fóru þeir um ólæstar dyr inn í afgreiðsluna, en þaðan kom- ust þeir einnig um ólæstar dyr, inn á skrifstofuna. Þar inni leituðu þeir eftir peningum, en fundu enga, og fóru þeir þá við svo búið án þess að stela nokkru. 7) Nokkru eftir síðastliðið nýjár komu ákærðu sér saman um að brjótast inn í fríkirkjuna hér í bænum til þess að stela þar peningum eða öðru fémætu. Fóru þeir síðan að kirkjunni í þessu skyni um miðnætti kvöld eitt, og gerðu báðir tilraunir til þess að dírka upp dyrnar, sem eru á sunnanverðri kórbyggingunni. En er það tókst ekki, fóru þeir af vettvangi án þess að hafast frekara að í það skipti. 8) Að kvöldi hinn 15. janúar s. 1. komu ákærðu sér saman um að brjótast inn í kaþólsku kirkjuna í Landakoti í þeim tilgangi að stela þar peningum, og um miðnætti það kvöld fóru þeir að kirkjunni í þeim erindum. Fóru þeir þá þegar að dyrum, sem eru á austanverðum kirkju- kórnum, og dirkaði Friðmar þær upp. Fóru þeir siðan inn í kirkjuna, og í framkirkjunni fundu þeir sam- skotaskrín, sem þeir brutu upp. Í því voru engir peningar 453 og eigi aðrir munir en einn kross, sem þeir tóku ekki. Er hér var komið fóru ákærðu að altarinu. Á miðju alt- arinu stóð mjög skrautlegur skápur og í honum var aftur ramger, læstur járnskápur. Af þessum umbúnaði öllum drógu ákærðu þá ályktun, að í skáp þessum væru geymd- ir peningar, og ákváðu þeir því að brjóta hann upp. Tóku þeir nú járnskápinn og báru hann út úr kirkjunni og fóru með hann inn á grafreit, sem er að baki kirkjunnar. Þar skrúfuðu þeir fyrst málmplötu, mjög skrautlega, af fram- hlið skápsins, en síðan brutu þeir hann upp og notuðu Þeir til þess skörung, sem þeir höfðu sótt niður í miðstöð kirkjunnar. Skápur þessi hafði enga peninga að geyma, og í honum voru engir munir aðrir en sakramenti kirkj- unnar, þ. e. kaleikur og altarisbrauð, og hafði kaleikurinn laskazt nokkuð við aðfarir þessar. Hirzlu þessari fylgir helgi mikil að kaþólskum sið og varðar þungum viðurlög- um að lögum kirkjunnar, ef hún er spjölluð. Er ákærðu fundu enga peninga í skáp þessum, hurfu þeir af vett- vangi án þess að hafa nokkuð fémætt á brott með sér, en skápinn skildu þeir eftir utan kirkjunnar, þar sem þeir höfðu unnið að því að rjúfa hann. 9) Frá innbrotinu í Landakoti fóru ákærðu rakleitt að fiskbúðinni í Nýlendugötu 14. Var hún læst með hengi- lás, en Friðmar snéri hann í sundur með járni, sem hann stakk undir læsingarjárnið. Fóru þeir síðan inn í búð- ina og leituðu eftir peningum, en fundu þá enga. Fóru ákærðu þá af staðnum án þess að stela nokkru. 10) Strax eftir innbrotið á Nýlendugötu 14 fóru ákærðu saman að veitingahúsi Ólafs P. Ólafssonar hér við höfnina í þeim tilgangi að brjótast þar inn og stela peningum. Á- kváðu þeir að fara þarna inn með þeim hætti að losa rúðu úr glugga og skríða svo inn um gluggaopið. Var Friðmar byrjaður að losa kittið frá rúðu, í einum glugganum, en þá urðu þeir varir við hreyfingu inni fyrir, og hurfu þeir þá burt án frekari aðgerða. 11) Hinn 18. janúar klukkan um 7 síðdegis höfðu á- kærðu ákveðið að brjótast inn í fríkirkjuna hér í bænum í þeim tilgangi að stela þar peningum. Fóru þeir á fyrr- greindum tíma að dyrunum á suðurhlið hússins og dirk- uðu upp ytri hurðina, en skothurð, sem þar er fyrir inn- an, var ólæst og renndu þeir henni til hliðar. Fóru þeir 454 siðan inn í kirkjuna og leituðu eftir þýfi. Gjafabauka fundu þeir enga og enga peninga, en Í altarisskáp fyrir miðju altarinu fundu þeir tvær flöskur með messuvíni, sem þeir stálu, og drukku þeir síðan vínið. Altarisskáp- inn, sem var læstur, opnuðu þeir með lykli, sem stóð í skránni. Úr kirkjunni fóru ákærðu sömu leið og þeir voru komnir. Lokuðu þeir hurðinni á eftir sér, en læstu ekki úti- dyrahurðinni með dirkaranum. 12) Aðfaranótt 23. janúar s. 1. brutust ákærðu í félagi inn í hús kolaverzlunar Sigurðar Ólafssonar með þeim hætti, að þeir brutu upp glugga og skriðu inn og stálu þar 4—> krónum úr ólæstri skrifborðskúffu. 13) Eftir þetta innbrot ákváðu ákærðu að brjótast inn í benzinstöð B. P. við Tryggvagötu. Braut Friðmar upp glugga og skreið þar inn, en Jón hélt vörð á meðan. Í skrifstofu benzinstöðvarinnar stakk Friðmar upp þrjár skúffur og tvo skápa í skrifborði, sem þar var, til þess að leita peninga. Þarna fann ákærði enga peninga, en vasa- ljósi, sem lá á skrifborðinu, stal hann. Síðan stakk ákærði upp hurð á herbergi þessu, og kom þá fram á gang. Úr ganginum brauzt ákærður inn í annað herbergi með þvi að stinga upp læstar dyr. Í því herbergi stakk ákærði upp tvær skrifborðsskúffur og kveðst hann í annari þeirra hafa fundið 2 krónur í peningum, sem hann stal og skipti sið- an með Jóni Vídalín. 14) Dag nokkurn í janúarmánuði s. 1. klukkan um 6 síðdegis brutust þeir inn í húsið nr. 10 við Lækjargötu með þeim hætti, að Friðmar dirkaði upp bakdyrnar, sem voru læstar. Fóru þeir síðan um húsið og leituðu eftir Þyfi. en brutu þó ekki upp neinar læstar hirzlur. Peninga fundu þeir enga, en úr ólæstum skáp í eldhúsinu stálu þeir heilflösku með slatta á af koníaki og ennfremur tveim sar- dinudósum og nokkrum cigarettum. 15) Klukkan um 11 síðdegis dag nokkurn í janúarmán- uði brutust ákærðu inn í trésmiðaverkstæði í Kirkjustræti 10 í þeim tilgangi að stela þar peningum. Fóru þeir inn með þeim hætti, að þeir tóku burt rúðu, sem áður hafði verið brotin, og skriðu þar svo inn. Peninga fundu þeir enga, en naglbit og hamri stálu þeir hinsvegar og höfðu á burt með sér. 16) 2. febrúar s. 1. brutust ákærðu inn í rafstöðvar- 455 pakkhúsið í Sjávarborg. Fóru þeir inn með þeim hætti, að Friðmar braut rúðu og skreið inn, en síðan opnaði Friðmar útidyrnar, sem læstar voru með smekklás innan frá, og hleypti Jóni þar inn. Peninga fundu þeir enga, en hinsvegar stálu þeir einni flösku með brennivíni, einu vasaljósi og brennslusprittglasi, sem þeir fundu þarna inni. Ill. Þau innbrot, sem nú skal greina, frömdu þeir Friðmar Sædal Markússon, Jón Vídalin Markússon og Þórarinn Helgi Jónsson í félagi. 1) Að kvöldi hinn 18. janúar s. 1. voru ákærðu allir saman inn á Reykjavíkurbar, og munu þeir hafa verið undir áhrifum áfengis, en vantaði meira áfengi til þess að halda áfram drykkjunni. Komu þeir sér þá saman um að brjótast einhversstaðar inn til þess að stela peningum. Var þetta seint um kvöldið, og gengu þeir nú inn Skúlagötu, unz þeir komu að bifreiðaverkstæði Tryggva Péturssonar S Co. Fóru hinir ákærðu Friðmar og Jón siðan á bak við húsið, og braut Jón þar með fætinum rúðu úr glugga og skriðu þeir síðan báðir inn, en ákærði, Þórarinn, beið á meðan úti á götunni. Í herbergi inn af verkstæðinu, fundu þeir Friðmar og Jón læstan peningakassa og höfðu hann út með sér. Fóru hinir ákærðu síðan allir saman niður í fjöru með kassann og brutu hann þar upp með steini, og vann Jón aðallega að því. Í kassanum fundu þeir 4 krón- ur í peningum, sem þeir stálu, en skildu kassann eftir í fjörunni með öðru, sem í honum var. 2) Að loknu fyrrgreindu innbroti í bifreiðarverkstæðið stakk ákærði Friðmar upp á því, að þeir skildu brjótast inn í Briemsfjósið til þess að stela þar meiri peningum, með því að peningar þeir, sem þeir náðu í bifreiðarverk- stæðinu, hrukku ekki fyrir einni flösku af áfengi. Sam- þykktu þeir Jón og Þórarinn þessa uppástungu, og fóru þeir síðan allir saman að Briemsfjósi. Er að fjósinu kom, fór Friðmar þar inn með þeim hætti, að hann skreið inn um opinn glugga, en Jón stóð við gaflinn á fjósinu, en Þór- arinn úti á götu. Í herbergi því, sem ákærði, Friðmar, kom inn i, braut hann upp veggskáp, sem læstur var og timburhurð fyrir. Þar inni fann ákærði tvo læsta peninga- kassa, sem hann braut upp og tók úr þá peninga, sem þar 456 voru. Ennfremur tók hann peninga úr trékassa, sem þarna var inni ólæstur, og voru það samtals um 30 krónur, sem hann þannig stal þarna inni. Fór ákærði síðan út sömu leið og hann var kominn. Síðan fóru hinir ákærðu allir saman niður í bæ, þar sem þeir fyrir peningana, sem þeir höfðu aflað við innbrotin, keyptu áfengi og fleira, sem þeir svo neyttu í sameiningu. IV. Dag nokkurn í byrjun febrúarmánaðar s. 1. klukkan 7—8 að kvöldi brutust hinir ákærðu, Friðmar Sædal, Jón Víida- lin og Þorvaldur Pálmi inn í áhaldaskúr á íþróttavellin- um í þeim tilgangi að stela þar inni án þess þó að hafa nokkuð sérstakt í huga, og frömdu þeir innbrotið með þeim hætti, sem nú skal greina. Fyrir skúr þessum voru tvennar hurðir og báðar læstar. Ytri hurðina sprengdi Friðmar upp með þeim hætti, að hann sparkaði í hana, unz hún hrökk upp annaðhvort af því, að lásinn bilaði eða hurðin. Síðan hlupu hinir ákærðu allir á innri hurðina og brutu hana þannig upp. Í skúrnum fundu hinir ákærðu enga peninga, en einu skrúfjárni, sem þar var stálu þeir, með það fyrir augum að nota það síðar við innbrot. V. Eftirtalin innbrot og þjófnaði hafa hinir ákærðu Frið- mar Sædal og Þorvaldur Pálmi framið í sameiningu. 1) Aðfaranótt hins 7. febrúar s. 1. frömdu hinir ákærðu innbrotsþjófnað í Briemsfjósi. Reyndi Friðmar fyrst að dirka upp útidyr að húsi þessu, en tókst það ekki. Tók Þor- valdur þá dirkarann, og tókst honum að dírka hurðina upp. Fór Friðmar síðan inn og í herbergi því, sem hann kom í, braut hann upp tvo veggskápa og læstan peninga- kassa, sem hann tók úr 5 krónur í peningum, sem ákærðu síðan eyddu í sameiningu. Meðan Friðmar var inni í hús- inu að þessum þjófnaði, hélt Þorvaldur vörð úti fyrir. 2) Hinn 7. febrúarmánaðar s. 1. komu ákærðu sér sam- an um að fremja innbrotsþjófnaði. Á sjöunda tímanum um kvöldið komu þeir að húsinu nr. 8 við Þórsgötu. Á neðri hæð hússins var ljóslaust. Fór Friðmar þá inn í húsið, en Þorvaldur hélt vörð úti fyrir. Útidyr hússins voru ólæstar. Til þess að ganga úr skugga um, hvort nokkur væri heima 457 á fyrrgreindri hæð, bankaði Friðmar á forstofudyr ibúð- arinnar, en er enginn kom til dyra, dírkaði ákærði þær upp, en þær höfðu verið læstar. Fór ákærði síðan inn og leitaði um íbúðina eftir þýfi. Í veski, sem lá á rúmi í einu herberginu, fann ákærði 25 krónur, sem hann stal. Á pianoi í stofunni fann ákærði læstan silfurkassa, sem hann einnig stal án þess að rannsaka innihald hans þar á staðnum. Við svo búið fóru ákærðu af vettvangi með þýfið. Niður við höfn opnaði Friðmar kassann þannig, að hann brá sporjárni undir lokið og sprengdi hann þannig upp. En er það kom í ljós, að í kassanum voru aðeins skrautgripir, en engir peningar, þá földu þeir hann með öllu innihaldi þar á staðnum, og fannst hann þar að til- vísun þeirra, er mál þetta kom upp, og var þá afhentur hlutaðeigendum. Þá fóru ákærðu niður í áfengisverzlun og keyptu þar fyrir hluta af hinum stolnu peningum eina brennivínsflösku, sem þeir síðan drukku úr. Þeim hluta peninganna, sem eigi fóru þannig til brennivinskaupa, eyddu hinir ákærðu inni á veitingahúsinu White Star um kvöldið. 3) Á White Star sátu ákærðu þangað til klukkan um 12 á miðnætti þetta kvöld. Er þeir fóru þaðan ákváðu þeir að brjótast inn í benzinsölu Jes Zimsen við Kalkofnsveg, og héldu þeir nú þangað. Er þangað kom, var Þorvaldur settur til að halda vörð, en Friðmar tók að sér að brjót- ast inn. Dírkaði hann nú upp bakdyr hússins og kom þá inn í herbergi, sem aðskilið er frá afgreiðslunni með milligerð. Í milligerð þessari braut ákærði rúðu og seild- ist síðan inn um opið eftir peningakassa, sem þar var inni og bar hann út. Stakk ákærði síðan kassann upp með skrúfjárni, en í honum var ekkert fémætt. Lét ákærði þá kassann inn aftur. Ennfremur leitaði ákærði eftir pen- ingum í skrifborði, sem var þarna inni, en árangurslaust. Fóru þeir félagar síðan af vettvangi við svo búið án þess að stela nokkru. 4) Eftir innbrotið hjá Zimsen fóru ákærðu eftir uppá- stungu Friðmars rakleitt að Varðarhúsinu til þess að brjótast þar inn. Útidyr hússins, sem vita að Kalkofns- vegi, dirkaði Friðmar upp og fóru þeir siðan báðir þar inn og komu þá á skrifstofu, sem umboðsmaður fyrir happ- drætti Háskólans hefir þar í húsinu. Þar inni braut Frið- 458 mar upp 3 skrifborðsskúffur, og leituðu þeir þar og í öðrum hirzlum eftir peningum, en fundu hvorki peninga né annað, sem þeim þótti vert að stela. Úr skrifstofu þessari fóru ákærðu um dyr, sem aðcins voru lokaðar með smekklás, fram á gang í húsinu. Þar leituðu þeir á dyr, sem læstar voru með smekklás að inn- anverðu, og urðu því eigi dirkaðar upp. Hlupu ákærðu þá báðir á hurðina og sprengdu hana upp. Þarna komu á- kærðu inn á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins. Stungu þeir Þar upp einn skrifborðsskáp og stálu slatta á flösku af vini og ónotuðum frímerkjum, sem námu kr. 99.20. Frímerkj- unum stakk Þorvaldur á sig, og fór með þau heim til sín, en þar var þeim brennt eftir að ákærði var tekinn fastur. Úr skrifstofu Sjálfstæðisflokksins fóru ákærðu síðan upp á loft og brutust þar inn í læst herbergi með sömu aðferð og þeir höfðu notað niðri, þannig að þeir hlupu á hurðina, og komu þeir þá inn í skrifstofu Heimdallar. Þar inni er skápur með átta hurðum og brutu ákærðu þær allar upp. Leituðu þeir þarna eftir peningum, en fundu ekkert fémætt og stálu engu. Fóru þeir við svo búið út úr húsinu um norðurdyr, sem læstar voru aðeins með smekk- lás. 5) Frá Varðarhúsinu fóru ákærðu rakleitt að verzlun- inni Geysi við Hafnarstræti og ákváðu að brjótast inn um dyrnar á horninu við Aðalstræti og Hafnarstræti. Bjuggust þeir við að dyrnar væru lokaðar aðeins með smekklás, og mætti þá opna með því að brjóta rúðu í hurðinni og seil- ast þar inn til smekklássins. Braut Friðmar rúðu í hurð- inni í þessu skyni, en þá kom í ljós, að auk smekkláss var venjuleg læsing fyrir hurðinni. Reyndi hann þá að dírka þá læsingu upp, en er það tókst ekki, hörfuðu ákærðu frá án þess að stela nokkru. 6) Frá Geysi fóru þeir félagar að benzinsölu h/f. Shell við Grófina og brutust þar inn, með þeim hætti, að Frið- mar braut rúðu í hurðinni, og seildist síðan með hendi til smekklássins, sem hurðin var lokuð með, og opnaði þann- ig, en síðan fóru ákærðu báðir inn. Þarna inn stungu þeir upp tvær skrifborðsskúffur, en fundu ekkert fémætt og stálu engu. 7) Frá benzinsölunni fóru ákærðu að billiardnum 459 Vesturgötu 6—-8. Fór Friðmar þar inn með þeim hætti, að hann skreið inn um opinn glugga portmegin, en Þor- valdur hélt vörð á meðan úti fyrir. Leitaði Friðmar pen- inga þarna inni, en fann enga peninga og stal engu. 8) Þá héldu hinir ákærðu að Hressingarskálanum við Austurstræti og fóru þá leið, að þeir klifruðu yfir hús það við Pósthússtræti, sem Nora Magasin er í, og komust þann- ig inn í garðinn að baki hressingarskálans. Brutu þeir sið- an rúðu í suðurhlið skálans, og skriðu báðir þar inn. Gerðu þeir árangurslausa tilraun til að brjóta upp peningakassa, sem þar var, en við þær tilraunir ollu þeir skemmdum á kassanum. Allmiklu af tóbaksvörum stálu ákærðu úr skálanum, og fálu þeir þetta þýfi eftir innbrotið. Er mál þetta kom upp fannst nokkuð af vörum þessum að tilvísun ákærðu, en þá var sumt af þeim ónýtt. 9) Eftir innbrotið í hressingarskálann brutust ákærðu inn í skóverzlun Gunnars Jónssonar, sem er í sömu bygg- ingu og hressingarskálinn. Braut Friðmar rúðu í glugga, sem veit út að trjágarðinum á bak við húsið, og fóru þeir siðan báðir inn um gluggann. Þar inni leituðu þeir pen- inga, og í ólæstri skúffu í afgreiðsluborðinu fundu þeir nokkra aura, sem þeir stálu. Annað tóku þeir ekki og brutu ekki upp neinar hirzlur þarna inni. 10) Loks ákváðu ákærðu, að brjótast inn í Nora-Maga- sin. Framkvæmdu þeir innbrotið þannig, að fyrst klifu þeir upp á þakið á nefndu verzlunarhúsi frá Pósthús- stræti. Upp úr þakinu er turn með gluggum á alla vegu. Brutu þeir síðan rúðu í glugga portmegin á nefndum turni, og sáu þeir þar inn um að búðarborðið var þar beint fyrir neðan, en þó var hæðin svo mikil, að ákærðu treystust ekki til að hoppa þarna niður. Tóku þeir því það ráð, að þeir náðu í stiga, sem lá á skúrþaki þar í grennd, og hleyptu honum um fyrrgreint op niður á búð- arborðið, og fóru þeir síðan báðir niður í búðina um stig- ann. Þarna stálu þeir ýmislegum varningi, að verðmæti kr. 201.65, og 5 krónum í peningum úr ólæstum skáp á búð- arborðinu. Fóru þeir síðan út sömu leið og þeir voru komnir og fólu varninginn, sem þeir höfðu stolið, í garði bak við hressingarskálann, þar sem hann síðan fannst að tilvísun ákærða. 460 VI. Þeim peningum, sem hinir ákærðu samkvæmt framan- greindu hafa stolið, segjast þeir hafa eytt í ýmiskonar svall. Þeim peningum, sem ákærði Friðmar stal einn, tóku hinir ákærðu, Jón Vídalín og Þorvaldur, þátt í að eyða, enda þótt þeir vissu að peningarnir væru stolnir. Þá hefir ákærður, Þorvaldur Pálmi, veitt móttöku þjófstolnum munum hjá þeim Friðmar og Jóni, enda þótt hann vissi að þeir voru stolnir. Þannig fékk hann einn af sjálfblek- ungum þeim, sem Friðmar stal í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, og nokkuð af áfengi því og vindlum, sem þeir Friðmar og Jón stálu í Kol £ Salt. Hinir ákærðu, Friðmar og Jón, hafa játað, að þeir hafi fyrir nokkuð af hinum stolnu peningum keypt heimabrugg- að áfengi, sem þeir síðan seldu aftur með nokkrum hagn- aði. Var það fyrir 1. febrúar s. 1. að þeir fengust við þessa áfengissölu. Er hinir ákærðu, Friðmar og Þorvaldur Pálmi, komu frá síðasta innbrotinu aðfaranótt 8. febrúar, hittu þeir á- kærða, Jón Vídalín, og seldi hann þeim þá eina flösku af brennivíni, sem keypt hafði verið í Áfengiverzlun ríkisins, á 10 krónur. Framangreind afbrot ákærða Friðmars Sædals Markús- sonar varða við 8. gr. laga nr. 51, 1928, sbr. 231. gr. 2. og 4. lið og sumpart 55. gr. og 46. og 47. gr. hinna almennu hegningarlaga frá 25. júni 1869, og 11. gr., sbr. 32. gr. á- fengislaga nr. 64, 1930, sbr. nú 15. og 33. gr. laga nr. 33, 1935. Þykir refsing ákærða, sem setið hefir í gæzluvarð- haldi frá 8. f. m. til 9. þ. m., með hliðsjón af 63. gr. hegn- ingarlaganna hæfilega ákveðin 2 ára betrunarhúsvinna. Framangreind afbrot ákærða, Jóns Vídalins Markússon- ar, varða við 7. gr. laga nr. 51, 1928, sbr. 231. gr. 2. og 4. lið og 55. gr. og sumpart 46. og 47. gr. og 240. gr. hinna almennu hegningarlaga frá 25. júní 1869 og 11. gr., sbr. 32. gr. áfengislaga nr. 64, 1930, sbr. nú 15. og 33. gr. laga nr. 33, 1935, en áfengissala ákærða 8. f. m. heyrir beint undir nýnefnd ákvæði áfengislaga nr. 33, 1935. Þykir refs- ing hans sem sat í gæzluvarðhaldi frá 8. f. m. til 9. þ. m. með hliðsjón af 63. gr. hegningarlaganna hæfilega ákveð- in betrunarhúsvinna í 18 mánuði. 461 Framangreind afbrot ákærða, Þorvaldar Pálma Valdi- marssonar, varða við 8. gr. laga nr. 51, 1928, sbr. 231. gr. 4. lið og 55. gr. og sumpart 46. og 47. gr. og 240. gr. hegn- ingarlaganna. Þykir refsing hans, sem sat í gæzluvarðhaldi frá 8. f. m. til 9. þ. m. með hliðsjón af 63. gr. hegningar- laganna hæfilega ákveðin betrunarhúsvinna í 15 mánuði. Framangreind afbrot ákærða, Þórarins Helga Jónssonar, varða við 8. gr. laga nr. 51, 1928, sbr. 231. gr. 4. lið og 55. gr. hegningarlaganna. Þykir refsing hans með hliðsjón af 63. gr. hegningarlaganna hæfilega ákveðin fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 4 mánuði. Skaðabóta hefir ekki verið krafizt. Ákærðu greiði allir fyrir einn og einn fyrir alla allan kostnað sakarinnar, þar á meðal kr. 150 til skipaðs verj- anda þeirra cand. jur. Hákonar Guðmundssonar. Rekstur málsins hefir verið vítalaus. Föstudaginn 18. október 1935. Nr. 39/1935. Aðalbjörn Pétursson (Th. B. Líndal) gegn Guðmundi Hannessyni (Einar B. Guðmundsson). Meiðyrðamál. Dómur aukaréttar Siglufjarðar 23. okt. 1934: Stefndur, Aðalbjörn Pétursson, gullsmiður Siglufirði, greiði 300 króna sekt í ríkissjóð, er afplánist með 20 daga einföldu fangelsi, ef sektin er eigi greidd fyrir lok aðafararfrests. Stefndur greiði og 20 króna sekt, 10 krónur í ríkissjóð og 10 krónur í fátækrasjóð Siglufjarðar, fyrir ósæmilegan rithátt og séu hin átöldu ummæli dauð og ómerk. Málskostnað greiði stefndur stefnanda með 200 krónum. Dóminum að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 462 Dómur hæstaréttar: Áfrýjandi hefir krafizt þess aðallega, að dóinur og málsmeðferð í héraði verði ómerkt og málinu vísað frá undirrétti, en ef þessi krafa yrði ekki tek- in til greina, að dómur og málsmeðferð verði ó- merkt -— að því er virðist frá þingfestingu málsins — og málinu vísað heim til löglegri meðferðar og dómsálagningar af nýju. Til vara hefir áfrýjandi krafizt sýknu. Svo krefst hann og málskostnaðar, bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins, hvernig sem málið fer. Loks krefst hann þess, að sekt sú, sem gerð er á hendur honum í hinum áfrýj- aða dómi fyrir ummæli um stefnda í varnarskjali verði felld niður. Stefndi krefst staðfestingar á hin- um áfrýjaða dómi og málskostnaðar fyrir hæstarétti. Í áfrýjunarstefnu er eigi gerð krafa um ómerk- ingu dóms og málsmeðferðar, ásamt frávisun frá héraðsdómi. Gegn mótmælum stefnda og með því að engir þeir gallar eru á málatilbúnaði, er frávísun ex officio geti varðað, verður þessi krafa ekki tekin til greina. Til stuðnings ómerkingar og heimvisunarkröfu sinni hefir áfrýjandi fært það, að héraðsdómarinn hafi ekki leiðbeint honum, sem er ólöglærður mað- ur og flutti mál sitt sjálfur, eins og skylt hafi verið. Hafi stefndi samtímis rekið annað mál á hendur á- frýjanda út af samskonar efni, og hafi áfrýjandi meðal annars lagt fram í báðum þessum málum vottorð eitt, en hafi aðeins látið staðfesta það í öðru þeirra. Hafi dómarinn vanrækt að benda áfrýjanda á nauðsynina á að láta staðfesta vottorðið einnig í þessu máli, og beri því að vísa því heim, svo að bætt verði úr þessum galla. En umboðsmaður stefnda hér fyrir dómi hefir samþykkt, að nota megi 463 téð vottorð, þannig staðfest, sem gagn í þessu máli, og er því ekki ástæða til að vísa málinu heim fyrir þessar sakir. Í máli þessu er það upplýst, að nálægt 10. sept. 1932 kom upp skarlatssótt á bænum Hóli innan kaupstaðarumdæmis Siglufjarðar. Er bær þessi skammt fyrir utan sjálfan kaupstaðinn, og rekur bæjarfélagið þar kúabú. Þann 12. sept. 1932 hélt heilbrigðisnefnd kaupstaðarins, sem skipuð var stefnda sem formanni, héraðslækni og öðrum lækni, fund út af máli því, og var þar samþykkt að fá hjúkrunarkonu að Hóli til að annast sjúklingana og sjá um, að einangrun þeirra yrði í lagi, og virð- ist héraðslækni hafa verið falið að útvega hana. En hjúkrunarkona var þó engin fengin. Fékk stefndur vitneskju um það daginn eftir fundinn, að vand- hæfi væru á að fá hjúkrunarkonu, en þó liður tim- inn svo il 21. s. m., að engar þær aðgerðir eru við hafðar, er kallast geti sóttvarnarráðstafanir, þrátt fyrir skýlaus ákvæði þar um í 2. gr. laga nr. 24/1907, er þá voru í gildi. Var og þenna tíma daglega flutt mjólk frá hinu sýkta heimili til bæjarins eftirlits- laust til neyzlu almennings. Eftir 21. sept. virðist og ekki öðrum vörnum hafa verið beitt, en að ann- að fólk var fengið til að hirða kýrnar á Hóli. Þó bauð héraðslæknir í símskeyti til stefnda 21. sept., að hella skyldi niður allri mjólk frá Hóli, en ekki sinnti stefndi þessari skipun. Gerðist veikin all- mögnuð og tóku hana margir, þar á meðal áfrýj- andi, og nokkrir létust úr henni. Virðist nú óhug hafa slegið á kaupstaðarbúa, og töldu þeir heil- brigðisnefnd hafa gengið slælega fram um sóttvarn- ir. Virðist mikil gremja hafa risið upp, einkum gagnvart stefnda og héraðslækni, sem aðallega voru 464 fyrir sökum hafðir, enda tóku þeir nú að bera af sér sakir hvor um sig og á hinn í blaðagreinum, er þeir skrifuðu um málið og afskipti sín af því. Út af því, hvernig til hafði tekizt um sóttvarn- irnar, og vandræðum þeim, sem veikin bakaði bæj- arbúum, skrifaði áfrýjandi grein þá, sem hin átöldu ummæli eru í og birtist í opinberu blaði þar á staðn- um, eins og að er vikið í hinum áfrýjaða dómi. Fer áfrýjandi hörðum orðum um framkomu heilbrigð- isnefndarinnar í málinu, einkum stefnda sem for- manns nefndarinnar og lögreglustjóra á staðnum. Má telja víst, að stefnda hafi þegar orðið greinin kunn. En mál þetta höfðaði hann þó ekki fyrr en 26. júni 1934, eða meira en 20 mánuðum eftir út- komu greinarinnar. Var sök út af ummælum henn- ar fyrnd samkvæint 68. gr. almennra hegningarlaga, Þegar mál þetta var höfðað, og verður áfrýjandi því ekki dæmdur til refsingar fyrir téð ummæli út af fyrir sig. En stefndi telur áfrýjanda hafa endurtekið um- mæli greinarinnar á fundi bæjarstjórnar 28. maí 1934, með því að hann hafi þá látið svo um mælt, að stefndi hefði ekki höfðað mál út af þeim, af því að dómstólarnir myndu telja þau réttmæt. Það verð- ur að vísu ekki talið, að áfrýjandi hafi með þess- um hætti endurtekið ummæli sín í blaðagreininni, en þegar meta skal það, hvort hann hafi á refsi- verðan hátt móðsað eða meitt stefnda með nefndum orðum sínum á bæjarstjórnarfundinum, þá verður að skoða þau í sambandi við ummæli hans í áður- nefndri grein. Í henni er stefndi meðal annars bor- inn þeim sökum, að hann sé „embættissvikari“, að viðfræg sé „nizka hans og nánasarháttur fyrir hönd bæjarsjóðs á aðra hönd og kæruleysi fyrir velferð 465 bæjarbúa á hina“, að hann vilji klína sekt sinni á sóttvarnarmálinu á aðra, og sé sú lítilmennska, sem lýsi sér í því, til uppbótar á embættissvikin, að hann hafi „rænt bæjarbúa heilsu og fé“, að ekki muni tjóa að segja honum til syndanna, þótt hann viti sig sekan um „dauða og örkumsl“, og að verka- lýðurinn þurfi að sýna stefnda, að hann skoði ekki „illverk“ hans og „axarsköft“ unnið að ófyrirsynju, heldur af „ráðnum hug og algerðu hirðuleysi um lif og heilsu þeirra“, sem hann eigi að verja. Ummæli áfrýjanda á bæjarstjórnarfundinum 28. mai f. á. fela í sér áburð á hendur stefnda um það, að hann viti sig með sjálfum sér svo sekan vegna framkomu sinnar í sóttvarnarmálinu, að hann hafi ekki vogað að höfða mál gegn áfrýjanda út af frani- antöldum greinarummælum og öðrum fleiri, er þar standa. Afskipti stefnda af sóttvarnarráðstöfunum vegna skarlatssóttarinnar þótt þeim hafi verið veru- lega ábótavant, eins og af framanskráðu má sjá, réttlæta ekki nægilega hin hörðu ummæli greinar- innar, og orð áfrýjanda við stefnda á bæjarstjórn- arfundinum, skoðuð í sambandi við framannefnd ummæli, verður því að telja svo móðgandi í garð stefnda, að áfrýjandi verður að sæta refsingu fyrir þau samkvæmt 219. gr. almennra hegningarlaga, og þykir refsingin eftir öllum atvikum hæfilega ákveð- in 100 króna sekt í ríkissjóð, og komi 7 daga ein- falt fangelsi í stað hennar, ef hún greiðist ekki inn- an 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Það þykir mega fella niður sekt þá, sem áfrýj- anda er á hendur dæmd í hinum áfrýjaða dómi fyrir ummælin: „þessi svik undan störfum“ í varnar- skjali hans, en rétt þykir að ómerkja téð um- mæli. 30 466 Eftir öllum atvikum þykir rétt, að málskostnað- ur, bæði í héraði og fyrir hæstarétti, falli niður. Því dæmist rétt vera: Áfrýjandi, Aðalbjörn Pétursson, gullsmiður á Siglufirði, greiði 100 króna sekt í ríkissjóð, og komi 7 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Framantalin ummæli í varnarskjali áfrýjanda skulu vera dauð og ómerk. Máls- kostnaður, bæði í héraði og fyrir hæstarétti. falli niður. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Með stefnu, dags. 26. júní þ. á., að undangenginni ár- angurslausri sáttatilraun 6. júní þ. á., krefst stefnandinn, Guðm. Hannesson, bæjarfógeti, að stefndur, Aðalbjörn Pét- ursson, verði dæmdur til refsingar fyrir ummæli í 46. tbl. XV. árgangi blaðsins „Verkamaðurinn“ útgefnu á Akur- eyri, undir yfirskriftinni „Liífverðir Siglfirðinga“, er stefndur hafi endurtekið á opinberum bæjarstjórnarfundi 28. maí þ. á., og sem stefnandi telur freklega meiðandi fyrir sig, og þó sérstaklega vegna þess að þar sé ráðizt á embættisæru sína. Hin átöldu ummæli eru þessi: „Út- breiðsla skarlatssóttarinnar á Siglufirði, er beinlínis sök tveggja manna, er með því að bregðast gersamlega skyld- um sínum og starfi, sem þeim er borgað vel fyrir, hafa leitt þessi vandræði yfir bæjarbúa. — Þessir embættissvik- arar eru héraðslæknirinn og bæjarfógetinn á Siglufirði,“ -—— „bæjarfógeti .... sem ekkert hafði til brunns að bera þarna, annað en sína víðfrægu nísku og nánasarhátt, fyrir hönd bæjarsjóðs á aðra hönd og kæruleysi fyrir vel- ferð bæjarbúa á hina. Mórallinn hjá þessum lifvörðum 467 Siglfirðinga, getur ekki hafa verið annar en þessi: Við skulum ekki vera að kosta upp á að byrgja brunninn fyrr en við sjáum hvort nokkurt barnið dettur ofan í hann.“ „Sparnaður háttvirts bæjarfógeta er nú orðinn nokkuð dýr .... fyrir bæjarbúa yfirleitt“ .... „sem hann og hér- aðslæknirinn hafa rænt heilsu og fé“ .... „Þótt þeir viti sig seka um dauða og örkuml, hrin það sjálfsagt ekki meira á þeim en vatn á gæs.“ Svo krefst og stefnandi að stefndur verði dæmdur til að greiða sér málskostnað í máli þessu að skaðlausu skv. reikningi, til vara eftir mati réttarins, og hefir í flutn- ingi málsins gert kröfu um 200 kr. tildæmdar sér í máls- kostnað. Stefndur krefst sýknu, og telur sökina fyrnda, en telur hinsvegar umstefnd ummæli á rökum byggð og mótmælir því eigi að hafa haft þau um stefnanda. Hin umstefndu ummæli verður að telja mjög meiðandi fyrir stefnanda og refsiverð skv. 217. 219. gr. almennu hegningarlaganna, og þar sem stefndur hefir eigi réttlætt þau undir flutningi málsins, og eigi mótmælt þeirri full- yrðingu stefnanda, að hafa endurtekið umstefnd ummæli á téðum bæjarstjórnarfundi 28. maí s. 1. svo eigi verður sökin talin fyrnd, þá þykir rétt að ákveða refsingu þá, er stefndur hefir til unnið kr. 300.00 í sekt til ríkissjóðs, til vara 20 daga einfalt fangelsi, verði sektin eigi greidd fyrir lok aðfararfrests. Skv. kröfu stefnanda verður að dæma dauð og ómerk orðin í vörn stefnda á rskj. 14, „þessi svik undan störf- um“ að því er þau eiga við stefnanda, þar sem telja verður þau meiðandi fyrir hann, og skal stefndur greiða 20 kr. sekt fyrir ósæmilegan rithátt, 10 kr. í ríkissjóð og 10 kr. í fátækrasjóð Siglufjarðar. Svo greiði stefndur stefnanda 200 kr. í málskostnað. 468 Mánudaginn 21. október 1935. Nr. 91/1935. Valdstjórnin (Lárus Jóhannesson) gegn Hjalta Benediktssyni (Stefán Jóh. Stefánsson). Bifreiðalagabrot. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 1. júni 1935: Kærð- ur, Hjalti Benediktsson, greiði 80 króna sekt til ríkissjóðs. Sektin greiðist innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa, en afplánist ella með einföldu fangelsi í 4 daga. Kærður greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar: Brot kærða hefir héraðsdómarinn réttilega heim- fært undir 6. sbr. 14. gr. bifreiðalaganna og 46. sbr. 96. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur. Með skir- skotun til forsenda hins áfrýjaða dóms og með til- liti til þess, að brotið var framið án nokkurrar nauð- synjar og að enginn hraðamælir var í bifreiðinni og hafði ekki verið þær 3—4 vikur, sem kærði hafði ekið henni, þykir refsing hans hæfilega ákveðin 200 króna sekt til ríkissjóðs, er greiðist innan 4. vikna frá lögbirtingu dóms þessa, en afplánist ella með einföldu fangelsi í 15 daga. Með þessari breyt- ingu ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Kærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar þar með talin laun sækjanda og verjanda í hæsta- rétti, 50 kr. til hvors. Þvi dæmist rétt vera: Kærði, Hjalti Benediktsson, greiði 200 króna sekt í ríkissjóð, en sæti einföldu fangelsi í 15 469 daga, ef hún verður eigi greidd innan 4. vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Svo greiði kærði og allan kostnað sakarinnar í héraði og hæstarétti, þar með talin laun sækj- anda og verjanda í hæstarétti, hæstaréttarmála- flutningsmannanna Lárusar Jóhannessonar og Stefáns Jóhanns Stefánssonar, 50 krónur til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Hjalta Benediktssyni, bifreiðarstjóra, til heimilis Arnar- götu 10 hér í bæ, fyrir brot gegn lögum um notkun bif- reiða nr. 70, 1931, og lögreglusamþykkt Reykjavíkur, nr. 2, 1930. Málavextir eru þeir, er hér greinir: Aðfaranótt hins 21. s. 1. mánaðar kom á lögreglustöðina Steindór Einarsson, bifreiðaeigandi og kærði yfir því að hann hefði þá um nóttina staðið bifreiðina R. E. 148 að ofsa hörðum akstri innan við bæinn. Var hann sjálfur á bifreið og elti R. E. 148 til þess að mæla hraða hennar og komst hann yfir 100 km miðað við klukkustund, en ekki kveðst hann þó hafa horft á hraðamæli bifreiðar sinnar lengra en upp að 80 km., en fann þó að hraðinn jókst eftir það. Með Steindóri var sem bifreiðarstjóri á bifreið hans Vilhjálmur Þórðarson. Hefir hann verið leiddur sem vitni í málinu og borið það, að hraðinn á bifreið sinni hafi komizt upp í 105 km. í eltingaleiknum og dró þó sundur með bifreiðunum á beygjum. Þegar lögreglunni var gert aðvart brá hún þegar við og leitaði bifreiðina uppi. Var hún þá á Suðurlandsveginum inn undir Tungu. Fullvissuðu lögregluþjónarnir sig um það að bifreiðastjórinn væri ekki undir áhrifum áfengis og 470 leyfðu honum svo að fara. Athuguðu þeir hraða bifreiðar- innar nokkuð á leið og hafa borið að hann hafi á spotta, ekki verið undir 50—-60 km. miðað við klukkustund. Kærður í málinu er bifreiðarstjóri á bifreiðinni R. E. 148 og hefir hann synjað fyrir að hafa farið á þessum hraða. Kveðst hann hafa farið frekar hægt, þetta 30—35 km. miðað við klukkustund, eftir því sem mælir bifreiðar sinnar hafi sýnt. Að tilhlutun lögreglunnar voru mælar bifreiðanna próf- aðir af bifreiðaeftirlitsmönnum og reyndist mælirinn rétt- ur á Þifreið Steindórs. Mælirinn á bifreið kærðs reyndist aftur á móti vera ónýtur og verka ekki og gátu vísirarnir ekki komizt hærra en á 35 milur. Viðurkenndi þá kærður að mælirinn hafi verið í þessu ástandi síðan hann tók við bifreiðinni síðast í april s. l. Með framangreindum vitnaframburði verður að teljast sannað að kærður hafi brotið ökuhraðareglur Þifreiðalag- anna, 6., sbr. 14. gr. og 46., sbr. 96. gr. lögreglusamþykktar- innar á stórkostlegan hátt. Þykir refsing hans, sem einu sinni áður hefir verið sektaður fyrir of harðan akstur, svo kunnugt sé, hæfilega ákveðin 80 króna sekt til ríkis- sjóðs, er greiðist innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa, en afplánist ella með einföldu fangelsi í 4 sólar- hringa. Málskostnað greiði kærður einnig. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Mánudaginn 21. október 1935. Nr. 99/1935. Valdstjórnin (Th. B. Lindal) gegn Snorra Halldórssyni (Garðar Þorsteinsson). Ölvun á almannafæri. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 4. maí 1935: Kærður, Snorri Halldórsson, greiði 400 króna sekt til Menningar- sjóðs. Sektin greiðist innan 3 sólarhringa frá lögbirtingu 471 dóms þessa, en afplánist ella með einföldu fangelsi í 40 daga. Kærður greiði allan málskostnað. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar: Með því að fallast má á forsendur hins áfrýjaða lögregluréttardóms, ber að staðfesta hann, þó þann- ig, að greiðslufrestur sektarinnar ákveðst 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Samkvæmt þessu verður að dæma kærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 40 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó þannig að greiðslufrestur sektarinnar ákveðst 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Kærði, Snorri Halldórsson, greiði allan áfrýjunarkostnað sak- arinnar, þar með talin málflutningslaun skip- aðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna Theódórs B. Lindal og Garðars Þorsteinssonar, 40 kr. til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Snorra Halldórssyni, verkamanni, til heimilis Lindargötu 9 hér í bæ fyrir brot gegn áfengislögum nr. 33, 1935, og eru málavextir þeir, er hér greinir. Í gærkveldi klukkan 10,20 var hringt á lögreglustöðina frá veitingarhúsinu White Star, beðið um aðstoð til að 472 koma þaðan út ölvuðum manni. Þegar lögreglan kom á vettvang var henni bent á kærðan og tók hún hann þaðan út og setti hann í varðhald. Var hann þá að vitnisburði beggja lögregluþjónanna, er handtóku hann, til áberandi hneykslunar á veitingahúsinu, vegna ölvunar sinnar. Hefir kærður og sjálfur viðurkennt ölvun sína. Kærður hefir hér í lögsagnarumdæminu sætt eftirfar- andi kærum og refsingum: 1928 % sætt 50 króna sekt fyrir ölvun á almannafæri. — 1 — 50 — — 1930 1% — 50 — — — — = — — 18 — 50 — — 1931 2, — 50 — — — — = — — 109 — 50 — — 1932 % — 50 — — — — = — — 18 50 — — — k — 50 — — — — — — 24 50 — — — % — 50 — — — ?%%0 — 50 — — — — = — 1933 1% — 50 — — — — —- — 34 50 — — — % — 50 — — — — = — — 24 50 — — — % — 00 — — — — - — — 1% — 50 — — — — So — 50 — — — — = — — %o0 — 50 — — — — = — — Mo — 50 — —— — ?%%0 — 50) — — — — - — — Hi — 50 — — — — - — 1934 % — 200 — — — — og Ólöglegt áfengi í vörslu. — ?% — 50 — — — — á almannafæri. — % — 50 — — — — - — — %1 — 50 — — — — = — — %%1 — 500 — — — — = — — %% Kærður fyrir ölvun innanhúss. Vísað frá opinb. meðferð. — ?%. sætt 50 króna sekt fyrir ölvun á almannafæri. 135 % — 50 — — — 1% 1% 2% % % 1% 2% % % 13 23 2% 284 25, % % 473 sæti 50 króna sekt fyrir ölvun á almannafæri. — 50 — — — — — 50 — — — — — 95 — — — 95 — — — 95 — — — — kærður fyrir ölvun. Látið niður falla. sætt 25 króna sekt fyrir ölvun á almannafæri. — 95 — — — — kærður fyrir ölvun. Látið niður falla. sætt 25 króna sekt fyrir ölvun á almannafæri. — 95 — A — — 95 — — — — — 95 — — — — 9 — Framangreint brot kærðs varðar við 18. gr., sbr. 38. gr. áfengislaga nr. 33, 1935, og þykir refsing hans með hlið- sjón af hinum tíðu itrekunum hæfilega ákveðin 400 króna sekt til Menningarsjóðs. Sektin greiðist innan 3 sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa, en afplánist ella með einföldu fangelsi í 40 daga. Kærður greiði og allan kostnað sakarinnar. Á málinu hefir ekki orðið dráttur. Miðvikudaginn 23. október 1935. Nr. 34/1935. Bæjargjaldkerinn í Reykjavík f. h. bæjarsjóðs (Garðar Þorsteinsson) gegn Sölusambandi íslenzkra fiskfram- leiðenda (Einar B. Guðmundsson). Útsvarsmál. Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 11. marz 1934: Hið umbeðna lögtak á ekki fram að ganga. 474 Dómur hæstaréttar: Áfrýjandi krefst þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði felldur úr gildi og að hið umbeðna lögtak verði heimilað. Svo krefst hann og málskostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar á hinum áfrýjaða úr- skurði og málskostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Í máli þessu kemur starfsemi stefnda árið 1933 að- eins til greina sem grundvöllur undir útsvarsskyldu. Hlutverk Sölusambandsins var það eitt, að annast sölu á fiski þeirra manna einna, er þátt tóku í sam- tökunum, en ekki að afla tekna fram yfir nauðsyn- legan rekstrarkostnað eða að safna eignum. Og verður ekki séð, eftir því sem fram er komið í mál- inu, að það hafi öðrum hlutverkum sinnt eða farið út fyrir þann verkahring, sem þvi var markaður. Verður það ekki talið hafa rekið neina slíka atvinnu eða hafa aflað tekna, er útsvar verði á lagt. Ber þvi með þessum athugasemdum að staðfesta hinn á- frvjaða úrskurð. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Málskostnaður fyrir hæstarétti falli niður. Sératkvæði prófessors Ólafs Lárussonar, setudómara í hæstarétti í ofangreindu máli: Samkvæmt 6. gr. útsvarslaganna eru félög útsvarsskyld, önnur en þau, sem sérstaklega eru undanþegin útsvars- skyldu. Með þvi að Sölusamband íslenzkra fiskframleið- enda verður að teljast félag í skilningi útsvarslaganna, 475 og með því að það eigi verður talið með neinum þeim félögum, er útsvarslögin sérstaklega undanþiggja útsvars- skyldu, og slíka undanþágu þvi til handa eigi heldur er að finna í öðrum lögum, verður að líta svo á, að það hafi verið útsvarsskylt til bæjarsjóðs Reykjavíkur umrætt ár. Ber því að fella hinn áfrýjaða fógetaréttarúrskurð úr gildi og skylda fógetann til að framkvæma hið umbeðna lögtak. Málskostnaður í hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði fógetaréttarúrskurður er úr gildi felldur og ber fógetanum að framkvæma hið um- beðna lögtak. Málskostnaður í hæstarétti falli niður. