HÆSTARÉTTARDÓMAR ÚTGEFANDI HÆSTIRÉTTUR XVIII. BINDI 1947 REYKJAVÍK RÍKISPRENTSMIÐJAN GUTENBERG MCMXLVIII Reglulegir dómarar hæstaréttar 1947. Jón Ásbjörnsson. Forseti dómsins frá 1. janúar til 31. ágúst. Jónatan Hallvarðsson. Forseti dómsins frá 1. september til 31. desember. Árni Tryggvason. Gizur Bergsteinsson. Þórður Eyjólfsson. 1 > 10. 11. 12. 13. Registur. I. Málaskrá. Réttvísin gegn Jens Björgvin Pálssyni. Um öflun frekari gagna ............00... 0 Réttvísin gegn Guðbrandi Einari Hlíðar. Landráð Réttvísin og valdstjórnin gegn Pálma Gunnari Krist- inssyni, Hilmari Rúnari Breiðfjörð Jóhannssyni og Björgvin Óskarssyni. Strok. Þjófnaður ........... Valdstjórnin gegn Sigurði Óskari Sigvaldasyni. Bif- reiðalagabrot .........0..0..000 Fjármálaráðherra f, h. ríkissjóðs gegn Einari Tóm- assyni. Fébótamál samkvæmt lögum nr. 99/1943 Kristinn Stefánsson gegn Kaupfélagi Eyfirðinga. Krafa um greiðslu orlofseyris ..........0.0........ Skóverzlun B. Stefánssonar segn Bjarna Jósefssyni f. h. Önnu Bjarnadóttur. Skaðabótamál vegna rift- unar ráðningarsamnings. Sératkvæði ............. Sigurður Wium gegn Hólmfríði Hannesdóttur. Kærumál, Synjað kröfu um, að vísað væri frá fó- setadómi máli, sem þingfest var á bæjarþingi eftir að fógeti hafði tekið það til meðferðar .......... Þorleifur Sigurbjörnsson og Skarphéðinn Halldórs- son gegn Ingimundi Jónssyni. Kærumál. Eiðfesting VÍÍNÍS 2... Þorleifur Sigurbjörnsson og Skarphéðinn Halldórs- son gegn Ingimundi Jónssyni. Kærumál. Eiðfesting VÍÐS (................. Réttvisin og valdstjórnin gegn Sturlaugi Friðriks- syni. Manndráp af gáleysi. Brot gegn umferðar- lÖggjöf Ll... Þorgrímur Ólafsson gegn Helga Lárussyni. Skaða- bótamál vegna skemmda á lausafjármunum ...... Réttvisin og valdstjórnin gegn Jóni Kristni Steins- syni. Likamsáverkar. Brot gegn bifreiðalögum og umferðarlögum #,„......,......,,0.. se „ Bls. 31 33 35 40 46 V Dómur Bls. 14. Vélsmiðjan Þór h/f segn Bjarna Ö. Jónassyni. Ómerking. Heimvísun máls til meðferðar í sjó- og verzlunardómi ................. se 314 51 15. Gísli Magnússon gegn Helga Guðmundssyni. Kært málskostnaðarákvæði héraðsdóms ...........0..... % Dð 16. Borgarstjórinn í Reykjavík f. h. bæjarsjóðs gegn Pétri 0. Johnson. Útsvarsmál .........00... % 58 17. Jón Þorkelsson gegn Verzlunarfélaginu Borg h/f og gagnsök. Ágreiningur um verð sauðfjárafurða .. 7% 61 18. Georg Magnússon gegn Garðari Þorsteinssyni. Um öflun frekari gagna .........0..20 000... 12% 66 19. Haraldur Georgsson gegn Ewald Berndsen og gagn- sök. Skaðabótamál vegna bifreiðarslyss ......... 144 67 20. Erfingjar Einars Benediktssonar gegn h/f Braga. Kærumál. Synjun frests .........0..002. 00... 17% 70 21. Guðmundur Sigurðsson gegn hreppsnefnd Seltjarn- arneshrepps f. h. hreppsins. Sveitarfélagi dæmdur forkaupsréttur að jörð ......... se 17 72 22. Eric Christiansen gegn Sveini á Gísla h/f. Kæru- mál. Kröfu um frávísun hrundið ................ 17%% 78 23. Valdstjórnin gegn Eiríki Símonarsyni Beck. Úr- skurður um framhaldsrannsókn ..........0..00... 193 80 24. Réttvísin og valdstjórnin gegn Páli Melsted, Elínu Guðrúnu Vigfússínu Melsted og Pétri Eggserz- Stefánssyni. Brot gegn verðlagslöggjöf og gjald- eyrislöggjöf. Syknað af ákæru um brot gegn XV. kafla hegningarlaga nr. 19/1940 .......0.000.. 21 Sl 25. Réttvísin og valdstjórnin gegn Herði Wium Vil- hjálmssyni. Úrskurður um framhaldsrannsókn ... ?1 91 26. Réttvisin og valdstjórnin gegn Sæmundi Guðmunds- syni. Áverkamál. Brot gegn áfengislögum og lög- reglusamþykkt ...........00000 000... en 24 92 27. Leifur Th. Þorleifsson gegn Jóni Dúasyni. Loforð dæmt löglaust og samningur ógildur ............ 206, 100 28. Réttvisin gegn Geir Emil Jónssyni. Likamsáverkar. Skaðabætur .........0 or 27% 106 29. Olíuverzlun Íslands h/f gegn hreppsnefnd Blöndu- óshrepps f. h. hreppsins. Útsvarsmál ........... 23 111 30. Réttvísin og valdstjórnin gegn Tryggva Eiríkssyni og valdstjórnin gegn Elíasi Kristjánssyni. Mann- dráp af gáleysi. Brot gegn bifreiðalögum og um- ferðarlögum .............200 000. % 114 31. Jón Helgason gegn Vilmundi Jónssyni og Guðjóni Samúelssyni. Kærumál. Vitnaskylda .............. 5 120 VI 32. 33. 34. 35. 36. 37. 39. 40. 41. 42. Réttvisin gegn Guðmundi Þorvarðssyni og Val Ein- arssyni. Vátryggingarsvik ........................ Réttvísin og valdstjórnin gegn Kristjáni Hannes- syni, Úrskurður um framhaldsrannsókn .......... Gisli Guðmundsson og Þóra Guðmundsdóttir gegn Signýju Bjarnadóttur. Húsnæðismál. Útburður Hreppsnefnd Búðahrepps f. h. hrepsins gegn Hans P. Stangeland. Útsvarsmál ..........00.00. Finnur Jónsson gegn þrotabúi h/f Hávarðs og úti- búi Landsbanka Íslands á Ísafirði. Forgangsréttur kröfu í þrotabú hlutafélags ............00..0... Réttvísin og valdstórnin segn Jóni Þorbergi Egg- ertssyni. Bifreiðarslys. Likamsáverkar ............ Sæmundur Stefánsson gegn Pétri Leifssyni. Hús- næðismál. Sératkvæði .........0000...0 0. Réttvisin og valdstórnin gegn Sigurði Björgvin Þor- steinssyni. Skjalafals. Brot gegn Þifreiðalösum og áfengislögum ............00.20 0000 Meyvant Sigurðsson gsegn fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs. Úrskurður um öflun rækilegri gagna Valdstjórnin gegn Jóni E. Waage. Varðiagsmál .. Bæjarstjórn Neskaupstaðar f. h. bæjarsjóðs gegn h/f Sæfinni. Útsvarsmál. Sératkvæði ............ Stefán Stefánsson gegn Þorleifi Sigurbjörnssyni. Bifreiðaslys. Skaðabætur .......00..00000..... Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs gegn Guðmundi Magnússyni. Útivistardómur .......000.00. Árni Sigfússon gegn Boga Brynjólfssyni. Kærður úrskurður stjórnar Lögmannafélags Íslands um mál- flutningsþóknun. Málinu vísað frá hæstarétti Oddný E. Sen gegn Ólinu Erlendsdóttur. Húsnæðis- mál. Útburður .........0..00. 0. Guðbjörg Árnadóttir gegn Ólafi Bjarnasyni og Önnu Ólfjörð. Úrskurður fógeta ómerktur .............. Magnús Thorlacius gegn Guðmundi Sigfússyni. Deilt um þóknun málflutningsmanns .................. Réttvísin gegn Einari Birni Sigvaldasyni og Lárusi Sigurvin Þorsteinssyni. Landráð .................. Knútur Þorsteinsson gegn bæjarstjóranum á Seyð- isfirði f. h. Seyðisfjarðarkaupstaðar. Ágreiningur um heimilisfang .........00..0..02 00 Gísli Vilhjálmsson gegn Eggert Claessen f. h. Poul Salomonsen og gagnsök. Skaðabótamál vegna van- efnda forsölusamnings um sild .................. Guðmundur Benjaminsson gegn Sigurliða Kristjáns- SR = to ES HH sat IN 148 152 153 10. 168 171 181 189 196 ö8ð. 59. 60. 61. 62. 63. 64. 66. 69. syni f. h. Silla og Valda og sagnsök. Endurheimt ofgreidd húsaleiga ........0.0.2020 000. Karl Þorfinnsson gegn Hermanni Guðjónssyni. Úti- vistardómur ........2.0.000 00. Fritz Berndsen gegn Bergi Hallgrímssyni. Útivistar- dÓMUr 2... sr Valdstjórnin gegn Bjarna Péturssyni. Áfengisneyzla við akstur bifreiðar ........0.200000 000 Guðný Óskarsdóttir gegn Bagnhildi Kristjánsdóttur. Húsnæðismál. Synjað útburðar .........0..00.00... Magnús Thorlacius gegn Snæbirni Guðmundssyni. Kærumál. Ágreiningur um þóknun málflutnings- manns. Frávísun héraðsdóms hrundið ............ Réttvísin gegn Kristjáni Friðrik Guðmundssyni. Fjársvik. Ákærða dæmd sekt fyrir brot gegn 247. gr. 5 5 hegningarlaganna .........2.0200 0... n0 nn Sveinbjörn Sigurðsson gegn Einari Guðmundssyni. Landamerkjamál. Héraðsdómur ómerktur ........ Fiskimjöl h/f gegn Fiskimjöl Njarðvík h/f. Ágrein- ingur um finmanafn .......0..00.200 0000 Magnús Benediktsson gegn Daniel Magnússyni, Magnúsi Magnússyni og Málmhildi Magnúsdóttur. Umferðarréttur um land. Ómerking héraðsdóms Magnús Thorlacius gegn Eggert Claessen. Kærumál. Ágreiningur um þóknun málflutningsmanns. Málinu vísað frá hæstarétti ...........200.0 00 Gunnar Jósefsson gegn Hamrinum Mjölni h/f. Kæru- mál. Framlagning skjala .......02020000. 00... Sigfús Baldvinsson og Hjörtur Lárusson gegn h/f Fossi. Skaðabótamál. Syknað vegna aðildarskorts Hreppsnefnd Eyrarhrepps f. h. hreppsins gegn Arnóri Sigurðssyni. Ágreiningur um heimilisfang. Úrskurður héraðsdómara ómerktur ............... H/f Kveldúlfur gegn Antoni Proppé f. h. Hraðfrysti- húss Dýrfirðinga. Fébótamál vegna skemmda á bryggju ........002000 00 Jón SS. Arnfinnsson gegn Jóhanni Hannessyni. Áverkamál. Skaðabætur .......0.0.00.0 00. Réttvísin og valdstjórnin gegn Stefáni Magnússyni. Bifreiðarslys. Brot gegn bifreiða- oð umferðarlög- um. Sýknað af ákæru um brot gegn 219. gr. hegn- ingarlaganna ........002000.0n neon finar Guðjónsson gegn hreppsnefnd Sandvíkur- hrepps f. h. hreppsins. Útsvarsmál .............. Dómur tz #x 907 304 304 sto sn Sn 1 ör vil Bls. 209 213 216 219 223 243 245 248 vil 70. sl. 82. 83. 84. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar f. h. kaupstaðar- ins gegn Guðna Þórðarsyni. Útivistardómur ..... Valdstjórnin gegn Eiríki Símonarsyni Beck. Brot segn bifreiðalögum, umferðarlögum og lögreglusam- Þykkt 22... Skipaútgerð ríkisins gegn dánarbúi Guðmundar Jónssonar og Jóni Guðmundssyni og gagnsök. Skaðabótamál vegna tjóns af árekstri skipa. Sér- atkvæði ................ H/f Björgvin gegn hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps f, h. hreppsins. Útburðarmál ................ Kjartan Milner gegn Hjörleifi Eliassyni. Skaðabóta- MÁ... sr Sildarverksmiðjur ríkisins gegn Kaupfélagi Eyfirð- inga og gagnsök. Skaðabótamál. Sératkvæði ...... Jónas Hvannberg gegn Skafta Davíðssyni og Davið Jóhannessyni og gagnsök. Mál til ógildingar bygg- ingarbréfi og samningi varðandi fasteign. Sérat- kvæði 20... Réttvísin og valdstjórnin gegn Guðmundi Holberg Þórðarsyni og Brynjólfi Einarssyni. Ákæra um brot gegn lögum um gjaldþrotaskipti, bókhaldslöggjöf og 26. og 27. kafla almennra hegningarlaga ........ Bjarni Valdimarsson, Esther Valdimarsdóttir og Erla Valdimarsdóttir gegn Jóhanni Valdimarssyni. Slit sameignar á fasteign með sölu hennar á opin- beru uppboði ...........0.0 200 Aðalbjörg Sigbjörnsdóttir segn Guðlaugi Guðmunds- syni. Utivistardómur .........0000.00 000. Árni Sigfússon gegn fjármálaráðherra f. h. ríkis- sjóðs og gagnsök. Fébótamál samkvæmt lögum nr. 99/1943. Héraðsdómur ómerktur. Heimvísun og mælt fyrir um kvaðningu samdómsmanna í héraði, 3. tl. 200. gr. laga nr. 85/1936 .......0.... Fiskur £ Ís h/f gegn Höjgaard á Schultz A/S. Kærumál. Héraðsdómur ómerktur vegna þess, að frávísunaratriði hafði eigi verið dæmt sérstaklega, áður en dómur var lagður á málið að efni til Jón Guðmundsson gegn Landssmiðjunni. Kærumál. Afturköllun kæru ...........00000 00 Egill Sigurgeirsson gegn Sigurði Helgasyni. Ræru- mál. Frávísunardómur staðfestur ................ Magnús Thorlacius gegn Eggert Claessen. Kærumál. Úrskurður stjórnar Lögmannafélags Íslands um þóknun málfluiningsmanns staðfestur ............ 9, 6 sr 94. 6 94 1 76 262 202 293 304 353 356 IX Dómur Bls. 85. Bergsteinn Kolbeinsson gegn Einari Árnasyni. Kæru- mál. Synjun frests í landamerkjamáli ............ 2% 383 86. Jón Guðjónsson gegn Jóni Guðnasyni. Kærumál. Synjun frests í útburðarmáli ...........0.0000.... 2% 385 87. Magnús Jónsson gegn Verzlunarfélagi Ólafsfjarðar. Kært málskostnaðarákvæði héraðsdóms ...... oe. 22% 387 88. Ingvar Árnason gegn Ársæli Jónassyni. Kærumál. Frávísunardómur staðfestur ..............0..0.... 254 390 89. Eiríkur Bjarnason, Lúther Guðnason og Markús Jensson gegn útibúi Landsbankans á Eskifirði. Úti- vistardómur ........02.000.00 0. 2% 392 90. Skipaútgerð ríkisins gegn h/f Djúpuvík. Útivistar- AÓMUr 2... 2% 392 Q1. Ágúst Stefánsson gegn Lilju Sigurðardóttur. Úti- vistardómur .........0. . 2% 393 92. Jón Pétursson og Sigurður Berndsen gegn Sigríði Sigurðardóttur. Útivistardómur .................. 2% 393 93. Margrét Jónsdóttir gegn Eiði Thorarensen. Hús- næðismál og útburðar ............ a 0 393 94. Soffia Jónsdóttir gegn Einari Hildibrandssyni. Hús- næðismál og útburðar .........0020.2 00... en 310 398 95. Valdstjórnin gegn Jakobi Lofti Guðmundssyni. Ölv- un við akstur. Tilraun ........0.002.00 00... 0 401 96. Réttvísin og valdstjórnin gegn Herði Wium Vil- hjálmssyni. Manndráp af gáleysi. Brot gegn um- ferðarlögum og bifreiðalögum. Sératkvæði ...... 640 404 97. Helgi E. Thorlacius f. h. „Matstofunnar Bjarkar h/í“ gegn Önnu H. Guðmundsdóttur og Ástríði Ingimundardóttur. Vísun máls frá hæstarétti ... So 409 98. Bæjarstjóri Vestmannaeyja f. h. bæjarsjóðs segn Gunnari Ólafssyni og gagnsök. Skaðabótamál vegna verðrýrnunar fasteignar í sambandi við skipulag kaupstaðar „...........000 00. sr 104, 412 99. Sigurður Helgason gegn Ásgeiri Matthíassyni. Skaðabótamál. Biftun á sölu húseignar .......... 1340 417 100. Gunnlaugur Stefánsson gegn Bjarna Kristjánssyni og gagnsök. Kaupmaður krafinn um verð seldrar vöru. Andmæli vegna galla á vörunni o. fl. eigi tekin til greina ...........0.0200 000 1%0 42 101. Skipaútgerð ríkisins gegn Karli Helgasyni. Skaða- bótamál vegna skemmda á bifreiði, er ók á land- festar skips ..........2.2000 0000 154, 427 102. Guðlaugur Ásgeirsson gegn Hannesi Ágústssyni. Kærumál. Synjun frests ....... sn en... Tð%0 430 Lo 103. 104. 110. 114. 115. 117. 118. 119. Dómur Guðlaugur Ásgeirsson gegn Hannesi Ágústssyni. Kærumál. Synjun frests ..........0........ a 156 Kristján Benedkitsson gegn Lúther Hróbjartssyni. Heimt söluverð báts ........0.000.0.... 1%0 Anna Pálsdóttir gegn Þorsteini Sigurðssyni Í. h. Láru Hafliðadóttur og Ásdísar Hafliðadóttur og sagnsök. Mál til endurheimtu ofgreiddrar húsaleigu og bóta vegna útburðar 2010 Réttvísin og valdstjórnin gegn Sigurði Guðna Gisla- syni. Manndráp af sáleysi. Brot gegn bifreiða- lögum og umferðarlögum .........0.00. 0000... 2%0 Réttvísin gegn Jens Björgvin Pálssyni. Landráð. Sératkvæði ................ sr 2810 Réttvisin og valdstjórnin gegn Þorsteini Axel Tryggvasyni. Manndráp af gáleysi. Brot gegn um- ferðarlögum og bifreiðalögum ..........00.000.0... 2540 Réttvísin og valdstjórnin gegn Hávarði Kristjáns- syni, Sigurði Þorbirni Guðmundssyni og Lúther Norðmanni Stefánssyni. Þjófnaður. Brot gegn áfeng- islögum og bifreiðalögum ...........0.0000 00... 294 Ólafur B. Björnsson f. h. Bjarna Ólafssonar £ Co. gegn Agnari Norðfjörð £ Co. h/f. Útivistardómur. Dæmdar ómaksbætur .........000000 0. 2. 34 Jónas Sveinsson gegn Páli Stefánssyni. Útivistar- ÁÓMUr 22... 3140 Þormóður Eyjólfsson gegn Gesti Fanndal og gagn- sök. Deilt um uppskipunar- og afgreiðslugjald .. 4 Réttvísin og valdstjórnin gegn Nielsi Jóni Hannes- syni. Brot gegn bÞbifreiðalögum og áfengislögum. Líkamsáverkar. Almannahætta. Sératkvæði ....... % Valdstjórnin gegn Sigurði Sigurðssyni. Ölvun við akstur bifreiðar. Brot gegn bifreiðalögum og áfengis- lÖgum .........00000 nr Á1 Valdstjórnin gegn Agnari Kristjánssyni. Ölvun við akstur bifreiðar. Brot gegn bifreiðalögum of áfeng- islögum „.......00.02.0 0. 1 H/f Askur gegn Erlendi Helgasyni. Ágreiningur um áhættuþóknun. Sératkvæði ............0.2. 0... 174, Valdstjórnin gegn Baldri Gizurarsyni og Magnúsi Guðmundi Ólafssyni. Ölvun við akstur bifreiðar o. fl. 14, Jaldstjórnin gegn Guðjóni Gíslasyni. Ölvun við akst- ur bifreiðar ...........2.00000 0. 1 Réttvísin gegn Jóhanni Ásgrími Guðjónssyni. Skjala- fals „....... sr sr se 4 Bls. 432 433 456 461 461 462 479 481 486 493 497 120. 121. 122. 123. 129. 130. 131. 132. 133. 134. 136. 137. Páll Bjarnason gegn Þorkeli Þorleifssyni. Deilt um rétt til umferðar .........200000 0000 Stefán Snæbjörnsson og Krisján Pétur Guðmunds- son gegn Vigfúsi Vigfússyni og Vigfús Vigfússon gegn Stefáni Snæbjörnssyni, Kristjáni Pétri Guð- mundssyni og Guðmundi Jörundssyni. Skaðabóta- mál vegna bifreiðarslyss .........00000. 000... Sveinn Frímannsson og Egill Sigurðsson gegn Ár- manni Jakobssyni. Úrskurður um öflun sagna Réttvísin og valdstórnin gegn Kristjáni Hannessyni. Manndráp af gáleysi. Brot gegn umferðarlögum og bifreiðalögum ...........0.2%00 00 nn Sigurlaug Kristjánsdóttir gegn Birni Benediktssyni. Ágreiningur um greiðslu orlofseyris ............ Helgi Jónsson og Úlfar Bergsson gegn Jens Árna- syni. Fébóta krafizt vegna þess, að seld lóð reyndist nokkru minni en greint var í afsali ............ Tryggvi Ófeigsson gegn Sveinbirni Krisjánssyni. Skaðabætur og féviti vegna vanefnda verksamnings Vélsmiðjan Þór h/f gegn Bjarna Ö. Jónassyni. Ágreiningur um álagningu, verð og afgreiðslu vara Rétvísin og valdstjórnin gegn Óskari Sigurvin Ólafs- syni. Brot gegn 219. og 220. gr. hegningarlaganna og löggjöf um umferð ........020000 00. Jón Jóhannsson gegn Valdimar Kr. Árnasyni. Hús- næðismál. Synjað útburðar ..........0...20.0000... Réttvísin og valdstjórnin gegn Brynjólfi Jónatans- syni. Manndráp af gáleysi. Brot gegn bifreiðalögum og umferðarlögum .........2.0000 0000. Réttvísin og valdstjórnin gegn Ingólfi Guðjónssyni. Umferðarslys. Brot gegn bifreiðalögum og umferð- arlögum Róshildur Jónsdóttir gegn Einari Scheving Thor- steinsson og Birni Geirmundssyni. Kærumál. Kært málskostnaðarákvæði héraðsdóms ................ Eigandi og skipshöfn b/v Gyllis gegn h/f Vestra. Bjarglaun dæmd .......0..00.020 2000 Jón Guðmundsson gegn Sveini V. Jónssyni. Kæru- mál. Endurupptaka máls fyrir fógetadómi ...... Valdstjórnin gegn Ásgrími Sigurðssyni. Botnvörpu- veiðabrot. Ómerking héraðsdóms .........000.... Réttvisin gegn Árna Sigurði Ágústssyni. Áverkamál. Héraðsdómur ómerktur .........00.0000 0 Kristinn Stefánsson f. h. eiganda og útgerðarmanns Dómur % 2 104 503 509 ö10 ö16 öl8 520 ot co ot 539 558 560 XII 138. 139. 140. e/s Bjarka á Siglufirði gegn Páli Þorbjörnssyni. Skaðabótamál vegna ráðningarslita .............. Vélbátatrygging Eyjafjarðar og Leó Sigurðsson gegn Helga Benedikssyni. Skaðabótamál vegna árekstrar skipa. Bætur eigi dæmdar, sbr. 226. gr. laga nr. 0/1914 „00... Þorvaldur Stefánsson gegn bæjarfógetanum á Akur- eyri og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs. Lögtaks- mál. Ágreiningur um skyldu til greiðslu veltuskatts Jóhann Indriðason gegn Alfred Clausen. Útivistar- dÓMUr ...........20 000 Dómur Bls. 566 570 578 öðl Hæstaréttardómar. Útgefandi: Hæstiréttur. KXVIII. árgangur. 1947. Föstudaginn 10. janúar 1947. Nr. 50/1946. Réttvísin gegn Jens Björgvin Pálssyni. Setudómari próf. Ísleifur Árnason í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Framhaldsrannsókn fyrirskipuð í sakamáli. Úrskurður hæstaréttar. Áður en dómur verður lagður á mál þetta, þykir rétt, að ýtarlegri rannsókn fari fram um eftirgreind atriði: 1. eo Inna skal ákærða rækilega eftir því, hversu mikið fé honum var boðið fyrir aðstoð þá, sem hann var beðinn að veita Þjóðverjum og í hvaða mynt, m. a. hvort honum hafi verið boðin greiðsla í dollurum og þá hversu mikil. Enn fremur hversu miklu fé hann veitti móttöku, áður en v/s Arctic lagði af stað frá Vigo, og hvernig fjárhagsástæður hans voru þá, að því er varð- aði spanskan gjaldeyri. Þá skal ákærði spurður um það, hvort honum var heitið liftryggingu og hvort og þá hvaða skilríki voru látin í té fyrir þeirri tryggingu. Leitt skal í ljós, hvaða kaup ákærði hafði á því tíma- bili, sem um ræðir, og hversu mikill hluti þess var greiddur í erlendri mynt. Svo skal ákærði inntur nákvæmlega eftir efni skeyta þeirra, sem hann sendi, svo og hvaða daga þau voru send. = 10. 2 Enn fremur skal leitt í ljós, hvaða siglingaleið v/s Arc- tic fór frá Vigo til Íslands, og hvenær það kom til Reykjavikur úr umræddri ferð. Þá skal rannsakað, hvenær senditæki það og dulmáls- lykill, sem um ræðir í málinu, var flutt hér í land og hvort viðtakendum var skýrt frá þvi, um hvaða hluti væri að tefla. Bannsaka skal, hvenær v/s Arctic fór aftur frá Reykja- vik, og hvert ferðinni var þá heitið, hvenær skipið var tekið af hernaðaryfirvöldunum, og hvenær bað var leyst úr haldi aftur. Leiða skal í ljós, hverjir voru teknir fastir af herstjórn- inni vegna rannsóknar hennar á máli þessu, bæði skipverjar á v/s Arctic og aðrir, og hvar og hversu lengi hver þeirra um sig var hafður í haldi. Enn fremur skal, ef unnt er, útvega skýrslur þær, sein hernaðaryfirvöldin hafa látið taka af skipstjóranum á v/s Aretic og mál þetta varða, svo og skýrslur sömu yfirvalda um það, hvort tekizt hafi að ná skevtum þeim, sem ákærði sendi og hvert efni þeirra hafi verið. Enn skal ákærði spurður ýtarlega um það, hvort hann ætlaði að nota sendistöðina hér á landi, og hvort hann hafði í hyggju að hafa hana og dulmálslykilinn með- ferðis, ef skipið færi aftur til Spánar, og nota sendi- stöðina á leiðinni. Loks ber rannsóknardómaranum að afla annarra þeirra gagna, sem framhaldsrannsóknin veitir efni til. Ályktarorð: Rannsóknardómaranum ber að afla framangreindra skýrslna svo fljótt sem unnt er. 3 Miðvikudaginn 15. janúar 1947. Nr. 49/1946. Réttvísin (Hrl. Gústaf A. Sveinsson) gegn Guðbrandi Einari Hlíðar (Hrl. Einar Arnórsson). Setudómari próf. Ísleifur Árnason í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Landráð. Dómur hæstaréttar. Bandaríki Norður-Ameríku fóru samkvæmt samningi frá 10. júlí 1941 með hervernd Íslands á þeim tíma, febrúar — april 1944, þegar ákærði játaðist undir að fremja njósnir á Íslandi og aðstoða aðra menn við þær. Á þessum tíma höfðu Bandaríkin serzt styrjaldaraðili, og mátti því telja ófrið vofa yfir Íslandi, þótt það land væri ekki þátttakandi í styrjöld- inni. Fræðsla, er veitt væri óvinaríki Bandaríkjanna um her- varnir þeirra á Íslandi, miðaði þess vegna að því að veikja viðnámsþrótt íslenzka ríkisins. Loforð ákærða um að fram- kvæma slíkar njósnir og aðstoða aðra menn við þær varðar því, þótt ekki kæmi til efnda þess, við 2. mgr. 89. gr. laga nr. 19/1940 auk 93. gr. sömu laga. Högum ákærða var Þannig háttað, er hann gaf framangreint loforð, að hann mátti búast við harðræðum, ef hann synjaði. Leiðir þetta til þess, að refsingu hans ber að ákveða með hliðsjón af 6. tl. 74. gr. laga nr. 19/1940, en hins vegar verður ekki lögð til grundvallar sú staðhæfing hans, að hann hafi gefið loforðið, án þess að hann ætlaði sér að efna það, enda lét hann ekki íslenzk stjórnvöld vita, hvernig ástatt var, þegar er honum var þess kostur. - Refsing ákærða þykir hæfilega metin 6 mánaða fangelsi. Samkvæmt lögjöfnun frá 76. gr. sbr. 4. mgr. 8. gr. laga nr. 19/1940 svo og samkvæmt 76. gr. beinlínis ákveðst, að varð- haldsvist ákærða vegna máls þessa bæði erlendis og hér á landi komi í stað refsingar. Ákvæði héraðsdóms um sviptingu réttinda og máls- kosínað í héraði staðfestast. 4 Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, kr. 1500.00 til hvors. Dómsorð: Ákærði, Guðbrandur Einar Hlíðar, hefur unnið til 6 mánaða fangelsis, en varðhaldsvist hans vegna máls þessa bæði erlendis og hér á landi skal koma í stað refsingar. Ákvæði héraðsdóms um sviptingu réttinda og máls- kostnað í héraði staðfestast. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verj- anda fyrir hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Gústafs A. Sveinssonar og Einars Arnórssonar, kr. 1500.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 12. febrúar 1946. Ár 1946, þriðjudaginn 12. febrúar, var í aukarétti Reykjavíkur, sem haldinn var á skrifstofu réttarins af Bergi Jónssyni sakadóm- ara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 3654/1945: Réttvisin gegn Guð- brandi Einari Hlíðar. Málið er höfðað gegn ákærða að fyrirlagi dómsmálaráðuneytisins fyrir brot gegn 10. kafla almennra hegningarlaga. Það var dómtekið 17. október s. 1. Ákærði er Guðbrandur Einar Hlíðar dýralæknir, til heimilis á Akureyri. Hann er fæddur á Akureyri 9. nóvember 1915. Hann hefur ekki fyrr sætt ákæru né refsingu, svo kunnugt sé. Undanfarin ófriðarár var ákærði við dýralækninganám í Kaup- mannahöfn. Fyrri hluta árs 1943 heimsótti hann þar þýzkur maður, að nafni Dr. Lotz. Dr. Lotz hafði dvalið hér á Íslandi, og fékkst hann nokkuð við rannsóknarstarfsemi, þar á meðal að því, er snertir dýralækningar og meðferð dýra, enda taldi hann sig vera fræði- mann í dýralækningum. Hann varð nokkuð kunnugur á heimili foreldra ákærða á Akureyri, enda er faðir ákærða dýralæknir. Var það árið 1930—-31, er Dr. Lotz hafði komið á heimili ákærða. Gerði hann sér það nú til erindis að heilsa upp á ákærða út af þessum fyrri kynnum. Sagði hann ákærða, að hann væri kominn í þvi 5 skyni að athuga möguleika á því, að útvega Íslendingum, er þar voru staddir, far heim til Íslands. Í því tilefni lét hann ákærða fylgja sér til ýmissa Íslendinga í Kaupmannahöfn og ræddi við hann um þá. Hélt doktorinn eftir þetta sambandi við ákærða, heimsótti hann iðulega, er hann var staddur í Kaupmannahöfn, skrifaði honum og endurtók oft heimboð til ákærða á búgarð, er hann kvaðst eiga í Pommern, Klein-Kiesow að nafni. Ákærði kveðst ávallt hafa færzt undan heimboðunum, borið við annríki, svo sem próflestri og því um líku. Í janúar 1943 tók ákærði dýralæknispróf við dýralækninga- skólann í Kaupmannahöfn. Hugðist hann þá að fara heim til Ís- lands, enda var honum heitið dýralæknisembættinu á Akureyri. Sótti hann nú um fararleyfi til Íslands. Meðan hann var að bíða eftir svari, kom Dr. Lotz til hans til Kaupmannahafnar og bauð honum enn heim á búgarð sinn og lagði nú svo fast að honum, að hann sá sér ekki annað fært en að taka boðinu. Segir ákærði, að Dr. Lotz hafi tekið það berum orðum fram, að hann fengi ekki fararleyfi úr Danmörku, nema því aðeins að hann færi með sér. Síðasta daginn, sem ákærði dvaldi í heimboðinu að Klein-Kiesow, bar doktorinn upp erindi sín við hann. Í samtalinu kveðst ákærði hafa heitið Dr. Lotz því að aðstoða menn, eftir að hann væri kom- inn til Íslands, er til hans væru þangað sendir, og var ákveðið, að þeir gerðu grein fyrir sér með orðunum: „Kveðja frá St. Bern- harðshundi Halldóri“. Hét ákærði því, að veita mönnum þessum aðstoð með þvi að útvega þeim smá áhöld, svo sem hitamæla og barometer og ef til vill brauð (matvæli). Þá segir ákærði, að doktor- inn hafi farið fram á það við sig, að útvega skýrslur um hernaðar- málefni á Íslandi, þar sem greint væri frá olíugeymum, skipastóli bandamanna, skipalægi, loftvarnabyssustæðum, skriðdrekavörnum og föstum víggirðingum og öðrum atriðum, er hernaðarþýðingu hefðu, og stakk upp á því, að ákærði notaði leyniskrift til þess að koma þessum upplýsingum til sín. Er hér var komið, segist ákærði hafa tekið af skarið og harðneitað því, enda þótt hann hafi þegar verið búinn að lofa að veita sendimönnum einhverja aðstoð, ef þeir leituðu til hans. Féll það tal síðan niður. Ákærði hélt úr heimboðinu aftur til Kaupmannahafnar. Hann fékk ekki fararleyfi og skrifaði þvi Dr. Lotz. Doktorinn skrifaði honum aftur og bað hann um að finna í Kaupmannahöfn mann, er hann nefndi Franz. Fór ákærði og átti tal við hann. Franz kvaðst vera með fyrirmæli til hans um að senda skýrslur um hernaðar- málefni frá Íslandi, eins og Dr. Lotz hafði áður við hann rætt. Ákærði kveðst hafa svarað þessu þannig, að það hefði verið útrætt mál við Dr. Lotz, að hann gerði þetta ekki, en Franz ýtti undir hann og sagði, að þetta væri lítils háttar og þess konar. Segir ákærði, að það hafi orðið úr, að hann hafi gengið að þessu og látið Franz 6 kenna sér leyniskrift og að framkalla leyniskrift á bréfum. Gekk Franz síðan þannig frá, að ákærði skyldi senda væntanleg bréf sín frá Íslandi til ákveðins manns í Gautaborg, sem svo skyldi senda þau nafngreindum manni í Kaupmannahöfn, er síðan kæmi þeim til Dr. Lotz. Ákærði hefur skýrt frá því, að það hafi strax verið altalað meðal Íslendinga í Kaupmannahöfn, að Dr. Lotz væri njósnari. Hann kveðst sjálfur hafa fengið grun um þetta, en ekki fullvissu fyrr en í samtalinu í Klein-Kiesow. Hann heldur því fram, að hann hafi heitið Dr. Lotz þessum erindisrekstri einungis í þeim tilgangi að fá fararleyfi til Íslands, en hann taldi sér ríða á að komast heim, eða að minnsta kosti að komast til hlutlauss lands, til þess að geta fengið veitingu fyrir dýralæknisembættinu, er honum hafði verið heitið strax, er hann kæmi á hlutlaust land. Hins vegar hefur hann haldið þvi fast fram, að það hafi aldrei verið ásetningur sinn að sinna þessum erindum, eftir að hann kæmi til Íslands. Hann kveðst hafa litið svo á, að hann væri þvingaður til þess að gera þetta. Fyrst hafi doktorinn leitað til sín undir yfirskini vináftu og siðan lagt sig í einelti, mjög gegn vilja sinum, komið heim til sín og marg endurtekið heimboðið. Kveður hann doktorinn hafa knúið sig til ferðarinnar til Klein-Kiesow með ógnandi framkomu. Fyrirmæl- um frá Franz kveðst hann hafa tekið við, til þess að fá farar- leyfi til Svíþjóðar, því hann þóttist viss um, að það myndi hann ekki fá, nema að hann létist taka við þeim. Hann segist hins vegar hafa ætlað sér að stunda framhaldsnám í Svíþjóð, að minnsta kosti hálft ár, en það kveðst hann ekki hafa sagt Dr. Lotz. Kveðst hann með sjálfum sér hafa verið staðráðinn í því, að efna ekki heit sín um framkvæmdir samkvæmt þessum fyrirmælum, ef hann kæmist til Íslands. Segist hann á leiðinni yfir Eyrarsund til Svíþjóðar hafa hent í sjóinn efni nokkru,.er Franz fékk honum og hann átti að nota til leyniskriftar. Í júní 1944 fór ákærði yfir til Svíþjóðar og stundaði þar fram- haldsnám í fræðigrein sinni. Hann sótti um fararleyfi til Íslands og lagði á stað flugleiðis yfir til Englands, en var þar stöðvaður 12. febrúar 1945. Var hann þar tekinn í hald af brezkum hernaðaryfir- völdum og haldið þar fram til 3. ágúst s. l, er hann var afhentur íslenzkum stjórnarvöldum í þeim tilgangi, að mál hans yrði tekið fyrir hér á landi. Frásögn sú, er hér hefur verið rakin, er eftir skýrslu ákærða sjálfs hér fyrir réttinum, með hliðsjón af skýrslum um hann frá Englandi, með því annarra gagna hefur ekki verið kostur í mál- inu. Verða skýrslur þessar stoð dómsins, enda hafa ekki komið gögn fram, er hnekki þeim eða geri þær tortryggilegar. Þess ber þó að geta, að fram eru komnir í málinu vitnisburðir um það frá mönnum, er sendir voru til Íslands til þess að njósna, að Þeim hafi 7 “ verið boðið að leita til ákærða eftir fjárhagslegri aðstoð, ef á þyrfti að halda, og var þeim gefið kenniorð það, er áður greinir. Með framangreindum loforðum sínum bl leyniþjónustumannanna bhýzku, dr. Lotz og Franz, verður að. telja, að ákærði hafi ráðizt í þjónustu njósnarkerfis Þjóðverja, til aðstoðar við njósnarstarfsemi á Íslandi. Varðar það brot hans við 93, gr. hinna almennu hegn- ingarlaga nr. 19 frá 12. febrúar 1940. Við ákvörðun refsingar verður að taka tillit til skýrslu ákærða um það. að honum hafi fundizt kann sýna Þjóðverjum þessa liðþægni fyrir eins konar þvingun, svo og þess, að hann hefur ávallt haldið fast við þá staðhæfingu sína, að hann hafi ekki ætlað sér að efna loforðin. Dvöl hans í Svíþjóð og eyðilegging leyniskriftargagnanna eða efnisins virðast og styrkja þenna framburð hans að ýmsu leyti, sem og það, að hann saf engar skriflegar skuldbindingar um að efna loforðin. Þykir því rétt að ákvarða refsinguna með hliðsjón af 74. gr. 6. tl. hegningar- laganna, sbr, og 75. gr. sömu laga. Refsing hans þykir samkvæmt Þessu hæfilega ákveðin fangelsi í 5 mánuði. Eins og áður var getið, var ákærði hafður í haldi hjá enskum hernaðaryfirvöldum frá þvi hann steig á land í Englandi 12. febrúar 1945 og unz hann var afhentur íslenzkum yfirvöldum 3. ágúst s. 1. Þá var hann settur í gæzluvarðhald og sat í því fram til 14. ágúst. Með tilliti til þessarar löngu frelsisskerðingar þykir mega fella refs- inguna niður, sbr. 76. gr. almennra hegningarlaga eftir orðanna hljóðan og analogice, Ákærði skal samkvæmt 68. gr. hegningarlaganna sviptur kosn- ingarrétti og kjörgengi til opinberra starfa og til annarra almennra kosninga frá lögbirtingu dóms þessa að telja. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin máls- varnarlaun tl skipaðs talsmanns sins hér fyrir réttinum, Einars Arnórssonar, er þykja hæfilega ákveðin kr. 1000.00. Málið hefur verið rekið vítalaust. Dráttur á dómsuppsögn stafar af margvíslegum önnum dómarans. Dómsorð: - Ákærði, Guðbrandur Einar Hlíðar, sæti fangelsi í 5 mánuði. Með tilliti til frelsisskerðingar ákærða undir meðferð máls- ins skal refsivist falla niður. Hann skal sviptur kosningarrétti og kjörgengi til opinberra starfa og til annarra almennra kosninga frá lögbirtingu dóms þessa að telja. Hann greiði kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnar- laun skipaðs talsmanns síns hér fyrir réttinum, Einars Arnórs- sonar hrl., kr. 1000.00. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. 8 Föstudaginn 17. janúar 1947. Nr. 123/1946. Réttvísin og valdstjórnin (Hrl. Magnús Thorlacius) Segn Pálma Gunnari Kristinssyni, Hilmari Rúnari Breiðfjörð Jóhannssyni og Björgvin Óskars- syni (Hrl. Sigurður Ólason). Setudómari hrl. Sveinbjörn Jónsson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Strok úr fangelsi. Þjófnaður. Dómur hæstaréttar. Við ákvörðun refsingar Pálma Gunnars Kristinssonar ber að hafa hliðsjón af 72. og 255. gr. laga nr. 19/1940. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með skirskotun til for- sendna hins áfrýjaða dóms þykir mega staðfesta hann. Ákærðu greiði in solidum allan áfrýjunarkostnað sakar- innar, þar með talin laun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, kr. 706.00 til hvors. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærðu, Pálmi Gunnar Kristinsson, Hilmar Rúnar Breiðfjörð Jóhannsson og Björgvin Óskarsson, greiði in solidum allan áfrýjunarkostnað sakarinanr, þar með talin laun skipaðs sækjanda og verjanda í hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Magnúsar Thorlacius og Sig- urðar Ólasonar, kr. 700.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 20. maí 1946. Ár 1946, mánudaginn 20. mai, var í aukarétti Reykjavíkur, seni haldinn var í skrifstofu réttarins af Bergi Jónssyni sakadómara, upp- kveðinn dómur í málinu nr. 1444—1446/1946: BRéttvísin og vald- stjórnin gegn Pálma Gunnari Kristinssyni, Hilmari Rúnari Breið- fjörð Jóhannssyni og Björgvin Óskarssyni, sem tekið var til dóms 30. april sama ár. 9 Mál þetta er af réttvísinnar og valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Pálma Gunnari Kristinssyni verkamanni, Ásvallagötu 35 hér í bæ, Hilmari Rúnari Breiðfjörð Jóhannssyni sjómanni, Haðarstig 14 hér í bæ, og Björgvin Óskarssyni sjómanni, Helgavatni í Þver- árhlið, fyrir brot gegn XII. og XXVI. kafla alm. hegningarlaga nr. 19 12. febrúar 1940 og áfengislögum nr. 33 9. janúar 1935. Ákærði Pámi Gunnar Kristinsson er kominn yfir lögaldur saka- manna, fæddur 27. marz 1927, og hefur sætt eftirtöldum kærum og refsingum: 1934 19), Kærður fyrir hnupl. 1938 1% Áminntur fyrir að hanga í bifreið, 1938 14 Kærður fyrir hnupl á reiðhjólsgrind. 1939 144 Kærður fyrir spjöll. Brenndi stýri á reiðhjóli. 1939 7% Áminntur fyrir grjótkast. 1939 25, Kærður fyrir hnupl á reiðhjólum, málningu o. fl. 1939 314, Kærður fyrir hnupl á reiðhjólum o. fl. 1940 254, Kærður fyrir að hjóla ljóslaus. 1940 2%s Kærður fyrir þjófnað á reiðhjóli. 1941 1%% Kærður fyrir þjófnað á 95 krónum. 1941 1%, Kærður fyrir þjófnað á reiðhjóli. Alvarlega áminntur í viðurvist föður sins. 1942 % Kærður fyrir hnupl á árabáti. 1942 16) Kærður fyrir að fara upp í bíl í heimildarleysi og láta hann renna á götunni. 1942 1%, Kærður fyrir að kaupa vörur af setuliðinu og fyrir slæp- ingshátt. 1943 1%% Kærður fyrir misferli með áfengi. 1939 og 1942 Ráðstafað til dvalar á sveitarheimili. Reyndist bæði latur og óknyttasamur. 1943 í maí Kærður fyrir þjófnað o. fl. Dómsmálaráðuneytið ákvað með bréfi, dags. 1%4 1944, að saksókn skyldi falla niður, en kærði skyldi háður eftirliti sakadómara í eitt ár frá 184 ?44— 184 *45, og málið skyldi tekið upp að nýju, ef kærði gerðist sekur um nýtt brot á eftirlitstiímanum eða ólhýðnaðist settum fyrirmælum eftirlitsmanns. 1944 104, Rvík. Sátt 25 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri, 1945 154 Dómur aukaréttar Reykjavíkur, 6 mánaða fangelsi, skil- orðsbundið í 5 ár, fyrir brot gegn 244. gr., sumpart sbr. 20. gr., 247. gr. og 248. gr. hegningarlaganna, 18. sbr. 38. gr. áfengislasanna og 3. og 7 sbr. 96. gr. lögreglusam- Þykktar Reykjavíkur, sviptur kosningarrétti og kjörgengi. Skilorðstímann skal dómfelldi háður eftirliti þar til skip- aðs manns og dvelja utan Reykjavíkur til fullnaðs 20 ára aldurs, og er sú ráðstöfun skilyrði fyrir niðurfalli refs- ingarinnar að 5 árum liðnum. 1945 % 1945 22 1946 17% 10 Rvík. Dómur aukaréttar, 3 mánaða fangelsi, sviptur kosn- ingarrétti og kjörgengi, fyrir brot segn 244. gr. hegningar- laganna og áfengislögunum. Rvík. Dómur aukaréttar, 4 mánaða fangelsi, sviptur kosn- ingarrétti og kjörgengi, fyrir brot gegn 244. gr. hegn- ingarlaganna. Rvík. Dómur sama réttar, 6 mánaða fangelsi, fyrir brot segn 110. gr. hegningarlaganna. Ákærði Hilmar Rúnar Breiðfjörð Jóhannsson er kominn yfir lög- aldur sakamanna og hefur sætt eftirtöldum kærum og refsingum: 1938 66 1938 1%0 1939 % 1939 1939 %1 1941 % 1942 % 1945 2% 1945 7 1945 21 1946 1% Áminntur fyrir að vera á báti út á höfn. Áminntur fyrir að hnupla fuglaháf og eyða stolnum pen- ingum. Áminntur fyrir að kveikja bál á götu. Uppvís að hnupli á almanökum. Áminntur fyrir að tvímenna á reiðhjóli. Sprengdi kínverja. Uppvís að þjófnaði á peningum (4 sinnum), seðlaveski, bíldekki, vindlingaveski, sigarettum, (hlutdeild), bókum og hönzkum. Dómur aukaréttar, 4 mánaða fangelsi, skilorðsbundið í 2 ár, sviptur kosningarrétti og kjörgengi, fyrir brot gegn 244, gr. og 155. gr, hegningarlaganna. Kærður fyrir ölvun og óspektir innanhúss. Fellt niður. Dómur aukaréttar, 4 mánaða fangelsi, sviptur kosningar- rétti og kjörgengi, fyrir brot gegn 244. gr. og 254. gr. hegningarlaganna. Dómur aukaréttar, 7 mánaða fangelsi, sviptur kosningar- rétti og kjörgengi, fyrir brot gegn 110, gr. og 244. gr. hegningarlaganna. Ákærði Björgvin Óskarsson er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 10. júlí 1923, og hefur sætt eftirtöldum kærum og refsingum: 1942 % 1942 303 1945 1%%, 1946 1% 1946 % Sátt. 25 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. Dómur ungmennadóms. Sviptur kosningarrétti og kjör- gengi og dvelji í sveit fyrir brot gegn 244. gr. hegningar- laganna, 26. gr. 2. mgr. laga nr. 63 1937 sbr. 1. gr, laga nr. 13 1941 og 17. gr. 1. mgr. sbr. 37. gr. laga nr. 33 1935. Dómur aukaréttar, 60 daga fangelsi, skilorðsbundið í 2 ár og sviptur kosningarrétti og kjörgengi fyrir brot gegn 254. og 247. gr. hegningarlaganna, bifreiðarlögunum og áfengis- lögunum. Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 11 1946 234 Dómur aukaréttar, 3ja mánaða fangelsi, sviptur kosningar- rétti og kjörgengi fyrir brot segn 244. gr. og 254 gr. hegn- ingarlaganna. Laugardaginn 6. f. m. voru ákærðu allir refsifangar á vinnuhæli ríkisins á Litla-Hrauni og áttu fyrir höndum alllanga fangelsisvist. Hjá gestum, sem komu í vinnuhælið þenna dag, fengu ákærðu áfengi, og segjast þeir hafa komizt undir áfengisáhrif af drykkju þessari. Þegar gestirnir voru farnir, ákváðu ákærðu að strjúka í sameiningu úr vinnuhælinu til Reykjavíkur í þeim tilgangi, að þeir segja, að ná Í meira áfengi. Lengra virðast ráðagerðir þeirra um strokið ekki hafa náð. Ákærði Pálmi og Hilmar komu sér fyrst saman um að strjúka. Síðan stungu þeir upp á því við ákærða Björgvin, að hann wrði með þeim í strokinu, og féllst hann á það. Þeir ákváðu að hlaupast á brott eftir kvöldverð þenna sama dag. Þeir komust út úr húsinu með því að fara upp á háaloft þess, sem var ólæst, og fara þar út um þakglugga. Af þakinu klifruðu þeir síðan til jarðar, og tókst þeim það án þess að hjálpa hver öðrum. Háaloft vinnuhælisins er venjulega læst og lykillinn að þvi í vörzlu gæzlumanna. Svo var það einnig þenna dag. Um morguninn hafði ákærði Hilmar ætlað að þvo af sér fatnað á háaloftinu eftir hádegið, en við þá fyrirætlun hætti hann, eftir að hann hafði neyit áfengisins. Í ráðagerð hans og ákærða Pálma um strokið var, að Hilmar skyldi fá háaloftslykilinn hjá gæzlumanni undir því yfir- skini, að hann ætlaði að þvo á háaloftinu, þó tilgangurinn með þessu væri sá einn að gera strokið mögulegt. Þetta framkvæmdi Hilmar eftir kvöldverð, opnaði háaloftið með lyklinum, lét það standa ólæst, en skilaði síðan gæzlumanni lyklinum. Skömmu síðar fóru ákærðu út úr húsinu um hið ólæsta háaloft. Ákærði Pálmi kveður ákærða Björgvin hafa fylgzt með ráðagerð- inni um útvegun lykilsins og framkvæmd hennar, en um þetta er skýrsla ákærða Hilmars nokkuð óákveðin. Ákærði Björgvin skýrir svo frá, að þegar hinir færðu í tal við hann, að hann stryki með þeim, hafi þeir lýst fyrir sér, hvernig þeir ætluðu að komast út úr vinnuhælinu, en ætlun þeirra frá upphafi var sú, sem beir notuðu. Einnig kveðst ákærði Björgvin hafa verið hjá hinum, þegar ákærði Hilmar fór til sæzlumannsins og fékk lykilinn og þegar hann fór aftur með lykilinn og skilaði honum. Af þessum ástæðum þykir ljóst, að ákærði Björgvin hafi fylgzt með útvegun lykilsins og vitað, hver tilgangurinn var með útvegun hans, en því atriði hefur hann neitað undir rannsókn málsins. Þegar ákærðu höfðu komizt út úr vinnuhælinu, gengu þeir sem leið liggur eftir þjóðveginum áleiðis til Reykjavíkur. Í Ölfusi kom- ust þeir í vörubifreið, sem flutti þá til Reykjavíkur, og var klukkan að ganga 11 um kvöldið, þegar þangað var komið. Ákærði Pálmi 12 úlvegaði nú flösku af brennivíni fyrir armbandsúr sitt, og fóru ákærðu með flöskuna inn í veitingastofu eina hér í bænum og drukku þar úr henni. Þegar þeir fóru út úr veitingastofunni, voru þeir orðnir drukknir, og sérstaklega virðist ákærði Pálmi þá hafa orðið allofsafenginn. Ákærðu gengu nú saman um götur bæjarins. Þeir komu að húsi því, sem Grænmetisverzlun ríkisins hefur aðsetur í. Þar braut Pálmi tvær kjallararúður á bakhlið hússins, án þess að hinir ættu þar neinn hlut að. Ákærði Hilmar reyndi að fá hann burtu frá húsinu og tókst það, þegar hann sagði honum, að lögreglan væri að koma. Ákærði Pálmi kveðst ekki muna, hvort hann hafði þjófnað í huga, þegar hann braut rúðurnar, og ákærði Hilmar heyrði hann ekki tala um, að hann hefði þjófnað í huga í þetta sinn, en vegna allra kringumstæðna og þeirra þjófnaðarverka, er Pálmi framdi síðar um nóttina, þykir vera ljóst, að hann hafi brotið rúðurnar í þjófnaðar- tilgangi, en svo hætt við frekari aðgerðir m. a. vegna aðgerða Hilm- ars. Frá þessu húsi gengu ákærðu inn Sölvhólsgötu og komu að húsi Timburverzlunarinnar Völundar. Þar braut Pálmi upp hlið, sem er á girðingu kringum húsið, og fór heim að húsinu. Mun hann þar hafa sparkað í hurð að afgreiðsluherbergi verzlunarinnar, svo að hún brotnaði, en þó eigi svo mikið, að unnt væri að komast inn um hana. Síðan braut hann rúðu í glugga í afgreiðsluherberginu og smaug inn um rúðuopið. Inni skoðaði hann peningaskáp, sem þar var og var læstur, en tók þar ekkert. Þegar hér var komið, kallaði Hilmar til hans, að menn væru að koma, og fór hann þá út, og hlupu þá allir ákærðu í burtu. Ekki virðast þeir Hilmar og Björgvin hafa átt neinn þátt í þessu tiltæki Pálma. Hilmar vildi nú ekki vera leng- ur með þeim Pálma og Björgvin, skildi við þá og fór heim til sín. Þar fékk hann að borða, en síðan fylgdi bróðir hans honum á lög- reglustöðina, þar sem hann gaf sig fram við lögregluna og skýrði frá strokinu. Þegar Hilmar hafði skilið við Pálma og Björgvin, héldu Þeir áfram göngu sinni. Þeir gengu fram hjá verzlun Sigurðar Skjald- bergs á Laugavegi 49, og braut Pálmi rúðu í verzluninni, um leið og þeir gengu fram hjá, en ósannað er, að það hafi verið gert í þjófn- aðarskyni. Pálmi og Björgvin urðu nú viðskila hvor við annan. Björgvin gekk niður í miðbæinn. Þar hittu hann lögregluþjónar, sem vissu um strokið, og eftir tilmælum þeirra fór hann mótþróalaust með þeim á lögreglustöðina. Eftir að Pálmi var orðinn viðskila við Björgvin, fór hann að verzlun Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis á Skólavörðustígs 12 og brauzt þar inn um glugga á bakhlið hússins í því skyni að stela fötum. Þegar inn kom, opnaði hann tvo pen- ingakassa, sem þar voru, og tók handfylli af einseyringum úr öðrum. Kveðst hann ekkert hafa séð fyrir myrkri og ekki mundu hafa tekið þessa peninga, hefði hann séð, hvers konar peningar það voru. Hann skoðaði föt þarna, en var engin þeirra farinn að taka, 13 þegar lögreglan, sem hafði fengið tilkynningu um, að þarna væri verið að brjótast inn, kom og handtók hann. Mál hefur eigi verið. höfðað gegn unglingspilti einum, sem við þenna verknað Pálma var riðinn, og virðist því eigi vera þörf á að rekja hans þátt í mál- inu. Strok ákærðu frá vinnuhælinu varðar við 110. gr. hegningar- laganna og áfengisneyzla þeirra á veitingastofunni við 17. gr. 1. mgr. sbr. 37. gr. 1. mgr. áfengislaganna. Ósannað er, að ákærðu Hilmar og Björgvin hafi serzt brotlegir við XXVI. kafla hegningarlaganna, og verða þeir því sýknaðir af ákærunni um brot gegn honum. Aftur á móti hefur ákærði Pálmi með atferli sínu í Grænmetisverzlun ríkisins og Timburveræzluninni Völundi gerzt brotlegur við 244. sbr. 20. gr. hegningarlaganna ,og innbrot hans í verzlun Kaupfélags. Reykjavíkur og nágrennis varðar við 244, gr. hegningarlaganna. Með hliðsjón af 77. gr. hegningarlaganna og fyrri brotum ákærðu þykja refsingar þeirra hæfilega ákveðnar þannig, að ákærði Pálmi sæti fangelsi í 15 mánuði, en ákærðu Hilmar og Björgvin í 6 mánuði hvor. Samkvæmt 68. gr. 3. mgr. hegningarlaganna ber að svipta ákærða Pálma kosningarrétti og kjörgengi til opinberra starfa og annarra almennra kosninga frá birtingu dóms þessa að telja. Hina ákærðu ber að dæma in solidum til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda þeirra, hrl. Sigurðar Óla- sonar, kr. 400.00. Rekstur málsins hefur verið vítalaus. Dómsorð: Ákærði Pálmi Gunnar Kristinsson sæti fangelsi í 15 mánuði. Ákærðu Hilmar Rúnar Breiðfjörð Jóhannsson og Björgvin Óskarsson sæti fangelsi í 6 mánuði hvor. Ákærði Pálmi Gunnar Kristinsson er frá birtingu dóms þessa sviptur kosningarrétti og kjörgengi til opinberra starfa og annarra almennra kosninga. Ákærðu greiði in solidum allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda þeirra, hrl. Sigurðar Óla- sonar, kr. 400.00. Dómi þessum skal fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 14 Mánudaginn 20. janúar 1947. Nr. 2/19486. Valdstjórnin (Hrl. Hermann Jónasson) gegn Sigurði Óskari Sigvaldasyni (Hrl. Gústaf A. Sveinsson). Setudómari próf. Gunnar Thoroddsen í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Brot segn bifreiðalögum. Dómur hæstaréttar. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann, þó þannig, að í stað sektarinnar komi 10 daga varðhald, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Kærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin laun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, kr. 300.00 til hvors. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó þannig, að í stað sektarinnar komi varðhald 10 daga, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Kærði, Sigurður Óskar Sigvaldason, greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinanr, þar með talin laun skip- aðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttar- lögmannanna Hermanns Jónassonar og Gústafs A. Sveinssonar, kr. 300.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 3. nóvember 1945. Ár 1945, laugardaginn 3. nóvember, var í lögreglurétti Reykja- víkur, sem haldinn var í skrifstofu réttarins af Loga Einarssyni, fulltrúa sakadómara, uppkveðinn dómur í málinu nr. 2918/1945: Valdstjórnin gegn Sigurði Óskari Sigvaldasyni, sem tekið var til dóms 1. þ. m. Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Sigurði Ósk- ari Sigvaldasyni bifreiðarstjóra, til heimilis á Stórholti 43 hér í bæ, 15 til refsingar, ökuleyfissviptingar og greiðslu sakarkostnaðar fyrir brot gegn áfengislögum nr. 33 9. jan. 1935 og bifreiðalögum nr. 23 16. júní 1941. Kærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, að eigin sögn fæddur 6. desember 1908 að Gilsbakka í Axarfjarðarhreppi. Þann 6. júlí 1945 undirgekkst hann að greiða 30 króna sekt fyrir of hraðan bif- reiðaakstur, en að öðru leyti hefur hann hvorki sætt ákæru né refsingu, svo að kunnugt sé. Málavextir eru þeir, er nú skal greina: Aðfaranótt sunnudagsins 23. sept. s. 1. voru þeir Björn Blöndal Jónsson löggæzlumaður og Steinþór Ásgeirsson lögregluþjónn við löggæzlu á vegum úti í bifreiðinni R 1212. Kl. 0.25 komu þeir að bifreiðinni R 2919, er stóð kyrr nokkru fyrir austan afleggjara þann, er Hggur niður í Hjallahverfi í Ölfusi, en Björn Blöndal hafði séð bifreið þessa stöðvaða þarna nokkru áður. Stanzaði hann bifreið- ina B 1212 og bað kærða, sem sat við styri PO 2912, að koma út og tala við sig, en við hlið hans sat stúlka, Þórlaug Finnboga- dóttir, skála 63 á Skólavörðuholti. Varð kærði við þessum tilmæl- um og kom út úr bifreið sinni. Bæði Björn Blöndal Jónsson og Steinþór Ásgeirsson kveða kærða þá hafa verið undir áhrifum áfengis, vinlykt hafi lagt úr vitum hans. hann hafi verið loðmæltur og þokukenndur, en ekki reikað í spori. Gaf hann og undirritaði svo hljóðandi yfirlýsingu: „Það viðurkennist hér með, að ég undir- ritaður hef drukkið 2 súlsopa af gin, lítils háttar blandað með kóka- kóla. Eftir að ég drakk þetta, ók ég bifreiðinni R 2912 ca. 500 metra, og finn ég aðeins breytingu á mér, þannig að ég er lítils háttar örari. P. t, á þjóðveginum við Hveragerði kl. 00.25 23. sept. 1945.“ Var síðan farið með kærða í bifreiðinni R 1212 niður á Eyrarbakka, og Þar tekið úr honum blóðsýnishorn, er við rannsókn reyndist inni- halda áfengismagn 0.09%. Þá var Haraldur Gunnar Kristjánsson, Hringbraut 23, fenginn til að aka bifreið kærða og sækja hann austur að Selfossi, en þangað var hann fluttur eftir blóðtökuna. Kærði skýrir svo frá málavöxtum, að hann hafi lagt af stað austur í Hveragerði laugardaginn 22. sept. s. 1. klukkan rúmlega 20, en kom þó við á nokkrum stöðum í bænum áður, bar á meðal að Barónsstíg 10. Með honum voru verkamennirnir Óskar Jónsson, Lindargötu 60, og Ríkharður Hjálmarsson, skála 52 GC í Laugarnes- hverfi, auk þriggja stúlkna, Sigurlaugar og Kristveigar Friðgeirs- dætra og Þórlaugar Finnbogadóttur, allar til heimilis í skála 63 á Skólavörðuholti. Ók hann fyrst upp að Skiðaskála og tók þar upp eina ginflösku, er hann átti. Blandaði hann gininu saman við pepsi-cola í pepsi-colaflöskur og bauð jafnframt þeim Óskari Jóns- syni og Bíkharði Hjálmarssyni að bragða á víninu. Þáðu þeir það, en ekki kveðst kærði hafa bragðað þarna annað en pepsi-cola. Meðan þessu fór fram, voru stúlkurnar ekki viðstaddar, þar eð bær höfðu 16 brugðið sér frá. Ók kærði því næst austur í Hveragerði, en þar var haldinn dansleikur, sem kærði og samferðafólk hans fór á. Klukkan rúmlega 24 um nóttina fór kærði ásamt fyrrgreindri Þórlaugu Finn- bogadóttur af dansleiknum og upp í bifreið sína. Ók hann nú út á þjóðveginn og að þeim stað, sem Björn Blöndal og Steinþór Ás- geirsson komu að honum, en á leiðinni þangað drakk hann einn sopa af ginblöndunni og annan, eftir að hann stöðvaði bifreiðina. Ekki man hann, hvort hann stöðvaði bifreiðina, er hann drakk fyrri sopann, en skömmu eftir að hann drakk þann síðari, komu Þeir Björn og Steinþór að honum. Fóru þeir með hann að Eyrar- bakka, þar sem blóðsýnishornið var tekið úr honum og siðan að Selfossi. Þangað var þá komin bifreið hans, og ók henni fyrrgreind- ur Haraldur Gunnar Kristjánsson. Fóru þeir því næst aftur að Hvera- gerði og sóttu þangað þá Óskar Jónsson, Bikharð Hjálmarsson og Kristveigu Friðgeirsdóttur, en þær Sigurlaug Friðgeirsdóttir og Þórlaug Finnbogadóttir höfðu farið með annarri bifreið til bæjar- ins. Frá Hveragerði ók Haraldur Gunnar bifreiðinni áleiðis til Reykjavíkur, en í Kömbum bilaði hún, og tók þá kærði við stjórn hennar, er hann hafði gert við hana, og ók henni til Reykjavíkur. Vitnið Ríkharður Hjálmarsson hefur borið það, að kærði hafi tekið upp ginflösku hjá Barónsstíg 10 og gefið því að súpa á henni, en sjálfur hafi hann sopið á pepsi-cola flösku. Voru þær systurnar Kristveig og Sigurlaug ásamt Óskari þá fjarverandi. Kærði kveðst aftur á móti ekki minnast þess að hafa tekið ginflöskuna upp fyrr en við Slíðaskálann, en man þó eftir því að hafa drukkið pepsi- cola við Barónsstíg 10. Ekki kveðst vitnið hafa séð áfengisáhrif á kærða, hvorki við akstur bifreiðarinnar né heldur við Skíðaskálann eða í Hveragerði. Steinþór Ásgeirsson kveður Rikharð hafa tjáð sér austur í Hveragerði, að kærði hafi drukkið gin blandað pepsi-cola einu sinni áður en hann fór úr Reykjavík og einnig hefði hann drukkið blöndu þessa í Skíðaskálanum og í Hveragerði. Ríkharður kveðst hafa haldið, að vinblanda hafi verið í pepsi-cola flösku þeirri, er kærði saup á á fyrrgreindum stöðum, en eigi vitað það. Vitnin Kristveig og Sigurlaug Friðgeirsdætur kveðast ekki hafa vitað til þess, að áfengi hafi verið haft um hönd í ferð þessari, né hafa séð áfengisáhrif á kærða. Vitnin Óskar Jónsson og Þórlaug Finnbogadóttir hafa borið það, að þau hafi ekki séð áfengisáhrif á kærða. Er framburður allra þessara vitna í samræmi við fram- burð kærða. Vitnið Haraldur Gunnar Kristjánsson skýrir svo frá, að Björn Blöndal hafi beðið það að aka bifreið kærða frá Hveragerði austur að Selfossi til að sækja kærða þangað og svo þaðan til Reykja- víkur, Varð vitnið við beiðni þessari og ók bifreiðinni austur að Selfossi og beið þar í um klukkutíma eftir kærða, en fór svo að Hveragerði, en stanzaði þar í um klukkutíma við kaffidrykkju, og 17 ók svo með kærða og samferðafólk hans upp í Kamba, þar sem bif- reiðin bilaði. Tók kærði svo við stjórn hennar, þar sem vitnið færð- ist undan að aka bifreiðinni, enda hafði það aldrei ekið henni áður og gat ekki merkt nein áfengisáhrif á kærða. Þá kveðst það hafa séð kærða við afleggjarann niður í Hjallahverfi, þar sem Björn Blöndal og Steinþór Ásgeirsson komu að honum, og talað við hann uppi í bifreiðinni R 2912, en hvorki getað séð nein áfengisáhrif á honum né fundið áfengislykt úr vitum hans. Kærði hefur viðurkennt, að hann hafi fundið til áfengisáhrifa í um 10 mínútur, eftir að hann drakk seinni sopann og löggæzlu- mennirnir komu að honum, eftir að hann hafði stöðvað bifreiðina, en hann hefur neitað því að hafa ekið bifreiðinni, meðan hann fann til áfengisáhrifanna. Gegn eindregnum mótmælum kærða, með tilliti til áfengismagns í blóði hans, 0,09%e, framburða vitna þeirra, er með honum voru, og framburðar vitnisins Haralds Gunnars Kristjánssonar verður eigi talið sannað, þrátt fyrir framburði þeirra Björns Blöndals Jóns- sonar og Steinþórs Ásgeirssonar, að hann hafi ekið bifreiðinni R 2912 með áhrifum áfengis í umrætt skipti. Ber því að sýkna hann af kærunni um brot gegn áfengislögunum. Með því að neyta áfengis við bifreiðaakstur hefur kærði gerzt brotlegur við 23. gr. bifreiða- laganna nr. 23 16. júní 1941. Þykir refsing hans með hliðsjón af 38. gr. nefndra laga hæfilega ákveðin 400 króna sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald í 20 daga í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Þá ber samkvæmt 39. gr. bifreiðalaganna að svipta kærða bif- reiðastjóraréttindum í 3 mánuði frá birtingu dóms þessa. Kærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda sins, cand. jur. Benedikts Bjarklind, kr. 200.00. Rekstur málsins hefur verið vítalaus. Því dæmist rétt vera: Kærði, Sigurður Óskar Sigvaldason, greiði 400 króna sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald í 20 daga í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Hann er sviptur bifreiðastjóraréttindum í 3 mánuði frá birt- ingu dóms þessa. Kærði greiði allan kostnað sakarinanr, þar með talin máls- rarnarlaun til skipaðs verjanda síns, cand. jur. Benedikts Bjark- lind, kr. 200.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. 18 Mánudaginn 20. janúar 1947. Nr. 23/1946. Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs (Hrl. Sigurður Ólason) gegn Einari Tómassyni (Hrl. Theódór B. Lindal). Setudómari próf. Ísleifur Árnason í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Fébótamál samkvæmt lögum nr. 99/1943. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi, sem skotið hefur máli þessu til hæstaréttar með stefnu 21. febrúar s. 1, krefst aðallega algerrar sýknu og að honum verði dæmdur málskostnaður úr hendi stefnda í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Til vara hef- ur hann krafizt, að hin dæmda fjárhæð verði lækkuð og málskostnaður fyrir báðum dómum verði látinn falla niður. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur og áfrýjanda verði dæmt að greiða honum máls- kostnað fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Eftir að héraðsdómur gekk, hafa vitnin Sigurður Guð- brandsson, sem sat á vörupalli bifreiðar stefnda, og Magnús Guðmundsson, er var í stýrishúsi hennar, komið fyrir dóm og gefið skýrslur um málsatvik. Eru framburðir þeirra að meginefni samhljóða skyrslu bifreiðarstjórans á R 809 um slysið, en hún er rakin í héraðsdómi. Þó telur vitnið Sig- urður, að hraði R 809 hafi verið um 40—45 km, miðað við klukkustund. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með skirskotun til for- sendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að áfrýjandi greiði stefnda kr. 800.00 í málskostnað fyrir hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði stefnda, Einari Tómassyni, kr. 800.00 í málskostnað fyrir hæstarétti. 19 Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 23. janúar 1946. Mál þetta, sem dómtekið var 16. þ. m., hefur Einar Tómasson framkvæmdarstjóri hér í bæ höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 26. júní s. l, gegn fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs til greiðslu skaðabóta, að fjárhæð kr. 10487.49, með 6% ársvöxtum frá stefnudegi til greiðsludags og málskostnaðar að mati dómarans. Stefndi hefur aðallega krafizt sýknu og málskostnaðar að mati dómarans, en til vara, að kröfur stefnanda verði lækkaðar og máls- kostnaður látinn falla niður. Málavextir eru þeir, að þann 3. október 1942 um kl. 13 var vöru- bifreiðinni R 809, sem er eign stefnanda, ekið frá Reykjavík austur Suðurlandsbraut. Skýrir bifreiðarstjórinn svo frá, að hann hafi ekið á vinstri vegarbrún með um 30 km hraða, miðað við klukkustund. Þegar bifreið sin hafi verið að komast yfir eystri brúna á Elliða- ánum, hafi herbifreið, eign setuliðs Bandaríkja Norður-Ameríku, sem ekið hafi verið yfir gömlu brúna á ánum og upp á nýja veg- inn, lent á hægra afturhjóli R 809 og ýtt afturenda hennar út af veginum til vinstri. Bifreiðarstjórinn kveður sér fyrst hafa tekizt að halda framenda bifreiðarinnar uppi á veginum, en við þetta hafi bifreiðin snúizt við, þannig að framendi hennar sneri til vest- urs, og oltið svo á vinstri hliðina. Síðan hafi bifreiðin runnið niður vegarfláann, sem er um 1,70 m á hæð, og staðnæmzt á jafnsléttu, Þannig að hún hafi staðið á öllum hjólum, en framendi hennar hafi þá snúið í vestur, í áttina til Reykjavíkur. Enginn farmur var á bif- reiðinni í umrætt sinn, en tveir menn stóðu á vörupallinum og einn sat í stýrishúsi hjá Þifreiðarstjóranum, Menn þessir meiddust nokkuð. Bifreiðin R 809 skemmdist allmikið við árekstur þenna og var óðkufær vegna þess um langan tíma. Stefnandi telur, að bifreiðarstjórinn í herbifreiðinni eigi alla sök á árekstri þessum. Hann hafi ekið með miklum hraða af hliðarvegi inn á mikla umferðarbraut. Þá hafi hann ekki gætt þess að vikja fyrir R 809, svo sem honum hafi borið, þar sem hann hafi haft þá bifreið á vinstri hönd. Með lögum nr. 99 frá 1943 hafi stefndi tekið á sig fébótaábyrgð á tjóni, er hlytist af veru setuliðs Bandaríkja Norður-Ameríku hér á landi, og beri honum því að bæta sér allt það tjón, er af árekstri þessum hafi hlotizt. Stefndi, sem ekki hefur mótmælt þvi, að lög nr. 99 frá 1943 komi hér til, byggir sýknukröfu sína á því, að ökumaður bifreiðarinnar K 809 eigi einn sök á árekstri þessum. Bifreiðinni R 809 hafi verið ekið mjög hratt, en herbifreiðinni hafi verið ekið hægt. Árekstur- inn sjálfur hafi verið mjög lítill og engum skemmdum valdið á bif- 20 reið stefnanda, hins vegar hafi hún skemmst við að velta út af veginum, en ástæðan til þess hafi ekki verið áreksturinn, heldur hinn mikli hraði bifreiðarinnar R 809, Þá hefur stefndi krafizt þess, að þótt svo yrði litið á, að ökumaður herbifreiðarinnar ætti ein- hverja sök á árekstrinum, þá yrði meginhluti sakar talinn hvila á bifreiðarstjóranum á R 809. Þannig hagar til á árekstrarstaðnum, að gamla brúin, sem her- bifreiðin kom yfir, liggur skáhalt á nýja veginn við eystri brúar- sporðinn á nýju brúnni, og mun gamla brúin vera lítið farin nú. Að því er varðar hraða bifreiðanna, þá hefur ekki reynzt unnt að ná skýrslum af ökumanni herbifreiðarinnar um atvik að árekstri þessum, en hann var erlendur hermaður. Farþegar þeir, sem voru í bifreið stefnanda, hafa fyrir rannsóknarlögreglunni í Reykjavík að öllu leyti staðfest skýrslu bifreiðarstjórans á R 809 um hraða þeirrar bifreiðar svo og atvik að árekstrinum, og verður því sú skýrsla lögð til grundvallar um málsatvik. Í í. mgr. 7. gr. umferðarlaganna nr. 24 frá 1941 segir svo: „Þegar tveir ökumenn stefna svo, að leiðir þeirra skerast, skal sá vikja, sem hefur hinn á vinstri hönd, en þó skal sá, er kemur frá vinstri, gæta fyllstu varúðar.“ Það er upp komið í málinu, að ökumaður herbifreiðarinnar hafði bifreiðina R 809 á vinstri hönd, og bar honum því samkvæmi greindu lagaákvæði að víkja. Þar sem hann gætti eigi þessa, verður að telja hann eiga alla sök á greindum árekstri, enda ekkert fram komið, er bendi til, að ökumaður R 809 hafi ekki sýnt fyllstu var- færni. Samkvæmt þessu og með skirskotun til ákvæða 1. gr. laga nr. 99 frá 1943 verður að telja stefnda bera fébótaábyrgð á öllu því tjóni, sem stefnandi beið við árekstur þenna. Kröfu sína sundurliðar stefnandi þannig: 1. Viðserðarkostnaður ...........2.00000. 000. kr. 8237.49 2. Bætur vegna afnotamissis ...........0000.00 0... — 2250.00 Kr. 10487.49 Um í. Svo sem að framan getur, skemmdist bifreiðin allmikið við árekstur þenna. Var henni komið á viðgerðarverkstæði þann 6. október s. á., og var hún þar til 18. nóv. s. á. Nemur kröfuliður þessi viðgerðarreikningnum. Stefndi hefur mótmælt reikningi þessum sem of háum, Í málinu hefur verið lagður fram sundurliðaður reikningur yfir viðgerðina frá þeim, er inntu hana af hendi. Reikningi þessum hefur á engan hátt verið hnekkt, og þar sem ekki verður séð, að hann sé ósanngjarn, verður hann lagður til grundvallar í málinu, og þessi kröfuliður því tekinn til greina óbreyttur. Um 2. Svo sem að framan getur, var bifreið stefnanda óökufær vegna árekstrar þessa frá 3. okt. 1942 til 18. nóv. s. á. eða 45 daga. 21 Telur stefnandi, að tjón sitt vegna afnotamissis bifreiðarinnar hafi verið kr. 50.00 á dag eða kr. 2250.00 fyrir allan tímann. Stefndi hefur mótmælt reikningi þessum sem of háum. Bifreiðin R 809 er vörubifreið, gerð 1936, og 2% smálest að burð- armagni. Var hún notuð til að aka kolum um bæinn, en stefn- andi rekur kolaverzlun. Með tilliti til skemmda þeirra, er urðu á bifreiðinni, þá verður ekki talið, að viðgerðin hafi tekið óhæfilega langan tíma. Með tilliti til þess, sem upp er komið um tekjur af bifreiðum á þessum tíma, þá þykir tjón það, er stefnandi telur sig hafa beðið vegna afnotmissisins, hæfilega reiknað á kr. 50.00 á dag, svo sem hann gerir, og verður þessi liður því tekinn til greina óbreyttur. Bifreiðin R 809 var kaskótryggð hjá Sjóvátryggingarfélagi Íslands h/f fyrir kr. 4000.00. Af hálfu stefnda hefur þess verið krafizt, að bætur stefnanda verði vegna þessa lækkaðar um kr, 2000.00, þar sem hann eigi rétt á að fá það greitt frá tryggingarfélaginu. Stefnandi hefur algerlega mótmælt því, að taka beri tillit til trygs- ingar þessarar við ákvörðun bóta honum til handa frá stefnda. Hann hafi ekki krafið inn fé þetta og óvíst, hvort það fáist greitt. Af hálfu tryggingarfélagsins hefur því verið lýst yfir, að það telji sér óskylt að greiða bætur til stefnanda vegna tjóns þessa, en verði krafa stefnanda lækkuð vegna væntanlegra tryggingarbóta, þá muni félagið, að því er það telur umfram skyldu, greiða honum kr. 2000.00 í bætur af þessum sökum. Í 2. mgr. 4. gr. laga nr. 99 frá 1943 segir, að tjónþoli geti eigi krafið ríkissjóð bóta að svo miklu leyti, sem hann fái tjónið bætt frá vátryggjanda. Það er að vísu komið fram í málinu, að stefn- andi hefur enn ekki fengið bætur frá vátryggjanda, en hins vegar er ljóst, að hann getur heimt þær af honum. Verður því með skir- skotun til framangreinds lagaákvæðis að telja stefnda óskylt að bæta stefnanda það fé, er hann getur fengið hjá tryggingarfélaginu. Verður því krafa stefnanda lækkuð um framangreindar kr. 2000.00. Málalok verða því þau, að stefndi verður dæmdur til að greiða stefnanda kr, 8487.49 (kr. 8237.49 = 2250.00 — kr. 2000.00) með vöxtum, svo sem krafizt er. Eftir málalokum þykir rétt, að stefndi greiði stefnanda máls- kostnað, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 950.00. Einar Arnalds borgardómari kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Stefndi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði stefnanda, Einari Tómassyni, kr. 8487.49 með 6% ársvöxtum frá 26. júní 1945 til greiðsludags og kr. 950.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 22 Miðvikudaginn 22. janúar 1947. Nr. 82/1946. Kristinn Stefánsson (Hrl. Ragnar Ólafsson) Segn Kaupfélagi Eyfirðinga (Hrl. Sveinbjörn Jónsson). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Ágreiningur um greiðslu orlofsfjár. Dómur hæstaréttar. Héraðsdóm hefur upp kveðið Friðjón Skarphéðinsson, bæjarfógeti á Akureyri. Áfrýjandi hefur að fengnu áfrýjunarleyfi 13. júní 1946 skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu 18. s. m. Krefst hann þess, að stefnda verði dæmt að greiða honum kr. 345.60 ásamt 5% ársvöxtum frá 1. júní 1945 til greiðsludags svo og málskostnað bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir hæstarétti úr hendi áfrýjanda eftir mati dómsins. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir hæstarétti, kr. 500.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Kristinn Stefánsson, greiði stefnda, Kaup- félagi Eyfirðinga, kr. 500.00 í málskostnað fyrir hæsta- rétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Akureyrar 29. október 1945. Mál þetta, sem dómtekið var þann 23. þ. m., hefur Kristinn Stefánsson verkamaður, Ránargötu 9, Akureyri, höfðað fyrir bæjar- 23 þinginu með stefnu, útgefinni 14. júní s. l., á hendur Kaupfélagi Ey- firðinga, Akureyri, til greiðslu orlofsfjár, að upphæð kr. 345.60 auk 5% ársvaxta frá 1. júní 1945 til greiðlsudags og málskostnaðar eftir reikningi eða samkvæmt mati réttarins. Aðalkrafa stefnanda er um greiðslu orlofsfjárins í peningum, en til vara krefst hann greiðslu í orlofsmerkjum. Stefnt kaupfélag krefst sýknu og málskostnaðar úr hendi stefn- anda. Stefnandi segir málavexti þá, að sumarið 1944 réð stefnt kaup- félag hann í vinnu við að rifa setuliðsskála í grennd við Akureyri. Var verkið unnið í ákvæðisvinnu, þannig að stefnandi átti að fá í vinnulaun ákveðna upphæð fyrir hvern skála, er hann reif. Vann stefnandi að þessu í júlímánuði fyrir kr. 6000.00 og í ágústmánuði fyrir kr. 2640.00, samtals kr. 8640.00, sem hann fékk greiddar, en stefnt kaupfélag synjaði um greiðslu orlofsfjár af upphæðinni, 4 af hundraði eða kr, 345.60, sem er stefnakrafan í málinu. Aðalkröf- una um greiðslu fjárins í peningum byggir stefnandi á því, að hið umstefnda orlofsfé sé raunverulega fallið til útborgunar í pening- um, þar sem orlof skal taka á tímabilinu {. júní til 15. september samkvæmt orlofslögum. Þyki sú krafa ekki á rökum bvegð, er til vara krafizt greiðslu í orlofsmerkjum. Stefndi byggir sýknukröfu sína á bví, að samningur milli stefn- anda og stefnda um rif skálanna hafi verið verksamningur, en ekki vinnusamningur, stefnandi hafi verið verktaki, en ekki vinnusali, og falli þetta því ekki undir orlofslögin. Þannig hafi verið samið um ákveðna greiðslu fyrir að rífa ákveðin hús, stefnandi hafi verið sjálfráður, hvort hann vann verkið sjálfur, léti aðra vinna það fyrir sig eða léti aðra vinna það með sér. Auk þess hafi verkinu verið þann veg háttað, að einn maður gat ekki unnið bað hjálparlaust. Í málinu er það upplýst, að samið var um að greiða kr. 250.00 fyrir að rifa venjulegan skála, og skyldi gengið frá grunni þeirra á ákveðinn hátt og efnið búntað eftir tegund þess. Ekki var fyrir- fram um það samið, hve marga skála stefnandi skyldi rífa, en þó var í upphafi ráðgert, að þeir yrðu allmargir, þó að tala þeirra væri ekki ákveðin. Verkstjóri stefnda vísaði stefnanda á, hverja skála skyldi rifa. Stefnandi tók Hannes son sinn í félag með sér og síðar einnig Jón son sinn, og unnu þeir ýmist saman eða hver í sinu lagi við rif skálanna. Verkstjóri stefnda skrifaði vinnunótur fyrir hvern þeirra um sig samkvæmt því, sem stefnandi og synir hans töldu að koma ætti í hlut hvers um sig. Ýmsir aðrir gerðu samn- inga við stefnda um sams konar vinnu. Um einn þeirra er upplýst, að hann vann ekki sjálfur við verkið, heldur hafði menn í vinnu við það. Eftir því, sem fyrir liggur, virðist rétt að líta svo á, að hér hafi verið að ræða um verksamning milli aðilja þessa máls um hvern 24 skála fyrir sig, sem rifinn var. Stefnandi bar ábyrgð á niðurrifi hvers skála, sem hann tók að sér að rifa, og átti ekki rétt á greiðslu samkvæmt samningnum, nema því væri lokið á tilskilinn hátt. Stefn- andi gat og tekið aðra menn í vinnu við að rífa skálana eða tekið þá í félag með sér um það, sem hann og gerði. Í þessu sambandi Þykir það ekki hafa úrslitaþýðingu, þóit stefnanda og sonum hans væri reiknuð greiðsla, hverjum í sínu lagi, enda var það gert eftir fyrirsögn þeirra sjálfra. Niðurstaða málsins verður þvi sú. að stefnt kaupfélag verður sýknað af öllum kröfum stefnanda. Rétt þykir, að málskostnaður falli niður, Því dæmisi rétt vera: Stefnt Kaupfélag Eyfirðinga á að vera sýknt af kröfum stefnanda, Kristins Stefánssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Miðvikudaginn 22. janúar 1947. Nr. 87/1946. Skóverzlun B. Stefánssonar (Hrl. Magnús Thorlacius) gegn Bjarna Jósefssyni f. h. Önnu Bjarnadóttur (Hrl. Gústaf A. Sveinsson). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Fébætur vegna riftunar ráðningarsamnings. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu 24. júní 1946. Krefst hann algerrar sýknu af kröfum stefnda í málinu og málskostnaðar úr hendi hans bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst aðallega staðfestingar hins áfrýjaða dóms, en til vara, að honum verði dæmdar 1600 krónur úr hendi áfrýjanda. Svo krefst hann og málskostnaðar af áfrýj- anda fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Það hefur komið fram í málinu, að ráð var fyrir því gert, er Anna Bjarnadóttir réðst til áfrýjanda, að hún yrði næsta vetur í Verzlunarskóla Íslands. Verður því að álita, að ráðn- 25 ingartími hennar hafi verið ákveðinn með hliðsjón af þessu cg átt að haldast, eins og fullyrt hefur verið af hálfu stefnda, þar til skólahald hæfist um mánaðamótin september - október næsta haust, enda ekki sannað, að um annan ráðn- ingartíma hafi verið samið. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með skirskotun til forsendna héraðsdóms, að þvi er aðrar sýknuástæður áfrýjanda varðar, ber að staðfesta hann að niðurstöðu til, enda hefur honum ekki verið gagn- áfrýjað. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að áfrýjandi greiði stefnda 600 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Skóverzlun B. Stefánssonar, greiði stefnda, Bjarna Jósefssyni f. h. Önnu Bjarnadóttur, kr. 600.00 í málskostnað fyrir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði hrd. Gizurar Bergsteinssonar. Þegar Anna Bjarnadóttir réðist til áfrýjanda, var ráð fyrir því gert, að hún yrði næsta vetur í Verzlunarskóla Íslands og að vist hennar í þjónustu áfrýjanda yrði ekki lengri en þar til skólahald hæfist um mánaðamótin septem- ber— október næsta haust. Þegar þetta er virt svo og að- dragandinn að ráðningu Önnu, þykir ósennilegt, að sérstakur reynslutimi hafi átt að gilda í viðskiptum aðilja, enda slíkt ekki sannað af hendi áfrýjanda. Verður því að miða við það, að Anna Bjarnadóttir hafi verið ráðin hjá áfryjanda, Þar til nám hæfist í Verzlunarskólanum. Með þessari athugasemd er ég samþykkur forsendum og niðurstöðu hæstaréttardómsins. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 27. marz 1946. Mál þetta, sem dómtekið var 22. þ. m., hefur Bjarni Jósefsson, Vesturgötu 17 hér í bæ, f. h. ófjárráða dóttur sinnar Önnu Bjarna- dóttur höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 5. febrúar 26 1945, gegn Björgólfi Stefánssyni f. h. Skóverzlunar B. Stefánssonar, Laugavegi 22 hér í bænum, til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 1925.00 með 5% ársvöxtum frá stefnudegi til greiðsludags og máls- kostnaðar að mati dómarans. Stefndi hefur krafizt sýknu og málskostnaðar að mati dóm- arans. Málsatvik eru þau, að því er stefnandi skýrir frá, að nokkru fyrir 15. maí 1944 hafi frú Oddný Stefánsson, eigandi Skóverzlunar 8B. Stefánssonar, hringt til móður stefnanda, Önnu, og falazt eftir, að stefnandi réðist sem afgreiðslustúlka í Skóverzlun B. Stefánssonar. Nefnd móðir stefnanda kveðst hafa tekið því vel og síðan átt símtal við stefnda, Björgólf, en hann er framkvæmdarstjóri nefndrar skóverglunar. Hafi orðið að samkomulagi með þeim, að stefnandinn Anna réðist sem afgreiðslustúlka í skóverzlunina. Ráðningartiminn hafi verið frá 15. maí þar til um í. október 1944, eða þar til kennsla hæfist í Verzlunarskólanum, en Anna stundaði nám þar, og hafi báðum verið það ljóst. Kaup hafi verið ákveðið kr. 550.00 á mánuði án dýrtiðaruppbótar. Anna hafi síðan tekið til starfa í skóverzlun- inni 15. maí 1944. Móðir stefnanda, Önnu, skýrir svo frá, að hún hafi tvisvar hitt stefnda Björgólf, meðan stefnandinn, Anna, vann í skóverzluninni, og spurt hann, hvernig honum líkaði við Önnu, og hafi hann í bæði skiptin sagt, að sér líkaði ágætlega við hana. Þá skýrir móðir stefnanda svo frá, að þann 14. júní 1944 hafi stefndi, Björgólfur, hringt til sín og sagt, að nú væri útrunninn reynslumán- uður Önnu. Kveðst nefnd móðir stefnanda þá hafa spurt, hvort ekki hefði líkað við stefnanda, en stefndi Björgólfur svarað því til, að hún væri bæði „fróm“ og „kurteis“, en gæti ekki unnið þau störf, er henni bæri að inna af hendi. Þá hafi stefndi Björgólfur í viðtali þessu viðurkennt, að hann hafi aldrei áður fundið að vinna- brögðum stefnanda eða áminnt hana. Síðan kveðst móðir stefnanda hafa spurt stefnda Björgólf, hvort skilja bæri þetta sem uppsögn, og hafi hann játað þvi. Anna hafi þó unnið næsta dag þann 15. júní svo og 16. júní, en ekkert hafi verið við hana talað um þetta. Þann 19. júní hafi þær mæðgur farið og hitt stefnda Björgólf. Hafi ekki orðið samkomulag um þessi atriði, en Björgólfur endurnýjað upp- sögn sína og sagt Önnu að sækja samdægurs það kaup, er hún hafði unnið fyrir, sem hún hafi og gert. Dómkröfur sínar byggir stefnandi á því, að hún hafi verið ráðin til starfa hjá stefnda til 1. október 1944. Stefndi hafi sagt sér upp vinnunni án ástæðu, og beri honum því að greiða sér bætur, er samsvari kaupi fyrir allan ráðningartímann eða kr. 1925.00, en stefn- andi segist ekkert hafa unnið sér inn á tímabilinu frá 15. júní til 1. október. Stefndi, Björgólfur, skýrir svo frá, að nokkru fyrir 15. mai 1944 hafi hann átt símtal við móður stefnanda. Hafi þá talazt svo til 21 með þeim, að stefnandi réðist sem afgreiðslustúlka í skóverzlunina. Kveðst stefndi Björgólfur hafa tekið fram, að stefnandi gæti sagt starfi sínu lausu að mánuði liðnum, en jafnframt tekið fram, að hann áskildi sér rétt til að segja stefnanda upp fyrirvaralaust eftir mánuð, ef sér félli ekki við hana. Stefnandi hafi síðan tekið til starfa, en brátt hafi komið í ljós, að hún var óhæf til þessarar vinnu. Að mánuði liðnum kveðst stefndi Björgólfur hafa skýr móður stefnanda frá því, að hann vildi ekki hafa hana lengur, og hafi þá stefnandi hætt störfum og fengið greitt kaup fyrir þann tíma, sem hún hafði þegar unnið. Sýknukröfu sína byggir stefndi í fyrsta lagi á því, að stefnandi hafi aðeins verið ráðinn til reynslu í einn mánuð, og hafi sér því verið heimilt að láta hana hætta störfum að þeim tíma liðnum. Í því sambandi hefur stefndi haldið því fram, að það sé almenn venja skóverzlana hér í bænum, þegar þær ráði óvanar stúlkur til starfa, að þær séu ráðnar til reynslu í nokkurn tíma til að byria með, og ef þær þyki eigi færar til starfans, séu þær látnar hætta störfum að þeim tíma liðnum án nokkurs uppsagnarfrests. Gegn mótmælum stefnanda og móður hennar, sem sá um ráðn- inguna, þykir stefndi ekki hafa sannað, að stefnandi hafi í upphafi verið ráðinn til reynslu í mánaðartíma. Í málinu hefur komið fram vottorð stjórnar Félags íslenzkra skókaupmanna á þá lund, að það sé almenn venja hjá skókaupmönnum, að óvanar stúlkur séu fyrst tekn- ar til reynslu í stuttan tíma, t. d. einn mánuð. Að þeim tíma liðn- um séu þær látnar hætta störfum án uppsagnarfrests, ef ekki líki við þær, en ella gerður við þær venjulegur ráðningarsamningur. Telja verður, að þótt nefnd venja hafi ríkt hjá skóverzlunum, þá beri þeim, er ræður fólk til reynslu, að semja við það á þeim grundvelli. Svo sem að framan getur, hefur stefnda eigi tekizt að sanna, að samið hafi verið um neinn reynslutíma í upphafi, og verður því sýknukrafa hans ekki á þessum rökum byggð. Í öðru lagi byggir stefndi sýknukröfu sína á því, að stefnandi hafi tekið við launum sínum með samþykki og vitund fjárráðamanna sinna og engan fyrirvara gert um frekari fjárkröfur af sinni hendi. Hafi hún með þessu firrt sig öllum rétti til að krefja fé vegna þessa síðar, en málssókn þessi hafi ekki hafizt fyrr en 5. febrúar 1945, eins og áður greinir. Af því, sem að framan er lýst, er ljóst, að móðir stefnanda mótmælti þegar í stað heimild stefnda til að láta stefnanda hætta störfum fyrirvaralaust án bóta. Með vísun til þessa svo og annars þess, sem fram er komið í málinu, verður ekki talið, að stefnandi hafi með því að taka við kaupi sínu hjá stefnda firrt sig rétti til að krefja síðar um bætur vegna riftunar á ráðningarsamningnum. Verður því þessi sýknuástæða stefnda heldur ekki tekin til greina. Í þriðja lagi hefur stefndi byggt sýknukröfu sína á því, að fram- 28 koma stefnanda hafi verið þannig, að heimilt hafi verið að vísa henni úr starfi fyrirvaralaust án nokkurra bóta. Hún hafi reynzt áhugalaus í starfi sínu, ókurteis við viðskiptavini og auk bess gengið ósmekklega klædd og síjaplandi munngúmmi. Með þessu framferði sinu hafi hún beint fælt viðskiptavini frá verzluninni. Þessu til sönnunar hefur stefndi fært fram vætti nokkurra manna, Gegn mótmælum stefnanda er ósannað, að hún hafi gerzt sek um þau misferli í starfi sínu, er heimilað hafi fyrirvaralausa rift- ingu ráðningarsamningsins, enda óvéfengt, að stefndi fann ekki að framkomu eða störfum stefnanda, meðan hún gegndi þeim, Verður því þessi sýknuástæða stefnda heldur ekki tekin til greina. Gegn eindregnum mótmælum stefnda, hefur stefnanda ekki tek- izt að sanna, að hún hafi í upphafi verið ráðin til ákveðins tima. Uppsagnarfrestur á starfi, slíku sem stefnandi hafði á hendi, er venjulega þrir mánuðir, ef ekki er um annan tima samið, og þykir þvi verða að leggja það til grundvallar í máli þessu. Með vísan til þessa svo og annars þess, sem fram er komið í málinu, verður að telja, að stefnandi hafi átt rétt til þriggja mánaða uppsagnarfrests. Þar sem þessa var ekki sætt og stefnanda vikið úr starfinu fyrirvaralaust án saka, þá verður að dæma stefnda til að greiða henni kaup fyrir nefnda þrjá mánuði, enda ósannað, að hún hafi nokkurt fé unnið sér inn á því tímabili. Því er ómótmælt, að kaup stefnanda skyldi vera kr. 550.00 á mánuði, og ber stefnda því að greiða stefnanda kr. 1650.00 með ársvöxtum, svo sem kraf- izt er. Eftir þessum málalokum þykir rétt, að stefndi greiði stefnanda málskostnað, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 400.00 Einar Arnalds borgardómari kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Stefndi, Björgólfur Stefánsson f. h. Skóverzlunar B. Stefáns- sonar, greiði stefnanda, Bjarna Jósefssyni f. h. Önnu Bjarna- dóttur, kr. 1650.00 með 5% ársvöxtum frá 5. febrúar 1945 til greiðsludags og kr. 400.00 í málskostnað innan 15 daga frá lög- birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 29 Miðvikudaginn 22. janúar 1947. Kærumálði nr. 1/1947. Sigurður Wíum gegn Hólmfríði Hannesdóttur Setudómari próf. Ísleifur Árnason í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Krafa um vísun máls frá fógetadómi. Dómur hæstaréttar. Þorsteinn S. Thorarensen, fulltrúi borgarfógetans í Beykjavík, hefur kveðið upp hinn kærða úrskurð. Sóknaraðili hefur með bréfi 20. desember 1946 kært til hæstaréttar úrskurð borgarfógetans í Reykjavík, uppkveð- inn sama dag, um að máli varnaraðilja gegn sóknaraðilja skyldi ekki vísað frá fógetarétti. Barst hæstarétti kæran 6. þ. m. Sóknaraðili hefur sent hæstarétti greinargerð, þar sem hann krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, og að synjað verði um framkvæmd fógetagerðarinnar. Þá krefst hann og kærumálskostnaðar úr hendi varnarað- ilja eftir mati hæstaréttar. Varnaraðili hefur sent hæstarétti greinargerð, þar sem hann krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kæru- málskostnaðar úr hendi sóknaraðilja eftir mati hæstaréttar. Svo sem segir í hinum kærða úrskurði, var útburðar- mál varnaraðilja á hendur sóknaraðilja tekið til meðferðar í fógetadómi, áður en mál sóknaraðilja á hendur varnar- aðilja var þingfest á bæjarþingi Reykjavíkur. Ber þegar af Þeirri ástæðu að staðfesta hinn kærða úrskurð að niður- stöðu til. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að sóknaraðili greiði varnaraðilja 200 krónur í kærumálskostnað. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Sóknaraðili, Sigurður Wium, greiði varnaraðilja, 30 Hólmfríði Hannesdóttur, 200 krónur í kærumáls- kostnað. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 20. desember 1946. Í réttarhaldi í máli þessu 6. þ. m. kom sú krafa fram af hálfu umboðsmanns gerðarþola, Kristins Gunnarssonar, að máli þessu yrði visað frá dómi, þar sem það hefði verið lagt fyrir bæjarþing Reykja- víkur, Umboðsmaður gerðarbeiðanda, Bogi Brynjólfsson, fyrrv. sýslu- maður, mótmælti þessari frávísunarkröfu. Tók rétturinn atriði þetta til úrskurðar. Gerðarbeiðandi, Hólmfríður Hannesdóttir, eigandi hússins nr. 77 við Laugarnesveg, krafðist þess með bréfi til húsaleigunefndar Reykjavíkur, dags. 30. sept. s. 1, að nefndin gerði Sigurði Wium að rýma íbúð þá, er hann hefur haft á leigu í ofangreindu húsi gerðarbeiðanda, en íbúð þessi er tvö herbergi og eldhúsafnot að hálfu. Ástæða kröfu þessarar er sú, að gerðarbeiðandi telur gerðar- þola, og þó einkum konu hans, hafa komið ólöglega og ósæmilega fram við sig, Úrskurður húsaleigunefndar um atriði þetta gekk hinn 2. nóv. s. 1. og var á þá leið, að brottvikningarkrafa gerðarbeiðanda skyldi tekin til greina. Þar sem gerðarþoli hafði úrskurð þennan að engu, sneri gerð- arbeiðandi sér til fógetaréttar Reykjavíkur með bréfi, dags. 14. nóv. s. 1, sem fógetaréttinum barst sama dag. Krefst gerðarbeiðandi Þar útburðar á gerðarþola á grundvelli sömu ástæðna og úrskurður húsaleigunefndar byggist á. Mál þetta er tekið fyrir í fógetaréttinum 22. nóvember, og fær umboðsmaður gerðarbeiðanda þá frest til greinargerðar til 29. nóv., en þá fær umboðsmaður gerðarþola frest til greinargerðar til 6. desember. Þann dag kemur fram greinargerð hans, og krefst hann þess um leið, að málinu verði vísað frá fósetaréttinum, vegna þess að það hafi verið lagt fyrir bæjarþing Reykjavíkur. Lagði umboðs- maður gerðarþola fram til stuðnings þessari kröfu sinni bæjar- Þingsstefnu, útg. 21. nóv. s. l, sjá rskj. 6, þar sem gerðarbeiðanda, Hólmfríði, er stefnt til að þola dóm þess efnis, að framangreindur húsaleigunefndarúrskurður verði felldur úr gildi. Á stefnu þessa er áritun borgardómara um fyrirtöku málsins hinn 28. nóv. s. 1. Umboðsmaður gerðarbeiðanda mótmælir frestbeiðni þessari, þar sem fógetarétturinn hafi tekið málið fyrir, áður en það var þing- fest í bæjarþinginu. Þá telur hann og, að frávísun málsins komi öl ekki til greina, þar sem annað hvort beri að láta gerðina fram fara eða synja um framgang hennar. Einnig telur hann bæjarþings- stefnu þessa ranglega birta, þar sem hún hafi aldrei verið birt gerðarbeiðanda, heldur óviðkomandi persónu, og tekur fram í þvi sambandi, að ekki búi aðrir í húsinu nr. 77 við Laugarnesveg en aðiljar máls þessa. Í máli aðiljanna hér fyrir réttinum hefur gerðarbeiðandi gert þá kröfu, að gerðarþoli verði borinn út úr húsnæði sinu. Hins vegar er gerð sú krafa í bæjarþingsmálinu, að framangreindum úrskurði húsaleigunefndar verði synjað gildis. Þannig eru gerðar mismun- andi kröfur í málum þessum og ber því þegar af þeirri ástæðu samkvæmt eðli málsins og með hliðsjón af eðlilegum skilningi 104. gr. laga nr. 85/1936 að synja frávísunarkröfu umboðsmanns gerð- arþola. Því úrskurðast: Frávísunarkrafa umboðsmanns gerðarþola verður ekki tekin til greina. Miðvikudaginn 22. janúar 1947. Kærumálið nr. 2/1947. Þorleifur Sigurbjörnsson og Skarp- héðinn Halldórsson Ssegn Ingimundi Jónssyni Setudómari próf. Ísleifur Árnason í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Ágreiningur um eiðfestingu vitnis. Dómur hæstaréttar. Friðjón Skarphéðinsson, bæjarfógeti á Akureyri, hefur kveðið upp hinn kærða úrskurð. Sóknaraðiljar hafa með bréfi 21. des. f. á. kært til hæsta- réttar úrskurð, uppkveðinn á bæjarþingi Akureyrar 16. s. m., þar sem þess er synjað, að vitnið Vigfús Þ. Jónsson staðfesti með eiði framburð sinn í máli varnaraðilja gegn sóknaraðiljum. Barst hæstarétti kæran 9. þ. m. Sóknaraðiljar, sem ekki hafa sent hæstarétti greinargerð, krefjast þess í ofangreindu bréfi, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur og nefndu vitni verði heimilað að slaðfesta framburð sinn með eiði. 32 Hæstarétti hefur ekki borizt greinargerð frá varnaraðilja. Með skirskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Þar sem varnaraðili hefur engar kröfur gert, fellur máls- kostnaður niður. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður bæjarþings Akureyrar 16. desember 1946. Í máli þessu gerir stefnandinn, Ingimundur Jónsson, iðnaðar- maður á Akureyri, þær aðalkröfur, að stefndu, þeir Þorleifur Sig- urbjörnsson bifreiðarstjóri, Glerárgötu 3, og Skarphéðinn Halldórs- son skrifstofumaður, Hólabraut 20, báðir á Akureyri, verði dæmdir til að viðurkenna eignarrétt stefnanda að 1% hluta Efnalaugarinnar Skírnis, Akureyri, og til þess að greiða in solidum bætur fyrir at- vinnuspjöll og tapaðan ágóða, kr. 3000.00 á mánuði, ásamt vöxtum frá útgáfudegi sáttakæru til þess tíma, að hann fær eignarrétt sinn viðurkenndan, og málskostnað að skaðlausu. Til vara gerir stefnandi þá kröfu, að úrslit málsins verði látin velta á aðildareiði stefnanda. Stefndu krefjast sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. Efnalaugin Skírnir var stofnsett um áramótin 1943—44. Stofnendur voru þeir Vigfús Þ. Jónsson stórkaupmaður og stefnandi. Samningar milli þeirra um fyrirtækið voru ekki skriflegir, og ber þeim á milli um efni hans. Með samningi, dags. 1. júní 1946, seldi nefndur Vigfús stofnfé sitt í fyrirtækinu stefndu í máli þessu. Kom síðan til ágrein- ings milli aðilja máls þessa um réttarstöðu þeirra gagnvart nefndri efnalaug. Stefndu telja sig einkaeigendur hennar og krefjast sýknu á þeim grundvelli. Halda þeir því fram, að stefnandi hafi einungis átt að fá ágóðahlut til jafns við hvorn þeirra af fyrirtækinu, en hafi aldrei öðlazt eignarrétt að neinum hluta þess. Vigfús Þ. Jónsson stórkaupmaður hefur verið leiddur sem vitni í málinu og segir í vitnaskýrslu sinni, að meiningin hafi verið, að stefnandi yrði meðeigandi, jafn skjótt og hann legði fram stofnfé, og hafi hann raunar átt að gera það, þegar efnalaugin tæki til starfa. Vitnið lagði fram stofnfé, en átti að fá helminginn endur- greiddan frá stefnanda. Hins vegar hafi stefnandi aldrei lagt fram neitt stofnfé og því aldrei öðlazt eignarrétt að fyrirtækinu eða nein- um hluta þess. Af hálfu stefnanda hefur því verið mótmælt, að vitnið Vigfús Þ. Jónsson staðfesti vitnaskýrslu sína, með þeim rökum, að komið geti 33 til greina að líta þannig á, að vitnið hafi með framangreindum samningi Í. júní s. 1. afsalað eign, sem hann átti ekki. Af hálfu stefndu er þessu mótmælt, og var atriði þetta lagt í úrskurð á bæj- arþingi hér 12. þ. m. Samkvæmt 127. gr. einkamálalaganna getur dómari synjað að láta vitni staðfesta framburð sinn, ef vitni er svo við mál riðið, að svar við vitnaspurningu fyrirsjáanlega veldur vitni verulegu fjárhags- tjóni, alvarlegu óhagræði eða siðferðilegum hnekki. Vitni það, sem hér um ræðir, seldi stefnda fyrirtæki það, sem deilt er um eign- arrétt að í máli þessu, og stefndu telja sig einkaeigendur fyrir- tækisins í krafti þessarar sölu. Þykja því úrslit máls þessa skipta vitnið svo miklu fjárhagslega og siðferðilega, að rétt sé að synja því um að staðfesta framburð sinn með eiði. Því úrskurðast: Kröfu stefndu um, að vitnið Vigfús Þ. Jónsson staðfesti framburð sinn, er synjað. Miðvikudaginn 22. janúar 1947. Kærumálið nr. 3/1947. Þorleifur Sigurbjörnsson og Skarp- héðinn Halldórsson gegn Ingimundi Jónssyni. Setudómari próf. Ísleifur Árnason í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Ágreiningur um eiðfestingu vitnis. Dómur hæstaréttar. Friðjón Skarphéðinsson, bæjarfógeti á Akureyri, hefur kveðið upp hinn kærða úrskurð. Sóknaraðiljar hafa með bréfi 21. des. f. á. kært til hæsta- réttar úrskurð, uppkveðinn á bæjarþingi Akureyrar 16. s. m. þar sem vitninu Jóni Sveinssyni héraðsdómslögmanni er heimilað að staðfesta með eiði framburð sinn í máli varn- araðilja gegn sóknaraðiljum. Barst hæstarétti kæran 9. þ. m. Sóknaraðiljar, sem ekki hafa sent hæstarétti greinargerð, krefjast þess í ofangreindu bréfi, að hinn kærði úrskurður 3 öd verði úr gildi felldur og nefndu vitni verði synjað þess að staðfesta framburð sinn með eiði. Hæstarétti hefur ekki borizt greinargerð frá varnaraðilja. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Þar sem varnaraðili hefur engar kröfur gert, fellur máls- kostnaður niður. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður bæjarþings Akureyrar 16. desember 1946. Í máli þessu gerir stefnandi, Ingimundur Jónsson, iðnaðarmaður á Akureyri, þær aðalkröfur, að stefndu, þeir Skarphéðinn Halldórs- son skrifstofumaður, Hólabraut 20, og Þorleifur Sigurbjörnsson bif- reiðarstjóri, Glerárgötu 3, báðir á Akureyri, verði dæmdir til að viðurkenna eignarrétt stefnanda að á hluta efnalaugarinnar Skirnis á Akureyri og til þess að greiða in solidum bætur fyrir alvinnu- spjöll og tapaðan ágóða, kr. 3000.00 á mánuði, ásamt vöxtum frá útgáfudegi sáttakæru til þess tima, að hann fær eignarrétt sinn við- urkenndan, og málskostnað að skaðlausu. Til vara gerir stefnandi þá kröfu, að úrslit málsins verði látin velta á aðildareiði hans. Stefndu krefjast sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. Efnalaugin Skirnir var stofnsett um áramótin 1943—44. Stofn- endur voru þeir Vigfús Þ. Jónsson stórkaupmaður og stefnandi. Samningur milli þeirra var ekki skriflegur, og ber þeim á milli um efni hans. Með samningi, dags. 1. júní 1946, seldi Vigfús stofnfé sitt í fyrirtækinu stefndu í máli þessu. Kom siðan til ágreinings milli aðilja máls þessa um réttarstöðu þeirra gagnvart greindri efnalaug. Stefndu telja sig einkaeigendur fyrirtækisins og krefjast sýknu á þeim grundvelli. Halda þeir því fram, að stefnandi hafi einungis átt að fá ágóðahlut til jafns við hvorn þeirra að fyrir- tækinu, en hafi aldrei öðlazt eignarétt að neinum hluta þess. Vig- fús Þ. Jónsson hefur verið leiddur sem vitni í málinu og segir í vitnaskýrslu sinni, að meiningin hafi verið, að stefnandi yrði með- eigandi, jafnskjótt og hann legði fram stofnfé, og hafi hann raunar átt að gera það, þegar efnalaugin tæki til starfa. Vitnið lagði fram stofnfé, en átti að fá helming þess endurgreiddan frá stefnanda. Hins vegar hafi stefnandi aldrei lagt fram neitt stofnfé og þvi aldrei öðlazt eignarrétt að fyrirtækinu eða neinum hluta þess. Jón Sveinsson skattdómari hefur og verið leiddur sem vitni í málinu. Skýrir hann svo frá, að hann hafi marg ofi heyrt Vigfús ðð lýsa því yfir, eftir að fyrirtækið var stofnað og þar til hann seldi bað, að stefnandi máls þessa væri meðeigandi hans að jöfnu, en hins vegar hafi Vigfús sagzt hafa last meira fé til fyrirtækisins heldur en Ingimundur og hafi Ingimundur eða fyrirtækið átt að endurgreiða það. Vitnið Vigfús Jónsson hefur viðurkennt, að vel geti verið, að hann hafi hagað þannig orðum við Jón Sveinsson, að Ingimundur væri meðeigandi hans, fyrst framan af, þegar hann bjóst við, að Ingimundur yrði meðeigandi. Af hálfu stefnanda hefur verið gerð sú krafa, að vitnið Jón Sveinsson staðfesti skýrslu sína með eiði, en umboðsmaður stefndu hefur mótmælt því, að hann fengi það vegna hagsmunaafstöðu sinnar til málsins. Lögðu umboðsmenn aðilja atriði þetta í úrskurð á bæjar- Þingi 12. þ. m. Það er upplýst, að málflutningsmaður stefnanda og vitnið reka málflutningsskrifstofu í félagi. Þykja þó hagsmunir vitnisins af máli Þessu ekki það verulegir né afstaða vitnisins til málsins slík, að heimilt sé samkvæmt 127. gr. sbr. 125. gr, einkamálalaganna að synja kröfu stefnanda um, að vitnið fái að staðfesta skýrslu sína. Því úrskurðast: Vitninu Jóni Sveinssyni er rétt að staðfesta skýrslu sína með eiði. Föstudaginn 24. janúar 1947. Nr. 135/1946. Réttvísin og valdstjórnin (Hrl. Guttormur Erlendsson) gegn Sturlaugi Friðrikssyni (Hrl. Sigurgeir Sigurjónsson). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Manndráp af gáleysi. Brot gegn umferðarlöggjöf. Dómur hæstaréttar. Auk þeirra refsiákvæða, sem í héraðsdómi greinir, hefur ákærði gerzt sekur við 7. gr. 1. mgr. i. f. umferðarlaga nr. 24/1941. Að öðru leyti ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm með skírskotun til forsendna hans, þó þannig, að refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin 45 daga varðhald. Svo ber að svipta ákærða ökuleyfi 3 ár. 36 Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda í hæstarétti, 450 krónur til hvors. Dómsorð: Ákærði, Sturlaugur Friðriksson, sæti varðhaldi 45 daga. Hann skal sviptur leyfi til að aka bifreið 3 ár. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað í héraði á að vera óraskað. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verj- anda fyrir hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Gutt- orms Erlendssonar og Sigurgeirs Sigurjónssonar, 450 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 30. janúar 1946. Ár 1946, miðvikudaginn 30. janúar, var í aukarétti Reykjavikur, sem haldinn var í skrifstofu réttarins af Bergi Jónssyni sakadóm- ara, uppkveðinn dómur í málinu nr. 3554/1945: Réttvísin og vald- sljórnin gegn Sturlaugi Friðrikssyni, sem tekið var til dóms hinn 8. sama mánaðar. Mál þetta er af réttvísinnar og valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Sturlaugi Friðrikssyni bifreiðarstjóra, til heimilis í Háloga- landsherbúðunum hér í bænum, fyrir brot gegn XXIII. kafla al- mennra hegningarlaga nr 19 12. febrúar 1940, bifreiðalögum nr. 23 16. júní 1941, umferðarlögum nr. 24 16. júní 1941 og lögreglusam- þykkt Reykjavíkur nr. 2 7. janúar 1930. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 12. nóvem- ber 1915, og hefur sætt eftirtöldum kærum og refsingum: 1942 % Sátt, 25 kr. sekt fyrir brot gegn 30. gr. sbr. 2. mgr. 71. gr, lögreglusamþykktar Reykjavíkur. 1942 234 Dómur lögregluréttar Reykjavíkur, 10 daga varðhald og svipting öÖkuskirteinis í þrjá mánuði fyrir ölvun við bifreiðaakstur. 1942 3%% Áminning fyrir meint brot á lögum nr. 13/1941. 1944 349 Kærður fyrir ölvun innanhúss. Fellt niður. 1944 #6, Rvík. Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun og óspektir. 37 Hinn 25. sept. s. l. um klukkan 7 síðdegis varð umferðarslys á mótum Þingholtsstrætis og Amtmannsstígs hér í bænum. Rákust þar á fólksbifreiðin B 9, sem ákærði stýrði og var einn í, og bif- hjólið R 1139, sem Flosi Þórarinsson útvarpsvirki, Seljavegi 25, fæddur 1923, stýrði og var einn á. Við áreksturinn kastaðist Flosi til jarðar og hlaut þau meiðsl, er leiddu hann til bana hinn 28. s. m. Ákærði ók bifreiðinni norður Þingholtsstræti, en bifhjólinu var ekið vestur Amtmannsstíg. Eins og uppdráttur sá af slysstaðnum og umhverfi hans, sem fram hefur verið lagður, sýnir, standa húsin við þessi gatnamót sunnan Amtmannsstigsins (Amtmannsstígur 6 og Þingholtsstræti 11) út að gangstéttum Þingholtsstrætis og út að Amtmannsstigs, sem er gangstéttarlaus, og eru því báðum megin Þingholtsstrætis, þegar komið er sunnan strætið, eins og ákærði kom í þetta sinn, svokölluð „blind“ horn við þessi gatnamót. Sést eigi til ferða þeirra, sem koma ofan eða neðan Amtmannsstíginn inn á gatnamótin, fyrr en komið er fast að stignum eða inn á stiginn. Lögreglan skoðaði og reyndi bifreiðina B 9 strax eftir slysið, og reyndist hún vera í fyllsta standi, stjórntæki og hemlar í góðu lagi. Hemlar voru bæði á fram- og afturhjólum, og telur lögregluþjónn- inn, sem skoðaði bifreiðina, að stöðva hefði mátt bifreiðina í einu vetfangi á venjulegum innanbæjarhraða á þurri götu. Þingholts- strætið, sem ákærði ók eftir, var nýmalbikað og blautt vegna regns, sem verið hafði um daginn, Kemur það fram í rannsókn málsins bæði hjá ákærða og lögregluþjónum, að hemlar verki ver á mal- bikaðri götu blautri en þurri, og heldur lögreglubjónninn Friðrik Garðar Jónsson því fram, að á þessu sé mikill munur. Við Skálholtsstig 7 fór farþegi úr bifreið ákærða, og ók ákærði siðan norður Þingholtsstræti. Þegar bifreiðin var komin á ferð, eftir að farþeginn fór úr henni, leit ákærði á hraðamæli hennar, og stóð hann þá á 20 km, miðað við klukkustund, eða því sem næst, en þó ekki minna. Á þessum hraða, 20—25 km, miðað við klukkustund, kveðst ákærði hafa ekið, þar til hann sá til ferða Flosa. Til ferða hans sá ákærði ekki, fyrr en hann sá fyrir horn Þingholtsstrætis 11, þ. e. a. s. var kominn fast að gatnamótunum, og telur hann, að fjarlægðin milli bifreiðarinnar og Flosa hafi þá verið 5—6 metrar, og var hann þá að koma inn á gatnamótin fram undan bifreiðinni. Ákærði segir bifhjólinu hafa verið ekið nálægt miðri götu, en sökum þess, að hann sá ekki til ferða þess nema augabragð, getur hann ekki um það sagt, hve hratt því var ekið, en honum virtist það vera hemlað rétt fyrir áreksturinn. Um leið og ákærði sá bifhjólið, hemlaði hann bifreiðina með fóthemlunum, svo sem unnt var, en tók ekki í handhemilinn. Telur hann, að heml- arnir hafi verkað strax og hann sté á þá og öll hjól bifreiðarinnar 38 hætt að snúast, en samt hafi bifreiðin runnið áfram, svo sem raun varð á, vegna þess hve sleipur vegurinn var. Það skipti nú engum togum, að framendi bifreiðarinnar lenti á vinstri hlið bifhjólsins. Virtist ákærða þó Flosi eigi koma við bifreiðina, en vinstra bif- hjólshandfangið kom við vinstra ljósker bifreiðarinnar og Þraut glerið í því. Við þenna árekstur kastaðist bifhjólið og sá, er á því sat, undan bifreiðinni. Bifreiðin stöðvaðist, eftir því sem næst verður komizt, í norðurjaðri satnamótanna, þannig að afturendi hennar stóð inni á Amtmannsstígnum, en framendinn á Þingholts- stræti. Ákærði flýtti sér að koma hinum slasaða manni til hjálpar, en hann lá meðvitundarlaus á bakinu á gangstéttinni, og sneri höf- uðið að bifreiðinni. Ákærði lét manninn inn í bifreiðina með að- stoð Steingrims Jónssonar stud. med., Amtmannsstíg 6, sem kom að i þessum svifum, og ók ákærði síðan með hinn slasaða á Landsspítal- ann, og fylgdist Steingrímur með þangað. Í því áreksturinn varð, sat Steingrímur inni í stofu í Amtmanns- stig 6. Hann heyrði, að bifreið var ekið eftir Þingholtsstræti. Síðan heyrði hann ískra í hemlum og glerjabrothljóð. Hann leit þá út um glugga og sá, að Flosi lá á horninu hjá Amtmannsstís 5 og að ákærði var að taka hann upp. Fór Steingrimur þá út og aðstoðaði ákærða, svo sem áður segir. Þegar slysið varð, var drengurinn Ingólfur Helgi Jökulsson, 14 ára, að fara upp Amtmannsstig neðan þinsholts- strætis. Hann sá Flosa koma á bifhjólinu niður stiginn og virtist hann ekki fara hratt. Þegar Flosi var að koma á gatnamótin, heyrði hann hemlaískur í bifreið ákærða, sem í sama Þili ók inn á gatna- mótin og lenti á vinstri hlið bifhjólsins. Tveir drengir, Sigurður Gunnar Sigurðsson, 13 ára, og Högni Jónsson, 9 ára, stóðu á mótum Ingólfsstrætis og Amtmannsstigs og sáu, er bifhjólinu var ekið norð- ur Ingólfsstræti og niður Amtmannsstig. Þeim virtist því ekki vera ekið hratt, en hraðinn þó heldur vera aukinn, þegar það fór niður Amtmannsstíginn. Þeir litu svo af bifhjólinu, en heyrðu þá skell og sáu þá, að Þifhjólið og sá, er á því var, hentust frá bifreið upp á gangstéttarhornið við Þingholtsstræti og Amtmannsstig. Þeir tveir lögregluþjónar, sem komu á slysstaðinn mjög fljótlega, eftir að slysið varð, og athuguðu slysstaðinn með ákærða, sáu þar greinileg hemlaför eftir bifreiðina B 9, og reyndust þau vera 1l metra löng, og lágu glerbrot úr ljóskeri bifreiðarinnar við norður- enda vestra hemlafarsins. Samkvæmt vottorði Landsspitalans var Flosi við komuna þangað „djúpt“ meðvitundarlaus. Mar og skrámur sáust á enni, svo og skrám- ur á nefi og hnjám. Hann komst aldrei til meðvitundar, eftir að hann kom á deildina, enda hrakaði honum smámsaman, þar til hann and- aðist þ. 284 kl. 12.10. Við krufningu líkisins kom í ljós, að banameinið var brot höfuð- 39 kúpubotns og blæðingar á heila auk lungnabólgu. Er af þessu ljóst, að afleiðingar slyssins drógu Flosa heitinn til dauða. Eins og mót ákærða og Flosa bar að á gatnamótunum, átti ákærði umferðarréttinn, sem kallað er, samkvæmt 7. gr. 1. mgr. umferðar- laganna og 81. gr. 3. mgr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur, og hafði þvi Flosa borið skylda til að bíða, meðan ákærði fór yfir gatna- mótin. Með því að gæta ekki þessarar skyldu hefur Flosi orðið að verulegu leyti valdur slyssins. Samkvæmt 26. gr. 5 mgr. bifreiðalaganna og 46. gr. lögreglusam- bykktar Reykjavíkur má eigi aka bifreið inn á gatnamót hraðar en svo að stöðva megi hana þegar í stað. Þessarar skyldu hefur ákærði eigi gætt og því gerzt brotlegur við nefndar greinar sbr. 38. gr. hifreiðalaganna og 96. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur. Enn fremur hefur ákærði með því að sýna ekki nauðsynlega aðgæzlu og varkárni í akstrinum gerzt brotlegur við 27. gr. 1. mgr. sbr. 38. gr. bifreiðalaganna og 4. gr. 3. mgr. sbr. 14. gr. umferðarlaganna. Hinn ógætilegi hraði akstur ákærða inn á gatnamótin, bæði með tilliti til þess, hvernig þeim er háttað, og að hin nýmalbikaða gata var blaut og ákærða var kunnugt um, að það ástand hennar dró úr verkun hemlanna, varð meðorsök slyssins og dauða Flosa heitins, og þykir því ákærði hafa serzt brotlegur við 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19 12. febrúar 1940. Þykir refsing hans með hliðsjón af 77. gr. hegningarlaganna hæfi- lega ákveðin 30 daga fangelsi. Samkvæmt 39. gr. bifreiðalaganna Lbykir verða að svipta ákærða bifreiðastjóraréttindum í eitt ár frá birtingu dóms þessa. Ákærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, hrl. Sigurgeirs Sigur- jónssonar, kr. 400.00. Rekstur málsins hefur verið vítalaus. Dómsorð: Ákærði, Sturlaugur Friðriksson, sæti fangelsi í 30 daga. Ákærði er sviptur Þbifreiðarstjóraréttindum í eitt ár frá birt- ingu dóms þessa. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnar- laun skipaðs verjanda sins, hrl. Sigurgeirs Sigurjónssonar, kr. 400.00. Dómi þessum skal fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 40 Mánudaginn 27. janúar 1947. Nr. 29/1946. Þorgrímur Ólafsson (Ragnar Jónsson cand. jur.) Segn Helga Lárussyni (Baldvin Jónsson cand. jur.). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Fébætur vegna skemmda á lausafjármunum. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu 25. febrúar 1946 og fengið gjafsókn og sér skipaðan talsmann 23. nóv. s. á. Gerir hann þær dómkröfur, aðal- lega að stefndi verði dæmdur til að greiða honum kr. 5765.80 með 6% ársvöxtum frá sáttakærudegi, 12. október 1944, til greiðsludags, en til vara lægri bætur eftir mati dómsins ásamt vöxtum, eins og áður segir. Svo krefst hann þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum máls- kostnað fyrir báðum dómum, eins og málið væri ekki gjaf- sóknarmál, þar á meðal málflutningslaun skipaðs tals- manns sins hér fyrir dómi. Enn fremur krefst hann hækk- unar á málflutningslaunum talsmanns sins í héraði í máli þessu. Stefndi krefst aðallega staðfestingar hins áfrýjaða dóms, en til vara, að krafa áfrýjanda verði lækkuð samkvæmt mati hæstaréttar. Svo krefst hann og málskostnaðar fyrir hæsta- rétti úr hendi áfrýjanda eftir mati dómsins. Eftir að dómur gekk í héraði, hafa nýjar vitnaleiðslur farið fram og ýmissa annarra gagna verið aflað í málinu. Krafa áfrýjanda er í tveimur höfuðliðum. Í fyrsta lagi krefst hann 4765.80 króna skaðabóta fyrir muni, sem hann átti geymda í skúr á Bergþórugötu 3 og hann kveður stefnda bafa borið þaðan út að ólögum seint í nóvember 1941, en munir þessir hafi síðan farið forgörðum. Í öðru lagi krefst hann 1000 króna skaðabóta fyrir skemmdir á munum, sem hann átti geymda í nefndum skúr frá 24. febr. 1942 og fram á næsta vor, en skemmdirnar telur hann hafa stafað af tjöru, 41 er lekið hafi niður um þak skúrsins, þegar menn í þjónustu stefnda voru að bika það þá um vorið. 1. Um 4765.80 króna kröfuna. Málavextir eru þeir, að þann 1. október 1939 tók áfrýj- andi þessa máls á leigu 3 herbergi og eldhús í húsinu nr. 3 við Bergþórugötu hér í bæ, og fylgdi íbúðinni geymsla í skúr á lóð hússins, sem fleiri íbúar þess virðast einnig hafa haft til afnota. Þann 25. janúar 1941 keypti stefndi í máli þessu nefnda húseign, og þann 6. febrúar s. á. sagði hann áfrýjanda upp húsnæðinu frá 14. maí n. k. að telja, en hús þetta hugðist hann að nota til iðnaðarstarfsemi. Leyfi húsa- leigunefndar til að breyta íbúðarhúsi þessu í iðnhýsi hafði hann þá ekki fengið. Það leyfi fékk hann eigi fyrr en 25. ágúst sama ár. Þrátt fyrir það þótt hann fengi þá fyrst leyfi þetta, úrskurðaði húsaleigunefnd þann 27. september s. á., að áfrýjanda væri skylt að víkja þá þegar úr íbúð sinni sam- kvæmt áðurgreindri uppsögn frá 6. febrúar s. á. Þar sem áfrýjandi vék ekki þegar úr íbúðinni, leitaði stefndi aðstoðar fógeta til að fá hann borinn út. Tók fógeti útburðarkröfu stefnda til greina með úrskurði 4. október s. á., og hefur þeim úrskurði ekki verið áfrýjað til hæstaréttar. Frekari aðgerðum var þó frestað um sinn sökum vanheilsu áfrýj- anda og dóttur hans. Þann 28. s. m. úrskurðaði fógeti á ný, að útburðurinn skyldi fara fram, þó með þeirri takmörkun, að áfrýjanda skyldu heimil afnot eins herbergis íbúðarinnar til bráðabirgða. Þann 1. nóvember s. á. var útburðurinn framkvæmdur, og voru þá húsmunir áfrýjanda látnir inn í þetta herbergi, en ekki rýmdi fógeti úr geymslu þeirri, er áður getur. Högum áfrýjanda var þá þannig háttað, að á heimilinu voru hann og kona hans svo og 5 börn þeirra hjóna. Áfrýjandi og eitt barnanna voru berklaveik, og hafði fátækrastjórn Reykjavíkur ekki tekizt að afla þeim hús- næðis. Herbergjaskipun í íbúðinni var með þeim hætti, að inn af herbergi því, sem áfrýjanda og fjölskyldu hans var heimilað til bráðabirgða, var stofa, sem ekki varð komizt inn Í nema gegnum herbergi áfrýjanda, og stóð hún ónotuð. Inn í þessa auðu stofu lét kona áfrýjanda nokkra húsmuni. 42 kinnig flutti hún ýmsa muni út í áður nefnda geymslu til að rýma til í herbergi því, sem fjölskyldan hafði enn til af- nota. Hinn 24. nóvember s. á. tók stefndi sig til og bar hús- muni áfrýjanda út úr stofunni svo og einhverja muni úr eldhúsinu að viðstöddum lögreglumanni, sem hvarf á brott að því loknu. Suma þessa muni kveðst stefndi hafa skilið eftir í fremra herberginu og anddyri, en flestir þeirra hafi verið fluttir út á lóð hússins. Kveðst hann samdægurs hafa flutt megnið af munum þessum inn í áðurnefnda geymslu, en nokkrir þeirra hafi orðið eftir úti. Stefndi hefur fyrir dómi neitað því að hafa aðhafzt frekara og kveðst ekki minnast þess, að nokkrir aðrir en lögreglumaðurinn hafi unnið að þessu með sér. Með framburði margra vitna, sem önnur atvik styðja, er það þó fullkomlega sannað, að stefndi bar út á lóð hússins muni þá, sem áfrýjandi átti í geymsl- unni. Segja vitni aðstoðarmenn hafa verið þar með hon- um að verki, en til þeirra hefur ekki náðst, þar eð stefndi hefur ekki skýrt frá nöfnum þeirra. Voru munirnir um- hirðulitlir á lóðinni um veturinn, unz þeir um vorið voru fluttir burtu af sorphreinsunarmönnum, og er talið að þeir hafi þá verið orðnir ónýtir með öllu. Kona áfrýjanda kvaddi, sama dag og stefndi bar mun- ina út, þrjá menn til þess að skoða þá og meta. Hefur skrá þeirra um munina verið lögð fram í málinu ásamt mati þeirra á þeim, en það var framkvæmt alllöngu síðar. Fjár- hæð matsins nemur samtals kr. 4765.80, og er það fyrri kröfuliður samkvæmt því, sem í upphafi getur. Telja verður, að áfrýjandi hafi ekki verið sviptur umráð- um nefndrar geymslu með fógetagerðinni 1. nóvember 1941. Var stefnda þvi þegar af þeirri ástæðu ólögmætt að bera muni áfrýjanda út þaðan. Þegar litið er á hagi áfrýjanda, verður ekki talið, að honum hafi verð unnt að bjarga mun- um þessum frá spjöllum og tortímingu nema að litlu leyti. Verður stefndi því að bæta áfrýjanda tjón það, sem hann hlaut af því, að munir þessir glötuðust. Nú hefur mat á munum þessum ekki farið fram með þeim hætti, að niður- staða þess verði lögð til grundvallar skaðabótunum. En þegar litið er á hið ólögmæta atferli stefnda, sem leiddi til 43 þess, að munirnir fóru forgörðum, verður sönnunarbyrðin fyrir fjárhæð tjónsins ekki lögð einvörðungu á áfrýjanda. Samkvæmt þessu og með hliðsjón af áðurgreindri skrá þykja bætur til áfrýjanda samkvæmt þessum kröfulið hæfi- lega ákveðnar 3500 krónur. 2. Um 1000 króna kröfuna. Samkvæmt úrskurði fógeta 16. febr. 1942 var áfrýjandi borinn að fullu út úr umræddri íbúð þann 24. s. m. Kom þá lögreglustjóri munum þeim, sem voru í herbergi áfrýj- anda, til varðveizlu í geymsluskúr stefnda. Um vorið eftir lét stefndi gera við þak skúrsins og tjarga það. Er sannað með skýrslum vitna og útliti þeirra muna áfrýjanda, sem í skúrnum voru, að þeir spilltust þá af tjöru. Verður stefndi að bera ábyrgð á þeim spjöllum. Samkvæmt því, sem fram er komið í málinu um spjöllin, þar á meðal skoðunargerð manna, sem áfrýjandi kvaddi til, þykir mega taka kröfu Lans um 1000 króna bætur samkvæmt þessum lið til greina. Samkvæmt framanskráðu ber að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda kr. 3500.00 - kr. 1000.00 eða samtals kr. 4500.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 12. október 1944 til greiðsludags. Eftir þessum úrslitum verður að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti, sem ákveðst samtals kr. 3072.80. Hljóti ríkissjóður þar af kr. 1072.80, talsmaður áfrýjanda í héraði 1000 krónur og málfrytjandi hans í hæstarétti 1000 krónur. Það er aðfinnsluvert, að atvika- og kröfulýsingu í hér- aðsdómi er mjög ábótavant. Dómsorð: Stefndi, Helgi Lárusson, greiði áfrýjanda, Þorgrími Ólafssyni, kr. 4500.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 12. október 1944 til greiðsludags. Stefndi greiði áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti kr. 3072.80. Af þeim hljóti ríkissjóður kr. 1072.80, talsmaður áfrýjanda í héraði, Sveinbjörn 44 Jónsson hæstaréttarlögmaður, kr. 1000.00 og málflytj- andi áfrýjanda í hæstarétti, Ragnar Jónsson cand. juris, kr. 1000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 30. nóvember 1945. Mál þetta, sem dómtekið var 20. þ. m., hefur Þorgrímur Ólafs- son, Höfðaborg 75 hér í bæ, eftir árangurslausa sáttaumleitun höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 31. október 1944, gegn Helga forstjóra Lárussyni, Skeggjagötu 4 hér í bænum, til greiðslu á kr. 5765.80 með 6% ársvöxtum frá sáttakærudegi (12. okt. 1944) til greiðsludags og málskostnaði samkvæmt mati dóms- ins. Með bréfi dómsmálaráðuneytisins var stefnanda veitt gjaf- sókn, og hefur hann samkvæmt því krafizt málskostnaðar, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Stefndi hefur krafizt aðallega algerrar sýknu og málskostnaðar að mati dómara, en til vara lækkunar á dómkröfu stefnanda. Þá hefur hann og krafizt þess, að dregnar verði frá dómkröfum stefnanda kr. 140.00, en sú fjárhæð er málskostnaður, sem stefn- anda hefur verið gert að greiða stefnda samkvæmt þrem úr- skurðum fógetaréttar Reykjavíkur. Málavextir eru þessir: Hinn 6. febrúar 1941 sagði stefndi stefnanda upp húsnæði því, er hann hafði á leigu í húsi stefnda nr. 3 við Bergþórugötu hér í bænum. Hinn 4. október s. á. var kveðinn upp úrskurður fó- getaréttar Reykjavíkur á þá leið, að uppsögnin væri lögmæt, og stefnandi því skyldur að rýma húsnæðið. Útburði var þó vegna heilsufars stefnanda frestað um nokkurn tíma. Hinn 28. s. m. var kveðinn upp úrskurður í sama rétti um útburð á stefnanda að öðru en því, að honum voru heimiluð til bráðabirgða afnot eins herbergis íbúðarinnar, og fór útburðurinn fram 1. nóvember 1941, og var húsmunum stefnanda þá komið fyrir í herbergi þvi, sem hann hafði umráð yfir. Hinn 16. febrúar 1942 var loks kveðinn upp úrskurður í fógetaréttinum um útburð muna stefnanda úr því herbergi, og var sá útburður framkvæmdur 20. s. m. Voru munirnir bornir í skúr þar á lóðinni, sem lögreglustjóri hafði fengið að láni í því skyni hjá stefnda. Stefnandi byggir kröfur sínar í fyrsta lagi á því, að hinn 24. móvember 1941 bar stefndi út sjálfur í viðurvist eins lögreglu- Þþjóns nokkuð af húsmunum stefnanda, að því er stefnandi heldur fram úr geymslu íbúðarinnar svo og íbúðinni sjálfri, og kom þeim fyrir úti á lóð hússins. Þar eð stefnanda hafi verið ómögulegt að 45 afla húsnæðis yfir muni þessa, hafi þeir allir eyðilagzt, enda hafi stefndi að lokum látið fleygja þeim á öskuhauga bæjarins. Hefur stefnandi lagt fram skrá um muni þessa og mat á verðmæti þeirra og telur stefnda bótaskyldan vegna gertækis um útburð þeirra. Í annan stað styður stefnandi bótakröfur sínar við það, að hús- munir þeir, er geymdir voru í skúr stefnda, hafi orðið fyrir all- verulegum skemmdum við það, að stefndi lét bika þak skúrsins, rétt áður en munir þessir voru sóttir. Heldur stefnandi því fram, að við það verk hafi tjaran lekið niður um þak skúrsins á húsgögn sín, og valdið á þeim allverulegum skemmdum. Eins og fyrr segir, er bótakrafa stefnanda öðrum þræði byggð á afleiðingum af gertæki stefnda og að hinu leytinu á ábyrgð hans á bikun skúrþaksins. Stefndi byggir sýknukröfu sína í fyrsta lagi á þvi, að honum hafi að vísu ekki verið löglega heimilt að bera út sjálfur greinda muni, en hins vegar hafi hann ekki borið þá út úr geymslunni, heldur út úr þeim hluta íbúðarinnar, sem honum voru heimiluð umráð yfir, en stefnandi hafði í heimildarleysi flutt munina inn í aftur, og auk þess hafi stefnanda sjálfum verið bæði rétt og skylt að sjá sjálfur um afdrif munanna að útburði þeirra loknum. Þá hefur hann og eindregið mótmælt því, að um hafi verið að ræða alla þá muni, sem stefnandi tekur til, svo og véfengt verðmæti þeirra, enda talið ástand þeirra lélegt, og loks eindregið mótmælt því, að hann hafi átt þátt í því, að þeim var fleygt. Þá hefur hann enn fremur mótmælt því, að skemmdir á húsmunum stefnanda hafi getað hlotizt af völdum tjörgunar skúrsins, þar eð ósannað sé, að starfsmenn hans hafi lokið störfum, þegar kona stefnanda og að- stoðarmenn hennar komu til að sækja húsgögnin. Að lokum hefur stefndi bent á, að draga hafi mátt úr skemmdum af völdum tjör- unnar með því að þurrka hana af þegar í stað. Á það verður að fallast með stefnda, að afleiðingar fyrrgreinds útburðar séu ekki bótaskyldar af hans hálfu, enda er það sannað í máli þessu, að hann eða menn á hans vegum breiddu yfir muni þessa a. m. k. til bráðabirgða, og eigi er heldur sannað, að stefndi hafi átt þátt í, að munum þessum var fleygt. Hins vegar er fram komin lögfull sönnun um það, að starfsmenn stefnda unnu að bikun fyrrgreinds skúrþaks, áður en kona stefnanda sótti húsmuni sína, og verður því að telja stefnda bera bótaábyrgð á því tjóni, er það verk hefur bakað stefnanda. Samkvæmt öllu því, sem upp er komið í málinu um það atriði, þykja bætur til stefnanda hæfilega ákveðnar kr. 500.00 með vöxtum, eins og krafizt var, en eftir öllum mála- vöxtum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Kröfu stefnda um frádrátt framangreindra kr. 140.00 þykir ekki unnt að taka til greina „enda ræðir þar um þegar aðfararhæfar kröfur á hendur stefnanda. 46 Málssóknarlaun skipaðs talsmanns stefnanda, Sveinbjarnar hæsta- réttarlögmanns Jónssonar, greiðist úr ríkissjóði og ákveðast kr. 700.00. Bjarni Bjarnason, fulltrúi borgardómara, kvað upp dóm Þenna, en dráttur á uppsögn hans stafar af önnum. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Helgi Lárusson, greiði stefnanda, Þorgrimi Ólafssyni, kr. 500.00 með 6% ársvöxtum frá 12. október 1944 til greiðslu- dags, en málskostnaður falli niður. Málssóknarlaun skipaðs talsmanns stefnanda, Sveinbjarnar hæstaréttarlögmanns Jónssonar, kr. 700.00, greiðist úr ríkissjóði. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 29. janúar 1947. Nr. 115/1946. Réttvísin og valdstjórnin (Hr. Egill Sigurgeirsson) segn Jóni Kristni Steinssyni (Hrl. Ólafur Þorgrímsson). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Áverkamál. Bifreiðalagabrot og umferðarlaga. Dómur hæstaréttar. Auk þeirra lagaboða, sem getið er í hinum áfrýjaða dómi, hefur ákærði geræt sekur við 4. gr. umferðarlaga. nr 24./1941. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin 3000 króna sekt í ríkissjóð, og komi 30 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði skal sviptur leyfi til að aka bifreið 3 ár. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu sakarkostnaðar í hér- aði á að vera óraskað. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda. og verjanda fyrir hæsta- rétti, 350 krónur til hvors. 47 Dómsorð: Ákærði, Jón Kristinn Steinsson, greiði 3000 króna sekt í ríkissjóð, og komi 30 daga varðhald í stað sekt- arinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birt- ingu dóms þessa. Ákærði skal sviptur ökuleyfi 3 ár. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu sakarkostnaðar í héraði á að vera óraskað. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verj- anda í hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Egils Sig- urgeirssonar og Ólafs Þorgrímssonar, 350 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 20. marz 1946. Ár 1946, miðvikudaginn 20. marz, var í aukarétti Reykjavikur, sem haldinn var í skrifstofu réttarins af Bergi Jónssyni sakadóm- ara, upp kveðinn dómur í málinu nr. 845/1946: Réttvísin og vald- stjórnin gegn Jóni Kristni Steinssyni, sem tekið var til dóms hinn 4. sama mánaðar. Mál þetta er af réttvísinnar og valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Jóni Kristni Steinssyni Þifvélavirkja, Skúlagötu 60, fyrir brot segn XKITI. kafla almennra hegningarlaga nr. 19 12. febrúar 1940, bifreiðalögum nr. 23 16. júní 1941 og umferðarlögum nr. 24 16. júní 1941. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 3. nóvember 1908. Hinn 12. júní 1939 hefur hann sætt áminningu fyrir brot gegn umferðarreglum og hinn 17. marz 1941 áminningu fyrir ólöglegt bií- reiðastæði. Að öðru leyti hefur hann eigi, svo kunnugt sé, sætt ákæru eða refsingu. Slys það, sem mál þetta er af risið, varð um kl. - 9 siðdegis 30. janúar 1945 á Suðurlandsbraut hér við bæinn, milli móta Suðurlandsbrautar og Holtavegar og Suðurlandsbrautar og Grensásvegar. Á þessu svæði liggur vegurinn beint áfram, en hallar lítið eitt frá vestri til austurs. Aðalvegurinn er steinsteyptur, sem næst 5,90 m á breidd, og er honum skipt í tvo hluta jafnbreiða, en norðaustan steypta vegarins er malborinn vegur, 4,70 m á breidd, ætlaður ríðandi mönnum og fótgangandi. Þegar slysið varð, var um 8 stiga frost, veður kyrrt og úrkomulaust. Vegurinn var auður. 48 Í frumskýrslu lögreglunnar um slysið er tekið fram, að ísing hafi verið á veginum. Þrír lögregluþjónar fóru á slysstaðinn, þegar eftir að slysið varð, og hefur einn þeirra borið, að hann hafi orðið þess var, að „einhver ísing“ var á veginum, þegar lögreglubifreiðin var stöðvuð eða henni ekið af stað. Hinir lögregluþjónarnir muna ekki, hvort ísing var á veginum eða ekki, og önnur vitni svo og ákærði sjálfur halda því fram, að ísing hafi eigi verið á veginum. Hvorki lögreglubifreiðin né bifreið ákærða voru á keðjum, og telja tveir lögregluþjónanna, að aðrar bifreiðar, sem um veginn fóru, hafi ekki verið á keðjum. Verður að líta svo á af framansögðu, að ísing hafi engin verið eða svo óveruleg, að ákærða hafi verið vítalaust að aka bifreið sinni keðjulausri. Ákærði ók í þetta sinn fólksbifreiðinni R 2479 austur Suðurlands- braut, og var ferðinni heitið að Vatnsenda. Hann skýrir svo frá málavöxtum, að hann hafi ekið á vinstri helmingi steypta vegarins, og hafi hjól bifreiðarinnar aldrei farið út á malborna veginn né heldur yfir miðlínu steypta vegarins, fyrr en slysið varð. Ökuhrað- ann segir hann hafa verið fremur litinn, en treystir sér eigi til þess að tiltaka hann nákvæmlega. Þegar hann nálgaðist slysstaðinn, kom á móti honum herbifreið með mjög sterkum ljósum, sem Þblinduðu hann. Með því að breyta ljósum sinnar bifreiðar í hærri og lægri ljós gaf hann stjórnanda herbifreiðarinnar merki um, að deyfa ljós hennar, en þegar því var ekki sinnt, hægði ákærði á ferð sinnar bifreiðar. Um leið og bifreiðarnar mættust og ljós herbifreiðarinnar hættu að blinda ákærða, sá hann hest standa á afturfótunum fyrir framan vinstra frambretti bifreiðar sinnar, og snéri hesturinn með brjóst og kvið á ská að ákærða. Ákærði, sem þá kveðst hafa verið á mjög hægri ferð, hemlaði bifreiðina strax og reyndi að sveigja stefnu hennar til hægri inn á veginn frá hestinum, en á sama auga- bragði rakst bifreiðin á hestinn, og heldur ákærði, að framendi hennar hafi farið undir brjóst hestsins, er hann stóð á afturfótun- um, og í sömu svifum hafi framfætur hestsins fallið ofan á vélarhlif bifreiðarinnar. Um leið sá ákærði eitthvað dökkt, „eins og svarta flygsu“, detta á vélarhlifina, þaðan á vinstra frambretti og þaðan á veginn. Ákærði stöðvaði nú bifreiðina í einu vetfangi, að því er virðist, enda hefur hún, þegar hér var komið, verið á mjög hægri ferð, að eigin sögn ákærða. Hann fór strax út úr henni og sá þá, að það, sem honum hafi sýnzt vera svört flygsa, var maður, sem lá meðvitundarlaus á veginum. Samferðamaður hins slasaða, Páll Sigurðsson bifreiðarstjóri, Hlíð við Breiðholtsveg, var að fara af baki, þegar ákærði kom út úr bifreiðinni. Þeir, ákærði og Páll, stöðvuðu bifreið, sem þarna bar að, og fór Páll með hinn slasaða mann í henni á Landspitalann. Það, sem ákærði sá fyrst til hestsins eftir áreksturinn, var, að hann hljóp austur veginn og dró hnakk- inn. Ákærði skeytti honum ekki, fyrr en hann hafði komið hinum 49 slasaða af stað áleiðis á sjúkrahúsið. Þá sá hann hestinn liggja skammti frá bifreiðinni innar á veginum, og voru nokkrir menn í kringum hann. Var hesturinn svo lemstraður, að hann var skotinn á slysstaðnum strax að heita mátti. Skemmdir á bifreiðinni urðu nokkrar, en þó eigi verulegar, Sá, sem fyrir slysinu varð, var Guð- mundur Jónsson verkamaður, Hlíð við Breiðholtsveg, fæddur 18. desember 1893. Við yfirheyrslu hefur hann enga grein getað gert sér fyrir slysinu og minnist þess ekki, að hafa verið ríðandi á ferð, er slysið varð. Telur hann sig, þegar slysið varð, hafa verið í bií- reið og verið að fara frá Reykjavík. Hefur hann algerlega tapað minni um slysið, enda varð hann fyrir mjög alvarlegum meiðslum við það, eins og síðar verður að vikið. Páll Sigurðsson, samferða- maður Guðmundar, skýrir svo frá, að þeir hafi riðið niður Grensás- veg og síðar vestur reiðveginn norðaustan steypta vegarins, og höfðu þeir riðið stuttan spöl vestur reiðveginn, þegar slysið varð. Báðir voru þeir allsgáðir og á stilltum hestum, sem virtust óhræddir við bifreiðar. Guðmundur reið einhesta, en Páll teymdi trippi hægra megin við sig. Hann þorir ekki að fullyrða, hve langt frá steypta veginum hann hafi riðið, en ber, að trippið hafi verið eitt til tvö fet frá nyrðri brún malborna vegarins. Margar bifreiðar óku þarna framhjá þeim bæði austur og vestur veginn, og virtust hestarnir ekki hræðast þær. Páll reið á undan Guðmundi. Rétt á undan slys- ínu sá Páll bifreið með sterkum ljósum koma vestan akveginn mjög nálægt reiðveginum, og kveðst hann hafa veitt þessari bifreið sér- staka athygli, sökum þess að henni var ekið nær honum en öðrum bifreiðum, sem um veginn fóru, Ekki tók hann eftir, að ljósum henn- ar væri breytt, en þeim veitti hann enga sérstaka athygli. Ekki tók hann heldur eftir því, að bifreið væri ekið framhjá Þessari bif- reið, rétt áður en slysið varð, en bifreiðaumferð var mikil á veg- inum. Þegar Þifreið þessi átti ófarnar 4 til 5 Þifreiðalengdir að Páli, leit hann við og sá, að Guðmundur var rétt á eftir sér beint fyrir aftan sig. Telur Páll, að hraði bifreiðarinnar, þegar hún fór framhjá honum, hafi verið 35—40 km, miðað við klukkustund. Þegar bifreiðin var komin framhjá honum, heyrði hann skell og leit þá við og sá, að hestur Guðmundar hafði tekizt á loft og bar hálfan ofan við áðurnefnda bifreið. Einnig sá hann Guðmund í loftinu, en vegna myrkurs sá hann ekki, hvernig hann kom niður, og ekki sá hann heldur, hvernig hesturinn kom niður. Þegar Páll sá hest- inn á lofti, heyrði hann hemlahljóð frá bifreiðinni, og ályktar hann af því, að bifreiðin hafi þá verið á hreyfingu. Hann hraðaði sér af baki og fór að bifreiðinni, og hafði ákærði þá reist Guðmund upp til hálfs. Í orðaskiptum, er fóru milli Páls og ákærða, sagði ákærði, að bifreið, sem á móti sér hefði komið, hefði blindað sig. Páll fór síðan með Guðmund á Landspítalann í bifreið, sem þarna bar að. Vegna umhugsunar um að hjálpa Guðmundi kveðst Páll ekki hafa 4 50 tekið eftir stöðu bifreiðar ákærða né legu hestsins á veginum eftir slysið. Þegar lögreglan kom á vettvang, lá hesturinn 7 metra fyrir framan bifreiðina, en bifreiðin stóð innarlega á nyrðri helmingi steypta vegarins, og hægra framhjól hennar var á mótum hinna steypti vegarhelminga. Tveir lögregluþjónar athuguðu verksumerkin á staðnum, og varð annar þeirra ekki var við hemlaför eftir bifreið- ina, en hinn sá hemlafar, ekki meira en eins meters langt, eftir annað hjól bifreiðarinnar, en ekki mundi hann, þegar hann gaf skýrslu sína, eftir því, hvort hjólfarið þetta var. Eins og áður segir, varð Guðmundur Jónsson þarna fyrir all- verulegu slysi. Í vottorði Landspítalans um hann, dagsettu 6. april 1945, er dr. med. Snorri Hallgrímsson hefur gefið, segir svo: „Guð- mundur Jónsson, til heimilis í Hlíð við Breiðholtsveg, var lagður inn á IV. d. Landspítalans 3% 1945 vegna slyss, er hann hafði orðið fyrir þá rétt áður. Við komuna hingað var Guðmundur rænulaus. Hann var skrám- aður á nefi, og stórt mar sást á h. mjöðm, en annars ekki merki um ytri áverka, Hann var algerlega rænulaus í 6 daga, en úr þvi fór hann að hressast. Fyrstu vikurnar eftir að hann kom til með- vitundar, var hann algerlega ruglaður og mjög órólegur. Síðar meir róaðist hann smámsaman og síðustu tvær vikurnar, sem hann var á deildinni, gat hann borðað og klætt sig að mestu hjálparlaust, en var allruglaður. Við brottförina héðan þ. 164 1945 var hann sæmi- lega hress, en allmikið ruglaður. Hann vissi t. d. ekki, hvar hann var eða hvar hann átti heima. Hann talaði í sífellu og varð mjög önugur, ef honum var mótmælt. Hann gat ekki hirt um sjálfan sig, nema það allra nauðsynlegasta, og þurfti þvi áframhaldandi ná- kvæma umönnun.“ Í vottorði sama læknis, dagsettu 7. janúar s. Í., segir, að Guð- mundur hafi í slysinu hlotið hauskúpubrot, og einnig hafði mjaðm- argrind brotnað framan til vinstra megin. Í þessu vottorði segir, að Guðmundi hafi batnað frá því fyrra vottorðið var ritað, en sé þá langt frá því að vera heill heilsu og sé algerlega óvinnufær. Fyrir liggja vottorð dr. med. Helga Tómassonar og Jóhanns Sæmundssonar læknis um ástand Guðmundar, en eigi þykir ástæða til að fjölyrða frekar um það hér en orðið er. Eins og málavöxtum hefur nú verið lýst, þykir ljóst, að leggja verður skýrslu ákærða til grundvallar við dómsálagningu málsins. Samkvæmt þeirri skýrslu blindaðist ákærði af ljósum bifreiðar þeirrar, sem á móti honum kom, en ók samt áfram. Vegna þess að hann blindaðist, sá hann ekki til ferða Guðmundar, fyrr en hann (ákærði) komst út úr ljósmáli bifreiðarinnar, sem á móti kom, en í sömu andránni rakst bifreiðin á hestinn. Þó að eigi sé vitað um hreyfingar hestsins næstu augnablikin fyrir slysið, verður að telja, öl að slysið hefði ekki orðið, ef ákærði hefði eigi sýnt þá ógætni að aka áfram blindaður af bifreiðarljósunum. Með þessari ógætni hefur ákærði gerzt brotlegur við 219. gr. almennra hegningarlaga, 27. gr. 1. mgr. sbr. 38. gr. bifreiðalaganna og 2. sbr. 14. gr. umferðarlaganna. Með hliðsjón af 77. gr. hegningarlaganna og afleiðingum brotsins, þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin varðhald í 30 daga. Þá ber og samkvæmt 39. gr. bifreiðalaganna að svipta ákærða bifreiðar- stjóraréttindum í eitt ár frá birtingu dóms þessa. Ákærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda sins, hrl. Ólafs Þorgrímssonar, kr. 400.00. Rekstur málsins hefur verið vitalaus. Dómsorð: Ákærði, Jón Kristinn Steinsson, sæti varðhaldi í 30 daga. Ákærði er sviptur bifreiðarstjóraréttindum í eitt ár frá birt- ingu dóms þessa. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnar- laun skipaðs verjanda sins, hrl. Ólafs Þorgrímssonar, kr. 400.00. Dómi þessum skal fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 31. janúar 1947. Nr. 86/1946. Vélsmiðjan Þór h/f (Hrl. Gunnar Þorsteinsson) gegn Bjarna Ö. Jónassyni (Hrl. Egill Sigurgeirsson). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Ómerking. Vísun máls til sjó- og verzlunardóms. Dómur hæstaréttar. Héraðsdóm hefur. upp kveðið Kristinn Ólafsson, fulltrúi bæjarfógetans í Hafnarfirði. Mál þetta er risið út af verzlunarviðskiptum umboðs- og heildsala annars vegar og verksmiðjueiganda hins vegar. Átti því sjó- og verzlunardómur að fara með málið og dæma það samkvæmt 2. tölulið 200. gr. laga nr. 85/1936. Héraðs- dómara bar þess vegna að kveðja til samdómsmenn sam- kvæmt 201. gr. sömu laga þegar eftir þingfestingu málsins. 52 Þar sem dómari gerði það ekki, en fór með málið og dæmdi það á bæjarþingi, verður að ómerkja héraðsdóminn og með- ferð málsins í héraði frá þingfestingu þess 18. des. 1945. Rekstri málsins er og að ýmsu öðru leyti áfátt. Sérstak- lega skal þess getið, að afla þurfti nákvæmra skýrslna frá verðlagsyfirvöldum um álagningu á vöru þá, er í málinu greinir, bæði í heildsölu og umboðssölu. Svo bar og að leita álits Verzlunarráðs um málið, einkum það atriði, hvort hér bafi verið um umboðssölu eða heildsölu að tefla samkvæmt þeirri venju, er myndazt kann að hafa. Málskostnaðar hefur ekki verið krafizt við þessa meðferð málsins fyrir hæstarétti, og fellur hann því niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur svo og meðferð málsins í héraði frá þingfestingu þess 18. des. 1945 eiga að vera ómerk, og ber héraðsdómara að taka málið fyrir af nýju til löglegrar meðferðar og dómsálagningar. Málskostnaður fellur niður. Dómur bæjarþings Hafnarfjarðar 18. maí 1946. Mál þetta, sem dómtekið var 11. maí s. 1, er höfðað fyrir bæjar- Þinginu með stefnu, útgefinni 27. nóv. Í. á., af Bjarna Ö. Jónassyni, umboðs- og heildsala hér í bæ, gegn Vélsmiðjunni Þór h/f á Ísafirði, beim stjórnarmeðlimum Ólafi Guðmundssyni framkvæmdarstjóra, Finni Jónssyni dómsmálaráðherra og Jóhanni Þorsteinssyni, Ísa- firði, og eru réttarkröfur stefnandans þær, að hið stefnda hlutafélag verði dæmt til að greiða honum kr. 7604.68 með 6% ársvöxtum frá 1. sept. 1945 til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati dómarans. Af hálfu stefnds félags er krafizt alserrar sýknu og að því verði tildæmdur máskostnaður. Málavextir eru þessir: Stefnandinn, Bjarni Ö. Jónasson, umboðs- og heildsali hér í bæ, var staddur í söluerindum vestur á Ísafirði í ágústmánuði 1944. Átti hann þar tal við framkvæmdarstjóra hins stefnda félags um útvegun á ýmsum járnsmíðatækjum. Með bréfi, dags. 4. sept. 1944, biður framkvæmdarstjórinn stefnandann að útvega sér með tilvísun til samtals þeirra tæki, er hann síðan telur upp, en það eru þau sömu, sem krafizt er greiðslu á í þessu máli. Enn fremur óskar 5ð hann, að pöntuninni sé hraðað, svo sem hægt sé, og að þeir muni sækja um innflutningsleyfi, þegar þeir fái að vita um upphæðina. Frekari skilyrði eru eigi sett í bréfi þessu né gert ráð fyrir sér- sökum afgreiðslumáta. Með bréfi til stefnda, dags.. 13. s. m., staðfestir stefnandi móttöku á Döntuninni og með bréfum, dags. £58 og %, staðfestir hann pant- anir á sagarblöðum og slípiefni. Í öllum bréfunum er fram tekið, að verð og afgreiðsla sé án skuldbindingar. Í svari stefnda frá 14. sept. 1944 eru athugasemdir um, að verð- setningu vanti á sagarblöðin og smergilskifur og óskað, að vörurnar séu sendar beint til Ísafjarðar. Í niðurlagi segir, að þeir vænti þess, að stefnandinn sjái um, að verð og gæði og sendingarmáti verði þannig, að þeir seti gefið honum áframhaldandi pantanir í þessum greinum. Framar en hér er tilfært verður ekki séð, að stefndi hafi tilskilið um verð og afgreiðslumáta. Stefnandinn virðist hafa samþykkt að láta senda sagarblöðin beint til Ísafjarðar, en kannast ekki við að hafa lofað bví um hinar vör- urnar. Umræddar vörur komu síðan til Reykjavikur í stærri vörusend- ingum til stefnandans, en hann sameinaði síðan pöntun stefnda í eina sendingu og afgreiddi hana til Ísafjarðar um mánaðamótin ágúst og september 1945 ásamt póstkröfu að upphæð kr. 7604.68, sem er stefnukrafa máls þessa. Stefndi vildi ekki innleysa póstkröfuna og fór fram á, að henni yrði breytt í þrjár kröfur, sér yrðu sendir frumreikningar seljanda og mótmælti síðan, að stefnandinn hefði heimild til að reikna sér heildsöluálagningu, eins og hann hefði gert, því vörurnar hefðu ver- ið pantaðar í umboðssölu, en ekki í heildsölu. Stefnandinn vildi ekki ganga inn á þessar kröfur og hélt fast við heimild sína til að reikna sér heildsöluálagningu, enda hefði þóknun hans verið reiknuð eftir fyrirmælum verðlagsstjóra, en benti á, að sendingarkostnað á sagarblöðin hefði hann tekið á sig, þar sem um hefði verið talað, að þau yrðu send beint. Þar sem stefndi innleysti ekki póstkröfuna, höfðaði stefnandinn mál þetta til greiðslu upphæðar hennar. Ágreiningur í máli þessu er fyrst og fremst um það, hvort umrædd vara hefur verið seld í umboðssölu eða heildsölu. Það verður ekki séð, að stefnandinn hafi gefið þeim, er um- ræddar vörur pöntuðu hjá honum, beint eða óbeint réttmæta ástæðu til að reikna með, að um umboðssölu væri að ræða, og ekkeri áskilið í þá átt af hálfu stefnda, er pöntun var gerð eða afgreidd. Það er ekkert upplýst í þessu máli því til fyrirstöðu, að stefnand- inn reikni sér löglega heildsöluálagningu á umrædda vöru, eins og hann hefur gert, enda virtist augljóst, að varan hefði erlendis frá ö4 verið afgreidd til heildsölu (ab. lagersölu), en ekki í umboðssölu, sbr. frumreikninga, sem sýndir hafa verið í réttinum. Stefndi hefur að því fundið, að verðið hafi orðið miklu hærra en ráð var fyrir gert við pöntun, og dráttur orðið úr hófi fram á af- greiðslu þeirra, þar sem liðið hafi hérumbil ár, frá því að pöntun var gerð og þar til varan kom. Það virðist eðlilegt, að verð og afgreiðslutími væri mjög í óvissu á slíkum stríðstímum, enda tekinn greinilegur fyrirvari um það af stefnandanum, og verður honum engin sök gefin í því efni. Hvorki er sannað, að varan hafi orðið dýrari en slíkar vörur þá kostuðu almennt hjá seljendum né dráttur hafi orðið meiri en við mætti búast. Þá hefur af hálfu stefnda verið höfð uppi sú varnarástæða, að hver vörutegund hefði átt að vera í sendingu fyrir sig og sendast beint frá seljendum. Ekki er sannað, að af hálfu stefnda væri slíkt tilskilið né samþykkt af stefnanda, nema um sagarblöðin, og hefur stefnandinn því tekið á sig sendingarkostnað þeirra frá Reykjavík til Ísafjarðar. Verður að fallast á, að, eins og þessu er háttað, verði ekki gerðar frekari kröfur á hendur stefnanda í því efni. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, álítur rétturinn að taka beri til greina allar kröfur stefnandans, einnig málskostnaðarkröfu hans, er þykir hæfilega ákveðin kr. 1000.00. Þvi dæmist rétt vera: Stefndi, Vélsmiðjan Þór h/f, Ísafirði, greiði stefnandanum, Bjarna Ö. Jónassyni, kr. 7604.68 með 6% ársvöxtum frá 1. sept- ember 1945 til greiðsludags og málskostnað með 1000 krónum. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. öð Mánudaginn 3. febrúar 1947. Kærumálið nr. 4/1947. Gísli Magnússon gegn Helga Guðmundssyni. Setudómari hrl. Sveinbjörn Jónsson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Kært málskostnaðarákvæði héraðsdóms. Dómur hæstaréttar. Með kæru, dags. 23. desember 1946, sem hingað barst 22. f. m., hefur kærandi samkvæmt 186. gr. laga nr. 85/1936 kært málskostnaðarákvæði í dómi sjó- og verzl- unardóms Vestmannaeyja frá 21. des. 1946 í máli varnar- aðilja gegn sóknaraðilja. Krefst kærandi þess, að téð ákvæði verði fellt úr gildi og að varnaraðili verði dæmdur til að greiða honum málskostnað í undirrétti í greindu máli að mati hæstaréttar. Þá krefst hann og kærumálskostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Varnaraðili hefur ekki sent hæstarétti greinargerð eða kröfur í málinu. Þegar þess er gætt, að skýrslur um atvik þau, sem dómur undirréttarins um 2. kröfulið er reistur á, eru mjög ófull- nægjandi, þykir rétt að staðfesta hið kærða málskostnaðar- ákvæði. Kærumálskostnaður í hæstarétti fellur niður. Dómsorð: Málskostnaðarákvæði héraðsdóms í málinu: Helgi Guðmundsson gegn Gísla Magnússyni á að vera óraskað. Kærumálskostnaður í hæstarétti fellur niður. Dómur sjó- og verzlunardóms Vestmannaeyja 31. desember 1946. Mál þetta hefur höfðað Helgi Guðmundsson stýrimaður, Patreks- firði, fyrir sjó- og verzlunardómi Vestmannaeyja með stefnu, út- gefinni 9. okt. 1946, birtri 12. s. m., gegn Gísla Magnússyni útgerðar. manni, Kirkjuveg 43 hér í bæ, til greiðslu: ö6 1) á óuppgerðum hlut frá sumrinu 1944, kr. 4000.00, 2) kaups í einn mánuð, kr. 3000.00, þar sem stefnandi telur sér hafa verið ólöglega vikið af v/b Garðari VE 320, þannig alls kr. 7000.00, 3) auk 6% ársvaxta frá 1. sept. 1944 til greiðsludags og málskostn- aðar að skaðlausu. Stefndi krefst sýknu aðallega af öllum kröfum stefnanda í málinu og málskostnaðar efiir mati réttarins, en til vara, að stefnukrafan verði stórlega lækkuð og sér þá aðeins gert að greiða málskostnað af þeirri upphæð, sem hann kynni að verða dæmdur til að greiða umfram kr. 3882.63. Málavextir eru þeir, er nú skal greina: Eftir því, sem upplýst er í málinu, var stefnandi stýrimaður á v/b Garðari VE 320, er þá var eign stefnda, á sildarvertið 1944 fyrir Norðurlandi. Ráðningarsamningur hefur eigi verið lagður fram í málinu. Þegar nokkuð var liðið á sildveiðitimann, vék skipstjórinn á v/b Garðari, Júlíus Sigurðsson, stefnanda máls þessa án fyrirvara úr skiprúminu, með því að hann hefði sýnt af sér vitavert hirðuleysi í starfi sínu sem stýrimaður og hásetar kvartað undan því, að hann væri ófær til stjórnar, hvort sem var um borð í v/b Garðari eða í nótabátunum. Stefnandi hefur haldið því fram, að ástæðulaust hafi verið að víkja sér úr skiprúminu og eigi hann því rétt á eins mánaðar upp- sagnarfresti seim stýrimaður, og heldur því fram, að framkomnir vitnaframburðir í málinu sanni eigi réttmæti uppsagnarinnar. Skipstjórinn á v/b Garðari hefur gefið vottorð, rskj. 5 og staðfest fyrir rétti, um óhæfni stefnanda sem stýrimanns, og með honum hafa vitnað tveir hásetar af v/b Garðari og tjá sér kunnugt um hirðuleysi og óstjórn stefnanda, er hann var stýrimaður á Garðari framan af sildarvertíðinni 1944, og segja, að þeirra áliti hafi skip- stjóri haft fulla ástæðu og enda nauðsynlegt að víkja stefnanda fyrirvaralaust úr skiprúmi. Hafa vitnisburðirnir verið teknir gildir sem eiðfestir væru. Hásetarnir tveir, sem leiddir voru sem vitni, hafa borið hér fyrir réttinum, að þeir hafi verið áhorfendur að þvi, er stefnandi keyrði á löndunarkrana hjá sildarverksmiðjunum á Siglufirði, rskj. nr. 5. Annað vitnið hefur og borið, að það hafi verið áhorfandi að tilfelli, sbr. vottorð skipstjóra, rskj. 5, er sýni óað- gætni stefnanda, er nær hafi orsakað tjón. Þá hafa bæði umgetin vitni borið, að eftir að stefnandi máls þessa, fyrrv. stýrimaður á v/b Garðari, hafi stýrt á löndunarkran- ann, sbr. það, sem áður segir, hafi skipverjar bátsins og þar á meðal mættir farið á fund skipstjóra og tilkynnt honum, að þeir myndu ganga af skipinu, ef stefnandi yrði áfram á því og honum ekki sagt upp starfi. Hefur stefndi haldið því fram, að full ástæða og nauðsyn hafi ð7 verið að víkja stefnanda úr skiprúminu án fyrirvara, sbr. það, er að framan segir. Stefndi hefur haldið því fram, að upphæð sú, er stefnandi var bú- inn að vinna fyrir, sbr. 1. kröfulið, þegar honum var vikið úr skip- rúminu, hafi numið kr, 3882.63, en ekki kr. 4000.00, og hefur stefn- andi ekki mótmælt þeirri staðhæfingu stefnda, og færist því 1. kröfu- liður stefnanda niður í þessa upphæð. Þá telur rétturinn, að eigi verði tekin til greina krafa stefnanda um 6% vexti af umræddri upphæð frá 1. sept. 1944 til greiðsludags, með því að upplýst má telja, að það hafi eigi verið sök stefnda, að stefnandi fékk eigi peningana, er stefndi sendi í póstávisun til Pat- reksfjarðar, þar sem stefnandi átti heima, en póstávísuninni eigi veitt móttaka og hún endursend, sbr. vottorð póstmeistara, rskj. 7. Rétturinn lítur svo á, að það sé upplýst með framburði vitna Þeirra, sem leidd hafa verið í málinu, að réttmætt hafi verið að víkja stefnanda án fyrirvara úr skiprúminu, og eigi hann því ekki heimtingu á kaupi, nema fyrir þann tíma, sem hann var í skip- rúminu, Lítur rétturinn svo á, að það geti eigi haft úrsit í máli þessu í gagnstæða átt, eins og sakir stóðu, sbr. vitnaframburðirnir, að eigi voru haldin próf um borð í skipinu í sambandi við Þbrottvikning stefnanda, og þykir því verða að sýkna stefnda af 2. lið stefnu- kröfunnar, kr. 3000.00, vegna ólögmætrar brottvikningar úr skip- rúmi. Hins vegar þykir rétt að dæma stefnda til að greiða stefnanda kr. 3882.63 með 6% ársvöxtum frá stefnudegi til sreiðsludass. álskostnaður þykir rétt að falli niður. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Gísli Magnússon, skal vera sýkn af 2. kröfulið stefnu- kröfunnar, kr. 3000.00, en hins vegar skal stefndi greiða stefn- anda, Heiga Guðmundssyni, kr. 3882.63 með 6% ársvöxtum frá stefnudegi til greiðsludass. Máskostnaður fellur niður. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 58 Mánudaginn 3. febrúar 1947. Nr. 22/1946. Borgarstjórinn í Reykjavík f. h. bæjarsjóðs (Hrl. Einar B. Guðmundsson) gegn Pétri O. Johnson (Hrl. Sigurgeir Sigurjónsson). Setudómari hrl. Sveinbjörn Jónsson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Útsvarsmál. Dómur hæstaréttar. Sigurður Grímsson, fulltrúi borgarfógetans í Reykjavík, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. „Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu 18. febrúar f. á. Krefst hann þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði úr gildi felldur og lagt verði fyrir fógeta að framkvæma lögtak það, sem í málinu greinir. Svo krefst hann og málskostnaðar fyrir hæstarétti úr hendi stefnda eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar úrskurðarins og málskostn- aðar í hæstarétti af áfrýjanda eftir mati dómsins. Hlutafélagið G. Þorsteinsson á Johnson var stofnað árið 1941, og hefur það síðan starfrækt umboðs- og heildverzlun i Reykjavík. Hlutafé félagsins er kr. 50000.00. Þar af á stefndi og eiginkona hans kr. 24900.00, bróðir stefnda kr. 100.00 og Garðar Þorsteinsson fiskifræðingur ag eiginkona hans kr. 25000.00. Stefndi hefur frá upphafi verið formaður stjórnar félagsins og framkvæmdarstjóri þess ásamt Garð- ari Þorsteinssyni. Haustið 1943 fluttist stefndi til Vestur- heims og dvaldist þar enn, er útsvar var lagt á hann árið 1945. Eftir flutning sinn vestur var stefndi áfram stjórnar- formaður félagsins og framkvæmdarstjóri þess, eins og áð- ur greinir, þótt hann fullnægði ekki lengur ákvæðum laga til þess, sbr. 32. gr. laga nr. 77/1921 og 2. tölulið 5. gr. laga nr. 52/1925, og hefur félaginu ekki verið komið aftur í lög- legt horf. Þar sem svo var ástatt, sem nú var rakið, verður að telja, að stefndi hafi rekið atvinnu hér á landi og verið útsvarsskyldur, sbr. 6. gr. B 1. tölulið laga nr. 106/1938. ö9 Ber því að fella hinn áfrýjaða úrskurð úr gildi og leggja fyrir fógeta að framkvæma lögtakið. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda málskostnað í hæstarétti, er þykir hæfilega ákveð- inn kr. 600.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður er úr gildi felldur, og ber fógeta að framkvæma lögtak það, sem krafizt er. Stefndi, Pétur O. Johnson, greiði áfrýjanda, borgar- stjóranum í Reykjavik f. h. bæjarsjóðs, kr. 600.00 í málskostnað í hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 21. janúar 1946. Gerðarbola, Pétri Ó. Johnson, Esjubergi hér í bæ, var gert að greiða í útsvar til bæjarsjóðs Reykjavíkur fyrir ár 1945 kr. 6000.00. Þar eð hann hefur eigi greitt útsvar þetta, hefur borgarstjórinn í Reykjavik f. h. bæjarsjóðs krafizt þess, að það yrði innheimt með lögtaki. Umboðsmaður gerðarþola fyrir réttinum hefur mótmælt fram- gangi hinnar umbeðnu lögtaksgerðar, þar eð hann telur, að gerðar- Þoli hafi eigi verið útsvarsskyldur hér umrætt tímabil, og útsvarið hafi því ranglega verið lagt á hann hér. Kveður hann gerðarþola hafa flutzt ásamt konu og börnum í desembermánuði 1943 til New York, og þar hafi hann átt heima síðan og eigi þar heima enn, enda ekki komið hingað til lands allan þenna tíma. Kveður hann gerðar- Þola stunda þar vestra ýmis kaupsýslustörf, m. a. fyrir h/f G. Þor- steinson á Johnson hér í bæ, sem hann sé hluthafi í. Kveður hann og gerðarþola hafa greitt til New York-borgar alla skatta og opinber gjöld fyrir árið 1945 og heldur þvi fram, að gerðarþoli hafi ekki verið heimilisfastur hér umrætt tímabil. Telur umboðsmaður gerðar- Þola því, að um útsvarsskyldu gerðarþola skv. I— IV. lið 6. gr. út- svarslaganna geti ekki verið að ræða. Hins vegar geti komið tit athugunar, hvort hann væri útsvarsskyldur samkvæmt B-lið sömu greinar (Aðiljar heimilisfastir erlendis). Í því sambandi hefur um- boðsmaður gerðarþola upplýst, að gerðarþoli hafi fyrir þau störf, sem hann hafi innt af hendi í þágu firmans h/f G. Þorsteinsson á Johnson, fengið greiddar á síðastliðnu ári kr. 25000.00, og þessar greiðslur hafi félagið gefið upp til skatts hér. Þá upplýsir hann, 60 að gerðarþoli hafi verið skráður hér á manntal haustið 1944, en þó með þeirri athugasemd, að hann væri héimilisfastur erlendis, sbr. rjskj, nr. 4, og telur bann, að þetta hvort tveggja muni hafa valdið því, að umrætt útsvar hafi verið last á gerðarþola. Hins vegar telur umboðsmaður gerðarþola þessar ástæður eigi nægar til að baka gerð- arþola útsvarsskyldu hér og bendir í því sambandi á, að gerðarþoli hafi ekki persónulega rekið hér atvinnu, heldur firmað h/f G. Þor- steinsson á Johnson, sem hann sé hluthafi í, og sé því augljóst, að gerðarþoli sé hér ekki útsvarsskyldur samkvæmt 1. mgr. B-lið 6. gr. útsvarslaganna. Þá telur hann gerðarþola eigi falla undir 3. mgr. sömu greinar og augljóslega ekki heldur undir 2. mgr., þar eð hann hafi enga atvinnu stundað hér umrætt tímabil né átt hér eignir, því hann hafi, er hann fór af landi brott, selt bæði húseign sína og hlutabréfaeign í h/f „Litir og Lökk“. Einu eignirnar, sem gerðar- þoli eigi hér á landi nú, séu hlutabréfaeign hans í h/f G. Þor- steinsson £ Johnson, kr. 23900.00, og af þeirri eign hafi hann fengið útborgað í arð árið 1944 kr. 2390.00. Á þetta félag hafi verið lagt útsvar fyrir árið 1945, og því óheimilt að leggja sérstakt útsvar á serðarpola vegna þessara tekna hans hjá félaginn, sbr. 6. gr. úi- svarslaganna 1. lið II. in fine, — Þá hefur umboðsmaður gerðarþola krafizt málskostnaðar að mati réttarins. Gerðarbeiðandi hefur haldið því fram, að serðarþoli hafi ekki slitið heimilisfestu hér í bæ með Þbrottflutningi sínum og fjölskyldu sinnar til New York í desember 1943, enda hafi hann og fólk hans verið skráð á manntal sem heimilisfast hér haustið 1944, þó að hann og það hafi dvalið þá vestra. Telur hann því, að hann sé útsvars- skyldur hér umrætt tímabil, og hefur haldið fast við kröfu sina um lögtak. Það er upplýst í málinu, að gerðarþoli flutti til New York ásamt fjölskyldu sinni í desember 1943 og hefur ekki dvalið hér á landi síðan. Þá er það og upplýst, að hann hefur ekki átt hér aðrar eignir umrætt timabil en hlutafjáreign í h/f G. Þosteinsson á John- son, sem hann hefur fengið nokkurn arð af árið 1944. Þá er það enn fremur upplýst, að sama félag hefur greitt honum á umræddu tíma- bili kr. 25000.00 fyrir starf hans í þágu firmans þar vestra. — Réti- urinn lítur svo á, að gerðarþoli hafi með flutningi sínum og fjöl- skyldu sinnar til New York í desember 1943 og dvöl sinni vestra slitið heimilisfestu sinni hér, og því hafi heimilisfesta ekki getað bakað honum útsvarsskydu hér umrætt ár. Þá lítur rétturinn enn fremur svo á, að þar eð lagt hafi verið sérstakt útsvar á h/f G. Þor- steinsson £ Johnson fyrir ár 1945, hafi ekki verið heimilt að leggja útsvar á gerðarþola hér fyrir það ár vegna þess arðs, sem honum var greiddur af hlutabréfaeign hans í félaginu. — Enn fremur litur rétturinn svo á, að það hafi ekki getað bakað gerðarþola útsvars- 61 skyldu hér umrætt ár, að félagið greiddi honum ofangreind laun fyrir starf hans í þágu félagsins vestra, enda hann ekki unnið fyrir þeim launum hér og þau send honum vestur, sbr. ákvæði 6. gr. útsvarslaganna hér að lútandi. Samkvæmt framanrituðu þykir því verða að neita um framgang hinnar umbeðnu lögtaksgerðar. Hins vegar verður eftir atvikum málskostnaðarkrafa gerðarþola eigi tekin til greina. Því úrskurðast: Hin umbeðna lögtaksgerð á eigi fram að ganga. Málskostnaðarkrafa gerðarþola er eigi tekin til greina. Föstudaginn 7. febrúar 1947. Nr. 89/1943. Jón Þorkelsson (Hrl. Magnús Thorlacius) segn Verzlunarfélaginu Borg h/f og gagnsök (Hrl. Sigurgeir Sigurjónsson). Setudómarar próf. Ísleifur Árnason og hrl. Sveinbjörn Jónsson í stað hrd. Árna Tryggva- sonar og hrd. Þórðar Eyjólfssonar. Ágreiningur um verð sauðfjárafurða. Dómur hæstaréttar. Aðaláfrýjandi, sem skotið hefur máli þessu til hæsta- réttar með stefnu 27. september 1943, krefst þess, að stefnda verði dæmt að greiða honum kr. 181.09 með 6% ársvöxtum frá 20. september 1939 til greiðsludags. Svo krefst hann og málskostnaðar bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Gagnáfrýjandi, sem hefur að fengnu áfrýjunarleyfi 3. desember 1943 skotið málinu til hæstaréttar með stefnu sama dag, krefst þess, aðallega að hann verði sýknaður og honum dæmdur málskostnaður úr hendi aðaláfrýjanda bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins, en til vara, að héraðsdómurinn verði staðfestur og aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað fyrir hæstarétti. Sá háttur var á hafður við kaup á sauðfé því, er í málinu 62 greinir, að dilkarnir voru vegnir lifandi, er umboðsmaður gagnáfrýjanda tók við þeim. Greiddi umboðsmaðurinn þá hr. 0.25 út á hvert pund dilka þeirra, sem voru yfir 70 pund, en kr. 0.22 út á pund tveggja dilka, sem ekki náðu þessum þunga. Fékk aðaláfrýjandi með þessum hætti greitt kr. 337.54. Samstundis afhenti umboðsmaðurinn aðaláfrýj- anda svonefnda „vigtarnótu“, og var á hana prentað: „Kaup- um féð uppskorið og greiðum verð, sem svarar til aur. pr. pd. Lfandi vigt.“ Samkvæmt þessu, ummælum í málflutningi og öðrum þeim gögnum, sem fram hafa komið í málinu, er fullvíst, að sauðfé aðaláfrýjanda skyldi greiðast til fullnaðar eftir nið- urlagi, enda hafði verðlagsnefnd hinn 1. september 1939 veitt gagnáfrýjanda slátrunarleyfi með því skilyrði, að hann keypti sauðfé eftir niðurlagi, en ekki á fæti, sbr. lög nr. 2,/1935. Gagnáfrýjandi sendi aðaláfrýjanda hinn 27. desember 1940 kr. 40.98 til viðbótar áðurgreiddri fjárhæð, og hafði aðaláfrýjandi þá alls fengið kr. 378.52 fyrir dilkana. En ekki lét gagnáfrýjandi af hendi þá sundurliðaða skilagrein um sláturafurðir af dilkunum. Varð þetta til þess, að aðal- áfrýjandi, sem ekki taldi, að hann hefði hlotið fulla greiðslu, höfðaði mál þetta. Hefur hann tekið þann kost að leggja fyrir Pál ráðunaut Zóphóníasson „vigtarnótu“ þá, sem um- boðsmaður gagnáfrýjanda afhenti honum við viðtöku dilk- anna, og æskja álits Páls um fallþunga þeirra. Hefur Páll látið í té skýrslu allýtarlega, þar sem greint er hlutfall milli þunga dilka á fæti og fallþunga þeirra. Hefur aðaláfrýjandi síðan lagt niðurstöður Páls til grundvallar kröfum sínum í málinu. Gagnáfrýjandi hefur nú í málinu lagt fram sund- urliðaðan reikning um ket og slátur af dilkum þeim, sem aðaláfrýjandi seldi honum. Vísar gagnáfrýjandi þessum reikningi til stuðnings í svonefnda „innvigtunarbók“. Svo ber hann og fyrir sig vætti löggilts vigtarmanns, sem kveðst hafa vegið m. a. föllin af dilkum aðaláfrýjanda. Innvigtunar- bókin hefur reynzt ónákvæm í ýmsum greinum, blöð vanta í hana og greint er þar frá fallþunga sauðfjár, sem þá var ekki slátrað, að því er talið er. Fyrirsvarsmaður gagnáfrýj- 63 anda hefur og lýst því, að hann byggi ekki á bók þessari í bókhaldi gagnáfrýjanda. Að þessu athuguðu þykir varhuga- vert að reisa niðurstöðu málsins á því, sem skráð er í nefnda bók. Þá þykir og viðurhlutamikið að láta vætti vigtarmanns- ins ráða úrslitum, þar sem hann ber um vigt á tilteknum sauðkindum, er framkvæmd var fyrir 56 árum, og hann virðist ekki hafa fullnægjandi bókhald eða minnisblöð að styðja sig við. Svo sem lýst hefur verið, bar gagnáfrýjanda að greiða aðaláfrýjanda dilkana eftir niðurlagi. Átti gagnáfrýjandi því að afhenda aðaláfrýjanda innan hæfilegs tíma frá slátr- un glögga skilagrein um það, hvernig dilkarnir lögðu sig. Þessa skyldu lét gagnáfrýjandi undir höfuð leggjast. Þegar gætt er þessara atriða og það virt, að gagnáfrýjanda hefur ekki tekizt að leggja fram fullnægjandi gögn um magn slát- urafurða af dilkum aðaláfrýjanda, verður að leggja til grundvallar dómi í máli þessu áætlun þá um fallþunga dilk- anna, sem reist er á álitsgerð Páls ráðunauts Zóphóniassonar. Aðaláfryjandi hefur reist reikning sinn á verði þvi, sem Sláturfélag Suðurlands galt í Reykjavik haustið 1939, en verðlag þetta er heldur hærra á flestum afurðum en verð- lag á sams konar vörum í Borgarnesi á sama tima. Rétt þykir að miða við verðlagið í Borgarnesi, enda var sauðfé aðaláfrýjanda selt til Borgarness og svo samið samkvæmt skýrslum umboðsmanns gagnáfrýjanda, að við greiðslu skyldi höfð hliðsjón af afurðaverði Kaupfélags Borgfirðinga. Samkvæmt framanskráðu er rétt að reikna viðskipti að- ilja þannig: 281,3 kg ket á kr. 110 .......... kr. 309.43 56,26 kg gærur á kr. 3.20 ...... — 180.03 Slátur úr 17 kindum á kr. 3.50 .. —- 59.50 kr. 548.96 Frá þessari fjárhæð dregst: Sláturlaun kr. 0.80 „17 ........ kr. 13.60 Verðjöfnunargjald kr. 0.01 x< 281.3 — 281 Sölulaun 3% af afurðaverði .... — 1647 Greitt í peningum kr. 378.52 ... — 3/8.52 —————- — 411.40 Mismunur kr. 137.56. 64 er dæma ber gagnáfryjanda til að greiða aðaláfrýjanda ásamt 6% ársvöxtum frá stefnudegi 3. júní 1942 til greiðslu- dags. Eftir þessum úrslitum verður að dæma gagnáfrýjanda til að greiða aðaláfrýjanda málskostnað, sem ákveðst samtals í héraði og fyrir hæstarétti kr. 1500.00. Dómsorð: Gagnáfrýjandi, Verzlunarfélagið Borg h/f, greiði aðaláfrýjanda, Jóni Þorkelssyni, kr. 137.56 ásamt 6% ársvöxtum frá 3. júní 1942 til greiðsludags og sam- tals kr. 1500.00 í málskostnað í héraði og fyrir hæsta- rétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 30. júní 1948. Mál þetta, sem dómtekið var 28. þ. m., er höfðað fyrir bæjarþing- inu með stefnu, útgefinni 3. júní 1942, af Jóni Þorkelssyni, bónda að Litla-Botni, gegn Verzlunarfélaginu Borg h/f í Borgarnesi til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 181.09 með 6% ársvöxtum frá 20. september 1939 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Stefndi krefst aðallega sýknu, en til vara lækkunar stefnukröf- unnar, Þá krefst stefndi og málskostnaðar, hvernig sem málið fer. Málsatvik eru þau, að haustið 1939 sendi stefndi Pétur Sivertsen, bónda að Höfn, um Hvalfjarðarströnd og víðar í því skyni að út- vega sláturfé hjá bændum. Létu margir bændur stefnda fá fé, og var stefnandi einn í þeirra hópi. Fénu var öllu safnað saman að Höfn. Var það siðan vegið þar á fæti, og greidd jafnframt nokkur fjár- hæð. Heldur stefndi fram og byggir á því aðalkröfu sína, að þarna hafi farið fram fullnaðargreiðlsa fjárins, en af þeirri ástæðu, að hann greiddi seljendum síðar nokkra viðbótargreiðslu, verður ekki á þessa málsástæðu fallizt, enda var bæði slátrunarleyfi stefnda og umræddum viðskiptum á þann veg háttað, að telja verður, að féð hafi átt að greiðast eftir því, sem það legði sig uppskorið í Borgar- nesi, en þar var því slátrað. Kröfu sína í máli þessu byggir stefnandi á því, að greiðsla sú, er hann hefur þegar fengið fyrir fé sitt, sé aðeins greiðsla upp Í sölu- verð þess, en engan veginn fullnaðargreiðsla, þar sem féð hafi lagt sig meira uppskorið en greiðslunni nemur. Hefur hann, í því skyni að rökstyðja þessa staðhæfingu sina, lagt fram áætlun í reiknings- 65 formi um magn það af kjöti, gærum og slátrum, er hann telur fé sitt niðurskorið hafa gefið af sér. Hefur hann síðan reiknað afurðir þessar vissu verði, er hann telur hæfilegt, dregið frá ýmsa kostn-. aðarliði, er hann viðurkennir að draga beri frá verðinu, og peninga- greiðslu, sem stefndi hefur þegar greitt. Fær hann þannig út stefnu- kröfu málsins. Hérgreindri áætlun stefnanda hefur stefndi andmælt, bæði að því er snertir afurðamagn og verð. Hefur hann lagt fram skýrslu í reikningsformi um afurðamagn fjárins og verð þess niðurskorins svo og um allan kostnað, er stefnandi eigi að greiða, og peningagreiðslu til hans. Eftir þeim gögnum telur stefndi stefnanda í skuld við sig. Stefndi er bókhaldsskylt fyrirtæki. Verður því að leggja til grund- vallar dómi í máli þessu skýrslu hans um afurðamagn fjár stefnanda niðurskorins, enda eru upplýsingar stefnda um afurðamagnið teknar úr verzlunarbókum hans og gögn þau, er stefnandi hefur byggt á áætlun sína um afurðamagn fjárins og lagt fram í málinu, ekki næg til að hnekkja þeim. Verð afurðanna ber hins vegar að reikna hæfi- legt innkaupsverð þeirra í Borgarnesi haustið 1939 eftir þeim gögn- um, er fyrir liggja, og frádráttinn á sama hátt að viðbættri greiðsl- unni til stefnanda, enda eru ekki sannaðir neinir fastir samningar milli aðilja um verðlag afurðanna og frádráttarliði í viðskiptum þessum. Aðeins er frá þessu vikið, ef viðurkenningar aðilja standa til annars. Í samræmi við þetta reiknast innlegg stefnanda: 1. 235 kg kjöt á kr. 1.10 .........0.00000000 00 kr. 258.50 2. 47 kg gærur á kr. 3.20 ......00..0.. —- 150.40 3. 17 slátur á kr. 250 .........000000 000. — 42.50 . Kr. 451.40 Til frádráttar: 1. Sláturlaun ............0.0000 0000 0 0 kr. 13.60 2. Verðjöfnunarsjóðsgjald .................00.0000.00... — 2.35 3. Sölulaun ............22000 000. 0 — 1353 4. Þegar greitt í peningum .............000000...... — 378.52 Kr. 408.00 Innstæða stefnanda nemur þannig kr. 43.40, enda fellst rétturinn ekki á, að reikna megi stefnanda til frádráttar kostnað við rekstur fjárins frá Höfn til Borgarness, eins og stefndi heldur fram að gera beri. Verða stefnanda því dæmdar kr. 43.40 með 5% ársvöxtum frá út- gáfudegi stefnu til greiðsludags og kr. 60.00 upp í málskostnað. Dóm þenna kvað upp Gunnar A. Pálsson, fulltrúi lögmannsins í Reykjavík, 66 Því dæmist rétt vera: Stefndi, Verzlunarfélagið Borg h/f, greiði stefnandanum, Jóni Þorkelssyni, kr. 43.40 með 5% ársvöxtum frá 3. júni 1942 til greiðsludags og kr. 60.00 upp í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 12. febrúar 1947. Nr. 59/1945. Georg Magnússon (Sjálfur) gegn Garðari Þorsteinssyni (Sjálfur). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Öflun skýrslna. Úrskurður hæstaréttar. Mál þetta höfðaði stefndi gegn áfrýjanda fyrir bæjarþingi Reykjavíkur til lúkningar skuldakröfu. Áfrýjandi sótti hvorki bæjarþingið né lét sækja það af sinni hálfu, og var málið því dæmt samkvæmt 118. gr. laga nr. 85/1936 eftir framlögðum skjölum og skilríkjum. Áfrýjandi, sem er ólög- lærður maður, hefur nú fyrir hæstarétti borið það fram, að sér hafi verið ókunnugt um stefnuna og að sér vegna þess og vegna fjarveru sinnar úr bænum hafi eigi verið unnt að sækja dómþingið. Kveðst hann hafa komið til bæjarins að kvöldi hins 15. júní 1944, sama daginn og málið hafði verið tekið til dóms, og frétt þá um stefnuna. Hafi hann nokkru síðar, en þó áður en dómur var upp kveðinn, snúið sér fyrst til fulltrúa Þborgardómara og síðan til borgardómarans sjálfs með beiðni um endurupptöku málsins, og hafi borgar- dómari tjáð sér, að endurupptaka væri ekki heimil. Fram er komið í málinu vottorð hlutaðeigandi fulltrúa borgar- dómara, er styður skýrslu áfrýjanda um það, sem fram fór milli hans og fulltrúans. Er þörf á því, að einnig verði aflað yfirlýsingar þáverandi borgardómara, Árna Tryggvasonar hæstaréttardómara, um þetta atriði, og ber að leggja fyrir héraðsdómarann að afla þeirrar yfirlýsingar. 67 Ályktarorð. Héraðsdómaranum ber að afla framangreindrar yfir- lýsingar. Föstudaginn 14. febrúar 1947. Nr. 20/1946. Haraldur Georgsson (Hrl. Theódór B. Lindal) Segn Ewald Berndsen og gagnsök {(Hrl. Sigurður Ólason). Setudómari Guðmundur Í. Guðmundsson bæjar- fógeti í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Fébætur vegna umferðarslyss. Dómur hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu 11. febr. 1946. Krefst hann aðallega algerrar sýknu at kröfum gagnáfrýjanda og málskostnaðar úr hendi hans bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Til vara krefst hann þess, að ábyrgð á tjóninu verði skipt milli aðilja og dæmd fjárhæð færð niður, og verði þá málskostn- aður í héraði felldur niður, en gagnáfrýjanda gert að greiða málskostnað fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Gagnáfrýjandi hefur að fengnu áfrýjunarleyfi 12. október 1946 skotið málinu til hæstaréttar með stefnu 31. s. m. Krefst hann þess aðallega, að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða honum kr. 2000.00 ásamt 5% ársvöxtum frá 20. april 1945 til greiðsludags svo og málskostnað fyrir báðum dóm- um eftir mati hæstaréttar. Til vara krefst hann staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir hæstarétti úr hendi aðaláfrýjanda eftir mati dómsins. Bifreiðarstjóri sá, sem ók bifreið aðaláfrýjanda, þegar slysið varð, gætti þess ekki að draga nægilega úr ferð bif- reiðarinnar, áður en hann ók fram hjá reiðmönnunum. Þá sýndi hann ekki fulla aðsæzlu, er hann gaf hljóðmerki og skipti um gang bifreiðarinnar í lítilli fjarlægð frá hestun- 68 um. Hins vegar verður ekki talið, að reiðmennirnir hafi hagað ferð sinni þannig, að þeir hafi orðið meðábyrgir að slysinu. Ber samkvæmt þessu að taka til greina aðalkröfu gagnáfrýjanda og dæma aðaláfrýjanda til að greiða honum kr. 2000.00 ásamt 5% ársvöxtum frá 20. apríl 1945 til greiðsludags. Svo ber og að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda málskostnað bæði í héraði og fyrir hæstarétti, er telst hæfilega ákveðinn samtals kr. 1200.00. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Haraldur Georgsson, greiði gagnáfrýj- anda, Ewald Berndsen, kr. 2000.00 ásamt 5% ársvöxt- um frá 20. april 1945 til greiðsludags og samtals kr. 1200.00 í málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 18. desember 1945. Mál þetta, sem dómtekið var 11. þ. m., hefur Ewald verzlunar- maður Berndsen, Grettisgötu 71 hér í bænum, höfðað fyrir bæjar- þinginu með stefnu, útgefinni 20. apríl 1945, gegn Haraldi Georgs- syni, Haga í Grímsnesi, til greiðslu bóta að fjárhæð kr. 2000.00 eða annarrar lægri fjárhæðar að mati dómara með 5% ársvöxtum frá stefnudegi til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Stefndi hefur aðallega krafizt sýknu og málskostnaðar, en til vara lækkunar á kröfum stefnanda og að málskostnaður falli þá niður. Sjóvátryggingarfélagi Íslands h/f hefur verið stefnt til réttargæzlu í máli þessu, en hjá því var síðargreind bifreið stefnda tryggð. Málavextir eru þessir: Hinn 13. ágúst 1944 um kl. 2 síðdegis var stefnandi við annan mann á leið að þjóðveginum á móts við Hraðastaði, Hafði hvor um sig tvo til reiðar og voru að því komnir að ríða út á þjóðveginn, er þeir heyrðu bifreið stefnda, X 22, gefa hljóðmerki. Bifreiðin var á austurleið og virðist hafa verið á að gizka um 50 metra frá reið- mönnunum. Þeir héldu samt sem áður áfram ferð sinni upp á þjóð- veginn, en námu þar staðar á vegarbrúninni og snéru í austur. Nokkurn veginn samstundis bar bifreiðina að, og hljóp þá hestur sá, er förunautur stefnanda sat, inn á veginn og varð fyrir bifreið- inni, þrátt fyrir það að stjórnandi hennar hemlaði hana þegar í stað og sveigði til hægri út af veginum. Hlaut hesturinn „er var eign 69 stefnanda, svo mikil meiðsl á hægra afturfæti, að ekki varð hjá því komizt að skjóta hann þegar í stað. Stefnandi og förunautur hans hafa báðir haldið því fram hér fyrir dómi, að stjórnandi bifreiðar stefnda hafi gefið hvelt hljóðmerki í sama bili, sem Þifreiðin fór fram hjá hestunum, og hafi hestur sá, er slasaðist, fælzt við það, og er bótakrafan öðrum þræði byggð á því atriði. Í annan stað hefur stefnandi haldið því fram, að stjórn- andi bifreiðarinnar hafi ekki gætt tilskilinnar varúðar, er hann ók fram á hestana, og beri eigandi hennar því fulla ábyrgð á tjóni því, er af hefur hlotizt. Stefndi byggir aðalkröfu sína á því, að stjórnandi bifreiðarinnar hafi sætt allrar þeirrar varúðar, sem honum var skylt, þar eð hann hafi gefið hljóðmerki í tæka tíð, þegar er hann varð hestanna var, hann hafi ekið hægt, er hann varð var við þá, og dregið úr hrað- anum eftir það, enda upp brekku að sækja, og loks hafi snarræði hans og staðarþekking komið í veg fyrir, að meira slys yrði af. Þá hefur því og verið sérstaklega mótmælt af hálfu stefnda, að annað hljóðmerki hafi verið gefið í þann mund, er bifreiðin rann fram hjá hestunum. Loks hefur stefndi haldið því fram, að öll sök á slysi þessu sé hjá stefnanda og förunauti hans, þar eð þeir hafi haldið áfram ferð sinni, eftir að viðvörunarmerki var gefið, þótt þeir hafi þá ekki verið komnir upp á þjóðveginn, þar sem þeir hafi þá átt að sæta sin sérstaklega vegna væntanlegrar umferðar bifreiða á sunnu- degi að sumarlagi. Gegn mótmælum bifreiðarstjórans og vætti allmargra farþega í bif- reiðinni er ósönnuð sú staðhæfing stefnanda, að gefið hafi verið hljóðmerki, er bifreiðin var að koma að hestunum, og verður krafa hans því eigi tekin til greina á þeim grundveli. Hins vegar er það ljóst af því, sem upp er komið í málinu, að stjórnandi bifreiðarinnar hefur eigi gætt þeirrar sérstöku varkárni, sem lögboðin er í 28. gr. laga nr. 23 frá 1941, er hann ók fram á stefnanda og hesta hans, og verður því að telja hann eiga meginsök á slysi þessu, en með hliðsjón af því, sem þegar hefur sagt verið um háttsemi stefnanda og förunauts hans, verður að líta svo á, að þeir hafi ekki farið að fyrirmælum 12. gr. laga nr. 24 frá 1941, og leiðir það til þess, að stefnandi verður einnig talinn eiga nokkra sök á slysinu. Þykja sakarhlutföll réttilega metin þannig, að stefnandi beri þriðjung sak- ar, en stefndi tvo þriðju. Fjárhæð bótakröfu stefnanda hefur ekki sætt rökstuddum and- mælum, og verða úrslit málsins því þau, að stefndi verður dæmdur til að greiða stefnanda kr. 1333.34 með vöxtum, eins og krafizt var, og málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 350.00. Einar Arnalds borgardómari kvað upp dóm þenna, 70 Því dæmist rétt vera: Stefndi, Haraldur Georgsson, greiði stefnanda, Ewald Bernd- sen, kr. 1333.34 með 5% ársvöxtum frá 20. apríl 1945 til greiðsln- dags og kr. 350.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 17. febrúar 1947. Kærumálið nr. 5/1947. Erfingjar Einars Benediktssonar Segn H/f Braga. Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Synjað frestbeiðni. Dómur hæstaréttar. Með kæru 30. janúar síðastl., sem hingað barst 3. þ. m., hefur sóknaraðili samkvæmt 105. gr. laga nr. 85/1936 kært úrskurð bæjarþings Reykjavíkur, upp kveðinn 28. f. m.. þar sem sóknaraðilja er ex officio synjað um frest í máli hans gegn varnaraðilja. Sóknaraðili hefur sent hæstarétti greinargerð, dags. 5. þ. m., þar sem hann krefst þess, að framangreindum úrskurði verði hrundið og að krafa hans um tveggja mánaða frest verði tekin til greina. Svo krefst hann kærumálskostnaðar fyrir hæstarétti úr hendi varnaraðilja. Varnaraðili hefur hvorki sent hæstarétti kröfur né grein- argerð í málinu. Kröfu sína um tveggja mánaða frest rökstyður málflutn- ingsmaður kæranda með því, að eftir uppkvaðningu dóms hæstaréttar í kærumáli varnaraðilja gegn sóknaraðilja frá 16. des. f. á. hafi hann ákveðið að hætta við flutning máls- ins og sé honum nauðsynlegur umræddur frestur til þess að tilkynna þetta umbjóðendum sínum, sem flestir séu bú- settir erlendis, til þess að þeir geti útvegað sér annan mál- flutningsmann. sins og ljóst er af forsendum hins kærða úrskurðar, 71 hefur mál sóknaraðilja á hendur varnaraðilja dregizt á lang- inn í héraði, þar sem munnlegur málflutningur í því var upphaflega ákveðinn 28. april 1945. Málflutningsmanni sóknaraðilja var það því í lófa lagið að gera ráðstafanir í tæka tið, ef svo kynni að fara, að dómur hæstaréttar í fyrr- greindu kærumáli gengi á móti honum. Þykir því bera að neita um frest þann, sem krafizt er, og staðfesta úrskurð héraðsdómarans að niðurstöðu til. Kærumálskostnaður í hæstarétti fellur niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Kærumálskostnaður í hæstarétti fellur niður. Úrskurður bæjarþings Reykjavíkur 28. janúar 1947. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 24. þ. m., hefur Sigurgeir hæstaréttarlögmaður Sigurjónsson f. h, þeirra Katrínar Hrefnu Benediktsson Decastro, Benedikts Arnar Benediktsson, Erlu Bene- diktsson, Stefáns Más Benediktsson og Einars Vals Benediktsson höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 11. september Í. á., segn stjórn hlutafélagsins Braga, hér í bæ, f. h. félagsins og krafizt þess, að síðargreindur samningur verði dæmdur ógildur og stefnda dæmi til greiðslu málskostnaðar að skaðlausu eftir mati dómara. Stefndi hefur krafizt syknu og málskostnaðar. Málavextir eru þeir, að hinn 17. janúar 1938 undirritaði Einar heitinn Benediktsson, fyrrum sýslumaður, samnings, þar sem hann selur og afsalar stefnda eignarrétti á öllu því, sem hann hafði samið, og var andvirði hins selda kr. 7000.00. Stefnendur halda því fram, að þegar Einar Benediktsson, faðir þeirra, gerði samning Þenna, hafi hann, og reyndar löngu fyrr, verið svo farinn að heilsu, líkamlega og andlega, að hann hafi ekki getað gert sér ljóst, hvað hann var að gera. Telja þeir, að heiisuleysi hans hafi verið alkunna, cg beri því að ógilda samnings þenna. Umboðsmenn aðilja töldu gagnasöfnun í máli þessu lokið hinn 26. april 1945. Eftir það varð umboðsmanni stefnenda kunnugt um, að lík Einars Benediktssonar var krufið, og fór hann fram á það, að skýrsla um krufninguna yrði lögð fram í málinu, og var hand- hafi hennar skyldaður til þess með úrskurði bæjarþings hinn 16. júni 1945. Stefndi skaut úrskurði þessum til hæstaréttar, sem lagði fyrir héraðsdóm að gefa þeim venzlamönnum Einars heitins, sem getur 72 'i 3. mgr. 25. gr. laga nr. 19 frá 1940, kost á að andmæla þvi, að skýrslan verði lögð fram. Er yfirýsingar aðilja þessara, þar á meðal stefnenda máls þessa, bárust hæstarétti, þóttu þær eigi svo ákveðnar, að umboðsmaður þeirra yrði talinn hafa haft nægilega heimild til að krefjast þess, að skýrslan yrði lögð fram, og var úrskurður bæj- arþingsins því úr gildi felldur með dómi hæstaréttar 16. f. m. Var því ákveðið, að munnlegur málflutningur skyldi fram fara 24. þ. m., en í því þinghaldi fór umboðsmaður stefnenda fram á tveggja mán- aða frest í málinu. Umboðsmaður stefnda lét frestbeiðni þessa ekki til sín taka, en dómari tók hana til úrskurðar ex officio. Umboðsmaður stefnenda rökstuddi beiðni sina með því, að sér væri nauðsyn að hafa samband við umbjóðendur sína af tilefni framangreinds dóms hæstaréttar. Með skirskotun til þess, sem að framan var rakið um sögu máls Þessa, þykja þessi rök umboðsmanns stefnenda eigi fá réttlætt frek- ari frest í málinu. Samkvæmt þessu og með vísan til 110. gr. laga nr. 85 frá 1936 ber því að synja um hann, enda er eigi líklegt gert, að aukinna gagna sé von í máli þessu. Einar Arnalds borgardómari kvað upp úrskurð þenna. Því úrskurðast: Hinn umbeðni frestur verður eigi veittur. Mánudaginn 17. febrúar 1947. Nr. 44/1943. Guðmundur Sigurðsson (Hrl. Einar B. Guðmundsson) gegn hreppsnefnd Seltjarnarneshrepps f. h. hreppsins (Hrl. Magnús Thorlacius). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Sveitarfélagi dæmdur forkaupsréttur að jörð. Dómur hæstaréttar. Bergur Jónsson, sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Áfrýjandi, sem skotið hefur máli þessu til hæstaréttar með stefnu 10. april 1943, gerir þær dómkröfur, að hann 13 verði algerlega sýknaður í málinu og honum verði dæmdur málskostnaður úr hendi stefnda fyrir báðum dómum eftir mati hæstaréttar. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Með skírskotun til þeirra raka, sem greind eru í hinum áfrýjaða dómi, verður ekki hjá því komizt að staðfesta hann. Eftir öllum atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir báðum dómum falli niður. Mikill dráttur hefur orðið á máli þessu fyrir hæstarétti af hendi málflutningsmanns áfrýjanda. Hefur hann talið drátt- inn stafa af veikindum áfrýjanda, en ekki réttlæta þau svo mikinn drátt. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður í héraði og fyrir hæstarétti fellur niður. Dómur aukaréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 2. marz 1943. Mál þetta er höfðað fyrir aukadómþinginu, að undangenginni árangurslausri sáttaumleitun, með stefnu, útgefinni 18. september 1941, af Sigurjóni Jónssyni oddvita fyrir hönd hreppsnefndar Sel- tjarnarneshrepps gegn Guðmundi H. Sigurðssyni, bónda í Lækjar- botnum (Lögbergi) í Seltjarnarneshreppi, og hefur hann gert þær dómkröfur, að stefndi verði dæmdur til að láta hreppsnefndinni í té afsal fyrir jörðinni Lækjarbotnum með öllum gögnum og sæðum gegn greiðslu á kaupverði að upphæð kr. 27000.00 — tuttugu og sjö þúsund krónur —, aðallega með þeim hætti, að hreppsnefndin taki að sér að greiða 15 þús. krónur, sem hvíla á eigninni með 1. veð- rétti, á næstu 15 árum með 5% ársvöxtum, greiði 6 þúsund krón- ur við undirskrift sölusamnings, en mismunurinn greiðist við undir- ritun afsalsbréfs fyrir jörðinni 1. júní 1941, en til vara, að farið verði eftir samningsuppkasti milli stefnda og Benedikts Elfars (rski. nr. 6) um sölu á jörðinni. Þá gerir hann kröfu til þess, að sér verði dæmdur málskostnaður að skaðlausu eftir mati réttarins. Stefndi hefur gert þær réttarkröfur, að hann verði algerlega sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að honum verði dæmdur málskostnaður eftir mati réttarins. Málavextir eru þeir, að haustið 1940 hóf Benedikt Elfar, kaup- 74 maður í Reykjavík, máls á því við stefnda, að hann vildi kaupa eignarjörð hans Lækjarbotna í Seltjarnarneshreppi (Lögberg). Samningum milli þeirrra var svo langt komið í desembermánuði, að uppkast var gert að kaupsamningi að tilhlutan Benedikts Elfars. Um það leyti hafði stefndi ákveðið „með sjálfum sér“, að réttast mundi að taka kauptilboði Benedikts Elfars. Hinn 14. desember 1940 skrifaði hann síðan hreppsnefnd Sei- tjarnarneshrepps, en bréfið kom þó ekki í hendur nefndinni fyrr en 31. desember 1940. Í bréfi þessu tók stefndi fram, að hann tilkynnti hreppsnefndinni, að hann hafi ákveðið að selja eignar- jörð sína Lækjarbotna (Lögbergs) í þessum mánuði (desember 1940}. Kaupandi sé Benedikt Elfar kaupmaður, en kaupverð 27 þús. kr., sem greiðist með þeim hætti, að kaupandi taki að sér að greiða 15 þús. kr., sem hvíli á eigninni tryggð með 1. veðrétti, greiði við undirskrift kaupsamnings 6 þús. kr. og eftirstöðvarnar 1. júní 1941, þegar afsalsbréf verði gefið út. Hinn 4. janúar 1941 kom hreppsnefndin saman til þess að ræða erindi stefnda, og bókar nefndin þá, að stefndi bjóði „hreppsnefnd- inni að neyta forkaupsréttar síns að jörðinni“. Á þessum fundi var þó engin ákvörðun tekin. Með bréfi, dags. 6. janúar 1941, (rskj. nr. 16), sendi stefndi hreppstjóra Seltjarnarneshrepps uppkastið að kaupsamningnum (rskj. nr. 6), og er það frá honum komið í hendur stefnanda. — Hinn 10. janúar 1941 var mál þetta enn rætt í hreppsnefndinni, og samþykkti hún þá, að neyta forkaupsréttar síns, og var þessi samþykkt tilkynnt stefnda, fyrst munnlega simleiðis, en síðar með bréfi, dagsettu 11. janúar 1941. Hinn 17. janúar fóru síðan fjórir af hreppsnefndarmönnunum upp að Lækjarbotnum (Lögbergi) á fund stefnda til þess að ganga frá samningum við hann um jarðarkaupin, en stefndi var þá ekki undir það búinn og færðist undan. Hreppsnefndin kom nú enn saman 28. janúar 1941, og var þá samþykkt að halda fast við fyrri ályktun um kaup á jörðinni, jafnvel þó leita Þyrfti aðstoðar dóm- stólanna til þess að knýja þau fram. Á þessum fundi hreppsnefndarinnar var mættur umboðsmaður af hálfu stefnda, og var honum tilkynnt Þessi samþykkt, en stefnda /ar sjálfum einnig skrifað um áyktun fundarins. Enn var 25. marz 1941 mál þetta rætt í hreppsnefndinni, og var þá einnig mættur umboðsmaður af hálfu stefnda. Á Þessum fundi voru ekki frekari ályktanir gerðar. Hinn 22. april 1941 var loks lögð fram í hreppsnefndinni til- kynning frá umboðsmanni stefnda, dags. 3. apríl 1941, í þá átt, að stefndi væri hættur við að selja jörðina. Hreppsnefndin ítrekaði þó samþykkt sína, að halda stefnda við tilboð hans, og samþykkti að höfða mál þetta. 73 Stefnandi hefur haldið því fram, að stefndi hafi með bréfi sinu, er hann ritaði hreppsnefndinni 14. desember 1940, gert nefndinni kauptilboð, sem hreppsnefndin hafi síðan samþykkt að ganga að með ályktun sinni 10. janúar 1941. Stefnandi hefur vísað til 4. og G. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggern- inga og haldið því fram, að öll skilyrði til lögjöfnunar væru fyrir hendi. Þegar stefnandi hefði látið fara fram samþykkt á tilboði stefnda, hefði bindandi samningur verið gerður milli aðilja. Stefndi hefur á hinn bóginn bent á, að stefndi hafi engin bind- andi loforð gefið um sölu á jörðinni, en í desembermánuði 1940 hafi hann ákveðið „með sjálfum sér“ að selja Benedikt Elfar jörð- ina. Hann hefur haldið því fram, að forkaupsréttarlögin skapi eng- an sjálfstæðan rétt, heldur verði ákvæðum þeirra aðeins beitt, ef sala á fasteign hefur farið fram. Hér hafi ekkert bindandi loforð legið fyrir um sölu á fasteigninni, og hefði verið um nokkurn rétt að ræða, þá hefði Benedikt Elfar afsalað honum. Forkaupsréttar- lögin geri aðeins ráð fyrir, að forkaupsréttarhafi gangi inn í kaup, og sé eigi um sjáfstæðan rétt að ræða, heldur afleiddan rétt. Ef tilætlunin hefði verið önnur, þá mundi hafa verið kveðið skýrt á um það í forkaupsréttarlögunum. Í þessu máli væri tilætlunin að þvinga fram sölu, langt fyrir neðan sannvirði eignarinnar. Þá hefur stefndi haldið því fram, ef um nokkurn sjálfstæðan rétt hefði verið að ræða, bá væri hann niður fallinn, sökum þess að málið hefði ekki verið rekið með hæfilegum hraða, en í 7. grein forkaupsrétt- arlaganna er svo ákveðið, að höfða beri mál innan 6 mánaða, eftir að réttarhafi fær vitneskju um „misfeiluna“, og halda síðan áfram málinu með hæfilegum hraða. Þá hefur stefndi mótmælt þvi, að ákvæði laga nr. 7/1936 verði heimfærð upp á það tilvik, sem hér um ræðir, Rétturinn Htur svo á, að stefndi hafi með bréfi sinu, dags. 14. desember 1940, sem hann skrifaði til stefnanda og tikynnti, að hann hefði ákveðið að selja jörð sína, boðið stefnanda að neyta forkaups- réttar síns, og hafi verið um bindandi tilboð að ræða af hans hálfu. Þetta tilboð samþykkti stefnandi síðan 10. janúar 1941. Það skal fram tekið, að rétturinn telur, að málið hafi verið rekið með hæfilegum hraða af hálfu stefnanda. Með því að til grundvallar liggja samningar þeir, sem farið höfðu íram milli stefnda og Benedikts Elfars, verður við niðurstöðu máls þessa að hafa hliðsjón af þeim, að breyttum þeim tímaákvörðunum, sem þar eru tilteknar, í samræmi við það, sem til var ætlazt. Sá kaupsamningur er á þessa leið (rskj. nr. 6): Við undirritaðir, annars vegar Guðmundur H. Sigurðsson, eig- andi og ábúandi jarðarinnar Lækjarbotna (Lögbergs) í Seltjarnar- neshreppi, sem seljandi, og Benedikt Elfar, kaupmaður í Reykjavík, hins vegar sem kaupandi, gerum með okkur svofelldan 76 kaupsamning: 1. gr. Seljandi skuldbindur sig til þess að selja og kaupandi til þess að kaupa jörðina Lækjarbotna (Lögberg) í Seltjarnarneshreppi í Kjós- arsýslu. Jörðin er seld með öllum gögnum og gæðum og öllu, sem henni fylgir og fylgja ber, þar með talin jarðarhús, svo sem ibúð- arhús, 2 fjós, 2 fjárhús, 1 hesthús og 3 hlöður, með öllu múr- og naglföstu og fylgifé, mannvirki öll á jörðinni, svo sem girðingar, vörzlugarðar og önnur mannvirki, hverju nafni sem nefnast, og allar umbætur og viðaukar á löndum og húsum, allt með þeim einum undantekningum, er segir í næstu grein. 2. gr. Undanskilið sölunni er: 1. Mannvirki þau, er brezka setuliðið hefur gert á jörðinni og húsum hennar, að svo miklu leyti, sem þau eru ekki seljanda eign. 2. Sumarbústaðurinn Selfjallaskáli, með landi því, er honum fylgir samkvæmt samningi dags. .... 3. Sumarbú- staðurinn Hamar ásamt landi því, er honum fylgir samkvæmt samn- ingi dags. .... 4. Skátabústaðurinn ásamt landi þvi, er honum fylgir samkvæmt samningi dags. .... 5. Úr landi jarðarinnar hafa verið leigð lönd fyrir 16 sumarbústaði, og eru þau þessi: Litlidalur, Sunnuhlíð, Klettahlið, Hraundalur, Ólafsdalur, Fagrahlið, Leirdalur, Tækjamót, Moshóll, Hraunprýði, Hóll og er byggt á þessum löndum. Enn fremur óbyggð lönd þessum mönnum: Kristjáni Vattnes lög- regluþj., Friðbirni Hólm vélsmið, Jóni Sumarliðasyni bilstj., Óskari Smith pigulagningarmanni og Ágúst Kristjánssyni lögregluþj. Samningar um lönd þessi verða afhentir kaupanda við undirskrift samnings þessa, og er kaupanda kunnugt, að byggingar á löndunum eru eign leigutakanna. 3. gr. Jörðin er seld með landamerkjum samkvæmt útnefningarbréfi, dags. 22. júlí 1865, sem afhent verður kaupanda við undirskrift afsals, en auk þess fylgir með í sölunni landspilda, er seljandi keypti af eig. Elliðakots árið 1911. Spilda þessi er sunnan Suður- landsbrautar og er kölluð „Lækir“ og „Tröllabörn“. Merki hennar eru þessi: (Ekki til greind). 4. gr. Hið selda er selt, eins og það er nú, og skal skilað kaupanda í sama ástandi, er hann tekur við því í nætskomandi fardögum, árið 1941. — Afnot til þess tíma hefur seljandi og nýtur arðs, enda greiðir hann alla skatta og skyldur til sama tíma, þar með talin brunabótatrygging á húsum. Seljandi er ábyrgur fyrir skemmdum og rýrnun, er á hinu selda kynnu að verða, þar til kaupandi tekur 7 við því, og greiðir álag vegna rýrnunar, nema um sé að ræða slit, sem leiðir af venjulegri notkun. Hið selda skal hagnýtt þannig, að eigi sé til tjóns fyrir kaupanda, vorverk unnin og annað, eins og venja er til. 5. gr. Hið selda er selt hafta og kvaðalaust að öllu leyti, þar á meðal laust úr ábúð, og með öllum þeim rétti, er seljandi hefur eignazt það og á. Veðbönd þau, sem nú hvíla á hinu selda, skulu losuð af þvi, eigi síðar en um leið og afsal er gefið. 6. gr. Kaupverðið er kr. 27000.00 og greiðist þannig: 1. Þegar seljandi sýnir, að hann hafi boðið réttum aðiljum að neyta forkaupsréttar og þeir hafa hafnað ........000 sens kr. 12000.09 9. Með skuldabréfi að upphæð kr. 15000.00, er endur- greiðist með jöfnum afborgunum á næstu 15 árum þann 1. sept. ár hvert, í fyrsta sinn 1. sept. 1942. Vextir 5% p. a. greiðast eftir á jafnframt afborg- unum. Bréfið sé tryggt með 1. veðrétti í jörðinni — 15000.00 Samtals kr. 27000.00 7. gr. Þegar kaupandi tekur við jörðinni og afhendir skuldabréfið, nefnt í 3. lið 6. gr., fær hann afsal fyrir hinu selda. Þar til afsal fer fram, hefur kaupandi veðrétt í hinu selda næst eftir áhvilandi veð- skuldum fyrir þeim kr. 12000.00, sem hann greiðir samkvæmt Í. lið 6. gr. 8. gr. Af samningi þessum eru gerð 2 samhljóða frumrit, og heldur hvor aðili sínu. 9. gr. Kostnað við samningsgerð, þinglýsingu, stimplun skjala og þ. |. greiðir kaupandi. 10. gr. Komi til máls út af samningi þessum, má reka það fyrir bæjar- þingi Reykjavíkur, án þess sátta sé leitað af sáttanefnd. Til staðfestu eru nöfn aðilja og votta. Reykjavík, .....0.0.0... des. 1940. Vottar: Samkvæmt framansögðu ber að taka varakröfu stefnanda til greina og dæma stefnda til þess að afsala stefnanda jörðinni Lækj- arbotnum samkvæmt rskj. nr. 6 í máli þessu, að því breyttu, að við undirskrift afsals greiðist kr. 13000.00. 78 Eftir þessum úrslitum ber stefnda að greiða stefnanda máls- kostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 650 krónur, Því dæmist rétt vera: Stefndi, Guðmundur H. Sigurðsson, skal afsala stefnanda, Sigurjóni Jónssyni f. h. hreppsnefndar Seltjarnarneshrepps, jörðinni Lækjarbotnum í Seltjarnarneshreppi með húsum, gögn- um og gæðum fyrir 27 þús. krónur innan 15 daga frá lögbirt- ingu dóms þessa. Við undirskrift afsals skal stefnandi greiða stefnda 13 þús- und krónur, en að öðru leyti skal afsalið vera í samræmi við rskj. nr. 6 í máli þessu. Stefndi greiði stefnanda 650 krónur í málskostnað. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 17. febrúar 1947. Kærumálið nr. 6/1947. Eric Christiansen segn Sveini á Gísla h/f. Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Kröfu um frávísun máls hrundið. Dómur hæstaréttar. Friðjón Skarphéðinsson, sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu, hefur kveðið upp hinn kærða úrskurð. Sóknaraðili hefur með bréfi 31. janúar þ. á. kært til hæstaréttar úrskurð, uppkveðinn á bæjarþingi Akureyrar 27. s. m., um, að máli varnaraðilja gegn sóknaraðilja skuli ekki vísað frá undirrétti. Barst hæstarétti kæran 7. þ. m. Sóknaraðili hefur sent hæstarétti greinargerð, þar sem hann krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að málinu verði vísað frá héraðsdómi. Þá krefst hann og kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðilja eftir mati hæstaréttar. Varnaraðili hefur hvorki sent hæstarétti greinargerð né kröfur í málinu. 79 Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Samkvæmt þessu fellur kærumálskostnaður í hæstarétti niður. Dómsorð: ; Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Kærumálskostnaður í hæstarétti fellur niður. Úrskurður bæjarþings Akureyrar 27. janúar 1947. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar eða dóms þann 28. þ. m., hafa stefnendur, Sveinn og Gisli húsabyggingameistarar, Siglufirði, höfðað fyrir aukadómþingi Eyjafjarðarsýslu með stefnu, birtri 16. Þ. m., á hendur Erik Christiansen, Dalvík, Eyjafjarðarsýslu, til greiðslu skuldar, að upphæð kr. 5630.25, ásamt 6% ársvöxtum frá 3. okt. s. 1. til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Við Þingfestingu varð það að samkomulagi milli aðilja, að málið skyldi rekið fyrir bæjarþingi Akureyrar. Stefndi krafðist þess, að málinu yrði vísað frá dómi vegna galla á málatilbúnaði, þar sem það væri höfðað á varnarþingi stefnda, án þess það væri fyrst lagt til sátta fyrir sáttamenn, en engin heimild væri til slíkrar málsmeðferðar. Þá krafðist stefndi máls- kostnaðar úr hendi stefnenda. Stefnendur mótmæltu frávísunarkröfunni og málskostnaðarkröf- unni með skírskotun til þess, að mál þetta er eitt þeirra mála, sem stefnda er skylt að þola dóm í utan varnarþings síns samkvæmt 82. gr. einkamálalaganna, en samkvæmt 5. tölulið 5. gr. sömu laga leitar dómari sátta í slíkum málum. Stefnendur segja stefnukröf- una vera fyrir andvirði hurða og glugga, er þeir létu stefnda í té frá starfsstofu sinni á Siglufirði. Því hefur ekki verið mótmælt af hálfu stefnda, að stefnendur hafi fasta starfsstofu á Siglufirði í merkingu 82. gr. einkamálalag- anna, og er ekki ágreiningur um það, að mál betta hefði verið undanþegið sáttaumleitan sáttamanna, ef það hefði verið höfðað á varnarþingi stefnenda. Orðalag 5. töluliðs 5. gr. einkamálalaganna þykir ekki heimila þá túlkun, að reglan gildi einungis, ef varnarþingsheimild 82. gr. laganna er notuð. Er því nægilegt, að heimildin sé fyrir hendi. Samkvæmt þessu er mál þetta undanþegið sáttatilraun sáttamanna, og verður frávísunarkrafa stefnda því ekki tekin til greina. Því úrskurðast: Frávísunarkrafa stefnda verður ekki tekin til greina. 80 Miðvikudaginn 19, febrúar 1947. Nr. 140/1946. Valdstjórnin (Hrl. Egill Sigurgeirsson) gegn Eiríki Símonarsyni Beck (Hrl. Magnús Thorlacius). Setudómari hrl. Einar B. Guðmundsson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Um öflun gagna í lögreglumáli. Úrskurður hæstaréttar. Rétt þykir, að háð verði rækilegri rannsókn í máli þessu, áður en dómur gengur í því í hæstarétti. Kærði er sóttur til refsingar vegna aksturs bifreiðar með áhrifum áfengis hinn 9. marz 1946. Honum var þá tekið blóð af Birni Guðbrandssyni lækni, og var það merkt nr. 1561. Þann 22. s. m. gaf Jóhann yfirlæknir Sæmundsson vottorð þess efnis, að áfengisákvörðun á blóði, merktu nr. 1561, hafi sýnt „reduction“, er samsvari áfengismagni 2,51 %o. Verjandi kærða hefur staðhæft það í vörn sinni, að blóð það, sem Jóhann yfirlæknir rannsakaði, geti ekki verið úr kærða, þar sem hann hafi ekki neytt áfengis í þeim mæli á þeim tíma, er hér skiptir máli, að ofangreint áfengismagn hafi verið í blóði hans. Það þykir varhugavert að ganga fram hjá Þessari staðhæfingu verjanda. Ber því að láta fram fara rækilega athugun á því, hver háttur var hafður við blóðtöku úr kærða. Er rétt að lögreglumaður sá eða lögreglumenn þeir, sem fóru með kærða til blóðtöku, séu spurðir um það, hvaða varúðarreglum hafi verið beitt til þess að afstýra þvi, að blóðúrtak kærða ruglaðist saman við blóðúrtak úr öðrum mönnum. Svo skal og spurt um, hvernig hagað hafi verið geymslu á blóðinu og hverjir hafi farið með það til Jóhanns yfirlæknis Sæmundssonar til rannsóknar. Þá skal cg læknir sá, sem framkvæmdi blóðtökuna, spurður um þann hátt, er hann viðhafði við hana, og hvort skráð sé í bækur á Landspítalanum um framkvæmd blóðrannsókna. Leitt skal og í ljós, hver meðferð sé almennt höfð á blóði, sl sem tekið er úr mönnuin til áfengisákvörðunar, til þess að tryggja það, að ekki verði villzt á blóðúrtökum. Loks ber að rannsaka annað það, sem framhaldsrann- sóknin veitir efni til. Ályktarorð: Héraðsdómara ber að heyja framangreinda rannsókn. Föstudaginn 21. febrúar 1947. Nr. 43/1946. Réttvísin og valdstjórnin (Hrl, Guttormur Erlendsson) gegn Páli Melsted, Elínu Guðrúnu Vigfúsínu Melsted (Hrl. Einar B. Guðmundsson) og Pétri Eggerz-Stefánssyni (Hrl. Magnús Thorlacius). Setudómari hrl. Sveinbjörn Jónsson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Brot gegn verðlags- og gjaldeyrislöggjöf. Dómur hæstaréttar. Með skírskotun til forsendna béraðsdóms ber að staðfesta ákvæði hans um sýknu hinna ákærðu af ákæru réttvís- innar í máli þessu. Samkvæmt rökum þeim, er í héraðsdómi greinir, hafa ákærðu Páll Melsted og Pétur Eggerz-Stefánsson gerzt sekir við þau ákvæði verðlagslaga og verðlagsreglna svo og gjald- eyrislaga, sem greind eru í hinum áfrýjaða dómi. Ákærða Elín Guðrún Vigfúsína Melsted var ein af stjórn- armönnum h/f G. Helgason á Melsted. Verður að gera þær kröfur til hennar, að hún aflaði sér vitneskju um rekstur félagsins í höfuðdráttum. Átti henni því að vera kunnugt um verðlagsbrot félagsins, sem framið hafði verið að staðaldri um langan tíma. Verður þess vegna að telja, 6 82 að hún hafi gerzt brotleg við sömu lagaákvæði og hinir samákærðu Páll Melsted og Pétur Eggerz-Stefánsson. Það ber að meta hinum ákærðu til refsilækkunar, að verðlagsyfirvöld, er fengu vitneskju um annmarka á verð- lagningu vara af hálfu h/f G. Helgason £ Melsted síðsum- ars 1943, virðast ekki hafa látið málið á neinn hátt tilsín taka gagnvart fyrirsvarsmönnum félagsins fyrr en í árslok 1944, er opinberrar rannsóknar var krafizt. Refsing ákærða Páls Melsteds þykir hæfilega ákveðin kr. 45000.00 sekt til ríkissjóðs, og komi 5 mánaða varðhald í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Refsing ákærða Péturs Eggerz-Stefánssonar þykir hæfi- lega ákveðin kr. 15000.00 sekt í ríkissjóð, og komi 75 daga varðhald í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Refsing ákærðu Elínar Guðrúnar Vigfúsínu Melsted þykir hæfilega ákveðin kr. 5000.00 sekt í ríkissjóð, og komi 30 daga varðhald í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um upptöku ólöglegs ágóða og greiðslu sakarkostnaðar í héraði eiga að vera óröskuð. Ákærði Páll Melsted og Elin Guðrún Vigfúsína Melsted greiði in solidum málflutningslaun skipaðs verjanda sins í hæstarétti, kr. 2500.00. Ákærði Pétur Eggerz-Stefánsson greiði málflutningslaun skipaðs verjanda síns í hæstarétti, kr. 1000.00. Allan annan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda í hæstarétti, kr. 3000.00, greiði öll hin ákærðu in solidum. Dómsorð: Ákærði Páll Melsted greiði kr. 45000.00 sekt til ríkis- sjóðs, og komi 5 mánaða varðhald í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms Þessa. Ákærði Pétur Eggerzt-Stefánsson greiði kr. 15000.00 sekt í ríkissjóð, og komi 75 daga varðhald í stað sekt- 83 arinnar, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærða Elin Guðrún Vigfússína Melsted greiði kr. 5000.00 sekt til ríkissjóðs, og komi 30 daga varðhald í stað sektarinnar, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um upptöku ólöglegs ágóða og greiðslu sakarkostnaðar í héraði eiga að vera ó- röskuð. Ákærðu Páll Melsted og Elin Guðrún Vigfúsína Mel- sted greiði in solidum málflutningslaun skipaðs verj- anda sins í hæstarétti, Einars B. Guðmundssonar hæsta- réttarlögmanns, kr. 2500.00. Ákærði Pétur Eggertz-Stef- ánsson greiði málflutningslaun skipaðs verjanda sins í hæstarétti, Magnúsar Thorlacius hæstaréttarlögmanns, kr. 1000.00. Allan annan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda í hæstarétti, Guttorms Erlendssonar hæstaréttarlög- manns, kr. 3000.00, greiði öll hin ákærðu in solidum. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 4. febrúar 1946. Ár 1946, mánudaginn 4. febrúar, var í aukarétti Reykjavíkur, sem haldinn var í skrifstofu réttarins af Bergi Jónssyni sakadóm- ara, uppkveðinn dómur í málinu nr. 310—-312/1946: Réttvísin og valdstjórnin gegn Páli Melsted, Pétri Eggerz Stefánssyni og Elinu Guðrúnu Vigfússínu Melsted, sem tekið var til dóms hinn 29. nóvem- ber 1945. Mál þetta er af réttvísinnar og valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Páli Melsted stórkaupmanni, Freyjugötu 42, Pétri Eggerz Stef- ánssyni stórkaupmanni, Flókagötu 5, og Elínu Guðrúnu Vigfúsínu Melsted, frú, Freyjugötu 42, eiginkonu ákærða Páls, fyrir brot gegn XV. kafla almennra hegningarlaga nr. 19 12. febrúar 1940, verðlags- löggjöfinni og gjaldeyrislöggjöfinni, Ákærði Páll Melsted er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 28. október 1894. Hinn 28. maí 1935 var hann með réttarsátt sekt- aður um kr. 20.00 fyrir ógætilegan akstur. Hinn 25. nóvember 1936 öd var hann vegna firmans G. Helgason á Melsted kærður fyrir meint brot gegn lögum um gjaldeyri og innflutning. Mál þetta var sent dómsmálaráðuneytinu hinn 16. janúar 1937, og mun það eigi hafa fyrirskipað frekari aðgerðir í því. Hinn 6. maí 1940 var ákærði sektaður með réttarsátt um kr. 20.00 fyrir brot gegn umferðarregl- um. Áð öðru leyti en nú hefur verið rakið, hefur ákærði hvorki sætt ákæru eða refsingu, svo kunnugt sé. Ákærði Pétur Eggerz Stefánsson er kominn yfir lögaldur saka- manna, fæddur 10. ágúst 1900. Hinn 10. október 1944 var hann sekti- aður um kr. 25.00 fyrir að sinna ekki umferðarbendingu lögregl- unnar, en að öðru leyti hefur hann ekki, svo kunnugt sé, sætt á- kæru né refsingu. Ákærða Elín Guðrún Vigfúsína Melsted er komin yfir lögaldur sakamanna, fædd 14. marz 1898, og hefur hún hvorki sætt ákæru né refsingu, svo kunnugt sé. Hlutafélagið G. Helgason á Melsted er skráð í hlutafélagaskrá Reykjavíkur 26. september 1930. Frá 17. október 1942 og fram á árið 1945 var stjórn hlutafélagsins þannig skipuð, að ákærði Páll var formaður, en hin ákærðu Pétur Eggerz og Elin Guðrún Vigfúsina meðstjórnendur. Voru þau því í stjórn félagsins á þeim tima, er hinir kærðu atburðir gerðust. Hinn 7. júlí 1945 gekk ákærði Pétur Eggerz úr stjórn félagsins, en í hans stað var kosinn Einar Farest- veit, Hringbraut 205. Samkvæmt vottorði úr hlutafélagaskrá Reykja- víkur, dagsettu 6. september 1945, var stjórn hlutafélagsins þá skip- uð þannig: Ákærði Páll formaður og meðstjórnendur Margeir Sig- urjónsson, Framnesvegi 24, og Einar Farestveit. Hringbraut 205. Á þeim tíma, er hér skiptir máli, var ákærði Páll aðalhluthafi fé- lagsins, átti hlutafé að upphæð kr. 55000.00, en allt hlutafé félagsins var á sama tíma kr. 60000.00. Ákærði Pétur Eggerz átti á sama tíma hlutafé í félaginu, að upphæð kr. 2000.00, og ákærð Elin Guðrún Vigfúsina og tveir menn aðrir sinn 1000 króna hlutinn hvert. Í síðastliðin 10 ár hefur ákærði Páll verið framkvæmdarstjóri og stjórnarformaður félagsins. Ákærða Pétri Eggerz var veitt pró- kúruumboð fyrir félagið hinn 18. september 1940. Með bréfi til félagsins, dagsettu 1. júní s. 1., óskar ákærði Pétur Eggerz að verða leystur frá stjórnarstörfum í félaginu, þar eð hann sé hættur störfum í þágu þess. Einnig óskar hann afturköllunar prókúruum- boðs sins, og loks býður hann félaginu til kaups hlutabréf sin í félaginu. Hinn 9. júní s. 1. var prókúruumboð hans afturkallað. Félagið hefur frá upphafi rekið heildverzlun hér í bænum og hefur það verið aðalstarfsemi þess. Auk þess hefur félagið rekið allmikla útflutningsverzlun með skinnvöru, dún og lýsi o. fl. Frá 1936 hefur félagið haft útibú í Færeyjum. Þegar ákærði Páll var í New York seint á árinu 1940, kynntist hann þar íslenzkum verzl- unarmanni, Edvard Frímannssyni, nú til heimilis á Hringbraut 146 85 hér í bæ. Samdist þá svo með þeim, að Edvard yrði fyrst um sinn erindreki G. Helgasonar £ Melsted h/f í New York. Á stjórnarfundi félagsins 11. desember 1942 var samþykkt að veita Edvard prókúru- umboð fyrir félagið, og því hélt hann fram í nóvember 1944. Á stjórnarfundi 6. þess mánaðar var samþykkt að afturkalla prókúru- umboð hans, og hinn 10. s. m. kveðst Edvard hafa fengið tilkynningu nm þetta. Var hann fram á þenna tíma umboðsmaður félagsins í New York og annaðist vörukaup fyrir það og heimsendingu varanna. Um miðjan janúar 1944 kom ákærði Páll til New York, og var hann þar í þágu félagsins fram í ársbyrjun 1945. Meðan ákærði Páll var vestanhafs, annaðist ákærði Pétur Eggerz framkvæmdarstjórn fé- lagsins hér í bæ. Í verðlagningarreglum, útgefnum af verðlagsstjóra í umboði Við- skiptaráðs hinn 11. marz 1943, birtum í Lögbirtingablaði hinn 13. sama mánaðar, segir svo í 2. tölulið: „Hafi verzlun umboðsmann eða útbú erlendis til þess að annast þar vöruinnkaup fyrir sig, má verzlunin bæta allt að 5% af innkaupsverði vörunnar við verð hennar, eftir að álagningu hefur verið bætt við kostnðarverð, ef skilríki eru sýnd fyrir því, að umboðsmaðurinn eða útbúið hafi annari innkaup vörunnar.“ Þessar verðlagningarreglur voru úr gildi numdar 6. október 1943, en þá jafnframt settar nýjar verðlagnins- arreglur, sem höfðu að geyma samskonar ákvæði um álagningu vegna umboðsmanns eða útbús erlendis. Hinn 31. marz 1944 var gefinn út svohljóðandi viðauki við þessar reglur: „Verðlagningin skal jafnan byggð á vörureikningi frá er- lendum seljanda.“ Áður en þessi regla kom til framkvæmda, hafði tíðkazt, að umboðsmenn íslenzkra innflytjenda vestanhafs sendu vörur hingað til lands með vörureikningum, sem þeir gáfu út sjálfir. Til að ganga úr skugga um, hvort nefndum ákvæðum frá 11. marz og 6. október 1943 hefði verið hlýtt, og þá hve mikil brögð hefðu verið að brotum gegn þeim, voru hlutaðeigandi fyrir- tækjum gefin fyrirmæli um það í apríl 1944 að skila verðlagsstjóra frumvörureikningum um þær vörusendingar, sem sendar höfðu ver- ið hingað með vörureikningum íslenzkra borgara í Bandaríkjunum. Wið samanburð frumreikninga, er G. Helgason “ Melsted h/f skil- aði verðlagsstjóra samkvæmt nefndum fyrirmælum, og eigin vöru- reikningum umboðsmanns félagsins í New York kom í ljós, að umboðsmaðurinn hafði ekki farið eftir nefndri reglu um 5% á- lagningu. Með bréfi, dagsettu 27. desember 1944, kærði verðlags- stjóri félagið fyrir þetta. Af þeim frumreikningum, sem verðlags- stjóra höfðu þá borizt, sem voru um 85 vörusendingar, að inn- kaupsverði kr. 718823.83, taldi hann hafa komið í ljós, að ólöglegur hagnaður félagsins næmi af þeim sendingum kr. 80132.35, og er sú tala út af fyrir sig óvéfengd af ákærðu. Vantaði bá frumreikninga fyrir 70 vörusendingum, að innkaupsverði kr. 631170.00. Hinn 3. 86 janúar 1945 var hrl. Ragnar Ólafsson, löggiltur endurskoðandi, skip- aður til að framkvæma endurskoðun hjá félaginu til upplýsingar máls þessa. Samkvæmt skýrslu hans, sem nær yfir tímabilið 11. marz 1943 til 1. marz 1945, en hún er tölulega óvéfengd af ákærðu, eftir að félagið hafði látið athuga hana af sinni hálfu, nemur álagn- ing umboðsmanns félagsins í New York, um fram hin heimiluðu 5%, á vörur þær, er hann sendi hingað til lands á eigin vörureikn- ingum, sem frumreikningum hefur verið skilað um, og afsláttur hinna erlendu seljenda, sem eigi er getið í vörureikningum, hvort iveggja að viðbættri heildsöluálagningu, kr. 114886.43. Upphæðin skiptist þannig, að umframálagnins umboðsmanns, að viðbættri heildsöluálagningu á hana, nemur kr. 99364.19, en afslátturinn, að viðbættri heildsöluálagningu, nemur kr. 15522.24. Allar þær vörur, sem hér er um að ræða, eru toll- og verðreiknaðar hér eftir út- gáfu nefndra verðlagningarreglna frá 11. marz 1943. Umframálagn- ing sú, er getið hefur verið, er allmisjöfn á hinar ýmsu vörusend- ingar, og á fjölmörgum vörusendingum er hún engin. Frá afslætti þeim, sem nefndur hefur verið, hefur ákærði Páll sjálfur skýrt. Félagið hefur eigi skilað verðlagseftirlitinu frumvörureikning- um fyrir innfluttar vörur á umræddu tímabili, að upphæð $111536.48 samkvæmt vörureikningum umboðsmanns félagsins. Fullnægjandi skýring á vanrækslu um skil þessara frumvörureikninga hefur eigi fengizt af félagsins hálfu. Hin ákærðu Pétur Eggerz og Elin Guð- rún Vigfúsina hafa enga skýringu getað á þessu gefið. Ákærði Páll kveður frumreikningana hafa verið í vörzlum umboðsmannsins Ed- vards Frímannsonar í New York, og kveðst hann hafa gert það, sem í sínu valdi stóð, til að fá hann til að koma þeim áleiðis til verðlagseftirlitsins, en veit ekki um árangur þess. Þrjá eða fjóra frumreikninga kveðst ákærði Páll þó hafa flutt með sér áleiðis hingað til lands 1945, en þeir hafi farizt ásamt öllum hans far- angri með e/s Dettifossi, sem skotinn var niður 21. febrúar 1945. Edvard Frímannsson telur sig hafa komið öllum frumreikningun- um til íslenzka ræðismannsins í New York, en getur þó eigi full- yrt, að svo hafi verið. Vegna vöntunar þessara frumreikninga er ógerlegt að finna raun- verulegt innkaupsverð félagsins á vörum þessum. Undir rannsókn málsins féllst ákærði Páll á það við verðlagsstjóra og hefur stað- fest það samkomulag fyrir lögregluréttinum, að ólöglegur hagn- aður reiknist af þeim vörukaupum, sem frumreikninga vantar fyrir, í sama hlutfalli og ólöglegur hagnaður reyndist vera af þeim vöru- kaupum, sem frumreikningum hefur verið skilað fyrir. Samkvæmt Þessari reglu, sem rétt þykir að fara eftir, nemur ólöglegur hagn- aður samkvæmt skýrslu endurskoðandans af þeim vörum, sem frum- reikninga vantar fyrir, kr, 43797.27. Samkvæmt þessu nemur sam- anlagður ólöglegur hagnaður félagsins samkvæmt skýrslu endur- 87 skoðandans kr. 158684.27. Hér á landi var aldrei lagt á innfluttar vörur félagsins vegna umboðsmannsins í New York. Ákærði Páll hefur vafningalaust viðurkennt og aldrei sagzt hafa farið dult með, að álagning umboðsmannsins vestra á vörur, keyptar frá Ameríku, hafi verið hærri en 5%. Kveður hann það hafa verið reglu, að umboðsmaðurinn legði á vöruna 10—15%, stundum lægra, allt niður í 3%, en stundum hærra, allt upp í 20—25%, ef um smásendingar var að ræða. Umboðsmaðurinn sendi vörurnar hingað á vöru- reikningum, sem hann gaf sjálfur út, og var vöruverðið þar ó- sundurliðað, en ekki greint í frumverð og álagningu. Hefur svo verið í öllum þeim tilfellum, þar sem um ólöglega álagningu er að ræða. Umboðsmaðurinn, Edvard Frímannsson, telur álagninguna vestra yfirleitt hafa verið 15%. Telur hann þetta hafa verið reglu, sem hann man þó eigi, hvernig skapaðist, og hafi eigi verið breytt frá henni, nema eftir sérstökum fyrirmælum frá aðalskrifstofu fé- lagsins. Í skýrslu endurskoðandans kemur fram, að þessi regla staðfestist við samanburð frumreikninganna og reikninga umboðs- mannsins, en þess jafnframt getið, að frá þessari reglu sé þó oft vikið, Fyrirsagnir verðlagningarreglanna frá íi. marz og 6. október 1943 eru á þá lund, að ætla mætti, að margnefnd 5%-regla næði einungis Hl vara þeirra, sem sérstök verðlagsákvæði giltu um. Þetta er þó eigi svo, þegar nánar er að sætt, því að samkvæmt 1. gr, verðlagslaganna nr. 3/1943 er verð allra vara háð valdi Við- skiptaráðs, og það hafði raunverulega afskipti af verðlagi annarra vara en þeirra, sem sérstök verðlagsákvæði giltu um, sbr. reglur Viðskiptaráðs frá 26. febrúar 1943, aðra regluna frá 11. marz s. á. og 7. gr. verðlagslaganna. Var framkvæmdin sú, að hver verðreikn- ingur um vörur, sem sérstök verðlagsákvæði voru eigi um, var al- hugaður, álagning innflytjandans eftir atvikum samþykkt eða lækk- uð og sú ákvörðun talin jafngilda sérstökum verðlagsákvæðum, enda kveður Viðskiptaráð undantekningarlaust hafa verið farið eft- ir þessu af innflytjenda hálfu. Þó að sumar Þeirra vara, er G. Helgason á Melsted h/f flutti inn og meira var lagt á vegna Amer- íkuumboðsins en 5%, hafi eigi verið háðar sérstökum verðlags- ákvæðum, þykir 5%-reglan samt sem áður ná til þeirra, enda er það í fullu samræmi við framkvæmdir Viðskiptaráðs í þessum efn- um. Ákærði Páll virðist hafa ráðið mestu um rekstur félagsins á því tímabili, er hér skiptir máli, og hann kveðst hafa að mestu ráðið álagningu umboðsmannsins vestra. Var honum þó frá upphafi kunn margnefnd 5%-álagningarregla frá 11. marz og 6. október 1943. Ákærði Pétur Eggerz skýrir svo frá, að þegar hann gekk inn í félagið 1942, hafi ákærði Páll skýrt sér svo frá, að ákveðið hefði verið, að umboðsmaðurinn vestanhafs mætti í engum tilfellum leggja meira á vörur þær, er hann sendi félaginu, en 15%. Kveðst hann 68 ekki hafa vitað til þess, meðan hann starfaði í félaginu, að þessari reglu væri breytt. Kveðst hann því hafa búizt við, að álagning um- boðsmannsins á greindu tímabili væri í ýmsum tilfellum hærri en 5% og allt upp í 15%. Ekkert aðhafðist hann þó til, að þessu yrði breytt, þar sem hann taldi það ekki í sínum verkahring. Virðist ákærði Pétur Eggerz að þessu leyti frekar hafa litið á sig sem starfsmann félagsins en stjórnanda og ekki hafa viljað hrófla við ákvörðunum ákærða Páls um álagninguna. Ákærði Pétur Eggerz hafði, meðan hann starfaði í félaginu, að- sang að bréfaskiptum þess og bókum og fylgdist með starfsháttum þess yfirleitt. Eins og sést af skýrslu endurskoðandans og áður er á minnzt, nemur afsláttur hinna erlendu seljenda, að viðbættri heildsöluá- lagningu á hann, kr. 15522.24. Afslátt þenna fékk félagið at verði vara hjá hinum amerísku seljendum þeirra, en hans var eigi getið í vörureikningunum, heldur var verð vörunnar þar talið að fullu, eins og enginn afsláttur hefði verið gefinn. Var varan síðan greidd þessu verði seljendunum, sem svo endurgreiddu félaginu afsláttinn. Heildsöluálagning hér kom bæði á hið raunverulega vöruverð og afsláttinn. Eigi verður séð, að félaginu hafi verið heimilt að telja afsláttinn með í vöruverðinn, enda er eigi í verðlagningarreglunum frá 11. marz og 6. október 1943 leyft að telja afslátt sem þenna með í innkaupsverði vöru. Eins og atvikum um umframálagninguna hefur nú verið lyst, þykja ákærðu Páll og Pétur Eggerz hafa serzt brotlegir við 2, tl. verðlagningarreglanna frá 11. marz 1943 og I. lið 2 sams konar reglna frá 6. október s. á., og með því að reikna afsláitinn í inn- kaupsverðinu teljast þeir hafa gerzt brotlegir við sömu verðlagningar- reglur. Enn fremur hafa þeir gerzt brotlegir við reglurnar frá 31. marz 1944. Öll þessi brot varða þá refsingu samkvæmt 9. gr. 2. mgr. verðlagslaganna nr. 3/1943. Vegna umframálagningar þeirrar, er að framan greinir, safnað- ist félaginu nokkur erlendur gjaldeyrir vestanhafs, þar sem allar vörur félagsins, keyptar þaðan, voru með leyfi íslenzkra gjaldeyris- yfirvalda greiddar í erlendum gjaldeyri, Verulegur hluti þessa fjár mun hafa farið í kostnað við starfsemi félagsins vestanhafs, en bað, sem ekki eyddist þannig, kveður ákærði Páll vera í New York, annaðhvort í vörum eða peningum, eða sem inneisn hjá umboðs- manni félagsins. Umboðsmaðurinn hefur haldið því fram, að öllu fé félagsins, sem til hans kom og ekki fór í kostnað, hafi verið varið til vörukaupa. Af þessum skýrslum má telja, að umfram- álagningunni hafi, að svo miklu leyti, sem hún fór eigi í kostnað, verið varið til vörukaupa eða lagzt fyrir vestanhafs. Með því að nota nokkuð af gjaldeyri þessum til vörukaupa án leyfis gjaldeyrisyfir- valdanna hér og með því að skila eigi sölubanka gjaldeyrisins beim 89 hluta gjaldeyrisins, sem eigi þurfti að nota til greiðslu andvirðis hinna keyptu vara, hafa ákærðu serzt brotlegir við 5. gr. 1. og 5. mgr. sbr. 17. gr. reglugerðar nr. 77/1943 og 4. sbr. 6. gr. laga nr. 1/1943. Ljóst er, að ákærði Páll hefur gerzt brotlegur við þessi ákvæði, og þar sem ákærði Pétur Eggerz vissi um umframálagn- inguna og að hún greiddist umboðsmanninum í erlendum gjaldeyri, en hann aðhafðist ekkert til að ákvæðum gjaldevrislöggjafarinnar um skil hans væri hlýtt, telst hann einnig hafa gerzt brotlegur við nefnd ákvæði gjaldeyrislöggjafarinnar. Þó að ákærða Elín Guðrún Vigfússíina væri í stjórn félagsins, tók hún mjög lítinn þátt í störfum þess og kveðst að heita má hafa haldið sér alveg utan við þau. Segir hún sér vera algerlega ókunn- ugt um sakarefni, enda hafi hún eigi verið í ráðum um verðlagn- ingu hinna innfluttu vara. Ákærði Páll, eiginmaður hinnar ákærðu, segir hana ekkert hafa fylgzt með rekstri félagsins og hafi henni verið gersamlega ókunnugt um sakarefni. Ákærði Pétur Eggerz tel- ur fráleitt, að henni hafi verið kunnugt um sakarefni, Ekkert hefur fram komið, er bendir til nokkurrar þátttöku ákærðu í framangreind- um brotum gegn verðlags- og gjaldeyrislöggjöfinni. Samkvæmt þessu þykir rétt að sýkna hana af kærum valdstjórnarinnar í máli þessu. Vörureikningar þeir, sem félagið lagði fyrir verðlagsyfirvöldin, greindu ekki, svo sem lýst hefur verið, verð það, sem félagið greiddi seljendum varanna í Ameríku, heldur var þar talið í einu lagi verð varanna, er seljendum var greitt, og álagning umboðsmanns félags- ins á það. Reikningar þessir voru því ófullkomnir, þar sem þeir báru ekki með sér, hvaða verð félagið greiddi fyrir vöruna, og veittu reikningarnir verðlagsyfirvöldunum tilefni til að krefja fé- lagið sagna um álagningu þess. Þykja reikningar þessir ekki hafa haft að seyma yfirlýsingu um, að félagið hefði ekki lagt á vöruna vestanhafs meira en 5%. Þykja hin ákærðu því eigi hafa gerzt brotleg við KV. kafla hegningarlaganna að þessu leyti, og eigi verð- ur heldur séð, að þau hafi með notkun frumvörureikninganna gerzt brotleg við nefndan hegningarlagakafla. Verða hin ákærðu því sýknuð af ákæru réttvísinnar í máli þessu. Refsingar hinna ákærðu Páls og Péturs Eggerz ber að ákveða með hliðsjón af 77. gr. hegningarlaganna. Þykir refsing Páls hæfi- lega ákveðin 60000.00 króna sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald í 7 mánuði í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Vegna allrar afstöðu ákærða Péturs Eggerz, bæði til félagsins og ákærða Páls, sbr. einkum, hversu lág hlutafjáreign hans var, svo og hins refsiverða verknaðar sjálfs, þykir saknæmi brots hans mun minna heldur en ákærða Páls. Þykir refsing hans eftir atvikum hæfi- lega ákveðin 25000 króna sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald í 3 90 mánuði í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ágóði sá, er félagið hefur haft af verðlagsbrotum ákærðu, nemur samkvæmt framansögðu kr. 158684.27. Samkvæmt 69. gr. 3. tl. hegn- ingarlaganna ber að gera hann uppíækan ríkissjóði til handa, og ber að dæma hin ákærðu fyrir félagsins hönd til að greiða hann innan 15 sólarhringa frá birtingu dóms þessa. Hefur núverandi stjórn félagsins lýst því yfir, að dómur um upptöku ólöglegs ágóða úr hendi félagsins í máli þessu sé jafngildur gasnvart félaginu og núverandi stjórn þess hefði verið stefnt. Skipaður verjandi ákærða Páls og ákærðu Elínar Guðrúnar Vig- fúsinu var hrl. Einar B. Guðmundsson. Þar sem vörn hans fjallar nær eingöngu um mál þetta almennt og ákærða Pál, þykir rétt að dæma ákærða Pál til að greiða öll málsvarnarlaun verjandans, er þykja hæfilega ákveðin kr. 2000.00. Ákærða Pétur Eggerz ber að dæma til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda sins, hrl. Magnúsar Thorlacius, er þykja hæfilega ákveðin kr. 1500.00. Allan annan kostnað sakarinnar ber að dæma hina ákærðu til að greiða in solidum. Dráttur sá, sem orðið hefur á uppkvaðningu dóms þessa, stafar af því, að beðið var dóms hæstaréttar í hliðstæðu máli. Hefur rekstur málsins verið vitalaus. Dómsorð: Ákærða Elin Guðrún Vigfússína Melsted skal vera sýkn af ákærum réttvísinnar og valdstjórnarinnar í máli þessu. Ákærði Páll Melsted greiði 60000.00 króna sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald í 7 mánuði í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði Pétur Eggerz Stefánsson greiði 25000.00 króna sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald í 3 mánuði í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Hin ákærðu greiði f. h. G. Helgason £ Melsted h/f ríkissjóði upptækan ólöglegan ágóða, kr. 158684.27, innan 15 sólarhringa frá birtingu dóms þessa. Ákærði Páll Melsted greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda sins, hrl. Einars B. Guðmundssonar, kr. 2000.00. Ákærði Pétur Eggerz Stefánsson greiði málsvarnarlaun skip- aðs verjanda sins, hrl. Magnúsar Thorlacius, kr. 1500.00. Allan annan sakarkostnað greiði hinir ákærðu in solidum. Dómi þessum skal fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 91 Föstudaginn 21. febrúar 1947. Nr. 116/1946. Ráttvísin og valdstjórnin (Hrl. Garðar Þorsteinsson) Segn Herði Wium Vilhjálmssyni (Hrl. Ólafur Þorgrímsson). Setudómari próf. Ísleifur Árnason í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Framhaldsrannsókn fyrirskipuð. Úrskurður hæstaréttar. Rannsókn máls þessa hefur ekki verið af hendi leyst með þeirri nákvæmni og vandvirkni sem nauðsynleg er um svo mikilvægt mál. Þykir því verða, þó langt sé um liðið, síðan slysið varð, að leggja fyrir héraðsdómara að heyja rækilega framhaldsrannsókn, áður en málið er dæmt í hæstarétti. Ber að veita hæstaréttarlösmönnum þeim, sem með málið fara, kost á því að vera við þá rannsókn. Sérstaklega ber að leita skýrslna um þau atriði, sem nú verða rakin: Þaulspyrja ber vitnið Nikulás Má Nikulásson, sem eið- festur hefur verið eftir lauslega skýrslu. Skýrslur lækna um krufningu drengs þess, sem fyrir slysinu varð, sýna, að allur hægri hluti líkama hans hefur orðið fyrir miklum áverkum. Virðast þessar skýrslur ekki verða vel samþýddar þeim framburði Nikulásar Más, að einungis höfuð drengs- ins hafi lent á öxli eða hjólkoppi á hægra afturhjóli bif- reiðarinnar. Vitnið segir, að bifreið ákærða hafi ekið eftir miðjum vegi, en drengurinn verið að beygja upp á steypta veginn, þegar slysið varð, og drengurinn hafi þá fallið á bifreiðina. Ber dómara að leiða vitninu fyrir sjónir, að þessi skýrsla þess sé ekki trúleg, og spyrja það ýtarlega um þetta atriði. Spyrja ber ákærða um það, hvort hann hafi ekki verið í bann veginn að fara fram úr bifreiðum þeim, sem á undan honum voru, þegar slysið varð. Benda ber honum á, að lík- ur séu til þess, að hann hafi verið nær hægri vegarbrún, Þegar áreksturinn varð, heldur en hann hafi viljað vera láta. 92 Þá skal gerð tilraun til að hafa upp á mönnum þeim, sem voru á palli bifreiðar þeirrar, er ók á undan ákærða. Leita ber og að öðrum þeim mönnum, sem kunna að hafa komið á slysstaðinn þegar eftir slysið. Spyrja skal vitni, ef finnast, m. a. um aksturshraða ákærða, hvar hann ók á veginum svo og um stöðu bifreiðar hans á veginum eftir slysið. Svo ber héraðsdómara og að rannsaka önnur þau atriði, sem framhaldsrannsóknin gefur efni til. Ályktarorð: Héraðsdómara ber að heyja framangreinda rann- sókn. Mánudaginn 24. febrúar 1947. Nr. 113/1946. Réttvísin og valdstjórnin (Hrl. Kristján Guðlaugsson) segn Sæmundi Guðmundssyni (Hrl. Lárus Fjeldsted). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Likamsáverkar. Dómur hæstaréttar. Með úrskurði hæstaréttar 25. nóvember Í. á. var lagt fyrir héraðsdómara að afla skýrslu læknis um heilsu Árna Ragn- ars Magnússonar. Magnús héraðslæknir Pétursson og Helgi yfirlæknir Tómasson hafa nú rannsakað Árna Ragnar. Þeir telja hann engin varanleg mein hafa hlotið af áverkum þeim, er ákærði veitti honum. Minnisleysi það, er Árni Ragnar hefur kvartað undan, telja læknarnir eigi heldur verða til þeirra áverka rakið. Atvikum máls þessa er að öðru leyti rétt lýst í héraðsdómi. Atferli ákærða, er hann á Skólavörðuholti réðst ölvaður á Árna Ragnar Magnússon, varðar við 217. gr. laga nr. 19/1940, 18. gr. sbr. 38. gr. áfengislaga nr. 33/1935 og 3. og 7. gr. sbr. 96. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur. Árás 93 ákærða á Árna Bagnar heima hjá honum varðar við 218. gr. sbr. 75. gr. laga nr. 19/1940. Háttsemi ákærða 28. júlí 1945, sem lýst er í héraðsdómi, varðar við 18. gr. sbr. 38. gr. áfengislaganna og 3. og 7. gr. sbr. 96. gr. lögreglusam- þykktar Reykjavíkur. Með hliðsjón af 77. gr. laga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin af héraðsdómaranum fangelsi 9 mánuði. Samkvæmt skýrslum, sem fram hafa komið við flutning málsins fyrir hæstarétti um kaup Árna Ragnars, þykir mega taka fyrsta lið skaðabótakröfu hans til greina að fullu. Ákvæði héraðsdóms um annan lið bótakröfunnar ber að staðfesta. Með hliðsjón af aðdraganda árásarinnar og öðr- um málavöxtum þykja bætur til handa Árna Bagnari sam- kvæmt þriðja lið kröfu hans hæfilega metnar kr. 6000.00. Ákærði verður því dæmdur til að greiða Árna Ragnari sam- tals kr. 12350.00. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu málskostnaðar í héraði ber að staðfesta. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin laun skipaðs sækjanda og verjanda í hæstarétti, kr. #00.00 til hvors. Dómsorð: Ákærði, Sæmundur Guðmundsson, sæti fangelsi 9 mánuði. Ákærði greiði Árna Ragnari Magnússyni kr. 12350.00. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu málskostnaðar í héraði á að vera óraskað. Ákærði greiði allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin laun skipaðs sækj- anda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarlögmann- anna Kristjáns Guðlaugssonar og Lárusar Fjeldsteds, kr. 700.00 til hvors. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 94 Dómur aukaréttar Reykjavíkur 14. júní 1946. . Ár 1946, föstudaginn 14. júni, var í aukarétti Reykjavíkur, sem haldinn var í skrifstofu réttarins af Bergi Jónssyni sakadómara, tppkveðinn dómur í málinu nr. 1969/1946: Béttvísin og valdstjórnin gegn Sæmundi Guðmundssyni, sem tekið var til dóms sama dag. Mál þeita er af réttvísinnar og valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Sæmundi Guðmundssyni verkamanni, skála 105 á Skólavörðu- holti, til refsingar, greiðslu skaðabóta og málskostnaðar fyrir brot gegn 23. kafla almennra hegningarlaga nr. 19 19. febrúar 1940, áfengislögum nr. 33 9. janúar 1935 og lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík nr. 2 7. janúar 1930. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 4. maí 1914 að Lágafelli í Mosfellssveit og hefur, svo að kunnugt sé, sætt eftir- töldum kærum og refsingum: 1942 % Sátt, 10 kr. sekt fyrir brot gegn reglum um einstefnu- akstur. 1942 ?2%, Sátt, 25 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1943 2% Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1943 154 Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1943 ?% Kærður fyrir ölvun í heimahúsum. Fellt niður. 1943 184 Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1943 % Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. SL 1943 154 Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1943 1%% Kærður fyrir ölvun innanhúss. Fellt niður. 1943 2% Kærður fyrir ölvun innanhúss. Fellt niður. 1943 16), Kærður fyrir ölvun innanhúss. Fellt niður. 1945 104 Kærður fyrir ölvun innanhúss. Fellt niður, 1945 %s Kærður fyrir ölvun innanhúss. Fellt niður. 1946 % Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. Málavextir eru þeir, er nú skal greina: I. Laugardaginn 12. maí 1945 um klukkan 2 eftir hádegi, að því er ákærði kveður, kom hann að skála þeim, er hann þá bjó í, nr. 64 á Skólavörðuholti. Meðferðis hafði hann kjöt og önnur mat- væli, trékassa, er hann hugðist nota í uppkveikju, og skó, er hann hafði keypt handa Láru Maríu Jóhannesdóttur, en með henni bjó hann í nokkur ár, og eiga þau eitt barn saman. Fyrir utan skálann sá hann, hvar Lára María og Árni Ragnar Magnússon prentari, Karlagötu 15, voru að tala saman. Kveðst ákærði hafa haft sterkan grun um, að þau væru í mjög nánum kunningsskap, enda hafa þau bæði viðurkennt að hafa haft líkamleg mök saman. Segist ákærði hafa beðið þau að koma inn í skálann til að ræða um samband þeirra og leiðrétta, ef hann misskildi það að einhverju leyti, og hafi hann haft Árna Ragnar fyrir rangri sök, þá skyldu þeir sættast 95 og drekka saman úr einni brennivinsílösku, er hann átti, en ákærði hefur viðurkennt að hafa verið áberandi ölvaður þarna. Þessu hafi þau Lára María og Árni neitað, svo að ákærði sló hann með kreppt- um hnefa í andlitið, en þá hafi Árni Ragnar tekið til fótanna og hlaupið niður Barónsstig. Árni Ragnar Magnússon skýrir svo frá, að hann hafi hitt Láru Maríu um fjögur leytið þann 12. maí 1945, er hann var á leið heim til sin yfir Skólavörðuholtið, og kemur þessi tímaákvörðun heim við frásögn Láru Maríu. Ákærði hafi kastað í hann trékassa án nokk- urra orða, elt hann niður Barónsstíg með grjótkasti og slegið hann litið högg í andlitið, en engin meiðsli hafi hlotizt af þvi. Hafi hann því næst farið heim til sín og háttað, þar eð hann var eftir sig eftir dansleik, sem hann var á kvöldið áður. Þessu hefur ákærði neitað og segist ekki minnast þess að hafa kastað í Árna Ragnar grjóti, hann hafi að vísu verið með trékassann og ef til vill kastað hon- um eitthvað til, en ekki í Árna. Lára María kveður það rétt, að ákærði hafi beðið þau að koma inn í skálann og ræða samband þeirra, en að rangt sé, að hún hafi neitað því. Þá fullyrðir hún, að ákærði hafi kastað trékassanum í Árna. Eftir að Árni Ragnar var farinn frá skálanum, kveðst ákærði hafa farið inn til sin, dvalizt þar allan daginn og sofnað. Um kvöldið vaknaði hann, og var Lára María þá farinn út. Grunaði hann, að hún hefði farið heim til Árna. Beið hann nokkra stund, ef vera kynni, að hún hefði aðeins brugðið sér frá. Segist hann hafa drukkið talsvert af víni og gerzt áberandi ölvaður. Um kl. 9 fór ákærði út og heim til Árna Ragnars að Karlagötu 15. Kveður ákærði dyrnar að herbergi hans hafa verið læstar, og hafi hann því brotið þær upp og farið inn í herbergið. Hafi hann þá séð, hvar Árni Ragnar og Lára María lágu saman upp í legubekk (divan) með sæng yfir sér og kápa hennar og skór hafi verið á stól í her- berginu, en hvort hún hafi farið úr kjól sínum, kveðst hann ekki hafa vitað. Segist ákærði nú hafa ráðist á Árna, en með hverjum hætti, man hann eigi. Eftir þetta kveðst ákærði ekki muna eftir sér, fyrr en hann var á leið heim til sín, en er hann kom þangað, hafi hann séð barn sitt útatað í málningu. Hafi hann því farið inn í næsta skála og beðið fólk þar um að hjálpa sér að þvo barn- inu. Meðan hann dvaldist þarna, hafi svo lögregluþjónn komið, hand- tekið hann og fært í varðhald. Lára María Jóhannesdóttir hefur skýrt svo frá, að eftir skipti þeirra Árna Ragnars og ákærða fyrir utan skálann hafi hann lagt sig og sofnað, en vaknað um sjöleytið og borðað kvöldmat og sofnað svo aftur. Undir kl. átta hafi hún farið heim til Árna að Karlagötu 15. Ákærði segist aftur á móti ekki muna greinilega eftir því, að Lára hafi eldað handa honum kvöldmat, en þegar hann vaknaði 96 betta kvöld, hafi hún verið farin út. Kvéðst hún hafa haft með- ferðis bók, er hún ætlaði að skila Árna Ragnari, en man þó ekki greinilega eftir þessu og segir, að hafi svo verið, þá hafi það verið að yfirskini einu gert. Var Árni háttaður, er hún kom til hans. Segist hún hafa farið úr kápunni og seizt upp í legubekkinn hjá honum eða ef til vill lagzt upp í hann, en að þau hafi ekki haft líkamleg mök saman í þetta skipti. Brátt hafi það borizt í tal, að ef til vill mundi ákærði koma á eftir henni og væri því hyggilegra að aflæsa hurðinni, enda hafi það verið gert. Er hún hafði dvalizt Þarna um % klukkustund, segir hún, að tekið hafi verið í hurðar- húninn og hurðin brotin upp, en inn í herbergið hafi ákærði komið. Hann haf; sagzt vita, hvar hennar væri að leita, tekið síðan flösku. er þar stóð á borði, og barið henni í höfuðið á Árna Ragnari. Flýtti Lára María sér inn í snyrtiherbergi og lokaði að sér. Von bráðar komu lögregluþjónar, en þá var ákærði farinn. Ólafur Guðmunds- son hafi svo fylgt henni heim til hennar, en ákærði kom þangað rétt á eftir úr næsta skála og ætlaði að ráðast á hana, en lögreglu- Þjónninn handtók hann og færði á lögreglustöðina. Árni Ragnar Magnússon kveður ákærða hafa komið heim til sin, lð til 30 minútum eftir að Lára María var þangað komin, en hvort hún hafi legið uppi í legubekknum hjá honum, kveðst hann ekki muna, telur að hún hafi setið í hægindastól eða á rúmstöokknum hjá honum. Ákærði hafi brotið upp dyrnar að herberginu, ruðzt inn í það og að rúmi Árna Ragnars, barið hann með krepptum hnefanum á hægra augað og gripið því næst tóma vinflösku, sem stóð þarna á borði, og barið hann mörg högg í höfuðið með henni, svo að hann missti meðvitund. Hann segist þó minnast þess að hafa séð Ólaf Guðmundsson lögregluþjónn og einnig, að farið væri með hann á Landspitalann. Vitnið Ólöf Guðbrandsdóttir húsfreyja, Karlagötu 15, 26 ára að aldri, skýrir svo frá, að um klukkan 8 laugardagskvöldið 12. mai 1945 hafi stúlka komið í heimsókn til Árna Ragnars. Er hún hafði dvalizt þar um % klukkustund, segist vitnið hafa heyrt, að barið var á herbergishurð Árna, hún því næst brotin upp og maður farið inn í herbergið. Heyrði vitnið nú neyðaróp í fyrrgreindri stúlku og að hún hljóp inn í snyrtiherbergi og lokaði sig þar inni. Fór vitnið nú út á tröppur og kallaði á Ingva Pétursson verzlunarmann, sem einnig býr á Karlagötu 15, en hann var að lagfæra gangstétt. Við svo búið fór vitnið inn í íbúð sína og sá þá fyrrgreinda stúlku og segist ekki hafa getað betur séð en hún væri fullklædd. Ekki kveðst það hafa litið inn í herbergi Árna Ragnars og séð, hvernig þar var umhorfs. Vitnið Ingvi Magnús Pétursson, 33 ára að aldri, skýrir svo frá, að er Ólöf Guðbrandsdóttir kallaði á það, hafi það hlaupið upp í herbergi Árna Ragnars, dyrnar hafi verið upp á gátt og að ákærði 97 hafi staðið með reidda flösku yfir Árna, þar sem hann lá með sæng yfir sér uppi í legubekknum, og slegið bylmingshögg í höfuðið á hon- um með flöskunni. Kveðst vitnið hafa kallað til ákærða, sem snéri sér að því og lagði flöskuna á borð. Virtist vitninn hann vera eitt- hvað undarlegur og reyndi að koma honum út úr herberginu og fram á gang. Bað það hann að bíða, meðan það sækti lögreglu, og játaði ákærði því. Fór vitnið nú út í næsta hús og hringdi á lögreglu- stöðina, en er það kom aftur þaðan út, sá það, hvar ákærði hljóp upp eftir Karlagötu. Ekki kveðst vitnið hafa séð kvenmann hjá Árna, fyrr en það kom frá því að hringja á lögreglustöðina, en þá mætti það konu á leið niður stigann frá Árna Ragnari og bað hana að biða, bar til lögreglan kæmi, og hafi hún svo farið í fylgd með lögreglu- þjóni, en um hálf ellefu leytið hafi Árni verið sóttur í sjúkrabifreið. Kveður vitnið Árna Ragnar hafa verið alblóðugan og rænulausan eða rænulitinn og óskaplegt hafi verið að sjá, hvernig hann var utleikinn. Lögregluþjónarnir Ólafur Guðmundsson og Leifur Jónsson hafa borið það, að fyrrgreint laugardagskvöld um klukkan 9 hafi þeir farið að Karlagötu 15, en hringt hafði verið á lögreglustöðina og tilkynnt um árásina. Var þeim vísað upp í herbergi Árna Ragnars. Lá hann uppi í rúmi alblóðugur, mjög illa útleikinn og af honum dregið. Lára María var þarna, og fylgdi Ólafur henni heim, en Leifur beið, þar til sjúkrabifreið kom til að flytja Árna Ragnar á Landsspítalann. Ólafur kveðst hafa ekið Láru Maríu heim til hennar og hinkrað þar við eftir ákærða, sem kom litlu síðar og ætlaði þá að ráðast á Láru. Handtók Ólafur hann þá, járnaði og færði á lögreglustöðina. Árni Ragnar Magnússon kveðst hafa hlotið mjög mikla áverka af árás ákærða, og hafi hann legið mjög þungt haldinn á Lands- spítalanum frá 12. maí 1945 til 11. júní s. á. Höfuðkúpa hans og neðri kjálki hafi brotnað og skekkzt, hann hafi hlotið mjög mörg sár á höfuðið, svo að raka varð af honum allt hárið, til þess að hægt væri að sauma þau saman. Vinstra auga hafi orðið fyrir miklum áverka, svo að sjón dapraðist, enda hafi blætt inn á augað, og að minni hans hafi sljófgazt mjög. Þá kveður hann ákærða hafa brotið 3 tennur í efri serfisóm, en neðri gerfigóm alveg í sundur. Ekkert kveðst Árni Ragnar hafa getað unnið frá 192. maí 1945 til 1. ágúst s. á., og hefur verið lagt fram vottorð frá prentsmiðju Þeirri, er hann vinnur hjá, hvað þetta atriði varðar, en það hefur þó eigi fengizt staðfest. Hann er með stórt ör vinstra megin á höku og enni, er hann kveður stafa af framangreindum áverkum, vinstri kinn hans er eins og stöðugt bólgin og stór dæld í höfðinu sjálfu. Þá kveður hann eins og eitthvað gangi til í kjálkalið, þegar hann opnar munninn, sérstaklega á morgnana, eftir að hann hefur sofið. 98 Þann 17. júlí 1945 hefur Kolbeinn Kristófersson læknir gefið eftirfarandi vottorð um áverka Árna Ragnars: „Árni Ragnar Magnússon, fæddur 17. maí 1914, til heimilis Karla- götu 15, var fluttur á Landsspitalann 12. mai 1945 vegna áverka, er hann hafði hlotið skömmu áður. Við komu var maðurinn alblóðugur og föt mjög blóðug, blóð- Þrýstingur 65/40, púls 104, lítill. Mjög hræddur og shockeraður, en þó með rænu. Á höfði voru 15 sár, sem náðu flest inn í bein, lengd frá 2-10 em, Holdið í kringum sárin og barmarnir voru marðir. Vinstra auga alveg sokkið og blæðingar í augntótt og í augnlok, enn fremur er blæðing þar undir slímhúðinni. Efri vör mjög marin og innan á henni sár ca. 5 em langt. Enn fremur sár vinstra megin á höku, ca. 4 cm. Blæðing úr nefi talsverð. Röntgenmyndir sýndu: 1) brot á hauskúpu 2) brot á neðri kjálka 3) blæðingar á b. kjálkaholu. Lá á d. V frá 12/V.— 11./VI. Var þá orðinn vel hress, en enn þá með höfuðverk. Ekki vinnufær enn þá vegna afleiðinga af áverkanum.“ Með framangreindri árás á Árna Ragnar Magnússon, er hann lá í rúmi sínu á Karlagötu 15, hefur ákærði gerzt brotlegur við 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19 12. febrúar 1940, en refsingar hefur eigi verið krafizt fyrir röskun á húsfriði. Með því að vera áberandi ölvaður á almannafæri og ráðast á Árna Ragnar á Skóla- vörðuholtinu hefur ákærði gerzt brotlegur við 18. sbr. 38. gr. áfeng- islaga nr. 33 9. janúar 1935 og 3. og 7. gr. lögreglusamþykktar fyrir Reykjavík nr. 2 7. janúar 1930. II. Laugardaginn 28, júlí 1945 sat ákærði við drykkju heima hjá sér og gerðist mjög ölvaður. Klukkan rúmlega 3 e. h. fór hann út og ætlaði inn í Múlakamp. Gekk ákærði inn Laugaveg, og þegar hann kom á móts við verzlunina Ás, sá hann til ferða strætisvagns og hugðist fá far með honum. Var vagninn stöðvaður þarna við verzl- unina, og ætlaði ákærði að stíga upp í hann, en Þifreiðarstjórinn, Birgir Ólafur Helgason, neitaði honum um far, þar sem ákærði var drukkinn og óheimilt er að taka farþega styttri leið en inn að Árbæ með þessum áætlunarbifreiðum. Ætlaði ákærði þá að ryðjast upp í Þifreiðina, en Birgir Ólafur kveðst þá hafa stjakað honum frá og lokað dyrunum. Sló ákærði nú með hægri hendi í gegnum rúðu í hægri framhurð bifreiðar- innar, skarst allmikið og blæddi mjög. Fór Birgir Ólafur út úr stræt- isvagninum og hélt ákærða, þar til lögregluþjónar komu á vettvang — 99 og færðu hann burt. Var farið með ákærða á Landsspitalann og þar gert að sárum hans, en honum síðan ekið heim. Nokkru síðar fór ákærði mjög ölvaður inn á veitingastofuna á Vitastíg 14 til þess að fá sér eitthvað að eta. Skömmu eftir að hann var þangað kom- inn, komu lögregluþjónar, handtóku hann og færðu á lögreglu- stöðina, Gerðar hafa verið skaðabótakröfur á hendur ákærða fyrir rúðu þá, er hann braut í strætisvagninum, og fataspjöll, en Birgir Ólafur Helgason kveður mikið blóð úr ákærða hafa farið í jakka sinn. Ákærði hefur með réttarsátt gengizt inn á að greiða bætur þessar. Hefur ákærði með atferli því, sem lýst er hér undir I, gerzt brotlegur við 18. sbr. 38. gr. áfengislaga og 3. og 7. sbr. 96. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur. Ill. Við ákvörðun refsingar ákærða, sem ber að meta með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19 12. febrúar 1940, þykir eftir atvikum mega taka tillit til 4. tl. 74. og 75. gr. hegningarlas- anna, og þykir hún hæfilega ákveðin fangelsi í 9 mánuði. Árni Ragnar Magnússon, Karlagötu 15, hefur krafizt þess, að ákærði verði dæmdur til að greiða sér 16350.00 krónur í skaða- bætur, en ákærði hefur eigi getað fallizt á kröfu þessa, sem Árni Ragnar sundurliðar þannig: 1. Fyrir vinnutap ..........0.00000 0000. „2. kr. 6000.00 2. Fyrir viðgerð á gerfitönnum .................. — 350.00 3. Fyrir óþægindi, lýti og röskun á stöðu og högum — 10000.69 Alls kr. 16350.00 Hvað kröfulið 1 snertir, þykir óvarlegt að taka hann að öllu leyti til greina, þar eð aðeins er upplýst um þetta atriði, að Árni Ragnar Magnússon hafi verið óvinnufær frá 12. maí 1945 til 1. ágúst s. á. þykir eftir atvikum hæfilegt að dæma 5000 króna bætur samkvæmt þessum lið. Fyrir 2. kröfulið hefur verið lagður fram reikningur, og verður hann því tekinn til greina. Þriðji kröfuliðurinn, kr. 10000.00, er þess eðlis, að illt er að ákveða, hver upphæð sé hæfileg, en með tilliti til hinna miklu áverka oe lýta, er Árni Ragnar hlaut, Þykir þessi krafa hans eigi svo óhóí- lega stillt að lækka beri hana, og verður hún því að öllu leyti tekin til greina. Samkvæmt þessu ber því að dæma ákærða til að greiða Árna Ragnari Magnússyni, Karlagötu 15, 15350.00 krónur í skaða- bætur. Sjúkrahúss- og lækniskostnaðar hefur eigi verið krafigzt. Dráttur sá, er orðið hefur á rekstri málsins, stafar af því, að mjög erfitt hefur verið að ná til ákærða og vitnisins Láru Maríu 100 Jóhannesdóttur, og varð að senda málið til Vestmannaeyja, eins og fram kemur í réttarprófunum. Rekstur málsins hefur verið vítalaus. Dómsorð: Ákærði, Sæmundur Guðmundsson, sæti fangelsi í 9 mánuði. Ákærði greiði Árna Ragnari Magnússyni, Karlagötu 15, kr. 15350.00 innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að telja. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Miðvikudaginn 26. febrúar 1947. Nr. 41/1945. Leifur Th. Þorleifsson (Hrl. Ólafur Þorgrímsson) gegn Jóni Dúasyni (Hrl. Sigurður Ólason). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Loforð dæmt löglaust og samningur ógildur. Dómur hæstaréttar. Unnsteinn Beck, fulltrúi borgarfógeta í Reykjavík, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu 23. marz 1945. Krefst hann þess, að hinn áfrýjaði úr- skurður verði felldur úr gildi og að synjað verði um fram- kvæmd fjárnámsins. Svo krefst hann og málskostnaðar úr hendi stefnda bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar á hinum áfrýjaða úrskurði og málskostnaðar af áfrýjanda fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Eins og getið er í hinum áfrýjaða úrskurði, eignaðist stefndi í janúarmánuði 1938 kröfur þær á hendur áfrýjanda og Eiríki syni hans, sem fjárnáms er krafizt fyrir í máli þessu. Þar sem þeir greiddu ekki kröfurnar, krafðist stefndi s 101 í marzmánuði 1938, að bú Eiríks Leifssonar yrði tekið bl gjaldþrotaskipta. Á þessum sama tíma átti stefndi í skaða- bótamáli við málflutningsfirma eitt hér í bænum vegna meðferðar firmans á kröfum, sem það hafði haft til inn- heimtu fyrir hann á hendur þeim feðgum. Taldi stefndi, að feðgarnir, áfrýjandi og Eiríkur, hefðu í höndum ýmis gögn, aðallega verzlunarbækur og verglunarbréf, er honum gæti orðið að notum í ofangreindu máli. Varð þá að samkomu- lagi með stefnda og feðgunum, að þeir létu honum í té allar verzlunarbækur sínar frá árunum 1927— 1934 og öll bréf frá firmanu Strandvold £ Dúason til afnota í nefndu dóms- máli, að þeir viðurkenni reikning Strandvold á Dúason til þeirra fyrir árin 1925— 1927 og standi fast við allar vfirlýs- ingar og viðurkenningu á viðskiptareikningnum, að þeir gefi stefnda í málaferlunum við málflutningsfirmað allar þær upplýsingar, sem stefndi þá eða síðar kunni að þurfa, og loks, að þeir veiti ekki múlflutningsfirmanu, umboðs- mönnum þess eða öðrum andstæðingum stefnda í nefnd- um málaferlum neitt liðsinni. Til endurgjalds aðstoð þess- ari og liðveizlu lofaði stefndi því að afturkalla beiðni sína um gjaldþrotaskipti á búi Eiríks Leifssonar og fela tiltekn- um manni til geymslu „um aldur og ævi“ „úrskurð þann og dóm“, sem beiðnin um gjaldþrotið var reist á. Þar sem mál stefnda við málflutningsfirmað var risið út af skuldaskiptum við feðgana, mátti gera ráð fyrir því, að þeir yrðu kvaddir fyrir dóm sem vitni. Þá var og líklegt, að aðiljar skaðabótamálsins þyrftu báðir að fá aðgang að bók- um og skjölum feðganna til afnota í málinu. Var því loforð þeirra með framangreindum skilmálum um aðstoð stefnda til handa löglaust. Verður þess vegna að telja framangreind- an samning aðilja ógildan. Samkvæmt þessu, og þar sem hinum áfrýjaða úrskurði hefur ekki verið gagnáfrýjað, ber að staðfesta hann að niðurstöðu til. Eftir atvikum þykir rétt. að málskostnaður fyrir hæsta- rétti falli niður. 102 Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Málskostnaður fyrir hæstarétti fellur niður. Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 1. marz 1945. Í máli þessu, sem tekið var til úrskurðar 8. þ. m., hefur gerðar- beiðandi Jón Dúason, Þingholtsstræti 28 hér í bænum, krafizt Þess, að fjárnám verði gert í eignum gerðarþola, Leifs T. Þorleifssonar, Ingólfsstræti 21 C hér í bæ, til tryggingar eftirtöldum kröfum: a) Skuld samkvæmt dómi, uppkveðnum í gestarétti Reykjavíkur 30. desember 1933, í málinu Guðmundur Sigurjónsson gegn Leifi Th. Þorleifssyni o. fl, að upphæð kr. 7111.17 með 7% ársvöxtum frá 16. okt. 1933 til greiðsludags og kr. 426.50 í málskostnað. Þ) Skuld samkvæmt úrskurði sáttanefndar Reykjavíkur, upp- kveðnum 17. apríl 1934, í málinu Magnús Thorlacius gegn Eiríki Leifssyni og Leifi Th. Þorleifssyni, að upphæð kr. 68.50 ásamt 5% ársvöxlum frá 11. marz 1934 til greiðsludags, kr. 6.85 í innheimtu- laun, kr. 13.50 í málskostnað“og kr. 5.00 í ómakslaun. Einnig hefur gerðarbeiðandi krafizt fjárnáms fyrir öllum kostn- aði við gerð þessa og öðrum áföllnum kostnaði svo og kostnaði við eftirfarandi uppboð, ef til kemur. Gerðarþoli hefur mótmælt framgangi hinnar umbeðnu gerðar, og lögðu aðiljar málið undir úrskurð fógetaréttarins. Gerðarbeiðandi hefur krafizt málskostnaðar. Eftir því, sem fram er komið í málinu, eru málavextir þessir: Gerðarbeiðandi fékk framseldar áðurgreindar kröfur í janúar 1938, og að undangenginni árangurslausri fjárnámsgerð hjá sam- skuldara gerðarþola, syni hans Eiríki Leifssyni, baðst gerðarbeið- andi skömmu síðar gjaldþrotaskipta á búi Eiríks. Áður en úrskurð- ur gekk í skiptarétti um gjaldbrotabeiðnina, fór Eiríkur, sem þá var búsettur erlendis, af landi burt, og höfðu þeir gerðarþoli máls þessa og Ólafur hrl. Þorgrímsson rekstur gjaldþrotamálsins á hendi af hans hálfu upp frá því. Hófust nú samkomulagsumleitanir með serð- arbeiðanda og umboðsmönnum Eiríks Leifssonar út af gjaldþrota- málinu og lyktaði þeim svo, að hinn 11. april 1938 var gengið að samkomulagstilboði frá gerðarbeiðanda, og var efni þess á þá leið, að hann lofaði að slita gjaldþrotamálinu á hendur Eiríki og „depónera“ dómi þeim og sátt, sem það byggðist á, um „aldur og ævi“ í hendur Ingólfs Jónssonar lögfræðings gegn því, að þeir feðgar, gerðarþoli og Eiríkur Leifsson, uppfylltu ýms skilyrði, sem talin eru upp í sæmkomulagstilboðinu, m. a. að þeir afhentu gerðar- beiðanda allar bókhaldsbækur þeirra feðga og verzlunarinnar 103 Eröttuhlíðar „sem mun hafa verið sameign þeirra, fyrir árin 1927—. 1934, að báðum meðtöldum, svo gerðarbeiðandi gæti notað þær eftir þörfum í sambandi við málaferli, sem hann þá átti í við málflutn- ingsskrifstofu Péturs Magnússonar. Einnig áttu þeir feðgar að af- henda gerðarbeiðanda öll bréf, er þeir höfðu fengið frá Strandwold á Dúason. Þá var og getið ýmissa annarra skilyrða í samkomulags- tilboði þessu, sem þeir feðgar skyldu uppfylla. Samkvæmt samkomulagstilboði þessu átti Ingólfur Jónsson að skera úr því sem gerðardómari, hvort vanefnd yrði á því af hálfu aðiljanna, en vanefnd þess af hálfu gerðarþola máls þessa eða Eiríks Leifssonar skyldi varða því, að gerðarbeiðanda væri þá heimilt að beita dómi þeim og sáttanefndarúrskurði, sem fjárnáms er beiðst fyrir hér í máli þessu gegn þeim gerðarþola og Eiríki Leifssyni. Umboðsmenn Eiríks Leifssonar gengu nú að samkomulagstilboði þessu óbreyttu og var bráðlega byrjað að efna það af hans hálfu eða þeirra feðga, og var gjaldþrotamálinu á Eirík slitið skömmu síðar. Upp frá þessu er litið vitað um skipti aðiljanna þar til 19. desember 1940, að gerðarbeiðandi sendir gerðarþola bréf og krefst þess, að hann láti af hendi við sig ymsar verzlunarbækur Eiríks Leifssonar, svo sem tilskilið hafi verið, enda kveðst hann þurfa á þeim að halda í sambandi við málaferli sin gegn Pétri Magnússyni. Gerðarþoli kveðst hafa svarað bréfi þessu með bréfi, dags. 4. jan. 1941, þar sem hann hafi sýnt gerðarbeiðanda fram á, að sér væri ómögulegt að verða við tilmælum hans um afhendingu á bókunum, bar sem þær væru nú úti í Danmörku, en samgöngur Þangað voru þá stöðvaðar af hernaðarástæðum. Gerðarbeiðandi neitar að hafa fengið bréf þetta. Verður ekki séð, að málum þessum hafi verið hreyft framar, fyrr en gerðarbeiðandi beiddist aðfarar hér fyrir réttinum til tryggingar skuldum samkvæmt ofangreindum dómi og sáttanefndarúrskurði hinn 14. desember 1943. Mótmælti gerðarþoli þá framgangi gerðarinnar, og lauk því máli svo hér fyrir fógeta- réttinum, að synjað var um framgang gerðarinnar á beim forsend- um, að þar sem gerðarþoli hefði á sínum tíma gengið að samkomu- lagstilboði gerðarbeiðanda frá 11. april 1938 óbreyttu, hefði hann einnig orðið bundinn við það atriði þess að leggja ágreining um efndir þess undir úrskurð gerðardómara, en þar sem það hefði ekki verið gert, en úrskurður gerðardómara virtist geta haft þýð- ingu um úrlausn þess, hvort gerðin skyldi ná fram að ganga eða ekki, bæri að synja um framgang gerðarinnar. Gerðarbeiðandi leitaði því næst úrskurðar hins tilnefnda gerðar- dómara um það, hvort vanefndir teldust að hafa átt sér stað, og að úrskurði hans fengnum var fjárnámsgerðinni áfrýjað, en það mál síðan hafið fyrir hæstarétti, og baðst gerðarbeiðandi fjárnáms að nýju hinn 26. okt. s. 1, en vegna annríkis hjá fógetaréttinum varð það mál ekki tekið fyrir fyrr en 15. janúar s. 1. 104 Gerðarbeiðandi byggir kröfu sina um framgang gerðarinnar a því, að þar sem nú sé fengin úrlausn gerðardómara þess, sem til- nefndur var í samningi aðiljanna frá 11. apríl 1938 um vanefndir samningsins, og sú úrlausn sé á þá lund, að vanefndir hafi átt sér stað af hálfu gerðarþola, sé sér samkvæmt efni þess samnings heim- ilt að beita aðafararheimildum þeim, sem gerðar þessarar er beiðst út af, gegn gerðarþola og þá m. a. að krefjast innheimtu skuldanna samkvæmt þeim með aðför. Gerðarþoli byggir mótmæli sín gegn framgangi gerðarinnar á því: 1) Að samningurinn frá í1. april 1938 sé ekki bindandi fyrir sig vegna þess, að hann sé fenginn fyrir nauðung, þ. e., að gerðarbeið- andi hafi notað sér þá aðstöðu, sem hann hafði til að krefjast gjald- Þrotaskipta á búi Eiríks Leifssonar til að knýja gerðarþola til að ganga að samningnum. 2) Að hann hafi efnt samning aðiljanna frá 11. april 1938 að svo miklu leyti, sem ómöguleiki ekki hamlaði, og að úrlausn gerðar- dómarans um það, hvort vanefnd hafi átt sér stað, sé véfengjanleg af dómstólunum bæði vegna þess, að réttra formsskilyrða hafi ekki verið gætt við meðferð málsins fyrir gerðardómaranum, svo og hins, að niðurstöðu sína byggi gerðardómarinn á því, að gerðarþoli beri einn sönnunarbyrði á því, hvort réttar efndir hafi átt sér stað, en Þetta sé rangt, og valdi það því, að dómstólarnir séu ekki bundnir við úrlausn gerðardómarans. 3) Að ómöguleiki hafi valdið því, að ekki var hægt að afhenda gerðarbeiðanda allar þær bækur, sem hann átti að fá samkvæmt samningnum frá 11. apríl 1938 á þeim tíma, sem hann krafðist Þeirra, enda hafi gerðarbeiðanda verið það kunnugt, er hann gerði samninginn, að nokkur hluti bókanna var úti í Danmörku. 4) Að gerðarbeiðandi hafi firrt sig rétti til að bera fyrir sig vanefndir með því að taka fyrirvaralaust við efndum um nokkurra ára skeið og hefjast ekki þegar handa út af þeim vanefndum, er hann taldi orðnar. 5) Gerðarþoli hefur einnig hreyft því, að þesar fjárnámskröf- unum var lýst í gjaldþrotabú gerðarþola, sem skiptum lauk í 9. marz 1936, án þess að nokkuð fengist greitt upp í þær kröfur, hafi að vísu verið slitið fyrningu á kröfunum, en þó svo, að nýja aðfarar- heimild þurfi til að fjárnám verði gert fyrir þeim. 6) Þá mótmælir gerðarþoli því, að fógetarétturinn geti skorið úr um þau atriði, sem hér er deilt um, og verði þau að sæta almennri meðfeð einkamála. 7) Enn hefur gerðarþoli mótmælt framgangi gerðarinnar af þeim ástæðum, að fyrir hæstarétti sé nú rekið mál, þar sem krafizt er fjárnáms hjá Eiríki Leifssyni fyrir sömu kröfum og liggja til grund- vallar máli þessu, og beri því af þeirri ástæðu að synja um gerð þessa. 105 8) Loks hefur gerðarþoli mótmælt öllum vaxtakröfum sem fyrnd- um, nema vöxtum fyrir seinustu 4 ár. Í máli þessu er um það deilt, hvort tiltekin atvik, sem til eru komin eftir að aðfarargrundvellir voru fengnir, eigi að valda því, að fjárnám samkvæmt þeim skuli fara fram eða ei. Verður ekki á það fallizt, að deiluatriði þessi séu þannig vaxin, að fógetarétturinn geti ekki skorið úr um þau. Mál það, sem nú er rekið fyrir hæstarétti varðandi fjárnámskröf- urnar í máli þessu, fjallar um það, hvort fjárnám skuli framkvæma fyrir þeim hjá Eiríki Leifssyni, og getur rekstur þess ekki varnað því, að fjárnám verði gert hjá gerðarþola til tryggingar kröfunum. Eins og áður hefur verið úrskurðað hér í réttinum, heyrir úr- lausn þess, hvort vanefnd hafi orðið á samningi aðiljanna frá 11. april 1938, undir serðardómara þann, sem þar er tilnefndur. Úr- lausn hans um það atriði liggur nú fyrir og er á þá leið, að gerðar- þoli hafi vanefnt nefndan samning. Verður að leggja úrskurð þenna til grundvallar í máli þessu, enda verður ekki séð, að aðferð gerð- ardómarans hafi á neinn hátt verið þannig að raskað geti gildi úrlausnar hans. Það er ósannað af hálfu gerðarþola, að samningurinn frá 11. april 1938 sé fenginn fyrir nokkra þá nauðung, sem raskað geti gildi hans gagnvart gerðarþola. Samkvæmi samningnum frá 11. apríl 1938 áttu bókhaldsbækur þeirra gerðarþola og Eiríks Leifssonar að afhendast þegar í stað. Gerðarþoli hefur viðurkenni, að þessu skilyrði hafi ekki verið full- nægt, og ber því við, að bækurnar hafi verið úti í Danmörku og gerðarbeiðanda hafi verið það kunnugt, en siðar, er gerðarþoli krafð- ist bókanna, hafi ómöguleiki hamlað því, að hægt væri að ná til þeirra. Um tvö ár voru liðin frá því, að samningurinn frá 11. april 1938 var gerður, þar til samgöngur lokuðust til Danmerkur. Þar sem nú gerðarþoli virðist hafa átt að uppfylla margnefndan samning án þess að sérstök krafa kæmi fram um efndir af hálfu gerðarbeiðanda, bar honum þvi þegar að búa sig undir efndir hans með því að nálg- ast bækur þær, sem í Danmörku voru, og þar sem hann virðist hafa haft nægan tíma til þessa, áður en samgöngur þangað lokuðust, verður að telja hann bera ábyrgð á þeim ómöguleika, sem af þvi stafaði. Gerðarbeiðandi gerði kröfu um efndir samningsins frá 11. april 1938 í bréfi sinu til gerðarþola, dags. 19. des. 1940. Frá þeim tíma virðist hann að vísu ekki hafa gert neitt að því að krefjast efnda eða tilkynnt, að hann mundi bera fyrir sig vanefndir, en ekki verður þó talið, að hann hafi með því fyrirgert rétti sínum til þess nú að neyta réttar sins út af vanefndum gerðarþola. Viðurkennt er af hálfu gerðarþola, að fjárnámskröfunum hafi verið lýst í þrotabú hans, sem skiptum var lokið á 9. marz 1938. 106 Var með þessu slitið fyrningu krafnanna, og fyrningarfrestur sá, sem þá hófst, er ekki útrunninn enn þá. Lítur rétturinn svo á, að aðfararhæfi dóms og sáttanefndarúrskurðar fyrnist ekki sjálfstætt, og haldist því rétturinn til aðfarar samkvæmt þeim svo lengi, sem dóms- eða úrskurðarkrafan er ófyrnd. Hins vegar verður að telja samkvæmt 1. mgr. 4. gr. sbr. 2. tl. 2. gr. laga nr. 14 frá 1905, að vextir af fjárnámskröfunum séu fyrndir, nema vextir fyrir seinustu 4 ár, svo og þeir vextir, sem á voru fallnir, þegar dómurinn og úrskurð- urinn voru uppkveðnir. Að framanrituðu athuguðu, þykir verða að leyfa framgang hinnar umbeðnu fjárnámsgerðar á ábyrgð serðarbeiðanda, en á kostnað gerðarþola, þó svo, að gerðin verður ekki látin ná til annarra vaxta af fjárnámskröfunum en vaxta fyrir s. 1. 4 ár, svo og þeirra vaxta, sem á voru fallnir þegar framangreindur dómur og sáttanefndar- úrskurðir voru upp kveðnir. Eftir atvikum þykir rétt, að sérstakur málskostnaður vegna reksturs fógetaréttarmáls þessa falli niður. Því úrskurðast: Hin umbeðna fjárnámsgerð skal fram fara á ábyrgð serðar- beiðanda, Jóns Dúasonar, en á kostnað gerðarþola, Leifs Th. Þor- leifssonar, þó svo, að fjárnám verður ekki gert fyrir öðrum vöxtum en vöxtum af fjárnámskröfunum fyrir s. 1. 4 ár, svo og fyrir vöxtum af dómsskuldinni, kr. 7111.17, frá 16. okt. 1933 til 30. desember s. á. og fyrir vöxtum af úrskurðarkröfunni, kr. 68.50, frá 11. marz 1934 til 17. apríl s. á. Málskostnaður af fógetaréttarmáli þessu, annar en venjulegur fjárnámskostnaður, falli niður. Fimmtudaginn 27. febrúar 1947. Nr. 1/1946. Réttvísin (Hri. Ólafur Þorgrímsson) gegn Geir Emil Jónssyni (Hrl. Ragnar Jónsson). Setudómari próf. Ísleifur Árnason í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Likamsáverkar. Dómur hæstaréttar. Með skirskotun til forsendna héraðsdóms svo og þess, að Davíð Davíðsson átti sjálfur nokkra sök á viðureign þeirri, sem í málinu greinir, þykir mega staðfesta hann, að því er 107 refsingu ákærða snertir, en bætur Davið til handa þykja af sömu ástæðum hæfilega metnar 8000 krónur. Málskostnaðarákvæði héraðsdómsins ber að staðfesta. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda í hæstarétti, kr. 450.00 til hvors. Dómsorð: Ákærði, Geir Emil Einarsson, sæti 2ja mánaða fang- elsi. Hann greiði Davíð Davíðssyni kr. 8000.00. Málskostnaðarákvæði héraðsdómsins staðfestist. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verj}- anda í hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Ólafs Þor- grímssonar og Ragnars Jónssonar, 450 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 29. október 1945. Ár 1945, mánudaginn 929. október, var í aukarétti Reykjavíkur, sem haldinn var í skrifstofu réttarins af Bergi Jónssyni sakadómara, uppkveðinn dómur í málinu nr. 2860/1945: Réttvísin gegn Geir Emil Einarssyni, sem tekið var til dóms sama dag. Mál þetta er af réttvísinnar hálfu höfðað gegn Geir Emil Einars- syni verkamanni, til heimilis í Þingholtsstræti 3 hér í bæ, til refs- ingar, greiðslu skaðabóta og sakarkostnaðar fyrir brot gegn 23. kafla almennra hegningarlaga nr. 19 12. febrúar 1940. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 26. ágúst 1924 í Reykjavík. 283. september 1940 sætti hann áminningu fyrir að tviímenna á reiðhjóli, en að öðru leyti hefur hann hvorki sætt ákæru né refsnigu, svo að vitað sé. Málavextir eru þeir, er nú skal greina: Aðfaranótt sunnudagsins 25. marz s. 1. hélt deild úr Svifflugfélagi Íslands dansleik í Thorvaldsensstræti 6 hér í bæ. Voru vinveitingar á dansleik þessum. Hafa mörg vitni verið leidd í máli þessu og borið, að mjög mikill drykkjuskapur, ölæði og óeirðir hafi verið á dansleiknum. Við dyragæzlu var þarna af hálfu lögreglunnar Sveinn Stefánsson lögregluþjónn, en af hálfu Svifflugfélagsins ákærði í 108 máli þessu. Kveðst hann hafa nevit áfengis, en ekki fundið til áhrifa þess. Varð tvívegis að fá lögregluaðstoð á dansleikinn, í fyrra sinnið kl. rúmlega 12, en í síðara skiptið kl. rúmlega 2 um nóttina. Á dansleiknum var Davið Davíðsson stud. med., Freyjugötu 25 A, mjög ölvaður. Skyrir ákærði svo frá málavöxtum, að milli klukkan 1 og 2 um nóttina hafi hann tekið eftir því, að Davíð var að flangsa utan í Guðmund Bjarnason verkamann, Baldursgötu 17, er einnig var þarna á dansleiknum mjög ölvaður. Óttaðist ákærði, að slagsmál mundu verða á milli þeirra, svo að hann gekk til Davíðs og sagði honum, að hann yrði að fara út. Neitaði Davíð því og sagðist ekkert hafa gert af sér. Ákærði ýtti honum þá á undan sér fram í anddyrið og út á götu. Þegar hér var komið, vildi Davíð fá að komast aftur inn til að ná í yfirhöfn sína, svo að ákærði leyfði honum það. Þegar Davíð var aftur kominn inn í anddyrið, neitaði hann að segja til, hvaða yfirhöfn hann ætti, röflaði eitthvað og sagði: „Látið mig ná haustaki á manninum“ og tók ákærða haustaki. Ákærði gat losað sig, ýtti Davíð upp að vegs, hélt honum þar og margspurði hann, hvort hann ætlaði ekki að vera rólegur og segja til, hvaða frakka hann ætti. Braust Davíð um, en við það missti ákærði armbandsúr sitt, og tókst Davið þá að losa sig og fara úr jakka sínum, en ákærði greip úrið, áður en það datt á sólfið, Klóraði Davíð nú ákærða í andlitið og reyndi að ná haustaki á honum. Ýtti ákærði honum þá upp að borði, sem var þarna rétt hjá, lagði hann upp á það, en þá tókst Davið að grípa um höfuð hans. Ákærði barði nú Davíð 2 til 3 högg á vinstri kinn. Höggin kveður hann ekki hafa verið mjög mikil, enda hafi hann ekki haft aðstöðu til að slá þung högg. Varð Davið nú rólegri, og hélt ákærði honum, en í þessum svifum komu lögregluþjónar að og handtóku hann. Davíð Davíðsson stud. med. skýrir svo frá málavöxtum, að hann hafi farið inn á dansleikinn um 11 leytið laugardagskvöldið 24. marz s. 1. ásamt Hannesi Thorsteinssyni, Skólavörðustig 45. Þá höfðu þeir félagar báðir neytt lítils háttar áfengis, en þó ekki svo, að þeir fyndu til áhrifa þess. Á dansleiknum drukku þeir whisky, og gerðist hann mjög ölvaður. Einhvern tíma um nóttina varð hann var við ryskingar margra manna, en skipti sér ekkert af þeim. Einu sinni var hann sleginn í andlitið lítið högg, en ekki veit hann, hver það gerði, og engin meiðsli kveðst hann hafa hlotið af höggi þessu. Um Það bil klukkustund siðar, að því er Davið telur, varð hann var við, að Haukur Jakobsen, Sóleyjargötu 13, og fyrrgreindur Guðmundur Bjarnason ætluðu að fara að slást, og hafa þeir báðir viðurkennt, að þeir hafi átt þarna í erjum saman. Gekk hann því til þeirra og bað þá að hætta við slagsmál, en þá sló Guðmundur hann einhvers staðar í andlitið. Davið er þó viss um, að hann hafi ekki hlotið áverka af höggi þessu, og ekkert blæddi úr honum. Í þessum svifum var hann gripinn tökum aftan frá af einhverjum manni, er hann sá 109 ekki framan í. Maður þessi sagði við hann: „Þú ert staðinn hér að slagsmálum“ og ýtti honum út úr húsinu og úti á götu. Davíð fékk þó að fara aftur inn til þess að sækja yfirhöfn sina. Hann kveðst nú hafa farið að mögla eitthvað, þar sem hann hafi verið settur út tr húsinu, en greinilega man hann þó ekki, hvað skeði, þegar hér ar komið. Hann kveðst þó minnast þess, að ákærði sló hann í and- litið högg mikið, svo að hann muni hafa fallið upp á borð, sem stóð. í anddyrinu. Uppi á borðinu sló ákærði hann mörg högg á vinstri vanga, en hægri vangi mun hafa numið við borðplötuna. Telur Davíð, að byrjað hafi að blæða úr sér eftir fyrsta höggið, sem ákærði sló hann, enda sprakk þá fyrir á vör. Davið kveðst minnast þess, að þegar ákærði barði hann uppi á borðinu, spurði hann, hvort Davíð væri búinn að fá nóg. Svaraði Davið því til, „að nú skyldi hann halda áfram, úr því hann væri byrjaður.“ Lögregluþjónar komu svo á vettvang, handtóku Davíð og færðu hann út í lögreglubifreið. Eftir þetta man hann mjög óglöggt eftir sér, en ekið var með hann á lögreglustöðina, þar sem hann var yfirheyrður af Magnúsi Sigurðs- syni lögregluvarðstjóra, sem kveður hann hafa verið lítils hátíar blóðugan og þrotinn um munninn, með drykkjurðfi og í æstu skapi. Úrskurðaði Magnús hann því í fangageymslu lögreglustöðvarinnar. Vitnið Hannes Þórður Thorsteinsson sjómaður, Skólavörðustíg 45, sem var með Davið Davíðssyni á dansleiknum, hefur borið það, að þeir félagar hafi báðir verið vel kenndir þar. Einhvern tíma um nóttina sá vitnið, að Davíð var sleginn eða frekar danglað í and- litið á honum, en ekki er því kunnugt um, hver betta gerði, og úti- lokað telur það, að Davið hafi hlotið nokkurn áverka við þetta. Í þessum svifum kom dyravörður eða einhver meðlimur Svifflug- félagsins til Davíðs, sagði, að hann væri að slást, og ýtti honum út úir danssalnum og út á götu. Nokkru síðar hafi Davíð fengið að koma aftur inn til að sækja yfirhöfn sína, og hafi hann þá verið rólegur, svo að vitnið fór aftur inn í danssalinn, en það hafði fylgst með Davíð fram í anddyrið. Skömmu síðar heyrði það skruðningar og læti frammi í anddyrinu og fór því þangað. Sá það þá Davíð eins og hálfpartinn liggjandi uppi á borði, og nam annar vangi hans við borðplötuna. Maður nokkur, sem dyragæzlu hafði á hendi, stóð yfir Davíð, en ekki voru þeir í handalögmáli. Þá var Davíð mjög blóðugur í andliti, varir hans bólgnar og sprungið fyrir á þeim. Ekki kveður vitnið mann þann, er stóð yfir Davíð frammi í and- dyrinu, vera sama manninn og ýtti honum út úr húsinu, enda hafi það eiginlega verið hópur manna, sem það gerði. Vitnið Ragnar Einarsson rafvirki, Nönnugötu 4, skýrir svo frá, að það hafi séð, þegar ákærði fór með Davið Davíðsson mjög ölv- aðan út úr húsinu. Litlu síðar hafi Davíð svo verið kominn aftur inn í anddyrið, og hafi þeir ákærði og hann þá verið að tuskast. Sá vitnið ákærða slá Davíð, sem var blóðugur um munninn á vinstri 110 vanga, og setja hann upp á borð, en ekki sá vitnið ákærða slá Davið þar, enda hafi lögregluþjónar komið inn í anddyrið í þessa mund og handtekið hann. Fyrrgreindur Guðmundur Bjarnason kveðst, sökum þess hve ölv- aður hann var, eigi minnast þess, að Davíð Davíðsson hafi verið að flangsa utan í sér, en kveður það þó vel geta verið. Guðmundur var einnig handtekinn þarna á dansleiknum og kærður, en mál hans hefur verið afgreitt sérstaklega með réttarsátt. Önnur vitni, sem leidd hafa verið í máli þessu og sáu Davið Daviðs- son á dansleiknum, þar á meðal lögregluþjónar þeir, er kvaddir voru á vettvang, hafa borið það, að hann hafi verið mjög ölvaður. Davið Davíðsson kveðst hafa hlotið mikinn áverka af höggun ákærða, hafi hann marg kjálkabrotnað, tennur í neðri sóm skekkzt inn á við og orðið hafi að taka úr honum tvo jaxla, Hann lá í St. Jósefsspitala frá 26. marz til 14. april s. 1. Kveðst hann hafa verið mjög þungt haldinn fyrstu dagana, svo að gefa varð honum inn deyfandi meðöl, og rúmfastur var hann nokkurn tíma heima hjá sér, eftir að hann kom af sjúkrahúsinu. Þann 25. marz s. 1. skoðaði Ólafur Jóhannsson læknir hann á heimili hans og hefur gefið vott- orð þess efnis, að Davið hafi þá verið rúmfastur, enda mjög Þbólg- inn í andliti, varirnar þrútnar og sprungið fyrir á þeim innanvert. Greinileg skekkja hafi verið á neðri kjálka, því að hann hafi ekki getað Þitið tönnunum saman á eðlilegan hátt, enda hafi fundizt greinilega, að um kjálkabrot var að ræða með sprungu niður í vinstri kjálka. Röntgenmynd hafi sýnt, að bæði vinstri og hægri neðri kjálki væru brotnir. Matthias Einarsson læknir gaf 11. maí s. 1. svo hljóðandi vottorð um áverkann: „Davíð Davíðsson, 22 ára, til heimilis Freyjugötu 25 A, Rvk, kom hingað á sjúkrahúsið 264 1945 með Fract. mandi- lulae dact. et sin complicat. Er nú farið að grafa kringum jaxlrótina, þar sem v. brotið var, svo búast má við, að hann þurfi einhverrar aðgerðar við, er tefji fyrir batanum.“ Þá hefur Ólafur Helgason læknir gefið eftirfarandi vottorð Þann 4. júlí s. l.: „Davíð Davíðsson, Freyjugötu 25 A, kjálkabrotnaði í marz s. 1. Hann lá í sjúkrahúsi ca. 3 vikur eftir meiðslið, en varð ekki vinnufær fyrr en fyrir 3 vikum síðan. Kjálkinn hefur bólgnað öðru hvoru, og varð í gær að gera aðgerð til að ná dauðum flísum. Tvær tennur hefur orðið að taka. Kjálkinn er enn bólginn, og maðurinn ekki orðinn jafn góður.“ Síðustu kjálkaflísina kveður Davíð hafa gengið upp úr kjálkanum 29. júlí s. 1, Með eigin játningu ákærða og framburði vitnanna Ragnars Ein- arssonar, Hannesar Þórðar Thorsteinssonar og Daviðs Davíðssonar , er það sannað, að ákærði hafi í umrætt skipti barið Davið Davíðs- 111 son, og þykir því sannað, að áverki sá, er Davíð hefur hlotið, stafi af höggum ákærða. Hefur hann með þessu atferli sinu brotið gegn 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19 12. febrúar 1940. Þykir refs- ing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 2 mánuði. Davíð Davíðsson hefur krafizt þess, að ákærði verði dæmdur til að greiða sér 10000.00 krónur í skaðabætur vegna áverka, þján- inga og vinnutaps, einnig hafi hann tafizt frá námi. Þá þurfi hann að fá sér gerfitennur í stað þeirra tveggja, er taka þurfti. Hann kveðst hafa ætlað að taka efnafræði- og heimspekipróf s. 1. vor, en hafi sökum meiðslanna eigi getað það, og verði hann að fresta efnafræðiprófinu til næsta vors, en heimspekiprófinu fram á miðjan næsta vetur. Verður ekki séð, að krafa þessi sé óeðlilega há, þegar tillit er tekið til áverka og þjáninga, röskunar á stöðu og högum, sem Davið Davíðsson hefur orðið fyrir. Þykir því verða að taka hana að öllu leyti til greina og dæma ákærða til greiðslu þessara skaðabóta. Vaxta hefur eigi verið krafizt. Loks ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar. Nokkur dráttur hefur orðið á rekstri máls þessa, en hann stafar af miklum önnum og sumarleyfi rannsóknardómarans. Bekstur málsins hefur verið vitalaus. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Geir Emil Einarsson, sæti fangelsi í 2 mánuði. Hann greiði Davíð Daviðssyni kr. 10000.00 innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Föstudaginn 28. febrúar 1947. Nr. 150/1946. Olíuverzlun Íslands h/f (Hrl. Einar B. Guðmundsson) gegn Hreppsnefnd Blönduóshrepps f. h. hreppsins (Hri. Theódór B. Líndal). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Útsvarsmál. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu 15. nóvember f. á., að fengnu áfrýjunarleyfi 12. s. m. 112 Krefst hann þess, að úrskurður fógeta verði felldur úr gildi og honum verði dæmdur málskostnaður fyrir hæstarétti úr hendi stefnda eftir mati dómsins. Stefndi, sem fengið hefur gjafvörn fyrir hæstarétti, krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar af áfrýjanda hér fyrir dómi, eins og málið væri ekki gjaf- varnarmál. Svo sem lýst er í úrskurði fógeta, hefur áfrýjandi erfða- leiguland, hús og benzindælu ásamt geymi til afnota við sölu benzins á Blönduósi. Hlitir sölumaðurinn ákvörðunum hans um útsöluverð benzinsins og annast söluna gegn til- tekinni þóknun. Þenna rekstur áfrýjanda verður að telja heimilisfasta atvinnustofnun hans í Blönduóshreppi, og var hann því útsvarsskyldur samkvæmt 8. gr. alið laga nr. 106/1936. Úrskurður fógeta verður því staðfestur og áfrýjandi dæmdur til að greiða stefnda málskostnað í hæstarétti, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 600.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Olíuverzlun Íslands h/f, greiði stefnda, hreppsnefnd Blönduóshrepps f. h. hreppsins, kr. 600.00 í málskostnað fyrir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður fógetaréttar Húnavatnssýslu 19. júlí 1946. Gerðarbeiðandi, Steingrímur Davíðsson, oddviti Blönduóshrepps, hefur f. h. Blönduóshrepps krafizt lögtaks í eignum gerðarþola, Olíuverzlunar Íslands h/f á Blönduósi, til tryggingar og lúkningar útsvari til Blönduóshrepps, álögðu á nefnt félag á árinu 1944, að upphæð kr. 900.00, auk dráttarvaxta og kostnaðar. Umboðsmaður gerðarþola, sölumaður hans hér á staðnum, Zophonías Zophoniasson bifreiðarstjóri hefur mótmælt þvi, að lög- takið verði látið fram fara með þeim rökum, að benzin- og oliusala gerðarþola á Blönduósi sé ekki útsvarsskyld. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem fyrir liggja, rekur Oliuverzl- 113 un Íslands h/f verzlun á Blönduósi með benzin og smurningsolíur í eigin húsi og á eigin lóð. Eru vörurnar fluttar á staðinn að öllu leyti á kostnað og ábyrgð félagsins og seymdar á þess ábyrgð. Sá maður á Blönduósi, sem annast afgreiðslu varanna fyrir félagið, ræður engu um verð þeirra né tilhögun verzlunarrekstursins og ber enga ábyrgð á honum umfram venjulegan búðarþjón. Hann hefur fyrirmæli um að selja gegn staðgreiðslu. Honum ber að skila andvirði hinna seldu vara, líkt og búðar- þjóni. Frá beinni „kontant“ sölu og skilum andvirðis er þó sú frávikning, að talsverður hluti sölunnar fer fram samkvæmi fyrir- mælum félagsins til tiltekinna aðilja, sem félagið hefur samið við milliliðalaust, og greiða þeir andvirði vörunnar beint til félagsins (gerðarþola). Greiðsla til sölumanns félagsins á Blönduósi er á- kveðin sumpart sem tiltekinn aurafjöldi af seldum litra, sumpart sem hundraðsgjald af söluverði. Er slíkur háttur alþekkt kaup- greiðslu fyrirkomulag, er í hlut á sölumaður við útibú verzlunar, enda þótt hitt kunni að vera tíðara, að kauphæðin sé ákveðin í krónum. Með tilvísun til þess, sem hér hefur verið sagt, verður að telja, að verzlunarrekstur Olíuverzlunar Íslands h/f á Blönduósi sé raun- verulegt útibú, rekið þar, en af því leiðir, að greiða ber útsvar af verzlunarrekstrinum samkvæmt 8. gr. laga nr. 106/1936. Því úrskurðast: Olíuverzlun Íslands h/f ber að greiða útsvar af verzlunar- rekstri útibús þess á Blönduósi til Blönduóshrepps, og ber því að framkvæma hina umbeðnu lögtaksgerð. 114 Miðvikudaginn 5. marz 1947. Nr. 169/1946. Réttvísin og valdstjórnin (Hrl. Guttormur Erlendsson) gegn Tryggva Eiríkssyni (Hrl. Einar B. Guðmundsson) og Valdstjórnin (Hrl. Guttormur Erlendsson) gegn Elíasi Kristjánssyni (Hrl. Einar B. Guðmundsson). Setudómarar borgarfógeti Kristján Kristjánsson og hrl. Sveinbjörn Jónsson Í stað hrd. Árna Tryggvasonar og hrd. Jóns Ásbjörnssonar. Manndráp af gáleysi. Brot gegn bifreiðalögum og umferðar- lögum. Dómur hæstaréttar. Brot ákærða, Tryggva Eiríkssonar, sem réttilega er lýst í héraðsdómi, varðar við hegningarákvæði þau, sem í dóm- inum eru rakin, önnur en 3. mgr. 28. gr. laga nr. 23/1941. Auk þess varðar hegðun ákærða við 2. mgr. 3. gr. laga nr. 24/1941 og 1. mgr. 28. gr. laga nr. 23/1941. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin varðhald 3 mánuði. Hegningarvottorð ákærða ber það með sér, að hann hefur frá því á árinu 1941 sætt átta sinnum sekt fyrir ölvun á almannafæri. Þykir með vísun til 2. mgr. 20. gr. og 39. gr. laga nr. 23/1941 svo og 68. gr. laga nr. 19/1940 rétt að svipta ákærða ævilangt rétti til að stjórna bifreið. Brot kærða, Elíasar Kristjánssonar, sem réttilega er lýst í héraðsdómi, varðar við refsiákvæði þau, sem í dóminum eru rakin, svo og við 17. gr. laga nr. 23/1941. Þykir refsing bans hæfilega ákveðin 2000 króna sekt til ríkissjóðs, sem afplánist 30 daga varðhaldi, ef hún verður ekki greidd inn- an Á vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu málskostnaðar í héraði á að vera óraskað. Ákærði, Tryggvi Eiríksson, og kærði, Elías Kristjánsson, 115 greiði in solidum allan áfrýjunarkostnað sakarinanr, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, kr. 600.00 til hvors. Dómsorð: Ákærði, Tryggvi Eiríksson, sæti varðhaldi 3 mánuði. Hann er sviptur réttindum bifreiðarstjóra ævilangt. Kærði, Elías Kristjánsson, greiði 2000 króna sekt til ríkissjóðs, er afplánist varðhaldi 30 daga, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu málskostnaðar í hér- aði á að vera óraskað. Ákærði, Tryggvi Eiríksson, og kærði, Elías Kristjáns- son, greiði in solidum allan áfrýjunarkostnað sakarinn- ar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Guttorms Erlendssonar og Einars B. Guðmundssonar, kr. 600.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 17. september 1946. Ár 1946, þriðjudaginn 17. september, var í aukarétti Reykjavíkur, sem haldinn var í skrifstofu réttarins af Bergi Jónssyni sakadómara, uppkveðinn dómur í málinu nr. 2858—2859/1946: Réttvísin og vald- stjórnin gegn Tryggva Eiríkssyni og valdstjórnin gegn Elíasi Kristjánssyni, sem tekið var til dóms sama dag. Mál þetta er að fyrirlagi dómsmálaráðuneytisins af réttvísinnar og valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Tryggva Eiríkssyni verka- manni, skála nr. 23 í Selby-camp, til refsingar, ökuleyfissviptingar og málskostnaðargreiðslu fyrir brot gegn 23. kafla almennra hegn- ingarlaga nr. 19 12. febrúar 1940, bifreiðalögum nr. 23 16. júní 1941 og umferðarlögum nr. 24 16. júní 1941 og af valdstjórnarinnar hálfu gegn Elíasi Krisjánssvni, birgðastjóra hjá Landssímanum, Sölv- hólsgötu 11, fyrir brot gegn bifreiðalögum nr. 23 16. júní 1941. Ákærði, Tryggvi Eiríksson, er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 26. september 1921 að Útverkum í Skeiðahreppi, og hefur, svo að kunnugt sé, sætt eftirtöldum kærum og refsingum: 116 1941 ?% Sátt, 25 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1943 144 Sátt, 25 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1943 3%, Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1944 2% Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1944 264 Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1945 Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1946 3 Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri, 1946 184 Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. Kærði, Elías Kristjánsson, er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 3. desember 1905 að Skerðingsstöðum í Reykhólahreppi, og hefur ekki, svo kunnugt sé, sætt kæru eða refsingu. Málavextir eru þeir, er nú skal greina: Laugardaginn 20. júlí s. 1. um kl. 13,40 ók ákærði, Tryggvi Eiriks- son, sem var að öllu leyti vel fyrirkallaður, vörubifreiðinni R 3379 niður Hellusund og norður Laufásveg. Á móts við húsið nr. 23 stóðu Þrjár bifreiðar, R 2653, eign ameríska sendiráðsins, austan megin sölunnar að nokkru leyti upp á gangstétt, og tvær 4 manna bifreiðar á móti henni vestan megin á akbrautinni, eins og sýnt á rskj. nr. 2. Er hann hafði ekið á milli þessara bifreiða, varð þriggja ára telpu- harn, Joan Hansen, Laufásvegi 24, sonardóttir Halldórs Hansens læknis, fyrir bifreiðinni og beið bana af. Strax eftir að slysið skeði, var barnið borið heim til sín, en skömmu síðar komu lögreglu- menn á slysstaðinn, mældu hann upp, gerðu uppdrátt af honum og tóku myndir, en skjöl þessi hafa verið lögð fram í réttinum. Veður rar mjög gott, sólskin, þurrt og bjart. Á slysstaðnum er akbrautin malbikuð, og var enginn sandur á henni. Ákærði, Tryggvi Eiríksson, skýrir svo frá, að laugardaginn 20. júlí s.1. um kl. 13,30 hafi hann eftir beiðni kærða, Elíasar Kristjáns- sonar, sem er eigandi og umráðamaður bifreiðarinnar R 3379, ekið henni frá Sölvhólsgötu 11 áleiðis að Laufásvegi 16, en þar átti hann að sækja einn af starfsmönnum Landssímans. Kveðst hann hafa ekið sem leið liggur niður Hellusund og beygt norður Laufásveg og þar skipt bifreiðinni úr 3. gír í 4. gír, Telur hann, að hraði bif- reiðarinnar hafi þá verið 20 til 25 km, miðað við klst., en hraða- mælir hennar var í ólagi. Er hann ók á milli bifreiðanna, sem stóðu á móts við húsið nr. 23 við Laufásveg, eins og áður greinir, segist hann ekki geta gert sér grein fyrir, hvort hann hafi dregið úr hraða bifreiðarinnar, en kveðst þá hafa ekið sem næst eftir miðri akbraut- inni og þó heldur eftir vestari helming hennar. Þegar framendi bif- reiðarinnar R 3379 var aðeins kominn fram fyrir bifreiðina R 2653, kveður hann stúlkubarnið hafa komið hlaupandi vestur yfir götuna af eystri gangstéttinni eða norðan undan húsinu Laufásvegi 23, en norðan við hús þetta nokkuð uppi í lóðinni er bílskúr. Kveðst ákærði geta gert sér það ljóst, að hann hafi komið auga á telp- una, er hún var aðeins komin út á akbrautina, en hún hafi 117 hlaupið þangað fyrirvaralaust án þess að líta til hægri eða vinstri. Hemlaði hann strax bifreiðina og beygði jafnframt til vinstri, en engu að síður varð barnið fyrir henni. Hljóðmerki segist hann ekki hafa gefið, enda hafi horn bifreiðarinnar verið í ólagi og það ekki getað afstýrt slysi. Kveðst ákærði hafa fundið, að hægri afturhjól bifreiðarinnar, en þau eru tvöföld, fóru yfir barnið, en getur ekki sagt um, hvort framhjól hafi farið yfir það, eða hvort barnið hafi kastazt frá bifreiðinni eða dregizt með henni. Er ákærði varð var við, að bifreiðin hafði farið vfir barnið, kveður hann fát hafa komið á sig, svo að hann hætti að hemla, og bifreiðin því runnið nokkurn spotta eftir það. Eftir að bifreiðin var stöðvuð, fór ákærði þegar að telpubarninu, en þá voru tveir enskumælandi menn komnir að því, og virtist ákærða bað þá þegar dáið. Beið ákærði svo á slvs- staðnum, þar til lögregluþjónar komu þangað, og var viðstaddur, er myndir voru teknar og mælingar gerðar. Thomas Aquias Kelly, amerískur vararæðismaður, 36 ára að aldri, hefur skýrt svo frá, að þrjú litil börn hafi verið að leik á gang- stéltinni fyrir framan húsið nr. 23 við Laufásveg, er eitt barnanna hljóp af gangstéttinni út á götuna og fram fyrir bifreiðina. Kveður hann slysið hafa gerzi með slíkri skyndingu, að um leið og hann hrópaði til barnsins, hafi bifreiðin lent á því, og bæði fram og aftur- hjól hennar hafi farið yfir það. Bifreiðina kveður hann hafa verið stöðvaða, svo fljótt sem unnt var, en hefur hvorki getað sagt, hve- nær bifreiðarstjórinn byrjaði að hemla hana né hver hraði hennar hafi verið. Þá segist hann hafa dvalizt hjá barninu, þar til gengið hafði verið úr skugga um, að það var dáið. Sheldon Thomas, fyrsti sendiráðsritari ameríska sendiráðsins, 49 ára að aldri, skýrir svo frá, að hann hafi staðið við vinstri hlið bifreiðarinnar R 2653 og horft inn í hana, er slysið varð, og því eigi séð, hvernig það alvikaðist. Hann kveðst ekki hafa veitt bifreiðinni RP. 3379 athygli, er henni var ekið fram hjá bifreiðinni Á 2653, og geti því eigi sagt um hraða hennar, en telur, að hann hefði ósjálfrátt forðað sér frá vinstri hlið bifreiðarinnar R 2653, ef hann hefði álitið bifreiðinni R 3379 hafa verið ekið af manni, sem ekki hefði hatt vald á henni. Vitnið Viktor Júlíus Gestsson læknir, Laufásvegi 18 A, 38 ára að aldri, kveðst ekki hafa séð, er slysið varð, en komið litlu síðar á slysstaðinn. Hafi barnið þá legið í götunni og stór blóðpollur verið undir höfði þess, en ekkert lífsmark verið með því. Bar vitnið barnið heim til Halldórs Hansens læknis og athugaði það ásamt hon- um, Ekki kveður það nokkur merki hafa verið sjáanleg, að hjól bifreiðarinnar hafi farið yfir brjóst barnsins, en merki voru eins og eitthvað hefði farið yfir höfuð þess og muni höfuðkúpan hafa verið brotin. Dauðaorsökina telur vitnið hafa verið mikla blæðingu inn í heilabúið. 118 Lík barnsins var ekki krufið, en Arinbjörn Kolbeinsson læknir var fenginn til að framkvæma líkskoðun. Í niðurlagi skýrslu sinnar um líkskoðunina segir hann, að áverkamerki finnist á höfði, sem sýni, að höfuðið hafi orðið fyrir þungum áverka (höggi eða þrýst- ing). Glögg einkenni finnist um brot á botni höfuðkúpunnar, en það ásamt meðfylgjandi blæðingu hafi orsakað skjótan bana. Er lögreglumennirnir höfðu lokið við athuganir sinar á slysstaðn- um, reyndu þeir bifreiðina R 3379 í akstri, en þar sem hraðamælir hennar var bilaður, var lögreglubifreið ekið með henni til að mæla hraðann. Er henni var ekið á um 30 km hraða, miðað við klukku- stund, og fulls átaks neytt á hemlana, reyndist hemlafar eftir vinstri afturhjól um 6,30 metrar, og var bifreiðin þá algerlega stönzuð. Einnig var bifreiðin þá mjög þung í stýri. Eftir þetta var bifreiðin í vörzlu lögreglunnar og hún reynd af bifreiðaeftirlitsmönnunum Gesti Ólafssyni og Herði Jónssyni. Kom þá í ljós, að hún hafði ekki verið skrásett, hvorki hjá lögreglustjóra né bifreiðaeftirlitinu, en eiganda hennar, kærða Elíasi Kristjánssyni, hafði verið afhent skrá- setningarmerki hennar R 3379 þann 9. marz s. 1, gegn því að sýna skilríki fyrir því, að skyldutryggingariðgjöld væru greidd, og loforði um að koma tafarlaust með bifreiðina til skrásetningar og skoðunar. Þetta hafði kærði Elías samt ekki gert þrátt fyrir ítrekaðar áminn- ingar. Ástæðuna fyrir þessu kveður hann Þá, að breytingar hafi átt að gera á bifreiðinni, lengja hana og lagfæra vél hennar, auk þess hafi ekki verið ætlunin að aka henni, þó að það hafi verið gert í igripum. Hann segir, að sér hafi verið ókunnugt um, í hverju ástandi bifreiðin hafi verið, þó hafi fallið orð um það, daginn sem slysið varð, að jafna þyrfti hemla hennar. Við skoðun bifreiðaeftirlitsmannanna reyndust hemlar ójafnir, þannig að þeir tóku fyrst og mest í vinstri afturhjólin, einnig tók handhemillinn ójafnt. Er þeir óku bifreiðinni á um 30 km hraða, miðað við klukkustund, eftir láréttri malbikaðri akbraut og fulls átaks var neytt á fóthemlana, rann hún rúma 5 metra. Hemlar voru á öllum hjólum, en mjög lélegir, nema á vinstri afturhjólum, og mörkuðu þau hemlafar í götuna. Stýrisútbúnaður var þéttur, en Þungur, og telja þeir, að það hafi stafað af smurningsleysi. Endur- nýja þurfti spindilbolta og fóðringu hægra megin í bifreiðinni, Ljósa- kerfið var ekki í lagi, og vantaði ljósker bæði að framan og aftan. Aftara skrásetningarmerkið var gallað, og horn bifreiðarinnar verk- aði ekki auk ýmiss fleira. Ákærði, Tryggvi Eiríksson, kveður sér hafa verið ókunnugt um, að bifreiðin hafi verið óskrásett og óskoðuð, en kveðst hafa vitað til bess, að hemlar hennar voru ekki í lagi, og segir hana hafa verið nokkuð þunga í stýri. Eins og atvikum er lýst hér að framan, þykir ákærði, Tryggvi Eiriksson, að verulegu leyti vera valdur að dauða telpunnar Joan 119 Hansens með ógætilegum og eftir atvikum of hröðum akstri, þar sem hann ekur á milli tveggja bifreiða án þess að draga úr hraða bif- reiðar þeirrar, er han ók, þrátt fyrir það, að hann vissi, að hemlar hennar voru ekki í lagi. Hefur ákærði því gerzt brotlegur við 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19 12. febrúar 1940, 1., 4. og 5. mgr. 26. gr., 1. mgr. 27. gr og 3. mgr. 28. gr. sbr. 38. gr. bifreiðalaga nr. 23 16. júní 1941, 2. gr. og 3. mgr. 4. gr. sbr. 14. gr. umferðarlaga nr. 24 16. júni 1941. Með því að aka bifreiðinni án nægilega Öruggra stjórntækja og hemla, með bilað horn og hraðamæli hefur ákærði gerzt brotlegur við 5. gr., 6. gr. og 9. gr. sbr. 38. gr. bifreiðalaganna. Þar sem ekki er upplýst, að ákærða hafi verið kunnugt um, að ljósker vantaði á bifreiðina eða að vanrækt hafi verið að skrásetja hana og skoða, verður honum ekki gefið það að sök. Refsing ákærða, Tryggva Eiríkssonar, sem ber að ákvarða með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga, þykir hæfilega ákveðin varðhald í 60 daga. Þá þykir samkvæmt 1. mgr. 39. gr. bifreiðalaganna bera að svipta ákærða, Tryggva Eiríksson, bifreiðarstjóraréttindum í eitt ár frá uppkvaðningu dóms þessa að telja Brot kærða, Elíasar Kristjánssonar, varðar við 5., 6., 1. og 2. mgr. 7., 9., 1. og 3. mgr. 14. og 15., sbr. 18. gr. bifreiðalaga nr. 23 16. júni 1941. Þykir refsing hans samkvæmt 38. gr. bifreiðalaganna hæfilega ákveðin 600 króna sekt til ríkissjóðs, sem afplánist með varðhaldi í 25 daga, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærða, Tryggva Eiríksson, og kærða, Elías Kristjánsson, ber að dæma in solidum til greiðslu alls sakarkostnaðar. Rekstur málsins hefur verið vitalaus. Dómsorð: Ákærði, Tryggvi Eiríksson, sæti varðhaldi í 60 daga. Ákærði er sviptur bifreiðarstjóraréttindum í eitt ár frá upp- kvaðningu dóms þessa að telja. Kærði, Elías Kristjánsson, greiði 600 króna sekt til ríkissjóðs, er afplánist með varðhaldi í 25 daga, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærði, Tryggvi Eiríksson, og kærði, Elías Kristjánsson, greiði in solidum allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. 120 Miðvikudaginn 5. marz 1947. Kærumaálið nr. 7/1947. Jón Helgason segn Vilmundi Jónssyni og Guðjóni Samúelssyni. Setudómari hrl. Einar B. Guðmundsson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Um vitnaskyldu. Dómur hæstaréttar. Með kæru 5. febr. 1947, sem hingað barst 19. s. m., hefur sóknaraðili samkvæmt 128. gr. laga nr. 85/1936 skotið til hæstaréttar úrskurði bæjarþings Reykjavíkur, sem upp var kveðinn 5. f. m., þar sem varnaraðilja Vilmundi Jónssyni var ekki talið skylt sem vitni að svara tiltekinni spurningu. Krefst sóknaraðili þess, að úrskurðurinn verði felldur úr gildi og vitninu dæmt skylt að svara spurningunni. Svo krefst hann og, að sér verði dæmdur kærumálskostnaður úr hendi varnaraðilja eftir mati hæstaréttar. Varnaraðili Vilmundur Jónsson hefur hvorki sent hæsta- rétti kröfur né greinargerð í málinu. Varnaraðili Guðjón Samúelsson gerir þær kröfur, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og að sóknaraðilja verði dæmt að greiða honum kærumálskostnað eftir mati hæsta- réttar. Með skirskotun til forsendna hins kærða úrskurðar þykir verða að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum ber að dæma sóknaraðilja til að greiða varnaraðilja Guðjóni Samúelssyni kærumálskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 200 krónur. Að öðru leyti fellur kærumálskostnaður niður. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Sóknaraðili, Jón Helgason, greiði varnaraðilja Guð- 121 jóni Samúelssyni 200 krónur í kærumálskostnað. Að öðru leyti fellur kærumálskostnaður niður. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður bæjarþings Reykjavíkur 5. febrúar 1947. Mál þetta, er tekið var til úrskurðar 23. f. m., hefur Guðjón húsa- meistari Samúelsson höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 27. september 1946, gegn Jóni kaupmanni Helgasyni, Skólavörðustis 21 hér í bæ, vegna ummæla, er birtust í 137. tölublaði dagblaðsins Morgunblaðsins, er út kom 22. ágúst s. 1. Hefur stefnandi gert þær dómkröfur, að ummælin verði dæmd dauð og ómerk, að stefndi verði dæmdur til refsingar fyrir að hafa viðhaft þau og breitt út opinberlega, að stefnanda verði dæmd hæfileg fjárhæð úr hendi stefnda til þess að standast kostnað af birtingu dóms í málinu svo og málskostnaður að mati dómarans. Stefndi hefur krafizt svknu og málskostnaðar. Í ummælum þeim, sem mál þetta er risið út af, er meðal annars talað um „Fæðingardeild Landsspitalans, þar sem 1000 rúmmeira útgrafinn kjallari var fylltur af grjóti.“ Hinn 23. f. m. kom Vilmundur Jónsson landlæknir fyrir dóm í máli þessu, en hann er einn af nefndarmönnum þeim, sem voru húsameistara ríkisins til aðstoðar um alla skipan byggingar þessarar. Í framburði sínum skýrði vitnið svo frá, að upphaflega hafi engum dottið í hug, að kjallari skyldi gerður undir fæðingardeild- inni, fyrr en í ljós kom, hvernig jarðvegi var háttað. Hafi þetta atriði því eisi komið til umræðu í nefndinni, enda störfum hennar lokið, eftir að teikning hafði verið gerð. Hins vegar hafi húsa- meistari borið undir vitnið, þegar ljóst var, hvernig jarðvegi var háttað, hvort kjallari skyldi serður, en það hafi mælt með, að samningurinn við verktaka stæði óbreyttur. Kveðst vitnið hafa skil- ið það svo, að til þess hafi verið leitað í þessu sambandi sem land- læknis og formanns ríkisspitalanefndar, en ekki meðlims fyrr- greindrar nefndar, og kveður vitnið sér þykja eðlilegt, að húsa- meistari hafi tekið tillit til álits þess í þessu efni. Umboðsmaður stefnda óskaði þessa spurningu borna upp fyrir vitninu: „Er rétt hermt hjá stefnanda á dómsskjali nr. 11, að vitnið hafi ákveðið, að ekki yrði gerður kjallari, sbr. aðiljaskýrslu hans hér fyrir dómi, að það hafi verið eftir fyrirsögn vitnisins, að fylltur var kjallarinn með grjóti?“ Vitnið lýsti þá yfir, að það teldi sig hafa svarað spurningu þess- ari með framburði sínum og bæri sér ekki að svara þessu frekar. 122 Atriðið var síðan tekið til úrskurðar að kröfu umboðsmanns stefnda. Það virðist ljóst af því, sem að framan er rakið, að vitnið hefur Þegar nægjanlega svarað spurningu þessari í framburði sinum. Spurningin er því þýðingarlaus fyrir málið, og með vísan til 3. tl. 125. gr. einkamálalaganna nr. 85 frá 1936 verður vitnið ekki skyldað til þess að svara spurningunni. Jón Bjarnason, fulltrúi borgardómara, kvað upp úrskurðinn. Því úrskurðast: Vitninu, Vilmundi Jónssyni, er eigi skylt að svara framan- greindri spurningu. Föstudaginn 7. marz 1947. Nr. 136/1946. Réttvísin (Hrl. Gunnar J. Möller) gegn Guðmundi Þorvarðssyni. (Hrl. Sigurður Ólason) og Val Einarssyni (Hrl. Ólafur Þorgrímsson). Setudómari hrl. Einar B. Guðmundsson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Vátryggingarsvik. Dómur hæstaréttar. Brot hinna ákærðu, sem lýst er í héraðsdómi, varða þá báða við 248. gr. sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þykir refsing þeirra, hvors um sig, hæfilega ákveð- in fangelsi 3 mánuði. Ákvæði héraðsdóms um sviptingu kosningarréttar þeirra og kjörgengis ber að staðfesta. Þá telst og rétt samkvæmt 68. gr. nefndra hegningarlaga sbr. 2. mgr. 20. gr. laga nr. 23/1941 að svipta ákærðu ævilangt rétti til að stjórna bifreið. Ávæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sakarkostnaðar í héraði ber að staðfesta. Ákærði Guðmundur Þorvarðsson greiði málflutnings- laun skipaðs verjanda sins fyrir hæstarétti, kr. 400.00. Ákærði Valur Einarsson greiði málflutningslaun skipaðs 123 verjanda sins fyrir hæstarétti, kr. 400.00. Allan annan áfrýj- unarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda fyrir hæstarétti, kr. 500.00, greiði báðir kinir ákærðu in solidum. Dómsorð: Ákærðu, Guðmundur Þorvarðsson og Valur Einars- son, sæti hvor um sig fangelsi 3 mánuði. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sviptingu kosningar- réttar og kjörgengis ákærðu á að vera óraskað. Svo skulu og ákærðu báðir sviptir ævilangt rétti til að aka bifreið. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu sakarkostnaðar í héraði staðfestast. Ákærði Guðmundur Þorvarðsson greiði málflutningslaun skipaðs verjanda síns fyrir hæstarétti, Sigurðar Ólasonar hæstaréttarlögmanns, kr. 400.00. Ákærði Valur Einarsson greiði málflutningslaun skipaðs verjanda sins fyrir hæstarétti, Ólafs Þorgríms- sonar hæstaréttarlögmanns, kr. 400.00. Allan annan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutn- ingslaun skipaðs sækjanda fyrir hæstarétti, Gunnars Möllers hæstaréttarlögmanns, kr. 500.00, greiði báðir hinir ákærðu in solidum. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 27. júní 1946. Ár 1946, fimmtudaginn 27. júní, var í aukarétti Reykjavikur, sem haldinn var í skrifstofu réttarins af Bergi Jónssyni sakadómara, upp- kveðinn dómur í málinu nr. 2082—2083/1946: Réttvísin gegn Guð- mundi Þorvarðssyni og Val Einarssyni, sem tekið var til dóms hinn 21. þ. m. Mál þetta er af réttvísinnar hálfu höfðað gegn Guðmundi Þor- varðssyni bifreiðarstjóra, Vitastig 17, og Val Einarssyni bifreiðar- stjóra, Flókagötu 41, fyrir brot gegn XVITI. og XXVI. kafla almennra hegningarlaga nr. 19 12. febrúar 1940. Ákærði Guðmundur er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 124 14. mai 1915, og hefur, svo kunnugt sé, sætt þessum kærum og refs- ingum: 1934 204 Dómur lögreglurétlar Reykjavíkur, 20 daga fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og 1000 kr. sekt fyrir brot gegn 6. sbr. 30. gr. og 11. sbr. 32. gr. áfengislaganna nr. 64/1930. 1946 % Sátt í Rvík, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. Ákærði Valur er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 12. júní 1915, og hefur, svo kunnugt sé, sætt þessum kærum og refsingum: 1942 7 Sátt í Rvík, 30 kr. sekt fyrir brot gegn 26. gr. laga nr. 23/1941. % Dómur lögregluréttar Reykjavíkur, 10 daga varðhald og sviptur ökuskírteini í 3 mánuði fyrir ölvun við bifreiðar- akstur. Aðfaranótt laugardagsins 28. júlí f. á. brann bifreiðin R 1680 utan við þjóðveginn í Svínahrauni, skammt fyrir ofan Sandskeið. Bifreið þessi var fimm manna fólksbifreið af serð ársins 1937. og brann allt í henni, sem brunnið gat. Bifreið þessi var eign ákærða Guðmundar, sem hafði þá fyrir nokkru eignazt hana í skiptum fyrir aðra bifreið og með milligjöf frá sinni hendi. Telur ákærði Guðmundur bifreið þessa hafa staðið sér í 33 þúsund krónum. Auk skvldutrygsingar bif- reiðarinnar kaskótryggði ákærði Guðmundur hana hjá Sjávátryge- ingarfélagi Íslands h/f fyrir 15 þúsund krónum, en sú trygging var m. a. til brunatjóns. Eftir að ákærði Guðmundur eignaðist bifreið- ina, varð hann brátt mjög óánægður með hana. Hann telur hana hafa verið meira og minna ónýla og segir hana ekki hafa komizt í lag, þó að hann eyddi fé í viðgerð á henni. Þegar hann keypti hana, fékk hann ekki vitneskju um, að nein veðbönd hvíldu á henni, enda vissi seljandi hennar ekki, að svo væri, en eftir að ákærði Guð- mundur eignaðist hana, fékk hann vitneskju um, að á henni hvildi lögtaksskuld, sem nam á fimmta þúsund krónum. Ákærði Guðmund- ur kveðst hafa stórtapað á þessum og sumum fyrri bifreiðakaupum, og virðist allt þetta andstreymi hans hafa valdið honum miklum áhyggjum og hugarangri. Hann kveðst hafa fengið óbeit á bifreið- inni, ekki hafa viljað sjá hana og m. a. þess vegna ákveðið að láta hana brenna. Hann kvaðst í upphafi rannsóknarinnar ekki fyrst og fremst hafa ákveðið að brenna bifreiðina til þess að fá vátryggingar- fé hennar. Siðar segir hann þá frásögn ákærða Vals rétta, að hann, ákærði Guðmundur, hafi, þegar hann bað ákærða Val að kveikja í bifreiðinni, sagzt verða gjaldþrota, ef bifreiðin yrði ekki brennd og hann fengi vátryggingarfé hennar, sem væri þeir einu peningar, sem hann ætti von í. Loks segir hann tilgang sinn með því að brenna bifreiðina hafa verið þann að fá vátryggingarfé hennar. Verður að álita, að svo hafi verið, þó að andúð hans á bifreiðinni kunni að hafa ráðið þar nokkru um. Hann bað nú kunningja sinn, ákærða Val, að kveikja í bifreiðinni, 1945 2 st 125 og áleit ákærði Valur af orðum hans, að hann vildi láta kveikja í þifreiðinni í þeim tilgangi að fá vátryggingarfé hennar. Ákærði Val- ur var lengi vel tregur til að gera þetta, og áttu ákærðu um þetta mörg samtöl. Þar kom þó, að ákærði Valur tók að sér að gera þetta, og kvöldið 27. júlí f. á. ók hann bfreiðinni upp í Svínahraun. Þar ók hann henni út af veginum og á hraungjótubakka. Kveikti þar í henni og renndi henni síðan niður í gjótuna, og þar brann hún. Ákærði Guðmundur hafði boðið ákærða Val 3 þúsund krónur fyrir að kveikja í bifreiðinni, en það hafði ákærði Valur ekki þegið, og vann hann verk þetta án þess að ætla að hagnast á því sjálfur, heldur vegna kunningsskapar við ákærða Guðmund og fyrir þrá- beiðni hans. Þegar þetta var um garð gengið, hætti ákærði Guð- mundur við að krefjast vátryggingarfjár bifreiðarinnar og hefur að eigin sögn og samkvæmt vottorði Sjóvátryggingarfélags Íslands h/f aldrei krafizt greiðslu þess. Þar sem eigi verður talið, að al- mannahætta hafi verið samfara bruna bifreiðarinnar, þykja ákærðu eigi hafa gerzt brotlegir við XVIII. kafla hegningarlaganna. Það atferli ákærðu, sem lýst hefur verið, varðar refsingu sam- kvæmt 248. gr. hegningarlasanna, sbr. 22. gr.1 . mgr. sömu laga varð- andi ákærða Guðmund. Þykir refsing þeirra, hvors um sig, hæfilega ákveðin fangelsi í 4 mánuði. Eigi eru skilyrði til að láta gæzluvarð- hald ákærða Guðmundar koma til frádráttar refsingu hans. Samkvæmt 68. gr. 3. mgr. hegningarlaganna ber að svipta hina ákærðu kosningarrétti og kjörgengi til opinberra starfa og annarra almennra kosninga frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærða Guðmund ber að dæma til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda sins, hrl. Sigurðar Ólasonar, kr. 300.00. Ákærða Val ber að dæma til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda sins, hrl. Ólafs Þorgrímssonar, kr. 300.00. Allan annan kostnað sakarinnar skulu ákærðu greiða in solidum. Rekstur málsins hefur verið vítalaus. Dómsorð: Ákærðu, Guðmundur Þorvarðsson og Valur Einarsson, sæti hvor fangelsi í 4 mánuði. Ákærðu eru frá birtingu dóms þessa sviptir kosningarétti og kjörgengi til opinberra starfa og annarra almennra kosninga. Ákærði Guðmundur Þorvarðsson greiði málsvarnarlaun skip- aðs verjanda sins, hrl. Sigurðar Ólasonar, kr. 300.00. Ákærði Valur Einarsson greiði málsvarnarlaun skipaðs verj- anda sins, hrl. Ólafs Þorgrímssonar, kr. 300.00. Allan annan sakarkostnað greiði ákærðu in solidum. Dómi þessum skal fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 126 Miðvikudaginn 12. marz 1947. Nr. 167/1946. Réttvísin og valdstjórnin (Hrl. Ragnar Ólafsson) gegn Kristjáni Hannessyni (Hrl. Kristján Guðlaugsson). Setudómari próf. Ísleifur Árnason í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Um framhaldsrannsókn í sakamáli. Úrskurður hæstaréttar. Rannsókn máls þessa er í ýmsum atriðum mjög áfátt. Áð- ur en dómur verður á það lagður í hæstarétti, þykir rétt að leggja fyrir héraðsdómarann að heyja framhaldsrannsókn um eftirgreind atriði: 1) Svo sem í máli þessu greinir, ók ákærði upp halla, en hjólreiðamennirnir komu á móti honum. Nokkru áður en slysið varð, kveðst ákærði hafa dregið úr hraða bifreiðar- innar, þar sem hann sá, að hjólreiðamönnunum hafði eitt- hvað fipazt og að hik kom á mann þann, er fyrir slysinu varð. Hins vegar segist ákærði þá fyrst hafa hemlað bif- reiðina, er hann sá manninn falla í áttina að henni. Spyrja ber ákærða mjög ýtarlega um allan aðdraganda að slysinu, hver afstaða mannanna hafi verið til bifreiðarinnar, er hann sá, að þeim fipaðist, hvar á veginum þeir voru og í hverri fjarlægð frá bifreiðinni að ætlan hans. Þá ber og að spyrja ákærða, með hvaða hætti mönnunum hafi fipazt. Enn skal ákærði í þessu sambandi um það spurður, hvenær hann hægði ferð bifreiðarinnar og hvenær hann byrjaði að hemla svo og um afstöðu hjólreiðamannanna þá til bifreiðarinnar. 2) Bifreið þeirri, er ákærði ók eða, ef hennar er ekki kostur, þá líkri bifreið, skal ekið veginn, þar sem slysið varð, og það reynt af lögreglumönnum, á hvaða færi stöðva megi bifreiðina með hemlum á mismunandi hraða, t. d. er henni er ekið 25, 45, 50 og 60 km á klukkustund. Enn frem- ur skal leitt í ljós, til hvaða hraða svari 11--12 metra hemla- far, ef hemlum bifreiðarinnar er beitt til fulls. 127 3) Rannsóknardómaranum ber að afla annarra gagna, ef efni verða til. Kveðja skal sækjanda og verjanda málsins fyrir hæsta- rétti til þess að vera viðstadda framhaldsrannsókn þessa. Ályktarorð: Héraðsdómaranum ber að heyja framangreinda rann- sókn. Fimmtudaginn 13. marz 1947. Nr. 66/1946. Gísli Guðmundsson og Þóra Guðmundsdóttir (Hrl. Gunnar Þorsteinsson) gegn Signýju Bjarnadóttur (Hrl. Garðar Þorsteinsson). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Útburðarmál. Dómur hæstaréttar. Kristján Kristjánsson, borgarfógeti í Reykjavík, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Áfrýjendur hafa skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu 18. maí f. á. Þann 5. júní f. á. fékk áfrýjandi Þóra Guðmundsdóttir gjafsókn í málinu fyrir hæstarétti og sér skipaðan talsmann. Gera áfrýjendur þær dómkröfur, að hinn áfrýjaði úrskurður verði felldur úr gildi. Svo krefjast þeir málskostnaðar fyrir undirrétti og hæstarétti, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. En hvernig sem málið fer, er krafizt málflutningslauna úr ríkissjóði umboðsmanni gjafsóknarhafa til handa hér fyrir dómi. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Eins og segir í hinum áfrýjaða úrskurði, hafði leiga fyrir hið umrædda húsnæði verið ákveðin kr. 100.00 á mánuði, og skyldi hún greiðast fyrirfram 1. dag hvers mánaðar, en ekki var leigumálinn staðfestur af húsaleigunefnd, sbr. 11. og 128 og 13. gr. laga nr. 39/1943. Þegar útburðar var krafizt 28. febrúar f. á., hafði húsaleiga ekki verið greidd fyrir mán- uðina desember 1945 og janúar og febrúar 1946. Áfrýjendur hafa haldið því fram hér fyrir dómi, að þeir hafi átt endur- greiðslukröfu á stefnda, að upphæð 204 krónur, vegna álags, sem þau hafi greitt á húsaleiguna umfram skyldu. Telja þau sér hafa verið heimilt að skuldajafna þeirri fjáhæð við húsaleiguna. En þótt á það yrði fallizt, voru áfrýjendur allt að einu Í vanskilum með nærfellt mánaðarhúsaleigu, er út- burðar var krafizt. Áfallin leiga var síðan ekki boðin fram fyrr en á dómþingi 2. apríl f. á. Að vísu átti stefndi upptökin að því, að óregla hófst á húsaleigugreiðslum, en þegar þess er gætt, að áframhald varð á greiðsludrætti, eftir að út- burðar var krafizt, þykir verða að staðfesta hinn áfryjaða úrskurð, að því er útburð varðar. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir báðum dómum falli niður. Málflutningslaun skipaðs talsmanns áfrýjanda Þóru Guð- mundsdóttur fyrir hæstarétti, kr. 600.00, greiðist úr ríkis- sjóði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður, að því er útburð varðar. Málskostnaður fyrir báðum dómum fellur niður. Málflutningslaun skipaðs talsmanns áfrýjanda Þóru Guðmundsdóttur fyrir hæstarétti, Gunnars hæstaréttar- lögmanns Þorsteinssonar, kr. 600.00, greiðist úr ríkis- sjóði. Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 10. maí 1946. Í máli þessu, sem tekið var til úrskurðar 6. þ. m., hefur gerðar- beiðandi, Signý Bjarnadóttir, Óðinsgötu 20 B hér í bænum, krafizt þess, að Gisli Guðmundsson og Þóra Guðmundsdóttir, s. st., verði með beinni fógetagerð borin út úr húsnæði því, sem þau hafa haft í húsinu nr. 20 B við Óðinsgötu. Gerðarþolendur hafa mótmælt framgangi gerðarinnar, og lögðu aðiljar málið undir úrskurð fógetaréttarins. Báðir hafa aðiljarnir krafizt málskostnaðar. 129 Í september 1943 leigði gerðarbeiðandi Gísla Guðmundssyni 1 her- bergi og eldhús í kjallara hússins nr. 20 B við Óðinsgötu. Leiga var ákveðin kr. 100.00 á mánuði auk uppbótar samkvæmt húsaleiguvisi- tölu, og skyldi hún greiðast fyrirfram mánaðarlega. Gerðarþolinn Gísli Guðmundsson flutti aldrei í hina umdeildu íbúð, heldur kona hans Þóra Guðmundsdóttir ásamt móður sinni og tveim dætrum þeirra hjóna. Upphaflega og þar til á árinu 1944 sá nefndur Gísli um greiðslu á leigunni, en síðan Þóra þar til í október 1945, að gerðarbeiðandi neitaði að veita leigunni móttöku, vegna þess að þá lá uppsögn á hinu umdeilda húsnæði hjá húsaleigunefnd til umsagnar. Seint í október sendi gerðarþoli gerðarbeiðanda leigu í póstávísun fyrir október og nóvember 1945 eða kr. 224.00. Síðan hefur engin leigugreiðsla verið boðin fram, þar til í réttarhaldi 2. april s. 1. að gerðarþolinn Gísli Guðmundsson bauð fram áfallna leigu og greiddi hana með tékkávísun á Landsbanka Íslands, sem hann reyndist ekki eiga fyrir, og tók hann þá ávísunina aftur. Málflutningsmaður hans bauð þá fram greiðsluna, en gerðarbeiðandi synjaði að veita henni viðtöku. Kröfu sina um framgang gerðarinnar byggir gerðarbeiðandi á vanskilum gerðarþola, sem hann telur veruleg, einnig með tilliti til Þess, að líkur séu fyrir áframhaldandi vanskilum vegna getuleysis gerðarþola. Gerðarþoli telur hins vegar, að sá greiðsludráttur, sem orðið hef- ur á leigu, sé eingöngu að kenna framkomu gerðarbeiðanda, þar sem hann hafi neitað að taka við henni í október s. 1. og ekki krafið um leigu síðan. Það verður að teljast viðurkennt í málinu, að gerðarbeiðandi neit- aði að taka við leigu fyrir október 1945 vegna þess. að húsaleigumál milli aðilja máls þessa var þá ekki útkljáð fyrir húsaleigunefnd, en uppsögn sú á hinu umdeilda húsnæði, sem þá var til úrlausnar, var einmitt miðuð við 1. október f. á. Gerðarþolar máttu því gera ráð fyrir, að við greiðslu yrði tekið, er ástæða sú, er gerðarbeiðandi bar fyrir sig, var ekki lengur fyrir hendi. Leigan fyrir október og nóvember var, eins og áður segir, greidd með póstávísun. Gerðarþolum bárust engin boð um það, að gerðar- beiðandi sætti sig ekki við þá greiðsluaðferð, og máttu því líta svo á, að hún hefði ekkert á móti henni, úr því sem komið var. Greiðsla október og nóvember leigunnar í póstávisun, eftir að henni var neitað viðtöku, verður ekki skilin á annan veg en þann, að gerðar- Þolar hafi ætlað sér að greiða leigu áfram þrátt fyrir neitunina með Þessari aðferð, þar til um annað yrði samið. Með því að taka þannig í sínar hendur frumkvæði þess að koma leigugreiðslum í kring og hætta þeim síðar að óbreyttum aðstæðum, þykja gerðarþolar hafa gerzt sek um allmikið hirðuleysi. Þá virðist 9 130 það hafa komið fram í málinu, að greiðslugeta gerðarþola standi ekki föstum fótum, þar sem þau virðast ekki hafa verið undir það bú- in að greiða áfallna leigu af sjálfsdáðum, síðan mál þetta hófst. Rétturinn verður því, þrátt fyrir það að gerðarbeiðandi hefur ekki krafið um leigu, að líta svo á, að gerðarþolar séu í verulegum vanskilum með leigugreiðslur. Ber því að leyfa framgang hinnar umbeðnu gerðar á ábyrgð gerð- arbeiðanda, og þykir eftir atvikum rétt, að gerðarþolar greiði gerðar- beiðanda kr. 300.00 í málskostnað. Því úrskurðast: Gerð þessi skal fram fara á ábyrgð gerðarbeiðanda. Gerðarþolar, Gísli Guðmundsson, til heimilis Hrísateig 10, og Þóra Guðmundsdóttir, Óðinsgötu 20 B, greiði in solidum gerðar- beiðanda, Signýju Bjarnadóttur, Óðinsgötu 20 B, kr. 300.00 í málskostnað innan 15 daga frá birtingu úrskurðar þessa að við- lagðri aðför að lögum. Föstudaginn 14. marz 1947. Nr. 156/1945. Hreppsnefnd Búðahrepps f. h. hreppsins (Hrl. Einar B. Guðmundsson) segn Hans P. Stangeland (Hrl. Theódór B. Lindal). Setudómari hrl. Sveinbjörn Jónsson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Útsvarsmál. Dómur hæstaréttar. Hinn áfrýjaða úrskurð hefur upp kveðið Kristinn Júlíus- son, settur sýslumaður í Suður-Múlasýslu. Áfrýjandi hefur að fengnu áfrýjunarleyfi 21. nóv. 1945 skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu 30. s. m. Þann 23. október 1945 fékk áfrýjandi gjafsókn í málinu fyrir hæstarétti og sér skipaðan talsmann. Krefst áfrýjandi þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði felldur úr gildi og að lagt verði fyrir fógeta að framkvæma lögtakið. Svo krefst hann og málskostnaðar úr hendi stefnda fyrir hæstarétti, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. En hvernig sem málið fer, er krafizt málflutningslauna úr ríkissjóði til handa mál- flutningsmanni gjafsóknarhafa hér fyrir dómi. 131 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar af áfrýjanda fyrir hæstarétti eftir mati dóms- ins. Af hálfu stefnda hefur því verið hreyft hér fyrir dómi, að lifrarbræðslustöð hans, sem um getur í máli þessu, sé eigi í Búðahreppi, en samkvæmt því, sem upp er komið í málinu, hafa mótmæli þessi ekki við rök að styðjast. Stefndi á verksmiðjuhús, bryggju og lóðarréttindi í Búða- hreppi og rekur þar lifrarbræðslu. Er þetta aðalatvinnuveg- ur stefnda, en sjálfur er hann búsettur í Fáskrúðsfjarðar- hreppi. Verður að telja nefndan rekstur stefnda hafa verið útsvarsskyldan í Búðahreppi samkvæmt 8. gr. a-lið laga nr. 106 1936, sem voru í gildi, þegar útsvarið var lagt á. Samkvæmt þessu ber að fella hinn áfrýjaða úrskurð úr gildi og leggja fyrir fógetann að framkvæma lögtakið. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður fyrir hæstarétti. Málflutningslaun skipaðs talsmanns áfrýj- anda hér fyrir dómi, kr. 600.00, greiðist úr ríkissjóði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður er úr gildi felldur, og ber fógetanum að framkvæma lögtak það, sem krafizt er. Málskostnaður fyrir hæstarétti falli niður. Málflutn- ingslaun skipaðs talsmanns áfrýjanda fyrir hæstarétti, Einars B. Guðmundssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 600.00, greiðist úr ríkissjóði. Úrskurður fógetaréttar Suður-Múlasýslu 21. júlí 1945. Við niðurjöfnun útsvara í Búðahreppi árið 1944 var lagt útsvar að upphæð kr. 2790.00 á lifrarbræðsluna Hlaðhamar. Einkaeigandi lifrarbræðslunnar, Hans P. Stangeland, hefur eigi viljað greiða útsvarið, þar sem jafnframt var lagt á hann útsvar í heimilissveit hans, Fáskrúðsfjarðarhreppi, einnig að því er tók til tekna hans af nefndri lifrarbræðslu, nema dómstólarnir úrskurðuðu, að honum bæri að greiða þetta útsvar til Búðahrepps. Oddviti Búðahrepps hefur beiðst lögtaks fyrir útsvarinu og held- ur því fram, að lifrarbræðslan sé útsvarsskyld atvinnustofnun í Búðahreppi. 132 Málsatvik eru ágreiningslaus með aðiljum. Ágreiningur þeirra er fólginn í því, hvort lifrarbræðslustarfsemi gerðarþola í Búðahreppi sé útsvarsskyld þar eða ekki, þegar þess jafnframt er gætt, að á starfsemi þessa er og lagt útsvar í heimilissveit hans. Starfsemi þessari er þannig háttað, að hús þau og tæki, sem notuð eru við iðnaðarhlið starfseminnar, eru innan takmarka Búðahrepps. Þar er lifrin brædd af mönnum búsettum í Búðahreppi og um hana og lýsið, sem úr henni fæst, sýslað, þar til það er flutt í skipum á erlendan eða innlendan markað. Lifrin er að mestu keypt af út- vegsmönnum búsettum í Búðahreppi, en að nokkru af öðrum. Yfir- stjórn starfseminnar er í höndum eigandans, gerðarþola í máli þessu, en hann er búsettur í Fáskrúðsfjarðarhreppi. Bókhald er af hendi leyst á skrifstofu starfseminnar, en sú skrifstofa er á heimili eigandans í Fáskrúðsfjarðarhreppi, Bókhaldarinn er þó búsettur í Búðahreppi. Allar útborganir eru inntar af hendi á heimili eigandans i Fáskrúðsfjarðarhreppi og þar eru teknar ákvarðanir um sölu hins unna lýsis. Með öðrum orðum er fyrirsvar, bókhald og sjóðsmeð- ferð starfseminnar að Öllu leyti í Fáskrúðsfjarðarhreppi. Eftir að hafa borið allar framangreindar staðreyndir saman við 8. og 9. gr. útsvarslaganna og með hliðsjón af dómum hæstaréttar, uppkveðnum 17. des. 1941, 14. des. 1942 og 28. jan. 1944, litur réttur- inn svo á, að starfsemi gerðarþola í Búðahreppi sé eigi önnur eða meiri en svo, að hana beri að heimfæra undir tölulið 1 9. gr. út- svarslaganna. Niðurstaðan verður því sú, að rétturinn telur eftir atvikum hafa brostið lagaheimild til útsvarsálagningarinnar og synjar um fram- gang hins umbeðna lögtaks. Því úrskurðast: Hið umbeðna lögtak skal eigi fara fram. 133 Mánudaginn 17. marz 1947. Nr. 16/1945. Finnur Jónsson (Hrl. Sigurgeir Sigurjónsson) 8Segn Þrotabúi h/f Hávarðs og Útibúi Landsbanka Íslands á Ísafirði (Hrl. Gunnar Þorsteinsson) Setudómarar hrl. Einar B. Guðmundsson og próf. Ólafur Lárusson í stað hrá. Árna Tryggva- sonar og hrd. Gizurar Bergsteinssonar. Deilt um forgangsrétt kröfu í þrotabúi. Dómur hæstaréttar. Hinn áfrýjaða úrskurð hefur upp kveðið Torfi Hjartar- son, bæjarfógeti á Ísafirði. Áfrýjandi skaut máli þessu upphaflega til hæstaréttar með stefnu 11. nóv. 1942, að fengnu áfrýjunarleyfi 29. okt. s. á. Málinu var vísað frá hæstarétti með dómi, upp kveðn- um 18. des. 1944. Nú hefur áfrýjandi skotið málinu af nýju til hæstaréttar með stefnu 10. febr. 1945. Krefst hann þess aðallega, að viðurkennt verði með dómi, að krafa hans í þrotabú h/f Hávarðs, kr. 5731.04, njóti forgangsréttar sam- kvæmt 5. tölulið b-liðs 83. gr. skiptalaga nr. 3/1878, en til vara, að dæmt verði, að kr. 5253.46 af greindri kröfu hans njóti slíks forgangsréttar. Svo krefst hann þess og, hvor krafan sem til greina yrði tekin, að stefndu verði dæmdir in solidum til þess að greiða honum málskostnað bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar af áfrýjanda fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Áfrýjandi sundurliðar kröfu sína í þrotabúið þannig: 1. Framkvæmdarstjóralaun kr. 4298.28, þar af kr. 1350.00 vegna þriggja mánaða uppsagnarfrests, er honum var áskilinn í ráðningarsamningi. io Kr. 955.18 vegna húsaleigu h/f Hávarðs í húsakynnum Samvinnufélags Ísfirðinga, er áfrýjandi kveðst hafa greitt eða ábyrgjast greiðslu á. 134 5. Kr. 477.58 vegna hitunar, ljósa og ræstingar, er áfrýj- andi kveðst einnig hafa greitt eða bera ábyrgð á. Um 1. Krafa áfrýjanda samkvæmt ráðningarsamningi, er í þessum lið greinir, þykir eiga að njóta forgangsréttar samkvæmt 5. tölulið b-liðs 83. gr. skiptalaganna, enda verður uppsagnarfresturinn ekki talinn of langur. Um 2. og 3. Að því er þessa kröfuliði varðar, þykir mega fallast á rök héraðsdómara fyrir því, að þeir eigi ekki að njóta forgangsréttar í þrotabúi h/f Hávarðs. Stefndi Útibú Landsbanka Íslands á Ísafirði hafði einn uppi andmæli gegn kröfu áfrýjanda. Samkvæmt því og eftir úrslitum málsins þykir rétt að dæma hann til að greiða áfrýjanda málskostnað fyrir hæstarétti, kr. 1500.00, en að öðru leyti falli málskostnaður niður í héraði og fyrir hæstarétti. Dómsorð: Áfrýjandi, Finnur Jónsson, hefur forgangsrétt sam- kvæmt 5. tölulið b-liðs 83. gr. skiptalaga nr. 3/1878 í þrotabúi stefnda h/f Hávarðs fyrir kr. 4298.28. Að því er varðar afgang kröfu hans, kr. 1432.76, á hinn áfrýjaði úrskurður að vera óraskaður. Stefndi Útibú Landsbanka Íslands á Ísafirði greiði áfrýjanda kr. 1500.00 í málskostnað fyrir hæstarétti. Að öðru leyti fellur málskostnaður niður bæði í héraði og fyrir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að víðlagðri aðför að lögum. Úrskurður skiptaréttar Ísafjarðar 20. júlí 1942. Hinn 11. október 1938 var bú h/f Hávarðs á Ísafirði tekið til gjaldbrotaskipta samkvæmt beiðni félagsins. Með kröfulýsingu, dags. 15. okt. 1938, lýsti Jón Grímsson, kaup- maður á Ísafirði, f. h. Finns Jónssonar, forstjóra og alþingis- manns á Ísafirði, er verið hafði framkvæmdarstjóri h/f Hávarðs, kröfu í búið að uphæð kr. 5731.04, auk innheimtulauna að upp- 135 hæð kr. 371.93, eða samtals kr. 6102.97. Er þess krafizt í kröfulýs- ingunni, að krafa þessi verði tekin til greina sem forgangskrafa, bar sem hún sé vegna húsaleigu og vinnulauna. Á skiptafundi í búinu 14. okt. 1938 var kröfu þessari í heild mótmælt sem forgangskröfu og kr. 3600.00 af kröfunni og inn- heimtulaunum, kr. 371.93, einnig mótmælt sem lögmætri almennri kröfu í búið, hvort tveggja af hálfu útibús Landsbankans á Ísa- firði, sem var aðallánveitandi h/f Hávarðs. Sáttaumleitanir um ágreining þenna hafa reynzt árangurslausar, og hafa aðiljar lagt ágreininginn undir úrskurð skiptaréttarins. Vegna dráttar, er varð á endurskoðun reikninga h/f Hávarðs hjá löggiltum endurskoðanda og þar af leiðandi einnig á rannsókn lögregluréttarins út af gjaldþrotinu, varð langt hlé á meðferð ágreiningsmáls þessa fyrir skiptaréttinum. Var öflun gagna lokið 8. f. m., málið þá tekið til skriflegs flutnings samkvæmt samkomu- lagi aðilja og tekið til úrskurðar 29. f. m. Um réttarkröfur aðilja er þetta að segja: Í fyrrnefndri kröfulýsingu er þess krafizt af hálfu Finns Jóns- sonar, að krafan verði öll tekin til greina sem forgangskrafa, og hún sundurliðuð þannig: Húsaleiga: Eftirstöðvar tl 10. okt. 1998 ............ kr. 655.18 Húsaleiga vegna uppsagnarfrests ........00000. 00... — 300.00 Innheimtulaun af þessum upphæðum ................ — 95.51 Vinnulaun: Eftirsttöðvar til 10. okt. 1938 ............ — 3275.86 Vinnulaun vegna uppsagnarfrests ........0.000..000... — 1500.00 Innheimtulaun af þessum upphæðum ...........0..2.. — 276.42 Samtals kr. 6102.97 Í greinargerð, lagðri fram í skiptaréttinum 17. nóv. 1938, er gerð sú varakrafa af hálfu Finns Jónssonar, að krafan verði tekin til greina í búið þannig: 1. Sem forgangskrafa: a. Húsaleiga samkvæmt kröfulýsingunni, kr. 100.00 á mánuði, alls ...........020200 0000... kr. 955.18 b. Kaupeftirstöðvar, kr. 450.00 á mánuði, alls .... — 4298.28 ce. Innheimtulaun hér af ..........00.0200. 0000... — 357.60 Samtals kr. 5611.06 2. Sem almenn krafa: a. Fyrir hita, ljós og ræstingu, kr. 50.00 á mánuði, alls ........20000 sess kr. 477.58 b. Innheimtulaun hér af ........00.00000 0000... — 41.75 Samtals kr. 525.33 136 Í framhaldsgreinargerð, lagðri fram í skiptaréttinum 17. des. 1938, er þess siðan krafizt af umboðsmanni Finns Jónssonar, að hon- um verði úrskurðuð málflutningslaun samkvæmt lágmarksgjald- skrá M. F. Í, kr. 506.00, í stað innheimtulaunanna, og þess krafizt aðallega, að útibúi Landsbankans verði gert að greiða málskostnað- inn, en til vara, að þrotabúinu verði gert að greiða hann. Þá gerir hann og þá varakröfu um málskostnaðinn, að hann verði úrskurð- aður honum á sama hátt í samræmi við varakröfu hans í málinu. Af hálfu útibús Landsbankans eru hins vegar gerðar þær réttar- kröfur, að krafan verði að engu leyti tekin til greina sem forgangs- krafa, og að hún verði ekki tekin til greina sem almenn krafa með hærri upphæð en kr. 2131.04. Þá er þess og krafizt af málflutnings- manni útibúsins, að honum verði úrskurðuð málflutningslaun sam- kvæmt lágmarksgjaldskrá M. F. Í., kr. 600.00. Í málinu er upplýst, að Finnur Jónsson var á fundi stjórnar h/f Hávarðs 6. febr. 1936 ráðinn framkvæmdarstjóri félagsins til eins árs með 3ja mánaða uppsagnarfresti. Var jafnframt svo um samið, að „framkvæmdarstjóri annist eða láti annast auk framkvæmdarstjórnar allt skrifstofuhald h/f Hávarðs, leggi til skrifstofuáhöld og innan- bæjarsíma félaginu að kostnaðarlausu og fái í laun á mánuði kr. 600.00.“ Á árinu 1937 var Finni Jónssyni sagt upp starfi hans fyrir félagið frá 1. jan. 1938 að telja. Á fundi stjórnar félagsins 5. april 1938 var hann aftur ráðinn framkvæmdarstjóri félagsins með sömu kjörum og áður og gegndi eða lét gegna því starfi úr því, þar til bú félagsins var tekið til gjaldþrotaskipta 11. okt. s. á. Því er haldið fram í málinu af hálfu Finns Jónssonar og það staðfest með vottorði 2ja manna úr stjórn h/f Hávarðs, að á tíma- bilinu frá 1. jan. til 31. marz 1938 hafi Finnur Jónsson og í fjarveru hans starfsmaður hans og staðgengill haft með höndum reiknings- uppgjör fyrir félagið, umsjón með eignum þess og starf við að koma botnvörpuskipi félagsins aftur út á veiðar. Hafa fyrrnefndir stjórn- arnefndarmenn vottað, að gengið hafi verið út frá því sem vísu, Þegar ráðningarsamningurinn var framlengdur 5. april 1938, að Finn- ur Jónsson hefði sama kaup fyrir tímabilið frá 1. janúar til 31. marz 1938 og hann hafði áður verið ráðinn fyrir. Skal þá fyrst tekið til athugunar, að hve miklu leyti taka beri til greina kröfu Finns Jónssonar í búið, og síðan, hvort eða að hve miklu leyti hún skuli teljast forgangskrafa. Eins og fyrr segir, er krafa Finns Jónssonar í búið kr. 5731.04 án innheimtulaunanna. Af upphæð þessari er viðurkennd sem lögmæt krafa kr. 2131.04, en mótmælt sem lögmætri kröfu kr. 3600.00, og kemur þvi aðeins til álita, hvort taka beri hina siðar nefndu upp- hæð til greina eða ekki. 137 Af nefndum kr. 3600.00, er mótmælt hefur verið, eru kr. 1800.00 greiðsla, er Finnur Jónsson hefur reiknað sér fyrir tímabilið frá Í. janúar til 31. marz 1938, og kr. 1800.00 greiðsla, er hann krefst fyrir Sja mánaða uppsagnarfrest frá 10. október 1938 til 10. janúar 1939. Af hálfu útibús Landsbankans er greiðslunni fyrir tímabilið frá 1. janúar til 31. marz 1938 mótmælt á þeim grundvelli „að eigi verði séð, að Finnur Jónsson hafi verið ráðinn framkvæmdarstjóri félags- ins þenna tíma. En með tilvísun til þess, er að framan segir um störf Finns Jónssonar og staðgengils hans fyrir félagið á þessu tímabili og endurráðningu hans 5. april 1938, verður að telja nægilega sann- að, að Finni Jónssyni hafi borið greiðsla fyrir umrætt tímabil, og ber því að taka þenna hluta kröfunnar til greina í búið. Kröfu Finns Jónssonar um greiðslu fyrir uppsagnarfrest er mót- mælt af útibúi Landsbankans á þeim grundvelli, að stjórn félagsins hafi verið skylt að gefa félagið upp sem gjaldbrota 1. júlí 1938 eða jafnvel nokkru fyrr. Þá hafi og stjórninni borið, þótt hún gæfi fé- lagið ekki upp sem gjaldþrota, að haga öllum rekstri þess með vænt- anlegt gjaldþrot fyrir augum og segja öllum starfsmönnum þess upp. Eigi Finnur Jónsson, er verið hafi í stjórn félagsins ekki að hagnast á því, að þetta hafi verið vanrækt. Auk þess hafi Finnur Jónsson vanrækt störf sin fyrir félagið svo, að heimilt hafi verið að víkja honum úr stöðunni fyrirvaralaust. Það er að vísu upplýst í málinu, að hagur h/f Hávarðs var orðinn mjög slæmur í. júlí 1938, en með tilliti til þess, að félagið virðist aldrei beinlínis hafa stöðvað greiðslur sínar, að því hafði um all- langan tíma verið hjálpað af Landsbankanum til að halda útgerð sinni áfram, þótt það vantaði mikið til að eiga fyrir skuldum, og að bankarnir héldu um þetta leyti áfram að lána mörgum togaraút- gerðarfélögum fé til áframhaldandi rekstrar, þrátt fyrir mjög bág- borinn efnahag þeirra og áframhaldandi töp á útgerð, þykir skylda félagsstjórnarinnar til að gefa félagið upp sem gjaldþrota um 1. júlí 1938 eða til að segja upp starfsmönnum þess þá ekki hafa verið það augljós, að það, að þetta var ekki gert, svipti Finn Jónsson, er eigi hafði verið sagt upp stöðu sinni að nýju, rétti til greiðslu fyrir um- saminn uppsagnarfrest, þó hann ætti sæti í stjórn félagsins. Það er að vísu upplýst, að Finnur Jónsson var á árinu 1938 mjög mikið fjarverandi frá störfum sinum fyrir félagið. En þar sem hann lét starfsmann sinn gegna störfum í fjarveru sinni og hafði sam- kvæmt framangreindri ráðningu sinni mjög rúman rétt til að láta aðra annast störf þau, er félagsstjórnin hafði falið honum, og þar sem eigi hafa verið færðar sönnur á verulegar misfellur í fram- kvæmd starfanna, verður eigi talið sannað, að félagið hafi öðlazt rétt til að víkja honum frá störfum fyrirvaralaust. Samkvæmt þessu er eigi unnt að taka til greina mótmæli útibús 138 Landsbankans gegn því, að Finni Jónssyni beri réttur til greiðslu fyrir hinn umsamda uppsagnarfrest, og ber að áliti réttarins að taka kröfu Finns um greiðsluna fyri ruppsagnarfrestinn til greina í búið. Krafa umboðsmanns Finns Jónssonar um innheimtulaun er aftur- kölluð með kröfu hans um, að honum verði úrskurðaður málskostn- aður í máli þessu í stað innheimtulaunanna, og kemur því innheimtu- launakrafan eigi til álita. Samkvæmt framanrituðu ber að taka kröfu Finns Jónssonar að upphæð kr. 5731.04 til greina í þrotabú h/f Hávarðs án innheimtu- launanna, og kemur þá til álita, hvort eða að hve miklu leyti beri að viðurkenna forgangsrétt kröfunnar. Af hálfu Finns Jónssonar er þess, eins og fyrr segir, krafizt aðal- lega, að krafa hans verði öll tekin til greina sem forgangskrafa í brotabú h/f Hávarðs, og til vara, að hún verði tekin til greina sem forgangskrafa að undanteknum kr. 477.58 fyrir hita, ljós og ræstingu. “ru kröfur þessar byggðar á því, að hér sé um að ræða húsaleigu- og vinnulaunakröfu, er njóti forgangsréttar í búið samkvæmt 83. gr. skiptalaganna, og því haldið fram, að orðin „annarra þjónustu- manna“ í 5. lið greinarinnar taki til framkvæmdarstjóra, er ráðnir séu með þeim hætti, sem Finnur Jónsson var ráðinn. Af hálfu útibús Landsbankans er því hins vegar mótmælt sem fyrr segir, að krafan njóti forgangsréttar samkvæmt 83. gr. skipta- laganna. Er því haldið fram af hálfu útibúsins, að grundvöllur kröf- unnar sé verksamningur, en eigi vinnusamningur, og að jafnvel þó að svo yrði álitið, að hér væri um vinnukröfu að ræða, nyti hún ekki forgangsréttar samkvæmt 5. lið 83. gr. skiptalaganna, því undir Þenna lið falli ekki kaup framkvæmdarstjóra eða annarra, er svipaða stöðu hafa. Þá er því og haldið fram af hálfu útibúsins, að Finnur Jónsson hafi ekkert húsnæði leigt h/f Hávarði, og geti því ekki verið um neina sérstaka húsaleigukröfu að ræða af hans hálfu á hendur þrotabú- inu. Auk þess sé skipting kröfunnar í húsaleisukröfu og vinnulauna- kröfu af hreinu handahófi gerð. Í málinu er upplýst og viðurkennt, að Finnur Jónsson hafði afnot af skrifstofu Samvinnufélags Ísfirðinga, sem hann var einnig for- stjóri fyrir, vegna skrifstofuhalds sins fyrir h/f Hávarð. Telur hann sig hafa greitt Samvinnufélagi Ísfirðinga kr. 100.00 á mánuði í húsa- leigu vegna skrifstofuhaldsins. Tveir menn úr stjórn h/f Hávarðs hafa vottað, að Finnur Jónsson hafi greitt samvinnufélaginu kr. 150.00 á mánuði fyrir afnot af skrifstofu og fleira vegna starfa í þágu h/f Hávarðs, og segjast þeir telja, að af upphæð þessari sé húsa- leiga kr. 100.00. Af þessu er ljóst, að Finnur Jónsson hefur ekki leigt h/f Hávarði nokkurt húsnæði með þeim hætti, að hann geti átt sérstaka húsaleigukröfu á hendur þrotabúi félagsins, er njóti laga- verndar samkvæmt 83. gr. skiptalaganna. Er þegar af þessum ástæð- 139 um ekki unnt að taka til greina sem forgangskröfu í búið þær kr. 955.18 af kröfu Finns Jónssonar, er hann telur vera húsaleigukröfu. Það er viðurkennt í málinu, að kr. 477.58 af hinni umdeildu kröfu, eða sem svarar 50 kr. fyrir hvern mánuð, sé greiðsla fyrir hita, ljós Gg ræstingu, og að Finnur Jónsson hafi greitt Samvinnufélagi Ísfirð- inga upphæð þessa vegna starfa þeirra, er hann hafði að sér tekið fyrir h/f Hávarð. Getur slík krafa ekki notið lögverndar samkvæmt 83. gr. skiptalaganna, og verður þessi hluti kröfunnar því ekki til greina tekinn sem forgangskrafa í búið. Kemur þá til álita, hvort sá hluti hinnar umdeildu kröfu, kr. 4298.28, er Finnur Jónsson telur vera vinnulaun sin, njóti lögverndar samkvæmt 5. lið 83. gr. skiptalaganna. Af því, sem að framan segir um ráðningu Finns Jónssonar, er ljóst, að því fer mjög fjarri, að með ráðningunni hafi verið gerður hreinn vinnusamningur, sbr. og það, er að framan segir um skipt- ingu hinnar umdeildu kröfu. Á hinn bóginn verður eigi heldur talið, að ákvæðin um ráðninguna séu í heild hreinn verksamningur. Að því er snertir sjálfa framkvæmdarstjórnina, er Finni Jónssyni virðist með ráðningarsamningnum falið að annast sjálfum, verður að telja, að um vinnusamning sé að ræða, Þó ber á það að líta, að í framkvæmdinni hefur þetta orðið með nokkuð öðrum hætti, að því er snertir það tímabil, sem hin umdeilda krafa stafar frá, því upp- lýst er og viðurkennt í málinu, að þann tíma var Finnur Jónsson að mestu fjarverandi frá störfum fyrir h/f Hávarð, sumpart vegna opinberra starfa sinna og sumpart vegna veikinda, og að ákveðinn starfsmaður hans annaðist framkvæmdarstjórnina að verulegu leyti á meðan. Auk þess að Finnur Jónsson var ráðinn framkvæmdarstjóri h/f Hávarðs, var honum, eins og fyrr segir, falið að annast eða láta annast allt skrifstofuhald félagsins, þar á meðal að sjálfsögðu allt bókhald þess, og virðist engin áherzla á það lögð við ráðninguna, hvort hann annaðist skrifstofuhaldið sjálfur eða léti aðra annast það. Er á það er litið, að upplýst er, að er Finnur Jónsson var ráð- inn framkvæmdarstjóri h/f Hávarðs, var hann einnig forstjóri annars allstórs útgerðarfélags og átti auk þess umfangsmiklum opinberum störfum að gegna, verður naumast talið, að honum hafi verið ætlað af stjórn h/f Hávarðs að hafa sjálfum á hendi skrifstofuhald og bók- hald félagsins. Er og upplýst í málinu, að á því tímabili, er hin um- deilda krafa stafar frá, hafi ákveðinn starfsmaður Finns Jónssonar að mestu eða öllu annazt skrifstofuhaldið og bókhaldið. Verður því að telja, að ákvæði ráðningarinnar um skrifstofuhaldið séu frekar verksamningur en vinnusamningur, og verður greiðslan að þvi leyti, sem hún er fyrir skrifstofuhaldið, þegar af þeirri ástæðu eigi talin njóta lögverndar samkvæmt 5. lið 83. gr. skiptalaganna. Um þann hluta kröfunnar, sem er greiðsla til Finns Jónssonar 140 fyrir framkvæmdarstjórn hans, er það að segja í fyrsta lagi, að þar eð greiðslan fyrir framkvæmdarstjórnina, skrifstofuhaldið og það annað, er honum bar fram að leggja samkvæmt fyrrnefndri ráðn- ingu, er til tekin í einu lagi sem heildargreiðsla, er eigi unnt að greina greiðsluna fyrir framkvæmdarstjórnina sérstaklega frá greiðslunni fyrir hin atriðin, er um ræðir í ráðningunni, þannig að sagt verði með vissu, hve miklu hún nemi, enda er eigi gerð tilraun til þess í málinu, nema að því er snertir greiðsluna fyrir húsnæði, hita, ljós og ræstingu. Í öðru lagi verður að áliti réttarins að telja, að orðin „annarra þjónustumanna“ í 5. lið 83. gr. skiptalaganna taki aðeins til þeirra þjónustu- eða starfsmanna, er hafa að verulegu leyti svip- aða aðstöðu til kaupgreiðanda sins og kaupgreiðslu og hjú, daglauna- menn og aðrir þeir flokkar manna, sem sérstaklega eru taldir upp í greinarliðnum, en eigi verður talið, að svo sé háttað um fram- kvæmdarstjóra hlutafélaga. Samkvæmt þessu er eigi heldur unnt að taka þenna hluta hinnar umdeildu kröfu til greina sem forgangskröfu. Eftir atvikum þykir rétt að ákveða, að málskostnaður skuli falla niður. Því úrskurðast: Finnur Jónsson á kröfu að upphæð kr. 5731.04 í þrotabú h/f Hávarðs. Kröfu þessa ber að taka til greina í búið sem almenna kröfu, en eigi sem forgangskröfu. Mánudaginn 17. marz 1947. Nr. 163/1946. Réttvísin og valdstjórnin (Hrl. Lárus Fjeldsted) segn Jóni Þorbergi Eggertssyni (Hrl. Garðar Þorsteinsson). Setudómarar próf. Ólafur Lárusson og hrl. Sveinbjörn Jónsson í stað hrd. Árna Tryggva- sonar og hrd. Gizurar Bergsteinssonar. Líkamsáverkar. Brot gegn umferðarlöggjöf. Dómur hæstaréttar. Samkvæmt því, sem fram er komið við rannsókn máls- ins, verður að telja, að ákærði hafi ekið með óhæfilegum 141 hraða af Hellisgötu inn á aðalbrautina Reykjavikurveg. Að öðru leyti er atvikum málsins nægilega lýst í forsendum hins áfryjaða dóms. Ákærði hefur gerzt brotlegur gegn 26. og 27. sbr. 38. gr. hifreiðalaga nr. 23 frá 1941, 2., 4., 6. og 7. sbr. 14. gr. um- ferðarlaga nr. 24 frá 1941 svo og 219. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19 frá 1940 og þykir refsing hans hæfilega ákveðin í hinum áfrýjaða dómi. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sviptingu ökuleyfis og um greiðslu sakarkostnaðar í héraði ber að staðfesta. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, kr. 500.00 til hvors. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Ákærði, Jón Þorberg Eggertsson, greiði allan áfrýj- unarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutnings- laun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Lárusar Fjeldsteds og Garð- ars Þorsteinssonar, kr. 500.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur aukaréttar Hafnarfjarðarkaupstaðar 21. september 1946. Ár 1946, laugardaginn 21. september, var í aukarétti Hafnar- fjarðar, sem haldinn var í skrifstofu embættisins af Guðmundi Í. Guðmundssyni bæjarfógeta, upp kveðinn dómur í ofangreindu máli, sem dómtekið var 13. september s. 1. Mál þetta er af réttvísinnar og valdstjórnarinnar hálfu höfðað segn Jóni Þorbergi Eggertssyni bifreiðarstjóra, nú til heimilis að Hjallavegi 48, Reykjavík, fyrir brot gegn XXIII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19 12. febrúar 1940, bifreiðalögum nr. 23 16. júní 1941 og umferðarlögum nr. 24 frá 16. júní 1941. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 31. mai 1925, og hefur ekki, svo vitað sé, sætt ákæru né refsingu fyrir neitt lagabrot. Málavextir eru þessir: Mánudaginn 15. april 1946 var hringt frá sundlauginni í Hafnar- firði á bifreiðastöð Sæbergs þar og beðið um bifreið. 142 Ákærði, Jón Þorberg Eggertsson, sem þá var bifreiðarstjóri við stöðina, ók þegar í fólksflutningabifreiðinni G 540 vestur eftir til sundlaugarinnar og tók þar Hjálmar Tómasson í bifreiðina. Hann bað um að aka sér til barnaskólans og kvaðst þurfa að flýta sér, þar sem hann væri orðinn of seinn. Ákærði ók greitt austur Krosseyrarveg og upp Vesturbraut, en beygði síðan inn á Kirkjuveg og því næst Hellisgötu. Er hann ók austur eftir vinstri kanti Hellisgötu, var allmikil ferð á bifreiðinni, eða ca. 20 km, miðað við klukkustund, en þegar hann kom að gatna- mótum við Reykjavíkurves, hægði hann lítið eitt á ferðinni, en hélt svo rakleitt áfram og stefndi inn á Hverfisgötu. Rétt í sama Þili kom niður Reykjavíkurveginn vörubifreiðin G 587, sem mun hafa ekið með á að gizka 20—25 km hraða og var 3—1 billengdir fyrir ofan stefnu, sem G 540 hélt. Skipti nú engum tog- um, að bifreiðarnar rákust saman á miðjum Reykjavíkurveginum. Bifreiðin G 587 hemlaði og stöðvaðist, að því er virðist um leið og áreksturinn varð, en G 540 hentist lítið eitt til hægri undan árekstr- inum, sem kom á vinstri hlið hennar, og rann síðan yfir götuna, skáhalt til hægri, á lítilli ferð inn á Hverfisgötu og stöðvaðist Þar úti á hægri vegarbrún með hægra framhjól út af Þannig, að bif- reiðin vóg salt á brúninni. En á vegarbrúninni þarna er hár grjót- kantur. Í sama bili og Þifreiðin stöðvaðist, hljóp Hjálmar, sem sat í fram- sætinu, út hægra megin. Sá hann þá, að lítill drengur lá á grúfu samankipraður undir miðri bifreiðinni, Var drengurinn að rísa á fætur og hljóðaði, er honum var hjálpað undan bifreiðinni. Drengurinn var með stóran áverka á höfði og blæddi mikið. Reyndist hann vera Rúnar Brynjólfsson, til heimilis að Hverfisgötu 41, Hafnarfirði, níu ára gamall. Drengurinn var sett- ur upp í bifreiðina G 587, og honum strax ekið á sjúkrahúsið í Hafn- arfirði og náð í lækni. Hvorki ákærði né farþeginn, sem með honum var, höfðu komið auga á drenginn á götunni. Drengurinn hafði gengið vestur Hverfisgötu og fór út á vinstri vegarbrún, þegar hann sá Þílana koma, og ætlaði að biða Þar, á meðan þeir færu fram hjá. Áttaði hann sig ekki fyrr en billinn kom ofan á hann, en þarna sem drengurinn stóð er grjótkantur á veginum, rúmur meter á hæð. Hemlar bifreiðarinnar reyndust eftir áreksturinn vera í góðu lagi og stýrisútbúnaður hennar einnig, svo hægt var að stjórna bifreiðinni. Bifreiðarstjórinn var óþreyttur og vel fyrir kallaður. Ákærði telur sig hafa hemlað, er hann varð var hinnar bifreið- arinnar. Margt bendir þó til þess, að hann hafi ekki hemlað, eða 143 a. m. k. ekki nægilega, með því að hann hefði þá átt að geta stöðv- að bifreiðina með þeim hraða, sem hún hafði, og á þeirri vegar- lengd, sem milli bifreiðanna var, er hann sá, að árekstur var yfir- vofandi. Það verður að telja stórkostleg mistök hjá ákærða að stöðva ekki bifreið sína, strax eftir að áreksturinn var um garð genginn. Á þeim hraða, sem hún þá hafði, um eða undir 5 km á klukkustund, hefði hann átt að geta stöðvað hana svo að segja á staðnum, eða a. m. k. áður en hún rann út á Hverfisgötuna, og afstýrt slysinu. Þá bar ákærða og að halda sig á vinstri helmingi Hverfisgötu, en ekki „eins og hann gerði, stefna út af götunni til hægri og eiga þannig á hættu að lenda út af háum grjótgarði, sem minnstu munaði, að yrði. Auk alls þessa er það stórkostleg vangæzla og eftirtektarleysi af ákærða að sjá ekki drenginn beint fyrir framan bifreið sína og aka þannig yfir hann. Það verður að telja, að ákærði hafi með öllum þessum mistökum og gálausum akstri orðið valdur að slysinu. Meiðslin, sem Rúnar Brynjólfsson hlaut, voru þau, að höfuðkúpan brotnaði, húðflipar rifnuðu á hægri kinn og hálsvöðvi skarst í sund- ur. Er hann nú gróinn sára sinna, og telur læknir, að hann sé búinn að ná fullri heilsu, en hægri augnabrúnin er mátilaus, og ekki búizt við, að það batni, og á hægri kinn er stórt og áberandi ör. Í þessu máli hefur ekki verið krafizt neinna skaðabóta vegna þessa. Reykjavíkurvegur er aðalgata og ein hin mesta umferðargata á Íslandi, svo að oft á daginn er um hana stöðug umferð. Á gatna- mótunum við Hellisgötu er að neðan hornhús, sem skyggir að mestu á útsýni niður Beykjavíkurveg, þegar ekið er austur Hellisgötu, eins og ákærði gerði. En að ofan til vinstri við ákærða var óhindrað út- sýni upp eftir Reykjavíkurvegi, nægilega langt vegna umferðarinnar, áður en á gatnamótin kemur. Það verður því að teljast stórkostleg óaðgæzla af ákærða að aka rakleitt út á Reykjavíkurveg, eins og hann gerði, án þess að fullvissa sig um, að það væri óhætt vegna umferðarinnar, og alveg einstakt eftirtektarleysi, að hann skyldi ekki sjá bílinn, sem að ofan kom, í tæka tið. Með framangreindu atferli hefur ákærði brotið gegn 26. gr. bif- reiðalaga nr. 23 16. júní 1941, 4. gr. umferðarlaga nr. 24 frá 16. júní 1941 og 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19 frá 12. febrúar 1940, og þykir refsing hans hæfilega ákveðin 60 daga varðhald. Þá ber og samkvæmt 39. gr. laga nr. 23/1941 að svipta ákærða ökuleyfi í 4 ár frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan kostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Harðar Ólafssonar, kr. 250.00. Á máli þessu hefur enginn óþarfa dráttur orðið. 144 Því dæmist rétt vera: Ákærði, Jón Þorberg Eggertsson, skal sæta 60 daga varðhaldi. Hann skal sviptur ökuleyfi í 4 ár frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan kostnað málsins, þar með talin laun skipaðs verj- anda síns, Harðar Ólafssonar lögfræðings, kr. 250.00. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 17. marz 1947. Nr. 164/1946. Sæmundur Stefánsson (Hrl. Garðar Þorsteinsson) gegn Pétri Leifssyni (Hrl. Gunnar Þorsteinsson). Setudómari hrl. Einar B. Guðmundsson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Húsnæðismál. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi, sem hefur skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu 23. desember Í. á., gerir þær dómkröfur, aðal- lega að hinn áfrýjaði dómur verði úr gildi fellur og að við- urkennt verði, að honum sé óskylt að rýma nokkurn hluta íbúðar þeirrar, sem hann hefur á leigu á Freyjugötu 35 í Reykjavík, en til vara krefst hann þess, að honum verði dæmt óskylt að rýma nokkurn hluta íbúðarinnar fyrr en 1. júlí þ. á. Hvernig sem málið fer, krefst hann málskostn- aðar úr hendi stefnda fyrir báðum dómum eftir mati hæsta- réttar. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir hæstarétti úr hendi áfrýjanda eftir mati dómsins. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms þykir mega staðfesta hann, þó með þeirri breytingu, að áfrýjanda sé ekki dæmt skylt að rýma eldhús íbúðarinnar fyrr en 1. júní þ. á. Eftir atvikum þykir rétt, að áfrýjandi greiði stefnda kr. 800.00 í málskostnað í hæstarétti. 145 Dómsorð: Áfrýjanda, Sæmundi Stefánssyni, skal skylt að rýma nú þegar 2 suðvestur-herbergi í leiguibúð sinni á Freyju- götu 35 í Reykjavík og veita aðgang að hreinlætistækj- um íbúðarinnar. Þann 1. júní 1947 skal honum skylt að rýma enn fremur eldhús íbúðarinnar. Áfrýjandi greiði stefnda, Pétri Leifssyni, kr. 800.00 í málskostnað í hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði hrd. Gizurar Bergsteinssonar. Ég er samþykkur framanrituðum dómi með þeirri at- bhugasemd, að ég tel rétt, að áfrýjandi, Sæmundur Stefáns- son, rými 2 suðvestur herbergi í leiguibúð sinni, Freyjugötu 30 í Reykjavík, og veiti aðgang að hreinlætistækjum íbúðar- innar innan 7 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 25. nóvember 1946. Mál þetta, sem dómtekið var 18. þ. m., hefur Sæmundur Stefáns- son stórkaupmaður, Freyjugötu 35 hér í bænum, höfðað fyrir bæjar- þinginu með stefnu, útgefinni 26. september s. L, gegn Pétri Leifs- syni ljósmyndara, s. st., og krafizt þess, að síðargreind húsnæðis- uppsögn verði metin ógild og að felldur verði úr gildi úrskurður húsaleigunefndar Reykjavíkur, sem upp kveðinn var 12. september s. L Einnig krefst hann málskostnaðar að skaðlausu. Stefndi hefur krafizt sýknu og málskostnaðar. Jafnframt hefur hann með stefnu, útgefinni 24. október s. l., höfðað sagnsök í mál- inu og gert þær dómkröfur, að aðalstefnanda verði gert að rýma nú þegar alla íbúð þá, er hann hefur nú á leigu í húsinu nr. 35 við Freyjugötu. Enn fremur krefst hann málskostnaðar í gagnsök að mati dómarans. Í sagnsök krefst gagnstefndi sýknu og málskostnaðar að skað- lausu. Málavextir eru þeir, sem hér greinir: Aðalstefnandi hefur haft íbúð á leigu í húsi aðalstefnda nr. 35 við Freyjugötu frá því á árinu 1939, og byr hann þar enn ásamt 10 146 fjölskyldu sinni. Hefur hann til afnota 5 ibúðarherbergi og eldhús á neðri hæð hússins auk baðherbergis. Í heimili hans eru auk þeirra hjóna tvö börn þeirra, 11 ára og á fyrsta ári, og tvær starfsstúlkur. Fram til s. 1. vors hefur hann leigt út eitt herbergi af íbúðinni. Áðalstefndi býr á efri hæð hússins og hefur þar til afnota fyrir sig og fjölskyldu sína 5 herbergi og eldhús. Auk þess hefur hann stúlknaherbergi í kjallara. Í heimili hefur aðalstefndi auk konu sinnar 18 ára son sinn og uppkomna dóttur. Þá hefur hann einnig starfsstúlku, og er móðir hennar á hennar vegum og býr í húsinu. Með bréfi, dags. 11. júni s. 1. og póstlögðu sama dag, sagði aðal- stefndi aðalstefnanda upp íbúð hans frá 1. okt. s. 1. að telja, þar eð hann hefði hennar brýna þörf til afnota fyrir son sinn, Kristján Hauk, sem væntanlegur væri frá Danmörku nú í haust. Uppsögn þessi var borin undir húsaleigunefnd, sem með úrskurði, uppkveðnum 12. september s. 1, mat hana gilda að hluta og gerði aðalstefnanda að rýma 2 suðvesturherbergi íbúðar sinnar svo og að veita aðgang að eldhúsi og hreinlætistækjum íbúðarinnar að hálfu. Sonur aðalstefnda, Kristján Haukur, er kvæntur, en barnlaus. Hann fór utan að afloknu stúdentsprófi árið 1936 til náms og lagði einkum stund á landmælingar. Eftir að hann lauk námi, hefur hann starfað i Danmörku, að undanskildu s. 1. sumri, er hann var í Grænlandi með dönskum landmælingaleiðangri. Nú hefur bæjarverkfræðingur ákveðið að ráða Kristján til starfa hjá Reykjavikurbæ sem forstjóra sérstakrar verkfræðingadeildar hjá bænum, og bíður það starf nú komu hans. Aðalsök: Aðalstefnandi byggir dómkröfur sínar á því í fyrsta lagi, að aðal- stefndi hafi ekki brýna þörf fyrir að taka hið umdeilda húsnæði til afnota fyrir framangreindan son sinn, þar eð hann hafi nægi- legt húsnæði í sinni eigin íbúð til að miðla honum af. Í öðru lagi mótmælir aðalstefnandi því, að heimilt sé að leigja syni aðalstefnda húsnæði hér í bænum, þar sem hann sé nú orðinn utanbæjarmaður vegna langdvalar sinnar erlendis við nám og í atvinnu, en sú at- vinna, sem hann sé talinn ráðinn til hér í bænum, sé ekki þess eðlis, að það heimili að leigja honum húsnæði hér samkvæmt 2. mgr. 3. gr. húsaleigulaganna nr. 39 frá 1943. Enn fremur hefur aðalstefn- andi véfengt, að það sé föst ætlun margnefnds sonar aðalstefnd.a að flytja hingað til bæjarins, og þó svo yrði, sé ósagt, að hann vildi sætta sig við að búa í íbúð ásamt sér, svo sem gert sé ráð fyrir í úrskurði húsaleigunefndar. Aðalstefndi byggir kröfur sínar á brýnni þörf sinni fyrir hluta íbúðar aðalstefnanda til afnota fyrir son sinn og fjölskyldu hans. Hefur hann einnig drepið á það, að tegndamóðir sonar sins muni jafnvel verða til heimilis hjá honum, og þurfi hann þá einnig að sjá henni fyrir húsnæði. 147 Við munnlegan flutning máls þessa lýsti umboðsmaður aðalstefnda yfir því, að sonur aðalstefnda, sem hin umdeilda íbúð er ætluð, væri væntanlegur til bæjarins í desembermánuði n. k. Samkvæmt vott- orði bæjarverkfræðings, sem ekki hefur verið véfengt, bíður hans hér starf, sem telja verður þess eðlis, að heimilt sé að leigja honum íbúð hér í bænum samkvæmt 2. mgr. 3. gr. húsaleigulaganna. Dómari hefur farið á staðinn og skoðað húsnæði málsaðilja. Þykir mega á það fallast, að þótt aðalstefndi hafi allrúmt húsnæði til af- nota fyrir sig og fjölskyldu sína, þá hafi hann brýna þörf, í skiln- ingi húsaleigulaganna, fyrir aukið húsnæði til afnota fyrir fyrr- greindan son sinn, enda hefur ekki verið sýnt fram á, að aðalstefndi hafi ráð á öðru húsnæði í þessu skyni. Verður því sýknukrafa aðal- stefnda í aðalsök tekin til greina, en eftir öllum atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður í aðalsök. Gagnsök: Kröfu sina í gagnsök byggir gagnstefnandi á því, að honum sé brýn þörf á öllu því húsnæði, sem gagnstefndi býr í, til afnota fyrir fyrrgreindan son sinn. Gagnstefndi byggir sýknukröfu sina á því, að gagnstefnanda sé ekki brýn þörf á húsnæði sínu til afnota fyrir nefndan son hans. Með visan til þess, sem að framan greinir um aðalsök, og með tilliti til allra aðstæðna, þykir hæfilegt, að gagnstefnandi fái til af- nota fyrir son sinn og fjölskyldu hans þau tvö herbergi, sem í úr- skurði húsaleigunefndar getur, en auk þess fái hann einn afnot af eldhúsi gagnstefnda og aðgang að hreinlætistækjum íbúðarinnar til jafns við hann. Þar eð sonur gagnstefnanda er ekki væntanlegur til landsins fyrr en í desember n. k., þykir rétt, að gagnstefndi sé ekki sviptur af- notum framangreinds húsnæðis fyrr en 1. janúar 1947. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í sagnsök falli niður. Einar Arnalds borgardómari kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Í aðalsök skal aðalstefndi, Pétur Leifsson, vera sýkn af kröf- um aðalstefnanda, Sæmundar Stefánssonar, í máli þessu, en máls- kostnaður falli niður. Í gagnsök er gagnstefnda skylt að rýma eigi síðar en 1. janúar 1947 2 suðvestur herbergi og eldhús í leiguibúð sinni í húsinu nr. 35 við Freyjugötu og veita aðgang að hreinlætistækjum íbúðarinnar. Málskostnaður í gagnsök falli niður. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Aðfararfrestur ákveðst 15 dagar. 148 Miðvikudaginn 19. marz 1947. Nr. 153/1946. Réttvísin og valdstjórnin (Hrl. Ragnar Ólafsson) Segn Sigurði Björgvin Þorsteinssyni (Hri. Lárus Jóhannesson). Setudómarar próf. Ísleifur Árnason og hrl. Sveinbjörn Jónsson í stað hrd. Árna Tryggva- sonar og hrd. Gizurar Bergsteinssonar. Skjalafals. Brot segn bifreiðalögum og áfengislögum. Dómur hæstaréttar. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin laun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, kr. 500.00 til hvors. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Sigurður Björgvin Þorsteinsson, greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutn- ingslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Ragnars Ólafssonar og Lár- usar Jóhannessonar, kr. 500.00 til hvors. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 20. september 1946. Ár 1946, föstudaginn 20. september, var í aukarétti Reykjavíkur, sem haldinn var í skrifstofu réttarins af Bergi Jónssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 2441/1946: Réttvísin og valdstjórnin gegn Sigurði Björgvin Þorsteinssyni, sem tekið var til dóms hinn 12. sama mánaðar. Mál þetta er af réttvísinnar og valdstjórnarinnar hálfu höfðað segn Sigurði Björgvin Þorsteinssyni sjómanni, Selbycamp 19 hér í bæ, fyrir brot gegn XVII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19 12. febrúar 1940, áfengislögum nr. 33 9. janúar 1935 og Þbifreiðalögum nr. 23 16. júní 1941, 149 Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur að Mýrum í Skriðdal hinn 25. október 1904, og hefur sætt þessum kærum og refsingum: 1930 1%% Sátt, 5 kr. sekt fyrir brot gegn lögreglusamþykkt. 1930 134, Dómur lögregluréttar, 100 kr. sekt og sviptur ökuskirteini í 4 mánuði (260 kr. skaðabætur í sama máli) fyrir brot gegn bifreiðalögunum. 1939 1174 Undir rannsókn út af ökuóhappi. Látið falla niður. 1939 %% Dómur aukaréttar. Sýknaður af ákæru réttvísinnar út af Öökuslysi og mannsbana. 1944 %% Kærður fyrir ölvun í bifreið. Feilt niður. 1945 17% Kærður fyrir ölvun í heimahúsum. Fellt niður. 1945 ?2%, Sátt, 25 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. Ákæra um skjalafals. Með játningu ákærða er sannað, að hann hafi ritað nöfn annarra manna í heimildarleysi á nokkra víxla, og skulu nú rakin atvik þess- ara brota. Hinn 26. júní s. 1. leitaði Stefán Jóhannsson bifreiðasali, Nönnu- götu 16 hér í bæ, til rannsóknarlögreglunnar og skýrði henni frá því, að fyrir hálfu þriðja ári hefði hann ábekt 5000 króna vixil fyrir ákærða „og hefðu þá verið fyrir á vixlinum nöfn Gísla Stefánssonar vélgæzlumanns, Rauðarárstíg 22 hér í bæ, og Gísla Ólafssonar sjó- manns, Freyjugötu 32, s. st. Síðan hefði ákærði framlengt víxil þenna og smátt og smátt greitt af honum, og hafi Stefán ætið skrifað á framlengingarvixlana, eftir að hin nöfnin hafi verið á þá komin. Síðasti framlengingarvixillinn, að upphæð kr, 2500.00, hafi fallið í gjalddaga 25. maí s. 1, þá eign Landsbanka Íslands, og hafi ákærði eigi greitt hann og Stefán því orðið að greiða hann eftir kröfu bank- ans. Siðar fékk hann upplýsingar um, að nöfn Gísla Stefánssonar og Gísla Ólafssonar mundu vera fölsuð á vixilinn, og varð það til Þess, að hann leitaði til yfirvalda með málið. Ákærði hefur játað að hafa í heimildarleysi ritað nöfn þessara manna, sem hann þekkti báða nokkuð, á víxilinn. Gísli Stefáns- son hafði upphaflega verið útgefandi víxilsins, og hafði hann ritað nafn sitt á alla framlengingarvíxlana, nema þenna. Hafði ákærði ekki á það minnzt við hann, að hann yrði útgefandi þessa vixils. Ákærði fullyrðir, að nafn Gísla Ólafssonar hafi ekki verið upp- haflega á vixlinum né fyrstu framleningarvíxlunum, en viðurkennir að hafa í algeru heimildarleysi ritað nafn hans á síðasta framleng- ingarvíxilinn og næsta framlengingarvíxil þar á undan og ef til vill fleiri framlengingarvíxla. Stefán kveðst ekki muna betur en nafn Gísla Ólafssonar hafi verið á öllum vixlunum, en eigi er gegn skýrslu ákærða sannað, að svo hafi verið. 150 Á síðastliðnum vetri keypti ákærði fólksflutningabifreiðina R 3392 af Guðmundi Guðjónssyni, Karlagötu 21 hér í bæ, fyrir kr. 17000.00 og greiddi andvirði hennar með víxli, útgefnum 18. febrúar s.1., en hann féll í gjalddaga 18. maí s. 1. Á vixil þenna ritaði ákærði í heimildarleysi nafn nefnds Gísla Stefánssonar sem útgefanda og nafn Gunnars Björns Halldórssonar, Bergþórugötu 27 hér í bæ, kunningja sins, sem ábekings. Guðmundur seldi Útvegsbanka Íslands h/f víxil þenna. Ákærði greiddi eigi víxilinn á gjalddaga, og hlaut Guðmundur þá að innleysa hann. Síðan var þeim, sem á vixilinn voru ritaðir, stefnt til greiðslu hans, en við fyrirtöku málsins tjáðu Gísli og Gunnar málflytjanda Guðmundar, að nöfn þeirra væru fölsuð á vixlinum, og var þá málið fellt niður gegn þeim. Guðmundur hafði 1. veðrétt í bifreiðinni fyrir víxilskuldinni, en þegar rann- sókn málsins stóð yfir var eigi útkljáð, hvernig þessi skuldaskipti ákærða og Guðmundar yrðu leyst. Á báðum þeim víxlum, sem nú hafa verið nefndir, var ákærði samþykkjandi, Á síðastliðnu vori hafði Björn Ólafs, lögfræðingur hér í bæ, til innheimtu tvo víxla, sem ákærði var samþykkjandi á. Annar þeirra víxla, en Sigurjón Jónsson bankagjaldkeri, Ingóllfs- stræti 3, átti hann, var að upphæð kr. 5700.00. Á honum var Gísli Jakobsson bakari, Njarðargötu 5 hér í bæ, útgefandi, en nafn áður- nefnds Gísla Stefánssonar var ritað aftan á víxilinn og var ritað í heimildarleysi af ákærða. Þessi vixill er þannig til kominn, að ákærði og Gísli Jakobsson voru í 15 þúsund króna víxilábyrgð fyrir Ragnar nokkurn Steingrímsson. Víxillinn féll á þá, og greiddu þeir hann með peningum og tveimur 5700 króna víxlum, og var ákærði samþykkjandi og Gisli útgefandi annars, en Gísli samþykkjandi og ákærði útgefandi hins. Þegar ákærði vildi greiða umboðsmanni vixil- eiganda með hinum fyrrnefnda þessara víxla, var krafizt meiri ábyrgðar að víxilskuldinni. Kveðst ákærði þá nokkru síðar hafa drukkinn ritað nafn Gísla Stefánssonar á víxilinn í heimildarleysi. Hinn víxillinn, sem Gestur Guðmundsson kaupmaður, Laugavegi 49 A hér í bæ, átti, var að upphæð kr. 2000.00. Á honum var áður- nefndur Gunnar Halldórsson útgefandi, en áðurnefndur Gísli Stefáns- son ábekingur, Þessi nöfn hafði ákærði ritað á víxilinn í heimildar- leysi. Þessi víxill var annar framlengingarvíxill upphaflegs 3000 króna vixils, sem ákærði seldi Gesti laust eftir síðustu áramót, og voru á honum og fyrri framlengingarvíxlinum hin sömu nöfn. Á alla þessa vixla ritaði ákærði nöfn Gunnars og Gísla í heimildar- leysi. Báða þá vixla, sem til innheimtu voru hjá Birni Ólafs lögfræð- ingi, greiddi Jóhann Kr. Ólafsson, Hringbraut 32 hér í bæ, í þeirri von, að eigi kæmi þá til kæru á hendur ákærða um skjalafals. Í sama skyni greiddi hann 3500 króna víxil í Útvegsbanka Íslands h/f, 151 sem ákærði hafði falsað nöfn nefnds Gunnars og nefnds Gísla Stefánssonar á. Víxill þessi er nú eyðilagður og sömuleiðis báðir fyrri víxlar Gests Guðmundssonar og upphaflegi víixillinn, sem Stefán Jóhannsson ábekti, og allir framlengingarvíxlar þess víxils, nema sá síðasti, er Stefán greiddi. Eigi verður séð, að ákærði hafi reynt að líkja eftir rithöndum Gísla Ólafssonar, Gísla Stefánssonar eða Gunnars Halldórssonar, er hann hefur ritað nöfn þeirra á þá víxla, er fyrir liggja. Áðurnefndur 5700 króna víxill var til innheimtu í Búnaðarbanka Íslands. Ákærði hefur játað að hafa lagt inn í bankann til framleng- ingar þessum víxli annan vixil nokkru lægri með fölsuðu nafni Gísla Stefánssonar á. Víxil þenna segir hann bankann ekki hafa viljað kaupa, og var hann þar með úr sögunni. Framangreind brot ákærða, sem hann kveðst hafa framið vegna fjárhagsvandræða og til að forða sér frá gjaldþroti, varða við 155. gr, 1. mgr. hegningarlaganna. ll. Ákæra um áfengis- og bifreiðalagabrot. Með játningu ákærða er sannað, að hann ók bifreið sinni R 3259 hér um götur bæjarins að kvöldi 7. marz s. 1. og var þá undir áhrif- um áfengis. Varðar það hann refsingu samkvæmt 21. gr. sbr. 39. gr. áfengis- laganna og 23. gr. 1. mgr. sbr. 38. gr. bifreiðalaganna. Niðurlag. Hl. Með hliðsjón af 77. gr. hegningarlaganna þykir refsing ákærða fyrir framannefnd brot hæfilega ákveðin fangelsi í 15 mánuði. Með- an á rannsókn málsins stóð, var ákærði í gæzluvarðhaldi dagana 26. júní til 2. júlí s. 1. Samkvæmt 76. gr. hegningarlaganna þykir eiga að ákveða, að gæzluvarðhald þetta komi með fullri dagatölu til frá- dráttar refsingunni. Samkvæmt 68. gr. 3. mgr. hegningarlaganna ber að svipta ákærða kosningarrétti og kjörgengi til opinberra starfa og annarra almennra kosninga frá birtingu dóms þessa að telja. Þá þykir verða samkvæmt 39. gr. bifreiðalaganna og 21. gr. áfengis- laganna sbr. 39. gr. sömu laga og 68. gr. hegningarlaganna að svipta ákærða ævilangt rétti til að aka bifreið. Stefán Jóhannsson Þbifreiðasali, Nönnugötu 16, hefur krafizt þess, að ákærði verði dæmdur til að greiða sér upphæð framangreinds vixils, þess er Stefán greiddi, kr. 2500.00, auk afsagnarkostnaðar, kr. 18.10, alls kr. 2518.10. Þessa kröfu hefur ákærði samþykkt, og verð- ur hún tekin til greina. Ákærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda sins, hrl. Lárusar Jóhannes- sonar, kr. 350.00. Rekstur málsins hefur verið vítalaus. 152 Dómsorð: Ákærði, Sigurður Björgvin Þorsteinsson, sæti fangelsi í 15 mánuði, Gæzluvarðhald hans komi með fullri dagatölu til frá- dráttar refsingunni. Ákærði er frá birtingu dóms þessa sviptur kosningarrétti og kjörgengi til opinberra starfa og annarra almennra kosninga og enn fremur Þbifreiðarstjóraréttindum ævilangt. Ákærði greiði Stefáni Jóhannssyni kr. 2518.10 innan 15 sólar- hringa frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnar- laun skipaðs verjanda sins, hrl. Lárusar Jóhannessonar, kr. 350.00. Dómi þessum skal fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Þriðjudaginn 25. marz 1947. Nr. 159/1945. Meyvant Sigurðsson (Hrl. Gunnar J. Möller) segn Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs og gagnsok (Hrl. Einar B. Guðmundsson) Setudómarar próf. Ísleifur Árnason og hrl. Sveinbjörn Jónsson í stað hrd. Árna Trvggva- sonar og hrd. Þórðar Eyjólfssonar. Um öflun gagna. Úrskurður hæstaréttar. Áður en dómur gengur í hæstarétti, þykir rétt samkvæmt analogiu 120. gr. laga nr. 85 frá 1936 að fresta málinu og veita aðiljum kost á að afla frekari gagna. 1. Rétt er, að Rikharður Meyvantsson, bifreiðarstjóri á bif- reiðinni R 1173, verði kvaddur fyrir dóm og látinn gefa ýtar- lega skýrslu um aðdraganda slyss þess, sem í málinu greinir. Æskilegt er, að farið sé með honum yfir skýrslu þá, er hann gaf fyrir lögreglunni 16. ágúst 1943, og honum bent á, að sum atriði í skýrslunni fái ekki staðizt. Hann segir þar, að hann hafi gefið hljóðmerki, er hann átti eftir ca. 2 m ófarna að herbifreiðinni, en er bifreið hans hafi verið á móts við afturenda hennar, hafi herbifreiðin þverbeygt snögglega til hægri í veg fyrir hann, og árekstur þá orðið með þeim hætti, að vinstra frambretti R 1173 hafi lent á hægra aftur- 153 horni herbifreiðarinnar. Þessi frásögn bifreiðarstjórans fær ekki staðizt, þar sem hann segist hafa ekið miklum mun hraðar en herbifreiðin. 2. Þess er vængzt, að Sverrir Meyvantsson, bróðir áður- greinds Ríkharðs, verði kallaður fyrir dóm og spurður ýtar- lega um atvik að slysinu. 3. Rétt er að spyrja vitnið Freyju Norðdal um það, hve langt bil hafi verið milli bifreiðanna, er hún taldi herbifreið- ina hafa beygt fyrir R 1173. 4. Reynt skal, ef þess er kostur, að afla skýrslna og gagna frá herstjórn Bandaríkja Norður-Ameríku varðandi slys þetta. 5. Loks veitist aðiljum kostur á að afla gagna um önnur þau atriði, er málið varðar og efni kunna að standa til. Ályktarorð: Aðiljum skal gerður kostur þess að afla framan- sreindra gagna. Föstudaginn 28. marz 1947. Nr. 44/1944. Valdstjórnin (Hrl. Gunnar Þorsteinsson) Segn Jóni E. Waage (Hrl. Lárus Jóhannesson). Setudómari Einar Arnalds borgardómari í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Verðlagsbrot. Dómur hæstaréttar. Hjálmar Vilhjálmsson, bæjarfógeti í Seyðisfirði, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Eftir að dómur gekk í héraði, hefur nýrra gagna verið afl- að í máli þessu, þar á meðal yfirlýsinga frá verðlagsstjór- anum í Reykjavík. Eins og segir í hinum áfrýjaða dómi, var auglýsing um verðlagsákvæði nr. 128/1941 í gildi, þegar atvik máls þessa gerðust. Hins vegar hefur það komið í ljós, að fylgt hefur verið þeirri reglu af stjórnvöldum verðlagsmála að leyfa 154 verzlunum austan lands að bæta 3% vegna ýmiss kostnaðar við kaupverð á vörum þeim, sem í málinu greinir, öðrum en skófatnaði, áður en álagningu smásala var við bætt. En á skófatnað var leyft að bæta a. m. k. 5% við kaupverðið vegna þessa kostnaðar. Þykir verða að leggja þessar reglur til grundvallar í málinu. Þá þykir og kærða hafa verið heimilt að telja leyfisgjald með kostnaðarverði vara, þegar. hann hefur greitt það. Skal þá vikið að einstökum kæruatriðum. Að tilhlutun dómsins hefur löggiltur endurskoðandi reiknað verð á vörum þeim, sem kærði er sakaður um að hafa selt dýrar en lögleyft var. Hefur endurskoðandinn í reikningi sínum m. a. lagt til grundvallar þær reglur um verðlagsálagningu, sem nú hafa verið nefndar. 1. Um handklæði. Samkvæmt framangreindu var löglegt að selja hvert hand- klæði á kr. 6.99. Því hefur verið haldið fram af trúnaðar- manni verðlagsyfirvalda, að kærði hafi verðlagt handklæði þessi á kr. 7.65. Kærði hefur haldið því fram, að hann hafi selt þau á kr. 6.65, og er hið gagnstæða ekki sannað gegn neitun hans. 2. Um kjólaefni. Löglegt var að selja þau á kr. 29.58 hvern metra. Kærði hefur játað að hafa selt 43 metra af efni þessu á kr. 30.00 hvern metra, og er því ólögleg álagning hans kr. 0.42 á hvern metra eða samtals kr. 18.06. 3. Um karlmannaskó. Telja verður, að löglegt söluverð á hverjum skóm hafi verið a. m. k. kr. 47.14. Ósannað er, að kærði hafi selt skó þessa hærra verði en 47.00 kr. k. Um áklæði. Löglegt var að selja það á kr. 12.84 hvern metra. Telja verður sannað, að kærði hafi selt 5.62 metra af áklæði þessu á kr. 13.45 hvern metra. Verður ólögleg álagning þá kr. 0.61 á hvern metra eða samtals kr. 3.42. 155 ö. Um nærfatnað. Löglegt var að selja hann á kr. 32.77 samstæðuna. Sölu- verð kærða var kr. 32.50. 6. Um karlmannafrakka. Löglegt verð á þeim var kr. 248.71. Söluverð kærða var kr. 247.50. 7. Um vatnsglös. Heimilt var að selja þau á kr. 1.37 hvert glas. Sannað er, að kærði seldi 94 glös á kr. 1.45 hvert glas. Verður ólöglegur ágóði kærða af sölu glasa þessara þá kr. 7.52. ö. Um regnkápur. Löglegt var að selja hverja þeirra á kr. 62.57. Söluverð kærða var kr. 62.50 hver kápa. 9. Um línskyrtur. Heimilt var að selja þær á kr. 27.85 hverja. Söluverð kærða var kr. 28.00, og seldi hann 15 skyrtur við þvi verði. Ólöglegur hagnaður kærða af sölu skyrtna þessara var því kr. 2.25. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, ber að sýkna kærða af 1., 3., 5., 6. og 8. kærulið. En sala hans, sú sem greind er í 2., 4., 7. og 9. lið, varðar við áðurgreinda auglýs- ingu nr. 128/1941 og lög nr. 3/1943 um verðlags, svo sem segir í héraðsdómi. Ákvæði héraðsdóms, þau er greinir í II, um viðurlög fyrir ýmiss konar óreiðu í varðlagningu, ber að staðfesta. Brot kærða, að því er snertir of háa verðlagningu nokk- urra vörutegunda, er litilræði eitt, einkum þegar þess er gætt, að nokkur óvissa var um, hvernig verðleggja bar vörurnar. Verður því að ákveða refsingu kærða aðallega með hlið- sjón af óreiðu þeirri, sem kærði hefur gerzt sekur um. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin 500 króna sekt í ríkissjóð, og komi 10 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Krafa um upptöku ólöglegs ágóða hefur ekki verið gerð í stefnu. 156 Ákvæði hins áfrýjaða dóms um ómerking ummæla og vitur svo og um málskostnað staðfestast. Af hálfu stjórnvalda verðlagsmála hefur dómsmál þetta eigi legið eins ljóst fyrir og skyldi. Hefur það gert rannsókn þess umfangsmeiri og kostnaðarsamari en ella mundi, eink- um fyrir hæstarétti. Þykir því eigi rétt að gera kærða að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar og telst hæfilegt, að hann greiði þann kostnað að hálfu, en ríkissjóður að hálfu, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 1400 krónur til hvors. Mál þetta hefur dregizt allmjög hér fyrir dómi. Sækjandi og verjandi málsins voru skipaðir 19. apríl 1944. Dróst málið svo um hríð fyrir tilmæli verjanda. En er það skyldi flutt hér fyrir dómi í júnímánuði 1945, þótti nauðsyn til að bera, að aflað væri frekari gagna frá stjórnvöldum verðlagsmála. og var þvi málinu frestað í því skyni. Sækjandi ritaði svo þá- verandi verðlagsstjóra þann 11. júní 1945 og æskti frekari skýrslna í málinu en áður höfðu komið fram. Verðlagsstjóri svaraði fyrirspurn sækjanda með bréfi 23. maí 1946, og var það svar ófullnægjandi. Varð þetta til þess, að haustið 1946 var málinu enn frestað og löggiltum endurskoðanda falið að fara yfir það og svara ýmsum spurningum reikningslega. Loks var málinu frestað um hríð í vetur vegna utanfarar verjanda kærða. Dómsorð: Kærði, Jón E. Waage, greiði 500 króna sekt í ríkis- sjóð, og komi 10 daga varðhald í stað sektarinnar, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað í héraði, ómerking ummæla og vitur eiga að vera óröskuð. Allan áfrýjunarkostnað sakarinnar greiði kærði að hálfu og ríkissjóður að háflu, þar á meðal málflutn- ingslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 157 hæstaréttarlögmannanna Gunnars Þorsteinssonar og Lárusar Jóhannessonar, 1400 krónur til hvors. Dóminum Þer að fullnægja með aðför að lögun. Dómur lögregluréttar Seyðisfjarðarkaupstaðar 1. apríl 1944. Mál þetta er höfðað af valdstjórnarinnar hálfu með stefnu, út- sefinni 21. desember 1943, gegn Jóni E. Waage verzlunarstjóra, til heimilis Austurveg 15, Seyðisfirði, til refsingar fyrir ætluð brot á verðlagsákvæðum og á lögum um verðlag nr. 3 frá 13. febrúar 1943, sbr. reglugerð nr. 43 frá 7. marz 1939, svo og til greiðslu máls- kostnaðar. Kærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 1. ágúst 1895, og hefur, svo kunnugt sé, sætt eftirtöldum kærum og refs- ingum: 1940 304, Aðvörun og áminning fyrir brot á ákvæðum um veitinga- sölu og lokunartíma sölubúða. 1942 246 Dæmdur í 100 króna sekt fyrir brot á verðlagsákvæðum. Upptækur ágóði kr. 196.63. 1943 214 Aðvörun fyrir brot á verðlagsákvæðum. Ólöglegur hagn- aður, kr. 25.20, endurgreiddur. Tildrög þessa máls eru þau, að í maí og júli 1943 komu trún- aðarmenn verðlagsstjóra, Axel Kristjónsson, Sigurður Schram og Jón G. Kjerúlf, í verzlun E. J. Waage, sem kærði veitir forstöðu. Reiknaðist þeim til, að álagning verzlunarinnar væri í nokkrum tilvikum of há, enn fremur töldu þeir vera óreiðu á verðmerk- ingu og fylgiskjölum og kærðu því misfellur þessar, Axel Kristjóns- son með bréfi, dags. 31. mai 1943, og Sigurður Schram og Jón G. Kjerúlf með bréfum, dags. 10. ágúst og 8. júlí 1943. Áður en vikið verður að einstökum kæruatriðum máls þessa, Þykir rétt að athuga gildandi reglur um verðlagningu almennt, eins og þær voru, þegar kærði verðlagði vörur þær, sem hann er sak- aður um að hafa verðlagt hærra en verðlagsákvæði leyfðu. Þar eð vörur þessar eru allar tollafgreiddar fyrir 29. marz 1943, gilda um verðlagningu þeirra reglur auglýsingar um verðlagsákvæði nr. 228 frá 23. júlí 1941, sbr. auglýsingu viðskiptaráðs nr. 3 frá 11. marz 1943, og ákvæði laga nr. 3 frá 13. febrúar 1943 til bráðabirgða. Samkvæmt þessum reglum kallast verð vöru, sem álagning reikn- ast af, kostnaðarverð. Í kostnaðarverði mega teljast nokkrir kostn- aðarliðir, auk innkaupsverðs, og er upptalning greinarinnar á kostn- aðarliðum þessum tæmandi, svo að engir aðrir kostnaðarliðir koma til greina við ákvörðun kostnaðarverðs en þeir einir, sem berum orðum eru taldir með í upptalningu greinarinnar. Þegar af þessu 158 fyrirmæli hinna tilvitnuðu reglna leiðir það, að í kostnaðarverði vöru má hvorki telja umbúðir né veæti (disconto). Þá segir enn fremur í tilvitnuðum reglum, að því aðeins megi telja kostnaðarliði í kostnaðarverði, að sannanlegt sé, að þeir falli raunverulega, eins og þeir eru tilfærðir, á það innkaupsverð, sem álagning er reiknuð af. Af Þessu leiðir, að athuga verður nánar kostnað þann, sem kærði og verjandi hans hafa tilfært vegna heimaksturs varanna. Í vörninni, rskj. nr. 9, er 60 krónum af reikningi Einars Ólasonar bifreiðarstjóra, sjá rskj. nr. 4 bls, 17, jafnað niður sem kostnaði við heimakstur aðeins 5 stykkja. Nefndur Einar Ólason hefur verið leiddur sem vitni í málinu. Staðhæfir hann, að Þetta komi ekki til neinna mála, því að hann hafi í umrædd skipti ekið fjöldamörg- um stykkjum fyrir verzlun E. J. Waage, a. m. k. 20—-30. Af skjöl- um málsins má sjá, að flestar vörurnar, sem kært er út af, komu hingað með sama skipi. Nam vörumagn það, sem verzlun E. J. Waage fékk þá með skipinu, samtals 77 stk. Líkur virðast vera fyrir því, að téður Einar Ólason hafi ekið megin hluta þessara vara, þar eð hann annaðist með bifreið sinni akstur fyrir verzl- unina, samtals 4 klukkustundir, einmitt á þeim tíma, sem nefnd 71 stykki munu hafa verið hér á skipaafgreiðslunni. Meðal ann- arra skjala, sem héraðsdómslögmaðurinn lét fylgja vörn sinni, lagði hann fram 5 reikninga frá Þorbirni Arnoddssyni bifreiðarstjóra, sjá rskj. nr. 9a, 9f, 9m, 9n og Qr. Reikningar þessir sýna kostnað við heimakstur hverrar einstakrar vörusendingar, sem kært er út af. Nefndur Þorbjörn Arnoddsson hefur verið leiddur sem vitni í málinu. Segir hann reikninga þessa vera skrifaða nú fyrir stuttu og greina einstakar. vörusendingar samkvæmt ósk kærða. Aðspurð- ur, hvort hann hafi ekki ekið fleiri vörum en reikningarnir sýna i sömu ferðum, svarar hann því, að það hafi hann ekki sett á minnið, því það sé ekki skrifað sundurliðað í vinnubók. Af þessu leiðir, að næsta lítið verður ráðið um það af reikningum þessum, hverju nam raunverulegur kostnaður við heimakstur varanna, sem kært er út af. Þar eð ekki hefur tekizt á annan hátt að upplýsa, hve hár þessi kostnaður var í raun og veru, verður rétturinn að meta hann. Með hliðsjón af vottorði kaupmannanna Jóns Stefáns- sonar og N. Ö. Nielsen, rskj. nr. 29, bls. 3—-4, virðist kostnaður Þessi hæfilega metinn á 1 krónu hvert stykki, miðað við 50 kg stykki. Í bréfi verðlagsstjóra, dags. 5. nóv. 1943, rskj. nr. 4, bls. 11—13, segir, að eigi sé heimilt að telja leyfisgjald í kostnaðarverði vara, sem keyptar eru af innlendum birgðum. Í máli þessu virðist mega telja það upplýst, að verzlun E. J. Waage hafi raunverulega greitt leyfisgjald af erlendu vörunum, sem keyptar eru af innlendum heildsölubirgðum. Samkvæmt áðurnefndri auglýsingu um verð- 159 lagsákvæði nr. 128 frá 1941 virðist bresta heimild til þess að neita kærða um rétt til þess að reikna leyfisgjald, sem hann raunveru- lega hefur greitt, með í kostnaðarverðinu. Verður nú vikið að einstökum kæruatriðum máls þessa: I. 1. Reikningur Eddu h/f, dags. 1% 1943. Innkaupsverð kr. 18193.84. Samkvæmt framanrituðu koma eftirtaldir kostnaðarliðir til greina „eins og hér segir: 1. Flutningskostnaður ...........0220.00 200... kr. 212.75 2. Vátrygging ..........0.2000 2000 enn — 167.95 83. Vörugjald (Hafnargjald) ........0..0000000 000... — 13.75 4. Uppskipun, 5 stk. á 179 .......00..00 0... — 8.75 5. Heimflutningur (545 kg) .....0000000 0000... — 11.06 Samtals kostnaður kr. 414.20 eða 2.28%, miðað við innkaupsverð. Við bætist leyfisgjald 0.5%. Kostnaður því 2.78% alls. Kærði er sakaður um of háa álagningu á vörum samkvæmt framanskráðum reikningi, eins og hér segir: a. Handklæði..Innkaupsverð kr. 4.75 pr. stk., kostnaðarverð kr. 4.88. Álagningarheimild er 42% samkvæmt auglýsingu nr. 128 frá 1941, hámarksverð því kr. 6.93 pr. stk. Samkvæmt kæru trúnaðar- manns verðlagsstjóra, Axels Kristjónssonar, var útsöluverð á hand- klæðum þessum kr. 7.65 pr. stk., er hann var að verðlagseftirliti í verzluninni 14. maí 1943. Kveður kærði þetta rangt, en viður- kennir, að verðið hafi verið óljóst skrifað hjá sér, og því ekki unnt að sjá, hvort átti að vera kr. 7.65 eða kr. 6.63. Í mótmælum þessum felst nokkur viðurkenning, og verður því að leggja framburð trún- aðarmannsins til grundvallar. Voru því seld 7 stk. af handklæðum þessum á verðinu kr. 7.65, en ætla má, að siðan hafi handklæði þessi verið seld á kr. 6.75 pr. stk. b. Kjólatau (Texas). Innkaupsverð kr. 18.30 pr. yds., sem svárar til kr. 20.11 pr. metra, kostnaðarverð kr. 20.67 pr. m. Álagningar- heimild er 42%, sbr. auglýsingu nr. 128 frá 1941, hámarksverð þvi kr. 29.35 pr. m. Kærði viðurkennir að hafa verðlagt kjólatau þetta á kr. 30.00 pr. m., en síðar var verðið lækkað í kr. 29.00 pr. m. Sala á hærra verðinu nam ca. 4,3 m. samkvæmt upplýsingum kærða. c. Karlmannsskór R í. Innkaupsverð kr. 33.85 pr. par, kostn- aðarverð kr. 34.79 pr. par. Álagningarheimild 32% samkvæmt auglýsingu nr. 172 frá 16. okt. 1941, hámarksverð því kr. 45.92 pr. par. Trúnaðarmaður verðlagsstjóra, Axel Kristjónsson, telur útsöluverð á skóm þessum hafa verið kr. 48.00 pr. par, og hafði kærði ekkert við það að athuga við frumpróf málsins, en síðar heldur hann því fram, að skór þessir hafi aldrei verið á hærra verði en kr. 47.00 pr. par. Samkvæmt framanrituðu skiptir þetta ekki veru- 160 legu máli, þar eð hvort tveggja útsöluverðið er nokkru hærra en hámarksverðið. Skór þessir voru samtals 18 pör. d. Áklæði. Innkaupsverð kr. 8.35 pr. yds., sem svarar til kr. 9.18 pr. m., kostnaðarverð kr. 9.44. Álagningarheimild er 35% sam- kvæmt auglýsingu nr. 128 frá 1941, hámarksverð þvi kr. 12.74. Áklæði þetta verðlagði kærði í fyrstu á kr. 13.45, en lækkaði verð bess í kr. 12.75 pr. m., er honum var kunnugt um, að álagningar- heimildin væri aðeins 35%, en ekki 42%, eins og önnur álnavara. e. Undirföt. Innkaupsverð kr. 22.30 pr. sett, kostnaðarverð þá kr. 22.92. Álagningarheimild er 42% samkvæmt auglýsingu nr. 128 frá 1941, hámarksverð því kr. 32.55. Útsöluverð kr. 32.50. 2. Reikningur Ásbjörns Ólafssonar, dags. 1% 1943. Innkaups- verð kr. 2060.25. Kostnaður verður, eins og hér greinir: 1. Umbúðir og flutningsgjald ......................... kr. 26.50 Þar frá dragast umbúðir, er áætlast .............. — 8.00 Eftir kr. 18.50 2. Uppskipun áætlast ............00000... 00 — 1.75 3. Vörugjald áætlast ............000..0 000 — 2.00 4. Heimflutningur á sölustað áætlast .................. — 2.00 Samtals kr. 24.25 eða 1,68%, að viðbættu 0,5% leyfisgjaldi, miðað við innkaupsverð. Kærði er sakaður um of mikla álagningu á 5 stk. af frökkum sam- kvæmt þessum reikningi. Innkaupsverð hvers frakka er kr. 178.00, kostnaðarverð því kr. 180.99. Álagningarheimild virðist vera 35% samkvæmt auglýsingu nr. 128 frá 1941, hámarksverð því kr. 244.34, en útsöluverð var kr. 247.50. 3. Reikningur Árnasonar, Pálssonar é£ Co., dags. 15 1943. Inn- kaupsverð kr. 1653.30. Kostnaður er, eins og hér greinir: 1. Flutningsgjald og akstur í Rvík .................... kr. 49.35 2. Uppskipun .........00.05 00 00es ns — 1.75 3. Vörugjald (hafnargjald) .............00000 00. 00. — 0.75 4. Heimflutningur á sölustað (45 kg) ................ — 1.00 Samtals kr. 52.85 áð viðbættu 0,5% leyfisgjaldi, verður kostnaður alls 3,7%, miðað við innkaupsverð. Kærða er gefið að sök að hafa verðlagt 10 dús. af vatnsglösum samkvæmt reikningi þessum of hátt. Innkaupsverð kr. 10.80 pr. dús. eða kr. 0.90 pr. stk., kostnaðarverð því kr. 0.98 pr. stk. Álagningarheimild er 47% samkvæmt auglýsingu nr. 128 161 frá 1941, hámarksverð þá kr. 1.37 pr. stk. Glös þessi verðlagði kærði á kr. 1.45 pr. stk. 4. Reikningur frá Sjóklæðagerð Íslands, dags. 1% 1943. Inn- kaupsverð kr. 2115.00. Kostnaður er, eins og hér greinir: 1. Fragt og framskipun .............00. 0... 0. sen kr. 13.25 2. Vátrygging .................2.0.0.00 0. — 10.00 3. Uppskipun ..........2.00.0000.0esne — 175 4. Vörugjald (Hafnargjald) ..............2.0.0..0 0... — 2.00 5 . Heimflutningur á sölustað (75 kg) ........0..00.0.... — 2.00 Samtals kr. 29.00 eða 1,37%, miðað við innkaupsverð. Kærði er sakaður um of mikla álagningu á 18 stk. regnkápur samkvæmt reikningi þessum. Innkaupsverð er kr. 45.00 fyrir hverja kápu, kostnaðarverð þá kr. 45.62. Álagningarheimild er 35%, sbr. auglýsingu nr. 128 frá 1941, hámarksverð því kr. 61.59, en útsöluverð á kápum þessum var kr. 62.50 pr. stk. 5. Reikningur I. Brynjólfssonar £ Kvarans, dags. 1% 1943. Inn- kaupsverð kr. 1491.39. Kostnaður er þessi: 1. Fragt og framflutningur ........................ kr. 16.55 2. Vátrygging ........0....00.2000 0200 — 16.75 3. Uppskipun .........0..2220000. nr — 1.75 4. Vörugjald (Hafnargjald) ...........0..0.00..02.... — 1.00 5. Heimflutningur á sölustað (40 kg) .............. — 1.00 Samtals kr. 37.05 sem, að viðbættu 0,5% leyfisgjaldi, gefur kostnað alls 2,98%, miðað við innkaupsverð. Kærða er gefið að sök að hafa verðlagt manchetskyrtur of hátt samkvæmt þessum reikningi. Innkaups- verð er kr. 227.37 pr. dús., sem svarar til hér um bil kr. 18.95 pr. stk. Kostnaðarverð þá kr. 19.51. Álagningarheimild er 42% samkvæmt auglýsingu nr. 128 frá 1941, hámarksverð því kr. 27.70 pr. stk. Útsöluverð kærða var kr. 28.00 pr. stk. Í kæru trúnaðarmanna verðlagsstjóra, Sigurðar Schram og Jóns G. Kjerúlfs, stendur, að manchetskyrtur þessar hafi verið 11% dús, en upplýst er, að þær voru aðeins 1% dús. eða 15 stk. Með álagningu þeirri og verzlun, sem hér hefur verið lýst að framan undir töluliðunum 1I,1 a—d og 1,2—5, hefur kærði að áliti réttarins gerzt brotlegur við gildandi verðlagsákvæði. Verðlagn- ingu þessa annaðist hann að öllu leyti sjálfur. Ber þvi að refsa honum fyrir þetta samkvæmt lögum nr. 3 frá 13. febrúar 1943. 11 162 Hins vegar hefur kærði ekki brotið verðlagsákvæði með verð- lagningu sinni á undirfötum, sjá staflið 1,1, e, og ber því að sýkna hann af þeim lið kærunnar. TI. Þá er kærði enn fremur sakaður um vanrækslu á verð- merkingu vara, að hann hafi innkaupsreikninga ekki ætið á vis- um stað, svo að stundum gangi tafsamt að finna þá, og að útsölu- verð hafi hann ekki fært á innkaupsreikninga, þó fyrirmæli hafi verið gefin honum í þá átt. Vitnunum Axel Kristjónssyni, Haraldi Víglundssyni og að nokkru leyti vitninu Jóni G. Kjerúlf kemur saman um það, að van- ræksla hafi átt sér stað við verðmerkingu hjá kærða. Vitnunum Sigurði Schram, Jóni G. Kjerúlf og Haraldi Viglundssyni ber öll- um saman um það, að innkaupsreikningar yfir vörurnar hafi stundum ekki fundizt eða gengið tafsamt að finna þá, og vitnið Jón G. Kjerúlf hefur sérstaklega kvartað undan því, að kærði hafi vanrækt að færa útsöluverð varanna á innkaupsreikninga, þrátt fyrir fyrirmæli vitnisins til kærða um að gera það. Meira og minna óákveðin mótmæli kærða um þessi atriði fá ekki staðizt gegn eiðfestum framburðum allra framanskráðra vitna, sem hafa innt af höndum verðlagseftirlit í verzlun E. J. Waage. Virðist augljóst, að óreiða kærða í þessum efnum hefur mjög tor- veldað og tafið verðlagseftirlit í verzluninni. Með óreiðu þeirri, er hér var lyst, hefur kærði að áliti réttar- ins gerzt sekur um brot á ákvæðum reglugerðar nr. 43 frá 7. marz 1939 svo og auglýsingar viðskiptaráðs nr. 5 frá 11. marz 1943, og verður að refsa honum fyrir þetta samkvæmt lögum nr. 3 frá 1943. TIl. Við rannsókn málsins og rekstur hefur kærði verið óspar á ýms mótmæli, sem við nánari rannsókn hafa reynzt með öllu ástæðulaus. Á sama hátt hefur hann blandað inn í málið atriðum og skjölum, er ekki hafa sjáanlega neina þýðingu fyrir úrslit þess. Þetta hefur bæði tafið rekstur málsins og aukið mjög fyrirhöfn dómarans. Verður að vita kærða harðlega fyrir þetta. Meðal ýmissa skjala, sem kærði hefur ritað og verjandi hans lagt fram í málinu, eru skaðabótakröfur á hendur réttvísinni, alls að fjárhæð kr. 228.79. Kröfurnar virðast byggðar á því, að trún- aðarmenn verðlagsstjóra og Friðrik Guðmundsson tollþjónn hafi bakað verzlun E. J. Waage tjón með afskiptum af verðlagningu í verzluninni. Kröfur þessar virðast vera einstæð fjarstæða og verða ekki teknar til greina. Ummæli kærða í rjskj. nr. 15 „— ósannindavaðall S. S. í eið!. og A. Kr.“ — „svo langt gengið í olsókn“ — ,„ eiðurinn misnotað- ur“ — eru tilhæfulaus og móðgandi og verða því dæmd dauð og ómerk. Svo virðist og bera að vita verjandann, Erlend Björnsson héraðsdómslögmann, fyrir að hafa lagt skjal þetta fram í málinu. 163 Brot kærða á verðlagsákvæðum eru smávægileg í þeim skiln- ingi, að ólöglegur ágóði er óverulegur, en aftur á móti hefur kærði tvívegis áður gerzt sekur um brot á verðlagsákvæðum. Refsing sú, sem kærði hefur til unnið samkvæmt framanrituðu, þykir með tilvísun til 9. gr. laga nr. 3 frá 13. febrúar 1943 hæfilega ákveðin 1000 króna sekt til ríkissjóðs, og komi 30 daga varðhald í stað sektarinnar, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Eftir þessum úrslitum ber að dæma kærða til greiðslu alls sakar- kostnaðar. Erlendur Björnsson héraðsdómslögmaður krefst þess, að máls- varnarlaun hans verði greidd af almannafé. Samkvæmt framanrit- uðu verður sú krafa hans ekki tekin til greina, og þar eð kærði hefur sjálfur ráðið héraðsdómslögmanninn til þess að fara með mál þetta, telur rétturinn ákvörðun málsvarnarlauna sér eftir at- vikum óviðkomandi. Rekstur málsins hefur verið vitalaus. Því dæmist rétt vera: Kærði, Jón E. Waage, greiði 1000 króna sekt til ríkissjóðs, og komi 30 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Svo greiði og kærði allan kostnað sakarinnar. Framangreind meiðandi ummæli eiga að vera dauð og ómerk. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 28. marz 1947. Nr. 126/1946. Bæjarstjórn Neskaupstaðar f. h. bæjarsjóðs (Hrl. Sveinbjörn Jónsson) gegn H/f Sæfinni (Hri. Theódór B. Líndal). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Utsvarsmál. Dómur hæstaréttar. Guðmundur Eggerz, fulltrúi bæjarfógetans á Akureyri, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til hæstaréttar með 164 stefnu 14. september f. á. Krefst hann þess, að úrskurður fó- seta verði felldur úr gildi og að lagt verði fyrir fógeta að framkvæma lögtak það, sem í málinu greinir. Svo krefst hann og málskostnaðar úr hendi stefnda í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi hafði með kæru 1. júlí f. á. skotið til hæstaréttar málskostnaðarákvæði fógetaúrskurðarins, en kærumálinu var frestað með úrskurði hæstaréttar 27. september s. á., og er það nú sameinað máli þessu. Krefst stefndi þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði staðfestur og að honum verði dæmdur málskostnaður úr hendi áfrýjanda í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Samkvæmt því, sem upp er komið í hæstarétti, eru mála- vextir þessir: Hlutafélagið Sæfinnur var stofnað árið 1942. Var félagið skrásett í Neskaupstað, og þaðan gerði félagið út skip sitt, v/s Sæfinn, næsta ár. Hlutafé félagsins var 75000 krónur. Þar af áttu Gísli Kristjánsson, útgerðarmaður í Neskaup- stað, og eiginkona hans samtals /2000 krónur, en þrir nafn- greindir menn í Neskaupstað samtals 3000 krónur, og voru þeir kjörnir stjórnarmenn félagsins. Voru tveir stjórnar- manna þessara venzlamenn þeirra hjóna. Í desember 1943 var sú ákvörðun tekin, að heimilisfang hlutafélagsins skyldi flutt til Mjóafjarðar, og var hlutafélagið skrásett þar í janúar 1944. Keyptu þá þrir venzlamenn Gísla Kristjánssonar, sem búsettir voru í Mjóafirði, hver 1000 króna hlut af stjórnar- mönnum þeim, sem áður er getið. Voru nú þessir nýju hlut- hafar í Mjóafirði kjörnir stjórnarmenn hlutafélagsins, en eigi hafði það neina skrifstofu í Mjóafirði. Hinn 5. marz 1944 veitti hin nýja stjórn hlutafélagsins Gísla Kristjánssyni fullt og ótakmarkað umboð til að koma fram fyrir hönd íélagsins hvarvetna. Þá er þess og að geta, að um áramótin 1945 og 1946 fluttist Gísli Kristjánsson búferlum ásamt fjöl- skyldu sinni til Akureyrar. Jafnframt var heimilisfang h/f Sæfinns og flutt þangað, og Gísli Kristjánsson, kona hans og dóttir, sem keypt hafði hluta eins stjórnarmanns félags- ins í Mjóafirði, kjörin í stjórn þess. 165 Af því, sem nú var rakið, sést, að Gísli Kristjánsson og eiginkona hans áttu nær allt hlutafé félagsins og að flestir hinna hluthafanna voru venæzlamenn þeirra. Af framan- greindu má og ráða, að Gísli Kristjánsson og kona hans höfðu í hendi sér, hverjir skipuðu stjórn félagsins á hverj- um tíma, og höfðu þau því í reyndinni öll ráð hlutafélags- ins og fyrirsvar. Verður þess vegna að telja, að raunverulegt heimilisfang félagsins hafi verið í Neskaupstað, þar sem Gísli Kristjánsson og kona hans voru búsett, á þeim tíma, sem hér skiptir máli. Var hlutafélagið því útsvarsskylt í Neskaup- stað árið 1945. Samkvæmt þessu ber að fella hinn áfrýjaða úrskurð úr gildi og leggja fyrir fógeta að framkvæma lög- takið. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í héraði og fyrir hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður er úr gildi felldur, og ber fógeta að framkvæma lögtak það, sem krafizt er. Málskostnaður í héraði og fyrir hæstarétti fellur niður. Sératkvæði prófessors Ólafs Lárussonar. Það, að maður sá, sem stjórnaði framkvæmdum hins stefnda hlutafélags, og kona hans, en þau áttu allan þorra hlutabréfanna, áttu lögheimili í Neskaupstað, veitir eigi heimild til, að útsvar væri lagt þar á hlutafélagið, sem þá Lafði verið skrásett í öðru sveitarfélagi, enda er því ómót- mælt haldið fram í málinu, að starfsemi félagsins hafi eigi farið fram frá Neskaupstað og að framkvæmdarstjóri þess hafi að mestu leyti rækt störf sin í þágu þess á öðrum stöð- um. Með þessari athugasemd er ég samþykkur niðurstöðu hins áfrýjaða úrskurðar og tel rétt, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað í hæstarétti með 1000 kr. 166 Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Áfrýjandi, bæjarstjórn Neskaupstaðar f. h. bæjar- sjóðs, greiði stefnda, h/f Sæfinni, kr. 1000.00 í máls- kostnað fyrir hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður fógetaréttar Akureyrar 24. júní 1946. Undir gerð þessari, málið var tekið 11. þ. m. til úrskurðar, krafðist gerðarbeiðandi, bæjarsjóður Neskaupstaðar, í byrjun, að lögtak yrði gert hjá gerðarþola, h/f „Sæfinni“, fyrir útsvarinu, lögðu á hlutafélagið í Neskaupstað 1944 og 1945, en síðan undir gerðinni afturkallaði gerðarbeiðandi lögtakskröfuna um útsvarið 1944, og er því nú aðeins deilt um útsvarið 1945, kr. 20800.00, ásamt áföllnum dráttarvöxtum, kr. 1040.00, og dráttarvöxtum til greiðslu- dags. Það er upplýst í málinu, að hlutafélagið Sæfinnur hafði ekki með höndum aðrar framkvæmdir en að gera út m/s „Sæfinn“ S. U. 76, 102 tonn brúttó. Upprunalega var útsvar hlutafélagsins fyrir árið 1945 kr. 45000.00, en var fært niður í kr. 20800.00 af ríkisskattanefnd. Hafði hlutafélagið krafizt þess af niðurjöfnunarnefnd, að útsvarið yrði fellt niður, þar sem félagið ætti lögheimili á Mjóafirði, en skip þess „Sæfinnur“ engan atvinnurekstur stundað í bænum útsvarsárið. Hlutafélagið Sæfinnur er stofnað 1942 með heimili og varnar- þingi í Neskaupstað, en flutt að Sandi í Mjóafirði í lok ársins 1943, sbr. rjskj. nr. 13 og 14, og samkvæmi tilkynningu til hluta- félagaskrár sýslunnar, dags. 24. apríl 1944, rjskj. nr. 15, hafði að- alfundur félagsins hinn 5. marz 1944 kosið þau Jón Ingvar Jóns- son, Hjálmar Kristjánsson og Sveinbjörgu Kristjánsdóttur í stjórn félagsins, öll til heimilis í Brekkuþorpi í Mjóafirði. Þessi stjórn réði á fundi sinum 5. marz 1944 Gísla Kristjánsson fyrir afgreiðslu- mann mótorbátsins Sæfinns og veitti honum ótakmarkað umboð til þess að koma fram f. h. félagsins á þeim stöðum, er skipið kynni að koma á, enda tekur Gísli Kristjánsson fram, að hann hafi litið dvalið í Neskaupstað árið 1944, meðan skipið var í rekstri, þvi hann hafi fylgt þvi að mestu leyti eftir, og hefur þessu ekki verið mótmælt. En upplýst er, að skipið var mestan hluta ársins 1944 Íram í miðjan september, að því var lagt í lægi á Akureyri, í fisk- flutningum milli Vestmannaeyja og Stóra-Bretlands og á sildveið- um við Norðurland. Skal í þessu sambandi tekið fram, að af hálfu gerðarþola er haldið fram, að skipið í byrjun ársins hafi verið til 167 viðgerðar í Neskaupstað, og er þetta í samræmi við vottorð bæjar- fógeta Neskaupstaðar, rjskj. nr. 23, um að skipið hafi fyrstu 23 daga ársins legið í Neskaupstað. Þá er þess getið í sama skeyti, að skipið hafi komið þrisvar á höfnina árið 1944. Nokkur ágreiningur hefur orðið á milli málsaðilja um það, hve oft skipið hafi þetta ár komið til Neskaupstaðar. En þar sem það er viðurkennt af niðurjöfnunarnefnd Neskaupstaðar, rskj. nr. 2, að skipið hafi ekki beinlinis stundað veiðar frá Neskaupstað, þykir ekki ástæða til þess að fara frekar út í þenna ágreining um komur skipsins til kaup- staðarins, er þykja ekki geta ráðið neinum úrslitum í málinu. Um bókhald hlutafélagsins hefur Gísli Kristjánsson, fram- kvæmdarstjóri þess, gefið þær upplýsingar, að kaupmaður á Siglu- firði hafi annazt allt bókhald snertandi skipið um síildveiðitim- ann, en í Vestmannaeyjum Ísfisksamlagið og skipstjóri, og tók samlagið fyrir ómak sitt um kr. 6000.00. Síðustu hönd á bókhaldið lagði Jón L. Baldursson í Neskaup- stað, en bækur félagsins telur Gísli að hafi verið í vörzlum stjórn- arinnar á Mjóafirði, nema þann tíma, er endurskoðandi hafði þær undir höndum. Eftir að þannig hefur verið skýrt frá gangi málsins, skal nánar vikið að málflutningi aðilja. Af hálfu gerðarþola er því mótmælt, að lögtakið nái fram að ganga fyrir þá sök, að hlutafélagið hafi ekki verið búsett í Nes- kaupstað árið 1944, heldur í Mjóafirði, þar sem á það var lagt árið 1945 útsvar, að upphæð kr. 16153.00. Eins og tekið hefur verið fram að framan, er hlutafélagið flutt til Mjóafjarðar í árslok 1943, en gerðarbeiðandi heldur fram, að flutningurinn hafi aðeins verið til málamynda til þess að losna við útsvarsgreiðslu í Neskaupstað, og þessari staðhæfingu til stuðn- ings virðist gerðarbeiðandi aðallega draga þetta fram, að eigendur mests hlutafjárins séu búsettir í Neskaupstað, að framkvæmdar- stóri félagsins, Gísli Kristánsson, sé búsettur þar og að reikn- ingshald félagsins hafi verið gert upp í árslok 1944 í Neskaupstað. Af þessu dregur gerðarbeiðandi þá ályktun, að félagið hafi árið 1944 haft heimilisfastan atvinnurekstur í Neskaupstað. Engar sannanir liggja fyrir um það, að útgerð skipsins „Sæfinns“ hafi haft skrifstofu í Neskaupstað árið 1944, en þó hefur verið gengið frá reikningi útgerðarinnar þar þetta ár. Að því er að öðru leyti snertir reikningshald útgerðarinnar þetta ár, verður að leggja til grund- vallar skýrslu framkvæmdarstjórans, Gísla Kristjánssonar, eins og henni er lýst hér að framan, þar sem henni ekki sérstaklega hefur verið mótmælt, en hún er á þá leið, að hann. hafi lítið dvalið í Neskaupstað árið 1944, meðan skipið var við rekstur, því hann hafi fylgt því að mestu leyti eftir. Og ómótmælt er því haldið fram, að í Vestmannaeyjum hafi verið greitt kr. 6000.00 fyrir reiknings- 168 haldið og að kaupmaður á Siglufirði hafi annazt reikningshaldið á Siglufirði. Heimilisfesta gerðarþola í Neskaupstað verður því tæplega byggð á því, hvernig reikningsfærslu útgerðarinnar var hagað, þar sem hún virðist aðallega hafa farið fram utan Neskaupstaðar, og enda Þótt framkvæmdarstjóri hafi verið búsettur í kaupstaðnum, virðast störf hans í sambandi við útgerð skipsins að mestu eða öllu hafa farið fram annars staðar. Þegar þess er nú gætt, að útgerð skips- ins hafðist ekkert það að í Neskaupstað, er snertir veiðar skipsins, litur rétturinn svo á, sem h/f Sæfinnur hafi ekki rekið heimilis- fastan atvinnurekstur árið 1944 í kaupstaðnum, enda þótt hlutir fé- lagsins hafi að meiru eða minna leyti verið á höndum búsettra manna þar. Samkvæmt þessu fer hið umbeðna lögtak ekki fram. Málskostnaður, en hans hefur verið krafizt af báðum aðiljum, fellur niður. Rétt þykir að taka fram, að umboðsmaður gerðarþola hélt því fram undir rekstri málsins, að kveða þyrfti upp úrskurð um heim- ilisfang gerðarþola, sbr. lög nr. 95/1936, en þar sem hlutaðeigandi bæjarstjórn fór ekki þá leið, er ræðir um í 6, gr. nefndra laga, virðist hún hafa ætlazt til þess, að fógetarétturinn úrskurði um þetta, sem hann og hefur vald til. Því úrskurðast: Hið umbeðna lögtak fer ekki fram. Málskostnaður fellur niður. Föstudaginn 28. marz 1948. Nr. 15/1947. Stefán Stefánsson (Hrl. Theódór B. Lindal) Segn Þorleifi Sigurbjörnssyni (Hrl. Einar B. Guðmundsson). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Fébóta krafizt vegna tjóns af völdum bifreiðar. Dómur hæstaréttar. Friðjón Skarphéðinsson, bæjarfógeti á Akureyri, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. 169 Áfrýjandi hefur að fengnu áfrýjunarleyfi 17. febrúar þ. á. skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu 19. s. m. Krefst hann þess, að stefnda verði dæmt að greiða honum kr. 1500.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 28. marz 1946 til greiðsludags. Svo krefst hann og málskostnaðar úr hendi stefnda bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar af áfrýjanda fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Eins og atvikum máls þessa er háttað, verður að leggja fulla bótaábyrgð á stefnda vegna tjóns áfrýjanda, er hlauzt af akstri stefnda, sbr. 1. mgr. 34. gr. laga nr. 23/1941. Telja verður, að í báðum kröfuliðum áfrýjanda felist krafa um bætur fyrir fjártjón. Eftir þeim upplýsingum, sem fram hafa komið um verð kálfa á þeim tíma, sem hér skiptir máli, þykja bætur fyrir fjártjón til handa áfrýjanda hæfi- lega metnar kr. 1300.00. Þá ber stefnda og að greiða vexti af þeirri fjárhæð, eins og krafizt er, svo og málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti, sem þykir hæfilega ákveðinn samtals kr. 1200.00. Dómsorð: Stefndi, Þorleifur Sigurbjörnsson, greiði áfrýjanda, Stefáni Stefánssyni, kr. 1300.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 28. marz 1946 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti, samtals kr. 1200.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Akureyrar 7. júní 1946. Mál þetta, sem dómtekið var þann 1. þ. m. hefur stefnandi, Stefán Stefánsson bóndi, Fagraskógi, höfðað fyrir bæjarþingi Ak- ureyrar með stefnu, útgefinni 28. marz s. l, á hendur Þorleifi Sig- urbjörnssyni bifreiðarstjóra, Glerárgötu 3, Akureyri, og gerir þær dómkröfur, að stefndi verði dæmdur til að greiða skaðabætur, að upphæð kr. 1500.00, ásamt 6% ársvöxtum frá útgáfudegi stefnu til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu eða að mati réttarins. Umboðsmanni Almennra trygginga h/f hefur verið gert aðvart um málið til réttargæzlu, en engar kröfur gerðar á hendur honum. Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. 170 Málsatvik eru þau, að föstudaginn 8. júní 1945 ók stefndi Þifreið sinni A 37, sem er fólksbifreið til mannflutninga, frá Akureyri til Dalvíkur, til þess að sækja fólk. Vegurinn liggur um túnið í Fagra- skógi, og voru þrir kálfar þar á veginum. Stefndi kveðst hafa ekið með 40 km hraða, miðað við klukkustund, en hægt á sér, er hann nálgaðist kálfana, og gefið hljóðmerki. Einn kálfanna stökk strax út af veginum, en hinir tveir hlupu undan bifreiðinni eftir vegin- um allt að 500 m vegalengd, en hlupu þá út af veginum beint niður að sjó og fram af klettum, sem þar eru. Heimamenn frá Fagraskógi, sem sáu til kálfanna, fóru strax á vettvang. Var annar kálfurinn þá dauður, en hinn mikið skaddaður, svo að honum varð að lóga. Stefndi kveðst hafa ekið með 10—15 km hraða, miðað við klukku- stund, eftir kálfunum. Stefnandi telur stefnda bera ábyrgð á því tjóni, er hann varð fyrir við missi kálfanna. Kálfarnir voru af góðu kyni, áttu að verða lif- dýr og voru þriggja mánaða gamlir. Dýrasti tíminn af uppeldi þeirra, þ. e. sá tími, sem aðallega verður að fóðra þá á mjólk, var liðinn. Beint tjón við missi kálfanna telur stefnandi kr. 1000.00. Óbeint tjón telur hann kr. 500.00, þ. e. það tjón, sem leiðir af drætti við að koma upp arðbærum gripum, ásamt bótum fyrir sársauka, er missir kálfanna með framangreindum hætti olli honum, en stefn- andi hafði alið kálfana upp og þótti vænt um þá. Miðast stefnu- krafan, kr. 1500.00, við upphæðir þessar. Stefndi mótmælir því, að tjón þetta sé bótaskylt af hans hendi. Stefnandi hafi látið kálfana ganga eftirlits. og vörzlulausa og ekki varnað því, að þeir væru á fjölförnum þjóðvegi í hættu vegna um- ferðar, auk þess sem umhverfið hafi verið hættulegt, þar sem sjávar- hamrar voru skammt frá veginum. Stefnandi eigi því aðalsök á slys- inu með hirðuleysi sínu, en stefndi hafi sýnt þá varúð og aðgát, sem atvikið gaf tilefni til. Byggir stefndi sýknukröfu sína á þessu. Til vara krefst stefndi þess, að tjóninu verði skipt í hlutfalli við sök hvors um sig. Hann mótmælir því verði, er stefnandi leggur til grundvallar kröfu sinni, sem allt af háu. Þá mótmælir hann og kröfu stefnanda um 500.00 kr. bætur fyrir óbeint tjón og sársauka við missi gripanna. Stefndi hefur haldið því fram, að hann hafi ekið ca. 500 m. vega- lengd á eftir kálfunum, áður en þeir stukku út af veginum, og viður- kennir stefnandi það rétt. Þá hefur stefndi við aðiljayfirheyrslu fyrir dómi talið, að ökuhraðinn hafi verið 10—15 km, miðað við klukkustund. Þykir því verða að leggja atriði þessi til grundvallar í málinu. Í 33. gr. lögreglusamþykktar fyrir Eyjafjarðarsýslu nr. 155 30. júni 1943 er svo kveðið á, að ef gripir hlaupi á undan bifreið eftir vegi, megi bifreiðin ekki aka á eftir þeim með meiri hraða en 10 km og eigi lengri leið en hálfan km í einu. Hefur stefndi því viður- 171 kennt að hafa ekið nokkru hraðar en heimilt er samkvæmt nefndri lögreglusamþykkt og því ekki sýnt fulla aðgát og varkárni, eins og atvikið gaf tilefni til. Þar sem ekki er leitt í ljós, að tjóni hefði ekki orðið afstýrt, þótt stefndi hefði sýnt fulla aðgát og varkárni, þykir stefndi hafa bakað sér bótaábyrgð samkvæmt 34. gr. 1. mgr. bifreiðalaga nr. 23 1941, enda hefur hann viðurkennt, að tjónið hafi orðið af völdum notkunar á bifreiðinni. Hins vegar þykir stefnandi einnig hafa sýnt nokkra óvarkárni með því að láta kálfana hafast við á ógirtu svæði hjá fjölförnum þjóðvegi í grennd við sjávarhamra. Þykir því eftir atvikum rétt að skipta tjóninu þannig, að stefnandi sjálfur beri helming þess. Kemur þá til álita um upphæð tjónsins. Stefnandi hefur upplýst, að fyrst í stað þurfi að gefa kálfunum 5 ltr mjólkur á dag, en þegar frá líði, megi minnka skammtinn nokkuð og gefa mat í staðinn. Mjólkurverð til bænda á þessum tíma var ca. kr. 1.20 fyrir lítra. Þá þykir og mega reikna nokkra upphæð fyrir hirðingu kálfanna. Með hliðsjón af þessu þykir mega reikna uppeldis kostnað kálfanna kr. 550.00 á hvorn, en þar frá dregst niðurlagsverð þeirra, sem þykir hæfilega metið kr. 140.00 fyrir hvorn kálf. Beint tjón stefnanda hefur samkvæmt þessu numið kr. 820.00. Kröfu stefnanda um bætur fyrir tjón vegna tafar á að koma upp arðbærum gripum og um bætur fyrir sársauka kr. 500.00 þykir í hóf stillt og verður tekin til greina að fullu. Samkvæmt þessu hefur tjónið numið samtals kr. 1320.00. Af þeirri upphæð ber að dæma stefnda til að greiða helming, þ. e. kr. 660.00, ásamt 6% ársvöxtum frá 28. marz 1946 til greiðsludags og kr. 200.00 upp í málskostnað. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Þorleifur Sigurbjörnsson, greiði stefnanda, Stefáni Stefánssyni, kr. 660.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 28. marz 1946 til greiðsludags og kr. 200.00 upp í málskostnað innan fimmtán daga frá lösbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 28. marz 1947. Nr. 17/1947 Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs segn Guðmundi Magnússyni. Útivistardómur. Dómur hæstaréttar. Með því að áfrýjandi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, hefur ekki látið mæta í málinu, fellur málssókn þessi niður. 172 Miðvikudaginn 16. april 1947. Kærumálið nr. 3/1946. Árni Sigfússon (Hrl. Gústaf A. Sveinsson) gegn Boga Brynjólfssyni (Hrl. Magnús Thorlacius). Setudómarar bæjarfógeti Guðmundur Í. Guðmundsson og próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar og hrd. Þórðar Eyjólfssonar. Kærður úrskurður stjórnar Lögmannafélags Íslands um þóknun málflutningsmanns. Málinu vísað frá hæstarétti. Dómur hæstaréttar. Með kæru 13. marz 1946, er hingað barst 18. s. m., hefur sóknaraðili skotið til hæstaréttar úrskurði stjórnar Lög- mannafélags Íslands, uppkveðnum 9. s. m., um kröfu varnar aðilja á hendur sóknaraðilja til ákvörðunar endurgjalds fyrir málflutningsstörf Magnúsar hæstaréttarlögmanns Thorla- eius við heimtu skaðabótakröfu sóknaraðilja á hendur her- stjórn Bandaríkja Norður-Ameríku vegna afnota af húsi hans í Vestmannaeyjum. Krefst sóknaraðili þess aðallega, að varnaraðilja verði ekki dæmd nein ómakslaun, en til vara. að þau verði ekki ákveðin hærri en kr. 300.00. Svo krefst sóknaraðili og kærumálskostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Varnaraðili krefst þess, að nefnd ómakslaun verði ákveðin kr. 5000.00, að umboðsmanni sóknaraðilja verði dæmd þyngsta refsing, er lög leyfa, og að sóknaraðilja verði dæmt að greiða kærumálskostnað eftir mati hæstaréttar. Mál þetta er í heild mjög umfangsmikið, og ákvað hæsti- réttur því, að ágrip skyldi gert af málskjölum og málið flutt munnlega fyrir dóminum, sbr. 3. málsgr. 199. gr. laga nr. 85/1936. Vegna forfalla og veikinda málflytjenda, aðallega þó vegna málflytjanda sóknaraðilja, hefur málflutningur ekki getað farið fram fyrr en nú. Ákvað hæstiréttur mál- flutning um formhlið málsins sérstaklega. Með stefnu 11. april 1945 höfðaði varnaraðili mál í hér- aði á hendur sóknaraðilja, m. a. til greiðslu ofannefndra 173 ómakslauna. Á meðan á málarekstri þessum stóð, leitaði varnaraðili álits gjaldskrárnefndar Lögmannafélags Íslands um ómakslaunin og krafðist síðan úrskurðar stjórnar sama lögmannafélags um þau. Hefur sá úrskurður nú verið kærð- ur til hæstaréttar, svo sem áður segir. Með höfðun og áframhaldandi rekstri máls fyrir héraðs- dómi til greiðslu oftnefndra ómakslauna, hefur varnaraðili svipt aðilja færi á því að öðlast um þau úrskurð stjórnar Lögmannafélags Íslands, er kærður yrði til hæstaréttar sam- kvæmt 8. gr. laga nr. 61/1942. Verður því úrlausn stjórnar Lögmannafélagsins einungis skoðuð sem álitsgerð, er ekki verður metin úrskurður samkvæmt nefndri lagagrein. Ber samkvæmt þessu að vísa málinu frá hæstarétti. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir hæsta- rétti falli niður. Umboðsmaður varnaraðilja hér fyrir dómi, Magnús hæstaréttarlögmaður Thorlacius, hefur í greinargerð, sem hann hefur sent hæstarétti, haft óviðurkvæmileg ummæli um Eggert hæstaréttarlögmann Claessen. Ber að víta um- mæli þessi. Dómsorð: Framangreindu kærumáli vísast frá hæstarétti. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður stjórnar Lögmannafélags Íslands 9. marz 1946. I. Með stefnu, útgefinni 11. april 1945, höfðaði sóknaraðili, Bogi Brynjólfsson fyrrverandi sýslumaður mál fyrir bæjarþingi Reykja- víkur gegn varnaraðilja, Árna Sigfússyni kaupmanni, Vestmannaeyj- um, til greiðslu á þóknun og útlögðum kostnaði vegna starfa hrl. Magnúsar Thorlacius fyrir varnaraðilja í sambandi við bótakröfu á hendur herstjórn Bandaríkjahers hér á landi, en kröfu þessa hafði sóknaraðili fengið framselda. — Umboðsmaður varnaraðilja boðaði það í greinargerð, sem lögð var fram í bæjarþinginu þann 30. maí s. l, að hann myndi leita úrskurðar stjórnar Lögmannafélags Ís- lands um það, hvaða endurgjald Magnúsi Thorlacius beri fyrir umrædd störf. Þessa yfirlýsingu ítrekaði umboðsmaður varnaraðilja í bréfi til gjaldskrárnefndar lögmannafélagsins í sambandi við ósk 174 Magnúsar Thorlacius um vottorð gjaldskrárnefndarinnar um upp- hæð þóknunarinnar. Að gefnu þessu tilefni skaut sóknaraðili ágreiningsmáli þessu til stjórnar L. M. F. Í, með bréfi, dags. 12. nóv. s. 1. Stjórnin boðaði sóknaraðilja og málflutningsmann varnaraðilja á sinn fund, og var málið tekið fyrir þann 24. nóvember. Lagði sóknaraðili þá fram greinargerð ásamt afritum skjala þeirra, sem fyrir bæjarþinginu liggja, og skjölum þeim, sem lágu fyrir gjaldskrárnefnd. Gerir hann þá dómkröfu, að þóknun Magnúsar Thorlacius fyrir umrædd störf verði ákveðin kr. 5000.00. Umboðsmaður varnaraðilja vísaði til greinargerða þeirra og ann- arra skjala, sem fyrir liggja af hans hálfu meðal nefndra sagna, og gerði þá dómkröfu, aðallega að stjórnin úrskurðaði, að Magnúsi Thorlacius bæri engin þóknun fyrir greind störf, en til vara, að hon- um yrði ákveðin eigi hærri þóknun en kr. 300.00. Aðiljar lýstu yfir því, að þeir óskuðu ekki að færa frekara fram í málinu, og var það tekið undir úrskurð, að undangenginni árane- urslausri sáttaumleitun. 11. Málavextir eru þeir, að með umboði, dags. 26. janúar 1943, fól varnaraðili Magnúsi Thorlacius að innheimta bætur vegna skemmda á húsi sínu, Skálholti í Vestmannaeyjum, svo og húsaleigu, en hús Þetta hafði fyrst brezka herstjórnin og síðar hin ameríska haft á leigu. Var húsið allmjög skemmt eftir hersetuna. Magnús Thorla- cius hóf viðræður og samningaumleitanir við fulltrúa herstjórnar Bandaríkjanna, og fór fyrsta viðtalið fram þann 1. marz. Lenti Þegar í allmiklu þófi, og var deilt um það m. a., hvort og þá hvenær húsa- leigusamningnum hefði verið sagt upp, hvort Bandaríkjunum bæri að bæta tjón, sem Bretar höfðu valdið, og hversu staðreyna skyldi tjónið af skemmdunum. Hafði fulltrúi herstjórnarinnar á móti þvi, að matsmenn yrðu dómkvaddir til að meta skemmdirnar, og kom beim, honum og M. Th., saman um að leggja til, að aðiljar nefndu sinn manninn hvor til að meta skemmdirnar. Varnaraðilja leizt ekki á þessa tilhögun, og var því ekki horfið að því ráði. Að því er M. Th. skýrir frá í greinargerð sinni til gjaldskrárnefndar, en skýrslu hans um gang málsins hefur ekki verið mótmælt út af fyrir sig, — átti hann fleiri viðtöl við sama Bandaríkjamanninn í marzmánuð;. Hinn 3. apríl átti M. Th. fund með öðrum fulltrúa herstjórnarinnar, sem féllst á, að matsmenn yrðu dómkvaddir, og óskaði þess, að mat- inu yrði flýtt. Með því að þá var ekki vitað um ferð til Vestmanna- eyja á næstunni, símaði M. Th. til varnaraðilja og lýsti fyrir honum, hvernig matsbeiðnin skyldi úr garði gerð, og benti honum á að leita aðstoðar matsdómara um það. Orðalag matsbeiðninnar varð óheppilegt. Fjórir matsmenn voru útnefndir, og er matsgerð þeirra dags. 10. apríl 1943. Mátu þeir skemmdirnar á kr. 73180.20. Setii 175 varnaraðili síðan fram kröfu, að upphæð um kr. 79000.00, og var þar innifalinn matskostnaður og húsaleiga, Í viðtali 3. maí og bréfi 10. maí gagnrýndi herstjórnin matsgerð- ina mjög. Taldi hún, að þar væri metið, hvað kosta myndi fullkomin viðgerð á húsinu, hátt og lágt, en ekki aðeins á skemmdum, sem herinn hafði valdið umfram eðlilegt slit, enda var í matsgerðinni meðal annars gert ráð fyrir viðgerð á þaki vegna ryðbruna. Var þess getið í bréfinu, að verkfræðingar hersins teldu skemmdir þær, er bæta skyldi, nema um 9 þús. krónum. Í 13. gr. leigusamningsins við Bandaríkin er ákvæði um, að ágreiningur um bætur eða skemmdir skuli lagður í gerð sendi- herra Bandaríkjanna og eins af dómendum hæstaréttar. Snéri nú M. Th. sér til dómsmálaráðherra með beiðni um, að hann leitaði eftir því við hæstarétt, hvort hann vildi tilnefna einn dómaranna til slíkrar gerðar. Sú leið reyndist ekki fær, enda hafði ákvæði þetta verið sett að hæstarétti fornspurðum. Í síðari hluta júlímánaðar fór nefnd verkfræðinga frá hersíjórn- inni ííl Vestmannaeyja. Yfirheyrði hún matsmennina og endurskoð- aði matsgerð þeirra. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu, að hæfi- legar bætur fyrir skemmdirnar væru kr. 36574.00, og var sú upp- hæð sundurliðuð í bréfi til M. Th. 30. júlí. Átti M. Th. fjóra fundi með nefnd þessari síðustu dagana í júlí. Í bréfinu var boðin greiðsla á upphæð þessari auk kr. 507.83 í leigu, að áskildu samþykki yfir- hershöfðingjans og tiltekins aðilja í Washington. — M. Th. sendi varnaraðilja bréf þetta, og í símtali 12. ágúst benti hann honum á að fá umsögn matsmannanna um niðurfærslur verkfræðinganefndar- innar. Ekki varð þó úr því að sinni. Nokkru síðar kom annað boð frá herstjórninni um greiðslu á 5000 dollurum (kr, 32363.50), og upp- lýstist þá, að hærri upphæð var óheimilt að greiða nema með sam- þykki Bandaríkjaþings. Fór M. Th. fram á, að umbjóðandi hans mætti taka við þessari upphæð með fyrirvara, en því var neitað. Í bréfi 22. september skýrir M. Th. varnaraðilja frá því, að hann hafi frétt um frumvarpið að lögum nr. 99/1943, og taldi því rétt að bíða átekta. Átti nú M. Th. í bréfaskriftum og viðræðum við herstjórn- ina og varnaraðilja um hrið, og kom það fram, að varnaraðili vildi, að M. Th. sýndi meiri hörku í viðskiptum við herstjórnina. Í nóvemberbyrjun kom varnaraðili til Reykjavíkur. Ræddi M. Th. þá við hann um þá megingalla, sem hann taldi vera á matsgerð hinna dómkvöddu manna, m. a. á fundi með utanrikisráðherra, að sögn M. Th. Síðan skrifaði hann 4. nóvember Friðþjófi Johnsen, héraðs- dómslögmanni í Vestmannaeyjum, og bað hann að hlutast til um, að matsmennirnir yrðu yfirheyrðir fyrir rétti og látnir vinna eið að framburði sínum. Lýsti hann því, hverjir gallar væru á matsgerð- inni að sínum dómi, og óskaði þess, að það yrði skýrt fyrir mats- mönnunum. Jafnframt sendi hann sundurliðun verkfræðinganefndar- 176 innar og úttektargerð á húsinu frá 3. október 1940. Yfirheyrsla matsmannanna fór fram þann 26, nóvember og lyktaði með því, að Þeir staðfestu matsgerð sína að öllu leyti og unnu eið að. Þegar svo var komið, taldi M. Th. óhjákvæmilegt, að nýtt mat færi Íram. Skrifaði hann varnaraðilja um þetta 17. og 18. desember og sendi honum fyrirmynd að nýrri matsbeiðni og fleiri skjöl í því sambandi. Varnaraðili svaraði með símskeyti og neitaði nýju mati, en hélt fast við allar kröfur í samræmi við margnefnda matsgerð. M. Th. skrifaði varnaraðilja um hæl og lagði mjög fast að honum að fara að sínum ráðum. Gat hann þess jafnframt, að hann hefði fengið því áorkað, að herstjórnin sendi fulltrúa til að vera við- staddan yfirmatið, og að yfirmatið myndi því verða siðferðilega skuldbindandi fyrir hana. Varnaraðili neitaði enn og sagði, að annað hvort yrði M. Th. að „krefjast tafarlausrar greiðslu bótanna ásamt viðbættu leigutjóni“ eða hætta ella öllum afskiptum af málinu. Gekk nú enn á viðræðum við herstjórnina um hríð svo og við meðráðamann, sem varnaraðili hafði fengið sér, án þess að neitt ynnist á. Með bréfi 27. marz 1944 lagði varnaraðili fyrir M. Th. að leggja málið fyrir íslenzk-amerísku matsnefndina ogs, ef það yrði árangurslaust, þá að höfða mál gegn ríkissjóði. Næsta dag ritaði M. Th. nefndinni og gerði kröfu um kr. 75380.00. Svar nefndarinnar barst M. Th. um 20. júní. Var það algerlega neikvætt. Skýrði hann varnaraðilja frá þessu í símtali samdægurs, og var þá afráðið, að mál skyldi höfðað gegn ríkissjóði. Fól varnaraðili M. Th. að höfða málið og staðfesti þetta með símskeyti að ósk M. Th. Málið höfðaði M. Th. með stefnu, útgefinni 10. júlí. Þann sama dag kom varnaraðili að máli við M. Th. á skrifstofu hans og bað um að fá afhent nokkur skjöl viðvíkjandi málinu, Færðist M. Th. undan því að afhenda honum frumritin, þar sem herstjórnin hefði óskað viðtals við hann, og hann því þyrfti á skjölunum að halda. Næsta dag ritaði varnaraðili M. Th. bréf og óskaði afhendingar til- tekinna skjala, 10 að tölu, „fyrir kl. 3 e. h. í dag“. Gaf hann jafn- framt þá skýringu, að hann þyrfti á skjölunum að halda vegna til- rauna til lánsútvegunar. M. Th. afhenti ekki skjölin, enda kveðst hann ekki hafa komið í skrifstofuna þenna dag. Næsta dag, 12. júlí, ritaði varnaraðili M, Th. og lýsti því yfir, að þar sem hann hefði ekki afhent sér umbeðin skjöl „svo og af öðrum ástæðum“ afturkallaði hann umboð M. Th. til að gæta hagsmuna sinna í málinu. Bréfi Þessu svaraði M. Th. 21. júlí og skýrði varnaraðilja þá frá málshöf- uninni og lét þess getið, að áfallinn málskostnaður næmi kr. 5594.15. III. Sóknaraðili byggir kröfu sína á því, að samkvæmt fastri venju beri að telja full málflutningslaun áfallin, eftir að M. Th. gaf út stefnuna 10. júlí 1944, en málflutningslaun af málsupphæð milli 70 177 . og 80 þús. krónur nemi 5000 kr. samkvæmt núgildandi gjaldskrá. Þá bendir hann og á, að málinu hafi verið samfara mikið og óvenju- legt erfiði. Varnaraðili byggir kröfur sínar á því í fyrsta lagi, að hér sé um innheimtu að ræða og að M. Th. hafi lýst því yfir, er málið var á byrjunarstigi, að þóknun hans myndi nema ca. 2600 kr., ef öll upp- hæðin samkvæmt matinu innheimtist. Hljóti því þóknunin, ef nokk- ur verður, að verða miklu lægri, þar sem M. Th. hafi ekkert inn- heimt. Í öðru lagi byggir hann kröfurnar á því, að M. Th. hafi ekkert raunhæft aðhafzt í málinu, heldur þvert á móti unnið málstað varn- araðilja stórkostlegt tjón með því að viðurkenna, að matsgerð hinna dómkvöddu manna væri byggð á röngum grundvelli. — Þá mót- mælir hann, að nokkur slík venja sé ríkjandi, sem sóknaraðili heldur fram, sem og því, að heimilt sé að miða við núgildandi gjaldskrá, enda hafi hún ekki öðlazt gildi fyrr en í desember 1944. Það verður ekki á það fallizt, að aðgerðir M. Th. í máli þessu hafi verið slíkar, að þær svipti hann rétti til þóknunar fyrir störf sín. Miklu fremur virðist hann hafa haldið á málinu af lagni, þegar þess er gætt, að lengst af var ekki annars kostur en að fara samn- ingaleiðina, og að jafnvel eftir að lög 99/1943 voru sett, var ekki, meðan M. Th. fór með málið, hægt að fá dómsúrskurð um hærri upphæð en 50 þús. kr. Ekki þykir heldur annað sýnt en að afstaða hans til matsgerðarinnar hafi verið rétt. Kemur þá til álita, hvernig ákvarða skuli þóknunina. Ekki verður á það fallizt, að hér verði höfð hliðsjón af reglunum um innheimtu- laun af kröfum, svo viðamikið og erfitt sem mál þetta reyndist, enda verður ekki talið, að útreikningur M. Th. á innheimtulaunum af matsupphæðinni sé skuldbindandi að þessu leyti. — Á hinn bóginn hefur sóknaraðili heldur ekki gegn mótmælum varnaraðilja sýnt fram á það, að það sé föst venja að telja full málflutningslaun áfallin við úgtáfu stefnu, þegar skjólstæðingur á í hlut. Þykir því verða að meta þóknun M. Th. eftir þeirri fyrirhöfn og vinnu, sem hann lagði í málið. Eins og rakið er hér að framan, að visu aðeins í aðaldráttum, hefur fyrirhöfn M. Th. fyrir málinu verið mjög mikil. Skjöl málsins eru á annað hundrað, þar af nálægt 60 bréf frá M. Th. og til hans. Þá hefur hann átt mikinn fjölda funda, viðræðna og simtala um málið. Einnig ber á það að líta, að þegar málið var af honum tekið, án þess að séð verði, að gildar ástæður hafi verið til, virðist hann hafa verið búinn að leysa af hendi mikinn hluta þeirrar vinnu, sem nauðsynleg var vegna máls- sóknar, Með tilliti til þess, sem nú hefur verið rakið, svo og til hagsmuna þeirra, sem um var að tefla, þykir þóknun Magnúsar Thorlacius fyrir ofangreind störf hæfilega ákveðin kr. 4500.00. Dráttur nokkur hefur orðið á uppkvaðningu úrskurðar þessa. 12 178 Stafar hann af því, að málið er mjög umfangsmikið og að skjölin hafa orðið að ganga á milli dómendanna. Úrskurð þenna kváðu upp Gunnar J. Möller varastjórnandi, Gunn- ar E. Benediktsson og Ágúst Fjeldsted. Þvi úrskurðast: Þóknun hrl. Magnúsar Thorlacius fyrir störf hans í ofan- greindu máli ákveðst kr. 4500.00. Fimmtudaginn 17. april 1947. Nr. 74/1946. Oddný E. Sen (Hrl. Gunnar Þorsteinsson) Segn Ólínu Erlendsdóttur (Hrl. Magnús Thorlacius). Setudómarar hrl. Einar B. Guðmundsson, bæjarfógeti Guðmundur Í. Guðmundsson og próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar, hrd. Jóns Ásbjörns- sonar og hrd. Þórðar Eyjólfssonar. Húsnæðismál. Útburður. Dómur hæstaréttar. Þorsteinn S. Thorarensen, fulltrúi borgarfógeta, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Áfrýjandi, sem skotið hefur máli þessu til hæstaréttar með stefnu 31. mai f. á., krefst þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði úr gildi felldur og stefnda verði dæmt að greiða henni málskostnað bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi hefur krafizt þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði staðfestur og áfrýjanda verði gert að greiða henni málskostnað fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Þegar stefndi sagði áfrýjanda upp húsnæði því, sem hún hafði á leigu í húsinu nr. 6 við Amtmannsstig, hafði dóttir stefnda gengið í hjónaband og átti von á barni. Annar son- ur stefnda bjó þá í herbergi í kjallara hússins, sem er óvist- legt og illa fallið til íbúðar. Var stefnda af þessum sökum brýn nauðsyn að fá til afnota handa börnum sinum hús- 179 næði það, sem áfrýjandi hafði á leigu, og bar áfrýjanda þvi að víkja úr þvi. Ekki varð úr því, að maður sá, sem dóttir stefnda giftist, flyttist til konu sinnar í hús stefnda, en skipti þeirra hjóna fóru svo, að þau skildu að borði og sæng hinn 3. okt. 1946. Stefndi hefur nú ráðstafað húsnæði á efri og neðri hæð hússins með þeim hætti, að stefndi sjálf og annar sonur hennar búa á efri hæð hússins, þar sem áfrýjandi bjó áður, en hinn sonur stefnda og dóttir hennar ásamt barni búa á neðri hæð hússins. Þegar litið er á stærð herbergja í húsinu og virtir heimilishagir stefnda, þykja ekki nú vera fyrir hendi skilyrði samkvæmt 14. gr. laga nr. 39/1943 til að heimila áfrýjanda aftur leiguumráð yfir hús- næði því, sem hún hefur verið borin út úr. Ber því að stað- festa úrskurð fógeta. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir hæsta- rétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Málskostnaður í hæstarétti fellur niður. Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 29. maí 1946. Í máli þessu, sem tekið var til úrskurðar hinn 27. þ. mán., hefur gerðarbeiðandi, Ólína J. Erlendsdóttir, til heimilis Amtmannsstíg 6 hér í bæ, krafizt þess, að gerðarþoli, Oddný E. Sen, verði borin út úr húsnæði því, sem hún hefur undanfarið haft á leigu í ofan- greindu húsi gerðarbeiðanda. Gerðarþoli hefur mótmælt framgangi hinnar umbeðnu gerðar, og lögðu aðiljar málið undir úrskurð fógetaréttarins. Aðiljar hafa hvor um sig krafizt málskostnaðar. Gerðarbeiðandi, Ólina J. Erlendsdóttir, sem hefur átt húsið nr. 6 við Amtmannsstig frá því fyrir árið 1939, hefur þar til afnota 3 herbergi og eldhús á 1. hæð og býr þar ásamt syni sinum Steingrími Jónssyni og dóttur sinni Huldu Jónsdóttur. Í kjallara hússins hefur serðarbeiðandi afnot tveggja herbergja, en aðeins annað þeirra er notað til íbúðar, og býr þar Erlendur Jónsson, sonur gerðarbeið- anda. Gerðarþoli, Oddný E. Sen, hefur á leigu 3 herbergi og eldhús á 2. hæð hússins. Dóttir gerðarbeiðanda, Hulda Jónsdóttir, giftist s. 1. vetur, og eiga þau hjón nú eitt barn. Maður nefndrar Huldu hefur aðeins 180 eitt herbergi til umráða, þar sem hann býr nú. Telur gerðarbeiðandi sér því brýna þörf á auknu húsnæði fyrir þau hjónin. Vegna þessa sagði gerðarbeiðandi gerðarþola upp húsnæðinu frá 14. maí s. 1. að telja, og er uppsögnin dagsett 7. febrúar s. 1. Uppsögn þessi er svo lögð fyrir húsaleigunefnd hinn 14. febrúar, en úrskurður nefnd- arinnar um hana, uppkveðinn 6. apríl s. l., var á þá leið, að upp- sögnin skyldi ekki tekin til greina, nema að því er snerti norðvestur- herbergið af ibúð gerðarþola. Með bréfi, dags. 14. maí s. 1, sneri gerðarbeiðandi sér til fógeta- réttarins og krafðist útburðar á gerðarþola úr öllu húsnæði þvi, er hún hefur á leigu, og byggir gerðarbeiðandi þá kröfu sina á ofan- greindum ástæðum, brýnni þörf sinni fyrir húsnæði serðarþola dóttur sinni og manni hennar til handa. Þá telur hún einnig her- bergi það, er sonur hennar hefur í kjallara hússins, algerlega óibúð- arhæft, en krefst þó ekki sérstaks húsnæðis honum til handa. Gerðarþoli hefur hér fyrir réttinum, sem og fyrir húsaleigu- nefnd, boðið gerðarbeiðanda afnot norðvesturherbergisins af íbúð sinni, en mótmælir því, að gerðarbeiðandi hafi þörf fyrir frekara húsnæði. Fógeti hefur skoðað húsnæði það, er gerðarbeiðandi og fólk henn- ar hefur til afnota, svo og herbergi það, er gerðarþoli hefur boðið gerðarbeiðanda afnot af. Með þeim húsakosti, er gerðarbeiðandi hefur nú til umráða, verður að fallast á það með henni, að illmögu- legt sé fyrir hana að láta dóttur sinni og tengdasyni í té nokkurn veginn sæmilegt húsnæði, sem henni verður þó að teljast brýn þörf á. En eins og áður segir, hefur gerðarþoli boðið gerðarbeiðanda afnot eins herbergja sinna, en jafnvel þó gerðarbeiðandi fengi það herbergi til umráða, verður þó ekki talið, að bætt væri að neinu sagni úr brýnni húsnæðisþörf hennar, meðfram vegna legu her- bergis þessa. Verður því að leyfa framgang hinnar umbeðnu gerðar, en rétt þykir, að málskostnaður falli niður. Því úrskurðast: „ Gerð þessi skal fram fara á ábyrgð serðarbeiðanda. Málskostnaður falli niður, 181 Mánudaginn 21. april 1947. Nr. 78/1946. Guðbjörg Árnadóttir (Hrl. Gústaf A. Sveinsson) Segn Ólafi Bjarnasyni og Önnu Ólfjörð (Hrl. Theódór B. Líndal). Setudómarar hrl. Einar B. Guðmundsson og próf. Ísleifur Árnason í stað hrd. Árna Tryggvasonar og hrd. Þórðar Eyjólfssonar. Urskurður fógetadóms ómerktur. Dómur hæstaréttar. Kristján Kristjánsson, borgarfógeti í Reykjavík, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Áfrýjandi, sem hefur fengið gjafsókn og sér skipaðan tals- mann í máli þessu þann 21. maí f. á., hefur að fengnu áfrýj- unarleyfi 7. júní s. á. skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu 14. s. m. Gerir hann þær dómkröfur, að hinum áfrýi- aða úrskurði verði breytt á þá leið, að lagt verði fyrir fógeta að gera fjárnám í öllum séreignum og hjúskapareignum beggja hinna stefndu hjóna til tryggingar kröfu, að fjárhæð kr. 2423.33 auk vaxta og málskostnaðar, samkvæmt dómi bæjarþings Reykjavíkur 20. marz 1945 í máli áfryjanda gegn stefnda Ólafi. Svo krefst áfrýjandi málskostnaðar fyrir hæstarétti, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Hvernig sem málið fer, krefst hann málssóknarlauna talsmanni sin- um til handa eftir mati hæstaréttar. Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar fyrir hæstarétti úr hendi áfrýjanda til hvors þeirra fyrir sig eftir mati dómsins. Eins og í hinum áfrýjaða úrskurði segir, fer um fjármál binna stefndu hjóna eftir lögum nr. 20/1923. Samkvæmt þeim lögum er hvort hjóna um sig sjálfstæður aðili um fjár- mál sín, og ber annað hjóna ekki ábyrgð á skuldum hins, hvorki með hjúskapareign sinni né séreign, nema sérstök heimild til þess sé fyrir hendi. En úr því, hvort stefnda Anna Ólfjörð beri ábyrgð á umræddri dómskuld, verður aðeins skorið í máli, sem höfðað væri á hendur henni til 182 greiðslu skuldarinnar. En dómur í slíku máli hefur ekki gengið. Verður því fjárnám ekki gert í hjúskapareign hennar né séreign, þegar af þeirri ástæðu, að aðfarargrundvöllur er ekki fyrir hendi, að því er hana varðar. Í máli þessu hefur m. a. verið um það deilt, %vaða munir væru hjúskapareign eða séreign hvors hinna stefndu um sig. En í rekstri málsins fyrir fógetaréttinum hefur áfrýjandi ekki krafizt fjárnáms í sérstaklega tilgreindum munum. Skrá- setning muna eða virðing hefur eigi heldur farið fram. Þar sem það kemur því ekki glöggt í ljós, um hvaða muni er deilt, verður að ómerkja hinn áfrýjaða úrskurð, og visa málinu heim til löglegrar meðferðar í fógetaréttinum. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í hæstarétti falli niður. Málflutningslaun skipaðs talsmanns áfrýjanda hér fyrir dómi, Gústafs A. Sveinssonar hrl., 600 krónur, greiðast úr ríkissjóði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera ómerkur. Málskostnaður í hæstarétti fellur niður. Málflutnings- laun skipaðs talsmanns áfrýjanda, Gústafs A. Sveins- sonar hrl., kr. 600.00, greiðast úr ríkissjóði. Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 31. október 1945. Í máli þessu, sem var að undangengnum munnlegum flutningi tekið til úrskurðar 28. þ. m., krafðist gerðarbeiðandi, Guðbjörg Árna- dóttir, hér í bæ, upphaflega þess, að gert yrði fjárnám hjá gerðar- þolanum Ólafi Bjarnasyni, Lindargötu 32 hér í bænum, til trygg- ingar skuld samkvæmt dómi, uppkveðnum á bæjarþingi Reykja- vikur 20. marz s. 1, í málinu nr. 402/1944: Guðbjörg Árnadóttir gegn Ólafi Bjarnasyni, að upphæð kr. 2423.33 með 6% ársvöxtum frá 11. marz 1943 til greiðsludags og kr. 350.00 í málskostnað svo. og öllum kostnaði við gerð þessa og eftirfarandi uppboð, ef til kem- ur. Er gerð þessi var fyrst tekin fyrir, mætti gerðarþoli Ólafur og lýsti yfir því, að hann væri með öllu eignalaus og að þær eignir, sem til væru á heimili sínu, hefði kona sín, Anna Ólfjörð, allar komið með í búið í upphafi og að frá giftingu þeirra hefði engin eignaaukning orðið í búinu. Krafðist gerðarbeiðandi þess þá, að fjárnámið yrði gert í munum þessum, en því mótmælti gerðarþoli og taldi, að munir þessir stæðu ekki til tryggingar áðurgreindri 183 dómkröfu, sem væri sin persónuleg skuld og til orðin áður en stofn- að var til hjúskapar sins. Við annað réttarhald í máli þessu óskaði kona gerðarþola, Anna Ólfjörð, að fá að ganga inn í málið sem gerðarþoli ásamt manni sínum. Var sú meðalganga leyfð með samþykki umboðsmanns beggja aðilja. Hefur meðalgönguaðilinn gert sömu kröfur og haft uppi sömu mótmæli í málinu sem hinn gerðarþolinn og auk þess krafizt máls- kostnaðar sér til handa. Við munnlegan flutning málsins tók umboðsmaður gerðarþola fram, að framgangi hinnar umbeðnu fjárnámsgerðar væri ekki mót- mælt, að því er varðaði gerðarþolann Ólaf Bjarnason, ef fjárnámið yrði gert í einhverjum þeim verðmætum, sem hann ætti og fjárnámi yrðu tekin fyrir skuldum hans. Snýst því deiluatriði máls þessa um það fyrst og fremst, hvort þær eignir, sem þegar er upplýst að til séu í búi gerðarþola, séu hjúskapareign konunnar eða að einhverju eða öllu leyti hjúskapareign mannsins, og ef svo verður litið á, að þær séu hjúskapareign konunnar, hvort þær standi þá til tryggingar áður- greindri kröfu, þannig að fjárnám verði gert í þeim til tryggingar henni. Af hálfu gerðarbeiðanda er því haldið fram í málinu, að búslóð serðarþola muni a. m. k. ekki að öllu leyti vera hjúskapareign kon- unnar, þar eð maðurinn muni hafa lagt einhverja hluti með sér í búið, en ekki hefur hann bent á, hvaða hluti maðurinn muni hafa lagt til né hvert verðmæti þeirra muni vera. Í öðru lagi hefur gerðar- beiðandi bent á, að gerðarþolinn Anna Ólfjörð sé skrifuð fyrir 1000 kr, hlut í fyrirtækinu Matthildi Björnsdóttur h/f, og hafi hún eign- azt hlut þenna fyrir tæpum tveim árum, og muni hún hafa notað til þess aflafé manns síns, og eigi hlutafjáreign þessi því alls ekki að vera undanskilin fjárnámi fyrir margumræddri kröfu. Enn fremur hefur gerðarbeiðandi haldið fram þeirri skoðun, að allar eignir hjóna, sem ekki eru sérstaklega undanskildar með kaupmála, standi til tryggingar skuld hvors hjónanna sem er án tillits til þess, hvenær til skuldarinnar sé stofnað, og leiði af þessu, að það sé þýðingarlaust fyrir úrslit málsins, hvenær og hvernig serðarþolar hafi eignazt fjármuni sína, þeir standi til tryggingar fjárnámskröfunni allt að einu. Eins og fyrr getur, byggja gerðarþolar mótmæli sín gegn fram- gangi gerðarinnar á því, að gerðarþolinn Anna hafi lagt í bú þeirra hjóna alla húsmuni þeirra, er þau gengu að eigast á árinu 1938, og hafi búslóð þeirra ekkert aukizt síðan. Telja gerðarþolar búslóðina því vera hjúskapareign Önnu samkvæmt 1. mgr. 17. gr. laga nr. 20 frá 20. júni 1923, en af því leiði, að búslóðin standi ekki til trygg- ingar margumræddri fjárnámskröfu, sem til sé orðin, áður en stofn- að var til hjúskapar þeirra. 184 Varðandi hlutabréf það, er áður getur, hefur gerðarþolinn Anna gefið þá skýringu, að hún hafi fengið lánað fé hjá einum eiganda hlutafélagsins, Matthildi Björnsdóttur, til að innleysa hlutabréf Þetta, og sé sú skuld ógreidd enn þá og óvist, hvort hún muni leysa til sín bréfið eða því verði ráðstafað á annan hátt, enda telur hún, að bréfið sé sett Matíhildi Björnsdóttur að handveði fyrir andvirði þess. Vottorð, sem Matthildur Björnsdóttir hefur gefið um þetta atriði, fer mjög í sömu átt og það, sem haldið hefur verið fram af hálfu gerðarþola. Gerðarþolar máls þessa gengu í hjónaband á árinu 1938, og fer því um fjármál þeirra eftir því, sem fyrir er mælt í lögum nr. 20 frá 20. júní 1923, enda verður eigi séð, að þau hafi gert aðra skipun á um þau málefni. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. nýnefndra laga verður allt það, sem annað hjóna á við giftingu eða eignast síðar, hjú- skapareign þess, að svo miklu leyti, sem það ekki er séreign. Í málinu hefur verið lagt fram vottorð þeirra S. Ágústu Magnús- dóttur, Matthildar Björnsdóttur, Margrétar Halldórsdóttur og Jónu B. Svavars, dags. 26. f. m., þess efnis, að öll búslóð gerðarþola hafi fyrir hjónaband þeirra verið eign gerðarþolans Önnu og hafi ekkert við búslóðina bætzt, frá því að til hjúskaparins var stofnað. Vott- orð þetta hefur að vísu ekki verið staðfest fyrir rétti, en því hefur ekki verið mótmælt sem óstaðfestu, en svo sem áður greinir, hefur umboðsmaður gerðarbeiðanda mótmælt því sem röngu, án þess þó að hann hafi bent á nokkrar sérstakar eignir, sem hann telur gerðar- bolann Ólaf hafa lagt til búsins, eða sem til hafi orðið eftir stofnun hjúskaparins. Gegn áðurgreindu vottorði og mótmælum beggja gerð- arþola verður þessi staðhæfing gerðarbeiðanda ekki tekin til greina og verður því að byggja á því, að húsmunir allir séu hjúskapareign gerðarþolans Önnu samkvæmt því, er áður greinir um fyrirmæli 1. mgr. 17. gr. laga nr. 20 frá 1923. Engar líkur hafa verið færðar fram um það, að gerðarþolinn Ólafur hafi lagt fram fé til kaupa á hlut þeim, er áður getur, að gerðarþolinn Anna er skrifuð fyrir í h/f Matthildi Björnsdóttur. Sá hlutur hefur ávallt verið á hennar nafni og verður að byggja á þvi, að hann sé hjúskapareign hennar, á meðan ekki hafa verið færðar líkur að því gagnstæða. Niðurstaða þess, er að framan getur, verður þá sú, að verðmæti Þau, sem um er deilt í máli þessu, hvort fjárnámi skuli taka til tryggingar áðurgreindri dómsskuld, verða að teljast hjúskapareigr gerðarþolans Önnu. Er þá næst að athuga, hverju þessi niðurstaða veldur um framgang hinnar umbeðnu fjárnámsgerðar í munum þessum. Samkvæmt 25. gr. laga nr. 20 frá 1923 ber hvort hjóna um sig ábyrgð á skuldbindingum þeim, sem á því hvíla, bæði með hjúskapar- og séreign sinni, hvort sem þær skuldbindingar eru stofnaðar á undan 185 hjónabandinu eða meðan það stendur. Hér er það ekki nefnt, að annað hjóna beri ábyrgð á skuldbindingum sinum með hjúskapar- eign hins hjónanna, og væri orðalag greinarinnar villandi, ef ætlazt hefði verið til, að svo væri. Þykir því verða að leggja þann skilning í orðalag greinar þessarar, að hvort hjóna um sig beri ábyrgð á skuldbindingum sinum aðeins með séreign og hjúskapareign sinni, enda kemur sá skilningur bezt heim við þann tilgang laganna að veita hvoru hjóna um sig sem óháðastan umráðarétt yfir þeim fjár- munum, sem það eignast, bæði innbyrðis og gagnvart Jja manni. Það er óvéfengt í málinu, að dómskuid sú, sem hér er beiðst fjárnáms fyrir, er til orðin vegna skuldbindingar, sem gerðarþol- inn Ólafur hefur gengizt undir, áður en hann stofnaði til hjú- skapar með gerðarþolanum Önnu. Verður því samkvæmt því, sem að framan er rakið, að synja um hina umbeðnu fjárnámsgerð í munum þeim, sem samkvæmt framanrituðu verða að teljast hjú- skapareign hennar. Hins vegar hefur því ekki verið mótmælt, að gerðin nái fram að ganga, að því er varðar hjúskapar- eða séreign gerðarþolans Ólafs, ef slíkar eignir kynnu að finnast, og ber því að leyfa framgang gerðarinnar, að því er hann varðar. Rétt þykir, að sérstakur málskostnaður, sem leiða kann af þvi, að fjárnám þetta hefur orðið viðameira og kostnaðarsamara en al- mennt gerist um slkar gerðir, falli niður. Því úrskurðast:; Hin umbeðna fjárnámsgerð skal fram fara, að því er varðar gerðarþolann Ólaf, í eigum hans, hjúskapareign eða séreign. Hins vegar ber að synja um, að fjárnámið verði gert í hjú- skapar- eða séreign gerðarþolans Önnu, þar með töldum þeim eignum, sem samkvæmt framanrituðu ber að skoða sem hjú- skapareign hennar. Sérstakur málskostnaður af máli þessu fellur niður, en um venjulegan fjárnámskostnað á hendur gerðarþolanum Ólafi skal fara eftir því, sem ákveðið kann að verða, er gerðinni verður lokið á hendur honum. 186 Mánudaginn 21. april 1947. Nr. 94/1946. Magnús Thorlacius (sjálfur) gegn Guðmundi Sigfússyni (Hrl. Garðar Þorsteinsson). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Deilt um þóknun málflutningsmanns. Dómur hæstaréttar. Bogi Brynjólfsson fyrrverandi sýslumaður var sóknar- aðili máls þessa í héraði, og áfrýjaði hann því með stefnu 12. júlí f. á. Síðar eignaðist Magnús hæstaréttarlögmaður Thorlacius kröfu þá á hendur stefnda, er mál þetta er risið af. Krefst hann þess, að stefnda verði dæmt að greiða honum kr. 1749.70 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. júni 1944 til greiðslu- dags og málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar hins áfryjaða dóms og máls- kostnaðar í hæstarétti úr hendi áfrýjanda eftir mati dómsins. Eftir því, sem upp er komið í málinu, þykir áfrýjandi eigi hafa kynnt sér málavexti nógu rækilega, áður en hann höfðaði mál það, er stefndi fól honum. Þá verður og að telja, að honum hafi verið skylt að rannsaka nánar en hann gerði, hver gögn mátti fá í málinu, áður en hann lét það niður falla. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með skir- skotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum verður áfrýjandi dæmdur til að greiða stefnda málskostnað fyrir hæstarétti, er þykir hæfi- lega ákveðinn kr. 900.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Magnús Thorlacius, greiði stefnda. Guð- 187 mundi Sigfússyni, kr. 900.00 í málskostnað fyrir hæsta- rétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 15. júní 1946. Mál þetta, er dómtekið var 7. þ. m., hefur Bogi Brynjólfsson fyrrverandi sýslumaður, hér í bæ, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 14. september 1945, gegn Guðmundi Sigfússyni bú- stjóra, Brúsastöðum í Þingvallahreppi, til greiðslu skuldar að fjár- hæð kr, 1749.70 með 6% ársvöxtum frá 1. júní 1944 til greiðslu- dags og málskostnaðar að skaðlausu. Stefndi hefur krafizt þess, að honum verði einungis gert að greiða stefnanda kr. 49.70. Þá hefur hann krafizt málskostnaðar sér til handa að mati dómarans úr hendi stefnanda. Málavextir eru þessir: Árið 1943 fól stefndi í máli þessu Magnúsi hæstaréttarlögmanni Thorlacius, hér í bæ, innheimtu skuldar, er hann taldi sig eiga hjá Stefáni Thorarensen lyfsala, hér í bænum. Hinn 24. september þ. á. höfðaði hæstaréttarlögmaðurinn mál á hendur lyfsalanum til greiðslu kaupeftirstöðva og skaðabóta að fjár- hæð kr. 16783.40 með 6% ársvöxtum frá 1. júní 1943 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Mál þetta var þingfest á bæjarþingi Reykjavíkur hinn 30. s. m., en sökum formgalla var það hafið 18. nóvember 1943. Með stefnu, útgefinni 27. nóvember s. á., höfðaði hæstaréttarlögmaðurinn enn mál á hendur lyfsalanum og hafði uppi sömu dómkröfur og í fyrra málinu. Stefndi í því máli krafðist sýknu og höfðaði jafnframt gagnsök til greiðslu á ofgreiddu kaupi og skaða- bótum að fjárhæð kr. 4048.91, Lyktir máls þessa urðu þær, að stefndi greiddi utanréttar kr. 300.00 í málskostnað, en allar aðrar kröfur féllu niður, og er málið skyldi næst tekið fyrir á bæjarþinginu þann 11. maí 1944, lét hvorugur aðilja sækja þing, og var málið þá hafið ex officio. Nefndur hæstaréttarlögmaður taldi, að sér bæri þóknun fyrir starf sitt Í sambandi við mál þetta, svo og endurgreiðsla fyrir útlögð gjöld við það, samtals kr. 2049.70, að frádregnum fyrrnefndum kr. 300.00 eða kr. 1749.70. Stefnandi máls þessa hefur fengið kröfu þessa framselda og haft uppi fyrrgreindar dómkröfur. Stefndi byggir dómkröfur sínar á því, að með fyrrnefndum 300 krónum hafi hæstaréttarlögmaðurinn fengið fyrirhöfn sína við málið að fullu greidda, sérstaklega þegar þess sé gætt, að málið var aldrei flutt, hvorki munnlega né skriflega. Þá sé og þess að gæta, að hæstaréttarlögmaðurinn hafi upp á sitt eindæmi hætt við máls- 188 sóknina án þess að skýra umbjóðanda sínum frá því eða leita hans samþykkis til þeirra ráðstafana. Stefnandi skýrir hins vegar svo frá, að hæstaréttarlögmaðurinn hafi fengið rangar upplýsingar hjá umbjóðanda sínum, er hann hóf málssóknina. Er hann hafi fengið að vita hið sanna í málinu, hafi hann séð, að þýðingarlaust hafi verið að halda málinu áfram, þar eð augljóst hafi verið, að málið ynnist ekki. Hafi hann þvi látið málið falla niður og ekki fundizt ástæða til að leita samþykkis um- bjóðanda sins til þess, þar eð slík ráðstöfun felist í umboði hans til meðferðar málsins. Gegn eindregnum andmælum stefnda hefur stefnandi ekki fært neinar sönnur á, að stefndi í máli þessu hafi gefið nefndum hæsta- réttarlögmanni rangar upplýsingar í margnefndu máli. Þá verður og að fallast á það með stefnda, að í málflutningsumboði hæsta- réttarlögmannsins hafi ekki, gagnvart stefnda, falizt heimild til að fella niður málssókn, án þess að stefnukrafan væri greidd. Þegar þessi atriði eru virt og þess gætt, að þegar hafa verið greiddar kr. 300.00 í þóknun fyrir starfa þenna, þykir stefndi ekki verða krafinn frekari þóknunar í þessu efni. Úrslit málsins verða því þau, að stefnda verður einungis gert að greiða stefnanda útlögð dómgjöld, kr. 49.70, með 6% ársvöxtum frá stefnudegi. Eftir öllum avikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. ' Einar Arnalds borgardómari kvað upp dóminn. Dómsorð: Stefndi, Guðmundur Sigfússon, greiði stefnanda, Boga Brynj- ólfssyni, kr. 49.70 með 6% ársvöxtum frá 14. september 1945 til greiðsludags, en málskostnaður falli niður. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 189 Miðvikudaginn 23. april 1947. Nr. 51/1946. Réttvísin (Hrl. Gústaf A. Sveinsson) segn Einari Birni Sigvaldasyni og Lárusi Sigur- vin Þorsteinssyni (Hrl. Lárus Jóhannesson). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Landráð. Dómur hæstaréttar. Bandaríki Norður-Ameríku fóru samkvæmt samningi frá 10. júlí 1941 með hervernd Íslands á þeim tíma, þegar ákærðu játuðust undir að fremja njósnir á Íslandi. Á þess- um tíma höfðu Bandaríkin gerzt styrjaldaraðili, og mátti því telja ófrið vofa yfir Íslandi, þótt það land væri ekki þátttakandi í styrjöldinni. Fræðsla, er veitt væri óvinaríki Bandaríkjanna um atvik á Íslandi, er þýðingu hefðu í hern- aði, miðaði þess vegna að því að veikja viðnámsþrótt ís- lenzka ríkisins. Loforð ákærðu um:að framkvæma slíkar njósnir varða því, þótt ekki kæmi til efnda þeirra, við 2. mgr. 89. gr. laga nr. 19/1940 auk 93. gr. sömu laga. Högum ákærðu var þannig háttað, er þeir gáfu framangreind lof- orð, að þeir máttu búast við harðræðum, ef þeir synjuðu. Leiðir þetta til þess, að refsingu þeirra ber að ákveða með hliðsjón af 6. tölulið 74. gr. laga nr. 19/1940, en hins vegar verður ekki lögð til grundvallar sú staðhæfing þeirra, að þeir hafi gefið loforðin án þess að ætla sér að efna þau, enda nutu þeir um langan tima launa frá Þjóðverjum og voru sendir af þeim á skipi útbúnu njósnartækjum frá Noregi til Íslands. Refsing hvors hinna ákærðu þykir hæfilega ákveðin fang- elsi 14 mánuði. Samkvæmt lögjöfnun frá 76. gr. sbr. 4. mgr. 8. gr. laga nr. 19/1940 svo og samkvæmt 76. gr. beinlínis ákveðst, að varðhaldsvist ákærðu vegna máls þessa bæði er- lendis og hér á landi komi í stað refsingar. Ákvæði héraðsdóms um sviptingu réttinda og málskostnað í héraði staðfestast. Ákærðu greiði in solidum allan áfrýjunarkostnað sakar- 190 innar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, kr. 1500.00 til hvors. Dómsorð: Ákærðu, Einar Björn Sigvaldason og Lárus Sigur- vin Þorsteinsson, hafa unnið til 14 mánaða fangelsis hvor, en varðhaldsvist þeirra vegna máls þessa bæði erlendis og hér á landi skal koma í stað refsingar. Ákvæði héraðsdóms um svipting réttinda og máls- kostnað í héraði staðfestast. Ákærðu greiði in solidum allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarlög- mannanna Gústafs A. Sveinssonar og Lárusar Jóhannes- sonar, kr. 1500.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 12. febrúar 1946. Ár 1946, þriðjudaginn 12, febrúar, var í aukarétti Reykjavíkur, sem haldinn var í skrifstofu réttarins af Bergi Jónssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 3649—50/1945: Réttvísin gegn Einari Birni Sigvaldasyni og Lárusi Sigurvin Þorsteinssyni. Málið er höfðað gegn ákærðu að fyrirlagi dómsmálaráðuneytisins fyrir brot gegn X. kafla almennra hegningarlaga. Það var dómtekið 17. október s. 1. Ákærðu eru Einar Björn Sigvaldason hljómsveitarstjóri, til heim- ilis Lindargötu 27 hér í bænum. Hann er fæddur 10. ágúst 1916. Hann hefur sætt eftirfarandi refsingum: 1930 1%% Réttarsátt, sekt 5 kr. fyrir lögreglubrot. 1933 1% Aðvörun fyrir brot á Þbifreiðalögunum. 1935 1%4 Sætt, 25 kr. sekt fyrir of hraðan og ógætilegan bifreiðar- akstur. 1935 ?%, Kærður fyrir umferðarslys. En ekki talin ástæða til mál- sóknar. Lárus Sigurvin Þorsteinsson sjómaður, til heimilis Njarðargötu 29 hér í bæ. Hann er fæddur 14. april 1916 á Ísafirði og hefur hvorki sætt kærum né refsingu fyrr. Aðfaranótt mánudagsins 17. april 1944 tóku ákærðu land á Raui- 191 arhöfn. Komu þeir hingað tveir einir frá Noregi á 20 tonna mótor- bát. Báturinn fórst í ís, er var þar á höfninni, síðar um daginn. Voru þeir hingað sendir af þýzku leyniþjónustunni, svo sem síðar segir. Þeir voru þegar í stað handteknir af brezkum setuliðsmönn- um á Raufárhöfn, fluttir til Englands og hafðir þar í haldi, unz þeir voru framseldir íslenzku ríkisstjórninni hinn 3. ágúst s. l., til þess að mál gegn þeim yrði rekið hér á landi. Ákærði Einar Björn Sigvaldason hafði dvalið í Kaupmannahöfn um nokkurra ára skeið. Í janúar 1943 dvaldi hann á heimili kunn- ingja sins í Kaupmannahöfn, Var hann þá atvinnulaus og nýskil- inn við konu sína og hafði mikinn hug á að komast heim til Íslands. Þarna kom maður, er nefndi sig Hans, til að heimsækja hann og bauðst til þess að hjálpa honum að fara til Íslands. Ekki gaf hann frekari skýringar á þessu, en ympraði þó á því, að fá upplýsingar um verðlag á Íslandi og þess háttar. Ákærði ákvað að athuga þetta nánar. Varð það úr, að hann fór til Þýzkalands að fyrirlagi þessa manns í þeim tilgangi að fá frekari upplýsingar þar. Þar tók á móti honum maður, er ákærði síðar fékk að vita, að væri starfsmaður þýzku leyniþjónustunnar. Hann var strax látinn fara að læra hitt og þetta, er við kom loftskeytatækni, en fékk ekki frekari upplýs- ingar um starf það, sem honum var ætlað að inna af höndum. Hann segir, að sér hafi nú orðið það skjótlega ljóst, að þarna var um leyniþjónustuna þýzku að ræða og honum væri ætlað að starfa fyrir hana á Íslandi. Kveðst hann hafa ráðgazt um það við félaga sinn einn við námið, hvort unnt væri að losna úr þessu, en hinn taldi það ekki fært, úr því sem komið væri. Kveðst hann þá ekki hafa þorað að minnast á slíkt við þá, er fyrir þessu námi stóðu. Ákærða var skipað að ganga undir nafninu Sörensen og fékk mán- aðarlega lífeyri, Um sumarið fékk ákærði frí til að fara til Kaupmannahafnar. Þar var honum sagt að setja sig í samband við meðákærða Lárus Þorsteinsson. Átti hann að biðja Lárus að finna ákveðinn mann og annað ekki. Ákærði kveðst hafa fundið Lárus og falað hann þegar í stað til þess að fara með sér til Íslands og kvað Þjóðverja mundu útvega farkost og sagði honum af þjónustu sinni hjá Þjóðverjum. Lárus sló til og réðist þegar í þetta með ákærða Einari. Lárus Þorsteinsson var farmaður á erlendu skipi í byrjun styrj- aldarinnar. Er innrás í Noreg var gerð, var hann á sænsku skipi, er lenti í Lervik og var þar stöðvað af Þjóðverjum. Eftir það fór hann til Danmerkur og var síðan á ýmsum skipum í Danmörku og Þýzkalandi. Því næst dvaldi hann um nokkurt skeið á heilsuhælum í Danmörku sakir berkla, en fór þá að stunda nám á loftskeyta- skóla í Kaupmannahöfn og var við það nám, er Einar hitti hann. Lárus hefur skýrt frá því, að er þeir Einar hittust, hafi þeir drukkið sig kennda, og kveðst hann þá hafa haft orð á því við 192 Einar, að hann gæti komið honum yfir til Svíþjóðar. Kveðst hann hafa haft samband við menn, er stunduðu flutninga þangað. Þegar Einar stakk upp á því, að hann færi með honum til Íslands fyrir Þjóðverja, segist ákærði hafa játað því, enda hafi hann verið orðinn leiður á dvölinni ytra, og heilsa sin hafi verið slæm. Eftir það kveðst hann ekki hafa þorað að draga sig út úr Þessu, þar sem Einar hafði sagt honum allt frá þessum fyrirætlunum og vissi um samband hans við þá menn, er stunduðu Svíþjóðarflutninga. Þeir félagar stunduðu nú nám sitt áfram, Lárus gekk á loftskeyta- skólann eins og áður, en hafði nú laun fyrir frá Þjóðverjum. Einar fór til Berlínar og stundaði nám sitt þar. Þegar kom fram á árið 1944, fóru þeir að búast til Íslandsferðar. Segjast þeir hafa lagt áherzlu á það að fá mótorbát til að fara á. Þeir voru kvaddir til Berlínar til að láta prófa sig. Fór prófið svo, að Lárus þótti ekki hæfur til að fara. Þeir segjast þó hafa lagt svo ríka áherzlu á að fara sem fyrst, að það var eftir þeim látið. Var þeim fenginn greind- ur mótorbátur í Bergen, og lögðu þeir út frá Moldö í Noregi. Voru beim fengin senditæki, er lóðuð voru innan í olíubrúsa og olía látin ofan á, svo brúsarnir litu út eins og venjulegir olíubrúsar. Það var lagt fyrir ákærðu að setja upp veðurathugunarstöðvar, aðra á Norðurlandi, en hina í nágrenni Reykjavíkur, og senda með senditækjunum veðurfregnir til Þýzkalands. Einar segir, að gert hafi verið ráð fyrir því, að síðarmeir kynnu þeir að senda fleiri fréttir, og yrði það lagt fyrir þá síðar í gegn um loftskeytastöðv- arnar. Lárus segir, að ekki hafi verið nefnt við sig að senda annað en veðurfregnir, Þá var gert ráð fyrir, að Þjóðverjar sendu þeim /arahluti með flugvélum, og benti Lárus á Veiðileysufjörð til þess að kasta þessu niður, og var ráð fyrir því gert, að það yrði gert í maimánuði. Eins og áður segir, fengu ákærðu báðir mánaðarlegar greiðslur til að lifa fyrir frá því, er þeir komust í samband við Þjóðverjana. Áður en þeir fóru, fengu þeir hvor um sig 5000 krónur til þess að út- búa sig fyrir. Einar kveðst hafa haft orð á því, að þeir þyrftu ekki þá peninga, þar sem þeir hefðu bátinn og gætu selt hann, en Þjóð- verjarnir vildu láta þá hafa greiðsluna. Það er samhljóða frásögn ákærðu, að þeir hafi fljótlega komið sér saman um að nota Þjóðverjana til þess að láta sér í té farkost heim, en inna ekki af höndum erindi þau, er Þjóðverjarnir legðu fyrir þá. Segja þeir það hafa verið ætlun sina að gefa sig upp við ís- lenzk yfirvöld, strax og þeir kæmu til Íslands. Vakti það og fyrir Þeim, er þeir komu til Raufarhafnar, enda þótt svo verkaðist, að þeir væru handteknir af setuliðsmönnum. Ákærðu segjast hafa fleygt fyrir borð senditækjunum, er þeir voru komnir á Raufarhöfn. Fyrr Þorðu þeir það ekki af ótta við þýzk eftirlitsskip, er kynnu að stöðva þá. 193 Málavöxtum hefur nú verið lýst eftir frásögn ákærðu, enda ekki um önnur gögn að ræða í málinu. Verður því að leggja hana til grundvallar dómi, enda þykir ekki ástæða til að rengja, að rétt sé frá skýrt í meginatriðum. Eins og hér að framan hefur verið rakið, hafa ákærðu gengið í Þjónustu erlends ríkis, Þýzkalands, til þess að framkvæma njósnir hér á landi. Varðar það við 93. gr. almennra hegningarlaga. Af frásögn þeirra sjálfra verður það ráðið, að þeir hafi gengið út í þetta án þess að gera sér grein fyrir því, hvað beir voru að gera eða hvert hlutverk þeim var ætlað og haldið áfram fyrir hræðslu sakir eða þvingunar. Ber að taka tillit til þess við ákvörðun refs- ingar samkvæmt 74. gr. 6. tl. almennra hegningarlaga. Þá verður og að leggja til grundvallar þá frásögn þeirra, að þeir hafi samþykkt það sín á milli að framkvæma ekki erindi sín, eftir að til Íslands væri komið. Með hliðsjón af þessu þykir refsing þeirra hæfilega ákveðin 8 mánaða fangelsi. Ákærðu voru í haldi Þrezkra hernaðaryfirvalda frá 17. apríl 1944 og fram til 3. ágúst 1945. Þá voru þeir úrskurðaðir í gæzlu- varðhald og sátu í því til 14. s. m. Með tilliti til þessarar löngu frelsissviptingar þykir mega ákveða, að refsivist þeirra falli niður samkvæmt 76. gr. almennra hegningarlaga beinlínis og analogice. Þá ber að svipta ákærðu kosningarrétti og kjörgengi til opinberra starfa og annarra almennra kosninga frá lögbirtingu dóms þessa að telja samkvæmt 68. gr. almennra hegningarlaga. Ákærðu greiði in solidum allan kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs talsmanns síns hér fyrir réttinum, Lárusar Jóhannessonar hæstaréttarlögmanns, er ákveðast kr. 1200.00, Málið hefur verið rekið vítalaust. Dráttur sá, sem orðinn er á dómsuppsögn, stafar af önnum við embættið. Dómsorð: Ákærðu, Einar Björn Sigvaldason og Lárus Sigurvin Þor- steinsson, sæti fangelsi í 8 mánuði. Með tilliti til langvarandi frelsissviptingar þeirra undir rekstri málsins skal refsivist þeirra falla niður. Ákærðu skulu sviptir kosningarrétti og kjörgengi til opin- berra starfa og annarra almennra kosninga frá lögbirtingu dóms þessa að telja. Ákærðu greiði allan kostnað sakarinnar in solidum, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs talsmanns síns hér fyrir rétt- inum, Lárusar Jóhannessonar hæstaréttarlögmanns, kr. 1200.00. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. 13 194 Miðvikudaginn 23. april 1947. Nr. 142/1946. Knútur Þorsteinsson (Hrl. Sveinbjörn Jónsson) gegn Bæjarstjóranum á Seyðisfirði f. h. Seyðis- fjarðarkaupstaðar (Hrl. Lárus Jóhannesson). Setudómari hrl. Einar B. Guðmundsson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Ágreiningur um heimilisfang. Dómur hæstaréttar. Hinn áfrýjaði úrskurður er upp kveðinn af Hjálmari Vil- hjálmssyni, bæjarfógeta á Seyðisfirði. Áfrýjandi, sem skotið hefur máli þessu til hæstaréttar nieð stefnu 25. október 1946, krefst þess, að heimilisfang hans verði talið að Úlfsstöðum í Loðmundarfjarðarhreppi frá 7. október 1945 til 6. maí 1946. Svo krefst hann og máls- kosinaðar úr hendi stefnda í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst hins vegar staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar fyrir hæstarétti úr hendi áfrýjanda eftir mati dómsins. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða úrskurðar þykir mega staðfesta hann. Eftir úrslitum málsins ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda 500 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti. Dómsorð: Hinn. áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Áfrýj- andi, Knútur Þorsteinsson, greiði stefnda, bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar f. h. bæjarsjóðs, 500 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður lögregluréttar Seyðisfjarðarkaupstaðar 20. ágúst 1946. Með bréfi, dags. 4. júní 1946, til bæjarfógetans á Seyðisfirði krefst bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar þess, að kveðinn verði upp úr- skurður um heimilisfang Knúts Þorsteinssonar kennara samkvæmt 195 lögum nr. 95 frá 28. júni 1936. Í lögregluréttarhaldi 1. ágúst s. 1. orðar bæjarstjóri kröfu sína nánar svo, að óskað sé úrskurðar un. heimilisfesti Knúts á tímabilinu í. september 1945 til jafnlengdar 1946. Réttarrannsókn fór fram í máli þessu í lögreglurétti hinn 1. þ. m., og var málið þá tekið til úrskurðar. Vegna fjarveru dómarans í þingaferðum og vegna annarra embættisanna í því sambandi er úrskurður í máli þessu ekki felldur fyrr en í dag. Við niðurjöfnun útsvara í Seyðisfjarðarkaupstað á síðastliðnum vetri var lagt 1500 króna útsvar á Knút Þorsteinsson kennara. Hann er maður einhleypur og var settur kennari við barnaskólann í Seyðisfjarðarkaupstað frá 1. september 1945 til jafnlengdar 1946 og dvaldi þar samfleytt við barnakennsluna frá 7. október 1945 til 6. eða 7. maí 1946, að undanteknum jóla- og páskalevfum, en til starfa við barnaskólann kveðst hann aðeins hafa ráðizt í sjö mánuði. Knútur kærði útsvarið og krafðist þess, að það yrði fellt niður, vegna þess að hann ætti ekki lögheimili í Seyðisfjarðarkaupstað, heldur að Úlfsstöðum í Loðmundarfjarðarhreppi. Þar skilaði hann framtali til skatts fyrir árið 1945, og þar var lagt á hann útsvar nú í sumar, að fjárhæð kr. 406.00. Niðurjöfnunarnefnd synjaði kröfu Þessari, og skaut Knútur þá kærunni til yfirskattanefndar, en hún frestaði meðferð málsins vegna framkomins bréfs bæjarstjórans. dags. 4. júní s. l, þar sem beiðst er úrskurðar um heimilisfang Knúts, eins og að ofan greinir. Eins og þegar hefur verið rakið, dvaldi Knútur í Seyðisfjarðar- kaupstað frá 7. október 1945 til 6—7. maí 1946 og stundaði þar stöð- uga atvinnu við barnakennslu í barnaskólanum, nema í jóla- og páskaleyfum, sem eigi virðist skipta máli, Leiðir af þessu að telja verður heimilisfang hans í Seyðisfjarðarkaupstað á þessum tíma. Úrskurðar var beiðst um heimilisfang Knúts frá 1. september 1945 til jafnlengdar 1946. En þar eð telja má, að heimilisfang Knúts á tímabilinu 1. september 1945 til 6. október 1945 og 7. maí 1946 til 1. september 1946 skipti engu máli um það, hvort rétt var að leggja útsvar á hann í Seyðisfjarðarkaupstað við síðusu niðurjöfnun, en sú er raunverulega orsökin til kæru bæjarstjórans, þykir mega ganga fram hjá því, að ákveða heimilisfang Knúts á þessum tímabilum. Því úrskurðast: Heimilisfang Knúts Þorsteinssonar kennara var í Seyðis- fjarðarkaupstað frá 7. október 1945 til 6. maí 1946. 196 Föstudaginn 25. april 1947. Nr. 25/1939 Gísli Vilhjálmsson (Hrl. Gunnar Þorsteinsson) segn Eggert Claessen f. h. Poul Salomonsen og gagnsök (Hrl. Gústaf A. Sveinsson). Setudómarar próf. Ólafur Lárusson og hrl. Th. B. Líndal í stað hrd. Árna Tryggva- sonar og hrd. Jóns Ásbjörnssonar. Fébótamál vegna vanefnda forsölusamnings um sild. Dómur hæstaréttar. Jón Steingrímsson, sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Aðaláfrýjandi hefur að fengnu áfrýjunarleyfi 20. febrúar 1939 skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu 4. marz s. á. Krefst hann þess, aðallega að hann verði algerlega sýknaður, en til vara, að skaðabætur verði færðar niður í kr. 897.50, og til þrautavara, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur, að því er varðar skaðabætur. Loks krefst hann og málskostnaðar bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Gagnáfrýjandi hefur að fengnu áfrýjunarleyfi 21. febrúar 1939 áfrýjað málinu með stefnu 13. marz s. á. Krefst hann þess, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum danskar krónur 17050.00 ásamt 5% ársvöxtum frá 30. janúar 1936 til greiðsludags. Svo krefst hann og málskostnaðar í héraði að skaðlausu og málskostnaðar í hæstarétti eftir mati dómsins. Aðaláfrýjandi var staddur í Kaupmannahöfn vorið 1935. Kom hann þá að máli við gagnáfrýjanda og gerði honum kost á sildarkaupum. Hinn 6. júní s. á. sendi aðaláfryj- andi, sem þá var staddur í Bergen, gagnáfrýjanda með vísun til samtals aðilja tilboð um sölu síldar, sem veidd skyldi þá um sumarið fyrir norðurströnd Íslands. Var i tilboðinu tilgreint magn sildarinnar, 500 tunnur, teg- undir hennar og verkun, svo og afhendingarstaður og 197 greiðsluskilyrði. Eitt ákvæði tilboðsins hljóðaði svo: „„Garanteret Levarance“, þ. e. ábyrgð tekin á afhendingu. Er gagnáfrýjandi fékk tilboð þetta, sendi hann hinn 8. júní s. á. aðaláfrýjanda símskeyti, þar sem hann kveðst til að byrja með samþykkja kaup á sildarmagni, sem hann nú tiltók 425 tunnur og var því nokkru minna en aðaláfrýjandi hafði boðið fram. Jafnframt lýsti gagnáfrýjandi því í sím- skeytinu, að bréf frá sér væri væntanlegt. Bréf þetta var dagsett sama dag og skeytið. Fylgdi því uppkast að samn- ingi, sem gagnáfrýjandi hafði samið og undirritað var af Lonum. Var í samningsuppkastinu tiltekið sama sildarmagn og Í símskeytinu og auk þess hafði samningsuppkastið að geyma ýmis ákvæði, sem viku í veigamiklum atriðum frá tilboði aðaláfrýjanda. Var í samningsuppkastinu m. a. sleppt ákvæðinu: „Garanteret Leverance“. Aðaláfrýjandi undir- ritaði samningsuppkastið, og varð það því samningur aðilja. Getur framangreint ábyrgðarákvæði þess vegna engin áhrif haft á ábyrgð aðaláfrýjanda á efndum samningsins. Þrír sænskir sildarkaupendur hafa borið vætti í máli þessu og staðfest það með eiði sinum. Höfðu þeir fram til þess tíma, er þeir báru vætti, annazt sildarkaup á Íslandi um margra ára skeið, og voru þar umboðsmenn sænskra fyrir- tækja, sem samanlagt keyptu 65—70% af saltsild, krydd- sild og sykursild, sem seld var frá Íslandi, að matjessild undanskilinni. Síldarkaupendur þessir lýstu því í vætti sínu, að það sé föst viðskiptavenja í sildarkaupum hér á landi, að kaupandi krefjist ekki skaðabóta af seljanda vegna vanefnda forsölusamnings, er stafa af aflabresti. Formaður sildar- útvegsnefndar hefur í bréfum 4. maí 1936 og 27. febrúar 1937 staðhæft, að slík venja ríki í þessum viðskiptum. Þá hafa og í málinu komið fram fleiri gögn, er hníga í sömu átt. Skýrslur þessar og vætti þykja sanna, að framangreind viðskiptavenja gildi hér á landi, og ber því að leggja hana til grundvallar við úrlausn málsins, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1922. Það er fullvíst, að íslenækir sildarseljendur og þar á meðal aðaláfrýjandi gátu ekki nándar nærri efnt að fullu forsölu- samninga um síld 1935. Hinir áðurgreindu sænsku síldar- 198 kaupendur hafa m. a. lýst því, að þeir hafi einungis fengið frá 10—30% þeirrar sildar, sem þeir höfðu samið fyrirfram um kaup á sumarið 1935. Þykir með vætti sænsku síldar- kaupendanna og annarra vitna og með vísun til gagna máls- ins fullsannað, að aðaláfrýjandi hafi haft í mesta lagi til umráða 30% af þeirri síld, sem hann þurfti til að efna for- sölusamninga sina. Aðaláfrýjandi telur, að sér hafi verið óskylt að láta gagnáfrýjanda fá af þeirri síld, er hann, þ. e. aðaláfrýjandi, hafði undir höndum, þar sem hann hafs samið við nafngreindan mann, sem farið hafi með fyrir- svar gagnáfrýjanda, á þá leið, að gagnáfrýjanda skyldi afhent til efnda á samningi aðilja sild af afla tiltekins báts, sem gerður var út frá Sauðárkróki, en á bát þessum veiddist engin síld til söltunar sumarið 1935. Þessi málsástæða aðal- áfrýjanda getur ekki orðið tekin til greina, þar sem það er ósannað gegn neitun gagnáfrýjanda, að téður þriðji maður hafi haft umboð hans til slíks samnings. Niðurstaðan af því, sem rakið var, er sú, að aðaláfrýjandi hafi átt að láta gagnáfrýjanda fá hlutfallslega af þeirri síld, sem aðaláfrýjandi réð yfir til efnda á forsölusamningum, en eins og gögnum málsins er háttað, verður að miða við, að það hafi verið 30% þess magns, er forsölusamningar hljóð- uðu um, enda hefur aðaláfrýjandi ekki fært sönnur á nein þau atvik, er leysi hann undan þessari skyldu. Verður hann því að bera hallann af því, að hann gerði þetta ekki. Sam kvæmt þessu ber honum að svara gagnáfrýjanda 30% af fullum efndabótum. Aðaláfrýjandi hefur haldið því fram, að gagnáfrýjandi geti ekki átt kröfu til hárra bóta, þar sem hann hafi lýst því í bréfi sínu 8. júní 1935, að hann hafi selt síldina „með ringe Avance“, þ. e. með litlum hagnaði. Gagnáfrýjandi staðhæfir, að þessi ummæli sín hafi ekki verið sannleikanum sam- . kvæm, hann hafi alls ekki selt sildina, heldur ætlað hana til vinnslu í sjálfs sín verksmiðju. Ekki þykir, eins og á stend- ur, rétt við ákvörðun skaðabóta að taka tillit til nefndra ummæla gagnáfrýjanda í bréfinu 8. júní 1935, enda bar að- aláfrýjandi málsástæðu þá. sem greind var, ekki fyrir sig 199 fyrr en eftir að málið var tekið til meðferðar af nýju í hér- aði eftir ómerkingu þess í hæstarétti. Þar sem gögn málsins leiða ekki til annars, þykir bera að ákveða skaðabætur samkvæmt 25. gr. laga nr. 39/1922. Í samningi aðilja var svo kveðið á, að síldin skyldi afhent fob á Sauðárkróki eða Skagaströnd til flutnings með e/s Lagarfossi, sem samkvæmt áætlun átti að koma til Kaup- mannahafnar 14. september 1935. Skip þetta kom við á Sauðárkróki hinn 29. ágúst 1935. Síldarútvegsnefnd hefur gefið vottorð í málinu um verð á saltsild og kryddsild, sem útflutt var á skipinu Svanholm hinn 31. ágúst 1935. Ber að leggja verð þetta til grundvallar skaðabótum. Verð slógdreginnar síldar þykir rétt að ákveða 20% hærra en verð saltsildar. Samkvæmt þessu var meðal fobverð á afhendingartíma: Á saltsild .............. kr. 41.65 tunnan Á slógdreginni síld ...... — 49.98 ——- Á kryddsíld ............. — 4391 — Hin selda síld var 200 tunnur saltsild, 100 tunnur slóg- dregin síld og 125 tunnur kryddsild. Fobverð hennar var því alls 20... ísl. kr. 18824.25 Þar frá dregst kaupverð sildarinnar sam- kvæmt samningi aðilja ................ — — 8975.00 Mismunur kr. 9849.25 Með skírskotun til framanritaðs ber aðaláfrýjanda að greiða sagnáfrýjanda 30% af þeirri fjárhæð, eða kr. 2954.73 ásamt 5% ársvöxtum frá 30. janúar 1936 til greiðsludags. Eftir atvikum þykir rétt, að aðaláfryjandi greiði gagn- áfrýjanda kr. 1000.00 í málskostnað í héraði, en málskostn- aður í hæstarétti fellur niður. Sá mikli dráttur, sem orðið hefur á máli þessu, stafar af því, að samgöngur milli Íslands og Danmerkur rofnuðu af styrjaldarsökum, svo og eftir styrjaldarlok af sáttaum- leitunum aðilja. 200 Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Gísli Vilhjálmsson, greiði gagnáfrýj- anda, Egsert Claessen f. h. Poul Salomonsen, kr. 2954.78 ásamt 5% ársvöxtum frá 30. janúar 1936 til greiðsludags og kr. 1000.00 í málskostnað fyrir héraðs- dómi, en málskostnaður fyrir hæstarétti fellur niður. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur gestaréttar Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 21. maí 1938. Mál þetta er höfðað með gestaréttarstefnu, útgefinni 304 1936, og gerir stefnandi þær dómkröfur, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum danskar kr. 17050.00 ásam 5% ársvöxtum frá stefnu- degi til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu eða eftir mati réttarins. Stefndi hefur krafizt þess „að hann verði algerlega sýknaður af kröfum stefnanda, og honum tildæmdur málskosnaður. Mál þetta var dæmt í undirrétti 4. ágúst 1936, og voru dómkröfur stefnanda teknar til greina. Dómi þessum áfrýjaði stefnandi til hæstaréttar til staðfestingar, en stefndi áfrýjaði því einnig og gerði þá aðalkröfu, að úrskurður, er kveðinn var upp í héraði í málinu %; 1936, þar sem honum var synjað um frest, yrði felldur úr gildi, og að öll meðferð málsins þar frá þeim degi og hinn áfrýjaði hér- aðsdómur yrði ómerktur og að málinu yrði vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar, Í dómi sínum % 1987 tók hæstiréttur kröfur stefnda til greina og vísaði málinu heim í hérað til endurupptöku frá 4. ágúst 1936. Var málið síðan tekið upp af nýju fyrir undirréttinum, sótt og varið og tekið til dóms 34 þ. á. Dómkröfur sínar byggir stefnandi á því, að með samningi % 1935 skuldbatt stefndi sig til að selja stefnanda 425 1n. af sild, sem veiða átti í ágúst og salta á Sauðárkróki eða Skagaströnd og afhend- ast í Kaupmannahöfn um miðbik september s. á. Samning þenna efndi stefndi ekki og afhenti enga einustu tunnu af sild upp í hann. Krefst stefnandinn því, að hann verði dæmdur til að greiða honum mismuninn á kaupverði þessara 425 tn. af síld og gangverði á sams konar sild í Kaupmannahöfn á þeim tíma, er afhendingin átti að fara fram. Telur hann, að þessi mismunur sé kr. 17050.00 og hefur lagt fram því til sönnunar yfirlýsingu frá verzlunarhúsi í Kaup- mannahöfn „er fæst við síldarverzlun, um gangverð á sild þar 15.—- 20. september 1935. 201 Stefnandi heldur því fram, að þar sem í tilboði því á rskj. 7, er stefndi gaf honum og samningurinn á rskj. 3 er byggður á, standi „garanteret Leverance“, geti stefndi ekki borið fyrir sig afla- brest sem ástæðu til, að hann losni við skyldu sína samkvæmt samn- ingnunm. Stefndi bendir hins vegar á, að orð þessi standi að vísu í tilboð- inu á rskj. 7, en þau séu ekki í samningnum á rskj. 3, og telur, að þar sem samningurinn sé í verulegum atriðum breyttur frá tilboðinu og það til óþæginda fyrir hann, beri að skoða samninginn sem nýtt tilboð, er hann hafi getað samþykkt eða hafnað eftir vild. Jafnframt heldur hann þvi fram, að í orðunum „garanteret Leverance“ hafi aðeins legið það, að hann skyldi tilkynna stefnanda fyrir síldveiði- tíma, hvaða skip hann ætlaði að hafa til að veiða upp í samninginn. Rétturinn verður að líta svo á, að stefndi hafi rétt fyrir sér í því, að samningurinn á rskj. 3 sé í verulegum atriðum breyttur frá tilboðinu á rskj. 7, og beri því að skoða hann sem nýjan samnings- grundvöll, og þar sem í samninginn eru ekki tekin upp orðin „garanteret Leverance“, verður ekki talið, að stefndi hafi tekið á sig frekari ábyrgð á vanefndum samningsins en á honum hvila sam- kvæmt viðskiptalögum. Stefndi hefur haldið því fram, að það sé almenn venja í sildar- kaupum hér á landi, að þegar seld er óveidd sild og ekki tekið fram í samningnum, hvaða skipum sé ætlað að veiða hana, þá sé selj- anda heimilt, áður en sildveiðitíminn hefst, að tilkynna kaupanda, hvaða skip hann ætli að láta veiða upp í samninginn. Kveðst hann í þessu tilfelli hafa tilkynnt A. Godtfredsen, er komið hafi til sín á Sauðárkróki og talið sig vera umboðsmann stefnanda, að hann ætlaði að láta e/s Skagfirðing veiða upp Í samninginn á rskj. 3, og hafi Godtfredsen tekið það gilt, að svo yrði. Jafnframt hefur stefndi sýnt fram á, að e/s Skagfirðingur veiddi enga sild í ágúst eða sept- embermánuði 1935, og telur hann, að af því leiði, að hann hafi átt að vera laus við skyldu sína til að afhenda síldina samkvæmt samn- ingnum, rskj. 3. Stefnandi hefur eindregið neitað þvi, að sér hafi verið kunnugt um nokkra slíka venju, og telur, að hún sé ekki til. Jafnframt neitar hann eindregið, að hann hafi á nokkurn hátt geri A. Godtfredsen að umboðsmanni sínum gagnvart stefnda í þessum sildarkaupum, og enga tilkynningu kveðst hann hafa fengið frá honum né stefnda um, að nokkurt ákveðið skip ætti að veiða upp í samninginn. Stefndi hefur leitt þrjá sænska síldarkaupendur, þá Sem Erlands- son, Fritjof Wallström og Ture Larsson, sem vitni í málinu og spurt þá, hvort venja væri við fyrirframsölu á síld, að nöfn skipa, er ætluð væru til veiðanna, væri greind í kaupsamningnum, og hafa þeir allir svarað þvi neitandi. Þá hefur hann spurt þá, hvernig sildarkaup- endurnir fengju upplýsingar um, af hvaða skipum þeir fengju sild 202 þá, er þeim samkvæmt samningum beri að fá, og svöruðu þeir því allir á þann hátt, að venjulegast væri, að seljandinn tilkynnti þeim það, þegar þeir kæmu til landsins, eða þegar þeir spyrðu um það. Rétturinn getur ekki litið svo á, að af svörum þessara þriggja vitna sé hægt að slá því föstu, að það sé orðin föst venja í íslenzkum sildarkaupum, að seljandi, er gert hefur samning um fyrirframsölu á sild, geti í byrjun sildveiðitímans tilkynnt kaupandanum, að sér- stakt sildveiðiskip sé ætlað til að afla upp í samninginn, og sé selj- andi laus allra mála, ef skipið aflar ekki nóg til uppfyllingar á honum. Auk þess hefur stefnda ekki gegn mótmælum stefnanda iekizt að sanna, að hann hafi haft ástæðu til að lita svo á, að stefn- andi hafi gert A. Godtfredsen að umboðsmanni sinum gagnvart hon- um, þannig að tilkynning til Godtfredsen um, hvaða skip ætti að afla upp í samninginn og samþykki hans á þvi, að þessu skipi væri ætlað það, væri jafngilt og tilkynning til stefnanda og samþykki hans þar á. Þá hefur stefndi haldið því fram, að svo mikill aflabrestur hafi verið á sild við Norðurland í ágústmánuði 1935, en í þeim mánuði átti sild sú að vera veidd, er afhenda átti samkvæmt samningnum, rskj. 3, að sér hafi ekki verið mögulegt að fá síld til að afhenda upp Í samninginn, og sé hann því ekki skaðabótaskyldur út af van- efndum á honum. Til sönnunar þessu hefur hann leitt hina þrjá áðurnefndu Svía sem vitni í málinu, og hafa þeir borið, að árið 1935 hafi verið að þeirra áliti um aflabrest á sild að ræða á Norðurlandi. Jafnframt hafa þeir lyst því yfir, að þeir teldu aflabrest, svo sem var umrætt ár, force majeure, sem leysti seljendur undan skaðabótaskyldu vegna vanefnda á fyrirframsamningum um sölu síldar. Enn fremur hefur stefndi last fram vottorð frá Finni Jóns- syni, formanni Sildarútvegsnefndar, þar sem hann vottar, að um aflabrest á sild hafi verið að ræða fyrir Norðurlandi 1935. Tekur hann það jafnframt fram, að þeir, er gert höfðu fyrirframsamninga um kaup á sild, hafi leyst seljendur frá skilmálum samninganna um kaupverð og keypt síldina með dagsverði. Loks vottar hann, að ekki hafi verið leyfilegt að flytja út síld nefnt sumar, nema með leyfi sildarútvegsnefndar, og hafi hún sett sem skilyrði, að verð og söluskilmálar væru eins og hún ákvæði á hverjum tima. Stefnandi hefur eindregið neitað því, að slíkur aflabrestur hafi verið á sild fyrir Norðurlandi í ágústmánuði 1935, að seljanda af Þeirri ástæðu hafi verið ókleift að standa við samninginn á rskj. 3. Fullyrðir hann, að stefndi hefði, ef hann hefði viljað gefa dagsverð fyrir nýja sild, getað keypt síld og afhent upp í samninginn. Bendir hann á í því sambandi „að ekkert hafi verið um það ákveðið, að síldin skyldi vera veidd í herpinót, en í ágúst og september hafi veiðst allmikið af reknetjasild fyrir Norðurlandi, og hafi hún ekki 203 verið seld fyrirfram upp í samninga, og hefði því stefndi getað keypt hana. Þá hefur hann lagt fram vottorð frá fjármálaráðu- neytinu, er sýnir, að stefndi hefur umrætt sumar flutt út fleiri þús- und tunnur af síld til A/B Brödrene Ameln og A/B Ernst Ryberg, Stokkhólmi. Rétturinn verður að líta svo á, að þótt stefnda hafi tekizt að færa sönnur á, að um aflabrest á síld fyrir Norðurlandi hafi verið að ræða í ágústmánuði 1935, þá leiði ekki þar af, að hann losni við skaðabótaskyldu vegna vanefnda á sölusamningnum á rskj. 8. Gagnar honum ekki í því efni, þótt einstakir síldarkaupendur votti, að þeir telji aflabrest force majeure, því því aðeins leysir afla- bresturinn hann frá skyldum hans samkvæmt samningnum, að hann geti sýnt fram á, að svo hafi kveðið að aflabrestinum, að honum hafi verið ómögulegt að fá keypta sild til uppfyllingar á samningn- um. En í máli þessu verður alls ekki talið, að stefnda hafi tekizt að færa fram slíkar sannanir, því líklegt má telja, að hann hefði setað fengið sild keypta með dagsverði til að uppfylla samninginn. Hitt er annað mál, hvort sildarútvegsnefnd hefði leyft honum út- flutning á sild keyptri með dagsverði til uppfyllingar á samningnum á rskj. 3, en sönnur fyrir því atriði hefði hann getað aflað sér með því að biðja nefndina um leyfi til útflutningsins, en það hefur hann '-anrækt, og verður það að koma honum í koll. Samkvæmt framansögðu verður að telja stefnda skaðabótaskvldan sagnvart stefnanda vegna vanefnda á sölusamningnum á rskj. 3. Ber þá að athuga upphæð skaðabótakröfunnar. Stefndi, sem í upphafi hreyfði engum mótmælum gegn upphæð skaðabótakröfunnar, hefur í vörn sinni á rskj. nr. 25, dags. 1%% 1937, mótmælt henni sem of hárri. Byggir stefndi mótmæli sín á þeim ummælum stefnanda í bréfi til hans, dags. sama dag og samningur- inn rskj. 3 er undirritaður (rskj. 32), að hann hefði þegar seli sild- ina 2 stórkaupmönnum í Kaupmannahöfn með litlum hagnaði („ringe Avance“). Telur hann, að stefnandi seti eigi krafizt hærri skaðabóta en 10% af kaupverði sildarinnar samkvæmt samningnum, rskj. 3. Stefnandi fullyrðir hins vegar, að sild þá, er hann keypti af stefnda, hafi hann ætlað að nota í niðursuðuverksmiðjunni „Freja“ í Kaupmannahöfn, sem er hans eign, en orðið að kaupa aðra sild í staðinn handa verksmiðjunni og það dýrara verði en hann hefur reiknað með, er hann gerði skaðabótakröfu sina. Jafnframt segir hann, að hann hafi skrifað stefnanda það, að hann hefði selt sild- ina öðrum, til þess að það yrði hvöt fyrir hann til að fullnægja samningnum. Rétturinn verður að líta svo á, að með ummælum sínum í bréfinu rskj. 32 hafi stefnandi gefið stefnda ástæðu til að ætla, að tap hans vegna vanefnda samningsins væri eigi mjög tilfinnanlegt, os enn 204 fremur verður, enda þótt stefnandi lýsi yfir því, að þessi ummæli sin hafi verið alröng, að telja, að þau gefi ástæðu til að véfengja, að tap hans vegna vanefnda samningsins hafi raunverulega verið eins mikið og hann hefur gert það upp í sókninni rskj. 2. Hins vegar getur rétturinn ekki fallizt á, að vegna framangreindra ummæla verði eigi hægt að ákveða hærri bætur til stefnanda en 10% af kaupverði sildarinnar. Þykir eftir atvikum hæfilegt, að bæturnar verði ákveðnar 3000 danskar krónur. Samkvæmt framansögðu ber að dæma stefnda til að greiða stefn- andanum 3000 danskar krónur með 5% ársvöxtum frá 30 1936 til greiðsludags. Enn fremur greiði stefndi stefnandanum 300 kr. í máls- kostnað. Sökum þess, hvað mál þetta er umfangsmikið, og vegna embættis- anna dómarans við sýslufundi og fleira, hefur eigi fyrr verið upp kveðinn dómur í þvi. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Gísli Vilhjálmsson, útgerðarmaður á Akranesi, greiði stefnandanum, hæstaréttarmálaflutningsmanni Eggert Claessen f. h. Poul Salomonsen í Kaupmannahöfn, 3000 — þrjú þúsund — danskar krónur með 5% ársvöxtum af þeirri upphæð frá 30 1936, þar til greitt er. Enn fremur greiði stefndi stefnandanun 300 kr. í málskostnað. Dóminum að fullnægja innan 3ja sólarhringa frá löglegri birtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Laugardaginn 26. april 1947. Nr. 90/1946. Guðmundur Benjamínsson (Hrl. Magnús Thorlacius) Segn Sigurliða Kristjánssyni f. h. Silla £ Valda og gagnsök (Hrl. Einar Arnórsson). Setudómari próf. Ísleifur Árnason í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Endurheimt ofgreiddrar húsaleigu. Dómur hæstaréttar. Aðaláfrýjandi, sem skotið hefur máli þessu til hæstaréttar með stefnu 8. júlí f. á., gerir þær dómkröfur, að gagnáfrýj- 205 andi verði dæmdur til að greiða honum kr. 12134.67 auk 6% ársvaxta frá 9. nóvember 1945 til greiðsludags og máls- kostnað fyrir báðum dómum eftir mati hæstaréttar. Gagnáfrýjandi, sem áfrýjað hefur málinu með stefnu 21. ágúst f. á, krefst þess aðallega, að hann verði sýknaður í málinu gegn því að greiða aðaláfrýjanda kr. 1769.15, en til vara, að hann verði aðeins dæmdur til að greiða aðal- áfrýjanda kr. 8934.67. Ef aðalkrafan verður tekin til greina, krefst hann málskostnaðar úr hendi aðaláfrýjanda fyrir báðum dómum eftir mati hæstaréttar, en ef dæmt verður í samræmi við varakröfuna, krefst hann þess, að málskostn- aður í héraði verði látinn falla niður, en að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Aðaláfrýjandi heldur því fram, að umræddar 3200 krón- ur hafi verið greiddar til gagnáfrýjanda í því skyni að fá húsnæðið, og hafi þær því í raun og veru verið forgreiðsla á leigu. Framburður Jóns Veturliðasonar styður þessa skýrslu, en hann kveður gagnáfrýjanda hafa greitt sér sömu upphæð aðallega fyrir endurbætur og viðhald á húsnæðinu, sem gagnáfrýjandi átti að kosta. Hins vegar hefur gagn- áfrýjandi ekki fært sönnur á þá staðhæfing sína, að greiðsla þessi hafi verið innt af höndum til þess, að Jón Veturliða- son rýmdi húsnæðið í þágu aðaláfrýjanda, enda er það við- urkennt, að engar viðræður fóru fram á milli þeirra um það efni. Verður því að telja, að umræddar 3200 krónur hafi verið forgreiðsla á leigu. Fjárhæðir þær, sem gagnáfrýjandi er sóttur til að endur- greiða í máli þessu, eru mismunur leigu þeirrar, er aðal- áfrýjandi greiddi honum, og þeirrar leigu, sem goldin hefði verið, ef leigan hefði verið óbreytt frá því, sem hún var 14. maí 1940. Þar sem mat húsaleigunefndar hafði ekki farið fram á leigunni, var gagnáfrýjanda óheimilt að láta aðaláfrýjanda greiða sér þenna mismun, sbr. 6. gr. laga nr. 39/1943, og var hann afturkræfur samkvæmt 13. gr. sömu laga. Lög nr. 95/1945, sem gengu í gildi, eftir að atvik máls þessa gerðust og endurkröfuréttur aðaláfrýjanda stofnaðist, 206 gela engu breyti í þessu efni. Verður því að dæma gagn- áfrýjanda til að greiða aðaláfrýjanda kr. 3200.00 kr. 8934.67, eða samtals kr. 12134.67 ásamt vöxtum, eins og krafizt er. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda samtals 1800 krónur í málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti. Dómsorð: Gagnáfrýjandi, Sigurliði Kristjánsson f. h. Silla % Valda, greiði aðaláfrýjanda, Guðmundi Benjamínssyni, kr. 12134.67 ásamt 6% ársvöxtum frá 9. nóvember 1945 til greiðsludags og samtals 1800 krónur í málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 13. júní 1946. Mál þetta, sem dómtekið var 5. þ. m., hefur Guðmundur klæð- skeri Benjamínsson, hér í bæ, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 9. nóvember 1945, gegn Sigurliða kaupmanni Kristjánssyni f. h. Silla £ Valda, Aðalstræti 10 hér í bænum, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 12394.67 auk 6% ársvaxta frá stefnudegi til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Við munnlegan flutning málsins voru kröfur stefnanda lækkaðar um kr. 260.00. Stefndu hafa aðallega krafizt sýknu gegn greiðslu á kr. 1769.15 og að stefnandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar. Til vara hafa þeir krafizt þess, að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar i kr. 7334.67 og málskostnaður látinn falla niður. Málavextir eru þessir: Með samningi, dagsettum 22. september 1938, seldi Þáverandi eis- andi hússins nr. 16 við Aðalstræti á leigu 4 herbergi og eldhús í því húsi, og var mánaðarleiga ákveðin kr. 70.00 um mánuð hvern. Vorið 1941 voru stefndu orðnir eigendur húss þessa, og leigðu þeir hús- mæðið Jóni nokkrum Veturliðasyni auk eins herbergis, er áður hafði verið leigt gegn kr. 15.00 leigu á mánuði. Var þá samið um kr. 375.00 mánaðarleigu (grunnleigu) og húsnæðinu jafnframt breytt nokkuð, teknir burtu veggir, svo að í stað 5 5 herbergja komu tvö herbergi (auk eldhúss), Hinn 13. marz 1944 gerðu aðiljar máls þessa með sér leigusamning, og tók stefnandi á leigu allt framangreint 207 húsnæði og skyldi greiða kr. 600.00 á mánuði í leigu. Kveðst stefn- andi hafa greitt stefndu samkvæmt samningi þessum kr. 10408.00 til ágústloka 1945 auk kr. 3200.00, er hann hafi greitt þeim í forgreiðslu húsaleigu, eða samtals kr. 13608.00. Hins vegar telur hann, að sam- kvæmt 6. gr. laga um húsaleigu nr. 39 frá 1943 hafi stefndu verið óheimilt að taka hærri húsaleigu en kr, 85.00 á mánuði, eða sam- tals um áðurgreint tímabil kr. 1473.33. Hefur hann því höfðað mál þetta til endurgreiðslu á mismun þessara tveggja fjárhæða. Réit þykir að taka til athugunar út af fyrir sig hvorn kröfulið stefnanda, þ. e. annars vegar þann, er hann nefnir forgreiðslu húsa- leigu, en leigugreiðslur samkvæmt samningi aðilja hins vegar. Stefndu hafa eindregið mótmælt fyrri liðnum og haldið því fram, að þar sé ekki um húsaleigu að ræða, heldur þóknun til fyrrgreinds Ións Veturliðasonar „í sambandi við rýmingu á húsnæði og stöðvun á rekstri Café New York“, eins og segir í viðurkenningu þeirri, dags. 13. marz 1944, er stefnandi tók við, þegar hann greiddi fjár- hæð þessa. Stefnandi hefur hins vegar haldið því fram, að greiðslu þessa beri að skoða sem húsaleigu, enda sé hún greidd beint til stefndu og hafi runnið til þeirra, og hafi stefndu greitt nefndum Jóni kr. 3200.00, beri að skoða það sem greiðslu til hans fyrir þann viðhaldskostnað, er hann hafði lagt út þann tíma, sem hann hafði húsakynni þessi á leigu. Nefndur Jón Veturliðason hefur undirritað brjú vottorð, sem lögð hafa verið fram í máli þessu, og auk þess komið sjálfur fyrir dóm. Vætti hans og vottorð þykja ekki nægilega slögg né í samræmi hvert við annað, til þess að unnt sé að telja með þeim sönnur færðar. á staðhæfingar stefnanda um eðli greiðslu þessarar. Stefn- andi hefur eigi fært fram önnur gögn máli sínu til stuðnings að þessu leyti og verður því, með hliðsjón af því, sem áður segir um orðalag viðurkenningar þeirrar, er hann veitti viðtöku og engar athugasemdir voru gerðar við fyrr en í máli þessu, að taka til greina sýknukröfu stefndu, að því er varðar þenna kröfulið stefnanda. Síðari kröfuliðurinn er, eins og þegar er skýrt frá, mismunur leigu þeirrar, sem umsamin var og goldin 14. maí 1940, og þeirrar leigu, sem stefnandi hefur greitt. Stefndu byggja aðalkröfu sina á leigumati yfirhúsaleigunefndar, sem fram fór 28. september 1945, en með því var grunnleiga metin kr. 365.00 um mánuð hvern frá 1. október 1945. Telja stefndu rétt að miða húsaleigu stefnanda við þeita mat um allt leigutímabilið, enda hafi húsakynni breytzt mjög til batnaðar efir að leigusamningurinn frá 22. september 1938 var úti. Sanngjarnt muni því, að stefnandi greiði leigu samkvæmt yfir- matinu, enda hafi hann greitt hina umsömdu leigu allan tímann al- hugasemdalaust, og megi af því marka, að honum hafi eigi þótt hún ósanngjarnlega há. Enn fremur telja stefndu, að um þetta tilvik beri að beita ákvæðum laga nr. 95 frá 1945, þannig að mismunur eldri 208 leigu og matsleigu sé eigi afturkræfur, eftir að samþykki eða mats- gerð húsaleigunefndar er fram komin. Stefnandi hefur eindregið mótmælt því, að ákvæði laga nr. 95 frá 1945 séu afturvirk, og talið, að þeim verði ekki beitt í þessu til- viki, enda eigi verið komin í gildi, er mál þetta var höfðað. Þótt ráða megi af greinargerð þeirri, er fylgdi frumvarpi til laga Þessara, þá ætlun flutningsmanns, að lögin yrðu afturvirk, þykir varhugavert að beita þeim á þann hátt, þar eð engin ákvæði í þá átt eru í lögunum sjálfum. Þá er og þess að gæta, að samkvæmt mats- gerðinni segir, að greiða skuli leigu samkvæmt henni frá 1. október 1945, og er það í samræmi við ákvæði 7. gr. laga nr. 39 frá 1943. Er því eigi unnt að telja stefndu undanþegna ákvæðum 18. gr. sbr. 6. gr. sömu laga, og ber því að dæma þá til að endurgreiða mismun leigufjárhæðanna. Varakröfu sína byggja stefndu á því, að auk framangreindra kr. 3200.00 beri að draga frá dómkröfum stefnanda kr. 1600.00, sem þeir telja hæfilega leigu í 16 mánuði eftir geymsluherbergi, sem hann hafi fengið til afnota auk þess húsrýmis, sem um var samið. Gegn andmælum stefnanda hafa sefndu ekki fært sönnur á það, að hann hafi haft ráð annars eða meira húsrýmis en áður var greint, og verður því eigi unnt að sinna þessari kröfu stefndu. Úrslit málsins verða því þau, að stefndu verður gert að greiða stefnanda kr. 8934.67 með vöxtum, eins og krafizt var, svo og máls- kostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 1000.00. Einar Arnalds borgardómari kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Stefndu, Silli £ Valdi, greiði stefnanda, Guðmundi Benja- minssyni, kr. 8934.67 með 6% ársvöxtum frá 9. nóvember 1945 til greiðsludags og kr. 1000.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 30. april 1947. Nr. 26/1947. Karl Þorfinnsson segn Hermanni Guðjónssyni. Útivistardómur. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Karl Þorfinnsson, er eigi mætir í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef bann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 209 Miðvikudaginn 30. april 1947. Nr. 117/1945. Fritz Berndsen gegn Bergi Hallgrímssvni. Útivistardómur. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. < Áfrýjandi, Fritz Berndsen, er eigi mætir í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Föstudaginn 2. maí 1947. Nr. 112/1946. Valdstjórnin (Hrl. Hermann Jónasson) Sesn Bjarna Péturssyni (Hrl. Sigurgeir Sigurjónsson). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Neyzla áfengis við akstur bifreiðar. Dómur hæstaréttar. Jón Steingrímsson, sýslumaður í Myra- og Borgarfjarðar- sýslu, hefur kveðið upp héraðsdóminn. Háttsemi kærða, sem lýst er í hinum áfrýjaða dómi, varð- ar við 23. gr. 1. mgr. sbr. 38. gr. laga nr. 23/1941. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin 1000 króna sekt til ríkis- sjóðs, og komi varðhald 10 daga í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Samkvæmt 39. gr. nefndra laga ber og að svipta kærða ævi- langt rétti til bifreiðarstjórnar. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu málskostnaðar í héraði ber að staðfesta. Kærði greiði allan áfryjunarkostnað sak- arinnar, þar með talin laun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, kr. 400.00 til hvors. Það athugast, að Þifreiðaeftirlitsmaður sá, er í málinu 14 210 greinir, hlutaðist ekki til um það, að kærða væri tekið blóð til rannsóknar. Þá hefur héraðsdómari hvorki yfirheyrt vitni nógu rækilega um áfengisneyzlu kærða né um það, hvort áfengisáhrifa hafi gætt í fari hans. Héraðsdómara bar og að spyrja kærða um drykkju hans kvöldið og nóttina áður en umrædd atvik gerðust. Dómsorð: Kærði, Bjarni Pétursson, greiði 1000 króna sekt í rikissjóð, og komi varðhald 10 daga í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Kærði skal ævilangt sviptur rétti til bifreiðarstjórnar. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu málskostnaðar í hér- aði á að vera óraskað. Kærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin laun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Hermanns Jónas- sonar og Sigurgeirs Sigurjónssonar, kr. 400.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur lögregluréttar Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 3. apríl 1946. Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Bjarna Pét- urssyni, bifreiðarstjóra í Borgarnesi, fyrir brot gegn bifreiðalögum nr, 23 frá 1941 og áfengislögum nr. 33 frá 1935. Tildrög málsins eru þau, að sunnudaginn 2. september 1945 keyrði kærði Bjarni Pétursson bifreiðina M 16 úr Borgarnesi og ætlaði suður á Akranes. Farþegar í bifreiðinni hjá honum voru: Þorsteinn Helgason, Ólafur Auðunsson, Sigfús Pétursson, allir úr Borgarnesi, og 2 stúlkur frá Akranesi. Vegna aðgerða á brú hjá Ferjukoti, varð kærði að keyra upp á efri Hvítárbrú, og er komið var suður fyrir Hvitá, sá ferðafólkið, að það mundi eigi ná í söng- skemmtun þá, er það ætlaði á á Akranesi, og stanzaði þá í Hvitár- vallaskála og ákvað að fara í þess stað á dansskemmtun við Ölvi, er halda átti um kvöldið. Meðan stanzað var í Hvitárvallaskála, tók kærði upp brennivínsflösku, er hann hafði með sér, og bauð 211 fólkinu snaps, en enginn þáði hann, og var því flaskan eigi opnuð. Að skemmtistaðnum við Ölvi var komið kl. rúmlega 4 e. h. Stöðvaði kærði þar bifreiðina á mel neðan við hliðið að skemmtistaðnum. Fóru farþegarnir, er með honum voru, inn á skemmtisvæðið, en kærði ranglaði um fyrir utan hliðið. Um kl. 8 flutti kærði bifreiðina frá hliðinu og aftast í bílaröðina á melnum. Sett- ust þá inn í bifreiðina hjá honum Kristleifur Jónsson frá Borgarnesi, Pétur Jónsson frá Varmalæk, Gunnar Jónsson, bif- reiðarstjóri í Borgarnesi, og Sigfús Pétursson frá Borgarnesi, bróðir kærða. Tók kærði þá upp af nýju brennivínsflöskuna, er hann hafði með sér, og drukku þeir úr henni: kærði, Pétur og Sigfús. Viðurkennir kærði að hafa drukkið þarna 3 snapsa úr flösk- unni. Segir hann, að þeir hafi drukkið niður í tæplega miðja flösk- una, og er það einnig vottað af þeim Sigfúsi og Gunnari. Meðan þeir sátu þarna í bílnum og drukku áfengi þetta, keyrði fram hjá þeim að skemmtistaðnum Bergur Arnbjörnsson bifreiðaeftirlits- maður. Rétt á eftir keyrði kærði bifreiðina M. 16 eftir melnum að hliðinu á skemmtistaðnum, og telur Þbifreiðaefirlitsmaðurinn, að sú vegalengd, er kærði keyrði þá, hafi verið 150—-200 metrar. Er að hliðinu kom, fór kærði út úr bílnum og fór að tala við bifreiða- eftirlitsmanninn. Eftirlitsmaðurinn kveðst hafa séð, er kærði talaði við hann, að hann var drukkinn, og hafa fundið af honum áfengislykt. Kveðst hann þá hafa borið upp á kærða, að hann væri ölvaður, og talað um að fara með hann til Akraness og láta taka þar sýnishorn af blóði hans. Hafi kærði í fyrstu neitað, að hann væri ölvaður, en er tilrætt var um að fara með hann til Akraness, hafi hann viður- kennt ölvun sína. Kveðst eftirlitsmaðurinn þá hafa sagt, að hann skyldi hætta við Akranesferðina, ef kærði viðurkenndi það undir votta, að hann hefði verið að keyra bifreiðina M 16 ölvaður. Til- nefndi eftirlitsmaðurinn sem votta þá: Magnús Gunnlaugsson, bií- reiðarstjóra frá Akranesi, Gunnar Jónsson og Sigfús Pétursson, og segir, að kærði hafi sagt, svo þeir heyrðu, að hann hefði keyrt bif- reiðina ölvaður. Síðan kærði eftirlitsmaðurinn kærða fyrir sýslumanni Myra- og Borgarfjarðarsýslu fyrir að hafa keyrt bifreið ölvaður. Kærði viðurkennir, að bifreiðaeftirlitsmaðurinn hafi, er hann talaði við hann fyrir utan hliðið, borið sér á brýn, að hann væri Ölvaður, og talað um að fara með sig til Akraness til blóðrann- sóknar, Kveðst hann hafa sagt eftirlitsmanninum frá því, að hann hefði neytt áfengis í bilnum, og spurt, hvort eigi væri nóg, að hann viðurkenndi fyrir honum og vitnum, að hann hefði neytt áfengis, og þá viðurkenningu kveðst hann hafa gefið. Hinu neitar hann ein- dregið, að hafa viðurkennt að hafa keyrt bifreiðina ölvaður, enda segir hann, að fjarri lagi sé, að hann hafi verið undir áhrifum 212 áfengis eða ölvaður af þeim 3 snöpsum, er hann drakk í bifreiðinni. Eftir orðaskipti sín við eftirlitsmanninn kveðst kærði hafa farið inn í bifreið sina og sofið þar til kl. 3 um nóttina, að keyrt var á stað heimleiðis. Keyrði Ólafur Auðunsson bifreiðina að Seleyri, en kærði þaðan til Borgarness. Vitnið Magnús Gunnlaugsson kveður kærða hafa lýst því yfir við bifreiðaefirlitsmanninn, að hann hefði keyrt bifreið sína ölvaður. Vitnið Gunnar Jónsson kveðst líta svo á, að kærði hafi játað fyrir bifreiðaeftirlitsmanninum að hafa keyrt ölvaður, en kveðst þó eigi bora að fullyrða, að orð hans hafi fallið á þann ves, en eigi á þann veg, að hann hafi drukkið áfengi. Loks kveðst vitnið Sigfús Pétursson hafa heyrt kærða segja við bifreiðaeftirlitsmanninn, að hann hefði drukkið áfengi, en eigi heyrt hann tala um, að hann hefði keyrt bifreiðina ölvaður. Rétturinn verður að lita svo á, að þar sem engin áfengisákvörðun á blóði kærða fór fram og eigi er sannað, að hann hafi neytt annars áfengis en þeirra 3 snapsa, er hann játaði að hafa drukkið í bif- reiðinni, verði eigi talið sannað, að hann hafi keyrt bifreið ölvaður. Hins vegar er það viðurkennt af kærða, og sannað af framburði vitna, að hann hefur neytt áfengis í bifreið sinni og keyrt bifreið- ina rétt á eftir. Kærði er fæddur *03 1915. Hinn 1%9 1938 var hann með dómi lögregluréttar Strandasýslu dæmdur í 100 kr, sekt og til að missa bifreiðarstjóraréttindi í 3 mánuði. Að öðru leyti hefur hann eigi, svo kunnugt sé, sætt ákæru eða refsingu. Með atferli sinu hefur kærði brotið 23. gr. 1. mgr. sbr. 38. gr. bif- reiðalaga nr. 23 frá 1941 og 21. gr. sbr. 39. gr. áfengislaga nr. 33 frá 1935, og þykir refsing hans hæfilega ákveðin 500 kr. sekt í ríkissjóð, og komi 5 daga varðhald í stað sektarinnar, ef hún eigi er greidd. Þá ber að svipta hann rétti til að stýra Þifreið í eitt ár frá birtingu dóms þessa. Loks ber að dæma kærða til að greiða allan sakarkostnaðinn. Því dæmist rétt vera: Kærði, Bjarni Pétursson, bifreiðarsjóri í Borgarnesi, greiði 500 — fimm hundruð — króna sekt í ríkissjóð, og komi 5 —- fimm — daga varðhald í stað sektarinnar, sé hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Hann skal sviptur rétti til að stýra bifreið í 1 — eitt — ár frá birtingu dóms þessa. Svo greiði hann allan sakarkostnaðinn. Dómi þessum skal fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 213 Föstudaginn 2. mai 1947. Nr. 22/1947. Guðný Óskarsdóttir (Hrl. Magnús Thorlacius) Segn Ragnhildi Kristjánsdóttur (Hrl. Einar B. Guðmundsson). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Húsnæðismál. Dómur hæstaréttar. Kristján Kristjánsson borgarfógeti kvað upp hinn áfrýj- aða úrskurð. Áfrýjandi, er skotið hefur máli þessu til hæstaréttar með áfrýjunarstefnu, dags. 27. febrúar 1947, að fengnu áfrýj- unarleyfi, dags. sama dag, hefur gert þær dómkröfur, að hinum áfrýjaða fógetaréttarúrskurði verði hrundið og að lagt verði fyrir fógetann að framkvæma hina umbeðnu út- burðargerð. Svo krefst hann og, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað í fógetarétti og hæstarétti eftir mati hæstaréttar. Af hálfu stefnda er þess krafizt, að hinn áfrýjaði úr- skurður verði staðfestur og að áfrýjandi verði dæmdur til að greiða málskostnað í hæstarétti eftir mati hæstaréttar. Í málinu er fram komið vottorð héraðslæknisins í Reykja- vik um íbúð þá í Haga, er um ræðir í málinu, dags. 12. nóv. 1946. Lýsir héraðslæknirinn þar yfir því, að skúribúð þessi sé heilsuspillandi, einkum þó fyrir börn og gamalmenni, en á heimili stefnda eru þrjú börn á aldrinum 6—-11 ára og kona sjötug að aldri. Með þessari athugasemd og að öðru leyti samkvæmt for- sendum hins áfrýjaða úrskurðar ber að staðfesta hann. Samkvæmt þessari niðurstöðu ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað í hæstarétti, kr. 1000.00. Dómsorð: Hinum áfrýjaða fógetaréttarúrskurði skal óraskað. Áfrýjandi, Guðný Óskarsdóttir, greiði stefnda, Ragn- 214 hildi Kristjánsdóttur, málskostnað í hæstarétti, kr. 1000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 22. nóvember 1946. Í máli þessu, sem tekið var til úrskurðar 11. Þ. m., hefur gerðar- beiðandi, Óskar Halldórsson f. h. Guðnýjar Óskarsdóttur, krafizt þess, að Ragnhildur Kristjánsdóttir, Ingólfsstræti 21 A, verði með beinni fógetagerð borin út úr íbúð þeirri, er hún hefur haft á leigu í húsinu nr. 21 A við Ingólfsstræti. Gerðarþoli hefur mótmælt framgangi gerðarinnar, og lögðu að- iljar málið undir úrskurð fógetaréttarins. Báðir hafa aðiljar krafizt málskostnaðar. Málavextir eru þessir: Gerðarþoli hefur síðan 1939 haft hina um- deildu íbúð á leigu og býr þar nú ásamt þrem börnum sínum. Auk þess er í heimili hennar gömul kona um sjötugt, sem gætir barn- anna á daginn, á meðan gerðarþoli vinnur utan heimilis. Gerðarbeiðandi eignaðist hús það, sem hin umdeilda íbúð er ;, um mánaðamótin október—nóvember 1941, og hefur átt það siðan. Mun hún aldrei hafa búið í því og er nú búsett á Siglufirði. Með uppsögn, dagsettri 11. febrúar 1946, sagði Þóra Óskarsdóttir f. h. gerðarbeiðanda upp hinu umdeilda húsnæði frá 14. mai s. á. að telja, en bauð jafnframt fram húsnæði í Haga í staðinn. Gerðar- Þoli vildi ekki fallast á það, að skipta á húsnæði þessu og ibúð sinni, og varð því úr, að gerðarbeiðandi lagði ágreininginn fyrir húsaleigunefnd. Húsaleigunefndin leit svo á, að leyfa bæri íbúðaskiptin, með því að fyrir hendi væru skilyrði þau, sem 1. gr. laga nr. 39 frá 1943 setji fyrir því, að þau séu heimil. Gerðarþoli vildi ekki heldur hlita úrskurði nefndarinnar, og var málið lagt undir úrskurð fógetarétt- arins, sem varð á þá lund, að svo mikill munur væri á hinni um- deildu íbúð og húsnæðinu í Haga, að ekki væri hægt að telja það koma að sömu eða svipuðum notum fyrir gerðarþola. Var því neitað um framkvæmd útburðar á gerðarþola. Með uppsögn, dags. 28. júní 1946, sagði nefnd Þóra gerðarþola aftur upp hinni umdeildu íbúð frá 1. október s. á. Uppsögnin var lögð fyrir húsaleigunefnd, sem úrskurðaði gerðar- Þola aftur til að hafa skipti á íbúðum þeim, sem áður greinir. Hinn 30. október s. 1. sneri Óskar Halldórsson f. h. gerðarbeið- anda sér til fógetaréttarins, þar sem gerðarþoli vildi ekki enn hlita úrskurði húsaleigunefndar. Kröfu sína um útburð byggði gerðarbeiðandi í upphafi máls þessa eingöngu á úrskurði húsaleigunefndar á rskj. nr. 2, en á síðara stigi málsins rökstuddi hann kröfu sína einnig með því, að hin 215 auða íbúð á efri hæð hússins lægi undir skemmdum vegna þrá- setu gerðarþola, svo og húsið allt. Gerðarþoli byggir hins vegar einkum mótmæli sín á því, að hin umdeilda íbúð og íbúðin vestur í Haga komi sér ekki að sömu eða svipuðum notum vegna þess, að þær séu alls ekki sambærilegar, hvað gæði, legu í bænum og aðra aðstöðu snertir, enda telur hann, að fógetarétturinn hafi nú þegar skorið úr um þetta, þar sem íbúðin í Haga hafi ekki verið endurbætt að neinu verulegu leyti, síðan úrskurður hans féll s. 1. sumar. Þá telur gerðarþoli gerðarbeiðanda enga þörf hafa fyrir hina umdeildu íbúð, þar sem hún sé búsett á Siglufirði og muni ekki hafa í hyggju að flytja hingað til bæjarins. Sömuleiðis hefur gerðarþoli sérstaklega mótmælt því, að nokkur þörf sé á, að hún rými hina umdeildu íbúð vegna viðgerða á húsinu. Rétturinn verður að fallast á þá skoðun gerðarbola, að umbætur þær, sem gerðar hafa verið á húsnæðinu í Haga, séu ekki svo veru- legar, að nefnt húsnæði verði talið koma gerðarþola að sömu eða svipuðum notum og íbúðin í Ingólfsstræti 21 A fremur nú en í sumar, er rétturinn úrskurðaði um þetta atriði. Eins og áður segir, byggir gerðarbeiðandi útburðarkröfu sína einnig á því, að húsið nr. 21 A við Ingólfsstræti liggi undir skemmd- um, og virðist hann telja, að viðgerð verði ekki framkvæmd, nema gerðarþoli rými íbúð sína. Til stuðnings þessari málsástæðu hafa verið lögð fram vottorð, rskj. nr. 5 og 9. Rskj. nr. 9 hefur verið mót- mælt sem óstaðfestu og þeim báðum sem röngum og þýðingarlausum. Það þykir ekki sannað, að óhjákvæmilegt sé, að hin umdeilda íbúð verði rýmd vegna viðgerðar á húsinu, enda styður ekkert annað þá niðurstöðu en áðurnefnd vottorð, sem þó kveða ekki fastar að orði en það, að æskilegt sé, að neðri hæðin verði rýmd, meðan á verkinu stendur. Rétturinn telur því, að synja beri um hina umbeðnu gerð, og Þykir eftir þessum úrslitum hæfilegt, að gerðarbeiðandi greiði gerð- arþola kr. 250.00 í málskostnað. Því úrskurðast: Hin umbeðna gerð skal ekki fara fram. Gerðarbeiðandi, Guðný Óskarsdóttir, Siglufirði, greiði gerð- arþola, Ragnhildi Kristjánsdóttur, Ingólfsstræti 21 A, kr. 250.00 í málskostnað innan 15 daga frá birtingu úrskurðar þessa að viðlagðri aðför að lögum. 216 Föstudaginn 2. mai 1947. Kærumálið nr. 8/1947. Magnús Thorlacius gegn Snæbirni Guðmundssyni. Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Ágreiningur um þóknun málflutningsmanns. Dómur hæstaréttar. Með kæru 12. marz þ. á., sem hingað barst 21. f. m., hefur sóknaraðili skotið til hæstaréttar úrskurði, upp kveðnum á bæjarþingi Reykjavíkur 12. marz þ. á., í máli sóknaraðilja á hendur varnaraðilja. Gerir sóknaraðili þær dómkröfur, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, að því er varðar frávísun kröfu sóknaraðilja til málflutningslauna, og að varnaraðilja verði dæmt að greiða honum kærumáls- kostnað eftir mati hæstaréttar. Varnaraðili hefur hvorki sent hæstarétti kröfur né grein- argerð í málinu. Ágreiningur aðilja var borinn undir stjórn Lögmannafé- lags Íslands, án þess að sóknaraðili væri fyrir hana kvadd- ur eða honum gefinn kostur á því að lýsa þar horfi sínu til málsins. Voru þegar af þessari ástæðu ekki við höfðun málsins í héraði skilyrði fyrir hendi til að meina sóknar- aðilja að leita dómhelgi á kröfu sinni fyrir héraðsdómi. Samkvæmt þessu ber að fella úrskurðinn úr gildi, að þvi leyti sem hann er kærður. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að varnaraðili greiði sóknaraðilja kr. 300.00 í kærumálskostnað. Dómsorð: Úrskurður héraðsdómara er úr gildi felldur, að því leyti sem hann er kærður. Varnaraðili, Snæbjörn Guðmundsson, greiði sóknar- aðilja, Magnúsi Thorlacius, kr. 300.00 í kærumáls- kostnað. 217 Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður bæjarþings Reykjavíkur 12. marz 1947. Mál þetta, sem tekið var til dóms eða úrskurðar 3. þ. m., hefur Magnús "Thorlacius hæstaréttarlögmaður, hér í bæ, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 28. nóv. f. á., gegn Snæbirni Guðmundssyni, bónda að Gjábakka í Þingvallasveit, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 8407.85 með 6% ársvöxtum frá 21. marz 1946 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Stefndi hefur aðallega krafizt þess, að máli þessu verði vísað frá dómi, en fil vara, að hann verði sýknaður að svo stöddu. Til þrautavara hefur stefndi krafizt lækkunar á kröfum stefnanda. Í öllum tilvikum krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati dómarans. Munnlegur málflutningur hefur farið fram um frávísunarkröt- una og hefur stefnandi krafizt þess, að henni verði hrundið og stefnda gert að greiða sér málskostnað að mati dómarans í þessum hluta málsins. Málsatvik eru þau, að á s. 1. ári flutti stefnandi af hálfu stefnda fyrir yfirmatsnefnd málið Snæbjörn Guðmundsson gegn þinsvalla- nefnd f. h. ríkissjóðs. Telur stefnandi, að stefndi skuldi sér vegna flutnings máls þessa hina um stefndu fjárhæð, og eru þar í falin bæði útlögð gjöld, kr. 57.85, og málflutningsþóknun, kr. 8350.00. Stefnandi virðist hafa krafið stefnda um greiðslu á skuld þessari í marzmánuði f. á. Þann 23. marz 1946 ritar umboðsmaður stefnda „stjórn Félags hæstaréttarmálaflutningsmanna“ bréf, þar sem hann óskar umsagnar stjórnarinnar um, hvaða þóknun sé sanngjörn fyrir greind störf stefnanda. Stjórn Lögmannafélags Íslands virðist hafa fengið bréf þetta. Þann 1. júlí f. á. ritar stefnandi gjaldskrárnefnd Lögmannafélags Íslands bréf og óskar þar álits hennar um nefnda málflutningsþóknun. Af bréfi þessu er ljóst, að stefnandi hefur þá kynnt sér áðurgreint bréf umboðsmanns stefnda. Ekki verður séð, að stjórn Lögmannafélags Íslands né gjaldskrárnefnd félagsins hafi nokkuð aðhafzt í málinu fyrr en 14. október s. 1., að stjórnin heldur fund. Fund þenna sóttu formaður félagsins, ritari, varaformaður og gjaldskrárnefnd félagsins. Var rætt um áðurgreint bréf umboðs- manns stefnda svo og bréf stefnanda til gjaldskrárnefndar. Stefnandi var ekki staddur á fundi þessum og mun ekki hafa verið þangað boðaður. Þar var eigi heldur umboðsmaður stefnda. Á fundi þess- um var, að fengnu samþykki umboðsmanns stefnda, frestað að afgreiða mál þetta af stjórnarinnar hálfu, unz fyrir lægi umsögn gjaldskrárnefndar. — Ekki verður séð, að stjórn né gjaldskrár- nefnd Lögmannafélags Íslands hafi síðar neitt gert í máli þessu. 