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Niðurjöfnunarnefnd Reykjavíkur gerði 1934 Sölusam- bandi íslenzkra fiskframleiðenda að greiða kr. 38500.00 í útsvar til bæjarsjóðs fyrir það ár. Sölusambandið hefir færst undan að greiða útsvar þetta, hefir þvi bæjargjald- kerinn krafizt lögtaks fyrir því en gerðarþoli hefir mót- mælt því að lögtakið nái fram að ganga með því að álagn- ingin sé heimildarlaus og hefir ágreiningur þessi verið lagður undir úrskurð fógetaréttar. Gerðarþoli heldur því fram, að Sölusambandið verði alls ekki talið félag eins og það hugtak er skilið í lögum, það sé aðeins samtök alls þorra fiskframleiðenda til bjargar aðalatvinnuvegi landsmanna. Sölusambandið geti ekkert grætt og ekkert eignast. Engir sjóðir geti myndast, sem sambandið geti hagnýtt sér í eigin þágu. Þátttakandi sjálfur greiði skatta af allri þeirri eign eða öllum þeim gróða, sem honum hlotnast fyrir atbeina samtakanna. Samtökin myndi ekki neina sjálfstæða eign eða gróða fyrir Sölusambandið sjálft sem geri það að félagi, skattskyldu samkvæmt útsvarslögunum. En ef ekki þyki fært að fallast á þessi rök fyrir útsvarsfrelsi Sölu- sambandsins og að telja megi það félag, þá hljóti þetta félag að falla undir einhvern af eftirtöldum liðum út- svarslaganna frá 1926, 6. gr. II 2 b eða c eða 6. gr. III b. Gerðarbeiðandi mótmælir allri þessari rökfærslu, kannast þó við, að starfsemi gerðarþola sé til hinna mestu 476 þjóðþrifa, en þar með sé ekki sagt, að starfið sé beint rekið til „almenningsheilla“, eins og það orð er skilið í lagamáli. Sölusambandið sé heildsölufyrirtæki, stofnað og starf- rækt af fiskframleiðendunum sjálfum með þeim sérstaka hætti að „tap“ eða „gróði“ skiptist á þá í réttum hlut- föllum við það fiskmagn sem þeir fái því til umráða. Slík starfsemi sé útsvarsskyld fyrst og fremst vegna þess að hún sé ekki positivt undanþegin útsvarsskyldu og ekkert sérstakt mæli með því, að ekki sé greitt útsvar af þessari starfrækslu. Eftir þeim upplýsingum, sem fyrir liggja og alþjóð eru einnig kunnar, eru rök til þessa félagsskapar eða öllu heldur samtaka, þau, að þegar kom fram á árið 1932 var það sýnt af reynzlu undanfarinna missira, að erfiðleikar á sölu saltfiskframleiðslu landsmanna voru orðnir svo miklir og geigvænlegir, að ekki virtist annað framundan en að þessi aðalatvinnugrein landsbúa mundi leggjast í kaldakol ef ekki yrði að gert með einhverjum hætti. Varð því að ráði, fyrir frumkvæði stærstu fiskframleiðendanna og með atbeina bankanna, að meginþorri fiskframleið- enda stofnuðu með sér samtök, er þeir með bráðabirgða- fyrirmælum 2. ágúst 1932 nefndu Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda og var starfstími þess ákveðinn að vera skyldi fyrst um sinn þar til þess árs framleiðsla sam- lagsmanna væri seld. Samlagsmaður eða þátttakandi í samtökunum gat hver íslenzkur fiskframleiðandi orðið, ef hann skuldbatt sig til að gefa „stjórn félagsins“ ótak- markað umboð til að selja allan fisk, er hann átti eða eignast kunni á því ári og ætlaður var til útflutnings. Stjórnin var skipuð 5 mönnum, og hafði hún æðsta vald í öllum málefnum samtakanna, voru tveir þeirra banka- stjórar og þrir aðrir, sem önnuðust daglegar framkvæmdir. Stjórnin annast sölu á öllum fiski samlagsmanna þeirra, sem út er fluttur, en hver samlagsmaður ber fulla ábyrgð á þeim fiski, er hann afhendir til sölu og svarar til skaða- bóta, sem samtökin kynnu að verða að greiða kaupanda út af sölunni vegna þess er áfátt væri af hálfu samlags- manns. Hver fiskeigandi á heimtingu á að fá það verð, sem fiskur hans raunverulega er seldur fyrir. Til þess að standast kostnað af rekstri samtakanna er stjórninni heim- 47 ilt, að halda eftir af brúttóverði alls selds fisks 2% og af þessari fúlgu má einnig greiða bætur út af fisksölu, er fiskeiganda sjálfum verður gefin sök á. Verði nú, að starfstíma samtakanna, (félagsins) lokn- um og er allur kostnaður hefir verið greiddur, afgangur af þessu fé, skal skipta honum milli þátttakenda i réttu hlutfalli við andvirði þess fisks, er þeir hafa selt fyrir milligöngu stjórnarinnar. Starfstími Sölusambandsins var eins og áður er sagt miðaður við framleiðslu ársins 1932, en með aðstoð rikis- valdsins, sbr. bráðabirgðalög nr. 90/1932 bundust fisk- eigendur samtökum af nýju fyrir framleiðslu ársins 1933 og enn á ný árið 1934, án þess að breyting væri gerð á fyrirkomulaginu, en sambandið hefir aldrei verið skrá- sett sem félag eða firma. Með lögum nr. 78/1934 um fiski- málanefnd o. fl. var Sölusambandið svipt rétti til fiskút- flutnings sbr. þó bráðabirgðalög nr. 35 frá 26. jan. 1935. Það mun ekkert vera því til fyrirstöðu samkvæmt mál- venju vorri að kalla Sölusambandið félag, þvi það hugtak er svo vitt, að það nær yfir öll samtök einstaklinga um að vinna að sama markmiði. Samtök þau, sem mynda Sölusambandið, eru fólgin í því, að fiskeigendur til bjargar sjálfum sér og til þess að höfuð-atvinnugrein þjóðarinnar megi haldast uppi, leggja þau höft á umráð sín yfir framleiðslu sinni, að hver og einn þeirra veitir Sölusambandinu „fullt, ótakmarkað og óafturkallanlegt einkaumboð til þess að selja þann fisk, er hann á eða eignast kann til næstu áramóta“, og skuld- bindur sig jafnframt til að hlíta þeim reglum, sem stjórn sambandsins hefir sett eða kann að setja um sölu á fiski þessum. Sambandið sjálft hefir engan arð og engar tekjur af þvi að fara með umboð þetta, enda skilar það eiganda vör- unnar öllu andvirði hennar, að frádregnum sölukostnaði. Það rekur enga atvinnu en styrkir atvinnu samlagsmanna og fjölda annara og starfar til almenningsheilla svo sem skilja ber það hugtak í 65. gr. stjórnarskrárinnar. Fógetarétturinn litur því svo á, samkvæmt framan- sögðu, að hið umbeðna lögtak eigi ekki að njóta framgangs. 478 Föstudaginn 25. október 1935. Nr. 194/1934. Guðmundur Jónsson (lárus Jóhannesson) Segn Gústav A. Jónassyni lögreglustjóra í Reykjavík f. h. ríkissjóðs og Baldvin Jónssyni (Stefán Jóh. Stefánsson). Uppboðsgerð felld úr gildi. Fjárnám fógetaréttar Reykjavíkur 4. ágúst 1984 og eft- irfarandi uppboð 15. ágúst s. á. Dómur hæstaréttar. Með dómi í lögreglurétti Reykjavíkur 13. april 1934 var áfrýjandi dæmdur til að greiða 1200 króna sekt í ríkissjóð fyrir áfengislagabrot. Með því að sekt þessi greiddist ekki, krafðist lögreglustjórinn í Reykjavik þess þann 3. ágúst f. á., að fjárnám yrði gert hjá áfrýjanda til innheimtu hennar. Var settur fógetaréttur daginn eftir á þáverandi heimili áfrýj- anda, Bragagötu 31 hér í bæ, en ekki var áfrýjandi þá heima og enginn þar viðstaddur með umboð á- frýjanda til að gæta réttar hans. Setti fógeti honum því leigusala hans til að koma fram fyrir hans hönd við fógetagerðina. Umboðsmaður þessi gat ekki bent á neinar eignir, er áfrýjandi ætti og teknar yrðu fjár- námi. En umboðsmaður gerðarbeiðanda upplýsti þá, að áfrýjandi ætti kröfu eina á hendur þriðja manni samkvæmt dómi, uppkveðnum í gestarétti Revkja- víkur 26. maí 1934, að upphæð kr. 3800.00, auk vaxta og málskostnaðar. Og var krafa þessi siðan tekin fjárnámi, og jafnframt brýnt fyrir hinum setta um- boðsmanni áfrýjanda að tilkynna honum fjárnámið. En áfrýjandi tjáist ekki hafa fengið vitneskju um 479 það, að krafa þessi var tekin fjárnámi, heldur að- eins um það, að árangurslaus fjárnámstilraun hafi farið fram hjá honum. Þrem dögum eftir fjárnámið, eða 7. ágúst 1934, krafðist hinn stefndi lögreglu- stjóri uppboðs á áðurnefndri dómkröfu, og daginn eftir, eða 8. s. m., var auglýsing um uppboðið birt í Morgunblaðinu, og segir þar, að opinbert uppboð verði haldið „miðvikudaginn 25. þ. m.“ (þ. e. ágúst 1934) kl. 3 e. h. á skrifstofu lögmanns á Arnar- hváli, og að þar verði meðal annars seld „dómkrafa ca. 4000.00 kr.“ Í auglýsingu þessari átti uppboðs- dagurinn að vera 15. ágúst, en ekki 25., enda bar 25. ágúst 1934 ekki upp á miðvikudag, heldur laugar- dag. Var því ný auglýsing birt í sama blaði föstu- daginn 10. ágúst, eins að öllu sem hin fyrri, nema að uppboðsdagurinn var nú ákveðinn miðvikudaginn 15. ágúst 1934. Var og uppboðið haldið þann dag og með þeim úrslitum, að dómkrafan var slegin með- stefnda Baldvin Jónssyni stud. jur. fyrir kr. 500.00. Áfrýjandi tjáist enga vitneskju hafa fengið um upp- boðið áður en það fór fram og hafi hann því ekki getað gætt þar réttar sins. Uppboði þessu hefir áfrýjandi skotið til hæstarétt- ar með stefnu útgefinni 22. des. 1934, og hefir hann krafizt þess, að uppboðið verði fellt úr gildi og að hinir stefndu verði in solidum dæmdir til að greiða honum málskostnað fyrir hæstarétti eftir mati dóms- ins. Af hálfu hinna stefndu hefir verið krafizt stað- festingar á hinu áfrýjaða uppboði og málskostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Kröfu sina um ómerkingu uppboðsins byggir á- frýjandi á því, að það hafi ekki verið auglýst með nægum fyrirvara, að það, sem selja átti, hafi ekki verið nægilega skilgreint, að þess hafi ekki verið 480 getið, að uppboðið væri nauðungaruppboð og að ekki hafi verið greint, eftir hvers kröfu það skyldi haldið eða hver ætti kröfu þá, er selja skyldi. Með því að auglýsing sú, er birtist í Morgunblað- inu 8. ágúst 1934 varð ónýt, þá kemur síðari aug- lýsingin, er birtist 10. s. m., aðeins til greina. En samkvæmt henni var uppboðið birt með aðeins 5 daga fyrirvara. Með því að áfrýjandi hefir hvorki beint né óbeint samþykkt svo stuttan fyrirvara, verður með hliðsjón af 1. málsgr. 38. gr. laga nr. 21/1921 að telja hann ónógan. Verður af þessari ástæðu og án þess að meta þurfi þær aðrar ástæður, sem áfrýjandi hefir fært fyrir kröfu sinni, að fella hina áfrýjuðu uppboðsgerð úr gildi samkvæmt kröfu hans. Eftir þessum málalokum þykir rétt að dæma hinn stefnda lögreglustjóra f. h. ríkissjóðs til að greiða áfrýjanda málskostnað fyrir hæstarétti, og þykir málskostnaðurinn hæfilega ákveðinn 200 krónur. Því dæmist rétt vera: Hin áfrýjaða uppboðsgerð er úr gildi felld. Stefndi, Gústav A. Jónasson, lögreglustjóri í Reykjavik, f. h. ríkissjóðs, greiði áfrýjanda, Guðmundi Jónssyni, verkamanni á Hverfisgötu 100 í Reykjavík, 200 krónur í málskostnað fyr- ir hæstarétti, að viðlagðri aðför að lögum. 481 Föstudaginn 25. október 1935. Nr. 37/1935. Valdstjórnin (Pétur Magnússon) Segn Helga Pálssyni (Stefán Jóh. Stefánsson). Brot á bifreiðalögum. Dómur lögregluréttar Akureyrar 21. jan. 1935: Kærður, Helgi Pálsson, greiði 100 króna sekt til rikissjóðs og komi einfalt fangelsi í 10 daga í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Kærður skal sviptur ökuleyfi í 6 mánuði. Kærður greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar: Með því að fallast má á forsendur hins áfrvjaða lögregluréttardóms, ber að staðfesta hann, þó þann- is, að greiðslufrestur sektarinnar á að teljast frá birtingu dóms þessa. Samkvæmt þessu verður að dæma kærða til að greiða allan áfryjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækj- anda og verjanda fyrir hæstarétti, 50 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Hinum áfryjaða lögregluréttardómi skal ó- raskað, þó þannig, að greiðslufrestur sektar- innar telst frá birtingu dóms þessa. Kærða, Helga Pálssyni, ber að greiða allan áfrvjun- arkostnað sakarinnar, þar á meðal málflutn- ingslaun sækjanda og verjanda fyrir hæsta- 31 482 rétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna Pét- urs Magnússonar og Stefáns Jóhanns Stefáns- sonar, 50 kr. til hvors. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Helga Pálssyni, útgerðarmanni hér í bæ, fyrir brot gegn lögum nr. 70, 1931 um notkun bifreiða og áfengislögum nr. 64, 1930, og eru málavextir þessir. Að kvöldi þess 3. þ. m. fór kærður í bifreið, A. 48, er hann á, að Hótel Akureyri, hér. Annar maður, Baldur nokkur Stefánsson keyrði bifreiðina. Kærður drakk kaffi á „Akureyri“. Þegar hann kom út aftur fann hann ekki Baldur og tók því bifreiðina sem stóð skammt frá Hótelinu í Skipagötu. Þá er kærður, sem hefir ökuskirteini, ók fram hjá verzlun „Guðmanns Efterfölger“ gaf lögreglan honum stöðvunarmerki og hlýddi kærður því, en lögregl- an tók bifreiðina af kærða. Það er upplýst að kærður var ölvaður, þó ekki svo að hann slagaði. Hefir kærður kannast við að hann ásamt öðrum manni hafi drukkið 1 fl. af sherry og Í fl. af ver- mouth. Höfðu þeir félagar setið að drykkjunni 2—3 klukkustundir, þá er og upplýst að ekki logaði nema á öðru ljóskeri bifreiðarinnar og var kærða þetta kunnugt. Kærður var 30. ágúst s. 1. sektaður hér á Akureyri um 25 kr. fyrir að gefa ekki hljóðmerki, en hefir ekki oftar sætt refsingu. Með framangreindu hefir kærður brotið gegn 3. gr. 3. lið a og 5. gr. 4. mgr. bifreiðalaganna og 20. gr. áfengis- laganna. Þykir refsing kærða fyrir þessi brot hans sam- kvæmt 14. gr. bifreiðalaganna hæfilega ákveðin 100 króna sekt til ríkissjóðs og komi einfalt fangelsi í 10 daga í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá lög- birtingu dóms þessa. Þá verður og samkvæmt 5. gr. bif- reiðalaganna og 20. gr. áfengislaganna að svipta kærða 483 leyfi til að aka bifreið í 6 mánuði frá birtingu dóms þessa. Kærður greiði allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Miðvikudaginn 30. október 1935. Nr. 127/1934. Hreppsnefnd Mosfellshrepps f. h. hreppsfélagsins (Pétur Magnússon) gegn hreppsnefnd Seltjarnarneshrepps f. h. hreppsfélagsins (Stefán Jóh. Stefánsson). Mál um ákvörðun hreppamarka. Dómur aukaréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 31. ágúst 1933: Kröfur stefnöndu, hreppsnefndar Seltjarnarness- hrepps, fyrir hönd hreppsins takast til greina þannig, að nýbýlið Gunnarshólma ber að telja innan Seltjarnarness- hrepps óátalið af hreppsnefnd Mosfellshrepps. Hrepps- nefnd Mosfellshrepps f. h. hreppsins greiði upp í máls- kostnað krónur 601.10. Dómi þessum ber að fullnægja að því er tekur til málskostnaðar innan 3 sólarhringa frá lög- birtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar: Máli þessu er áfrýjað til hæstaréttar með stefnu dags. 10. ágúst 1934, að fengnu áfrýjunarleyfi dags. 20. júlí 1934 og gerir áfrýjandi þær kröfur fyrir hæstarétti, að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og að hann verði algerlega sýknaður af kröfum stefnda, þá krefst hann og málskostnaðar í báðum réttum eftir mati dómsins. Stefndi krefst þess þar 484 á móti, að hinn áfryjaði dómur verði staðfestur og að áfrýjandi verði dæmdur til að greiða hæfilegan málskostnað fyrir hæstarétti eftir mati réttarins. Samkvæmt landamerkjaskrám fyrir jarðirnar Elliðakot og Hólm dags. 28. júlí 1883 var land það, þar sem nú stendur nýbylið Gunnarshólmi, þá til- heyrandi Elliðakoti, en ekki Hólmi. Að vísu voru skrár þessar ekki samþykktar af umráðamanni Hólms, svo sem lög stóðu til, en það hefir ekki þýð- ingu í máli þessu, þar sem viðurkennt er hér fyrir réttinum af hálfu beggja aðilja, að eftir 1883 sé eignarhald þáverandi eiganda Elliðakots og þeirra, sem leiða rétt sinn af hans rétti, á landi þessu óum- deilt. En í málinu eru fram komin gögn, sem benda til, að þessu hafi verið öðru vísi háttað fyrir 1883. Ber þar fyrst að telja vitnisburð Eggerts G. Norð- dahls, bónda á Hólmi, sonar Guðinundar Magnússon- ar, sem var cigandi Elliðakots á þeim tíma, þegar haldið er fram, að eigandaskiftin á umræddu landi hafi átt sér stað. Segir Eggert, að land það, sem nú tilheyri nvbýlinu Gunnarshólma, hafi áður verið hluti Hólms, þótt honum sjálfum hafi aldrei verið bvggt það land. Hann telur, að faðir sinn og næsti ábúandi Hólms á undan sér, Grímur Ólafsson, hafi gert samning um það, að umrætt land skyldi lagt undir Elliðakot, að því áskildu, að faðir vitnisins sleppti tilkalli til austurhluta Hólmshrauns eða Hell- iskotshrauns, sem sum önnur vitni nefna svo, þá hafi það og verið tilskilið, að til þessa fengist sam- þvkki þáverandi umboðsmanns þjóðjarðarinnar Hólms. Þessa vitneskju kveðst vitnið hafa fengið hjá nefndum Grími Ólafssyni, en hann hafi sagt sér þetta, er þeir voru samtíða á Hólmi árið 1893—-94. Í sömu átt gengur vitnisburður Guðmundar H. Sigurðsson- 485 ar bónda á Lögbergi eða Lækjarbotnum, en hann telur fyrnefndan Guðmund Magnússon hafa sagt sér margsinnis, er þeir töluðu saman um land þetta, að hann hafi fengið það í skiftum við ábúandann á Hólmi, Grim Ólafsson, fyrir annað land, sem talið hafi verið Elliðakotinu. Eftir vitnisburðum þessum á þannig hið umdeilda land upphaflega að hafa til- heyrt Hólmi, en Grímur Ólafsson ábúandi Hólms að hafa afhent Guðmundi Magnússyni það til að losna við tilkall Guðmundar tl annars lands, sem siðan hafi óumdeilt heyrt undir Hólm, og eiga þessi skipti að hafa verið gerð, annaðhvort beinlínis með landa- merkjaskránum 1883. eða skömmu áður og skrárn- ar þá samdar í samræmi við þau. Þeir Skúli G. Norð- dahl og Guðmundur G. Norðdahl, bræður Eggerts á Hólmi og synir Guðmundar Magnússonar, kannast hinsvegar í vitnisburðum sínum eigi við þvílík skifti, en halda því þó fram, að Guðmundur Magnússon og Grímur Ólafsson hafi um eða eftir 1880 gert með sér merkjasamning, þar sem Guðmundur hafi gefið eftir rétt sinn yfir Helliskotshrauni án þess að fá nokkuð land frá Hólmi í staðinn, og telja þeir þannig, að land það, þar sen Gunnarshólmi stendur nú, hafi einnig fyrir 1883 heyrt undir Elliðakot. Vitnisburðir allra þessara nákunnugu vilna eru þannig samhljóða um það atriði, að þeir Guðmundur Magnússon og Grímur Ólafsson hafi komið sér saman um að breyta merkjum milli Elliðakots og Hólms, en að því leyti, sem vitnin greinir á um efni þessa samnings, þá er óneitanlega sennilegri framburður þeirra, sem telja það hafa verið á þá leið, að látið skyldi eftir nokkuð af landi beggja jarða, heldur en hinna, sem segja, að einungis hafi verið gefið eftir af landi annarar jarðarinnar án þess að hún eða eigandi hennar fengi 486 nokkuð í staðinn. Verður því að telja, að með vitn- isburðum þessum séu fram komin all-mikilvæg gögn fyrir því, að land það, sem nú heyrir undir Gunnars- hólma hafi fyrir 1883 heyrt undir Hólm, en ekki Elliðakot. Þessu til styrktar eru ennfremur landa- merki Vilborgarkots, ákveðin með útmælingagerð, framkvæmdri 7. sept. 1863, og er útmælingagerðin, að þvi leyti sem hún greinir landamerki nefndrar jarðar, framlögð í máli þessu. Einkum hafa þó landa- merki þessi þýðingu, þegar þess er gætt, að í dómi hæstaréttar 17. okt. 1887 er sagt um land Vilborgar-' kots með þessum merkjum, að það verði „helst að álita að það að minsta kosti að nokkrum hluta hafi tilheyrt jörðinni Hólmi“. Þessu til styrktar segir hæstiréttur að það sé m. a. að stefndi í því máli, en það virðist hafa verið þáverandi umráðamaður Vil- borgarkots, hafi kannast við, að Vilborgarkotsland hafi um mjög langt árabil fyrir 1863 verið notað af ábúandanum á Hólmi til allra leiguliðaafnota. Og í dómi landsyfirréttar frá 29. okt. 1883 segir, að þeir, sem útmælingagerðina 7. sept. 1863 framkvæmdu, hafi talið, að Vilborgarkot væri mælt út úr löndum jarðanna Hólms og Elliðakots, að hálfu úr landi hvorrar jarðar. Er þannig sannað, að svo langt sem menn mundu 1863 hafi a. m. k. hálft land Vilborg- arkots og e. t. v. það allt verið nýtt frá Hólmi. En samkvæmt útmælingagerðinni 7. sept. 1863 umlykur Vilborgarkotsland land það, sem nú tilheyrir Gunn- arshólma, að vestan, norðan og að miklu leyti að austan, og myndar það því einskonar geira á milli Vilborgarkotslands og lands þess, sem óumdeilt virð- ist hafa heyrt undir Hólm. Er því, þegar upplýst er, að Vilborgarkotsland hefir með fyrgreindum hætti verið nýtt frá Hólmi, og eftir staðháttum öllum mjög 487 ólíklegt, að hið umdeilda land hafi heyrt undir Ell- iðakot en ekki Hóli. Með fyrgreindum vitnisburðum og útmælingar- gerð Vilborgarkots, samanborinni við tilvitnaða dóma, verður að telja næg gögn komin fram fyrir því, að land það, sem nú tilheyrir Gunnarshólna, hafi ekki komist undir Elliðakot fyr en með sanin- ingum milli ábúanda Hólms og eiganda Elliðakots árið 1883 eða skömmu áður, og verður því að telja sannað, að þangað til hafi landið heyrt undir þjóð- jörðina Hólm og sé því upphaflega hluti úr landi Þeirrar jarðar. Þar sem það er óumdeilt, að Hólmur heyri undir Seltjarnarneshrepp, verður því að telja að umrætt land sé einnig hluti af þeim hreppi, enda verður að álita, að Seltjarnarneshreppur eða hrepps- nefndin fyrir hans hönd, hafi heimt landið undir sig nægilega skömmu eftir að tilefni gafst. Ber því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm, að þvi leyti sem hann ákveður, að nybýlið Gunnarshólmi skuli teljast inn- an Seltjarnarneshrepps, óátalið af hreppsnefnd Mos- fellshrepps. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður í báð- um réttum falli niður, en hvor aðilji greiði að hálfu þóknun og ferðakostnað meðdómenda í héraði. Voru þau þar ákveðin 150 krónur til hvors meðdómenda, þeirra Klemens Jónssonar og Ólafs Bjarnasonar, þótt láðst hafi að taka ákvæði um það upp í sjálfan dóm- inn. Loks þykir rétt að aðiljar ábyrgist greiðslu á þóknun og ferðakostnaði in solidum gagnvart með- dómendum. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða dómi skal óraskað, þó þann- ig, áð málskostnaður í héraði falli niður, en 488 áfrýjandi, hreppsnefnd Mosfellshrepps, f. h. hreppsfélagsins og stefndi, hreppsnefnd Sel- tjarnarneshrepps f. h. hreppsfélagsins, greiði hvor um sig að hálfu laun og ferðakostnað með- dómenda í héraði. þeirra Klemens Jónssonar og Ólafs Bjarnasonar, 150 krónur til hvors, og á- byrgist aðiljar þessar greiðslur in solidum gagn- vart meðdómendunm. Málskostnaður í hæstarétti falli niður. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Með stefnu útgefinni 26. ágúst 1932 hefir hreppsnefnd Seltjarnarneshrepps f. h. hreppsins höfðað mál þetta, að undangenginni árangurslausri sáttatilraun, gegn hreppsnefnd Mosfellshrepps, f. h. hreppsins, og gert þær réttarkröfur, að viðurkennt sé með dómi, að landspilda sú, sem Gunnar Sigurðsson, Laugaveg 55, Reykjavík, keypti 1928 af eiganda jarðarinnar Geitháls í Mosfells- hreppi, reisti nýbýli á og nefndi Gunnarshólma og sýnd er á framlögðum uppdráttum í málinu, réttarskjölum nr. 13, 20, 55 og 58, sé í Seltjarnarnesshreppi sem raunveru- legur hluti þjóðjarðarinnar Hólms, sem er í hreppi þessum. Ennfremur krefst stefnanda þess, að stefnda verði dæmd til að greiða málskostnað í málinu að skaðlausu. Stefnd hreppsnefnd Mosfellshrepps f. h. hreppsins gerir þær réttarkröfur í málinu: 1. Að máli þessu sé vísað frá dómi. 2. Til vara, að hreppsnefnd Mosfellshrepps sé sýknuð og merki landa og hreppa séu óbreytt eins og verið hafi samkvæmt landamerkjaskrám, að hreppsnefnd Mosfells- hrepps sé tildæmdur allur kostnaður af málinu að skað- lausu og hreppsnefnd Seltjarnarnesshrepps sé dæmd í hæstu sekt fyrir óþarfa þrætu. 489 Frávísunarkrafan. Mál þetta er höfðað samkvæmt TIl. kafla laga um landa- merki nr. 41 frá 1919 sem áreiðar- og vettvangsmál. Bygg- ir stefnda frávísunarkröfuna á því, að þetta sé rangt. Kveður hún, að í máli þessu sé ekki ágreiningur um neitt af því, sem talið er upp í 8. og 16. grein nefndra laga um landamerki, að hreppamerkjaágreiningur geti ekki átt sér stað, á neinu viti byggður, nema um landamerki jarða, er hvor liggur í sinum hreppi, sé að ræða, því að merki jarða og hreppa hljóti að fara saman, og hreppsnefndir geti ekki verið aðilar slíks máls, nema hreppar séu eigendur landa (jarða, afrétta), er saman liggja, en hér sé þessu ekki til að dreifa. Sé það vefengt, að nýbýlið Gunnarshólmi hafi verið hluti af landi Elliðakots (Helliskots) verði að sanna, að það hafi verið hluti af annari jörð, en þannig upptekið væri málið hreint landamerkjamál. Þessari röksemda- færslu stefndu mótmælir stefnanda, kveður hún það sam- eiginlegt Öllum áreiðar- og vettvangsmálum samkvæmt III. kafla laga um landamerki, að sakarefnið sé fasteign, eignarréttur notkun eða meðferð fasteigna að einhverju leyti; telur hún það heyra undir meðferð fasteignar, í hvaða hreppi hún liggi. Út af þessu skal það tekið fram af dómsins hálfu, að Þrátt fyrir það að taka verður að meira eða minna leyti tillit til merkja jarða og lendna við ákvörðun þess, hvar hreppamerki séu, þá leiðir ekki af því að með slík mál eigi að fara sem landamerkjamál, en ekki sem áreiðar- og vettvangsmál, og þar sem fallast verður á þá skoðun stefndu, að það heyri undir meðferð fasteignar, í hvaða hreppi hún liggur og að slíkt mál heyri undir III. kafla laga um landamerki frá 1919, þá ber ekki að taka frávis- unarkröfu stefndu til greina. Stefnanda byggir í sáttakærunni kröfur sínar á því, að nýbylið Gunnarshólmi sé raunverulegur hluti þjóð- jarðarinnar Hólms í Seltjarnarnesshreppi. Þessu til sönn- unar Skirskotar hún til 1) vitnisburðar Eggerts G. Norð- dahl. Nefnt vitni telur ána fyrir norðan Gunnarshólma, er það nefnir Hólmsá, ráða merkjum milli Seltjarnar- nesshrepps og Mosfellshrepps og nýbýlið Gunnarshólma áður hafa tilheyrt jörðinni Hólmur í Seltjarnarnesshreppi. 490 Kveður vitnið Grím Ólafsson, er var bóndi á Hólmi næst á undan vitninu, hafa sagt sér þetta á árinu 1893—-94 og Það með, að land þetta hafi verið lagt undir Elliðakotið að því tilskildu að til þess fengist samþykki þáverandi um- boðsmanns þjóðjarðarinnar Hólmur, og gegn því að eig- andi Elliðakots, Guðmundur Magnússon, faðir vitnisins, sleppti tilkalli til austurhluta Hólmshrauns eða þess, er önnur vitni nefna Helliskotshraun. 2) Þá skirskotar stefn- anda til vitnisburðar Guðmundar H. Sigurðssonar, bónda á Lækjarbotnum, er telur ána fyrir norðan Gunnarshólma, Hólmsá, ráða hreppamerkjum frá upptökum hennar undir Fossvallabrúnum. Kveður vitnið ennfremur Guðmund Magnússon Elliðakoti hafa margsinnis sagt, er vitnið tal- aði við hann um svonefnda Hraunhólma, er hann hafi talið sig eiga, að hann hefði fengið þá í skiptum við ábúand- ann á Hólmi, Grím Ólafsson, fyrir annað land, sem talið hafi verið Elliðakotinu. 3) Vottorð Ólafs Grímssonar frá Hólmi, sem kveðst aldrei hafa heyrt getið annara hreppa- merkja milli Seltjarnarnesshrepps og Mosfellshrepps en árinnar úr Fossvallabrún, þar til hún kemur í Nátthaga- vatn, þá Nátthagavatnið sjálft og síðan Hólmsá, er hann nefnir svo. Um hina svonefndu Hólma (nú Gunnarshólma) tekur vottorðsgefandinn það fram, að hann hafi aldrei vit- að né heyrt annað, en þeir væru hluti af landi Hólms og hafi faðir hans notað þá til beitar og einu sinni leigt Eng- lending laxveiði í ánni alla leið upp fyrir, þar sem nú stendur býlið Gunnarshólmi. Stefnanda byggir ennfrem- ur kröfu sína um hreppamerkin á fornum heimildum. Kemur þar helzt til greina a) úrskurður Clausens sýslu- manns og 4. meðdómenda frá 4. des. 1866 um að nýbýlið Lækjarbotnar séu ekki útmældir úr Helliskotslandi, en í úrskurði þessum er sagt, að Elliðaárnar geri mörkin milli Gullbringusýslu og Kjósarsýslu og liggi fyrir sunnan Hellis- kot en fyrir norðan Lækjarbotna og það talið ekki líklegt, að Helliskot, sem liggi í Kjósarsýslu hafi einnig átt land í Gullbringusýslu. b) Sóknarlýsing Mosfellssóknar eftir séra Stefán Þorvaldsson, þar sem sagt er, að takmörk presta- kallsins séu að sunnan Hellisheiði og áin Bugða, er hafi upptök sin vestarlega á téðri heiði og falli í Elliðaár. c) Landfræðisögu P. E. K. Kálund gerðri 1877, þar sem hann segir, að Elliðaárnar eða Hellisárnar greini Gull- 491 bringusýslu- og Kjósarsýslu. d) Sýslulysing Gullbringu- og Kjósarsýslu, gerðri af Th. Jónassyni 31. des. 1852, þar sem sagt er, að Elliðaárnar aðskilji frá Gullbringusýslu helztu byggðarlög í Kjósarsýslu. e) Álitsgerð Guðbrandar Jónssonar, þar sem tilgreint er, að Skúli landfógeti Magn- ússon haldi því fram í riti sínu frá árunum 1785—8, að hin litla á Hellirá sé merkin milli Kjósarsýslu og Gull- bringusýslu og að Þórður síðar háyfirdómari Sveinbjörns- son telji í sýslulýsingu sinni frá 1853, að Elliðaár skilji Kjósarsýslu frá Gullbringusýslu. — Kröfu sína um sýknu byggir stefnda á eftirtöldum gögnum. 1. Landamerkjaskrá fyrir jörðina Elliðakot, liggjandi í Mosfellssveit í Kjósarsýslu, undirritaðri að Elliðakoti 29. júlí 1883, af Guðmundi Magnússyni, eiganda Elliðakots, Grími Ólafssyni ábúanda á Hólmi, uppá væntanlegt sam- Þþykki yfirvaldsins, B. Sveinssyni, eiganda Lækjarbotna o. fl. Er landamerkjaskrá þessi lesin á manntalsþingi fyrir Mosfellshrepp að Lágafelli 4. júlí 1890, og samkvæmt henni ræður syðsta kvíslin af Fossvallaánum niður hjá Lækjarbotnum merkjum milli Elliðakots annarsvegar og Lækjarbotna og Hólms hinsvegar. Eru merkin talin áfram fyrir sunnan Tröllbörn hjá Lækjarmóti, niður hjá Hrauns- nefi og þaðan eftir sömu kvísl þar til hún fellur í Elliða- ána við svokallað Heiðartagl. 2. Nýbylisbréfi fyrir Lækjarbotnum, útgefnu af stifts- amimanninum 11. febr. 1868, er sé samhljóða nefndri landa- merkjaskrá um landamerkin milli Elliðakots og Lækjar- botna. 3. Vitnisburðum a) Skúli G. Norðdahl ber, að eignar- og afnotaréttur eiganda Elliðakots á svonefndum Hólmum og Helliskotshrauni, en það telur vitnið sunnan svonefndr- ar syðstu kvíslar Fossvallaánna, hafi frá því er vitnið man eftir sér verið óátalinn af öllum. Kveður vitnið, að svo- nefndur Nátthagi og Miðmunda-mýri hafi verið þrætuepli milli Lækjarbotna og Elliðakots, en þeirri þrætu hafi lok- ið með áreiðargerð eitthvað um eða eftir 1880 og hafi þá syðsta kvísl Fossvallaánna verið látin ráða eins og segir í landamerkjaskránni frá 1883, en eftir að syðsta kvísl Fossvallaánna var látin ráða milli Elliðakots og Lækjarbotna, telur vitnið, að föður þess hafi þótt eðlileg- ast, að sama kvísl réði merkjum fyrir allri suðurhlið Ell- 492 iðakotslands svo langt sem hún og það næði; þess vegna hafi faðir vitnisins og Grímur Ólafsson, ábúandi á þjóð- jörðinni Hólmi, gert merkjasamning um að nefnd kvísl skyldi merkjum ráða milli Elliðakots og Hólms, og sé merkjum þessum sennilega þinglýst af sýslumanni sjálf- um, umboðsmanni þjóðjarðarinnar Hólms, án athuga- semda, sem eðlilegt sé með þvi að eigandi Elliðakots hafi sleppt nokkru af því landi, er hann hafi nytjað. Vitnið kveðst ennfremur aldrei hafa heyrt, að hreppamerkin væru önnur en merki jarðanna. b) Vitnið Guðmundur G. Norð- dahl ber það sama og Skúli G. Norðdahl bróðir hans. Með skírskotun til sönnunargagna sinna heldur stefnda því nú fram, eins og áður er sagt, að landamerkin og hreppamerkin hljóti að fara saman, og séu því merki Sel- tjarnarnesshrepps og Mosfellshrepps á svæði því, er um er að ræða í máli þessu, eins og landamerkjum er lýst í landamerkjaskrá Elliðakots frá 1883. Þessu síðastnefnda atriði mótmælir stefnanda. Telur hún það auðsætt, að hreppamerki og landamerki þurfi ekki að falla saman og tekur sem dæmi, að ef eigandi lands í einum hreppi kaupir land af nágranna sínum í öðrum hreppi, þá verði það land einu og sömu jarðarinnar í tveim hreppum. Þessu til sönnunar vísar stefnanda til landamerkjaskrár fyrir Hólm í Seltjarnarneshreppi, sem undirrituð er 28. júlí 1883 af Grími Ólafssyni ábúanda Hólms, og þinglesin á manntalsþingi að Mýrarhúsum "7. júlí 1889, en þar er svo- nefnd Hólmsheiði, er aðilum málsins kemur saman um, að liggi í Mosfellshreppi. talin hluti af jörðinni Hólmur. Telur stefnanda Hólmsheiði alveg hliðstætt dæmi við Gunn- arshólma. Þessu mótmælir stefnd. Telur hún Hólmsheiði suðurhluta af jörðinni Reynisvatni í Mosfellssveit, og sé land það fyrir norðan ána Bugðu. Hólmsbóndi hafi feng- ið þar beit og byggt þar fjárhús, er enn sjáist. Reynisvatns- bóndi hafi gegn þessu fengið skógarnot í Hólmshrauni, skógurinn hafi gengið til þurrðar og sé notkun sú þess vegna fallin niður, en beitin í landi Reynisvatns haldi á- fram. Þegar landamerkin síðan voru skrásett, hafi eig- andi og ábúandi Reynisvatns verið nýaðfluttur austan úr Rangárvallasýslu og ókunnugur. Hann hafi fengið annan mann til að semja landamerkjaskrána fyrir jörð sina. Sá maður hefi ekki þorað að taka með á skrána land það, er 493 notað var frá Hólmi, og þannig hafi það fallið frá Reyn- isvatni. Síðan hafi það verið talin sérstök lenda og talin þjóðeign, en fylgi Hólmi til notkunar vegna beitarhefðar- innar. Mosfellshreppur hafi ætið lagt útsvar á þá notkun og bóndinn á Hólmi greitt það. Sliku sé ekki til að dreifa um Gunnarshólma eða Hraunhólma, eins og landspilda þessi hafi verið nefnd við fasteignamatið 1921, né aðra hluti Elliðakotslands, sem stefnanda vilji nú telja til Sel- tjarnarnesshrepps. Það hafi aldrei verið sinnt um það land né notkun þess af hreppsnefnd Seltjarnarnesshrepps fyrr en nú, að búið sé að reisa þar myndarbú. Sveitar- og sóknarskilum öllum hafi þar verið sinnt af stjórnar- völdum Mosfellshrepps og Mosfellsprestakalls, en stjórn- arvöld Seltjarnarnesshrepps (sveitar og safnaðar) látið sér það óviðkomandi að öðru leyti en málamyndarútsvars- álagningu á Gunnar Sigurðsson einan 1931. En út af merkjaskrá Hólms tekur stefnda það ennfremur fram, að hún styrki mál sitt, með því að þar sé lýst merkjum Hólms og Elliðakots eins og í merkjaskrá Elliðakots frá sama ári. Elliðakot segir stefnda landstóra jörð eins og titt sé um jarðir, er að afréttum liggja, og hafi þar verið tvibýli á næstliðinni öld til 1881. Undir jörðina hafi legið land bað, sem nú er Geitháls, útvísað sem nýbýlið Vilborgarkot 1863, og núverandi Lækjarbotnaland hafi verið notað frá Elliðakoti, þó ekki án ágreinings um hvort jörðin ætti það, eða það tilheyrði afrétti Seltirninga. Lvktir hafi orðið bær, að landið hafi verið gert að nýbýli og landamerki þess ákveðin með áreiðardómi 22. júlí 1865 sem hluta úr afrétti Seltirninga. Merkin hafi þá verið ákveðin svo: Að norðaustanverðu, syðsta kvislin af Fossvallaánum frá Lækjarmóti, sem kemur frá bænum (nvbvlinu) upp að þúfu sem stendur á holtshaga fyrir neðan Neðrivötn. Fyrir norðan þessa svonefndu syðstu kvísl Fossvallaánna telur stefnda allan suðurhluta (Helliskots-) Elliðakotslands, sem sé Fossvelli, Nátthaga, Miðmundamyri, Hólm (Gunn- arshólma) m. m. Ágreiningur um landsvæði þetta hafi fyrst komið upp, er ábúandi Lækjarbotna flutti bæinn úr Lækjarbotnum á hólinn við landamerkjakvislina. Hafi hann þá tekið að beita og slá Miðmundamyri og Nátthaga, en gegn því hafi eigandi Elliðakots risið upp. Hafi sýslu- maður þá verið fenginn til að setja niður ágreininginn og 494 hafi hann lýst syðstu kvíslina merki milli jarðanna sam- kvæmt nýbýlisdómi Lækjarbotna, og muni það vera áreið sú, sem vitnið Skúli G. Norðdahl á við í vottorði sínu rskj. nr. 23. En í skjali (þjóðskjalasafn) frá 1874 segir: „„Lækjarbotnaland nær ekki lengra til norðurs en að syðstu kvísl af Fossvallaánum“. Ennfremur bendir stefnda á það, að sáttakæra og stefna hljóði einungis um, að Mosfells- hreppur verði að viðurkenna „að býlið Gunnarshólmi sé i Seltjarnarneshreppi“, og telur stefnda það mótsögn í flutningi málsins, að láta ekki sömu lög ganga að þessu leyti um hinar landspildurnar, Nátthaga, Geirland og Mið- mundamýri. Út af þessu tekur stefnanda það fram, að mál Þetta snúist að vísu að forminu til um Gunnarshólma, en sé þó raunverulega um það, hvar hreppamerkin liggi allt upp að Fossvallabrún. Sjáist þessi skilningur sinn á því, að lagt hafi verið útsvar á bóndann á Geirlandi í Seltjarn- arnesshreppi og hann tekinn þar á manntal. Stefnanda telur nú, að vatnsvegur sá, er stefnda nefnir syðstu kvísl Fossvallaánna, en stefndanda nefnir öðrum nöfnum, svo sem Hraunslæk og Hólmalæk, sbr. uppdrætti þá af þrætulandinu, er gerðir hafa verið til afnota í þessu máli, rskj. 55 og 58, sé ekki annað en óveruleg lækjar- sitra, er renni í aðalána, þegar vorleysingar eru mestar. Bendir stefnanda á, að Fossvallaárnar eru þurrar og hefir hún sýnt það á uppdrættinum, réttarskjal nr. 55. Hún stað- hæfir, að mestur hluti þess leysingarvatns, sem rennur nið- ur úr syðra klifi Fossvallaánna á Fossvallabrún, renni eftir farvegum, er hún merkir A á framlögðum uppdrætti og sameinist aftur þeim farveg, er leysingarvatn rennur eftir niður af nyrðra klifinu, og sé því hin svonefnda „syðsta kvísl“ Fossvallaánna, þegar hún á annað borð sjá- ist rennandi, greinilega vatnsminni en norður-kvíslin. Vís- ar hún til uppdráttar, er hún hefir lagt fram, um þetta. Hinsvegar telur stefnanda „syðstu kvísl“ renna í Hrauns- læk, en sá lækur renni sunnan bæjarins á Lögbergi, (Lækj- arbotnum). Staðhæfir stefnanda, að annað sé ekki syðsta kvísl Fossvallaánna en farvegurinn úr syðra klifinu á Fossvallabrún og að uppsprettu þeirri, er hún nefnir Hraunslæk. Lækurinn niður að Hraunsnefi heiti Hrauns- lækur, en eftir það heiti lækurinn Hólmalækur, allt þar til hann renni í Hólmsá (Elliðaár), eins og sýnt er á upp- 495 drætti þeim, sem stefnanda hefir lagt fram. Styður stefn- anda þessa skýringu einnig með vitnisburði Eggerts G. Norðdahl. Hinsvegar telur stefnanda, að á sú, er hún nefnir Hólmsá (Elliðaár), marki nýbýlið Gunnarshólma glöggt til Seltjarnarnesshrepps. Öllu þessu mótmælir stefnda. Hún telur það fjarstæðu, að það eigi að vera ófrá- víkjanlegt lögmál, að mikið vatn eigi að vera merki (hreppa, sýslna, jarða). Mikill meiri hluti slíkra merkja á landi hér liggi um þurr hálendi. Hér beri auk þess að gæta þess, að öll vatnsdrög (ár) fyrir ofan heiðarbrúnir (Fossvallaár o. fl.) séu þurr á sumrum eftir að snjór er leystur úr heiðinni, en í vorleysingum svo vatnsmikil, að ótrúlegt þykir þeim, sem ókunnir séu. Þá sé og rétt að nefna það, að vegurinn frá svonefndri Rauðubrú upp að bæjarhólnum (Lækjarbotnum) liggi á flatlendi og skammt frá landamerkjakvíslinni (syðstu kvísl). Hafi veginum þessvegna getað verið hætta búin að vexti kvíslarinnar. Þess vegna hafi vegagerðarmenn á árunum 1886— 1887 hiaðið fyrir hana uppi á Fossvöllum, til þess að bægja vatn- inu í nyrðri kvíslarnar. Einnig hafi verið hlaðið í fyrir ofan Hraunsnef og vatninu gerð rás til að falla í skoru þá, sem brú er þar yfir. Þá hafi og núverandi eigandi Gunn- arshólma hleypt vatni kvíslarinnar í fyrrnefnda skoru neðar en vegamenn gerðu, til þess að vernda tún sín. Sé af þessum sökum ekki að undra þótt þeim, er bitið hafi í sig þá firru, að mikið vatn eigi að vera í merkjakvisl, sýnist svðsta kvíslin „smávægileg“ þar á grónu flatlendinu. Að rétt sé að nefna vatnsfarveginn syðstu kvísl Fossvallaánna byggir stefnd meðal annars á landamerkjaskránum frá 1883 og vitnisburðum bræðranna Skúla G. Norðdahl og Guðmundar G. Norðdahl. Elliðaárnar kveður stefnda hafa verið taldar að skipta Gullbringusýslu og Kjósarsýslu og jafnframt skipt hreppum, en vötn þau, sem í Elliðavog falli, nefnist einu nafni Elliðaár. Elliðaárnar renni í mörgum kvíslum misstórum, er hafi ýmis nöfn og sé næstum alstað- ar tvær eða fleiri kvíslar samsíða og undantekningarlaust alstaðar, þar sem um tvær kvíslar sé að ræða, sé það minni kvíslin, sem merkjum ráði milli jarða, sem eru hvor í sínum hreppi. Milli Ártúns (Mosf.), Bústaða og Breið- holts (Seltj.) syðri (minni) kvíslin, milli Árbæjar (Mosf.) Breiðholts (Seltj.) syðri kvíslin (nú séu jarðir þessar 496 fallnar undir Reykjavík); milli Árbæjar (Mosf.) og Vatns- enda (Seltj.) nyrðri (miklu minni) kvíslin, nefnd Bugða. Syðri kvíslin, aðaláin Dimma fyrir neðan Elliðavatn og Suðurá fyrir ofan vatnið séu sumstaðar landamerki, en hvergi hreppamerki, ekki á sveitartakmörkum. Bugða sé merkin milli Grafarholts, Reynisvatns (== Hólmsheiði) og Geitháls (Mosf.) Vatnsenda, Elliðavatns og Hólms (Seltj.). Frá því þær mætist norðuráin, Hólmsá og suðuráin (syðsta kvísl) sé sú síðarnefnda, sem sé minni, merki milli Elliðakots (Helliskots) og Hólms og Lækjarbotna í Sel- tjarnarnesshreppi. Þetta sé skiljanlegt þegar aðgætt sé, að á umræddu svæði hafi aldrei verið ákveðin nein hreppa- merki önnur en landamerki jarðanna, og þau séu ekki bundin við vatnsmagn í lækjum né ám. Það skal nú fyrst tekið fram af vettvangsdómsins hálfu, að enda þótt telja megi að upprunalega hafi verið svo til ætlazt, að landamerki og hreppamerki féllu saman, þá telur dómurinn, að það breyti hvorki sýslna- né hreppa- merkjum, þó að eigandi jarðar í einum hreppi eignist land, með hverju móti, sem það nú er, hinu megin við hreppa- merkjalínuna. Skiptir það engu máli í þessu efni, þó að lenda sú, er við bætist, sé talin innan landamerkja jarðar- innar. Skal nú snúið sér að því að meta sönnunargögn að- iljanna. 