218 Frávísunarkröfu sína í máli þessu byggir stefndi í fyrsta lagi á því, að samkvæmt ákvæðum 2. málsliðar 1. mgr. 8. gr. laga nr. 61 frá 1942 um málflytjendur, sbr. 2. mgr. 4. gr. samþykkta Lög- mannafélags Íslands, hafi stjórn Lögmannafélags Íslands úrskurðar- vald um endurgjald fyrir málflutningsstarf, enda sé ágreiningur undir stjórnina borinn. Ágreiningur sá, er hér um ræðir, hafi verið borinn undir stjórn félagsins af umboðsmanni stefnda, og stefnandi hafi leitað álits gjaldskrárnefndar félagsins um deilu- atriðið. Telur stefndi, að þar sem leitað hafi verið úrskurðar stjórnar lögmannafélagsins um kröfu stefnanda, eigi hún ein úr- skurðarvald um hana, en bæjarþingið geti ekki um hana fjallað, þar sem það sé í þessu tilviki hliðsettur dómstóll, sbr. ákvæði 4 mgr. 8. gr. laganna um málfytjendur. Beri því að vísa máli þessu frá bæjarþinginu. Í öðru lagi virðist stefndi byggja frávísunarkröfu sina á því, að stefnandi hafi bundið sig til að hlíta úrskurði gjaldskrárnefndar Lögmannafélags Íslands um fjárhæð kröfunnar með því að snúa sér til nefndarinnar. Krafan sé því ekki til orðin og beri að vísa henni frá dómi samkvæmt 69. gr. laga nr. 85 frá 1936. Kröfu sina um, að frávisunarkröfu stefnda verði hrundið, byggir stefnandi að þessu leyti á því, að bæjarþingið sé bært að dæma um kröfu þessa, þar sem stjórn Lögmannafélagsins hafi ekki úr- skurðað í máli þessu. Hefur stefnandi í því sambandi talið, að ákvarðanir fundar þess, sem haldinn var 14. okt. s. l., séu á engan hátt bindandi fyrir sig, þar sem sér hafi ekki verið gefinn kostur á að mæta þar og skýra málið af sinni hálfu. Kveðst stefnandi ekki hafa fengið vitneskju um fund þenna, fyrr en eftir að stefnan hafði verið gefin út í máli þessu. Þá hefur stefnandi borið brigður á, að greindur stjórnarfundur hafi verið lögmætur, þar sem einn stjórn- armanna hafi ekki sótt fund, en varaformaður félagsins hafi ekki getað komið í hans stað. Loks hefur stefnandi bent á, að í stefnu- kröfunni séu talin útlögð gjöld í yfirmatsnefndarmálinu, kr. 57.85, en ekki komi til greina, að stjórn Lögmannafélagsins hafi úr- skurðarvald um þá kröfu. Stefnandi kveðst ekki hafa leitað álits um málflutningsþóknun til stjórnar Lögmannafélagsins, heldur til gjaldskrárnefndar þess, samkvæmt heimild í 1. mgr. 11. gr. sam- Þþykkta félagsins. Þegar honum barst ekkert svar, hafi hann ekki sinnt því frekar og höfðað því mál þetta. Í 2. málslið 1. mgr. 8. gr. laga nr. 61 frá 1942 um málfytjendur segir svo: „Stjórn félagsins hefur úrskurðarvald um endurgjald fyrir málflutningsstarf, ef ágreiningur um það er borinn undir hana.“ Samkvæmt ákvæðum 4. mgr. 8. gr. sömu laga sæta slíkir úrskurðir félagsstjórnarinnar kæru samkvæmt ákvæðum 199. gr. laga nr. 85 frá 1936. Þegar þess er gætt, að umboðsmaður stefnda var ólöglærður, verður að telja, þrátt fyrir orðalag bréfsins frá 219 25. marz 1946, að krafa stefnanda um greinda málflutningsþóknun hafi með bréfi þessu verið borin undir stjórn Lögmannafélagsins til úrskurðar. Þar sem krafan hefur þannig verið lögð undir úr- skurðarvald félagsstjórnarinnar, verður ekki, samkvæmt nefndu lagaákvæði, um hana dæmt á bæjarþinginu. Ber því að vísa kröfu stefnanda um málflutningsþóknun, kr. 8350.00, frá dómi. Hins vegar verður ekki talið, að stjórn Lögmannafélags Íslands hafi úr- skurðarvald um endurgreiðslukröfur vegna útlagðra gjalda við málflutningsstörf. Verður því frávísunarkröfunni hrundið, að þvi er varðar þann hluta kröfu stefnanda, enda verður ekki séð, að 69. gr. einkamálalaganna komi hér til álita. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður í þessum hluta málsins. Einar Arnalds borgardómari kvað upp úrskurð þenna. Því úrskurðast: Framangreindri kröfu stefnanda um málflutningsþóknun er vísað frá dómi. Að öðru leyti skal mál þetta dæmt að efni til. Málskostnaður falli niður í þessum hluta málsins. Mánudaginn 12. maí 1947. Nr. 16/1946. Réttvísin (Hrl. Ragnar Ólafsson) Segn Kristjáni Friðrik Guðmundssyni (Hril. Egill Sigurgeirsson). Setudómari próf. Ísleifur Árnason og hrl. Sveinbjörn Jónsson í stað hrd. Árna Tryggvasonar og hrd. Jóns Ásbjörnssonar. Fjársvik. Dómur hæstaréttar. Verjandi ákærða hér fyrir dómi hefur nú boðið fram fyrir hönd ákærða kr. 1087.00, þ. e. andvirði tveggja gyltna, kr. 337.00, og hálft andvirði 15 grísa, kr. 750.00, en hinn helm- ingur af andvirði grísanna átti að falla í hlut ákærða sam- kvæmt samningi hans við Helga og Kristján Zoöga. Þar sem ákærði dró sér andvirði framangreindra dýra, sem hann átti ekki, gerðist hann brotlegur við 247. gr. laga nr. 19/1940, en með hliðsjón af 8. tl. 74. gr. sömu laga þykir 220 rétt að færa refsingu hans niður í 700 króna sekt, er af- plánist 12 daga varðhaldi, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað staðfestast. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, kr. 600.00 til hvors. Dómsorð: Ákærði, Kristján Friðrik Guðmundsson, greiði 700 króna sekt í ríkissjóð, er afplánist 12 daga varðhaldi, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu málskostnaðar í hér- aði staðfestast. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verj- anda fyrir hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Ragnars Ólafssonar og Egils Sigurgeirssonar, kr. 600.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 31. október 1945. Ár 1945, miðvikudaginn 31. október, var í aukarétti Reykjavíkur, sem haldinn var í skrifstofu réttarins af Bergi Jónssyni sakadómara, upp kveðinn dómur í málinu nr. 2877/1945: Réttvísin gegn Kristjáni Friðrik Guðmundssyni, sem tekið var til dóms 2. október sama ár. Mál þetta er af réttvísinnar hálfu höfðað segn Kristjáni Friðrik Guðmundssyni verzlunarmanni, Skólavörðuholti 119, fyrir brot gegn XXVI. kafla almennra hegningarlaga nr. 19 12. febrúar 1940. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 14. júní 1909, og hefur hvorki sætt ákæru né refsingu, svo kunnugt sé. Með bréfi, dagsettu 28. nóvember 1944, kærðu bræðurnir Kristján Zoéga stórkaupmaður, Kaplaskjólsvegi 3, og Helgi Zoðga kaupmaður, Bárugötu 9, ákærða fyrir sviksemi í ráðstöfun svína, er þeir áttu á fóðrum hjá honum. Málavextir eru þeir, að með samningi, dagsettum 11. maí 1943, keyptu kærendur 5 sjö mánaða gamlar gyltur af ákærða og Eiríki Kúld Sigurðssyni bifreiðarstjóra, Eskihlíð A, þá á Sólstöðum við 221 Ásveg, og höfðu þær verið sameign seljenda. Var kaupverðið greitt strax að fullu. Seljendur tóku að sér að „hýsa, passa og fóðra“ gylturnar í allt að tvö ár gegn því að fá helming alls arðs af þeim, á meðan þær væru í þeirra umsjá. Ákærði heldur því fram, að fóðr- unarloforðið hafi verið miðað við það, að svínin yrðu alin á matar- leifum frá setuliðinu, eins og áður hafði verið gert. Þessu neita kær- endur og halda því fram, að fóðrunarloforðið hafi ekki verið tak- markað við neitt sérstakt fóður, og annar seljendanna, Eiríkur Kúld Sigurðsson, heldur því fram, að fóðrunarloforðið hafi verið fyrir- raralaust og ekki bundið því skilyrði, að fóður fengist af matarleif- um setuliðsins. Ekki er neins skilyrðis um fóðrið getið í samningn- um, og verður því að ætla, að staðhæfing ákærða um þetta sé eigi rétt, þó að hann hafi ef til vill ætlað að nota matarleifar setuliðsins handa svínunum, Sumarið 1943 kom upp veiki í svinabúi ákærða, og stafaði hún af eitrun í matarleifum setuliðsins. Nokkur svin drápust, en þó ekk- ert af gyltum kærenda. Ákærði varð nú að fóðra svínin á mjöli os öðru dýru fóðri, og tilkynnti hann kærendum þetta, og segir hann þá hafa fallizt á að greiða aukakostnað af hinu dýrara fóðri, og hafi Helgi greitt sér kr. 500.00 í þessu skyni. Kærendur bera hins vegar, að þeir hafi ekki samþykkt að greiða neinn aukakostnað og hafa haldið því fram, að kærði yrði að bera áhættuna af auknum fóður- kostnaði. Helgi staðhæfir, að þær kr. 500.00, sem hann afhenti kærða, hafi einungis verið lán til kærða vegna fjárhagsvandræða hans. Vitni voru engin að afhendingu peninga þessara, og ekki hefur komið fram, að neitt skriflegt hafi verið um hana gert. Haustið 1943 slitu ákærði og Eirikur Kúld Sigurðsson sameign sinni á svínabúinu, og tók þá ákærði að sér að sjá að öllu leyti um svin kærenda, sem þá lHfðu öll. Í áðurnefndri kæru þeirra bræðra er sagt, að þeir hafi frétt, að ákærði hefði selt allar gylturnar án þess að láta þá vita og tekið til sín andvirði þeirra. Hafi málflutningsmaður þeirra, hrl. Sigur- geir Sigurjónsson, þá nýlega átt tal við ákærða um þessi viðskipti, og hafi hann þá neitað að láta af hendi andvirði svínanna. Um þetta hefur ákærði gefið þá skyrslu, að ein gyltan hafi drepizt úr kaldadrepi nokkuð löngu eftir að farið var að fóðra með dyrara fóðrinu, sem áður segir. Hafi kærendum verið tilkynnt þetta, en þeir ekki óskað að sjá skrokkinn, sem var einskis virði. Þetta er viðurkennt af kærendum. Gyltu, sem fékk fótarmein, var slátrað með samþykki Kristjáns, og fékk Helgi skrokk hennar. Þriðju gylt- unni var slátrað haustið 1944 með samþykki Kristjáns, og fékk hann andvirði skrokks hennar, rúmar kr. 300.00. Frásögn ákærða um endalok þessara þriggja gyltna er viðurkennd af kærendum, og er kæran því eigi á rökum reist varðandi þær, Tveimur síðustu gyltum kærenda slátraði ákærði 8. september 1944, og var andvirði þeirra, að frádregnum kostnaði, kr. 337.00, að ákærða sögn, og hefur hann haldið því sökum þess, að hann segir, að kærendur hafi eigi fengizt til að gerd upp við hann áður- nefndan aukinn kostnað við fóðrun svinanna. Kærendur höfðu ekki samþykkt slátrun gyltna þessara, heldur vísað ákærða til hrl. Sigur- geirs Sigurjónssonar, er hann ræddi við þá um þær. Ákærði ræddi þá við Sigurgeir um þetta, og skýrir ákærði svo frá, að Sigurgeir hafi viljað láta ákærða auglýsa gylturnar ásamt grísum þeirra til sölu. Ákærði gerði þetta, og seldust grísirnir, en gylturnar ekki. Ekki segir hann um það hafa verið talað sérstaklega, að ákærði talaði við kærendur eða Sigurgeir um sölu svínanna eða að þeir fengju andvirði þeirra, en hann gerir ráð fyrir, að þeir hafi búizt við því. Hæstaréttarlögmaðurinn ber, að ákærði hafi talað um það við sig, að hann þyrfti að losna við hinar tvær gyltur kærenda og grísi Þeirra, sem hann man eigi, hve margir voru, og kveðst lögmaðurinn hafa svarað því til, að rétt mundi vera að auglýsa svínin til sölu, en kveðst um leið hafa tekið skýrt fram, að ákærði mætti ekki selja svinin, fyrr en hann hefði talað við sig, og heldur ekki taka við andvirði þeirra. Nokkru síðar hitti hann ákærða, sem sagðist þá hafa selt svínin og hafa andvirði þeirra í sinum vörzlum, og er lög- maðurinn sagði honum, að honum bæri skylda til að afhenda það, neitaði hann því algerlega. Meðan gyltur kærenda voru í vörzlum ákærða, áttu þær marga grísa, en samkvæmt skýrslu ákærða, sem eigi er hrakin, drápust þeir allir nema 15. Þá grísi seldi ákærði fyrir samtals kr. 1500.00, sem hann neitar að afhenda kærendum, fyrr en þeir geri upp við hann aukakostnaðinn við fóðrunina. Með tilliti til þess, sem áður er sagt um fóðrunarsamninginn, Þykir ákærða eigi hafa verið heimilt að halda andvirði hinna tveggja gyltna og þeim hluta andvirðis grísanna, sem í þeirra hlut átti að koma samkvæmt samningnum. Þykir ákærði með þessu hafa gerzt brotlegur við 247. gr. 1. mgr. hegningarlaganna og refsing hans eftir atvikum hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga, en rétt þykir að ákveða, að fullnustu refsingar- innar skuli fresta og hún niður falla, að 2 árum liðnum frá upp- kvaðningu dóms þessa, verði skilorð VI. kafla almennra hegningar- laga haldin. Samkvæmt 68. gr. 3. mgr. sömu laga ber að svipta ákærða kosningarrétti og kjörgengi til opinberra starfa og annarra almennra kosninga frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkosnaðar, þar með lalin málsvarnarlaun skipaðs verjanda sins, hrl. Egils Sigurgeirs- sonar, kr. 200.00. Rekstur málsins hefur verið vitalaus. 223 Því dæmist rétt vera: Ákærði, Kristján Friðrik Guðmundsson, sæti fangelsi í 30 daga, en fullnustu refsingarinnar skál fresta og hún niður falla, að 2 árum liðnum frá uppkvaðningu dóms þessa, verði skilorð Ví.kafla almennra hegningarlaga nr. 19 12. febrúar 1940 haldin. Ákærði er frá birtingu dóms þessa sviptur kosningarrétti og kjörgengi til opinberra starfa og annarra almennra kosninga. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnar- laun skipaðs verjanda sins, hrl. Egils Sigurgeirssonar, kr. 200.00. Dómi þessum skal fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 12. maí 1947. Nr. 107/1946. Sveinbjörn Sigurðsson (Sjálfur) gegn Einari Guðmundssyni (Enginn). Setudómarar próf. Ólafur Lárusson og hrl. Sveinbjörn Jónsson í stað hrd. Árna Tryggvasonar og hrd. Jóns Ásbjörnssonar. Landamerkjamál. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi, sem skotið hefur máli þessu til hæstaréttar með stefnu 17. ágúst f. á., gerir þær dómkröfur, að hinn áfrýjaði dómur verði úr gildi felldur og málinu vísað til landa- merkjadóms aftur til löglegrar meðferðar og dómsálagn- ingar. Svo krefst áfrýjandi og, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað fyrir héraðsdómi og hæsta- rétti eftir mati dómsins. Af hendi stefnda var komið fyrir hæstarétt við þingfest- ingu máls þessa, og þá tóku aðiljar frest, en er málið síðar var tekið til meðferðar í hæstarétti, kom enginn fyrir dóm af hálfu stefnda, og hefur málið því verið rekið skriflega og er dæmt samkvæmt framlögðum skilrikjum, sbr. 38. gr. laga nr. 112/1935. Áður en dómur gekk í máli þessu í héraði, hefði þurft að gera nákvæman uppdrátt af landi Hólabrekku, og þá eink- 994 um af þrætulandinu og tilgreina á honum stærð landspildn- anna. Þá hefði og þurft að afla glöggrar greinargerðar og sannana um meðferð ábúenda Hólabrekku á þrætulandinu, hversu þeir hafa notað það og um ræktun þá, er þeir kunna að hafa framkvæmt á því. Enn hefði verið nauðsynlegt að afla rækilegri skýrslna um það, hvort þurrabúðarlóð Hólabrekku, sem úthlutað var 1914 úr Kirkjubólslandi, var innifalin í þeim 12 dag- sáttum, er seldar voru úr landi Ásgarðs árið 1927. Rétt hefði verið að leggja fram í málinu veðskuldarbréf það, þar sem Búnaðarbanka Íslands var veittur veðréttur í Ásgarði, en bréf þetta var grundvöllur uppboðs þess, er Búnaðar- bankinn keypti Ásgarð á. Þar sem faðir stefnda, sem er ólögfróður maður, kon fyrir landamerkjadóminn af hendi stefnda, þá bar formanni dómsins samkvæmt 114. gr. laga nr. 85/1936 að leiðbeina honum um öflun skýrslna. Þetta gerði dómsformaður ekki. Ber því að ómerkja hinn áfrýjaða landamerkjadóm og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagn- ingar af nýju. Samkvæmt þessum úrslitum fellur málskostnaður fyrir hæstarétti niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera ómerkur, og vísast málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dóms- álagningar af nýju. Málskostnaður fyrir hæstarétti fellur niður. Dómur landamerkjadóms Gullbringu- og Kjósarsýslu 24. maí 1946. Ár 1946, laugardaginn 94. maí, var í landamerkjadómi Gull- bringu- og Kjósarsýslu, sem haldinn var í réttarsal embættisins í Hafnarfirði af fulltrúa sýslumanns Kristni Ólafssyni sem dóms- formanni og meðdómsmönnum Gunnlaugi Jósepssyni og Birni Finn- bogasyni, kveðinn upp dómur í ofangreindu máli, sem dómtekið var i dag. Með tilkynningu til dómsins, 9. apríl s. 1, hefur sækjand- inn, Sveinbjörn Sigurðsson, Ásgarði, Miðneshreppi, óskað, að mál Þetta yrði höfðað gegn núverandi eiganda Hólabrekku, sama 225 hreppi, Einari Guðmundssyni, og gerir sækjandinn þær kröfur, að landamerki jarðarinnar Hólabrekku verði ákveðin eftir afsali Ólafs Guðlaugssonar á jörð þessari til Jónasár Bjarnasonar, dags. 30. nóv. 1927 (rskj. 9). Enn fremur gerir hann kröfu til, að sér verði til- dæmdur málskostnaður. Með verjanda málsins hefur mætt sem meðalgöngumaður Jónas Bjarnason, fyrrv. eigandi Hólabrekku, en hann seldi núverandi eig- anda jörð þessa 5. júní 1945. Af hálfu Hólabrekku hefur verið krafizt, að girðingar, eins og nú eru þær, yrðu látnar ráða, og hefur meðalgöngumaður krafizt sér tildæmdan málskostnað. Sáttatilraun var árangurslaus. Málavextir eru þessir: Árið 1925 fluttist Jónas Bjarnason að Hólabrekku í Miðneshreppi. Fékk hann til að byrja með 4 dagsláttur lands hjá þáverandi eiganda og ábúanda Ásgarðs, Ólafi Guðlaugssyni. Árið 1927 keypti Jónas af Ólafi 12 dagsláttur og fékk afsal fyrir því 30. nóv. 1927. Eru þar landamerki tiltekin, sem sækjandi máls þessa gerir kröfu til að látin verði ráða milli Hólabrekku og Ásgarðs. Þegar Jónas ætlaði að fara að girða landið, segir hann, að sér hafi ekki líkað, hvernig Ólafur úthlutaði því, þar sem vinkilbeygja hefði orðið þar á girðingunni, og hann hefði þá farið fram á við Ólaf að fá beina línu milli jarðanna. Varð Ólafur við Þessari bón Jónasar og lét hann fá viðbótarland, sem í máli þessu er talið vera um 3 dagsláttur að stærð, en það er sá landskiki, sem ágreiningur- inn í málinu snýst um. Þar sem land þetta hefði verið opin sandflög að neðanverðu, telja þeir Jónas og Ólafur, að hætta hefði getað af stafað vegna upp- blásturs og sandfoks á efra landið, og þvi hefði síðarnefndi látið Það til ræktunar. Segja þeir, að girðing hefði þá strax verið sett þarna milli Ásgarðs og Hólabrekku, þar sem hún stendur enn í dag. Æn sækjandinn, Sveinbjörn Sigurðsson, segir, að girðingin hafi að vísu verið komin þarna, þegar hann flutti að Ásgarði með föður sínum 1930, en minnir, eftir þvi sem honum hefur verið sagt, sett upp á því ári. Vegna þessara breytinga á stærð landsins, sem gerð var eftir að afsal hafði farið fram, komu þeir sér saman um það, Jónas og Ólafur, að útbúa nýja landamerkjaskrá, sem dagsett er 1. jan. 1928. Í sumum afritum skrárinnar (en frumritið hefur eigi komið fram) er ártalið 1938, en þeir halda báðir fram, að það sé rangt í staðinn fyrir 1928. Með afsali, dagsettu 29. apríl 1930, selur Ólafur Guðlaugsson Ás- garð Sigurði Kristjánssyni, föður sækjanda. Um landamerki er sagt, að þau séu ágreiningslaus, en ekki tiltekið nánar, hver þau séu. Á uppboði, sem fram fór 1. júlí 1933, var jörðin Ásgarður seld 15 226 samkvæmt kröfu Landsbanka Íslands, en með gerð, dags. 5. s. m., er Búnaðarbanka Íslands útlögð jarðeign þessi sem ófullnægðum veð- hafa. Er þar ekkert getið um landamerki, en jörðin er útlögð með öllu, sem henni fylgir og fylgja ber. Sigurður bjó þó áfram á jörðinni, en með afsali, dags. 6. júlí 1937, selur Búnaðarbankinn sækjanda þessa máls, Sveinbirni Sigurðssyni, jörðina Ásgarð, og er hann eigandi hennar nú. Það verður ekki séð, að neinn ágreiningur hafi verið um landa- merki Hólabrekku og Ásgarðs, fyrr en þetta mál er höfðað. Með afsali, dags. 5. júní 1945, selur Jónas Bjarnason Hólabrekku Einari Guðmundssyni. Segir þar, að landið sé 12 dagsláttur að stærð. Það sé afgirt og ráði girðingar landamerkjum. Nú heldur sækjandinn því fram, að Ólafur Guðlaugsson hefði ekki haft heimild til að láta Jónas Bjarnason fá hið umdeilda viðbótar- land, þvi að það hafi þá verið veðsett Búnaðarbankanum, auk þess hafi ekkert afsal eða skriflegur gerningur farið fram. Gegn þessu heldur verjandi fram, að girðingin sé búin að standa á þessum stað í tíð allra eigenda Ásgarðs frá Ólafi Guðlaugssyni til sækjanda ágreiningslaust af þeirra hálfu, en eigandi Hólabrekku alia tíð skoðað þrætulandið óátalið sína eign og nytjað það. Þegar salan á Hólabrekku fór fram í fyrravor, voru þar staddir Þorlákur Bene- diktsson og Guðmundur Einarsson. Hafa þeir borið og staðfest þann framburð sinn með eiði, að meðan beðið var eftir Jónasi Bjarnasyni til undirskrifta, hafi Þor- lákur sagt, að sjálfsagt væri að spyrja næstu nágranna, hvort ágrein- ingur væri um landamerkin. Kallaði vitnið á Sveinbjörn Siðurðs- son, sem þarna var staddur, og gekk hann með þeim vitnum og aðiljum þessa máls að suðurgirðingunni milli Hólabrekku og Ás- garðs. Benti vitnið með girðingunni, og gerði Sveinbjörn engar ai- hugasemdir við, að girðingar væru á réttum landamerkjum, og eins fóru þeir að norðurgirðingunni, og gerði hann ekki heldur athuga- semd við hana. Að vísu kveðst Sveinbjörn hafa sagt, að Hólabrekka hefði meira en 12 dagsláttur innan sinnar girðingar, en ekki töldu vitnin sig hafa heyrt það, þó að Þorlákur teldi, að það gæti verið. Landamerkjadómurinn litur svo á, að afhending Ólafs Guðlauss- sonar á hinu umþráttaða landsvæði verði að teljast lögformleg, að því athuguðu, að Búnaðarbankinn sem veðhafi hefði getað upp- haflega mótmælt, að veðið yrði rýrt, en óbeinlinis leggur á sam- bykki sitt, þar sem hann eigndðist og á Ásgarð í mörg ár á eftir, en allan þann tíma er land þetta innan girðingar Hólabrekku og nytjað af eiganda hennar óátalið af eiganda Ásgarðs. Hins vegar má benda á, að land þetta var, þegar það er lagt undir Hólabrekku, svo verð- lítið, að það gæti engu skipt fyrir veðhafa, þó það væri tekið frá Ásgarði. Þegar sækjandi þessa máls kaupir landið af bankanum, er honum 227 allra manna kunnugast um landamerki Ásgarðs, þar sem hann hefur átt þar heima í ein átta ár, og getur hann þá ekki reiknað með að fá í kaupunum land, sem er innan girðingar Hólabrekku og verið alla tíð nytjað af eiganda hennar. Hefði hann þá ætlað að heimta landið undir Ásgarð aftur eða vitað um ágreining um landamerki, bar honum að gera fyrirvara um það, ef hann hugsaði sér síðar að byggja einhvern rétt á þvi. Af þessu og öðru, sem upplýst er í málinu, virðist augljóst, að landamerki milli Ásgarðs og Hólabrekku hafa verið ágreiningslaus af hálfu eigenda þessara jarða fram að því, að þetta mál er höfðað. Með skírskotun til þess, sem hér er ritað að framan, verður niður- staða réttarins sú, að landamerki milli Ásgarðs og Hólabrekku skuli vera, eins og girðingin hefur staðið, þannig að hið umdeilda land- svæði verði áfram innan girðingar Hólabrekkulands og tilheyri þeirri jörð. Samkvæmt þessum úrslitum þykir rétt, að þóknun til dómara og ferðakostnaður, kr. 800.00, greiðist af stefnanda. Að öðru leyti fellur málskostnaður niður. Því dæmist rétt vera: Landamerki milli Ásgarðs og Hólabrekku skal vera girðins sú, sem þar stendur nú, þannig að þrætulandið, ca. 3 dagsláttur, sé innan Hólabrekkulands. Þóknun til dómara, kr. 800.00, greiðist af sækjanda, Svein- birni Sigurðssyni, innan 15 daga frá birtingu dóms þessa að við- lagðri aðför áð lögum. Að öðru leyti fellur málskostnaður niður. Föstudaginn 16. mai 1947. Nr. 132/1946. Fiskimjöl h/f (Hri. Theódór B. Líndal) segn Fiskimjöl Njarðvík h/f (Hrl. Sveinbjörn Jónsson). Setudómarar hrl. Einar B. Guðmundsson og próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar og hrd. Jóns Ásbjörnssonar. Ágreiningur um firmanafn. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi, sem hefur að fengnu áfrýjunarleyfi 23. sept. f. á. skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu 2. október 228 f. á., krefst þess, að stefnda verði dæmt óheimilt að nota firmanafnið Fiskimjöl Njarðvík, og honum dæmt skylt að viðlögðum 200 króna dagsektum að strika nafn þetta úr hlutafélagaskrá Gullbringu- og Kjósarsýslu. Svo krefst áfrýj- andi málskostnaðar úr hendi stefnda bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur og honum dæmdur málskostnaður úr hendi áfrýj- anda fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Orðið fiskimjöl hefur verið notað í lögum sem vöruheiti, áður en áfrýjandi tók þetta orð upp sem firmanafn, sbr. 1. gr. laga nr. 15/1929. Samkvæmt þessu og þar sem orðið fiskimjöl er almennt vöruheiti og firmanafn áfrýjanda hef- ur því ekki í sér fólgin nægileg sérkenni, þykir krafa hans ekki verða tekin til greina. Samkvæmt þessari niðurstöðu er rétt, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað í hæstarétti, sem ákveðst kr. 700.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Fiskimjöl h/f, greiði stefnda, Fiskimjöl Njarðvík h/f, kr. 700.00 í málskostnað fyrir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur sjó- og verzlunardóms Gullbringu- og Kjósarsýslu 10. apríl 1946. Ár 1946, miðvikudaginn 10. april, var í sjó- og verzlunardómi Gullbringu- og Kjósarsýslu, sem haldinn var á skrifstofu embættis- ins af setudómara Kristni Ólafssyni sem sjódómsformanni og með- dómendum þeim Sigurði Guðnasyni innheimtumanni og Birni Helga- syni skipstjóra, upp kveðinn dómur í ofangreindu máli, sem dóm- tekið var 5. apríl síðastliðinn. Mál þetta er höfðað fyrir sjó- og verzlunardómi Gullbringu- og Kjósarsýslu með stefnu, dags. 25. janúar s. 1, af Fiskimjöl h/f í Reykjavik gegn Fiskimjöl Njarðvík h/f, Njarðvíkurhreppi, Gull- bringusýslu, og gerir stefnandinn þær kröfur, að hinu stefnda hluta- félagi verði talið óheimilt að nota nafnið „Fiskimjöl Njarðvík“ og Það skyldað til þess, að viðlögðum 200 króna dagsektum, að láta 229 má nafnið úr hlutafélagaskrá Gullbringu- og Kjósarsýslu, og því gert að greiða málskostnað að mati dómsins. Stefnt hlutafélag hefur mótmælt öllum kröfum stefnandans og krafizt sýknu og sér dæmdan hæfilegan málskostnað. Málavextir eru þessir: Þann 1. marz 1930 var tilkynnt til hlutafélagaskrár Reykjavíkur hlutafélagið „Fiskimjöl“, Hefur félag þetta síðan starfað að vinnslu fiskimjöls og hefur einkum keypt hráefni úr Gullbringu- og Kjósar- sýslu frá verstöðvum suður með sjó. Stefnandinn heldur því fram, að félag hans hafi verið fyrst til þess hér á landi að framleiða fiski- mjöl í stórum stil, og nafnið hafi verið nýyrði, er félagið tók það upp. Félagið hefur nú starfað í þessari grein um 15 ára skeið, haft mikil viðskipti, bæði utan lands og innan, og er þekkt um land allt undir þessu nafni. Á aðalfundi H/f Hraðfrystihúss Flateyrar 1943 var sú breyting gerð á lögum og stofnsamningi félagsins, að heiti þess varð: Fiski- mjöl Njarðvík h/f, heimili þess og varnarþing Innri-Njarðvík, Gull- bringusýslu, í stað Flateyrar áður, og sá tilgangur þess að reka hraðfrystihús, fiskiðnað og aðra starfsemi í því sambandi ekki leng- ur bundinn við Flateyri, heldur óháður öllum staðartakmörkunum. Tilkynning þessa efnis, dags. 11. des. 1943, til hlutafélagaskrár Ísafjarðarsýslu er birt í Lögbirtingablaðinu 21. jan. 1944, og í Lög- birtingablaðinu 28. apríl s. á. er Þirt tilkynning til hlutafélagaskrár Gullbringu- og Kjósarsýslu um stjórnarkosningu á framhaldsaðal- fundi í Fiskimjöl Njarðvík h/f, Innri-Njarðvík, sem haldinn var 21. april s. á. en síðan var félagið tilkynnt og skrásett í hlutafélaga- skrá Gullbringu- og Kjósarsýslu 3142 1944. Hlutafélagið „Fiskimjöl Njarðvík“ rekur fiskimjölsverksmiðju í innri-Njarðvík og framleiðir fiskimjöl úr fiskúrgangi. Það er þannig viðurkennt í málinu, að báðir aðiljar þess fram- leiða fiskimjöl úr fiskúrgangi, sem þeir fá að miklu leyti á sömu slóðum, en önnur verksmiðjan er í Reykjavík, en hin í Innri-Njarð- vík, Njarðvíkurhreppi. Stefnandinn heldur því fram, að hann hafi öðlazt einkarétt á heit- inu „Fiskimjöl“ með notkun sinni á því undanfarin 15 ár og lög- legri skrásetningu á því. Stefndu félagi sé með öllu óheimilt að nota Það, eins og það geri, og slík notkun brjóti í bága við 10. gr. 1. nr. 42/1903 svo og 1. 84/1933 um varnir gegn óréttmætum verzlunar- háttum, því að nöfnin séu svo lík, að hætta sé á, að þeim verði brenglað saman. Slíkur ruglingur hafi átt sér stað, enda sé sérstök hætta á, að nöfnunum verði ruglað saman, þar sem félögin starfi bæði í sömu atvinnugrein og að nokkru leyti á sömu slóðum. Á hinn bóginn heldur stefndi því fram, að heiti stefnandans njóti ekki réttarverndar samkvæmt firmalögunum frá 1903, þar sem félögin séu ekki í sama hreppi. Og réttarvernd samkvæmt lögum 230 84/1933 komi ekki heldur til greina, þar sem nöfnin séu ekki svo lík, að það geti komið að sök. Að lokum heldur stefndi því fram, að nafn félagsins hafi verið skráð athugasemdalaust í hlutafélagaskrá Gullbringu- og Kjósar- sýslu, og þegar af þeirri ástæðu sé félaginu heimil notkun þess, sbr. 3. gr. firmalaganna. Áður en farið er út í að meta málsástæður og rök aðilja, skal vikið að hinni almennu hlið málsins. Heitið Fiskimjöl er nú hið almenna orð málsins um þá vöru- tegund, eins konar „mjöl“ framleitt úr fiskúrgangi. Það kann að vera rétt, að heitið „fiskimjöl“ hæfi verið nýyrði í málinu eða a. m. k. mjög litið notað, er stefnandinn tók það 1930, sem nafn hluta- félagsins. En nú er það alþekkt heiti á umræddri vörutegund, svo almennt er ekki notað né þekkt í málinu annað orð um þá vöru sér- staklega. Ef réttmætt væri að veita einkarétt um notkun slíkra almennra vöruheita, væri þeim, er hann hlyti, þar með gefin forréttindi um að njóta þess hagræðis, er merking orðanna felur í sér, og það sumpart á annarra kostnað. Dómurinn er því þeirrar skoðunar, að óheimilt sé að veita slík- an einkarétt um notkun á almennu heiti vörutegundar, og telur það ekki geta samrýmst eðlilegum og sjálfsögðum rétti til notkunar almennra orða málsins. Fyrir því ber, þegar af þessari ástæðu, að sykna stefnda af öll- um kröfum stefnandans í málinu. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Fiskimjöl Njarðvík h/f, er sýkn af öllum kröfum stefnandans, Fiskimjöls h/f, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. 231 Laugardaginn 17. mai 1947. Nr. 96/1946. Magnús Benediktsson (Hrl. Sigurður Ólason) gegn Daníel Magnússyni, Magnúsi Magnússyni og Málmhildi Magnúsdóttur (Hrl. Ólafur Þorgrímsson). Setudómarar Einar Arnalds borgardómari og hrl. Theódór B. Líndal í stað hrá. Árna Tryggvasonar og hrd. Jóns Áshjörnssonar. Landamerkjamál. Ómerking héraðsdóms. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi, sem skotið hefur máli þessu til hæstaréttar með stefnu 22. júli f. á., krefst þess, að landamerkjadómurinn verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar af nýju. Svo krefst hann þess og, að honum verði dæmdur málskostnaður fyrir hæstarétti úr hendi stefndu. Stefndu krefjast þess, að héraðsdómurinn verði stað- festur og þeim dæmdur málskostnaður fyrir hæstarétti úr hendi áfrýjanda eftir mati dómsins. Mál þetta varðar umferðarrétt um land og á þvi að sæta meðferð samkvæmt III. kafla laga nr. 41/1919. Stefndu kröfðust þess m. a. fyrir héraðsdómi, að þeim væri heimiluð óhindruð umferð um „veg þann, sem liggur ofan af þjóðbraut meðfram Vallárlæk til sjávar“. Vettvangs- dómurinn gekk fram hjá þessari kröfu, en dæmdi stefndu „rétt til vegarstæðis“ um tún áfrýjanda hinum megin við Vallárlæk. Þar sem svo miklir annmarkar eru á meðferð málsins í héraði, ber að ómerkja hinn áfryjaða dóm, að því leyti, sem bann varðar efni málsins, og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar af nýju. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að stefndu greiði in solidum áfrýjanda kr. 900.00 í málskostnað fyrir hæstarétti. Það athugast, að rétt hefði verið að marka á uppdrátt veg þann, sem krafa er gerð til umferðar um. 232 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera ómerkur, að því leyti sem sakarefni hefur ekki verið vísað frá dómi, og vís- ast málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar af nýju. Stefndu, Daníel Magnússon, Magnús Magnússon og Málmhildur Magnúsdóttir, greiði in solidum áfrýjanda, Magnúsi Benediktssyni, kr. 900.00 í málskostnað fyrir hæstarétti. Dóminum Þber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur landamerkjaróms Gullbringu- og Kjósarsýslu 20. maí 1946. Ár 1946, 20. maí, var í landamerkjadómi Gullbringu- og Kjósar- sýslu, sem haldinn var að Klébergi af fulltrúa sýslumanns, Kristni Ólafssyni, sem formanni dómsins, og meðdómendum Gesti Andrés- syni og Jónasi Magnússyni, kveðinn upp dómur í ofangreindu máli, sem dómtekið var 30, april síðastliðinn. Mál þetta er upphaflega höfðað fyrir aukadómþinsi Gullbringu- og Kjósarsýslu með stefnu, birtri 23. júní f. á., af Daníel Magnússyni, bónda að Hofi á Kjalarnesi, f. h. eigenda jarðarinnar Lykkju, sama hreppi, gegn Magnúsi Benediktssyni, Vallá, Kjalarneshreppi, til við- urkenningar á rétti eigenda Lykkju til óhindraðrar umferðar um veg þann, sem liggur ofan af þjóðbraut meðfram Vallárlæk til sjávar. Var mál þetta þingfest á aukadómþingi 29. júni s. 1. að Klébergi á Kjalarnesi, og frestur tekinn til 18. september. Síðan var málið samkvæmt ákvörðun dómarans flutt í landamerkjadóm Gullbringu- og Kjósarsýslu og var þingfest þar 9. okt, s. 1. Í fyrsta réttarhaldi, er landamerkjadómur hafði verið skipaður, víkkaði stefnandinn í bókun kröfur sínar þannig, að hann nú krafðist umferðarréttar fyrir Lykkju í viðbót við það, sem hann áður hafði gert tilkall til, frá engjastykki jarðarinnar austan Vallár niður á þjóðveginn, yfir tún Vallár, þar sem vegarstæði hefði legið að fornu. Stefndi hefur mótmælt kröfum stefnandans og krafizt algerrar sýknu í málinu og til vara, ef stefnandinn fái framgengt kröfum sin- um, verði umferðarréttur hans leyfður eftir hinni gömlu engjagötu. Hvor aðilja um sig hefur krafizt sér tildæmdan hæfilegan máls- kostnað. Með stefnu, dags. 12. des. 1945, hafði stefndi gagnstefnt aðal- stefnanda máls þessa til að fá bannaða alla frekari malartöku í 233 svonefndri Lykkjufjöru og alla malarflutninga fram af landi Vallár, en við munnlegan flutning máls þessa felldi hann niður með bókun sgagnkröfur þessar, og var það samþykkt af gagnstefnda. og kemur sú kröfugerð því ekki frekar til álita fyrir þessum dómi. Sáttatilraun í máli þessu varð árangurslaus. Málavextir eru þessir: Áður en þjóðvegurinn, sem nú liggur meðfram Esju, var lagður, var gamli vegurinn, sem fram að því var aðalumferðarleiðin, miklu ofar fram með rótum fjallsins. Af þessum gamla Kjalarnesvegi og alveg niður að sjó mun hafa verið götuslóði eða troðningur á þeim slóðum, sem um ræðir í þessu máli, meðfram Vallárlæk. Þegar nýi þjóðvegurinn kom, virðist umferð um þenna götuslóða hafa lagzt niður, svo að engin merki sjást lengur eftir hann ofan þjóðvegarins, enda búið að slétta yfir á því svæði og breyta far- vegi Vallárlækjar. Neðan þjóðvegarins virðist götuslóði þessi að mestu hafa, legið austan við lækinn og niður í fjöru, en farið neðst á litlum kafla vestur fyrir. Sést enn þá móta fyrir troðningum á þess- um slóðum. Við landskipti, er hófust 16. júlí 1917, var Lykkju úthlutuð 83 metra skák af fjöru og 110 metra landsspilda ofan vegar upp í fjall. Enginn vegur lá að þessum landskikum, annar en fyrrgreindir götuslóðar. Malarflutningur úr fjörastykkinu mun hafa farið fram sjóleiðis fram að síðasta stríði eða til 1940, en síðan hafa bílar yfir- tekið alla slíka flutninga. Til þess að geta hagnýtt sér fjöruréttindi sín, telur stefnandinn sig eiga kröfu til umferðarréttar frá þjóðveginum meðfram Vallár- læk niður í fjöru, enda hefðu áðurgreind skipti byggzt á, að fjöru- rétturinn yrði hagnýttur með yfirferð um þann veg. Kröfur stefnandans eru í tvennu lagi, og þar sem betur liggur við að halda þeirri skiptingu, eins og málið hefur verið rekið, mun því haldið, og skal nú vikið nánar að hvorri kröfu fyrir sig. I. Vegarstæði af núverandi þjóðvegi niður í fjöru meðfram Vallárlæk. Það er sannað í máli þessu með vitnaleiðslum og öðr- um gögnum, að troðningar hafa legið niður í fjöru á þessum slóð- um. Það er enn fremur upplýst, að Björn Kristjánsson, sem átti land þarna á undan föður núverandi eiganda (sbr. makaskiptabréf 20. jan. 1920), lét setja girðingu milli Austur-Vallár og Vallár, þannig að skilið var eftir vegarstæði austan lækjarins og vestan girðingar- innar og niður í fjöru. Girðingu þessa hefur eigandi Austur-Vallár síðan látið taka burt og slétta landið, en þó má enn þá sjá nokkurn veginn, hvar girðingin hefur staðið. Á þessum slóðum hefur verið umferðarleið, sem þó hefur að mestu leyti lagzt niður, er þjóðvegurinn var lagður fyrir ca. 20 árum. Mótmæli sin byggir stefndi aðallega á því, að málið sé ófullnægj- 234 andi upplýst, réttarkröfur óljósar og stefnandi litlu nær um að- sang að fjörubletti sínum, þó hann fengi framgengt kröfum sinum, til þess þyrfti að stefna fleirum til aðildar. Á þessar röksemdir stefnda verður ekki fallizt. Deiluatriðið, sem snertir umferðarleið frá þjóðvegi niður í fjöru, er fullnægjandi upplýst í málinu, enda er það svo einfalt og óbrotið, sem frekast má verða. Þá heldur stefndi því fram, að eiginleg umferðarleið hafi aldrei verið eftir engjagötu þeirri, sem var á deilusvæðinu, enda hafi hún orðið með öllu óþörf, er þjóðvegurinn var lagður fyrir ca. 2ð árum, og aldrei notuð siðan. Á þessar fullyrðingar stefnda verður heldur ekki fallizt, þvi engjagata þessi hefur samkvæmt framburði vitna verið notuð, og að einhverju leyti eftir að þjóðvegurinn kom. Um þörfina má benda á vegarstæði það, er Björn Kristjánsson skildi eftir vestan girðingarinnar, enda verður ekki séð, að stefn- andi geti nytjað land sitt, hafi hann ekki umferðarrétt að því. Í þessa sömu átt bendir og vottorð, er stefndi hefur lagt fram, þar sem Jón St. Arnórsson leyfir Daníel Magnússyni á Hofi umferð um veg þann, sem liggur niður í fjöru db. Þórarins Arnórssonar (rskj. 13). Heldur stefndi fram, að þetta vottorð sé stefnandanum fullnægjandi, og Þurfi hann ekki aðra flutningaleið að og frá fjöru sinni, enda liggi þessi vegur betur við fjörunni en leið sú, er stefnandi vilji fá rétt til með máli þesu. Gegn þessu heldur stefnandinn fram, að leyfi þetta sé hægt að afturkalla, hvenær sem væri, og því alveg ófullnægjandi, og hann þurfi heldur ekki að sætta sig við slíka úrlausn, þar sem hann eigi skýlausan rétt til vegar annars staðar. Rétturinn verður að fallast á, að þetta leyfi geti ekki komið í stað eða skipti máli um þann rétt, sem stefnandinn vill fá skorið úr fyrir þessum dómi. Með skirskotun til þess, er að framan segir, er niðurstaða réttar- ins sú, að stefnandinn eigi rétt til vegarstæðis frá þjóðveginum með- fram Vallárlæk niður í fjöru. Þar sem upplýst er, að hinn forni engjavegur hefur að miklu leyti verið austan lækjarins, og þar liggur einnig vegarstæði það, sem Björn Kristjánsson skildi eftir vestan girðingar, þá þykir rétt að láta stefnanda í té þetta sama vegar- stæði þannig, að honum sé úthlutað fimm metra breiðri ræmu beint af þjóðveginum niður í fjöru fast austan við Vallárlæk. II. Krafa stefnandans um umferðarrétt fyrir Lykkju frá engja- stykki jarðarinnar austan Vallár niður á þjóðveginn, yfir tún Vallár, þar sem vegarstæðið hafði legið að fornu. Í málinu hefur ekki verið lagt fram kort, er sýni landamerki og afstöðu engjastykkis þessa og landamörk annarra engjastykkja á þessu svæði og tún Vallár, þar sem vegarins er krafizt. Það liggja 235 heldur ekki fyrir upplýsingar um Lykkjuport né vegarstæði, sem talið er, að eftir hafi verið skilið, þegar Björn Kristjánsson lét girða á þeim slóðum, eða hve langt sú girðing náði upp, og þá heldur ekki, hvort eða hvernig Lykkjumönnum hefur verið ætlaður um- ferðarréttur, þegar Vallárlæk var breytt og sléttað yfir farveginn og landið ræktað. Rétturinn telur, að eigendum Lykkju sé nauðsynlegur umferðar- réttur til að geta hagnýtt sér engjastykkið og mikil líkindi til, að hlutaðeigendur hafi á sinum tima viðurkennt þann rétt, en þar sem mjög brestur á fullnægjandi upplýsingar, þykir verða að visa þess- um lið af kröfu sækjandans frá dómi. Samkvæmt framangreindri niðurstöðu þykir rétt, að kostnaður og þóknun dómenda, samtals krónur fimmtán hundruð, greiðist af stefnda, en málskostnaður að öðru leyti falli niður. Því dæmist rétt vera: Stefnandinn, Daníel Magnússon f. h. eigenda Lvkkju, skal eiga rétt til vegarstæðis, fimm metra á breidd, beina línu austan Vallárlækjar frá þjóðveginum niður í fjöru, fast við lækinn. Að öðru leyti er kröfum stefnandans um vegarstæði vísað frá dómi. Stefndi, Magnús Benediktsson, greiði þóknun til dómenda og ferðakostnað með 1500 krónum innan fimmtán daga frá lögbirt- ingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Að öðru leyti fellur málskostnaður niður. Laugardaginn 17. mai 1947. Kærumálið nr. 9/1947. Magnús Thorlacius gegn Eggert Claessen. Setudómarar Einar Arnalds borgardómari og próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar og hrd. Jóns Ásbjörnssonar. Ágreiningur um þóknun málflutningsmanns. Dómur hæstaréttar. Með kæru 28. apríl þ. á., er hingað barst 5. þ. m., hefur sóknaraðili skotið til hæstaréttar úrskurði stjórnar Lög- mannafélags Íslands, upp kveðnum 28. f. m., í máli varnar- 236 aðilja gegn sóknaraðilja. Gerir sóknaraðili þær dómkröfur, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og málinu vísað frá stjórn Lögmannafélagsins. Svo krefst hann og kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðilja eftir mati dóms- ins. Varnaraðili krefst þess, aðallega að málinu verði vísað frá hæstarétti, en til vara krefst hann þess, að úrskurður stjórnar Lögmannafélagsins verði staðfestur. Hann krefst og kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðilja eftir mati hæstaréttar. Samkvæmt 8. gr. laga nr. 61/1942 hefur stjórn Lögmanna- félags Íslands úrskurðarvald um endurgjald fyrir mál- flutningsstarf, og má kæra úrskurði stjórnarinnar um þetta efni til hæstaréttar, sbr. 199. gr. laga nr. 85/1936. Nefnd lagaboð heimila hins vegar ekki, að skotið sé sér í lagi til hæstaréttar úrskurðum félagstjórnarinnar, er einungis lúta að starfsaðferðum hennar. Ber því að vísa kærumáli þessu frá hæstarétti. Eftir þessum úrslitum ber að dæma sóknaraðilja til að greiða varnaraðilja kr. 200.00 í kærumálskostnað. Dómsorð: Kærumáli þessu vísast frá hæstarétti. Sóknaraðili, Magnús Thorlacius, greiði varnaraðilja, Eggert Claessen, kr. 200.00 í kærumálskostnað. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður stjórnar Lögmannafélags Íslands 28. apríl 1947. Með bréfi, dags. 10. jan. 1947, hefur sóknaraðili, Eggert Claessen hrl., beiðst úrskurðar stjórnar Lögmannafélags Íslands um það, hvort sú krafa hrl. Magnúsar Thorlacius um 300 kr. þóknun, sem um ræðir í máli þessu, geti talizt hæfileg. Telur sóknaraðili, að krafa varnaraðilja sé óhæfilega há, og verði fallizt á þá skoðun hans. beiðist hann þess, að félagsstjórnin úrskurði, hvaða þóknun teljist sanngjörn handa varnaraðilja fyrir störf þau, er í málinu greinir. Varnaraðili krefst þess, að máli þessu verði vísað frá dómi. Virðist hann byggja frávísunarkröfu sína á því, að krafa sóknar- aðilja sé þannig orðuð, að ekki sé unnt að leggja dóm á hana, eins og hún liggur fyrir. Þessari skoðun er mótmælt af varnaraðilja. 237 Samkvæmt 8. gr. laga nr. 61 4. júlí 1942 hefur stjórn félags héraðs- dóms og hæstaréttarlögmanna, þ. e. stjórn Lögmannafélags Íslands, úrskurðarvald um endurgjald fyrir málflutningsstörf, ef ágreiningur um það er borinn undir hana. Þar sem krafa sóknaraðilja um efnis- úrskurð þykir nægilega rökstudd samkvæmt áminnstu ákvæði laga nr. 61/1942, er ekki unnt að taka frávísunarkröfu varnaraðilja til greina. Því úrskurðast: Frávísunarkrafa varnaæraðilja í máli þessu er ekki tekin til greina. Laugardaginn 17. maí 1947. Kærumálið nr. 10/1947. Gunnar Jósefsson Segn Hamrinum Mjölni h/f. Setudómarar Einar Arnalds borgardómari og próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar og hrd. Jóns Ásbjörnssonar. Ágreiningur um framlagningu skjala. Dómur hæstaréttar. Friðjón Skarphéðinsson, bæjarfógeti á Akureyri, hefur kveðið upp hinn kærða úrskurð. Með kæru, dags. 25. apríl þ. á., kominni til hæstaréttar 7. þ. m., hefur kærandi skotið til hæstaréttar úrskurði, kveðn- um upp á bæjarþingi Akureyrar 21. april þ. á. í máli varnar- aðilja gegn sóknaraðilja. Krefst sóknaraðili þess, að úrskurð- inum verði hrundið og varnaraðilja dæmt skylt að leggja fram skjöl þau, er í úrskurðinum greinir. Svo krefst hann og kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðilja eftir mati dómsins. Varnaraðili krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og að sóknaraðilja sé dæmt að greiða honum kærumáls- kostnað eftir mati dómsins. Sóknaraðili hefur ekki sýnt fram á, að hann eigi þess ekki kost að fá skjöl þau, er í úrskurðinum greinir, frá Sjóvá- tryggingarfélagi Íslands h/f, er greiddi kostnað af viðgerð 238 á bifreið hans. Þykir hann því ekki að svo stöddu eiga rétt til að krefja gagnaðilja sinn um framlagningu afrita nefndra skjala. Samkvæmt þessari niðurstöðu þykir rétt, að sóknaraðili greiði varnaraðilja kr. 150.00 í kærumálskostnað. Dómsorð: Krafa sóknaraðilja, Gunnars Jósefssonar, á hendtr varnaraðilja, Hamrinum Mjölni h/f, um framlagningu á skjölum þeim, er í málinu greinir, verður ekki tekin til greina að svo stöddu. Sóknaraðili greiði varnaraðilja kr. 150.00 í kæru- málskostnað að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður bæjarþings Akureyrar 21. apríl 1947. Mál þetta hefur stefnandinn, Tryggvi Jónsson framkvæmdarstjóri, Akureyri, f. h. Hamarsins Mjölnis h/f, höfðað fyrir bæjarþingi Ak- ureyrar með stefnu, útgefinni og birtri 22. nóv. f. á, á hendur Gunnari Jósefssyni framkvæmdarstjóra, Eyrarvegi 31, Akureyri, til greiðslu skuldar að upphæð kr, 1230.16, auk 5% ársvaxta frá út- gáfudegi stefnu til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu eða að mati dómara. Skuld þessa telur stefnandi vera fyrir viðgerð á bifreið stefnda, A 12, sem fór fram á bifreiðaverkstæði stefnandd í maí og júni Í. á. Stefndi mótmælir kröfu stefnanda sem rangri og krefst máls- kostnaðar úr hendi hans. Stefnandi hefur lagt fram reikning ásamt frumnótum um stefnu- kröfuna. Eftir því, sem fram hefur komið í málinu, fór fram mikil viðgerð á ofangreindri bifreið í maíi— júlí f. á. í bifreiðaverkstæði stefnanda, aðallega vegna skemmda af völdum veltu. Kveðst stefndi þegar hafa greitt allan kostnað af viðgerð þessari og hefur lagt fram kvittaðan reikning stefnanda fyrir viðgerð á bifreiðinni á þess- um tíma, að uphæð kr. 11983.94. Síðan hefur raunar komið í ljós, að Sjóvátryggingarfélag Íslands h/f hefur greitt þenna reikning. Stefnandi heldur því hins vegar fram, að krafa sú, sem stefnt er út af, sé óviðkomandi upphæð þeirri, sem vátryggingafélagið greiddi, og sé krafan fyrir viðgerð, sem ekki snertir tjón það á bifreiðinni, sem varð af völdum fyrrgreindrar veltu. Af hálfu stefnda hefur þess verið krafizt, að stefnandi leggi fram fylgiskjöl og frumnótur með reikningi þeim, sem þegar er greiddur, en stefnandi hefur synjað um framlagningu gagna þessara, 239 Lögðu umboðsmenn aðilja atriði þetta um framlagningarskyldu stefnanda varðandi skjöl þessi í úrskurð þann 17. þ. m., en dómar- inn tók málið upp af nýju til frekari upplýsingar um úrskurðar- atriðið, og var það tekið til úrskurðar af nýju þann 19. þ. m. Tryggvi Jónsson, framkvæmdarstjóri stefnanda, hefur komið fyrir dóm og skýrt svo frá, að hann hafi afhent gögn þau, sem framlagn- ingar er krafizt á, umboðsmanni Sjóvátryggingarfélags Íslands h/f, um leið og sami umboðsmaður greiddi reikninginn. Skjöl þessi voru raunar gerð í tvíriti, þannig að stefnandi hefur í höndum eftirrit Þeirra. Mótmæli sín gegn framlagningu eftirritanna byggir hann á því, að mikil vinna og fyrirhöfn sé að tína þau úr skjölum stefn- anda, auk þess sem þau séu máli þessu óviðkomandi, og lagðar séu fram í máli þessu frumnótur um skuld þá, sem stefnt er út af. Umboðsmaður stefnda skýrir hins vegar svo frá, áð skjöl þau, sem hann krefst framlagningar á, eða samrit þeirra, séu ekki í höndum umboðsmanns Sjóvátryggingarfélagsins á Akureyri, heldur séu þau hjá aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík, og beini hann af Þeim sökum kröfu um framlagningu þeirra til stefnanda. Þótt skjöl þau, sem hér um ræðir, séu í Reykjavík, þykir það ekki næg ástæða til að skylda stefnanda til þess að láta af hendi eftirrit þeirra, þar sem hann hefur gert sennilegt, að veruleg óþægindi séu að því fyrir hann, og stefnda átti að vera innan handar að fá skjöl þessi hjá vátrvggingarfélagi því, sem greiddi fyrir hann Joð , viðgerðarkostnaðinn og fékk skjölin í sínar vörzlur, Með tilliti til þessa þykir krafa stefnda ekki á rökum byggð og werður ekki tekin til greina. Því úrskurðast: Krafa stefnda um framlagningu framangreindra skjala verður ekki tekin til greina. 240 Miðvikudaginn 21. maí 1947. Nr. 85/1946. Sigfús Baldvinsson og Hjörtur Lárusson (Hrl. Sigurður Ólason) gegn H/f Fossi (Hrl. Gunnar Þorsteinsson). Setudómarar Einar Arnalds borgardómari og hrl. Theódór B. Líndal í stað hrd. Árna Tryggvasonar og hrd. Jóns Ásbjörnssonar. Sýknað vegna aðildarskorts. Dómur hæstaréttar. Áfrýjendur, sem skotið hafa máli þessu til hæstaréttar með stefnu 15. júní f. á., krefjast þess, að stefnda verði dæmt að greiða þeim skaðabætur vegna galla á vél þeirri, sem í málinu getur. Svo krefjast áfryjendur.og málskostn- aðar úr hendi stefnda fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar úr hendi áfryjenda fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Eftir því, sem fram er komið í máli þessu, fer Sæmundur Stefánsson með fyrirsvar tveggja hlutafélaga, S. Stefáns- sonar á Co. h/f og Vélasölunnar h/f. Í september 1943 sneru fyrirsvarsmenn stefnda sér til Sæmundar Stefánssonar og buðu honum til kaups 280 ha Lister dieselvél. Kaup á vél þessari fóru síðan fram í september 1943. Áfrýjendur keyptu því næst vél þessa, að því er þeir telja, af Vélasölunni h/f. Kveða þeir, að vélin hafi reynzt stórgölluð. Hafa þeir fengið framsal frá Vélasölunni h/f á hendur stefnda á Þbótakröfu vegna galla á vél- inni og hafa samkvæmt því höfðað mál þetta. Stefndi skýrir hins vegar svo frá, að hann hafi engin skipti átt við Véla- söluna h/f í Reykjavík varðandi greinda vél. Sæmundur Stefánsson hafi komið fram fyrir S. Stefánsson £ Co. h/t, er hann keypti vélina. Þessari staðhæfingu sinni til stuðn- ings bendir stefndi á það, að hann hafi sent reikning til S. Stefánssonar £ Co. h/f fyrir andvirði vélarinnar og hafi sá reikningur verið greiddur án athugasemdar um aðildina. 241 Svo hafi og Sæmundur Stefánsson í nafni S. Stefánssonar á Co. h/f ritað fyrirsvarsmanni stefnda bréf hinn 1. des. 1944 varðandi vélakaupin. Stefndi þykir með gögnum þess- um hafa leitt rök að því, að hann hafi mátt treysta því, að hann skipti við S. Stefánsson £ Co. h/f, er sala vélarinnar fór fram. Samkvæmt þessu brestur áfrýjendur aðild máls þessa, og ber því að staðfesta héraðsdóminn um önnur efni en málskostnað, en ákvæði hans um málskostnað var stað-. fest með dómi hæstaréttar 27. september 1946. Eftir þessari niðurstöðu ber að dæma áfrýjendur ia solidum til að greiða stefnda 600 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, að því leyti sem honum er nú áfrýjað. Áfrýjendur, Sigfús Baldvinsson og Hjörtur Lárusson, greiði stefnda, h/f Fossi, in solidum kr. 600.00 í máls- kostnað fyrir hæstarétti. Dóminum Þber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur sjó- og verzlunardóms Hafnarfjarðar 11. júní 1946. Ár 1946, þriðjudaginn 11. júní, var í sjó- og verzlunardómi Hafnar- fjarðar, sem haldinn var í réttarsal embættisins af fulltrúa bæjar- fógeta Kristni Ólafssyni, sem sjódómsformanni, og Birni Helgasyni skipstjóra og Sigurði Guðnasyni skipstjóra, upp kveðinn dómur í ofangreindu máli, sem dómtekið var 24. maí s. Í. Mál þetta er höfðað fyrir sjó- og verzlunardóminum með stefnu, útgefinni 23. marz 1945, af Sigfús Baldvinssyni og Hirti Lárussyni, útgerðarmönnum á Akureyri, gegn stjórn h/f Foss í Hafnarfirði, þeim Jóni B. Elíassyni skipstjóra, Ólafi Einarssyni framkvæmdar- stjóra og Guðmundi Erlendssyni verkstjóra til greiðslu á skaða- bótum að upphæð kr. 83462.30 eða til vara annarri hæfilegri upp- hæð að mati dómsins auk 6% ársvaxta frá stefnudegi til greiðslu- dags og málskostnaðar eftir mati dómsins. Í flutningi málsins varð að samkomulagi milli umboðsmanna aðilja og samþykkt af dómurunum, að málflutningi yrði skipt þannig í tvennt, að málið yrði fyrst flutt um skaðabótaskylduna eina, og liggur það því fyrir til úrslausnar nú. 16 242 Umboðsmaður stefnda hefur krafizt þess, að félagið yrði alger- lega sýknað. Í fyrsta lagi byggir hann kröfu sína um sýknu á því, að um aðildarskort sé að ræða, því stefnendur málsins eigi enga kröfu á hendur umbjóðanda sinum, þar sem þeir hafi engin við- skipti átt við hann um kaup á vél beirri, sem um ræðir í málinu. Í öðru lagi mótmælir hann, að stefndu séu skaðabótaskyldir yfir- leitt í sambandi við sölu eða vegna sölu á vél þeirri, er hér um ræðir. Í þriðja lagi mótmælir hann skaðabótaskyldunni einnig á þeim grundvelli, að þó hún kynni að hafa verið fyrir hendi, þá hafi rétt- hafi hennar glatað skaðabótaréttinum gagnvart stefnda vegna ófull- nægjandi tilkynningar. Þá hefur hann og krafizt umbjóðanda sínum tildæmdan hæfilegan málskostnað úr hendi stefnanda. Stefnendurnir skýra svo frá, að veturinn 1944 hefðu þeir keypt 280 ha. dieselmótor frá h/f Fossi í Hafnarfirði fyrir milligöngu Véla- sölunnar h/f í Reykjavík, og var söluverð 126 þúsund krónur. Þegar farið var að setja vélina í skip þeirra m/s Rúnu, hefði komið í ljós, að „girinn“ vantaði frá vélinni, Gírinn var svo sendur seinna, en þá hefði hann reynzt svo skemmdur, að skipaeftirlitið hefði dæmt hann ónothæfan, og þó reynt hefði verið að gera við hann, hefði sú viðgerð aðeins dugað til bráðabirgða. Þá hefðu einnig vantað keðjur frá vélinni, sem hefði orsakað margra daga töf. Þetta hvort tveggja, sérstaklega þó bilanir á girnum, hefði haft í för með sér miklar tafir og bakað útgerðinni gifur- legt tjón bæði vegna viðgerða og reksturstafa, og reikna þeir sér, að það nemi hinni umstefndu upphæð, er þeir telji h/f Foss ábyrgt fyrir bæði gagnvart stefnendum eða eftir atvikum gagnvart Véla- sölunni h/f, en rétti hennar gagnvart h/f Fossi hafa þeir fengið sér framseldan. Í aðiljaskýrslu Þorgils G. Einarssonar (rjskl. 6), sem er fram- kvæmndarstjóri stefnds félags frá stofnun þess í marz 1940 og til þessa dags, segir hann frá atvikum að sölu umræddrar vélar. Eftir nokkrar viðræður milli hans og Sæmundar Stefánssonar, forstjóra Vélasöl- unnar h/f, hafi kaupin verið afráðin um miðjan september 1943 á Þann veg, að h/f Foss seldi Sæmundi E. Stefánssyni f. h. S. Stefáns- sonar á Go umrædda Listervél fyrir kr. 115000.00 og kr. 1000.00 fyrir að skila henni á afhendingarstað. Samkvæmt þessu og öðrum upplýsingum, sem fram komnar eru um það atriði í þessu máli (sbr. rskj. 9), virðist nægilega sannað, að stefndi hafi selt umrædda vél Sæm. Stefánssyni f. h. S. Stefáns- sonar £ Co h/f, en hvorki stefnendum þessa máls né Vélasölunni h/f. Það getur ekki skipt neinu máli hér, þó eigendur kunni að vera hinir sömu að S. Stefánssyni á Co. h/f og Vélasölunni h/f, þar sem hér er um að ræða tvö sjálfstæð hlutafélög. 243 Verður því að fallast á þá röksemdafærslu stefnda, að stefnendur bresti aðild til höfðunar máls þessa, og þvi ber að sýkna stefndu af kröfum stefnendanna vegna aðildarskorts. Það þykir eftir atvikum rétt, að málskostnaður falli niður. Því dæmist rétt vera: Stefndi, stjórn h/f Foss, skal vera sýkn af öllum kröfum stefnendanna, Sigfúsar Baldvinssonar og Hjartar Lárussonar, í þessu máli. Málskostnaður falli niður. Miðvikudaginn 21. maí 1947. Nr. 91/1946. Hreppsnefnd Eyrarhrepps f. h. hreppsins (Hrl. Einar B. Guðmundsson) Segn Arnóri Sigurðssyni (Hrl. Theódór B. Lindal). Setudómarar Einar Arnalds borgardómari og hrl. Sveinbjörn Jónsson í stað hrd. Árna Tryggvasonar og hrd. Jóns Ásbjörnssonar. Ágreiningur um heimilisfang. Úrskurður héraðsdómara ómerktur. Dómur hæstaréttar. Guðmundur Hannesson, bæjarfógeti á Siglufirði, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu 11. júlí f. á., að fengnu áfrýjunarleyfi 9. s. m. Hann gerir þær dómkröfur, aðallega að ákveðið verði með dómi, að stefndi hafi átt heimilisfang í Eyrarhreppi í Norður-Ísa- fjarðarsýslu frá 1. janúar 1945 til 25. marz 1946, en til vara, að hann hafi verið þar heimilisfastur frá 1. janúar 1945 til 12. janúar 1946. Þá krefst hann og málskostnaðar fyrir hæstarétti úr hendi stefnda eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar fyrir hæstarétti af áfrýjanda eftir mati dóms- ins. Í úrskurði héraðsdómara greinir hvorki kæranda máls- 244 ins né kröfur hans. Kröfugerð kæranda fyrir héraðsdómi um ákvörðun heimilisfangs stefnda er eigi bundin við ákveðin tímamörk, og er hún því ófullnægjandi. Stefndi hefur engar kröfur gert í málinu í héraði. Um þetta hefði dómari átt að leiðbeina aðiljum, sem eigi eru lög- lærðir, sbr. 114. gr. laga nr. 85/1936. Sökum þessara galla á meðferð málsins þykir verða að ómerkja hinn áfrýjaða úrskurð. Eftir þessum úrslitum er rétt, að áfrýjandi greiði stefnda kr. 600.00 í málskostnað fyrir hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera ómerkur. Áfrýjandi, hreppsnefnd Eyrarhrepps f. h. hreppsins, greiði stefnda, Arnóri Sigurðssyni, kr. 600.00 í máls- kostnað fyrir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður lögregluréttar Siglufjarðar 25. marz 1946. Það er að vísu svo, að upplýst er, að útsvarsþungi sé allmiklu meiri í Hnífsdal en í Siglufirði, en þótt svo sé, er ekkert fram kom- ið, sem bendi til þess, að kærði, Arnór Sigurðsson frá Hnífsdal, hafi tekið sér heimilisfang í Siglufirði af þeim ástæðum. Þótt það kunni að skipta kærða allmiklu að vera þar, sem útsvör eru léttari, skiptir Það hann miklu meiru að vera þar, sem hann fær meiri og betri at- vinnu, eins og kærði hefur tekið fram, og virðist það upplýst, að hann hafi miklu meiri og betri atvinnu í Siglufirði, a. m. k. miklu vissari atvinnu, og kemur það í ljós hjá kærða, að hann vegna þessarar atvinnu hafi flutt sig búferlum frá Hnífsdal til Siglufjarðar í maí s. 1. Allt frá því, að kærði flutti hingað síðara hluta maí og til þessa dags, hefur hann haft atvinnu á sama stað hér, — að und- anteknum tímanum frá því rétt fyrir jól og fram í jan. s. l., er hann fór til konu sinnar í Hnífsdal samtals um 3 vikur —, og telur hann sig eingöngu hafa flutt hingað vegna meiri og betri atvinnu, en alls ekki vegna minni útsvarsþunga hér, sem kærði kveður sér alveg ókunnugt um. 12. janúar s. 1. flytur kærði líka búslóð þeirra hjóna úr Hnífsdal til Siglufjarðar. Telja verður eftir framkomnum gögnum og skilríkjum, að flutn- 245 ingur kærða á heimilisfangi sínu frá Hnifsdal til Siglufjarðar í maí 1945 hafi verið eðlilegur og raunverulegur og standi í sambandi við hans nýju atvinnu í Siglufirði. Þá hafi hann um leið og hann fór til Siglufjarðar slitið öll atvinnusambönd við Hnifsdal eða fyrra heimkynni sitt, þótt kona hans af sérstökum ástæðum yrði að dvelja áfram í Hnífsdal um tíma. Verður því að telja rétt, að kærði, Arnór Sigurðsson, hafi löglega flutt heimilisfang sitt í maí 1945, er hann flutti úr Hnifsdal til Siglufjarðar (Eyrargötu 3B), og að Eyrargata 3B, Siglufirði, sé því hans rétta og löglega heimilisfang. Fyrir því úrskurðast: Heimilisfang Arnórs Sigurðssonar ber að telja í Siglufirði, Eyrargötu 3 B. Föstudaginn 23. maí 1947. Nr. 93/1946. H/f Kveldúlfur (Hrl. Gunnar Þorsteinsson) gegn Antoni Proppé f. h. Hraðfrystihúss Dýrfirð- inga (Hrl. Theódór B. Líndal). Setudómarar hrl. Einar B. Guðmundsson og Valdi- mar Stefánsson sakadómari í stað hrd. Árna Tryggvasonar og hrd. Jóns Ásbjörnssonar. Fébætur vegna skemmda á bryggju. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi, sem skotið hefur máli þessu til hæstaréttar með stefnu 11. júlí f. á., krefst þess, að hann verði sýknaður og að stefnda verði dæmt að greiða honum málskostnað í hér- aði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar úr hendi áfrýjanda fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Samkvæmt ástæðum þeim, sem greinir í héraðsdómi, þykir mega staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum er rétt, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir hæstarétti, sem ákveðst kr. 1500.00. 246 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, h/f Kveldúlfur, greiði stefnda, Antoni Proppé f. h. Hraðfrystihúss Dýrfirðinga, kr. 1500.00 í málskostnað fyrir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 5. júlí 1946. Mál þetta, sem dómtekið var 21. f. m., hefur Hraðfrystihús Dýr- firðinga, Þingeyri, höfðað fyrir sjó- og verzlunardóminum með stefnu, útgefinni 13. júní 1945, segn h/f Kveldúlfi, hér í bæ, til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 85463.00 með 6% ársvöxtum frá 16. desember 1944 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Stefndi hefur aðallega krafizt sýknu og málskostnaðar, en til vara verulegrar lækkunar á stefnukröfunni svo og að málskostnaður verði látinn falla niður og að vextir verði lækkaðir í 5% p. a. og taldir frá stefnudegi aðeins. Aðiljar hafa óskað þess, að málinu yrði skipt, þannig að dómur yrði fyrst felldur um það, hvort stefndi væri skaðabótaskyldur vegna síðargreindra skemmda á bryggju stefnanda, og hefur dómurinn samþykkt það samkvæmt heimild 5. málsgr. 71. gr. laga nr. 85 frá 1936. Við hinn munnlega málflutning um þenna hluta málsins hefur stefnandi því gert þær dómkröfur, að stefndi verði dæmdur til að bera fébótaábyrgð á öllu því tjóni, er stefnandi hefur beðið við síðargreindar bryggjuskemmdir. Þá hefur hann og krafizt máls- kostnaðar að mati dómsins, að því er varðar þessa hlið málsins. Stefndi hefur í þessum hluta málsins krafizt sýknu og málskostn- aðar. Málavextir eru þessir: Hinn 15. des. 1944 kl. 1,45 árdegis kom b/v Skallagrímur, eign stefnda, til Þingeyrar og lagðist við hafskipabryggjuna, en hún er eign stefnanda. Á að gizka 10 faðma frá bryggjunni var vél skipsins stöðvuð og vindurinn, sem var SA 3, látinn bera það að henni, þar eð ekki voru ljós í landi. Kom skipið nærri flatt að bryggjuhausnum, Þannig að stjórnborðsbógur þess snerti fyrst innri enda haussins og myndaði skipið, að sögn skipstjóra, þá 10—15* horn við bryggjuna. Var skipið síðan fest framan og aftan, en fáum mínútum síðar heyrðist bresta í hausnum, og seig bryggjuplatan þeim megin, er að landi vissi. Samkvæmt mati dómkvaddra manna nemur kostnaður af að gera bryggjuna nothæfa kr. 83763.00, en matskostnaður nam kr. 1700.00. 247 Telur sefnandi, að b/v Skallagrímur hafi valdið skemmdum þessum, og beri stefndi því fébótaábyrgð á því tjóni, sem stefnandi hefur beðið af atviki þessu. Stefndi hefur fyrst og fremst byggt sýknukröfu sina á því, að skipshöfn b/v Skallagríms hafi gætt fyllstu varúðar, er skipinu var lagt við bryggjuna. Þá hefur stefndi og bent á, að bryggjan hafi ekki sigið, fyrr en nokkru eftir að skipið var bundið við hana, og því talið útilokað, að skemmdirnar hafi orðið af völdum skipsins. Telur stefndi, að bryggjan hafi verið ofhlaðin, þar eð 30—40 olíu- tunnur hafi á henni staðið eða legið einmitt á þeim hluta hennar, sem fyrir tjóninu varð, enda hafi bryggjan verið ótraust vegna ónógs viðhalds og árekstrar af skips völdum ári áður, og hafi ofhleðslan samfara því, að fjara var á þessum tíma, átt alla sök á því, hvernig fór. Loks hefur stefndi tekið fram, að þótt bryggja þessi sé einka- eign, séu skipum heimil not hennar, á meðan ekki er tilkynnt, að sérstaks leyfis eiganda sé krafizt. Það er í ljós leitt í máli þessu, að bryggjan var í fullri notkun, allt þar til framangreint atvik varð, og eigi er sýnt fram á það, að þungavara sú, er á henni stóð, hafi ein út af fyrir sig sligað hana. Þykir því verða að líta svo á, að koma b/v Skallagríms upp að bryggjunni hafi verið orsök skemmdanna á henni, enda verður ekki talið, að sætt hafi verið allrar þeirrar varúðar, sem unnt var, þar eð skipið var látið reka að bryggjunni, án þess að beitt væri vél eða akkerum þess. Ber því að taka til greina dómkröfur stefnanda og dæma stefnda til að bera fébótaábyrgð á tjóni því, er stefnandi kann að hafa beðið við þetta tækifæri. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður í þessum hluta málsins. Dóm þenna hafa upp kveðið þeir Einar Arnalds borgardómari og meðdómsmennirnir Hafsteinn Bergþórsson útgerðarmaður og Þor- steinn Þorsteinsson hagstofustjóri. Dómsuppsögn hefur dregizt um venju fram vegna mikilla anna við önnur dómstörf, meðal annars dóma um kosningarrétt manna. Dómsorð: Stefndi, h/f Kveldúlfur, ber fébótaábrygð á tjóni því, er stefn- andi, Hraðfrystihús Dýrfirðinga, kann að hafa beðið af skemmd- um þeim, sem urðu á bryggju stefnanda á Þingeyri hinn 15. desember 1944. Málskostnaður falli niður í þessum hluta málsins. 248 Miðvikudaginn 28. maí 1947. Nr. 125/1944. Jón S. Arnfinnsson (Hrl. Gunnar Möller) Segn Jóhanni Hannessyni (Hrl. Ólafur Þorgrímsson). Setudómarar Einar Arnalds borgardómari, hrl. Sveinbjörn Jónsson og hrl. Theódór B. Líndal í stað hrd. Árna Tryggvasonar, hrd. Jóns Ás- björnssonar og hrd. Jónatans Hallvarðssonar. Fébætur vegna líkamsáverka. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefur með stefnu 16. okt. 1944 og að fengnu áfrýjunarleyfi 9. s. m. skotið til hæstaréttar ákvæði hins áfrýjaða dóms um skaðabætur. Krefst hann þess, að stefnda verði dæmt að greiða honum kr. 5630.00 með 6% ársvöxt- um frá 8. des. 1943 til greiðsludags. Svo krefst hann og úr hendi stefnda endurgjalds fyrir kostnað af því að koma kröfu sinni á framfæri í héraði og málskostnaðar fyrir hæstarétti, hvort tveggja eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar á því ákvæði héraðsdóms, sem áfrýjað er, og málskostnaðar af áfrýjanda fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Samkvæmt röntgenskoðun, er fram fór á áfrýjanda 14. okt. 1943, og vottorði Þórðar læknis Þórðarsonar 15. okt. s. á. hefur áfrýjandi hlotið beinbrot á efra kjálka vinstra megin auk þeirra áverka, sem í héraðsdómi greinir. Þykir stefnda bera að bæta áfrýjanda tjón hans vegna áverka þessara, en við ákvörðun bóta ber að líta á það, að báðir aðiljar virðast hafa átt sök á erjum þeim, er leiddu til þess, að stefndi veitti áfrýjanda höggið. Samkvæmt því þykja bætur til áfrýjanda úr hendi stefnda hæfilega ákveðnar kr. 1400.00 með vöxtum, eins og krafizt er. Samkvæmt þessari niðurstöðu ber stefnda að greiða áfrýj- anda málskostnað, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 1000.00. Í vörn þeirri, er af hálfu stefnda kom fram í héraði og rituð var af verjanda hans, Þorvaldi Þórarinssyni lögfræð- 249 ingi, eru ýmis óviðurkvæmileg ummæli og ósannaðar að- dróttanir um áfrýjanda. Verður að vita þetta. Dómsorð: Stefndi, Jóhann Hannesson, greiði áfrýjanda, Jóni S. Arnfinnssyni, kr. 1400.00 með 6% ársvöxtum frá 8. des. 1943 til greiðsludags og málskostnað, kr. 1000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 10. maí 1944. Ár 1944, miðvikudaginn 10, maí, var í aukarétti Reykjavíkur, sem haldinn var í skrifstofu sakadómara af sakadómara Jónatan Hall- varðssyni, kveðinn upp dómur í málinu nr. 1019/1944: Réttvisin gegn Jóhanni Hannessyni. Mál þetta, sem tekið var til dóms 4. f. m., er af réttvísinnar hálfu höfðað gegn Jóhanni Hannessyni brundverði, til heimilis á Baldurs- götu 4 hér í bæ, fyrir brot gegn XXII. kafla almennra hegningar- laga nr. 19/1940. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 30. október 1916 í Reykjavík, og hefur, svo kunnugt sé, sætt þessum kærum og refsingum: 1933 1%s Dómur aukaréttar, 30 daga fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi, skilorðsbundið, fyrir innbrotsþjófnað. 1937 174 Dómur aukaréttar, 4 mánaða fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi fyrir þjófnað. 1938 % Sátt, 25 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1939 14 Sátt, 70 kr. sekt fyrir ölvun og óspektir. 1940 264 Sátt, 25 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1941 1% Sátt, 25 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1941 S% Sátt, 25 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. Með kæru, dags. 5. október fyrra ár, kærði Jón Sigurvin Arnfinns- son garðyrkjumaður, til heimilis á Baldursgötu 4 hér í bæ, ákærða í máli þessu fyrir líkamsárás á sig, en ákærði hafði þá íbúð á leigu í húsi Jóns Sigurvins, nr. 4 við Baldursgötu. Jón Sigurvin skýrir svo frá málavöxtum, að milli kl. 15 og 16 2. október s. 1. hafi hann heyrt, er hann kom inn í hús sitt á Baldurs- götu 4, að Hulda Þuríður Guðmundsdóttir, kona ákærða, og Guð- borg Laufey Sigurgeirsdóttir, sem heima á í sama húsi, hafi verið að uppnefna og svívirðai konu hans, Guðbjörgu Kristinsdóttur. Hafi Guðbjörg verið inni í eldhúsi á neðri hæð, en Hulda Þuríður og Guðborg Laufey í stiganum upp á loftið. Jón Sigurvin kveðst hafa 250 snúið sér að hinum tveim síðarnefndu og beðið þær að fara inn í herbergi sín, og hafi þær þá farið upp í efri hluta stigans. Hann neitar því eindregið að hafa hreyft nokkuð við þeim. Í þessu hafi ákærði komið fram úr íbúð sinni á nærklæðum og skipað þeim að fara, hvorri inn í sitt herbergi, og hafi þær hlýtt því. Síðan hafi ákærði vikið sér að honum, er hann var staddur á palli í miðjum stiganum, og gripið hattinn af höfði hans og kastað hattinum í gólfið. Jón Sigurvin kveðst hafa seilst eftir hattinum, en um leið og hann hafi dregið hattinn að sér, hafi ákærði beygt sig yfir hann fram yfir handriðið. Jón Sigurvin kveðst hafa búizt við því, að ákærði ætlaði að slá hann, og hafi hann þá gripið með hægri hendi í skyrtubrjóst hans, en hann hafi þá ekki vitað fyrr til en ákærði sló hann með hægri hendi mikið högg á vinstri kinn. Kveðst Jón Sigurvin hafa lagzt upp að þilinu, og blóð fossað niður andlit hans. Síðan kveðst hann hafa farið rakleitt inn í eldhús íbúðar sinnar, og hafi ákærði elt hann niður stigann. Kona ákærða hafi nú komið fram og kallað til ákærða: „Gættu þín Jóhann.“ Ákærði skýrir svo frá, að hann hafi í umrætt skipti verið staddur í svefnherbergi sínu, er hann heyrði háreistið frammi á ganginum að íbúð sinni. Heyrði hann, að Guðbjörg Kristinsdóttir var að tala við konu hans, Huldu Þuriði Guðmundsdóttur, og Guðborgu Lauf- eyju Sigurgeirsdóttur. Kveðst ákærði hafa farið fram í ganginn, er hann heyrði, að Jón Sigurvin Arnfinnsson hljóp upp á stigapall- inn tilheyrandi hans ibúð. Sá ákærði þá Jón Sigurvin slá í handlegg Huldu Þuríðar og hrinda henni til. Sneri hann sér þá að Jóni Sigur- vin og bað hann um að fara niður stigann, en hann neitaði þvi. Jón Sigurvin þreif þá í brjóst hans, svo að náttjakki hans rifnaði. Þá kveðst ákærði ekki hafa getað staðizt þetta lengur og slegið til hans. Hafi höggið lent í andliti hans. Jón Sigurvin hafi þá farið niður úr stiganum. Ákærði neitar því að hafa tekið hattinn af Jóni Sigur- vin, en vera megi, að hatturinn hafi dottið af honum. Þá kveðst ákærði aldrei hafa orðið var við, að Jón Sigurvin beygði sig eftir hattinum, og neitar ákærði því að hafa beygt sig yfir Jón Sigur- vin og gert sig líklegan til að slá hann, fyrr en hann sló hann í andlitið. Guðbjörg Kristinsdóttir, kona Jóns Sigurvins Arnfinnssonar, Hulda Þuríður Guðmundsdóttir, kona ákærða, og Guðborg Laufey Sigurgeirsdóttir hafa allar borið vitni í málinu. Vitnið Guðbjörg Kristinsdóttir kveðst hafa verið statt í íbúð sinni, er það heyrði Huldu Þuríði og Guðborgu Laufeyju, sem voru í stiganum, tala illa um það. Hafi vitnið látið orð falla til þeirra tit af þessu. Í þessu hafi Jón Sigurvin komið inn í húsið og skipað Huldu Þuríði og Guðborgu Laufeyju að fara upp á loft. Hafi hann elt þær upp í miðjan stiga og rétt fram hendurnar til áherzlu þvi, að þær færu upp. Vitnið segir, að hann hafi ekki slegið þær eða 251 hrint þeim, og hafi hann ekki komið við þær. Ákærði hafi nú komið í náttfötum ofan af loftinu og farið niður í miðjan stigann. Skipti það ekki neinum togum, að þeim Jóni Sugurvin og ákærða lenti saman. Greip Jón Sigurvin um brjóst ákærða, svo að nátttreyja bans rifnaði, en ákærði reiddi hnefann til höggs. Vitnið hljóp nú að símanum og hringdi á lögreglustöðina. Jón Sigurvin kallaði þá til vitnisins, að ákærði hefði slegið hann, en Hulda Þuríður kallaði til ákærða: „Gættu þín Jóhann.“ Vitnið Guðborg Laufey Sigurgeirsdóttir kveðst hafa verið í um- rætt skipti að þvo stisann og hafi Hulda Þuríður staðið hjá þvi. Guðbjörg Kristinsdóttir hafi þá komið til þeirra. Hafi hún byrjað að svívirða þær, en þær spurt hana þá, við hvora hún ætti. Í því hafi Jón Sigurvin komið inn í ganginn utan frá og skipað vitn- inu og Huldu Þuríði að fara upp á loft. Segir vitnið, að hann hafi elt þær á leið upp stigann og slegið Huldu Þuriði, sem hafi verið nær honum, í kviðinn með hendinni. Ákærði hafi nú komið fram úr herbergi sínu og gengið niður stigann á móts við Jón Sigurvin, sem þrifið hafi í brjóst hans, svo náttjakki hans rifnaði. Kærði hafi þá slegið Jón Sigurvin í andlitið og hafi Jón Sigurvin þá farið niður stigann, Vitnið kveðst ekki hafa tekið eftir því, að ákærði gerði nokkuð á hluta Jóns Sigurvins, áður en hann Þbreif í brjóst ákærða. Þá varð vitnið þess ekki vart, að Jón Sigurvin beygði sig, eða að hann missti hattinn af höfði sínu. Vitnið Hulda Þuríður Guðmundsdóttir kveðst í umrætt skipti hafa verið að tala við Guðborgu Laufeyju, en Guðbjörg Kristins- dóttir hafi komið til þeirra og byrjað að svívirða þær. Hafi það þá sengið til Guðbjargar og spurt hana að þvi, hvort hún ætti við það. Vitnið kveðst síðan ekki hafa vitað fyrr en að Jón Sigurvin hafi komið að því, hrint því til og slegið með hendinni í maga þess vinstra megin. Hafi það kennt til undan högginu, enda hafi það átt eftir aðeins einn mánuð og 11 daga til að fæða barn. Vitnið kveðst hafa staðið á palli í miðjum stiganum, er Jón Sigurvin sló það. Kærði hafi nú komið fram á náttfötum og ætlað að fá Jón Sigurvin til að fara niður stigann og stjakað eilítið við honum. Jón Sigurvin hafi þá þrifið í ákærða og rifið náttjakka hans. Ákærði hafi þá greitt honum högg, sem kom í andlit hans, og hafi hann þá hrokkið niður stigann og farið inn í íbúð sína. Telur vitnið, að ákærði hafi átt hendur sinar að verja, er hann sló Jón Sigurvin. Vitnið neitar því, að hafa sagt orðin „Gættu þín, Jóhann“, eða eitthvað því líkt, er ákærði hafði slegið hann, Daginn eftir að framangreind atvik gerðust, skoðaði Kjartan R. Guðmundsson læknir Jón Sigurvin og segir í vottorði hans um þá skoðun á þessa leið: „Það er 1 cm langt höggsár á v. kinn neðan við auga og storkið blóð í kring. Sárið er klemmt saman.“ Næsta dag skoðaði Kristján Sveinsson læknir Jón Sigurvin eg 252 segir svo í vottorði hans: „Hefur hann blæðingu undir húðinni á efra og neðra v. augnloki (hæmatóm). Einnig hefur blætt inn a augað utanvert á litlum bletti. Sjón á hægra er %6 og v. auga Ss, sem sennilega stendur í sambandi við högg á augað (odem i reticia). Hvort síðar meir að nokkur varanleg skemmd gæti komið fram í augunum, Skal hér ósagt látið.“ Þá hefur verið lagt fram í málinu vottorð Þórðar Þórðarsonar læknis, dags. 7. des. s. 1, svo hljóðandi: „Ég undirritaður hef í das skoðað herra Jón Arnfinnsson, Baldursg. 4; hefur örþykkni í húð — ca. % em á lengd og 3—4 mm á breidd — yfir vinstra kinn- beini.“ Samkvæmt eigin játningu ákærða og framburðum þeirra vitna, sem leidd hafa verið í málinu, þykir ákærði hafa orðið sekur um háttsemi, sem með tilliti til áverka þess, er þar af hlauzt, varðar við 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. En jafnframt þykir verða að leggja frásögn ákærða og vitnanna Guðborgar Laufeyjar Sigurgeirsdóttur og Huldu Þuríðar Guðmundsdóttur til grundvallar um, hvað skeði, áður en ákærði sló Jón Sigurvin. Hafði því Jón Sigurvin með því að móðga og ráðast að konu ákærða vakið hjá ákærða geðæsingu þá, er hann var í, er hann sló hann. Refsingu ákærða ber því að meta með hliðsjón af 4. tl. 74. gr. hegningarlas- anna. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin 300 króna sekt til ríkis- sjóðs, en verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa, sæti hann í stað hennar varðhaldi í 15 daga. Jón Sigurvin Arnfinnsson hefur krafizt þess, að ákærði verði í máli þessu dæmdur til að greiða sér í skaðabætur kr. 30.00 fyrir út- lögð gjöld (læknisskoðun), kr. 600.00 fyrir vinnutap í 6 daga og kr. 5000.00 fyrir þjáningar, óþægindi, lýti og óprýði, eða alls kr. 5630.00. Ákærði hefur mótmælt kröfum þessum, Jón Sigurvin hefur lagt fram reikninga fyrir fyrsta kröfuliðnun, sem verður tekinn til greina. Hins vegar þykir hann ekki hafa nægi- lega rökstutt hina kröfuliðina, og verða þeir því ekki teknir til greina óbreyttir, en hæfilegt þykir að dæma honum 400 krónur fyrir annað tjón en bein útgjöld vegna læknisskoðunar. Samkvæmt þessu verður ákærði dæmdur til að greiða Jóni Sigurvin kr. 430.00 í skaða- bætur. Ákærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda sins, Þorvalds Þórarinssonar lögfræðings, kr. 200.00. Málið hefur verið rekið vítalaust. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Jóhann Hannesson, greiði 300 króna sekt til rikis- sjóðs, og komi varðhald í 15 daga í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. 253 Hann greiði Jóni Sigurvin Arnfinnssyni kr. 430.00 innan 15 sólarhringa frá birtingu dóms þessa. Hann greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin máls- varnarlaun skipaðs verjanda sins, Þorvalds Þórarinssonar lög- fræðings, kr. 200.00, Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Föstudaginn 30. maí 1947. Nr. 168,/1946. Réttvísin og valdstjórnin (Hrl. Hermann Jónasson) Segn Stefáni Magnússyni (Hrl. Gunnar Möller). Setudómarar Einar Arnalds borgardómari og Valdimar Stefánsson sakadómari í stað hrá. Árna Tryggvasonar og hrd. Jóns Ásbjörnssonar. Brot gegn umferðarlögum og bifreiðalögum. Sýknað af ákæru um brot gegn 219. gr. laga nr. 19/1940. Dómur hæstaréttar. Júlíus Havsteen, sýslumaður í Þingeyjarsýslu, hefur kveð- ið upp héraðsdóminn. Slys það, sem ákærða er að sök gefið, varð á mjög mjó- um vegi, þar sem ökutæki gat tæplega farið fram hjá öðru ökutæki. Myrkt var af nóttu og vegir blautir. Mátti ákærða því ljóst vera, að honum var rík nauðsyn til þess að viðhafa hina mestu varúð. Þetta gerði hann ekki, heldur ók með það miklum hraða, að honum tókst ekki að stöðva bifreið sína, er hann sá vegfarendur fram undan, fyrr en slys var orðið. Varðar þetta hátterni ákærða við 2. og 4. gr. umferðarlaga ur. 24/1941 og við 1., 4. og 5. mgr. 26. gr. og 1. mgr. 27. gr. laga nr. 23/1941. Fyrir hæstarétt hefur verið lagt fram vottorð setts hér- aðslæknis, sem stundaði Snorra Jónsson, er fyrir slysinu varð. Kveður læknirinn, að miklir marblettir hafi komið fram um hægri fótlegg og allt innanvert hægra læri. Hafi fóturinn verið mjög aumur viðkomu um hné og upp eftir læri. Snorri hafi byrjað að hreyfa fótinn eftir rúma viku 254 frá slysdegi, þó með harmkvælum, en tekið að tylla í fæt- urna eftir hálfa fjórðu viku. Telur læknirinn, að Snorri hafi verið algerlega frá verkum á annan mánuð, en eftir það hafi hann tekið að gegna venjulegum störfum, þó af veik- um mætti til að byrja með. Eftir þvi, sem fram er komið, virðist hann hafa náð fullri heilsu aftur. Samkvæmt þesst verður ekki staðhæft, að ákoma sú, sem Snorri fékk, hafi verið slík, sem lýst er í 218. gr. laga nr. 19/1940, og ber því að sýkna ákærða af ákæru fyrir brot eftir 219. gr. þeirra laga. Refsingu ákærða ber að ákveða samkvæmt 14. gr. laga nr. 24/1941 og 38. gr. laga nr. 23/1941, og þykir hún hæfi- lega ákveðin 1500 króna sekt til ríkissjóðs, sem afplánist 15 daga varðhaldi, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birt- ingu dóms þessa. Svo ber og samkvæmt 39. gr. laga nr. 23/1941 að svipta ákærða leyfi til aksturs bifreiðar 1 ár frá birtingu dóms þessa að telja. Samkvæmt þessu ber að dæma ákærða til að greiða allan kostnað sakarinnar bæði í héraði og fyrir hæstarétti, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, kr. 500.00 til hvors. Rannsókn máls þessa er ófullkomin. Héraðsdómari aflaði ekki læknisvottorðs um heilsufar Snorra Jónssonar og spurði hvorki hann né förunauta hans fyrir rétti um aðdraganda slyssins. Dómsorð: Ákærði, Stefán Magnússon, sæti 1500 króna sekt til ríkissjóðs, er afplánist 15 daga varðhaldi, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði skal sviptur rétti til að aka bifreið 1 ár frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, Þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Hermanns Jónas- sonar og Gunnars J. Möllers, kr. 500.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. 255 Dómur aukaréttar Þingeyjarsýslu 12. október 1946. Mál það, sem hér liggur fyrir, dómtekið 5. þ. m., er bæði af hálfu réttvísinnar og valdstjórnarinnar höfðað gegn Stefáni Magnússyni bifreiðarstjóra, til heimilis í Raufarhöfn innan Þingeyjarsýslu og kominn yfir lögaldur sakamanna. Ákærði, sem ekki hefur áður sætt ákæru eða hegningu fyrir nokk- urt lagabrot, hefur fráfallið stefnubirtingu í máli þessu og sam- þykkt, að það yrði rekið fyrir aukarétti Þingeyjarsýslu í Húsavík. Hefur hann ekki viljað láta skipa sér verjanda í málinu. Nánari atvik málsins, upplýst bæði með framburði sjónarvotta og játningu ákærða, eru þessi: Hinn 16. september 1945 er ákærði í máli þessu staddur með vöru- bifreið sína Þ 31 á Akureyri, og eru með honum í bifreiðinni, þegar hann að áliðnum degi leggur af stað heimleiðis til Raufarhafnar, bifreiðastjórarnir Guðmundur Magnússon og Þorgrímur Þorsteins- son, báðir til heimilis í Raufarhöfn. Sat Þorgrímur inni í bifreiðinni hjá ákærða, sem sjálfur stýrði bifreið sinni, en Guðmundur uppi á bifreiðarpallinum í skjóli við húsið. Veður var gott, en vegir blautir, einkum á Reykjaheiði. Ekið var eftir þjóðveginum með ca. 40 km hraða á klukkustund, eftir þvi sem næst verður komizt, og ber ekkert til tíðinda, fyrr en komið er austur í Öxarfjörð á þjóðveginn skammt sunnan við jörðina Ferju- bakka kl. ca. 22.30 að kvöldi, að bifreiðin rekst á kerru, sem hestur er fyrir á miðjum veginum, kerrukjálkinn hægra megin brotnar með þeim afleiðingum, að vinstri kjálki kerrunnar slæst við höggið af árekstrinum í vinstri bóg hestsins, sem fyrir kerrunni var, og brýt- ur hann. Jafnframt fellur hestur og kerra inn á veginn, en maður sá, sem hjá kerrunni stóð, varð undir henni og fékk svo slæmt högg á hægra hné, að hann varð eins og utan við sig í bili af sársauka, en gat þó fljótlega losað sig undan kerrunni og forðað sér út af veginum. Maður sá, sem fyrir áverkanum varð, var Snorri Jónsson, bóndi á Vestaralandi í Öxarfirði, og var hann á heimleið utan frá Kópa- skeri með varning á fjórum kerrum, og röðin þannig, að fyrstur fór Baldur, sonur hans, svo Snorri sjálfur, næstur honum Hermann, sonur hans, og síðast ungur drengur. Bifreiðin kom sunnan þjóðveginn með miklum hraða samkvæmt framburði nefndra feðga og með fullum ljósum. Baldur, sem er fremstur, ríðandi með kerruhestinn í taumi, ætlaði að sveigja hest- ana og kerruna tili vinstri út af veginum, en þá fældist reiðhest- urinn, stökk til hægri fram af brautinni og setti Baldur af sér. Þetta sér Snorri, vindur sér frá sinni kerru að fremstu kerr- unni, en um leið verður áreksturinn með þeim afleiðingum, sem að framan segir. 256 Bifreiðin stöðvast um leið og hún rakst á kerruna, enda áður hemlað og dregið mjög úr ferð hennar. Ákærði svo og hinir Þíl- stjórarnir tveir stukku út til þess að vita, hvað um væri að vera, buðu hinum meidda aðstoð sína, létu kalla í lækni, og byssa var fengin á Ferjubakka, til þess að aflífa með hestinn bógbrotna, og um það var séð, að hinn meiddi ásamt flutningi kæmist heim að Vestaralandi þá um kvöldið. Við rannsókn hreppstjóra Öxarfjarðarhrepps á slysstaðnum 19. september 1945 er upplýst, að vegurinn er beinn á alllöngum kafla — ca. 370 m — beggja megin slysstaðarins, að bifreiðin hefur beygt út af hjólförunum ca. 20 metrum sunnan við slysstaðinn og þá aldrei farið utar en það, unz áreksturinn varð, að vinstri hjólin hafa verið utan í vegarbrún, en þegar áreksturinn varð, er ekki hægt að sjá, hvort annað eða bæði vinstri hjólin hafa verið utan vegarins. Vegurinn er á þessari leið svo mjór, að tæplega geta tvær venju- legar bifreiðar mætzt og komizt hvor framhjá annarri, nema með þvi að fara yzt út í vegarbrúnir og gæta allrar varúðar. Loks er upplýst, að kerran, sem varð fyrir árekstrinum, lask- aðist mjög, aktygin skemmdust og hestinn þurfti að skjóta. Snorri Jónsson lá rúmfastur lengi undir læknishendi, en er nú búinn að ná sér að mestu. Liggur þá fyrst fyrir að athuga, hvort og á hvern hátt ákærði hafi serzt brotlegur gegn ákvæðum bifreiða- og umferðarlaganna, en hvor tveggja lögin eru frá 16. júní 1941. Verður þá fyrsta spurningin sú, hvort bifreiðin hafi fengið lög- Þoðna skoðun og talin í Ökufæru standi. Þessu hvoru tveggja verður að svara játandi, því auk þess sem ákærði lagði fram við fyrstu rannsókn þessa máls skoðunarvottorð fyrir bifreiðina Þ 31, dags. =% 1945, með áritun „í lagi“, er það upplýst, að bifreiðin var notuð á Akureyri að morgni dags 16. september 1945 sem próf- eða kennslubifreið fyrir vitnin, bilstjórana Guðmund Magnússon og Þor- srim Þorsteinsson, og er þá talin í fullkomnu lagi. Næst er að fá því svarað, hvort ákærði, sem ók bifreiðinni Þ 31, Þegar slysið varð, hafi haft til þess réttindi og verið til þess fær nefndan dag. Auk þess, sem gildandi ökuleyfi ákærða er sýnt við fyrstu rann- sókn, er það upplýst með samhljóða vitnisburði allra vitna, sem leidd hafa verið í máli þessu, að hvorki ákærði né félagar hans voru undir áhrifum vins, þegar slysið varð, og ekkert bendir til þess, að ákærði hafi verið ófær til aksturs sökum svefnlevsis eða ofþreytu. Í þriðja lagi verður úr því að skera, hvort ökuhraði hafi verið löglegur hinn 16. september 1945 og akstur hans að öðru leyti svo sem umferðarlöggjöfin mælir fyrir um, og hann sýnt þá varkárni 257 og gert þær varúðarráðstafanir til þess að forðast slys, sem nefnd löggjöf krefst af mönnum þeim, sem rétt hafa til þess að aka bif- reiðum. Um ökuhraða ber ákærða og félögum hans saman, að hafi verið um 40 km á klukkustund, og verður það ekki talinn óleyfilegur eða ógætilegur hraði á beinum vegi, enda þótt dimmt sé orðið, þar sem ljós bifreiðarinnar eru í lagi og virðast hafa lýst ca. 40 m fram fyrir bifreiðina a. m. k., því í þeirri fjarlægð greinir ákærði hest- ana, enda þótt þeir væru allir dökkir, bæði samkvæmt skýringu og framburði vitnisins Þorgríms Þorsteinssonar, sem sat við hlið ákærða, hafði sömu útsýn og hann og veitti nákvæma eftirtekt þvi, sem ákærði gerði til þess að afstýra slysinu. Ber þeim saman um, að ákærði hafi, strax og hann sá hestana, hemlað með fóthemli, en þegar hann dró ekki nægilega skjótt og mikið úr ferðinni, var handhemill notaður, og dró þá allmikið úr hraða bifreiðarinnar. Öllum þremur, sem í bifreiðinni voru, ber saman um, að hún hafi verið að því komin að stöðvast, þegar áreksturinn varð á kjálka fremstu kerrunnar, og stöðvazt algerlega við hann. Þá virðist það og koma fram í vitnisburði þeirra Þorgríms, Snorra og Baldurs, þótt ógreinilegra sé hjá tveimur síðarnefndu en Þor- grími, að skýring ákærða sé rétt um, að hann hafi hætt við að víkja bifreiðinni alla leið út af veginum til vinstri sökum þess, að þeim megin var hestur og kerra sú, sem var önnur í röðinni, og hvort tveggja að fara út af veginum sömu megin og hann ætlaði með bifreiðina og þá hætt við árekstri þar, og sömuleiðis er upplýst, að a. m. k. annað, ef ekki bæði vinstri hjól bifreiðarinnar, var komið út af veginum. Ráð ákærða, að stýra bifreið sinni, eins og á stóð, milli kerranna til að forðast árekstur, virðist því engan veginn hafa verið ástæðu- laust eða óvarlegt, einkum þegar þess er gætt, að ferðin var að mestu leyti komin af bifreiðinni, Virðist í þessu sambandi rétt að taka tillit til þess, að árekstur- inn hefði naumast orðið eins alvarlegur fyrir Snorra Jónsson sjálf- an, hefði hann ekki horfið frá kerru sinni að kerru Baldurs, sem var fremst í röðinni, en ákærði virðist ekki hafa séð hann fara yfir veginn. Ákærði heldur því fram, að ljósaútbúnaður á bifreiðinni Þ 31 hafi verið þannig, þegar áreksturinn varð, að ekki var hægt að deyfa ljósin. Var því um tvennt að velja, annað hvort að nota fulla birtu ellegar slökkva alveg, en hið síðarnefnda taldi hann óverjandi, eins og á stóð, og er vitnið Þorgrímur Þorsteinsson honum samdóma um þetta atriði. Þá er það upplýst, að ákærði gaf sig strax fram, er slysið varð, og bauðst til að veita hinum slasaða alla aðstoð, sem hann gæti 17 258 í té látið. Loks hefur slasaði, Snorri Jónsson, bóndi á Vestaralandi, tjáð dómaranum, að hann sé orðinn að mestu jafngóður eftir slysið, fengið bætur fyrir sig og tjón sitt bætt, og þvi ekki um skaðabóta- kröfu af hálfu hans að ræða. Samkvæmt því, sem hér að framan er sagt, verður að líta svo á, að ákærði, Stefán Magnússon, hafi með akstri sinum á bifreiðinni Þ 31 hinn 16. september 1945 ekki gerzt brotlegur gegn ákvæðum bif- reiða- og umferðarlaganna frá 16. júní 1941 og beri því að sýkna hann af kæru valdstjórnarinnar í máli þessu. Eftir er þá að athuga, hvort ákærði verði sekur fundinn um brot gegn XXIII. kafla hinna almennu hegningarlaga frá 1940 með framferði sínu 16. september 1945. Virðist aðeins vera um 219. gr. hegningarlaganna að ræða, sem til mála gæti komið að beita gegn ákærða, en sökum þess, að hann hefur ekki orðið sekur fundinn í máli þessu gegn ákvæðum bif- reiðalaganna né umferðarlaganna frá 1941, verður honum heldur ekki gefið að sök, að hann með akstri sinum eða framferði 15. september 1945 hafi með gáleysi orðið valdur að meiðslum þeim, sem Snorri Jónsson, bóndi á Vestaralandi, varð fyrir nefndan das, enda ekki valdið slasaða tjóni á líkama eða heilbrigði. Ber því einn- ig að sýkna ákærða af kröfum réttvísinnar í máli þessu. Eftir þessum málsúrslitum ber ríkissjóði að greiða allan kostnað þessa máls í héraði. Dráttur nokkur á framhaldsrannsókn máls þessa stafaði af þvi, að ekki þótti ástæða til, að dómarinn tækist hennar vegna sérstaka ferð á hendur til Raufarhafnar, heldur tæki hann málið fyrir um leið og hann þingaði á þessu ári. Að öðru leyti hefur rekstur máls- ins verið vítalaus. Þvi dæmist rétt vera: Ákærði, Stefán Magnússon, Raufarhöfn, skal vera sýkn af kröfum réttvísinnar og valdstjórnarinnar í máli þessu. Málskostnað allan í héraði ber að greiða úr ríkissjóði. 259 Föstudaginn 30. maí 1947. Nr. 59/1946. Einar Guðjónsson (Hrl. Gústaf A. Sveinsson) Segn Hreppsnefnd Sandvíkurhrepps f. h. hreppsins (Hrl. Sveinbjörn Jónsson). Setudómarar Einar Arnalds borgardómari og Valdimar Stefánsson sakadómari í stað hrd. Árna Tryggvasonar og hrd. Jóns Ásbjörnssonar. Útsvarsmál. Dómur hæstaréttar. Árfýjandi, sem hefur að fengnu áfrýjunarleyfi 4. april f. á. skotið málinu til' hæstaréttar með stefnu 30. s. m., krefst þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði úr gildi felldur og lagt verði fyrir fógeta að ónýta lögtak hreppstjóra. Svo krefst áfrýjandi málskostnaðar úr hendi stefnda bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst þess, að héraðsdómurinn verði staðfestur og að honum verði dæmdur málskostnaður fyrir hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Samkvæmt skýrslum máls þessa átti áfrýjandi heimili á Selfossi, þegar útsvar það, sem í málinu greinir, var á hann lagt. Ber því áð staðfesta hinn áfrýjaða úrskurð. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfryjanda til að greiða stefnda málskostnað fyrir hæstarétti, sem ákveðst kr. 600.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Einar Guðjónsson, greiði stefnda, hrepps- nefnd Sandvikurhrepps f. h. hreppsins, kr. 600.00 í málskostnað fyrir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður fógetaréttar Árnessýslu 31. desember 1945. Ár 1945, mánudaginn 31. desember, var í fógetarétti Árnessýslu, sem haldinn var í skrifstofu embættisins á Selfossi af fulltrúa fó- 260 geta, Óla Hermannssyni, kveðinn upp úrskurður í fógetaréttarmál- inu: Hreppsnefnd Sandvíkurhrepps gegn Einar Guðjónssyni. Odd- vitinn í Sandvíkurhreppi hefur með bréfi, dags. 22. des. 1944, kraf- izt lögtaks hjá Einari Guðjónssyni, Klauf-Hamri, Selfossi, á ógreiddu útsvari til Sandvíkurhrepps, að upphæð kr. 75.00, sem lagt var á 12. júní 1944. Lögtaksúrskurður var uppkveðinn þann 5. janúar 1945. Þann 29. jan. 1945 framkvæmdi svo hreppstjóri Sandvíkurhrepps lögtaksgerð hjá Einari Guðjónssyni. Gerðarþoli var viðstaddur gerðina og neitaði að greiða hið umkrafða útsvar og taldi sig ekki útsvarsskyldan til Sandvíkurhrepps árið 1944. Lýsti hreppstjóri því næst yfir, að gerðin yrði látin fara fram. Kröfu sína byggir gerðarbeiðandi á því, að gerðarþoli, Einar Guðjónsson, hafi komið til Selfoss og gengið í þjónustu Kaupfélags Árnesinga þann 1. sept. 1943 og fengið greitt í kaup kr. 5863.00 fyrir árið 1943, og sé útsvarsálagningin miðuð við þær tekjur einar. Þegar niðurjöfnun útsvara fór fram 12. júní 1944, var Einar Guðjóns- son enn í fastri atvinnu á Selfossi, og telur gerðarbeiðandi því með skirskotun til 8. gr. útsvarslaganna, að niðurjöfnunarnefndin hafi réttilega lagt útsvar á hann þar í hreppnum, þar sem verið hafi hans raunverulega heimili. Mótmæli sin byggir gerðarþoli á því, að hann hafi allan tím- ann, sem hann hefur dvalið á Selfossi, átt lögheimili í Berjanesi, Vestur-Landeyjahreppi í Rangárvallasýslu, hafi talið þar fram og greitt gjöld sín þar, og leggur fram kvittun frá oddvita Vestur-Land- eyjahrepps fyrir greiðslu á útsvari árið 1944. Enn fremur leggur gerðarþoli fram vottorð frá hreppstjóra Vestur-Landeyjahrepps un heimilisfesti þar og telur sig aldrei hafa verið skráðan á manntal i Sandvikurhreppi og leggur fram vottorð sóknarprestsins í Hraun- gerði því til staðfestingar. Gerðarbeiðandi hefur mótmælt því, að lögheimili gerðarþola árið 1944 hafi getað verið annars staðar en á Selfossi í Sandvíkurhreppi og telur annað heimilisfang sýndar- heimilisfang, til þess eins upp tekið að skjóta sér undan gjald- skyldu til Sandvíkurhrepps. Gerðarþoli hefur krafizt þess, að lög- taksgerðin verði úr gildi felld og málskostnaðar eftir mati réttar- ins. Enn fremur hefur hann með skirskotun til laga nr. 95 frá 1936 krafizt þess, að úr því verði skorið í lögregluréttarmáli sam- kvæmt þeim lögum, hvar telja beri hann heimilisfastan, og telur, að óheimilt hafi verið að ganga til lögtaks fyrr en úrskurður í þvi máli væri fallinn. Það er ágreiningslaust í máli því, er hér liggur fyrir, að gerðar- þoli hefur frá 1. sept. 1943 haft aðsetur og fasta atvinnu á Selfossi. Aftur á móti hefur ekkert komið fram í málinu, er bendi til þess, að gerðarþoli hafi á sama tíma verið í nokkrum þeim tengslum við hið fyrra heimilisfang, er réttlætt geti, að hann teldi sér þar heimili 261 áfram, Raunverulegt heimili hans hefur því verið á Selfossi, og vilji gerðarþola, að telja sér heimili annars staðar, er því þýðingar- laus, því að lögheimili manns verður ekki talið annars staðar en þær, sem hann dvelst og hefur atvinnu sína, sbr. hæstaréttardóm frá 19. júní 1940 í málinu nr. 31/1940. Útsvarið verður því að telja réttilega lagt á gerðarþola í Sand- víkurhreppi og í samræmi við 8. gr. útsvarslaganna, sem kveður svo á, að þar skuli útsvar lagt á gjaldþegn, sem hann hafði heimilis- fang vitanlega eða samkvæmt manntali næst á undan niðurjöfnun. Í þessu sambandi skiptir það heldur ekki máli, hvar gjaldþegn læt- ur skrá sig á manntal eða í hvaða tilgangi, ef það er annar staður en sá, sem vitanlegt er, að hann dvelur í raun og veru, Sú stað- hæfing gerðarþola, að lögtakið hafi verið óheimilt og brotið í bága við 10. gr. laga nr. 95 frá 1936, fær ekki stáðizt. Í 10. gr. nefdra laga segir svo: „... en ekki má innheimta þau gjöld fyrr en máli því, er um ræðir í 6.--9. gr., er lokið, enda fer þá um greiðsluskyld- una eftir niðurstöðu málsins.“ Nú hefur ekki verið um það deilt, að gerðarþoli hefur verið búsettur í Sandvíkurhreppi síðan 1. sept. 1943, þótt hann teldi sjálfur heimilisfang sitt annars staðar, og hefur ekki neitt mál verið höfðað til að fá úr því skorið, hvar heim- ilisfesti hans væri, en hin tilvitnuðu orð verður að skilja með þeim fyrirvara, að málið sé höfðað, því að umrædd gjöld yrðu að öðrum kosti aldrei innheimt, Nú hefur viðkomandi hreppsnefnd ekki sýnt, að hún teldi þörf slíkrar málshöfðunar, en hún hlýtur að verða að dæma um það sjálf, hvort hún telji þá þörf fyrir hendi og vilji fara þá leið. Hér er því ekki um það að ræða, að biða þurfi eftir niðurstöðu annars máls, eins og gert er ráð fyrir í 10. gr. nefndra laga, enda engar líkur til þess, að niðurstaða þess máls mundi á nokkurn hátt skera úr um það, sem hér er deilt um, því niðurstaða þess máls mundi aðeins kveða á um heimilisfangið, en ekkert um greiðsluskyldu á útsvari, sbr. hæstaréttardóm frá 19. júní 1940 í málinu nr. 31/1940, og þess vegna væri slík málshöfðun með öllu Þþýðingarlaus í þessu sambandi. Eftir þessum úrslitum verður að synja gerðarþola málskostnaðar., Því úrskurðast: Lögtaksgerðin á að standa óröskuð. 262 Föstudaginn 30. maí 1947. Nr. 16/1947. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar f. h. kaup- staðarins segn Guðna Þórðarsyni. Útivistardómur. Dómur hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar f. h. kaup- staðarins, er eigi mætir í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Þriðjudaginn 3. júní 1947. Nr. 140/1946. Valdstjórnin (Hrl. Egill Sigurgeirsson) Segn Eiríki Símonarsyni Beck (Hrl. Magnús Thorlacius). Setudómarar Einar Arnalds borgardómari og hrl. Einar B. Guðmundsson í stað hrd. Árna "Tryggvasonar og hrd. Jóns Ásbjörnssonar. Brot gegn umferðarlögsgjöf. Dómur hæstaréttar. Með framhaldsrannsókn, sem háð hefur verið samkvæmt úrskurði hæstaréttar 19. febrúar s. 1, er í ljós leitt, að eigi var búið um blóðúrtak kærða með þeim hætti, þar til rann- sókn fór fram á því, að öruggt þyki, að leggja niðurstöðu blóðrannsóknarinnar til grundvallar dómi í máli þessu. Verður kærði því ekki dæmdur sekur um brot gegn 1. mgr. 23. gr. laga nr. 23/1941. Samkvæmt játningu kærða og skýrslum vitna svo og með tilliti til þess, að stjórn kærða á bifreið hans var áfátt, þykir hins vegar mega telja vist, að kærði hafi við aksturinn verið miður sín með þeim hætti, að varða eigi hann refsingu samkvæmt 3. mgr. 23. gr. sbr. 263 38. gr. nefndra laga. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um brot kærða gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkur og um- ferðarlögum. Refsing kærða þykir eftir málavöxtum og með tilliti til þess, að hann hefur áður verið dæmdur fyrir að aka bif- reið undir áhrifum áfengis, hæfilega ákveðin 1500 króna sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald 10 daga í stað sektar- innar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Þá ber og samkvæmt 39. gr. laga nr. 23/1941 að svipta kærða bifreiðarstjóraréttindum 3 ár. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu málskostnaðar ber að staðfesta. Kærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin laun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, kr. 600.00 tl hvors. Dómsorð: Kærði, Eiríkur Símonarson Beck, greiði 1500 króna sekt í ríkissjóð, og komi varðhald 10 daga í stað sekt- arinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá Þbirt- ingu dóms þessa. Kærði skal sviptur ökuleyfi 3 ár. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu málskostnaðar í hér- aði á að vera óraskað. Kærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin laun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Egils Sigurgeirs- sonar og Magnúsar Thorlacius, kr. 600.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 25. júlí 1946. Ár 1946, fimmtudaginn 25. júlí, var í lögreglurétti Reykjavíkur, sem haldinn var á skrifstofu sakadómara af fulltrúa hans, Einari Ingimundarsyni, kveðinn upp dómur í málinu nr. 2424/1946: Vald- stjórnin gegn Eiríki Símonarsyni Beck. Mál þetta, sem dómtekið var þ. 12. júlí s. 1, er af valdstjórnar- innar hálfu höfðað segn kærða, Eiríki Símonarsyni Beck fram- 264 kvæmdarstjóra, til heimilis á Laufásvegi 63 hér í bæ, fyrir brot á áfengislögum nr. 33 9. janúar 1935, bifreiðalögum nr. 23 16. júní 1941, umferðarlögum nr. 24 16. júní 1941 og lögreglusamþykkt Reykjavikur nr. 2 7. janúar 1930 með áorðnum breytingum, til refs- ingar, sviptingar ökuleyfis og greiðslu sakarkostnaðar. Kærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 19. desember 1895 að Helgafelli í Mosfellssveit, og hefur hann, svo kunnugt sé, sætt eftirfarandi refsingum: 1921 !%, Sátt, 100 kr. sekt fyrir spellvirki. 1924 %, Undirgengizt að greiða 85 kr. skaðabætur fyrir skemmdir á reiðhjóli. 1937 254 Áminning fyrir brot gegn reglugerð nr. 54/1986. 1939 ?2%4 Dómur lögregluréttar, 125 kr. sekt og sviptur ökuskírteini i 3 mánuði fyrir ölvun við bifreiðarakstur. Málavextir eru þeir, sem nú skal greina: Að kvöldi þann 9. marz s. 1., um kl. 6.30 e. h., rákust á bifreið- arnar R 1561, er kærði ók í umrætt skipti, og R 2998, er Sveinn Rósinkranz Kristjánsson bifreiðarstjóri, til heimilis í Björnshúsi við Arnargötu hér í bæ, ók. Bifreiðin R 1561 ók norður Pósthús- stræti, en í sama mund og hún kom á gatnamót fyrrnefndrar götu og Kirkjustrætis, ók bifreiðin R 2998 austur þá götu, og hugðist stjórnandi hennar að sveigja, henni til hægri úr Kirkjustræti suður Pósthússtræti. Á gatnamótum nefndra gatna lenti framendi bifreið- arinnar R 1561 á hægri hlið bifreiðarinnar R 2998 framanverðri, og urðu nokkrar skemmdir á þeirri bifreið. Hins vegar munu skemmdir á bifreið kærða hafa orðið litlar. Vitnið Sveinn Rósinkranz Kristjánsson hefur borið það við rann- sókn málsins, að kærði hafi enga tilraun gert til að sveigja undan á fyrrnefndum gatnamótum og forða þannig árekstri, heldur hafi hann ekið beint áfram, og hafi því virzt sem kærði gerði enga til- raun til að stöðva bifreið sina. Ekki telur vitni þetta, að kærði hafi ekið bifreið sinni hratt, en hins vegar hafi hann haldið henni á röngum vegarhelmingi, er á margnefnd gatnamót kom. Vitninu virt- ist kærði vera undir áfengisáhrifum, er að var gáð. Hafi hann, að sögn þess, verið sljór að sjá, ekki hafi hann þó reikað í spori og verið rólegur. Kveðst nú vitnið hafa gengizt fyrir því, að lögreglan yrði kvödd á staðinn, og komu þeir lögregluþjónarnir Tryggvi Frið. laugsson og Aðalsteinn Jónsson fljótlega á árekstrarstaðinn. Vitnið kveður kærða hafa verið mótfallinn því, að lögreglunni yrði blandað í málið, og viljað sem minnst úr árekstrinum gera. Vitnið Aðalsteinn Jónsson lögregluþjónn, en það gaf sig á tal við kærða á árekstrar- staðnum og sat við hlið hans í bifreið kærða, hefur skýrt svo frá, að það hafi veitt eftirtekt finnanlegri öl- eða vinlykt úr vitum kærða. Að öðru leyti kveður vitni þetta kærða ekki hafa borið önnur merki þess, að hann hefði neytt áfengis, en fyrrnefnda lykt. 205 Vitnið Tryggvi Friðlaugsson lögregluþjónn hefur borið það, að sér hafi virzt kærði vera undir áfengisáhrifum, er það kom á árekstr- arstaðinn. Ekki kveður það þó kærða hafa reikað í spori, en eitt- hvað hafi því virzt athugavert við framkomu hans, og virtist þvi, sem kærði væri að setja sig í stellingar gagnvart þeim lögreglu- þjónunum. Vitnið Magnús Sigurðsson lögregluvarðstjóri, sem var á verði á lögregluvarðstöðinni, er komið var með kærða þangað, hefur einnig borið, að því hafi virzt sem kærði reyndi að setja sig í stellingar til að leyna einhverju í fari sínu. Þetta vitni hefur og borið það, að útlit kærða hafi bent til, að hann hafi verið ölvaður. Ekki kveður það hann þó hafa reikað í spori, og hafi hann verið rólegur, Vitnið Matthías Einar Guðmundsson, er var staddur á lög- regluvarðstofunni, er kærði kom þangað, hefur einnig borið það. að því hafi virzt sem kærði væri undir áfengisáhrifum. Enn fremur kveður þetta vitni kærða hafa viðurkennt í samtali við það þarna á varðstofunni, að hann hefði bragðað áfengi umræddan dag, án þess þó að játa beinlínis, að hann fyndi til áfengisáhrifa af þeirri neyzlu. Þessu vitni ber saman við önnur um það, að kærði hafi verið rólegur í skapi. Blóðsýnishorn var tekið úr kærða á Landsspitalanum, og sýndi það alkóhólmagn, er svarar til 2.51%, í blóði hans. Kærði hefur frá upphafi rannsóknar þessa máls eindregið neitað því, að hann hafi fundið til áfengisáhrifa, er hann ók bifreið sinni í margnefnt skipti. Hann hefur skýrt þannig frá, að er hann kom heim til sín á Laufásveg 63 að aflokinni máltíð um kl. 1% e. h. laugardaginn 9. marz s. l., hafi hann drukkið eitt staup af brenni- víni, en síðan lagzt fyrir og ekki farið neitt út fyrr en um kl. 6 e. h. Hann kveður engan hafa komið til sín á þessum tíma, og hann hefur staðfastlega neitað því að hafa neytt meira áfengis þenna das og þar af leiðandi ekki fundið til áfengisáhrifa, er hann ók bifreið sinni kl. 6—7 e. h., eins og fyrr segir. Annars hefur kærði borið Það, að hann hafi verið veikur og máttfarinn nokkra daga að und- anförnu, og hafi hann tekið verkeyðandi töflur, 2—3 á dag. Töflur þessar hafa formula: Tabulae phenasatyl c. cod. L. Vegna þessa lasleika kveðst kærði ekki hafa verið vel fyrir kallaður við akst- urinn nefnt kvöld, en ekki hafi hann verið haldinn sljóleika vegna ölvunar næsta kvöld áður, enda hafi hann ekki neytt áfengis þá. Loks kveðst kærði hafa ekið hægt á leið sinni norður Pósthússtræti að gatnamótum Kirkjustrætis. Kveðst hann ekki hafa séð bifreið- ina R 2998 fyrr en á gatnamótin var komið, og hafi hann þá hemlað, en bifreið hans runnið áfram, þar eð krap hafi verið á götunni. Leitað hefur verið umsagnar Jóns Steffensens prófessors um það, hvort inntaka þess magns af verkeyðandi töflum, sem kærði kveðst hafa tekið áður og um það leyti, sem blóðsýnishorn var tekið úr honum, geti valdið reduction eða verkað sljóvgandi á menn, og hefur 266 prófessorinn talið slíkt útilokað, hvað snertir heilbrigða menn. Nú hefur því verið haldið fram, að kærði væri ekki heilbrigður, og gæti því komið til álita, að hann hefði með bifreiðaakstri sin- um brotið 3. mgr. 23. gr. bifreiðalaga nr. 23/1941. En með tilliti til hins mikla alkoholmagns í blóði kærða, studdu að verulegu leyti af framburði fyrrnefndra vitna, verður, þrátt fyrir eindregna neitun kærða, að telja nægilega sannað, að hann hafi verið undir áhrif- um áfengis, er hann ók bifreið sinni í umrætt skipti, og hefur hann með því brotið 21. gr. áfengislaga nr. 33 9. janúar 1935 og 1. mgr. 23. gr. bifreiðalaga nr. 23 16. júní 1941. Einnig hefur kærði með því að skeyta ekki umferð, er kom frá vinstri hlið hans, brotið 3. mgr. ð1. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur nr. 2 7. janúar 1930 með áorðnum breytingum og 7. gr. umferðarlaga nr. 24 16. júní 1941. Með hliðsjón af 39. gr. áfengislaga, 38. gr. Þifreiðalaga, 96. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur og 14. gr. umferðarlaga þykir refs- ing kærða hæfilega ákveðin varðhald í 10 daga. Þá ber samkvæmt 21. sbr. 39. gr. áfengislaga og 39. gr. bifreiða- laga að svipta kærða leyfi til að stjórna bifreið ævilangt, þar eð um itrekað brot er að ræða, og kemur svipting þessi til framkvæmda frá birtingu dóms þessa að telja. Enn fremur ber að dæma kærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda hans, Magnúsar Thorlacius hrl., kr. 250.00. Mál þetta hefur verið rekið vítalaust, og stafar dráttur sá, er á rekstri þess hefur orðið, aðallega af fresti, er skipuðum verjanda kærða var veittur, þar til fengin var fyrrnefnd umsögn Jóns Steffen- sens prófessors. Dómsorð: Kærði, Eiríkur Símonarson Beck, sæti varðhaldi í 10 daga. Hann skal sviptur leyfi til að stjórna bifreið ævilangt frá birtingu dóms þessa. Kærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin máls- varnarlaun til skipaðs verjanda sins, Magnúsar Thorlacius hrl., kr. 250.00. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 267 Miðvikudaginn 4. júní 1947. Nr. 131/1946. Skipaútgerð ríkisins (Hrl. Ólafur Þorgrímsson} segn Dánarbúi Guðmundar Jónssonar og Jóni Guðmundssyni og gagnsök (Hrl. Lárus Jóhannesson). Setudómari hrl. Sveinbjörn Jónsson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Fébótamál vegna tjóns af árekstri skipa. Dómur hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu 30. júlí 1946 og gert þær réttarkröfur, aðallega að hann verði algerlega sýknaður, en til vara, að dæmdar bæt- ur verði færðar niður eftir mati hæstaréttar. Svo krefst hann og málskostnaðar fyrir báðum dómum eftir mati hæstaréttar. Gagnáfrýjendur, sem hafa að fengnu áfrýjunarleyfi 18. sept. f. á. skotið málinu til hæstaréttar með stefnu 30. sama mánaðar, gera þær dómkröfur, aðallega að aðaláfrýj- andi verði dæmdur til að greiða þeim kr. 79500.00 með 6% ársvöxtum frá 31. maí 1945 til greiðsludags og kr. 5645.65 í málskostnað í héraði svo og málskostnað fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Til vara krefjast þeir staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar úr hendi aðaláfrýjanda fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Eins og segir í hinum áfrýjaða dómi, sigldu skipstjórnar- menn á Esju skipinu aftur á bak með of miklum hraða alllanga leið innan hafnar, og var hvorki nægileg varðgæzla aftur á skipinu né lögboðin hljóðmerki gefin, sbr. 28. gr. tsk. nr. 8/1933. Skipstjórnarmaður á Þingeynni sá til ferða Esju og hefði setað afstýrt árekstri með því að stöðva skipið eða beygja eir til stjórnborða. Eigi gaf hann heldur hljóðmerki. Hafa því stjórnendur beggja skipanna sýnt ógætni, og er allar aðstæður eru athugaðar þykir rétt, að aðaláfrýjandi beri 3 tjónsins, en gagnáfrýjendur %. 268 Samkvæmt þessu ber að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjendum % af kr. 79500.00 eða kr. 47700.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 31. maí 1945 til greiðsludags og samtals kr. 3500.00 í málskostnað fyrir báðum dómum. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Skipaútgerð ríkisins, greiði gagn- áfrýjendum, dánarbúi Guðmundar Jónssonar og Jóni Guðmundssyni, kr. 47700.00 ásamt 6% ársvöxtum frá öl. maí 1945 til greiðsludags og samtals kr. 3500.00 í málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði Þórðar Eyjólfssonar hrd. Ég álít, að leggja beri ábyrgð á tjóninu að jöfnu á aðilja, og bæri aðaláfrýjanda samkvæmt því að greiða gagnáfrýj- endum kr. 39750.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 31. maí 1945 til greiðsludags. Að öðru leyti er ég samþykkur dómsat- kvæðinu. Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 16. maí 1946. Mál þetta, sem dómtekið:var 8. þ. m., hefur Lárus hæstaréttar- lögmaður Jóhannesson f. h. eigenda m/b Þingeyjar höfðað fyrir sjó- og verzlunardóminum með stefnu, útgefinni 31. maí 1945, gegn Skipaútgerð ríkisins til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 79500.00 auk 6% ársvaxta frá stefnudegi til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Þá hefur hafnarsjóði Reykjavíkur og verið stefnt til réttargæzlu í máli þessu. Stefndi hefur aðallega krafizt sýknu og málskostnaðar, en til vara, að sökinni verði skipt að mati dómsins og málskostnaður falli niður. Málavextir eru þessir: Hinn 24. april 1945 um kl. 3 kom m/b Þingey inn í Reykjavíkur- höfn og ætlaði upp að Grófarbryggju. Er skipið kom framan við Faxagarð var sett á hæga ferð. Kveðst skipstjóri Þingeyjar þá hafa séð, að m/s Esja, eign stefnda, sigldi aftur á bak frá gamla hafnar- bakkanum, og vék hann þvi til stjórnborða, enda kveðst hann hafa 269 búizt við því, að sigling Esju aftur á bak myndi lokið þá og þegar, þar eð skutur hennar nálgaðist mjög Ægisgarð. Kemst skipstjór- inn svo að orði, að þegar hann sá, að Esja breytti ekki um stefnu og skipin bar hratt saman, lét hann vélina taka fulla ferð aftur a bak, en þegar Þingey hafði vel staðar numið, rann afturendi Esju með miklum þunga framanvert á bakborðsbóginn, og varð árekst- urinn svo mikill, að Þingey snerist við og rann fram með bakborðs- síðu Esju, fram fyrir hana. Skýrir stefnandi svo frá, að tjón það, er af árekstri þessum hlauzt, hafi verið svo mikið, að skip hans, sem vátryggt var hjá vélbátaábyrgðarfélaginu Gróttu fyrir kr. 97000.00, þar af 10% í sjálfsábyrgð, var metið óbætandi, þannig að ábyrgðarfélagið hafi yfirtekið bátinn gegn greiðslu á kr. 87300.00. Dómkvaddir matsmenn hafa metið verðmæti m/b Þingeyjar fyrir áreksturinn kr. 156800.00, og telur stefnandi tjón sitt því nema mis- mun þessara tveggja fjárhæða auk kr. 10000.00 bóta fyrir annað tjón, og þar eð stefnandi telur stefnda bera alla sök á árekstri þessum, hefur hann höfðað mál þetta. Stefndi byggir dómkröfur sínar á því, að stjórnendur m/b Þing- eyjar hafi sýnt slíkt gáleysi við þetta tækifæri, að þeir beri alla sök á því tjóni, er af árekstrinum hlauzt, þar eð þeim hafi mátt vera ljóst, frá því er fyrir Faxagarð kom, að hverju stefndi, og hati þeim því borið að nema staðar, þegar er ferðar Esju varð vart. Það er í ljós leitt í máli þessu, að stýrimaður sá, er var á verði aftur á Esju, gaf enga viðvörun um, að skip væri afturundan, og játað er, að hljóðmerki voru engin gefin. Af vætti skipsmanna á Þingey þykir og nægilega sannað með hliðsjón af vottorðum tveggja sjónarvotta í landi, að hraði Esju hafi verið ónauðsynlega mikill, eins og á stóð. Verður því að telja, að stjórnendur Esju hafi átt meginsök á árekstri þessum. Hins vegar verður að líta svo á, að stjórnendur Þingeyjar eigi einnig nokkra sök á slysi þessu, þar eð hvorki gáfu þeir hljóðmerki né beittu öðrum tiltækilegum aðgerðum til þess að forðast árekstur í tæka tíð, og þykir sakarhlutföllum hæfilega skipt þannig, að stjórn- endur Esju beri % hluta sakar, en stjórnendur Þingeyjar fjórðung. Fjárhæð bótakröfunnar hefur eigi sætt sérstökum andmælum, og verður hún því tekin óbreytt til greina. Málalok verða því þau, að stefndi verður dæmdur til að greiða stefnanda kr. 59625.00 með vöxtum, eins og krafizt var, svo og máls- kostnað, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 3500.00. Dóm þenna hafa upp kveðið þeir Einar Arnalds borgardómari og meðdómsmennirnir Geir skipstjóri Sigurðsson og Sigurjón Á. Ólafs- son fyrrum alþingismaður. 270 Dómsorð: Stefndi, Skipaútgerð ríkisins, greiði stefnanda, Lárusi Jó- hannessyni f. h. eigenda m/b Þingeyjar, kr. 59625.00 með 6% árs- vöxtum frá 31. maí 1945 til greiðsludags og kr. 3500.00 í máls- kostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. ; Fimmtudaginn 5. júní 1947. Nr. 49/1947. H/f Björgvin (Hrl. Theódór B. Lindal) Segn Hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps f. h. hrepps- ins (Hrl. Egill Sigurgeirsson). Setudómari hrl. Sveinbjörn Jónsson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Útburðarmál. Dómur hæstaréttar. Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslumaður í Stranda- sýslu, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Áfrýjandi, sem hefur skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu 19. maí þ. á., hefur gert þær dómkröfur, að hinn áfrýjaði úrskurður verði felldur úr gildi og að neitað verði um framkvæmd útburðargerðar þeirrar, sem krafizt er. Svo krefst hann þess, að málskostnaður í héraði verði látinn falla niður, en að stefndi verði dæmdur til að greiða hon- um málskostnað fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar fyrir hæstarétti úr hendi áfrýjanda eftir mati dómsins. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða úrskurðar þykir mega staðfesta ákvæði hans um framkvæmd út- hurðar. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda samtals kr. 1200.00 í málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti. 271 Dómsorð: Ákvæði hins áfrýjaða úrskurðar um útburð á að vera óraskað. Áfrýjandi, h/f Björgvin, greiði stefnda, hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps f. h. hreppsins, samtals 1200 krón- ur í málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður fógetaréttar Strandasýslu 8. maí 1947. Í máli þessu, sem tekið var til úrskurðar 2. þ. m., endurupptekið og tekið til úrskurðar á ný 7. b. m., hefur gerðarbeiðandinn, hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps f. h. hreppsins, krafizt þess, að gerð- arþoli, h/f Björgvin á Ísafirði, verði með beinni fógetagerð svipi- ur leiguafnotum af hafskipabryggjunni í Hólmavík ásamt meðfylgj- andi plani, áhöldum og öðru tilheyrandi, og afnot þess og allt hið leigða afhent gerðarbeiðanda. Gerðarþoli hefur ekki mætt né látið mæta í máli þessu, þótt hon- um hafi verið tilkynnt um fyrirtöku þess, en framgangi gerðar- innar hefur hann mótmælt í símskeyti, sem lagt hefur verið fram í réttinum. Málið hefur verið tekið til úrskurðar samkvæmt kröfu serðar- beiðanda, og hefur hann krafizt málskostnaðar úr hendi gerðarþola eftir mati réttarins. Eftir því, sem fram hefur komið, eru málavextir þessir: Með samningi, dags. 20. des. 1944 og 7. febrúar 1945, seldi gerð- arbeiðandi gerðarþola á leigu afnot af hafskipabryggjunni í Hólmavík til síldarsöltunar „á næsta sumri“, ásamt meðfylgjandi plani, ca. 1500 fermetrar að stærð, með sildarsöltunaráhöldum, sein bryggjunni tilheyra, geymsluskúr og landrými, sem bryggjan hefur til afnota. Þá var gerðarþola og heimiluð notkun vatns frá vatns- seymi bryggjunnar án sérstaks endurgjalds. — Fyrir afnot þessi skyldi gerðarþoli greiða gerðarbeiðanda í lágmarksleigu 15000 kr. Leigugjald þetta skyldi gerðarþoli greiða fyrir 15. janúar 1945. Auk þess skyldi gerðarþoli greiða kr. 1.50 í leigu af hverri tunnu síldar, sem söltuð yrði á bryggjunni. Sú leiga skyldi greiðast jafn- óðum og útflutningur síldarinnar færi fram og að fullu 30. okt. 1945. Gerðarbeiðandi áskildi sér „rétt til umráða yfir það miklu magni af saltaðri sild eða tunnum, sem hann telur fullnægjandi til greiðslu á áföllnum leigugjöldum, ef vanskil verða frá hendi leigutaka.“ 272 Með viðbótarsamningi, dags. 7. nóvember 1945, komu aðiljar sér saman um að framlengja „leigusamning á söltunarstöð Hólmavíkur til tveggja ára eða til 1. nóvember 1947, og skal hann gilda óbreytt- ur.“ Þó skyldi gerðarþoli sjá um viðhald og viðbætur áhalda hafn- arsjóði Hólmavíkur að kostnaðarlausu. Að öðru leyti en því, sein nú síðast er greint, er svo að sjá, sem aðiljar hafi ætlazt til, að önn- ur ákvæði hins upphaflega samnings héldust óbreytt, eftir þvi sem við ætti. Leigugjaldið, kr. 15000.00, sem samkvæmt samningnum skyldi greiðast fyrir 15. janúar s. l, var ógreitt hinn 5. marz s. l., og sendi gerðarbeiðandi þann dag símskeyti til gerðarþola og skoraði á hann að greiða hið áfallna gjald fyrir 7. s. m., en taldi sig ella lausan við samninga um hið leigða vegna greiðsludráttar af hendi serðarþola. Þar sem gerðarþoli sinnti eigi þessari áskorun, auglýsti gerðar- beiðandi í hádegisútvarpi 13. marz s. 1, hafskipabryggjuna í Hólma- vik með sildarsöltunarplani og öðru til leigu til sildarsöltunar á næsta sumri og óskaði eftir tilboðum. Síðar sama dag móttók gerðar- beiðandi símskeyti, sent frá Reykjavík kl. 17,10 s. d., þar sem gerðar- Þoli tilkynnti, að hann hefði þann 6. marz s. Í. greitt umkrafðar 15000 kr. inn í reikning hafnarsjóðs Hólmavíkur í Útvegsbankanum i Reykjavík, og hafi gerðarþoli beðið bankann að senda kvittun fyrir greiðslunni til Hjalta Steingrímssonar hafnarnefndarformanns í Hólmavík. Jafnframt óskaði gerðarþoli, að hætt yrði að bjóða síldarsöltunarstöðina út til leigu. Gerðarbeiðandi fékk 17, marz s. 1. símskeyti frá Úvegsbankanum i Reykjavik, þar sem skýrt er frá því, að greiðsla á umræddum 15000 kr. í reikning hafnarsjóðs Hólmavíkur hafi farið fram 13. marz s. l., og kemur þetta heim við kvittun, sem síðar barst formanni hafnarnefndar með bréfi bankans, dags. 14. s. m. Með símskeyti, dags. 24. marz s. ll, var bankinn af gerðarbeiðanda hálfu beðinn að endurgreiða gerðarþola þær 15000 kr., sem hann Þann 13. s. m. greiddi í reikning hafnarsjóðs, og var gerðarþola jafnframt tilkynnt um þessa endurgreiðslu og það með, að gerðar- beiðandi afturkallaði ekki uppsögn samningsins. Í mótmælum sínum fullyrðir gerðarþoli, að samningsgreiðslan, 15000 kr., hafi farið fram 6. marz s. l., en hefur engar frekari sann- anir fært fyrir því, að svo hafi verið. Kvittun Útvegsbankans í Reykjavík verður hins vegar, ásamt staðfestingu í símskeyti bankans, að teljast nægileg sönnun fyrir því, að greiðsla þessi hafi ekki farið fram fyrr en 13. marz s. 1. Þá hefur gerðarþoli einnig haldið því fram í mótmælum sinum, að gerðarbeiðandi hafi „aldrei borið fyrir sig vanskil eða krafizt tryggingar samkvæmt 3. grein c. samningsins, sem eru einu viður- lög greiðsludráttar eða vanskila“ og sé „ultimatum gerðarbeiðanda um greiðslu fyrir %4 með tveggja daga fyrirvara hrein fjarstæða sem grundvöllur riftunar.“ Ekki verður á það fallizt, að gerðarbeiðanda hafi borið skylda til að neyta þeirrar heimildar, sem honum er fengin samkvæmt 3. gr. c. samningsins (rskj. nr. 4) til umráða yfir þar greindum hlutum til tryggingar efndum, og getur aðgerðarleysi hans um þetta eigi skipt hér máli. Verður að líta svo á, að viðurlög vanefnda vegna greiðsludráttar fari hér eftir almennum reglum. Þykir nú rétt að athuga, hvernig samband hefur undanfarið ver- ið milli gerðarbeiðanda og gerðarþola, hvað snertir greiðslu 15000 kr. leigugjaldsins, sem greiðast skyldi samkvæmt samningum fyrir í5. janúar. Um þetta lHggur fyrir skýrsla formanns og gjaldkera hafn- arsjóðs Hólmavíkur, Hjalta Steingrímssonar, og kemur hún í aðal- atriðum heim við skýrslu umboðsmanns gerðarbeiðanda í máli þessu, Jónatans Benediktssonar. Samkvæmt þessari skýrslu hefur leigugjaldið, kr. 15000.00, verið greitt árið 1945 þann 7. febrúar eða um leið og gerðarþoli undirritaði upphaflegan samning um hið leigða. Árið 1946 var leigugjald þetta cigi greitt fyrr en 16. marz og þá til Útvegsbankaútibúsins á Ísafirði, sem þann 20. s. m. greiddi upphæðina inn í reikning hafnarsjóðs Hólmavíkur í Útvegsbankanum í Reykjavík. Kveðst hafnargjaldker- inn tvisvar áður en greiðslan fór fram, en eftir gjalddagann 15. janúar, hafa krafið gerðarþola um greiðslu gjaldsins. Á yfirstand- andi ári, eftir að greiðsla hafði dregizt fram yfir gjalddagann 15. janúar, kveðst hafnargjaldkerinn hafa þann 25. janúar krafið um greiðslu, og aftur 14. febrúar, í bæði skiptin í símtali við Björgvin Bjarnason, útgerðarmann á Ísafirði, sem er framkvæmdarstjóri gerðarþola. Til stuðnings því, að þetta sé rétt, hefur hafnargjaldker- inn sýnt í réttinum símakvittanir fyrir símtölum, sem hann framan- greinda daga hefur átt við Björgvin Bjarnason á Ísafirði. Um þetta lggur eigi fyrir skýrsla frá gerðarþola. Enda þótt dráttur á 15000 króna leigusjaldinu væri af gerðar- beiðanda, án frekari aðgerða, látinn við gangast árið 1946 fram til 20. marz, þykir eftir atvikum gerðarþola eigi hafa helgazt réttur til að draga greiðslu leigugjaldsins á ný á þessu ári. Verður að telja serðarþola þegar hafa sýnt veruleg vanskil vegna greiðslu- dráttar, er á hann var skorað með símskeyti 5. marz s. 1. að inna greiðsluna af hendi fyrir 7. s. m. Með því að greiðsla þessi fór svo ekki fram innan tilskilins frests og ekki fyrr en 13. marz s. l., verður að líta svo á, að um veruleg vanskil hafi verið að ræða. Verður gerðarbeiðandi því eigi talinn bundinn við samninga um hið leigða. Samkvæmt framangreindu verður eigi hjá komizt að taka kröfu gerðarbeiðanda til greina, og verður því að leyfa framgang hinnar umbeðnu gerðar á ábyrgð gerðarbeiðanda. 18 274 Þykir rétt, að gerðarþoli greiði gerðarbeiðanda 600 krónur í málskostnað. Því úrskurðast: Hin umbeðna innsetningargerð skal fram fara á ábyrgð gerðarbeiðanda. Gerðarþoli, h/f Björgvin á Ísafirði, greiði gerðarbeiðanda, hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps f. h. hreppsins, 600 krónur í málskostnað innan 15 daga frá birtingu úrskurðar þessa að við- lagðri aðför að lögum. Fimmtudaginn 5. júní 1947. Nr. 121/1945. Kjartan Milner (Hrl. Sigurður Ólason) gegn Hjörleifi Elíassyni (Hrl. Ólafur Þorgrimsson). Setudómarar hrl. Lárus Jóhannesson og hrl. Theódór B. Líndal í stað hrd. Árna Tryggvasonar og hrd. Jóns Ásbjörnssonar. Fébóta krafizt vegna vanefnda kaupsamnings. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi, sem skotið hefur máli þessu til hæstaréttar með stefnu 20. sept. 1945, krefst þess, aðallega að kveðið verði á um skaðabótaskyldu stefnda við hann, en til vara, að úrslit málsins verði látin velta á sönnunareiði áfrýjanda eða til þrautavara á synjunareiði stefnda. Svo krefst áfrýj- andi og málskostnaðar úr hendi stefnda bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar á héraðsdómi og málskostn- aðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Áfrýjanda hefur ekki tekizt að leiða nægilegar líkur að loforði því, sem hann reisir kröfur sínar í máli þessu á. Ber því að staðfesta héraðsdóminn. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður í hæstarétti fellur niður. 2/5 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 22. júní 1945. Mál þetta, sem dómtekið var 12. þ. m., hefur Kjartan Milner, veitingamaður í Stykkishólmi, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 5. ágúst f. á., gegn Hjörleifi kaupmanni Elíassyni, Njálsgötu 94 hér í bæ, til greiðslu skaðabóta, að fjáhæð kr. 50000.00, eða til vara annarrar lægri fjárhæðar að mati dómara, auk 6% ársvaxta frá 1. desember 1943 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Stefndi hefur krafizt sýknu og málskostnaðar. Málflutningur hefur að þessu sinni aðeins farið fram um skaða- bótaskyldu stefnda. Bar umboðsmaður stefnanda fram þá aðalkröfu, að stefndi yrði með dómi talinn bótaskyldur gagnvart stefnanda, en til vara, að úrslit málsins að þessu leyti yrðu látin koma undir aðildareiði og þá aðallega fyllingareiði stefnanda. Loks krafðist hann málskostnaðar, en til vara, að hann yrði látinn niður falla. Af hálfu stefnda var sem fyrr krafizt sýknu og málskostnaðar. Málavextir eru þessir: Í októbermánuði 1943 tók stefnandi á leigu verzlunarhúsnæði í viðbótarbyggingu við húsið nr. 18 við Aðalstræti, eign Árna læknis Péturssonar o. fl. Stofnsetti stefnandi þar verzlun, er hann nefndi Uppsalabúðina, og var hún opnuð 13. nóvember s. á. Skömmu síðar auglýsti stefnandi veræzlunina til sölu, og skýrir hann svo frá, að tveir menn, er sendu honum tilboð í sameiningu, hafi fengið þau svör, að verzlun hans ætti að kosta kr. 50000.00 auk vörubirgða, seim greiða skyldi sérstaklega eftir talningu. Létu menn þessir stefnanda siðar vita, að þeir myndu ekki ganga að þeim kjörum. Þá kveðst stefnandi hafa sett sig í samband við stefnda, sem einnig hafði sent tilboð, og hafði árangurinn af því orðið samkomulag um verzlunar- félag með þeim, og heldur stefnandi því fram, að kjörin hafi verið á þá leið, að stefndi skyldi greiða kr. 30000.00 og að auki helm- ing vörubirgðanna. Hafi þeir aðiljarnir siðan farið til lögfræðings og falið honum að semja félagssamning eftir þeirra fyrirsögn, án þess þó að 30 þúsund króna greiðslunnar væri getið í samningnum. Síðar sama dag, sem þetta gerðist, kveður stefnandi annan fyrr- greindra tilboðsgjafa hafa átt tal við sig og tjáð sér, að nú væru Þeir reiðubúnir til að eiga við hann kaup á framangreindum grund- velli. Hafði hann þá sagzt hafa fengið hagkvæmara tilboð og hafa Þegar tekið þvi. Næsta dag áttu aðiljar tal saman, og meðan þeir biðu samnings þess, er undirrita átti, hafði stefndi uppi tilboð um kaup allrar verzlunarinnar. Þrem dögum siðar segir stefnandi, að tekizt hafi samningar með aðiljum þannig, að stefndi skyldi kaupa alla verzlunina fyrir kr. 75000.00 og auk þess vörubirgðir samkvæmt upptalningu, er greiða skyldi sérstaklega. Fór síðan fram vörutalning, og stefnandi kveðst 276 hafa aflað samþykkis Árna Péturssonar og Karls Kristinssonar, sen sá um fjármál Árna, a. m. k. að því er húsnæði þetta snerti, til eig- endaskipta að verzluninni. Voru vörur stefnanda því næst fluttar út úr verzluninni, en í staðinn setti stefndi upp bókaverzlun, en svo virðist sem eigandi bókanna og hinn raunverulegi eigandi bóka- verzlunarinnar hafi verið Ragnar Jónsson framkvæmdarstjóri, en hann hafði ætlað að veita stefnda fjárhagsstuðning til viðskipta þessara. Er stefnandi vildi vitja kaupverðsins hjá stefnda, kom það í ljós „að stefndi taldi sig hafa keypt verzlunina og vörubirgðirnar, hvort tveggja fyrir kr. 75000.00. Þar eð ekki gekk saman með aðiljum og nefndum Ragnari, varð það úr, að stefnandi bað um útburð á Ragnari, en tveim dögum síðar bað fyrrnefndur Karl f. h. Árna Péturssonar um útburð á stefnanda og þeim, er leiddu dvöl sina í húsinu frá rétti hans. Varð loks samkomulag, að sögn stefnanda, Þannig, að hann og Árni riftu leigusamningnum, en Árni endur- greiddi honum kostnað við innréttingu, kr. 15000.00, og kr. 10000.00, er stefnandi kveðst hafa greitt, er leigusamningur var gerður. Vöru- birgðirnar hafi Ragnar Jónsson keypt, er samkomulag þetta var gert. Telur stefnandi sig hafa af þessu beðið tjón, er nemi kr. 50000.00, og telur stefnda hafa valdið því með vanefndum sinum á framan- greindum kaupsamningi aðilja og að stefndi beri þvi Þótaábyrgð gagnvart sér. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því, að samningar hans og stefn- anda hafi verið þeir, að stefndi keypti verzlunina og vörubirgð- irnar fyrir kr. 75000.00, og hafi það þar að auki verið forsenda fyrir því verði, að vörubirgðirnar stæðust áætlun þá, kr. 36000.00. er að- iljar höfðu um þær gert. Með því að halda fast við kröfu sína um greiðslu á kr. 75000.00 auk greiðslu fyrir vörubirgðirnar hafi stefn- andi sjálfur rofið samning aðiljanna, og telur stefndi því, að hann hafi orðið laus allra mála við hann. Þá hafi stefnandi og samið sjálf- ur við Ragnar Jónsson og gert út um mál þessi við hann, án þess að stefndi kæmi þar nálægt sem aðili. Enn fremur telur stefndi, að hann hafi, hvort sem er, losnað við skyldu til efnda samninganna, er það kom í ljós, að stefnandi hafði ekki aflað samþykkis hús- eiganda til framleigu búðarinnar, en sú staðreynd sé augljós af út- burðarbeiðni þeirri, er fyrr greinir, og hefur afrit hennar verið lagt fram í málinu. Loks hefur stefndi eindregið mótmælt því, að hann hafi nokkurn tima fallizt á fyrrgreinda samninga um félagsverzlun við stefnanda og kveðst hafa skilið samningsdrög þau, er fyrr getur, einungis sem tilboð af hálfu stefnanda. Það sé enn fremur Jjóst af sögu málsins, að aldrei kom til samþykktar þess tilboðs, enda hafi stefndi boðið sjálfur að kaupa alla verzlunina, áður en samningurinn um félags- verzlun var lagður fyrir hann. Gegn hinum eindregnu andmælum stefnda hefur stefnanda ekki 27 tekizt að færa sönnur á framangreindar staðhæfingar sínar um efni kaupsamnings aðiljanna, að því er til söluverðsins tekur, og verður því ekki unnt að taka til greina aðalkröfu hans. Varakröfu sina byggir stefnandi á þvi, að þótt eigi verði talin fram komin lögfull sönnun um sannleiksgildi skýrslu hans um kauptilboð stefnda á allri verzluninni, séu að því leiddar nægar líkur til þess, að úrslit málsins megi vera undir aðildareiði komin að þessu leyti. Rökstyður hann það einkum með því, að fyrsta til- boðið hafi numið kr. 50000.00 auk verðs vörubirgða (áætlað kr. 36000.00, sem fyrr segir), og skyldi það vera fyrir alla verzlunina. Samkvæmt fyrra samkomulagi aðilja um verzlunarrekstur í félagi, skyldi stefnandi fá greiddar kr. 30000.00 auk verðs helmings vöru- birgðanna, sem var áætlað samkvæmt framansögðu kr. 18000.00. Það lHggsi því í augum uppi, að loks þegar samningar tókust um sölu allrar verzlunarinnar og vörubirgðanna, hljóti hann að hafa tekið tilboði, sem væri ekki hlutfallslega allmiklu lægra en hin tvö, sem hann hafði þegar átt völ á, ekki sizt þegar þess sé sætt, að með algerri sölu svipti hann sjálfan sig tækifæri til hagnaðar framvegis af rekstri verzlunarinnar. Séu því nægar líkur að því leiddar, að söluverðið hafi a. m. k. átt að nema hærri fjárhæð en kr. 40000.00 ca. 36000.00, og því sennilegt gert, að skýrslur stefnda um þessi efni séu rangar. Auk mótmæla þeirra af hálfu stefnda, er fyrr getur, gegn þvi, að hann hafi fallizt á og samþykkt tilboð stefnanda um félagsskap aðilja, hefur hann mótmælt því sérstaklega, að hin falda greiðsla, sem fyrr getur, hafi átt að nema kr. 30000.00, án þess þó að tiltaka sjálfur fjárhæð hennar. Þá hefur hann og mótmælt því sem ósönn- uðu, að fyrrgreindir tveir tilboðsgjafar hafi raunverulega fallizt á að greiða kr. 50000.00 auk vörubirgðanna. Tvö af vitnum þeim, sem komið hafa fyrir dóm í máli þessu, hafa borið það, að þeim hafi skilizt á aðiljum, að þeir væru sameig- endur. Ekki þykir vætti þeirra þó fá veitt staðhæfingum stefn- anda um þetta næga sönnun, þar eð atvik þau, er vitnin virðast byggja á þenna skilning sinn, eru mjög óljós og ekki hin sömu hjá báðum, enda veifir vætti fyrrgreinds lögfræðilegs ráðunauts um samningsgerðina ekki nægilega stoð í þessa átti. Verður því ekki gegn mótmælum stefnda unnt að telja sannaða þá staðhæfingu stefnanda, að samkomulag hafi verið á komið með aðiljum um fé- lagsskap þeirra. Með skirskotun til framanritaðs þykir stefnandi því ekki, þrátt fyrir styrk þann, sem hinn samhljóða framburður fram- angreindra tveggja tilboðsgjafa ella kynni að mega veita málstað hans, hafa leitt nægar líkur að staðhæfingum sinum til þess, að unnt sé að telja grundvöll aðildareiðs fyrir hendi, Verður varakrafa stefnanda því heldur ekki til greina tekin. Úrslit málsins verða því þau, að stefndi verður sýknaður af öll- 278 um kröfum stefnanda, en eftir atvikum þykir rétt, að málskostn- aður falli niður. Einar Arnalds borgardómari kvað upp dóm þenna. Dráttur á uppsögn hans stafar af embættisönnum. Þvi dæmist rétt vera: Stefndi, Hjörleifur Elíasson, skal vera sýkn af kröfum stefn- anda, Kjartans Milners, í máli þessu. Málskostnaður falli niður. Mánudaginn 9. júní 1947. Nr. 13/1945. Síldarverksmiðjur ríkisins (Hrl. Einar B. Guðmundsson) gegn Kaupfélagi Eyfirðinga og gagnsök (Hrl. Sveinbjörn Jónsson). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Fébóta krafizt vegna vanefnda loforðs um sölu síldarmjöls. Dómur hæstaréttar. Hannes Guðmundsson, fulltrúi bæjarfógeta á Siglufirði, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu 5. febrúar 1945. Krefst hann algerrar sýknu í málinu og málskostnaðar úr hendi gagnáfrýjanda fyrir báðum dóm- um eftir mati hæstaréttar. Gagnáfrýjandi hefur að fengnu áfrýjunarleyfi 21. marz 1945 áfrýjað málinu með stefnu 22. s. m. Krefst hann þess, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 36530.00 ásamt 6% ársvöxtum af kr. 36000.00 frá 10. nóv. 1942 og af kr. 530.00 frá 6. apríl 1943 til greiðsludags. Svo krefst hann og málskostnaðar úr hendi aðaláfrýjanda bæði í hér- aði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Með þingsályktun 20. ágúst 1942 ákvað Alþingi, að Sild- arverksmiðjur ríkisins skuli selja sildarmjöl til notkunar 279 innan lands á árinu 1942 sama verði og árið 1941, enda greiði ríkissjóður sildarverksmiðjunum mismuninn á þessu verði og almennu markaðsverði erlendis. Samkvæmt þessu var verð síldarmjöls ákveðið í sölu innan lands kr. 320.00 hver smálest, en að því er segir í skýrslu aðaláfrýjanda frá júní 1943, nam meðalverð á útfluttu sildarmjöli kr. 518.80 hver smálest. Í bréfi Búnaðarfélags Íslands til atvinnu- og samgöngu- málaráðuneytisins, dags. 5. ágúst 1942, getur Búnaðarfé- lagið þess, að óvenjulega mikil þörf muni verða fyrir fóður- bæti til skepnufóðurs á komanda vetri. Áætlar Búnaðafé- lagið, að þurfa muni 6500 smálestir af sildarmjöli alls til notkunar innan lands. Í septembermánuði 1942 kom í ljós, að pantanir á sildarmjöli til fóðurbætis urðu miklu meiri en ráð hafði verið fyrir gert, og að sildarmjölsbirgðir þær, er þá voru fyrir hendi, mundu ekki hrökkva til að full- nægja pöntunum. Leiddi þetta til þess, að atvinnumálaráðu- neytið lagði fyrir aðaláfrýjanda 20. okt. 1942 að afgreiða aðeins 60% af upphaflegum pöntunum. Er þá talið, að sildarmjölsbirgðir hafi numið alls um 6000 smálestum, en óafgreiddar pantanir um 9100 smálestum. Jafnframt ákvað ráðuneytið, að birgðir þær af sólþurrkuðu fiskimjöli, er þá voru til í landinu, skyldu seldar til fóðurbætis innan lands. Virðast birgðir þessar hafa numið tæpum 2000 smálestum. Ákvað ráðuneytið, að verð á fiskimjölinu skyldi verða 320 krónur hver smálest, en til þess að svo gæti orðið, varð ríkissjóður að bæta framleiðendum fiskimjöls upp verðið með 150 krónum hverja smálest. Hinn 4. sept. 1942 átti einn af fyrirsvarsmönnum gagn- áfrýjanda tal í síma við skrifstofustjóra aðaláfrýjanda um kaup á síldarmjöli. Með símskeyti til gagnáfrýjanda sama dag staðfesti aðaláfrýjandi, að hann hafi selt honum 300 smálestir af síldarmjöli. Í máli þessu skýrði gagnáfrýjandi svo frá í héraði, að í nefndu símtali hafi hann upphaflega beðið um 400—-500 smálestir síldarmjöls, og hinu sama hefur hann haldið fram í símskeyti til aðaláfrýjanda 22. okt. 1942. Fyrir hæstarétti hefur því verið andmælt af hálfu aðaláfrýjanda, að gagnáfrýjandi hafi pantað meira en 300 280 smálestir, og styður aðaláfrýjandi þetta við yfirlýsingu þá- verandi framkvæmdarstjóra Síldarverksmiðja ríkisins, sem lögð hefur verið fram í hæstarétti. Framangreindri skýrslu gagnáfrýjanda var að vísu ekki andmælt í flutningi máls þessa í héraði, en eins og kröfugerð sagnáfrýjanda var hátt- að, skipti þetta atriði þar ekki máli, þar sem einungis var krafizt bóta vegna vanefnda á afhendingu þeirra 300 smá- lesta, sem ræðir um í símskeytinu frá 4. sept. 1942. Svo verður og ekki talið, að aðaláfrýjandi hafi svipt sig rétti til að bera þetta fyrir sig, þó að hann léti ósvarað áðurnefndu símskeyti frá 22. okt. 1942, sem ekki gaf tilefni til svars að þessu leyti. Þykir gagnáfrýjandi ekki hafa leitt sönnur að því, að hann hafi pantað meira en 300 smálestir síldar- mjöls hinn 4. sept. 1942. Í máli þessu reisir gagnáfrýjandi kröfu sína til skaða- bóta á því, að kaup hans á 300 smálestum síldarmjöls, er í málinu getur, hafi verið fastráðin með símskeyti aðal- áfrýjanda 4. sept. 1942, og hafi ákvörðun atvinnumálaráðu- neytisins um það, að einungis skyldu afhent 60% af pönt- uðu síldarmjöli, ekki getað haggað rétti hans. Þau kaup, sem hér um ræðir, lúta ákvæðum 12. gr. laga um Síldar- verksmiðjur ríkisins nr. 1/1938. Samkvæmt þeirri grein er aðaláfrýjanda skylt að selja samvinnufélögum og öðrum þeim aðiljum, sem þar greinir, síldarmjöl við því verði, sem ríkisstjórnin ákveður, enda hafi aðiljar þessir pantað fyrir 30. september ár hvert það síldarmjöl, sem þeir telja sig þurfa og aðaláfrýjandi getur látið af höndum. Með því að þannig er lögð söluskylda á aðaláfrýjanda um óákveðið magn sildarmjöls, þykir eðlilegast að skilja ákvæði þetta á þann veg, að fyrirsvarsmenn aðaláfrýjanda seti ekki lofað ákveðnu magni, svo bindandi sé, fyrr en hinn lögákveðni frestur er liðinn og sýnt er, hvort eða að hve miklu leyti unnt er að fullnægja þeim pöntunum, sem þá eru komnar. Þegar litið er til sölu síldarmjöls til skepnufóðurs á næstu árum fyrir 1942 og álits Búnaðarfélags Íslands frá 5. ágúst 1942, er áður getur, verður aðaláfrýjanda ekki talið það til sakar, þó að magn það af síldarmjöli, er hann hélt eftir til sölu innan lands. hrykki ekki til að fullnægja öllum pönt- 281 unum frá innlendum aðiljum, en eins og áður greinir, urðu þær að miklum mun meiri en áætlað hafði verið. Í málinu er það komið fram, að gagnáfrýjandi hefur fengið 225 smá- lestir síldarmjöls beint frá aðaláfrýjanda upp í pöntun sina frá 4. sept. 1942, eða meira en 60%. Þykir hann því ekki eiga rétt til þeirra bóta, sem hann krefst á þessum grundvelli. Aðaláfryjandi afhenti gagnáfryjanda á Siglufirði síldar- mjöl, er meiru nam en 60% af pöntun gagnáfrýjanda frá 4. sept. 1942. Verður krafa hans um þær kr. 530.00, er í málinu greinir, þegar af þeirri ástæðu ekki tekin til greina. Samkvæmt framansögðu ber að sýkna aðaláfrýjanda af kröfum gagnáfryjanda í málinu, en eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður bæði í héraði og fyrir hæstarétti falli niður. Dómsorð: Aðaláfryjandi, Sildarversmiðjur ríkisins, á að vera sýkn af kröfum gagnáfrýjanda, Kaupfélags Eyfirðinga, i máli þessu. Málskostnaður bæði í héraði og fyrir hæstarétti fellur niður. Sératkvæði hæstaréttardómaranna Gizurar Bergsteinssonar og Jóns Ásbjörnssonar. Hinn 4. september 1942 átti fyrirsvarsmaður gagnáfrýj- anda símtal við skrifstofustjóra aðaláfryjanda og pantaði sildarmjöl. Í símskeyti til gagnáfrýjanda sama dag staðfesti aðaláfrýjandi, að hann hefði selt gagnáfrýjanda 3 hundruð smálestir af síldarmjöli. Í símskeyti til gagnáfrýjanda 22. október s. á. tilkynnti aðaláfrvjandi, að hann gæti nú sam- kvæmt fyrirmælum atvinnumálaráðuneytisins einungis lát- ið af hendi 60% af sildarmjölspöntun gagnáfrýjanda. Þessu símskeyti svaraði gagnáfrýjandi samdægurs með símskeyti, þar sem hann m. a. lýsti því, að hann hefði pantað upp- haflega 4—5 hundruð smálestir sildarmjöls, en einungis fengið loforð fyrir 3 hundruð smálestum. Þessari fullyrð- ingu andæfði aðaláfrýjandi ekki. Þá staðhæfði gagnáfrýj- andi og í flutningi máls þessa, að 300 smálestir væri „lág- 282 marksafgreiðsla“, „þar eð pantaðir hefðu verið 4—5 þús- und sekkir, en seljandi ekki talið sér fært að fastlofa meiru en 3000 sekkjum.“ Þessari staðhæfingu, sem var margend- urtekin fyrir héraðsdómi, andmælti aðaláfrýjandi ekki, og það er ekki fyrr en málið er flutt öðru sinni í hæstarétti, að hann ber fram mótmæli gegn fullyrðingu þessari og legg- ur fram þeim mótmælum til staðfestingar umsögn forstjóra Sildarverksmiðja ríkisins, en forstjóri þessi tók ekki við pöntun gagnáfrýjanda á sildarmjöli 1942. Þar sem mála- vöxtum er svo háttað, sem nú var lýst, verður að miða við það, að gagnáfrýjandi hafi pantað í september 1942 4—5 hundruð smálestir síldarmjöls frá aðaláfrýjanda, sbr. 110. gr. laga nr. 85/1936. Nú hefur gagnáfrýjandi að vísu aðal- lega stutt kröfur sínar í málinu við loforð aðaláfrýjanda um sölu á 3 hundruð smálestum síldarmjöls, en gagnáfrýj- andi hefur jafnframt að öðrum þræði þegar í héraði mars- sinnis lagt áherzlu á magn pöntunar sinnar, og verður því að ætla, að hann hafi gert það í því einu skyni að styðja kröfur sínar við það. Ber því að athuga einnig. hvort kröfur hans í málinu verða reistar á greindri pöntun. Verður nú tek- ið til úrlausnar í fyrsta lagi, hvort gagnáfrýjandi geti reist rétt á símskeyti aðaláfrýjanda frá 4. sept. 1942 og í öðru lagi á pöntun sinni og þeim fyrirmælum atvinnumálaráðu- neytisins, er aðaláfrýjandi tjáði honum. Um 1) Telja verður, að í símskeytinu frá 4. sept. 1942 felist loforð aðaláfrýjanda að selja gagnáfrýjanda 3 hundruð smálestir af sildarmjöli. Verður því úrlausnarefnið, hvort sú ákvörðun atvinnumálaráðuneytisins, að einungis skyldu afhent 60% af pöntuðu sildarmjöli, geti haggað því loforði. Samkvæmt 12. gr. laga nr. 1/1938 er aðaláfrýjanda skylt að selja samvinnufélögum, bæjarfélögum, hreppsfélögum og búnaðarfélösum síldarmjöl við því verði, sem ríkis- stjórnin ákveður, enda hafi aðiljar þessir pantað fyrir 30. sept. ár hvert það sildarmjöl, sem þeir telja sig þurfa. Þar sem söluskylda aðaláfrýjanda á sildarmjöli til þeirra aðilja, er í 12. gr. getur, er reist á því sjónarmiði, að þessir aðiljar eigi þess kost að afla nauðsynlegra fóðurbirgða, eftir því sem föng eru á, þykir rétt að skýra ákvæðið þannig, að 283 fyrirsvarsmenn aðaláfrýjanda geti ekki gefið þessum aðilj- um bindandi loforð um sölu ákveðins magns af sildarmjöli fyrr en eftir 30. september ár hvert, þegar séð er, hvort og að hve miklu leyti er hægt að fullnægja þeim pöntunum, sem þá hafa borizt frá greindum aðiljum. Samkvæmt því, sem nú var rakið, verður aðaláfrýjandi ekki talinn bund- inn við loforð sitt frá 4. september 1942. Um 2) Leggja ber til grundvallar, svo sem áður segir, að sagnáfrýjandi hafi pantað 4—5 hundruð smálestir sildar- mjöls. Ekki þykir unnt að miða úrlausn máls þessa við hærri pöntun en 4 hundruð smálestir, sbr. 66. gr. laga nr. 39/1922. Samkvæmt fyrirmælum atvinnumálaráðuneytisins átti sagnáfrýjandi því tilkall til 60% af 4 hundruð smálestum sildarmjöls frá aðaláfrýjanda. Nemur það 240 smálestum. Vantar því 15 smálestir upp á, að hann hafi fengið það magn, sem hann átti kröfu til, og skiptir hér ekki máli, þótt Samband íslenzkra samvinnufélaga hafi miðlað gagnáfrýj- anda nokkru sildarmjöli, sem aðaláfrýjandi hafði selt Sam- bandinu kvaðalaust. Hver smálest maismjöls, sem gagn- áfrýjandi varð að kaupa í stað sildarmjöls, var honum kr. 480.00 dýrari en hver smálest síldarmjöls. Verður því að ætla, að gagnáfrýjandi hafi beðið kr. 7200.00 tjón vegna þess, að hann fékk ekki áðurgreindar 15 smálestir sildar- mjöls afhentar. En ekki veitir það aðiljum þeim, sem í 12. gr. laga nr. 1/1938 getur, eins og á stóð, réttindi gegn aðal- áfrýjanda, þótt ekki stæðist mat fyrirsvarsmanna aðaláfrýj- anda á því, hve miklu síldarmjöli skyldi haldið eftir í land- inu handa þeim. Steðfesta má ákvæði héraðsdóms um sýknu aðaláfrýjanda af greiðslu kr. 530.00, sem gagnáfrýjandi krafðist vegna þess, að hann varð að vitja 20 smálesta sildarmjöls á Djúpu- vík í stað Siglufjarðar. Samkvæmt framanrituðu teljum við rétt að dæma aðal- áfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda kr. 7200.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 24. júní 1944 til greiðsludags. Svo teljum við og hæfilegt, að aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda kr. 1000.00 í málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti. 284 Dómur bæjarþings Siglufjarðar 6. nóvember 1944. Með stefnu, dags. 23. júní 1944, krefst stefnandinn, Jakob Frií- mannsson kaupfélagsstjóri, Akureyri, f. h. Kaupfélags Eyfirðinga, að stefndi, Jón Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Síldarverksmiðja rikisins, Siglufirði, verði fyrir hönd Sildarverksmiðja ríkisins dæmd- ur til þess að greiða sér 36000 kr. skaðabætur fyrir að hafa van- efnt að afhenda sér 75 smálestir síldarmjöls, er um hafi verið samið að afhenda stefnanda, og krefst auk þess kr. 530.00 skaðbóta fyrir aukinn flutningskostnað á 20 smálestum sildarmjöls, er stefnandi hafi orðið að flytja frá Djúpuvík í staðinn fyrir frá Siglufirði. Þá krefst stefnandi 6% vaxta af upphæðunum frá 10. nóv. 1942 og málskostnaðar samkvæmt reikningi, en samkvæmt framlögðum reikningi er krafizt kr, 3931.50 í málskostnað. Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar eftir mati réttarins. Málavextir eru þeir, er nú skal greina: Sumarið 1942 pantaði stefnandi, að því er hann ómótmælt af and- stæðingi sínum fullyrðir og eins og framlögð símskeyti hans benda til, 400—500 smálestir sildarmjöls hjá Sildarverksmiðjum ríkisins, Siglufirði. Stefndi lofaði með símskeyti 4. september að selja stefn- anda 300 smálestir síldarmjöls af fyrsta flokks sildarmjöli. Þá hafði stefnandi þegar 4. september, eftir því sem ráða má af símskeyli stefnanda til S. Í. S. 17. september og ómótmælt í málflutningi stefnda, pantað 100 smálestir af síldarmjöli hjá S. Í. S., og var þaðan lofað þeirri pöntun, enda fékk hann hana. Í byrjun september höfðu stefnanda borizt pantanir á 4925 sekkjum (492% smál) frá ýmsum félagsmönnum, og pantanir ókomnar frá mörgum félags- mönnum. Var þá auðsætt, að K.E.A. myndi þurfa miklu meira sildar- mjöl en það þegar hafði fengið loforð fyrir, og bað stefnandi þá SÍS. um að láta sig hafa meira sildarmjöl, og 17. september (1942) bað stefnandi S.S. að framfylgja við S.R. (Síldarverksmiðjur rík- isins), að afgreiddar yrðu a. m. k. 400 smálestir sildarmjöls til stefnanda þaðan (loforð S.Í.S. og loforð S.R.). Stefnandi fékk og loforð S.Í.S. um 2500 sekki (250 smál) fiskimjöls, en fékk þó aðeins 198,3 smál. Jafnframt pantaði stefnandi og fékk 50 smálestir af sild- armjöli hjá sildarverksmiðjunni Rauðku. 22. október 1942 tilkynnir stefndi stefnanda með símskeyti, að fyrst um sinn geti Sildarverksmiðjur ríkisins ekki afgreitt nema 60% af sildarmjölspöntun stefnanda, vegna þess að atvinnumála- ráðuneytið fyrirskipi, að eigi skuli afgreitt nema 60% af sildarmjöl- inu, svo að sem mestur jöfnuður verði meðal notenda um sildar- mjölið. Í sókn stefnanda er að vísu talað um, að símskeyti stefnda til stefnanda ræði um, „að eigi verði afgreitt nema 60% af sildarmjöli 285 því, sem umbj. minum hafði verið lofað,“ en dómarinn telur sig eigi bundinn við þessa skýringu málflutningsmanns stefnanda á símskeytinu, þótt sú skýring sé stefnanda meira í óhag, þar sem sim- skeytið er lagt fram og það fjallar um „60% af sildarmjölspöntun yðar“, þ. e. a. s. stefnanda. Stefnandi krafði stefnda samdægurs um það, er vantaði á að af- greiða söluloforð stefnda, og hélt fast fram söluskyldu S.R., enda fékk hann nokkra viðbót afgreidda, svo að lokum vantaði ekki nema 75 smál. sildarmjöls upp á loforð stefnda. Stefnandi, Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri (K.E.A.), kveðst kaupa sildarmjölið fyrir félagsmenn sina til þess að ná sem heppilegustum innkaupum fyrir þá og sjá þeim fyrir nauðsynlegum fóðurbæti. Sildarmjölið kostaði 34 kr. hver 100 kg, komin á höfn á Akureyri. Vegna þess að lofaðar 75 smálestir sildarmjöls fengust ekki, kveðst K.E.A. hafa orðið að fá fyrir félagsmenn 75 smálestir maismjöls, en kilóið af maís hafi minna fóðurgildi en kiló af sildarmjöli, en í skaðabótakröfu sinni gangi hann út frá sama fóðurgildi jafns þunga síldarmjöls og maísmjöls. 100 kg af maís kosti 82 kr., komin á höfn á Akureyri. Á þessum 75 smál. séu það 36000 kr., sem það kosti K.E.A. meira að kaupa 75 smál. af maismjöli en hinar lofuðu 75 smál. síldarmjöls. Krefst stefnandi, að stefndi greiði sér þá upphæð. Auk þess hafi KEA. ekki fengið allt síldarmjölið, sem það fékk afgreitt, afhent á Siglufirði, heldur orðið að taka 20 smál. af sildar- mjöli á Djúpuvík, en flutningur á því hafi orðið 26,50 dýrari á smá- lest, en á sildarmjöli afhentu á Siglufirði, eða alls kr. 530.00 dýrari á umræddum 20 smál. Krefst stefnandi, að stefndi verði einnig dæmdur til að greiða sér þá upphæð. Stefndi heldur fram, að hann hafi haldið eftir af sildarmjöli lofuðu stefnanda aðeins samkvæmt fyrirmælum atvinnumálaráðu- neytisins og atvinnumálaráðherra og plöggum þeim, er þar að lúta. Eigi því stefnandi að beina málssókn sinni gegn atvinnumála- ráðherra, en ekki gegn sér. Beri því að sýkna sig vegna aðildar- skorts, a. m. k. sé það ómótmælanlegt, að sér (stefnda) beri að hlýða fyrirmælum atvinnumálaráðherra, en þá rekist framkvæmd samningsins um efhendingu 300 smálesta síldarmjöls til stefnanda á síðari ráðstafanir atvinnumálaráðuneytisins, sem stefndi beri enga ábyrgð á, þótt hann verði að hlýða. Þegar samningar gerðust milli aðilja um umræddar 300 smál. síldarmjöls, hafi ráðstöfunarréttur á mjölinu verið frjáls, þegar svo síðar átti að framkvæma samninginn, hafi úthlutun mjölsins verið komin í hendur stjórnarráðsins og ráðherra, og allt gert að fyrir- mælum þessara stjórnarvalda, sem aftur höfðu stjórn Búnaðar- félags Íslands með í ráðum. Þá telur stefndi og, að stefnandi hafi eigi staðið við greiðslur sínar að greiða mjölið við afhendingu eða 286 a. m. k. fyrir 10. nóv. (1942), og þegar af þeirri ástæðu hafi stefnda verið heimilt að rifta sildarmjölssamningnum um það, sem óaí- hent hafi verið. Þá segir stefndi: Ríkisstjórnin og S.R. komu fram sem einn aðili um afhendingu sildarmjöls í landinu. Gegnum S.R. fékk stefnandi 225 smál. plús 100 smál. fyrir atbeina S.ÍS., samtals 325 smál. Enn fremur fékk stefnandi frá S.Í.S. 198,3 smál. af fiskimjöli, en fyrir atbeina ríkis- stjórnarinnar fékk S.ÍS. þetta fiskimjöl til umráða. Þá hafi stefn- andi fengið 50 smál. af sildarmjöli frá verksmiðjunni Rauðku, og hafi stefnandi þannig fengið meira af síldarmjöli en S.R. hafi lofað honum. Að því er snertir aðildarskort sem sýknunarástæðu stefnda, verð- ur að telja rétt, að sú sýknunarástæða sé ekki fyrir hendi. Mál gegn Sildarverksmiðjum ríkisins eða gegn framkvæmdarstjóra f. h. þeirra út af ráðstöfunum, sem framkvæmdarstjóri eða stjórn verksmiðj- anna hefur gert, er rétt höfðað gegn þeim, en ber eigi að höfða gegn atvinnumálaráðherra. Í 4. lið 4. gr. laga 1/1938 stendur: Stjórn verksmiðjanna ræður framkvæmdarstjóra, er hefur á hendi daglega stjórn verksmiðjanna og umsjón með rekstrinum. Annast hann sölu afurðanna í samráði stjórnar, og 5. liður sömu greinar sömu laga segir: Framkvæmdarstjóri hefur prókúruumboð fyrir verksmiðjurnar og skuldbindur þær eftir reglum prókúru. Í 7. gr. sömu laga segir: Ríkissjóður ber eigi ábyrgð á þeim skuldum, sem Sildarverk- smiðjur ríkisins stofna til eftir 31. desember 1937, nema heimild sé veitt til þess af Alþingi. Með orðinu „skuldum“ í 7. gr. er átt við hverja þá skuldbindingu, sem bakað getur Sildarverksmiðjum rik- isins peningaábyrgð og stofnað til skuldar. Eftir 7. gr. hefði því borið að sýkna ráðherra eða ríkissjóð af málssókn, ef henni hefði verið beint þangað. Er því auðsætt, að Sildarverksmiðjur ríkisins hljóta að vera ábyrgar af gerðum fram- kvæmdarstjóra eða stjórnar, en ríkisstjórnin eða ríkissjóður ekki frekar en 7. gr. laganna ákveður, og stefndi því vera réttur aðili. Þá hefur stefndi fært sér til málsbótar, að stefnandi hafi eigi staðið í skilum með greiðslur fyrir sildarmjölið, og stefndi því af þeim ástæðum getað rift afhendingarloforði á hinu lofaða sildar- mjöli. Hinn 24. marz 1943 krefur stefndi stefnanda um kr. 14971.80, er hann skuldi, sumpart fyrir síldarmjöl afhent í okt. 1942, sum- part fyrir sildarmjöl sent 4. marz 1943, og þar bent á, að allar sild. armjölspantanir eigi samkv. 12. gr. laga 1/1938 að hafa verið greidd- ar í síðasta lagi 10. nóv. s. á. (in casu: 1949). Stefnandi svarar stefnda þessu í bréfi á þá leið, að skuld við 287 áramót hafi verið um 6000 kr., og hafi hann átt aðra eins upp- hæð álíka tíma oft hjá stefnda og tilkynnir, að hann hefði getað fengið borgun strax við útskipun, ef stefndi hefði á það lagt nokkra áherzlu frekar venju. Telja verður, að miðað við viðskipti aðilja áður hefði þurft tilkynningu stefnda til stefnanda um þetta atriði, ef slíkur dráttur á greiðslu hefði átt að firra stefnanda þeim rétti til afgreiðslu sildarmjölsins, sem hann annars hefði. Eigi var heldur ástæða fyrir stefnanda að greiða stefnda Það sildarmjöl fyrir 10. nóvember, sem stefnda vantaði á að fullnægja loforði sínu, þegar hann fyrir fram tilkynnti stefnanda, að hann léti hann ekki hafa meira sildarmjöl, og það er ómótmælt af stefnda, að það er ekki fyrr en 24. marz 1943, að stefndi sendir stefnanda reikning yfir nokkuð af síildarmjölinu. Það er og viðurkennt, að á undanförnum árum hafi greiðsla á síldarmjöli farið átölulaust seinna fram en 12. gr. sildarverksmiðjulaganna gerir ráð fyrir. Verður þvi þessi svknuástæða stefnda ekki tekin til greina. Eftir 12. gr. laga 1/1938 er stefnda „skylt að selja samvinnufé- lögum, hreppsfélögum og búnaðarfélögum það af sildarmjöli, sem slík félög panta fyrir 30. september ár hvert.“ Það er þvi með laga- grein þessari tryggt að lögum, að aðiljum 12. gr., -— en meðal þeirra er stefnandi (K.E.A), — skuli selt það síldarmjöl, sem þessir að- iljar panta fyrir 30. september ár hvert. Stefnandi hafði þvi að lög- um tryggðan rétt til hins pantaða sildarmjöls hjá stefnda, ekki að- eins til hins lofaða mjöls, 300 smál., heldur líka til þess pantaða síldarmjöls hjá stefnda, 400—500 smál., áður en stefndi mátti láta nokkurn þann, er fellur ekki undir þá aðilja, er 12. gr. greinir, fá síldarmjöl. Og því aðeins kæmi takmörkun á hinu pantaða sildar- mjöli til greina, að stefndi gæti ekki fullnægt öllum þeim aðiljum, sem 12. gr. nær til. En í þessu máli hefur hvorugum aðiljanna þótt taka því að veita nokkra vitneskju um, hverjir utan aðiljar 12. gr. hafi fengið afhent síldarmjöl. Þó má af málflutningnum sjá, að stefndi heldur eftir síldarmjöli fyrir nokkra, er hafa pantað sildar- mjöl, en falla ekki undir 12. gr. 1. nr. 1 frá 1938. Stefnandi heldur fram, að stefndi hafi með þessu gerzt brotlegur gegn 12. gr., og svo virðist vera, en að hve miklu leyti verður ekki fullséð, bar sem pöntunarskrá á sildarmjölinu hefur ekki verið lögð fram í málinu, enda þess eigi heldur krafizt af stefnanda hálfu. Stefnandi talar að vísu um skaðabótaskyldu stefnda samkvæmt 12. gr., en lætur þar við sitja og hefur ekki sýnt fram á, hve mikið síldarmjöl stefndi hefur selt öðrum en þeim, sem rétt áttu til þess eftir 12. gr. Þar af leið- andi verður ekki séð, hvað mikið tjón stefnandi hefur beðið við það, að stefndi hefur brotið gegn 12. gr. Telur dómarinn málið þannig flutt, að út í þá skaðabótaskyldu stefnda verði ekki frekar farið. Stefnandi leggur áherzlu á, að stefndi hafi lofað sér 300 smál. sild- armjöls, en vanti upp á það loforð 75 smál. Geti fyrirmæli ráðherra 288 um að uppfylla aðeins 60% af pöntunum ekki rift því loforði, án þess að stefndi verði skaðabótaskyldur. Stefndi átti að vita, að samkvæmt 12. gr. sildarverksmiðjulag- anna átti stefnandi tilkall til þess að fá sildarmjölspantanir sínar afgreiddar að fullu, nema þá ef síldarmjölið nægði eigi til þess að fullnægja þeim, sem rétt höfðu til þess að sitja fyrir sildarmjölinu eftir 12. gr., og til þess að skammta pantanir þeirra á milli þurfti engin skömmtunarlög. Slíkt lá í hlutarins eðli eftir 12. gr. Samt lofar stefndi stefnanda 300 smál. sildarmjöls, um mánuði áður en hann sá fyrir pantanir allar. Verður hann að teljast skaðabótaskyldur fyrir að rifta slíku loforði, nema gefnar hefðu verið út skömmt- unarreglur, er löglega gerði loforðið óframkvæmanlegt. Að sjálfsögðu er stefnda skylt að hlýða fyrirmælum ráðherra um afhendingu ólofaðs sildarmjöls, að svo miklu leyti að ekki komi í bága við 19. sr. en ef fyrir liggja pantanir þeirra, er forgangsrétt hafa til sild- armjölsins eftir 12. gr., þarf ekkert skömmtunarákvæði til þess að skammta pantanir milli þeirra, ef ekki er hægt að fullnægja pönt- unum þeirra að fullu. Það liggur í hlutarins eðli, að skammta má beim — og jafnframt skylt —, ef ekki er nóg handa þeim. Hitt gel- ur aftur rekið sig á 12. gr. að lofa ákveðnu magni síldarmjöls, löngu áður en sjáanlegt er, hvort hægt sé að fullnægja öllum, er rétt hafa til síldarmjölsins samkvæmt 12. gr., þótt stefnda sé nokkur vorkunn að hafa gefið ákveðið loforð vegna reynslu undanfarinna ára. En loforðið er þó bindandi fyrir stefnda, sem hann verður skaðabótaskyldur að rifta, ef ekki liggja fyrir lögboðnar skömmt- unarráðstafanir, er hindri hann í að afgreiða og efna loforð sitt. Með lögum 37/1939 er „Ríkisstjórninni“ veitt heimild til þess að setja fyrirmæli „um sölu og úthlutun á nauðsynjavörum, sem til eru í landinu,“ en til nauðsynjavöru verður að telja síldarmjöl. Þetta gerir atvinnumálaráðuneytið og leggur fyrir stefnda að „af- greiða aðeins 60% af pöntununum“ af sildarmjölinu, eins og stefndi ómótmælt heldur fram. Að vísu má segja, að það sé handa- hófsákvörðun hjá atvinnumálaráðuneytinu að ákveða að afgreiða 60% af hverri pöntun án tillits til þarfa, en bæði ber málið með sér, að þegar ákvörðun ráðuneytisins var tekin seint í október, var enginn tími til þess að rannsaka þörfina hjá hverjum einstökum, og Þótt reglugerð hafi eigi verið gefin út, eins og 2. gr. laga 37/1939 sengur út frá, verður að telja, að ákvörðun atvinnumálaráðuneytis- ins um að afgreiða aðeins 60% af sildarmjölspöntunum hafi verið bindandi fyrir stefnda, og honum borið að hlýða henni, nema að svo miklu leyti, sem álíta mætti, að skömmtunin komi í bága við 19. gr. sildarverksmiðjulaganna. Mætti segja, að 60% skömmtunarákvörðunin væri á móti lögum, og stefnda óskylt að hlýða henni, því að lög 37/1939 gera enga breytingu á 12. gr. síldarverksmiðjulaganna. Það er sem sé ekki á 289 valdi atvinnumálaráðuneytisins að skammta sildarmjöl stefnda til annarra, fyrr en þeir, er forgangsrétt hafa til mjölsins eftir 12. gr., hafa fengið pantanir sínar að fullu. En ef sildarmjölsframleiðsla stefnda hefur ekki náð til þess að afgreiða pantanir aðilja 12, gr. að fullu, var skömmtun þeirra á milli sjálfsögð og í hlutarins eðli heimil (jafnvel án laga 37/1939). Hitt hefur ekki verið upplýst í máli þessu, að hve miklu leyti aðrir en aðiljar 12. gr. hafa fengið (60%) af sildarmjöli stefnda, en eftir málflutningnum að dæma virðist það hafa orðið að einhverju leyti, t. d. hafa skip fengið af mjölinu o. fl, sem ekki falla inn undir 12. gr. Hins vegar er líka eftir málflutningnum að dæma ástæða til þess að ætla, að lítið hafi kveðið að þessu og miklu minna en aðiljum 12. gr. hefur orðið gagn að þeim ráðstöfunum atvinnumálaráðu- neytisins að skammta líka síldarmjöl annarra síildarmjölsframleið- enda, og auk þess hefur atvinnumálaráðuneytið greitt úr ríkissjóði 195 kr. með hverri smálest síldarmjöls til þess að lækka frá mark- aðsverði um þessa upphæð sildarmjölið til allra kaupenda. Verður því að telja, að enda þótt slæðzt hafi með nokkrar sildar- mjölspantanir til stefnda á síldarmjöli frá þeim, er eigi höfðu for- gangsrétt til mjölsins eftir 12. gr., — og það er eigi vitað nema að hafi verið að mjög óverulegu leyti —, þá geti það ekki í heild gert skömmtunarákvörðun ráðuneytisins ógilda, og að stefnda hafi því borið að hlyða þessari skipun, og hún því gert loforð stefnda óframkvæmanlegt (nema 60%). Jafnvel þótt skömmtunarákvörðunin hefði verið ólögmæt, og stefnda því eigi borið að hlýða henni og því verið skaðabótaskyldur fyrir vanefnd loforðs sins, þá hefur atvinnumálaráðuneytið þegar með ráðstöfunum sinum á útvegun fiskimjöls handa sildarmjöls- pantendum meir en bætt stefnanda tjón það, er hann hefði orðið fyrir af vanefnd loforðs stefnda. Stefnandi fær (að vísu frá S.ÍS.) fiskimjöl — vegna útvegunar atvinnumálaráðuneytisins —, sem sparar honum meir hin dýru og óhentugu maísmjölskaup en sildarmjöl það, sem stefnda —- vegna að- gerða ráðuneytisins — vantar á að uppfylla loforð sitt til stefnanda. Þótt stefnandi fái fiskimjölið ekki beint frá atvinnumálaráðuneytinu, er það eingöngu vegna ráðstafana ráðuneytisins, að S.Í.S. getur af- hent stefnanda fiskimjölið. Ef á að lita á þær ráðstafanir ráðuneyt- isins, sem valda stefnanda tjóni og valda því, að stefndi þeirra vegna uppfyllir ekki loforð sitt að fullu, hlýtur að mega draga frá „tjóninu“ það gagn, þann hagnað, fyrir stefnanda, sem leiðir af ráð- stöfunum ráðuneytisins, og þar sem hagnaðurinn fyrir stefnanda við að fá fiskimjölið, 198,3 smál., sem hann fær, er meiri en af því að fá loforðið fyrir sildarmjölið uppfyllt að öllu, yrðu skaðabæt- urnar — þótt annars hefðu haft við lög að styðjast, — sem dóm- 19 290 arinn telur ekki, að fullu greiddar, og krafa stefnanda á stefnda fyrir brigð loforðsins að engu orðið. Skaðabótakrafa stefnanda fyrir brigð loforðs stefnda hefur þvi eigi við rök að styðjast. Þó kemur til álita, hvort skaðabótakrafa stefnda vegna vantandi 75 smál. síldarmjöls leiðir ekki af því, að hann hafi vantað upp á að fá 60% af pöntun sinni, hvort hann vanti ekki einmitt 75 smál. sildarmjöls upp á pöntun sína. Stefnandi heldur því fram í máli þessu, að hann hafi pantað í símtali bjá stefnda, öll pöntunin virðist gerð í símtali, eftir þvi sem haldið er fram í málflutningi stefnanda, 400--500 smál. sildar- mjöls, og þar sem því er ekki mótmælt af stefnda, verður að skoða Það sem viðurkennt af stefnda, að stefnandi hafi pantað hjá honum 400—-500 smál. af síldarmjöli, og 22. okt. 1942 sendir stefndi stefn- anda símskeyti þess efnis, að „samkvæmt fyrirmælum atvinnumála- ráðuneytisins“ geti hann fyrst um sinn „aðeins afgreitt 60% af sildarmjölspöntun“ stefnanda. Hér er ekki talað um 60% af sildar- mjölsloforðinu. Dómarinn lítur svo á, að síldarmjölspöntun stefn- anda sé ekki 300 smál. (sildarmjölsloforð stefnda), heldur 400— 500 smál. Er þá fyrst að ákveða, hvaða tölu á hér að leggja til grundvallar af fyrrgreindri „svigrúms“tölu pöntunarinnar. Það er nú gefið, að pöntunin er a. m. k. 400 smál. 60% af þeirri tölu er 240 smál., sem stefndi ætti a. m. k. að standa stefnanda skil á. Nú hefur stefndi afgreitt til stefnanda 225 smál., ætti hann þá, ef aðeins væri miðað við lágmarkstöluna, að standa stefnanda skil á 15 smál. sildarmjöls og verða skaðabótaskyldur sem þvi svarar. En dómarinn telur, að ákvæði 66. greinar laga um lausafjárkaup nr. 39 frá 1922 komi hér til greina. Þar stendur: „Ef varningur er keyptur með þeim ákvæðum, er gefa nokkurt svigrúm um mergð hans, þyngd eða stærð ..., þá veitir það selj- anda frjálst um að kjósa innan þeirra takmarka, nema það sé ljóst af atvikum, að svigrúmið sé ætlað kaupanda til hagsmuna.“ Undir eins og skömmtun kemur til greina, er auðsætt, að svig- rúmið við pöntun með svigrúmi er pantanda til hagsmuna. Þegar skammta á pöntun með svigrúmi og það niður fyrir lágmark pönt- unar, er auðsætt, að pantanda er til hagsbóta, að skömmtunin sé miðuð við hámark pöntunarinnar. Virðist því dómaranum rétt eftir nefndu lagaákvæði að miða 60% af pöntun stefnanda við hámark hennar, reikna 60% af hámarki pöntunar hans. Eru það 60% af 500 smál. sildarmjöls, sem eru 300 smál., sem stefndi eftir því eigi að afgreiða til stefnanda, eða m. ö. o. vanti 75 smál. á þá afgreiðslu stefnda til stefnanda, sem lög standa til, að stefndi inni af höndum til stefnanda, og verði stefndi skaðabótaskyldur sem því svari. Að stefnandi eigi að fá 60% af 291 hámarki pöntunar sinnar virðist og einnig leiða af 12. gr. laga nr. 1 frá 1938; sú grein áskilur samvinnufélögum o. fl. aðiljum for- kaupsrétt að sildarmjöli S.R. Stefnandi er samvinnufélag. Stefnandi á því að fá hámark sinnar pöntunar, ef nóg væri fyrir alla aðilja, er eftir 12. gr. eiga rétt til sildarmjöls, af sildarmjöli, áður en farið yrði að selja öðrum, er engan forgangsrétt eiga til mjölsins eftir 12. gr. Hann á því ekki síður að fá 60% af hámarkspöntun sinni, Þegar það virðist hægt án þess að ganga fram yfir 60% á rétt að- iljanna, er forgangsrétt eiga til mjölsins. En svo virðist sem nokkrir, er eigi hafa forgangsrétt til sildarmjölsins eftir 12. gr. laga nr. ! frá 1938, hafi fengið sildarmjöl við, að 60 % skömmtunarinnar til stefnanda er miðuð við minna en hámark pöntunar hans (minna jafnvel en við lágmark pöntunar hans). Að stefnandi fær samkvæmt pöntun sinni frá S.ÍS. 100 smál. sildarmjöls og frá Rauðku 50 smál. sildarmjöls getur alls ekki dregið úr skyldu stefnda til þess að láta stefnanda fá 60% af sildar- mjölspöntun sinni hjá honum, eins og atvinnumálaráðuneytið virð- ist hafa gert að almennri reglu, að stefndi skyldi gera. Verður því að telja, að stefnda hafi verið skylt að afhenda stefn- anda 75 smál. meira af síldarmjöli en hann hefur afhent eða alls 300 smál. sildarmjöls, og að það sé í samræmi við 60% skömmtunar- ákvörðun atvinnumálaráðuneytisins. Fiskimjölsútveganir atvinnumálaráðuneytisins geta ekki talizt til uppbótar fyrir stefnda, þar sem fiskimjölið er af ráðuneytinu út- vegað til uppbótar, að pantendur fái ekki nema 60% af sildar- mjölspöntunum sinum, en ekki til þess að vera uppbót á, að síldar- mjölspantendur fengju ekki 60% af sildarmjölspöntunum sínum, eins og in casu virðist um stefnanda. Þótt hið útvegaða fiskimjöl geri meir en bæta upp það, sem vantaði á, að stefnandi fengi 60% af há- markspöntun sinni, þá getur það ekki losað stefnda við ábyrgð undan því að hafa ekki látið stefnanda fá 60% af hámarkspöntun hans. Stefnandi átti að fá 60% af hámarkspöntun sinni og fiskimjölið að auki. Að vísu má á móti þessu koma með þá mótbáru, að sennilegt sé, að stefnandi hefði fengið minna af fiskimjölinu, ef hann hefði fengið 60% af hámarkspöntun sinni á sildarmjölinu. Þótt ekki væri fjarstæða að ætla, að stefnandi hefði fengið minna af fiskimjölinu, ef hann hefði*fengið 75 smál. meira af sildarmjöl- inu, þá er flutningur málsins þannig, að ekkert verður um það fullyrt með vissu, enda fékk stefnandi ekki nema nokkuð af því fiskimjöli, sem hann hafði pantað hjá S.ÍS. Stefnandi átti að fa 60% af (hámarks) sildarmjölspöntun sinni og svo mikið af fiski- mjöli, sem efni stóðu til. Verður því að telja stefnda skaðabóta- 292 skyldan til stefnanda fyrir að vanta skuli 75 smál. sildarmjöls á, að stefnandi fengi 60% af hámarkssildarmjölspöntun sinni. Dómaranum er ljóst, að stefnandi hefur ekki í málflutningingi sinum tilfært þá málsástæðu fyrir kröfu sinni, að hann hafi ekki fengið 60% af sildarmjölspöntun sinni, og því síður, að 60% eigi að miða við hámark pöntunar hans. En með því að minnast á, að hann hafi pantað 400—500 smál., virðist af því ljóst, að hann vill ekki firra sig nokkrum rétti í þeim efnum, og verður að telja, að það sé framsett til þess að stuðla að dómsniðurstöðu á kröfu hans, eins og líka það að benda á skaðabótaskyldu stefnda eftir 12. gr. er gert í sama tilgangi án þess þó að draga neinar ályktanir út frá því, og hlýtur af þeirri grein og af 66. gr. laga nr. 39 frá 1922 að leiða, að 60% skömmtunina á að reikna af hámarki sildarmjölspönt- unar stefnanda, þótt það komi ekki fram í málsútlistun stefnanda. Slíkt leiðir af lagareglum. Framkoma umboðsmanns sefnanda verður þvi ekki túlkuð þannig, að hann hafi viljað svipta umbjóðanda sinn neinum þeim rétti, er hann hefði að lögum í máli þessu, og þykir því bera að leggja dóm á málið að þessu leyti samkvæmt framan- rituðu, sbr. 113. gr. laga nr. 85 frá 1936. Stefnandi telur, að hver eitt hundrað kíló maísmjöls kosti sig á höfn á Akureyri 82 kr., en af sildarmjöli 34 kr. Tjón það á hverjum 100 kg, sem hann vantar af sildarmjöli á að fá 60% af hámarks- sildarmjölspöntun hans, sé því 48 kr. á hvert eitt hundrað kíló eða 36000 kr. fyrir þau 75000 kiló, sem vanti alls á, að hann fái 60% af (hámarks) pöntun sinni, Þar sem stefndi hefur ekki mótmælt verði maismjölsins og telja verður alkunna, að fóðurgildi sildarmjöls sé a. m. k. ekki minna — heldur meira — en maísmjöls, verður að telja, að tjón stefnanda sé það, er nú var lýst. Telur dómarinn stefnda skylt að greiða stefnanda þessa upphæð fyrir að hafa látið 75 smál. vanta á þá almennu reglu, sem atvinnu- málaráðuneytið lágði fyrir stefnda að afgreiða sildarmjölspantanir eftir. Þá er krafa stefnanda um 530 kr. úr hendi stefnda fyrir að hafa þurft að taka síldarmjöl, 20 smál., í Djúpuvík í stað Siglufjarðar, og byggði stefnandi það á umræddu sildarmjölsloforði stefnda. Þessi krafa hefur eigi við næg rök að styðjast. Það er alls ekki sannað af skjölum málsins, að stefndi hafi lofað sídarmjölinu í Siglufirði, og virðist eftir símskeyti stefnda í mál- inu hann enga slíka skuldbindingu hafa undirgengizt. Verður því að sýkna stefnda af sþessari kröfu stefnanda. Stefnda ber því að greiða stefnanda 36000 kr. í skaðabætur, en í vexti aðeins 5% og aðeins frá stefnubirtingardegi, 24. júní 1944, en vera sýkn af frekari kröfum stefnanda. Eftir þessum málavöxtum er rétt, að stefndi greiði stefnanda málskostnað, er álizt hæfilegur 3000 kr. 293 Fyrir því dæmist rétt vera: Stefndi, Jón Gunnarsson framkvæmdarstjóri, Siglufirði, greiði fyrir hönd Síldarverksmiðja ríkisins stefnandanum, Jakob Fri- mannssyni kaupfélagsstjóra, Akureyri, f. h. Kaupfélags Eyfirð- inga 36000 kr. með 5% ársvöxtum frá 24. júní 1944 og 3000 kr, í málskostnað, en sé sýkn af frekari kröfum stefnanda. Hið ídæmda að greiða innan 15 daga frá lögbirtingu dóms Þessa að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 18. júní 1947. Nr. 76/1945. Jónas Hvannberg (Hrl. Einar B. Guðmundsson) segn Skapta Davíðssyni og Davíð Jóhannessyni og gagnsök (Hri. Gunnar Þorsteinsson). Setudómarar Kristján Kristjánsson borgarfógeti og hrl. Theódór B. Líndal í stað hrd. Árna Tryggvasonar og hrd. Jóns Ásbjörnssonar. Deilt um gildi byggingarbréfs og samnings varðandi fast- eign. Dómur hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur að fengnu áfrýjunarleyfi 8. júni 1945 skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu 11. s. m. Gerir hann þær dómkröfur, aðallega að hann verði alger- lega sýkn dæmdur, en til vara: 1) að gilt verði metið byggingarbréf það, sem aðaláfrýj- ) andi og gagnáfrýjandi Davíð Jóhannesson gerðu með sér hinn 22. janúar 1941 um !%, hluta hálflendunnar Úteyjar II í Laugardalshreppi, þó með þeirri breytingu á 1. grein byggingarbréfsins, að nefndur jarðarhluti sé löglega byggður aðaláfrýjanda til lifstíðar og að sagnáfrýjandi Davíð Jóhannesson hafi um þenna ábúð- artíma afsalað sér og þeim aðiljum, er getur í 2. mgr. 9. gr. laga nr. 87/1933, rétti til þess að taka hinn leigða jarðarhluta úr ábúð aðaláfrýjanda, og að gildur verði metinn samningur aðaláfrýjanda og 294 sagnáfrýjanda Daviðs Jóhannessonar, er þeir gerðu hinn 27. mai 1941, að undanskilinni Í. gr. hans. Loks krefst aðaláfrýjandi þess, að gagnáfrýjendur verði dæmdir til þess in solidum að greiða honum málskostnað bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Gagnáfrýjendur hafa að fengnu áfrýjunarleyfi 11. sept- ember 1945 skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu 20. s. m. Krefjast þeir þess, að staðfest verði ákvæði héraðs- dóms um ógildi byggingarbréfs þess og samnings, sem að framan eru greind. Svo krefjast þeir málskostnaðar úr hendi aðaláfrýjanda bæði í héraði og fyrir hæstarétti. Jarðeignin Útey Il er ásamt nokkrum jarðarhúsum í óskiptri sameign gagnáfrýjenda, þannig að Davíð á 1%. ófrágreinda verðhluta sameignarinnar, en Skafti %, verð- hluta. Ekki er í ljós leitt, að Skafti hafi á neinn hátt tálmað eðlilega meðferð og hagnýtingu sameignarinnar, þannig að hagsmunir Davíðs hafi af þeim sökum verið fyrir borð bornir. Var Davið því óheimilt, eins og lögskiptum sameig- endanna var háttað, að byggja, að Skafta fornspurðum, jörðina í heild eða hina ófrágreindu hluta sína af henni. Samkvæmt þessu svo og þeim rökum, sem í héraðsdómi greinir, ber að staðfesta ákvæði hans um ógildi byggingar- bréfsins. Sömu ástæður, sem nú voru taldar, leiða til þess, að meta verður ógilt upphafsákvæði samningsins frá 27. mai 1941, að því leyti sem aðaláfrýjanda er með því veittur frekari réttur en hann hefur sem eigandi Úteyjar I til með- ferðar á óskiptu landi Úteyjar Í og Úteyjar II, sundlaugar- serðar þar og töku á heitu og köldu vatni. Aðaláfrýjandi virðist með lagningu vegar af þjóðvegi og heim að Útey ekki hafa unnið gegn hagsmunum Skafta, og er því ekki ástæða til, eins og á stendur, að ónýta samþykki það, sem Davíð lagði á þessa vegarlagningu. Vegargerðin hefur þegar kostað mikið fé, yfir kr. 30000.00, og þarf að verja allhárri fjárhæð enn til að full- gera veginn. Davíð reyndist því að taka á sig mjög þunga fjárhagsbyrði, miðað við hagi hans, er hann í samningn- um frá 27. maí 1941 játaðist undir að greiða helming veg- arkostnaðarins, og þegar litið er til aldurs Davíðs og allra 295 ástæðna og þess er gætt, að ekki var við samningsgerðina fyrir hendi áreiðanleg áætlun um kostnað af vegarlagning- unni, verður að telja fullvíst, að Davið hafi alls ekki gert sér grein fyrir því, hversu fjárfrekar skyldur, miðað við fjár- hagsgetu sína, hann gekkst undir. Þetta mátti aðaláfrýj- anda, sem kunnur var högum Davíðs, vera ljóst. Með vísun til þess, sem nú hefur verið ritað, og sam- kvæmt lögjöfnun frá 1. mgr. 31. gr. laga nr. 7/1936 ber að meta samninginn frá 27. maí 1941 ógildan, þó með þeirri takmörkun, er að framan getur um vegarstæði. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað í héraði staðfestist. Eftir þessum úrslitum verður að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjendum málskostnað í hæstarétti, sem ákveðst kr. 1000.00. Dómsorð: Ákvæði héraðsdóms um ógildi byggingarbréfsins frá 22. janúar 1941, er í málinu getur, á að vera óraskað. Samningur sá frá 27. maí 1941, sem lýst er að fram- an, er ógildur, þó að fráteknu ákvæði hans um vegar- stæði í óskiptu landi. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað í héraði stað- festist. Aðaláfrýjandi, Jónas Hvannberg, greiði gagnáfrýj- endum, Skafta Davíðssyni og Davið Jóhannessyni, kr. 1000.00 í málkostnað í hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði Theódórs B. Líndals hæstaréttarlögmanns. Skipti fóru fram á félagsbúi gagnáfrýjanda Daviðs Jó- hannessonar og konu hans Þórdísar Davíðsdóttur, er þá var önduð, 2. marz 1938. Sótti gagnáfrýjandi Skafti, sonur þeirra, mjög fast að fá í erfðahlut sinn hluta jarðarinnar Uteyjar II í Laugardalshreppi, sem var eign búsins. Varð það úr, að Davið lét Skafta eftir %, hluta jarðarinnar með 296 þeirri kvöð, að Skafti „ráðstafaði“ honum ekki án sam- þykkis Davíðs. Eins og á stóð, tel ég að skilja verði orðið „ráðstafa“ á þann veg, að með því sé ekki aðeins átt við sölu og veðsetn- ingu, heldur einnig byggingu jarðarhlutans. Og ég tel ljóst, að báðir sameigendurnir hafi verið þeirrar skoðunar, er skiptin fóru fram, að þeir hefðu hvor um sig óbundinn ráðstöfunarrétt á sínum hluta, ef eigi var gerður fyrirvari um annað. Nú er ekki sannað, að nokkur slíkur fyrirvari hafi verið gerður, að því er hluta Davíðs varðar, en sannað, að Davíð var mjög tregur til þess að afhenda Skafta jarðar- hlutann. Skafta mátti því vera ljóst, að Davíð hefði ekki afhent jarðarhlutann, ef hann hefði með því svipt sig þeim umráðum á sínum hluta, sem honum voru áður heimil. Þess ber og að gæta, að samkvæmt 2. gr. landsskiptalaga nr. ö7/1927, er í gildi voru, þegar skiptin fóru fram, gat Davið krafizt landskipta, hvenær sem var, og á þann hátt leyst þær kvaðir af sínum hluta, er leitt gátu af sameign með Skafta. Tel ég, að hlutur Skafta sé nægilega stór, til þess að skiptum yrði á komið, án þess að réttur hans yrði fyrir borð borinn, enda ljóst af því, sem áður segir, að Davið vildi ekki stofna til sameignar við Skafta. er ekki yrði slitið. Samkvæmt þessu tel ég, að eignarréttur Skafta á %, hlut- um jarðarinnar hafi ekki svipt Davíð rétti til þess að semja um byggingu á sínum hluta, án þess Skafti væri þar til kvaddur, enda verður og að ætla, að Davíð hefði ekki gert samninginn, ef hann teldi sig bresta heimild til þess. Eins og greint er í hinum áfrýjaða dómi, hefur því verið haldið fram í málinu af hálfu Davíðs, að hann telji nú svo mjög hafa verið hallað á sig, er bréfið var gert, að ógildi varði. Það er rétt, að bréfið og samningur sá, er síðar getur, eru ekki fjárhagslega hagstæð Davið. Landskuld er að vísu lík og áður, tiltekin í landaurum og jarðabótum, og hækk- unarleið opin samkvæmt 36. gr. laga nr. 87/1933. En hér ber að hafa í huga, að grundvallarreglur land- búnaðarlöggjafarinnar beinast að því, að arði af jarðeign- um sé varið þeim til endurbóta, og í því skyni er reynt að 297 veita leiguliðum jarða öryggi, en hefta færi landsdrottna til þess að draga arðinn frá jörðunum. Það er í samræmi við þessa hugsun, er Davið byggði jörðina manni, sem hann var í vinfengi við, og sem hann taldi að hefði bæði vilja og getu til þess að sitja jörðina vel, enda er og komið fram í málinu, að Davið hafði áhuga á því, að jörðin væri vel setin. Davíð var að vísu orðinn 78 ára, er bréfið var gert, en eftir ýtarlega rannsókn hefur dr. med. Helgi Tómasson yfir- læknir gefið vottorð þess efnis, að við heilsu Davíðs sé ekki annað að athuga en „eðlileg elli, sem smáfærzt hefur jafnt og þétt yfir manninn, að minnsta kosti frá því nokkru áður en hann varð 78 ára.“ Þess er og getið í vottorðinu, að Davið hafi verið vel gefinn reglu- og dugnaðarmaður, er hafi efn- azt sæmilega, eftir því sem aðstæður hans leyfðu. Þá hafa og málflutningsmenn þeir, sem bréfið gerðu, lýst yfir því í málinu, og sú yfirlýsing ekki verið véfengd, að öll ákvæði bréfsins hafi verið rækilega rædd við Davíð. áður en það var undirritað, og honum verið fullljóst, hvað hann var að gera. Að þessu athuguðu tel ég heimild bresta til þess að ógilda allt byggingarbréfið. Aðaláfrýjandi hefur skýrt svo frá fyrir dómi, að þeir Davíð hafi, áður en bréfið var ritað, samið um, að jörðin yrði byggð „mér“, þ. e. aðaláfrýjanda, „og minum til lifs- tíðar“. Í bréfinu er þó jörðin byggð „til lífstíðar fyrir leigu- líða og alla niðja hans í beinan ættlegg, og alsalar lands- drottinn ábúðarréttinum í hendur leigutaka og niðja hans um allan aldur.“ Hið fyrra samkomulag svo og það, hve ákvæði bréfsins um ábúðarrétt niðja aðaláfrýjanda er óvenjulegt og óyfir- sjáanlegt, leiðir til þess „að samkvæmt lögjöfnun frá öl. gr. laga nr. 7/1936 ber að fella það úr gildi og takmarka ábúðartímann á þann veg, að jörðin sé byggð aðaláfrýjanda ævilangt, enda hefur hann gert varakröfu á þessa leið. 7. maí 1941 gerðu þeir aðaláfrýjandi og gagnáfrýjandi Davíð samning þann, sem greint er frá í hinum áfrýjaða dómi. 298 Fyrri liður samningsins fjallar um byggingu sundlaugar og rétt aðaláfrýjanda til heits og kalds vatns í óskiptu landi jarðanna Úteyjar Í og Úteyjar II. Aðaláfrýjandi er eigandi Út- eyjar Í og á því þann rétt, sem um er rætt, að hluta. Óskýrt er, hvort verið er að semja um nokkurn rétt umfram þann, sem aðaláfrýjandi átti, og verður því að vísa þessum kröfu- lið frá dómi. Með því að samþykkja vegarlagningu þá, sem rædd er í hinum áfrýjaða dómi, og skilmála um hana tókst gagnáfrýj- andinn Davíð á hendur skuldbindingar, er sennilega nema um kr. 20000.00. Verða þær að teljast allþungar. eftir ástæð- um. Vegur þessi er á hinn bóginn jörðinni Útey I til mikils hagræðis og líklegur til að auka verðmæti hennar að mun. Sú verðhækkun skapar færi til hækkunar landskuldar sam- kvæmt 36. gr. laga nr. 87/1933. Þá hefur það eigi verið vé- fengt, sem aðaláfrýjandi hefur skýrt frá fyrir dómi, að hann hafi þegar við samningsgerðina lofað því að innheimta ekki hluta Davíðs af vegarkostnaðinum fyrr en eftir lát Davíðs. Er þetta staðfest af áður greindum málflutningsmönnum. Að þessu athuguðu, og því, sem sagt er hér að framan um aðdraganda samningsins, atvik að samningsgerðinni svo og því, sem fram er komið um dómgreind Davíðs, skortir heimild til þess að ógilda 2. lið samningsins. Ber því að sýkna aðaláfrýjanda af kröfu um ógildi þessa ákvæðis. Rétt er, að málskostnaður falli niður. Samkvæmt framangreindu tel ég rétt, að dómsorð verði þannig: Kröfu gagnáfrýjenda, Davíðs Jóhannessonar og Skafta Davíðssonar, um ógildi fyrra liðs samnings þeirra Davíðs Jóhannessonar og aðaláfrýjanda Jónasar Hvannbergs, dag- setts 27. maí 1941, visast frá héraðsdómi. Ákvæði 1. gr. byggingarbréfs aðaláfrýjanda og gagn- áfrýjanda Davíðs Jóhannessonar, dags. 22. janúar 1941, um ábúðarrétt niðja aðaláfrýjanda á jörðinni Útey II í Laugar- ílalshreppi er ógilt. Að öðru leyti er aðaláfrýjandi sýkn af kröfum gagn- áfrýjenda. Málskostnaður fyrir héraðsdómi og hæstarétti fellur niður. 299 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 22. desember 1944. Mál þetta, sem dómtekið var 15. þ. m., hafa þeir Skafti Daviðs- son trésmiður og Davíð Jóhannesson verkamaður, báðir hér í bæ, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 21. febrúar þ. á., gegn Jónasi Hvannberg kaupmanni, hér í bænum. Gera stefnendur bær dómkröfur, að síðargreint byggingarbréf, dags. 22. jan. 1941, og samningur, dags. 27. maí s. á., verði dæmt ógilt og stefndi dæmd- ur til greiðslu málskostnaðar að skaðlausu. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar sér til handa. Málsatvik eru þessi: Um mörg undanfarin ár hefur stefnandinn Davíð Jóhannesson verið eigandi hálflendunnar Úteyjar II. í Laugardalshreppi í Árnes- sýslu, en það er sérstök jörð samkvæmt jarðamati. Hefur Davið aldrei búið á jörðinni eða nytjað hana, heldur ávallt leigt hana til 10 ára í senn, og hefur þar verið sami ábúandinn um 30 ára skeið. Mun jörðin ætið hafa verið byggð í einu lagi. Á árinu 1936 festi stefndi í máli þessu kaup á hinni hálflendunni, Útey I, og hefur hann síðan haft þar sumarbústað, svo og rekið búskap á jörðinni. Samkvæmt núgildandi fasteignamati er landverð Úteyjar Í kr. 9900.00 og Úteyjar IT kr, 9400.00. Töðufengur á Útey T er 160 hest- burðir, 200 hestar af útheyi, nautgripir 3, 150 fjár og 3 hross. Töðu- fengur á Útey II er 170 hestar, úthey 250 hestar, nautgripir 4, 150 fjár og 4 hross. Jarðhiti, mótekja og silungsveiði er á báðum jörð- unum. Hreppsnefnd Laugardalshrepps hafnaði f. h. hreppsins forkaups- rétti að Útey 1, er jörðin var föl árið 1936, en hreppurinn og stefndi serðu þá með sér samning, dags. 27. júní 1936. Segir þar svo, að hreppurinn samþykki, að kaupsamningurinn við stefnda skuli standa segn þeim skilyrðum 1) að stefndi skuldbatt sig til að gera ekkert til að eignast hina hálflenduna, Útey II, ef þáverandi ábúandi hennar eða hreppsnefndin vildu kaupa hana, svo og 2) að stefndi skuldbatt sig til þess, ef hann, kona hans, börn eða tengdabörn búa ekki á Útey I, að byggja ekki jörðina öðrum, nema með vitund hrepps- nefndarinnar, enda hafi hún heimild til að neita byggingu á jörð- inni, ef hún telji manninn fjárhagslega hættulegan sveitarfélaginu. Árið 1987 andaðist kona Daviðs Jóhannessonar, og fóru síðan fram skipti á félagsbúi þeirra hjóna. Erfingjarnir voru, auk Daviðs, tvö fjárráða börn þeirra hjóna, Þórdis og Skafti, annar stéfnenda máls þessa, og skiptu þau búinu einkaskiptum þann 2. marz 1938. Við skipti þessi hlaut Skafti m. a. í arf %6 hluta jarðarinnar Úteyjar IN ásamt sama hluta af eign búsins í íbúðarhúsi jarðarinnar. Davið fékk hins vegar m. a. 1%46 hluta af eign þessari, sem þá var að fast- eignamati alls kr. 5150.00. 300 Steindi skýrir svo frá, að allt frá því að hann eignaðist jörðina Útey I hafi honum leikið hugur á að ráðast þar í ýmsar fram- kvæmdir jörðinni til viðreisnar. Í ýmsu tilliti hafi þetta þó ekki verið kleift vegna nábýlis við Útey 1, svo og vegna sameignar að nokkru við þá jörð, nema þá með samkomulagi og samstarfi um- ráðamanna beggja jarðanna, en eigandi og ábúandi Úteyjar II hafi ekki talið sér fært að taka þátt í slíkum framkvæmdum. Kveðst stefndi oft hafa átt tal við stefnandann Davíð um þessi mál, og hafi þeir verið sammála um, að lag kæmist ekki á þetta, nema einn og sami maður hefði umráðarétt yfir báðum jörðunum. Hvað sem því líður, er víst, að Davíð byggði stefnda Útey II, „að undaskildum eignarhluta Skafta Davíðssonar“, eins og það er orðað, og er sá samningur dagsettur 22, jan. 1941. Samkvæmt byggingarbréfinu skyldi ábúðartíminn hefjast í fardögum 1943 eða fyrr, ef jörðin losnaði úr ábúð fyrir þann tíma. Í 1. gr. er tekið fram, að jörðin sé byggð til lífstíðar fyrir leiguliða og alla hans niðja í beinan ættlegg og afsali landsdrottinn ábúðarréttinum í hendur leigutaka og niðja hans um allan aldur. Landsdrottinn fellur og frá rétti þeim, er hon- um er veittur í 2. málsgr. 9. gr. ábúðarlaganna nr. 87/1933 til þess að taka jörðina úr ábúð handa sér eða skyldmennum þeim, sem þar eru greind. Jafnframt veitir landsdrottinn leiguliða rétt til fram- leigu á jörðinni, og skal leiguliði hafa óbundnar hendur í því efni. Samkvæmt 3. og 4. gr. skal leiguliði greiða 4 fjórðunga af hreinu, vel verkuðu smjöri hvert sumar í leigu eftir 2 kýrkúgildi, er jörð- inni fylgja, en í landskuld skyldi leiguliði greiða ár hvert 4 sauði 9 vetra, er hafi 40 pd. kjöts og 6 pd. mör, hver um sig. Önnur ákvæði byggingarbréfsins þykir ekki þörf á að rekja hér, nema hvað rétt þykir að benda á, að einungis tvö samhljóða frumrit voru gerð af byggingarbréfinu, en hreppstjóri fékk ekki hið þriðja, eins og þó er boðið í 5. gr. ábúðarlaganna nr. 87/1938. Hinn 27. maí 1941 gerðu sömu áðiljar með sér annan samning, sem afhentur var til þinglýsingar 18. júlí s. á. Í samningi þessum veitti Davíð, sem eigandi Úteyjar II, að undanteknum hluta Skafta, stefnda eða síðari eigendum Úteyjar Í heimild til að byggja á eigin kostnað án nokkurs umsamins endurgjalds sundlaug, hvar sem óskað kynni að verða í óskiptu landi jarðanna Úteyjar Í og Úteyjar 11, svo og til að taka heitt og kalt vatn til laugarinnar, hvar sem heppi- legt þykir í óskiptu landi jarðanna að dómi eigenda Úteyjar I. Þá veitti Davið og heimild til umferðar og afnota af óskiptu landi jarð- anna, að svo miklu leyti sem nauðsynlegt sé og eðlilegt til afnota og starfrækslu sundlaugarinnar, en hún skal með öllum mannvirkjum teljast óskoruð eign Úteyjar Í og eigendum eða ábúendum Úteyjar IL óviðkomandi. Sundlaug þessi virðist ekki enn hafa verið gerð. Í sama samningi veitti Davið og stefnda eða síðari eigendum Út- 301 eyjar Í heimild til að leggja akfæran veg frá aðalveginum (til Laug- arvatns) heim að Útey Í og II. Veg þenna, sem áætlaður var un 2% km að lengd, mátti leggja um óskipt land jarðanna, þar sem stefndi eða síðari eigendur Úteyjar Í kynnu að óska, en vegurinn skyldi vera til afnota fyrir báðar jarðirnar. Ráðgert var, að vega- lagningin yrði hafin eigi síðar en að 5 árum liðnum frá samnings- serð og henni lokið á miðju sumri 1951. Kostnað við vegarlagn- inguna skyldi stefndi eða síðari eigendur Úteyjar I leggja út, en Davíð eða síðari eigendum Úteyjar IH skylt að greiða helmings kostn- aðarins eftir mati tveggja dómkvaddra manna, en sú greiðsla innt af hendi eigi síðar en 6 mánuðum eftir að krafa um greiðslu kom fram. Til tryggingar greiðslu á kostnaði þessum veðsetti Davið stefnda eða síðari eigendum Úteyjar I með 1. veðrétti „jörðina Út- ey II með öllum gögnum og gæðum, með mannvirkjum og öllu, er jörðinni fylgir og fylgja ber, að engu undanskildu.“ Þegar krafan væri fallin í gjalddaga, skyldi heimilt að gera fjárnám í hinni veð- settu eign samkvæmt 15. gr. laga frá 16. des. 1885 án undangengins dóms eða sáttar. Jafnframt var sú kvöð lögð „á jörðina Útey II“, að eigandi eða eigendur hennar, hverjir sem verða, greiði kostnað við viðhald vegarins að hálfu leyti. Vegur þessi hefur þegar verið gerður að talsverðu leyti, og virðist kostnaður við það, sem þegar er gert, nema um 25 þús króna. Samkvæmt áliti vegaverkstjóra nemur kostnaður við að laga veginn, svo að hann verði allgóður, a. m. k. 12 þús. kr, með núverandi verðlagi. Stefnandinn Skafti hefur eigi viljað una því, að samningar þessir stæðu óhaggaðir, og hefur hann því ásamt föður sínum, Davíð, sem gerzt hefur samaðili í málssókninni, leitað til dómstólanna til rift- ingar á samningunum. Höfðuðu þeir upphaflega mál í þessu skyni fyrir bæjarþingi Reykjavíkur, og var það þingfest hinn 19. nóv. 1942, en með samkomulagi dómara og aðilja var málið síðan hafið Þann 26. jan. þ. á. sökum óformlegrar meðferðar. Var mál þetta siðan höfðað, eins og fyrr greinir. Dómkröfur sínar reisa stefnendur fyrst og fremst og sameigin- lega á þessum rökum: Það sé tvímælalaust, að þeir hafi átt Útev II í óskiptri sameign frá 2. marz 1938. Samningar þeir, sem stefndi hafi síðar gert við stefnanda Davíð og að framan er lýst, feli í sér svo óvenjulegar og víðtækar ráðstafanir á sameigninni „að þeir hljóti að vera ógildir samkvæmt þeim reglum, er í gildi séu um óskipta sameign, þar sem annar sameigendanna, Skafti, hafi aldrei sam- Þykkt löggerninga þessa, heldur þvert á móti andmælt þeim mjög ákveðið, frá því að honum var fyrst kunnugt um þá. Auk þess brjóti þessar ráðstafanir í bága við ákvæði 19. gr. landskiptalaganna nr. 46/1941. Í öðru lagi telur stefnandinn Davíð, að svo halli á sig í samn- 302 ingum þessum, að ógildingu varði bæði samkvæmt ákvæðum 7. gr. laga nr. 73/1933 og 32. gr. laga nr, 7/1936, sbr. 38. og e. t. v. 30. gr. sömu laga. Loks telur stefnandinn Davíð, að aðstæður allar séu svo breyttar vegna stóraukins kostnaðar, siðan samningurinn um vegarlagning- una var gerður, að það varði riftingu hans eða a. m. k. frestun, þar til kostnaður lækki á ný. Af hálfu stefnda er því fyrst og fremst haldið fram og sýknu- krafan byggð á því, að umræddir samningar hafi verið gerðir með vitund og vilja Skafta Davíðssonar, sem hafi og staðfest þá síðar með athöfnum sinum. Í öðru lagi sé það ljóst, m. a. af orðalagi skiptagerningsins frá 2. marz 1938, að stefnendur hafi gert ráð fyrir því, að hvor þeirra um sig gæti ráðstafað eign sinni í Útey Il án samþykkis hins, nema annað væri sérstaklega tekið fram, og seti bað því ekki haggað gildi fyrrnefndra samninga, þótt talið yrði ósannað, að Skafti hefði samþykkt þá. Auk þess telur stefndi, að um- ræddir samningar feli á engan hátt í sér óvenjulegar ráðstafanir á nefndri jörð eða slíkar, að þær séu stefnandanum Skafta að neinu leyti til baga. Jörðin Útey II sé og raunverulega aðeins að nafn- inu til í óskiptri sameign, þar sem heimilt sé að skipta henni sam- kvæmt gildandi landskiptalögum, og um slíka sameign geti því eigi gilt reglur þær um óskipta sameign, sem stefnendur hafa skirskotað til. Sé og mikið vafamál, hvort slíkar reglur eigi stoð í landslögum, enda séu þær mjög umdeildar meðal fræðimanna. Telur stefndi og, að 19. gr. landskiptalaganna nr. 46/1941 eigi ekki við hér, þar sem þau lög hafi ekki verið komin í gildi, er umræddir samningar voru gerðir. Að því er snertir málsástæður þær, er stefnandinn Davíð færir sérstaklega fram fyrir ógildi samninganna, mótmælir stefndi því eindregið, að slík tilvik hafi verið hér fyrir hendi, sem um ræðir í hinum tilvitnuðu lagagreinum, Af öllu því, er fyrir liggi í málinu, sé ljóst, að stefnandinn Davíð hafi verið sér þess fyllilega með- vitandi, hvað hann var að gera, samningarnir hafi verið honum hagstæðir og til þess fallnir að auka verðmæti jarðarinnar, auk þess sem því sé yfirlýst, að stefndi sé fús til að þola hækkun á eftir- gjaldi jarðarinnar vegna kostnaðar við vegarlagninuna og að öðru leyti samkvæmt ákvæðum 36. gr. ábúðarlaganna nr. 87/1933. Af því, sem upp er komið í málinu, verður ekki annað séð, en að stefnandanum Skafta hafi fyrst orðið kunnugt um nefnda samn- inga í ágústmánuði 1942 og hann hafi þá þegar hreyft andmælum gegn þeim, enda og látið þinglýsa slíkum mótmælum þann 18. sept. s. á. Mál til ógildingar samningum þessum var síðan höfðað í nóvem- bermánuði s. á., eins og fyrr segir. Verður þannig ekki séð, að stefn- andinn Skafti hafi fyrr eða síðar, í orðum eða athöfnum, samþykkt umrædda löggerninga, og getur sú sýknuástæða stefnda því ekki orðið tekin til greina, 303 Telja verður ljóst af gögnum málsins, að stofnazt hafi óskipt sam- eign með stefnendum um jörðina Útey II með skiptagerningnum frá 2. marz 1938, þar sem hlutföll þau milli eigendanna, er þar um ræðir (%, og 1986), verða ekki skilin öðruvísi en sem ákvörðun um það, hvernig stefnendur skyldu skipta með sér arði eða tapi af eigninni og kostnaði við rekstur hennar. Um sameign þessa koma því til greina þær reglur, er teljast gilda um óskipta sameign, nema telja megi sannað, að öðruvísi hafi samizt með aðiljum. Í skipta- gerningnum er ekkert rætt um sameign þessa umfram það, er áður greinfr, nema hvað þar stendur: „Skafti er samþykkur því að ráð- stafa ekki sínum hluta jarðarinnar Útey Il án samþykkis Davíðs.“ Samkvæmt vitnaframburðum, aðiljaskýrslum og öðrum gögnum varð. andi þessi atriði þykir þó hvorki verða staðhæft, að skuldbindins sú, er stefnandinn Skafti tókst á herðar samkvæmt framansögðu, hafi átt að vera gagnkvæm, eins og hann hefur viljað halda fram, né heldur, að yfirlýsing þessi hafi átt að þýða það, að sameigand- anum Davíð hafi verið heimilt að ráðstafa sameigninni án sam- Þykkis meðeiganda, eins og stefndi hefur talið. Framangreind sýknu- ástæða stefnda þykir því heldur ekki verða tekin til greina. Verður að telja, að það hafi verið óbundið samningum, hvernig stefnand- inn Davíð ráðstafaði sameigninni að sínu leyti, og gildi þar um réttarreglur um óskipta sameign. Svo þykir verða að líta á, að hverjum einstökum eiganda að óskiptri sameign sé heimilt að nota eignina með þeim hætti, að hinum sé bagalaust, svo og að gera á sitt eindæmi allar þær ráð- stafanir um eignina, sem lögboðnar eru eða óhjákvæmilegar til varð- veizlu hennar eða til þess að afsíyra verulegu tjóni. Ekkert þessara tilvika setur talizt vera fyrir hendi um samninga þá, er um ræðir í máli þessu, þannig að gildi þeirra helgast ekki af þeim reglum. Hvað viðvíkur öðrum ráðstöfunum á óskiptri sameign, verður hins vegar að telja, að meiri hluta sameigenda (þ. e. meiri hluta að hlut- deild í sameigninni, — eins og stefnanda Davíð hér) séu þær heim- ilar, að svo miklu leyti, sem þær geta talizt til venjulegrar með- ferðar eignarinnar eða hagnýtingar hennar samkvæmt því, sem hún er ætluð til, og þykir það þá ekki hafa þýðingu, hvort um er að ræða sameign, sem er skiptanleg eða ekki, en um það hafa aðiljar deilt varðandi sameign stefnanda að Útey II. Á hinn bóginn verður að telja, að samþykki allra sameigenda þurfi að koma til varðandi óvenjulegar ráðstafanir eða ráðstafanir, sem miða að því að breyta verulega þeirri notkun, sem eignin er ætluð til. Að áliti dómarans eru ráðstafanir þær af hálfu stefnandans Davíðs, sem felast í bygg- ingarbréfinu frá 22. jan. 1941 (sérstaklega 1. gr.), svo og samningn- um frá 27. maí s. á., og að framan er lýst, svo óvenjulegar, að telja verður, að meðeigandinn Skafti hefði orðið að samþykkja bær, til þess að löggerningar þessir öðluðust gildi. Verður því ekki talið, 304 að samningar þessir séu bindandi fyrir stefnendur, og verður dóm- krafa þeirra því tekin til greina af þessum sökum, án þess að dómur sé lagður á málsástæður þær, er stefnandinn Davíð hefur sérstak- lega borið fram og áður er lýst. Eftir atvikum og m. a. með tilliti til þess, að hér að lútandi rétt- arreglur geta ekki talizt fast mótaðar, þykir rétt, þrátt fyrir þessi málsúrslit, að láta málskostnað falla niður. Þess skal getið, að dráttur sá, sem orðið hefur á því, að mál þetta yrði flutt munnlega, eftir að gagnasöfnun var talið lokið, stafar af forföllum málflutningsmanna beggja aðilja. Árni Tryggvason borgardómari hefur kveðið upp dóm þenna, en dómsuppsaga hefur dregizt nokkuð umfram venju sökum mikilla embættisanna. Því dæmist rétt vera: Framangreindir samningar stefnandans Davíðs Jóhannes- sonar og stefnda, Jónasar Hvannbergs, (dags. 22. jan. og 27. mai 1941) teljast ógildir. Málskostnaður falli niður. Fimmtudaginn 19. júní 1947. Nr. 134/1946. Réttvísin og valdstjórnin (Hrl. Ragnar Ólafsson) gegn Guðmundi Holberg Þórðarsyni (Hrl, Lárus Jóhannesson) og Brynjólfi Einarssyni (Hrl. Gústaf A. Sveinsson). Setudómarar hrl. Sveinbjörn Jónsson og hrl. Theódór B. Líndal í stað hrd. Árna Tryggva- sonar og hrd. Jónatans Hallvarðssonar. Ákæra um brot gegn lögum um gjaldþrotaskipti, bókhalds- löggjöf og 26. og 27. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Dómur hæstaréttar. Ákæra um brot gegn bókhaldslöggjöfinni. Hin stórfellda vanræksla ákærða Guðmundar H. Þórðar- sonar á því að halda lögskipaðar verzlunarbækur og hin 305 mikla óreiða á því litla og ófullkomna bókhaldi, sem fyrir hendi var, varðar hann við 2. gr. 1. tölul., 4—-8. gr., 1012. gr. og 14. gr. sbr. 1820. gr. laga um bókhald nr. 62/1938 svo og 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði Brynjólfur Einarsson annaðist bókhald ákærða Guðmundar Holbergs, frá því að heildverzlun hans var stofnuð í nóvember 1939 og þangað til í október 1941. Var bókhaldið þá með þeim hætti, sem að framan er lýst, enda brast hann algerlega þekkingu til að annast það. Hefur hann því serzt hlutdeildarmaður í broti ákærða Guðmundar Hol- bergs, sbr. 22. gr. almennra hegningarlaga, beinlínis að þvi er varðar 262. gr. sömu laga, og samkvæmt lögjöfnun, að því er varðar lög nr. 62/1938. Þá var ákærði Brynjólfur Einarsson talinn og kom fram sem eigandi verzlunarinnar Astor, þótt ákærði Guðmundur Holberg væri hinn raunverulegi eigandi hennar. Verður ákærði Brynjólfur því ásamt honum að bera ábyrgð á brot- um þeim á bókhaldslöggjöfinni, er þar voru framin. Varða brot hans við 2. gr. 1. tölulið, 4.—8. gr. og 14. gr. sbr, 18.—- 20. gr. laga um bókhald nr. 62/1938 svo og við 262. gr. laga nr. 19/1940. Kæra um brot gegn lögum nr. 25 14. júní 1929 um gjald- brotaskipti. Ákærði Guðmundur Holberg hafði haft aðalviðskipti sin við Útvegsbanka Íslands h/f. Snemma í febrúar 1942 var svo komið, að fyrirsvarsmenn bankans voru teknir að ugga um fjárhag ákærða Guðmundar, drógu að sér höndina um lánveitingar til hans og létu hann setja sér margvíslegar veðtryggingar fyrir skuldbindingum hans við bankann. Skömmu síðar hóf ákærði stórfelldar lántökur hjá Garðari Þorsteinssyni hæstaréttarlögmanni. Fóru þær aðallega fram mánuðina febrúar til júlí s. á., og komust lánin upp í 400— 500 þúsund krónur. Í maílok urðu mikil vanskil á skuld- um þeim, er ákærði var í við Garðar. Fóru svo leikar, að Garðar tók í júlí s. á. fasteignatryggingar af ákærða fyrir hluta af skuldum hans og fasteign að nokkru upp í hluta 20 306 þeirra, en þó voru miklar skuldir ógreiddar eða ótryggðar. Þrátt fyrir lántökurnar hjá Garðari var ákærði í svo mikilli fjárþröng, að hann af þeim sökum gat ekki leyst til sin pantaðar vörur, sem til landsins voru komnar. Áf þessum sökum sneri hann sér jafnframt snemma í april s. á. til Lárusar hæstaréttarlögmanns Jóhannessonar. Sömdu þeir svo með sér, að Lárus veitti honum lán, og voru þau tryggð að nokkru með verðbréfum og að nokkru með vörum. Kom- ust lán þau, sem Lárus veitti ákærða Guðmundi, að því er ákærði segir, upp í 500—600 þúsund krónur, og fór svo, að rokkur hluti lánanna varð ótryggður að dómi lánveitanda. Þá hafði og ákærði Guðmundur Holberg notið mikillar fjár- bagsaðstoðar frá Ólafi Magnússyni kaupmanni. En vorið 1942 stöðvaði hann að miklu leyti fjárhagsaðstoð sína við ákærða og tók jafnframt af honum í júní og júlí s. á. veð- tryggingar í fasteignum hans fyrir skuld þeirri, er ákærði var kominn í við hann. Enn tók ákærði Guðmundur Holberg lán hjá Steindóri Einarssyni bifreiðaeiganda, meðal annars eitt, að fjárhæð kr. 100000.00 nálægt mánaðamótum april-- maí 1942, Vitnið Birgir Einarsson, sem var í þjónustu ákærða til júníloka 1942, skýrir svo frá, að sér hafi virzt ákærði vera í fjárhagskröggum þrjá til fjóra síðustu mán- uðina, er hann var í þjónustu hans. Sjálfur skýrir ákærði Guðmundur svo frá, að hann hafi vegna skuldakrafna, er tmálflutningsmenn höfðu á hann, svo að segja engan starfs- frið haft frá því í júnímánuði 1942. Þegar á árinu 1941 hafði ákærði fengið ýmsa menn, svo sem Björn Guðmundsson, Ingimund Jónsson, Svein Pétursson, Þorlák Guðmundsson og Þorstein Jafet Jónsson, til þess að samþykkja víxla, sem samtals námu stórum fjárhæðum, án þess að þeir skulduðu honum. Víxla þessa seldi hann sem viðskiptavixla og afl- aði sér á þann hátt fjár. Af því, sem nú er rakið, má ráða, að fjárhagur ákærða hafi versnað á árinu 1941 og honum enn hrakað á fyrri hluta ársins 1942, og þegar skattskráin 1942 kom út síðari hluta júní s. á., og ákærði sá, að honum bar að greiða nálægt 500 þúsund krónum í skatta og útsvar, hlaut hann að sjá iram á, að hann gat ekki greitt skuldir sínar að fullu, og var hon- 307 um þá skylt að framselja bú sitt til gjaldþrotaskipta sam- kvæmt 5 mgr. 1. gr. laga nr. 25/1929. Ber að refsa ákærða fyrir vanrækslu í þessu efni samkvæmt 39. gr. sömu laga. Viðskipti við Ólaf Magnússon. 1) Með því að afhenda Ólafi Magnússyni kaupmanni verzlunina Astor 17. des. 1942 og láta meiri hluta andvirðis hennar ganga til greiðslu eldri skulda og með afhendingu á vörum þeim, að verðmæti kr. 47000.00, sem runnu til Ólafs í ársbyrjun 1943, skerti ákærði Guðmundur Holberg rétt annarra lánardrottna sinna. Hefur hann með því gerzt brotlegur við 4. tölul. 250 gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þegar hér var komið, var ákærði Guðmundur Holberg kominn í slíka fjárþröng, að ákærða Brynjólfi, sem var manna kunnast um hagi bans, hlaut að vera ljóst, að afhend- ing verzlunarinnar Astor með þeim hætti, sem hún fór fram, var ívilnun til Ólafs á kostnað annarra lánardrottna. Varðar því þátttaka ákærða Brynjólfs í afhendingu verzlunarinnar hann einnig við 250. gr. 4. tölul. laga nr. 19/1940. 2) Hinn 9. júní 1942 veðsetti ákærði Guðmundur Holberg Ólafi kaupmanni Magnússyni fasteignina nr. 86 við Njálsgötu með 1. veðrétti samkvæmt tryggingarbréfi, að fjárhæð kr. 250000.00. Var veðsetning þessi að nokkru leyti fyrir eldri skuldum. Samkvæmt því, sem áður hefur verið rakið, var fjárhagur ákærða þá orðinn svo ótryggur, að honum mátti vera ljóst, að hann skerti rétt annarra lánardrottna sinna með því að rýra þannig óveðbundnar eignir sínar. Varðar veðsetning þessi hann þvi refsingu samkvæmt 4. tölul. 250. gr. laga nr. 19/1940. 3) Hinn 8. júlí 1942 hafði ákærði Guðmundur Holberg gefið út tryggingarbréf til handhafa, að fjárhæð 200 þús- und krónur, með Jja veðrétti í húseigninni Grundarstig 11. Síðsumars sama ár, sennilegast í septembermánuði, afhenti hann Ólafi kaupmanni Magnússyni bréf þetta að nokkru til tryggingar eldri skuldum. Varðar þetta við 4. tölul. 250. gr. laga nr. 19/1940. 4) Seint á árinu 1942 afhenti ákærði Guðmundur Holberg 308 Ólafi kaupmanni Magnússyni til eignar tryggingarbréf, að fjárhæð kr. 30000.00, með 1. veðrétti í eigninni Kaplaskjóls- vegi 2, til greiðslu að minnsta kosti að einhverju leyti á eldri skuldum, er fallnar voru í gjalddaga. Varðar þetta við 4. tölul. 250. gr. almennra hegningarlaga. 5) Eins og í héraðsdómi greinir, afhenti ákærði Guð- mundur Holberg Ólafi Magnússyni kaupmanni allmikið af tékkávisunum, sem ekki var innstæða fyrir. Sumar þessar ávísanir áttu að ganga til greiðslu á eldri skuldum, og varðar afhending þeirra ákærða við 261. gr. laga nr. 19/1940. Gegn öðrum þessara ávísana afhenti Ólafur ákærða við móttöku þeirra peninga eða önnur verðmæti. Hátterni ákærða í sam- bandi við afhendingu þessara ávísana varðar ákærða við 248. gr. sömu laga. Viðskipti við Sigurjón Jónsson. 1) Í héraðsdómi eru réttilega rakin viðskipti ákærða Guðmundar Holbergs við Sigurjón Jónsson bankagjaldkera, að því er varðar sölu húseignarinnar Þverholts 7, og má með skirskotun til raka héraðsdóms staðfesta þá niður- stöðu, að ákærði hafi með hátterni sínu í sambandi við sölu þessa gerzt brotlegur við 248. gr. laga nr. 19/1940. 2) Handveðsetning ákærða Guðmundar Holbergs til Sig- urjóns Jónssonar á skuldabréfum með veði í Þverholti 7, Reykjavik, Svanastöðum í Mosfellssveit og Grjótlæk í Stokkseyrarhreppi varðar hann við 250. gr. 4. tölul. laga nr. 19/1940. Hins vegar verður ekki staðhæft, að hann hafi skert rétt lánardrottna sinna með handveðsetningu á tryggingar- bréfi í húseigninni Hótel Heklu í Reykjavik, og verður ákærði því ekki sakfelldur fyrir brot á 4. tölul. 250. gr. sömu laga vegna þessarar veðsetningar. 3) Staðfesta má þá niðurstöðu hérasðdóms, að ákærði Guðmundur hafi með greiðslu 15 þúsund króna vixilskuldar til Sigurjóns Jónssonar 3. des. 1942 bakað sér refsingu sam- kvæmt 250. gr. 4. tölul. nefndra laga. Viðskipti við Hótel Heklu. Með vísun til raka héraðsdóms má steðfesta það, að hinir ákærðu hafi með ráðstöfun sinni á framangreindu trygg- 309 ingarbréfi í húseigninni Hótel Heklu gerzt brotlegir við 249. gr. laga nr. 19/1940. Viðskipti við Sverri Bernhöft. 1) Svo sem getur í hinum áfrýjaða dómi, gerði ákærði Guðmundur Holberg þann 10. sept. 1942 kaupsamning við Sverri Bernhöft, þar sem hann skuldbatt sig til þess að selja Sverri Bernhöft h/f húseignina nr. 22 við Mánagötu. Skyldi kaupverðið vera kr. 187000.00, og átti kaupandi að taka að sér áhvílandi veðskuld, að fjárhæð kr. 39000.00, greiða við útgáfu afsals kr. 30000.00 í peningum, gefa út skulda- bréf, að fjárhæð kr. 50000.00, en afgangur kaupverðs, kr. 68000.00, átti að ganga til greiðslu á skuldum ákærða. Áður en kaupsamningur þessi var gerður, hafði ákærði þann 21. júlí s. á.veðsett Garðari hæstaréttarlögmanni Þorsteinssyni húseign þessa með veðskuldabréfi, að fjárhæð kr. 150000.00. Sverrir Bernhöft heildsali hefur borið það og staðfest með eiði, að honum hafi þá verið ókunnugt um veðsetninguna til Garðars. Þessi framburður hans styðst eindregið við greiðsluákvæði kaupsamningsins svo og við vætti þeirra Kristjáns Guðlaugssonar hæstaréttarlögmanns og Jóns N. Sigurðssonar héraðsdómslögmanns, og getur hinn óslöggi framburður Hafliða Halldórssonar forstjóra eigi hnekkt þessu. Þykir ákærði hafa með framangreindu hátterni serzt brotlegur við 248. gr. sbr. 20. gr. laga nr. 19/1940. 2) Staðfesta má ákvæði héraðsdóms um það. að ákærði Guðmundur hafi með framangreindum kaupsamningi stofn- að í hættu hagsmunum lánardrottna sinna og þannig gerzt sekur við 4. tölul. 250. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 20. gr. sömu laga. 3) Með skirskotun til forsendna héraðsdóms þykir mega staðfesta, að ákærði Guðmundur Holberg hafi með lántöku sinni á 12 þúsund krónum úr hendi Sverris Bernhöfts heild- sala gerzt brotlegur við 248. gr. laga nr. 19/1940. En þar sem samkvæmt framburði Sverris Bernhöfis var um það rætt, að ákærði fengi aftur, að húskaupunum loknum, ávísun þá, sem hann afhenti Sverri við lántökuna, án þess að henni væri framvísað í banka, þá þykir ekki rétt, að 310 láta ákærða sæta refsingu fyrir útgáfu hennar og afhend- ingu. Viðskipti við Steindór Einarsson. Auk þeirra greiðslna, sem getur í héraðsdómi, afhenti ákærði Guðmundur Holberg Steindóri bifreiðaeiganda Ein- arssyni 8. júlí 1942 11 víxla, samþykkta af þriðja aðilja, samtals að fjárhæð kr. 48089.74, en víxla þessa valdi Stein- dór úr ýmsum vixlum, sem ákærði réð yfir. Skyldu með þessu greiddar eldri skuldir ákærða við Steindór, eftir því sem til hrykki. Þessi greiðsla svo og þær greiðslur, sem í héraðsdómi getur, varða ákærða við 4. tölul. 250. gr. laga nr. 19/1940. Viðskipti við Sæmund Þórðarson. Seint á árinu 1942 innti ákærði Guðmundur Holberg sf hendi til Sæmundar Þórðarsonar heildsala kr. 5000.00 upp i eldri skuld. Svo afhenti hann honum og í nóvember eða desember s. á. upp í eldri skuldir 4 víxla, samtals að fjár- hæð kr. 11000.00, samþykkta af þriðja aðilja. Víxlar þessir virðast hafa verið lítils virði. Með greiðslum þessum svo og þeim greiðslum, er í héraðsdómi getur, hefur ákærði Guð- mundur gerzt brotlegur við 4. tölul. 250 gr. laga nr. 19/1940. Það þykir eigi liggja nægjanlega ljóst fyrir, að ákærði Guðmundur Holberg hafi blekkt Sæmund í sambandi við greiðavixla þá, sem í héraðsdómi getur. Verður ákærði því ekki dæmdur til refsingar fyrir þessi viðskipti. Viðskipti við Garðar Þorsteinsson. 1) Svo sem áður segir, átíu þeir mikil skuldaskipti saman ákærði Guðmundur Holberg og Garðar Þorsteinsson hæstaréttarlögmaður. Frá því um mánaðamótin mai— júni 1942 stóð ákærði Guðmundur í sífelldum vanskilum við Garðar. Um þessi mánaðamót lánaði Garðar ákærða Guð- mundi 10—-20 þúsund krónur, en ákærði lét hann samtímis fá tékkávísun, að fjárhæð 59500 krónur, dagsetta 15. júni næstan á eftir. Upp í mismuninn afhenti Garðar ákærða (Gruðmundi Holberg vanskilavixla. Eigi var innstæða fyrir ávisun þessari, þegar hún var sýnd til greiðslu í bankanum öll daginn eftir gjalddaga hennar. Útgáfa ávísunarinnar með þeim hætti, sem nú hefur verið sagt, varðar ákærða refsingu samkvæmt 248. gr. laga nr. 19/1940. 2) Þegar það kom í ljós, að framangreind ávísun fékkst ekki greidd, og vanskil ákærða Guðmundar Holbergs fóru enn í vöxt, tók Garðar Þorsteinsson að ganga harðar að honum um greiðslur og krefja hann um tryggingar. Varð þetta til þess, að ákærði Guðmundur Holberg seldi hinn 16. júlí 1942 Garðari Þorsteinssyni og Hafliða Halldórssyni for- stjóra húseignina Seljaveg 33, og gengu 65 þúsund krónur af andvirði hennar til greiðslu eldri skulda við kaupendur. Greiðsla þessi varðar ákærða Guðmund Holberg við 4. tölul. 250. gr. laga nr. 19/1940. 3) Eins og segir í hinum áfrýjaða dómi, veitti ákærði Guð- mundur Holberg þann 21. júlí 1942 Garðari Þorsteinssyni veð fyrir 150 þúsund krónum í húseigninni Mánagötu 22 í Reykjavik og 80 þúsund króna veð í húseigninni Þverholti 7 í Reykjavík, en fékk samtímis 40 þúsund krónur að láni hjá Garðari. Að öðru leyti var veðið veitt til tryggingar eldri skuldum ákærða við Garðar, og varðar veðsetningin að því leyti ákærða Guðmund Holberg refsingu samkvæmt 4. tölul. 250. gr. laga nr. 19/1940. 4) Með samhljóða framburði þeirra Garðars Þorsleins- sonar og ákærða Guðmundar Holbergs er það komið í ljós, að ákærði setti síðari hluta árs 1942 Garðari ýmsa víxla svo og farmskirteini að veði til tryggingar eldri skuldum. Varða veðsetningar þessar ákærða Guðmund Holberg við 250. gr. 4. tölul. laga nr. 19/1940. Víðskipti við Hafliða Halldórsson. 1) Hátterni ákærða Guðmundar Holbergs í sambandi við tékkávísanir þær, að fjárhæð samtals kr. 35000.00, það er í héraðsdómi greinir, varðar hann refsingu samkvæmt 261. gr. laga nr. 19/1940, enda verður það ekki talið fullsannað, að útgáfa tékkávísananna hafi verið ákvörðunarástæða fyrir lánveitingunni af hálfu Hafliða. 2) Staðfesta má það ákvæði héraðsdóms, að ákærði Guð- mundur Holberg hafi brotið gegn 248. gr. laga nr. 19/1940, 312 er hann seldi Hafliða Halldórssyni bifreiðina R 1208 án þess að geta 6 þúsund króna veðskuldar, er á henni hvildi. Viðskipti við Lárus Jóhannesson. Vöruafhendingar þær til Lárusar hæstaréttarlögmanns Jóhannessonar, sem frá er skýrt í héraðsdómi og fóru fram í október 1942 til tryggingar og lúkningar eldri skuldum, varða ákærða Guðmund Holberg refsingu samkvæmt 4. tölul. 250. gr. laga nr. 19/1940. Viðskipti við Kristján Ingvar Kristjánsson. Tékkávísun sú, að fjárhæð kr. 2000.00, sem getur í hér- aðsdómi, átti að vera hluti af andvirði húseignar, sem til stóð að Kristján Gíslason keypti af Kristjáni 1. Kristjánssyni húsgagnabólstrara, og virðast ákærðu hafa gefið hana út í styrktarskyni við Kristján Gíslason. Innstæða reyndist ekki fyrir þessari ávísun, og varð síðan ekkert úr húsakaupunum. Hátterni beggja hinna ákærðu í sambandi við ávísun þessa varðar við 261. gr. laga nr. 19/1940. Viðskipti við heildverzlun Árna Jónssonar. Samkvæmt vottorði Ólafs Þorgrímssonar hæstaréttarlög- manns, sem hefur verið last fram í hæstarétti og gefið var til skýringar á framburði hans í rannsókn málsins, greiddi ákærði Guðmundur Holberg hæstaréttarlögmanninum þann 8. sept. 1942 kr. 21428.00 upp í skuld við heildverzlun Árna Jónssonar, Reykjavík. Varðar þetta ákærða við 4. tölul. 250. gr. laga nr. 19/1940. Viðskipti við Björgvin Grímsson. Eins og í héraðsdómi segir, fékk ákærði Guðmundur Hol- berg vörur, að verðmæti kr. 13100.00, í nóvember 1942 frá Björgvin Grímssyni, eiganda Fatagerðarinnar í Reykjavík, án þess að greiða þær samtímis. Þar sem telja verður vist, að Björgvin hafi treyst því, að ákærði væri fær um að standa skil á skuldum sínum, en ákærða hlaut að vera ljóst, að svo var eigi, hefur hann með þessu framferði sínu brotið gegn 248. gr. laga nr. 19/1940. Ekki er sannað, að ákærði Guðmundur Holberg hafi að 313 öðru leyti gerzt sekur um refsivert framferði í skiptum sin- um við Björgvin Grímsson. Viðskipti við Björn Guðmundsson. 1) Frá því síðari hluta árs 1941 átti ákærði Guðmundur Holberg ýmis viðskipti við Björn Guðmundsson kaupsýslu- mann. Fékk hann Björn til þess að leggja fram fé til fyrir- tækja, sem ákærði kvaðst hafa í hyggju að stofna, svo sem veitingahúsrekstrar á Svanastöðum í Mosfellssveit og verzl- unarfélags, er nefnt skyldi H. Þórðarson á Co. Þá gerðu Þeir og drög að kaupsamningi um, að ákærði seldi Birni húseignina nr. 51 B við Laugaveg, og greiddi Björn nokkra fjárhæð upp í kaupverðið. Ekkert varð af stofnun nefndra fyrirtækja né framkvæmd kaupsamningsins. Þá tók ákærði við allmiklum greiðslum úr hendi Björns sem andvirði hlutabréfa í h/f Hótel Heklu, er ákærði afhenti honuin aldrei. Innti Björn þannig af hendi til ákærða, án þess að nokkuð kæmi á móti, nokkra tugi þúsunda króna, sem urðu að eyðslueyri hjá ákærða. Þegar litið er til þessa hátternis ákærða og hegðunar hans sagnvart þeim Ingimundi Jónssyni, Sveini Péturssyni, Þor- láki Guðmundssyni og Þorsteini Jafet Jónssyni, sem nánar verður vikið að síðar, verður ákærði að teljast uppvís að því að hafa með endurteknum blekkingum haft fé af Birni Guðmundssyni á sviksamlegan hátt, svo að varði við 248. gr. laga nr. 19/1940. 2) Síðsumars 1942 lét ákærði Guðmundur Holberg Björn Guðmundsson fá vörur, að verðmæti 3—5 þúsund krónur, sem þeim kemur saman um, að hafi átt að vera þóknun fyrir greiða, er Björn hafði áður gert ákærða. Þá lét ákærði í janúar 1943 Björn fá 2 vixla, samþykkta af þriðja manni, samtals að fjárhæð um 13 þúsund krónur, til tryggingar eldri skuldum. Með báðum þessum ráðstöfunum hefur ákærði Guðmundur Holberg gerzt sekur við 4. tölul. 250. gr. laga nr. 19/1940. Viðskipti við Einar Þorgrímsson. Með veðsetningum þeim á fasteigninni Þjórsártúni til Einars Þorgrímssonar framkvæmdarstjóra, sem getur í hin- 314 um áfrýjaða dómi og fram fór í september 1942, hefur ákærði Guðmundur Holberg gerzt sekur við 4. tölul. 250. gr. laga nr. 19/1940. Viðskipti við Einar Odd Thorsteinsson. Á tímabilinu frá 6. október 1942 til 12. janúar 1943 greiddi ákærði Guðmundur Holberg kr. 15200.00 upp í skuld Guð- 1nundar Kolka kaupmanns á Blönduósi við Finar Odd Thor- steinsson fyrrverandi kaupmann, svo sem nánar greinir Í hinum áfrýjaða dómi. Varða greiðslur þessar ákærða refs- ingu samkvæmt 250. gr. 4. tölul. laga nr. 19/1940. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um það, að ákærði Guð- mundur Holberg hafi brotið gegn sama hegningarlaga- ákvæði með veðsetningu 18 þúsunda króna vixils til trygg- ingar sömu skuld við Einar Odd Thorsteinsson. Viðskipti við Gústaf A. Ólafsson. 1) Gústaf A. Ólafsson héraðsdómslögmaður hefur borið það, að ákærði Guðmundur Holberg hafi í janúar 1942 af- hent honum tékkávísun, að fjárhæð kr. 46000.06, til greiðslu á andvirði húseignar, er ákærði keypti af honum. Hafi ekki verið innstæða fyrir ávísun þessari. Ákærði hefur neitað því, að hann hafi afhent ávísun þessa, og þykir varhugavert að telja það sannað. Þá hefur Gústaf skýrt svo frá. að ákærði Guðmundur Holberg hafi í febrúar 1942 afhent honum 4 tékkávísanir, samtals að fjárhæð kr. 46000.00. Ein þessara tékkávísana var greidd í banka, er hún var sýnd þar, en inn stæðu brast fyrir hinum þremur. Kveðst Gústaf þá hafa beðizt löghalds í eignum ákærða Guðmundar til tryggingar greiðslu ávísana þessara. Löghaldsgerð þessari lauk með réttarsætt. Ákærði kveðst ekki muna eftir afhendingu þess- ara ávísana, en kveður vel mega vera, að skýrsla Gústafs sé rétt, og hefur kannazt við, að byrjað hafi verið á löghalds- gerð af hálfu Gústafs til tryggingar greiðslu á tveimur eða þremur tékkávísunum. Með afhendingu tékkávísana þeirra, sem ekki var innstæða fyrir, hefur ákærði Guðmundur Hol- berg gerzt brotlegur við 261. gr. laga nr. 19/1940. 2) Ákærði Guðmundur Holberg afhenti sumarið 1942 Gústaf A. Ólafssyni víxil, að fjárhæð kr. 6500.00, sam- öl5 þykktan af þriðja manni, til tryggingar eða greiðslu á eldri skuld. Varðar þessi afhending ákærða við 4. tölul. 250. gr. laga nr. 19/1940. Viðskipti við Ingimund Jónsson. Síðla árs 1941 fékk Ingimundur Jónsson iðnaðarmaður 5—6 þúsund króna lán hjá ákærða Guðmundi Holberg til þess að kaupa hluti í atvinnufyrirtækinu Kemiko h/f. Snemma á árinu 1942 fékk Ingimundur enn lán, að fjárhæð kr. 15000.00, hjá ákærða í sama skyni. Samþykkti Ingimund- ur víxla fyrir þessum fjárhæðum. Eftir þetta tók hann að samþykkja og afhenda ákærða víxla í stórum stíl. Setti ákærði í umferð víxla, samþykkta af Ingimundi, er námu um eitt skeið samtals kr. 78000.00. Ákærði telur Ingimund hafa samþykkt ýmsa víxla þessara í greiðaskyni, en Ingi- mundur kveðst hafa samþykkt marga þeirra til framleng- ingar eldri víxlum og afhent ákærða suma þeirra, án þess að fjárhæðir þeirra væru greindar. Fullvíst má telja, að Ingimundur hafi ekki haft fullar reiður á víxlaviðskiptum sínum við ákærða Guðmund Holberg, né bve háum fjár- Læðum víxlar þessir námu samtals. Fyrir atbeina málflutn- ingsmanns, er Ingimundur leitaði til síðsumars 1942, greiddi ákærði um kr. 40000.00 af vixlum þessum, þar af um 23000.00 til Ólafs Magnússonar kaupmanns. Varðar þessi greiðsla ákærða við 4. tölul. 250. gr. laga nr. 19/1940. Um 15 þúsund krónur voru greiddar til Útvegsbanka Íslands h/f. En þar sem sá banki hafði tryggingar fyrir skuldum ákærða Guðmundar Holbergs, er ósannað, að hann hafi með greiðslu þessari gerzt sekur við nefnt lagaákvæði. Ingimundur greiddi sjálfur kr. 25000.00 af vixilfjárhæð- unum. En þó fjárhæð þessi væri nokkru hærri en frumskuld- inar, þykir eigi fullvíst, að Ingimundur hafi orðið fyrir beinu fjárhagstjóni. Með því að koma Ingimundi til að takast á hendur fram- angreindar fjárskuldbindingar á þeim tíma, er ákærði var að verða ógjaldfær, hefur hann gerzt brotlegur við 248. gr. sbr. 20. gr. laga nr. 19/1940. 316 Viðskipti við I. Guðmundsson £ Co. Á tímabilinu frá 30. júlí til 28. október 1942 greiddi ákærði Guðmundur Holberg Magnúsi hæstaréttarlögmanni Thorla- cius f. h. firmans 1. Guðmundssonar á Co. kr. 18304.42 upp í eldri skuldir. Varðar þetta ákærða refsingu samkvæmt 250. gr. 4. tölul. laga nr. 19/1940. Viðskipti við Jón Heiðberg. Eins og í héraðsdómi segir, afhenti ákærði Guðmundur Holberg Jóni Heiðberg í nóvember 1942 tvo vixla, sam- Þþykkta af öðrum, til greiðslu á eldri skuldum. Ber að stað- festa það ákvæði héraðsdóms, að ákærði hafi með greiðsl- um þessum gerzt brotlegur við 4. tölul. 250. gr. laga nr. 19/1940. Viðskipti við Karl Lúðvíksson. Þegar ákærði Guðmundur Holberg tók lán það, er í hér- aðsdómi greinir, var hann löngu orðinn ógjaldfær. Varðar lántaka þessi ákærða við 248. gr. laga nr. 19/1940. Viðskipti við Margréti Árnadóttur. Staðfesta má það ákvæði héraðsdóms, að ákærði Guð- mundur Holberg hafi með veðseiningu á hlutabréfi frú Mar- grétar Árnadóttur gerzt sekur við 1. mgr. 247. gr. laga nr. 19/1940. Viðskipti við Ragnar Bjarkan. Ákærði Guðmundur Holberg fékk Ragnari Bjarkan fulk- trúa í júlímánuði 1942 að handveði vörur að nokkru til tryggingar eldri skuldum. Samtímis skilaði Ragnar ákærða farmskirteinum, er hann hafði haft til tryggingar sömu skuldum. Þar sem ekki er sannað, að Ragnar hafi með þess- um hætti fengið betri tryggingar en hann áður hafði, verða þessi viðskipti ekki talin ákærða til sakar. Viðskipti við Sigurð Berndsen. Síðla árs 1942 greiddi ákærði Guðmundur Holberg til Sigurðar Berndsens kaupsýslumanns upp í óveðryggða skuld kr. 9000.00 í peningum og afhenti honum auk þess til 317 iryggingar víxil, er þriðji maður hafði samþykkt, að fjár- hæð kr. 10000.00. Varða ráðstafanir þessar við 4. tölul. 250. gr. laga nr. 19/1940. Viðskipti við Skúla Jóhannsson. Ákærði Guðmundur Holberg greiddi eftir mitt ár 1942 Skúla Jóhannssyni heildsala óveðtrvggða skuld, að fjár- hæð 7—8 þúsund krónur. Varðar greiðsla þessi ákærða við 4. tölul. 250. gr. laga nr. 19/1940. Haustið 1942 fékk ákærði Guðmundur Holberg Skúla til að gerast útgefandi tveggja víxla, samtals að fjárhæð kr. 12500.00, sem ákærði samþykkti og seldi síðan. Telja má víst, að Skúli hafi treyst því, er hann gaf út vixla þessa, að ákærði væri gjaldfær, og að ákærði hafi notað sér þessa röngu hugmynd hans. Varðar þetta atferli ákærða við 248. gr. laga nr. 19/1940. Viðskipti við Svein Pétursson. Ákærði Guðmundur Holberg og Sveinn Pétursson augn- læknir voru mikið saman við skál síðsumars 1941. Þá var það, að ákærði fékk Svein til þess að samþykkja vixil, að fjárhæð kr. 5000.00, og skyldi Sveinn fá sem gagngjald víxilsins 5 þúsund króna hlutabréf í h/f Hótel Heklu, en ákærði taldi Sveini trú um, að rekstur hótelsins væri mikill gróðavegur. Hlutabréf þetta afhenti ákærði Sveini aldrei. Síðar bauðst ákærði til að útvega Sveini vörur frá Englandi til gleraugnagerðar og fékk hann til þess að samþykkja 8000 króna víxil, en andvirði hans átti að ganga upp í þau kaup. Vöru þessarar aflaði ákærði aldrei. Er vixlarnir féllu, sam- þykkti Sveinn framlengingarvíxla. Ákærði seldi víxla þessa í sjálfs sín þágu. Einhvern hluta af víxilfjárhæðum þessum greiddi ákærði sjálfur, en Sveinn kveðst, er hann var yfirheyrður, ekki hafa enn leyst til sín neitt af víxlunum, og óvíst er, hvort nokkrar skuldbindingar hvíla á Sveini vegna víxla þessara. Átferli ákærða Guðmundar Holbergs, sem að framan er lýst. varðar hann við 248. gr. sbr. 20. gr. laga nr. 19/1940. 318 Viðskipti við Þorlák Guðmundsson. Ákærði Guðmundur Holberg og Þorlákur Guðmundsson skósmiður höfðu átt ýmis smáviðskipti saman frá því á ár- inu 1934 eða 1935. Á árinu 1940 leitaði Þorlákur til ákærða um peningalán, og lét ákærði hann fá kr. 15000.00 gegn víxli, samþykktum af Þorláki, að fjárhæð kr. 15000.00, iryggðum með Jja veðrétti í húseigninni nr. 44 við Klapp- arstíg. Upp frá þessu fékk ákærði Þorlák til þess að sam- þykkja mikinn fjölda víxla fyrir stórum fjárhæðum. Námu slíkir víxlar á tímabili yfir 100 þúsund krónum. Seldi og ráðstafaði ákærði víxlum þessum til ýmissa aðilja. Víxla- samþykktir þessar fóru síðast fram síðari hluta sumars 1942. Virðist Þorlákur hafa gert það að nokkru í greiða- skyni, en að nokkru í þeirri trú, að ákærði hjálpaði honum lil að koma upp verzlun með því að útvega honum húsnæði til verzlunar og vörur. Ekki kom tilframkvæmda í þessu efni af hálfu ákærða, og ekki fékk Þorlákur úr hendi ákærða gagngjald, svo nokkru næmi, fyrir víxilskuldbindingar sín- ar. Leiddi þetta allt til þess, að Þorlákur gat ekki risið undir skuldum þessum og varð gjaldþrota í febrúar 1943. At- ferli ákærða gegn Þorláki, sem virðist hafa lagt allt sitt ráð efnahagslega í hönd ákærða, varðar hann við 253. gr. og að nokkru við 248. gr. laga nr. 19/1940. Viðskipti við Þorstein Jafet Jónsson. 1) Frá því á miðju ári 1941 áttu þeir Þorsteinn Jafet Jónsson kaupmaður og ákærði Guðmundur Holberg mikil viðskipti saman. Á árinu 1942 gaf Þorsteinn út og afhenti ákærða vixil með tryggingarbréfi, að fjárhæð kr. 100000.00, með 1. veðrétti í húseigninni nr. 74 við Sólvallagötu, er Þor- steinn þá hafði í smíðum. Þessu bréfi ráðstafaði ákærði til Ólafs kaupmanns Magnússonar í september 1942. Andvirði þess gekk að nokkru leyti til greiðslu eldri skulda við Ólaf, cg að nokkru greiddi Ólafur það í peningum. Má ætla, að þeir peningar hafi smámsaman gengið til Þorsteins. Að því leyti sem andvirði bréfs þessa gekk til greiðslu eldri skulda ákærða við Ólaf, varðar það ákærða refsingu samkvæmi 249. gr. laga nr. 19/1940. Auk nefnds tryggingarbréfs gaf 319 Þorsteinn út þrjú tryggingarbréf fyrir stórum fjárhæðum, sem tryggð voru með veði í sömu eign, en ákærði ráðstafaði þeim ekki, og voru þau aldrei þinglesin. 2) Allt fram á haust 1942 samþykkti Þorsteinn fjölda víxla, sem hann afhenti ákærða og ákærði ráðstafaði. Ákærði lét Þorstein fá upp í viðskipti þeirra bæði vörur í smáslöttum og peninga. Þorsteinn telur sig hafa samþykkt víxla fyrir hærri fjárhæðum en nam þeim vörum og pen- ingum, er hann fékk hjá ákærða. En ekki treysti hann sér til þess að nefna neinar tölur í því sambandi, enda hafði Þorsteinn ekkert bókhald um viðskiptin. Öll voru viðskipti þeirra Þorsteins og ákærða geysilega óreiðukennd, en ekki þykir fullsannað, að ákærði hafi framið refsivert athæfi í sambandi við viðskipti þeirra umfram það, sem að framan er greint. Viðskipti við Ásbjörn Ólafsson. Ákærði Guðmundur Holberg seldi hinn 11. júlí 1942 Ás- birni Ólafssyni kaupmanni húsið nr. 22 við Vífilsgötu fyrir kr. 155000.00. Yfir 50 þúsund krónur af andvirðinu gengu til lúkningar eldri skuldum við Ásbjörn. Verknaður þessi varðar ákærða við 4. tölul. 250. gr. laga nr. 19/1940. Viðskipti við GChemia ÁÞ/{. Ákærði Guðmundur Holberg greiddi í nóvember eða des- ember 1942 Chemia h/f kr. 2000.00 upp í eldri skuld. Varðar greiðsla þessi ákærða refsingu samkvæmt 4. tölul. 250. gr. laga nr. 19/1940. Viðskipti við Óla J. Ólason. Ákærði Guðmundur Holberg og Óli J. Ólason kaupmaður höfðu átt viskipti saman í nokkur ár fyrir gjaldþrot ákærða. Síðustu árin kom það oft fyrir, að Óli J. Ólason samþykkti víxla fyrir ákærða í greiðaskyni, og stóð ákærði í skilum með víxla þessa fram á síðari hluta sumars 1942, en eftir það varð Óli J. Ólason að greiða nokkra þeirra. Suma end- urgreiddi ákærði Óla, og varðar það ákærða við 4. tölul. 250. gr. laga nr. 19/1940. Seint á árinu 1942 ábekti Óli J. Ólason í greiðaskyni nokkra víxla, samtals að fjárhæð kr. 320 19000.00, og seldi ákærði þá síðan. Víxlar þessir voru ógreiddir, þegar ákærði varð gjaldþrota. Telja verður víst, að Óli J. Ólason hafi treyst því. þegar hann ábekti síðast- nefnda víxla, að ákærði væri gjaldfær, en ákærða hlaut að vera ljóst, að svo var eigi. Hefur ákærði því, er hann fékk Óla J. Ólason til þess að ábekja víxla þessa, svo og með sölu þeirra, gerzt brotlegur við 248. gr. laga nr. 19/1940. Niðurlag. Við ákvörðun refsingar ákærða Guðmundar Holbergs þykir mega m. a. virða það, að honum gafst kostur á lánum frá fjársterkum mönnum til framhaldsrekstrar sins. eftir að við- skiptabanki hans hafði dregið að sér höndina um lánveit- ingar til hans. Svo má og á það líta, að ýmsir lánardrottnar hans gengu mjög hart að honum um heimtu skulda eða trygginga fyrir þeim síðari hluta árs 1942. Þykir refsing ákærða með vísun til allra málavaxta hæfilega ákveðin fang- elsi 2 ár og 8 mánuði. Með þessari breytingu ber að staðfesta niðurstöðu hins áfrýjaða dóms. Ákærði Guðmundur Holberg greiði málsvarnarlaun skip- aðs verjanda síns fyrir hæstarétti, kr. 3500.00. Ákærði Brynjólfur greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda sins fyrir hæstarétti, kr. 2300.00. Allan annan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málssóknarlaun skipaðs sækjanda fyrir hæstarétti, kr. 7000.00, greiði ákærðu in solidum að %0 hluta, en ákærði Guðmundur Holberg greiði einn %, hluta. Dómsorð: Ákærði Guðmundur Holberg Þórðarson sæti fangelsi 2 ár og 8 mánuði. Að öðru leyti á hinn áfrýjaði dómur að vera óraskaður. Ákærði Guðmundur Holberg Þórðarson greiði máls- varnarlaun skipaðs verjanda sins fyrir hæstarétti, Lár- usar hæstaréttarlögmanns Jóhannessonar, kr. 3500.00. Ákærði Brynjólfur Einarsson greiði málsvarnarlaun 321 skipaðs verjanda sins fyrir hæstarétti, Gústafs A. Sveins- sonar hæstaréttarlögmanns, kr. 2300.00. Allan annan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málsóknarlaun skipaðs sækjanda fyrir hæstarétti, Ragnars hæstaréttarlögmanns Ólafssonar, kr. 7000.00, greiði ákærðu in solidum að %, hluta, en ákærði Guð- mundur Holberg Þórðarson greiði einn 1%, hluta. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 15. júlí 1946. Ár 1946, mánudaginn 15. júli, var í aukarétti Reykjavíkur, sem haldinn var í skrifstofu réttarins af Bergi Jónssyni sakadómara, upp kveðinn dómur í málinu nr. 2498—2499/1944: Réttvísin og vald- stjórnin gegn Guðmundi Holberg Þórðarsyni og Brynjólfi Einars- syni, sem tekið var til dóms sama dag. Mál þetta er af réttvísinnar og valdstjórnarinnar hálfu höfðað segn Guðmundi Holberg Þórðarsyni, fyrrverandi stórkaupmanni, til heimilis á Spítalastig 5 hér í bæ, og Brynjólfi Einarssyni verzl- unarmanni, til heimilis á Grundarstig 11 hér í bæ, fyrir brot gegn XKVL og KXVIH. kafla almennra hegningarlaga nr. í9 12 febrúar 1940, lögum nr. 25 14. júní 1929 um gjaldþrotaskipti og lögum nr. 62 11. júlí 1938 um bókhald. Ákærði Guðmundur Holberg Þórðarson er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur í. ágúst 1906, og hefur, svo kunnugt sé, sætt þessum kærum og refsingum. 1932 104 Kærður af Guðbirni Guðmundssyni fyrir meint svik. Sök sannaðist ekki. 1932 134 Kærður af Sturlaugi Jónssyni £ Co. fyrir meint tékksvik. Kærður innleysti ávísunina með kr. 200.00, og málið var afturkallað. 1932 2%, Sátt, 100 kr. sekt fyrir brot gegn lögum nr. 53 1911. 1934 % Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1940 %% Sátt, 5 kr. sekt fyrir brot gegn lögum nr. 18 1901. 1941 % Sátt, 5 kr. sekt fyrir brot gegn lögum nr. 18 1901. 1941 %o Dómur hæstaréttar, 800 kr. sekt fyrir brot gegn húsa- leigulögunum. 1941 164, Kærður fyrir ölvun innanhúss. Fellt niður. 1942 % Sátt, 100 kr. sekt fyrir brot gegn reglugerð um raforku- virki. Ákærði Brynjólfur Einarsson er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 27. febrúar 1912, og hefur, svo kunnugt sé, sætt þessum kær- um og refsingum: 21 322 1937 !% Áminning fyrir að auðkenna ekki kennslubifreið. 1937 3%% Sátt, 15 kr. sekt fyrir brot á umferðarreglum., 1938 207 Áminning fyrir brot á umferðarreglum. 1939 %s Sátt, 15 kr. sekt fyrir brot á umferðarreglum. 1939 10%% Undir rannsókn út af ökuóhappi. Ekki talin ástæða til málsóknar. 1942 174 Sátt, 50 kr. sekt fyrir of háa álagningu á vefnaðarvöru. Upptækur ólöglegur ágóði kr. 8.10. Með bréfi til skiptaréttar Reykjavíkur, dagsettu 26. janúar 1943, beiðist ákærði Guðmundur Holberg þess, að bú sitt verði tekið til gjaldþrotaskipta þegar í stað, þar eð hann telji sig ekki geta staðið í skilum við lánardrottna sína. Samkvæmt þessari beiðni, staðfestri af Guðmundi í skiptaréttinum næsta das, 27. janúar 1943, úrskurðaði rétturinn sama dag, að bú hans skyldi tekið til gjaldþrotaskipta- meðferðar. Með bréfi, dagsettu 29. sama mánaðar, sendi skiparáð- andi sakadómaranum afrit úrskurðarins. Þá þegar hinn 3. febrúar var Bagnari Ólafssyni, lögfræðingi og löggiltum endurskoðanda, nú- verandi hæstaréttarlögmanni, falin endurskoðun bókhalds ákærða Guðmundar. Hinn 9, febrúar 1943 hófst lögregluréttarrannsókn uin gjaldþrotið, og var Guðmundur þann dag úrskurðaður í gæzluvarð- hald. Fyrsti þáttur rannsóknar þessarar stóð óslitið til 17. april sama ár, en þá var Guðmundur látinn laus úr gæzluvarðhaldi. Bókhaldsendurskoðun stóð fram um áramót 1943 og 1944, og ern skýrslur endurskoðandans dagsettar 26. nóvember og 18. desember 1943 og 8. janúar 1944. Lögregluréttarrannsóknin hélt nú áfram, og var málið síðan sent dómsmálaráðuneytinu til fyrirsagnar, en með bréfi, dagsettu 28. marz 1944, fyrirskipar ráðuneytið máls- höfðun gegn hinum ákærðu á þann hátt, er að framan segir. Rann- sókninni lauk 17. apríl 1944. Hinn 19. april sama ár voru verj- endur ákærðu skipaðir, hrl. Lárus Jóhannesson fyrir ákærða Guð- mund Holberg og hrl. Gústaf A. Sveinsson fyrir ákærða Brynjóli. Sá fyrrnefndi skilaði vörn hinn 4. október 1944, en sá síðartaldi hinn 9. s. m. Í skipunarbréfum verjendanna var fyrirtökudagur máls- ins í aukarétti ákveðinn 1. júní 1944, og var fyrir þá lagt að skila þá vörnum, en af ýmsum ástæðum, er verjendur hafa greint frá, dróst sem áður segir, að þeir skiluðu vörnunum, og þykir það eftir atvikum vitalaust. Dómur var uppkveðinn í málinu í. nóvember 1944, en í hæsta- rétti hinn 5. f. m. var dómurinn ómerktur og málinu vísað heim í hérað til dómsálagningar af nýju. Með áðurnefndum skiptaréttarúrskurði var bú Guðmundar sjálfs tekið til gjaldþrotaskiptameðferðar, þar á meðal heilverzlun hans, sem var einkaeign hans. Með úrskurði skiptaréttarins, uppkveðnuni 6. febrúar 1944, var bú Þorláks Guðmundssonar skósmiðs, Karlagðtu 20, sem hafði haft mikil viðskipti við ákærða Guðmund Holberg, 323 tekið til gjaldþrotaskiptameðferðar. Með úrskurðum skiptaréttarins, upp kveðnum 19. sama mánaðar, voru bú fyrirtækjanna Windsors Magasins, Perlubúðarinnar og Sportvörugerðarinnar tekin til gjald- Þrotaskiptameðferðar, en ákærðu voru báðir skráðir eigendur fyrst nefnda fyrirtækisins, ákærði Brynjólfur þess í miðið og ákærði Guðmundur Holberg og sambýliskona hans, Jónheiður Kristin Lár- usdóttir, þess síðastnefnda. Lögregluréttarrannsókn um öll þessi gjaldþrot var tekin inn í rannsóknina um gjaldþrot ákærða Guð- mundar Holbergs, og var hrl. Ragnari Ólafssyni falin bókhaldsrann- sókn nefndra þriggja fyrirtækja. Rannsókn allra þessara gjaldþrota hefur orðið all umfangsmikil og löng, meðal annars sökum þess, hve viðskipti ákærða Guðmundar hafa í mörgum tilfellum verið ónákvæm og flækjukennd, en framar öllu hefur þó hin megna Þbókhaldsóreiða hans. sem siðar verður að vikið, sérstaklega torveldað og tafið rannsóknina. Ákærði Guðmundur Holberg er stúdent að menntun. Hann lauk stúdentsprófi 1927 og innritaðist sama ár í lagadeild Háskóla Íslands. Þar stundaði hann nám, þó bannig að hlé varð á, fram til 1934 eða 1935, að hann hætti námi. Á árunum 1931—1932 rak hann smásölu- verzlun hér í bænum, en frá því hann hætti námi og fram á árið 1939 stundaði hann aðallega húsabyggingar og húsasölu hér í bæn- um. Hinn 7. nóvember 1939 keypti hann leyfi til heildsöluverzlunar hér í bænum, en ekki virðist hann hafa byrjað verulega á heild- sölu fyrr en á árinu 1940, og bókhald hans hefst ekki fyrr en í. nóvember 1940, þó að vísu séu færðar nokkrar nótur yfir vörur, sem seldar voru fyrir þann tíma. Síðan rak hann heildverzlun óslitið fram að gjaldþroti undir nafninu Heildverzlun Guðm. H. Þórðarsonar, en eigi lét hann færa nafn þetta í firmaskrá. Jafnframt heildverzluninni rak hann húsabyggingar og húsasölu með miklum ábata, svo sem síðar verður að vikið. Ákærði Brynjólfur réðist í þjónustu ákærða Guðmundar Hol- bergs um mánaðamótin október og nóvember 1939 og var óslitið í þjónustu hans frá því fram að gjaldþroti, Þegar hann réðist í þjón- ustu Guðmundar Holbergs stóð svo á, að hann var í skuld við hann {ákærða G. H. Þ.), vegna bifreiðarkaupa, og var áformað, að hann ynni skuldina af sér. Vistin framlengdist síðan, og hafði Brynjólfur bæði fæði og húsnæði hjá Guðmundi. Aldrei var um það samið, hve mikið kaup Brynjólfur skyldi hafa, og aldrei fór neitt uppgjör fram um það, en Brynjólfur fékk greitt smátt og smátt það, sem hann þarfnaðist þá og þá, en allar virðast þær greiðslur hafa verið litlar. Yfirleitt hefur afstaða Brynjólfs gagnvart Guðmundi Holberg verið sem hlýðins hjús gagnvart húsbónda. Hann virðist hafa unnið Guðmundi allt, er hann vann, haft óreglulegan vinnutíma og gert Það, er fyrir hann var lagt, án þess að gera sér sem skyldi grein fyrir þeim afleiðingum, er þau verk gátu haft fyrir hann sjálfan, 324 svo sem samþykktir vixla eftir beiðni Guðmundar Holbergs, ár þess að neitt kæmi fyrir. Eins og áður segir, var Brynjólfur talinn eiga verzlunina Windsor Magasin að hálfu á móti Guðmundi og Perlubúðina einn, og auk þess var hann talinn eigandi verzlunarinnar Astors einn. Öll voru fyrir- tæki þessi smásöluverzlanir. Hinn 24. september 1942 var skrásett í firmaskrá Reykjavíkur tilkynning ákærðu, dagsett 15. s. m., um að þeir rækju smásöluverzlunina Windsor Magasin með ótakmark- aðri ábyrgð. Verzlunin Perlubúðin er skrásett í firmaskrá Reykjavíkur 29. sept- ember 1941, en hinn 29. desember 1942 tilkynnir ákærði Brynjólfur til firmaskrárinnar, að hann hafi hinn 11. febrúar 1942 keypt verzl- unina. Verzlunin Astor var ekki skrásett á firmaskrá. Ákærðu eru á einu máli um, að Guðmundur Holberg hafi stungið upp á því við Brynjólf, að hann yrði skrifaður fyrir eða talinn kaupandi að Þerlubúðinni og hálfu Windsor Magasin og stofnaði Astor. Kvaðst Guðmundur Holberg vilja, að Brynjólfur eignaðist fyrirtæki þessi með tímanum, og kvaðst hann ætla að taka smátt og smátt af kaupi Brynjólfs upp í andvirði verzlananna, Kvaðst hann með þessu vilja skapa heildverzlun sinni viðskiptavini og gat þess einnig, að óheppi- legt væri og óvinsælt fyrir heildsala að eiga smásöluverzlanir. Þetta samþykkti ákærði Brynjólfur, og varð hann því talinn fyrir verzlununum, eins og sagt hefur verið. Hins vegar lagði hann aldrei einn einasta eyri til kaupa verzlananna eða í þær síðar, heldur lagði ákærði Guðmundur Holberg allt fé í þær, og aldrei tjáði ákærði Guðmundur Holberg honum, að hann hefði tekið af kaupi hans upp í andvirði verzlananna. Ákærði Guðmundur Holberg réð síðan verzlunum þessum bæði um húsnæði og fólkshald og greiddi húsa- leigu og kaup starfsfólks. Hann annaðist vöruinnkaup til þeirra, þau er ekki voru úr heildverzlun hans sjálfs. Allt það fé, er inn kom fyrir vörusölu í verzlunum þessum, rann í sjóð Guðmundar. Bókhaldi öllu fyrir verzlanir þessar var mjög ábótavant, og ein Þeirra, Astor, hafði, að heita má, ekkert bókhald. Verður ekkert af bókhaldinu ráðið um, hvort Brynjólfur hafi raunverulega átt verzlanir þessar og verzlunarhluta. Af framantöldu, sem og rann- sókn málsins yfirleitt varðandi nefnd fyrirtæki, verður að álita, að eignarréttur Brynjólfs að verzlununum hafi einungis verið að nafninu til og tilkynningar hans til firmaskrárinnar um eignar- rétt sinn að þeim til málamynda, en að Guðmundur hafi verið raunverulegur eigandi allra verzlananna. Sportvörugerðin var iðnfyrirtæki, er framleiddi aðallega kven- kjóla. Samkvæmt firmaskrá Reykjavíkur keyptu ákærðu Guðmundur Holberg og áðurnefnd sambýliskona hans það fyrirtæki 2. marz 325 1942, Ákærði Brynjólfur var ekki talinn eigandi þess, en hafði prókúruumboð fyrir það. Ákæran um brot gegn bókhaldslöggjöfinni. Í málshöfðunarskipun dómsmálaráðuneytisins er tekið fram, að ekki séu fyrirskipaðar frekari aðgerðir út af gjaldþroti fyrirtækj- anna Sportvörugerðarinnar, Windsors Magasins og Perlubúðarinnar sérstaklega. Kemur því ekki til álita, hvort bókhald þessara fyrir- tækja hafi uppfyllt skilyrði bókhaldslaganna. Verður það því bók- hald heildverzlunar ákærða Guðmundar Holbergs og hans sjálfs að öðru leyti og bókhald verzlunarinnar Astors, sem hér koma til álita. Á því er enginn vafi, að ákærði Guðmundur Holberg var bók- haldsskyldur fyrir heildverzlunina samkvæmt 2. gr. 1. tölulið bóx- 1aldslaganna, og þar sem sú niðurstaða er fengin, að hann hafi verið raunverulegur eigandi verzlunarinnar Astors, var hann einnig samkvæmt sama ákvæði bókhaldsskyldur fyrir þá verzlun. Sam- kvæmt sama ákvæði hefur hann einnig verið skyldur til að hafa bókhald um hin miklu fasteignakaup sin og sölur. Verður hér byggt á niðurstöðum endurskoðandans, án þess að ástæða þyki til að fara frekar út í einstök atriði, en niðurstaða hans um bókhald heildverzlunarinnar og ákærða Guðmundar Hol- bergs persónulega er þessi: „Bókhaldi gjaldþrota var mjög ábótavant, meðal annars í eftir- farandi atriðum: 1. Sjóðbók yfir daglegar inn- og útborganir hefur aldrei verið færð. 9. Færslur í dagbók voru ekki fullnægjandi og sjáanlega færðar löngu eftir að viðskipti fóru fram. 3. Síðan í ágúst 1942 til gjaldþrots virðist engin tilraun hafa verið gerð til bókfærslu. . Gjaldþroti hafði umfangsmikla fasteignasölu, fasteignaleigur og húsbyggingar, án þess að nokkur tilraun væri gerð til að bók- færa þau viðskipti. 5. Gjaldbroti hafði margs konar og umfangsmikil vixlaviðskipti og lánsútveganir, en aðeins Örlitið brot af þeim viðskiptum var bókfært. Auk þessa var mikil óregla í fylgiksjölum, þau ekki í skipulagðri röð, svo sem lögboðið er.“ Í skýrslu endurskoðandans um bókhald verzlunarinnar Astors segir, að telja megi, að verzlunin hafi ekkert bókhald haft. Hið eina bókhaldskyns, sem fyrir lá úr verzluninni, var dagbókarkladdi með 10 færslum á tímabilinu 16. maí til 9. september 1942, án fylgiskjala, auk nokkurra kvittana og skjala, er fundust í vörzlum gjaldþrota- bús ákærða Guðmundar Holbergs. 326 Ákærði Guðmundur Holberg annaðist aldrei bókhald sitt sjálfur og fylgdist mjög litið með því. Var það ákærði Brynjólfur, sem hafði það með höndum, þar til sérstakur bókhaldari, Lárus Stefáns- son, var ráðinn 20. október 1941. Þá tók hann við því og hafði Það með höndum til næsta hausts, að hann hætti störfum hjá ákærða Guðmundi Holberg. Kveðst ákærði Guðmundur Holberg hafa orðið að láta hann fara úr þjónustu sinni í september 1942 sökum óreglu. Lárus hefur borið vitni í málinu og skýrt frá þvi, að sér hafi eigi verið unnt að færa bækurnar svo vel væri, sökum þess að mjög hafi á það skort, að hann fengi þau sögn, er nauð- synleg voru til bókhaldsins, og hafi bókhaldið því orðið mjög ófull- komið. Eftir að Lárus hætti störfum hjá ákærða, réði hann til sín annan mann til bókhaldsins, en starf hans fór í bókhald fyrir Hótel Heklu h/f, og varð því ekkert úr, að hann færði bækur heildverzlunarinnar. Ekkert hefur komið fram um, að bókhald ákærða hafi verið falsað eða skjöl eða bækur eyðilagðar eða komið undan í sviksamlegum tilgangi. Sú bókhaldsóreiða, er nú hefur verið lýst, varðar ákærða Guðmund Holberg refsingu samkvæmt 2. gr. 1. tölulið, 4.--8. gr. og 14. gr. sbr. 19. og 20. gr. bókhaldslaganna og 262. gr. almennra hegningarlaga. Þar sem ákærði Brynjólfur var einungis starfsmaður ákærða Guðmundar Holbergs við bókhald heildverzlunarinnar og vist má auk þess telja, að ákærði Guðmundur Holberg hafi búið mjög illa í hendur hans með gögn til bókhalds- ins, verður honum eigi gefin refsiverð sök á þvi, hve ófullkomið það var. Sama á við um bókhald verzlunarinnar Astors, þar eð ákærði Guðmundur Holberg var samkvæmt framansögðu raunveru- legur eigandi hennar og því bókhaldsskyldur hennar vegna, en ákærði Brynjólfur einungis starfsmaður hans við þá verzlun, enda þótt hann væri talinn eigandi hennar. Ákæran um brot gegn lögum nr. 25 14. júní 1929 um gjaldþrota- skipti. Eina ákvæðið í gjaldþrotaskiptalögunum, sem til athugunar kem - ur, hvort ákærði hafi brotið, er niðurlagsákvæði 1. greinar. Þar sem mál er eigi höfðað út af gjaldþrotum Windsors Magasins og Perlu- búðarinnar sérstaklega, er ljóst, að ákærði Brynjólfur fellur utan þessa sviðs og verður því sýknaður af þessu ákæruatriði. Til þess að komast að niðurstöðu um sekt eða sýknu ákærða Guðmundar Holbergs af þessu ákæruatriði, verður að gera sér svo ljósa grein sem unnt er af fjárhag hans um árabil fyrir gjaldþrotið. En eigi er auðvelt að fá ljósa mynd af þessu, og ber þar aðallega tvennt til: Bókhaldsóreiða ákærða og ófullkomnar skýrslur hans sjálfs um þetta atriði. Vitni hafa engin fram komið, er vitað hafi um raunverulegan fjárhag ákærða á þeim tíma, er hér skiptir máli. Eins og áður segir, stofnsetti ákærði heildverzlun sina á árinu ö2/ 1940. Bækur voru færðar yfir rekstur heildverzlunarinnar árið 1940, 1941 og hluta af árinu 1942, en öll árin var bókfærslan mjög óörugg, og hinar færðu bækur virðast því ekki gefa rétta hugmynd um rekstur verzlunarinnar þessi ár. Endurskoðandi búsins yfirfór þessar bækur og önnur skjöl, sem fundust í vörzlum ákærða við gjaldþrot, og gerði reikninga heildverzlunarinnar upp af nýju. Sam- kvæmt uppgjöri endurskoðandans nam vörusala heildverzlunarinnar: 1940 2... kr. 47753.31 1941 „000... — 699805.25 1949--43 00. — 2032747.38 Kr. 2780305.94 Vörur við gjaldþrot (söluverð) ...... kr. 213376.08 Kr. 2993682.02 Brúttó-hagnaður af þessari vörusölu virðist hafa verið kr. 467791.01, en það er ca. 18% % af innkaupsverði varanna. Netto- hagnaður virðist hins vegar samkvæmt færslum: Tap Hagnaður 1940 2... kr. 1680.37 1941 2... kr. 205890.31 1049—-43 Ll... — 642457.82 Einkaúttekt 1941 .........00.0.000... — 32485.89 1949 ll — 14357.21 Netto hagnaður ...........0.0... 222. — 391404.78 Kr. 644138.19 Kr. 644138.19 Til að finna út hagnað af verzluninni má bæta við þetta: Hagnaður samkvæmt framansögðu ................. kr. 391404.78 Fært eigið kaup 1940 ........02.00000 000. — 10800.00 Fært eigið kaup 1941 .......0000.0000 2000 — 18000.00 Vörur afhentar hrl. Lárusi Jóhannessyni, við gjald- þrot óbókfært ......000020 00 — 50321.93 Kr. 470526.71 En frá þessu ber að draga: 1. Ófærðar kvittanir fyrir vörugreiðsl- um í vörzlum Lárusar Jóhannes- sonar hrl. ......0.0000000 000... kr. 272945.50 2. Skuldir vegna vörukaupa samkvæmt kröfulista við gjaldþrot ........... — 20304.49 kr. 293249.99 Nettó ágóði af heildverzlun .................. kr. 177276.72 328 Allt frá 1939 og fram til gjaldþrota rak ákærði umfangsmiklar húsabyggingar og fasteignasölu. Yfir þessa starfsemi færði ákærði ekkert bókhald. En endurskoðandi búsins hefur reiknað samkvæmt nótum og reikningum, sem fundust í vörzlum ákærða við gjaldþrot, svo og samkvæmt eigin játningu ákærða um sumar húseignirnar, sem ber saman við framburð vitna, að hagnaður ákærða af hús- byggingum og fasteignasölu hafi numið kr, 1218010.14. Þetta telur ákærði þó mikils til of hátt og má vera, að einhverju skeiki, en það er hafið yfir allan efa, að ákærði hefur haft mjög mikinn hagnað af fasteignunum. Eins og áður segir, rak ákærði ymist einn eða í félagi við aðra eftirtaldar smásöluverzlanir: Windsor-magasin, Laugaveg 8 og Vesturgötu 2. Perlubúðina, Vesturgötu 39. Sportvörugerðina, Hverfisgötu 50. Astor, Laugveg 8. Í bókum ákærða eru ekki færðar neinar stofnfjárgreiðslur til Þessara fyrirtækja. En í bókum fyrirtækjanna eru færðar nokkrar innborganir frá ákærða. Ekki er heldur hægt að sjá af bókum ákærða, að hann hafi hafi nokkurn hagnað af reksiri þessara fyrir- tækja. En samkvæmt viðskiptareikninsi ákærða hjá Lárusi Jóhannes- syni hrl. virðist Windsormagasin hafa greitt til ákærða kr. 74098.57 umfram það, sem Lárus greiddi vegna Windsor-magasins, og við gjaldþrot voru Lárusi afhentar vörur frá Windsor til greiðslu á skuldum ákærða við Lárus, kr, 86143.00. Á þessum árum keypti og seldi ákærði nokkrar bifreiðar, og reikn- ar endurskoðandi búsins samkvæmt þeim upplýsingum, sem eru fyrir hendi, að ákærði bafi tapað kr. 17135.15 á þessum viðskiptum. Auk þessa eru upplýsingar um kostnað, greiðslur og skaðabætur, sumar vegna verzlunarrekstrar ákærða, aðrar vegna fasteignasölu ákærða og enn aðrar persónulegar greiðslur og skattar. Þessar greiðslur eru: Ófærðir vanskilavextir viðskiptamanna 1941 „...... kr. 1301.60 Ófærðir vanskilavextir viðskiptamanna 1949 ....... — 3912.40 Ófærðir vextir greiddir bönkunum — 55831.67 Ófærðir vanskilavextir greiddir Útvegsbankanum eftir gjaldþrot ..............0 00. rr 2261.25 Ófærðir vanskilavextir greiddir Útvegsbankanum .. — 50.20 Ófærður kostnaður greiddur Lárusi Jóhannessyni .. — 48826.20 Ófærður kostnaður greiddur Gústaf Ólafssyni ...... — 4397.75 Ófærður kostnaður samkv. lýstum forgangskröfum .. —- 596552.89 Ófærður kostnaður samkvæmt alm. kröfum ........ — 35256.65 Ófærðar skaðabætur samkvæmt alm. kröfum ...... —- 1724. 00 Kr. 790123.61 329 Frá dregst: Innborgaðir vextir frá Útvegsbankanum kr. 367.28 Innborgaðir vextir frá Lárusi Jóhannes- SYNI 2... — 1408.14 A. kr. 1775.42 Kr. 788348.19 Við gjaldþrot voru húsgögn ákærða seld fyrir kr. 10902.77, en innkaup þeirra eru falin í einkaúttekt ákærða. Samkvæmt þessu hefði ákærði átt að eiga við gjaldþrot: Ágóði af heildverzlun .......0.....00..00 0... kr. 177276.12 Greitt til Lárusar Jóhannessonar vegna ákærða frá Windsor Magasini .............0.000. 00... 0. — 174098.57 Vörur frá Windsor Magasini afhentar Lárusi Jó- hannessyni upp í skuldir ákærða .............. — 86143.00 Hagnaður af fasteignasölu .........0...000.0.00.00... —- 1218010.14 Húsgögn, söluverð .........2..0.0000 00 — 10902.77 Kr. 1566431.20 Frá dregst: Tap á bílum ......0200 00. kr. 17135.15 Ófærður kostnaður og skaðabætur .. — 788348.19 - 8 TL kr. 805483.34 Netto-eign hefði átt að vera .......00000 00. — 760947.86 Endurskoðandi búsins lætur fylgja þessari niðurstöðu athuga- semdir í 12 liðum, þar sem bent er á vmis atriði, sem ekkert er bókfært um, sem líklegt er, að orkað hafi á fjárhag ákærða bæði til hags og óhags. Þykir eigi ástæða til að rekja athugasemdir þessar í einstökum atriðum, en þær hníga í þá átt, að ótaldir séu í bók- færslu ákærða verulegir útsjaldaliðir, eins og fjárhagurinn við gjald- Þrot ljóst sýnir að hlýtur að vera. Ákærði telur, að auk þessa séu kvittanir að upphæð kr. 102931.56, sem voru í vörzlum hans við gjaldþrot fyrir greiðslum, sem engin verðmæti hafi komið fyrir, eða greiðslur fyrir verðmæti, sem búið var að telja búinu til tekna, án þess að það hafi verið skuldað fyrir greiðslunum. Við gjaldþrot vantaði ákærða hins vegar kr. 1345066.94 til þess að eiga fyrir skuldum, og munar það kr. 2106014.80 frá því, sem endurskoðandi búsins telur, að átt hefði að vera. Upp í þenna mis- mun koma útistandandi skuldir, sem í bókum eru taldar kr. 1094980.72, en að sögn ákærða voru þær að mestu leyti greiddar honum fyrir gjaldþrot, og eru þær því ekki verðmæti í búinu, nema að mjög litlu leyti. Enn fremur voru í vörzlum ákærða viðskiptamannavixlar, að 330 nafnverði kr. 3254455.84, En ákærði taldi, þegar honum voru sýndir þessir víxlar, að aðeins ca. kr. 40 þúsund væru ógreiddir. Af framanskráðu er augljóst, að bókfærsla ákærða hefur verið. svo ófullkomin, að hún hefur sýnt mjög ranga mynd af raunveru- legum hag hans. Er því eigi unnt að leggja hana til grundvallar, Þegar dæma skal um, hvenær ákærði sá gjaldþrot sitt fyrir. Hinn afar slæmi fjárhagur hans við gjaldþrotið hefur áit sér alllangan aðdraganda, því að ekki er upplýst um neitt einstakt atriði á síðustu mánuðum fyrir gjaldþrotið, er hafi eyðilagt fjárhag ákærða. Það er upplýst, að hann komst í greiðsluvandræði snennna á sumri 1942, og við álagningu opinberra gjalda þá um vorið var honum gert að greiða til ríkis og bæjar samtals kr. 500549.60. Er sú upphæð talin með forgangskröfum hér að framan. Ákærði heldur því fram, að hann hafi ekki séð gjaldþrot sitt fyrir og telur jafnvel í fyrsta réttarhaldi rannsóknarinnar, að hann eigi enn fyrir skuldum þrátt fyrir gjaldþrotið. Er slíkt hin mesta fjar- stæða, eins og áður segir, og verður að álíta, að ákærði hafi séð gjaldþrot sitt fyrir nokkrum tima fyrir gjaldþrot. Eigi verður með vissu um það sagt, hve löngu fyrir gjaldþrotið hann sá það fyrir, en sennilegast er, að það hafi verið, er hann fékk vitneskju um þau opinberu gjöld, er á hann voru lögð 1942, eða upp úr því, þ. e. a. s. snemmsumars 1942. Verður að ganga út frá, að svo hafi verið. Þar sem hann gaf sig eigi upp sem gjaldþrota fyrr en áður segir, hefur hann því gerzt brotlegur við 5. málsgrein 1. gr. sbr. 39. gr. gjald- Þrotaskiptalaganna nr. 25 15. júni 1929. Sala verzlunarinnar Astors. Ákærði Guðmundur Holberg hafði um nokkurra ára skeið all- mikil viðskipti við Ólaf Magnússon kaupmann, Flókagötu 18 hér í bæ. Þau hófust 1938 eða 1939 með því, að Ólafur keypti smávíxla af ákærða. Síðar tók hann að lána ákærða fé til húsabygginga, sem tryggt var með 2. veðrétti í húseignunum. Varð það svo úr, að Ólafur fór að kaupa af ákærða víxla og ávísanir í stórum stil og þá oft á þann hátt, að hann greiddi andvirði þeirra ekki í peningum, heldur með vixlum, sem hann samþykkti sjálfur, en ákærði síðan seldi, og voru þeir vixlar venjulega gjaldkræfir nokkru síðar en víxlar þeir, sem ákærði lét Ólaf fá. Enn fremur keypti Ólafur af ákærða ýms veðskuldabréf og vixla, tryggða með fasteignaveðum, og lánaði honum fé út á slík verðmæti. Loks aðstoðaði hann ákærða við innlausn farmskirteina yfir vörur, sem hann hafði pantað, en hafði ekki fé til að innleysa, og fékk þá um leið farmskirteinin í hendur. Vegna allra þessara viðskipta var svo komið vorið 1942, að ákærði skuldaði Ólafi um 300 þúsund krónur, en þess ber að geta, að báðir aðiljar höfðu ekkert eða mjög ómerkilegt bókhald um við- skipti sín. Þegar hér var komið, dró Ólafur að sér höndina um lán- 3ð1 veitingar til ákærða og tók að krefja hann um tryggingar fyrir skuldunum. Var það sérstaklega að áeggjan Haralds, sonar sins, sem hafði ótrú á fjárhagsstyrkleika og viðskiptahæfni ákærða, að Ólafur tók þetta skref. Hann fékk nú hrl. Ólaf Þorgrímsson til að ganga í mál þetta fyrir sig, og eftir að ýmsir möguleikar höfðu komið til orða um lausn málsins, varð það úr, að Ólafur keypti verzlunina Astor, og skal þeirri sölu nú nánar lýst. Ákærði Guðmundur Holberg heldur því fram, að ákærði Brynjólf- ur hafi átt verzlun þessa, en skuldað heildverzlun sinni á annað hundrað þúsund krónur, þegar hér var komið. Eignarréttur ákærða Brynjólfs á þó eigi stoð í veruleikanum, eins og áður er tekið fram, og er því áður slegið föstu, að ákærði Guðmundur Holberg hafi raunverulega átt verzlun þessa. Ákærði Guðmundur Holberg samdi nú svo um, að verzlunin skyldi seld Ólafi Magnússyni, og var það sert með sölu- og afsalsbréfi, dagsettu 17. desember 1942, undir- rituðu af ákærða Brynjólfi. Er verzlunin þar seld Ólafi með öll- tum vörubirgðum, verzlunaráhöldum og öllu, er verzluninni tilheyrir, fyrir 200 þúsund krónur. Telur seljandi í afsalsbréfinu, að vöru- birgðir verzlunarinnar séu við afhendingu um 200 þúsund króna virði, en það, sem kynni að vanta upp á þessa upphæð við vöru- talningu um næstu áramót, skuldbatt hann sig að bæta með vörum eftir vali kaupanda, þannig að allar vörubirgðir verzlunarinnar, miðað við kaupdag, séu 200 þúsund króna virði, miðað við útsölu- verð að frádregnum 25%. Í afsalsbréfinu er tekið fram, að kaup- verðið sé að fullu greitt við undirskrift þess, en ekki nánar greint, hvernig þeirri greiðslu var háttað. Hins vegar er upplýst, að Ólafur greiddi ákærða kr. 50000.00 í peningum, en hinn hluti andvirðisins, kr. 150000.00, gekk til greiðslu skulda ákærða við Ólaf. Við vöru- talningu, sem fram fór strax eftir nýár, kom í ljós, að vörubirgðir verzlunarinnar voru allmiklu eða um 50 þúsund krónum minni en áætlað hafði verið, og bætti ákærði það að nokkru leyti upp með afhendingu nýrra vara til Ólafs, að verðmæti kr. 47000.00. Eftir að gjaldþrotaskipti hófust, fór þrotabúið í riftunarmál við Ólaf Magnússon út af sölu Astors, og með dómi bæjarþings Reykja- víkur í því máli, uppkveðnum 9. febrúar 1944, var salan ógilt, og Ólafur skyldaður til að skila hinu keypta, en búið til að endur- greiða honum 50 þúsund krónurnar. Eins og tekið er fram í kaflanum að framan um ákæruna fyrir brot gegn gjaldþrotaskiptalögunum, sá ákærði það fyrir, áður en sala verzlunarinnar Astors fór fram, að hann mundi ekki geta greitt skuldir sínar að fullu. Með sölu verzlunarinnar og með því að greiða þannig tiltölulega háa gjaldkræfa skuld sina, þegar hann sá gjald- Þþrotið fyrir, og þannig að ívilna einum skuldheimtumanna sinna hefur hann gerzt brotlegur við 250. gr. 4. tölulið almennra hegn- ingarlaga. 332 Þegar Astorsalan fór fram, var ákærða Brynjólfi, sem var manna kunnugastur högum ákærða Guðmundar Holbergs, þó ákærði Guð- mundur Holberg segði honum að vísu aldrei, hvernig fjárhag sin- um væri komið, kunnugt um, að ákærði Guðmundur Holberg hafði verið í megnum greiðsluvandræðum í marga mánuði eða frá vor- inu 1942, enda kveður hann engan starfsfrið hafa verið í heild- verzluninni síðustu mánuðina fyrir gjaldþrotið fyrir ásókn skuld- heimtumanna. Einnig var honum kunnugt um hin háu opinberu gjöld, er lögð voru á ákærða Guðmund Holberg árið 1942. Þá hefur ákærði Brynjólfur skýrt svo frá, að verzlunin hafi farið að ganga verr en áður vorið 1942 og að hún hafi verið mjög rýr frá því um haustið og fram að gjaldþroti, Auk þess var honum kunnugt um hina óbotnandi óreiðu og flækjur í viðskiptum ákærða. Verður af Þessu öllu að telja óyggjandi, að honum hafi, þegar Astorsalan fór fram, verið ljóst, að ákærði Guðmundur var á gjaldþrotsbarmi, og hefur hann því með þátttöku sinni í sölu verzlunarinnar, sem raun- verulega var eigi annað en undirskrift afsalsins, sem talinn eigs- andi hennar, gerzt meðsekur ákærða Guðmundi Holberg í broti hans segn framangreindu hegningarlagaákvæði. Varðar þessi háttsemi ákærða Brynjólfs því við 250. gr. 4. tölulið sbr. 22. gr. almenni: hegningarlaga. Af Ólafs Magnússonar hálfu er því haldið fram, að meiri hluti Þeirra ávísana, er hann keypti af ákærða Guðmundi Holberg eða fékk hjá honum sem greiðslu skulda og sem ákærði hafði gefið út, hafi ekki fengizt greiddar í banka við framvísun. Þessu er ekki bein- línis mótmælt af ákærða, en hann virðist hafa litið á ávísanir þessar sem' eins konar skuldaviðurkenningar. Þá heldur hann því fram, að svo hafi verið um talað milli sín og Ólafs um ávísanir Þessar að öli- um jafnaði, en þó ekki í öllum tilfellum, að Ólafur talaði við ákærða, áður en hann framvísaði ávísununum í banka til greiðslu. Ekkert hefur ákærði fært fram þessari staðhæfingu til stuðnings, og þykir hann með atferli sinu um ávísanir þessar hafa gerzt brotlegur við 248. gr. hegningarlaganna. Eigi verður litið svo á, að ákærði hafi með veðsetningu Njálsgötu 86 og Kaplaskjólsvegar 2 Ólafi til handa serzt sekur um refsiverðan verknað, en aftur á móti þykir veð- setning hans á Grundarstig 11 Ólafi til handa, sumpart fyrir eldri óveðtryggðum skuldum, sennilegast í september 1942, varða við 250. gr. 4. tölulið hegningarlaganna. Sala húseignarinnar Þverholts 7. Viðskipti ákærða Guðmundar Holbergs og Sigurjóns Jónssonar bankaritara, Þverholti 7, hófust 1940 eða 1941, eftir því sem næst verður komizt. Árið 1941 seldi ákærði Sigurjóni húseignina Lindargötu 62, en snemma árið 1942 seldi Sigurjón ákærða húseignina Lindargötu 60. 333 Síðar seldi ákærði Sigurjóni húseignirnar Laugaveg 158 og Þver- holt 7, en Sigurjón ákærða húseignirnar Bergstaði 2 og Sjónarhól í Mosfellssveit. Sú sala, er hér kemur til álita, er sala ákærða á húseigninni Þver- holti 7. Sumarið 1942 átti ákærði hús þetta og vildi selja það. Sigurjón hafði áhuga á að kaupa það, og áttu þeir viðtöl um þetta. Endirinn varð sá, að þeir ákváðu í samtali, er fram fór á heimili ákærða, að ákærði seldi Sigurjóni húsið fyrir 135 þúsund krónur. Við eitt eða tvö samtöl þeirra um þetta málefni var Björn Ólafs lögfræðingur staddur sem ráðunautur Sigurjóns. Síðan samdi Björn skjöl öll þessu viðvíkjandi. Hinn 25. ágúst 1942 afsalaði ákærði Sigurjóni húseign þessari. Í afsalinu er tekið fram, að Sigurjón hafi greitt ákærða kaupverðið að fullu með því að taka að sér að greiða áhvilandi veðskuldir a 13. veðrétti, samtals að eftirstöðvum kr. 57325.57, með því að gefa út skuldabréf til ákærða með 4. veðrétti í eigninni, að upphæð kr. 9024.25, og loks með því að greiða ákærða eftirstöðvar kaupverðs- ins, kr. 68650.21, í peningum. Innifalið í þessari peningagreiðslu var þó um 18 þúsund króna veðskuldabréf, er ákærði tók sem pen- ingagreiðslu. Þegar sala þessi fór fram, var ákærði eigi þinglesinn eigandi hússins, heldur Sigurður Jóhannsson, ishússtjóri í Ólafsvík. Hafði Eyjólfur Jóhannsson, bróðir Sigurðar, á sinum tíma selt ákærða húsið, en skort skriflegt umboð til þess, og fór þinglýsins eigi fram. Umboð Sigurðar fékkst svo 12. janúar 1943 fyrir milli- söngu Björns Ólafs. Þegar afsalsbréf ákærða Sigurjóni til handa var undirritað, hvíldu eigi önnur þinglyst veðbönd á eigninni en þau, er Sigurjón tók að sér samkvæmt framansögðu að standa straum af. Hinn 21, júlí 1942 eða rúmum mánuði áður en hann af- salaði Sigurjóni eigninni, gaf ákærði út tryggingarbréf í eigninni til handhafa 80 þúsund króna vixils og afhenti það og víxilinn sama dag hrl. Garðari Þorsteinssyni, sem hann hafði mjög mikil við- skipti við. Kveðst ákærði hafa látið hæstaréttarlögmanninn fá bréf- ið sem Þbráðabirgðatryggingu fyrir skuldum sínum við hann, en hæstaréttarlögmaðurinn telur sig hafa fengið bréfið til eignar. Hvort heldur var, skiptir ekki máli hér. Sama dag og ákærði gaf út tryggingarbréfið og hæstaréttarlög- maðurinn fékk það í hendur, kom sá síðarnefndi því til fulltrúa lög- manns til þinglestrar. Heldur hæstaréttarlögmaðurinn því fram, að ákærði hafi beðið sig að láta ekki þinglýsa bréfinu strax, og hafi hann (hæstaréttarlögmaðurinn) því sagt lögmannsfulltrúanum, að hann réði því, hvort hann innritaði bréfði til þinglýsingar fyrr eða síðar, en hann skyldi gæta þess, að láta bréfið ganga á undan öðr- um skjölum, er berast kynnu varðandi eignina. Þessum orðum kveðst lögmannsfulltrúinn ekki muna eftir, en mótmælir þeim þó 3ðd ekki. Jafnframt þvi, sem hæstaréttarlögmaðurinn afhenti lögmanns- fulltrúa þetta bréf, afhenti hann honum tvö önnur skjöl til þing- lestrar, þar á meðal 150 þúsund króna handhafatryggingarbréf í húseign ákærða, Mángötu 22, sem ákærði hafði gefið út sama dag og látið hæstaréttarlögmanninn fá á sama hátt og tryggingarbréfið í Þverholti 7. Lögmannsfulltrúinn gleymdi að þinglýsa skjölum þess- um þar til 17. september 1942, eða tæpum mánuði eftir að ákærði af- salaði Sigurjóni eigninni. Sigurjón hefur staðfastlega haldið því fram undir allri rannsókn málsins, að ákærði hafi ekki skýrt sér frá 80 þúsund króna tryggingarbréfinu í Þverholti 7 í samningum þeirra um eignina og að hann hafi ekki haft hugmynd um veðsetningu þessa, fyrr en Björn Ólafs skýrði honum frá henni í símtali um mánaðamótin nóvember og desember 1942. Að þessu hefur Sigurjón unnið drengskaparheit, og á veðsetningu þessa er ekki minnzt í af- salsbréfi því, er ákærði gaf Sigurjóni fyrir eigninni. Björn Ólafs hefur borið það sem vitni í málinu, að hann hafi aldrei heyrt ákærða eða Sigurjón minnast á veðsetningu þessa í þau sennilega tvö skipii, er hann heyrði þá tala um þetta mál, áður en afsalið fór fram, en um mánaðamót nóvember og desember 1942 kveðst hann hafa orðið Þess var, að tryggingarbréfinu hafði verið þinglýst, og þá einum eða tveimur dögum síðar tilkynnt Sigurjóni þetta. Hafi Sigurjón þá orðið mjög undrandi á þessu, og hafi hann ætíð haldið því fram við sig, að ákærði hafi aldrei skýrt sér frá veðbandi þessu. Sigurjón heldur því fram, eins og áður segir, að ákærði hafi ekki minnzt á þetta við sig einu orði fyrir húsakaupin eða eftir þau, fyrr en Sigurjón tal- aði við hann um þetta, eftir að Björn skýrði honum frá veðsetn- ingunni. Hefur hann tekið fram, að hefði hann haft vitneskju um veðsetninguna, áður en kaupin voru ráðin, hefði hann aldrei keypt eignina, eða þá að minnsta kosti látið útborgunina ganga til hand- hafa tryggingarbréfsins. Ákærði heldur því fram, að hann hafi í samtali við Sigurjón eitt sinn heima hjá sér, áður en kaupin fóru fram, skýrt honum frá tryggingarbréfinu og að það lægi hjá Garðari Þorsteinssyni hæstaréttarlögmanni í sambandi við víxilviðskipti sín við hann. Kveðst hann hafa tekið fram, að hann teldi bréfið vera að veði fyrir 40 þúsund króna skuld, og að hann mundi sjá um aflýsingu Þess, — en hann hafi þá ekki vitað, hvort því hefði verið þing- lýst —, en tækist sér þetta ekki, yrðu kaupin að ganga til baka. Hafi þeir þó báðir gert ráð fyrir, að til þess kæmi ekki. Síðar kveðst hann og hafa drepið á þetta í viðtali við Sigurjón. Vitni segir hann engin hafa verið að samtölum þessum, og hann kveðst ekki hafa minnzt á þetta við Björn Ólafs eða í hans áheyrn. Ákærði hefur skýrt allýtarlega frá samtali sínu og Sigurjóns, þegar þeir ræddu kaupin, og hann kveðst hafa sagt honum frá tryggingarbréfinu, og lýst, hvar þeir voru í stofunni og ýmsum öðrum smáatriðum. Hefur ðöð Sigurjón staðfest, að ákærði skýri rétt frá þessu að öðru leyti en um frásögnina um tryggingarbréfið. Í viðtölum þeirra, er fóru á undan samningunum um eignina, kom meðal annars til tals, að Sigurjón keypti Mánagötu 22 af ákærða, og eru þeir á einu máli um, að ákærði hafi í því sambandi sagt Sigurjóni frá 150 þúsund króna tryggingarbréfinu í þeirri eign, er hrl. Garðar Þorsteinsson fékk samtímis Þverholtsbréfinu. Er því haldið fram af ákærða hálfu, að þetta bendi óneitanlega til þess, að hann hafi einnig skýrt Sigurjóni frá Þverholtsbréfinu, sem eins eða mjög svipað stóð á og með Mána- sötubréfið. Auk þess er á það bent af ákærða hálfu, að fyrri húsvið- skipti hans og Sigurjóns hafi verið laus í formi og braskkennd á báða bóga og að ákærði hafi í sambandi við þau séð um lausnir veðbanda eftir afsal, án þess að á veðböndin væri minnzt í afsali, heldur hafi Það verið samkvæmt munnlegu viðtali. Björn Ólafs hefur borið sem vitni, að hann hafi, einum eða tveim- ur dögum eftir að hann fékk vitneskju um 80 þúsund króna trygg- ingarbréfið, talað við ákærða í síma um málið, og hafi ákærði þá ekki minnzt á, að hann hefði skýrt Sigurjóni frá veðinu, áður en hann gaf honum afsal fyrir eigninni. Hinn 3. desember 1942, eftir því sem næst verður komizt, fóru þeir Sigurjón og Björn báðir sam- an á fund ákærða til að ræða þetta mál. Spurði þá Sigurjón ákærða, hverju þetta sætti, og krafðist tafarlausrar aflýsingar tryggingar- bréfsins. Ákærði hélt því fram í þessu samtali, að hann hefði sagt Sigurjóni frá bréfinu áður, en Sigurjón mótmælti því þá strax mjög kröftuglega, og kveður Björn Sigurjón hafa hótað ákærða kæru. Ber Sigurjón, að ákærði hafi virzt fallast á þessi mótmæli sin, en Björn ber, að ákærði hafi við mótmæli Sigurjóns og skammir dregið úr því, sem hann áður hafði sagt, án þess þó að taka það aftur, og hafi hann þá farið að tala um möguleika á að gera Sigurjón skað- lausan af tryggingarbréfinu. Varð það síðan úr, að ákærði setti Sigurjóni nokkrar tryggingar vegna margnefnds bréfs. Hafa nú verið rakin öll höfuðatriði um, hvort ákærði hafi leynt Sigurjón tryggingarbréfinu, er þeir sömdu um húsakaupin og skjal- festu þau. Annars vegar er hin eindregna neitun ákærða, og hnigur það til stuðnings henni, að hann hafi skýrt Sigurjóni frá Mánagötu- bréfinu, og að fyrri húsaviðskipti þeirra höfðu verið laus í formi. Hins vegar er framburður Sigurjóns, og hefur hann staðfest höfuð- atriði hans með drengskaparorði. Mjög er sá framburður studdur af framburði vitnisins Björns Ólafs, og enn fremur mælir öll skyn- semi með því, að Sigurjón hefði eigi gengið að kaupunum, eins og þau eru úr garði gerð, hefði hann haft vitneskju um tryggingar- bréfið. Loks styður hin hóflausa óreiða og sukk í viðskiptum ákærða framburð Sigurjóns og að þegar salan fer fram er mjög farið að halla undan fæti um fjárhag ákærða. Að öllu athuguðu, verður að lita svo á, að nægilega sé sannað, að ákærði hafi eigi skýrt Sigurjóni 336 frá tryggingarbréfinu, áður en hann seldi honum Þverholt 7, og hefur ákærði með þvi gerzt brotlegur við 248. gr. almennra hegn- ingarlaga., Handveðsetning 350 þúsund króna tryggingarbréfs í Hótel Heklu Q. fl. Eins og fram er tekið í næsta kafla hér á undan, krafði Sigur- jón Jónsson ákærða hinn 3. desember 1942, eftir því sem næst verð- ur komizt, trygginga vegna 80 þúsund króna tryggingarbréfsins í Þverholti 7. Varð það þá að samkomulagi, að ákærði fengi frest til 15. janúar 1943 til að afhenda Sigurjóni margnefnt 80 þúsund króna bréf, enda setti hann þá jafnframt Sigurjóni að handveði til trygg- ingar skaðleysi af 80 þúsund króna bréfinu og 5000 króna víxli, er Sigurjón keypti þá samtímis af ákærða, útgefinn 3. des. 1942 og með gjalddaga 15. janúar 1943, þessi verðbréf: 1. Tryggingarbréf með víxli, til handhafa, tryggt með 4. veðrétti í Hótel Heklu. Víxillinn að upphæð kr. 350000.00. 2. Áðurnefnt 4. veðréttar skuldabréf í Þverholti 1, að upphæð kr. 9024.22. Afhenti ákærði Sigurjóni bréf þessi sem handveð samkvæmt framansögðu. Fresturinn til 15. janúar leið, án þess að ákærða tækist að losa 80 þúsund króna veðbandið af Þverholti 7. Varð það þá úr, að hann lét Sigurjón hinn 25. janúar 1943 eða tveimur dögum fyrir gjaldþrot hafa til frekari tryggingar skaðleysi sinu þessi verðbréf: 1. Tryggingarbréf með víxli, til handhafa, tryggt með 3. veðrétti i Svanastöðum í Mosfellssveit. Víxillinn að upphæð kr. 45000.00. 2. Tryggingarbréf með víxli, til handhafa, tryggt með 3. veðrétti i Grjótlæk í Stokkseyrarhreppi. Víxillinn að upphæð kr. 20000.00. Um þessi tvö síðastnefndu bréf má segja, að þau hafi raunveru- lega verið mjög lítils virði vegna veðskulda, er hvíldu á eignunum á fyrri veðréttum. Þegar ákærði lét Sigurjón fá nefnd fjögur bréf að handveði, sá hann gjaldþrot sitt fyrir, eins og áður er tekið fram, og varðar því handveðsetningin hann refsingu samkvæmt 250. gr. 4. tölulið almennra hegningarlaga. Um hið fyrst nefnda bréf, 350 þúsund króna 4. veðréttartrygg- ingarbréf í Hótel Heklu, skal þetta tekið fram. Félagið Hótel Hekla h/f átti húseignina Hótel Heklu, en í félagsstjórninni voru báðir hinir ákærðu og Margrét Árnadóttir frú, og var ákærði Guðmundur Holberg formaður stjórnarinnar, en ákærði Brynjólfur ritari. Bréfið er dagsett 15. nóvember 1942 og undirritað af ákærða Guðmundi Holberg einum sem einstaklingi, og var upphaflega að sögn beggja ákærðu útbúið í þeim tilgangi að fá út á það fé til endurbóta á hótelinu. Nú kveður ákærði Guðmundur Holberg það hafa verið fyrirsjáanlegt, að félagið þyrfti ekki að nota bréfið fyrst um sinn, og hafi það því orðið að samkomulagi milli þeirra, er mynduðu meira hluta félagsstjórnarinnar, þ. e. beggja ákærðu, að ákærði Guð- inundur Holberg mætti nota bréfið til eigin þarfa um nokkurra mán- aða skeið. Ákærði Brynjólfur kveður ákærða Guðmund Holberg hafa spurt sig, hvort hann mætti ekki nota bréfið í eigin þarfir, meðan Þeir hlutir, sem fá ætti til hótelsins, fengjust ekki, og kveðst hann hafa fallizt á það. Á trvggingarbréfið rita báðir ákærðu sem stjórnarmenn Hótel Heklu h/f samþykki á veðsetningunni, og minnir ákærða Brynjólf, að veðleyfi þetta væri ritað á bréfið um leið og Sigurjóni var afhent það, og fullyrðir Björn Ólafs, að svo hafi verið, og mjög á sömu lund er frásögn Sigurjóns um þetta. Ákærði Brynjólfur var viðstadd- ur afhendingu tryggingarbréfsins í hendur Sigurjóni og gerði engar athugasemdir við hana, enda hafði hann, sem áður segir, samþykkt, að ákærði Guðmundur Holberg mætti ráðstafa því í eigin þarfir. Verður að telja, að ákærðu hafi með þessari ráðstöfun misnotað aðstöðu sína gagnvart nefndu hlutafélagi á þann veg, að refsingu eigi að varða samkvæmt 249. gr. hegningarlaganna. Hinn 3. desember 1942 greiddi ákærði Sigurjóni Jónssyni kr. 15000.00 af vixilskuld, sem var í vanskilum. Þar sem ákærði sá þá gjaldþrot sitt fyrir, varðar þessi ráðstöfun hann refsingu sam- kvæmt 250, gr. 4. tölulið hegningarlaganna. 5 0 5 Viðskipti við Sverri Bernhöft stórkaupmann. Viðskipti ákærða Guðmundar Holbergs og Sverris Bernhöfts stór- kaupmanns, Kjartansgötu 6 hér í bæ, hófust um mitt árið 1940. Keypti ákærði talsvert af vörum af Sverri, og hefur Sverrir skýrt svo frá greiðslum ákærða, að hann hafi staðið mjög vel í skilum þar til snemma á sumri 1942, en þá hafi skipt svo um, að hann hafi alls ekkert greitt eftir það. Við gjaldþrotið skuldaði ákærði Sverri kr. 67000.00 í gjaldföllnum vöruvixlum auk kostnaðar og kr. 55000.00 í ógjaldföllnum vöruvíxlum og auk þess þá 12000 króna ávísun, er siðar verður að vikið. Um þetta eru þeir Sverrir og ákærði á einu máli í rannsókninni, en kröfulýsing Sverris í búið er allmiklu lægri en áðurnefndar skuldir samanlagðar. Sverrir leysti hina gjaldföllnu vöruvíxla til sín úr bönkunum í ágúst 1942 og krafði síðan ákærða hvað eftir annað um greiðslu þeirra, en án árangurs. Kom nú til tals milli þeirra, að Sverrir keypti hús af ákærða og fengi með því greiðslu víxilskuldanna, og mun það hafa verið seint í ágúst, sem hugmynd þessi komst á það stig, að ákveðið var, að Sverrir keypti Mánagötu 22 af ákærða fyrir kr, 187000.00, og gerðu Þeir um þetta kaupsamning, dagsettan 10. september 1942. Er svo ákveðið í kaupsamningnum, að kaupandi taki að sér að greiða áhvil- andi 1. veðréttarlán á eigninni, kr. 39000.00, greiði kr. 30000.00 í peningum við útgáfu afsals, greiði kr. 68000.00 með vixlum, sam- 99 ð 338 Þykktum af ákærða, og gefi út við afhendingu afsals skuldabréf, að upphæð kr. 50000.00. Í samningnum er ákveðið, að kaupin miðist við 1. okt. 1942, og að þá skuli afsal gefið út gegn uppfyllingu samn- ingsins af kaupanda hálfu. Hinn 21. júlí 1942 hafði ákærði gefið út tryggingarbréf með 2. veðrétti í eigninni fyrir víxli „að upphæð kr. 150000.00, og hafði hann handveðsett skjöl þessi hrl. Garðari Þorsteinssyni til trygg- ingar vixilskuldum, en af sömu ástæðu og það dróst að þinglýsa 80 þúsund króna tryggingarbréfinu í Þverholti 7 dróst þar til 17. september 1942 að þinglýsa þessu tryggingarbréfi. Sverrir heldur því nú fram, að ákærði hafi ekki sagt sér frá þessari veðsetningu og að hann hafi ekkert um hana vitað fyrr en ganga skyldi endanlega frá kaupunum með útgáfu afsals, en þessu hefur ákærði mótmælt og haldið því fram, að hann hafi skýrt Sverri frá veðsetningunni, þegar þeir ákváðu kaupin. Þeir eru sammála um, að kaupin hafi verið ráðin eitt sinn í stuttu samtali heima hjá ákærða og hafi engin vitni verið að því. Þá ræddu þeir um kjör þau, er áður eru rakin, os kveðst ákærði hafa sagt Sverri „að eignin yrði afhent honum ein- ungis með áhvílandi í. veðréttarskuldinni, kr. 39000.00, en jafn- framt kveðst hann hafa skýrt frá því, að hann hafi notað 2. veðrétt í eigninni sem baktryggingu fyrir víxilreikningi hjá kunninga sin- um, en hafi hvorki nefnt upphæð reikningsins né nafn kunningjans, né hvernig þessari veðsetningu væri nánar háttað. Kveðst ákærði hafa sagzt mundu gera nýjan samning við þenna kunningja sinn. svo af kaupunum gæti orðið. Út á betta segir hann Sverri ekkert hafa gefið og að ekkert hafi nánar verið rætt um þetta sérstaklega, nema að Sverrir hafi spurt sig, hverjum hann skuldaði víxilreikn- inginn, en hann (ákærði) hafi sagzt ekki vilja skýra honum frá því, að svo stöddu, en mundu skýra honum frá því síðar. Sverrir ber, að hann minnist þess ekki, að ákærði skyrði sér nokkurn tíma eða á nokkurn hátt frá þessari veðsetningu, fyrr en ætlunin var að gefa út afsalið, og hefur hann staðfest þenna framburð sinn með eiði. Síðan var það eitt sinn í október — 20. október eftir því, sem hrl. Kristján Guðlaugsson minnir —, að þeir hittust, ákærði og Sverrir, í þeim tilgangi að ganga endanlega frá kaupunum. Með Sverri var málflutningsmaður hans, hrl. Kristján Guðlaugsson. Bera þeir Sverrir og Kristján, að ákærði hafi þá skýrt frá því, að um 100 þús- und krónur hvíldu á 2. veðrétti eignarinnar vegna vixilskulda. Hefur Kristján borið, að þessar upplýsingar hafi, eftir því sem sér virtist. komið Sverri algerlega á óvart, og minnist hann ekki neinna atvika, er gætu bent til þess, að Sverri hafi verið kunnugt um það áður, að veðband þetta hvildi á eigninni. Ákærði kveðst á fundi þessum hafa sagt, að hann gæti ekki gengið frá kaupunum, fyrr en hann hefði komizt að samningum við hrl. Garðar Þorsteinsson um 150 þúsund króna 2. veðréttar tryggingarbréfið. Á þessum fundi slitn- 339 aði ekki með öllu upp úr kaupunum, heldur veitti Sverrir fyrir atbeina Kristjáns ákærða frest til að ganga frá málinu á þeim grundvelli, sem ákveðinn var í kaupsamningnum. Þetta gerði þó ákærði ekki, og riftaði því Sverrir kaupunum með bréfi, dagsettu 28. október 1942. Fuiltrúi hrl. Kristjáns Guðlaugssonar, Jón Norðmann Sigurðs- son lögfræðingur, samdi kaupsamninginn samkvæmt upplýsingum frá Sverri og átti oft viðtöl við hann um kaupin bæði fyrir og eftir samningsgerðina. Ber Jón, að Sverrir hafi aldrei fyrir samnings- gerðina minnzt á við sig, að hann hefði vitneskju um, að önnur veð hvildu á eigninni en það, sem í kaupsamningnum er greint. Í réttarhaldi 10. marz 1943 skýrði Hafliði Halldórsson, forstjóri Gamla Bíó h/f, frá því sem vitni, að Sverrir hafi talað við sig annað hvort í júlí eða ágúst 1942 og spurt sig, hvort hrl. Garðar Þor- steinsson mundi eiga veð í einhverju húsi við Mánagötu. Hafi Haf- liði svarað því til, að sér væri þetta ókunnugt, og skyldi Sverrir snúa sér um þetta til Garðars. Í réttarhaldi 31. mars 1943 var Hafliði spurður, hvort hann muni þá nánar en áður, hvenær þetta gerðist. Svaraði hann því þá svo, að sér hafi verið kunnugt, þegar Garðar fékk veð í Mánagötuhúsinu, en muni ekki, hvenær það var, því hann hafi ekki sett það á sig, en það hafi verið einhvern tíma siðar, sem Sverrir spurði sig um þetta. Hyggur hann, að það hafi ekki verið löngu síðar. Sérstaklega vegna þessa vitnisburðar Hafliða þykir viðurhluta- mikið að telja sannað gegn eindreginni neitun ákærða, að hann hafi leynt Sverri veðinu fyrir undirskrift kaupsamningsins. Hugs- anlegt er, að farið hafi fram hjá Sverri í hinu stutta samtali hans og ákærða eða gleymzt honum síðar hin tölulausa og nafnlausa frá- sögn ákærða um, að eignin væri baktrygging fyrir vixlareikningi hjá kunningja sínum, Verður ákærði eigi sakfelldur fyrir þetta atriði. Hins vegar hefur ákærði við undirskrift kaupsamningsins séð gjald- Þrot sitt fyrir og því með honum gerzt brotlegur við 250. gr. 4. tölu- lið sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga. Annað atriði úr viðskiptum ákærða og Sverris Bernhöfts kemur hér til athugunar, en það er 12000 króna tékkávísunin, sem áður er nefnd. Sverrir skýrir svo frá ávísun þessari, að ákærði hafi eitt sinn haustið 1942 komið til sín á skrifstofuna og beðið sig að gera sér Þann greiða að láta sig fá 12000 krónur upp í þær 30000 krónur, sem Sverrir ætti að greiða sér eftir nokkra daga, þegar gengið yrði frá húsakaupunum. Sverrir gerði þetta og afhenti ákærða féð, en fékk í staðinn frá ákærða tékkávísun fyrir sömu upphæð á reikn- ingslán nr. 805 við Útvegsbanka Íslands h/f, sem ákærði ritaði um leið. Er ávísun þessi, dagsett 9. október 1942, lögð fram sem lög- regluréttarskjal nr. 17. Um þessa ávísun kveður Sverrir ekki hafa 340 verið annað talað í þetta sinn þeirra á milii en að Sverrir hefði hana í höndum, þar til húsakaupin yrðu útkljáð, en þá skyldi hún afhendast ákærða ásamt 18 þúsund krónum sem fullnaðargreiðsla hinnar umsömdu 30000 króna peningagreiðslu. Ekki kveðst Sverrir hafa spurt ákærða, hvort innstæða væri til fyrir ávísuninni, og hann hefur unnið eið að því, að ákærði hafi við afhendingu ávís- unarinnar ekki minnzt á, að innstæða væri ekki fyrir henni né að ekki mætti framvísa henni í bankanum. Lét nú Sverrir ávisunina liggja í sjóði hjá sér, þar til mjög skömmu eftir að slitnaði upp úr húsakaupunum. Þá spurðist hann fyrir um það í Útvegsbankanum, hvort innstæða væri til fyrir henni, en fékk neitandi svar. Síðan afhenti hann hrl. Kristjáni Guðlaugssyni hana til innheimtu, og fékk hann ákærða dæmdan til greiðslu hennar, en greiðsla hafði engin fengizt við gjaldþrot. Hrl. Kristján Guðlaugsson hefur borið, að Sverrir hafi ekki sagt sér, er þeir ræddu um ávisunina, að ákærði hefði sagt sér, að ekki væri innstæða fyrir henni eða að hann mætti ekki framvisa henni í bankanum, Fulltrúi hrl. Kristjáns Guðlaugs- sonar, Jón N. Sigurðsson lögfræðingur, annaðist innheimtutilraunir ávisunarinnar. Hefur hann borið, að Sverrir hafi ekkert sagt sér um, að ákærði hefði tekið fram við sig, þegar hann afhenti ávís- unina, að ekki mætti framvísa henni eða að engin innstæða væri fyrir henni. Hafi Sverrir einmitt sagt vitninu, að hann hefði verið grunlaus um, að ávísunin væri ónýt, þegar hann tók við henni. Jón N. Sigurðsson framvísaði ávísuninni tvisvar eða þrisvar í bank- anum án þess að fá greiðslu, og hinn 18. nóvember 1942 var hún árituð í bankanum um, að næg innstæða væri eigi fyrir henni. Ákærði skýrir svo frá ávísun þessari: Nokkrum dögum fyrir 9. október 1942, dagsetningardag ávisun- arinnar, bað hann Sverri í símtali um 12— 15 þúsund króna lán til nokkurra daga. Sverrir kvað það sjálfsagt. Rétt eftir samtalið fór svo ákærði með ritaða ávísunina á skrifstofu Sverris, og afhenti Sverrir honum þar 12000 krónur í peningum án þess að óska kvitt- unar eða iryggingar. Tók ákærði þá upp ávísunina og spurði Sverri, hvort ekki væri rétt, að ávísunin lægi í sjóði hjá honum, þar til ákærði endurgreiddi lánið, og féllst Sverrir á það. Kveðst ákærði hafa verið mjög að flýta sér og hafa litið á ávísunina sem kvittun fyrir láninu. Tekur ákærði fram, að þar sem talað hafi verið un, að ávísunin lægi í sjóði hjá Sverri, þar til ákærði greiddi lánið, hafi verið auðvitað, að hún fengist ekki greidd í bankanum, því að ásæðulaust hafi verið fyrir sig að fá lánið, ef hann hefði getað tekið sömu upphæð út úr bankanum. Í þessu sambandi skal þess getið, að ákærði segir þetta hafa gserzt fyrir hádegi, þ. e. á bankatíma, en Sverrir kveður það hafa serzt að kvöldi, en óupplýst er, hvort réttara er. Þegar ákærði var um það spurður, hvort hann hefði sagt Sverri berum orðum við afhendingu ávísunarinnar, að hún fengist ekki ad1 greidd í bankanum, kveðst hann „nú muna“, að hann hafi sagt, að Sverrir mætti ekki framvísa henni í bankanum. Nokkrum dögum síðar mæltist Sverrir til þess, að ákærði greiddi ávísunina, en þá sagði ákærði illa standa á hjá sér með að greiða, og varð það þá að samkomulagi, að ávísunin skyldi bíða og yrði tekin sem greiðsla upp í væntanlegt andvirði Mánagötu 22. Heldur ákærði því fram, að lánið hafi upphaflega verið kunningjalán óháð Mánagötukaupun- um, en síðar hafi það verið tengt við þau. Ákærði hefur viðurkennt, að reikningslánið í Útvegsbankanum, sem ávísunin er á, hafi verið í mörg þúsund króna skuld frá sinni hendi, þegar hann gaf ávísunina út, og hafi sér þá verið óheimilt að ávísa á reikningslánið nema að fá til þess sérstaka yfirdráttarheimild, og hana hafði hann ekki fengið. Hann hefur ekki haldið því fram, að hann hafi beinlínis sagt Sverri, að innstæða væri ekki fyrir ávísuninni. Eftir atvikum Þykir óvarlegt að telja sannað, að Sverrir Bernhöft hafi, er hann tók við ávísuninni, verið blekktur um gildi hennar. Hins vegar þykir mega ganga út frá því, að það hafi verið ákærða vitanleg forsenda fyrir lánveitingunni af hendi Sverris, að fjárhæðin endurgreiddist í sambandi við hin fyrirhuguðu húsakaup. Af þeim viðskiptum varð ekki, svo sem áður er lyst, af ástæðum, sem ákærði, er hann fékk lánið, hlaut að sjá fyrir. Varðar þessi lántaka ákærða því við 248. gr. hegningarlaganna. Viðskipti við Steindór Einarsson bifreiðaeiganda. Ákærði Guðmundur átti um nokkurt skeið allmikil viðskipti við Steindór Einarsson bifreiðaeiganda, Sólvallagötu 68 hér í bæ. Aðai- lega voru þetta láns og vixlaviðskipti, en þó einnig leiga húsnæðis, sala gamalla bifreiða til ákærða o. fl. Framan af stóð ákærði í skil- um við Steindór, en þegar kom fram á sumarið 1942, tók hann að lenda í vanskilum. Samkvæmt bókhaldi ákærða, er brýtur ekki í bága við framburði ákærða og Steindórs, greiddi ákærði í vörum til Steindórs upp í skuldir kr. 32667.78 á tímabilinu frá 1. október 1942 til gjaldþrots. Hinn 20. eða 21, september 1942 lét ákærði Stein- dór fá vöruvixla, samtals að upphæð kr. 55233.82, og auk þess notuð húsgögn fyrir kr. 3500.00 sem greiðslu eldri skulda. Af vixlum þess- um voru vixlar á Windsor-magasin og Sportvörugerðina, samtals að upphæð tæpar 22 þúsund krónur, sem ekki greiddust. Með framangreindum greiðslum til Steindórs á þeim tima, er ákærði sá gjaldþrot sitt fyrir, hefur hann brotið 250. gr. 4. mgr. al- mennra hegningarlaga. Viðskipti við Sæmund Þórðarson stórkaupmann. Ákærði Guðmundur Holberg hafði töluverð viðskipti við Sæmund Þórðarson stórkaupmann, Tjarnargötu 10 hér í bæ. Bæði keypti hann vörur af Sæmundi, og einnig höfðu þeir allmikil víxlaviðskipti 342 saman. Voru þau aðallega þannig, að Sæmundur samþykkti víxla fyrir ákærða í greiðaskyni, en ákærði gaf honum jafnframt yfir- lýsingar um, að hann væri sá raunverulegi skuldari vixlanna. Ákærði seldi siðan víxlana og greiddi þá siðan vel flesta, en suma varð Sæmundur að innleysa, og var ákærði af þessum sökum kominn í talsverða skuld við hann fyrir gjaldþrotið. Til greiðslu á þessari skuld fékk Sæmundur úr heildverzlun ákærða hinn 8. janúar 1943 vörur fyrir kr. 4417.00 og hinn 15. sama mánaðar vörur fyrir kr. 10580.40. Taldi Sæmundur sig þó eiga að fá afslátt frá þessu verði, en ekki mun það hafa verið fastákveðið af hálfu ákærða, en líkur til, að svo hefði orðið, hefðu þeir fengið tóm til að gera þetta upp, en fáum dögum eftir síðari afhendinguna varð ákærði gjaldþrota. Sæmundi er ekki ljóst, til greiðslu hvaða vixla vörur þessar áttu að ganga, en hann kveðst rétt áður en hann fékk þær hafa orðið að innleysa til sín víxla, sem svo var háttað um, er að framan segir. Með þessari vörugreiðslu til Sæmundar fáum dögum fyrir gjald- brotið hefur ákærði brotið 250. gr. 4. tölulið almennra hegningar- laga. Sala bifreiðarinnar R 1908. Í marzmánuði 1941 útvegaði hdl. Gústaf Adolf Ólafsson ákærða Guðmundi Holberg 6000 króna lán gegn sex mánaða víxli hjá Sveini Gunnarssyni, lækni hér í bæ. Samtímis eða með bréfi, dagsettu 17. marz og þinglýstu 20. s. m., veðsetti ákærði bifreið sína, fólksflutn- ingabifreiðina R 1208, með 1. veðrétti fyrir víxilskuld Þessari. Ákærði greiddi ekki vixilinn á gjalddaga, og varð það þá úr um áramót 1941 og 1942, að héraðsdómslögmaðurinn greiddi lækninum víxilinn og eignaðist þar með víxilinn með tryggingarbréfinu. Hinn 16. apríl 1942 seldi ákærði Hafliða Halldórssyni, forstjóra 1 Gamla Bíó h/f, bifreiðina fyrir 12000 krónur án þess að skýra hon- um frá veðsetningunni. Hann heldur því að vísu fram, að hann hafi greitt héraðsdómslögmanninum veðskuldina á tímabilinu í. febrúar til 1. júlí 1942, en eigi fær sú staðhæfing hans staðizt gegn framburði og gögnum héraðsdómslögmannsins. Með því að selja bifreiðina veðsetta án þess að gera kaupanda hennar kunnugt um veðið hefur hann brotið 248. gr. hegningarlaganna. Veturinn 1942 lánaði Hafliði ákærða 35 þúsund krónur. Samtímis afhenti ákærði honum tvær tékkávísanir á Búnaðarbankann, aðra að upphæð kr. 20000.00, en hina að upphæð kr. 15000.00. Var 15 þúsund króna ávísunin dagsett 22. júní, en því er haldið fram af Hafliða, að hin hafi verið dagsett í marz eða april, en síðan verið framlengd að viðbættum vöxtum, kr. 450.00, og fyrir liggur ávísun, sem Hafliði hefur afhent, dagsett 12. júli 1942, að upphæð kr. 20450.00. Ber Hafliði, að ákærði hafi tjáð sér, að fara mætti með ávísanirnar Í bankann á gjalddögum, og að hann hafi engan fyrir- 313 vara gert um að greiða ávísanirnar sjálfur eða að nokkuð yrði því til fyrirstöðu, að þær yrðu greiddar í gjalddaga. Á gjalddaga fyrri ávísunarinnar kveðst Hafliði hafa spurt ákærða í síma, hvort ekki mætti framvísa henni, og hafi ákærði svarað, að svo væri ekki, og þá beðið um að mega framlengja hana. Á gjalddaga síðari ávis- unarinnar sagði ákærði Hafliða, að eigi væri heldur innstæða fyrir henni, og bað hann um frest á greiðslu hennar. Hafliði féllst á það, og varð endirinn sá, að hann fékk fulla greiðslu þeirra í sambandi við hús, er hann og hrl. Garðar Þorsteinsson keyptu í sameiningu af ákærða. Ákærði heldur því fram, að upphaflega hafi verið svo um talað milli sín og Hafliða, að Hafliði framvísaði eigi ávísununum, nema tala fyrst við ákærða. Hafliði kveðst ekki minnast þessa, en segir þó vera mega, að þessi hafi verið meining ákærða, þó að það kæmi ekki skýrt fram hjá honum. Þetta atriði þykir þannig vaxið, að eigi sé rétt að sakfella ákærða fyrir það. 2000 kr. tékkávísun. Vorið 1942 stóð Kristján Ingvar Kristjánsson húsgasnabólstrari, Njálsgötu 30 B, í samningum við Kristján Belló Gíslason bifreiðar- stjóra, Karlagötu 6, sem þá var í þjónustu ákærða Guðmundar Hol- bergs, um að selja honum húseignina Bergþórugötu 2. Hafði komið til mála, að ákærði Guðmundur Holberg hjálpaði Kristjáni Belló um fé til kaupanna. Þar sem ákvarðanir um kaupin drógust á langinn, varð Kristján Ingvar óþolinmóður og bað því Þormóð Ögmundsson lögfræðing, starfsmann í Útvegsbanka Íslands h/f, að ganga í málið fyrir sig og reyna að fá greiðslu hjá Kristjáni Belló upp í kaup- verðið, svo að hann hlypi ekki frá kaupunum. Lögfræðingurinn fékk nú hjá ákærða Brynjólfi 2000 króna tékk- ávísun á hlaupareikning Windsors Magasins nr. 1826 við Útvegs- banka Íslands h/f, útgefna af ákærða Brynjólfi f. h. Windsors Maga- sins. Lögfræðingurinn vissi sem starfsmaður bankans, að ekki var til innstæða fyrir ávísuninni á gjalddaga og framvísaði henni því ekki, Hann skýrði nú ákærða Brynjólfi frá þessu, en hann sagði ákærða Guðmund Holberg þá veikan, en brátt mundi hann ná í hann (ák. G. H.) og leggja þá inn á reikninginn. Þannig stóðu sakir í nokkra daga, þar til ákærði Brynjólfur kom eitt sinn til lögfræðingsins í bankann og tók við gömlu ávísuninni, en gaf jafn- framt út nyja tékkávísun sömu upphæðar og á sama reikning, dag- setta nokkra daga fram í tímann. Ávísun þessi er framlögð sem lögregluréttarskjal nr. 140. Hún var dagsett fram í tímann með það fyrir augum, að þá yrði til innstæða fyrir henni, og sagði ákærði Brynjólfur lögfræðingnum beinlínis, að á gjalddaga yrði innstæða fyrir henni. Lögfræðingurinn framvísaði ekki ávísuninni, heldur framseldi hana í hendur Kristjáni Ingvari. Hann framvísaði henni odd brátt í bankann, en þá reyndist ekki innstæða fyrir henni. Hann fól þá Kjartani Þórðarsyni lögfræðingi að innheimta hana, og fram- vísaði hann henni í bankann og fékk áritun bankans, dagsetta 18. maí 1942, um, að ekki væri næg innstæða fyrir henni, en ávísunin er dagsett 27. marz 1942. Upp úr þessu hætti Kristján Ingvar við að selja Kristjáni Belló húsið og seldi það öðrum. Ákærði Brynjólfur viðurkennir að hafa gefið ávísanirnar út, en Þar sem óljóst er af rannsókninni, hvernig háttað var með hina fyrri ávísun, verður það einungis hin, rskj. nr. 140, sem hér kemur til álita. Ákærði Brynjólfur viðurkennir, að sér hafi verið ljóst, Þegar hann gaf ávisunina út, að ekki væri til innstæða fyrir henni, og minnir, að hún væri útgefin daginn, sem hún var dagsett, án þess þó að fullyrða það. Kveður hann ákærða Guðmund Holberg hafa beðið sig að gefa ávísunina út, að ákærða Brynjólfi skildist í sam- bandi við væntanleg húsakaup Kristjáns Belló af Kristjáni Ingvari. Kveður hann ákærða Guðmund Holberg hafa sagt sér, að ekki kæmi til þess, að greiða þyrfti ávísunina, því að brátt yrði gengið frá samningum um húsakaupin. Ákærði Guðmundur Holberg man hvorki eftir, að hann bæði ákærða Brynjólf að gefa ávísunina út, né að hann ráðgaðist við sig um útgáfu hennar, en telur vafalaust, að ákærða Brynjólfi hafi verið kunnugt um, að hann ætlaði að aðstoða Kristján Belló fjárhagslega við húsakaupin. Hins vegar man hann, að 2000 króna tékkávís- uninni var „deponerað“ hjá Þormóði Ögmundssyni í sambandi við Þetta og átti að skila henni aftur, ef ekkert yrði úr kaupunum. Þykir ekki vera á því vafi, að ákærði Guðmundur Holberg hafi ráðið því, að ávísunin var gefin út og fengin í hendur Þormóði. Varðar því atferli beggja hinna ákærðu í sambandi við ávísun þessa við 248. gr. almennra hegningarlaga. Greiðsla skuldar við heildverzlun Árna Jónssonar. Hrl. Ólafur Þorgrímsson hefur skyrt frá því, að nefnd heild- verzlun hafi sumarið 1942 falið sér að innheimta hjá ákærða Guð- mundi Holberg skuld, að upphæð ca. kr. 30000.00, og að ákærði hafi greitt skuldina viðstöðulaust. Telur hæstaréttarlögmaðurinn þetta hafa gerzt í ágústmánuði. Eigi sést af rannsókn málsins, hvernig bessu efni var frekar háttað, og þykir ákærði eigi verða sakfelldur vegna þess. Viðskipti við Björgvin Grímsson. Ákærði Guðmundur Holberg átti nokkur viðskipti við Björgvin Kristinn Grímsson, eiganda Fatagerðarinnar hér í bæ. Áður en þeir áttu viðskipti þau í nóvember 1942, sem brátt verður að vikið, hafði Björgvin nokkrum sinnum selt ákærða vörur. Allar þær sölur áttu að vera gegn staðgreiðslu og voru það oftast, en stundum drógust 345 þó greiðslur ákærða. Skýrir Björgvin svo frá, að ákærði hafi stund- um greitt sér með tékkávísunum, sem ekki var innstæða fyrir, en síðar hafi þær fengizt greiddar í bönkunum. Um þetta atriði skýrir ákærði svo frá, að hann minnist þess að hafa eitt sinn greitt Björg- vin vöru með tveimur ávísunum. Hafi önnur átt að greiðast eftir viku, en hin eftir hálfan mánuð, en Björgvin hafi framvísað þeim eftir fáa daga og fengið þær greiddar. Björgvin skýrir svo frá, að hann hafi í nóvember 1942, fyrstu daga mánaðarins, að hann minnir, selt ákærða kvenkjóla í einu lagi fyrir um kr. 13100.00, flutt vörurnar í bifreið að Grundarstig 11 og ætlað að fá þær greiddar þar, því að svo hafi verið um samið, að þær yrðu greiddar við afhendingu. Ákærði kom í bifreiðina við Grundarstig í1 og nefndi Björgvin þá við hann greiðsluna, og tók ákærði þessu vel. Þeir fóru síðan að Perlubúðinni og skildu þar eftir nokkuð af vörunni, og varð ákærði þar eftir. Kvaðst hann ætla að athuga vöruna og mæltist til þess, að Björgvin kæmi til sín das- inn eftir með reikninginn. Björgvin lét það gott heita og fór með afgang varanna í verzlunina Astor og afhenti hann þar, Daginn eftir fór Björgvin til fundar við ákærða á Grundarstig 11, m. a. til að krefja hann um greiðslu fyrir vörurnar. Um líkt leyti og Björgvin kom þangað, komu þangað lögtaksmenn, og beið hann, meðan ákærði sinnti erindi þeirra. Þegar þeir voru farnir, sagði ákærði Björgvin, að hann sæti enga greiðslu innt af hendi til hans, því að verið væri að ganga að sér, og þegar Björgvin þá fór fram á að fá vörur upp í skuldina, svaraði ákærði hinu sama. Fór svo, að Björgvin fékk vörur þessar eigi greiddar að neinu leyti. Ákærði heldur því fram, að ekki hafi verið um það samið, að hann keypti vörurnar gegn staðgreiðslu, heldur hafi þær átt að greiðast að öllu leyti með vörum, sem yrðu afgreiddar, eftir þvi sem ákærði hefði til vórur, sem hentuðu Björgvin. Heldur hann því fram, að meðákærði Brynjólfur hafi vitað, að kjólarnir hafi átt að greiðast með vöruúttekt, og að þeir hafi verið keyptir með því skilyrði fyrir þrábeiðni Björgvins. Meðákærði Brynjólfur kveðst ekki vita, hvað samið var um greiðslu þessara vara. Þar sem eigi hefur komið fram, að nein vitni hafi verið að samningum ákærða og Björgvins um greiðsluna, er ósannað, hvernig þeir voru, og verð- ur ákærði því eigi sakfelldur vegna þessara vörukaupa, og eigi verður hann heldur sakfelldur vegna áðurnefndra ávísana. Viðskipti við Björn Guðmundsson. Björn Guðmundsson verzlunarmaður, Skeggjagötu 16, hafði all- mikil viðskipti við ákærða Guðmund Holberg um nokkurt skeið fyrir gjaldþrotið. Haustið 1941 stofnaði ákærði hlutafélag, sem keypti og rak Hótel Heklu hér í bænum. Auk hans voru í félaginu meðákærði Brynj- 346 ólfur, Jón Jónsson bryti, nú andaður, frú Margrét Árnadóttir og Sigurður Arngrímsson, þá starfsmaður ákærða. Hlutafé var kr. 100000.00, og var ákærði langstærsti hluthafinn. Björn Guðmundsson keypti 10 þúsund króna hlut í félagi þessu fyrir nafnverð og greiddi andvirðið í peningum. Síðar keypti hann 5 þúsund króna hlut í sama félagi á nafnverði og greiddi andvirðið með víxli, og loks keyptu hann og ákærði siðar hlut Jóns Jónssonar bryta, 10 þúsund krónur að nafnverði, fyrir 20 þúsund krónur. Eigi er fyllilega ljóst, hvernig þessi hlutafjáreign skiptist milli þeirra, en Björn heldur því fram, að hann hafi lagt fram fjórðung andvirðisins með víxli. Björn gekk við og við eftir því við ákærða að fá hlutabréf sín í félaginu, en fékk þau aldrei. Kveðst hann eigi hafa lagt neitt kapp á að fá bréf- in, sökum þess að hann hafði, þegar fram í sótti, í huga að losa sig úr félaginu. Ákærði segir það rétt vera, að Björn hafi aldrei fengið hlutabréfin. Kveðst hann hafa seymt þau, og Björn aldrei gengið eftir þeim. Verður eigi álitið, að ákærði hafi unnið til refsingar í sambandi við hlutabréf þessi né heldur með afskiptum sinum af fram- lagi Björns til væntanlegs verzlunarfélags, H. Þórðarsonar £ Co., eða vixilskuldbindingu hans vegna kaupa á Svanastöðum í Mosfellssveit. Ákærði og Björn áttu saman allmikil víxlaviðskipti, og er því haldið fram af Björns hálfu, að ákærði hafi selt tvo víxla, er hann (Björn) hafði samþykkt í því skyni, að andvirði þeirra yrði notað til greiðslu eldri víxla, en svo eigi notað andvirði þeirra til greiðslu eldri vixlanna. Þessu er mótmælt af ákærða, og ekki var ritað á nýju vixlana, að þeir væru framlengingarvixlar. Þó að samt sem áður séu allmiklar líkur fyrir því, að staðhæfing Björns um þetta sé rétt, þykir þó eigi nægilegt fram komið henni til sönnunar til sakfell- ingar ákærða. Eigi hefur ákærði heldur unnið til refsingar vegna skipta sinna við Björn vegna hússins Laugavegi 51 B. Er ósannað, að hann hafi beitt Björn refsiverðum prettum í því efni. Sumarið 1942 lét ákærði Björn fá vörur, að verðmæti 4—5 búsund krónur, sem þóknun fyrir greiða, sem Björn hafði gert honum í sambandi við Hótel Heklu og önnur viðskipti þeirra og ýmislegt amstur, sem Björn hafði haft vegna viðskiptanna við ákærða. Eru þeir sammála um, að vörur þessar hafi ekki verið greiðsla skuldar, og verður litið svo á, að þessi ráðstöfun sé ákærða ekki saknæm. Veðsetning Þjórsártúns til Einars Þorgrímssonar. Ákærði Guðmundur Holberg átti um skeið nokkur viðskipti við Einar Þorgrímsson forstjóra, Karlagötu 6, og var svo komið sumarið 1942, að Einar hafði orðið að greiða víxla, er ákærði hafði samþykkt, að upphæð samtals ca. kr. 25000.00. Hinn 15. september 1942 veðsetti ákærði Einari eign sina Þjórsártún með 2. veðrétti fyrir 15 þúsund krónum og 3. veðrétti fyrir 8 þúsund krónum, með uppfærslurétti, 347 en á Í. veðrétti hvíldi þá 38 þúsund króna veðskuld. Enda þótt vafa- samt væri, hvers virði veðið var Einari vegna hinnar háu skuldar á Í. veðrétti, verður að lita svo á, að með veðsetningu þessari hafi ákærði verið að ívilna honum á kostnað annarra skuldheimtumanna, þar sem hann samkvæmt framansögðu sá gjaldþrotið fyrir, þegar veðsetning þessi fór fram. Varðar þetta ákærða refsingu samkvæmt 250. gr. 4. tölulið hegningarlaganna. Viðskipti við hrl. Garðar Þorsteinsson. Á árinu 1942 keypti hrl. Garðar Þorsteinsson mikið af víxlum af ákærða Guðmundi Holberg. Víxlakaup þessi munu hafa hafizt í marz- mánuði, og fyrst í stað stóð ákærði í skilum með greiðslu víxlanna, en um vorið tók hann að lenda í vanskilum um greiðslu þeirra, og námu skuldbindingar hans í þessu sambandi háum upphæðum. Með bréfi, dagsettu 16. júlí 1942, seldi ákærði hrl. Garðari Þorsteinssyni og Hafliða Halldórssyni, forstjóra Gamla Bíó, húseignina Seljaveg 33 fyrir 300 þúsund krónur. Á eigninni hvíldu veðskuldir, 235 þús- und krónur, sem kaupendur tóku að sér að greiða, en afgang kaun- verðsins, kr. 65 búsund, fékk ákærði greiddan með gjaldföllnum vixlum og tékkum frá Garðari. linn 21. sama mánaðar gaf ákærði út 150 þúsund króna víxil eð 2. veðréttar tryggingarbréfi í húseign sinni Mánagötu 22 og 80 þúsund króna víxil með 4. veðrétti í húseign sinni Þverholti 7, og setti hann hrl. Garðari Þorsteinssyni samdægurs skjöl þessi að veði fyrir víxilskuldbindingum sínum. Eigi þykir ákærði verða sak- felldur fyrir þessar ráðstafanir, þar sem eigi er talið fullvíst, að ákærði hafi séð gjaldbrot sitt fyrir, þegar hann gerði ráðstafanir Þessar. Um mánaðamót maí og júní 1942 féllu allmargir víxlar, sem Garðar hafði keypt af ákærða, og gekk Garðar eftir greiðslu þeirra. Samdist svo um milli ákærða og Garðars, að ákærði léti Garðar fá í hendur tékkávísun, að upphæð kr. 59500.00, á Búnaðarbanka Ís- lands, sem var dagsett 15. júní 1942, þ. e. a. s. nokkra daga fram í tímann, 15—20 daga að ætlun ákærða. Gegn ávísuninni fékk ákærði afhenta vanskilavíxla og fékk að láni 10—20 þúsund krónur. Heldur Garðar því fram, að ákærði hafi við afhendingu ávísunar þessarar fullyrt, að innstæða vrði fyrir henni á gjalddaga, og kveðst hann hafa litið á ávísunina sem hreint og ótvírætt greiðsluloforð. Ákærði kveðst hafa litið á ávísun þessa sem skuldaviðurkenningu og heldur þvi fram, að hann hafi sagzt mundu innleysa hana sjálfur og gera hana upp við Garðar. Ávisuninni var framvísað í bankanum hinn 16. júní 1942, en þá var eigi til næg innstæða fyrir henni, Síðar greiddi ákærði Garðari ávísun þessa. Eigi þykir atferli ákærða í sambandi við ávísun þessa þannig vaxið, að refsingu varði. Um 348 vixlaafhendingar og handveðsetningar víxla frá ákærða Garðari til handa sumarið og haustið 1942 liggja svo óljósar upplýsingar fyrir, að ákærði verður eigi sakfelldur fyrir þær. Viðskipti við Einar Odd Thorsteinsson. Haustið 1942 frá 6. október og fram að 12. desember greiddi ákærði Guðmundur Holberg í mörgu lagi kr. 15200.00 upp í skuld Guðmundar Kolka á Blönduósi við Einar Odd Thorsteinsson, fyrr- verandi kaupmann, Þingholtsstræti 27, sem ákærði var sjálfskuldar- ábyrgðarmaður að. Hafði ákærði hinn 11. júlí s. á. verið dæmdur til greiðslu skuldar þessarar. Á þeim tíma, er þessar greiðslur fóru fram, sá ákærði gjaldþrot sitt fyrir, og varða þær því við 250. gr. 4. tölulið hegningarlaganna. Hinn 14. desember 1942 fékk Einar Thor- steinsson til tryggingar fyrir ábyrgð ákærða við sig á skuldum Guð- mundar Kolka vixil, að upphæð kr. 18000.00, útgefinn af ákærða, en samþykktan af Kristjáni nokkrum Gíslasyni með 2. veðrétti í Hlíðar- braut 2 í Hafnarfirði, þinglesinni eign ákærða, Þessi ráðstöfun varð- ar einnig ákærða refsingu samkvæmt nefndu hegningarlagaákvæði. Viðskipti við hdl. Gústaf Ólafsson. Í ársbyrjun 1942 seldi Gústaf Ólafsson ákærða Guðmundi Hol- berg húseignina Seljaveg 33 f. h. sína og sameiganda sins að eign- inni, Atla Eiríkssonar. Verð eignarinnar var 216 þúsund krónur. Skýrir Gústaf svo frá, að ákærði hafi greitt andvirði eignarinnar skilvíslega, að undanteknum 46 þúsund krónum. Um greiðslu þeirrar upphæðar hefur Gústaf gefið þessa skýrslu. Hann kveður ákærða hafa afhent sér í Útvegsbankanum hinn 11. febrúar tékkávísun á Búnaðarbankann fyrir þessari upphæð og hafi ákærði þá ekki tekið fram, að innstæða væri eigi til fyrir upphæð þessari, og hafi þetta atriði alls ekki borizt í tal. Um það bil stundarfjórðungi siðar hafi ákærði komið til sín á skrifstofuna og sagt sér, að innstæða væri eigi fyrir ávísuninni, sem stæði, og að sér kæmi betur að þurfa eigi að greiða hana fyrr en síðar. Þeir komu sér saman um að fresta ákvörðun um þetta til næsta dags, og lofaði Gústaf að framvísa eigi ávísuninni þangað til. Eftir örfáa daga ákváðu þeir, að ákærði skipti ávísuninni í fjórar ávísanir, dagsettar mismunandi langt fram í tímann, og minnir Gústaf, að um tveir mánuðir hafi verið milli fyrstu og annarrar ávísunarinnar, en um einn mánuður milli hinna. Ávísanir þessar fékk Gústaf hjá ákærða, og fékkst fyrsta ávísunin greidd í bankanum við framvísun, en sú næsta ekki. Síðar krafðist Gústaf löghalds fyrir hinum ógreiddu ávísunum, en ákærði fékk frest í því máli og smágreiddi af skuldinni, og að lokum féll málið niður með sættargerð og greiðslu ákærða að nokkru leyti, en þó stóðu eftir af skuldinni við gjaldþrotið 12 þúsund krónur. Ákærði kveðst ekki muna eftir þessum ávísanagreiðslum og held- 349 ur því fram, að frásögn Gústafs um þær sé röng. Kveðst hann enga ávísun hafa látið Gústaf fá þann dag, er Gústaf segist hafa tekið við 46 þúsund króna ávísuninni, aðra en 160 þúsund króna ávísun, sem hér kemur ekki til álita. Ákærði segir vel mega vera, að hann hafi nokkrum dögum síðar, þegar þeir gengu endanlega frá kaup- unum, látið Gústaf fá ávísanir, umsamdar til eins eða tveggja mán- aða. Þetta kveðst ákærði ekki muna nákvæmlega, því að milli þeirra hafi um þetta leyti farið ýms viðskipti, en hann fullyrðir að hafa lokið greiðslu andvirðis hússins í marzlok 1942. Samprófun um þessi atriði hefur engan árangur borið, og enda þótt skýrslur ákærða um þessi efni þyki nokkuð tortryggilegar, þykir sök eigi vera á hann sönnuð. Eigi er vel ljóst, hversu háttað var þeim 6500 króna vixli, sam- Þykktum af Ámunda Geirssyni, sem ákærði afhenti Gúsaf sem greiðslu skuldar, og verður ákærði eigi sakfelldur vegna þessa atriðis. Viðskipti við Ingimund Jónsson. Frá árinu 1940 hafði ákærði Guðmundur Holberg talsverð við- skipti við Ingimund Jónsson iðnaðarmann. Voru þau aðallega í því fólgin, að Ingimundur samþykkti mikið af víxlum fyrir ákærða, sem ákærði síðan seldi, og varð Ingimundur þannig ábyrgur fyrir stórfé án þess að fá verðmæti á móti, Það er ágreiningslaust, að vixlaviðskipti ákærða og Ingimundar hófust aðallega í sambandi við það, að ákærði ætlaði að hjálpa Ingimundi til að kaupa þá hluti, er aðrir áttu í fyrirtækinu Kemico h/f. Í þessu skyni lánaði ákærði Ingimundi 15 þúsund krónur, en Ingimundur samþykkti víxla fyrir. Eftir þetta samþykkti Ingimundur fjölda víxla fyrir ákærða, sem hann (Ingimundur) segir hafa verið ætlaða til framlengingar eldri víxlum. Marga víxla samþykkti hann, án þess að rituð hefði verið á þá nokkur upphæð, og virðist hann hafa lagt það atriði á vald ákærða. Ákærði heldur því hins vegar fram, að Ingimundur hafi í greiðaskyni við sig samþykkt víxlana, enda hafi verið samkomu- lag um það þeirra á milli, að ákærði greiddi þá, aðra en þá, sem stóðu í sambandi við kaupin á Kemico h/f. Öl eru viðskipti þessara manna óreiðukennd með afbrigðum og Ósætileg af Ingimundar hálfu, en eigi verður séð, að þau hafi verið ákærða refsiverð. Greiðsla til Ingólfs Guðmundssonar. Sumarið 1942 greiddi ákærði Guðmundur Holberg kr. 10000.00 upp í skuld við Ingólf Guðmundsson, stórkaupmann hér í bænum, en um skuld þessa hafði verið gerð réttarsátt. Eigi er fyllilega ljóst, hvenær sumarsins þessi greiðsla var af hendi innt, og verður ákærði því eigi sakfelldur fyrir hana. 350 Greiðsla til Jóns Heiðbergs. Í nóvember 1942 afhenti ákærði Guðmundur Holberg Jóni Heið- berg, stórkaupmanni hér í bæ, tvo vixla, samtals að upphæð kr. 6500,00, samþykkta af öðrum, sem greiðslu upp í eldri skuldir, Þessa víxla seldi Jón banka. Þar sem ákærði sá gjaldþrotið fyrir, þegar hann innti þessa greiðslu af hendi, hefur hann með greiðslunni gerzt brotlegur við 250. gr. 4. tölulið hegningarlaganna. Víæill Karls. Lúðvíkssonar. Eigi löngu fyrir áramót 1942—1943 lánaði Karl Lúðvíksson. lyfjafræðingur hér í bæ, ákærða Guðmundi Holberg kr. 3500.00 segn víxli. Var víxill þessi dagsettur 15. nóvember 1949, og gjalddagi hans 15. febrúar 1943. Í janúar höfðu Karli borizt til eyrna sögur um, að fjárhagur ákærða væri tæpur, og þess vegna krafði hann ákærða þá um greiðslu víxilsins. Varð það úr, að Karl innlevsti vörusendingu, sem ákærði átti á skipaafgreiðslu hér, og seldi hana, og samdist svo um með þeim, að söluágóði vörunnar skoðaðist sem greiðsla víxilsins. Eigi verður séð, að þessi lántaka sé ákærða refsiverð. Veðsetning vara til hrl. Lárusar Jóhannessonar, Árið 1942 átti ákærði Guðmundur Holberg mikil viðskipti við hrl. Lárus Jóhannesson. Lárus lánaði honum rekstrarfé og fékk að handveði vörur, sem seldar voru í Windsor Magasini samkvæmt samningi þeirra á milli. Einnig keypti Lárus vixla af ákærða, sem síðar urðu vanskilavíxlar, og átti hann af þessum ástæðum til hárra skulda að telja hjá ákærða, a. m .k. með köflum. Í bréfi, dagsettu ð. október 1942, frá Lárusi til ákærða segir svo: „Gegn því, að þér afhendið hr. kaupm. Ólafi H. Sveinssyni sem handveðshafa fyrir vora hönd innan 4 daga frá því í dag til sölu í Windsor Magasini, Vesturgötu 2, auðseljanlegar vörur með sanngjörnu verði fyrir a. m. k. kr. 120000.00 að útsöluverði, höfum vér gengið inn á að draga til baka 25. þ. m. stefnur á yður og aðra víxlaskuldara út af víxl- um, sem vér höfum innleyst vegna yðar vegna ábyrgðar vorrar, að upphæð ca. kr. 100000.00, enda sgreiðið þér þegar útlögð réttar- gjöld.“ Nokkuð af vörum veðsetti ákærði samkvæmt bréfi þessu, en þó eigi nema að litlu leyti, samkvæmt skýrslu Lárusar, m. a. af því að móttöku hafi verið neitað sökum plássleysis. Þessi ráðstöfun ákærða varðar við 250. gr. 4. tölulið hegningar- laganna, þar sem ákærði sá gjaldþrot sitt fyrir, þegar hann gerði ráðstöfunina. Ráðstöfun hlutabréfs Margrétar Árnadóttur. Haustið 1941 keypti Hótel Hekla h/f, sem ákærði Guðmundur Holberg var formaður í og aðalstofnandi að, veitingahúsið Hótel 3ðl Heklu hér í bæ af fyrri eiganda, frú Margréti Árnadóttur, Vífils- götu 6. Gerðist frú Margrét í sambandi við kaup bessi hluthafi í fé- laginu, taldist eiga 1000 króna hlut, en allt hlutaféð var kr. 100000.00. Hún fékk ekki hlutabréf sitt afhent, enda gekk hún ekki eftir því. Ákærði Guðmundur Holberg hélt bréfinu og setti það síðan að veði án þess að leita samþykkis Margrétar á þeirri ráðstöfun. Ákærði heldur því fram, að hann hafi í raun og veru áti hlutabréf þetta og að Margrét hafi einungis verið málamyndareigandi þess. Þessi staðhæfing hans er þó ósönnuð, og hefur hann því með veðsetr- ingu bréfsins serzt brotlegur við 247. gr. 1. mgr. hegningarlaganna. Veðselning til Ragnars Bjarkans. Hinn 11. júlí 1942 handveðsetti ákærði Guðmundur Holberg Ragn- ari Bjarkan stjórnarráðsfulltrúa, Gunnarsbraut 32, vörur að verð- mæti samkvæmt reikningum kr. 35594.80, sumpart fyrir nýju láni, en sumpart fyrir eldri skuldum. Þar sem eigi þykir öruggt, að ákærði hafi á þessum tíma séð gjaldþrot sitt fyrir, verður hann eigi sakfelldur fyrir þessa ráðstöfun. Greiðsla 9000 króna til hrl. Sigurgeirs Sigurjónssonar. Sennilega vorið 1942 lánaði hrl. Sigurgeir Sigurjónsson Í. h. Sig- urðar Berndsen ákærða Guðmundi Holberg 20 þúsund krónur. Siðla sama árs greiddi ákærði kr. 9000.00 í peningum upp í þetta lán, og bar sem hann þá sá fyrir gjaldþrot sitt, varðar greiðsla þessi við 250. gr. 4. tölulið hegningarlaganna. Viðskipti við Skúla Jóhannsson stórkaupmann. Á árunum 1940—1942 seldi Skúli Jóhannsson stórkaupmaður ákærða Guðmundi Holberg allmikið af snyrtivörum. Um mitt ár 1942 skuldaði ákærði Skúla 7—S8 þúsund krónur vegna þessara við- skipta. Skuld þessa greiddi hann skömmu síðar með vörum. Eigi er víst, hvenær þessi greiðsla fór fram nánar tiltekið, og sökum óviss um það verður hún eigi metin ákærða saknæm. Ákærði fékk Skúla Jóhannsson til að gefa út fyrir sig í greiðaskyni tvo vixla, samtals að upphæð kr. 12500.00. Atferli ákærða í sambandi við þetta atriði Þykir eigi heldur saknæmt. Víælaviðskipti við Svein Pétursson, Þorlák Guðmundsson, Sæmund Þórðarson og Þorstein Jónsson. Ákærði Guðmundur Holberg hafði um alllangt skeið fyrir gjald- þrotið mikil vixlaviðskipti við Svein Pétursson áugnlækni, Þorlák Guðmundsson skósmið, Sæmund Þórðarson stórkaupmann og Þor- stein Jónsson kaupmann. Vixlaviðskipti þessi voru aðallega í þvi fólgin, að menn þessir samþykktu víxla fyrir ákærða, er síðan seldi Þá sér til fjáröflunar. Er ákærði í þessu sambandi sakaður um að 352 hafa fengið vixlana samþykkta með loforðum um fjárhagsleg frið- indi til endurgjalds og tryggingar. Þessum ásökunum hefur ákærði neitað, og þykir gegn neitun hans varhugavert að telja hann sannan að sök um refsiverða háttsemi í þessu sambandi. Seint á árinu 1942 greiddi ákærði Sæmundi Þórðarsyni kr. 5000.00 til fullnægingar kröfu, sem Sæmundur átti á hendur honum vegna víxils, er Sæmundur hafði þurft að innleysa, en sem ákærði hafði raunverulega átt að greiða. Eigi þykir ákærði verða sakfelldur fyrir greiðslu þessa. Niðurlag. Fyrir brot ákærða Guðmundar Holbergs, sem hér að framan hafa verið rakin, þykir refsing hans með hliðsjón af 77. gr. al- mennra hegningarlaga hæfilega ákveðin fangelsi í 2 ár. Skilyrði Þykja eigi fyrir, að sæzluvarðhald hans komi til frádráttar refs- ingunni samkvæmt 76. gr. almennra hegningarlaga. Fyrir brot ákærða Brynjólfs, sem hér að framan hafa verið rakin, Þykir refsing hans með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga hæfilega ákveðin fangelsi í 4 mánuði, en eftir atvikum þykir rétt að ákveða, að fullnustu refsingar hans skuli fresta og hún niður falla, að 2 árum liðnum frá uppkvaðningu dóms þessa, verði skil- orð VI. kafla almennra hegningarlaga haldin. Samkvæmt 68. gr. 3. mgr. almennra hegningarlaga ber að svipta báða hina ákærðu kosningarrétti og kjörgengi til opinberra starfa og annarra almennra kosninga. Samkvæmt 4. mgr. 8. gr. sjaldþrotaskiptalaganna, 19. gr. bókhalds- laganna og 68. gr. 1. og 2. mgr. hegningarlaganna þykir rétt að svipta ákærða Guðmund Holberg ævilangt rétti til þess að reka eða stjórna verzlun eða atvinnufyrirtæki. Ákærða Guðmund Holberg ber að dæma til greiðslu málsvarnar- launa skipaðs verjanda sins, hrl. Lárusar Jóhannessonar, kr. 5000.00, og til greiðslu kostnaðar við sgsæzluvarðhald sitt, Ákærða Brynjólf ber að dæma til greiðslu málsvarnarlauna skip- aðs verjanda síns, hrl. Gústafs A. Sveinssonar, kr. 3500.00. Af öðrum kostnaði sakarinnar greiði ákærðu in solidum %6o hluta, en ákærði Guðmundur Holberg einn 1%6 hluta. Í byrjun dómsins er gerð grein fyrir rekstri málsins, sem hefur verið vitalaus. Því dæmist rétt vera: Ákærði Guðmundur Holberg Þórðarson sæti fangelsi í 2 ár. Ákærði Brynjólfur Einarsson sæti fanglesi í 4 mánuði, en fullnustu refsingar hans skal fresta, og niður skal hún falla, að 2 árum liðnum frá uppkvaðningu dóms þessa, verði skilorð VI. kafla almennra hegningarlaga nr. 19 19. febrúar 1940 haldið. Ákærðu eru frá birtingu dóms þessa sviptir kosningarétti os kjörgengi til opinberra starfa og annarra almennra kosninga, og ákærði Guðmundur Holberg er ævilangt sviptur rétti til að reka eða stjórna verzlun eða atvinnufyrirtæki. Ákærði Guðmundur Holberg Þórðarson greiði málsvarnar- laun skipaðs verjanda sins, hrl. Lárusar Jóhannessonar, kr. 5000.00, og allan kostnað við gæzluvarðhald sitt. Ákærði Brynjólfur Einarsson greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, hrl. Gústafs A. Sveinssonar, kr. 3500.00. Af öðrum kostnaði sakarinnar greiði ákærðu in solidum 0 hluta, en ákærði Guðmundur Holberg einn 1%g hluta. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Mánudaginn 23. júni 1947. Nr. 34/1947. Bjarni Valdimarsson, Esther Valdimarsdóttir og Erla Valdimarsdóttir (Hrl. Theódór B. Líndal) Segn Jóhanni Valdimarssyni (Hrl. Gústaf A, Sveinsson). Setudómarar hrl. Einar B. Guðmundsson og próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar og hrd. Þórðar Eyjólfssonar. Krafa um slit sameignar á fasteign með sölu hennar á opin- beru uppboði. Dómur hæstaréttar. Kristján Kristjánsson, borgarfógeti í Reykjavík, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Áfrýjendur, er skotið hafa máli þessu til hæstaréttar með stefnu, útgefinni 21. apríl s. l., hafa gert þær réttarkröfur, aðallega að hinn áfrýjaði úrskurður verði ómerktur og synj- að um framgang hins umbeðna uppboðs, en til vara, að honum verði hrundið og breytt þannig, að salan fari fram með þeim skilmálum, að áfrýjendum verði heimilað að ganga inn í hæsta framkomið boð, og fái þá eignina útlagða gegn greiðslu eins fjórða áhvilandi veðskulda og þess, sem stefnda ber samkvæmt réttum reikningsskilum sem sameiganda að einum fjórða hluta og þess kostnaðar, sem 23 354 greiða ber fyrir útlagningu. Svo krefjast þeir og málskostn- aðar fyri hæstarétti úr hendi stefnda að skaðlausu eftir mati hæstaréttar. Af hálfu stefnda hefur verið krafizt staðfest- ingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar fyrir hæstarétti úr hendi áfrýjanda in solidum eftir mati dómsins. Fallast verður á það, að stefndi eigi rétt á að slíta sam- eign sinni og áfrýjenda á húseigninni nr. 52 Á við Njálsgötu með því að láta selja téða eign á opinberu uppboði. Af þess- um sökum og að öðru leyti með því að málinu hefur eigi verið gagnáfrýjað ber að staðfesta hinn áfrýjaða úrskurð. Samkvæmt þessum úrslitum ber að dæma áfrýjendur tl að greiða stefnda in solidum málskostnað í hæstarétti, kr. 600.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður skal óraskaður. Áfrýjendur, Bjarni Valdimarsson, Esther Valdimars- dóttir og Erla Valdimarsdóttir greiði in solidum stefnda, Jóhanni Valdimarssyni, málskostnað í hæsta- rétti, kr. 600.00, að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður uppboðsréttar Reykjavíkur 8. apríl 1947. Með beiðni, dags. 22. október f. á. fór Jóhann Valdimarsson, Njálsgötu 52 A, hér í bænum, þess á leit, að húseignin nr. 52 A við Njálsgötu verði auglýst og seld á opinberu uppboði, en hann er ásamt systkinum sínum þremur, Bjarna, Erlu og Esther, eigandi hennar, og munu þau eiga hvert '% hlutann, en eignin er öll í óskiptri sameign, og mun uppboðskrafan fram komin, til þess að slíta sameigninni. Eign þessa fengu aðiljar fyrir skipti á félagsbúi foreldra þeirra, sem slitu samvistir. Var sú kvöð lögð á eignina af hálfu föðurins, að samþykki hans þurfi til sölu eða veðsetningar húseignar þessarar, og var af þeim ástæðum meðal annars frestað auglýsingu á húseigninni. Með vfirlýsingu, dags. 23. janúar þ. á., samþykkti hann, að umbeðið uppboð færi fram á eigninni. Var að- iljum tilkynnt með ábyrgðarbréfi, dags. 25. ján. 1947, að opinbeit uppboð færi fram á eign þessari 25. f. m., og var uppboð Þetta jafn- framt auglýst í Lögbirtingablaðinu dagana 8., 12. og 13. febrúar þ. á. Þegar uppboðið skyldi fara fram á húseigninni, mótmæltu með- eigendur uppboðsbeiðanda því, að uppboðið færi fram, og eftir að 3öð aðiljar höfðu, hver um sig, sett fram málsástæður sínar í bókun í réttarbókina, var málið tekið undir úrskurð samdægurs. Kröfu um uppboðið styður uppboðsbeiðandi við það, að hús- eign þessi sé í óskiptanlegri sameign 3ja systkina sinna og sin, og þar sem ekki hafi orðið frjálst samkomulag um slit sameignarinnar, séu eigi önnur ráð en að láta sölu fara fram á opinberu uppboði og skipta andvirði hennar eftir réttum hlutföllum í sameigninni. Jafnframt því áskilur hann sér rétt til að ganga inn í hæsta boð það, er í eignina kann að verða gert á uppboðinu. Meðeigendur uppboðsbeiðanda hafa mótmælt því, að uppboðið fari fram. Telja þeir, að eigi séu skilyrði fyrir því að slíta sameign- inni, að minnsta kosti ekki með uppboðssölu. Telja þeir, að af upp- boðssölu stafi tjón og réttarspjöll fyrir þá, en sameignina megi hins vegar reka á hagkvæman hátt fyrir alla aðilja, ef þeir, sem meiri hlutann eiga, fái ráðið. En komi til þess, að sameigninni verði slitið, telja þeir aðferðina eiga að vera þá, að eignin sé metin af dómkvöddum mönnum, og þeir eigi þá rétt til að leysa uppboðs- beiðanda út í samræmi við matið, eignarhlutföllin og rétt reikn- ingsskil um sameignina. Þá hafa þeir mótmælt því, ef sala fari á annað borð fram við opinbert uppboð, að selt verði meira en hluti uppboðsbeiðanda í eigninni. Loks hafa þeir síðar í málinu gert þá varakröfu, ef eignin verði öll seld, að þeir fái eignina útlagða og Það með forgangsrétti framar uppboðsbeiðanda, en til vara við þá kröfu, að þeir fái eignina útlagða að %, en það svarar til þeirra eignarhluta, en verði jafnframt kaupendur að %M, hluta uppboðs- beiðanda. Þessum forgangsrétti hefur uppboðsbeiðandi með öllu mótmælt. Í máli þessu er fram komin skýlaus krafa frá uppboðsbeiðanda um slit á sameign þessari, og með því að eigi finnast rök fyrir því, að sameignarslitin séu fram borin á þeim tíma, að rýrt geti verð- mæli sameignarinnar, en hins vegar fullkomlega ljóst, að reikn- ingsskil um sameignina hafa eigi verið gerð, heldur hver og einn eigendanna notið hennar, eins og föng voru til, án þess að jafnaðar hagsmunanna væri gætt, verður að telja kröfu uppboðsbeiðanda um sameignarslitin á rökum reista. Með því að aðiljar hafa eigi getað komið sér saman um að láta virða eignina og hlutkesti ráða, hver fengi hana, bar sem báðir vilja eignast hana, verður eigi talin Önnur lausn á máli þessu en sala á allri eigninni við opinbert uppboð, því þar með kemur í ljós, hvert gangverð hennar má ætla að sé. Þykir jafnframt eðlilegt, ef annar en aðiljar verður hæstbjóðandi í eignina, að veita meiri hluta eigenda hennar rétt til að ganga inn í boðið, því ætla má, að þeir hafi hlutfallslega meiri hagsmuna að gæta heldur en sá, er á minni hlutann, en að meiri hlutanum frágengnum á þá uppboðsbeiðandi rétt til að ganga inn í boðið. Aftur á móti verður að telja, að sé 356 annar aðilinn hæstbjóðandi, þá verði hinum eigi gefinn kostur á að sanga inn í hans boð, enda þykir í því tilfelli ástæðulaust að gera aðiljum misjafnt undir höfði. Ekki þykir fært að taka kröfu að- iljanna um útlagningu til greina, því hér verður um hreina sölu að ræða á þeim hluta, er þeir kunna að eignast við uppboðið til við- bótar því, sem var áður þeirra eign, en rétt þykir að fella niður uppboðslaun af henni. Samkvæmt þessu þykir verða að leyfa framgang hins umbeðna uppboðs. Verði annar en aðiljar hæstbjóðandi í eignina, hefur meiri hlutinn rétt til að ganga inn í það boð, og að honum frágengnum uppboðsbeiðandi sjálfur. Verði annar aðilinn hæstbjóðandi, þá hefur hinn eigi rétt til að ganga inn í boðið. Verði annar aðilinn kaup- andi eignarinnar, ber honum aðeins að greiða uppboðslaun af þeim hluta eignarinnar, sem hann ekki átti áður. Því úrskurðast: Hið umbeðna uppboð skal fara fram. Verði annar en aðiljar hæstbjóðandi í eignina, hefur meiri hlutinn rétt til að ganga inn í það boð, og að honum frágengnum uppboðsbeiðandi sjálf- ur.Verði annar aðilinn hæstbjóðandi, þá hefur hinn eigi rétt til að ganga inn í boðið. Verði annar aðilinn kaupandi eignar- innar, ber honum aðeins að greiða uppboðslaun af þeim hluta eignarinnar, sem hann ekki átti áður. Uppboðið fer fram á ábyrgð uppboðsbeiðanda. Mánudaginn 23. júní 1947. Nr. 4/1947. Aðalbjörg Sigbjörnsdóttir gegn Guðlaugi Guðmundssyni. Útivistardómur. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Aðalbjörg Sigbjörnsdóttir, er eigi mætir í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hún vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 337 Mánudaginn 23. júní 1947. Nr. 109/1946. Árni Sigfússon (Hrl. Eggert Claessen) segn Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs og gagnsök (Jón N. Sigurðsson hdl.). Setudómarar próf. Ólafur Lárusson og hrl. Svein- björn Jónsson í stað hrd. Árna Tryggvasonar og hrd. Þórðar Eyjólfssonar. Fébótamál samkvæmt lögum nr. 99/1943. Héraðsdómur ómerktur. Dómur hæstaréttar. Í máli þessu eru gerðar kröfur til fébóta úr éíkissjóði samkvæmt lögum nr. 99/1943, sbr. lög nr. 65/1944, vegna meðferðar setuliðs Bandaríkja Norður-Ameríku á húseign aðaláfrýyjanda í Vestmannaeyjum. Hafa í málinu verið lagð- ar fram ýmsar matsgerðir varðandi kostnað af viðgerð húss- ins. Aðilja greinir á um það, hvað af því, sem eigninni er áfátt, sé af völdum setuliðs Breta og hvað af völdum setu- liðs Bandaríkjamanna svo og hvað stafi af venjulegu sliti og ófullnægjandi viðhaldi. Þá er og ágreiningur með að- iljum um fjárhæðir einstakra liða matsgerðar frá 1. april 1943. Málinu var því svo háttað, að nauðsyn bar til, að hér- aðsdómari kveddi sérkunnáttumenn um húsagerð til að fara með og dæma málið með sér, sbr. 3. tölulið 200. gr. laga nr. 85/1936. Hefðu þeir átt að yfirfara og gagnrýna allar matsgerðir og reikninga í málinu og dómurinn siðan ákveða, hverra frekari gagna og athugunar væri þörf. Sem dæmi þess, sem dómurinn hefði átt að rannsaka ýtarlega, mætti nefna 6. og 10. lið matsgerðarinnar frá 10. apríl 1943, til þess að fá úr því skorið, hverjar orsakir liggi til skemmda þeirra, er þar greinir, og þá m. a. hvort þær verði raktar til aðgerða setuliðsmanna eða atvika, er húseigandi kunni að bera ábyrgð á. Þar sem málið hefur eigi sætt þeirri meðferð, sem nú var lýst og lög mæla, verður að ómerkja héraðsdóminn og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dóms- álagningar af nýju. 358 Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir hæsta- rétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera ómerkur, og visast málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dóms- álagningar af nýju. Málskostnaður fyrir hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 5. júní 1946. Mál þetta, sem dómtekið var 23. þ. m., hefur Árni Sigfússon kaup- maður, Vestmannaeyjum, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, út- gefinni 9. desember 1944, gegn fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs. Hefur stefnandi gert þessar dómkröfur: 1. Að stefndi verði dæmdur til að greiða sér skaðabætur aðallega að fjárhæð kr. 107826.01, en til vara kr. 103350.43. TI. Að stefndi verði dæmdur til að greiða sér í bætur fyrir tapaða húsaleigu kr. 825.00 fyrir hvern mánuð, sem greiðsla umstefndra fjárhæða dregst frá 3. nóv. 1944 að telja, með 5% ársvöxtum af þeim fjárhæðum frá lokum hvers þeirra mánaða til greiðslu- dags. 1lI. Að stefndi verði dæmdur til að greiða 5% ársvexti af kr. 79658.58 frá 3. nóv. 1944 til greiðsludags. IV. Að stefndi verði dæmdur til að greiða málskostnað samkvæmt framlögðum reikningi að fjárhæð kr. 10205.05. Stefndi krafðist þess í upphafi, að máli þessu yrði vísað frá bæj- arþinginu, og fór munnlegur málflutningur fram um frávisunar- kröfuna þann 21. marz 1945. Með úrskurði bæjarþingsins upp kveðn- um 28. s. m. var frávísunarkröfunni hrundið. Stefndi hefur nú aðallega krafizt sýknu af kröfum stefnanda, en til vara, að kröfur hans verði lækkaðar. Í báðum tilvikum hefur stefndi krafizt málskostnaðar að mati dómarans. Málsatvik eru þessi: Með ódagsettum samningi, sem talinn er gerður 3. nóvember 1941 milli Útvegsbanka Íslands h/f annars vegar og hermálaráðherra Bretakonungs hins vegar, leigði bankinn hermálaráðherranum hús- eignina Skálholt, nr. 43 við Urðaveg í Vestmannaeyjum, ásamt lóð, en eignir þessar átti bankinn. Leigutíminn skyldi hefjast 1. okt. 1940 og vera næstu 6 almanaksmánuðir og síðan áfram, meðan leigu- taki þyrfti á hinu leigða húsnæði að halda. Leiga var ákveðin kr. 500.00 á mánuði, og skyldi hún greiðast ársfjórðungslega fyrirfram. Í 5. grein samnings þessa er ákveðið, að verði spjöll á nefndum mannvirkjum eða lóð umfram venjulegt slit, þá skuli leigutaki bæta þau að leigutíma loknum eða greiða skaðabætur fyrir. Með sam- komulagi, sem talið er gert 23. des. 1941, milli nefnds leigutaka og herstjórnar Bandaríkja Norður-Ameríku tók herstjórn Bandaríkj- anna við nefndum leigusamningi og gekk inn í rétt og skyldur leigu- taka. Af hálfu leigusala var ritað samþykki hans á samkomulag þetta. Er áritunin svo hljóðandi í þýðingu löggilts skjalaþýðara: „Vér Útvegsbanki Íslands, í samningi þessum nefndur húseig- andinn, samþykkjum hér með ofangerða yfirfærslu og staðfestum, að þann 23. desember 1941 átti ég engar kröfur útistandandi á hendur brezka hermálaráðherranum.“ Þann 1. október 1941 (en dagsetning þessi virðist röng) gerði Útvegsbanki Íslands h/f og ríkissjórn Bandaríkja Norður-Ameríku nýjan leigusamning um nefnda húseign. Leigutíminn er þar talinn hefjast 1. janúar 1942, og skyldi hann standa til 30. júni s. á., en sert er ráð fyrir, „að leigumálinn verði framlengdur, ef leigutaki óskar þess. Leiga var ákveðin kr. 610.50 á mánuði, er greiddist mán- aðarlega. Þá er í samningnum ákvæði á þá leið. að leigutaki geti sagt honum upp með 30 daga fyrirvara. Samkvæmi ákvæðum 9. gr. samningsins skal leigutaki, „ef leigusali óskar þess, áður en leigu- máli þessi eða endurnýjun hans er útrunnin, samkvæmt vali sinu greiða sanngjarna uppbót eða endurbæta eignirnar, svo að þær verði í sama ásigkomulagi og þær voru á þeim tíma, er hún tók við þeim samkvæmt samningi þessum; undanskilið skal þó vera venjulegt slit eftir eðlilega notkun og skemmdir, sem stafa af ástæð- um, sem ríkisstjórnin ræður ekki við.