1. Með vitnisburðum vitnanna, Eggerts G. Norðdahl, Guð- mundar H. Sigurðssonar, og vottorði Ólafs Grímssonar eru fram komnar nokkrar líkur fyrir því, að land það, er nú heitir Gunnarshólmi og mál þetta snýst um, hafi áður verið hluti af jörðinni Hólmur í Seltjarnarness- hreppi. Vitnisburðir þeirra Skúla G. Norðdahl og Guðmundar G. Norðdahl ónyta ekki fyrrnefnda vitna- framburði, með því að þessir síðarnefndu framburðir snúast aðallega um notkun og eignarhald lands þess, er deilt er um í þessu máli og notkun landsins fyrir sunnan hina svonefndu syðstu kvísl Fossvallaánna. Það er og in confesso í málinu, að landið sunnan hinn- ar svonefndu syðstu kvíslar eða Hólmalækjar, eins og stefnanda nefnir vatnaleið þessa, hefir a. m. k. fyrir árið 1890 verið notað frá Elliðakoti, en Skúli G. Norð- dahl ber, eins og áður er sagt, að föður hans hafi þótt eðlilegast, að hin svonefnda syðsta kvísl réði merkjum 497 fyrir allri suðurhlið Elliðakotslands og þess vegna gert merkjasamning þess efnis við Grím Ólafsson, ábúanda Hólms. Hvað landamerkjaskrána frá 28. júlí 1883 varðar, þá rýrir það gildi hennar sem sönnunargagns í þessu máli, að ábúandi Hólms undirritaði hana upp á væntanlegt samþykki yfirvaldsins, en ekki verður séð, að það sam- þykki hafi fengizt, sbr. 3. gr. landamerkjalaga 1882, er giltu er landamerkaskráin frá 1883 var gerð, en í nefndri grein segir, að eigendur skuli rita á merkja- lýsingu samþykki sitt. Virðist það ekki nægilegt til að breyta þessu, þó landamerkjaskránni væri þinglýst 1890, 7 árum eftir að hún var gerð, því að hún bar það sjálf með sér, að hún var ekki lögum samkvæm að þessu leyti. Er meia skal sönnunargildi úrskurðar Clausens sýslu- manns frá 4. des. 1866, verður að skera úr þvi, við hvað er átt í úrskurðinum með orðinu „Elliðaár“. Stefnanda telur til Elliðaánna, Fossvallaár, Bugðu, Hólmsá, Dimmu og Suðurá og byggir það á örnefnum upp eftir hér- aðinu, en neitar því jafnframt, að syðsta kvísl Foss- vallaánna nái lengra niður í láglendið en þangað, er við tekur lækur sá, er hún nefnir Hraunslæk. Stefnda telur eins og áður er sagt, að vötn þau öll, er í Elliða- vog falla, nefnist einu nafni Elliðaár og þar með talin hin svo nefnda syðsta kvísl. a) Vitnið Eggert G. Norðdahl kveður að upptök Elliða- ánna hafi alltaf verið talin undan Fossvallabrún og heiti þær auk þess ýmsum nöfnum þaðan og til sjá- var. Telur han þannig ekki Fossvallaárnar til Ell- iðaánna. b) Vitnið Guðmundur H. Sigurðsson telur að Elliða- ár hafi upptök sín undir Fossvallabrúnum. c) Í landamerkjaskrá Elliðakots frá 1883 er talið að syðsta kvíslin af Fossvallaánum, sem látin er ráða merkjum, falli í Elliðaána við svonefnt Heiðartagl. Virðist mjög líklegt af þessu, að þeir, er að landa- merkjaskránni stóðu, hafi ekki álitið að minnsta kosti hina svonefndu syðstu kvísl til Elliða- ánna. d) Vitnið Skúli G. Norðdahl kveðst aldrei hafa heyrt 32 498 talað um að aðaláin hjá Heiðartagli héti Elliðaá, heldur Vilborgarkotsá eða Hólmsá. e) Árni Björnsson, einn af meðdómendum Clausens, telur í vottorði því, er hann gaf Guðmundi Magn- ússyni í svonefndu torf- og hrismáli, að allt Lækjar- botnaland sé sunnan syðstu kvíslar Fossvallaánna. Ef hann hefði talið hina svonefndu syðstu kvísl Fossvallaánna til Elliðaánna, þá mætti ætla, að hann hefði tekið það fram í vottorði þessu, til þess að úrskurðurinn frá 4. desember 1866 yrði ekki not- aður móti Guðmundi Magnússyni, Elliðakoti. Það finnst þannig hvergi í sönnunargögnunum, stoð fyrir því, að hin svo nefnda syðsta kvísl teljist til Elliðaánna, heldur benda sterkar líkur til þess, að svo sé ekki og styrkir þá úrskurðurinn frá 4. des. 1866 mál- stað stefnöndu. Hér við bætist það, er nú skal tekið fram: Hið svo nefnda torf- og hrismál höfðaði Guðmund- ur Magnússon, Eliliðakoti, gegn Hallberu Jónsdóttur, Lækjarbotnum, fyrir að hún hafi án hans leyfis skorið torf í landi eignar- og ábúðarjarðar hans, Helliskots, og látið að því er hann hélt fram, sömuleiðis án hans leyfis, höggva og rifa hrís í landi sömu jarðar hans í hinu svokallaða Helliskotshrauni. Helliskotshraun er sunnan í hinar svo nefndu syðstu kvíslar Fossvalla- ánna, en rskj. nr. 38 bendir eindregið til þess, að torfið hafi verið tekið norðan hennar. Clausen sýslumaður sýknaði Hallberu Jónsdóttur með þeim forsendum, að það væri ekki sannað, að hið umrædda torf og hrís hafi verið tekið í landi Guðmundar Magnússonar, Helliskoti, eða í landareign jarðarinnar Helliskots. Þessi dómur var uppkveðinn 20 marz 1874. Saman- burður á forsendum þessa dóms, og á úrskurði Clausens frá 4. desember 1866 virðist benda eindregið til þess, að Clausen og meðdómendur hafi ekki í úrskurðinum frá 1866 talið hina svo nefndu syðstu kvísl til Elliða- ánna og þess vegna ekki sýslna- og hreppamerki. Í yf- irrétti fór torf- og hrismálið þannig, að það var ó- merkt, en áður hafði þó einn af dómendunum samið atkvæði, þar sem sagt er, að torfið sé tekið úr landar- eign Guðmundar Magnússonar, Helliskoti, og Hallberu 499 Jónsdóttur gera að greiða honum skaðabætur. Hrísið var tekið eins og áður er sagt í Helliskotshrauni sunn- an hinnar svo nefndu syðstu kvíslar, og sýnir þetta það eitt, að því er tekur til þessa máls, að ekki hefir syðsta kvíslin þá verið álitin hrein landamerki. 4. Sóknarlýsing séra Stefáns Þorvaldssonar styrkir og frekar málstað stefnöndu, það sem sóknarlýsingin nær. Þar er sagt, að takmörk prestakallsins sé áin Bugða. Sama og um nefnda sóknarlýsingu er að segja um land- fræðisögu P. E. K. Kálund, sýslulýsingu Gullbringu- og Kjósarsýslu eftir Th. Jónassen, sýslulýsingar Skúla fógeta Magnússonar og Þórðar síðar háyfirdómara Sveinbjörnssonar. Svo er að sjá á málinu sem nokkrar deilur hafa orðið um eignarréttinn að Nátthaga og Miðmundamýri, fyrst milli eiganda Elliðakots og eiganda Lækjarbotna. Vitnið Skúli G. Norðdahl kveður sýslumann hafa gefið úrskurð eiganda Elliðakots í vil. Siðar gerði hreppsnefnd Seltjarn- arnesshrepps f. h. hreppsins og bæjarstjórn Reykjavíkur f. h. bæjarins kröfu til lands þessa sem afréttarlands. Undir- rétturinn lagði ekki dóm á kröfu þessa. Yfirrétturinn ónýtti undirréttardóminn. Vettvangsdómurinn, sem athugað hefir staðháttu á Þrætusvæðinu, lætur þess getið, að það virðist rétt hjá stefndu, að að einhverju leyti hafi verið hlaðið í syðstu kvísl Fossvallaánna ofan Fossvallabrúnar. Einnig er þetta rétt hjá stefnöndu, að þeir farvegir séu þurrir, er hún hefir nefnt svo á uppdrættinum, rskj. nr. 55. Of mikið telur dóm- urinn þó stefnöndu gera úr farveginum, merktum ÁA, úr syðri yfir í nyrðri vatnsleið Fossvallaánna neðan Foss- vallabrúnar. Annars er vatnsmegnið nær eingöngu norðan- megin úr uppsprettu þeirri, er sýnd er á rskj. nr. 55 og 58. Vatnið í suðurfarveginum kemur úr lækjaruppsprettum. Það skal tekið fram, að aðiljar hafa báðir lagt fram í málinu kort af þrætulandinu, stefnanda uppdrátt herfor- ingjaráðsins frá 1909, rskj. nr. 13, og stefnd uppdrátt frá 1930, en uppdrættir þessir fara hvor í bág við annan að því er tekur til þess, hvernig sýslna- og hreppamerkja- línan er dregin. Vettvangsdómurinn verður nú að vera þeirrar skoðun- ar, að færðar séu nægilega miklar sannanir fyrir því í mál- 500 inu, að nýbylið Gunnarshólmi sé í Seltjarnarnesshreppi og eru þar þyngst á metunum úrskurðurinn frá 1866 og vitnaframburður þeirra Eggerts G. Norðdahl og Guðmundar H. Sigurðssonar svo og nokkuð landshættir, og skiptir Það ekki máli í þessu efni, þó að eigandi Elliðakots hafi reynzt endanlegur eigandi þrætusvæðisins, hvort sem er fyrir hefð eins og oddviti Mosfellshrepps í bréfi til oddvita Seltjarnarneshrepps, dags. 1. marz 1930, rskj. nr. 31, telur að ef til vill geti hafa átt sér stað eða af öðrum orsökum. Með hliðsjón af þessum úrslitum málsins, þykir rétt, að hreppsnefnd Mosfellshrepps fyrir hönd hreppsins greiði upp í málskostnað krónur 601.10, sem er kostnaður við gerð uppdráttar af ágreiningssvæðinu og þóknun til með- dómenda. Dráttur sá, er hefir orðið á uppkvaðningu dóms í máli þessu, stafar af lasieika tveggja dómaranna. Miðvikudaginn 30. október 1935. Nr. 114/1934. Valdstjórnin (Th. B. Lindal) segn Ommund Ommundsen (Sveinbjörn Jónsson). Skipstjóri sýknaður af refsikæru og skaðabóta- kröfu fyrir skemmd á sæsima. Dómur lögregluréttar Ísafjarðar 13. febr. 1984: O. Ommundssen skipstjóri á e/s Bísp frá Haugesund í Noregi á að vera sykn af öllum kröfum valdstjórnarinnar í þessu máli. Málskostnaður falli niður. Dómur hæstaréttar: Með því að ekki verður talið sannað, að e/s „Bisp“ hafi slitið sæsímann á Önundarfirði á þeim tíma, er getur í hinum áfrýjaða dómi, þá ber þegar af þeirri ástæðu að sykna kærða af kæru valdstljórnarinnar í þessu máli. 501 Landssímastjóri f. h. landssíma Íslands hefir gert þá kröfu í málinu. að kærður verði dæmdur til að greiða landssímanum skaðabætur fyrir slit á sæsim- anum, aðallega krónur 7904.00, til vara krónur 494.00 -E bætur eftir mati dómkvaddra, óvilhallra manna, til þrautavara bætur eftir mati dómkvaddra manna, og til ýtrustu þrautavara krónur 494.00. auk 5% vaxta af síðastnefndri upphæð frá 18. jan. 1934 til greiðsludags. Af ástæðum þeim, sem greinir um refsikröfurnar ber að sýkna kærða af kröfu þessari. Samkvæmt þessu verður allur kostnaður sakarinnar bæði í héraði og hæstarétti, þar með talin málflutn- ingslaun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, sem ákveðast krónur 80.00 til hvors, að greiðast úr rikis- sjóði. Á máli þessu hefir orðið mikill dráttur, eftir að dómur var kveðinn upp í héraði. En upplýst er, að drátturinn stafar af því, að kort þau, sem lögð voru fram í undirrétti og fylgja áttu skjölum málsins, hefir vantað. Hefir nú nýlega tekizt að finna þau á skrifstofu landssímans, en þangað munu þau hafa verið lánuð frá dómsmálaráðuneytinu. Verður þannig hvorki sækjanda né verjanda málsins fyrir hæstarétti gefin sök á drættinum. Því dæmist rétt vera: Kærði, Ommund Ommundsen, á að vera sýkn af kæru valdstjórnarinnar og skaðabótakröfu landssímastjóra f. h. landssíma Íslands í máli þessu. Allur kostnaður sakarinnar bæði í hér- aði og hæstarétti, þar með talin málflutnings- laun sækjanda og verjanda í hæstarétti, hæsta- réttarmálflutningsmannanna Theódórs B. Lín- 502 dal og Sveinbjarnar Jónssonar, 80.00 krónur til hvors, greiðist úr ríkissjóði. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað með stefnu dags. 3. þ. m. gegn O. Ommundssen skipstjóra á s/s Bisp frá Haugesund í Nor- egi til skaðabóta og refsingar fyrir brot á lögum nr. 25 frá 16. nóv. 1907 um vernd ritsíma og talsíma neðansjáv- ar svo og til greiðslu málskostnaðar að skaðlausu. Atvik málsins eru þau að sæsiminn frá Flateyri yfir Önundarfjörð slitnaði á tímabilinu 11.—12. jan., en um líkt leyti var s/s Bisp á Flateyri og rak í ofveðrinu. Samkvæmt réttarskjali nr. 13, vottorði frá landsima- stjóra gátu ekki aðrar stöðvar orðið varar við bilunina á sæsimanum, en stöðvarnar í Álfadal, Kirkjubóli og á Flateyri. Yfirlýsinga stöðvarstjóranna á þessum stöðvum hefir því verið leitað um þetta atriði. Að því er vottorð- ið frá stöðvarstjóranum í Álfadal, réttarskj. nr. 11 snert- ir, fær stöðvarstjórinn fyrst að vita um bilunina 15. jan. er hann kemur til Kirkjubóls. Hann getur þá engar upp- lýsingar gefið í málinu. Stöðvarstjórinn á Kirkjubóli verður samkv. vottorði hans á réttarskjali 14 var við bil- un símans 12. jan. kl. 17, en þá hringdi hann árangurs- laust til Flateyrar. Og stöðvarstjórinn á Flateyri vottar á réttarskjali 10 að 12. jan. kl. 16—17 hafi hann hringt árangurslaust til Kirkjubóls og þá fyrst orðið var við bil- unina. Stöðvarstjórinn á Kirkjubóli segir ennfremur að 11. jan. kl. 17 hafi hann hringt til Flateyrar og síminn þá verið heill. Stöðvarstjórinn á Flateyri segir aftur að simtal hafi verið milli Kirkjubóls og Flateyrar 11. jan. kl. 16—17. Mismunurinn á vottorðum simstjóranna er að- eins sá að annar símstjórinn er viss um að síminn hafi verið heill kl. 17, 11. jan. og slitinn kl. 17 12. jan., en hinn simstjórinn segir að þessi atvik hafi átt sér stað milli kl. 16 og 17 greinda daga. Það virðist því mega ganga út frá að síminn hafi undir öllum kringumstæðum verið heill 11. jan. kl. 16, en slitinn 12. jan. kl. 16. En eftir vitnisburðum stöðvarstjóranna verður ekkert sagt um hvenær á þessu tímabili síminn hafi slitnað. 503 Frá kærða er engin játning um að s/s Bisp hafi slitið símann, en hinsvegar segir hann að vel geti verið að hann hafi gert það. Stýrimennirnir 2 er á verði voru og há- setarnir tveir er voru á verði hafa ekki orðið varir við simslitin og er framburður þeirra mjög ákveðinn í þessu efni. Hinsvegar sést, þegar íhugaðir eru punktar þeir, ser skipstjórinn hefir gert á kortið réttarskjal 3, sam- anborið við réttarskjal 8, þar sem rauða strikið sýnir hvar síminn liggur yfir Önundarfjörð, að skipið hefir verið svo nálægt símanum að það gat hafa verið þess valdandi að síminn slitnaði. Um punktana þykir rétt að taka fram að einn þeirra, punkturinn er sýnir hvar skipið lá fyrst er áreiðanlegur, en hinir eru settir á kortið eftir því, sem skipstjórinn veit réttast. Spurningin er sú, hvort óhugsandi sé að símaslitin hafi orðið af völdum annars en s/s Bisp. Rétturinn litur svo á að ekki sé varlegt að fullyrða, að ástæðan gæti ekki verið önnur. En þó að telja bæri líkurnar fyrir því að s/s Bisp hefði slitið sím- ann svo miklar að ganga mætti út frá því að skipið væri orsök í símaslitunum, þá virðist skipstjórinn hinsvegar hafa verið í fullkomlega góðri trú, er byggist meðal ann- ars á þvi, að í korti því, sem hann hafði um borð sést enginn sæsimi á þessum stað. Í útgáfunni af den islandske Lods frá 1927 með viðbót frá 1930, er hann hafði í skip- inu er heldur ekki minnst á sæsímann á þessum stað. 43 vísu hefir skipstjórinn ekki meðferðis leiðarvísir fyrir íslenzka sjómenn frá 1932 og heldur ekki skrá um vita og sjómerki en í báðum þessum bókum er getið um sæ- símann yfir Önundarfjörð, en skipstjórinn hefir sjálfur borið fyrir réttinum að hann hafi ekki vitað að bækur þessar, sem eru á íslenzku væru til, og virðist þetta því ekki veikja hina góðu trú skipstjórans. En það, sem virð- ist skipta mestu máli er að útbúningur símans á landi er þannig að skipstjórinn getur ekki séð merki Þau er tiðk- ast um það að þarna liggi sæsími. Samkvæmt þessu ber að sýkna kærða af kröfum valdstjórnarinnar um hegn- ingu. Og að því er skaðabótakröfuna snertir, þá verður þar sem fullgild sönnun liggur ekki fyrir að s/s Bisp hafi slitið símann að sýkna kærða einnig af skaðbótakröfunni. Kemur því ekki til greina að dæma um upphæð skaða- bótakröfunnar. 504 Málskostnaður þykir rétt að falli niður. Það vottast að rekstur málsins hefir verið vitalaus. Miðvikudaginn 30. október 1935. Nr. 25/1935. Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson Segn Sigurði Kristinssyni Dómur hæstaréttar: Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, Jón Kjartansson og Valtýr Stefáns- son, er eigi mæta Í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs ef þeir af nýju vilja fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Einnig greiði áfryjendur stefnda, er látið hefir mæta í málinu og krafist ómaksbóta, in solidum 40 krónur í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 30. október 1935. Nr. 50/1935. Árni Sigfússon Segn Víglundi Kristjánssyni Dómur hæstaréttar: Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Árni Sigfússon, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. ot > ut Miðvikudaginn 30. október 1935. Nr. 52/1935. Steinunn P. Bentsdóttir gegn Ólafi Magnússyni . Dómur hæstaréttar: Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Steinunn P. Bentsdóttir, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hún af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Miðvikudaginn 30. október 1935. Nr. 64/1935. Hrefna Sigurgeirsdóttir gegn Hálfdáni Helgasyni Dómur hæstaréttar: Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Hrefna Sigurgeirsdóttir, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hún af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Svo greiði áfrýjandi stefnda, er mætt hefir í mál- inu og krafizt ómaksbóta 20 kr. í ómaksbætur að viðlagðri aðför í lögum. 506 Miðvikudaginn 30. október 1935. Nr. 65/1935. Matthías Hallgrímsson gegn Högna Gunnarssyni. Dómur hæstaréttar: Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Matthías Hallgrímsson, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Miðvikudaginn 30. október. Nr. 68/1935. Guðrún Hjörleifsdóttir segn Ásgeir Guðmundssyni f.h. Axel Heide. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Guðrún Hjörleifsdóttir, er eigi mætir í málinu, greiði 50 kr. aukagjald til ríkissjóðs, ef hún af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. 507 Föstudaginn 1. nóv. 1935. Nr. 56/1935. Hreppsnefnd Gerðahrepps f. h. hreppsins (Einar B. Guðmundsson) segn Sigurbirni Eyjólfssvni (Enginn). Greiðsluskuldbinding stefnds dæmd gild gegn mót- mælum hans. Dómur gestaréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 19. sept. 1933: Stefndur, Sigurbjörn Eyjólfsson, á að vera sýkn af kærum og kröfum stefnanda, hreppsnefndar Gerðahrepps í Gullbringusýslu, í máli þessu. Málskostnaður falli niður. Dómur hæstaréttar. Máli þessu er skotið til hæstaréttar með stefnu útgefinni 11. júní þ. á, að fengnu áfrýjunarlevfi dags. 16. maí s. á. Mál þetta var þingfest 30. sept. þ. á. og hefir stefndi hvorki mætt né mæta látið, enda þótt honum hafi verið löglega stefnt. Hefir málið því verið flutt skriflega samkv. 38. gr. hæstaréttarlaganna og er það dæmt eftir N. L. 1 1--32 og 8. gr. tilsk. 15. ágúst 1832. Áfrýjandi hefir krafizt þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum kr. 500.00 með ö% ársvöxtum frá 8. des. 1932 til greiðsludags og máls- kostnað bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Haustið 1931 veiddi stefndi, ásamt fleirum for- mönnum úr Keflavíkurhreppi fisk með dragnót undan landi Gerðahrepps í Gullbringusýslu og gerð- ist þar með brotlegur við ákvæði reglugerðar nr. 57 frá 11. júlí 1923, er þá var enn í gildi samkvæmt 508 9. gr. laga nr. 55/1933. Rannsókn út af brotum þess- um er hreppsnefnd Gerðahrepps kærði, fór fram í lögreglurétti 26. okt. 1931, en ekki hefir því máli siðan verið hreyft. Hins vegar hélt þáverandi dóms- málaráðherra þann 1. nóv. 1931 fund með hrepps- nefndinni og hinum Þbrotlegu formönnum. þar á meðal stefnda, sem undirgekkst þá, eins og fleiri þeirra, að greiða til Gerðahrepps tiltekna upphæð, kr. 500.00, „svo framarlega sem hreppsnefnd Gerða- hrepps leyfir fyrir sitt leyti og leggur til við at- vinnumálaráðherra, að opnuð sé fyrir dragnótum landhelgin frá Keflavíkurhreppi og að miði Varaós- vitanna saman, enda sé leyfilegt fyrir báta með drag- nætur að liggja á greindri línu og kasta norður“. Af flutningi málsins í héraði verður það ráðið, að stefndi hafi gefið ofannefnt greiðsluloforð með það fyrir augum, að ábyrgð yrði ekki fram komið á hend- ur honum fyrir brot hans á banninu við dragnóta- veiðum. Styðst þetta og við það, að enginn reki hefir verið gerður að því máli, enda þótt nú séu liðin 4 ár síðan brotin voru framin og rannsókn út af þeim fór fram, auk þess sem allur aðdragandinn að lof- orðinu bendir til hins sama. Það verður því að lita svo á, sem þessi forsenda stefnda fyrir greiðslulof- orði hans hafi verið uppfyllt. Í annan stað setti stefndi berum orðum þau skilyrði fyrir greiðslu- skuldbindingu sinni: a) Að hreppsnefnd Gerðahrepps leyfði og legði til, að landhelgin á áðurnefndu svæði vröi opnuð fyrir dragsnótaveiðar, og b) að bátum með dragnætur yrði leyft að liggja á Varaóslinunni og kasta til norðurs frá henni út fyrir hið leyfða svæði. Um a) Í bréfi sínu 29. okt. 1931 bað hreppsnefndin 509 atvinnumálaráðherra að leyfa dragnótaveiðar á nefndu svæði frá þeim degi til 1. desember næstan á eftir. Nú mátti bæði stefnda og hreppsnefndinni vera það kunnugt, að atvinnumálaráðherra hafði skömmu áður, þann 12. okt. 1931, leyft með reglu- gerð nr. 92 dragnótaveiðar í landhelgi undan Kefla- víkurhreppi, þar sem stefndi var búsettur, aðeins frá 15. október til 30. nóvember þetta ákveðna ár. Það var þvi eðlilegt, að hreppsnefndin héldi sér í bréfi sínu 29. okt. 1931 við tímatakmarkið 1. desem- ber s. á. og virðist hún hafa mátt gera ráð fyrir því, að stefndi og félagar hans létu sér nægja með sama tímatakmark, úr því að þeir tóku ekki bein- línis fram hið gagnstæða. Það verður því að líta svo á, að hreppsnefndin hafi að þessu leyti fullnægt þeim skilvrðum, sem stefndi setti fyrir greiðsluloforði sínu til hreppsins. Um b) Hreppsnefndin nefndi þetta atriði að visu ekki í bréfi sinu, og í reglugerðinni frá 2. nóv. 1991. er leyfði dragnótaveiðar á oftnefndu svæði, er ekki heldur að þessu atriði vikið. En bæði er það, að þetta atriði virðist ekki, þegar litið er til alls aðdragandans að greiðsluloforðinu 1. nóv. 1931, svo verulegt, að það skipti máli um gildi skuldbindingarinnar, og svo það, að ekki þykir líklegt, að um það hefði verið fengizt þótt kastað hefði verið í norður frá Varaós- línunni á því mánaðartímabili, er leyfið til dragnóta- veiða á ofannefndu svæði stóð. Það verður því ekki talið, að vanefndir af hálfu hreppsnefndarinnar á þessu atriði geti leyst stefnda undan greiðsluloforði hans. Með því að hinar varnarástæður stlefnda, þær er í hinum áfrýjaða dómi greinir, geta ekki heldur levst stefnda undan oftnefndri skuldbindingu hans, 510 þá verður að dæma hann til að greiða áfrýjanda um- stefndar kr. 500.00 með 5% ársvöxtum frá stefnu- degi, 8. des. 1932, til greiðsludags. Eftir ástæðum þykir rétt að málskostnaður bæði í héraði og fyrir hæstarétti falli niður. Þvi dæmist rétt vera: Stefndi, Sigurbjörn Evjólfsson, formaður í Keflavik, greiði áfrýjanda, hreppsnefnd Gerða- hrepps f h. hreppsins, kr. 500.00 með 5% árs- vöxtum frá 8. des. 1932 til greiðsludags. að við- lagðri aðför að lögum. Málskostnaður bæði í héraði og fyrir hæsta- rétti falli niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Með stefnu útgefinni 8. dezbr. f. á. hefir stefnandinn hreppsnefnd Gerðahrepps í Gullbringusýslu, f. h. hrepps- ins, krafizt þess, að stefndur útgerðarmaður Sigurbjörn Eyjólfsson, Keflavík, verði dæmdur til greiðslu á kr. 500.00 auk 5% ársvaxta frá 1. jan. 1932 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu eða eftir reikningi. Tilefni máls þessa tjáir stefnandinn vera það, að stefndur hafi hinn 1. nóvember 1931 tekizt á hendur skuldbindingu um að greiða ofangreinda upphæð til Gerðahrepps, svo framarlega sem hreppsnefndin leyfði og legði til við atvinnumálaráðherra, að opnuð yrði fyrir dragnótaveiðum landhelgin frá Keflavíkurhreppi og að miði Varaósvitanna, enda þar með leyfilegt fyrir báta með dragnætur, að liggja á greindri línu og kasta norður. - - Þessum skilmálum telur stefnandinn vera fullnægt, og beri þvi stefndum að greiða þá upphæð, sem hann hafi lofað. Stefndur, eða umboðsmaður hans, hefir undir rekstri málsins krafizt algerðrar sýknunar í málinu, og stefn- öll andann dæmdan til þess að greiða málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, aðallega af þeirri á- stæðu, að fyrrgreind skuldbinding stefnda sé með öllu ógild sakir þess, að hún sé gagnstæð lögum og velsæmi, þar sem hreppsnefndin hafi með hinu framlagða skuld- bindingarskjali látið kaupa sig til þess að gera umræddar tillögur til atvinnumálaráðherra, eða ákveðnar tillögur, er hreppsnefndin vitanlega átti að gera eftir beztu sann- færingu og þannig gert sig seka eða brotlega gegn 118. gr., sbr. 145. gr. hinna almennu hegningarlaga. Ennfremur tekur stefndur það fram og upplýsir, að hreppsnefndin hafi þegar 3 dögum áður en stefndur hafi undirskrifað skuldbindingu sína, verið búin að sam- þykkja tillögur til ráðherrans — tillaga hreppsnefndar- arinnar, dags. 29. okt. 1931, en skuldbinding stefnds eigi útgefin fyrr en 1. nóvbr. s. á. og hún bannig látið kaupa sig til að gera það, sem hún þegar, án vitundar stefnds, hafi gert. — Þá heldur stefndur því fram, að tillaga hreppsnefndar til atvinnumálaráðherra, er fyrr greinir, eigi sé Í samræmi við skuldbindingarskjal stefnds, þar sem í henni sé aðeins farið fram á leyfi til dragnótaveiða frá 29. okt. til 1. dez. 1931, í stað óákveðins tíma, samkvæmt skilyrði í skuld- bindingu stefnds, og loks, að hið leyfða dragnótaveiðar- svæði samkvæmt tillögum hreppsnefndar aðeins nái „frá línu, er liggur um hreppamörk Gerðahrepps og Keflavik- urhrepps, að linu, er liggur þannig, að Varaósvitaljósin beri saman“, í stað þess samkvæmt skuldbindingu stefnds, að opnuð sé fyrir dragnótaveiðum landhelgin „frá Kefla- víkurhreppi og að miði Varaósvitanna saman, enda sé leyfilegt fyrir báta með dragnætur að liggja á greindri línu og kasta norður“. Aðalvarnarástæða stefnds eða umboðsmanns hans, verður eigi tekin til greina, sökum þess, að hvorki hrepps- nefndinni í heild sinni eða einstökum meðlimum hennar er ætluð hin umstefnda fjárhæð persónulega sem opinber- um sýslunarmönnum, þótt þannig sé að orði komist i skuldbindingu stefnds, heldur hreppnum eða hreppsfélag- inu til uppbótar fyrir þann fjárhagslega halla, er það verði fyrir vegna fyrirsjáanlegs aflatjóns hreppsbúa á og utan þess svæðis fyrir landi hreppsins, er hin leyfða dragnóta- 512 veiði valdi þeim, er önnur veiðarfæri noti á umræddu fiskisvæði. Það virðist vera nægilega upplýst í málinu, að fyrum- getin tillaga hreppsnefndar um leyfi til dragnótaveiða á umræddu svæði, samþykkt 29. okt. 1931, hafi óbreytt verið send hlutaðeigandi ráðherra, hvort þetta hefir átt sér stað fyrir eða eftir að stefndur undirskrifaði skuld- bindingu sína 1. nóvbr. það ár um fjárgreiðsluna til hreppsins, og eigi verður álitið, gegn mótmælum stefnds, að honum hafi verið kunnugt um innihald tillögu þessar- ar, sem og kemur í bága við skilyrði sett í skuldbindingu hans, en í máli þessu getur aðeins komið til greina, hvort tillaga hreppsnefndar hefir verið í samræmi við skilyrði þessi, en því óviðkomandi hvern framgang tillagan hefði hjá hlutaðeigandi ráðuneyti, eða hvort samþykkt eftir til- lögum hreppsnefndar var lögformleg eða eigi. Með því nú að álíta verður, að ósamræmi það, er fyrr greinir, á tillögu hreppsnefndar og skilyrðum í skuld- bindingu stefnds, sé svo verulegt eða það verið svo þýð- ingarmikið fyrir stefndan, að ganga megi út frá, að stefnd- ur eigi hefði lofað hinni umstefndu fjárhæð, ef hann hefði vitað að svo var, sem hann og hefir haldið fram, virðist eiga að taka kröfu hans um sýknu til greina, bæði að því er aðal- og aukakröfu stefnanda áhrærir, en máls- kostnaður virðist eiga að falla niður. Föstudaginn 1. nóv. 1935. Nr. 57/1985. Hreppsnefnd Gerðahrepps f. h. hreppsins (Einar B. Guðmundsson) gegn Agli Jónassyni (Enginn). Greiðsluskuldbinding stefnds dæmd gild gegn mót- mælum hans. Dómur gestaréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 19. sept. 1933: Stefndur, Egill Jónasson, á að vera sýkn af kærum öl3 og kröfum stefnanda, hreppsnefndar Gerðahrepps í Gull- bringusýslu, í máli þessu. Málskostnaður falli niður. Dómur hæstaréttar. Máli þessu er skotið til hæstaréttar með stefnu útgefinni 11. júní þ. á., að fengnu áfrýjunarleyfi dags. 16. maí s. á. Mál þetta var þingfest 30. sept. þ. á., og hefir stefndi hvorki mætt né mæta látið, enda þótt honum hafi verið löglega stefnt. Hefir málið því verið flutt skriflega samkv. 38. gr. hæstaréttarlaganna og er það dæmt eftir N. L. 1—4-—32 og 8. gr. tilsk. 15. ágúst 1832. Áfrýjandi hefir krafizt þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum kr. 500.00 með 5% ársvöxtum frá 8. des. 1932 til greiðsludags og máls- kostnað bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Haustið 1931 veiddi stefndi, ásamt fleirum for- mönnum úr Keflavíkurhreppi fisk með dragnót undan landi Gerðahrepps í Gullbringusýslu og gerð- ist þar með brotlegur við ákvæði reglugerðar nr 57 frá 11. júlí 1923, er þá var enn í gildi samkvæmt 9. gr. laga nr. 55/1933. Rannsókn út af brotum þess- um, er hreppsnefnd Gerðahrepps kærði, fór fram í lögreglurétti 26. okt. 1931, en ekki hefir því máli síðan verið hreyft. Hins vegar hélt þáverandi dóms- málaráðherra þann 1. nóv. 1981 fund með hrepps- nefndinni og hinum brotlegu formönnum, þar á meðal stefnda, sem undirgekkst þá, eins og fleiri þeirra, að greiða til Gerðahrepps tiltekna upphæð, kr. 500.00, „svo framarlega sem hreppsnefnd Gerða- hrepps leyfir fyrir sitt leyti og leggur til við at- 33 öl4 vinnumálaráðherra, að opnuð sé fyrir dragnótum landhelgin frá Keflavíkurhreppi og að miði Varaós- vitanna saman, enda sé leyfilegt fyrir báta með drag- nætur að liggja á greindri línu og kasta norður“. Af flutningi málsins í héraði verður það ráðið, að stefndi hafi gefið ofannefnt greiðsluloforð með það fyrir augum, að ábyrgð yrði ekki fram komið á hend- ur honum fyrir brot hans á banninu við dragnóta- veiðum. Styðst þetta og við það, að enginn reki hefir verið gerður að því máli, enda þótt nú séu liðin 4 ár síðan brotin voru framin og rannsókn út af þeim fór fram, auk þess sem allur aðdragandinn að lof- orðinu bendir til hins sama. Það verður því að lita svo á, sem þessi forsenda stefnda fyrir greiðslulof- orði hans hafi verið uppfyllt. Í annan stað setti stefndi berum orðum þau skilyrði fyrir greiðslu- skuldbindingu sinni: a) Að hreppsnefnd Gerðahrepps leyfði og legði til, að landhelgin á áðurnefndu svæði yrði opnuð fyrir dragnótaveiðar, og b) að bátum með dragnætur yrði leyft að liggja á Varaóslínunni og kasta til norðurs frá henni út fyrir hið leyfða svæði. Um a) Í bréfi sínu 29. okt. 1931 bað hreppsnefndin atvinnumálaráðherra að leyfa dragnótaveiðar á nefndu svæði frá þeim degi til 1. desember næstan á eftir. Nú mátti bæði stefnda og hreppsnefndinni vera það kunnugt, að atvinnumálaráðherra hafði skömmu áður, þann 12. okt. 1981, leyft með reglu- gerð nr. 92 dragnótaveiðar Í landhelgi undan Kefla- víkurhreppi, þar sem stefndi var búsettur, aðeins frá 15. október til 30. nóvember þetta ákveðna ár. Það var því eðlilegt, að hreppsnefndin héldi sér í bréfi sínu 29. okt. 1931 við tímatakmarkið 1. desem- 515 ber s. á. og virðist hún hafa mátt gera ráð fyrir þvi, að stefndi og félagar hans létu sér nægja með sama tímatakmark, úr því að þeir tóku ekki bein- línis fram hið gagnstæða. Það verður því að líta svo á, að hreppsnefndin hafi að þessu leyti fullnægt þeim skilyrðum, sem stefndi setti fyrir greiðsluloforði sínu til hreppsins. Um b) Hreppsnefndin nefndi þetta atriði að vísu ekki í bréfi sínu, og í reglugerðinni frá 2. nóv. 1931, er leyfði dragnótaveiðar á oftnefndu svæði, er ekki heldur að þessu atriði vikið. En bæði er það, að þetta atriði virðist ekki, þegar litið er til alls aðdragandans að greiðsluloforðinu 1. nóv. 1931, svo verulegt, að það skipti máli um gildi skuldbindingarinnar, og svo það, að ekki þykir líklegt, að um það hefði verið fengizt þótt kastað hefði verið í norður frá Varaós- línunni á því mánaðartímabili, er leyfið til dragnóta- veiða á ofannefndu svæði stóð. Það verður því ekki talið, að vanefndir af hálfu hreppsnefndarinnar á þessu atriði geti leyst stefnda undan greiðsluloforði hans. Með því að hinar varnarástæður stefnda, þær er í hinum áfrýjaða dómi greinir, geta ekki heldur leyst stefnda undan oftnefndri skuldbindingu hans, þá verður að dæma hann til að greiða áfrýjanda um- stefndar kr. 500.00 með 5% ársvöxtum frá stefnu- degi, 8. des. 1932, til greiðsludags. Eftir ástæðum þykir rétt að málskostnaður bæði í héraði og fyrir hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Egill Jónasson, formaður í Keflavík, greiði áfrýjanda, hreppsnefnd Gerðahrepps f. h. öl6 hreppsins, kr. 500.00 með 5% ársvöxtum frá 8. des. 1932 til greiðsludags, að viðlagðri aðför að lögum. Málskostnaður bæði í héraði og fyrir hæsta- rétti falli niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Með stefnu útgefinni 8. dezbr. f. á. hefir stefnandinn hreppsnefnd Gerðahrepps í Gullbringusýslu, f. h. hrepps- ins, krafizt þess, að stefndur útgerðarmaður Egill Jón- asson, Ytri-Njarðvík, verði dæmdur til greiðslu á kr. 500.00 auka 5% ársvaxta frá 1. jan. 1932 til greiðsludags og málskostnaði að skaðlausu eða eftir reikningi. Tilefni máls þessa tjáir stefnandinn vera það, að stefndur hafi hinn 1. nóvember 1931 tekizt á hendur skuldbindingu um að greiða ofangreinda upphæð til Gerðahrepps, svo framarlega sem hreppsnefndin leyfði og legði til við atvinnumálaráðherra, að opnuð yrði fyrir dragnótaveiðum landhelgin frá Keflavikurhreppi og að miði Varaósvitanna, enda þar með leyfilegt fyrir báta með dragnætur, að liggja á greindri línu og kasta norður. — Þessum skilmálum telur stefnandinn vera fullnægt, og beri því stefndum að greiða þá upphæð, sem hann hafi lofað. Stefndur, eða umboðsmaður hans, hefir undir rekstri málsins krafizt algerðrar sýknunar í málinu, og stefn- andann dæmdan til þess að greiða málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, aðallega af þeirri á- stæðu, að fyrrgreind skuldbinding stefnda sé með öllu ógild sakir þess, að hún sé gagnstæð lögum og velsæmi, bar sem hreppsnefndin hafi með hinu framlagða skuld- bindingarskjali látið kaupa sig til þess að gera umræddar tillögur til atvinnumálaráðherra, eða ákveðnar tillögur, er hreppsnefndin vitanlega átti að gera eftir beztu sann- færingu og þannig gert sig seka eða brotlega gegn 118. gr., sbr. 145. gr. hinna almennu hegningarlaga. Ennfremur tekur stefndur það fram og upplýsir, að hreppsnefndin hafi þegar 3 dögum áður en stefndur hafi öl7 undirskrifað skuldbindingu sína, verið búin að sam- þykkja tillögur til ráðherrans — tillaga hreppsnefndar- arinnar, dags. 29. okt. 1931, en skuldbinding stefnds eigi útgefin fyrr en Í. nóvbr. s. á., og hún þannig látið kaupa sig til að gera það, sem hún þegar, án vitundar stefnds, hafi gert. — Þá heldur stefndur því fram, að tillaga hreppsnefndar til atvinnumálaráðherra, er fyrr greinir, eigi sé í samræmi við skuldbindingarskjal stefnds, þar sem í henni sé aðeins farið fram á leyfi til dragnótaveiða frá 29. okt. til 1. dez. 1931, í stað óákveðins tíma, samkvæmt skilyrði í skuld- bindingu stefnds, og loks, að hið leyfða dragnótaveiðar- svæði samkvæmt tillögum hreppsnefndar aðeins nái „frá línu, er liggur um hreppamörk Gerðahrepps og Keflavik- urhrepps, að línu, er liggur þannig, að Varaósvitaljósin beri saman“, í stað þess samkvæmt skuldbindingu stefnds, að opnuð sé fyrir dragnótaveiðum landhelgin „frá Kefla- vikurhreppi og að miði Varaósvitanna saman, enda sé leyfilegt fyrir báta með dragnætur að liggja á greindri linu og kasta norður“. Aðalvarnarástæða stefnds eða umboðsmanns hans, verður eigi tekin til greina, sökum þess, að hvorki hrepps- nefndinni í heild sinni eða einstökum meðlimum hennar er ætluð hin umstefnda fjárhæð persónulega sem opinber- um sýslunarmönnum, þótt þannig sé að orði komist í skuldbindingu stefnds, heldur hreppnum eða hreppsfélag- inu til uppbótar fyrir þann fjárhagslega halla, er það verði fyrir vegna fyrirsjáanlegs aflatjóns hreppsbúa á og utan þess svæðis fyrir landi hreppsins, er hin leyfða dragnóta- veiði valdi þeim, er önnur veiðarfæri noti á umræddu fiskisvæði. Það virðist vera nægilega upplýst í málinu, að fyrum- getin tillaga hreppsnefndar um leyfi til dragnótaveiða á umræddu svæði, samþykkt 29. okt. 1931, hafi óbreytt verið send hlutaðeigandi ráðherra, hvort þetta hefir átt sér stað fyrir eða eftir að stefndur undirskrifaði skuld- bindingu sína 1. nóvbr. það ár um fjárgreiðsluna til hreppsins, og eigi verður álitið, gegn mótmælum stefnds, að honum hafi verið kunnugt um innihald tillögu þessar- ar, sem og kemur í bága við skilyrði sett í skuldbindingu hans, en í máli þessu getur aðeins komið til greina, hvort öl8 tillaga hreppsnefndar hefir verið í samræmi við skilyrði þessi, en því óviðkomandi hvern framgang tillagan hefði hjá hlutaðeigandi ráðuneyti, eða hvort samþykkt eftir til- lögum hreppsnefndar var lögformleg eða eigi. Með þvi nú að álita verður, að ósamræmi það, er fyrr greinir, á tillögu hreppsnefndar og skilyrðum í skuld- bindingu stefnds, sé svo verulegt eða það verið svo þýð- ingarmikið fyrir stefndan, að ganga megi út frá, að stefnd- ur eigi hefði lofað hinni umstefndu fjárhæð, ef hann hefði vitað að svo var, sem hann og hefir haldið fram, virðist eiga að taka kröfu hans um sýknu til greina, bæði að því er aðal- og aukakröfu stefnanda áhrærir, en máls- kostnaður virðist eiga að falla niður. Föstudaginn 1. nóv. 1935. Nr. 58/1935. Hreppsnefnd Gerðahrepps f. h. hreppsins (Einar B. Guðmundsson) Segn Ólafi Bjarnasyni (Enginn). Greiðsluskuldbinding stefnds dæmd gild gegn mót- mælum hans. Dómur gestaréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 19. sept. 1933: Stefndur, Ólafur Bjarnason, á að vera sýkn af kær- um og kröfum stefnanda, hreppsnefndar Gerðahrepps í Gullbringusýslu, í máli þessu. Málskostnaður falli niður. Dómur hæstaréttar. Máli þessu er skotið til hæstaréttar með stefnu útgefinni 11. júní þ. á, að fengnu áfrýjunarleyfi dags. 16. maí s. á. Mál þetta var þingfest 30 sept þ. á. og hefir stefndi hvorki mætt né mæta látið, enda þótt honum 519 hafi verið löglega stefnt. Hefir málið því verið flutt skriflega samkv. 38. gr. hæstaréttarlaganna og er það dæmt eftir N. L. 1-4-—32 og 8. gr. tilsk. 15. ágúst 1832. Áfrýjandi hefir krafizt þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum kr. 500.00 með 5“ ársvöxtum frá 8. des. 1932 til greiðsludags og máls- kostnað bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Haustið 1931 veiddi stefndi, ásamt fleirum for- mönnum úr Keflavikurhreppi fisk með dragnót undan landi Gerðahrepps í Gullbringusýslu og gerð- ist þar með brotlegur við ákvæði reglugerðar nr. 57 frá 11. júlí 1923, er þá var enn í gildi samkvæmt 9. gr. laga nr. 55/1933. Rannsókn út af brotum þess- um, er hreppsnefnd Gerðahrepps kærði, fór fram í lögreglurétti 26. okt. 1931, en ekki hefir því máli síðan verið hreyft. Hins vegar hélt þáverandi dóms- málaráðherra þann 1. nóv. 1931 fund með hrepps- nefndinni og hinum Þbrotlegu formönnum, þar á meðal stefnda, sem undirgekkst þá, eins og fleiri þeirra, að greiða til Gerðahrepps tiltekna upphæð, kr. 500.00, „svo framarlega sem hreppsnefnd Gerða- hrepps leyfir fyrir sitt leyti og leggur til við at- vinnumálaráðherra, að opnuð sé fyrir dragnótum landhelgin frá Keflavíkurhreppi og að miði Varaós- vitanna saman, enda sé leyfilegt fyrir báta með drag- nætur að liggja á greindri línu og kasta norður“. Af flutningi málsins í héraði verður það ráðið, að stefndi hafi gefið ofannefnt greiðsluloforð með það fyrir augum, að ábyrgð yrði ekki fram komið á hend- ur honum fyrir brot hans á banninu við dragnóta- veiðum. Styðst þetta og við það, að enginn reki hefir verið gerður að því máli, enda þótt nú séu liðin 4 520 ár síðan brotin voru framin og rannsókn út af þeim fór fram, auk þess sem allur aðdragandinn að lof- orðinu bendir til hins sama. Það verður því að líta svo á, sem þessi forsenda stefnda fyrir greiðslulof- orði hans hafi verið uppfyllt. Í annan stað setti stefndi berum orðum þau skilyrði fyrir greiðslu- skuldbindingu sinni: a) Að hreppsnefnd Gerðahrepps leyfði og legði til, að landhelgin á áðurnefndu svæði yrði opnuð fyrir dragnótaveiðar, og b) að bátum með dragnætur yrði leyft að liggja á Varaóslinunni og kasta til norðurs frá henni út fyrir hið leyfða svæði. Um a) Í bréfi sínu 29. okt. 1931 bað hreppsnefndin atvinnumálaráðherra að leyfa dragnótaveiðar á nefndu svæði frá þeim degi til 1. desember næstan á eftir. Nú mátti bæði stefnda og hreppsnefndinni vera það kunnugt, að atvinnumálaráðherra hafði skömmu áður, þann 12. okt. 1931, leyft með reglu- gerð nr. 92 dragnótaveiðar í landhelgi undan Kefla- víkurhreppi, þar sem stefndi var búsettur, aðeins frá 15. október til 30. nóvember þetta ákveðna ár. Það var því eðlilegt, að hreppsnefndin héldi sér í bréfi sínu 29. okt. 1931 við tímatakmarkið 1. desem- ber s. á., og virðist hún hafa mátt gera ráð fyrir því, að stefndi og félagar hans létu sér nægja með sama tímatakmark, úr því að þeir tóku ekki bein- línis fram hið gagnstæða. Það verður því að líta svo á, að hreppsnefndin hafi að þessu leyti fullnægt þeim skilyrðum, sem stefndi setti fyrir greiðsluloforði sínu til hreppsins. Um b) Hreppsnefndin nefndi þetta atriði að vísu ekki í bréfi sinu, og í reglugerðinni frá 2. nóv. 1981, er leyfði dragnótaveiðar á oftnefndu svæði, er ekki ö2l heldur að þessu atriði vikið. En bæði er það, að þetta atriði virðist ekki, þegar litið er til alls aðdragandans að greiðsluloforðinu 1. nóv. 1931, svo verulegt, að það skipti máli um gildi skuldbindingarinnar, og svo Það, að ekki þykir líklegt, að um það hefði verið fengizt þótt kastað hefði verið í norður frá Varaós- línunni á því mánaðartímabili, er leyfið til dragnóta- veiða á ofannefndu svæði stóð. Það verður því ekki talið, að vanefndir af hálfu hreppsnefndarinnar á þessu atriði geti leyst stefnda undan greiðsluloforði hans. Með því að hinar varnarráðstafanir stefnda, þær er í hinum áfryjaða dómi greinir, geta ekki heldur leyst stefnda undan oftnefndri skuldbindingu hans, þá verður að dæma hann til að greiða áfrýjanda um- stefndar kr. 500.00 með 5% ársvöxtum frá stefnu- degi, 8. des. 1932, til greiðsludags. Eftir ástæðum þykir rétt að málskostnaður bæði í héraði og fyrir hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Ólafur Bjarnason, formaður í Kefla- vík, greiði áfrýjanda, hreppsnefnd Gerðahrepps f. h. hreppsins, kr. 500.00 með 5% ársvöxtum frá 8. des. 1932 til greiðsludags, að viðlagðri aðför að lögum. Málskostnaður bæði í héraði og fyrir hæsta- rétti falli niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Með stefnu útgefinni 8. dezbr. f. á. hefir stefnandinn hreppsnefnd Gerðahrepps í Gullbringusýslu, f. h. hrepps- ins, krafizt þess, að stefndur útgerðarmaður, Ólafur 522 Bjarnason, verði dæmdur til greiðslu á kr. 500.00 auk 5% ársvaxta frá 1. jan. 1932 til greiðsludags og málskostnaði að skaðlausu eða eftir reikningi. Tilefni máls þessa tjáir stefnandinn vera það, að stefndur hafi hinn 1. nóvember 1931 tekizt á hendur skuldbindingu um að greiða ofangreinda upphæð til Gerðahrepps, svo framarlega sem hreppsnefndin leyfði og legði til við atvinnumálaráðherra, að opnuð yrði fyrir dragnótaveiðum landhelgin frá Keflavikurhreppi og að miði Varaósvitanna, enda þar með leyfilegt fyrir báta með dragnætur, að liggja á greindri linu og kasta norður. — Þessum skilmálum telur stefnandinn vera fullnægt, og beri því stefndum að greiða þá upphæð, sem hann hafi lofað. Stefndur, eða umboðsmaður hans, hefir undir rekstri málsins krafizt algerðrar sýknunar í málinu, og stefn- andann dæmdan til þess að greiða málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, aðallega af þeirri á- stæðu, að fyrrgreind skuldbinding stefnda sé með öllu ógild sakir þess, að hún sé gagnstæð lögum og velsæmi, þar sem hreppsnefndin hafi með hinu framlagða skuld- bindingarskjali látið kaupa sig til þess að gera umræddar tillögur til atvinnumálaráðherra, eða ákveðnar tillögur, er hreppsnefndin vitanlega átti að gera eftir beztu sann- færingu og þannig gert sig seka eða brotlega gegn 118. gr., sbr. 145. gr. hinna almennu hegningarlaga. Ennfremur tekur stefndur það fram og upplýsir, að hreppsnefndin hafi þegar 3 dögum áður en stefndur hafi undirskrifað skuldbindingu sina, verið búin að sam- þykkja tillögur til ráðherrans — tillaga hreppsnefndar- arinnar, dags. 29. okt. 1931, en skuldbinding stefnds eigi útgefin fyrr en 1. nóvbr. s. á, og hún þannig látið kaupa sig til að gera það, sem hún þegar, án vitundar stefnds, hafi gert. — Þá heldur stefndur því fram, að tillaga hreppsnefndar til atvinnumálaráðherra, er fyrr greinir, eigi sé í samræmi við skuldbindingarskjal stefnds, þar sem í henni sé aðeins farið fram á leyfi til dragnótaveiða frá 29. okt. til 1. dez. 1931, í stað óákveðins tíma, samkvæmt skilyrði í skuld- bindingu stefnds, og loks, að hið leyfða dragnótaveiðar- svæði samkvæmt tillögum hreppsnefndar aðeins nái „frá 523 línu, er liggur um hreppamörk Gerðahrepps og Keflavik- urhrepps, að línu, er liggur þannig, að Varaósvitaljósin beri saman“, í stað þess samkvæmt skuldbindingu stefnds, að opnuð sé fyrir dragnótaveiðum landhelgin „frá Kefla- víkurhreppi og að miði Varaósvitanna saman, enda sé leyfilegt fyrir báta með dragnætur að liggja á greindri linu og kasta norður“. Aðalvarnarástæða stefnds eða umboðsmanns hans, verður eigi tekin til greina, sökum þess, að hvorki hrepps- nefndinni í heild sinni eða einstökum meðlimum hennar er ætluð hin umstefnda fjárhæð persónulega sem opinber- um sýslunarmönnum, þótt þannig sé að orði komist í skuldbindingu stefnds, heldur hreppnum eða hreppsfélag- inu til uppbótar fyrir þann fjárhagslega halla, er það verði fyrir vegna fyrirsjáanlegs aflatjóns hreppsbúa á og utan þess svæðis fyrir landi hreppsins, er hin leyfða dragnóta- veiði valdi þeim, er önnur veiðarfæri noti á umræddu fiskisvæði. Það virðist vera nægilega upplýst i málinu, að fyrum- getin tillaga hreppsnefndar um leyfi til dragnótaveiða á umræddu svæði, samþykkt 29. okt. 1931, hafi óbreytt verið send hlutaðeigandi ráðherra, hvort þetta hefir átt sér stað fyrir eða eftir að stefndur undirskrifaði skuld- bindingu sina 1. nóvbr. það ár um fjárgreiðsluna til hreppsins, og eigi verður álitið, gegn mótmælum stefnds, að honum hafi verið kunnugt um innihald tillögu þessar- ar, sem og kemur í bága við skilyrði sett í skuldbindingu hans, en í máli þessu getur aðeins komið til greina, hvort tillaga hreppsnefndar hefir verið í samræmi við skilyrði þessi, en því óviðkomandi hvern framgang tillagan hefði hjá hlutaðeigandi ráðuneyti, eða hvort samþykkt eftir til- lögum hreppsnefndar var lögformleg eða eigi. Með því nú að álita verður, að ósamræmi það, er fyrr greinir, á tillögu hreppsnefndar og skilyrðum í skuld- bindingu stefnds, sé svo verulegt eða það verið svo þýð- ingarmikið fyrir stefndan, að ganga megi út frá, að stefnd- ur eigi hefði lofað hinni umstefndu fjárhæð, ef hann hefði vitað að svo var, sem hann og hefir haldið fram, virðist eiga að taka kröfu hans um sýknu til greina, bæði að því er aðal- og aukakröfu stefnanda áhrærir, en máls- kostnaður virðist eiga að falla niður. 