“ Í 13. gr. samnings þessa er ákvæði á þá leið, að rísi ágreiningur milli aðilja um skaðabætur eða skemmdir, er standi í sambandi við notkun eða leigu húseignarinnar, skuli skjóta sliku máli undir úrskurð sendiherra Bandaríkja Norður-Ameriku eða manns til- nefnds af honum og eins af dómurum hæstaréttar. Komi þeir sér ekki saman, skyldi sendiherra Breta eða umboðsmaður hans hafa endanlegt úrskurðarvald. Með afsali, dags. 31. okt. 1942, seldi Útvegsbankinn stefnanda máls þessa umrædda húseign og framseldi honum jafnframt allan rétt sinn samkvæmt áðurgreindum samningum. Í ódagsettum við- bótarsamningi milli stefnanda og herstjórnar Bandaríkja Norður- Ameríku er tekið fram, að í mánaðarleigunni, kr. 610.00, sé inni- falin 11% hækkun samkvæmt húsaleiguvísitölu, miðað við kr. 550.00 í grunnleigu. Og enn fremur, að þar sem húsaleiguvísitalan hafi hækkað í 125 stig þann 1. okt. 1942 eigi leigan samkvæmt áður- greindum samningi að teljast kr. 687.50 á mánuði, en það sé kr. 550.00 í grunnleigu að viðbættum 25%. Þann 3. apríl 1943 sagði herstjórn Bandaríkja Norður-Ameríku upp leigumálanum um nefnda húseign, að því er virðist með 30 daga 360 uppsagnarfresti. Stefnandi taldi, að miklar skemmdir hefðu orðið á húsinu af völdum leigutaka, og fékk því þann 5. apríl 1943 dóm- kvadda 4 matsmenn til að meta til fjár, hvað kosta mundi að gera við þær skemmdir á húseigninni, er orsakazt hefðu af dvöl brezka og ameríska setuliðsins þar. Mat þetta fór siðan fram, og er mats- gerðin dagsett 10. april s. á. Er matsfjárhæðin kr. 73180.20. Stefnandi krafðist þess, að herstjórn Bandaríkja Norður-Ameríku greiddi bæt- ur samkvæmt nefndu mati, að viðbættum matskostnaði og leigu- tapi. Herstjórnin vildi hins vegar ekki greiða fé þetta, en bauð lægri fjárhæðir, sem ekki varð samkomulag um, og varð ekki af greiðsl- um. Ekki lét herstjórnin heldur gera við húsið á sinn kostnað, sem Þó hafði komið til tals. Með bréfi, dagsettu 22. sept. 1943, til sendiherra Bandaríkja Norður-Ameríku hér á landi óskaði stefnandi þess samkvæmt 18. gr. leigusamningsins, að sendiherrann eða sá, er hann tilnefndi, tæki málið til úrskurðar, og gerðar yrðu ráðstafanir til, að einn af dómurum hæstaréttar tæki þátt í meðferð málsins. Sendiherrann færðist undan að hafa afskipti af málinu, og eftir nokkrar bréfa- skriftir varð ljóst, að eigi yrði bundinn endi á mál þetta á þenna hátt. Hætti stefnandi þá öllum tilraunum í þá átt. Svo sem að fram- an er greint, telur stefnandi, að hann hafi orðið fyrir stórtjóni vegna skemmda nefndra leigutaka á húsinu Skálholti, svo og vegna synjunar þeirra um að greiða hæfilegar og sanngjarnar bætur. Dómkröfur sínar í máli þessu byggir stefnandi á því, að með lögum nr. 99 frá 1943 hafi stefndi tekið á sig fébótaábyrgð á öllu því tjóni, sem hljótist af veru herliðs Bandaríkja NorðurAmeriku hér á landi, og beri honum því að bæta sér allt það tjón, er stefnandi hafi beðið af völdum herliðsins, en það telur hann nema dómkröfum sinum í máli þessu. Sýknukröfu sína byggir stefndi á því, að samkvæmi ákvæðum laga nr. 99 frá 1943 eigi þau lög aðeins við um þær skaðabóta- kröfur, sem stofnazt hafi vegna aðgerða hernaðaryfirvalda Banda- ríkja Norður-Ameríku hér á landi. Herstjórn Breta hafi haft húsið á leigu frá 1. október 1940 og allt til 23. desember 1941, en þá hafi herstjórn Bandaríkja Norður-Ameríku tekið við því. Að vísu megi telja ljóst, að húsið hafi orðið fyrir allmiklum skemmdum í tíð beggja leigutakanna, en ósannað sé, hve mikill hluti af því hafi orðið í leigutið herstjórnar Bandaríkja Norður-Ameríku, en það tjón sé það eina, er sér sé skylt að bæta samkvæmt nefndum lög- um. Þar eð þannig hafi ekki verið leidd rök að tjóni, er sér bæri að bæta, verði að taka sýknukröfu sína til greina. Svo sem að fram- an getur, tók herstjórn Breta við húsinu 1. okt. 1940. Þann 3. s. m. var gerð skýrsla um ástand hússins, og er hún undirrituð af for- svarsmönnum leigutaka og leigusala. Þann 12. des. 1945 fékk stefn- andi dómkvadda tvo menn til að meta til fjár, hvað kosta mundi 361 að gera við skemmdir þær á húsinu, sem greinir í nefndri skýrslu, miðað við að viðgerð hefði farið fram í aprilmánuði 1943. Með mats- gerð, dags. 17. s. m., mátu matsmennirnir viðgerðarkostnaðinn sam- kvæmt framantöldu kr. 1907.50, Þann 1. júlí 1942 var húsið Skál- holt skoðað að tilhlutun herstjórnar Bandaríkja Norður-Ameriku af trésmiðameistara einum í Vestmannaeyjum. Gerði hann áætlun um, hvað kosta mundi að gera við skemmdir þær, sem á því voru orðnar. Samkvæmt matsgerð hans, dags. 2. s. m., nam sá kostnaður kr. 10256.03. Hefur maður þessi staðfest þessa matsgerð sina fyrir dómi, og henni hefur ekki verið mótmælt, Eins og áður getur, mátu hinir dómkvöddu matsmenn þann 10. apríl 1943 að kosta myndi kr. 73180.20 að bæta úr skemmdum þeim, er orðið höfðu á húsinu í leigutíð beggja herstjórnanna. Eins og siðar verður sýnt fram á, verður að leggja matsgerð þessa að mestu til grundvallar um ástand hússins í aprilmánuði 1943. Engin úttekt fór fram á húseigninni Þann 23. des. 1941, þegar leiguafnotum brezku herstjórnarinnar lauk, en af þessum tveim viðgerðarkostnaðaráætlunum og öðrum gögnum er hægt, eins og nánar verður greint frá hér á eftir, að reikna út, hve miklar skemmdir hafi orðið á tímabilinu frá 1. júlí 1942 til 3. apríl 1943. Og þar sem stefndi hefur viðurkennt, að hann beri ábyrgð á skemmdum umfram venjulegt slit, sem orðið hafi á húseigninni í leigutið hernaðaryfirvalda Bandaríkja Norður-Amer- íku, verður sýknukrafa hans ekki tekin til greina. Dómkröfur sínar samkvæmt fyrsta kröfulið sundurliðar stefnandi þannig: Aðalkrafan. 1. Skaðabætur vegna skemmda á húseigninni Skálholti: A. Bætur samkvæmt mati hinna dóm- kvöddu manna þann 10. apríl 1943 kr. 73180.20 að frádregnum kr. 5022.50 ....0000 kr. 68157.70 B. Bætur fyrir skemmdir á hita- leiðslum .......0000 00. — 3363.20 C. Viðaukagreiðsla vegna hækkunar á viðgerðarkostnaði frá 10. april 1943 þar til nú, 7.59% af kr. 11250.90 0 — 5426.85 ——— kr. 76947.75 2. Matskostnaður frá 10. apríl 1943 ..........0..... — 2200.00 3. Ógreiddar eftirstöðvur húsaleigu ................ — 507.83 4. Leigutjón vegna dráttar á greiðslu skaðabótanna: A. Leigutap frá 3. ágúst 1943 til 3. febrúar 1945 kr. 1075.00 á mán- uði, kr. 19350.00, að frádreginni 362 leigu stefnanda sjálfs fyrir tíma- bilið frá 18. sept. 1943 til 3. febrú- ar 1945 kr, 200.00 á mánuði, eða kr, 4125.00 2... kr. 15225.00 B. Kostnaður vegna bráðabirgðavið- SEFÐA ...........0 200 -— 3000.00 —— kr. 18225.00 5. Kostnaður við ferðir vegna máls þessa .......... — 3500.00 6. Vextir: A. 5% ársvextir af liðum 1, 2 og 3 hér að framan, kr. 79655.58 yfir tímabilið frá 3. maí 1943 til 3. nóv. 1944 „......0.000.0 0. kr. 5974.09 B. 5% ársvextir af tapaðri leigu yfir tímabilið frá 3. mai 1943 til 3. nóv. 1944 „............... — 471.34 — 6445.43 Kr. 107826.01 Varakrafan. Í varakröfu sinni hefur stefnandi krafizt þess, að honum verði dæmdar kr. 107820.01, að frádregnum eftirtöldum fjárhæðum: A. Viðgerðarkostnaði á skemmdum þeim, er voru á hús- inu, er Bretar tóku við því, miðað við að viðgerð hefði fram farið í aprílmánuði 1943 .............. kr. 1907.50 B. Viðgerðarkostnaði á skemmdum þeim, er Bretar við- urkenndu að hafa valdið samkvæmt áætlun, dags. 27. ágúst 1942, kr. 1267.00 að viðbættum kr. 101.08 vegna hækkunar á viðgerðarkostnaði frá þeim tíma til 3. apríl 1943 svo og áætlaðri viðbót vegna venju- legs slits ..............200.0 0020 — 1368.08 GC. Kostnaði við að bæta venjulegt slit á húsinu yfir tímabilið frá 23. desember 1941 til 3. maí 1943 .... — 1200.00 Kr. 4475.58 Varakrafan verður því kr. 103350.43. Jm 1 ÁA og B. Svo sem áður getur, fékk stefnandi þann 5. apríl 1943 dómkvadda 4 menn til að meta til peningaverðs, hvað kosta mundi að gera við skemmdir þær, er orðið hefðu á húseigninni Skálholti í leigu- tíð brezku herstjórnarinnar og herstjórnar Bandaríkja Norður- Ameríku, svo og leigutjón, meðan á viðgerðinni stæði. Samkvæmt matsgerð hinna dómkvöddu manna, dags. 10. s .m., meta þeir, að fullkomin viðgerð kosti kr. 73180.20. Þar í er talið leigutap, meðan viðgerðin standi yfir, kr. 500.00 á mánuði í þrjá mánuði, eða kr.. 363 1500.00. Með yfirlýsingu, dagsettri 3. ágúst 1944, lýsa þessir sömu matsmenn því yfir, að við síðari athugun hafi komið í ljós, að meira af hitakerfi hússins hafi verið eyðilagt en gert var ráð fyrir í mats- gerðinni. Telja þeir, að áætlaður viðgerðarkostnaður eigi þess vegna að hækka um kr. 3363.20. Stefnandi, sem hefur viðurkennt, að nokk- ur hluti þess tjóns, sem Þóta er krafizt fyrir, hafi orðið í leigutið herstjórnar Breta og af völdum manna í þjónustu hennar, hefur haldið því fram, að með samningi brezku herstjórnarinnar og her- stjórnar Bandaríkja Norður-Ameríku frá 23. des. 1941 hafi herstjórn Bandaríkja Norður-Ameríku tekið á sig að greiða bætur fyrir allar þær skemmdir, sem orðið hafi og yrðu á húseigninni í leigutið beggja herstjórnanna. Hefur stefnandi í þessu sambandi bent á, að engin úttekt hafi fram farið á húsinu við leigutakaskiptin. Þá hefur stefnandi talið, að herstjórn Bandaríkja Norður-Ameríku hafi viður- kennt í samningsumleitunum um bæturnar, að þeim bæri að greiða bætur fyrir skemmdir í leigutíma beggja herstjórnanna, enda hafi umboðsmaður herstjórnar Bandaríkja Norður-Ameriku við nefnda matsgerð viðurkennt skyldu hennar til að greiða bætur samkvæmt nefndu mati. Samkvæmt þessu telur stefnandi, að stefnda beri að greiða sér nefndar fjárhæðir, samtals kr. 76543.40, að frádregnum kr. 5022.50, sem er viðgerð á þaki og tekin með í matsgerðina, án þess þó að herstjórnunum verði um þær skemmdir kennt, eða alls kr. 71520.90. Stefndi hefur mótmælt þessum kröfulið sem of háum. Telur hann, að samkvæmt ákvæðum laga nr. 99 frá 1943 beri honum aðeins að bæta það tjón, er orðið hafi vegna aðgerða setuliðs Bandaríkja Norður-Ameríku hér á landi, en ekki það tjón, er orðið hafi vegna aðgerða brezka setuliðsins. Hefur stefndi í þessu sambandi mót- mælt því, að svo hafi um samizt með hrestjórnunum, að herstjórn Bandaríkja Norður-Ameríku tæki að sér greiðslu á því tjóni, er væri af völdum setuliðs Breta, og hefur í því sambandi mótmælt heimild manna þeirra, er stefnandi hefur talið, að slíkt hafi gert, til að binda herstjórnina í þessu efni. Þá hefur stefndi talið, að slíkir samningar séu ekki bindandi fyrir sig og falli ekki undir þau tilvik, er ákvæði laga nr. 99 frá 1943 taki til, þótt svo yrði litið á, að samn- ingur um þetta efni hefði orðið með herstjórnunum. Loks hefur stefndi mótmælt matsgerðinni frá 10. april 1943 sem rangri. Telur hann „að í henni sé tekinn með kostnaður við viðgerðir á skemmd- um þeim, er voru á húsinu, þegar Bretar fluttu í það og sem voru þann 17. des. 1945 metnar af dómkvöddum mönnum á kr. 1907.50, miðað við að viðgerð hefði fram farið í april mánuði 1943 (Vara- krafa stefnanda A), en þetta beri honum alls ekki að bæta. Að því er varðar það atriði, hve mikill hluti skemmdanna stafi frá dvöl setuliðs Bandaríkja Norður-Ameríku í húsinu, þá hefur stefndi bent á, að þann 2. júlí 1942 hafi kostnaður við viðgerð á þeim skemmd- 364 um, er þá voru orðnar, numið kr. 10256.03 að mati þekkts tré- smíðameistara þar á staðnum, og ósannað sé, að nokkuð at Þeim skemmdum stafi frá dvöl setuliðs Bandaríkjanna í húsinu. Enn fremur hefur stefndi talið, að í matsgerðinni frá 10. apríl 1943 sé ekki tekið tillit til venjulegs slits á húsinu, en það beri sér ekki að bæta. Dómkvaddir matsmenn hafi þann 17. des. 1945 metið kostnað við að bæta venjulegt slit á húsinu yfir tímabilið frá 23. des. 1941 til 3. maí 1943 á kr. 1200.00, miðað við að viðgerð hefði fram farið í aprílmánuði 1943 (varakrafa stefnanda C). Þá hefur stefndi hreyft því, að stefnandi hafi ekki hirt um að láta gera við húsið, meðan herstjórn Bandaríkja Norður-Ameríku hafði það á leigu, og þannig orsakað meiri skemmdir á því en annars hefðu orðið. Enn fremur hefur stefndi mótmælt kostnaði að upp- hæð kr. 3363.20 við aukna viðgerð á hitakerfi samkvæmt áætlun matsmanna frá 3. apríl 1944. Loks hefur stefndi bent á, að herstjórn Bandaríkja Norður-Ameríku hafi þann 30. júlí 1943 talið fullnaðar- bætur til stefnanda hæfilega ákveðnar kr. 36574.00 og hún boðizt til að greiða þá fjárhæð. Að því er varðar matsgerð hinna dóm- kvöddu manna, sem dagsett er 10. apríl 1943, þá hefur hún ekki sætt rökstuddum andmælum, að því er varðar ástand hússins þá og við- serðarkostnað þeirra skemmda, er hún fjallar um. Þykir því rétt að leggja hana til grundvallar að þessu leyti, en telja verður þó sannað með yfirlýsingu sömu manna, dags. 3. ágúst 1944, svo og öðru því, sem upp er komið í málinu, að skemmdir þær á hitakerfi hússins, er þar getur, hafi orðið á þeim tima, er herstjórnirnar höfðu húsið á leigu. Af orðalagi samnings herstjórnar Breta og herstjórnar Bandaríkja Norður-Ameríku frá 23. desember 1941 svo og áritun Útvegsbank- ans á þann samning, þá er áður greinir, verður ekki annað ráðið en herstjórn Bandaríkjanna taki á sig allar skyldur samkvæmt samn- ingi Útvegsbankans og herstjórnar Breta frá 3. nóv. 1941 og taki þá jafnframt ábyrgð á, að þeim samningi verði fullnægt, einnig að þvi er varðar bætur á tjóni, er stafar frá leigutið herstjórnar Breta. Þessu til stuðnings er einnig það, að húsið skyldi eigi afhent leigu- sala né bætur greiddar honum fyrir spöll, fyrr en notum herstjórnar Bandaríkjamanna væri lokið. Þá virðast og menn þeir, er af hálfu her- stjórnar Bandaríkjanna sömdu um bætur til handa stefnanda, hafa litið þannig á. Í 1. gr. laga nr. 99 frá 1943 um ábyrgð ríkissjóðs á tjóni, sem hlýzt af veru herliðs Bandaríkja Norður-Ameríku hér á landi, segir, að ríkissjóði sé skylt að bæta íslenzkum ríkisborgurum það tjón, er þeir hafi beðið vegna aðgerða hernaðaryfirvalda Bandaríkja Norður- Ameríku hér á landi. Viðurkennt er, að nokkur hluti þess tjóns, sem hér er krafizt bóta fyrir, hafi orðið á leigutíma herstjórnar Breta og af völdum manna í þjónustu hennar. Krafa stefnanda um 365 bætur fyrir þetta tjón er aðeins byggð á samningi herstjórnanna innbyrðis, svo og samþykki leigusala á þeim gerningi. Hins vegar verður ekki ráðið af orðalagi nefndra laga, að stefnda beri að bæta tjón, sem aðrir en hernaðaryfirvöld Bandaríkja Norður-Ameriku og menn í þjónustu þeirra hér á landi hafi valdið, en sem þau hafa tekið að sér að bæta með sérstökum samningum. Með vísan til þessa verður að telja stefnda óskylt að bæta það tjón, er varð á Húsinu Skálholti í leigutið herstjórnar Breta. Svo sem áður getur, þá var húsið skoðað þann 3. okt. 1940 um það leyti, er Bretar fluttu í það, og var þá gerð skrá (dskj. nr. 46} um ástand þess, sem virðist hafa verið samþykkt af báðum aðiljum leigumálans. Þann 12. des. 1945 fékk stefnandi dómkvadda tvo menn til að meta, hve mikið myndi kosta að gera við galla þá á húsinu, er um getur í nefndri skrá, miðað við að viðgerð hefði fram farið í apríl mánuði 1943. Með matsgerð, dags. 17. des. 1945, mátu mats- mennirnir þenna kostnað á kr. 1907.50. Það er upp komið í málinu, að matsmenn þeir, er mátu skemmdirnar 10. apríl 1943, höfðu ekki nefnda skrá til afnota við matið. Hins vegar var hún sýnd þeim við staðfestingu matsgerðarinnar fyrir dómi, og lýstu þeir þá yfir því, að þeir vildu engu breyta í mati sínu, þrátt fyrir þau gögn. er skráin hafði að geyma. Við athugun á skrá þessari og nefndri matsgerð frá 10. april 1943 sést ljóslega, að í matsgerðinni eru tekin og metin flest þau atriði, sem skráin getur um sem skemmdir á húsinu. Þykir því verða að lækka fjárhæð matsgerðarinnar og þessa kröfuliði stefnanda um greindar kr. 1907.50, enda hefur fjárhæð þessa mats ekki verið mót- mælt út af fyrir sig. Svo sem að framan getur, fór engin skoðun eða úttekt fram á húsinu, þegar brezka setuliðið yfirgaf það, og ekki er leitt í ljós, að þáverandi eigandi þess, Útvegsbankinn, hafi ekki átt þess kost, en hann gerði enga kröfu í þá átt. Eins og áður er sagt, skoðaði þann 1. júlí 1942 trésmiðameistari einn í Vestmannaeyjum húsið að ósk Útvegsbankans, en að því er virðist að tilhlutun herstjórnar Banda- ríkja Norður-Ameríku. Gerði hann áætlun um, hvað kosta mundi að gera við þær skemmdir, er þá voru orðnar á húsinu. Samkvæmt matsgerð hans, dagsettri 2. s. m., taldi hann, að viðgerðarkosnaður- inn myndi nema kr. 10256.03. Er þar innifalinn kostnaður við við- gerð á hitakerfi hússins, kr. 1770.00, er annar fagmaður mat. Í mati þessu virðist tekið tillit til þeirra skemmda, er á húsinu voru, er brezka setuliðið flutti í það, og kostnaður við þær viðgerðir ekki tekinn með í matinu. Brezka herstjórnin virðist ekki hafa talið sig eiga að greiða allan þenna viðgerðarkostnað og því tekið út úr matsgerðinni sérstaklega nokkrar skemmdir, er hún vildi bæta. Nam viðgerðarkostnaður á þessum skemmdum, að mati sama manns, dags. 27. ágúst 1942, kr. 1267.00 (Varakrafa stefnanda B). Útvegs- 366 bankinn vildi hins vegar ekki hlíta þessari skiptingu, og varð ekki úr, að þessar bætur yrðu greiddar af brezku herstjórninni. Stefndi hefur hvorki mótmælt nefndu mati frá 2. júli 1942 né talið, að aðrar eða fleiri skemmdir en þar greinir hafi þá verið á húsinu. Stefnandi hefur viðurkennt, að þær skemmdir, sem taldar eru 1 matsgerðinni frá 27. ágúst 1942, stafi frá dvöl brezka setuliðsins í húsinu, og samkvæmt því, sem segir hér að framan, ber stefnda því ekki að bæta það tjón. En auk þess hefur stefnanda ekki tekizt gegn mótmælum stefnda að færa sönnur á, að hinn hluti þeirra skemmda, sem malsgerðin frá 2. júlí 1942 greinir frá, stafi frá dvöl setuliðs Bandaríkja Norður-Ameríku í húsinu, og verður stefnda því heldur ekki gert að bæta það tjón. Matið frá 2. júlí 1942 er miðað við verðlag þann dag, en stefnandi hefur miðað kröfur sínar samkvæmt þessum kröfulið við það, að viðgerðin hefði fram farið í aprílmán- uði 1943. Samkvæmt útreikningi Hagstofu Íslands var vísitala við- haldskostnaðar húsa 195 vorið 1942, miðað við 100 í janúar—-marz 1939. Vorið 1943 var vísitalan 316. Til þess að gera sér grein fyrir, hvað viðgerð á skemmdum þeim, er um getur í matsgerðinni frá 2. júli 1942 hefði kostað, ef viðgerð hefði fram farið í aprílmánuði 1943, Þá þykir verða að hækka matsfjárhæðina í hlutfalli við nefndar viðhaldsvísitölur. Samkvæmt því ætti viðgerð þessi, ef hún hefði fram farið vorið 1943, að hafa kostað kr. 16620.03, og ber samkvæmt framangreindu að lækka þá kröfuliði slefnanda, er hér um ræðir, um þá fjárhæð. Í samningi Útvegsbanka Íslands h/f og herstjórnar Bandaríkja Norður-Ameríku er fram tekið, að leigutaka beri ekki að greiða bætur fyrir venjulegt slit. Er matsmennirnir frá 10. april 1943 komu fyrir dóm þann 6. júlí 1945, kom í ljós, að þeir höfðu ekki tekið tillit til venjulegs slits, nema að því er varðaði hita- og vatnskerfi hússins. Þann 12. desember 1945 fékk stefnandi dómkvadda tvo menn til að meta, hvað kosta myndi að bæta venjulegt slit á nefndu húsi yfir tímabilið frá 23. desember 1941 til 3. mai 1943, miðað við verð- lag í aprilmánuði 1943. Samkvæmt matsgerð, dags. 17. des. 1945, mátu hinir dómkvöddu menn, að kosta myndi kr. 1200.00 að bæta venjulegt slit samkvæmt framangreindu. Þar af töldu þeir, að við- haldskostnaður hita- og vatnskerfis næmi kr. 190.00. Þar sem ljósi er, að leigusali átti sjálfur að bera kostnað af eðlilegu sliti, þá verður að lækka umrædda kröfuliði stefnanda í samræmi við það, eða um kr. 1010.00, svo sem hinir dómkvöddu matsmenn mátu við- haldskostnaðinn, en matsgerð þessari hefur ekki verið mótmælt út af fyrir sig. Samkvæmt framanrituðu verður stefndi þannig dæmdur til að greiða stefnanda kr. 51983.37 (kr. 71520.90 = kr. 1907.50 = kr. 16620.03 = kr. 1010.00) af þessum kröfuliðum. Um 1 G. Svo sem að framan getur, fór fram mat á viðgerðar- 367 kostnaði skemmda þeirra, er á húsinu urðu, í apríl 1943. Er matið miðað við verðlag í þeim mánuði, enda mun stefnandi hafa gert ráð fyrir að fá bæturnar greiddar þá um það leyti. Kveðst stefn- andi engin efni hafa haft á að láta gera við húsið, þar sem bæt- urnar hafi eigi fengizt greiddar, og sé það því enn óviðgert. Vorið 1943 hafi vísitala viðhaldskostnaðar húsa verið 316 samkvæmt út- reikningi Hagstofu Íslands, en sé nú fyrir mánuðina april—júní 1946 340. Viðhaldskostnaðurinn hafi þannig hækkað um 7.39%. Tjón sitt sé þannig af þessum sökum 7.59% af kr. 71520.90 eða kr. 5426.85, og beri stefnda að bæta sér það tjón. Stefndi hefur mótmælt þessum lið sem röngum og sér óvið- komandi. Stefnanda voru fengin umráð hússins vorið 1943, og gat hann því þá hafizt handa um viðgerð þess, ef ekki hefði háð hon- um fjárskortur. Það er almenn regla íslenzks réttar, að sá, er ber fébótaábyrgð á tjóni annars manns, ber ekki ábyrgð á því tjóni, sem hlýzt af fjár- skorti tjónþola, nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi. Með skir- skotun til þessa verður ekki talið, að stefnda beri að greiða bætur samkvæmt þessum lið, og verður hann því ekki tekinn til greina. Um 9: Kröfuliður þessi er kostnaður við matið frá 10. april 1943. Stefndi hefur mótmæit þessum lið. Samkvæmt ákvæðum 5. tl. 175. gr. laga nr. 85 frá 1936 um einkamál í héraði skal telja mats- kostnað með málskosinaði. Verður þessi liður því ekki tekinn til greina hér, en hins vegar tillit til hans tekið við ákvörðun máls- kostnaðar í máli þessu. Um 3: Kröfu sína samkvæmt þessum lið byggir stefnandi á því, að raunverulega hafi leigan fyrir Skálholt verið ákveðin kr. 550.00 á mánuði í grunnleigu, þótt leigan sé talin kr. 610.50 á mán- uði í samningnum milli Útvegsbankans og herstjórnar Bandaríkja Norður-Ameríku, en það sé einmitt grunnleiga, kr. 550.00, að við- bættum 11%, sem hafi þá verið leyfileg leiguhækkun. Síðar hafi verið heimilt að hækka leiguna um 25%, og með samningi milli sin og herstjórnar Bandaríkjanna hafi herstjórnin samþykkt að greiða þessa hækkun. Af því hafi hins vegar aldrei orðið, og sé þessi hækkun því ógreidd og nemi fjárhæð kröfuliðarins. Stefndi hefur mótmælt þessum kröfulið sem sér óviðkomandi. Af ákvæðum laga nr. 99 frá 1943 verður ekki ráðið, að stefnda beri að bæta tjón, sem hlyzt af því, að herstjórn Bandaríkja Norður- Ameríku hér á landi efnir ekki gerða samninga um greiðslur sem Þessar. Verður því þessi kröfuliður ekki tekinn til greina. Um 4 A. Þann 2. ágúst 1944 fékk stefnandi dómkvadda tvo menn til að meta leigu eftir húsið Skálholt. Samkvæmt matsgerð, dags. 17. ágúst s. á., töldu matsmennirnir, að hæfileg leiga væri kr. 1075.00 á mánuði. Byggir stefnandi kröfu þessa á því, að í 368 framangreindri matsgerð frá 10. apríl 1943 hafi verið gert ráð fyrir, að viðgerðin tæki 3 mánuði og henni yrði því lokið 3. ágúst 1943, en af því hafi ekki orðið vegna þess, að bætur hafi eigi fengizt greiddar. Húsið hafi því verið óíbúðarhæft. Af þessum sökum hafi tapazt leiga, sem samkvæmt matinu sé kr. 1075.00 á mánuði eða kr. 19350.00 til 3. febrúar 1945. Telur stefnandi, að stefnda beri að greiða sér bætur vegna þessa leigutaps. Í þessu sambandi hefur stefnandi áskilið sér rétt til að krefja stefnda síðar um bætur fyrir leigutap þann tíma, sem greiðsla skaða- bótanna dragist fram yfir 3. nóv. 1944. Þann 17. sept. 1943 var stefnandi af fógetarétti Vestmannaeyja úrskurðaður til að rýma íbúð þá, er hann þá bjó í. Varð stefn- andi þá hinn 18. s. m. að flytja í Skálholt og hefur búið þar síðan í nokkrum herbergjum. Þann 17. ágúst 1944 var leiga fyrir þá ibúð metin af dómkvöddum mönnum á kr. 250.00 á mánuði. Telur stefnandi, að leiga þessi fyrir tímabilið frá 18. sept. 1943 til 3. febrúar 1945 sé samkvæmt þessu alls kr. 4125.00, sem beri að draga frá leigutapi sínu, því sem áður greinir, kr. 19350.00, og komi þannig út fjárhæð kröfuliðar þessa. Stefndi hefur mótmælt þessum kröfulið sem röngum og sér óvið- komandi. Með skírskotun til þess, sem greinir um kröfulið 1 C hér að framan, verður ekki talið, að stefnda beri að bæta tjón sem þetta, og verður því þessi kröfuliður ekki tekinn til greina. Um 4 B. Er stefnandi flutti í húsið 18. sept. 1943, varð hann að láta framkvæma bráðabirgðaviðgerð á því, svo það yrði ibúðar- hæft. Telur stefnandi, að viðgerð þessi hafi kostað kr. 4000.00, en stefnda beri að bæta sér megin hluta þess kostnaðar, eða kr. 3000.00, þar sem viðgerðin komi aðeins að litlu leyti til hagsbóta, þegar fullnaðarviðgerð fari fram á húsinu. Stefndi hefur mótmælt þessum lið sem röngum og sér óvið- komandi. Með skirskotun til þess, sem greinir um kröfulið 1 C hér að framan, verður ekki talið, að stefnda beri að bæta stefnanda kostn- að þenna, og verður þessi kröfuliður því ekki tekinn til greina. Um 5. Stefndi hefur mótmælt lið þessum, og þar sem hann er ekki studdur neinum gögnum, verður hann ekki tekinn til greina. Um 6 A. Að því er varðar kröfu stefnanda um vexti af fé því, er hann krefst í kröfuliðum 2 og 3 hér að framan, þá voru þeir liðir ekki teknir til greina, og koma því vextir af þeim fjárhæðum ekki til álita. Um vexti af fjárhæð þeirri, er stefnanda var dæmd í kröfulið í hér að framan, þá bera honum samkvæmt almennum reglum eigi vextir af fé því, nema frá stefnudegi. Verður því vaxta- krafa þessi ekki tekin til greina. Um 6 B. Svo sem greinir um kröfulið 4 A hér að framan, þá 369 var stefndi sýknaður af kröfu stefnanda vegna leigutaps, og verður vaxtakrafa þessi því heldur eigi tekin til greina. Samkvæmt framanrituðu verður stefndi þannig dæmdur til að greiða stefnanda kr. 51983.37 af fyrsta kröfulið hans. Um annan kröfulið stefnanda: Kröfulið þenna byggir stefnandi á því, að auk þess leigutjóns, sem hann gerir kröfu til bóta fyrir hér að framan, sé leigutjón sitt kr. 875.00 á mánuði fyrir hvern mánuð, er greiðsla bóta samkvæmt fyrsta kröfulið hér að framan dragist frá 3. nóv. 1944 að telja, að viðbættum 5% ársvöxtum af leigutapinu við lok hvers mánaðar til greiðsludags. Telur hann, að Þetta nemi þann 3. mai s. 1. kr. 15376.57. Með skírskotun til þess, er greinir um 4 Á í 7. kröfulið hér að framan, verður þessi kröfu- liður ekki tekinn til greina. Málalok verða því þau, að stefndi verður dæmdur til að greiða stefnanda kr. 51983.37 með 5% ársvöxtum, sem reiknast frá stefnudegi 9. desember 1944. Þá þykir rétt, að stefndi greiði stefnanda málskostnað, þar með talinn matskostnað, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 6500.00. Gagnasöfnun í máli þessu var í upphafi talið lokið 26. april 1945. Þann 22. júní 1945 fór fram munnlegur málflutningur, og var málið þá dómtekið. Með úrskurði bæjarþingsins, uppkveðnum 26. júní s. á., var aðiljum gefinn kostur á að afla frekari gagna í málinnu, og hefur sú gagnaöflun staðið yfir allt þar til nú fyrir skömmu. Einar Arnalds borgardómari kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Stefndi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði stefnanda, Árna Sigfússyni, kr. 51983.37 með 5% ársvöxtum frá 9. des. 1944 til greiðsludags og kr. 6500.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 24 370 Miðvikudaginn 25. júni 1947. Kærumálið nr. 11/1947. Fiskur £ Ís h/f gegn Hójgaard á Schultz A/S Setudómarar próf. Ólafur Lárusson og Valdi- mar Stefánsson sakadómari í stað hrd. Árna Tryggvasonar og hrd. Þórðar Eyjólfssonar. Héraðsdómur ómerktur. Frávísunaratriði hafði eigi verið dæmt sérstaklega, áður en dómur var lagður á málið að efni til. Dómur hæstaréttar. Með kæru 28. april þ. á., sem barst hæstarétti 6. þ. m., hefur sóknaraðili krafizt þess, að fellt verði úr gildi frávís- unarákvæði dóms, er kveðinn var upp á bæjarþingi Reykja- víkur 23. apríl þ. á. í máli sóknaraðilja gegn varnaraðilja, og að málinu verði að því leyti vísað heim í hérað til dóms- álagningar af nýju og að varnaraðilja verði dæmt að greiða bonum kærumálskostnað að skaðlausu. Varnaraðili hefur krafizt þess, að staðfest verði frávis- unarákvæði héraðsdóms og að sóknaraðilja verði dæmt að greiða honum kærumálskostnað að skaðlausu. Sóknaraðili sækir varnaraðilja í máli þessu til fébóta vegna beins tjóns, er hann tjáist hafa beðið af vanefndum varnaraðilja, svo og til skaðabóta vegna hagnaðarmissis, er orðið hafi í atvinnurekstri hans og stafað hafi af vanefnd- unum. Héraðsdómari hefur dæmt kröfu sóknaraðilja, að því er varðar hagnaðarmissi, en vísar frá dómi að nokkru kröfu sóknaraðilja til fébóta á beinu tjóni. Það verður ekki litið svo á, að kröfur sóknaraðilja velti með þeim hætti á atvikum, er síðar kunna að gerast, að heimild hafi verið til þess samkvæmt 69. gr. laga nr. 85/1936 að visa máli þessu frá dómi. Af ákvæðum 108. gr. laga nr. 85/1936 leiðir, að héraðs- dómari á að dæma frávísunaratriði máls, áður en hann dæmir málið að efni til, þannig að kostur sé að bera frávis- unaratriði undir hæstarétt, áður en efni málsins er dæmt í 371 héraði. Þetta hefur héraðsdómarinn ekki gert. Verður því að ómerkja héraðsdóminn og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar af nýju. Eftir þessum úrslitum er rétt, að varnaraðili greiði sókn- araðilja kærumálskostnað, sem ákveðst kr. 200.00. Dómsorð: Héraðsdómurinn á að vera ómerkur, og vísast mál- inu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagn- ingar af nýju. Varnaraðili, Höjsaard £ Schultz A/S, greiði sóknar- aðilja, Fiski £ Ís h/f, kr. 200.00 í kærumálskostnað. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 23. apríl 1947. Mál þetta, sem dómtekið var 12. þ. m. hefur Magnús Guð- bjartsson f. h. Fisks á Íss h/f í Vestmannaeyjum höfðað fyrir bæj- arþinginu með stefnu, útgefinni hinn 25. júlí 1944, gegn Höjgaard á Schultz A/S, hér í bæ. Voru stefnukröfurnar, aðallega að stefndi yrði dæmdur til þess, að viðlögðum hæfilegum dagsektum, að af- henda stefnanda 300 rúmmetra af góðu og ófúnu einangrunartorfi og til þess að greiða kr. 50000.00 í skaðabætur vegna dráttar á afhendingu ásamt 6% ársvöxtum af þeirri fjárhæð frá 10. ágúst 1943 til greiðsludags, allt að frádregnum kr. 6000.00, en fil vara, að stefndi yrði dæmdur til greiðslu á kr. 56000.00 með vöxtum, sem fyrr var greint. Þá krafðist stefnandi og málskostnaðar að skaðlausu, hvernig sem málið fer. Málinu var skipt þannig, að dómur var fyrst lagður á bótaskyldu steinda, og með dómi hæstaréttar hinn 15. júní 1946 var stefndi talinn ábyrgur til fóbóta vegna þess tjóns, sem stefnandi kynni að hafa beðið af vanefnd stefnda á samningi aðilja frá 10. júlí 1943, að því er varðar afhendingu á 235 rúmmetrum af torfi. Með stefnu, útgefinni 17. september 1946, hækkaði stefnandi því næst bótakröfu sina í kr. 252029.62 og krafðist jafnframt vaxta og málskostnaðar sem fyrr greinir. Við munnlegan flutning máls- ins féll stefnandi frá aðalkröfu sinni í frumstefnu. Stefndi hefur krafizt sýknu og málskostnaðar. Málavextir eru í skemmstu máli þeir, að með samningi, dagsett- um 10. júlí 1943, seldi stefndi stefnanda 300 rúmmetra af torfi. 372 Lét stefnandi taka af því 65 rúmmetra og vegna athugasemda- lausrar viðtöku af hans hálfu var hann eigi talinn geta borið fyrir sig, að sá hluti hins selda torfs hafi eigi verið samningshæfur. Hins vegar sannaðist, að hinn hluti torfs þess, sem honum var ætlað til efnda á samningnum, var ósamningshæfur vegna galla, og var hann því talinn eiga rétt til bóta vegna tjóns, er hann kynni að hafa beðið af vanefndum, að því er þann hluta, 235 rúmmetra, varðar. Bótakrafa stefnanda er sundurliðuð svo: 1. Beint tjón ........0...00 0... kr. 57387.40 2. Óbeint tjón 2.....00. — 194642.22 Samtals kr. 252029.62 Nánari greining hvors kröfuliðs um sig skal nú rakin í sam- bandi við varnarástæðu stefnda. Um í. Torf það, er stefnandi samdi um kaup á, ætlaði hann að nota til einangrunar frystiklefa sinna, ýmist til bóta á einangrun, sem fyrir var, svo og til einangrunar nýrra klefa. Kveðst stefnandi hafa reynt að afla sér einangrunarefnis annars staðar, þegar hon- um brást torfið frá stefnda, en öll slík efni hafi verið ófáanleg hér á landi þar til í september og október 1945, er honum tókst að fá kork, 50 rúmmetra, og glerull, 15 rúmmetra. Korkið keypti stefnandi af hraðfrystihúsi í Keflavík, og nam það 5080 kg á kr. 2.40 hvert kg, eða kr. 12192.00, en við það bættist kostnaður af flutningi þess til Reykjavíkur, kr. 279.40. Glerullin var keypt í Reykjavík og kostaði kr. 3136.00, auk flutningsgjalds til Vestmanna- eyja, kr. 980.00. Nemur þetta samtals kr. 16587.40, er stefnandi telur stefnda skylt að greiða. Auk þess krefst stefnandi samkvæmt þessum lið kr. 40800.00, er hann telur andvirði 170 rúmmetra af korki, er vantar í fyrrgreinda 235 rúmmetra. Er verð þess miðað við framangreint verð, kr. 2.40 hvert kg, eða kr. 240.00 hver rúm- metri. Í fyrrgreindum kaupsamningi aðilja var verð torfsins ákveð- ið kr. 30.00 fyrir hvern rúmmetra, og hefur stefnandi greitt kr. 3000.00 við undirskrift samningsins. Svo sem fyrr var greint, tók stefnandi við 65 rúmmetrum, en andvirði þeirra var kr. 1950.00. og nemur skuld stefnda af þessum sökum því kr. 1050.00. Eftir- stöðvar kaupverðsins voru kr. 6000.00 og nema því, að frádregnum kr. 1050.00, kr. 4950.00, sem komi til frádráttar kröfu stefnanda. Stefndi byggir sýknukröfu að þessu leyti á því, að vanefnd á samningnum hafi ekki valdið stefnanda neinu tjóni. Annars vegar byggir stefndi þá staðhæfingu sina á því, að nóg torf hafi verið fáanlegt hér á landi á árunum 1943 og 1944, og nefnir í því sam- bandi torfbirgðir sjálfs sín á Álafossmýrum svo og, að torf hafi verið fáanlegt við Hofsós, enda selt þar bæði til frystihúss á Skagaströnd og til Skeiðfossvirkjunarinnar. Staðhæfir stefndi, að 373 samkvæmt þessu hafi ekki komið að sök, að stefnandi fékk ekki hið umsamda torf. Í annan stað heldur stefndi því fram, að stefn- andi hafi haft hag af því að kaupa kork til einangrunar í stað torfs, þar eð ódýrara sé í rauninni að ganga frá einangrun með korki, og auk þess sé það betur fallið til einangrunar en torf. Samningur aðilja frá 10. júli 1943 segir svo um ástand hins selda: „Torfið á að vera gott einangrunartorf og ófúið, en má að öðru leyti vera laust í sér og ekki skilyrði, að það sé alveg þurrt.“ Gegn eindregnum andmælum stefnanda hefur stefndi ekki fært sönnur á það, að stefnandi hafi átt þess kost að kaupa torf, sem fullnægði þessum skilyrðum, og verður því að telja, að stefnanda hafi verið rétt að kaupa kork til einangrunar í stað torfs. Ber því að miða bætur til stefnanda samkvæmt þessum lið við þá verð- hækkun, sem leiðir af einangrun með korki. Í málinu liggur fyrir álitsgerð dómkvaddra manna um kostnað af einangrun með muldu korki annars vegar og með reiðingstorfi hins vegar. Af málgagni þessu er það ljóst, að með einum rúm- metra af torfi er einangraður flötur að flatarmáli 2% fermetri, en með einum rúmmetra af korki 4 fermetrar. Samkvæmt þessu áliti, sem ekki hefur verið hnekkt, verður því að telja, að 146.87 rúmmetrar af muldu korki komi stefnanda að sama gagni í þessu skyni sem 235 rúmmetrar torfs. Samkvæmt sömu álitsgerð virðist og mega leggja nokkurn veginn að jöfnu kostnað af að ganga frá einangrun með torfi árið 1943 og kostnað af korkeinangrun 1944— 1945, og eftir þeim gögnum, sem fram eru komin annars vegar um flutningskostnað torfs til Vestmannaeyja frá Minni-Borg í Grímsnesi, sem var afhendingarstaður samkvæmt samningi að- ilja, og hins vegar um flutningskostnað mulins korks frá Reykja- vík til Vestmannaeyja virðist sama gilda um það atriði. Af mál- flutningnum verður ekki annað ráðið en aðiljar leggi að jöfnu notagildi korks og glerullar að þessu leyti, þannig að telja megi, að stefnandi hafi nú keypt einangrunarefni, er samsvari hiutfall- inu 235 x 65: 146.87 í stað torfsins eða með öðrum orðum ein- angrunarefni, sem jafngildir 104 rúmmetrum torfs. Hins vegar hefur stefnandi ekki enn keypt einangrunarefni, er jafngildi þeim 131 rúmmetra torfs, sem á vantar hið umsamda, og er því eigi vitað, hvert tjón hans kann að verða af vanefnd stefnda um þann hluta torfsins. Ekki eru fyrir hendi nein gögn um verðlag einangrunarefnis nú eða á næstunni, enda skýrir stefn- andi svo frá sjálfur á dómsskjali nr. 63, að verð á korki fari lækk- andi, og ekkert hefur upp komið um verðlag torfs nú eða hvort það sé fáanlegt. Þykir þvi með vísan til 1. mgr. 69. gr. laga nr. 85 frá 1936 verða að vísa frá dómi ex officio kröfu stefnanda um bætur, að því er varðar vanefnd stefnda um afhendingu á 13i rúmmetra torfs. 374 Kaupverð þess efnis, sem stefnandi hefur þegar keypt, er sam- kvæmt framanskráðu samtals kr. 15328.00, og þykir verða að leggja þá fjárhæð til grundvallar, þar eð eigi þykir hún óeðlilega há, þegar miðað er við þau gögn, sem fyrir hendi eru um verð- lag á þessum varningi á þeim tíma, er hér ræðir um, þ. e. árin 1944 og 1945, en óhnekkt er þeirri staðhæfingu stefnanda, að kork hafi verið ófáanlegt árið 1943, Kaupverð 104 rúmmetra torfs var samkvæmt samningi aðilja kr. 3120.00. Samkvæmt framanrituðu Þykir tjón stefnanda af vanefnd stefnda, að því er varðar 104 rúm- metra af torfi, nema kr. 15328.00 að frádregnum kr. 3120.00 eða alls kr. 12208.00, en þegar þess er gætt, að stefnandi hefur, eins og fyrr var greint, þegar greitt stefnda kr. 1050.00, verður stefnda samkvæmt framansögðu gert að greiða stefnanda kr. 13258.00 sam- kvæmt þessum lið. Um 2. Tjón sitt samkvæmt þessum lið rökstyður stefnandi með því, að hann hafi á árinu 1944 getað fryst 502.67 smálestir af fiski, en það var meira en klefar þeir tóku, sem þá voru til einangr- aðir. Hins vegar heldur hann því fram, að það hafi verið tilbúið húsnæði, sem tekið hefði 205 smálestir, ef einangrunarefnið hefði ekki brugðizt. Kveðst hann því hafa misst við vanefnd stefnda tækifæri til að frysta 257 smálestir 1944. Heldur hann því fram, að fiskur hafi verið nægur fyrir hendi, og hafi hann því orðið af hagnaði, sem nemi fjárkröfunni samkvæmt þessum lið. Gerir stefnandi grein fyrir hagnaði sínum af hverri smálest á þessa leið: Söluverð .........020000 0... kr. 2195.20 Kostnaður, er dregst frá: 1. Hráefni ................... kr. 900.00 2. Vinna .....2.00000 0... — 300.00 3. Umbúðir .............0..... — 189.00 4. Útflutningsgjöld ........... — 48.84 — 1437.84 Hreinn hagnaður kr. 757.36, og því kr. 194642.22 af 257 smálestum. Stefndi hefur eindregið andmælt kröfu þessari svo og þeirri undirstöðu hennar, að húsrými hafi verið tilbúið, svo sem stefn- andi skýrir frá, og einnig, að það hefði nægt til að frysta svo mikið magn, sem haldið er fram. Þá hefur stefndi og mótmælt sem allt of lágum kostnaðarliðum 1—4 hér að framan og talið, að ýmsa kostnaðarliði vanti þar, sem dragi að miklum mun úr hagnaði af slíkri starfrækslu. Jafnframt hefur stefndi skorað á stefnanda að leggja fram nákvæmar upplýsingar um stærð frysti- hússins og nákvæma staðfesta uppdrætti af því, þar sem sjá megi 375 sérstaklega það húsrými, sem stefnandi byggir á kröfur sínar, og loks rekstrarreikninga stefnanda árin 1943—1945, framtöl hans til skatts á sama tima og upplýsingar um tekjuskatt hans á árun- um 1943— 1946. Stefnandi hefur eigi orðið við áskorun þessari, nema að þvi leyti, að lagður hefur verið fram uppdráttur að frystihúsi hans. Á þeim uppdrætti er eigi hægt að greina húsrými það, er máli gæti skipt hér. Aðrar upplýsingar um það, sem fyrir liggja í málinu, þ. e. vottorð starfsmanna stefnanda og byggingameistara nokkurs í Vestmannaeyjum, þykja svo óglögg, einkum ef þau eru borin saman við yfirlýsingar stefnanda sjálfs um þetta efni, að eigi þykir unnt að telja stefnanda hafa fært sönnur á staðhæfingar sinar í þessum efnum gegn hinum eindregnu andmælum stefnda. Sakir Þessa, svo og hins, að stefnandi hefur eigi lagt fram nein gögn um hagnað sinn af starfrækslu frystihússins, verður hann eigi talinn hafa fært sönnur á það, að hann hafi nokkurt tjón haft að þessu leyti af vanefndum stefnda, sem verður því sýknaður af kröfu stefnanda um bætur samkvæmt þessum lið. Úrslit málsins verða því þau, að kröfu stefnanda um bætur fyrir tjón af vanefnd stefnda, að því er varðar afhendingu á 131 rúmmetra torfs, er vísað frá dómi ex officio, en stefndi verður dæmdur til að greiða stefnanda kr. 13258.00 með 6% ársvöxtum frá stefnudegi 25. júlí 1944 til greiðsludags svo og málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 1500.00. Einar Arnalds borgardómari hefur kveðið upp dóm þenna. Dómsorð: Framangreindri kröfu stefnanda er vísað frá dómi ex officio. Stefndi, Höjgaard £ Schultz A/S, greiði stefnanda, Magnúsi Guðbjartssyni f. h. Fisks og Íss h/f, kr. 13258.00 með 6% árs- vöxtum frá 25. júlí 1944 til greiðsludags og kr. 1500.00 í máls- kostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 376 Miðvikudaginn 25. júni 1947. Kærumálið nr. 12/1947. Jón Guðmundsson gegn Landsmiðjunni. Setudómarar próf. Ólafur Lárusson og Valdi- mar Stefánsson sakadómari í stað hrd. Árna Tryggvasonar og hrd. Þórðar Eyjólfssonar. Kæra afturkölluð. Dómur hæstaréttar. Með kæru 8. mai þ. á., er hingað barst 14. þ. m., kærði sóknaraðili úrskurð, er kveðinn var upp á bæjarþingi Reykjavikur 2. mai s. 1, þar sem sóknaraðilja var synjað um frest í máli varnaraðilja gegn sóknaraðilja. Umboðs- maður sóknaraðilja hefur nú með bréfi 21. þ. m. afturkall- að kæru þessa og horfið frá kröfum, er hann hafði gert fyrir hæstarétti. Varnaraðili hefur sent hæstarétti greinargerð í málinu. Krefst hann staðfestingar hins kærða úrskurðar og kæru- málskostnaðar úr hendi sóknaraðilja. Þar sem sóknaraðili hefur horfið frá kröfum sínum, verður eigi dæmt um gildi hins kærða úrskurðar. Rétt þykir, að sóknaraðili greiði varnaraðilja kr. 100.00 í kærumálskostnað. Dómsorð: Málssókn þessi fellur niður. Sóknaraðili, Jón Guðmundsson, greiði varnaraðilja, Landsmiðjunni, kr. 100.00 í kærumálskostnað að við- lagðri aðför að lögum. Úrskurður bæjarþings Reykjavíkur 2. maí 1947. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 30. f. m., hefur Þorsteinn Sveinsson hdl. f. h. Landssmiðjunnar, hér í bæ, höfðað fyrir bæjar- þinginu með stefnu, útgefinni 6. des. f. á., gegn Jóni Guðmundssyni veitingamanni, Akranesi, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 24369.96 með 6% ársvöxtum frá stofndegi hinna ymsu skulda- liða til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Stefndi hefur krafizt sýknu og málskostnaðar að mati dómarans. 371 Málsatvik eru þau, að á árinu 1944 og 1945 framkvæmdi stefn- andi viðgerð á rafstöð og byggði rafstöðvarhús fyrir stefnda að Brúsastöðum í Þingvallasveit. Telur stefnandi allan kostnaðinn við þetta hafa numið kr. 29369.96, en þar af hafi stefndi greitt með víxli kr. 5000.00, og séu því eftirstöðvarnar kr. 24369.96. Sýknukröfu sína byggir stefndi á því, að verk það, er stefnandi hafi innt af hendi, hafi verið stórgallað og bakað sér talsvert fjár- tjón. Er mál þetta skyldi flutt munnlega þann 30. f. m., krafðist stefndi þess, að málinu yrði frestað í 4 vikur. Sem rök fyrir frestbeiðni sinni færði stefndi, að nauðsynlegt væri, að verkið yrði skoðað af dómkvöddum mats- og skoðunarmönnum, en slíkt hefði ekki enn verið unnt vegna veðurs. Þann 29. f. m. hafði stefndi sent borgardómaranum í Reykjavik beiðni um, að menri væru dómkvaddir í þessu skyni. Stefnandi mótmælti öllum fresti og taldi stefnda þegar hafa haft nægan tíma til að fá dómkvadda menn til að skoða og meta verkið, ef hann hefði hirt um það. Mál þetta var þingfest 9. janúar s. l., og fékk stefndi þá frest til að rita greinargerð til 23. s. m. Þann dag var fresturinn fram- lengdur til 30. s. m. Þann 30. janúar 1947 kom fram greinargerð af hendi stefnda. Fengu aðiljar síðan fresti til gagnasöfnunar til 6. marz s. l., en þann dag töldu þeir gagnasöfnun lokið. Engin gögn komu fram af hendi stefnda, frá því hann lagði fram greinargerð sína. Með vísan til þessa þykir stefndi þegar hafa haft nægilegan tíma til að láta fram fara mat og skoðun á umræddum mann- virkjum, enda ósönnuð staðhæfing hans, að veður hafi hamlað framkvæmdum þessum. Verður stefnda því ekki veittur frekari frestur í þessu skyni. Einar Arnalds borgadómari kvað upp úrskurð þenna. Því úrskurðast: Hinn umbeðni frestur er ekki veittur. 378 Miðvikudaginn 25. júní 1947. Kærumálið nr. 13/1947. Egill Sigurgeirsson Segn Sigurði Helgasyni. Setudómarar próf. Ólafur Lárusson og Valdi- mar Stefánsson sakadómari í stað hrd. Árna Tryggvasonar og hrd. Þórðar Eyjólfssonar. Frávísunardómur kærður. Dómur hæstaréttar. Með kæru 4. maí þ. á., er hingað barst 20. þ. m., hefur sóknaraðili kært til hæstaréttar frávísunardóm, er upp var kveðinn á bæjarþingi Reykjavíkur hinn 28. apríl s. 1. í máli sóknaraðilja gegn varnaraðilja. Engin greinargerð eða kröf- ur hafa borizt af hendi sóknaraðilja, en ætla verður, að kæran sé höfð uppi í því skyni að fá frávísunardóm bæjar- þingsins úr gildi felldan. Varnaraðili krefst staðfestingar héraðsdómsins og kæru- málskostnaðar úr hendi sóknaraðilja. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum ber að dæma sóknaraðilja til að greiða varnaraðilja kr. 200.00 í kærumálskostnað. Dómsorð: Héraðsdómurinn á að vera óraskaður. Sóknaraðili, Egill Sigurgeirsson, greiði varnaraðilja, Sigurði Helgasyni, kr. 200.00 í kærumálskostnað. Dóminum hÞer að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 28. apríl 1947. Mál þetta, sem tekið var til dóms eða úrskurðar 22. þ. m., hefur Egill Sigurgeirsson hæstaréttarlögmaður höfðað fyrir bæjarþing- inu með stefnu, útgefinni 26. febrúar þ. á., gegn Sigurði Helgasyni stórkaupmanni, Bankastræti 7, til greiðslu víixils að fjárhæð kr. 3500.00 með 6% ársvöxtum frá gjalddaga 27. febrúar 1946 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. 379 Stefndi hefur krafizt þess aðallega, að málinu verði visað frá dómi, en til vara, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefn- anda. Þá hefur hann og krafizt málskostnaðar að skaðlausu. Við munnlegan flutning málsins um frávísunarkröfuna hefur stefnandi gert þær dómkröfur aðallega, að frávísunarkröfu stefnda verði hrundið og sér dæmdur málskostnaður, en til vara, að máls- kostnaður verði látinn niður falla í þessum hluta málsins. Stefndi hefur rökstutt frávísunarkröfuna með því, að skjal það, sem hér um ræðir, sé ekki vixill eftir skilningi vixillaganna nr. 93/1933, þar sem í þeim lögum sé það ófrávíkjanlega skilyrði sett, að útgáfudagur skuli tilgreindur, til þess að um vixil geti verið að ræða, en á umrætt skjal vanti útgáfudag. Af þessum ástæðum sé ekki um víxilmál að ræða, er heimilt sé að reka eftir XVII, kafla laga um meðferð einkamála í héraði nr. 85 frá 1936. Hafi því ekki verið heimilt að ganga fram hjá sáttatilraun fyrir sáttamönnum. Þar sem málið hafi ekki verið lagt til sátta eftir fyrirmælum laga, hljóti slíkt að valda frávisun. Stefnandi hefur hins vegar haldið því fram, að skjalið, sem unr er að ræða, sé víxill eftir merkingu laga nr. 93/1933. Í 7. tl. 1. gr. laganna sé að vísu sagt, að tilgreina skuli í víxli útgáfudag og út- gáfustað, en í 2. gr. sömu laga sé gerð undantekning um útgáfu- stað, og hljóti sú undantekning að eiga við um útgáfudag per ana- logiam. Hann hefur og haldið því fram, að þar sem vaxta sé ein- ungis krafizt frá gjalddaga, skipti útgáfudagur engu máli í þessu sambandi. Þá sé það hlutverk útgefanda að sjá um það, að dag- setning sé tiigreind, og því sé það á hans ábyrgð, ef hana vanti. Ekki sé hægt að taka til greina, ef útgefandi vísvitandi og af hrekk lætur hjá líða að tilgreina útgáfudag, þegar viðsemjendur hans eru í þeirri trú, að gild víxilskuldbinding hafi stofnazt. Telja verður það óhjákvæmilegt skilyrði fyrir því, að vixil- skuldbinding hafi stofnazt, að tilgreindur sé útgáfudagur, og verð- ur ekki á það fallizt, að undantekningarákvæði um útgáfustað eigi analogice við um útgáfudag. Heimildarlaust hefur því verið að ganga fram hjá sáttanefnd í máli þessu, og verður því að fallast á frávís- unarkröfu stefnda og vísa málinu frá dómi. Hæfilegt þykir, að stefnandi greiði stefnda kr. 150.00 í málskostnað. Einar Arnalds borgardómari kvað upp dóminn. Dómsorð: Máli þessu vísast frá dómi. Stefnandi, Egill Sigurgeirsson, greiði stefnda, Sigurði Helga- syni, kr, 150.00 í málskostnað. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 380 Laugardaginn 20. september 1947. Kærumálið nr. 14/1947. Magnús Thorlacius Segn Eggert Claessen. Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Kærður úrskurður stjórnar Lömannafélags Íslands um þóknun málflutningsmanns. Dómur hæstaréttar. Með kæru 27. júní þ. á., er hingað barst 2. júlí s. l., hefur sóknaraðili skotið til hæstaréttar úrskurði stjórnar Lög- mannafélags Íslands, upp kveðnum 27. júní 1947 í máli varnaraðilja gegn sóknaraðilja. Gerir sóknaraðili þær dóm- kröfur aðallega, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og málinu vísað heim til löglegrar meðferðar og upp- sögu úrskurðar af nýju. Til vara krefst hann þess, að málinu verði vísað frá stjórn Lögmannafélagsins, til þrautavara, að hann verði sýknaður af kröfum varnaraðilja og til ýtrustu vara, að þóknun hans, er í málinu greinir, verði ákveðin 300 krónur. Loks krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðilja eftir mati hæstaréttar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar af sóknaraðilja eftir mati hæstaréttar. Með skirskotun til forsendna hins kærða úrskurðar þykir mega staðfesta hann. Eftir atvikum þykir rétt, að kærumálskostnaður falli niður. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður stjórnar Lögmannafélags Íslands 27. júní 1947. Ár 1947, föstudaginn 27. júní, átti stjórn Lögmannafélags Ís- lands fund með sér í skrifstofu formanns. Á fundinum voru mættir formaður félagsins, hrl. Einar B. Guðmundsson, ritari þess hdl. 381 Ágúst Fjeldsted og varastjórnandi hrl. Gunnar Þorsteinsson, sem mættur var vegna forfalla gjaldkera félagsins, hdl. Gunnars E. Benediktssonar. Á fundinum var tekið fyrir: Ágreiningsmálið nr. 1/1947: Eggert Claessen gegn Magnúsi Thorlacius, og í því kveð- inn upp svo hljóðandi úrskurður: Á árinu 1946 hafði sóknaraðili máls þessa, hrl. Eggert Claessen, til innheimtu kröfur fyrir danskt firma. Mun nefnt firma og mál- flutningsmenn þess í Danmörku hafa snúið sér til sóknaraðilja og óskað upplýsinga um árangur innheimtustarfsins. Þar sem dráttur varð á svari sóknaraðilja, snéru hinir dönsku málflutningsmenn sér til varnaraðilja, hrl. Magnúsar Thorlacius „og óskuðu aðstoðar hans. Hinn 12. júní 1946 sendi varnaraðili sóknaraðilja svo hljóð- andi bréf: „Overretssagf. Carl Staffeldt og Sagf. cand. jur. Sven Staffeldt í Kaupmannahöfn hafa skrifað mér og beðið mig að grennslast eftir, hvers vegna þér svarið hvorki þeim né umbjóðendum þeirra, firmanu Hindenburgs Eftf., út af kröfum, sem þér hafið innheimt fyrir þetta firma. Mér væri kært, ef þér létuð mér í té vitneskju um þetta fyrir 17. þ. m. og skýrslu um innheimtur þessar.“ Þessu bréfi svaraði sóknaraðili 18. júní 1946, er hann tilkynnti varnaraðilja, að hann hefði hinn 31. maí sent hinum dönsku mál- flutningsmönnum skilagrein yfir innheimturnar ásamt fé því, er hann hefði innheimt. Staðfestu hinir dönsku málflutningsmenn viðtöku á bréfi sóknaraðilja, þvi er að framan greinir, ásamt inn- heimtum peningum. Töldu málflutningsmennirnir, að sóknaraðilja bæri að greiða þann kostnað, sem af því hefði hlotizt, að þeir leituðu aðstoðar varnaraðilja. Féllst sóknaraðili á þetta og óskaði eftir reikningi, er sýndi kostnaðinn. Barst honum bréf frá varnaraðilja, dags. 28. júní 1946, þar sem varnaraðili tilkynnti, að hinir dönsku mál- flutningsmenn hefðu falið honum að innheimta hjá sóknaraðilja þóknun út af málinu, að fjárhæð kr. 300.00. Óskaði varnaraðili greiðslu á þessari fjárhæð fyrir 3. júlí. Með bréfi, dags. 29. júni, til hinna dönsku málflutningsmanna mótmælti sóknaraðili þess- ari kröfu sem óhæfilega hárri. Varnaraðili taldi þá, að hin áskilda þóknun væri í samræmi við lágmarksgjaldskrá Lögmannafélags Íslands, og með bréfi, dags. 20. des. 1946, fóru hinir dönsku mál- flutningsmenn þess á leit við sóknaraðilja, að hann greiddi varn- araðilja umræddar kr. 300.00. Sóknaraðili vildi þó ekki fallast á þetta, og með bréfi, dags. 10. janúar 1947, snéri hann sér til stjórnar Lögmannafélags Íslands og beiddist úrskurðar félags- stjórnar um það, hvort framangreind krafa varnaraðilja um 300 króna þóknun gæti talizt hæfileg. Taldi sóknaraðili kröfuupp- 382 hæðina óhæfilega háa og yrði á þá skoðun fallizt, beiddist hann þess, að félagsstjórnin úrskurðaði, hvaða þóknun teldist sanngjörn handa varnaraðilja fyrir héraðlútandi störf hans. Varnaraðili krefst þess aðallega, að máli þessu verði vísað frá dómi. Til vara, að hann verði sýknaður af öllum kröfum sóknar- aðilja, og til þrautavara, að þóknun hans verði ákveðin 300 krón- ur. Hvernig sem málið fer, krefst varnaraðili málskostnaðar úr hendi sóknaraðilja eftir mati stjórnar Lögmannafélags Íslands. Frávísunarkröfu sína byggir varnaraðili á því, að kröfur sóknaraðilja séu ekki dómhæfar. Kröfugerð sóknaraðilja sé þannig háttað, að samkvæmt henni sé óskað eftir áliti Lögmannafélags Íslands um atriði almenns eðlis, enda telur varnaraðili, að maður, sem krafinn er greiðslu á þóknun fyrir tiltekin málflutningsstört. geti aldrei borið ágreining um réttmæti eða upphæð þóknunar- innar undir úrskurð félagsstjórnarinnar. Sá, sem reikning sendir eða krefst greiðslu, sé hinn eini aðili, sem krafizt geti úrskurðar um réttmæti eða upphæð áskilinnar þóknunar. Samkvæmt 8. grein laga nr. 61/1942 hefur stjórn félags héraðs- dóms- og hæstaréttarlögmanna úrskurðarvald um endurgjald fyrir málflutningsstarf, ef ágreiningur um það er borinn undir hana. Telja verður, að samkvæmt þessu ákvæði hafi stjórn Lögmanna- félags Íslands vald til þess að kveða á um endurgjald fyrir mál- flutningsstarf, ef um það rís ágreiningur, og að hvorum aðilja sem er, þeim, er áskilur sér þóknun, og hinum, sem krafinn er þókn- unar, sé heimilt að leita úrskurðar um upphæð þóknunarinnar. Þar sem um ágreining er að ræða, sem fjallar um endurgjald fyrir málflutningsstarf, og krafa sóknaraðilja er nægilega rökstudd, er ekki unnt að taka frávísunarkröfu varnaraðilja til greina. Á sama hátt þykir ekki unnt að taka kröfu rarnaraðilja um sýknu til greina, þar sem sóknaraðili á samkvæmt framansögðu rétt á því að fá úrskurð um upphæð þóknunarinnar. Í máli þessu er upplýst, að afskipti varnaraðilja af innheimt- um þeim, er sóknaraðili hafði til meðferðar frá hinu danska firma, voru þau ein, að varnaraðili ritaði sóknaraðilja bréf 12. júni 1946, þar sem tekið er fram, að hann hafi verið beðinn að grennslast eftir, hvernig á því stæði, að sóknaraðili svaraði ekki hinu danska firma og málflutningsmönnum þess, og jafnframt, að sóknaraðili léti varnaraðilja í té vitneskju um þetta fyrir ákveðinn tíma og skýrslu um innheimturnar. Er upplýst, að 13 dögum áður eða 31. mai hafði sóknaraðili sent dönsku málflutningsmönnunum skilagrein og innheimt fé í ávísun á danskan banka. Telja verður, að venja sé, að félagsmenn í Lögmannafélagi Ís- lands veiti hver öðrum ýmiss konar aðstoð, án þess að endur- gjald komi fyrir. Þar sem sóknaraðili hefur hins vegar talið sér skylt að greiða endurgjald fyrir afskipti varnaraðilja af máli 383 þessu, þykir verða að kveða á um upphæð endurgjaldsins, er telst hæfilega ákveðin 50 krónur. Hins vegar verður að telja, að stjórn Lögmannafélags Íslands bresti heimild til þess að fella úrskurð um málskostnað. Því úrskurðast: Þóknun varnaraðilja, hrl. Magnúsar Thorlacius, fyrir afskipti hans af máli þessu telst hæfilega ákveðin 50 krónur. Mánudaginn 22. september 1947. Kærumálið nr. 15/1947. Bergsteinn Kolbeinsson gegn Einari Árnasyni Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Synjun frests í landamerkjamáli. Dómur hæstaréttar. Hinn kærði úrskurður er upp kveðinn af Friðjóni sýslu- manni Skarphéðinssyni ásamt samdómsmönnunum Jakobi Karlssyni og Elíasi Tómassyni. Með kæru 23. júní þ. á., er hingað barst 8. júlí s. á., hefur sóknaraðili kært úrskurð, kveðinn upp á aukadómþingi Eyjafjarðarsýslu 21. júní s. l, þar sem sóknaraðilja var synjað um frest þar til seint í ágúst eða snemma í septem- ber þ. á. í máli varnaraðilja gegn honum. Krefst sóknaraðili þess, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur og honum dæmdar 200 krónur í kærumáls- kostnað úr hendi varnaraðilja. Frá varnaraðilja hafa hæstarétti hvorki borizt kröfur né greinargerð í málinu. Með skirskotun til forsendna hins kærða úrskurðar þykir mega staðfesta hann. Kærumálskostnaður fellur niður, þar sem hans hefur ekki verið krafizt af hálfu varnaraðilja. 384 Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður aukadómþings Eyjafjarðarsýslu 21. júní 1947. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar þann 20. þ. m., er höfðað samkvæmt landamerkjalögum nr. 41/1919 um ágreining milli máls- aðilja, Einars Árnasonar, Eyrarlandi í Öngulstaðahreppi, og Berg- steins Kolbeinssonar, Leifsstöðum, sama hreppi, um landamerki milli téðra jarða. Gerir eigandi Eyrarlands þá kröfu, að merki milli jarðanna verði viðurkennd bein lína frá svo kallaðri Ósgötu eða Þing- mannavegi, þar sem hann liggur út í Eyrarlandsós á austurbakka óssins, upp Í grjótvörðu á miðri Merkisklöpp, en eigandi Leifs- staða krefst þess, að merkin verði viðurkennd bein lina í segn um miðja Merkisklöpp og vörðustæði á mel utan við Leifsstaða- stekk og lína í framhaldi þeirrar línu, unz hún sker Eyrarlands- ós. Hvor aðili um sig krefst málskostnaðar úr hendi hins. Málið var þingfest 20. nóv. f. á. Fór þá fram sáttatilraun, út- nefning meðdómenda og dómruðning. Var málinu síðan frestað til vors vegna snjóa á þrætusvæðinu. 30. maí s. 1. var síðan þing- hald í málinu, en þá var ákveðið að láta gera uppdrátt af þrætu- svæðinu og dómkvaddur maður til þess, en málið síðan tekið fyrir af nýju þann 20. þ. m. Fór þá fram merkjaganga, uppdráttur var lagður fram og ýms gögn í málinu og vitni voru leidd. Af hálfu eiganda Leifsstaða var þess óskað, að málinu yrði síðan frestað þar til seint í ágúst eða snemma í september n. k. vegna gagna í málinu, sem hann kvaðst vænta að fá frá Benedikt Sveinssyni bókaverði, og vegna ýmissa gagna, sem mótmælt hefur verið af gagnaðilja hans, en nauðsynlegt sé að færa frekari sönnur á. Auk þess þurfi málfiutningsumboðsmaður hans að vera fjar- vistum á næstunni vegna sjúkleika, Af hálfu eiganda Eyrarlands var því mótmælt, að frestur yrði veittur til gagnasöfnunar frekar en orðið er, enda sé öflun gagna úr gömlum skjölum þýðingarlaus, þar sem fyrir liggi þinglesin landamerkjaskrá frá 1890. Hann telur og, að þegar hafi verið næg- ur frestur til öflunar gagna í málinu, enda hafi verið rétt og skylt að leiða öll vitni í þinghaldinu þenna dag. Lögðu aðiljar ágreiningsatriði þetta í úrskurð. Í 10. gr. landamerkjalaganna, sbr. 291. gr. einkamálalaganna, er svo kveðið á, að í öðru þinghaldi landamerkjamála skuli aðiljar leggja í dóm gögn sin, leiða vitni og útlista mál sitt og skuli mál- flutningi lokið á því þingi, nema dóminum þyki aðilja nauðsyn 385 bera til þess að fá frest til að afla gagna, enda hafi hann eigi áður mátt gera það. Telja verður, að þegar hafi verið nægur frestur til að afla gagna í málinu, þar sem málið var þingfest 20. nóv. f. á., eins og fyrr segir, og hafi því öll gögn málsins átt að geta komið fram í Þinghaldinu í gær. Þykir því samkvæmt tilvitnaðri grein landa- merkjalaganna ekki heimilt að veita umbeðinn frest í málinu. Því úrskurðast: Umbeðinn frestur verður ekki veittur. Mánudaginn 22. september 1947. Kærumálið nr. 16/1947. Jón Guðjónsson gegn Jóni Guðnasyni Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrá. Árna Tryggvasonar. Synjun frests í útburðarmáli. Dómur hæstaréttar. Þorsteinn S. Thorarensen, fulltrúi borgarfógetans í Reykjavík, hefur kveðið upp hinn kærða úrskurð. Með kæru 2. júlí þ. á., er hingað barst 10. s. m., hefur sóknaraðili kært úrskurð fógetadóms Reykjavíkur, kveðinn upp 2. júlí s. ll, þar sem sóknaraðilja var synjað um frek- ari frest í máli varnaraðilja gegn honum. Sóknaraðili gerir þær dómkröfur, að ákvæði hins kærða úrskurðar um synjun frests verði fellt úr gildi og að hon- um verði dæmdur kærumálskostnaður úr hendi varnarað- ilja eftir mati hæstaréttar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar, að þvi er varðar synjun frests, en að fellt verði úr gildi ákvæði hans um vitur. Hann krefst og kærumálskostnaðar af sóknaraðilja eftir mati dómsins. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurður þykir 25 386 mega staðfesta hann, en ákvæði hans um vítur hefur ekki verið kært innan lögmælts frests. Eftir þessum úrslitum ber að dæma sóknaraðilja til að greiða varnaraðilja kr. 150.00 í kærumálskostnað. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Sóknaraðili, Jón Guðjónsson, greiði varnaraðilja, Jóni Guðnasyni, kr. 150.00 í kærumálskostnað. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 2. júlí 1947. Í réttarhaldi í máli þessu hinn 26. júní s. 1, er munnlegur flutn- ingur skyldi fram fara, krafðist umboðsmaður gerðarþola, Magnús Thorlacius hrl., þess, að málinu yrði frestað um hæfilegan tíma til frekari gagnaðflunar, og þá sérstaklega til að samprófa aðilja málsins. Umboðsmaður gerðarbeiðanda, Gústaf A. Sveinsson hrl., mót. mælti frestbeiðni þessari, og var atriðið tekið til úrskurðar fogeta- réttarins. Í munnlegum flutningi um atriði þetta, áður en það var tekið undir úrskurð, viðhafði umboðsmaður gerðarbeiðanda eftir- farandi ummæli um umboðsmann gerðarþola: „háttvirtur and- stæðingur hefur á refsiverðan hátt reynt að draga málið.“ Hefur umboðsmaður gerðarþola krafizt þess, að umboðsmaður gerðar- beiðanda verði sektaður fyrir ummæli þessi. Málavextir eru í aðalatriðum þessir: Gerðarbeiðandi, Jón Guðnason, tók árið 1940 á leigu 3 her- bergi og eldhús á 1. hæð hússins nr. 83 við Laugaveg, en hús þetta var þá 2 íbúðarhæðir, og rishæð að auki. Eigendur hússins eru þau systkinin Guðmundur Sveinsson og Sigríður Sveinsdóttir, kona gerðarþola, og bjó hún ásamt manni sínum á 2. hæð hússins, alit þar til þau systkinin hófu árið 1946 að byggja 2 hæðir ofan á húsið. Gerðarbeiðandi skýrir svo frá, að í septembermánuði 1946 hafi það orðið að samkomulagi milli sín og Sigríðar Sveinsdóttur, að gerðarbeiðandi léði þeim hjónunum til afnota eitt herbergi af leiguiíbúð sinni, þar sem Sigriði hafði þótt illt að hafast við í íbúð sinni á 2. hæð sökum hávaða, er stafaði af nýbyggingunni. Kafi afnot þessi einungis átt að standa til bráðabirgða, og skýra þau gerðarbeiðandi og kona hans svo frá, að Sigríður hafi fast- lega gert ráð fyrir því að þurfa herbergisins ekki lengur en til öð7 s. 1. áramóta í lengsta lagi. Gerðarbeiðandi ritar fógetaréttinum hinn 30. janúar s. 1. og krefst þess, að gerðarþoli verði borinn út úr herbergi þessu. Hafi gerðarþoli og kona hans hætt að búa í herberginu, en eigi þar þó ýmsa muni eftir. Gerðarþoli mótmælir gerðinni, þar sem gerðarbeiðandi hafi sengizt inn á það að leyfa sér afnot herbergis þessa, meðan verið væri að byggja ofan á hús- ið. Raunar hefur gerðarþoli sjálfur ekki mætt hér fyrir réttin- um, heldur kona hans Sigríður Sveinsdóttir, og gaf hún yfirlýsingu þessa. Er hún einnig staðfest af bróður Sigríðar og sameiganda að húsinu, Guðmundi Sveinssyni. Málið var síðast fyrir réttinum til gagnaðflunar hinn 26. marz s. l., og töldu umboðsmenn aðiljanna þá gagnaöflun lokið, og var einnig ákveðið, að dagur til munnlegs flutnings yrði ákveðinn siðar. Vegna annríkis fógeta og málflytjenda var sá dagur ekki ákveðinn fyrr en 26. júní s. 1l., og fór þá umboðsmaður gerðar- þola fram á áður umgetinn frest til gagnaöflunar. Með tilliti til þess tíma, sem liðinn er frá því mál þetta var síðast fyrir rétti til gagnaðflunar, verður að telja, að umboðsmaður gerðarþola hefði getað komið fyrr fram með kröfu um endurupptöku málsins til frekari gagnaöflunar. Verður þannig, eftir atvikum, að neita um hinn umbeðna frest. Víta ber ummæli þau, er umboðsmaður gerðarbeiðanda við- hafði um umboðsmann gerðarþola, er munnlegur flutningur fór fram hér fyrir réttinum um atriði það, er hér er til úrskurðar. Því úrskurðast: Hinn umbeðni frestur verður ekki veittur. Mánudaginn 22. september 1947. Kærumálið nr. 17/1947. Magnús Jónsson segn Verzlunarfélagi Ólafsfjarðar. Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Málskostnaðarákvæði héraðsdóms kært. Dómur hæstaréttar. Friðjón Skarphéðinsson, bæjarfógeti á Akureyri, hefur kveðið upp hinn kærða dóm. 388 Með kæru 7. júlí þ. á. er hingað barst 14. s. m., hefur sóknaraðili kært málskostnaðarákvæði dóms bæjarþings Akureyrar, er upp kveðinn var 3. s. m. í máli varnaraðilja segn sóknaraðilja. Krefst sóknaraðili þess, að honum verði dæmdar 500 krónur í málskostnað í héraði. Svo krefst hann og kæru- málskostnaðar úr hendi varnaraðilja eftir mati dómsins. Frá varnaraðilja hafa hæstarétti hvorki borizt kröfur né greinargerð í málinu. Eftir atvikum þykir rétt að staðfesta hið kærða máls- kostnaðarákvæði. Kærumálskostnaður fellur niður, þar sem hans er ekki krafizt af hálfu varnaraðilja. Dómsorð: Málskostnaðarákvæði héraðsdóms í málinu: Verzlun- arfélag Ólafsfjarðar gegn Magnúsi Jónssyni á að vera óraskað. Kærumálskostnaður fellur niður. Dómur bæjarþings Akureyrar 3. júlí 1947. Mál þetta, sem tekið var til dóms þann 30. f. m., hefur stefnandi, Verzlunarfélag Ólafsfjarðar, höfðað fyrir bæjarþingi Akureyrar með stefnu, útgefinni 7. f. m. og birtri sama dag, á hendur Magnúsi Jónssyni verzlunarmanni, Aðalgötu 7, Ólafsfirði, og gerir þær kröfur fyrir dómi, að síðargreindum úrskurði húsaleigunefndar Ólafsfjarðar verði hrundið og stefndi dæmdur til að rýma þegar húsnæði það, er hann hefur í húsi stefnanda í Aðalgötu 7, Ólafs- firði. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi stefnda eftir mati dómara. Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. Málavextir eru þeir, að í maimánuði 1946 keypti stefnandi efri hæð hússins Aðalgötu 7 í Ólafsfirði og lét stefnda, sem þá var verzlunarstjóri stefnanda, í té íbúð á hæð þessari. Enginn samn- ingur var gerður milli stefnanda og stefnda um húsnæði þetta. Þann 14. janúar s. 1. sagði stefnandi stefnda upp verzlunarstjóra- starfinu, og vék hann úr þjónustu stefnanda 15. apríl s. 1. Stefn- andi ritaði stefnda bréf 13. febrúar s. l. og aftur 20. april s. 1. og tilkynnti honum, að hann yrði að víkja úr íbúðinni 14. mai s.l., enda þyrfti stefnandi á húsnæðinu að halda fyrir starfsmann 389 sinn. Stefndi synjaði kröfu stefnanda um að víkja úr íbúðinni, og skaut stefnandi málinu til húsaleigunefndar Ólafsfjarðar, en nefndin kvað upp úrskurð um málið 12. maí s. 1. og synjaði kröfu stefnanda um, að stefndi yrði skyldaður til þess að víkja úr íbúð- inni. Höfðaði stefnandi mál þetta hér fyrir dómi, til þess að fá úr- skurðinum hrundið, og gerði þær kröfur, sem fyrr greinir. Er því haldið fram af hans hendi, að stefndi hafi ekki rétt til að halda íbúðinni, eftir að hann fór úr þjónustu félagsins, enda þurfi fé- lagið nauðsynlega á íbúðinni að halda fyrir starfsmann sinn og íbúðin hafi á sínum tíma verið keypt, til þess að geta látið starfs- fólki stefnanda í té íbúð í henni. Megi því stefnda vera ljóst, að til þess hafi verið ætlazt, að hann héldi ekki íbúðinni, eftir að hann færi úr þjónustu félagsins. Af hálfu stefnda er því mótmælt, að ibúð sú, sem hann býr í, hafi átt að fylgja verzlunarstjórastarfinu, og sé því uppsögn af hendi stefnanda óheimil samkvæmt húsaleigulögunum. Samningur um íbúð þessa er ekki fyrir hendi og var aldrei gerður. Þykir því stefnandi verða að bera halla af því að hafa ekki tryggt sér með samningi, að stefndi skyldi rýma íbúðina, er hann færi úr þjónustu stefnanda. Samkvæmt ákvæðum 1. gr. laga nr. 39/1943 um húsaleigu er óheimilt að segja stefnda upp leigu á umræddri íbúð. Niðurstaða málsins verður því sú, að sýkna ber stefnda í mál- inu af kröfum stefnanda. Eftir öllum atvikum þykir þó rétt, að málskostnaður falli niður. Dómsorð: Stefndi, Magnús Jónsson, á að vera sýkn af kröfum stefnanda, Verzlunarfélags Ólafsfjarðar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. 390 Fimmtudaginn 25. september 1947. Kærumálið nr. 18/1947. Ingvar Árnason segn Ársæli Jónassyni. Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Kærður frávísunardómur. Dómur hæstaréttar. Með kæru, dags. 20. júlí þ. á., sem hingað barst 2. þ. m., hefur sóknaraðili kært dóm, upp kveðinn á bæjarþingi Reykjavíkur 13. júní þ. á., þar sem máli sóknaraðilja gegn varnaraðilja var vísað sjálfkrafa frá dómi. Gerir sóknar- aðili þær dómkröfur, að frávísunardómurinn verði úr gildi felldur og lagt verði fyrir héraðsdómara að taka málið til meðferðar að efni til og að varnaraðilja verði dæmt að greiða honum kærumálskostnað. Af hendi varnaraðilja hafa hvorki verið gerðar kröfur fyrir hæstarétti né greinargerð send. Í fógetamáli, sem sóknaraðili sótti á hendur varnaraðilja og úrskurðað var í fógetadómi Reykjavíkur 13. apríl f. á., krafðist sóknaraðili þess, að honum yrði veittur með beinni Íógetagerð aðgangur að tilgreindu herbergi í húsinu nr. 163 við Hringbraut hér í bæ. Fógeti synjaði með greindum úr- skurði að framkvæma gerðina. Með stefnu 12. maí 1947 höfðaði sóknaraðili síðan mál það, sem héraðsdómari hefur vísað frá dómi, og gerði í því þær dómkröfur, að varnar- aðilja verði gert að fá honum umráð herbergis þess, sern áður greinir. Kröfur sóknaraðilja svo og röksemdir hans eru þær sömu í fógetamálinu og í bæjarþingsmálinu. Sóknaraðili átti þess fullkominn kost að reifa málið til hlítar fyrir fógeta, leiða vitni og koma að þeim gögnum, sem máli skiptu, sbr. 223. gr. laga nr. 85/1936, enda var ekki, þegar málið var fyrir fógeta, þörf slíkra bráðabirgðaaðgerða, að málinu yrði að túka þar vanreifuðu. Verður því með vísan til þess, sem nú var rakið, að telja 391 fógetadóm og bæjarþing hliðstæða dómstóla, að því er varð- ar meðferð máls þessa, og að héraðsdómari hafi því rétti- lega vísað kröfu sóknaraðilja frá dómi. Ber því að staðfesta Læjarþingsdóminn. Þar sem varnaraðili hefur engar kröfur gert, fellur kæru- málskostnaður niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Kærumálskostnaður fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 13. júní 1947. Mál þetta, er tekið var til dóms eða úrskurðar 6. b. m., hefur Ingvar Árnason, Hringbraut 163 hér í bæ, höfðað fyrir bæjarþing- inu með stefnu, útgefinni 12. f. m., gegn Ársæli Jónassyni og Frið- riki Teitssyni, báðum til heimilis að Hringbraut 163 hér í bænum. Hefur stefnandi gert þær dómkröfur, að stefnda verði gert að fá honum umráð íbúðarherbergis í kjallara hússins nr. 163 við Hring- braut svo og að greiða sér málskostnað að mati dómarans. Stefndi Friðrik hefur samþykkt kröfur stefnanda, en stefnandi fallið frá málskostnaðarkröfu á hendur honum. Stefndi Ársæll hefur aðallega krafizt frávísunar, en til vara sýknu, og málskostnaðar í báðum tilvikum. Stefnandi hefur krafizt þess, að frávísunarkröfunni verði hrundið og honum dæmdur málskostnaður. Málavextir eru þeir, að því er stefnandi telur, að hann, sem hefur á leigu íbúð í kjallara nefnds húss, hafi léð stefndu eitt her- bergi íbúðarinnar handa konu nokkurri, er mjög hafi þarfnazt húsnæðis. Þetta hafi verið því skilyrði bundið, að hann fengi herbergið aftur strax, er konan færi úr því. Stefndi Ársælt hefur hins vegar haldið því fram, að stefnandi hafi skilað herbergi bessu skilyrðislaust úr leigu, og eigi hann ekkert tilkall til þess. Stefn- andi krafðist þess þá, að honum yrði veittur aðgangur að her- berginu með beinni fógetagerð, en með úrskurði fógetadóms Reykjavíkur var neitað um framgang gerðarinnar. Stefnandi höfð- aði síðan mál fyrir bæjarþinginu og hefur gert framangreindar dómkröfur, sem hann byggir á skilyrði því, er að framan segir. Frávísunarkröfu sina byggir stefndi Ársæll á því, að bæjar- þingið sé hliðstæður dómstóll við fógetadóm og geti því ekki veitt úrlausn um mál, sem þegar hefur verið leyst úr í þeim dómi. Eins og að framan segir, byggði stefnandi kröfu sína fyrir fógetadómi á margnefndu skilyrði, og var leyst úr því efni þar. 392 Stefnandi hefur í þessu máli fært fram sömu rök kröfum sinum til stuðnings. Þar eð bæjarþingið og fógetadómur eru hliðstæðir dóm- stólar, er eigi hægt að leggja dóm á málið, þar eð það hefur þegar sætt úrlausn á þessum grundvelli, og ber því að vísa því frá dómi. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Einar Arnalds borgardómari kvað upp dóminn. Dómsorð: Máli þessu vísast ex officio frá dómi. Málskostnaður falli niður. Mánudaginn 29. september 1947. Nr. 66/1947. Eiríkur Bjarnason, Lúther Guðnason og Markús Jensson Segn Útibúi Landsbankans á Eskifirði. Útivistardómur. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, Eiríkur Bjarnason, Lúther Guðnason og Markús Jensson, er eigi mæta í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef þeir vilja fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Mánudaginn 29. september 1947. Nr. 76/1947. Skipaútgerð ríkisins gegn H/f Djúpuvík. Útivistardómur. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Skipaútgerð ríkisins, er eigi mætir í málinu. greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 393 Mánudaginn 29. september 1947. Nr. 51/1947. Ágúst Stefánsson gegn Lilju Sigurðardóttur. Útivistardómur. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Ágúst Stefánsson, er eigi mætir í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Mánudaginn 29. september 1947. Nr. 53/1946. Jón Pétursson og Sigurður Berndsen gegn Sigríði Sigurðardóttur. Útivistardómur. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, Jón Pétursson og Sigurður Berndsen, er eigi mæta í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef þeir vilja fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Miðvikudaginn 1. október 1947. Nr. 120/1946. Margrét Jónsdóttir (Hrl. Ragnar Jónsson) segn Eiði Thorarensen (Hrl. Ólafur Þorgrímsson). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Útburðarmál. Dómur hæstaréttar. Guðmundur Hannesson, bæjarfógeti á Siglufirði, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. 394 Áfrýjandi, sem skotið hefur málinu til hæstaréttar með stefnu 29. ágúst 1946, krefst þess, að hinn áfrýjaði úrskurð- ur verði felldur úr gildi og framkvæmd útburðar heimiluð. Svo krefst hann og málskostnaðar úr hendi stefnda fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar af áfrýjanda fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Telja verður, að stefnda hafi borið að greiða húsaleigu mánaðarlega eftir á, svo sem tíðast er um leigu íbúða, enda styðst það við eiðfest vætti þeirra Antons Guðmundssonar og Sigurjóns Sæmundssonar, sem áttu húsið nr. 26 við Tún- götu á Siglufirði á undan áfrýjanda og höfðu verið leigu- salar stefnda að íbúðinni. Eftir að áfrýjandi eignaðist húsið sumarið 1945, galt stefndi þann 6. september s. á. leigu fyrir mánuðina júní ágúst og hluta af september inn í banka á Siglufirði, með því að honum og fyrirsvarsmanni áfrýjanda samdi ekki um orðalag kvittunar. Þann 12. september ritaði umboðsmaður áfrýjanda, Jón Jóhannesson, stefnda bréf, Þar sem hann viðurkennir greiðslu þessa, en getur þess jafnframt, að hann telji óhóflegan drátt á greiðslunni varða útbyggingu. Næst gerist það, að 2. október 1945 greiðir stefndi húsaleigu fyrir septembermánuð einnig inn í banka. Eftir það bauð stefndi ekki fram né galt neina húsaleigu fyrr en í fógeta- dómi 14. júní 1946, eftir að áfrýjandi hafði með bréfi til fógeta 18. maí s. á. krafizt útburðar hans úr íbúðinni. Stefndi vill réttlæta þenna drátt með því, að fyrr nefndur umboðsmaður áfrýjanda hafi í viðtali í októbermánuði 1945 gefið honum ástæðu til að ætla, að ekki yrði átalið, þó að dráttur yrði á greiðslu leigunnar. Eftir því, sem fram er komið í málinu, þykir þó slíkt loforð ekki nægjanlega í ljós leitt, enda þótt skýrsla nefnds fyrirsvarsmanns sé ekki alls kostar glögg í þessu efni. Þykir stefndi með framangreind- um greiðsludrætti hafa fyrirgert leigurétti sínum að ibúð- inni. Ber því að taka kröfu áfrýjanda um útburð til greina, en rétt þykir eftir atvikum, að málskostnaður fyrir hæsta- rétti falli niður. 395 Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður er úr gildi felldur, og ber fógeta að framkvæma útburð þann, sem krafizt er. Málskostnaður fyrir hæstarétti fellur niður. Úrskurður fógetaréttar Siglufjarðar 18. júní 1946. Gerðarþoli krefst, að máli þessu sé vísað frá fógetarétti til húsa- leigunefndar, þar sem málið heyri undir húsaleigunefnd. Eftir 2. gr. laga 39/1943 heyrir úrskurður um útburð leigutaka vegna vanskila undir fógetarétt, og verða þvi mótmæli gerðarþola gegn úrskurðun fógetaréttar um það atriði eigi tekin til greina. Gerðarbeiðandi krefst útburðar fyrst og fremst vegna vanskila serðarþola, en einnig vegna nauðsynjar húseigandans til þess að nota íbúð gerðarþola fyrir sjálfa sig (Margréti Jónsdóttur) og son hennar. Gerðarþoli mótmælir, að um nokkur vanskil sé að ræða, og að hann hafi áður margboðið húsaleiguna gerðarbeiðanda (svo), en hann ekki viljað taka við henni. Þessu neitar gerðarbeiðandi. Um vanskil gerðarþola: Enginn skriflegur húsaleigusamningur virðist til um tbúðina, en leiguupphæð, kr. 70.00 á mánuði auk húsaleiguvísitölu, virðist eftir málflutningi aðilja hafa verið fastákveðin af húsaleigunefnd. Gerðarbeiðandi heldur fram, að húsaleigan hafi átt að greiðast mánaðarlega. Því til sönnunar hafi hann lagt fram óstaðfest vott- orð fyrrverandi húseiganda, er seldi leigusala húsið Túngötu 26. Þessu mótmælir gerðarþoli og segir, að húsaleigan til fyrri hús- eiganda hafi jafnan verið í slumpum greidd af sér, t. d. á 5 mán- iða fresti, 2ja mánaða fresti o. s. frv., og hefur í fógetaréttinum agt fram athugasemdalausar kvittanir, er sýna, að það er rétt. Sumarið 1945 gerist leigusalinn, Margrét Jónsdóttir, eigandi hússins Túngötu 26 og tekur við leigu af húsinu frá í. júní 1945. 6. sept. 1945 greiðir leigutaki inn í banka, til hennar, leigu fyrir límabilið 1. júní til 1. sept., og 11. sept. fær leigusali húsaleiguna úr bankanum. Daginn eftir skrifar svo Jón Jóhannesson málfim. f. h, húseigandans gerðarþola bréf, þar sem hann átelur, að húsa- leigan hafi ekki verið greidd mánaðarlega, og segir, að húseig- andi þurfi íbúðarinnar með til eigin afnota, og segir gerðarþola upp húsnæðinu og krefst, að hann rými húsnæðið 1. okt. s. 1. 2. október greiðir gerðarþoli húsaleigu fyrir húnæðið í septem- ber næst á undan og situr áfram í íbúð sinni. Virðist af leigusala ekkert frekara gert til þess að fá gerðarþola úr íbúðinni fyrr en með útburðarbeiðni, dags. 18. f. m., sem með samþykki gerðar- í 1 l 396 beiðanda var frestað til fyrirtökudags til þess að fá bæjarstjórn til þess að ganga þannig í málið, að ekki þyrfti að koma til út- burðar, og síðustu 2 vikur vegna illveðurs. Frekari skrifleg plögg virðast ekki hafa borizt milli aðilja, en í málflutningi fyrir fógetaréttinum heldur gerðarþoli þvi fram, að hann hafi margoft ætlað að greiða gerðarbeiðanda, Jóni Jó- hannessyni, húsaleiguna, en hann talið sig á að láta hana bíða og sagt, að gott væri að eiga húsaleiguna inni hjá honum og mega gripa til hans með ígrip í verk, en gerðarþoli er húsgagna- smiður. Þessu hefur gerðarbeiðandi eigi mótmælt, nema því einu, að hann hafi ekki hvatt gerðarþola til þess að láta húsaleiguna safnast fyrir né neitað að taka við húsaleigunni. En þar fyrir hefði hann í samtali við gerðarbola látið viðgangast, að eigi væri greitt, eins og ýms ummæli, er gerðarþoli tilfærir eftir gerðarbeiðanda, og gerðarbeiðandi ekki mótmælir, benda til. Á sama bendir, er gerðarbeiðandi lætur líða 7% mánuð, eftir að gerðarþoli átti að vera farinn úr íbúðinni án þess að gera tilraun til að framkvæma uppsögn sína, þótt ekki verði með nægjanlegri vissu sagt, að það bendi til þess, að hætt sé við uppsögnina. En þótt sjálf útburðar- beiðnin sýni, að svo hafi ekki verið, verður að telja, að gegn mót- mælum gerðarþola sé ekkert fram komið, er sanni, að samið hafi verið um milli aðilja, að húsaleigan skyldi greiðast mánaðarlega, og þegar það er ekki, sé eðlilegast að líta svo á, að gjalddagi húsa- leigu sé eftir á fyrir tímabilið 14. maí til 1. október, — sé þá 1. október — og 14. mai sé 14. maí (svo). Er af því auðsætt, að uppsögn gerðarbeiðanda til gerðarþola á íbúð hans 12. sept. hefur ekki við næg rök að styðjast og er með öllu óheimil. Íbúðarhúsnæði eru yfirleitt ekki leigð til mánaðar í Siglufirði, heldur til upp- sagnar til tímabilanna 14. maí eða 1. okt. — að slepptum húsa- leigulögunum —- og þótt varla föst venja sé í bæ þessum um greiðslu og gjalddaga íbúðar húsaleigu, mun venjulegast að greiða eftir á við lok tímabilsins, 14. maí eða 1. október, ef ekki er samið sérstaklega um annað. Má því ætla, að leigutaki hefði ekki fyrir- gert húsnæði sínu, þótt ekki hefði hann greitt húsaleigu þá, er hann skuldaði (frá 1. okt.), fyrr en 14. maí s. 1. í stað þess að greiða húsaleiguna 15. þ. m. Ber þá að koma til álita, hvort þessi mánaðarvanskil séu svo veruleg vanskil, að fyrir þá sök beri að rifta húsaleigunni. Það mætti ef til vill segja, að þótt uppsögn gerðarbeiðanda í bréfi hans til gerðarþola 12. sept. vegna þess, að skylt væri að greiða húsaleiguna mánaðarlega, hefði ekki við næg rök að styðj- ast, þá hefði bréfið átt að verka á gerðarþola sem réttmæt aðvörun um, að leigusali legði áherzlu á stundvíslega greiðslu húsaleig- unnar á gjalddaga, og kunna að valda því, að vanskil á húsaleigu, sem eftir almennum reglum væru ekki veruleg vanskil, yrðu gagn- 397 vart leigusala veruleg vanskil, er heimiluðu leigasala riftingu, ef húsaleigan greiddist ekki stundvíslega við lok venjulegs tímabils, in hoc 14. maí, væri ekki greidd 14. maí, heldur 15. þ. m., telur fógetinn, að hefði verið rétt að álíta sem veruleg vanskil, er leiddu til riftingar húsnæðisins og til útburðar á gerðarþola, nema af því að leigutaki ómótmælt af gerðarbeiðanda hefur haft eftir honum ýmislegt, er bendi til þess, að gerðarbeiðandi legði ekki áherzlu á eða væri hættur að leggja áherzlu á greiðslu húsaleigunnar á gjalddaga eða gæfi gerðarþola ástæðu til þess að ætla slíkt, og af þeim ástæðum beri umræddur mánaðardráttur á húsaleigunni Í. okt. til 14. maí ekki að skoðast sem verulegur dráttur, er leiði til riftunar leigusala á leigu íbúðarhúsnæðis gerðarþola og útburðar hans úr húsnæðinu. En þá kemur til álita sú krafa leigusala að bera leigutaka út úr íbúð hans, af því að leigusali þurfi íbúðarinnar með fyrir sig og son sinn. Það verður að telja rétt, sem leigusali heldur fram, að hann þurfi íbúðarinnar með fyrir sig og son sinn, enda þvi ómótmælt af gerðarþola. Eftir málflutningnum hefur leigusali, Margrét Jónsdóttir, keypt húsið Túngötu 26, sem íbúð gerðarþola er í, sumarið 1945 og fengið húsaleigu af leigutaka frá 1. júní 1945. Maður, sem kaupir hús á slíku tímabili, hefur samkv. 1. gr. laga 39/1943 engan rétti til íbúðarhúsnæðis fyrir sig eða niðja sína í hinu keypta ibúðar- húsi frá leigutaka, og húseigandi má ekki af þeim ástæðum, að hann þurfi íbúðar með, taka húsnæði frá leigutaka og svipta hann með því húsnæðinu og bera hann út úr íbúðinni. Því úrskurðast: Eiður Thorarensen skal eigi borinn út úr íbúð hans í Túngönu 26. 398 Föstudaginn 3. október 1947. Nr. 154/1946. Soffía Jónsdóttir (Hrl. Magnús Thorlacius). Segn Einari Hildibrandssyni (Hrl. Ólafur Þorgrímsson). Setudómari próf. Ísleifur Árnason í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Útburðarmál. Dómur hæstaréttar. Þorsteinn S. Thorarensen, fulltrúi borgarfógetans í Reykjavík, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Eftir að úrskurður gekk í héraði, hefur Sigurbjarni Jó- bannesson látizt, en ekkja hans, Soffía Jónsdóttir, hefur haldið málinu áfram hér fyrir dómi. Áfrýjandi, sem hefur skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu 28. nóv. 1946, hefur fengið gjafsóknarleyfi og sér skipaðan talsmann þann 3. marz þ. á. Gerir áfrýjandi þær dómkröfur, aðallega að úrskurður fógetaréttarins verði algerlega felldur úr gildi og að synjað verði um framkvæmd útburðargerðar, en til vara, að úrskurðurinn verði felldur úr gildi, að því er varðar vestasta herbergi umdeildrar íbúðar. Svo krefst hann málskostnaðar úr hendi stefnda bæði fyrir fógetadómi og hæstarétti eftir mati hæstaréttar, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Hvernig sem málið fer, krefst hann málflutningslauna talsmanni sínum hér fyrir dómi til handa eftir mati hæstaréttar. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar fyrir hæstarétti úr hendi áfrýjanda eftir mati dómsins. Áður en stefndi flutti á Elliheimilið Grund, hafði hann til afnota 2 herbergi og eldhús á neðri hæð húss síns, Ás- vallagötu 23. Með því að leigja íbúð þessa öðrum á þann hátt, að hann gat ekki flutæzt í hana aftur, er hann fór af Ellíheimilinu Grund, gat hann ekki öðlazt rétt til að segja áfrýjanda upp húsnæði hans til sjálfs sín nota. Hins vegar var honum heimilt að taka úr leigu áfrýjanda nauðsynlega 399 ibúð til handa syni sínum, er hann kvæntist, og verður aðal- krafa áfrýjanda því ekki tekin til greina. Ekki verður talið, að sonur stefnda hefði þurft á allri íbúð áfrýjanda, 4 herbergjum og eldhúsi, að halda, eins og heimili hans var háttað. Þykir því verða að fallast á vara- kröfu áfrýjanda og fella úrskurð fógetaréttarins úr gildi, að því er varðar vestasta herbergi hinnar umdeildu íbúðar, en að öðru leyti á úrskurðurinn að standa óhaggaður. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í hæstarétti falli niður. Málflutningslaun skipaðs talsmanns áfrýjanda hér fyrir dómi, sem þykja hæfilega ákveðin 600 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður er úr gildi felldur, að þvi er varðar vestasta herbergi íbúðar þeirrar á efri hæð hússins Ásvallagötu 23, er í málinu greinir. Að öðru leyti á hinn áfrýjaði úrskurður að vera óraskaður. Málskostnaður í hæstarétti fellur niður. Málflutningslaun skipaðs talsmanns áfrýjanda, Magnúsar Thorlacius hæstaréttarlögmanns, 600 krón- ur, greiðist úr ríkissjóði. Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 26. nóvember 1946. Í máli þessu, sem tekið var til úrskurðar hinn 11. þ. mán., hefur gerðarbeiðandi, Einar Hildibrandsson, Elliheimlinu Grund hér í bæ, krafizt þess, að gerðarþoli, Sigurbjarni Jóhannesson, verði borinn út úr húsnæði því, sem hann hefur undanfarið haft á leigu í húsi gerðarbeiðanda, nr. 23 við Ásvallagötu. Gerðarþoli hefur mótmælt framgangi hinnar umbeðnu gerðar, og lögðu aðiljar málið undir úrskurð fógetaréttarins. Aðiljar hafa hvor um sig krafizt málskostnaðar. Gerðarbeiðandi, Einar Hildibrandsson, hefur átt húsið nr. 23 við Ásvallagötu síðan árið 1929. Bjó hann þar í tveim herbergjuw og eldhúsi ásamt konu sinni og syni þeirra, Guðmundi Óskari, allt til í. marz 1946, en þá flutti hann á Elliheimilið Grund, að því er hann heldur fram, konu sinni til samlætis og samkvæmt til- mælum hennar, en hún hafði flutt þangað 11. febrúar 1946. Gerðarþoli, Sigurbjarni Jóhannesson, hefur á leigu 4 herbergi og eldhús á 2. hæð hússins. 400 Húsnæði það, er gerðarbeiðandi hafði, áður en hann flutti á Elliheimilið, leigði hann 1. apríl s. 1. bræðrum tveim, Sveini og Óskari Gizurarsonum. Hafa þeir skýrt svo frá hér fyrir réttinum, að þeir hafi húsnæðið á leigu til 1. eða 14. maí 1947. Annað her- bergið af íbúð þessari hefur sonur gerðarbeiðanda, Guðmundur Óskar Einarsson, haft til afnota þar til nú, en upprunalega munu þeir bræður, Sveinn og Óskar, ekki hafa leyft honum lengri dvöl í herberginu en til 1. október s. 1. Í júníbyrjun s. 1. kveðst gerðarbeiðandi fyrst hafa farið að kenna þess sjúkleiks, sem hann er nú haldinn, hjartabilunar á háu stigi, sbr. læknisvottorð á rskj. 4 og 5, og er hann nú talinn óvinnu- fær af þeim sökum. Hinn 12. júní s. 1. sagði gerðarbeiðandi gerðarþola upp hús- næði hans miðað við 1. október s. l., þar sem hann þyrfti húsnæðis hans með fyrir sjálfan sig, son sinn og unnustu hans. Var uppsögn þessi lögð fyrir húsaleigunefnd með bréfi, dags. 3. september. Húsaleigunefnd gaf úrskurð um uppsögn þessa hinn 26. september s. 1, og var uppsögnin talin ógild. Taldi nefndin, að gerðarbeið- andi, sem er orðinn aldraður maður, hefði átt að sjá það fyrir, er hann rýmdi sitt fyrra húsnæði, að til þess kynni að koma mjög bráðlega, að hann þyrfti að komast þar aftur inn sökum heilsu- brests, og hefði því átt að leigja húsnæðið út til skemmri tíma en hann gerði. Annars gekk húsaleigunefnd fram hjá hinu atriðinu, húsnæðisþörf sonar gerðarbeiðanda og unnustu hans. Hinn 3. október s. 1. ritaði gerðarbeiðandi fógetaréttinum og krafðist útburðar á gerðarþola. Færði hann fram sömu ástæður og fyrir húsaleigunefnd, sem sé getuleysi sitt til að greiða visi- gjald á Elliheimilinu, eftir að hann hætti að geta unnið, og svo húsnæðisþörf Guðmundar Óskars, sonar síns, og unnustu hans, Guðrúnar Davíðsdóttur. Gerðarþoli telur það alrangt, að gerðarbeiðandi hafi flutzt á Elliheimilið vegna lasleika konu sinnar og óska hennar. Dóttir gerðarþola hafi hitt gerðarbeiðanda á förnum vegi, og hafi hann tjáð henni, að hann flytti úr íbúð sinni vegna drykkjuskapar Guð- mundar Óskars, sonar síns. Þá mótmælir gerðarþoli framgangi gerðarinnar á þeim grundvelli, að gerðarbeiðandi sé nú alls ekki húsnæðislaus og hugsi sér ekki að flytja aftur inn í hús sitt, þó bar losni húspláss. Þá mótmælir gerðarþoli því, að Guðmundur Óskar Einarsson ætli að kvænast eða byrja búskap. Gerðarbeiðandi neitar því algerlega að hafa átt viðtal það við dóttur gerðarþola, sem að framan getur. Þá mómtælir hann því, að hann hafi flutzt á Elliheimilið vegna annarra orsaka en til- mæla konu sinnar. Þá verður að telja, að ekkert sé komið fram því til hnekkis, að gerðarbeiðandi hafi þá fyrst misst heilsuna og orðið óvinnufær, 401 eftir að hann flutti á Elliheimilið, og verður með engu móti fallizt á það með húsaleigunefnd, að hann hefði mátt sjá það heilsutjón sitt fyrir. Verður að fallast á það með gerðarbeiðanda, að honum muni að miklum mun örðugra að greiða vistgjald fyrir sig og konu sína, eftir að svo er komið. Sonur gerðarbeiðanda, Guðmundur Óskar, og ofannefnd Guðrún Daviðsdóttir hafa nú gengið í hjóna- band samkvæmt hjónavígsluvottorði, er fógeta hefur verið synt, og verður að telja, eftir því, sem komið hefur fram í málinu, að þeim sé húsnæðisvant til heimilisstofnunar. Samkvæmt þessum tveim síðastnefndu atriðum verður að telja þörf gerðarbeiðanda og fjölskyldu hans fyrir húsnæði gerðarþola svo brýna, að rétt þykir að gerðin nái fram að ganga. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Því úrskurðast: Gerð þessi skal fram fara á ábyrgð gerðarbeiðanda. Málskostnaður falli niður. Mánudaginn 6. október 1947. Nr. 54/1947. Valdstjórnin (Hrl. Lárus Fjeldsted) sSegn Jakobi Lofti Guðmundssyni (Hrl. Sveinbjörn Jónsson). Setudómari próf. Ísleifur Árnason í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Ölvun við akstur. Tilraun. Dómur hæstaréttar. Hátterni kærða, sem rétt er lyst í forsendum héraðsdóms, varðar við 23. gr. 1. mgr. sbr. 38. gr. laga nr. 23/1941 og 17. gr. 1. mgr. sbr. 37. gr. laga nr. 33/1935. Er refsing hans hæfilega ákveðin varðhald 10 daga. Samkvæmt 39. gr. laga nr. 23/1941 ber að svipta kærða leyfi til að stjórna bifreið 6 mánuði. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu málskostnaðar á að vera óraskað. Kærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin laun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, kr. 300.00 til hvors. 26 402 Dómsorð: Kærði, Jakob Loftur Guðmundsson, sæti varðhaldi 10 daga. Hann skal sviptur ökuleyfi 6 mánuði. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu málskostnaðar á að vera óraskað. Kærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin laun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Lárusar Fjeldsteds og Sveinbjarnar Jónssonar, kr. 300.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 15. nóvember 1946. Ár 1946, föstudaginn 15. nóvember, var í lögreglurétti Reykja- víkur, sem haldinn var á skrifstofu réttarins af Halldóri Þorbjörns- syni, fulltrúa sakadómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 3613/1946: Valdstjórnin gegn Jakobi Lofti Guðmundssyni. Mál þetta, sem dómtekið var 6. þ. m., er að fyrirlagi dómsmála- ráðuneytisins höfðað af valdstjórnarinnar hálfu gegn kærða fyrir brot gegn áfengislögum nr. 33 9. janúar 1935 og bifreiðalögum nr. 23 16. júní 1941 til refsingar, sviptingar ökuleyfis og greiðslu sakarkostnaðar. Kærði er Jakob Loftur Guðmundsson bifreiðarstjóri, Miðstræti 8B hér í bæ, fæddur 23. desember 1917 að Höfðaströnd í Norður- Ísafjarðarsýslu. Hann hefur sætt þessum kærum og refsingum, öllum í Reykjavík: 1945 2%o Sátt, 50 kr. sekt, 250 kr. skaðabætur fyrir ölvun og rúðu- brot. 1946 2% Sátt, 40 kr. sekt fyrir brot gegn reglum um einstefnu- akstur. 1946 % Sátt, 50 kr. sekt fyrir brot gegn bifreiðalögunum. Málavextir eru þessir: Klukkan 1,30 aðfaranótt föstudagsins 10. maí s. 1. voru lögreglu- þjónarnir Jóhannes Björgvinsson og Jón Þorgrímur Jóhannsson á gangi um neðanverða Hverfisgötu. Sáu þeir þá, að kærði gekk frá dyrum Alþýðuhússins að bifreiðinni R 3446, sem stóð í Ingólfs- stræti. Gerði kærði tilraun til að setja bifreiðina í gang með þvi að ræsa hana. Lögregluþjónarnir höfðu séð kærða skömmu áður við dyr Alþýðuhússins og höfðu þá séð, að hann var undir áhrif- um áfengis, og gengu því til hans, þar sem hann sat í bifreiðinni. Var þá kominn í bifreiðina auk kærða Valgeir Hilmar Vídalín, 403 Sundlaugaveg 9 B. Tóku lögregluþjónarnir bifreiðina í sína vörzlu og færðu kærða á lögreglustöðina, en þaðan var honum leyft að fara, eftir að varðstjóri hafði haft tal af honum. Kærði hefur við rannsókn málsins játað, að hann hafi verið undir áhrifum áfengis, er hann var handtekinn. Kveðst hann hafa verið á dansleik í Alþýðuhúsinu um nóttina og neytt þar áfengis, sem hinir og þessir menn, sem kærði hefur ekki getað nafngreint, gáfu honum. Hann hafi, er hann fór af dansleiknum, hitt Valgeir Vídalín, og hafi Valgeir beðið hann að aka sér heim. Kveðst kærði hafa lofað Valgeir því og hafi þeir síðan setzt upp í bifreiðina R 3464, sem stóð í Ingólfsstræti, en bifreið þessa á kærði, og hafði hann komið í henni um kvöldið. Er þessi frásögn hans í fullu samræmi við framburð lögregluþjónanna, sem handtóku kærða, svo og framburð Valgeirs Hilmars Vídalins, sem kveðst hafa séð kærða ganga að bifreiðinni, og hafi hann þá beðið hann að aka með sig heim og kærði fallizt á það. Valgeir kveðst fyrst hafa veitt því athygli, að kærði var undir áhrifum áfengis, er hann var kom- inn upp í bifreiðina. Kærði hefur þrátt fyrir þetta eindregið neitað því, að hann hafi ætlað að aka bifreiðinni, enda neitaði hann því strax, er lögreglu. þjónarnir spurðu hann að því. Sagði hann þeim þá, að hann ættl- aði að lofa Valgeir að heyra hljóðið í vélinni. Við réttarrannsókn befur kærði hins vegar haldið því fram, að hann hafi ætlað að setja vélina í gang til að hita upp stýrishúsið, en bifreið kærða er frambyggð, þannig að vélin er inni í stýrishúsinu. Segist kærði hafa gert þetta, af því að hann ætlaði að tala við Valgeir um stund. Eins og atvikum hefur verið lýst hér að framan, þykir ekki mark takandi á mótbárum kærða gegn því, að hann hafi ætlað að aka bifreiðinni, með því að mótbárur hans eru ósennilegar, og eins er upplýst, að hann hafði lofað að aka Valgeir Vídalin heim til hans. Með því að sannað er með játningu kærða og vitnafram- burðum, að kærði var undir áfengisáhrifum og gerði raunveru- lega tilraun til að setja bifreiðina í gang, þykir hann hafa gerzt brotlegur við 38. grein bifreiðalaga nr. 23 16. júní 1941. Með því að neyta áfengis á opinberum veitingastað, þar sem ekki var vin- veitingaleyfi, hefur kærði brotið 1. mgr. 17. gr. sbr. 37. gr. áfengis- laga nr. 33 9. janúar 1935. Refsing kærða þykir hæfilega ákveðin varðhald í 7 daga. Þá ber að dæma kærða til að greiða allan sakarkostnað. Rekstur málsins hefur verið vitalaus. Dómsorð: Kærði, Jakob Loftur Guðmundsson, sæti varðhaldi í 7 daga. Kærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. 404 Mánudaginn 6. október 1947. Nr. 116/1946. Réttvísin og valdstjórnin (Hrl. Gunnar Þorsteinsson) gegn Herði Wium Vilhjálmssyni (Hrl. Ólafur Þorgrímsson). Setudómari próf. Ísleifur Árnason í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Manndráp af gáleysi. Brot gegn umferðarlöggjöf. Dómur hæstaréttar. Eftir uppkvaðningu héraðsdóms hefur rækileg framhalds- rannsókn farið fram í málinu. Samkvæmt vætti sjónarvotta hjólaði drengurinn eftir malborna veginum norðan steyptu brautarinnar allt fram undir það, að slysið varð, og verður það ráðið af skýrslum, að hann hafi ekki hjólað, svo nokkru næmi, inn á steyptu brautina fyrir slysið, enda lá hann eftir slysið að nokkru á malborna veginum norðan steyptu brautarinnar. Bifreið ákærða nam staðar þegar eftir slysið að mestu eða jafnvel að öllu á balborna veginum norðan steyptu brautarinnar. Verður með vísan til þeirra atriða, sem nú voru rakin, að telja sannað, að ákærði hafi með gálausum hætti og að óþörfu ekið allt of nærri hægri vegarjaðri, er hann mætti drengnum, og með því orðið samvaldur að slysinu. Brot ákærða varðar við 215. gr. hegningarlaga nr. 19/1940, 2. og 6. gr. sbr. 14. gr. laga nr. 24/1941 og 27. sbr. 38. gr. laga nr. 23/1941. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin kr. 2500.00 sekt til ríkissjóðs, er afplánist 20 daga varðhaldi, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Samkvæmt 39. gr. laga nr. 23/1941 ber að svipta ákærða ökleyfi 1 ár. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin laun verjanda hans í héraði, kr. 300.00, og málflutnings- laun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, kr. 700.00 til hvors. 405 Dómsorð: Ákærði, Hörður Wium Vilhjálmsson, greiði kr. 2500.00 sekt til ríkissjóðs, er afplánist 20 daga varð- haldi, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði er sviptur ökuleyfi eitt ár. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin laun verjanda hans í héraði, Ólafs hæstaréttarlög- manns Þorgrímssonar, kr. 300.00, og málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæsta- réttarlögmannanna Gunnars Þorsteinssonar og Ólafs Þorgrimssonar, kr. 700.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Sératkvæði hrd. Jóns Ásbjörnssonar og próf. Ísleifs Árnasonar. Samþykkir ofangreindu atkvæði með þeirri athugasemd, að við teljum slysið að miklu leyti stafa af óhappatilviljun. þó ákærði eigi einnig nokkra sök, eins og í atkvæðinu greinir. Þykir okkur því refsing ákærða hæfilega ákveðin 1500 króna sekt í ríkissjóð, og komi 12 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan tilskilins frests. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 14. marz 1946. Ár 1946, fimmtudaginn 14. marz, var í aukarétti Reykjavíkur, sem haldinn var í skrifstofu réttarins af Bergi Jónssyni sakadóm- ara, uppkveðinn dómur í málinu nr. 905/1946: Réttvísin og vald- stjórnin gegn Herði Wium Vilhjálmssyni, sem tekið var til dóms hinn 28. febrúar sama ár. Mál þetta er af réttvísinnar og valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Herði Wium Vilhjálmssyni bifreiðarstjóra, Hrísateig 13 hér í bæ, fyrir brot gegn XXIII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19 12. febrúar 1940, bifreiðalögum nr. 23 16. júní 1941 og umferðarlögum nr. 24 16. júní 1941. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 29. maí 1922, og hefur, svo kunnugt sé, sætt þessum kærum og refsingum: 1937 30 Áminning fyrir hjólreiðar í Bankastræti. 1942 2% Sátt, 30 kr. sekt fyrir að sinna ekki umferðarbendingu lögregluþjóns og fyrir að hafa of marga farþega í fram- sæti bifreiðar. 406 1943 ?54 Sátt, 20 kr. sekt fyrir brot gegn 27. gr. 2. mgr. bifreiða- laganna. Hinn 16. október s. 1. varð dauðaslys á Suðurlandsbraut milli Jndralands og Lækjarhvamms hér við bæinn. Rakst vöruflutninga- bifreiðin R 207, sem ákærði ók, á skólapilt, Guðmund Bogason, Laugalandi við Þvottalaugaveg, fæddan 7. júní 1930, sem þar var á ferð á reiðhjóli, með þeim afleiðingum, að hann beið bana. Þar sem slysið varð, er á alllöngum kafla steinsteyptur vegur um 6 metra breiður, en með nyrðri brún hans liggur malborinn vegur nálæst 4 metra breiður. Malborni vegurinn er sléttur og harður, og sam- skeyti hans og steypta vegarins eru næstum slétt, en lítið eitt mun Þó malborni vegurinn vera hærri, og myndast því örlítil brún við samskeytin. Þegar slysið varð, var regn, og vegurinn því blautur. Ákærði var vel fyrir kallaður, og ekkert hefur komið fram um, að ástand bif- reiðarinnar hafi verið athugavert að öðru leyti en því, að hraða- mælir hennar var óvirkur. Hafði hann verið það frá því ákærði eignaðist bifreiðina í síðastliðnum aprílmánuði, en á þeim tíma segir ákærði hafa verið ófáanlega þá hluti, sem í mælinn vantaði. Við skoðun bifreiðarinnar 4. maí s. 1. var eigi gerð athugasemd um hraðamælinn. Viggó Eyjólfsson bifreiðaeftirlitsmaður hefur borið, að síðan ákærði eignaðist bifreiðina hafi verið ómögulegt að gera við hraðamæli hennar hér og að Þifreiðaeftirlitið hafi engar bif- reiðar stöðvað í akstri vegna ólags á hraðamæli. Af þessum ástæðum þykir eigi rétt að dæma ákærða til refsingar fyrir að hafa eigi virkan hraðamæli í bifreiðinni. Ákærði var í timburflutningum í þetta sinn og ók bifreiðinni tómri vestur Suðurlandsbraut og var einn í henni. Hann skýrir svo frá atburðinum, að vegna hola, sem séu þarna í vinstri brún steypta vegarins, hafi hann ekið bifreiðinni um miðjan steypta veginn. Ökuhraðinn hafi verið á að sizka 35 kílómetrar, miðað við klukkustund. Á undan honum ók vörubifreið með mönnum á vörupalli. Eigi er upplýst, hvaða bifreið þetta var. Ákærði sá nú bifreið eina aka fram úr þessari vörubifreið, og sá hann ekki dreng- inn, Guðmund Bogason, sem kom hjólandi vestan veginn, fyrr en hann og bifreiðin, sem fram úr hinni ók, höfðu mætzt. Þá telur hann, að milli sín og drengsins hafi verið ca. 2—3 bifreiðalengdir. Drengurinn hjólaði með eðlilegum hraða og átti móti mjög aflið- andi halla að sækja. Hann sat ekki í sætinu, heldur hjólaði yfir stöngina. Farangur hafði hann engan, nema tösku, sem var á böggla- beranum aftan við sætið. Ákærði sá drengnum ekki fipast í hjól- reiðinni og ók áfram á sama hátt og áður. Meðan ákærði sá til drengsins, hjólaði hann eftir malborna veg- inum, skammt frá mótum malborna og steypta vegarins, og hann tók ekki eftir því, að hann beygði inn að steypta veginum. Um leið og bifreiðin var að fara fram hjá drengnum, heyrði ákærði skell 407 aftan til við bifreiðina hægra megin. Hann stöðvaði bifreiðina og fór út úr henni og sá þá drenginn liggja meðvitundarlausan á veg- inum með höfuð og bol á steypta veginum, en fætur úti á malborna veginum. Hjá honum lá reiðhjólið. Næst á eftir ákærða hafði ekið vestur veginn Nikulás Már Nikulásson bifreiðarstjóri, Seljavegi 33, í bifreiðinni R 718. Hann nam staðar á slysstaðnum, og létu hann og ákærði drenginn í bifreið Nikulásar og fóru með hann í Land- spítalann. Vitnið Nikulás Már Nikulásson skýrir svo frá, að það hafi ekið R 718 á eftir R 207 alllangan spöl fyrir slysið og hafi ökuhraðinn verið sem næst 35 km, miðað við klukkustund. Þetta er þó ágizkun vitnisins, því að hraðamælirinn í R 718 var óvirkur. Kveðst vitnið hafa ekið ca. 2 Þifreiðalengdir á eftir R 207, þegar slysið varð, og því hafa séð slysið mjög greinilega. R 207 ók sem næst eftir miðjum steypta veginum og tók engar beygjur í akstrinum. Vitnið sá drenginn, þegar hann var að koma á móts við R 207 og úr þvi, Þar til hann féll, Hann hjólaði mjög hægt, og virtist vitninu eitt- hvert hik vera á honum, og ímyndaði það sér, að það stafaði af þvi, að drengurinn var nýbúinn að mæta malarbifreið, sem ók fram úr áðurnefndri vörubifreið, sem mennirnir voru á pallinum á. Drengurinn hjólaði utan við steypta veginn, og virtist vitninu hann ekki sitja á reiðhjólssætinu. Þegar hann og R 207 voru að mætast, var hann að beygja inn á steypta veginn, og virtist vitn- inu hann hrökklast til á samskeytum steypta vegarins og hins mal- borna, því að hann féll til hægri hliðar inn á steypta veginn, og sýndist vitninu hann lenda með höfuðið á öxlinum á hægra afturhjóli R 207. Fullyrðir vitnið, að hann hafi ekki rekizt á vöru- pall bifreiðarinnar. Vitnið tekur fram, að þetta hafi allt gerzt mjög skyndilega og að það geri sér ekki fulla grein fyrir, á hvaða stigi atburðanna, nákvæmlega tiltekið, drengurinn hafi byrjað að beygja inn að steypta veginum. Við höggið köstuðust drengurinn og reiðhjólið frá bifreiðinni, og féll drengurinn þannig niður, að efri hluti hans lá á steypta veginum, en fæturnir út á malborna veginn. Vitnið heldur því fram, að reiðhjólið hafi ekki komið við bifreiðina og ekkert af drengnum nema höfuðið. Vitnið stöðvaði bifreið sína við slysstaðinn og lét drenginn með aðstoð ákærða inn í bifreiðina og ók síðan með hann á Landspitalann. Drengur- inn var meðvitundarlaus frá slysinu, og þar til vitnið skildi við hann á spítalanum. Vitnið var eitt í bifreið sinni í þetta sinn. Framburð sinn hefur vitnið staðfest með eiði. Vitnið Árni Þórðarson verkamaður, Njálsgötu 29 B, hjólaði austur Suðurlandsbraut í þetta sinn. Rétt fyrir innan lækinn hjá Lækjarhvammi hjólaði það fram úr Guðmundi heitnum. Hann hjólaði þá á vinstra kanti steypta vegarins, fremur hægt og sat á reiðhjólssætinu. Vitnið hjólaði nú áfram og mætti nokkrum bif- 408 reiðum, þar á meðal vörubifreið, sem ók nokkuð hratt eftir miðj- um veginum. Ekki tók vitnið eftir númeri þessarar bifreiðar, og það skýrir svo frá, að það hafi engum vandkvæðum verið bundið að mæta henni, þó að hún æki á miðjum steypta veginum, því að vegurinn sé þarna breiður. Þegar vitnið var komið austur undir Undraland, heyrði það skruðning fyrir aftan sig, nam staðar og leit til baka. Sá það þá drenginn liggja á veginum og menn láta hann inn í bifreið. Faðir drengsins, Bogi Eggertsson gæzlumaður, Laugalandi við Þvottalaugaveg, hefur skýrt svo frá, að Guðmundur heitinn hati í þetta sinn verið á heimleið úr skóla og hafi hann verið vanur að hjóla og reiðhjólið í ágætu ástandi, Hann hafði staurmjöðm, og hægri fótur hans var aðeins styttri en sá vinstri, og var hann því litið eitt haltur, Guðmundur heitinn andaðist í Landspítalanum klukkan rúm- lega 4 síðdegis slysdaginn án þess að koma nokkurn tíma til með- vitundar. Við röntsenskoðun sáust beinbrot í hægri öxl. Við réttar- krufningu komu í ljós innvortis lemstur og blæðingar. Í heilanum fundust smærri blæðingar, sem bentu til, að hinn látni hefði fengið mikið högg á höfuðið, og hafa þær skjótt valdið meðvitundarleysi. Dauðaorsök er talin hafa verið miklar blæðingar, heilahristingur og lost (shock). Efti slysið sáust engin merki um árekstur á reiðhjóli Guðmundar heitins. Frekari upplýsingar um málavexti en nú hafa verið raktar hefur eigi tekizt að afla. Er eigi vitað, að aðrir sjónarvottar hafi verið að slysinu en Nikulás Már Nikulásson og svo ákærði, hvað aðdraganda þess snertir. Verður því að byggja á skýrslum þeirra um málavexti. Verður eigi annað af þeim séð en að ákærði hafi ekið með venjulegum og lögmætum hraða, þegar slysið varð, og eigi svo innarlega á veginum, að bifreiðin og Guðmundur heit- inn hefðu vel getað mætzt, hefði Guðmundi ekki fipazt í hjólreið- inni eða samskeyti steypta og malborna vegarins á einhvern hátt orðið til að breyta stefnu hjólsins. Guðmundur hefur verið kominn aftur með bifreiðinni, þegar hann féll, og ljóst má telja, að reið- hjól hans hafi ekki komið við bifreiðina. Verður og að byggja á hinum eiðfesta framburði Nikulásar Más, að Guðmundur hafi lent með höfuðið á afturöxli bifreiðarinnar. Af málavöxtum verður ekki séð, að ákærða verði gefin refsiverð sök á slysi þessu, og hvorki hefur hann að áliti réttarins gerzt brotlegur við bifreiða. né um- ferðarlögin. Ber því að sýkna ákærða af öllum kærum og kröfum réttvísinnar og valdstjórnarinnar í máli þessu og greiða allan sak- arkostnað úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verj- anda ákærða, hrl. Ólafs Þorgrímssonar, kr. 300.00. Rekstur málsins hefur verið vitalaus. 409 Dómsorð: Ákærði, Hörður Wium Vilhjálmsson, skal vera sýkn af ákær- um réttvísinnar og valdstjórnarinnar í máli þessu. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun, kr. 300.00, til hrl. Ólafs Þorgrímssonar, skipaðs verjanda ákærða. Miðvikudaginn 8. október 1947. Nr. 161/1946. Helgi E. Thorlacius f. h. „Matstofunnar Bjarkar h/f“ (Hri. Magnús Thorlacius) segn Önnu H. Guðmundsdóttur og Ástríði Ingi- murdardóttur (Hrl. Gústaf A. Sveinsson). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Mál vísað frá hæstarétti. Dómur hæstaréttar. Kristján Kristjánsson, borgarfógeti í Reykjavík, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu 17. des. 1946 í því skyni að fá hinn áfrýjaða úr- skurð úr gildi felldan. Stefndu hafa krafizt þess, að málinu verði vísað frá hæstarétti og að þeim verði dæmdur máls- kostnaður fyrir hæstarétti úr hendi Helga E. Thorlacius persónulega eftir mati dómsins. Af hálfu áfrýjanda er þess krafizt, að frávísunarkröfunni verði hrundið og að stefndu verði dæmt að greiða honum málskostnað fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Kröfu sina um vísun málsins frá hæstarétti reisa stefndu meðal annars á því, að „Matstofan Björk h/f“ sé ekki lög- hæfur aðili í máli þessu, með því að aldrei hafi verið gengið frá stofnun hlutafélagsins lögum samkvæmt. Það er fram komið í málinu, að þann 31. mai 1946 komu saman á fund í því skyni að stofna hlutafélag þau Helgi FE. Thorlacius, Rakel Sigurðardóttir, Helga Pétursdóttir. Anna 410 Guðmundsdóttir og Ástríður Ingimundardóttir. Undirrit- uðu þau þá stofnsamning hlutafélags, er heita skyldi Mat- stofan Björk h/f. Voru og félaginu þá settar samþykktir, undirritaðar af sömu aðiljum. Ekki var félagið tilkynnt til skrásetningar á hlutafélagaskrá fyrr en 19. október 1946, og var þá fyrir löngu liðinn frestur sá til skrásetningar, sem mæltur er í síðustu mgr. 10. gr. laga nr. 77/1921. Skrá- setningarstjóri neitaði félaginu um skrásetningu, og hefur það aldrei verið skrásett. Verður félagið af þessum sökum ekki talinn löghæfur aðili í dómsmáli, og ber þegar af þeirri ástæðu að taka kröfu stefndu um vísun málsins frá hæsta- rétti til greina. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir hæsta- rétti falli niður. Dómsorð: Máli þessu vísast frá hæstarétti. Málskostnaður fyrir hæstarétti fellur niður. Úrskurður skiptaréttar Reykjavíkur 16. desember 1946. Í máli þessu, sem tekið var til úrskurðar 5. þ. m., hefur sóknar- aðili, Garðar Þorsteinsson hrl. f. h. Önnu Guðmundsdóttur, Skál- holisstíg 7, og Ástu Ingimundardóttur s. st., Reykjavík, gert þær réttarkröfur, að skiptarétturinn léti skrifa upp og virða eignir og skuldir Matstofunnar Bjarkar og að félagsbúið verði tekið til opinberra skipta. Varnaraðili, Magnús Thorlacius hrl. f. h. Helga Thorlacius, Ás- vallagötu 7, Rakelar Sigurðardóttur, Grundarstig 15, og Helgu Pét- ursdóttur, Ásvallagötu 7, allra til heimilis í Reykjavík, hefur hins vegar mótmælt þessum kröfum sóknaraðilja, þar eð hann heldur því fram, að hér sé um hlutafélag að ræða og hafi þegar verið kosin skilanefnd til þess að fara með búið samkvæmt hlutafélaga- lögunum. Lögðu báðir aðiljar málið undir úrskurð réttarins. Þá hafa og báðir málsaðiljar krafizt málskostnaðar. Málavextir eru þeir, sem nú skal greina: Hinn 31. maí s. 1. var gerður stofnsamningur að hlutafélaginu Björk. Samkvæmt stofnsamningi þessum, rskj. nr. 2, eru hlut- hafar 5, og eru það þeir aðiljar, sem nú eigast við í máli þessu og að ofan eru nafngreindir. Hlutaféð var ákveðið kr. 12000.00 og skiptist í tuttugu og fjóra 500 króna hluti, og er alit hlutaféð innborgað. Tilgangur þessa félags var sá, að annast fæðissölu og á11 leigja húsakynni þau, er þessi félagsskapur segist þá hafa til um- ráða, til funda- og veizluhalda og selja í því sambandi kaffi og aðrar veitingar. Húsnæði það, sem hér mun átt við, leigði fé- lagið af h/f Flóka þann 6. maí 1946 og er í húsinu nr. 112 við Njálsgötu hér í bæ, en hver sé hinn raunverulegi leigutaki er óljóst samkvæmt samningi þessum, enda hefur það atriði komið til úr- skurðar fógetaréttarins og verður því ekki rætt hér nánar. Eftir að gengið var frá félagsstofnuninni, mun ekkert hafa verið gert til þess að fá félag þetta skráð í hlutafélagaskrá, fyrr en eftir að mál þetta kom hér fyrir réttinn, eða eftir að samþykkt hafði verið að slíta því. Þrátt fyrir þetta hefur verið rekin starfsemr í áðurgreindu húsnæði í samræmi við tilgang þann, er um getur í nefndum stofnsamningi, þar til 29. september s. 1, en frá þeim degi var samþykkt með meiri hluta atkvæða félagsmanna að láta Matstofuna Björk h/f hætta störfum og slíta félaginu. Var kosin skilanefnd í búinu, sem leitaði löggildingar dómsmála- ráðuneytisins, en fékk synjun, þar sem ráðuneytið taldi, að hluta- félagið væri ekki löglega stofnað. Firmaskrárritarinn í Reykjavik hafði og neitað um skrásetningu á félagi þessu með þeim rökum, að þegar væri skráð félag með nafninu „Húsgagnavinnustofan Björk“. Við munnlegan flutning máls þessa viðhafði umboðsmaður sóknaraðilja eftirgreind ummæli, sem umboðsmaður varnaraðilja hefur krafizt, að hann yrði sektaður fyrir: „að Helgi Thorlacius og bróðir hans Magnús Thorlacius hefði beitt bolabrögðum við að koma umbjóðendum sinum út úr húsnæðinu í húsinu nr. 112 við Njálsgötu,“ svo og þessi ummæli: „að í þessu máli héldi hátt- virtur andstæðingur því fram, að félaginu hefði ekki verið slitið, en í greinargerð í fógetaréttarmáli hélt hann því fram, að félaginu væri slitið. Í öðru hvoru tilfellinu hlýtur að vera um rangan mál- flutning að ræða.“ Sóknaraðili byggir kröfu sína um opinber skipti á því, að hér sé alls ekki um löglega stofnað hlutafélag að ræða, svo og að ekki sé rétt, að umbjóðendur sínir þurfi að hlíta þvi, að skilanefnd, kosin af varnaraðiljum í máli þessu, annist skipti á búi félagsins, enda séu hagsmunir þeirra í sambandi við meðferð búsins svo miklir, að ófært sé, að hún sé falin gagnaðilja, án þess að sóknar- aðili fái nokkru ráðið um hana. Varnaraðili mótmælir hins vegar þessum kröfum sóknaraðilja og heldur því fram, að hér sé um hlutafélag að ræða, sem eigi heimtingu á því að fá skrásetningu og löggildingu á skilanefnd, og heyri því slit á félaginu alls ekki undir skiptaréttinn. Það er komið fram í málinu, að félagsskapur sá, sem hér er um að ræða, hefur gengið frá félagsstofnuninni þann 31. maí s. l.. en enga tilraun gert til þess að fá félagið skrásett, fyrr en eftir að . 112 mál þetta er byrjað. Enn fremur liggur fyrir neitun dómsmála- ráðuneytisins um að löggilda skilanefnd, er meiri hluti félags- manna upplýsir, að hann hafi kosið vegna slita félagsins, sbr. rskj. nr. 17. Minni hluti félagsmanna, eða sóknaraðili í máli þessu, hefur hins vegar krafizt þess, að skiptarétturinn skipti félagsbúinu. Rétt- urinn lítur svo á, að jafnvel þótt hér væri um hlutafélag að ræða, þá sé skiptarétturinn eini aðilinn, sem bær sé til að skipta félags- búinu, þar sem félagið hefur ekki getað fengið skrásetningu sem hlutafélag, og áður nefnd skilanefnd hefur ekki getað fengið lös- gildingu. Eru því kröfur sóknaraðilja um opinber skipti Matstof- unnar Bjarkar, Njálsgötu 112, teknar til greina. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Hvað kröfum umboðsmanns varnaraðilja viðvíkur um, að um- boðsmaður sóknaraðilja verði sektaður vegna áðurgreindra meið- andi ummæla, þá þykir ekki nægilega mikil ástæða til þess. Vegna mikilla anna og lasleika hefur ekki verið hægt að kveða upp úrskurð þenna fyrr. Því úrskurðast: Bú Matstofunnar Bjarkar, Njálsgötu 112, Reykjavík, skal tekið til opinberra skipta. Málskostnaður falli niður. Föstudaginn 10. október 1947. Nr. 80/1946. Bæjarstjóri Vestmannaeyja f. h. bæjarsjóðs (Hermann Jónsson hdl.) gegn Gunnari Ólafssyni og gagnsök (Jón N. Sigurðsson hdi.). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Fébótamál vegna verðrýrnunar fasteignar í sambandi við skipulag kaupstaðar. Dómur hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til hæstaréttar með áfrýjunarstefnu, dags. 15. júní 1946, og hefur hann gert þær kröfur, að hinum áfrýjaða dómi verði breytt og hrund- e 413 ið á þá leið, að hann verði sýknaður af öllum kröfum gagn- áfrýjanda í málinu og sér verði dæmdur málskostnaður eftir mati hæstaréttar í héraði og fyrir hæstarétti úr hendi gagn- áfrýjanda. Gagnáfrýjandi hefur skotið málinu tl hæsta- réttar með gagnáfrýjunarstefnu, dags. 18. júní f. á. Krefst hann þess, að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að bera fébóta- ábyrgð á tjóni gagnáfrýjanda vegna verðrýrnunar á hús- cigninni nr. 8 við Kirkjuveg í Vestmannaeyjum, leiðandi af skipulagi Vestmannaeyjakaupstaðar, staðfestu 3. nóvember 1932, og þar af leiðandi framkvæmdum við skipulag kaup- staðarins. Þá hefur hann og krafizt málskostnaðar eftir mati hæstaréttar úr hendi aðaláfrýjanda bæði í héraði og fyrir hæstarétti. Hinn 23. nóv. 1940 lét aðaláfrýjandi taka eignarnámi 65,5 fermetra af lóð sagnáfrýjanda við Kirkjuveg nr. 8. Aðiljar cru sammála um, að aðaláfrýjandi beri fébótaábyrgð sagn- vart gagnáfrýjanda vegna eignarnáms þessa, og kom það fram í málflutningi þeirra, að þess væri eigi óskað, að kveð- ið yrði á um þá bótaskyldu í dómi hæstaréttar. Dómur hæsta- réttar tekur því aðeins til annarrar fébótaábyrgðar aðaláfrýj- anda vegna ofannefndra atvika. Kröfur sínar um fébótaábyrgð á hendur aðaláfrýjanda siyður gagnáfrýjandi við tvennt. Hann telur, að fyrir ofaní- hurð í Kirkjuveg hafi jarðvegur við hús hans nr. 8 hækkað svo mjög, að hann hafi byrgt kjallaraglugga hússins, svo að orðið hafi að múra í þá, og hafi kjallarinn af þeim sök- um orðið ónothæfur. Í annan stað telur hann, að hús sitt hafi vegna skipulagsákvarðana um breytingu á gatnaskip- un orðið bakhús og því óhæft til verzlunarrekstrar og miður fallið til íbúðar en áður. Að því er fyrra atriðið snertir, þá verður aðaláfrýjanda eigi gerð fébótaábyrgð vegna þess, þeg- ar af þeirri ástæðu, að ósannað er í málinu, að hækkun jarð- vegsins hafi stafað af öðru en eðlilegu viðhaldi götunnar. Að því er hið síðarnefnda atriði snertir, verður hvorki í ákvæðum laga nr. 55 27. júní 1921 um skipulag kauptúna cg sjávarþorpa né öðrum réttarreglum talin felast heimild til að leggja fébótaábyrgð á bæjar- eða sveitarfélög fyrir skipulagsákvarðanir, sem, eins og þær ákvarðanir, er hér 414 ræðir um, hafa í för með sér breytingu á afstöðu húsa til salna. Samkvæmt þessu ber að fella hinn áfrýjaða dóm úr gildi og sýkna aðaláfrýjanda af kröfum gagnáfrýjanda. Máls- kostnaður í héraði og fyrir hæstarétti falli niður. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, bæjarstjóri Vestmannaeyja f. h. bæj- arsjóðs, á að vera sýkn af kröfum gagnáfrýjanda, Gunn- ars Ólafssonar, í máli þessu. Málskostnaður í héraði og hæstaréti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 12. júní 1946. Mál þetta, sem dómtekið var 29. f. m., hefur Gunnar kaupmaður Ólafsson, Bárugötu 13 í Vestmannaeyjum, höfðað fyrir bæjarþing- inu með stefnu, útgefinni 25. janúar 1946, gegn bæjarstjóra Vest- mannaeyja f. h. bæjarsjóðs til greiðslu skaðabóta, að fjárhæð kr. 27400.00, auk málskostnaðar samkvæmt reikningi eða að mati dóm- ara. Við munnlegan flutning málsins krafðist stefnandi og 5% árs- vaxta af dómkröfunni frá stefnudegi til greiðsludags, og samþykkti umboðsmaður stefnda, að krafa þessi mætti komast að í málinu. Stefndi hefur aðallega krafizt sýknu og málskostnaðar, en til vara verulegrar lækkunar á dómkröfum stefnanda. Aðiljar hafa óskað þess, að málinu yrði skipt, þannig að dómur yrði fyrst felldur um það, hvort stefndi væri skaðabótaskyldur vegna síðargreindra ráðstafana í sambandi við skipulag „Vest- mannaeyjakaupstaðar, og hefur dómari samþykkt það samkvæmt heimild 5. mgr. 71. gr. laga nr. 85 frá 1936. Við hinn munnlega málflutning um þenna hluta málsins hefur stefnandi því gert þær dómkröfur, að stefndi verði dæmdur til að bera fébótaábyrgð á öllu því tjóni, er stefnandi telur sig hafa beðið við síðargreindar skipulagsbreytingar. Þá hefur hann og krafizt málskostnaðar að mati dómara, að því er varðar þessa hlið málsins. Stefndi hefur aðallega krafizt sýknu og málskostnaðar í þessum hluta málsins, en til vara þess, að bótaábyrgð verði einungis mið- uð við það tjón, sem stefnandi hefur beðið við það, að umferð að húsi hans, er síðar greinir, hefur verið hindruð um hinn gamla hluta Kirkjuvegar, en hins vegar ekki við heildarverðrýrnun húss- ins. Málavextir eru þessir: Árið 1911 var byggt húsið Dagsbrún, nr. 8 við Kirkjuveg í Vest- 415 mannaeyjum. Árið 1925 sendi skipulagsnefnd bæjarstjórninni skipu- lagsuppdrátt fyrir Vestmannaeyjar, er var samþykktur á fundi bæjar- stjórnar 8. júlí 1926, að því er virðist með athugasemdum, því að ári síðar auglýsti bæjarstjórn, að skipulagsuppdráttur fyrir kaup- staðinn lægi frammi almenningi til sýnis. Hinn 3. nóvember 1932 staðfesti stjórnarráðið skipulagsuppdrátt af Vestmannaeyjum. Meðal breytinga þeirra, sem gert var ráð fyrir í uppdrætti þess- um, var sú, að Kirkjuvegur legðist niður á ca. 40 metra svæði hvorum megin Dagsbrúnar. Jafnframt skyldi leggja niður um 49 metra kafla af Miðstræti „vestur af mótum þess og Kirkjuvegar. Dags- brún stóð norðan þeirra vegamóta, og snéri suðurgafl hússins að Miðstræti, en austurhlið að Kirkjuvegi. Frá hinum nýju mótum Miðstrætis og framlengingar Kirkjuvegar, vestan Dagsbrúnar, skyldi koma ný gata, um 10 metra norðvestan Dagsbrúnar. Árið 1934 var byggð viðbót við austurhlið hússins nr. 10 við Kirkju- veg. Skagaði viðbótin fram í Kirkjuveg, þannig að umferð ann- arra en gangandi fólks tepptist sunnan Dagsbrúnar. Sex árum siðar var húseignin Þingvellir flutt að hinni nýju götu, er fyrr greinir, þannig að Kikjuvegur lokaðist einnig norðan Dagsbrúnar, og er þar aðeins um 2 metra sund eftir. Síðan hefur verið lögð gangstétt með hinni nýju framlengingu Kirkjuvegar yfir austurenda Mið- strætis, svo að þar er nú eigi heldur fært Ökutækjum, og fullyrðir stefnandi auk þess, að Miðstræti sé nú algerlega lokað, enda hafi enn verið byggðar viðbætur við húsið nr. 10 við Kirkjuveg, er skagi að þessu sinni út í Miðstræti. Stefnandi, sem er nú eigandi Dagsbrúnar, heldur því fram, að þessar aðgerðir bæjarvaldanna hafi bakað sér mikið tjón, þar eð hús hans sé ekki nothæft til verzlunarrekstrar eftir framkvæmdir þessar. Kveður hann húsið hafa verið notað til verzlunar, sem næst frá upphafi, svo og íbúðar, enda einkar vel til þess fallið, þar sem það stóð á götu- horni við eina helztu götu kaupstaðarins. Nú sé húsið hins vegar orðið bakhús og umferð teppt að því á allar hliðar, en frá hinni nýju götu, sem bakhlið hússins og bakdyr vita að, sé ekki einu sinni gangstígur að húsinu, auk heldur akfær gata. Telur stefnandi rýrnun þessa á notagildi hússins hafa í för með sér mikið verð. fall á því og telur ljón sitt af þessum sökum nema að minnsta kosti siefnukröfunni, en fjárhæð hennar er í samræmi við matsgerð dóm- kvaddra manna. Stefndi hefur fyrst og fremst byggt sýknukröfu sína á því, að ekki geti hér verið um skaðabótaskyldu að ræða eftir almennum reglum, þar eð stefnandi hafi eigi fært sönnur á það, að réttur hafi verið á honum brotinn með greindum ráðstöfunum, enda hljóti stjórnarvöldum að bera svigrúm til slíkra athafna, er horfi til framfara og þjóðþrifa. Þá heldur stefndi þvi fram, að eigi sé heldur um Þbótaskyldu að ræða samkvæmt sérstökum fyrirmælum 416 laga, en þau telur hann ekki önnur en ákvæði IV. kafla laga nr. 55 frá 1921. Telur stefndi víst, að stefnandi geti ekki átt rétt til bóta vegna breytinga á lóðum eða götum á hinu umrædda svæði, þar eð hann sé ekki eigandi lóðar þeirrar, er hús hans stendur a, heldur hafi hana einungis á leigu. Þá telur stefndi, að stefnandi geti ekki átt rétt til bóta fyrir missi þeirrar aðstöðu, sem hann áður naut, meðan hús hans stóð við fjölfarna götu, þannig að hin nýja vegarlögn ein sér fái eigi talizt bótaskyldur verknaður, enda beri og að líta á það, að bæjar- hverfi þetta hafi aúkizt að verðmæti við breytingarnar. Loks held- ur hann því fram, að verðrýrnun á húsi stefndanda megi að mestu rekja til þess, að það sé nú gamalt orðið og úrelt og því óhæft til samkeppni við nýtízku verzlunarhúsnæði, sem reist hafi verið í támunda við það. Þótt talið yrði, að hús stefnanda hefði rýrnað að verðmæti við lögn hinnar nýju götu vegna þeirra áhrifa, er sú ráðstöfun kynni að hafa haft á umferð um hinn gamla Kirkjuveg, að öðru óbreyttu, svo og hinnar óhagkvæmu afstöðu hússins til nýju götunnar, verð- ur að fallast á það með stefnda, að slíkt tjón sé honum óskylt að bæta. Hins vegar er viðurkennt í málinu, að þótt gangandi fólk komist leiðar sinnar um götuspotta þá, er lagðir voru niður, er ókleift að fara um þá með ökutæki svo og að þær hindranir eru af völdum stefnda. Hvort sem talið yrði, að skipulag kaupstaðarins krefðist þeirra ráðstafana eða ekki, þykir verða að líta svo á, að samkvæmt almennum reglum um eignarrétt beri stefnda að bæta það tjón stefnanda og óhagræði, er beint má rekja til þeirra ráð- stafana. Stefndi hefur öðrum þræði byggt sýknukröfu sína á því, að stefnandi hafi glatað þeim bótarétti, sem hann kynni að hafa átt fyrir vangæzlu. Hefur hann í fyrsta lagi rökstutt það með því, að eigandi hússins hafi engum athugasemdum hreyft né andmælum, er skipulagsuppdrátturinn var lagður fram til sýnis samkvæmt ákvæðum 12. gr. laga nr. 55 frá 1921, svo sem að framan var greint. Í þessum lögum eru engin ákvæði um það, að athafna- leysi húseiganda varði hann eða síðari eigendur nokkurri réttar- skerðingu, og verður þessari málsástæðu stefnda því eigi sinnt. Þá heldur stefndi því fram, að stefnanda hafi borið að hefja mótmæli sín árið 1934, er þeim hluta Kirkjuvegar, sem hús hans stendur við, var lokað öðrum megin með húsbvggingu þeirri, er að framan greinir, Af gögnum málsins verður hins vegar eigi annað ráðið en að umferð ökutækja hafi eftir sem áður verið óhindruð að húsi stefn- anda úr tveim áttum allt fram til 1940, en þá var hinum enda Kirkjuvegar lokað, eins og fyrr var frá skýrt. Verður þvi eigi fallizt á þessa röksemd stefnda. Loks hefur stefndi haldið því fram, að 417 stefnandi hafi of seint hafizt handa um kröfugerð sína eftir 1940. Stefnandi hefur ekki, gegn mótmælum stefnda, fært sönnur á þá staðhæfingu sína, að hann hafi borið fram bótakröfur sínar þegar á árinu 1941, en hins vegar er viðurkennt, að þær voru bornar fram árið 1942. Þykir sá dráttur eigi svo verulegur, að hann fái réttlætt sýknukröfu stefnda, og verður hún því eigi til greina tekin á þeim grundvelli. Samkvæmt öllu framanrituðu verða úrslit þessa hluta málsins því þau, að viðurkennd verður fébótaábyrgð stefnda á því tjóni stefnanda, er stafa kann af framangreindum hindrunum umferðar að nefndu húsi hans. Eftir atvikum þykir þó rétt, að málskostnaður falli niður í þessum hluta málsins. Einar Arnalds borgardómari hefur kveðið upp dóm þenna, en uppsaga hans hefur dregizt um venju fram vegna mikilla embættis- anna nú, áður en sumarþingleyfi hefst. Dómsorð: Stefndi, bæjarsjóður Vestmannaeyja, ber fébótaábyrgð á tjóni því, er stefnandi, Gunnar Ólafsson, kann að hafa beðið við framangreindar hindranir umferðar að húsi hans, Dagsbrún. Málskostnaður falli niður í þessum hluta málsins. Mánudaginn 13. október 1947. Nr. 139/1946. Sigurður Helgason (Hrl. Gústaf A. Sveinsson) gegn Ásgeiri Matthíassyni (Hrl. Magnús Thorlacius). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Fébótamál. Riftun á sölu húseignar. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi, sem skotið hefur máli þessu til hæstaréttar með stefnu 23. október 1946, krefst þess, að hann verði dæmdur sýkn af skaðabótakröfum stefnda, að felld verði úr gildi hin áfrýjaða fjárnámsgerð og að stefndi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar bæði í bæjarþingi, fógetadómi og fyrir hæstarétti. Áfrýjandi kveðst hins vegar vilja una við 27 418 ákvæði héraðdóms um riftun kaupsamnings og afsals á hús- eigninni nr. 3 við Hafnarstræti á Akureyri, enda hafi fast- eign þessi nú verið seld á uppboði til lúkningar vangreidd- um skuldum, er hún var að veði fyrir. Stefndi krefst þess, að héraðsdómurinn og fjárnámsgerðin verði staðfest og að áfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað fyrir hæstarétti. Mál þetta var þingfest í héraði hinn 24. júní 1946. Stefndi, er var stefnandi í héraði, lagði þá fram sáttakæru, stefnu, greinargerð ásamt 15 fylgiskjölum, þar á meðal kaupsamn- ing og afsal um ofangreinda fasteign, matsgerð á vörum, málskostnaðarreikning o. fl. Björn Halldórsson héraðsdóms- lögmaður fór með fyrirsvar áfrýjanda fyrir dómi og fékk frest til samningar á greinargerð og gagnasöfnunar til 2. september s. á. Þenna þingdag krafðist umboðsmaður áfryýj- anda eins mánaðar framhaldsfrests, en umboðsmaður stefnda mótmælti þeim fresti. Héraðsdómari veitti áfrýjanda einnar viku frest með úrskurði 3. s. m. Þegar málið kom fyrir dóm hinn 9. s. m., krafðist umboðsmaður áfrýjanda vísunar þess frá dómi, en héraðsdómari hratt þeirri kröfu með úrskurði, upp kveðnum 11. s. m. Umboðsmaður áfrýji- anda krafðist því næst frests til 16. s. m., en héraðsdómari synjaði í úrskurði 14. s. m. Á það dómþing kom enginn af hendi áfrýjanda, þrátt fyrir það þótt umboðsmanni hans hefði verið tilkynnt um þinghaldið. Var málið síðan tekið til dóms þann dag eftir kröfu stefnda, og hafði áfrýjandi þá hvorki kröfur gert í málinu né haft uppi mótmæli eða lagt fram greinargerðir. Hér fyrir dómi hefur áfrýjandi nú haft uppi sýknukröfu og málsástæður henni til rökstuðnings svo og lagt fram ýmis sögn. Krefst hann þess, að málið verði dæmt í hæstarétti samkvæmt mótmælum sinum, málsástæðum og gögnum. Stefndi andæfir því hins vegar, að mótmæli og málsástæður áfrýjanda, sem ekki voru höfð uppi í héraði, verði hér fyrir „dómi til greina tekin. Samkvæmt 110. og 111. gr. laga nr. 85/1936 skulu staðhæfingar um málsatvik og mótmæli jafnan koma fram, jafnskjótt og tilefni verður, og má ann- ars kostar ekki taka þau til greina, nema gagnaðili sam- 419 Þþykki. Málsástæður þær og mótmæli, sem áfrýjandi flytur fram í hæstarétti, var honum, að því er sýnt þykir, í lófa lagið að bera fyrir sig í héraði, og verður þeim því ekki gaumur gefinn gegn andmælum stefnda. Verður samkvæmt þessu að dæma málið á þeim grundvelli, er það var á, þegar það var tekið til dóms í héraði. Þau ákvæði 110. og 111. gr. laga nr. 85/1936, sem rakin voru, eru því ekki til fyrirstöðu, að hrundið sé þeim kröf- um stefnda, sem sýnilega eiga ekki stoð í lögum. Verða nú kröfur stefnda teknar til meðferðar í sömu röð og í héraðsdómi: Um 1) Með dómi héraðsdómara hefur verið kveðið á um riftun húskaupanna, og hefur það ákvæði héraðsdóms verið samþykkt af áfrýjanda fyrir hæstarétti. Af því leiðir, að stefnda verður ekki dæmdur, eins og á stendur, söluhagn- aður úr hendi áfrýjanda af vörum þeim, sem stefndi fékk eða átti að fá. upp í andvirði hússins, sbr. 57. gr. laga nr. 39/1922. Um 2) Krafa stefnda um fébætur fyrir atvinnutjón og lánstraustsspjöll vegna vanefnda áfrýjanda er lögleysa, og ber því einnig að sýkna áfrýjanda af henni. Um 3) Taka ber til greina, eins og meðferð málsins er háttað, kröfu stefnda um fébætur, kr. 10000.00, vegna þess, að áfrýjandi hafði með atferli sínu rýrt sölumöguleika á húseign þeirri, sem í málinu greinir. Af skjölum málsins sést, að stefndi hefur fengið nokkrar vörur og nokkra fjárhæð upp í andvirði húseignar þeirrar, sem kaupum hefur verið riftað á, en ekki verður dæmt um þessi viðskipti aðilja, eins og málið liggur fyrir. Niðurstaðan verður því sú, að dæma ber áfrýjanda til að greiða stefnda kr. 10000.00 án vaxta, enda hefur vaxta ekki verið krafizt. Hin áfrýjaða fjárnámsgerð, sem var árangurslaus, skal vera óröskuð. Áfrýjandi greiði stefnda málskostnað, sem ákveðst sam- tals í héraði og fyrir hæstarétti kr. 3000.00. 420 Dómsorð: Ákvæði héraðsdóms um riftun á kaupsamningi og afsali á húseigninni nr. 3 við Hafnarstræti á Akureyri staðfestist. Áfrýjandi, Sigurður Helgason, greiði stefnda, Ásgeiri Matthiassyni, kr. 10000.00 og kr. 3000.00 samtals í máls- kostnað í héraði og fyrir hæstarétti. Hin áfrýjaða fjárnámsgerð á að vera óröskuð. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Akureyrar 23. september 1946. Mál þetta, sem tekið var til dóms þann 14. þ. m, hefur stefn- andinn, Ásgeir Matthíasson, kaupmaður á Akureyri, höfðað fyrir bæjarþingi Akureyrar með stefnu, útgefinni 8. júní s. 1, á hendur Sigurði Helgasyni stórkaupmanni, Bankastræti 7, Reykjavík, og gerir Þær kröfur aðallega, að riftað verði með dómi kaupsamningi, dags. 17. ágúst 1945, milli hans og stefnda um sölu á húseigninni nr. 3 við Hafnarstræti á Akureyri og að stefndi verði dæmdur til að greiða honum í skaðabætur fyrir vanefndir á nefndum samningi kr. 54000.00. Til vara gerir stefnandi þær kröfur, að ef skilyrði til riftunar væru ekki talin vera fyrir hendi, þá verði stefndi dæmdur til að standa við téðan samning samkvæmt efni hans, þó svo, að sökum áorðinna vanskila stefnda, þá verði hann dæmdur til að greiða allar eftir- stöðvar kaupverðsins, kr. 146000.00, í peningum ásamt 6% árs- vöxtum frá 17. ágúst s. 1. til greiðsludags og kr. 30000.00 í bætur fyrir tjón það, er hann hefur bakað stefnanda með vanefndum sin- um. Í báðum tilfellum krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu eða að mati dómara. Að sögn stefnanda eru tildrög máls þessa þau, að sumarið 1945. varð það að samkomulagi milli stefnanda og stefnda, að stefndi keypti af stefnanda húseignina nr. 3 við Hafnarstræti á Akureyri fyrir kr. 155000.00. Átti stefndi að greiða kr. 24000.00 upp í andvirði hússins strax, er hann kæmi heim til sín til Reykjavíkur, og taka að sér greiðslu veðskulda, er hvíldu á eigninni, kr. 75000.00. Eftirstöðvar kaupverðsins, kr. 56000.00, skyldu greiðast í vörum af birgðum heild- verzlunar stefnda í Reykjavík, er stefnandi veldi eftir sýnishornum frá stefnda. Þó var þegar um samið, að stefnandi skyldi fá ákveðna tegund rakvélablaða fyrir kr. 18000.00. Vörurnar skyldu seljast með það miklum afslætti, að stefnandi gæti selt þær aftur með 25% álagn- 421 ingu. Stefndi skyldi fá allar tekjur af eigninni frá samningsdegi os greiða skatta og gjöld frá sama tíma og annast viðhald hússins. Undirrituðu aðiljar málsins síðan samning um þetta 17. ágúst 1945, og fól hann í sér afsal til stefnda á eigninni ásamt yfirlýs- ingu um, að stefndi hefði þegar staðið skil á kaupverðinu. Fullyrðir stefnandi þó, að engin greiðsla hafi farið fram þá þegar. Kveðst stefnandi hafa gefið út hreint afsal að beiðni stefnda, með því að hann hafði reynt stefnda að því að vera ábyggilegan í viðskiptum. Um haustið fékk stefnandi rakvélablaðasendingu frá stefnda og nokkru fyrir jól aðra vörusendingu. Fyrir áramótin fékk stefnandi sendar kr. 11000.00 upp í kaupverðið. Stefnandi setti rakvélablöðin í seymslu, en alllöngu síðar, er hann ætlaði að fara að selja þau, kom í ljós, að aðeins nokkur hluti þeirra var þeirrar tegundar, sem tilskilið var, og blöðin voru meira og minna gölluð af ryði og skörðum. Enginn reikningur fylgdi, né upplýsingar um hámarksverð. Vörur þær, sem stefndi sendi stefnanda fyrir jólin, kveðst hann ekki geta tekið sem greiðslu, þar eð hann hafði aldrei um þær beðið, enda kveðst hann aldrei hafa fengið vörusýnishorn til þess að panta vörur frá stefnda, brátt fyrir ítrekuð tilmæli um það. Þá kveðst stefnandi, strax og hann varð þess áskynja, hvernig vörusendingum þessum var háttað, hafa tilkynnt stefnda, að hann sæti ekki tekið þær sem greiðslu, nema með stórkostlegum afslætti. Síðan hefur stefndi engin skil gert, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli. Riftunarkröfuna byggir stefnandi á framangreindum vanefndum, en bótakröfuna, kr. 54000.00, sundurliðar hann þannig: 1. Söluhagnaður, er hann fór á mis við vegna þess að hann fékk ekki vörur, eins og tilskilið var, 25% af kr. 56000.00, þ. e. kr. 14000.00. Bætur vegna atvinnutjóns, er hann varð fyrir vegna vanskila stefnda vegna vöntunar á rekstrarfé og fyrir lánstraustsspjöll sökum þess, að veðskuldir á eigninni, er stefnandi var ábyrgur fyrir, en stefndi átti að greiða, komust í vanskil. Bætur fyrir tjón þetta áætlar stefnandi kr. 30000.00. 3. Stefndi hefur leigt 1. hæð hússins til þriggja ára og með því rýrt sölumöguleika þess, og metur stefnandi tjón af þessum sökum kr. 10000.00. Þegar málið var þingfest 24. júní s. l., fékk stefndi frest til grein- argerðar og gagnasöfnunar til fyrsta þingdags í september. Er málið þá kom í rétt, fékk stefndi enn frest í viku til greinargerðar, en var síðan synjað um frekari frest. Engin mótmæli gegn kröfum stefn- anda voru uppi höfð, og engin greinargerð af hendi stefnda kom fram. Í þinghaldi í málinu þ. 14. þ. m. sótti enginn þing af hendi stefnda, og var málið þá tekið til dóms að kröfu stefnanda. Ber því samkvæmt 118. gr. 2. mgr. einkamálalaganna að dæma mál þetta eftir te 122 í framkomnum kröfum og gögnum stefnanda og með tilliti til þess, sem fram hefur komið af hálfu stefnda, sbr. 116. gr. sömu laga. Með þvi að stefndi hefur ekki haft uppi mótmæli í málinu, enda Þótt hann hafi átt þess kost, ber að taka til greina aðalkröfu stefn- anda og dæma framangreindan kaupsamning með afsali ógildan og dæma stefnda til að greiða stefnanda skaðabætur kr. 54000.00 og kr. 9103.00 í málskostnað. Vaxta hefur ekki verið krafizí af bótaupphæðinni, og verða þeir því ekki dæmdir. Friðjón Skarphéðinsson bæjarfógeti kvað upp dóm þenna. Því dæmist rétt vera: Framangreindur kaupsamningur með afsali skal vera ógildur. Stefndi, Sigurður Helgason, greiði stefnanda, Ásgeiri Matthías- syni, kr. 54000.00 og kr. 9103.00 í málskostnað innan 15 daga frá birtingu þessa dóms að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 15. október 1947. Nr. 38/1946. Gunnlaugur Stefánsson (Hrl. Sigurgeir Sigurjónsson) Segn Bjarna Kristjánssyni og gagnsök (Hrl. Magnús Thorlacius). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Kaupmaður dæmdur til greiðslu kaupverðs vöru. Andmæli hans vegna galla á vörunni o. fl. ekki tekin til greina. Dómur hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu 20. marz 1946, að fengnu áfrýjunarleyfi sama dag. Gerir hann þær dómkröfur aðallega, að hinn áfrýjaði dóm- ur verði ómerktur og málinu vísað heim til löglegrar með- ferðar. Til vara krefst áfrýjandi þess, að hann verði alger- lega sýknaður og að hin áfrýjaða fjárnámsgerð verði felld úr gildi. Hvernig sem málið fer, krefst aðaláfrýjandi máls- kostnaðar fyrir báðum dómum úr hendi gagnáfrýjanda eftir mati hæstaréttar. Gagnáfrýjandi, sem hefur skotið málinu til hæstaréttar 423 af sinni hálfu með stefnu 22. marz 1946, að fengnu áfrýj- unarleyfi sama dag, gerir þær dómkröfur, að héraðsdóm- urinn verði staðfestur svo og hin áfrýjaða fjárnámsgerð og að sér verði dæmdur málskostnaður fyrir hæstarétti úr bendi aðaláfrýjanda eftir mati dómsins. Ómerkingarkröfu sína byggir aðaláfrýjandi á því, að nauðsyn beri til að afla frekari gagna um viðskipti aðilja en gert var í héraði og að undirdómaranum hafi borið að leið- beina aðaláfrýjanda, sem er ólöglærður, um þetta efni. Það er að vísu rétt, að atvik málsins eru að ýmsu leyti miður leidd í ljós en skyldi og að undirdómarinn hefur ekki fullnægt leiðbeiningarskyldu sinni. En þar eð ekki eru Hkur til, að ný gögn mundu hafa áhrif á úrslit málsins, þykir ekki ástæða til að ómerkja héraðsdóminn af þessum sökum, enda hefur málflutningsmaður aðaláfrýjanda hér fyrir dómi haft ærinn tíma til að afla frekari gagna, eftir að héraðsdóminum var áfrýjað. Aðaláfryjandi hefur viðurkennt að hafa veitt hinum um- deildu vörum móttöku þann 28. nóvember 1944, en gegn mótmælum gagnáfryjanda hefur honum ekki tekizt að sanna, að hann hafi hreyft andmælum út af því, að meira væri afhent en hann hefði pantað og varan gölluð fyrr en seint í janúar 1945. Verður að telja þann drátt ástæðulausan eftir atvikum. Ber því að dæma aðaláfrýjanda til að greiða sagnáfryjanda hina umstefndu fjárhæð ásamt vöxtum, eins og í héraðsdómi greinir. Svo ber og að staðfesta hina áfrýj- uðu fjárnámsgerð. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda samtals 1000 krónur í málskostnað í héraði cg fyrir hæstarétti. Í máli þessu var ákveðinn skriflegur málflutningur í hér- aði, án þess að gild rök lægju til. Aðiljum var ekki veittur sameiginlegur frestur til gagnaöflunar, og bókanir af hálfu aðilja hafa orðið fleiri en lög standa til. Svo er það og að- finnsluvert, að héraðsdómari hefur kveðið upp úrskurð um það, hvort opinber rannsókn skyldi fara fram út af skiptum aðilja. Verður að vita fulltrúa héraðsdómarans, Kristinn Ólafsson, sem fór með málið fram að dómtöku, fyrir þetta. 424 Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Gunnlaugur Stefánsson, greiði gagn- áfrýjanda, Bjarna Kristjánssyni, kr. 3673.25 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1945 til greiðsludags og sam- tals kr. 1000.00 í málskostnað í héraði og fyrir hæsta- rétti. Hin áfrýjaða fjárnámsgerð á að vera óröskuð. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Hafnarfjarðar 22. nóvember 1945. Ár 1945, fimmtudaginn þann 22. nóvembermánaðar, var í bæjar- bingi Hafnarfjarðarkaupstaðar, sem haldið var á skrifstofu embætt- isins, Suðurgötu 8 í Hafnarfirði, af Oddgeiri Magnússyni fulltrúa, uppkveðinn dómur í ofangreindu máli, sem dómtekið var hinn 23. f. m. Mál þetta er að undangenginni árangurslausri sáttatilraun höfð- að fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 14. maí s. 1, af Boga Brynjólfssyni fyrrv. sýslumanni f. h, Bjarna Kristjánssonar, Braga- götu 30 í Reykjavík, gegn Gunnlaugi Stefánssyni kaupmanni, Austur- götu 25 í Hafnarfirði, til greiðslu skuldar fyrir keyptar og mótteknar vörur samkvæmt reikningi, að upphæð kr. 3673.25, ásamt 6% árs- vöxtum frá Í. janúar 1945 til greiðsludags, auk málskostnaðar að skaðlausu. Stefndi hefur krafizt algerrar sýknu og gert kröfur til hæfilegs málskostnaðar sér til handa. Í réttarhaldi 16. okt. s. 1. krafðist stefndi þess, að áður en rekstri máls þessa yrði lengur áfram haldið yrði látin fara fram opinber réttarrannsókn út af málarekstrinum og tildrögum málsins. Úrskurður hér að lútandi féll á þá leið, að kröfur stefnda voru eigi til greina teknar. Tildrög máls þessa kveður umboðsmaður stefnanda vera þau, að seint á síðastliðnu ári hafi stefndi keypt af umbjóðanda hans vörur fyrir kr. 3673.25 samkvæmt framlögðum reikningi. Stefndi hafi ekki verið fáanlegur til þess að greiða téða vöru- skuld, sem hann hafi ekki gert neinar athugasemdir við, og því sé mál þetta höfðað. Stefndi heldur því fram, að stefnandi hafi komið í verzlun hans mánudaginn 27. nóvember s. 1. og boðið til kaups varning, sem hafi verið hundar, kanínur, smá hérar o. fl. úr íslenzkum leir. 425 Stefndi kveðst hafa tekið pöntun hjá stefnanda, er hann (stefndi) samþykkti með undirskrift sinni á pöntunarseðil, er skrifaður var í frumbók seljandans, en pöntunin er þessi: 10 stk. Svanir ............. á kr. 33.00 pr. stk. kr. 396.00 12 — Hænur ............. -— 2760 — — — 331.20 12 — Hundar ............ —- — 27.60 — — — 331.20 12 — Öskubakkar ........ - — 2500 — — — 300.00 12 — Fílar ............. -— 2760 — — — 331.20 12 — Kaninur ........... -—- 2760 — — — 331.20 Samtals kr. 2020.80 Stefndi kveðst ekki hafa fengið afrit af pöntuninni, er stafað hafi af vangá hans að krefjast þess ekki og einnig vegna annrikis, þar sem búðin hafi verið full af fólki. Daginn eftir hafi svo stefnandi komið með varninginn, að steinda fjarverandi, og hafi verzlunarmaður hans, Ólafur Gíslason, tekið á móti vörunum og kvittað á reikninginn, sem fram hefur verið lagður í málinu, en neitað umbeðinni greiðslu, þar eð honum hafi verið ókunnugt um kaup þessi og því síður um vörumagn (sic). Í byrjun desember hafi svo varningurinn verið tekinn upp og tal- inn. Hafi þá komið í ljós, að pöntunin hafi verið stærri og inni- haldið fleiri tegundir en pantaðar voru, þar á meðal 39 stk. héra, 25 stk. kaninur, 8 stk. hænur o. s. frv. eða með öðrum orðum, að pöntunin hafi verið röng að öllu leyti, nema hvað svanirnir hafi verið rétt afgreiddir. Seljandi kveðst nú hafa selt varning þenna og tjáð fólkinu, að hann væri úr íslenzkum leir. Eftir fáa daga hafi viðskiptamennirnir komið bálreiðir vfir því, að hann (stefndi) hafi selt þeim svikna vöru með okurverði. Er til kom, hafi komið í ljós, að varningur þessi hafi reynzt málaðar sipsvörur, en ekki haldgóðar og sterkar leirvörur, eins 08 seljandinn hafi fullyrt. Kveðst stefndi hafa orðið að endurgreiða viðskiptamönnunum andvirðið og þóizt góður að sleppa við kæru og sakamálshöfðun fyrir að selja sviknar vörur. Stefndi kveðst ekki hafa tilkynnt farandsalanum (stefnanda) svik þessi samdægurs og viðskiptamenn komu með varninginn sam- kvæmt almennum reglum viðskipta, vegna þess að honum hafi verið ókunnugt um heiti hans og dvalarstað. Á 7. degi frá því varan kom, hafi stefnandi hringt og spurt, hvenær koma mætti með reikninginn. Kveðst þá stefndi hafa tjáð honum, hvernig komið væri með við- skipti þessi. Stefnandi heldur því fram, að hann hafi skýrt stefnda frá nafni sinu, heimilisfangi svo og simanúmeri. 426 Hann kveðst fyrst, er hann átti tal við stefnda, hafa verið með svani og aðra þá muni, er stefndi hefur upp talið hér að framan (skv. framl. vörn), en stefndi hafi sérstaklega beðið um smádýr, s. s. kanínur, ketti og fugla. Stefnandi mótmælir því eindregið, að hann hafi tjáð stefnda, að varningurinn væri úr leir. Gripirnir hafi verið úr gipsi blönduðu sementi, enda hafi það sézt á mununum að neðan og enda fundizt á þyngdinni. Hafi stefndi haft orð á því, hvort „betta“ væri ekki ónýtt eins og allt þetta sipsdót, sem verið væri að bjóða. Kveðst stefnandi hafa svarað því til, að síkir mundir væru vita- skuld brothættir. Þá hefur stefnandi neitað þeirri staðhæfingu stefnda, að hann (stefndi) hafi skrifað undir pöntunarseðil. Muni þá, sem pantaðir voru, kveðst stefnandinn hafa skrifað í vasabók sína, og segir tölur stefnda þar af leiðandi rangar. Stefnandi kveðst, er hann kom með varninginn, ekki hafa hitt slefnda, en átt tal við verzlunarmann hans, Ólaf Gíslason. Tóku þeir stefnandi og Ólafur sameiginlega upp varninginn, hvern grip fyrir sig. Segir stefnandinn Ólaf eigi hafa neitað greiðslu, en farið fram á, að hún mætti bíða, og áritað reikninginn athugasemdalaust. Viku síðar kveðst stefnandi hafa komið til stefnda og þá krafið hann um greiðslu. Bað stefndi þá um greiðslufrest til áramóta. Engar kvartanir segir stefnandi, að stefndi hafi þá borið fram, heldur talað um, að hann vildi fá meira. Síðan hafi stefndi lofað greiðslu hvað eftir annað, t. d. hafi hann eitt sinn sent eftir peningum. Er sendisveinninn kom, lézt stefndi ekki vilja senda peninga með svo ungum manni. Stefnandi heldur því fram, að stefndi hafi ekki farið að kvarta fyrr en í jan—-febr. s. 1. og að þær kvartanir hafi við engin rök að styðjast, enda hafi stefndi ekkert endursent af vörunni. Þá hefur af stefnanda hálfu verið lagt fram í málinu vottorð Gunnars Hvanndals þess efnis, að hann hafi tvisvar verið samferða stefnanda, er hann krafði stefnda, og í hvorugt skiptið hafi stefndi borið fram kvartanir við stefnanda út af fyrrgreindum varningi. Upplýst er, að stefndi hefur móttekið fyrrgreindan varning af stefnanda, að vísu, að því er stefndi heldur fram, meira magn en hann kveðst hafa pantað. Hins vegar hefur eigi sannazt undir rekstri málsins, á hvern hátt pöntunin fór fram. Eigi er heldur upplýst, að stefnandi hafi haldið því fram við stefnda, að varningurinn hafi verið úr íslenzkum leir. Stefndi hefur gegn mótmælum stefnanda haldið þvi fram, að varningnum hafi verið áfátt og um vörusvik hafi verið að ræða, en fyrir hvorugu fengizt fullnægjandi sannanir í málinu. 427 Rétturinn lítur svo á, að stefnda hafi hlotið að vera innan handar að afla sér nafns og heimilisfangs stefnanda og að honum hafi borið að skýra stefnanda þegar í stað frá göllum þeim á fyrrgreindum varningi, er hann vildi bera fyrir sig, sbr. 52. gr. laga nr. 39 frá 19. júní 1922 um lausafjárkaup. Þykir því rétt að taka kröfur stefnanda til greina að öllu leyti einnig að því, er kröfur hans um málskostnað áhrærir, er sam- kvæmt framlögðum reikningi, er virðist koma heim við taxta M. F.Í., nemur kr. 689.00. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Gunnlaugur Stefánsson, greiði stefnandanum, Bjarna Kristjánssyni, kr. 3673.25 ásamt 6% ársvöxtum frá Í. jánúar 1945 til greiðsludags og í málskostnað kr. 689.00. Dóminum að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans undir aðför að lögum. Miðvikudaginn 15. október 1947. Nr. 120/1945. Skipaútgerð ríkisins (Hrl. Ólafur Þorgrímsson) segn Karli Helgasyni (Hrl. Gústaf A. Sveinsson). Setudómari próf. Ísleifur Árnason í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Fébótamál vegna skemmda á bifreið. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu 25. september 1945. Krefst hann aðallega algerrar sýknu og málskostnaðar í héraði og fyrir hæstarétti úr hendi stefnda. Til vara krefst hann lækkunar þeirrar fjár- hæðar, sem dæmd var í héraði, og að málskostnaður í hér- aði og fyrir hæstarétti verði þá látinn falla niður. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Telja verður, að landfestar varðbátsins hafi verið í ólagi, ug að skipverjum hafi borið að hafa eftirlit með þeim og lagfæra þær. Þá verður og að líta svo á, að stefndi hafi 428 sýnt óvarkárni, er hann ók á landfestina á leið fram brygsj- una. Þykja aðiljar bera að jöfnu ábyrgð á tjóni því, er af slysinu hlauzt. Úrslit málsins verða því þau, að áfrýjandi verður dæmdur til að greiða stefnda kr. 2238.15 með 5% ársvöxtum frá 11. janúar 1945 til greiðsludags og kr. 900.00 samtals í málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti. Dómsorð: Áfrýjandi, Skipaútgerð ríkisins, greiði stefnda, Karli Helgasyni, kr. 2238.15 ásamt 5% ársvöxtum frá 11. janúar 1945 til greiðsludags og kr. 900.00 samtals í málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 27. júní 1945. Mál þetta, sem dómtekið var þann 21. þ. m., hefur Karl Helga- son bifreiðarstjóri, Akranesi, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni þann 11. janúar s. 1, gegn Skipaútgerð ríkisins til greiðslu skaðabóta, að fjárhæð kr. 4476.31 með 5% ársvöxtum frá útgáfudegi stefnu til greiðsludags og málskostnaðar að mati dómarans. Stefndi hefur krafizt aðallega sýknu og málskostnaðar, en til vara, að sökinni verði skipt og málskostnaður látinn falla niður. Málavextir eru þeir, að laust eftir kl. 11 árdegis þann 23. sept- ember s. 1. ók stefnandi fólksbifreið sinni R 659 niður bryggju þá hér í bænum, sem nefnd er Ægisgarður. Kveðst hann hafa ekið um 5% metra frá vesturbrún bryggjunnar með nálægt 15 km hraða, miðað við klukkustund. Er bifreiðin var komin um miðja vegu fram bryggjuna, sé lengdin reiknuð frá breikkun hennar, rakst bifreiðin á vírstreng, sem lá frá varðskipinu Óðni skáhalit niður á við, þvert yfir vesturhluta bryggjunnar í járnhring hér um bil á miðri bryggjunni. Var fjarlægð hans upp frá bryggj- unni, að því er stefnandi telur, 50—60 em, þar sem bifreiðin rakst á hann. Olli strengurinn töluverðum skemmdum á bifreiðinni. Kröfur sínar byggir stefnandi á því, að skipverjum á varðbátnum Óðni, sem sé eign stefnda, hafi samkvæmt 15. gr. reglugerðar nr. 100 frá 1917 borið skylda til að sjá um, að landfestar varðbátsins tepptu ekki umferð um bryggjuna, enda hafi það ekki verið nauð- synlegt vegna festingar skipsins né hafnarstjóri veitt leyfi til þess. Telur stefnandi hins vegar, að festarstrengur þessi hafi verið svo grannur og samlitur bryggjunni, að erfitt hafi verið að koma auga 429 á hann, enda óvanalegt og ekki við því að búast, að umferð sé teppt á þenna hátt á jafn fjölfarinni leið og þessari, en við bryggjuna liggi jafnan mörg skip. Hefur hann í þessu sambandi bent á vott- orð tveggja bifreiðarstjóra (dómskjöl 5 og 6) og eins hjólreiðar- manns (dómskjal 7), er allir óku á nefndan streng, er þeir áttu leið um bryggjuna þenna sama morgun, og hafi enginn þeirra orðið virstrengsins var, fyrr en árekstur varð. Stefnandi telur sig því hafa sýnt fulla aðgæzlu, en slys þetta hafi eingöngu orðið fyrir vangæzlu skipverja varðbátsins, en stefndi beri ábyrgð á yfirsjón þeirra. Beri stefnda því að bæta sér það tjón, sem af slysinu hlauzt, en það sé viðgerðarkostnaður við bif- reiðina, kr. 2376.31, og atvinnutjón vegna afnotamissis hennar, kr. 2100.00, eða alls kr. 4476.31, sem sé stefnukrafan í máli þessu. Stefndi byggir sýknukröfu sína fyrst og fremst á því, að orsök þess, að nefndur vírstrengur lyftist upp frá bryggjunni, hafi verið sú, að e/s Málmey VE 10 hafi umræddan morgun skriðið með framstefni sitt undir strenginn og lyft honum upp, er skipið hækk- aði með flóðinu. Þetta hafi skipverjum varðbátsins verið með öllu ókunnugt um, og verði því ekki vanrækslu þeirra að neinu leyti kennt um áreksturinn. Í annan stað byggir stefndi sýknukröfu sína á því, að slysið hafi eingöngu orðið vegna óvarkárni stefnanda, jafnvel þótt svo yrði talið, að skipverjar varðskipsins hafi átt að gæta þess, að strengurinn lyftist ekki, eins og raun varð á. Það er upp komið í málinu, að þrjú skip lágu milli varðbátsins Óðins og bryggjunnar, og var fyrrnefnt skip, Málmey, eitt þeirra og næst bryggjunni, en háflæði var þenna morgun kl. 8.40. Ekki er véfengt, að orsök þess, að strengurinn lyftist, hafi verið sú, sem stefndi heldur fram. Enn fremur er leitt í ljós, að þenna umrædda morgun voru vöruhlaðar á miðju bryggjunnar, en á hægri hluta hennar fór fram uppskipun. Var því umferð, eins og á stóð, ein- ungis möguleg um vesturhluta hennar, þar sem þó fyrrgreindur strengur tálmaði hana. Það verður að lita svo á, að skipverjum varðskipsins hafi borið að hafa eftirlit með, að landfestar skips- ins færu ekki úr lagi, þannig að þær gætu valdið tjóni, og skiptir orsökin til þess, að þær færðust úr lagi, ekki máli í þessu sam- bandi. Eins og málsatvikum hefur verið lýst, verður því að rekja meginórsök slyssins til vangææzlu skipverja varðskipsins í þessu efni, en samkvæmt ákvæðum 13. gr. siglingalaganna þykir stefndi eiga að bera ábyrgð á fyrrgreindri vanrækslu skipverjanna. Sýknu- krafa stefnda verður því ekki tekin til greina. Kemur þá til athugunar, hvort stefnandi geti talizt meðvaldur að slysinu. Hefur stefndi haldið því fram, að stefnandi hafi ekki sýnt þá aðgæzlu við akstur bifreiðarinnar, er honum bar á slik- um stað, sem ætlaður er skipum fyrir landfestar þeirra og sér- 430 staklega útbúin í því skyni, enda megi alltaf búast við farartálm- um þar, og því ástæða til að gæta fyllstu varúðar í umferð. Þegar þess er gætt, að fullbjart var og virstrengurinn það hátt yfir bryggjunni og það gildur, að með góðri athygli virðist hafa mátt sjá hann, en stefnandi ók með um 15 km hraða, miðað við klukkustund, eftir bryggju, þar sem búast mátti við farartálmum og sérstakrar aðgæælu var því þörf, þá þykir stefnandi hafa sýnt slíka óvarkárni, að telja verði, að hann eigi einnig nokkra sök á, hvernig fór. Þykir eftir öllum atvikum rétt að skipta sök á slys- inu þannig, að stefndi verði látinn bera % hluta sakar, en stefn- andi 7% hluta hennar. Ber stefnda því að bæta stefnanda tjón hans í samræmi við það. Fjárhæð bótakröfunnar hefur ekki verið véfengd af hálfu stefnda, og verður hún því lögð óskipt til grundvallar. Úrslit málsins verða því þau, að stefnda ber að greiða stefn- anda % hluta af kr. 4476.31 eða kr. 2984.21 með 5% ársvöxtum frá stefnudegi til greiðsludags og málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 450.00. Einar Arnalds borgardómari kvað upp dóm þenna. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Skipaútgerð ríkisins, greiði stefnanda, Karli Helga- syni, kr. 2984.21 með 5% ársvöxtum frá 11. janúar 1945 til sreiðsludags og kr. 450.00 í málskostnað innan 15 daga frá lös- birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 15. október 1947. Kærumálið nr. 20/1947. Guðlaugur Ásgeirsson gegn Hannesi Ágústssyni. Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Kærð synjun dómara um frest. Dómur hæstaréttar. Með kæru 6. júní þ. á., er hingað barst 3. þ. m., hefur sóknaraðili kært úrskurð, kveðinn upp á bæjarþingi Reykja- vikur hinn 6. júní s. l., þar sem sóknaraðilja er synjað frek- ari frests í máli varnaraðilja gegn honum. Sóknaraðili hefur 431 hvorki sent hæstarétti greinargerð né kröfur í málinu, en ætla verður, að hann kæri í því skyni, að fá hinn kærða úr- skurð úr gildi felldan og að frestur sá, er um var beðið, verði veittur honum. Frá varnaraðilja hafa engar köfur borizt. Með skirskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Kærumálskostnaður fellur niður, þar sem hans er ekki krafizt af hálfu varnaraðilja. Það athugast, að héraðsdómari hefur ekki afgreitt mál þetta til hæstaréttar innan lögmælts frests. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður bæjarþings Reykjavíkur 6. júní 1947. Mál þetta, er tekið var til úrskurðar 3. þ. m., hefur Hannes Ágústsson, Holtsgötu 34 hér í bæ, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 14. f. m., gegn Guðlaugi Ásgeirssyni klæðskera, Bústaðabletti 12 við Sogaveg hér í bænum, til greiðslu skuldar sam- kvæmt skuldabréfi, að fjárhæð kr. 44500.00, með 6% ársvöxtum frá 19. apríl 1946 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Þá hefur stefnandi enn fremur krafizt þess, að viðurkenndur verði með dómi 3. veðréttur hans í Bústaðabletti 12 við Sogaveg ásamt öllum mannvirkjum á landinu, 3. veðréttur í þrem útungunarvélum og 2. veðréttur í 650 hænum, allt til tryggingar framangreindum kröfum. Mál þetta var þingfest 20. f. m., og fékk stefndi þá viku frest til ritunar greinargerðar og að þeim fresti liðnum framhaldsfrest í sama skyni til 3. þ. m. Í þinghaldi þann dag óskaði stefndi enn eftir framhaldsfresti og bar því við, að honum hefði eigi unnizt tími til undirbúnings greinargerðar, auk þess sem nokkuð af tímanum hafi farið til sáttaumleitana, sem honum hafi þótt líklegar til árangurs. Stefnandi mótmælti öllum frekari fresti í þessu skyni, og var atriðið tekið til úrskurðar að kröfu stefnda. Telja verður með hliðsjón af eðli máls þessa, að stefndi hafi þegar haft nægan tíma til að tjá sig um kröfur stefnanda, og ber því að synja honum um frekari frest. Jón Bjarnason, fulltrúi borgardómara, kvað upp úrskurðinn. 432 Því úrskurðast: Hinn umbeðni frestur verður eigi veittur. Miðvikudaginn 15. október 1947. Kærumálið nr. 19/1947. Guðlaugur Ásgeirsson gegn Hannesi Ágústssyni. Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Kærð synjun dómara um frest. Dómur hæstaréttar. Með kæru 19. f. m., er hingað barst 1. þ. m., hefur sóknar- aðili skotið til hæstaréttar úrskurði, upp kveðnum á bæjar- þingi Reykjavíkur 18. f. m., þar sem sóknaraðilja er synjað um frekari frest í máli varnaraðilja gegn honum. Sóknaraðili hefur hvorki sent hæstarétti greinargerð né kröfur í málinu, en ætla verður, að hann kæri í því skyni, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur og að frestur sá, er um var beðið, verði veittur. Frá varnaraðilja hafa engar kröfur borizt. Með skirskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Kærumálskostnaður fellur niður, þar sem hans er ekki krafizt af hálfu varnaraðilja. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður bæjarþings Reykjavíkur 18. september 1947. Mál þetta, er tekið var til úrskurðar 16. þ. m., hefur Hannes Ágústsson, Holtsgötu 34 hér í bæ, höfðað fyrir bæjarþingi Reykja- víkur gegn Guðlaugi Ásgeirssyni klæðskera, Bústaðabletti við Soga- veg í Reykjavík, til greiðslu skuldabréfs, upphaflega að upphæð 433 kr. 90000.00, nú að eftirstöðvum kr. 75000.00, með 6% ársvöxtum frá 1. september 1945 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Þá krefst stefnandi og þess, að honum verði dæmdur 2. veðréttur og uppfærsluréttur í Bústaðabletti 12 við Sogaveg ásamt öllum mann- virkjum og annar veðréttur og uppfærsluréttur í þrem útungunar- vélum og Í. veðréttur í öllum hænsnum í hænsnahúsunum á Bústaða- bletti 12 til tryggingar framangreindum kröfum, en eignir þessar eru veðsettar til tryggingar kröfunum í ofangreindu skuldabréfi. Mál þetta var þingfest á bæjarþinginu hinn 24. júní s. 1, og fékk stefndi þá frest til ritunar greinargerðar til 2. þ. m. Í þinghaldi þann dag óskaði stefndi eftir 2 vikna framhaldsfresti, þar eð lögmaður sá, er hann ætlaði að fela meðferð málsins, væri erlendis. Með úrskurði uppkveðnum 6. s. m. var stefnda veittur frestur til 16. þ. m., en í Þþinghaldi þann dag óskaði hann enn eftir fresti í sama skyni. Stefnandi andmælti öllum frekari fresti, og var atriðið tekið til úrskurðar að kröfu stefnda. Með vísan til þess, sem að framan segir, verður að telja, að stefndi hafi þegar haft nægan tima til þess að tjá sig um kröfur stefnanda, enda virðast sakarefni vera ljós og óbrotin. Gegn mótmælum stefn- anda þykir því ekki unnt að verða við kröfum hans í þessu efni, og ber að synja um hinn umbeðna frest. Jón Bjarnason, fulltrúi borgardómara, kvað upp úrskurðinn. Því úrskurðast: Hinn umbeðni frestur verður eigi veittur. Föstudaginn 17. október 1947. Nr. 65/1946. Kristján Benediktsson (Hrl. Gunnar Þorsteinsson) gegn Lúther Hróbjartssyni (Hrl. Magnús Thorlacius). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Heimt kaupverð báts. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu 16. maí f. á. Krefst hann sýknu af kröfum stefnda í máli þessu og málskostnaðar í héraði og fyrir hæstarétti úr hendi stefnda. 28 434 Stefndi krefst staðfestingar hins áfryjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýj- anda til að greiða stefnda kr. 600.00 í málskostnað fyrir hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Kristján Benediktsson, greiði stefnda, Lúther Hróbjartssyni, kr. 600.00 í málskostnað fyrir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 12. marz 1946. Mál þetta, sem dómtekið var 4. þ. m., hefur Lúther Hróbjartsson. umsjónarmaður hér í bæ, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 8. október s. 1, gegn Kristjáni Benediktssyni verkstjóra, Bústaðabletti 3 hér í bænum, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 2700.00 með 6% ársvöxtum frá stefnudegi til greiðsludags og máls- kostnaðar að mati dómarans. Stefndi hefur krafizt sýknu og málskostnaðar sér til handa að mati dómarans. Stefnandi skýrir svo frá málavöxtum, að þann 13. sept. s. 1. hafi verið auglýst í einu dagblaði bæjarins eftir fjögurramannafari til kaups. Hafi hann gefið sig fram eftir auglýsingunni, þar sem hann hafi átt slíkan bát. Var báturinn nokkuð gamall, og fylgdi honum vél, tveggja ára gömul, en sama og ekkert notuð. Var vélin þó ekki í bátnum sjálfum. Bátur þessi og vélin hafi verið geymd í geymsiu við Austurbæjarbarnaskólann hér í bænum. Stefndi, sem hafi aug- lýst, hafi komið til sín og litið á bát og vél. Kveðst stefnandi hafa viljað selja bátinn á kr. 1200.00, en vélina fyrir kr. 1500.00, eða kr. 2700.00 hvorttveggja. Stefndi hafi ekkert haft við verðið að athuga, en tekið fram, að hann væri ekki dómbær um sæði bátsins og myndi því fá sérfróðan mann til að skoða hann. Þá kveðst stefnandi hafa sagt stefnda, að eitt borð í bátnum væri rifið. Þann 17. sept. s. 1. hafi stefndi hringt til sín og spurt sig, hvort hann hefði sett vélina í bátinn. Stefnandi kveðst hafa neitað því og sagt, að hann hefði haldið, að stefndi væri hættur við kaupin. Stefndi hafi þá sagi, að það væri nú eitthvað annað og að hann hefði fengið sérfróðan 435 mann til að skoða bátinn. Nokkru síðar hafi komið maður frá stefnda og skoðað bátinn. Hafi hann sagt bátinn vera prýðilega fleytu og að hann mundi gefa honum beztu meðmæli, en stefnandi kveðst hafa sýnt honum rifna borðið, sem áður greinir. Um hálfri stundu siðar hafi komið hópur manna á bifreið, og sögðust þeir vera sendir frá stefnda til þess að sækja bátinn og vélina. Kveðst stefn- andi hafa afhent þeim hvort tveggja og þar með talið, að kaup þeirra aðiljanna væru gerð, enda ekki hafa sleppt bátnum úr sínum vörzi- um, ef hann hefði talið annað, Næsta dag hafi stefndi hins vegar hringt til sín og sagt, að báturinn væri gallaður og hann vildi ekki kaupa hann. Kveðst stefnandi þá hafa mótmælt, að báturinn væri gallaður, og sagt, að kaupin væru að fullu gerð, og hann tæki ekki við bátnum aftur. Eftir nokkurt umtal, hafi stefndi slitið símtalinu. Þann 21. september s. 1. hafi stefndi sent til sín mann með þau skila- boð, að hann ætlaði að skila bátnum aftur, en stefnandi kveðst hafa mótmælt því. Enn hafi stefndi sent til sín mann, þangað sem hann (stefnandi) var að vinna við höfnina, og hafi sá sendiboði sagt, að stefndi hafi skilað bátnum á leikvöll Austurbæjarbarnaskólans. Stefnandi kveðst hafa neitað við sendiboðann að veita bátnum við- töku og mótmælt heimild stefnda til að skila honum. Stefnandi kveðst hins vegar hafa orðið þess var, er hann kom heim, að skóla- börn, sem þarna voru að leik, voru búin að gera bát og vél að leik- fangi og týna og spilla hlutum í þeim. Stefnandi kveðst síðan ekkert hafa skipt sér af bátnum eða vélinni. Að lokum muni lögreglan að kröfu skólastjórans hafa hirt hluti þessa og liklega sett þá á geymslusvæði það, er hún hafi fyrir hluti, er séu til trafala á al- mannafæri. Kveðst stefnandi síðan strax næsta dag hafa sent stefnda kröfubréf um greiðslu kaupverðsins. Dómkröfur sinar byggir stefnandi á því, að stefndi hafi keypt af sér nefndan bát og vél, og beri honum því að greiða kaupverðið. Stefndi hafi enga ástæðu haft til að rifta kaupunum, enda hafi hann látið sérfróðan mann skoða bátinn, áður en kaupin fóru fram. Stefndi skýrir svo frá málavöxtum, að um miðjan september s. 1. hafi hann auglýst eftir fjögurramannafari. Stefnandi hafi gefið sig fram og boðið sér bát og vél, er hann hafi átt geymd í skýli við Austurbæjarbarnaskólann hér í bænum, og skyldi báturinn kosta kr. 1200.00, en vélin kr. 1500.00. Stefndi kveðst síðan hafa litið á bátinn, en vegna þrengsla í geymslunni hafi ekki verið hægt að grannskoða hann, enda kveðst stefndi ekki hafa sérþekkingu til að dæma um gæði hans, Nokkrum dögum seinna kveðst stefndi hafa hringt til stefnanda og tjáð honum, að hann (stefndi) vildi ekki kaupa bátinn og vélina, nema báturinn reyndist sjófær við skoðun. Enn fremur kveðst stefndi hafa sagt, að vegna þrengsla í geymsl- unni væri ekki hægt að hvolfa bátnum og skoða botn hans, og vildi hann því, að báturinn væri fluttur í skála við höfnina og honum 436 hvolft þar. Hafi stefnandi ekkert haft við þetta að athuga. Í þessu sambandi hefur stefndi tekið fram, að sérfróður maður hafi skoðað bátinn fyrir sig í geymslunni hjá stefnanda og ekki séð þar annað athugavert við hann, nema rifu í einu borði, er stefnandi hafi bent á, og sem ekki hafi verið það verulegur galli, að staðið hefði fyrir kaupum af sinni hálfu. Hins vegar hafi maður þessi ekki þótzt geta skoðað bátinn vel hjá stefnanda vegna þrengsla. Síðan kveðst stefndi hafa látið sækja bátinn til stefnanda. Var báturinn fluttur í skála hér við höfnina og hvolft þar. Hafi þar hinn sami sérfróði maður skoðað hann og þá talið hann mjög gallaðan, t. d. hafi þrjú borð með seymingu bátsins verið rifin, — Kveðst stefndi þá straks hafa hringt til stefnanda og sagt honum, að hann vildi hvorki kaupa bátinn né vélina og mundi skila honum hvorutveggja. Síðan kveðst stefndi hafa skilað stefnanda bátnum á öðrum eða þriðja degi, eftir að hann sótti hann. Hafi hann tilkynnt stefnanda þetta rétt áður, en stefn- andi hafi ekki verið við, er komið hafi verið með bátinn, og seymsla sú, er báturinn hafði verið í, lokuð. Hafi báturinn því verið skorðaður við hlið geymslunnar og stefnanda tilkynnt það með sendiboða. Sýknukröfu sína byggir stefndi í fyrsta lagi á því, að kaup hafi aldrei gerzt á milli þeirra aðiljanna. Hann hafi aðeins tekið bát- inn til sín í þeim tilgangi að skoða hann vel. Stefnanda hafi verið kunnugt um þetta og því enga ástæðu haft til að ætla, að stefndi hefði þar með keypt bátinn, enda það skilyrði fyrir kaupunum af sinni hálfu, að báturinn reyndist ógallaður og sjófær. Maður sá, er skoðaði bátinn fyrir stefnda í geymslu stefnanda, hefur borið fyrir dómi, að hann hafi sagt stefnanda, að lokinni skoðun, að sér litist vel á bátinn, en ekki væri hægt að grann- skoða hann þar vegna þrengsla. Stefnandi hefur ákveðið haldið því fram, að bátinn hafi full- komlega mátt skoða í geymslu hans, enda hægt að hvolfa honum þar, og hefur mótmælt því, að nefndur skoðunarmaður hafi nokkr- um athugasemdum hreyft í gagnstæða átt. Gegn þessum andmæl- um stefnanda verður ekki talið sannað, að honum hafi verið kunn- ugt um þá ætlun stefnda að láta skoða bátinn frekar. Þá er og ósönnuð gegn mótmælum stefnanda sú staðhæfing stefnda, að hann hafi fengið heimild stefnanda til að taka bátinn í sínar vörzlur til skoðunar. Með skírskotun til þessa og þegar þess er gætt, að stefndi lét sækja bæði bát og vél til stefnanda með þeim hætti, sem að framan er lýst, þá verður að telja, að stefnandi hafi, eins og á stóð, mátt treysta því, að kaup hafi þá gerzt með þeim aðilj- um, enda virðist hafa verið samkomulag um kaupverðið út af fyrir sig. Verður því þessi sýknuástæða ekki tekin til greina. Í öðru lagi byggir stefndi sýknukröfu sina á því, að þótt svo yrði litið á, að kaup hafi gerzt með þeim aðiljum, þá hafi hann 437 haft fulla heimild til að rifta kaupunum vegna galla þeirra, er hafi verið á bátnum og í ljós hafi komið straks og hann var skoð- aður rækilega. Þannig hafi þá komið í ljós, að áðurgreind þrjú borð voru rifin og að fúi var í rifunum, en það hafi og strax verið tilkynnt stefnanda. Stefnandi hefur algerlega mótmælt því, að nokkrir þeir aðrir gallar hafi verið á bátnum, er hann fór úr hans vörzlum, en þeir, sem hann hafi bent bæði stefnda og skoðunarmanninum á. Gegn Þessum mótmælum stefnanda hefur stefnda ekki tekizt að sanna staðhæfingu sína um frekari galla á bátnum en stefnandi telur. Auk þessa hafði stefndi rannsakað bátinn, áður en kaupin gerð- ust, og samkvæmt ákvæðum 47. gr. laga nr. 39 frá 1922 getur hann því ekki eftir á borið fyrir sig framangreinda galla, sem hann taldi vera á bátnum. Þessi sýknuástæða verður því heldur ekki tekin til greina. Með skirskotun til framanritaðs og þar sem ekki er leitt í ljós, að söluverð báts og vélar hafi verið ósanngjarnt, verða dómkröfur stefnanda teknar til greina að öllu leyti. Eftir þessum málalokum þykir rétt, að stefndi greiði stefnanda málskostnað, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 500.00. Einar Arnalds borgardómari kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Stefndi, Kristján Benediktsson, greiði stefnanda, Lúther Hró- bjartssyni, kr. 2700.00 með 6% ársvöxtum frá 8. október 1945 til greiðsludags og kr. 500.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 438 Mánudaginn 20. október 1947. Nr. 54/1946. Anna Pálsdóttir (Hrl. Ragnar Jónsson) gegn Þorsteini Sigurðssyni f. h. Láru Hafliða- dóttur og Ásdísar Hafliðadóttur og gagn- sök (Hrl. Magnús Thorlacius). Setudómari hrl. Einar B. Guðmundsson í stað hrd. Árna Tryggvasonar. Mál til endurheimtu ofgreiddrar húsaleigu og bóta vegna útburðar. Dómur hæstaréttar. Eftir að máli þessu var áfrýjað til hæstaréttar, hefur varnaraðili í héraði, Garðar Þorsteinsson hæstaréttarlög- maður, látizt. Hefur ekkja hans, frú Anna Pálsdóttir, haldið málinu áfram hér fyrir dómi. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu 17. april 1946 og krafizt algerrar sýknu af kröfum sagnáfrýjanda í því og málskostnaðar úr hendi hans fyrir báðum dómum eftir mati hæstaréttar. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 1. maí 1946. Krefst hann þess, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 17070.10 með 6% ársvöxtum frá 28. maí 1945 til greiðsludags svo og málskostnað bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Með skirskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta niðurstöðu hans um 1. og 2. kröfulið gagnáfrýjanda. Hér fyrir dómi hefur gagnáfrýjandi lækkað 3. kröfulið sinn úr kr. 6500.00 í kr. 1000.00. Samkvæmt þeim skýrslum, er fram hafa komið, þykir bera að taka kröfu gagnáfrýj- anda um þá fjárhæð til greina að fullu. Miskabætur samkvæmt 4. kröfulið gagnáfrýjanda þykja hæfilega ákveðnar kr. 3500.00. Samkvæmt þessari niðurstöðu ber aðaláfrýjanda að greiða gagnáfrýjanda kr. 920.10 - kr. 1000.00 -| kr. 3500.00, eða samtals kr. 5420.10 ásamt 6% ársvöxtum frá héraðs- stefnudegi 15. sept. 1945 til greiðsludags. Svo er og rétt, að 439 aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda málskostnað bæði í hér- aði og fyrir hæstarétti, er þykir hæfilega ákveðinn samtals kr. 1400.00. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Anna Pálsdóttir, greiði gagnáfrýj- anda, Þorsteini Sigurðssyni f. h. Láru Hafliðadóttur og Ásdísar Hafliðadóttur, kr. 5420.10 ásamt 6% ársvöxt- um frá 15. september 1945 til greiðsludags og samtals kr. 1400.00 í málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 5. marz 1946. Mál þetta, er dómtekið var 25. f. m., hefur Þorsteinn Sigurðsson húsgagnasmiðameistari f. h. Láru Hafliðadóttur og Ásdísar Hafliða- dóttur, hér í bæ, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 15. september s. L., gegn Garðari hæstaréttarlögmanni Þorsteinssyni, Vesturgötu 19 hér í bænum, til greiðslu skaðabóta o. fl. að fjárhæð kr. 29570.10 með 6% ársvöxtum frá 28. maí 1945 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Stefndi hefur krafizt sýknu og málskostnaðar sér til handa að mati dómarans. Málavextir eru þessir. Með úrskurði, uppkveðnum í fógetarétti Reykjavíkur 17. april s. l., var stefnendum máls þessa gert að rýma húsnæði í húsinu nr. 22 við Mánagötu hér í bænum, en hús þetta er eign stefnda, og hinn 28. mai s. á. var framkvæmdur útburður á stefnendum úr húsnæðinu. Úrskurði þessum var skotið til hæstaréttar, og með dómi upp kveðn- um 20. júní s. á. var úrskurðurinn felldur úr gildi. Telja stefnendur, að stefnda beri að bæta þeim tjón það, er þær hafi beðið vegna þessa ólögmæta útburðar. Þá hafa þær og gert kröfu til oftekinnar húsaleigu og hitakostnaðar svo og andvirðis rafmagnsskerms, er orðið hafi eftir í húsnæðinu, er útburðurinn fór fram, en ekki verið skilað. Kröfur sínar hafa stefnendur sundurliðað þannig: 1. Oftekin visitöluhækkun og hitakostnaður ........ kr. 920.10 2. Loftskerm(um), óskilað frá Mánugötu 22 ........ — 150.00 3. Viðgerð á herbúð ...........00..ene es. — 6500.00 4. Fégjald fyrir miska .........00000..000.0.. 000... — 15000.00 Samtals kr. 22570.10 440 Um 1. Lið þenna kveða stefnendur þann veg til kominn, að stefndi hafi innheimt visitölufjárhæð á grunnleigugjaldi íbúðar- innar fyrir tímabilið maí 1943 til maí 1944, en slíkt sé óheimilt skv. 6. gr. húsaleigulaganna, þar eð leigumálinn um húsnæðið hafi ekki verið staðfestur af húsaleigunefnd fyrr en 9. maí 1944. Þá hafi stefndi og innheimt hitakostnað vegna upphitunar íbúðarinnar til 24. apríl 1944, en það brjóti í bága við 13. gr. sömu laga, enda hafi verið ákvæði þess efnis í samningi þeim, er gerður var á sínum tíma eða haustið 1942 um umrætt húsnæði, að húseigandi annaðist hita, nema öðruvísi yrði um samið, og væri hiti innifalinn í leigu- gjaldinu. Ofgreiðsla þessi nemi samtals kr. 920.10. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því, að þótt vera kunni, að um kröfu samkvæmt lið þessum væri að ræða á hendur sér, þá séu stefnendur máls þessa ekki réttir aðiljar að þeirri kröfu. Leigutaki íbúðarinnar, Guðlaug Eberhardt, hafi sjálf innt leigu- greiðslur af hendi til sín svo og hitagreiðslur fyrir nefnt tímabil, og sé því nú dánarbú hennar gitt, sem eigi aðild að hugsanlegri kröfu vegna þeirra skipta, en ekki stefnendur. Málsástæðu þessari hreyfði stefndi ekki fyrr en við munniegan flutning málsins. Þykir því verða að fallast á Það með stefn- endum, að vörn þessi sé of seint fram borin, og verður því eigi unnt að taka sýknukröfu stefnda til greina á þeim grundvelli. Í annan stað byggir stefndi sýknukröfu sína, að því er varðar hitakostnaðinn, á því, að sú fasta venja hafi verið komin á, er hann eignaðist umrætt hús, að leigutaki greiddi sérstaklega hitakostnað, og hafi hann einungis fylgt þeirri venju. Stefnda hefur ekki tekizt að færa fram nein gögn, er sýni, að slíkt hafi tíðkazt, áður en hann eignaðist húsið, og verður því þegar af þeim sökum að hrinda þessari varnarástæðu hans. Þá telur stefndi, að leigusamningurinn um húsnæðið hafi öðlazt samþykki húsaleigunefndar, er hann eignaðist húsið snemma á ár- inu 1943, og hafi honum því verið heimilt að hækka húsaleiguna í samræmi við vísitöluna frá þeim tíma. Í málinu hefur verið lagt fram afrit af nefndum leigusamningi, og er hann samþykktur af húsaleigunefnd þann 9. mai 1944 með þeirri breytingu, að grunnleiga íbúðarinnar er færð nokkuð niður. Hins vegar gefur ekkert til kynna, að leigumáli þessi hafi fyrr verið færður til samþykkis húsaleigunefndar eða öðlazt bað, og. er því ekki hægt að fallast á þessi rök stefnda. Loks hefur stefndi bent á, að samkvæmt ákvæðum laga nr. 95 frá 1945 sé hækkun húsaleigu í samræmi við vísitölu ekki endur- kræf, ef húsaleigunefnd staðfesti leigumálann síðar, en hann hafi eins og sjáist af skjölum málsins, verið staðfestur 9. maí 1944. Af greinargerð með frumvarpinu til nefndra laga virðist að , 441 vísu mega ráða í, að ætlazt sé til, að lögin kæmu til að verka aftur fyrir gildistökudag sinn. Hins vegar er ekkert slíkt ákvæði í lögunum sjálfum, og þykir því viðurhlutamikið að telja þau hafa afturvirk áhrif. Með skiír- skotan til 2. málsgr. 6. gr. sbr. 13. gr. laga nr. 39 frá 1943 þykir því bera að taka þenna lið til greina að fullu. Um 2. Stefnendur halda því fram, að rafmagnsskermur hafi orðið eftir í húsnæðinu, er þær voru bornar út úr því, og hafi honum ekki verið skilað. Stefnendur hafa ekki lagt fram nein gögn til sönnunar á rétt- mæti kröfuliðs þessa, og þykir því ekki unnt gegn mótmælum stefnda að sinna honum. Um 2. og 4. Kröfuliðir þessir eru byggðir á því, að stefnendur telja sig hafa beðið allmikið tjón vegna útburðarins. Hafi þær flutt í herbúð inn við Lauganes, og sé fyrri liðurinn áætlaður kostnaður við að koma henni í ibúðarhæft ástand. Þá beri þeim auk þess bætur fyrir miska vegna hins ólögmæta útburðar, en þar eð hann hafi farið fram á ábyrgð stefnda beri honum að bæta Þeim allt tjón það, er þær hafi beðið af völdum hans. Sýknukröfu sína, að því er varðar liði þessa, reisir stefndi í fyrsta lagi á því, að áður en útburðurinn fór fram, hafi orðið þau vanskil á leigugreiðslu stefnenda, að útburði vörðuðu. Greiðsla fyrir aprilmánuð hafi ekki verið innt af hendi fyrr en 27 dagar voru liðnir af mánuðinum, en samkvæmt ákvæðum leigumálans skyldi leiga greidd fyrirfram fyrir hvern mánuð. Eins og getur að framan undir lið nr. 1, er leitt í ljós, að stefndi hefur fengið greitt umfram skyldu kr. 920.10. Þykir mega skulda- jafna af þeirri fjárhæð við kröfu hans um greiðslu húsaleigu fyrir aprilmánuð, en hún telst hafa numið kr. 170.00. Þegar þetta er virt, verður ekki talið, að vanskil hafi verið fyrir hendi, áður en eða Þegar útburðurinn var framkvæmdur, og verður varnarástæða þessi Því ekki tekin til greina. Í annan stað byggir stefndi sýknukröfu sína á því, að um- sengni stefnenda um húsnæðið hafi verið svo slæm, að leigurétti hafi verið fyrirgert og útburður því heimil. Sama dag og útburðurinn var framkvæmdur voru að beiðni stefnda dómkvaddir tveir menn til þess að skoða ástand húsnæðis-. ins, og fór skoðun fram næsta dag. Í skoðunargerðinni, sem dag- sett er 31. maí 1944, segir m. a. svo: „Við skoðun á íbúðinni kom í ljós, að engin hreingerning hefur farið fram, þegar leigutaki skilaði henni af sér. En um ástand hennar í heild er þetta að öðru leyti að segja: Í veggi hafa verið reknir óhæfilega margir naglar, þ. e. milli 80 og 90 alls, og hafa við útdrátt á þeim sprungið óeðlilega stór stykki úr múrhúðinni, 442 stærri en svo, að unnt sé að fylla holurnar í sambandi við venju- lega málun. Af þessum sökum verður að mála alla veggi með mun meiri tilkostnaði en ella. Í stofu var miðstöðvarofn laus frá og leiðsl- um lokað með skrúftöppum; þar var og gat á gólfdúk. Í svefnherbergi var gólfdúkurinn ónýtur á þriggja fermetra kafla, að því er virðist vegna vatnsrennslis. Þar var og brotið lok á rafmagnstengli. Í anddyri var gólfdúki spillt vegna leka úr baðherbergi, sennilega undir þröskuld. Varðandi umgengni í baðherbergi að öðru leyti athugast þetta. Lamir eru brotnar á W.C.-setu, gler brotið á skipti- hana við baðker, gormslangan við baðker slitin sundur, gúmmi- tappa vantar í þvottaskál og baðker. Í eldhúsi þarf að skipta um gólfdúk vegna skemmda af vatnsrennsli. Tappa vantar í eldhús- vask, gluggarúða er brotin og lamir bilaðar á glugga, emaillering brotin af vask, löm brotin af skáp og „elite“-múr kringum vask óeðlilega slitinn og tærður. Af rafeldavél er hurðarlokan biluð.“ Báðir skoðunarmennirnir hafa komið fyrir dóm í málinu. Hefur annar þeirra borið og staðfest fyrir dóminum, að ekki hafi verið sóðalega um ibúðina gengið og að skemmdirnar hafi yfirleitt ekki verið stórvægilegar. Framburði hins skoðunarmannsins var mót- mælt sem óstaðfestum, en staðfesting fór ekki fram vegna heilsu- brests hans. Með skírskotun til þess, sem upp er komið í málinu varðandi umræddar skemmdir, svo og þess, að ekki er leitt í ljós, hvernig ástand íbúðarinnar var, er umræddur leigutaki tók hana á leigu eða er stefndi eignaðist húsið, þá verður ekki talið, að út- burður hefði orðið á þeim reistur. Af því, sem að framan er sagt, verður að telja, að nefndur útburður hafi verið ólögmætur, eins og á stóð, og ber stefnda því að bæta stefnendum tjón það, er þær hafa beðið við hann. Eigi þykir unnt að taka til greina kröfu stefnenda um, að þeim verði bættur allur áætlaður kostnaður við að koma umræddum herbúðum í íbúðarhæft ásigkomulag. Hins vegar þykir verða að telja ljóst, að stefnendur hafi beðið nokkurt beint tjón vegna út- burðarins, og þykja þær bætur ásamt bótum fyrir óþægindi og miska, er útburðurinn hafi bakað þeim, hæfilega ákveðnar kr. 3500.00. Úrslit máls þessa verða því þau, að stefnda verður gert að greiða stefnendum kr. 920.10 - 3500.00 eða samtals kr. 4420.10 með 6% ársvöxtum, er reiknast einungis frá stefnudegi, svo og málskostnað, er eftir atvikum þykir hæfilega ákveðinn kr. 750.00. Einar Arnalds borgardómari kvað upp dóminn. Dómsorð: Stefndi, Garðar Þorsteinsson, greiði stefnanda, Þorsteini Sig- urðssyni f. h. Láru Hafliðadóttur og Ásdísar Hafliðadóttur, kr. 4420.10 með 6% ársvöxtum frá 15. september 1945 til greiðslu- 443 dags og kr. 750.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 27. október 1947. Nr. 18/1947. Réttvísin og valdstjórnin (Hrl. Guttormur Erlendsson) Segn Sigurði Guðna Gíslasyni (Hrl. Einar Ásmundsson). Setudómari próf. Ísleifur Árnason í stað hrd. Jóns Ásbjörnssonar. Manndráp af gáleysi. Brot gegn löggjöf um umferð. Dómur hæstaréttar. Flughálka var á vegi þeim, er slysið varð á, og var ákærða um það kunnugt, þar sem hann hafði ekið þar um skömmu áður. Hann sá til drengjanna á sleða um 100 metra fram undan sér, en þeir voru 7 og 8 ára að aldri, og mátti hann því gera ráð fyrir barnalegum viðbrigðum af þeirra hendi. Þrátt fyrir þetta ók hann með 30—-40 km hraða niður tölu- verðan halla, án þess að hafa keðjur á hjólum bifreiðarinn- ar, og dró ekkert úr hraðanum, er hann ætlaði að aka fram úr drengjunum vinstra megin við þá, enda gat hann ekki stöðvað bifreiðina á skemmra færi en 29 metrum, eftir að árekstur hafði orðið milli hennar og sleðans. Ákærði hefur þvi með stórkostlegu gáleysi við akstur orðið valdur að dauða drengsins Guðmundar Jóns Jóhannssonar, og varðar brot hans við 26. og 27. sbr. 38. gr. bifreiðalaga nr. 23/1941, 2. og 4. sbr. 14. gr. umferðarlaga nr. 24/1941 og 215. gr. hegningarlaga nr. 19/1940. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin 6 mánaða varðhald. Samkvæmt 39. gr. bifreiðalag- anna ber og að svipta ákærða leyfi til að aka bifreið ævi- langt. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu sakarkostnaðar staðfest- ist. Ákærði greiði og allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin laun sækjanda og verjanda í hæstarétti, 400 krón- ur til hvors. 444 Mál þetta var flutt í hæstarétti í marzmánuði 1946, en héraðsdómur var þá ómerktur. Hefur þetta valdið drætti á rekstri málsins. Dómsorð: Ákærði, Sigurður Guðni Gíslason, sæti varðhaldi 6 mánuði. Hann er sviptur leyfi til að aka bifreið ævilangt. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu sakarkostnaðar stað- festist. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin laun skipaðs sækjanda og verjanda í hæsta- rétti, hæstaréttarlögmannanna Guttorms Erlendssonar og Einars Ásmundssonar, 400 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur aukaréttar Hafnarfjarðar 7. júní 1946. Ár 1946, föstudaginn 7. júni, var í aukarétti Hafnarfjarðar, sem haldinn var á skrifstofu embættisins, Suðurgötu 8 í Hafnarfirði, af Guðmundi Í. Guðmundssyni bæjarfógeta, upp kveðinn eftirfarandi dómur í málinu: Réttvísin og valdstjórnin segn Sigurði Guðna Gísla- syni, sem tekið var til dóms 3. júní s. 1. Mál þetta er af réttvísinnar og valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Sigurði Guðna Gíslasyni bifreiðarstjóra, Vesturkoti, Hvaleyri, fyrir brot gegn XXIII kafla alm. hegningarlaga nr. 19 frá 1% 1940, bifreiðalögum nr. 23 frá 166 1941 og umferðarlögum nr. 24 frá 166 1941. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur "7. júlí 1905, og hefur ekki sætt sekt né dómi fyrir neitt lagabrot. Málavextir eru þessir: Fimmtudaginn 23. nóv. 1944 var ákærði Sigurður Guðni Gíslason að sandflutningi með bifreiðinni G 424. Stóð til að byrja á að aka sandi utan frá Hvaleyri inn á flugvöll í Reykjavík, en þar sem fyrir lá pöntun á sandbíl innan úr Langholti, tók hann fyrir að fara fyrstu ferðina þangað. Reykjavíkurbrautin var að kalla auð frá Hafnarfirði til Reykjavíkur, svo ákærði setti eigi keðjur á hjól bif- reiðarinnar, þó hann færi útúrkrók þessa einu ferð og æki Sléttu- veg, sem reyndist síðar að vera klakaður og háll. Eftir að ákærði hafði skilað af sér sandinum um kl. 20 mín. yfir: 10 f. h. umræddan dag, hélt hann til baka og ók fyrst Klifveg, en 445 beygði síðan inn á Sléttuveg. Um leið kom ákærði auga á tvo drengi á skíðasleða ca. 115 metrum neðar á veginum, og renndu þeir sér í sömu átt og ákærði ók. Drengirnir renndu sér hægra megin á veg- inum, og sat annar í sætinu, en hinn stóð fyrir aftan og hélt báð- um höndum í handfangið á sleðanum, en öðrum fæti stóð hann á sleðajárninu, og spyrnti áfram með hinum fæti. Þegar ákærði átti eftir ca. 40 metra til drengjanna, gaf hann hljóðmerki, sem drengur sá, er stýrði sleðanum, heyrði, og vék hann sleðanum enn meir til hægri, svo að segja fast út á hægri vegarbrún. Um leið gaf annar drengjanna merki með því að rétta út eða veifa með hendinni vinstra megin, og virtist ákærða það vera drengurinn, er var í sætinu, sem merkið gaf. Ákærði skildi merkið svo, að drengurinn væri að sefa til kynna, að bilnum væri óhætt að halda áfram þeim megin. Er þetta var, telur ákærði, að hann hafi ekið með ca. 30 km hraða á klst., tæplega hraðar, en sleðinn farið eitthvað hægar, því rétt á eftir var ákærði kominn móts við sleðann. Ók ákærði eftir vinstri brún vegarins, en sleðinn fór alveg eftir hægri brún, og gizkaði ákærði á, að bilið milli þeirra hefði verið sem svarar tveimur föðmum, Leit ákærði nú út, og var sleðinn þá móts við hús bifreiðarinnar aftan til, en beygði þá snögglega þvert inn á veginn og rakst á Þifreiðina aftarlega. Ákærði hemlaði þegar bilinn með fót- og handbremsum, en vegna þess að flughált var á veginum, rann billinn áfram um 29 metra, þar til hann stöðvaðist. Ákærði fór út úr bílnum og sá þá, að annar drengjanna lá á göt- unni skammt frá, en hinn drengurinn stóð yfir honum. Hljóp ákærði til þeirra, og er hann kom að, sá hann strax, að ekki var lengur lífsmark með drengnum, sem lá á götunni, enda hafði hann mikinn áverka á höfði, og fossaði blóðið út um nasir hans. Ákærði tók líkið upp og lét það á bilinn og breiddi yfir. Dreng- urinn, sem fyrir slysinu varð, hét Guðmundur Jón Jóhannsson, Í. 4. júní 1936, en með honum var bróðir hans, Þórir Hörður, 7 ára, en foreldrar þeirra eiga heima í Fögruhlíð, sem er þarna stutt frá. Ákærði fór þangað og tilkynnti móðurinni slysið, en faðirinn var staddur í Blönduhlíð, sem er þar nokkuð burtu. Ákærði fór þangað, og þaðan var símað til lögreglunnar í Reykjavík, sem kom brátt á slysstaðinn. Lik drengsins var flutt á Landsspitalann og við líkskoðun kom í ljós, að stórt beinstykki hafði brotnað úr aftanverðri hauskúpunni og rekizt inn í heila og valdið dauða samstundis. Hinn drengurinn hafði marizt lítils háttar á fæti, en ekki hlotið önnur meiðsl. Frásögn um atvik að slysinu er samkvæmt framburði ákærða, með því að drengurinn, sem eftir lifði, gat ekki gert sér grein fyrir, hvernig slysið bar að, og aðrir sjónarvottar voru ekki. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar reyndist bifreið ákærða í lagi 446 eftir slysið. Ákærði var óþreyttur og vel fyrirkallaður, er þetta kom fyrir. Sléttuvegur var háll og svellaður, svo hvorki markaði fyrir bil eða sleðaförum. Eins og áður er tekið fram, gaf ákærði hljóðmerki í hæfilegri fjarlægð, áður en hann náði sleðanum, og munu drengirnir hafa báðir heyrt það, þar sem sá, er stýrði sleðanum, vék fast út á hægri brún vegarins, en hinn virtist hafa gefið merki með hendinni. Breidd vegarins á þessum stað mun vera það mikil, að 2—3 metra bil a. m. k. hefði átt að geta verið milli sleðans og bílsins, Þegar hann fór fram hjá. Rétturinn verður því að telja, að ákærði hafi ekki sýnt gáleysi í að aka, eins og hann gerði. Það virðist ekki hægt að rekja orsök slyssins til þess, að Þílstjórinn hafði ekki keðjur á hjólunum, né þess, að hann hafi ekið með of miklum hraða eða sýnt sérstaka óaðgæzlu, með því að slysið bar að með svo óvæntum og skjótum hætti, að ekkert ráðrúm gafst til að hemla og stöðva bílinn fyrr en um seinan. Að öllu þessu athuguðu, getur rétturinn eigi talið ákærða bera refsiverða ábyrgð á dauða drengsins Guðmundar Jóns Jóhannssonar, og ber þvi að sýkna hann af ákæru réttvísinnar í máli þessu. En með því að aka bifreiðinni án þess að hafa keðjur á hjólum á hálum vegi og eftir atvikum of hratt hefur ákærði brotið 26. og 27. gr. bifreiðalaga nr. 23 frá 16. júní 1941 og 4. gr. umferðarlaga nr. 24 frá 16. júní 1941. Samkvæmt 38. gr. bifreiðalaganna og 14. gr. umferðarlaganna þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 300 króna sekt í ríkissjóð, og komi 15 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan fjögra vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda sins, hrl. Einars Ásmundssonar, kr. 250.00. Rekstur málsins hefur verið vítalaus. Þvi dæmist rétt vera: Ákærði, Sigurður Guðni Gíslason, greiði 300 króna sekt í ríkissjóð, og komi fimmtán daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan fjögra vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnar- laun skipaðs verjanda síns, Einars Ásmundssonar hrl., kr. 250.00. Dómi þessum skal fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 447 Þriðjudaginn 28. október 1947. Nr. 50/1946. Réttvísin (Hrl. Gústaf A. Sveinsson) Segn Jens Björgvin Pálssyni (Hrl. Einar Arnórsson). Landráð. Dómur hæstaréttar. Bandaríki Norður Ameríku fóru samkvæmt samningi frá 10. júlí 1941 með hervernd Íslands á þeim tíma, er ákærði játaðist undir að fremja njósnir fyrir herveldi, sem átti í styrjöld við Bandaríkin, og sendi í framhaldi af því veður- skeyti utan af hafi til fyrirsvarsmanna greinds herveldis. Fræðsla, er íslenzkir menn veittu óvinaríki Bandaríkjanna um atriði, sem því mátti að haldi koma í styrjöldinni, og að- stoð íslenzkra manna við hernað slíks óvinaríkis Bandarikj- anna miðaði samkvæmt þessu að því að veikja viðnámsþrótt íslenzka ríkisins. Athafnir ákærða varða því við 2. mgr. 89. gr. laga nr. 19/1940 auk 93. gr. sömu laga. Sending njósnar- skeyta þeirra, er fyrr greinir, frá íslenzku skipi, sem gert var út héðan, hlaut og að valda hættu á aukinni íhlutun herstjórna Breta og Bandaríkjamanna um siglingar lands- manna almennt. Þetta mátti ákærða vera ljóst, og varðar athæfi hans því einnig við 88. gr. nefndra laga. Högum ákærða var þannig háttað, að hann gat búizt við harðræð- um, ef hann synjaði aðstoðar. Ber af þeim sökum að ákveða refsingu ákærða með hliðsjón af 6. tl. 74. gr. laga nr. 19/1940. Hins vegar er það refsiþyngjandi atriði, að hann varðveitti og leyndi senditæki því, sem honum hafði verið fengið til framkvæmdar njósnarstarfsemi sinni. Olli hegðun ákærða í sambandi við varðveizlu tækis þessa og útbúnaðar þess, að saklausir menn íslenzkir, sem í grandleysi höfðu við munum þessum tekið, voru grunaðir um samsekt í njósnarathöfnum og því fluttir til Bretlands og hafðir þar nokkra mánuði í varðhaldi. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin fangelsi 20 mán- uði. Samkvæmt lögjöfnun frá 76. gr. sbr. 4. mgr. 8. gr. laga nr. 19/1940 svo og samkvæmt 76. gr. beinlínis ákveðst, að 448 varðhaldsvist ákærða vegna máls þessa bæði erlendis og hér á landi komi í stað refsingar. Ákvæði héraðsdóms um sviptingu réttinda og málskostn- að í héraði staðfestist. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, kr. 2000.00 til hvors. Dómsorð: Ákærði, Jens Björgvin Pálsson, hefur unnið til 20 mánaða fangelsisvistar, en varðhaldsvist hans vegna máls þessa bæði erlendis og hérlendis skal koma í stað refsingar. Ákvæði héraðsdóms um sviptingu réttinda og málskostnað í héraði staðfestist. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verj- anda fyrir hæstarétti, hæstaréttarlösmannanna Gústafs A. Sveinssonar og Einars Arnórssonar, kr. 2000.00 til hvors. . Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Sératkvæði hæstaréttardómaranna Gizurar Bergsteinssonar og Árna Tryggvasonar. Við erum samþykkir forsendum og niðurstöðu hæstaréti- ardómsins að frá skilinni vitnun til 88. gr. hegningarlaganna og rökstuðningi fyrir þeirri tilvitnun. Það varðar ákærða ekki sérstaklega við 88. gr., þar sem lögð er refsing við þvi að koma af stað eða valda hættu á óumbeðinni íhlutun er- lends ríkis, þótt það hlytist af njósnum hans, sem heim- færðar eru undir hin víðtæku refsiákvæði 2. mgr. 89. gr. og 93. gr., að styrjaldaraðili sá, sem falin var með sáttmála her- vernd Íslands og þar með vernd gegn hernjósnum, hóf rann- sókn vegna atferlis ákærða svo og til prófunar á því, hvort aðrir menn kynnu að vera honum samsekir, en ekkert er fram komið, er bendi til annarrar íhlutunar um íslenzk mál- efni af hendi herstjórnarinnar vegna hátternis ákærða. Refsi- ákvæði 88. gr. voru og í núverandi mynd sinni sett aðallega 449 til verndar gegn misferli, sem sérákvæði X. kafla hegn- ingarlaganna taka ekki yfir. Hin þungu viðurlög, sem 93. gr. og 2. mgr. 89. gr. leggja við því að veikja með njósnum viðnámsþrótt íslenzka rikisins á styrjaldartímum, taka einnig til þess þáttar í atferli ákærða, að af því hlauzt eða kynni að hljótast rýrt athafnafrelsi íslenzkra aðilja vegna rannsókna ríkis þess, sem herverndin var fengin, á her- njósnum. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 12. febrúar 1946. Ár 1946, þriðjudaginn 12. febrúar, var í aukarétti Reykjavíkur, sem haldinn var á skrifstofu sakadómara af Bergi Jónssyni saka- dómara kveðinn upp dómur í málinu nr. 3655/1945: Réttvísin gegn Jens Björgvin Pálssyni. Málið er höfðað gegn ákærða að fyrirlagi dómsmálaráðuneytisins fyrir brot gegn X. kafla almennra hegningarlaga. Það var dómtekið hinn 17. október s. l Ákærði er Jens Björgvin Pálsson loftskeytamaður, til heimilis hér í bæ. Hann er fæddur 9. marz 1916 í Reykjavík, Hann hefur sætt þessum refsingum: 1937 104 Sætt, 25 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1938 %%, Sætt 20 kr. sekt fyrir brot á 4. og 9. gr. lögreglusam- þykktar Reykjavíkur. Ákærði var loftskeytamaður á mótorskipinu Arctic, sem var Í eigu fiskimálanefndar. Skip þetta kom með farm til Vigo á Spáni hinn 20. desember 1941. Þar dvaldist skipið sakir ýmis konar tafa fram til 15. febrúar 1942, er það lagði af stað til Íslands aftur. Skömmu áður en skipið fór frá Vigo, kom skipstjóri þess, sem nú er látinn, á fund ákærða og tjáði honum, að hann væri kominn í samband við Þjóðverja, sem hefðu beðið sig að senda veðurskeyti á leiðinni til Íslands, og kvað þá hafa haft í hótunum, að skipið myndi ekki komast lengra en út fyrir landhelgislíinu Spánar, nema gengið væri að þessu. Að sögn ákærða, kvað skipstjóri það vera sitt álit, að þeir yrðu að ganga að þessari kröfu Þjóðverjans, og það væri einnig álit íslenzka konsúlsins þar, en hins vegar kvaðst skipstjóri ekki mundu neyða hann til eins eða neins í þessu sam- bandi. Eftir að ákærði hafði haft umhugsunarfrest, gekk hann með skipstjóra á fund íslenzka konsúlsins, og komu þá einnig til hans nokkrir Þjóðverjar. Þjóðverjarnir lögðu fyrir hann að taka við senditækjum og senda veðurskeyti til þeirra á leiðinni heim. Hét ákærði því. Síðar fóru þeir fram á, að hann sendi einnig veður- fregnir frá Íslandi, og lofaði ákærði að gera það, ef hann gæti. Þá 29 450 fóru Þjóðverjarnir fram á, að hann sendi fregnir um skipalestir, er hann yrði var við á leiðinni. Kveðst ákærði hafa svarað þvi svo, að hann sæi hvað setti, og mundi gera það, ef hann sæi fram á, að hann yrði ekki miðaður, en það kveðst hann hafa óttazt og bent Þjóðverjunum á. Loks lögðu þeir fyrir ákærða að senda sér blöð og blaðaúrklippur frá Íslandi, eftir að hann væri þangað kominn, og hét hann því. Í öllum þeim viðtölum, er ákærði átti við Þjóð- verjana, kveður hann þá hafa sífellt ógnað sér með því, að þeir myndu láta sökkva skipinu á leiðinni, ef hann ekki sengi að þess- um kröfum þeirra, og kveðst hann hafa játazt undir þetta einungis vegna þessara ógnana og vegna þess, að hann taldi sér ekki færi að neita þeim og eiga á hættu, að Þjóðverjarnir efndu þær og sökktu skipinu og týndu mannslífum. Þeir ákærðu og skipstjóri tóku síðan við senditæki af Þjóðveri- unum ásamt eoda. Á þetta senditæki kveðst ákærði hafa á heim- leiðinni sent 7 veðurskeyti, það síðasta, er skipið var ca. 200 mílur suður af Íslandi. Hann telur veðurfregnir sínar hafa verið óná- kvæmar. Er þeir komu upp undir land, varð orðræða með þeim ákærða og skipstjóra um, hvað gera skyldi við senditækið og codann, og varð það úr, að skipstjóri kom tækinu í land, en ákærði codanum. Ákærði segir, að Þjóðverjarnir hafi ekki talað um greiðslu fyrir Þeita. En síðar kom skipstjóri til hans og afhenti honum 1400 eða 1500 peseta fyrir starf hans. Kvaðst skipstjóri sjálfur hafa fengið sömu greiðslu. Sömu upphæð áttu þeir og að fá greidda, er þeir kæmu aftur, og átti hún að geymast hjá íslenzka ræðismanninum. Var þetta fé framboðið af Þjóðverjunum, en þeir ákærði og skip- stjóri voru á einu máli um það, að ekki væri fært að neita að taka við fénu, Hins vegar kveður ákærði, að miðað við atvinnutekjur sinar hafi þessi upphæð verið sér harla lítils virði. Svo fór sem ákærða hafði órað fyrir, að stöð hans var miðuð, og var hann því handtekinn af brezkum hernaðaryfirvöldum ásamt allri skipshöfn skipsins í aprílmánuði 1942. Var ákærði sið- an hafður í haldi hjá hernaðaryfirvöldunum allt fram til 3. ágúst s. l., er hann var afhentur íslenzkum yfirvöldum í því skyni, að mál hans yrði tekið til meðferðar hér, og var hann þá úrskurð. aður í gæzluvarðhald og sat í því þar til 14. s. m. Með því að ráðast í þessa þjónustu Þjóðverja hefur ákærði gerzt sekur við 93. gr. almennra hegningarlaga nr. 19 frá 12. febrúar 1940. Hins vegar verður að virða honum til vorkunnar þær hót- anir, sem hann var beittur, er ekki vörðuðu einungis líf hans, heldur og allrar skipshafnar skipsins, og ekki er ástæða til að rengja frásögn hans um, svo og það, að Þjóðverjarnir virðast hafa haft fulltingi íslenzka ræðismannsins til þessarar framkomu sinnar, Ber að taka tillit til þess til refsilækkunar samkvæmt 74.. 451 gr. 6. tölul. almennra hegningarlaga. Þykir því eftir atvikum refs- ing hans hæfilega ákveðin 3 mánaða varðhald. En með tilliti til hinnar löngu frelsissviptingar, er hann hefur þegar þolað, þykir mega ákveða, að refsing hans falli niður samkvæmt 76. gr. alm. hegningarlaga beinlínis og analogice. Þá þykir og rétt að svipta ákærða kosningarrétti og kjörgengi til opinberra starfa og ann- arra almennra kosninga frá lögbirtingu dóms þessa að telja sam- kvæmt 68. gr. hegningarlaganna. Ákærði greiði allan kostnað sak- arinnar, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs talsmanns sins, Einars Arnórssonar hrl., er þykja hæfilega ákveðin 1000 krónur. Málið hefur verið rekið vítalaust. Dráttur sá, sem orðinn er á dómsuppsögn, stafar af annriki dómarans. Dómsorð: Ákærði, Jens Björgvin Pálsson, sæti 3ja mánaða varðhaldi. Með tilliti til langvarandi frelsissviptingar hans undir með- ferð málsins skal refsivist hans falla niður. Áærði skal sviptur kosningarrétti og kjörgengi til opinberra starfa og til annarra almennra kosninga frá lögbirtingu dóms Þessa að telja. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin máls- varnarlaun til skipaðs talsmanns sins, Einars Arnórssonar hrl., kr. 1000.00. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Þriðjudaginn 28. október 1947. Nr. 29/1947. Réttvísin og valdstjórnin (Hrl. Einar Arnórsson) Segn Þorsteini Axel Tryggvasyni (Hrl. Lárus Jóhannesson). Setudómari próf. Ísleifur Árnason í stað hrá. Jóns Ásbjörnssonar. Manndráp af gáleysi. Brot gegn umferðarlögum og bifreiða- lögum. Dómur hæstaréttar. Það athugast, að aðeins var byrjað að rökkva, þegar slys það varð, sem í málinu greinir. Að öðru leyti er atvikum málsins rétt lýst í héraðsdómi, og verður að telja, að ákærði 452 hefði getað afstýrt slysinu, ef hann hefði sýnt fullkomna aðgæzlu. Auk refsiákvæða þeirra, er í héraðsdómi greinir, hefur ákærði einnig gerzt brotlegur við 27. sbr. 38. gr. bif- reiðalaga nr. 23/1941. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin 3000 króna sekt í ríkissjóð, og komi 30 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Þá ber og samkvæmt 39. gr. bifreiðalaganna að svipta ákærða rétti til að stjórna bifreið 3 ár. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu málskostnaðar stað- festist. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, kr. 500.00 til hvors. Dómsorð: Ákærði, Þorsteinn Axel Tryggvason, greiði kr. 3000.00 sekt til ríkissjóðs, og komi 30 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði er sviptur rétti til að stjórna bifreið 3 ár. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu málskostnaðar í hér- aði staðfestist. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verj- anda fyrir hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Einars Arnórssonar og Lárusar Jóhannessonar, kr. 500.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 14. janúar 1947. Ár 1947, þriðjudaginn 14. janúar, var í aukarétti Reykjavíkur, sem haldinn var í skrifstofu réttarins af Valdimar Stefánssyni, settum sakadómara, uppkveðinn dómur í málinu nr. 85/1947: Rétt- visin og valdstjórnin gegn Þorsteini Axel Tryggvasyni, sem tekið var til dóms hinn 7. sama mánaðar. 453 Mál þetta er af réttvísinnar og valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Þorsteini Axel Tryggvasyni bifreiðarstjóra, Kringlumýrar- bletti 23 hér í bæ, fyrir brot gegn XXIII, kafla almennra hegningar- laga nr. 19 12. febrúar 1940, bifreiðalögum nr. 23 16. júní 1941 og umferðarlögum nr. 24 16. júní 1941. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 3. marz 1915, og hefur hvorki sætt ákæru né refsingu, svo kunnugt sé. Um kl. 16,15 mánudaginn 18. nóvember s. 1. varð drengurinn Jó- hann Kristinn Gunnarsson, fæddur 24. desember 1943, til heimilis á Hverfisgötu 102A, fyrir vörubifreiðinni R 905 á Skúlagötu og beið samstundis bana. Ákærði, sem var að öllu leyti vel fyrirkall- aður, ók bifreiðinni án ækis og var einn í henni. Veður var bjart, gata þurr, malborin, en rökkvað. Ákærði öðlaðist bifreiðastjóra- réttindi á síðastliðnu sumri og keypti þá bifreiðina og hafði stundað akstur hennar í um þrjá mánuði fyrir slysið. Bifreiðin var gömul, af gerð 1931, og var að sumu leyti ábótavant. Hraðamæli vantaði í hana, þegar ákærði keypti hana, og hafði hann, þegar slysið varð, ekkert gert til að bæta úr því. Framvari hennar hafði brotnað hálf- um mánuði fyrir slysið, og kveðst ákærði hafa gert ráðstafanir til að fá úr því bætt, en ekki hafi það verið komið í kring fyrir slysið. Vinstra afturhjólið var laust á öxli, og hafði ákærði reynt að gera við það, en ekki tekizt. Tveimur eða þremur dögum fyrir slysið hafði ákærði orðið þess var, að stýrisvélin var laus í grindarfest- ingu, og var það ætlun hans að láta gera við það, en ekki hafði orðið úr framkvæmd þess, þegar slysið varð, Við skoðun bifreiða- eftirlitsmanna á bifreiðinni eftir slysið fundust þessir gallar, og enn fremur reyndist vinstri framhjólsfelgufesting laus, en þess hafði ákærði ekki orðið var. Bifreiðaeftirlitsmennirnir, sem skoðuðu bif- reiðina, hafa vottað, að hemlar hennar hafi verið í því ástandi, að hvorki megi telja þá góða né heldur slæma, og heldur annar eftir- litsmannanna því fram, að þeir hafi verið í svipuðu ástandi og heml- ar í jafngömlum bifreiðum og þessari séu almennt. Handhemlarnir voru talsvert kraftmeiri en fóthemlarnir. Ljós bifreiðarinnar voru í lagi og útsýn úr stýrishúsi góð. Þegar slysið varð, ók ákærði bifreiðinni vestur Skúlagötu, ca. 2 metra frá syðri götubrún samkvæmt framlögðum uppdráttum, á 15—17 km hraða, miðað við klukkustund, að hans sögn, en á 15—-20 km hraða, miðað við klukkustund, samkvæmt eiðfestum framburði vitnisins Petrúnar Gunnþórunnar Sigurðardóttur, skála nr. 2 við Há- teigsveg, sem var eini sjónarvottur slyssins. Sunnan og austan móta Skúlagötu og Barónsstigs stendur langur herskáli, og við aust- urenda hans er skáli, sem er inngangur í teppagerð, en milli þessa inngangs og enda langa skálans er vik. Vestan til við miðju norður- hliðar langa skálans er lítið vik inn í skálahliðina. Skálinn liggur eigi samsíða gangstéttarbrúninni norðan hans. Er bilið frá skálan- 454 um að gangstéttarbrún 5—10 metrar, mest austast, minnst vestast. Götulysing var eigi önnur á slysstaðnum en 150 vatta pera í norð- austurhorni skálans, Þegar ákærði kom á móts við skálann, sá hann engan framundan, hvorki drenginn né Petrúnu, sem þó var á gangi austur syðri gangstétt Skúlagötu, framan við skálann. Allt í einu sá ákærði drenginn hlaupa norður yfir götuna í veg fyrir bifreið- ina, skjótast fyrir bifreiðina, og var þá mjög litið bil milli hennar og drengsins, á að gizka hálfur metri. Við þessa sjón kom fát á ákærða, og telur hann sig ekki hafa hemlað bifreiðina þá þegar. Skipti bað svo engum togum, að bifreiðin ók yfir drenginn, en þegar það hafði gerzt hemlaði ákærði, og nam þá bifreiðin mjög brátt staðar. Ákærði fór þá út úr bifreiðinni. Hafði þá áðurnefnd Petrún tekið drenginn upp og hélt á honum. Ákærði tók við drengnum af henni og fór með hann í Landsspítalann í bifreið, sem barna bar að. Ekki sá ákærði þá neitt lífsmark með drengnum, og blæddi mikið úr höfði hans. Vitnið Petrún Gunnþórunn Sigurðardóttir hefur borið, að þegar hún gekk austur með skálanum og var stödd nálægt miðju skálans, hafi hún séð drenginn koma út úr viki eða sundi milli skála og hlaupa fremur hratt þvert út á götuna. Segir eigi hafa verið skemmra frá sér að drengnum, þegar hann hljóp út á göiuna, en 2—3 metra. Hún sá svo drenginn hlaupa fyrir bifreiðina. Segir hún, að drengurinn hafi hlaupið alveg fyrir bifreiðina og eiginlega á bifreiðarhjólið, og virtist henni bifreiðarstjórinn ekki hafa, eins og á stóð, ráðrúm til að afstýra slysinu, Henni virtist drengurinn fyrst verða fyrir vinstra framhjóli bifreiðarinnar, sá hann síðan veltast undir bifreiðinni og hún heldur, að vinstra afturhjól hafi einnig farið vfir hann. Hún ber, að þegar bifreiðin hafi numið staðar, hafi drengurinn legið allt að því bifreiðarlengd aftan við hana. Vitnið hljóp strax til drengsins og tók hann upp, en sá ekki lífsmark með honum. Í sömu svifum kom ákærði að og tók við honum, eins og áður segir. Framburður þessa vitnis er staðfestur með eiði. Vitnið Guðmundur Hansson, Kjartansgötu 10, sem var að vinna i teppagerðinni, þegar slysið varð, kom á slysstaðinn rétt eftir slysið og sá þá hemlaför eftir R 905 frá blóðpolli í götunni að afturenda hennar, þar sem hún stóð, og virtist honum hemlaförin vera greini- legri hægra megin. Önnur vitni, sem á slysstaðinn komu rétt eftir slysið, hafa ekki getað gefið neinar skýrslur, er máli þykja skipta, um það, hvernig slysið varð. Það er upplýst, að drengurinn, sem varð fyrir slysinu og var að öllu leyti eðlilegt barn, var í þetta sinn gæzlulaus úti. Hann var klæddur ljósgráum samfesting og hafði dökkgræna prjónahúfu á höfði. Af málavöxtum, sem nú hefur verið lyst, þykir sýnt, að aðalástæða slyssins hafi verið sú, að drengurinn hljóp út á götuna í veg fyrir bifreiðina. Þetta gerðist í dimmu á stað, sem eigi var gæzlulausra smábarna von á, og hefur hvort tveggja valdið því, að ákærði sá ekki drenginn fyrr en raun varð á. Drengurinn hlýtur þó að hafa verið svo langa stund að hlaupa frá skálanum í veg fyrir bifreiðina, að ákærði hefði séð hann fyrr en hann gerði, ef hann hefði veitt öllum kringumstæðum við aksturinn nána athygli, sem krefjast verður af stjórnendum öku- tækja. Enn fremur bar ákærða að hemla bifreiðina, um leið og hann kom auga á drenginn, enda þótt það hefði, ef til vill, þá verið orðið um seinan að forða slysi. Vera má, að afleiðingar slyssins hefðu orðið aðrar, ef ákærði hefði sætt þessa. Samkvæmt þessu hefur sáleysi ákærða að nokkru leyti valdið bana drengsins, og hefur hann því gerzt brotlegur við 215 gr. hegningarlaganna og enn fremur við 2. gr. og 4. gr. 3. mgr. sbr. 14. gr. umferðarlaganna. Með því að aka bifreið án hraðamælis hefur ákærði brotið 9. sbr. 38. gr. bifreiða- laganna, en aðrir ágallar bifreiðarinnar þykja eigi varða refsingu samkvæmt bifreiðalögunum. Með hliðsjón af 77. gr. hegningarlag- anna þykir refsing ákærða fyrir framangreind brot hæfilega ákveðin varðhald í 30 daga. Svo ber og að svipta ákærða bifreiðastjórarétt- indum í eitt ár frá birtingu dóms þessa. Ákærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, hrl. Lárusar Jóhannes- sonar, kr. 300.00. Rekstur málsins hefur verið vítalaus. Dómsorð: Ákærði, Þorsleinn Axel Tryggvason, sæti varðhaldi í 30 daga og er sviptur Þifreiðastjóraréttindum í eitt ár frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnar- laun skipaðs verjanda sins, hrl. Lárusar Jóhannessonar, kr. 300.00. Dómi þessum skal fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 456 Miðvikudaginn 29. október 1947. Nr. 27/1947. Réttvísin og valdstjórnin (Hrl. Gunnar Þorsteinsson) gegn Hávarði Kristjánssyni, Sigurði Þorbirni Guð- mundssyni og Lúther Norðmanni Stefánssyni (Hrl. Egill Sigurgeirsson). Setudómari próf. Ísleifur Árnason í stað hrd. Jóns Ásbjörnssonar. Þjófnaður. Brot gegn áfengislögum og bifreiðalögum. Dómur hæstaréttar. Með því að fá ákærða Sigurði Þorbirni, sem var undir áhrifum áfengis, stjórn bifreiðar sinnar hefur ákærði Há- varður brotið gegn ákvæðum 1. mgr. 23. gr. sbr. 1. mgr. 38. gr. laga nr. 23/1941. Að öðru leyti varða athafnir ákærðu við refsiákvæði þau, er í héraðsdómi greinir. Refsing ákærða Hávarðs þykir hæfilega ákveðin fangelsi 3 mánuði, og refsing ákærða Sigurðar Þorbjarnar 45 daga fangelsi óskilorðsbundið. Ákvæði héraðsdóms um refsingu ákærða Lúthers Norðmanns þykir mega staðfesta svo og ákvæði héraðsdóms um sviptingu kosningarréttar hinna ákærðu og kjörgengis. Samkvæmt 1. mgr. 68. gr. hegningarlaganna og 39. gr. sbr. 20. gr. bifreiðalaganna ber að svipta ákærðu Hávarð og Sigurð Þorbjörn ævilangt rétti til að stjórna bifreið. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu málskostnaðar í héraði staðfestist. Ákærðu greiði in solidum allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækj- anda og verjanda fyrir hæstarétti, kr. 400.00 til hvors. Dómsorð: Ákærði Hávarður Kristjánsson sæti fangelsi 3 mánuði og ákærði Sigurður Þorbjörn Guðmundsson fangelsi 45 daga. Þeir eru sviptir ökuleyfum sínum ævilangt. Ákærði Lúther Norðmann Stefánsson sæti fangelsi 437 30 daga. En fullnustu refsingar hans skal fresta, og niður skal hún falla eftir 2 ár frá uppsögu héraðsdóms, verði skilorð VI. kafla laga nr. 19/1940 haldin. Ákærðu eru allir sviptir kosningarrétti og kjörgengi til opinberra starfa og annarra almennra kosninga. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu málskostnaðar í hér- aði staðfestist. Ákærðu greiði in solidum allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæsta- réttarlögmannanna Gunnars Þorsteinssonar og Egils Sigurgeirssonar, kr. 400.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 20. september 1946. Ár 1946, föstudaginn 20. september, var í aukarétti Reykjavíkur, sem haldinn var í skrifstofu réttarins af Bergi Jónssyni sakadóm- ara, upp kveðinn dómur í málinu nr. 1210—1212/ 1946: Réttvisin og valdstjórnin segn Hávarði Kristjánssyni, Sigurði Þorbirni Guð- - mundssyni og Lúther Norðmanni Stefánssyni, sem tekið var til dóms hinn 3. sama mánaðar. Mál þetta er af réttvísinnar og valdstjórnarinnar hálfu höfðað segn Hávarði Kristjánssyni Þbifreiðarstjóra, Álfhólsvegi 63 í Sel- tjarnarneshreppi, Sigurði Þorbirni Guðmundssyni verkamanni, Her- skólakamp 19 hér í bæ, og Lúther Norðmanni Stefánssyni verka- manni, Skólavörðuholti 24 A hér í bæ, fyrir brot gegn XXVI. kafla almennra hegningarlaga nr. 19 12. febrúar 1940, áfengislögum nr. 33 9. janúar 1935, og auk þess gegn tveimur hinum fyrrnefndu fyrir brot gegn bifreiðalögum nr. 23 16. júní 1941. Ákærði Hávarður Kristjánsson er kominn yfir lögaldur saka- manna, fæddur 20. október 1906, og hefur, svo kunnugt sé, sætt þess- um kærum og refsingum: Í Reykjavík: 1926 274 Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1927 104, Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1928 164 Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. t 1929 % Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1929 2%, Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1930 1% Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1931 1% Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1931 1931 458 % Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri og skaðab. kr. 96.50 fyrir óspektir. *%% Kærður fyrir ölvun og smáþjófnað, sektaður um 50 krónur og hinu stolna, sem var 25 kr. virði, var skilað aftur. Dómur aukaréttar, 6 mánaða kr. sekt fyrir ölvun á kr. sekt fyrir ölvun á kr. sekt fyrir ölvun á kr. sekt fyrir ölvun á kr. sekt fyrir ölvun á kr. sekt fyrir ölvun á viðurværi fyrir þjófnað. kr. sekt fyrir ölvun á kr. sekt fyrir ölvun á kr. sekt fyrir ölvun á kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. almannafæri. almannafæri, almannafæri. Sátt, 500 kr. sekt fyrir ölvun og árás á vaktmann. 1 Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. Sátt, 200 kr. sekt fyrir ölvun og ólöglegt áfengi í vörzlu. Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. Sátt, 100 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. almannafæri. almannafæri. fangelsi við venjulegt fanga- almannafæri. almannafæri. almannafæri. almannafæri. fyrir ölvun. Fellt niður. kr. sekt fyrir ölvun á kr. sekt fyrir ölvun á kr. sekt fyrir ölvun á kr. sekt fyrir ölvun á fyrir ölvun í bifreið. kr. sekt fyrir ölvun á kr. sekt fyrir ölvun á kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. almannafæri. almannafæri. almannafæri. Fellt niður. almannafæri. almannafæri. almannafæri. kr. sekt fyrir ólöglega vínneyzlu á veitingastað. 1% 50 kr. sekt fyrir götuóspektir. 1931 1%, Sátt, 50 1932 14% Sátt, 50 1932 1%, Sátt, 50 1932 204, Sátt, 60 1933 15 1933 *% 1934 84 1934 Sg 1934 20% 1935 ?%4 1935 % Sátt, 25 1935 % Sátt, 25 1935 216 1935 1%% Sátt, 25 1935 26 Sátt, 25 1937 %4 Sátt, 25 1939 % Sátt, 25 1940 44 Kærður 1940 1388 Sátt, 25 1940 164, Sátt, 25 1941 265 Sátt, 25 1941 ?2%, Sátt, 25 1942 216 Kærður 1942 244 Sátt, 25 1942 1% Sátt, 25 1942 %s Sátt, 50 1943 % Sátt, 25 1944 254 hliðargötur. 1945 % 1945 17% Á Siglufirði: 1929 „9 1929 1936 % 30 kr. sekt fyrir götuóspektir. Sátt, 20 kr. sekt fyrir brot gegn reglum um aðalgötur og á Sátt, 25 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. % Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri, % 60 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri og barsmíð. Ákærði Sigurður Þorbjörn Guðmundsson er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 15. janúar 1915. Hinn 3. ágúst 1944 sætti hann 40 króna sekt fyrir að aka bifreið með lélega hemla, en að öðru leyti hefur hann hvorki sætt ákæru né refsingu, svo kunnugt sé. 459 Ákærði Lúther Norðmann Stefánsson er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 25. júní 1920. Hinn 20. október 1945 sætti hann 25 króna sekt fyrir ölvun á almannafæri, en að öðru leyti hefur hann eigi, svo kunnugt sé, sætt ákæru né refsingu. 1. Aðfaranótt 31. janúar s. 1. var ákærði Hávarður undir áhrifum áfengis hér í bænum. Hann hitti þá Anton Guðjónsson bifreiðar- stjóra, Þóroddsstaðabragga 18, og bað hann að aka sér heim. Anton gerði það og ók áleiðis heim til Hávarðs með hann og pilt einn í bifreiðinni. Þegar þeir komu suður á Digraneshálsinn, lenti bifreiðin í hvarfi á veginum og festist. Þeir, sem í henni voru, reyndu að ná henni upp úr, en án árangurs. Þeir reyndu þá að fá bifreiðar í grenndinni til að draga bifreiðina upp úr með, en tókst það ekki heldur. Þá fór Hávarður í heimildarleysi í vörubifreiðina R 2184, sem stóð í grennd við Álfhólsveg 36 og er eign Björns Eggerts- sonar, sem þar á heima, sleit í henni rafþræði og tengdi þá saman þannig, að hún var sett í beint samband, sem kallað er. Ekki segir hann vél bifreiðarinnar þó hafa farið í gang, og telur Anton, sem Þarna var nálægur og reyndi að hindra þetta, það rétt vera. Há- varður lét nú bifreiðina renna nokkurn spöl undan brekku, ca. 2 lengdir bifreiðarinnar telur Hávarður, en Anton telur spölinn hafa verið ca. 15 metra, en endir þessa varð sá, að bifreiðin rann út í móa og sat þar föst. Yfirgaf Hávarður þá bifreiðina, og kom eigandi hennar að henni næsta morgun, þar sem Hávarður hafði skilið við hana. Eigandi bifreiðarinnar hefur engar kröfur gert vegna hinnar óheimilu töku bifreiðarinnar, og verður Hávarði því eigi refsað fyrir hana. Hins vegar hefur hann með því að aka bifreiðinni undir áfengisáhrifum brotið 23. gr. 1. mgr. sbr. 38. gr. bifreiða- laganna og 21. sbr. 39. gr. áfengislaganna. 11. Laugardaginn 9. marz s. 1. voru ákærðu allir meira og minna saman hér í bænum og neyttu allir áfengis. Þar á meðal er sannað, að ákærði Lúther neytti áfengis inni í veitingastofu einni, og varð- ar það brot hans við 17. gr. 1. mgr. sbr. 37. gr. 1. mgr. áfengis- laganna. Þeir urðu allir ölvaðir, og um nóttina ók Sigurður hin- um Í bifreið Hávarðs, G 171, heiman að frá sér niður í bæinn og suður Reykjanesbraut. Í grennd við Þóroddsstaði sáu þeir 7 hjól- barða, sem lágu úti í járnskúffu einni, og urðu sammála um að taka þá í heimildarleysi og hafa brott með sér. Virðist Hávarður þó hafa verið með úrtölur um þetta, en látið af þeim. Þeir tóku nú allir hjólbarðana og settu upp í bifreiðina, og ók siðan Sig- 460 urður bifreiðinni áfram. Á Mjóumýrarvegi rann bifreiðin á hálku út af veginum að aftan og stöðvaðist. Lögreglunni var tilkynnt betta, og fóru þrír lögregluþjónar á staðinn og handtóku ákærðu. Hjólbarðar Þessir voru undan þungaflutning avögnum og voru eign Öxuls h/f. Voru þeir félaginu mikils virði, og hefur þeim verið komið til skila, Þeir virðast hafa verið allmisjafnir að gæð- um, sumir góðir, en sumir mjög slitnir. Með töku hjólbarðanna hafa allir ákærðu gerzt brotlegir við 244. gr. hegningarlaganna. Við yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni daginn eftir þenna atburð játaði Sigurður að hafa verið undir áfengisáhrifum við aksturinn, og blóðsýnishorn, sem úr honum var tekið, sýndi áfengismagn 1.86%. Við réttarrannsókn málsins gekk Sigurður frá þessari játningu. Lögregluþjónarnir, sem komu að ákærðu á Mjóu- mýrarvegi, hafa allir borið, að Sigurður hafi þá verið undir áfeng- isáhrifum, og þykir eigi áhorfsmál að telja sannað, að svo hafi verið og að hann hafi ekið bifreiðinni í því ástandi, eins og hann sp Dhal ega kannaðist við. Með því hefur hann gerzt brotlegur við 23. gr. 1. mgr. sbr. 38. gr. bifreiðalaganna og 91. sbr. 39. gr. áfengis- laganna. 111. Mið hliðsjón af 77. gr. hegningarlaganna þykja refsir gar ákærðu eftir atvikum hæfilega ákveðnar þannig, að Hávarður og Sigurður sæti hvor fangelsi í 45 daga, en Lúther fangelsi í 30 daga. Fulln- ustu refsingar Sigurðar og Lúthers þykir mega fresta, og skuiu þær niður falla, að 2 árum liðnum frá uppkvaðningu dóms þessa, verði skilorð VI. kafla hegningarlaganna haldin. Samkvæmt 68. gr. 3. mgr. hegningarlaganna ber að svipta ákærðu kosningarrétti og kjörgengi til opinberra starfa og annarra almennra kosninga frá birtingu dóms þessa. Samkvæmt 39. gr. bifreiðalaganna og 21. gr. áfengislaganna ber að svipta þá Hávarð og Sigurð bifreiðastjóraréttindum í 3 mán- uði frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærðu skulu in solidum greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda þeirra, hrl. Egils Sigur- geirssonar, kr. 300.00. Rekstur málsins hefur verið vítalaus. Dómsorð: Ákærðu Hávarður Kristjánsson og Sigurður Þorbjörn Guð- mundsson sæti hvor fangelsi í 45 daga. Ákærði Lúther Norð- mann Stefánsson sæti fangelsi í 30 daga. Fullnustu refsinga Sigurðar Þorbjörns og Lúthers Norð- manns skal fresta, og niður skulu þær falla, að 2 árum liðnum 461 frá uppkvaðningu dóms þessa, verði skilorð VI. kafla almennra hegningarlaga nr. 19 12. febrúar 1940 haldin. Ákærðu eru frá birtingu dóms þessa sviptir kosningarrétti og kjörgengi til opinberra starfa og annarra almennra kosninga. Ákærðu Hávarður Kristjánsson og Sigurður Þorbjörn Guð- mundsson eru sviptir bifreiðastjóraréttindum í 3 mánuði frá birtingu dóms þessa. Ákærðu greiði in solidum allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda þeirra, hrl. Egils Sigurgeirs- sonar, kr, 300.00. Dómi þessum skal fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 31. október 1947. Nr. 141/1946. Ólafur B. Björnsson f. h. Bjarna Ólafssonar ér Co. Segn Agnari Norðfjörð á Co. h/f. Útivistardómur. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Ólafur B. Björnsson f. h. Bjarna Ólafssonar k Co., er eigi mætir í málinu, greiði 30 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hann stefnda, Agnari Norðfjörð á Co. h/f, sem mætt hefur í málinu og krafizt ómaksbóta, kr. 200.00 í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 31. október 1947. Nr. 5/1946. Jónas Sveinsson gegn Páli Stefánssyni. Útivistardómur. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Jónas Sveinsson, er eigi mætir í málinu, greiði 162 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Þriðjudaginn 4. nóvember 1947. Nr. 153/1944. Þormóður Eyjólfsson (Hrl. Einar B. Guðmundsson) gegn Gesti Fanndal og gagnsök (Hrl. Theódór B. Lindal). Deilt um uppskipunar- og afgreiðslugjald. Dómur hæstaréttar. Guðmundur Hannesson, bæjarfógeti á Siglufirði, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu 19. des. 1944. Krefst hann sýknu af kröfum gagif- áfrýjanda í málinu og málskostnaðar úr hendi hans bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Gagsnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu af sinni hálfu með stefnu 28. febr. 1945 að fengnu áfrýjunarleyfi 27. s. m. Krefst hann þess aðallega, að aðaláfrýjanda verði dæmt að afhenda honum þá 90 sekki af fóðurmaís og þau 15 stk. af umbúðapappír, sem í málinu greinir, án þess að frekara af- greiðslugjald sé innt af hendi. Svo krefst hann og samtals kr. 2175.99 úr hendi aðaláfrýjanda. Til vara krefst hann staðfestingar héraðsdómsins. Hvernig sem málið fer, krefst hann málskostnaðar úr hendi aðaláfrýjanda bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Með vætti nokkurra vitna verður að telja sannað, að aðal- áfrýjandi hafi hækkað uppskipunar- og afgreiðslugjald á vörum úr 34 krónum í 50 krónur fyrir smálest hverja um mánaðamótin október-nóvember 1942, og að breyting þessi á gjaldinu hafi verið auglýst í vörugeymsluhúsi hans og skrifstofu, svo sem venja hafði verið til áður. Þá hefur gagn- áfrýjandi ekki leitt nægilegar líkur að því, að hækkun 463 gjaldsins hafi verið bersýnilega ósanngjörn. Þykir því bera að taka til greina kröfu aðaláfrýjanda um sýknu af kröfum gagnáfrýjanda í málinu. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir báðum dómum falli niður. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Þormóður Eyjólfsson, á að vera sýkn af kröfum gagnáfrýjanda, Gests Fanndals, í máli þessu. Málskostnaður bæði í héraði og fyrir hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Siglufjarðar 2. nóvember 1944. Með stefnu, dags. 27. júní s. 1, að undangenginni árangurslausri sáttatilraun, krefst stefnandinn, Gestur Fanndal kaupmaður, Siglu- firði, að stefndi, Þormóður Eyjólfsson, afgreiðslumaður og konsúll, Siglufirði, verði dæmdur til þess að afhenda sér 90 sekki af fóður- maís og 15 sík. af pappirsumbúðum, sem stefndi haldi fyrir stefn- anda, óskemmt og sér að kostnaðarlausu, og endurgreiða sér kr. 175.99, er hann hafi ofgreitt stefnda, og greiða sér 2000 króna bæt- ur fyrir tjón, er stefnandi hafi beðið við það, að stefndi hafi haldið fyrir honum vörunum, auk málskostnaðar samkvæmt reikningi, til vara eftir mati réttarins, að því er til málskostnaðar komi. Í mái- flutningnum hefur enginn málskostnaðarreikningur verið lagður fram, og kemur þá aðeins málskostnaðarvarakrafan til greina. Málavextir eru þeir, er nú skal greina: Með skipum Eimskips, sem stefndi er afgreiðslumaður fyrir, fékk stefnandi í nóvember og des- ember 1942 ýmsar vörur hingað frá Beykjavík, þar af 100 sekki af fóðurmaís og 15 stk. af pappirsumbúðum. Fékk stefnandi afhenta 10 sekki af umræddum fóðurmaís, en 90 sekkir af fóðurmaís og 15 stykki af pappirsumbúðum eru enn hjá stefnda og hafa ekki fengizt afhent enn vegna deilu aðilja um uppskipunargjald það, er greiða beri. Hefur stefndi haldið eftir vörum þessum til tryggingar greiðslu á kr. 412.95, en síðar hafi þó af því greiðzt kr. 9.74 og sé þvi haldið eftir nú vörunum til greiðslu á kr. 403.21 og auk þess til tryggingar greiðslu á kr. 152.60, sem sé ógreitt uppskipunargjald af vörum, komnum í febrúar 1943. Hafði stefndi krafið stefnanda um kr. 2271.45 fyrir uppskipun vara í nóvember og desember, en stefnandi aðeins af þeim reikningi greitt kr. 1858.50 plús 9.74, og vantar þá á kröfu stefnda kr. 403.21, en stefnandi telur sig hafa ofgreitt kr. 179.99. Stefndi hafði, að því er hann fullyrðir, hækkað uppskipunar- 464 gjaldið 1. nóvember 1942 úr 34 krónum á smálest, sem það hafði verið þá að undanförnu, upp í 50 krónur á smálest, en stefnandi, sem véfengir, að þessi hækkun hafi átt sér stað 1. nóvember, heldur eftir 19. desember (1942), telur sér óskylt að greiða nema 34 krónur á smálest. Eru kröfur aðilja, hvors um sig, miðaðar við þetta, stefn- anda við 34 króna uppskipunargjald á smálest, en stefnda við 50 krónur á smálest. Kveður stefnandi sig fyrst í janúar 1943, er stefndi afhenti honum uppskipunarreikninsinn, hafa fengið að vita um hækkunina á uppskipunargjaldinu, eða rúmum 2 mánuðum seinna en hún átti að ná að gilda frá. Stefnandi telur hækkun stefnda á uppskipunargjaldinu stríða á móti lögum 99/1942 og auglýsingum nr. 100 frá 1%s 1942 og á þá við, að hækkunin hafi gerzt eftir 1%, 1942. Sem sönnun fyrir, að stefndi hafi hækkað uppskipunartaxtann 1. nóvember 1942, tilfærir stefndi hins vegar vottorð Gísla Jónssonar, afgreiðslumanns hjá stefnda, og hefur stefnandi mótmælt því sem röngu og vilhöllu. Stefndi hefur upplýst í málinu, að uppskipunartaxti hafi verið hjá sér á árinu 1942 sem hér segir: jan.—júní „........... 18 kr. pr. smálest júli—ágúst ........... 20 —— — sept.—okt, ............ 34 — — — nóv.—des. ............ 0 — — — Á sama tíma var vísitalan, sem hér segir, eins og notoriskt er: janúar—júní 183 stig (nema í mai 182), júli 183 stig, ágúst 195 stig, september 210 stig, október 250 stis, nóvember 260 stig, desember 272 stig. Í janúar 1943 varð vísitalan 263 stig Í febrúar 1943 varð vísitalan 262 stig Í marz 1948 varð vísitalan 262 stig Í apríl 1943 varð vísitalan 261 stig Eins og fyrr segir, hækkar október vísitalan, 250 stig, upp í 260 stig í nóvember eða um 4%. Stefndi segist hafa hækkað á sama tíma (1. nóvember) uppskipunargjaldið úr 34 krónum á smálest í 50 krónur eða um 47,06%. Það er notoriskt hér í Siglufriði, að á þeim tíma var grunnkaup verkamanna (líka við uppskipun) óbreytt frá í september 1942. Er því hækkun sú, er stefndi telur sig hafa gert á uppskipunargjaldi 1. nóvember 1942, 47,06% hækkunin, miðuð við 4% hækkun visitölunnar, ef hækkun uppskipunargjaldsins er miðuð við hækkun tilkostnaðar á uppskipun, þegar hækkun er gerð, að framfluttum ástæðum stefnda, en stefndi hefur enga aðra grein viljað gera fyrir því, hvers vegna hann hækkaði uppskipunargjaldið svo mjög, nema ef marka má af bréfi hans til stefnanda, dags. 8. janúar 1943, að hann telji sig einráðan yfir, hvaða gjald hann setji á upp- skipunina, 465 Þá hefur stefnandi bent á, að stefndi hafi í téðu bréfi til sín frá 8. janúar 1943 tjáð sér, að umkrafið uppskipunargjald á um- ræddum reikningi stefnda til stefnanda væri eins og í Reykjavik og með því viljað telja sér trú um, að vörugjald til hafnarsjóðs innan lands væri ekki innifalið í uppskipunargjaldinu í Reykjavík. Skýrir stefnandi ómótmælt svo frá, að stefndi hafi látið sig fá Reykjavíkurtaxtann yfir upp- og útskipun, en klippt af línuna „tpp- og útskipun og móttaka með vörugjaldi“. Er þetta afkiippta blað lagt fram í þessu máli, og mætti af því draga þá ályktun, að í Reykjavík væri sama almenna uppskipunargjald og það, er stefndi reiknar sér, 50 krónur á smálest, en þegar taxti Reykja- víkur er óskertur sést, að í þessum taxta er innifalið vörugjaldið til hafnarinnar, en ekki í uppskipunargjalds taxta stefnda. Stefndi kveðst svo hafa haldið sér við fyrrgreint bréf stefnda frá 8. janúar 1943 um, að uppskipunargjald það, er stefndi krefði sig um, væri eins og í Reykjavík, og þar sem vörugjaldið væri í Reykjavík innifalið í uppskipunartaxtanum, hafi hann greitt reikn- ing stefnda, nema vörugjaldið, sem hann hafi greitt hafnarsjóði Siglufjarðar, þar sem Eimskip í Reykjavík hafi í Reykjavík inn- heimiu vörugjaldsins, en stefndi ekki. Stefnandi kveðst þvi hafa uppfyllt kröfu bréfs stefnda að greiða honum sem uppskipunar- gjald sama gjald og leiddi af uppskipunartaxta Eimskips í Reykja- vík, en samt fékk stefnandi ekki út vörur sinar hjá stefnda vegna þess, að stefndi krafði stefnanda um uppskipunargjald, sem var vörugjaldinu hærra en uppskipunartaxti Eimskips í Reykjavík. Vörugjald af vörum þessum var kr. 403.21, en miðað við 34 króna taxtann, sem stefnandi telur sér aðeins hafa verið kunnur, en ekki annar taxti, hafi hann með þessu greitt stefnda kr. 175.99 meira en sér hafi borið, er miðað sé við þann uppskipunartaxta, er hann vissi um, upphæð, sem stefndi er krafinn um endurgreiðslu á í þessu máli. Kveðst stefnandi hafa innt af hendi greiðsluna undir þeirri forsendu að fá vöruna afhenta, en ekki fengið. Stefndi hafi og viljað dylja sig þess, að Eimskip í Reykjavík hefði vörugjaldið í Reykjavík innifalið í uppskipunargjaldinu og reynt að Þlekkja sig um þetta með því að senda sér uppskipunartaxta Eimskips, en klippa ofan af honum orðin: „upp- og útskipun og móttaka með vörugjaldi innan lands“, til þess að stefnandi sæi ekki blekkinguna. Hækkun sú á uppskipunargjaldinu úr 34 krónum á smálest upp i 50 krónur eða 47.06% hækkun frá í. nóvember 1942 telur stefndi hafa verið ákveðna af sér umræddan 1. nóvember og auglýst þá á skrifstofu sinni og afgreiðsluplássi, en stefnandi telur hækkunina ekki gerða fyrr en svo, að hún komi í bága við lög nr. 99/1942 og auglýsingu 1%, 1942, eða m. ö. o. að hækkunin sé ekki gerð fyrr en eftir 19. desember 1942. Þótt í mótmæltu vottorði pakk- húsmanns stefnda séu nokkrar líkur, sannar það ekkert um, að 30 466 stefndi hafi hækkað uppskipunina 1. nóvember, en hins vegar eru það nokkrar líkur fyrir því, að hann hafi ekki gert það fyrr en seinna, þar sem hann lætur ekki kaupmennina í bænum vita af Þessari hækkun, hvorki í bréfi til þeirra eða með auglýsingu birtri í einhverju blaði bæjarins fyrr en í janúar 1943. Var þó stefnda í hag að hafa fyrir hendi sannanir fyrir því, að hann hefði hækk- að uppskipunargjaldið á þeim tíma, sem hann lét hækkunina gilda frá og a. m. k. hafa sannanir fyrir, að hann hefði hækkað gjaldið fyrir 19. desember 1942, — ef hann hefur gert það, —- svo að hann yrði ekki tortryggður um að hafa hækkað gjaldið ólöglega eða um að hafa ekki hækkað gjaldið á þeim tíma, er hann rúmum 2 mán- uðum síðar vildi láta hækkunina gilda frá. Af þessum ástæðum verður ekki séð fyrir vist, hvort stefndi hefur sett hækkunina á 1. nóvember eða eftir 19. desember 1942 eða einhvern tíma þar á milli. Þá heldur stefnandi þvi fram, að hækkunin sé ólögleg af því, að hún sé svo há, að okur geti kallazt og alveg ástæðulaus, enda hafi kaupmannafélag Siglufjarðar kært 16. febrúar 1943 yfir hækkun uppskipunargjaldsins, er leiddi til þess, að stefndi varð að lækka uppskipunargjaldið í apríl 1943 niður í 40 krónur á smálest. Bendir stefnandi á, að annars staðar sé uppskipuargjaldið hvergi nándar nærri eins hátt, og sé þó miklu ódýrara að koma hér vör- um í afgreiðsluhúsið á hafnarbryggjunni frá skipshlið en í öðr- um bæjum. Stefndi aftur á móti telur það dýrara hér vegna hærra verkamannakaups. Það verður nú að viðurkenna með stefn- anda, að þar sem alkunna er, að frá skipshlið við hafnarbryggju, er skipin, sem afgreiða á, leggjast við, og að bryggjuhúsinu, ser stefndi hefur afgreiðslu í, eru ekki nema fáeinir metrar, og þvi notoriskt styttra að flytja vörurnar frá bryggju í afgreiðsluhús í Siglufirði en í öðrum kaupstöðum, ætti það frekar að leiða til ódýrara uppskipunargjalds hér en annars staðar. Alkunna er, að grunnkaup verkafólks (líka í skipavinnu eða við uppskipun) hefur ekkert hækkað hér síðan í september 1942, og ætti því hækkun stefnda á uppskipunargjaldi, er hann lætur gilda frá 1. nóvember 1942, ef hún væri eðlileg og sanngjörn, að eiga stoð í hækkandi verkamannakaupi vegna hækkandi vísitölu. Mið- að við, að hækkun uppskipunargjaldsins hafi raunverulega verið serð 1. nóvember 1942, er rétt að athuga hækkun vísitölunnar á sama tima. Eins og fyrr greinir, hækkaði októbervísitalan, 250, í nóvember upp í 260, eða um 4%, samtímis því, að uppskipunar- gjaldið hækkar úr 34 krónum upp í 50 krónur á smálest hjá stefnda, eða um 47,06%. Verður þetta að teljast mjög ósanngjarnt, en þó eigi gegn gild- andi lögum, ef miðað er við, að hækkunin hafi raunverulega gerzt 1. nóvember, eins og stefndi heldur fram. Til þess að reyna að rétt- 467 læta þessa hækkun frá sanngirninnar sjónarmiði, hefur stefndi borið fyrir sig hærra kaupgjald hér en annars staðar, en þar sem útreikningum hans um þetta hefur verið mótmælt, enda er tíma- kaupið ekki einhlítur mælikvarði, ef hér er styttra og þar af leið- andi ódýrara að flytja vörur í afgreiðsluhús en annars staðar, enda er ómótmælt af stefnda þeirri fullyrðing stefnanda, að frá skips- hlið að afgreiðsluhúsi sé svo stutt, að bifreiðar þurfi ekki til flutnings varanna, eins og þurfi annars staðar, og geri þetta upp- skipunina hér kostnaðarminni en annars staðar. Verður því að telja, að þótt stefnda hafi eigi á nokkurn hátt tekizt að sýna fram á sanngirni hækkunar uppskipunargjaldsins, þá séu engin laga- ákvæði, sem banni stefnda að hækka uppskipunargjaldið svo mjög, ef hækkunin hafi farið fram fyrir 19. desember 1942 og um leið og vörurnar komu. Þetta verður að telja rétt, þótt stefnandi hafi, ómótmælt af stefnda, haldið fram, að önnur skipaafgreiðsla í Siglu- firði hafi aðeins tekið 34 krónur á smálest í uppskipunargjald af vörum, er komu til Siglufjarðar á sama tíma og umræddar vörur stefnanda. Hins vegar verður að telja það skyldu stefnda að tilkynna slíka hækkun uppskipunargjaldsins helztu viðskiptamönnum, sem hafa rétt til að leggja hækkunina á vörurnar, sem þeir selja öðrum. Verður að telja, að til þess að slík hækkun sé gildandi gagnvart kaupmönnum, hafi stefnda borið að tilkynna slíka hækkun strax og stefndi lagði hana á, annað hvort með bréfi til helztu viðskipta- manna hans eða með auglýsingu í einhverju blaði bæjarins, en Þar sem hann hafi hvorugt gert, heldur látið stefnanda, að því er framlagt vottorð allra verzlana í bænum, nema einnar, hermir, og aðra kaupmenn í bænum ekki vita af hækkuninni fyrr en í janúar 1943 og þeir ekki vitað af henni fyrr, þá leiði af því, að hækkunin gegn stefnanda gildi ekki fyrr en frá því í janúar 1943, er hann fær að vita um hækkunina, gildi m. ö. o. ekki fyrir vörur, er komu fyrr og þá því aðeins, að gildandi hækkunarreglum sé fylgt. Stefnandi hefur ómótmælt af stefnda haldið því fram, að stefndi afgreiddi vörur yfir 6000 smál. á ári, og myndi þá hækkunin ein yfir árið nema yfir 100000 krónum, og mismunur á hækkuninni yfir árið og því, sem hann lækkaði uppskipunargjaldið í apríl 1943, nema 60—-70 þús. kr. Þar sem um svo mikilvægar fjáhags- ráðstafanir er að ræða, verður að telja það enn eðlilegra og sjálf- sagðara, að stefndi hefði látið stefnanda og helztu viðskiptamenn sína vita með tilkynningu eða auglýsingu, er hann hækkaði upp- skipunargjaldið svo mjög, eins og mál þetta ber með sér. Stefnandi hefði því eigi þurft að greiða stefnda nema 34 krónur á smálest í uppskipunargjald, en þar sem hann hefur greitt stefnda meira án þess að fyrir liggi í máli þessu sannanir fyrir, að hann hafi greitt með fyrirvara, og fyrir, að hann hafi áskilið sér end- 468 urgreiðslurétt til þess ofborgaða, ber honum eigi réttur til endur- greiðslu. Af þessum ástæðum verður eigi hægt að taka til greina kröfu stefnanda um að fá stefnda dæmdan til þess að greiða sér kr. 175.99 sem ofborgað, og ber því að sýkna stefnda af þeirri kröfu stefnanda. Skaðabótakröfu stefnanda á stefnda, 2000 krónur, er eigi hægt að taka til greina þegar af þeirri ástæðu, að stefnandi hefur ekki svo mikið sem gert tilraun til þess að reyna að sanna, að hann hafi beðið tjón af haldi stefnda á vörum, því síður 2000 króna tjón. Ber því að sýkna stefnda líka af þeirri kröfu stefnanda. Hins vegar ber að taka til greina kröfu stefnanda um, að stefndi skili stefnanda 90 sekkjum af fóðurmaís og 15 stykkjum af pappirs- umbúðum sem óskemmdri vöru, nema að svo miklu leyti, sem stefndi sannar, að varan hafi verið skemmd, er hún kom í geymslu hans. Stefndi hefur mótmælt þessari kröfu stefnanda og talið sig eigi bera ábyrgð á geymslu vörunnar og hefur í því skyni lagt fram farmskirteiniseyðublað með klausu um, að vörur, sem ekki séu sóttar strax, verði látnar í geymslu á ábyrgð og kostnað vörumót- takanda. Farmskirteiniseyðublaðið tryggir ekki skipaafgreiðsluna fyrir ábyrgð á skemmdum á vöru, meðan geymd er, ef skipaaf- greiðslan heldur vörunni fyrir móttakanda og hann fær ekki vör- una afhenta, þótt hann eigi heimting á, eins og á sér stað eftir niðurstöðu dóms þessa. Ber stefnda því að afhenda stefnanda vör- una í því ástandi, sem hún var í, þegar stefndi tók hana til geymslu og hélt henni ólöglega fyrir stefnanda og ber ekkert geymslugjald fyrir geymsluna. Líka verður að telja óheimilt hjá stefnda að halda vörum stefnanda, maísmjöli og pappirsumbúðum, sem virðast hafa komið í nóvember 1942, eftir til tryggingar greiðslu uppskipunar- gjalds, kr. 152.60, af vörum, sem virðast hafa komið í febr. 1943. Eftir þessum málalokum þykir rétt, að stefndi greiði stefnanda 300 krónur í málskostnað. Dómarinn getur þess, að vegna veikinda og anna í opinberu máli hafi hann ekki getað kveðið dóminn upp fyrr. Fyrir því dæmist rétt vera: Stefndi, Þormóður Eyjólfsson, konsúll, Siglufirði, og skipa- afgreiðslumaður, skili stefnanda að kostnaðarlausu 90 sekkjum af fóðurmaís og 15 stykkjum af pappirsumbúðum í ekki lakara ásigkomulagi en varan var, er stefndi tók vöruna í geymslu. Svo greiði stefndi stefnanda 300 krónur í málskostnað, en sé sýkn af frekari kröfum stefnanda. Dóminum að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 469 Miðvikudaginn 5. nóvember 1947. Nr. 47/1947. Réttvísin og valdstjórnin (Hrl. Gústaf A. Sveinsson) Segn Níelsi Jóni Hannessyni (Hrl. Sigurgeir Sigurjónsson). Brot gegn bifreiðalögsum og áfengislögum. Líkamsáverkar. Almannahætta. Dómur hæstaréttar. Brot ákærða, sem réttilega er lýst í héraðsdómi, varðar við 167. gr. sbr. 165. gr. hegningarlaga nr. 19/1940. Svo varðar það og við 27. gr. bifreiðalaga nr. 23/1941 auk þeirra ákvæða bifreiða- og áfengislaganna, sem greind eru í hér- aðsdómi. Refsing hans þvkir hæfilega ákveðin 3 mánaða varðhald. Samkvæmt 39. gr. sbr. 20. gr. bifreiðalaga nr. 23/1941 og 68. gr. hegningarlaga nr. 19/1940 ber að svipta ákærða ævi- langt rétti til að stjórna bifreið. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu sakarkostnaðar í héraði staðfestist. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, kr. 450.00 til hvors. Dómsorð: Ákærði, Niels Jón Hannesson, sæti varðhaldi þrjá mánuði. Hann er sviptur ævilangt rétti til bifreiðarstjórnar. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað staðfestist. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verj- anda fyrir hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Gústafs A. Sveinssonar og Sigurgeirs Sigurjónssonar, kr. 450.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. 470 Sératkvæði hæstaréttardómaranna Jóns Ásbjörnssonar og Þórðar Eyjólfssonar. Við teljum, að í stað 167. sbr. 165. gr. lága nr. 19/1940 varði brot ákærða við 1. mgr. 168. gr. og 219. gr. sömu laga. Að öðru leyti erum við samþykkir forsendum og niðurstöðu dómsins. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 4. desember 1946. Ár 1946, miðvikudaginn 4. desember, var í aukarétti Reykjavíkur, sem haldinn var á skrifstofu réttarins af settum sakadómara, Valdi- mar Stefánssyni, upp kveðinn dómur í málinu nr. 3761/1946: Rétt- visin og valdstjórnin gegn Nielsi Jóni Hannessyni, sem tekið var til dóms hinn 26. nóvember sama ár. Mál þetta er af réttvísinnar og valdstjórnarinnar hálfu höfðað segn Níelsi Jóni Hannessyni verkamanni, til heimilis á Kárastíg 9 hér í bæ, fyrir brot gegn XVIII., XXIII. og XXVII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19 12. febrúar 1940, áfengislögum nr. 33 9. janúar 1935 og bifreiðalögum nr. 23 16. júni 1941 til refsingar, sviptingar ökuleyfis og málskostnaðargreiðslu. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 23. april 1921 í Reykjavík, og hefur hann, svo kunnugt sé, sætt eftirfarandi kærum og refsingum: 1935 1%9 Aðvörun fyrir brot gegn 50. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur. 1939 1684, Sátt, 5 kr. sekt fyrir akstur á ljóslausu reiðhjóli. 1940 %% Áminning fyrir að hanga aftan í bifreið. 1945 % Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun og slagsmál. 1946 !% Sátt, 25 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1946 1% Sátt, 25 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. Málavextir eru þeir, er nú skal greina: Aðfaranótt þriðjudagsins 13. ágúst s. 1. laust eftir miðnætti, var tilkynnt á lögreglustöðina, að slys hefði orðið við húsið nr. 23 við Njálsgötu hér í bæ. Lögregluþjónarnir Lárus Salómonsson, Kristinn Óskarsson og Guðmundur Helgason fóru á staðinn og komust þá að raun um, að bifreiðin R 3378 hefði þá skömmu áður runnið mannlaus niður Káratorg, er liggur upp af fyrrnefndu húsi, handan Njálsgötu, og hefði hún staðnæmzt á áðurnefndu húsi og þá rekizt á tvo vegfarendur, er þarna áttu leið um í þessu. Annar þessara veg- farenda, Viktoria Bjarnadóttir kaupkona, Miðstræti $B hér í bæ, hlaut alldjúpan skurð á enni við það að kastast inn um rúðu í glugga verzlunarinnar Rínar, sem er þarna til húsa, og auk þess hlaut hún við þetta taugaáfall, og lá af þessum sökum rúmföst í þrjár vikur. Hefur hún eigi náð sér til fulls enn eftir slys þetta. Hinn vegfar- andinn, er fyrir bifreiðinni varð, Bjarni Hólm Sigurgarðsson, Mið- 471 stræti 8 B, hlaut ca. 5 em langan skurð á hægri fót og sársauka ofan á rist og táliði sama fótar. Báðir hinna slösuðu vegfarenda voru fluttir á slysavarðstofuna, þar sem gert var að sárum þeirra. Er fyrrnefndir lögregluþjónar komu á staðinn, stóð bifreiðin R 3378 upp við húsið nr. 23 við Njálsgötu, og nam framendi hennar við hlið hússins, en svo virðist eftir frásögn lögregluþjónanna og sjónarvotta að slysinu, er síðar verða nefndir, sem járn, er stóðu fram úr nefndri bifreið, hafi komið í veg fyrir, að allur framendi hennar legðist þétt upp að veggnum, heldur aðeins hafi þessi járn gert það, en milli þeirra hafi verið nokkurt bil, Auk þess hafi vatns- krani, er stóð þarna jarðfastur á gangstéttinni, dregið mjög úr ferð bifreiðarinnar, áður en hún rakst á húsið. Það var þegar aug- ljóst, að bifreiðin myndi hafa tekið að renna niður torgið af manna- völdum, og hófu nú lögregluþjónarnir eftirgrennslan um, hver vald- ur myndi vera að verknaðinum. Eftirgrennslanir þeirra leiddu brátt til þess, að grunur féll á ákærða, sem vitað var um, að hefði verið mjög ölvaður þessa nótt. Allir sjónarvottar, sem vitað er um að slysi þessu, hafa verið yfirheyrðir við rannsókn málsins, en það eru, auk þeirra sem fyrir slysinu urðu og fyrr eru nefnd, Lúðvik Valdimarsson, Laugavegi 65, Sveinn Egilsson, Njarðargötu 33, Ásgeir Sigurgarðsson Hólm, Miðstræti 8 B, og Björgvin Jónsson, Bjarnarstig 4. Framburðir þessara vitna eru mjög í samræmi hverir við aðra. Öllum ber þeim saman um, að bifreiðin R 3378 hafi allt í einu tekið að renna niður Káratorg, og hafi engum togum skipt, þar til hún rakst á húsið nr. 23 við Njálsgötu. Hafi þetta gerzt með svo skjótri svipan, að vart hafi unnizt tími til að aðvara þau Viktoríu og Bjarna, son hennar, eftir að séð varð, að bifreiðin stefndi á þau. Hafi bifreiðin fellt þau á stóra rúðu í verzluninni Rín, og þau kastazt inn úr henni, er hún brotnaði. Yfirleitt ber og vitnunum saman um, að vatnskrani, er fyrr er getið, hafi dregið úr ferð bifreiðarinnar, og enn fremur hefur vitnið Ásgeir Sigurgarðsson Hólm látið í ljós sama álit og vitnið Kristinn Óskarsson lögregluþjónn, að það hafi átt mikinn þátt í því, að ekki hlauzt alvarlegra slys af, að járn, er stóðu fram úr bifreið- inni, hafi rekizt á húsið, en á milli þeirra hafi verið bil, sem þau Viktoría og Bjarni hafi, ef til vill, lent í. Öll voru þau vitni, er áður voru nefnd, á næstu grösum við slysstaðinn, er þetta skeði, en yfirleitt hafa þau borið það við rann- sókn málsins, að þau hafi ekki veitt því athygli strax, er bifreiðin tók að renna niður brekkuna, og hafi því vart unnizt tími til að aðvara þau Viktoríu og Bjarna, eftir að sýnt var, að bifreiðin stefndi á þau. Vitnið Bjarni Sigurgarðsson Hólm, sem farinn var utan til náms, er réttarrannsókn málsins hófst, hefur skýrt rannsóknarlög- reglunni þannig frá, að hann hafi gengið eftir nyrðri gangstétt Njálsgötu ásamt móður sinni, og hafi þau verið stödd móts við 472 slugga verzlunarinnar Rínar í húsinu nr, 23 við Njálsgötu, er Sveinn Egilsson kallaði til þeirra, að þau skyldu vara sig. Hafi Það þá kippt í móður sina, en í þeim svifum hafi bifreiðin rekizt á Þau Þannig, að föt móður þess hafi festst milli hússins og bifreiðarinnar, og þau bæði kastazt inn um gluggarúðuna, sem að sjálfsögðu möl- brotnaði. Vitnið kveður framvara bifreiðarinnar hafa lent á hægri fæti sínum, og hlaut það áverka af þessu, sem fyrr er lýst. Fram- burður vitnisins Viktoríu Bjarnadóttur er mjög í samræmi við fram- burð fyrrnefnds vitnis. Vitnið Viktoría hlaut þá áverka við slysið, er fyrr eru nefndir, og kvaðst það hvergi nærri hafa náð sér að fullu eftir áfallið, er það var yfirheyrt rúmum mánuði eftir að slysið skeði. Við rannsókn málsins hefur einnig verið kvaddur sem vitni Theódór Nóason verzlunarmaður, Bjarnarstíg 9 hér í bæ, en hann er eigandi bifreiðarinnar R 3378. Vitnið kveðst ekki hafa verið í bænum, er nefndur atburður skeði, en það kveðst hafa se ngið úr skugga um, áður en það fór úr bænum 3—4 dögum fyrir slysið, að tryggilega hafi verið frá bifreiðinni gengið, þar sem hún stóð á Káratorgi. Hafi hún að vísu verið ólæst, þar eð vitnið kveðst ekki hafa getað fengið lás á hurð hennar, en það telur, að bifreiðin hafi staðið í bak-gear og að handhemill hennar hafi verið á, og telur Það hann hafa haldið örugglega. Vitnið kveður bifreiðina hafa staðið á nefndum stað oft áður, og hafi aldrei fyrr neitt komið fyrir hana Þarna. Þess skal nú getið, að bifreiðin R 3378 er gerð til vöruflutninga, og mun hún vera af þungri gerð. Þá hafa enn fremur verið kvödd sem vitni systkini ákærða, þau Ástríður Hannesdóttir starfsstúlka , Kárastíg 9 hér í bæ, og Björgvin Kristinn Hannesson sjómaður, til heimilis á sama stað. Framburður vitnisins Ástríðar Hannesdóttur byggist á frásögn vitnisins Björgvins Kristins, og verður hann því ekki rakinn hér, en frumburður vitnis- ins Björgvins er á þá leið, að þeir bræður, vitnið og ákærði, hal! verið að skemmta sér umrætt kvöld í Alþýðuhúsinu. Hafi þeir neytt allmikils áfengis, áður en þeir fóru og eftir að þangað kom, en síðar hafi þeir keypt brennivinsflösku, en ekki kveðst Það muna, hvað hún kostaði, eða af hverjum þeir bræður hafi keypt hana. Er veit- ngastofum Alþýðuhússins var lokað um kl. 11.30 um kvöldið, kveður vitnið þá hafa ekið tveim stúlkum í leigubifreið vestur að Elli- heimili. Vitnið kveður þá bræður báða hafa verið allölvaða, er hér var komið, en telur þó, að það hafi fullkomlega vitað, hvað það gerði, og muna eftir ferli þeirra bræðra. Hafi þeir síðan gengið um Káratorg á heimleið, en þá hafi ákærði allt í einu hlaupið upp í mannlausa bifreið, er þar stóð. Ekki telur það, að ákærði hafi sett bifreiðina í gang, en hún hafi, þegar eftir að hann settist upp í hana, tekið að renna undan brekkunni, og ekki staðnæmzt fyrr en hún lenti á vegfarendum og margnefndum húsvegg. Vitnið kveður ákærða 473 hafa hlaupið þegar út úr bifreiðinni, er hún tók að renna, og hafi hann nú horfið sjónum þess um stund. Vitnið kveðst hafa reynt að hindra ákærða í athæfi þessu, en það hafi ekki tekizt, einnig hafi tilraunir þess til að stöðva bifreiðina, eftir að hún tók að renna, engan árangur borið. Eftir slysið kveðst vitnið Björgvin Kristinn hafa farið af slysstaðnum, þar eð það taldi sig ekki geta orðið að neinu liði þar, en síðar um kvöldið kveðst það hafa átt tal við lög- regluna um þetta og einnig sagt systur þeirra ákærða frá athæfi hans. Vitnið kveður ákærða hafa afdráttarlaust neitað því fyrir því þetta kvöld, að hann væri valdur að slysinu. Það kveður ákærða aldrei fyrr hafa tekið upp á neinu svipuðu þessu, er hann hafi verið undir áfengisáhrifum, er vitnið telur hafa komið fyrir við og við áður, en bæði þessu vitni og systur þess, er fyrr er nefnd, bar saman um það, er þau voru yfirheyrð rúmlega mánuði eftir slysið, að síðan það skeði, hafi þau ekki vitað til, að ákærði bragðaði áfengi. Ákærði hefur sjálfur skýrt frá málsatvikum í samræmi við fram- burð bróður hans, Björgvins Kristins, svo langt, sem hann rekur minni til, hvað gerzt hafi nefnt kvöld. En eftir að þeir bræður komu úr ferðinni vestur í bæ, sem fyrr er nefnd, kveðst hann ekki muna neiti, hvorki það, sem stóð í sambandi við það athæfi hans að láta bifreiðina renna af stað, né annað, sem á eftir gerðist. Hann hefur þó talið frásögn annarra af háttsemi sinni rétta, þótt ekki muni hann eftir henni. Ákærði kveður sig hafa verið syfjaðan, þreyttan og illa fyrir kallaðan, er hann tók að neyta áfengis þetta kvöld. Hann kveðst hafa gert nokkuð að því að neyta áfengis áður, og hafi hann þá átt til að láta illa undir áhrifum þess, en aldrei hafi hann tekið upp á neinu svipuðu þessu áður. Ákærði hefur leyfi til að aka bifreið. Húsið nr. 23 við Njálsgötu skemmdist ekki svo teljandi væri fram yfir það, er fyrr segir. Hefur nú málsatvikum verið lýst, eftir því sem ástæða þykir til, byggðum að nokkru á framburði ákærða sjálfs, en að mestu leyti á framburði vitna. Ber þá næst að athuga, hvort ákærði hafi brotið þau ákvæði laga, er mál hefur verið höfðað gegn honum fyrir brot á. Með því að fást ölvaður það við bifreiðina, er jafna má til ölvunar við Þifreiðarakstur, sbr. 1. gr. almennra hegningarlaga, telst ákærði hafa brotið 21. gr. áfengislaga nr. 33 9. janúar 1935 og 1. mgr. 23. gr. Þbifreiðalaga nr. 23 16. júní 1941. Þá er og sannað, að ákærði hafi neytt áfengis á veitingastað, þar sem ekki var leyfi til vinveitinga, og hefur hann með því brotið 1. mgr. 17. gr. áfengislaganna, og enn fremur hefur hann með mikilli ölvun og hneykslanlegri framkomu á almannafæri brotið 18. gr. sömu laga. Eigi verður talið, að brot ákærða sé svo alvarlegs eðlis, að það falli undir 165. gr. hegningarlaganna, sem er sú grein XVIII. kafla hegningarlaganna, sem hér kemur til álita. Eigandi bifreiðarinnar R 3378 hefur lýst því vfir, að hann óski ekki eftir, að ákærða verði 474 refsað fyrir nytjastuld bifreiðarinnar, ef um hann yrði talið að. ræða, og ber þegar af þeirri ástæðu að sýkna ákærða af ákærunni um brot gegn XXVII. kafla hegningarlaganna. Þar sem þau alvarlegu meiðsl, sem rakin hafa verið, hlutust af tilverknaði ákærða, ber að heimfæra brot hans undir 219. gr. hegn- ingarlaganna. Samkvæmt þessari grein og 37. gr. 1. mgr., 38. gr. og 39. gr. áfengislaganna og 38. gr. bifreiðalaganna og með hliðsjón af 71. gr. hegningarlaganna þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin varðhald í 30 daga. Samkvæmt 21. sbr. 39. gr. áfengislaganna og 39. gr. bifreiðalaganna ber„að svipta ákærða bifreiðarstjóraréttindum í 6 mánuði frá birtingu dóms þessa. Ákærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar. Eigandi bifreiðarinnar R 3378 hefur lýst yfir, að hann geri engar skaðabótakröfur á hendur ákærða, enda skemmdist nefnd bifreið ekkert, er hún rakst á húsvegginn, og engar skaðabótakröfur hafa heldur fram komið frá öðrum aðiljum á hendur ákærða. Sú hlið málsins, er snýr að broti Björgvins Kristins Hannessonar á 1. mgr. 17. gr. áfengislaga, hefur verið afgreidd sérstaklega með réttarsátt. Á rekstri þessa máls hefur enginn óþarfa dráttur orðið. Dómsorð: Ákærði, Níels Jón Hannesson, sæti varðhaldi í 30 daga, og er hann sviptur bifreiðarstjóraréttindum í 6 mánuði frá birt- ingu dóms þessa. Ákærði greiði allan sakarkostnað. Dómi þessum skal fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 7. nóvember 1947. Nr. 37/1947. Valdstjórnin (Hrl. Ragnar Jónsson) Segn Sigurði Sigurðssyni (Hrl. Sigurgeir Sigurjónsson). Ölvun við akstur bifreiðar. Brot gegn bifreiðalögum og áfengislögum. Dómur hæstaréttar. Atferli kærða varðar við 3. mgr. 23. gr. bifreiðalaga nr. 23/1941 auk lagaákvæða þeirra, er í héraðsdómi greinir. Með þessari athugasemd ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm 475 og dæma kærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakar- innar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, kr. 450.00 til hvors. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Kærði, Sigurður Sigurðsson, greiði allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin laun skipaðs sækj- anda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarlög- mannanna Ragnars Jónssonar og Sigurgeirs Sigurjóns- sonar, kr. 450.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 5. nóvember 1946. Ár 1946, þriðjudaginn 5. nóvember, var í lögreglurétti Reykja- víkur, sem haldinn var á skrifstofu sakadómara af fulltrúa hans, Einari Ingimundarsyni, upp kveðinn dómur í málinu nr. 3521/1946: Valdstjórnin gegn Sigurði Sigurðssyni. Mál þetta, sem tekið var til dóms þ. 18. okt. s. l., er af valdstjórn- arinnar hálfu höfðað gegn Sigurði Sigurðssyni málara, til heimilis að Holtsgötu 20 hér í bæ, fyrir brot á áfengislögum nr. 33 9. janúar 1935, bifreiðalögum nr. 23 16, júní 1941 og reglugerð nr. 72 24. júni 1937. Kærði er kominn vfir lögaldur sakamanna, fæddur 22. april 1914 í Vestmannaeyjum, og hefur hann, svo kunnugt sé, sætt eftirfarandi kærum og refsingum. 1938 104, Dómur lögregluréttar, 100 kr. sekt og sviptur ökuskirteini í 3 mánuði fyrir brot gegn bifreiðalögunum, áfengislög- unum og umferðarreglum. 1940 10 Áminning fyrir brot gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkur. 1940 % Sátt, 25 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. Málavextir eru þeir, sem nú skal greina: Laugardaginn 25. mai s. 1. um kl. 11 að kvöldi ók bifreiðin X 199 austur þjóðveginn í Ölfusi. Stjórnandi nefndrar bifreiðar var Gísli E. Bjarnason, til heimilis í Hveragerði, og enn fremur var Í henni sem farþegi Páll Aðalsteinsson, til heimilis að Reykjum í Ölf- usi. Er fyrrnefnd bifreið var stödd undir Ingólfsfjalli við vegamótin, þar sem vegurinn liggur niður að Selfossi, ók hún fram á bifreið- ina R 1966. Virtist stjórnanda bifreiðarinnar X 199 akstur bifreiðar- innar R 1966 harla einkennilegur, og taldi hann einsætt, að stjórn- andi þeirrar bifreiðar myndi vera undir áfengisáhrifum. Þess skal 476 getið, að fyrr hafði stjórnandi bifreiðarinnar X 199 fundið hjólkopp af bifreið og hirt hann, og enn fremur sá hann rispur á hand- riði brúarinnar yfir Gljúfurholtsá í Ölfusi, en þar fann hann hjól- koppinn. Undir Ingólfsfjalli, við fyrrnefnd vegamót, stöðvuðust báðar bifreiðarnar, og þar eð grunur var fallinn á kærða, er stjórn- aði bifreiðinni R 1966, um, að hann væri ekki allsgáður, varð það að ráði, að Páll Aðalsteinsson, er fyrr er getið, æki bifreið kærða austur að Selfossi, en þar var Gísla Bjarnasyni lögregluþjóni gert að- vart, og tók hann bifreið hans í sina vörzlu og gerði aðrar ráðstafanir, er venjulegar eru í sambandi við grun um ölvun við bifreiðaakstur. Gísli E, Bjarnason, Hveragerði, 28 ára að aldri, sem kvaddur hefur verið sem vitni í máli þessu, hefur skýrt svo frá, að sér hafi virzt sem kærði hefði ekki vald á bifreiðinni R 1966, er hann ók á eftir henni nokkurn spöl í Ölfusi, því að bifreið kærða hafi slagað á milli vegbrúnanna. Er vitnið hafði tal af kærða, eftir að Þbifreið- arnar stöðvuðust, þóttist það finna áfengislykt úr vitum kærða, hafi hann enn fremur verið sljór til augnanna, en ekki hafi það heyri á mæli hans. Vitnið kveður hjólkopp þann, er fyrr er getið um, hafa reynzt vera af bifreið kærða, vinstra framhjóli. Þá kveðst vitnið hafa boðizt til að láta Pál Aðalsteinsson aka bifreið kærða niður að Selfossi, og hafi hann þáð það. Vitnið kveðst ekki hafa séð kærða neyta áfengis þarna á staðnum, en telur ekki vafa á, að kærði hafi verið undir áfengisáhrifum, eftir því að dæma, hvernig hann ók bifreiðinni, og einnig hafi útlit hans bent til þess. Það kveðst ekki hafa séð neinn mismun á útliti kærða þarna við vega- mótin og er austur að Selfossi kom. Páll Aðalsteinsson, Reykjum í Ölfusi, 19 ára að aldri, sem borið hefur vitni við rannsókn þessa máls, hefur skýrt svo frá, að hann hafi verið farþegi í bifreiðinni X 199 í umrætt skipti, og minnir það, að kærði hafi beðið það að aka bifreið sinni að Selfossi, eftir að staðnæmzt var við vegamótin undir Insólfsfjalli. Vitnið kveður bif- reiðina R 1966 hafa verið í ólagi, þannig að „felga“ á vinstra fram- hjóli hafi verið bogin, og hafi bifreiðin látið illa að stjórn vegna Þessa og annarra bilana á henni. Vitnið ók bifreið kærða frá marg- nefndum vegamótum austur að Selfossi, og gizkar það á, að það hafi verið á að gizka 5 mínútur á leiðinni. Það kveður kærða hafa sopið á áfengisflösku á leiðinni niður að Selfossi, en kveður litið hafa verið eftir í henni, og hafi hún legið aftur í bifreiðinni opin, er það leit fyrst inn í bifreið kærða, og hafði innihaldið runnið út úr henni í bifreiðina. Þetta vitni kveður sér hafa virzt sem kærði hafi ekki verið fullfær að aka bifreið, eins og hann var, er það sá hann, ekki vilji það þó fullyrða, að hann hafi verið undir áfengis- áhrifum, en telur þó, að hann hafi þó bragðað áfengi og hafi útlit hans og fas bent til þess. Vitnið Gísli Bjarnason, lögregluþjónn á Selfossi, 31 árs að aldri, 477 hefur borið það við ransókn þessa máls, að kærði hafi bersýnilega verið undir áfengisáhrifum, er það sá hann, eftir að austur að Sel- fossi var komið. Hafi það séð það á útliti hans og heyrt það á mæli hans, en telur kærða hafa verið rólegan í skapi. Sjálfur hefur kærði við rannsókn þessa máls eindregið neitað þvi, að hann hafi verið undir áfengisáhrifum og yfirleitt bragðað áfengi við akstur bifreiðarinnar R 1966, fyrr en eftir að Páll Aðalsteinsson hafði tekið við stjórn hennar undir Ingólfsfjalli, en eftir það kveðst hann hafa teygað úr brennivínsflösku, er hann hafði meðferðis, og serzt ölvaður af þessari vinneyzlu og verið það, er að Selfossi kom. Kveðst hann hafa teygað meira en helming úr flöskunni í þær 5—10 mínútur, sem hann telur þá Pál hafa verið að aka frá vegamótunum við Ingólfsfjall að Selfossi. Kærði hefur ekki viðurkennt, að nefnd brennivinsflaska hafi verið nærri tóm, er þeir félagar hittu hann við Ingólfsfjall, heldur hafi hún þá verið full, og hefur hann haldið fast við þenna framburð sinn. Kærði hefur viðurkennt, að hann hafi ekið utan í handrið brúarinnar yfir Gljúfurholtsá í Ölfusi á leið sinni austur og telur það óhapp aðallega hafa stafað af því, að hemlar hafi þvingað misjafnt á hjólum bifreiðar sinnar. Kveðst hann hafa orðið leiður vegna þessa óhapps og meðal annars þess vegna tekið að neyta áfengis, eftir að hann lét af stjórn bifreiðar- innar, hann kveðst einnig hafa orðið taugaóstyrkur við áreksturinn og hafi hann beðið Pál Aðalsteinsson að aka bifreið sinni, eftir að fundum þeirra bar saman. Þá hefur kærði borið það, að hann hafi verið illa upplagður til að aka bifreið í umrætt skipti, þar eð hann hafi verið haldinn sljóleika og þreytu sakir ölvunar næstu nótt áð- ur, hafi hann lítið sofið þá nótt og ekki neytt kvöldverðar um kvöldið, áður en hann lagði af stað áleiðis austur, en það telur hann að hafi verið um kl. 9 e. h. og hafi förinni verið heitið að Ár- túni á Rangárvöllum. Framangreindum framburði sínum um áfengisneyzlu umrætt kvöld hefur ákærði ekki fengizt til að breyta, þótt honum hafi verið bent á ósamræmið í honum og framburði vitna og annað, er ósennilegt og útilokað telst í framburði hans, sbr. að hann hafi gerzt mikið ölvaður og neytt geysimikils áfengismagns á aðeins 510 mínútum. Blóðsýnishorn var tekið úr kærða, er austur að Selfossi kom, og sýndi það við rannsókn sem svarar 2,11%0, tvo komma ellefu af þúsundi, alkoholsmagns í blóði hans. Kærði er eigandi bifreiðar- innar R 1966. Hafa nú málavextir verið raktir, eftir því sem ástæða þykir til, byggðir á framburði vitna og kærða sjálfs. Kærði hefur með eigin játningu viðurkennt, að hann hafi verið illa fyrirkallaður og haldinn sljóleika og þreytu við bifreiðar- akstur í umrætt skipti, og kæmi því til mála að dæma hann fyrir 478 brot gegn 3. málsgr. 23. gr. bifreiðalaga nr. 23 16. júní 1941, sbr. 38. gr. sömu laga. En hann hefur einnig játáð, að hann hafi verið allölvaður, er hann kom austur að Selfossi, enda styður fram- burður vitnisins Gísla Bjarnasonar og blóðsýnishorn kærða þann framburð hans. Hins vegar getur rétturinn ekki tekið þá fullyrð- ingu kærða trúanlega, að ölvun þessi stafi einungis af áfengis- neyzlu á 5—10 mínútum, eins og kærði heldur fram, og enn frem- ur, að hann hafi nærri tæmt heila flösku af óblönduðu brenni- vini á svo stuttum tíma, og með hliðsjón af framburði vitnisins Gísla E. Bjarnasonar, Hveragerði, og vitnisins Páls Aðalsteins- sonar að verulegu leyti telst nægilega sannað, að hann hafi ekið bifreið undir áfengisáhrifum, og hefur hann með því brotið gegn 21. gr. áfengislaga nr. 33 9. janúar 1935 og 1. málsgr. 23. gr. bif- reiðalaga nr. 23 16. júní 1941. Telja verður og sannað, að kærði hafi ekið ógætilega, er hann ók á handrið brúar, er hann fór yfir, og hefur hann með því brotið gegn 1. málsgr. 27. gr. bifreiða- laga sbr. 1. málsgr. 26. gr. sömu laga. Enn fremur hefur kærði með því að aka bifreið með misþvingandi hemlum brotið gegn 3. tölul. 2. gr. reglugerðar nr. 72 1937 um gerð og notkun bifreiða, og þykir refsing ákærða samkvæmt 39. gr. áfengislaga og 38. gr. bifreiðalaga hæfilega ákveðin varðhald í 10 daga. Þá ber samkvæmt 39. gr. bifreiðalaga og 21. sbr. 39. gr. áfengis- laga að svipta kærða leyfi til að aka bifreið ævilangt, þar eð um ítrekað brot er hér að ræða, og kemur ökuleyfissvipting þessi til framkvæmdar frá birtingu þessa dóms að telja. Kærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun til hrl. Sigurgeirs Sigurjónssonar, kr. 250.00. Rekstur málsins hefur verið vítalaus. Dómsorð: Kærði, Sigurður Sigurðsson, sæti varðhaldi í 10 daga. Hann skal sviptur leyfi til að aka bifreið ævilangt, og kemur ökuleyfissviptingin til framkvæmda frá birtingu þessa dóms að telja. Kærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnar- laun til skipaðs verjanda síns í máli Þessu, Sigurgeirs Sigur- Jónssonar hrl., kr. 250.00. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 479 Föstudaginn 7. nóvember 1947. Nr. 55/1947. Valdstjórnin (Hrl. Ragnar Jónsson) gegn Agnari Kristjánssyni (Hrl. Sigurður Ólason). Ölvun við akstur bifreiðar. Dómur hæstaréttar. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta hann með þeirri breytingu, að kærði sé sviptur rétti til bif- reiðarstjórnar 6 mánuði. Kærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, kr. 400.00 til hvors. Dómsorð: Kærði, Agnar Kristjánsson, er sviptur ökuleyfi 6 mánuði. Að öðru leyti á hinn áfrýjaði dómur að vera óraskaður. Kærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin laun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Ragnars Jónssonar og Sigurðar Ólasonar, kr. 400.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 24. janúar 1947. Ár 1947, föstudaginn 24. janúar, var í lögreglurétti Reykjavíkur, sem haldinn var í skrifstofu réttarins af Halldóri Þorbjörnssyni, fulltrúa sakadómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 395/1947: Valdstjórnin gegn Agnari Kristjánssyni, sem tekið var til dóms 9. s. m. Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn kærða fyrir brot gegn áfengislögum nr. 33 9. janúar 1935 og bifreiðalögum nr. 23 16. júni 1941 til refsingar, ökuleyfissviptingar og málskostnaðar- greiðslu. Kærði er Agnar Kristjánsson verkstjóri, Hringbraut 132 hér í bæ. Hann er fæddur 18. júlí 1925 í Reykjavík og hefur áður sætt eftir- töldum kærum og refsingum: 480 1939 % Kærður fyrir að kveikja bál. Afgr. til barnaverndar- nefndar. 1942 ?2%, Sátt í Rvík, 50 kr. sekt fyrir brot gegn 46. gr. lögreglu- samþykktar Reykjavíkur. Föstudaginn 4. október s. 1. voru tveir lögregluþjónar, Valdimar Guðmundsson og Leifur Jónsson, á varðgöngu við höfnina. Sáu Þeir þá, að bifreiðin R 1876 kom að e/s Brúarfossi, sem lá við upp- fyllinguna neðan við Pósthússtræti. Kom ökumaðurinn út úr Þif- reiðinni, gekk upp landgöngubrúna og gaf sig á tal við varðmanninn í skipinu. Lögreglumennirnir gengu á eftir ökumanninum, sem síðar reyndist vera kærði í máli þessu, og urðu þess varir, að hann var undir áhrifum áfengis. Töluðu þeir við varðmanninn og fóru síðan á eftir kærða, sem genginn var í land, og handtóku hann skammt frá skipinu og færðu á lögreglustöðina. Kærði hefur neitað því staðfastlega við rannsókn málsins, að hann hafi ekið bifreiðinni undir áhrifum áfengis. Kveðst hann að vísu hafa verið undir áhrifum áfengis, er hann var handtekinn, en Það stafi af því, að þegar er hann hafði stöðvað bifreiðina við land- söngubrúna hafi hann teygað slatta af ákavíti úr sitrónflösku, sem verið hafi í bifreiðinni. Af drykkju þessari kveðst hann svo strax hafa fundið á sér áfengisáhrif. Vitnið Valdimar Guðmundsson telur framangreinda frásögn kærða hljóta að vera ranga. “Segir hann, að það hafi engum togum skipt, að kærði hafi komið út úr bifreiðinni, er hún hafði numið staðar. Valdimar segist hafa séð á kærða, að hann var ölvaður, þegar hann sekk fram hjá kærða á landgöngubrúnni. Vitnið segir, að kærði hafi fyrst, er hann var handtekinn, neitað, að hann hafi verið að aka R 1876 og ekki viðurkennt það fyrr en kveikjuláslykill bifreið- arinnar fannst á honum á lögreglustöðinni. Valdimar hefur unnið eið að framburði sinum. Vitnið Leifur Jónsson telur einnig alveg útilokað, að kærði hafi haft nokkurt tóm til að neyta áfengis, eftir að hann stöðvaði bif- reiðina, en áður en hann kom út úr henni. Vitnið hefur unnið dreng- skaparheit að framburði sinum. Vitnið Sveinbjörn Matthías Október Sveinbjörnsson lögregluvarð- sjóri, sem átti tal við kærða á lögreglustöðinni, hefur skýrt frá því, að kærði hafi játað greinilega, að hann hefði ekið bifreiðinni undir áfengisáhrifum. Vitnið Kristinn Ágúst Sigurðsson, sem var varðmaður í e/s Brúar- fossi í umræti skipti, hefur skýrt svo frá, að kærði hafi komið út úr bifreiðinni, sem sagt í sömu andránni og bifreiðin nam staðar. Valdimar Guðmundsson lögregluþjónn kvaðst hafa athugað bÞif- reið kærða, og hefði engin flaska verið í henni. Kærði hefur enga skýringu getað gefið á því, hvað orðið hafi af flösku þeirri, er hann taldi sig hafa drukkið úr. Kærði hefur játað, að hann hafi í 481 fyrstunni ekki viljað viðurkenna, að hann hefði ekið bifreiðinni, og telur hann sig hafa gert það af einhvers konar þrjózku við lög- reglumennina. Eins og fyrr segir, kveðst kærði hafa verið undir áfengisáhrif- um, er hann var handtekinn, og er það í samræmi við framburði vitnanna, sem öll telja kærða hafa verið greinilega undir áhrifum. Það verður að telja, að frásögn kærða um áfengisneyzlu hans að loknum akstrinum fái eigi staðizt með tilliti til framburða framan- greindra vitna. Verður því að slá því föstu, að kærði hafi verið undir áfengisáhrifum við aksturinn, og hefur hann þannig gerzt brotlegur við 21. sbr. 39. gr. áfengislaga nr. 33 9. janúar 1935 og 1. mgr. 23. gr. sbr. 38. gr. bifreiðalaga nr. 23 16. júní 1941. Refsing kærða þykir hæfilega ákveðin varðhald í 10 daga. Þá ber að svipta kærða ökuleyfi bifreiðarstjóra í 3 mánuði frá birtingu dóms þessa samkvæmt 21. gr. áfengislaganna og 39. gr. bif- reiðalaganna. Kærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar, að meðtöld- um málsvarnarlaunum til skipaðs talsmanns síns, Sigurðar Ólasonar hrl., er ákveðast 250 krónur. Rekstur málsins hefur verið vitalaus. Dómsorð: Kærði, Agnar Kristjánsson, sæti varðhaldi í 10 daga. Kærði er sviptur ökuleyfi bifreiðarstjóra í 3 mánuði frá Þbirt- ingu dóms þessa. Kærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin máls- varnarlaun til skipaðs talsmanns sins, Sigurðar Ólasonar hæsta- réttarlögmanns, 250 krónur. Dóminum skal fullnæga með aðför að lögum. Þriðjudaginn 11. nóvember 1947. Nr. 130/1946. H/f Askur (Hrl. Gunnar Þorsteinsson) gegn Erlendi Helgasyni (Hrl. Sigurgeir Sigurjónsson). Ágreiningur um áhættuþóknun sjómanns. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi, sem hefur skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu 21. september 1946, að fengnu áfrýjunarleyfi 31 482 sama dag, gerir þær dómkröfur, að hann verði algerlega sýknaður af öllum kröfum stefnda í málinu. Svo krefst hann þess, að sér verði dæmdur málskostnaður fyrir báðum dóm- um úr hendi stefnda eftir mati hæstaréttar. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Með bréfi 5. febrúar 1945 sagði áfrýjandi stefnda upp vélstjórastarfi hans á b/v Skutli með þriggja mánaða fyrir- vara frá þeim degi að telja. Verður að líta svo á, að með bréfi þessu svo og með greiðslu kaups til stefnda, að áhættu- Þóknun undanskilinni, fyrir tímabilið frá 6. marz 1945 til 6. maí s. á., hafi áfrýjandi viðurkennt rétt stefnda til fram- angreinds uppsagnarfrests. Þykir stefndi með skírskotun til raka héraðsdóms einnig eiga rétt á áhættuþóknun fyrir þetta tímabil. Þá ber og að staðfesta ákvæði héraðsdóms um greiðslu innheimtulauna svo og um sjóveðrétt og málskostnað. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að áfrýjandi greiði stefnda 600 krónur í málskostnað í hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, H/f Askur, greiði stefnda, Erlendi Helga- syni, 600 krónur í málskostnað í hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði hrd. Gizurar Bergsteinssonar. Stefndi lét af störfum á skipi áfrýjanda hinn 25. janúar 1945, um stundar sakir, að því er stefndi telur, en að fullu og öllu eftir frásögn áfrýjanda. Þrátt fyrir þetta sendi áfrýj- andi honum uppsagnarbréf hinn 5. febrúar s. á., en þá sagði áfrýjandi skipverjum á Skutli upp skiprúmssamningi. Stefndi kvartaði þá ekki undan uppsögn þessari við áfrýj- anda, en mánuði síðar, eða 6. marz s. á., fór hann á fund fyrirsvarsmanna áfrýjanda, bauðst til að rækja áfram vél- stjórastörf á b/v Skutli og krafðist kaups og áhættuþókn- 483 unar fyrir tvo mánuði, er þá voru eftir af þriggja mánaða uppsagnarfresti þeim, sem greinir í kjarasamningi Félags islenzkra botnvörpuskipaeigenda og Vélstjórafélags Íslands. Áfrýjandi greiddi stefnda þá tveggja mánaða kaup, þar með talin aflaverðlaun, lifrarhlut, fæðispeninga og leyfispeninga, en synjaði stefnda áhættuþóknunar, sem samkvæmt kjara- samningi frá 4. maí 1940 skyldi greidd skipverjum auk kaups, er þeir sigldu um tiltekin hafsvæði, þar sem þeim var búin sérstök hætta af vigvélum styrjaldaraðilja. Skyldi áhættuþóknun þessi vera nokkur umbun handa sjómönnum fyrir að leggja sig í hættuna og fyrir að þola þau sálarlegu óhægindi, sem því voru samfara. Þar sem málinu var svo farið, sem nú var lýst, og stefndi, sem hafði ekki sinnt störfum á skipinu frá því 25. janúar, hvorki kvartaði undan uppsögninni né bauð sig fram til vélstjórastarfans fyrr en að mánuði liðnum frá uppsögn, þegar hann mátti gera ráð fyrir, að áfrýjandi hefði ráðstafað vélstjórastarfanum á b/v Skutli og honum væri því illfært að nýta af störfum stefnda á skipi þessu, þá eru ekki efni til þess að taka kröfu stefnda um áhættuþóknun til greina. Ber því að sýkna áfrýjanda af kröfu þessari. Staðfesta má það ákvæði héraðsdóms, að stefndi greiði áfrýjanda kr. 714.00, sem eru innheimtulaun af fjárhæð þeirri, sem málflutningsmaður innheimti hjá áfrýjanda fyrir stefnda. Ákvæði héraðsdóms um vexti af þeirri fjár- hæð og sjóveð fyrir henni þykir og bera að staðfesta. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í héraði og fyrir hæstarétti falli niður. Tel ég því, að rétt dómsorð eigi að vera þannig: Áfrýjandi, h/f Askur, greiði stefnda, Erlendi Helgasyni, kr. 714.00 ásamt 5% ársvöxtum frá 19. október 1945 til greiðsludags, og hefur stefndi sjóveðrétt í b/v Skutli RE 142 til tryggingar fjárhæð þessari. Málskostnaður í héraði og fyrir hæstarétti fellur niður. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 481 Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 16. apríl 1946. Mál þetta, sem dómtekið var 3. þ. m., hefur Erlendur Helgason vélstjóri, hér í bæ, höfðað fyrir sjó- og verzlunardóminum með stefnu, útgefinni 19. október 1945, gegn Þórði Ólafssyni fram- kvæmdarstjóra f. h. h/f Asks, hér í bænum, til greiðslu skuldar að eftirstöðvum kr. 5260.50 með 5% ársvöxtum frá 1. júni 1945 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Loks krefst stefnandi þess, að viðurkenndur verði með dómi sjóveðréttur hans í b/v Skutli RE 142 til tryggingar framangreindum kröfum. Stefndi hefur krafizt sýknu og málskostnaðar. Málavextir eru þessir: Í októbermánuði 1943 réðist stefnandi í þjónustu stefnda sem Í. vélstjóri á skipi hans b/v Skutli. Hafði hann kaup hjá stefnda allt árið 1944, en var lögskráður á skipið þrisvar sinnum, samtals um 8! mánuð. Hinn 24. janúar 1945 var stefnanda veitt leyfi frá störfum, að því er virðist um óákveðinn tima, og vann hann ekki um borð eftir það. Hinn 5. febrúar 1945 var allri skipshöfninni sagt upp og þar á meðal stefnanda. Stefnandi taldi sig eiga rétt til 3 mánaða uppsagnarfrests, en þar eð hann bauð eigi fram vinnu sína fyrr en 6. marz 1945, miðaði hann kaupkröfu sína við tveggja mánaða störf. Nam krafa hans því kr. 15344.96, og greiddi stefndi þá fjárhæð, að frádreginni kröfu stefnanda um áhættuþóknun, en hún nam sam- tals kr. 4546.50. Hefur hann því höfðað mál þetta til innheimtu þeirrar fjárhæðar auk kr. 714.00, sem eru innheimtulaun af þeim hluta reiknings hans, sem hann naut aðstoðar málflutningsmanns við heimtuna. Stefndi hefur í fyrsta lagi byggt kröfur sínar á því, að stefnandi hafi farið alfarinn úr þjónustu sinni hinn 24. janúar 1945 og hafi uppsögn því verið alls óþörf og geti hún því eigi hafa stofnað neinn rétt honum til handa. Stefndi hefur samt viðurkennt, að stefnandi hafi fengið leyfi frá störfum um óákveðinn tíma og því farið af skipinu þenna dag. Er framangreindur rökstuðningur ekki í sam- ræmi við þá staðreynd, og verður sýknukrafa stefnda því eigi til greina tekin á þeim grundvelli. Í annan stað byggir stefndi sýknukröfu sína á því, að stefnandi hafi eigi verið lögskráður lengur en 8% mánuð samtals á skip stefnda og fái því eigi talizt fastur starfsmaður stefnda, þannig að hann eigi 3 mánaða uppsagnarfrest, þar eð til þess sé krafizt lög- skráningar í eitt ár. Um ráðningarkjör stefnanda hjá stefnda gilda samningar milli Fé- lags. ísl. botnvörpuskipaeigenda og Vélstjórafélags Íslands, eins og frá þeim var gengið hinn 16. október 1942, og eru aðiljar á einu máli um það. Í 4. gr. samnings þessa segir svo: „Þegar vélstjóri eða aðstoðarvélstjóri hefur verið eitt ár hjá sama félagi, skoðast hann 485 sem fastur starfsmaður, og gildir þá þriggja mánaða uppsagnarfrestur frá beggja hálfu.“ Eins og fyrr greinir, er það viðurkennt af stefnda, að stefnanda var greitt kaup allt árið 1944, og þykir með því fullnægt ákvæðum samninganna að þessu leyti, enda hefur stefnda eigi tekizt á neinn hátt að færa sönnur á staðhæfingu sína í gagnstæða átt segn ein- dregnum mótmælum stefnanda. Verður sýknukröfu stefnda þvi held- ur eigi sinnt af þessum sökum. Loks byggir stefndi sýknukröfu sina á því, að þótt svo yrði litið á, að stefnandi ætti kröfu til uppsagnarfrests, beri aðeins að bæta honum launamissi, en alls ekki að greiða honum áhættuþóknun, þar eð slík þóknun sé þess eðlis, að sá einn eigi að verða hennar að- njótandi, sem hættir lifi sínu og limum á sjónum. Á þetta verður ekki fallizt, þar eð þóknun þessa verður að telja til tjóns þess, er stefnandi hefur beðið við það, að störf hans voru ekki þegin, enda hefði hún fallið til hans að öðrum kosti. Samkvæmt þessu verður krafa stefnanda um áhættuþóknun til greina tekin, enda hefur eigi verið véfengt, að fjárhæð hennar sé rétt. Þá þykir og rétt að taka til greina kröfu stefnanda um greiðslu innheimtulauna, enda hefur hún eigi sætt andmælum. Málalok verða því þau, að stefndi verður dæmdur til að greiða stefnanda kr. 5260.50 með 5% ársvöxtum, er teljast frá stefnudegi til greiðsludags, svo og málskostnað, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 650.00. Þá þykir og rétti að taka til greina kröfu stefnanda um sjóveðrétt, enda á hún við lög að styðjast. Dóm þenna hafa upp kveðið þeir Einar Arnalds borgardómari og meðdómsmennirnir Jón Axel Pétursson hafnsögumaður og Þor- steinn hagstofustjóri Þorsteinsson. Dómsorð: Stefndi, Þórður Ólafsson f. h. h/f Asks, greiði stefnanda, Er- lendi Helgasyni, kr. 5260.50 með 5% ársvöxtum frá 19. október 1945 til greiðsludags og kr. 650.00 í málskostnað. Á stefnandi sjóveðrétt í b/v Skutli RE 142 til tryggingar fjárhæðum þessum. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 486 Þriðjudaginn 11. nóvember 1947. Nr. 96/1947. Valdstjórnin (Hrl. Ragnar Ólafsson) gegn Baldri Gizurarsyni og Magnúsi Guðmundi Sigurði Ólafssyni (Hrl. Ragnar Jónsson). Ölvun við akstur bifreiðar o. fl. Dómur hæstaréttar. Ekki verður talið, að kærði Baldur hafi með atferli sínu brotið ákvæði 1. málsgr. 9. gr. umferðarlaga nr. 24/1941 né 7. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur. Að öðru leyti eru brot kærða réttilega færð til lagagreina þeirra, er í héraðs- dómi getur, og þykir mega staðfesta héraðsdóminn, að því er hann varðar. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms þykir refsing kærða Magnúsar hæfilega ákveðin 15 daga varðhald. Með vísan til hegningarvottorðs kærða og samkvæmt 39. sbr. 20. gr. bifreiðalaganna nr. 23/1941 svo og 1. málsgr. 68. gr. hegningarlaganna nr. 19/1940 ber og að svipta kærða ævi- langt rétti til að stjórna bifreið. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu sakarkostnaðar stað- festist. Kærðu greiði in solidum allan áfrýjunarkostnað málsins, Þar með talin laun skipaðs sækjanda og verjanda í hæsta- rétti, 450 krónur til hvors. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, að því er varðar kærða Baldur Gizurarson. Kærði Magnús Guðmundur Sigurður Ólafsson sæti 15 daga varðhaldi. Hann er sviptur leyfi til að stjórna bifreið ævilangt. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu málskostnaðar stað- festist. 487 Kærðu greiði in solidum allan áfrýjunarkostnað sak- arinnar, þar með talin laun skipaðs sækjanda og verj- anda í hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Ragnars Ólafssonar og Ragnars Jónssonar, 450 krónur til hvors. Dóminum Þber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 17. apríl 1947. Ár 1947, fimmtudaginn 17. april, var í lögreglurétti Reykjavíkur, sem haldinn var í skrifstofu embættisins af Einari Ingimundarsyni, fulltrúa sakadómara, upp kveðinn dómur í málinu nr. 1099— 1100/1947: Valdstjórnin gegn Baldri Gizurarsyni og Magnúsi Guð- mundi Sigurði Ólafssyni, sem tekið var til dóms sama dag. Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað segn kærða Baldri Gizurarsyni verkamanni, til heimilis á Hringbraut 40 hér í bæ, fyrir brot á áfengislögum nr. 33 9. janúar 1935, bifreiðalögum nr. 23 16. júní 1941, umferðarlögum nr. 24 16. júní 1941 og lögreglu- samþykkt Reykjavíkur nr. 2 7. janúar 1930 til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar og gegn kærða Magnúsi Guðmundi Sigurði Ólafs- syni verkamanni, Laugavegi 49 hér í bæ, fyrir brot á áfengislög- um nr. 33 9. janúar 1935, bifreiðalögum nr. 23 16. júní 1941 og umferðarlögum nr. 24 16, júní 1941 til refsingar, sviptingar öku- leyfis og greiðslu sakarkostnaðar. Báðir eru kærðu komnir yfir lögaldur sakamanna, kærði Baldur er fæddur 3. desember 1925 í Reykjavík, og hefur hann, svo kunn- ugt sé, sætt eftirfarandi kærum og refsingum: 1937 2%o Kærður fyrir þjófnað. Afgreitt til barnaverndarnefndar. 1937 2%, Kærður fyrir hnupl. ÁAfgreitt til barnaverndarnefndar. 1937 15, Kærður fyrir slagsmál. Afgreitt til barnaverndarnefndar. 1937 15-184, Kærður fyrir hnupl. Afgreitt til barnaverndarnefndar. 1938 25 Kærður fyrir að hanga í bil. Afgr. til barnaverndarnefndar. 1939 214 Kærður fyrir þjófnað. Afgreitt til barnaverndarnefndar. 1940 22%% Kærður fyrir þjófnað. Afgreitt til barnaverndarnefndar. 1942 1%, Dómur aukaréttar, 600 kr. sekt og sviptur rétti til þess að öðlast ökuskirteini í eitt ár fyrir brot gegn 259. gr. hegningarl., 20., 23., 26. og 27. gr. bifreiðalaganna, 4. gr. umferðarlaganna, 21. gr. áfengislaganna og 45. og 46. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur. 1943 2% Sátt, 25 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1943 13% Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1943 184, Dómur aukaréttar, 15 daga varðhald, sviptur rétti til að öðlast Ökuskirteini ævilangt, skaðabætur in solidum kr. 1200.15, fyrir brot gegn 20., 23. og 26. og 27. gr. sbr. 38. gr. bifreiðalaganna og 21. sbr. 39. gr. áfengislaganna. 488 1943 %s Sátt, 100 kr. sekt fyrir ölvun og ryskingar. 1944 2% Sátt, 100 kr. sekt fyrir brot gegn lögrsþ. Rvíkur. 1944 ?% Dómur aukaréttar, 30 daga fangelsi, sviptur kosningar- rétti og kjörgengi, fyrir brot gegn 248. gr. hegningarlag- anna. 1944 % Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri og óspektir. 1944 16, Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1944 %, Sátt, 76 kr. sekt fyrir ölvun og óspektir. 1945 1%% Dómur aukaréttar, 5 mánaða fangelsi, sviptur kosningar- rétti og kjörgengi, fyrir brot gegn 244. gr. hegningar- laganna. 1945 ?0% Sátt, 100 kr. sekt, 100 kr. skaðabætur, fyrir ölvun og árás. 1945 ?% Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1945 %s Sátt, 10 kr. sekt fyrir akstur á ljóslausu reiðhjóli. 1946 1% Sátt, 40 kr. sekt fyrir óspektir. 1946 *6%4 Sátt, 75 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1946 % Sátt, 75 kr. sekt fyrir brot gegn lögreglusamþykkt og bifreiðalögum. 1946 % Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1946 ?% Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. Kærður Magnús Guðmundur Sigurður er fæddur 13. maí 1925 í Reykjavik, og hefur, svo kunnugt sé, sætt eftirfarandi kærum og refsingum: 1938 % Kærður fyrir meint hnupl á dúfum. Afgr. til barnavn. 1938 59 Kærður fyrir að hræða skepnur með hvellbyssum. Sams konar afgreiðsla. 1939 10%% Kærður fyrir hjólreiðar í Bankastr. Samsk. afgreiðsla. 1939 1649 Kærður fyrir þjófnað og spellvirki. Samsk. afgreiðsla. 1944 254; Dómur aukaréttar Rvíkur, 30 daga fangelsi, skilorðs- bundið í tvö ár, sviptur kosningarrétti og kjörgengi, fyrir brot gegn 244. gr. hegningarlaganna. 1944 %s Sátt, 100 kr. sekt, 50 kr. skaðab, fyrir ölvun og árás. 1945 ?%, Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun og óspektir á almannafæri. Málavextir eru þeir, sem nú skal greina: Laugardaginn 16. nóvember s. 1. um kl. 5 síðdegis ók kærði Baldur bifreiðinni R 1753 upp Háteigsveg hér í bæ. Við hlið hans í stýris- húsi bifreiðarinnar sat kærði Magnús, og var hann þá eigandi nefndrar bifreiðar, sem gerð er til vöruflutninga. Er komið var móts við húsið nr, 9 við fyrrnefnda götu, ók bifreiðin R 1753 á vöru- bifreiðina R 1071, er stóð á nyrðri götuhelmingi og sneri í vestur. Síðarnefnd bifreið skemmdist nokkuð við árekstur þenna, en bif- reiðin R 1753 mun ekki hafa skemmzt við hann, svo teljandi væri. Eftir áreksturinn fór kærði Baldur fótgangandi burt af staðnum, en kærði Magnús ók bifreið sinni brott, og gerðu þeir hvorugur lögmæltar ráðstafanir í sambandi við áreksturinn. 489 Birgir Kristjánsson verkamaður, Þórsgötu 3, 17 ára að aldri, sá, Þegar umræddur árekstur skeði. Hefur hann sem vitni í málinu skýrt svo frá, að sér hafi ekki virzt bifreiðin R 1753 aka mjög harí á leið sinni upp Háteigsveg, en hún hafi rekizt utan í hliðargrindur bifreiðarinnar R 1071, vinstra megin, um leið og hún ók fram hjá þeirri bifreið. Vitnið kveðst hafa séð báða hina kærðu á staðnum eftir áreksturinn, en ekki getur það borið um, hvort þeir virtust undir áfengisáhrifum, en það kveðst hafa heyrt talað um það á staðnum, að svo væri. Haukur Jónsson afgreiðslumaður, Háteigsvegi 9, 39 ára að aldri, var staddur í garði bak við hús sitt, er umræddur árekstur skeði. Hefur hann sem vitni í málinu skýrt svo frá, að hann hafi heyrt, er bifreiðin R 1753 rakst á bifreiðina R 1071, en ekki séð siðar- nefnda bifreið fyrr en eftir áreksturinn. Ekki telur vitnið, að bif- reiðinni hafi verið ekið hart, því að áreksturinn hafi verið léttur, og litlar skemmdir hafi orðið á bifreiðinni R 1071. Vitnið kveðst nú hafa tilkynnt lögreglunni símleiðis um áreksturinn, en hún hafi ekki komið á staðinn fyrr en nokkru síðar, og hafi þá kærðu báðir verið farnir brott, annar hafi ekið á brott í bifreiðinni R 1753, en hinn hafi hlaupið burt. Báða hina kærðu kveðst vitnið hafa séð þarna á staðnum, en litið talað við þá. Hafi því virzt framkoma þeirra öll og útlit benda til þess, að beir væru með áhrifum áfengis, án þess að það veitti þó nokkru sérstöku athygli í fari þeirra, sem benti til þess. Jóhann Eiríksson, bifreiðarstjóri á bifreiðinni R 1071, Háteigs- vegi 9, 53 ára að aldri, hefur sem vitni við rannsókn málsins skýrt þannig frá, að það hafi verið inni í húsi sínu, er umræddur árekstur skeði, en því hafi verið gert aðvart um hann, og hafi það komið fljótlega á staðinn, eftir að hann skeði. Kveðst vitnið hafa haft tal af báðum hinna kærðu þarna á staðn- um, og hafi þeir beðið það um að gera ekki lögreglunni aðvart um áreksturinn, en því hafi það neitað, þar eð þeir voru undir áhrifum áfengis. Segir vitnið þá báða hafa haft útlit ölvaðra manna, vin- lykt hafi verið af þeim og þeir hafi haft í frammi raus. Eftir árekst- urinn hafi svo annar þeirra kærðu hlaupið á brott, og hafi vitninu virzt hann vera meira með áfengisáhrifum, en hinn hafi stigið upp í bifreiðina R 1753 og ekið henni brott, og hafi þeir félagar því báðir verið farnir af staðnum, er lögreglan kom á vettvang. Eftir að lögreglunni var gert aðvart um margnefndan árekstur, hófu lögreglumenn leit að hinum kærðu, þar eð þeir fundust ekki á árekstrarstaðnum. Óskar Ólason lögregluþjónn, Bergstaðastræti 12, 30 ára að aldri, fann bifreiðina R 1753 brátt, þar sem hún stóð kyrr við húsið nr. 49 við Laugaveg. Hefur Óskar sem vitni í málinu skýrt svo frá, að er það kom að, hafi maður nokkur, sem það veit ekki deili á, setið 490 við stýri bifreiðarinnar, en kærði Magnús hafi setið hjá manni þess-. um, og hafi vitninu virzt sem hann hefði neytt áfengis, en ekki hafi hann þó verið áberandi ölvaður. Vínlykt hafi lagt úr vitum hans. Færði nú vitnið kærða Magnús á lögregluvarðstofuna, og viðurkenndi hann þar að hafa neytt áfengis þenna dag. Var síðan farið með hann til blóðúrtöku, en honum að því loknu leyft að fara leiðar sinnar. Þorkell Steinsson lögregluþjónn, Holtsgötu 14, 49 ára að aldri, hefur sem vitni við rannsókn málsins skýrt svo frá, að það hafi ásamt Sigurði F. Jónssyni lögregluþjóni handtekið kærða Baldur á heimili hans, Hringbraut 40, einhverntíma milli kl. 7%—S8 að kvöldi þess 16. nóvember s. 1. Hafi þá kærði Baldur setið fáklæddur á legubekk í herbergi sínu, en ekki hafi hann þó verið kominn upp i rúm. Segir vitnið hann hafa verið greinilega undir áhrifum áfengis, en hafi þó ekki virzt vera mjög ölvaður. Var nú kærði Baldur færð- ur á lögregluvarðstofuna, síðan var tekið úr honum blóðsvnishorn, en honum að því loknu leyft að fara leiðar sinnar. Kærði Baldur hefur skýrt þannig frá við rannsókn málsins. Hann kveðst hafa farið inn á veitingastofuna Café Holt um kl. 4 e. h. laugardaginn 16. nóvember s. 1. ásamt kærða Magnúsi, sem hann mun hafa hitt þá stuttu áður, og var þá kærði Magnús með bifreið sína R 1753. Kærði Baldur kveðst ekki hafa verið tekinn að neyta áfengis þenna dag, er hann hitti kærða Magnús, og hafi hann verið að koma úr vinnu þá, en hins vegar hafi hann haft meðferðis eina gosdrykkjaflösku fulla af brennivíni, og hafi þeir Magnús neytt innihalds hennar inni á fyrrnefndum veitingastað. Telur hann, að hann hafi neytt um helmings innihaldsins þarna á móti kærða Magnúsi. Síðan hafi þeir Magnús farið út af veitingastofunni og sezt út í bifreiðina R 1753, og kveðst kærði Baldur hafa fengið leyfi kærða Magnúsar til að aka henni. Kveðst hann nú hafa ekið suður Þverholt og síðan upp Háteigsveg, en rekizt á bifreiðina R 1071, sem stóð kyrr á Háteigsveginum, eins og fyrr segir. Ekki telur kærði Baldur, að árekstur þessi hafi stafað af ógætilegum akstri hans, heldur af því að hann hafi þarna mætt annarri bifreið. Eftir áreksturinn hafi hann stöðvað bifreiðina þegar og stigið út úr henni. Kveðst hann síðan hafa gengið inn í port nokkurt barna nálægt og kastað af sér vatni. Er því var lokið, hafi hann séð, að kærði Magnús hafi verið að aka bifreið sinni brott af árekstrarstaðn- um, og hafi hann þá einnig haldið sína leið, farið niður í bæ og inn á veitingastofuna Gullfoss í Hafnarstræti, en þar kveðst hann hafa neytt talsverðs magns af áfengi til viðbótar því, sem hann hafði drukkið á veitingastofunni Holti. Af veitingastofunni Gullfossi segist kærði Baldur siðan hafa farið heim til sín á Hringbraut 40 og verið nýlega kominn þangað, er lögreglumenn, sem fyrr er getið, hand- tóku hann. Hann telur, að það hafi verið um kl. 5 Þenna dag, er 491 hann ók á bifreiðina R 1071 á Háteigsvegi, en kl. 7%—-8 um kvöldið hafi lögreglumennirnir handtekið hann. Kærði Baldur hefur viður- kennt, að hann hafi verið litils háttar með áhrifum áfengis, er hann ók bifreiðinni R 1753 með fyrrnefndum afleiðingum, en hins vegar hafi hann verið orðinn talsvert ölvaður, er hann var hand- tekinn um kvöldið, enda hafi hann þá verið búinn að neyta tals- verðs áfengismagns, eins og fyrr segir. Engin ökuréttindi kveðst hann hafa og hafi aldrei haft þau. Kærði Magnús hefur lýst málavöxtum þannig: Hann kveðst hafa hitt kærða Baldur einhvers staðar á Hring- brautinni um kl. 4 þann 16. nóvember s. 1. Hafi það verið af til- viljun einni, og kveðst hann aðeins kannast við kærða Baldur. Ekki segist kærði Magnús hafa séð vináhrif á kærða Baldri, er hann hitti hann þarna. Hafi þeir félagar nú farið inn á veitingastofuna Holt við Laugaveg og neytt þar brennivins, er kærði Baldur hafði meðferðis Þangað í sosdrykkjaflösku. Áfengið hafi þeir drukkið blandað út í öli, og telur kærði Magnús, að þeir félagar hafi neytt álíka mikils af innihaldi fyrrnefndrar flösku þarna. Er lokið var úr flöskunni, hafi þeir kærði Baldur síðan farið út af veitingastofunni og út í bif- reið kærða Magnúsar, og hafi hann leyft kærða Baldri að aka henni, eftir nokkrar undanfærslur. Eftir að kærði Baldur var tekinn að aka bifreiðinni, segir kærði Magnús, að hann hafi veitt því at- hygli, að hann (kærði Baldur) myndi vera með áhrifum áfengis, og hafi honum farizt stjórn bifreiðarinnar fremur ófimlega úr hendi, enda hafi akstri hans lyktað með þvi, að hann ók á bifreið á Háteigs- vegi. Ekki kveðst kærði Magnús hafa vitað það fyrr en eftir á, að kærði Baldur hafði ekki leyfi til að aka bifreið. Kærði Magnús kveðst hafa fundið örlítið til áhrifa áfengis, fyrst eftir að hann neytti áfengis á veitingastofunni Café Holti, en þau áhrif hafi verið með öllu horfin, er hann ók bifreið sinni brott af árekstrarstaðnum, enda hafi liðið að minnsta kosti '% klst., frá því hann neytti áfengis- ins, þar til hann ók bifreið sinni. Blóðsýnishorn voru tekin úr báðum hinna kærðu þetta kvöld, eins og fyrr er getið. Kom það í ljós við rannsókn á þeim, að í blóði kærða Baldurs var alkoholmagn, er svarar til 2,11%., en í blóði kærða Magnúsar var alkoholmagn, sem svarar til 0,92%c. Hefur nú málavöxtum verið lýst, eftir því sem ástæða þykir til, og ber þá næst að athuga, hvort hinir kærðu hafi með háttsemi sinni brotið þau ákvæði laga og lögreglusamþykktar Reykjavíkur, sem mál þetta er höfðað fyrir brot á. Með eigin játningu kærða Baldurs, sem er í samræmi við aðrar upplýsingar, sem fyrir liggja í máli þessu, telst sannað, að hann hafi ekið bifreiðinni R 1753 með áhrifum áfengis þann 16. nóvember s. 1. Hefur hann með því brotið 21. gr. áfengislaga nr. 33 9. janúar 1935 og 1. mgr. 23. gr. bifreiðalaga nr. 23 16. júní 1941. 492 Þá hefur kærði með því að aka bifreið, eftir að hann hefur ævi- langt verið sviptur rétti til að öðlast ökuleyfi, brotið 1. mgr. 38. gr. bifreiðalaganna. Telja verður sannað, að kærði Baldur hafi ekki sýnt nægilega aðgæzlu við aksturinn með því að aka á bifreið, er stóð kyrr utar- lega á akbraut, og hefur hann með því brotið 1. mgr. 27. gr. bif- reiðalaganna, 2. gr. og 3. mgr. 4. gr. umferðarlaga nr. 24 16. júní 1941 og 46 gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur nr. 2 7. janúar 1930. Með því að fara brott af stað, þar sem hann hefur valdið bif- reiðaárekstri, án þess að gera lögmæltar ráðstafanir í sambandi við hann, hefur kærði Baldur brotið 1. og 2. mgr. 9. gr. umferðarlag- anna. Með því að neyta áfengis á veitingastað, þar sem ekki er leyfi til vínveitinga, hefur hann brotið 1. mgr. 17. gr. áfengislas- anna, og með því að kasta af sér vatni á almannafæri hefur hann brotið 7. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur. Samkvæmt 39. gr. og 1. mgr. 37. gr. áfengislaganna, 38. gr. bif- reiðalaganna, 14. gr. umferðarlaganna og 96. gr. lögreglusamþykktar Reykjavikur þykir refsing kærða Baldurs með tilliti til 77. gr. al- mennra hegningarlaga svo og með hliðsjón af fortíð hans hæfilega ákveðin varðhald í 20 daga. Það er sannað, að kærði Magnús neytti áfengis með kærða Baldri, áður en sá síðarnefndi ók bifreið hans með leyfi hans. Kærði Magnús hefur við rannsókn málsins borið, að þeir kærði Baldur hafi neytt álíka mikils áfengis saman þenna dag, og að hann (b. e. kærði Magnús) hafi fyrst í stað fundið til vínáhrifa af Þessari áfengis. neyzlu, þótt hann telji hins vegar, að áhrif þessi hafi verið horfin, er hann ók bifreið sinni síðar, Kærði Magnús hefur Því mátt sera ráð fyrir, að kærði Baldur fyndi einnig til áhrifa áfengis, enda hefur hann játað, að hann hafi séð áfengisáhrif á honum, eftir að hann var tekinn að aka bifreið hans. Telst því kærði Magnús hafa brotið 1. mgr. 38. gr. bifreiðalaganna með því að fela manni stjórn bifreiðar, sem hann mátti gera ráð fyrir að væri með áfengis- áhrifum og var það einnig. Þá telst kærði Magnús einnig hafa brotið 22. gr. bifreiðalaganna með því að fela manni, sem ekki hafði öku- réttindi, stjórn bifreiðar. Kærði Magnús hefur að visu borið það fyrir sig, að hann hafi ekki vitað um, að kærði Baldur hafði ekki ökuréttindi, er hann fól honum stjórn bifreiðarinnar, en honum bar skýlaus skylda til að ganga úr skugga um það, áður en hann leyfði honum að aka bifreið sinni. Með þvi að aka brott af stað, þar sem átt hafði sér stað bif- reiðaárekstur, án þess að gerðar hefðu verið nauðsynlegar og lög- mæltar ráðstafanir, hefur kærði Magnús brotið 2. mgr. 9. gr. um- ferðarlaganna, og með því að neyta áfengis á veitingastað, þar sem ekki var leyfi til vínveitinga, hefur hann brotið 1. mgr. 17. gr. áfengislaganna. Hins vegar þykir ekki nægilega sannað, að kærði 493 Magnús hafi verið með áfengisáhrifum, er hann ók bifreið sinni þanna dag, enda hefur hann sjálfur neitað, að svo hafi verið. Blóð- sýnishorn, tekið úr honum skömmu eftir aksturinn, sker engan veg- inn úr um það, og framburður vitna um ástand hans um það leyti, sem hann ók bifreið sinni og eftir það, eru nokkuð óákveðnir. Þykir því bera að sýkna kærða Magnús af kæru valdstjórnarinnar vegna meintrar ölvunar við bifreiðaakstur. Samkvæmt 38. gr. bifreiðalaganna, 14. gr. umferðarlaganna og Í. mgr. 37. gr. áfengislaganna þykir refsing kærða Magnúsar, með til- liti til 77. gr. almennra hegningarlaga, hæfilega ákveðin varðhald í 10 daga. Hina kærðu ber að dæma in solidum til að greiða allan sakar- kostnað. Rekstur málsins hefur verið vitalaus. Dómsorð: Kærði Baldur Gizurarson sæti varðhaldi í 20 daga. Kærði Magnús Guðmundur Sigurður Ólafsson sæti varðhaldi í 10 daga. Hinir kærðu greiði in solidum allan sakarkostnað. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Þriðjudaginn 11. nóvember 1947. Nr. 76/1946. Valdstjórnin (Hrl. Lárus Fjeldsted) gegn Guðjóni Gíslasyni (Hrl. Lárus Jóhannesson). Ölvun við akstur bifreiðar. Dómur hæstaréttar. Atferli kærða varðar við 27. gr. sbr. 38. gr. bifreiðalaga nr. 23/1941 auk refsiákvæða þeirra, er í héraðsdómi greinir. Þykir refsing kærða hæfilega ákveðin varðhald 15 daga. Staðfesta ber ákvæði hins áfrýjaða dóms um sviptingu öku- leyfis og málskostnað í héraði. Kærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin laun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, kr. 400.00 til hvors. 491 Dómsorð: Kærði, Guðjón Gíslason, sæti varðhaldi 15 daga. Ákvæði héraðsdóms um sviptingu ökuleyfis og greiðslu sakarkostnaðar staðfestist. Kærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin laun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Lárusar F jeldsteds og Lárusar Jóhannessonar, kr. 400.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 9. janúar 1946. Ár 1946, miðvikudaginn 9. janúar, var í lögreglurétti Reykjavíkur, sem haldinn var í skrifstofu réttarins af Loga Einarssyni, fulltrúa sakadómara, upp kveðinn dómur í málinu nr. 42/1946: Valdstjórnin segn Guðjóni Gíslasyni, sem tekið var til dóms 8. sama mánaðar. Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Guðjóni Gíslasyni verkamanni, skála 65 á Skólavörðuholti hér í bæ, fyrir brot gegn áfengislögum nr. 33 9. janúar 1935, bifreiðalögum nr. 23 16. júni 1941 og lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík nr. 2 7. janúar 1930. Kærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, að eigin sögn fæddur 13. ágúst 1912 í Þykkvabæ í Djúpárhreppi, og hefur, svo að kunnugt sé, sætt eftirtöldum kærum og refsingum: 1939 2%, Kærður fyrir ölvun. Látið falla niður. 1941 1% Sátt, 25 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1941 104 Sátt, 25 kr. sekt fyrir ölvun og árás. 1944 1% Sátt, 25 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri, 1944 16) Dómur lögregluréttar, 10 daga varðhald og sviptur öku- skírteini í 3 mánuði fyrir að vera undir áhrifum áfengis við bifreiðastjórn. 1945 % Sátt, 250 kr. sekt, 700 kr. skaðabætur, fyrir brot gegn 244, gr. sbr. 256. gr. hegningarlaganna. Málavextir eru þeir, er nú skal greina: Miðvikudaginn 5. september s. 1. klukkan 7,45 um morguninn kom Reynir Kratch, kranastjóri hjá Kol £ Salt h/f, til lögreglu- Þjónanna Þórðar Kárasonar og Guðbrandar Þorkelssonar, er þeir voru staddir á Lækjartorgi. Skýrði hann svo frá, að þá rétt áður hefði hann séð bifreiðinni R 1662 ekið upp á gangstétt á Laugavegi. Skömmu áður hafði bifreið þessari verið ekið mjög gætilega fram hjá þeim lögregluþjónunum. Fóru Þeir nú að svipast um eftir henni og sáu, hvar hún stóð í Hafnarstræti hægra megin á götunni 495 fyrir framan Hótel Heklu. Við stýri hennar sat kærði, mjög ölv- aður, en við hlið hans Sigurbjartur Sigurbjörnsson, Álfheimum 13 A, og í aftursæti Ottó Vilhelm Simonsen, Skála 33 á Skólavörðuholti, báðir mikið drukknir. Þeir lögregluþjónarnir handtóku mennina og færðu þá á lögreglustöðina, þar sem kærði var færður í fanga- geymsluna. Neitaði hann að hafa ekið bifreiðinni og kvað einhvern annan mann hafa gert það, sem hefði haft á brott með sér kveikju- láslykil hennar. Hann fannst þó í vösum kærða. Félagar kærða viður- kenndu fyrir lögregluþjónunum, að hann hefði ekið bifreiðinni frá Barónsstig. Kærði skýrir svo frá málavöxtum, að nokkru eftir miðnætti þriðjudaginn 4. sept. s. 1. hafi hann komið til kunningja sins, Ottós Vilhelm Simonsen, Skála 33 á Skólavörðuholti. Var þar þá fyrir fyrr- greindur Sigurbjartur Sigurbjörnsson. Settist hann að drykkju með þeim, en kærði og Ottó áttu sína brennivinsflöskuna hvor. Dvöldust Þeir fyrst heima hjá Ottó, en fóru svo heim til kærða. Fundu þeir fljótt til áfengisáhrifa, og er þeir höfðu tæmt báðar Þbrennivíns- flöskurnar, tók kærði fram þá þriðju, og byrjuðu þeir að drekka úr henni. Gerðist hann nú svo ölvaður, að hann kveðst muna óljóst, hvað skeði eftir þetta, þar til lögregluþjónarnir handtóku hann í Hafnarstræti. Sat hann þá við stýri bifreiðar sinnar, R 1662, sem hann kveðst hafa skilið eftir fyrir utan heimili sitt fyrr um kvöldið. Dregur hann ekki í efa, að hann hafi ekið bifreiðinni frá Barónsstis og niður í Hafnarstræti, en kveðst ekki geta sagt um, hvort hann hafi ekið henni upp á gangstétt á Laugavegi. Fyrrgreindir félagar kærða, Ottó Vilhelm Simonsen og Sigur- bjartur Sigurbjörnsson, skýra eins frá vindrykkjunni og kærði. Muna þeir þó ekki eftir brennivinsflösku. þeirri, er kærði lagði til, en efast þó ekki um, að hann hafi skýrt rétt frá um það atriði. Voru þeir svo ölvaðir, að þeir muna mjög óljóst eftir málsatvikum. Rámar þá þó báða í, að kærði hafi talað um að fara að aka í bifreið sinni um bæinn, og að þeir hafi verið í henni, en hver ók, eða hvert hafi verið ekið, muna þeir ekki. Þá minnast þeir þess heldur ekki að hafa viðurkennt fyrir lögregluþjónunum, að kærði hefði ekið bifreiðinni. Ottó Vilhelm Simonsen hefur skýrt svo frá, að hann haldi, að þeir félagar hafi farið gangandi til Þorgríms Jónssonar bifreiðarstjóra, Vitastíg 13, sem hefur ekið bifreiðinni fyrir kærða, en getur ekki sagt um, hvort Þorgrímur hafi verið með þeim fé- lögum í bifreiðinni. Vitnið Þorgrímur Jónsson hefur í réttarhaldi 12. sept. s. 1. borið, að það hafi aldrei ekið kærða og tveim mönnum. Aftur á móti hafi það ekið kærða einum bæði drukknum og ódrukknum. Þá kveðst það fyrir að minnsta kosti hálfum mánuði hafa ekið eina nótt með kærða og Ottó Simonsen, sem það kannast við, lítið dukkna, og að stúlka, er það telur vera systur Ottós, hafi einnig verið með þeim. 496 Akstrinum lauk þannig, að milli kl. 6 og 7 um morguninn skildi vitnið við bifreiðina norðan til í Hafnarstræti við Hótel Heklu, en aksturinn hóf það milli kl. 3 og 4 um nóttina heiman að frá sér. Kveikjuláslykilinn skildi vitnið eftir í bifreiðinni, en kærði tók siðan við honum. Sá vitnið á eftir kærða og Ottó, þar sem Þeir gengu upp Bankastræti, en stúlkan hafði farið úr bifreiðinni vestur í bæ. Engin deili veit vitnið á Sigurbjarti Sigurbjörnssyni og kveðst ekki kannast við nokkurn mann með því nafni. Bifreiðina R 1662 kveðst það oftast geyma fyrir utan heimili sitt, þó segir það kærða hafa geymt bifreiðina heima hjá sér fyrir um viku, vegna þess að einn hjólbarði bifreiðarinnar hafði sprungið. Eins og málsatvikum er lýst hér að framan, verður að telja það sannað, að kærði hafi ekið bifreiðinni R 1662 með áhrifum áfengis, eins og að framan getur, enda hefur hann hvorki getað þrætt fyrir það né tilnefnt nokkurn annan, sem hefði getað ekið bifreiðinni, og ekkert komið fram í rannsókn málsins, er bendi til þess. Hefur hann með þessu atferli sínu gerzt brotlegur við 21. sbr. 39. gr. áfengislaga nr. 33 9. janúar 1935 og 1. mgr. 23. sbr. 38. gr. bifreiða- laga nr. 23 16. júní 1941. Þá verður einnig að telja sannað með framburði vitnisins Reynis Kratch, að kærði hafi ekið bifreiðinni upp á gangstéttina á Lauga- vegi, enda hefur hann ekki getað mótmælt því. Hefur kærði með Þessum akstri sínum einnig brotið 30. sbr. 96. gr. lögreglusamþykktar Íyrir Reykjavík nr. 2 7. janúar 1930. Refsingu kærða ber að ákveða með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19 12. febrúar 1940, og þykir hún hæfilega metin varðhald í 10 daga. Samkvæmt 21. gr. áfengislaganna og 39. gr. bifreiðalaganna ber að svipta kærða bifreiðastjóraréttindum ævilangt frá birtingu dóms Þessa. Loks ber að dæma kærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, hrl. Lárusar Jó- hannessonar, kr. 150.00. Nokkur dráttur hefur orðið á rekstri máls þessa. Stafar hann af þvi, að Þórður Björnsson fulltrúi, er með rannsókn máls þessa hafði að gera, fór héðan af landi burt um miðjan októbermánuð s. 1., og bárust dómaranum málsskjölin ekki í hendur fyrr en þá. Vegna mikilla anna hins skipaða verjanda kærða varð talsverður dráttur á, að vörn málsins væri skilað. Rekstur málsins hefur verið vítalaus. Dómsorð: Kærði, Guðjón Gíslason, sæti varðhaldi í 10 daga. Hann er sviptur bifreiðastjóraréttindum ævilangt frá birt- ingu dóms þessa. 497 Kærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin máls- varnarlaun til skipaðs verjanda sins, hrl. Lárusar Jóhannes- sonar, kr. 150.00 Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Föstudaginn 14. nóvember 1947. Nr. 91/1947. Réttvísin (Hrl. Magnús Thorlacius) Segn Jóhanni Ásgrími Guðjónssyni (Hrl. Guttormur Erlendsson). Skjalafals. Dómur hæstaréttar. Með skírskotun til forsendna héraðsdómsins ber að stað- festa hann og dæma ákærða til að greiða allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin laun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, kr. 300.00 til hvors. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Jóhann Ásgrímur Guðjónsson, greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin laun skip- aðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstarétt- arlögmannanna Magnúsar Thorlacius og Guttorms Er- lendssonar, kr. 300.00 til hvors. Dóminum Þber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 22. febrúar 1947. Ár 1947, laugardaginn 22. febrúar, var í aukarétti Reykjavíkur, sem haldinn var í skrifstofu réttarins af sakadómara Bergi Jóns- syni, kveðinn upp dómur í málinu nr. 471/1947: Réttvísin gegn Jó- hanni Ásgrími Guðjónssyni, sem tekið var til dóms samdægurs. Mál þetta er af réttvísinnar hálfu höfðað gegn Jóhanni Ásgrími Guðjónssyni sjómanni, Grundarstig 11 hér í bæ, fyrir brot gegn XVII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19 12. febrúar 1940 til refs- ingar og greiðslu sakarkostnaðar. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 3. júlí 1923 32 498 i Bolungarvík, og hefur, svo kunnugt sé, sætt eftirtöldum kærum og refsingum: 1941 ?% Undir eftirliti á Ísafirði skv. 30. gr. hegningarlaganna til 3% 1942. 1941 214 Áminning á Ísafirði fyrir brot gegn 17. gr. laga nr. 33/1935. 1941 !%% Dómur aukaréttar Reykjavíkur, 30 daga fangelsi, skilorðs- bundið, sviptur kosningarrétti og kjörgengi, fyrir þjófnað og akstur á ljóslausu reiðhjóli. 1942 3% Sátt á Ísafirði, 25 kr. sekt fyrir brot gegn 18. gr. laga nr. 33/1935. 1943 %s Dómur aukaréttar Ísafjarðar, 40 daga fangelsi og sviptur kosningarrétti og kjörgengi fyrir brot gegn 155. gr. hegn- ingarlaganna. 1944 % Sátt á Ísafirði, 25 kr. sekt fyrir brot gegn 18. gr. laga nr. 33/1935. Samkvæmt eigin játningu ákærða, sem er í samræmi við það, sem upplýst er í málinu á annan hátt, eru málavextir þessir: Föstudaginn 6. desember s. 1. fór ákærði inn í skrifstofu Gunnars Guðjónssonar skipamiðlara, Tryggvagötu 28 hér í bæ, til að taka við eins dags vinnulaunum sínum. Ákærði sá á vinnulista, sem lá þar á afgreiðsluborðinu, að maður að nafni Guðsteinn Jónsson átti ógoldin vinnulaun að upphæð rúmar 200 krónur. Datt ákærða þá í hug að taka þessi vinnulaun Guðsteins út. Ákærði tók nú við vinnulaunum sinum og fór út úr skrifstofunni, en kom inn aftur eftir nokkra stund. Spurði hann eftir vinnulaunum Guðsteins og voru afhent þau, kr. 200.48. Kvittaði ákærði fyrir móttöku þeirra með því að rita nafn Guðsteins Jónssonar í kvittanabók vinnulistans fyrir aftan nafn Guð- steins á honum. Ákærði kannaðist ekkert við Guðstein og hafði ekki hugmynd um, hvernig hann ritaði nafn sitt. Ritaði ákærði nafn hans, eins og honum var eðlilegast, og breytti ekkert rithönd sinni. Ákærði eyddi vinnulaunum Guðsteins í drykkjuslark um kvöldið. Sama dag ætlaði Guðsteinn Jónsson að fá greidd nefnd vinnulaun sin, en þá hafði ákærði þegar hirt þau, svo sem fyrr greinir. Var nú málið kært til rannsóknarlögreglunnar, og viðurkenndi ákærði dag- inn eftir brot sitt. Ákærði hefur nú. endurgreitt Guðsteini vinnu- launin. Ákærði hefur með framangreindu atferli sínu gerzt brotlegur segn 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19 12. febrúar 1940, og Þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 3 mánuði. Samkvæmt 68. gr. 3. mgr. hegningarlaganna ber að svipta ákærða kosningarrétti og kjörgengi til opinberra starfa og annarra almennra kosninga frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar. Rekstur málsins hefur verið vítalaus. 499 Dómsorð: Ákærði, Jóhann Ásgrímur Guðjónsson, sæti fangelsi í 3 mán- uði. Ákærði er frá birtingu dóms þessa sviptur kosningarrétti og kjörgengi til opinberra starfa og annarra almennra kosninga. Ákærði greiði allan sakarkostnað. Dómi þessum skal fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 17. nóvember 1947. Nr. 61/1946. Páll Bjarnason (Hrl. Gústaf A. Sveinsson) gegn Þorkeli Þorleifssyni (Hrl. Sigurgeir Sigurjónsson). Deilt um rétt til umferðar. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi, sem skotið hefur máli þessu til hæstaréttar með stefnu 3. maí f. á., krefst þess: 1. að vegur sá, sem liggur á lóðamörkum Bústaðabletts VIII (Hreiðurs) og Bústaðabletts IX (Lækjar), sé sam- eign aðilja, enda eigi ábúandi Hreiðurs umferðarrétt um veginn. 2. að stefnda verði gert að nema burtu girðingu, sem hann hefur lagt eftir miðju nefnds vegar, að viðlögð- um 200 króna dagsektum til áfrýjanda. Loks krefst áfrýjandi málskostnaðar úr hendi stefnda bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst þess, að héraðsdómurinn verði staðfestur og áfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Aðiljar máls þessa búa á tveimur erfðaleigulöndum, Bú- staðabletti 8 (Hreiðri) og Bústaðabletti 9 (Læk). Liggja lönd þessi samhliða. Erfðaleiguhafar þeir, sem reistu hús þarna 1932, komu sér saman um að leggja sameiginlegan veg heim undir íbúðarhús sin eftir lóðamörkunum. Notuðu 500 þeir síðan veginn báðir. Sama gerðu og aðiljar þeir, sem fengu erfðaleigurétt að löndunum framseldan. Hélzt þessi háttur fram til ársins 1945, er deila reis með aðiljum máls þessa og stefndi setti upp girðingu á landamerkjum eftir miðjum vegi og breikkaði síðan þann hluta vegarins, er liggur um land hans. Það hafa ekki komið fram í máli þessu sannanir fyrir því, að fyrri eigendur greindra erfðaleigulanda hafi berum orð- um eða á annan hátt samið svo með sér, að vegur sá, sem í málinu greinir, skyldi haldast framvegis til sameignlegrar hagnýtingar ábúendum greindra lendna, og að stefnda hafi átt að vera kunnugt um slíka gerninga, þegar hann eign- aðist Bústaðablett 9. Þá verður ekki talið, að vegur þessi sé slíkt mannvirki, að stefnda hafi átt af ummerkjum vegar- ins að vera ljós tilvist slíkra gerninga. Loks hefur stefndi ekki með samningum bundið sig til að hlíta sameiginlegum vegi um land sitt. Samkvæmt þessu ber að staðfesta það ákvæði héraðs- dóms, að áfrýjanda sé óheimil umferð um land stefnda. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í héraði og fyrir hæstarétti falli niður. Dómsorð: Áfrýjanda, Páli Bjarnasyni, er óheimil för um land stefnda, Þorkels Þorleifssonar, það er að framan greinir. Málskostnaður í héraði og fyrir hæstarétti fellur niður Dómur merkjadóms Reykjavíkur 20. apríl 1946. Mál þetta, sem dómtekið var 2. þ. m., hefur Þorkell Þorleifsson, Læk við Breiðholtsveg hér í bæ, höfðað fyrir merkjadóminum með stefnu, útgefinni 17. október 1945, gegn Páli Bjarnasyni, Hreiðri við Breiðholtsveg hér í bænum, og eru dómkröfur hans þessar: 1. Að viðurkennt verði með dómi, að mörkin milli lóða aðilja séu eins og girðing sú, sem stefnandi setti upp í júnímánuði 1945. 2. Að stefnda verði talið óheimilt að nota umferðarrétt innan téðrar girðingar og 3. Að stefnda verði gert að greiða stefnanda málskostnað að skað- lausu. 501 Þá hefur stefnandi og áskilið sér rétt til heimtu skaðabóta í sér- stöku máli fyrir tjón það, er hann telur sig hafa beðið af völdum stefnda. Stefndi hefur viðurkennt 1. kröfulið stefnanda, en krafizt sýknu af 2. og 3. lið hér að framan, svo og málskostnaðar í aðalsök. Þá hefur hann og höfðað sagnsök með stefnu, útgefinni 3. nóvember 1945, og haft uppi þessar kröfur. 1. Að vegur sá, er síðar greinir og liggur á lóðamörkum, tilheyri aðiljum að jöfnu, enda beri Hreiðri umferðarréttur un: veginn. 2. Að aðalstefnanda verði talið skylt að nema burt girðingu sina, þar sem hún liggur eftir greindum vegi, að viðlögðum 200 króna degsektum til gagnstefnanda, og 3. Að aðalstefnandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar í sagnsök. Aðalstefnandi hefur krafizt sýknu og málskostnaðar í gagnsök. Málavextir eru þessir: Hús aðalstefnanda, er stendur á erfðafestulandinu Bústaðabletti 9, mun hafa verið byggt um sama leyti og hús gagnstefnanda, en það stendur á erfðafestulandinu Bústaðabletti 8. Erfðafestuhafar þeir, er byggðu hús þessi, komu sér saman um að girða ekki milli landanna, en á lóðarmörkum lögðu þeir sameiginlegan veg þannig, að mörkin lágu eftir veginum miðjum. Að öðru leyti var girt um lönd þessi, og var sameiginlegi hlið á girðingunum við upphaf vegarins. Vorið 1945 setti gagnstefnandi upp girðingu milli landa aðilja meðfram vegarbrún og hafði á henni hlið við enda vegarins. Í byrjun júní sama ár girti aðalstefnandi á lóðamörkum, þ. e. eftir veginum miðjum, og breikkaði um leið þann vegarhelmins, er á hans landi var. Vegarhelmingur gagnstefnanda er ekki fær bifreiðum fyrir þrengsla sakir, og fór svo, fám dögum eftir að aðalstefnandi hafði lokið við girðinguna, að gagnstefnandi kom í flutningabifreið og ók veginn, sem lá nú allur á landi aðalstefnanda, Á vegarenda tók hann upp girðinguna, og er þar opið síðan, enda hefur hann ekið um Þenna ves, þegar hann hefur talið sér þörf þess. Aðalstefnandi hefur eigi viljað una þeirri háttsemi gagnstefnanda og því höfðað mál þetta. Eins og að framan var greint, féll niður ágreiningur aðilja um lóðamerki, og kemur því aðeins til úrlausnar í máli þessu, hver rétt- indi hvor aðilja hefur til hins upphaflega sameiginlega vegar. Aðalstefnandi hefur haldið því fram, að sér hafi verið heimilt að girða land sitt á mörkum þrátt fyrir veg þenna og sögu hans, enda kveðst hann aldrei hafa samþykkt varanlegan umferðarrétt um veginn handa gagnstefnanda né öðrum mönnum. Slík kvöð hvíli eigi á landi sínu, enda engum gögnum þinglýst í þá átt, né heldur hafi sér verið gert kunnugt um slíkar kvaðir, er hann keypti hús sitt. 502 Gagnstefnandi rökstyður dómkröfur sinar með því, að vegur þessi var lagður af hinum fyrstu erfðafestuhöfum í sameiningu og siðan notaður af íbúum og eigendum beggja húsa. Telur hann því ljóst, að vegurinn sé sameign aðilja, og beri þeim því gagnkvæmur um- ferðarréttur um hann. Gagnstefnandi hefur ekki samið berum orðum um rétt til um- ferðar um land aðalstefnanda við hann né fyrri eigendur húss hans. Slíkir samningar virðast þó, eins og á stóð, nauðsynlegir til þess að gagnstefnandi gæti öðlazt rétt þenna, þar eð eigi er unnt að. telja athafnir eða athafnaleysi fyrri eigenda húsanna hafa haft slíkar réttarverkanir, þegar þess er einnig gætt, að vegurinn mun hafa verið lagður á árunum 1932— 1933, og því eigi liðinn hefðar- tími ítaks. Samkvæmt framanrituðu ber því að taka til greina dómkröfur aðalstefnanda í aðalsök og telja gagnstefnanda óheimila umferð um land aðalstefnanda. Eftir þessum málalokum þykir og rétt, að gagn- stefnandi greiði aðalstefnanda málskostnað, er þykir hæfilega ákveð- inn kr. 250.00. Með tilvísun til alls framanritaðs þykir og rétt að taka til greina sýknukröfu aðalstefnanda í gagnsök, en eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Í dóminum áttu sæti Einar Arnalds borgardómari og meðdóms- mennirnir Ólafur Lárusson prófessor og Sigurður Thoroddsen fyrr- um yfirkennari. Uppsögn dómsins hefur dregizt nokkuð um venju fram sakir anna dómenda. Dómsorð: Í aðalsök er aðalstefnda, Páli Bjarnasyni, óheimil umferð um land aðalstefnanda, Þorkels Þorleifssonar. Aðalstefndi greiði aðalstefnanda kr. 250.00 í málskostnað. Í gagnsök skal gagnstefndi vera sýkn af öllum kröfum gagn- stefnanda, en málskostnaður falli niður. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri -aðför að lögum. 503 Þriðjudaginn 18. nóvember 1947. Nr. 157/1946. Stefán Snæbjörnsson og Kristján Pétur Guð- mundsson (Hrl. Sveinbjörn Jónsson) gegn Vigfúsi Vigfússyni (Hrl, Gústaf A. Sveinsson) og Vigfús Vigfússon (Hrl. Gústaf A. Sveinsson) gegn Stefáni Snæbjörnssyni, Kristjáni Pétri Guð- mundssyni og Guðmundi Jörundssyni (Hrl. Sveinbjörn Jónsson) Fébótamál vegna bifreiðarslyss. Dómur hæstaréttar. Aðaláfýjendur hafa skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu 6. des. 1946. Krefjast þeir þess aðallega, að þeir verði sýknaðir af kröfum gagnáfýjanda í málinu og að þeim verði dæmdur málskostnaður úr hendi hans bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Til vara krefjast þeir þess, að dæmd fjárhæð verði lækkuð eftir mati dóms- ins, að málskostnaður í héraði verði látinn falla niður, en gagnáfrýjanda gert að greiða þeim málskostnað fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 31. des. 1946. Krefst hann þess aðallega, að aðaláfrýjendur Stefán Snæbjörnsson og Kristján Pétur Guðmundsson og stefndi Guðmundur Jörundsson verði dæmdir in solidum til að greiða honum kr. 28404.26, en til vara, að sömu aðiljum verði gert að greiða fjárhæð þessa í því hlutfalli, sem dóm- urinn ákveður, og til þrautavara, að einn nefndra aðilja eða tveir in solidum verði dæmdir til að greiða honum nefnda fjárhæð. Þá krefst gagnáfrýjandi og 5% ársvaxta af dæmdri fjárhæð frá 2. febr. 1946 til greiðsludags svo og málskostnað- ar fyrir báðum dómum eftir mati hæstaréttar. Til ýtrustu þrautavara krefst gagnáfrýjandi staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir hæstarétti. 504 Það er komið fram í málinu, að aðaláfrýjandi Stefán Snæbjörnsson, eigandi bifreiðarinnar A 63, hafi á þeim tíma, er slysið varð, leigt bifreiðina aðaláfrýjanda Kristjáni Pétri Guðmundssyni, er sjálfur ók bifreiðinni. Verður því að telja, að Kristján Pétur hafi verið umráðamaður bifreiðar- innar, er slysið bar að höndum, sbr. 1. mgr. 35. gr. og 5. mgr. 34. gr. laga nr. 23/1941. Af þessu leiðir, að aðaláfrýj- andi Stefán Snæbjörnsson bar ekki eigandaábyrgð á bif- reiðinni á þessum tíma. Ber því að sýkna hann af kröfum sagnáfrýjanda í málinu, en rétt þykir, að málskostnaður, að því er hann varðar, falli niður fyrir báðum dómum. Skilrúm þau, er hlaðin voru á vörupall bifreiðarinnar A 63, voru höfð þar óbundin. Var sá umbúnaður mjög ótryggi- legur og átti þátt í því, að slysið varð. Þessa vangæzlu verð- ur að telja aðaláfrýjanda Kristjáni Pétri Guðmundssyni, er ábyrgð bar á hleðslu bifreiðar sinnar, til sakar auk mistaka Þeirra, er honum urðu á í akstrinum, er farmur Þifreiðar hans rakst í aðra bifreið. Ber hann því fébótaábyrgð á tjóni því, er af slysinu hlauzt, samkvæmt 3. mgr. 35. gr. laga nr. 23/1941. Gagnáfrýjandi vann í þágu stefnda, Guðmundar Jörunds- sonar, er slysið varð. Stefndi Guðmundur var sjálfur við- staddur og stjórnaði verki, er skilrúmunum var hlaðið á bif- reiðina, og gagnáfrýjandi tók sér far með henni vegna flutningsins og með vitund Guðmundar. Þykir stefndi Guð- mundur eiga að bera ábyrgð á því, hversu ótryggilega var frá farminum gengið. Ber því einnig að telja hann bóta- skyldan vegna slyssins. Gagnáfrýjanda var kunnugt um, hvernig hleðslu farms- ins á bifreiðina var háttað. Þykir hann hafa sýnt nokkra óvarkárni með því að taka sér stöðu á bifreiðinni aftan við farminn án þess að kvarta undan öryggisskortinum. Telst þvi rétt samkvæmt 3. mgr. 34. gr. laga nr. 23/1941, að gagnáfrýjandi beri sjálfur % hluta tjóns sins. Að þvi er tekur til skaðabótakröfu gagnáfrýjanda, þá ber með skirskotun til raka héraðsdóms að taka til greina 1.—-11. kröfulið. Bætur samkvæmt 12. kröfulið þykja hæfi- lega ákveðnar kr. 2000.00. Þá teljast bætur samkvæmt 18. 505 kröfulið hæfilega metnar kr. 4000.00 og samkvæmt 14. kröfulið kr. 7000.00. Samtals verða fjárhæðir þessar kr. 24004.56. Ber aðaláfrýanda Kristjáni Pétri Guðmundssyni og stefnda Guðmundi Jörundssyni að greiða in solidum sagnáfrýjanda % hluta þeirrar fjárhæðar, eða kr. 19203.65, ásamt vöxtum, svo sem krafizt er. Svo ber þeim og in solidum að greiða gagnáfrýjanda málskostnað bæði í hér- aði og fyrir hæstarétti, er þykir hæfilega ákveðinn samtals kr. 3000.00. Dómsorð: Aðaláfrýjandi Stefán Snæbjörnsson á að vera sýkn af kröfum gagnáfrýjanda, Vigfúsar Vigfússonar, í máli þessu, og fellur málskostnaður niður bæði í héraði og fyrir hæstarétti, að því er hann varðar. Aðaláfrýjandi Kristján Pétur Guðmundsson og stefndi Guðmundur Jörundsson greiði in solidum gagn- áfrýjanda kr. 19203.65 ásamt 5% ársvöxtum frá 2. febr. 1945 til greiðsludags og málskostnað bæði í héraði og fyrir hæstarétti, samtals kr. 3000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Akureyrar 13. nóvember 1946. Mál þetta, sem tekið var til dóms þann 8. þ. m., hefur stefn- andinn, Vigfús Vigfússon sjómaður, Akureyri, höfðað fyrir bæjar- þingi Akureyrar með stefnu, útgefinni 2. febrúar þ. á., á hendur þeim Stefáni Snæbjörnssyni vélsmið, Akureyri, Kristjáni P. Guð- mundssyni, Brekkugötu 27, Akureyri, og Guðmundi Jörundssyni útgerðarmanni, Akureyri, til þess aðallega að fá þá dæmda in solidum til að greiða skaðabætur, að fjárhæð kr. 28828.55, til vara, að sömu upphæð verði skipt milli hinna stefndu til greiðslu í því hlutfalli, er dómarinn teldi eðlilegast, og til þrautavara, að einn sérstakur eða tveir hinna stefndu in solidum, eða skipt eftir ákveðnu hlutfalli, verði dæmdir til bótagreiðslunnar. Við munnlegan flutn- ing málsins hefur stefnandi lækkað kröfu sina um kr. 424.29 og í kr. 28404.26. Þá krefst stefnandi í öllum tilfellum 5% ársvaxta frá útgáfudegi 506 stefnu til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu eða að mati dómara. Stefndu krefjast algerrar sýknu og málskostnaðar úr hendi stefn- anda. Til vara krefjast þeir þess, að tjóninu verði skipt í hlutfalli við sök hvers um sig, stefnanda og hinna stefndu, og til Þrautavara, að bótaupphæðin verði lækkuð eftir mati dómarans. Tildrög máls þessa eru þau, að 30. júní 1944 vann stefnandi ásamt öðrum verkamönnum hjá stefnda Guðmundi Jörundssyni, útgerðar- manni á Akureyri, við flutning á þilfarsskilrúmum (sildardekki) úr geymsluhúsi á Oddeyrartanga, sem flytja átti í skip Guðmundar, sem lá við Torfunesbryggju á Akureyri. Skilrúmin voru flutt á vörubifreiðinni A 63, eign stefnda Stefáns Snæbjörnssonar, öku- maður var stefndi Kristján P. Guðmundsson, en stefndi Guðmundur Jörundsson hafði yfirstjórn vinnunnar. Skilrúmunum var vandlega staflað á bifreiðina, og stóð farmur- inn nokkuð út af hliðum hennar. Aftast á bifreiðarpallinum var mjótt, autt bil, sem talið er, að hafi verið ca. 1% fet á breidd, og stóðu verkamenn á því við stöflun farmsins. Farmurinn var ekki bundinn. Þegar lokið var fermingu bifreiðarinnar, fóru þrír menn, sem áttu að vinna við affermingu hennar á bryggjunni, upp á pall hennar. Tveir þeirra komu sér fyrir uppi á farminum fram við stýris- hús, hvor sínum megin, en þriðji maðurinn, sem var stefnandi máls Þessa, kom sér fyrir aftast á bifreiðinni. Hafði hann fætur á auða bilinu aftast á pallinum, en hallaði sér upp að og studdist við. planka eða þrep í timburstaflanum. Stefndi Guðmundur Jörundsson sat í stýrishúsi hjá ökumanni. Ekið var vestur Strandgötu. Á Strand- götu stóð mjólkurflutningabifreiðin á vinstra vegkanti, og þegar A 63 fór framhjá, rakst timbrið, sem út af pallinum stóð, lítillega á mjólkurbifreiðina. Við áreksturinn rakst spýta úr farminum á kálfa stefnanda, og féll hann við það á götuna. Var stefnandi nú fluttur til læknis og meiðsli hans athuguð. Kvartaði hann þá um sársauka í vinstri öxl og herðablaði og utan á vinstra læri. Taldi læknirinn, að einungis væri um mar eða tognun að ræða, sem mundi batna án sérstakra aðgerða á viku eða hálfum mánuði. Nokkrum dögum siðar fór stefnandi á sildveiðar á m/s Narfa. Kom þá í ljós, að hann þoldi ekki vinnu, máttleysi og verkir í vinstri mjöðm og læri jukust. Var hann fluttur í land að viku liðinni, og lagðist hann í sjúkrahús 18. júni. Kom þá í ljós, er röntgenmynd hafði verið tekin, innkýlt brot í lærbeinshálsi. Dvaldi stefnandi í sjúkrahúsinu til 18. október um haustið, en fór ekki að vinna fyrr en 23. nóvember næst á eftir og hefur unnið síðan. Við læknisskoðun 29. des. 1945 kvartaði stefnandi um stirðleika, breytu og máttleysiskennd í vinstri mjöðm og læri og þrautir í lær- beinshnútunni og mjöðminni. Vinstri fótur reyndist 1 cm styttri en sá hægri, en vöðvarýrnun var ekki mælanleg. 507 Hreyfingar í vinstri mjaðmarlið voru nokkru minni en hægra megin, og stefnandi kenndi sársauka í liðnum, ef reynt var að þvinga hreyfingar. Röntgenmynd sýndi tæplega 1 cm styttingu á lærleggs- hálsi og truflaða beinmyndun á brotstaðnum. Samkvæmt lýsingu þessari hefur Pétur Magnússon, sem þá gegndi tryggingaryfirlæknis- störfum, metið örorku stefnanda þannig: Frá 18. júní til 23. nóv. 1944 100% Örorka, eftir það 6% örorka. Stefnandi byggir bótakröfu sina á hendur stefndu á því, að þeir beri sameiginlega ábyrgð á tjóni því, er stefnandi hlaut við slysið, stefndi Stefán sem eigandi bifreiðarinnar samkvæmt 35. gr. 1. mgr. bifreiðalaga, stefndi Kristján vegna þess, að hann átti sök á slysinu með óvarlegum akstri, en stefndi Guðmundur vegna þess, að hann hafði yfirumsjón verksins og lét stefnanda vera aftan á bifreiðinni. Stefndu byggja aðalkröfu sina um sýknu á því, að stefnandi beri sjálfur ábyrgð á tjóni sinu vegna þess, að hann hafi sjálfur verið valdur að því með gálauslegu framferði. Hann hafi tyllt fótum á mjóa brún á bifreiðarpallinum aftan við farminn og haldið vinstri hendi í planka, sem lá ofan á timburstaflanum. Verði að telja það stórkostlegt gáleysi. Til vara krefjast stefndu þess, að tjóninu verði skipt í hlutfalli við sök hvers um sig, stefnanda og stefndu, og að fébætur verði færðar niður eða jafnvel felldar alveg niður sam- kvæmt 3. mgr. 34. gr. bifreiðalaga. För stefnanda með bifreiðinni umrætt skipti virðist hafa verið eðlileg og sjálfsögð, eins og á stóð, þar sem hann átti að vinna við affermingu hennar, enda var för hans með bifreiðinni eftir ráð- stöfun stefnda Guðmundar með vitund og samþykki bifreiðarstjóra. Einnig lítur svo út, sem hann hafi ekki átt völ á öðrum stað á bif- reiðinni, þar sem tveir menn aðrir sátu á timburstaflanum fram við stýrishús, hvor sínum megin. Bifreiðarstjórinn ók mjög hægt með ca. 10 km hraða, miðað við klukkustund, og bendir því ekkert til, að hætta hefði verið á ferðum, ef sú slysni hefði ekki hent bifreiðar- stjórann, að farmur bifreiðarinnar rakst á aðra bifreið. Verður því ekki talið, að stefnandi eigi sök á tjóninu. Upplýst er, að framan- greind slysni Þbifreiðarstjórans vegna vangæzlu hans við aksturinn var bein orsök slyssins. Er hann því bótaskyldur samkvæmt almenn- um skaðabótareglum og einnig eigandi bifreiðarinnar samkvæmt 35. gr. 1. mgr. bifreiðalaga. Hins vegar þykir mega sýkna stefnda Guð- mund Jörundsson af kröfum stefnanda, þar sem ekki verður talið, að hann eigi sök á slysinu né eigi að bera ábyrgð á vangæzlu bifreiðar- stjórans við aksturinn. Stefnandi hefur sundurliðað kröfu sína í 14 liði. Liðirnir 1—10, samtals kr. 3311.50, eru sundurliðun á beinum kostnaði stefnanda af sjúkrahúsvist, þóknun til lækna o. þ. h. 11, liður kr. 8117.35, að frá- dregnum kr. 424.29, er tjón það, sem stefnandi telur sig hafa beðið vegna missis síldarvertiðar. 508 Í 12. lið telur stefnandi tjón það, kr. 2399.70, er hann kveðst hafa beðið vegna atvinnumissis frá lokum sildarvertíðar til 23. nóvember, er hann fór að vinna. Í 13. lið er krafa um bætur fyrir sársauka og óþægindi vegna meiðslisins, kr. 5000.00, og í 14. lið krafa um bætur fyrir varanleg mein og minnkaða orku, kr. 10000.00. Allir liðirnir nema samtals kr. 28404.26, og er það bótaupphæð sú, sem krafizt er dóms um í málinu. Liðunum nr. 1—10 hefur ekki verið mótmælt sérstaklega, nema tvítalinni röntgenmynd, en frá þeim mótmælum var fallið við munn- legan flutning málsins. Verða þargreindar upphæðir, kr. 3311.50, lagðar til grundvallar. Um 11. Upplýst er, að síldarhlutur sjómanna á skipi því, er stefn- andi var ráðinn á til síldveiða, nam kr. 8117.35, að meðtalinni vinnu dagana 1. júlí til 5. júlí við undirbúning skipsins á veiðar. Hlutur stefnanda á skipinu dagana 12.—18. júní var kr. 494.20. Mismuninn, kr. 7693.06, þykir mega telja tjón stefnanda vegna hlutarmissis á sildarvertið. Um 12. Þessum lið er mótmælt sem allt of háum og ósönnuðum. Upphæðin, kr. 2399.70, er kaup í tvo mánuði og 5 daga frá 18. sept- ember, er sildarvertið lauk, til 23. nóvember, er stefnandi hóf vinnu. Útreikningi kaupsins hefur ekki verið mótmælt sérstaklega, en hins vegar er á það bent af hálfu stefndu, að ólíklegt sé, að stefnandi hefði haft avinnu allan þenna tíma, þar sem stefnandi er sjómaður, en á þessum tíma er oft hlé á atvinnu sjómanna. Stefnandi var 53 ára gamall um þetta leyti. Hann er talinn mjög duglegur starfsmaður. Þykir með hliðsjón af því mega telja, að stefnandi hafi beðið tjón vegna atvinnumissis þenna tíma, en með tilliti til þess, að reikna má til frádráttar framfærslukostnað stefn- anda sama tíma, þykja bætur samkvæmt þessum lið hæfilega metnar kr. 1600.00. Um 13. og 14., bætur fyrir sársauka og óþægindi, kr. 5000.00, og bætur fyrir varanleg mein og minnkaða orku, kr. 10000.00. Sjálfsagt þykir, að stefnandi fái bætur fyrir sársauka og óþæg- indi og einnig fyrir varanleg mein og minnkaða orku, samanber það, sem segir í læknisvottorði 29. des. 1945 og áliti tryggingaryfirlækn- isins. Enda þótt stefnandi hafi ekki beðið tjón vegna vinnumissis eftir 23. nóv. 1944, þykir ekki ólíklegt, að starfskraftar hans muni endast ver vegna meiðslisins. Með hliðsjón af þessu og aldri stefn- anda þykja bætur samkvæmt báðum þessum liðum hæfilega metnar kr. 8000.00. Niðurstaða málsins verður því sú, að tjón stefnanda verður talið kr. 3311.50, kr. 7693.06, kr. 1600.00 og kr. 8000.00, eða alls kr. 20604.56. Verða stefndu Stefán Snæbjörnsson og Kristján P. Guðmundsson dæmdir til að greiða upphæð þessa in solidum ásamt 5% ársvöxtum frá 2. febrúar 1946 til greiðsludags og máls- 509 kostnað kr. 2600.00. Málskostnaður stefnda Guðmundar Jörunds- sonar, sem sýknaður verður, þykir mega falla niður. Friðjón Skarphéðinsson bæjarfógeti kvað upp dóm þenna. Þvi dæmist rétt vera: Stefndi Guðmundur Jörundsson á að vera sýkn af kröfum stefnanda, en málskostnaður hans fellur niður. Stefndu Stefán Snæbjörnsson og Kristján P. Guðmundsson greiði in solidum stefnanda, Vigfúsi Vigfússyni, kr. 20604.56 auk 5% ársvaxta frá 2. febrúar 1946 til greiðsludags og kr. 2600.