524 Mánudaginn 4. nóv. 1935. Nr. 59/1935. Hreppsnefnd Gerðahrepps f. h. hreppsins (Einar B. Guðmundsson) Segn Albert Ólafssyni (Enginn). Greiðsluskuldbinding stefnds dæmd gild gegn mót- mælum hans. Dómur gestaréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 19. sept. 1933: Stefndur, Albert Ólafsson, á að vera sýkn af kær- um og kröfum stefnanda, hreppsnefndar Gerðahrepps í Gullbringusýslu, í máli þessu. Málskostnaður falli niður. Dómur hæstaréttar. Máli þessu er skotið til hæstaréttar með stefnu útgefinni 11. júni þ. á. að fengnu áfrýjunarleyfi dags. 16. maí s. á. Mál þetta var þingfest 30. sept. þ. á. og hefir stefndi hvorki mætt né mæta látið, enda þótt honum hafi verið löglega stefnt. Hefir málið því verið flutt skriflega samkv. 38. gr. hæstaréttarlaganna og er það dæmt eftir N. L. 1—4-—32 og 8. gr. tilsk. 15. ágúst 1832. Áfrýjandi hefir krafizt þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum kr. 500.00 með 5% ársvöxtum frá 8. des. 1932 til greiðsludags og máls- kostnað bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Haustið 1931 veiddi stefndi, ásamt fleirum for- mönnum úr Keflavikurhreppi fisk með dragnót undan landi Gerðahrepps í Gullbringusýslu og gerð- ist þar með brotlegur við ákvæði reglugerðar nr. 57 frá 11. júlí 1932, er þá var enn í gildi samkvæmt 525 9. gr. laga nr. 55/1933. Rannsókn út af brotum þess- um, er hreppsnefnd Gerðahrepps kærði, fór fram í lögreglurétti 26. okt. 1931, en ekki hefir því máli síðan verið hreyft. Hins vegar hélt þáverandi dóms- málaráðherra þann 1. nóv. 1931 fund með hrepps- nefndinni og hinum brotlegu formönnum, þar á meðal stefnda, sem undirgekkst þá, eins og fleiri Þeirra, að greiða til Gerðahrepps tiltekna upphæð, kr. 500.00, „svo framarlega sem hreppsnefnd Gerða- hrepps leyfir fyrir sitt leyti og leggur til við at- vinnumálaráðherra, að opnuð sé fyrir dragnótum landhelgin frá Keflavikurhreppi og að miði Varaós- vilanna saman, enda sé leyfilegt fyrir báta með drag- nætur að liggja á greindri linu og kasta norður“. Af flutningi málsins í héraði verður það ráðið, að stefndi hafi gefið ofannefnt greiðsluloforð með það fyrir augum, að ábyrgð yrði ekki fram komið á hend- ur honum fyrir brot hans á banninu við dragnóta- veiðum. Styðst þetta og við það, að enginn reki hefir verið gerður að þvi máli, enda þótt nú séu liðin 4 ár síðan brotin voru framin og rannsókn út af þeim fór fram, auk þess sem allur aðdragandinn að lof- orðinu bendir til hins sama. Það verður því að líta svo á, sem þessi forsenda stefnda fyrir greiðslulof- orði hans hafi verið uppfyllt. Í annan stað setti stefndi berum orðum þau skilvrði fyrir greiðslu- skuldbindingu sinni: a) Að hreppsnefnd Gerðahrepps leyfði og legði til, að landhelgin á áðurnefndu svæði vrði opnuð fyrir dragnótaveiðar, og b) að bátum með dragnætur yrði leyft að liggja á Varaóslinunni og kasta til norðurs frá henni út fvrir hið leyvfða svæði. Um a) Í bréfi sínu 29. okt. 1931 bað hreppsnefndin 526 atvinnumálaráðherra að leyfa dragnótaveiðar á nefndu svæði frá þeim degi til 1. desember næstan á eftir. Nú mátti bæði stefnda og hreppsnefndinni vera það kunnugt, að atvinnumálaráðherra hafði skömmu áður, þann 12. okt. 1931, leyft með reglu- gerð nr. 92 dragnótaveiðar í landhelgi undan Kefla- vikurhreppi, þar sem stefndi var búsettur, aðeins frá 15. október til 30. nóvember þetta ákveðna ár. Það var því eðlilegt, að hreppsnefndin héldi sér í bréfi sinu 29. okt. 1931 við tímatakmarkið 1. desem- ber s. á. og virðist hún hafa mátt gera ráð fyrir þvi, að stefndi og félagar hans létu sér nægja með sama timatakmark, úr því að þeir tóku ekki bein- línis fram hið gagnstæða. Það verður því að lita svo á, að hreppsnefndin hafi að þessu leyti fullnægt þeim skilyrðum, sem stefndi setti fyrir greiðsluloforði sin util hreppsins. Um b) Hreppsnefndin nefndi þetta atriði að visu ekki í bréfi sinu, og í reglugerðinni frá 2. nóv. 1931, er leyfði dragnótaveiðar á oftnefndu svæði, er ekki heldur að þessu atriði vikið. En bæði er það, að þetta atriði virðist ekki, þegar litið er til alls aðdragandans að greiðsluloforðinu 1. nóv. 1931, svo verulegt, að það skipti máli um gildi skuldbindingarinnar, og svo það, að ekki þvkir líklegt, að um það hefði verið fengizt þótt kastað hefði verið í norður frá Varaós- linunni á því mánaðartimabili, er leyfið til dragnóta- veiða á ofannefndu svæði stóð. Það verður því ekki talið, að vanefndir af hálfu hreppsnefndarinnar á þessu atriði geti leyst stefnda undan greiðsluloforði hans. Með því að hinar varnarástæður stefnda, þær er í hinum áfrýjaða dómi greinir, geta ekki held- ur leyst stefnda undan oftnefndri skuldbindingu ö2/ hans, þá verður að dæma hann til að greiða á- frýjanda umstefndar kr. 500.00 með 5% ársvöxt- um frá stefnudegi, 8. des. 1932, til greiðsludags. Eftir ástæðum þykir rétt að málskostnaður bæði í héraði og fyrir hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Albert Ólafsson, formaður í Keflavík, greiði áfrýjanda, hreppsnefnd Gerðahrepps f. h. hreppsins, kr. 500.00 með 5% ársvöxtum frá 8. des. 1932 til greiðsludags, að viðlagðri aðför að lögum. Málskostnaður bæði í héraði og fyrir hæsta- rétti falli niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Með stefnu útgefinni 8. dezbr. f. á. hefir stefnandinn hreppsnefnd Gerðahrepps í Gullbringusýslu, f. h. hrepps- ins, krafizt þess, að stefndur útgerðarmaður, Albert Ólafsson, verði dæmdur til greiðslu á kr. 500.00 auk 5% ársvaxta frá 1. jan. 1932 til greiðsludags og málskostnaði að skaðlausu eða eftir reikningi. Tilefni máls þessa tjáir stefnandinn vera það, að stefndur hafi hinn 1. nóvember 1931 tekizt á hendur skuldbindingu um að greiða ofangreinda upphæð til Gerðahrepps, svo framarlega sem hreppsnefndin leyfði og legði til við atvinnumálaráðherra, að opnuð yrði fyrir dragnótaveiðum landhelgin frá Keflavíkurhreppi og að miði Varaðsvitanna, enda þar með leyfilegt fyrir báta með dragnætur, að liggja á greindri linu og kasta norður. — Þessum skilmálum telur stefnandinn vera fullnægt, og beri því stefndum að greiða þá upphæð, sem hann hafi lofað. Stefndur, eða umboðsmaður hans, hefir undir rekstri málsins krafizt algerðrar sýknunar í málinu, og stefn- 528 andann dæmdan til þess að greiða málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, aðallega af þeirri á- stæðu, að fyrrgreind skuldbinding stefnda sé með öllu ógild sakir þess, að hún sé gagnstæð lögum og velsæmi, þar sem hreppsnefndin hafi með hinu framlagða skuld- bindingarskjali látið kaupa sig til þess að gera umræddar tillögur til atvinnumálaráðherra, eða ákveðnar tillögur, er hreppsnefndin vitanlega átti að gera eftir beztu sann- færingu og þannig gert sig seka eða brotlega gegn 118. gr., sbr. 145. gr. hinna almennu hegningarlaga. Ennfremur tekur stefndur það fram og upplýsir, að hreppsnefndin hafi þegar 3 dögum áður en stefndur hafi undirskrifað skuldbindingu sína, verið búin að sam- Þþvkkja tillögur til ráðherrans — tillaga hreppsnefndar- arinnar, dags. 29. okt. 1931, en skuldbinding stefnds eigi útgefin fyrr en 1. nóvbr. s. á, og hún þannig látið kaupa sig til að gera það, sem hún þegar, án vitundar stefnds, hafi gert. — Þá heldur stefndur því fram, að tillaga hreppsnefndar til atvinnumálaráðherra, er fyrr greinir, eigi sé í samræmi við skuldbindingarskjal stefnds, þar sem í henni sé aðeins farið fram á leyfi til dragnótaveiða frá 29. okt. til 1. dez. 1931, í stað óákveðins tima, samkvæmt skilyrði í skuld- bindingu stefnds, og loks, að hið leyfða dragnótaveiðar- svæði samkvæmt tillögum hreppsnefndar aðeins nái „frá línu, er liggur um hreppamörk Gerðahrepps og Keflavíik- urhrepps, að línu, er liggur þannig, að Varaósvitaljósin beri saman“, í stað þess samkvæmt skuldbindingu stefnds, að opnuð sé fyrir dragnótaveiðum landhelgin „frá Kefla- vikurhreppi og að miði Varaósvitanna saman, enda sé leyfilegt fyrir báta með dragnætur að liggja á greindri linu og kasta norður“. Aðalvarnarástæða stefnds eða umboðsmanns hans. verður eigi tekin til greina, sökum þess, að hvorki hrepps- nefndinni í heild sinni eða einstökum meðlimum hennar er ætluð hin umstefnda fjárhæð persónulega sem opinber- um sýslunarmönnum, þótt þannig sé að orði komist í skuldbindingu stefnds, heldur hreppnum eða hreppsfélag- inu til uppbótar fyrir þann fjárhagslega halla, er það verði fyrir vegna fyrirsjáanlegs aflatjóns hreppsbúa á og utan þess svæðis fyrir landi hreppsins, er hin leyfða dragnóta- 529 veiði valdi þeim, er önnur veiðarfæri noti á umræddu fiskisvæði. Það virðist vera nægilega upplýst í málinu, að fyrum- getin tillaga hreppsnefndar um leyfi til dragnótaveiða á umræddu svæði, samþykkt 29. okt. 1931, hafi óbreytt verið send hlutaðeigandi ráðherra, hvort þetta hefir átt sér stað fyrir eða eftir að stefndur undirskrifaði skuld- bindingu sína 1. nóvbr. það ár um fjárgreiðsluna til hreppsins, og eigi verður álitið, gegn mótmælum stefnds, að honum hafi verið kunnugt um innihald tillögu þessar- ar, sem og kemur í bága við skilyrði sett í skuldbindingu hans, en í máli þessu getur aðeins komið til greina, hvort tillaga hreppsnefndar hefir verið í samræmi við skilyrði þessi, en því óviðkomandi hvern framgang tillagan hefði hjá hlutaðeigandi ráðuneyti, eða hvort samþykkt eftir til- lögum hreppsnefndar var lögformleg eða eigi. Með því nú að álita verður, að ósamræmi það, er fyrr greinir, á tillögu hreppsnefndar og skilyrðum í skuld- bindingu stefnds, sé svo verulegt eða það verið svo byýð- ingarmikið fyrir stefndan, að ganga megi út frá, að stefnd- ur eigi hefði lofað hinni umstefndu fjárhæð, ef hann hefði vitað að svo var, sem hann og hefir haldið fram, virðist eiga að taka kröfu hans um sýknu til greina, bæði að þvi er aðal- og aukakröfu stefnanda áhrærir, en máls- kostnaður virðist eiga að falla niður. Mánudaginn 4. nóv. 1935. Nr. 60/1935. Hreppsnefnd Gerðahrepps f. h. hreppsins (Einar B. Guðmundsson) Segn Albert Bjarnasyni (Enginn). Greiðsluskuldbindings stefnds dæmd gild gegn mót- mælum hans. Dómur gestaréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 19. sept. 1933: Stefndur, Albert Bjarnason, á að vera sýkn af kær- 34 590 um og kröfum stefnanda, hreppsnefndar Gerðahrepps í Gullbringusýslu, í máli þessu. Málskostnaður falli niður. Dómur hæstaréttar. Máli þessu er skotið til hæstaréttar með stefnu útgefinni 11. júní þ. á., að fengnu áfrýjunarleyfi dags. 16. maí s. á. Mál þetta var þingfest 30. sept. þ. á., og hefir stefndi hvorki mætt né mæta látið, enda þótt honum hafi verið löglega stefnt. Hefir málið því verið flutt skriflega samkv. 38. gr. hæstaréttarlaganna og er það dæmt eftir N. L. 1—4—32 og 8. gr. tilsk. 15. ágúst 1832. Áfrýjandi hefir krafizt þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum kr. 500.00 með 5% ársvöxtum frá 8. des. 1932 til greiðsludags og máls- kostnað bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Haustið 1931 veiddi stefndi, ásamt fleirum for- mönnum úr Keflavíkurhreppi fisk með dragnót undan landi Gerðahrepps í Gullbringusýslu og gerð- ist þar með brotlegur við ákvæði reglugerðar nr 57 frá 11. júlí 1923, er þá var enn í gildi samkvæmt 9. gr. laga nr. 55/1933. Rannsókn út af brotum þess- um, er hreppsnefnd Gerðahrepps kærði, fór fram í lögreglurétti 26. okt. 1931, en ekki hefir því máli síðan verið hreyft. Hins vegar hélt þáverandi dóms- málaráðherra þann 1. nóv. 1931 fund með hrepps- nefndinni og hinum brotlegu formönnum þar á meðal stefnda, sem undirgekkst þá, eins og fleiri þeirra, að greiða til Gerðahrepps tiltekna upphæð, kr. 500.00, „svo framarlega sem hreppsnefnd Gerða- hrepps leyfir fyrir sitt leyti og leggur til við at- 531 vinnumálaráðherra, að opnuð sé fyrir dragnótum landhelgin frá Keflavikurhreppi og að miði Varaós- vitanna saman enda sé leyfilegt fyrir báta með drag- nætur að liggja á greindri línu og kasta norður“. Af flutningi málsins í héraði verður það ráðið, að stefndi hafi gefið ofannefnt greiðsluloforð með það fyrir augum, að ábyrgð yrði ekki fram komið á hend- ur honum fyrir brot hans á banninu við dragnóta- veiðum. Styðst þetta og við það, að enginn reki hefir verið gerður að því máli, enda þótt nú séu liðin 4 ár síðan brotin voru framin og rannsókn út af þeim fór fram, auk þess sem allur aðdragandinn að lof- orðinu bendir til hins sama. Það verður því að líta svo á, sem þessi forsenda stefnda fyrir greiðslulof- orði hans hafi verið uppfyllt. Í annan stað setti stefndi berum orðum þau skilyrði fyrir greiðslu- skuldbindingu sinni: a) Að hreppsnefnd Gerðahrepps leyfði og legði til, að landhelgin á áðurnefndu svæði yrði opnuð fyrir dragnótaveiðar, og b) að bátum með dragnætur yrði leyft að lHggja á Varaóslinunni og kasta til norðurs frá henni út fyrir hið leyfða svæði Um a) Í bréfi sínu 29 okt. 1931 bað hreppsnefndin atvinnnumálaráðherra að leyfa dragnótaveiðar á nefndu svæði frá þeim degi til 1. desember næstan á eftir. Nú mátti bæði stefnda og hreppsnefndinni vera það kunnugt, að atvinnumálaráðherra hafði skömmu áður, þann 12. okt. 1931, leyft með reglu- gerð nr. 92 dragnótaveiðar í landhelgi undan Kefla- víkurhreppi, þar sem stefndi var búsettur, aðeins frá 15. október til 30. nóvember þetta ákveðna ár. Það var því eðlilegt, að hreppsnefndin héldi sér í bréfi sinu 29. okt. 1931 við tímatakmarkið 1. desem- 532 ber s. á. og virðist hún hafa matt gera ráð fyrir þvi að stefndi og félagar hans létu sér nægja með sama tímatakmark úr því að þeir tóku ekki bein- linis fram hið gagnstæða. Það verður því að lita svo á, að hreppsnefndin hafi að þessu leyti fullnægt þeim skilyrðum, sem stefndi setti fyrir greiðsluloforði sinu til hreppsins. Um b) Hreppsnefndin nefndi þetta atriði að vísu ekki í bréfi sinu, og í reglugerðinni frá 2 nóv. 1931, er leyfði dragnótaveiðar á oftnefndu svæði, er ekki heldur að þessu atriði vikið. En bæði er það, að þetta atriði virðist ekki, þegar litið er til alls aðdragandans að greiðsluloforðinu 1. nóv. 1931, svo verulegt, að það skipti máli um gildi skuldbindingarinnar, og svo það að ekki þykir líklegt að um það hefði verið fengizt þótt kastað hefði verið í norður frá Varaós- línunni á því mánaðartímabili, er leyfið til dragnóta- veiða á ofannefndu svæði stóð. Það verður því ekki talið, að vanefndir af hálfu hreppsnefndarinnar á þessu atriði geti levst stefnda undan greiðsluloforði hans. Með því að hinar varnarástæður stefnda, þær er í hinum áfryjaða dómi greinir, geta ekki heldur leyst stefnda undan oftnefndri skuldbindingu hans. þá verður að dæma hann til að greiða áfrýjanda um- stefndar kr. 500.00 með 5% ársvöxtum frá stefnu- degi, 8. des. 1932, til greiðsludags. Eftir ástæðum þykir rétt að málskostnaður bæði í héraði og fvrir hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Albert Bjarnason, formaður í Kefla- vík, greiði áfrýjanda, hreppsnefnd Gerðahrepps öð3 f. h. hreppsins, kr. 500.00 með 59c ársvöxtum frá 8. des. 1932 til greiðsludags, að viðlagðr, aðför að lögum. Málskostnaður bæði í héraði og fyrir hæsta- rétti falli niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Með stefnu útgefinni 8. dezbr. f. á. hefir stefnandinn hreppsnefnd Gerðahrepps í Gullbringusýslu, f. h. hrepps- ins, krafizt þess, að stefndur útgerðarmaður, Albert Bjarnason, verði dæmdur til greiðslu á kr. 500.00 auk 5% ársvaxta frá 1. jan. 1932 til greiðsludags og málskostnaði að skaðlausu eða eftir reikningi. Tilefni máls þessa tjáir stefnandinn vera það, að stefndur hafi hinn 1. nóvember 1931 tekizt á hendur skuldbindingu um að greiða ofangreinda upphæð til Gerðahrepps, svo framarlega sem hreppsnefndin leyfði og legði til við atvinnumálaráðherra, að opnuð yrði fyrir dragnótaveiðum landhelgin frá Keflavíkurhreppi og að miði Varaósvitanna, enda þar með leyfilegt fyrir báta með dragnætur, að liggja á greindri línu og kasta norður. — Þessum skilmálum telur stefnandinn vera fullnægt, og beri þvi stefndum að greiða þá upphæð, sem hann hafi lofað. Stefndur, eða umboðsmaður hans, hefir undir rekstri málsins krafizt algerðrar sýknunar í málinu, og stefn- andann dæmdan til þess að greiða málskostnað samkvæmt Íramlögðum málskostnaðarreikningi, aðallega af þeirri á- stæðu, að fyrrgreind skuldbinding stefnda sé með öllu ógild sakir þess, að hún sé gagnstæð lögum og velsæmi, þar sem hreppsnefndin hafi með hinu framlagða skuld- bindingarskjali látið kaupa sig til þess að gera umræddar tillögur til atvinnumálaráðherra, eða ákveðnar tillögur, er hreppsnefndin vitanlega átti að gera eftir beztu sann- færingu og þannig gert sig seka eða brotlega gegn 118. gr., sbr. 145. gr. hinna almennu hegningarlaga. Ennfremur tekur stefndur það fram og upplýsir, að hreppsnefndin hafi þegar 3 dögum áður en stefndur hafi 5ðd undirskrifað skuldbindingu sína, verið búin að sam- þykkja tillögur til ráðherrans — tillaga hreppsnefndar- arinnar, dags. 29. okt. 1931, en skuldbinding stefnds eigi útgefin fyrr en 1. nóvbr. s. á., og hún þannig látið kaupa sig til að gera það, sem hún þegar, án vitundar stefnds, hafi gert. — Þá heldur stefndur því fram, að tillaga hreppsnefndar til atvinnumálaráðherra, er fyrr greinir, eigi sé í samræmi við skuldbindingarskjal stefnds, þar sem í henni sé aðeins farið fram á leyfi til dragnótaveiða frá 29. okt. til 1. dez. 1931, í stað óákveðins tíma, samkvæmt skilyrði í skuld- bindingu stefnds, og loks, að hið leyfða dragnótaveiðar- svæði samkvæmt tillögum hreppsnefndar aðeins nái „frá línu, er liggur um hreppamörk Gerðahrepps og Keflavík- urhrepps, að línu, er liggur þannig, að Varaósvitaljósin beri saman“, í stað þess samkvæmt skuldbindingu stefnds, að opnuð sé fyrir dragnótaveiðum landhelgin „frá Kefla- víkurhreppi og að miði Varaósvitanna saman, enda sé leyfilegt fyrir báta með dragnætur að liggja á greindri linu og kasta norður“. Aðalvarnarástæða stefnds eða umboðsmanns hans, verður eigi tekin til greina, sökum þess, að hvorki hrepps- nefndinni í heild sinni eða einstökum meðlimum hennar er ætluð hin umstefnda fjárhæð persónulega sem opinber- um sýslunarmönnum, þótt þannig sé að orði komist i skuldbindingu stefnds, heldur hreppnum eða hreppsfélag- inu til uppbótar fyrir þann fjárhagslega halla, er það verði fyrir vegna fyrirsjáanlegs aflatjóns hreppsbúa á og utan þess svæðis fyrir landi hreppsins, er hin leyfða dragnóta- veiði valdi þeim, er önnur veiðarfæri noti á umræddu fiskisvæði. Það virðist vera nægilega upplýst í málinu, að fyrum- getin tillaga hreppsnefndar um leyfi til dragnótaveiða á umræddu svæði, samþykkt 29. okt. 1931, hafi óbreytt verið send hlutaðeigandi ráðherra, hvort þetta hefir átt sér stað fyrir eða eftir að stefndur undirskrifaði skuld- bindingu sína 1. nóvbr. það ár um fjárgreiðsluna til hreppsins, og eigi verður álitið, gegn mótmælum stefnds. að honum hafi verið kunnugt um innihald tillögu þessar- ar, sem og kemur í bága við skilyrði sett í skuldbindingu öðð hans, en í máli þessu getur aðeins komið til greina, hvort tillaga hreppsnefndar hefir verið í samræmi við skilyrði þessi, en því óviðkomandi hvern framgang tillagan hefði hjá hlutaðeigandi ráðuneyti, eða hvort samþykkt eftir til- lögum hreppsnefndar var lögformleg eða eigi. Með því nú að álita verður, að ósamræmi það, er fyrr greinir, á tillögu hreppsnefndar og skilyrðum í skuld- bindingu stefnds, sé svo verulegt eða það verið svo þýð- ingarmikið fyrir stefndan, að ganga megi út frá, að stefnd- ur eigi hefði lofað hinni umstefndu fjárhæð, ef hann hefði vitað að svo var, sem hann og hefir haldið fram, virðist eiga að taka kröfu hans um sýknu til greina, bæði að því er aðal- og aukakröfu stefnanda áhrærir, en máls- kostnaður virðist eiga að falla niður. Mánudaginn 4. nóvember 1935. Nr. 89/1935. Réttvísin og valdstjórnin (Lárus Jóhannesson) Sesn Pétri Guðfinnssvni (Einar B. Guðmundsson). Brot á bifreiðalögum og 200. gr. alm. hegningarlaga. Dómur aukaréttar Reykjavikur 9. april 1935: Ákærður, Pétur Guðfinnsson, sæti einföldu fangelsi í 40 daga. En fangelsisrefsingunni skal frestað og hún falla niður eftir 5 ár frá uppkvaðningu dóms þessa verði skilorð laga nr. 39 frá 1907 haldin. Ákærður skal sviptur leyfi til að stýra bifreið í 6 mánuði frá lögbirtingu dóms þessa. Hann greiði ailan af máli þessu leiddan og leiðandi kostnað, þar á meðal 65 krónur til skipaðs verjanda síns Ólafs Þorgrímssonar lögfræðings. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. 536 Dómur hæstaréttar. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms og með þeirri athugasemd, að nýjar upplýsingar, sem lagðar hafa verið fram í málinu fyrir hæsta- rétti, geta engu breytt um úrslit þess, þvkir mega staðfesta dóminn, þó svo að ákærði missi rétt til að stýra bifreið 9 mánuði frá birtingu dóms þessa talið. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar. þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 60 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó svo að ákærði missi rétt til að stýra bifreið 9 mánuði frá birtingu, dóms þessa talið. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmál- flutningsmannanna Lárusar Jóhannessonar og Einars B. Guðmundssonar, 60 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af réttvísinnar og valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Pétri Guðfinnssyni bifreiðarstjóra til heim- ilis á Freyjugötu 32 hér í bæ, fyrir brot gegn 17. kapitula almennra hegningarlaga frá 25. júni 1869, lögum um notk- un bifreiða nr. 70 frá 8. september 1931 og lögreglusam- Þykkt Reykjavíkur. Málavextir eru þeir er nú skal greina. Hinn 21. janúar síðastliðinn klukkan 1,45 e. h. ók á- ðð/ kærður vörubifreið sinni R. E. 844 vestur Geirsgötu og ætlaði niður á hafnarbakkann við kolakranann. Þegar ákærði ók yfir gatnamót Geirsgötu og Kalkofns- vegar kom bifhjólið R. E. 89 sunnan Kalkofnsveg og varð árekstur milli farartækja þessara þannig, að framendi bifreiðarinnar rakst á hægri hlið bifhjólsins. Bifreiðin nam ekki strax staðar heldur rann áfram og ýtti bifhjól- inu á undan sér að minnsta kosti 6,90 metra. Maður sá er var á bifhjólinu, Maron Bergmann að nafni, varð með hægri fót á milli „stuðarans“ á bifreið- inni og Þbifhjólsins og ýttist með bifhjólinu á undan bif- reiðinni. Brotnaði hægri fóturinn um öklann og einnig brotnaði höfuðkúpan og mar kom á heilann. Fótbrotið var mjög illkynjað og kom í það blóðeitrun og þó að fóturinn væri tekinn af tókst ekki þar með að hefta blóðeitrunina og varð þá sá endir á að Maron Berg- mann andaðist þann 6. febrúar síðastliðinn. Þegar slysið varð tók ákærður Maron heitinn strax upp í bifreið sína og flutti hann á Landsspitalann og til- kynnti lögreglunni slysið sjálfur. Um akstur farartækjanna er það að segja, að Maron Bergmann, sem styrði bifhjólinu og ók norður Kalkofns- veg, Ók alveg út á vinstri vegarbrún og ók ekki hratt. Það hefir ekki upplýzt nákvæmlega hve hratt hann ók, en enginn hefir borið annað fyrir réttinum en hann hafi ekið gætilega. Hann átti umferðarréttinn yfir gatnamótin þar sem hann hafði bifreiðina á hægri hönd, og var því engin ó- gætni af honum að aka út á gatnamótin þó að hann sæi að bifreiðin væri að koma á gatnamótin, þar sem hann gat ekki ætlað annað en bifreiðin biði meðan hann, sem átti umferðaréttinn, færi yfir gatnamótin. Ákærður ók bifreið sinni, R. E. 844 vestur Geirsgötu. Ekki er nákvæmlega upplýst hve hratt hann ók á þeim tima er hann fór yfir áðurnefnd gatnamót og slysið varð. Sjálfur kveðst hann hafa ekið á kringum 20 km. hraða miðað við klukkustund. Eitt vitnanna bar það að bifreið- in hefði ekki ekið á miklum hraða, en gat ekki tiltekið það neitt nánar. Annað vitnið bar það að bifreiðin hefði ekið mjög hratt, en gat heldur ekki tilgreint hraðann nán- ar. Fleiri vitni, sem sáu akstur bifreiðarinnar hafa ekki 538 fengizt. Þar sem vitnunum ber ekki saman um hraðann er ekki unnt að segja neitt ákveðið um hann, en þó er ósennilegt að hinu síðarnefnda vitni hafi sýnzt bifreiðin aka „mjög hratt“ ef hún hefði ekki ekið nema 20 km. hraða. Sá minnsti hraði sem bifreiðin hefir ekið á verð- ur því að teljast 20 km. eins og ákærður hefir haldið fram, en þó eru líkur til þess að hraðinn hafi verið eitt- hvað meiri. Þar sem hámark löglegs aksturshraða hér innanbæjar er 18 km. miðað við klukkustund verður að telja að ákærður hafi ekki sýnt fylstu gætni hvað aksturs- hraða snertir. Ákærður kveðst hafa ekið eftir miðri götu og þó aðeins hægra megin við miðju, þó hafi það ekki verið neitt að ráði sem hann var inni á hægra götuhelming. Rispur sem myndazt hafa í götuna við það að bif- hjólið ýttist á undan bifreiðinni, eiga upptök sin á hægra helming götu séð frá bifreiðinni, og þó að ekki væri fyllilega unnt að segja um afstöðu farartækjanna eftir upptökum rispanna, sanna þær þó það, að bifreiðin getur ekki hafa ekið á vinstri götuhelming. Virðist því framburður ákærðs um þetta atriði vera mjög sennileg- ur. Verður að telja það ógætni af ákærðum að aka ekki bifreiðinni algerlega á vinstri vegarhelming. Ákærður kveðst ekki hafa gefið hljóðmerki við gatna- mótin og verður að telja það ógætni. Áðurnefnd gatnamót mynda ekki réttan kross og er horn það, sem var á hægri hönd Marons og vinstri hönd ákærðs mjög gleitt. Átti því að vera mjög auðvelt fyrir Þá að sjá hvor til annars ferða og ætti yfirleitt að vera mjög hættulitið fyrir farartæki að mætast á gatnamót- unum. En svo vildi til að ákærður var í kolaakstri með bif- reið sina og þar sem úðarigning var þennan dag þá settist blautt kolaryk á rúður bifreiðarinnar og sá því ákærður ekki út um þær nema á þeim litla bletti, sem þurkarinn hélt hreinum. Sá hann því litið eitt beint fram undan bifreiðinni, en ekkert til hliðanna. Telja verður það skort á aðgætni að halda ekki rúðum bifreiðarinnar svo hrein- um að auðvelt væri að sjá út um þær. En þó að það hafi ef til vill ekki verið gott viðgerðar fyrir ákærðan, þá var alveg sérstök ástæða fyrir hann að beita fyllstu var- 599 kárni þegar hann ók yfir gatnamót, einmitt vegna þess, að hann sá ekki í kring um sig. Enginn þeirra, sem yfirheyrðir hafa verið í málinu hafa heyrt bifhjólið gefa hljóðmerki, en þó að sú van- ræksla Marons heitins hafi meðal annars orðið til þess að áreksturinn varð, þá leysir það ákærðan enganveginn frá ógætnissök sinni. Ákærður hefir því sýnt af sér ó- gætni með því að aka fullhratt, aka ekki algerlega á vinstra götuhelming, gefa ekki hljóðmerki við gatnamót- in og halda ekki rúðum bifreiðarinnar svo hreinum að hann sæi vel út um þær, eða þá að minnsta kosti að gæta fyllstu varkárni vegna þess hve illt var að sjá út úr bif- reiðinni. Af ógætni ákærðs stafar áreksturinn, en af honum hlýzt hið illkynjaða fótbrot og höfuðlöskun Marons heit- ins. Læknar Landsspitalans, sem stunduðu hann fá ekki við því gert, að sjúklingurinn fær almenna blóðeitrun út frá sárunum og andast síðan 17 dögum eftir að hann fékk meiðslin og kom undir læknishendi. Verður því að telja að dauði Marons heitins hafi hlot- izt af gáleysi ákærðs. Framangreint brot kærðs ber því að heimfæra undir 200. gr. hinna almennu hegningarlaga frá 25. júni 1869. Ennfremur ber að heimfæra það undir lög nr. 70, 1931, 6. gr., 7. gr., 8. gr. og 15. gr., sbr. 14. gr. og lögreglusam- Þykkt Reykjavíkur 31. gr., 46. og 48. gr., sbr. 96. gr. Þykir refsing sú, er ákærður hefir til unnið hæfilega ákveðin 40 daga einfalt fangelsi. Auk þess þykir sam- kvæmt 5. gr. laga nr. 70, 1931, verða að svipta hann leyfi til að stýra bifreið í 6 mánuði frá uppkvaðningu dóms þessa að telja. Þar sem hér er um fyrsta brot ákærðs að ræða, þykir mega ákveða að fangelsisrefsingin skuli vera skilorðsbundin samkvæmt lögum nr. 39, frá 1907. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar á meðal 65 krónur í málsvarnarlaun til skipaðs verjanda sins, Ólafs Þorgrímssonar, lögfræðings. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. 540 Miðvikudaginn 6. nóvember 1935. Nr. 97/1935. Réttvísin (Einar B. Guðmundsson) Segn Ólafi S. H. Jóhannssyni (Eggert Claessen) og Valdstjórnin (Einar B. Guðmundsson) Segn Ísak Mensalder Jónssyni og Óla Þór Ólafssyni (Eggert Claessen). Röng sakargift og brot á áfengislögum. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 97. júní 1935: Ákærð- ur, Ólafur Sigmundur Hálfdán Jóhannsson, sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 30 daga. Kærður, Ísak Mensalder Jónsson, sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 10 daga og greiði 500 króna sekt til Menningarsjóðs. Sektin greiðist innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa en afplánist ella með einföldu fangelsi í 25 daga. Fullnustu fangelsisrefsingarinnar skal frestað og hún falla niður ef skilorð laga nr. 39, 1907 eru haldin. Kærður, Óli Þór Ólafsson, greiði 200 króna sekt til Menningarsjóðs, er afplánist með einföldu fangelsi í 12 daga, verði hún ekki greidd innan mánaðar frá lögbirt- ingu dóms þessa. Ákærður Ólafur S. H. Jóhannsson, greiði málsvarnar- laun skipaðs talsmanns sins, Brynjólfs Árnasonar, mála- færslumanns, kr. 50.00. Annan kostnað sakarinnar greiði kærðir in solidum. Framangreint áfengi og bruggunartæki skulu upptæk. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Hinir kærðu eru sannir að sök um Þrot á þeim ákvæðum almennra hegningarlaga og áfengislasa, ödl sem um getur í hinum áfrýjaða dómi, og eru brot hvers um sig heimfærð undir réttar greinar laganna. Þykir refsing kærða Ísaks hæfilega ákveðin 600 króna sekt til Menningarsjóðs, er afplánist með ein- földu fangelsi í 30 daga ef hún er ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa og refsing kærða Óla Þórs, þykir, með hliðsjón af analógíu 38. gr. almennra hegningarlaga, hæfilega ákveðin 100 króna sekt til sama sjóðs, og komi í stað hennar, ef hún er ekki greidd innan 4. vikna frá lögbirtingu dóms þessa, einfalt fangelsi í 7 daga. Svo er og rétt að kærðu Ólafur og Ísak greiði hvor um sig varð- haldskostnað sinn. Að öðru leyti ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Allan kostnað við áfrýjun sak- arinnar ber hinum kærðu að greiða in solidum, þar með talin laun sækjanda og verjanda í hæstarétti. 60 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, að því er snertir refsingu ákærða, Ólafs Sig- mundar Hálfdáns Jóhannssonar. Kærði, Ísak Mensalder Jónsson, greiði 600 króna sekt til Menningarsjóðs, og komi í stað hennar, ef hún er ekki greidd innan í. vikna frá lögbirtingu dóms þessa, einfalt fangelsi í 30 daga. Kærði, Óli Þór Ólafsson, greiði 100 króna sekt til Menningarsjóðs, og komi í stað hennar, ef hún er ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirt- ingu dóms þessa, einfalt fangelsi í / daga. Kærðu, Ólafur og Ísak, greiði hvor um sig 542 varðhaldskostnað sinn. Að öðru leyti staðfest- ast ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sak- arkostnaðar í héraði svo og ákvæði hans um upptöku áfengis og bruggunartækja. Kærðu greiði in solidum allan kostnað við áfrýjun sakarinnar, þar með talin laun sækjanda og verjanda í hæstarétti, hæstaréttarmálflutnings- mannanna Einars B. Guðmundssonar og Egg- erts Claessens, 60 krónur til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lög- um. Forsendur hins áfryjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af réttvísinnar hálfu höfðað gegn Ólafi Sigmundi Hálfdáni Jóhannssyni, til heimilis Þingholts- stræti 13, hér í bæ, fyrir brot gegn 14. og 22. kap. hinna almennu hegningarlaga og af valdstjórnarinnar hálfu gegn þeim Ísak Mensalder Jónssyni, til heimilis Þrast- argötu 7 og Óla Þór Ólafssyni, til heimilis Grettisgötu 2 hér í bæ fyrir brot gegn áfengislögum nr. 33, 1935. Ákærðir eru allir komnir yfir lögaldur sakamanna, Ólafur fæddur 16. nóvember 1893, Óli Þór fæddur 15. júní 1917 og Ísak Mensalder fæddur 13. okt. 1903. Þeir Óli Þór og Ísak hafa ekki sætt ákærum eða refsingu fyrr, en Ólafi hefir áður verið refsað sem hér segir: 1916 164 sætt 15 kr. sekt fyrir að leggja hendur á sal- ernishreinsunarmenn. 1918 2% sætt 400 kr. sekt fyrir barsmíði á mönnum. 1922 104 sætt 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1923 104 Dómur aukaréttar Reykjavíkur, sýknaður af á- kæru réttvísinnar fyrir brot gegn 17. og 18. kapitula hegningarlaganna frá 25. júni 1869. — 2%, Dómur aukaréttar Reykjavíkur 1 árs betrunar- húsvinna fyrir brot gegn 231. gr. 4. lið, sbr. 55. gr. og 240. gr. með hliðsjón af 63. gr. hinna alm. hegningarlaga frá 25. júni 1869. 543 sætt 80 kr. sekt fyrir að aka bifreið ölvaður. „ sætt 100 kr. sekt fyrir brot gegn lögreglusam- Þykkt Reykjavíkur. 1928 % kærður fyrir brot gegn áfengislöggjöfinni og málið afgreitt til dómara. — 144 Dómur Hæstaréttar 80 króna sekt og sviptur leyfi til að stýra bifreið í 6 mánuði fyrir að vera undir áhrifum áfengis við bifreiðaakstur. 1930 12% Dómur Hæstaréttar, 3ja mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, fyrir brot gegn 200. gr. alm. hegningarlaga frá 25. júní 1869, 3., 5., 6. og 7. gr. bifreiðarlaganna nr. 56 frá 1926, 48., 49. og 51. gr. lögreglusamþykktar Reykja- víkur og 20. gr. áfengislaganna, einnig svipt- ur ökuleyfi æfilangt. % sætt 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 4 sætt 200 kr. sekt fyrir að spila fjárhættuspil, brot gegn lögum nr. 51, 1928. — %1 sætt 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1932 % sætt 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. — % sætt 500 kr. sekt fyrir ólöglega áfengissölu. 1926 = 8 AR I. Aðfaranótt sunnudagsins 26. maí s. 1. tók lögreglan pilt, er kominn var inn í samkomuhúsið Iðnó, og var þar að drekka úr flösku, er reyndist að innihalda heimabruggað áfengi. Piltur þessi skýrði frá því, að hann hefði keypt áfengið af öðrum pilti, er reyndist að vera kærður í þessu máli, Óli Þór Ólafsson. Við yfirheyrsluna viðurkenndi hann af hafa selt áfengið fyrir kr. 6.00 og tekið það frá föður sínum, ákærðum, Ólafi S. H. Jóhannssyni. Með framangreindri áfengissölu hefir kærður gerzt sekur við 15. gr., sbr. 33. gr. áfengislaga nr. 33, 1935. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin 200 króna sekt til Menningarsjóðs. Sektin greiðist innan mánaðar frá upp- kveðningu dóms þessa, en afplánist ella með einföldu fangelsi í 12 daga. II. Við yfirheyrslu á lögreglustöðinni samdægurs gaf á- kærður, Ólafur, þá skýrslu, að áfengið hefði hann fengið 544 hjá Hjálmari Þorsteinssyni á Hofi þá á föstudagskvöldið. Kvaðst ákærður þá um daginn hafa lánað Hjálmari, sem staddur var hér í bænum, 10 krónur. Um kvöldið hafði svo Hjálmar komið heim til hans með þrjá litra af heima- brugguðu áfengi og látið hann hafa án þess að um það væri beðið eða nokkuð talað um borgun fyrir. Hjálmar var nú handtekinn af lögreglunni, en við yfir- heyrslu daginn eftir neitaði hann með óllu að hafa selt Ólafi nokkurt áfengi. Ákærður, Ólafur, hélt samt sem áð- ur fyrir réttinum fast við þennan framburð sinn og eins við samprófun við Hjálmar og leiddi það til þess, að þeir voru báðir úrskurðaðir í gæzluvarðhald. Í réttarhaldi síðar sama dag tók ákærður þennan framburð sinn aftur. Upplýsti hann nú að umrætt áfengi hefði hann fengið hjá meðákærðum, Ísak Mensalder. Ákærður hefir haldið því fram, að hann hafi ætlað sér að hlífa Ísak og því ekki gefið hann upp strax. Að hann fór að blanda Hjálmari inn í þetta mál, kvað hann eingöngu hafa stafað af því að sér hafi dottið nafn hans fyrst í hug. Taldi hann að þetta hefði stafað af ölvunar- ástandi sínu og afleiðing þess. Með framangreindum verknaði sinum, sem leiddi til þess, að óviðkomandi maður var settur í gæzluvarðhald að ósekju, þykir ákærður hafa brotið gegn 227. gr. hinna almennu hegningarlaga. Þykir refsing hans hæfilega á- kveðin 30 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Il. Kærður, Ísak Mensalder Jónsson, hefir játað á sig á- fengisbruggun siðan í byrjun aprílmánaðar s. l. Hafði hann á þeim tima lagt í 4—5 sinnum og jafnan fengið ná- lægt tveim lítrum af fullbrugguðu áfengi úr hverri lögun. Í áfengið hafði hann sykur og pressuger og tvi- og þri- sauð það jafnan. Bruggunina framkvæmdi hann í bakarii sem hann vinnur í og stillti svo til, að ekki urðu starfs- menn þar varir við. Notaði hann til þess áhöld bakaris- ins og að auki glerbrúsa og ketil, sem hann sjálfur átti. Áfengið seldi hann allt meðákærðum, Ólafi, fyrir 6 krónur líterinn. Hefir hann neitað að hafa látið aðra fá áfengi. 545 Þetta brot kærðs varðar við 6. gr. og 15. gr., sbr. 30. gr. og 33. gr. áfengislaga nr. 33, 1935. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin 10 daga fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi og 500 króna sekt til Menningarsjóðs. Sektin greiðist innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa, en afplánist ella með 25 daga einföldu fangelsi. Vegna ungs aldurs kærðs þykir rétt að fullnustu fangelsisrefsingar- innar sé frestað og hún falli niður ef skilorð laga nr. 39, 1907 eru haldin. Af kostnaði sakarinnar greiði ákærður, Ólafur S. B. Jóhannsson, kr. 50.00 í málsvarnarlaun til skipaðs tals- manns síns, Brynjólfs Árnasonar, málafærslumanns. Að öðru leyti greiðist hann af kærðum in solidum. Málið hefir verið rekið vitalaust. Föstudaginn 8. nóvember 1935. Nr. 93/1935. Valdstjórnin (Sveinbjörn Jónsson) Segn Margréti Bjarnheiði Þorsteinsdóttur (Eggert Claessen). Ólögleg áfengissala. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 15. júni 1935: Kærð, Margrét Bjarnfríður Þorsteinsdóttir, sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 30 daga. Hún greiði og 2000 króna sekt til ríkissjóðs. Sektin greiðist innan mánaðar frá lögbirtingu dóms Þessa að telja, en afplánist ella með einföldu fangelsi í 80 daga. Loks greiði kærð allan kostnað sakarinnar, þar á með- al málsvarnarlaun til skipaðs talsmanns sins, Theodórs B. Lindal hrm., er ákveðst 50 kr. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. 35 546 Dómur hæstaréttar. Vitnið, Jónas Jónasson, skósmiður, skýrir svo frá, að hann hafi þriðjudagskvöldið 16. apríl þ. á. farið vestur í bæ og staldrað þar við hjá nafngreindum manni. Þegar vitnið fór heimleiðis, hafi verið farið að líða að miðnætti. Hafi hann gengið austur með höfninni. Rétt hjá kolakrananum hafi hann hitt fjóra menn, sem hann hafi þá ekki þekkt með nafni. Kveðst hann þá hafa verið lítið eitt undir áhrifum áfengis og gefið sig á tal við menn þessa, en þeir buðu honum að „splæsa“. Kveðst hann fyrst hafa verið tregur, en hafi þó látið tilleiðast, þegar einn nefndra manna, sem hann fékk síðar að vita, að heitir Magnús Einar Sigurbjörnsson, sagðist geta útvegað brennivinsflösku á 7.00 krónur. Fékk nú vitnið vitneskju um, að enginn manna þessara hafði peninga, samt kveðst hann hafa látið tilleiðast, og hafi þeir farið á Litlu bílstöðina og fengið þar bil, og hafi bílstjórinn Gunnar Sigurjónsson ekið. Magnús Einar Sigurbjörnsson réð ferðinni og var haldið vestur á Sellandsstig, en þar bjó þá kærða í máli þessu. Kveðst vitnið ekki hafa viljað afhenda Magnúsi Einari peninga til áfengiskaupa, og varð það þess vegna úr, að þeir fóru báðir inn í kjallara húss- ins nr. 32 við Sellandsstíg. Kveðst vitnið nú hafa beðið á ganginum, meðan Magnús fór inn og hafði tal af fólki. Litlu síðar hafi komið kona, sem vitnið kveður vera kærðu í máli þessu, með brennivins- flösku óátekna. Að beiðni Magnúsar Einars hafi hún fallizt á að selja þeim brennivinsflöskuna á 7.00 krónur, og kveðst vitnið hafa greitt andvirðið. Hafi Magnús Einar tekið við flöskunni af kærðu og feng- ið síðan vitninu hana. Hafi flaskan verið tekin upp í bifreiðinni og þeir allir neytt úr henni. Ekki kveðst 547 vitnið hafa þekkt þá þrjá menn, sem voru með þeirn Magnúsi Einari í bifreiðinni. Framburð þenna hef- ir Jónas Jónasson staðfest með eiði. Magnús Einar Sigurbjörnsson mætti sem vitni í lögregluréttinum 26. apríl þ. á. Var framburður hans þá í öllu veru- legu samhljóða framangreindum vitnisburði Jónas- ar Jónassonar. Í réttarhaldi 29. s. m. neitaði hann að staðfesta framburð sinn með eiði, bar hann því við, að hann hefði verið undir áhrifum áfengis, þegar atburðir þeir gerðust, sem hann bar vitni um, og gæti hann þess vegna búizt við, að eitthvað hefði skolast til í minni sínu, en eftir því sem hann myndi bezt, hafi vinkaup þeirra Jónasar farið fram, eins og greinir í fyrra framburði hans. Vitnið Gunnar Sigur- jónsson ber, að hann hafi umrætt kvöld ekið Jónasi Jónassyni skósmið og Magnúsi Einari Sigurbjörns- syni ásamt þremur mönnum öðrum neðan frá Litlu bilstöðinni og að húsinu nr. 32 við Sellandsstig. Heyrði vitnið, að rætt var um það í bílnum að afla vins, og heldur vitnið, að tilætlunin hafi verið að ná í vín í húsinu nr. 32 við Sellandsstíg. Hafi þeir Jónas og Magnús Einar farið heim að nefndu húsi. Kærð hefir harðlega neitað að hafa selt umrædda brennivínsflösku. Að vísu hefir vitnið Magnús Ein- ar Sigurbjörnsson ekki viljað staðfesta framburð sinn með eiði, en með því að framburður bilstjór- ans Gunnars Sigurjónssonar, bílkeyrslan vestur á Sellandsstig, en viðurkent er, að erindið þangað hafi verið að afla vins, og yfirleitt allur aðdragandinn styrkir eindregið vitnisburð þeirra Jónasar og Magn- úsar Einars, þá verður það að teljast sannað, að kærð hafi selt í téð skifti hina umræddu brennivíinsflösku. Brot kærðu ber að heimfæra undir 15. sbr. 33. gr. áfengislaga nr. 33 frá 1935. Með hliðsjón af því, að 548 brotið var smáfelt og hagnaður litill eða enginn, þyk- ir refsingin hæfilega ákveðin 10 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og 500.00 króna sekt til Menningarsjóðs, sem afplánist með einföldu fangelsi i 25 daga, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Samkvæmt þessu ber að stað- festa ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað í héraði og dæma kærðu til að greiða allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, 60.00 krónur til hvors. Rannsókn og meðferð máls þessa í héraði er veru- lega ábótavant. Meðal annars er það aðfinnsluvert, að ekki hefir verið leitað frekari vitneskju um vin- neyzlu vitnanna Jónasar Jónassonar og Magnúsar Einars Sigurbjörnssonar áður en þeir gerðu vin- kaupin við kærðu, að vitninu Magnúsi Einari Sigur- björnssyni hefir ekki verið bent á, að hann ætti að- eins að vinna eið að því, að framburður hans væri gefinn samkv. beztu vitund og eftir því sem hann myndi bezt, að bilstjórinn Gunnar Sigurjónsson hefir ekki verið spurður um, hvort hann hafi orðið var við vinneyzlu í bílnum eftir að þeir Jónas og Magnús Einar höfðu heimsótt kærðu, og að ekki hefir verið reynt að kalla þá þrjá menn, er tóku þátt í bilförinni vestur á Sellandsstig, fyrir rétt og spyrja þá um síðast nefnt atriði, að vitneskju hefir ekki verið leitað um samband það er ætla má að sé milli Magnúsar Einars Sigurbjörnssonar og kærðu, að- ekki hefir verið leitað vitneskju um vínúttekt kærðu í áfengisverzluninni, hvað verðið hafi verið á um- ræddri flösku í áfengisverzluninni, hvort verðmiði hafi verið á flöskunni, hvernig búið hafi verið um tappann á henni, þar eð hún var talin óátekin. Loks 549 er það að athuga, að undirdómarinn hefir ekki lagt fram fæðingarvottorð kærðu og að hann hefir dæmt hana til að greiða sekt í ríkissjóð í stað Menning- arsjóðs, eins og ákveðið er í 41. gr. áfengislaganna. Þvi dæmist rétt vera: Kærða, Margrét Bjarnfríður Þorsteinsdóttir, sæti 10 daga fangelsi við venjulegt fangaviður- væri og greiði 500.00 króna sekt í Menningar- sjóð, sem afplánist með 25 daga einföldu fang- elsi, sé hún ekki greidd innan 4 vikna frá birt- ingu dóms þessa. Ákvæðum hins áfrýjaða dóms um greiðslu málskostnaðar í héraði skal órask- að. Kærða greiði allan áfrýjunarkostnað sak- arinnar, þar með talin málflutningslaun sækj- anda og verjanda í hæstarétti, hæstaréttarmál- flutningsmannanna Sveinbjarnar Jónssonar og Theódórs B. Líndal, 60.00 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn frú Margréti Bjarnfríði Þorsteinsdóttur, til heimilis Sellands- stig 32, hér í bænum, fyrir brot gegn áfengislögum nr. 33, 1935, og eru málavextir þeir, er hér greinir: Hinn 24. apríl s. l. gaf Jónas Jónasson, skósmiður, Laugavegi 91 A hér í bæ, lögreglunni skýrslu um að hann hefði hinn 16. sama mán. keypt eina flösku af brennivíni af konu, sem kölluð var „amma gamla“ og átti heima á Sellandsstignum. Með honum var þegar kaupin fóru fram maður að nafni Magnús Einar Sigurbjörnsson, Laugavegi 550 24 hér í bæ. Þennan framburð sinn hélt hann siðar við fyrir rétti og staðfesti hann með eiði sinum. Nánari frásögn vitnisins er á þá leið, að það hafi verið á leið heim til sin, lítið eitt undir áhrifum áfengis. Hitti það þá á leiðinni Magnús ásamt nokkrum öðrum mönn- um og urðu þeir ásáttir um að fá sér áfengi. Kvaðst Magnús geta útvegað það, en vitnað ætlaði að leggja til pening- ana með því að hinir voru félausir. Fengu þeir siðan bif- reið og fóru vestur á Sellandsstig, að tilvísun Magnúsar. Vitnið fór með Magnúsi inn í hús það, er stoppað var við, með því að það þorði ekki að sleppa við hann peningun- um. Töluðu þeir þá við konu, sem vitnið hefir þekkt, að var kærð í málinu, og föluðu af henni áfengi. Seldi hún Þeim þar 1 flösku af brennivíni fyrir kr. 7.00. Afhenti hún Magnúsi flöskuna í ásýnd vitnisins og fékk vitnið þá Magnúsi peningana og hann síðan kærðri. Þegar Magnús Einar var leiddur fyrir rétt gaf hann í fyrstu samhljóða vitnisburð og Jónas. Viðurkenndi hann að þeir hefðu keypt 1 flösku af brennivíni af kærðri og nafngreindi bifreiðarstjórann er þá hafði flutt. Var það Gunnar Sigurjónsson, Framnesvegi 26 hér í bæ. Hefir hann borið, að hann hafi séð þá Jónas og Magnús ganga úr bif- reiðinni að húsi kærðrar og heyrði að þeir ræddu um það í bifreiðinni að ná í áfengi. Kærð hefir með öllu neitað að hafa selt hér umrætt eða annað áfengi. Þegar átti að eiðfesta vitnin neitaði Magnús Einar að staðfesta framburð sinn. Kvaðst hann nú hafa verið undir áhrifum áfengis, þegar umrædd kaup fóru fram, og geti því verið að eitthvað hafi skolazt til í minni sínu. Þó hélt hann því fram, að sinn fyrri framburður væri réttur, eftir því sem hann bezt myndi. Kærð hefir áður orðið sek við áfengislöggjöfina svo kunnugt sé, sem hér segir: 1932 % undirgekkst hún í lögreglurétti Reykjavíkur að greiða 600 króna sekt fyrir ólöglega áfengissölu. 1933 204 dæmd í lögreglurétti Reykjavíkur til þess að greiða 1000 króna sekt fyrir ólöglega áfengis- sölu. Dómurinn staðfestur í hæstarétti. Með framangreindum vitnaframburði eru að áliti rétt- arins framkomnar nægilega sterkar líkur fyrir sekt kærðr- 551 ar. Varðar brot hennar við 15. gr., sbr. 33. gr. áfengislag- anna. Refsing hennar þykir hæfilega ákveðin fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 30 daga og 2000 króna sekt til ríkissjóðs, er greiðist innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa, en afplánist ella með einföldu fangelsi í 80 daga. Þá greiði kærð og allan kostnað sakarinnar, þar á meðal málsvarnarlaun til skipaðs talsmanns sins, Theodórs B. Líndal, hrm., er þykja hæfilega ákveðin 50 kr. Á málinu hefir orðið nokkur dráttur, er stafar af ann- ríki dómarans. Miðvikudaginn 13. nóv. 1935. Nr. 19/1935. Valdstjórnin (Stefán Jóh. Stefánsson) Segn Guðna Jóni Bæringssyni (Eggert Claessen). Ólöglegt áfengi í vörzlu. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 11. dez. 1934: Kærði, Guðni Jón Bæringsson, sæti fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi í 60 daga og 2000 króna sekt til ríkissjóðs, og komi einfalt fangelsi í 65 daga í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Framangreint áfengi skal upptækt og eign ríkissjóðs. Kærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Eftir uppkvaðningu hins áfrýjaða dóms hefir verið aflað nýrra upplýsinga í máli þessu samkvæmt úr- skurði hæstaréttar frá 8. april þ. á. Við leit í húsnæði kærða 1. des. f. á. fundust 125 hálfsannarspelaflöskur í salernisklefa undir stiga. Kærði kveðst að vísu hafa bruggað áfengi þetta í söluskyni, en hann hefir jafnframt haldið því fram, öð2 að bruggun þessari hafi að öllu leyti verið lokið, Þegar húsleitin 23. júní f. á. fór fram, en í framhaldi af þeirri húsleit var hann dæmdur þann 29. s. m. til refsingar fyrir áfengisbruggun. Ef byggja mætti á þessari skýrslu kærða, þá yrði aðeins umtalsmál að dæma hann í þessu máli til viðbótarrefsingar eftir analogiu 65. gr. almennra hegningarlaga. Í rannsókn sakar á hendur kærða í júni f. á. neit- aði hann því fastlega, að hann hefði þá bruggað eða hefði undir höndum annað eða meira áfengi en þá hafði hjá honum fundizt. Í rannsókn þessa máls hélt hann því og upphaflega fram, að áfengi það, er fannst hjá honum 1. des. f. á. hafi allan tímann frá 25. júní f. á. og til 1. des. síðastl. verið geymt óhreyft á sama stað. Þessi skýrsla hans reyndist röng, með því að upplýst var, að ekkert ryk hafði fallið á pappa þann, er hafður var utan um flösk- urnar, og að dönsku dagblaði frá 25. sept. f. á. hafði verið vafið utan um eitthvað af þeim. Ennfremur taldi kærði sig í fyrstu hafa komið af vinnuhælinu þann 8. nóv. f. á., en síðar kvaðst hann hafa komið þaðan um 20. s. m. En nú er upplýst með vottorði fangavarðar, að hann hefir verið þaðan laus látinn 7. nóv. f. á. Er ekki líklegt, að hér sé minnisbresti til að dreifa, heldur hinu, að kærður hafi séð það, að líkur fyrir því, að hann hefði getað bruggað á- fengi á tímabilinu frá brottför sinni af hælinu og til 1. des. f. á. urðu því minni, sem það tímabil varð skemmra. Þá er það og ólíklegt, að umrætt áfengi hafi allan tímann frá því í júní f. á. og til 1. des. s. á. verið geymt í ólæstri salerniskompu, er notuð var að staðaldri af öðrum en skylduliði kærða. Loks hef- ir einn þeirra lögregluþjóna, er framkvæmdu hús- leitina 23. júni f. á. borið og eiðfest það fyrir dómi. öð3 að hann hafi bæði nokkrum dögum fyrir 23. júni f. á. og einnig þann dag leitað í salerninu, þar sem á- fengið fannst 1. des., og að hvorugan þenna dag hafi nokkurt áfengi verið þar. Að öllu þessu athuguðu verður skýrsla kærða um það, að hann hafi bruggað áfengi það, er í þessu máli greinir, fyrir 23. júni f. á. og geymt það á fyrr- greindum stað, ekki talin rétt. Hins vegar er það ekki gegn neitun kærða sannað, að hann hafi bruggað áfengi þetta á tímabilinu frá heimkomu sinni af hæl- inu og til 1. des. f. á., enda þótt ætla megi, að sá tími kunni að hafa nægt til bruggunarinnar. Það eitt er vist, að áfengið fannst í vörzlum kærða 1. des. f. á. Og með því að skýrslu hans um bruggun þess fyrir 23. júní f. á. verður að telja ranga, hefir hann ekki gert nægilega grein fyrir þvi, hvernig það er i vörzlur hans komið. Verður því að telja hann hafa með þessum hætti gerst sekan við 6. gr. laga nr. 64/1930 samkvæmt analogiu 2. málsgr. 13. gr. sömu laga, og þykir refsing hans hæfilega ákveðin eftir 30. sbr. 14. gr. áfengislaga nr. 33/1935 2000 króna sekt til Menningarsjóðs, og komi 80 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki inn- an 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku áfengis og greiðslu sakarkostnaðar í héraði þykir mega stað- festa. Svo ber kærða að greiða allan áfrýjunarkostn- að sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækj- anda og verjanda fyrir hæstarétti 80 krónur til hvors. Það athugast, að rannsóknardómarinn hefði átt að leita álits kunnáttumanns um það, hvaða tíma gerj- un og eiming áfengis taki, sbr. 1. tölul. áðurnefnds úrskurðar hæstaréttar frá 8. april þ. á. öoð4 Því dæmist rétt vera: Kærði Guðni Jón Bæringsson, greiði 2000 króna sekt til Menningarsjóðs, og komi 80 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, ef hún greið- ist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku áfeng- is og um greiðslu sakarkostnaðar í héraði eiga að vera óröskuð. Kærði greiði allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin málflutn- ingslaun sækjanda og verjanda fyrir hæsta- rétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna, Stef- áns Jóhanns Stefánssonar og Eggerts Claes- sens, 80 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Guðna Jóni Bæringssyni, verkamanni, Aðalstræti 11 B, hér í bænum fyrir brot gegn áfengislögum nr. 64 1930. Kærði hefir áður svo kunnugt sé sætt refsingu, sem nú skal greina: 1) 25. sept. 1933 dæmdur í 15 daga fangelsi og 500 króna 2) 3) sekt fyrir áfengisbruggun. 2. júlí 1934 dæmdur í 30 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og 1500 króna sekt fyrir áfengisbrugg- un og áfengissölu. 29. júni 1934 dæmdur í 40 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og 1500 króna sekt fyrir áfengisbrugg- un, öll skiptin í Reykjavik. Hinn 1. þ. m. að kvöldi gerði lögreglan húsrannsókn hjá kærða með þeim árangri, að undir stiganum, sem gengið er um til íbúðar kærða, fundust þrir pappakassar, er höfðu inni að halda 125 hálfsannarspelaflöskur með áfengi. ðöð Rannsóknarstofa ríkisins hefir rannsakað eitt sýnishorn af áfengi þessu, og reyndist það að áfengismagni 70% eftir rúmmáli. Kærði hefir játað að hann hafi bruggað þetta áfengi sjálfur og ætlað það til sölu. Hinsvegar hefir hann haldið því fram, að hann hafi bruggað þetta áfengi áður en hann var dæmdur síðast og geymt það síðan, en mikið af þeim tíma hefir kærði dvalið á vinnuhælinu Litla Hrauni að taka út refsingu, og var hann kominn þaðan 10 dögum áð- ur en húsleitin var gerð. Við athugun, sem gerð var á um- búðum áfengisins, kom í ljós, að meðal þeirra voru nokk- ur blöð af danska blaðinu Politiken frá 25. september s. 1. Hafði kærði í fyrstu haldið því fram, að hann hefði ekkert hreyft við áfenginu frá því í sumar, en er honum var gert kunnugt um þessi blöð, kvað hann það vel geta verið, að hann hefði eitthvað átt við það. Það verður nú ekki tekið trúanlegt, að kærði hafi geymt áfengið allan fyrrgreindan tíma, og verður þá að lita svo á, að kærði hafi bruggað áfengið eftir að hann var dæmdur síðast, og varðar það brot hans við 6. gr., sbr. 30. gr. áfengislaga nr. 64, 1930. Þykir refsing hans með tilliti til fyrri brota hans hæfilega ákveðin fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 60 daga og 2000 króna sekt til ríkissjóðs, og komi einfalt fangelsi í 65 daga í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Framangreint áfengi skal vera upptækt til ríkissjóðs. Kærði greiði allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Föstudaginn 15. nóvember 1935. Nr. 8/1935. Landsbanki Íslands (Pétur Magnússon) gegn Sigbirni Ármann (Jón Ásbjörnsson). Skuldamál. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 25. jan. 1934: Stefndur, Sigbjörn Ármann skal vera sýkn af kröfum stefnandans, öð6 Landsbanka Íslands, í máli þessu og greiði stefnandinn stefndum kr. 125.00 í málskostnað innan fimmtán daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Máli þessu hefir verið skotið til hæstaréttar með stefnu útgefinni 20. jan. s. l., að fengnu áfrýjunar- leyfi, dags. 23. s. m. Eru kröfur áfrýjanda hér fyrir réttinum hinar sömu og fyrir undirrétti auk máls- kostnaðar fyrir hæstarétti, en stefndi hefir krafizt staðfestingar dómsins og málskostnaðar í hæstarétti. Hér fyrir réttinum hefir verið upplýst, að það sé föst venja áfrýjanda að senda þeim mönnum, sem hlaupareikningsviðskipti hafa við bankann, hálfsárs- lega afrit af hlaupareikningum þeirra miðað við 30. júni og 31. des. ár hvert. Er það og in confesso, að stefndur hafi í ársbyrjun 1929, sem aðrir viðskipta- menn, fengið afrit af hlaupareikningi sínum fyrir síðasta misseri ársins 1928 eða, nánar tiltekið, frá því að hlaupareikningsviðskipti hans við bankann hófust, 9. okt. 1928, til ársloka. Þótt stefndur kunni að hafa litið svo á í upphafi, að umrædd £ 1000-0-0 hafi þegar í okt. 1928, áður en hlaupareikningsvið- skiptin byrjuðu, verið yfirfærð til bankans sem lán til stefnds frá hinum nafngreinda erlenda manni, þá gat hann séð af nefndu reikningsafriti að svo var ekki. Engin upphæð var færð honum til tekna á reikningnum árið 1928, en honum hinsvegar taldar til skuldar í árslok allar þær upphæðir, sem hann hafði ávísað á hlaupareikninginn á því ári, og enn- fremur er hann skuldaður fyrir vöxtum af þeim upphæðum til áramóta, kr. 350.18. Gegn neitun á- frýjanda hefir stefndur ekki fært sönnur á, að hann hafi hreyft mótmælum við bankann út af þvi, að öð7 hann var skuldaður fyrir vöxtunum — en þeir einir koma hér til álita —, fyrr en í þessu máli. Hinsvegar er það upplýst, að hann hélt hlaupareikningsvið- skiptunum áfram til 28. maí 1929 og greiddi upp- hæðir inn á reikninginn í marz, april og maí það ár. Verður að ætla, eftir þeirri venju, sem upplýst er um, að stefndur hafi síðar fengið afrit af reikningunum á venjulegum tíma. Mátti áfrýjandi því líta svo á, að stefndur væri samþykkur því, að hann væri skuld- aður fyrir vöxtunum, og eru mótmæli hans gegn því í þessu máli of seint fram komin. Ber því þegar af þessari ástæðu að fella hinn áfrýjaða dóm úr gildi, en dæma stefndan til þess að greiða hina um- stefndu upphæð með vöxtum, eins og krafist er, enda er vaxtaupphæðin í samræmi við venjulega útlánsvexti bankans á þeim tímum, að því er áfrýj- andi hefir ómótmælt haldið fram. Eftir málavöxtum er rétt að stefndur greiði áfrýj- anda 150 krónur upp í málskostnað fyrir báðum réttum. Því dæmist rétt vera: Stefndur, Sigbjörn Ármann, greiði áfrýj- anda, Landsbanka Íslands, kr. 1223.18 með 8% ársvöxtum frá 1. janúar 1930 til 1. okt. 1932 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Svo greiði stefndur og áfrýjanda kr. 150.00 upp í málskostnað fyrir báðum réttum. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er, eftir árangurslausa sáttaumleitun höfðað 558 fyrir bæjarþinginu með stefnu útgefinni 7. júní s. 1. af Landsbanka Íslands hér í bæ, gegn Sigbirni Ármann, kaupmanni hér í bænum til greiðslu skuldar að upphæð kr. 1223.18 ásamt 8% ársvöxtum frá 1. jan. 1930 til 1. okt. 1932 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðslu- dags og málskostnaðar að skaðlausu. Málavexti kveður stefnandi þá, að hann hafi í októ- bermánuði 1928 lánað stefndum fyrir tilmæli Midland Bank, Ltd. í London og gegn ábyrgð hans £ 1000-0-0, sem á þeim tima hafi jafngilt ísl. kr. 22100.00 Lánið hafi siðan staðið hjá stefndum um nokkurt skeið, gegn ábyrgð bank- ans og hafi það um áramótin 1929—30 numið að viðbætt- um vöxtum kr. 23323.18. Í júlímánuði 1930 hafi bankinn svo sem ábyrgðarmaður greitt höfuðstól lánsins kr. 22100.00, en hinsvegar ekki áfallna vexti til 1. jan 1930. Vexti þessa, sem nemi hinni umstefndu upphæð sé stefnd- um sem lántaka að sjálfsögðu skylt að greiða, en þar sem hann hafi reynzt algerlega ófáanlegur til þess, sé mál þetta höfðað gegn honum til greiðslu þeirra, ásamt venju- legum bankavöxtum af upphæðinni eins og þeir hafi verið á hverjum tima. Stefndur hefir mótmælt kröfu stefnanda og krafizt al- gerðrar sýknu af þeim og málskostnað hjá honum eftir framlögðum reikningi. Byggir stefndur sýknukröfuna á þvi, að hann hafi ekki tekið framangreint lán hjá stefn- anda og geti stefnandi því ekki átt neina kröfu á hendur sér um vexti af láninu. Hinsvegar kveðst stefndur hafa fengið þau £1000-0-0, sem hér er um að ræða að láni frá nafngreindum enskum manni (mr. Woodgates). Hafi Landsbankinn eftir beiðni banka lánveitandans í Eng- landi (Midland Bank, Ltd.) greitt sér upphæðina út, og kveðst stefndur þá þegar hafa lagt hana inn á hlaupa- reikning sinn nr. 1817 við bankann. Telur stefndur að viðskipti sin við stefnanda í sambandi við peninga þessa hafi þannig eingöngu verið hlaupareikningsviðskipti og eigi hann frekar inni hjá stefnanda út af þeim heldur en hitt. Hefir stefndur máli sínu til stuðnings lagt fram sím- skeyti til verzl. Hrímnir, sem hann var meðeigandi að, frá fyrnefndum mr. Woodgates, þar sem hann kveðst þegar hafa símsent firmanu Ármann £ Co. £500-0-0 og einnig 559 hafa gefið banka sinum fyrirskipanir um að senda önnur £ 500-0-0 innan viku. Þá hefir stefndur og lagt fram eftir- rit af símskeyti, sem hann kveðst hafa sent nefndum manni. Biður stefndur hann í símskeyti þessu að láta stefnanda fá fyrirmæli um að greiða sér persónulega um- rædda peningaupphæð í stað firmans Ármann £ Co., sem ekki var til. Jafnframt viðurkennir stefndur að hafa tekið á móti upphæðinni sem láni frá manni þessum. (mr. Woodgates). Stefnandi hefir mótmælt eindregið framangreindri sýknuástæðu stefnds og haldið fast við þá staðhæfingu sina, að hann hafi verið lánveitandi stefnds. Hefir hann til sönnunar sínu máli lagt fram gögn (bréf, eftirrit bréfa og simskeyti) um það hvað farið hefir milli hans og Midland Bank Ltd. í þessu efni. Benda gögn þessi til þess, að nefndur banki hafi ætlazt til að stefnandi veitti stefnd- um framangreinda upphæð að láni gegn ábyrgð sinni. En nú hefir stefnandi ekki mótmælt því, að hann hafi greitt stefndum upphæðina eða yfirfært hana á hlaupareikn- ing hans við bankann, og ekki verður séð, enda er því ekki haldið fram af stefnanda, að jafnframt og greiðslan eða yfirfærslan fór fram hafi verið gerður nokkur samn- ingur við stefndan um endurgreiðslu á peningunum eða vaxtagreiðslu af þeim. Verður því ekki litið svo á, að hér hafi verið um lán af hálfu stefnanda til stefnds að ræða, eða stefndur hafi haft nokkra ástæðu til að ætla að svo væri. Virðist stefndur þvert á móti hafa mátt líta svo á, eftir því sem fyrir liggur, að lánveitandinn væri annar en stefnandi. Ber því að taka kröfu stefnds um sýknu af framangreindum kröfum stefnanda til greina og tildæma honum málskostnað, er ákveðst kr. 125.00. Vegna embættisanna hefir dómur eigi orðið kveðinn upp í þessu máli fyrr en nú. 560 Miðvikudaginn 20. nóv. 1935. Nr. 103/1935. Valdstjórnin (Sveinbjörn Jónsson) Segn Ólafi Gunnari Ólafssyni (Lárus Jóhannesson). Brot á áfengislögum og bifreiðalögum. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 25. júní 1935: Kærð- ur Ólafur Gunnar Ólafsson, greiði 150 króna sekt til ríkissjóðs. Sektin greiðist innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa, en afplánist ella með einföldu fangelsi í 12 daga. Kærður skal sviftur rétti til að stjórna bifreið æfilangt. Loks greiði kærði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Með því að fallast má á forsendur og niðurstöðu hins áfrýjaða dóms, þá ber að staðfesta hann, þó svo, að greiðslufrestur sektarinnar telst 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Eftir þessum málalokum verður að dæma kærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 50 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó svo, að greiðslufrestur sektarinnar verði 4 vik- ur frá birtingu dóms þessa. Kærði, Ólafur Gunnar Ólafsson, greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæsta- 561 réttarmálflutningsmannanna Sveinbjarnar Jóns- sonar og Lárusar Jóhannessonar, 50 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Ólafi Gunnari Ólafssyni, bifreiðarstjóra, til heimilis Brekkustig 7 hér í bæ, fyrir brot gegn lögum um notkun bifreiða nr. 70, 1931 og áfengislögum nr. 33, 1935. Málavextir eru þeir er hér greinir. Aðfaranótt hins 17. þ. m. nokkru eftir kl. 2, rákust á bifreiðarnar R. E. 880 og R. E. 967 á gatnamótum Grjóta- götu og Garðastrætis. Varð það með þeim hætti að R. EF. 967 ekur upp Grjótagötu og beygir suður í Garðastræti. Í sama bili ekur R. E. 880 norður Garðastræti um miðja götu. Við það að R. E. 967 tekur ekki nægjanlega krappa beygju fyrir hornið rekst hún á R. E. 880 framarlega á miðju og skemmdust báðar bifreiðarnar töluvert. Bifreiðinni R. E. 967 stjórnaði kærður í þessu máli og hefir hann viðurkennt að hafa neytt áfengis nokkru áður en hann fór í umræddan ökutúr. átti hann heilflösku af brennivíni og hafði drukkið úr henni þó nokkuð niður fyrir axlir. Bifreiðinni hafði hann ekið frá bifreiðarstöð- inni Bifröst við Hverfisgötu og var á leið vestur á Holts- götu, til að sækja mann, sem hann ætlaði með austur í Hreppa þá um nóttina. KI. 4,40 um nóttina var blóð tekið úr kærðum og rann- sakað að tilhlutun lögreglunnar. Reyndist það að inni- halda 2,5%, alkóhól. Kærður hefir samt neitað því að hafa fundið til áhrifa áfengis við aksturinn heldur aðeins verið mjög þreyttur. Lögregluþjónar þeir er rannsökuðu áreksturinn um nóttina hafa hinsvegar báðir borið fyrir rétti að kærður hafi sýnilega verið undir áhrifum áfengis, en þó hafi þess lítið gætt. Kærður hefir áður svo kunnugt sé sætt eftirtöldum refsingum: 36 562 1930 2. jan. sætt 10 kr. sekt fyrir lögreglubrot. 1932 12. sept. Áminning fyrir ölvun. 1934 3. april. Áminning fyrir að bifreið hans sletti á vegfaranda. 1934 12. april. Sætt 40 kr. sekt fyrir að aka leigubifreið til mannflutninga, en hafa aðeins minna próf. 1934 16. júlí. Sætt 30 kr. sekt fyrir brot gegn lögreglu- samþykkt. 1934 23. júlí. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur, 200 kr. sekt og sviftur ökuleyfi í 6 mánuði. 1934 28. ágúst. Sætt 200 kr. sekt fyrir ölvun og ólög- legt áfengi í vörslu. 1934 9 nóv. Sætt 150 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. Samkvæmt framangreindu verður að telja kærðan hafa orðið sekan við 5. gr. 3. mgr. sbr. 14. gr. bifreiðalaga nr. 70, 1935 og 21. gr. sbr. 39. gr. áfengislaga nr. 33, 1935. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin 150 króna sekt til ríkissjóðs er greiðist innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa að telja, en afplánist ella með einföldu fangelsi í 12 daga. Svo ber og að dæma kærðan til að hafa fyrirgert réttind- um til bifreiðarstjórnar æfilangt. Loks greiði kærður kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir ekki orðið dráttur. Miðvikudaginn 20. nóv. 1935. Nr. 108/1035. Valdstjórnin (Sveinbjörn Jónsson) Segn Ingimundi Bernharðssyni (Lárus Jóhannesson). Brot gegn 1. gr. gjaldþrotalaganna. Dómur lögregluréttar Vestmannaeyja 29. dez. 1934: Kærður Ingimundur Bernharðsson, greiði 100 króna sekt til ríkissjóðs og komi 10 daga einfalt fangelsi í stað sekt- 563 arinnar verði hún eigi greidd innan 30 sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa. Kærður greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Um áramótin 1930—1931 var fjárhag kærða, sem til þess tíma hafði rekið óslitið útgerð frá 1924 kom- ið svo, að hann hafði þá raunverulega stöðvað greiðslur til lánardrottna sinna. Fjárhagur hans hafði og versnað árin 1930 og næstu árin þar eftir, með því að vextir af skuldunum hafa bætst við þær öll þau ár. Loks verður eftir því sem fram er komið í málinu, að telja kærða hafa séð fram á það árið 1931, að hann mundi ekki geta greitt skuld- ir sínar að fullu. Kærða bar því, samkvæmt síðustu málsgr. 1. gr. laga nr. 25/1929 að framselja bú sitt til gjaldþrotaskipta á því ári. Þessi skylda hélzt, enda þótt kærði hætti með öllu útgerð frá áramótum 1930—1931, þar til bú hans var tekið til gjaldþrota- skipta 7. sept. 1933, með því að engin slik breyting varð á þessu tímabili á högum hans, er veitti hon- um ástæðu til að ætla, að hann mundi verða fær um að fullnægja lánardrottnum sinum. Hefir kærði því með vanrækslu sinni bakað sér refsingu eftir 1. málsgr. 39. gr. áðurnefndra laga. Með þessum at- hugasemdum og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms þykir mega staðfesta hann, þó svo, að greiðslufrestur sektarinnar verði 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Eftir þessum málalokum verður að dæma kærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 60 krónur til hvors. 564 Um meðferð málsins í héraði athugast, að hvorki hefir fæðingarvottorð kærða né hegningarvottorð verið lagt fram, né heldur skýrsla um skuldir hans um áramótin 1930—1931 eða 7. sept. 1933, sem þó virðist mundi hafa verið unnt að afla án mikillar fyrirhafnar eða tafa. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó svo, að greiðslufrestur sektarinnar verði 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Kærði, Ingimundur Bernharðsson, greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, hæstaréttar- málflutningsmannanna Sveinbjarnar Jónssonar og Lárusar Jóhannessonar, 60 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af hálfu valdstjórnarinnar gegn Ingimundi Bernharðssyni, fyrv. útgerðarmanni, til heim- ilis Njarðarstíig 17, hér í bænum, fyrir brot gegn ákvæðum gjaldþrotalaganna nr. 25, frá 14. júní 1929. Málavextir eru eftir því sem upplýst er í málinu, sem hér segir. Með úrskurði skiptaréttar Vestmannaeyja, uppkveðn- um 7. september 1933, var bú kærða tekið til gjaldþrota- skiptameðferðar, eftir kröfu eins af lánardottnum kærðs, eftir að árangurslaust hafði verið gerð löghaldsgerð hjá kærðum, til tryggingar víxilskuld að upphæð kr. 10206.00. Eignir átti gjaldþroti þá alls engar, nema lítilsháttar af lausafé, sem hann mátti halda eftir, samkvæmt ákvæðum 565 aðfararlaganna og þar eð sá er gjaldþrotaskiptanna krafð- ist, vildi ekki ábyrgjast kostnað við framhald þeirra, var skiptum búsins þá þegar lokið, samkvæmt ákvæði 31. gr. gjaldþrotaskiptalaganna og var engin innköllun til skuld- heimtumanna þvi gefin út. En skuldir sínar telur gjald- Þroti þá hafa verið alls um kr. 25000.00. Kærður byrjaði að reka útgerð hér í Vestmannaeyj- um árið 1924 en hann átti þá % hluta í vélbátnum Enok og gerði hann út að sínum hluta það ár, en í ársbyrjun 1925, keypti hann % hluta í vélbát þessum í viðbót og kveðst hafa átt hann og gert hann út að hálfu frá þeim tima til ársloka 1930. Kærður kveður þessa útgerð sina hafa gengið vel árið 1924 og árið 1925, einkum þó árið 1925, og kveður hafa orðið talsverðan hagnað af útgerðinni það ár eða um kr. 6000.00 í hans hlut og kveður kærður það hafa orðið til þess, að hann hafi ráðizt í frekari útgerðarstarfsemi á ár- inu 1926 og tekið þá á leigu línuveiðagufuskipið „Gunnar“ frá Reykjavík, ásamt öðrum manni og gert skip þetta út til fiskveiða á vertið það ár. Ennfremur kveðst kærður í ársbyrjun 1926, hafa keypt 16 hluta í v. b. „Síðuhallur“, 16 smálestir að stærð og kveðst hafa gert hann út að þeim hluta á vetrarvertiðinni það ár. Samkv. framburði kærðs í málinu, gekk útgerðarstarfsemi hans illa það ár, þannig að hann tapaði samtals um kr. 24300.00 á útgerð- inni það ár. Í byrjun ársins 1927, tók kærður á leigu vél- bát frá Reykjavik, sem hann gerði út, nokkurn hluta af vetrarvertiðinni það ár, en eftir það gerði hann aðeins út v.b. Enok, að sínum hluta. Kærður kveður útgerðina hafa gengið sæmilega árið 1927, þannig að ekki hafi orð- ið tap á henni það ár, en ágóði enginn eða ekki svo telj- andi sé. Árið 1928 kveðst kærður hafa fengið kr. 1500.00 í ágóða af útgerðinni, en sá ágóði hafi allur gengið til greiðslu á vöxtum á skuldum, er kærður kveðst hafa kom- izt í vegna tapsins á útgerðinni árið 1926. Árið 1929 og 1930 kveður kærður hafa orðið tap á útgerðinni eða um kr. 6500.00 bæði árin, að meðtöldum vöxtum af skuldum þeim, sem hvíldu á bátshluta þeim, sem kærður gerði þá út. Eftir 1930 rak kærður enga útgerð né annan atvinnu- 566 rekstur og kveðst hann aldrei hafa haft neinn annan at- vinnurekstur en framangreinda útgerðarstarfsemi og ekki tapað fé á öðru. Kærður kveðst hafa átt um kr. 6000.00 eignir umfram skuldir, er hann byrjaði framangreinda útgerðarstarf- semi, þ. e. í byrjun ársins 1924. Hluta sinn í v.b. Síðuhalli, kveðst kærður hafa selt árið 1926, en hluta sinn í v.b. Enok, kveður hann hafa verið seldan á nauðungaruppboði á árinu 1931, eftir kröfu Landsbanka Íslands, til lúkningar veðskuld tryggðri með 1. veðrétti í nefndu skipi. Þá kveðst kærður og hafa keypt húseignina Sólheima, hér í bænum, árið 1925 fyrir kr. 12093.00 og kveður hann þá eign hafa verið selda á nauðungaruppboði á árinu 1930, eftir kröfu eins veðhafa, fyrir kr. 6000.00. Kærður hafði ekkert reglulegt bókhald fyrir framan- greinda útgerðarstarfsemi sína og hefir því verið örðugt að sjá til hlítar hversu fjárhagur hans hefir verið á hverjum tíma, en það virðist augljóst af því, sem upplýst er í málinu samkv. framansögðu, að kærður hafi aldrei átt eignir fyrir skuldum eftir að hann varð fyrir útgerð- artapi þvi, er hann varð fyrir á árinu 1926 og virðist hag hans þá þegar muni hafa verið þannig komið, að sýnilegt hafi verið að hann gæti ekki greitt skuldir sínar að fullu og að um raunverulega greiðslustöðvun hafi verið að ræða, en fjárhagur kærðs batnaði aldrei eftir það, því hagnaður sá, er varð á útgerðinni 1928 gekk allur til greiðslu vaxta af eldri skuldum kærðs. Það verður því að telja nægilega upplýst í málinu að fjárhagur kærðs hafi verið þann veg komið, er kom í ljós hvernig afkoma útgerðar hans var árið 1929, að honum hafi þá verið skylt samkv. 5. mgr. 1. gr. laga nr. 25, frá 14. júní 1929, sem gengu í gildi þann 1. júlí nefnt ár, að framselja bú sitt til gjaldþrotaskiptameðferðar og enn augljósari er skylda kærðs til þess orðin, er hann hætti útgerðarstarfsemi sinni árið 1930 og tekið var að selja eignir hans á nauð- ungaruppboði. Að áliti réttarins verður því að telja að kærður hafi brotið gegn framangreindu lagaákvæði með því að fram- selja ekki bú sitt til gjaldþrotaskiptameðferðar og þykir refsing sú, er hann hefir unnið til hæfilega ákveðin 100 567 króna sekt til ríkissjóðs og komi 10 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 30 sólar- hringa frá lögbirtingu dóms þessa. Kærður greiði allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Föstudaginn 22. nóv. 1935. Nr. 94/1935. Valdstjórnin (Lárus Fjeldsted) gegn Gunnlaugi Jónssyni og Nikolai Jór- mundi Þorsteinssyni (Sveinbjörn Jónsson). Áfengislaga og bifreiðalagabrot. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 15. júní 1935: Kærðir, Gunnlaugur Jónsson og Nikolai Jórmundur Þorsteinsson, greiði hvor um sig 100 króna sekt til ríkissjóðs. Sektirnar greiðist innan mánaðar frá lögbirtingu dóms Þessa að telja, en afplánist ella með einföldu fangelsi í 10 daga. Kærðir skulu og sviptir leyfi til að stýra bifreið í 3 mánuði frá uppkvaðningu dóms þessa að telja. Kærðir greiði kostnað sakarinnar in solidum. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Af ástæðum þeim, sem greinir í hinum áfrýjaða lögregluréttardómi, sem fallizt verður á, þykir mega staðfesta hann að öðru leyti en því, að hvor hinna kærðu afpláni idæmda sekt í einföldu fangelsi í 7 daga, ef sektin greiðist ekki innan 4 vikna frá birt- ingu dóms þessa og að svipting ökuleyfa þeirra telzt frá birtingu dóms þessa. Samkvæmt þessari niður- 568 stöðu ber hinum kærðu að greiða in solidum allan kostnað sakarinnar í héraði og hæstarétti, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, 60.00 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Kærðu, Gunnlaugur Jónsson og Nikolai Jór- mundur Þorsteinsson, greiði hvor um sig 100.00 króna sekt í ríkissjóð, og komi einfalt fangelsi i 7 daga í stað sektar hvors þeirra, sé hún ekki greidd innan 4. vikna frá birtingu dóms þessa. Svo skulu þeir og sviftir rétti til að stjórna Þif- reið i 3 mánuði frá birtingu dóms þessa. Kærðu greiði in solidum allan kostnað sakarinnar í héraði og hæstarétti, þar með talin málflutn- ingslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna Lárusar Fjeldsted og Sveinbjarnar Jónssonar, 60.00 krónur til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn þeim Gunnlaugi Jónssyni, pakkhúsmanni, til heimilis á Hall- veigarstig 2 hér í bæ, og Nikolai Jórmundi Þorsteinssyni, verkstjóra, til heimilis Nönnugötu 7 hér í bæ, fyrir brot gegn lögum um notkun bifreiða, nr. 70, 1931, og áfengislög- um nr. 33, 1935. Málavextir eru þeir, er hér greinir, samkvæmt eigin játn- ingu kærða og öðru því, sem fram hefir komið í málinu. Á hvítasunnudag óku kærðir á bifreiðinni R. E. 803 héðan úr bænum og vestur að Gróttu og siðan til baka aft- ur og nokkuð um bæinn. Óku kærðir báðir bifreiðinni til 569 skiptis. Áður en þeir fóru af stað, milli kl. 6—7 e. h. neyttu þeir brennivins, er kærður Gunnlaugur lagði til á % flösku, og á Gróttu höfðu þeir lokið úr flöskunni. Um klukkan 9% um kvöldið var lögreglunni tilkynnt simleiðis, af manni, er ekki sagði til nafns sins, að ölvaðir menn væru að aka nefndri bifreið. Stuttri stund síðar kom lögreglan að þeim, þar sem þeir voru að koma frá akstr- inum og láta bifreiðina inn í skúr í Bankastræti 11. Lögreglan tók málið þegar til rannsóknar og lét taka blóðprufu af kærðum og var þá kl. 10%. Blóðrannsókn var síðan framkvæmd af Jóhanni Sæmundssyni lækni, og reyndist kærður Gunnlaugur að hafa 1.5%0 alkóhóls í blóði sinu, en kærður Nikolai Jórmundur 1%0. Lögregluþjónarnir Karl Guðmundsson og Jakob Björns- son hafa verið leiddir sem vitni í málinu um ástand kærðu. Telja þeir sig báðir hafa séð vin á kærðu, en Jakob tek- ur þó fram, að það hafi verið mjög litið Páll læknir Sigurðsson, er blóðprufuna tók af kærðum hefir borið að þá hafi hann séð lítilsháttar vin á þeim báðum, þó tekur hann það fram, að þeir hefðu að sinu áliti verið færir til flestra starfa og líklega kveðst hann ekki mundu hafa veitt því athygli, hefði ekki staðið svo á, að þeir voru grunaðir um víinnautn. Með eigin játningu kærðu og framangreindum vitnis- burðum verður að telja sannað, að kærðir hafi brotið 3. mgr. o. gr. sbr. 14. gr. laga um notkun bifreiða nr. 70, 1931 og 21. gr. sbr. 39. gr. áfengislaga nr. 33, 1935. Kærðir hafa svo kunnugt sé sætt eftirtöldum kærum og refsingum: Gunnlaugur Jónsson: 1917 29. sept. Áminning fyrir lögreglubrot. 1918 26. jan. Uppvís að því að taka að ófrjálsu vörur út úr verzlun á annars manns nafn. 1923 25. febr. Sætt 50 króna sekt fyrir ölvun á al- mannafæri. 1928 20. maí. Sætt 50 króna sekt fyrir samskonar brot. 1934 22. jan. Sætt 10 króna sekt fyrir of harðan Þifreiða- akstur. Nikolai Jórmundur Þorsteinsson: 1920 6. dez. Sætt 50 króna sekt fyrir ölvun á almanna- færi. 570 1922 26. ágúst. Sætt 400 króna sekt fyrir bannlagabrot. 1923 20. ágúst. Sætt 50 króna sekt fyrir ölvun á almanna- færi. 1923 15. nóv. Kærður fyrir ólöglega áfengissölu og mál- ið afgreitt til dómara. 1924 15. nóv. Sætt 50 króna sekt fyrir ölvun á almanna- færi. 1927 9. sept. Sætt 10 króna sekt fyrir afturljósleysi á bifreið. Refsing þeirra, hvors um sig, þykir hæfilega ákveðin 100 króna sekt til ríkissjóðs, er greiðist innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa, en afplánist ella með einföldu fangelsi í 10 daga. Jafnframt skulu þeir sviftir ökuleyfum sinum í 3 mán- uði frá uppkvaðningu dóms þessa að telja. Þá greiði þeir og kostnað sakarinnar in solidum. Á málinu hefir ekki orðið dráttur. Föstudaginn 22. nóv. 1935. Nr. 62/1935. Bæjargjaldkerinn í Reykjavík (Garðar Þorsteinsson) gegn Þórði Jónssyni (Lárus Jóhannesson). Útsvarsmál. Ágreiningur um heimilisfang útsvars- greiðanda. Úrskurður fógetaréttar Árnessýslu 2. maí 1935: Umbeð- ið lögtak á ekki að fara fram. Dómur hæstaréttar. Árið 1933 lagði niðurjöfnunarnefnd Reykjavíkur 4600 króna útsvar á stefnda. Með því að stefndi taldi sig hafa tekið sér heimilisfang að Kolviðarhóli í Ölfushreppi frá 1. jan. 1933, taldi hann sig ekki út- ö/1 svarsskyldan í Reykjavík nefnt ár. Með bréfi til nið- urjöfnunarnefndar 3. júní 1933 kærði hann því út- svarið og krafðist þess aðallega, að það yrði fellt niður, en til vara, að það yrði lækkað til samræmis við útsvör annara bæjarbúa og í samræmi við eignir hans og tekjur árið 1932, og greindi hann hvort- tveggja í bréfinu, án þess þó að senda sundurliðað framtal (hreinar tekjur kr. 9415.84 og hrein eign pr. 31. des. 1932 kr. 171.184.22). Með bréfi 6. júní 1933 úrskurðaði niðurjöfnunarnefnd, að útsvarið skyldi óbreytt standa. Þann 24. s. m. sneri stefndi sér til yfirskattanefndar Reykjavikur og gerði sömu kröfu sem áður segir, en með bréfi 14. júlí s. á. úrskurðaði yfirskattanefndin, að útsvarið skyldi óbreytt standa, með því að gögn þau, er stefndi skirskotaði til og hann byggði kröfur sinar á, hafi ekki fylgt bréfi hans. Loks sneri stefndi sér til ríkisskattanefndar með bréfi 12. sept s. á. og gerði enn sömu kröfu, og fylgdu nú kæru hans gögn þau, sem yfirskattanefnd taldi vanta, viðvíkjandi heim- ilsfangi hans. Með bréfi 20. nóv. s. á. skýrði svo rik- isskattanefnd stefnda frá þvi, að hún teldi hann út- svarsskyldan í Reykjavík og að útsvarið skyldi ó- breytt standa. Einn nefndarmanna af þremur lét þó bóka, að hann taldi stefnda fullnægja „skilyrðum útsvarslaganna 8. gr. d. til þess að verða felldur af útsvarsskrá í Reykjavik“. Með þvi að stefndi var, þrátt fyrir úrskurði skattanefndanna, ófáanlegur til að greiða ofannefnt útsvar, krafðist bæjargjaldker- inn í Reykjavík lögtaks á því þann 24. nóv. s. á. og var fógetaréttur settur í því skyni 14. des. s. á. í hús- eign stefnda við Aðalstræti nr. 9 hér í bæ. Mótmælti stefndi því, að fógetagerðin færi þar fram, með þvi að lögheimili hans væri að Kolviðarhóli í Árnes- 572 sýslu, og með úrskurði 22. marz 1934 ákvað fóget- inn, að gerðinni skyldi ekki fram haldið hér. Því næst sneri áfrýjandi sér þann 3. ágúst Í. á. til fóget- ans í Árnessýslu með kröfu um lögtak hjá stefnda á heimili þvi, er hann taldi sig hafa, Kolviðarhóli, og var þar settur fógetaréttur í því skyni 30. nóv. f. á. Mótmælti stefndi útsvarsskyldu sinni til Reykja- víkurkaupstaðar fyrir fógetaréttinum, með því að hann hefði haft lögheimili að Kolviðarhóli allt árið 1933, er útsvarið var á hann lagt. Lyktaði málinu svo fyrir fógetaréttinum, að fógetinn úrskurðaði 2. maí þ. á., að hið umbeðna lögtak skyldi ekki fram fara. Þessum úrskurði hefir áfryjandi skotið til hæsta- réttar með stefnu 11. júní þ. á. og krafizt þess, að úrskurðurinn verði úr gildi felldur og að fógetinn verði skyldaður til að framkvæma lögtakið, og loks að stefndi verði dæmdur til að greiða málskostnað fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi hefir þar á móti krafizt staðfestingar á úrskurðinum og málskostnaðar í hæstarétti eftir mati dómsins. Það er óvéfengt í málinu, að stefndi átti lögheim- ili í Reykjavík allt árið 1932. En frá 1. jan. 1933 og allt það ár kveðst hann hafa verið heimilisfastur á Kolviðarhóli. Þessu til sönnunar hefir hann lagt fram samning, dags. 16. des. 1932, þar sem hann tekur á leigu herbergi nr. 5, með nauðsynlegum húsgögnum og, að þvi er virðist, ljósi og hita, á gististaðnum Kolviðarhóli frá 1. jan. 1933 og til ársloka fyrir 10 króna leigu á mánuði. Árið 1933 var og lagt á hann 800 króna útsvar til Ölveshrepps, er hann og greiddi, og þar taldi hann fram eignir og tekjur til eignar- og tekjuskatts, enda tilkynnti hann bústaðaskipti sin viðkomandi stjórnvaldi Reykja- 573 víkurkaupstaðar. Af hálfu áfrýjanda er því haldið fram, að þessi bústaðaskipti stefnda hafi aðeins verið til málamynda og í því einu skyni gerð, að losna við greiðslu útsvars í Reykjavík, og að hann hafi í rauninni haft áfram heimili í Reykjavik árið 1933, þótt hann léti skrifa sig á Kolviðarhóli. Það er óvéfengt, að stefndi hafi árið 1933 dvalizt mikið í Reykjavík. Í Reykjavík eru og allar eða mestar húseignir stefnda, er hann virðist sjálfur hafa séð um að mestu leyti eða öllu, selt þær á leigu og innheimt leigu eftir þær. Ennfremur sá hann árið 1933 um bvggingu húss fyrir systur sína hér í bæn- um, og var það fullgert í október sama ár. Það er og óvéfengt, að stefndi, sem er einhleypur maður, hafði þetta ár óleigt íbúðarherbergi í húsi sínu við Aðalstræti 9 hér í bæ með innanstokksmunum, svo að hann mátti hafast þar við eftir þörfum. Aftur á móti virðist stefndi ekki hafa dvalizt mikið á Kol- viðarhóli nefnt ár. Hefir húsfreyjan þar að visu borið, að hann hafi verið þar „oft 2--3 daga í viku“, og verður þar af ráðið, að stefndur hafi þar margar vikur lítt eða ekki komið. Herbergi það, er stefndi leigði og þar sem framvegis stóðu tvö uppbúin rúm, var og notað handa gestum í viðlögum eftir sem áður, þegar stefndi var ekki á Kolviðarhóli, og virð- ist hann ekki hafa að því fundið, enda bendir hin lága leiga eftir herbergið á það, að stefndi flytur ekki húsgögn sin í það, og að það er með sama gisti- herbergissniði sem áður, til þess, að hann hafi raun- verulega fremur talið sig þar gest en heimamann, og að leigusali hans hafi einnig litið svo á. Ekki er heldur að sjá, að stefndi hafi samið um fæði að stað- aldri við téðan leigusala sinn, heldur greitt það eftir hendinni, eins og gesta er venja. Það virðist og harla 574 tortryggilegt, þegar litið er til efnahags stefnda, að hann hafi raunverulega ætlað sér að eiga heimili yfir árið í einu gistiherbergi á gististað uppi í óbyggð- um og án þess að flytja þangað húsgögn sin til þess að gera sér herbergið heimilislegra og vistlegra. Af öllu því, er nú hefir verið sagt um samband stefnda við leigusala hans á Kolviðarhóli og dvöl hans þar, virðist mega leiða nægilega sterkar líkur að þvi, að stefndi hafi ekki haft þar raunverulegt heimili árið 1933, verður því að telja stefnda hafa í raun og veru haldið áfram að hafa heimili sitt í Reykjavík það ár, og var því rétt að leggja á hann útsvar til bæjarsjóðs Reykjavíkur umrætt ár. Verð- ur samkvæmt þessu að fella hinn áfrýjaða fógeta- réttarúrskurð úr gildi og skylda viðkomandi fógeta til að framkvæma hina umbeðnu lögtaksgerð. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði fógetaréttarúrskurður er úr gildi felldur og ber að framkvæma hið umbeðna lögtak. Málskostnaður fyrir hæstarétti falli niður. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Því er haldið fram af gerðarþola, að hann hafi átt lög- heimili hér í sýslu síðan 1. janúar 1933 og greitt hér öll opinber gjöld eða haft hér vitanlegt heimilisfang, eins og segir í 8. gr. útsvarslaganna, og því beri honum ekki að greiða útsvar annarsstaðar. Í málinu er það nægilega sannað, að gerðarþoli hafi haft heimilisfang í Ölfushreppi umrætt ár og greitt þar gjöld. Hinsvegar hefir gerðarbeiðandi, gegn mótmælum 575 gerðarþola, alls ekki sannað, að gerðarþoli hafi átt heim- ili í Reykjavík eða rekið þar þannig lagaða atvinnu, að honum beri einnig að greiða þar útsvar. Samkvæmt þessu er eigi unnt að taka kröfu lögtaksbeiðanda til greina. Miðvikudaginn 27. nóv. 1935. Nr. 109/1935. Valdstjórnin (Sveinbjörn Jónsson) gegn Þorsteini Hálfdánarsyni (Lárus Jóhannesson). Sýknun af kæru fyrir brot á ákvæðum 5. mgr. 1. gr. sjaldþrotaskiptalaganna. Dómur lögregluréttar Vestmannaeyja 29. dez. 1934: Kærður, Þorsteinn Hálfdánarson, greiði 100 króna sekt til ríkissjóðs og komi 10 daga einfalt fangelsi í stað sektar- innar, verði hún eigi greidd innan 30 sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa. Kærður greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Eins og nánar er skýrt frá í hinum áfrýjaða lög- regluréttardómi, telur kærði, að gjaldþrot hafi vofað yfir honum frá því á síðari hluta ársins 1931, en hann hafi þó getað haldið útgerðinni áfram fram yfir vetrarvertíð 1933, sökum þess að útibú Út- vegsbanka Íslands h/f í Vestmannaeyjum hélt á- fram að lána fé til útgerðarinnar gegn veði í fisk- aflanum. Aðrar skuldir en þær, sem kærður var Í við Útvegsbankann, kveður hann hafa stofnast þannig, að hann hafði áframhaldandi viðskipti við þá, sem hlut áttu að máli, hafi hann greitt þeim upp ö76 í viðskiptin eftir því sem hann gat, en eftir að kom- ið var fram á síðari hluta ársins 1931 hafi hann þó ekki greitt neitt af eldri skuldunum nema vexti af veðskuldunum. Þá greiddi hann eftir því sem hon- um var unnt. Með því nú að útibú Útvegsbankans hélt áfram að styðja kærða með fjárframlögum til að reka útgerð fram yfir síðustu vertíð fyrir gjald- þrotið í þeirri von, að því er ætla má, að hann, sem var efnalega sjálfstæður, þegar hann byrjaði útgerð- ina, myndi rétta við aftur, og þar eð af öðrum þeim upplýsingum, sem fram hafa komið í málinu, þykir óvarlegt að draga þá ályktun, að um slíka stöðvun á skuldagreiðslum kærða, sem um ræðir í 5. máls- grein Í. gr. laga nr. 25 frá 1929 um gjaldþrotaskipti, hafi verið að ræða fyrr en um það leyti, er hann af sjálfsdáðum gaf bú sitt upp til gjaldþrotaskipta, þykir rétt að sýkna hann af kæru valdstjórnarinnar í máli þessu. Samkvæmt þessum úrslitum ber að sýkna kærða af greiðslu sakarkostnaðar bæði í hér- aði og hæstarétti, og verður að greiða hann úr ríkis- sjóði, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, kr. 60.00 til hvors. Rannsókn máls þessa er að ymsu leyti ábóta- vant. M. a. er það að athuga, að lánardrottnar kærða hafa ekki verið yfirheyrðir um viðskipti sín við hann og að hvorki hefir verið lagt fram fæðingar- né hegningarvottorð kærða. Því dæmist rétt vera: Kærði, Þorsteinn Hálfdánarson, á að vera sykn af kæru valdstjórnarinnar í máli þessu. Sakarkostnaður allur, bæði í héraði og hæsta- rétti, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin mál- ð77 flutningslaun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálaflutningsmannanna Sveinbjarnar Jónssonar og Lárusar Jóhannes- sonar, kr. 60.00 til hvors. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af hálfu valdstjórnarinnar gegn Þorsteini Hálfdánarsyni, útgerðarmanni, til heimilis Kirkjuveg 57, hér í bænum fyrir brot gegn ákvæðum gjald- Þrotalaganna nr. 25, 14. júní 1929. Málavextir eru sem hér segir: Með úrskurði skiptaréttar Vestmannaeyja uppkveðnum Þann 14. september 1933, var bú kærða tekið til gjald- brotaskiptameðferðar, eftir beiðni kærða sjálfs, sem ekki taldi sig geta staðið í skilum með greiðslu skulda sinna, en hann hafði þá rekið útgerð, þ. e. gert út hálfan v. b. Viggó, V. E. 289 frá því í byrjun vetrarvertiðar árið 1930, en áður hafði kærður stundað landbúnað að Vattarnesi í Suður-Múlasýslu, en hætti búskap þar haustið 1930 og fluttist búferlum hingað til Vestmannaeyja og keypti þá fyrrnefndan vélbát hálfan og húseignina Staðarhóli (Kirkju- veg 57), hér 1 bænum. Kærður hefir borið í málinu, að hann hafi átt kr. 8000.00 afgangs skuldum, er hann hafi selt eignir sinar er hann hætti búskapnum að Vattarnesi og kveðst hann hafa greitt það fé allt upp í kaupverð framangreindrar húseignar, sem hann kveðst hafa keypt fyrir kr. 16000.00, en greiddi kaupverðið að öðru leyti með því að hann tók að sér að greiða veðskuldir, sem hvíldu á húseigninni. En framan- greindan vélbát, sem kærður keypti, ásamt tveim öðrum mönnum, er keyptu % hluta bátsins hvor, kveðst kærð- ur þá hafa keypt fyrir kr. 18000.00, en kveður þá því næst hafa orðið að láta gera við bátinn fyrir kr. 8500.00 og hafi raunverulegt kaupverð bátsins því orðið kr. 26500.00. Framangreindan vélbát, kveðst kærður hafa gert út til fiskveiða að hálfu, ásamt með meðeigendum sinum, á vetrarvertiðinni árin 1931—-1933 (incl.) og sumurin 1931 og 1932, til dragnótaveiða, en ekki sumarið 1933. 97 578 Kærði hafði ekkert reglulegt bókhald fyrir útgerð sina og hefir því verið örðugt að upplýsa til hlitar, um hag út- gerðarinnar á hverjum tíma, en kærður kveðst hafa tap- að miklu fé á útgerðinni, þegar á fyrsta árinu (1931) eða 14000—15000 króna hreint rekstrartap, án tillits til fyrn- ingar á eignum hans, sem til útgerðarinnar voru notaðar og hefir kærður borið, að gjaldþrot hafi ætið vofað vfir honum, frá því kom fram á síðari hluta ársins 1931. Hann kveðst einnig hafa tapað fé á rekstri útgerðarinnar, árin 1932 og 1933 en hefir þó eigi getað sagt nákvæmlega um hve mikið tapið hafi verið það ár, en kveður það hafa verið 6000 til 8000 kr. bæði árin, sem virðist samkvæmt framburði hans, hafa verið hreint rekstrartap, án tillits til fyrningar á eignum. Og kveður hann hafa legið við að hann yrði að framselja bú sitt til gjaldþrotaskiptameðferð- ar í nóvembermánuði 1932, vegna þess að útibú Úvegs- banka Íslands h. f. hér í bænum, sem lánað hafði kærð- um (og meðeigendum hans) fé til reksturs útgerðarinnar gegn veði í fiskafla, hafi verið tregt að halda þvi áfram og vildi jafnvel krefjast þess að kærður framseldi þá bú sitt til gjaldþrotaskiptameðferðar, þó eigi yrði af þvi. En nefnt bankaútibú lánaði þó kærðum fé til reksturs út- gerðarinnar næsta ár, gegn veði í fiskafla og sá um sölu aflans og greiddi verkafólki því, sem vann við útgerð kærðs, kaup þess af andvirði aflans og fékk lán sin greidd af andvirði hins veðsetta afla, eftir því, sem það hrökk til. Er kærður framseldi bú sitt til gjaldþrotaskiptameð- ferðar, voru eignir hans allar, sem voru framangreind húseign, framangreindur vélbátur hálfur, % vöruflutn- ingabifreið og lítilsháttar annað af lausafé, — virtar á kr. 19656.00. Húseignin og bátshlutinn var lagt ófullnægðum veðhafa út til eignar, fyrir kr. 10000.00. Bifreiðarhlutinn, sem einnig var veðsettur, var seldur á kr. 350.00, en öðr- um eignum þeim, sem skrifaðar voru upp, fékk kærður að halda eftir samkv. ákvæðum aðfararlaganna. Skuldir þær er kærður skuldaði þá, voru samkv. skrá yfir skuld- irnar, sem hann afhenti skiptaráðanda, kr. 61788.00, en lýst var í búið kröfum samtals að upphæð kr. 49585.92, auk vaxta og kostnaðar og auk þess £ 203-6-6 einnig auk vaxta og kostnaðar. Að áliti réttarins verður að telja nægjanlega upplýst í 579 málinu, að hag kærðs hafi verið þann veg komið, þegar í lok ársins 1931, að honum hafi þá samkv. 5. mgr. 1. gr. laga nr. 25, frá 14. júní 1929, borið skylda til þess að framselja bú sitt til gjaldþrotaskiptameðferðar, en enn augljósari er þó skylda kærða til þess orðin, haustið 1932 eða í lok þess árs, er séð varð, hvernig afkoma útgerðar kærða á þvi ári varð. Það verður því að áliti réttarins að telja, að kærður hafi, með því að framselja ekki bú sitt til gjaldþrotaskipta fyrr en hann gerði, brotið gegn framangreindu lagaákvæði og þykir refsing sú er hann hefir unnið til, hæfilega á- kveðin 100 króna sekt til ríkissjóðs og komi 10 daga ein- falt fangelsi í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd inn- an 30 sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa. Kærður greiði allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Fimmtudaginn 28. nóvember 1935. Nr. 130/1933. Helgi Guðbjartsson (Einar B. Guðmundsson) gegn Skiftaráðanda Ísafjarðar f. h. þrota- bús Sæmundar Albertssonar og Char- les Bjarnasyni (Garðar Þorsteinsson). Úrskurður hæstaréttar. Með dómi gestaréttar Ísafjarðar frá 28. febr. 1933 var áfrýjandi dæmdur til að skila hinu stefnda þrota- búi bifreiðinni Í. S. 36 innan 30 daga frá birtingu dómsins, en að öðrum kosti til að greiða búinu kr. 2500.00 með vöxtum 5% p. a. frá 22. des. 1932 til greiðsludags. Var því næst krafizt aðfarar hjá áfrýj- anda samkvæmt dóminum þann 3. okt. 1933. Bif- reiðin var þá norður á Akureyri, og með því að á- frýjanda var með úrskurði fógetaréttarins þann 14. 580 s. m. synjað um nokkurra daga frestun á aðfarar- gerðinni, þar til bifreiðin gæti verið komin til Ísa- fjarðar, þá skoraði fógetinn á áfrýjanda, samkvæmt greiðsluákvæði dómsins, að greiða áðurnefndar kr. 2500.00 með vöxtum. Segir svo í bókun fógetarétt- arins 16. s. m., að áfrýjandi hafi þá „lagt fram“ tékkávísun „til fullnustu kröfu gerðarbeiðanda“, og að umboðsmaður áfrýjanda hafi beðið bókað, „að fjárnámsgerð þessari verði áfrýjað til hæstaréttar og biður um gerðir í málinu til áfrýjunar“. Hefir áfrýjandi skotið „fjárnámi“ þessu, eins og það er nefnt í stefnunni 18. nóv. 1933 til hæstaréttar. Af hálfu hinna stefndu hefir verið krafizt frávis- unar á máli þessu og málskostnaðar fyrir hæstarétti, og er frávísunarkrafan byggð á því, að engin fjár- námsgerð hafi farið fram, og sé því í raun réttri engu að áfrýja. Af hálfu áfrýjanda hefir frávisunarkröf- unni verið mótmælt. Framannefnd tékkávísun, sem fógeti tók í vörzlur sinar, er sýnilega lögð fram í því skyni, að setja tryggingu fyrir greiðslukröfu dómsins, og afstyra þar með frekari aðgerðum af hálfu fógetaréttarins. Gerðir fógetans, þar á meðal móttaka ávisunarinn- ar, eru dómsathafnir, sem áfrýjanda er rétt að bera undir æðra dóm, og er enginn vafi á því, að það eru þessar dómsathafnir, sem hann hyggst að leggja fyrir hæstarétt í máli þessu, og getur það engu máli skipt að þessu leyti, hverju nafni dómsathafnir þess- ar eru nefndar í hæstaréttarstefnunni. Verður frá- vísunarkrafan því ekki tekin til greina. Því úrskurðast: Frávísunarkrafan verður ekki tekin til greina. öðl Föstudaginn 29. nóv. 1935. Nr. 130/1935. Helgi Guðbjartsson Segn skiptaráðanda Ísafjarðar vegna þrota- bús Sæmundar Albertssonar og Char- les Bjarnasyni. Dómur hæstaréttar. Mál þetta er hafið eftir ósk áfrýjanda. Áfrýjandi, Helgi Guðbjartsson, greiði hinum stefndu skiptaráðanda Ísafjarðar vegna þrotabús Sæmundar Albertssonar og Charles Bjarnasyni 150 krónur í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 29. nóv. 1935. Nr. 15/1934. Markús Einarsson Segn Þorsteini Þ. Víglundssyni f. h. kaup- félags Alþýðu Vestmannaeyjum. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Markús Einarsson, er eigi mætir í mál- inu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Svo greiði hann og stefnda er hefir látið mæta í málinu, og krafizt ómakslauna, 80 krónur í ómaks- bætur að viðlagðri aðför að lögum. 582 Föstudaginn 29. nóv. 1935. Nr. 73/1935. Gústaf Sveinsson gegn Georg Gíslasyni. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi, Gústaf Sveinsson, er eigi mætir í mál- inu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Miðvikudaginn 4. desember 1935. Nr. 90/1934. Eigandi prestssetursins Borgar (Jón Ásbjörnsson) gegn Eiganda Þursstaða (Pétur Magnússon). Landamerkjamál. Landamerkjadómur Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 12. okt. 1933: Landamerki milli Borgar og Þursstaða á hinu um- þrætta landi skulu vera: Úr kelduklofunum við Háfslæk í merkjavörðuna í fló- anum fyrir vestan Bárðarás og þaðan bein stefna í jarð- fallið (Hringinn) sem er rétt fyrir ofan þar sem Kortólfs- lækur beygir til sjávar og lækurinn kemur úr. Málskostnað greiði stefnandi með 119 kr. Dóminum ber að fullnægja innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Hinum áfrýjaða landamerkjadómi hefir verið skotið til hæstaréttar með áfrýjunarstefnu dags. 28. maí 1934, að fengnu áfrýjunarleyfi 4. s. m. Á- 583 frýjandi hefir gert þær réttarkröfur fyrir hæstarétti, að hinn áfrýjaði dómur sé felldur úr gildi, málinu vísað heim í hérað og merkjadómurinn skyldaður til að taka málið upp að nýju og dæma það eftir kröfum áfrýjanda á þá leið, að landamerki prests- setursins Borgar og Þursstaða séu rétt talin frá Kelduklofunum við Háfslæk sjónhending í Hringinn þar ser Kortólfslækur hafi upptök sín í honum. Til vara krefst áfrýjandi þess, að merkjalína nefndra jarða sé rétt talin úr Kelduklofunum við Háfslæk sjónhending um tvo melstapa í flóanum og beint í Kortólfslæk norðaustanvert við Þursstaðastekk. Svo krefst hann og málskostnaðar eftir mati réttarins. Stefndur krefst þess, að hinn áfrýjaði landamerkja- dómur sé staðfestur og honum dæmdur málskostn- aður fyrir hæstarétti eftir mati réttarins. Í landamerkjaskrá fyrir Þursstaði frá 8. febrúar 1884 er landamerkjum milli prestsetursins Borgar og jarðarinnar Þursstaða lyst þannig: „Síðan ræður Háfslækur merkjum alla leið norður að Keldu- klofunum við jarðföllin fyrir vestan Bárðarás, hvar varða er hlaðin. Þaðan liggja merkin beina stefnu í Hringinn svokallaða, sem Kortólfslækur kemur úr, hvaðan nefndur lækur ræður merkjum til sjávar“. Með yfirlýsingu dags. 20. júní 1922 hefir séra Einar Friðgeirsson á Borg gert eftirfarandi athugasemdir við landamerkjaskrána: „Framanrituð merki jarð- arinnar Þursstaða eru ágreiningslaus, en til frekari skýringar skal fram tekið: I. Merkin milli Borgar og Þursstaða eru úr torfvörðu við jarðföllin (í Háfs- læk) vestan undir Bárðarás, og þaðan sjónhending yfir 2 melstapa, sem hlaðnar eru smá vörður á, er bera saman, og svo sem sjónhending ræður að Kortólfslæk, neðanvert við þar sem nú er kallað 584 Hringurinn ...“. Upplýst hefir verið fyrir hæsta- rétti, að í landamerkjaskrá prestsetursins Borgar er merkjum lýst eins og í landamerkjaskrá Þurs- staða, að því undanskildu, að ekki er minnst á vörð- una hjá Kelduklofunum í landamerkjaskrá Borgar. Eins og getur í landamerkjadóminum, telur áfrýj- andi hinn svonefnda Hring vera bogmyndaðan mýr- arslakka, sem veitt hefir verið vatni á úr Egilstjörn, í suðvestur frá Kelduklofunum og rétt fyrir norð- vestan svokallaðan Þursstaðastekk, en stekkur þessi er á holti sem nefnt er Stekkjarholt. Frá áveitumyýri þessari liggur keldudrag, eins og það er nefnt í landamerkjadóminum, niður með Stekkjarholti og niður að vatnskeri eða jarðfalli, sem stefndur telur vera hinn svokallaða Hring. Ennfremur er ágrein- ingur með málsaðiljunum um, hvort Kortólfslækur hafi upptök sín í áveitumýrinni eða vatnskerinu. Telur áfrýjandi, að lækurinn hafi upptök sín í á- veitumýrinni, en stefndur, að hann hafi upptök sin eða komi úr vatnskerinu. Áður en lagður var dómur á mál þetta í héraði voru leidd 6 vitni í því, og eftir uppkvaðningu landamerkjadómsins hafa 2 vitni verið leidd og einn maður hefir gefið vottorð til af- nota í málinu. Maður þessi dó, áður en hann yrði kallaður fyrir rétt til að staðfesta vottorð sitt. Vitnin Egill Einarsson og Bergur Jónsson, sem leidd voru eftir uppkvaðningu merkjadómsins, og vottorðsgefandinn Helgi Guðmundsson lýsa landa- merkjunum í samræmi við aðalkröfu áfrýjanda. Kveða þeir allt rennsli frá áveitumýrinni, sem þeir telja vera hinn svokallaða Hring, og til sjávar, nefnast Kortólfslæk. Heimildarmann sinn kveða vitni þessi vera séra Einar Friðgeirsson á Borg, sem nú er látinn. Vitnið Egill kveðst vera uppalinn á 585 Borg og hafa verið þar í 27 ár. Hafi landamerkin verið ágreiningslaus þangað til Helgi Helgason tók við ábúð á Þursstöðum. Vitnið Bergur og vottorðs- gefandinn Helgi segjast hafa verið vinnumenn á Borg fyrir aldamót, og hafi þá séra Einar sagt þeim til merkja, hvorum í sitt skiptið. Kveður Helgi prest hafi talið, að merkin vröðu greinilegri með því að láta þau liggja yfir melstapa í flóanum (millimerki). Auk séra Einars kveður Bergur Vilhjálm nokkurn, sem bjó á Þursstöðum með móður sinni, hafa sagt honum til merkja um 1890, en þá var Bergur fjár- hirðir á Ánabrekku. Af þeim vitnum, sem leidd voru áður en landamerkjadómurinn gekk, hafa þeir Einar Ásgeirsson, Þórarinn Bjarnason og Þorkell Þor- valdsson lýst landamerkjum í samræmi við vara- kröfu áfrýjanda, en virðast jafnframt sammála á- frýjanda um, hvar Hringurinn sé. Vitnið Einar Ás- geirsson kveður heimildarmenn sína vera þá séra Einar Friðgeirsson á Borg, Helga Kristján Jónsson á Þursstöðum og Þorleif Ólafsson, en menn þessir eru nú látnir. Segist Einar lengi hafa átt heima í Suðurriíki og smalað um þær slóðir er þrætulandið liggur. Vitnið Þorkell Þorvaldsson kveðst hafa dval- ið á Borg og í Rauðanesi í nokkur ár. Lýsir hann Helga Jónssyni, nú á Þursstöðum, heimildarmann sinn. Hafi Helgi sagt vitninu til merkja nú fyrir tveim til þrem árum. Vitnið Þórarinn Bjarnason sem um margra ára skeið hefir átt heima í Rauðanesi, kveðst oft hafa átt leið um þrætulandið, en ekki getur vitni þetta tilgreint heimildarmenn sína um landamerkin. Vitnin Einar og Þórarinn hafa ekki heyrt kelduna, eins og Einar kemst að orði, eða lænuna, eins og Þórarinn orðar það, alla leið upp að áveitumýrinni nefnda neinu sérstöku nafni, hinsvegar kveður vitn- 586 ið Þorkell allt rennsli frá áveitumyýrinni og til sjáv- ar vera nefnt Kortólfslæk. Vitnin, Finnur Gíslason, Guðmundur Runólfsson og Þórólfur Þorvaldsson bera í samræmi við þær kröfur, sem stefndur gerir í málinu, þó þannig, að vitni þessi telja landamerkjalinuna liggja um tvo melstapa, annan neðanvert við svonefndan Bárðarás og hinn sunnanvert við svonefndan Reiðgötuás og sjónhending í vatnspytt þann, er stefndur telur vera Hringinn, og þeir Finnur og Guðmundur nefna svo. Finnur kveður Egil, son séra Einars á Borg, hafa sagt honum (Finni) til merkja fyrir 15 til 20 árum. Hafi þeir þá verið staddir heima á Borg. Vitnið Guð- mundur skýrir svo frá, að hann hafi dvalið á Þurs- stöðum 3 ár um síðastliðin aldamót, og hafi þá bónd- inn þar, Hannes Vilhjálmsson, sagt honum til merkja milli Borgar og Þursstaða. Voru þeir þá staddir upp á Þursstaðastekk. Vitnið Þórólfur Þorvaldsson segir Helga Kristján heitinn Jónsson á Þursstöðum hafa sagt honum til merkja fyrir meir en 20 árum. Ekki kveðst vitnið vita, hvar Hringurinn sé, en miðar samt merkin við pytt þann, er stefndur telur vera hinn svokallaða Hring. Eins og sést á framanrituðu, hefir ekki fengizt samræmi í vitnaframburðina, enda bera vitnin um, hvað þeim hefir verið sagt, oft fyrir tugum ára. Vitnin bera jafnvel andstætt eftir sama heimildar- manni, t. d. bera vitnin Einar Ásgeirsson og Þór- ólfur Þorvaldsson andstætt eftir Helga Kr. Jónssyni á Þursstöðum. Finnur Gíslason kveður Eigil Einars- son hafa sagt honum til merkja þannig, að andstætt er framburði Egils um landamerkin. Þá hafa og tvö vitni borið, að þau hafi heyrt Egil segja 1931, þegar tiðrætt var um landamerkin milli Borgar og Þurs- 587 staða: „Þursstaðamenn hafa alveg á réttu að standa með merkin“. Þriðja vitnið, sem viðstatt var, þegar Egill var talinn hafa sagt framangreind orð, kveðst ekki muna, hvernig orðin féllu. Loks lýsir Þorkell Þorvaldsson merkjum eftir Helga Jónssyni á Þurs- stöðum á þann veg, að ekki samrýmist kröfum Helga í máli þessu. Ekki verður séð, að nokkrir af heimildarmönnum vitnanna, hafi staðið að gerð landamerkjaskrár Þursstaða. Með hliðsjón af því, sem nú hefir verið sagt um framburði vitnanna, þykir ekki fært að láta þá skera úr í máli þessu. Athugasemdir séra Einars Friðgeirs- sonar við landamerkjaskrá Þursstaða, þær, sem áð- ur er greint um, geta heldur ekki skorið úr þegar af þeirri ástæðu, að deilt er um hvaða melstapa nefnd- ur prestur eigi við í athugasemdunum. Með því að sönnunargögn þau, sem fyrir hendi eru, leiða ekki til ákveðinnar túlkunar á landamerkjaskrá Þurs- staða, verður að meta hana í sem beztu samræmi við staðháttu. Í nefndri landamerkjaskrá segir, að Kortólfslækur komi úr Hringnum. Áreiðardómur- inn lýsir keldu þeirri eða keldudragi, sem liggur frá áveitumýrinni niður að jarðfallinu, þ. e. a. s. milli staða þeirra, sem deilt er um, hvor sé hinn svokall- aði Hringur, þannig, að það hafi verið þurrt, þeg- ar áreiðin fór fram, og ekki sýnilegt, að það sæti talizt lækjarfarvegur. Það þykir samkvæmt þessu ógerlegt að telja upptök Kortólfslækjar ofar en í nefndu jarðfalli eða vatnskeri, þá þykir það og veikja málstað áfrýjanda, að ekki verður séð, að glögg séu takmörk keldunnar og áveitumýrinnar, en þar telur áfrýjandi hornmarkið vera. Loks hefði Þursstaðastekkurinn verið settur nær landamerkja- línunni en löglegt var, ef landamerkin lægju eins 588 og áfrýjandi vill vera láta. Vafi hefir þótt leika á því, hvort varða sú, sem liggur fyrir vestan Bárð- arás og landamerkjadómurinn hefir miðað við, væri sama varðan og getur í landamerkjaskrá Þurs- staða, en ekki hafa vitni, sem skoðað hafa vörð- una, treyst sér til að ákveða aldur hennar, liggur því ekkert fyrir, er hnekki því, að hún sé varða sú, er greinir í landamerkjaskrá Þursstaða. Með skírskotun til þess, sem að framan er sagt, þykja ekki framkomnar nægar sannanir fyrir því, að rétti eiganda Borgar hafi verið hallað með því að ákveða landamerki milli Borgar og Þursstaða eins og landamerkjadómurinn hefir gert, og eru þessvegna ekki fyrir hendi nægar ástæður til að ó- merkja hinn áfrýjaða landamerkjadóm samkv. 15. gr. landamerkjalaganna, og ber því að staðfesta hann. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Landamerkjadómurinn skal óraskaður. Máls- kostnaður fyrir hæstarétti falli niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað út af þrætulandi milli Borgar og Þursstaða, og hefir stefnandi gert þær réttarkröfur að á- kveðið verði af merkjadóminum, hvar merki jarðanna komi saman við Háfslæk, og hvar Hringurinn sé, sem get- ið er um í landamerkjabréfum jarðanna. Stefndur hefir krafizt þess að merkin verði ákveðin öll hin sömu og hann og séra Björn á Borg sættust á í réttar- haldi 16. sept. 1931. Afrit af landamerkjabréfi fyrir jörðinni Þursstöðum dagsett 8. febr. 1884 og þinglesið 23. maí s. á. hefir verið framlagt og greinir aðilja aðeins á um hvar Hringurinn 589 sé, er þar er nefndur, og Kortólfslækur kemur úr. Annars virðist ekki hafa verið neinn ágreiningur um merkin eftir landamerkjabréfinu fyr en nú síðustu árin að deila hefir risið um, hvort Hringurinn væri áveitan, sem nefnd er á uppdrættinum, eða jarðfall, sem er rétt fyrir ofan þar sem lækurinn beygir til sjávar. Í landamerkjabréfinu er tekið fram að merkin séu bein stefna úr vörðu fyrir vestan Bárðarás og í Hringinn svo- kallaðan, sem Kortólfslækur kemur úr. Það, sem þvi fyrst virðist liggja fyrir, er að finna hvar telja beri upptök Kort- ólfslækjar, og er enginn ágreiningur um það, að fyrir neð- an jarðfallið heitir hann þessu nafni. Frá jarðfallinu og upp í áveituna liggur keldudrag, og hefir aðeins eitt vitn- ið borið það, að allt rennslið frá áveitunni til sjávar héti Kortólfslækur, en það vitnið hefir ekki tilgreint heimild sína að þessum hluta vitnisburðar sins. Gegn þessu hafa þrjú vitni borið og tilgreint söguheim- ildir sínar að Hringur hafi verið kallaður jarðfall það, sem er í læknum rétt áður en hann beygir til sjávar og eru því með vitnaleiðslunni færðar meiri líkur fyrir því að jarð- fallið hafi verið kallað Hringur heldur en áveitan, enda var keldudragið þegar áreiðin fór fram þurrt og ekki sýni- legt að það gæti talizt lækjarfarvegur. Merkjavarðan í fló- anum fyrir vestan Bárðarásinn er í beinni linu frá keldu- klofanum í efri merkjastapann, sem kallaður er á uppdrætt- inum, og virðist það benda til þess að þar um eða þar ná- lægt hafi merkjalínan legið, sem getið er um í landa- merkjabréfinu að hafi verið bein stefna úr vörðunni í Hringinn. Aftur á móti hefði varðan verið hlaðin úrleiðis með því að setja hana þarna, ef merkin áttu að liggja úr klofanum í áveituna. Samkvæmt yfirlýsingu séra Einars Friðgeirssonar dagsettri 20. jan. 1922, sem fylgir framlögðu landamerkjabréfseftirriti og áteiknað er á það, telur hann merkin vera ágreiningslaus og var hann þá svo sem al- kunnugt er búinn að vera prestur á Borg í 34 ár og virðist mega af því ráða að merkin hafi þá verið talin um hina svokölluðu merkjastapa (sjá uppdráttinn) þvi ágreining- urinn reis þegar gerð var krafa til þess af umráðamönn- um Borgarlands, að merkin lægju vestar. Samkvæmt því, sem að framan er ritað, verður að telja að Kortólfslækur (eða Korthólslækur) byrji í jarðfallinu, 590 sem er rétt fyrir ofan þar sem hann tekur stefnu til sjáv- ar og hljóti því jarðfall þetta að vera það, sem kallað er Hringurinn. Virðist því bera að ákveða, að landamerki milli Borgar og Þursstaða, á hinu umþrætta svæði, skuli vera þessi: Úr kelduklofunum við Háfslæk í merkjavörðuna í fló- anum fyrir vestan Bárðarás og þaðan bein stefna í jarð- fallið (Hringinn), sem er rétt fyrir ofan þar sem Kortólfs- lækur beygir til sjávar og lækurinn kemur úr. Kostnaður við að gera uppdráttinn af hinu umþrætta landi hefir orðið 59 kr. og ferðakostnaður og dagpen- ingar meðdómenda 60 kr., eða málskostnaðar samtals við þessi réttarhöld 119 kr., er stefnanda ber að greiða. Miðvikudaginn 4. des. 1935. Nr. 96/1935. Valdstjórnin (Pétur Magnússon) gegn Frederic Chatten (Lárus Fjeldsted). Landhelgisbrot. Dómur lögregluréttar Neskaupstaðar 1 ág. 1935: Kærð- ur, Frederic Chatten, greiði 20500 króna sekt til landhelg- issjóðs Íslands og komi 8 mánaða einfalt fangelsi í stað sektarinnar, sé hún ekki greidd innan viku frá lögbirt- ingu dóms þessa. Allur afli og öll veiðarfæri þar með taldir dragstrengir i b/v Fifinella G. Y. 1038, séu upptæk og renni andvirðið í sama sjóð og sektin. Loks greiði kærður allan af máli þessu löglega leiddan og leiðandi kostnað. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum Dómur hæstaréttar. Eftir uppkvaðningu héraðsdómsins hefir formað- ur stýrimannaskólans í Reykjavík markað stað bauj- unnar, er sett var niður, þar sem togarinn „Fifin- ö9ðl ella“, G.Y. 1038 var tekinn þann 30. júní þ. á., og hefir hann komizt að þeirri niðurstöðu, að togarinn hafi þá verið 0,35 sjómilur innan við landhelgis- línuna. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með skirskotun til forsenda hins áfrýjaða dóms þykir mega staðfesta hann, þó svo að sektin verði, með tilliti til dagsgengis íslenzkrar krónu, sem nú er 49.28, 20300 krónur, og afplánist hún með 7 mánaða einföldu fangelsi, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Svo greiði kærði allan á- frýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutn- ingslaun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 60 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó svo að sektin verði 23000 krónur, og komi 7 mánaða einfalt fangelsi í stað hennar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Kærði, Frederic Chatten, greiði allan á- frýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin mál- flutningslaun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna Péturs Magnússonar og Lárusar Fjeldsted, 60 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Frederic Ghatten skipstjóra á b/v. Fifinella G. Y. 1038 frá 592 Grimsby, fyrir brot gegn ákvæðum laga nr. 5 frá 18. maí 1920 um bann gegn botnvörpuveiðum. Málavextir eru þessir: Þriðjudaginn 30. júlí s. 1. kl. 2,28 e. h. var varðbáturinn Ingimundur gamli staddur út af Seley. Sást þá togari fram undan, er virtist grunsamlega nærri landi, og hélt varð- báturinn fulla ferð að honum. Kl. 2,38 eða eftir 10 minút- ur var varðbáturinn kominn að hlið togarans og var hon- um skipað að stöðvast og gerði hann það undir eins. Var Þetta togarinn Fifinella G. Y. 1038, sem kærður skipstjóri, F. Chatten, er skipstjóri á og var hann að toga með stjórn- borðsvörpuna úti. Sökum þoku var þá ekki hægt að gera staðarákvarðanir og setti því varðbáturinn út bauju á staðnum. Dýpi var mælt 90 metrar og síðan mældi varð- báturinn með vegmæli fjarlægðina frá Hólmi að bauj- unni og gaf það 2,8 sjómílur eða stað togarans 0,2 sjó- mílur innan landhelgi er hann var stöðvaður. Var svo beð- ið hjá baujunni unz þokunni létti og kl. 3.50 árdegis var orðið svo bjart að yfirmenn varðbátsins gátu gert eftir- farandi staðarákvarðanir: Halaklettur > 3521 Snæfugl > 690 107 Norðfjarðarhorn og gaf það stað baujunnar 0,3 sjómilur innan landhelgis- linunnar. Ennfremur tók skipstjóri varðbátsins miðið Halaklett- ur laus rétt vestur úr Setuskeri, sem kemur heim við stað togarans samkv. hornmælingunum. Togarinn var síðan tekinn og farið með hann til Neskaupstaðar og komið Þangað kl. 7,30 árdegis. Kærður skipstjóri heldur því fram, að togarinn hafi verið utan við landhelgi, er varðbáturinn kom á vettvang, og byggir hann það á þremur miðum, er hann gaf upp í réttinum. En er skipstjóri varðbátsins í viðurvist kærða, sem viðurkenndi að rétt væri tekið upp setti þessar mið- anir út á nákvæmt sjókort, er varðbáturinn átti, og var til staðar í réttinum, kom í ljós að miðanir þessar gáfu tvo mismunandi staði, annan nokkuð fyrir innan land- helgislinuna og hinn nokkuð fyrir utan. Þessar miðanir 593 fá því eigi staðist og geta á engan hátt hnekkt nákvæmum hornmælingum yfirmanna varðbátsins. Þá hefir kærður og haldið því fram, að skygni hafi eigi verið svo gott er hornmælingarnar voru gerðar, að hægt hafi verið að sjá nægilega vel staði þá er mælt var frá. Þessu hafa skipstjóri og stýrimaður varðbátsins ein- dregið mótmælt. Og þar sem ekkert það hefir framkomið i málinu er hnekki eiðfestri skýrslu og mælingum yfir- manna varðbátsins, verður að teljast fullsannað, að kærð- ur hafi verið að botnvörpuveiðum í landhelgi er varðbát- urinn kom að honum. Kærður hefir ekki áður sætt refsingu fyrir brot á fiski- veiðalöggjöfinni. Kærður hefir því að áliti réttarins brot- ið gegn ákvæðum 1. greinar laga nr. 5, frá 18. mai 1920 um bann gegn botnvörpuveiðum í landhelgi, og þykir refs- ing sú er hann hefir tilunnið fyrir það eftir 3. gr. nefndra laga sbr. 1. gr. laga nr. 4 frá 1924 hæfilega ákveðin 20500 kr. sekt í Landhelgissjóð Íslands, með tilliti til gengi Ís- lenzkrar krónu, sem nú er þannig að hún jafngildir 49.13 aurum gulls, og komi í stað sektarinnar 8 mánaða einfalt fangelsi, ef hún verður ekki greidd innan viku frá lög- birtingu dóms þessa. Allur afli og öll veiðarfæri, þar með taldir dragstreng- ir í b/v. Fifinella G. Y. 1038 séu upptæk og renni and- virðið í sama sjóð og sektin. Loks greiði kærður allan af máli þessu löglega leiddan og leiðandi kostnað. Á máli þessu hefir enginn óþarfa dráttur orðið. Miðvikudaginn 4. dez. 1935. Nr. 105/1935. Valdstjórnin (Stefán Jóh. Stefánsson) gegn Sigurjóni Guðjónssyni (Pétur Magnússon). Syknun af kæru fyrir brot á lögum nr. í frá 1935. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 20. ágúst 1985: Kærð- ur, Sigurjón Guðjónsson, sæti 100 króna sekt til verðjöfn- unarsjóðs verðjöfnunarsvæðis Reykjavíkur. 38 594 Sektin greiðist innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa, en afplánist ella með einföldu fangelsi í 10 daga. Hinn óleyfilega flutti rjómi sé upptækur og renni and- virðið í verðjöfnunarsjóð verðjöfnunarsvæðis Reykja- vikur. Kærður greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Samkvæmt rannsókn málsins virðist mega gera ráð fyrir því, að kærði hafi ekki átt sjálfur mjólk- urvöru þá, er hann flutti í bifreið sinni, þegar hún var stöðvuð af lögreglunni úr Reykjavik þann 15. ágúst þ. á., og kemur því aðeins til álita, hvort hann hafi í máli þessu gerzt brotlegur við 3. málsgr. 15. gr. laga nr. 1/1935. Eftir þessu ákvæði varðar stjórn- anda flutningatækis það refsingu, ef hann flytur vísvitandi óleyfilega mjólk eða mjólkurvöru „inn á sölusvæði“. Það sölusvæði, er hér skiptir máli, er Reykjavík. Eftir því sem fram er komið í málinu, þykir mega telja vist, að kærði hafi áðurnefndan dag verið stöðvaður fyrir utan lögsagnarumdæmi Reykja- víkur og því utan við sölusvæðið. Og er refsiskil- yrði 8. málsgr. 15. gr. laga nr. 1/1935 um flutning mjólkur inn á sölusvæðið því ekki fullnægt. Verður því þegar af þessari ástæðu að sýkna kærða í máli þessu af kærum valdstjórnarinnar. Eftir þessum málalokum ber að greiða allan sak- arkostnað, bæði í héraði og fyrir hæstarétti, úr rík- issjóði, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 60 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Kærði, Sigurjón Guðjónsson, á að vera sýkn af kærum valdstjórnarinnar í máli þessu. Allur 595 sakarkostnaður, bæði í héraði og fyrir hæstarétti, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutn- ingslaun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna Stefáns Jóh. Stefánssonar og Péturs Magnússonar, 60 krónur til hvors. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Sigurjón Guðjónssyni, bifreiðarstjóra, til heimilis Efra Seli í Hrunamannahreppi fyrir brot gegn lögum um sölu mjólkur og rjóma nr. 1, 1935. Fimmtudaginn 15. þ. m. var kærður stöðvaður af Sig- urði Gíslasyni, lögregluþjóni, þar sem hann var á leið til bæjarins á bifreið sinni Á. R. 74. Spurði lögregluþjónninn kærðan, hvort hann hefði mjólk eða rjóma meðferðis, en hann neitaði í fyrstu. Við leit lögregluþjónsins fundust þó 4 brúsar með rjóma, ca. 28 lítrar faldir í byrgi er gert hafði verið undir palli bifreiðarinnar. Fyrir réttinum viðurkenndi kærði að hafa tekið um- ræddan rjóma til flutnings frá 3 bæjum og gerði þá grein fyrir honum að nokkuð hefði átt að sendast til nafngreinds manns í Keflavík, en sumt hafði hann átt að reyna að selja ákveðnum manni hér í bæ upp í viðskipti. Með framangreindum rjómaflutningi hefir kærður orð- ið sekur við 15. gr. 3. mgr. laga um sölu mjólkur og rjóma nr. 1, 1935. Þykir refsing hans, sem hinn 8. júlí s. 1. var sektaður um 50 kr. fyrir samskonar brot, hæfilega ákveð- in 100 króna sekt, er renni til verðjöfnunarsjóðs verð- jöfnunarsvæðis Reykjavíkur. Sektin greiðist innan mánað- ar, en afplánist ella með 10 daga einföldu fangelsi. Hinn óleyfilegi rjómi sé upptækur og renni andvirðið í verð- jöfnunarsjóð. Kærði greiði og kostnað sakarinnar. Á málinu hefir ekki orðið dráttur. 596 Föstudaginn 6. dez. 1935. Nr. 41/1935. Valdstjórnin (Pétur Magnússon) gegn John Frederic Whitley (Lárus Fjeldsted). Landhelgisbrot. Ólöglegur umbúnaður veiðarfæra. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 16. marz 1935: Kærði, John Frederich Whitley, greiði 5000 króna sekt til Land- helgissjóðs Íslands, og komi einfalt fangelsi í 80 daga í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Allur afli og öll veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir um borð í togaranum MH. 405 Balthasar skulu upptæk til Landhelgsissjóðs Íslands. Kærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Þegar varðskipið Ægir kom að togaranum H. 405, „Balthasar“, kl. 8 og 14 min. árd. hinn 16. marz þ. á., út af Öndverðarnesi, var eftirfarandi staðarákvörðun gerð af varðskipinu með hornmælingum, sem gerð- ar voru samtímis af báðum stýrimönnum þess: Öndverðarnestá > 4027" Grashóll > 2623 Hólahólar Samkvæmt útsetningu skipstjóra varðskipsins á sjókort verður þá staður varðskipsins, er mæling- in er gerð, 0,5 sjómilur innan landhelgislinunnar, og þar eð togarinn H. 405, Balthasar, var þá í 150 —-200 metra fjarlægð frá varðskipinu og, eftir skýrslu skipstjóra varðskipsins, ekki fjær landi en varðskipið, er komin fram full sönnun þess, að 597 umræddur togari hafi verið innan landhelgislín- unnar á þessum tíma. Eftir að dómur var uppkveð- inn í héraði hefir einnig forstöðumaður stýri- mannaskólans í Reykjavík sett út á sjókort stað- inn, er ofangreindar hornmælingar voru gerðar á, og er niðurstaða hans hin sama og skipstjóra varð- skipsins, þ. e., að staðurinn sé 0,5 sjómilur innan landhelgislinunnar. Það er upplýst, að veiðarfæri togarans voru í þvi ástandi, sem lýst er í hinum áfrýjaða dómi, að hann var staddur á fiskisvæði og að veður og sjór var eigi meiri en það, að unnt var að toga á þeim tíma, er togarinn var tekinn, enda nokkrir togar- ar þá að veiðum þar í grendinni. Brot kærða er því réttilega heimfært undir 2. gr. sbr. 3. gr., 2. mgr. laga nr. 5/1920. Ber þannig, þar sem um ítrekað brot er að ræða, að staðfesta hinn áfrýjaða dóm, þó svo, að sektin verði, með tilliti til dagsgengis is- lenzkrar krónu, sem nú er 49.21, 4500 krónur, og afplánist hún með einföldu fangelsi í 75 daga, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Svo greiði kærði og allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin laun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 120 krónur til hvors. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur skal óraskaður þó svo, að sektin verði 4500 krónur, og komi einfalt fangelsi í 75 daga í stað hennar, ef hún greið- ist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Kærði, John Frederic Whitley, greiði allan á- frýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin mál- flutningslaun sækjanda og verjanda fyrir 598 hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna Péturs Magnússonar og Lárusar Fjeldsted, 120 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn John Frederich Whitley, skipstjóra á togaranum H. 405 Balthasar fyrir brot gegn lögum nr. 5, 1920 og lögum nr. 36, 1926, sbr. lög nr. 4, 1924. Kærði var í desember 1928 dæmdur í lögreglurétti Ísa- fjarðar í 10 þúsund gullkróna sekt og afli og veiðarfæri í skipi hans gerð upptæk fyrir brot gegn landhelgislöggjöf- inni. Klukkan 8,14 árdegis í dag kom varðskipið Ægir að skipi kærða þar sem það var statt 0.5 sjómilur innan land- helgislinunnar út af Öndverðarnesi. Voru veiðarfærin um borð í skipi kærðs þá í ástandi því, sem nú skal greina, samkvæmt skýrslu skipherrans á varðskipinu og játningu kærðs. Hlerar stjórnborðsvörpu héngu báðir á gálgum og bæði dragstrengjum og vörpu lásað í hlerana. En netið sjálft lá laust og óbundið á þilfarinu, og botnvölturnar héngu út af öldustokknum miðskipa. Fiskur var enginn á þilfarinu að undanteknu einhverju af karfa og ruslfiski. Fiskisvæði er þarna, og voru nokkur skip á þessum tíma að veiðum þarna undan, en eigi segist kærði hafa haft í hyggju að fiska þarna, heldur hafi hann ætlað að halda lengra suð- ur, en er varðskipið kom að honum, segist hann hafa ver- ið alveg nýkominn á þetta svæði. Með hliðsjón af fyrrgreindu ástandi veiðarfæranna og með tilliti til þess að kærði er þarna staddur á fiskisvæði, þá verður eigi litið svo á, að það sé ljóst, að kærði hafi eigi undirbúið það að fiska þar, og varðar brot hans því við 2. gr., sbr. 3. gr. 2. mgr. laga nr. 5, 1920. Með hlið- sjón af fyrra broti kærða og með tilliti til núverandi gull- gildis krónunnar þykir refsing hans hæfilega ákveðin 599 5000 kr. sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi einfalt fangelsi í 80 daga í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Allur afli og öll veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir, um borð í fyrr- greindu skipi kærða, skulu upptæk til sama sjóðs. Kærði greiði allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn óbarfur dráttur orðið. Mánudaginn 9. dez. 1935. Nr. 33/1935. Páll Friðfinnsson (Garðar Þorsteinsson) gegn Bæjarstjórn Siglufjarðar f. h. bæjar- sjóðs (Einar B. Guðmundsson). Útsvarsmál. Úrskurður fógetaréttar Siglufjarðar 18. jan. 1935: Lög- takið skal fram fara. Dómur hæstaréttar. Máli þessu er skotið til hæstaréttar með stefnu, útgefinni 8. apríl þ. á, að fengnu áfrýjunarleyfi 2.s.m. Áfrýjandi hefir krafizt þess, að hinn áfrýjaði fó- getaréttarúrskurður frá 18. jan. þ. á. og lögtaks- gerð framkvæmd s. d. verði úr gildi felld, og að hin stefnda bæjarstjórn verði f. h. bæjarsjóðs dæmd til að greiða honum málskostnað fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Af hálfu hinnar stefndu bæjarstjórn- ar hefir verið krafizt staðfestingar á hinum áfrýj- uðu dómsathöfnum og málskostnaður af áfrýjanda eftir mati dómsins. Árið 1934 lagði niðurjöfnunarnefnd Siglufjarðar- 600 kaupstaðar 600 króna útsvar á áfrýjanda, sem var búsettur í Dalvík og rak þar atvinnu. Útsvarsálagn- ingin er byggð á því, að áfrýjandi átti 7 hluta sildarverkunarstöðvar á Siglufirði og að hann hafi haldið þaðan út vélbát, er hann á, til fiskveiða ár- ið 1933. Verkunarstöðin var leigð þetta ár yfir síld- veiðitímann, og verður ekki talið, að áfrýjandi hafi orðið útsvarsskyldur til Siglufjarðar vegna þeirrar leigu, er hann hefir fengið eftir eignarhluta sinn í stöðinni. Eftir því, sem fram er komið í málinu, er áðurnefndur vélbátur, sem er 14 brúttósmálestir og 5 nettósmálestir að stærð, skráður á skipaskrá Siglufjarðar, enda þótt eigandinn væri annarsstað- ar búsettur. En þetta atriði út af fyrir sig gerir á- frýjanda ekki útsvarsskyldan til Siglufjarðar vegna bátsins. Bátnum var ennfremur haldið út til fisk- veiða árið 1933 frá því í fyrra hluta marzmánaðar og fram í síðari hluta júnímánaðar og frá því í septembermánuði og fram undir lok nóvember- mánaðar, og var aflinn lagður upp á Siglufirði, og virðist fyrrnefnd verkunarstöð hafa verið notuð eitthvað í því sambandi. Það verður þó ekki talið, að áfrýjandi hafi fyrir þessa sök haft heimilisfasta atvinnustofnun eða útibú á Siglufirði eða slík lóð- arafnot, er hafi heimilað niðurjöfnunarnefnd að leggja á hann útsvar samkvæmt a- eða b-lið 8. gr. laga nr. 46/1926, eða öðrum ákvæðum útsvarslag- anna. Verður því eftir kröfu áfrýjanda að fella hinn áfrýjaða fógetaréttarúrskurð og eftirfarandi lög- taksgerð úr gildi. Eftir þessum málalokum þykir rétt að dæma hina stefndu bæjarstjórn, f. h. bæjarsjóðs, til þess að greiða áfrýjanda 200 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti, 601 Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði fógetaréttarúrskurður og lög- taksgerð eru úr gildi felld. Hin stefnda bæjar- stjórn Siglufjarðar greiði f. h. bæjarsjóðs á- frýjanda, Páli Friðfinnssyni, 200 krónur í máls- kostnað fyrir hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Enda þótt lögtaksþoli eigi ekki heimili í Siglufirði, hefir hann þó haft þann atvinnurekstur á Siglufirði það ár, er útsvarið er lagt á, að telja verður hann útsvarsskyldan á Siglufirði 1934 eftir útsvarslöggjöfinni. Mánudaginn 9. dez. 1935. Nr. 98/1935. Valdstjórnin (Lárus Jóhannesson) segn Johan Heyman (Garðar Þorsteinsson). Syknun af kæru fyrir brot á sóttvarnarlögum. Dómur lögregluréttar Siglufjarðar 11. júlí 1935: Kærður, Johan Heyman, greiði 1900 kr. sekt í sóttvarnarsjóð Ís- lands, til vara sæti tveggja mánaða einföldu fangelsi, ef sektin greiðist eigi innan mánaðar frá birtingu dóms þessa, svo greiði kærður allan af máli þessu leiðandi kostnað en sé sýkn af kröfunni um að vélbáturinn Kitti sé upptækur og eign sóttvarnarsjóðs. Dóminum að fullnægja með aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Kærði er í máli þessu sóttur til refsingar fyrir brot á 3. og 7. gr. laga nr. 65, 19. júni 1933, um 602 varnir gegn því að næmir sjúkdómar berist til Ís- lands. Að því er snertir 3. gr., sem bannar, að aðkomu- skip hafi samband við land eða landsbúa, annars- staðar en á höfnum, þá hefir kærði, sem kom skipi sínu til löggiltrar hafnar, Siglufjarðar, eigi brotið segn því banni, og það hefir heldur eigi við nein rök að styðjast, að dæma kærða fyrir hlutdeild í broti skipstjórans á e/s Eestirand gegn þessari grein, svo sem gert er í hinum áfrýjaða dómi, þeg- ar af þeim ástæðum, að engar upplýsingar lisgja fyrir um það í málinu, að skipstjórinn á e/s Eesti- rand hafi gerzt sekur um slík brot, og að skoða verður skip kærða, v/b Kitti, sem sjálfstætt skip, að því er tók til skvldu kærða til að hlita sóttsæzlu- eftirliti við komu hans til Siglufjarðar hinn 1. júlí s. 1. hvað sem sambandi þess við e/s Eestirand að öðru leyti líður. Hvað 7. gr. viðvikur, þá er kærða eigi gefið að sök, að hann hafi hleypt mönnum eða farangri í land eða haft önnur mök við land eða við menn úr landi við komu sína til Siglufjarðar 1. júli s. 1, áð- ur en sóttgæzlumaður hafi komið út í skipið og gefið skipstjóra heilbrigðisvottorð, og verður að ganga út frá því, að svo hafi eigi verið. Í prófum málsins hefir það eigi verið rannsakað, hverjar upplysingar kærði hafi gefið sóttgæzlumanninum, um heilsufar manna á skipinu eða um ferðir skips- ins. Skip kærða hafði eigi sóttgæzluskirteini, en sóttvæzlumaðurinn sýnist hafa vanrækt að láta kærða gefa skriflega yfirlýsingu um þetta efni, samkv. 2. mer. 8. gr. laganna, áður en hann gaf hon- um heilbrigðisvottorð. Brestur allar sannanir fyrir því, að kærði hafi gefið sóttsæzlumanninum rangar 603 eða ófullnægjandi upplýsingar um þessi atriði, og verður hann því heldur eigi látinn sæta ábyrgð fyr- ir brot á 7. gr. að því leyti. Samkvæmt þessu ber að sýkna kærða af kröfum valdstjórnarinnar í máli þessu, og ber þá að greiða allan sakarkostnað af almannafé þar með talin mál- flutningslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, 150 krónur til hvors. Það er aðfinnsluvert, að próf málsins hafa að nokkru leyti farið fram á dönsku. Því dæmist rétt vera: Kærði, Johan Heyman, á að vera sýkn af kröfum valdstjórnarinnar í máli þessu. Allan kostnað sakarinnar í héraði og í hæsta- rétti, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda í hæstarétti, hæstaréttarmálflutn- ingsmannanna Lárusar Jóhannessonar og Garðars Þorsteinssonar, 150 krónur til hvors, greiðist af almannafé. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af hálfu þess opinbera gegn kærð- um Johan Heyman, frá Tallinn í Eistlandi. Eru tildrög málsins þau, að 1. þ. m. kom kærður á vélbátnum Kitti, sem er að stærð 19,14 smál. brutto, en 9,74 netto, til Siglu- fjarðarhafnar og kveðst hafa siglt á skipinu frá Tallinn og hingað og vildi innklarera vélbátinn sem sjálfstætt skip frá úlilöndum. Með því að stærð skipsins og það, að skipið hafði aðeins haffærisskirteini til þess að sigla í Eystra- salti þótti benda til, að hér væru brögð í tafli, var opin- ber rannsókn þegar hafin gegn kærðum, sem hélt fyrst fast við að hafa komið á skipinu frá Tallinn beina leið en síðar eftir mikla vafninga og útúrdúra kannaðist hann við 604 að hann hefði ekki komið á vélbátnum frá útlöndum (Tall- inn) heldur hefði vélbátur hans verið fluttur á sildveiða- skipinu Eestirand hingað til lands og settur frá borði nálægt landi, þótt óvíst væri, hvort í landhelgi hafi verið eða ekki. Væri tilgangurinn með vélbátnum sá, að flytja póst frá Eestirand í land og frá landi til Eestirand og að öðru leyti að halda sambandi milli Eestirand og lands. Að vísu bera skjöl málsins með sér, að kærður hefir verið skráður á vélbátinn í Tallinn sem skipstjóri við 4. mann og er einn þessara manna vélstjórinn um Þorð í Eesti- rand. Skipsskjölin bera með sér, að skipið sé eign útgerð- armanns í Tallinn, er kærður segir að sé hluthafi í Eesti- rand og leiðangri þess skips. Með stefnu í málinu, dags. 4. þ. m. er kærðum stefnt til refsingar fyrir að hafa haft samband frá skipinu Eesti- rand án þess að skipið Eestirand gæfi kost á að ísl. heil- brigðisrannsókn færi fram um borð í því skipi, sbr. 3. og 7, gr. laga 65/1933 svo og til að þola dóm til að vélbátur- inn Kitti verði gerður upptækur og eign sóttvarnarsjóðs, auk málskostnaðargreiðslu. Það er nú auðsætt, að þar sem vélbáturinn Kitti var fluttur milli landa á e/s Eestirand þar sem vélbáturinn á að vera til sendiferða milli lands og Eestirand eftir á- kvörðun skipstjórans á Eestirand þá hafi skipið Eestirand gerzt brotlegt gegn 3. gr. (og 7. gr.) sóttvarnarlaganna 65/1933 með því að hleypa Kitti með kærðum og tveim mönnum í land frá Eestirand. En enda þótt kærður geti ekki borið ábyrgð á, að skipstjórinn á Eestirand komi eigi til þess að láta fara fram heilbrigðiseftirlit í ísl. höfn á skipshöfn sinni og greiða lögboðin gjöld, þá ber kærður ábyrgð á, að hann með Kitti fari í land frá skipinu Eesti- rand án þess að Eestirand láti fara fram heilbrigðisrann- sókn í höfn hér. Þótt kærður standi undir stjórn skip- stjórans á Eestirand er kærðum óskylt að hlýða honum í að brjóta sóttvarnarlögin með því að fara í land á v/b Kitti. Það getur ekki útilokað þenna skilning, þótt skráð hafi verið á vélbátinn í Tallinn. Vélbáturinn hefir aðeins haffærisskirteini til siglinga á Eystrasalti og skrásetning- in getur aðeins gilt fyrir þær ferðir vélbátsins, sem hann er haffær til, Eystrasaltsferðarinnar, en ekki fyrir ferðir við Ísland. Ef skoða ætti vélbátinn sem sjálfstætt skip við 605 Ísland væri kærður þá sekur um brot á reglum um öryggi skipa og haffærni þessa (sic). Verður vélbáturinn því að skoðast sem hluti af Eestirand, sem skipsbátur þess, er vélbáturinn hefir verði fluttur um borð á Eestirand upp til Íslands til þess að vera í sendiferðum milli skips og lands. Þá ber eigi síður að líta á, að fyrir landsfólkið er ekki sama heilbrigðisöryggið í að heilbrigðisrannsókn fari fram í bátshöfninni á v/b Kitti og skipshöfninni á Eestirand. Ef næmur sjúkdómur væri meðal einhverra á Eestirand væri mögulegt að sá sjúkdómur gæti borizt til landsins frá hinum sjúku á Eestirand með einhverjum bátshafnar á v/b Kitti án þess að bátsverjar á Kitti væru orðnir sjáan- lega sjúkir. Þetta væri léttara að fyrirbyggja með heil- brigðisrannsókn á skipshöfninni á Eestirand en á heil- brigðisrannsókn á bátsverjum á Kitti. Heilbrigðisrannsókn á bátverjum á fylgibát eins og Kitti gefur því miklu minna sóttvarnarðryggi fyrir landið en heilbrigðisrannsókn á skipshöfn móðurskips eins og Eestirand og það er jafnvel í augum uppi, að það er ófullnægjandi sóttvarnarráðstöf- un fyrir ísl. þjóðina gagnvart útlöndum, að útlend skip geti sent frá sér fylgibáta eins og Eestirand sendir frá sér Kitti og láta heilbrigðisrannsókn aðeins fara fram á þeim, en ekki skipunum sjálfum, er slíkir fylgibátar hafa samband við. Verður því að telja, að kærður hafi gerzt sekur um brot á 7. gr. laga 65/1933 og fyrir hlutdeild á broti skipstjórans á Eestirand á 3. gr. sömu laga og ber kærðum fyrir það að greiða sekt í sóttvarnarsjóð Íslands, sem álizt hæfileg 1900 kr. og allan af máli þessu leiðandi kostnað. Hinsvegar verður að sýkna kærðan af kröfunni um að v/b Kitti verði upptækur gerður sem eign sóttvarnarsjóðs. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. 606 Miðvikudaginn 11. dez. 1935. Nr. 63/1935. Réttvísin og valdstjórnin (Lárus Jóhannesson) Segn Höskuldi Eyjólfssyni (Eggert Claessen) og Réttvísin (Lárus Jóhannesson) gegn Hauki Eyjólfssyni (Eggert Claessen). Brot gegn 99., 101. og 102. gr. hegningarlaganna og 6. gr. áfengislaganna. Dómur aukaréttar Árnessýslu 3. maí 1934: Höskuldur Eyjólfsson í Saurbæ sæti 3 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og greiði 1500 króna sekt innan 30 daga frá birtingu dóms þessa, er afplánist ella með 58 daga ein- földu fangelsi. Haukur Eyjólfsson á Efra-Velli greiði 100 kr. sekt innan 30 daga frá birtingu dómsins, en sæti ella 6 daga einföldu fangelsi. Svo greiði þeir sakarkostnað, þar á meðal 60 krónur til talsmanns sins, Eggerts Claessen hrmflm., Höskuldur að % en Haukur að % hluta. Dómur hæstaréttar. Með bréfi, dags. 8. marz 1933, beiddist hinn reglu- legi dómari í Árnessýslu þess, að skipaður yrði setu- dómari þar, til að framkvæma rannsókn út af brot- um á áfengislöggjöfinni og til að kveða upp dóm í málum út af þeim brotum. Þann 10. s. m. skipaði dómsmálaráðuneytið Arnljót Jónsson cand. jur. til þess að framkvæma nefnd störf í Árnessýslu, með- an sýslumaður Magnús Torfason situr á Alþingi. Samkvæmt þessari skipun framkvæmdi Arnljótur rannsókn þessa máls, þar á meðal húsleit hjá á- 607 kærða Höskuldi, þann 11. marz 1933, til 29. s. m., er gefin var út honum til handa konungleg umboðs- skrá til að rannsaka mál út af brotum á áfengislög- gjöfinni almennt. Verjandi hinna ákærðu hefir gert þá kröfu fyrir hæstarétti, að gerðir áðurnefnds setu- dómara í máli þessu frá 11. marz 1933 til 29. s. m. verði ómerktar, með því að hinn reglulegi dómari hafi ekki vikið sæti í því. Skipun setudómarans var samkvæmt beiðni hins reglulega dómara og var bundin við þingsetu hans, og því miðuð við fjar- veru hans frá embættinu og forföll. Verður þvi ekki talið, að nauðsyn hafi verið til þess, að hann viki sæti með sérstökum úrskurði í hverju þeirra mála, er upp kynnu að koma, meðan hann væri á þingi, og skipunarbréf setudómarans tók til. Verð- ur að telja, að skipunarbréf setudómarans eitt hafi veitt honum nægilegt vald til þess að framkvæma þær athafnir í máli þessu, er fram fóru á tímabil- inu frá 11. marz 1933 til 29. s. m. Sú sýknuástæða hinna ákærðu af ákæru samkvæmt 12. kap. hegn- ingarlaganna, að þau brot þess kyns, er gerðust 11. og 24. marz 1933, hafi eigi komið fram á manni, er þá hafi haft dómsvald í málinu, verður því ekki tek- in til greina. I. Brot ákærða Höskulds Eyjólfssonar. Þann 11. marz 1933 fór fram húsleit á heimili ákærða. Sinnti hann ekki í fyrstu skipun dómarans um að opna dyr að eða í húsi sínu, enda þótt dóm- arinn byði honum að gera það í laganna nafni, og þótt fullvíst megi telja, að ákærði, sem aðeins ein læst hurð skildi frá dómaranum, hafi heyrt til hans. Var því reynt að opna dyrnar með valdi, en loks opnaði ákærði eða lét opna dyrnar. Á meðan 608 dómarinn og menn hans voru að reyna að komast inn, kallaði ákærði til þeirra og sagðist vera þar með hlaðna byssu og kvaðst skyldu skjóta þá, ef þeir hefðu sig ekki hæga. Og þegar dómarinn sagð- ist neyðast til að láta brjóta upp hurðina, ef eigi yrði upp lokið, þá kvaðst ákærði skyldu rota þann, er fyrstur komi inn, með byssuskeftinu. Það er upp- lýst, að ákærði hafði byssu, að því er virðist riffil, undir höndum, en ekki virðist hún hafa verið hlaðin. Meðan á leitinni stóð, hafði áfengislaga- gæzlumaður sá, er var með dómaranum, fundið pelaglas í svefnherbergi ákærða með áfengi, og réð ákærði þá á hann. Urðu með þeim nokkrar svift- ingar, og náði ákærði þá glasinu af löggæzlumann- inum og braut það á miðstöðvarofni þar í herberg- inu. Gerðist ákærði þá svo óður, að dómarinn varð að láta einn af mönnum sinum fara til og hjálpa lösgæzlumanninum til að halda ákærða, þar til hann sefaðist. Með þessu framferði sínu hefir á- kærði leitast við með hótunum um ofbeldi og með ofbeldi að aftra dómaranum og mönnum hans frá þvi að framkvæma embættisathöfn og gerzt þar með sekur við 1. málsgr. 99. gr. almennra hegning- arlaga og, að því er ofbeldi hans við löggæzlumann- inn varðar, við 101. gr. sömu laga. Í þinghaldi í málinu 15. maí 1933 hafði ákærði ennfremur þau orð um leitarmennina, sem auk dómarans og áðurnefnds löggæzlumanns, voru lög- reglumenn úr Reykjavík, að honum fyndist lík- legt, að þeir hafi sjálfir komið með flöskur þær, er fundust á hlaðinu heima á bæ ákærða 11. marz 1933, og gaf þar með í skyn, að þeir væru líklegir til að hafa á þann hátt ætlað að nota þær honum til áfellis, enda þótt til þess hefði bæði þurft vísvit- 609 andi ranga bókun af hendi dómarans og vísvit- andi ranga skýrslu af hendi leitarmannanna. Í sama þinghaldi hafði ákærði einnig óviðurkvæmi- leg orð um áðurnefndan löggæzlumann, kvað hann hafa „leigt“ sig, og að hann (ákærði) muni hafa á- litið, að löggæzlumaðurinn væri „innbrotsþjófur eða einhverskonar illræðismaður“. Með slikum um- mælum, sem verður að telja fara út fyrir leyfilega sjálfsvörn sökunauts í opinberri rannsókn, hefir á- kærði illyrt handhafa opinbers valds út af opinberu starfi þeirra og þar með gerzt brotlegur við 102. gr. almennra hegningarlaga. Við húsleitina 11. marz 1933 fann oftnefndur á- fengislagasæzlumaður pelaglas í íbúð ákærða, eins og áður er vikið að, og má ætla, að á glasi þessu hafi verið heimabruggað áfengi. Ennfremur fannst þá áfengisvökvi á flöskum, er ákærði eða einhver heimamanna hans virðist hafa kastað út úr húsinu, meðan á leitinni stóð eða meðan verið var að reyna til að komast inn í hús hans. Og loks virðist mega telja áfengi hafa verið helt í vask í eldhúsi ákærða, meðan dómarinn og menn hans voru að reyna að komast inn í hús ákærða. Er því sannað, að ákærði hefir haft ólöglegt áfengi í vörzlum sínum, sem hann hefir enga grein gert fyrir, þegar húsleitin 11. marz 1933 fór fram. Við húsleit, sem fór fram á heimili ákærða 12. april 1933, fundust í vörzlum hans tunnur til gerjunar og suðu áfengis og suðu- tæki, eins og segir í hinum áfrýjaða dómi, þá fannst þar og poki með 30--40 korktöppum 11. marz 1933. Ákærði virðist hafa aflað sér pressugers, steytts hvitasykurs og steinoliu árið 1932 í svo stórum stil, að allar líkur benda til, að þessi efni hafi ekki ein- göngu getað verið notuð til venjulegra heimilis- 39 610 þarfa. Ákærði hefir og þrívegis sætt kæru og dómi fyrir áfengislagabrot áður en rannsókn máls þessa hófst. Loks virðist framkoma ákærða við húsleit- ina 11. marz 1933 hafa í sér fólgnar likur gegn hon- um í máli þessu. Og þótt hinir einstöku vitnisburð- ir um áfengissölu ákærða sanni ekki slíka sölu neitt ákveðið skipti, þá virðast þeir styrkja allar þær lík- ur, sem fram eru komnar í máli þessu fyrir því, að ákærði hafi fengizt við áfengisbruggun. Með tilliti til alls þessa, sem nú hefir verið fram tekið, þykir vera gegn neitun ákærðs komin fram nægileg sönn- un fyrir því, að hann hafi gerzt sekur um bruggun áfengis síðan hann var síðast dæmdur fyrir þess- konar brot, og varðar þetta brot hans við 6. gr. laga nr. 64/1930. Þegar litið er til bruggunartækjanna og umbúnaðar þeirra og efnismagns þess, er ákærði virðist hafa aflað sér, þá virðist mega telja fullvist, að hann hafi bruggað áfengið í því skyni að selja það. Refsing ákærða fyrir áfengislagabrot hans í máli þessu ber nú að meta samkvæmt 30. gr. laga nr. 33/1935. Þykir samanlögð fangelsisrefsing á- kærða fyrir öll framantalin brot hans hæfilega á- kveðin 5 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviður- væri. En auk þess verður samkvæmt 30 gr. laga nr. 33/1935 að dæma ákærða til að greiða 1500 króna sekt til menningarsjóðs, og afplánist sektin með 50 daga einföldu fangelsi, ef hún greiðist ekki inn- an 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Með því að ílát þau og suðutæki, sem fundust í vörzlum ákærða 12. april 1933, eru ekki síður eftir eðli sínu nothæf til löglegra athafna en áfengistil- búnings þykir ekki eins og á stendur nægileg ástæða til að dæma þau upptæk. 611 Il. Ákærði Haukur Eyjólfsson. Það verður að telja, að ákærði hafi með fram- komu sinni í þinghaldinu 24. marz 1933, sem lýst er í hinum áfrýjaða dómi, í samræmi við skýrslu ákærða, gerzt brotlegur við 2. málsgr. 99. gr. hegn- ingarlaganna, og þykir refsing hans hæfilega á- kveðin 100 króna sekt til ríkissjóðs, eins og í hin- um áfrýjaða dómi segir, og afplánist sektin með 7 daga einföldu fangelsi, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Eftir framangreindum málsúrslitum verður að dæma hina ákærðu til að greiða allan sakarkostn- að, bæði í héraði og fyrir hæstarétti, þar með tald- ar 60 krónur í málsvarnarlaun til talsmanns þeirra i héraði og málflutningslaun sækjanda og verj- anda fyrir hæstarétti, 250 krónur til hvors, þannig, að ákærði, Höskuldur, greiði %o og ákærði, Hauk- ur, 40 hluta. Því dæmist rétt vera: Ákærði Höskuldur Eyjólfsson sæti 5 mán- aða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og greiði 1500 króna sekt til menningarsjóðs, og komi 50 daga einfalt fangelsi í stað sektarinn- ar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birt- ingu dóms þessa. Ákærði Haukur Eyjólfsson greiði 100 króna sekt til ríkissjóðs, og komi 7 daga einfalt fang- elsi í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki inn- an 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Hinir ákærðu greiði allan kostnað sakarinn- 612 ar, bæði í héraði og fyrir hæstarétti, þar með taldar 60 krónur í málsvarnarlaun til tals- manns þeirra í héraði, hæstaréttarmálflutn- ingsmanns Eggerts Claessen, og málflutnings- laun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna Lárusar Jó- hannessonar og Eggerts Claessen, 250 krónur til hvors, þannig, að ákærði Höskuldur Eyj- ólfsson greiði %, og ákærði Haukur Eyjólfsson Mo hluta. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lög- um. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Hinn 10. marz f. á. var Arnljótur Jónsson lögfræðingur skipaður setudómari í Árnessýslu til að rannsaka brot gegn áfengislöggjöfinni og dæma í málum, er þar kynnu að rísa, og 29. s. m. er sami maður skipaður commissarius Í samskonar málum. Með bréfi 25. ágúst f. á. er hinum reglulega dómara skipað að höfða mál gegn kærðum sakir þess, að commis- sarius entist ekki til frekari meðferðar málsins. Af þess- um sökum getur frágangur málsins ekki orðið eins ná- kvæmur og æskilegt hefði verið. Við rannsókn í Saurbæ 11. marz f. á., og síðar og með ýmsum vitnisburðum virðist nægilega sannað það er hér segir um brot kærðs, Höskuldar Eyjólfssonar gegn áfeng- islögunum: Í húsum hans fannst vasapeli með allsterkum vinþef, en sakir þess að innihald hans spilltist og blandaðist þvagi varð styrkleiki og tegund þess vökva ekki rannsak- aður. Í forinni fyrir utan húsglugga fannst flöskubrot með glærum vökva, er reyndist heimabrugg, 23,9% að styrk- leika að rúmmáli. Úr skólpleiðslu lagði megnan vinþef, og ennfremur fundust þar allmargir korktappar. Bruggunartæki með útbúnaði fundust þar í bás, gerj- 613 unartunna, suðutunna og suðuáhöld, og að tilvísun heima- manna kærðs fannst pípa til bruggsuðu undir bási, og enn hefir kærður keypt óvenjulega mikið af pressugeri og 475 tvipund af steyttum hvítasykri á einu ári, en þetta hvorttveggja er almennt notað við heimabrugg. Þá hafa nokkur vitni borið, að þeir hafi keypt heimabrugg af kærðum, ýmist á heimili hans eða utan heimilis og einnig af heimilisfólki kærðs. Eru vitnisburðir þessir flestir stak- ir að vísu, en sumir þó studdir af öðrum rökum. Af þessum rökum öllum saman verður, þrátt fyrir neit- un kærðs, að teljast sannað, að hann hafi bæði bruggað áfengi og selt það. Að því er snertir brot gegn 12. kap. alm. hegningar- laga virðist það nægilega sannað með samhljóða vitnis- hurðum, að kærður hefir sýnt réttinum og aðstoðarmönn- um hans ótilhlýðilegan mótþróa með smánaryrðum og hót- anagorti í réttarhaldi 11. marz, í þeim tilgangi að tálma rannsókn og leit í húsum kærðs, en þess verður þó í þessu sambandi að geta, að úrskurður um húsleit var ekki kveð- inn upp fyrr en eftir að húsin voru opnuð, og verulegs mótþróa eftir það gætti ekki nema í sambandi við er spillt var innihaldi áður getins pela, en þá lenti í handalögmáli milli kærðs og löggæslumanns þess er stóð fyrir húsleit- inni. Afbrot kærðs á undir 99. gr. 2. málsl. og 101. gr. sbr. að nokkuru 103. gr. alm. hegningarlaga og undir 6. gr. sbr. 30. gr. áfengislaga 64/1930, og virðist hegning hans, með hliðsjón af því, að kærður hefir með dómi Hæsta- réttar 27. jan. 1927 og lögregludómi Árnessýslu 31. dez. s. á. verið dæmdur til refsingar fyrir óleyfilegan tilbún- ing áfengra drykkja, sbr. ennfremur dóm Hæstaréttar 28. október 1932 fyrir brot gegn 13. gr. sbr. 1. gr. sömu laga. hæfilega ákveðin 3 mánaða fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi og 1500 kr. sekt til ríkissjóðs, og komi 58 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar ef hún verður ekki greidd innan 30 daga frá birting dóms þessa. Þá hefir verið skipað að höfða sakamál gegn með- kærðum, Hauki Eyjólfssyni á Efra-Velli, bróður Höskuld- ar, fyrir brot gegn 12. kap. hegningarlaganna. Í réttar- haldi að Þingdal er færð inn bókun commissarii um, að kærður hafi ruðzt inn í þinghúsið með stóran trélurk í 614 hendi, og hafi dómarinn boðið honum að ganga út, en hann neitað því ákveðið, ekki viljað skiljast við bróður sinn, og veifað lurkinum, hann hafi látið hið dólgsleg- asta, þrammað um herbergið og barið lurkinum í gólfið og viljað að dómarinn breytti bókuninni. Það sést nú ekki að skýrsla þessi hafi verið lesin upp í réttinum, en réttarvottarnir hafa þó skrifað undir rétt- arhaldið. Sjálfur játar kærður ekki að hafa aðhafzt frekar en að hafa stutt kolluprikinu, er hann svo nefnir, í gólfið, er hann gekk þar um sér til hita, og látið rannsóknina hlutlausa að öðru leyti en því, að hann hafi óskað eftir, að dómarinn bókaði eina setningu nákvæmlega eftir bróð- ur sínum. Dómarinn hafi heldur eigi vísað sér út, heldur aðeins spurt sig um, hvort hann vildi ekki fara inn í bað- stofu, og heldur því fram, að frekar hafi ekki verið feng- ist um návist hans við rannsóknina. Það verður að líta svo á, að það hafi verið bláber skylda kærða að fara út er dómarinn innti að því, og þá eigi siður fyrir það að hann var bróðir kærðs, verður því eigi komist hjá því að dæma hann fyrir brot gegn 99. gr. 2. málsgr. alm. hegn- ingarlaga, og þykir refsing hans hæfilega ákveðin 100 kr. sekt í ríkissjóð og vararefsing ákveðin 6 daga einfalt fangelsi ef hún er eigi greidd innan 30 daga frá birting dóms þessa. Báðir hinir kærðu greiði sakarkostnað, þar á meðal 60 kr. til talsmanns síns í héraði, hrmflm. Eggerts Claessen, Höskuldur að % en Haukur að % hluta. Óbþarfur dráttur hefir ekki orðið á málinu og málaflutn- ingurinn vítalaus. Föstudaginn 13. dez. 1935. Nr. 110/1935. Valdstjórnin (Pétur Magnússon) sSegn Erlendi Sigurðssyni (Sveinbjörn Jónsson). Sýknun af kæru fyrir landhelgisbrot. Dómur lögregluréttar Hafnarfjarðarkaupstaðar 6. júní 1935: Kærður, Erlendur Sigurðsson, á að vera sýkn af 615 kæru valdstjórnarinnar í máli þessu. Allur kostnaður sak- arinnar, þar á meðal málsvarnarlaun skipaðs verjanda, hæstaréttarmálaflutningsmanns Sveinbjörns Jónssonar, kr. 80.00 greiðist úr ríkissjóði. Dómur hæstaréttar. Eftir að dómur í máli þessu var kveðinn upp Í héraði, hefir forstöðumaður stýrimannaskólans í Reykjavík sett út á sjókort stað þann, sem varð- skipið Ægir var statt á kl. 11,02 árd. hinn 9. ágúst 1934, samkvæmt hornmælingum þeim, sem þá voru gerðar af varðskipinu og frá er skýrt í forsendum héraðsdómsins. Samkvæmt þeirri útsetningu hefir staður varðskipsins verið þá aðeins 0,04 sjóm. eða 74 metra innan landhelgislinunnar. Það er því ljóst, bæði af þessari útsetningu og öðrum, sem gerðar hafa verið samkvæmt sömu hornmælingum, og til er vitnað í hinum áfrýjaða dómi, að kjölvatn tog- arans hefir verið mjög skammt innan landhelgis- línunnar, er þessi staðarákvörðun var tekin. Nú er það einnig upplýst, að nokkur stund leið frá því, að kjölvatnið varð sýnilegt í kjölfari togarans þar til áðurnefnd staðarákvörðun var gerð, og að straumur muni hafa borið það í áttina til lands, en það er ekki upplýst, svo öruggt sé, hversu langan veg kjölvatnið hefir borizt áður en hornmælingin var gerð, né hversu bein stefna þess til lands hafi verið. Það þykir því varhugavert, eftir þeim upp- lýsingum, sem fyrir liggja, að telja það nægilega sannað, að kærði hafi í umrætt skipti verið að veið- um í landhelgi. Ber því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Eftir þessum úrslitum ber að leggja allan áfrýj- unarkostnað sakarinnar á ríkissjóð, þar með talin 616 málflutningslaun sækjanda og verjanda í hæsta- rétti, er ákveðast 120 kr. til hvors. Því dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða dómi skal óraskað. Allur áfrýjunarkostnaður sakarinnar greið- ist úr ríkissjóði, þar með talin málflutnings- laun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálflutningsmannanna Péturs Magnússonar og Sveinbjarnar Jónssonar, 120 krónur til hvors. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er höfðað af valdstjórnarinnar hálfu gegn Erlendi Sigurðssyni skipstjóra á togaranum Venus G. K. 519 frá Hafnarfirði fyrir brot gegn ákvæðum laga nr. 5, 18. maí 1920. Málavextir eru þessir: Þann 9. ágúst 1934 kl. um 11 f. h. var varðskipið „Ægir“ á vesturleið, rétt fyrir vestan Portland og stefndi í 277? r/v í þoku. Kl. 10,54 létti þokunni nokkuð og sást þá tog- ari vestar og nær landi og virtist frá varðskipinu stefna austur og frá landi. Reyndist það togarinn „Venus“ G. K. 519 undir skipstjórn kærðs. Kl. ca. 10,59 fór varðskipið Íram hjá togaranum og var þá nær landi heldur en hann. Kl. 11 staðnæmdist varðskipið í kjölfari togarans og kveð- ur skipherra togarann þá hafa verið ca. 100—-200 metrum utar en varðskipið. Togarinn var að toga með bakborðs- vörpu. KI. 11,02 var þokunni létt svo að varðskipið gerði eft- irfarandi staðarákvörðun : Drangshlíðarfjall > 61*40' Pétursey > 56? 507 Portlandsviti 617 er það staðurinn A markaður á uppdrátt, 0,1 sjómilu inn- an landhelgislinu. Kl. 11,06 var sett út bauja og staður hennar mældur sem hér segir: Drangshliðarfjall > 6340 Pétursey > 54? 53" Portlandsviti staðurinn B markaður á uppdrátt, dýpi var 56 m. 0,1 sjóm. innan landhelgislínu. Þessi staður er nokkru vestar og norðar en staður A, enda hafði skipið þá rekið fyrir straumi á milli þess að athuganirnar höfðu verið gerðar. KI. 11,30 var varðskipið komið út að togaranum, sem hafði haldið áfram út frá landi og beygt til vesturs og byrjað að draga inn vörpuna. Var þá gerð eftirfarandi staðarákvörðun: Drangshlíðarfjall > 6210 Pétursey > 4728 Portlandsviti Er það staður C á uppdrætti, 0,6 sjóm. utan landhelgis- linu. KI. 12,25 var staðnæmst við baujuna til þess að prófa rek varðskipsins fyrir straumi og látin reka til kl. 13,18 og þá gerð eftirfarandi staðarákvörðun : Drangshliðarfjall > 75? 35" Pétursey > 46? 59' Portlandsviti Er það staður D á uppdrætti. Kveður skipherra þessar at- huganir gefa stefnu straumsins N. t. V. % V. eftir segul- átt og straumhraða h. u. b. 1,4 sjómilu á klst. Skipherrann telur togarann með vissu hafa verið á þeim stað, sem varðskipið staðnæmdist í kjölfari hans kl. 11, og sé sá staður samkvæmt framangreindum stað- arákvörðunum 0,1 sjóm. innan landhelgi. Ennfremur kveð- ur hann kjölvatnið hafa sést eitthvað lengra í áttina til lands, en getur ekki sagt um hve langt. 618 Kærður neitar því að hafa verið innan landhelgi í um- rætt skipti. Er því í fyrsta lagi haldið fram af hans hálfu að staðarákvörðun skipherrans A og B á uppdrætti hans geti ekki verið rétt afmarkaðir því þeir séu taldir jafnlangt frá landhelgislinunni og sé þar af auðsætt að eigi sé tekið tillit til þess að varðskipið rak á milli athugananna í straumstefnu. Hefir Guðmundur B. Kristjánsson stýri- mannaskólakennari sett straumstefnu út á línuritið, sam- kvæmt upplýsingum úr skýrslu skipherrans og kemst þar að þeirri niðurstöðu, að stefna straumsins sé talsvert meira að landi, heldur en skipherrann hafi tekið tillit til. Þá hefir greindur Guðmundur og Hafsteinn skipstjóri Bergþórsson verið fengnir af hálfu kærðs, til þess að setja staðinn út á sjókort. Samkvæmt þeirri útsetningu hefir staður „Ægis“ kl. 11,02 aðeins verið 0,05 sjóm. eða 93 m. innan landhelgislinu og kl. 11,06 aðeins 0,03 sjóm. eða 56 m. innan landhelgislínu. Er það allmiklu nær línunni heldur en eftir skýrslu skipherrans. Þá er bent á í þessu sambandi, að skipherrann telur togarann hafa verið 100—200 m. utar en Ægir, þegar Ægir kom í kjölfar hans kl. 11 og hljóti togarinn því bæði kl. 11,02 og 11,06 að hafa verið alllangt utan landhelgislinu. Þá er því haldið fram af hálfu kærðs, að bæði kjöl- vatn togarans og varðskipið hafi rekið meira í áttina til lands, áður en athuganir varðskipsins voru gerðar, sér- staklega staðarákvörðun B, heldur en skipherrann hefir tekið tillit til. Síðan er bent á, að tekið hafi 6 minútur að setja niður baujuna, sem staðarákvörðun B. var tekin frá. Ennfremur er bent á, að um stefnu togarans fullyrti skip- herrann ekkert og verður því að leggja til grundvallar skýrslu kærðs og stýrimanns hans. Samkvæmt framanskráðu verður rétturinn að líta svo á, með sérstöku tilliti til þess, hversu nálægt landhelgis- línunni allar mælingar og staðarákvarðanir í málinu reyndust, að gegn neitun kærðs og með tilliti til þeirra mótgagna og raka, sem leidd hafa verið fram af hans hálfu, verði ekki talið fullsannað, að hann hafi í umrætt skipti verið að botnvörpuveiðum í landhelgi og verður sam- kvæmt því að sýkna hann af kæru valdstjórnarinnar í máli þessu. Samkvæmt þeim úrslitum ber að greiða allan kostn- að sakarinnar úr ríkissjóði, þar á meðal málsvarnarlaun 619 skipaðs verjanda kærðs, Sveinbjarnar Jónssonar, hæsta- réttarmálaflutningsmanns, sem þykir hæfilega ákveðin kr. 80.00. Mál þetta hefir dregizt all-lengi, en frá því verjandi kærðs skilaði vörn sinni hefir enginn óþarfur dráttur orð- ið á málinu hjá núverandi dómara. Mánudaginn 16. dez. 1935. Nr. 117/1935. Valdstjórnin (Th. B. Líndal) Segn Haraldi Albertssyni og Garðari Hansen (Einar B. Guðmundsson). Áfengislaga- og bifreiðalagabrot. Dómur lögregluréttar Skagafjarðarsýslu 16. april 1935: Kærði, Haraldur Albertsson greiði 200 króna sekt í ríkis- sjóð og komi 15 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar sé hún ekki greidd innan 6 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Svo skal hann og sviftur rétti til að stjórna bifreið í 8 mánuði frá 17. marz að telja. Kærði, Garðar Hansen, greiði 500 króna sekt í ríkissjóð og komi 25 daga einfalt fangelsi í stað sektarinnar sé hún ekki greidd innan 6 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Kostnað af gæzluvarðhaldsvist sinni greiði Haraldur Albertsson, en báðir hinir kærðu greiði in solidum allan annan löglega leiddan og leiðandi kostnað af máli þessu. Framangreint bruggunartæki skal upptækt gert og eyði- lagt. Dóminum að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Samkvæmt lýsingu þeirri á málsatvikum, sem í hinum áfrýjaða lögregluréttardómi segir, hefir kærður Haraldur Albertsson gerzt brotlegur við 620 eftirtöld ákvæði laga nr. 70 frá 1931 um notkun bifreiða: 3. gr. 3. tölulið a-lið, 3. og 4. málsgrein 5. gr., 7., 8. og 9. gr. 2. málsgrein, og ennfremur hefir hann gerzt brotlegur við 21. gr. áfengislaga nr. 33 frá 1935. Þykir refsing kærða samkvæmt 14. gr. bifreiðalaganna og 39. gr. áfengislaganna hæfilega ákveðin 400.00 króna sekt til ríkissjóðs, sem af- plánist með einföldu fangelsi í 25 daga, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Það þykir mega staðfesta héraðsdóminn, að því er varðar svipting ökuskirteinis kærða. Brot kærða Garðars Hansen varðar við 6. og 21. gr..3. málsgrein áfengislaga nr. 33 frá 1935 og á- kveðst refsing hans samkvæmt 30. og 39. gr. nefndra laga 500.00 króna sekt til menningarsjóðs, sem afplánist með 30 daga einföldu fangelsi, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá Þirtingu dóms þessa. Um upptöku bruggunartækis kærða skal hinum áfrýjaða dómi óraskað. Kærður Haraldur Albertsson greiði kostnaðinn við gæsluvarðhald sitt og kærður Garðar Hansen greiði talsmanni sinum í héraði, Þorvaldi Guð- mundssyni, málsvarnarlaun, sem ákveðast kr. 20.00. Allan annan kostnað sakarinnar í héraði og hæsta- rétti greiði hinir kærðu in solidum, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda í hæsta- rétti, krónur 60.00 til hvors. Því dæmist rétt vera: Kærði, Haraldur Albertsson greiði 400.00 króna sekt í ríkissjóð, sem afplánist með ein- földu fangelsi í 25 daga, ef hún greiðist ekki 621 innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Kærði Garðar Hansen greiði 500 króna sekt í menn- ingarsjóð, sem afplánist með 30 daga einföldu fangelsi, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Um sviptingu ökuskirteinis kærðs Haralds Albertssonar og upptöku bruggunartækis kærða Garðars Hansen skal hinum áfrýjaða dómi óraskað. Kostnað við gæzluvarðhald sitt greiði kærði Haraldur Albertsson og kærði Garðar Hansen greiði talsmanni sínum í hér- aði, Þorvaldi Guðmundssyni, 20.00 krónur í málsvarnarlaun. Allan annan kostnað sakar- innar bæði í héraði og hæstarétti greiði hinir kærðu in solidum, þar með talin málflutnings- laun sækjanda og verjanda í hæstarétti, hæsta- réttarmálflutningsmanns Theódórs B. Líndal og Einars B. Guðmundssonar, krónur 60.00 til hvors. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Haraldi Albertssyni bifreiðastjóra, til heimilis í Syðra- Vallholti í Seyluhreppi, og Garðari Hansen verkamanni, til he milis á Sauðá í Sauðárkrókshreppi, fyrir brot gegn ákvæðum áfengislaga nr. 33/1935 og laga nr 70/1931, um notkun bifreiða, og eru málavextir þeir, sem hér segir: Laugardaginn 16. marz síðastliðinn kl. rúmlega 9 að kvöldi, voru þeir Pétur Hannesson sparisjóðsformaður á Sauðárkróki og Rögnvaldur Jónsson verkstjóri, einnig til 622 heimilis hér í kauptúninu, á gangi suður eftir aðalgötu kauptúnsins. Gengu þeir samhliða á austurkanti götunnar. Er þeir voru komnir hér um bil suður um mitt kauptúnið var vöruflutningsbifreiðinni S. K. 18 eign kærða Haralds Albertssonar, ekið á eftir þeim og beint fram á þá, án þess að þeir yrðu þess varir að ljós væri á bifreiðinni, eða gefið væri hljóðmerki áður en árekstur varð. Lenti Pétur fyrir miðri bifreiðinni, þannig að svonefndur „stuð- ari“ kom aftan á báða kálfa hans og féll hann við höggið aftur að vatnskassa bifreiðarinnar og lenti þannig ofan á „stuðaranum“. Bifreiðin hélt áfram leiðar sinnar en Pét- ur gat haldið sér föstum framan við vatnskassann sitjandi á „stuðaranum“. Tókst honum að halda fótunum á lofti og gat þannig varist því að verða undir Þifreiðinni. Er það upplýst með framburði sjónarvotta og með mælingu á götunni að bifreiðinni var ekið með Pétri þannig framan við vatnsgeymirinn um rúmlega 100 metra vegalengd en þá var hægt á gangi hennar og hún stöðvuð örlitla stund, svo Pétri tókst að losna við hana og forða sér. En jafn- skjótt og hann varð laus við hana var henni ekið áfram suður á þjóðveginn án þess að bifreiðarstjórinn gerði vart við sig eða grenslaðist um hvort tjón hefði hlotist af akstri hans. — Rögnvaldur Jónsson varð fyrir bifreiðinni hægra megin því hann gekk hægra megin við Pétur, og var því innar á götukantinum. Lenti bifreiðin þannig á honum að hann fékk högg á vinstra fótinn og féll við það flatur á götuna, aftur með hægri hlið bifreiðarinnar. Gat hann með fallinu stjakað sér svo frá bifreiðinni, að hann komst hjá að verða undir hægra afturhjóli hennar. Lá hann eftir á götunni er bifreiðinni var ekið fram hjá. Vazt vinstri fótur hans um öklann, svo hann varð haltur fyrst á eftir, en að öðru leyti varð honum ekki meint við þetta. Pétur Hannesson marðist allmikið aftan á báðum kálf- unum svo hann átti mjög bágt með gang nokkurn tima á eftir. Hafa þeir Pétur og Rögnvaldur hvorugur krafizt bóta fyrir meiðslin. — Bjart var á götunni er þetta vildi til, bæði af götuljósinu og tunglsljósi, svo að menn þekkt- ust á götunni á löngu færi. Báðir hinir kærðu voru yfirheyrðir í lögregluréttinum daginn eftir að þetta varð þ. e. sunnudaginn 17. marz, ját- aði Haraldur Albertsson þá, að hafa ekið sjálfur framan- 623 greindri bifreið sinni á þá Pétur og Rögnvald, án þess að hafa gefið áður nokkurt hljóðmerki eða stöðvað bifreið- ina fyrr en hann hafði ekið með Pétri eins og áður er sagt um rúmlega 100 metra vegalengd. Hélt hann því fram að hann hefði ekki séð mennina á veginum og ekki heldur orðið Péturs var framan á Þifreiðinni fyrr en hann stöðvaði hana suður á götunni. Var framburður kærða Garðars Hansen á líka lund, að hann neitaði að hafa séð mennina áður en á þá var ekið og sat hann þó við hlið bifreiðarstjórans. Báðir neituðu þeir að hafa neytt áfengis. Lauk réttarhaldinu með því að Haraldur var sett- ur í gæzluvarðhald og sat hann í þvi fram á næsta þriðju- dagskveld. Gerði hann þá grein fyrir því hvernig stóð á framangreindu framferði hans og játaði að orsök þess hefði verið ölvun þeirra Garðars og hans. Var þá sam- stundis gerð húsleit eftir áfengi hjá kærða Garðari Han- sen, en árangurslaust. En þá játaði hann brot sin í máli þessu. En samkvæmt eigin játningu hinna kærðu, er koma heim við aðrar upplýsingar í málinu er brotum hinna kærðu varið eins og hér segir: Framangreint laugardagskveld þ. 16. marz hittust kærðu hér í kauptúninu. Flutti Haraldur þá dálítið af varningi heim til Garðars að Sauðá á bifreið sinni. Var Garðar hon- um aftur samferða í bifreiðinni út í kauptúnið. Hafði Garðar þá meðferðis 1% pela af heimabrugguðu áfengi eða svonefndum „landa“. Bauð hann Haraldi að drekka með sér úr flöskunni. Drukku báðir hinir kærðu áfengi þetta á stuttum tíma. Var það mjög sterkt og sveif fljótt á þá. Voru þeir orðnir mjög drukknir er Haraldur ók bif- reiðinni suður eftir aðalgötu kauptúnsins kl. rúmlega 9 um kvöldið, og tókst þá svo til eins og lýst hefir verið hér að framan. Heldur Haraldur fast við þann framburð sinn að hann hafi ekki séð mennina er hann ók á, og hann hafi heldur ekki orðið var við Pétur Hannesson fyr en hann stöðvaði bifreiðina sunnar á götunni. Kennir hann ölvuninni um þetta og einnig hitt að hann skeytti ekki um að grennslast eftir því hvort Pétur Hannesson væri meidd- ur, er hann sá hann losna við bifreiðina. Það er einnig upplýst að kærður ók á framangreinda menn þar sem þeir gengu utast á austara kanti götunnar, enda þótt nægilegt rúm væri fyrir hann að víkja bifreiðinni til hægri hand- 624 ar inn á götuna og komast þannig fram hjá þeim. Gerði hann þetta án þess að gefa hljóðmerki. Og samkvæmt framburði beggja vitna var bifreiðin ljósalaus er þetta varð. Hefir kærður Haraldur haldið því fram að dauft ljós hafi verið á bifreiðinni er hann fór af stað suður göt- una en líklega hafi hann óvart komið við tappa á bifreið- inni og ljósið slokknað fyrir þá sök, án þess að hann yrði þess var, vegna þess hve bjart var á götunni. Eitt vitni, er sá bifreiðina, er henni var ekið suður frá slysstaðnum, hefir þó borið að það muni ekki betur en mjög dauft ljós hafi verið á öðru framljóskeri bifreiðarinnar. Að öðru leyti reyndist bifreiðin að vera í sæmilegu lagi, er gerð var á henni skoðun, undir eins á eftir að þetta bar við. Öllum, sem um það hafa borið, ber saman um að bifreið- inni var ekið hægt er slysið varð. Kærðum Haraldi Al- bertssyni hefir verið bannað að aka bifreið síðan fram- angreint slys henti hann. Kærði Garðar Hansen hefir játað að hafa sjálfur brugg- að áfengi það, er hann gaf meðkærðum Haraldi Alberts- syni og drakk sjálfur með honum, svo sem frá er greint. Rúmri viku áður en þetta varð, lagði hann í hálftunnu með 20—30 pottum af vatni nokkuð af pressugeri og strásykri, er hann hafði fyrir löngu keypt. Segist hann hafa fryst serðarlöginn og hafa verið á þennan hátt búinn að fá ca. 3ja pela fölsku af sterku áfengi. Helming áfengis þessa drakk hann, eins og frá er greint, ásamt meðkærðum en þeim helmingnum, sem var eftir, segist hann hafa helt niður á sunnudagsmorguninn 17. marz, af ótta við húsrannsókn. Ekki hefir sannazt á hann að hann hafi selt nokkuð áfengi eða gerst frekar brotlegur við áfengislögin en nú er talið. Tunnan sem hann notaði við bruggunina fannst í gömlum brunni að tilvísun hans og er nú í vörzlum lögreglunnar. Kærður, Haraldur Albertsson, hefir með framangreindu framferði sínu stofnað vegfarendum í mjög alvarlegan háska. Virðist það hending ein að ekki hlauzt stórkost- legt slys af ölvun hans og akstri. Hefir hann samkvæmt framangreindu, að réttarins áliti, gerzt brotlegur gegn 21. gr. sbr. 39. gr. áfengislaga nr. 33/1935 og 3. tölulið a-lið 3. gr. og ákvæðum 5., 7., 8. og 9. gr., sbr. 14. gr. laga nr. 170/1931 um notkun bifreiða. Og með tilliti til þess, að kærður hefir ekki áður sætt kæru eða dómi fyrir nokkurt 625 lagabrot, en þótt gætinn og reglusamur bifreiðarstjóri allt til þessa, þykir refsing hans hæfilega ákveðin 200 króna sekt í ríkissjóð, er afplánist með 15 daga einföldu fangelsi, sé hún eigi greidd innan 6 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Hann skal og sviftur leyfi til að stjórna bifreið í 8 mánuði frá 17. marz 1935 að telja. Kærði, Garðar Hansen, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna og hefir ekki áður sætt kæru eða dómi fyrir nokkurt lagabrot, hefir með framangreiridu framferði sínu, að réttarins áliti gerzt brotlegur gegn 6. gr., sbr. 30. gr. og 3. mgr. 21. gr., sbr. 39. gr. framangreindra áfengislaga, og þykir refsing sú, er hann hefir unnið til hæfilega á- kveðin 500 króna sekt í ríkissjóð, er afplánist með 25 daga einföldu fangelsi sé hún ekki greidd innan 6 vikna frá lög- birtingu dóms þessa. Samkvæmt 7. grein greindra áfengislaga skal framan- greint bruggunartæki upptækt og eyðilagt. Kærði, Haraldur Albertsson, greiði kostnað af gæzlu- varðhaldsvist sinni, en báðir hinir kærðu greiði in solid- um allan annan löglega leiddan og leiðandi kostnað af máli þessu. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið. Miðvikudaginn 18. dez. 1935. Nr. 79/1935. Bæjarstjórn Siglufjarðarkaupstaðar f. h. bæjarsjóðs (Einar B. Guðmundsson) segn H/f Kveldúlfi (Jón Ásbjörnsson). Útsvarsmál. Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 24. april 1935: Hið umbeðna lögtak skal ekki ná fram að ganga. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi krefst þess, að hinn áfrýjaði fógeta- réttarúrskurður verði úr gildi felldur og að lagt 40 626 verði fyrir fógetann að framkvæma hið umbeðna lögtak, svo og að hið stefnda hlutafélag verði dæmt til greiðslu málskostnaðar eftir mati dómsins. Af hálfu stefnda hefir verið krafizt staðfestingar á hinum áfrýjaða úrskurði og málskostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Útsvar það, er í máli þessu greinir, var lagt á við aðalniðurjöfnun 1933 og því miðað við starfsemi, tekjur og eignir stefnda á Siglufirði árið 1932. Hlutafélagið Kveldúlfur hafði samskonar starfsemi á Siglufirði bæði þessi ár, og var því rétt að miða við samband þess við kaupstaðinn árið 1932, sbr. 2. mgr. 8. gr. sbr. við niðurlag 1. gr. laga nr. 46/1926. En árið 1932 keypti hlutafélagið fisk á Siglufirði og átti þar fasteign, sem það notaði þó ekki, nema að einhverju mjög litlu leyti í sambandi við fisk- kaupin, heldur seldi hana á leigu fyrir ákveðið leigugjald, kr. 12000.00, og virðist leigugjald þetta hafa verið aðalarðurinn af sambandi félagsins við kaupstaðinn. Félaginu var tvímælalaust óskylt að svara útsvari til kaupstaðarins af leigugjaldi þessu. Og með því að útsvarið var í heild sinni lagt bæði á það og fiskkaupin, þá verður án þess að rannsaka þurfi útsvarsskyldu félagsins vegna fiskkaupanna, þegar af þessari ástæðu að telja útsvarið ólöglega á lagt, og verður því með þessum athugasemdum að staðfesta hinn áfrýjaða fógetaréttarúrskurð. Eftir þessum málsúrslitum þykir rétt að dæma á- frýjanda til að greiða stefnda málskostnað fyrir hæstarétti, og þykir málskostnaðurinn hæfilega metinn 250 krónur. 627 Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði fógetaréttarúrskurður á að vera óraskaður. Áfrýjandi, bæjarstjórn Siglu- fjarðarkaupstaðar f. h. bæjarsjóðs, greiði stefnda, hlutafélaginu Kveldúlfur 250 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti að viðlagðri að- för að lögum. Forsendur hins áfrýjaða úrskurðar hljóða svo: Við aðalniðurjöfnun útsvara í Siglufjarðarkaupstað 1933 var h/f. Kveldúlfi hér í bæ gert að greiða í útsvar til Siglufjarðarkaupstaðar kr. 5000.00. Upphæð þessa hefir h/f. Kveldúlfur ekki viljað greiða vegna þess, að hann taldi sig ekki útsvarsskyldan þar. Hefir því Siglufjarðarkaupstaður krafizt lögtaks fyrir útsvarsupphæðinni ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, en með því að gerðarþoli hefir mótmælt framgangi hinnar umbeðnu gerðar lögðu aðilar atriðið undir úrskurð fógeta- réttarins hér. Gerðarbeiðandi byggir réttmæti útsvarsálagningar þess- arar á þvi, að gerðarþoli hafi keypt árin 1932 og 1933 allmikið af fiski á Siglufirði. Telur hann að gerðarþoli hafi greitt á Siglufirði útflutningsgjald af fiski árið 1932 af samtals 562.572 kg. en árið 1933 af samtals 548.964 kg. Auk þess fullyrðir gerðarbeiðandi að gerðarþoli hafi haft ár- in 1932 og 1933 fastlaunaðan starfsmann á Siglufirði til þess að annast að öllu leyti fiskkaupin, útflutning fiskjar- ins og greiðslu andvirðisins. Telur hann að starfsmaður þessi muni hafa haft í laun hvort árið fyrir sig 2500— 3000 krónur, en þó muni laun hans að nokkru leyti hafa farið eftir fiskmagni því, er hann keypti. Loks fullyrðir hann að gerðarþoli hafi átt á Siglufirði fasteign, sem hafi gefið honum mikinn arð og jafnframt starfrækt hana við atvinnurekstur hans þar. Telur hann að með þessu hafi gerðarþoli rekið um- fangsmikla saltfiskverzlun á Siglufirði árin 1932 og 1933, sem hafi gert hann útsvarsskyldan þar. 628 Gerðarþoli hefir viðurkennt það, að hann hafi keypt það fiskmagn á Siglufirði, sem gerðarbeiðandi heldur fram. Hinsvegar fullyrðir hann að engin verkun á fiskin- um hafi farið fram þar, hann hafi aðeins verið lagður þar á land, en siðan fluttur í burtu aftur mestmegnis til Hjalteyrar til verkunar þar. Kveður hann það rétt, að hann hafi haft umboðsmann á Siglufirði, sem hafi séð um fram- kvæmdina, en kaupunum hafi algerlega verið stjórnað úr Reykjavík og andvirðið verið greitt héðan í gegnum spari- sjóðinn á Siglufirði. Fullyrðir hann að atvinnurekstur þessi hafi á engan hátt verið bundinn við fasteign sina á Siglufirði, enda hafi sildarstöð þessi ekkert verið notuð allt árið 1932 annað en það, að hann hafi leigt hana um sildveiðitímann fyrir kr. 12000.00 en frá áramótum 1932— 1933 hafi hann selt Ingvari Guðjónssyni, útgerðarmanni, stöðina og hafi hann haft allan arð hennar og umráð frá ársbyrjun 1933. Af greindum ástæðum fullyrðir gerðar- þoli að hann hafi ekki verið útsvarsskyldur á Siglufirði þetta umrædda ár. Af því sem fyrir liggur í málinu verður að telja upp- lýst að gerðarþoli árin 1932—1933 hafi haft að meira eða minna leyti fastan starfsmann eða umboðsmann á Siglu- firði með að einhverju leyti föstum launum og hefir hann séð um fiskkaup gerðarþola þar, sem upplýst er um að hafi verið 562.572 kg. árið 1932 og 548.964 kg. 1933. Svo er það og upplýst að hann hafi átt fasteign á Siglufirði, en hinsvegar er ósannað að hann hafi notað hana nokkuð við fiskkaup sin þar, en hinsvegar er það upplýst að stöðin hefir verið leigð út fyrir 12000 krónur árið 1932. Af skjölum málsins er sjáanlegt, sérstaklega af réttar- skjali nr. 8, að hér umrætt útsvar er lagt á sameiginlega fiskkaupin og leigutekjur af stöðinni án þess þó að nokk- urt samband sé siáanlegt þar á milli. Rétturinn lítur svo á, að leigutekjur gerðarþola af stöð- inni á Siglufirði séu alls ekki útsvarsskyldar eftir því sem fram er komið í málinu. Þá verður og að telja að fiskkaup gerðarþola á Siglu- firði, þótt þau hafi verið nokkur, hafi ekki getað skapað honum útsvarsskyldu þar. Hér er aðeins um að ræða lit- inn þátt í starfsemi hans, fiskur sá, sem keyptur var af skipum, er komu á höfnina, fluttur í land og jafnótt að því 629 er virðist fluttur burt aftur, mestmegnis til verkunar á öðrum stað, starfsemin yfirleitt takmörkuð og ekki bund- in við neina fasteign. En af þeim ástæðum, sem hér eru taldar verður starfsemi þessi ekki álitin heimilisföst at- vinnustofnun í merkingu 8. gr. a-lið útsvarslaganna. Af framangreindum ástæðum verður að neita um fram- gang hinnar umbeðnu gerðar. Föstudaginn 20. dez. 1935. Nr. 38/1935. Jens Hólmgeirsson (Stefán Jóh. Stefánsson) Segn Hreppsnefnd Eyrarhrepps, Hálfdáni Hálfdánarsyni, Eggert Halldórssyni og Einari Steindórssyni (Enginn). Krafa áfrýjanda um að nöfn tveggja manna yrðu tekin út af kjörskrá ekki tekin til greina vegna aðildarskorts. Dómur gestaréttar Ísafjarðarsýslu 23. júní 1934: Stefndi í aðalmálinu, hreppsnefnd Eyrarhrepps, skal vera sýkn af kröfum stefnandans, Jens Hólmgeirssonar, um það, að hún verði með dómi skylduð til að taka nöfn Eggerts Halldórs- sonar og Hálfdáns Hálfdánssonar út af kjörskrá til al- Þingiskosninga. Stefnandi aðalmálsins greiði málskostnað hreppsnefnd Eyrarhrepps, Eggert Halldórssyni, Einari Steindórssyni og Hálfdáni Hálfdánssyni með kr. 35.00 til hvers þeirra. Dóminum ber hvað málskostnaðinn snertir að fullnægja innan þriggja sólarhringa frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Dómur hæstaréttar. Máli þessu hefir áfrýjandi skotið til hæstaréttar með stefnu, útgefinni 16. april þ. á., að fengnu áfrýj- unarleyfi, dags. 6. s. m. og gjafsókn, dags. s. d., og 630 hefir honum jafnframt verið skipaður málaflutn- ingsmaður. Málið var þingfest í hæstarétti 30. sept. s.1., og með því að enginn mætti þá af hálfu hinna stefndu, hefir það verið flutt skriflega samkvæmt 1. lið 2. mgr. 38. gr. hæstaréttarlaganna, nr. 112/1935, og er það dæmt samkvæmt N. L.1—4—32 og 2. gr. tilsk. 3. júní 1796. Eins og frá er skýrt í hinum áfrýjaða dómi hefir stefndur Einar Steindórsson gengið inn í málið í héraði með meðalgöngustefnu sem varnaraðili við hlið aðalstefndu í héraði, hreppsnefndar Eyrar- hrepps, án þess að gera sjálfstæðar kröfur. Þar eð ekki verður álitið, að hann hafi haft eigin hagsmuna að gæta, í sambandi við mál þetta, var honum slík meðalsanga ekki heimil, og ber þvi að vísa meðal- söngusök hans frá undirréttinum, en rétt er að máls- kostnaður í héraði falli niður, að því er hann snert- ir, þar eð meðalgöngusök hans virðist ekki hafa haft í för með sér neinn aukakostnað fyrir áfrýj- anda í héraði. Að öðru leyti verður að fallast á það álit héraðs- dómarans, að áfrýjanda hafi, samkvæmt 24. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 18/1935, brostið aðild til þess að krefjast í dómsmáli, að nöfn hinna stefndu Hálfdáns og Eggerts væru tekin út af kjör- skrá, þar eð hann hafði ekki áður kært þetta at- riði fyrir hreppsnefnd og málið varðaði hann ekki heldur persónulega. Ber þvi með þeirri breytingu, er áður greinir, að staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Með því að stefndu hafa ekki mætt í málinu í hæstarétti fellur málskostnaður niður. Laun skip- aðs málflutningsmanns áfrýjanda fyrir hæstarétti ber að greiða af almannafé, og þykja þau hæfilega ákveðin 80 krónur. 631 Því dæmist rétt vera: Meðalgöngusök stefnds Einars Steindórsson- ar vísast frá undirréttinum og fellur málskostn- aður í héraði niður, að því er hann snertir. Að öðru leyti skal hinn áfrýjaði dómur vera óraskaður. Málflutningslaun hins skipaða tals- manns áfrýjanda, hæstaréttarmálflutnings- manns Stefáns Jóh. Stefánssonar, 80 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Að öðru leyti fellur máls- kostnaður í hæstarétti niður. Forsendur hins áfrýjaða dóms hljóða svo: Mál þetta er með stefnu útgefinni 11. júní s. l., höfðað af Jens Hólmgeirssyni, bústjóra, Tungu Eyrarhreppi, gegn hreppsnefnd Eyrarhrepps. Krefst stefnandi, að nöfn Hálf- dáns Hálfdánssonar og Eggerts Halldórssonar, báðum í Hnifsdal, verði með dómi tekin út af kjörskrá þeirri, er í gildi muni verða við alþingiskosningar þær, er fram eiga að fara 24. júní n. k. Máli sínu til stuðnings færir hann Það, að þeir muni ekki hafa kosningarrétt til alþingis, því þeir uppfylli ekki skilyrði það fyrir kosningarrétti, er umgetur í 4. tölulið 1. greinar kosningalaga nr. 18 frá 1934. Inn í mál þetta hafa gengið sem meðalgöngumenn Hálf- dán Hálfdánsson, Eggert Halldórsson, og Einar Steindórs- son, allir til heimilis í Hnifsdal. Hafa þeir allir lagt fram stefnu í málinu. Í 24. gr. kosningalaganna nr. 18 frá 1934 segir, að með mál sem aðalmál þetta skuli fara sem gestaréttarmál, og er því að réttarins áliti meðalganga Hálfdáns Hálfdánsson- ar og Eggerts Halldórssonar heimil, þar sem mál þetta varðar þá persónulega, og er því rétt, að meðalgöngusakir þeirra sameinist aðalmálinu. Hvað snertir meðalgöngusök Einar Steindórssonar, þá er það upplýst í málinu, sbr. fundargerð hreppsnefndar Eyrarhrepps á rskj. nr. 7, að Einar hefir kært til hreppsnefndar út af því, að Hálfdán Hálfdánsson vantaði á umrædda kjörskrá og olli kæra 632 hans því, að nafn hans var tekið á kjörskrána og með hlið- sjón af 1. mgr. 24. gr. laga nr. 18 frá 1934, er veitir slíkum kærendum réttarfarsleg hlunnindi og því að rétturinn álit- ur mál þetta skipta Einar Steindórsson það miklu, að það heimili meðalgöngu, enda henni aldrei mótmælt af aðilj- um aðalmálsins, þykir rétt, að meðalgöngusök hans einnig sameinist aðalmálinu. Sátta hefir verið leitað fyrir réttinum milli allra aðilja málsins, en án árangurs. Í aðalmálinu hefir umboðsmaður og skipaður talsmaður slefnda hreppsnefndar Eyrarhrepps, krafizt þess, að kjör- skrá hreppsins skuli óbreytt þrátt fyrir kröfur stefnand- ans og að „kostnaður af málinu leiðandi falli á kæranda“, er skilja verður sem kröfu um málskostnaðargreiðslu á hendur stefnanda. Í meðalgöngusökunum er þess krafizt, að stefndi í aðal- sök verði sýknaður af kröfum stefnandans og sé þar með gætt hagsmuna meðalgöngumanna. Einnig krefjast þeir sér tildæmdan málskostnað. Til vara er krafizt frávísunar vegna aðildarskorts. Sýknukröfu sinni til stuðnings færa stefnendur í meðalgöngusökunum það, að málshöfðun stefnandans í aðalsök sé ólögleg vegna þess, að í 24. gr. kosningalaganna sé skýrt tekið fram, að aðeins sá, sem kært hefir til hreppsnefndar eða bæjarstjórnar yfir kjör- skrá og er óánægður með úrskurð hreppsnefndar eða bæj- arstjórnar, geti sótt málið fyrir dómi og þar sem vitað sé, að stefnandi aðalmálsins aldrei hafi kært til stefnda út af því að Eggert Halldórsson eða Hálfdán Hálfdánarson sé á kjörskrá, þá geti hann ekki verið lögmætur aðili í máli þessu. Að öðru leyti fullyrða stefnendur í meðalgöngu- sökunum, að Eggert Halldórsson og Hálfdán Háldánarson uppfylli skilyrði það til kosningarrréttar til alþingis, er um getur í 4. lið 1. greinar laga nr. 18 frá 1934. Að því er frávisunarkröfu meðalgöngumanna snertir þá verður hún ekki tekin til greina af þeirri ástæðu, að þó að um aðildarskort væri að ræða, þá veldur sú ástæða ekki frávísun. „ Um kröfu umboðsmanns stefnds í aðalmálinu, að kjör- skráin skuli óbreytt og kröfu meðalgöngumannanna um sýknu stefnda í aðalsök af áðurgreindum ástæðum, er þetta að segja: Í lögum um kosningar til alþingis, nr. 18 633 frá 1934, er gert ráð fyrir, að innan nánar tiltekins tíma geti hver sem vill kært út af kjörskrám og leggi síðan hlut- aðeigandi hreppsnefnd eða bæjarstjórn úrskurð sinn á þær kærur og skuli kjörskráin svo leiðrétt samkvæmt þeim úr- skurði. Í 21. grein laganna in fine stendur „Eftir þetta verður engin breyting gerð á kjörskránni, nema dómur sé á undan genginn“. Í 24. grein laganna er svo nánar kveðið á um með hvaða hætti dómur geti gengið í mál- um þessum. Í byrjun þeirrar greinar er nefnt hverjir geti sótt slík mál fyrir dómi og er þar sagt, að þeir geti það, er áður hafa kært til hreppsnefndar eða bæjarstjórnar út af kjörskrá, en séu óánægðir með úrskurð, er gengið hefir út af kærunni og ennfremur að maður geti í vissum tilfell- um sótt málið fyrir dómi ef það varðar hann sjálfan. Það verður því að telja, að aðalreglan sé, að kjörskrá fáist ekki breytt eftir að hinn venjulegi kærufrestur er liðinn og að heimildin til breytingar kjörskrár með dómi séu aðeins undantekningarákvæði frá aðalreglunni. Einnig verður að álíta, að upptalningin í 24 gr. kosningalaganna á aðiljum þeim, er undantekningarréttarins geti orðið aðnjótandi, sé algerlega tæmandi og því viðbót við hana eða analogia út frá henni óheimil. Og þar sem stefnandinn í aðalsök, Jens Hólmgeirsson, ekki getur talizt meðal þeirra, er 24. gr. kosningalaganna heimilar að sækja slík mál sem þetta fyrir dómi, ber að taka til greina kröfu stefnds og meðalgöngumanna um það, að stefndan í aðalsök beri algerlega að sýkna af kröfum stefnandans vegna aðildarskorts hans. Það skiptir ekki máli í þessu sambandi, þó rétt sé að ekki hafi verið unnt að kæra Hálfdán Hálfdánarson út af kjörskrá áður en kærufrestur var liðinn, með því að þann tíma var hann alls ekki á kjörskrá, því annaðhvort hefir löggjafinn ekki gert ráð fyrir sliku tilfelli sem þessu og því ekkert sérákvæði um það sett, sbr. sérákvæðin í 24. grein, eða hann telur með þögninni, að um slík tilfelli skuli fara eftir aðalreglunni í 21. grein kosningarlaganna og ber hvorttveggja að sama brunni um niðurstöðu dóms þessa. Að þessu athuguðu kemur ekki til álita hvort skoða beri, að Eggert Halldórsson og Hálfdán Hálfdánarson upp- fylli skilyrði 4. liðs 1. greinar laga nr. 18 frá 1934 eða ekki. 634. Hvað viðvíkur málskostnaðfrkröfum aðilja þykir ekki verða hjá því komizt að dæma stefnanda í aðalsök til þess að greiða málskostnað og þykir hann hæfilega ákveðinn með kr. 35.00 til stefnda í aðalmálinu og sömu upphæð til hvers meðalgöngumanna. Málsvarnarlauna fyrir hinn skipaða talsmann hefir ekki verið krafizt. Föstudaginn 20. dez. 1935. Nr. 51/1935. Jónas Sveinsson gegn Guðbrandi Ísberg f. h. sýslusjóðs Austur-Húnavatnssýslu. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Jónas Sveinsson, er eigi mætir í mál- inu greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Föstudaginn 20. dez. 1935. Nr. 69/1935. Eggert Briem gegn Útvegsbanka Íslands h/f Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Eggert Briem, er eigi mætir í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. 635 Föstudaginn 20. dez. 1935. Nr. 77/1935. Friðrik K. Magnússon gegn Birni Bjarnasyni. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Friðrik K. Magnússon, er eigi mætir í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Föstudaginn 20. dez. 1935. Nr. 80/1935. Jón Bjarnason gegn Páli G. Þormar f. h. verzlun Konráðs Hjálmarssonar o. fl. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Jón Bjarnason, er eigi mætir í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann af nýju vill fá mál sitt tekið fyrir í hæstarétti. Svo greiði hann og stefndu, er hafa látið mæta í málinu og krafizt ómaksbóta, 30 krónur í ómaks- bætur að viðlagðri aðför að lögum. 10. 11. 12. Efnisskrá. Dánarbú Guðmundar T. Guðmundssonar gegn Þorleifi Jónssyni. Verzlunarskuld .. Magnús Guðmundsson gegn Ólinu Magn- eu Jónsdóttur. Úrskurður um öflun upp- lýsinga í barnsfaðernismáli ............ Eigandi m/s „Minnie“ EA. 523 gegn eigendum e/s „Nonna“ E. A. 290. Drátt- araðstoð ..........2200000. 0 E. Claessen gegn bæjargjaldkera Reykja- víkur f. h. bæjarsjóðs. Fasteignagjald Valdstjórnin gegn Kristínu Jónsdóttur Dahlsted. Brot gegn 1. um veitingar, áfengisl. og lögreglusamþ. ............. Lárus Fjeldsted f. h. Nordbö-Bakke gegn Sigurði Ágústssyni og Ólafi Jónssyni. Skuldamál. ........2.000000 00... Ingveldur Einarsdóttir gegn Magnúsi Guð- mundssyni. Úrskurður um öflun upplýs- inga í barnsfaðernismáli .............. Lárus Fjeldsted, Georg Ólafsson og Sveinn M. Sveinsson gegn tollstjóranum í Reykja- vik f. h. ríkissjóðs. Sýknað af kröfu um skattgreiðslu ................0.000..0... Valdstjórnin gegn Hermanni Jónassyni. Sýknun af kæru fyrir lögreglusamþykkt- arbrot og brot á 1. nr. 58/1913 ........ Jón Bjarni Pétursson gegn Jóni Þorláks- syni, borgarstjóra, f. h. bæjarsjóðs Reykja- víkur. Skaðabætur .................... Friðfinnur Finnsson gegn Sigurði Krist- inssyni f. h. Sambands ísl. samvinnufé- laga. Útivistardómur ...........0...... Bjarni Benediktsson gegn Frímanni Ein- arssyni. Útivistardómur ................ Dómur % % ER 3 04 2 Ex Bls. 6 11 14 23 35 36 40 48 Il 13. 14. 15. 16. 18. 19. 24. 25. 26. Réttvisin gegn Magnúsi Jónssyni. Rangar sakargiftir og tilraun til hlutdeildar í broti samkv. 259. gr. hegningarl. ............ Halldór Þorsteinsson gegn dánarbúi Ein- ars Þorgilssonar. Bætur fyrir veiðarfæra- LJÓN 2...0000.0nr Páll Magnússon gegn hreppsnefnd Eski- fjarðarhrepps. Útsvarsmál .............. Réttvísin gegn Agli Ragnars og Indriða Björnssyni. Tilraun til brennu .......... Lárus Eggertsson, Grímur Eggertsson, Guðjón Guðnason, Fanney Eggertsdóttir og Helga Aðalheiður Eggertsdóttir gegn skiptaráðandanum í Húnavatnssýslu f. h. dánarbús Guðrúnar Grímsdóttur, Gunnari Kristóferssyni fyrir sina hönd og Þuríðar dóttur sinnar, og Guðmundi Gunnarssyni. Skiptaréttarúrskurður ............2...0... Andreas Holdö f. h. sildarolíuverksmiðj- unnar „Ægir“ í Krossanesi gegn Jóni Magnússyni. Slysabætur ............... Réttvísin og valdstjórnin gegn Ólafi Kjart- ani Ólafssyni og Hjálmtý Guðvarðssyni. Brot g. 101. og 102. gr. hegningarl. .... . Réttvísin gegn Þóroddi Guðmundssyni, Eyjólfi Árnasyni, Aðalsteini Kristmunds- syni, Gunnari Jóhannssyni og Aðalbirni Péturssyni. Brot gegn 83. gr. hegn.. .... Valdstjórnin gegn Brynjólfi Magnússyni. Sýknun af kæru fyrir ölvun við akstur .. Jóhannes Kr. Jóhannesson gegn Einari J. Ólafssyni. Útivistardómur .............. Valdimar Þorsteinsson gegn Ísleifi Jóns- syni. Útivistardómur .................. Stefán Steinþórsson gegn Guðmundi Gam- alíelssyni. Útivistardómur .............. Valdstjórnin gegn Eyjólfi Andréssyni. Bruggun ........0000000 0000... Ársæll Árnason gegn Sigurði Þórðarsyni. Fyrning kröfu .........000000000 00... Dómur 4 84 13% 156 18 2% 2% BIs. 63 71 76 79 85 91 94 98 101 102 103 105 30. sl. 39. 40. 41. 42. Valdstjórnin gegn Theodor Asseloos. Land- helgisbrot ........000000 0000... Einar Thorlacius gegn hreppsnefnd Strandarhrepps og gagnsök. Skuldaskil .. Valdstjórnin gegn Guðmundi Ebenezers- syni. Landhelgisbrot .........00000..0.. Réttvísin og valdstjórnin gegn Óskari Sæ- mundssyni. Vanræksla í sýslan, áfengis- laga- og bifreiðalagabrot .............. Valdstjórnin gegn Óðni Steinólfssyni Geir- dal. Bifreiðalagabrot. .................. Lárus Fjeldsted f. h. W. Olsen gegn A. C. Höjer. Áfrýjun til staðfestingar ........ Valdstjórnin gegn Helga Þorlákssyni. Á- fengislaga og bifreiðalagabrot .......... Magnús Ólafsson gegn stjórnendum „Vöru- bílastöðin í Reykjavík“ og gagnsök. Skaða- bætur ........00000 00... Valdstjórnin gegn Þorvarði Valdemar Jóns- syni. Bruggun ........000000000000.... Valdstjórnin gegn Einari Aðalsteini Bær- ingssyni. Bruggun ........0000.0000.0... Pétur Ketilsson gegn Á. Einarsson £ Funk. Útivistardómur ........0200000 000... Réttvisin og valdstjórnin gegn Einari Pálma Einarssyni. Brot gegn 10. gr. 1. nr. B1/1928 .....0000 nn Eigendur linuveiðarans Ölver gegn mið- stjórn Alþýðusambands Íslands og Verka- málaráði Íslands. Frávísun ............ Högni Gunnarsson og Bjarni Fannberg f. h. firmans Gunnarsson £ Fannberg gegn miðstjórn Alþýðusambands Íslands og Verkamálaráði Íslands. Frávísun .... Réttvísin og valdstjórnin gegn Aage Kristen Pedersen. Brot gegn 200. gr. hegn- ingarlaganna .......02000.0 0000... Valdstjórnin gegn Sigfúsi Gunnlaugssyni, Sýknun af kæru fyrir brot á bifreiðal. .. ts ser er ts a ts ' > Ra sé ER to ak ms ER = HR %M 7 ER II 107 113 124 141 151 154. 157 157 162 163 164 170 IV 43. 44. 45. 46. 47. 48. 49. 53. 54. Valdstjórnin gegn Guðna Jóni Bærings- syni. Úrskurður um öflun upplýsinga .. Jón Gíslason gegn stjórn h/f brjóstsykur- gerðarinnar „Nói“. Útivistardómur Eigandi Flautagerðis Þorsteinn Þ. Mýr- mann gegn eigendum Stöðvar, Benedikt Guttormssyni og Sigurbirni Guttormssyni. Landamerkjamál ...................... Sigurbjörg Jónsdóttir gegn Indriða Gott- sveinssyni. Ómerking sr Guðbjörg Pálsdóttir og Marel Magnússon gegn Margréti Halldórsdóttur. Foreldra- Vald ............. Sveinn Teitsson gegn Þóru Guðmunds- dóttur. Kaupkrafa .................... Réttvísin gegn Guðmundi Guðmundssyni, Eyjólfi Jóhannssyni, Steingrími Björns- syni og Sigurði Sigurðssyni. Sýslunar- brot ......0.0.. 0. Ásgeir Guðmundsson f. h. Þrotabús h/f Fáfnis gegn Bessa Gislasyni. Kaupkrafa Og SJÓVEÐ ...........000 0 Stefán Björnsson f. h. Vigdísar Pálsdóttur gegn skiptaráðandanum í dánarbúi Marsi- bilar Illugadóttur og Ingibjörgu Bjarnason f. h. Landsspitalasjóðs Íslands. Gildi erfðaskrár „...............0....... Ásgeir Guðmundsson f. h. þrotabús h/f Fáfnis gegn Jósef Eggertssyni. Málið hafið Lárus Jóhannesson f. h. Jóhannesar Jóns- sonar gegn Samvinnufélagi Ísfirðinga. Lof- orð um lánsútvegun .................. Réttvísin og valdstjórnin gegn Sveini Ósk- ari Ólafssyni. Líkamsmeiðing .......... Valdstjórnin gegn Þorbergi Sigurdór Magnússyni og Guðmundi Ögmundssyni. Bifreiðarlagabrot ...................... Árni Bergsson, Magnús Guðmundsson og Steingrímur Baldvinsson gegn Þorsteini Þorsteinssyni, Þorvaldi Sigurðssyni, Sigur- Dómur 15 1% 155 17 1% 175 181 201 Lo Lo =1 230 230 vV Dómur Bls. páli Sigurðssyni og Þorleifi Rögnvalds- syni. Ómerking ...........00000.00... 1% 256 57. Þórður Bjarnason gegn Halldóri R. Gunn- arssyni f. h. verzlunarinnar Manchester. Kaupkrafa ...........0000 000... 204 258 ö8. Réttvísin gegn Magnúsi Vilhelmssyni, Hall- fríði Kristínu Guðmundsdóttur og Jóni Reinhard Jóhannssyni. Þjófnaður ...... 22 263 59. Steindór Gunnlaugsson gegn fjármála- ráðherra f. h. ríkissjóðs og gagnsök. Bætur fyrir frávikning úr stöðu .............. 24, 273 60. H. Benediktsson á“ Co. gegn Guðmundi Ólafssyni f. h. eigenda e/s „Skagatind“. Vanefndir farmsamnings ............... 2% 282 61. Þorvaldur Friðfinnsson gegn skiptaráð- andanum í Akureyrarkaupstað f. h. þrota- bús Antons Jónssonar og bæjarstjóra Akur- eyrar f. h. kaupstaðarins. Úthlutun úr þrotabúi .........0.00..000 00 29% 289 62. G. A. Sveinsson f. h. Halldórs Guðmunds- sonar gegn Pálma Loftssyni f. h. skipaút- gerðar ríkisins. Eftirstöðvar sildarverkun- arlauna ..........00..000 00 31 - 296 63. Geir Pálsson og Helga Sigurgeirsdóttir gegn borgarstjóra Reykjavíkur f. h. bæjar- sjóðs og bæjarstjórnar Reykjavíkur og gagnsök. Útsvarsskuld. Skaðabótakrafa .. % 301 (4. Ólafur Jóhannesson gegn hreppsnefnd Stokkseyrarhrepps. Útivistardómur ...... 5; 309 (5. Þorbjörn Jóhannesson gegn Eiríki Guð- mundssyni. Útivistardómur ............. %, 309 66. Friðjón Steinsson gegn Gústav Ólafssyni f. h. heildverzlunarinnar Heklu. Útivistar- dÓMUr ...........00 0 ð, 310 67. Jóhannes A. Magnússon gegn Bjarna Árna- syni f. h. sonar hans Árna Bjarnasonar. Útivistardómur ...........000. % 310 68. Gunnar Ólafsson, Jón Ólafsson, Eiríkur Ás- bjarnarson og Hannes Hansson f. h. h/f „Dráttarbraut Vestmannaeyja“, Óskar VI 09. 70. 71. 75. 71. 78. Bjarnasen og Gústaf A. Sveinsson gegn Helga Benediktssyni og gagnsök. Kaup- krafa .......22000 000... Jóhann Ólafsson á Co. gegn Pálma Lofts- syni f. h. skipaútgerðar ríkisins. Ábyrgð á innheimtu ........2200000 0000... Erfingjar Stefáns Guðjohnsen gegn hrepps- nefnd Húsavikurhrepps. Lóðargjald Eggert Kristjánsson á Co. gegn Stefáni Ste- fánssyni f. h. Smjörlíkisgerðar Akureyrar h/f. Verzlunarskuld .............000... Valdstjórnin gegn Stefáni Thorarensen. Sýknun af ákæru fyrir brot á lögum nr. 47/1932 og nr. 84/1933 .....0000. 00. Valdstjórnin gegn Ingvari Guðmundssyni. Sýknun af kæru fyrir brot á 1. nr. 49/1934 Valdstjórnin gegn Frank Mortagu Norton. Landhelgisbrot .......... Jón Gíslason gegn brjóstsykurgerðinni Nói h/f. Sýknun af bótakröfu .............. Réttvísin gegn Árna Theodor Péturssyni. Brot gegn 175. gr. hegningarl. .......... Réttvísin og valdstjórnin gegn Adolf Pet- ersen, Brynjólfi Bjarnasyni, Erlingi Kle- menssyni, Guðjóni Benediktssyni, Guðna Guðmundssyni, Gunnari Benediktssyni, Halldóri Kristmundssyni, Hauk Sigfried Björnssyni, Hjalta Árnasyni, Jafet Otto- syni, Jóni Guðjónssyni, Ólafi Sigurðssyni, Stefáni Péturssyni, Þorsteini Péturssyni, Einari Olgeirssyni, Hirti B. Helgasyni, Indiðnu Garibaldadóttur, Jens Figved, Matthíasi Guðbjartssyni, Runólfi Sig- urðssyni og Þóroddi Þóroddssyni. Brot gegn 101. og 113. gr. hegningarl. o. fl... Sigurður Þorsteinsson gegn Júlíusi Björns- syni. Útivistardómur .................. Halldór Bjarnason gegn Guðjóni Elías- syni o. fl. Útivistardómur .............. Dómur % þm = KR ön SK to þá á Bls. 311 328 332 337 339 344 348 80. gl. 82. 83. 89. 90. gi. 92. Árni Böðvarsson gegn Schönfeldt Vang. Útivistardómur ........00... 0... Guðrún Jóhannesdóttir gegn Eggert Kristjánssyni. Útivistardómur .......... Magnús Ólafsson gegn Ásgeiri Guðmunds- syni v. eig. húseignarinnar Grettisgötu 37, Rvík, Andrési Gunnarssyni o. fl. Úti- vistardómur ......0.0000 000 Sæmundur Einarsson gegn skólanefnd Kjósarhrepps f. h. hreppsnefndar eða til vara séra Halldóri Jónssyni. Svknun af bótakröfu vegna ólögmætrar uppsagnar .. Valdstjórnin gegn Sveini Sigmar Björns- syni og Ágúst Ólafi Ólafssyni. Bruggun Valdimar Jónsson gegn Benjamin Sig- valdasyni. Útivistardómur .............. Hreppsnefnd Gerðahrepps gegn Þórhalli Einarssyni. Útivistardómur ............ Óli Ásmundsson gegn Einari Einarssyni. Útivistardómur .........00000. 00... Sveinn Teitsson gegn Erlendi Erlendssyni. Útivistardómur ........0.0. 000. Réttvísin gegn Stefáni Agnar Magnús- svni, Mons Olsen Monssyni, Alfred Har- aldi Theodórssyni Antonsen, Þorláki Hannibal Guðmundssyni, Ólafi Óskari Guðmundssyni, Guðmundi Jónassyni og Jóni Guðmundi Þorsteini Jóhannssyni. Þjófnaður og gripdeild ................ Béttvísin og valdstjórnin gegn Friðmar Sædal Markússyni og Jóni Vidalin Markússyni og réttvísin gegn Þorvaldi Pálma Valdimarssyni og Þórarni Helga Jónssyni. Stórþjófnaður og áfengislaga- brot 2... Aðalbjörn Pétursson gegn Guðmundi Hannessyni. Meiðyrðamál .............. Valdstjórnin gegn Hjalta Benediktssyni. Bifreiðalagabrot ......000000. 00... Dómur SR > VII 416 416 416 430 430 431 431 442 461 468 VIII Dómur Bls. 93. Valdstjórnin gegn Snorra Halldórssyni, Ölvun ll. 2140 470 94. Bæjargjaldkerinn í Reykjavik f. h. bæjar- sjóðs gegn Sölusambandi íslenzkra fisk- framleiðenda. Útsvarsmál. Sératkvæði .. 2%, 473 95. Guðmundur Jónsson gegn Gústav A. Jón- assyni lögreglustjóra í Reykjavík f. h, ríkissjóðs og Baldvin Jónssyni. Ómerk- ing uppboðs ........000000 00. 2%0 478 96. Valdstjórnin gegn Helga Pálssyni. Bif- reiðalagabrot ...........00.00.0.00 0. 25, 481 97. Hreppsnefnd Mosfellshrepps f. h. hrepps- félagsins gegn hreppsnefnd Seltjarnarnes- hrepps f. h. hreppsfélagsins. Ákvörðun hreppamarka ...............0....... 3040 483 98. Valdstjórnin gegn Ommund Ommundsen. Sk/mmd á sæsíma .................... 3040 500 99. Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson gegn Sigurði Kristinssyni. Útivistardóm- ur. Ómaksbætur ...........00.00. 304, 504 100. Árni Sigfússon gegn Víglundi Kristjáns- syni. Útivistardómur .................. 3040 504 101. Steinunn P. Bentsdóttir gegn Ólafi Magnússyni. Útivistardómur ........... 304, 505 102. Hrefna Sigurgeirsdóttir gegn Hálfdáni Helgasyni. Útivistardómur. Ómaksbætur 30%, 505 103. Matthias Hallgrímsson gegn Högna Gunnarssyni. Útivistardómur .......... 3049 506 104. Guðrún Hjörleifsdóttir gegn Ásgeir Guð- mundssyni f. h. Axel Heide. Útivistar- dÓMUr 2... 304, 506 105. Hreppsnefnd Gerðahrepps f. h. hrepps- ins gegn Sigurbirni Eyjólfssyni. Skulda- Mál .......... 00. MM, 507 106. Hreppsnefnd Gerðahrepps f. h. hrepps- ins gegn Agli Jónassyni. Skuldamál .. M, 512 107. Hreppsnefnd Gerðahrepps f. h. hrepps- ins gegn Ólafi Bjarnasyni. Skuldamál .. M, 518 108. Hreppsnefnd Gerðahrepps f. h. hrepps- ins gegn Albert Ólafssyni. Skuldamál .. %, 594 109. 110. 111. 112. 113. 114. 116. 117. 118. 119. 121. 122. Hreppsnefnd Gerðahrepps f. h. hrepps- ins gegn Albert Bjarnasyni. Skuldamál Réttvísin og valdstjórnin gegn Pétri Guð- finnssyni. Brot á bifreiðal. og 200 gr. hegningal. ..............000000 0. Réttvísin gegn Ólafi S. H. Jóhannssyni og valdstjórnin gegn Ísak Mensalder Jóns- syni og Óla Þór Ólafssyni. Röng sakar- gift og áfengislagabrot ................ Valdstjórnin gegn Margréti Bjarnheiði Þorsteinsdóttur. Sala áfengis .......... Valdstjórnin gegn Guðna Jóni Bærings- syni. Ólöglegt áfengi í vörzlu .......... Landsbanki Íslands gegn Sigbirni Ár- mann. Skuldamál .................... Valdstjórnin gegn Ólafi Gunnari Ólafs- syni. Brot á áfengisl. og bÞifreiðal. ...... Valdstjórnin gegn Ingimundi Bernharðs- syni. Brot gegn 1. gr. gjaldþrotaskiptal. Valdstjórnin gegn Gunnlaugi Jónssyni og Nikolai Jórmundi Þorsteinssyni. Áfengis- laga og bifreiðalagabrot .............. Bæjargjaldkerinn í Reykjavík gegn Þórði Jónssyni. Útsvarsmál .................. Valdstjórnin gegn Þorsteini Hálfdánar- syni.Sýknun af kæru fyrir brot á ákvæð- um gjaldþrotaskiptal. ................. Helgi Guðbjartsson gegn skiptaráðanda Ísafjarðar f. h. þrotabús Sæmundar Al- bertssonar og Charles Bjarnasyni. Synj- að um frávísun með úrskurði .......... Helgi Guðbjartsson gegn skiptaráðanda Ísafjarðar vegna þrotabús Sæmundar Al- bertssonar og Charles Bjarnasyni. Hafn- ing. Ómaksbætur ...................... Markús Einarsson gegn Þorsteini Þ. Vig- lundssyni f. h. Kaupfélags alþýðu í Vest- mannaeyjum. Útivistardómur. Ómaks- bætur ..............0.0 00 Dómur %1 %1 2%1 959 71 2%1 24, 2%1 IX Bls. 529 540 545 öðl öðð 560 562 567 570 578 öðl 123. 124. 125. 126. 127. 128. 129. -130. 131. 132. 133. 134. 135. 136. 137. 138. Dómur Gústaf Sveinsson gegn Georg Gíslasyni. Útivistardómur ........00.... 0... 2% Eigandi prestssetursins Borgar gegn eig- anda Þursstaða. Landamerkjamál ...... #49 Valdstjórnin gegn Frederic GChatten. Landhelgisbrot .......00202000 00... 42 Valdstjórnin gegn Sigurjóni Guðjónssyni. Sýknun af kæru fyrir brot á 1. nr.1/1935 42 Valdstjórnin gegn John Frederic Whitley. Landhelgisbrot ........000000000 000... % 2 Páll Friðfinnsson gegn bæjarstjórn Siglu- fjarðar f. h. bæjarsjóðs. Útsvarsmál ..., % Valdstjórnin gegn Johan Heyman. Sýkn- un af kæru fyrir sóttvarnarlagabrot .... %s Réttvísin og valdstjórnin gegn Höskuldi Eyjólfssyni og valdstjórnin gegn Hauki Eyjólfssyni. Brot gegn 99., 101, og 102. gr. hegningarl. og áfengisl. .......... 1%, Valdstjórnin gegn Erlendi Sigurðssyni. Sýknun af kæru fyrir landhelgisbrot .. 1%2 Valdstjórnin gegn Haraldi Albertssyni og Garðari Hansen. Áfengislaga og Þbifreiða- lagabrot .......0000000 0. 1649 Bæjarstjórn Siglufjarðarkaupstaðar f. h. bæjarsjóðs gegn h/f Kveldúlfi. Útsvarsmál 1% Jens Hólmgeirsson gegn hreppsnefnd Eyrarhrepps, Hálfdáni Hálfdánarsyni, Eggert Halldórssyni og Einari Steindórs- syni. Krafa um breytingu á kjörskrá .. ?%s Jónas Sveinsson gegn Guðbrandi Ísberg f. h. sýslusjóðs Austur-Húnavatnssýslu. Útivistardómur .........0.0000.. 0... 204 2 Eggert Briem gegn Útvegsbanka Íslands h/f. Útivistardómur .................. 20 Friðrik K. Magnússon gegn Birni Bjarna- syni. Útivistardómur .............0... 2042 Jón Bjarnason gegn Páli G. Þormar f. h. Verzlunar Konráðs Hjálmarssonar o. fl. Útivistardómur. Ómaksbætur .......... 2 599 601 606 614 629 634 634 635