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 19. nóvember 1947. Nr. 84/1946. Sveinn Frímannsson og Egill Sigurðsson (Hrl. Ragnar Jónsson) gegn Ármanni Jakobssyni (Hrl. Guttormur Erlendsson). Úrskurður um öflun gagna. Úrskurður hæstaréttar. Áður en dómur er lagður á mál þetta í hæstarétti, þykir rétt að leggja fyrir héraðsdóminn samkvæmt lögjöfnun frá 120. gr. laga nr. 85/1936 að leita, svo fremi annar hvor að- ilja óskar þess, skýrslna um það, hvaða einstaklingar stóðu að gerð kjarasamnings þess frá 1. júlí 1945, sem um ræðir í máli þessu. Skal og leita vitneskju þeirra um það, hvaða skilning þeir hafi lagt í orðið „uppgerðardag“ í 9. gr. samn- ingsins og hvort samkomulag hafi verið um ákveðinn skiln- ing á því orði. Ályktarorð: Héraðsdómur skal veita aðiljum kost á öflun framan- greindra gagna. . 510 Fimmtudaginn 20. nóvember 1947. Nr. 167/1946. Réttvísin og valdstjórnin (Hrl. Ragnar Ólafsson) gegn Kristjáni Hannessyni (Hrl. Kristján Guðlaugsson). Setudómari hrl. Sveinbjörn Jónsson í stað hrd. Jóns Ásbjörnssonar. Manndráp af gáleysi. Brot gegn umferðarlögum og bifreiða- lögum. Dómur hæstaréttar. Samkvæmt úrskurði hæstaréttar 12. marz s. 1. hefur hér- aðsdómarinn háð framhaldsrannsókn í málinu. Kom þá fyrir dóm bifreiðarstjóri sá, er flutti hinn slasaða að sjúkra- húsi. Kveðst bifreiðarstjóri þessi hafa verið á leið frá Hafn- arfirði til Reykjavíkur. Er hann var að aka niður brekkuna sunnan brúarinnar í Kópavogi á um 25—-30 mílna (þ. e. á milli 40 og 50 km) hraða, miðað við klukkustund, sá hann í spegli bifreiðar sinnar, að bifreiðin G 95 kom á eftir hon- um. Skipti það engum togum, að G 95 geystist fram úr á að minnsta kosti 70 km hraða, miðað við klukkustund, að því er nefndur bifreiðarstjóri telur. Hvarf G 95 síðan sjónum bifreiðarstjórans um stund, en er hann kom á Digranesháls, sá hann, að hún hafði stöðvazt við Sléttuveg. Bendir þessi framburður bifreiðarstjórans svo og vætti hjólreiðarmann- anna til þess, að ákærði hafi ekið hraðar en hann vill vera láta. Ákærði hefur skýrt svo frá, að hjólreiðarmennirnir hafi verið í um 400 metra fjarlægð, er hann fyrst kom auga á þá. Veitti hann því þegar athygli, að tveir þeirra, sem óku samhliða, voru óstöðugir á reiðhjólunum og fataðist stjórn þeirra. Af þessum sökum var ákærða sérstakt og brýnt efni til ýtrustu varkárni, er hann ók til móts við hjólreiðarmenn- ina og fram hjá þeim. Bar honum þá m. a. að stilla hraða bifreiðar sinnar svo í hóf, að hún yrði stöðvuð mjög fljót- lega, ef þörf gerðist. Er nefndir hjólreiðarmenn voru komnir öll á hlið ákærða, kveðst hann hafa séð, að þeir rákust saman, misstu vald á hjólunum og féllu við. Bar ákærða þá þegar að neyta hemla bifreiðarinnar til fullnustu og stöðva hana svo fljótt sem unnt var. Þetta gerði ákærði ekki. Þykir hann því hafa orðið samvaldur að slysinu, sem að verulegu leyti verður hins vegar rakið til þess, að hjólreiðarmennirnir rák- ust saman. Háttsemi ákærða varðar við 26., 27. og 28. gr. sbr. 38. gr. bifreiðalaga nr. 23/1941, 2. og 4. gr. sbr. 14. gr. umferðar- laga nr. 24/1941 og 215. gr. sbr. niðurlagsákvæði 19. gr. begningarlaga nr. 19/1940. Er refsing ákærða hæfilega ákveðin 2500 króna sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald 20 daga í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Samkvæmt 39. gr. bifreiðalaganna og 68. gr. hegningarlaganna ber að svipta ákærða rétti til bifreiðarstjórnar 1 ár. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar í héraði og fyrir hæstarétti, þar með talin laun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, kr. 700.00 til hvors. Það er mjög aðfinnsluvert, að lögreglumenn þeir, er komu á vettvang eftir slysið, gerðu engar ráðstafanir til rann- sóknar verksummerkja né athugunar á bifreiðinni. Þá hef- ur rannsókn málsins eigi verið rekin með nægilegri röksemd af hendi dómara, t. d. vitna eigi leitað sem skyldi. Dómsorð: Ákærði, Kristján Hannesson, greiði 2500 króna sekt i ríkissjóð, og komi varðhald 20 daga í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Hann er sviptur ökuleyfi eitt ár. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin laun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæsta- rétti, hæstaréttarlögmannanna Ragnars Ólafssonar og Kristjáns Guðlaugssonar, kr. 700.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. öl2 Dómur aukaréttar Reykjavíkur 27. september 1946. Ár 1946, föstudaginn 27. september, var í aukarétti Reykjavikur, sem haldinn var í skrifstofu réttarins af Bergi Jónssyni sakadóm- ara, upp kveðinn dómur í málinu nr. 3638/1946: Réttvisin og vald- stjórnin gegn Kristjáni Hannessyni, sem tekið var til dóms sama dag. Mál þetta er að fyrirlagi dómsmálaráðuneytisins höfðað af rétt- vísinnar og valdstjórnarinnar hálfu segn Kristjáni Hannessyni bif- reiðarstjóra, Norðurbraut 9 í Hafnarfirði, til refsingar og máls- kostnaðargreiðslu fyrir brot gegn 23. kafla almennra hegningarlaga nr. 19 12. febrúar 1940, bifreiðalögum nr. 23 16. júní 1941, umferðar- lögum nr. 24 16. júní 1941 og reglugerð nr. 23 17. febrúar 1943. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 15. nóvember 1921 í Keflavík. Þann ?% 1943 var hann sektaður í Hafnarfirði um 20 kr. fyrir brot gegn bifreiðalögum, en að öðru leyti hefur hann hvorki sætt kæru né refsingu, svo að kunnugt sé. Málavextir eru þeir, er nú skal greina: Sunnudaginn 11. ágúst s. 1. klukkan 13,15 ók ákærði, sem var að öllu leyti vel fyrir kallaður, áætlunarbifreiðinni G 95 frá Hafnar- firði áleiðis til Reykjavíkur. Veður var mjög gott, glaða sólskin og vegir þurrir. Var þetta fyrsta áætlunarferð ákærða þenna dag, en hann átti að aka til kl. 0,30 um kvöldið. Í Fossvogi á milli Foss- vogsvegar og Sléttuvegar mætti hann fjórum færeyskum mönnum á reiðhjóli. Ók hann, eins og hjólreiðarmennirnir, vel vinstra megin eftir akbrautinni. Einn þeirra, Meinhard Lamhauge, ók þá fram með einum samferðamanna sinna, bróður sínum Christian Lam- hauge, og rakst á öxl hans með þeim afleiðingum, að þeir féllu báðir af reiðhjólunum. Féll Meinhard Lamhauge að áætlunarbif- reiðinni og mun hafa orðið undir hægri afturhjólum hennar, en þau eru tvöföld, og beið bana af. Var hann fluttur á Landspítalann í bifreið, sem bar þarna að litlu síðar, og lögreglunni gert aðvart um slysið. Lögregluþjónarnir Jóhann Óskar Ólafsson, Eiríksgötu 23, og Elís Herluf Hannesson, Spitalastig 1, fóru þegar á slysstaðinn og hittu þar ákærða og einn Færeyinganna, Christian Valdimar Petersen smið, Hringbraut 33, 27 ára að aldri. Skildist þeim lögregluþjón- unum, að ekkert alvarlegt slys hefði orðið, og að mennirnir gætu litið um slysið sagt, svo að þeir skrifuðu aðeins upp nöfn mann- anna og sögðu þeim að fara til rannsóknarlögreglunnar, en gáfu enga skýrslu um slysið. Við svo búið fóru lögregluþjónarnir burtu af slysstaðnum án þess að reyna bifreiðina eða mæla upp slysstaðinn. Sigurður Magnússon löggæzlumaður, sem hafði vakt hjá rannsóknar- lögreglunni þenna sunnudag, frétti ekki af slysinu fyrr en siðar um daginn, og hófst því ekki rannsókn á því fyrr en næsta dag, mánu- daginn 12. ágúst s. 1. Þann 14. ágúst s. 1. var svo Aðalsteinn Ricther öl3 arkitekt fenginn til að gera mælingar af slysstaðnum og uppdrátt, sem lagður hefur verið fram, rskj. nr. 7, og hefur hvorki ákærði né vitni haft nokkuð við hann að athuga. Var bifreiðin staðsett eftir ummerkjum, sem enn sáust, hemlafari og umsögn ákærða, lögreglu- Þþjónanna og vitnisins Helga Zofoníasar Guðmundssonar, sem kom á slysstaðinn skömmu eftir að slysið varð. Ákærði, sem var einn í bifreiðinni, kveðst hafa komið auga á reiðhjólamennina talsverðri stundu áður en hann mætti þeim. Hafi þeir ekið vel vinstra megin eftir akbrautinni, hvorki hratt né hægt. Hann kveðst hafa ekið á um 20 til 25 km hraða, miðað við klukku- stund, er slysið varð, en nokkru áður hafi hann dregið úr hraða bifreiðarinnar, sem þá hafi verið um 40 km, miðað við klukkustund, Þar eð hann hafi séð hik á manni þeim, er varð fyrir slysinu. Hann segist hafa séð út um hliðarrúðu bifreiðarinnar, er mennirnir tveir rákust saman, og hafi hann þá ekið vinstri hjólum bifreiðarinnar út fyrir malbik akbrautarinnar, en beggja megin við hana er malar- kantur. Um leið og hann sá Meinhard Lamhauge falla í áttina að bifreiðinni, kveðst hann hafa stöðvað hana, en segist þó ekki hafa lhemlað snögglega, enda hafi hann ekki getað fundið, að maðurinn kæmi við bifreiðina eða að hjól hennar færu yfir hann. Telur ákærði, að hafi svo verið, muni hann áreiðanlega hafa orðið þess var. Ákærði kveðst hafa stöðvað bifreiðina til þess að athuga, hvort Meinhard Lamhauge hefði meitt sig, en er hann kom út úr bifreið- inni, lá Meinhard skammt fyrir aftan hana og mun þegar hafa verið örendur. Vitnið Christian Esmar Lamhauge trésmiður, 29 ára að aldri, segir þá félaga hafa tekið eftir bifreiðinni löngu áður en þeir mættu henni. Hafi þeir ekið á meðal ökuhraða reiðhjóla, en kveður bif- reiðinni hafa verið ekið hratt vinstra megin á akbrautinni, varla undir 50 km hraða, miðað við klukkustund, en hefur ekki getað sagt um, hvort vinstri hjól hennar hafi verið fyrir utan malbik vegarins, en segir þó, að þau hafi verið þar, er bifreiðin var stönzuð. Rétt áður en þeir mættu bifreiðinni, kveður vitnið bróður sinn Meinhard hafa ekið fram með því og rekizt á hægri öxl þess, en þeir báðir fallið við þetta. Ekki hafi það þó séð, hvort bróðir þess hafi fallið á bifreiðina eða orðið undir hjólum hennar. Segir það ákærða hafa hemlað strax og bifreiðina hafa stöðvazt nokkrum metr- um fyrir ofan stað þann, er Meinhard Lamhauge lá á, en hann hafi legið þversum á veginum, höfuð hans snúið í vestur, og hann virtist Þegar dáinn. Ekki veitti vitnið því athygli, hvort hemlaför hefðu sézt eftir hjól bifreiðarinnar. Vitnið Meinhard Herberg Siggert Hansen verkamaður, 20 ára að aldri, skýrir svo frá, að það hafi ekið á reiðhjóli undan bræðrunum Meinhard og Christian Lamhauge, er slysið varð. Kveður það þá fé- laga hafa ekið nokkuð hratt. Rétt eftir að vitnið hafði mætt bifreið- - 33 öld inni, segist það hafa horft um öxl og séð þá, hvar Meinhard Lam- hauge kastaðist utan í bifreiðina annaðhvort rétt fyrir framan aftur- hjólin eða á þau og siðan fallið á götuna, en Christian fallið á göt- una eða vegarbrúnina. Kveður vitnið Meinhard Lamhauge hafa reynt að verjast falli með þvi að bera hægri fót fyrir sig, en ekki getað það. Ekki telur vitnið hjól bifreiðarinnar hafa farið yfir Meinhard Lamhauge, en segir hana hafa stöðvazt 5 til 10 metra frá slys- staðnum. Segir vitnið hann munu þegar hafa látizt og kveður höfuð hans hafa snúið niður eftir veginum eða sem næst í suðvestur. Kveður vitnið bifreiðinni hafa verið ekið hratt, á 50 til 60 km hraða, miðað við klukkustund, að því er það telur. Ekki athugaði vitnið, hvort hemlaför sáust á slysstaðnum. Vitnið Christian Valdimar Petersen kveðst hafa ekið á reiðhjóli á eftir bræðrunum Meinhard og Christian Esmar Lamhauge, er slysið varð. Segir vitnið þá félaga hafa ekið nokkuð hratt vinstra megin eftir veginum, enda hallaði undan. Bifreiðinni kveður það einnig hafa verið ekið nokkuð hratt, en þó ekki hraðara en bif- reiðum er almennt ekið fyrir utan bæinn. Vitnið kveðst hafa séð, er áreksturinn varð á milli bræðranna Meinhards og Christians Lamhauge, og hafi Meinhard reynt að bera hægri fót fyrir sig til að verjast falli, en það ekki tekizt. Ekki kveður vitnið Meinhard hafa fallið utan í bifreiðina, en segir hjól hennar hafa farið yfir hann. Kveðst vitnið hafa séð hemlaför eftir bifreiðina, og er hún hafði verið stöðvuð nokkrum metrum frá slysstaðnum, hafi vinstri hjól hennar verið fyrir utan malbikuðu brautina. Eins og ákærði, kveður vitnið Meinhard Lamhauge hafa legið þannig á veginum, að höfuð hans hafi snúið í vestur. Lögregluþjónarnir Jóhann Ólafsson og Elís Hannesson kveða um 11 metra langt hemlafar hafa sézt eftir hægri hjól bifreiðar- innar í malbikinu á slysstaðnum, Eins og fyrr greinir, var far þetta enn sjáanlegt, er mælingar voru gerðar á slysstaðnum 14. ágúst s. 1., enda var malbikið nokkuð bráðið af sólarhitanum, þegar slysið varð. Kveður Jóhann Óskar, að þetta hafi ekki verið hreint hemla- far, heldur eins og „tekið hefði verið í hjólin“. Kveður Elís Herluf einnig hafa mátt sjá hemlafar eftir vinstri afturhjól bifreiðarinnar í malarkantinum, en það hafi þó verið styttra. Þá segja þeir lögreglu- Þjónarnir og ákærði, að fyrir aftan bifreiðina, þar sem hún stóð á slysstaðnum, hafi á tveggja metra kafla ekki verið sjáanlegt hemla- far eftir ytra afturhjólið hægra megin, eins og sýnt er á uppdrætt- inum, rskj. nr. 7. Ákærði kveður ekkert hafa dregið athygli sina frá akstrinum og segir sólskinið hafi ekki verið sér til trafala á nokkurn hátt. Bif- reiðina kveður hann að öllu leyti hafa verið í góðu lagi, og hafa Þrjú vitni borið það, að um morguninn, daginn, sem slysið varð, hafi verið litið eftir því, hvort bifreiðin væri í góðu lagi, og hafi öl5 það reynzt svo. Hemlar bifreiðarinnar voru sérstaklega athugaðir og gengið þannig frá þeim, að þeir voru jafnir á öllum hjólum. Eins og fyrr greinir, mun Meinhard Lamhauge hafa andazt þegar á slysstaðnum. Leiddi krufning í ljós, að hann hafði skaddazt mjög mikið. Í krufningarskýrslu rannsóknarstofu Háskólans segir, að bókstaflega öll rifbein mannsins hafi verið brotin, og sex þau neðstu vinstra megin tvibrotin. Hryggurinn hafi verið þverbrotinn milli 5. og 6. brjóstliðs. Mjaðmagrindin tvíbrotin og hægri lærleggur þver- brotinn rétt ofan miðs læris. Lifrin verið stórlega sprengd, þindin rifin vinstra megin og marblæðing aftan á heila. Að öllu þessu at- huguðu sé ljóst, að slasaði hafi hlotið að verða fyrir þungum þrýst- "ingi, að því er virðist eftir endilöngum bolnum, og látizt samstundis. Eins og öllum atvikum er lýst hér að framan, verður ekki séð, að ákærði hafi að nokkru leyti orðið valdur að dauða Meinhards Lamhauge með ógætilegum eða of hröðum akstri. Að vísu hefur því verið haldið fram af Færeyingunum þremur, að bifreiðinni hafi verið ekið nokkuð hratt, og hafa tveir þeirra gizkað á, að henni hafi ekki verið ekið undir 50 km hraða, miðað við klukkustund, en sá þriðji segir, að henni hafi ekki verið ekið hraðar en bifreiðum er almennt ekið fyrir utan bæinn. Allt eru þetta ágizkanir manna, sem ekki kunna að aka bifreið og eru jafnframt sjálfir á ferð á reiðhjólum, Þykir því verða að leggja framburð ákærða til srund- vallar um hraða bifreiðarinnar. Samkvæmt þessu ber að sýkna ákærða af öllum ákærum réttvísinnar og valdstjórnarinnar í máli þessu og dæma ríkissjóð til greiðslu alls sakarkostnaðar. Rekstur málsins hefur verið vítalaus. Dómsorð: Ákærði, Kristján Hannesson, skal vera sýkn af öllum ákær- um réttvísinnar og valdstjórnarinnar í máli þessu. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði. 516 Fimmtudaginn 20. nóvember 1947. Nr. 165/1946. Sigurlaug Kristjánsdóttir (Hrl. Ragnar Ólafsson) 8Segn Birni Benediktssyni (Hrl. Gústaf A. Sveinsson). Setudómari próf. Ísleifur Árnason í stað hrd. Jóns Ásbjörnssonar. Ágreiningur um greiðslu orlofsfjár. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi, sem skotið hefur máli þessu til hæstaréttar með stefnu 27. des. 1946, krefst þess, að stefndi verði dæmd- ur til greiðslu kr. 243.93 með 6% ársvöxtum frá 1. septem- ber 1945 til greiðsludags og málskostnaðar í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar i hæstarétti eftir mati dómsins. Með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms þykir mega staðfesta hann. Eftir atvikum þykir rétt, að máls- kostnaður í hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður í hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 21. október 1946. Mál þetta, sem dómtekið var 14. þ. m., er höfðað fyrir bæjar- Þinginu með stefnu, útgefinni 27. marz s. 1, af Sigurlaugu Kristjáns- dóttur, hér í bæ, gegn Birni netjagerðarmeistara Benediktssyni, Miklu- braut 7 hér í bænum, til greiðslu orlofseyris að fjárhæð kr. 243.93 með 6% ársvöxtum frá 1. september 1945 til greiðsludags og máls- kostnaðar að skaðlausu. Stefndi hefur krafizt sýknu og málskostnaðar sér til handa. Málavextir eru þeir, sem hér greinir: Stefnandi, sem er félagi „Nótar“, félags netjavinnufólks, hefur um mörg undanfarin ár unnið á netjaverkstæði stefnda, en lét þar af störfum 31. ágúst 1945. Í kjara- samningi milli „Nótar“ og Félags netjaverkstæðiseigenda hér í bæn- öl/ um, sem stefndi mun vera félagi í, var á sinum tíma kveðið svo á, að fólk, sem unnið hafði a. m. k. 9 mánuði á almanaksári hjá sama verkstæðiseiganda, skyldi fá fri með fullu kaupi í 6 daga á þeim tíma sama almanaksárs, sem verkstæðiseigandi ákvæði. Samningur þessi tók gildi 1. janúar 1941. Fékk stefnandi fri samkvæmt samn- ingnum árin 1941 og 1942, sex daga hvort ár. Hinn 22. desember 1942 var gerður nýr kjarasamningur milli aðilja þeirra, er áður greinir. Var þar tekið fram, að verkamenn ættu rétt á sumarleyfi í sam- ræmi við ákvæði frumvarps til laga um orlof, sem lagt hafði verið fyrir alþingi sumarið 1942. Frumvarp þetta var síðar samþykkt sem lög um orlof nr. 16 frá 1943. Samkvæmt þessum samningi fékk stefn- andi sumarleyfi í tvær vikur sumarið 1943. Sumarið 1944 fékk hún einnig 2 vikna leyfi. Hinn 22. desember 1944 var enn á ný samið um kjör milli áðurgreindra félaga. Var þá svo ákveðið, að um sumarleyfi skyldi fara eftir lögum um orlof. Þegar stefnandi lét af störfum hjá stefnda 31. ágúst 1945, fékk hún greitt orlofsfé, 4% af launum sínum, fyrir tímabilið 1. janúar til 14. maí 1945. Síðar hefur stefndi einnig greitt stefnanda orlofsfé fyrir tímabilið 14. mai—31. ágúst 1945. Stefnandi byggir kröfur sinar á því, að þegar hún fór frá stefnda, hafi hún átt hjá honum orlofsfé fyrir orlofsárið 1944— 1945, að frá- dregnu því, sem stefndi hefur þegar greitt fyrir tímabilið 1. janúar til 14. maí 1945. Telst henni svo til, að hið vangreidda orlofsfé nemi kr. 243.93, sem er dómkrafa hennar í málinu. Stefndi byggir sýknukröfu sina á þvi, að samkvæmt samningi þeim, er áður greinir frá 22. desember 1942, hafi stefnandi fengið orlof sumarið 1944 fyrir það almanaksár. Eigi hún því ekki rétt til. orlofsfjár nema fyrir það, sem hún vann á árinu 1945, en það hafi hún þegar fengið greitt. Stefnandi tók orlof, meðan hún var í þjónustu stefnda, samkvæmt framangreindum kjarasamningum. fyrir almanaksárin 1941— 1944, að báðum meðtöldum. Átti hún því ekki kröfu til orlofsfjár frá stefnda, er hún hætti vinnu hjá honum, nema fyrir tímabilið 1. janúar 1945 til 31. ágúst s. á. Orlofsfé þetta hefur stefnandi þegar fengið greitt, og ber því að sýkna stefnda af kröfum hennar í málinu. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Einar Arnalds borgardómari kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Stefndi, Björn Benediktsson, skal vera sýkn af kröfum stefn- anda, Sigurlaugar Kristjánsdóttur, í máli þessu, en málskostnaður falli niður. öl8 Föstudaginn 21. nóvember 1947. Nr. 155/1945. Helgi Jónsson og Úlfar Bergsson (Hrl. Lárus Jóhannesson) Segn Jens Árnasyni (Hrl. Gunnar Þorsteinsson). Setudómari próf. Ísleifur Árnason í stað hrd. Jóns Ásbjörnssonar. Fébóta krafizt vegna þess, að seld lóð reyndist nokkru minni en greint var Í afsali. Dómur hæstaréttar. Einar Arnalds borgardómari hefur kveðið upp hinn áfrýj- aða dóm. Áfrýjendur, sem skotið hafa máli þessu til hæstaréttar ineð stefnu 29. nóvember 1945, hafa gert þessar dómkröfur: Aðallega, að þeir verði algerlega sýknaðir, til vara, að þeim verði einungis dæmt að greiða kr. 901.39, og til þrautavara, að þeim verði einungis dæmt að greiða kr. 1035.04. Loks krefjast þeir málskostnaðar úr hendi stefnda fyrir hæsta- rétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar ur hendi áfrýjenda eftir mati dómsins. Hinn 1. september 1942 seldu áfrýjendur stefnda húsið pr. 6 við Spitalastíg í Reykjavík, sem er allstórt timburhús, eg lóð þá, sem húsinu fylgir, fyrir kr. 78000.00. Var lóðin talin 630 fermetrar að flatarmáli. Er lóðarskrárritari athug- aði afsalið hinn 5. marz 1943, ritaði hann á það þá athuga- semd, að lóðin væri einungis 596,7 fermetrar að stærð, en samkvæmt mælingum, sem gerðar voru hinn 20. júní þ. á., reyndist lóðin að flatarmáli 601 fermetri. Stefndi taldi, að áfrýjendur bæru fébótaábyrgð á því, að lóðarstærðin hefði ekki verði rétt tilgreind í afsalinu, og hefur því höfðað mál þetta. Áfrýjendur skýra svo frá, að þeir hafi átt lóðina og húsið ur. 6 við Spítalastig einungis skamman tíma. Hafi lóðin verið talin 630 fermetrar að stærð, þegar þeir keyptu hana, og hafi þeir verið grandlausir um, að sú skýrsla væri ekki rétt, enda öl9 hafi þessi lóðarstærð verið tilgreind í fasteignamati og við- skiptaskrá. Þá hafi kaupandi skoðað hús og lóð og honum verið sýnd lóðarmerki, áður en kaup voru gerð með aðilj- um. Geti þeir þess vegna ekki borið fébótaábyrgð, þótt lóðin hafi nú reynzt minni að flatarmáli. Af hendi stefnda hefur það verið viðurkennt, að hann hafi skoðað lóðina og athugað lóðarmerki, áður en hann keypti hús og lóð. Þegar þessa er gætt og athugað er verðmæti húss og lóðar annars vegar og söluverð hins vegar, verður ekki talið, að munurinn á lóðarstærðinni hafi verið slík forsenda fyrir kaupum aðilja, að stefndi eigi fébótakröfu á hendur áfrýj- endum hans vegna, sbr. 47. gr. laga nr. 39/1922. Ber því að taka kröfu áfrýjenda um syknu til greina. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður bæði í hér- aði og fyrir hæstarétti falli niður. Dómsorð: Áfrýjendur, Helgi Jónsson og Úlfar Bergsson, eiga að vera sýknir af kröfum stefnda, Jens Árnasonar, í máli þessu. Málskostnaður í héraði og fyrir hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 15. september 1945. Mál þetta, sem dómtekið var 6. þ. m., hefur Jens Árnason járn- smiðameistari hér í bæ höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, út- sefinni 5. júlí s. l, gegn Helga kaupmanni Jónssyni, Ljósvallagötu 11 hér í bænum, og Úlfari Bergssyni verkamanni, Upplandi við Háa- leitisveg hér í bæ, til greiðslu in solidum kr. 2176.15 ásamt 6% ársvöxtum frá stefnudegi til greiðsludags og málskostnaðar að skað- lausu. Málavextir eru þeir, að því er stefnandi skýrir frá, að með af- salsbréfi, dagsettu 1. septembr 1942, hafi stefndu selt honum hús- eignina nr. 6 við Spitalastig hér í bænum með tilheyrandi eignar- lóð, sem var talin vera 630 fermetrar að stærð í nefndu afsalsbréfi. Kveðst stefnandi hins vegar á siðastliðnu ári hafa komizt að raun um, að lóðin væri eigi stærri en 596.7 fermetrar, og vantaði því 33,3 fermetra á, að lóðin væri að stærð, eins og í afsalsbréfinu 520 greindi og kaupverðið verið miðað við, Hafi hann svo í september- mánuði 1944 skrifað stefndu bréf, greint þeim frá þessum vanefndum beirra og krafizt skaðabóta, en þeir hafi engu sinnt því, og sé mál Þetta því höfðað. Hæfilegar skaðabætur fyrir vanefnd þessa kveður stefnandi vera fimmfalt fasteignamat 33,3 fermetra lóðarinnar nr. 6 við Spitalastíg samkvæmt fasteignamati hennar, eins og það var í árs. lok 1942, og sé sú fjárhæð stefnukrafa í máli þessu. Stefndu hafa hvorki sótt þing né sækja látið, og verður því sam- kvæmt ákvæðum 118, gr. laga nr. 85 frá 1936 að dæma málið eftir framlögðum skjölum og skilríkjum, og þar eð þau eru í samræmi við dómkröfur stefnanda, ber að taka þær til greina að öllu leyti, enda verður ekki talið, eftir atvikum, að bótafjárhæðin sé bersýni- lega ósanngjörn eða óeðlilega há. Málskostnaður þykir hæfilega ákveðinn kr. 500.00. Því dæmist rétt vera: Stefndu, Helgi Jónsson og Úlfar Bergsson, greiði stefnanda, Jens Árnasyni, kr. 2176.15 með 6% ársvöxtum frá 5. júlí 1945 til greiðsludags og kr. 500.00 í málskostnað innan 15 daga frá lög- birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 24. nóvember 1947. Nr. 77/1946. Tryggvi Ófeigsson (Hrl, Einar B. Guðmundsson) gegn Sveinbirni Kristjánssyni (Hrl. Ólafur Þorgrímsson). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Jóns Ásbjörnssonar. Dæmdar skaðabætur og févíti vegna vanefnda verksamnings. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu 13. júní 1946 og krafizt sýknu af kröfum stefnda í málinu og málskostnaðar úr hendi hans í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar af áfrýjanda fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. 521 Telja má, að beint tjón áfrýjanda vegna arðsmissis af hús- inu, er hlauzt af vanefndum stefnda, hafi numið 15000—- 16000 krónum. Þegar annars vegar er litið til þess, að van- ræksla stefnda á því að fullgera húsið, eftir að kaup gerð- ust, var mjög vitaverð, en hins vegar er höfð hliðsjón af þvi, að áfrýjandi mun þrátt fyrir vanefndir stefnda hafa haft hagnað af húsakaupunum sökum ört hækkandi verð- lags á húsum, þá þykja bætur og févíti áfrýjanda til handa, sbr. 35. gr. laga nr. 7/1936, hæfilega ákveðin kr. 25000.00. Kemur sú fjárhæð til frádráttar fjárkröfum stefnda á hend- ur áfrýjanda, sem greindar eru í héraðsdómi, kr. 36462.62. Verður því niðurstaða málsins sú, að áfrýjanda verður dæmt að greiða stefnda kr. 11462.62 með vöxtum, eins og krafizt er. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir báðum dómum falli niður. Dómsorð: Áfrýjandi, Tryggvi Ófeigsson, greiði stefnda, Svein- birni Kristjánssyni, kr. 11462.62 ásamt 5% ársvöxtum frá 24. april 1944 til greiðsludags. Málskostnaður bæði í héraði og fyrir hæstarétti fellur niður. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 4. maí 1946. Mál þetta, sem dómtekið var 24. f. m., hefur Sveinbjörn bygg- ingameistari Kristjánsson höfðað fyrir bæjarþinginu gegn Tryggva útgerðarmanni Ófeigssyni með stefnu, útgefinni 4. október 1945, og krafizt þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða aðallega kr. 54337.62, en til vara kr. 36462.62, hvort tveggja með 5% árs- vöxtum frá 24. april 1944, svo og málskostnað að skaðlausu. Stefndi hefur krafizt sýknu og málskostnaðar. Málavextir eru þessir: Hinn 15. ágúst 1942 gaf stefnandi út afsal til stefnda um hús- eignina nr. 11 við Flókagötu, er stefnandi hafði þá í smíðum. Skyldi kaupverðið nema kr. 225000.00, en stefnandi tókst á hendur að fullgera húsið á sinn kostnað og skuldbatt sig til að skila því fullgerðu hinn 30. október 1942, nema töf hlytist af óviðráðanlegum 522 atvikum. Stefnandi tók og á sig skilyrðislausa ábyrgð um afhend- ingu efri hæðar hússins, íbúðarhæfrar hinn 1. október, og var svo um samið, að hann skyldi greiða stefnanda kr. 500.00 fyrir dag hvern, er liði eftir 1. október áður en hæðin væri fullgerð. Stefn- andi lauk aldrei hússmíðinni, en afhenti lykla hússins í fógeta- rétti Reykjavíkur hinn 27. ágúst 1943. Lét stefndi síðan fullgera húsið, og nam kostnaður við það, sem á vantaði, kr. 17875.00 samkvæmt yfirmatsgerð dómkvaddra matsmanna. Stefndi var þá búinn að greiða til stefnanda kr. 177018.18 auk nokkurra smærri fjárhæða (þ. á m. matskostnað) eða samtals kr. 179368.38, og nem- ur aðalkrafa stefnanda mismun þeirrar fjárhæðar og kaupverðs hússins auk kr. 8706.00, sem er kostnaður stefnanda við að ganga frá kjallara hússins til íbúðar, en slíkur frágangur var ekki ráð- gerður á uppdrætti hússins. Stefnandi hefur rökstutt aðalkröfu sína með því, að hann hafi boðizt til þess í janúar 1943 að ljúka verkinu, svo og eftir að mats- gerðir fóru fram, en að stefndi hafi hafnað boðum þessum. Telur stefnandi, að kostnaður af fullgerð hússins sé sér því óviðkom- andi, enda hafi stefndi fyrr rofið samninginn með því að greiða ekki afborganir réttstundis. Loks hafi smíði hússins verið nægi- lega langt komið til þess, að stefndi gæti tekið það í notkun í janúar 1943, sem sjá megi af matsgerðunum, en samkvæmt þeim vanti eingöngu smávægilegar lagfæringar, er eigi hafi áhrif á íbúðar- hæfi hússins. Gegn eindregnum andmælum stefnda hefur stefn- andi engar sönnur fært á framangreindar staðhæfingar sinar, og verður aðalkröfu hans því eigi sinnt. Varakrafa stefnanda er hin sama sem aðalkrafan, að frádregnum kr. 17875.00, sem fyrr greinir. Sýknukrafa stefnda er annars vegar byggð á því, að hann eigi hjá stefnanda kr. 182500.00, en sú fjárhæð er þannig til komin, að heilt ár leið eftir 1. október 1949, áður en efri hæð hússins yrði fullgerð, og þar eð stefnandi hafi átt að greiða kr. 500.00 dag hvern, nemi skuld hans þessari fjárhæð. Enn fremur var í samn- ingnum heimild til skuldajafnaðar þessara greiðslna við kaupverðið, og vill stefndi nú nota þá heimild og hefur jafnframt áskilið sér rétt til heimtu eftirstöðvanna í sérstöku máli. Hins vegar hefur stefndi bent á húsaleigutjón sitt í heilt ár, sem hann telur nema dómkröfum stefnanda að minnsta kosti. Loks hefur stefndi mót- mælt kröfu stefnanda um greiðslu kostnaðar af frágangi kjallar- ans, þar eð sá frágangur hafi verið samkvæmt samningum aðilja, þótt eigi sé þess getið sérstaklega í afsalinu. Eins og sjá má af framanrituðu, hefur stefndi viðurkennt, að ógreiddar eftirstöðvar kaupverðsins nemi kr. 27756.62. Við Þetta ber að bæta framangreindum kr. 8706.00, þar eð stefnda hefur eigi tekizt að færa sönnur á staðhæfingu sína um, að sú fjárhæð sé 023 falin í kaupverðinu, en matsgerðinni hefur eigi verið hnekkt. Verður samkvæmt þessu að álita stefnanda telja réttilega til skuldar hjá stefnda kr. 36462.62. Kemur þá til álita, að hverju marki beri að taka til greina gagn- kröfu stefnda. Svo sem fyrr hefur greint verið, tafðist smíði hússins í heilt ár, og verður að telja nægilega sýnt fram á það, að stefnandi beri einn sök á því, enda eigi gert sennilegt, að óviðráðanleg atvik hafi valdið töfinni. Verður að telja, að stefndi hafi beðið tjón af vanefndum þessum, og eigi hann því bótakröfu á hendur stefnanda. Féviti það, sem stefnandi lofaði að greiða, yrði efri hæð hússins cigi fullgerð á umsömdum tíma, verður að telja bersýnilega ósann- gjarnt. Með skírskotun til 35. gr. laga nr. 7 frá 1936, svo og með hliðsjón af öllum málavöxtum, þykja féviti og bætur vegna van- efnda stefnanda, að því er varðar aðra hluta hússins, hæfilega ákveðin samtals kr. 18000.00, er koma því til frádráttar skuld stefnda við stefnanda. Úrslit málsins verða því þau, að stefndi verður dæmdur til að greiða stefnanda kr. 18462.62 með vöxtum, eins og krafizt var, enda var stefna útgefin 24. apríl 1944 í máli um sama sakarefni, en það mál var hafið sakir formgalla. Þá þykir og rétt, að stefndi greiði stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 1800.00, og er þar í falinn áætlaður matskostnaður. Einar Arnalds borgardómari kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Stefndi, Tryggvi Ófeigsson, greiði stefnanda, Sveinbirni Kristjánssyni, kr. 18462.62 með 5% ársvöxtum frá 24. april 1944 til greiðsludags og kr. 1800.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Þriðjudaginn 25. nóvember 1947. Nr. 42/1947 Vélsmiðjan Þór h/f (Hri. Gunnar Þorsteinsson) gegn Bjarna Ö. Jónassyni (Hrl. Egill Sigurgeirsson). Varadómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Jóns Ásbjörnssonar. Ágreiningur um álagningu, verð og afgreiðslu vara. Dómur hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til hæstaréttar með áfrýjunarstefnu, útg. 26. april þ. á., og gert þær dómkröfur, ö24 að hinum áfrýjaða dómi verði breytt og hrundið á þá leið, að hann verði algerlega sýknaður af kröfum stefnda og sér dæmdur málskostnaður úr hendi stefnda í undirrétti og fyrir hæstarétti. Stefndi hefur af sinni hálfu krafizt þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og sér dæmdur málskostn- aður fyrir hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Áfrýjandi hefur borið eftirtalin þrjú atriði fyrir sig til réttlætingar því, að hann leysti ekki til sín vörur þær, er ræðir um í máli þessu, að stefndi hafi eigi orðið við þeim tilmælum sínum að skipta vörunum í þrjár sendingar og láta sérstaka póstkröfu fylgja hverri, að stefndi hafi án heim- ildar lagt heildsöluálagningu á vörurnar og loks, að verð hinna pöntuðu varahluta hafi orðið miklum mun hærra en ráð hafi verið gert fyrir. Vörurnar virðast hafa komið til Ísafjarðar seint í ágúst- mánuði 1945 og áfrýjandi fengið reikninga yfir þær um líkt leyti. Hinn 12. september símaði áfrýjandi stefnda og bað hann að síma sér, hvert álag hans væri á hverja vöru- tegund. Stefndi svaraði með símskeyti 13. september, að þóknun sín væri samkvæmt fyrirmælum verðlagsstjóra. Hinn 14. september símaði áfrýjandi á ný og bað um, að póstkröfunni yrði breytt í þrjár kröfur, en stefndi svaraði með símskeyti 15. september og óskaði þess, að krafan yrði innleyst í einu lagi. Sama dag símaði áfrýjandi á ný, ítrek- aði ósk sína um skiptingu kröfunnar og fór fram á, að sér yrðu sendir frumreikningar yfir vöruna. Stefndi svar- aði 17. september á þá leið, að frumreikningarnir væru með innheimtunni. Áfrýjandi kom svo enn í tveimur sím- skeytum 17. og 18. september fram með kröfuna um skipt- ingu póstkröfunnar og lýsti yfir því í síðara skeytinu, að hann myndi eigi að öðrum kosti innleysa kröfuna. Krafa áfrýjanda um skiptingu póstkröfunnar hefur ekki við rök að styðjast, og fær það, að stefndi varð eigi við henni, eigi réttlætt neitun áfrýjanda á að innleysa kröfuna. Sú mótbára áfrýjanda, að stefndi hafi reiknað sér of háa álagningu, kom fyrst fram í bréfi áfrýjanda til stefnda 12. okt. 1945. Í nefndu bréfi minnist áfrýjandi og á verð vara- hlutanna, en ákveðna athugasemd því viðvíkjandi kom hann 525 eigi fram með fyrr en í greinargerð sinni í málinu í héraði. En báðar þessar mótbárur var áfrýjanda unnt að bera fram í skeytasendingum sínum til stefnda, sem áður var getið. Með því að hér er um verzlunarkaup að ræða, sbr. lög nr. 39 19. júní 1922 4. gr., verður að telja áfrýjanda hafa borið mótbárur þessar of seint fram. Ber því þegar af þeirri ástæðu að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda kr. 7604.68 með 6% ársvöxtum frá 1. sept. 1945 til greiðsludags. Svo greiði og áfrýjandi stefnda málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti, kr. 1200.00. Dómsorð: Áfrýjandi, Vélsmiðjan Þór h/f, greiði stefnda, Bjarna Ö. Jónassyni, kr. 7604.68 með 6% ársvöxtum frá 1. sept. 1945 til greiðsludags og kr. 1200.00 í málskostnað í hér- aði og fyrir hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur sjó- og verzlunardóms Hafnarfjarðar 11. marz 1947. Ár 1947, þriðjudaginn 11. marzmánaðar, var í sjó- og verzlunar- dómi Hafnarfjarðar, sem haldinn var í réttarsal embættisins af fulltrúa bæjarfógeta, Kristni Ólafssyni, sem sjódómsformanni, og meðdómendum Birni Helgasyni fyrrv. skipstjóra og Bror Wester- lund forstjóra upp kveðinn dómur í ofangreindu máli. Mál þetta var upphaflega höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 27. nóv. 1945, af Bjarna Ö. Jónassyni, umboðs- og heild- sala hér í bæ, gegn Vélsmiðjunni Þór h/f á Ísafirði, þeim stjórnar- meðlimum Ólafi Guðmundssyni framkvæmdarstjóra, Finni Jónssyni fyrrv. dómsmálaráðherra og Jóhanni Þorsteinssyni, Ísafirði, og rétt- arkröfur stefnandans þær, að hið stefnda hlutafélag yrði dæmt til að greiða honum kr. 7604.68 með 6% ársvöxtum frá 1. sept. 1945 til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati dómsins. Síðan gekk dómur í máli þessu í bæjarþinginu 18. maí 1946, og var honum skotið til hæstaréttar, en var þar ómerktur með hæsta- réttardómi 31. jan. 1947, og málinu vísað heim, með því að það hefði átt að reka og dæma í sjó- og verzlunardómi. Var málið þá tekið upp af nýju og flutt í sjó- og verzlunardóm og rekið þar, en að málflutningi loknum lagt í dóm þann 25. febrúar s. 1. Af hálfu hins stefnda félags er krafizt algerrar sýknu og að þvi verði tildæmdur hæfilegur málskostnaður, Málavextir eru þessir: 526 Stefnandinn, Bjarni Ö. Jónasson, umboðs- og heildsali hér í bæ, var á ferðalagi vestur á Ísafirði í ágústmánuði 1944. Átti hann þá tal við framkvæmdarstjóra hins stefnda félags; Ólaf Guðmunds- son, um útvegun á ýmsum járnsmíðatækjum. Með bréfi, dags. 4. sepl. 1944, biður framkvæmdarstjórinn stefnandann að útvega sér, með tilvísun til samtals þeirra, tæki, er hann síðan telur upp, en það eru þær sömu vörur, sem krafizt er greiðslu fyrir í þessu máli. Jafnframt óskar hann, að pöntuninni sé hraðað, svo sem hægt sé, og að þeir muni sækja um gjaldeyris- og innflutningsleyfi, þegar Þeir fái að vita uphæðina. Frekari skilyrði eru eigi sett í þessu bréfi, né gert ráð fyrir nein- um sérstökum greiðslumáta. Með bréfi til stefnda, dags. 13. s. m., staðfestir stefnandinn móttöku á pöntuninni og með bréfum, dags. *%8 og %, staðfestir hann pantanir á sagarblöðum og slípiefni. Í öllum bréfum stefnandans er tekið fram, að verð og afgreiðsla sé án skuldbindingar. Í svari stefnda frá 14. sept. 1944 eru athugasemdir um, að verð- setningu vanti á sagarblöðin og smergilskifur, og óskað, að vör- urnar séu sendar beint til Ísafjarðar. Í niðurlagi segir þar, að þeir vænti þess, að stefnandinn sjái um, að verð og sæði og sendingar- máti verði þannig, að þeir geti gefið honum áframhaldandi pant- anir í þessum greinum. Framar en hér er rakið, verður ekki séð, að stefndi hafi tilskilið um verð og afgreiðslumáta. Stefnandinn virtist hafa samþykkt að láta senda sagarblöðin beint til Ísafjarðar, en neitar að hafa lofað því um hinar vörurnar. Umræddar vörur komu síðan til Reykjavíkur í stærri vörusending- um til stefnandans, en hann sameinaði síðan pöntun stefnda í eina sendingu og afgreiddi hana til Ísafjarðar um mánaðamótin ágúst og september 1945 ásamt póstkröfu að upphæð kr. 7604.68, sem er stefnukrafa máls þessa. Stefndi neitaði að innleysa póstkröfuna og fór fram á, að henni yrði breytt í þrjár vörusendingar og sérstök krafa fyrir hverja, og að sér yrðu sendir frumreikningar seljanda. Þá mótmælti stefndi, að stefnandinn hefði heimild til að reikna sér heildsöluálagningu, eins og hann hefði gert, því vörurnar hefðu verið pantaðar í um- boðssölu. Ekki vildi stefnandinn ganga inn á þessar kröfur stefnda og hélt fast við heimild sína til að reikna sér heildsöluálagningu, enda hefði heildsalaþóknun hans verið reiknuð eftir fyrirmælum verðlagsstjóra í samræmi við gildandi ákvæði um heildsöluálagningu. Jafnframt benti hann á, að sendingarkostnað við sagarblöðin hefði hann tekið á sig, þar sem hann hefði lofað, að þau yrðu send beint. Þar sem stefndi ekki innleysti póstkröfuna, höfðaði stefnandi mál þetta til greiðslu á þeirri upphæð. Ágreiningur í máli þessu er fyrst og fremst um það, hvort um- ræddar vörur hafi verið seldar í umboðssölu eða heildsölu. Eftir vísbendingu hæstaréttar hefur verið leitað álits verðlags- stjóra og Verzlunarráðs Íslands um þetta atriði, Verðlagsstjóri hefur látið í té viðurkenningu fyrir því, að álagning á umræddar vörur sé í samræmi við gildandi reglur um heildsöluálagningu. Á hinn bóginn hefur hann ekki talið sig geta gefið frekari upplýsingar, er að gagni mættu koma um skil milli umboðssölu og heildsölu. Þá hefur Verzlunarráð Íslands gefið skriflegt álit í þessu efni (dómskj. 21). Er þar gerð grein fyrir í fjórum liðum þeim aðferð- um, sem um sé að ræða við innflutning og sölu á erlendum vörum. En það hljóti að vera samkomulagsatriði seljanda og kaupanda, hvaða leið sé farin, þegar stofnað sé til viðskipta. Eins og mál þetta liggur fyrir, virðast viðskipti aðilja ekki verða heimfærð undir neinn þeirra liða, sem getur í bréfi Verzlunarráðs- ins. Þar sem farmskírteini og verðreikningur fara ekki beint til kaupanda og enn fremur ekki samið fyrirfram um umboðslaun, fellur það ekki undir skilgreininguna um umboðssölu, sbr. 1. og ö. lið rjskl. 2. Hins vegar virðist mega heimfæra viðskipti þessi undir viðskipti samkvæmt 4. lið, þó þannig að reiknuð er lögfest heildsalaálagn- ing eftir 2. lið, og ætti þá að mega telja samkvæmt þessu, að hér væri um heildsölu að ræða. Það skal tekið fram, að við málflutninginn hefur verið haldið fram, að ekki sé vitað um neinar viðskiptavenjur, er myndazt hafi um þau atriði, er hér lggja fyrir til úrlausnar. Það verður ekki séð, að stefnandinn hafi gefið þeim, er um- ræddar vörur pöntuðu hjá honum, beint eða óbeint réttmæta ástæðu til að álíta, að um umboðssölu væri að ræða, og ekkert áskilið í þá átt af hálfu stefnda, er pöntun var gerð eða afgreidd. Það er ekkert fram komið í þessu máli því til fyrirstöðu, að stefnandinn reikni sér löglega heildsöluálagningu á umræddar vör- ur, er verðlagsyfirvöldin hafa lagt samþykki sitt á, enda upplýst, að erlendis frá hafa þær verið afgreiddar sem venja er um heildsölu, en ekki umboðssölu. Þá hefur stefndi að því fundið, að verðið hafi orðið miklu hærra en ráð var fyrir gert við pöntun, sérstaklega á verkfærahlutunum á rskj. 4, og dráttur orðið úr hófi fram á afgreiðslu þeirra, þar sem hér um bil ár hafi liðið frá því, að pöntun var gerð, og þar til var- an kom. Það verður að teljast eðlilegt, að verð og afgreiðslutími væri mjös í óvissu á slíkum stríðstímum, enda tekinn greinilegur fyrirvari um það af stefnandanum, og verður honum engin sök gefin í því efni, enda ekkert komið fram, er benti til, að stefnandinn hafi í þeim greinum staðið verr að en þá var almennt og við mátti búast. 528 Þá hefur af hálfu stefnda verið höfð uppi sú varnarástæða, að hver vörutegund hefði átt að vera í sendingu fyrir sig og sendast beint frá seljanda til kaupanda. Ekki er sannað, að af hálfu stefnda væri slíkt tilskilið né samþykkt af stefnanda, nema um sagarblöðin, og hefur stefnandinn tekið á sig sendingarkostnað þeirra frá Reykja- vík til Ísafjarðar. Verður að fallast á, að eins og þessu var háttað, verði ekki gerðar frekari kröfur á hendur stefnanda, þar sem ekki er um umboðssölu að ræða að dómi réttarins, eins og þegar er fram tekið. Samkvæmt því, sem hér hefur verið rakið, verður niðurstaða dóms þessa sú, að taka beri til greina allar kröfur stefnandans, einnig málskostnaðarkröfu hans, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 1000.00. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Vélsmiðjan Þór h/f, Ísafirði, greiði stefnandanum, Bjarna Ö. Jónassyni, kr. 7604.68 með 6% ársvöxtum frá 1. sept. 1945 til greiðsludags og málskostnað með 1000 krónum. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá birtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 26. nóvember 1947. Nr. 114/1946. Réttvísin og valdstjórnin (Hrl. Hermann Jónasson) Segn Óskari Sigurvin Ólafssyni (Hrl. Sveinbjörn Jónsson) Setudómari próf. Ólafur Jóhannesson í stað hrd. Jóns Ásbjörnssonar. Brot gegn 219. og 220. gr. almennra hegningarlaga og lög- gjöf um umferð. Dómur hæstaréttar. Eftir að mál þetta var dæmt í héraði, hafa að tilhlutun hæstaréttar verið fengnar skýrslur Magnúsar héraðslæknis Péturssonar og Kristjáns læknis Þorvarðssonar um heilsu- tjón Þórunnar Hólmfríðar Guðmundsdóttur af slysförum þeim, er í málinu greinir. Kristján læknir kveðst hafa stund- að Þórunni í febrúar og marzmánuði 1946 vegna afleiðinga 529 slyssins og rannsakað hana 27. maí s. 1. Á fyrrgreindu tímabili árið 1946 kveður hann Þórunni oft hafa verið illa haldna og alveg óvinnufæra. Hún hafi kvartað undan höf- uðverk, svima og áköfum hjartslætti, er hún fékk í köstum. Taugarannsókn leiddi þá í ljós minni háttar lömun í vinstri hluta líkamans, vöðvarýrnun var nokkur, einkum í vinstra handlegg, og enn fremur var snerti- og sársaukaskyn vinstri hluta líkamans daufara en hægra megin. Hinn 27. maí s. Í. var lömunin horfin og snertiskyn og sársauka eðlilegt, en við minnispróf kom greinilega í ljós, að minni Þórunnar hafði sljófgazt, enda hafði við rannsókn, sem framkvæmd var í Landsspitalanum í april 1946, sézt, að óvenju mikið loft var við yfirborð heilans, en bað er einkenni um rýrnun heilbarkarins, og var rýrnun þessi nokkur á öllu yfir- borði heilans. Auk minnissljófgunar kvartaði Þórunn hinn 27. maí einnig undan dofa í höfði og að hún hefði höfuð- verk öðru hverju, einkum ef hún væri í hávaða eða skarkala. Niðurstaða læknisins er, að Þórunn hafi við slysið fengið alvarlegan áverka á höfuð, heilahristing og sennilega smá blæðingu á heila. Afleiðingar þessa séu rýrnun á heilaberki, sem orsaki minnissljófgun, dofa í höfði og höfuðverk. Minn- issljófgunin sé sennilega varanleg, og kunni hún að aukast. Einnig megi gera ráð fyrir, að dofi og verkur í höfði geti haldizt. Starfsorka Þórunnar sé minnkuð, og sé hún ein- ungis fær til léttra og óbrotinna starfa í rólegu umhverfi, er ekki reyni mikið á huga og minni. Samkvæmt þessu áætlar héraðslæknir örorku Þórunnar 25% og telur, að örorkan kunni að verða meiri síðar. Að öðru leyti er atvikum málsins rétt lýst í héraðsdómi, og hefur ákærði brotið gegn lagaboðum, er þar greinir, en við ákvörðun refsingar ákærða þykir eiga að hafa hliðsjón af 75. gr. laga nr. 19/1940, að því er varðar brot hans gegn 220. gr. sömu laga. Að þessu athuguðu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi 6 mánuði. Samkvæmt 68. gr. hegningarlaganna og 39. gr. sbr. 20. gr. bifreiðalaganna ber að svipta ákærða ævilangt rétti til bifreiðarstjórnar. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar í héraði og fyrir 34 590 hæstarétti, þar með talin laun skipaðs sækjanda og verj- anda fyrir hæstarétti, kr. 500.00 til hvors. Það er mjög aðfinnsluvert, að lögreglan gerði ófullnægj- andi athuganir á vettvangi, rannsakaði ekki ástand bifreiðar ákærða og gerði ekki næga gangskör að því að ná ákærða sem fyrst til rannsóknar. Dómsorð: Ákærði, Óskar Sigurvin Ólafsson, sæti fangelsi 6 mán- uði. Hann er sviptur ökuleyfi ævilangt. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin laun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Hermanns Jónassonar og Sveinbjörns Jónssonar, kr. 500.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 14. marz 1946. Ár 1946, fimmtudaginn 14. marz, var í aukarétti Reykjavíkur, sem haldinn var í skrifstofu réttarins af Bergi Jónssyni sakadómara, upp kveðinn dómur í málinu nr. 904/1946: Réttvísin og valdstjórnin segn Óskari Sigurvin Ólafssyni, sem tekið var til dóms sama dag. Mál þetta er af réttvísinnar og valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Óskari Sigurvin Ólafssyni bifreiðarstjóra, Grjótagötu 14B í Reykjavík, til refsingar, ökuleyfissviptingar og greiðslu sakarkostn- aðar fyrir brot gegn 23. kafla almennra hegningarlaga nr. 19 12. febrúar 1940, bifreiðalögum nr. 23 16. júni 1941 og lögreglusam- Þykkt fyrir Reykjavík nr. 2 7. janúar 1930. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 9. janúar 1917 í Reykjavik, og hefur, svo að kunnugt sé, sætt eftirtöldum kær- um og refsingum: 1937 ?%. Sátt, 5 kr. sekt fyrir afturljósleysi á bifreið. 1941 %s Sátt, 5 kr. sekt fyrir brot gegn C-lið 50. gr. lögreglu- samþykktar Reykjavíkur. Dómur lögregluréttar, 10 daga varðhald og 3 mánaða öku- leyfissvipting fyrir að vera undir áhrifum áfengis við bifreiðaakstur. Málavextir eru þeir, er nú skal greina: Laugardagskvöldið 10. nóvember s. 1. fór ákærði ásamt konu sinni, Láru Loftsdóttur, í Gamla Bió, Ók hann að kvikmyndahúsinu í bif- reið sinni R 115, en sýningin hófst kl. 9. Um 11 leytið fóru þau úr 1945 eð “ 531 kvikmyndahúsinu og óku heim til sín að Grjótagötu 14B, en er Þangað var komið, varð ákærði var við, að hann vanhagaði um vindlinga. Fór hann því einn í bifreiðinni að veitingahúsi í Aðal- stræti og keypti þá þar. Fyrir utan veitingahúsið hitti hann kunn- ingja sinn, Jóhann Ólafsson, Leifsgötu 6, tók hann upp í bifreiðina og ók honum um bæinn, en skildi síðar við hann hjá Lækjartorgi. Ók ákærði því næst áleiðis heim til sin, vestur Vesturgötu og suður Garðastræti. Á móts við Ránargötu varð konan Þórunn Hólmfríður Guðmundsdóttir fyrir bifreið hans. Féll hún í götuna og missti með- vitund, en ákærði, sem segist hafa talið hana dána, hvarf af slys- staðnum án þess að koma henni til hjálpar eða tilkynna lögreglunni slysið. Skyrir ákærði svo frá, að hann hafi ekki ekið með meiri hraða en 15—20 km hraða, miðað við klukkustund. Var bifreiðin í 2. gír, er hann beygði af Vesturgötu og inn í Garðastræti, en hann kveðst hafa ætlað að setja hana í 3. gir, þegar slysið skeði. Kveðst hann ekki hafa séð konuna, fyrr en um leið og vinstra frambretti bif- reiðarinnar rakst á hana. Hemlaði hann þá strax, og stöðvaðist bifreiðin þegar í stað. Reikaði konan aðeins frá, féll upp á gangstétt og lá þar, eins og hún væri dáin. Telur ákærði, að hún muni hafa rekið höfuðið í stein eða eitthvað annað á götunni. Götulýsing er þarna slæm, rigning var og götur blautar, Kveður ákærði veður hafa verið frekar hráslagalegt, og minnir hann, að miðstöð bifreið- arinnar hafi verið í gangi, svo þess vegna hafi óvenjulega mikil móða setzt á rúðurnar að innanverðu. Hafi hann verið að strjúka móðuna af með hendinni, um leið og hann kom auga á konuna fyrir framan bifreiðina. Er hún hafði fallið á götuna, fór ákærði út úr bifreiðinni. Var konan þá meðvitunarlaus og með skurð á enni. Hélt ákærði, að hún væri látin, og greip hann mikil hræðsla. Fór hann aftur upp í Þifreiðina, ók henni að Garðastræti 17 og skildi þar við hana. Gekk hann því næst aftur til konunnar, og virtist honum þá, sem hún lægi ekki á sama stað og áður, en hafði þó ekki orðið var við nokkra mannaferð. Í þessum svifum bar þarna að bifreiðina R 2280. Kannaðist ákærði við bifreiðarstjóra hennar og kveðst hafa gefið honum merki með hendinni um að nema staðar og beðið hann að aðstoða sig við að koma konunni á slysavarðstof- una. Leit bifreiðarstjórinn á hana, en neitaði þessu og kvaðst mundu fara á lögreglustöðina. Segist ákærði nú hafa ætlað að biða þarna hjá konunni, þar til lögreglan kæmi á vettvang. En meðan hann beið lögreglunnar, var hann gripinn svo miklum ótta og vanlíðan, að hann gat ekki dvalizt lengur á slysstaðnum og gekk því vestur Rán- argötu. Sá hann síðar, þegar lögregluþjónarnir komu og fluttu kon- una burtu, en gerði ekki vart við sig og hefur enga grein getað gert fyrir, hvers vegna hann gerði það ekki. Ráfaði ákærði nú vestur í bæ og niður að sjó, en fór svo heim til sín. Tjáði þá kona hans hon- 532 um, að lögregluþjónar hefðu komið tvisvar sinnum og spurt eftir honum og kveðizt mundu koma aftur. Ekki fór ákærði út um nótt- ina eftir þetta, og lögregluþjónarnir komu eigi aftur heim til hans. Ákærði kveðst munu hafa farið heim til sin, strax eftir að slysið skeði eða skömmu áður en lögregluþjónarnir komu á vettvang, og skýrt konu sinni frá, hvað fyrir hafði komið. Ákærði kveður sig að öllu leyti hafa verið vel fyrirkallaðan, hvorki þreyttan né svefnþurfa. Áfengi hafi hann hvorki bragðað Þenna dag né undanfarna daga. Bifreiðin hafi verið í góðu lagi að öllu leyti, ekkert hafi verið, sem truflaði hann við aksturinn eða dró athygli hans að sér, og hann minnist þess ekki að hafa verið reykjandi. Vitnið Einar Magnússon bifreiðarstjóri, 30 ára að aldri, hefur borið það og unnið eið að framburði sinum, að ákærði hafi ekki gefið því merki um að nema staðar, heldur hafi bifreiðin R 115 lokað götunni, þar sem hún stóð við hliðina á tveim öðrum bif- reiðum, og því eigi hægt að aka fram hjá henni, enda hafi ákærði verið að reyna að reisa konuna upp, þegar vitnið kom auga á hana. Hefur ákærði neitað þessu og kveðst aðeins hafa verið að hyggja að konunni, en ekki ætlað að reisa hana upp. Kveður vitnið ákærða hafa hrópað: „Reddaðu mér, hún hljóp á bifreiðina“, en að hann hafi aldrei beðið það að koma konunni á slysavarðstofuna. Svar- aði vitnið lHtlu, gekk til konunnar, þar sem hún lá meðvitundar- laus uppi á gangstéttinni og hagræddi henni, en þorði ekki að setja hana upp í bifreið sína, þar sem konan var meðvitundarlaus, og Það vissi ekki, hve mikil meiðsli hennar voru, Kveðst vitnið hafa sagt ákærða að bíða og vera kyrr hjá konunni, því að það ætlaði „að redda honum“. Hafi ákærði lofað þvi, en á lögreglu eða lög- reglustöðina hafi ekki verið minnæt. Fór vitnið því næst og sótti lögregluaðstoð, en er komið var aftur á slysstaðinn, var hvorki kon- an né ákærði sjáanleg. Taldi vitnið í fyrstu, að ákærði væri undir áhrifum áfengis, því að hann var náfölur og óstyrkur, en enga vinlykt fann það úr vit- um hans og kveður því vel geta verið, að hann hafi aðeins fengið taugaáfall. Lára Laufey Loftsdóttir, kona ákærða, 20 ára að aldri, kveður hann hafa komið heim um kl. 12% og tjáð henni, að slys hefði komið fyrir sig, og þess vegna þyrfti hann að fara út aftur. Hafi hann svo eigi komið heim fyrr en eftir komu lösregluþjónanna og þá farið að hátta, enda verið mjög fölur og óstyrkur, en áfengis hefði hann eigi neytt þenna dag né undanfarna daga. Fyrrgreindur Jóhann Ólafsson verkamaður, 25 ára að aldri, hefur borið samhljóða um skipti þeirra, hans og ákærða, og kveðst vera Þess fullviss, að ákærði hafi eigi verið með áfengisáhrifum. Vitnið Þórunn Hólmfríður Guðmundsdóttir, Garðastræti 15, 37 öðð ára að aldri, sem varð fyrir bifreið ákærða, segir, að kvöld þetta hafi það verið á leið heim til sin frá Vesturgötu 23. Var það að öllu leyti vel fyrirkallað og hafði ekki bragðað áfengi. Hafi það sengið suður Garðastræti eftir vestari gangstétt og þess vegna orðið að ganga yfir götuna, því að Garðastræti 15 er austan við hana. Kveður vitnið það vera venju sína að ganga suður fyrir Ránar- götu og vfir Garðastræti hjá Bárugötu og telur sig einnig munu hafa gert svo í þetta skipti, en man ekki eftir sér frá því að það gekk fram hjá verzluninni Spörtu á horni Garðastrætis og Ránar- sötu, og þar til það var statt á slysavarðstofunni. Man það þó bæði óljóst eftir sér þar og einnig eftir að það var komið á Landspitalann síðar um nóttina, en morguninn eftir vaknaði það um kl. 11. Annars kveðst það hafa sofið stanzlaust í 4 daga eftir slysið. Lögregluþjónarnir Haraldur Jensson og Kristján Jóhannesson, sem fóru að sækja hina slösuðu konu, hafa borið það, að er þeir komu á slysstaðinn, hafi hún legið um 15 metra frá þeim stað, sem slysið skeði, inni á óbyggðri húslóð skammt fyrir sunnan gatnamót Garðastrætis og Ránargötu, en mjög nálægt þessum gatnamótum var veski hennar og Þblóðblettur. Bremsuför voru engin sjáanleg þar. Var konan meðvitundarlaus, með óráði og hljóðum, en hjá henni var Jóhann Pétursson, er nú mun dveljast í Danmörku. Kvaðst hann hafa heyrt hljóðin í konunni og því gengið til hennar. Þeir lögreglu- Þjónarnir fluttu hana á slysavarðstofuna og þaðan upp á Landspitala. Haraldur Jensson lögregluþjónn kveður tvo lögregluþjóna hafa farið á slysstaðinn með Einari Magnússyni, en eigi fundið hina slösuðu konu. Um það bil, sem þeir komu aftur á lögreglustöðina, var hringt þangað og tilkynnt, að drukkin kona væri í Garðastræti. Fóru þeir Haraldur og Kristján að sinna þessu og fundu bá hina slósuðu konu. Þórunn Hólmfríður Guðmundsdóttir kveðst hafa fengið mikinn heilahristing, skurð á enni og smáskrámur, legið 5 vikur á Land- spítalanum, en þá farið heim, Hinn 24. janúar s. 1. kveðst hún enn vera óvinnufær og ekki geta sagt um, hvenær hún verði fær til vinnu aftur. Hún segist mjög gleymin eftir slysið og geti því eigi sætt véla, en þá atvinnu stundaði hún. Sjón sína kveður hún hafa daprazt svo mjög, að fyrst eftir slysið hafi hún oft séð tvöfalt, og sé hún enn ófær til lestrar. Þá kveðst hún hafa orðið svo ónýt í fótum og óstyrk til gangs, að hún hafi ekki getað gengið fyrst í stað og hafi síðan verið í nuddi hjá Karli Jónssyni lækni. Gunnar Cortes læknir hefur gefið svo hljóðandi vottorð um áverka hennar: „Þórunn Guðmundsdóttir, óg. verksm., 37 ára, Garðastr. 15, lá á handil. Lsp. 11/XI. 1945 til 15/XIT. 1945 incl. Skömmu áður en komið var með konuna, fannst hún að sögn meðvitundarlaus í Garðastræti. 534 Þegar hún kom á deildina, virtist hún meðvitundarlaus, en er yrt var á hana, svaraði hún greiðlega og rétt, en mundi þó óljóst eftir slysinu. Kastaði einu sinni upp. . Konan var fölleit og dálítið chockeruð, púls óreglulegur og mis- sterkur. Á ofanverðu enni vinstra megin er dál. hæmetomu og húðin hrufluð. Pupilla jafnar og reagera eðlilega. Engin einkenni um fractur né innri læsionir. Lá á deildinni rúman mánuð, á fótum seinustu dagana, og var þá orðin vel hress og laus við öll einkenni frá höfði. Rtg. mynd af cranii: = fractura. Electoradiogram: Eðlil. Diagnosis spítalans: commotio cerebri.“ Kr. Jónsson læknir hefur þann 26. jan. s. 1. gefið vottorð þess efnis, að Þórunn Guðmundsdóttir hafi verið til lækninga hjá hon- um frá 1%, 1945 til 19 1946 vegna afleiðinga af heilahristingi o. fl. Þá hefur K. Þorvarðsson læknir gefið vottorð 28. jan, s. 1. á þá leið, að hún megi ekki stunda atvinnu sina fyrst um sinn, a. m. k. ekki fyrr en eftir 11. febr. 1946. Eftir því, sem upplýst er í málinu og greint er hér að framan, verður ekki annað séð en ákærði sé að verulegu leyti valdur að slysi þessu, þó að á hinn bóginn verði ekki talið, að konan Þórunn Hólmfríður Guðmundsdóttir hafi sýnt þá eftirtekt og aðgæzlu, sem krefjast verður af fótgangandi fólki, þar eð hún virðist ekki hafa gætt nægilega að umferðinni, er hún gekk af gangstéttinni í Garða- stræti og yfir götuna. Ákærði hefði aftur á móti átt að veita kon- unni eftirtekt og koma auga á hana fyrr en vinstra frambretti bif- reiðarinnar rakst á hana, ef hann hefði verið svo athugull og var- kár, sem krefjast verður af bifreiðarstjórum, enda var hún þá komin að eystri gangstétt Garðastrætis, og hljóta því ljós bifreiðarinnar að hafa fallið á hana nokkru áður. Þá er það vitavert af ákærða að halda áfram akstrinum, eftir að mjög mikil móða hefur setzt innan á fram- rúðuna og byrgt útsýni, og þurrka hana af í akstri jafnframt því, sem hann kveðst hafa ætlað að setja bifreiðina í 3. gir. Þykir ákærði með þessu hafa gerzt brotlegur við 219, gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19 12. febr, 1940, 26. og 27. sbr. 38. gr. bifreiðalaganna nr. 23 16. júní 1941 og 4. sbr. 14. gr. umferðarlaga nr. 24 16. júní 1941. Þá hefur ákærði með því að yfirgefa slysstaðinn án þess að skýra lögregluþjónunum frá nafni sinu og heimilisfangi og hjálpa hinni slösuðu konu gerzt brotlegur við 29. sbr. 38. gr. bifreiðalaganna, 9. sbr. 14. gr. umferðarlaganna og 37. sbr. 96. gr. lögreglusamþykktar fyrir Reykjavík nr. 2 7. janúar 1930. Þykir ákærði einnig með þessu atferli sínu hafa gerzt brotlegur við 1. mgr. 220. gr. almennra hegn- ingarlaga og með því að yfirgefa konuna meðvitundarlausa í götu, Þar sem raflýsing er slæm, strax eftir slysið án þess þá þegar í stað. 535 að gera ráðstafanir til að koma henni í sjúkrahús eða annað til læknis og hverfa síðan aftur af slysstaðnum án þess að hafa gengið algerlega úr skugga um, að Einar Magnússon hafi sótt hjálp til að- stoðar konunni, hver svo sem orðaskipti þeirra á milli hafa verið. Refsing ákærða þykir með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningar- laga hæfilega ákveðin fangelsi í 6 mánuði. Þá verður að telja akstur ákærða svo mjög vítaverðan og eðli brots hans þannig, að svipta beri hann samkvæmt 39. gr. bifreiða- laganna bifreiðastjóraréttindum í 3 ár frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar. Rekstur málsins hefur verið vítalaus. Dómsorð: Ákærði, Óskar Sigurvin Ólafsson, sæti fangelsi í 6 mánuði. Hann er sviptur bifreiðastjóraréttindum í 3 ár frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Miðvikudaginn 26. nóvember 1947. Nr. 106/1947. Jón Jóhannsson (Hrl. Sigurður Ólason) gegn Valdimar Kr. Árnasyni (Hrl. Ólafur Þorgrímsson). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Jóns Ásbjörnssonar. Húsnæðismál. Synjað útburðar. Dómur hæstaréttar. Kristján Kristjánsson borgarfógeti hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Áfrýjandi, sem að fengnu gjafsóknarleyfi hefur skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu 1. október þ. á., krefst þess, að hinum áfrýjaða úrskurði verði breytt á þá lund, að synjað verði um framgang útburðar þess, sem um ræðir í málinu, og stefnda verði dæmt að greiða sér málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti, eins og málið væri ekki gjafsókn- armál. 536 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar í hæstarétti eftir mati dómsins. Það er viðurkennt, að stefndi átti frumkvæði að þeirri endurnýjun á húsaleigusamningi aðiljanna, er gerður var 5. febrúar þ. á. og lýst er í hinum áfrýjaða úrskurði, ritaði í hann ákvæðið um, að áfrýjandi skyldi rýma leiguibúð sína í síðasta lagi 14. maí s. 1. og lagði samningsuppkastið þannis undirbúið fyrir áfrýjanda til undirskriftar. Einnig er það viðurkennt, að áður hafði ekki komið til tals milli aðiljanna, að húsaleigusamningi þeirra yrði breytt á þessa lund, svo og að stefndi vakti ekki sérstaklega athygli áfrýjanda á þess- ari breytingu. Nú hafði stefndi áður gert ítrekaðar tilraunir til að fá áfrýjanda út úr leiguíbúðinni, en áfrýjandi varizt þeim tilraunum eftir getu, enda er áfrýjandi fátækur barna- maður, sem hlaut að eiga erfitt með að afla sér annars hús- næðis. Þegar til alls þessa er litið, verður að telja, að stefnda hafi mátt vera það ljóst, að mjög ólíklegt var, að áfrýjandi vildi undirgangast brottrýmingarákvæðið, og at- hugasemdalaus undirskrift hans undir samninginn hlyti að stafa af því, að hann hefði ekki veitt þessu ákvæði eftirtekt. Verður því að telja, að áfrýjandi sé ekki bundinn af þessu ákvæði leigusamningsins, sbr. 31. gr. laga nr. 7/1936, og ber því að synja um framgang útburðargerðarinnar. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir báðum dómum falli niður, en þóknun skipaðs talsmanns áfrýjanda fyrir hæstarétti, kr. 600.00, greiðist úr ríkissjóði. Dómsorð: Útburðargerð sú, er um ræðir í máli þessu, skal ekki ná fram að ganga. Málskostnaður í héraði og fyrir hæstarétti fellur niður. Þóknun skipaðs talsmanns áfrýjanda í hæstarétti, Sig- urðar hæstaréttarlögmanns Ólasonar, kr. 600.00, greið- ist úr ríkissjóði. öð7 Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 1. september 1947. Í máli þessu, sem tekið var til úrskurðar hinn 25. þ. m., hefur gerðarbeiðandi, Valdimar Kr. Árnason, Vitastíg 9, krafizt þess, að gerðarþoli verði borinn út úr húsnæði þvi, sem hann hefur undan- farið haft á leigu í húsi gerðarbeiðanda, nr. 51b við Laugaveg. Gerðarþoli hefur mótmælt framgangi hinnar umbeðnu gerðar, og lögðu aðiljar málið undir úrskurð fógetaréttarins. Aðiljar hafa hvor um sig krafizt málskostnaðar. Hinn 4. maí 1944 leigir gerðarbeiðandi, Valdimar Kr. Árnason, gerðarþola, Jóni Jóhannssyni, 2 herbergi og eldhús í kjallara húss- ins nr. 51 við Laugaveg. Var serður skriflegur leigusamningur, sjá rskj. 7. Leigutíminn var ótímabundinn, en uppsagnarfrestur ákveð- inn 3 mánuðir, miðað við fardag. Leiga var ákveðin kr. 60.00 á mánuði. Hinn 5. febrúar 1947 sera aðiljar með sér nýjan skriflegan leigu- samning. Er þar um sama húsnæði að tefla, en í eyðu á 2. síðu samningseyðublaðsins er handskrifuð eftirfarandi klausa: „Leigu- taki lofar og skuldbindur sig til að standa skil á Raf- og hitareikn- ingum, og enn fremur lofa ég að hafa rimt(sic) áðurnemda(sic) íbúð í síðasta lagi ....(lítt læsilegt, en virðist eiga að vera „14. maí 1947“). Samningur þessi, sjá rskj. 3, er undirritaður af aðiljum máls þessa, og vitundarvottar eru Pétur Steinsson og Sigriður Hallgrims- dóttir. Samningurinn er einnig staðfestur af húsaleigunefnd. Hinn 17. maí s. 1. ritar gerðarbeiðandi fógetaréttinum og krefst útburðar á gerðarþola. Kveður gerðarbeiðandi, að hin áðurnefnda illæsilega tímamarkaklausa á 2. síðu leigusamningsins á rskj. 3 eigi við 14. maí s. l., og er krafan um útburð því byggð á því, að gerðar- Þoli samkvæmt því hafi ekki lengur rétt til dvalar í húsnæðinu. Gerðarþoli skýrir svo frá, að gerðarbeiðandi hafi látið í ljósi við sig á s. 1. vetri, að leigusamningurinn á rskj. 7 mumi hafa verið ógildur, þar eð leiguupphæð hafi ekki verið staðfest af húsaleigu- nefnd, og bæri þeim því að sera nýjan samning. Telur hann þessa vera ástæðuna fyrir þvi, að gerðarbeiðandi vildi gera samninginn á rskj. 3, en gerðarþoli kveður gerðarbeiðanda ekki hafa minnzt á það einu orði, hvorki þá né síðar, að samningurinn skyldi vera tímabundinn. Gerðarþoli kveðst að vísu hafa skrifað undir samninginn á rskij. 3, en hann kveður, að engin tímamarkaákvæði hafi þá staðið í hon- um, svo hann tæki eftir, enda hefði hann þá ekki undirritað samn- ing þenna, þar sem hann hafði áður ótímabundinn leigusamning við gerðarbeiðanda. Hann kveðst hafa lesið hina handrituðu kafla samningsins lauslega yfir, áður en hann ritaði undir, en ekki átt von á neinu ákvæði, sem þessu, enda hafi gerðarbeiðandi, eins og áður segir, ekki vakið athygli sína á þvi. 538 Gerðarþoli telur sig þannig ekki skyldugan til að hlita brottfarar- ákvæði því, sem gerðarbeiðandi kveður samninginn innihalda, þar sem um var að ræða endurnýjun á eldri samningi, og gerðarbeið- anda hafi því borið að vekja athygli sina sérstaklega á öllum þeim: breytingum, sem gerðar yrðu frá eldri samningi, En hann hafi þvert á móti, gegn almennum heiðarleikakröfum, þagað yfir brottfarar- ákvæðinu, og eigi því ekki samkvæmt 32. gr. laga nr. 7/1936 að geta borið það ákvæði fyrir sig, auk þess sem tilvik þetta falli undir 7. gr. laga nr. 73/1933. Þess skal getið, að gerðarþoli kveðst hafa fengið samrit af leigusamningnum á rskj. 3, en hann kveðst hafa glatað því eintaki. Vitnið Pétur Steinsson, sem, eins og áður segir, var vitundar- vottur að samningnum á rskj. 3, kveður, að klausan um brottfarar- daginn hafi verið rituð á samningseyðublaðið, áður en aðiljar undir- rituðu það. Pétur kveðst hafa lesið yfir þau atriði samningsins, er rituð voru með bleki, en gerðarbeiðandi hafi minnt sig sérstaklega á að taka eftir ákvæðinu um brottfarardaginn, Hafi hann gert það, að gerðarþola viðstöddum, og kveður Pétur, að hver maður í gerðar- Þola sporum hefði átt að heyra þá áminningu. Hins vegar veit Pétur ekki, hvort gerðarbeiðandi nefndi ákvæði þetta sérstaklega við gerð- arþola, áður en undirritun fór fram. Engar líkur eru til þess, að gerðarbeiðandi hafi bætt brottfarar- ákvæðinu inn á samninginn á rskj. 3, eftir að hann var undirritaður. Gerðarþoli kveðst sjálfur hafa lesið samninginn yfir, áður en en hann undirritaði, og verður samkvæmt framansögðu ekki álitið annað en að samningurinn hafi þá verið öldungis samhljóða þvi, sem rskj. 3 greinir. Þykir gerðarþoli því ekki eftir atvikum, sbr. og framburð vitnisins Péturs Steinssonar, geta borið fyrir sig 32. gr. laga nr. 7/1936, og ekki talið, að nein atvik liggi fyrir, sem gefi gerðarþola ástæðu til að bera fyrir sig 7. gr. laga nr. 73/1933. Verður samkvæmt þessu að leyfa framgang hinnar umbeðnu gerðar, en rétt þykir að málskostnaður falli niður. Því úrskurðast: Gerð þessi skal fram fara á ábyrgð gerðarbeiðanda. Málskostnaður falli niður. 539 Þriðjudaginn 9. desember 1947. Nr. 97/1947. Réttvísin og valdstjórnin (Hrl. Gústaf A. Sveinsson) segn Brynjólfi Jónatanssyni (Hrl. Ragnar Jónsson} Manndráp af gáleysi. Brot gegn löggjöf um umferð. Dómur hæstaréttar. Atvikum málsins er rétt lýst í héraðsdómi, og ber eftir þar greindum lagaboðum að dæma ákærða refsingu, er þykir hæfilega ákveðin varðhald 5 mánuði. Samkvæmt 68. gr. laga nr. 19/1940 og 39. gr. laga nr. 23/1941 þykir rétt að svipta ákærða ævilangt rétti til bifreiðarstjórnar. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu málskostnaðar staðfest- ist. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin laun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæsta- rétti, kr. 500.00 til hvors. Dómsorð: Ákærði, Brynjólfur Jónatansson, sæti varðhaldi 5 mánuði. Hann er sviptur ökuleyfi ævilangt. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu málskostnaðar staðfestist. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin laun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Gústafs A. Sveinssonar og Ragnars Jónssonar, kr. 500.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 30. júní 1947. Ár 1947, mánudaginn 30. júní, var í aukarétti Reykjavíkur, sem haldinn var í skrifstofu réttarins af Valdimar Stefánssyni saka- dómara, upp kveðinn dómur í málinu nr. 2154/1947: Réttvísin og valdstjórnin gegn Brynjólfi Jónatanssyni, sem tekið var til dóms 16. s. m. Mál þetta er af réttvísinnar og valdstjórnarinnar hálfu höfðað 540 segn Brynjólfi Jónatanssyni rafvirkja, Seljavegi 10 hér í bæ, til refs- ingar, sviptingar bifreiðarstjóraréttinda og greiðslu sakarkostnaðar fyrir brot gegn 23. kafla almennra hegningarlaga nr. 19 19. febrúar 1940, bifreiðalögum nr. 23 16. júní 1941 og umferðarlögum nr. 94 16. júní 1941. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 23, júni 1924 í Vestmannaeyjum. Þann 7. marz 1946 var hann sektaður um 100 krónur fyrir að stjórna bifreið án þess að hafa öðlazt ökuskir- teini, en að öðru leyti hefur hann hvorki sætt kæru né refsingu, svo að kunnugt sé. Málavextir eru þeir, er nú skal greina: Laugardaginn 19. april s. 1. um klukkan 13.40 ók ákærði fólks- bifreiðinni G 180, smiíðaár 1929, austur Borgartún og austur yfir Laugarnesveg á leið að Efstasundi 64. Er hann var nýkominn inn á Sundlaugaveg, varð drengurinn Hannes Elíasson, Hrísateig 24, fædd- ur 11. september 1943, fyrir bifreiðinni og beið bana af. Reyndi ákærði að forða slysinu með því að hemla bifreiðina og beygja henni til vinstri, en hún stanzaði ekki fyrr en á símastaur norðan við veginn, eins og sést á uppdræiti af slysstaðnum, sem fram hefur verið lagður, rskj. nr. 2. Hemlaför sáust ekki á slysstaðnum nokkru siðar, er mælingar fóru þar fram. Ákærði var einn í Þif- reiðinni, þegar slysið varð, og er ekki kunnugt um nokkurn sjónar- vott nema smábarn, fimm ára. Ákærði skýrir svo frá, að hann hafi ekið bifreiðinni á um 25 km hraða, miðað við klukkustund, austur Borgartún, en hægt svo á hraða bifreiðarinnar, þegar hann fór yfir gatnamót Laugarnes- vegar og Sundlaugavegar, og minnist þess ekki að hafa aukið hraða hennar eftir þetta. Er slysið varð, telur hann hraða bifreiðarinnar hafa verið 15 til 20 km, miðað við klukkustund. Kveðst hann hafa ekið vinstra megin á akbrautinni, enda hafi strætisvagn staðið sunnan megin á Sundlaugavegi, rétt við gatnamót Sundlaugavegar og Laugarnesvegar. Ekki segir hann strætisvagninn hafa byrgt fyrir sér útsýni og minnist þess ekki, að nokkur umferð hafi verið Þarna. Þegar ákærði ók fram hjá strætisvagninum, sá hann tvo litla drengi standa á miðri götu, sem næst beint út frá norðvesturhorni húss- ins nr. 19 við Hrísateig, á stað þeim, sem merktur er nr. 1 á upp- drættinum á rskj. nr. 2. Einnig kveðst hann hafa séð fleiri börn Þarna skammt frá suðurbrún vegarins, en nánari athygli veitti hann þeim ekki. Er ákærði var að ljúka við að aka fram hjá strætisvagn- inum, en framendi hans snéri í vestur, segir hann annan fyrrgreindra drengja hafa farið norður yfir götuna, en hinn, sem minni var, hafi horft í áttina til bifreiðarinnar. Ekki hægði ákærði á hraða bifreið- arinnar, enda bjóst hann ekki við, að drengurinn hlypi yfir göt- una, og ekki gaf hann hljóðmerki. Er bifreiðin átti um einn til tvo. metra eftir til að komast fram hjá drengnum, hljóp hann fyrir- ö4d1 varalaust norður yfir götuna á eftir stærri drengnum. Ákærði kveðst hafa hemlað bifreiðina strax eftir fremsta megni og beygt til vinstri, en ekki tekizt að forða slysi. Varð drengurinn fyrir bifreiðinni, sem stöðvaðist á símastaur, eins og áður greinir, og bognaði framvari hennar við það, en hvort drengurinn varð fyrir henni vinstra megin eða hægra megin, veit ákærði ekki. Hann kveðst hafa séð drenginn hverfa undir vatnskassa bifreiðarinnar, en telur ekki, að hjól hennar hafi farið yfir drenginn, eða hann dregizt með bifreiðinni, heldur hafi hann kastazt frá henni. Er bifreiðin hafði stöðvazt á sima- staurnum, fór ákærði þegar út úr henni og tók drenginn undan henni, en hann lá á milli vinstra framhjólsins og simastaursins, en var þó ekki fastur þar. Var drengurinn rænulaus eða rænulitill og lézt á leiðinni að Landspítalanum, en þangað ók móðir hans honum, og fylgdist ákærði með. Bifreiðin G 180 var ekki færð af slysstaðnum, fyrr en eftir að mælingar voru gerðar á honum. Í krufningarskýrslu Þórarins Sveinssonar læknis segir, að útlit sé fyrir, að mikill þungi hafi lent yfir háls drengsins og brjóstið efst, en áverki á hálsi geti valdið bráðu losti (shock) og dauða, og útlit sé fyrir, að þannig hafi verið hér. Þegar slysið varð, var veður þurrt, og segir ákærði veginn hafa verið góðan á slysstaðnum. Hann kveðst að öllu leyti hafa verið vel fyrirkallaður, ekki verið svefnþurfi, og ekkert hafi dregið athygli sína frá akstrinum. Hemla bifreiðarinnar kveðst hann hafa hert upp nokkrum dögum áður en slysið varð, og hafi þeir verið í eins sóðu lagi og hægi er að hafa þá í bifreið af þessari gerð, en þó hafi hemlar framhjóla verið í ólagi, og munu þeir hafa verið óvirkir. Eigandi bifreiðarinnar er Sveinn Jónatansson sjómaður, bróðir ákærða, en ákærði var umráðamaður hennar. Sama daginn og slysið varð, skoðuðu bifreiðaeftirlilsmennirnir Gestur Ólafsson og Haukur Hrómundsson bifreiðina G 180 og reyndu hana í akstri. Hafa þeir gefið vottorð um ástand bifreiðarinnar, rskj. nr. 3, og borið það hér í réttinum, að sé bifreiðinni ekið á 30 til 35 km hraða, miðað við klukkustund, nemi hún staðar á 15 metra vegalengd og marki fyrir hemlaförum á malbornum vegi, en ekki á malbikuðum, þótt bifreiðin stöðvist þá á svipaðri vegalengd. Einnig reyndu þeir hemlana, þegar bifreiðinni var ekið hægar, en mældu þá ekki hemlaförin. Kveða þeir hemla bifreiðarinnar, sem eru teina- hemlar, en þeir verka ekki eins vel og vökvahemlar, eigi hafa verið slæma, en þó ekki eins góða og hægt hefði verið að hafa þá. Þeir verkuðu jafnt á báðum afturhjólum, en voru mjög slæmir eða ekki í sambandi við framhjól bifreiðarinnar, Handhemill bifreiðarinnar reyndist með öllu óvirkur, hraðamælir hennar í ólagi og hljóðhorn bifreiðarinnar gaf ekki nægilega hvellt og glöggt hljóð. Að öðru leyti var bifreiðin í lagi. Þar sem ákærði sá drengina tvo framundan á miðri götunni, bar 542 honum að gæta sérstakrar varúðar, einkum þar eð hann vissi, að hemlar framhjóla voru ekki í lagi, og hægja svo á hraða bifreiðar- innar, er hann sá stærri drenginn hlaupa yfir götuna, að hann gæti stöðvað hana þegar í stað. Þessarar varúðar gætti ákærði ekki, og þykir hann hafa ekið of hratt og ógætilega, eins og á stóð. Þetta varð meðorsök slyssins og varðar ákærða refsingu samkvæmt 215. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19 12. febrúar 1940, 26. gr. 1. og 4. mgr. og 27. gr. 1. mgr. sbr. 38. gr. bifreiðalaga nr. 23 16. júní 1941 og 2. gr. og 4. gr. 3. mgr. sbr. 14. gr. umferðarlaga nr. 24 16. júní 1941. Með því að hafa ekki hemla bifreiðarinnar, horn hennar og hraðamæli í lagi hefur ákærði, sem er umráðamaður bifreiðarinnar, gerzt brot- legur við 5. gr. 2. mgr., 6. gr. og 9. gr. sbr. 38. gr. bifreiðalaganna. Refsing ákærða þykir með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningar- laga hæfilega ákveðin varðhald í 3 mánuði. Samkvæmt 39. gr. bif- reiðalaganna þykir bera að svipta ákærða bifreiðastjóraréttindum í 3 ár frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans hér við réttinn, hrl. Ragnars Jónssonar, kr. 250.00. Málið hefur verið rekið vitalaust. Dómsorð: Ákærði, Brynjólfur Jónatansson, sæti varðhaldi í 3 mánuði. Hann er sviptur bifreiðarstjóraréttindum í 3 ár frá birt- ingu dóms þessa að telja. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns hér við réttinn, hrl. Ragnars Jónssonar, kr. 250.00. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Miðvikudaginn 10. desember 1947. Nr. 118/1947. Réttvísin og valdstjórnin (Hrl. Ragnar Ólafsson) gegn Ingólfi Guðjónssyni (Hri. Theódór B. Lindal). Umferðarslys. Brot á bifreiðalögum og umferðarlögum. Dómur hæstaréttar. Sigfús M. Johnsen, bæjarfógeti í Vestmannaeyjum, hefur kveðið upp héraðsdóminn. 543 Sakaratvik eru réttilega rakin í hinum áfrýjaða dómi, og hefur ákærði með hátterni sínu gerzt brotlegur við þau refsiákvæði, sem í dóminum greinir, önnur en 217. gr. hegningarlaganna. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin 1500 króna sekt til ríkissjóðs, og komi 15 daga varðhald í stað sektarinnar, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Svo ber og að svipta ákærða leyfi til bifreiðarstjórnar 18 mánuði. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu sakarkostnaðar í héraði staðfestist. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, kr. 500.00 til hvors. Dómsorð: Ákærði, Ingólfur Guðjónsson, greiði 1500.00 króna sekt til ríkissjóðs, og komi 15 daga varðhald í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birt- ingu dóms þessa. Ákærði er sviptur rétti til bifreiðarstjórnar 18 mánuði. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað í héraði stað- festist. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verj- anda fyrir hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Ragnars Ólafssonar og Theódórs B. Lindals, kr. 500.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur aukaréttar Vestmannaeyja 1. apríl 1947. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 19. þ. m., er höfðað af réttvís- innar og valdstjórnarinnar hálfu gegn Ingólfi Guðjónssyni prentara, Oddstöðum, Vestmannaeyjum, fyrir meint brot gegn XXIII. kafla almennra hegningarlaga, bifreiðarlögum nr. 23 frá 16. júní 1941 og umferðarlögum nr. 24 frá 16, júni 1941 til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. 544 Ákærði er fæddur í Vestmannaeyjum hinn 7. febr. 1917 og hefur, svo kunnugt sé, ekki sætt kæru eða refsingu fyrir nokkurt brot. Málavextir eru þessir: Hinn 24. maí 1946, klukkan að ganga sjö um eftirmiðdaginn, ók ákærði bifreið sinni, V 22, nú R 4068, heiman frá sér frá Laugarnes- vegi 55, Reykjavík, en þar átti hann heima þá, — og ætlaði vestur að Stúdentagarðinum. Hann var illa fyrirkallaður, þreyttur og svefn- /ana. Hann vann þá í Ísafoldarprentsmiðju og hafði unnið til klukk- an á um nóttina áður, og farið á fætur kl. 7 um morguninn, eftir ca. 2% tíma svefn, og hafið vinnuna að nýju kl. 8 um morguninn og unnið til kl. 5 um eftirmiðdaginn. Hann ók niður Laugaveg og beygði suður Hringbraut eftir vinstri götunni, en gatan er þarna tvöföld og Þilstæði á milli. Einstefnuakstur er þarna. Kvikmynda- hús var í smíðum við Hringbrautina, milli Njálsgötu og Grettis- götu, og hafði verið reist upp grindverk umhverfis bygginguna út á götuna. Mjó trégangstétt var fyrir framan grindverkið, ca. 60—70 em á breidd. Er ákærði nálgaðist bióbygginguna, kom maður gang- andi á móti honum norður trégangstéttina meðfram grindverkinu. Maður þessi var Elias Guðmundsson, Hverfisgötu 96B. Ákærði kveðst ekki hafa veitt honum athygli. Ók ákærði frekar hægt suður söluna, á 15--18 km hraða í mesta lagi að eigin sögn, en er hann var kominn móts við bióbygginsuna, sveigði hann bifreiðina til vinstri, svo vinstri hjól hennar fóru upp á trégangstéttina og fram- brettið straukst við bárujárnið í grindverkinu. Varð Elías þarna fyrir bifreiðinni, og féll hann á höfuðið miður á gangstéttina. Klukkan var um 6% e. h., er þetta gerðist. Ákærði sveigði síðan bifreiðina inn á götuna, jók hraðann og ók áfram. Kvaðst hann ekki hafa orðið þess var, að maður varð fyrir bifreið hans, en fát hafi komið á sig, er bifreiðin fór upp á sansstéttina og rakst á grind- verkið. Varð honum svo um þetta, að hann hætti við að aka að Stúdentagarðinum og sneri heim á leið. Beygði hann austur Njáls- götu og inn á Rauðarárstíg og ók norður stiginn. Á gatnamótum Laugavegs ók bifreiðin R 1614 fram úr bifreið ákærða og nam staðar skáhallt fyrir framan hana. Varð ákærði því að stöðva bifreið sína. Bifreiðarstjórinn á R 1614, Guðmundur Ámundason Björns- son, hafði séð slysið og veitt ákærða eftirför og tókst þannig að knýja hann til þess að nema staðar. Átti hann síðan tal við ákærða og skýrði honum frá slysinu, en ákærði kvaðst ekkert um það hafa vitað. Rétt á eftir kom þar að Steinþór Ásgeirsson framkvæmdar- stjóri í bifreið sinni. Hafði hann einnig séð slysið og veitti ákærða eftirför. Tók hann ákærða upp í bifreið sína og ók síðan á slys- staðinn og tók þar slasaða manninn og fór síðan með ákærða á lög- reglustöðina. Við athugun reyndist bifreið ákærða í sæmilega öku- færu standi. Elías Guðmundsson varð fyrir talsverðum meiðslum. Samkvæmt 345 læknisvottorði hafði hann töluverð sár á fæti og einkenni um heila- Lristing. Sárin á fætinum gréru á nokkrum vikum, en höfuðverkur og svimi hélzt fram eftir sumri, og var hann ýmist alveg óvinnu- fær eða vann hluta úr dögum. Um miðjan september var hann orð- inn fullvinnufær. Elías Guðmundsson hefur engar skaðabótakröfur gert í máli þessu á hendur hinum ákærða, þar sem hann kveðst ætla að beina kröfum sínum til vátryggingarfélags bifreiðarinnar. Um nánari atvik að slysinu liggja fyrir þessar upplýsingar: Elías Guðmundsson kveðst hafa verið að koma úr vinnu sinni í umrætt skipti og gengið norður Hringbraut frá Njálsgötu. Gekk hann eftir trégangstéttinni hjá bióbyggingunni, og er hann var staddur nálægt byggingunni miðri, sá hann bifreiðina V 22 koma suður göt- una á mikilli ferð. Er bifreiðin nálgaðist, var henni sveigt að hon- um og upp á trégangstéttina með bæði vinstri hjólin. Vinstra fram- bretti bifreiðarinnar ásamt hjólinu lenti á vinstra hné hans og reif buxurnar og skinnið af hnéskelinni, en vinstra afturhjól lenti síðan á hægra fæti hans og marði mjóalegg og kálfa. Féll Elías þá á höf- uðið niður á gangstéttina og fékk áverka á höfði og snert af heila- Hhristingi, en missti ekki meðvitund. Kvað hann útilokað annað en ákærði hefði orðið slyssins var. Vitnið Baldur Steingrímsson skrifstofustjóri kvaðst hafa verið á gangi suður Hringbraut í umrætt skipti. Er hann var að fara yfir gatnamót Grettisgötu og Hringbrautar, kveðst hann hafa heyrt há- vaða og orðið litið austur að bióbyggingunni. Sá hann bifreið ákærða aka upp á trégangstéttina, og virtist honum, að bæði vinstri hjólin færu upp á gangstéttina — afturhjólið um leið og framhjólið fór niður af stéttinni. Í sömu svifum sá hann karlmannshatt velta aftur fyrir bifreiðina út á götuna, og er bifreiðina bar frá, sá hann Elias Guðmundsson vera að standa upp, og var hann blóðugur og föt hans rifin. Bifreiðinni virtist honum ekið nokkuð hratt, en þó tæplega á Ólöglegum hraða, en er slysið hafði viljað til, var hraðinn aukinn, og bifreiðinni ekið austur Njálsgötu. Kvaðst vitnið telja engan vafa á, að ákærði hefði hlotið að verða var við slysið. Vitnið Steinþór Ásgeirsson framkvæmdarstjóri kveðst hafa staðið fyrir utan heimili sitt á Hringbraut 33 kl. um 6% e. h. umræddan dag. Sá hann þá, hvar bifreiðinni V 22 var ekið suður Hringbraut, en veitti henni í fyrstu litla eftirtekt. Sá hann svo, að bifreiðinni var ekið upp á trégangbraut hjá bióbyggingunni, og fór vinstra framhjól upp á gangstéttina. Gangandi maður varð þarna fyrir bifreiðinni, fyrir vinstra frambretti, að því er vitninu virtist. Bif- reiðarstjórinn nam ekki staðar, en ók áfram og beygði austur Njáls- götu og herti þá á hraða bifreiðarinnar. Vitnið kvaðst vera þess fullvíst, að bifreiðarstjórinn hafi tekið eftir manninum, sem fyrir slysinu varð, því rétt um það bil, sem slysið varð, hafi hann litið við og hægt á bifreiðinni, en jók svo hraða hennar, er hann ók burt 35 546 af slysstaðnum. Virtist vitninu, að bifreiðarstjórinn væri að hugsa um, hvort hann ætti að nema staðar. Vitnið veitti síðan bifreiðinni eftirför og náði henni inn á Laugavegi. Var þá önnur bifreið búin að stöðva hana. Vitnið ók síðan bifreiðarstjóranum, sem var ákærði, að slysstaðnum og þar næst niður á lögreglustöð. Vitnið kvað ákærða hafa viðurkennt, að hann hefði orðið þess var, að maður varð fyrir bifreið hans, minnsta kosti skildi það orð ákærða á þá leið. Vitnið kvað ákærða hafa verið mjög taugaóstyrkan, en ekki undir áhrifum áfengis. Vitnið Guðmundur Ámundason Björnsson verzlunarmaður kvaðst hafa ekið bifreið sinni, R 1614, umrætt skipti austur Njálsgötu og yfir Hringbraut. Á þessum gatnamótum heyrði það einhvern hávaða og leit til vinstri og sá þá, hvar bifreiðin V 22 kom ofan af tré- gangstéttinni við bióbygginguna og maður var að standa upp á gang- brautinni. Maður þessi kvað bifreiðina V 22 hafa ekið á sig. Elti vitnið síðan bifreiðina og neyddi hana til þess að nema staðar inni á Laugavegi, eins og áður er getið. Vitnið átti tal við ákærða, og kvaðst hann ekki hafa tekið eftir því, að maður hefði orðið fyrir bifreið sinni. Siðan bar þar að Steinþór Ásgeirsson, og átti hann einnig tal við ákærða, meðan vitnið var viðstatt. Ekki heyrði vitnið, að ákærði viðurkenndi fyrir Steinþóri að hafa vitað um slysið. Vitnið kvað ákærða hafa verið fölan og taugaóstyrkan, en ekki undir vin- áhrifum. Vitnið Magnús Siggeir Eiríksson verkamaður, Sogabletti 9, Reykjavík, kvaðst hafa verið statt fyrir utan húsið nr. 33 við Hring- braut í umrætt skipti. Sá hann bifreiðina V 22 aka suður Hringbraut á meðalhraða, á að gizka 15—20 km hraða, miðað við klukkustund. Er bifreiðin var komin móts við bíóbvgginguna, ók hún upp á tré- gangstétt, sem var þar fyrir framan, og utan í grindverkið, sem var umhverfis bygginguna. Um leið var henni ekið utan í mann, sem var á gangi á gangstéttinni í suður átt, og felldi hann í götuna. Bif- reiðin nam ekki staðar við þetta, heldur sveigði hún út á götuna, og var síðan ekið austur Njálsgötu. Vitnið sá ákærða eftir slysið, innar- lega á Laugavegi, og sá ekkert athugavert við framkomu hans, annað en fát virtist vera á honum, Þá hefur Ragnar Hafstein Guðbjörnsson gefið skýrslu fyrir rann- sóknarlögreglunni í Reykjavík. Kvaðst hann hafa verið áhorfandi að slysinu, og hefði bifreiðin farið með bæði vinstri hjólin upp á trégangstéttina og ekið ca. 5—6 metra eftir gangbrautinni, áður en hún rakst á manninn. Hann gerði ráð fyrir, að hraði bifreiðarinnar hefði verið 20—25 km, miðað við klukkustund. Við framburði þessa hefur ákærði gert þær athugasemdir, að það væri ekki rétt, að hann hefði orðið slyssins var, og eins hefði hann alls ekki viðurkennt slíkt fyrir Steinþóri Ásgeirssyni. Þá kvað hann sum vitnin áætla hraða bifreiðarinnar meiri en hann var, þar sem öd7 hraðinn hafi ekki verið yfir 15—18 km á klukkustund. Svo kvaðst hann og ekki hafa orðið þess var, að vinstra afturhjól bifreiðar- innar færi upp á gangstéttina. Að öðru leyti taldi hann framburðina rétta. Gegn eindregnum mótmælum ákærða og með tilliti til þess, að hann er lágur vexti og hægri handar stýri var á bifreiðinni, verður ekki talið sannað, að hann hafi orðið slyssins var. Hins vegar bar ákærða skylda til að fylgjast með umferðinni á gangstéttunum beggja vegna, og verður það að teljast vítavert eftirtektarleysi frá hans hálfu að veita ekki athygli manninum á trégangstéttinni, er kemur móti honum og hann ekur á. Ökuhraði ákærða virðist ekki hafa verið meiri en löglegt var. ; Eins og fram hefur verið tekið, var ákærði þreyttur og svefn- vana í umrætt skipti, og er ástæða til að ætla, að þess hafi gætt við stjórn bifreiðarinnar, og ákærða mátt vera það ljóst fyrir. Hefur hann því gerzt brotlegur við 23. gr. 3. mgr. bifreiðalaga og 4. gr. 2. málsgr. umferðarlaga. Þá hefur og ákærði orðið uppvis að ótilhlýði- legum skorti á eftirtekt með því að verða ekki mannsins var, er varð fyrir bifreið hans. Hefur hann með því gerzt brotlegur við 27. gr. 1. málsgrein bifreiðalaga og 2. gr. umferðarlaga. Þá hefur hann einnig brotið sömu ákvæði og enn fremur 13. gr, 2. málsgr. um- ferðarlaga með því að aka bifreið sinni af opnum og tálmalausum vegi upp á trégangstéttina, Með þessum mistökum hefur ákærði á refsiverðan hátt orðið valdur að meiðslum Elíasar Guðmundssonar og bakað sér ábyrgð samkvæmt 217. gr. alm. hegningarlaga. Samkvæmt 217. gr. almennra hegningarlaga, 38. gr. bifreiðalaga og 14. grein umferðarlaga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 1000 króna sekt í ríkissjóð, er ákærða ber að greiða innan 4ra vikna frá lögbirtingu dóms þessa, en komi ella í stað sektarinnar 20 daga varðhald. Þá þykir og bera samkvæmt fyrirmælum 39. greinar bifreiða- laga nr. 23/1941 að svipta ákærða ökuréttindum í 3 mánuði frá deg- inum í dag að telja. Allan sakarkostnað, áfallinn og áfallandi, ber ákærða að greiða, og þar á meðal málsvarnarlaun til skipaðs verjanda sins hér fyrir réttinum, Friðþjófs G. Johnsens hdl., er ákveðast kr. 300.00. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Ingólfur Guðjónsson, greiði 1000 króna sekt í rikis- sjóð, og komi í stað sektarinnar 20 daga varðhald, verði hún ekki greidd innan 4ra vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Hann er sviptur ökuréttindum í 3 mánuði frá deginum í dag að telja. Allan sakarkostnað, áfallinn og áfallandi, ber ákærða að 548 greiða, og þar á meðal kr. 300.00 í málsvarnarlaun til skipaðs verjanda sins, Friðþjófs G. Johnsens hdl. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Miðvikudaginn 10. desember 1947. Kærumálið nr. 21/1947. Róshildur Jónsdóttir gegn Einari Scheving Thorsteinsson og Birni Geir- mundssyni Kært málskostnaðarákvæði héraðsdóms. Dómur hæstaréttar. Héraðsdóminn hefur upp kveðið Guðbrandur Ísberg, sýslumaður Húnavatnssýslu. Héraðsdómur í máli þessu var kveðinn upp á aukadóm- þingi Húnavatnssýslu 22. okt. s. l., og var sóknaraðili ekki við dómsuppsögu stödd né neinn af hennar hendi. Málflutn- ingsmaður sóknaraðilja fékk í hendur eftirrit dómsins 5. nóv. s. 1., og kærði hann fyrir hönd sóknaraðilja sama dags til hæstaréttar ákvæði dómsins um málskostnað. Barst hæstarétti kæran 25. nóv. s. 1. með bréfi héraðsdómara, dags. 17. s. m. Í greinargerð til hæstaréttar, dags. 17. nóv. s. 1, krefst sóknaraðili þess, að málskostnaðarákvæði hins kærða dóms verði úr gildi fellt og að varnaraðiljum verði dæmt að greiða henni in solidum málskostnað í héraði samkvæmt framlögð- um reikningi, kr. 2292.00, svo og kærumálskostnað fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Varnaraðiljar hafa ekki sent hæstarétti greinargerð um málið né borið þar fram kröfur. Eftir atvikum málsins þykir rétt, að staðfesta málskostn- aðarákvæði héraðsdóms, að því er varðar varnaraðiljann Einar Scheving Thorsteinsson, en dæma varnaraðiljann Björn Geirmundsson til þess að greiða sóknaraðilja máls- kostnað í héraði, kr. 1200.00. Samkvæmt þessum úrslitum 549 þykir rétt, að kærumálskostnaður í hæstarétti falli niður, að því er varðar Einar Scheving Thorsteinsson, en að Björn Geirmundsson greiði sóknaraðilja kærumálskostnað, kr. 200.00. Dómsorð: Málskostnaðarákvæði héraðsdóms á að vera óraskað, að því er varðar varnaraðiljann Einar Scheving Thor- steinsson, og fellur kærumálskostnaður niður, að því er til hans tekur. Varnaraðili Björn Geirmundsson greiði sóknaraðilja, Róshildi Jónsdóttur, málskostnað í héraði, kr. 1200.00, og kærumálskostnað fyrir hæstarétti, kr. 200.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur aukadómþings Húnavatnssýslu 22. október 1947. Mál þetta, sem er höfðað af Róshildi Jónsdóttur, Smiðgötu 2, Ak- ureyri, gegn Einari Sch. Thorsteinsson kaupmanni, Tjarnargötu 10, Reykjavik, og Birni Geirmundssyni bónda, Hnjúkum á Blönduósi, en til vara Guðmundi Kolka kaupmanni, Hávallagötu 45, Reykja- vík, var þingfest 26. september þ. á. og tekið til dóms sama dag. Stefnandi, Róshildur Jónsdóttir, gerir þær dómkröfur í málinu: Að ógild verði dæmd „veðsetning“ Björns Geirmundssonar til verzlunar E. Thorsteinsson, sú er felst í veðskuldabréfi, útg. 21. sept. 1927, að hinir stefndu, aðallega Einar Sch. Thorsteinsson og Björn Geirmundsson, annar fyrir báða og báðir fyrir annan, en til vara Guðmundur Kolka, verði dæmdir til að sjá um, að lýst verði af jörðinni Mjóadal í Bólstaðarhliðarhreppi skuldabréfi Björns Geir- mundssonar til verzlunar E. Thorsteinsson á Blönduósi, útg. 21. sept. 1927, að viðlögðum sektum til stefnöndu, eigi undir kr, 100.00 hvern dag, sem liður frá lokum aðfararfrests eftir dóminum, unz aflýsing fer fram, og að hinir stefndu, aðallega Einar Sch. Thorsteinsson og Björn Geirmundsson, annar fyrir báða og báðir fyrir annan, en til vara Guðmundur Kolka, verði dæmdir til að greiða stefnöndu að skað- lausu kostnað sakarinnar. Stefndu Einar Sch. Thorsteinsson og Björn Geirmundsson krefj- ast þess, að verða sýknaðir af kröfum stefnöndu, og hinn fyrr- nefndi krefst þess að auki, að fá tildæmdan allan kostnað sinn af 590 málinu, þar sem málið hafi verið höfðað án tilefnis. Hins vegar hefur hann ekki tilgreint, hver eða hve mikill sá kostnaður væri. Guðmundur Kolka mætti ekki í málinu og enginn fyrir hans hönd. En þar sem telja verður upplýst í málinu, að skuldabréf Björns Geirmundssonar, sem mál þetta er risið af, hafi aldrei komizt í hendur né í eigu Guðmundar Kolka — en á því var vara- krafan byggð, að svo kynni að hafa verið — virðast kröfur á hendur honum ekki koma framar til álita í máli þessu. Veðsetning sú, er mál þetta er risið af og krafizt er ógildingar á, fór fram 21. september 1927 samkvæmt veðskuldabréfi, útgefnu nefndan dag af Birni Geirmundssyni, þá bónda í Mjóadal, til verzl- unar E. Thorsteinsson á Blönduósi til tryggingar skuld hans við téða verzlun, að upphæð kr. 4000.00, og var skuldin tryggð með sja veðrétti í jörðinni Mjóadal í Bólstaðarhlíðarhreppi, en jörð Þessa hafði veðsali keypt af stefnöndu með kaupbréfi, dags. 3. april 1924, og skyldi hann taka við jörðinni í næstu fardögum, en fá afsal fyrir henni, er hann hefði greitt 1000 krónur við undir- skrift kaupsamningsins og yfirtekið eða greitt áhvílandi veð- skuld á 1. veðrétti, kr. 3000.00, og kr. 8000.00, er hvildu á 2. veð- rétti. Afsal var þó aldrei gefið út fyrir jörðinni, og orsök þess talin hafa verið vanskil kaupanda. Veðsetning Björns Geirimunds- sonar til verzlunar EF. Thorsteinsson var því ekki gild, þegar hún var gerð, enda gerð áritun á bréfið við þinglestur þess, að veðsala brysti eignarheimild. Og til þess kom ekki, að hún öðlaðist gildi síðar við endanlegt afsal frá stefnöndu til Björns Geirmundssonar, þvi stefnanda tók við jörðinni aftur vorið 1928, að því er séð verður án nokkurs fyrirvara, og er því yfirlýst í málinu, „að kaup hafi gengið til baka.“ Þar sem hið ráðgerða, eftirfarandi afsal var aldrei gefið vegna vanefnda kaupanda, að því er talið er, verður að líta svo á, að veð- setning hans til verzlunar E. Thorsteinsson hafi hvorki verið gild né heldur öðlazt gildi eftir á. Þykir því mega taka þá kröfu stefn- öndu til greina að ógilda veðsetninguna með dómi, án þess að hagga við gildi bréfsins að öðru leyti. Kemur þar fyrst til greina áritun á bréfið sjálft, að veðsala bresti eignarheimild, sem útilokar, að hugsanlegur handhafi sé í góðri trú um gildi veðsetningarinnar, og þykir því eigi þurfa að láta varða frávísun, þó að gengið sé fram hjá tilkynningu til hans um málshöfðun með opinberri stefnu. Í annan stað er því yfirlýst af Einari Sch. Thorsteinsson, að hann hafi látið bréfið af hendi við skuldara, Björn Geirmunds- son, við gjaldþrot hans, að því er virðist sem verðlaust plagg, en i þeirri yfirlýsingu felst „ex contrario“, að hann hafi ekki látið Það af hendi til þriðja manns. Þar sem báðir hinir stefndu hafa lýst því yfir í málinu, að skuldabréfið sé ekki í þeirra vörzlum, verður að telja, að það sé öðl glatað, en af því leiðir aftur, að hvorugum hinna stefndu verður gert með dómi að afhenda bréfið til aflýsingar eða að láta af- lýsa því, svo sem krafizt er, enda slíkrar aflýsingar ekki þörf sam- hliða ógildingu veðsetningarinnar með dómi, sem svo má þinglesa. Krafa stefnöndu um málskostnað virðist byggð á veikum rök- um. Þrátt fyrir orðalagið „sel“ í kaupsamningnum og yfirtöku jarðarinnar af kaupanda í næstu fardögum, hefði ef til vill mátt líta á veðsetninguna sem réitarbrot gagnvart seljanda (stefnöndu), ef kaupið hefði ekki verið látið ganga til baka ári eftir veðsetn- inguna með fullu samþykki stefnöndu og án nokkurs fyrirvara, varðandi veðsetninguna. Þykir því ekki fært að telja stefnda Birni seirmundssyni bera skyldu til að sjá um, að veðskuldabréfinu væri aflýst, enda ekki á hans valdi að fá því til vegar komið. Um réttar- brot gagnvart stefnöndu af hendi Einars Sch. Thorsteinssonar vegna móttöku bréfsins af hendi Björns Geirmundssonar getur heldur ekki að réttarins áliti verið að ræða, þar sem hann gat vænzt þess, að Björn fengi afsal fyrir jörðinni. Stefnanda hafði tækifæri að gera kröfur á hendur Birni Geirmundssyni, um leið og kaupið gekk til baka, en sleppti því. Hún hefði væntanlega getað þá látið koma til uppboðs á jörðinni vegna vanskila á áhvil- andi lánum, og fengið þann veg hreinsað 3ja veðrétt af jörðinni, en gerði það ekki. Hún hefði getað skorað á hinn meinta bréf- eiganda að leyfa henni að aflýsa bréfinu eða fá það ógilt á sinn kostnað, en hún gerði það ekki. Hins vegar getur rétturinn ekki fallizt á, að bréfeigandanum væri skylt að taka til greina áskorun um, að hann léti aflýsa bréfinu á sinn kostnað. Þykir af þessum sökum ekki fært að taka málskostnaðarkröfu stefnöndu til greina, hvorki á hendur Einari Sch. Thorsteinsson né Birni Geirmundssyni. Stefndi Einar Sch. Thorsteinsson virðist hafa sýnt óþarfa tregðu varðandi upplýsingar um hið umstefnda veðskuldabréf, m. a. með því að upplýsa fyrst við þingfestingu málsins, hvar hann taldi bréfið niðurkomið. Virðist því rétt, að málskostnaður falli niður, einnig að því er snertir málskostnað hans og fyrirhöfn. Því dæmist rétt vera: Veðsetning samkvæmt veðskuldabréfi, útgefnu 21. september 1927, af Birni Geirmundssyni, þá bónda í Mjóadal, til handa verzlun E. Thorsteinssonar, Blönduósi, fyrir 4000 króna skuld, tryggðri með Sja veðrétti í jörðinni Mjóadal í Bólstaðarhlíðar- hreppi innan Húnavatnssýslu, skal teljast ógild og má strikast út úr veðmálabókum Húnavatnssýslu. Málskostnaður falli niður. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 532 Fimmtudaginn 11. desember 1947. Nr. 53/1947. Eigandi og skipshöfn b/v Gyllis (Hrl. Gunnar Þorsteinsson) gegn H/f Vestra (Hrl. Einar B. Guðmundsson). Bjarglaun dæmd. Dómur hæstaréttar. Áfrýjendur, sem skotið hafa máli þessu til hæstaréttar Ineð stefnu 29. maí síðastl., krefjast þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða þeim 250 þúsund krónur eða aðra lægri fjárhæð samkvæmt mati hæstaréttar ásamt 6% árs- vöxtum frá 24. janúar síðastl. til greiðsludags. Svo krefjast þeir og málskostnaðar úr hendi stefnda fyrir báðum dómum eftir mati dómsins. Þá krefjast þeir enn fremur viðurkenn- ingar á sjóveðrétti í b/v Hafsteini fyrir hinum dæmdu fjár- hæðum. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Þegar þess er gætt, að dráttur b/v Hafsteins tók 2 sólar- hringa og 8 klukkustundir, og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms þykja bjarglaunin áfrýj- endum til handa hæfilega ákveðin 90 þúsund krónur með vöxtum, eins og segir í hinum áfrýjaða dómi. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefnda til greiðslu málskostnaðar fyrir báðum dómum, sem þykir hæfilega ákveðin 11000 krónur. Samkvæmt 1. tölulið 236. gr. siglingalaganna nr. 56/1914 ákveðst sjóveðréttur í b/v Hafsteini RE 156 til tryggingar framangreindum fjárhæðum. Dómsorð: Stefndi, h/f Vestri, greiði áfrýjendum, eiganda og skipshöfn b/v Gyllis, kr. 90000.00 ásamt 6% ársvöxt- um frá 24. janúar 1947 til greiðsludags og samtals kr. 11000.00 í málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti. 553 Áfrýjendur eiga sjóveðrétt í b/v Hafsteini RE 156 til tryggingar hinum dæmdu fjárhæðum. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 14. maí 1947. Mál þetta, er dómtekið var 7. þ. m., hefur Haukur Thors fram- kvæmdarstjóri f. h. eigenda og skipshafnar b/v Gyllis, RE 267, höfðað fyrir sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur með stefnu, út- sefinni 24. janúar 1947, gegn h/f Vestra, eiganda b/v Hafsteins, hér í bæ, til greiðslu björgunarlauna að fjárhæð kr. 250000.00 eða ann- arrar lægri fjárhæðar að mati dómsins, auk 6% ársvaxta frá stefnu- degi til greiðsludags og málskostnaðar að mati dómsins. Þá hefur stefnandi enn fremur krafizt þess, að honum verði dæmdur sjóveð- réttur í b/v Hafsteini RE 156 til tryggingar öllum framangreindum kröfum. Stefndi hefur krafizt þess að verða aðeins dæmdur til greiðslu hæfilegrar fjárhæðar að mati dómsins og að málskostnaður verði látinn falla niður. Almennum tryggingum h/f hefur verið stefnt til réttargæzlu í málinu, sem vátryggjendum nefnds skips stefnda. Málavextir eru þeir, að hinn 25. desember 1946 bilaði vél botn- vörpungsins Hafsteins, eignar stefnda, er hann var á leið frá Grimsby til Reykjavíkur. Staður skipsins var þá 61 55" n. br. og 13* 50" v. 1. Viðgerð var ekki unnt að framkvæma um borð, og var því náð sam- bandi við botnvörpunginn Gylli, er var á leið frá Fleetwood til Reykjavíkur, og hann beðinn aðstoðar. Gyllir breytti þegar stefnu og hélt áleiðis til Hafsteins og kom á vettvang um hádegi næsta dag. Var dráttartaugum komið milli skipanna og síðan haldið af stað til Reykjavíkur og komið þangað um kl. 22 hinn 28. desember. Telur stefnandi, að hér hafi verið um að ræða ótvíræða björgun í merkingu siglingalaganna, enda hafi Hafsteinn verið í hættu, auk þess sem þetta hafi verið á dimmasta tíma árs og allra veðra von. Bein töf Gyllis við björgunarstarfið hafi verið 30 klt., en raunveru- legar tafir skipsins miklu meiri sökum helgidaga, er tafið hafi af- fermingu þess og útbúnað í nýja veiðiför. Þá telur stefnandi, að við ákvörðun bjarglauna beri að leggja til grundvallar vátryggingar- fjárhæðir skipsins. Skipið sjálft hafi verið vátryggt fyrir kr. 1000 000.00, en auk þess hagsmunahúfiryggt fyrir kr. 250 000.00. Þá hafi farangur skipverja og veiðarfæraúbúnaður skipsins verið tryggt fyrir samtals kr. 80 000.00. Stefnandi telur, að auk slits og tognunar á 400 föðmum af 3“ togvirum hafi Gyllir orðið fyrir skemmdum við björgunarstarfið, öðd sem hér segir: Báðir kefar að aftan skemmdust. Sjóleiðsla og lýsis- leiðsla, sem liggja við dekkhúsið að aftan, losnuðu báðar frá og önnur brotnaði. Bátapallsstyttur skemmdust og einnig stoð, sem heldur flekanum uppi. Hlífar frá spili losnuðu. Stefndi byggir kröfur sínar á því, að fjárhæð sú, er stefnandi krefst, sé allt of há, þar eð björgunarstarfið hafi bæði verið auð- velt og hættulaust. Hafsteinn hafi ekki verið staddur í yfirvofandi háska, enda veður gott. Gylli hafi ekki verið stofnað í neina hættu við björgunarstarfið og tjón hans orðið mjög litið. Þá hefur stefndi mótmælt, að töf Gyllis hafi verið meiri en 30 kit. og að annað tjón hafi orðið hjá Gylli en slit á vírum, enda hafi ekki farið fram neitt mat um það efni. Björgun sú, er hér um ræðir, tókst vel og virðist hafa verið unnin af verklagni. Töf Gyllis vegna dráttarins var 30 klt., en ósannað er, að björgunarstarfið hafi orsakað frekari tafir. Telja verður, að Hafsteinn hafi verið í nokkurri hættu, þótt hún hafi ekki verið yfirvofandi, enda enginn seglabúnaður á skipinu. Hins vegar var Gylli ekki stofnað í hættu við björgunina, og tjón hans var litið. Þegar ákvarða skal verðmæti þess, sem bjargað var, verður að leggja til grundvallar gangverð þess á þeim stað, er björgun lauk, en ekki vátryggingarfjárhæðir þess. Yfirmat hefur farið fram á skipinu á Þessum grundvelli, og er fjárhæð þess kr. 809 000.00. Þar eð hún hefur ekki sætt rökstuddum andmælum, verður hún lögð til grund- vallar. Að þessu athuguðu, þykja björgunarlaunin í heild hæfilega ákveð- in kr. 75000.00, Ber stefnda að greiða stefnanda þessa fjárhæð með vöxtum, eins og krafizt er, svo og málskostnað, er þykir með hlið- sjón af matskostnaði hæfilega ákveðinn kr. 5000.00. Samkvæmt 1. tölulið 236. gr. siglingalaganna viðurkennist og sjó- veðréttur í b/v Hafsteini R 156 til tryggingar fjárhæðum þessum. Dóminn hafa upp kveðið þeir Einar Arnalds borgardómari, T. Júlíus Júlínusson skipstjóri og Pétur Sigurðsson skipstjóri. Dómsorð: Stefndi, h/f Vestri, eigandi b/v Hafsteins, greiði stefnanda, Hauki Thors f. h. eigenda og skipshafnar b/v Gyllis, kr. 75000.00 með 6% ársvöxtum frá 24. janúar 1947 til greiðsludags og kr. 5000.00 í málskostnað, og á stefnandi sjóveðrétt í b/v Hafsteini R 156 til tryggingar fjárhæðum þessum. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. -- 5ðð Fimmtudaginn 11. desember 1947. Kærumálið nr. 22/1947. Jón Guðmundsson segn Sveini V. Jónssyni Kærður úrskurður fógetadóms um endurupptöku máls. Dómur hæstaréttar. Kristján borgarfógeti Kristjánsson hefur kveðið upp hinn kærða úrskurð. Með kæru 28. f. m., sem hingað barst 2. þ. m., hefur sókn- araðili samkvæmt 198. gr. laga nr. 85/1936 kært úrskurð fógetadóms Reykjavíkur, er upp var kveðinn 28. nóv. s. l., í máli sóknaraðilja gegn varnaraðilja. Sóknaraðili krefst þess aðallega, að hinum kærða úrskurði verði hrundið og varnaraðilja dæmt að greiða honum kæru- málskostnað eftir mati hæstaréttar. Til vara krefst hann þess, að meðferð málsins fyrir fógetadómi verði ómerkt og Kristjáni borgarfógeta Kristjánssyni dæmt að greiða hon- um málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti að skaðlausu. Hvernig sem málið fer, krefst sóknaraðili þess, að Gústafi A. Sveinssyni hæstaréttarlögmanni verði dæmd þyngsta refsing, er lög leyfa, fyrir að tefja dómsmálið og úrslit þess. Varnaraðili krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur, hrundið verði refsikröfu sóknaraðilja og honum dæmt að greiða kærumálskostnað að skaðlausu. Borgarfógeti hefur ekki sent hæstarétti athugasemdir í málinu. Umboðsmaður varnaraðilja, Gústaf A. Sveinsson hæsta- réttarlögmaður, fór þess á leit við fulltrúa borgarfógeta, að hann frestaði þinghaldi í fógetadómi Reykjavíkur þann 8. f. m.í 5—-10 mínútur, til þess að hann gæti sent löghæfan umboðsmann á þingið. Vegna andmæla umboðsmanns sókn- araðilja varð fulltrúinn ekki við þessari beiðni, og var málið þá tekið til úrskurðar. Telja verður, að fulltrúinn hefði, eins og atvikum var háttað og nú var lýst, átt að fresta þinghald- inu um stund, og þykir því endurupptaka málsins hafa 536 verið heimil. Ber því að staðfesta hinn kærða úrskurð að niðurstöðu til. Varakrafa sóknaraðilja er löglaus í kærumáli og verður ekki sinnt. Refsikrafa hans á hendur umboðsmanni varnar- aðilja þykir heldur ekki hafa við rök að styðjast. Umboðsmaður sóknaraðilja, Magnús hæstaréttarlögmaður Thorlacius, hefur sýnt óhæfilega stirfni með því að and- mæla frestbeiðni þeirri, sem að framan er lýst, og auk þess kært mál þetta til hæstaréttar ófyrirsynju. Þar sem málið hefur verið rekið með þessum hætti fyrir hönd sóknarað- ilja, verður ekki hjá því komizt að dæma hann til að greiða varnaraðilja kærumálskostnað, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 400.00. Átelja ber og ómerkja ex officio eftirtalin ósæmileg um- mæli Magnúsar Thorlacius hæstaréttarlögmanns í greinar- gerð hans til hæstaréttar: „„.... enda hefur að ósekju verið hyllzt til að hafa þá heyrnarlausa“. „Tjóar ekki að slíku sé beitt, aðeins ef málflytjendur hreyfa því í fólsku.“ Dómsorð: Hinn kærði úrskurður skal vera óraskaður. Sóknaraðili, Jón Guðmundsson, greiði varnaraðilja, Sveini V. Jónssyni, kr. 400.00 í kærumálskostnað. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður fógetadóms Reykjavíkur 28. nóvember 1947. Með beiðni, dags. 28. f. m., krefst Jón Guðmundsson, Frakka- stig 19 hér í bæ, þess, að Sveinn V. Jónsson verði borinn út úr hús- næði því, er hann dvelur nú í á Frakkastíg 19. Var mál þetta tekið fyrir hér í fógetaréttinum 31. f. m., og var þá lagt fram útburðarbeiðni og eftirrit af úrskurði húsaleigunefndar. Fyrir gerðarbeiðanda mætti þá Jóhann Steinason cand. jur. vegna Magnúsar Thorlacius hrl., en gerðarþoli, Sveinn V. Jónsson, mætti sjálfur og mótmælti framgangi gerðarinnar. Umboðsmanni gerðarbeiðanda var þá veittur frestur til greinar- gerðar þar til 4. þ. m. Á tilteknum tíma var mál þetta tekið fyrir á ný, og mættu þá sömu menn og áður. Umboðsmaður gerðarbeið- anda lagði þá fram greinargerð og endurrit úr bæjarþingsbók öð7 Reykjavíkur. Gerðarþoli fékk þá frest til greinargerðar þar til 8. þ. m. Á tilteknum tíma var mál þetta tekið fyrir, og mætir þá fyrir gerðarbeiðanda Magnús Thorlacius hrl., en fyrir gerðarþola mætir Jóhann Hafsteen vegna Gústafs A. Sveinssonar hrl., og leggur hann fram greinargerð. Eftir að fógeti hafði veitt henni viðtöku og þing- merkt hana á venjulegan hátt, lét umboðsmaður gerðarbeiðanda bóka mótmæli þess efnis, að umboðsmaður gerðarþola hefði ekki heimild lögum samkvæmt til að mæta á dómþingi, og mótmælti hann jafn- framt skjali því, sem hann hafði lagt fram sem markleysu og krafð- ist þess, að gerðin færi fram. Eftir að umboðsmaður gerðarþola hafði mótmælt þessari bókun, var málið tekið undir úrskurð. Þann 15. þ. m. var réttur settur á ný, og mál þetta tekið fyrir. Mætir þá og Magnús Thorlacius hrl. fyrir gerðarbeiðanda og Gústaf A. Sveinsson hrl. fyrir gerðarþola, og óskaði hann eftir því, að mál þetta yrði tekið fyrir aftur og lagði fram í þvi sambandi bréf til fógetaréttarins. Gerir hann þar meðal annars grein fyrir forföllum sinum, þegar mál þetta var tekið fyrir 8. þ. m. Kveðst hann vera starfsmaður Vinnuveitendafélags Íslands, og hafi hann orðið að sitja fund Vinnuveitendafélagsins, þegar mál þetta átti að takast fyrir, og hafi hann því sent starfsmann sinn, Jóhann Hafsteen, fyrir sig til þess að mæta í réttarhaldi þessu. Umboðsmaður gerðarbeiðanda mótmælti endurupptöku máls þessa og staðhæfði, að hvorki gerðarþoli né umboðsmaður hans hefði haft lögleg forföll á dómþinginu 8. þ. m. Því er eigi sérstak- lega mótmælt, að umboðsmaður gerðarþola, Gústaf A. Sveinsson hrl., sé starfsmaður Vinnuveitendafélags Íslands og að hann hafi setið fund þess félags á þeim tíma, er mál þetta féll í rétt 8. þ. m. Þykir því verða að meta fjarvist hans úr þinghaldi lögleg forföll, og ber því að endurupptaka málið samkvæmt 118. gr. sbr. 223. gr. einka- málalaganna nr. 85 frá 23. júní 1936. Því úrskurðast: Útburðarmál þetta skal endurupptekið. — öð8 Föstudaginn 12. desember 1947. Nr. 92/1947. Valdstjórnin (Hrl. Einar Arnórsson) segn Ásgrími Sigurðssyni (Hrl. Gunnar J. Möller). Botnvörpuveiðabrot. Héraðsdómur ómerktur. Dómur hæstaréttar. Guðmundur Hannesson, bæjarfógeti í Siglufjarðarkaup- stað, fór með rannsókn máls þessa, en fulltrúi hans, Hannes Guðmundsson, kvað upp héraðsdóminn. Hinn 20. april s. 1. barst bæjarfógeta Siglufjarðar sim- skeyti frá Eiríki Kristóferssyni skipstjóra og Jóni Jónssyni stýrimanni þess efnis, að nokkur skip, þ. á m. vélbáturinn S 1 90, hefði daginn áður verið að botnvörpuveiðum í land- helgi á Húnaflóa. Sama dag gaf bæjarfógetinn út stefnu til kærða, sem var skipstjóri á v/s Sigurði SI 90. Í upphafi stefnunnar er því lýst, að með játningu kærða og öðrum gögnum sé sannað, að kærði hafi gerzt sekur um botn- vörpuveiðar í landhelgi, enda þótt engin próf hefðu þá verið háð í málinu. Hinn 21. april kom kærði fyrir dóm. Hann kvaðst hafa verið í landhelgi, er flugvél gæzlumanna kom að honum. Enn fremur játaði hann, að hann hefði haft viðbúnað til að hefja veiðar á landhelgissvæðinu og að veið- arfæri hans hefðu verið utan borðs. Hann neitaði því hins vegar, að hann væri sekur um veiðibrot. Í þessu þinghaldi seldi dómarinn kærða afla og veiðarfæri um borð í skipi hans, enda þótt dómur væri þá eigi genginn og þrátt fyrir ákvæði 6. gr. laga nr. 5/1920, þar sem m. a. er fortakslaust bannað að selja sökunaut veiðarfærin. Var sala þessi því einber markleysa. Eftir þessa prófun kærða hefði dómarinn átt að láta marka stað þann, sem greinir í skeyti gæzlumann- anna, á sjóuppdrátt, gera ráðstafanir til að fá skýrslur þeirra og vætti annarra vitna fyrir dómi, afla refsivottorðs kærða úr hegningarskrá ríkisins og frekari gagna eftir þörfum. Dómarinn gerði ekkert af þessu, heldur var kveð- inn upp dómur í málinu samdægurs, eins og það lá fyrir. 559 Héraðsdómurinn er mjög ófullkominn, þar sem m. a. vantar í hann skýrslu um það, hvar verknaður sá, er kærði er sótt- ur til sakar fyrir, var framinn, lýsingu á öðrum atvikum málsins og rökstuðning fyrir dómsniðurstöðunni. Öll þessi meðferð málsins er svo fráleit og andstæð rétt- um reglum, að ómerkja ber héraðsdóminn og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar af nýju, og getur það ekki breytt neinu í þessu efni, þótt eftir dómsuppsögu hafi verið teknar skýrslur af 4 skipverjum kærða og skipstjóra einum, sem virðist hafa verið kærður um leið og kærði í máli þessu. Vegna hinnar gölluðu meðferðar málsins, sem lýst hefur verið, þykir samkvæmt 35. gr. tilsk. 3. júní 1796 rétt að dæma Héraðsdómarann, Guðmund Hannesson bæjarfógeta, til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin mál- flutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, kr. 400.00 til hvors. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera ómerkur, og vísast málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og uppsögu dóms af nýju. Guðmundur Hannesson, bæjarfógeti í Siglufirði, greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin laun sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttar- lögmannanna Einars Arnórssonar og Gunnars J. Möllers, kr. 400.00 til hvors, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur lögregluréttar Siglufjarðar 21. apríl 1947. Mál þetta er höfðað gegn kærða, Ásgrími Sigurðssyni skipstjóra, Grundargötu, Siglufirði, fyrir brot gegn lögum 5/1920 um bann gegn botnvörpuveiðum, sbr. lög 4/1924, og hefur kærði eigi fyrr sætt refsingu né ákæru. 19. þ. m. var kærði á togbátnum Sigurði SI 90 með botnvörpu í sjó, en ekki í botni, en hlera í gálgum, og ætlaði að byrja botn- vörpuveiðar í landhelgi, en þá kom íslenzk flugvél með eftirlits- menn. með landhelgisveiðum á staðinn, og hætti mættur (svo) þá við 560 að kasta vörpu sinni og veiða með henni, heldur dró hana inn og hélt á skipi sínu úr landhelgi. Samkvæmt ofangreindu verður að telja sannað, að kærði hafi gerzt sekur við 1. gr. laga 5/1920 um bann gegn botnvörpuveiðum, sbr. lög 4/1924, og með því að byrja að búa sig til veiðanna og láta nokkuð af botnvörpunni í sjó, séu veiðarfæri því upptæk í land- helgissjóð, en afli ekki, þar sem ekkert aflaðist, er hætt var við veiðitilraunina. Með tilliti til gullgildis íslenzkrar krónu í dag 31.90 er refsing ákærða hæfilega ákveðin kr. 30000.00 sekt í Landhelgissjóð Íslands, öll veiðarfæri um borð í skipinu upptæk til sama sjóðs, en. afli ekki. Ákærði greiði og allan kostnað sakarinnar. Rekstur málsins hefur verið vítalaus. Dómsorð: Ákærði, Ásgrímur Sigurðsson skipstjóri, Grundargötu, Siglu- firði, greiði kr. 30000.00 í sekt í Landhelgissjóð Íslands. Sektin greiðist innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa, en ella af- plánist sektin með varðhaldi í 7 mánuði. Öll veiðarfæri með dragstrengjum um borð í m/s Sigurði SI 90 skulu upptæk gerð til Landhelgissjóðs Íslands. Stefndi greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum að fullnægja með aðför að lögum. Mánudaginn 15. desember 1947. Nr. 21/1947. Réttvísin (Hrl. Theódór B. Lindal). gegn Árna Sigurði Ágústssyni (Hrl. Sigurður Ólason). Áverkamál. Héraðsdómur ómerktur. Dómur hæstaréttar. Hinn 22. nóvember 1945 kærði Guðlaugur Helgi Vigfús- son ákærða fyrir ofbeldisverk gagnvart sér hinn 20. s. m. og 28. janúar 1946 bar Þorvaldur Árnason fram kæru á hendur ákærða vegna líkamsárásar. Réttarrannsókn út af báðum þessum kærum sameiginlega hófst 5. febrúar 1946, og 26. s. m. var málssókn tilkynnt öbl ákærða fyrir brot segn XXII. kafla hegningarlaga nr. 19/1940. Hinn 11. marz s. á. var stefna gefin út á hendur ákærða í samræmi við málshöfðunartilkvynninguna. Er ákæran þannig miðuð við nefndan kafla hegningarlaganna í heild, en þess ekki getið sérstaklega, að neytt sé heimildar 217. greinar til opinberrar málssóknar, að því er þá grein varðar. Vegna þessarar ónákvæmni sést ekki, að handhafi ákæruvaldsins hafi haft í huga hinar sérstöku ákærureglur 217. greinar eða gert sér grein fyrir, hvort saksókn skyldi fylgt fram samkvæmt þeirri grein hegningarlaganna. Þó eigi sé það berum orðum fram tekið í málshöfðunartilkynningu og stefnu, er ljóst, að ákæran tekur til hegðunar ákærða bæði fyrrgreind skipti. Hinn 19. marz 1946 kom Þorvaldur Árna- son fyrir dóm og lýsti þeirri ósk sinni, að kæra hans félli niður og að ákærða yrði ekki refsað hennar vegna. Engin afstaða virðist þá hafa verið tekin til þessa, og eigi verður séð, að ákærunni hafi í neinu verið breytt, áður en málið var endanlega tekið til dóms. Í forsendum héraðsdóms kemst dómarinn að þeirri niðurstöðu, að umrætt atferli ákærða varði við 217. gr. hegningarlaganna. Um þetta brot ákærða verði hins vegar ekki dæmt í máli þessu, með þvi að kæran hafi verið afturkölluð. En samkvæmt því, sem áður er rakið um höfðun málsins, og þar sem ákæruvaldið er ekki háð vilja þess, sem misgert er við, að því er varðar saksókn samkvæmt 217. gr. hegningarlaganna, fær þessi úr- lausn dómarans ekki staðizt. Af framangreindum ástæðum þykir verða að ómerkja héraðsdóminn og vísa málinu heim í hérað. Allur áfrýjunarkostnaður sakarinnar greiðist úr rikis- sjóði, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, kr. 450.00 til hvors. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera ómerkur, og vísast málinu heim í hérað. Áfrýjunarkostnaður sakarinnar greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir 36 562 hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Theódórs B. Lín- dals og Sigurðar Ólasonar, kr. 450.00 til hvors. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 17. apríl 1946. Ár 1946, miðvikudaginn 17. april, var í aukarétti Reykjavíkur, sem haldinn var af Bergi Jónssyni sakadómara, uppkveðinn dómur í málinu nr. 1367/1946: Réttvísin gegn Árna Sigurði Ágústssyni, sem tekið var til dóms 26. f. m. Mál þetta er af réttvísinnar hálfu höfðað á hendur ákærða, Árna Sigurði Ágústssyni verzlunarmanni, til heimilis í Garðastræti 2 hér í bæ, fyrir brot á XXIII. kafla almennra hegningarlaga frá 12. febrúar 1940. Ákærði, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna, fæddur 14. júní 1904 að Ósi í Skilmannahre eppi, hefur sætt, svo kunnugt sé, eftir- töldum kærum og refsingum: 1931 ?% Kærður fyrir að gefa út ávísun á enga innstæðu. Krafan var greidd og málið féll niður. 1934 %2 Kærður fyrir brot gegn lögum nr. 6/1924. Málið rann- sakað, en málssókn látin falla niður með hliðsjón af bréfi dómsmálaráðunevtisins. 1936 % Greiddi kr. 30.00 samkvæmt reikningi frá Hótel Borg og kæru um hótelsvik, dags. 134 1935. Látið falla niður að öðru leyti. 4, Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. Málavextir eru þeir, er nú skal greina: I. Að kvöldi þess 20. nóvember siðastliðinn var ákærði ásamt Val- geiri Kristjánssyni klæðskera staddur í húsinu nr. 40 við Klappar- stig í íbúð Guðbjargar Ásu Pálsdóttur, er býr á efri hæð húss Þessa og ákærði er nokkuð kunnugur. Öll voru þau litið eitt við skál, að því er ákærði og Guðbjörg Ása hafa borið við rannsókn málsins. Ekki mun hávaði eða annað óvenjulegt ónæði hafa stafað af dvöl Þeirra þarna, Um kl. 9 þetta kvöld bar þarna að Guðlaug Helga Vigfússon málara, til heimilis á Skúlagötu 58 hér í bæ. Samkvæmt eigin framburði hans og annarra, er sáu hann þetta kvöld, var hann mikið ölvaður. Guðlaugur Helgi er mjög kunnugur fólki því, er býr í húsinu nr. 40 við Klapparstig, bæði húseigandanum, Þór- unni Jónsdóttur kaupkonu, og Guðbjörgu Ásu, og hefur hann tvisvar, að því er Þórunn telur, haft herbergi á leigu í húsi hennar. Guð- laugur Helgi hefur skýrt frá því við rannsókn þessa máls, að sér hafi verið lítið gefið um veru ákærða í íbúð Guðbjargar Ásu þetta kvöld sem endranær og hafi sér verið áhugamál, að hann hyrfi þaðan á brott. Óskaði Guðlaugur Helgi eftir að hafa einslega tal af Guð- björgu Ásu í þeim tilgangi, að hún léti ákærða fara, en Guðbjörg 563 færðist undan að tala einslega við hann. Fór nú Guðlaugur því næst niður í íbúð Þórunnar Jónsdóttur og dvaldi þar um stund. Hefur Þórunn, sem kvödd hefur verið sem vitni í máli þessu, borið, að Guðlaugur hafi sofnað í stól í íbúð hennar og hafi hann sofið þar nokkra stund. Er hann vaknaði, fór hann aftur upp í íbúð Guðbjargar Ásu, þótt Þórunn reyndi að telja hann af því, þar eð hún óttaðist, að til illinda kynni að draga milli hans og ákærða. Í þetta sinn var í fylgd með Guðlaugi Helga Vilhjálmsdóttir. Hefur Guðbjörg Ása, sem kvödd hefur verið fyrir rétt sem vitni við rannsókn málsins, borið, að þau Guðlaugur og Helga hafi komið upp í íbúð sina óboðin. Þegar hér var komið sögu, var Valgeir Kristjánsson farinn úr ibúð Guðbjargar Ásu, og fyrrnefnd Helga hvarf fljótlega á brott. Var því Guðbjörg Ása ein vitni að því, er á eftir fór milli ákærða og Guð- laugs Helga. Óskaði nú Guðlaugur enn sem fyrr, að hafa einslega tal af Guð- björgu Ásu, að því er hann ber, aðeins í því skyni að fá hana til að láta ákærða fara, en hún færðist enn undan því að tala við hann, þar til hún lét loks til leiðast og fór inn í innra herbergi íbúðar sinnar ásamt Guðlaugi. Telur ákærði, að Guðlaugur hafi ýtt Guð- björgu inn í innra herbergið og síðan læst hurðinni með renni- loku að innanverðu, og hafi ákærði síðan heyrt, að til sviptinga væri komið milli Guðbjargar og Guðlaugs og loks, að Guðbjörg hafi kvatt ákærða sér til hjálpar. Hafi hann þá brugðið við, og er Guð- björgu hafði tekizt að opna hurð innra herbergisins og ákærði farið þangað inn, telur hann, að Guðlaugur hafi búizt til að ráðast á sig, en hann: (ákærði) hafi orðið fyrri til og greitt Guðlaugi eitt hnefahögg undir hökuna og hafi Guðlaugur fallið við það fram yfir sig og telur ákærði sennilegt, að hann hafi komið með hnakkann wið dyrastafinn í fallinu. Síðan kveður ákærði Guðlaug fljótlega hafa staðið upp. Guðbjörg Ása skýrir þannig frá tildrögum og átökum þeirra ákærða og Guðlaugs og gangi þeirra, að er hún hafi verið farin inn í innra herbergi íbúðar sinnar, hafi Guðlaugur leitazt við að loka hurðinni að herberginu, en það hafi hún ekki viljað, og hafi nú lent í stimpingum milli hennar og Guðlaugs út af þessu og hafi hún þá kvatt ákærða sér til hjálpar. Kveður hún ákærða fyrst hafa reynt að fá Guðlaug til að fara út með góðu, en er það hafi ekki tekizt, telur hún, að ákærði hafi greitt Guðlaugi eitt hnefahögg undir hökuna og hafi Guðlaugur við það fallið á gólfið, að því er hana minnir aftur yfir sig, og hafi hann rekizt í dyrastafinn í fallinu. Við lögreglurannsókn málsins bar Guðbjörg Ása það, að þeir ákærði og Guðlaugur hafi slegizt af krafti, en í réttarhaldi síðar breytti hún framburði sínum þannig, að hún telur, að viðureign þeirra ákærða og Guðlaugs hafi farið þannig fram, að ákærði hafi greitt Guðlaugi aðeins eitt högg undir hökuna. ö64 Guðlaugur Helgi hefur við rannsókn málsins fyrir rétti tekið það fram, að hann minnist ógreinilega viðureignar hans og ákærða, enda var hann mjög ölvaður, eins og fyrr segir, og mun hafa verið hald- inn sljóleika af þeim sökum. Hann telur sig þó ekki minnast þess og mótmælir því, að hann hafi beinlínis lagt hendur á Guðbjörgu Ásu í viðureign Þeirra við dyrnar, enda hafi tilgangur sinn verið sá einn að fá hana til að láta ákærða fara út, eins og fyrr segir. Þá minnist Guðlaugur þess ekki, að hann hafi heyrt Guðbjörgu kalla á hjálp, og loks telur hann, að ákærði hafi slegið sig fleiri högg en eitt og skirskotar því til stuðnings til meiðsla þeirra, er hann hlaut í viðureigninni. Loks skal tekið fram, að Guðlaugi og ákærða ber saman um, að til átaka hafi komið áður milli þeirra þarna í íbúð Guðbjargar Ásu. Telur Guðlaugur, að ákærði hafi þá slegið til sín og brotið við það rúðu, en ákærði telur hins vegar, að Guðlaugur hafi ráðizt á sig. Til verulegra illinda dró þó ekki milli þeirra að því sinni, Í margnefndum ryskingum þann 20. nóvember s. 1. hlaut Guð- laugur Helgi eftirtalda áverka samkvæmt vottorði Axels Blöndals læknis, dagsettu 22. nóvember s. 1. Blæðingu undir báðum augum, einkum hægra megin (glóðarauga). Húðrispur og sýnilega bólgu á nefi, sprungið fyrir á báðum vörum. Kvartar mjög um verk í hnakka, samfara höfuðverk, ekki finnanlegur áverki á hnakka. Samkvæmt ráði læknisins var tekin röntgenmynd af nefinu, sem leiddi í ljós brot á nefbeini (röntgendiagnosis: Fractura ossis nosi). II. Aðfaranótt þ. 28. janúar s. 1. var ákærði enn staddur í íbúð Guð- bjargar Ásu í húsinu nr. 40 við Klapparstíg ásamt Tómasi Guðmunds- syni skáldi. Sátu þau Guðbjörg Ása, ákærði og Tómas að drykkju þarna. Um miðnætti nefnda nótt bar þar að Þorvald Árnason tann- smið, til heimilis á Laugavegi 18 hér í bæ, og var hann í fylgd með Valdísi Jónsdóttur, til heimilis á Laugavegi 135 hér í bæ. Hafði hún verið gestur Guðbjargar Ásu í íbúð hennar þetta kvöld, en brá sér frá stutta stund og kom síðan í fylgd með Þorvaldi, eins og fyrr getur. Brátt varð þeim Þorvaldi og ákærða sundurorða, og lauk orðasennu þeirra með því, að ákærði greiddi Þorvaldi tvö eða fleiri hnefahögg í andlitið (Þorvaldur telur, að ákærði hafi mis- Þyrmt sér, er hann var fallinn á gólfið, en því hefur ákærði mót- mælt), og hlauf Þorvaldur vegna árásar þessarar sár á hægri auga- brún, húðrispur víðs vegar í andliti og rifu í hornlag hægra auga. Þorvaldur Árnason kærði árás þessa til lögreglunnar þann 28. janúar s. l., og var rannsókn máls þessa fyrir rétti felld inn í rann- sókn viðureignar þeirra ákærða og Guðlaugs Helga Vigfússonar. Í réttarhaldi við framhaldsrannsókn málsins Þann 19, f. m. tók Þorvaldur aftur kæru sina á hendur ákærða og óskaði þess, að hon- ö6ð um yrði ekki refsað hennar vegna. Sú árás þykir varða við 217. gr. hinna almennu hegningarlaga nr. 19 frá 12. febrúar 1940, og þykir eigi ástæða til annars en að taka afturköllun kærunnar til greina. Verður því ekki dæmt um það brot ákærða í þessu máli. Ill. Rétturinn lítur svo á, að byggja verði dóm í máli þessu aðallega á framburði Guðbjargar Ásu, en hún var, eftir því sem bezt er vitað, eina vitnið að margnefndri viðureign ákærða og Guðlaugs Helga. Samkvæmt framburði þess virðist ekki vafi leika á því, að ákærði hafi átt upptökin að handalögmálinu. Eins og fyrr getur, er fram- burður vitnisins fyrir rétti á þá lund, að ákærði hafi aðeins greitt Guðlaugi eitt högg, og er það í samræmi við framburð ákærða sjálfs. Hins vegar hefur Guðlaugur fullyrt, að högg þau, er ákærði greiddi honum, hafi verið fleiri, en telur sig minnast viðureignarinnar ógreinilega, eins og fyrr getur. Án þess að afstaða sé tekin til þess, hvort högg þau, er ákærði greiddi Guðlaugi, hafi verið eitt eða fleiri, telur rétturinn nægilega sannað, að áverkar þeir, er Guð- laugur hlaut í viðureigninni, stafi af harðleikni þeirri, sem ákærði beitti hann. Brot ákærða varðar við 218. gr. hinna almennu hegn- ingarlaga. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin varðhald í 20 daga. Guðlaugur Helgi Visfússon hefur krafizt þess við rannsókn máls- ins fyrir rétti, að ákærði greiddi sér kr. 5600.00 í skaðabætur vegna vinnutaps, læknishjálpar, fataspjalla og þjáninga og óþæginda vegna meiðslanna. Síðar lækkaði bótakrefjandi kröfu sína niður í kr. 4802.00 og lagði jafnframt fram vottorð til stuðnings hverjum kröfulið. Þess- um kröfum hefur ákærði mótmælt á þeim grundvelli, að hann hafi ekki átt sök á þeirri viðureign, er meiðsli bótakrefjanda hlutust af. Um fyrsta lið skaðabótakröfunnar, er nemur kr. 2377.00 vegna vinnutaps, er það að segja, að rétturinn telur, að ekki sé nægilega sannað, að bótakrefjandi hafi verið svo lengi óvinnufær, sem í þess- um kröfulið er talið, og lítur því svo á, að kröfulið þessum beri að vísa frá dómi. Þá krefst Guðlaugur Helgi þess, að ákærði greiði sér kr. 400.00 vegna fataspjalla, er stafað hafi af margnefndri viður- eign, og hefur hann lagt fram vottorð klæðskera varðandi skemmd- irnar til stuðnings þessum kröfulið. Enn fremur krefst Guðlaugur kr. 25.00 fyrir röntgenskoðun á nefi og styður þenna kröfulið með vottorði Röntgendeildar Landsspítalans, og loks krefst hann kr. 2000.00 í bætur vegna vanliðunar og óþæginda vegna meiðslanna. Samkvæmt þeirri niðurstöðu, að ákærði hafi á refsiverðan hátt átt sök á meiðslum Guðlaugs Helga Vigfússonar, þykir rétt að dæma ákærða til greiðslu skaðabóta samkvæmt 2., 3. og 4. lið kröfunnar, Þannig að kröfuliðir 2 (fataspjöll) og 3 (röntgenskoðun) eru teknir til greina óbreyttir, svo sem bótakrefjandi heldur þeim fram, þar eð þeir teljast nægilega sannaðir, en 4. lið kröfunnar er þannig háttað, 566 að erfitt er að ákveða, hvaða bótaupphæð sé sanngjörn. Með tilliti til þess, að bótakrefjandi nefbrotnaði, hlaut glóðaraugu á bæði augu og fleiri áverka, sem víst er, að hafi einnig valdið honum sársauka og óþægindum, þykir sanngjarnt, að ákærði greiði honum kr. 600.00 vegna þjáninga og óþæginda. Samkvæmt þessu er því ákærði dæmdur til að greiða Guðlaugi Helga Vigfússyni kr. 1025.00 í skaðabætur. . Ákærða ber að dæma til að greiða allan kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda sins, Sigurðar Ólasonar hrl., kr. 200.00. Rekstur málsins hefur verið vitalaus. Dómsorð: Ákærði, Árni Sigurður Ágústsson, sæti varðhaldi í 20 daga. Hann greiði Guðlaugi Helga Vigfússyni kr. 1025.00 innan 15 sólarhringa frá lögbirtingu þessa dóms. Hann greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnar- laun til skipaðs verjanda síns, Sigurðar Ólasonar hæstaréttar- lögmanns, kr. 200.00. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Þriðjudaginn 16. desember 1947. Nr. 75/1943. Kristinn Stefánsson f. h. eiganda og útgerðar- manns e/s Bjarka á Siglufirði (Hrl. Sveinbjörn Jónsson) gegn Páli Þorbjörnssyni (Hrl. Sigurgeir Sigurjónsson). Stýrimanni dæmdar bætur vegna ráðningarslita. Dómur hæstaréttar. Freymóður Þorsteinsson, fulltrúi bæjarfógetans í Vest- mannaeyjum, og samdómendurnir Lúðvík N. Lúðviksson og Sæmundur Jónsson hafa kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Áfrýjandi, sem hefur að fengnu áfrýjunarleyfi 9. sept. 1943 skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu 11. s. m., krefst þess, að hann verði sýkn dæmdur og stefnda verði dæmt að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir hæsta- rétti eftir mati dómsins. 567 Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar úr hendi áfrýjanda fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Kristinn Stefánsson skipstjóri hefur eftir uppkvaðningu héraðsdóms gefið skriflega greinargerð. Kveðst skipstjóri hafa hitt stefnda að máli, er skipstjóri kom í júní 1942 frá Englandi á e/s Bjarka, og hafi þá orðið það umtal milli þeirra, „að stýrimaður fái frí og að hann Páll, fari sem slýrimaður næstu ferð, ef plássið verði laust“. Síðar afhenti Ingólfur Guðmundsson stýrimaður stefnda lykla og umráð skipsins. Samkvæmt þessari skýrslu skipstjórans og vitnis- burði Ingólfs stýrimanns, sem rakinn er í héraðsdómi, verður að telja sannað, að stefndi hafi verið ráðinn til stýrimennsku á e/s Bjarka í för þess til Englands á þeim tíma, er í mál- inu greinir, og verður því að taka til greina bótakröfu stefnda vegna ráðningarslitanna, sem ekki hefur verið vé- fengd að fjárhæð til. Ber þannig að staðfesta héraðsdóminn. Rétt þykir, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir hæstarétti, og ákveðst hann kr. 800.00. Það er aðfinnsluvert, að héraðsdómari hefur ekki dæmt sérstaklega frávísuharkröfu stefnda í héraði með þeim hætti, sem segir í 108. gr. laga nr. 85/1936. Umboðsmaður áfrýjanda hér fyrir dómi hefur afsakað drátt þann, sem hefur orðið á málinu, með því, að sáttatil- raunir hafi staðið yfir allan tímann, en ekki þykir þetta réttlæta hinn mikla drátt, og verður að víta hann. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Kristinn Stefánsson f. h. eiganda og út- gerðarmanns e/s Bjarka, Siglufirði, greiði stefnda, Páli Þorbjörnssyni, kr. 800.00 málskostnað í hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur sjó- og verzlunardóms Vestmannaeyja 11. marz 1943. Mál þetta er höfðað fyrir sjó- og verzlunardómi Vestmannaeyja af Páli Þorbjörnssyni skipstjóra, Vestmannaeyjum, með stefnu, út- ö68 gefinni 6. júli 1942, birtri 7. s. m., á hendur Kristni Stefánssyni skip- stjóra f. h. eiganda og útgerðarmanns e/s Bjarka frá Siglufirði til greiðslu á stýrimannskaupi fyrir tímabilið frá 26. júní 1942 til 30. júlí s. á., að upphæð kr. 4000.00, auk uppihalds, kr. 250.00, ásamt 6% ársvöxtum af þessum upphæðum frá stefnudegi 7. júlí s. |. til greiðsludags og málskostnaði að skaðlausu. Svo hefur stefnandi og krafizt þess, að viðurkenndur verði með dómi réttarins sjóveðréttur í e/s Bjarka fyrir hinum tildæmdu upphæðum. Undir rekstri málsins hefur stefnandi lækkað kröfu sína niður í kr. 3467.33 auk vaxta, málskostnaðar og. sjóveðréttar, eins og að ofan greinir. Málavexti kveður stefnandi þá, að í síðari hluta júnímánaðar s. 1. hafi skipstjórinn á e/s Bjarka, Kristinn Stefánsson, komið að máli við stefnanda og beðið hann að vera stýrimann á skipinu í næstu ferð þess til Englands, en skipið var þá í isfiskflutningum frá Vest- mannaeyjum. Stefnandi tók þessu vel og varð það siðan úr, að hann réðst á skipið í næstu Englandsferð þess og upp á venjuleg kjör. Eftir þetta fór skipstjórinn til Reykjavíkur snöggva ferð, en þann 26. s. m. tók stefnandi við umsjón skipsins af fráfarandi stýrimanni Ingólfi Guðmundssyni, sem þá fór í sumarleyfi. Stefnandi hafði svo umsjón með skipinu í þrjá daga eða til 29. s. m., en þá hringdi skip- stjórinn hann upp frá Reykjavík og tilkynnti honum, að ekkert gæti orðið úr ráðningunni, vegna þess að útgerðarmaður skipsins, Stein- dór Hjaltalin á Siglufirði, vildi ekki samþykkja ráðninguna og hefði ráðið annan stýrimann á skipið. Fór stefnandi þá af skipinu og al- henti samkvæmt tilmælum skipstjórans einum skipsmanna lykla skipsins. Telur stefnandi, að þar sem hann hafi verið ráðinn á skip- ið, en ráðningunni slitið að ástæðulausu, þá eigi hann rétt til bóta sem svari til stýrimannskaups í umræddri Englandsferð e/s Bjarka, og nemi það stefnukröfu málsins. Stefndi hefur látið mæta í málinu, og gerir hann þær réttar- kröfur, aðallega að málinu verði vísað frá sjó- og verzlunardómin- um vegna þess, að málið sé hvorki höfðað á varnarþingi eiganda skipsins, varnarþingi skipsins né varnarþingi skipstjóra, en til vara, að hann verði algerlega sýknaður af öllum kröfum stefnanda, og til Þrautavara, að hann verði aðeins dæmdur til að greiða stefnanda litla þóknun fyrir að annast um geymslu lykla að hirzlum í skipinu þá fáu daga, sem stefnandi hafði þá með höndum. Svo krefst stefndi og málskostnaðar að skaðlausu, hvernig sem málið fer, en til vara, að málskostnaður verði látinn falla niður. Að því er snertir frávísunarkröfu stefnda, lítur rétturinn svo á, að ekki sé unnt að taka hana til greina, með því að fallast verður á, að heimilt hafi verið að höfða mál þetta hér samkvæmt 80. grein einkamálalaganna, eins og stefnandi heldur fram. Sýknukröfu sína byggir stefndi á því, að stefnandi hafi aldrei 569 verið ráðinn á skipið. Skipstjórinn á e/s Bjarka viðurkennir hins vegar að hafa átt tal við stefnanda á þeim tíma, sem stefnandi til- greinir, og spurt hann að, hvort hann mundi vilja ráðast á skipið, ef til þess kæmi, að sig vantaði stýrimann í næstu Englandsferð með ísfisk, og hafi stefnandi tekið þessu líklega. En þetta hafi aðeins verið lauslegt samtal, og engar endanlegar ákvarðanir verið teknar um ráðningu stefnanda. Kveðst skipstjórinn þá hafa verið á förum til Reykjavíkur, skipið nýkomið úr Englandsferð og langt þangað til röðin kæmi að skipinu til ísfisktökunnar. Hafi því verið ákveðið, að er skipstjóri væri kominn til Reykjavíkur og hefði átt tal við stefnda útgerðarmann skipsins, léti hann stefnanda vita, hvort af ráðningunni gæti orðið. Kveðst skipstjórinn svo, nokkru eftir að hann kom til Reykjavíkur, hafa hringt stefnanda upp og sagt hon- um, að útgerðarmaður skipsins hefði ráðið annan stýrimann og gæti því ekkert orðið úr ráðningu stefnanda. Heldur skipstjórinn því fram, að stefnandi hafi látið sér þetta vel líka og sagt, að þetta gerði ekkert til sín vegna. Því til styrktar, að ekki hafi verið um endan- lega ráðningu að ræða, hefur stefndi bent á það, að stefnandi hafi hvorki verið lögskráður á skipið né tryggður sem starfsmaður þess. Stefnandi heldur því hins vegar fram, að þessi frásögn stefnda sé röng, og hefur haldið fast við lýsingu sina á málavöxtum, sem að ofan greinir. Í málinu hefur Ingólfur Guðmundsson verið leiddur sem vitni, en hann var stýrimaður á e/s Bjarka, er umrædd ráðning átti að hafa farið fram, eins og áður er getið. Hann skýrir svo frá, að skipstjórinn hafi sagt sér, að stefnandi væri ráðinn stýrimaður á skipið í næstu Enslandsferð þess eða meðan vitnið væri í sumar- leyfi. Sagði skipstjórinn vitninu að afhenda stefnanda lykla og um- ráð skipsins, er vitnið færi af stað í sumarleyfið. Skipstjórinn fór svo til Reykjavíkur, en fáum dögum síðar kveðst vitnið sjálft hafa farið burtu, en áður hafi það afhent stefnanda umráð skipsins, og hafi þá stefnandi verið eini yfirmaður skipsins á þilfari. Tveir hásetar, er voru á e/s Bjarka á umræddum tima, hafa einnig borið vitni í málinu. Segja þeir, að er Ingólfur Guðmundsson fór af skipinu í sumarleyfið, hafi stefnandi tekið við stýrimanns- störfum hans og verið yfirmaður skipsins í nokkra daga. Héldu þeir því báðir fram, að þeim hefði verið kunnugt, að stefnandi væri ráðinn stýrimaður á skipið, meðan Ingólfur Guðmundsson væri í sumarleyfi, en ekki höfðu þeir þessa vitneskju frá skipstjóra sjálf- um, heldur heyrðu þeir aðra skipverja á skipinu og stefnanda sjálfan segja frá ráðningunni. Annað vitnið kvaðst einnig vita, að Ingólfur Guðmundsson hefði afhent stefnanda umráð skipsins og fengið hon- um lykla að því. Með framburðum þessara vitna má telja upplýst, að frásögn stefn- anda um, að hann hafi í þrjá daga gegnt stýrimannsstörfum á skip- 570 inu, sé rétt, enda er þessu ekki sérstaklega mótmælt af hálfu stefnda. Með tilliti til þess og framburðar Ingólfs Guðmundssonar verður að telja, að nægilegar líkur séu að því leiddar, að skipstjórinn á e/s Bjarka hafi ráðið stefnanda sem stýrimann á skipið í umrædda Englandsferð þess, Verður því að fallast á, að stefnandi eigi heimt- ingu á bótum vegna ráðningarslitanna, sem svari til stýrimanns- kaups í ferð þessari. Og með þvi að stefndi hefur ekki sérstaklega véfengt kröfuupphæðina, þykir bera að taka hana til greina og dæma stefnda til að greiða stefnandanum kr. 3467.33 ásamt 6% árs- vöxtum frá stefnudegi 6. júli 1942 til greiðsludags, eins og krafizt er. Eftir atvikum þykir rétt, að stefndi greiði stefnandanum kr. 500.00 í málskostnað. Svo þykir og bera að viðurkenna sjóveðrétt í e/s Bjarka fyrir hinum tildæmdu upphæðum. Þvi dæmist rétt vera: Stefndi, Kristinn Sefánsson f. h. eiganda og útgerðarmanns e/s Bjarka frá Siglufirði, greiði stefnandanum, Páli Þorbjörns- syni, kr. 3467.33 ásamt 6% ársvöxtum frá 6. júlí 1942 til greiðslu- dags og kr. 500.00 í málskostnað. Stefnandi hefur sjóveðrétt í e/s Bjarka frá Siglufirði fyrir hinum tildæmdu upphæðum. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Fimmtudaginn 18. desember 1947. Nr. 25/1947. Vélbátatrygging Eyjafjarðar og Leó Sigurðs- son (Hrl. Sveinbjörn Jónsson) gegn Helga Benediktssyni (Hrl. Sigurður Ólason). synjað bóta vegna árekstrar skipa, sbr. 226. gr. laga nr. 56/1914. Dómur hæstaréttar. Freymóður Þorsteinsson, fulltrúi bæjarfógetans í Vest- mannaeyjum, og samdómendurnir Sigfús Scheving og Lúð- vík N. Lúðvíksson hafa kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Máli þessu var vísað frá hæstarétti með dómi 20. nóv. 1946. Áfrýjendur hafa nú skotið því til hæstaréttar á ný með stefnu 6. marz 1947, að fengnu nýju áfrýjunarleyfi 17. ö71 febrúar s. á. Gera þeir þær dómkröfur, að stefnda verði dæmt að greiða áfrýjanda Vélbátatryggingu Eyjafjarðar kr. 5117.06 og áfrýjanda Leó Sigurðssyni kr. 568.56, hvort tveggja með 6% ársvöxtum frá 29. nóvember 1944 til greiðsludags, svo og málskostnað fyrir báðum dómum eftir mati hæstaréttar. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir hæstarétti úr bendi áfrýjenda in solidum eftir mati dómsins. Eins og ljóst er af héraðsdómi, ber skýrslum vitna þeirra, sem komið hafa fyrir dóm, mjög á milli um atvik málsins. Verður ekki af þeim ráðið, hver eða hverjir sök eiga á árekstri þeim, sem um er deilt. Fær því hvorugt skipið bættan skaða sinn, sbr. 226. gr. laga nr. 56/1914. Ber því að staðfesta héraðsdóminn að niðurstöðu til. Eftir þessum úrslitum verður að dæma áfrýjendur in solidum til að greiða stefnda málskostnað fyrir hæstarétti, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 1000.00. Héraðsdómur í máli þessu var upp kveðinn 10. nóvember 1945. Eins og segir í dómi hæstaréttar 20. nóvember 1946, var máli þessu upphaflega áfrýjað með stefnu 6. marz 1946, en áfrýjunarleyfi var þá ekki fengið fyrr en 12. sama mán- aðar. Eftir frávísunardóm hæstaréttar var nýtt áfryjunar- leyfi fengið 17. febrúar síðastliðinn. Voru þá liðnir rúmir 15 mánuðir frá uppsögu héraðsdóms. Með því að afla ekki áfrýjunarleyfis í upphafi og taka ekki út áfrýjunarstefnu á ný innan 4 vikna frá útgáfudegi hins fyrra áfrýjunarleyfis hefur málflutningsmaður áfrýjanda hér fyrir dómi, Svein- björn Jónsson hæstaréttarlögmaður, valdið hættu á því, að umbjóðendur hans misstu færi á að fá mál þetta borið undir hæstarétt, þar eð hann gat tæplega vænzt þess, að áfrýjunar- leyfi yrði veitt á ný, er svo langt var um liðið frá uppsögu héraðsdóms. Verður að átelja vangæzlu þessa. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjendur, Vélbátatrygging Eyjafjarðar og Leó Sig- urðsson, greiði in solidum stefnda, Helga Benediktssyni, = 572 1000 krónur í málskostnað í hæstarétti að viðlagðri að- för að lögum. Dómur sjó- og verzlunardóms Vestmannaeyja 10. nóvember 1945. Mál þetta, er dómtekið var 17. f. m. og endurupptekið í dag, er með stefnu, útgefinni 29. janúar 1945, birtri 30. s. m., höfðað af Jóni Guðmundssyni framkvæmdarstjóra, Akureyri, f. h. Vélbátatryggingar Eyjafjarðar og Leó Sigurðssyni útgerðarmanni, Akureyri, á hendur Helga Benediktssyni útgerðarmanni, Vestmannaeyjum, til greiðslu skaðabóta, að upphæð kr. 5685.62, ásamt 6% ársvöxtum frá 99. nóvember 1944 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt framlögðum reikningi, er nemur kr. 1345.34. Jafnframt krefjast stefnendur, að viðurkenndur verði með dómi réttarins sjó- veðréttur í v/s Skaftfellingi Ve. fyrir hinum tildæmdu upphæðun. Stefndi mætti í málinu og gerði þær kröfur, að verða algerlega sýknaður af öllum kröfum stefnenda og að stefnendur yrðu dæmdir til að greiða honum málskostnað eftir mati réttarins. Sumarið 1943 stunduðu skipin v/s Súlan EA 300 og v/s Skaft- fellingur Ve 33 síldveiðar fyrir norðan land. V/s Súlan er eign stefnanda Leós Sigurðssonar, en v/s Skaftfellingur er eign stefnda, Helga Benediktssonar, Föstudaginn 23. júlí 1943 voru bæði skipin ásamt fleirum síldarskipum stödd austur af Tjörnesi og urðu þá vör sildartorfu. Sigldu bæði skipin að torfunni, en er þau voru að komast að henni, varð árekstur milli þeirra. Lenti stefni Skaftfellings aftan til á bakborðshlið Súlunnar og braut öldustokk, skammdekk, skans- klæðningu, eina dekkstyttu og fleira. Á Skaftfellingi brotnaði stefnið við áreksturinn. Samkvæmt mati útnefndra manna, er fram fór á Siglufirði 24. júlí 1943, nam kostnaður við viðgerð á stefninu kr. 1250.00. Hinn 16. októ- ber 1943 framkvæmdu matsmenn, útnefndir af bæjarfógetanum á Akureyri 22. sept. s. á., skoðun og mat á skemmdum Súlunnar vegna árekstrarins, og mátu þeir tjónið á kr. 5401.02. Kostnaðurinn við matið og réttarkostnaður nam kr. 284.60. Af þessum upphæðum greiddi Vélbátatrygging Eyjafjarðar kr. 5117.06, en kr. 568.56, eða 10% af tjóninu, lenti á eiganda Súlunnar, Leó Sigurðssyni. Stefn- endur máls þessa telja, að Skaftfellingur hafi átt alla sök á árekstr- inum, og beri því eiganda skipsins að greiða tjónið, er Súlan varð fyrir. Á þetta hefur stefndi ekki fallizt og talið sökina hjá Súlunni!. Stefnendur hafa því höfðað mál þetta til þess að fá viðurkenningu á fyrrgreindum kröfum sinum. Sjópróf voru látin fara fram út af árekstrinum. Skipstjórinn á Skaftfellingi lét halda sjópróf á Siglufirði daginn eftir áreksturinn, hinn 24. júlí 1943, Hinn 20. september s. á. gáfu skipstjóri Súlunnar og tveir skipverjar skýrslu um atburðinn fyrir sjórétti á Akureyri, og 23. október og 2. nóvember s. á. gáfu skipstjóri og stýrimaður m/s Dagnýjar SI 7 skýrslu um áreksturinn í sjórétti Akureyrar. Verða framburðir þessir raktir hér á eftir og fyrst byrjað á fram- burðum skipshafnar Skaftfellings, vegna þess að þeir eru fyllstir og samfelldastir. Í útdrætti úr dagbók m/s Skaftfellings, er lagður var fram í sjó- rétti Siglufjarðar 23. júlí 1943 og undirritaður var af skipstjóra, Páli Þorbjarnarsyni, stýrimanninum, Jóni Einarssyni, vélstjóranum, Jó- hanni Bjarnasyni, og hásetunum Guðmundi Helgasyni og Jóni Sveins- syni, er skýrt svo frá, að kl. 12.30 föstudaginn 23. júlí 1943 hafi Skaftfellingur verið staddur austur af Tjörnesi, og sást þá sildar- torfa. Var þá sett á fulla ferð og haldið að torfunni, og hún aðeins höfð á stjórnborða. V/s Súlan kom aðeins á eftir Skaftfellingi á stjórnborða og stjórnborða við hana m/s Austri GK 410, en á bak- borða við Skaftfellins kom m/s Dagný SI 7. Öll skipin héldu sömu stefnu eða því sem næst. Um kl. 12.35 var komið rétt að torfunni, en þá beygði Súlan allt í einu til bakborða, án þess að gefa það til kynna með hljóðmerki, og var sýnilegt, að ásigling yrði, ef ekki yrði að gert. Vegna m/s Dagnýjar gat Skaftfellingur ekki vikið til bak- borða, og var því ekki um annað að ræða en reyna að bakka, og var vélin látin hafa fulla ferð aftur á bak. Árekstur varð samt milli Skaftfellings og Súlunnar um kl. 12.38. Var þá Skaftfellingur svo til ferðlaus, en Súlan með óbreyttri ferð. Lenti stefni Skaftfellings aftan á bakborðssíðu Súlunnar, og brotnaði stefnið fyrir ofan sjó, en leka varð ekki vart. Ástæðan til þess, hve aftarlega var komið á Súluna, var sú, að afturstefni Skaftfellings snýst til bakborða, þegar honum er bakkað. Er áreksturinn varð, var skipstjórinn við stýrið, stýri- maður á stýrishúsþaki, vélamaður í vélarrúmi á verði og hásetar á þilfari eða uppi á hvalbak. Allir þeir, er undirritað höfðu útdráttinn, staðfestu það í sjórétti Siglufjarðar, að rétt væri frá skýrt í öllum atriðum, en vélstjórinn, Jóhann Bjarnason, þó aðeins að því leyti, er vélanotkunina snerti. Skipstjórinn, Páll Þorbjarnarson, tók það enn fremur fram, að á að gizka hafi verið 5—10 faðmar milli Dagnýjar og Skaftfellings. Hafi Skaftfellingur verið á um 7 mílna ferð, er hann var að fara að síldartorfunni, en skipin hafi siglt að torfunni hér um bil sam- hliða með bátana á stjórnborðssíðu, um 5 faðmar milli skipa, og hafi Skaftfellingur legið bezt við torfunni, þar sem Súlan hafi orðið að beygja til bakborða til þess að komast að sildartorfunni með stjórnborðssiíðu, þar sem herpinótabátarnir voru. Hann kvað Súl- una hafa nálgazt Skaftfelling aftan við þverskipsstefnu. Stýrimaðurinn, Jón Einarsson, tók það fram, að Súlan hafi ekki verið komin fram úr Skaftfellingi, er hún beygði til bakborða, heldur verið alveg samhliða. Vélstjórinn, Jóhann Bjarnason, kvaðst hafa verið niðri í véla- ö74 rúmi, er áreksturinn varð. Sagði hann, að Skaftfellingur hafi siglt á 6—7 milna hraða að sildartorfunni, unz hringt hafi verið niður í vélarrúm: „stop“, og svo að segja á sama augnabliki var hringt aftur: „fullt aftur á bak“. Þessu kvaðst hann hafa hlýtt samstundis. Guðmundur Helgason, háseti á Skaftfellingi, kvaðst hafa verið staddur á þilfari stjórnborðsmegin, er áreksturinn varð, Sagði hann, að Súlan hefði verið á meiri ferð en Skaftfellingur og komizt sam- hliða honum, er hún beygði. Jón Sveinsson, háseti á Skaftfellingi, kvaðst hafa verið staddur á hvalbak skipsins, er áreksturinn varð. Hann sagði, að Súlan og Skaftfellingur hefðu verið samhliða að sildartorfunni, en Súlan aðeins heldur á eftir. Í útdrætti úr dagbók Súlunnar, undirrituðum af skipstjóra og stýrimanni og staðfestum af þeim í sjórétti Akureyrar og Eyjafjarðar- sýslu 20. september 1943, er skýrt svo frá, að föstudaginn 93. júlí 1943, kl. 12.45, hafi Súlan verið að veiðum í $S.S.A. af Mánáreyjum og keyrt að sildartorfu. Veður var bjart og sléttur sjór. Súlan keyrði með fullri ferð. Þá hafi Skaftfellingur komið og keyrt með fullri ferð á bakborðssíðu Súlunnar os brotið öldustokk, skammdekk, styttu og beygt uppistöður undir bátadekki og ef til vill fleira. Á stjórnborðssíðu við Súluna voru nót og bátar m/s Dagnýjar, og þar næst m/s Austri. Skipstjórinn á Súlunni, Þorsteinn Stefánsson, tók það fram, að Skaftfellingur hafi nálgazt Súluna aftan við þverskipsstefnu. Er hann sá, að hætta var á árekstri, kveðst hann hafa beygt til stjórn- borða, en gat ekki sveigt meira en gert var vegna nóta og báta, sem voru á stjórnborða. Hann kvað það rangt, að Súlan hefði beygt fyrir stefni Skaftfellings. Hann sagði, að Súlan hefði haldið áfram með óbreyttri ferð, en hvorki hægt á sér né bakkað, og kvaðst hann álíta, að Súlan hefði gert það, sem réttast var í árekstraraugna- blikinu. Skaftfellingi hefði hins vegar borið að bakka eða vikja, Þar sem Súlan hafi verið á réttum bóg, en hvort Skaftfellingur hefði bakkað eða ekki, kvaðst hann ekki geta borið um, en hann hefði nálgazt Súluna á dálitilli ferð. Stýrimaðurinn á Súlunni, Hermann Sigurðsson, skýrði enn fremur svo frá, að skipin Dagný, Skaftfellingur og Súlan hafi orðið vör við sildartorfu, og er skipin sigldu að torfunni hafi Dagný og Skaft- fellingur verið á bakborða við Súluna, en þegar að torfunni kom, hafi Dagný verið komin á stjórnborða við Súluna. Dagný hafi siglt fyrir framan Súluna, og hafi þá verið dálitill vegarspotti milli Súl- unnar og Skaftfellings. Hann kvaðst álíta, að Skaftfellingur hefði átt að víkja, en í stað þess hafi hann beygt að Súlunni til stjórn- borða. Hann kvað Súluna hafa haldið áfram sama striki í árekstr- araugnablikinu, enda ekki getað beygt til stjórnborða, af þvi að Dagný var þar fyrir og bátar hennar. Í tilefni framburðar skip- ö7ð stjórans á Súlunni tók hann fram, að hafi Súlan sveigt til stjórn- borða, hafi það varla getað verið nema örlítið, og þá rétt áður en áreksturinn varð. Hann kvað Súluna ekki hafa hægt á sér, heldur haldið áfram með sömu ferð og áður. Hann kvaðst geta hugsað sér, að Súlan muni ekki hafa farið yfir 7 milna hraða, áður en áreksturinn varð, og kvaðst halda, að hraði Skaftfellings hafi verið líkur, Hann kvað það rangt, að Súlan hafi beygt fyrir stefni Skaft- fellings, og það sé einnig rangt, að Súlan hafi nálgazt Skaftfelling aftan við þverskipsstefnu. Er áreksturinn varð, kvaðst hann hafa verið í brúnni hjá skipstjóra. Gísli Magnússon, skipverji á Súlunni, til heimilis Ránargötu 2, Akureyri, kvaðst hafa verið staddur á þilfari Súlunnar, er árekstur- inn varð. Hann kvaðst ekki geta borið um, hvorum megin Dagný hafi verið við, þá er áreksturinn varð, en bátar hennar og nót hafi verið til stjórnborða við Súluna. Hann kvaðst ekki hafa veitt því eftirtekt, hvort Súlan breytti um stefnu, áður en áreksturinn varð, og ekki vissi hann heldur, hve margar mílur Súlan gekk. Hann sagði, að Skaftfellingur hefði verið til bakborða við þá. Hann kvaðst ekki geta borið um, hvort þeir hafi verið aftan við þvert á Skaftfelling. Skipstjórinn á m/b Dagný, Arnór Jóhannsson á Siglufirði, skýrði svo frá í sjóprófi 23. okt. 1943, að skipin Skaftfellingur, Austri, Súlan og Dagny hafi öll stefnt að sömu sildartorfunni. Hann kvaðst hafa verið niðri í snurpubátnum, er áreksturinn varð milli Skaftfellings og Súlunnar. Hann kvaðst ekki hafa tekið eftir þvi, hvort Súlan beygði fyrir stefni Skaftfellings, og ekki heyrði hann Súluna gefa hljóðmerki. Hann vissi ekki, hvort Súlan hægði á sér til þess að forðast árekstur, Stýrimaðurinn á Dagný, Ragnar Guðmundsson, til heimilis Bald. 32, Reykjavík, skýrði svo frá í sjóprófi %, 1943, að umræddan dag, 23. júlí 1943, hafi þrjú skip, Dagný, Skaftfellingur og Súlan siglt að sömu sildartorfunni. Dagný sigldi í suðaustlæga stefnu að torfunni, og eftir því virtist honum Súlan, er var til stjórnborða, sigla næst- um því í austur. Honum virtist þá Skaftfellingur vera til bakborða við Súluna. Hann sagði, að Dagný hefði orðið fyrst að torfunni og sleppt bátunum fyrir framan Súluna. Hafi þá Skaftfellingur komið fyrir aftan þvert á Súlunni, Hann kvaðst ekki geta nákvæmlega um það borið, hvort Súlan var algerlega stöðvuð, er áreksturinn varð. Hann kvaðst heldur ekki geta borið um, hvort Súlan hefði getað vikið til stjórnborða, en tók þó um leið fram, að vegna skipsins Dag- nýjar gat Súlan vikið til stjórnborða. Í tilefni útdráttar úr dagbók Súlunnar, þar sem segir, að nót og bátar Dagnýjar hefðu verið á stjórnborðssíðu við Súluna, tók hann fram, að hér væri um litlar fjarlægðir að ræða, en skipstjórinn geti betur ákveðið staðinn, hvar bátarnir voru frá sínu skipi. Hann sagði, að það kunni að vera, að Súlan hafi sveigt til bakborða vegna báta Dagnýjar, en hann taldi -- ð/6 alveg víst, að Súlan hafi hægt á sér vegna bátanna, til þess að forð- ast árekstur á þá, en kveðst þó ekki geta fullyrt það. Hann kveðst álita, að Skaftfellingur hefði getað vikið til bak- borða vegna Dagnýjar, því það langt var milli skipanna, enda taldi hann, að Dagny hafi verið komin langt til stjórnborða bæði við Skaftfelling og Súluna, er áreksturinn varð. Hann sagði, að það væri með öllu rangt, að fyrrgreind 3 skip hafi komið samhliða að sildar- torfunni með fimm faðma millibili, því Dagny hafi komið fyrst að torfunni. Hann tók það fram, að meðan hann veitti skipunum at- hygli fyrir áreksturinn, hafi Súlan ekki verið á eftir Skaftfellingi. Aðrar upplýsingar varðandi áreksturinn liggja ekki fyrir í mál- inu, að því undanskildu, að skipstjórinn á Skaftfellingi tók það fram við munnlegan flutning málsins, að við áreksturinn hafi Skaft- fellingur snúið Súlunni enn meir til bakborða, og við það hafi Dagnv orðið til stjórnborða við Súluna. Hélt hann þó fram, að frásögn stýrimannsins á Súlunni og stýrimannsins á Dagny um afstöðu Dag- nýjar til Súlunnar og Skaftfellings í árekstraraugnablikinu sé því röng, nema með þessari skýringu. Eins og framburðir Skaftfellingsmanna annars vegar og skipstjóra og stýrimanns Súlunnar hins vegar bera með sér, gætir allmikils ósamræmis í framburðum þeirra um veigamikil atriði. Út af fyrir sig veikir það frekar frásagnir þeirra á Súlunni, hve seint þeir láta sjópróf fara fram, eða allt að 2 mánuðum eftir áreksturinn, enda Þótt siglingalögin mæli svo fyrir, að sjópróf skuli halda, eins fljótt og unnt er. Svo virðist sem ágreiningslaust sé, að skammt hafi verið milli skipanna á leiðinni að torfunni, og þau hafi siglt næstum sam- hliða. En Skaftfellingsmenn telja, að Súlan hafi verið heldur á eftir, en þeir á Súlunni telja aftur á móti, að Skaftfellingur hafi verið á eftir. Framburður eina óhlutdræga vitnisins, stýrimannsins á Dag- rýju, sker ekki úr um þetta. Hann tekur aðeins fram, að þegar hann veitti skipunum eftirtekt, hafi Skaftfellingur verið á bakborða við Súluna og Súlan hafi ekki verið á eftir Skaftfellingi. Þessi fram- burður bendir til þess, að skipin hafi siglt næstum samhliða með stuttu millibili. Samkvæmt óvéfengjanlegum framburðum beggja að- ilja virðast skipin hafa siglt með sama hraða og jafnri ferð. Það verður því ekki unnt að ganga út frá, að annað skipið hafi siglt hitt uppi. Og með tilliti til þess, að upplýst virðist, að lítil fjarlægð hafi verið milli skipanna á leiðinni að torfunni, virðist ekki heldur unnt að ganga út frá, að leiðir hafi legið á mis fyrr en rétt fyrir áreksturinn vegna stefnubreytinga annars hvors skipsins eða beggja. Skaftfellingsmenn halda því fram, að fyrir áreksturinn hafi Súlan beygt til bakborða. En þeir á Súlunni virðast hins vegar telja, að Skaftfellingur hafi beygt til stjórnborða. Þetta er viður- kennt af Skaftfellingsmönnum að því leyti, að er skipinu var bakkað, hafi það snúizt til stjórnborða. Skipstjóri og stýrimaður Dagnyýjar ör gátu ekkert ákveðið um þetta borið, en stýrimaðurinn taldi ekki ósennilegt, að Súlan hefði vikið til bakborða vegna báta Dagnýjar. Ef litið er á aðstæður, verður framburður Skaftfellingsmanna senni- legri. Áreksturinn verður, er skipin eru að komast að torfunni. Bæði skipin eru, eins og algengast er, með herpinótabátana á stjórnborðs- siðu og máttu því alls ekki beygja til stjórnborða, þvi að öðrum kosti fengu þau ekki báta sina rétt að torfunni, miklu líklegra var, að þau mundu þurfa að beygja til bakborða. Af þessari ástæðu er hreyfing Skaftfellings til stjórnborða ósennileg. Og enn þá ósenni- iegri verður stefnubreyting Skaftfellings til stjórnborða fyrir þá sök, að því er ómótmælt haldið fram, að Skaftfellingur hafi bakkað einmitt í þessum sömu svifum. Hins vegar er stefnubreyting Súlunn- ar til bakborða sennileg af sömu ástæðu og hér að ofan hefur verið tilgreind, og þegar þess er einnig gætt, að af framburði stýrimanns- ins á Dagnýju virðist mega leiða, að annað hvort hafi Súlan orðið að víkja til bakborða eða hægja á ferð sinni til þess að forðast árekstur á báta Dagnýjar, og viðurkennt er, að Súlan hægði ekki á ferð sinni, þykir verða að ganga út frá, þrátt fyrir gagnstæðar fullyrðingar Súlumanna, að Súlan hafi vikið til bakborða, eins og Skaftfellingsmenn halda fram. Þetta verður að telja höfuðorsök árekstrarins. Eins lítur rétturinn svo á, að réttara hefði verið, að Súlan hefði hægt á ferð sinni og bakkað, er árekstur var fyrirsjáan- legur, í stað þess að halda áfram með sömu ferð, eins og hún gerði. Hins vegar virðist með tilliti til skýrslna Dagnýjarmanna, að unnt hefði verið fyrir Skaftfelling að víkja til bakborða vegna skipsins Dagnýjar, og hefði það verið réttara, eins og á stóð. Með tilvísun til þess, er nú hefur verið tekið fram, lítur réttur- inn svo á, að Súlan hafi borið höfuðsök á árekstrinum, en Skaft- fellingur aðeins að óverulegu leyti. Verður því niðurstaða málsins sú, að stefndi verður sýknaður af öllum kröfum stefnenda, en eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Helgi Benediktsson, skal vera sýkn af kröfum stefn- endanna, Jóns Guðmundssonar f. h. Vélbátatryggingar Eyja- fjarðar og Leós Sigurðssonar, í máli þessu. Málskostnaður falli niður. 37 578 Föstudaginn 19. desember 1947. Nr. 79/1947. Þorvaldur Stefánsson (Hrl. Ragnar Jónsson) Segn Bæjarfógetanum á Akureyri og fjármálaráð- herra f. h. ríkissjóðs (Hrl. Einar B. Guðmundsson). Lögtaksmál. Ágreiningur um skyldu til greiðslu veltuskatts. Dómur hæstaréttar. Guðmundur Eggerz, fulltrúi bæjarfógetans á Akureyri, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til hæstaréttar með stefnu 31. júlí 1947. Krefst hann þess, að hinn áfrýjaði úr- skurður verði felldur úr gildi og að synjað verði um fram- kvæmd lögtaksins. Svo krefst hann og málskostnaðar úr hendi stefnda bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar úr hendi áfrýjanda fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Með samningi, dags. 5. jan. og 2. febr. 1940, tókst áfrýj- andi á hendur að selja benzin og bifreiðaoliu á Akureyri fyrir h/f Shell á Íslandi. Leggur h/f Shell til lóð og benzin- dælu með benzingeymi og annast flutning á benzini til geym- isins. Hlítir áfrýjandi ákvörðunum h/f Shell um útsöluverð benzínsins og annast söluna gegn tiltekinni þóknun. Áfrýj- andi ber hins vegar ábyrgð á birgðum þeim. er hann veitir viðtöku, og á skilvísri greiðslu á andvirði seldra vara. Þetta samband áfrýjanda og h/f Shell, sem nú hefur verið lýst, er með þeim hætti, að telja verður áfrýjanda starfsmann h/f Shell á Íslandi, að því er nefnda sölu varðar, en ekki sjálf- stæðan umboðssala. Samkvæmt þessu var ekki heimilt að heimta af áfrýjanda veltuskatt þann, er í málinu greinir. Ber því að fella hinn áfrýjaða úrskurð úr gildi og synja um framkvæmd lögtaksins. Eftir þessum úrslitum ber stefnda að greiða áfrýjanda 579 málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti, er þykir hæfilega ákveðinn samtals kr. 1000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður er úr gildi felldur. Stefndi, bæjarfógetinn á Akureyri og fjármálaráð- herra f. h. ríkissjóðs, greiði áfrýjanda, Þorvaldi Stefáns- syni, málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti, samtals kr. 1000.00. Úrskurður fógetaréttar Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu 2. júlí 1947. Undir gerð þessari er krafizt lögtaks fyrir veltuskatti að upp- hæð kr. 2700.00, nl. kr. 1500.00 fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júni 1945 og kr. 1200.00 fyrir tímabilið 1. júlí til 30. september 1945, hjá gerðarþola, Þorvaldi Stefánssyni, Akureyri. Þar sem veltuskatturinn tilfellur ríkissjóði, fer innheimta fram vegna hans. Þegar skal tekið fram, að enginn ágreiningur er um upphæð skattsins, og gerðarþoli hefur fallið frá mótmælum byggð- um á fyrningu lögtaksréttarins. Hins vegar hefur gerðarþoli mót- mælt því, að lögtakið nái fram að ganga, og krefst málskostnaðar, kr. 500.00. Gerðarþoli færir fram sem aðalástæðu fyrir sýknuninni, að hinn framlagði veltuskattsreikningur, rskj. nr. 1, hljóði á „Shell-benzin- seymir“, eign h/f Shell, og eigi því við þetta félag. Á þetta verður þó ekki fallizt, því Shell mun aðeins nefnt til þess að gefa til kynna samband félagsins við gerðarþola, en eins og fram hefur komið undir gerð þessari, er umrætt benzin frá h/f „Shell“. Til vara tekur gerðarþoli fram, að veltuskattinn hefði átt að leggja á h/f Shell á Íslandi, því benzin það, er hér ræðir um og veltuskattur var lagður á, hafi tilheyrt atvinnurekstri „Shells“. Gerð- arþoli kveðst aðeins leggja til vinnu, og fyrir þessa vinnu fái hann 5% eyri fyrir hvern afhentan lítra benzins. Gerðarþoli kveðst enga umboðsverzlun reka eða smásölu. Þá upplýsir gerðarþoli, að vinnulaun hans fyrir benzinafhend- ingu árið 1945 hafi numið kr. 20346.15. Áður en nánar er komið að þessum málsatvikum, skal tekið fram, að fram var lagður samningur í afriti, dags. 5. janúar 1940, milli h/f Shell og gerðarþola. Er þessi samningur allýtarlegur um rétt- indi og skyldur aðilja, en tekur auðvitað ekki til veltuskattsins, sem ekki var lagður á fyrr en með lögum nr. 62 frá marz 1945. Þar sem nú enginn viðbótarsamningur hefur, að því upplýst er, verið gerður milli aðilja út af gjöldum þeim, er kynnu að falla 580 á gerðarþola vegna veltuskattsins, þykir verða að leggja samninginn frá 5. janúar 1940 til grundvallar í þessu máli, og verður ekki annað séð en að um hreina umboðssölu sé að ræða samkvæmt orðalagi samningsins, sbr. t. d. orðin „Umboðsmaðurinn ber ábyrgð á þeim birgðum, er koma í hans verzlun til umboðssölu samkvæmt framan- sögðu ...“. Þar sem samningurinn þannig ótvírætt bendir til umboðssölu, telur rétturinn, að það geti ekki ráðið úrslitum, þótt umboðslaunin séu miðuð við vissa auratölu af líter, en ekki hundraðshluta. Eins og málið liggur fyrir, þykir auðsætt, að benzin það, er veltu- skatturinn hefur verið lagður á, fellur ekki undir undanþáguákvæði i 2. gr. C reglugerðar um viðauka við reglugerð nr. 129 9. júlí 1945 um veltuskatt og er þannig veltuskattskylt. Og verður ekki annað séð en að skatturinn hafi með réttu verið lagður á gerðarþola sam- kvæmt ákvæðum í 2. gr. laga um veltuskatt, en þar heyrir undir veltu „andvirði vöru seldrar í umboðssölu“, og í 3. gr. lið 1 sömu laga er þess getið, að skatturinn megi aldrei fara yfir 25% af fengnum umboðslaunum, og þykir rétt í þessu sambandi að taka til athug- unar þá varakröfu gerðarþola, að lögtak fari ekki fram hjá hon- um fyrir hærri upphæð en 1% af sölulaununum, kr. 20346.15, kr. 203.46, og telur gerðarþoli þessa upphæð veltuskatt, að því er séð verður. Rétturinn getur ekki fallizt á þessa varakröfu, þegar af þeirri ástæðu, að hann telur, að naumast sé eftir eðli og anda veltu- skattslaganna unnt að leggja veltuskatt á sjálf umboðslaun gerðar- þola. Samkvæmt þvi, sem að framan er skráð, á lögtak að fara fram hjá gerðarþola fyrir kr. 2700.00 og kostnaði. Rétt þykir, að málskostnaður falli niður, Mál þetta var tekið til úrskurðar 26. f. m. Því úrskurðast: Lögtak fari fram hjá gerðarþola, Þorvaldi Stefánssyni, Akur- eyri, fyrir kr. 2700.00 og kostnaði. Málskostnaður fellur niður. 581 Föstudaginn 19. desember 1947. Nr. 83/1947. Jóhann Indriðason gegn Alfred Clausen. Utivistardómur. Dómur hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Jóhann Indriðason, er eigi mætir í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju.