HÆSTARÉTTARDÓMAR ÚTGEFANDI HÆSTIRÉTTUR XXII. BINDI 1951 REYKJAVÍK PRENTSMIÐJA AUSTURLANDS H/F MCMLII Reglulegir dómarar Hæstaréttar 1951. Gizur Bergsteinsson. Forseti dómsins frá 1. janúar til 31. ágúst. Jón Ásbjörnsson. Forseti dómsins frá 1. september til 31. desember. Árni Tryggvason. Jónatan Hallvarðsson. Þórður Eyjólfsson. at 10. xL 12. 13. 14. Registur. 1 Málaskrá. Dómur Ákæruvaldið gegn Arnoddi Gunnlaugssyni. Landhelgisbrot 12% Ákæruvaldið gegn Ísleifi Jónssyni. Verðlagsbrot ........ 1% Ákæruvaldið gegn Jóni Árnasyni og Aðalgeir Jónssyni. Brot gegn áfengis-, bifreiða- og umferðarlögum .......... 154 Ákæruvaldið gegn Magnúsi Kjartanssyni. Meinyrði um opinberan starfsmann .....00000000000ninun nan 174 Innkaupadeild Landssambands íslenzkra útvegsmanna gegn Korkiðjunni h/f. Um fjárhæð farmgjalds .......... 14 Magnús Thorlacius gegn Einari Ágústssyni, Kjartani Jóns- syni og Magnúsi Thorberg. Kærumál. Um rétt lögfræðings til að flytja tiltekið mál sem prófmál fyrir héraðsdómi .. 17% Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs gegn Theódór B. Líndal f. h. Jörgen Jahre. Talið, að bindandi samningur um sölu skips hefði verið gerður. Vanefndir. Skaðabætur ........ 174 . Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs gegn Þorleifi Sigur- björnssyni. Sölugjald af bifreið ..........0.0.0..0...0..... 22% Erlendur Erlendsson og Leifur Erlendsson gegn Jóni Er- lendssyni og Jóhanni Ólafssyni ér Co. Kærumál. Vitni ekki látið staðfesta menttli alib 200 1010 í vanar 5 a 2% Ákæruvaldið gegn Ásmundi Pálssyni og Halldóri Pálssyni. Brot gegn lögum um iðju og iðnað ......2.000%0......0.. 214 Ákæruvaldið gegn Sigurði Jóhanni Pétri Þorsteinssyni. LandhélgisBðt. 5 a in RA AR A 244 Útgerðarfélag Grindavíkur h/f gegn Leó Sigurðssyni fyrir sína hönd og skipverja á v/b Súlunni, E.A. 300. Skaðabóta- mál. Skemmdir á veiðarfærum ........00000 00. 294 Náttúrulækningafélag Íslands gegn Borgarstjóra Reykja- víkur f. h. bæjarsjóðs. Útsvarsmál ..........00..0...0...... 294 Vinnufatagerð Íslands h/f gegn Guðlaugu Vilhjálmsdóttur. Konu, sem vann í verksmiðju, dæmd vinnulaun nokkra daga, er hún var frá vinnu sökum veikinda .............. 314 Bls. 1l 14 17 20 23 50 15. 16. 17. 18. 26. 2. 28. 29. 32. 33. 34. 35. Dómur Matthías V. Gunnlaugsson gegn Guðbjörgu Þorkelsdóttur. Útivistarðómur .......00e.sssn sn 314 Örvaroddur h/f gegn Olaf M. A. Paulsen. Útivistardómur #14 Örvaroddur h/f gegn Jakob Þorsteinssyni. Útivistardómur 34 Eigendur Hugins, R.E. 83, gegn Hafsteini Hannessyni. Úti- AÐ sn as AR 6 Á 314 Eigendur Hugins, R.E. 83, gegn Jóni Hallgrímssyni. Úti- VISTA AÓMNR a Í ss sam rr a a 314 Eigendur Hugins, RE. 83, gegn Ingólfi Halldórssyni. Úti- SA 2 náið ER RA BER RA 4 sl 314 Eigendur Hugins, R.E. 83, gegn Val Jónssyni. Útivistar- A A a a á 314 Eigendur Hugins, R.E. 83, gegn Kristni Guðbrandssyni. Úti- an 0 arki 6 a á 314 Eigendur Hugins, R.E. 83, gegn Guðmundi Þórðarsyni. Úti- vistarðómur uns 314 Eigendur Hugins, R.E. 83, gegn Kristni Guðjónssyni. Úti- vistarðömmur í í í ai a á nað son nn a a 4 Eigendur Hugins, R.E. 83, gegn Árna Jónssyni. Útivistar- a a rn ar a nn nn nn lg 314 Eigendur Hugins, R.E. 83, gegn Jens Þórðarsyni. Útivistar- OO a á a EA nn áktðtuninasnað Á 2 ap 314 Eigendur Hugins, R.E. 83, gegn Hjálmari Helgasyni. Úti- stad 0 nn 8 03 4 8 BY 914 Eigendur Hugins, R.E. 83, gegn Sigurjóni Gíslasyni. Úti- vistardómmnun a á a nn 314 Eigendur Hugins, RE. 83, gegn Guðmundi Pálssyni. Úti- wetardónin ss 5335 saa sn í á í á RS 314 Ákæruvaldið gegn Guðmundi Arngrímssyni. Lögreglu- maður fremur ólöglega handtöku ....................0.0.. 7% Helgi Benediktsson gegn Bankaráði Landsbanka Íslands f. h. Stofnlánadeildar sjávarútvegsins. Um rétt manns til láns samkvæmt lögum nr. 41/1946 .........0....0......... 1% Guðrún Pétursdóttir gegn Pétri Ketilssyni og Pétur Ketils- son gegn Guðrúnu Pétursdóttur og Steingrími Þórðarsyni. Detla úti séttindi yfir 1öð sin nanna 14% Lithoprent gegn Offsetprent h/f. Um firmanafn ........ 144 Fiskur á Ís h/f gegn Höjgaard á Schultz A/S og gagnsök. Skaðahótammál 0 ks 164 Matstofa Austurbæjar gegn Tollstjóranum í Reykjavík f. h. ríkissjóðs. Ómerking ........0..5000000 sn 196 Björgvin Þorsteinsson, Friðrik Gunnlaugsson, Guðmundur Jósepsson, Guðmundur Magnússon, Guðmundur Salómons- son, Guðmundur Sveinbjörnsson, Guðrún Þorsteinsdóttir, Jón Kjartansson, Jón Jónsson, Lúter Hróbjartsson, Magnús v Bls. 52 52 52 53 53 53 54 74 81 86 90 96 vi 37. 39. 40. 41. 42. 43. 44. 46. 4T. 48. 49. al. 53. Dómur Gunnlaugsson, Sigríður Jónsdóttir, Sigurður Benediktsson, Vilhjálmur Ketilsson og Þorsteinn Kristinsson gegn Fjár- málaráðherra f. h. ríkissjóðs. Kærumál. Frávísun frá hér- ða. ins a á trini 6 a jens æg venur menn lr A a li Borgarstjórinn í Reykjavík f. h. bæjarsjóðs gegn Eimskipa- félagi Reykjavíkur h/f. Ómerking héraðsdóms og máls- meðferðir í Ef. 5 3 Árni Ólafsson gegn Ástu Ólafsson. Talið, að fyrirfram- greidda húsaleigu ætti að endurgreiða að nokkru vegna niðurfalls húsaleigusamnings ......00000.0...... 0... Jón Sveinsson gegn Byggingarsamvinnufélaginu Garði. Deila um rétt manns til skuldabréfaláns ................ Jón Gíslason gegn Skipasmíðastöðinni Dröfn h/f. Útivistar- OO 3 a 5 a H/f Skutull gegn Brynjólfi Guðmundssyni. Útivistardómur Brandur Brynjólfsson og Lúðvík Eggertsson gegn Sigurði Sigurðssyni. Útivistardómur .......0.00... 00. Jónas Magnússon gegn Ara Guðmundssyni. Utivistardómur Ákæruvaldið gegn Jens Pauli Paulson. Landhelgismál .... Ákæruvaldið gegn Jóni Grétari Sigurðssyni. Um öflun rækilegri skýrslna .......00.000.0 0. ðn nn Guðmundur Þórðarson og Sigurjón Þórðarson gegn Kjart- ani Jónssyni og Magnúsi Thorberg. Kærumál. Varnaraðilj- um veitt færi á að láta staðfesta vitnaskýrslur fyrir dómi Gunnar Ólafsson gegn Jóhönnu Magnúsdóttur og Brynjúlfi Magnússyni og gagnsök. Meinyrðamál ........2............ Sigurður Sigurðsson gegn Brandi Brynjólfssyni og Lúðvík Eggertssyni. Dómi og fjárnámsgerð áfrýjað til staðfest- Sat summass as g a a a AÐ Hjalti Friðfinnsson og Jónatan Davíðsson gegn Páli Frið- finnssyni og gagnsök. Heimt vinnulaun við húsbyggingu og andvirði efnis til hennar .........0....00n 0. nn Landssamband íslenzkra útvegsmanna gegn Landsbanka Íslands og Sölusambandi íslenzkra fiskframleiðenda. A fær ávísun frá B á andvirði fisks, er C hafði til sölumeðferðar. C greiðir D andvirðið. A talinn eiga rétt til þess .......... Trolle á Rothe h/f f. h. eigenda og vátryggjenda e/s Arn- ulfs, B 8 B, frá Bergen, gegn Skipaútgerð ríkisins og gagn- Sök. BjAfSla, 2 a á 5 5 6 8 8 88 Ákæruvaldið gegn Haraldi Sigurðssyni. Brot gegn bifreiða- og UMfSRðÐAFlÖBUM. 0 Kirkjustræti 4 h/f gegn Herle Nielsen og gagnsök. Efítir- krafa um vinnulaun ekki tekin til greina ................ Magni Guðmundsson gegn Hannesi Scheving. Úitivistar- RÖR nn riði Á Á ER 0 aða 216 Bls. 109 111 116 119 119 120 120 121 129 136 139 147 152 159 162 167 5ð. 56. 57. 58. 60. 61. 62. 63. 66. 67. 68. 69. 70. 71. 73. Tá. 76. Dómur Jón Þ. Arason gegn Ágúst Steingrímssyni. Útivistardómur Brynjólfur Guðmundsson gegn h/f Skutli. Útivistardómur Ákæruvaldið gegn Jóni Pálma Karlssyni. Brot gegn áfengislögum, bifreiðalögum og umferðar ..........0..... Ákæruvaldið gegn Sveinbirni Guðlaugssyni. Brot gegn áfengislögum, Þifreiðalögum, umferðarlögum og lögreglu- samþykkt Reykjavíkur ......0.000.000 0000 Trolle £ Rothe h/f f. h. eigenda e/s Fuiton og farms þess gegn Skipaútgerð ríkisins og gagnsök. Bjarglaun ........ Emil Hjartarson og Guðmundur Hjartarson gegn Margréti Lúðvíksdóttur. Kærumál. Máli frestað sjálfkrafa ........ Egill Ragnars f. h. ófjárráða dóttur sinnar, Guðrúnar £E. Ragnars, gegn Útvegsbanka Íslands h/f, Akureyri. Kæru- mál. Kröfu um framlagningu tiltekinnar skilagreinar Tru í ga a ven 0 4 Rg a Emil og Ögn Randrup gegn Helga Emil Eysteinssyni og Magnúsi Randrup. Kærumál. Vitni ekki látið staðfesta vætti sit. meðiiðiði 2. 5 an a nr gn a Í Dánarbú Ásmundar Einarssonar gegn Magnúsi Ásmunds- syni. Um skiptingu arðs af sameign ........0.0.00000.0... Síldarverksmiðjur ríkisins gegn Andrési Davíðssyni. Verka- maður ekki talinn hafa fyrirgert kaupi sínu .............. Ákæruvaldið gegn Gunnari Ágúst Ingvarssyni. Óheimil notkun vöruMéfkis 0. 5 í a a Magnús Thorlacius gegn Borgardómaranum í Reykjavík og þeim Einari Arnalds og Jóni Bjarnasyni persónulega. Kærumál. Um rétt málflytjanda til skjals ................ Magnús Vigfússon gegn Almennum tryggingum h/f. Vátryggingarfélagi dæmt að greiða brunatjón í hlutfalli við vátryggingarverð ......00.0000ðs enn Jóhann Kristjánsson gegn Böðvari Jónssyni. Kaupkrafa .. Hinrik Ragnarsson gegn Sigurði L. Ólafssyni. Ómerking vegna vanreifunar .....0..00eenennnsenene Hreppsnefnd Hvolhrepps gegn Páli Nikulássyni og gagn- sök. Ákvæði fjallskilareglugerðar um leitir skýrð ........ Steinunn Loftsdóttir gegn Ingva Ólafssyni. Barnsfaðernis- fr ri Gísli Halldórsson gegn Sigríði Einarsdóttur. Útivistar- ÓS ma 00 nn Agnar Samúelsson og Einar Guðmundsson, útgerðarmenn m/b Bjargar, VÆ. 5., gegn Eyjólfi Jónssyni. Útivistardómur Agnar Samúelsson og Einar Guðmundsson, útgerðarmenn m/b Bjargar, V.E. 5., gegn Gísla Gíslasyni. Útivistardómur Svavar Tryggvason gegn Sigurgeiri Sigurjónssyni. Úti- wistárdómur 0000. 00 166 186 164 5 ES 5 RS = sS ER VII Bls. 167 167 168 179 183 187 188 190 194 197 200 204 207 211 214. 216 223 229 230 230 231 VIII Dómur 71. Svavar Tryggvason gegn Sigurgeiri Sigurjónssyni. Úti- wistardðómur .......000000s rr 78. Svavar Tryggvason gegn Sigurgeiri Sigurjónssyni. Úti- vistardómur .......0..00..ns nr 79. Rafmagnseftirlit ríkisins gegn Kirkjusandi h/f. Kærumál. Mál varð ekki tafið með matsgerð, er bæði undirmat og yfirmat hafði verið framkvæmt ........00000.0.0 0... 80. Skapti Davíðsson, Ólafur Davíð Davíðsson og dánarbú Davíðs Jóhannessonar gegn Jónasi Hvannberg. Um rétt til vegar ........00. nenna g1. Ákæruvaldið gegn Júlíusi Breiðfjörð Björnssyni. Ólögleg fjárfesting. Verðlagsbrot .....0.0.000000 000. nr rn 82. Eiður Thorarensen gegn Halldóri Kristinssyni f. h. Þóris Halldórssonar. Kærumál. Frestur veittur ................ 83. Guðmundur Kristjánsson gegn Pétri Jakobssyni. Kærumál. Frávísunarkröfu hrundið ......0.00.00000.ev enn 84. Ákæruvaldið gegn Jóni Grétari Sigurðssyni. Umferðarslys. Vöntun fullnægjandi sönnunar á hendur ákærða ........ 85. Árnason, Pálsson á Co. h/f gegn Jóhanni Steinasyni. Kærumál. Synjað frests ......0.00000000 0. nr 86. Árnason, Pálsson á Co. h/f gegn Jóhanni Steinasyni. Kærumál. Synjað frests ......00.00000ennsnns nr 87. Ákæruvaldið gegn Sigurði Kristinssyni. Sýknað af ákæru fyrir brot á áfengislögum .......0..0.0. 0000... 88. Helgi Benediktsson gegn Dánarbúi Brynjólfs Guðlaugs- sonar. Skipstjórakaup heimt 22.20.0020... 0... nn. nn. 89. Lárus Jóhannesson f. h. Sörens R. Kampmanns gegn 90. 91. 92. 93. 94. 95. Strandgötu 34 h/f. Gengi. Ákvæði 8. gr. laga nr. 22/1950 SKÝTÐ an ás vn ann án benna md #0 4 3 á einir Jón St. Arnórsson gegn Tollstjóranum í Reykjavík f. h. ríkissjóðs. Söluskattur. Skýring 21. og 22. gr. laga nr. TOO/NDIR.. 2 na aði RA Sigurður Waage gegn Félagsbúi Gísla Halldórssonar og Sigríðar Einarsdóttur. Kærumál. Málskostnaður ........ Ólína Steindórsdóttir gegn Kristínu Ingvarsdóttur. Kaup- máli milli hjóna talinn gildur. Ágreiningur dómenda .... Dánar- og félagsbú Péturs M. Bjarnarson og Sophy Bjarnarson gegn Iðu Pétursdóttur, Sólveigu Pétursdóttur Sandholt og Vilhjálmi Péturssyni Bjarnarson og gagnsök. Um erfðarétt óskilgetinna barna. Gagnkvæm erfðaskrá hjóna felld úr gildi að nokkru leyti ......200000000.0.0... Jón og Lýður Guðmundssynir gegn Hreppsnefnd Skeiða- hrepps. Um öflun rækilegri skýrslna ...........2........... Kaupfélag Austur-Skagfirðinga gegn Jóni Jónssyni. Skýr- ing grunnleigusamniNgs ....cc.00.00enenn rr 9, 76 % 268 288 292 96. sr 98. 99. 100. 101. 102. 107. 108. 109. 110. 111. 112. 113. 114. 115. 116. Dómur Búkolla h/f gegn Tryggva Jónssyni. Útivistardómur .... 2% Jony Frederick Reynolds gegn Guðrúnu Gestsdóttur. Úti- sa a 2 Skipaútgerð ríkisins gegn Olíufélaginu h/f. Kærumál. Matsmenn dómkvaddir þrátt fyrir áður framkvæmdar MAS 0 nn en 000 ga 2% Einar Bjarnason gegn Þorsteini Löve. Kærumál. Máls- KO 00 á miðin ant hrl laða na 2% Árnason, Pálsson é. Co. h/f gegn Herluf Clausen. Kæru- mál. Sölustjóri ekki bær að binda hlutafélag fyrir dómi .. 22% Ákæruvaldið gegn Jónasi Sveinssyni, Guðrúnu Ólafsdóttur, Grími Thorarensen og Sveini Halldórssyni. Sýknað af ákæru fyrir brot gegn 23. og 15. kafla hgl. nr. 19/1940. Brot gegn: Íóæur tit; MMS sk ei hn 25 Sveinn Sveinsson gegn Árna Þorbjörnssyni setufógeta og Sigurði Sigurðssyni sýslumanni, umboðsmanni þjóðjarða í Skagafjarðarsýslu. Kærumál. Setufógeta talið óskylt að vikja gæti a snar saa í 4 00 8 2% 3. Ákæruvaldið gegn Ragnari Frímanni Kristjánssyni. Maður leystur úr öryggisgæzlu .....0.2000.000.0 2% . Stangaveiðifélag Akraness gegn Landbúnaðarráðherra tf. h. ríkissjóðs. Kærumál. Ómerking .........0..00000 0. 27 - Sigurður Berndsen gegn Herði Ólafssyni. Kærumál. Synjun TRS a a a saka sr 254 Dagbjartur Geir Guðmundsson gegn Sigurjóni Alfreð Kristinssyni. Kærumál. Ómerking kærðs úrskurðar ...... 256 Vesta h/f gegn Agnari Lúðvíkssyni. Kærumál. Synjun ÍPÖSERI a a a A RA Álið #0 2% Óshar Magnússon f. h. verzlunarinnar Portlands gegn Agnari Lúðvíkssyni. Kærumál. Synjun frests ............ 254 Óskar Magnússon f. h. verzlunarinnar Portlands gegn Elíasi Guðmundssyni. Kærumál. Synjun frests ............ 256 Helgi Benediktsson gegn Jóhanni Bjarnasyni. Útivistar- BÓNDA ng) ati 284 Áslaug Maríasdóttir gegn Haraldi Stefánssyni. Útivistar- ORUR: yðar al 284 Sigríður Einarsdóttir gegn Gísla Halldórssyni h/f. Úti- vistardómur ........000 00 ess 284 Magnús Jósefsson gegn Finni Þorsteinssyni. Kærumál. Um öfl ský a 24 nil ni a innan þr sk 284 Ákæruvaldið gegn Albert Stanley Victor Jones. Land- helpisbroti "í sigri ann il 4, Ákæruvaldið gegn Magnúsi Jónssyni. Landhelgisbrot .... %o Guðbrandur Ísberg gegn Guðjóni Hallgrímssyni og gagn- sök. Meinyrði. Gagnbrigzl .......2.00000.....0 0. 50 Bls. 299 300 302 308 310 385 387 391 117. 118. 119. 120. 121. 122. 123. 124. 127. 129. 130. 131. 132. 133. 134. 138. Dómur Ákæruvaldið gegn Gunnari Petersen. Brot gegn umferðar- lögum og lögreglusamþykkt Reykjavíkur ......000....... Ákæruvaldið gegn William N. Brown. Landhelgisbrot .... Ákæruvaldið gegn George W. Thompson. Landhelgisbrot .. Gísli Halldórsson gegn Sigríði Einarsdóttur. Kærumál. Synjun frests .....00cerner nennt ð rr Ákæruvaldið gegn Árna Björnssyni. Full sönnun fyrir ólöglegri áfengissölu ekki fram koMiN ccc Þórdís Davíðsdóttir gegn Skapta Davíðssyni. Kærumál. Frestun uppboðs á eignum ÁNA nn Þormóður Eyjólfsson h/f gegn Jóni Gíslasyni. Orlofsfé .... Tryggvi Einarsson gegn Agli Árnasyni f. h. ófjárráða barna hans, Más, Árna og Kristínar. Krafa um reikningsskil .... . Skapti Davíðsson segn Þórdísi Davíðsdóttur. Kærumál. Dómkvaðning matsmanna metin Bild. „0... Guðmundur Eggerz gegn Bæjarstjórn Akureyrar Í. h. Akureyrarkaupstaðar. Skilyrði eignarhefðar ekki fyrir Hemi. 22 54 0 ma Í ER na BR i€ RA Ákæruvaldið gegn Axel Konráðssyni. Brot gegn 219. gr. hegningarlaga svo og gegn Þifreiðalögum, umferðarlögum og lögreglusamþykkt Reykjavíkur ....c0..0.00 00... 0... . Matstofa Austurbæjar gegn Tollstjóranum í Reykjavík f. h. ríkissjóðs. Um söluskatt .......0000..ee nr nr nr. Ársæll Sveinsson gegn Bæjarstjóra Vestmannaeyja f. h. bæjarsjóðs. Útivistardðómur .....000..0e00. rt reri Dráttarbraut Akureyrar gegn Bæjarstjórn Akureyrar f. h. bæjarsjóðs. Útivistardómur ......00.0000 0... 00 nn... Halldór Kristjánsson gegn Borgarstjóranum í Reykjavík f. h. bæjarsjóðs. Útivistardómur ........000. 00.00.0000... Þorsteinn Sigurðsson gegn Bjarna O. Frímannssyni f. h. Engihlíðarbrautarfélagsins. Útivístarðómur mc Sumarliði Betúelsson gegn Náttúrulækningafélagi Íslands og gagnsök. Kaup og sala. Bætur fyrinimalla os ma 2 gá Ákæruvaldið gegn Ólafi Oddgeir Guðmundssyni. Fjársvik. Brot gegn hlutafélagalögum, lögum um gjaldþrotaskipti og lögum um bókhald ........00000 0000 er ern n nn. 5, Fiskiveiðahlutafélagið Njáll gegn Alliance h/f. Dráttar- aðstoð skips 20.00.0000... tres rn / Baldvin Kristinsson gegn Fjármálaráðherra og Samgöngu- málaráðherra f. h. ríkissjóðs og gagnsök. Skaðabótamál .. . Sigurgeir Sigurjónsson Í. h. John Teuton gegn Íslenzku brennisteinsvinnslunni h/f. Kærumál. Frávísun frá Hæsta- rétti sr smm Ákæruvaldið gegn Guðvarði Vilmundarsyni. Landhelgis- Þotan a nn nn Bls. 398 400 404 409 411 414 416 418 422 424 428 432 440 440 440 441 441 464 468 476 478 139. 140. 141. 142. 143. 144. 145. 146. 147. 148. 149. 150. 151. 152. 153. 156. Dómur Gísli Halldórsson gegn Sigríði Einarsdóttur og gagnsök. Skipti á hlutabréfaeign hjóna, er skilið höfðu ............ Helgi Benediktsson gegn Kristjáni Kristóferssyni f. h. Jóns Kristjánssonar. Ómerking málsmeðferðar og dóms vegna vanhæfi héraðsdómara -...c..cececeeeneer er Jón Beck Ágústsson gegn Kristni Ólafssyni, fulltrúa sýslu- mannsins í Gullbringu og Kjósarsýslu, og Birni L. Gests- syni. Kærumál. Fulltrúa dómara ekki skylt að víkja sæti GAS 2 Á a Ba ag a Sin ni án sunonnnmnnnasingur 18, sé Filed Ákæruvaldið gegn Erni Hauksteini Matthíassyni. Fjár- dráttur opinbers starfsmanns „.....2.000000nn0 rn Ákæruvaldið gegn Þorsteini Eyvindssyni. Landhelgisbrot Árni Friðriksson og Jónas Sveinsson f. h. Fjölsvinnsútgáf- unnar gegn Ingólfi Jónssyni. Laun fyrir áskriftasöfnun .. Ákæruvaldið gegn Helga Þorlákssyni. Ölvun við bifreiðar- akstur ai ans sn n a are GR ÁR A an Ákæruvaldið gegn Guðmundi Breiðfjörð Péturssyni. Land- helgisbrot ..........000 en er str Egill Ragnars f. h. Guðrúnar E. Ragnars gegn Útvegsbanka Íslands h/f, Akureyri. Útivistardómur .................... Guðni Halldórsson gegn Guðríði Guðlaugsdóttur og Grétari Bergmann. Útivistarðómur .......0000.0.. 00... Ákæruvaldið gegn John Geffry Tomlinson. Landhelgisbrot Björn Benediktsson gegn Síldarútvegsnefnd. Fjárhæð talin innt af hendi sem lán, en ekki styrkur .........0.......... Slysavarnafélag Íslands gegn Daníel Þorsteinssyni á Co. h/f. Dómur og málsmeðferð ómerkt ......0..00.00.00...... Finnur Árnason gegn Hallfreði Guðmundssyni og gagnsök. Dómari átti að víkja sæti. Dómur og málsmeðferð því ómerkt .......... ser Félag íslenzkra myndlistarmanna gegn Sveini Þórarinssyni og Jóni Engilberts og gagnsök. Dómnefnd, löglega kosin á aðalfundi félags myndlistarmanna, varð ekki vikið frá störfum á almennum fundi ........00000..00 nn . Skipaútgerð ríkisins gegn Carli Finsen f. h. eigenda v/s Clevelands og Kristjáni Einarssyni f. h. Sölusambands ís- lenzkra fiskframleiðenda og gagnsök. Bjarglaun .......... . Vigfús Kristjánsson og Sigurlaug Kristjánsdóttir gegn Har- aldi Guðmundssyni og borgardómaranum í Reykjavík. Deilt um kostnað af sameign .......00...00. 0... Guðmundur Tómasson og Gaston Ásmundsson gegn Bygg- ingarsamvinnufélaginu Garði og gagnsök. Dómur og máls- meðferð að nokkru ómerkt, þar sem sérfróðir samdóm- endur vöfu ekki skifjaðir nn 2255 3 225 83 þa 484 487 494 496 505 507 öl2 öl5 515 öl6 520 523 527 534 538 XI 157. 158. 159. 160. Dómur Bls. Magni Guðmundsson gegn Hannesi Scheving. Fógeti lét ódæmd ýmis atriði. Ómerking .......0.00..000... nn. Ákæruvaldið gegn Ingibirni Eggertssyni. Stuldur ........ Jóhannes Jósefsson f. h. Hótel Borgar gegn Kristínu Krist- jánsdóttur f. h. Kristjáns Runólfssonar. Útivistardómur .. Óskar Sveinsson gegn Guðna Guðnasyni. Útivistardómur .. Hæstaréttardómar. Útgefandi: Hæstiréttur. XKKII. árgangur. 1951. Föstudaginn 12. janúar 1951. Nr. 40/1950. Ákæruvaldið (Ragnar Jónsson) gegn Arnoddi Gunnlaugssyni (Sigurður Ólason). Setudómarar próf. Ólafur Lárusson og próf. Ármann Snævarr í stað hrá. Árna Tryggvasonar og hrá. Jónatans Hallvarðssonar. . Landhelgisbrot. Dómur Hæstaréttar. Freymóður Þorsteinsson, fulltrúi bæjarfógetans í Vest- mannaeyjum, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Forstöðumaðun Stýrimannaskólans í Reykjavík hefur eftir uppsögu héraðsdóms markað á sjóuppdrátt stað varðskipsins Óðins kl. 11.30 hinn 9. marz f. á. samkvæmt miðunum skip- herra varðskipsins. Reyndist staðurinn 1.7 sjómílur innan landhelgislínu. Þá hefur nákvæmni staðarákvarðana skip- herrans verið borin undir álit þeirra Friðriks Ólafssonar stýrimannaskólastjóra og Péturs Sigurðssonar sjóliðsfor- ingja, og telja þeir, að mesta hugsanleg skekkja á umræddum miðunum hafi getað verið 5? á annan hvorn veginn. Hafa þeir markað á sjóuppdrátt það sjávarsvið, sem varðskipið getur samkvæmt þessu hafa verið statt á. Kemur þá fram ferhyrningur, sem liggur allur innan landhelgislínu, mest 2.1 sjómílu, en minnst 1.2 sjómílur. Loks hefur varðskipið Ægir farið á þann stað, sem miðanir skipherrans á Óðni benda til, í því skyni að mæla þar dýpið. Reyndist það 26 m. Með því að sigla í kring um þenna stað í eins litlum sveig og unnt var og mæla dýpið, reyndist það frá 22 m upp í 82 m. 2 Með skírskotun til þessa verður að telja leitt í ljós, að ákærði hafi verið að botnvörpuveiðum í landhelgi á togbát sínum v/b Suðurey, V.E. 20, er varðskipið Óðinn kom að honum hinn 9. marz f. á. Hefur ákærði því gerzt sekur við þau lagaákvæði, sem greinir í héraðsdómi. Gullgildi íslenzkrar krónu er nú 18.5328. Samkvæmt því þykir sekt ákærða hæfilega ákveðin 74000 krónur, er renni í Landhelgissjóð Íslands, og komi 7 mánaða varðhald í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Að öðru leyti ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir Hæstarétti, 800 krónur til hvors. Dómsorð: Ákærði, Arnoddur Gunnlaugsson, greiði 74000 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi varðhald 7 mán- uði í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Svo sæti ákærði og varð- haldi 2 mánuði. Um upptöku afla og veiðarfæra og um málskostnað á héraðsdómurinn að vera óraskaður. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda fyrir Hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Ragnars Jónssonar og Sigurðar Ólasonar, 800 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur lögregluréttar Vestmannaeyja 20. marz 1950. Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað af valdstjórnarinnar hálfu gegn Arnoddi Gunnlaugssyni skipstjóra, Bakkastíg 9, Vestmannaeyjum, fyrir meint brot gegn lögum nr. 5 frá 18. maí 1920 um bann gegn botn- vörpuveiðum, sbr. lög nr. 4/1924, til refsingar, upptöku afla og Velðnk ign, þar með taldir dragstrengir, svo og til greiðslu sakarkostnaðar. Ákærði, Arnoddur Gunnlaugsson, er fæðdur í Vestmannaeyjum 25. júni 1917, og hefur, svo kunnugt sé, sætt eftirfarandi kærum og refsingum: ' 3 1947 2/4 Dómur, 29.500.00 kr. sekt í Landhelgissjóð Íslands, og afli og veiðarfæri m/s Sjöstjörnunnar gerð upptæk, fyrir brot gegn lögum nr. 5 frá 18/5 1920 um bann gegn botnvörpuveiðum. Tildrög málsins eru þessi: Fimmtudaginn 9. marz var varðskipið Óðinn á eftirlitsferð austur með landi fyrir austan Portland. Logn var og skýjað loft. Kl. 11% f. h. var komið að m/s Suðurey, Ve. 20, og var hún þá að draga inn botnvörpuna. Varðskipið framkvæmdi þá staðarákvörðun hjá m/s Suðurey, og var hún á þessa leið: Hjörleifshöfði miðast í r/v 279“ og Alviðruvarða í r/v 48*, og gaf það stað skipsins 1,8 sjómílu innan landshelgislínu. Dýpi 25 metrar. Ákærða, sem var skipstjóri á m/s Suðurey, var tilkynnt, að hann yrði að halda til Vestmannaeyja, þar sem hann hefði gerzt sekur um landhelgis- brot. Hlýddi hann því, og var málið tekið fyrir í lögreglurétti Vestmanna- eyja strax um kvöldið. Neitaði ákærði að hafa gerzt sekur um landhelgis- brot og kvaðst alls ekki hafa verið í landhelgi, er varðskipið kom að. Skýrði ákærði svo frá, að umræddan morgun hafi hann tekið 3 „köst“ milli Alviðruhamra og Hjörleifshöfða og dró fram með landi, fyrst tvisvar austur og síðan eitt vestur, og kom varðskipið til hans, er hann var að draga inn vörpuna. Nam varðskipið staðar rétt hjá skipi mætts, og kallaði skipherrann til hans og sagði, að ekki yrði hjá því komizt að fara með skipið til Vestmannaeyja, því að hann væri of grunnt. Ákærði svaraði þessu engu, og hélt varðskipið svo von bráðar burtu. Ákærði lét draga inn vörpuna, og þar næst tók hann staðarákvörðun með kompás skipsins, og var hún þannig: Hjörleifshöfði að vestan í NV a N % N. Í sama mund mældi hann dýpið með dýptarmæli skipsins, og reyndist það 70 faðmar. Síðan mældi hann einnig dýpið með handfæri, og reyndist það þá 72 faðm- ar. Samkvæmt þessu átti skipið að vera talsvert utan við landhelgislínu. Gerði ákærði ráð fyrir, að um 20 mínútur hefðu liðið frá því, að varð- skipið kom og þangað til hann framkvæmdi umræddar staðarákvarðanir. Hins vegar taldi hann, að skipið mundi ekkert hafa borizt úr stað á þeim tíma, því að veður var vindlaust og lítil alda. Ragnar Þorvaldsson, stýrimaður á m/s Suðurey, skýrir á líkan veg frá og ákærði. Hann kveðst ekkert geta sagt um, hve langt frá landi þeir voru, er varðskipið bar að. Hann gerði engar mælingar á fjarlægðinni og kvaðst ekki hafa veitt henni nána athygli. Hann kvaðst hafa horft á ákærða taka kompásmiðun á vesturenda Hjörleifshöfða og hafi stefnan verið sú sama og ákærði tilgreinir. Einnig kvaðst hann hafa horft á ákærða framkvæma dýptarmælingu með dýptarmæli skipsins þarna á sama stað, og hafi mæl- irinn sýnt 70 faðma dýpi. Rétt á eftir hafi ákærði farið fram á þilfar og lóðað dýpið með handfæri. Kvaðst hann hafa verið nærstaddur ásamt Hávarði Bergþórssyni háseta. Ákærði hafi svo mælt færið, er það kom upp, og hafi þeim þá virzt dýpið vera 72 faðmar. Stýrimaðurinn kvaðst gera ráð fyrir, að 15—20 mínútur hafi liðið frá því varðskipið kom og þangað til ákærði framkvæmdi kompásmiðun sína. Hann kvaðst ekki geta sagt um, hvort Suðurey hafi færzt nokkuð úr stað á þeim tíma, en hafi 4 svo. verið, hafi hún hlotið að reka fyrir straumi, því að andvari var enginn. Hávarður Bergþórsson, háseti á Suðurey, kvaðst ekkert geta sagt um, hve langt frá landi skipið var, er varðskipið kom til þeirra. Skýrði hann svo frá, að þegar varðskipið kom, hafi verið farið að hífa, og síðan var gengið frá trollinu og legið og látið reka. Þarnæst hafi dýpið verið mælt með handfæri, og gerði ákærði það sjálfur, en vitnið kveðst hafa verið hjá honum ásamt Ragnari Þorvaldssyni, og aðstoðuðu þeir við að telja faðm- ana, er búið var að draga handfærið upp. Er þetta gerðist, taldi hann, að ekki hefðu liðið meir en 40 mínútur frá því, að varðskipið kom. Ingvar Gunnlaugsson, vélstjóri á Suðurey, og Svanur Rósmundsson og Þórarinn Guðlaugsson, hásetar á skipinu, gáfu einnig skýrslu fyrir réttin- um. Enginn þeirra kvaðst hafa vitað, hvar Suðurey var stödd, er vaárð- skipið kom að, og enginn þeirra kvaðst geta sagt um, hve langt þeir voru frá landi. Tveir þeirra kváðust raunar hafa séð til lands, en sá þriðji minntist þess ekki að hafa litið til lands um þetta leyti. Tveir þeirra urðu varir við, að ákærði mældi dýpið með handfæri, eftir að þeir voru búnir að taka inn trollið, en hins vegar fylgdust þeir ekkert með mælingunni og vissu ekki, hvaða dýpi hún sýndi. Aðrir skipverjar á m/s Suðurey en þeir, er nú hafa verið taldir, gáfu ekki réttarskýrslu í málinu. Voru þeir niðri í skipinu, er þessir atburðir gerðust, matsveinninn í eldhúsi, en hinir í koju, og taldi ákærði tilgangs- laust að taka af þeim réttarskýrslu, þar sem þeir myndu ekkert geta borið, sem þýðingu hefði fyrir málið. Skipherrann á varðskipinu, Gunnar Valdimar Gíslason, kvaðst sjálfur hafa framkvæmt ofangreindar staðarákvarðanir ásamt 1. og 2. stýri- manni varðskipsins. Stóð hann út Í brúarvængnum og tók miðanir á mið- unarskífu, en annar stýrimaður var inni í stýrishúsi og las á kompásinn, en fyrsti stýrimaður var ýmist úti og inni og skrifaði niður miðanirnar. Miðað var á Þríhyrningavörðu — trigeometriskan punkt — á Hjörleifs- höfða og Alviðruhöfða, og var landsýn sæmileg. Er miðanirnar voru gerðar, var varðskipið í 2—3 skipslengda fjarlægð frá Suðurey og aðeins nær landi. Dýptarmælir varðskipsins var Í gangi, og kvaðst skipherrann hafa litið á hann, er þeir voru við hliðina á Suðurey, og sýndi hann 25 metra dýpi. Hann fullyrti, að bæði kompás og dýptarmælir varðskipsins væru alveg réttir. Hefði kompásinn verið nýleiðréttur, og nýlega hafði dýptarmælir- inn verið athugaður og yfirfarinn af sérfræðingi. Kvað hann útilokað, að nokkur mistök hefði getað átt sér stað við staðarákvarðanirnar, og enginn vafi gæti á því leikið, að þær væru réttar. Staður skipsins samkvæmt miðunum var settur út á sjókorti, sem lagt var fram Í réttinum. Sýndi það stað skipsins 1.8 sjómílu innan landhelgis- línu. Hins vegar sýndi kortið 60 metra dýpi á þeim stað, en ekki 25 metra, eins og mælingar varðskipsins sýndu. Fyrsti stýrimaður varðskipsins, Eyjólfur Hafstein, og annar stýrimaður, Guðni Pálsson, skýra á sama veg frá framkvæmd staðarákvarðananna og skiþherrann á varðskipinu. Báðir tóku þeir fram, að landsýn hefði verið 5 sæmileg, og hefði Hjörleifshöfði og Alviðruvarða sést greinilega, en hins vegar sáu þeir ekki Alviðruvita, og fyrsti stýrimaður kvaðst ekki hafa veitt Alviðruhömrum athygli, en á þeim stendur Alviðruvarða. Annar stýrimaður kvaðst hafa verið inni í stýrishúsi og lesið á kompásinn,. er. skipherrann miðaði Hjörleifshöfða og Alviðruvörðu, en fyrsti stýrimaður kvaðst einnig hafa litið á kompásinn til þess að ganga úr skugga um, að rétt væri á lesið. Fyrsti stýrimaður kvað kompás skipsins nýleiðréttan, og við miðanirnar hefði verið tekið tillit til misvísunar og segulskekkju samkvæmt korti og segulskekkjutöflu. Taldi hann útilokað, að mistök hefðu getað átt sér stað, er staðarákvörðunin var gerð. Báðir stýrimenn- irnir kváðust hafa litið á dýptarmælinn, er varðskipið var hjá Suðurey, og gengu úr skugga um, að hann sýndi 25 metra dýpi. Þá gat annar stýri- maður þess, að er þeir komu að Suðurey, hafi vírarnir legið langt úti, og hafi það ekki getað stafað af öðru en togað væri á mjög grunnum sjó eða óeðlilega mikið af vírunum hafi verið úti. Í þessu sambandi upplýsti stýrimaðurinn á Suðurey, að 250 faðmar af vír hafi verið gefnir út í um- ræddu kasti. Báðir stýrimenn varðskipsins unnu eið að framburði sínum. Ákærði hefur gert ýmsar athugasemdir við framburði og staðarákvarð- anir varðskipsforingjanna. Hefur hann meðal annars bent á, að annað- hvort hljóti dýptarmælingar varðskipsins að hafa verið rangar eða stað- arákvarðanir þess, þar sem staðarákvarðanirnar sýni 60 metra dýpi sam- kvæmt sjókorti, en dýptarmælingar þess hafi sýnt 25 metra dýpi. Við þetta er það að athuga, að sjókortið, er notað var, er í mælikvarðanum 1:250.000 og sýnir því eðlilega ekki nákvæmlega dýpið á hverjum stað. Þá hefur ákærði talið, að framburður fyrsta stýrimanns sé tortryggilegur að því leyti, að hann viðurkenni að hafa ekki séð Alviðruhamar, en hins vegar telji hann sig hafa séð greinilega Alviðruvörðu, sem stendur á hamrinum. Þetta virðist vel geta farið saman, þar eð hamarinn er lágur, þar sem varðan stendur. Aðrar athugasemdir ákærða við framburðina eru það veigalitlar, að ekki þykir ástæða til að geta þeirra hér. Ekki er unnt að fallast á, að kompásmiðanir ákærða og dýptarmælingar hans hnekki staðarákvörðunum varðskipsins, sem hefur öruggari tæki og framkvæmir þær með meiri nákvæmni. Auk þess framkvæmir ákærði athuganir sínar talsverðum tíma eftir, að varðskipið kom á staðinn, og ér því hugsanlegt, að skip ákærða hafi flutzt allmikið úr stað. Þá er ekki hægt að komast hjá því að líta svo á, að það veiki staðhæfingar ákærða, að hann lætur hjá líða að hafa uppi nokkrar athugasemdir við varðskipið, er takan fór fram, og allir skipverjar ákærða, þeir sem á annað borð gátu nokkuð borið í málinu, töldu sig ekkert geta sagt um fjarlægð skipsins frá landi, þótt viðurkennt væri, að skipið hefði verið búið að toga þarna á sömu slóðum alllangan tíma, áður en varðskipið kom að. Með tilvísun til þess, er ofan greinir, þykir verða að telja sannað með framburði skipherra varðskipsins og eiðfestum framburði fyrsta og ann- ars stýrimanns, að ákærði hafi þrátt fyrir gagnstæðar fullyrðingar sínar verið í landhelgi, er varðskipið kom að honum í umrætt skipti. Hefur 6 ákærði þarmeð gerzt brotlegur við 1. gr. laga nr. 5 frá 18. maí 1920 um bann gegn botnvörpuveiðum, sbr. lög nr. 4/1924. Gullgengi íslenzkrar krónu er nú 23.594. Með tilliti til þess þykir refsing ákærða samkvæmt 1. málsgr. 3.gr. áður tilvitnaðra laga, sbr.lög nr.4/1924, hæfilega ákveðin 42.500 króna sekt í Landhelgissjóð Íslands, og komi varðhald í í mánuði í stað sektar- innar, verði hún ekki greiðd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Auk þess ber að dæma ákærða, sem hinn 2. apríl 1947 sætti refsiðómi fyrir sams konar brot, í 2 mánaða varðhald samkvæmt 5. gr. sömu laga. Allur afli og veiðarfæri m/s Suðureyjar, Ve. 20, þar með taldir drag- strengir, skal gert upptækt til Landhelgissjóðs Íslands. Allan sakarkostnað áfallinn og áfallandi ber ákærða að greiða. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Arnoddur Gunnlaugsson, sæti varðhaldi í 2 mánuði og greiði kr. 42.500.00 í sekt til Landhelgissjóðs Íslands. Verði sektin ekki greidd innan 4ra vikna frá lögbirtingu dóms þessa, komi í hennar stað varðhald í 7 mánuði. Allur afli og veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir um borð í m/s Suðurey, Ve. 20, skulu upptæk ger, og rennur andvirðið í Landhelgissjóð Íslands. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, áfallinn og áfallandi. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Föstudaginn 12. janúar 1951. Nr. 8/1949. Ákæruvaldið (Egill Sigurgeirsson) gegn Ísleifi Jónssyni (Sveinbjörn Jónsson). Setudómarar próf. Ólafur Jóhannesson og Einar Arnalds borgardómari í stað hrd. Gizurar Bergsteinsssonar og hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Verðlagsbrot. Dómur Hæstaréttar. Eftir að úrskurður gekk í Hæstarétti í máli þessu 2, nóv- ember 1949, framkvæmdu 2 rannsóknarlögreglumenn birgða- 7 könnun hjá ákærða hinn 20. október 1950 að ákærða við- stöddum. Ákærði vísaði ekki á neinar sérstakar vörur, sem heyrðu til vörusendingum þeim, er mál þetta fjallar um, og lögreglumennirnir töldu sig ekki örugglega geta fundið neinar vörur úr sendingunum. ' Þá hefur verðgæzlustjóri samkvæmt ósk héraðsdómara í bréfi 26. október 1950 gert nýjan verðútreikning á umrædd- um vörusendingum, og tekið þar tillit til þess, að 89406 frankar af kaupverði varanna voru greiddir með hinu hærra gengi. Samkvæmt þeim verðútreikningi nemur sá hagnaður ákærða, sem verðlagsyfirvöld telja ólögmætan, krónum 45.662.71. Með skírskotun til raka héraðsdóms verður að telja, að ákærði hafi gerzt sekur við lagaákvæði þau, er þar greinir. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin 8000 króna sekt til ríkis- sjóðs, og komi í stað sektarinnar varðhald 50 daga, ef hún er ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Þá ber og samkvæmt 69. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 2. mgr. 22. gr. laga nr. 70/1947, að gera upptækan til ríkissjóðs ólög- mætan ágóða ákærða, er samkvæmt framansögðu nemur kr. 45.662.11. Staðfesta ber ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sakar- kostnaðar í héraði. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir Hæstarétti, kr. 900.00 til hvors. Rannsókn máls þessa var í upphafi áfátt um það, að ekki var kannað rækilega, hvort ákærði hefði í vörzlum sínum óseldar birgðir af vörum þeim, sem málið fjallar um. Úr- skurður um framhaldsrannsókn var kveðinn upp í Hæstarétti 2. nóvember 1949, og var hann sendur héraðsdómara með bréfi dómsmálaráðuneytisins 7. s. m. Héraðsdómari hófst þó ekki handa um framhaldsrannsókn fyrr en 7. febr. 1950, er ákærði var lauslega yfirheyrður. Síðan er ekkert aðhafzt í málinu fyrr en 20. okt. 1950, en þá fyrst er látin fara fram birgðakönnun sú, sem boðin er í úrskurði Hæstaréttar, en til könnunar var ekki valinn sérfróður maður um vöru þá, sem kanna átti. Hinn 26. október s. á. hlutast héraðsdómari til um það, að gerður sé nýr verðútreikningur, sbr. 2. tölulið í 8 nefndum úrskurði Hæstaréttar. Verður að víta harðlega þenna óhæfilega drátt og galla á rannsókninni. Dómsorð: Ákærði, Ísleifur Jónsson, greiði kr. 8000.00 sekt til ríkissjóðs, og komi í stað sektarinnar varðhald 50 daga, ef hún er ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði ríkissjóði upptækan ólöglegan ágóða, kr. 45.662.71. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu sakarkostnaðar í hér- aði á að vera óraskað. Ákærði greiði allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skip- aðs sækjanda og verjanda í Hæstarétti, hæstaréttarlög- mannanna Egils Sigurgeirssonar og Sveinbjörns Jóns- sonar, kr, 900.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 29. sept. 1948. Ár 1948, miðvikudaginn 29. september, var Í lögreglurétti Reykjavíkur, sem haldinn var í skrifsofu sakadómara af fulltrúa hans Loga Einarssyni, uppkveðinn dómur í málinu nr. 4600/1948: Valdstjórnin gegn Ísleifi Jóns- syni, sem tekið var til dóms hinn 20. f. m. Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Ísleifi Jónssyni stórkaupmanni, Túngötu 41 hér í bæ, til refsingar, upptöku ólöglegs hagn- aðar og greiðslu málskostnaðar fyrir brot gegn lögum nr. 70 5. júní 1947 um Fjárhagsráð, innflutningsverzlun og verðlagseftirlit og tilkynningu verðlagsstjóra nr. 37 31. desember 1947. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 4. apríl 1899 í Reykjavík, og hefur, svo að kunnugt sé, sætt eftirtöldum kærum og refs- ingum: 1927 20/6 Sætt, sekt 100 kr. fyrir ólöglegan innflutning á hálmi. 1927 16/8 Sætt, sekt 100 kr. fyrir sams konar brot. 1939 12/7 Sætt, 25 kr. sekt fyrir brot á reglugerð 9/3 1939, verðlagsákvæði. Málavextir eru þeir, er nú skal greina: Með bréfi, dagsettu 3. maí s.l., kærir verðlagsstjóri yfir of háu verðlagi á miðstöðvarofnum og miðstöðvarkötlum, er ákærði flutti hingað til lands með e/s Horsa hinn 21. febrúar s.l. frá franska fyrirtækinu Compagnie Nat- ionale des Radiateurs,en hinn 15. marz s.l. hafði ákærði sent verðlagseftir- litinu tvenna verðútreikninga yfir ofnana og katlana. Var innkaupsverð 9 samkvæmt öðrum verðútreikningnum talið 949089.60 frankar, en T11003.60 frankar samkvæmt hinum. Í verðútreikningum þessum var reiknað með gengi kr. 54.63 pr. 1000 franka, en það gengi var á frönskum franka, þar til hann féll í verði, er hann var skráður hér á landi af nýju 28. janúar s.l. á gengi kr. 30.35 pr. 1000 frankar. Starfsmaður verðlagseftirlitsins, sem tók við verðútreikningum þessum og stimplaði þá, leit svo á, að ákærði hefði greitt með hinu eldra gengi frankans, kr. 54.63, en við endurskoðun kom í ljós, að samkvæmt toll- reikningi var reiknað með gengi kr. 30.35 og að ákærði hafði greitt vör- urnar í Landsbankanum 18. febrúar s.l. með hinu lægra gengi frankans. Ennfremur segir í bréfi verðlagsstjóra, að hefði ákærði selt vörurnar sam- kvæmt verðútreikningum hans, mundi ólöglegur ágóði hans hafa numið kr. 48.308.47. Ákærði skýrir svo frá, að í júlí og nóvember 1947 hafi hann fest kaup á miðstöðvarofnunum og kötlunum og þá hafi gengi franska frankans verið kr. 54.63 pr. 1000 franka. Hinn 26. og 30. desember f. á. hafi vörurnar verið afhentar frá verksmiðjunni og verið fluttar hingað til lands um Ant- werpen, þó hafi þær verið fyrr tilbúnar til flutnings, en sökum verkfalls í Frakklandi hafi dregizt að senda þær fyrr. Kveðst ákærði hafa sett banka- tryggingu (opnað rembours) í frönskum banka fyrir milligöngu Lands- bankans til greiðslu innkaupsverðsins. Bankatryggingin hafi svo fallið úr gildi í s.l. janúarmánuði og eigi fengizt endurnýjuð fyrr en um miðjan þann mánuð og greiðsla svo farið fram eftir 28. þess mánaðar, er gengi franska frankans hafi lækkað niður í kr. 30.35 pr. 1000 franka. Vörurnar hafi svo komið hingað til lands með e/s Horsa hinn 21. febrúar s.l. Síðar kveðst hann hafa reiknað út útsöluverð varanna með gengi kr. 54.63 pr. 1000 franka, enda talið sér það heimilt, en upp Í greiðslu þessa gengu 89406.00 frankar á hærra genginu, en þeir voru umboðslaun, er ákærði átti inni hjá hinu franska fyrirtæki. Ekki hefur ákærði getað sagt um, hve mikið hann hafi selt af varningnum og fengið greiðslu á, en talsvert af varn- ingnum kveðst hann hafa afhent, hve mikið hefur eigi verið hægt að upplýsa, þótt skoðaðar hafi verið vörubirgðir hans og bækur, en sam- kvæmt bréfi verðlagsstjóra er talið, að ákærði hafi selt gegn staðgreiðslu, án þess að hægt væri að leiðrétta verðið, ekki yfir 10% af öllu vöru- magninu. Í bréfi verðlagsstjóra, dagsettu 9. júní s.l., segir, að þegar gengislækk- unin varð á franska frankanum s.l. vor, muni verð á flestum vörum, meðal annars á vörutegundum þeim, er ákærði flutti inn, hafa hækkað til samræmis við gengislækkunina, þannig að verð hér á landi á vörum frá Frakklandi muni nú vera eins eða líkt og það var fyrir gengisbreyt- inguna. Þar sem vörusendingin til ákærða var afgreidd í Frakklandi, áður en gengisbreytingin varð, en ekki greidd í banka fyrr en eftir gengis- breytinguna, leiði það, að verð varanna verði óeðlilega lágt, miðað við verð sams konar varnings fyrir og eftir gengisbreytinguna. Af þessum ástæðum og vegna þess, að ekki er unnt að ganga úr skugga um, hve mikill hluti varanna er seldur, telur verðlagsstjóri, að heppilegast sé að 10 ólöglegur ágóði allrar vörusendingarinnar verði látinn renna til ríkis- sjóðs, og hinn Óseldi varningur yrði seldur. á óbreyttu verði. Á þessa skoðun verðlagsstjóra verður þó eigi fallizt, enda ekki séð, að ríkissjóður eigi kröfu til þess hluta ágóðans, sem verðlagsstjóri telur ólöglegan, af vörum þeim, sem óseldar eru eða vitað kann að vera um kaupendur á. Eins og fyrr greinir telur ákærði sig eigi hafa brotið verðlagslöggjöfina og byggir aðallega á því, að varan hafi eigi verið seld ósanngjörnu verði, en tilgangur nefndrar löggjafar sé að koma í veg fyrir, að varningur á seldur óhóflega dýr. Þá hafi hann verið orðinn eigandi vörunnar, er hærra gengið gilti, og hefði gengisbreytingin orðið honum í óhag, þannig að gengi frankans hefði hækkað, frá því að kaup voru gerð og hann greitt vöruna, en hún seld samkvæmt lægra genginu, hefði slíkt gengistap lent á honum, en hvorki ríkissjóði né kaupendum. Ekki þykir þó verða fallizt á þessi rök ákærða, sbr. 15. og 16. gr. laga nr. 70 5. júní 1947, þar sem segir meðal annars í Í. gr., að innflutnings- og gjaldeyrisdeild skuli í umboði Fjárhagsráðs og Í samráði við það hafa með höndum eftirlit með öllu verðlagi, en deildin hafi bæði af sjálfs- dáðum og að fyrirlagi Fjárhagsráðs eða ríkisstjórnar vald og skyldu til að ákveða hámarksverð á hvers konar vörur og verðmæti, en meðal annars segir í 16. gr, að verðlagsstjóri skuli gera tillögur til innflutnings- og gjaldeyrisdeildar um verðlagsákvæði og hafi á hendi framkvæmd þeirra og eftirlit með, að þeim sé hlýtt. Samkvæmt þessu ber ákærða að miða verð miðstöðvarofnanna og mið- stöðvarkatlanna eftir hinu lægra gengi franska frankans, kr. 30.35 pr. 1000 franka. Þykir ákærði hafa gerzt brotlegur við 15. gr. sbr. 2. mgr. 22. gr. laga nr. 70 5. júní 1947 um Fjárhagsráð, innflutningsverzlun og verð- lagseftirlit og tilkynningu verðlagsstjóra nr. 37 31. desember 1947. Eins og að framan greinir, hefur ekki verið unnt að ákveða, hver ólög- legur ágóði ákærða hefur verið. ; Eftir atvikum þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 5000.00 króna sekt til ríkissjóðs, er afplánist með varðhaldi í 40 daga, verði hún eigi greiðd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans hér við réttinn, hæstaréttarlög- manns Sveinbjörns Jónssonar, kr. 350.00. Rekstur málsins hefur verið vítalaus. Dómsorð: Ákærði, Ísleifur Jónsson, greiði kr. 5000.00 í seki til ríkissjóðs, er afplánist með varðhaldi í 40 daga, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin máls- varnarlaun skipaðs verjanda hans hér við réttinn, hæstaréttarlög- manns Sveinbjörns Jónssonar, kr. 350.00. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. 11 Mánudaginn 15. janúar 1951. Nr. 124/1950. Ákæruvaldið (Gunnar Þorsteinsson) gegn Jóni Árnasyni og Aðalgeir Jónssyni (Þórólfur Ólafsson). Setudómarar próf. Ólafur Lárusson og próf. Ármann Snævarr í stað hrd. Árna Tryggvasonar og hrá. Jónatans Hall. varðssonar. Brot gegn áfengis-, bifreiða- og umferðarlögum. Dómur Hæstaréttar. Sigurður Guðjónsson, bæjarfógeti í Ólafsfirði, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Málsatvikum er réttilega lýst í forsendum héraðsdóms, og brot hinna ákærðu varða við þau refsiákvæði, sem þar segir. Ákvæði dómsins um refsingu ákærða Jóns Árnasonar þykir eiga að staðfesta, þó svo, að greiðslufrestur sektarinnar verði 2 vikur frá birtingu dóms þessa, en refsing ákærða Aðalgeirs Jónssonar ákveðst 12 daga varðhald, og skal hann sviptur rétti til að aka bifreið 6 mánuði alls. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað staðfestast. Ákærðu greiði in solidum allan áfrýjunarkostnað sakar- innar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir Hæstarétti, kr. 450.00 til hvors. Dómsorð: Ákvæði héraðsdóms um refsingu ákærða Jóns Árna- sonar á að vera óraskað, þó svo, að greiðslufrestur sektar- innar verði 2 vikur frá birtingu dóms þessa. Ákærði Aðalgeir Jónsson sæti 12 daga varðhaldi. Hann er sviptur rétti til að stjórna bifreið 6 mánuði alls. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu sakarkostnaðar stað- festast. Ákærðu greiði in solidum allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækj- 12 anda og verjanda fyrir Hæstarétti, hæstaréttarlögmann- anna Gunnars Þorsteinssonar og Þórólfs Ólafssonar, kr 450.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur lögregluréttar Ólafsfjarðar 22. júlí 1950. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 18. þ. m., er höfðað af vald- stjórnarinnar hálfu gegn Jóni Árnasyni verkamanni, Syðri-Á í Ólafsfirði, og Aðalgeir Jónssyni bifreiðarstjóra, Ólafsvegi 20, Ólafsfirði, fyrir brot gegn áfengislögunum, bifreiðalögunum og umferðarlögunum. Ákærði Jón Árnason er fæddur í Ólafsfirði 27. júní 1929, og ákærði Aðalgeir Jónsson er fæddur í Ólafsfirði 29. ágúst 1925. Hvorugur þeirra hefur áður sætt ákæru né refsingu. Málavextir eru þessir: Hinn 9. júlí s.l., kl. á milli 19.00 og. 20.00, veitti bæjarfógetinn í Ólafstirði því athygli, að jeppabifreiðin Ó-31 stóð fyrir framan húsið nr. 20 við Ólafsveg hér í bæ. Fór hann þá inn í húsið og hitti þar ákærða Jón Árna- son, sem er umráðamaður bifreiðarinnar, og ákærða Aðalgeir Jónsson. Virtist bæjarfógeta þeir vera undir áhrifum áfengis, og bannaði þeim að aka bifreið þannig á sig komnir. Eftir ósk bæjarfógeta fór Aðalgeir, sem kvaðst hafa ekið bifreiðinni að húsinu, með honum til héraðslæknisins til athugunar, og virtist lækninum hann ölvaður. Ítrekaði þá bæjarfógeti bann sitt við Aðalgeir, og skildi við hann skammt frá húsi því, er hann býr í. Um hálfri stundu síðar mætti bæjarfógeti bifreiðinni Ó-31 á Ólafsveg- inum, og var þá Aðalgeir við stýrið, en Jón sat við hlið hans. Stöðvaði bæjarfógeti þá bifreiðina og tók lykla hennar í sínar vörzlur. Er ákærðu komu fyrir dóm daginn eftir, viðurkenndu þeir að hafa neytt áfengis um kl. 3 síðd. daginn áður og kváðust hafa skipt með sér úr einu vatnsglasi af ákavíti, síðan hefðu þeir farið þangað sem Aðalgeir er í fæði og drukkið kaffi, farið síðan aftur í herbergi Aðalgeirs, en ekki neytt áfengis eftir það. Finnur Björnsson, bóndi að Ytri-Á, sem borið hefur vitni í málinu, segist hafa komið til þeirra, um % klst. áður en bæjar- fógetinn kom til þeirra, og hafi þeir ekki haft vín um hönd, á meðan hann dvaldist í herberginu hjá beim. Hvorugur hinna ákærðu hefur neitað því, að þeir hafi fundið til áfengis- áhrifa, eftir að þeir neyttu vínsins, en ákærði Jón kveðst ekki hafa getað séð áfengisáhrif á Aðalgeir, þrátt fyrir það, að hann vissi, að hann hafði neytt áfengis. Þá hefur Jón einnig haldið því fram, að Aðalgeir hafi, er hann kom frá lækninum, gefið í skyn, að læknirinn hafi talið hann færan um að aka bifreið, og ennfremur segir hann, að Aðalgeir hafi þá verið með lyklana að Ó-31 frá því fyrr um daginn. Hefur Jón fært þetta fram því til afsökunar, að hann leyfði Aðalgeir að aka bifreiðinni. Við þetta hefur Aðalgeir kannazt. 13 Þá hefur ákærði Aðalgeir viðurkennt, að hann hafi um kvöldið þ. 9. þ. m., um kl. 21.00, eða um 4 klst., eftir að hann var hindraður í að aka bifreiðinni Ó-31, ekið fólksbifreiðinni Ó-32 hér um bæinn og sveitina. Ákærði á bifreið þessa að hálfu á móti Klemenz Jónssyni, bróður sínum. Hefur ákærði haldið því fram, að áfengisáhrifin hafi þá með öllu verið horfin, sökum þess, hve reiður hann varð, er hann var stöðvaður á bif- reiðinni Ó-31. Bróðir ákærða Aðalgeirs, Klemenz Jónsson, hefur verið yfirheyrður út af akstri bifreiðarinnar Ó-32, og segir hann Aðalgeir hafa tekið bifreiðina án síns samþykkis og telur, að þýðingarlaust hafi verið fyrir sig að banna það. Hann telur sig hafa séð áfengisáhrif á Aðalgeir. Héraðslæknirinn í Ólafsfirði hefur vottað, að Aðalgeir hafi verið áber- andi ölvaður, er komið var með hann til athugunar kl. 20.10 kvöldið, sem hann ók bifreiðinni. Af því, sem nú hefur verið rakið, þykir sannað, að ákærði Aðalgeir hafi verið undir áhrifum áfengis, er hann ók bifreiðinni Ó-31 um kvöldið þ. 9. þ. m., og einnig verður að telja líklegt, að áfengisáhrifin hafi ekki verið horfin, er hann ók bifreiðinni Ó-32. Ákærði Aðalgeir var sviptur ökuleyfi til bráðabirgða í réttarhaldi þ. 10. Þ. m. skv. heimild í 4. mgr. 39. gr. bifreiðalaganna. Brot ákærða Aðalgeirs varðar við 21. gr. áfengislaga nr. 33/1935, sbr. 39. gr. þeirra, svo og 23. gr. bifreiðalaganna, sbr. 38. gr. þeirra og 4. gr. umferðarlaganna. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin 10 daga varðhald. Samkvæmt 39. gr. bifreiðalaganna ber að svipta ákærða öÖkuleyfi í 3 mánuði frá 10. júlí s.l. að telja. Með því að leyfa Aðalgeir að aka bifreiðinni Ó-31 í umrætt skipti hefur ákærði Jón brotið 38. gr. bifreiðalaganna, en með tilliti til þess, að Aðal- geir. hafði lykla bifreiðarinnar í sínum vörzlum og gaf auk þess í skyn, að læknirinn hefði talið hann færan um að aka bifreið, þykir refsing hans mega varða sekt, og þykir hún hæfilega ákveðin kr. 500.00, er renni til ríkissjóðs, og greiðist innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa, að viðlögðu 6- daga varðhaldi. Málskostnað ber að dæma ákærðu til að greiða, annan fyrir báða og báða fyrir annan, Dómsorð: Ákærði, Aðalgeir Jónsson, sæti varðhaldi í 10 daga. Ákærði, Jón Árnason, greiði 500.00 króna sekt til ríkissjóðs, og komi í stað sektarinnar 6 daga varðhald, verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa. o Ákærði Aðalgeir. Jónsson er sviptur bifreiðarstjóraréttindum í 3 mánuði frá 10. júlí 1950 að telja. Ákærðu greiði allan kostnað sakarinnar, annar fyrir báða og báðir fyrir annan. . Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 14 Miðvikudaginn 17. janúar 1951. Nr. 4/1950. Ákæruvaldið (Jón N. Sigurðsson) gegn Magnúsi Kjartanssyni (Ólafur Þorgrímsson). Setudómari próf. Ólafur Jóhannesson í stað hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Meinyrði um opinberan starfsmann. Dómur Hæstaréttar. Það er fram komið í málinu, að flugvallastjóri lét nokkra starfsmenn á Reykjavíkurflugvelli vinna að húsbyggingu þeirri, er í málinu greinir, og nota við það í fáein skipti bif- reiðar flugvallarins. Hann lét og gjaldkera flugvallarins annast greiðslur vegna húsbyggingarinnar. Þessi háttur var að vísu ekki viðeigandi af hálfu flugvallastjóra, en þar sem hann hafði lagt fram fé til greiðslu á launum verkamanna og bifreiðakostnaði við húsbygginguna og brýnt fyrir starfs- mönnunum að telja sér til skuldar þá vinnu, sem innt væri af hendi í þágu húsbyggingar hans, þykja hin umstefndu móðg- andi ummæli ekki réttlætt, enda fela þau einnig í sér raka- lausa aðdróttun um óleyfilega töku efnis og viðtöku tollsmygl- aðra vara. Hefur ákærði með þessu gerzt brotlegur við 108. gr. hegningarlaga nr. 19/1940, og þykir refsingin hæfilega ákveðin eins og í héraðsdómi. Greiðslufrestur sektarinnar ákveðst 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um greiðslu málskostn- aðar. Ákærða ber og að greiða allan áfrýjunarkostnað sakar- innar, þar með talin laun skipaðs sækjanda og verjanda í Hæstarétti, 500 krónur til hvors. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó svo, að greiðslufrestur sektarinnar ákveðst 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Ákærði, Magnús Kjartansson, greiði allan áfrýjunar- 15 kostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skip- aðs sækjanda og verjanda í Hæstarétti, hæstaréttarlög- mannanna Jóns N. Sigurðssonar og Ólafs Þorgríms- sonar, 500 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 11, okt. 1949. Ár 1949, þriðjudaginn 11. október, var í aukarétti Reykjavíkur, sem haldinn var í skrifstofu réttarins af Valdimar Stefánssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 3812/1949: Réttvísin gegn Magnúsi Kjart- anssyni. Mál þetta, sem dómtekið var 28. september s.l., er höfðað gegn Magnúsi Kjartanssyni ritstjóra, til heimilis á Háteigsvegi 34 hér í bæ, fyrir brot gegn XII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19 frá 1940. Ákærði er fæddur 25. febrúar 1919 á Stokkseyri. Hefur hann, svo kunn- ugt sé, ekki sætt kæru né refsingu fyrr. Málavextir eru þeir, er nú skal greina. Laugardaginn 20. ágúst s.l. birtist í dagblaðinu „Þjóðviljanum“ hér í bæ, sem ákærði er ritstjóri og ábyrgðarmaður að, nafnlaus grein undir fyrir- sögninni: „Á Keflavíkurflugvelli er Íslendingum ekki trúað til að sópa gólf án bandaríksks yfirsópara“. Í grein þessari er m. a. vikið að húsi, er flug- vallastjóri ríkisins, Agnar Kofoed-Hansen, hefur í smíðum í Kleppsholti, á eftirfarandi hátt: „Dularfull húsbygging: „Æðsti íslenzki yfirmaður vallarins“ er hins vegar annar Íslendingur, Agnar Kofoed-Hansen, flugvallastjóri ríkisins og formaður flugráðs. Er hann í mjög góðu vinfengi við hina bandaríksku hermenn á vellinum, enda sýna þeir honum vinsemd sína í verki. Það vekur t. d. athygli, að Agnar er nú að byggja hús í Kleppsholti, en við þá bygg- ingu vinna verkamenn af Keflavíkurflusgvelli, bílar af Keflavíkurflugvelli, og í bygginguna er notað efni af Keflavíkurflugvelli. Leikur mönnum hug- ur á að frétta, hvernig er varið samningum Agnars Kofoed-Hansens við hina bandaríksku herraþjóð. Eins og kunnugt er, eru allar vörur til vallar- ins fluttar inn tollsmyglaðar, og samkvæmt lögum er Bandaríkjamönnun- um óheimilt að selja, gefa eða afhenda Íslendingum nokkurn snefil af því, sem inn er flutt, að viðlagðri þungri refsingu. En ef til vill er aðeins skák- að í því skjólinu, að þau lög megi þverbrjóta eins og öll önnur.“ Samdægurs var fyrirskipuð rannsókn vegna ummæla þessara. Leiddi rannsóknin í ljós, að tilgreind ummæli voru ekki á rökum reist. Daginn eftir, eða 21. ágúst, birtist smáklausa í „Þjóðviljanum“ undir fyrirsögninni: „Leiðrétting“, þar sem sagt var, að Í greininni um húsbyggingu flugvalla- stjóra hafi átt að standa Reykjavíkurflugvöllur í stað Keflavíkurflug- vallar. Hinn 24. og 26. ágúst heldur blaðið áfram að ræða um sama málefni, og 16 er því haldið þar fram, að flugvallastjóri noti menn og bíla af Reykjavík- urflugvelli við húsbyggingu sína. Á þessum tíma var bygging hússins ekki lengra komin en að steypt hafði verið botnplatan og slegið upp fyrir kjallaraveggjum. Við rannsókn kom í ljós, að flugvallastjóri hafði keypt á venjulegan hátt til byggingarinnar allt efni, sem hann hafði á þessum tíma útvegað. Var það því tilhæfulaust, að notað hefði verið efni til byggingarinnar frá Reykjavíkurflugvelli. Við framkvæmd verksins voru í viðlögum fengnir menn af Reykjavíkur- flugvelli, svo sem þegar botnplatan var steypt, en launagreiðslur fyrir vinnu manna þessara voru færðar á reikning hússins. Varðandi bifreiðar af Reykjavíkurflugvelli var upplýst, að bær hafa flutt fáein timburhlöss að byggingunni, en um þá flutninga gegnir sama máli og mennina frá vell- inum, að greiðsla fyrir aksturinn var færð á reikning hússins. Hníga því engin rök að þeim dylgjum blaðsins og aðdróttunum, að flugvallastjóri hafi misnotað stöðu sína sér til ávinnings, og „leiðrétting“ blaðsins á hin- um upphaflegu ummælum dregur ekki úr þeim aðdróttunum. Sem ábyrgð- armaður blaðsins ber ákærði ábyrgð á framangreindum ummælum þess, og hefur hann með þeim gerzt brotlegur við 108. gr. hegningarlaganna. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin 1500.00 króna sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald í 15 daga í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar. Rekstur málsins hefur verið vítalaus. Dómsorð: Ákærði, Magnús Kjartansson, greiði 1500.00 króna sekt til ríkis- sjóðs, og komi varðhald í 15 daga í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. . Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. 17 Miðvikudaginn 17. janúar 1951. Nr. 83/1948. Innkaupadeild Landssambands Íslenzkra útvegsmanna (Gunnar Þorsteinsson) segn Korkiðjunni h/f. (Einar B. Guðmundsson). Setudómari próf. Ólafur Jóhannesson í stað hrd. Jónatans Hallvarðssonar Um fjárhæð farmgjalds. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi, sem skotið hefur máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 18. júní 1948, krefst þess, að stefnda verði dæmt að greiða honum kr. 22.500.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. júní 1946 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst þess, að héraðsdómurinn verði staðfestur og að áfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Samkvæmt gögnum málsins, sem fram hafa komið eftir uppsögu héraðsdóms, var aðdragandi málsins sá, að h/f Kol á Salt útvegaði og seldi áfrýjanda vorið 1946 tvo skipsfarma af salti frá Portúgal, og var saltið flutt til Íslands í skipunum e/s Halland og e/s Sinnet. H/f Kol £ Salt útvegaði skipið e/s Halland og gerði í eigin nafni farmsamning um flutning saltsins í því, en áfrýjandi gerði sjálfur farmsamning um e/s Sinnet. Hinn 24. apríl 1946 sendi h/f Kol á Salt sam- kvæmt beiðni fyrirsvarsmanns stefnda símskeyti til umráða- manna e/s Halland, þar sem beiðzt er heimildar til að flytja 50 tonn af korki í skipinu auk saltsins frá Portúgal. Umráða- menn skipsins veittu í símskeyti 27. apríl s. á. heimild til flutnings korksins gegn greiðslu 200 sh. pr. tonn. Fyrir- svarsmaður h/f Kol £ Salt kveðst að vísu ekki minnast þess, hvort skeyti þessi voru borin undir fyrirsvarsmenn áfrýjanda, en telur þó víst, að svo hafi verið, þar sem h/f Kol á Salt hafi einungis verið milligönguaðili um útvegun skipsins. Þrátt fyrir þetta var allt korkið, 100 tonn, flutt til landsins í skip- 2 18 inu e/s Sinnet, án þess að fyrirsvarsmaður stefnda ætti þar hlut að, að því er varðar þau 50 tonn, sem flytja átti með e/s Halland. Miklar líkur eru til þess, að fyrirsvarsmaður stefnda hafi fyrir atbeina h/f Kol é Salt fengið gilt loforð fyrir flutningi á 50 tonnum af korki með e/s Halland gegn greiðslu 200 sh. pr. tonn. Yfirlýsing umráðamanna e/s Halland um farm- gjald fyrir korkið, það, að korkið var tekið í e/s Sinnet til viðbótar saltfarmi, er skipið var sent eftir, svo og önnur atvik veittu fyrirsvarsmanni stefnda ástæðu til að ætla, að stefndi mundi njóta sérstaklega hagkvæmra kjara um farm- gjald. Þykir því greiðsla sú, sem stefndi þegar hefur innt af hendi fyrir flutning korksins vera fullnægjandi, enda geta vottorð frá ýmsum skipamiðlurum, þau er áfrýjandi hefur lagt fram í Hæstarétti, ekki, eins og á stendur, hnekkt þessari niðurstöðu. Ber því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm að niðurstöðu til. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður í Hæstarétti fellur niður. Dómur sjó- og verzlunarðóms Reykjavíkur 24. marz 1948. Mál betta, sem dómtekið var 15. þ. m. hefur Innkaupadeild Landssam- bands íslenzkra útvegsmanna höfðað fyrir sjó- og verzlunardómi Reykja- vikur eftir árangurslausa sáttaumleitan með stefnu, útgefinni 17. septem- ber 1947, gegn Korkiðjunni h/f hér í bæ til greiðslu skuldar, að fjárhæð kr. 29.500.00 auk 6% ársvaxta frá 1. júní 1946 til greiðsludags, og málskostn- aðar að skaðlausu. Málið var síðan flutt fyrir sjó- og verzlunardóminum. Stefndi hefur aðallega krafizt sýknu og málskostnaðar, en til vara sýknu gegn greiðslu á kr. 4.360.00. Málavextir eru þessir: í maímánuði 1946 voru 100 smálestir af korki teknar til flutnings fyrir stefnda með e/s Sinnet, er stefnandi hafði á leigu til saltflutninga frá Portugal til Íslands. Ekki var samið fyrirfram um flutningsgjaldið, og reiknaði stefnandi sér kr. 69.559.80 fyrir það, en lækkaði kröfu sína síðar í kr. 62.500.00. Greiddi stefndi kr. 40.000.00 upp í flutningsgjaldið, en stefn- andi höfðaði mál þetta, er stefndi fékkst ekki til að greiða eftirstöðvarnar. 19 Stefnandi skýrir svo frá, að Eimskipafélag Íslands h/f hafi haft umsjón með skipinu fyrir sina hönd og að flutningsgjald stefnda hafi verið reiknað út í samráði við Eimskipafélagið og þá miðað við það flutningsgjald, sem stefnda hefði borið að greiða, hefði varan verið flutt með skipum þess félags. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því, að fyrirsvarsmenn stefnanda hafi lofað að flytja vöru þessa fyrir lágt verð, enda hafi skipsleigan verið hin sama fyrir stefnanda, hvort sem korkið væri tekið með eða ekki. Telur stefndi sig þegar hafa greitt of mikið fyrir flutninginn og hefur áskilið sér rétt til endurheimtu gjaldsins að einhverju leyti. Varakröfur sínar rökstyður stefndi á þann veg, að ekki hafi verið óskað flutnings meira en 50 smálesta með Sinnet. Kveðst stefndi hafa samið um, að 50 smálestir yrðu fluttar með e/s Halland, er einnig var á vegum stefn- anda, en flutningsgjald með því skipi hafi verið ákveðið 200 shillings fyrir hverja smálest. Væri miðað við bað gjald fyrir hálfan farminn, yrði flutn- ingsgjaldið alls kr. 44.360.00 og því ógreitt af því kr. 4.360.00. Gegn mótmælum stefnanda hefur stefnda ekki tekizt að færa sönnur á staðhæfingar þær, er það reisir á dómkröfur sínar. Verður því að ganga út frá því, að ekkert hafi verið um endurgjald samið og að stefnda beri að greiða það, sem upp er sett, enda verði það ekki talið ósanngjarnt. Eins og fyrr greinir, krefst stefnandi kr. 625.00 fyrir flutning hverrar smálestar, en saltfarmur til stefnanda nam 4800 lestum, og var farmur skipsins því sam- tals 4900 lestir. Í málinu hefur verið lagður fram reikningur, er sýnir heildarkostnað stefnanda vegna skipsleigunnar, og nemur hann tæpum kr. 540.000.00, eða til jafnaðar kr. 110.00 fyrir hverja smálest. Þegar þetta er virt, þykir krafa stefnanda úr hófi há, enda eru allmiklar líkur að því leiddar, að stefndi hafi haft réttmæta ástæðu til að ætla, að flutnings- gjaldið yrði nokkru lægra en ella, eins og á stóð um skipsferð þessa. Þykir stefnandi því ekki eiga kröfu á hendur stefnda umfram það, sem þegar hefur greitt verið, og verður sýknukrafa stefnda því til greina tekin, en rétt þykir eftir atvikum, að málskostnaður falli niður. Dóm þenna kváðu upp þeir Einar Arnalds borgardómari, Þorgrímur skipstjóri Sigurðsson og Gunnar Guðjónsson skipamiðlari. Dómsorð: Stefndi, Korkiðjan h/f, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Inh- kaupadeildar Landssambands íslenzkra útvegsmanna, í máli þessu. Miálskostnaður falli niður. 20 Miðvikudaginn 17. janúar 1951. Kærumálið nr. 13/1950. Magnús Thorlacius gegn Einari Ágústssyni, Kjartani Jónssyni og Magnúsi Thorberg. Setudómarar próf. Ólafur Lárusson og próf. Ólafur Jóhannesson í stað hrá. Jónatans Hallvarðssonar og hrá. Þórðar Eyjólfssonar. Um rétt lögfræðings til að flytja tiltekið mál sem prófmál fyrir héraðsdómi. Dómur Hæstaréttar. Með kæru, dags. 6. desember f. á., sem hingað barst 13. s.m., hefur sóknaraðili skotið til Hæstaréttar úrskurði, upp- kveðnum í sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur hinn 5. des- ember 1950, þar sem Einari Ágústssyni cand. jur. er heimilað að flytja af hendi stefndu sem prófmál fyrir héraðsdómi málið Guðmundur Þórðarson og Sigurjón Þórðarson gegn Kjartani Jónssyni og Magnúsi Thorberg. Krefst sóknaraðili þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og varnar- aðiljunum Kjartani Jónssyni og Magnúsi Thorberg verði dæmt að greiða kærumálskostnað. Af hendi varnaraðilja er þess krafizt, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sóknaraðilja gert að greiða þeim kærumálskostnað. Framkomu Magnúsar hæstaréttarlögmanns Thorlacius fyrir héraðsdómi verður að skilja þannig, að hann sem lög- giltur málflytjandi andmæli því, að cand. jur. Einari Ágústs- syni sé veitt heimild til að flytja framangreint mál fyrir sjó- og verzlunardóminum, og verður að telja, að Magnús Thorlac- ius sé hér að gæta hagsmuna lögmannastéttarinnar. Var honum þetta heimilt. Prófdómendur höfðu samkvæmt heimild í 2, mgr, 14. gr. laga nr. 61/1942 kveðið svo á, að ofangreint sjó- og verzlunar- dómsmál væri á því stigi, er Einar Ágústsson cand. juris tók við flutningi þess, hæft prófmál. Ekki verður séð, að próf- 21 dómendur hafi með þessari ákvörðun brotið réttarreglur, og átti héraðsdómur því að veita Einari Ágústssyni færi á að flytja málið af hendi stefndu. Ber því að staðfesta hinn kærða úrskurð að niðurstöðu til. Samkvæmt þessum úrslitum verður að dæma sóknaraðilja til að greiða varnaraðiljum kærumálskostnað fyrir Hæsta- rétti, sem ákveðst kr. 150.00. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Sóknaraðili, Magnús Thorlacius, greiði varnaraðiljum, Einari Ágústssyni, Kjartani Jónssyni og Magnúsi Thor- berg, 150 krónur í kærumálskostnað að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 5. des. 1950. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar í dag, hafa Guðmundur Þórðar- son, Hverfisgötu 58, Hafnarfirði, og Sigurður Þórðarson, Vífilsgötu 21 hér í bæ, höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnum, útgefnum 17. og 26. september 1949, gegn Kjartani Jónssyni, Blönduhlíð 5, og Magnúsi Thor- berg, Vestmannaeyjum, til efnda á kaupsamningi, er stefnendur telja, að komizt hafi á milli þeirra og stefndu um vélbátinn Njál, RE. 99, í janúar- mánuði 1949, og málskostnaðargreiðslu. Stefndu hafa krafizt sýknu af dómkröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi þeirra. Er flytja átti mál þetta munnlega 30. f. m., mótmælti umboðsmaður stefnenda, Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður, því, að Einar Ágústs- son cand. jur. fengi að flytja málið sem prófmál, en til þess hafði hann fengið leyfi dómnefndar. Reisir umboðsmaður stefnenda mótmæli sín á því, að annar málflytjandi hafi hingað til haft með höndum allan undirbúning málsins af hendi stefndu, aflað gagna og komið fyrir dóm í sambandi við yfirheyrslu vitna og aðilja. Telur hann leyfi prófnefndar fara í bága við ákvæði 14. gr. laga nr. 61 frá 1942, enda sé og annar háttur hafður á málflutningsprófum fyrir Hæstarétti. Í greinargerð frá hinum stjórnskipuðu prófdómendum, er dóminum hef- ur borizt, segir meðal annars svo: „Samkvæmt 3. mgr. 5. gr. laga nr. 61/ 1942 er lögfræðingi, sem prófraun vill þreyta, óheimilt að fara með mál fyrir dómi í Reykjavík, fyrr en það hefur verið tekið gilt sem prófmál. Undantekningar frá því eru, ef prófmaður er sjálfur aðili máls, lögmæltur fyrirsvarsmaður eða venzlamaður aðilja, sbr. 1. og 2. mgr. 5. gr., fulltrúi 22 lögmanns, sbr. síðustu mgr. 17. gr. eða Í fastri þjónustu félags eða stofn- unar, sem er aðili máls, sbr. 21. gr. Nú verður það yfirleitt ekki séð á frum- stigi máls, hvort það er eða muni verða hæft prófmál. Lögfræðingur, sem ekki nýtur góðs af einhverju fyrrgreindra undantekningarákvæða, á þess því yfirleitt ekki kost að fara með málið á undirbúningsstigum þess. Sá skilningur hæstaréttarlögmannsins, að óheimilt sé að taka mál gilt sem prófmál, nema að prófmaður hafi farið með málið frá öndverðu, fær því ekki staðizt. Hins vegar hefur að sjálfsögðu við úrlausn þess, hvort próf- maður hafi staðizt prófraunina, jafnan verið metið ásamt munnlegum flutningi málsins, hvort kröfugerð og gagnaöflun í heild hafi verið full- nægjandi. Hefur og prófmaður oft orðið að afla framhaldsgagna, svo sem vitnaskýrslna og aðiljaskýrslna, þó að annar málflytjandi hafi áður um málið fjallað. Þessi háttur um prófin, sem prófnefnd telur óhjákvæmileg- an, eins og lögin eru úr garði gerð, hefur verið hafður, frá því að próf- raunir hófust fyrir næstum 14 árum. Hefur þetta verið alkunna með lög- mannastéttinni, enda hefur mikill hluti núverandi lögmanna leyst próf sín af hendi með þessum hætti, og aðrir verið prófmönnum innan handar um útvegun mála til flutnings. Hefur enginn lögmaður hreyft andmælum gegn þessu við prófnefndarmennina fyrr en nú. Út af samanburði hæstaréttarlögmannsins á prófraunum í Hæstarétti og fyrir héraðsdómi þykir prófnefnd rétt að taka betta fram: Fram til ársins 1949 var þess ekki krafizt í Hæstarétti, að prófmaður hefði sjálfur annazt flutning málsins í héraði. Próf hæstaréttarlögmanna gátu þá verið hlið- stæð því, sem nú er í héraði, þ. e. fólgin í flutningi tveggja ræðna fyrir Hæstarétti, auk þess sem metið var við úrlausnina, hvort kröfugerð og gagnasöfnun væri fullnægjandi, enda þótt annar málflytjandi en próf- maður hefði þar um fjallað. Þessu breytti Hæstiréttur frá ársbyrjun 1949, og hefur þess síðan verið krafizt, að prófmaður hafi sjálfur flutt málið í héraði Samsvarandi hátt hefur prófnefndin ekki tekið upp við próf héraðs- dómslögmanna, enda væri það oft óframkvæmanlegt, eins og fyrr segir. Prófnefndin telur það hins vegar æskilegt, að prófmenn, sem ekki eiga þess kost að flytja sjálfir mál frá öndverðu samkvæmt einhverju framan- greindra undantekningarákvæða laganna, afli sér prófmála, ef unnt er, áður en gagnasöfnun er lokið, en eftir að mál er svo á veg komið, að unnt sé fyrir prófnefnd að meta, hvort það sé hætt prófmál. Samkvæmt framanskráðu telur prófnefnd andmæli Magnúsar Thorlacius hæstaréttarlögmanns gegn því, að Einar Ágústsson, cand. jur. flytji mál þetta, ekki hafa við rétt rök að styðjast.“ Með vísun til þess, sem tekið er fram Í greinargerð prófdómenda, verður ekki fallizt á andmæli umboðsmanns stefnenda gegn því, að Einar Ágústs- son cand. jur. flytji mál þetta sem prófmál, enda verður heldur ekki séð, að umboðsmaður stefnenda eigi aðild þess að bera andmælin fram, sbr. 7. gr. laga nr. 61 frá 1942. Einar Arnalds borgardómari kvað upp úrskurð þenna ásamt meðdóms- mönnum Jónasi Jónassyni og Jóni Kristóferssyni skipstjórum. 23 Því úrskurðast: Einari Ágústsyni cand. jur. er heimilt að flytja mál þetta sem prófmál. Miðvikudaginn 17. janúar 1951. Nr. 158/1949. Fjármálaráðherra í. h. ríkissjóðs (Einar B. Guðmundsson) segn Theódór B. Líndal f. h. Jörgen Jahre (Theódór B. Líndal). Setuðómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Talið, að bindandi samningur um sölu skips hefði verið gerður. Vanefndir. Skaðabætur. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu, dags. 30. nóv. 1949, og gert þær réttarkröfur, að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og breytt á þá leið, að hann verði sýknaður af kröfum stefnda og að stefndi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi, sem ekki hefur gagnáfrýjað málinu, krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og áfrýjandi dæmdur til að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti að skað- lausu eftir mati dómsins. Samkvæmt ástæðum hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 3500.00. Dómsorð: Hinum áfrýjaða dómi skal óraskað. 24 Áfrýjandi, fjármálaráðherra Í. h. ríkissjóðs, greiði stefnda, Theódór B. Líndal f. h. Jörgen Jahre, máls- kostnað fyrir Hæstarétti, kr. 3500.00. Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 25. nóv. 1949. Mál þetta, sem dómtekið var 10. þ. m., hefur Theódór B. Líndal hrl. hér í bæ f. h. Jörgen Jahre útgerðarmanns, Sandefjord í Noregi, höfðað fyrir sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur með stefnu, útgefinni 31. júlí f. á, gegn fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs. Hefur stefnandi krafizt þess aðal- lega, að stefndi verði til þess dæmdur að afhenda honum m/s Þyril gegn greiðslu á norskum krónum 1.000.000,00, en að fráðregnu því tjóni, er hann hefur orðið fyrir vegna dráttar á afhendingu skipsins, en tjónið telur hann vera n. kr. 1.200,00 á dag og nemi það því n. kr. 392.400,00, frá 27. okt. 1947 til þingfestingardags, 18. sept. 1948. Jafnframt áskildi stefnandi sér rétt til þess að krefja stefnda síðar um bætur fyrir þann tíma, er afhending skipsins kynni að dragast lengur, svo og til bóta fyrir sérstakt tjón, er á skipinu kynni að vera við afhendingu. Til vara hefur stefnandi krafizt þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum norskar kr. 555.030,30 í skaðabætur ásamt 6% ársvöxtum frá 27. okt. 1947 til greiðsludags. Loks hefur stefnandi krafizt málskostnaðar úr hendi stefnda eftir mati dómsins, hvor krafan sem tekin yrði til greina. Stefndi hefur krafizt sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnað- ar úr hendi hans eftir mati dómsins. Sakarefninu hefur verið skipt samkvæmt heimild í 5. mgr. 71. gr. laga nr. 85 frá 1936. Var málið flutt hinn 10. þ. m. um skyldu stefnda til að afhenda fyrrnefnt skip og um skaðabótaskyldu hans. Í þessum þætti máls- ins krafðist stefnandi aðallega, að stefndi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, verði dæmdur til þess að afhenda honum m/s Þyril, T.F.G.B., gegn greiðslu á norskum krónum 1.000.000,00 að frádregnu tjóni því, sem hann hafi orðið fyrir vegna dráttar á afhendingu skipsins, og áskildi stefnandi sér rétt til að gera grein fyrir því síðar. Til vara krafðist stefnandi þess, að viður- kenndur verði réttur hans til skaðabóta úr hendi stefnda. Þá krafðist hann málskostnaðar úr hendi stefnda eftir mati dómsins, hvor krafan sem tekin yrði til greina, en annars, að málskostnaður félli niður. Stefndi hefur krafizt algerrar sýknu af kröfum stefnanda í þessum þætti málsins og málskostnaðar úr hendi hans. Til vara krafðist hann þess, að málskostnaður félli niður. Málavextir eru þeir, að hinn 22. febrúar 1947 skrifaði nefnd setuliðs- viðskipta Herman Christensen skipa- og vélaverkfræðingi í Osló tilmæli um, að hann tæki að sér að selja mótorskipið Y.O. 127, en skip þetta hafði íslenzka ríkið eignazt Í sambandi við reikningsskil við ameríska setuliðið, sem hér dvaldist á ófriðarárunum. Bréfinu fylgdu teikningar af skipinu, er maður að nafni Skarre, er síðar varð trúnaðarmaður stefnanda hér, 25 hafði valið. Þá segir í bréfinu, að Christensen muni fá lýsingu á skipinu frá Skarre. Bréfi þessu svaraði Christensen með bréfi, dags. 1. marz. Lofaði hann þar að gera allt, sem í hans valdi stæði, til að selja skipið með sem hagkvæmustum kjörum og segist hafa fengið í hendur skýrslu um skipið frá Skarre, og er hún dags. 23. febrúar. Hinn 22. apríl skrifaði Christensen aftur nefnd setuliðsviðskipta og segist láta fylgja bréfinu lýsingu á skip- inu, er hann segist hafa útbúið eftir þeim skýrslum og teikningum, sem hann hafi fengið. Kveður hann lýsingu þessa vera senda út af miðlarafirma því, sem hann hafi samstarf við, og kveðst vona, að nefndin hafi ekkert við lýsinguna að athuga. Virðist nefndin engar athugasemdir hafa gert við útboðslýsinguna. Daginn eftir, eða 23. apríl, símar Christensen nefndinni og staðfestir skeytið í bréfi samdægurs, að hann hafi tvö tilboð í skipið, annað að fjárhæð £37.500 -- 3%, en hitt n. kr. 900.000,00, en það að frá- dregnum 5%, er skiptast eigi milli þriggja miðlara. Var síðarnefnda tilboð- ið frá stefnanda og gegn skoðun skipsins í þurrkví, afhendingu þess á Ís- landi í sjófæru ástandi og án sjótjóns. Þá var og tilboðið bundið því skil- yrði, að samþykki yfirvalda fengist, og verður að telja, að átt sé þar við norsk stjórnarvöld. Hinn 26. apríl símar nefndin Christensen á þá leið, að tilboðin séu of lág, og telur hún, að hægt muni vera að fá íslenzkar krónur 1.500.000,00 fyrir skipið. Jafnframt getur hún þess, að skipið verði skoðað og lagfært hér á landi. Samdægurs sendi Christensen nefndinni símskeyti þess efnis, að ekki væri unnt að fá hálfa aðra millj. ísl. krónur fyrir skipið, takast megi að fá n. kr. 950.000.00, en segist þó muni reyna að koma skipinu upp í n. kr. 1.000.000.00, en hann verði þá að fá fast gagntilboð frá nefndinni. Staðfestir hann skeyti þetta með bréfi 28. apríl og leggur þar enn áherzlu á að fá gagntilboð um sölu fyrir n. kr. 1.000.000,00. Þessu svaraði nefndin með símskeyti 29. apríl og segist muni samþykkja 1.100.000,00 n. kr., en kjósa þó heldur tilsvarandi sænskan gjald- eyri. Í svarskeyti til nefndarinnar daginn eftir segir Christensen, að nefnd fjárhæð sé alltof há, en lætur uppi það álit, að hafi hann umboð til að bjóða skipið fyrir n. kr. 1.000.000,00, þá muni kaupandi samþykkja. Mælir hann loks með því, að honum sé sent slíkt umboð. Hinn 7. maí fékk hann svarskeyti frá nefndinni, og er honum þar veitt umboð til að bjóða skipið fyrir n. kr. 1.000.000.00. Í skeytinu er þess jafnframt getið, að uppgötvazt hafi, að nokkrir hlutir í aðalvélinni séu skemmdir af frosti, en tekið fram, að við þetta muni verða gert eða hlutirnir endurnýjaðir. Kveðst Christen- sen Í bréfi til nefndarinnar samdægurs hafa sett sig í samband við miðlara sinn og væntanlegan kaupanda og tilkynnt þeim efni skeytisins. Hafi kaup- andinn verið áhyggjufullur vegna frostskemmdanna á aðalvélinni og viljað fá vitneskju um, hvenær búið yrði að gera við skipið. Sendi Christensen nefndinni símskeyti þenna dag og tjáði henni þetta. Að því er virðist í tilefni þess, er nú var greint, skrifaði skipamiðlarinn hinn 13. maí væntan- legum kaupanda, er var stefnandi, og tjáði honum, að hann hefði fengið í hendur símskeyti frá Íslandi, þar sem tekið sé fram, að búið sé að panta frá verksmiðju nýja hluti í vélina í stað hinna skemmdu, að skipið sé komið í slipp til almennrar lagfæringar undir eftirliti skipaskoðunarmanns ríkis- 26 ins, Ólafs Sveinssonar, og verði viðgerðinni hraðað, svo sem unnt sé, en ekki sé hægt að ákveða, hvað viðgerðin taki langan tíma, fyrr en vitað sé, hvenær hinir pöntuðu vélahlutir verði sendir frá New York. Daginn eftir, eða 14. maí, skrifaði stefnandi skipamiðlaranum og staðfestir, að hann hafi samþykkt tilboð hans um sölu á skipinu fyrir n. kr. 1.000.00000 gegn skoðun á skipsskrokk og vél á skipasmíðaverkstæði í Reykjavík. Segir hann, að trúnaðarmaður sinn, L. H. Skarre, sem áður hafi verið á Íslandi og séð skipið þar, fari daginn eftir til Reykjavíkur og muni hann fram- kvæma nákvæma skoðun á skipinu af sinni hálfu. Sama dag sendi Christ- ensen nefndinni símskeyti, þar sem hann segir, að stefnandi hafi samþykkt að kaupa skipið fyrir n. kr. 1.000.000,00 með þeim skilmálum, sem um sé getið í bréfi hans frá 23. apríl. Jafnframt er þess getið, að stefnandi muni einhvern næstu daga senda trúnaðarmann sinn til eftirlits. Mun trúnaðar- maðurinn litlu síðar hafa komið til Reykjavíkur og gefið sig fram við nefndina. Fylgdist hann eftir það með því, hvað viðgerð skipsins leið og gaf stefnanda skýrslu um það öðru hverju. Kemur fram, að stefnanda hefur þótt viðgerðin ganga hægt, og sneri hann sér því til skipamiðlarans með beiðni um það, að hann fengi Christensen til að ganga í, að verkinu yrði hraðað. Í tilefni þessa ritaði Christensen nefndinni 10. júní og segist þar ekkert svar hafa fengið við bréfi sínu og skeytum frá 14. maí. Segir hann í bréfinu meðal annars, að kaupandi biðji nefndina að sjá um, að vélin verði opnuð og viðgerð á skipinu hraðað, svo að hægt sé að veita því við- töku. Bréfi þessu svarar nefndin með símskeyti 14. júní. Segir í því, að byrjað sé á að opna vélina, vélarhlutirnir, sem vanti, hafi verið pantaðir 26. maí, og sé von á þeim í júnílok. Jafnframt er talið rétt að bíða með að gera kaupsamning, þar til trúnaðarmaður stefnanda, Skarre, hafi skoðað vélina nánar. Er nú enn haldið áfram með viðgerð skipsins, og fylgdist trúnaðarmaður stefnanda með henni sem fyrr, lét honum í té skýrslur um, hvernig hún gengi, en stefnandi hafði samband við skipamiðlarann. Hinn 10. sept. skýrir trúnaðarmaðurinn stefnanda frá því í bréfi, að þann dag, er hann kom í skipið, hafi hann undrazt það, að verið var að gera botntanka skipsins hreina. Þá hafi hann við eftirgrennslan fengið vitneskju um, að einhver afturkippur mundi vera kominn í málið. Við nánari at- hugun næstu daga komst hann að því, að ákveðið myndi vera að afhenda stefnanda ekki skipið. Símaði hann stefnanda þetta 16. sept. og spurðist fyrir um, hvað gera skyldi. Hinn 18. sept. símaði stefnandi honum aftur og bað hann að mótmæla hví, að skipið yrði selt til annarra. Hann mundi halda sig að gerðum samningum. Jafnframt áskildi hann sér allan rétt vegna vanefnda af hálfu seljanda. Svipaða tilkynningu mun stefnandi hafa sent Christensen, er kom henni áleiðis til nefndarinnar 18. sept. Svar nefnd- arinnar til Christensen, er sent var í skeyti 20. sept., var á þá leið, að þar sem Samgöngumálaráðuneytið teldi skipið nauðsynlegt til notkunar hér vegna erfiðleika á olíuflutningum með ströndum fram, hefði það bannað að flytja skipið úr landi og tekið við því frá Fjármálaráðuneytinu. Er þess jafnframt óskað, að tilboðið til stefnanda verði „fellt úr gildi“ (cancel- leret). Í bréfi til nefndarinnar skýrir Christensen henni frá því, að hann 21 hafi snúið sér til stefnanda fyrir milligöngu skipamiðlarans, en stefnandi hafi ekki viljað fella samninginn úr gildi og muni ætla að gera ábyrgð gild- andi á hendur nefndinni. Hinn 13. október skrifaði trúnaðarmaðurinn nefndinni og fer fram á það að fá greinargerð um það, af hvaða ástæðum skipið sé ekki afhent. Fékk hann svar frá nefndinni 21. okt., þar sem skýrt er tekið fram, að skipið verði ekki afhent, og skýrði hann stefnanda frá þessu með bréfi 25. okt. Sendi stefnandi þá trúnaðarmanninum hinn 27. okt. símaumboð til þess að taka við skipinu án fyrirvara og biður hann að síma sér, hvenær afhending geti átt sér stað. Þetta tilkynnti trúnaðar- maðurinn nefndinni 29. okt. og fékk hann svar frá henni þann 13. nóv. Ánýjar nefndin þar enn neitun sína um að afhenda skipið og færir fram þá ástæðu, að ráðuneytið hafi ákveðið að taka sölutilboðið aftur. Umrætt skip er enn í vörzlu ríkisstjórnarinnar og nú nefnt m/s Þyrill. Hefur það einkennisstafina T.F.G.B. Stefnandi reisir framangreindar dómkröfur sínar í málinu á því, að end- anlegur samningur um kaupin á skipinu hafi verið kominn á. Dráttur sá, er orðið hafi á skoðun og afhendingu skipsins, hafi eingöngu verið seljanda að kenna og aldrei hafi verið um það kvartað, að stefnandi hafi vanefnt neitt af sinni hálfu né þurft úr neinu að bæta. Telur stefnandi sig og hafa gert allt, sem honum bar, til efnda á samningnum, og kveðst hann enn reiðubúinn til þess. Sýknukröfuna reisir stefndi á því, í fyrsta lagi, að kaupin hafi ekki verið gengin saman. Í öðru lagi telur stefndi, að aðalkrafa stefnanda um af- hendingu skipsins geti undir engum kringumstæðum náð fram að ganga, þar sem í lögum nr. 2 frá 1917 sé sala og leiga skipa úr landi bönnuð, nema ríkisstjórnin veiti undanþágu frá banninu. Það málefni heyri nú undir starfssvið Samgöngumálaráðuneytisins, en það hafi með bréfi 1. okt. 1947 ekki talið unnt að veita heimild til, að umrætt skip verði selt úr landi. Af gögnum málsins, þeim sem rakin hafa verið hér að framan, verður að telja, að kaup um oftnefnt skip hafi komizt á milli nefndar setuliðsvið- skipta og stefnanda, er samþykki stefnanda frá 14. maí kom fram, og með þeim skilmálum, að kaupverð þess væri n. kr. 1.000.000,00, er eftir því, sem fram hefur komið, skyldu greiðast við afhendingu, svo og að ásigkomulag skipsins og afhendingarstaður væri Í samræmi við útboðslýsingu skipsins og skilyrði, sem koma fram Í bréfi Christensens til nefndarinnar frá 23. apríl 1947. Um afhendingartíma var hins vegar ekki vitað. Virðist hann hafa átt að fara eftir því, hvenær viðgerð skipsins væri lokið, og verður að telja, að stefnandi hafi getað dregið sig til baka, ef afhendingin dróst óhæfilega lengi, en hins vegar hefði seljandi ekki getað eyðilagt rétt kaupanda með því að draga afhendinguna úr hófi fram. Báðum aðiljum virðist hafa verið ljóst, að samningur væri kominn á. Nefndin lætur halda áfram viðgerð á skipinu, að því er séð verður, Í því skyni að koma því í umsamið ástand. Stefnandi hefur trúnaðarmann hér á landi, sem er í sambandi við nefnd- ina og fylgist með aðgerðum hennar og ámálgar, að viðgerð skipsins sé hraðað. Þá gerir stefnandi nefndinni þegar ljóst, eftir að hann verður þess var, að afturkippur er kominn í málið, að hann muni halda fast við kaup- 28 samninginn. Verður ekki annað séð en að stefnandi hafi, eftir að samning- ur komst á, gert það, sem til verður ætlazt af honum, til þess að halda rétti sínum samkvæmt samningnum. Samkvæmt því, sem nú hefur verið sagt, hefur fyrri sýknuástæða stefnda ekki við rök að styðjast. Svo sem stefndi heldur fram, er í lögum nr.2 frá 1917 bannað að selja eða leigja skip úr landi, nema undanþága ríkisstjórnarinnar komi til, Hlutað- eigandi ráðuneyti hefur synjað um leyfi til sölu umrædds skips úr landinu, og getur því aðalkrafa stefnanda um afhendingu skipsins eigi orðið tekin til greina. Hins vegar ber stefndi ábyrgð á því, að nefnd setuliðsviðskipta, er starfaði í fullu umboði hans, samdi um sölu skipsins úr landi, án þess að hafa tryggt sér heimild hlutaðeigandi yfirvalds. Að því er varakröfuna varðar, verður ekki af gögnum málsins séð, að stefnandi hafi átt nokkra sök á því, að kaupsamningurinn um nefnt skip m/s Þyril, T.F.G.B., var ekki efndur, að því leyti að hann fengi skipið afhent. Þykir því verða að viðurkenna rétt stefnanda til fébóta úr hendi stefnda vegna tjóns, er hann kynni að hafa beðið vegna vanefndanna. Eftir atvikum þykir rétt að fresta ákvörðun um málskostnaðargreiðslu í þessum þætti málsins, þar til væntanlegur dómur gengur um fébætur. Einar Arnalds borgardómari kvað upp dóm þenna ásamt meðdóms- mönnunum Ragnari Jónssyni hæstaréttarlögmanni og Jóhanni Ólafssyni framkvæmdastjóra. Vegna anna við borgardómaraembættið svo og þess, að mál þetta er all viðamikið, hefur eigi orðið kveðinn upp dómur í því fyrr en nú. Dómsorð: Stefndi, fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs, ber ábyrgð til fé- bóta á tjóni því, er stefnandi, Theódór B. Líndal f. h. Jörgen Jahre, kann að hafa beðið vegna vanefnda á kaupsamningi um m/s Þyril, T.F.G.B. 29 Mánudaginn 22. janúar 1951. Nr. 182/1950. Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs (Egill Sigurgeirsson) segn Þorleifi Sigurbjörnssyni (Magnús Thorlacius). Setudómari hrl. Sveinbjörn Jónsson í stað hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Sölugjald af bifreið. Dómur Hæstaréttar. Kristján Jónsson, fulltrúi bæjarfógetans á Akureyri, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Áfrýjandi, sem skotið hefur máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 30. október f. á., krefst þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði úr gildi felldur og lagt verði fyrir fógeta að framkvæma lögtak í bifreiðinni Á 599 til greiðslu sölugjalds, að fjárhæð kr. 12.000.00, og að stefnda verði dæmt að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði stað- festur og að áfrýjanda verði dæmt að greiða honum máls- kostnað fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Svo sem segir í úrskurði fógeta, framseldi Gunnar Berg- mann stefnda innflutningsleyfi fyrir bifreið þeirri, er í mál- inu greinir, án samþykkis gjaldeyrisyfirvalda, Tók stefndi síðan við bifreiðinni úr hendi innflytjanda og greiddi hana. Matsverð bifreiðar þessarar er kr. 60.000.00, og hefur áfrýj- andi krafizt 20% af því, eða kr. 12.000.00, með skírskotun til 81. gr. laga nr. 100/1948. Samkvæmt ástæðum þeim, sem liggja til grundvallar lagaákvæði þessu, verður um skatt- skyldu að jafna nefndri afhendingu innflutningsleyfisins til sölu bifreiðarinnar innanlands. Ber því að leggja fyrir fógeta að framkvæma lögtak það, sem krafizt er. Samkvæmt þessum úrslitum ber að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, og ákveðst hann kr. 600.00. 30 Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður er úr gildi felldur, og er lagt fyrir fógeta að framkvæma lögtak í bifreiðinni A 599 til greiðslu kr. 12.000.00. Stefndi, Þorleifur Sigurbjörnsson, greiði áfrýjanda, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, kr. 600.00 málskostnað fyrir Hæstarétti, að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður fógetaréttar Akureyrar 18. sept. 1950. Með bréfi, dags. 10. maí s. 1, til bæjarfógetans á Akureyri lagði Fjár- málaráðuneytið svo fyrir, að sölugjald samkv. 31. gr. laga nr. 100 frá 29. des. 1948 skyldi innheimt af bifreiðinni A—599. Gerðarþoli, Þorleifur Sigurbjörnsson bifreiðarstjóri, hefur færzt undan að greiða gjald þetta, þar eð hann telur, að hér sé ekki um sölugjalds- skylda bifreið að ræða, og hefur hann krafizt úrskurðar fógeta í málinu. Málið var þingfest 11. júlí og tekið til úrskurðar 12. sept. s. 1. Málavextir eru þessir: Í des sl. kveðst gerðarþoli hafa komizt í samband við Gunnar Berg- mann, Skeggjagðtu 21, Reykjavík. Gunnar þessi hafi þá boðið sér innflutn- ingsleyfi fyrir bifreið, og hljóðaði leyfið á nafn Gunnars. Gerðarþoli kveðst hafa tekið þessu boði, þar sem þetta var að hans áliti eina tiltækilega leiðin til þess að eignast nýja bifreið, en það taldi hann sér bráðnauðsyn- legt vegna atvinnu sinnar. Gerðarþoli hefur skýrt frá því, að hann hafi oft verið búinn að sækja um innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir bifreið, en ávallt fengið synjun. Þá hefur og gerðarþoli haldið því fram, að Gunnar Bergmann hafi full- yrt við sig, að ekkert væri við það að athuga, að hann framseldi honum leyfið, og ekki mundi koma til mála, að greiða þyrfti sölugjald af bifreið- inni. Að fengnum þessum upplýsingum kveðst gerðarþoli svo hafa keypt leyfið af Gunnari og afhent Sambandi ísl. samvinnufélaga það, en hefur hins vegar haldið því fram, að aldrei hefði orðið af þessum viðskiptum, ef hann hefði haft grun um, að til þess væri ætlazt, að hann þyrfti að greiða sölu- gjald af bifreiðinni. SÍS flutti síðan bifreiðina inn, og hefur sölureikningur frá því verið lagður fram Í réttinum. Reikningur þessi er dags. 30/1 1950 og er að upphæð kr. 36.016.66 og hljóð- ar á nafn gerðarbola, Þorleifs Sigurbjörnssonar, Glerárgötu 3, Akureyri. Á reikningnum er vísað til leyfis nr. 1561, en samkvæmt upplýsingum frá innflutnings- og gjaldeyrisdeild hljóðar leyfi þetta á nafn Gunnars Bergmanns og hefur ekki verið framselt með samþykki nefndarinnar. Bifreiðin var síðan skrásett á nafn gerðarþola hér í umdæminu og hlaut 3l einkennismerkið A—-599, er fyrir lá í símskeyti frá SÍS þess efnis, að það hefði flutt inn og selt gerðarþola nefnda bifreið. Samkvæmt því, sem nú hefur verið sagt, er upplýst, að SÍS hefur flutt inn og selt gerðarþola umrædda bifreið samkvæmt leyti, sem hljóðaði á nafn Gunnars Bergmanns, en hafði þó ekki verið framselt með sam- þykki innflutningsyfirvaldanna. Með lögum nr. 100 frá 29. des. 1948 er svo ákveðið í 31. gr., að greiða skuli gjald í dýrtíðarsjóð ríkisins, 20%, af matsverði bifreiða, sem gangi kaupum og sölum innanlands. Kemur því hér til álita, hvort framsal á innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir umræddri bifreið jafngildi sölu bifreiðarinnar sjálfrar í merkingu 31. greinar nefndra laga. Gjaldeyris- og innflutningsleyfi eru aðeins heimild leyfishafa til handa frá viðkomandi yfirvöldum til kaupa á því, sem leyfið hljóðar um, en hvort leyfishafi getur notað þá heimild eða ekki er ýmsum utan að komandi áhrifum háð. Af því virðist augljóst, að þótt leyfishafi framselji ínnflutn- ingsheimild sína, þá jafngildi bað engan veginn sölu á þeim verðmætum, sem leyfið hljóðar um og leyfishafi hefur þegar fengið í sínar hendur. Af ákvæðum 31. gr. laga nr. 100/1938 verður ekki annað séð en að 20% gjaldskyldan, sem þar um ræðir, sé miðuð við, að ákveðin bifreið gangi kaupum og sölum innanlands, og verður því sala á innflutningsheimildinni ekki færð undir þetta ákvæði. Samkvæmt því, sem nú hefur verið sagt, verður að synja um framgang gerðarinnar. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Því úrskurðast: Lögtaksgerð þessi skal ekki ná fram að ganga. Málskostnaður fellur niður. 82 Mánudaginn 22. janúar 1951. Kærumálið nr. 14/1950. Erlendur Erlendsson og Leifur Erlendsson gegn Jóni Erlendssyni og Jóhanni Ólafssyni £ Co. Setudómari hrl. Sveinbjörn Jónsson í stað hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Vitni ekki látið staðfesta vætti sitt. Dómur Hæstaréttar. Þorsteinn S. Thorarensen, fulltrúi borgarfógetans í Reykja- vík, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Með kæru 18. desember 1950, ér hingað barst 21. s. m., hafa sóknaraðiljar skotið til Hæstaréttar úrskurði fógeta- dóms Reykjavíkur, uppkveðnum 13. desember 1950, í út- burðarmálinu: Jóhann Ólafsson ér Co. gegn Erlendi Erlends- syni, Leifi Erlendssyni og Elízabetu Kristjánsdóttur, en með úrskurði þessum var varnaraðiljanum Jóni Erlendssyni heim- ilað að staðfesta vitnaskýrslu sína í málinu með eiði eða drengskaparheiti. Sóknaraðiljar krefjast þess, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur og að varnaraðili Jón Erlendsson verði ekki látinn staðfesta vætti sitt með eiði eða drengskaparorði. Svo krefjast þeir og kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðilja. Varnaraðiljar hafa hvorki sent Hæstarétti kröfur né grein- argerð í málinu. Þegar til þess er litið, að varnaðaðilinn Jón Erlendsson er bróðir sóknaraðiljanna, Erlends og Leifs Erlendssona, að hann er sjálfur nokkuð við málið riðinn og að missætti virðist vera milli hans og nefndra bræðra hans, þá telst varhuga- vert, að hann staðfesti vætti sitt með eiði eða drengskapar- heiti, sbr. 1. tölulið 2. mgr. 127. gr. laga nr. 85/1986. Ber því að fella hinn áfrýjaða úrskurð úr gildi og synja um stað- festinguna. Eftir atvikum þykir rétt, að kærumálskostnaður falli niður. 88 Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður er úr gildi felldur. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 13. des. 1950. Umboðsmaður gerðarbeiðanda, Magnús Thorlacius hrl., krafðist þess í réttarhaldi 13. þ. m., að vitninu Jóni Erlendssyni, Öldugötu 57, yrði leyft að staðfesta framburð sinn, sem gefinn var hinn 13. þ. m. í fógetarétti Reykja- vikur. Umboðsmaður gerðarbola, Sigurður Ólason hrl, hefur mótmælt því, að vitninu verði gefinn kostur á því að vinna heit að framburði sínum í máli þessu bæði vegna þess, að hann bæri óvildarhug til gerðarþola, og einnig vegna þess, að hann hafi fjárhagslegra hagsmuna að gæta í sambandi við úrslit málsins. Atriði þetta var lagt undir úrskurð fógetaréttarins. Atvik máls þessa eru þessi í aðalatriðum: Frá og með 14. maí 1936 tók Erlendur Erlendsson veitingamaður, Lauga- vegi 89, á leigu alla neðstu hæð hússins nr. 81 við Laugaveg, en eigandi þess húss er Jóhann Ólafsson á Co. hér í bæ. Um leigurétt þenna var gerður skriflegur samningur, en hann hefur ekki verið lagður fram í málinu, og er því haldið fram af hálfu gerðarbeiðanda, að samningsskjalið hafi verið afhent húsaleigunefnd, sbr. rskj. 4, og ekki fengizt afhent þaðan. Veitingastofa hefur síðan verið rekin í mestum hluta húsnæðis þessa, en í einu herbergi býr kona, að nafni Elísabet Kristjánsdóttir. Með bréfi til fógetaréttar Reykjavíkur, dags. hinn 11. apríl sl, var þess krafizt af hálfu gerðarbeiðanda, að gerðarþoli, Erlendur Erlendssson, og aðrir þeir, er hefðust við í húsnæði þessu, yrðu bornir út þaðan. Í grein- argerð gerðarbeiðanda var tekið fram, að ókunnugt væri, hverjir hefðust við í húsnæði þessu, og er Erlendur Erlendsson kom hér fyrir réttinn, kvaðst hann ei muna, hvað kona sú héti, sem hefði á leigu herbergi af hinu umdeilda húsnæði. Loks er málið var tekið til munnlegs flutnings, upplýsti umboðsmaður gerðarbeiðanda, að kona þessi héti Elísabet Krist- jánsdóttir, og væri útburðar krafizt á henni. Málið var nú endurupptekið til að fá aðiljaskýrslu nefndrar Elísabetar, en í næsta réttarhaldi var ekki mætt af hálfu gerðarbeiðanda, og var málið því hafið. Hinn 8. nóv- ember s.l. berst fógetaréttinum af nýju bréf umboðsmanns gerðarbeið- anda, þar sem krafizt er útburðar á Erlendi Erlendssyni, bróður hans Leifi Erlendssyni, Bergþórugötu 87, sem talinn er nota húsnæðið að Laugavegi 81, svo og er útburðar krafizt á Elísabetu Kristjánsdóttur. Þess er óskað, að gerðin fari fram á kostnað gerðarþola. Þessi útburðarbeiðni var tekin fyrir í fógetaréttinum hinn 8. þ. m., og varð þá að samkomu- lagi með umboðsmönnum aðiljanna að leggja fram öll þau réttarskjöl, sem voru fram lögð í hinu fyrra máli, og ennfremur að aðilja- og vitna- yfirheyrslur úr því máli skyldu lagðar til grundvallar í þessu máli. 8 34 Útburðarkrafa gerðarbeiðanda byggist á því, að gerðarþoli Erlendur, hinn upphaflegi leigutaki húsnæðisins, hafi að óheimilu afhent öðrum aðilja, bróður sínum Leifi, umráð og rekstur veitingastofu, sem rekin er í húsinu. Af hálfu gerðarbeiðanda er þetta atriði talið svo verulegt brot á leigumála og leigutakaskyldum Erlends, að missi leiguréttar ætti að varða, og er útburðarbeiðninni jafnframt beint að Leifi Erlendssyni svo og að framleigutakanum, Elísabetu Kristjánsdóttur. Af hálfu gerðarþola er framgangi útburðar mótmælt, og málskostn- aðar krafizt úr hendi gerðarbeiðanda. Því er haldið fram, að framleiga hafi alla tíð verið heimil, enda hafi hann framleigt hluta húsnæðisins án athugasemda af hálfu húseiganda. Meginhluti húsnæðisins hafi verið tekinn til afnota fyrir fyrirtækið „Veitingastofuna Laugavegi 81“, sem hafi verið starfrækt þar í 14 ár. — Á árinu 1944 kveðst Erlendur hafa tekið Leif bróður sinn í félag með sér um rekstur veitingastofunnar, og hafi Leifur annazt þar daglegan rekstur síðan, en Erlendur þó verið með í meiri háttar ráðum, og fengið hlut ágóða, og sé svo enn. — Þegar ofan- greind skipan hafi verið gerð, hafi Leifur tekið Jón Erlendsson, bróður þeirra, í félag með sér um kaup á áhöldum í veitingastofuna í stað Þeirra, sem fyrir voru, og hafi þeir Leifur og Jón síðan verið sameigendur að þessum áhöldum, þar til þess þeir slitu sameign sinni um þau haustið 1949. — Telja þeir Erlendur og Leifur, að því hljóti fjarri að fara, að leigu- réttinum sé fyrirgert fyrir þessar sakir. —- Gerðarþoli Elísabet Krist- jánsdóttir hefur alltaf greitt leigu til Erlendar og engin skipti átt beint við húseiganda. Hefur hún mætt í réttinum og hefur mótmælt fram- gangi útburðar og krafizt málskostnaðar sér til handa. Samkomulag þeirra bræðranna Leifs og Jóns Erlendssonar um sam- eignarslit er lagt fram í réttinum sem rskj. 8. Segir þar, að þeir hafi ákveðið að slíta sameign um veitingastofuna Laugavegi 81 og „Tjarnar- bar“, Tjarnargötu 4, þannig að Leifur verði eigandi að veitingastofunni Laugavegi 81, en Jón að „Tjarnarbar“. Til jöfnunar skiptum þessum skuli Leifur greiða Jóni kr. 7.500.00 með 5 mánaða víxli, og ef svo reynist, að leigumála veitingastofunnar Laugavegi 81 verði ei riftað næstu 2 ár, skuli Leifur greiða Jóni til viðbótar aðrar kr. 7.500.00, að þeim tíma liðn- um. Samkomulag þetta er dagsett 12. október 1949, en skyldi taka. gildi 15. sama mánaðar. Jón Erlendsson hefur mætt hér í réttinum óstefndur sem vitni. Hann hefur gefið 2 vottorð í málinu. Á rskj. 7 tekur hann fram, að Erlendur hafi selt sér og Leifi veitingastofuna Laugavegi 81, og hafi þeir Leifur keypt sinn helminginn hvor, en hinn 15. október hafi Leifur keypt alla stofuna, sjá hér að ofan. Er sameign þessi stóð, hafi Erlendur engan ágóðahlut fengið, enda ekkert átt í henni, ekki starfað þar og engar kröfur átt á fyrirtækið. Jón Erlendsson mætti í réttinum sem vitni hinn 16: maí s.l. Lýsti hann þá yfir því, að rétt væri frá skýrt í vottorðum þeim, sem hann hafði gefið. Auk þess skýrði hann frá því, að Erlendur Erlendsson hafi ekki verið til kvaddur, þá er rskj. 8 var samið, enda hafi hann þá ekkert átt í veit- 35 ingastofunni. Ákvæði um gjöld Leifs í sambandi við riftun leiguréttar, ef til kæmi, hafi verið sett, vegna þess að viðbúið hafi verið, að húseigandi myndi rifta leigumála, þar eð hann hafi ekki verið að spurður, þá er Er- lendur hafi selt þeim bræðrunum veitingastofuna. Þá getur Jón þess ennfremur, að Erlendur hafi gefið afsal fyrir veitingastofunni, og muni það vera í fórum Leifs, en því hafi ekki verið þinglýst. Þessum framburði Jóns var mótmælt af hálfu gerðarþola sem röngum, vilhöllum og óstað- festum. Í réttarhaldi hinn 13. nóvember s.l. krafðist umboðsmaður gerðar- beiðanda, Magnús Thorlacius hrl., þess, að Jón Erlendsson, sem þá var mættur, staðfesti með eiði eða drengskaparheiti vitnaskýrslu sína, og kvaðst Jón þessa albúinn, en umboðsmaður gerðarþola, Sigurður Ólason hrl., mótmælti heitvinningu á þeim forsendum, að vitnið bæri óvildarhug til bræðra sinna, Erlends og Leifs, og auk þess hefði hann hagsmuna að gæta Í sambandi við úrslit málsins, sbr. 4. gr. samkomulagsins á rskj. 8, sjá þar. Jón Erlendsson skýrði þá svo frá, að nú fyrir ca. 3 árum hafi þeir Leifur komið undir áhrifum áfengis inn í veitingasalinn á veitingahúsinu „Röðli“, sem Erlendur rekur. Hafi Erlend þá borið þar að, og er hann sá, að þeir bræður voru með vin meðferðis, hafi hann skipað Leifi út úr salnum, og kveðst Jón þá hafa farið út með Leifi. Jón kveðst ekkert hafa haft saman við Erlend að sælda síðan, og hafi þeir naumast sézt eftir þetta, en bó kveðst Jón engan óvildarhug bera til Erlends. — Að því er Leif Erlends- son snertir, tekur Jón fram, að þeir hafi ekki átt skap saman, en kveðst annars engan Óvildarhug bera til hans. Bræðurnir Erlendur og Leifur hafa komið fyrir réttinn út af þessu atriði. Erlendur kveðst fyrir 2—3 árum hafa orðið að láta lögreglu fjar- lægja þá Leif og Jón úr veitingasalnum á „Röðli“, er þeir hafi komið þangað undir áhrifum áfengis. Hafi Jón þá látið falla til sín reiðiyrði og haft í heitingum. Síðan hafi þeir ekkert haft saman að sælda, en Er- lendur kveðst hafa heyrt utan að sér, að Jón bæri til sín óvildarhug, og kveðst viss um, að svo sé. —— Leifur Erlendsson staðfestir frásögn Erlendar um þetta atvik, að öðru leyti en því, að hann veit ekki, hvað þeim bræðr- um fór á milli í orðum, er þetta skeði. Leifur getur þess, að á meðan þeir Jón ráku veitingastofuna Laugaveg 81 saman, hafi samkomulag beirra verið stirðlegt, og hafi Jón gert sér erfitt fyrir á einn og annan veg. Þess vegna hafi þeir og slitið félagsskap sínum, sbr. rskj. 8. — Telur Leifur Jón bera til sín óvildarhug. Umboðsmaður gerðarþola hefur, eins og áður segir, mótmælt heitvinn- ingu Jóns Erlendssonar á þeim grundvelli, að fjárhagslegir hagsmunir Jóns af úrslitum málsins standi heitvinningu í vegi. Eins og mál þetta horfir við, verður ekki séð, að neitt hafi fram komið, sem bendi til þess, að vitnaframburður Jóns sé líklegur til að afla honum þess fjárhags- ávinnings eða úrslit málsins skipti hann svo að lögum, að rétt þyki að synja honum um heitvinningu framburðar af þeim sökum. Líklegt má telja eftir atvikum, að þykkja hafi orðið með Jóni Erlends- syni og bræðrum hans. En ekki verður talið, að upplýst hafi verið, að hér 36 sé um meiri háttar óvildarhug að ræða af hálfu Jóns, og verður ekki séð, að þetta atriði geti orkað því, að Jóni verði meinuð heitvinning að vitna- framburði sínum. Ber því að gefa Jóni Erlendssyni kost á að vinna heit það, sem krafizt hefur verið, að hann ynni. Því úrskurðast: Vitninu Jóni Erlendssyni, Öldugötu 57, heimilast að staðfesta með eiði eða drengskaparheiti framburð sinn, gefinn í fógetarétti Reykja- víkur hinn 13. nóvember 1950. Miðvikudaginn 24. janúar 1951. Nr. 168/1950. Ákæruvaldið (Ragnar Ólafsson) . Begn Ásmundi Pálssyni og Halldóri Pálssyni (Ragnar Jónsson). Setudómari hrl. Sveinbjörn Jónsson í stað hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Brot gegn lögum um iðju og iðnað. Dómur Hæstaréttar. Með skírskotun til raka héraðsdóms verður að fallast á, að ákærðu hafi gerzt sekir við þau lagaákvæði, sem þar greinir. Þegar litið er til málavaxta, svo sem leikni ákærðu og kunn- áttu í starfa þeirra, þykir refsing þeirra hvors um sig hæfi- lega ákveðin 300 króna sekt til ríkissjóðs, og komi 3 daga varðhald í stað hvorrar sektar, verði hún ekki greidd innan 2 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu sakarkostnaðar á að vera óraskað. Eftir þessum úrslitum ber að dæma ákærðu til að greiða in soliðum allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda í Hæstarétti, 800 krónur til hvors. 97 Dómsorð: Ákærðu, Ásmundur Pálsson og Halldór Pálsson, greiði hvor um sig 300 króna sekt til ríkissjóðs, og komi 3 daga varðhald í stað hvorrar sektar, ef hún verður ekki greidd innan 2 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu sakarkostnaðar stað- festist. Ákærðu greiði in solidum allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækj- anda og verjanda í Hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Ragnars Ólafssonar og Ragnars Jónssonar, 800 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 17. nóv. 1950, Ár 1950, föstudaginn 17. nóvember, var í lögreglurétti Reykjavíkur, sem haldinn var í skrifstofu sakadómara af fulltrúa hans Loga Einarssyni, kveðinn upp dómur í málinu nr. 4365-—-4366/1950: Ákæruvaldið gegn Ás- mundi Pálssyni og Halldóri Pálssyni, sem tekið var til dóms 24. október s.1: Mál þetta er af ákæruvaldsins hálfu höfðað gegn Ásmundi Pálssyni bílaviðgerðarmanni, Laugarnesvegi 48, og Halldóri Pálssyni verkamanni, Hátúni 13, til refsingar og greiðslu málskostnaðar fyrir brot gegn lögum nr. 18 31. maí 1927 um iðju og iðnað, sbr. lög nr. 105 23. júní 1936 um breyting á lögum nr. 18. 31. maí 1927 og lögum nr. 85 19. júní 1933 um breyting á nefndum lögum nr. 18 31. maí 1927. Báðir eru ákærðu komnir yfir lögaldur sakamanna, fæddir að Syðri- Steinsmýri í Leiðvallahreppi, ákærði Halldór 20. apríl 1919, og hefur hann hvorki sætt ákæru né refsingu fyrr, svo að kunnugt sé, en ákærði Ásmundur er fæddur 20. febrúar 1915. Hinn 22. marz 1949 sætti hann í Reykjavík áminningu fyrir brot gegn 10. sbr. 28. gr. lögreglusamþykktar fyrir Reykjavík. Að öðru leyti hefur hann hvorki sætt ákæru né refsingu, svo að kunnugt sé. Verður nú greint frá málavöxtum: Með bréfi, dagsettu 7. október 1949, kærði félag bifvélavirkja yfir því, að ákærðu rækju bifreiðaviðgerðaverkstæði að Laugarnesvegi 48 hér í bæ án þess að hafa iðnréttindi í bifvélavirkjun. Ákærðu skýra svo frá, að þeir hafi frá því á árinu 1947 rekið bifreiðaverkstæði að Laugarnesvegi 48 án þess að hafa nokkur iðnréttindi, en þeir segjast hvorki hafa unnið við viðgerðir á bifvélahreyflum né undirvögnum bifreiða, heldur eingöngu við réttingar og viðhald á yfirbyggingu bifreiða, þar með talnn málning. 38 Þá segjast þeir einnig hafa lítillega fengizt við lagfæringu á klæðningum innan í bifreiðum, en þó sé það ekki teljandi. Sigurjón Pétursson, framkvæmdastjóri fyrir bifreiðaverkstæðinu Ræsi h/f hér í bæ, til heimilis að Víðimel 47, skýrir svo frá, að yfirmaður allra deilda verkstæðisins nema málningardeildar sé meistari í bifvélavirkjun. Á aðalverkstæðinu sé aðallega unnið við vélaviðgerðir ásamt viðgerðum á undirvögnum bifreiða o. fl, en í kjallara sé unnið við réttingar á yfir- byggingum bifreiða, og þar sé maður, óiðnlærður, undir yfirstjórn fyrr- greinds meistara forstöðumaður, sem unnið hafi við þessi störf um ellefu ára skeið, en enginn bifvélavirki vinni í þessari deild verkstæðisins. Á bifvélaverkstæðinu segir Sigurjón vinnuna aðallega fólgna í viðgerð- um með aðfluttum varahlutum, en þó sé nokkuð fengizt við nýsmíði, t. d. renndir boltar, rær o. fl., enda vinni við þessi störf hjá fyrirtækinu meist- ari í rennismíði. Í réttingaverkstæðinu segir Sigurjón, að stundum hafi verið smíðaðar hálfar bifreiðahurðir eða hluti í slíkar hurðir og skeytt við þann hlutann, sem heill hafi verið, og sama sé að segja, að því er aurbretti varðar. Þá hefur hann getið þess, að það sé munnlegt samkomulag milli stjórnar félags Þbifvélavirkja og eigenda bifvélaviðgerðaverkstæða, að þar megi ófaglærðir menn vinna undir yfirstjórn meistara Í iðninni, meðan skortur er á sveinum í henni, en bjóði útlærður bifvélavirki vinnu sína, sé hann ráðinn til starfa á viðkomandi verkstæði og ófaslærðum manni sagt starf- inu upp. Framangreint samkomulag kveður hann eigi vera tímabundið, heldur sé því ætlað að gilda, á meðan skortur sé á faglærðum mönnum í iðn- greininni. Umsagnar Iönráðs Reykjavíkur var leitað um starfsemi ákærðu, og telur það, að um ótvírætt brot sé að ræða hjá ákærðu. Í reglugerð um iðnaðarnám nr. 38 29. marz 1941 segir svo í 1. gr., að námstími iðnnema í bifvélavirkjun skuli vera 4 ár. Í 13. gr. reglugerðar- innar segir svo í 2. tl. K lið, að nemandi skuli rétta, bæta og logsjóða aurhlíf og bifreiðarhús. Samkvæmt þessu verður að telja, að réttingar á yfirbyggingum bifreiða falli undir bifvélavirkjun. Hafa ákærðu því gerzt brotlegir við 2. gr. laga nr. 105 23. júní 1936 um breyting á lögum nr. 18 31. maí 1927 um iðju og iðnað, sbr. 1. tl. 27. gr. og 1. mgr. 28. gr. síðast nefndra laga. Þykir refsing þeirra, hvors um sig, með hliðsjón af 1. gr. laga nr. 14 8. marz 1948 um ákvörðun fésekta hæfilega ákveðin 1200 króna sekt til ríkissjóðs, og afpláni hvor um sig sekt sína með varðhaldi í 12 daga, verði þær eigi greiddar innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærðu ber að dæma in solidum til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda þeirra, Ragnars Jónssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 500.00. Dráttur sá, sem orðið hefur á rekstri máls þessa, stafar af önnum rann- sðknardómarans. Rekstur málsins hefur því verið vitalaus. 39 Dómsorð: Ákærðu, Ásmundur Pálsson og Halldór Pálsson, sæti hvor um sig 1200 króna sekt til ríkissjóðs, og afpláni hvor um sig sekt sína með varðhaldi í 12 daga, verði þær eigi greiddar innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærðu greiði in solidum allan kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda þeirra, Ragnars Jónssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 500.00. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Miðvikudaginn 24. janúar 1951. Nr. 71/1950. Ákæruvaldið (Sigurður Ólason) gegn Sigurði Jóhanni Pétri Þorsteinssyni (Jón N. Sigurðsson). Setudómari hrl. Sveinbjörn Jónsson í stað hrd. Jónatans Hallvarðssonar. Landhelgisbrot. Dómur Hæstaréttar. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms þykir mega staðfesta hann, þó svo, að greiðslufrestur sektarinnar ákveðst 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin laun skipaðs sækjanda og verjanda í Hæstarétti, 800 krónur til hvors. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó svo, að greiðslufrestur sektarinnar ákveðst 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Ákærði, Sigurður Jóhann Pétur Þorsteinsson, greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin mál. flutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda í Hæstarétti, 40 hæstaréttarlögmannanna Sigurðar Ólasonar og Jóns N. Sigurðssonar, 800 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 9. maí 1950. Ár 1950, þriðjudaginn 9. maí, var í lögreglurétti Reykjavíkur, sem hald- inn var Í skrifstofu réttarins af Valdimar Stefánssyni sakadómara, kveð- inn upp dómur í málinu nr. 1854/1950: Ákæruvaldið gegn Sigurði Jóhanni Pétri Þorsteinssyni, sem tekið var til dóms 26. apríl sama ár. Mál þetta er af ákæruvaldsins hálfu höfðað gegn Sigurði Jóhanni Pétri Þorsteinssyni skipstjóra, Nökkvavogi 7 hér í bæ, fyrir brot gegn lögum nr. 5 1920, sbr. lög nr. 4 1924. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, að eigin sögn fæðdur 24. febrúar 1915 á Siglufirði. Hinn 9. maí 1940 var hann í Hafnarfirði sekt- aður með réttarsátt um kr. 1910.00 fyrir ólöglegan innflutning áfengis o. fl, en að öðru leyti hefur hann ekki, svo kunnugt sé, sætt ákæru né refsingu. Síðan 1. nóvember s.l. hefur ákærði verið skipstjóri á vélbátnum Jóni Valgeir, ÍS. 98, og hefur hann og áhöfn bátsins haft bátinn á leigu síðan. Hinn 5. desember var ákærði á bátnum að botnvörpuveiðum á austan- verðum Húnaflóa. Að morgni þessa dags fóru sjómennirnir Guðmundur Jóhannesson, 29 ára, og Þorbjörn Jónsson, 32 ára, báðir til heimilis í Höfðakaupstað, í róður á trillubát. Skýra þeir svo frá, að þegar þeir hafi verið að enda við að leggja línuna fram af Hofskirkju í Skagahreppi, aðeins norður og fram af Hofi, segir Þorbjörn, hafi skip á botnvörpuveið- um komið í áttina til þeirra og stefnt að landi. Þeir beindu þá bát sínum að skipinu og héldu í áttina til þess, en þá beygði það, jók ferðina og hélt aftur frá landi. Voru þá fáar bátslengdir milli skipanna, og sáu vitnin þá greinilega, að aðkomuskipið var að toga. Vitnið Þorbjörn heldur því fram, að bæði sér og Guðmundi hafi verið ljóst, að skipið var langt fyrir innan landhelgis- línu. Vitnin tóku nú mið af staðnum, sem þeir voru staddir á, og var það Refsborg, eða Kaldbaksþúfa, í Höfðatá syðri og Hofskirkja skammt norðan við Hofsárós. Telja vitnin í kæru sinni í máli þessu þenna stað vera 14— 1% sjómílu undan landi. Þegar vitnin tóku miðin, var klukkan rétt um 9 árdegis, ef til vill fáeinar mínútur yfir 9. Vitnin voru ekki fullviss um að hafa séð nafn skipsins, og þegar þeir höfðu tekið miðin, sigldu þeir á eftir skipinu, og þar sem það hélt áfram að toga og hægði heldur ferðina, komust þeir fljótlega að síðu þess og sáu greinilega nafn þess og númer, Jón Valgeir, ÍS. 98. Ekkert samband höfðu þeir við skipverja. Þegar þessir atburðir gerðust, segja vitnin hafa verið austangolu, en úrkomulaust, ekki hafi verið orðið albjart, en vegna góðs skyggnis hafi fjöllin sézt greini- lega. Skýrslur sínar í máli þessu hafa vitnin staðfest með eiði. Að tilhlutan réttarins hefur hr. Pétur Sigurðsson sjóliðsforingi sett 41 nefnd mið út á sjókort, og reyndist staður þeirra vera rúmlega 2,2 sjó- mílur innan landhelgislínunnar. Hinn 21. janúar s.l. sigldi varðskipið Ægir með vitnin á þann stað, sem þeir töldu sig hafa tekið miðin á. Segjast vitnin hafa vísað á staðinn eftir beztu getu og samvizku. Veður var gott, skyggni ágætt og miðin glögg, og skýrir varðskipsforinginn svo frá, að staðarákvörðunin hafi verið: Kálfshamarsviti > 987 25 Hofskirkja > 68? 07 Spákonufellshöfðatá Dýpi 58 metrar, og gefi mælingar bessar staðinn 2,2 sjómílur innan landhelgislínu. Ákærði hefur viðurkennt, að hafa verið að togveiðum á v/b Jóni Valgeir á umræddum tíma, en neitar að hafa verið innan landhelginnar. Hann kveðst ekki kannast við mið þau, sem kærendur tóku, vera ókunnugur á Skaga og ekki þekkja örnefni þar. Þó eigi svo að heita, að hann þekki fjöllin og einstöku bæi, svo sem Hof og Kálfshamarsvík. Skýrsla ákærða um málavexti verður nú rakin. Hann kveðst hafa komið á Húnaflóa frá Siglufirði aðfaranótt 5. desember s.l. og kastað vörpunni úti af Kálfs- hamri á 55—60 faðma dýpi. Er þetta í ósamræmi við leiðarbók skipsins, sem segir, að kastað hafi verið um kl. 1 á 50 faðma dýpi. Togaði síðan í S-SV og fylgdi þessu dýpi að Hofsgrunni. Þegar að grunnninu kom, var varpan tekin inn og veiðarfærin lagfærð. Aftur var vörpunni kastað um kl. 6 árdegis á 68—7T0 faðma dýpi suðvestur af Hofsgrunni. Síðan var togað inn svokallaðan kant í S-SV meðfram landhelgislínunni. Kveðst ákærði hafa togað mjög nálægt henni, en eigi hafi hann farið inn fyrir hana. Í öllu þessu togi segir hann dýpið hafa haldizt hið sama, 68--70 faðmar. Í dimmu um morguninn (ákærði tók ekki eftir, hvað klukkan var) sá hann trillubát landmegin við sig, og sýndist honum tveir menn vera á honum. Ekki kom trillubáturinn mjög nálægt v/b Jóni Valgeir, og engin orð fóru milli bátanna. Bráðlega hvarf trillubáturinn sjónum ákærða út í dimmuna Í áttina til lands. Þegar trillubáturinn sást í nánd við v/b Jón Valgeir, var togað í S-SV, og neitar ákærði, að rétt sé hjá kærend- unum, að togað hafi verið að landi, þ. e. a. s. til austurs. Eftir að trillu- báturinn hvarf, hélt ákærði áfram að toga í sömu átt og áður og síðan í norðvestur. Eftir þetta var togað á svipuðum slóðum og inn með, og var treg veiði. Þegar birti um morguninn, var báturinn kominn vestur í flóa, langt út fyrir landhelgislínu. Veðrið þenna morgun, segir ákærði, hafa verið norðaustan kalda og hríðarfjúk, og á þeim tíma, sem kæran greinir, kveðst hann engar staðarákvarðanir hafa gert, enda hafi það eigi verið unnt vegna myrkurs. Af dýpinu og Kálfshamarsvitanum kveðst hann hafa ráðið, hvar hann var, en hann hafi aldrei verið grynnra en á 68-—-70 faðma dýpi og aldrei siglt inn úr syðri rauða geisla Kálfshamars- víkurvitans. Ljósið hafi að vísu eigi sézt samfleytt vegna hríðarfjúks, en víst sé, að þegar hann breytti stefnu til norðvesturs, hafi hann aðgætt 42 ljós vitans og verið þá enn í rauðu ljósi. Eigi getur þetta þó skipt miklu máli, því að rauða ljós vitans nær á þessum slóðum langt inn fyrir land- helgislínu. á Auk ákærða voru átta menn á v/b Jóni Valgeir í þetta sinn. Leitað hefur verið upplýsinga þeirra allra um stað skipsins á þeim tíma, sem kæran greinir, en enginn þeirra hefur getað um hann borið, og eigi kveð- ast þeir hafa orðið trillubátsins varir. Leitað hefur verið álits Péturs Sigurðssonar sjóliðsforingja um, hvort skýrsla ákærða um togdýpið gefi bendingu um, hvar hann hafi verið, miðað við landhelgislínu, og var svar hans á þessa leið: „Eftir upplýsing- um skipstjórans á v/b Jóni Valgeir um togdýpið virðist svo sem báturinn hafi byrjað veiðar um 0,5 sjóm. fyrir utan landhelgislínuna út af Kálfs- hamarsvík, en smáfærzt nær henni á leið sinni suður eftir, þannig að þegar báturinn er kominn suður að Hofsgrunni og tekur inn vörpuna, þá hefur hann verið nálægt landhelgislínunni þar. Þegar báturinn kastar aftur um 6 leytið um morguninn á 68—70 faðma (124—198 m) dýpi suð- vestur af Hofsgrunni, bendir dýpið til, að hann hafi annaðhvort verið mjög nálægt eða rétt fyrir innan landhelgislínuna á þessum slóðum, eftir því hvort báturinn hefur verið norðarlega eða sunnarlega við grunnið, begar hann byrjaði að toga.“ Af ákærða hálfu hefur því verið haldið fram, að svo dimmt hafi verið á slóðum bátanna í umrætt sinn, að kærendur hafi ekki getað tekið þau mið, sem þeir segjast hafa tekið. Þeir hafa þó, eins og áður segir, skýrt svo frá, að vegna góðs skyggnis hafi fjöllin sézt greinilega, enda þótt eigi væri orðið albjart af degi. Um þetta atriði hefur álits Veðurstofunnar verið leitað, og segir í því, að allar líkur séu til, að verið hafi fullnægjandi birtuskilyrði til að sjá til fjalla, einnig í suðri, af sjónum fram undan Hofi á Skaga á umræddum tíma. Eins og málavöxtum hefur nú verið lýst, verður að telja nægilega sannað með vætti þeirra Guðmundar Jóhannessonar og Þorbjörns Jóns- sonar, að ákærði hafi í margnefnt sinn verið að botnvörpuveiðum í land- helgi. Hefur hann því gerzt brotlegur við 1. gr. laga nr. 5 frá 1920, og þykir refsing hans samkvæmt 3. gr. sömu laga, sbr. lög nr. 4 1924, og með tilliti til núverandi gullgildis íslenzkrar krónu hæfilega ákveðin 74 þúsund króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi varðhald í 7 mánuði í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birt- ingu dóms þessa. Hinn 7. desember s.l. landaði ákærði á Skagaströnd afla bátsins úr þessari veiðiför. Óvíst er um magn hans, bæði það, sem aflazt hafði, þegar brotið var framið, og hvað eftir það aflaðist í veiðiförinni. Frá því brotið gerðist, hafa veiðarfæri bátsins verið endurnýjuð meira og minna. Af þessum sökum þykir ákvæði 3. gr. laga nr. 5 1920 um upptöku afla og veiðarfæra eigi vera framkvæmanlegt, og verður því eigi beitt. Ákærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, hrl. Jóns Sigurðssonar, kr. 500.00. Rekstur málsins hefur verið vítalaus. 43 Dómsorð: Ákærði, Sigurður Jóhann Pétur Þorsteinsson, greiði kr. 74.000.00 sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi varðhald í 7 mánuði í stað „sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, hrl. Jóns Sigurðssonar, kr. 500.00. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Mánudaginn 29. janúar 1951. Nr. 111/1949. Útgerðarfélag Grindavíkur h/f. (Einar B. Guðmundsson) gegn Leó Sigurðssyni fyrir sína hönd og skipverja á v/b Súlunni, E.A. 300 (Gunnar Þorsteinsson). Setudómari próf. Ármann Snævarr í stað hrd. Jónatans Hallvarðssonar. Skaðabótamál. Skemmdir á veiðarfærum. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 4. ágúst 1949, að fengnu áfrýjunarleyfi 18. júlí s. á. Krefst hann aðallega sýknu, en til vara, að dæmdar fjárhæðir verði lækkaðar til muna. Svo krefst hann og málskostnaðar úr hendi stefnda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar af áfrýjanda fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Fallast má á rök héraðsdóms fyrir skiptingu sakar milli aðilja, og með því að aflatjón er ekki of hátt metið af héraðs- dómi og málinu hefur ekki verið gagnáfrýjað, ber að stað- festa hinn áfrýjaða dóm að niðurstöðu til. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr, 1200.00. 44 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Útgerðarfélag Grindavíkur h/f, greiði stefnda, Leó Sigurðssyni fyrir sína hönd og skipverja á v/b Súlunni, E.A. 300, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 1200.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 7. febr. 1949. Mál þetta, sem dómtekið var 28. þ. m., hefur Leó Sigurðsson útgerðar- maður á Akureyri, eigandi v/s Súlunnar, E.A. 300, fyrir sína hönd og skip- verja á skipinu höfðað fyrir sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur með stefnu, útgefinni 17. marz Í. á., gegn Útgerðarfélagi Grindavíkur h.f., eig- anda v/b Ægis, G.K. 350, til greiðslu skaðabóta, að fjárhæð kr. 38.741.40, auk 6% ársvaxta frá stefnudegi til greiðsludags og málskostnaðar sam- kvæmt framlögðum reikningi eða eftir mati dómsins. Þá krefst stefnandi þess, að viðurkenndur verði sjóveðréttur hans í v/b Ægi til tryggingar dómkröfunum. Eftir gögnum þeim, sem fyrir liggja, eru málavextir þeir, að þriðju- daginn 20. janúar f. á. köstuðu skipverjar á v/s Súlunni herpinót skipsins fyrir síldartorfu í Hvalfirði, en þar stundaði skipið síldveiðar á þessum tíma ásamt fjölda annarra skipa. Tekið var að dimma, þegar nótinni var kastað, og voru ljósker á báðum nótabátum skipsins. Var þannig frá ljósatækjum þessum gengið, að þau voru fest við stengur, er komið var fyrir við afturþóftur nótabátanna, í um það bil tveggja metra hæð frá borðstokknum. Fengu ljóskerin rafmagn frá rafgeymum í sambandi við vélar bátanna og köstuðu frá sér ljósi allt í kring. Telja skipverjar á Súlunni, að ljósin hafi sézt úr fjarska. Í umrætt skipti var nokkur gola, um 3 vindstig, út fjörðinn. Skömmu eftir að skipverjar á Súlunni höfðu kastað, eða er þeir voru að taka hringana af línunni, bar þarna að v/b Ægi frá Grindavík, er var að síldveiðum með hringnót. Kastaði hann nót sinni mjög skammt frá nót Súlunnar og áveðurs við hana. Kveðast skip- verjar á Ægi ekki hafa séð ljósin frá nótabátum Súlunnar eða orðið nótar hennar varir, er þeir köstuðu. Litlu síðar rak Ægi á nót Súlunnar, og festist nótin í skrúfu Ægis eða á annan hátt undir skipinu, og varð hún ekki losuð, nema með því að nota til þess vindu skipsins. Við losunina rifnaði nótin mjög, og tapaðist þá nokkuð af síld þeirri, sem í henni var; en skipverjar á Súlunni telja sig hafa verið búna að fá gott „kast“, en þáð er ósannað. Eftir að Súlan hafði kastað herpinót sinni, var hún, meðan atburðir þeir gerðust, sem raktir eru hér að framan, á sveimi í kringum Ægi, og það er ósannað, að Ægismenn hafi fengið nokkra að- vörun um hættu frá henni eða mönnum þeim, sem voru í nótabátum 45 hennar, fyrr en kallað var til þeirra, en það var gert svo seint, að eigi var unnt að forða því, að Ægir lenti á nótinni. Vegna skemmdanna á nótinni varð Súlan að hætta frekari síldveiðum í það sinn og fara rakleitt til Reykjavíkur í því skyni að fá við nótina gert. Fór þar síðan fram bráðabirgðaviðgerð á henni, og var viðgerðinni ekki lokið fyrr en síðla dags föstudagsins 23. janúar, enda þótt unnið væri að henni sleitulaust, frá því að skipið kom til Reykjavíkur. Stefnandi telur, að skemmdir þær á herpinót Súlunnar, sem að framan greinir, hafi hlotizt vegna vangæzlu skipverja á Ægi, og beri stefnda því að bæta það tjón, sem af hafi orðið, en það sé fólgið í kostnaði af viðgerð nótarinnar og veiðitjóni. Kveður hann viðgerðarkostnaðinn hafa numið kr. 2019.40. Þá kveður hann síldarafla Súlunnar í umrætt sinn aðeins hafa numið 446 málum, en telur, að skipið hefði getað fengið fullfermi, hefði það getað haldið áfram veiðum óhindrað þann tíma, sem viðgerðin tók. Fullfermi skipsins kveður hann vera um 1650 mál, og nemi því veiðitjónið a. m. k. 1204 málum. Verð hvers sildarmáls hafi á þessum tíma verið kr. 30.50, og beint veiðitjón skipsins vegna nótaskemmdanna því kr. 36.722.00. Nema greindar fjárhæðir samanlagðar hinni umstefndu kröfu. Stefndi hefur krafizt aðallega, að hann verði algerlega sýknaður af kröfum stefnanda, en til vara krefst hann lækkunar á þeim eftir mati dómsins. Þá krefst hann málskostnaðar, hvernig sem málið fer. Sýknukröfuna reisir stefndi á því, að skipverjar á Ægi hafi enga van- gæzlu sýnt í umrætt skipti. Telur hann orsök nótaskemmdanna vera þá, að skipverjar á Súlunni hafi ekki gefið aðvörunarmerki, enda þótt þeir frá upphafi hafi séð, hvað verða vildi. Varakrafa stefnda er á því byggð, að veiðitjón Súlunnar sé áætlað óhæfilega hátt. Svo sem áður er sagt, höfðu skipverjar á Súlunni kastað herpinót skips- ins, nokkru áður en Ægir kastaði hringnót sinni, og voru nótabátar Súl- unnar vel lýstir. Áttu því skipverjar á Ægi, er hann bar að og þeir köstuðu, að geta séð, hvernig aðstaðan var og hagað sér eftir henni. Þetta gerðu þeir ekki, og verður því að telja, að þeir eigi meginsök á því, hvernig fór. Hins vegar ber á það að líta, að skipverjar á Súlunni virðast hafa fylgzt vel með aðgerðum Ægismanna, frá því er hann kom á vettvang. Meðal annars, sem fram hefur komið og sýnir þetta, segir stýrimaður á Súlunni, er var á skipinu og stjórnaði þvi á sveimi þess á vettvangi, að honum hafi orðið ljóst, er Ægir var byrjaður að kasta, að hætta væri á því, að Ægi ræki ofan á nót Súlunnar. Þrátt fyrir þetta gaf hann eða aðrir skipverjar á Súlunni Ægismönnum ekkert aðvörunar- merki, fyrr en í fullt óefni var komið. Eiga þeir því nokkra sök á því, hvernig tókst til. Samkvæmt þessu ber að skipta tjóninu í hlutfalli við sök hverra um sig, Ægismanna og skipverja á Súlunni, og þykir eftir atvikum hæfilegt, að stefndi beri % hluta þess, en stefnandi %. Viðgerðarkostnaðurinn, kr. 2019.40, hefur ekki verið sérstaklega vé- fengdur, og verður hann því lagður til grundvallar við ákvörðun tjónsins. Að því er veiðitjónið varðar, þykir hæfilegt að áætla löndunarmagn 46 Súlunnar af síld dagana 20.—-23. janúar 1948 um 800 mál. Er áætlun þessi miðuð við löndunarmagn allmargra síldveiðiskipa þessa daga, svo og heildarveiðimagn Súlunnar sjálfrar á síldveiðitíma þeim, er hér skiptir máli. Súlan hafði 446 mál síldar innanborðs, er hún kom til Reykjavíkur með nót sína til viðgerðar. Koma þau til frádráttar áætluðu löndunar- magni hennar. Áætlast því veiðitjón skipsins 350 mál síldar, og nemur andvirði hennar, miðað við kr. 30.50 verð á hverju síldarmáli, kr. 10675.00. Heildartjón stefnanda vegna nótaskemmdanna nemur þá kr. 10675 kr. 2019.40 = kr. 12694.40. Samkvæmt því, er áður er sagt, ber stefnda að greiða % þeirrar fjárhæðar, eða kr. 8462,94. Úrslit máls þessa verða þá þau, að stefndi verður dæmdur til þess að greiða síðast nefnda upphæð með vöxtum, eins og krafizt hefur verið, svo og málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 1100.00. Þá ber að taka kröfu stefnanda um viður- kenningu sjóveðréttar í v/b Ægi, G.K. 350, fyrir hinum tildæmadu fjár- hæðum til greina. Einar Arnalds borgardómari kvað upp dóm þenna ásamt meðdóms- mönnunum Pétri sjóliðsforingja Sigurðssyni og Hafsteini framkvæmda- stjóra Bergþórssyni. Dómsorð: Stefndi, Útgerðarfélag Grindavíkur h.., greiði stefnanda, Leó Sigurðssyni fyrir sína hönd og skipverja á v/b Súlunni, E.A. 300, kr. 8462.94 með 6% ársvöxtum frá 17. marz 1948 til greiðsluðags og kr. 1100.00 í málskostnað, og á stefnandi sjóveðrétt í v/b Ægi, GK. 350, til tryggingar fjárhæðum þessum... Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 29. janúar 1951. Nr. 115/1949. Náttúrulækningafélag Íslands (Sveinbjörn Jónsson) gegn Borgarstjóra Reykjavíkur f. h. bæjarsjóðs (Tómas Jónsson). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Jónatans Hallvarðssonar. Útsvarsmál. Dómur Hæstaréttar. Sigurður Grímsson, fulltrúi borgarfógetans í Reykjavík, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. 47 Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 10. ágúst 1949, Krefst hann þess, að hinum áfrýjaða úrskurði verði hrundið og að synjað verði um framgang lög- taksins. Svo krefst hann og málskostnaðar úr hendi stefnda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar af áfrýjanda fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Í samþykktum Náttúrulækningafélags Íslands frá 14. marz 1941, er giltu, þegar á var lagt útsvar það, er málið fjallar um, eru ekki glögg ákvæði um það, að öllum ágóða af starf- semi félagsins skuli beinlínis varið til almenningsheilla. Brestur því þegar af þeirri ástæðu skilyrði fyrir því, að fé- lagið sé undanþegið útsvarsskyldu samkvæmt 6. gr. A, 11, 2, CC laga nr. 66/1945. Ber því að staðfesta hinn áfrýjaða úrskurð. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 500.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Náttúrulækningafélag Íslands, greiði stefnda, borgarstjóra Reykjavíkur f. h. bæjarsjóðs, máls- kostnað fyrir Hæstarétti, kr. 500.00. Dóminum ber að fulnægja að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 2. júlí 1949. Gerðarbþola, Matstofu Náttúrulækningafélags Íslands hér í bæ, var gert að greiða í útsvar til bæjarsjóðs Reykjavíkur fyrir ár 1948, kr. 4500.00. Þar eð hann hefur eigi greitt útsvar þetta, hefur borgarstjórinn í Reykja- vík f. h. bæjarsjóðs krafizt þess, að það verði innheimt með lögtaki. Umboðsmaður gerðarþola hefur gert þær réttarkröfur í málinu, að synjað verði um framgang hinnar umbeðnu lögtaksgerðar og að gerðar- bola verði úrskurðaður hæfilegur málskostnaður að mati réttarins. Byggir hann kröfur sínar á því, að tilgangur með stofnun matstofunnar hafi verið: 1. Að veita mönnum aðgang að heilnæmu fæði, 2. að veita sjúkling- um aðgang að sérstöku fæði eftir tilvísun lækna, að svo miklu leyti sem tök væru á. 3. Að verða einstaklingum og öðrum matsöluhúsum til fyrir- myndar, en með þessu starfi matstofunnar hafi félagið unnið þýðingar- 48 mikið starf til almenningsheilla og beri því gerðarþola að vera útsvars- frjáls samkvæmt 6. gr. A. 11, 2. C lið útsvarslaganna nr. 66 1945. Hefur umboðsmaður gerðarþola og í þessu sambandi bent á 2. og 3. gr. laga Náttúrulækningafélagsins, er lúta að tilgangi félagsins og starfsháttum, og hefur ennfremur bent á það, að sé um hagnað af matstofunni að ræða, er gangi til annars en hennar sjálfrar, þá sé þeim hagnaði varið í sam- ræmi við 2. og 3. grein félagslaganna. Kveður hann umbjóðanda sinn hafa farið þess á leit árið 1947, að Bæjarráð Reykjavíkur gæfi eftir útsvar eða útsvör, sem á matstofuna höfðu verið lögð, og hafi sú beiðni verið ítrekuð í bréfi til sama aðilja, dags. 11. október 1948, en árangurslaust. Kveður hann umbjóðanda sinn hafa greitt útsvar, er á hann (matstofuna) var lagt árið 1947, með fyrirvara, þar eð hann hafi talið þá, eins og nú, að útsvarið hafi ranglega verið lagt á hann, og áskilur umboðsmaður gerðarþola honum rétt til endurheimtu þess útsvars eftir úrslitum þessa máls. Umboðsmaður gerðaþola hefur ennfremur til stuðnings kröfu sinni bent á hæstaréttardóm í málinu nr. 79/1946: Stórstúka Íslands gegn borgar- stjóranum í Reykjavík f. h. bæjarsjóðs, sem hann telur hliðstætt Þessu máli. Náttúrulækningafélagið berjist gegn sjúkdómum aðallega með því að brýna fyrir mönnum rétta og heilnæma lifnaðarháttu. Þar af leiðandi berjist það gegn áfengisnautn, eins og Góðtemplarareglan, og hafi félagið gefið út rit um það efni og ennfremur berjist það gegn neyzlu tóbaks og annarra nautnalyfja og óhollra fæðutegunda. Um þessa stefnu félagsins sé enginn ágreiningur meðal lækna. Hitt sé annað mál, að um einstök atriði sé og verði ávallt ágreiningur bæði innan vébanda náttúrulækn- anna og annarra lækna, svo sem um einstök atriði mataræðis o. fl. Þá hefur umboðsmaður gerðarþola lagt fram á rskj. nr. 8 og 9 ummæli tveggja lækna um starfsemi Náttúrulækningafélagsins til almennra nyt- semda. Loks hefur hann lagt fram á rskj. nr. 11 og nr. 12 efnahags- og rekstrarreikninga matstofunnar fyrir árin 1946 og 1947. Gerðarbeiðandi hefur eindregið mótmælt þeim skilningi umboðsmanns gerðarþola, að gerðarþoli sé fyrirtæki þess eðlis, að það eigi að falla undir undantekningarákvæði 6. gr. A II 2 C lið útsvarslaganna um út- svarsskyldu. Hefur hann haldið því fram, að starfsemi gerðarþola sé eins og starfsemi hverrar annarrar matsölu hér í bæ. Hver og einn geti keypt sér þar fæði, eftir því sem húsrúm leyfi, þó að vera kunni, að félagar í Náttúrulækningafélaginu gangi fyrir um það, ef svo ber undir. Náttúru- lækningafélagið hafi ekki hlotið þá almennu viðurkenningu, að það verði talið starfa til almenningsheilla á sama hátt og t. d. Góðtemplarareglan. Vitað sé, að töluverður styrr standi um félagið eða réttara sagt um sumar kenningar forystumanna þess varðandi mataræði o. fl. Það sé al- kunnugt, að ýmsir mikilsmetnir læknar telja þær kenningar öfgar einar, sem horfi ekki til almennra þjóðbrifa. Auk þess verði af lögum Náttúru- lækningafélagsins ekkert ráðið um það, hvað verði af afrakstri af slíkri starfsemi sem matsölunni, enda vafamál, hvort slík matstofa sé starf- rækt samkvæmt beinum ákvæðum félagslaganna. Samkvæmt þessu hefur 49 umboðsmaður gerðarbeiðanda haldið fast við kröfu sína um lögtak og mótmælt öllum kröfum umboðsmanns gerðarþola. Aðiljar hafa lagt atriðið undir úrskurð réttarins. Eins og fram kemur í skjölum þessa máls, hefur matstofa Náttúru- lækningafélags Íslands starfað hér frá því á árinu 1944 og til dags dato. Það er vitað, að matstofa þessi er um mataræði að mörgu frábrugðin því, sem almennt gerist á öðrum matsöluhúsum hér í bæ og annars staðar á landi hér. Hefur verið reynt að hafa á boðstólum sem mest það fæði, er náttúrulæknar yfirleitt telja heilsusamlegast, en forðast eftir megni Þær fæðutegundir, sem þeir telja skaðlegar. Hefur stjórn Náttúrulækn- ingafélagsins gert grein fyrir þessum fæðutegundum í yfirlýsingu sinni á rskj. nr. 5. Umboðsmaður gerðarþola hefur haldið því fram, að þessi starfsemi matstofunnar miði tvímælalaust til almenningsheilla og beri hún því að vera undanþegin útsvarsskyldu samkvæmt þar að lútandi ákvæðum útsvarslaganna. Umboðsmaður gerðarbeiðanda hefur hins vegar haldið því fram, að læknar og aðrir sérfræðingar á þessu sviði séu hvergi nærri sammála um, hvað til almenningsheilla horfi í þessu efni, og að gerðarþoli hafi því eigi hlotið þá viðurkenningu sem stofnun til almenn- ingsheilla, er þurfi til, að hún verði undanþegin útsvarsskyldu samkvæmt áðurnefndu ákvæði útsvarslaganna. Þar sem vitað er, að stefna náttúrulækna og þá einnig þeirra, sem að gerðarþola standa, er mjög umdeild meðal fagmanna á því sviði, og nægir hér að nefna tvo þjóðkunna lækna, þá dr. med. Skúla Guðjónsson próf- essor í Árósum í Danmörku og dr. með. Jóhann Sæmundsson, prófessor við Háskóla Íslands, þá getur rétturinn ekki fallizt á þá skoðun umboðs- manns gerðarþola, að hér sé um stofnun til almenningsheilla að ræða í skilningi útsvarslaganna. Ennfremur er það ljóst af framlögðum rekstrar- og efnahagsreikningum gerðarþola, að hann hefur, að því er virðist fyrir- varalaust, greitt veltuskatt, tekjuskatt, eignaskatt, stríðsgróðaskatt og kirkjugarðsgjald fyrir ár 1947 (rskj. nr. 11) og alla sömu skatta nema veltuskatt og stríðsgróðaskatt fyrir ár 1948 (rskj. nr. 12) og þá enn- fremur tekjuskattsviðauka. Hins vegar verður ekkert af reikningum á rskj. nr. 12 ráðið, hvernig varið hefur verið hagnaði matstofunnar þá, en hann nam kr. 19.026.17, sbr. rskj. nr. 12. Að vísu má segja, að tekju- og eignaskattsgreiðslur matstofunnar, sem að ofan greinir, hafi enga úr- slitaþýðingu um niðurstöðu þessa máls, en þó má benda á, að svipuð undantekningarákvæði munu vera í báðum lögum, tekjuskatts- og út- svarslögunum, og hefði þá verið eðlilegt, að eins færi um hvort tveggja af hendi sama aðilja. En það, sem mestu varðar, er, að rétturinn lítur svo á, að matstofan sé rekin sem hvert annað fyrirtæki af svipuðu tagi og að sá ágreiningur sé ríkjandi meðal fagmanna um starf og stefnu Náttúru- lækningafélagsins, sem að matstofunni stendur, að ekki verði talið, að hún starfi. tvímælalaust. til almennings heilla og eigi því að njóta undan- tekningar ákvæðis 6..gr. útsvarslaganna. Þykir því samkvæmt þessu verða að leyfa framgang hinnar umbeðnu lögtaksgerðar á ábyrgð gerðarbeið- anda. Málskostnaðarkrafa gerðarþola verður því eigi tekin til greina. 4 50 Því úrskurðast: Hin umbeðna lögtaksgerð á fram að ganga á ábyrgð gerðarbeið- anda. Málskostnaður falli niður. Miðvikudaginn 31. janúar 1951. Nr. 143/1950. Vinnufatagerð Íslands h/f (Einar B. Guðmundsson) gegn Guðlaugu Vilhjálmsdóttur (Egill Sigurgeirsson). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Konu, sem vann í verksmiðju, dæmd vinnulaun nokkra daga, er hún var frá vinnu sökum veikinda. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi, sem skotið hefur málinu til Hæstaréttar með stefnu 17. nóvember 1950, krefst sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar úr hendi hennar fyrir báðum dómum eftir mati Hæstaréttar. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar úr hendi áfrýjanda fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að áfrýjandi greiði stefnda kr. 500.00 í málskostnað í Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Vinnufatagerð Íslands h/f, greiði stefnda, Guðlaugu Vilhjálmsdóttur, kr. 500.00 í málskostnað í Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. öl Dómur bæjarþings Reykjavíkur 19. sept. 1950. Mál þetta, er dómtekið var 11. þ. m., hefur Guðlaug Vilhjálmsdóttir, Snorrabraut 52 hér í bæ, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 6. desember s.l., gegn hlutafélaginu Vinnufatagerð Íslands hér í bænum til greiðslu skuldar, að fjárhæð kr. 336.00 með 6% ársvöxtum frá 1. maí 1949 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Stefndi hefur krafizt sýknu og málskostnaðar. Málavextir eru þessir: Stefnandi máls þessa hefur unnið hjá stefnda síðastliðin 14 ár. Dagana 21. apríl 1949 til 1. maí s. á. var hún frá vinnu sökum veikinda. Heldur hún því fram, að samkvæmt 64. gr. laga nr. 50 frá 1946 beri henni kaup fyrir daga þessa, kr. 42.00 á dag, eða samtals kr. 336.00. Sýknukröfu sína byggir stefndi á því, að árið 1944 hafi verið felld niður sú skylda íslenzkra iðnrekenda að greiða kaup fyrir veikindadaga, þegar samið hafi verið um kaup og kjör milli Félags íslenzkra iðnrekenda og Iðöju, félags verksmiðjufólks. Hafi ákvæði þetta ekki verið tekið upp Í samninga síðan og beri stefnda því ekki skylda til þess að greiða stefn- anda laun fyrir daga þá, sem hún hafi verið frá vinnu sökum veikinda. Í 11. gr. núgildandi samnings milli Félags íslenzkra iðnrekenda og Iðju segir, að verkafólk, sem unnið hafi þrjá mánuði samfleytt eða lengur hjá sama iðnrekanda, skuli teljast fastafólk. Eins og fyrr segir, hefur stefn- andi unnið síðastliðin 14 ár hjá stefnda og var því fastur starfsmaður. Þá segir í 64. gr. laga nr. 50 frá 1946 um almannatryggingar, að fastir starfsmenn skuli aldrei missa neins í af launum sínum, í hverju sem þau séu greidd, fyrstu fjórtán dagana, eftir að þeir forfallist frá vinnu sökum sjúkdóma eða slysa. Með vísan til þessa svo og 1. gr. sömu laga verður að telja, að stefnandi eigi rétt til greiðslu launa fyrir daga þá, sem hún var frá vinnu sökum veikinda. Verður sýknukrafa stefnda því ekki tekin til greina. Ber. stefnda að greiða stefnukröfuna með vöxtum, svo sem krafizt er, svo og málskostnað, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 200.00. Einar Arnalds borgardómari kvað upp dóminn. Dómsorð: . Stefndi, Vinnufatagerð Íslands h.f, greiði stefnanda, Guðlaugu Vilhjálmsdóttur, kr. 336.00 með 6% ársvöxtum frá 1. maí 1949 til greiðsluðags og kr. 200.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirt- ingu dómsins að viðlagðri aðför að lögum. 52 Miðvikudaginn 81. janúar 1951. Nr. 19/1948. Matthías V. Gunnlaugsson gegn Guðbjörgu Þorkelsdóttur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Matthías V. Gunnlaugsson, er ekki sækir dóm- þing í máli þessu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Miðvikudaginn 31. janúar 1951. Nr. 90/1950. Örvaroðdur h/f. segn Olaf M. A. Paulsen. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Örvaroddur h/f, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Miðvikudaginn 31. janúar 1951. Nr. 91/1950. Örvaroddur h/f. gegn Jokob Þorsteinssyni. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Örvaroddur h/f, sem eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. “ 53 Miðvikudaginn 31. janúar 1951. Nr. 148/1950. Eigendur Hugins, R. E. 83 gegn Hafsteini Hannessyni. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, eigendur Hugins, R.E. 83, er eigi sækja dóm- þing í máli þessu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef þeir vilja fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Miðvikudaginn 31. janúar 1951. Nr. 149/1950. Eigendur Hugins, R. E. 83 gegn Jóni Hallgrímssyni. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, eigendur Hugins, R. E. 83, er eigi sækja dóm- þing í máli þessu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef þeir vilja fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Miðvikudaginn 31. janúar 1951. Nr. 150/1950. Eigendur Hugins, R. E. 83 gegn Ingólfi Halldórssyni. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, eigendur Hugins, R. E. 83, er eigi sækja dóm- þing í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef þeir vilja fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 54 Miðvikudaginn 81. janúar 1951. Nr. 151/1950. Eigendur Hugins, R. E. 83 gegn Val Jónssyni. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, eigendur Hugins, R. E. 83, er eigi sækja dóm- þing í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef þeir vilja fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Miðvikudaginn 81. janúar 1951. Nr. 152/1950. FHigendur Hugins, R. E. 83 gegn Kristni Guðbrandssyni. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, eigendur Hugins, R. E. 83, er eigi sækja dóm- þing í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef þeir vilja fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Miðvikudaginn 81. janúar 1951. Nr. 158/1950. Eigendur Hugins, R. E. 83 Begn Guðmundi Þórðarsyni. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, eigendur Hugins, R. E. 83, er eigi sækja dóm- þing í máli þessu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef þeir vilja fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 55 Miðvikudaginn 81. janúar 1951. Nr. 154/1950. Eigendur Hugins, R. E. 83 segn Kristni Guðjónssyni. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, eigendur Hugins, R. E. 83, er eigi sækja dóm- þing í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef þeir vilja fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Miðvikudaginn 31. janúar 1951. Nr. 155/1950. Eigendur Hugins, R. E. 83 - Be8n Árna Jónssyni. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, eigendur Hugins, R. E. 83, er eigi sækja dóm- þing í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef þeir vilja fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Miðvikudaginn 81. janúar 1951. Nr. 156/1950. Eigendur Hugins, R. E. 83 gegn Jens Þórðarsyni. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, eigendur Hugins, R. E. 83, er eigi sækja dóm- þing í máli þessu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef þeir vilja fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 56 Miðvikudaginn 81. janúar 1951. Nr. 157/1950. Eigendur Hugins, R. E. 83 gegn Hjálmari Helgasyni. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, eigendur Hugins, R. E. 83, er eigi sækja dóm- þing í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef þeir vilja fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Miðvikudaginn 81. janúar 1951. Nr. 158/1950. Eigendur Hugins, R. E. 83 gegn Sigurjóni Gíslasyni. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, eigendur Hugins, R. E. 83, er eigi sækja dóm- þing í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef þeir vilja fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Miðvikudaginn 81. janúar 1951. Nr. 159/1950. Eigendur Hugins, R. E. 83 gegn Guðmundi Pálssyni. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, eigendur Hugins, R. E. 83, er eigi sækja dóm- þing í máli þessu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef þeir vilja fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Miðvikudaginn "7. febrúar 1951. Nr. 116/1950. Ákæruvaldið (Jón Ólafsson hál.) segn Guðmundi Arngrímssyni (Sigurður Ólason). Setudómari próf. Ármann Snævarr í stað hrd. Jónatans Hallvarðssonar. Lögreglumaður fremur ólöglega handtöku. Dómur Hæstaréttar. Gunnar Jónsson héraðsdómslögmaður hefur samkvæmt um- boðsskrá kveðið upp héraðsdóminn. Unnusta ákærða þóttist hafa skynjað, að séra Pétur Magnús- son væri maður sá, er hún kveður hafa verið aðfaranætur 16. og 19. janúar 1950 á ferli utan við og í grennd við húsið nr. 18A við Óðinsgötu. Klukkan var um eitt, er stúlkan varð mannsins vör aðfaranótt hins 16. janúar. Kvaddi hún þá föður sinn til, og tjáist hann hafa talið sig þekkja séra Pétur. Birta var þó ekki góð, er þau horfðu á manninn, og var hann í nokkurri fjarlægð. Páll Magnússon lögfræðingur, kona Páls og starfsstúlka þeirra bera, að séra Pétur hafi verið á heimili þeirra aðfaranótt þess 16. janúar. Frú Guðlaug Magnúsdóttir og Jón Bjarnason fulltrúi, Túngötu 16, bera, að séra Pétur hafi verið á heimili þeirra fram til kl. rúmlega 12 aðfaranótt hins 19. janúar, og eitt vitni á Spítalastíg 7 kveður ljós hafa verið komið í herbergi séra Péturs kl. rúmlega 12, en myrkur hafi verið þar áður, og segist vitnið mundu hafa orðið þess vart, ef nokkur hefði farið út eftir það, enda hafi vitnið ekki verið sofnað, er lögreglan kom til að handtaka séra Pétur. Með tilvísun til þess, sem nú hefur verið rakið, brestur alger- lega sönnun fyrir því, að séra Pétur hafi verið maður sá, er var á ferli utan við og í grennd við húsið nr. 18A við Óðins- götu umræddar nætur. Grunur ákærða um það, að séra Pétur væri maður sá, er sást á ferli utan nefnds húss, réttlætti á engan hátt það, að ákærði réðst kl. að ganga 3 með aðstoð fjögurra lögreglumanna inn til séra Péturs, þar sem hann hvíldi í rekkju sinni, handtók hann með talsverðum harðræð- 58 um og færði hann á skrifstofu rannsóknarlögreglunnar til yfirheyrslu. Varðar þessi verknaður ákærða við 181. gr. hegn- ingarlaganna, og þykir refsing hans samkvæmt málavöxtum og með hliðsjón af því, að honum hefur verið vikið frá starfa sínum, hæfilega ákveðin 20 daga varðhald. Ákærði greiði allan kostnað af sökinni bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, þar með talin málflutningslaun skipaðs verj- anda í héraði, kr. 1500.00, og málflutningslaun skipaðs sækj- anda og verjanda fyrir Hæstarétti, kr. 2000.00 til hvors. Það er aðfinnsluvert, að vitni hafa ekki verið eiðfest. Dómsorð: Ákærði, Guðmundur Arngrímsson, sæti varðhaldi 20 daga. Ákærði greiði allan kostnað af sökinni, bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, þar með talin málflutningslaun skipaðs verjanda í héraði, Sigurðar Ólasonar hæsta- réttarlögmanns, kr. 1500.00, og málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir Hæstarétti, cand. jur. Jóns Ólafssonar og hæstaréttarlögmanns Sigurðar Ólasonar, kr. 2000.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Sératkvæði Jóns Ásbjörnssonar hrd. og prófessors Ármanns Snævars. Við erum samþykkir röksemdaleiðslu og ályktunum meiri hluta dómendanna, að öðru leyti en refsingu varðar. Þegar þess er gætt, að séra Pétur Magnússon hlaut engin meiðsl af aðförum ákærða og að ákærði lét hann þegar í stað lausan, er hann hafði haldið honum á skrifstofu sinni í salakynnum rannsóknarlögreglunnar í rúma klukkustund til þess að taka af honum skýrslu, teljum við refsingu ákærða, sem látið hefur af lögreglumannsstarfi sökum máls þessa, hæfilega ákveðna 2500 króna sekt til ríkissjóðs. Verði sektin ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms, komi 20 daga varðhald í hennar stað. 59 Dómsorð okkar yrði þá á þessa leið: Ákærði, Guðmundur Arngrímsson, greiði 2500 króna sekt til ríkissjóðs, og komi 20 daga varðhald í stað sektar- innar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan kostnað af sökinni, bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, þar með talin málflutningslaun skipaðs verjanda í héraði, Sigurðar Ólasonar hæsta- réttarlögmanns, kr. 1500.00, og málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir Hæstarétti, cand. jur. Jóns Ólafssonar og hæstaréttarlögmanns Sigurðar Ólasonar, kr. 2000.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 5. júní 1950. Mál þetta er af ákæruvaldsins hálfu höfðað gegn ákærða fyrir brot gegn KIV. kafla hegningarlaganna nr. 19 frá 1940 til refsingar og málskostn- aðargreiðslu. Ákærði er Guðmundur Arngrímsson, til heimilis Bergstaðastræti 45 í Reykjavík. Hann er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 31. október 1923 í Bolungavík. Hann hefur aldrei áður sætt kæru eða refsingu fyrir nokkurt lagabrot. Málavextir eru, eftir því sem upplýst er í málinu, þessir: Um kl. rúmlega 1 aðfaranótt mánudags 16. jan. s.l. lá ung stúlka, Helga Bachmann að nafni, vakandi í rúmi sínu í herbergi sínu í suðausturhlið hússins Óðinsgata 18 A, en hún býr í herbergi þessu ásamt ungu barni sínu og unnusta hennar, ákærða í máli þessu. Hún kveðst hafa verið að lesa, er hún hafi heyrt gengið um mölina fyrir framan austurglugga her- bergis hennar og farið inn í garð, sem er við suðurgafl hússins. Annar gluggi á herbergi Helgu veit út að garðinum. Eru í þeim glugga fjórar jafnstórar rúður, hver við hliðina á annarri. Var austasta rúðan opnanleg og var örlítið opin. Var rifan ekki svo víð, að hægt væri að koma fingri á milli. Þegar sá, er úti var, hafi verið kominn inn í garðinn, kveðst Helga hafa orðið vör við, að eitthvað var verið að bjástra við gluggann að utan- verðu, og hafi haldið, að verið væri að reyna að opna gluggann alveg. Kveðst hún nú hafa farið fram úr rúminu, út úr herberginu og að her- bergisdyrum föður síns, Hallgríms Bachmanns, og kallað inn til hans, að verið væri að reyna að komast inn í herbergi sitt, inn um gluggann. Hall- grímur, er kveðst hafa verið að hátta, segist hafa farið í eitthvað af föt- um, farið strax inn til Helgu og sagt henni að slökkva ljósið í herberginu, 60 svo betra væri að sjá út. Er Helga hafði slökkt ljósið, hafi þau farið bæði út að austurglugga og horft út um hann. Sáu þau þá mann, er var að fara upp steintröppur, er liggja af lóðinni fyrir framan húsið og upp á gangstétt Óðinsgötu. Gekk maður þessi norður eftir gangstéttinni, um 10 metra frá tröppunum og að suðurgafli hússins nr. 18 við Óðinsgötu, en það hús stendur alveg við gangstéttina. Þegar maður þessi var kominn að suðurgafli hússins Óðinsgötu 18, kveður Hallgrímur mann þenna hafa litið í kringum sig, snúið sér síðan að húsinu Óðinsgötu 18 A og horft þangað. Hafi maðurinn staðið þannig minnst 1%-—2 mínútur, síðan gengið nokkur skref suður eftir gangstéttinni, en þá snúið við og gengið norður eftir gangstéttinni og horfið fyrir húsið Óðinsgötu 18. Þóttust þau feðginin örugglega þekkja, að þetta væri séra Pétur Magnússon frá Vallanesi. Kveðst Helga þekkja séra Pétur vel, frá því hún var nemandi í hús- mæðraskólanum að Hallormsstað, en þar hafi hún verið námsmey tvo vetur. Hallgrímur kveðst hafa séð séra Pétur einu sinni, þá nokkrum mánuðum áður. Hafi séra Pétur þá komið heim til hans og hafi þeir talað lengi saman. Helga kveðst hafa verið óhrædd, er umrætt atvik bar að höndum, vegna þess að hún var ekki ein í húsinu. Er maðurinn var horfinn, kveðst Haligrímur hafa sagt dóttur sinni að kveikja ekki ljós aftur í herberginu, en fara að sofa. Hafi þau síðan farið bæði að sofa. Næsta dag, eftir kl. 14, kveðst Helga hafa verið stödd í verzluninni Síld og Fisk við Bergstaðastræti. Hafi hún þá séð séra Pétur Magnússon ganga þar fram hjá ásamt tveimur mönnum. Hafi hann þá verið eins klæddur og um nóttina, í aðskornum frakka, með trefil um hálsinn, ljósari heldur en frakkann, og með hatt. Kveðst Helga þá hafa farið rakleitt niður á skrifstofu rannsóknarlög- reglunnar á Fríkirkjuveg 11 til að hitta unnusta sinn, ákærða. Hafi hún þá skýrt honum nákvæmlega frá því, er við hafði borið um nóttina, og að hún hefði rétt áður séð séra Pétur í sama frakkanum, með sama trefil og hatt og hann hefði verið með um nóttina. Kveðst hún hafa skýrt ákærða frá þessu í þeim tilgangi einum, að hann gæfi séra Pétri áminn- ingu, til þess að hann endurtæki ekki slíka heimsókn. Ákærði hefur skýrt frá því Í réttarrannsókninni, að um kl. 24 aðfara- nótt mánudags 16. jan. s.l. hafi hann gengið frá heimili sínu, Bergstaða- stræti 45, norður það stræti og ætlað niður í bæ. Hafi hann þá mætt manni, sem gengið hafi suður Bergstaðastræti, verið fullur og sönglað drykkjuvísu. Hefur hann gefið nákvæma lýsingu á manni þessum. Hann hafi verið meðalmaður á hæð, rýr um herðar og gildur um miðju, með dökkbláan hatt á höfði, í dökkum þykkum, aðskornum frakka, klæddur dökkleitum buxum og með skóhlífar á fótum, með gráan ullartrefil um hálsinn og með gleraugu. Enn fleiri einkennum þessa manns lýsti ákærði. Þegar Helga hafði skýrt ákærða frá atvikinu, er komið hafði fyrir um nóttina, kveður ákærði sér hafa virzt sterkar líkur vera fyrir því, að maður sá, er hann hafi mætt um nóttina, fullum og sönglandi á Berg- 61 staðastræti, hafi verið séra Pétur. Kveðst ákærði hafa ætlað að tala við sakadómara um þetta, en hafi haft svo mikið að gera mánudaginn 16. jan., þriðjudag 17. jan. og miðvikudag 18. jan., að hann hafi ekki haft tækifæri til þess, og auk þess hafi hann vonað, að maðurinn, er hann taldi vera séra Pétur Magnússon, myndi sjá að sér og ekki fremja slíkan verknað aftur, eins og ákærði hefur komizt að orði. Aðfaranótt fimmtudags 19. jan. s.l, um kl. 1, kveðst Helga Bachmann hafa verið háttuð, legið í rúmi sínu og verið að lesa í bók. Hafi hún Þá heyrt, að gengið var suður með austurglugga herbergis hennar, garðhliðið opnað og gengið að suðurglugga herbergisins. Hafi henni virzt sá, er úti var, stoppa við gluggann, síðan ganga fram og til baka. Ekki kveður hún, að komið hafi verið við gluggann eða reynt að opna hann. En allt í einu kveðst hún hafa séð andlit á glugganum, milli gluggatjaldsins, sem ekki hafi verið alveg dregið niður, og gluggakistunnar. Hún kveðst ekki hafa séð andlitið greinilega, vegna þess að ljós var í herberginu, en hún hafi séð, að það glampaði á gieraugu og mótaði fyrir hatti. Hafi henni fundizt strax hún þekkja þarna séra Pétur aftur. Kveðst hún nú hafa slökkt ljósið í herberginu, farið fram úr rúminu og að síma, sem sé í herbergi hennar, og hafi síðan hringt heim til ákærða, er býr þarna skammt frá. Ákærði hafi strax svarað í símann, og hafi hún skýrt honum frá, að séra Pétur væri kominn aftur eða eitthvað á þá leið, og hafi þá ákærði sagt henni að hringja á lögreglustöðina og hringja svo í sig. Hún hafi síðan hringt á lögregluvarðstofuna og skýrt frá því, að maður væri úti í garðinum við húsið Óðinsgötu 18 A og væri að kíkja inn um glugga. Er hún hringdi til ákærða og lögregluvarðstofunnar, kveðst hún hafa talið götin á símaskífunni, er hún valdi númerin. Að loknu samtalinu við lögregluvarðstofuna, kveðst hún hafa farið að austurglugga herbergisins, með því að hún hafi þá heyrt í manninum þar úti fyrir. Hafi hún horft út um gluggann og séð alveg örugglega, að séra Pétur Magnússon var þar. Hafi hann verið hálf boginn og sér hafi virzt hann ætlaði að fara að horfa inn um gluggann. Segir hún, að séra Pétur hafi þá beygt sig niður fyrir gluggann. Síðan hafi hún ekki orðið neitt meira vör við séra Pétur, og ekki hafi hún heyrt, er hann fór frá húsinu. Kveðst hún halda, að það geti stafað af því, að rigning hafi verið og runnið úr rennu af húsþakinu og niður á steinsteypta stétt, er sé framan við innganginn inn í húsið. Örstuttu eftir að Helga hringdi á lögregluvarðstofuna, kveður hún, að lögreglumenn hafi komið. Skýrði hún lögreglumönnunum ekki frá nafni séra Péturs, vegna þess að hún segist ekki hafa ætlazt til, að meira yrði úr málinu. Fyrir lögreglumönnunum lýsti hún manninum þannig, að hann væri meðal maður á hæð, klæddur dökkleitum frakka, með dökkan hatt á höfði og með gleraugu, og hafi sér heyrzt á fótataki mannsins, að þetta myndi vera miðaldra maður. Kveður hún lögreglumennina hafa spurt sig, hvort hún þekkti manninn, en hún hafi neitað því. Lögreglumennirnir leituðu nú umhverfis húsið og í nágrenni þess, en urðu einskis varir. Eftir nokkra stund kom ákærði til lögreglumannanna, 62 þar sem þeir voru við húsið, og bað þá leita betur í nágrenni hússins, en sú leit bar heldur engan árangur, og eftir nokkra stund kom ákærði og lögreglumennirnir að lögreglubifreiðinni, er beið uppi á götunni. Spurði ákærði nú lögreglumennina, hvort þeir þekktu séra Pétur Magnússon frá Vallanesi, því sterkur grunur lægi á því, að það væri hann, sem þarna hefði verið. Þeir ákærði og götulögreglumennirnir stigu síðan upp í bifreiðina, og var ekið þarna um næstu götur. Eftir beiðni ákærða hafði stjórnandi bif- reiðarinnar, Friðrik Jónsson lögreglumaður, samband við lögregluvarð- stofuna gegnum talstöð bifreiðarinnar og spurði stöðvarmanninn, Matthías Guðmundsson lögreglumann, hvort hann gæti upplýst, hvar séra Pétur Magnússon ætti heima, en Matthías gat ekki upplýst það. Bað ákærði Friðrik þá að biðja þá á varðstofunni að hringja út á afgreiðslu Morgun- blaðsins og spyrjast fyrir um þetta, en afgreiðslan gat engar upplýsingar gefið. Bað ákærði þá um, að hringt væri til einhvers af ritstjórum Morgun- blaðsins. Mun Valtýr Stefánsson ritstjóri hafa gefið þær upplýsingar, að séra Pétur myndi sennilega halda til hjá bróður sínum, Páli Magnússyni lögfræðingi, eða hann gæti gefið upplýsingar um, hvar séra Pétur héldi til. Nú var ekið til lögreglustöðvarinnar, og hringdi ákærði frá varð- stofunni heim til Páls Magnússonar lögfræðings. Mun klukkan þá hafa verið rúmlega 1.30. Kona Páls, frú Sigríður Pétursdóttir, kom í símann. Tjáði ákærði henni, að þetta væri lögreglan, og spurði hana, hvort maður, að nafni Pétur Magnússon, væri heimilismaður hjá henni. Hún svaraði því, að svo væri ekki, en séra Pétur hefði herbergi á Spítalastíg 7. Kveðst hún hafa spurt, hvort eitthvað hefði komið fyrir. Tjáði ákærði henni, að hann ætlaði að handtaka séra Pétur. Hún kveðst þá hafa sagt: „Ætlið þér að handtaka séra Pétur Magnússon frá Vallanesi? Er það ekki einhver annar, sem þér eigið við?“ Hafi ákærði svarað því neitandi, en endurtekið, að hann ætlaði að handtaka séra Pétur. Hún kveðst þá hafa beðið ákærða að bíða í símanum, meðan hún næði í mann sinn, en ákærði hafi svarað því, að maður hennar gæti haft samband við sig næsta morgun, kl. 10. Páll Magnússon, sem heyrði, hvað kona hans sagði í símann, kom nú í símann og virðist hafa spurt um ástæðuna til handtökunnar, en ákærði virðist hafa svarað því, að hann gæti ekki svarað því í símanum. Tjáði ákærði Páli, að honum væri heimilt að koma eftir 20 mínútur niður á lög- reglustöð, að því er Páli skildist. Er samtalinu við Pál Magnússon var lokið, bað ákærði Friðrik Jónsson lögreglumann að koma með sér, og bað Friðrik lögreglumennina Sigurjón Á. Ingason, Indriða A. Jóhannsson og Gest S. Sveinsson að koma með hon- um og ákærða. Fóru þeir í einni af bifreiðum lögreglunnar, og var ekið að húsinu Spítalastig 7. Var bifreiðin stöðvuð rétt fyrir ofan inngang- inn inn í húsið. Ákærði og götulögreglumennirnir fóru út úr bifreiðinni. Ákærði bank- aði fyrst á útidyr hússins, en þar sem enginn kom til dyra, bankaði hann í glugga vinstra megin við innganginn inn í húsið. Kom stúlka út í glugg- ann, og að vörmu spori voru útidyrnar opnaðar. Spurði ákærði þann, er 63 opnaði dyrnar, hvar herbergi séra Péturs væri. Var ákærða bent á dyrnar að því herbergi gegnt útidyrum. Ákærði barði þar að dyrum. Var svarað inni: „Kom inn.“ Gekk ákærði þá inn í herbergið og götulögreglumennirnir á eftir honum. Dimmt var í herberginu. Spurði ákærði, er hann hafði opnað dyrnar, hvort séra Pétur Magnússon væri þar. Virðist ákærði þá hafa kynnt sig sem Guðmund Arn- grímsson rannsóknarlögreglumann. Einn af lögreglumönnunum reyndi að kveikja ljós í herberginu, en tókst ekki. Fór þá séra Pétur fram úr rúmi sinu á náttklæðum og kveikti. Ákærði sagði nú séra Pétri að klæða sig strax og flýta sér. Spurði séra Pétur þá, hverju það sætti, að rannsóknar- lögreglan réðist inn til sín með þessum hætti um hánótt, en ákærði svar- aði því til, að honum yrði skýrt frá því síðar, eða eitthvað í þá átt. Fór séra Pétur nú að leita að fötum sínum og segist hafa farið sér hægt, eins og hann sé vanur, þegar hann klæðist. Varð honum dálítil leit að nær- buxum sínum, er hann hafði skotið inn í hólf á skrifborði í herberginu, begar hann háttaði. Sagði þá ákærði við séra Pétur, að ef hann ekki flýtti sér, yrði hann tekinn, eins og hann stæði. Séra Pétri kveðst hafa dottið í hug, að menn þeir, er voru með ákærða, kynnu að vera útlendingar, er komizt hefðu yfir einkennisbúninga ís- lenzkra lögreglumanna. Spurði hann þá lögreglumennina, hvort þeir töl- uðu íslenzku, og svöruðu þeir honum á íslenzku, og kveðst hann þá hafa séð, að hann var í höndum íslenzku lögreglunnar. Séra Pétur hélt nú áfram að klæða sig og spurði, hvað gerzt hefði, er heimilaði handtöku á einum af prestum íslenzku þjóðkirkjunnar. Er ekki ljóst, hverju ákærði svaraði þessu. Ákærði kveðst hafa þrisvar jafnvel fjórum sinnum hvatt séra Pétur eindregið til að flýta sér, Er séra Pétur var að klæða sig, sneri hann sér eitt sinn að lögreglu- mönnunum og sagði eitthvað á þá leið, að hann léti þá vita, að hann hefði viðkvæmar taugar, sem stafaði af því, að hann væri vangæfur með svefn, og að þeir skyldu vera viðbúnir að svara þungri ábyrgð, ef nætur- heimsókn þessi, ruðdaskapur og það, sem á eftir kynni að fara, bakaði honum heilsumissi, Þegar séra Pétur var langt kominn að klæða sig, bað ákærði Friðrik Jónsson lögreglumann að fara yfir í næstu íbúð til að spyrjast fyrir um, hvort fólkið þar gæti gefið nokkrar upplýsingar um, hvenær séra Pétur hefði komið heim. Hitti hann fyrir stúlku, er sagðist hafa litið út um eldhúsglugga íbúðarinnar kl. rúmlega 12, og þá hafi verið ljós í her- bergi hans. Minnist Friðrik ekki, að ákærði spyrði hann nokkurs, hvers hann hafi orðið vísari, en segir, að það geti þó verið, að hann hafi gert bað. Þegar séra Pétur hafði klætt sig, bað ákærði hann að fara í þá yfir- höfn, er hann hefði verið í þá um kvöldið, og er séra Pétur tók frakka sinn út úr klæðaskáp í herberginu, sagði ákærði: „Þarna er frakkinn. Ætli maður þekki hann ekki“, eða eitthvað í þá átt. Þegar séra Pétur tók trefilinn út úr skápnum, sagði ákærði: „Þarna er grái trefillinn“, og er séra Pétur tók fram hattinn, sagði ákærði: „Þarna er blái hatturinn“, 64 og er regnhlíf var tekin fram, sagði ákærði: „Þarna er regnhlifin“. Er séra Pétur tók fram skóhlífarnar, sagði ákærði: „Þarna eru skóhlífarn- ar“. Sagði þá séra Pétur: „Ég þykist eiga þessar skóhlífar. Ég hef ekki stolið þeim.“ Nú var lagt af stað út úr herberginu. Gekk séra Pétur fyrstur, þá ákærði og síðan götulögreglumennirnir. Er þeir voru komnir fram á ganginn, kom Páll Magnússon. Sagði séra Pétur við Pál með kaldhæðni, að verið væri að taka sig fastan, að því er virtist út af frakka sínum, hatti, skóhlífum og regnhlíf. Sagði Páll þá við séra Pétur, að hann skyldi vera rólegur, ekki væri annað að gera en að fara með lögreglunni. Þegar séra Pétur var rétt kominn að bifreiðinni, segir hann, að sér hafi verið hrundið aftan frá og hann hefði fallið áfram á götuna, ef hann hefði ekki getað komið fyrir sig höndunum á gangbretti aftan á lögreglu- bifreiðinni. Kveðst hann ekki vita, hver hrinti, en taldi öruggt, að ákærði hefði gert það, enda enginn af lögreglumönnunum aðhafzt neitt nema hann. Páll Magnússon kveðst hafa orðið var við, að séra Pétri var hrint harkalega og sýnilega í reiði, en ekki kveðst hann hafa séð, hver það gerði, en kveðst ekki vera í vafa um, að ákærði gerði það. Enginn af götulögreglumönnunum varð var við, að séra Pétri væri hrint, og ákærði hefur eindregið neitað því. Segir ákærði, að séra Pétur hafi hálfpartinn hrasað, er hann steig niður af gangstéttinni, og kveðst hann hafa tekið undir hægri hönd séra Péturs til að verja hann falli. Verður að telja ósannað, að ákærði hafi hrint séra Pétri eða að séra Pétri hafi verið hrint. Séra Pétur fór síðan inn í lögreglubifreiðina ásamt ákærða og götu- lögreglumönnunum. Var fyrst ekið niður á lögreglustöð, vegna þess að bað var ætlun ákærða að yfirheyra séra Pétur þar, en Friðrik Jónsson benti ákærða á, að það væri ekki heppilegt að fara með séra Pétur þangað, vegna þess að þar væri svo lítið húsnæði. Ákvað ákærði að fara með séra Pétur til skrifstofu sinnar hjá rannsóknarlögreglunni á Fríkirkjuvegi 11. Þegar komið var niður á lögreglustöð, virðist klukkuna hafa vantað 20 mínútur í 3, eftir því sem Gestur S. Sveinsson lögreglumaður hefur skýrt frá, en hann kveðst hafa litið á klukkuna þá. Fóru lögreglumennirnir Gestur og Indriði inn á lögreglustöð, en Friðrik Jónsson fékk þá Sigurjón Ingason og Einar Halldórsson lögreglumenn til að koma með sér og ákærða suður á Fríkirkjuveg 11 eftir beiðni ákærða. Ók Friðrik þeim síðan suður á Fríkirkjuveg 11, og fóru þeir ákærði, séra Pétur og götu- lögreglumennirnir Sigurjón og Einar inn Í húsið, en Friðrik ók lögreglu- bílnum niður á lögreglustöð. Fór ákærði með séra Pétur inn Í skrifstofuherbergi sitt, en þeir Sigur- jón og Einar biðu frammi á ganginum. Ákærði virðist strax hafa farið að spyrja séra Pétur, hvar hann hafi verið mánudagskvöldið 16. jan. um miðnætti aðfaranótt þriðjudags 17. jan. og miðvikudagskvöld 18. jan. Virðist séra Pétur ekki hafa munað, hvar hann var mánudagskvöldið, en skýrði ákærða frá því, að miðviku- 65 dagskvöldið hafi hann verið á Túngötu 16 og farið rakleitt heim aðfara- nótt 19., búið um sig og háttað. Skömmu eftir að ákærði og séra Pétur voru komnir inn í herbergi ákærða, kom Páll Magnússon og fór þegar inn í herbergi ákærða. Eftir því sem næst verður komizt, virðist Páll mjög fljótlega, eftir að hann kom inn í herbergið, hafa spurt ákærða, hvað um væri að vera. Lét þá ákærði séra Pétur fara fram á ganginn og lagði fyrir götulögreglu- mennina að tala ekkert við séra Pétur. Þegar þeir ákærði og Páll voru orðnir einir í herberginu, skýrði ákærði Páli frá því, að Helga Bachmann hefði staðið séra Pétur að því að gera tvívegis tilraun til að brjótast inn í húsið Óðinsgötu 18 A og, í fyrra skiptið hafi verið vitni að því. Segir Páll, að ákærði hafi sagt, að fyrra skiptið hafi verið aðfaranótt þriðju- dags 17. jan. s.l., en síðara skiptið hafi verið þá um nóttina um kl. 1. Hafi ákærði sagzt hafa sjálfur mætt séra Pétri fullum og sönglandi kl. 12 aðfaranótt þriðjudags. Þeir ákærði og Páll virðast hafa talað saman einir inn í herberginu dálitla stund, og var síðan séra Pétur látinn koma inn aftur. Skýrði ákærði séra Pétri þá fyrst frá því, hvaða sakir væru á hendur honum, og skýrði honum frá, að Helga Bachmann hefði tvívegis staðið hann að því að gera tilraun til að brjótast inn í húsið Óðinsgötu 18 A. Virðist ákærði nú hafa haldið áfram að spyrja séra Pétur ýtarlega um ferðir hans mánudagskvöld og aðfaranótt þriðjudags 17. jan. og miðviku- dagskvöld 18. jan. og virðist hafa borið á hann, að hann hafi verið fullur og sönglandi á Bergstaðastræti um miðnætti aðfaranótt 17. jan. Þeir séra Pétur og Páll gátu ekki munað, hvar séra Pétur hafði verið mánudagskvöldið 16. jan. Hringdi Páll til konu sinnar og spurði hana, hvar hann og séra Pétur hefðu verið mánudagskvöldið 16. jan. Svaraði hún því, að séra Pétur hefði það kvöld verið heima hjá beim hjónunum. Sagði Páll ákærða, hvað kona hans hefði sagt. Séra Pétur bað ákærða um vatn að drekka, og segist ákærði tvívegis hafa spurt hann, hvort hann væri þurr í munni, vegna þess að hann vissi á sig sökina, Páll virðist hafa krafizt þess, að yfirheyrslunni yfir séra Pétri væri hætt, og virðist hafa lent í nokkru þvargi milli þeirra ákærða og Páls, og virðist ákærði þá hafa sagt Páli að fara út. Barði Páll í borðið, stapp- aði niður fótunum og sagði eitthvað á þá leið, að ákærði væri óhæfur til að gegna starfi sínu. Sagðist hann fara heim til sakadómara og vekja hann upp. Fór Páll síðan út úr herberginu og fram á ganginn. Spurði hann lögregluþjónana, hvort ákærði væri með öllum mjalla og hver væri næsti yfirmaður ákærða. Svöruðu þeir því, að það væri Sveinn Sæmundsson yfirlögregluþjónn. Spurði Páll þá, hvort hann gæti komizt barna einhversstaðar í síma, en þeir tjáðu honum, að þeir hefðu engan aðgang að síma þarna. Skildist lögreglumönnunum, að Páll ætlaði að hringja í annanhvorn þeirra sakadómara eða Svein Sæmundsson yfirlög- regluþjón. Fór nú Páli aftur inn í skrifstofuherbergi ákærða. Spurði hann ákærða, hvort séra Pétur væri búinn að fá vatn að drekka. Svaraði ákærði því 5 66 neitandi, og engar ráðstafanir gerði ákærði til, að séra Pétur fengi vatn. Yfirheyrslan hélt nú áfram, og virðist ákærði aðallega hafa spurt séra Pétur um ferðir hans miðvikudagskvöldið 18. jan., og svaraði séra Pétur því, að hann hefði það kvöld verið hjá Guðlaugu Magnúsdóttur og syni hennar Jóni Bjarnasyni, fulltrúa borgardómara, Túngötu 16, til kl. um 12, farið þaðan beint heim til sín á Spítalastig 7, háttað og lagzt til svefns. Hringdi Páll nú til Jóns Bjarnasonar og bað hann að koma tafarlaust niður á skrifstofur rannsóknarlögreglunnar. Kom Jón eftir stutta stund. Ákærði skýrði Jóni Bjarnasyni frá því, að séra Pétur væri sakaður um að hafa komið á glugga í húsi við Óðinsgötu, hjá dóttur Hallgríms Bach- manns kl. rúmlega 1 þá um nóttina. Þetta hefði og komið fyrir áður, að- faranótt þriðjudags 17. jan., um sama leyti og hann (ákærði) hefði þá mætt séra Pétri fullum og sönglandi á Bergstaðastræti kl. um 24. Jón kveðst hafa tekið þessu sem fjarstæðu. Stakk hann upp á því við ákærða, að málið yrði látið bíða til morguns. Féllst ákærði strax á það og bað Pál og séra Pétur að hafa samband við sig eftir hádegi þenna dag. Var séra Pétri þá leyft að fara. Ekki varð úr frekari yfirheyrslum hjá rannsóknarlögreglunni í málinu, en séra Pétur kærði ákærða samdægurs fyrir ólöglega handtöku, og var skipaður sérstakur dómari sama dag til að fara með málið. Verða nú raktir framburðir ákærða, séra Péturs og nokkurra annarra. Ákærði, Guðmundur Arngrímsson, kveðst hafa hringt heim til Páis Magnússonar frá lögreglustöðinni aðfaranótt 19. jan., og hafi kona Páls komið í símann. Hafi hann spurt um dvalarstað séra Péturs, sagt, hver hann væri og hvaðan hann hringdi. Hún hafi spurt um erindi hans við séra Pétur, en hann hafi sagt, að hann gæti ekki skýrt henni frá því símleiðis. Hafi Páll síðan komið í símann og hafi spurt hins sama, og kveðst hann hafa svarað Páli á sama hátt. Hafi Páll sagt, að séra Pétur byggi á Spítalastíg 7, fyrstu hæð. Er ákærði ásamt götulögreglumönnun- um fór inn í herbergi séra Péturs, kveðst hann hafa skýrt séra Pétri frá nafni sínu og því jafnframt, að hann ætti við hann brýnt erindi. Hafi séra Pétur orðið ókvæða við orð sín, fyrst fölnað og verið sýnilega mjög óstyrkur og beðið ákærða að skýra strax frá erindi sínu. Í síðara réttar- haldi breytti ákærði framburði sínum um þetta atriði og sagði þá, að þegar hann hafi sagt við séra Pétur, að hann ætti við hann brýnt erindi, hafi sig furðað á því, að séra Pétur skyldi ekki spyrja strax, hvert er- indið væri, og kveðst hafa spurt hann, hvort hann vildi ekki vita, hvaða sakir væru á hann bornar, og hafi þá séra Pétur sagzt vita það. Ákærði og þeir lögregluþjónarnir væru kommúnistiskir samsærismenn. Við sam- prófun við Friðrik Jónsson játar ákærði, að séra Pétur hafi strax í upp- hafi sagt á þessa leið: „Er eitthvað sérstakt að“. Ákærði neitar því að hafa sagt við séra Pétur heima hjá honum, að ef séra Pétur væri að draga tímann, yrði hann tekinn, eins og hann væri, með valdi eða neitt í þá átt, en hann kveðst þrisvar, jafnvel fjórum sinnum hafa hvatt séra Pétur til að flýta sér að klæða sig. Hann neitar því að hafa nokkurn tíma minnzt á tugthúsið við Skólavörðustíg við séra Pétur, séra Pétur 67 væri sannur að sök, ætti að fara Í „steininn“ og að séra Pétur mundi ekki fljótlega koma aftur í herbergi sitt. Hann kveður séra Pétur hafa spurt sig ýtarlega um valdsvið sitt og að vafalaust hafi hann spurt sig um rétt hans til handtökunnar. Segist ákærði hafa reynt að skýra fyrir séra Pétri, að ekki væri um handtöku að ræða. Hann kveðst hafa sagt séra Pétri þar heima, að hann fengist við rannsókn ýmiss konar glæpamála og alls konar mála, bæði merkilegra og ómerkilegra. Hann kveður séra Pétur hafa borið sér á brýn, að hann væri kommúnisti og kommúnistiskur samsærismaður eða að honum væri stefnt gegn sér af kommúnistiskri samsærisklíku o. fl. í þessa átt. Seint í réttarhöldunum segist ákærði hafa skýrt séra Pétri frá því heima í herbergi hans, að séra Pétur væri ekki skyldugur að koma með þeim lögreglumönnunum. Hann væri ekki skyld- ugur að svara neinum spurningum öðrum en um nafn og heimili, fæð- ingarðag, fæðingarstað og fæðingarár og það, sem séra Pétur segði, kynni að verða bókað og notað sem sönnunargagn á móti honum. Þegar þeir ákærði, götulögreglumennirnir og séra Pétur voru að fara út úr húsinu Spítalastíg 7, segir ákærði, að séra Pétur hafi sagt við Pál Magnússon, að lögreglumennirnir hlytu allir að vera stór bilaðir andlega og myndu vera kommúnistiskir samsærismenn. Hann hefði verið beittur rússnesku ofbeldi. Hafi Páll beðið séra Pétur að vera rólegur. Er þeir ákærði og séra Pétur voru komnir inn í skrifstofu ákærða, hafi hann fyrst reynt að spyrja séra Pétur, hvar hann hefði verið seinni-hluta kvölds síðastliðins sunnudags 15. jan. og fyrrihluta aðfaranætur mánu- dags 16. jan. Í síðari réttarhöldum segist hann hafa spurt séra Pétur um ferðir hans sunnudagskvöld 15. jan., aðfaranótt mánudags, mánudags- kvölds 16. jan. og aðfaranótt þriðjudags 17. jan. auk miðvikuðagskvölds og aðfaranætur fimmtudags 19. jan. Kveðst hann hafa gert þetta til að reyna minni þeirra séra Péturs og Páls. Hann kveðst hafa boðið Páli uppá að láta málið falla niður. Hann segir, að Páll hafi hringt til konu sinnar til að spyrja, hvort henni væri kunnugt um ferðir séra Péturs, en Páll hafi ekki getað hugsað skýrt og hafi spurningar hans verið væflur einar. Hann kveðst hafa beðið Pál að hringja í Jón Bjarnason, og hafi Jón brátt komið. Segir ákærði, að í viðtalinu við Jón geti verið, að hann hafi mis- mælt sig eða hagað orðum sínum þannig, vegna þess að hann hafi verið orðinn þreyttur og illa fyrir kallaður, að Jón hafi haft ástæðu til að halda, að hann væri ekki viss hvora nóttina, aðfaranótt mánudags 16. jan. eða aðfaranótt þriðjudags, það hefði verið, sem séra Pétur hefði átt að koma á glugga á Óðinsgötu 18 A og hann hefði mætt honum fullum og sönglandi á Bergstaðastræti þá nokkru áður. Séra Pétur Magnússon hefur skýrt svo frá, að þegar ákærði ásamt götulögreglumönnunum hafi gengið inn í herbergi hans, hafi ákærði sagt með rostafullri röddu, að hann ætti að klæðast samstundis og koma með þeim. Kveðst hann hafa spurt, hvað þessi skipun ætti að þýða, og hafi ákærði þá sagt, að þetta væri rannsóknarlögreglan. Hafi hann þá spurt, hverju það sætti, að rannsóknarlögreglan réðist inn til sín með þessum hætti um hánótt. Hafi ákærði þá sagt, að frá því yrði skýrt síðar. Það, 68 sem hann hefði að gera, væri að koma tafarlaust með þeim. Hann kveðst nú hafa farið að klæða sig, og hafi honum orðið ofurlítil leit að nær- buxum sínum. Hafi ákærði þá vaðið að sér og sagt, að ef hann ætlaði að gera tilraun til að draga tímann, yrði hann tekinn fastur, eins og hann væri, með valdi. Hann segir, að sér hafi flogið í hug, að lögreglumenn- irnir væru e. t. v. útlendingar, sem hefðu komizt yfir einkennisbúninga íslenzkra lögregluþjóna, og e. t. v. ætti að fara með sig á afvikinn stað til líkrar fyrirgreiðslu og Kai Munch á sínum tíma, eins og hann komst að orði. Hann kveðst hafa spurt ákærða, hvað heimilaði handtöku á einum af prestum íslenzku þjóðkirkjunnar með þessum hætti. Hafi þá ákærði nefnt innbrot og þjófnað, sem framinn hefði verið um kvöldið, og hann hefði verið staðinn að verki þá fyrir stundu og margir menn væru vitni að því. Hann segir, að ákærði hafi hvað eftir annað vaðið að sér, er hann var að klæða sig, og sagt, að hann væri glæpamaður, sannur að sök, ætti að fara í steininn, hann myndi sjálfsagt kannast við tugthúsið á Skólavörðustíg. Þegar hann, ákærði og götulögreglumennirnir hafi verið að fara út úr húsinu Spítalastíg 7, kveðst hann hafa ætlað að biðja Pál Magnússon að útvega sér vernd, og hafi ákærði þá þokað honum sam- stundis út úr dyrunum. Er komið hafi verið inn í skrifstofuherbergi ákærða, hafi ákærði reynt að kúga sig til að skýra frá, hvar hann hefði verið aðfaranótt þriðjuðags 17. jan., kl. 24. Kveðst hann hafa sagt ákærða, að hann myndi það ekki. Kveður hann ákærða hafa sagt sig ljúga þessu, og ef hann ekki játaði, yrði honum ekki sleppt, en farið með hann upp í tugthús, hann myndi vita, hvað það hefði í för með sér fyrir prest. Páll hafi nú komið inn í herbergið og hafi ákærði skýrt Páli frá mála- vöxtum, en hann látinn fara fram á ganginn á meðan, en þar á eftir hafi ákærði sagt honum, að sakarefnið væri það, að hann hefði aðfara- nótt þriðjudags 17. jan., um kl. 1, gert tilraun til að brjótast með valdi inn til Helgu Bachmann, sem búi á Óðinsgötu, og aftur þessa nótt, um kl. 1. Kveðst hann hafa rétt upp þrjá fingur og sagzt vinna sáluhjálpareið að því, að honum hafi ekki svo mikið sem dottið Helga Bachmann í hug, frá því hann kom í bæinn þá '% mánuði áður. Þegar Páll hafði farið fram á ganginn, kveður hann ákærða hafa snúið sér að sér mildari í máli og sagt, að þetta þyrfti ekkert að hafa í för með sér fyrir hann, ef hann aðeins játaði sök sína. Það yrði þá sennilega þaggað niður, annars yrði farið með hann Í „steininn“, en það myndi þýða hempumissi fyrir hann. Kveðst hann þá hafa sagt við ákærða, að ekki kæmi til mála, að hann játaði neitt á sig, er hann hefði ekki aðhafzt. Hafi þá ákærði þrifið í öxl honum og sagt, að hann skyldi verða að játa, áður en lyki. Sigríður Pétursdóttir skýrir svo frá, að kl. liðlega 1.30 aðfaranótt 19. jan. s.l. hafi síminn á heimili hennar hringt. Hafi maður verið í símanum, er hafi sagt: „Lögreglan hérna megin“. Hafi maður þessi byrjað á því að spyrja, hvort Pétur Magnússon væri heimilismaður hjá henni, en hún kveðst hafa svarað því, að svo væri ekki, en séra Pétur hefði herbergi á Spítalastig 7. Kveðst hún hafa spurt, hvort eitthvað hefði komið fyrir, og hafi þá maður þessi sagzt ætla að handtaka séra Pétur. Kveðst hún 69 þá hafa sagt: „Ætlið þér að handtaka séra Pétur Magnússon frá Valla- nesi? Er það ekki einhver annar, sem þér eigið við?“ Hafi maðurinn svar- að neitandi, en endurtekið, að hann ætlaði að handtaka séra Pétur Magn- ússon. Hún gæti skrifað niður nafn hans. Hann héti Guðmundur Arn- grímsson. Hún kveðst hafa spurt mann þenna, hvort hann vildi ekki bíða Í símanum, meðan hún næði í mann sinn, en ákærði hafi þá svarað því, að maður hennar gæti talað við sig næsta morgun kl. 10. Hún kveður mann sinn, Pál Magnússon, nú hafa komið í símann og talað við ákærða. Hún kveður mann sinn hafa svo nokkru seinna hringt til sín frá lögreglustöð- inni og tjáð henni, að séra Pétur hafi verið tekinn fastur fyrir innbrot og þjófnað. Seinna um nóttina hafi hann hringt aftur og spurt, hvort hún myndi, hvar séra Pétur hefði verið mánudagskvöldið 16. jan. Segist hún hafa svarað því, að þau hefðu verið öll heima á mánudagskvöldið, hún, Páll og séra Pétur. Páll Magnússon lögfræðingur skýrir svo frá, að er hann kom í símann heima hjá sér aðfaranótt 19, jan. og talaði við ákærða, hafi ákærði sagt, að hann ætlaði að taka séra Pétur fastan. Kveðst hann hafa spurt ákærða um ástæðuna fyrir handtökunni og hafi ákærði sagi, að hann gæti ekki skýrt frá henni að svo stöddu, en Páll gæti komið til beirra á lögreglu- stöðina, að því er honum skildist, eftir 20 mínútur. Þegar hann hafi komið á Spítalastíg 7, hafi þeir ákærði, séra Pétur og götulögregluþjónarnir verið að Íara út úr húsinu. Segir hann, að sér hafi orðið fyrst að orði, að þeir skyldu vera stilltir. Þetta myndi allt upplýsast á sínum tíma. Þegar hann hafi komið niður á Fríkirkjuveg 11, kveðst hann hafa farið rakleitt inn í skrifstofuherbergi ákærða. Kveðst hann hafa spurt, hvað væri um að vera. Hafi ákærði þá látið séra Pétur fara fram á gang, því hann hafi ætlað að skýra sér einum frá málavöxtum. Hafi ákærði svo byrjað á því að segja, að séra Pétur hafi verið staðinn að því að gera tilraun til að brjótast inn um glugga á húsi við Óðinsgötu til stúlku, sem héti Helga Bachmann, aðfaranótt þriðjudags 17. jan. og aftur kl. 1 þá um nóttina, og hafi ákærði sjálfur sagzt hafa mætt séra Pétri fullum og syngjandi um kl. 12 aðfaranótt þriðjudags 17. jan. og að margir sjónar- vottar hafi verið að þessu, og eitthvað hafi ákærði minnzt á fingraför séra Péturs á glugganum, sem auðveldlega myndu sanna sök séra Péturs. Hafi ákærði staðhæft, að ekkert væri annað fyrir séra Pétur að gera en að meðganga þetta allt þegar í stað, því að það eitt gæti forðað honum frá tugthúsinu og því stórhneyksli, er hlytist af uppljóstrun Málsins. Hann segir ákærða þegar hafa farið að tala um stöðu séra Péturs og bað, að séra Pétur hafi verið frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, og hafi talið, að yfir þessu yrði þagað þess vegna, ef séra Pétur játaði allt Þegar í stað skilyrðislaust, ella yrði farið með séra Pétur þá þegar upp á Skólavörðu- stig 9 í fangahúsið. Jón Bjarnason, fulltrúi borgardómara, skýrir svo frá, að hann hafi verið vakinn með símahringingu um kl. 3 aðfaranótt 19. jan. sl. Hafi Pálu Magnússon verið í símanum og beðið hann að koma sem skjótast niður á skrifstofu rannsóknarlögreglunnar, vegna þess að séra Pétur hafi verið 70 handtekinn. Þegar hann hafi komið þangað, hafi ákærði skýrt sér frá, að séra Pétur hefði verið tekinn, vegna þess að hann væri sakaður um að hafa komið á glugga í húsi við Óðinsgötu hjá einhverri stúlku, dóttur Hallgríms Bachmanns, kl. rúmlega 1 þá um nóttina, og hafi þetta komið fyrir áður, aðfaranótt þriðjudags 17. jan. um sama leyti, og að ákærði hafi þá sjálfur mætt séra Pétri fullum og sönglandi kl. 12 á miðnætti. Kveður hann, að aldrei hafi verið talað um annað kvöld þarna, svo hann heyrði, en mánudagskvöldið, nema þegar talið hafi borizt að miðvikudags- kvöldinu, segist honum hafa skilizt, að ákærði ætlaði að setja séra Pétur í gæzluvarðhald, og kveðst þá hafa sagt við ákærða, hvort ekki væri bezt að láta málið bíða til morguns, og hafi ákærði strax fallizt á það. Hafi klukkan þá verið milli 3.30 og 4. Hann segir, að á eftir, er hann hafi ekið ákærða niður á lögreglustöð, hafi ákærði talað við sig um, að bezt væri að láta mál þetta falla niður og að hann ætlaði að tala við lögregluþjón- ana, sem vissu um þetta, og brýna fyrir þeim að tala ekki um málið úti í frá. Hann segir, að sér hafi virzt ákærði nokkuð æstur, en ekki ókurteis í orðum, svo hann heyrði. Friðrik Garðar Jónsson lögreglumaður skýrir svo frá, að þegar ákærði talaði við þá götulögreglumennina á Óðinsgötunni aðfaranótt 19. jan., hafi ákærði skýrt þeim frá, að sterkur grunur lægi á því, að þetta væri séra Pétur Magnússon, er hefði verið þarna. Þegar þeir ákærði og götu- lögreglumennirnir hafi komið inn í herbergi séra Péturs, hafi ákærði strax kynnt sig sem Guðmund Arngrímsson rannsóknarlögreglumann, en séra Pétur ekki virzt trúa því, og hafi þá ákærði endurtekið þetta og að hann rannsakaði ýmis sakamál og nefnt í því sambandi innbrot og þjófnað. Hafi ákærði beðið séra Pétur kurteislega að klæða sig og flýta sér. Hafi séra Pétur þá farið að klæða sig og spurt, hvort eitthvað sér- stakt væri að, en ekki kveðst hann muna, hvernig orð féllu af hendi séra Péturs, og einnig hafi séra Pétur spurt ákærða, hvort þetta væri sérstök ofsókn gegn sér. Segir hann, að ákærði hafi ekki viljað skýra séra Pétri frá því þarna, hvað það væri, sem séra Pétri væri gefið að sök. Hafi séra Pétur sagt, að sig gæti grunað, að þetta væru dulbúnir lögreglu- menn, og hafi ákærði svarað því, að séra Pétur myndi sjá það, er þeir kæmu niður á lögreglustöð. Hann segir, að er séra Pétur hafi verið langt kominn að klæða sig, hafi ákærði beðið sig að fara yfir í næstu íbúð til að spyrjast fyrir um, hvort fólkið þar gæti gefið nokkrar upplýsingar um, hvenær séra Pétur hefði komið heim. Kveðst hann hafa hitt fyrir stúlku, er sagðist hafa litið út um eldhúsglugga íbúðarinnar kl. rúmlega 12 og séð þá ljós í herbergi séra Péturs. Hann kveðst ekki minnast, að ákærði spyrði sig, hvers hann hefði orðið vísari, en það gæti þó verið, en ákærði kveðst hafa spurt hann um þetta, er þeir voru komnir í bílinn, en sér hafi skilizt á Friðrik, að stúlkan hafi ekki verið örugg. Friðrik kveður ákærða hafa sagt, er séra Pétur var að leita að nær- buxum sínum, að ef séra Pétur ekki flýtti sér, yrði hann tekinn eins og hann stæði. Hann kveður, að umrætt kvöld hafi ákærði ekkert skýrt sér frá málavöxtum annað en það, að séra Pétur hefði verið þarna heima við 71 húsið Óðinsgötu 18, og hann kveðst ekkert hafa spurzt nánar fyrir um bað. Segir hann, að það sé oft, að rannsóknarlögreglan biðji götulögregl- una um að handsama menn, sem rannsóknarlögreglan þurfi að ná í til yfirheyrslu og rannsóknar. Segir hann, að götulögreglunni sé þá frekar lítið skýrt frá málavöxtum, og telji hann, að rannsóknarlögreglan beri þá alla ábyrgð. Hann segir sér hafi aldrei virzt ákærði Vera neitt æstur um- rædda nótt, en ákveðinn, og framkoma hans hafi verið eðlileg. Hann kveðst hafa verið foringi götulögreglumannanna, er voru með ákærða í betta skipti. Indriði Aðalsteinn Jóhannsson lögreglumaður skýrir svo frá, að hann hafi heyrt, er ákærði hringdi frá lögreglustöðinni aðfaranótt 19. jan., að hann hélt heim til Páls Magnússonar. Hafi ákærði spurt í símanum, hvar séra Pétur ætti heima, og muni hafa fengið það upplýst. Hafi þá sá, er við ákærða talaði, spurt að einhverju, og hafi þá ákærði sagt: „Ég ætla að handtaka séra Pétur.“ Hafi þá ákærði virzt spurður að því í símanum, út af hverju ætti að handtaka séra Pétur, og hafi ákærði svarað, að hann gæti ekki skýrt frá því í símanum, en viðkomandi gæti fengið upplýsingar um það næsta morgun á skrifstofu ákærða hjá sakadómara. Hann segir, að ákærði hafi sagt, er hann kynnti sig heima hjá séra Pétri, að hann ynni að rannsókn þjófnaða og ýmissa sakamála. Séra Pétur hafi eitt sinn spurt þá lögreglumennina, hvort þeir væru íslenzkir lögreglumenn, og hafi Friðrik Jónsson svarað því, að hann þyrfti ekki að efast um það. Hann kveðst ekki hafa tekið eftir, að séra Pétur hrasaði eða honum væri hrint við lögreglubifreiðina á Spítalastígnum. Hann kveður ákærða einu sinni hafa spurt séra Pétur að því, er séra Pétur var að klæða sig, hvort hann vissi, hvar fangahúsið væri, og hafi séra Pétur Svarað því játandi, en ekki kveðst hann muna, í hvaða sambandi ákærði spurði um Þetta. Hann kveður sér hafi ekki virzt ákærði neitt æstur umrædda nótt, en ákveðinn, og honum hafi virzt ákærði mjög kurteis við séra Pétur. Gestur Sofonías Sveinsson lögreglumaður hefur skýrt svo frá, að ákærði hafi strax kynnt sig, er hann kom inn í herbergi séra Péturs, sem Guð- mund Arngrímsson rannsóknarlögreglumann og hafi beðið séra Pétur að gera svo vel að klæða sig. Hann kveður sig minna, að séra Pétur hafi spurt ákærða, er hann var byrjaður að klæða sig, hvernig á þessari næturheimsókn stæði, og hafi þá ákærði svarað, að frá hví yrði skýrt síðar. Hann segir, að séra Pétur hafi sagt inni í herbergi hans, í bað minnsta tvisvar eða þrisvar, að þeir lögreglumennirnir væru kommúnistar eða kommúnistiskir samsærismenn, sem sendir væru til árásar á þjóð- kirkjuna eða á hann sem prest þjóðkirkjunnar, og hafi allt tal séra Péturs verið í þeim anda, að þeir lögreglumennirnir væru kommúnistiskir sam- særismenn og að hann gerði lítið úr lögreglumönnunum. Þegar Páll kom barna um nóttina á Spítalastíg 7, segir hann, að Páll hafi sagt við séra Pétur, að hann skyldi taka þessu rólega og fara með lögreglumönnunum. Þegar lögreglubifreiðin hafi komið niður á lögreglustöð frá Spitalastíg 7, kveðst hann hafa litið á klukkuna, og hafi hana þá vantað 20 mín. í brjú. 72 Hann kveður ákærða aldrei hafa skipað séra Pétri að koma með honum, heldur beðið hann um það, og séra Pétur hafi farið með þeim af fúsum vilja. Hann kveðst ekki hafa séð séra Pétur hrasa við lögreglubílinn eða að honum væri hrint. Framkoma ákærða hafi verið í alla staði óaðfinnan- leg þessa nótt. Sigurjón Á Ingason lögreglumaður hefur skýrt svo frá, að sig minni, að ákærði bæði séra Pétur, er þeir lögreglumennirnir komu inn í herbergi séra Péturs, að gera svo vel að klæða sig strax. Hafi séra Pétur þá spurt eitthvað á þá leið, hvaða mál hann rannsakaði, og segir hann sig minna, að ákærði hafi svarað því til, að hann rannsakaði þjófnaðarmál og inn- brot, segir sér hafa skilizt, að ákærði fengist yfirleitt við rannsókn slíkra mála hjá rannsóknarlögreglunni. Hann kveður séra Pétur hafa kallað þá lögregluþjónana dulbúna kommúnista og einkum beint orðum sínum að ákærða. Hann kveðst ekki hafa séð ljóslega, er séra Pétur hafi dottið við lögreglubifreiðina, en sér hafi virzt ákærði í því bili lyfta undir hægri handlegg séra Péturs. Þegar yfirheyrslan hafði farið fram á Fríkirkjuvegi 11, hafi hann heyrt fram á ganginn, að Páll Magnússon sagði einu sinni, að ákærði væri ekki hæfur til að vera í þessari stöðu. Hann kveður Pál hafa komið fram á ganginn og spurt, hvort ákærði væri með öllum mjalla. Hann kveður framkomu Páls niðri á Fríkirkjuvegi 11 hafa verið mjög slæma, hann hafi verið mjög æstur og hafi viðhatt svívirðingar, en man ekki eftir neinum orðum. Hann kveðst tvisvar eða þrisvar hafa látið Pál setjast, vegna þess að Páll óð alveg að ákærða með kreppta hnefa. Hann kveður klukkuna hafa vantað um eitt kortér í fjögur, er yfirheyrsl- unni lauk og þeir lögregluþjónarnir gengu út úr Fríkirkjuvegi 11. Hann kveður framkomu ákærða þarna um nóttina hafa verið eðlilega. Einar Halldórsson lögreglumaður hefur skýrt svo frá, að hann hafi heyrt eitt sinn frammi Í gangi á Fríkirkjuvegi 11 aðfaranótt 19. jan. s.., að Páll hafi sagt mjög hátt inni í skrifstofuherbergi ákærða, að ákærði væri ekki hæfur í sínu starfi, og hafi þá verið barið í borðið inni og stappað í gólfið og hafi Páll komið fram á ganginn og spurt þá götulögreglumenn- ina, hvort ákærði væri með fullum sönsum. Hann kveður Pál hafa spurt ákærða að því, er hann kom inn í herbergið aftur, hvort séra Pétur væri búinn að fá vatn að drekka, og hafi ákærði svarað því neitandi. Hann kveðst hafa heyrt, er Páll hringdi heim til konu sinnar og hafi Páll spurt hana, hvort beir séra Pétur hefðu ekki verið á einhverjum stað, sem hann man ekki, hver var, ákveðið kvöld, en ekki kveðst hann muna, hvaða kvöld Páll hafi nefnt. Hann kveðst ekki hafa heyrt ákærða tala við þá séra Pétur og Pál, nema um eitt kvöld, auk miðvikudagskvöldsins 18. jan. Hitt kvöldið hafi verið sunnudags- eða mánudagskvöld. Hann kveður sig minna, að áður en ákærði og séra Pétur fóru fyrst inn í skrif- stofuherbergi ákærða, hafi séra Pétur talað um, að þetta væri kommún- istiskt samsæri, hann væri ekki viss um, hvort hann væri í höndum lög- reglunnar; og séra Pétur hafi spurt, út af hverju það væri, sem hann væri þarna, og minnir hann, að ákærði hafi svarað því, að þeir myndu 73 ræða málið, er þeir kæmu inn í skrifstofuherbergi ákærða. Hann kveður ákærða aldrei hafa talað við sig, svo hann heyrði, um að setja séra Pétur í gæzluvarðhald, og sér hafi fundizt, að til þess myndi aldrei koma. Hann segir, að Páll Magnússon hafi, er hann kom inn í herbergi ákærða, eftir að hafa farið fram á ganginn, verið hávær og hafi Sigurjón Ingason beðið Pál að minnsta kosti tvisvar að setjast niður. Hann kveður Pál hafa við- haft Ýmis stóryrði um ákærða, en kveðst ekki muna, hvaða orð það voru, sem Páll notaði. Hann kveður sér hafa virzt ákærði vel stilltur eftir öllum aðstæðum þarna niðri á Fríkirkjuvegi ll um nóttina. Björn Jónsson lögreglumaður hefur skýrt svo frá, að er Þeir götulög- reglumennirnir komu á Óðinsgötu 18 A aðfaranótt 19. jan. s.l, hafi stúlka sú, er þeir töluðu við (Helga Bachmann), ekkert minnzt á Það, að nokkurn tíma hefði verið reynt að komast inn til hennar að næturlagi. Trausti Eyjólfsson lögreglumaður segir, að er ákærði kom til beirra götulögreglumannanna á Óðinsgötunni aðfaranótt 19. jan., hafi ákærði verið mjög ákveðinn og talsvert æstur, en við samprófun við ákærða kveður hann e. t. v. sé þetta ofmælt hjá sér, að ákærði hafi verið æstur, en ákærði hafi verið mjög ákveðinn og talað hratt. Elsa Jóna Theódórsdóttir, Spítalastíg 7, hefur skýrt frá því, að eftir að lögreglumennirnir höfðu farið inn til séra Péturs á Spítalastíg 7, hafi einn lögreglumannanna bankað þar á eldhúsið og spurt, hvort nokkur gæti gefið upplýsingar um, um hvert leyti séra Pétur hefði komið heim. Kveðst hún hafa sagt lögreglumanninum, að séra Pétur hafi verið heima um kl. 12. Hún kveðst hafa heyrt, er Páll Magnússon kom inn í forstof- una, er þeir ákærði, götulögreglumennirnir og séra Pétur voru að fara út, að séra Pétur hafi tjáð Páli, að verið væri að taka sig fastan fyrir eitthvað, sem hann ekki vissi, hvað væri. Kveður hún Pál hafa sagt við séra Pétur, að hann skyldi vera rólegur, ekki væri um annað að gera en fara með lögreglunni. Í málinu liggur fyrir yfirlýsing, dags. 23. febr. 1950, frá sakadómaranum og lögreglustjóranum í Reykjavík um, að þegar um samstarf rannsóknar- lögreglu og götulögreglu hafi verið að ræða eftir beiðni rannsóknarlög- reglunnar, hafi sú venja verið ríkjandi, að rannsóknarlögreglan hafi haft stjórn lögregluaðgerðanna á hendi. Samkvæmt því, er að framan greinir, er upplýst í málinu, að ákærði hefur framkvæmt ólöglega handtöku á séra Pétri Magnússyni aðfara- nótt 19. jan. s.l. og hefur með því brotið 131. gr. almennra hegningarlaga nr. 19 1940. Þykir refsing ákærða með tilliti til þess, að hann hefur látið af störfum í rannsóknarlögreglunni vegna máls þessa, hæfilega ákveðin kr. 1000.00 í sekt til ríkissjóðs, er afplánist með varðhaldi í 10 daga, verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin máls- varnarlaun skipaðs verjanda hans hér fyrir réttinum, hrl. Sigurðar Óla- sonar, kr. 1000.00. Rekstur málsins hefur verið vítalaus. 4 Dómsorð: Ákærði, Guðmundur Arngrímsson, greiði kr. 1000.00 í sekt til ríkissjóðs, er afplánist með varðhaldi í 10 daga, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans hér við réttinn, hrl. Sigurðar Ólasonar, kr. 1000.00. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Mánudaginn 12. febrúar 1951. Nr. 180/1949. Helgi Benediktsson (Guttormur Erlendsson) gegn Bankaráði Landsbanka Íslands f. h. Stofnlánadeildar sjávarútvegsins (Einar B. Guðmundsson). Setudómari hrl. Sveinbjörn Jónsson í stað hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Um rétt manns til láns samkvæmt lögum nr, 41/1946. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi, sem hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 10. september 1949, gerir þær dómkröfur, að stefnda verði, að viðlögðum dagsektum samkvæmt mati Hæstaréttar, dæmt skylt að lána áfrýjanda kr, 1.200.000.00 gegn 1. veðrétti í v/s Helga Helgasyni, V.E. 343, og verði kr. 480.000.00 af þeirri lánsfjárhæð A-lán samkvæmt lögum nr. 41/1946, en kr. 720.000.00 B-lán. Lánstíminn verði 20 ár, afborguninni hagað samkvæmt 9. gr. fyrrnefndra laga og vextir 214% p. a. Loks krefst áfrýjandi málskostnaðar úr hendi stefnda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati Hæstaréttar. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Málsatvikum er ýtarlega lýst í héraðsdómi, og eru þau í 75 höfuðdráttum á þá leið, að þegar er lög um Stofnlánadeild sjávarútvegsins við Landsbanka Íslands, nr. 41/1946, höfðu hlotið staðfestingu, sótti áfrýjandi um lán úr Stofnlánadeild- inni gegn 1. veðrétti í skipi, er hann hafði þá í smíðum í Vestmannaeyjum og síðar hlaut nafnið Helgi Helgason og umdæmistöluna V.E. 343. Hinn 30. maí 1947 tilkynnti áfrýj- andi Nýbyggingarráði, að skip hans væri að verða fullsmíðað, og ítrekaði jafnframt tilmæli sín um, að honum yrði veitt lán úr Stofnlánadeildinni út á skip sitt. Kvað hann kostnaðarverð skipsins mundu nema um kr. 1.800.000.00. Taldi hann sig eiga rétt á láni, að fjárhæð kr. 1.200.000.00, en 24 kostnaðar- eða virðingarverðs er hámark lánsfjárhæðar samkvæmt áður- greindum lögum. Hinn 13. júní 1947 ritaði Nýbyggingarráð Stofnlánadeildinni bréf, þar sem það tilkynnti, að það hefði samþykkt skip þetta sem lið í heildaráætlun ráðsins um þjóð- arbúskap Íslendinga, sbr. niðurlagsákvæði 3. gr. laga nr. 41/1946. Hinn 30. sama mánaðar tilkynnti stjórn Landsbank- ans, að hún sæi sér ekki fært að óbreyttum aðstæðum að veita slíkt lán úr Stofnlánadeildinni. Taldi stjórn bankans „það hafa orðið að samkomulagi“, að Stofnlánadeildin veitti ekki lán út á skip, sem smíðuð væru hér á landi, enda mundi fé það, sem deildin réð yfir, ekki hrökkva til að lána út á skip þau, sem búið væri að festa kaup á erlendis frá. Hélt stjórn Landsbankans síðan fast við neitun þessa þrátt fyrir ítrekaða kröfu áfrýjanda um lánveitingu, sem studd var af atvinnu- málaráðherra svo og Nýbyggingarráði, sem ekki vildi viður- kenna samkomulag það, sem bankinn skírskotaði til. Samkvæmt ákvæðum og markmiði laga nr. 41/1946 og reglugerðar nr. 91/1946, sem sett var samkvæmt þeim lögum, bar stefnda að verja því fé, sem Stofnlánadeild sjávarútvegs- ins réð yfir, eftir því sem það hrökk til og á sem hagkvæm- astan hátt frá sjónarmiði alþjóðar, til lánveitinga handa þeim, sem fullnægðu skilyrðum greindra laga og reglugerðar. Af hendi stefnda hefur ekki verið bent á fullgild rök fyrir því, að áfrýjanda var synjað um lánveitingu út á v/s Helga Helga- son. En þar sem ákvæði framangreindra laga veita áfrýj- anda ekki rétt til láns þeirrar fjárhæðar og með þeim til- teknu skilmálum, sem hann gerir kröfu til í máli þessu, vörður 76 að sýkna stefnda af kröfum áfrýjanda og staðfesta hinn áfrýj- aða dóm að niðurstöðu til. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir Hæsta- rétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 21. júní 1949. Mál þetta, sem dómtekið var 10. þ. m., hefur Helgi Benediktsson út- gerðarmaður í Vestmannaeyjum höfðað fyrir sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur með stefnu, útgefinni 14. september s.l, gegn bankaráði Landsbanka Íslands vegna Stofnlánadeildar sjávarútvegsins við bankann. Hefur stefnandi gert þær dómkröfur: 1. Að stefndi verði f. h. Landsbanka Íslands vegna Stofnlánadeildar sjáv- arútvegsins dæmdur, að viðlögðum dagsektum samkvæmt mati dóms- ins, til að lána stefnanda kr. 1.200.000.00 gegn 1. veðrétti í m/s Helga Helgasyni, V.Æ. 343. Verði lánstíminn 20 ár, afborgunum hagað sam- kvæmt 9. gr. laga nr. 41 frá 1946 og vextir af láninu 2.5% p. a. 9. Að viðurkennt verði með dómi, að stefnda f. h. Landsbanka Íslands vegna Stofnlánadeildar sjávarútvegsins beri að bæta honum fjárhags- tjón það, er hann hafi beðið vegna bess, að honum var ekki veitt framangreint lán hinn 13. júní 1946. 3. Að honum verði dæmdur málskostnaður að skaðlausu eftir mati dómsins. Við munnlegan flutning málsins gerði stefnandi þá viðbótarkröfu við kröfur sínar í 1. lið, að kr. 480.000.00 af lánsfjárhæðinni yrði veitt sem A-lán. Þá féll hann frá kröfu sinni undir 2. lið, en áskildi sér rétt til að krefja stefnda bóta, eins og þar segir, í sérstöku máli síðar. Stefndi hefur mótmælt kröfum stefnanda og krafizt sýknu af þeim og hætfilegs máls- kostnaðar úr hendi hans eftir mati dómsins. Málavextir eru þessir: Með lögum nr. 41 frá 29. apríl 1946 var ákveðið að stofna nýja deild við Landsbanka Íslands, er nefnast skyldi Stofnlánadeild sjávarútvegsins. Átti hlutverk hennar að vera það að styðja að sjávarútveg Íslendinga með hagkvæmum stofnlánum. Í lögum þessum svo og Í reglugerð nr. 91 frá 1946, sem sett var samkvæmt heimild í þeim, eru allýtarleg ákvæði um hlutverk og starfshætti Stofnlánadeildarinnar, og verða þau rakin nánar síðar. Um það leyti, sem deild þessi var stofnuð, átti stefnandi skip í smíðum í Vestmannaeyjum. Hlaut það síðar nafnið m/s Helgi Helgason og ein- kennisstafina V.E. 343. Hinn 7. maí 1946 sendi stefnandi framkvæmda- TT stjórn Landsbankans beiðni um lán úr Stofnlánadeildinni, er tryggt yrði með 1. veðrétti í nefndu skipi, og í símskeyti til Nýbyggingarráðs 18, júní s. á. óskaði hann eftir fyrirgreiðslu ráðsins í sambandi við lántökuna. Ítrekaði stefnandi þessa ósk sína með bréfum til ráðsins, dags. 18, jan., 5. marz og 22. maí 1947. Með bréfi, dags. 30. maí s. á., tilkynnti stefnandi Nýbyggingarráði, að skip hans væri að verða fullsmíðað og sendi jafn- framt áætlun um kostnaðarverð þess, að fjárhæð um kr. 1.800.000.00. Ítrekaði hann þá enn tilmæli sín um, að honum yrði veitt lán úr Stofn- lánadeildinni út á skip sitt. Hinn 13. júní skrifaði Nýbyggingarráð Stofn- lánadeild sjávarútvegsins við Landsbankann bréf þess efnis, að ráðið hefði þann dag samþykkt skip, um 230 rúmlestir að stærð, sem stefnandi hefði í byggingu, sem lið í heilðaráætlun ráðsins um þjóðarbúskap Íslendinga. Þetta tilkynnti Nýbyggingarráð stefnanda með bréfi 24. s. m. og óskaði þess, að hann legði fram sem ýtarlegust fylgiskjöl við hina ýmsu kostn- aðarliði, þegar er Stofnlánadeild hefði gefið vilyrði fyrir því, að lánið yrði veitt. Með bréfi, dags. 30. júní, tilkynnti stjórn Landsbankans vegna Stofn- lánadeildarinnar Nýbyggingarráði, að hún sæi sér eigi fært, að óbreyttum aðstæðum, að veita stofnlán út á skip stefnanda. Er í bréfinu tekið fram til rökstuðnings synjuninni, að það hafi orðið að samkomulagi veturinn 1946 til 1947, að Stofnlánadeildin veitti ekki lán út á skip, sem byggð væru hér á landi, svo og, að fé það, sem Stofnlánadeildin hafi yfir að ráða, muni samkvæmt fyrirliggjandi áætlun ekki hrökkva til að lána út á skip þau, sem þegar sé búið að festa kaup á erlendis frá. Mun greint samkomulag hafa orðið milli ríkisstjórnarinnar og stjórnar Landsbankans, sem fer með framkvæmdarstjórn Stofnlánadeildarinnar. Er stefnandi hafði fengið vitneskju um synjunina, sendi hann 10. júlí Nýbyggingarráði símskeyti, þar sem hann fór fram á, að ráðið hlutaðist til um, að hann fengi að selja skipið úr landi, að lokinni síldarvertíð þá um sumarið. Skeyti þessu svar- aði Nýbyggingarráð með bréfi, dags. 25. júlí, og er þar tekið upp bréf, er ráðið hafði skrifað Landsbankanum, er því hafði borizt tilkynning bank- ans um synjun stofnlánsins. Segir meðal annars í bréfi þessu út af þeirri staðhæfingu bankans, að samkomulag hafi orðið um, að Stofnlánadeildin veitti eigi lán gegn veði í skipum, sem byggð væru innanlands, að ráðinu sé ekki kunnugt um neitt slíkt samkomulag gildandi öll skip, byggð hér á landi. Tekur ráðið fram í því sambandi, að það hafi hvað eftir annað, einnig í þau tvö skipti, sem það hafi sent Landsbankanum áætlanir um útlán úr Stofnlánadeildinni (13. ágúst 1946 og 1. apríl 1947), tilkynnt bankanum, að það áætlaði 1.6—2 milljóna króna lán vegna skipa, smíðaðra innanlands, og sé skip stefnanda eitt af þeim 3--4 skipum, sem reiknað hafi verið með í þessum flokki. Loks mæltist ráðið til þess við Landsbank- ann, að hann endurskoðaði afstöðu sína varðandi lánveitinguna út á skip stefnanda, og benti á og færði að því nokkur rök, að vegna stærðar skips- ins gilti um það allt öðru máli en minni báta, byggða hérlendis. Hinn 12. ágúst ritaði stefnandi Stofnlánadeildinni og spurðist fyrir um það, hvort vænta mætti svars við þeim tilmælum Nýbyggingarráðs, að Landsbankinn endurskoðaði afstöðu sína varðandi skip hans. Gat stefnandi þess, að sér 78 kæmi vel að fá svar án verulegs dráttar. Jafnframt hélt stefnandi því fram, að hann ætti kröfu til stofnláns út á skipið samkvæmt áðurnefnd- um lögum og reglugerð. Þar sem stefnanda barst ekki svar við bréfi þessu, skrifaði hann hinn 25. ágúst til Sjávarútvegsmálaráðuneytisins og óskaði eftir, að það hlutaðist til um, að hann fengi hlut sinn réttan, þar sem hann taldi, að á sér hefði verið brotinn lögverndaður réttur til lánveit- ingar úr Stofnlánadeildinni. Í tilefni þessa bréfs ritaði ráðuneytið hinn 11. september Fjárhagsráði, er þá hafði tekið við af Nýbyggingarráði, bréf, þar sem ráðuneytið beinir þeim eindregnu tilmælum til Fjárhagsráðs, að það fái því til vegar komið, að Landsbankinn veiti þá þegar stofnlán út á m/s Helga Helgason, en það sé stærsta skip, sem smíðað hafi verið hér á landi. Tilkynnti Fjárhagsráð stefnanda um bréf þetta samdægurs. Þessa afgreiðslu ráðuneytisins taldi stefnandi þó ófullnægjandi og óskaði þess eindregið í bréfi frá 17. sept., að hann fengi endanlega afgreiðslu málsins og úr því skorið, hvort ráðuneytið teldi stjórn Landsbankans bundna af greindum lögum og reglugerð. Bréfi þessu svaraði ráðuneytið ekki, og ekki bar fyrrnefnt bréf þess til Fjárhagsráðs neinn árangur varðandi umrædda lánveitingu. Loks skrifaði stefnandi hinn 30. desember enn framkvæmadar- stjórn Landsbankans og spurðist fyrir um það, hvort hún vildi með frjáls- um samningi bæta honum það vaxtatjón, sem neitun hennar um stofnlán út á skip hans hefði þegar haft og mundi hafa í för með sér. Þessari fyrir- spurn svaraði Landsbankinn með bréfi, dags. 17. jan. 1948, á þá lund, að það segði sig sjálft, að bankinn gæti eigi fallizt á neinar bótagreiðslur til hans út af lánssynjuninni. Svo sem kemur fram hér að framan, lítur stefnandi svo á og byggir á því framangreindar dómkröfur sínar, að hann samkvæmt áðurnefndum réttarákvæðum hafi átt og eigi lögvarða kröfu til þess að fá umstefnt lán úr Stofnlánadeildinni út á skip sitt, m/s Helga Helgason. Vísar stefn- andi þessari staðhæfingu sinni til stuðnings til ýmissa ákvæða nefndra laga og reglugerðar, og verða þau ákvæði rakin hér á eftir að efni til. Í 1. gr. oftnefndra laga segir, eins og áður hefur verið drepið á, að hlut- verk Stofnlánadeiidarinnar skuli vera það að styðja sjávarútveg Íslend- inga með hagkvæmum stofnlánum. Í 2. gr. er lögboðið, með hvaða hætti Stofnlánadeildinni skuli aflað fjár til útlána. Samkvæmt 1. málslið 3. gr. veitir deildin lán gegn 1. veðrétti í fiskiskipum og öðrum veiðiskipum og í 2. málsgr. 3. gr. fyrrnefndrar reglugerðar er svo ákveðið, að lán til skipa- og bátakaupa, hvort heldur er um að ræða nýsmíði innanlands eða kaup á nýjum og notuðum skipum erlendis frá, skuli sitja fyrir öðrum lánveitingum. Í 3. gr. laganna segir ennfremur, að lán megi eigi veita úr Stofnlánadeild til annarra framkvæmda en þeirra, sem gerðar eru eftir 1. jan. 1944, og lánveitingar eru bundnar því skilyrði að Nýbyggingarráð hafi samþykkt þær framkvæmdir, sem um er að ræða, sem lið í heildar- áætlun þess um þjóðarbúskap Íslendinga. Samkvæmt 1. málsgr. 4. gr. lag- anna úrskurðar Nýbyggingarráð hverju sinni samkvæmt beiðni fram- kvæmdarstjórnar Landsbankans, hve miklum erlendum gjaldeyri hafi verið varið til fyrirtækis, sem Stofnlánadeildin lánar út á, og eftir 2. 79 málsgr. sömu greinar skal seðlabankanum skylt að lána Stofnlánadeild- inni samkvæmt slíkum úrskurði upphæð í Íslenzkum krónum, er samsvari A-lánum sjóðsins, en eftir 5. málsgr. 3. gr. má eingöngu verja A-lánum til greiðslu á atvinnutækjum, smíðuðum erlendis, á efni og vélum til skipasmíða eða annarra framkvæmda innanlands. Stefnandi telur ótvírætt, að skip hans hafi í öllu fullnægt skilyrðum þeim, sem sett eru fyrir lánveitingum úr Stofnlánadeildinni. Þá telur hann, að framangreind ákvæði sýni það ljóslega, að stjórn deildarinnar hafi ekki frjálsar hendur um það, hverjum hún láni. Samkvæmt ákvæðunum sé ekki heimilt að neita um lán út á fiskiskip, sem Nýbyggingarráð hafi samþykkt sem lið í heildaráætlun sinni um þjóðarbúskapinn. Hafi því bankastjórn Landsbankans með synjun sinni um veitingu stofnláns út á m/s Helga Helgason brotið greind fyrirmæli nefndra laga og reglugerðar. Að því er lánsfjárhæðina varðar, er það óvéfengt í málinu, að kostnöar- verð nefnds skips hafi numið um kr. 1.800.000.00. Samkvæmt 1. málsgr. 8. gr. nefndra laga má lána út á ný skip allt að % af virðingar- eða kostnaðarverði þeirra. Telur stefnandi því, að stofnlán út á skipið hafi átt að nema 1.200.000.00. Þá er óvéfengt, að kostnaður vegna kaupa til skipsins erlendis frá hafi numið % af verðmæti þess, eða kr. 720.000.00. Samkvæmt ákvæðum 5. málsgr. 3. gr. telur stefnandi, að átt hafi að veita kr. 480.000.00 af láninu sem A-lán. Stefndi hefur ekki véfengt það, að fullnægt hafi verið settum skilyrð- um til þess, að lán mætti veita úr Stofnlánadeildinni út á skip stefnanda, enda er það og ljóst af gögnum málsins. Hins vegar reisir stefndi í fyrsta lagi sýknukröfuna á því, að stjórn Stofnlánadeildarinnar eigi ein úr- skurðarvald um lánveitingar úr deildinni. Lítur stefndi svo á, að enda þótt þeir aðiljar, sem sótt hafi um lán, hafi í öllu fullnægt skilyrðum greindra réttarákvæða til að fá lán úr Stofnlánadeild, þá sé ekki unnt að skilja ákvæðin svo, að stjórn deildarinnar sé skylt að veita þeim stofn- lán undantekningarlaust. Hafi því ekki verið brotin lagafyrirmæli eða nokkur réttur á stefnanda með lánssynjuninni. Bendir stefndi á, að þessi skilningur hafi fengið viðurkenningu Nýbyggingarráðs, Fjárhags- ráðs og ríkisstjórnarinnar sjálfrar og vísar í því efni til bréfs þessara stofnana frá 24. júní, 12. júlí og 25. september 1947, en efni þessara bréfa hefur verið rakið hér að framan. Þá reisir stefndi sýknukröfuna í öðru lagi á því, að á sínum tíma hafi ekki verið nægilegt fé fyrir hendi til að veita hið umstefnda lán og ekkert fé sé fyrir hendi til þess nú. Heldur stefndi því fram, að skort hafi um 50 til 60 milljónir króna til þess að veita öll þau lán, sem Ný- byggingarráð hafi mælt með. Hafi stjórn Stofnlánadeildarinnar því orð- ið að meta þörf lánbeiðenda, er hún ákvað, hverjum lán skyldi veita. Svo hafi og farið, að meðal annars hafi eigi verið unnt að veita stofn- lán til 6 nýsköpunartogara vegna féleysis. Þá hafi Stofnlánadðeildin ekki veitt eitt einasta lán út á skip, sem byggð hafi verið innanlands, enda hafi verið til þess ætlazt, að slíkri lánsþörf yrði fullnægt af öðrum að- iljum, Fiskiveiðasjóði Íslands og ríkissjóði í sameiningu. 80 Loks telur stefndi, að því er virðist til vara, að krafa stefnanda um kr. 1.200.000.00 stofnlán sé fjarstæða. Hámarksfjárhæð lánsins geti ekki farið fram úr % af kostnaðarverði skipsins og því ekki orðið hærri en kr. 720000.00. Þá mótmælir stefndi því, að dómstólar geti ákveðið lengd lánstímans. Stefnandi hefur mótmælt framangreindum varnarástæðum stefnda. Sér- staklega mótmælir hann því, að stefndi geti borið fyrir sig féleysi sem varn- arástæðu, enda hafi því ekki verið til að dreifa. Vísar stefnandi í því efni til efnahagsreiknings Stofnlánadeildarinnar 31. des. 1947 og telur, að sam- kvæmt honum sé þá óráðstafað af fé til B-lána rúmlega kr. 5.700.000.00, en það sé fært til skuldar við Landsbankann, og til A-lána um 2 milljónir króna. Þá heldur stefnandi því fram, að stjórn Stofnlánadeildarinnar hafi brotið fyrirmæli nefndra laga og reglugerðar um forgangsrétt til lánveit- inga út á fiskiskip og önnur veiðiskip með því að veita lán út á aðrar eignir, enda þótt lánsþörf til skipa væri ekki fullnægt. Af ákvæðum þeim, sem hér að framan eru rakin og stefnandi reisir á rétt til lánveitingar út á skip sitt, verður ekki ráðið, að stjórn Stofnlána- deildarinnar hafi verið skylt að verða við öllum þeim lánsbeiðnum, sem fullnægðu settum skilyrðum. Að vísu virðist svo, að ákvæði 2. Mmálsgr. 4. gr. oftnefndra laga skyldi seðlabankann til að lána ótakmarkað fé til A-lána, en af 3. málsgr. sömu greinar sést, að svo er ekki, þar sem segir, að samanlögð skuld Stofnlánadeildarinnar megi aldrei fara fram úr 100 milljónum króna. Aðrar tekjulindir deildarinnar eru of takmarkaðar. Getur því svo farið, að fé skorti til að verða við öllum þeim lánbeiðnum, er fram kunna að koma og fullnægja settum skilyrðum. Er því eðlilegt, að stjórn Stofnlánadeildarinnar meti hverju sinni nauðsyn hverrar einstakrar lán- veitingar, og eru engin fyrirmæli í greindum ákvæðum, er bindi stjórn Stofnlánadðeildarinnar að þessu leyti. Þá er og deildarstjórnarinnar að ákveða innan tiltekins hámarks, lánsfjárhæð og lengd lánstíma, sbr. 8. og 9. gr. laganna. Verður því ekki annað séð en að stjórn Stofnlánadeild- arinnar hafi haldið sér innan verksviðs þess, sem henni er markað í fyrr- greindum lögum og reglugerð, er hún synjaði stefnanda um lánveiting- una. Ber því að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í málinu. Eftir öllum málavöxtum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Einar Arnalds borgardómari kvað upp dóm þenna ásamt meðdóms- mönnunum dr. Þorsteini Þorsteinssyni hagstofustjóra og Ólafi Björnssyni prófessor. Dómsorð: Stefndi, bankaráð Landsbanka Íslands vegna Stofnlánadeildar sjávarútvegsins, er sýknað af kröfum stefnanda, Helga Benedikts- sonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. sl Miðvikudaginn 14. febrúar 1951. Nr. 168/1949. Guðrún Pétursdóttir (Ragnar Ólafsson) gegn Pétri Ketilssyni (Guttormur Erlendsson) og Pétur Ketilsson (Guttormur Erlendsson) segn Guðrúnu Pétursdóttur og Steingrími Þórðarsyni (Ragnar Ólafsson). Setudómari hrl. Sveinbjörn Jónsson í stað hrd. Jónatans Hallvarðssonar. Deila um réttindi yfir lóð. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi, sem skotið hefur máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 29. des. 1949, krefst þess aðallega, að henni sé dæmt óskylt að framselja gagnáfrýjanda rétt sinn til lóðar- innar nr. 7 við Eskihlíð í Reykjavík, en til vara, að henni sé því aðeins skylt að framselja gagnáfrýjanda rétt sinn að lóð- inni, að hann greiði henni kr. 87.575.00. Þá krefst aðaláfrýj- andi og málskostnaðar úr hendi gagnáfrýjanda fyrir báðum dómum eftir mati Hæstaréttar. Gagnáfrýjandi, sem skotið hefur málinu til Hæstaréttar með stefnu 13. maí 1950, að fengnu áfrýjunarleyfi 12. s. m., krefst þess aðallega, að gagnstefndi Steingrímur, en til vara, að aðaláfrýjandi verði dæmd til að framselja honum rétt til framangreindrar lóðar gegn greiðslu á kr. 1250.00, eða eftir mati dómsins allt að kr. 87.575.00. Einnig krefst gagnáfrýj- andi málskostnaðar úr hendi aðaláfrýjanda fyrir báðum dóm- um eftir mati Hæstaréttar. Gagnstefndi Steingrímur krefst staðfestingar héraðsdóms, að því er hann varðar, og málskostnaðar úr hendi gagnáfrýj- anda fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta ákvæði hans varðandi gagnstefnda Steingrím, og greiði gagn- áfrýjandi honum kr. 500.00 í málskostnað í Hæstarétti. Sönnur hafa ekki verið að því leiddar, að gagnáfrýjandi 6 82 hafi með samningi öðlazt rétt til framsals á framangreindum lóðarréttindum úr hendi aðaláfrýjanda. Eigi verður heldur talið, að um slíkt aðgerðaleysi af hálfu aðaláfrýjanda og gagnstefnda Steingríms hafi verið að ræða, að gagnáfrýjandi geti á því reist rétt til lóðarinnar. Gegn mótmælum aðaláfrýj- anda verður henni því ekki dæmt skylt að framselja lóðarrétt- indin til gagnáfrýjanda og ber því að taka aðalkröfu hennar til greina. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda kr. 3500.00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, að því er varðar gagnstefnda Steingrím Þórðarson, og greiði gagn- áfrýjandi, Pétur Ketilsson, honum kr. 500.00 í máls- kostnað í Hæstarétti. Aðaláfrýjandi, Guðrún Pétursdóttir, á að vera sýkn af kröfum gagnáfrýjanda, og greiði hann aðaláfrýjanda kr. 3500.00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 22. nóv. 1949. Mál þetta, sem dómtekið var 8. þ. m., hefur Pétur Ketilsson, Háteigsveg 4 hér í bæ, höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, útgefinni 4. apríl s.l, gegn Steingrími Þórðarsyni og til vara gegn konu hans, Guðrúnu Pétursdóttur, báðum til heimilis að Efstasundi 37 hér í bænum. Krefst stefnandi þess aðallega, að nefndur Steingrímur, en til vara kona hans, Guðrún, verði dæmd til að framselja honum rétt til lóðarinnar nr. 7 við Eskihlíð hér í bænum gegn greiðslu á kr. 1250.00. Þá krefst stefnandi þess, að honum verði dæmdur málskostnaður úr hendi stefndu eftir mati dómsins. Aðalstefndi, Steingrímur, krefst þess, að hann verði algerlega sýknaður og honum verði dæmdur ríflegur málskostnaður úr hendi stefnanda. Vara- stefndi, Guðrún, krefst þess aðallega, að hún verði sýknuð, en til vara að henni beri því aðeins að framselja stefnanda rétt sinn til lóðarinnar nr. 7 við Eskihlíð, að stefnandi greiði henni kr. 87.575.00. Til þrautavara krefst varastefndi þess, að hún verði því aðeins skylduð til að framselja stefn- anda rétt sinn til nefndrar lóðar, að hann greiði henni kr. 43.787.50. | Málavextir eru þeir, að með bréfi, dags. 14. sept. 1945, tilkynnti borgar- stjórinn í Reykjavík aðalstefnda, að bæjarráð Reykjavíkur hefði daginn 88 áður samþykkt að gefa honum kost á að leigja lóðina nr. 7 við Eskihlíð. Var samþykki þetta bundið ýmsum skilyrðum, meðal annars beim, að bygginganefnd hafi samþykkt teikningu af húsinu og byrjað sé á greftri á lóðinni fyrir 15. nóv. 1945 svo og að kjallari hússins sé steyptur upp eða gólf fyrstu hæðar fullgert innan mánaðar frá þeim tíma. Um áramótin 1945 og '46 hafði stefnandi að mestu leyti lokið við að reisa hús, sem hann hafði haft í smíðum á lóðinni nr. 9 við Eskihlíð. Kveður stefnandi, að um það leyti hafi lóðin nr. 7 við sömu götu enn verið óbyggð, en búið hafi verið að ýta upp úr grunni lóðarinnar og hafi Sigtryggur Eiríksson, sem ætlaði að reisa hús á lóðinni nr. 5 við sömu götu, framkvæmt það. Varð stefnandi þess áskynja, að þeir aðalstefndi og Sigtryggur höfðu fyrir- hugað að reisa sambyggingu á lóðunum nr. 5 og 7. Framkvæmdir drógust hjá þeim aðalstefnda og Sigtryggi um alllangt skeið, og fékk stefnandi, sem átti ýmis konar efni og verkfæri á næstu lóð, þá áhuga fyrir að byggja á lóðinni nr. 7. Um þetta leyti kveðst stefnandi hafa hitt Sigtrygg að máli á götu hér í bænum og þá spurt hann að því, hvort þeir aðalstefndi Stein- grímur væru hættir við sambygginguna á lóðunum nr. 5 og 7 við Eski- hlíð. Hafi Sigtryggur þá sagt, að Steingrímur hefði meitt sig og lægi á sjúkrahúsi, og hafi hann ekki búizt við því, að þeir gætu haldið húsbygg- ingunni áfram. Kveðst stefnandi þá hafa sagt Sigtryggi, að hann hefði áhuga fyrir því að fá lóðina nr. 7 til þess að reisa á henni hús fyrir eigin reikning, og hafi Sigtryggur ætlað að athuga, hvort tök væru á því. Nokkru síðar kom Sigtryggur til stefnanda með skjal, sem dagsett var 14. jan. 1946 og útgefið af aðalstefnda. Segir í því, að hann gefi Sigtryggi umboð fyrir sína hönd til þess að ráðstafa lóðinni nr. 7 við Eskihlíð. Þá er þar tekið fram, að bráðabirgðasamninga, sem gildi þar til hægt sé að fá lóðarsamning, æski aðalstefndi eftir, að væntanlegur eigandi lóðar- innar láti gera, eftir því sem honum finnist bezt. Skjal þetta fékk stefn- andi í sínar vörzlur, og kveður hann Sigtrygg hafa spurt sig að því í Þetta skipti, hvað hann vildi greiða mikið fyrir lóðina. Kveðst stefnandi þá hafa stungið upp á 1000—1500 kr. auk endurgjalds fyrir það, sem unnið hafði verið á lóðinni. Hafi Sigtryggur fallizt á þetta. Hinn 6. maí 1946 kveðst stefnandi hafa hitt aðalstefnda á götu. Hafi þeir tekið tal saman, og segist stefnandi hafa rifjað upp áðurnefnt samtal þeirra Sigtryggs um lóðina og að hann myndi greiða 1000—1500 kr. fyrir hana, er hann fengi lóðarsamning. Hafi Steingrímur fallizt að öllu leyti á þetta samkomulag og hafi samtalið endað á því, að aðalstefndi bað hann að greiða sér kr. 200.00 til 250.00 upp í skiptin, og kveðst stefnandi hafa greitt honum kr. 250.00. Hófst stefnandi nú handa um húsbyggingu á lóðinni og hélt henni áfram, eins og venja er til, og, að hann telur, athugasemdalaust af allra hálfu, þar til 5. sept. 1947, en þá kveður stefnandi varastefnda Guðrúnu hafa hringt til sín og krafizt þess að fá greiddar kr. 5000.00 fyrir lóðina, en að öðrum kosti fara burt með húsið. Kveðst stefnandi þá hafa skýrt varastefnda frá samkomulagi þeirra aðalstefnda og að hann mundi greiða honum eftir samkomulaginu, er hann fengi lóðarsamning. Upp úr þessu samtali kveðst hann hafa farið á skrifstofu borgarstjóra og grennsl- 84 ast um lóðarsamning, en þar hafi honum verið sagt, að samningur yrði ekki gerður um nefnda lóð fyrst um sinn. Eftir þetta kveðst stefnandi enn hafa haldið húsbyggingunni áfram og hafi hvorki aðalstefndi né vara- stefndi hreyft athugasemdum út af því. Lauk stefnandi við að fullgera hús á lóðinni. Virðist allt húsið hafa verið tilbúið að innan í marz 1948. Hafði stefnandi þá selt húsið, og kaupendur voru fluttir í það. Hinn 30. marz 1948 fékk aðalstefndi lóðarsamning við borgarstjórann í Reykjavík um lóðina, og hinn 31. s. m. framseldi hann varastefnda, konu sinni, öll réttindi samkvæmt samningnum. Reisir stefnandi framangreindar dóm- kröfur sínar á því, að hann hafi fengið loforð frá aðalstefnda fyrir fram- sali á réttindum hans til margnefndrar lóðar, nr. 7 við Eskihlíð. Hafi því framsal aðalstefnda á lóðarréttindunum til varastefnda verið ólöglegt. Þá heldur hann því fram í annan stað, að hann hafi unnið rétt til lóðar- innar, þar sem hann hafi reist á henni hús óátalið af öllum, enda þótt stefndu væri kunnugt um framkvæmdir hans á lóðinni. Loks beri og eignarréttur að húsi og lóðarréttindum að fylgjast að. Aðalstefndi reisir sýknukröfuna á því, að hann sé ekki réttur aðili málsins, þar sem hann hafi framselt konu sinni löglega lóðarréttindi þau, sem hann sé nú krafinn um, enda hafi hann ekki lofað stefnanda fram- sali á þeim. Þá reisir varastefndi sýknukröfu sína á því, að aðalstefndi hafi aldrei lofað að selja stefnanda umgetin lóðarréttindi eða leyft honum að byggja hús fyrir eigin reikning á lóðinni. Hann eigi því engan lagalegan rétt til lóðarinnar. Varakröfuna reisir varastefndi hins vegar á því, að verði talið, að stefnandi hafi með húsbyggingunni fengið rétt til lóðar- innar, beri honum að sjálfsögðu að bæta henni allt það tjón, sem hann hafi bakað henni með þessu atferli sínu, þar á meðal missi söluhagnaðar af húsinu. Farið hefur fram mat dómkvaddra manna á verðmæti þess réttar, sem aðalstefndi hafði fengið til lóðarinnar, er stefnandi hóf bygg- ingu á henni, á verðmæti framkvæmda þeirra, er gerðar höfðu verið á umræddri lóð, áður en bygging stefnanda hófst, og á missi söluhagnaðar af húsi því, er stefnandi reisti á lóðinni. Hafa matsmennirnir metið fyrir- höfn, umstang og ýmsan undirbúning við að fá lóðina á kr. 1000.00, verð- mæti framkvæmda þeirra, er búið var að gera, kr. 1200.00, og missi sölu- hagnaðar á kr. 85.000.00. Þá kemur fram í málinu, að stefndu hafa greitt kr. 375.00 til bæjarins í lóðarleigu. Nema fjárhæðir þessar samanlagðar kr. $7.575.00, eða fjárhæð þeirri, sem varastefndi krefst greiðslu á, verði vara- krafa hennar tekin til greina. Þrautavarakröfuna miðar varastefndi við missi söluhagnaðar af helmingi hússins svo og við það, að stefnandi greiði henni helming hinna annarra framangreindra fjárhæða. Eins og áður er drepið á, hefur aðalstefndi neitað því að hafa lofað að framselja stefnanda rétt sinn til umræddrar lóðar eða leyft honum að reisa á henni hús fyrir eigin reikning. Kveðst aðalstefndi hafa afhent Sig- tryggi Eirikssyni umboð það, sem áður er getið um, í því skyni, að Sig- tryggur leitaði fyrir sér um mann, sem vildi ganga í félagsskap við hann (aðalstefnda) um byggingu húss á lóðinni. Hafi Sigtryggur nokkru síðar komið á sjúkrahúsið og kvaðst hafa haft tal af stefnanda, sem hefði lýst 85 yfir því, „að hann væri fús til samninga. Stefnandi hafi hins vegar aldrei komið á sjúkrahúsið til þess að ræða við sig málið. Þá neitar aðalstefndi því, að í samtali því, sem stefnandi telur sig hafa átt við hann í byrjun maí 1946, hafi þeir talað út um lóðarmálið. Hann kveður stefnanda þá ekki hafa borið undir sig samkomulag, sem stefnandi telur sig hafa gert við Sigtrygg um endurgjald fyrir lóðina. Hins vegar viðurkennir aðalstefndi, að stefnandi hafi um þetta leyti greitt honum kr. 250.00. Hafi það verið fyrirframgreiðsla upp í smíði á hurðum, er aðalstefndi kveðst hafa tekið að sér að smíða fyrir stefnanda, en ekkert hafi orðið úr. Sigtryggur hefur borið það, að hann minnist þess ekki, að stefnandi hafi, er Sigtryggur fékk honum umboðið frá aðalstefnda til ráðstöfunar á lóðinni, minnzt á nokkra fjárhæð sem endurgjald fyrir lóðarréttindin, en jafnvel þó svo kunni að hafa verið, telur Sigtryggur mjög ósennilegt, að hann hafi sam- þykkt nokkra sérstaka fjárhæð, sem stefnandi skyldi greiða aðalstefnda fyrir lóðina, þar sem hann hafi ekki haft neitt umboð frá aðalstefnda til slíkra samninga. Af því, sem nú hefur verið rakið, verður ekki talið nægi- lega sannað, að endanlegur samningur hafi komizt á milli stefnanda og aðalstefnda um það, að aðalstefndi framseldi stefnanda rétt sinn til lóðarinnar n. 7 við Eskihlíð gegn ákveðnu gjaldi. Þykir því, eins og málið horfir við, krafa stefnanda á hendur aðalstefnda ekki hafa við rök að styðjast. Ber þá að sýkna aðalstefnda af kröfum stefnanda í málinu, en eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður, að því er þá varðar, falli niður. Hins vegar þykir samkvæmt því, sem að framan er greint, stefnandi hafa haft ástæðu til að ætla, að honum væri heimilt að hefja húsbyggingu á umræddri lóð. Eigi er sannað, að aðalstefndi áteldi nokkru sinni bygg- ingarframkvæmdir stefnanda þar. Stefnandi viðurkennir, að kona aðal- stefnda hafi fyrst í sept. 1947 hringt til hans og krafizt greiðslu fyrir lóðarréttindin. Gegn mótmælum stefnanda er eigi sannað, að varastefndi hafi eftir þetta hreyft nokkrum athugasemdum við hann út af byggingar- framkvæmdunum fyrr en í apríl 1948, en þá var húsið að mestu fullgert, og hafði stefnandi selt það. Með skiptum sínum við aðalstefnda í sam- bandi við umrædda lóð og síðari byggingarframkvæmdir á henni án athugasemda eða aðgerða stefnda í málinu, annarra en þeirra, sem að framan er drepið á, þykir stefnandi hafa unnið rétt til lóðarinnar nr. 7 við Eskihlíð, og verður því sýknukrafa varasteinda ekki tekin til greina, heldur ber að dæma hana til að framselja stefnanda lóðarréttindin. Gegn framsali lóðarréttindanna þykir varastefndi eiga rétt á greiðslu fyrir verðmæti þess réttar, sem aðalstefndi hafði fengið til lóðarinnar, er stefn- andi hóf byggingu á henni, svo og fyrir verðmæti þeirra framkvæmda, sem gerðar höfðu verið á lóðinni, áður en bygging hófst. Hafa hvort tveggja þessi verðmæti verið samkvæmt framansögðu metin á samtals kr. 2200.00. Þá ber stefnanda og að endurgreiða henni lóðarleigu, að fjárhæð kr. 375.00. Hins vegar þykir varastefndi ekki eiga rétt á greiðslu fyrir missi sölu- hagnaðar af húsinu. Frá framangreindum fjárhæðum ber að draga kr. 250., sem aðalstefndi hefur viðurkennt að hafa fengið greiddar hjá stefn- 86 anda, þar sem ekki hefur komið fram, að aðalstefndi og stefnandi hafi átt nokkur skipti saman nema Í sambandi við umrædda lóð, en rétt sinn til lóðarinnar leiðir varastefndi af rétti aðalstefnda, eiginmanns síns. Samkvæmt framansögðu verða úrslit málsins, að því er varastefnda varðar, að henni verði dæmt skylt að framselja stefnanda rétt sinn til lóðarinnar nr. 7 við Eskihlíð gegn greiðslu á kr. 1000.00 # kr. 1200.00 = kr. 375.00 að frádregnum kr. 250.00, eða gegn greiðslu á kr. 2325.00. Rétt bykir, að málskostnaður falli og niður, að því er varðar varastefnda og stefnanda. Einar Arnalds borgardómari kvað upp dóm þenna. Vegna mikilla anna við borgardómaraembættið í Reykjavík hefur dómur eigi orðið kveðinn upp í máli þessu fyrr en nú. Dómsorð: Stefndi Steingrímur Þórðarson á að vera sýkn af kröfum stefn- anda, Péturs Ketilssonar, í máli þessu, og fellur málskostnaður, að því er þá varðar, niður. Stefnda Guðrúnu Pétursdóttur er skylt að framselja stefnanda rétt sinn til lóðarinnar nr." við Eskihlíð gegn greiðslu á kr. 2325.00. Málskostnaður fellur og niður, að því er þessa aðilja varðar. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 14. febrúar 1951. Nr. 88/1948, Lithoprent (Gunnar Þorsteinsson) gegn Offsetprent h/f. (Sigurgeir Sigurjónsson). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Jónatans Hallvarðssonar. Um firmanafn. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur, að fengnu áfrýjunarleyfi 12. júní 1948, skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 18. s. m. Krefst hann þess, að stefnda verði dæmt óheimilt að nota firmaheitið „Offsetprent“ og gert skylt að viðlögðum 500 króna dagsekt- um að láta má nafnið af hlutafélagaskrá Reykjavíkur. Svo krefst hann og málskostnaðar úr hendi stefnda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar af áfrýjanda fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. 87 'Með 8. gr. reglugerðar nr. 205/1943 er ljósprentun gerð að sérstakri grein handiðnaðar, sem sérnám þarf til, sam- kvæmt lögum um iðnaðarnám nr. 100/1938, nú lög nr. 46/ 1949, sbr, lög nr. 105/1936. Samkvæmt bréfi Landssambands iðnaðarmanna til Atvinnumálaráðuneytisins, dags. 20. nóv- ember 1945, og öðrum skýrslum, sem fram hafa komið í máli þessu, fellur svonefnd „offset“ prentun undir hugtakið ljós- prentun. Offsetprent h/f var stofnað árið 1945 og tilkynnt til hlutafélagaskrár Reykjavíkur 7. apríl sama ár. Mun stefndi um þetta leyti hafa hafið ljósprentun, en þar sem hann hafði ekki neinn mann með meistararéttindum í ljósprentun í þjón- ustu sinni, var framkvæmdastjóra stefnda dæmd sekt hinn 24. júní 1946 fyrir brot á ákvæðum iðnaðarlaganna. Eftir þetta mun stefndi ekki hafa rekið ljósprentun, að undantekn- um 9 mánaða tíma á árunum 1948 og 1949, eftir því sem mál- flutningsmaður stefnda hefur skýrt frá hér fyrir dómi, og ekki hefur stefndi nú í þjónustu sinni neinn mann með meist- araréttindum í ljósprentun. Áfrýjandi, sem rekið hefur ljósprentunarstofu hér í bæ síðan á árinu 1943, hefur samkv. 6. gr. laga nr. 42/1903 höfðað mál þetta og reist kröfur sínar á ákvæðum 10. gr. nefndra laga svo og 9. gr. laga nr. 84/1933. Með því að stefndi hefur ekki um svo langan tíma, sem að framan greinir, rekið þá starfsemi, sem firmanafn hans bendir til, og nafnið gefur villandi hugmyndir um atvinnu- rekstur hans, þá telst rétt samkvæmt síðastnefndum lagaboð- um að taka til greina kröfu áfrýjanda um, að stefndi láti má firmanafnið „Offsetprent“ úr hlutafélagaskrá Reykjavíkur. Skal hann hafa gert ráðstafanir til þess innan 15 daga frá birtingu dóms þessa, að viðlögðum dagsektum samkvæmt 2. mgr. 193. gr. laga nr. 85/1986, er ákveðast kr. 100.00. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að stefndi greiði áfrýj- anda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 1800.00. Dómsorð: Stefnda, Offsetprent h/f, er óheimilt að nota heitið „Offsetprent“ í firmanafni sínu, og skal stefndi gera ráðstafanir til að afmá heitið úr hlutafélagaskrá Reykja- 88 víkur innan 15 daga frá birtingu dóms þessa að viðlögð- um 100 króna dagsektum. Stefndi greiði áfrýjanda, Lithoprent, málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 1800.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 9. okt. 1947, Mál þetta, sem dómtekið var 24. f. m., hefur Einar Þorgrímsson fram- kvæmdastjóri f. h. Lithoprent hér í bæ höfðað fyrir sjó- og verzlunardóm- inum með stefnu, útgefinni 28. nóvember 1946, gegn stjórn hlutafélagsins Offsetprents hér í bænum f. h. félagsins og krafizt þess, að hinu stefnda félagi verði talið óheimilt að nota heitið „Offsetprent“ að nafni og dæmt skylt, að viðlögðum 500 króna dagsektum, að láta má það nafn af hluta- félagaskrá Reykjavíkur. Loks hefur stefnandi krafizt málskostnaðar að mati dómsins úr hendi stefnda. Stefndi hefur aðallega krafizt sýknu og málskostnaðar, en til vara sýknu að svo stöddu og að málskostnaður verði þá látinn falla niður. Málavextir eru þessir: Samþykktir stefnda eru dagsettar 19. marz 1945, og samkvæmt þeim var félagið stofnað í þeim tilgangi að reka prentsmiðju, bókaútgáfu, bók- band, pappírssölu og annan skyldan atvinnurekstur. Stofnun félagsins var tilkynnt hlutafélagaskrá hér í bænum, og tók félagið þegar til starfa, en tilkynningin var birt í Lögbirtingablaðinu 29. maí 1945. Með bréfi, dag- settu 19. apríl 1945, kærði stefnandi yfir því, að framkvæmdastjóri stefnda, Hrólfur prentsmiðjustjóri Benediktsson, hefði hafið starfrækslu ljósprentstofu án þess að hafa til þess iðnréttindi, og var með því átt við þátt í starfsemi stefnda. Var höfðað mál gegn Hrólfi af hálfu valdstjórnar- innar og lauk því með dómi lögregluréttar Reykjavíkur 24. júní 1946, og var Hrólfur dæmdur til sektargreiðslu fyrir brot á iðnlöggjöfinni og til- skipun um prentfrelsi frá 9. maí 1855, enda var talið í ljós leitt, að sams konar starfsemi væri rekin í vinnustofu stefnda og stefnanda í máli þessu, svipuð tæki notuð, starfsaðferðir hinar sömu í meginatriðum og verk- efnin eins. Nokkru fyrr en nefndur dómur var uppkveðinn, hafði Hrólfur sótt um leyfi til að ganga undir sveinspróf í ljósprentun, en umsókn hans var synjað. Stefnandi kveðst hafa ástæðu til að ætla, að stefndi haldi áfram sömu starfsemi og áður, en slíka starfrækslu telur hann því óheim- ila og ólöglega samkvæmt fyrrgreindum refsidómi, þar eð enginn, er hafi meistararéttindi til ljósprentunar, annist verkstjórn í vinnustofu stefnda. Dómkröfur sínar í máli þessu byggir stefnandi á því, að orðið Offset- prentun merki á íslenzku máli ljósprentun, en af framanrituðu sé ljóst, að stefndi hafi ekki heimild til að starfrækja þá iðn. Nafngift stefnda sé því brot á 10. gr. laga nr. 42 frá 1903 svo og 9. gr. laga nr. 84 frá 1933, og beri stefnda því að leggja niður og afmá slíkt nafn, enda varði brot á laga- greinum þessum sektum í ríkissjóð. Til stuðnings framangreindri staðhæt- 89 ingu sinni hefur stefnandi vísað í umsögn Landssambands iðnaðarmanna, dags. 20. nóv. 1945, en afrit hennar var lagt fram í máli þessu (dómsskjal nr. 4.). Þar segir m. a, að samþykkt var á Iðnþingi 1943 að „mæla með því, að ljósprentun (Offset-Lithography) yrði viðurkennd sem sér- stök iðngrein,“ og ennfremur að þingnefnd sú, er hafði málið til með- ferðar, var „sammála um, að hið erlenda heiti iðnarinnar, Offset-Litho- graphy, þýddi á islenzku ljósprentun,“ og loks að iðninni hafi verið gefið það nafn, er Atvinnumálaráðuneytið breytti reglugerð um iðnnám. Sam- kvæmt þessu telur stefnandi nafn stefnda ólögmætt og villandi og auk þess líklegt, að atvinna hans sjálfs bíði við það hnekki, þar eð ekki hafi nú aðrir en hann meistararéttindi í ljósprentun. Stefndi byggir aðalkröfu sína á því, að offsetprentun sé ekki sama starfsaðferð og ljósprentun eða lithoprentun, og mótmælir fyrrgreindri umsögn Landssambands iðnaðarmanna, að því er tekur til þýðingar orðs- ins á Íslenzka tungu, enda sé hér um ólíkar prentaðferðir að ræða. Loks telur stefndi nöfn aðilja svo ólík, að ekki verði á þeim villzt. Varakröfuna byggir stefndi á því, að Hrólfur Benediktsson, er áður getur, hafi ákveðið að fara utan til að afla sér aukinnar þekkingar og námstíma í ljósprentun (lithography), og séu því góðar horfur á, að hann öðlist innan skamms full réttindi í iðngrein þessari. Auk þessa kveður stefndi, að í athugun sé, að það ráði til starfa við fyrirtækið mann, er rétt hafi til ljósprentunar. Telur stefndi því rangt, að bannað verði að nota nafnið, meðan á undirbúningi þessum standi. Af framanskráðu er ljóst, að úrslit máls þessa velta á því, hvort stefndi hafi með nafngift sinni og skráningu hennar brotið fyrirmæli 10. gr. laga nr. 42 frá 1903, sbr. og 6. gr. sömu laga. Gegn hinum eindregnu mótmælum stefnda er eigi unnt að telja stefn- anda hafa fært á það sönnur hér fyrir dóminum, að prentaðferð sú, sem nefnd er offset, sé ekki notuð eða nothæf öðruvísi en liður í ljósprentun, sem á erlendu máli virðist ýmist nefnd Lithography, Photo-Lithography, Offset-Lithography og enn fleiri nöfnum, sem eru undir því komin, hver aðferð af mörgum er viðhöfð. Staðhæfing stefnanda, sú, að iðngreinin, sem á Íslenzku nefnist ljósprentun, sé ljósprentun með offsetaðferð ein- göngu, hefur heldur ekki næga stoð Í gögnum málsins, til þess að unnt sé að leggja hana til grundvallar gegn andmælum stefnda. Með vísan til þessa svo og hins, að ekki verður séð, að nöfn fyrirtækjanna séu svo lík hvort öðru, að hætta þykir, að villzt verði á þeim, þykir verða að taka til greina sýknukröfu stefnda, enda fær sú háttsemi stefnda eða prentsmiðjustjóra þess, sem lýst var í fyrrgreindum lögregluréttardómi, engin áhrif haft á úrslit þessa máls. Málalok verða því, að stefndi verður sýknaður af öllum kröfum stefn- anda, en eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Dóm þenna hafa uppkveðið þeir Einar Arnalds borgardómari og með- dómsmennirnir Jóhann forstjóri Ólafsson og Gunnar Einarsson fram- kvæmdastjóri. Uppsögn dómsins hefur dregizt nokkuð um venju fram sakir anna dómenda. 90 Dómsorð: í Stefndi, Offsetprent h. f., skal vera sýkn af öllum. kröfum stefn- anda, Lithoprents, í máli þessu, en málskostnaður falli niður. Föstudaginn 16. febrúar 1951. Nr. 167/1949. Fiskur á Ís h/f. (Magnús Thorlacius) gegn Höjgaard £€ Schultz A/S og gagnsök (Gústaf A. Sveinsson). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi, sem hefur að fengnu áfrýjunarleyfi 27. des. 1949 skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 28. s. m., gerir þessar dómkröfur: Aðallega að gagnáfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 230.614.18, en til vara aðra lægri fjárhæð ásamt 6% ársvöxtum frá 10. ágúst 1943 til greiðslu- dags svo og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Gagnáfrýjandi hefur að fengnu áfrýjunarleyfi 10. janúar 1950 skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 20. s. m. Gerir hann þær kröfur, að hann verði algerlega sýknaður og aðal- áfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Með skírskotun til ástæðna þeirra, sem raktar eru í héraðs- dómi, ber að staðfesta ákvæði hans um, að gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda kr. 17000.00 bætur fyrir beint tjón ásamt 6% ársvöxtum frá 25. júlí 1944 til greiðsludags. Af hendi aðaláfrýjanda eru ekki leiddar fullnægjandi sann- anir að því, að hann hafi gert svo skjótar ráðstafanir og hald- kvæmar, sem honum var unnt, til að afla einangrunarefnis annars staðar, eftir að honum urðu kunnar vanefndir gagn- áfrýjanda. Sönnur brestur og fyrir því, hvert óbeint tjón aðaláfrýjandi kann að hafa beðið. Yfirmatsgerðin frá 10. nóv- ember 1948 verður að metast ógild, þar sem gagnáfrýjanda gafst ekki nægilegur kostur á því að gæta réttar síns við 91 matið og einn matsmanna hafði á hendi endurskoðun á reikn- ingum aðaláfrýjanda. Undirmatsmenn treystust ekki til að meta óbeint tjón, og önnur gögn, er dómur verði á reistur um þetta atriði, eru ekki fyrir hendi. Verður því að sýkna gagn- áfrýjanda af þessum kröfulið. Rétt þykir, að gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda kr. 4500.00 málskostnað fyrir héraðsdómi, en málskostnaður í Hæstarétti fellur niður. Ákvæði héraðsdóms um ómerking ummæla eiga að vera óröskuð. Dómsorð: Ákvæði héraðsdóms um skaðabætur og ómerking um- mæla eiga að vera óröskuð. Gagnáfrýjandi, Höjgaard á Schultz A/S, greiði aðal- áfrýjanda, Fiski og Ís h/f, kr. 4500.00 málskostnað fyrir héraðsdómi, en málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 5. júlí 1949. Mál þetta, sem dómtekið var 22. f. m., hefur Magnús Guðbjartsson framkvæmdastjóri höfðað f. h. Fisks á Íss h/f í Vestmannaeyjum fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 25. júlí 1944, gegn Höjgaard á Schultz A/S hér í bænum. Voru stefnukröfurnar aðallega þær, að stefndi yrði dæmdur til þess, að viðlögðum hæfilegum dagsektum, að afhenda stefn- anda 300 rúmmetra af góðu og ófúnu einangrunartorfi og til þess að greiða stefnanda kr. 50.000.00 í skaðabætur vegna dráttar á afhendingu ásamt 6% ársvöxtum af þeirri fjárhæð frá 10. ágúst 1943 til greiðsludags, allt að frádregnum kr. 6000.00. Til vara krafðist stefnandi þess, að stefndi yrði dæmdur til greiðslu á kr. 56.000.00 með vöxtum, svo sem fyrr var greint. Loks krafðist stefnandi málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnda, hvernig sem málið færi. Málinu var skipt þannig, að það var fyrst flutt, að því er varðaði bóta- skyldu stefnda, og dómur á hana lagður. Með dómi hæstaréttar hinn 15. júní 1946 var stefndi talinn ábyrgur til fébóta vegna þess tjóns, sem stefn- andi kynni að hafa beðið af vanefnd stefnda á samningi aðilja frá 10. júlí 1943, að því er varðar afhendingu á 235 rúmmetrum af torfi. Með stefnu, útgefinni 17. sept. 1946, hækkaði stefnandi bótakröfu sína í kr. 252.029.62 og krafðist jafnframt vaxta af fjárhæðinni svo og máls- kostnaðar, eins og áður er greint. Málið var síðan flutt munnlega 12. apríl 1947 og dómur í héraði kveðinn upp í því 23. s. m. Við flutning málsins þá 92 féll stefnandi frá fyrrgreindri aðalkröfu sinni í frumstefnu og sundurlið- aði bótakröfu sína svo: 1:Beint tjóli. ms na a 5 EEE Í a kr. 57.387.40 2. Óbeint tjón 22.00.0000... 0n ene ene — 194.642.22 Samtals kr. 252,029.62 Með hæstaréttardómi, uppkveðnum 25. júní 1947, í kærumáli út af frá- vísunarákvæði í greindum héraðsdómi var héraðsdómurinn ómerktur. Við munnlegan flutning málsins nú lækkaði stefnandi bótakröfuna niður í kr. 243.414.18, en hélt fast við fyrri kröfur sínar um vexti og málskostnað. Stefndi hefur krafizt sýknu og hæfilegs málskostnaðar úr hendi stefn- anda eftir mati dómsins. Þá hefur hann mótmælt sérstaklega vaxtakröfu stefnanda. Málavextir eru í skemmstu máli þeir, að með samningi, dags. 10. júlí 1943, seldi stefndi stefnanda 300 rúmmetra af torfi. Var kaupverðið kr. 9000.00, eða kr. 30.00 fyrir hvern rúmmetra, og greiddi stefnandi kr. 3000.00 við undirskrift samningsins. Lét stefnandi taka af torfinu 65 rúmmetra, og vegna athugasemdalausrar viðtöku þess af hans hálfu var hann eigi tal- inn geta borið fyrir sig, að sá hluti hins selda torfs hafi eigi verið samn- ingshæfur. Hins vegar sannaðist, að hinn hluti torfs þess, sem honum var ætlað til efnda á samningum, var ósamningshæfur vegna galla, og var hann því samkvæmt áðurnefndum hæstaréttardómi talinn eiga rétt til fébóta vegna tjóns, er hann kynni að hafa beðið af vanefnd stefnda, að því er þann hluta, 235 rúmmetra, varðaði. Stefnandi sundurliðar nú bóta- kröfu sína svo: 1. Beint tjón. Andvirði korks, að jafngildi 235 rúmm. af torfi, kr. 38.773.68, að frádregnum eftirstöðum af kaup- verði torfsins, kr. 6000.00 22.00.0000... 0n nennt kr. 32.773.68 2. Óbeint tjón ....cccc20cceennr erna rn — 210.640.50 Samtals kr. 243.414.18 Stefndi hefur andmælt því, að stefnanda sé heimilt að hækka nú kröfu sína um bætur vegna óbeins tjóns frá fjárhæð þeirri, sem hann hafði áður miðað við og um getur hér að framan, enda þótt hann lækki fébóta- kröfu sína í heild. En þar sem fjárkröfur stefnanda eru reistar á sömu rökum og áður í málinu og aðeins er um að ræða tilfærslu fjárhæðar milli liða, þá þykir slík tilfærsla vera heimil. Nánari greining hvors kröfuliðs og rök fyrir þeim verða nú rakin hér á eftir í sambandi við varnarástæður stefnda. Um 1. Torf það, sem stefnandi samdi um kaup á, ætlaði hann að nota til einangrunar í frystihúsi sínu í Vestmannaeyjum, að því er virðist til endurbóta á einangrun, sem fyrir var, svo og til einangrunar nýs eða nýrra frystiklefa. Kveðst stefnandi hafa reynt að afla sér einangrunar- efnis annars staðar, þegar honum brást torfið frá stefnda, en öll slík efni hafi verið ófáanleg hér á landi haustið 1943, og ekki hafi þau fengizt hér þar til í september og október 1945. Kveðst stefnandi þá hafa fengið 93 keypta 50 rúmmetra af korki og 15 rúmmetra af glerull. Loks hafi honum ekki tekizt að fá meira einangrunarefni fyrr en í janúar 1947, en þá hafi hann fengið keypta 140 rúmmetra af korki og loks í marz sama ár 3.980 kg af sama efni. Verð á öllu því korki, sem stefnandi keypti, var kr. 2.40 hvert kg. Stefnandi telur, að 146.87 rúmmetrar korks svari til 235 rúm- metra torfs, og hver rúmmetri korks vegi 110 kg. Miðar stefnandi kröfu sína um bætur fyrir beina tjónið við það, að hann hafi neyðzt til að kaupa kork sem einangrunarefni í stað torfs þess, sem hann ekki fékk afhent. Kaupverð þeirra 146.87 rúmmetra, sem hann hafi keypt í stað torfsins, hafi samkvæmt framansögðu numið kr. 38.773.68, en frá því beri að draga ógreiddar eftirstöðvar af umsömdu kaupverði torfsins, kr. 6000.00, og komi þá út kr. 32.773.68. Stefndi byggir kröfu sína um sýknu af dómkröfum stefnanda undir þessum lið á því, að vanefnd á samningnum hafi ekki valdið stefnanda neinu tjóni. Í fyrsta lagi reisir stefndi þessa staðhæfingu sína á því, að nóg torf hafi verið fáanlegt hér á landi á árunum 1943 og 1944. Nefnir stefndi í því sambandi torfbirgðir sjálfs sín á Álafossmýrum og við hita- leiðsluna til Reykjavíkur, sem boðnar hafi verið stefnanda til efnda á samningnum með bréfi 28. september 1943, en stefnandi hafi engu sinnt, svo og að torf hafi verið fáanlegt við Hofsós, enda selt þaðan bæði til frystihúss á Skagaströnd og til Skeiðfossvirkjunarinnar. Staðhæfir stefndi, að eftir þessu hafi það ekki komið að sök, að stefnandi fékk ekki hið umsamda torf. Í annan stað heldur stefndi því fram, að stefnandi hafi haft hag af því að kaupa kork til einangrunar í stað torfs, og bendir í því sambandi á eftirgreind atriði. Í fyrsta lagi telur stefndi, að flutningsgjald, uppskipun og útskipun korks hafi verið mun ódýrari en sami kostnaður við torf. Þá telur stefndi, að ódýrara sé að ganga frá einangrun með korki en torfi, og enn hafi sparazt frystirúm með notkun korksins, þar sem einangrun með því megi vera mun þynnri en með torfi. Loks telur stefndi, að einangrunargildi korks sé meira en torfs, korkið sé mun betra og varanlegra einangrunarefni. Þá heldur stefndi því fram, að einn rúm- metri korks vegi aðeins 100 kg, eðlisbyngd þess sé 149 á móti vatni, og telur einnig, að stefnandi hefði átt að geta keypt kg af korki á heildsölu- verði, eða fyrir kr. 2.00, en ekki fyrir kr. 2.40 hvert kg, sem mundi vera smá- söluverð. Samningur aðilja frá 10. júlí 1943 segir svo um ástand hins selda: „Torfið á að vera gott einangrunartorf og ófúið, en má að öðru leyti vera laust í sér og ekki skilyrði, að það sé alveg þurrt“. Gegn eindregnum andmælum stefnanda hefur stefndi ekki fært sönnur á það, að stefn- andi hafi átt þess kost að kaupa hjá stefnda eða öðrum torf, sem full- nægði þessum skilyrðum. Verður því að telja, að stefnanda hafi verið rétt að kaupa kork til einangrunar í stað torfs. Ber því að miða bætur til stefnanda samkvæmt þessum lið við þá verðhækkun, sem leiðir af einangrun með korki. Stefndi hefur ekki vefengt það, að 146.87 rúmmetrar korks svari til 235 rúmmetra torfs sem einangrunarefnis. Hinir sérfróðu menn í dóminum 94 telja, að þyngd hvers rúmmetra mulins korks, en Í slíku ástandi var kork það, er stefnandi keypti og notaði, geti verið mismunandi, eftir því hvernig það sé og hafi verið unnið. Verðreikningar þeir, sem stefnandi hefur lagt fram til sönnunar korkkaupum sínum, sýna, að þyngd hvers rúmmetra er bar reiknuð 110 kg. Verður því sú þyngd rúmmetra korks lögð til grund- vallar um heildarþyngd 146.87 rúmmetra af korki. Ósannað er, að stefn- andi hafi átt þess kost að kaupa ódýrara kork en greindir verðreikningar sýna, eða hvert kg á kr. 2.40. Verður mótbára stefnda varðandi verð korksins því ekki tekin til greina. Samkvæmt álitsgerð dómkvaddra manna virðist mega leggja nokkurn veginn að jöfnu kostnað við að ganga frá einangrun með torfi og kostnað af einangrun með muldu korki, og er það álit hinna sérfróðu manna í dóminum, að kostnaður við korkeinangr- unina sé sízt minni. Eftir þeim gögnum, sem fram eru komin, annars vegar um flutnings- kostnað torfs til Vestmannaeyja frá Minni-Borg í Grímsnesi, sem var af- hendingarstaður samkvæmt áðurnefndum samningi aðilja, og hins vegar um flutningskostnað mulins korks frá Reykjavík til Vestmannaeyja, virð- ist mega leggja flutningskostnaðinn nokkurn veginn að jöfnu. Það er ljóst, að við notkun korks í stað torfs til einangrunar hefur stefnanda sparazt nokkurt frystirúm. Ber að taka það til athugunar við ákvörðun skaðabóta til stefnanda samkvæmt þessum lið. Það er álit hinna sérfróðu manna Í dómnum, að telja megi, að einangrunargildi korks sé miklum mun betra og varanlegra en torís, sem hér um ræðir. Að athuguðum tveimur síðastnefndum atriðum, þykja því skaðabætur til stefnanda sam- kvæmt þessum lið (beint tjón) hæfilega ákveðnar kr. 17.000.00. Um 2. Tjón sitt samkvæmt þessum lið rökstyður stefnandi með því, að hann hafi á árinu 1944 aðeins getað fryst 502.67 smálestir af fiski, en það var meira en klefar þeir tóku í einu lagi, sem þá voru til einangraðir. Hins vegar heldur hann því nú fram og reisir það á yfirmatsgerð, er fram fór 10. nóv. s.l, að haustið 1943 hafi verið tilbúið húsnæði, sem tekið hefði 350 smálestir frysts fisks, ef einangrunarefnið hefði ekki brugðizt. Telur hann sig því við vanefnd stefnda hafa misst tækifæri til að frysta það magn 1944, er hið nýja húsrými hefði tekið. Samkvæmt greindri yfir- matsgerð telja matsmennirnir, að hagnaður af hverri smálest frysts fisks hafi numið kr. 601.83 árið 1944. Þá heldur stefnandi því fram, að fiskur hafi verið nægur fyrir hendi svo og vinnuafl nægilegt í Vestmannaeyjum til að frysta í allt hið nýja húsrými. Telur hann því hagnaðarmissi sinn vegna vanefnda stefnda hafa numið 350 x kr. 601.83 == kr. 210.640.50, og kemur það heim við hina umkröfðu fjárhæð undir þessum lið. Greind yfirmatsgerð hefur verið staðfest fyrir dómi. Stefndi hefur eindregið andmælt kröfu þessari. Í fyrsta lagi reisir stefndi mótmæli sín á því, að ekki hafi verið orsaka- samband milli vanefndanna og Þbótakröfu stefnanda. En jafnvel þó svo yrði talið, þá sé tjónið hvorki venjuleg eða sennileg afleiðing vanefndanna. Þá heldur stefndi því fram, að stefnandi hafi ekkert húsrými haft tilbúið til einangrunar veturinn 1943—44. Enn mótmælir stefndi greindri yfir- 95 matsgerð sem marklausri í málinu, þar sem yfirmatið hafi ekki verið framkvæmt með löglegum hætti. Stefnda hafi ekki verið á löglegan hátt veittur kostur á að gæta hagsmuna sinna við yfirmatið, og undirmats- gerðin hafi ekki legið fyrir yfirmatsmönnum. Þá hefur stefndi mótmælt yfirmatsgerðinni á þeim grundvelli, að einn matsmanna hafi verið endur- skoðandi stefnanda, Fisks ár Íss h/f, frá því að fyrirtækið var stofnað, og því raunverulega í þjónustu þess. Loks telur stefndi, að tap hafi orðið á rekstri stefnanda árið 1944, og byggir þá staðhæfingu sína á rekstrar- reikningum stefnanda á árunum 1943—-1945, framtölum hans til skatts á sama tíma og upplýsingum um tekjuskatt hans á árunum 1943— 1946. Hefði tap stefnanda árið 1944 því aukizt að sama skapi og frystihúss- rekstur hans varð meiri það ár. Eftir gögnum þeim, sem fyrir liggja í málinu, verður orsakasambandið milli umræddrar vanefndar og óbeina tjónsins, sem stefnandi telur sig hafa beðið vegna hennar, að teljast svo fjarlægt, að tjónið hafi ekki verið sennileg eða venjuleg afleiðing vanefndarinnar, hvorki er samningurinn var gerður né er vanefndin varð. Verður stefndi því ekki talinn bera fébótaáhyrgð á tjóninu, þó orðið hafi, og ber því að sýkna stefnda af dómkröfu stefnanda undir þessum lið. Samkvæmt framansögðu verða því úrslit máls þessa þau, að stefnda verður dæmt að greiða stefnanda kr. 17.000.00 með 6% ársvöxtum frá stefnudegi til greiðsluðags svo og málskostnað, er þykir eftir atvikum hæfilega ákveðinn kr. 2500.00. Í bréfi, dags. 17. nóvember 1948, til málflutningsmanns stefnanda, Magn- úsar Thorlacius hæstaréttarlögmanns, frá málflutningsmanni stefnda, Gústaf A. Sveinssyni hæstaréttarlögmanni, eru eftirgreind ummæli: „.... þar sem bæði þér og yfirmatsmenn hafið við dómkvaðningu og í allri aðferð við yfirmat brotið lög á umbj. mínum“. Þá sagði lögmaður stefnda við. munnlegan flutning málsins, að tilteknir vitnaframburðir væru eftir pöntun svo og að dómskjal nr. 112, sem er notarialiter staðfest eftirrit úr efnahagsbók stefnanda fyrir árið 1944, væri búið til eftir á. Krafðist lög- maður stefnanda þess, að öll greind ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk og lögmaður stefnda yrði dæmdur í réttarfarssekt fyrir þau. Loks sagði lögmaður stefnanda við munnlegan flutning málsins, að tiltekinn maður í þjónustu stefnda hefði komið til Vestmannaeyja sem flugumaður og farið með kjafthátt. Krafðist lögmaður stefnda, að ummæli þessi yrðu ómerkt. Rétt þykir að ómerkja öll framangreind ummæli, en ekki þykir ástæða til að sekta fyrir neitt af þeim. Einar Arnalds borgardómari kvað upp dóm þenna ásamt meðdóms- mönnunum Benedikt Gröndal verkfræðingi og Kristjáni Einarssyni fram- kvæmdastjóra. Vegna anna við borgardómaraembættið í Reykjavík og þar sem mál þetta er mjög viðamikið, hefur dómur eigi orðið kveðinn upp í því fyrr. 96 Dómsorð: Framangreind ummæli eru ómerk. Stefndi, Höjgaard ár Schultz A/S, greiði stefnanda, Magnúsi Guð- bjartssyni f. h. Fisks á Íss h/f, kr. 17.000.00 með 6% ársvöxtum frá 25. júlí 1944 til greiðsludags og kr. 2500.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms bessa að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 19. febrúar 1951. Nr. 16/1951. Matstofa Austurbæjar (Theódór B. Líndal) gegn Tollstjóranum í Reykjavík f. h. ríkissjóðs (Hermann Jónsson). Setudómari próf. Ólafur Jóhannesson í stað hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Ómerking. Dómur Hæstaréttar. Hinn áfrýjaði úrskurður er upp kveðinn af Benedikt S. Bjarklind, fulltrúa borgarfógeta. Áfrýjandi, sem skotið hefur máli þessu til Hæstaréttar með stefnu, útgefinni 31. janúar s.l., krefst þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði úr gildi felldur og að sér verði dæmdur málskostnaður úr hendi stefnda fyrir fógetadómi og Hæstarétti eftir mati Hæstaréttar. Stefndi krefst staðfestingar úrskurðarins og málskostn- aðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda eftir mati Hæsta- réttar. Í máli þessu, þar sem krafizt er lögtaks fyrir söluskatti, brast eðlisrök til þess að kveða á um skattskyldu áfrýjanda í sérstökum úrskurði samkvæmt lögjöfnun frá 5. mgr. TI. gr. laga nr. 85/ 1936. Verður því að ómerkja hinn áfrýjaða úrskurð og málsmeðferð fyrir fógetadómi frá og með dóm- þingi 13. janúar 1961. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir Hæsta- rétti falli niður, 97 Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður og málsmeðferð fyrir fógeta- dómi frá og með dómþingi 13. janúar 1951 eiga að vera ómerk. Málskostnaður fellur niður. Sératkvæði Árna Tryggvasonar hrá. Ég tel, að fógeta geti verið heimilt að skipta sakarefni í málum sem þessum samkvæmt lögjöfnun frá 5. tölulið 71. gr. laga nr. 85/1936. Hins vegar fellst ég á, að ekki séu rök fyrir slíkri skiptingu í máli því, sem hér er til úrlausnar. Með þessari athugasemd er ég samþykkur atkvæði meiri hluta dómenda. Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 24. jan. 1951. Með bréfi, dags. 27. okt. s.l, krafðist gerðarbeiðandi í máli Þessu, toll- stjórinn í Reykjavík f. h. ríkissjóðs, að lögtak yrði gert hjá gerðarþola í máli þessu, Matstofu Austurbæjar, Laugavegi 118, til tryggingar ettir- stöðvum af söluskattsreikningi fyrir 3ja ársfjórðung 1949, að upphæð kr. 9.579.59, auk dráttarvaxta og kostnaðar, en gerðarþoli hafði áður tilkynnt, að hann myndi ekki greiða skattaeftirstöðvar þessar, án þess að úrskurður dómstóla fengist um réttmæti skattaálagningarinnar. Almennur lögtaksúrskurður fyrir skatti þessum var kveðinn upp hinn 26. okt. 1949 og birtur í dagblöðum bæjarins. Málið var tekið fyrir hinn 27. okt. s.l. og hefur síðan verið sótt og varið hér fyrir réttinum og var tekið til munnlegs málflutnings hinn 13. Þ. m. Málavextir eru þessir: Við álagningu söluskatts í Reykjavík fyrir 3ja ársfjórðung 1949 var gerðarþola gert að greiða kr. 10.632.00 í söluskatt í samræmi við söluskatts- skýrslu hans, rskj. nr. 4. Við þessa álagningu vildi gerðarþoli ekki sætta sig, þar sem hann taldi hana ekki hafa stoð í lögum. Hinn 24. jan. 1950 greiddi svo umboðsmaður gerðarþola kr. 1.052.41 af ofangreindri skatt- upphæð og tilkynnti jafnframt gerðarbeiðanda, að frekari greiðslu væri neitað án undangengins dómsárskurðar. Við þingfestingu málsins hækkað. umboðsmaður gerðarbeiðanda lögtakskröfuna í kr. 10.524.41. Er málið var tekið til munnlegs flutnings, var ákveðið eftir tilmælum málflytjenda, að skipta sakarefninu samkvæmt heimild í 2. mgr. 71. gr. laga nr. 85/1936 þannig, að í málflutningi og úrskurði yrði nú aðeins að svo stöðdu fjallað um hina umdeildu skattskyldu, en ekki um upphæð skattkröfunnar. Umboðsmaður gerðarbeiðanda hefur gert þær réttarkröfur, að hið um- beðna lögtak verði leyft og að umbjóðanda sínum verði úrskurðaður máls- T 98 kostnaður að mati réttarins og að höfð verði við það mat hliðsjón af því, að hér sé um prófmál að ræða, sem fjölmenn félagssamtök standi að. Umboðsmaður gerðarþola hefur hins vegar gert þær réttarkröfur, að neitað verði um framgang hins umbeðna lögtaks og að umbjóðanda sínum verði úrskurðaður málskostnaður samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Við flutning málsins hefur verið deilt um þrjú meginatriði, sem gerðar- þoli hefur borið fyrir sig sem varnarástæður: 1) Að veitingasala sé „smá- sala“ og eigi því að skattleggjast með 2%, sbr. a-lið 22. gr. laga nr. 100/ 1948, en ekki með 3%, eins og gert hefur verið. 2) Að söluskatt eigi ekki að reikna af veitingaskatti og heldur ekki af sjálfum sér. 3) Að sala gerð- arþola á mjólk og mjólkurafurðum, garðávöxtum, kjöti, fiski og eggjum eigi að vera undanþegin söluskatti samkvæmt A-lið 23. gr. laga nr. 100/ 1948. Skulu nú raktar hér á eftir rökfærslur málflyjenda, hvors um sig, varðandi þessi þrjú atriði. Um 1: Umboðsmaður gerðarbeiðanda heldur því fram, að þegar skýra skuli hugtakið „smásala“ í skilningi 22. gr. laga nr. 100/1948, verði að hafa það í huga, að hugtakið hafi tiltekna merkingu annars staðar í löggjöfinni og að sú merking falli saman við notkun orðsins Í viðskiptalífinu. Þetta hafi höfundum dýrtíðarlaganna verið ljóst og þeim því þótt ástæðulaust að skýra svo alkunnugt hugtak í dýrtíðarlögunum, og ef þeir hefðu ætlazt til þess, að hugtakið yrði skilið á annan veg en bað sé skilið annars staðar í löggjöfinni, hefðu þeir skýrgreint hugtakið í dýrtíðarlögunum. Í þessu sambandi bendir umboðsmaður gerðarbeiðanda á, að í upphafi 22. gr. dýrtíðarlaganna sé talað um sölu skattskyldra atvinnufyrirtækja, og þar sem í dýrtíðarlögunum sé talað um sölu eða öllu heldur vörusölu atvinnu- fyrirtækis, liggi næst og í augum uppi að skýrgreina skuli hugtakið „smásala“ í samræmi við það, sem skilið sé við það í lögum um verzlunar- atvinnu nr. 52/ 1925. Þá verði og að hafa það í huga, að til geti verið aðrar tegundir viðskipta en verzlunaratvinna og að löggjöfin geti haft reglur um þessi annars konar viðskipti. Og þannig sé þessu farið. Til séu sér- stök lög um veitingahald og gistihúsahald o. fl., lög nr. 21/1926, og að eftir að þessi lög komu til, sé ógerningur að halda því fram, að veitingasala sé smásala í merkingu laga nr. 52/1925, enda gildi margskonar og mismun- andi reglur um hvort tveggja. Staðhæfing um, að með smásölu sé einkum átt við bað, að selt sé í smáum stíl, telur hann, að ekki fái staðizt, því að samkvæmt venjubundnum skilningi á hugtakinu sé aðeins átt við venju- legan verzlunarrekstur, þar sem sala fer fram beint til neytendanna í nótsetningu við heildsölu, en heildsala sé verzlun, þar sem ekki sé heimilt að selja beint til neytendanna, heldur aðeins beint til smásala. Þá telur hann, að merkja megi muninn á smásölu og veitingasölu í lögum um veit- ingaskatt, nr. 99/1933, 1. gr, en samkvæmt þeim er skattskyldan bundin við það, sem selt er til neyzlu á staðnum. Hitt sé aftur smásala í venju- bundnum skilningi þess hugtaks, enda hafi lögin um verzlunaratvinnu og lokunartíma sölubúða í upphafi og um langt skeið verið skilin í sam- ræmi við það, og dæmi hafi verið um það, að veitingasalar hafi verið sekt: 99 aðir fyrir það að selja út af veitingahúsinu öl, gosdrykki, tóbak o. bh. eftir lokunartíma sölubúða, þótt nú á seinni árum hafi slík sala verið látin afskiptalaus. Engu að síður sé þó slík sala lögbrot. Fleiri dæmi nefnir hann enn til skilgreiningar á smásölu og veitingasölu, sem víða komi fram: 1) Enginn má reka smásölu, nema hann hafi áður leyst smásöluleyfi, sem nú kostar kr. 720.00 með stimpilgjaldi. 2) Enginn má reka veitingasölu, nema hann hafi áður leyst veitingaleyfi, sem nú kostar kr. 384.00 með stimpil- gjaldi. 3) Til þess að fá verzlunarleyfi þarf viðkomandi að hafa bekkingu á bókhaldi og vörum, sbr. auglýsingu Atvinnu- og samgöngumálaráðu- neytisins, nr. 43/1926, en ekkert tilsvarandi skilyrði er sett fyrir veitinga- leyfi. 4) Til þess að fá veitingaleyfi þarf meðmæli bæjarstjórnar eða hrepps- nefndar, en um smásölu gildir ekkert tilsvarandi. 5) Smásalar Mega aðeins hafa opið til kl. 6 á virkum dögum nema laugardaga og þá aðeins til kl. 4. 6) Veitingastofur mega vera opnar til kl. 1130 á hverju kvöldi og alla sunnuðaga. 7) Annað og hærra verð hefur verið heimilað á veitingastofum en í smásölu, sem ljóst er af samanburði rskj. nr. 13 og 14, svo og af saman- burði við rskj. nr. 17. 8) Aðrar og frekari kröfur eru gerðar til veitinga- stofa en smásöluverzlana, og má í því sambandi benda á MI. kafla lög- reglusamþykktar Reykjavíkur nr. 2/1930 og annars vegar XIII, kafla heil- brigðissamþykktar Reykjavíkur nr. 11/1950 og hins vegar KV. kafla hennar. Af öllu því, sem hér hefur verið rakið, telur umboðsmaður gerðarbeið- anda ljóst vera, að smásala og veitingasala séu sitt hvað. Það orki því ekki tvímælis, að a-liður 22. gr. laga nr. 100/1948 eigi aðeins við um venjulega smásölu, og að veitingasala hljóti því að falla undir b-lið sömu greinar, eins og talið hafi verið hingað til. Umboðsmaður gerðarþola styður mál sitt með því, að lög nr. 100/1948 tali um 4 tegundir sölu, heildsölu, umboðssölu, smásölu og aðra sölu, en skilgreiningu á þessum hugtökum sé hins vegar ekki að finna í lögum um veltuskatt frá 1945, sem söluskattsákvæði dýrtíðarlaganna frá 1947 og 1948 virðist algerlega sniðin eftir, og eigi sé heldur að finna skilgreiningu á hug- tökum þessum í greinargerðum að frumvörpum þessara laga. Það verði því að skilja hugtök þessi í samræmi við merkingu þeirra í mæltu máli. Sjálfsagt sé þá að leita til samheitaorðabóka, en þar sem engar slíkar bækur íslenzkar séu til, liggi næst að leita til heimsviðurkenndra bóka um þau efni, og vitnar hann í eina slíka bók, „Webster's Collegjale Dictionary“. Kemst hann þá að beirri niðurstöðu, að orðið „smásala“ hafi sömu merk- ingu og enska orðið „retail“ Smásala merki þannig sölu á vörum, litlu magni, beint til neytenda, og að það sé heildarorð, sem nái yfir hina fjöl- breyttustu söluflokka, svo sem veitingasölu, sælgætissölu, fisksölu, áfeng- issölu, blómasölu o. s. frv. Þessar ýmislegu tegundir sölu verði svo oft að hlíta mismunandi reglum og takmörkunum, svo sem eftirliti og ýmiskonar starfræksluskilyröum, t. d. af heilbrigðis- og hreinlætisástæðum, og marg- háttuðum ástæðum öðrum. Þannig vilji til um viðskipti þau, sem fram fari í veitingastofu: umbjóðanda síns, að þau komi nákvæmlega heim við fram. angreinda skilmerkingu á hugtakinu „smásala“. Og um einn lið þeirra við- 100 skipta telur hann, að óþarft sé að deila, hann sé ótvírætt venjuleg smá- sala, en þ. e. sælgætis- og tóbakssala, er fram fer Í einu horni veitingastof- unnar með nákvæmlega sama hætti og tíðkist í tóbaks- og sælgætisverzi- unum bæjarins, að því einu undanskildu, að opið sé til kl. 23.30 á hverju kvöldi. Að framangreindu megi ljóst vera, að öll sala í húsakynnum gerð- arbola sé smásala, er skattleggja beri samkvæmt a-lið 22. gr. laga nr. 100/1948. Um 2: Umboðsmaður gerðarbeiðanda heldur því fram, að með orðinu „heildarandvirði“ í 22. gr. laga nr. 100/1948 verði ekki annað skilið en að með því sé átt við þá heildarupphæð, er greidd er hverju sinni fyrir vöru eða bjónustu, enda bendi viðbótin „án frádráttar nokkurs kostnaðar“ ótvírætt til þess. Þannig hafi það og frá byrjun verið skilið af skattayfirvöldunum, að með þessu orðalagi sé átt við brúttóandvirði vöru eða þjónustu, enda sé sá skilningur í samræmi við tilsvarandi verðskatta hér á landi og erlendis. Sem dæmi megi benda á veitingaskattinn, sem í eðli sínu sé veltuskattur. Hann sé tekinn af heildarsöluverði veitinga, sbr. rskj. nr. 13 og 15, og sé það viðurkennt af umboðsmanni gerðarþola Í rskj. nr. 9, að söluskattur hafi verið innifalinn í söluverði veitinga, enda hafi það verið tekið fram á flestum verðskrám verðlagseftirlitsins, að söluskattur sé innifalinn í verð- inu. Af því leiði, að tekinn hafi verið af honum veitingaskattur, og virðist þá ekki vera óeðlilegra að taka söluskatt af veitingaskatti en veitingaskatt af söluskatti. Þá megi og benda á það, að þar sem söluskattur tíðkist er- lendis, eins og t. d. í Noregi, sé miðað við brúttó vörusölu, en Norðmenn hafi nú 18 ára reynslu um álagningu og innheimtu söluskatts. Þá heldur hann því fram, að söluskattur skuli vera innifalinn í heildar- andvirði vöru, og sé því skylt að greiða söluskatt af söluskatti. Þannig hafi og frá byrjun verið litið á af skattayfirvöldunum, sbr. úrskurð Fjármála- ráðuneytisins, rskj. nr. 6. Veitingaskattur hafi verið greiddur af veitinga- skatti, sem greinilega sé ljóst, ef athuguð séu rskj. nr. 13 og 15, og sé slíkt ekkert einsdæmi. Þannig sé eignarskattur greiddur af tekjuskatti og útsvari og stríðsgróðaskattur sé greiddur af tekjuskatti, útsvari og eign- arskatti. Umboðsmaður gerðarþola bendir á um þetta atriði, að báðir hinir um- deildu skattliðir, veitingaskattur og söluskattur, séu innifaldir í útsölu- verði veitinga, eins og sjá megi, að því er veitingaskatt varðar, af verð- skrám þeim, er verðlagsstjóri hafi gefið út til handa veitingahúsum, en þar sé verð hverrar tegundar veitinga greint í þrennt: frumverð, veitinga- skatt og útsöluverð, og, að því er söluskatt varðar, af tilkynningum verð- lagsstjóra þar um. Enn fremur að með lögum um veitingaskatt, nr. 99/ 1933, hafi veitingahúsum verið gert að greiða veltu- eða söluskatt af veit- ingum, af veltu hvers mánaðar, og skuli skatturinn greiðdur í síðasta lagi 14 dögum eftir lok mánaðar. Með lögum nr. 100/1948, 22. gr., sé hins vegar lagður 2% söluskattur á „heildarandvirði vöru án frádráttar nokkurs kostnaðar“. Orðalag þetta telur hann beinlínis gefa tilefni til að álykta, að átt sé við hið raunverulega kostnaðarverð vörunnar, og sé því skatt- stofninn kostnaðarverð vörunnar að viðbættri álagningu. Um það þurfi 101 ekki að deila, að veitingaskattur geti ekki talizt álagning, né heldur teljist hann til kostnaðarverðs. Það sé því ekki hægt að telja, að veitingaskattur teljist til „heildarandvirðis“ veitinga með þeirri takmörkun, sem felist í því, að það sé „án frádráttar nokkurs kostnaðar“, enda styðjist sú niður- staða við eðli málsins og sanngirni, ekki sízt Þegar þess sé gætt, að veit- ingasalar hafi veitingaskattinn aðeins stutta stund undir höndum og að hann sé ekki álagningarhæfur. Það sé því með öllu óheimilt að reikna sölu- skatt af veitingaskatti. Þá heldur umboðsmaður gerðarþola því enn fremur fram, að með orð- unum „heildarandvirði vöru án frádráttar nokkurs kostnaðar“ sé verið að ákveða, hverjar af þeim tölum, sem fyrir hendi eru við setningu laganna, eigi að vera skattstofn, eins og t. d. sagt væri, að greiða ætti 2% af heildar- andvirðinu, 100. Sé því fráleitt að hugsa sér, að með því sé átt við að greiða 2% af 102, fremur en t. d. tollur sé reiknaður af tollverði plus tolli eða skemmtanaskattur aí aðgangsverði plus skemmtanaskatti. Með hliðsjón af framangreindu sé því óheimilt að reikna söluskatt af söluskatti. Loks mótmælir hann gildi rskj. nr. 6, úrskurði Fjármálaráðuneytisins, þar eð Fjármálaráðuneytið sé í raun réttri umbjóðandi gerðarbeiðanda og skýringar þær, er fram komi í úrskurðinum, séu aðeins einhliða túlkun annars málsaðiljans og hafi enda ekki stoð í lögunum. Þá mótmælir hann enn fremur gildi rskj. nr. 7, úrskurði ríkisskattanefndar, sem einnig megi í rauninni líta á sem aðiljaskýrslu, eins og rskj. nr. 6, en telur þá, að í henni felist óbein viðurkynnng á því, að ekki skuli reikna söluskatt af söluskatti. Um 3: Umboðsmaður gerðarbeiðanda heldur því fram, að undanþágu- ákvæðið í A-lið 23. gr. laga nr. 100/1948 um mjólk og mjólkurafurðir, garð- ávexti, ket, fisk, egg og óunnið slátur, eigi því aðeins við, að þær vöruteg- undir séu óunnar og ótilreiddar. Ket og ketréttir, t. d. soðið ket eða steikt, fiskur og fiskréttur, t. d. soðinn fiskur eða steiktur, garðávextir, óhýddir og ósoðnir, og garðávextir, soðnir eða tilreiddir, ósoðin egg og soðin eða steikt, sé sitt hvað, ekki sömu vörutegundir, heldur tvenns konar vörutegundir. Vörur þessar óunnar og ótilreiddar, þ. e. a. s. vörurnar í hinu eiginlega ástandi sínu, komi undir undanþáguákvæðið í A.lið 23. gr, en hafi verið búnar til aðrar vörutegundir úr vörum þessum, t. d. ketið steikt eða hakkað og soðið, geti slíkar vörutegundir ekki komið undir undanþáguákvæðið. Orðin „óunnið slátur“ benda m. a. til þess skilnings. Þá heldur umboðsmaður gerðarbeiðanda því fram, að undan- bþáguákvæðið eigi ekki við vörur þessar, þegar þær séu seldar á veit- ingastað, heldur aðeins við sölu frá framleiðanda, heildsala eða smásala. Til þessa skilnings bendi ótvírætt samanburður annars vegar á ákvæðum dýrtíðarlaganna frá 1947 og 1948 og hins vegar veltuskattslaganna frá 1945, en samanburður þessi leiði það í ljós, að ákvæði dýrtíðarlaganna frá 1947 og 1948 um söluskatt séu tekin eftir veltuskattslögunum frá 1945. Eigi því að skýra söluskattsákvæði hinna tveggja fyrrnefndu laga Í samræmi við hin síðarnefndu lög frá 1945, en af því leiði aftur, að vör- ur þær, sem undanþegnar eru eftir A-lið 23. gr. laga nr. 100/1948, séu ekki söluskattsfrjálsar, séu þær seldar á veitingastað. Loks bendir hann 102 á auglýsingu nr. 13/1949 um söluskatt af innfluttum vörum og ákvæði B-liðs 6. gr., sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 146/1950 um söluskatt. Þar sé vöruupptalningin í A-lið 23. gr. laga 100/1948 skýrð í samræmi við flokk- unarreglur tollskrárlaganna, og af því leiði enn, að vörur, unnar eðá tilreiðdar úr keti, fiski, garðávöxtum eða eggjum, geti ekki komið undir undanþáguákvæðið í A-lið 23. gr. laga nr. 100/1948, og komi það til af því, að slíkar vörur teljist til 16. kafla tollskrárinnar, en ekki til 24. kafla hennar, en eftir fyrrnefndri auglýsingu nr. 13/1949 og reglugerð nr. 146/1950 sé undanþegið söluskatti aðeins nýtt, kælt, fryst, saltað, reykt eða þurrkað ket, nýr, Ísvarinn, þurrkaður eða reyktur fiskur, nýtt eða þurrkað grænmeti og ný egg. Heldur umboðsmaður gerðarbeiðanda því fram, að þessi túlkun ráðuneytisins á undanþáguákvæði 23. gr. laga nr. 100/1948 sé í fullu samræmi við lögskýringarreglur og því réttmæt. Við túlkun á vöruheitum, eins og þeim, sem um er rætt í A-lið 23. gr. laga nr. 100/1948, sé eðlilegt, að leitað sé til þeirra íslenzkra laga einna, þar sem vörur séu flokkaðar vísindalega, þ. e. eftir viðurkenndum vöru- fræðilegum reglum. Umboðsmaður gerðarþola heldur því fram, að sala gerðarþola á þess- um vörum sé undanþegin söluskatti samkvæmt svo skýlausum orðum A-liðs 23. gr. laga nr. 100/1948, að ekki þurfi um að deila, og að allar staðhæfingar um, að undanþáguákvæðin nái aðeins til upptalinna vöru- tegunda í framleiðsluástandi, eigi enga stoð í orðalagi greinarinnar. Þessa skoðun sína telur hann fá fullan stuðning við athugun veltuskatislag- anna frá 1945, sem söluskattsákvæði beggja dýrtíðarlaganna frá 1947 og 1948 séu sniðin eftir að mestu leyti, en í 3. gr. þeirra segi, að undan- þágan gildi aðeins, „þegar vörur þessar eru seldar af framleiðanda þeirra eða í heildsölu.“ Í dýrtíðarlögunum báðum séu orð þessi felld niður og verði sú eina ályktun af því dregin, að undanþágan eigi nú ekki lengur að vera háð þessari takmörkun. Þá telur hann og, að við setningu þessara undanþáguákvæða muni nokkru hafa ráðið það sjónarmið að forðast vísitöluhækkun, sem stafa mundi óhjákvæmilega af skattlagningu þessara vörutegunda, hvort heldur í framleiðsluástandi eða tilreiddu, svo og að torvelda eigi frekar sölu þessara innlendu framleiðsluvara með verð- hækkun vegna skattsins. Þá mótmælir hann skýringum umboðsmanns gerðarbeiðanda á undanþáguákvæði A-liðs 23. gr. dýrtíðarlaganna, sem sóttar eru til tollskrárlaganna, auglýsingu nr. 13/1949 og ákvæði B-liðs 6. gr. reglugerðar nr. 146/1950 sem langt sóttum og fjarstæðukenndum lögskýringum. Loks mótmælir hann gildi rskj. nr. 16, bréfi Fjármála- ráðuneytisins, á sama grundvelli og hann áður hefur mótmælt rskj. nr. 6. Skal nú víkja að þremur framangreindum atriðum, hverju fyrir sig, og afstaða tekin til hvers og eins þeirra. Um 1, að veitingasala sé smásala, er skattleggja beri samkvæmt a-lið 22. gr. laga nr. 100/1948. Í lögum nr. 100/1948 er enga skýrgreiningu að finna á hugtakinu „smá- sala“ né heldur í þeim eldri lögum, er söluskattsákvæði nefndra laga virð- ast að meira og minna leyti byggð á. Verður því að áliti réttarins að leita 103 skýrgreiningar á því samkvæmt venjulegum lögskýringarreglum svo og hvað meint sé með hugtakinu í venjubundnu viðskiptamáli. Liggur því næst fyrir að leita um skýringar til laga um verzlunaratvinnu nr. 52/1925, en í 1. gr. þeirra eru taldar upp ýmsar tegundir sölu, þ. á m. smásala, en þar er hugtakið ekki skýrt nánar. Að mati réttarins merkir hugtakið smásala í merkingu laga nr. 52/1925 smásöluverzlun í venjubundnum skiln- ingi þess hugtaks, þ. e. almenna verzlun (verzlun, sem hefur á boðstólum skylda og óskylda vöruflokka) eða sérverzlun (t. d. vefnaðarvöruverzlun) eftir atvikum, sem bundin eru við verzlunarleyfi, sbr. 2. gr. sömu laga, sem aftur á móti er háð ýmsum tilteknum skilyrðum í 3. gr. laganna og hlítir í öllum atriðum venjulegum lögskipuðum Teglum um slíkar verzi- anir, t. d. um lokunartíma o. fl. Skýrgreining þessi er og að áliti réttarins í fullu samræmi við venjubundið viðskiptamál og almennan skilning á mæltu máli. Telur rétturinn einsætt, að skýrgreining hugtaksins „smá- sala“ í a-lið 22. gr. laga nr. 100/1948 hljóti að falla saman við síðastnefnda skýrgreiningu hugtaksins. Þegar af þeirri ástæðu verður þetta varnar- atriði gerðarþola ekki tekið til greina. Um 2, að söluskatt eigi ekki að reikna af veitingaskatti og ekki af sjálfum sér. Rétturinn lítur svo á, að orðið „heildarandvirði“ í 22, gr. laga nr. 100/ 1948 verði ekki skilið öðruvísi en þannig, að með bví sé beinlínis verið að undirstrika, að átt sé við brúttósöluverð vöru, og fái sá skilningur aukinn styrk í áframhaldinu: „án frádráttar nokkurs kostnaðar“, enda sé bað í fullu samræmi við óumdeilt veltuskattseðli söluskattsins. Ljóst er af rskj. nr. 13 og 15, að veitingaskattur er innifalinn í útsöluverði Vveiting- anna, og er það viðurkennt af umboðsmanni gerðarþola, svo og að sölu- skatturinn sé innifalinn í útsöluverðinu. Varnarástæður gerðarþola varðandi þetta atriði verða því ekki heldur teknar til greina. Um 3, að sala gerðarþola á mjólk og mjólkurafurðum, sarðávöxtum, keti, fiski og eggjum eigi að vera undanbegin söluskatti samkvæmt A-lið 23. gr. laga nr. 100/1948, Í A-lið 23. gr. margnefndra dýrtíðarlaga eru taldar upp allmargar vöru- tegundir, sem undanþegnar eru söluskatti, þ. e. ofangreindar matvöru- tegundir, að því er þetta mál varðar. Í lögunum eða greinargerðum við frumvörp þeirra er engin nánari skýrgreining á þessum vöruflokkum. En í 3. gr. 2. mgr. b-lið, laga um veltuskatt, nr. 62/1945, sem dýrtíðarlögin frá 1947 og 1948 virðast ótvírætt sniðin eftir að ýmsu leyti, eru sumar Þessar sömu vörutegundir undanþegnar veltuskatti, þegar bær eru í framleiðslu- ástandi, að því er skilja verður, „þegar vörur þessar eru seldar af fram- leiðanda þeirra eða í heildsölu“. Í dýrtíðarlögunum frá 1947 og 1948 er þessi síðast tilvitnaða setning ekki tekin upp, en við er bætt ýmsum vöru- tegundum, sem undanþegnar eru söluskatti. Í þessu máli skiptir það meginmáli að dómi réttarins, hvort niðurfellingu þessarar tilvitnuðu setn- ingar beri að skilja þannig, að skattundanþágan taki nú ekki lengur að- eins til þess, að varan sé seld í framleiðsluástandi af framleiðanda sjálf- 104 um eða í heildsölu. Í greinargerðum við frumvörp beggja nefndra dýr- tíðarlaga er ekkert vikið að þessu, eins og virðist þó, að ástæða hefði verið til, ef annan skilning hefði nú átt að leggja í margnefnda vöru- flokkun en áður var gert. Rétturinn telur því ekki annað fært en að leita skýringa eftir vörufræðilegum reglum á vöruheitum þeim, sem nú eru talin í A-lið 23. gr. laga nr. 100/1948 og hér skipta máli. Er það álit rétt- arins, að samkvæmt almennum vöruflokkunarreglum og almennri mál- venju beri að skýrgreina margnefndar vörutegundir þannig, að átt sé við vörurnar í framleiðsluástandi þeirra. Orðalagið „óunnið slátur“ virð- ist og styðja þessa skoðun. Hins vegar telur rétturinn, að t. d. steikt eða soðið ket, steiktur eða soðinn fiskur, tilreiddir garðávextir, steikt eða soðin egg, ostur og smér með brauði, sem framreitt er og selt í veitinga- húsum, og jafnvel mjólk, sem borin er með öðrum réttum eða án, falli undir heildarhugtakið veitingar og heyri því undir aðra vöruflokka en hráefnið, sem veitingarnar eru úr unnar. Með tilliti til þessa telur réttur- inn sig geta fallizt á lögskýringar Fjármálaráðuneytisins í rskj. nr. 16 og í auglýsingu nr. 13/1949 og reglugerð nr. 146/1950, er vitnað hefur verið í af umboðsmanni gerðarbeiðanda, og með því að óumdeilt er, að gerðar- þoli selur ekkert af margnefndum vörutegundum í A-lið 23. gr. laga nr. 100/1948 í þeim skilningi, sem hér hefur verið slegið föstum, verður þessi síðasta varnarástæða hans ekki tekin til greina. Niðurstaða réttarins verður því sú, að gerðarþoli, Matstofa Austur- hæjar, sé skattskyld samkvæmt b-lið 22. gr. laga nr. 100/1948 af allri brúttó veitingasölu sinni. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Því úrskurðast: Gerðarþoli er skattskyldur af allri brúttó veitingasölu sinni sam- kvæmt b-lið 22. gr. laga nr. 100/1948. Málskostnaður fellur niður. 105 Miðvikudaginn 21. febrúar 1951. Kærumálið nr. 1/1951. Björgvin Þorsteinsson, Friðrik Gunnlaugsson, Guðmundur Jósepsson, Guðmundur Magnússon, Guðmundur Salómonsson, Guðmundur Sveinbjörnsson, Guðrún Þorsteinsdóttir, Jón Kjartansson, Jón Jónsson, Lúter Hróbjartsson, Magnús Gunnlaugsson, Sigríður Jónsdóttir, Sigurður Benediktsson, Vilhjálmur Ketilsson og Þorsteinn Kristinsson gegn Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs Setudómari próf. Ólafur Jóhannesson í stað hrd. Jónatans Hallvarðssonar. Frávísun frá héraðsdómi. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 29. janúar s.l., er hingað barst 5, þ. m., hafa sóknaraðiljar skotið til Hæstaréttar dómi bæjarþings Reykja- víkur, uppkveðnum 24. janúar s.l., þar sem vísað er frá dómi máli sóknaraðilja gegn varnaraðilja. Krefjast sóknaraðiljar þess, að héraðsdómurinn verði úr gildi felldur og málinu vísað heim í hérað til uppkvaðningar efnisdóms. Svo krefjast þeir og málskostnaðar úr hendi varnaraðilja í kærumáli þessu. # Varnaraðili krefst þess, að kröfum sóknaraðilja verði hrundið. Hann krefst og kærumálskostnaðar úr hendi sóknar- aðilja eftir mati dómsins. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta hann. 106 Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að sóknaraðiljar greiði in solidum varnaraðilja kærumálskostnað, kr. 300.00. Dómsorð: Hinn kærði dómur á að vera óraskaður. Sóknaraðiljar, Björgvin Þorsteinsson, Friðrik Gunn- laugsson, Guðmundur Jósepsson, Guðmundur Magnús- son, Guðmundur Salómonsson, Guðmundur Sveinbjörns- son, Guðrún Þorsteinsdóttir, Jón Kjartansson, Jón Jóns- son, Lúter Hróbjartsson, Magnús Gunnlaugsson, Sig- ríður Jónsdóttir, Sigurður Benediktsson, Vilhjálmur Ketilsson og Þorsteinn Kristinsson, greiði in solidum varnaraðilja fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, kæru- málskostnað kr. 300.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 24. jan. 1951. Mál þetta, sem tekið var til dóms 11. þ. m., er höfðað fyrir bæjarþinginu gegn fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs með stefnu, útgefinni 10. maí 1950, af Björgvin Þorsteinssyni, Friðrik Gunnlaugssyni, Guðmundi Jósepssyni, Guðmundi Magnússyni, Guðmundi Salómonssyni, Guðmundi Sveinbjörns- syni, Guðrúnu Þorsteinsdóttur, Jóni Kjartanssyni, Jóni Jónssyni, Lúter Hróbjartssyni, Magnúsi Gunnlaugssyni, Sigríði Jónsdóttur, Sigurði Bene- diktssyni, Vilhjálmi Ketilssyni og Þorsteini Kristinssyni, eigendum og um- ráðamönnum jarðanna Kotvogs, Kirkjuvogs, Staðarhóls, Garðhúsa, Hóls- húsa, Hvamms, Klappar og Béttarhúsa í Hafnarhreppi í Gullbringusýslu. Gera stefnendur þær dómkröfur, að stefnda verði gert að greiða þeim óskipt kr. 57.441.15 með 6% ársvöxtum frá 13. júní 1947 til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu. Stefndi krefst sýknu gegn greiðslu á kr. 3510.00 og að málskostnaður verði látinn falla niður. Tildrög málsins eru, sem hér greinir: Er Bandaríkjamenn hófu flug- vallagerð við Keflavík á hernámsárunum, þótti af öryggisástæðum nauð- synlegt að takmarka umferð annarra en hermanna um allstórt landsvæði Reykjanessskaga. Af þessu tilefni gaf ríkisstjórnin út auglýsingu, er birt- ist Í B-deild Stjórnartíðinda og Lögbirtingablaði 19. maí 1942 þess efnis, að um tilgreint svæði á Reykjanesi væri umferð takmörkuð á þá lund, að þeir einir Íslendingar mættu fara þar um, sem hefðu tilhlýðileg vega- bréf. Innan þessa svæðis var svo með öllu bönnuð umferð um staði, þar sem mannvirki voru reist eða hernaðarstörf framkvæmd, og merktir voru 107 sem slíkir. Innan þess svæðis, sem sætti þannig umferðarhindrunum, virð- ast hafa lent samtals 2855 ha af landi jarðeigna beirra, er að framan greinir. Samkvæmt heimild í lögum nr. 20 frá 1941 ákvað ríkisstjórnin að taka eignarnámi landssvæði á Reykjanesskaga. Beiddist Atvinnu- og sam- göngumálaráðuneytið í bréfi til sýslumannsins í Gullbringu- og Kjósar- sýslu, dags. 27. apríl 1944, að dómkvaddir yrðu tveir menn til að meta and- virði landssvæðis þessa, sem samtals var að flatarmáli 9208,4 ha, svo og til að kveða á um fébætur til handa eigendum og umráðamönnum lands- svæðisins vegna skerðingar á hagnýtingu þess, frá því að Bandaríska setu- liðið tók það til afnota. Virðingargerð hinna dómkvöddu manna er dag- sett 20. febrúar 1946. Þar er eignarnámsbeiðnin talin ná til 1087 ha af óskiptu landi jarða þeirra, er hér að framan greinir, og nefnt er einu nafni Hafnaland. Af því eru 316 ha taldir á algeru bannsvæði, en beitar- not talin haldast á TTL ha. Bætur fyrir landið vegna eignarnámsins voru metnar kr. 180.660.00, þegar frá landsverðinu höfðu verið dregnar kr. 15.000.00 vegna beitarafnota, sem landeigendur skyldu halda þrátt fyrir eignarnámið. Bætur vegna skerðingar landsnytja vegna hernámsins voru virtar kr. 20.00 fyrir hvern ha á ári. Hvorki Atvinnumálaráðuneytið né landeigendur vildu hlíta virðingu þessari, og voru því að beiðni ráðuneytis- ins dómkvaddir þrír yfirvirðingarmenn hinn 17. marz 1946. Virðingar- gjörð þeirra er dagsett 12. janúar 1948. Í sambandi við yfirvirðinguna krafðist atvinnumálaráðherra einungis eignarnáms á 2018,1 ha lands, en jarðeigendur mótmæltu því, að ráðherra gæti á þessu stigi málsins gengið frá fyrri kröfum sínum um eignarnám. Yfirvirðingarmenn töldu sig ekki bæra að skera úr um þenna ágreining. Völdu þeir því þann kost að kveða upp 2 virðingargerðir, annars vegar um þá 9208.0 ha, sem upphaflega var krafizt eignarnáms á, en hins vegar varðandi þá 2018.1 ha, er ráðherra síðar vildi láta eignarnámið taka til. Auk þessa tók yfirvirðingargerðin eins og undirvirðingargerðin til bóta fyrir skerðingu á hagnýtingu land- anna, frá því að setuliðið tók þau til afnota. Er þess getið í yfirvirðingar- gerðinni, að skaðabætur þessar skuli greiðast, hvort sem eignarnámið verði að lokum látið taka til stærra eða minna landssvæðisins. Í yfir- virðingargerðinni er sá hluti Hafnalanda, sem eignarnámið tekur til, ef miðað er við upphaflega kröfu atvinnumálaráðherra, talinn 1100 ha að flatarmáli. Af því höfðu 327 ha verið á algjöru bannsvæði. Andvirði lands- ins var ákveðið kr. 100.000.00. Sé miðað við síðari kröfu atvinnumálaráð- herra, er hin eignarnumda landspilda talin 102.2 ha og andvirði hennar virt kr. 25.000.00. Skaðabætur vegna afnota setuliðsins meta yfirvirðingar- mennirnir kr. 36.000.00. Er í því sambandi tekið fram, að tillit sé tekið til þess, að búrekstur kröfueigenda hafi beðið hnekki af völdum setuliðsins. Dómkröfur sínar byggja stefnendur á því, að þeim beri bætur úr hendi stefnda fyrir afnotaskerðingu á 1755 ha lands vegna umferðartakmark- ana og annarra tálmana á hagnýtingu landsins á styrjaldarárunum. Land þetta er í óskiptri sameign stefnenda og liggur á því svæði, sem ferðir voru takmarkaðar eða bannaðar um samkvæmt framangreindri auglýs- ingu ríkisstjórnarinnar. Hins vegar liggur land þetta utan bess svæðis, 108 sem metið var til eignarnáms samkvæmt framangreindu. Telja stefnendur því, að bótamat það vegna afnotaskerðingar, sem fram fór í sambandi við eignarnámsvirðinguna, taki ekki til þessa landssvæðis. Hins vegar sé hér um að ræða fyllilega sambærilegt land að landkostum og beri því að leggja til grundvallar tjónbótunum sömu fjárhæð, sem gert sé í yfirvirðingunni, en það telja þeir nema kr. 32.75 fyrir hvern ha. Af hálfu stefnda er greiðsluskylda viðurkennd. Hins vegar telur hann kröfur stefnenda mikils til of háar, að því er fjárhæð varðar, enda er af hans hálfu mótmælt, að hér sé um að ræða sambærilegt land að gæðum við það, sem margnefnd virðingargerð tekur til, m. a. vegna þess, að Í virðingargerðinni sé tillit tekið til rýrnunar hlunninda, svo sem æðar- varps og reka, sem verið hafi mjög óverulegt eða ekkert á því landi, sem hér um ræðir, og raunar sé það landsvæði, sem þetta mál fjallar um, að- eins lélegt sumarbeitiland, en naumast til neinna annarra nota. Hefur stefndi talið hæfilegt endurgjald fyrir rýrnun afnota af landinu, kr. 50.00 fyrir hvern km? á ári þann tíma, sem umferðarréttur um það var tak- markaðar, og eru dómkröfur hans miðaðar við þetta, en aðiljar eru sam- mála um að telja þetta tímabil nema 4 árum. Við munnlegan flutning málsins gaf dómari fyrirsvarsmönnum aðilja kost á að láta fara fram matsgerð varðandi bætur þær, sem krafizt er, áður en dómur gengi í málinu. Lýstu umboðsmenn aðilja yfir því, að þeir óskuðu ekki slíkrar matsgerðar, áður en dómur yrði lagður á málið í héraði. Af hálfu stefnda hefur því verið mótmælt, að land það, sem hér um ræðir, sé á nokkurn hátt sambærilegt að gæðum við það land, er fyrr- greindar virðingargerðir taka til. Í málinu liggja ekki fyrir gögn um samanburð á gæðum eða nytjum landa þessara og engin sérstök virðing á landsvæði því, er málið varðar. Þykir Því eigi unnt samkvæmt þeim gögnum, er fyrir liggja, að leggja dóm á þann hluta dómkröfunnar, sem eigi er viðurkenndur. Einungis óverulegur hluti af fjárhæð hennar er viðurkenndur, og þykir því rétt, eins og á stendur, að vísa málinu í heild frá dómi, sbr. 116. gr. laga nr. 85 frá 1936. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Einar Arnalds borgardómari kvað upp dóm þenna, en dómsuppsaga hefur dregizt um venju fram vegna mikilla embættisanna. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá dómi. Málskostnaður falli niður. 109 Miðvikudaginn 21. febrúar 1951. Nr. 28/1949. Borgarstjórinn í Reykjavík f. h, bæjarsjóðs (Tómas Jónsson) gegn Eimskipafélagi Reykjavíkur h/f. (Sveinbjörn Jónsson). Setudómari próf. Ólafur Jóhannesson í stað hrd. Jónatans Hallvarðssonar. Ómerking héraðsdóms og málsmeðferðar í héraði. Dómur Hæstaréttar. Dómkröfur áfrýjanda í héraði hafa eigi verið lagðar fyrir sáttamenn, enda þótt ekki hafi verið heimild til að ganga fram hjá sáttamönnum samkvæmt 5. gr. laga nr. 85/1986. Er því óhjákvæmilegt að ómerkja dóm og málsmeðferð í héraði og vísa málinu frá héraðsdómi, Hvorugur aðilja hefur krafizt málskostnaðar, og fellur hann því niður. Dómsorð: Dómur og málsmeðferð í héraði eiga að vera ómerk, og er málinu vísað frá héraðsdómi. Málskostnaður fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 19. okt. 1948. Mál þetta, sem dómtekið var 12. þ. m., hefur borgarstjórinn í Reykjavík f. h. bæjarsjóðs höfðað fyrir bæjarbingi Reykjavíkur með stefnu, útgef- inni 19. jan. s.l, gegn Eimskipafélagi Reykjavíkur h/f hér í bænum til greiðslu eftirstöðva útsvars, að fjárhæð kr. 87.000.00, auk 1% dráttarvaxta á mánuði frá 1. jan. 1947 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Við munnlegan flutning málsins krafðist stefnandi þess til vara, að stefnda yrði dæmt að greiða honum kr. 32.621.50 og til þrautavara kr. 16.121.50, auk dráttarvaxta, eins og í stefnu greinir, af upphæð þeirri, sem dæmd yrði, og málskostnaður að skaðlausu. Málavextir eru þeir, að við niðurjöfnun útsvara árið 1946 lagði niður- jöfnunarnefnd Reykjavíkur kr. 132.000.00 útsvar á stefnda. Af fjárhæð beirri hefur stefndi greitt kr. 45.000.00, en neitað að greiða eftirstöðvarnar, kr. 87.000.00, sem korna heim við aðalkröfu stefnanda. 110 Fyrir liggur í málinu frá niðurjöfnunarnefnd greinargerð, sem ekki hefur verið vefengð, um það, hvernig útsvar stefnda árið 1946, miðað við útsvarsárið 1945, hafi verið á lagt. Segir í greinargerðinni, að tekjur stefnda útsvarsárið hafi numið yfir kr. 200.000.00 óg tekjuútsvarið því orðið í hámarki, eða kr. 33.520.00. Þá hafi eignir stefnda verið það miklar, að eignaútsvarið hafi numið kr. 22.045.00. Veltuútsvar hafi hins vegar ekki verið reiknað út sérstaklega, en telja megi ekki ólíklegt, að það hefði verið ákveðið 12—15 þúsund krónur. Að lokum hafi svo verið tekið tillit til þess, að skip stefnda, Katla, sem keypt var á árinu 1934 á tæpar 164 þús. krónur og hlotið hefur fyrningu sem önnur skip, hafi á útsvarsárinu verið selt fyrir kr. 2.350.000.00, og með hliðsjón af því hafi stofnútsvar stefnda verið ákveðið kr. 120.000.00. Ofan á þetta hafi síðan verið lagt 10%, eins og á önnur útsvör, og hafi því lokaútsvarið orðið kr. 132.000.00. Varakröfuna miðar stefnandi við það, að tekjuútsvar, eignaútsvar og veltuútsvar stefnda, kr. 15.000.00, hafi verið löglega á lögð og ofan á bessar fjárhæðir bætt 10%, þannig að lokaútsvarið hefði aðeins átt að vera kr. T7.621.50. Þrautavarakrafan er hins vegar byggð á því, að aðeins álagning tekjuútsvarsins og eignaútsvarsins, að viðbættum 10% af þeim, hafi verið lögmæt og lokaútsvarið þá ekki orðið nema kr. 61.121,50. Stefndi hefur mótmælt kröfum stefnanda og krafizt þess aðallega, að hann verði algjörlega sýknaður af þeim og honum dæmdur málskostn- aður úr hendi stefnanda eftir mati dómsins. Til vara krefst stefndi þess, að hann verði aðeins dæmdur til að greiða kr. 16.121.50 og til þrautavara kr. 32.621.50. Eru kröfur þessar þær sömu og reistar á sama grundvelli og þrautavarakrafa og varakrafa stefnanda. Þá hefur stefndi mótmælt kröfu stefnanda um dráttarvexli. Kröfur sínar og mótmæli reisir stefndi á því, að eftirstöðvar útsvarsins, kr. 87.000.00, hafi verið ranglega á sig lagðar. Telur hann það koma fram í greinargerð niðurjöfnunarnefndarinnar, að tekjuútsvar hafi verið lagt á ímyndaðan ágóða af sölu skips síns, Kötlu. Sá ágóði hafi aðeins verið á pappirnum, þar sem öllu söluverði skipsins og meira til hafi verið varið til kaupa á nýju skipi. Um tekjur af sölunni hafi því ekki verið að ræða, heldur aðeins verðhækkun á eign. Að þessu leyti telur stefndi grundvöll- inn undir álagningu útsvarsins rangan. Þá styður stefndi mótmæli sín gegn réttmæti útsvarsálagningarinnar og við ákvæði 4. gr. laga um stríðs- gróðaskatt nr. 21 frá 1942, en þar segir, að meðan ákveðið sé í lögum, að greiða skuli 90% samtals í tekjuskatt og striðsgróðaskatt af skattskyldum tekjum yfir kr. 200.000.00, sé óheimilt að leggja tekjuútsvör á þann hluta af hreinum tekjum gjaldenda, er sé umfram 200 þúsund krónur. Ekki verður annað séð en áðurgreint tekju- og eignarútsvar stefnda ásamt 10% álagi hafi verið löglega álagt, enda hefur stefndi ekki ve- fengt það. Nemur sú álagning, svo sem áður er sagt, kr. 61121.50, Er því ljóst, að sýknukrafa stefnda. hefur ekki við rök að styðjast. Hins vegar virðist eftir greinargerð niðurjöfnunarnefndar mismunur- inn, kr. 70.878.50, á síðastgreindri fjárhæð. og lokaútsvar stefnda, þar á meðal áætlað veltuútsvar, verða lagður á tekjur af skipi stefnda, meðan 111 það var enn eign hans, svo og ágóða af sölu skipsins. Þar sem niðurjöfnun- arnefnd hafði ákveðið tekjuútsvar stefnda í hámarki, miðað við 200.000.00 króna tekjur, er greind viðbótarálagning útsvars á tekjur hans yfir kr. 200.000.00 andstæð ákvæðum 4. gr. nefndra laga um stríðsgróðaskatt, og er stefnda því óskylt að greiða benna hluta útsvarsins. Samkvæmt framansögðu verða þá úrslit máls þessa þau, að stefndi verður dæmdur til að greiða stefnanda kr. 61.121.50 -- kr. 45.000.00 = kr. 16.121.50 með dráttarvöxtum, eins og krafizt hefur verið, sbr. 33. gr. laga um útsvör nr. 66 frá 1945. Þá ber og að dæma stefnda til greiðslu máls- kostnaðar, og þykir hann hæfilega ákveðinn kr. 1600.00. Einar Arnalds borgardómari kvað upp dóm þenna. ,„ Dómsorð: Stefndi, Eimskipafélag Reykjavíkur h.f., greiði stefnanda, borgar- stjóranum í Reykjavík f. h. bæjarsjóðs, kr. 16.121.50 með 1% dráttar- vöxtum á mánuði frá Í. jan. 1947 til greiðsluðags og kr. 1600.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 21. febrúar 1951. Nr. 115/1950. Árni Ólafsson (sjálfur) gegn Ástu Ólafsson (Kristján Guðlaugsson). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Talið, að fyrirframgreidda húsaleigu ætti að endurgreiða að nokkru vegna niðurfalls húsaleigusamnings. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi, sem skotið hefur málinu til Hæstaréttar með stefnu 16. sept. 1950, krefst sýknu af kröfum stefnda og máls- kostnaðar úr hendi hennar fyrir báðum dómum eftir mati Hæstaréttar. Þá krefst áfrýjandi þess og, að fjárnámsgerð, sem framkvæmd var 8. sept. 1950, verði felld úr gildi. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og fjárnámsgerðar 112 svo og málskostnaðar úr hendi áfrýjanda fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Í héraði gerði áfrýjandi þær dómkröfur, að frá endur- greiðslukröfu stefnda yrðu dregnar fébætur til hans, kr. 5000.00, og er hann við þá kröfugerð bundinn. Eins og lýst er í héraðsdómi, samdist svo með aðiljum í septembermánuði 1947, að stefndi, sem búsett var erlendis, tæki íbúð á leigu í húsinu nr. 27 við Sólvallagötu, er áfrýjandi átti þá í smíðum. Var svo um samið, að stefndi skyldi greiða kr. 36.000.00 fyrir fram í leigu, og greiddi hún kr. 10.000.00 af þeirri fjárhæð þann 17. september 1947. Hefur stefndi skýrt svo frá fyrir dómi, að eftirstöðvarnar hafi átt að greið- ast síðar, án þess að samið væri um ákveðinn gjalddaga, en hún hafi ætlað að flytjast í íbúðina, þegar hún yrði tilbúin, og hafi áfrýjandi gert ráð fyrir, að það yrði með vorinu 1948. Í októbermánuði 1947 ritaði stefndi málflutningsmanni sínum bréf og tjáði honum, að hún væri hætt við að flytjast hingað til lands. Æskti hún þess að verða laus við leigusamn- inginn við áfrýjanda og fá endurgreiddar þær kr. 10.000.00, er hún hafði greitt. Kveðst málflutningsmaðurinn þegar hafa tilkynnt þetta áfrýjanda, sem hafi fallizt á niðurfall samningsins svo og að endurgreiða stefnda fyrrgreinda fjár- hæð. Segist málflutningsmaðurinn og hafa komið áfrýjanda í samband við nýjan leigutaka að íbúðinni, en upp úr þeim samningum hafi slitnað af ástæðum, sem áfrýjandi eigi sök á. Ekki eru leiddar að því nægar sönnur, að áfrýjandi hafi fallizt á, að fyrrnefndur maður gerðist leigutaki í stað stefnda eða að hann hafi á annan hátt samþykkt, að leigusamningur aðilja félli niður bótalaust. Nú verður að telja sennilegt, að áfrýjandi hafi orðið fyrir einhverjum töfum við húsbygg- inguna og aukinni fyrirhöfn, vegna þess að stefndi stóð ekki við samninginn af sinni hálfu. Verður eftir atvikum að telja stefnda bótaskyldan fyrir tjón þetta. Þykja þær bætur hæfi- lega ákveðnar kr. 2500.00, sem koma til frádráttar áður- greindum kr. 10.000.00. Úrslit málsins verða því þau, að áfrýj anda verður dæmt að greiða stefnda kr. 7500.00 með 6% ársvöxtum frá 23. sept. 1949 til greiðsludags, og ber að staðfesta framangreinda fjár- 113 námsgerð fyrir þeim fjárhæðum, en fella hana úr gildi að öðru leyti. Rétt þykir, að málskostnaður fyrir báðum dómum falli niður. Dómsorð: Áfrýjandi, Árni Ólafsson, greiði stefnda, Ástu Ólafs- son, kr. 7500.00 með 6% ársvöxtum frá 23. sept. 1949 til greiðsludags, og staðfestist fjárnámsgerð 8. sept. 1950 fyrir þeim fjárhæðum. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Sératkvæði Jóns Ásbjörnssonar hrád. Samkvæmt skýrslum aðilja höfðu þeir samið svo um, að stefndi skyldi greiða fyrirfram 36000 króna húsaleigu. Greiddi hún 10000 krónur þegar í stað, en eigi er sannað, að samið hafi verið nánar en að framan segir um gjalddaga eftirstöðvanna, kr, 26000.00, né að innanhússmíði leiguíbúð- arinnar skyldi eigi hefjast, fyrr en stefndi hefði greitt fjár- hæð þessa, svo sem áfrýjandi heldur fram. Verður því að líta svo á, að umrædd fjárhæð hafi ekki verið gjaldkræf, fyrr en íbúðin var orðin leigufær, þannig að stefndi gæti flutt inn í hana. Tel ég því ekki nægar líkur fram komnar fyrir því, að tafizt hafi að gera íbúð þessa leigufæra af þeim sökum, að stefndi hætti við að taka hana á leigu. Þar eð kunnugt er, að eftirspurn eftir nýjum leiguíbúðum er svo mikil, að auðvelt er að fá leigjanda þegar í stað, er þær eru fullgerðar, lít ég svo á, að áfrýjandi eigi ekki kröfu til bóta fyrir leigutjón á hendur stefnda. Hins vegar er ég sammála meiri hluta dóm- enda um það, að áfrýjanda beri bætur fyrir aukið umstang sökum þess, að stefndi hætti við að taka umrædda íbúð á leigu, án þess að í ljós væri komið, að áfrýjandi gæti ekki staðið við samkomulagið af sinni hálfu. Tel ég þær bætur hæfilega metnar kr. 600.00. Niðurstaða mín verður því sú, að áfrýjandi greiði stefnda kr. 9.400.00 ásamt vöxtum, eins og í héraðsdómi greinir. Að öðru leyti yrði dómsatkvæði mitt samhljóða dóms- atkvæði meiri hlutans. 8 114 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 29. júní 1950. Mál þetta, sem dómtekið var 27. þ. m. og hefur verið skriflega flutt, hefur Ásta Ólafsson, Tovværksgade 2, Kaupmannahöfn, höfðað fyrir bæjar- þinginu, að undangenginni árangurslausri sáttaumleitan, með stefnu, út- gefinni 27. september 1949, gegn Árna Ólafssyni, Sólvallagötu 27, til endurgreiðslu peninga, að fjárhæð kr. 10.000.00 með 6% ársvöxtum frá 17. september 1947 til greiðsludags, og málskostnaðar að skaðlausu. Stefndi hefur krafizt sýknu gegn greiðslu á kr. 5000.00. Málsatvik eru þau, að á árinu 1947 samdist svo um með aðiljum, að stefnandi tæki á leigu íbúð í húsi stefnda, Sólvallagötu 27, en hús þetta var þá í byggingu. Stefnandi telur, að gert hafi verið ráð fyrir, að íbúðin yrði tilbúin um vorið 1948, og hafi hún þá ætlað að flytja inn í hana. Stefnandi skyldi greiða kr. 36.000.00 fyrir fram upp Í leigu. Greiddi hún þann 17. sept. 1947 kr. 10.000.00, en telur, að eftirstöðvarnar, kr. 26.000.00, hafi átt að greiðast síðar, en ekki hafi verið ákveðinn gjalddagi. Um ára- mót 1947 og 1948 kveður stefnandi ástæður sínar hafa breytzt svo, að hún hafi hætt við að flytjast hingað til lands, og því ekki haft þörf fyrir íbúð þessa. Hafi umboðsmaður sinn hér tilkynnt stefnda betta, sem hafi ekkert haft við það að athuga og lofað að endurgreiða nefndar kr. 10.000.00, er hann hefði leigt íbúðina. Hins vegar hafi ekkert orðið úr greiðslum af hans hendi og sé því mál þetta höfðað. Stefndi hefur hins vegar skýrt svo frá málavöxtum, að svo hafi um samizt með þeim aðiljum, að stefnandi greiddi umræddar kr. 26.000.00 um áramót 1947 og 1948, og hafi hann átt að vitja greiðslu hjá móður stefn- anda hér í bænum. Ekki hafi átt að hefja vinnu við innréttingu á íbúð þeirri, er stefnandi skyldi fá, fyrr en greiðsla þessi kæmi, en ráðgert hafi verið, að íbúðin yrði tilbúin um vorið 1948. Enn fremur hafi svo um samizt, að stefnandi skyldi flytja í íbúð í öðru húsi, ef umrædd íbúð yrði ekki til á réttum tíma. Um áramótin 1947 og 1948 hafi umboðsmaður stefnanda hér tilkynnt sér, að stefnandi væri hætt við að taka nefnda íbúð á leigu. Þar sem hann hafi ekki fengið umræddar kr. 26.000.00 á tilskildum tíma, hafi hann tafizt með bygginguna vegna fjárskorts og ekki getað lokið henni fyrr en um haustið 1948, en þá leigt hana frá 1. október 1948. Hafi hann beðið af þessu tjón, er nemi kr. 5000.00, sem hann telur eiga að koma til frádráttar kröfu stefnanda. Umboðsmaður stefnanda, hæstaréttarlögmaður einn hér í bænum, hefur talið, að er hann tjáði stefnda, að stefnandi mundi ekki taka íbúðina, hafi stefndi engum athugasemdum við því hreyft og lofað að endurgreiða nefndar kr. 10.000.00, þegar hann hefði leigt hana aftur. Í marzmánuði 1948 hafi hann krafið um greiðslu og reynt að útvega stefnda annan leigjanda, en þá hafi komið í ljós, að smíði íbúðarinnar var ekki lokið, og taldi stefndi það stafa af efnisskorti. Gegn mótmælum stefnanda hefur stefndi ekki sannað, að svo hafi verið um samið, að stefnandi skyldi flytja í aðra íbúð, ef íbúðin að Sólvallagötu yrði eigi tilbúin um vorið 1948. Þá hefur stefndi ekki treyst sér til að mót- 115 mæla frásögn greinds hæstaréttarlögmanns um viðtal þeirra um áramótin 1947 og 1948. Stefndi gerði og enga tilraun til að krefja inn nefndar kr. 26.000.00, er hann taldi þær í gjalddaga fallnar. Þegar þetta er virt, verður að telja nægilega sannað, að stefndi hafi leyst stefnanda frá fyrrgreindum samningi. Með vísan til þessa og þegar þess er gætt, hve seint húsið var tilbúið, verður ekki séð, að stefndi hafi orðið fyrir nokkru tjóni vegna þeirra ráðstafana stefnanda að taka ekki húsnæðið á leigu. Á hann því ekki rétt á bótum frá stefnanda Vegna þess- ara skipta. Samkvæmt þessu verður að taka kröfu stefnanda til greina með vöxt- um, er reiknast frá sáttakærudegi, 23. september s.l. Eftir þessum málalokum þykir rétt, að stefndi greiði stefnanda máls- kostnað, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 1000.00. Einar Arnalds borgardómari kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Stefndi, Árni Ólafsson, greiði stefnanda, Ástu Ólafsson, kr. 10.000.00 með 6% ársvöxtum frá 23. september 1949 til greiðsludags og kr. 1000.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Fjárnám fógetaréttar Reykjavíkur 8, sept. 1950. Ár 1950, föstudaginn 8. september, setti fulltrúi borgarfógeta, Þórhallur Pálsson, fógetarétt Reykjavíkur í húsinu nr. 27 við Sólvallagötu og hélt hann við undirritaða votta. Fyrir var tekið: Málið A-239/1950 Ásta Ólafsson gegn Árna Ólafssyni. Fógeti leggur fram sem rskj. nr. 1 beiðni um gerð þessa og nr. 2 endur- rit af dómi bæjarþings Reykjavíkur í málinu nr. 523/1949, uppkveðnum 29. júní 1950. Skjölin eru svohljóðandi: Fyrir gerðarbeiðanda er mættur Björn Bjarman cand. jur. vegna Jóns Sigurðssonar hrl. og krefst fjárnáms til tryggingar skuld samkvæmt rskj. nr. 2, að fjárhæð kr. 10.000.00 með 6% ársvöxtum frá 23. sept. 1949 til greiðsludags, kr. 1000.00 í málskostnað, auk alls kostnaðar við gerð þessa og eftirfarandi uppboð, ef til kemur, allt á ábyrgð gerðarbeiðanda. Gerðarþoli er sjálfur mættur og kveðst ekki greiða, enda ætli hann að áfrýja málinu. Hann vísar á fjögra herbergja íbúð á annarri hæð hússins nr. 27 við Sólvallagötu til fjárnáms. Fógeti lýsti fjárnámi í nefndri íbúð til tryggingar framangreindri skuld auk alls kostnaðar. Fallið var frá virðingu. Fógeti skýrði þýðingu fjárnámsins fyrir gerðarþola. 116 Miðvikudaginn 28. febrúar 1951. Nr. 27/1950. Jón Sveinsson (Guttormur Erlendsson) gegn Byggingarsamvinnufélaginu Garði (Theódór B. Líndal). Setudómarar próf. Ólafur Lárusson og hrl. Sveinbjörn Jónsson í stað hrd. Árna Tryggvasonar og hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Deila um rétt manns til skuldabréfaláns. Dómur Hæstaréttar. Friðjón Skarphéðinsson, bæjarfógeti á Akureyri, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Áfrýjandi, sem skotið hefur máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 6. marz 1950, gerir þessar dómkröfur: Aðalkrafa: Að stefnda verði að viðlögðum dagsektum dæmt að afhenda áfrýjanda fimm ríkistryggð 5% skuldabréf, út- gefin af stefnda 1. janúar 1948 sem Lítra A, hvert að fjár- hæð kr. 5000.00, eða samtals kr. 25.000.00. Varakrafa: Að stefnda verði dæmt að endurgreiða áfrýj- anda kr. 25.000.00. Svo krefst áfrýjandi og málskostnaðar úr hendi stefnda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar úr hendi áfrýjanda eftir mati dómsins. Sönnur eru ekki leiddar að því, að áfrýjanda hafi verið áskilinn réttur til skuldabréfaláns, er greitt var hinn 7. ágúst 1948 af hans hendi upp í bráðabirgðalán Byggingarsamvinnu- félagsins Garðs. Brestur þegar af þeirri ástæðu rök til að taka kröfur áfrýjanda til greina. Ber því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm um aðrar kröfur en málskostnað. Rétt þykir, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Stefndi, stjórn Byggingarsamvinnufélagsins Garðs, á 117 að vera sýkn af kröfum áfrýjanda, Jóns Sveinssonar, í máli þessu. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur Bæjarþings Akureyrar 9. febr. 1950. Mál þetta, sem tekið var til dóms þann 3. b. m., hefur stefnandi, Jón Sveinsson héraðsdómslögmaður á Akureyri, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 10. nóv. s.l, á hendur stjórn Byggingarsamvinnufélagsins Garðs, Akureyri, þeim Svafari Guðmundssyni bankastjóra, Hafnarstræti 107, formanni, Guðmundi Benediktssyni verkstjóra, Grænugötu 10, Hall- dóri Halldórssyni menntaskólakennara, Austurbyggð 8, Jóhannesi Jóns- syni verzlunarstjóra, Grænugötu 4, og Sigurði M. Helgasyni bæjarfógeta- fulltrúa, Strandgötu 29, öllum hér í bæ, og gerir þær dómkröfur, að nefnd félagsstjórn verði dæmd til að afhenda stefnanda ríkistryggð skuldabréf Byggingarsamvinnufélagsins Garðs, að nafnverði kr. 25.000.00, eða til að endurgreiða sér nefnda upphæð í peningum. Enn fremur krefst hann máls- kostnaðar eftir mati dómara. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans. Stefnandi kveður málavexti þá, að sumarið 1946 hafi Byggingarsam- vinnufélagið Garður hafið byggingu tveggja íbúðarhúsa við Grænugötu hér í bæ, með 4 íbúðum hvort. Stefnandi fékk eina af íbúðum þessum. Stjórn félagsins ákvað á sínum tíma að útvega hverjum íbúðareiganda lán, að upphæð kr. 75.000.00, þannig að félagið væri lántakandi, en íbúðar- eigendur greiddu félaginu lánsupphæðina með sömu kjörum og félagið nyti um lánskjör samkvæmt niðurlagi 16. gr. laga nr. 44/1946, enda starfar félagið samkvæmt þeim lögum. Félagið gaf út heildarskuldabréf með ábyrgð ríkissjóðs til 25 ára, að upphæð 600 þúsund krónur, og var því skipt í 120 hlutdeildarskuldabréf á 5000 krónur hvert. Hugðist félagið selja bréf þessi og útvega lánsféð með þeim hætti. Fyrst í stað seldust skuldabréf félagsins ekki, og varð stefndi því að taka bráðabirgðalán fyrir félagið, kr. 593 þús., hjá útibúi Útvegsbankans á Akureyri, og fékk útibúið skuldabréfin öll að handveði fyrir láninu. Stefnandi kveðst hafa bann 7. ágúst 1948 greitt 25 þúsund krónur inn á bráðabirgðalán félagsins með því skilorði, að hann réði því sjálfur síðar, hvort hann keypti hjá félaginu hin ríkistryggðu handhafaskuldabréf fyrir upphæðina eða hvort hann lækkaði skuld sína við félagið sem upphæðinni næmi. Síðastliðinn vetur kveðst stefnandi hafa farið fram á það við stefnda, að hann fengi afhent skuldabréf félagsins fyrir upphæðinni, en því var synjað, og bar stefnandi þá fram kröfu sína um þetta í bréfi 29. marz s.l., en árangurs- laust. Þá segir stefnandi, að jafnvel þótt ekki verði sannað, að fyrirvari hafi verið hafður um greiðsluna til Útvegsbankans, skipti það ekki máli, bar sem stefndi hafi heitið því, ef íbúðareigandi greiddi skuld sína við bankann, það er þann hluta skuldar félagsins við bankann, sem það 118 skuldar þar hans vegna, þá fái viðkomandi félagsmaður samsvarandi upphæð í bréfum til ráðstöfunar. Stefnandi kveðst hafa uppi kröfu þessa um afhendingu bréfanna, sökum þess að hann vilji færa sér í nyt hagstæð lánskjör hjá félaginu, sem hann eigi rétt á lögum samkvæmt. Komist dómarinn að þeirri niðurstöðu, að stefndi geti ekki afhent bréfin, vegna þess að þau séu handveðsett í bankanum, telur stefnandi, að stefnda beri að endurgreiða sér fjárhæðina. Stefndi gerir þannig grein fyrir sýknukröfu sinni, að stefnandi hafi upphaflega skuldað félaginu 75 þús. krónur, eins og aðrir íbúðareigendur. Þegar frá leið, tókst stefnda að selja skuldabréf fyrir kr. 200 þús. og naut stefnandi hagstæðra vaxtakjara af þeirri bréfasölu á 25 þús. krónum af skuld sinni. Síðan seldi stefnandi sjálfur bréf fyrir aðrar 25 þús, krónur og naut hagstæðari vaxtakjara af samsvarandi upphæð af skuld sinni. Þann 7. ágúst 1948 greiðir stefnandi síðan kr. 25 þúsund inn á hlaupa- reikningslán byggingarsamvinnufélagsins hjá útibúi Útvegsbankans á Akur- eyri án nokkurs fyrirvara og án þess að fara fram á að fá keypt skuldabréf byggingarfélagsins fyrir. Leit stefndi þá svo á, að hér væri um að ræða greiðslu upp í skuld stefnanda við félagið, og færði upphæðina honum til tekna. Löngu síðar hafi stefnandi síðan komið og krafizt að fá afhent skuldabréf fyrir upphæðinni. Telur stefndi, að stefnandi eigi engan rétt á að fá aftur hækkaða skuld sína hjá félaginu. Auk þess hafi stefndi engan ráðstöfunarrétt á skuldabréfunum, þar sem öll þau bréf, sem óseld eru, séu handveðsett Útvegsbankanum fyrir fyrrgreindu bráðabirgðaláni félagsins, og samkvæmt veðsetningarskjalinu hafi bankaútibúið eitt ráð- stöfunarrétt á bréfunum, þar til nefnt lán hefur verið að fullu greitt. Þá telur stefndi, að honum beri engin skylda til að endurgreiða stefnanda fé, er hann hefur goldið upp í skuld sína. Jón Guðlaugsson sparisjóðsstjóri, sem greiddi umræddar kr. 25 þús. inn á reikning byggingarfélagsins við bankann, hefur komið fyrir dóm og skýrt svo frá, að er hann greiddi peningana, hafi hann látið þess getið, að hann ætti helzt að fá fyrir þá af þessum bréfum, en bankastjórinn hafi sagt, að ekki væri hægt að svo stöddu að láta þau. Stefndi mótmælir því, að þetta sé rétt, og bankastjórinn, er veitti fénu viðtöku, kannast ekki við, að beðið hafi verið um skuldabréfin fyrir upphæðina, enda hafi engin vandkvæði verið á að láta þau, ef farið hefði verið fram á það þá. Enginn fyrirvari er um þetta gerður á kvittun bankans fyrir upphæðinni. Þykir því ekki nægilega sannað, að fyrirvari hafi verið gerður um þetta, og þar sem leitt hefur verið í ljós, að margnefnd skuldabréf eru að handveði fyrir skuld félagsins í banka og stefndi hefur því engan ráðstöfunarrétt yfir þeim, á meðan svo €r, er ekki unnt að taka til greina aðalkröfu stefnanda á hendur stefnda um afhendingu bréfanna. Ekki þykir heldur unnt að taka til greina varakröfu stefnanda um endurgreiðslu upphæðarinnar, þar sem ekki hafa verið færðar sönnur á, að fyrirvari hafi verið hafður, er féð var af hendi greitt. Samkvæmt þessu ber að sýkna stefnda af kröfum stefnanda, og ber 119 stefnanda að greiða stefnda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 300.00. Dómsorð: Steindi, stjórn Byggingarsamvinnufélagsins Garðs, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Jóns Sveinssonar, í máli þessu, og greiði stefn- andi stefnda kr. 300.00 í málskostnað, innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 28. febrúar 1951. Nr. 96/1950. Jón Gíslason Segn. Skipasmíðastöðinni Dröfn h/f Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Jón Gíslason, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Miðvikudaginn 28. febrúar 1951. Nr. 184/1950. H/f Skutull gegn Brynjólfi Guðmundssyni Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, H/f Skutull, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 120 Miðvikudaginn 28. febrúar 1951. Nr. 5/1951. — Brandur Brynjólfsson og Lúðvíg Eggertsson gegn Sigurði Sigurðssyni. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, Brandur Brynjólfsson og Lúðvíg Eggertsson, er eigi sækja dómþing í máli þessu, greiði 50 króna auka- gjald til ríkissjóðs, ef þeir vilja fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði þeir stefnda, Sigurði Sigurðssyni, sem sótt hefur dómþing og krafizt ómaksbóta, kr. 125.00 í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 28. febrúar 1951. Nr. 6/1951. — Jónas Magnússon gegn Ara Guðmundssyni. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Jónas Magnússon, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 121 Föstudaginn 2. marz 1951. Nr. 138/1950. Ákæruvaldið (Tómas Jónsson) gegn Jens Pauli Paulson (árus Fjeldsted). Setudómarar próf. Ólafur Lárusson og próf. Ármann Snævarr í stað hrá. Árna Tryggvasonar og hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Landhelgismál. Dómur Hæstaréttar. Eftir uppkvaðningu héraðsdóms hefur skólastjóri Stýri- mannaskólans markað stað þann á sjóuppdrátt, þar sem varð- skipið Óðinn stóð ákærða að veiðum 18. október s.l, sam- kvæmt staðarákvörðun varðskipsins. Staður þessi reyndist um 1 sjómílu innan landhelgislínu. Gullgildi íslenzku krónunnar er nú hið sama og var við upp- kvaðningu héraðsdóms. Að þessu athuguðu þykir mega staðfesta héraðsdóm með skírskotun til forsendna hans, þó svo, að greiðslufrestur sektarinnar sé 4 vikur frá birtingu dóms þessa og vararefsing verði 45 daga varðhald. Samkvæmt þessum úrslitum máls ber að gera ákærða að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin mál- flutningslaun sækjanda og verjanda í Hæstarétti, kr. 600.00 til hvors. Dómsorð: Ákærði, Jens Pauli Paulson, sæti 7500 króna sekt til ríkissjóðs, og komi 45 daga varðhald í stað sektarinnar, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um upptöku afla og veiðarfæra og sakarkostnað á að vera óraskað. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verj- 122 anda í Hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Tómasar Jónssonar og Lárusar Fjeldsteds, kr. 600.00 til hvors. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur lögregluréttar Seyðisfjarðar 19. okt. 1950. Mál þetta er höfðað af valdsstjórnarinnar hálfu gegn Jens Pauli Þaulson, skipstjóra á færeyska fiskiskipinu CM Slater, TN. 117, frá Thorshavn, til heimilis Toftum í Færeyjum, til refsingar fyrir ætlað brot hans á lög- um nr. 33 frá 1922, sbr. lög nr. 31 frá 1948, sbr. enn fremur lög nr. 4 frá 1924, svo og til greiðslu málskostnaðar. Ákærði, sem náð hefur lögaldri sakamanna, er fæddur Í. nóvember 1920. Hann hefur ekki, svo vitað sé, áður sætt ákæru eða refsingu fyrir nokkurt lagabrot. í gærdag var varðskipið Óðinn á leið frá Skálum inn á Bakkaflóa og kom þá að C€M Slater, TN. 117, er var þar að draga línu. Varðskipið nam staðar hjá línuveiðaranum kl. 09.15. Eftirfarandi staðarákvörðun var gerð við línuból frá CæM. Slater, þar sem varðskipið nam staðar. Rætur Gunnólfsvíkurfjalls „£ Fagranes og hornið til Digraness 68" 20, dýpi 70 m. Gefur það staðinn 1.2 sjm innan landhelgislínu, eftir því sem segir í skýrslu skipherrans á varðskipinu. Ákærði hefur viðurkennt skýrslu skipherrans á varðskipinu rétta í öll- um greinum. Með umræðdri skýrslu skipherrans og með eigin játningu ákærða er þannig sannað í máli þessu, að ákærði hefur verið á skipi sínu CgM Slater að fiskveiðum í landhelgi með línu. Með þessum fiskveiðum í landhelgi hefur ákærði gerzt brotlegur við ákvæði 1. gr. laga nr. 33 frá 19. júní 1922, og varðar það hann refsingu samkvæmt 1. gr. laga nr. 31 frá 1. apríl 1948, sbr. lög nr. 4 frá 11. apríl 1924. Refsing ákærða þykir með hliðsjón af gullgildi íslenzku krónunnar í dag, 100 gullkrónur jafngilda 738.95 seðlakrónum, hæfilega ákveðin 7500 króna sekt til ríkissjóðs Íslands, og komi 20 daga varðhald í stað hennar, ef hún er ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Enn fremur skulu öll veiðarfæri og allur afli innanborðs í línuveiðar- anum C€M Slater, TN. 117, vera upptækt og eign ríkissjóðs. Eftir þessum úrslitum ber að dæma ákærða til að greiða allan sakar- kostnað. Rekstur málsins hefur verið vítalaus. Dómsorð: Ákærði, Jens Pauli Paulson, greiði 7300 króna sekt til ríkissjóðs, og komi 20 daga varðhald í stað sektarinnar, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. 123 Öl veiðarfæri og allur afli, sem er í línuveiðaranum CæM Slater, T.N. 117, sé upptækt og eign ríkissjóðs. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dóminum skal fullnægt með aðför að lögum. Laugardaginn 3. marz 1951. Nr. 130/1950, Ákæruvaldið (einar Arnórsson) gegn Jóni Grétari Sigurðssyni (Sveinbjörn Jónsson). Setuðómari hrl. Einar B. Guðmundsson í stað hrá. Jónatans Hallvarðssonar, Um öflun rækilegri skýrslna. Úrskurður Hæstaréttar. Rétt þykir að leggja fyrir sakadómarann í Reykjavík að framkvæma rækilega framhaldsrannsókn í máli þessu, áður en dómur verður á það lagður í Hæstarétti. a) Prófa ber vitnið Jón Bergsson miklu nákvæmar en þegar er orðið. Benda ber honum á, að framburður hans um ókunnugleika hans hér í bæ, einkum á þeim stöðum, þar sem slysið varð, og í nánd við Íþróttavöllinn, sé mj ög Ósennilegur. Skal hann látinn gera betri grein en hann hefur Þegar gert fyrir frásögn sinni um þetta. b) Vitnið Jón Bergsson skal spurður af nýju um akstur ákærða og hans um bæinn kveld það, er slysið varð. Sá fram- burður hans, að hann muni ekki, hvort þeir félagar óku Hring- braut, er þeir komu frá Ljósvallagötu 8 í síðara skiptið um- rætt kveld, fær tæplega staðizt. Vitnið Þorsteinn Þorsteinsson kveðst hafa elt bíl þann, er slysinu olli, suður Melaveg og séð hann hverfa vestur með Íþróttavellinum að sunnan. Segist Þorsteinn þá hafa snúið við og staðnæmzt á Suðurgötu við Hringbraut. Rétt á eftir hafi Jeppabíll komið vestan við Íþróttavöllinn, ekið út á Hringbrautina og beygt norður Suð- urgötu. Kveðst Þorsteinn hafa verið þess fullviss, að þetta 124 var sami bíll og hann hafði áður veitt eftirför. Hann segist því hafa ekið af nýju á eftir honum norður að Kirkjugarðs- stíg og gengið úr skugga um, að skrásetningartala hans var P 176 og að tveir karlmenn sátu í honum. Vitninu Jóni Bergs- syni skal sýnt fram á, að þessi framburður Þorsteins veitir sterkar líkur fyrir því, að þeir félagar, ákærði og Jón, hafi ekið kringum Íþróttavöllinn og þó sérstaklega fyrir því, að þeir hafi ekið fyrir vestan hann. Skal Jón Bergsson krafinn betri skýringa um þetta atriði. ce) Jón Bergsson skal spurður enn um það, hvort hann hafi orðið þess vís, að bifreið þeirra ákærða var veitt eftirför um nefndar götur og að ljósi var varpað á hana. d) Ákærði skal og spurður um þau atriði, sem að framan greinir. e) Ákærði skal gera grein fyrir því, hversvegna hann skildi bílinn eftir á Tryggvagötu, er hann ætlaði á skemmtun í Breiðfirðingabúð. f) Rannsaka skal, hvort rétt sé sú skýrsla ákærða, að lask- azt hafi númerið á bíl hans umrætt kveld og að hann hafi þess- vegna málað ofan í það. Skal kveðja þá Magnús Bjarnason og Benedikt Bjarnason fyrir dóm til frásagnar um þetta. g) Skýrslur skulu fengnar um heilsufar Jónínu Jónsdóttur húsfreyju. h) Sakadómara er loks falið að rannsaka öll þau atriði máls þessa, sem framhaldsrannsókn gefur tilefni til að rann- saka. Ályktarorð: Sakadómaranum í Reykjavík ber að framkvæma fram- angreinda rannsókn án tafar. 125 Laugardaginn 3. marz 1951. Kærumálið nr. 2/1951. Guðmundur Þórðarson og Sigurjón Þórðarson gegn Kjartani Jónssyni og Magnúsi Thorberg. Setudómarar próf. Ólafur Lárusson og próf. Ólafur Jóhannesson í stað hrd. Jónatans Hallvarðssonar og hrd. Þórðar Eyjólfssonar. Varnaraðiljum veitt færi á að láta staðfesta vitnaskýrslur fyrir dómi. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 31. janúar 1951 hafa sóknaraðiljar kært til Hæstaréttar úrskurð sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur, uppkveðinn sama dag, þar sem úrskurðað var, að vitnaleiðsla skyldi fara fram í máli sóknaraðilja gegn varnaraðiljum. Barst Hæstarétti kæran 8. f. m., og hafa hvorir tveggja aðilja sent dóminum greinargerð í málinu. Sóknaraðiljar krefjast þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að varnaraðiljum verði in solidum dæmt að greiða þeim kærumálskostnað eftir mati Hæstaréttar. Varnaraðiljar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og málskostnaðar úr hendi sóknaraðilja eftir mati dómsins. Á dómþingi 30. nóvember f. á., voru lögð fram af hálfu varnaraðilja skýrsla um aðalskoðun á v/b Njáli og vottorð frá fyrirsvarsmönnum Dráttarbrautar Keflavíkur h/f. Skjöl- um þessum var mótmælt sem röngum og óstaðfestum fyrir dómi, og krafðist umboðsmaður varnaraðilja þess þá þann 26. janúar þ. á., að vottorðsgjafar yrðu látnir staðfesta skýrslur þessar fyrir dómi. Að vísu var yfirlýsing umboðsmanna aðilja um, að gagna- söfnun í málinu væri lokið, bindandi fyrir þá, en þar sem framangreind skjöl virðast geta haft þýðingu um úrlausn sakarefnis, er dómi rétt að veita aðiljum samkvæmt lögjöfn- 126 un frá 120. gr. laga nr. 85/1936 kost á að láta staðfesta skjöl þessi fyrir dómi. Ber því að staðfesta hinn kærða úrskurð að niðurstöðu til. Rétt þykir, að kærumálskostnaður falli niður. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Kærumálskostnaður fellur niður. Sératkvæði hrá. Jóns Ásbjörnssonar og prófessors Ólafs Lárussonar Með tilliti til þess, að aðiljar höfðu hinn 9. febrúar 1950 lýst því yfir, að gagnasöfnun væri lokið í málinu, en við þá ákvörðun verða varnaraðiljar að vera bundnir, og með því að við teljum eigi vera fyrir hendi skilyrði þess, að beitt sé lög- jöfnun frá 120. gr. einkamálalaganna, leggjum við til, að hinn áfrýjaði úrskurður verði úr gildi felldur, og varnaraðiljum gert að greiða sóknaraðiljum kr. 100.00 í kærumálskostnað. Úrskurður sjó- og verzlunarðdóms Reykjavíkur 31. jan. 1951. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 30. þ. m., hafa Guðmundur og Sigurjón Þórðarsynir, Vífilsgötu 21 hér í bænum, höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, útgefinni 27. september 1949, gegn Kjartani Jóns- syni, Blönduhlíð 5 hér í bænum, og Magnúsi Thorberg, Vestmannaeyjum. Gera stefnendur þær kröfur, að stefndu verði in soliðum gert að greiða þeim kr. 88.560.00 með 6% ársvöxtum frá 1. febrúar 1949 til greiðsludags, að þeim verði in soliðdum og að viðlögðum dagsektum gert skylt að taka að sér að greiða skuld við Útibú Landsbanka Íslands á Akureyri, að fjár- hæð kr. 60.000.00, auk vaxta og kostnaðar, sem hvílir með 1. veðrétti á v/b Njáli, R.E. 99, að stefndu verði einnig in soliðum dæmt skylt að taka að sér greiðslu á skuld við Fiskveiðisjóð Íslands, að fjárhæð kr. 42.440.00, auk vaxta, sem hvílir með 2. veðrétti á nefndum bát, og enn fremur, að stefndu verði in solidum gert að greiða málskostnað að skaðlausu. Stefndu hafa í greinargerð krafizt sýknu af öllum kröfum stefnenda og máls- kostnaðar að skaðlausu. Jafnframt áskildu þeir sér rétt til að koma að í málinu gagnkröfu vegna kostnaðar af viðgerð bilunar á bátnum, er þeir telja hafa stafað af leyndum göllum á honum. Tildrög málsins eru Í aðalatriðum sem hér greinir: Í janúarmánuði 1949 fóru fram samningaumleitanir milli stefnenda og stefndu um kaup á v/b Njáli, RÆ. 99. Bátur þessi var þá eign stefnenda, og var hann, er samningar fóru fram, í þurrkví hér í Reykjavík. Leitaði stefnandi Sigur- jón til lögfræðings um aðstoð til að semja afsal fyrir bátnum, og var 127 samið uppkast að því samkvæmt þeim upplýsingum, sem hann gaf um söluskilmála. Skömmu síðar, að því er virðist 21. janúar, komu málsað- iljarnir Sigurjón og Kjartan til lögfræðings þessa og kynntu sér báðir uppkastið að afsalsbréfinu svo og uppkast að veðskuldabréfi, sem sam- kvæmt afsalsbréfinu átti að gefa út fyrir hluta af kaupverðinu. Sam- kvæmt uppkastinu að afsalinu var kaupverð bátsins ákveðið kr. 200.000.00 og átti að greiðast þannig: 1. Kaupendur skyldu taka að sér skuld við Útibú Landsbankans á Akureyri, sem hvíldi með 1. veðrétti á bátnum og var að fjárhæð kr. 60.000.00. 2. Þeir skyldu taka að sér greiðslu á skuld við Fiskveiðasjóð, að fjárhæð kr, 42.400.00, sem hvíldi með 2. veðrétti á bátnum. 3. Kaupendur skyldu gefa út til seljenda skuldabréf, að fjárhæð kr. 88.560.00, og loks áttu kr. 9000.00 að greiðast í peningum. Mun sú greiðsla þegar hafa farið fram, er gengið var frá samningu afsalsins. Jafnframt var báturinn þá tekinn úr burrkvínni og fenginn stefndu til afnota. Notuðu þeir bátinn til flutninga milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur til 18. febrúar 1949, en bann dag kom snögglega leki að bátnum, er hann var staddur hér á Faxaflóa í slæmu veðri. Bátnum var bjargað til Keflavíkur, og var hann tekinn þar upp í dráttarbraut og gert við hann. Viðgerð þessa greiddi Sjóvátryggingarfélag Íslands h/f að hluta, en að öðru leyti var hún greidd af stefndu. Eftir viðgerðina virðast málsaðiljar ekki hafa notað bátinn. Hinn 19. desember 1949 var báturinn seldur á opinberu uppboði til fullnægju 1. veðréttarskuld þeirri, er að framan greinir. Hæstbjóðandi á uppboðinu varð stefndi Kjartan Jónsson, sem bauð kr. 63.000.00, og fékk hann uppboðsafsal, útgefið 9. janúar s.l. Mál betta var upphaflega tekið til munnlegs flutnings 5. október s.l., en var þá frestað um óákveðinn tíma að beiðni umboðsmanns stefnenda og með samþykki umboðsmanns stefndu. Málið var síðan tekið að nýju til munnlegs flutnings 18. s. m. Stefndu, sem í upphafi höfðu byggt sýknu- kröfu sína á því, að kaupsamningur hefði aldrei komizt á um m/b Njál milli málsaðilja, kröfðust þess nú, að málinu yrði vísað frá dómi, sökum þess að grundvöllur þess hefði raskazt, er báturinn var seldur á nauð- ungaruppboði, eftir að málið var höfðað. Frávísunarkröfunni var hrundið með úrskurði, uppkveðnum 27. október s.1. Málið var síðan tekið til munn- legs flutnings um sakarefnið 30. nóvember s.l. Var það þá jafnframt flutt úr bæjarþinginu í sjó- og verzlunardóm samkvæmt ákvörðun dómara og með samþykki umboðsmanna aðilja. Fram að þessum tíma hafði Gutt- ormur hrl. Erlendsson farið með málið af hálfu stefndu, en nú hafði tekið við því til flutnings Einar Ágústsson cand. jur., sem hafði fengið það samþykkt sem 4. prófmál sitt fyrir héraðsdómi. Hinn 18. október s.l. við munnlegan flutning um frávísunarkröfuna lagði umboðsmaður stefndu fram bréf sitt til stefnenda, dags. 9. nóvember 1949, þar sem hann m. a. gerir kröfu á hendur þeim um greiðslu kostnaðar af viðgerð m/b Njáls vegna leyndra galla, sem þeir telja, að hafi verið á bátnum. Mun Þar átt við viðgerðina hjá Dráttarbraut Keflavíkur h/f, sem áður greinir. Áður höfðu verið lögð fram ýmis gögn varðandi þenna viðgerðarkostnað, en 128 krafa um greiðslu hans hafði þá eigi verið sett fram fyrir dómi. Í þing- haldinu 30. nóvember lagði umboðsmaður stefndu fram bréf Guttorms Erlendssonar hrl. til umboðsmanns stefnenda, dagsett 21. nóvember 1950, þar sem hann tilkynnir, að hann muni í málinu gera varakröfu um skulda- jöfnuð við kröfu stefnenda á fjárhæð þeirri, er stefndu höfðu greitt fyrir viðgerð vegna duldra galla á bátnum, og telur hann þá kröfu nema kr. 29.690.54. Jafnframt lagði hann fram ýmis skjöl varðandi viðgerðarkostn- aðinn og ástand bátsins, eftir að hann varð fyrir áfallinu 18. febrúar 1949, meðal annars vottorð skipaskoðunarmanns og fyrirsvarsmanna skipasmíðastöðvarinnar, er viðgerðina hafði annazt. Vottorðum þessum mótmælti umboðsmaður stefnenda sem röngum og óstaðfestum og skulda- jafnaðarkröfunni sem rangri og of seint fram borinni. Enn fremur mót- mælti umboðsmaður stefnenda í umræddu þinghaldi heimild Einars Ágústs- sonur cand. jur. til að flytja málið fyrir héraðsdómi. Gekk úrskurður um þetta atriði 5. desember s.l. á þá lund, að Einari var heimilað að annast flutning málsins. Úrskurð þenna kærði umboðsmaður stefnenda til Hæsta- réttar, og var hann staðfestur með dómi, uppkveðnum 17. þ. m. Að þeim dómi gengnum, var svo ákveðið, að málið skyldi munnlega flutt 1. febrúar næstkomandi. Hinn 26. þ. m. sneri umboðsmaður stefndu sér til borgarðómara og fékk útgefna stefnu á hendur stefnendum til að mæta við vitnaleiðslu í málinu, er dómari féllst á, að haldin yrði 30. þ. m., enda var eigi unnt að hafa fyrirvara skemmri, þar eð annar stefnenda var búsettur utan þinghár. Taldi umboðsmaður stefndu sig þurfa að leiða fyrir dóm sem vitni menn, sem gefið höfðu vottorð í málinu, er fram voru lögð 30. nóvember s.l., og enn fremur mann, sem á sínum tíma hafði skoðað m/b Njál af hálfu viðkomandi vátrvggingarfélags. Síðar hefur hann þó fallið frá fyrirætlun sinni um að leiða síðastgreint vitni fyrir dóm. Er vitnaleiðsla skyldi hefjast, sótti þing af hálfu stefnenda umboðsmaður þeirra, Magnús Thorlacius hrl., og mótmælti því, að vitnaleiðsla færi fram. Rökstuddi hann þau mótmæli með því, að stefndu hefðu haft nægan tíma og tækifæri til að koma að í málinu þeim gögnum, sem þeir óskuðu, áður en gagnaöflun lauk í málinu, og raunar einnig eftir það. Kvað hann vitnaleiðsluna, ef fram færi, mundu gefa ástæðu til, að hann yrði að leiða andvitni í málinu og afla annarra gagna, er vörðuðu skuldajafnaðarkröfu stefndu, en með því móti væri sýnilegt, að ekki yrði unnt að flytja málið munnlega hinn 1. febr. næstkomandi, en hann telur umbjóðendum sínum óskylt að hlíta frekari drætti málsins vegna skuldajafnaðarkröfunnar, enda gæti slíkur dráttur bakað beim verulegt tjón. Umboðsmaður stefndu krafðist þess, að vitnaleiðsla færi fram, og benti á, að honum hefði ekki verið unnt að láta hana fara fram, eftir að hann tók við meðferð málsins, fyrr en genginn var hæstaréttardómur um mótmæli stefnenda gegn því, að hann fengi að annast flutning þess. Á þessu stigi málsins verður ekki tekin afstaða til þess, hvort skulda- jafnaðarkrafa stefndu hefur verið borin fram í tæka tíð. Jafnframt því að krafa þessi var sett fram, voru lögð fram vottorð þau, er áður greinir, 129 henni til stuðnings. Þeim var af hálfu stefnenda mótmælt sem óstaðfest- um fyrir dómi. Fallast verður á þá skoðun umboðsmanns stefndu,. að hann hafi ekki haft tök á að fá vottorð þessi staðfest, meðan beðið var eftir endanlegri úrlausn þess, hvort honum heimilaðist að annast með- ferð málsins hér fyrir dómi. Vegna beirra mótmæla, sem vottorð þessi hafa sætt af hálfu stefnenda, þykir, eins og á stendur, rétt að heimila stefndu að leiða vottorðsgefendur fyrir dóm til að staðfesta sönnunargildi vottorðanna, enda verður ekki séð, að það þurfi að hafa í för með sér frekari drátt á munnlegum flutningi málsins. Unnsteinn Beck, fulltrúi borgardómara, kvað upp úrskurð þenna ásamt meðdómsmanninum Jóni Kristóferssyni skipstjóra. Því úrskurðast: Hin umbeðna vitnaleiðsla skal fara fram. Miðvikudaginn 7, marz 1951. Nr. 6/1950. — Gunnar Ólafsson (Gústaf A. Sveinsson) gegn Jóhönnu Magnúsdóttur og Brynjúlfi Magnússyni og gagnsök (Ragnar Ólafsson). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Jónatans Hallvarðssonar. Meinyrðamál. Dómur Hæstaréttar. Hinn áfrýjaða dóm hefur upp kveðið Freymóður Þorsteins- son, fulltrúi bæjarfógeta í Vestmannaeyjum. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 20. janúar 1950. Krefst hann algerrar sýknu af kröf. um gagnáfrýjenda í málinu og málskostnaðar úr hendi þeirra bæði í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. -Gagnáfrýjendur hafa áfrýjað málinu með stefnu 28. janúar 1950. Krefjast þau þess, að staðfest verði ákvæði héraðsdóms um ómerkingu ummæla, að aðaláfrýjanda verði dæmd þyngsta refsing, sem lög leyfa, fyrir ummælin og að hann verði dæma- ur til að greiða gagnáfrýjendum hæfilega fjárhæð til að 9 180 standast kostnað af birtingu dómsins í opinberu blaði eða riti. Svo krefjast gagnáfrýjendur og málskostnaðar úr hendi aðal- áfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Vegna ummæla í forsendum héraðsdóms athugast, að ekki verður séð af gögnum málsins, að krafa hafi komið fram af hendi Jóhanns Þorsteinssonar á Litla-Ármóti til fógeta um útburð á Ólafi Þórðarsyni í Efra-Sumarliðabæ fyrr en árið 1895. Ummæli þau, sem stefnt er fyrir, eru mjög meiðandi fyrir minningu föður gagnáfrýjenda. Ekkert er fram komið, sem bendi til, að faðir gagnáfrýjenda hafi, eins og gefið er í skyn í ummælunum, falsað bókun í réttarbók, sem gerð var í þing- haldi 10. júní 1895. Þá verður ekki heldur talið samkvæmt gögnum málsins, að faðir gagnáfrýjenda hafi í nefndu þing- haldi hagað orðalagi samkomulags þess, er hann bókaði, í því skyni að halla rétti föður aðaláfrýjanda, þó að yfirrétturinn skýrði samkomulag þetta þannig, að það ætti að varða frá- vísun málsins frá yfirréttinum. Samkvæmt framansögðu ber eftir 240. gr. laga nr. 19/1940 að dæma aðaláfrýjanda til að greiða sekt til ríkissjóðs, sem þykir hæfilega ákveðin kr. 2500.00, og komi varðhald 15 daga í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Svo ber og að staðfesta ákvæði héraðs- dóms um ómerkingu á ummælunum og að dæma aðaláfrýj- anda til að greiða gagnáfrýjendum kr. 200.00 til að standast kostnað af birtingu dóms í opinberu blaði eða riti. Eftir þess- ari niðurstöðu þykir rétt, að aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýj- endum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 1800.00. Það athugast, að mál þetta hefur verið flutt skriflega í héraði, án þess að séð verði, að ástæða hafi verið til þess. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Gunnar Ólafsson, greiði 2500 króna sekt til ríkissjóðs, og komi 15 daga varðhald í stað sekt- arinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. 131 Ákvæði héraðsdóms um ómerking ummæla staðfestist. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjendum, Jóhönnu Magn- úsdóttur og Brynjúlfi Magnússyni, kr. 200.00 til að stand- ast kostnað af birtingu dómsins í opinberu blaði eða riti. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjendum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 1800.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Vestmannaeyja 24. nóv. 1949. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 7. þ. m. er höfðað fyrir bæjarþingi Vestmannaeyja af Jóhönnu Magnúsdóttur lyfsala, Laugaveg 40, Reykja- vík, og Brynjúlfi Magnússyni fulltrúa, Flókagötu 14, Reykjavík, með stefnu, útgefinni 26. apríl 1949, birtri 27. s. m., á hendur Gunnari Ólafs- syni kaupmanni, Bárugötu 13, Vestmannaeyjum, til ómerkingar og refs- ingar fyrir meiðandi ummæli um föður þeirra, er stefndi viðhafði um hann í bók sinni, Endurminningum, er út kom í desember 1948 hjá bóka- útgáfu Guðjóns Ó. Guðjónssonar í Reykjavík. Hin umstefndu ummæli eru svohljóðandi: „Þá var Magnús Torfason orðinn sýslumaður í Rangárvallasýslu, og hafði hann nú, eins og Kristín systir segir, framkvæmt bað, sem fyrir- rennarar hans í embættinu höfðu aldrei fengizt til að gera. Hann var af fjölda fólks grunaður um að hafa lagfært bókunina við útburðinn af jörðinni þannig, áður en hún komst fyrir landsyfirréttinn, að útburðar- gerðin fékkst þar staðfest. Ekki einn einasti maður, sem til Þekkti, trúði því, að Ólafur í Sumarliðabæ hefði gert það tvennt í senn, að neita að standa upp af jörðinni og samþykkja með undirskrift sinni að fara.“ Stefnendur gera þær réttarkröfur, að ofangreind ummæli verði dæmd dauð og ómerk, að stefndi verði dæmdur til þyngstu refsingar, sem lög leyfa, fyrir þau, að hann verði dæmdur til að greiða kostnað við opinbera birtingu væntanlegs dóms í málinu, og að hann verði dæmdur til að greiða málskostnað að skaðlausu. Stefndi hefur mætt í málinu og gert þær réttarkröfur, að hann verði algerlega sýknaður af öllum kröfum stefnenda og að sér verði tildæmdur málskostnaður að skaðlausu. Í málinu liggja fyrir nokkrar upplýsingar varðandi þá atburði, sem hin umstefndu ummæli lúta að. Lögð hefur verið fram útskrift úr fógeta- réttarbók Rangárvallasýslu, ljósmyndir af úrskurði sýslumanns í útburðar- málinu ásamt eftirfarandi samkomulagi aðilja, eftirrit af grein, er faðir stefnda, Ólafur Þórðarson, skrifaði um málið og birt var í Fjallkonunni 30. sept. 1896, vottorð frá Ýmsum mönnum, er mundu atburðina eða heyrðu um þá talað, o. fl. Samkvæmt þessum gögnum eru tildrög ummælanna eftirfarandi: Ólafur Þórðarson, faðir stefnda, bjó í 35 ár á Efri-Sumarliðabæ í Holt- 132 um. Hafði hann fengið jörðina á leigu 1861 af Filippusi Þorsteinssyni í Bjólu og var landseti hans í 24 ár. Í byggingarbréfi, er Filippus lét Ólafi í té og útgefið var 10. maí 1862, áskildi hann sér rétt til að byggja honum út með þessum orðum: „En fari svo, að ég, mínir eða þeir, er kynnu að verða téðrar jarðar aðnjótandi, þyrftu hennar nauðsynlega með til ábúð- ar, þá skal hann skyldur að víkja frá henni án frekari fyrirhafnar“. Þessa ákvæðis neytti Filippus aldrei. Er Filippus andaðist, varð dóttir hans, Guðbjörg, og maður hennar, Jóhann Þorsteinsson, sem síðar bjuggu að Litla-Ármóti, eigendur hálfrar jarðarinnar. Eftir því sem Ólafur Þórðar- son segir sjálfur frá, féll vel á með honum og Filippusi Þorsteinssyni, en samskipti hans og Jóhanns Þorsteinssonar urðu nokkuð á annan veg. Fjórum sinnum byggði Jóhann honum út af jörðinni. Fyrst byggði hann Ólafi út af allri jörðinni, og kom það mál til úrlausnar H. E. Johnsonar, er þá var sýslumaður Í Rangárvallasýslu. Lyktaði því á þann veg, að sýslumaður synjaði um að bera Ólaf út af jörðinni, og, að því er virðist, vegna þess að Jóhann brast heimild til útbyggingar frá tengdamóður sinni, ekkju Filippusar Þorsteinssonar, er átti jörðina hálfa, og einnig vegna þess að Jóhann hafði sjálfur góða jörð til ábúðar og þurfti því ekki á Efri-Sumarliðabæ að halda til ábúðar fyrir sjálfan sig. Í næsta skipti, er Ólafi var byggt út af jörðinni, leiddi útbyggingin ekki heldur til þess, að hann þyrfti að víkja, en hvort málið kom þá fyrir sýslumann, sést ekki af skjölum málsins. Svo dó tengdamóðir Jóhanns Þorsteinssonar, og varð þá hann og kona hans eigendur mestallrar jarðar- innar. Samkvæmt frásögn Ólafs Þórðarsonar bauð Jóhann honum þá nýtt byggingarbréf fyrir sínum hluta í jörðinni og vildi um leið hækka lands- skuldina um helming. Þessu vildi Ólafur ekki ganga að, og byggði Jóhann honum þá út í þriðja sinn og leigði jafnframt stjúpdóttur sinni, dóttur- dóttur Filippusar Þorsteinssonar, og manni hennar, Hannesi Magnússyni, eignarhluta sinn í jörðinni. Ólafur neitaði að víkja, og bað Jóhann því sýslumanninn, er þá var Magnús Torfason, að bera hann út. Sýslumaður- inn kom að Sumarliðabæ 10. júní 1895 og tók þar málið fyrir. Ólafur Þórðarson hélt uppi vörnum og taldi sér óskylt að hlýðnast útbyggingunni og lagði fram skriflega vörn. Að því er virðist, byggði hann vörn sína á eftirfarandi: Að útbyggingarbréfið væri ekki löglega birt, að útbyggingar- heimild byggingarbréfsins ætti aðeins við, er Filippus Þorsteinsson eða börn hans þyrftu á jörðinni að halda, en hins vegar ekki, er um barna- börn hans væri að ræða, að ósannað sé, að ekki hafi verið unnt að útvega stjúpdóttur Jóhanns annað jarðnæði, og að útbyggingin taki ekki til allrar jarðarinnar, heldur aðeins til eignarhluta Jóhanns og sé því mark- leysa. Að málflutningi loknum, kvað sýslumaður upp úrskurð í málinu sama dag, og var hann á þá leið, að varnir Ólafs Þórðarsonar voru ekki teknar til greina og hann skyldaður til að víkja af eignarhluta Jóhanns í jörðinni, en hann var 11.C 86 álnir. Hélt því Ólafur áfram ábúðarrétti á 1.C 64 álnum, þar sem öll jörðin var að dýrleika 13.0 30 álnir. Í úrskurðin- um var það af jarðarhúsum, sem svaraði til 1.C 64 álnum úr allri jörðinni, samkvæmt virðingu úttektarmanna (svo). Eftir uppkvaðningu úrskurðar- 133 ins varð samkomulag viðtakanda jarðarinnar og Ólafs Þórðarsonar um skiptingu jarðarhúsa og hvernig skuli fara um skiptingu túns og engja, og er það bókað í fógetaréttarbókina á þessa leið: „Þegar hér var komið, bauð aðfarandi jarðarinnar, Hannes Magnússon, Ólafi Þórðarsyni, að hann mætti vera í baðstofunni, er jörðinni fylgir, og nota fjósið og bæjarhús, að því leyti hann sjálfur eigi við Þyrfti, móti því, að Hannes fengi stofuhús, sem er undir baðstofunni, fyrir sig og sitt fólk, en þangað til það yrði úr garði gert, skyldi Ólafur sjá Hannesi fyrir hús- rúmi í baðstofu sinni. Enn fremur ljær Ólafur Hannesi hús fyrir hesta. Um tún og engjar fer eftir skiptum úttektarmanna. Ólafur Þórðarson gengur að þessum skilmálum, og skrifa þeir nöfn sín undir, sætt bessari til staðfestingar“. Undir þetta rita þeir báðir, Hannes Magnússon og Ólafur Þórðarson. Síðan segir, að fógetabókin hafi verið upplesin og samþykkt. Svo var rétti slitið og fógetaréttarbókin undirrituð af Ólafi Þórðarsyni og Jóhanni Þorsteinssyni. Úrskurði sýslumanns áfrýjaði Ólafur Þórðarson til Landsyfirréttarins. Urðu lyktir málsins þar, að því var vísað frá yfirréttinum, vegna þess að það væri „útkljáð með löglegri sætt“. Var þar átt við samkomulag þeirra Hannesar Magnússonar og Ólafs Þórðarsonar, sem hér að ofan er tilfært og yfirrétturinn áleit, að gert hefði verið með fullu samþykki Jó- hanns Þorsteinssonar, þar sem hann hefði undirritað gerðina athuga- semdarlaust. Nokkru eftir að úrskurður sýslumanns féll, keypti Jóhann Þorsteinsson bann litla jarðarhluta, sem Ólafur bjó þá á, og byggði honum síðan út í inni, án þess að málið kæmi að nýju fyrir sýslumann. Segir hann svo sjálfur frá, að sig hafi ekki fýst að búa á svo litlum parti, og einnig hafi hann getað búizt við, að sér kynni að verða fátt til málsbóta, ef hann færi að óhlýðnast útbyggingunni. Hafði hann þá búið í 35 ár á jörðinni, eins og áður er getið, og búið þar myndarbúi og endurbætt jörðina á ýmsan hátt og hlotið viðurkenningu fyrir með styrk af opinberu fé. Hafði hann sjálfur kosið að mega ala aldur sinn á þessum stað og féll þungt að verða að flytjast þaðan. Var hann, er þetta gerðist, hniginn að aldri, fæddur 17. ágúst 1829, og sum börn hans ekki komin úr ómegð. Kveðst hann sjálfur hafa komizt á vonarvöl við það að vera hrakinn burtu af jörðinni. Í ofangreindri blaðagrein Ólafs Þórðarsonar er nokkuð veitzt að Magnúsi Torfasyni fyrir afskipti hans af málinu. Hvergi er þó vikið að því, að hann hafi breytt eða lagfært bókunina við útburðinn, eftir að fógetaréttarbókin var undirrituð. Hins vegar er gefið í skyn, að hann hafi ekki gætt tilhlýði- legs hlutleysis, og það hafi verið sök hans, að efnisdómur fékkst ekki í málinu fyrir Landsyfirrétti. Hann viðurkennir, að samkomulag hafi orðið milli sín og viðtakanda jarðarinnar, eftir að úrskurður sýslumanns var kveðinn upp, um skiptingu jarðarhúsa og jarðarinnar sjálfrar, en sín meining hafi verið sú, að þetta ætti aðeins að vera til bráðabirgða, bangað til dómur gengi í Landsyfirrétti, enda kveðst hann hafa margsinnis lýst 134 því yfir í réttinum, að hann ætlaði sér að áfrýja málinu. Sýslumaður hafi bókað samkomulagið óumbeðinn og nefnt það sætt, en hins vegar látið hjá líða að geta þess um leið, að hann (Ólafur) ætlaði sér að áfrýja mál- inu. Bogi Ólafsson yfirkennari, bróðir stefnda, hefur staðfest þessa frá- sögn föður síns í bréfi, sem lagt hefur verið fram í málinu. Hann var við- staddur réttarhaldið og segir, að faðir sinn hafi marglýst því yfir, að þessi samningur um húsaskipti mætti ekki skoðast sem sætt, því hann ætlaði sér að áfrýja. Þá getur Bogi Ólafsson þess einnig, að sýslumaður hafi í upphafi litið svo á, að faðir sinn hefði ekki einu sinni rétt til að sitja áfram á þeim hluta jarðarinnar, sem útbyggingin náði ekki til, og haft orð á því, að til þess yrði hann að hafa sérstakt byggingarbréf fyrir þeim parti. Faðir sinn hafi hins vegar haldið því fram, að gamla byggingar- bréfið væri nægjanlegt. Um þetta hafi þeir þráttað alllengi, en loks var sent út að Þjóðólfshaga eftir Lagasafni handa alþýðu, er þar var til. Er lagasafnið kom, og sýslumaður hafði kynnt sér þá lagastaði, er við áttu, hafi hann komizt að þeirri niðurstöðu, að Ólafur Þórðarson hefði rétt fyrir sér, og ekki væri unnt að bera hann út af allri jörðinni. Lögð hafa verið fram vottorð frá ll mönnum, sem búsettir voru í ná- grenni við Efri-Sumarliðabæ, er útburðargerðin fór fram. Segir í vottorð- um þessum, að sá orðrómur hafi komizt á, eftir að málsskjölin urðu kunn, að sýslumaður hefði verið hlutdrægur og ekki bókað allt sem réttast í réttarbókina, sumir kveða fastar að orði, og segja, að talið hafi verið, að sýslumaður hefði breytt bókuninni eftirá Ólafi í óhag. Flestir vottorðs- gefendur taka fram, að þeir viti ekkert um, hvort orðrómur þessi hafi verið sannur eða ósannur. Vottorðum þessum hafa stefnendur mótmælt sem röngum, en ekki sem óstaðfestum.. Stefndi byggir kröfu sína um sýknu á þeim ástæðum, að með hinum umstefndu ummælum skýri hann aðeins frá orðróm, sem sannarlega gekk um héraðið, eftir að útburðargerðin fór fram, án þess að hann tæki nokkra afstöðu til hans. Þá telur hann, að stefnendur eigi engan rétt til málshöfðunar, þar sem faðir þeirra hafi sjálfur afsalað sér málshöfðunar- rétti með því að nota þann rétt ekki til þess að hnekkja þessum orðrómi, sem honum hafi hlotið að vera kunnugt um, né til þess að koma fram ábyrgð á hendur föður sínum fyrir meiðandi ummæli í blaðagrein hans, er gengur Í sömu átt og grunur almennings. Loks telur stefndi, að orð- rómurinn muni vera réttur, hafi Magnús Torfason bæði verið hlutdrægur í málinu, og ástæða sé til að ætla, að síðustu orðin í bókuninni: „Sætt þessari til staðfestingar“ séu viðbót sýslumanns, eftir að fógetabókin hafði verið undirrituð. Eins og áður er að vikið, hafa verið lagðar fram í málinu ljósmyndir af tveimur opnum úr fógetaréttarbókinni, þar sem úrskurðurinn og eftir- farandi bókun ásamt undirskriftum er innfærð. Ljósmyndirnar sýna, að bókin er vel og greinilega rituð með hendi Magnúsar Torfasonar sjálfs. Bókin er óstrikuð, en eðlilegt og nokkurn veginn jafnt bil er milli lína frá upphafi til enda. Hvergi er skrifað milli lína, að því undanskildu, að á tveimur stöðum er orði bætt inn Í, sem bersýnilega hefur fallið niður 135 fyrir vangá. Útstrikanir eru engar í úrskurðinum né í eftirfarandi bókun um ofangreint samkomulag. Stærð stafa, gerð og áferð, bilið milli stafa og milli orða virðist alls staðar hið sama og ritað með sama Denna og sama bleki. Allt þetta bendir ótvírætt til, að alls engar breytingar hafi verið gerðar á bókuninni eftir á. Rétt er að vísu, að svo hagar til á síðu, að unnt hefði verið að bæta við eftir á orðunum: „Sætt þessari til stað- festingar“, án þess að missmíði sæjust. Rithandarblærinn á þessum orð- um er í engu frábrugðinn því, sem á undan er ritað, og í blaðagrein Ólafs Þórðarsonar, sem áður er getið, er það óbeinlínis viðurkennt, að þessi orð hafi staðið í bókuninni, er hann undirritaði hana. Segir bar, að sýslu- maðurinn hafi bókað óumbeðið samkomulag þeirra Hannesar Magnús- sonar og nefnt það sætt, og síðan hafi þeir Hannes báðir ritað undir nöfn sín. Virðist ljóst af því, er nú hefur verið greint, að það er tilhæfu- laust með öllu, að Magnús Torfason hafi breytt eftir á eða lagfært bókun- ina við útburðargerðina. Sú sýknuástæða stefnda, að orðrómurinn, er hann skýrir frá, hafi verið sannur, verður því ekki tekin til greina. Ekki verður heldur unnt að fallast á hinar sýknuástæður stefnda. Óheimilt verður að telja, að skýra frá ærumeiðandi orðrómi á bann hátt, sem hér er gert, og það allt að einu, þótt nokkrar sönnur séu að því færð- ar, að slíkur orðrómur hafi verið á sveimi. Málshöfðunarréttur verður ekki heldur talinn glataður af þeim ástæðum, sem stefndi færir fram, þar eð afskiptaleysi um tiltekin meiðyrði, leiðir ekki til þess, að hver og einn geti síðar viðhaft þau óátalið. Auk þess ganga ummæli stefnda mun lengra en ásakanir föður hans í Fjallkonugreininni og, að því er ætla má, einnig lengra en sá orðrómur, er þá var á sveimi um málið, því umrædd blaðagrein hefur hlotið að ráða miklu um, hvernig talað var um málið í héraðinu. Öll hin umstefndu ummæli verður að telja ærumeiðandi, og þar sem stefnda hefur ekki tekizt að réttlæta þau, eins og ofanritað ber með sér, þykir bera að dæma þau dauð og ómerk. Svo þykir og bera að dæma stefnda í refsingu fyrir þau. Magnús Torfason lézt 14. ágúst 1948 og var því látinn, er hin umstefndu ummæli birtust. Brot stefnda heimfærist því undir 240. gr. alm. hegningarlaga. Við ákvörðun refsingarinnar þykir rétt að hafa í huga eftirfarandi: Samkvæmt þeim gögnum og upplýsingum, sem hér að framan eru rakin, verður ekki komizt hjá því að álykta, að Magnús Torfason hafi átt nokkra sök á, hvernig úrslit málsins urðu í Landsyfirréttinum og að efnisdómur fékkst þar ekki í málinu, þótt hins vegar sé ósannað, að honum hafi gengið hlutdrægni til. Afdrif málsins virðast hafa haft óvenjulega bung- bærar afleiðingar fyrir föður stefnda, svo ekki getur talizt óeðlilegt, þótt nokkurrar beiskju gæti hjá börnum hans í garð þeirra, sem á einn eða annan hátt studdu að framgangi þess. Með tilliti til þess og annarra atvika málsins þykir refsing stefnda hæfilega ákveðin 600 króna sekt í ríkissjóð, er stefnda ber að greiða innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms Þessa, og sæti ella varðhaldi í 7 daga. 136 Svo þykir og rétt að dæma stefnda til þess að greiða stefnendum kr. 600.00 í málskostnað. Þá þykir og bera að taka til greina kröfu stefnenda um greiðslu kostn- aðar við birtingu atriðisorða dóms þessa og hluta af forsendum hans, eftir því sem ástæða er til, samkvæmt því, sem segir í 241 gr. alm. hegn- ingarlaganna. Þykir birtingarkostnaðurinn hæfilega ákveðinn kr. 200.00, er stefnda ber að greiða. Stefnendur hafa krafizt þess, að stefndi verði dæmdur fyrir ósæmilegan rithátt í máli þessu, án þess þó að tilgreina nokkur ákveðin ummæli. Eftir atvikum þykir ekki ástæða til að verða við þeirri kröfu. Því dæmist rétt vera: Framangreind ummæli skulu vera dauð og ómerk. Stefndi, Gunnar Ólafsson, greiði kr. 600.00 í sekt í ríkissjóð innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa, en sæti ella varðhaldi í 7 daga. Hann greiði stefnendum, Jóhönnu Magnúsdóttur og Brynjúlfi Magnússyni, kr. 600.00 í málskostnað og kr. 200.00 í birtingarkostnað dómsins í opinberu blaði eða riti í samræmi við ofanritað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Mánudaginn 12. marz 1951. Nr. 9/1951. Sigurður Sigurðsson (Magnús Thorlacius) gegn Brandi Brynjólfssyni og Lúðvíg Eggertssyni (Enginn). Setudómarar próf. Ólafur Lárusson og próf. Ólafur Jóhannesson í stað hrd. Jóns Ásbjörnssonar og hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Dómi og fjárnámsgerð áfrýjað til staðfestingar. Dómur Hæstaréttar. Benedikt Sigurjónsson, fulltrúi borgardómara í Reykjavík, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm, og fjárnámsgerð þá, sem áfrýjað er, hefur framkvæmt Þórhallur Pálsson, fulltrúi borgarfógeta í Reykjavík. 137 Áfrýjandi hefur með stefnu 20. janúar þ. á., og að fengnu áfrýjunarleyfi sama dag, skotið til Hæstaréttar dómi bæjar- þings Reykjavíkur í máli aðilja, uppkveðnum 14. október 1950, svo og fjárnámsgerð, er framkvæmd var 17. janúar þ. á. Krefst hann þess, að dómsathafnir þessar verði staðfestar og að stefndu verði dæmt in solidum að greiða honum málskostn- að fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Af hálfu hinna stefndu hefur enginn komið fyrir dóm í máli þessu, enda þótt löglega hafi verið stefnt, og hefur málið því verið skriflega flutt samkvæmt 1. tölulið 38. gr. hæsta- réttarlaga nr. 112/1935 og er dæmt eftir framlögðum skjölum. Með því að engir gallar eru á hinum áfrýjuðu dómsathöfn- um, ber að taka kröfu áfrýjanda um staðfestingu til greina. Stefndu höfðu áfrýjað bæjarþingsdóminum af sinni hálfu, áður en áfrýjandi tók út áfrýjunarstefnu sína. Hafði áfrýj- andi því ástæðu til að bera hinar áfrýjuðu dómsathafnir undir Hæstarétt. Þykir því rétt að dæma stefndu til að greiða áfrýj- anda málskostnað fyrir Hæstarétti, er telst hæfilega ákveðinn kr. 1200.00, Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og fjárnámsgerð staðfestast. Stefndu, Brandur Brynjólfsson og Lúðvíg Eggertsson, greiði áfrýjanda, Sigurði Sigurðssyni, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 1200.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 14. okt. 1950. Mál þetta, sem dómtekið var 10. þ. m., er höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 30. f. m., af Sigurði Sigurðssyni, Nýlendugötu 19 B hér í bæ, gegn Brandi Brynjólfssyni hdl., Bergstaðastræti 6 A, og Lúðvíg Egg- ertssyni, Hverfisgötu 32, báðum hér í bæ, til greiðslu víxils, að fjárhæð kr. 25.000.00, útgefins 15. sept. 1950 af stefnda Lúðvíg og samþykkts af stefnda Brandi til greiðslu í Útvegsbankanum hér í bæ 22. sept. 1950, en víxill þessi var afsagður sökum greiðslufalls 25. f. m. Hefur stefnandi krafizt þess, að stefndu verði in solidum dæmdir til að greiða sér fjárhæð víxilsins, kr. 25.000.00, með 6% ársvöxtum frá gjald- daga hans til greiðsludags, %% fjárhæðarinnar í þóknun, kr. 8235 í af- sagnar- og stimpilkostnað og málskostnað að skaðlausu. 138 Stefndu hafa látið sækja þing, en engum andmælum hreyft gegn kröf- um stefnanda, sem verða því teknar til greina að öllu leyti. Málskostnaður ákveðst kr. 1850.00. Dómsorð: Stefndu, Brandur Brynjólfsson og Lúðvíg Eggertsson, greiði báðir fyrir annan og annar fyrir báða, stefnandanum, Sigurði Sigurðssyni, kr. 25.000.00 með 6% ársvöxtum frá 22. september 1950 til greiðslu- dags, %% fjárhæðarinnar í þóknun, kr. 82.35 í afsagnar- og stimpil- kostnað og kr. 1850.00 í málskostnað — allt innan 15 daga frá lög- birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Fjárnámsgerð fógetaréttar Reykjavíkur 17. jan. 1951. Ár 1951, miðvikudaginn 17. janúar, setti fulltrúi borgarfógeta, Þórhallur Pálsson, fógetarétt Reykjavíkur í húsinu nr. 32 við Hverfisgötu og hélt hann við undirritaða votta. Fyrir var tekið: Málið A-39/1951. Sigurður Sigurðsson gegn Lúðvíg Eggertssyni. Fógeti leggur fram sem rskj. nr. 1 beiðni um gerð þessa og nr. 2 endur- rit af dómi bæjarþings Rvíkur í málinu nr. 622/1950, uppkveðins 14. okt. 1950. Dómurinn er með árituðu birtingarvottorði. Skjölin eru svohljóð- andi: Æ Fyrir gerðarbeiðanda er mættur Oddgeir Magnússon hdl. og krefst fjár- náms til tryggingar skuld samkvæmt rskj. nr. 2, að fjárhæð kr. 25.000.00 með 6% ársvöxtum frá 22. september 1950 til greiðsludags, %% fjárhæð- arinnar í þóknun, kr. 82.35 í afsagnar- og stimpilkostnað, kr. 1850.00 í máls- kostnað, kr. 40.60 fyrir endurrit og birtingu auk alls kostnaðar við gerð þessa og eftirfarandi uppboð, ef til kemur, allt á ábyrgð gerðarbeiðanda. Gerðarþoli er ekki til staðar í réttinum, en af hans hálfu mætir kona hans, Jónína Jóhannesdóttir. Hún kveðst ekki greiða skuldina og neitar að benda á nokkuð til fjár- náms. Umboðsmaður gerðarbeiðanda krafðist fjárnáms í húseignunum 32 og 32 A við Hverfisgötu. Fógeti lýsti fjárnámi í nefndum húseignum til tryggingar framan- greindum kröfum auk alls kostnaðar. Fallið var frá virðingu. Fógeti brýndi fyrir mættri að tilkynna gerðarþola um fjárnámið. 139 Mánudaginn 12. marz 1951. Nr. 45/1950. Hjalti Friðfinnsson og Jónatan Davíðsson (Ragnar Jónsson) gegn Páli Friðfinnssyni og gagnsök (Guttormur Erlendsson). Setuðómarar próf. Ólafur Lárusson og próf. Ólafur Jóhannesson í stað hrd. Jóns Ásbjörnssonar og hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Heimt vinnulaun við húsbyggingu og andvirði efnis til hennar. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjendur, sem skotið hafa máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 19. apríl 1950, krefjast þess aðallega, að þeim verði einungis dæmt að greiða gagnáfrýjanda kr. 14.962.73, til vara kr. 22.417.27 og til þrautavara aðra fjárhæð að mati Hæstaréttar. Þá krefjast þeir þess, að málskostnaður fyrir báðum dómum verði felldur niður. Gagnáfrýjandi, sem skotið hefur málinu til Hæstaréttar með stefnu 11. maí 1950, krefst þess, að aðaláfrýjendum verði dæmt að greiða kr. 35.754.56 með 6% ársvöxtum frá 26. október 1945 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Hér fyrir dómi hafa aðaláfrýjendur véfengt tiltekna kröfu- liði gagnáfrýjenda fyrir efni og vinnu. Að vísu er bókhaldi gagnáfrýjanda varðandi suma af liðum þessum ábótavant, en hins vegar er ekkert fram komið, er bendi til þess, að gagn- áfrýjandi hafi ofreiknað aðaláfrýjendum efni eða vinnu í sambandi við húsbyggingu þá, er í málinu greinir, umfram það, sem í héraðsdómi getur. Og þar sem fallast má á rök fyrir úrlausn héraðsdóms, þykir bera að staðfesta hann. Eftir atvikum þykir rétt, að aðaláfrýjendur greiði gagn- áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, er ákveðst kr. 6000.00. 140 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Aðaláfrýjendur, Hjalti Friðfinnsson og Jónatan Davíðsson, greiði gagnáfrýjanda, Páli Friðfinnssyni, kr. 6000.00 málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti að við- lagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Akureyrar 12. apríl 1950. Mál þetta, sem tekið var til dóms þann 31. f. m., hefur stefnandi, Páll Friðfinnsson byggingarmeistari, Munkaþverárstræti 42 hér í bæ, höfðað fyrir bæjarþinginu, að undangenginni árangurslausri sáttatilraun, með stefnu, útgefinni 23. febr. 1946, á hendur þeim Hjalta Friðfinnssyni iðn- verkamanni og Jónatan Davíðssyni smið, báðum hér í bæ, og gerir kröfur til greiðslu eftirstöðva byggingarkostnaðar húss, er stefnandi hafði tekizt á hendur að byggja fyrir stefndu. Mál þetta var dæmt á bæjarþingi hér 10. júlí 1946, en með dómi Hæstaréttar 11. nóv. 1949 var bæjarþingsdómurinn ómerktur og málinu heimvísað, með því að talið var nauðsynlegt, að héraðsdómari kveddi sérkunnáttumenn um húsagerð til þess að dæma málið með sér, sbr. 3. tölulið 200. gr. laga nr. 85/1936. Var málið síðan tekið upp að nýju þann 12. des. s.l. með þeim hætti, er Hæstiréttur hafði fyrir lagt. Kröfur stefnanda voru upphaflega bær, að stefndu verði dæmdir til þess að greiða kr. 36.500.00, sem hann taldi eftirstöðvar af byggingar- kostnaði framangreinds húss, enn fremur kr. 16.000.00 í skaðabætur fyrir samningsrof auk 6% ársvaxta af báðum þessum upphæðum frá 26. okt. 1945 til greiðsludags og málskostnað eftir reikningi eða mati dómsins. Kröfum þessum hefur stefnandi breytt þannig, meðan á rekstri málsins stóð, að hann hefur alveg fallið frá kröfu um 16.000.00 kr. skaðabætur og lækkað kröfuna um greiðslu byggingarkostnaðar í kr. 35.899.56. Stefndu gerðu fyrst kröfu um algera sýknu af öllum kröfum stefnanda, en til vara, að krafan verði stórlega lækkuð, svo sem síðar verður greint, og um málskostnað úr hendi stefnanda. Í flutningi málsins féllu stefndu frá sýknukröfunni, en gerðu kröfu um, að krafa stefnanda verði færð niður um kr. 25.623.70. Tildrög máls þessa eru þau, að með samningi 11. apríl 1945 tók stefnandi að sér að byggja íbúðarhúsið nr. 12 við Helga- magrastræti hér í bæ fyrir stefndu. Stefnandi, sem er byggingarmeistari, átti að veita byggingunni forstöðu, en var þó ekki sjálfur tímabundinn við hana, þannig að hann hafði heimild til að hafa fleiri en eina bygg- ingu með höndum samtímis. Hann átti samkvæmt samningnum að útvega nauðsynlegan vinnukraft, annast bókhald og greiðslur og sjá um inn- kaup á efni til byggingarinnar. Fyrir þetta skyldi hann fá greiddar kr. 3.00 fyrir hvern rúmmetra í byggingunni, að viðbættri verðlagsuppbót samkvæmt vísitölu, eins og hún var, er samningurinn var gerður. Auk 141 þessa átti stefnandi að fá greiðslu fyrir hverja stund, er hann vann að byggingunni. Bygging hússins hófst skömmu eftir, að samningurinn var gerður. Með bréfi, dags. 26. okt. 1945, sögðu stefndu stefnanda upp starfi sínu við byggingu hússins og kröfðu hann skilagreinar um bað fé, er þeir höfðu greitt honum vegna byggingarinnar, ásamt yfirliti um skuldir, er hann hefði stofnað til út af byggingunni. Kváðust þeir vera óánægðir með ráðsmennsku hans og töldu, að bókhald hans væri skakkt og ruglingslegt, auk þess sem þeir kváðu byggingaraðferðir hans athugaverðar. Þegar Þetta gerðist, var húsið fullsteypt og fokhelt. Það var byggt úr stein- steypu, tvær hæðir og kjallari. Var neðri hæð að mestu tilbúin til máln- ingar og dúklögð. Ljósa- og hitalagnir voru að mestu fullgerðar. Efri hæðin var óviðgerð að innan, og stóðu skilveggir hennar í mótum. Kjall- arinn hafði verið einangraður og búið að draga net undir grófhúðun. Skólp og vatnslögn var og nærri fullgerð. Rúmmál hússins er TTO rúm- metrar. iðn Stefnandi mótmælti uppsögninni með bréfi, dags. 7. nóv. 1945, sem óréttmætri og áskildi sér rétt til skaðabóta út af henni. Hann höfðaði síðan mál þetta til þess að fá greitt fé, er stefndu áttu vangreitt af bygg- ingarkostnaðinum, er honum var sagt upp. Samkvæmt reikningi stefnanda var heildarupphæð byggingarreiknings, er honum var sagt upp, kr. 116.230.88, en raunverulegur byggingarkostnaður nam kr. 114.937.70. Af upphæð þessari áttu stefndu ógreitt kr. 35.899.56, sem er stefnukrafan í málinu. Stefndu sundurliða lækkunarkröfu sína þannig: 1jOfreiktað Í ss su ná nn a kr. 12.065.90 2. Offeiknuð vinhulaúti, ai ss 53 sin á 3 3 3 — 6.000.00 3. Oftaldir bílareikningar ........0.200..0..0 000. — 1.275.00 4, Umsjónarþóknum usa sida sá 4 3 a 4 en — 6.082.80 5. Viðgerð á veggjum samkvæmt mati .................... — 200.00 Samtals kr. 25.623.70 Hver þessara liða um sig verður nú tekinn til meðferðar. 1. Ofreiknað efni. Lækkunarkrafa þessi er í 16 atriðum. Í fyrsta lagi er mótmælt nótu um skornar glerrúður, kr. 164.50, 45 kg saum, kr. 112.50 og 1 rúllu filt á kr. 35.90, samtals kr. 313.90. Úttekt þessi fór fram í apríl 1945, í sama Mánuði og bygging hússins hófst. Telja stefndu óhugsanlegt, að skornar rúður hafi verið keyptar um þetta leyti, og halda því fram, að stefnandi hafi hlotið að nota þær í einhverja aðra byggingu, er hann hafi þá haft með höndum, enda ber nótan ekki með sér, til hvaða húss efni hafi verið keypt. Þá telja stefndu, að filtið hafi ekki verið notað í þetta hús. Stefn- andi gefur þá skýringu á þessu, að rúðurnar hafi verið settar í kjallara- gluggana, en smíði þeirra hafi hafizt um líkt leyti og húsbyggingin hófst. Af skjölum málsins sést, að gluggar voru keyptir 28. apríl 1945. Getur 142 skýring stefnanda á þessu því verið eðlileg. Á sama hátt eru og eðlileg innkaup á saum og filti, og þykja því mótmæli stefndu að þessu leyti ekki á rökum byggð. Í öðru lagi mótmæla stefndu nótu um 1 rúllu filt, kr. 42.00, úttekna 28. sept. 1945. Dómendur hafa gengið úr skugga um, að filt hefur verið notað undir gólfdúka á neðri hæð hússins, og bykir þessi mótbára því ekki hafa við rök að styðjast. Þá krefjast stefndu í þriðja lagi lækkunar um kr. 107.00 vegna nótu yfir sement, sem lögð hefur verið fram og stefndu skuldaðir fyrir. Á nótu þessa hefur stefnandi skrifað „sjálfur“, sem virðist eiga að tákna það, að sement þetta hafi hann notað í eigin þarfir. Samkvæmt reiknings- yfirliti stefnanda, dskj. 126, bls. 5, er upphæð þessi færð stefndu til tekna og er því ekki innifalin í stefnukröfunni. Krafa þessi hefur því ekki við rök að styðjast. Í fjórða lagi mótmæla stefndu annarri sementsnótu, kr. 107.00, sökum þess að ólíklegt sé, að svo lítið sementsmagn hafi verið keypt í einu á þeim tíma, sem nótan var gefin út, sem stefndu telja vera í júlí, en á þeim tíma stóð yfir steypa hússins. Nóta þessi, sem er nr. 2085 á dskj. nr. 100, er gefin út 19. júní. Vinnubók stefnanda ber með sér, að þann dag hafi verið unnið 1 klst. við steypu. Þykja málsástæður stefndu að þessu leyti ekki með þeim hætti, að unnt sé að taka lækkunarkröfuna til greina. Í fimmta lagi krefjast stefndu lækkunar um kr. 727.50, sökum þess að óeðlilega mikill krossviður sé talinn í efnisreikningum stefnanda, þ. e. 41 plata á kr. 1427.50. Dómendur hafa kynnt sér, að hurðir á fyrstu hæð eru sléttar með krossviði beggja megin, og telja eðlilegt, að þetta magn af krossviði hafi farið í þann hluta innréttingarinnar, sem stefnandi lét framkvæma. Verða mótmæli þessi því ekki tekin til greina. Í sjötta lagi mótmæla stefndu að greiða andvirði hurða, kr. 746.00, sökum þess að stefnandi hafi neitað að láta þær af hendi þrátt fyrir framboðna greiðslu. Til vara er þess krafizt, að til frádráttar kröfu stefnanda komi kr. 145.00 af þessum lið, sökum þess að stefndu hafi leyst eina hurð út og greitt þá upphæð fyrir. Af skjölum málsins verður ráðið, að stefnandi hafi gefið stefndu kost á að afhenda hurðirnar sérstaklega gegn greiðslu á beim, en stefndu höfðu þá keypt hurðir annars staðar, og varð ekki úr afhendingunni. Verður aðalkrafan því ekki tekin til greina. Stefndu stað- hæfa, að þeir hafi fengið eina útihurð frá stefnanda og greitt hana með kr. 145.00. Stefnandi hefur ekki mótmælt þessu nægilega, en kveðst halda, að hann hafi dregið hana frá reikningi sínum. Ekki verður séð af skjölum málsins, að svo hafi verið, og ber því að taka til greina til lækkunar þessa kröfu stefndu. Í sjöunda lagi mótmæla stefndu reikningi frá stefnanda um timbur fyrir kr. 1319.20, sökum þess að ekki sé gerð nægileg grein fyrir, hvers konar timbur þetta hefur verið og til hverra nota. Af dómskjali 126, aðal- reikningsbók stefnanda um bygginguna, sést, að timbur þetta er uppistöður fyrir kr. 570.00 og uppsláttarborð fyrir kr. 749.20. Dómendur hafa athugað timburmagn það, sem farið hefur í bygginguna, og komizt að raun um, að 143 timburmagn bað, sem stefndu er fært til skuldar, er ekki óeðlilega mikið. Þykja ekki nægileg rök til, að reikningur þessi verði véfengdur, og verður þessi lækkunarkrafa því ekki tekin til greina. Í áttunda lagi mótmæla stefndu reikningi frá stefnanda um gluggaefni, að upphæð kr. 1173.00. Þar sem efnisframlag þetta er að öllu leyti eðlilegt, þykja ekki efni til að taka mótmæli þessi til greina. Til vara er Þessum reikningi mótmælt á þeim grundvelli, að verð timbursins sé of hátt, miðað við annað timbur, sem keypt var til hússins. Reikningurinn ber með sér, að timbur þetta hefur verið vélunnið, enda staðhæfir stefnandi, að svo hafi verið. Ekki þykir sýnt fram á, að verðið hafi verið óhæfilega hátt, og verður krafa þessi því ekki tekin til greina. Í níunda lagi krefjast stefndu þess, að til lækkunar komi kr. 75.00, sökum þess að tvær útiskrár, sem stefnandi reiknar á kr. 150.00, séu óhæfilega dýrar. Verð þetta þykir eftir atvikum sennilegt, og verða því mótmæli þessi ekki tekin til greina. Í tíunda lagi mótmæla stefndu reikningi stefnanda um timbur, kr. 688.00. Timbur þetta voru karmtré, sem öruggt þykir, að hafi verið notuð í húsið, og eru mótmæli þessi því ekki á rökum byggð. Til vara mótmæla stefndu upphæð þessari sem of hárri um kr. 313.00, sökum bess að verð timbursins sé of hátt. Samkvæmt reikningi stefnanda hefur timbur betta verið vélunnið. Stefnandi hefur og skýrt frá, að hann hafi orðið að sæta óhagstæðum innkaupum m. a. á timbri, til þess að byggingin stöðvaðist ekki, sökum þess að efnisskortur var um þessar mundir. Byggingameist- arar, sem mætt hafa sem vitni í málinu, hafa og staðfest, að efnisskortur hafi verið á Akureyri um þessar mundir. Þykja því eftir atvikum ekki efni til að taka til greina varakröfu stefndu um bþetta.. Í ellefta lagi mótmæla stefndu reikningi yfir 80 pl. trétex á kr. 320.00, og til vara er reikningnum mótmælt sem of háum. Matsmenn, sem metið hafa húsið með hliðsjón af verði, er tíðkaðist á byggingartíma þess, hafa talið, að þetta magn af trétexi hafi farið í bygginguna og verðið á trétexinu sé eðlilegt. Þykja kröfur um lækkun af þessum sökum því ekki hafa við rök að styðjast. Í tólfta lagi mótmæla stefndu reikningi yfir borðvið, að upphæð kr. 100.00, sem stefnandi hefur gefið út reikning fyrir og telur, að hann hafi keypt af tilgreindum manni. Á reikningi þessum er ekki tilgreint magn borðviðarins, og byggja stefndu mótmæli sín á því. Þar sem timburmagn bað, sem skjöl málsins bera með sér, að keypt hefur verið til hússins, virðist vera hóflegt, þykja ekki næg efni til að taka lækkunarkröfu þessa til greina. % Í Þrettánda lagi mótmæla stefndu kr. 1059.30, sem stefnandi hefur skuldað þá fyrir í reikningsyfirliti. Upphæð þessi er færð til leiðréttingar á efnisreikningi kr. 1070.00, sem stefndu eru færðar til skuldar annars staðar á kr. 10.70, og hafa mótmæli þessi því ekki við rök að styðjast. Í fjórtánda lagi mótmæla stefndu ýmsum smáreikningum, er stefnandi hefur sjálfur gefið út, samtals kr. 638.00. Við athugun á reikningum þess- um kemur í ljós, að allt hérgreint efni og kostnaður er nauðsynlegt í sam- 144 bandi við húsbyggingu og reikningarnir eðlilegir, og þykja mótmæli þessi því ekki á rökum byggð. Í fimmtánda lagi krefjast stefndu lækkunar á kröfu stefnanda um kr. 4000.00 af eftirfarandi ástæðum. Stefndu halda því fram, að sökum þess að stefnandi lét ekki jafnóðum árita eða ritaði ekki sjálfur á efnisreikn- inga, til hvaða byggingar efni var tekið, muni þetta hafa ruglazt þannig, að efni sé fært stefndu til skuldar, sem notað var til annarra bygginga en húss þeirra. Til þess að öruggt megi teljast, að stefndu verði skaðlausir af þessu, er krafa þessi sett fram. Ekki þykir leitt í ljós, að stefnandi hafi skuldað stefndu fyrir vörum, sem ekki voru notaðar við bygginguna, og matsgerð dómkvaddra manna um kostnaðarverð hússins, er stefnandi hætti byggingu þess, bendir á, að svo hafi ekki verið. Verður krafa þessi því ekki tekin til greina. . Í sextánda lagi krefjast stefndu lækkunar á efnisreikningi um kr. 750.00 af eftirgreindum ástæðum. Dskj. 156 er bók með vinnulaunareikningum stefnanda o. fl. Á spjaldi bókar þessarar er skráð „járn frá Hmstr. 65 st. 9m 8.mm., 50 st. do. 1l.mm“. Stefndu telja, að þetta verði ekki skilið á annan veg en þann, að stefnandi hafi tekið þetta járn frá húsinu og notað til annarra þarfa. Stefnandi mótmælir þessu eindregið og kveður járn þetta hafa gengið af við bygginguna og hafa verið við húsið, er hann hætti byggingu þess. Gegn eindregnum mótmælum stefnanda þykir lækkunarkrafa þessi ekki nægilega rökstudd og verður því ekki tekin til greina. Samkvæmt framangreindu koma til frádráttar af liðnum „ofreiknað efni“ kr. 145.00. 2. Ofreiknuð vinnulaun. Stefndu halda því fram, að vinnutímafærsla stefnanda hafi verið í megnasta ólagi. Stefnandi hafi mætt óreglulega á vinnustað kvölds og morgna, hafi ekki haft úr og ruglað saman vinnustundatölu fyrir hin ýmsu verk, sem hann hafði með höndum. Stefndu telja sig lengst af hafa skrifað vinnustundir starfsmanna við bygginguna og sé ósamræmi milli vinnustundareiknings stefnanda og stefndu að jafnaði í óhag, en þó nokkr- um sinnum þeim í hag. Stefndu hafa þó ekki lagt fram frumskýrslu sína um þetta, heldur aðeins vitnað í hana. Mótmæla þeir sérstaklega ýmsum vinnulaunafærslum, samtals kr. 1846.50, sem Þeir telja ofreiknað í vinnu- skýrslum stefnanda. Þá hafa stefndu auk þess sérstaklega mótmælt því, að stefnandi hefur greitt syni sínum, 15 ára gömlum, fullt kaup síðari hluta af þeim tíma, sem hann vann við húsið, og krefjast frádráttar af þeim sökum um kr. 212.60. Að lokum krefjast stefndu frádráttar um. kr. 3880.90, til þess líklegt megi teljast, að þeir sleppi skaðlausir af óreglu stefnanda í tímafærslum. Stefnandi hefur eindregið mótmælt því, að óregla um tímafærslu hafi átt sér stað. Hann heldur fram, að sér hafi verið heimilt að gjalda syni sínum verkamannataxtakaup, sökum þess að hann hafi verið orðinn vanur byggingarvinnu og hafi því verið búinn að ná fullum afköstum. 145 Af vinnuskýrslum þeim og bókum, sem lagðar hafa verið fram í málinu, verður ráðið, að nokkur ruglingur hefur átt sér stað, og skýrslurnar eru ekki svo vel úr garði gerðar sem skyldi. Í ýmsum tilfellum hefur verið unnin eftirvinna, en í vinnuskýrslum er dagvinna talin þeim mun fleiri stundir, sem samsvarar hærra eftirvinnukaupi, og er misræmi milli vinnu- stundatölu stefnanda og stefndu oft af þessum sökum. Í ýmsum tilfellum öðrum verður og séð af skjölum málsins, að mótmælin hafa ekki við rök að styðjast, svo sem, að talið er í vinnubók, að unnið hafi verið á upp- stigningardag, en ekki á laugardag í sömu viku, sem er auðsjáanlega daga- ruglingur í vinnubók. Enn fremur er tímum ruglað milli daga víða í eftir- riti af vinnubókum, dskj. 137. Í öðrum tilfellum er um að ræða staðhæfingu móti staðhæfingu málsaðilja, hversu lengi hafi verið unnið tiltekna daga. Ekki er unnt að sanna fullkomlega, hvað rétt er í þessu efni, en ekki hefur verið vefengt, að vinnulaun þau, sem stefnandi færir stefndu til skuldar, hafi verið greidd. Þar eð dómkvaddir kunnáttumenn hafa metið húsið, mið- að við kostnaðarverð á þeim tíma, er það var byggt, og niðurstaða þeirra um heildarverð hússins er mjög svipuð og stefnandi heldur fram, að verið hafi, bendir það til, að vinnukostnaður við húsið sé reiknaður hæfilega. Þar sem stefndu þykja ekki hafa rökstutt lækkunarkröfur sínar nægilega að þessu leyti, er ekki unnt að taka þær til greina að öðru leyti en því, sem gert verður í sambandi við umsjónarlaun stefnanda, eins og síðar greinir. Að því er snertir vinnulaunagreiðslu til sonar stefnanda, líta dómendur svo á, að heimilt hafi verið og eftir atvikum rétt að greiða hon- um venjulegt verkamannakaup, og verður lækkunarkrafa að því leyti heldur ekki tekin til greina. 3. Ofreiknaðir bílareikningar. Stefndu mótmæla sérstaklega 250 króna reikningi um kostnað við að flytja mold úr húsgrunninum. Stefnandi hefur viðurkennt, að samkomulag hafi verið um, að svo væri fyrir séð, að verðmæti moldarinnar og flutn- ingsgjald stæðist á. Hins vegar kveður stefnandi bifreiðina, er moldina flutti, stundum hafa orðið að bíða vegna flutnings á efni úr grunninum og stundum vegna ills veðurs og sé framangreind upphæð gjald fyrir bif- reiðina, meðan á töfum þessum stóð. Ekki þykir nægilega sýnt fram á, að tafir þessar hafi verið óhjákvæmilegar, og ber því samkvæmt kröfu stefndu að lækka stefnukröfuna um þessa upphæð. Þá gera stefndu kröfu um frádrátt á stefnukröfunni um kr. 25.00 vegna reiknings fyrir flutning á kalki, sem þeir véfengja. Af skjölum málsins verður séð, að kalktunna var keypt 20. apríl 1945. Stefnandi kveðst hafa geymt tunnu þessa í verkstæði sínu á Gleráreyrum, þar til hún var sótt 13. sept. um haustið. Reikningur þessi þykir því eftir atvikum eðlilegur, og verða mótmæli gegn honum ekki tekin til greina. Að lokum krefjast stefndu lækkunar á bifreiðakostnaði um kr. 1000.00 fyrir þá sök að bifreiðareikningar séu óeðlilega háir og líkur séu til, að þeir hafi verið skuldaðir fyrir akstri, er fór fram í þágu annarra bygginga. Á nokkrum þessara reikninga er þess ekki getið, í þágu hvaða bygginga ekið var. Með hliðsjón af verki því, sem stefnandi hafði með höndum 10 146 fyrir stefndu, þykja reikningar hans um bifreiðaakstur að öllu leyti eðli- legir, og verða mótmæli þessi því ekki tekin til greina. h. Ofreiknuð umsjónarlaun. Stefndu krefjast þess, að stefnukrafan verði lækkuð um kr. 6082.80, en það er sú upphæð, sem stefnandi reiknar sér í þóknun fyrir umsjón með byggingunni samkvæmt samningi, er í upphafi var gerður og að framan getur. Stefndu telja, að stefnandi hafi fyrirgert öllum rétti til þóknunar fyrir þetta sökum óstjórnar og vanrækslu í starfi. Til vara krefjast stefndu þess, að upphæðin sæti frádrætti, sökum þess að stefnandi sá ekki um allt verkið, sem í upphafi var ráðgert. Ekki þykir í ljós leitt, að stefnandi hafi vanrækt starf sitt svo, að efni sé til, að hann hafi fyrirgert rétti til nefndrar þóknunar að öllu leyti. Stefndu sögðu honum upp starfi, og var það þeirra sök, að hann lauk ekki verkinu. Hins vegar hefur stefnandi viðurkennt, að hann hafi reiknað sér tímakaup við tafir og snúninga Í sambandi við útvegun á efni. Sam- kvæmt verksamningnum var honum þetta óheimilt. Með hliðsjón af 4. gr. samningsins þykir því mega lækka þóknunina um % hluta, þ. e. kr. 1013.80 (í kr. 5069.00), af þessum sökum. Enn fremur telur dómurinn, að bókhaldi stefnanda hafi verið það ábótavant, einkum að því er útborganir snertir, að þóknun fyrir það, sem reiknast kr. 1013.80, samkvæmt 4. gr. verksamningsins, megi lækka um helming, þ. e. kr. 506.90. Telst því umsjónarþóknunin í heild eiga að lækka um kr. 1520.70, í kr. 4562.10. 5. Viðgerð á veggjum. Stefndu krefjast 200 króna lækkunar vegna viðgerða á veggjum, er reyndust gallaðir. Upphæð þessi er í samræmi við mat dómkvaddra manna á gallanum. Þykir krafa þessi á rökum byggð og verður tekin til greina til lækkunar. Samkvæmt því, er nú hefur verið rakið, ber að lækka kröfu stefnanda um. kr. 145.00, kr. 250.00, kr. 200.00 og kr. 1520.70, samtals kr. 2115.70. Ber því stefndu að greiða stefnanda kr. 33.783.86 ásamt vöxtum, eins og krafizt er, og málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 3000.00. Dóm þenna kváðu upp Friðjón Skarphéðinsson bæjarfógeti ásamt með- dómendunum Ásgeiri Markússyni bæjarverkfræðingi og Guðmundi Gunn- arssyni byggingameistara. Dómsorð: Stefndu, Hjalti Friðfinnsson og Jónatan Davíðsson, greiði stefn- anda, Páli Friðfinnssyni, kr. 33.783.86 auk 6% ársvaxta frá 26. okt. 1945 til greiðsludags og kr. 3000.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 147 Mánudaginn 12. marz 1951. Nr. 41/1950. Landssamband íslenzkra útvegsmanna (Gunnar Þorsteinsson) gegn Landsbanka Íslands og Sölusambandi íslenzkra fiskframleiðenda (Einar B. Guðmundsson). Setuðómari próf. Ármann Snævarr í stað hrd. Jónatans Hallvarðssonar. Á fær ávísun frá B á andvirði fisks, er C hafði til sölumeð- ferðar. C greiðir D andvirðið. A talinn eiga rétt til þess. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur, að fengnu áfrýjunarleyfi 3. apríl 1950, skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 12. apríl s. á. Gerir hann þær dómkröfur, að stefndu verði in solidum dæmt að greiða honum kr. 29.835.63 ásamt 6% ársvöxtum frá 9. febrúar 1948 til greiðsludags svo og málskostnað bæði í hér- aði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast þess, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur og að áfrýjanda verði dæmt að greiða þeim málskostn- að fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi seldi h/f Engey salt til afnota við fiskveiðar 1946. Dráttur varð á greiðslu saltsins. Hinn 16. apríl 1947 afhenti h/f Engey áfrýjanda, í því skyni að standa skil á andvirði saltsins, ávísun, að fjárhæð kr. 29.835.63, á hendur stefnda Sölusambandi íslenzkra fiskframleiðenda, og skyldi ávísunin greidd af „verðuppbót“, þ. e. andvirði fisks, sem Sölusambandið hafði haft til sölu fyrir h/f Engey. Er það óvéfengt, að hér er átt við fisk, er seldur var 1946. Áfrýjandi sendi ávísun þessa þegar til Sölusambandsins og beiddist þess, að hún yrði greidd, en greiðsla fékkst ekki. Sölusambandið kveðst hafa lofað að greiða ávísunina, „svo framarlega sem ekki hvíldu veðskuldir á fiskinum hjá Landsbanka Íslands eða bankinn gerði að öðru leyti kröfu til peninganna“. Áfrýjandi vildi ekki sætta sig við þessi málalok og sneri sér því til Lands- banka Íslands og leitaði viðurkenningar hans á rétti sínum 148 til að fá ávísunina greidda af fiskandvirði Engeyjar h/f hjá hinu stefnda Sölusambandi, en ráðamenn bankans vildu ekki veita, slíka viðurkenningu. Við þetta sat, unz Sölusambandið hinn 9. febrúar 1948 greiddi Landsbanka Íslands hina svo- nefndu „verðuppbót“ á fisk h/f Engeyjar frá 1946, Nam greiðsla þessi kr. 128.160.67. Afhenti Sölusambandið Lands- bankanum um leið ávísun þá, sem að framan greinir, en hún hafði legið í vörzlum Sölusambandsins. Því hefur verið lýst af hendi Landsbanka Íslands, að ekkert veð til bankans hafi þá hvílt á fiskandvirði þessu. Bankinn notaði féð til greiðslu skulda h/f Engeyjar við bankann, er stofnaðar voru vegna fiskveiða 1947. Fyrirsvarsmönnum Landsbanka Íslands var, svo sem sagt var, kunnugt um, að ráðamenn h/f Engeyjar höfðu hinn 16. apríl 1947 afhent áfrýjanda ávísun á kr. 29.835.63 af fisk- andvirði því, sem bankinn heimti til sín hinn 9. febrúar 1948. Ávísun h/f Engeyjar var samkvæmt aðdraganda sínum og öðrum atvikum málsins ráðstöfun á fiskandvirði hlutafélags- ins hjá Sölusambandinu, og var Sölusambandið bundið við þá ráðstöfun, svo fremi aðrir kröfuhafar færðu ekki sönnur á betri rétt til fiskandvirðisins. Landsbanki Íslands hafði ekki hinn 9. febrúar 1948 veð eða, svo séð verði, annan forrétt til fiskandvirðis þessa. Þykir því verða að dæma Landsbanka Íslands til að greiða áfrýjanda fjárhæð ávísunarinnar, kr. 29.835.63, ásamt 6% ársvöxtum frá 9. febrúar 1948 til greiðsludags. Forráðamönnum Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda var ljóst, er þeir greiddu Landsbanka Íslands fyrrnefndar kr. 128.160.67, að h/f Engey hafði ráðstafað kr. 29.835.63 af þeim til áfrýjanda. Forráðamenn þessa brast því heimild til að greiða þessar kr. 29.835.63 til Landsbanka Íslands, enda höfðu ráðamenn bankans ekki fært sönnur á forrétt hans til hinnar ráðstöfuðu fjárhæðar. Er Sölusamband íslenzkra fisk- framleiðenda því samábyrgt Landsbanka Íslands um greiðslu á fjárhæð ávísunarinnar til áfrýjanda ásamt vöxtum, eins og að framan segir. Úrslit verða því þau, að báðir hinir stefndu skulu dæmdir til þess in solidum að greiða áfrýjanda kr. 29.835.68 ásamt 149 6% ársvöxtum frá 9. febrúar 1948 til greiðsludags og máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 5500.00. Dómsorð: Stefndu, Landsbanki Íslands og Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda, greiði in solidum áfrýjanda, Lands- sambandi íslenzkra útvegsmanna, kr. 29.835.63 ásamt 6% ársvöxtum frá 9. febrúar 1948 til greiðsludags og kr. 5500.00 málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði hrd. Jóns Ásbjörnssonar. Að því er varðar kröfu Landssambands íslenzkra útvegs- manna á hendur Sölusambandi íslenzkra fiskframleiðenda, þá tel ég svo mikil vafaatriði vera í því máli, að rétt sé, að málskostnaður þeirra í milli falli niður fyrir báðum dómum. Að öðru leyti get ég fallizt á dómsatkvæðið. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 21. okt. 1949. Mál þetta, sem dómtekið var 10. þ. m., hefur Stefán framkvæmdastjóri Wathne höfðað fyrir hönd Landssambands íslenzkra útvegsmanna með stefnu, útgefinni 27. september f. á., gegn Sölusambandi Íslenzkra fisk- framleiðenda og Landsbanka Íslands til solidariskrar greiðslu skuldar, að fjárhæð kr. 29.835.63 með 6% ársvöxtum frá 2. febrúar 1948 til greiðslu- dags og málskostnaðar að mati dómarans. Stefndu hafa, hvor um sig, krafizt sýknu og málskostnaðar að mati dómara. Málavextir eru þessir: Stefndi Sölusamband ísl. fiskframleiðenda sá um sölu á saltfiski fyrir Fiskveiðahlutafélagið Engey hér í bænum á árinu 1946. Landsbanki Íslands átti veð í fiski þessum fyrir ákveðinni fjárhæð. Hinn 16. apríl 1947 gaf Fiskveiðahlutafélagið Engey stefnanda ávísun á hendur stefnda Sölusambandi íslenzkra fiskframleiðenda fyrir kr. 29.835.63 af væntanlegri „verðuppbót“ á saltfiskssölu Sölusambandsins fyrir stefnanda. „Verðuppbót“ þessi, sem svo er nefnd í skjölum málsins, var raunverulega hluti af andvirði fisks þess, er Sölusambandið annaðist sölu á fyrir stefnanda, en svo virðist sem Fiskveiðahlutafélaginu Engey hafi, áður en fiskurinn var seldur, verið greiddur hluti af væntanlegu and- virði hans, en afgangurinn, „uppbótin“, átti að greiðast, er hægt var að gera endanleg reikningsskil varðandi söluna. Ávísunin tilgreinir ekki nán- ar, við hvaða saltfisksölu átt er með henni, en ágreiningslaust er, að þar sé um að ræða sölu saltfisks á árinu 1946. Ávísuninni framvísaði stefnandi 150 hjá Sölusambandinu sama dag, sem hún var gefin út. Telur stefnandi, að fyrirsvarsmaður Sölusambandsins hafi þá gefið munnlegt loforð um að greiða ávísunina, er „verðuppbótin“ kæmi til greiðslu, svo framarlega sem ekki hvíldu veðskuldir á fiskinum eða Landsbankinn gerði ekki að öðru leyti lögmæta kröfu til ávísunarfjárhæðarinnar. Fyrirsvarsmaður Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda skýrir hins vegar svo frá, að hann hafi því aðeins lofað að greiða ávísunina, að ekki hvíldu veðskuldir á fiskinum hjá Landsbankanum eða bankinn gerði ekki að öðru leyti kröfu til peninganna, Þ. e. „verðuppbótarinnar“. Er stefnandi fékk eigi skilyrðislaust samþykki stefnda Sölusambands Íslenzkra fiskframleiðenda um greiðslu ávísunarinnar, sneri fyrirsvarsmaður hans sér til stefnda Landsbanka Íslands og óskaði að fá viðurkenningu bankans á því, að hann gerði eigi kröfu til „verðuppbótarinnar“, en þeirri málaleitan var synjað. Er „verðuppbótin“ kom til greiðslu hjá Landssambandinu, gerði Lands- bankinn kröfu til, að hún yrði öll greidd honum, en fjárhæð hennar mun hafa numið kr. 128.160.67. Greiddi Landssambandið fjárhæð þessa alla til Landsbankans hinn 9. febrúar 1948 og afhenti bankanum jafnframt ávísun stefnanda. Áður en þetta gerðist, hafði Landsbankinn fengið greiddar að fullu veðskuldir þær, sem hvíldu á saltfiski Fiskveiðahlutafélagsins Eng- eyjar frá 1946. Hins vegar skuldaði þá félagið Landsbankanum vegna við- skipta á árinu 1947, en eigi er ljóst, hvort þær skuldir voru fallnar í gjalddaga. Er Landsbankinn hafði veitt áðurgreindri fjárhæð viðtöku, sendi hann um það skilagrein til Fiskveiðahlutafélagsins Engeyjar, en engin krafa mun hafa borizt frá félaginu um riftun greiðslunnar til bankans. Nokkru eftir að framangreind ráðstöfun var gerð, sneri stefn- andi sér til Landsbankans og krafðist greiðslu á ávísunarfjárhæðinni, dómkröfu máls þessa, og sömu kröfur gerði hann á hendur Sölusambandi íslenzkra fiskframleiðenda, en hvorugt þessara fyrirtækja hefur talið sér skylt að verða við kröfum hans. Ekkert liggur fyrir í málinu um viðskipti stefnanda og Fiskveiðahlutafélagsins Engeyjar, eftir að Landssambandið greiddi „verðuppbótina af hendi, en félagið mun nú vera gjaldþrota. Stefnandi byggir dómkröfur sínar á því, að stefndi Landsbanki Íslands hafi ekki átt lögmæta kröfu til fjár þess, er stefnda Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda greiddi honum hinn 9. febrúar 1948. Fyrirsvarsmönnum beggja hinna stefndu hafi verið þetta ljóst, er greiðslan var innt af hendi, og jafnframt hafi þeir vitað, að eigandi fjárins, Fiskveiðahlutafélagið Engey, hafði á lögformlegan hátt ráðstafað þeim hluta þess, sem dóm- kröfu stefnanda nemur, til hans með ávísun þeirri, er áður getur. Með því að ráðstafa fénu á þann hátt, sem gert var, þrátt fyrir þessa vitneskju, telur stefnandi, að stefndu hafi verið þess valdir, að hann fékk eigi greiðslu þá, er honum bar, og sé beim skylt að bæta honum það tjón, er hann hefur af því beðið. Stefndi Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda byggir sýknukröfu sína á því, að það hafi ekki samþykkt að greiða ávísun stefnda, nema því að- eins, að engin krafa kæmi frá Landsbanka Íslands um, að honum yrði greitt fé það, er ávísað var, enda sé það venja Sölusambandsins að gera 151 bann fyrirvara um ávísanir, er því berast, að þær verði því aðeins greiddar, að bankarnir gerðu eigi kröfu til hins ávísaða fjár. Þar eð slík krafa kom frá Landsbankanum til greiðslu þeirrar, er stefnanda hafði verið ávísað, telur Sölusambandið, að ráðstöfun þess á fénu hafi verið réttmæt og heimil gagnvart stefnanda. Stefndi Landsbanki Íslands byggir sýknukröfu sína á því, að honum hafi verið réttmætt að gera kröfu til hins umdeilda fjár og að veita því viðtöku sem greiðslu á skuldum eiganda þess við bankann, enda hafi fé betta verið hluti af andvirði fisks, sem bankanum var veðsettur, og eig- anda þess hafi þar af leiðandi verið óheimilt að ráðstafa því án sam- bykkis bankans. Ósannað er, að stefndi Sölusamband Íslenzkra fiskframleiðenda hafi lofað stefnanda greiðslu margnefndrar ávísunar, nema að fullnægðu því skilyrði, að stefndi Landsbanki Íslands gerði engar kröfur til hins ávísaða fjár. Þar eð Landsbankinn gerði kröfu til fjárins, varð Sölusambandið því óbundið af þessu loforði. Stefndi Landsbanki Íslands hefur engar skuld- bindingar tekið á sig gagnvart stefnanda varðandi greiðslu ávísunarinnar. Þegar þessa er gætt, verður eigi talið, að stefndu hafi með ráðstöfun sinni á hinu ávísaða fé bakað sér bótaábyrgð gagnvart stefnanda, enda er þvi eigi mótmælt, að ráðstöfun þessi hafi hlotið samþykki eiganda fjárins. Ber því að sýkna stefndu af kröfum stefnanda í máli Þessu, en eftir at- vikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Einar Arnalds borgardómari kvað upp dóm Þenna, en uppsaga hans hefur dregizt um venju fram vegna embættisanna dómarans. Dómsorð: Stefndu, Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda og Landsbanki Íslands, eiga að vera sýknir af kröfum stefnanda, Landssambands Íslenzkra útvegsmanna, í máli þessu. Málskostnaður falli niður. Miðvikudaginn 14. marz 1951. Nr. 46/1949. - Trolle £ Rothe h/f f. h. eigenda og vátryggj- enda e/s Arnulfs, B 8 B, frá Bergen (Sveinbjörn Jónsson) gegn Skipaútgerð ríkisins og gagnsök (Einar Arnórsson). Setudómari próf. Ármann Snævarr í stað hrá. Jónatans Hallvarðssonar. 3jarglaun. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi, sem hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 10. febrúar 1949, gerir þær dómkröfur, að dæmd fjárhæð verði lækkuð og að gagnáfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu af sinni hálfu með stefnu 24. maí 1949 samkvæmt áfrýjunarleyfi. Krefst hann þess, að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða honum kr. 106.500.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 2. ágúst 1946 til greiðslu- dags. Svo krefst hann og málskostnaðar fyrir báðum dómum úr hendi aðaláfrýjanda eftir mati Hæstaréttar. Svo sem í héraðsdómi greinir, var hjálp sú, sem varðskipin Óðinn og Ægir veittu e/s Arnulf, er þau drógu það af grunni, björgun. Hefur gagnáfrýjandi sundurliðað kröfu sína fyrir björgunina og eftirfarandi aðstoð í 6 kröfuliði. Skal hver þeirra um sig tekinn til athugunar. 1. kröfuliður. Þegar litið er til allra aðstæðna við björgunina, fyrirhafnar bjargenda svo og verðmætis þess, sem bjargað var, þykja björgunarlaunin hæfilega ákveðin kr. 60.000.00. 2. kröfuliður. Eigi þykir í ljós leitt, að varðskipið Ægir hafi verið um kyrrt á Siglufirði til aðstoðar e/s Arnulf lengur en 314 sólar- hring. Með því að fallast má á, að kostnaður af dvöl þessari sé 153 hæfilega áætlaður kr. 5000.00 á dag, verður þóknun gagn- áfrýjanda samkvæmt þessum lið samtals kr. 17.500.00. 3.—5. kröfuliðir. Fallast má á niðurstöðu héraðsdóms um þessa liði, og ber aðaláfrýjanda því að greiða gagnáfrýjanda kr. 3.500.00 sam- kvæmt 8. kröfulið og kr. 2.000.00 samkvæmt 5. kröfulið, en sýkna ber af kröfu samkvæmt 4. lið. 6. kröfuliður. Gagnáfrýjandi hefur lagt fram 2 reikninga, samtals að fjárhæð kr. 3.025.40, yfir skemmdir þær, sem um ræðir í þessum lið. Kostnaðarreikningar yfir viðgerð á bátaþilfari hafa hins vegar ekki verið lagðir fram í málinu, enda þótt gagnáfrýjanda hefði átt að vera þess kostur. Eigi eru heldur fyrir hendi nein gögn til að meta kostnað þenna. Verður því að sýkna aðaláfrýjanda af kröfu gagnáfrýjanda um bætur fyrir skemmdir þessar. Ber aðaláfrýjanda því einungis að greiða kr. 3.025.40 samkvæmt þessum lið. Með skírskotun til þess, sem nú hefur verið rakið, ber aðal- áfrýjanda að greiða gagnáfrýjanda kr. 60.000.00 kr. 17.500.00 kr, 3.500.00 kr. 2000.00 kr. 3025.40, eða samtals kr. 86.025.40 ásamt 6% ársvöxtum frá 2. ágúst 1946 til greiðsludags. Þá ber og að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýj- anda málskostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, sem þykir hæfilega ákveðinn samtals kr. 9000.00. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Trolle á Rothe h/f f. h. eigenda og vátryggjenda e/s Arnulfs, B8B, frá Bergen, greiði gagn- áfrýjanda, Skipaútgerð ríkisins, kr. 86.025.40 ásamt 6% ársvöxtum frá 2. ágúst 1946 til greiðsludags. Svo greiði aðaláfrýjandi og gagnáfrýjanda málskostnað bæði í hér- aði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 9.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 154 Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 29. des. 1948. Mál þetta, sem dómtekið var 9. þ.m. hefur Skipaútgerð ríkisins höfðað fyrir sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur með stefnu, útgefinni 23. júní f. á, gegn Trolle á Rothe h/f hér í bæ vegna eigenda a/s Arnulís, B 8 B, frá Bergen og tryggingarfélagsins Æoulus, einnig Í Bergen, til greiðslu björgunarlauna og kostnaðar, að fjárhæð kr. 106.500.00 auk 6% ársvaxta frá 2. ágúst 1946 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Málavextir eru þeir, að þess varð vart, er varðskipið Óðinn var á leið frá Siglufirði mánudaginn 22. júlí 1946, að norskt síldveiðiskip hafði strandað undan Breiðuvík við Sauðanes, vestan Siglufjarðar, og reyndist það vera e/s Arnulí, B. 8. B., frá Bergen. Þegar farið var fram hjá strand- staðnum, óskaði skipstjórinn á e/s Arnulf þess, að Óðinn reyndi að draga skip sitt á flot. Var þá þegar hafinn undirbúningur að því og dráttarvír festur í e/s Arnulf. Um kl. 17.30 var byrjað að toga í vírinn með rykkjum, en skipið hreyfðist ekki, og var drættinum því hætt, enda byrjað að falla út. Varpaði Óðinn þá akkeri á strandstaðnum, en vírinn var látinn vera milli skipanna og beðið næsta flóðs. Næsta dag, þriðjudaginn 23. júlí, voru tvær véldælur frá Óðni fluttar yfir Í Arnulf. Þá settu og norska herskipið Acanthus, e/s Reykjanes og e/s Thorulf dráttarvíra í skipið auk Óðins, og toguðu öll í e/s Arnulf, en skipið bifaðist hvergi, og var hætt að toga Í festarnar um kl. 7, þar sem bað var talið þýðingarlaust, nema fengnar væru fleiri dælur. Skipstjórinn á Óðni tilkynnti þá skipstjóra Arnulís, að nauðsynlegt væri, að varðskipið Ægir væri fengið til aðstoðar Óðni eða dælur væru fengnar frá skipinu, og hélt síðan til Siglufjarðar til þess að koma þessu í kring, en áður höfðu verið sett dufl í dráttarvíra Óðins, sem látnir voru liggja eftir. Um kl. 14 sama dag kom Óðinn aftur á strandstað- inn og setti véldælurnar, sem fluttar höfðu verið í Arnulf, í gang til þess að athuga, hvað lekinn væri ör. Virtist þá svo, að 80 smálesta véldæia kæmi í veg fyrir, að vatn ykist í skipinu „en þó féll að og út í því. Aftur fór Óðinn til Siglufjarðar kl:rúmlega 18.30. Var Ægir þá kominn þangað, en gat ekki að sinni komið til aðstoðar, vegna þess að hann þurfti að gegna öðrum störfum. Fékk Óðinn þá frá Ægi 4 véldælur og vélbát. Auk þess fóru með Óðni á strandstaðinn Í. stýrimaður Ægis, einn vélstjóri ásamt þremur mönnum öðrum af skipshöfninni. Úr för þessari kom Öðinn aftur á strandstaðinn kl. rúmlega 22, og um kl. 23 var farið með véldæl- urnar yfir í Arnulf og þegar í stað hafizt handa um að koma þeim þar fyrir og láta þær starfa. Er það hafði tekizt, gekk sæmilega að ná sjónum úr skipinu. Miðvikudaginn 24. júlí, kl. rúmlega 3.30, hafði Óðinn tekið aftur upp dráttarvír sinn 08 byrjað að toga í hann til þess að halda við Arnulf, er skipið færi að léttast. Nokkrum mínútum síðar kom Ægir á vettvang. Var þegar sett dráttartaug úr honum í Arnulf. Toguðu síðan bæði varðskipin Í af öllu afli, og um kl. 6.40 komst Arnulf á flot. Fór Óðinn þá að sinna öðrum störfum, en Ægir dró Arnulf til Siglufjarðar til athugunar. Er þangað var komið, um kl. 8.30, lagðist Ægir við akkeri og tók skipið að hlið sinni. Reyndist það þá leka mikið. Var síðan kafað 155 við skipið til þess að athuga skemmdir á því, en vegna þess, hve sjór var óhreinn, reyndist mjög erfitt að komast að raun um þær. Sigldi því Ægir með skipið út á Sigluneskrók til athugunar þess þar, en kvika var svo mikil, að athugun gat ekki farið fram, og var því siglt aftur inn á Siglu- fjarðarhöfn og lagzt þar. Þegar lagt var af stað í för þessa, var Arnulf bundinn við bakborðshlið Ægis, og er verið var að flytja skipin, brotnaði „kefi“ á Ægi framanverðum bakborðsmegin svo og bátaþilfarsbrún á um bað bil 3 metra svæði. Fimmtudaginn 25. júlí var enn kafað við skipið, en vegna óhreininda og ólgu í sjónum reyndist kafaranum mjög erfitt að starfa. Fann hann þó gat á skipinu niður við kjölinn, undir katlinum, og sat steinn fastur í því. Síðar þenna sama dag var e/s Arnulf vegna kvik- unnar í höfninni flutt og bundið utan á annað skip, er lá við bæjar- bryggjuna, en þar var minni hreyfing. Er skipið var þangað komið, var enn kafað, og þó að kafarinn sæi lítið, tókst honum þó að þétta kringum steininn, og minnkaði lekinn við það. Virðist hingað til hafa þurft að láta véldælurnar vera í fullum gangi til þess að halda Arnulf á floti, og þrátt fyrir þéttunina með steininum þurfti enn að dæla töluvert. Þegar kafað var við skipið föstudagsmorguninn 26. júlí, sást betur til en áður. Var þá gengið betur frá þéttingunni en áður hafði verið gert, tréfleki settur yfir aðallekastaðinn, og var hann bundinn fastur með vírum. Hvarf þá lekinn því nær alveg. Við framangreindar aðgerðir, sem Ægir og skipshöfn hans höfðu ein- göngu fengizt við, eftir að til Siglufjarðar kom, kom í ljós, að vír hafði vafizt um skrúfu Arnulfs. Var unnið að því laugardaginn 27. júlí að losa vírinn úr skrúfunni, og náðust þá ca. 15 faðmar, en kl. 18 varð að hætta vegna óhreininda í sjónum. Voru vélar Arnulfs þá farnar að ganga, og var skipinu haldið þurru með skipsdælunum. Sunnudaginn 28. júlí var enn kafað við Arnulf, til þess að ná vírunum af skrúfunni, og voru um 10 faðmar losaðir, en uím kl. 14 varð að hætta á nýjan leik, enn vegna óhreininda. Voru þá nokkur brögð eftir af vír. Og til þess að vera tilbúinn að ná síðustu brögðunum af skrúfunni, ef sjórinn skyldi hreinkast, var öxullinn skrúfaður sundur og honum hleypt aftur. Benna dag, kl. 20, var skipstjóra og stýrimanni Ægis tilkynnt, að Arnulf væri farið að leka svo mikið, að skipsdælurnar hefðu ekki við. Var þá þegar af hálfu Ægis- manna farið að athuga, hverju þetta sætti, og reyndist það stafa af því, að skipverjar á e/s Arnulf höfðu tekið upp kjölfestu, er var undir katlin- um, en við það hafði steinn sá, er fastur var í gatinu, losnað. Voru þá tveir menn frá Ægi settir á vörð í Arnulf og skipinu haldið þurru með tveim véldælum, er ganga þurftu alla næstu nótt til þess að hafa undan lekanum. Næsta morgun, mánudaginn 29. júlí, var enn kafað við Arnulf. Tókst þá að þétta skipið svo, að stöðva mátti véldælurnar. Þá náðist og vír sá, sem eftir var í skrúfunni. Síðan var skrúfuöxullinn settur saman aftur, og var öllu þessu lokið kl. 12. Síðar þenna sama dag tók Ægir aftur tvær af dælum þeim, er voru í Arnulf, en skildi tvær eftir, og flutti síðan skipið út á Siglufjarðarhöfn og lagði því þar. Næsta dag, þriðjudaginn 30. júlí, fór 1. stýrimaður Ægis með Arnulf upp að bryggju, vegna þess að vatn 156 vantaði á ketil skipsins. Er vatn hafði verið tekið, flutti skipstjóri Ægis skipið aftur út á höfn. Um kl. 14 um daginn var Ægir kallaður til annarra starfa, og voru þá þrír menn af skipshöfninni látnir vera eftir í Arnulf til þess að gæta skipsins og halda því þurru, ef með þyrfti. Miðvikudaginn 31. júlí kom Ægir aftur til Siglufjarðar og skipti þá um menn í skipinu. Lá hann þar síðan þar til fimmtudaginn 1. ágúst, um kl. 13, að hann á ný var kallaður til að gegna öðrum störfum. Skyldi hann þá tvo menn eftir á Arnulf svo og dælur og léttbát. Loks afhenti skipstjóri Ægis skip- stjóra Arnulfs skipið til umráða hinn 3. ágúst. Var þá hætt að hafa vörð í skipinu, en því voru lánaðar þær tvær véldælur, sem enn voru í því ásamt nauðsynlegum tækjum, og fór skipið með bær til Patreksfjarðar, en þangað átti norskt eftirlitsskip að draga það. Stefnandi telur, að tvímælalaust hafi verið um björgun á e/s Arnulf að ræða. Skipið hafi verið strandað á stað, þar sem engin björgunarskil- yrði hafi verið fyrir hendi, ef vindur hefði blásið af norðlægri átt, vegna stórgrýtis í fjöru og aðdýpis. Hefur hann, svo sem í upphafi greinir, höfðað mál þetta til greiðslu björgunarlauna auk 6% ársvaxta af fjárhæðinni frá þeim degi, sem krafa kom fram um þau, svo 08 málskostnaðar að meðtöld- um kostnaði af undir- og yfirmati, sem nemur samkvæmt framlögðum reikningum kr. 1555.00. Kröfu sína um björgunarlaun sundurliðar stefnandi svo: 1. Sjálf björgun skipsins af strandstaðnum, flutningur þess til Siglufjarðar og fyrri þéttun þess þar .......... kr. 63.000.00 9. Dvöl Ægis við skipið í 4 daga og aðstoð við það, eftir að það kom til Siglufjarðar ......0..0. 0... nn ennta — 24.000.00 3. Varðstaða Ægismanna með tækjum í skipinu í fimm AÐA ir nr a A Sk — T.500.00 4. Köfun við skipið, losun vírs af skrúfu þess og þétting þess að nýju Í Siglufjarðarhöfn .......00..... 0... sn 5.000.00 5. Leiga fyrir tvær stórar dælur, er skipið fékk til Pat- reksfjarðar .......00.00e nett r renn rt nn terra = 2.000.00 6. Skemmdir á v/s Ægi ....0.00000.. 0. err n rn. — 5.000.00 Samtals kr. 106.500.00, og kemur það heim við hina umstefndu fjárhæð. Til rökstuðnings framangreindum fjárhæðum hefur stefnandi bent á það, að daglegur kostnaður af rekstri Ægis hafi árið 1946 numið að meðal- tali um kr. 6380.00 og Óðins rúmlega kr. 2000.00. Á báðum þessum skipum séu fullkomin björgunartæki, sem dýr séu í rekstri og þurfi því mjög mikið viðhald. Þá hafi verðmæti hins bjargaða (skips og farms) verið af dómkvöddum yfirmatsmönnum metið á kr. 275.200.00. Stefndi hefur viðurkennt, að um björgun hafi verið að ræða, enda er það ótvírætt. Hefur hann aðallega krafizt þess, að hann verði aðeins dæmdur til að greiða beinan kostnað af björguninni. Til vara krefst hann, að honum verði aðeins dæmt að greiða hæfilega þóknun fyrir björgunina eftir mati réttarins, lægri en þá, sem í stefnu greinir. Þá hefur stefndi 157 mótmælt, að vextir verði reiknaðir nema frá stefnudegi. Hvor krafan, sem tekin yrði til greina, krefst hann málskostnaðar úr hendi stefnanda eftir mati dómsins. Reisir stefndi aðalkröfuna á því, að íslenzku varðskipin eigi ekki sam- kvæmt alþjóðalögum heimtingu á björgunalaunum, og styður þessa skoðun sína við 14. gr. Briisselsamþykktarinnar, en þar segir, að samþykktin eigi ekki við um herskip eða skip, sem eru ríkiseign og eingöngu eru notuð í opinbera þjónustu. Stefnandi hefur andmælt þessari staðhæfingu stefnda. Ísland á engan herflota, og verða því íslenzku varðskipin Óðinn og Ægir eigi talin til herskipa beinlínis, enda þótt löggæzlustarf Það, sem beim er ætlað, sé venjulega falið herskipum hjá þeim ríkjum, sem her- flota eiga. Þá eru varðskipin bæði búin margvíslegum björgunartækjum og það framar því, sem venjulegt mun vera um slík varðskip. Virðist þeim því vera ætlað að vinna auk löggæzlustarfsins frekar að björgun en varðskipum er venjulega ætlað. Loks er það alkunnugt, að auk þess að sinna opinberri þjónustu, vinna varðskipin íslenzku iðulega að öðrum störfum, svo sem flutningi fólks og fjármuna fyrir borgun. Að þessu athuguðu þykir aðalkrafa stefnda ekki hafa við rök að styðj- ast, enda hefur Ísland ekki gerzt aðili að Brússelsamþykktinni. Varakröfu sína reisir stefndi á því, að kröfur stefnanda í málinu séu allt of háar. Hefur hann mótmælt hverjum einstökum kröfulið stefnanda hér að framan sem of háum. Þá hefur hann sérstaklega andmælt því, að Ægir hafi þurft að liggja 4 daga yfir Arnulf á Siglufirði, eftir að þangað var komið, svo og að skemmdir á Ægi hafi verið sök skipverja Arnulfs, og telur hann því, að þær séu honum óviðkomandi. Loks telur stefndi, að fjárhæðin undir 4. lið falli undir útgerðarkostnað Ægis og felist því í 2. lið kröfugerðar stefnanda, ef sá liður yrði tekinn til greina. Verða nú kröfuliðirnir nr. 2—6 hér að framan teknir til athugunar sérstaklega: Um 2. Eftir því sem atvikum er lýst hér að framan, verður að telja, að nauðsynlegt hafi verið, að Ægir hélt kyrru fyrir á Siglufirði til aðstoðar Arnulf þá 4 daga, sem greiðslu er krafizt fyrir samkvæmt þessum lið, eða frá 26.--30. júlí, kl. 14, er hann fór að gegna öðrum störfum. Kostnað af dvöl þessari ber stefnda að greiða, og þykir hann hæfilega áætlaður um kr. 5000.00 á dag, eða samtals um kr. 20.000.00. Um 3. Dagana frá 30. júlí til 1. ágúst voru 3 menn frá Ægi á verði í Arnulf og frá 13. ágúst 2. menn. Þá voru og tvær stórar véldælur frá Ægi í skipinu því til öryggis. Varðstaða Ægismanna í Arnulf var því ekki nema í 4 daga. Þykir kostnaður Ægis í sambandi við þessar aðgerðir hæfilega áætlaður um kr. 3500.00. Um 4. Fallast má á það hjá stefnda, að fjárhæðin undir þessum lið felist í kröfulið nr. 2, og verður hún því ekki tekin til greina sérstaklega. Um 5. Ekki þykir óhæfilegt að reikna stefnanda um kr. 2000.00 í leigu eftir véldælurnar til Patreksfjarðar. Um 6. Það er staðreynd, að Ægir hlaut skemmdir þær, sem sagt er frá 158 hér að framan, er hann var að aðstoða Arnulf á Siglufirði, og ekki er sýnt, að vangæzlu Ægismanna sé um að kenna. Ber stefnda því að bæta skemmdirnar. Stefnandi hefur lagt fram tvo reikninga frá Landssmiðj- unni yfir viðgerð á „kefa“ Ægis, samtals að fjárhæð rúmlega kr. 3000.00. Kostnað af viðgerð á bátaþilfari Ægis þykir mega áætla kr. 1500.00, Nemur því fjárhæð sú, sem stefnda ber að greiða samkvæmt þessum lið um kr. 4500.00, en samtals samkvæmt liðum þeim, sem hér hafa verið teknir til sérstakrar athugunar, um kr. 30.000.00. Varðskipið Óðinn vann að björgun e/s Arnulfs rúmlega 1% sólarhring, en Ægir um 3 sólarhringa, frá því að hann kom á strandstað og til þess, er tekizt hafði að þétta skipið hið fyrra skiptið. Með tilliti til þess, sem hér að framan er sagt, hættu þeirrar, sem e/s Arnulf var í, verðmætis þess, sem bjargað var, hvernig björgunin tókst og annarra atvika við björgunina þykja björgunarlaunin og kostnaður Í sambandi við björgun- ina í heild hæfilega ákveðin kr. 75.000.00, og verður stefndi dæmdur til að greiða fjárhæð þessa með vöxtum, eins og krafizt hefur verið. Eftir þessum úrslitum og öllum málavöxtum ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda málskostnað. Þykir hann, að meðtöldum matskostn- aði, hæfilega ákveðinn kr. 6000.00. Einar Arnalds borgardómari kvað upp dóm þenna ásamt meðdóms- mönnunum Jónasi Jónassyni skipstjóra og Pétri sjóliðsforingja Sigurðs- syni. Vegna veikinda eins dómarans hefur dómur í máli þessu eigi orðið kveðinn upp fyrr en nú. Dómsorð: Stefndi, Trolle é Rothe h/f, greiði vegna eiganda e/s Arnulfs, B. 8 B., frá Bergen, og tryggingarfélagsins Æoulus í Bergen stefn- anda, Skipaútgerð ríkisins, kr. 75.000.00 með 6% ársvöxtum frá 2. ágúst 1946 til greiðsludags og kr. 6000.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 159 Föstudaginn 16. marz 1951. Nr. 2/1951. Ákæruvaldið (Gunnar Þorsteinsson) gegn Haraldi Sigurðssyni (Jón N. Sigurðsson). Setudómari próf. Ármann Snævarr í stað hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Brot gegn bifreiða- og umferðarlögum. Dómur Hæstaréttar. Það athugast, að ákærði ók bifreið sinni aftan á bifreiðina R 4820 á móts við húsið nr. 18 við Laugaveg. Broti ákærða er rétt lýst í héraðsdómi, og varðar það við 1. málsgrein 27. gr. bifreiðalaga nr. 23/1941 og 2. gr. og 3. málsgr. 4. gr. um- ferðarlaga nr. 24/1941. Þykir refsing hans samkvæmt 38, gr. bifreiðalaga og 14. gr. umferðarlaga, sbr. 77. gr. laga nr. 19/1940, hæfilega ákveðin í hinum áfrýjaða dómi, þó þannig, að 4 daga varðhald komi í stað sektarinnar, og ákveðst frestur til greiðslu hennar 2 vikur frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað á að vera óraskað. Þá ber og að dæma ákærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin laun sækjanda og verjanda í Hæsta- rétti, 450 krónur til hvors. Dómsorð: Ákærði, Haraldur Sigurðsson, greiði 300 króna sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald 4 daga í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 2 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað á að vera óraskað. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin laun sækjanda og verjanda í Hæstarétti, hæsta- réttarlögmannanna Gunnars Þorsteinssonar og Jóns N. Sigurðssonar, 450 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. 160 Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 15. sept. 1950. Ár 1950, föstuðaginn 15. september, var í lögreglurétti Reykjavíkur, sem haldinn var í skrifstofu réttarins af Halldóri Þorbjörnssyni, fulltrúa saka- dómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 3767/1950: Ákæruvaldið gegn Haraldi Sigurðssyni, sem dómtekið var 6. júlí s.l. Mál þetta var höfðað gegn ákærða fyrir brot gegn bifreiðalögum nr. 23 16. júní 1941 og umferðarlögum nr. 24 16. júní 1941. Ákærði er Haraldur Sigurðsson bifreiðarstjóri, Laugarnesi við Klepps- veg. Hann er fæddur 9. október 1926. Hann hefur áður sætt þessum kærum og refsingum: Í Reykjavík: 1947 13/8 Sátt, 50 kr. sekt fyrir ljósleysi á bifreið. 1947 10/12 Dómur: Fangelsi í 2 mán. skilorðsb. í 2 ár, sviptur kosningar- rétti og kjörgengi fyrir brot gegn 244. gr. hegningarlaga. 1949 27/1 Áminning fyrir brot gegn 1. mgr. 48. gr. lsþ. Rvíkur. 1949 27/6 Sátt, 100 kr. sekt fyrir brot segn 46. og 30. gr. lsþ. Rvíkur. 1949 29/12 Sátt, 50 kr. sekt fyrir ólöglegt bifreiðarstæði. Málavextir eru þessir: Laust eftir kl. 21 að kvöldi föstudagsins 23. des. f. á. rákust bifreiðarnar R. 4820 og R 2606 saman á Laugavegi. Bifreiðinni R. 2606, sem er 6 manna fólksbifreið, stýrði ákærði og var einn í bifreiðinni. Í bifreiðinni R. 4820, sem er 4 manna fólksbifreið, voru auk stjórnandans, Sveins Guðmundar Áka Kraghs, tvö börn hans, 11 og 13 ára. Lögregluþjónar komu á staðinn, þar sem bifreiðarnar stóðu við hús nr. 18 við nefnda götu. Voru ökumenn þar að rífast og ákærði sérstaklega æstur. Umferð var mjög mikil, og létu lögregluþjónarnir bifreiðarnar færa sig og gerðu ekki uppdrátt af staðn- um. Samaksturinn hafði orðið með þeim hætti, að R. 2606 var ekið aftan á R. 4820, og dældaðist kistulok á R. 4820. Um nánari tildrög árekstrarins eru stjórnendur bifreiðanna mjög ósammála, og verður að rekja framburði þeirra. Sveinn Guðmundur Áki Kragh kveðst hafa komið akandi upp Klappar- stíg og beygt til hægri niður Laugaveg, er eyða hafi orðið í umferðina á Laugavegi, en áður hafi hann orðið að bíða um stund við gatnamótin vegna umferðar um Laugaveginn. Kveðst hann hafa verið kominn nokkra metra frá gatnamótunum, er hann hafi fundið, að högg kom aftan á Þif- reið hans, en höggið hafi verið svo lítið, að hann hafi ekið áfram. En rétt á eftir hafi svo komið annað og meira högg og síðan hið þriðja og miklu mest. Þá kveðst hann hafa hemlað bifreiðina, og hafi þá komið mikið högg aftan á hana. Kveðst Sveinn svo hafa farið úr bifreið sinni og gefið sig á tal við stjórnanda bifreiðar þeirrar, sem ekið hafði aftan á bifreið hans, en það var ákærði. Kveður Sveinn hann hafa verið viti sínu fjær af illsku, og ekki annað af honum að hafa en blót og formælingar, og hafi bræði hans virzt stafa af því, að hann teldi Svein hafa brotið hiðskyldu við gatnamótin, en Sveinn kveður R. 2606 ekki hafa tafizt þar af sinum völdum. Sveinn kveður ákærða hafa kallað á eftir sér að skiln- 161 aði: „Ég skal muna eftir þér helvítið þitt, og númerið er R. 4820“, Börn Sveins, er með honum voru í bifreiðinni, Lína Kragh, 11 ára, og Þorsteinn Kragh, 13 ára, segja bæði, að ekið hafi verið 4 sinnum aftan á Sr og hafi síðasta höggið verið nokkuð mikið. Ákærði kveðst hafa ekið í 2. ganghraðastigi á rólegri ferð vestur Lauga= veg. Hann telur sig hafa verið kominn út á gatnamótin, er R. 4820 hafi verið ekið í veginn fyrir hann af Klapparstíg. Hafi hann þá hemlað, en framendi R. 2606 hafi þó rekizt á vinstra afturhorn R. 4820, sem hafi verið ekið áfram. Hafi svo báðum bifreiðunum verið ekið áfram á eðlilegum hraða, en á móts við hús nr. 20 hafi umferðin stöðvazt, og kveðst ákærði þá hafa verið svo nærri R. 4820, að bifreiðarnar hafi rekizt saman, þótt hann hemlaði. Hafi þá stjórnandi R. 4820 komið og hafi. orðið hávaða- skammir milli þeirra. Kveðst ákærði hafa sagt stjórnanda R. 4820, að hann skyldi keyra hann í klessu, ef hann tæki bifreið sína ekki strax frá. Ákærði neitar því eindregið, að hann hafi ekið nema tvisvar aftan á R. 4820, sem að framan segir. Vitnið Egill Hjartarson bifreiðarstjóri kveðst hafa ekið næst á eftir R. 2606 niður Laugaveg. Segir Egill, að R. 4820 hafi verið ekið skyndilega inn á gatnamótin í veginn fyrir R. 2606, og hafi ákærði orðið að snögg- hemila til að forðast árekstur. Kveðst Egill ekki hafa orðið var við, að neinn árekstur yrði þarna á gatnamótunum. Var nú ekið spölkorn áfram, og varð Egill var við, að R. 2606 var ekið skrykkjótt, og taldi það vera af því, að R. 4820 væri að smástoppa, en sá það þó ekki beinlínis. Er bifreið- arnar stöðvuðust, fór Egill út úr bifreið sinni, og kveðst hann hafa heyrt ákærða segja við stjórnanda R. 4820: „Ef þú hagar þér ekki eins og maður, keyri ég þig í klessu“. Egill kveðst ekki hafa orðið var við, að ákærði æki aftan á R. 4820. Vitnið Jóhann Líndal Jóhannsson rafvirki var á gangi vestur Laugaveg, er atburður þessi gerðist, og gekk syðri gangstétt. Er hann var staddur á móts við húsið nr. 20, sá hann fólksflutningabifreið aka tvisvar aftan á R. 4820 á ekki yfir 3 metra vegalengd. Eftir síðari ákeyrsluna hafi bíl- stjórarnir báðir komið út og hafi stjórnandi R. 4820 verið rólegur, en hinn verið hávær og með skammir, og hafi hann sagt m. a.: „Númerið er R. 4820, ég þarf að muna eftir þessum andskota“. Jóhann kveðst ekki hafa veitt akstri bifreiðanna athygli á gatnamótunum og ekki hafa séð, að ekið væri nema tvisvar aftan á R. 4820. Sannað er, að ákærði ók bifreið sinni aftan á R. 4820, og þykir mega slá því föstu með tilliti til framburðar Sveins Kraghs og barna hans tveggja og framburðar vitnisins Jóhanns Líndals Jóhannssonar, að hann. hafi a. m. k. tvisvar með örstuttu millibili ekið aftan á R. 4820 á móts við húsið nr. 20. Hefur ákærði með þessu sýnt freklegt gáleysi við akstur, og bendir framkoma hans eftir áreksturinn og til þess, að hann hafi ekki hirt um að gera það, sem í hans valdi stóð til að forða árekstri. Brot ákærða heimfærist undir 1. mgr. 27. gr. sbr. 38. gr. bifreiðalaga og 2. gr. og 2. mgr. 4. gr. sbr. 14. gr. umferðarlaga nr. 24 16. júní 1941. Refsing ákærða ákveðst 300 króna sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald 1l 162 6 daga í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan á vikna frá birtingu dómsins. Ákærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs talsmanns síns, Hallgríms Dalbergs hdl., er ákveðast kr. 300.00. Dráttur varð nokkur á dómsuppkvaðningu sakir sumarleyfis dómarans, en málið hefur verið rekið vítalaust. Dómsorð: Ákærði, Haraldur Sigurðsson, greiði 300 króna sekt til ríkissjóðs, og greiðist sektin innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa, en afplán- ist ella með varðhaldi 6 daga. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin máls- varnarlaun skipaðs talsmanns síns, Hallgríms Dalbergs hdl., kr. 300.00. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Föstudaginn 16. marz 1951. Nr. 68/1949. Kirkjustræti 4 h/f (Ólafur Þorgrímsson) gegn Herle Nielsen og gagnsök (Einar B. Guðmundsson). Setudómari próf. Ármann Snævarr í stað hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Eftirkrafa um vinnulaun ekki tekin til greina. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 12. apríl 1949. Krefst hann algerrar sýknu af kröfum gagnáfrýjanda og málskostnaðar úr hendi hennar bæði í hér- aði og fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu af sinni hálfu með stefnu 14. desember 1949, að fengnu áfrýjunarleyfi 7. s. m. Krefst hún þess, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða henni kr. 15.861.00 með 6% ársvöxtum frá 8. marz 1948 til greiðslu- 163 dags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Eins og í héraðsdómi greinir, réðst gagnáfrýjandi aðalmat- ráðskona til aðaláfrýjanda með samningi, dags. 6, júní 1947. Skyldi hún hafa að launum kr. 1000.00 fyrir hvern mánuð auk fæðis og húsnæðis. Vann gagnáfrýjandi hjá aðaláfrýjanda samkvæmt samningi þessum frá 7. júní 1947 til 6. nóvember sama ár, að báðum dögum meðtöldum, eða alls 5 mánuði. Fyrir tímabil þetta hefur hún fengið goldin laun, eins og í samningnum er ákveðið, samtals kr. 5000.00. Hér fyrir dómi gerir gagnáfrýjandi í fyrsta lagi þá kröfu, að föst laun hennar fyrir fyrrgreindan 5 mánaða tíma verði ákveðin kr. 1600.00 um mánuð hvern, eða alls kr. 8000.00. Frá þeirri fjárhæð dregur hún þegar greidd laun, kr. 5000.00, og kr. 500.00 vegna húsnæðis, er hún hafi notið. Telur hún sig þannig eiga rétt til kr. 2500.00 samkvæmt þessum kröfulið. Reisir gagnáfrýjandi kröfu sína til greindra viðbótarlauna á því, að Félagsmálaráðuneytið hafi veitt henni atvinnuleyfi með því skilyrði, að hún ynni fyrir því kaupi, sem um væri samið í hverri starfsgrein, en á þessum tíma hafi lægstu laun matsveina numið kr. 1600.00 um mánuðinn. Skírskotar hún um það til bréfs Matsveina- og veitingaþjónafélags Íslands, dags. 7. maí 1948, Ekki var gagnáfrýjandi þó félagsmaður í nefndu félagi, og hefur hún ekki sýnt fram á, að hún full- nægði skilyrðum til þess. Í öðru lagi kveður gagnáfrýjandi sig hafa unnið aukavinnu í þágu aðaláfrýjanda á fyrrgreindum 5 mánaða tíma, alls 862 klst. Telur hún sig eiga rétt til kr. 15.50 fyrir klst. hverja, eða samtals kr. 13361.00 samkvæmt þessum kröfulið. Til grund- vallar þessari kröfu leggur hún ákvæði um dagvinnutíma og eftirvinnukaup í samningi Sambands veitingamanna og gisti- hússeigenda við Matsveina- og veitingaþjónafélag Íslands frá 1. nóvember 1947. Í máli þessu hafa ekki komið fram af hendi gagnáfrýjanda neinar ástæður, er valdið geti ógildingu eða breytingu á ákvæðum vinnusamningsins um föst mánaðarlaun hennar. Samkvæmt samningnum skyldi gagnáfrýjandi vera aðalmat- ráðskona í matsöluhúsi aðaláfrýjanda og sjá um alla mat- 164 reiðslu, bakstur og veizlur. Ekki er greint í samningnum, hversu langan tíma hún skyldi vinna dag hvern. Gegn mót- mælum aðaláfrýjanda er ekki sannað, að gagnáfrýjandi hafi hreyft neinum athugasemdum um framkvæmd samningsins, að því er varðaði lengd daglegs starfstíma, eftir að hún kynnt- ist starfsháttum, né áskilið sér rétt til launa fyrir aukavinnu, er hún tók við mánaðarlaunum sínum, og veitt þannig aðal- áfrýjanda kost á að taka afstöðu til slíkrar kröfu. Sökum þessa þykir hún ekki nú geta fengið tekna til greina kröfu um laun fyrir aukavinnu. Samkvæmt framansögðu ber að sýkna aðaláfrýjanda af kröfum gagnáfrýjanda Í málinu, en eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður bæði í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Kirkjustræti 4 h/f, á að vera sýkn af kröfum gagnáfrýjanda, Herle Nielsen, í máli þessu. Málskostnaður bæði í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Sératkvæði Jóns Ásbjörnssonar hrd. og prófessors Ármanns Snævars. Samkvæmt vinnusamningi aðilja frá 6. júní 1947 átti gagn- áfrýjandi rétt á hvíld hálfa aðra klukkustund dag hvern. Viðurkennt er, að gagnáfrýjandi naut ekki hvíldar þessarar fyrr en eftir lok ágústmánaðar. Þar eð gagnáfrýjandi gerði hvorki, svo sannað sé, að and- mæla þessari vanefnd á samningnum og krefjast aukagreiðslu af þeim sökum, þegar hún veitti viðtöku launum mánaðarlega, né við lok starfstíma, þykir hún ekki nú geta byggt rétt á þessu málsatriði. Með þessari athugasemd erum við sammála forsendum og niðurstöðu meiri hluta dómenda. Dómur bæjarþingss Reykjavíkur 21. jan. 1949. Mál þetta, er dómtekið var 12. þ. m., hefur Herle Nielsen matreiðslu- kona, Fjólugðtu 9 hér í bæ, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, út- gefinni 8. marz 1948, gegn hlutafélaginu Kirkjustræti 4 hér í bænum sem 165 eiganda veitingastofunnar Tjarnarlundar til greiðslu vinnulauna, að fjár- hæð kr. 18.306.25 með 6% ársvöxtum frá 7. nóvember 1947 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Stefndi hefur krafizt sýknu og málskostnaðar að mati dómarans. Málavextir eru þessir. Með samningi, dagsettum 6. júní 1947, réðst stefnandi sem aðalmatráðs- kona að Tjarnarlundi frá 7. s. m. að telja. Skyldi hún sjá um alla mat- reiðslu, bakstur og veizlur, en hafa að launum kr. 1000.00 á mánuði auk ókeypis húsnæðis. Í samningi þessum var svo kveðið á m. a, að stefn- andi skyldi hafa frí einn dag í viku að afloknum hádegisverði og hvíld hvern dag 18 klukkustund, þegar bezt hentaði. Stefnandi vann í Tjarnar- lundi um 5 mánaða skeið og fékk greitt hin umsömdu laun, samtals kr. 5000.00. Í máli þessu hefur stefnandi hins vegar haldið því fram, að samn- ingurinn hafi verið ógildur, að því er kaupfjárhæðina snerti. Leyfi félags- málaráðuneytisins til handa stefnanda til atvinnu hér á landi hafi verið bundið þeim skilyrðum, að hún skuldbyndi sig til þess að vinna fyrir því kaupi, sem um væri samið í hverri starfsgrein, en á sama tíma, sem hér um ræðir, hafi kaup matsveina numið allt að kr. 2.500.00 á mánuði. Telur stefnandi, að starf sitt hafi alveg jafngilt starfi matsveina, enda sé hún lærð mtreiðslukona og beri því svipað kaup, er hún telur eiga að nema kr. 2112.25 á mánuði, að frádreginni hæfilegri leigu fyrir húsnæði sitt, er hún telur nema kr. 100.00 á mánuði. Ógreitt kaup fyrir hvern mánuð sé því kr. 1012.25, eða alls kr. 5061.25. Enn hefur stefnandi talið, að daglegur vinnutími hafi verið miklu lengri en venjulegt sé. Hefur hún miðað við 8 stunda vinnudag og talið frekari vinnu yfirvinnu, er greiða beri með 5 króna grunngjaldi á klukkustund samkvæmt 3. gr. samnings, dags. 1. nóvember 1947, milli Sambands veitingamanna og gistihússeigenda og Matsveina- og veitingaþjónafélags Íslands. Telst stefnanda svo til, að endurgjald yfirvinnu sinnar nemi samkvæmt þessu kr. 13.445.30, Báðar þessar fjárhæðir nemi samtals kr. 18.506.55, en, eins og fyrr segir, hefur stefnandi miðað kröfur sínar við kr. 18.506.25. Sýknukröfu sína gegn fyrri kröfulið stefnanda byggir stefndi á því, að vinna stefnanda hafi ekki verið sambærileg við vinnu Mmatsveina, enda sé ekki leitt í ljós, að stefnandi sé lærð matreiðslukona. Kaup matsveina sé miðað við, að viðkomandi sé karlmaður, og sé fæði og húsnæði ekki reiknað með í þessu kaupi. Samningur aðiljanna sé því fyllilega löglegur og bindandi fyrir báða, en stefnandi hafi fengið kaup sitt greitt að fullu eftir ákvæðum hans. Eins og að framan getur, var í upphafi samið um, að stefnanda skyldi greitt kr. 1000.00 á mánuði. Ekki þykja fram komin nægileg rök fyrir Þeirri staðhæfingu stefnanda, að sú fjárhæð sé svo ósanngjarnlega lág, að samningurinn eigi fyrir misneytingu að vera ógildur að því leyti, enda tókust ekki samningar um þá fyrrnefndu kaupfjárhæð Mmatsveina, sem stefnandi reiknar með, fyrr en um það bil, er hún hætti störfum. Verður því að taka til greina sýknukröfu stefnda af þessum lið. Sýknukröfu sína gegn síðari kröfulið stefnanda byggir stefndi í fyrsta 166 lagi á því, að ekki sé leitt í ljós, að stefnandi hafi unnið nokkra eftir- vinnu. Í öðru lagi hefur stefndi bent á, að enginn grundvöllur sé fyrir ákvörðun þessarar kröfu, hvorki að því er snertir taxta né hvenær dag- vinnu skuli talið lokið og hvenær eftirvinna hefjist. Stefnandi hefur lagt fram vinnuskýrslur yfir allt tímabil það, er hún vann að Tjarnarlundi. Er þar sundurliðaður vinnustundafjöldi hennar hvern dag. Þá hafa komið fyrir dóm tvær starfsstúlkur, er unnu með stefnanda í Tjarnarlundi, svo og eiginmaður stefnanda og starfsstúlka í mjólkurbúð í sama húsi og Tjarnarlundur var. Vætti allra þessara vitna veita vinnuskýrslum stefnanda mikinn stuðning. Gegn þessum gögnum hefur stefndi ekki borið fram nein rökstudd andmæli né haldið fram, að dagvinnustundir stefnanda skyldu vera fleiri en 8 klukkustundir. Verður því ekki hjá því komizt að leggja vinnuskýrslur stefnanda til grundvallar, þó þannig, að frá stundafjöldanum beri að draga 11 klukkustundir. Stefn- andi taldi í aðiljayfirheyrslu, að hún hafi hætt vinnu alla mánudaga kl. 9 e. h, en í vinnuskýrslunum kl. 230. Þeir mánudagar, sem hún vann, voru samtals 22, og jafngildir það 11 klukkustundum. Þá er og þess að gæta, að stefnandi hefur ekki talið neitt til frádráttar af daglegum vinnu- tíma vegna matar- eða kaffitíma. Því hefur að vísu verið haldið fram, að hún hafi ekki haft neinn ákveðinn tíma í þessu skyni, heldur þurft að snæða jafnhliða vinnu sinni. Eigi að síður verður að telja, að nokkurn tíma eigi að draga frá vegna þessa dag hvern. Að þessu öllu athuguðu þykja eftirvinnulaun stefnanda fyrir allt tímabilið hæfilega ákveðin kr. 5000.00, og ber stefnda að greiða henni þá fjárhæð með 6% ársvöxtum, er reiknast frá stefnudegi. Þá þykir rétt, að stefndi greiði stefnanda málskostnað, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 700.00. Einar Arnalds borgardómari kvað upp dóminn. Dómsorð: Stefndi, Kirkjustræti 4 h/f, greiði stefnanda, Herle Nielsen, kr. 5000.00 með 6% ársvöxtum frá 8. marz 1948 til greiðsludags og kr. 700.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dómsins að við- lagðri aðför að lögum. 167 Föstudaginn 16. marz 1951. Nr. 10/1951. Magni Guðmundsson gegn Hannesi Scheving. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Magni Guðmundsson, sem ekki sækir dómþing í málinu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Föstudaginn 16. marz 1951. Nr. 11/1951. Jón Þ. Arason gegn Ágúst Steingrímssyni. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Jón Þ. Arason, sem eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Föstudaginn 16. marz 1951. Nr.18/1951. — Brynjólfur Guðmundsson gegn H/f Skutli. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Brynjólfur Guðmundsson, sem eigi sækir dóm- 168 þing í máli þessu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Föstudaginn 16. marz 1951. Nr. 127/1950. Ákæruvaldið (Gunnar Þorsteinsson) gegn Jóni Pálma Karlssyni (Einar Ásmundsson). Setudómari próf. Ármann Snævarr í stað hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Brot gegn áfengislögum, bifreiðalögum og umferðar. Dómur Hæstaréttar. Sigurður M. Helgason, fulltrúi bæjarfógetans á Akureyri, hefur kveðið upp héraðsdóminn. Brotum ákærða 30. marz 1950 er rétt lýst í héraðsdómi, og varða þau við ákvæði þau, sem til er vitnað í dóminum, svo og við 24. gr. bifreiðalaga nr. 23/1941. Telja verður sannað, að ákærði hafi neytt áfengis við bif- reiðarakstur að kvöldi þess 11. maí 1950 og aðfaranótt 12. s. m. Þá hefur hann og í sama skipti gerzt brotlegur við 5. gr. laga nr. 23/1941 með því að hafa hemla bifreiðar sinnar í ólagi. Einnig hefur ákærði í þetta sinn sýnt mikið gáleysi í akstri, eins og lýst er í héraðsdómi, og varða þau brot hans við laga- ákvæði þau, sem til er vitnað í dóminum. Þykir refsingin sam- kvæmt 38. gr. laga nr. 28/1941, 14. gr. laga nr. 24/1941 og 97. gr. lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarkaupstað, sbr. 77. gr. laga nr. 19/1940, hæfilega ákveðin 1500 króna sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald 10 daga Í stað sektarinnar, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um sviptingu ökuleyfis og um sakarkostnað. Þá ber og að dæma ákærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin laun sækjanda og verjaníða í Hæstarétti, 800 krónur til hvors. 169 Dómsorð: Ákærði, Jón Pálmi Karlsson, greiði 1500 króna sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald 10 daga í stað sektar- innar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um sviptingu ökuleyfis og sakar- kostnað eiga að vera óröskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin laun sækjanda og verjanda í Hæstarétti, hæsta- réttarlögmannanna Gunnars Þorsteinssonar og Einars Ásmundssonar, 800 krónur til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur lögregluréttar Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar 10. ágúst 1950. Mál þetta, sem tekið var til dóms 13. f. m., er höfðað af ákæruvaldsins hálfu gegn ákærða, Jóni Pálma Karlssyni bifreiðarstjóra, Hafnarstræti 37, Akureyri, með stefnu, útgefinni 31. maí s.l., til refsingar, ökuleyfissvipt- ingar og málskostnaðargreiðslu vegna meints brots á ákvæðum bifreiða- laga, umferðarlaga, áfengislaga og lögreglusamþykktar Akureyrar. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur að Mosfelli í Austur- Húnavatnssýslu 9. jan. 1922. Hann hefur sætt kærum og refsingum, sem hér segir: 1945 12/6 50 kr. sekt e. sátt á Akureyri fyrir ölvun á alm.færi. 1946 23/1 30 kr. sekt e. sátt á Akureyri fyrir brot á bifreiðalögum. 1946 4/9 30 kr. sekt e. sátt á Akureyri fyrir brot á bifreiðalögum. 1947 2/10 25 kr. sekt e. sátt í Rvík fyrir ölvun á almfæri. 1947 12/6 Dómur á Akureyri, 500.00 kr. sekt og sviptur ökuleyfi í 6 mán- uði fyrir brot á 219. gr. alm. hegningarl., umferðarlögum, bif- reiðalögum og lögreglusamþykkt Akureyrar. 1948 15/12 Dómur á Akureyri, 150.00 kr. sekt til ríkissjóðs fyrir brot á bifreiðalögum nr. 23 16. júní 1941, 23. gr., 1. málsgr., umferðar- lögum, 3. gr., 2. mgr., og 4. gr.,, 3. mgr., sbr. 14. gr. 1948 3/12 Áminning fyrir brot á bifreiðalögum og kr. 100.00 Í skaðabætur. 1950 21/2 Kr. 150.00 í sekt fyrir brot á 13. gr. sbr. 35. gr. áfengislaga. Mál þetta er risið út af tveimur atvikum. Það fyrra gerðist að kvöldi fimmtudaginn 30. marz s.l, en það síðara kvöldið og nóttina 11.—12, maí s.l. Verða atvik að þessum atburðum athuguð, hvort fyrir sig. I Fimmtudagskvöld 30. marz s.l., um kl. 23.30, fékk lögreglan hér vitneskju 170 um, að bifreiðaárekstur hefði orðið þá fyrir skömmu skammt frá Hótel Norðurlandi, og var talið, að ákærði hefði verið valdur að honum. Lögreglan fór þegar á vettvang, en þá var bifreiðin farin þaðan og ákærði einnig, en dyraverðir hótelsins gáfu þær upplýsingar, að ákærði hefði ekið bifreiðinni A-37 með framhlutann aftan á vörubifreiðina A-853, og hefði hann fengið menn, sem þarna komu að, til að losa bifreiðarnar í sundur, og hefði hann síðan ekið bifreiðinni í burtu. Lögreglan hóf síðan leit að bifreiðinni og fann hana mannlausa uppi á Menntaskólalóð, og var hún allmikið skemmd. Eftir þetta reyndi lögreglan að hafa upp á ákærða, en það reyndist árangurslaust um nóttina. Með framburði ákærða og vitna er þetta upplýst um ferðir hans þetta kvöld. Ákærði var atvinnubifreiðarstjóri hjá Bifreiðastöð Oddeyrar og var þar að starfi fimmtudagskvöldið 30. marz s.1. Um kl. 21.30 þetta kvöld kom á afgreiðslu bifreiðastöðvarinnar Friðgeir Axfjörð og bað um vif- reið, og fór ákærði að aka með hann um bæinn. Ákærði telur, að Sigurður Sigursteinsson hafi komið í bifreiðina um leið og Friðgeir Axfjörð, en Friðgeir og Sigurður hafa hins vegar báðir borið, að Sigurður hafi komið í hana síðar. Síðar um kvöldið tók Friðgeir þrjár stúlkur upp í bifreiðina, og voru þær þar nokkurn tíma. Sigurður var í bifreiðinni um eina klukku- stund, að því er hann hefur sjálfur áætlað, og stjórnaði hann bifreiðinni jafnan, meðan hann var í henni. Hefur ákærði staðhæft, að það hafi verið eftir ósk Sigurðar, og kvaðst hann hafa leyft honum það, og hefur Sig- urður borið það sama um þetta atriði. Þegar klukkan var farin að ganga 24 þetta kvöld, ók ákærði vestur Gránufélagsgötu og síðan suður Túngötu og ætlaði að stöðva bifreiðina þar skammt frá Hótel Norðurlandi, aftur af vörubifreið, sem stóð þar á hægri kanti, en þegar hann ætlaði að hemla, kveðst hann hafa runnið af hemlinum og lent með fótinn á benzin- fetlinum. Við þetta jókst hraðinn töluvert hjá ákærða, og lenti hægri hjólhlífin á bifreið ákærða á vinstra afturhjóli vörubifreiðarinnar, en hún lenti ekki á pallinum að öðru leyti en því, að útvarpsstöngin brotnaði. Þegar þetta gerðist, var Friðgeir Axfjörð orðinn einn eftir í bifreiðinni með ákærða. Við áreksturinn beyglaðist framvari, aurbretti og fram- ljósker brotnaði. Ekki gat ákærði komið bifreiðinni í gang aftur á eigin spýtur, enda var vélin svo straumlítil, að sögn ákærða, að ekki hafi verið hægt að hleypa henni, og framvarinn hafði beyglazt þannig, að henni varð eigi snúið Í gang. Nokkrir menn, sem nærstaddir voru, ýttu bifreið- inni síðan í gang, og voru meðal þeirra Þorleifur Sigurbjörnsson þifreiðar- stjóri og framannefndur Friðgeir Axfjörð auk nokkurra annarra manna, sem ákærði kvaðst ekki þekkja. Þegar bifreiðin var komin í gang aftur, bað Friðgeir Axfjörð ákærða að aka sér upp að Menntaskóla, og gerði hann það, en er þangað kom, stöðvaðist vélin, og gat ákærði ekki komið henni í gang aftur. Friðgeir fór síðan gangandi niður í miðbæ, en ákærði varð eftir við bifreiðina. Eftir skamma stund kom Friðgeir aftur í annarri leigubifreið með vVernharði Sigursteinssyni, og fór ákærði þá í þá bifreið, og var þá ekið fyrst niður í bæ og því næst suður fyrir bæinn gegnt Eyja- fjarðarárbrúm og síðan til bæjarins aftur. Kvaðst ákærði þá hafa ætlað að 171 fá bessa bifreið til þess að draga sína, en hætt við það, vegna þess hve framorðið var. Sagðist hann þá hafa farið strax heim og farið að sofa. Bifreiðin, sem ákærði ók á, skemmdist ekkert, að því er vitað verður. Ákærði hefur stöðugt neitað því, að hann hafi sjálfur verið undir áhrifum áfengis í þetta sinn við bifreiðarstjórn né heldur neytt nokkurs áfengis betta kvöld eða síðustu dægur á undan. Einnig hefur hann haldið því fram, að enginn af þeim, sem í bifreið hans voru þetta kvöld, hafi verið ölvaðir eða verið með áfengi. Friðgeir Axfjörð og Sigurður Sigursteinsson hafa báðir verið leiddir sem vitni í máli þessu, og hefur þeim, að því er máli skiptir, borið saman við ákærða, og hafa þeir báðir sagt, að þeir hafi ekki séð, að ákærði væri undir áhrifum áfengis í þetta sinn, né heldur að hann væri með áfengi í bifreiðinni. Hins vegar sagðist Friðgeir hafa neytt áfengis, áður en hann kom í bifreiðina hjá ákærða, en kveðst ekkert áfengi hafa verið með í bifreiðinni og kveðst álíta, að enginn hefði séð það á sér, að hann hefði neytt áfengis. Sigurður Sigursteinsson bar enn fremur, að bifreið ákærða hefði verið slæm í stýri, vegna þess að framhjólbarðar voru misstórir. Engin af stúlkunum, sem voru í bifreið ákærða þetta kvöld, hafa verið leiddar sem vitni, þar sem ekki hefur fengizt upplýst, hverjar bað voru. Vitnið Vernharður Sigursteinsson, sem ók ákærða ettir slysið, hefur einnig borið, að hann hafi engin merki ölvunar séð á ákærða betta kvöld né heldur á Friðgeir Axfjörð, og að þeir hafi ekki verið með neitt áfengi í bifreið þess síðar um kvöldið. Vitnið Jón Norðfjörð leikari var staddur í anddyrinu á Hótel Norður- landi, begar áreksturinn varð, og fór þegar á vettvang ásamt Snorra Sigurðssyni, dyraverði á hótelinu. Vitnið kveðst álíta, að ákærði hafi verið undir áhrifum áfengis, og sagðist strax hafa haft orð á því við dyravörðinn. Kveðst vitnið einkum hafa ályktað þetta af því, hversu æstur ákærði hefði verið og hversu háttalag hans hefði verið klaufalegt, einkum í sambandi við það, að hann ætlaði að reyna að snúa vélinni í gang, eins og bifreiðin var á sig komin, og með því að aka strax burt. Hann sagði einnig, að Þorleifur Sigurbjörnsson hefði reynt til að stilla ákærða og koma vitinu fyrir hann um, að ekki væri hægt að snúa vélinni í gang. Vitnið Snorri Sigurðsson, dyravörður að Hótel Norðurlandi, hefur borið svohljóðandi: Vitnið var statt í anddyri hótelsins, er smellurinn heyrðist frá árekstrinum, og fór þegar á vettvang, og sá vitnið ákærða við bifreið sína, sem ekið hafði verið aftan á vörubifreið. Vitnið sá ákærða reyna að ýta bifreiðinni af stað með hjálp nokkurra unglinga, en vitnið staldraði þarna örstutt við og fór inn í hótelið til þess að hringja á lögregluna til að láta hana vita um áreksturinn. Áður hafði vitnið þó sagt við ákærða, að bezt væri að láta bifreiðina vera kyrra, en ákærði hafi engu anzað því. Þá hefur vitni þetta borið, að eftir útliti ákærða að dæma hafi sér virzt hann vera undir áhrifum áfengis, en ekki kveðst vitnið nánar geta gert sér grein fyrir þessu áliti sínu. Þorleifur Sigurbjörnsson bifreiðarstjóri hefur einnig mætt sem vitni í máli þessu. Vitnið, sem talaði við ákærða, 172 hefur borið, að því hafi ekki virzt hann vera neitt óvenjulega æstur eða öðruvísi en hann ætti að sér að vera. Einnig hefur vitnið staðhæft, að það hafi ekki séð nein merki þess, að ákærði hafi verið undir áhrifum áfengis í þetta sinn. Loks hefur vitnið neitað því, að það hafi reynt til að hindra ákærða við að snúa vélinni í gang. Loks hefur Ágúst Jóhannsson, sem bjó Í sama húsi og ákærði, borið það, að hann hefði opnað húsið fyrir ákærða um nóttina og að hann hefði þá ekki séð á honum einkenni ölvunar. Eins og að framan er greint, hefur ákærði stöðugt neitað því að hafa verið ölvaður í þetta sinn eða neytt áfengis. Hins vegar hafa tvö vitni borið, að þeim hafi virzt hann vera undir áhrifum áfengis. Önnur bein sönnunargögn liggja ekki fyrir um þetta atriði, og lítur rétturinn svo á, að þetta sé ekki fullnægjandi sönnun fyrir því, að ákærði hafi verið ölv- aður í þetta sinn. Hins vegar verður að telja, að hann hafi með ógætileg- um akstri brotið ákvæði 26. gr., 1. mgr., og 27. gr., 1. mgr. bifreiðalaganna, og með því að aka um bæinn með ófullnægjandi ljós hefur hann brotið ákvæði 7. gr bifreiðalaganna og 2. gr. og 4. gr. 3. mgr. umferðarlaganna. Loks hefur ákærði brotið ákvæði 9. gr. 2. mgr. umferðarlaganna. II. Aðfaranótt föstudagsins 12. maí s.l., kl. 03.40, tilkynnti maður, að nafni Friðjón Pálsson frá Kollugerði, lögreglunni, að bifreiðinni A. 37 hefði verið ekið á vörubifreiðina A. 315 við samkomuhús bæjarins, og skýrði nánar svo frá: Hann hafði skilið við vörubifreiðina A 315 austast á göt- unni framan við samkomuhúsið, og sneri hún í norður. Hann varð árekstr- arins var og fór þegar út. Hékk fólksflutningabifreiðin A. 37 þá utan í bifreiðinni A. 315. Hafði bifreiðinni A. 31 verið ekið að sunnan, og hafði hún lent með hægri hliðina á vinstra afturhorninu á vörupalli A. 315, og rifnaði öll hliðin aftur úr. Bifreiðarstjóri A. 37 í þetta sinn var ákærði, og var hann lítið eitt skorinn á hendi og andliti. Friðjón hjálpaði ákærða að losa bifreiðarnar í sundur, og ók ákærði síðan í burtu. Þegar ákærði var farinn, fannst vitninu við nánari athugun óskiljanlegt, hvernig maðurinn hefði ekið á vörubifreiðina, þar sem hann hafði fulla götubreidad til að aka eftir, og datt þá í hug, að eitthvað kynni að vera athugavert við manninn, og gerði lögreglunni því aðvart. Vörubifreiðin skemmdist mjög lítið við áreksturinn. Þegar lögreglan frétti um áreksturinn, fór hún þegar að svipast um eftir bifreiðinni og ákærða og fann þá bifreiðina á Hafnarstræti hjá Höepfner, en ákærði sást hvergi. Í bifreiðinni fann lögreglan þrjár tómar gosdrykkjaflöskur og eina tóma áfengisflösku, og virtist sem nýlega hefði verið drukkið úr henni. Einnig lá Í bifreiðinni tíu króna seðill, og loks var þar riffill. Lítils háttar blóð sást einnig Í bifreiðinni. Ekki náði lögreglan í ákærða um nóttina. Lagður hefur verið fram uppdráttur lögreglunnar af slysstaðnum. Sam- kvæmt uppdrættinum er gatan á þessum stað tæpir 9 metrar. Upplýst er og, að vörubifreiðin A. 315 sé 1.92 m og að hún hafi staðið um 150 m frá 173 eystri vegarbrún, og var því auð gata austan við hana, um 5.20 m. Ekkert var, sem skyggði á, og veður var þurrt og bjart og svo að segja eða alveg bjart af degi. Ákærði hefur skýrt þannig frá málavöxtum: Hann var eigandi bifreið- arinnar A. 37 og starfaði sem leigubifreiðarstjóri á Bifreiðastöð Oda- eyrar. Fimmtudaginn 11. maí s.l, um kl. 16—16.30, byrjaði hann að aka Sigurði Jónssyni bifreiðarstjóra á B.S.O. Var Sigurður með áfengi og neytti þess í bifreiðinni. Hann ók síðan með Sigurð um bæinn og nágrenni fram á kvöld, en um matmálstíma fóru þeir hver heim til sín. Um kl. 20.30 fóru þeir síðan fram í Öngulsstaðahrepp og komu fyrst að Syðra-Hóli og tóku þar í bifreiðina þýzka stúlku, að nafni Rita, og því næst óku þeir að Munkaþverá í sama hreppi og tóku þar aðra þýzka stúlku, Helen að nafni. Ekki komu þeir inn á nefndum bæjum eða annars staðar í þessari ferð, og hittu engan mann að máli nema þýzku stúlkurnar. Þau fóru síðan öll til Akureyrar, og var ekið með fólkið um bæinn í eina klukku- stund. Eftir þetta ók hann stúlkunum aftur heim til sín á framangreinda bæi og ók síðan með Sigurð Jónsson til bæjarins og fór með Sigurð heim í Gránufélagsgötu. Sagðist ákærði fyrr um daginn hafa verið búinn að hitta þýzku stúlkurnar í bænum og hafi þær þá beðið sig að koma um kvöldið og sækja sig. Eftir að Sigurður fór úr Þif- reiðinni, sagðist ákærði hafa ekið einsamall suður bæinn og neðri leiðina við samkomuhúsið, en ekið síðan efri leiðina norður aftur, því hann hafi ætlað að aka einn hring í bænum og að hann hafi lent í árekstr- inum í þeirri ferð. Ákærði sagði, að þegar hann var að aka norður Hafnar- strætið í þessari ferð, hafi hann veitt athygli vörubifreiðinni, sem stóð á eystri kantinum, nokkru áður en áreksturinn varð, enda hafi verið orðið albjart. Hann kveðst hafa ekið um 1 metra frá vinstri gangstéttar- brún. Síðan sagði hann, að sér hefði orðið litið út á Pollinn, en svo hafi hann ekki vitað til fyrr en hann heyrði áreksturinn og fékk glerbrot á hægra eyrað. Steig ákærði þá þegar á hemlana, en sagði, að þeir hefðu ekkert verkað. Ákærði sagðist hafa vitað um, að loft væri í hemlunum, því að þeir hafi lekið vökva, og hafi orðið að pumpa inn á þá, svo að þeir verkuðu. Sagði hann, að bilun þessi hafi komið fram daginn áður, ag hafi þurft að pumpa stöðugt meir inn á þá. Ákærði segist hafa ekið á þriðja ganghraðastigi og hefur stöðugt staðhæft, að hann hafi ekki verið á miklum hraða, og eigi yfir löglegum hraða eða að minnsta kosti mjög lítið. Hann hefur þá jafnframt borið, að hann hafi engan hraðamæli haft í bifreiðinni og að svo hafi verið í tvö ár og að hann eigi því erfitt með að gizka á hraðann. Annað sagði hann, að ekki hefði verið að bifreiðinni, nema hlaup hafi verið á stýri og að hann hafi ekki fengið úr því bætt, vegna þess að varahlutir fengust ekki. Því sama hélt hann fram varðandi hraðamælinn, að efni vantaði til viðgerðar. Síðar hélt ákærði því fram í rétti, að hann hefði ekið austan til (hægra megin) á götunni. Einnig sagði hann þá, að hann hefði séð, að áreksturinn var yfirvofandi augnabliki fyrir, og hefði hann verið búinn að beygja aðeins til vinstri, þegar áreksturinn bar að. 174 Ákærði hefur stöðugt neitað því, að hann hafi neytt áfengis fyrir slysið eða verið undir áhrifum áfengis. Sagði hann, að Sigurður Jónsson hefði komið með hálfa flösku af áfengi í bifreiðina og annað áfengi hafi ekki í hana komið þetta kvöld eða um nóttina, og sagði, að Sigurður hefði setið einn að því, en hvorki hann eða stúlkurnar hefðu bragðað á því. Síðar sagði hann þó, að stúlkurnar hefðu bragðað á því. Hins vegar skýrði hann frá því, að hann hefði neytt áfengis, eftir að hann var kominn heim um nóttina. Sagði hann, að þegar eftir heimkomuna hefði hann tekið óátekna brennivínsflösku inni í eldhússkáp og farið að drekka úr henni og gefið gömlum manni, sem hjá honum var, Ágúst Jóhannssyni að nafni, með sér. Sagðist ákærði hafa lokið úr flöskunni og ekki farið að sofa fyrr en um kl. 06.30 um morguninn. Nokkur vitni hafa verið leidd í máli þessu. Vitnið Frið- jón Pálsson bifreiðarstjóri, 25 ára að aldri, hefur borið þetta, auk þess sem að framan er greint: Þegar vitnið heyrði hljóðið frá árekstrinum, leit hann strax út um glugga og varð þess ekki var þá né heldur síðar, að neinn væri í bifreiðinni með ákærða. Þegar vitnið kom út, sat ákærði inni í bifreið sinni, og spurði hann vitnið, hvort allt væri í lagi með hans bifreið, og sagði vitnið, að svo væri, en tók fram, að hliðarborðið vinstra megin hefði brotnað dálítið. Vitnið hjálpaði síðan til að losa bifreiðarnar sundur, og sneri ákærði því næst sinni bifreið í gang með sveif og ók á burt. Þá hefur vitni þetta borið, að það hafi ekkert séð í fari ákærða, sem benti til þess, að hann væri undir áhrifum áfengis, en tók fram í því sambandi, að ákærði hefði verið nokkuð rauður í framan. Vitnið kveðst þekkja ákærða rétt frá öðrum, en aldrei hafa talað við hann fyrr. Vitnið Sigurður Jónsson bifreiðarstjóri, 30 ára að aldri, hefur borið þann- ig; Umræddan dag byrjaði hann að neyta áfengis úr flösku, sem hann átti. Síðar um daginn keypti hann eina flösku af brennivíni og byrjaði að neyta innihaldsins. Nokkru síðar hitti hann ákærða og fór í bifreiðina hjá honum, og tóku þeir síðar tvær þýzkar stúlkur, sem ákærði þekkir, upp í bifreiðina og óku fyrst norður fyrir bæinn og síðan upp að Lög- mannshlíð og aftur í bæinn. Síðan var ekið með stúlkurnar að Syðra- Hóli og Munkaþverá. Þeir óku síðan til bæjarins aftur, og fór vitnið heim í mat, en ákærði sagði vitninu, að hann ætlaði aftur til nefndra stúlkna, og hafi boðið sér að koma með og hafi hann því skilið áfengisflöskuna, sem var næst hálf, eftir í bifreiðinni. Kvaðst vitnið hafa verið töluvert undir áhrifum áfengis, þegar það hitti ákærða fyrst, og hafi það aukizt, meðan það var í bílnum. Vitnið kvaðst hafa verið Í mat um klukkustund, og hefði ölvíman þá nokkuð runnið af sér. Um kl. 20.30—21.00 kvaðst vitnið aftur hafa farið í bílinn hjá ákærða, og var því aftur ekið á framan- greinda bæi og þýzku stúlkurnar teknar í bifreiðina. Einnig hefur vitnið borið, að annaðhvort þá eða þegar þeir fóru með stúlkurnar heim fyrr um daginn, hafi þeir ekið eina eða tvær bæjar- leiðir fram fyrir Munkaþverá. Hefur vitni þetta staðhæft, að það hafi ekki gefið ákærða áfengi í þessum ferðum eða séð hann neyta áfengis, og tók vitnið það fram, að það hefði sagt ákærða, að það mundi ekki gefa honum áfengi. Vitnið sagði og, að ákærði hefði aldrei þenna dag beðið sig 175 um áfengi. Hins vegar sagðist vitnið nokkrum sinnum hafa farið út úr bifreiðinni og skilið áfengisflöskuna eftir í framsætinu, auk þess sem hann skildi hana þar eftir, meðan hann var í mat. Loks skýrði vitnið svo frá, að það hefði verið orðið svo mikið drukkið, þegar það kom heim um nóttina, að það myndi mjög óljóst eftir, hvað gerðist þá, og mundi ekki eftir því, begar hann kom heim. Vitnisburð þessa vitnis hefur ákærði við- urkennt í aðalatriðunum. Vitnið Helene Bibensee, þýzk stúlka, til heimilis að Munkaþverá, 21 árs að aldri, hefur borið eftirfarandi: Greindan dag hitti hún ákærða hér í bænum, um kl. 16.00. Bauðst ákærði til að aka henni og vinkonu hennar heim, fram í Öngulsstaðahrepp. Þáðu þær boð þetta og fóru upp í bif- reiðina, og var Sigurður Jónsson bifreiðarstjóri þá einnig í henni. Var síðan ekið um stund um bæinn og því næst út fyrir bæinn. Þegar þangað var komið, tóku þeir ákærði og Sigurður fram áfengisflösku, sem ekki var alveg full, og blönduðu áfenginu saman við Vallash (gosdrykk) og drukku það síðan. Hún sagði, að stúlkurnar hefðu einnig bragðað lítils háttar á áfenginu. Síðan var ekið aftur suður á bóginn og fram að Litla-Hóli og Munka- þverá, og talaðist þá svo til með þeim, að ákærði sækti stúlkurnar aftur um kvöldið. Ekki kvaðst vitnið hafa séð áfengisáhrif á ákærða í Þetta sinn. Um kl. 21.30 kom ákærði aftur fram að Munkaþverá, og var Sigurður Jóns- son þá einnig með honum, svo og vinkona vitnisins, Rita Mitterswei. Sagði vitnið, að ákærði hefði þá verið sýnilega ölvaður. Var nú fyrst ekið fram á móts við Stóra-Hamar, og á leiðinni þangað neyttu þeir ákærði og Sigurður alltaf öðru hverju úr áfengisflöskunni, og áleit vitnið, að það hefði verið sama flaskan og þeir voru með fyrr um daginn. Þegar að Stóra-Hamri kom, var áfengið þrotið, og kastaði ákærði flöskunni þá í stein við veginn. Síðan var ekið sem leið liggur til Akureyrar, og sagðist vitnið ekki hafa orðið þess áskynja, að áfengis væri neytt í bifreiðinni á þeirri leið. Þegar í bæinn var komið, stöðvaði ákærði bifreiðina nálægt höfninni og heyrði vitn- ið þá, að Sigurður sagði við ákærða, að nú ætlaði hann að útvega meira áfengi. Var nú um stund beðið eftir Sigurði, en er hann kom ekki aftur, fór vitnið út úr bifreiðinni og gekk að Hótel KEA. Þegar vitnið kom aftur til baka, kom ákærði í bifreiðinni á móti því. Var Sgurður nú kominn aftur í bifreiðina, og var nú ekið aftur út fyrir bæinn, og neytti Sigurður þar töluverðs áfengis, og tók ákærði sopa öðru hverju. Kvaðst vitnið bá hafa sagt við ákærða, að hann skyldi ekki drekka svona mikið, því þá gæti hann ekki keyrt. Sagði Sigurður þá, að hann skyldi keyra, en ekki varð þó neitt af því. Síðan var ekið aftur inn í bæ að síðan fram að Munkaþverá, og var þá klukkan um 01.00. Á leiðinni inn eftir neytti Sigurður enn áfengis, en ákærði ekki. Staðhæfir vitnið, að ákærði hafi aðeins verið kenndur, er hann ók bifreiðinni í þetta sinn, eða eins og vitnið orðaði það „angeheitert“. Vitnið kveðst hafa reynt til að hindra ákærða í að neyta áfengis. Ekki kveðst vitnið neitt hafa fundið við akstur ákærða að at- huga. Vitnið kvaðst sjálft einskis áfengis hafa neytt um kvöldið, en sagð- 176 ist hafa neytt áfengis, þegar það var með ákærða í eftirmiðdaginn greind- an dag, og hefði það þá aðeins fundið á sér, en ekkert um kvöldið. Rita Mitterswei, þýzk stúlka, 19 ára að aldri, til heimilis að Syðra-Hóli, hefur einnig mætt sem vitni. Ber vitnisburði þessa vitnis saman við vitn- isburð Helen Bibensee, að því er snertir ferðir þeirra með ákærða greind- an dag, og einnig í höfuðatriðum, að því er varðar önnur atriði. Þannig sagði vitnið, að frásögn Helen af ferðinni út fyrir Akureyri um miðjan daginn sé sönn í öllum atriðum, og sagði, að sig minnti, að mennirnir hefðu hellt úr Vallash-flösku í brennivínsflösku til þess að blanda áfengið. Þá hefur vitnið borið, að ákærði hafi neytt áfengis um kvöldið á leið- inni frá Litla-Hóli að Munkaþverá, en ekki á leiðinni þaðan til Akureyrar. Þá hefur vitnið borið, að á leiðinni að Stóra-Hamri hafi verið tekin upp brennivínsflaska. Var bifreiðin síðan stöðvuð, og neyttu karlmennirnir þar áfengis, og telur vitnið, að það hafi verið blandað með Vallash. Einnig sagði vitnið, að stúlkurnar hefðu neytt lítils háttar af áfenginu á þessum stað, blandað með sítron. Ekki vissi vitnið, hversu var neytt þarna af áfengi. Þegar til Akureyrar kom, var stöðvað skamma stund, og sóttu karlmenn- irnir sér sígarettur, en ekki varð vitnið þess vart, að þá væri komið með áfengi í bifreiðina. Á ferðinni út fyrir Akureyri um kvöldið, segir vitnið, að bifreiðin hafi oft verið stöðvuð og hafi karlmennirnir oft sopið á áfenginu á leiðinni, en stúlkurnar hafi alltaf drukkið mjög lítið. Einnig hefur vitnið borið, að það hafi séð, að áfengi hafi verið hellt saman við Vallash í bifreiðinni, og hafi þeir ákærði og Sigurður drukkið af því, einnig kveðst vitnið hafa bragðað á sömu flöskunni og fundið, að áfengi var í því. Loks hefur vitnið borið, að það hafi séð áfengisáhrif á ákærða, þar eð hann hafi verið „angeheitert“, eins og vitnið orðaði það. Vitnið sá ekki, að ákærði æki ógætilega, og virtist stjórn hans á bifreiðinni vera örugg. Báðar þýzku stúlkurnar hafa unnið eið að vitnisburði sínum. Vitnið Ágúst Jóhannsson, 64 ára að aldri, sem bjó á sömu hæð og ákærði, þegar þetta atvik gerðist, hefur borið svohljóðandi: Vitnið var á fótum, þegar ákærði kom heim greinda nótt, og opnaði útidyrnar fyrir honum. Sagði vitnið, að ákærði hefði verið grátandi og með áfengisflösku í hend- inni og skýrði vitninu frá slysinu. Sagðist vitnið halda, að flaskan hafi verið alveg óátekin, þegar ákærði kom með hana, og hefði hann sett tappann niður í hana og þambað úr henni á örskammri stund, þar til ekki var eftir í henni nema *% peli, og afhenti hann þá vitninu flöskuna og sagði, að það mætti eiga það, sem eftir væri. Vitnið hefur jafnan haldið því fram, að það hafi ekki séð, að ákærði væri drukkinn, þegar hann kom heim, en tók fram, að ekki sæist á ákærða, þótt hann hefði drukkið dálítið áfengi. Hins vegar sagði vitnið, að ákærði hefði orðið svo ofurölvi af að drekka úr flöskunni, að hann hefði oltið út af sofandi eftir 5-10 mínútur. Einnig bar vitni þetta, að ákærði hefði komið heim að borða um mat- málstíma kvöldið áður og hefði það ekki séð ölvun á honum þá. Síðar bar vitni þetta, að það hefði séð ákærða með áfengisflösku í hendinni í dyr- unum, þegar hann var kominn, og vissi ekki betur en ákærði hefði verið 177 með hana, þegar hann kom inn. Varðandi þenna vitnisburð hefur ákærði sagt, að hann mótmælti því ekki, að hann hafi sofnað fljótlega, eftir að hann kom heim, en hann hafi verið vakandi síðar um nóttina. Hins vegar hefur hann haldið fast við það, að hann hafi ekki verið með flöskuna, begar hann kom inn. Tveir bifreiðaeftirlitsmenn, Snæbjörn Þorleifsson og Svafar Jóhannsson, skoðuðu bifreiðina A-3T sama sólarhringinn og slysið varð, og hafa þeir lýst skemmdum á henni eftir slysið bannig, að hún hafi verið mikið skemmd, hægri hliðin mikið til í klessu, sérstaklega fram- og afturhurð, og báðar uppistöður. Einnig voru hliðarrúður brotn- ar og vinstri helmingur framrúðu, framaurbretti hafi undizt upp að aft- an og stýrishjólið brotnað. Bifreiðinni var ekið nokkurn spöl, og reyndust fóthemlarnir sæmilegir, og ekkert virtist athugavert við stýrisgang, en handhemill var óvirkur. Bifreiðin hafði verið skoðuð af eftirlitinu 5. maí s.l, og hafði þá ekki önnur athugasemd verið gerð við hana en varðandi handhemilinn. Bifreiðin A--37 er af Plymouthgerð, smíðaár 1942, breidd 1.85 m. Vörubifreiðin A--315, sem ákærði ók á, er Ford, smíðaár 1942, 1.92 m breið. Bifreiðaeftirlitsmennirnir hafa báðir mætt í rétti og staðfest þar vottorð sitt, en Svafar Jóhannsson, sem ók bifreiðinni við skoðunina, hefur borið, að hann hafi ekki reynt hemlana á meira en 25 km hraða og geti því ekki um borið, hvernig þeir hefðu virkað á meiri hraða. Eins og framan er rakið, hefur ákærði stöðugt neitað því að hafa verið undir áhrifum áfengis eða neytt áfengis við bifreiðarstjórn í Þetta sinn. Blóðrannsókn liggur engin fyrir, svo eigi verður á henni byggt. Þrjú vitni hafa borið, að þau hafi eigi séð, að ákærði væri ölvaður greinda nótt, en þar af var eitt þeirra mikið ölvað. Hins vegar hafa tvö önnur vitni, sem eigi virðist nein ástæða til að ætla, að vildu bera ákærða í óhag, borið, að ákærði hafi verið kenndur við bifreiðarstjórn Mmarggreinda nótt og að þau hafi séð hann neyta áfengis hvað eftir annað. Lítur rétt- urinn svo á, að með þessum gögnum sé ekki nægilega sannað, að ákærði hafi verið ölvaður við beifreiðarakstur greint skipti, og ber því að sýkna hann af þeirri ákæru. Hins vegar álítur rétturinn, að hinir eiðfestu vitn- isburðir tveggja fullgildra vitna um þær staðreyndir, að ákærði hafi neytt áfengis í bifreiðinni að þeim ásjáandi, sé nægileg sönnun Þess, að svo hafi verið, og hefur ákærði með því gerzt brotlegur við upphafsákvæði 1. mgr. 23. gr. bifreiðalaga, og að hann hafi af áfengisneyzlunni verið haldinn slíkum sljóleika við bifreiðarakstur, að varði við ákvæði 3. mgr. sömu gr. Enn fremur verður að telja, að með játningu ákærða sé sannað þrátt fyrir vottorð bifreiðaeftirlitsmanna, að hvorki fóthemlar eða hand- hemlar hafi verið í lagi, og varðar það við ákvæði 5. gr. bifreiðalaganna, og með því að hafa óvirkan hraðamæli hefur ákærði brotið í bág við ákvæði 9. gr. sömu laga. Loks verður að telja, að þar sem ákærði hafði beina braut fram undan sér, 5.20 m breiða, og ekur þó á aðra bifreið, sem stendur kyrr, á fullri ferð, án þess að nokkuð væri utanaðkomandi, sem truflaði hann, og þar sem hann jafnframt hefur viðurkennt, að hann hafi ekki horft sem skyldi fram undan sér og verið þó að minnsta kosti á hámarks hraða, hafi hann 12 178 sýnt mjög vítavert kæruleysi í akstri, og varðar það við ákvæði 26. gr., 1. mgr., og 27. gr., 1. mgr. bifreiðalaganna, 2. gr. og 4. gr.,3.mgr., umferðar- laganna og 48. gr. lögreglusamþykktar Akureyrar frá 11. jan. 1934, og með því að aka hægra megin á götunni hefur hann brotið ákvæði 6. gr. umferðarlaganna og 33. gr. lögreglusamþykktar Akureyrar. 11. Samkvæmt því, sem að framan er rakið, þykir refsing ákærða sam- kvæmt 38. gr. bifreiðalaganna, 14. gr. umferðarlaganna og 97. gr. lög- reglusamþykktar fyrir Akureyrarkaupstað frá 11. janúar 1934 hæfilega ákveðin 1000.00 kr. sekt til ríkissjóðs. Þá þykir rétt með tilliti til þess, að ákærði hefur áður sætt dómi fyrir neyzlu áfengis við stjórn bifreiðar, og hegðunar hans Í sambandi við bifreiðaárekstra þá, er í máli þessu greinir, svo og Aánnarrar undanfarandi hegðunar hans í sambandi við bifreiðar- stjórn rétt að svipta hann rétti til bifreiðarstjórnar ævilangt. Loks ber að dæma ákærða til að greiða allan kostnað sakarinnar, þar á meðal kr. 300.00 í málsvarnarlaun til hdl. Jóns Þorsteinssonar. Nokkur dráttur hefur orðið á uppsögn dóms þessa, og stafar hann af óvenjulegu annríki við rannsókn sakamála. Dómsorð: Ákærði, Jón Pálmi Karlsson, greiði 1000 krónur í sekt til ríkis- sjóðs, og komi 10 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan fjögra vikna frá lögbirtingu dóms þessa að telja. Ákærði er sviptur ævilangt rétti til að stjórna bifreið. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar á meðal kr. 300.00 í málsvarn- arlaun til skipaðs talsmanns síns, Jóns Þorsteinssonar hdl. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. 179 Föstudaginn 6. apríl 1951. Nr. 75/1950. Ákæruvaldið (Magnús Thorlacius) gegn Sveinbirni Guðlaugssyni (Theódór B. Lindal). Setudómarar próf. Ólafur Lárusson og próf. Ármann Snævarr í stað hrá. Jóns Ásbjörnssonar og hrd. Jónatans Hallvarðssonar, Brot gegn áfengislögum, bifreiðalögum, umferðarlögum og lögreglusamþykkt Reykjavíkur. Dómur Hæstaréttar. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms verður að telja ákærða sannan að sök um þau brot, sem þar greinir. Brotin varða við þau refsiákvæði, sem rakin eru í dóminum, og auk þess við 1. mgr. 27. gr. og 29. gr. laga nr. 23/1941. Refsing ákærða ákveðst með tilvísun til 2. gr. laga nr. 6/1951 og 2. gr. hegningarlaga nr. 19/1940 3000 króna sekt til ríkissjóðs, og komi 18 daga varðhald í stað sektar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um sviptingu ökuleyfis og sakar- kostnað staðfestast. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir Hæstarétti, kr. 1200.00 til hvors. Dómsorð: Ákærði, Sveinbjörn Guðlaugsson, greiði 3000 króna sekt til ríkissjóðs, og komi 18 daga varðhald í stað sekt- arinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um sviptingu ökuleyfis og sakar- kostnað staðfestast. - Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verj- 180 anda fyrir Hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Magn- úsar Thorlacius og Theódórs B. Líndals, kr. 1200.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur lögregludóms Reykjavíkur 16. maí 1950. Ár 1950, þriðjudaginn 16. maí, var í lögreglurétti Reykjavíkur, sem haldinn var í skrifstofu réttarins af Halldóri Þorbjörnssyni, fulltrúa saka- dómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 1980/1950: Ákæruvaldið gegn Sveinbirni Guðlaugssyni, sem tekið var til dóms 19. f. m. Málið er höfðað: gegn Sveinbirni Guðlaugssyni bifreiðarstjóra, Barma- hlíð 44 hér í bæ, fyrir brot gegn áfengislögum nr. 33 frá 19. jan. 1935 og bifreiðalögum nr. 23 16. júní 1941, umferðarlögum nr. 24 16. júní 1941 og lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík nr. 2 7. janúar 1930. Ákærði, sem fæddur er 17. marz 1902, hefur áður sætt eftirtöldum kærum og refsingum: 1930 11/10 Sætt, sekt 10 kr. fyrir brot gegn 43. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur. 1930 30/10 Áminning fyrir afturljósleysi á bifreið. 1931 28/7 Áminning fyrir brot á samþykkt um bifreiðastæði. 1934 4/3 Sátt, 100 kr. sekt fyrir brot á 1. gr. laga nr. 13 1941 og ölvun. 1944 23/5 Sátt, 25 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1944 20/7 Sátt, 200 kr. sekt fyrir brot gegn matvælaskömmtunarlög- gjöfinni. 1945 24/8 Sátt, 25 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1945 26/9 Sátt, 500 kr. sekt. fyrir brot gegn matvælaskömmtunarlög- gjöfinni (stjórn Kron). 1949 21/1 Sátt, 50 kr. sekt, fyrir brot gegn reglum um aðalgötur og hliðargötur. Málavextir eru þessir: Milli kl. 19.00 og 20.00 sunnudaginn 9. okt. s.l. stöðvaði Árni Kristjáns- son skrifstofumaður bifreið sína, R—4559, á hægra kanti á eystri akbraut Snorrabrautar utan við aðaldyr Austurbæjarbíós. Fór Árni inn að miðasölunni. Þá heyrði hann skell, og er hann kom. út, sá hann, að ekið hafði verið á bifreið hans og henni kastað á bifreiðina R-—-5977, sem stóð á bílastæðinu milli akbrautanna. Árni kveðst hafa séð, að vöruhifreið var ekið. suður Snorrabraut, og hafa greinilega séð númer hennar, R—-151. Í bifreiðinni R--5977 var eigandi hennar, Sigurður Jónsson, Hjallavegi 33, og auk hans Sigfús Pétursson, Karfavogi 25. Bifreiðinni R--151 var nú ekið um Njálsgötu inn á vestri akbraut Snorrabrautar og síðan til norðurs, og hvarf hún sjónum þeirra, sem voru á staðnum. Eftir að lögreglan hafði komið á staðinn til athugunar, fóru þeir Sigurður og Sigfús að leita að R—151 og fundu hana á Snorrabraut á móts við Gasstöðina. Bifreiðin var mannlaus og ólæst. Að sögn Sigurður voru kveikjuláslyklar ekki í bifreið- 181 inni, en um þetta atriði man Sigfús ekki. Þeir tilkynntu lögreglunni, hvar bifreiðin væri, ög samkvæmt frásögn Björns Eysteins Kristjánssonar lögrégluþjóns, sem fór á staðinn kl. rúmlega 21.00, var kveikjuláslykillinn þá ekki í bifreiðinni. Hann tók kveikjuhamarinn úr bifreiðinni og skildi hana eftir á staðnum. Ákærði var eigandi R-—-151, sem er vörubifreið af gerðinni International. Hann skýrir svo frá, að umræddan dag, um kl. 18.50, hafi hanh skilið bif- reiðina eftir á bílastæði á Snorrabraut og farið inn í húsið nr. 30 til að hitta vin sinn Bjárna Guðmundsson bifreiðarstjóra, sem bar býr. Þar var þá staddur Guðjón bifreiðarstjóri Vigfússon, Snorrabraut 36, sem átti fertugsafmæli þenna dag. Kom hann með áfengi til Bjarna. Kveéðst ákærði nú hafa tekið að neyta áfengis og fundið nokkur áfengisáhrif, þó ekki mikil. Síðan kveðst ákærði hafa farið út til að læsa bifreiðinni, þar eð hann hafði skilið hana eftir ólæsta með lykilinn í kveikjulásnum. Þá hafði hann séð, að bifreiðin var horfin. Hann segist hafa farið áð leita bifreiðarinnar og fundið hana á móts við Gasstöðvarportið. Kveikjulás- lyklarnir hafi verið í bifreiðinni. Kveðst ákærði hafa tekið þá, skilið bif- reiðina eftir, þar eð hann var undir áfengisáhrifum, og farið heim. Ákærði telur það hafa verið kl. að ganga 22, sem hann fór út frá Bjarna og kl. hafi a. m. k. verið orðin 22, er hann fann bifreið sína. Neitar ákærði því algerlega, að hann hafi ekið bifreið sinni á umrædd- um tíma (kl. milli 19 og 20), og hafi bifreiðin verið tekin í heimildarleysi af einhverjum, sem hann getur ekki tilgreint. Vitnið Bjarni Guðmundsson segir, að sig minni, að ákærði kæmi til hans laust fyrir kl. 19. Hann hélt því í fyrstu fram, að ákærði hefði dvalizt inni hjá honum þar til kl. rúmlega 21, en síðar kvaðst Bjarni ekki þora að segja um þetta, og sé ekki útilokað, að hann hafi farið út um kl. 19.30, en sig minni þó, áð hann hafi farið síðar. Kveður Bjarni þá báða hafa neytt áfengis, en ekki telur Bjarni ákærða hafa verið mikið undir áhrifum áfengis, er hann fór. Vitnið Guðjón Vigfússon kveðst hafa komið til Bjarna um kl. 19 með eina whiskyflösku, og hafa hitt ákærða þar. Hann kveðst hafa stanzað þar stutt þá. Hann telur það hafa verið kl. ca. 20.30, sem hann kom síðast til Bjarna þetta kvöld, og hafi ákærði verið þar þá. Hann kveðst ekki geta sagt nákvæmlega um tímaákvarðanirnar, en telur þær þó nærri sanni. Vitnið Böðvar Magnússon vagnasmiður kveðst hafa komið heim til Bjarna um kl. 19 og hafi ákærði verið þar þá. Böðvar kveðst hafa farið burt á undan ákærða og hafa áreiðanlega verið farinn kl. 19.30. Vitnið Sigurður Jónsson kveðst hafa verið nýsetztur inn í bifreið sína, er hann fann, að högg kom aftan á hana. Hann kveðst hafa séð stjórnanda R—-151, ér henni vár ekið norður Snorrabraut, eftir að henni hafði verið beygt irin á nyrðri akbraut. Hafi stjórnandi R--151 litið til hans. Sigurður sá ákærða í skrifstofu rannsóknarlögreglunnar, og kveðst hann með sjálfum sér vera öruggur um, að það hafi verið hann, sem stjórnaði R--151 í umrætt skipti. Sigurður tekur þó fram, að hann geti ekki alveg fullyrt, að þetta álit sitt sé rétt, þar sem hann hafi séð manninn rétt í svip. 182 Vitnið Sigfús Pétursson kveðst hafa farið út úr R—5977, er högg kom á bifreiðina, og hafa þá séð R-—-151, sem ekið var suður Snorrabraut og beygt inn Njálsgötu inn á vestari akbraut og ekið Í norður. Sigfús segir, að. bifreið- inni hafi verið ekið hægt. Hann kveðst hafa veifað til stjórnanda R—151, og hafi hann litið til hans (Sigfúsar), en haldið svo áfram. Sigfús kveðst hafa séð manninn greinilega og kveður alls ekki um að villast, að það hafi verið ákærði. Vitnið Vigdís Ágústa Sigurðardóttir, 18 ára að aldri, var stöðd utan við Austurbæjarbíó í umrætt skipti. Hún skýrir svo frá, að hún hafi séð R— 151 koma á fremur greiðri ferð suður Snorrabraut og aka utan í R—4559, og hafi orðið talsverður hávaði af. Vigdís Ágústa kveðst hafa séð stjórnanda R—151, þó ekki mjög greinilega. Henni var sýndur ákærði í hópi fleiri manna, meðan á rannsókn málsins stóð. Benti hún á ákærða og komst svo að orði, að sér fyndist endilega hann vera sá, sem stýrði R— 151. Kveðst hún ekki vilja fullyrða um þetta, en telur það mjög líklegt. Sigurður Jónsson, Sigfús Pétursson og Vigdís Ágústa Sigurðardóttir hafa öll staðfest framburð sinn með eiði. Þeir Sigurður og Sigfús fundu bifreiðina milli kl. 20 og 21, og var kveikjuláslykillinn þá eigi í bifreiðinni. Fyrir þann tíma hefur ákærði því tekið lykilinn í sínar vörzlur, og er því ljóst, að sá framburður ákærða, að hann hafi fundið bifreiðina eftir kl. 22 og lykillinn þá verið í bifreið- inni, fær ekki staðizt. Er frásögn ákærða yfirleitt fremur ósennileg. Með vætti þeirra þriggja vitna, er áður getur, Sigurðar, Sigfúsar og Vigdísar Ágústu, verður, að þessu athuguðu, að telja fullsannað, að það hafi verið ákærði, sem ók R—í51 í umrætt skipti. Ákærði skýrir svo frá, að hann hafi setið að drykkju umrætt kvöld. Það, að hann hvarf af árekstrarstað án þess að nema staðar, bendir til, að ekki hafi allt verið með felldu um ástand hans. Þykir sannað, að hann hafi ekið bifreið undir áhrifum áfengis og þannig unnið til refsingar samkvæmt g1. sbr. 39. gr. áfengislaga nr. 33 9. janúar 1935 og 1. mgr. 23. gr, sbr. 38. gr. bifreiðalaga nr. 23 16. júní 1941. Ákærði hélt bifreið sinni við aksturinn ekki nægilega á vinstra hluta akbrautar og olli spjöllum á tveim bifreiðum af þeim sökum. Þetta brot ákærða varðar við 6. sbr. 14. gr. umferðarlaga nr. 24 16. júní 1941 og 1. mgr. 31. gr. sbr. 96. gr. lögreglusamþykktar fyrir Reykjavík nr. 2 7. janúar 1930. Loks hefur ákærði með því að yfirgefa slysstað með framangreindum hætti brotið gegn 9. sbr. 14. gr. umferðarlaga. Refsing ákærða þykir með hliðsjón af TT. gr. almennra hegningarlaga nr. 19 12. febr. 1940 hæfilega ákveðin varðhald 15 daga. Ákærða var haldið í gæzluvarðhaldi 5 daga, meðan á rannsókn málsins stóð, en eigi eru skilyrði til að láta það koma refsingu hans til frádráttar. Samkvæmt 21. gr. áfengislaga og 39. gr. bifreiðalaga þykir rétt að svipta ákærða bifreiðarstjóraréttindum eitt ár frá birtingu dóms þessa. Akærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin 183 málsvarnarlaun talsmanns síns, Theódórs B. Líndals hrl., er ákveðst kr. 350.00. Rekstur málsins hefur verið vítalaus. Dómsorð: Ákærði, Sveinbjörn Guðlaugsson, sæti varðhaldi 15 daga. Ákærði er sviptur ökuleyfi bifreiðarstjóra eitt ár frá birtingu dóms bessa. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarn- arlaun skipaðs talsmanns síns, Theódórs B. Líndals hrl., kr. 350.00. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Föstudaginn 6. apríl 1951. Nr. 89/1950. "Trolle £ Rothe h/f f. h. eigenda e/s Fulton og farms þess (Sveinbjörn Jónsson) gegn Skipaútgerð ríkisins og gagnsök (Egill Sigurgeirsson). Setuðómarar próf. Ólafur Lárusson og próf. Ármann Snævarr í stað hrd. Jóns Ásbjörnssonar og hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Bjarglaun. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi, sem skotið hefur máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 30. júní 1950, gerir þessar kröfur: Aðalkrafa, að dæmd fjárhæð verði lækkuð og gagnáfrýj- anda dæmt að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, Varakrafa, að héraðsdómur verði staðfestur og gagnáfrýj- anda dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur, að fengnu áfrýjunarleyfi 25. sept. Í. á., áfrýjað héraðsdóminum með stefnu 27. sept. f. á. Krefst hann þess, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 230.000.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 29. janúar 1949 til 184 greiðsludags og málskostnað bæði í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Samkvæmt gögnum málsins verður að telja, að varðskipið Ægir hafi bjargað e/s Fulton. Með tilvísun til erfiðrar siglingar varðskipsins á strand- stað, tímatafar þess og kostnaðar vegna björgunarinnar svo og með tilvísun til þeirra verðmæta, sem bjargað var, þá þykja björgunarlaunin hæfilega ákveðin kr. 165.000.00, Ber að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda þá fjár- hæð ásamt 6% ársvöxtum frá 29. janúar 1949 til greiðslu- dags. Samkvæmt þessum úrslitum er rétt að dæma aðaláfrýj- anda til að greiða gagnáfrýjanda kr. 16.000.00 málskostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Trolle ér Rothe h/f f. h. eigenda e/s Fulton og farms þess, greiði gagnáfrýjanda, Skipaútgerð ríkisins, kr. 165.000.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 29. jan- úar 1949 til greiðsludags svo og kr. 16.000.00 málskostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 5. apríl. Mál þetta, sem dómtekið var 17. Í. m. hefur Pálmi Loftsson fram- kvæmdastjóri f. h. Skipaútgerðar ríkisins höfðað fyrir sjó- og verzlunar- dómi Reykjavíkur, með stefnu, útgefinni 17. ágúst f. á, gegn Trolle á Rothe h/f hér í bæ vegna eigenda e/s Fulton frá Bergen og vátryggjenda þess og farmsins, sem í skipinu var, tryggingarfélagsins Æolus A/S í Bergen til greiðslu björgunarlauna, að fjárhæð kr. 230.000.00 auk 6% ársvaxta frá 29. janúar 1949 til greiðsludags og málskostnaðar, þar á meðal matskostnaðar, að upphæð kr. 2320.75, að skaðlausu. Við munnlegan flutning málsins féll stefnandi frá sjálfstæðum kröfum á hendur vátryggjendum skips og farms, en hélt fast við kröfur sínar á hendur eigendum skips og farms í stefnu að öðru leyti. Stefndi hefur krafizt þess, að stefnukrafan verði lækkuð eftir mati dóms- ins og málskostnaður verði látinn falla niður. Málavextir eru þeir, að sunnudaginn 9. janúar 1949 strandaði e/s Fulton frá Bergen á Húsavíkurhöfn. Með bréfi til stefnanda, dags, 12. janúar 185 1949, staðfestir stefndi, Trolle £ Rothe h/f, símtöl, er farið höfðu fram milli þessara aðilja, viðvíkjandi aðstoð v/s Ægis við björgun á hinu strandaða skipi, og segir m. a. í bréfinu, að tækist björgun með hjálp Ægis, verði hún greidd með björgunarlaunum, sem skuli ákveðin annaðhvort með samkomulagi eða með endanlegum dómi íslenzkra dómstóla. Í framhaldi af bréfi þessu ritaði stefndi stefnanda samdægurs annað bréf, þar sem þess er óskað, að stefnandi fylgist með því, hvenær e/s Fulton sé tilbúið til að taka á móti björgunarhjálp, og að Ægir sé ekki sendur til Húsavíkur, fyrr en vissa sé fyrir því, að skipið sé tilbúið að notfæra sér hjálpina. Hinn 14. janúar ritar stefndi stefnanda enn bréf og vísar í því til símskeytis frá skipstjóranum á e/s Fulton. Biður stefndi í bréfinu um það, að Ægir verði látinn fara til Húsavíkur, svo fljótt sem unnt sé, og samkvæmt skýrslu skip- stjórnarmanna á Ægi hélt skipið af stað þangað frá Reykjavík samdægurs, kl. 23.22. Hinn 17. janúar, kl. 16.10, varpaði Ægir akkeri á Húsavíkurhöfn, og var þá þegar byrjað að undirbúa björgunina. Var vélbátur frá skipinu settur á flot, og fór skipstjóri Ægis á honum til viðtals við skipstjórann á e/s Fulton um, hvernig aðgerðum skyldi hagað. Síðan var farið með 3" gildan og 120 faðma langan vír frá Ægi og hann lagður úr framstafni Fulton og festur á yzta „pela“ á bryggju í höfninni. Var ætlunin, að e/s Fulton togaði í vírinn, þegar til kæmi. Annar vír, 44" gildur og ca. 360 faðma langur, var festur milli framenda e/s Fulton og Ægis. Loks voru teknar upp á Ægi 4 björgunardælur, þær athugaðar og settar í gang til reynslu. Um það hafði orðið samkomulag milli skipstjóranna á Ægi og e/s Fulton að fresta því að reyna að draga e/s Fulton á flot bar til á hádeg- isflóði daginn eftir, og nota næstu fjöru til þess að losa meira úr skipinu af farmi þess, en það voru kol. Þriðjudaginn 18. janúar, kl. 7, voru 3 dælur og allt, er þeim fylgdi, flutt frá Ægi í e/s Fulton, slöngur tengdar við þær bar og dælurnar gerðar gangfærar. Nokkrum mínútum fyrir kl. 11 var Ægir færður nær strandstaðnum, stjórnborðsakkeri látið falla og gefnir út 160 metrar af keðju. Síðan var gildi vírinn, er áður um getur, dreginn inn að aftan, strengdur vel og settur fastur. Kl. 11.58 togað inn á keðju Ægis í því skyni að fá fullan kraft á vírinn að aftan. Við betta átak fór e/s Fulton að snúast, en það hjálpaði til með því að toga í vír bann, sem festur hafði verið í skipið úr bryggjuhorninu. Þegar klukkan var 7 mínútur yfir 12, var vél Ægis sett á ferð áfram og rykkt í dráttarvírinn. Verður að telja sannað með framburði skipstjórnarmanna á Ægi og nokkurra skip- verja á skipinu, að Ægir hafi með þessum aðgerðum dregið e/s Fulton á flot. Tók þetta mjög skamman tíma, eða um 5 mínútur, eftir því sem séð verður af gögnum málsins. Er e/s Fulton var komið vel út fyrir bryggj- una, sleppti það dráttarvírnum. Var síðan ákveðið, að skipið héldi begar í stað til Akureyrar í fylgd með Ægi, og lögðust bæði skipin við akkeri á Akureyrarhöfn kl. 19.53 um kvöldið. Meðan á aðgerðum stóð Þenna dag, voru IV. vélstjóri Ægis, bátsmaður og háseti hafðir á e/s Fulton til þess að stjórna dælunum, og virðast menn þessir hafa verið í skipinu, bar til Ægir yfirgaf það. Miðvikudaginn 19. janúar var hafinn undirbúningur að köfun til þess að skoða skipið. Lét Ægir í té í þessu skyni kafara með öllum 186 tækjum. Vann kafarinn að skoðuninni og síðan að þéttun skipsins til 3. febrúar. Til þess tíma voru og Í skipinu dælurnar þrjár frá Ægi, sem í það voru settar í Húsavík. Skoðun á e/s Fulton sýndi, að allmiklar skemmdir höfðu orðið á mörgum botngeymum þess. Ægir var, að því er virðist, til aðstoðar skipinu á Akureyri þar til 21. janúar síðdegis, en þá fór hann til annarra starfa. Stefnandi reisir stefnukröfuna á því, að hér hafi verið um ótvíræða björgun að ræða. Telur hann, að eftir öllum aðstæðum séu 20% af verð- mæti hins bjargaða hæfileg björgunarlaun sér til handa. Samkvæmt mats- gerð dómkvaddra manna, sem ekki hefur verið hnekkt, nam verðmæti e/s Fulton með farmi þeim, sem í skipinu var, kr. 1150.000.00, en 20% af þeirri fjárhæð kemur heim við stefnukröfuna. Stefndi reisir kröfu sína um lækkun á því, að hjálp Ægis falli undir aðstoð, en ekki björgun, og beri því að miða greiðsluna til stefnanda við það. Þá heldur hann því fram, að enda þótt umrædd hjálp yrði talin björgun, þá hafi hún verið svo auðveld, að upphæðin, sem krafizt er í mál- inu, nái ekki nokkurri átt. Að athuguðum málsatvikum þeim, sem lýst er hér að framan, þykir ein- sætt, að um björgun hafi verið að ræða, og ber stefnanda því björgunar- laun. Af gögnum þeim, sem fyrir liggja í málinu, virðist beinn kostnaður stefn- anda við björgunina hafa numið rúmlega kr. 50.000.00. (Ægir frá 14. jan. til 21. s. m., eða Í 7 daga, með skipshöfn og tækjum, síðar kafari með öllum útbúnaði frá 22. jan. til 3. febr., eða í 13 daga, og dælur lánaðar sama tíma.) Er litið er til þessa allra atvika og aðstæðna við björgunina, verðmæti hins bjargaða svo og þess, að telja verður, að e/s Fulton hafi verið í nokk- urri hættu, sérstaklega ef veður versnaði, þykja björgunarlaunin hæfilega ákveðin í heild kr. 110.000.00. Ber að dæma stefnda til að greiða þá fjár- hæð með vöxtum, eins og krafizt hefur verið, svo og málskosnað, þar með talinn matskostnað, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 8000.00. Einar Arnalds borgardómari kvað upp dóm benna ásamt meðdóms- mönnunum, skipstjórunum Jónasi Jónassyni og Þorgrími Sigurðssyni. Vegna veikinda eins dómarans hefur dómur eigi orðið kveðinn upp í máli þessu fyrr. Dómsorð: Stefndi, Trolle £ Rothe h/f vegna eigenda e/s Fulton og farm- eigenda, greiði stefnanda, Pálma Loftssyni f. h. Skipaútgerðar rík- isins, kr. 110.000.00 með 6% ársvöxtum frá 29. janúar 1949 til greiðsluðags og kr. 8000.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirt- ingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 187 Föstudaginn 6. apríl 1951, Kærumálið nr. 3/1951. a Emil Hjartarson og Guðmundur Hjartarson gegn. Margréti Lúðvíksdóttur. Setudómarar próf. Ólafur Lárusson og próf. Ármann Snævarr í stað hrd. Jóns ÁAsbjörnssonar og hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Máli frestað sjálfkrafa. Úrskurður Hæstaréttar. Með kæru 14. febrúar þ. á., sem hingað barst 24. s. m., hafa sóknaraðiljar kært til Hæstaréttar málskostnaðarákvæði dóms bæjarþings Reykjavíkur 8. s. m. í máli varnaraðilja gegn sóknaraðiljum. Varnaraðili hefur skotið framangreindu máli til Hæsta- réttar með stefnu 16. marz þ. á. til þingfestingar í maímánuði n. k, Þykir því rétt samkvæmt lögjöfnun frá 2, málsgrein 117. gr. laga nr. 85/1936 að fresta kærumálinu ex officio, unz séð er, hvort áðurnefnt áfrýjunarmál verður lagt í dóm. Ályktarorð: Kærumáli þessu er frestað ex officio samkvæmt fram- angreindu. 188 Föstudaginn 6. ápríl 1951. Kærumálið nr. 4/1951. Egill Ragnars f. h. ófjárráða dóttur sinnar, Guðrúnar E. Ragnars, gegn Útvegsbanka Íslands h/f, Akureyri Setudómarar próf. Ólafur Lárusson, próf. Ólafur Jóhannesson og próf. Ár- mann Snævarr í stað hrá. Jóns Ás- björnssonar, hrd. Jónatans Hallvarðs- sonar og hrá. Árna Tryggvasonar. Kröfu um framlagningu tiltekinnar skilagreinar hrundið. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 26. febrúar þ. á., er hingað barst 8. marz þ. á., kærði sóknaraðili úrskurð bæjarþings Akureyrar, er upp var kveðinn 26. febr. þ. á. í máli sóknaraðilja gegn varnaraðilja, en með úrskurði þessum var hrundið kröfu sóknaraðilja um, að varnaraðili legði fram skilagrein fyrir því, hvernig hann hefði ráðstafað vátryggingarfé v/s Ragnars, kr. 350.000.00, og leigugreiðslu fyrir sama skip, kr. 60.000.00. Krefst sóknar- aðili þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og varnaraðilja gert skylt að leggja fram umbeðna skilagrein svo og að greiða sóknaraðilja kærumálskostnað eftir mati Hæsta- réttar. Varnaraðili krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði stað- festur. Ekki verður séð, að skilagrein fyrir framannefndum fjár- hæðum skipti máli um úrslit máls þess milli aðilja, sem hér liggur fyrir. Kröfu sinni um reikningsskil getur sóknaraðili því ekki komið að í þessu máli. Ber þess vegna að staðfesta hinn kærða úrskurð. Varnaraðili hefur ekki krafizt kærumálskostnaðar, og fellur hann því niður. 189 Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður bæjarþings Akureyrar 26. febrúar 1951. Mál þetta hefur stefnandi, Egill Ragnars, Þórshöfn, N.-Þingeyjarsýslu, f. h. Guðrúnar E. Ragnars, höfðað fyrir bæjarþingi með stefnu, útgefinni 2. des. s.l, á hendur Útvegsbanka Íslands h.f, Akureyri, og gerir þær dómkröfur, að stefndi verði dæmdur til að greiða bætur fyrir síðargreint tjón, að upphæð kr. 69.100.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. sept. 1947 til greiðsludags, og málskostnað að skaðlausu. Stefndi krefst hins vegar sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. Stefnandi kveður málavexti þá, að sumarið 1947 hafi honum af hálfu stefnda verið meinað að gera skip sitt, m/s Ragnar, SI 91, út á síldveið- ar, en stefndi átti 1. veðrétt í skipinu ásamt veiðarfærum fyrir víxilskuld, er þá nam kr. 270.000.00. Lét stefnandi þá að kröfu stefnda hann fá ótak- markað umboð til þess að leigja skipið ásamt veiðarfærum. Stefndi leigði síðan skipið til síldveiða ásamt herpinótabátum og tveimur síldarnótum, en vátryggði ekki veiðarfærin né lét leigutaka annast vátryggingu þeirra. Um sumarið sökk skipið, og síldarnæturnar glötuðust. Telur stefnandi, að stefnda beri að bæta tjón, er af því hlauzt, og metur hann tjón sitt kr. 69.100.00 og hefur höfðað mál þetta til innheimtu þeirrar upphæðar. Í stefnunni er þess getið, að stefnandi telji hagsmuni sína að ýmsu leyti öðru fyrir borð borna í sambandi við leigu skipsins og áskilji sér rétt að hafa uppi frekari kröfur á síðari stigum málsins. Í þinghaldi í málinu þann 22. jan. s. 1. skoraði stefnandi á stefnda að leggja fram glögga skila- grein yfir 350 þús. krónur, sem stefndi veitti móttöku af vátryggingarfé m/s Ragnars, svo og um 60.þús. krónur, sem stefndi veitti einnig móttöku sem leigugreiðslu fyrir skipið. Í þinghaldi þann 5. þ. m. synjaði stefndi framlagningar með þeim for- sendum, að reikningsskil þessi séu málinu óviðkomandi. Þó. gaf hann kost á framlagningu skjala þessara, ef stefnandi setti fullnægjandi tryggingu fyrir kostnaði við afritun fylgiskjala og frumnótna og staðfestingu eftir- rita. Á þetta skilyrði féllst stefnandi ekki og krafðist úrskurðar um þetta atriði. Fór munnlegur málflutningur fram um þetta þann 20. þ. m., og var atriðið þá tekið til úrskurðar. Ágreiningslaust er í málinu, að síldarnætur þær, sem að framan getur, voru ekki sérstaklega vátryggðar. Málið fjallar um það, hvort stefnda hafi borið. skylda, til að, annast um þessa vátryggingu, og hvort honum beri því að bæta. tjón, er stefnandi varð fyrir við missi nótanna óvátryggðra. Aðrar kröfur hafa ekki verið hafðar uppi í málinu en þær, sem varða bætur fyrir þetta tjón. Ráðstöfun á vátryggingarfé og leigufé skipsins skiptir ekki máli í sambandi við úrslit þessa máls. Skjöl. þau, sem krafizt 190 er, að fram séu lögð, hafa því ekki þýðingu fyrir það, og verður krafa stefnanda því ekki tekin til greina. Úrskurð þenna kvað upp Friðjón Skarphéðinsson bæjarfógeti. Því úrskurðast: MR Krafa stefnanda um framlagningu framangreindra skjala verður ekki tekin til greina. Föstudaginn 13. apríl 1951. Kærumálið nr. 5/1951. Emil og Ögn Randrup gegn Helga Emil Eysteinssyni og Magnúsi Randrup Setudómarar hrl. Lárus Jóhannesson og próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Jóns Ásbjörnssonar og hrá. Jónatans Hall- varðssonar. Vitni ekki látið staðfesta vætti sitt með eiði. Dómur Hæstaréttar. Björn Ingvarsson, fulltrúi bæjarfógetans í Hafnarfirði, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Með kæru 20. febrúar þ. á., er hingað barst 19. marz þ. á., | hafa sóknaraðiljar skotið til Hæstaréttar úrskurði bæjarþings | Hafnarfjarðar, uppkveðnum 20. febr. þ. á., í bæjarþingsmál- inu: Magnús Randrup gegn Emil og Ögn Randrup, en með úrskurði þessum var þess synjað, að varnaraðilinn Helgi Emil Eysteinsson staðfesti vitnaskýrslu sína í málinu með eiði. Sóknaraðilinn Ögn Randrup krefst þess, að hinn kærði úr- skurður verði úr gildi felldur og að heimilað verði, að varnar- aðilinn Helgi Emil Eysteinsson vinni eið að framburði sínum. Svo krefst hún og kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðiljans Magnúsar Randrups eftir mati Hæstaréttar. Frá sóknaraðilj- 191 anum Emil Randrup hefur Hæstarétti ekki borizt greinargerð né kröfur. Af hálfu varnaraðilja Magnúsar Randrups er þess krafizt, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og að sóknaraðiljan- um Ögn Randrup verði dæmt að greiða honum kærumáls- kostnað fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Það er hvorttveggja, að varnaraðilinn Helgi Emil Eysteins- son hefur reynzt óstöðugur í framburði sínum og að fyrr- greint bæjarþingsmál skiptir hann sjálfan og nána venzla- menn hans fjárhagslegu máli. Verður því að telja varhuga- vert, að hann staðfesti vætti sitt með eiði, sbr. 1. tölulið 2. mgr. 127. gr. laga nr. 85/1936. Ber því að staðfesta niðurstöðu hins áfrýjaða úrskurðar, Eftir þessari niðurstöðu þykir rétt að taka til greina kröfu varnaraðiljans Magnúsar Randrups um kærumálskostnað úr hendi sóknaraðiljans Agnar Randrups, og ákveðst hann kr. 200.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Sóknaraðilinn Ögn Randrup greiði varnaraðiljanum Magnúsi Randrup kærumálskostnað kr. 200.00 að við- lagðri aðför að lögum. Úrskurður bæjarþings Hafnarfjarðar 20. febrúar 1951. Ár 1951, þriðjudaginn 20. febrúar, kl. 15, var í bæjarþingi Hafnarfjarðar er haldið var í réttarsal embættisins af fulltrúa bæjarfógeta uppkveðinn úrskurður í ofangreindu máli, er tekið var til úrskurðar 9. þ. m. Í réttarhaldi í bæjarþingi Hafnarfjarðar 9. þ. m. krafðist Magnús Thor- lacius hrl., er þar mætti fyrir bæði hin stefndu, að vitninu Helga Emil Eysteinssyni verkamanni, Öldugötu 3 A, Hafnarfirði, yrði leyft að vinna eið að framburði sínum, er þá var gefinn fyrir bæjarþinginu. Lögmaður stefnanda, Gústaf A. Sveinsson hrl., hafði mótmælt framburði vitnisins sem óstaðfestum og mótmælt, að vitnið fengi að vinna eið að framburði sínum, þar sem það hefði borið með tvennum hætti í málinu. Atriðið var þá lagt í úrskurð dómarans. Málsatvik eru þessi í aðalatriðum: Með stefnu 1. okt. s.l. höfðar stefnandi, Magnús Randrup málari, Vita- stíg 7, Hafnarfirði, mál þetta á hendur foreldrum sínum, þeim Emil Ran- 192 drup málarameistara, Öldugötu 3 A, Hafnarfirði, og konu hans, Ögn Guð- mundsdóttur Randrup, til heimilis s. st. Réttarkröfur stefnanda eru: Að. viðurkenndur verði með dómi bæjarþingsins eignarréttur hans að hálfri húseigninni nr. 3 A við Öldugötu, Hafnarfirði, með öllu múrföstu og naglföstu og tilheyrandi leigulóð og mannvirkjum og öllu, sem eign- inni fylgir. Að stefndu, Emil Randrup og Ögn Randrup, verði dæmd til að fá stefn- anda í hendur vörzlur umræddrar eignar hans. Að stefndu verði bæði fyrir annað og annað fyrir bæði dæmd til þess að greiða honum að skaðlausu allan kostnað sakarinnar. Stefndu hafa bæði krafizt sýknu og greiðslu málskostnaðar úr hendi stefnanda. Áður en mál þetta var höfðað fyrir bæjarþinginu, hafði stefnandi höfðað fógetaréttarmál á hendur móður sinni, meðstefndri Ögn Randrup, um að hann yrði settur inn í vörzlur „eignar sinnar,“ hálfrar húseignarinnar Öldugötu 3 A, Hafnarfirði. Mál þetta var hafið, er til munnlegs málflutn- ings kom, og er nú rskj. 3 í máli þessu. Árið 1945 hóf meðstefndi Emil Randrup að reisa íbúðarhúsið Öldugötu 3 A, Hafnarfirði, og við smíði hússins vann stefnandi, sem þá var málara- sveinn hjá föður sínum. Var hann þá seytján ára. Meðstefndi Emil Ran- drup segir, að svo hafi verið um talað í upphafi, að þeir feðgar skyldu eiga sinn helminginn hvor í húsinu, að því tilskildu, að stefnandi upp- fyllti nokkur skilyrði, er meðstefndi Emil Randrup segir hann ekki hafa uppfyllt. Meðstefndi frú Ögn Randrup hafði fjárráð sonar síns, stefnanda, á þessum tíma. Segir hún, að honum hafi verið greidd vinnulaun hans við húsbygginguna, en 10.000.00 krónur tók hún úr sparisjóðsbók, er stefn- andi átti og var Í vörzlu hennar. Fé þetta fór til efniskaupa við húsbvgg- inguna. Eftir að smíði hússins var að mestu lokið, bjó stefnandi ásamt heitkonu, síðar eiginkonu, Í húsinu, hafði þar tvö herbergi og eldhús á stofuhæð, en stefndu bjuggu einnig á hæðinni, en höfðu eldhús í kjallara. Vorið 1947 fór stefnandi norður á síld, en kona hans Í sveit austur á Rangárvelli. Haustið 1947 flutti hálfbróðir stefnanda og sonur frú Agnar Randrups, Helgi Emil Eysteinsson, til Hafnarfjarðar og settist að í áminnætu húsi. Var þá í fyrstu umtalað milli hans og stefnanda, að hann keypti hálft húsið Öldugötu 3 A, en hætti við það vegna fjárskorts. Hins vegar greiddi hann stefnanda kr. 10.000.00, er hann segir í réttarhaldi 13. júlí s.l, að hafi átt að vera fyrirfram greidd leiga til stefnanda, eins og segir í réttar- bókinni, en í staðfestu eftirriti úr fógetabókinni hafði svarið brenglazt. Í bæjarþingi Hafnarfjarðar 9. þ. m. hefur vitnið Helgi Emil Eysteinsson sagt, að leiga þessi hafi verið greidd samkvæmt samkomulagi milli hans og meðstefnda Emils Randrups og stefnanda. Vitnið segir, að leigugreiðsla hafi verið af þess hálfu til Emils Randrups eftir íbúð hans, en féð. greitt stefnanda, en stefnandi þurfti að borga fyrirfram húsaleigu til þess að komast í íbúð þá, er hann hefur nú. 193 Meðstefndi frú Ögn Randrup hefur haldið fram, að nefnd greiðsla til stefnanda hafi átt að vera lokagreiðsla til stefnanda fyrir það, er hann hafði lagt til byggingar hússins. Ek Fjárfélag er með þeim hjónum, Emil og Ögn Randrup. Eins og áður greinir, hefur lögmaður stefnanda, Gústaf A. Sveinsson hrl., mótmælt, að vitninu Helga Emil Eysteinssyni væri leyft að staðfesta fram- burð sinn með eiði, gefinn í bæjarþingi Hafnarfjarðar 9. þ. m,, bar sem vitnið hefði borið með tvennum hætti í málinu. Á skoðun lögmanns stefnanda. verður ekki með öllu fallizt 1ím tvenns- konar framburð vitnisins. Síðari framburður vitnisins má öllu heldur skoðast sem viðauki og skýringar á 10.000.00 króna greiðslunni til stefn- anda, eftir því sem vitnið getur gert sér bezt grein fyrir því. En þar sem vitnið er sonur meðstefndu frú Agnar Randrups, hálf- bróðir stefnanda, og sem erfingi meðstefndu Agnar Randrups hefur bað fjárhagslegra hagsmuna að gæta hér, og líklegt er af málinu, að missætti sé milli þess og stefnanda, þá telst varhugavert, að vitnið Helgi Emil Eysteinsson staðfesti framburð sinn með eiði, er gefinn var fyrir bæjar- þingi Hafnarfjarðar 9. þ. m., sbr. 1. tölulið 2. mgr. 127. greinar laga nr. 85/1936. Ber því ekki að gefa vitninu kost á að staðfesta framburð sinn með eiði. Því úrskurðast: Vitninu Helga Emil Eysteinssyni, Öldugötu 3 A, Hafnarfirði, skal ekki heimilt að staðfesta framburð sinn með eiði, er gefinn vár í bæjarþingi Hafnarfjarðar hinn 9. febrúar 1951. 13 194 Föstudaginn 18. apríl 1951. Nr. 11/1950. Dánarbú Ásmundar Einarssonar (Theódór B. Líndal). gegn Magnúsi Ásmundssyni (Magnús Thorlacius). Setudómarar próf. Ólafur Lárusson og hrl. Lárus Jóhannesson í stað hrá. Jóns Ásbjörnssonar og hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Um skiptingu arðs af sameign. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 27. janúar 1950, að fengnu áfrýjunarleyfi 18. s. m. Krefst áfrýjandi þess, að stefnda verði dæmt að greiða aðal- lega kr. 5148.00, til vara kr. 2960.00 og til þrautavara kr. 320.00 með 6% ársvöxtum frá 12. des. 1947 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Frá því að hús það, er í málinu getur, var byggt á árinu 1913 og þar til Ásmundur heitinn Einarsson andaðist í árs- lok 1938, var sá fasti háttur hafður um skiptingu afnota og arðs af húseigninni, sem í héraðsdómi greinir, og var áfrýj- andi við það bundinn. Ber því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm að niðurstöðu til og dæma áfrýjanda til að greiða stefnda kr. 1000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, dánarbú Ásmundar Einarssonar, greiði stefnda, Magnúsi Ásmundssyni, kr. 1000.00 í máls- kostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 19. maí 1949. Mál þetta, sem dómtekið var 9. þ. m. hefur dánarbú Ásmundar Einars- sonar, sem síðast átti heima í Hafnarfirði og lézt í desember 1938, höfðað 195 fyrir bæjarþinginu eftir árangurslausa sáttaumleitan með stefnu, útgef- inni 16. desember 1947, gegn Magnúsi Ásmundssyni, Framnesvegi 19 hér í bæ, til greiðslu skuldar, að fjárhæð kr. 5516.00, með 6% ársvöxtum frá sáttakæruðegi, 12. desember 1947, til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Við munnlegan flutning málsins lækkaði stefnandi dómkröfu sína í kr. 5.148,00 ásamt 6% ársvöxtum frá 12. des. 1947 íi1 greiðsludags. Stefndi hefur krafizt sýknu og málskostnaðar sér til handa. Málavextir eru þeir, sem hér greinir: Á árinu 1913 var byggt húsið nr. 19 (áður nr. 15) við Framnesveg. Stóðu stefndi og faðir hans, Ásmundur heit- inn Einarsson, að byggingu þess. Var húseignin þinglesin sem sameign þeirra feðga haustið 1913 og ekkert tekið fram um eignarhlutföll beirra. Veðdeild- arlán tóku þeir sameiginlega út á húsið 4. okt. 1913, og í brunatryggingar. skírteini, útgefnu 25. sept. það ár, er húsið talið sameign þeirra án nánari skýringa. Framangreint veðdeildarlán greiddu þeir feðgar að jöfnu, og skatta og skyldur munu þeir ávallt hafa greitt að jöfnu af húsinu. Svo virðist sem sameigendur hafi þegar í upphafi skipt með sér afnotum húss- ins á þann hátt, að stefndi hafði kjallarann og eitt herbergi á stofuhæð, en faðir hans tvö herbergi og eldhús á þeirri hæð og allt loftið undir risi. Hélzt þessi skipting ávallt, meðan faðir stefnda lifði. Notaði stefndi ýmist sjálfur hluta af því húsnæði, sem hann hafði til umráða, eða hann leigði bað allt öðrum, og rann leigan óskipt til hans. Eftir lát föður stefnda í desember 1938 var bú hans tekið til skipta af skiptarétti Hafnarfjarðar. Búskiptin drógust, sökum þess að sumir erfingjanna voru erlendis, og er beim ekki lokið enn. Hinn 18. nóvember 1947 afsalaði skiptaráðandi sam- kvæmt ályktun skiptafundar stefnda hluta dánarbúsins í húseigninni nr. 19 við Framnesveg. Er það í afsalinu talin hálf eignin. Við kaupin hafði stefndi gert að fullu skil fyrir umsömdu kaupverði. Stafndi hafði, frá því að faðir hans dó og þar til hann varð einn eigandi hússins, búið í herbergi því á stofuhæðinni, sem hann ávallt hafði haft til ráðstöfunar, en kjallarann hafi hann leigt út sem verzlunarpláss. Tók hann leiguna eftir kjallarann, kr. 110 á mánuði, auk álags samkvæmt húsaleiguvísitölu. Eigi galt stefndi leigu eftir herbergi það, sem hann bjó í, en húsaleigu- | nefnd hefur metið hæfilega grunnleigu fyrir það kr. 20.00 á mánuði. Einn ! af samerfingjum stefnda tók á bessu tímabili f. h. stefnanda við leigunni fyrir húshlutann, sem arfláti hafði búið í Nam sú leiga kr. 50.00 á mánuði ' auk verðlagsuppbótar samkvæmt húsaleiguvísitölu. Stefnandi byggir dómkröfur sínar á því, að stefndi og faðir hans, arf- Játi, hafi átt margnefnda húseign í óskiptri sameign að jöfnu, og sama hafi þá gilt um aðilja máls þessa, þar eð réttindi arfláta hafi runnið (óskert til stefnanda. Samkvæmt því eigi leigutekjur af húseigninni, frá 'dánardegi arfláta og þar til stefndi varð einn eigandi hennar, að skiptast jafnt milli málsaðilja. Er dómkrafa stefnanda helmingur ismunarins á leigu Þeirri, sem stefndi tók við, og þeirri, er stefnandi veitti viðtöku á nefndu tímabili. Stefndi byggir dómkröfur sínar fyrst og fremst á því, að skipti þau, sem hann og faðir hans gerðu varðandi afnot hússins og héldust ávallt síðar 196 an jafngildi því, að um skiptingu hússins í tvo eignarhluta væri að ræða. Beri honum því óskertur arður af þeim hluta hússins, sem hann hafði í sinum umráðum, en stefnandi eigi hins vegar óskertan arð af hinum hluta hússins. Í öðru lagi byggir stefndi sýknukröfu sína á því, að ef svo verði litið á, að húsið hafi verið í óskiptri sameign og að arður þess hafi átt að skiptast að jöfnu milli eigendanna, þá eigi hann kröfu á hendur stefnanda fyrir búðarinnréttingu, sem hann hafi látið setja upp í kjall- aranum árið 1918. Telur stefndi innréttingu þessa vera um 14.000.00 króna virði eftir núverandi verðlagi og krefst þess, að hluta af þeirri fjárhæð verði skuldajafnað við kröfu stefnanda á hendur honum. Samkvæmt því, sem fram er komið í málinu, verður að telja, að húsið nr. 19. við Framnesveg hafi verið óskipt sameign stefnda og föður hans og síðar málsaðilja. Eins og áður greinir, komst sá háttur á í öndverðu, að stefndi fékk umráð yfir ákveðnum hluta hússins og hirti jafnan arð af honum, en faðir hans naut hins vegar arðs af þeim hluta, sem hann hafði til ráðstöfunar. Ef stefnandi vildi breyta þeirri venju, sem um þetta hafði ríkt í 25 ár, er hann varð sameigandi stefnda að húsinu, verður að telja, að honum hafi borið að tilkynna stefnda fyrirfram, að slíkra breyt- inga væri óskað. Gegn mótmælum stefnda er ósannað, að slík tilkynn- ing hafi komið fram, fyrr en eftir að hann var einn orðinn eigandi alls hússins. Ber því að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í málinu. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Unnsteinn Beck, fulltrúi borgardómara, kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Stefndi, Magnús Ásmundsson, á að vera sýkn af kröfum stefn- anda, dánarbús Ásmundar Einarssonar, í máli þessu. Málskostnaður falli niður. 197 Miðvikudaginn 18. apríl 1951. Nr. 122/1950. Síldarverksmiðjur ríkisins (Guttormur Erlendsson) gegn Andrési Davíðssyni. (Egill Sigurgeirsson). Setudómarar hrl. Lárus J óhannesson og próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Jóns Ásbjörnssonar og hrd. Jónatans Hall- varðssonar, Verkamaður ekki talinn hafa fyrirgert kaupi sínu. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi, sem skotið hefur máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 20. sept. f. á., krefst þess, að hann verði dæmdur sýkn af kröfum stefnda og honum dæmdur málskostnaður úr hendi stefnda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar á héraðsdómi og málskostnað- ar úr hendi áfrýjanda eftir mati dómsins. Að vísu bendir eiðvætti verksmiðjustjóra, framkvæmda- stjóra og verkstjóra til lélegra vinnubragða stefnda, en þar sem hann var ekki sérstaklega áminntur, áður en til brott- vikningar kæmi, og honum á þann hátt veittur kostur á því að bæta ráð sitt, þá þykir rétt að dæma honum dómkröfuna, kr. 1683.49 ásamt vöxtum, en láta málskostnað falla niður bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Áfrýjandi, Síldarverksmiðjur ríkisins, greiði stefnda, Andrési Davíðssyni, kr. 1683.49 ásamt 6% ársvöxtum frá 8. september 1949 til greiðsludags. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dóminum ber að fullnægja að viðlagri aðför að lögum. 198 Dómur bæjarþings Siglufjarðar 22. júní 1930. Mál þetta, sem var dómtekið 19. f. m, hefur Andrés Davíðsson verka- maður, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 11. október 1949, gegn Síldarverksmiðjum ríkisins hér í bæ til greiðslu kaup- eftirstöðva, að fjárhæð kr. 1683.49 auk 6% ársvaxta frá 8. september 1949 til greiðsludags, og málskostnaðar að skaðlausu. Stefndi hefur krafizt sýknu og málskostnaðar. Málavextir eru þessir: Stefnandi var fastráðinn starfsmaður stefnda sumarið 1949 og var ráð- inn samkvæmt samningi Verkamannafélagsins Þróttar við stefnanda, en fastráðnum starfsmönnum er tryggð tveggja mánaða vinna með þeim samningi. Hófst ráðningartími stefnanda 8. júlí 1949, en hinn 11. ágúst var honum sagt upp starfinu frá og með þeim degi. Telur stefnandi sig eiga kröfu til kauptryggingar til 8. september, og nemur sú trygging stefnukröfunni, og hefur fjárhæðin ekki verið véfengd af stefnda. Stefndi styður sýknukröfu sína þeim rökum að vinnubrögð stefnanda hafi verið svo léleg, að ókleift hafi verið að sætta sig við þau og að hann hafi ekki tekið leiðbeiningum og aðfinnslum verkstjóra og flokksstjóra. Telur stefndi stefnanda á þenna hátt hafa fyrirgert rétti sínum til starfs- ins og hafa verið réttrækan án fyrirvara. Þessar málsskýringar sínar styður stefndi við greinargerð og vætti verk- smiðjustjóra síns og annars framkvæmdastjórans svo og verkstjóra við verk það, sem stefnandi vann að, er honum var sagt upp, og skulu þau nú rakin nokkuð. Hinn 1. ágúst 1949 sendi stefndi vinnuflokk, ca. 45 af starfsmönnum sín- um, til að hefja vinnu við að grafa fyrir undirstöðum væntanlegrar tunnu- verksmiðju, en stefndi hafði tekið að sér að byggja það mannvirki. Í upp- hafi varð þess þegar vart, að verkamennirnir voru óánægðir með að vinna verk þetta, þar eð þeir, sem voru ráðnir til vinnu fyrir síldarverksmiðju, töldu sér óskylt að vinna að grunngreftri, en samt var unnið fyrsta dag- inn án beins mótþróa. Daginn eftir fór óánægja verkamanna vaxandi, og um hádegisbilið héldu framkvæmdastjóri og verksmiðjustjóri fund með trúnaðarmönnum Þróttar í verksmiðjunum, án þess að til fulls sam- komulags kæmi. Eftir hádegið var meiri hluti verkamanna tregur til að taka upp vinnu, en eftir að verksmiðjustjóri tjáði þeim, a5 þeir yrðu afskráðir, sem ekki byrjuðu þegar í stað, unnu allir til kvölds. Næsta dag, 3. ágúst, var komið til stefnda bréf verkamannafélagsins, en í því var lýst þeirri skoðun, að verkamenn væru ekki skyldir að vinna verk, sem ekki féllu undir rekstur verksmiðjanna. Hins vegar mælti félagið með því, að verkamenn ynnu aðra vinnu, væru þeir um það beðnir, og þeim þá bættur munurinn á mánaðarkaupi og launum fyrir lausavinnu. Eftir nokkur orðaskipti verksmiðjustjóra og verkamanna var samt unnið einnig þenna ðag, og um kvöldið samþykkti stefndi að greiða þeim tímavinnu- kaup, sem betta verk ynnu. Samt kom Þrátt í ljós, að margir starfs- manna skiluðu litlum afköstum, og var þá það ráð tekið að ráða flokks- 199 stjóra, sem aðstoða skyldi verkstjórann við að halda mönnum betur að vinnu, og varð fyrir valinu einn af trúnaðarmönnum Þróttar. Framkvæmdastjórinn, sem hafði á hendi yfirumsjón með verki bessu, varð brátt óánægður með vinnuafköstin, og hinn 9. ágúst óskaði hann þess við flokksstjóra og verkstjóra, að gerð væri skrá um nöfn lökustu verkamanna í því skyni, að þeim yrði sagt upp vinnu. Færði hann þetta einnig Í tal við verksmiðjustjórann, sem síðan talaði við flokksstjórann og óskaði, að hann léti upp nöfn þeirra verstu, en flokksstjórinn bað um rúmlega sólarhringsfrest til að gefa mönnum kost á að bæta ráð sitt. Að morgni 11. ágúst kom flokksstjórinn til verkstjóra og tjáði honum, að verksmiðjustjóri óskaði skrár um lökustu verkmennina, og ritaði verk- stjóri síðan eftir fyrirsögn hins sex nöfn á blað, sem lagt hefur verið fram Í málinu (dskj. nr. 14). Fékk verkstjóri verksmiðjustjóra blað þetta, en nafn stefnanda er þar fyrst, og nokkru eftir hádegi sama dag sagði verk- smiðjustjóri stefnanda upp starfi svo og þeim fimm mönnum öðrum, sem Þar greinir. Þetta, sem nú hefur verið rakið, er sameinað ágrip af vætti fram- kvæmdastjóra stefnda, verksmiðjustjóra stefnda og verkstjórans, sem jafnframt kveðast allir hafa veitt stefnanda athygli sem afkastalitlum og lélegum starfsmanni, og verkstjórinn telur sig hafa orðið þess varan, að stefnandi sýndi allan tímann mótþróa gegn því að vinna verk Þetta, eins og reyndar ýmsir aðrir þeirra, er að verkinu unnu. Hins vegar kveðst sami verkstjóri aldrei hafa veitt stefnanda áminningu né aðfinnslur a. m. k. ekki í beinu viðtali. Flokksstjóri sá, sem oft er getið hér að framan, hefur einnig komið fyrir dóminn. Vætti hans er um flest af því, sem hér var rakið, mjög á annan veg en hinna, og hefur ekki tekizt að samræma vætti Þessara vitna þrátt fyrir ýtarlega samprófun þeirra. Hann hefur synjað algerlega fyrir að hafa átt nokkurn þátt í, að skrá yrði samin um nöfn nokkurra verkamanna í því skyni, að þeim yrði vikið úr vinnunni, enda aldrei tekið slíkt verk að sér. Þá hefur hann og staðhæft, að vinnubrögð stefnanda hafi ekki verið slík, að réttlætti brottrekstur hans, og tók fram, að gefnu tilefni, að hann hefði aldrei áminnt stefnanda fyrir vinnubrögð hans, enda ekki talið þess þörf. Enn fremur hafa komið fyrir dóm í málinu nokkrir samverkamanna stefnanda, og hefur enginn þeirra styrkt staðhæfingar stefnda um vinnubrögð stefnanda. Þegar virt er það, sem upp er komið í málinu um þessi atriði, og í huga höfð afstaða þeirra þriggja vitna, sem fyrst voru nefnd, til stefnda, þykir eigi unnt að líta svo á, að stefnda hafi tekizt að færa nægileg rök að sýknukröfu sinni, sem verður því ekki tekin til greina. Úrslit Málsins verða því þau, að stefndi verður dæmdur til að greiða stefnanda dómkröfuna, kr. 1683.49 með vöxtum, eins og krafizt var, svo og málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 300.00. Bjarni Bjarnason bæjarfógeti kvað upp dóminn. Vegna embættisanna hefur uppsaga hans dregizt um venju fram. 200 Dómsorð: Stefndi, Síldarverksmiðjur ríkisins, greiði stefnanda, Andrési Davíðssyni, kr. 1683.49 með 6% ársvöxtum frá 8. september 1949 til greiðsluðags og kr. 300.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirt- ingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 20. apríl 1951. Nr. 126/1950. Ákæruvaldið (Einar Ásmundsson) gegn Gunnari Ágúst Ingvarssyni (Gústaf A. Sveinsson). Setudómarar próf. Ólafur Jóhannesson og hrl. Lárus Jóhannesson í stað hrd. Jóns Ásbjörnssonar og hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Óheimil notkun vörumerkis. Dómur Hæstaréttar. Eftir uppsögu héraðsdóms hafa þeir dr. Jón E. Vestdal og Guðmundur Guðjónsson kaupmaður látið samkvæmt dóm- kvaðningu í té álit sitt um merki á flöskum þeim, sem í mál- inu greinir. Fengu þeir einungis þrjár af þeim flöskum, sem ákærði hafði notað, til athugunar, en hinar voru glataðar eða ekki tiltækar. Um flöskurnar segja þeir: „Flöskur þær, sem hér er um að ræða, eru frá gosdrykkjagerðinni Síríus. Upp- runalega hafa þær verið með upphleyptu vörumerki gos- drykkjagerðarinnar, sem er áttstrend stjarna og bókstafirnir SIRIUS í boga ofan við stjörnuna ...... Hefur aðeins nokkur hluti vörumerkisins verið sorfinn burtu, hvergi verið snert við stjörnunni, en bókstafirnir verið máðir af að miklu leyti, hvergi þó svo, að sumir þeirra séu ekki læsilegir ...... Að okkar dómi er svo mikið eftir af upprunalega vöru- merkinu á flöskunum, að hver og einn, sem þekkir það vöru- merki, mun álíta, að flöskurnar, jafnt tómar sem með inni- 201 haldi, muni vera frá gosdrykkjagerðinni SIRIUS, ef ekki er á þeim einkennismiði. Séu þær hins vegar með einkennismiða, fer það að líkindum eftir mati eða kunnugleika hvers og eins, hvort hann álítur fyrirtæki það, sem miðinn er frá, vera sér- stakt fyrirtæki eða hið sama og SIRIUS. Hvort villzt verði á flöskunum, er menn sjá þær í búðar- gluggum eða í hillum sölubúða, fer mjög eftir því, hvernig flöskunum er stillt upp. Ef einkennismiðinn er látinn snúa að athugandanum, ber ekki á leifunum af hinu upphleypta vörumerki á flöskunum, en sé þeim snúið í hálfhring, ber ekki á einkennismiðanum, en þá eru leifar vörumerkisins sýni- legar, og gefa þær ótvíræða vísbendingu um það, að flöskurnar muni vera frá SIRIUS.“ Með skírskotun til þessarar álitsgerðar hinna dómkvöddu manna verður að telja, að ákærði hafi með notkun flasknanna gerzt brotlegur við 14. gr. laga nr. 43 frá 1903 og 9. gr. laga nr. 84/1933, en dæma ber ákærða einnig eftir síðasttöldu lög- unum, þótt þeirra sé ekki sérstaklega getið í kæru, þar sem ákærði gekk þess ekki dulinn, að honum var gefin að sök villandi notkun á verzlunarmerki kæranda. Refsing ákærða þykir því samkvæmt 13. gr. sbr. 17. gr., laga nr. 43/1903 og 14. gr. laga nr. 84/1933 hæfilega ákveðin í héraðsdómi, og ber að staðfesta refsiákvæði hans, þó svo, að greiðslufrestur sektarinnar verði tvær vikur frá birtingu dóms þessa. Svo þykir og mega staðfesta málskostnaðarákvæði dómsins. Samkvæmt þessum úrslitum ber að dæma ákærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin mál- flutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir Hæstarétti, kr. 600.00 til hvors. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó svo, að greiðslufrestur sektarinnar verði tvær vikur frá birtingu dóms þessa. Ákærði, Gunnar Ágúst Ingvarsson, greiði allan áfrýj- unarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir Hæstarétti, hæsta- 202 réttarlögmannanna Einars Ásmundssonar og Gústafs A. Sveinssonar, kr. 600.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 15. ágúst 1950. Ár 1950, þriðjudaginn 15. ágúst, var í lögreglurétti Reykjavíkur, sem haldinn var í skrifstofu réttarins af Einari Ingimundarsyni, fulltrúa saka- dómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 3038/1950: Ákæruvaldið gegn Gunnari Ágúst Ingvarssyni, sem tekið var til dóms þann 28. fyrra mán- aðar. Málið er af ákæruvaldsins hálfu höfðað gegn ákærða Gunnari Ágúst Ingvarssyni lögfræðinema, Lindargötu 61 hér í bæ, fyrir brot á lögum nr. 43 13. nóv. 1903 um vörumerki. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 3. febrúar 1927 í Reykjavík, og hefur hann, svo vitað sé, sætt eftirfarandi kærum og refs- ingum: Í Reykjavík: 1946 25/11 Sátt, 100 kr. sekt fyrir brot gegn 20. gr. bifreiðalaganna. 1947 19/6 Sátt, 50 kr. sekt fyrir ofhraða á bifreið. 1947 16/7 Sátt, 40 kr. sekt fyrir ólöglegt bifreiðastæði. 1947 29/9 Sátt, 20 kr. sekt fyrir afturljósleysi á bifreið. 1947 26/9 Sátt, 50 kr. sekt fyrir brot á 2. tl. 5. gr. reglugerðar nr. T2/1937. 1947 4/11 Sátt, 25 kr. sekt fyrir ólöglegt bifreiðastæði. 1949 4/11 50 kr. sekt fyrir ofhraða á bifreið. Málavextir eru þeir, sem nú skal greina: Með bréfi, dags. 27. janúar s.l., kærði Vagn E. Jónsson hdl. fyrir hönd Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar h/f Efnagerðina Humal h/f, sem ákærði veitir forstöðu, fyrir að nota gosdrykkjaflöskur frá ólgerðinni undir framleiðslu sína. Segir nánar um þetta í kærunni, að svonefnt „Salad Cream“, sem fyrrnefnd efnagerð framleiðir, sé að nokkru leyti boðið fram og selt í flöskum frá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni, með skrásettu vörumerki hennar, „SIRIUS“ ásamt stjörnu undir, sem ásamt stöfunum er steypt í glerið á flöskunum. Segir enn fremur í kærunni, að reynt hafi verið að má orðið „SIRIUS“ af flöskunum, en það í flestum til- fellum verið læsilegt eftir, en stjörnuna hafi hins vegar ekki verið reynt að afmá. Er þess síðan krafizt í kæru þessari, að fyrirsvarsmenn Efna- gerðarinnar „Humals“ verði látnir sæta refsingu og að umbúðum frá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni, sem finnast í vörzlum Efnagerðarinnar Humals, verði skilað aftur. Loks er áskilinn réttur til skaðabóta á hendur nefndri efnagerð fyrir þetta tiltæki. Með kærunum fylgdu 3 flöskur með „salad cream“ frá Efnagerðinni Humli, og voru flöskurnar frá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni (SIRIUS). Í nokkrum verzlunum, sem keypt höfðu „salad-cream“ frá Efnagerðinni Humli, fundust 10 flöskur frá SIRIUS, og í húsakynnum efnagerðar 203 bessarar í Blönduhlíð 35 fundust 62 flöskur frá SIRIUS. Rannsóknarlög- reglumennirnir Lárus Axel Helgason og Jón Ebenezerson Halldórsson athuguðu allar flöskurnar frá SIRIUS, sem fundust í verzlunum og í Efna- gerðinni Humli, svo og flöskur þær, sem fylgdu kærunni frá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni. Hafa rannsóknarlögreglumennirnir lýst flöskum þessum þannig, að svo hafi virzt sem stafirnir Sirius hafi Verið afmáðir af belg flasknanna eða reynt hafi verið að afmá þá með smergelhjóli, en ekki hafi þeir þó verið svo gersamlega afmáðir, að ekki hafi mátt greina þessa stafi á sumum flöskunum, ef rýnt væri í þá, en hins vegar hafi stjarnan fyrir neðan stafina verið algerlega ósnert á flöskunum frá SIRIUS. Sjálfur hefur ákærði skýrt svo frá við rannsókn málsins: Hann kveðst hafa verið framkvæmdastjóri Efnagerðarinnar Humals frá bví um miðjan ágústmánuð 1949, en efnagerð þessi er annars eign hluta- félags, og er ákærði í stjórn þess. Ákærði segir nefnda efnagerð hafa framleitt um 200 flöskur af „salad- cream“ í kringum miðjan desembermánuð s.l. og selt í verzlanir. Nokkuð af þessari framleiðslu segir ákærði hafa verið selt í verzlanir úti á landi, og hafi það verið á enskum, amerískum og dönskum bjórflöskum, en hins vegar hafi 100—150 flöskur af „salad-cream“, sem selt var í verzlanir hér í bænum, verið látið á flöskur frá SIRIUS. Ákærði segir stafina SIRIUS hafa verið skafna af flöskum beim, sem notaðar voru undir „Salaðd-cream“, framleitt í Efnagerðinni Humli, og hafi þetta verið gert með smergelhjóli. Einnig heldur hann bví fram, að stjarnan á flestum SIRIUS-flöskunum hafi verið skafin af beim á sama hátt, og telur hann þetta merki ekki hafa orðið eftir nema á örfáum flöskum, sem notaðar voru undir margnefnt „salaðd-cream. Ekki segir ákærði SIRIUS-flöskurnar hafa verið notaðar undir neinar aðrar fram- leiðsluvörur Efnagerðarinnar Humals en umrætt „salad-cream“. Hann hefur tekið fram, að Efnagerðin Humall hafi keypt allar SIRIUS-flösk- urnar, sem notaðar voru sem umbúðir undir framleiðslu efnagerðarinnar. Segir hann efnagerð þessa ekki nota eða eiga neinar sérstakar flöskur undir framleiðslu sína. Þess skal getið, að Ölgerðin Egill Skallagrímsson lét skrásetja vörumerkið SIRIUS þann 23. júlí 1931. Tilgangur laga nr. 43 13. nóvember 1903 um vörumerki virðist vera sá að koma í veg fyrir, að eitt fyrirtæki fái notað vörumerki annars fyrir- tækis á framleiðsluvarning sinn og bannig villt um fyrir kaupendum varningsins um uppruna hans. Í tilviki því, sem hér ræðir um, hefur þannig verið Sengið frá umbúðun- um (flöskunum frá SIRIUS) af Efnagerðarinnar Humals hálfu, áður en hún notaði þær undir framleiðsluvöru sína, að nokkur hluti vörumerkis- ins á umbúðunum hefur verið að mestu leyti afmáður, þó þannig að lesa mátti stafina í vörumerkinu, ef vel var að gáð, a. m. k. á einhverjum hluta umbúðanna, en nokkur hluti vörumerkisins (Stjarnan) var hins vegar látin haldast. Þótt engin ástæða virðist til að ætla, að það hafi verið ásetningur ákærða, með því að afmá ekki umrætt vörumerki betur 204 en raun bar vitni, að koma inn þeirri hugmynd hjá kaupendum hins um- rædda „salad creams“, að það væri framleitt af eiganda vörumerkisins SIRIUS, þ. e. Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni, verður Þó að telja, að ekki sé með öllu útilokað, að kaupendurnir kynnu að fá þá hugmynd, að Efna- gerðin Humall og framleiðsluvörur hennar stæðu Í sambandi við vöru- merkið SIRIUS og eiganda þess, þar eð vörumerkið SIRIUS var afmáð at umbúðum, sem nefnd efnagerð notaði á jafn ófullkominn hátt og að framan er lýst. Samkvæmt framansögðu telst ákærði því hafa gerzt brotlegur við 13. gr. laga nr. 43 13. nóvember 1903 um vörumerki, og Þykir refsing hans samkvæmt nefndri grein hæfilega ákveðin 500.00 kr. sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald í 5 daga í stað sektarinnar, verði hún ekki greiðd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærða ber að dæma til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Björgvins Sigurðssonar hdl. kr. 350.00. Rekstur málsins hefur verið vítalaus. Dómsorð: Ákærði, Gunnar Ágúst Ingvarsson, greiði 500.00 króna sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald í 5 daga Í stað sektarinnar, verði hún ekki greiðd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Björgvins Sigurðssonar hdl., kr. 350.00. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. ———...2A—A Föstudaginn 20. apríl 1951. Kærumálið nr. 6/1951. Magnús Thorlacius gegn Borgardómaranum í Reykjavík og þeim Ein- ari Arnalds og Jóni Bjarnasyni persónulega. Setuðómarar Guðmundur Í. Guðmundsson bæjarfógeti og próf. Ólafur Jóhannesson í stað hrá. Jóns Ásbjörnssonar og hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Um rétt málflytjanda til skjals. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 24. marz þ. á., sem hingað barst 3. þ. m., hefur sóknaraðili samkvæmt 2. málsgrein 189. gr. laga nr. 85/1936 205 kært til Hæstaréttar úrskurð bæjarþings Reykjavíkur, upp- kveðinn 19. marz þ. á., í málinu Rafmagnseftirlit ríkisins gegn Kirkjusandi h/f, þar sem sóknaraðilja var dæmd 300 króna réttarfarssekt í ríkissjóð samkvæmt 188. gr. laga nr. 85/1986. Krefst sóknaraðili þess aðallega, að hinn kærði úrskurður verði ómerktur, en til vara, að hann verði úr gildi felldur. Þá krefst hann og kærumálskostnaðar úr hendi Jóns Bjarna- sonar fulltrúa eða Einars Arnalds borgardómara persónulega eða fyrir hönd ríkissjóðs. Jón Bjarnason fulltrúi og málflutningsmaður stefnda í héraði, Kirkjusands h/f, hafa sent Hæstarétti greinargerðir í kærumálinu, en hafa ekki uppi neinar dómkröfur. Skjal það, er sóknaraðili tók í þinghaldi 15. f. m., var yfir- matsgerð, sem gerð hafði verið að beiðni umbjóðanda hans til afnota í framangreindu bæjarþingsmáli, en því máli hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar af hálfu stefnda í héraði. Hinn 6. des. f. á. sendi sóknaraðili málflutningsmanni stefnda m. a. yfirmatsgerðina með fyrirspurn um, hvort hún yrði tekin gild sem staðfest væri. Málflutningsmaður stefnda lýsti því þann 19. s. m., að yfirmatsgerðinni væri mótmælt sem rangri og óstaðfestri. Sóknaraðili óskaði þess þá, að yfirmatsmenn- irnir kæmu fyrir dóm. Var vitnamálið þingfest á bæjarþingi Reykjavíkur 1. f. m., og sýndi málflutningsmaður stefnda í héraði, sem enn hafði yfirmatsgerðina í höndum, hana í dóm- inum til afnota í vitnamálinu. Staðfesti einn yfirmatsmanna matsgerðina í því þinghaldi, annar þann 3. s. m., en sá þriðji er búsettur í Svíþjóð. Á dómþingum í vitnamálinu 10. og 18. f. m. kveðst sóknaraðili hafa beðið málflutningsmann stefnda að afhenda sér yfirmatsgerðina til þess að láta þýða hana á sænsku, en því hafi ekki verið sinnt. Hins vegar hafi sér nokkru síðar borizt eftirrit yfirmatsgerðarinnar, en þar sem það hafi verið sér ófullnægjandi, hafi hann tekið frumritið, þar sem það var í dóminum 15. f. m., að öllum viðstöddum ásjáandi, að því er sóknaraðili telur. Því er hins vegar neitað af hálfu vitnadómara og málflutningsmanns stefnda, að þeir hafi orðið þess varir. Það verður að teljast ámælisvert, að sóknaraðili tók um- rætt skjal með framangreindum hætti á dómþinginu, en Þegar 206 litið er til þess, sem að framan er rakið um rétt sóknaraðilja til skjalsins, sem ekki var eign héraðsdóms, sbr. 43. gr. laga nr. 85/1936, nauðsynjar hans á því að fá það og tregðu mál- flutningsmanns stefnda um að verða við beiðni sóknarað- ilja, þykja ekki efni til að refsa honum fyrir háttsemi þessa. Ber því að fella hinn kærða úrskurð úr gildi, en eftir atvikum þykir rétt, að kærumálskostnaður falli niður. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er úr gildi felldur. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður bæjarþings Reykjavíkur 19. marz 1951. Mál þetta, er tekið var til úrskurðar Í dag, var þingfest á bæjarþinginu 1. þ. m. af Rafmagnseftirliti ríkisins til öflunar gagna í hæstaréttarmálinu nr. 191/1947, h/f Kirkjusandur gegn Rafmagnseftirliti ríkisins. Hafa í vitnamáli þessu verið yfirheyrðir aðiljar og vitni dagana 1., 3., 10., 13. og 15. þ. m. Sá háttur hefur verið á, að lögmaður vitnastefnda, G. A. Sveinsson hrl., hefur í byrjun hvers þinghalds afhent dómaranum skjöl og gögn varðandi málið, en dómarinn fengið lögmanninum skjölin aftur að loknu hverju þinghaldi. Er lokið var þinghaldi hinn 15. þ. m., kom í ljós, er dómarinn ætlaði að afhenda skjölin, að eitt skjalið, er lögmaður vitna- stefnda hafði afhent dómaranum til afnota í þinghaldinu, vantaði. Er dómarinn spurði, hverju þetta sætti, lýsti lögmaður vitnastefnanda, Magnús Thorlacius, yfir því, að hann hefði tekið skjal þetta. Dómarinn fór þess samstundis á leit, að lögmaðurinn afhenti skjalið, en því neitaði lög- maðurinn og vék burtu að svo búnu. Næsta dag átti borgardómari símtal við lögmann þenna og krafðist þess, að hann skilaði skjalinu. Við þessari kröfu varð lögmaðurinn ekki. Með vísan til 188. gr. laga nr. 85 frá 1936 þykir bera að refsa nefndum lögmanni fyrir þessa ósæmilegu háttsemi, og þykir refsingin hæfilega ákveðin 300 króna sekt í ríkissjóð, og komi 4 daga varðhald í stað sektar- innar, verði hún ekki greiðd innan 15 daga frá lögbirtingu úrskurðarins. Jón Bjarnason, fulltrúi borgardómara, kvað upp úrskurðinn. Því úrskurðast: Magnús hæstaréttarlögmaður Thorlacius greiði 300 króna sekt í ríkissjóð, en sæti 4 daga varðhaldi, verði sektin eigi greidd innan: 15 daga frá lögbirtingu úrskurðarins, að viðlagðri aðför að lögum. 207 Mánudaginn 28. apríl 1951. Nr. 82/1948. Magnús Vigfússon (Sveinbjörn Jónsson) gegn Almennum tryggingum h/f (Einar B. Guðmundsson). Setudómarar hrl. Lárus Jóhannesson og próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Jóns Ásbjörnssonar og hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Vátryggingarfélagi dæmt að greiða brunatjón í hlutfalli við vátryggingarverð. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi, sem skotið hefur máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 18. júní 1948, krefst þess, að stefnda verði dæmt að greiða honum kr. 28.600.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 5. júní 1947 til greiðsludags svo og málskostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfest- ur og að áfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 1/1924 er bæjarstjórn Reykja- víkur rétt að semja við eitt eða fleiri brunabótafélög um tryggingar gegn eldsvoða í Reykjavík. Í 2, gr. laganna er svo kveðið á, að húsin skuli tryggð hjá þeim félögum, sem samið er við, með fullu verði þeirra eftir virðingu dómkvaddra manna og með þeim kjörum og fyrir þau iðgjöld, er samning- urinn tiltekur. Með lögum nr. 87/1943 var enn mælt, að bæjar- stjórn sé heimilt að breyta árlega brunabótaverði húsa sam- kvæmt vísitölu byggingarkostnaðar í Reykjavík eftir reglu, sem bæjarstjórn setur með samþykki ráðherra. Stefndi tókst á hendur með samningi við bæjarstjórn Reykjavíkur brunatryggingar í lögsagnarumdæmi Reykja- víkur frá 1. apríl 1944 aðtelja. Voru þá lagðar til grundvallar við útreikning tryggingariðgjalda þær brunabótavirðingar, sem þá giltu, sbr. þó lög nr. 87/1943. Í 2. tölulið 6. gr. al- mennra vátryggingarskilyrða, sem um var samið, segir, að 208 fari andvirði þeirra muna, sem til voru rétt fyrir brunann, fram úr vátryggingarfjárhæðinni, þá verði bætt hlutfallslega (pro rata). Brunabótavirðing á húsi áfrýjanda, er framkvæmd hafði verið samkvæmt 2. gr. laga nr. 1/1924, var hinn 1. apríl 1944 kr. 53.600.00, og hélzt sú brunabótavirðing, þar til bruninn varð hinn 17. nóvember 1946, enda leiddu ákvæði laga nr. 87/1943 og reglur, settar samkvæmt þeim, ekki til hækkunar á brunabótavirðingunni. Samkvæmt þessu ollu ákvæði og framkvæmd laga nr. 87/ 1943 því, að hús í Reykjavík urðu ekki fulltryggð, þrátt fyrir það þó til þess væri ætlazt, er lög nr. 1/1924 voru sett. Stefndi hafði með 6. gr. hinna almennu vátryggingarskilyrða einungis undirgengizt að greiða bætur, miðaðar við hlutfallið milli vá- tryggingarfjárhæðar og fullvirðis eignar þeirrar, er bruna- tjón varð á. Verður ekki talið, að ákvæði laga nr. 1/1924 og 87/1943 leggi honum skyldu til greiðslu frekari bóta á hendur. Samkvæmt því, er nú var rakið, svo og með tilvísun til for- sendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður í Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 20. marz 1948. Mál þetta, sem dómtekið var 11. þ. m., hefur Magnús Vigfússon, Bók- hlöðustig 11 hér í bæ, höfðað fyrir bæjarbingi Reykjavíkur, með stefnu, útgefinni 5. júní s. Í, gegn Almennum tryggingum h/f hér í bænum til greiðslu brunabóta, að fjárhæð kr. 28.600.00 með 6% ársvöxtum frá stefnu- degi til greiðsludags, og málskostnaðar að skaðlausu. Stefndi hefur krafizt sýknu, gegn greiðslu á kr. 16.018.39 án vaxta og málskostnaðar að mati dómarans. Málavextir eru þeir, sem hér greinir: Samkvæmt lögum nr. 1 frá 26. marz 1924 og lögum nr. 87 frá 16, des. 1947 var á árinu 1944 gerður samningur milli bæjarstjórnar Rvíkur f. h. Reykja- vikurbæjar og stefnda. Tók stefndi samkvæmt honum að sér brunatrygg- ingar allra húsa í lögsagnarumdæmi bæjarins. Í 1. gr. samningsins er svo mælt, að grundvöllur réttarsambandsins milli stefnda og vátryggðu séu 209 almennir vátryggingarskilmálar, sem voru fylgiskjal með samningum. Stefnandi var eigandi hússins nr. 11 við Bókhlöðustíg, og var það að sjálf- sögðu eitt þeirra húsa, er framangreindur samningur tók til. Fram til ársins 1943 hafði brunabótamat húss þessa verið kr. 23.400.00, en á því ári var það hækkað í kr. 53.600.00. Hélzt það mat óbreytt, eftir að stefndi tók við vátryggingunni. Í eldsvoða hinn 17. nóvember 1946 skemmdist hluti húss þessa af eldi. Var tjónið metið kr. 28.600.00. Einnig lét stefndi menn þá, sem dómkvaddir hafa verið til að virða hús hér í bænum til bruna- bóta, meta, hvers virði húsið hefði verið, áður en tjónið varð. Samkvæmt því mati var sannvirði hússins talið kr. 95.700.00. Stefnandi krafði stefnda síðan um að fá tjónið bætt fullu matsverði, kr. 28.600.00, en stefndi neitaði að greiða meira af því en sem næmi hlutfallinu milli vátryggingarverðs hússins og sannvirðis þess fyrir brunann. Nam sú fjárhæð, er stefndi bauðst til að greiða, kr. 16.018.39. Stefnandi neitaði að veita þeirri fjárhæð viðtöku án fyrirvara, og þar eð stefndi hefur ekki viljað greiða féð af hendi nema gegn fyrirvaralausri fullnaðarkvittun, hefur ekkert verið greitt af bótafénu, Stefnandi krefst þess, að stefnda verði gert að greiða brunatjónið að fullu. Kröfu þessa byggir hann á því, að samkvæmt lögum um bruna- tryggingar í Reykjavík sé skylt að vátryggja allar húseignir innan lög- sagnarumdæmis bæjarins með fullu verði þeirra. Þessa skyldu telur hann stefnda hafa tekizt á herðar með samningi þess við Reykjavíkurbæ. Eins og áður greinir, var brunabótaverð húss stefnanda kr. 53.600.00, er stefndi tók við tryggingu þess. Það verð var ákveðið snemma árs 1943. Telur stefn- andi, að þetta verð beri að leggja til grundvallar sem sannvirði hússins í sambandi við bótagreiðslu, enda hafi ekki verið heimilt að breyta Þessari virðingu, nema sem nam breyttri vísitölu byggingarkostnaðar, en hækkun hennar, frá virðingardegi og fram til þess tíma, að tjónið varð, nam ekki 5%. Mun þeirri reglu hafa verið fylgt, að breytingar á vísitölu, sem námu minna en 5%, voru ekki látnar hafa áhrif á útreikning brunabótaverðsins. Samkvæmt þessu telur stefnandi, að stefnda sé óheimilt að leggja til grundvallar um sannvirði hússins matsgerð þá, er fram fór eftir brunann. Einnig hefur hann mótmælt matsgerð þessari sem of hárri. Loks hefur stefnandi lagt áherzlu á það, að engin heimild sé til þess, hvorki lagaleg né samkvæmt samningi, að líta svo á, að húsið hafi verið í sjálfsábyrgð að hluta. Stefndi byggir dómkröfur sínar á því, að samkvæmt hinum almennu vátryggingarskilyrðum, sem einnig giltu um tryggingu á húsi stefnanda, sé það regla, að fari verðmæti brunatryggðra hagsmuna fram úr vátrygg- ingarverði þeirra, verði tjón á hagsmununum aðeins bætt hlutfallslega. Nú sýni virðing sú, sem gerð var á húsinu eftir brunann, að sannvirði þess hafi verið meira en vátryggingarverðið, og beri því aðeins að bæta tjónið samkvæmt hlutfallinu milli matsverðsins og vátryggingarverðsins. Stefndi hefur í þessu sambandi bent á, að samkvæmt þeim reglum, sem bæjar- stjórn Reykjavíkur hefur sett um virðingu húsa til brunabóta, beri að miða tryggingarverðið við breytingar á vísitölu byggingarkostnaðar, en 14 210 sýnilegt sé, að vísitalan sýni ekki réttilega þá hækkun, sem orðið hefur á byggingarkostnaðinum, og því verði húsin yfirleitt miklu lægra tryggð en sannvirði nemur. Kveðst stefndi hafa reynt að fá reglunum um virð- ingar breytt og virðingarnar færðar nær sannvirði, en án árangurs. Þegar þetta brást, lét stefndi prenta aftan á iðgjaldakvittanir sínar áskoranir til húseigenda um að athuga, hvort hús þeirra væru tryggð í samræmi við byggingarkostnað, og enn fremur ábendingu um, að þeim væri heimilt að óska endurmats, ef þeir teldu eignina eigi fulltryggða. Samkvæmt 2. gr.laga um brunatryggingar Í Reykjavík nr.1 frá 1924, sbr. lög nr. 87 frá 16. desember 1943, skulu öll hús í lögsagnarumdæmi bæjarins vera tryggð fullu verði þeirra eftir virðingu dómkvaddra manna hjá félög- um þeim, sem bæjarstjórn hefur samið við um trygginguna. Enn fremur segir í nefndri lagagrein, að bæjarstjórn skuli hafa eftirlit með virð- ingargerðunum og að ekkert hús skuli tekið í ábyrgð fyrir hærri fjárhæð en hún álítur hæfilega. Í lögum nr. 87 frá 1943, 1. gr, er bæjarstjórn heimilað að breyta árlega brunabótaverði húsa samkvæmt vísitölu bygg- ingarkostnaðar í Reykjavík. Mun þessi aðferð hafa verið höfð við ákvörð- un og breytingu brunabótaverðs hin síðari ár. Þann 1. febrúar 1943 mátu tveir dómkvaddir virðingarmenn húsið til brunabóta á kr. 53.600.00. Það mat hefur ekki verið véfengt. Eftir það gerði stefnandi ekki reka að því að fá matið hækkað, en aðiljar eru sam- mála um, að ekki hafi fyrir brunann verið orðin slík hækkun á vísitölu byggingarkostnaðar, að brunabótamat hússins hafi átt að hækka af þeim sökum. Brunabótamat margnefnds húss hefur því verið ákveðið sam- kvæmt þeim reglum, sem bæjarstjórn Reykjavíkur hafði sett þar að lút- andi. Bar stefnda samkvæmt áðurgreindum ákvæðum 2. gr. laga nr. 1 frá 1924 að tryggja húsið fyrir þá fjárhæð, og verður eigi á það fallizt, að stefndi hafi tekið að sér að ábyrgjast tjón á húsinu með hærri fjárhæð, þótt sannvirði þess kynni að reynast meira. Er einnig á það að líta, að iðgjöld til stefnda voru miðuð við brunabótaverð hússins. Matsgerð þeirri, sem fór fram um verðmæti hússins fyrir brunann, hefur eigi verið hnekkt, og ekkert er fram komið, sem gerir varhugavert að treysta henni. Verður því að leggja hana til grundvallar um sannvirði hússins fyrir brunann. Í 2. tl. 6. gr. almennra vátryggingarskilyrða stefnda, sem hér eiga við, er m. a. tekið fram, að fari andvirði þeirra muna, sem til voru rétt fyrir brunann, fram úr vátryggingarupphæðinni, verði tjón aðeins bætt hlut- fallslega (pro rata). Samkvæmt framansögðu var andvirði húss stefnanda fyrir brunann kr. 95.700.00, en vátryggingarfjárhæð þess var kr. 53.600.00. Ber stefnda því eingöngu að bæta stefnanda 536/957 hluta tjónsins, sem aðiljar eru sammála um, að hafi numið kr. 28.600.00. Samkvæmt þessu ber að taka til greina kröfu stefnda um sýknu gegn greiðslu á kr. 16.018.39, en rétt þykir, að stefndi greiði stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 1800.00, svo og 6% vexti frá stefnudegi til greiðsludags. Finar Arnalds borgardómari kvað upp dóm þenna. 211 Dómsorð: Stefndi, Almennar tryggingar h/f, greiði stefnanda, Magnúsi Vig- fússyni, kr. 16.018.39 með 6% ársvöxtum frá 5. júní 1947 til greiðslu- dags og kr. 1800.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 23. apríl 1951. Nr. 69/1949. — Jóhann Kristjánsson (Ólafur Þorgrímsson) gegn Böðvari Jónssyni (Einar B. Guðmundsson). Setudómarar hrl. Lárus Jóhannesson og próf. Ólafur Lárusson í stað hrá. Jóns Ásbjörnssonar og hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Kaupkrafa. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 12. apríl 1949, að fengnu áfrýjunarleyfi 31. marz s. á. Krefst hann aðallega algerrar sýknu, en til vara lækkunar á kröfum stefnda í málinu. Svo krefst hann og málskostnaðar úr hendi hans í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar af áfrýjanda fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 1000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Jóhann Kristjánsson, greiði stefnda, Böðv- ari Jónssyni, málskostnað í Hæstarétti, kr. 1000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 212 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 29. nóv. 1948. Mál þetta, sem dómtekið var 17. þ. m., hefur Böðvar Jónsson, Norður- hjáleigu, Álftaveri í Skaftafellssýslu, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 1. apríl s.l, gegn Jóhanni Kristjánssyni byggingameist- ara, Auðarstræti 17 hér í bæ, til greiðslu skuldar, að fjárhæð kr. 5748.60 auk 6% ársvaxta frá 1. jan. 1948 til greiðsludags, og málskostnaðar að mati dómara. Stefndi hefur aðallega krafizt sýknu og málskostnaðar, en við munn- legan flutning málsins gerði hann þá varakröfu, að dómkrafa stefnanda yrði lækkuð verulega og málskostnaður látinn falla niður. Málavextir eru þeir, sem hér greinir: Í október 1946 réðst stefnandi til stefnda sem húsasmíðanemi, en skrif- legur námssamningur var þá ekki gerður. Mun það hafa stafað af því, að stefndi gat ekki fengið samþykki Trésmíðafélags Reykjavíkur til að taka nema fyrr en eftir áramót 1946—47. Var umtalað milli aðilja, að stefnandi fengi námssamning eftir áramótin, en hann mun hafa haft lof- orð stefnda fyrir, að samningurinn tæki gildi frá þeim tíma, er han hóf vinnu, þótt ekki yrði gengið formlega frá honum fyrr en síðar. Laun stefnanda voru kr. 5.50 á klukkustund, jafnt fyrir eftirvinnu sem dagvinnu. Á þessum tíma var grunnkaup nemenda á fyrsta ári í húsasmíði sam- kvæmt taxta trésmíðafélagsins kr. 195 á mánuði. Laun í almennri verka- mannavinnu á þessum tíma voru frá kr. 1.19—-8.37 á klukkustund í dag- vinnu og frá kr. 11.70--12.58 í eftirvinnu. Hinn 25. marz 1947 fékk stefndi leyfi Trésmíðafélags Reykjavíkur til að taka nema í iðninni, en ekki varð þó af, að formlegir samningar yrðu gerðir milli málsaðilja. Og fyrri hluta apríl hætti stefnandi störfum hjá stefnda. Ber málsaðiljum eigi saman um tildrög þess. Stefnandi kveðst hafa farið sökum þess, að hann fékk ekki formlegan námssamning hjá stefnda, þrátt fyrir kröfur sínar í þá átt. Stefndi skýrir hins vegar svo frá, að hann hafi boðizt til að gera námssamning við stefnanda, þegar hann hafði fengið leyfi trésmíðafélags- ins til að taka nema. Stefnandi hafi þá sagt, að hann hyggðist fara heim til sín um páskana, sem þá voru framundan, og að hann óskaði ekki að gera samninginn, fyrr en hann kæmi aftur. Eftir páska segir stefndi, að stefnandi hafi tilkynnt honum, að hann væri orðinn leiður að starfa við smíðar og vildi því hætta náminu. Hafi það orðið úr, að stefnandi hætti, þrátt fyrir loforð stefnda að gera þá formlegan námssamning. Stefndi hefur viðurkennt að hafa lofað stefnanda, er hann fór frá honum, að greiða nokkra uppbót á laun hans, ef það mætti verða til þess að hann færi ánægðari. Hins vegar neitar stefndi því að hafa tiltekið nokkra fjár- hæð eða greiðslutíma Í þessu sambandi. Stefnandi byggir kröfur sínar á því, að stefndi hafi brugðizt skyldu sinni um að gera við hann löglegan námssamning, og hafi hann því haft réttmæta ástæðu til að hætta störfum hjá honum. Telur hann sig eiga að fá gervismiðakaup auk orlofsfjár fyrir þann tíma, sem hann starfaði hjá stefnda, þar eð hann hafi starfað fyrir lægra kaup í trausti þess, að hann ynni hjá stefnda sem nemandi. 213 Stefndi byggir kröfur sínar á því, að stefnandi hafi sagt upp námssamn- ingnum og að hann hafi þegar fengið greitt það kaup, sem honum bar samkvæmt samningum aðilja. Gegn mótmælum stefnanda hefur stefndi ekki fært sönnur að því, að hann hafi gert ráðstafanir til að gera námssamning við stefnanda, svo sem honum bar samkvæmt 1. gr. laga nr. 100 frá 1938, sbr. lög nr. 43 frá 1940. Verður því að telja, að stefnanda hafi verið heimilt að rifta ráðningu sinni. Þykir mega fallast á, að honum beri venjulegt verkamannakaup fyrir vinnu sína hjá stefnda, enda er ósannað Segn mótmælum stefnda, að stefnandi hafi unnið að þeim störfum, sem greidd voru með svokölluðu gervismiðakaupi. Laun verkamanna á klukkustund sam- Á sama tíma vann stefn- kvæmt taxta Verkamannafélagsins andi hjá stefnda. Dagsbrúnar voru á framangreindum tíma sem hér segir. Dagvinna Eftirvinna Í dagvinnu Í eftirvinnu kr. kr. Í október '46 7.19 11.70 141 stundir — 27 stundir — nóvember — 8.00 12.02 19 — 38 — desember — 8.03 12.06 132 27 a — janúar 747 8.11 12.18 191, BT — febrúar — 8.22 12.34 195 la 40 — marz — 8.37 12.58 A93 40 — apríl --- 8.22 12.34 2 4 Samkvæmt þessu ber stefnanda í laun kr. 11.283.91. Áður hefur stefndi greitt honum kr. 7062.00. Mismun þessara fjárhæða, kr. 4221.91, ber stefnda að greiða stefnanda ásamt vöxtum, eins og krafizt er í stefnu, svo og orlofsfé, sem samkvæmt framanrituðu nemur kr. 416.00. Málskostnaður til handa stefnanda telst hæfilega ákveðinn kr. 700.00. Einar Arnalds borgardómari kvað upp dóm Þenna. Dómsorð: Stefndi, Jóhann Kristjánsson, greiði stefnanda, Böðvari Jónssyni, kr. 4221.91 með 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1948 til greiðsludags, kr. 416.00 í orlofsfé og kr. 700.00 í málskostnað innan 15 daga frá lög- birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 214 Miðvikudaginn 25. apríl 1951. Nr. 91/1949. — Hinrik Ragnarsson (Gústaf A. Sveinsson) gegn Sigurði L. Ólafssyni (Enginn). Setuðdómarar hrl. Lárus Jóhannesson og próf. Ólafur Lárusson í stað hrá. Jóns Ásbjörnssonar og hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Ómerking vegna vanreifunar. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur, að fengnu áfrýjunarleyfi 28. maí 1949, skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 27. s. m. Hinn 10. október s. á. var honum veitt nóvaleyfi. Gerir hann þær kröfur, að hann verði sýknaður af kröfum stefnda, að fellt verði úr gildi fjárnám það, sem stefndi lét framkvæma í hús- eign hans, nr. 9 við Skipasund, Reykjavík, hinn 1. apríl 1949, og að stefnda verði dæmt að greiða honum málskostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Mál þetta var þingfest í Hæstarétti hinn 31. október 1949. Sigurður E. Ólason hrl. sótti þá og nokkrum sinnum síðar þing af hendi stefnda, en er málið var tekið til meðferðar hinn 28. febrúar 1950, var ekki sótt þing af stefnda né umboðsmanni hans. Hefur málið því verið flutt skriflega, sbr. 38. gr. laga nr. 112/1935. Mál þetta var þingfest í héraði 24. júní 1947. Umboðsmaður stefnanda í héraði lagði fram stefnu, þar sem stefndi var krafinn skuldar, að fjárhæð kr. 4000.00 ásamt vöxtum, og segir í stefnunni: „Skuld þessi er vegna ógreiddra vinnu- launa. Um málavexti vísast til greinargerðar.“ Af hendi stefnda í héraði var sótt þing við þingfestingu svo og hinn 9. sept. s. á., og fékk stefnandi í bæði skiptin frest til að rita greinargerð. Hinn 16. og 30. s. m. svo og 14. október fékk stefnandi framhaldsfrest, en þing var ekki sótt af hendi stefnda né síðar. Hinn 28. október s. á. lagði umboðsmaður stefnanda fram svonefnda greinargerð. Segir þar einungis, að skuld sú, sem krafin er, sé eftirstöðvar af vinnulaunum 215 vegna byggingar hússins nr. 9 við Skipasund, Reykjavík, og hafi stefndi reynzt ófáanlegur til að greiða hana. Lögð var þá og fram yfirlýsing stefnanda sjálfs, þar sem hann gerði að nokkru aðra grein fyrir kröfu sinni, en þó mjög óljósa. Frestur var enn veittur til 11. nóv. s. á., og var málið þá lagt í dóm með tilvísun til hinnar svonefndu greinargerðar, án þess að nokkur viðleitni væri sýnd til að afla gagna, er krafan væri byggð á. Þessi málatilbúnaður umboðsmanns stefnanda var brýnt brot á ákvæðum 105. gr. laga nr. 85/1936 og hefði dómari átt að krefjast skilríkja um kröfuna, áður en hann lagði dóm á málið, sbr. 116. gr. sömu laga. Ber því að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og málsmeðferð frá þingfestingu sakar- innar í héraði. Svo ber og að ómerkja fjárnámsgerð þá, sem framkvæmd var hinn 1. apríl 1949 í húsinu nr. 9 við Skipa- sund, Reykjavík, til tryggingar dóminum. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda málskostnað í Hæstarétti, sem ákveðst kr. 800.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og málsmeðferð frá þingfestingu sakar í héraði eiga að vera ómerk. Fjárnám það, sem gert var hinn 1. apríl 1949 í húsinu nr. 9 við Skipasund, Reykjavík, til tryggingar hinum ómerkta dómi, er fellt úr gildi. Stefndi, Sigurður L. Ólafsson, greiði áfrýjanda, Hin- riki Ragnarssyni, kr. 800.00 málskostnað fyrir Hæsta- rétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþingss Reykjavíkur 29. nóv. 1949. Mál betta, sem dómtekið var 11. þ. m., hefur Sigurður L. Ólafsson tré- smíðameistari, Lauganeshverfi 31 hér í bænum, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 21. júní s.l, gegn Hinrik Ragnarssyni, Skipasundi 9 hér í bænum, til greiðslu vinnulauna, að fjárhæð kr. 4000.00 með 6% árs- vöxtum frá stefnudegi til greiðsludags, og málskostnaðar að skaðlausu. Stefndi hefur látið sækja þing, en engum andmælum hreyft gegn dóm- kröfum stefnanda, sem verða því teknar til greina að öllu leyti. Máls- kostnaður ákveðst kr. 600.00. Einar Arnalds borgardómari kvað upp dóm þenna. 216 Dómsorð: Stefndi, Hinrik Ragnarsson, greiði stefnanda, Sigurði L. Ólafssyni, kr. 4000.00 með 6% ársvöxtum frá 21. júní 1947 til greiðsludags og kr. 600.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Fjárnám fógetaréttar Reykjavíkur 1. apríl 1949. Fyrir gerðarbeiðanda er mættur Brandur Brynjólfsson hdl. og krefst fjárnáms til tryggingar skuld samkvæmt rskj. nr. 2, að upphæð kr. 4000.00 með 6% ársvöxtum frá 21. júní 1947 til greiðsludags, kr. 600.00 í máls- kostnað auk alls kostnaðar við gerð þessa og eftirfarandi uppboð, ef til kemur, allt á ábyrgð gerðarbeiðanda. Gerðarþoli er ekki mættur, en af hans hálfu mætir kona hans, Jóna Árnadóttir, og kveðst ekki geta greitt. Fógeti skoraði þá á hana að vísa á eignir, er gerðarþoli ætti og gera mætti fjárnám í, og brýndi fyrir henni að skýra rétt frá. Mætt vísaði á húseignina nr. 9 við Skipasund. Fógeti lýsti fjárnámi í nefndri húseign til tryggingar framangreindri skuld auk alls kostnaðar áfallins og áfallandi, að geymdum betri rétti þriðja manns. Fallið var frá virðingu. Fógeti brýndi fyrir mættu að skýra fyrir gerðarþola frá fjárnáminu og því einnig, að honum væri óheimilt að ráðstafa hinni fjárnumdu eign þannig, að í bág bryti við gerð þessa, að viðlagðri ábyrgð að lögum. Föstudaginn 27. apríl 1951. Nr. 85/1950. Hreppsnefnd Hvolhrepps (Sveinbjörn Jónsson) gegn Páli Nikulássyni og gagnsök (Ragnar Ólafsson). Setudómarar hrl. Lárus Jóhannesson og próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Jóns Ásbjörnssonar og hrá. Jónat- ans Hallvarðssonar. Ákvæði fjallskilareglugerðar um leitir skýrð. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 22. júní 1950. Gerir hann þessar dómkröfur: Aðallega, 217 að hann verði algerlega sýknaður, en til vara, að dæmd fjár- hæð verði lækkuð, og að gagnáfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 6. júlí 1950. Hinn 12. janúar 1951 fékk hann gjafvarnarleyfi og sér skipaðan talsmann. Krefst hann þess, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 800.00 ásamt 5% ársvöxtum frá 1. janúar 1946 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Aðaláfrýjandi lét tvísmala afrétt Hvolhrepps, Emstrur, haustið 1945, svo sem boðið er í 14. gr. fjallskilareglugerðar Rangárvallasýslu nr. 157/1943. Verður ekki annað séð en leitir þessar hafi verið framkvæmdar af vandvirkni, Eftir síðari leitina urðu menn af Rangárvöllum þess varir, að á Emstrum væru þrjár sauðkindur, ær með tveimur lömbum, sem gagnáfrýjandi var talinn eiga. Gagnáfrýjandi fór þess nú á leit við oddvita Hvolhrepps, að aðaláfrýjandi léti sækja kindur þessar. Hinn 10. nóvember 1945 komu hreppsnefndar- menn Hvolhrepps saman og ræddu málið. Taldi hreppsnefndin sér ekki skylt að fyrirskipa þriðju leit vegna sauðkindanna, sbr. 14. gr. fjallskilareglugerðarinnar, heldur veitti gagn- áfrýjanda með ályktun heimild til að sækja kindurnar með þeim kjörum, er getur í 24. gr. sömu reglugerðar. Ekki er ljóst, að gagnáfrýjandi hafi vitað um ályktun þessa, en hann hafði beint málaleitunum sínum til oddvita Hvolhrepps. Segir gagnáfrýjandi, að oddviti og hann hafi orðið ásáttir um, að hann skyldi sjálfur sækja sauðkindurnar, og hafi oddviti ekki andmælt skyldu aðaláfrýjanda til að greiða kostnað af för. inni. En frásögn gagnáfrýjanda um þetta síðasta atriði er mótmælt af aðaláfrýjanda. Bjó gagnáfrýjandi nú för sína ásamt öðrum manni, er hann fékk til farar með sér. Tókst þeim að handsama tvær af sauðkindunum, þ. e. ána og annað lambið, og flytja þær til byggða. Gagnáfrýjandi sendi aðal. áfrýjanda því næst reikning, að fjárhæð kr. 800.00, yfir kostn- að af förinni, en aðaláfrýjandi vékst undan að greiða. Stóð nú Í stappí um stund, en með bréfi 10. apríl 1946 sendi aðal- áfrýjandi reikninginn til sýslunefndar Rangárvallasýslu og 218 spurðist fyrir, hvort honum bæri skylda til að greiða hann. Sýslunefnd svaraði þessari fyrirspurn ekki, heldur samþykkti með sjö atkvæðum gegn tveimur ályktun þess efnis, að hrepps- nefndinni hefði samkvæmt 14. gr. fjallskilareglugerðar Rang- árvallasýslu verið skylt að láta hirða sauðfé það, sem greindi í erindi aðaláfrýjanda til sýslunefndar. Aðaláfrýjandi vildi samt enn ekki greiða, og höfðaði gagnáfrýjandi þá mál þetta. Gagnáfrýjandi hefur ekki leitt sönnur að því í málinu, að aðaláfrýjandi hafi lofað honum greiðslu, og verður krafa hans ekki reist á þeim grundvelli. Í 14. gr. fjallskilareglugerðar fyrir Rangárvallasýslu er svo kveðið á, að hreppsnefnd sé skylt að sjá um, að tvísmöluð séu afréttarlönd hreppsins á hverju hausti og oftar, ef þurfa þykir. Aðaláfrýjandi hafði látið gera tvær leitir á afrétti sín- um haustið 1945, svo sem áður segir, og var honum ekki skylt að fyrirskipa þriðju leit, þótt eftir aðra leit fréttist um þrjár kindur á afréttinum, sem þangað kunna að hafa runnið eftir hinar fastákveðnu leitir, en það er matsatriði hverju sinni, hvort þörf sé þriðju leitar. För gagnáfrýjanda inn á afréttinn til að sækja sauðkindur sínar var einkafyrirtæki hans, en ekki slík almenn smölun eða leit, er fyrirskipuð væri af rétthærum aðilja, hreppsnefnd eða sýslunefnd, samkvæmt 14. gr. reglu- gerðarinnar um fjallskil. Ályktun sú, sem sýslunefnd gerði eftir á, er því reist á lagasjónarmiðum, sem ekki fá staðizt, og verður ályktun þessari ekki jafnað til lögfullrar fyrirskip- unar sýslunefndar um þriðju leit samkvæmt 14. gr. reglu- gerðarinnar. Svo sem fyrr segir, heimilaði aðaláfrýjandi gagnáfrýjanda för á afréttinn samkvæmt 24. gr. fjallskila- reglugerðarinnar, en samkvæmt því ákvæði er hreppsbúum heimilar eftirleitir á afrétti, að loknum þeim leitum, sem hreppsnefnd lætur gera, en skylt er þeim þá að fá til þess samþykki hreppsnefndar, ef þeir vilja eiga von um borgun fyrir fyrirhöfn sína. Ef sauðfé finnst í slíkum leitum, skal eigandi greiða þriðjung verðs, fyrir heimt og óheimt fé, og virðir hreppsstjóri fé. Heimilt er hreppsnefnd að hækka greiðslu þessa, en þá skal sú hækkun greiðast úr fjallskila- sjóði. Gagnáfrýjandi er að vísu ekki búsettur í Hvolhreppi, en heimilt var að láta ákvæði 24. gr. reglugerðarinnar taka, 219 eins og á stóð, með lögjöfnun til hans, eftir því sem við á. Hann var sjálfur eigandi sauðkinda þeirra, er hann sótti á afréttinn, og tók því undir sjálfum sér leitarhlutinn, Hrepps- nefnd eða sýslunefnd sem æðra stjórnvald gat að vísu veitt gagnáfrýjanda nokkra umbun úr fjallskilasjóði, ef stjórn- sýsluhafi sá, er í hlut átti, taldi ástæðu til þess, sbr. 24. gr. reglugerðarinnar, en hvorugur þessara aðilja hefur kveðið á um slíka greiðslu til gagnáfrýjanda, enda getur hann ekki stutt kröfuna um greiðslu á ályktun sýslunefndar, þar sem engin ákvörðun er tekin um umbun handa honum samkvæmt 24. gr. reglugerðarinnar. Niðurstaðan verður því sú, að sýkna ber aðaláfrýjanda af kröfum gagnáfrýjanda í máli þessu. Rétt þykir, að málskostnaður í héraði falli niður, en að gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda málskostnað fyrir Hæsta- rétti, sem ákveðst kr. 800.00. Málflutningslaun talsmanns gagnáfrýjanda, kr. 800.00 í héraði og kr. 800.00 í Hæstarétti, greiðist úr ríkissjóði, Dómsorð: Aðaláfrýjandi, hreppsnefnd Hvolhrepps f. h. hrepps- ins, á að vera sýkn af kröfum gagnáfrýjanda, Páls Niku- lássonar, í máli þessu. Málskostnaður í héraði fellur niður, en gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda kr. 800.00 málskostnað fyrir Hæsta- rétti. Málflutningslaun talsmanns gagnáfrýjanda, Ragnars Ólafssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 800.00 í héraði og kr. 800.00 í Hæstarétti, greiðist úr ríkissjóði. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 27, maí 1950. Mál þetta, sem dómtekið var 22. þ. m., hefur Páll bóndi Nikulásson, Kirkjulæk í Fljótshlíðarhreppi, Rangárvallasýslu, höfðað fyrir bæjarþing- inu, að undangenginni árangurslausri sáttaumleitan, með stefnu, útgefinni 13. janúar 1948, gegn hreppsnefnd Hvolhrepps í Rangárvallasýslu f. h. hreppsins til greiðslu skuldar, að fjárhæð kr. 800.00 með 5% ársvöxtum frá 1. janúar 1946 til greiðsluðags. Stefnandi, sem hefur fengið gjafsókn í 220 máli þessu, hefur enn fremur krafizt málskostnaðar sér til handa, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Stefndi hefur aðallega krafizt sýknu af kröfum stefnanda og málskostn- aðar sér til handa að mati dómarans. Til vara hefur hann krafizt lækk- unar á kröfum stefnanda. “ Málsatvik eru þau, að um haustið 1945, nokkru eftir síðari fjallgöngur, frétti stefnandi, að sézt hefðu þrjár kindur, er líkur væru til, að hann ætti, á svonefndum Emstrum, sem er afréttarland Hvolhrepps. Kveðst stefnandi þá hafa snúið sér til oddvita Hvolhrepps og óskað þess, að hann léti sækja fé þetta. Oðdvitinn hafi ekki talið sig reiðubúinn að taka af- stöðu til þessa og viljað leita álits hreppsnefndar um það. Hreppsnefndar- fundur var síðan haldinn þann 10. nóvember 1945, og þar varð svohljóð- andi ályktun um mál þetta: „3. Oddviti bar fram þá skýrslu Páls bónda Nikulássonar á Kirkjulæk í Fljótshlíð, að sézt hefðu þrjár kindur á afrétti hreppsins, eftir að síðari smölun á afréttinum fór fram á þessu hausti, og gat þess, að kindur þessar væru taldar eign nefnds Páls. Jafnframt hefur Páll farið þess á leit sam- kvæmt 24. gr. fjallskilareglugerðar Rangárvallasýslu að fá til þess sam- bþykki hreppsnefndar að mega fara á afréttinn til þess að sækja téðar kindur. Hreppsnefndin samþykkti að veita umbeðið leyfi.“ Ekki virðist stefnanda hafa verið tilkynnt um þessa samþykkt. Nokkru síðar kveðst stefnandi enn hafa hitt oddvitann, og hafi hann þá farið þess á leit við stefnanda, að hann útvegaði menn til fararinnar úr Fljótshlíðar- hreppi, þar sem ekki væri hægt að fá menn úr Hvolhreppi. Stefnandi kveðst hafa lofað að reyna það. Nokkru síðar hafi hann átt símtal við oddvitann og tjáð honum, að hann gæti sjálfur farið í för þessa og hefði fengið mann með sér. Kaup mannsins mundi verða kr. 80.00 á dag auk kaups fyrir hest og fæðiskostnað. Hafi oddvitinn engum athugasemdum við því hreyft, en óskað þess, að hann yrði strax látinn vita, er ferðinni væri lokið, því hann myndi láta hreppstjóra Hvolhrepps meta til fjár fé það, er fyndist. Stefnandi og maður með honum fóru síðan í fyrri hluta nóvembermánaðar för þessa. Fundu þeir félagar á eina með tveimur lömbum á afrétt Hvolhrepps, og átti stefnandi fé þetta. Tókst þeim að ná ánni og öðru lambinu til byggða, en misstu hitt lambið úr höndum sér. Tók förin alls 4 daga, að því er stefnandi telur. Þann 30. nóv. 1945 mat hreppstjórinn Í Hvolhreppi kindur þessar til fjár, á samtals kr. 161.50. Stefnandi krafði síðan steinda um greiðslu leitarkostnaðar, er hann taldi nema kr. 800.00. Stefndi færðist undan að greiða. Með bréfi, dag- settu 10. apríl 1946, óskaði oddviti Hvolhrepps úrskurðar sýslunefndar Rangárvallasýslu um greiðsluskyldu hreppsins á þessari kröfu stefnanda. Sýslunefndin tók mál þetta til meðferðar og kvað upp í því svohljóðandi úrskurð: „Samkvæmt 14. gr. fjallskilareglugerðar Rangárvallasýslu lítur sýslu- nefndin svo á, að hreppsnefndinni hafi verið skylt að láta hirða fé það, er um getur Í erindi oddvita Hvolhrepps frá 10. apríl s.l.“ Kröfur sínar í máli þessu byggir stefnandi á því, að þar sem komið hafi 221 í ljós, að fé var á afrétt Hvolhrepps, eftir að tvennar leitir höfðu verið gerðar, hafi verið skylt að leita aftur í afréttinni. Í 1. mgr. 14. gr. fjall- skilareglugerðar fyrir Rangárvallasýslu nr. 157 frá 1943 sé sú skylda lögð á hreppsnefndar að sjá um, að afréttir hreppanna séu tvísmalaðar á hverju hausti og oftar, ef þurfa þykir. Í þessu tilviki hafi verið full Þörf á, að smalað væri aftur, þótt tvennar leitir hafi verið gerðar. Þetta hafi oddviti Hvolhrepps líka fallizt á og falið stefnanda að framkvæma smöl- unina. Stefnda beri hins vegar að greiða allan kostnað af henni. Sam- kvæmt ákvæðum 38. gr. sbr. 15. gr. sveitarstjórnarlaganna sé sýslunefnd- um falið fullnaðarúrskurðarvald um ágreining út af smölun afrétta. Stefndi hafi sjálfur lagt mál þetta undir úrskurð sýslunefndar Rangár- vallasýslu, sem hafi úrskurðað, að stefnda hafi verið skylt að sjá um smölun þessa. Úrskurður þessi sé fullnaðarúrskurður um Þetta atriði, er dómstólarnir geti ekki hnekkt, enda hafi sýslunefndin á engan hátt farið út fyrir valdsvið sitt. Þá hefur stefnandi í þessu sambandi bent á, að stefndi hafi lagt atriðið undir úrskurð sýslunefndarinnar, og hann hafi út af fyrir sig samþykkt þá málsmeðferð. Stefnandi hefur neitað því, að honum hafi verið kunnugt um fundarsamþykkt hreppsnefndar Hvolhrepps frá 10. nóv. 1945, þá er áður getur, fyrr en um það leyti sem málið var höfðað. Telur stefnandi af þessu ljóst, að stefnda beri að greiða allan kostnað af för þessari, enda geti engu máli skipt í þessu sambandi, þótt hann sjálfur hafi verið eigandi kinda þeirra, er í leitinni fundust. Stefndi hefur talið, að Emstrur hafi verið tvísmalaðar umrætt haust, og hafi smalanirnar tekizt mjög vel og full ástæða til að ætla, að bar væri ekki fé eftir, enda hafi fátt fé verið þar, þar sem búendur í Hvol- hreppi reki ekki lengur þangað fé sitt. Umræddar kindur stefnanda hafi að vísu sézt á afréttinni eftir síðari göngur, en nálægt afréttarmörkum, og full líkindi séu til, að þær hafi runnið þangað af afrétt annars hrepps, eftir að göngum var lokið. Stefnandi hafi farið þess á leit við oddvita hreppsins, að hann fengi að sækja kindur þessar. Leyfi þetta hafi verið veitt með vísan til ákvæða 24. gr. fjallskilareglugerðar fyrir Rangárvalla- sýslu, enda þótt stefnandi væri utanhreppsmaður. Í grein þessari sé gert ráð fyrir, að ef þeir, sem hafa fengið leyfi til að fara í eftirleitir, finni fé, þá fái þeir greitt þriðjung verðs fjár þessa, og skuli fjáreigandinn greiða það. Stefnandi hafi fundið kindur, sem hann sjálfur hafi átt, og hafi þær verið metnar. Hann eigi að vísu rétt til að fá greidda bóknun, er nemi þriðjungi verðs kindanna, en þar sem hann eigi þær sjálfur, taki hann greiðslu þessa frá sjálfum sér og geti ekki krafið stefnda um hana. Þá hefur á það verið bent af hálfu stefnda, að stefnandi hafi ekki farið þess á leit, að almenn eftirleit yrði gerð á Emstrum, heldur aðeins, að þessar ákveðnu kindur hans yrðu sóttar. Hann hafi heldur ekkert leitað um afréttina að öðru fé, heldur aðeins sótt þessar ákveðnu kindur. Stefndi hefur mótmælt því, að fyrrgreind samþykkt sýslunefndar Rangárvalla- sýslu hafi neina þýðingu fyrir mál þetta, enda geti sýslunefndin ekki haft fullnaðarúrskurðarvald um atriði sem þetta. Oddviti Hvolhrepps hefur talið, að hann hafi aðeins tjáð stefnanda, að 222 hann hefði leyfi til að sækja kindur þessar, en alls ekki samþykkt neina sérstaka eftirleit af hans hendi. Gegn eindregnum mótmælum stefnanda er ósannað, að honum hafi verið kunnugt um fundarsamþykkt hreppsnefndar Hvolhrepps frá 10. nóvember 1945, þá er áður getur, áður en hann fór í leitarferð þessa. Þá er einnig ósannað, að honum hafi verið gert kunnugt, að stefndi taldi hann ekki eiga rétt til þóknunar, þótt hann færi í leit, nema hluta af verðmæti fjár þess, er kynni að finnast. Í 15. gr. sveitarstjórnarlaganna er hreppsnefndum falið að sjá um notkun afrétta hreppsins og fjallskil og réttir, um smalanir afrétta og heimalanda á haustum til fjárskila. Í 38. gr. sömu laga er meðal annars sagt, að sýslunefnd leggi fullnaðarúrskurð á mál þau, er í 15. gr. laganna greinir. Svo sem að framan getur, lagði stefndi mál þetta fyrir sýslunefnd Rangárvallasýslu til úrskurðar. Úrskurður nefndarinnar verður að teljast fullnaðarúrskurður um það efni, sem hann fjallar um, og verður því lagður til grundvallar í máli þessu, enda er ekki fram komið, að á honum séu neinir þeir gallar, er varði ógildingu hans. Samkvæmt úrskurði þess- um var stefnda skylt að láta hirða fé það, sem sézt hafði á Emstrum. Í málinu er fram komið, að stefnandi fór för þessa og fékk mann til fylgdar við sig með samþykki oddvita Hvolhrepps. Ber stefnda því að greiða honum hæfilegt gjald fyrir það verk. Stefnandi hefur haldið því fram, að hann hafi tjáð oddvita Hvolhrepps, að maður sá, sem með honum færi í för þessa, vildi fá kr. 80.00 í kaup á dag auk fæðiskostnaðar og kaups fyrir hest. Hafi oddvitinn engum andmæl- um hreyft gegn þessu. Stefnandi kveður þá hafa verið 4 daga í förinni, og nemi því kaup þeirra beggja kr. 640.00 og fæði og hestskaup kr. 160.00. Stefndi hefur mótmælt því, að nokkuð hafi verið samið um kaup við stefnanda. Þá hefur stefndi bent á, að fjallskilakaup á þessum tíma hafi verið kr. 80.00 á dag fyrir manninn með hest, en fæði ekki verið greitt. Loks hefur stefndi bent á, að stefnandi hafi verið óhæfilega lengi í för þessari. Með vísan til þessa verður ekki talið sannað gegn mótmælum stefnda, að samið hafi verið um kaup stefnanda til handa, áður en för þessi var farin. Eftir atvikum þykir rétt, að stefnda verði gert að greiða venjulegt fjallskilakaup á þessum tíma, en því hefur ekki verið mótmælt, að það hafi verið kr. 80.00 á dag fyrir mann og hest. Af skýrslu stefnanda um ferð þessa er ljóst, að hún hefur ekki tekið fulla fjóra daga. Eftir atvikum þykir í þessu sambandi hæfilegt að reikna með, að hún hafi tekið 37%% dag. Með vísan til þessa og þar sem því er ekki mótmælt, að stefnandi eigi rétt til að krefja inn laun beggja þeirra, er förina fóru, þá verða miálalok þau, að stefndi verður dæmdur til að greiða kr. 560.00 með 5% ársvöxtum, sem reiknast frá sáttakærudegi, 30. júlí 1946. Eftir þessum málalokum þykir rétt, að stefndi greiði málskostnað. Málflutningslaun talsmanns stefnanda, Ragnars Ólafssonar hrl., þar með talinn ferðakostnaður, þykja hæfilega ákveðin kr. 800.00. 223 Eftir atvikum þykir rétt, að stefndi greiði kr. 450.00 af fé Þessu í máls- kostnað, en hinn hlutinn greiðist úr ríkissjóði. Benedikt Sigurjónsson, fulltrúi borgardómara, kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Stefndi, hreppsnefnd Hvolhrepps f. h. hreppsins, greiði stefnanda, Páli Nikulássyni, kr. 560.00 með 5% ársvöxtum frá 30. júlí 1946 til greiðsludags. Málflutningslaun talsmanns stefnanda, Ragnars Ólafssonar hrl, ákveðast kr. 800.00, og greiði stefndi kr. 450.00 af þeirri fjárhæð, en ríkissjóður kr. 350.00. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 30. apríl 1951. Nr. 39/1950. Steinunn Loftsdóttir (Ragnar Jónsson) gegn Ingva Ólafssyni (Sigurður Ólason). Setudómarar próf. Ólafur Lárusson og próf. Ólafur Jóhannesson í stað hrd. Jóns Ásbjörnssonar og hrd. Jónatans Hallvarðssonar. Barnsfaðernismál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 30. marz 1950, að fengnu gjafsóknarleyfi 24. s. m. Krefst hún þess, aðallega, að stefndi verði dæmdur faðir að sveinbarni því, er hún ól hinn 25. október 1948, og til að greiða meðlag með því frá fæðingu þess og til fullnaðs 16 ára aldurs, fæðingarstyrk og tryggingariðgjöld, allt eftir úrskurði yfirvalds. Túl vara krefst áfrýjandi þess, að úrslit málsins verði látin velta á fyllingareiði hennar, Loks krefst hún máls- kostnaðar úr hendi stefnda, bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og málið hefði ekki verið rekið sem gjafsóknarmál, og að skipuðum talsmanni hennar í héraði og fyrir Hæstarétti verði ákveðin hæfileg málflutningslaun fyrir báðum dómum. 224. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar úr hendi áfrýjanda fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Eftir að dómur gekk í héraði, hefur prófessor Níels Dungal rannsakað blóð sambýlismanns áfrýjanda, Matthíasar Gunn- laugssonar. Var niðurstaða rannsóknarinnar sú, að blóð Matt- híasar hafði þessa eiginleika. Aðalfl. Undirfl. CD E c B MN tt Vottar prófessorinn, að samkvæmt þessari niðurstöðu geti Matthías ekki verið faðir barnsins, þar sem hann hafi ekki eiginleikann C, sem barnið hljóti að hafa fengið frá föðurn- um, úr því að móðirin hafi hann ekki. Þá hefur og læknir sá, Karl Sig. Jónasson, er stundaði Matthías í legu hans á Landakotsspítala, gefið nýtt vottorð, eftir að dómur gekk í héraði. Samkvæmt vottorðinu, sem dag- sett er 6. apríl 1951, lá Matthías í Landakotsspítala frá 9. des. 1947 til 17. apríl 1948, mjög þungt haldinn fyrstu mánuðina og rúmliggjandi þar til í byrjun marzmánaðar 1948, enda hafði hann ekki þann tíma leyfi til þess að fara út úr sjúkra- herbergi sínu. Áfrýjandi hefur að vísu ekki verið algerlega sjálfri sér samkvæm í framburði sínum fyrir dómi. Hún hefur þó ávallt haldið fast við það, að stefndi, og enginn annar maður, hafi haft samfarir við hana, á tímabilinu frá því er nefndur sam- býlismaður hennar lagðist á sjúkrahús í desember 1947 og þar til að hann kom heim aftur eftir miðjan aprílmánuð 1948. Stefndi hefur kannazt við, að hann hafi oft hitt áfrýj- anda á þessu tímabili og ekið henni í bíl sínum. Þegar litið er til þess svo og skýrslna þeirra Veróniku Konráðsdóttur og Guðrúnar Guðjónsdóttur, þá verður að telja málstað áfrýj- anda líklegri. Ber því samkvæmt 213. gr. laga nr. 85/1936 að láta úrslit málsins velta á fyllingareiði áfrýjanda, þannig að vinni hún eið að því á lögmæltu varnarþingi og eftir lög- mætan undirbúning, að hún hafi á tímabilinu frá og með 1. janúar 1948 til 1. marz sama ár haft holdlegar samfarir við stefnda, Ingva Ólafsson, þá skal hann talinn faðir sveinbarns þess, er áfrýjandi ól hinn 25. október 1948, enda greiði hann 225 þá meðlag með barninu svo og fæðingarstyrk og tryggingar- iðgjöld barnsmóður fyrir eitt ár, allt samkvæmt yfirvalds- úrskurði. Ef áfrýjandi vinnur eiðinn, skal stefndi greiða henni málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 1500.00, en þar af renni kr. 1850.00 í ríkissjóð. Fallist áfrýjandi á eiðnum, á stefndi að vera sýkn af kröf. um hennar í málinu, enda greiði hún honum þá málskostnað, kr. 500.00. Málflutningslaun skipaðs talsmanns hennar í hér- aði og fyrir Hæstarétti, kr. 1000.00, greiðist úr ríkissjóði. Dómsorð: Ef áfrýjandi, Steinunn Loftsdóttir, vinnur innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa og eftir löglegan undir- búning eið að því á lögmæltu varnarþingi, að hún hafi á tímabilinu frá og með 1. janúar 1948 og til 1. marz sama ár haft holdlegar samfarir við stefnda, Ingva Ólafsson, þá skal hann talinn faðir að sveinbarni því, sem áfrýj- andi ól hinn 25. október 1948, enda greiði stefndi þá með- lag með barninu svo og barnsfararkostnað og tryggingar- iðgjöld barnsmóður fyrir eitt ár, allt eftir úrskurði yfir- valds. Þá greiði og stefndi áfrýjanda málskostnað í hér- aði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 1500.00, en þar af renni kr. 1350.00 til ríkissjóðs. Fallist áfrýjandi á eiðnum, skal stefndi vera sýkn af kröfum hennar í málinu, enda greiði hún honum þá máls- kostnað kr. 500.00. Málflutningsþóknun skipaðs talsmanns áfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti, Ragnars Jónssonar hæsta- réttarlögmanns, kr. 1000.00, greiðist úr ríkissjóði. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 15. febrúar 1950. Ár 1950, miðvikudaginn 15. febrúar, var í bæjarþingi Reykjavíkur, sem haldið var í skrifstofu sakadómara af fulltrúa hans Loga Einarssyni, kveð- inn upp dómur í barnsfaðernismálinu nr. 2/1950: Steinunn Loftsdóttir gegn Ingva Ólafssyni, sem tekið var til dóms sama dag. 15 226 Hinn 25. október 1948 ól kærandi, Steinunn Loftsdóttir, til heimilis í Kamp Knox E-25 hér í bæ, óskilgetið sveinbarn, er samkvæmt vottorði Jóhönnu Friðriksdóttur yfirljósmóður var fullburða, 5l cm á lengd og 3350 gr á þyngd. Föður að barni þessu hefur kærandi lýst Ingva Ólafsson bifreiðarstjóra, Grettisgötu 56 B, en hann hefur ekki viljað við faðernið kannast. Hefur kærandi því höfðað mál þetta gegn honum og krafizt þess, að hann verði dæmdur faðir barnsins, til að greiða meðlag með því frá fæðingu þess til fullnaðs 16 ára aldurs þess, fæðingarstyrk að svo miklu, sem hann verður eigi greiddur af Tryggingastofnun ríkisins, og tryggingariðgjöld hennar fyrir eitt ár. Til vara hefur hún krafizt fyllingareiðs. Þá hefur hún krafizt málskostnaðar að skaðlausu. Í réttarhaldi hinn 14. marz 1949 skýrir kærandi svo frá, að fyrir um þrem árum hafi hún farið að búa með kærasta sínum, Matthíasi Gunnlaugssyni bifreiðarstjóra, en hann og kærði eru kunnugir. Með unn- usta sínum og sambýlismanni á hún eitt stúlkubarn, fætt 3. júlí 1946. Kveðst hún hafa kynnzt kærða fyrir um hálfu öðru ári, enda hafi hann stundum komið á heimili hennar og unnusta hennar. Í fyrsta skipti segist hún hafa haft samfarir við kærða í janúarmánuði 1948 og svo ætíð við og við, þar til upp úr kunningsskap þeirra slitnaði í aprílmánuði sama ár. Samfarirnar kvað hún í fyrstu ætíð hafa farið fram í bifreið kærða, en síðar kvað hún þær einnig hafa farið fram á heimili sínu og hvorugt þeirra hafa viðhaft varúðarráðstafanir til að koma í veg fyrir, að hún yrði þunguð. Kærandi segist síðast hafa haft á klæðum fyrir barnsburð í janúarmánuði 1948, og minnir hana, að það hafi verið kringum 25. þ. m. en tíðir sínar kveður hún ætíð hafa verið reglulegar og öðrum en kærða sé ekki til að dreifa um faðerni barns þess, sem mál þetta er risið af, enda hafi hún ekki haft samfarir við annan karlmann en hann á getnaðartíma þess. Unnusta sinn segir hún hafa legið á Landakotsspítala frá 8. nóvember eða 8. desember 1947 þar til um miðjan marzmánuð 1948. Framburður kærða er á þá leið, að hann kveðst í réttarhaldi því, sem að framan greinir, hafa kynnzt kæranda fyrir um tveimur árum fyrir milligöngu kærasta hennar, enda hafi kærði verið tíður gestur á heimili þeirra. Meðan kærasti hennar, Matthías Gunnlaugs- son, lá í sjúkrahúsi, eru þau sammála um, að kærði hafi oft ekið henni í bifreið sinni, en hann hefur aftur á móti ætíð eindregið neitað því, þrátt fyrir fullyrðingar hennar, að hafa haft samfarir við hana. Í Landsspítal- anum, þar sem kærandi ól barnið, segist hann hafa fengið þær upplýs- ingar, að sveinn kæranda sé þar skráður Matthíasson. Hefur kærandi viðurkennt að hafa látið skrá sveininn Matthíasson, en það hafi verið gert án samþykkis unnusta hennar, en samfarir segist hún ekki hafa haft við unnusta sinn, eftir að hann kom af sjúkrahúsinu, fyrr en hann hafði dvalizt um þriggja vikna skeið á heimili þeirra. Kærandi ber það, að hún hafi sagt kærða frá þunga sínum, þegar hún hafði gengið með í 1—2 mánuði, og hafi hann þá viðurkennt faðernið, en jafnframt beðið sig um að lýsa hann ekki föður barnsins. Þessu kvaðst 227 hún hafa svarað svo til, að slíkt kæmi ekki til mála. Kærði segist aftur á móti ekki hafa vitað um þunga kæranda, fyrr en daginn áður en hann mætti fyrst hér í réttinum, en þá hafi hann verið kvaddur til viðtals í mæðrastyrksnefnd og honum sagt frá, að kærandi lýsti hann föður barnsins. Kærði kveðst hafa kvænzt fyrir um fjórum árum og eiga tvö börn með eiginkonu sinni og auk þess tvö óskilgetin börn með sömu konunni, en hún búi nú í Noregi. Vitnið Verónika Konráðsdóttir húsfrú, til heimilis í Kamp Knox E-37, skýrir svo frá, að um miðjan janúarmánuð 1948 hafi bað og kærandi farið saman á dansleik í Alþýðuhúsinu, en þangað hafi kærði ekið þeim. Er bað var tilbúið að fara á dansleikinn, kveðst bað hafa gengið að skála þeim, sem kærandi býr í, og ætlað að kalla á hana, en þá séð hana og kærða, sem lét vel að henni og hélt utan um hana, en það kveðst ekki hafa séð hann kyssa hana. Um klukkan 12% um kvöldið kveður það hana hafa komið til sín og sagzt vera að fara af dansleiknum og þá hafi það séð kærða standa frammi í anddyri. Þegar það atyrti hana fyrir að fara, segir það hana hafa sagt: „Nú eða aldrei,“ en hvað hún meinti með orðum Þessum, viti það ekki. Kærði kveðst eigi minnast þess að hafa ekið kæranda og Veróniku á dansleik í Alþýðuhúsinu í janúarmánuði 1948, enda hafi bifreið hans verið á verkstæði um sex vikna skeið eftir áramótin 1947 og 1948, en kærandi ber það, að hann hafi ekið þeim á dansleik benna, eins og vitnið Verónika ber. Einnig kveður hún hann hafa sótt sig á dansleikinn og þau þetta kvöld hafa haft samfarir saman í bifreið hans. Vitnið Guðrún Guðjónsdóttir, 11 ára að aldri, til heimilis í Kamp Knox B-10, skýrir svo frá, að um tíma, er sambýlismaður kæranda lá í sjúkra- húsi, hafi það sofið hjá kæranda í sama rúmi og hún og tvívegis að nóttu vaknað. Hafi kærandi þá verið inni í öðru herbergi, en vitnið heyrt, að karlmaður var hjá henni og þekkt á málrómi hans, að það væri kærði. Í eitt skipti um nótt segist vitnið hafa vaknað og þá séð kærða vera að drekka kaffi með kæranda frammi í eldhúsi. Matthías Vilhjálmur Gunnlaugsson bifreiðarstjóri, unnusti og sambýlis- maður kæranda, skýrir svo frá, að 8. eða 9. desember 1947 hafi hann verið lagður inn á Landakotsspítala, þar sem hann var mjög þjáður af liðagigt, enda hafi hann legið heima hjá sér mánuðinn áður mjög veikur og þá varla getað snúið sér til hliðar og ekki borðað hjálparlaust. Í sjúkra- húsinu kveðst hann hafa legið til 15. apríl, að hann fór heim til sín, en nokkru áður, um hálfsmánaðarskeið, segist hann Þó lítillega hafa haft fótavist. Hann kveðst ekki minnast, hvenær hann hafði síðast samfarir við kæranda, áður en hann fór í sjúkrahúsið, en segir það hafa verið löngu áður. Meðan hann var í sjúkrahúsinu, segist hann eigi hafa haft samfarir við kæranda, enda hvorki tækifæri til slíks né hann maður til þess. Meðan hann lá í sjúkrahúsinu, segist hann hafa grunað, að eitt- hvað samband hafi verið milli kæranda og kærða, því að þau hafi oft komið að heimsækja hann, og hann þá þótzt vita, að það þeirra, sem á 228 undan fór frá honum, biði eftir hinu, enda hefði kærandi viðurkennt, að svo hefði verið, eftir að hann kom af sjúkrahúsinu. Nokkrum dögum eftir að hann kom heim til sín af sjúkrahúsinu, segir hann hana hafa lýst kærða föður fóstursins eins og endranær. Vottorð Karls Sig. Jónassonar læknis, sem stundaði Matthías Vilhjálm í veikindum hans, er svohljóðandi: „Matthías Gunnlaugsson, f. 24/7 1919, dvaldi hér í spítalanum frá 9/12 1947—17/4 1948. Hann lá hér í fleirbýlisstofu og var rúmliggjandi frá komudegi þar til í febrúar 1948.“ Blóð málsaðilja hefur verið rannsakað í Rannsóknarstofu háskólans af prófessor Níels Dungal, og segir svo Í vottorði hans, að eigi sé unnt að útiloka kærða frá faðerninu, enda reyndist niðurstaða blóðrannsóknar- innar sem hér segir: Aðalfl. Undirfl. CD E G Kærandi 0 M ææ a Barnið 0 MN # — Kærði 0 N Þr Þá hefur verið leitað umsagnar héraðslæknisins í Reykjavík um það, hvenær barn það, sem mál þetta er risið af, geti verið komið undir. Í greinargerð héraðslæknis segir svo: „Algengasti meðgöngutími barns, sem fæðist fullburða, er talinn vera um 270 dagar. Samkvæmt vottorði yfirljósmóður fæðingardeildar Lands- spítalans á réttarskjali nr. Í hefur umrætt barn fæðzt fullburða. Sé því reiknað með hinum algengasta meðgöngutíma, ætti barn þetta að vera komið undir 28. janúar 1948. Nú er það svo, að mjög getur skeikað um meðgöngutíma fullburða barns og það jafnvel svo, eftir því sem talið er, að munað getur mánuði á hvern veg að minnsta kosti. Það er því álit mitt, að mögulegan getnaðartíma umrædds barns, sem fæðist fullburða 25. okt. 1948, megi telja frá því í fyrstu viku janúar til febrúarloka sama ár. Eins og atvikum er lýst hér að framan, verður eigi talið, þrátt fyrir þau kynni, sem aðiljar hafa haft hvort af öðru, að kærandi hafi fært þær líkur til styrktar máli sínu, að málslok verði látin velta á eiði hennar, enda hefur framburður hennar verið nokkuð á reiki, auk þess sem hún hefur viðurkennt að láta skrá sveininn Matthíasson á Landsspítalanum, og kærði stöðugt neitað líkamlegum mökum við hana. 912 Verður því samkvæmt 213. gr. laga nr. 85/1936 að láta úrslit málsins velta á eiði hans, þannig, að hann skal vera sýkn af kröfu kæranda, ef hann synjar þess með eiði sínum eftir löglegan undirbúning á lögmæltu varnarþingi innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa, að hann hafi haft holdlegar samfarir við kæranda frá og með 1. janúar 1948 og til 1. marz s. á. En fallist kærði á eiðnum, skal hann teljast faðir sveinbarns þess, er kærandi ól hinn 25. október 1948, enda greiði hann þá meðlag með barn- 229 inu, fæðingarstyrk og tryggingariðgjöld barnsmóður fyrir eitt ár, allt samkvæmt yfirvaldsúrskurði. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Dómsorð: Ef kærði, Ingvi Ólafsson, synjar þess með eiði sínum eftir lög- legan undirbúning á löglegu varnarþingi innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa, að hann hafi haft holdlegar samfarir við kæranda, Steinunni Loftsdóttur, á tímabilinu frá og með 1. janúar 1948 og til 1. marz sama ár, skal hann vera sýkn af kröfum hennar í máli bessu., Fallist kærði á eiðnum, skal hann teljast faðir sveinbarns bess, er kærandi ól hinn 25. október 1948, enda greiði hann bá meðlag með barninu, fæðingarstyrk og tryggingariðgjöld barnsmóður fyrir eitt ár, allt samkvæmt yfirvaldsúrskurði. Dómi þessum skal fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 30. apríl 1951. Nr. 23/1951. Gísli Halldórsson gegn Sigríði Einarsdóttur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Gísli Halldórsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 230 Mánudaginn 30. apríl 1951. Nr. 34/1951. Agnar Samúelsson og Einar Guðmundsson, útgerðarmenn m/b Bjargar, V.E. 5. gegn Eyjólfi Jónssyni. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, Agnar Samúelsson og Einar Guðmundsson, útgerðarmenn m/b Bjargar, V.E. 5, er eigi sækja dómþing í máli þessu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef þeir vilja fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Mánudaginn 30. apríl 1951. Nr. 85/1951. Agnar Samúelsson og Einar Guðmundsson, útgerðarmenn m/b Bjargar, V.E. 5. gegn Gísla Gíslasyni. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, Agnar Samúelsson og Einar Guðmundsson, útgerðarmenn m/b Bjargar, V.E. 5, er eigi sækja dómþing í máli þessu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef þeir vilja fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 231 Mánudaginn 30. apríl 1951. Nr. 24/1951. Svavar Tryggvason gegn Sigurgeiri Sigurjónssyni. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Svavar Tryggvason, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Mánudaginn 30. apríl 1951. Nr. 25/1951. Svavar Tryggvason segn Sigurgeiri Sigur jónssyni. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður, Áfrýjandi, Svavar Tryggvason, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 232 Mánudaginn 30. apríl 1951. Nr. 26/1951. Svavar Tryggvason gegn Sigurgeiri Sigurjónssyni. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Svavar Tryggvason, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Miðvikudaginn 2. maí 1951. Kærumálið nr. 7/1951. Rafmagnseftirlit ríkisins gegn Kirkjusandi h/f. Setudómarar hrl. Einar B. Guðmundsson, próf. Ólafur Lárusson og hrl. Sveinbjörn Jónsson í stað hrd. Árna Tryggvasonar, hrá. Jóns Ásbjörnssonar og hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Mál varð ekki tafið með matsgerð, er bæði undirmat og yfir- mat hafði verið framkvæmt. Dómur Hæstaréttar. Með bréfi, dags. 11. apríl þ. á., er Hæstarétti barst 18. s. m., hefur sóknaraðili kært úrskurði, uppkveðinn í bæjarþingi Reykjavíkur hinn 10. s. m. í málinu Kirkjusandur h/f gegn Rafmagnseftirliti ríkisins. Krefst sóknaraðili þess, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur og að varnaraðilja verði dæmt að greiða honum kærumálskostnað eftir mati Hæstaréttar. Varnaraðili krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði stað- 233 festur og að sóknaraðilja verði dæmt að greiða honum kæru- málskostnað. Á öndverðu ári 1946 framkvæmdi sóknaraðili jarðborun eftir köldu vatni á Kirkjusandi í Reykjavík handa frystihúsi varnaraðilja þar. Að verki loknu sendi sóknaraðili honum reikning fyrir það, er nam kr. 17.012.43, en frá þeirri fjár- hæð dróst kr. 4000.00, er varnaraðili hafði greitt, meðan á verkinu stóð. Varnaraðili neitaði að greiða meira en hann hafði þegar gert. Höfðaði sóknaraðili þá mál á hendur varn- araðilja með stefnu, útgefinni 19. sept. 1946, til greiðslu eftir- stöðvanna, kr. 13.012.43 ásamt 6% ársvöxtum frá útgáfu- degi stefnu til greiðsludags. Af hendi varnaraðilja var dóm- þing ekki sótt í héraði, og var hann dæmdur til að greiða stefnukröfurnar svo og kr. 1100.00 málskostnað. Þessum dómi áfrýjaði varnaraðili með stefnu 11. nóvember 1947 að fengnu áfrýjunarleyfi. Hinn 17. nóvember 1947 sneri umboðsmaður varnaraðilja sér til borgardómarans í Reykjavík og beiddist þess, að dómkvaddir yrðu tveir menn til þess að skoða nefndar borunarframkvæmdir og meta a) hvort borun hefði komið að gagni b) ef svo er ekki, hverjar séu þá orsakir þess og c) hvað verkið hefði kostað Rafmagnseftirlit ríkisins, sóknar- aðilja máls þessa. Hinn 19. nóvember 1947 voru þeir Helgi Sigurðsson hitaveitustjóri og Valgard Thoroddsen bæjarverk- fræðingur dómkvaddir til að framkvæma mat þetta. Matsgerð þeirra er dagsett hinn 28. nóvember 1949. Rekja þeir orsakir þær, er þeir telja vera til þess, að jarðborunin bar ekki árangur. Í lok matsgerðar sinnar segja þeir, að sóknaraðilja hafi borið skylda til að hafa bortækin í því ástandi, að þau skiluðu viðunandi afköstum, og sé miðað við meðalborhraða Hitaveitu Reykjavíkur og Rafveitu Hafnarfjarðar í tiltekn- um 7 borholum, hefði reikningur sóknaraðilja átt að vera kr. 4980.00. Með bréfi, dags. 27. janúar 1950, æskti umboðsmaður sóknaraðilja þess, að borgardómarinn í Reykjavík dómkveddi þrjá yfirmatsmenn til þess að meta til fjár verk það og aðrar kröfur, er greinir á reikningi sóknaraðilja til varnaraðilja, þeim er áður greinir. Þá óskar sóknaraðili þess og í bréfinu, að yfirmatsmönnum verði falið að taka til meðferðar undir- matsgerðina. Hinn 1. febrúar 1950 dómkvaddi borgardómarinn 234. til þessa starfa þá Árna Snævarr verkfræðing, Ólaf Tryggva- son verkfræðing og Sigurð Þórarinsson jarðfræðing. Kváðu þeir upp mat sitt hinn 183. nóvember 1950. Yfirmatsmenn gerðu rækilega athugun á framkvæmd jarðborunar þeirrar, sem málið er af risið, og gagnrýndu reikning sóknaraðilja vegna verksins. Niðurstaða yfirmatsmanna er þessi: „Sam- kvæmt þessu teljum vér kostnað verksins hæfilegan kr. 17.012.43 = kr. 2.900.30 = kr. 14.112.13. Eftir forsendum matsgerðarinnar verður að skilja þessi ummæli svo, að yfir- matsmenn telji hæfilegt endurgjald fyrir jarðborunina kr. 14.112.18. Í bréfi til borgardómara, dags. 31. marz þ. á., fór umboðs- maður varnaraðilja þess á leit, að dómkvaddir séu tveir menn „til að skoða borunarframkvæmdir þær, sem gerðar voru, og meta hvað sé hæfilegt endurgjald fyrir téðar boranir.“ Samkvæmt því, sem að framan er rakið, hafa bæði undir- matsmenn og yfirmatsmenn kveðið á um það, hvert endur- gjald sé hæfilegt fyrir jarðborun þá, sem sóknaraðili fram- kvæmdi fyrir varnaraðilja. Hefur því farið fram bæði undir- mat og yfirmat um það efni, sem varnaraðili vill nú láta dóm- kveðja menn til að meta. Þegar þessa er gætt svo og er á það er litið, að framangreindar matsgerðir eru allrækilegar, þá er ekki rétt gegn mótmælum sóknaraðilja að tefja rekstur máls þessa með frekari matsgerðum um sama efni. Ber því að synja um dómkvaðningu matsmanna og fella hinn kærða úr- skurð úr gildi. Eftir þessum úrslitum þykir rétt að dæma varnaraðilja til að greiða sóknaraðilja kr. 200.00 kærumálskostnað. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er úr gildi felldur, og skal dóm- kvaðning matsmanna ekki fram fara. Varnaraðili, Kirkjusandur h/f, greiði sóknaraðilja, Rafmagnseftirliti ríkisins, kr. 200.00 kærumálskostnað að viðlagðri aðför að lögum. 235 Úrskurður bæjarþings Reykjavíkur 10. apríl 1951. Með beiðni, dags. 31. f. m., hefur hlutafélagið Kirkjusandur hér í bæ farið bess á leit, að dómkvaddir verði tveir menn til bess að skoða borunar- framkvæmdir, er gerðar voru á Kirkjusandi, og meta, hvað hæfilegt endur- gjald sé fyrir téðar boranir. Boranir þessar voru framkvæmdar af Rafmagnsettirliti ríkisins, og hefur bað andmælt því, að dómkvaðning fari fram, þar eð begar er búið að meta umrætt verk, bæði undirmati og yfirmati, og sé því hægt, ef frekari upplýs- inga sé þörf, að spyrja yfirmatsmenn um þau atriði. Var málið tekið til úrskurðar að kröfu matsbeiðanda. Með bréfi, dags. 17. nóvember 1947, óskaði matsbeiðandi Þessa máls eftir því, að dómkvaddir væri tveir menn til þess að skoða nefndar borunar- framkvæmdir og meta a) hvort boranirnar hafi komið að gagni b) ef svo er ekki, hverjar séu þá orsakir þess og c) hvað verkið hafi kostað Rafmagnseftirlit ríkisins. Til þessa starfs voru dómkvaddir þeir Helgi Sigurðsson hitaveitustjóri og Valgarð Thoroddsen bæjarverkfræðingur, og er matsgerð þeirra dag- sett 28. nóvember 1949. Yfirmat fór fram að beiðni Rafmagnseftirlits ríkis- ins, og er matsgerðin dagsett 13. nóvember 1950. Eins og að framan getur, var í upphafi óskað mats á því, hvað umrætt verk hafi kostað Rafmagnseftirlit ríkisins, en nú hvað sé hæfilegt endur- gjald fyrir það. Þegar þess er gætt, að hæfilegt endurgjald kann að verða talið annað en kostnaður sá, er verktaki hefur haft, bykir ekki rétt að synja um beiðni þessa. Jón Bjarnason, fulltrúi borgardómara, kvað upp úrskurðinn. Því úrskurðast: Framangreind dómkvaðning skal fara fram. 236 Föstudaginn 4. maí 1951. Nr. 124/1949. Skapti Davíðsson, Ólafur Davíð Davíðsson og dánarbú Davíðs Jóhannessonar. (Guttormur Erlendsson) gegn Jónasi Hvannberg (Theódór B. Líndal). Setuðómarar Kristján Kristjánsson borgarfógeti, hrl. Lárus Jóhannesson og próf. Ólafur Jóhann- esson í stað hrá. Árna Tryggvasonar, hrá. Jóns Ásbjörnssonar og hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Um rétt til vegar. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjendur, sem skotið hafa máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 5. september 1949, gera þessar dómkröfur. Aðalkrafa: Að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og mál- inu vísað heim í hérað til dómsálagningar af nýju og að stefnda verði dæmt að greiða málskostnað eftir mati dómsins. Varakrafa: Að þeim verði dæmd sýkna og að lögbanns- gerðin frá 6. júní 1949 verði úr gildi felld svo og að stefnda verði dæmt að greiða þeim málskostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Í munnlegum flutningi máls þessa Í héraði kröfðust áfrýj- endur þess, að fyrsta kröfulið stefnda væri frávísað frá dómi. Héraðsdómari lýsti ekki berum orðum horfi sínu til þessarar kröfu áfrýjenda, en tók hana ekki til greina í niðurstöðu sinni. Það var að vísu yfirsjón dómara að telja ekki rök sín fyrir því, að hann hratt frávísunarkröfunni, en ekki þykir, eins og á stendur, ástæða til að láta þessa handvömm varða ómerkingu héraðsdóms, enda verður ekki séð, að rök, er hald væri í, hafi verið flutt fram til stuðnings frávísunarkröfunni. Stefndi lagði veg þann, sem í máli þessu greinir, á sjálfs sín kostnað frá þjóðvegi og heim að Útey. Davíð heitinn Jó- hannesson játaðist með samningi 27. maí 1941 undir að greiða 237 helming kostnaðar af vegagerðinni samkvæmt mati tveggja dómkvaddra manna. Með dómi Hæstaréttar 18. júní 1947 var samningur þessi metinn ógildur að kröfu Davíðs, að fráteknu ákvæði hans um vegarstæði í óskiptu landi Úteyjar I og Út- eyjar II. Vegurinn er því samkvæmt framansögðu einkaeign stefnda, og eiga áfrýjendur þess vegna ekki heimtingu á því að nota hann, enda hefur hann ekki verið tekinn eignarnámi til almennrar notkunar. Ber því að staðfesta héraðsdóminn að niðurstöðu til. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjendur til að greiða stefnda in soliðum málskostnað í Hæstarétti, kr. 1200.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjendur, Skapti Davíðsson, Ólafur Davíð Davíðs- son og dánarbú Davíðs Jóhannessonar, greiði stefnda, Jónasi Hvannberg, in solidum kr. 1200.00 málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur aukaréttar Árnessýslu 11. júlí 1949. Ár 1949, mánudaginn 11. júlí, var í aukarétti Árnessýslu, sem haldinn var Í skrifstofu embættisins á Selfossi af hinum reglulega dómara, Páli Hallgrímssyni, uppkveðinn dómur í málinu nr. 8/1949, Jónas Hvannberg gegn Skapta Davíðssyni, Davíð Jóhannessyni og Ólafi Davíð Davíðssyni, en málið var þingfest 14. júní og dómtekið 2. júlí sama ár. Málið er höfðað með stefnu, útgefinni 11. júní, til staðfestingar lögbanni, sem samkvæmt kröfu stefnanda í fógetarétti Árnessýslu að Útey í Laugar- dal þann 6. s. m. var lagt við umferð stefndu um veg, sem stefnandi hefur gera látið frá þjóðvegi að Útey. Tildrög máls þessa að öðru leyti eru þau, að stefnandi, Jónas Hvann- berg, eigandi hálflendunnar Úteyjar I, og stefndi Davíð Jóhannesson, meðeigandi Skapta Davíðssonar að hálflendunni Útey II, gerðu bann 27. maí 1941 samning um lagningu vegar af þjóðvegi að Útey með þeim skil- málum, að Hvannberg skyldi sjá um vegargerðina og leggja út kostnað- inn, en mega síðan krefja Davíð eða síðari eigendur Úteyjar II um kostn- aðinn að hálfu samkvæmt mati. Enn fremur var sú kvöð lögð á Útey II, að eigendur þeirrar jarðar skyldu greiða viðhaldskostnað vegarins að hálfu, enda var hann að sjálfsögðu ætlaður til sameiginlegra nota fyrir báðar jarðirnar. Vegurinn var síðan að mestu gerður sumarið 1942, en þá um haustið hófu þeir Davíð Jóhannesson og Skapti Davíðsson mál gegn Jónasi Hvannberg til ónýtingar samningnum. Málaferlum Þessum lauk 238 með hæstaréttardómi þann 18. júní 1947, og var samningurinn felldur úr gildi, að fráteknu ákvæði hans um vegarstæði í óskiptu landi. Eftir þessi málalok notaði ábúandi Úteyjar Il ekki veg Hvannbergs án hans leyfis, en hann hvarf burt af jörðinni í s. 1. fardögum, og við tók sonur Skapta, Ólafur Davíð Davíðsson. Á meðan umrædd málaferli stóðu yfir, voru lönd hálflendnanna enn óskipt, en þann 14. júlí 1947 fóru fram landskipti milli Úteyjar I og Úteyjar II, og var vegur Hvannbergs látinn ráða mörkum frá þjóðvegi heim að markaskurði, rúmlega 2 km leið, en þaðan liggur vegurinn yfir land Úteyjar II. Fékk Útey I land sunnan vegarins, en Útey II landið norðan vegar. Í merkjalýsingu skiptagerðarinnar segir um land Úteyjar I: „Að norðan ræður vegurinn .... en um land Úteyjar II: „Útey II fær allt land norðan Úteyjarvegar ....“. Síðar segir í skiptagerð- inni: „Eigendur og ábúendur Úteyjar Il mega ekki girða nær vegi, þar sem Úteyjarvegur ræður mörkum, en eins og Vegalög ákveða, eða 15 metra frá vegarmiðju.“ Hins vegar eru eiganda Úteyjar I engar hömlur settar um girðingu hinum megin vegarins. Yfirskipti fóru fram milli hálf- lendnanna 9. júlí 1948, en þau breyttu ekki framanrituðum ákvæðum undirskiptagerðarinnar. Þegar Ólafur Davíð Davíðsson tók við ábúð Úteyjar II í s.l. fardögum, svo sem að framan greinir, byrjuðu stefndu umferð með þungar vöru- bifreiðar um veg stefnanda. Þótti honum vegurinn liggja undir skemmdum af þessum sökum og sneri sér því til fógeta þann 6. júní s.l. og fékk þá samdægurs lagt lögbann við umferð stefndu um veginn. Hefur hann síðan höfðað mál þetta til staðfestingar lögbanninu og krafizt þess, 1) að viður- kennt verði með dómi réttarins, að stefndu sé óheimil öll umferð um umræddan veg frá þjóðvegi að Útey I, að undanskildum kaflanum frá þeim stað, sem heimreið Úteyjar Il kemur á veginn, að þeim stað, sem væntanlegur Austureyjarvegur kemur á hann, og 2) að lögbannsgerðin verði staðfest. Stefndu krefjast aftur á móti, að fyrri kröfulið stefnanda verði frá- vísað, en lögbannsgerðinni hrundið. Báðir málsaðiljar krefjast tildæmds málskostnaðar eftir mati réttarins. Stefnandi hefur einn að öllu leyti kostað lagningu umrædds vegar og viðhald til þessa. Hann heldur því fram, að eftir landskiptin þann 14. júlí 1947 liggi vegurinn að öllu leyti í sínu landi frá þjóðvegi að markaskurði, og skírskotar um það efni til orðalags skiptagerðarinnar, sem tilfært er hér að framan, svo og til þess, að eigendum og ábúendum Úteyjar II eru settar reglur viðvíkjandi girðingu meðfram veginum, en ekki honum sjálfum. Loks telur hann, að með ónýtingu samningsins frá 27. maí 1941 hafi eigendur Úteyjar IL misst allan rétt til afnota af veginum, þótt hann hafi upphaflega verið gerður með afnot fyrir eigendur og ábúendur beggja jarðanna fyrir augum. Stefndu halda því hins vegar fram, að þar sem landskiptagerðirnar taki ekki berum orðum fram, að vegurinn sé að öllu leyti á landi stefnanda, hljóti landamerkin samkvæmt venju að vera eftir miðjum vegi, og eigi þeir sem eigendur og ábúendur Úteyjar II þegar af þeirri ástæðu jafnan 239 rétt til umferðar um veginn á móti stefnanda. Enn fremur telja þeir sér heimilt að nota veginn samkvæmt 40. gr. vegalaga nr. 34 29. apríl 1947, sem segir, að eigi megi landeigandi hindra umferð um veg, stíg eða götu- troðning, sem liggur um land hans. Með dómi Hæstaréttar þann 18. júní 1947 voru tekin af öll tvímæli um bað, að stefnanda hafi heimilt verið að leggja umræddan veg í óskiptu landi jarðanna til eigin afnota, og ekki verður véfengt, að með eftirfar- andi landskiptum hafi sú kvöð verið lögð á Útey II, að eiganda Úteyjar I skyldi vera heimilt að nota veginn og viðhalda honum, að því leyti sem hann liggur um land Úteyjar II. Engar líkur hafa verið leiddar að því, að með kvöð þessari hafi hlutur Úteyjar II á nokkurn hátt verið fyrir borð borinn við landskiptin, og verður því ekki fallizt á, að stefndu eigi umferðarrétt um veginn sérstaklega sem ábúendur eða eigendur Úteyjar 11. Ekki verður heldur litið svo á, að ákvæði 40. gr. Vvegalaganna taki til vegar þess, sem mál þetta er af risið. Með umferðarbanni um veginn er ekki hindruð nein umferð sem átt hafði sér stað án þessa mannvirkis stefnanda, og telja verður honum heimilt að mega firra sig tjóni af auknu viðhaldi með því að banna öðrum afnot vegarins, enda er um að ræða stórfellda hagsmuni, sem stefnandi hefur ekki með öðru móti aðstöðu til að varðveita tryggilega. Þykir því verða að fallast á, að stefnanda hafi verið heimilt að leggja lögbann við umferð stefndu um umræddan veg stefnanda frá bjóðvegi að túngirðingu Úteyjar I og að staðfesta beri lögbannsgerðina, þó með Þeirri takmörkun, sem er í samræmi við dómkröfur stefnanda, að undan lög- banninu sé skilinn sá kafli vegarins, sem liggur milli heimreiðar Úteyjar II og þess staðar, sem væntanlegur Austureyjarvegur kemur á hann, en umferð um þenna vegarkafla er stefndu heimil samkvæmt ákvæði yfir- landskiptagerðar frá 9. júlí 1948. Eftir þessum málalokum ber að dæma stefndu in solidum til þess að greiða stefnanda málskostnað, sem telst hæfilega metinn kr. 1.100.00. Því dæmist rétt vera: Lögbann það, sem í fógetarétti Árnessýslu þann 6. júní 1949 sam- kvæmt kröfu stefnanda, Jónasar Hvannbergs, var lagt við umferð stefndu, Skapta Davíðssonar, Davíðs Jóhannessonar og Ólafs Davíðs Davíðssonar, um veg stefnanda frá þjóðvegi að túngirðingu Úteyjar 1, staðfestist að öðru leyti en því, að undan lögbanninu er skilin umferð um þann kafla vegarins, sem liggur milli heimreiðar Úteyjar Il og Þess staðar, sem væntanlegur Austureyjarvegur kemur á hann. Stefndu greiði in soliðum stefnanda kr. 1100.00 í málskostnað. Dóminum ber að fullnægja innan 14 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 240 Miðvikudaginn 9. maí 1951. Nr. 3/1951. Ákæruvaldið (Gunnar Þorsteinsson) gegn Júlíusi Breiðfjörð Björnssyni (Sjálfur). Setudómarar hrl. Lárus Jóhannesson, hrl. Theódór B. Líndal og hrl. Ragnar Jónsson í stað hrd. Gizurar Bergsteins- sonar, hrá. Árna Tryggvasonar og hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Ólögleg fjárfesting. Verðlagsbrot. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjað er tveimur málum, sem ákæruvaldið hefur höfðað gegn ákærða, Júlíusi Breiðfjörð Björnssyni. Er dómur í öðru málinu kveðinn upp í lögreglurétti Reykjavíkur 30. október 1950, en hinn síðari í verðlagsdómi Reykjavíkur 81. október s. á. Athafnir þær, sem ákærði er sakaður um í málum þess- um, höfðu gerzt, áður en fyrri dómurinn var upp kveðinn. Hafa málin því með hliðsjón af 77. gr. laga nr. 19/1940 verið sameinuð í Hæstarétti. Í umsókn ákærða til Fjárhagsráðs frá 5. desember 1947 er, eins og nánar er lýst í héraðsdómi, aðeins sótt um fjárfest- ingarleyfi fyrir íbúðarhúsi og bílskúr. Fjárhagsráð veitti ákærða með bréfi 24. marz 1948 leyfi til byggingar íbúðarhúss eingöngu. Ákærði hafði því ekki ástæðu til að ætla, að honum væri heimilað með nefndu bréfi Fjárhagsráðs bygging garðs þess, sem í málinu greinir. Ákærði reisti samt sem áður garð þenna, en hvorki sótti hann um fjárfestingarleyfi samkvæmt 8. gr. reglugerðar nr. 82/ 1947 né sendi Fjárhagsráði sam- kvæmt 2. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar tilkynningu um fyrir- hugaðar framkvæmdir ásamt gögnum þeim, sem þar greinir. Nú hefur kostnaðarverð garðsins samkvæmt óhögguðu mati dómkvaddra manna reynzt vera kr. 10.910.00. Þykir því brot ákærða, varða við 7. og 8. gr. sbr. 39. gr. reglugerðar nr. 82/ 1947, sbr. 5. og 22. gr. laga nr. 70/1947. Með skírskotun til þess, sem segir í forsendum hins áfrýj- 241 aða dóms verðlagsdóms Reykjavíkur, hefur ákærði gerzt sekur við refsiákvæði þau, sem þar greinir. Hæfilegt þykir að ákveða refsingu ákærða fyrir framan- greind brot kr. 2000.00 sekt til ríkissjóðs, og komi 12 daga varðhald í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði hinna áfrýjuðu dóma um sakarkostnað í héraði ber að staðfesta. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakar- innar, þar á meðal laun skipaðs sækjanda í Hæstarétti, kr. 800.00. Í héraði hefur orðið alllangur dráttur á rannsókn lögreglu- réttarmálsins, sem ekki hefur verið nægilega réttlættur. Dómsorð: Ákærði, Júlíus Breiðfjörð Björnsson, greiði kr. 2000.00 sekt til ríkissjóðs, og komi 12 daga varðhald í stað sekt- arinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði hinna áfrýjuðu dóma um sakarkostnað í hér- aði staðfestast. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin laun skipaðs sækjanda í Hæstarétti, Gunnars Þorsteinssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 800.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 30. okt. 1950. Ár 1950, mánudaginn 30. október, var í lögreglurétti Reykjavíkur, sem haldinn var í skrifstofu réttarins af Guðmundi Ingva Sigurðssyni, fulltrúa sakadómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 4016/1950: Ákæruvaldið gegn Júlíusi Breiðfjörð Björnssyni, er dómtekið var 20. október s.l. Málið er höfðað gegn Júlíusi Breiðfjörð Björnssyni kaupmanni, til heimilis á Ægissíðu 101 hér í bæ, fyrir brot gegn lögum um Fjárhagsráð, innflutningsverzlun og verðlagseftirlit nr. 70 frá 1947, sbr. reglugerð nr. 82 frá 1947 um sama efni og auglýsingu Fjárhagsráðs frá 17. september 1947. Ákærði er fæddur 24. apríl 1892 að Lágafelli í Miklaholtshreppi. Hefur hann sætt kærum og refsingum sem hér segir: í 1924 12/9 Sætt, sekt 20 kr. fyrir brot á reglugerð um lokun sölubúða. 16 242 „1927 20/12 Sátt, sekt fyrir hönd verzlunar Júlíusar Björnssonar, tvisvar sinnum eitt hundrað kr. fyrir ólöglegan innflutning á hálmi. 1930 11/12 Aðvörun fyrir brot á lögreglusamþykkt. 1938 9/4 Sætt, 40 kr. sekt fyrir brot á bifreiðalögunum. 1939 8/7T Áminning fyrir brot á verðlagsákvæðum. 1941 8/9 Sátt, 5 kr. sekt fyrir brot á lögum nr. 18 1901, sbr. lög nr. 49 1933. 1943 18/6 Dómur lögregluréttar Reykjavíkur, 300 kr. sekt fyrir brot gegn 132. gr. reglugerðar nr. 61 1933, sbr. 8. gr. og 147. gr. reglugerðar nr. 72/1940. 1947 18/7 Áminning fyrir óleyfilegt bifreiðastæði. Málavextir eru þessir: Haustið 1948 kærði Fjárhagsráð yfir því, að ákærði hefði þá nýverið látið steypa girðingu umhverfis húsið nr. 101 við Ægissíðu. Ákærði upp- lýsti, að garðurinn væri 20--30 m langur og röskur 1 m á hæð, miðað við götu. Ákærða var vel kunnugt, að Fjárhagsráð hafði bannað byggingu steyptra garða, en hann taldi sér engu að síður heimilt að steypa garðinn. Taldi ákærði sér heimildina fengna með því, að er hann sótti um fjár- festingarleyfi fyrir húsinu á Ægissíðu 101, þá hafði hann sótt samkvæmt teikningu, er fylgdi umsókninni, en á teikningu þessari er auk íbúðarhúss- ins bæði bílskúr og garður. Er Fjárhagsráð hafi veitt leyfið skv. teikning- unni og í fjárfestingarleyfinu til ákærða fyrir íbúðarhúsinu, hafi verið tekið sérstaklega fram, að leyfið næði ekki til byggingar bílskúrs. Því hafi verið sérstök ástæða til að minnast einnig á garðinn, ef ætlunin hefði verið, að leyfið næði ekki til hans. En þessi vörn ákærða reyndist haldlaus, þegar þess er gætt, að bæði verða engar eða ónógar upplýsingar um garð- inn lesnar út úr teikningunni og Í umsókn sinni til Fjárhagsráðs sótti ákærði um leyfi fyrir íbúðarhúsi og bílskúr, en lét hins fyrirhugaða steypta garðs að engu getið, sem þó sýnist ærin ástæða til, þar sem ákærða var kunnugt um bannið við byggingu steyptra garða, sem fyrr er getið. Um- sókn hans er dagsett í desembermánuði 1947, en auglýsing Fjárhagsráðs um bannið við byggingu steyptra garða er birt almenningi í blöðum bæjarins 17. september 1947. Þá hefur því verið haldið fram af hálfu ákærða, að þessi auglýsing hefði eigi lagagildi sakir ónógrar birtingar, og einnig er dregið í efa heimild Fjárhagsráðs til að gefa út slíkt almennt bann. Auglýsingin er gefin út með heimild í 3. mgr. Íí. gr. reglugerðar nr. 82 frá 1947, sbr. 5. gr. laga nr. 70 frá 1947. Auglýsingin hefur að vísu hvorki verið birt í Lögbirtinga- blaðinu né Stjórnartíðindum, en það haggar engu um þá staðreynd, að ákærða var kunnugt um bannið og auglýsingin því bindandi fyrir hann. Ákærði hefur samkvæmt þessu, er nú hefur verið rakið, brotið gegn auglýsingu Fjárhagsráðs frá 17. september 1947, 11. gr., sbr. 39. gr. reglu- gerðar nr. 82 frá 1947 og 5, gr. sbr. 22. gr. laga nr. 70 frá 1947. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin kr. 2000.00 í sekt til ríkissjóðs, og komi varð- hald í 15 daga í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar, 243 þar með talin málsvarnarlaun skipaðs talsmanns síns, Gústafs A. Sveins- sonar hrl., er þykja hæfilega ákveðin kr. 300.00. Það dróst á langinn, að réttarrannsókn hæfist í máli þessu, sökum anna. Málið hefur því verið rekið vítalaust. Dómsorð: Ákærði, Júlíus Breiðfjörð Björnsson, greiði kr. 2000.00 í sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald í 15 daga í stað sektarinnar, verði hún eigi greiðd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs talsmanns síns, Gústafs A. Sveinssonar hrl, að upphæð kr. 300.00. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Dómur verðlagsdóms Reykjavíkur 31. okt. 1950. Ár 1950, þriðjudaginn 31. október, var í verðlagsdómi Reykjavíkur, sem haldinn var í skrifstofu sakaðdðómara af Guðmundi Ingva Sigurðssyni, full- trúa sakadómara, og Rannveigu Þorsteinsdóttur, meðdómara í verðlags- málum, kveðinn upp dómur í málinu nr. 4025/1950: Ákæruvaldið gegn Júlíusi Breiðfjörð Björnssyni, sem dómtekið var 20. október s.l. Málið er höfðað gegn Júlíusi Breiðfjörð Björnssyni kaupmanni, til heimilis á Ægissíðu 101 hér í bæ, fyrir brot gegn tilkynningu verðlags- stjóra nr. 25 14. nóvember 1947, lögum nr. 70 frá 1947 um Fjárhagsráð, innflutningsverzlun og verðlagseftirlit, reglugerð nr. 82 frá 1947 um sama efni, sbr. lög nr. 35 frá 1950 um verðlag, verðlagseftirlit og verðlagsdóm, til refsingar, upptöku ólöglegs ágóða og greiðslu sakarkostnaðar. Ákærði er fæddur 24. apríl 1892 að Lágafelli í Miklaholtshreppi. Hefur hann sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1924 12/9 Sætt, sekt 20 kr. fyrir brot á reglugerð um lokun sölubúða. 1927 20/12 Sátt, sekt fyrir hönd verzlunar Júlíusar Björnssonar, tvisvar sinnum eitt hundrað krónur fyrir ólöglegan innflutning á hálmi. 1930 11/12 Aðvörun fyrir brot á lögreglusamþykkt. 1938 9/4 Sætt, 40 kr. sekt fyrir brot á bifreiðalögunum. 1939 8/7 Áminning fyrir brot á verðlagsákvæðum. 1941 8/9 Sátt, 5 króna sekt fyrir brot á lögum nr. 18 1901, sbr. lög 49 1933. 1943 18/6 Dómur lögregluréttar Reykjavíkur, 300 kr. sekt fyrir brot gegn 132. gr. reglugerðar nr. 61 1933, sbr. 8. gr. og 147. gr. reglu- gerðar nr. 72 1940, 1947 18/7 Áminning fyrir óleyfilegt bifreiðastæði. 1950 30/10 Dómur lögregluréttar Reykjavíkur: Kr. 2000 í sekt fyrir brot gegn auglýsingu fjárhagsráðs frá 17. sept. 1947. Málavextir eru þessir: Í desember 1949 hafði verzlun ákærða hér í bæ á boðstólum litaðar raf- magnsperur af venjulegri gerð við allt að helmingi hærra verði en ólit- aðar perur af sams konar gerð. Við rannsókn upplýstist, að ákærði hafði 244 fengið einn starfsmann sinn til að lita 150 perur. Voru perur þessar í 4 mismunandi litum. Vann þessi starfsmaður ákærða að lituninni utan venjulegs starfstíma síns. Greiddi ákærði honum kr. 330.00 fyrir verkið, eða kr. 2.20 á hverja peru. Síðan bætti ákærði þessum litunarkostnaði við verð það, sem perurnar máttu kosta ólitaðar. Ákærði leitaði eigi stað- festingar verðlagsstjóra á þessu hækkaða verði. Samkvæmt framanskráðu er ljóst, að ákærði seldi vöru í öðru ástandi en hann keypti hana. Þar sem hann bætti litunarkostnaðinum við útsölu- verð hverrar peru, bar honum samkvæmt tilkynningu verðlagsstjóra nr. 25 frá 1947 að leita samþykkis verðlagsstjóra á verðinu, áður en hann hæfi sölu á lituðu perunum. Ákærði hefur því brotið gegn nefndri tilkynn- ingu verðlagsstjóra, sbr. ÍT. gr. reglugerðar nr. 82 frá 1947 og 15. gr. laga nr. 70 frá 1947, sbr. nú 4. gr. laga nr. 35 frá 1950. Rannsóknir þessa máls og annars máls, sbr. hegningarvottorð ákærða hér að framan, þ. e. dómur lögregluréttar Reykjavíkur frá 30. október s. 1., voru sameinaðar, og var ætlunin að dæma um bæði málin í einu lagi, sbr. TT. gr. hegningarlaganna, en áður en dómur gengi, gengu lögin um verð- lagsdóm í gildi, svo að af þeim sökum þótti réttara samkvæmt tilgangi og eðli þeirra laga, að verðlagsdómur dæmdi um verðlagsmálið, og var því dæmt um málin hvort í sínu lagi. Það þykir því, að því er þetta verð- lagsbrot ákærða áhrærir, aðeins koma til álita að dæma honum hegn- ingarauka samkvæmt lögjöfnun frá 78. gr. hegningarlaganna, en þar sem brot ákærða í þessu máli verður að teljast svo vaxið, að ef dæmt hefði verið um málin í einu lagi, þá hefði refsing ákærða ekki orðið þyngri en hún varð með dóminum frá 30. október s.l, svo að rétt þykir, að ákærða verði eigi gerð sérstök refsing í þessu máli. Þar eð eigi er annað upplýst en að ákærði hafi aðeins bætt kostnaði þeim, sem hann varð að leggja út fyrir litunina við útsöluverð peranna, þá sýnist ljóst, að ákærði hefur eigi haft neinn hagnað af því að selja lituðu perurnar dýrari en ólituðu, svo að eigi verður um upptöku ólöglegs ágóða að ræða. Ákærða ber hins vegar að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs talsmanns síns, Gústafs A. Sveinssonar hrl., er þykja hæfilega ákveðin kr. 300.00. Málið hefur verið rekið vítalaust. Dómsorð: Ákærða, Júlíusi Breiðfjörð Björnssyni, verður eigi gerð sérstök refsing í máli þessu. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun talsmanns sins, Gústafs A. Sveinssonar hrl., að upphæð kr. 300.00. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. 245 Miðvikudaginn 9. maí 1951. Kærumálið nr. 8/1951. Eiður Thorarensen gegn Halldóri Kristinssyni f. h. Þóris Halldórs- sonar. Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Frestur veittur. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 10. apríl s. 1, er hingað barst 25. s. m., hefur sóknaraðili samkvæmt 4. tölulið 198. gr. laga nr. 85/1986 kært úrskurð fógetaréttar Siglufjarðar, uppkveðinn 4, apríl s.1., þar sem sóknaraðilja var veittur vikufrestur til andsvara í útburðarmáli varnaraðilja á hendur honum, en sóknaraðili hafði æskt 14 daga frests. Kveðst sóknaraðili kæra úrskurð- inn í því skyni, að honum verði veittur 14 daga frestur eins og hann hafði farið fram á. Sóknaraðili hefur ekki sent Hæstarétti greinargerð í mál- inu, og ekki hafa Hæstarétti borizt kröfur né greinargerð frá varnaraðilja. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða úrskurðar þykir mega staðfesta hann. Með því að varnaraðili hefur ekki borið fram málskostn- aðarkröfu, fellur kærumálskostnaður niður. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Kærumálskostnaður fellur niður, Úrskurður fógetadóms Siglufjarðar 4. apríl 1951, Í máli þessu hefur Halldór héraðslæknir Kristinsson f. h. Þóris Hall- dórssonar krafizt þess, að Eiður Thorarensen verði borinn út úr íbúð þeirri, er hann hefur haft á leigu í húsi Þóris, Túngötu 11 hér í bænum. Er beiðni þessi reist á vanskilum gerðarþola um greiðslu húsaleigu allt frá 1. október 1950 að sögn gerðarbeiðanda. Er mál þetta var þingfest í gær, óskaði gerðarþoli að fá 14 daga frest til greinargerðar og gat þess jafnframt, að í þessari viku væri væntan- 246 legur hingað til bæjarins lögfræðingur, er fara myndi með mál þetta af sinni hálfu. Umboðsmaður gerðarbeiðanda mótmælti því, að nokkur frestur yrði veittur gerðarþola, og var atriðið því tekið til úrskurðar. Þegar þess er gætt, að mál eru yfirleitt þingfest í fógetarétti, án þess að gerðarþoli hafi áður tíma til undirbúnings, er jafngildi t. d. stefnufresti, bykir rétt í þessu máli að vísan til 2. mgr. 105. gr. laga nr. 85 frá 1936 að veita gerðarþola nokkurn frest til andsvara, og þykir sá frestur hæfilega ákveðinn 1 vika. Verður mál þetta því næst tekið fyrir þriðjudaginn 10. þ. m., kl. 18, í skrifstofu fógeta. Bjarni Bjarnason bæjarfógeti kvað upp úrskurð þenna. Því úrskurðast: Gerðarþola er veittur frestur til greinargerðar til 10. þ. m., kl. 18. Föstudaginn 11. maí 1951. Kærumálið nr. 9/1951. Guðmundur Kristjánsson gegn Pétri Jakobssyni. Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hröð. Jónatans Hallvarðssomar. Frávísunarkröfu hrundið. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 14. f. m., sem hingað barst 27. f. m., hefur sókn- araðili samkvæmt 3. málsgrein 108. gr. laga nr. 85/1936 skotið til Hæstaréttar úrskurði bæjarþings Reykjavíkur, upp- kveðnum 11. f. m., þar sem hrundið var frávísunarkröfu í máli varnaraðilja gegn sóknaraðilja. Krefst sóknaraðili þess, að hinum kærða úrskurði verði hrundið, málinu vísað frá héraðsdómi, að því er varðar kr. 1400.00 af kröfu varnaraðilja og honum dæmdur kærumálskostnaður úr hendi varnaraðilja eftir mati Hæstaréttar. Varnaraðili krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði stað- festur og sóknaraðilja dæmt að greiða honum kærumálskostn- að eftir mati dómsins. 247 Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að sóknaraðili greiði varnaraðilja kr. 200.00 í kærumálskostnað. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Sóknaraðili, Guðmundur Kristjánsson, greiði varnar- aðilja, Pétri Jakobssyni, kr. 200.00 í kærumálskostnað að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður bæjarþings Reykjavíkur 11. apríl 1951. Mál þetta, sem að undangengnum munnlegum málflutningi var tekið til dóms eða úrskurðar 4. þ. m., hefur Pétur Jakobsson fasteignasali, Kára- stíg 12 hér í bæ, höfðað fyrir bæjarþinginu, að undangenginni árangurs- lausri sáttaumleitan, gegn Guðmundi Kristjánssyni sjómanni, Langholts- vegi 198 hér í bænum, til greiðslu skuldar, að fjárhæð kr. 5400.00, með 6% ársvöxtum frá sáttakærudegi til greiðsludags, og málskostnaðar að skað- lausu. á Stefndi hefur aðallega krafizt, að málinu verði frávísað, að því er varði kr. 1400.00 af kröfu stefnanda, en til vara sýknu af kröfum stefnanda og til þrautavara lækkunar stefnukröfunnar að mati dómsins. Þá krefst stefndi og málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnanda. Málavextir eru þessir: Í októbermánuði f. á. bað stefndi stefnanda að annast fyrir sig sölu neðri íbúðarhæðar hússins nr. 19 við Mávahlíð hér í bæ og tjáði stefnanda, að hæðin væri séreign sín samkvæmt sameignarsamningi um greint hús. Jafnframt sagði hann stefnanda, að hann væri að hugsa um að selja sinn hluta í rishæð hússins, en þá hæð ætti hann í félagi við Gústaf nokkurn Sigurðsson. Stefnandi taldi sig reiðubúinn að reyna að selja eignir þessar, en taldi söluhorfur vænlegri, ef báðir sameigendurnir seldu rishæðina. Nokkru síðar komu báðir sameigendurnir á skrifstofu stefnanda, og varð að ráði, að stefnandi skyldi bjóða neðri íbúðarhæð hússins til sölu fyrir kr. 200.000.00 og alla rishæðina fyrir kr. 70.000.00. Stefnanda tókst brátt að fá kaupanda að báðum hæðunum og gerði 6. nóv. f. á. kaupsamninga um þær fyrir viðsemjendur. Lofaði kaupandinn að greiða kr. 200.000.00 fyrir íbúðarhæðina og kr. 70.000.00 fyrir rishæðina, þannig að hann greiddi 1. desember 1950 samtals kr. 110.000.00 upp í kaup- verð beggja hæðanna, og þann 2. janúar 1951 skyldi hann greiða kr. 80.000.00, taka að sér áhvílandi skuld, gefa út skuldabréf fyrir eftirstöðv- um kaupverðsins og taka á móti afsali. Er komið var að fyrri gjalddaganum, hafði kaupanda ekki tekizt að 248 afla sér lánsfjár til útborgunarinnar. Tjáði hann stefnanda, að lánsféð myndi fást næstu daga, og bað hann að tala máli sínu við seljendur, en þeir tóku að gerast órólegir vegna greiðsludráttarins, er leið á desember- mánuð. Þann 27. desember kveður stefnandi kaupandann hafa tjáð bæði sér og stefnda, að hann hefði allverulegan hluta greiðslunnar handbæran, en sama dag lýsti stefndi yfir, að hann rifti kaupunum, og var eignin síðan seld fyrir atbeina lögfræðings nokkurs hér í bænum. Telur stefnandi stefnda bera að greiða sér 2% af kr. 270.000.00 í þóknun vegna atbeina síns til gerðar kaupsamninga þeirra, sem riftað var. Rishæð hússins nr. 19 við Mávahlíð var ekki skipt milli stefnanda og sameiganda hans eftir ákveðnum eignarhlutföllum samkvæmt sameign- arsamningi þeirra. Reisir stefndi frávísunarkröfu sína á því, að þar sem sameiganda stefnda hafi ekki verið stefnt í málinu, beri að vísa því frá dómi, að því er tekur til sölulauna fyrir rishæðina. Stefnandi hefur mótmælt, að frávísunarkrafan verði tekin til greina. Samkvæmt framanrituðu báðu stefndi og sameigandi hans að rishæðinni stefnanda að annast sölu hennar. Er því stefnukrafan þess eðlis, að réttar- farsskilyrði 46. gr. laga nr. 85 frá 1936 koma hér ekki til greina. Afstaða til málskostnaðargreiðslu í sambandi við frávísunarkröfuna verður tekin, er efnisdómur verður kveðinn upp Í málinu. Einar Arnalds borgardómari kvað upp úrskurð þenna. Því úrskurðast: Hin framkomna frávísunarkrafa er ekki tekin til greina. ————.—.—.— Laugardaginn 12. maí 1951. Nr. 130/1950. Ákæruvaldið (Einar Arnórsson) gegn Jóni Grétari Sigurðssymi (Sveinbjörn Jónsson). Setuðómari hrl. Einar B. Guðmundsson í stað hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Umferðarslys. Vöntun fullnægjandi sönnunar á hendur ákærða. Dómur Hæstaréttar. Framhaldspróf í máli þessu hafa verið haldin um þau atriði, sem greinir Í úrskurði Hæstaréttar 3. marz 1951. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að 249 staðfesta ákvæði hans um refsingu ákærða fyrir slys það, er varð 30. október 1949 utan við húsið nr. 9 við Fálkagötu í Reykjavík, Samkvæmt vætti þeirra Þorsteins Þorsteinssonar og Petru Helgu Sæmundsdóttur varð Jónína Jónsdóttir húsfreyja, Garðastræti 34, fyrir jeppabíl að kveldi hins 12. nóvember 1949, um kl. 9.45, á gatnamótum Ljósvallagötu og Hring- brautar og hlaut af því allmikið lemstur. Samkvæmt vætti þeirra Þorsteins og Emilíu Lárusdóttur var bíll þessi grænn að lit með litaskiptingu. Segja þau Þorsteinn og Emilía, að bílstjórinn á jeppanum hafi ekið áfram eftir slysið með mikl- um hraða og slökkt ljósin. Ekki tókst vitnunum að lesa skrá- setningartölu bílsins þegar eftir slysið. Þorsteinn Þorsteins- son Veitti jeppanum eftirför, en jeppinn ók suður Melaveg. Er Þorsteinn kom á móts við Háskólann, sá hann jeppann hverfa vestur með íþróttavellinum að sunnan. Sneri Þorsteinn þá við og ók norður að Hringbraut aftur og staðnæmdist þar. Þorsteinn segir, að rétt á eftir hafi jeppi komið vestan við Íþróttavöllinn, ekið út á Hringbrautina og beygt norður Suð- urgötu. Kveður Þorsteinn, að þessi jeppi hafi verið „sams konar bifreið og með sama lit“ og bifreið sú, er hann hafði veitt eftirför suður með Íþróttavellinum, og telur hann ör- uggt, að um sömu bifreið hafi verið að tefla. Þorsteinn segist nú hafa elt bifreið þessa norður á móts við Kirkjugarðsstíg. Hafi hann þá verið búinn að fullvissa sig um, að jeppi þessi var auðkenndur P. 176 og að tveir karlmenn sátu í honum. Þorsteinn sagði lögreglunni upphaflega, að skrásetningartala jeppans væri P. 167, en það kveður hann stafa af stundar- misgáningi sínum. Ákærði hefur kannazt við, að hann hafi ekið á jeppanum P 176 austur Hringbraut um gatnamót þeirrar götu og Ljós- vallagötu um það bil, er slysið varð, og síðan norður Suður- götu og niður í Tryggvagötu, þar sem hann gekk frá bifreið. inni. Hann neitar því, að hann hafi orðið sér vitandi valdur slyss þess, er Jónína húsfreyja varð fyrir. Hann neitar því, að hann hafi ekið í þetta skipti kringum Íþróttavöllinn. Er þessi frásögn studd eiðvætti Jóns Bergssonar, sem að vísu 250 hefur reynzt óglöggur og sjálfum sér ósamkvæmur Í fram- burði sínum. Lögreglan fann jeppann P 176 í Hafnarstræti milli kl. 12 og 1 um nóttina og tók hann í vörzlur sínar. Er ákærði kom um nóttina af dansleik, sem hann sótti í Breiðfirðingabúð, varð hann þess vís, að lögreglan hafði tekið bifreiðina. Fékk ákærði þá frænda sinn Magnús Bjarnason til að fara til lög- reglunnar og tjá henni, að hann, Magnús, hefði haft umráð bílsins frá því kl. 9.30 um kveldið, og beiðast afhendingar á honum. Lét lögreglan bílinn af hendi við Magnús. Segir Magnús, að ákærði hafi fortekið, að hann hefði þá lent í nokkrum óförum með bílinn, en minnzt í því sambandi á slysið á Fálkagötu, er áður getur. Vitnið Emilía Lárusdóttir skýrir svo frá, að henni hafi sýnzt frostrósir eða hrím vinstra megin á framrúðu bifreiðar þeirrar, sem slysinu olli. Sprung- ur voru vinstra megin á framrúðu P. 176, og telur vitnið, að mjög líklegt sé, að um sömu bifreið sé að tefla, þótt vitnið geti ekki fullyrt það, þar sem það sá ekki skrásetningar- töluna. Vætti þeirra Þorsteins Þorsteinssonar, Petru Helgu Sæ- mundsdóttur og Emilíu Lárusdóttur, för ákærða um slyss- staðinn um það bil, er slysið varð, og hegðun ákærða, er hann lét Magnús Bjarnason sækja jeppann til lögreglunnar, veita að vísu sterkar líkur fyrir því, að hann hafi orðið slyssins valdur, en líta verður hins vegar á það, er nú segir: Vitnum tókst ekki að lesa skrásetningartölu bíls þess, er slysinu olli, á slysstað. Þorsteinn Þorsteinsson missti sjónar af bíl þess- um sunnan Íþróttavallarins, og ekki er öldungis víst, að það hafi verið sami jeppinn, sem hann sá koma vestan við Íþrótta- völlinn og aka norður Suðurgötu. Þá er og Þorsteinn einn til frásagnar um skrásetningartölu bíls þessa, og hann sá ekki menn þá, sem í honum voru, þannig að hann þekkti þá aftur, enda veitti hann bílnum ekki eftirför til þrautar, gerði ekki tilraun til að stöðva hann og kalla, ef færi gæfist, til vitna, sem gætu sagt síðar deili á bílstjóranum. Þegar litið er til alls þess, sem nú hefur verið rakið, þykir varhugavert að telja alveg fullnægjandi sannanir fram komnar fyrir því, að ákærði hafi valdið slysinu á gatnamótum Ljósvallagötu og Hring- 251 brautar. Ber því að sýkna ákærða af ákæru fyrir þenna verknað og staðfesta héraðsdóminn að niðurstöðu til. Dæma ber ákærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda í Hæstarétti, kr. 1200.00 til hvors. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Jón Grétar Sigurðsson, greiði allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skip- aðs sækjanda og verjanda fyrir Hæstarétti, hæstaréttar- lögmannanna Einars Arnórssonar og Sveinbjarnar Jóns- sonar, kr. 1200.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur aukaréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 13. júní 1950. Ár 1950, þriðjudaginn 13. júní, var í aukarétti Gullbringu- og Kjósar- sýslu, sem haldinn var í réttarsal embættisins, Suðurgötu 8, Hafnarfirði, af Guðmundi Í. Guðmundssyni sýslumanni, upp kveðinn dómur í ofan- greindu máli, sem dómtekið var 25. maí s. 1. Málið er af réttvísinnar og valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn ákærða, Jóni Grétari Sigurðssyni lögfræðinema, Mýrarhúsaskóla, Seltjarnarnesi, fyrir brot gegn XXIII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19 frá 12/2— 1940, bifreiðalögum nr. 23 frá 16/6 1941 og umferðarlögum nr. 24 frá 16/6—-1941. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 13. maí 1929, og hefur ekki, svo vitað sé, sætt kæru né refsingu fyrir neitt lagabrot. Málavextir eru sem nú skal greina: I. Sunnudaginn 30. október 1949 ók ákærði, Jón Grétar Sigurðsson, ieppabifreið P. 176 vestur Fálkagötu í Reykjavík. Þetta var síðari hluta dags, 10--15 mín fyrir kl. 6. Hann var einn í bifreiðinni og telur sig hafa ekið með 20—22 km hraða, miðað við klst. Nokkru áður en hann kom á móts við húsið nr. 9 A við götu þessa, sá hann, hvar börn voru að leikjum móts við steinsteyptan vegg, sem þar er. Hann kveðst hafa ekið sem næst eftir miðri götunni, en litið af börnunum, um leið og hann ók framhjá þeim, enda engin merki séð í þá átt, að börnin ætluðu út á götuna. En í þessum svifum heyrði hann högg, sem kom á vinstri hlið bílsins, og sá jafnframt telpu, sem kastaðist upp á vinstri framrúðu með höfuðið og féll síðan á götuna. Höggið á rúðuna var það mikið, að brestir komu undan. Ákærði hemlaði samstundis, og stöðvaðist bíllinn svo að segja strax, eða, að því er virðist, á minna en lengd sinni. Telpan bærði ekki á sér 252 fyrst í stað, þar sem hún lá á götunni, og virðist hafa misst meðvitund, en fór svo fljótlega að gefa frá sér hljóð. Lögregla kom fljótlega á stað- inn, enda hafði þeim verið tilkynnt um slysið kl. 17.50, rétt eftir að það vildi til. Sjúkrabíll kom brátt á staðinn, og var telpan fyrst flutt á Landsspítal- ann, en þaðan beint heim til sín og virðist hafa náð sér fljótlega að fullu. Við skoðun, sem fram fór á bifreiðinni P. 176, komu í ljós ágallar á hemlum. Handhemill var alveg óvirkur, en ákærði hefur haldið fram, að honum hefði ekki tekizt að ná í hluti, sem með þurfti til viðgerðar, enda fengust þeir ekki í landinu. Fóthemlar hefðu aðeins verkað með því, að tvístigið væri á þá. Þá taldi lögreglan einnig, að bifreiðin hefði verið stirð í stýri. Framburður sjónarvotta er samhljóða skýrslu ákærða um atvik að slysinu, eins og það hefur verið rakið hér að framan. Þess skal getið, að vörubifreið stóð fyrir framan húsið nr. 9 A, svo telpan mun eigi hafa séð til jeppabifreiðarinnar fyrir vörubifreiðinni, þegar hún hljóp út á götuna, og eins mun bifreiðin hafa skyggt á frá ákærða. Eins og ljóst er af framansögðu, hefur ákærði ekki sýnt nægilega að- sgæzlu, er hann ók fram hjá börnunum, einkum þegar haft er í huga, að hann varð barnanna var í tæka tíð og hafði því alveg sérstaklega ástæðu til að gæta aukinnar varúðar, svo telja má, að hann hafi gerzt sekur um mikinn aðgæzluskort. II. Að kvöldi dags 12. nóv. 1949, um kl. 21.45, fór konan Jónína Jóns- dóttir heiman frá sér, Garðastræti 34, Reykjavík. Var hún ein á ferð og gekk suður eftir Ljósvallagötu og þaðan út á Hringbraut, rétt við gatna- mótin, og ætlaði suður yfir. Í þessum svifum kom þarna bifreið akandi, ók á konuna og kollvarpaði henni. Var hún flutt á Landsspítalann, og kom þá í ljós, að hún hafði marizt á lendum og mjaðmarbrotnað. Ekki hafði konan séð númer bifreiðarinnar né séð hana svo vel, að hún gæti lýst bifreiðinni. Sjónarvottar að þessu slysi skýra þannig frá: Rétt áður en þetta skeði, var Þorsteinn Þorsteinsson bifreiðarstjóri að koma frá Víðimel 19 í bifreið sinni og ók austur Hringbraut með venju- legum innanbæjarhraða. Er hann kom að gatnamótum Hringbrautar og Ljósvallagðtu, sá hann konu, sem var á gangi suður yfir Hringbrautina. Hann hægði á bifreiðinni til að lofa konunni að komast yfir götuna, en í því ók græn jeppabifreið á töluverðri ferð fram úr honum og beint á konuna, svo hún kastaðist til hægri og datt niður í götuna. Heyrði Þor- steinn þá, að bílnum var hemlað, um leið og áreksturinn varð. Virtist Þorsteini þá koma hik á bílstjórann, svo hann hægði á, en slökkti síðan ljósin og ók áfram, um leið og hann jók hraðann. Þorsteinn stoppaði á slysstaðnum og hleypti þar út stúlku, sem í bílnum var, til að sinna hinni slösuðu konu. Síðan ók hann á eftir jeppabifreiðinni, sem hélt að gatna- mótum Melavegar og beygði suður hann. Þegar Þorsteinn kom suður á móts við Háskólann, sá hann bifreiðina hverfa í vesturátt sunnan við Íþróttavöllinn. Hann sneri þá við og ók norður Melaveg aftur og stanz- aði á Suðurgötunni við Hringbrautina. Ekki hafði vitninu tekizt að lesa 258 númer jeppabifreiðarinnar sökum fjarlægðar. Brátt sér Þorsteinn ieppa- bifreið koma vestan við Íþróttavöllinn, og var henni ekið hægt út á Hring- brautina og beygt norður Suðurgötu. Virtist honum strax öruggt, að um sömu bifreið væri að ræða, og ók þegar eftir henni niður á Kirkjugarðs- stíg. Hann lýsti á jeppann með háum og lágum ljósum til að sjá hann sem bezt, og sá númerið P. 176. Að vísu gaf Þorsteinn lögreglunni fyrst upp nr. P. 167, en leiðrétti það síðar, og kvað það hafa skolazt hjá sér, og hélt síðan fast við, að númer bifreiðarinnar hefði verið P. 176, enda hafði þá náðst í bifreið með því númeri, og útlit hennar passaði við lýs- ingu vitnisins, sem og þekkti bifreiðina aftur, er hann sá hana síðar. Eftir að vitnið hafði þannig náð númeri bifreiðarinnar, sem hann taldi hafa valdið slysinu, athugað útlit hennar og séð, að í henni voru tveir menn, ók vitnið aftur á slysstaðinn, og var sjúkrabifreið þá að koma, en hún flutti konuna, sem slasaðist, á sjúkrahús. Þenna framburð sinn hefur vitnið Þorsteinn Þorsteinsson staðfest með eiði. Farþegi í bílnum hjá Þorsteini var Petra Helga Sæmundsdóttir, og hefur hún mætt sem vitni í málinu. Vitnið sat vinstra megin í framsæti bifreið- arinnar, og telur sig því geta örugglega fullyrt, að jeppinn, sem ók á kon- una, hafi ekki komið úr Ljósvallagötu. Er bíllinn kom að gatnamótunum, sá vitnið dökkklædda konu hlaupa við fót frá Ljósvallagötu og stefna suður yfir gatnamótin. Í þessum svifum sá vitnið allt í einu ieppabifreið, sem kom af mikilli ferð fram úr bifreið Þorsteins, hægra megin, og ók beint á konuna, án þess að vitnið sæi, að neitt væri breytt um stefnu bif- reiðarinnar. Jeppinn stanzaði ekki, og vitnið heyrði Þorstein segja: „Hann slekkur ljósin, við verðum að elta hann.“ Vitnið beindi allri athygli sinni að konunni, fylgdist ekki frekar með jeppabifreiðinni og sá aldrei númer hennar. Rétt eftir slysið var vitnið Emilía Lárusdóttir á gangi vestur Hring- braut, rétt austan við slysstaðinn. Sá hún þá græna jeppabifreið koma á móti sér á geysi-mikilli ferð vestan götuna, og voru ljósin slökkt, er hún nálgaðist. Rétt áður hafði vitnið heyrt ískur í bremsum. Á eftir jeppan- um kom fólksbifreið, er vitnið sá halda eftir jeppanum austur að Mela- vegargatnamótum, en tók ekki eftir, hvort hann beygði þá, því öll athygli vitnisins beindist nú að konu, sem lá í götunni. Flýtti vitnið sér Þangað, en stúlka sú, sem fór úr bifreiðinni, var þá komin á staðinn. Þenna fram- burð hefur vitnið staðfest með eiði. - Ekki er vitað um aðra en að framan eru taldir, sem voru á ferli Þarna, er slysið varð. Ákærði í máli þessu, Jón Grétar Sigurðsson, hefur gefið eftirfarandi skýrslu um ferðir sínar á umræddu tímabili. Þetta kvöld, kl. um 20.48 ók hann í bifreiðinni P. 176 frá Garðastræti 12 og að Ljósvallagötu 8 til að hitta Jón Bergsson skólabróður sinn, en þeir eru báðir laganemar við Háskólann. Var ákærði einn í bílnum. Þar stanzaði hann stutt, en ók niður að Gamla-Bíó, fór þar inn, en þá var nýbyrjuð níu-sýning. Þar hafði hann litla viðdvöl og ók til baka að Ljós- 254 vallagötu 8, en um leið og hann fór fram hjá klukkunni á Lækjartorgi, sá hann, að hún var 10 mín. yfir 21. Á Ljósvallagötunni kom í bílinn til ákærða Jón Bergsson, sem var með honum eftir betta um kvöldið. Frá Ljósvallagötu fór hann um kl. 21.15 og ók upp á Grettisgötu 22 B, en ók þá leið hægt með stoppi dálitla stund á horninu á Njarðargötu og Hring- braut. Á Grettisgötu stoppaði hann 12—15 mínútur, en hélt síðan aftur að Ljósvallagötu 8, og fór Jón Bergsson þá snöggvast inn til sín, en ákærði beið í bílnum á meðan. Telur hann þá, að klukkan hafi verið um 91.45 eftir ágizkun. Eftir stutta stund kom Jón aftur í bílinn, og ók ákærði síðan frekar hægt niður Ásvallagötu inn í Brávallagötu og inn á Hring- braut, en síðan eftir henni niður á Suðurgötu með ca. 12—15 km hraða og hélt niður á Tryggvagötu, þar sem þeir létu bílinn standa, meðan þeir fóru á dansleik í Breiðfirðingabúð. Ákærði fullyrðir, að þegar þeir óku framhjá gatnamótum Ljósvallagötu og Hringbrautar, hafi engin umferð verið þar af fólki eða farartækjum, bíllinn hvergi rekizt á eða komið við neitt, svo hann yrði þess var, og ákærði alls ekki hemlað um gatnamótin, ekki breytt ljósum né aukið hraðann, um leið og hann fór framhjá, og alls ekki ekið kringum Íþrótta- völlinn á leiðinni niður í bæ. í skýrslu, sem hann gaf lögreglunni í Reykjavík 13. nóv. s.l., kvaðst hann ekki geta sagt, hvort hann fór fram úr bifreið á gatnamótunum, en hafi svo verið, hlyti hann að hafa álitið, að hún stæði kyrr, og þá rámar hann hálfpartinn í það, að hafa farið fram hjá bifreið, sem honum virtist ætla inn á Ljósvallagötu. Við síðari réttarhöld hefur hann neitað ákveðið að muna eftir, að hann færi fram úr bifreið þarna. Umrædda nótt var ákærði á dansleik í Breiðfirðingabúð, sem hætti um tvö leytið. Svo sem hálftíma áður neytti hann áfengis, svo sem tveggja sopa af áfengisblöndu, en neitar að hafa fundið til neinna áfengisáhrifa við það. Er þeir Jón komu á staðinn, þar sem þeir höfðu skilið við bifreið- ina, var hún farin, og fundu þeir hana inni í porti hjá lögreglunni. Fékk ákærði þá mann til að sækja fyrir sig bifreiðina, og fékk hann hana strax. Hins vegar gaf maður þessi lögreglunni ranga skýrslu um, hver hefði haft stjórn bifreiðarinnar, þannig að hann hefði fengið bifreiðina lánaða hjá ákærða kvöldið áður, kl. 21, við Sjálfstæðishúsið og ekið henni niður í Tryggvagötu, en framburð þenna leiðrétti maður þessi og ákærði daginn eftir. Ákærði ók síðar í bifreiðinni heim til sín um nóttina að Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Ákærði hefur jafnan neitað ákveðið að vera sér þess meðvitandi að hafa orðið valdur að umræddu slysi á gatnamótum Hringbrautar og Ljós- vallagötu og talið mjög ólíklegt, að það hefði átt sér stað án vitundar hans. Þann 14. nóv. sl. var ákærði úrskurðaður í gæzluvarðhald, en látinn laus aftur 27. nóv. Eins og áður er rakið, var Jón Bergsson, Ljósvallagötu 8, í bifreiðinni P. 176 ásamt ákærða á því tímabili, sem hér kemur til greina. Hann hefur 255 borið vitni í málinu, og er framburður hans í öllu verulegu samhljóða skýrslu ákærða. En vegna ókunnugleika í bænum, en vitnið er nýflutt þangað, hefur hann ekki getað greint örugglega þá leið, er þeir óku, eða talið upp götunöfnin. Hins vegar hefur vitni þetta fullyrt, að hann hafi alls ekki orðið þess var, að bíllinn rækist á eða kæmi við neitt, er þeir óku yfir gatnamótin Ljósvallagötu og Hringbrautar, ekki beitt hemlum, ekki breytt ljósum eða slökkt þau, ekki farið fram úr bíl þar, eða yfirleitt neitt hent, er bent gæti til, að ákærði væri valdur að slysinu á gatna- mótunum. Síðan hefðu þeir ekið áfram Hringbrautina með jöfnum hraða og niður Suðurgötu, en alls ekki farið kringum Íþróttavöllinn. Framburð þenna hefur vitnið Jón Bergsson staðfest með eiði. Um fleiri vitni en hér hefur verið rakið er ekki að ræða í þessu máli. Með hliðsjón af framburði vitnisins Jóns Bergssonar og gegn neitun ákærða verður eigi talið sannað, að hann hafi orðið valdur að umræddu slysi, er varð á gatnamótum Hringbrautar og Ljósvallagötu 12. nóv. s.l., og ber að sýkna ákærða af öllum kærum um það. Hins vegar verður að telja, að ákærði hafi sýnt refsiverðan aðgæzlu- skort, er hann ók eftir Fálkagötunni 30. okt. s.l., eins og framan er nánar lýst, og með því átt sök á slysinu, er telpan Erla Haraldsdóttir meiddist þar. Auk þess voru stýristæki og hemlar eigi í fullkomnu lagi. Ákærði hefur þannig gerzt brotlegur við 5. gr. og 1. mgr. 27. gr. bif- reiðalaga nr. 23 frá 16. júní 1941 og 2. gr. og 3. mgr. 4. gr. umferðarlaga nr. 24 frá 16. júní 1941. Þykir refsing sú, er ákærði hefur til unnið, samkvæmt 38. gr. bifreiða- laganna og 14. gr. umferðarlaganna og með tilliti til þess, að ákærði sat í gæzluvarðhaldi frá 14—27. nóv. s.l., hæfilega ákveðin 1000 króna sekt til ríkissjóðs, og komi í hennar stað 10 daga varðhald, verði sektin ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Þá greiði ákærði allan sakarkostnað, þar með talið skipuðum talsmanni sinum, Bergi Jónssyni, 350.00 kr. í máilsvarnarlaun. Rekstur málsins hefur verið vítalaus. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Jón Grétar Sigurðsson, greiði eitt þúsund króna sekt í ríkissjóð, og komi 10 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin kr. 350.00 skipuð- um verjanda sínum, Bergi Jónssyni hdl., í málsvarnarlaun. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. 256 Laugardaginn 19. maí 1951. Kærumálið nr. 10/1951. Árnason, Pálsson £ Co. h/f gegn Jóhanni Steinasyni. Setuðómari hrl. Einar B. Guðmundsson í stað hrd. Jónatans Hallvarðssonar. Synjað frests. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 24. f. m., sem hingað barst 5. þ. m., hefur sóknar- aðili kært til Hæstaréttar úrskurð, uppkveðinn á bæjarþingi Reykjavíkur 18. f. m., þar sem sóknaraðilja var synjað um frest í máli varnaraðilja gegn sóknaraðilja. Af hálfu sóknaraðilja hafa hvorki borizt kröfur né greinar- gerð í málinu, en telja verður, að kært sé í því skyni að fá frest þann, sem synjað var um í héraði. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðilja. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann, og greiði sóknaraðili varnaraðilja kr. 300.00 í kærumálskostnað. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Sóknaraðili, Árnason, Pálsson ér Co. h/f, greiði varnar- aðilja, Jóhanni Steinasyni, kr. 300.00 í kærumálskostnað að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður bæjarþings Reykjavíkur 18. apríl 1951. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 12. þ. m., hefur Jóhann Steinason hdl. hér í bæ höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 13. f. m., gegn Árnason, Pálsson á Co. h/f hér í bænum til greiðslu víxils, að fjárhæð kr. 14.867.60, útgefins 28. ágúst 1950 af stefnda og samþykkts af Dúka- prenti Jörundar Pálssonar, til greiðslu í Búnaðarbankanum hér í bæ 8. febrúar s. l., en víxill þessi var afsagður sökum greiðslufalls 10. febrúar s.l. Stefnandi hefur krafizt þess, að stefnda verði dæmt að greiða sér 257 vixilfjárhæðina, kr. 14.687.60, með 6% ársvöxtum frá 8. febrúar 1951 til greiðsludags, %% fjárhæðarinnar í þóknun, kr. 47.90 í afsagnarkostnað og málskostnað að skaðlausu. Stefndi hefur engum andmælum hreyft gegn kröfum stefnanda nema krafizt þess, að málskostnaður verði lækkaður verulega. Á bæjarþingi 12. þ. m. krafðist stefndi þess, að því yrði veittur tveggja vikna frestur til að stefna samþykkjanda víxilsins inn í málið. Stefnandi mótmælti öllum fresti í málinu. Mál þetta var þingfest 15. f. m., og var þá sótt þing af hendi stefnda. Lagði stefnandi þá fram stefnu í málinu, en tók frest til 22. s. m. til að leggja fram víxilinn og greinargerð af sinni hendi. Þann dag fékk stefn- andi aftur frest í sama skyni til 5. þ. m. Þann 5. þ. m. kom fram greinar- gerð stefnanda, og fékk stefndi þá frest til 12. þ. m. til að rita greinar- gerð. Þann dag kom fram greinargerð af hans hálfu, og krafðist hann þá frestsins, eins og áður getur. Ekki verður talið, að stefndi eigi gegn mótmælum stefnanda rétt á fresti til að stefna samþykkjanda víxilsins inn í málið, enda hefur hann Þegar haft nægan tíma til þess. Verður því frestbeiðnin ekki tekin til greina. Benedikt Sigurjónsson, fulltrúi borgardómara, kvað upp úrskurð benna. Því úrskurðast: Hinn umbeðni frestur verður ekki veittur. Laugardaginn 19. maí 1951. Kærumálið nr. 11/1951. Árnason, Pálsson £ Co. h/f gegn Jóhanni Steinasyni. Setudómari hrl. Einar B. Guðmundsson í stað hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Synjað frests. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 24. f. m., sem hingað barst 5. þ. m., hefur sóknar- aðili kært til Hæstaréttar úrskurð, uppkveðinn á bæjarþingi Reykjavíkur 18. f, m., þar sem sóknaraðilja var synjað um frest í máli varnaraðilja gegn sóknaraðilja. 17 258 Af hálfu sóknaraðilja hafa hvorki borizt kröfur né greinar- gerð í málinu, en telja verður, að kært sé í því skyni að fá frest þann, sem synjað var um Í héraði. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðilja. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann, og greiði sóknaraðili varnaraðilja kr. 300.00 í kærumálskostnað. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Sóknaraðili, Árnason, Pálsson ér Co. h/f, greiði varnar- aðila, Jóhanni Steinasyni, kr. 300.00 í kærumálskostnað að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður bæjarþings Reykjavíkur 18. apríl 1951. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 12. þ. m,, hefur Jóhann Steinason hdl. hér í bæ höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 13. f. m., gegn Árnason, Pálsson á Co. h/f hér í bænum til greiðslu víxils, að fjárhæð kr. 12.880.00, útgefsins 22. nóv. 1950 af stefndu og samþykkts af Vilhjálmi Sigurjónssyni til greiðslu í Útvegsbankanum hér í bæ 22. febrúar 1951, en víxill þessi var afsagður sökum greiðslufalls 24. febrúar s.l. Stefnandi hefur krafizt þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða vixilfjárhæðina, kr. 12.880.00, með 6% ársvöxtum frá 22. janúar sl. til greiðsluðags, “%% víxilfjárnæðarinnar í þóknun, kr. 47.90 í afsagnar- kostnað og málskostnað að skaðlausu. Stefndi hefur engum andmælum hreyft gegn kröfum stefnanda, nema krafizt þess, að málskostnaður verði lækkaður verulega. Á bæjarþingi 12. þ. m. krafðist stefndi þess, að því yrði veittur tveggja vikna frestur til að stefna samþykkjanda víxilsins inn Í málið. Stefnandi mótmælti öllum fresti í málinu. Mál þetta var þingfest 15. f. m, og var þá sótt þing af hendi stefnda. Lagði stefnandi þá fram stefnu í málinu, en tók frest til 22. s. m. til að leggja fram víxilinn og greinargerð af sinni hendi. Þann dag fékk stefn- andi aftur frest í sama skyni til 5. þ. m. Þann 5. þ. m. kom fram greinar- gerð stefnanda, og fékk stefndi þá frest til 12. þ. m. til að rita greinargerð. Þann dag kom fram greinargerð af hans hálfu, og krafðist hann þá frestsins, eins og áður getur. Ekki verður talið, að stefndi eigi gegn mótmælum stefnanda rétt á fresti til að stefna samþykkjanda víxilsins inn Í málið, enda hefur hann þegar haft nægan tíma til þess. tn 259 Verður frestsbeiðnin ekki tekin til greina. Benedikt Sigurjónsson, fulltrúi borgardómara, kvað upp úrskurð þenna. Því úrskurðast: Hinn umbeðni frestur verður ekki veittur. Nr. 42/1949. Miðvikudaginn 23. maí 1951. Ákæruvaldið (Gunnar Möller) gegn Sigurði Kristinssyni. (Ólafur Þorgrímsson). Setuðómari hrl. Einar B. Guðmundsson í stað hrd. Jónatans Hallvarðssonar. Sýknað af ákæru fyrir brot á áfengislögum. Dómur Hæstaréttar. Eftir að dómur gekk í héraði, hefur framhaldsrannsókn verið háð og nýrra gagna aflað, en eigi orka skýrslur þessar og gögn á úrslit málsins. Vitni þau, sem um ræðir í héraðsdómi, telja sig að vísu örugg um, að maður sá, sem seldi þeim flösku af áfengi að kvöldi hins 21. september 1948 við skemmtistaðinn Tivoli, hafi setið undir stýri í bifreiðinni R. 482, en er þau voru sam- prófuð við ákærða, treystu þau sér ekki til að fullyrða, að hann væri sami maður og seldi þeim áfengið, þar eð myrkt var, er salan fór fram. Ákærði hefur staðfastlega neitað áfengissölunni. Hann hefur og skýrt svo frá, að nafngreindur maður, sem ekki hefur verið kvaddur fyrir dóm, hafi stundum fengið bifreiðina að láni. Þykir því varhugavert að telja sann- að, að ákærði hafi selt áðurgreindum vitnum áfengisflöskuna, enda nægja önnur gögn, sem fram hafa komið, eigi til sak- fellingar hans. Ber því að sýkna ákærða af kröfum ákæru- valdsins í málinu. Samkvæmt þessum úrslitum ber ríkissjóði að greiða allan sakarkostnað í héraði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs 260 talsmanns ákærða þar, 250 krónur, svo og allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar á meðal málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir Hæstarétti, 800 krónur til hvors. Rannsókn máls þessa í héraði var mjög áfátt. Þegar málið skyldi flutt í Hæstarétti í öndverðu, hinn 4. nóvember 1949, var því þess vegna frestað og sækjanda falið að hlutast til um framhaldsrannsókn. Ritaði hann sakadómara bréf sam- dægurs, skýrði honum frá þessu og óskaði nýrrar rannsóknar. Ekkert var þó aðhafzt í málinu fyrr en nærfellt 4 mánuðum síðar, eða hinn 1. marz 1950. Þá voru framangreind vitni kvödd fyrir dóm ásamt ákærða. Málið þótti eigi enn nægjan- lega rannsakað, og tjáðist sækjandi því hafa margítrekað ósk um ýtarlegri rannsókn. Loks hinn 6. febrúar þ. á. rituðu sækjandi og verjandi sakadómara bréf og óskuðu þess, að aflað yrði frekari gagna. Þeirri rannsókn var síðan lokið hinn 12. marz síðastliðinn, og endurrit hennar sent sækjanda málsins 28. s. m. Hefur sækjandi þannig ekki gert næga gang- skör að því að fá rannsókninni hraðað, og mikill dráttur orðið á henni af hálfu héraðsdómara. Dómsorð: Ákærði, Sigurður Kristinsson, á að vera sýkn af kröf- um ákæruvaldsins í máli þessu. Allur sakarkostnaður, bæði í héraði og fyrir Hæsta- rétti, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnar- laun skipaðs talsmanns ákærða í héraði, Ólafs Þorgríms- sonar hæstaréttarlögmanns, 250 krónur, og málflutn- ingslaun sækjanda og verjanda fyrir Hæstarétti, hæsta- réttarlögmannanna Gunnars J. Möllers og Ólafs Þor- grímssonar, kr. 800.00 til hvors. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 28. desember 1948. Ár 1948, þriðjuðaginn 28. desember, var Í lögreglurétti Reykjavíkur, sem haldinn var á skrifstofu réttarins af Loga Einarssyni, fulltrúa sakadóm- ara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 6054/1948: Valdstjórnin gegn Sigurði Kristinssyni, sem dómtekið var 30. nóvember sl. Mál þetta er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn Sigurði Kristinssyni 261 bifreiðarstjóra, til heimilis að Rauðarárstíg 13 hér í bæ, til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar fyrir brot gegn áfengislögum nr. 33 9. janúar 1935. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 27. október 1912 í Reykjavík, og hefur, svo að kunnugt sé, sætt eftirtöldum kærum og refs- ingum: 1931 22/12 Áminning fyrir afturljósaleysi á bifreið. 1932 20/5 Sátt, 10 kr. sekt fyrir ofhraða á bifreið. 1932 24/10 Sátt, 10 kr. sekt fyrir ofhraða á bifreið. 1932 10/12 Sátt, 10 kr. sekt fyrir brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkur. 1932 20/12 Sátt, 10 kr. sekt fyrir ofhraða á bifreið. 1933 15/1 Kærður fyrir meint brot á bifreiðalögum. Málið rannsakað án árangurs. 1933 22/5 Áminning fyrir brot á umferðarreglum. 1933 26/6 Sátt, 50 kr. sekt fyrir ofhraða á bifreið. 1933 11/12 Sátt, 15 kr. sekt fyrir samskonar brot. 1934 15/1 Kærður fyrir að aka bifreið yfir skíðasleða. Ákærði lofaði skaðabótagreiðslu. 1934 21/1 Sátt, 10 kr. sekt fyrir ofhraðan akstur. 1934 1/3 Sátt, 10 kr. sekt fyrir ofhraðan akstur. 1934 16/4 Sátt, 100 kr. sekt fyrir ofhraðan akstur. 1934 27/10 Sátt, 10 kr. sekt fyrir ofhraðan akstur. 1934 3/1934 3/12 Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1935 20/5 Dómur aukaréttar Reykjavíkur, 3ja mánaða fangelsi við venju- legt fangaviðurværi, skilorðsbundið, fyrir bjófnað. 1935 6/8 Sátt, 15 kr. sekt fyrir ofhraða á bifreið. 1935 29/10 Sátt, 15 kr. sekt fyrir ofhraða á Þifreið. 1936 14/8 Sátt, 15 kr. sekt fyrir ofhraða á bifreið. 1936 7/10 Kærður fyrir bifreiðaárekstur. Látið falla niður. 1936 26/10 Sátt, 40 kr. sekt fyrir ofhraða á bifreið. 1937 30/5 Undir rannsókn út af skemmd á reiðhjóli af völdum bifreiðar. Skýrsla send hlutaðeigandi vátryggingarfélagi. Ekki talin ástæða til málssóknar. 1937 "7/12 Aðvörun fyrir brot á umferðarreglum. 1937 7/12 Sátt, 30 kr. sekt fyrir ofhraða á bifreið. 1939 15/5 Dómur lögregluréttar Reykjavíkur, 100 kr. sekt og svipting ökuskírteinis í 3 mánuði fyrir ölvun við bifreiðarakstur. 1939 4/10 Sátt, 25 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1939 25/7 Siglufjörður, 25 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1940 11/5 Áminning fyrir ólöglegt bifreiðastæði. 1940 2/12 Undir rannsókn út af ökuóhappi. Skýrsla send hlutaðeigandi vátryggingarfélagi. Ekki talin ástæða til málssóknar. 1946 26/4 Sátt, 30 kr. sekt fyrir ógætilegan bifreiðarakstur. Verður nú greint frá málavöxtum, eftir því sem upplýst er í máli þessu. Þriðjudagskvöldið 21. september s.l, klukkan 10, kveðast vitnin Ás- mundur Magnússon verkamaður, til heimilis Óðinsgötu 32, og Sigurður Breiðfjörð Þorbjörnsson sjómaður, Ægissíðu 109, að þau hafi séð, hvar 262 bifreiðin R. 482 stóð fyrir utan hliðið að skemmtigarðinum Tívolí hér í bæ, en bifreiðarstjórinn hafi setið við stýrið. Hafi þau spurt, hvort hann gæti selt þeim eina flösku af brennivíni, og hafi hann játað því, tekið brennivínsflösku úr afturgeymslu bifreiðarinnar og afhent hana Ásmundi, en Sigurður Breiðfjörð hafi greitt hana með 85.00 krónum. Ákærði hefur eindregið neitað því að hafa selt vitnunum eða nokkrum öðrum áfengi. Kveður hann engan annan en sig aka nefndri bifreið nema bróður sinn einstaka sinnum í viðlögum, þó eigi til mannflutninga. Hér í réttinum sýndi ákærði bók þá, sem hann skráir í, fyrir hve háa upphæð hann ekur dag hvern. Ber bókin með sér, að hann hafi ekið bifreiðinni 21. september s.l. og þá fengið greidd ökugjöld fyrir, samtals 184.00 krónur. Er vitnin og ákærði voru samprófuð hér í réttinum, kváðust þau sökum myrkurs, þegar áfengissalan fór fram, ekki kannast við ákærða sem mann bann, er áfengið seldi þeim umrætt kvöld. Aftur á móti kannast þau bæði við, að það hafi verið bifreiðarstjórinn á bifreiðinni R. 482, sem seldi þeim umgetna brennivínsflösku. Þrátt fyrir neitun ákærða þykir með eiðfestum framburðum framan- greindra tveggja vitna um, að það hafi verið bifreiðarstjórinn á bifreiðinni R. 482, sem seldi þeim brennivínsflöskuna, fram komin full sönnun fyrir því, að ákærði hafi selt þeim áfengi, eins og að framan greinir, enda er upplýst, að hann ók nefndri bifreið þriðjudaginn 21. september s.l. Hefur ákærði því gerzt brotlegur við 15. gr. sbr. 33. gr. áfengislaga nr. 33. 9. janúar 1935. Þykir refsing hans með hliðsjón af 1. gr. laga nr. 14 8. marz 1948 um ákvörðun fésekta hæfilega ákveðin 3000.00 króna sekt til menningarsjóðs, og komi varðhald í 45 daga í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans hér við réttinn, hæstaréttarlög- manns Ólafs Þorgrímssonar, kr. 250.00. Rekstur málsins hefur verið vítalaus. Dómsorð: Ákærði, Sigurður Kristinsson, greiði 3000.00 króna sekt til menn- ingarsjóðs, og komi varðhald í 45 daga í stað sektarinnar, verði hún eigi greiðd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin máls- varnarlaun til skipaðs verjanda hans hér við réttinn, hæstaréttar- lögmanns Ólafs Þorgrímssonar, kr. 250.00. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. 263 Föstudaginn 25. maí 1951. Nr. 60/1949. Helgi Benediktsson (Sigurður Ólason) gegn Dánarbúi Brynjólfs Guðlaugssonar (Egill Sigurgeirsson). Setuðómari hrl. Sveinbjörn Jónsson í stað hrd. Jónatans Hallvarðssonar, Skipstjórakaup heimt, Dómur Hæstaréttar. Sigfús M. Johnsen bæjarfógeti og samdómendurnir Lúðvík N. Lúðvíksson og Sæmundur Jónsson hafa kveðið upp héraðs- dóminn, Brynjólfur Guðlaugsson er nú látinn, og er dánarbú hans því málsaðili hér fyrir dómi. Áfrýjandi hefur skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 12. marz 1949 og krefst aðallega sýknu í aðalsök í héraði, en stefndi verði dæmdur til greiðslu kr. 6093.08 í gagnsök ásamt 6% ársvöxtum frá 1. júlí 1948 til greiðsludags. Til vara krefst áfrýjandi þess, að dæmd fjárhæð í héraði verði lækkuð í kr. 4522.81. Þá krefst hann og málskostnaðar úr hendi stefndu fyrir báðum dómum eftir mati Hæstaréttar. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar í hæstarétti eftir mati dómsins. Brynjólfur heitinn Guðlaugsson var ráðinn skipstjóri á skipi áfrýjanda, Skaftfellingi, frá því á síldarvertíð sumarið 1947, þar til hann lét af störfum 18. febrúar 1948, er skipinu var lagt við festar vegna vélbilunar. Hann var frá starfi vegna veikinda frá 17. september til 29, október 1947 og einnig frá 18. nóvember s. á. til ársloka. Eru engar sönnur að því leiddar, að þessi veikindi hans hafi verið með þeim hætti, að svipta beri stefnda rétti til kaups fyrir þann tíma samkvæmt 2. málsgrein 4. gr. sjómannalaga nr. 41/1930. Brynjólfur heitinn Guðlaugsson sagði upp ráðningarsamn- ingi sínum við áfrýjanda 29. janúar 1948, og var uppsögnin miðuð við 1. maí s. á. Krefur stefndi áfrýjanda um vangoldið kaup frá 18. febrúar til 16. marz 1948, er Brynjólfur heitinn 264 fékk aðra atvinnu. Hefur áfrýjandi engin rök fært fyrir lækkun á þessari kröfu stefnda, sem ber því einnig að taka til greina. Verður héraðsdómur því staðfestur. Málflutningsmenn áfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti hafa ekki flutt fram nein gögn fyrir varnarástæðum umbjóð- anda þeirra, og var áfrýjun málsins því tilefnislaus. Sam- kvæmt þessu og málavöxtum að öðru leyti ber að dæma áfrýj- anda til að greiða stefnda kr. 1500.00 í málskostnað í Hæsta- rétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Helgi Benediktsson, greiði stefnda, dánar- búi Brynjólfs Guðlaugssonar, kr. 1500.00 í málskostnað í Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur sjó- og verzlunardóms Vestmannaeyja 14. des. 1948. Mál þetta er höfðað af hálfu Brynjólfs Guðlaugssonar skipstjóra, Há- steinsveg 45 hér í bænum, fyrir sjó- og verzlunardómi Vestmannaeyja með stefnu, útg. 22. sept. þ. á., birtri s. d, á hendur Helga Benediktssyni út- gerðarmanni og kaupmanni hér í bænum til greiðslu á vangoldnum laun- um, strandsiglingabóknun og fæðishlunnindum fyrir mánuðina september — desember 1947, að báðum meðtöldum, og í febrúar—marz, að fjárhæð kr. 14.000.00, ásamt 5% ársvöxtum frá 18. febr. s.l., og til greiðsludags, og málskostnaðar að skaðlausu, og síðar hækkaðar kröfur varðandi mál- færslulaunin, sbr. rskj. 15. Í greinargerð stefnanda (aðalstefnanda), er lögð var fram í fyrsta þing- haldi í málinu, er hin umstefnda krafa færð niður í kr. 13.315.39, sbr. rskj. 2. Stefnandi gerir og þá kröfu, að stefndi (aðalstefndi) verði dæmdur í sekt vegna framkomu hans í réttinum. Við þingfestingu aðalmálsins hér fyrir réttinum krafðist stefndi, að málinu yrði vísað frá dómi vegna ósamræmis milli stefnukröfunnar og sundurliðunarinnar, sbr. rskj. 2, og til vara, að hann verði algerlega sýknaður af kröfum stefnanda í málinu og að honum verði tildæmdur í báðum tilfellum málskostnaður að skaðlausu og að stefnandi í báðum tilfellum verði dæmdur í sekt fyrir óþarfa málsýfingu. Heldur stefndi því og fram, að stefnandi, er tvívegis hafði verið veikur og frá störfum um alllangan tíma, hafi verið í vondri trú varðandi veik- indin og leynt sig þeim, og fyrir því hafi hann eigi greitt honum kaup nema fyrir þann tíma, sem hann gegndi störfum í skipinu, og vísar í þessu sambandi til ákvæða 2. mgr. 4. gr. laga nr. ái frá 1930, um að menn, er 265 leyni veikindum, fyrirgeri rétti sínum til kaups, og gerir bá kröfu, að úrslit málsins um þetta atriði verði látin velta á eiði aðalstefnanda. Með gagnstefnu aðalstefnda í málinu á hendur aðalstefnanda, útgefinni 13. okt. s.l., gerir gagnstefnandi þær kröfur, að gagnstefndi verði dæmdur til að greiða sér kr. 6093.08, skuld vegna vöruúttektar gsagnstefnda við verzlun gagnstefnanda, auk 6% ársvaxta frá 1. júlí síðasti. til greiðsludags, enda verði kröfu í gagnsökinni skuldajafnað við kröfu gagnstefnda í aðal- sök, að svo miklu leyti sem krafa hans í þeirri sök kynni að verða tekin til greina, og er krafizt sjálfstæðs dóms í gagnsökinni að öðru leyti. Þá er einnig krafizt málskostnaðar í gagnsök eftir mati dómarans. Gagnstefnandi gerir þær kröfur í gagnsök, aðallega að hann verði alger- lega sýknaður af gagnkröfu, að janúarkaup sagnstefnda, kr. 3618.00, er hann tjáir, að gagnstefnandi hafi lofað að greiða sér, en eigi var tekið upp í umstefnda kröfu í aðalsök, með því gagnstefndi taldi þess ekki börf, þar sem enginn ágreiningur væri um þessa kröfu, komi til skulda- jafnaðar, og virðist þetta verða að skoðast sem varakrafa í sagnsök, en neitar að greiða mismuninn, kr. 2475.08, með því að reikningarnir fyrir vöruúttektinni, er engar frumnótur fylgi og séu óundirritaðir, séu of háir, en til vara (brautavara), ef kr. 2475.08 verða teknar til greina, að honum verði tildæmd aðalkrafa, kr. 10.840.31, og væri þá skuldajafnaðar- krafan í gagnsök, kr. 3618.00, tekin með. Málið var flutt skriflega samkvæmt framkominni ósk beggja aðilja. Sátta var leitað í aðalsök og gagnsök, en árangurslaust. Málavöxtum hefur verið lýst að nokkru hér að framan í sambandi við gerðar kröfur. Enn fremur skal tekið fram, sbr. fyrirliggjandi skjöl og gögn málsins: Aðalsökin. Aðalstefnandi, Brynjólfur Guðlaugsson, skipstjóri á m/sSkaft- fellingi, V.E. 33, eign aðalstefnda, og er hin umstefnda upphæð kr. 13.315.39, eins og hún er lækkuð, sbr. sundurliðunina, rskj. 2, eins og áður segir, samanlögð laun“ aðalstefnanda með dýrtíðaruppbót m. m., eins og að framan getur, fyrir um 5 mánuði, eða frá septemberbyrjun til ársloka 1947, og fyrir tímabilið frá 18. febrúar til 16. marz. Launaupphæðin sjálf fyrir allan umgetinn tímann er talin nema kr. 17.834.50, og ef frá eru dregnar kr. 4519.11, er aðalstefnandi viðurkennir, að búið sé að greiða sér upp Í launin, verður eftir hin umkrafða upphæð, kr. 13.315.39. 3 Aðalstefnandi veiktist 17. sept. 1947 af botnlangabólgu og var frá starfi til 29. okt. s. á. og tók þá aftur til starfa, en veiktist á ný 18. nóvember s. á. af brjósthimnubólgu, að því er hann hefur haldið fram, og var frá störfum til áramóta. Aðalstefndi neitaði að greiða aðalstefnanda laun í veikindaforföllum hans í september og tjáir hann hafi verið í vondri trú varðandi veikindin, einnig hefur hann neitað að greiða honum laun, eftir að hann hætti að starfa í skipinu eftir áramótin og skipinu var lagt við festar í febrúar síðastliðnum. Heldur því og fram, að aðalstefnandi hafi hlaupið frá skipinu vélbiluðu í reiðileysi, sjá bókunina í réttarhaldi 23. sept. Aðalstefnandi hefur eindregið neitað því, að hann hafi komið í vondri 266 trú á skipið varðandi veikindi sín, eða í „fjárplógsskyni“, eins og haldið hefur verið fram. Telur hann, að með því að neita sér um launin sé um samningsbrot að ræða, hann eigi óskorðaðan rétt til 3ja mánaða upp- sagnarfrests. Neitar því og algert, er haldið hefur verið fram af aðal- steinda, að hann hafi samþykkt að hætta störfum án uppsagnarfrests. Kveðst hafa sagt upp, eins og hann hafi haft rétt til, með 3ja mánaða uppsagnarfresti frá áramótum, en hafi hins vegar ekki viljað vera á kaupi hjá aðalstefnda lengur en þörf gerðist, og réð sig því sem háseta á öðrum bát og gerði því ekki kaupkröfuna lengur en til 16. marz. Segir hann, að þann 18. febrúar s.l. hafi skipinu verið lagt við festar vegna bil- unar, og þá hafi aðalstefndi hætt að greiða sér laun og hann þá verið atvinnulaus til 16. marz, er hann tók við stöðu sem háseti á b/v Elliðaey, og því, eins og áður segir, gerir hann ekki kaupkröfuna lengur. Þá vísar hann á bug ásökunum aðalstefnda sem staðleysu. Aðalstefnandi hefur lagt fram í málinu samning um kaup og kjör milli Farmanna- og fiskimanna- sambands Íslands og Landssambands íslenzkra útvegsmanna, rskj. 7 og 8. Sérstakur samningur milli aðalstefnanda og aðalstefnda hefur enginn komið fram, sbr. þó 1. gr. sjómannalaga, sbr. 2. gr. Rétturinn lítur svo á, að aðalstefnandi hafi átt rétt til 3ja mánaða upp- sagnarfresti, eins og hann heldur fram, og hvað veikindi hans áhrærir, telur rétturinn, að ekkert það hafi komið fram í málinu, er styðji stað- hæfingu aðalstefnda um, að aðalstefnandi hafi verið í vondri trú varð- andi þau, enda slíku afdráttarlaust neitað af aðalstefnanda, og fyrir því komi ekki til greina ákvæði 2. mgr. 4. gr. sjómannalaga, og varðandi kröfu aðalstefnda um, að úrslit málsins um síðastnefnt atriði verði látin velta á synjunareiði aðalstefnanda, þykir ekki ástæða til, eins og málið liggur fyrir, að taka kröfu þessa til greina, né heldur að aðalstefnandi synji fyrir með eiði að hafa samþykkt að hætta störfum án uppsagnarfrests, sbr. rskj. 14. Rétturinn telur ekki ástæðu til að dæma aðalstefnda í réttarfarssekt, svo sem krafizt er af aðalstefnanda, og eigi kemur heldur til greina krafa aðalstefnda um, að aðalstefnandi verði dæmdur í sekt fyrir óþarfa máls- ýfingu. Að athuguðu því, sem fram er komið í málinu, sbr. það, er hér að framan segir, álítur rétturinn, að taka beri til greina að fullu og öllu þrátt fyrir veikindaforföllin kaupkröfur aðalstefnanda, eins og þeim er lýst, sbr. það, er áður segir, sbr. og rskj. 2, eða eins og krafizt er launa m. m. frá septemberbyrjun til ársloka 1947, og frá 18. febr. til 16. marz en hin endanlega tildæmda krafa í málinu miðast við skuldajöfnuð í gagnsök. Vaxta og málskostnaðarkröfuna ber og að taka til greina, eftir því sem við á. Gagnsökin. Í gagnsök telur rétturinn, að beri að taka til greina kröfu gagnstefnanda um greiðslu á kr. 6093.08 fyrir vöruúttekt, sbr. reikninginn á rskj. 3, sem vísað er til sem grundvallar fyrir kröfunni af gagnstefnanda og lagður er fram af aðalstefnanda og vísað til um innborganir upp í launagreiðslur. 267 Vill rétturinn taka fram út af framkomnum ummælum aðalstefnda, að engum tölum hefur verið breytt á reikningnum, eins og hann kemur fram. Neðan á og á röndinni á reikningnum eru áritaðar tölur til glöggvunar eða minnis, að því er sýnist, er hafa engin áhrif á sjálfan reikninginn eða niðurstöðu hans, og því er varðar hin framkomnu mótmæli gagnstefnda gegn heildarniðurstöðu reikningsins, rskj. 3, sem of hárri ásamt fleiru, sjá hér að framan, eru þau eigi bundin við neina sérstaka liði reikningsins og of óákveðin, enda og vísað af honum til reikningsins um viðskiptin milli aðilja, — gagnstefnandi hefur og haldið því eindregið fram, að reikn- ingarnir hafi verið sendir gagnstefnda að minnsta kosti á tveggja mánaða fresti og að aldrei hafi fyrr en nú verið hreyft neinum mótmælum af sagnstefnanda hálfu gegn réttmæti þeirra. Telur rétturinn því eigi ástæðu til að taka hin framkomnu mótmæli til greina, heldur beri, eins og að framan segir, gagnstefnda að greiða reikningskröfuna að fullu. Telur rétturinn því, að umrædda kröfu, kr. 6093.08, samkvæmt kröfu gagnstefnanda beri að draga frá kröfu aðalstefnanda í aðalsök, er þá verður kr. 7.222.31. En hins vegar hefur rétturinn eigi séð sér fært að taka til greina kröfu gagnstefnda um, að skuldajafnað verði við gagn- kröfuna, kr. 3618.00, launum, er gagnstefndi telur sig eiga inni hjá gagn- stefnanda fyrir janúarmánuð 1948 og sér hafi verið lofað greiðslu á, en neitað er af gagnstefnanda. Álítur rétturinn, að þurft hefði og að stefna framhaldsstefnu fyrir þessari upphæð, er eigi hefur komið fram í aðalstefnu, til þess að sameina hana málinu hér. Málskostnaður í gagn- sök þykir rétt, að falli niður. Niðurstaða málsins verður því sú samkvæmt framansögðu, að skulda- jafna ber gagnstefnukröfunni, kr. 6093.08, við aðalstefnukröfuna, kr. 13.315.39, og verða þá eftir kr. 7222.39, sem dæma ber aðalstefnda, Helga Benediktsson, til að greiða aðalstefnanda, Brynjólfi Guðlaugssyni, með vöxtum 5% frá 16 marz síðastliðnum til greiðsludags og málskostnað með kr. 700.00, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Því dæmist rétt vera: Aðalstefndi, Helgi Benediktsson, greiði aðalstefnanda, Brynjólfi Guðlaugssyni, kr. 7222.31, með 5% ársvöxtum frá 16. marz síðast- liðnum til greiðsludags og málskostnað með kr. 700.00, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. 268 Fimmtudaginn 31. maí 1951. Nr. 41/1951. Hárus Jóhannesson Í. h. Sörens R. Kampmanns (Lárus Jóhannesson) gegn Strandgötu 84 h/f (Guttormur Erlendsson). Setuðómari Kristján Kristánsson borgarfógeti í stað hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Gengi. Ákvæði 8. gr. laga nr. 22/1950 skýrð. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi, sem hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 10. apríl 1951, krefst þess, að hann verði sýknaður af kröfum stefnda og að honum verði dæmdur málskostnaður úr hendi stefnda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst þess, að héraðsdómurinn verði staðfestur og að áfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi var um margra ára skeið lyfsali í Hafnarfirði, en lét af þeim starfa 1947 og seldi stefnda húseign sína þar og lyfjavörur fyrir ísl. kr. 709.582.83. Stefndi greiddi þegar ísl. kr. 270.000.00. Eftirstöðvarnar, ísl. kr. 439.582.83, voru reikn- aðar til danskrar myntar með þáverandi gengi, en þá jafn- giltu d. kr. 100.00 ísl. kr. 135.57, og gaf stefndi hinn 18. okt- óber 1947 út skuldabréf til handa áfrýjanda fyrir eftirstöðv- unum þannig reiknuðum, d. kr. 324.247.87, sem greiðast skyldu ásamt 6% ársvöxtum með jöfnum afborgunum 11. apríl og 11. október árlega á næstu 15 árum. Greitt skyldi á aðalsetri Privatbankans í Kaupmannahöfn, ef danskur gjald- eyrir fengist hjá Íslenzkum stjórnvöldum, en til þess áttu aðiljar enga heimtingu, sbr. 18. gr. laga nr. 70 5. júní 1947. Að öðrum kosti skyldu afborganir og vextir greiddir inn á reikning áfrýjanda í Landsbanka Íslands og þá vitaskuld í íslenzkum gjaldeyri. Þar sem danskur gjaldeyrir hefur ekki verið fáanlegur, hafa greiðslur farið fram í Íslenzkum gjald- eyri hér á landi. 269 Skuldaskipti aðilja, þau sem nú var lýst, áttu rót sína að rekja til kaupa og sölu íslenzkrar fasteignar og annarrar innanlandssölu verðmæta. Lutu skipti þessi því íslenzkum lögum að öllu leyti. Með lögum nr. 22/1950 var gengi íslenzkrar krónu breytt þannig, að einn Bandaríkjadollar jafngildir 16.2857 íslenzk- um krónum, og skal gengi alls annars erlends gjaldeyris skráð Í samræmi við það. Jafngilda d. kr. 100.00 því nú ísl. kr. 236.30 í stað ísl. kr. 185.57 fyrir gengisfellinguna. Stefndi telur sér ekki skylt að greiða afborganir og vexti af skuld sinni til áfrýjanda fleiri ísl. krónum eftir gengisfellinguna en fyrir hana og ber fyrir sig ákvæði 8. gr. laga nr. 22/1950. Þar sem áfrýjandi vildi ekki sætta sig við annað en að núver- andi gengi dönsku krónunnar yrði lagt til grundvallar við greiðslu afborgana og vaxta, greiddi stefndi með fyrirvara á gjalddaga 11. apríl 1950 ísl. kr. 45.461.07, þar sem reiknað er til íslenzkrar myntar eftir núverandi gengi dönsku krónunn- ar. Síðan höfðaði stefndi mál þetta til endurgreiðslu kr. 19.379.15, og er þar miðað við, að hann greiði afborgun og vexti með jafnmörgum íslenzkum krónum og fyrir gengisfell- inguna. Samkvæmt ummælum á Alþingi er markmið 8. gr. laga nr. 22,/1950 að takmarka skuldir vegna kaupa og sölu verðmæta innanlands fyrir gengisfellinguna við þá fjárhæð í íslenzkum krónum, sem miðað var við, er kaup gerðust, jafnvel þótt skuld hafi verið gerð háð skráðu gengi erlends gjaldeyris. Er þetta í samræmi við þau sjónarmið laganna að afstýra því, svo sem kostur er, að gengisfellingin auki verðbólgu. Skuld stefnda til áfrýjanda stafaði af kaupum og sölu íslenzkrar fasteignar og annarra verðmæta innan lands. Kaupverðið var tiltekið í íslenzkum gjaldeyri og hluti þess þegar greiddur í þeim gjaldeyri. Skuldabréf var gefið út fyrir eftirstöðvunum og þær reiknaðar til dansks gjaldeyris, en afborganir og vextir framvegis greitt í Íslenzkum gjaldeyri, enda ekki ann- ars kostur. Með tilvísun til alls þess, sem nú var rakið, tekur 8. gr. samkvæmt ástæðum sínum og sjónarmiðum til skulda- skipta aðilja, þeirra er í máli þessu greinir. Ákvæðum laga nr, 22/1950 og þá einnig 8. gr. er ætlað að stuðla að því að 270 koma fastri skipun á fjárhagskerfi landsins. Verður ekki talið, að 67. gr. stjórnarskrárinnar reisi skorður við því, að almenni löggjafinn skipi gjaldeyrismálum í sambandi við gengisfellinguna með þeim hætti, sem gert er í 8. gr. nefndra laga. Samkvæmt framanrituðu og að öðru leyti með tilvísun til forsendna héraðsdóms ber að taka til greina kröfu stefnda um endurgreiðslu ísl. kr. 19.379.15 ásamt vöxtum og stað- festa héraðsdóminn. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður í Hæstarétti fellur niður. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 24. marz 1951. Mál þetta, sem dómtekið var 13. þ. m., hefur Sverrir Magnússon lyfsali f. h. Strandgötu 34 h.f., Hafnarfirði, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 11. október f. á. gegn Lárusi Jóhannessyni hæstaréttarlögmanni f. h. Sörens R. Kampmanns apótekara til greiðslu skuldar, að fjárhæð kr. 19.379.15, auk 6% ársvaxta frá 11. apríl f. á. til greiðsludags og máls- kostnaðar eftir mati dómarans. Stefndi hefur krafizt sýknu af kröfum stefnanda og hætfilegs máls- kostnaðar úr hendi hans eftir mati dómarans. Málavextir eru þeir, að samkvæmt afsali, útgefnu 18. okt. 1947, keypti áðurnefnt hlutafélag af Sören R. Kampmann húseignina nr. 34 við Strand- götu í Hafnarfirði með tilheyrandi leigulóðarréttindum og öllu múr- og naglföstu. Var kaupverð eignarinnar ákveðið kr. 601.000.00. Jafnframt keypti stefnandi af stefnda allar lyfjabirgðir og áhöld í apóteki, sem stefndi hafði rekið í húsinu. Fór kaupverð þessara muna eftir upptaln- ingu og reyndist kr. 108.582.83. Nam andvirði húseignarinnar og lausafjár- ins þannig samtals kr. 709.582.83. Við afhendingu greiddi stefnandi kr. 270.000.00 í peningum inn í kaupverðið, en fyrir eftirstöðvunum, kr. 439.582,83, gaf hann út skuldabréf. Upphæð skuldarinnar var þó ekki til- greind í Íslenzkum krónum, heldur var nefnd fjárhæð umreiknuð í danskar krónur eftir þáverandi gengi (d. kr. 100.00 = ísl. kr. 135.57), og var upphæð skuldabréfsins danskar krónur 324.247.87. Skuld þessa skuld- batt stefnandi sig til að greiða stefnda með jöfnum 30 hálfsárs afborgun- um á næstu 15 árum með gjalddögum 11. apríl og 11. október ár hvert, í 271 ð fyrsta sinn 11. apríl 1948. Í vexti af skuldinni, eins og hún yrði á hverjum tíma, skyldi stefnandi greiða 6% á ári frá 11. október 1947 að telja, og áttu vextirnir að greiðast eftirá á sömu gjalddögum og afborganirnar. Greiðslu- staður afborgana og vaxta var ákveðinn á aðalaðsetri Privatbankans í Kaupmannahöfn. Þá segir í skuldabréfinu, að fáist ekki yfirfærsluleyfi á vöxtum og afborgunum skuldabréfsins hjá íslenzkum yfirvöldum, skuli afborganir og vextir lagðir inn á reikning stefnda í Landsbanka Íslands í Reykjavík, og skuldbindur stefnandi sig í bréfinu til að gera allt, sem í hans valdi stendur, til að peningarnir verði færðir yfir. Hinn 11. apríl og 11. október 1948 og 1949 voru greiddir vextir og af- borganir af nefndu bréfi, hvorttveggja umreiknað í íslenzkar krónur á áðurnefndu gengi, og fengust þessir peningar ekki yfirfærðir. Þegar greiða átti vexti og afborgun af bréfinu 11. apríl 1950, þá krafðist stefndi, að fjárhæð afborgunar og vaxta í dönskum krónum yrði Uumreiknuð í íslenzkar krónur með því gengi, sem þá var (d. kr. 100.00 = ísl. kr. 236.30), og taldi, að stefnanda bæri að greiða samtals ísl. kr. 45.461.07. Stefnandi taldi hins vegar, að reikna ætti afborgunina og vextina með því gengi íslenzkrar krónu, sem gilti, þegar áðurgreind kaup gerðust, og næmi fjár- hæð sú, sem honum bæri að greiða þá, aðeins kr. 26.081.92. Hinn 11. apríl 1950 greiddi stefnandi þó umboðsmanni stefnda fjárhæð þá, sem hann krafðist, kr. 45.461.07, en áskildi sér jafnframt rétt til endurheimtu mis- munarins, kr. 19.379.15. Er mál þetta höfðað til endurheimtu þeirrar fjár- hæðar úr hendi stefnda. Stefnandi reisir kröfur sínar í fyrsta lagi á ákvæðum 8. gr. laga um gengisskráningu o. fl. nr. 22 frá 1950. Þá heldur hann því fram, að ákvörð- un skuldarinnar í dönskum krónum sé andstæð ákvæðum laga nr. 70 frá 1947 og reglugerðar nr. 82 frá sama ári, og vísar þessari staðhæfingu til stuðnings sérstaklega til ákvæða 25. gr. reglugerðarinnar. Stefndi hefur mótmælt báðum framangreindum málsástæðum stefn- anda. Heldur hann því fram í fyrsta lagi, að ákvæði 8. gr. laga nr. 22 frá 1950 taki ekki til tilviks þess, sem hér um ræðir, þar sem skuldin sé tiltekin í dönskum krónum og greiðslustaður hennar ákveðinn í Danmörku, en skilyrði til þess, að ákvæðinu verði beitt, sé það, að skuld sé ákveðin í íslenzkum krónum. Þá telur stefndi augljóst af ákvæðum skuldabréfsins, að honum sé óviðkomandi hvert verðhlutfall sé milli danskrar og íslenzkr- ar krónu á hverjum tíma, enda kveður hann, að það hafi verið forsenda fyrir sölu eignanna af sinni hálfu, að stefnandi tæki á sig áhættu af gengis- falli íslenzkrar krónu gagnvart beirri dönsku. Loks telur hann, að umrætt ákvæði brjóti í bág við 67. gr. stjórnskipunarlaga nr. 33 frá 1944. Í öðru lagi telur stefndi, að ekkert sé því til hindrunar í áðurnefndum lögum og reglugerð frá 1947 að ákveða fjárhæð skuldar í dönskum krón- um eða annarri erlendri mynt. Ákvæði 8. gr. laga nr. 22 frá 1950 hljóðar svo: „Nú skuldar lántakandi ákveðna upphæð í íslenzkum krónum vegna kaupa á fasteign eða af öðr- um ástæðum, og skal honum þá þrátt fyrir gengisbreytinguna eigi skylt 272 að greiða skuldina með hærri upphæð en skuldabréf tilskilur, jafnvel þótt þar sé ákveðið, að skuldin sé háð skráðu gengi erlends gjaldeyris.“ Skuld sú, sem mál þetta snýst um, er tilorðin vegna kaupa á fasteign og öðrum Íslenzkum verðmætum. Að vísu er skuldin ákveðin í dönskum krónum og greiðslustaður hennar ákveðinn í Danmörku í skuldabréfi því, sem stefnandi hefur gefið út til handa stefnda fyrir skuldinni, en sam- kvæmt ákvæðum bréfsins fullnægir stefnandi þó greiðsluskyldu sinni með því að greiða afborganir og vexti skuldarinnar í íslenzkum peningum inn á reikning stefnda við Landsbanka Íslands í Reykjavík. Með 1. gr. nefndra laga, er tóku gildi 19. marz 1950, var gildi íslenzkrar krónu breytt þannig, að einn Bandaríkjadollar jafngilti 16.2857 íslenzkum krónum, og skyldi gengi alls annars erlends gjaldeyris skráð í samræmi við það, en opinbert gengi slíks gjaldeyris hafði um langt skeið haldizt óbreytt gagnvart ís- lenzkri krónu. Þegar þessi atriði eru virt, verður að telja, að tilvik það, sem hér um ræðir, sé svo skylt tilvikum þeim, sem ákvæði 8. gr. laga nr. 99 frá 1950 tekur beint til, að það falli undir ákvæðið með lögjöfnun. Umrætt ákvæði 8. gr. laga nr. 22 frá 1950 er almenns eðlis og sett í því skyni að koma í veg fyrir tilteknar afleiðingar ákvörðunar 1. gr. nefndra laga um breytingu gengis íslenzkrar krónu gagnvart erlendum gjaldeyri. Verður því ekki fallizt á það hjá stefnda, að ákvæðið brjóti í bága við GT. gr. stjórnarskrárinnar. samkvæmt framansögðu bar því stefnanda að greiða afborgun þá og vexti af áðurnefndu skuldabréfi, er féll í gjalddaga 11. apríl 1950, í íslenzk- um krónum, miðað við gengi það, sem var á dönskum krónum, er skuldin var stofnuð, eða ísl. kr. 135.57 á móti hverjum d. kr. 100.00. Verður stefndi því dæmdur til að endurgreiða stefnanda hina umstefndu fjárhæð með vöxtum, eins og krafizt hefur verið, þar eð upphafstíma vaxtanna hefur ekki verið andmælt, en eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. fsleifur Árnason, fulltrúi borgardómara, kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Stefndi, Lárus Jóhannesson Í. h. Sörens R. Kampmanns, greiði stefnanda, Sverri Magnússyni f. h. Strandgötu 34 h.f., kr. 19.379.15 með 6% ársvöxtum frá 11. apríl 1950 til greiðsludags innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Málskostnaður fellur niður. 273 Föstudaginn 1. júní 1951. Nr. 30/1951. Jón St. Arnórsson (Sveinbjörn Jónsson) gegn Tollstjóranum í Reykjavík f. h. ríkissjóðs (Hermann Jónsson). Setudómari Einar Arnalds borgardómari í stað hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Söluskattur. Skýring 21. og 22. gr. laga nr. 100/1948. Dómur Hæstaréttar. Benedikt S. Bjarklind, fulltrúi borgarfógeta í Reykjavík, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 13. marz þ. á. Krefst hann þess : Aðallega að hinn áfrýj- aði úrskurður verði felldur úr gildi og synjað verði um fram- kvæmd lögtaks. Til vara krefst hann þess, að lögtak verði að- eins heimilað fyrir kr. 585.40. Svo krefst hann þess og, að stefnda verði dæmt að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði stað- festur og að honum verði dæmdur málskostnaður hér fyrir dómi úr hendi áfrýjanda eftir mati Hæstaréttar. Heildarsala áfrýjanda á innlendum bókum árið 1949 nam kr. 146.350.00. Bækur þessar seldi hann í umsýslusölu fyrir bókaútgefendur, og nam umsýsluþóknun hans 20% af heildar- sölunni, eða kr. 29.270.00. Það er komið fram í málinu, að bókaútgefendunum hefur sjálfum verið gert að greiða eftir b-lið 22. gr. laga nr. 100/1948 3% söluskatt af heildartekjum þeim, er þeir höfðu af sölu bókanna, er samkvæmt framan- sögðu námu 80% af útsöluverði þeirra, eða kr. 117.080.00. Þar sem bækurnar voru seldar í umsýslusölu, eins og áður greinir, hefur aðeins ein sala á þeim farið fram, og þykja lög nr. 100/1948 ekki veita örugga heimild til að líta svo á, að söluskattur af þeim eigi að greiðast tvisvar sinnum, þ. e. bæði af bókaútgefendum og áfrýjanda, að því er varðar fyrrgreind 80% af útsöluverði bókanna. Verður því söluskattur af þess- 18 214 um hluta ekki heimtur úr höndum áfrýjanda. Umsýslulaun áfrýjanda, kr. 29.270.00, eru þóknun, sem telja má, að komi í stað venjulegrar álagningar, og ber áfrýjanda samkvæmt 21. gr. sbr. a-lið 22. gr. laga nr. 100/1948 að greiða söluskatt af þeim. Ber honum þannig að greiða 2% af kr. 29.270.00, eða kr. 585.40, og verður framkvæmd lögtaks heimiluð fyrir þeirri fjárhæð ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður bæði í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Framkvæmd lögtaks er heimiluð fyrir kr. 585.40 ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. Málskostnaður bæði í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 23. febrúar 1951. Með bréfi, dags. 26. jan. s.l, krafðist gerðarbeiðandi í máli þessu, toll- stjórinn í Reykjavík í. h. ríkissjóðs, að lögtak yrði gert hjá gerðarþola, Jóni St. Arnórssyni, Lokastíg 16 hér í bæ, til tryggingar söluskattsreikn- ingum nr. 955/1949, að upphæð kr. 1596.00, og nr. 916/19, að upphæð kr. 9173.00, alls kr. 3769.00, auk dráttarvaxta og kostnaðar. Almennir lögtaks- úrskurðir fyrir hinum umkröfðu sköttum voru uppkveðnir hinn 16. okt. 1949 og hinn 4. maí 1950 og birtir í dagblöðum bæjarins. Málavextir eru þessir: Við framtal til söluskatts fyrir tímabilið 1. jan. til 30. sept. 1949 telur gerðarþoli fram fyrir verzlun sína, Bókaverzlun Þórarins B. Þorlákssonar, smásölu, kr. 24.120.00, auk sölulauna af bókaumboðssölu, kr. 11.140.00, en 80% af söluverði umboðssölubókanna telur hann undanþegið söluskatti, og verði ekki skattur greiddur af þeirri upphæð, nema úrskurður dómstóla komi til. Skýrslu þessa tók skattstofan ekki til greina og bætti við sölu- skattsskylda veltu gerðarþola áðurnefndum 80% og gerði gerðarþola þannig að greiða 2% söluskatt af kr. 79.820.00, eða kr. 1.596.00. Fyrir tímabilið 1. okt. til 31. des. 1949 taldi gerðarþoli fram smásölu kr. 18.044.00 auk sölu- launa af bókaumboðssölu, kr. 18.130.00. Þá skýrslu tók skattstofan heldur ekki til greina og reiknaði gerðarþola enn söluskatt af heildarandvirði seldra bóka auk uppgefinnar smásölu, eða 2% af kr. 108.694.00, kr. 2.173.00. Við þessar álagningar vildi gerðarþoli ekki sætta sig og óskaði úrskurðar fógetaréttar um málið. Málið var tekið fyrir hinn 29. jan. s.l. og hefur síðan verið sótt og varið AMLGAlU hér fyrir réttinum og var tekið til úrskurðar hinn 16. þ. m. 275 Er málið var tekið til flutnings, lýsti umboðsmaður gerðarbeiðanda því yfir, að hann lækkaði lögtakskröfuna sem hér segir: Fyrir tímabilið 1/1— 30/9 úr kr. 1.596.00 í kr. 1.114.00 og fyrir tímabilið 1/10—-31/12 úr kr. 2.173.00 í kr. 1.813.00, eða úr kr. 3.769.00 í kr. 2.927.00 alls. Lækkun Þessa byggir hann á því, að umboðsmaður gerðarþola lýsti því yfir í réttinum, að gerðarþoli sé reiðubúinn að greiða 2% söluskatt af smásölu sinni, kr. 24.120.00, sbr. rskj. nr. 4, og kr. 18.044.00, sbr. rskj. nr. 5. Umboðsmaður gerðarbeiðanda gerir þær réttarkröfur, að lögtak verði leyft fyrir hinum umkrafða söluskatti, kr. 2.927.00, og enn fremur dráttar- vöxtum '£% pr. mán. af kr. 1.114.00, frá 1. des. 1949 að telja til greiðslu- dags, og af kr. 1.813.00, frá 1. marz 1950 að telja til greiðsludags. Loks krefst hann þess, að umbjóðanda sínum verði úrskurðaður málskostnaður að mati réttarins og með tilliti til þess, að hér sé um prófmál að ræða, sem fjölmenn samtök bóksala standi að. Umboðsmaður gerðarþola gerir þær réttarkröfur aðallega, að synjað verði um hið umbeðna lögtak, en til vara, að lögtak verði aðeins leyft fyrir kr. 585.40, þ. e. 2% af umboðslaunum einum. Þá krefst hann og máls- kostnaðar til handa umbjóðanda sínum að mati réttarins með tilliti til þess, að um prófmál sé að ræða. Til stuðnings kröfu sinni heldur umboðsmaður gerðarbeiðanda því fram, að sala á bókum frá félögum í Bóksalafélagi Íslands sé jafn gjaldskyld sam- kvæmt lögum nr. 100/1948 eins og sala á öðrum bókum, t. d. innfluttum bókum, sem seldar eru út úr bókaverzlunum, og að gjaldskyldan eigi að miðast við heildarandvirði bóka. Augljóst sé af lögum nr. 100/1948, að ekki sé öll umboðssala undanþegin söluskatti, þannig nái undanþágan ekki til þóknunar, sem telja megi, að komi í stað venjulegrar álagningar, sbr. 21. gr. laganna, og að þannig sé ástatt um sölulaun bóksala. Þá bendir hann á, að umboðssala hafi ótvírætt verið skattskyld samkvæmt lögum nr. 128/1947 og að ef athugaðar eru breytingar þær, sem gerðar eru með lögum nr. 21/1948 og núgildandi lögum nr. 100/1948, sé augljóst, að til- gangurinn með þeim sé fyrst og fremst sá að komast hjá erfiðleikunum við að ná til skattlagningar á umboðslaunum innfluttra vara, en ekki að undanþiggja söluskatti annars konar umboðslaun, eða eins og orðað sé í 21. gr. laga nr. 100/1948, að undanþágan taki aðeins til venjubundinna umboðslauna, en ekki til neinnar þóknunar, sem telja má, að komi í stað venjulegrar álagningar, og sé þetta ljóst af yfirlýsingu skattstjórans í Reykjavík, rskj. nr. 6. Þá heldur hann því fram, að í lögum nr. 100/1948 séu engin ákvæði, er útiloki tvísköttun vöru og jafnvel þrísköttun, og bendir á dæmi um það. Séu því bóksalar jafnt söluskattskyldir af sölu bóka, þótt útgefendur bókanna greiði einnig af þeim söluskatt. Í því sam- bandi skipti máli fyrst og fremst það viðskiptasamband, sem skapast milli kaupanda bókarinnar, sem endanlega greiði söluskattinn, en ekki sam- bandið milli bókaútgefandans og bóksalans. Loks heldur hann því fram, að samkvæmt 2. mgr. 22. gr. laga nr. 100/1948 eigi skatturinn að miðast við heildarandvirði vöru og hljóti því skatturinn að miðast við útsöluverð bókarinnar úr bókabúðinni og sé því fráleitt, að skattskyld séu aðeins 276 þau umboðslaun ein, er bóksali fái frá útgefanda, enda engin heimild til í lögunum um að reikna söluskatt af öðru en heildarandvirði vöru. Umboðsmaður gerðarþola staðhæfir, að engin bók sé seld í verzlun gerðarþola nema Í umboðssölu. Jafnframt heldur hann því fram, að um- boðssala eins og sú, er bóksalar hafa með höndum fyrir bókaútgefendur, sé venjubundin umboðssala og sé hún beint undanþegin söluskatti sam- kvæmt 21. gr. laga nr. 100/1948, en sú grein eigi við upptalninguna í 41. gr. laga nr. 128/1947, en þar sé talað um, að söluskatt skuli greiða af „heildartekjum prentsmiðja og bókaútgefenda“, en bóksala sé hins vegar ekki nefnd þar. Sé af því ljóst, að það séu útgefendurnir, en ekki bóksal- arnir, sem eigi að greiða söluskattinn. Bækur þær, er bóksalar hafi til sölu, séu ekki þeirra eign og verði það aldrei, þær séu aðeins seldar fyrir útgefendur og það, sem ekki seljist, taki útgefendur til baka. Starf bók- sala sé því í raun og veru aðeins vinna, er þeir inni af hendi fyrir útgef- endur og eigendur bókanna og fái sín laun fyrir, eins og afgreiðslumenn í búð, en vinnulaun séu ekki söluskattsskyld, og ekki komi þau heldur í stað álagningar, því að bað sé eigandi vörunnar sjálfur, sem leggi á hana, en ekki afgreiðslumaðurinn. Fyrirvari 21. gr. laga nr. 100/1948, um að undanþágan nái ekki til þóknunar, sem ætla megi, að kæmi í stað álagn- ingar, komi því ekki til greina hér. Þá heldur hann því fram, að sala á bókunum fari fram aðeins einu sinni, þ. e. frá útgefanda til kaupanda, fyrir milligöngu bóksalans, og að þar sem útgefandinn greiði söluskatt af bókunum, komi ekki til mála, að bóksölum beri einnig að greiða af þeim söluskatt, því að tvísköttun sé því aðeins heimil, að tvær sölur fari fram. Bendir hann í þessu sambandi á 8. gr. laga Bóksalafélags Íslands og að samkvæmt henni sé það útgefandinn, sem ákveður verð bókar, þ. e. leggur á vöruna og greiðir af henni söluskatt. Ef hins vegar bóksalar greiddu einnig af henni söluskatt, þá yrði greiddur söluskattur af 180% af verði bókarinnar, en, eins og áður sé haldið fram, sé slík álagning ekki leyfileg, þar sem aðeins sé um eina sölu að ræða. Ef hins vegar beri að greiða söluskatt af umboðslaununum, þá beri útgefandanum að greiða þann skatt, en ekki bóksalanum, er aðeins starfi í hans þjónustu. Yfirlýsingu skattstjóra, rskj. nr. 6, mótmælir umboðsmaður gerðarþola með þeim rökum, að lög verði að skýra, eins og þau liggi fyrir, án tillits til þess, sem einhver kann að segja síðar, þótt verið hafi sá hinn sami við samningu laganna. Úrslit máls þessa þykja að áliti réttarins velta á því, hvort bóksala sú, er umdeildur skattur er á lagður, sé „umboðssala“, er undanþegin sé sölu- skatti samkvæmt lögum nr. 100/1948, því að ljóst er af 21. gr. laganna, að eigi er Öll „umboðssala“ undanþegin söluskatti, sbr. orðalagið: „Um- boðssala er einnig undanþegin söluskatti, og tekur sú undanþága aðeins til venjubundinna umboðslauna, en ekki til neinnar þóknunar, sem telja má, að komi í stað venjulegrar álagningar“. Nú er svo háttað um atvinnu gerðarþola, að hann rekur bókabúð, og eru að sjálfsögðu bækur aðal- verzlunarvara búðarinnar, eins og annarra bókabúða yfirleitt, og það fyrst og fremst bækur íslenzkra bókaútgefenda, þótt slíkar búðir selji 271 einnig að jafnaði eitthvað af innfluttum bókum svo og ritföngum og öðrum skyldum vörum. Af rskj. nr. 4 og 5 er ljóst, að sala verzlunarinnar á bókum íslenzkra útgefenda er á árinu 1949 langsamlega mestur hlut- inn af heildarumsetningu verzlunarinnar, eða rösklega kr. 164.000.00, á móti rúmlega kr. 42.000.00 af annarri sölu („smásölu“). Er af því ljóst, að afkoma verzlunarinnar byggist fyrst og fremst á sölu innlendra bóka, enda mun ekki efamál, að slíkar verzlanir eru aðallega stofnsettar og starfræktar með það fyrir augum að hafa allan aðalhagnað sinn af því að selja innlendar bækur. Rétturinn telur því, að eðlilegt sé að líta svo á, að sölulaun þau, er bóksali fær frá félögum í Bóksalafélagi Íslands eða öðrum íslenzkum bókaútgefendum fyrir sölu bóka þeirra, komi í stað venjulegrar álagningar. Af því leiðir, að sölulaun þessi eru söluskatts- skyld, sbr. 21. gr. laga nr. 100/1948. Þessi niðurstaða fær og að áliti réttarins fullan stuðning við samanburð á núgildandi söluskattsákvæðum og eldri söluskattsákvæðum. Samkvæmt 41. sbr. 42. gr. laga nr. 128/1947 var umboðssala ótvírætt söluskattsskyld. Með bráðabirgðalögum nr. 21/1948 var ákvæðum þessum breytt, og er gerð sú grein fyrir því, að ákvæðin séu lítt framkvæmanleg, að því er varðar söluskatt af umboðssölu, og hafi auk bess kostnað og óþægindi í för með sér. Var aðalbreytingin í því fólgin, að greiða skuli 2% söluskatt af toll- verði að viðbættum aöðflutningsgjöldum og áætlaðri álagningu 10% allra innfluttra vara. Síðar er svo ákvæði þetta tekið upp í 21. gr. laga nr. 100/1948 með þeirri breytingu, að nú skal söluskatturinn vera 6%. Heild- sala og umboðssala eru svo í sömu grein undanþegnar söluskatti með áður tilvitnuðum takmörkunum þó. Eðlileg skýring á breytingum þessum virðist vera sú, að með þeim sé verið að sneiða hjá þeim erfiðleikum, sem á því voru að ná til skattlagningar á erlendum umboðslaunum, en hins vegar sé ekki verið að undanbiggja innlend umboðslaun, enda virðist ekki vera verulegum erfiðleikum háð að ná til skattlagningar þeirra. Til þessa skilnings virðist og benda það orðalag, að undanþágan nái „ekki til neinnar þóknunar, sem telja má, að komi í stað venjulegrar álagn- ingar.“ Skýring þessi hefur einnig fullan stuðning í yfirlýsingu skattstjór- ans í Reykjavík, rskj. nr. 6, sem ekki verður að áliti réttarins að fullu gengið fram hjá, þar sem hlut á að máli opinber embættismaður, sem tekið hefur þátt í samningu beggja nefndra laga. Með tiliti til þess, er rakið hefur verið hér að framan, getur rétturinn ekki fallizt á þá varnarástæðu umboðsmanns gerðarþola, að margnefnd umboðssala sé undanþegin söluskatti, og verður aðalkrafa hans því ekki tekin til greina. Er þá að líta á varakröfu hans, að söluskatt skuli aðeins reikna af umboðslaunum, en ekki af heildarandvirði seldra bóka. Í 2. mgr. 22. gr. laga nr. 100/1948 segir: „Skatturinn miðast við heildarandvirði vöru —“. Telur rétturinn, að það verði ekki öðruvísi skilið en að með því sé átt við brúttó útsöluverð vöru, og enga heimild er annars staðar að finna í lögum til þess að reikna söluskattinn öðruvísi. Fullan stuðning hefur og sá skiln- ingur í 1. mgr. 21. gr. sömu laga, þar sem söluskattur er lagður á tollverð 278 að viðbættum aðflutningsgjöldum og áætlaðri álagningu, en það ákvæði er beint sett til þess að ná til skattlagningar erlendra umboðslauna. Vara- krafa gerðarþola verður því heldur ekki tekin til greina. Rétt er að geta þess, að enginn ágreiningur hefur komið fram um það, að söluskatturinn sé rétt reiknaður með 2%, ef hann ber að greiða að einhverju eða öllu leyti samkvæmt niðurstöðu réttarins. Niðurstaða réttarins verður sú, að hið umbeðna lögtak skal fram fara. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Því úrskurðast: Hið umbeðna lögtak skal fram fara. Málskostnaður fellur niður. Laugardaginn 2. júní 1951. Kærumálið nr. 12/1951. Sigurður Waage gegn Félagsbúi Gísla Halldórssonar og Sigríðar Einarsdóttur. Setuðómari hrl. Theódór B. Líndal í stað hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Málskostnaður. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 17. maí þ. á., sem hingað barzt 19. s. m., hefur sóknaraðili samkvæmt 8. tl. 198. gr. laga nr. 85/1936 skotið til Hæstaréttar málskostnaðarákvæði í úrskurði skiptaréttar Reykjavíkur 15. maí þ. á. í máli sóknaraðilja gegn varnar- aðilja, þar sem málskostnaður var látinn niður falla. Krefst sóknaraðili þess, að ákvæði þetta verði fellt úr gildi og varnar- aðilja dæmt að greiða honum hæfilegan málskostnað fyrir skiptarétti í nefndu máli svo og kærumálskostnað eftir mati Hæstaréttar. Hæstarétti hefur borizt greinargerð af hálfu Sigríðar Ein- arsdóttur. Krefst hún staðfestingar hins kærða úrskurðar og 279 kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðilja eftir mati dómsins. Eftir málavöxtum ber að fallast á úrlausn skiptaréttarins um málskostnað í framangreindu máli, og verður ákvæði úr- skurðarins því staðfest. Samkvæmt þessum úrslitum greiði sóknaraðili varnaraðilja 250 krónur í kærumálskostnað. Dómsorð: Málskostnaðarákvæði skiptaréttar Reykjavíkur í mál- inu Sigurður Waage gegn félagsbúi Gísla Halldórssonar og Sigríðar Einarsdóttur á að vera óraskað. Sóknaraðili, Sigurður Waage, greiði varnaraðilja, Sig- ríði Einarsdóttur, 250 krónur í kærumálskostnað að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður skiptaréttar Reykjavíkur 15. maí 1951. Með beiðni, dags. 28. sept. 1950, krafðist Magnús Thorlacius hrl. f. h. Sigríðar Einarsdóttur, Bólstaðarhlíð 3 hér í bænum, opinberra skipta á félagsbúi hennar og Gísla Halldórssonar vélaverkfræðings hér í bæ í sambandi við hjónaskilnað beirra, og hófust skipti þessi með uppskrift á búinu, sem byrjaði 9. október f. á. Innköllun til skuldheimtumanna var ekki gefin út, en hins Vegar af- henti Gísli Halldórsson skrá yfir skuldir hússins, miðað við 1. des. 1950. Siðan afhenti hann aðra skrá, dags. 22. des. sama ár, sem skyldi koma í stað hinnar fyrri. Loks afhendir hann skiptaréttinum þriðju skuldaskrána, sem var dags. 15. marz 1951, og kvað hana koma í stað beirrar, er fyrir var. Á öllum þessum skuldaskrám er tilgreind víxilskuld við S. W., að fjárhæð kr. 20.000.00. Skuld þessa vildi Sigríður Einarsdóttir ekki viður- kenna og krafðist þess, að Gísli Halldórsson gerði grein fyrir því, hver væri skuldareigandi. Þann 17. f. m. voru færðar til bókar í skiptabók bær skuldir, sem Gísli Halldórsson telur, að greiða eigi úr félagsbúinu, og er þar á meðal talin víxilskuld við S. W., kr. 20.000.00. Í því réttarhaldi mætir lögfræðingur og sýnir í réttinum skuldaviðurkenningu Gísla Halldórssonar, þá er lögð hefur verið fram í máli þessu sem réttarskj. nr. 1., en í henni viðurkennir Gísli Halldórsson að vera skuldugur handhafa um kr. 20.000.00. Eigi kvaðst lögfræðingurinn geta skýrt frá því, hver væri eigandi Þessarar skuldar, en krafðist greiðslu úr félagsbúinu, að fjárhæð kr. 20.000.00 með 6% ársvöxtum frá 1. júlí 1949 til greiðsludags og innheimtulaunum samkvæmt taxta M. F. Í. Af hálfu Gísla Halldórssonar var mættur í rétt- inum Gústaf ÁA. Sveinsson hrl. og lýsir því yfir, að þetta muni vera sama skuldin og getið sé í skuldaskrá Gísla, víxilskuld S. W., og kvaðst hann því 280 fyrir sitt leyti samþykkja hana. Magnús Thorlacius hrl., sem mættur var af hálfu Sigríðar Einarsdóttur, mótmælti þessari skuld sem rangri og skjalinu sem tilbúningi og skoraði á skuldareiganda að koma fyrir dóm og gefa skýrslu. Þar sem ekki varð samkomulag um að greiða skuld þessa, var ákveðið að taka skuldakröfu þessa fyrir í sérstöku máli, og var réttar- dagur í málinu ákveðinn 25. f. m. Þann dag mætir síðan í málinu Einar Ásmundsson hrl. og leggur fram umrædda skuldaviðurkenningu og grein- argerð, þar sem hann lýsir því, að Sigurður Waage, forstjóri í Sanitas, sé skuldareigandinn, og gerir hann jafnframt kröfu til greiðslu á fjárhæðinni, kr. 20.000.00, auk 6% vaxta frá 1. júlí 1949 til greiðsludags og málskostn- aðar að skaðlausu. Jafnframt mætti í réttinum Sigurður Waage og lýsti yfir því, að hann ætti kröfu þessa, og hefði hann lánað Gísla Halldórssyni fé þetta 1. júlí 1949. Varnaraðiljar fengu 3 daga frest í máli þessu til að koma með greinargerð. Þann 28. f. m. var mál þetta því næst tekið fyrir aftur, og skiluðu varnaraðiljar þá greinargerð í því. Af hálfu varnaraðilja Gísla Halldórssonar er því haldið fram, að samið hafi verið um vexti af skuldinni og beri því að greiða þá auk höfuðstólsins. Hins vegar neitar hann því, að sér beri að greiða málskostnað, þar sem hann hafi jafnan talið kröfuna rétta, og krafðist þess, að hún yrði greidd af félagsbúinu, og krefst hann þess, ef félagsbúinu verði gert að greiða málskostnað, að Sigríður Einarsdóttir verði úrskurðuð til að greiða hann og hann dreginn frá búshelmingi hennar við endanlega úthlutun úr búinu. Af hálfu varnar- aðilja Sigríðar Einarsdóttur er þess krafizt aðallega, að kröfu sóknaraðilja um vöxtu og málskostnað verði hrundið, en til vara, að kröfur þessar falli í hluta Gísla Halldórssonar eins. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi sóknaraðilja, hvernig sem málið fer. Eftir að aðiljar höfðu flutt mál þetta munnlega fyrir skiptaréttinum, var það tekið undir úrskurð þann 7. þ.m. Í máli þessu er enginn ágreiningur um það, að búinu beri að greiða aðal- fjárhæðina, kr. 20.000.00, en aftur á móti er ágreiningur um það, hvort búinu beri að greiða vexti af kröfu þessari svo og málskostnað. Sóknaraðili byggir kröfu sína um vexti á því, að samið hafi verið um vexti af láni þessu frá þeim degi, er lánið var veitt, og beri samkvæmt því að greiða vexti af fjárhæðinni frá 1. júlí 1949 til greiðsludags. Þá telur hann, að málskostnað beri að greiða, þar sem leita hafi þurft dómstól- anna til að knýja fram greiðslu. Eins og áður er fram komið, viðurkennir varnaraðili Gísli Halldórsson, að samið hafi verið um vexti af skuld þessari, og felst því á þá kröfu sóknaraðilja, en hins vegar neitar hann greiðslu málskostnaðar úr hendi sér, þar sem hann hafi ætíð verið fús að sam- þykkja, að greiðsla færi fram. Varnaraðili Sigríður Einarsdóttir byggir mótmæli sín á greiðslu máls- kostnaðar á því, að sóknaraðili hafi ekki sjálfur lýst kröfu þessari í búið né krafið búið um greiðslu, áður en hann leitaði aðstoðar lögfræðings. Hefði hann gefið sig fram og látið í té skilríki fyrir kröfu sinni, hefði hún verið greiðd samstundis, og sé þessi málarekstur því þarflaus. Þá kveður hún, þar sem vextir eru ekki áskildir í skuldaviðurkenningunni sjálfri, 281 að hér sé um handhafaskuld að ræða, sem hún hafi verið reiðubúin að samþykkja greiðslu á, þegar gerð hafi verið full grein fyrir henni, geti skuldareigandi ekki krafizt vaxta. Eins og fram er komið í máli þessu, var engin innköllun til skuld- heimtumanna gefin út í félagsbúi þessu, enda afhenti Gísli Halldórsson á skiptafundi í búinu 2. des. f. á., skrá yfir þær skuldir, sem hann taldi, að hvíldu á búinu, og þar á meðal var tilgreind víxilskuld við S. W., kr. 20.000.00. Skuld þessari ásamt fleiri skuldum á skránni var mótmælt af Sigríði Einarsdóttur, og skyldi því skiptaráðandi samkvæmt 65. gr. skipta- laganna úrskurða það, hvort krafa þessi yrði tekin til greina. Engin skil- ríki komu fram fyrir skuld þessari fyrr en í réttarhaldi 17. f. m. og með yfirlýsingu Sigurðar Waage forstjóra í réttarhaldi 25. s. m., bar sem hann lýsir yfir því, að hann sé eigandi hennar. Að þessum upplýsingum framkomnum, var krafan viðurkennd af báðum aðiljum, og ber því að taka hana til greina hér. Í hinni framlögðu skuldaviðurkenningu eru eigi áskildir vextir af höfuð- stól skuldarinnar, og þar sem hér er um handhafaskuld að ræða og ekki sannað gegn mótmælum Sigríðar Einarsdóttur, að samið hafi verið um greiðslu vaxta eða krafa um greiðslu komið fram fyrr en hér í réttinum, verður vaxtakrafan ekki tekin til greina. Þá verður heldur ekki tekin til greina krafa sóknaraðilja um málskostnað á hendur búinu, þar sem telja verður, að sá kostnaður sé tilkominn án nægilegs tilefnis. Samkvæmt framangreindu verður 20.000.00 króna krafa Sigurðar Waage á hendur félagsbúi Gísla Halldórssonar og Sigríðar Einarsdóttur tekin til greina án vaxta- og málskostnaðar. Eftir atvikum þykir rétt, að allar aðrar málskostnaðarkröfur falli niður. Því úrskurðast: Tekin skal til greina 20.000.00 krafa Sigurðar Waage á hendur félagsbúi Gísla Halldórssonar og Sigríðar Einarsdóttur án vaxta- og málskostnaðar. Málskostnaður falli niður. 282 Mánudaginn 4. júní 1951. Nr. 112/1950. Ólína Steindórsdóttir (Ólafur Þorgrímsson) gegn Kristínu Ingvarsdóttur (Magnús Thorlacius). Setuðómari hrl. Theódór B, Líndal í stað hrd. Jónatans Hallvarðssonar. Kaupmáli milli hjóna talinn gildur. Ágreiningur dómenda. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 9. sept. f. á. og gerir þessar dómkröfur: Aðallega að kaupmáli sá, sem hjónin Steindór heitinn Þorsteinsson og Kristín Ingvarsdóttir gerðu hinn 23. des. 1948, verði dæmdur ógildur, en til vara, að kaupmálinn verði dæmdur ógildur, að því er tekur til húseignarinnar nr. 10 við Egilsgötu í Reykja- vík, Þá krefst áfrýjandi og þess, að stefnda verði dæmt að greiða henni málskostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur og að áfrýjanda verði dæmt að greiða henni málskostn- að fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Þau Steindór heitinn Þorsteinsson og Kristín gengu í hjóna- band 1942. Allmörgum árum áður en Steindór heitinn eigin- kvæntist, eignaðist hann dóttur sína Ólínu, sem er áfrýjandi máls þessa. Þau Steindór heitinn og Kristín eru talin hafa átt börn, sem eru önduð. Hinn 1. júlí 1948 lagðist Steindór heitinn á Landsspítalann til læknisaðgerðar vegna innanmeins. Meinið var kannað þar með uppskurði. Niðurstaða lækna varð sú, að Steindór gengi með ólæknandi krabbamein í maga og að frekari skurðaðgerð myndi ekki bera árangur. Læknar leyndu Steindór þá og síðar vitneskju um eðli meinsins. Lá hann á spítalanum frá 1. til 21. júlí 1948. Er svo að sjá sem hann hafi hresstst nokkuð. Hann komst á fætur, fór heim til sín og hafði fótavist, að því er virðist, fram til mánaða- mótanna janúar og febrúar 1949. Hinn 26. febrúar var hann fluttur á Landsspítalann og lá þar, unz hann andaðist hinn 10. marz 1949. 283 Hinn 23. desember 1948 gerðu þau hjónin Steindór heitinn Þorsteinsson og Kristín Ingvarsdóttir kaupmála. Með honum var húseignin nr. 10 við Egilsgötu, sem er kr. 29.000.00 að faásteignamati, gerð að séreign konunnar, en hún tók að sér að greiða veðskuldir þær, kr. 11.157.77, sem á húseigninni hvíldu. Þá var og gert að séreign konunnar tilgreind bifreið, sem metin var á kr. 10.000.00, verðbréf, að fjárhæð kr. 30.000.00, svo og allir innanstokksmunir og búsáhöld, sem þau hjónin áttu og metin voru á kr. 8.000.00. Kaupmálinn var skrásettur í kaupmálabók daginn eftir, hinn 24. desember 1948. Í 30. gr. laga nr. 20/1923 er svo mælt, að hjónum sé heim- ilt að gefa hvort öðru gjafir, enda sé um þær gerður kaup- máli. Samkvæmt 38. gr. laganna er kaupmáli gildur, er hann hefur verið skráður í kaupmálabók. Í 38. gr. laganna eru reglur, er tryggja rétt lánardrottna gefandans, en á rétt erf- ingja minnast lögin ekki í þessu sambandi. Samkvæmt gögn- um málsins gerði Steindór heitinn Þorsteinsson kaupmálann fullveðja, með réttri rænu og vitandi vits um gildi hans. Kaup- málinn var gerður, meira en mánuði áður en Steindór lagðist banaleguna og meira en tveimur mánuðum áður en hann and- aðist. Kaupmálinn hafði að geyma afdráttarlaust og sam- stundis framkvæmt eignaafsal til konunnar og var þegar al- gerlega bindandi fyrir Steindór heitinn í skiptum hans við konu sína, hvernig svo sem ráðizt hefði um hjúskap þeirra. Í 25. gr. erfðatilskipunar frá 25. sept. 1850, sbr. 32. gr. nú- gildandi erfðalaga nr. 42/1949, segir, að reglurnar um erfða- skrár skuli einnig gilda um þess konar gjafabréf, „sem ekki er ætlazt til, að gildi fyrr en að gjafaranum dauðum,“ þó með þeim breytingum, sem leiða af því, að gjafabréfið er nokkurs konar samningur. Þetta ákvæði tekur hvorki eftir orðum sínum né ástæðum til kaupmála Steindórs heitins Þorsteins- sonar og konu hans, sem tók gildi, er hann var skráður í kaup- málabókina samkvæmt 38. gr. laga nr. 20/1923. Kaupmálinn var þannig gildur samkvæmt 30. gr. síðastnefndra laga og þeirri almennu reglu íslenzks réttar, að fullveðja mönnum er rétt og heimilt að ráðstafa í lifanda lífi, þannig að bindandi sé, eigum sínum, sem engin sérstök bönd hvíla á, og það getur ekki, eins og á stóð, ráðið úrslitum í málinu, hvaða 284 hugmyndir Steindór heitinn kann að hafa haft um innanmein sitt, en um það er ekki fyrir hendi vitneskja. Það brestur al- gerlega réttarheimild til að ónýta þá ráðstöfun, sem Steindór heitinn gerði á eignum sínum með kaupmálanum hinn 23. og 24. desember 1948, og verða kröfur áfrýjanda í málinu því ekki teknar til greina. Ber að staðfesta dómsorð héraðsdóms- ins. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Dómsorð: Héraðsdómurinn á að vera óraskaður. Málskostnaður í Hæstarétti fellur niður. Sératkvæði Jóns Ásbjörnssonar hrd. og Þórðar Eyjólfssonar hrd. Steindór Þorsteinsson, eiginmaður stefndu, lagðist á Lands- spítalann hinn 1. júlí 1948 og var skorinn upp hinn 9. s. m. vegna krabbameins í maga. Leiddi uppskurðurinn ekki til neinnar lækningar, þar sem ekki var unnt að nema burt meinið. Steindór fór aftur af Landsspítalanum heim til sín hinn 21. júlí 1948 og virðist hafa haft fótavist fram yfir næstu áramót, en verið frá verki að mestu eða öllu leyti. Ein- hverntíma í janúar, að því er virðist, lagðist hann aftur í rúmið, og hinn 17. janúar sótti heimilislæknir hans, dr. Jó- hannes Björnsson, um sjúkrahúsvist á Landsspítalanum fyrir hann af nýju. Í umsókninni kveður læknirinn Steindór tæp- lega munu eiga eftir nema 1—2 vikur ólifað. Það dróst þó, að Steindór færi á spítalann, þangað til 26. febrúar, og þar andaðist hann 10. marz 1949. Var banamein hans samkvæmt skýrslu heimilislæknis hans krabbamein og afleiðingar þess. Þau Steindór Þorsteinsson og stefnda gengu að eigast . árið 1942. Þau áttu ekki börn á lífi saman, en áfrýjandi er dóttir Steindórs, fædd áður en hann kvæntist stefndu, og er ágreiningslaust í málinu, að hún hafi erfðarétt eftir hann. Steindór og stefnda höfðu haft með sér algert félagsbú, þar til þau hinn 28. des. 1948 gerðu sín á milli kaupmála þann, sem mál þetta er risið af. Með kaupmálanum er gerð að sér- eign stefndu húseignin Egilsgata 10, innanstokksmunir allir 285 og búsáhöld, bifreið og verðbréf, að fjárhæð kr. 30.000.00. Voru þetta allar eigur hjónanna að undanskilinni rúmlega 26.000.00 króna innstæðu í banka. Eignir þær, sem þannig voru gerðar að séreign stefndu, hafði hún ekki komið með í búið né þær með öðrum hætti orðið hjúskapareign hennar, eftir því sem lýst var í málflutningnum. Samtímis framangreindum kaupmála gerðu hjónin sam- eiginlega og gagnkvæma arfleiðsluskrá, dags. 23. des. 1948. Samkvæmt henni skyldi Steindór erfa allar eftirlátnar eignir stefndu, ef hún andaðist fyrr, en stefnda, ef hún lifði lengur, erfa Í af eftirlátnum eignum Steindórs auk lögarfs. Eins og að framan greinir, hafði það komið í ljós, 5—6 mánuðum áður en kaupmálinn var gerður, að Steindór var haldinn ólæknandi krabbameini. Ljóst er, að eftir það hefur sjúkdómur hans verið að ágerast, enda sýnir fyrrgreind um- sókn heimilislæknis hans frá 17. janúar 1949, hversu langt hann hefur þá verið leiddur. Verður ekki ætlað, að hann hafi gengið dulinn þessa ástands síns, þó að læknar kveðist ekki hafa skýrt honum frá því berum orðum, Þegar hér við bætist, að engin sennileg skýring hefur komið fram á því, að næstum allar eignir hjónanna eru gerðar að séreign stefndu, önnur en sú, að Steindór hafi með gerningi þessum ætlað að tryggja henni allan arf eftir sig að heita mátti, þá verður að telja, að hér hafi verið um dánarráðstöfun að ræða, sem falli undir ákvæði 25. gr. erfðatilsk. frá 25. sept. 1850, er þá var í gildi, sbr. nú 32. gr. laga nr. 42/1949. Þar sem áfrýjandi er skyldu- erfingi Steindórs Þorsteinssonar, verður að meta ráðstöfun þessa ógilda gagnvart henni og taka til greina kröfu um riftun kaupmálans. Eftir þessum úrslitum telst rétt, að stefndi greiði áfrýj- anda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 3000.00. Samkvæmt framanrituðu teljum við, að dómsorð eigi að hljóða svo: Framangreindur kaupmáli hjónanna Steindórs Þorsteins- sonar og stefndu, Kristínar Ingvarsdóttur, dags. 23. des. 1948, á að vera ógildur gagnvart áfrýjanda, Ólínu Steindórsdóttur, 286 að því er varðar tilkall hennar til arfs eftir föður sinn, Stein- dór Þorsteinsson. Stefndi greiði áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 3000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 8. júlí 1950. Mál þetta, sem dómtekið var 28. f. m., hefur Ólína Steindórsdóttir, Grettisgötu 31 A hér í bæ, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 20. september 1949, gegn Kristínu Ingvarsdóttur, Egilsgötu 10 hér í bæn- um. Hefur stefnandi gert þær kröfur aðallega, að kaupmála stefnda og eigin- manns hennar, Steindórs Þorsteinssonar, sem nú er látinn, verði rift, en til vara krefst hún, að kaupmálanum verði rift, að því er varðar ákvæði hans um húseignina nr. 10 við Egilsgötu hér í bæ. Í báðum tilvikum krefst hún málskostnaðar að skaðlausu. Stefndi hefur krafizt sýknu og málskostnaðar að mati dómara. Hinn 10. marz 1949 lézt í Landsspítalanum hér í bænum Steindór bygg- ingameistari Þorsteinsson. Banamein hans var krabbamein í maga og afleiðingar þess. Hafði hann verið skorinn upp vegna sjúkdóms þessa í Landsspítalanum í júlímánuði 1948. Við uppskurðinn kom í ljós, að tilraun til lækningar með skurðaðgerð mundi þýðingarlaus. Fór því engin slík aðgerð fram. Síðari hluta júlímánaðar kom Steindór heitinn aftur heim af sjúkrahúsinu. Virðist hann hafa haft fótavist fram til mánaðamóta janúar og febrúar 1949, er hann lagðist banaleguna. Hinn 26. febrúar 1949 var hann fluttur í Landsspítalann af nýju, og þar andaðist hann, sem áður greinir, 10. næsta mánaðar. Uppskrift skiptaréttar á dánarbúi Steindórs heitins hófst 12. maí 1949. Erfingjar hans að lögum eru ekkja, stefndi í máli þessu, og dóttir, sem ekki er af hjónabandi þeirra, stefnandi málsins. Við uppskriftina var af hálfu stefnda lagður fram kaupmáli hennar og arfláta, gerður 23. des- ember 1948 og skráður í kaupmálabók Reykjavíkur 24. sama mánaðar. Með kaupmála þessum var húseignin nr. 10 við Egilsgötu, að fasteigna- mati kr. 29.000.00, bifreiðin R. 4178, talin 10.000.00 króna virði, verðbréf, að fjárhæð kr. 30.000.00, og húsmunir, sem taldir voru 8.000.00 króna virði, gert að séreign stefnda. Jafnframt tók stefndi að sér að greiða veðskuldir, að fjárhæð kr. 11.157.77, sem hvíldu á húseigninni. Við uppskriftargerð á búinu hafa komið fram auk eigna þeirra, sem í kaupmálanum greinir, bankainnstæður, sem arfláti átti, samtals að fjárhæð kr. 26.607.57. Sama dag, sem kaupmálinn var gerður, gerðu aðiljar hans sameiginlega og gagnkvæma erfðaskrá. Var Steindór heitinn þar arfleiddur að öllum eignum stefnda, en hún að M hluta af eigum hans umfram lögarf hennar. Erfðaskráin var undirrituð í viðurvist notarii publicii hér í bæ 24. des. 1948. Á skiptafundi í dánarbúi Steindórs heitins Þorsteinssonar 24. maí 287 1949 óskaði umboðsmaður stefnanda að höfða mál til riftunar kaupmál- anum. Veitti skiptaráðandi samþykki til þeirrar málssóknar búinu að kostnaðarlausu, og hefur mál þetta því verið höfðað. Stefnandi byggir dómkröfur sínar á því, að kaupmálinn feli í sér raun- verulega dánargjöf og muni gerður í þeim tilgangi að rýra erfðahlut hennar eftir föður Sinn, enda hljóti það að hafa verið vitanlegt aðiljum að kaupmálanum, Þegar hann var gerður, að Steindór heitinn ætti þá skammt ólifað. Þá heéfur stefnandi haldið því fram, að ákvæði N.L.5—4.—-3. muni vera hér gildandi lög, en samkvæmt þeim gildi kaupmáli eigi gagn- vart lögerfingjum Þess, sem hefur gert hann, ef hann rýri erfðarétt Þeirra. Loks hefur stefnandi bent á, að samkvæmt skýrslu stefnda hafi það m. a. verið tilgangur Steindórs heitins með kaupmálanum að koma húseigninni yfir á nafn stefnda til að eiga hægra með að fá byggingar- leyfi fyrir nýju húsi. Tilgangur hans með kaupmálanum hafi því ekki verið sá að auka séreign stefnda og því væri óeðlilegt, að slíkur kaupmáli yrði til að rýra erfðahluta lögerfingja hans. Stefndi byggir dómkröfur sínar á því, að kaupmálinn sé fullgild ráð- stöfun. Hann hafi verið gerður, án þess að aðiljum væri vitanlegt, að Steindór ætti skammt ólifað, en jafnvel þótt þeim hefði verið það kunnugt á þessum tíma, hefði að lögum ekkert verið því til fyrirstöðu, að þau gerðu gildan kaupmála um eignir sínar, sem bindandi væri fyrir lögerf- ingja þeirra. Einnig hefur því verið haldið fram af hálfu stefnda, að með kaupmálanum hafi ekkert af búshelmingi mannsins verið gert að séreign hennar. Álitamál er, hvort N.L. 5 —4.—3. hafi tekið lagagildi hér á landi, þótt því ákvæði muni hafa verið fylgt fyrr á öldum. En þótt svo yrði litið á, að umrætt ákvæði hefði öðlazt hér lagagildi, verður það þó eigi talið gilda eftir lögtöku laga nr. 3 frá 1900, sbr. 3. gr. þeirra laga. Stefndi og Steinþór heitinn Þorsteinsson gengu í hjónaband á árinu 1942. Fór því um fjármál þeirra samkvæmt ákvæðum laga nr. 20 frá 1923. Samkvæmt V. kafla þeirra laga var þeim heimilt með þeim tak- mörkunum, sem þar 8reinir, að ráðstafa eigum sín á milli með kaupmála, svo bindandi væri fyrir lögerfingja þeirra, án þess að þurfa samþykki stjórnvalda eða annarra aðilja. Umræðdur kaupmáli var gerður um 2% mánuði fyrir andlát Steindórs heitins Þorsteinssonar. Læknar vissu, að hann hlaut að eiga skammt eftir ólifað, hins vegar er óvíst, hvort aðiljum sjálfum var þetta þá ljóst. Þegar þessa er gætt, verða eigi talin næg rök hníga að því, að kaupmálinn hafi verið gerður í því skyni að komast hjá ákvæðum erfðalaga um skiptingu á eignum Steindórs heitins eftir lát hans, til að rétt þyki að rifta hann af þeim ástæðum. Stefndi hefur látið svó um mælt, að það kunni að hafa verið ástæða fyrir því, að Steindór heitinn gerði kaupmála við hana, að hann hafi haldið, að sér gengi betur að fá leyfi yfirvalda til að byggja annað hús, ef þetta hús væri ekki á hans eigin nafni. Þessi málsástæða er ósönnuð, og leiðir þegar af því, að ógild- ing kaupmálans eða hluta af honum verður ekki á henni byggð. Kröfur 288 stefnanda verða því samkvæmt framansögðu ekki teknar til greina. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Unnsteinn Beck, fulltrúi borgardómara, kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Stefndi, Kristin Ingvarsdóttir, á að vera sýkn af kröfum stefnanda, Ólínu Steindórsdóttur, í máli þessu. Málskostnaður falli niður. Mánudaginn 4. júní 1951. Nr. 28/1951. Dánar- og félagsbú Péturs M. Bjarnarson og Sophy Bjarnarson (Sveinbjörn Jónsson) gegn Idu Pétursdóttur, Sólveigu Pétursdóttur Sandholt og Vilhjálmi Péturssyni Bjarnarson og gagnsök (Magnús Thorlacius). Setudómarar hrl. Einar B. Guðmundsson, hrl. Theódór B. Líndal í stað hrá. Jóns ÁS- björnssonar og hrd. Jónatans Hallvarðs. sonar. Um erfðarétt óskilgetinna barna. Gagnkvæm erfðaskrá hjóna felld úr gildi að nokkru leyti. Dómur Hæstaréttar. Kristján Kristjánsson borgarfógeti hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 7. marz þ. á. og gerir þær dómkröfur aðallega, að art- leiðsluskrá Péturs M. Bjarnarson og Sophy Bjarnarson frá 22, apríl 1918 verði metin gild, en til vara, að hinn áfrýjaði úr- skurður verði staðfestur. Þá krefst aðaláfrýjandi og máls- kostnaðar úr hendi gagnáfrýjanda fyrir báðum dómum eftir mati Hæstaréttar. Gagnáfrýjendur hafa, að fengnu áfrýjunarleyfi 18. maí þ. 289 á., skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 22. s. m. Krefj- ast þau þess, að viðurkenndur verði erfðaréttur þeirra eftir föður þeirra, Pétur M. Bjarnarson, að arfleiðsluskrá Péturs M. Bjarnarson og Sophy Bjarnarson frá 22. apríl 1918 verði hrundið og aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða úrskurðar ber að staðfesta hann. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Málskostnaður í Hæstarétti fellur niður. Úrskurður skiptaréttar Reykjavíkur 25. janúar 1951. Þann 22. apríl 1918 gerðu þau Pétur M. Bjarnarson kaupmaður, þá til heimilis á Hverfisgötu 46 hér í bænum, og kona hans, Sophy Bjarnarson, gagnkvæma arfleiðsluskrá, þar sem svo var kveðið á, að hvort þeirra, er fyrr félli frá, arfleigdi það, sem lengur lifði, að öllum eignum sínum, föstum og lausum, og hefði það þeirra, er lengur lifði, fullan rétt til að ráðstafa búinu eftir eigin vilja, og var arfleiðsluskrá þessi staðfest notari- aliter þann sama dag. Þann 14. marz 1950 andaðist Pétur M. Bjarnarson, og gerði ekkjan, Sophy Bjarnarson, síðan þann 21. maí 1950 arfleiðsluskrá um eignir sínar, án þess að gengið væri áður frá skiptum á búi Péturs, en tveimur dögum síðar, eða 23. maí 1950, andaðist hún. Í arfleiðsluskrá Þessari er svo fram tekið, að búi hennar skuli skipt af skiptaforstjórum, en þar sem ólokið var skiptum á búi Péturs og þar sem skiptaforstjórar í búi konunnar óskuðu þess þá, var ákveðið, að uppskrift á eignum dánar- og félagsbús þeirra hjóna færi fram í skiptaréttinum, og fór uppskriftin fram dagana 20. og 28. júlí og síðan 5., 6., 7. og 8. september og loks 13., 20., 21. og 22. nóvember 1950. Innköllun til erfingja og skulðheimtumanna var gefin út 22. september og birt síðast í Lögbirtingablaðinu 5. október 1950. Var innköllun þessi gefin út af skiptaráðanda samkvæmt ákvörðun skiptafundar í búinu Þann 21. september 1950. Á skiptafundi í búi þessu 5. október 1950, sem boðaður hafði verið með auglýsingu í Lögbirtingablað- inu, kom fram sú krafa frá tveimur óskilgetnum dætrum Péturs Bjarnar- son, Sólveigu Pétursdóttur Sandholt, fæddri 9. júlí 1900, til heimilis í Drápuhlíð 35 hér í bænum, og Idu Pétursdóttur, fæðdri 22. nóvember 1889, til heimilis að Þingeyri við Dýrafjörð, að arfleiðsluskrá hjónanna frá 22. apríl 1918 yrði felld úr gildi þannig, að þær tækju arf eftir föður sinn, og síðar gekk bróðir þeirra, Vilhjálmur Pétursson Bjarnarson, fæddur 30. október 1895, til heimilis Lykkerholms Allé 30, Kaupmannahöfn, inn í 19 290 málið, og hafa þessi 3 börn Péturs gert sameiginlega kröfu um það, að viðurkenndur verði erfðaréttur þeirra eftir föður sinn, Pétur M. Bjarnar- son, þannig að búshelmingi Péturs í dánar- og félagsbúi hans og látinnar konu hans verði skipt óskertum milli þeirra. Sveinbjörn Jónsson hrl., sem skipaður var varnaraðili í máli þessu með bréfi skiptaráðanda, dags. 31. október f. á, hefur aftur á móti gert þá kröfu í málinu, aðallega að arfleiðsluskráin frá 22. apríl 1918 verði metin gild, til vara, að erfðakröfur sóknaraðilja verði aðeins teknar til greina, að því er snertir %g hluta búshelmings Péturs M. Bjarnarson, og til þrawta- vara, að erfðakröfur þeirra verði teknar til greina að 1%46 hlutum þeirrar eignar. Þá hafa aðiljar hvor um sig krafizt málskostnaðar. Að loknum munnlegum flutningi málsins 20. þ. m., var ágreiningur þessi tekinn til úrskurðar. Sóknaraðiljar byggja kröfu sína um ógildingu arfleiðsluskrárinnar á því, að með gildistöku laga nr. 42 frá 23. maí 1949 hafi þeir orðið skyldu- erfingjar föður síns, sem þá var á lífi. Með lögum þessum hafi verið numin úr gildi eldri ákvæði laga, sem aðeins veittu erfðarétt eftir fjöður óskilgetnum börnum, sem fædd voru eftir 1. nóvember 1922. Þetta byggja þeir á 2. gr. sbr. 34. gr., 2. mgr. e. contr. núgildandi erfðalaga, og telja beir arfleiðsluskrána bví að þessu leyti ógilda. Þá telja sóknaraðiljar, að arfleiðsluskrá þessi sé einnig ógild samkvæmt 22. gr. erfðalaganna, að því er snertir % hluta búshelmings Péturs, með því að arfleiðsluskrá þessi sé gerð á röngum forsendum, þar sem engir arfgengir niðjar hafi verið fyrir hendi, er arfleiðsluskrá þessi var gerð. En þótt svo yrði litið á, að virða bæri ráðstöfunarrétt arfleiðanda að einum fjórða hluta eigna hans sam- kvæmt 20. gr. erfðalaganna og taka arfleiðsluskrá hans til greina að því leyti, þá kæmi það í sama stað niður, því þar sem bú Péturs hafi eigi verið skipt fyrir lát konu hans, þá rynni þessi hluti inn í hið óskipta félags- bú og fjárhæðin, að frú Sophy látinni, skiptist jafnt milli erfingja hvors um sig, og hið sama telja þeir gilda um lögerfðaréttinn. Af hálfu varnaraðilja er því neitað, að skilja beri 2. gr. sbr. 34 gr. erfðalaga nr. 42 frá 23. maí 1949 þannig, að ákvæðin nái til óskilgetinna barna, sem fæðd eru fyrir 1. nóvember 1922 almennt. En þótt svo yrði litið á, þá kæmi það ekki til greina í þessu tilfelli, að sóknaraðiljar eigi erfðarétt eftir föður sinn. Hann og kona hans hafi á árinu 1918 vert sameiginlega og gagnkvæma arfleiðsluskrá, sem þá hafi verið í alla staði lögleg eftir þágildandi lögum, og þann rétt sé ekki hægt að skerða með síðari lögum, og geti lög nr. 42 frá 1949 eigi verkað aftur fyrir sig á þann hátt að fella arfleiðsluskrána úr gildi, og byggir varnaraðili aðalköfu sína á þessu sjónarmiði. Varakröfu sína byggir varnaraðili hins vegar áp ví, að þótt aðalkrafa hans yrði ekki tekin til greina og sóknaraðiljar yyðu taldir skylduerfingjar föður síns, þá væri arfleiðsluskráin þó ætið gild að því er snertir % hluta búshelmings hans, því þeim hluta hefði honum verið frjálst að ráðstafa með arfleiðsluskrá. Þá telur hann og, að ekjjan hafi sem lögerfingi manns síns fengið ' hluta af eignum hans, þegar frá 291 hefði verið tekinn % hluti samkvæmt arfleiðsluskránni, og hefði bví hluti hennar úr búshelmingi Péturs orðið 7%s hlutar. Sama rétt og ekkja hafði, telur hann, að dánarbú hennar eigi. Þá telur varnaraðili, að þótt svo yrði litið á, að lögerfðaréttur frú Sophy Bjarnarson eða bús hennar væri fallinn niður, þá væri tvímælalaust, að ráðstöfunarrétturinn á 4 hluta búshelmings Péturs væri gildur, og byggir hann þrautavarakröfuna á því. Arfleiðsluskrá sú, sem hér um ræðir og gerð er 22. apríl 1918, virðist vera í löglegu formi og fullgild að þágildandi lögum. Pétur M. Bjarnarson átti þá að vísu 3 börn, en þau voru óskilgetin og því ekki skylduerfingjar hans. Með lögum nr. 46 frá 27. júní 1921 fær óskilgetið barn erfðarétt eftir föður sinn, en þó ekki það barn, sem fætt er fyrir 1. nóvember 1922, sbr. 44. gr. laganna. Sams konar ákvæði er í 20. gr. laga nr. 87 frá 5. júní 1947. En í lögum nr. 42 frá 23. maí 1949 eru engin samsvarandi ákvæði. Í 2. gr. þeirra laga segir, að um erfðarétt óskilgetins barns og arf eftir það fari á sama hátt og væri það skilgetið, og í athugasemdum um þá grein segir, að hér sé að mestu farið eftir erfðaákvæðum laga nr. 87/ 1947. Erfðaákvæði laga nr. 87/1947 eru ekki berum orðum afnumin í nú- gildandi erfðalögum og þá heldur ekki 20. gr. þeirra laga, en það verður þó að ætla, að afnám þeirra felist í niðurlagi 35. gr. núgildandi erfðalaga. Með þessari ályktun verður því að telja, að sóknaraðiljar hafi við gildis- töku hinna nýju erfðalaga orðið skylduerfingjar föður síns, Péturs M. Bjarnarson, og getur hin fyrirliggjandi arfleiðsluskrá, þótt upphaflega sé löglega gerð, ekki útilokað þenna rétt þeirra, sbr. 34. gr. erfðalaganna e. contrario. Hin gagnkvæma arfleiðsluskrá er gerð til hagsbóta því hjóna, er lengur lifir, og heimilar því einnig fullan ráðstöfunarrétt yfir eignum þeim, sem hitt hjóna lætur eftir sig. Vilji hjónanna virðist því vera svo ákveðinn í þá átt, að það þeirra, sem lengur lifir, hafi ekki aðeins sjálft not þessara eigna, meðan það lifir, heldur eigi það og fullan rétt til að ráðstafa þeim eftir sinn dag. Verður því að telja, að arfleiðsluskrá þessi sé gild, að því er snertir '%á hluta búshelmings Péturs M. Bjarnarson. Samkvæmt gildandi erfðalögum varð frú Sophy Bjarnarson skylduerfingi eiginmanns síns, Péturs M. Bjarnarson, við fráfall hans að % hluta búshelmings hans, Þegar frá er tekið það, sem hann gat löglega ráðstafað með arfleiðsluskrá. Hún hafði ekki fengið leyfi til setuí óskiptu búi eftir mann sinn, enda virðist ekki hafa verið skilyrði til þess að veita það, eins og málið horfði við þá. Við dauða hennar féll því erfðarétturinn ekki niður, hvorki skylduarfurinn eða erðaskrárarfurinn, þar sem telja verður, að erfðaréttur falli því aðeins niður samkvæmt 69. grein laga nr.20 frá 20. júní 1923, að það hjóna, sem síðar fell- ur frá, hafi setið í óskiptu búi eftir það, er fyrr andaðist. Koma arfahlutar þessir því til frádráttar búshelmingi Péturs við skiptin á dánarbúi hans. Eins og áður hefur komið fram, gerði frú Sophy Bjarnarson þann 21. maí 1950 arfleiðsluskrá um eignir sínar, þar sem einnig var kveðið svo á, að búi hennar yrði skipt af skiptaforstjórum, og mun Dómsmálaráðuneytið Þegar hafa löggilt skiptaforstjórana. Kemur því eigi hér til álita, hvort sóknaraðiljar eigi rétt til arfs úr búi hennar. 292 Samkvæmt því, sem að framan segir, þykir því verða að ógilda arf- leiðsluskrá Péturs M. Bjarnarson og Sophy Bjarnarson frá 22. apríl 1918 að því leyti, að sóknaraðiljar öðlist í arf eftir hann %6 hluta af búshelm- ingi hans, enda ekki vitað, að hann hafi átt aðra skylduerfingja en þá, sem greindir eru hér að framan. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Því úrskurðast: Arfleiðsluskrá Péturs M. Bjarnarson og Sophy Bjarnarson frá 22. apríl 1918 skal ógild teljast að því leyti, að sóknaraðiljar, Sólveig Pétursdóttir Sandholt, Ida Pétursdóttir og Vilhjálmur Pétursson Bjarnarson, skulu hljóta arf úr búi föður síns, Péturs M. Bjarnar- son, að því er varðar %6 hluta af búshelmingi hans. Málskostnaður falli niður. Miðvikudaginn 6. júní 1951. Nr. 67/1949. Jón og Lýður Guðmundssynir gegn Hreppsnefnd Skeiðahrepps. Setudómarar Kristján Kristjánsson borgarfógeti og próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Jóns Ás- björnssonar og hrá. Jónatans Hallvarðssonar. Um. öflun rækilegri skýrslna. Úrskurður Hæstaréttar. Áður en mál þetta er dæmt í Hæstarétti, þykir rétt sam- kvæmt lögjöfnun frá 120. gr. laga nr. 85/1936 að veita að- iljum kost á að afla eftirtalinna gagna: 1. Hreppsnefndaroddvitar þeir, er sátu fundinn í Tryggva- skála þann 1. apríl 1938, gefi nánari skýrslu fyrir dómi um atriði þau, sem samþykkt voru á fundi þessum, sérstaklega um það, hvort samkomulag hafi orðið um að girða milli Flóa- og Skeiðahreppa og hvort þá hafi orðið samkomulag um, að Skeiðamenn skyldu annast leitir Flóamanna á afrétti hrepp- anna. 293 2. Ef í ljós kemur, að samkomulag um framangreind atriði befur ekki orðið á fundi þessum, skal aflað vitneskju um, hve- nær það hafi orðið að ráði, að Skeiðamenn önnuðust leitir á afréttinum. 8. Fyrirsvarsmenn sauðfjársjúkdómavarna skulu nánar inntir eftir afskiptum sínum af umræddri breytingu á leitum á afréttinum árið 1938 og síðar. 4, Hreppsnefndarmenn Skeiðahrepps skulu gefa skýrslu fyrir dómi um, hvers vegna umrædd breyting á afréttarleitum hafi verið látin haldast, eftir að sauðfjársjúkdómar höfðu bor- izt Í hreppinn. 5. Aflað sé eftirrita af þeim fundargerðum sýslunefndar Árnessýslu, er mál þetta varða. Loks ber að afla þeirra frekari gagna, sem framangreindar skýrslur kunna að veita efni til. Ályktarorð: Aðiljum veitist kostur á öflun framangreindra gagna. Mánudaginn 11. júní 1951, Nr. 110/1950. Kaupfélag Austur-Skagfirðinga (Egill Sigurgeirsson). gegn Jóni Jónssyni. (Einar B. Guðmundsson). Setudómarar Kristján Kristjánsson borgarfógeti og hrl. Lárus Jóhannesson í stað hrd. Jóns Ásbjörnsson- ar og hrd. Jónatans Hallvarðssonar. Skýring grunnleigusamnings. Dómur Hæstaréttar. Sigurður Sigurðsson, sýslumaður í Skagafjarðarsýslu, hef- ur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 6. sept. 1950. Krefst hann aðallega sýknu af kröfum 294. stefnda, en til vara lækkunar á dæmdri fjárhæð. Svo krefst hann og málskostnaðar úr hendi stefnda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar úr hendi áfrýjanda hér fyrir dómi eftir mati Hæstaréttar. Grunnleigusamningurinn frá 30. október 1861 með þeirri breytingu, er á honum var gerð 24. janúar 1911, átti að gilda um óákveðinn tíma fyrir þáverandi og síðari eigendur þar greindrar verzlunarstöðvar. Þar sem réttur leigusala til að segja upp lóðarnotum var þannig mjög takmarkaður og nú óviss, þá þykir ákvæði samningsins um leigugjaldið ekki eiga að binda leigusala um ófyrirsjáanlegan tíma. Átti hann því heimild þess að krefjast með hæfilegum fyrirvara mats á leigunni, og eftir gildistöku laga nr. 75/1917 þykir 2. mgr. 2. gr. þeirra eiga samkvæmt lögjöfnun við um lögskipti aðilja. Og þar sem grunnleigan hefur verið ákveðin með löglegu mati, þykir stefndi eiga rétt til, meðan það gildir, að fá kr. 1686.00 ársleigu fyrir lóðarréttindi þau og hlunnindi, sem leigumálinn tekur til. Í máli þessu verður stefnda því dæmd leiga, er féll í gjalddaga 4. júní 1948 og 4. júní 1949, samtals kr. 3572.00, að frádregnum þeim kr. 200.00, er stefnda hafa þegar verið færðar til tekna í viðskiptareikningi hans hjá áfrýjanda. Hins vegar verður tekið tillit til matskostnaðar við ákvörðun málskostnaðar, sbr. 175. gr. laga nr. 85/1936. Vextir af dæmdri fjárhæð verða ákveðnir, eins og í héraðsdómi greinir. Eftir þessum málsúrslitum þykir rétt, að áfrýjandi greiði matskostnað svo og málskostnað í Hæstarétti, samtals kr. 3000.00. Dómsorð: Áfrýjandi, Kaupfélag Austur-Skagfirðinga, greiði stefnda, Jóni Jónssyni, kr. 3372.00 ásamt 6% ársvöxtum af kr. 1686.00 frá 4. júní 1948 til 4. júní 1949 og af kr. 3372.00 frá 4. júní 1949 til greiðsludags svo og samtals kr. 3000.00 matskostnað og málskostnað í Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 295 Dómur aukaréttar Skagafjarðarsýslu 29. júlí 1950. Mál þetta, sem var dómtekið 6. maí síðastliðinn, er höfðað fyrir auka- binginu með stefnu, útgefinni 6. desember 1949, af Jóni Jónssyni bónda á Hofi í Hofshreppi hér í sýslu gegn Kaupfélagi Austur-Skagfirðinga í Hofsósi til greiðslu grunnleigu m. m. Gerir stefnandi þær réttarkröfur, að hið stefnda kaupfélag verði dæmt til að greiða honum kr. 5034.00 með 6% ársvöxtum af kr. 1686.00 frá 4. júní 1948 til 4. júní 1949 og með sömu vöxtum af kr. 5034.00 frá 4. júní 1949 til greiðsludags og málskostnað eftir mati réttarins. — Stefndi krefst aðallega sýknunar af öllum kröfum stefn- anda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað eftir mati réttarins, en til vara, að krafa stefnanda verði stórlega lækkuð eftir mati réttarins og málskostnaður verði látinn falla niður. Málavextir eru þessir: Með samningi, dags. 30. október 1861, gerði J. C. Jacobsen í umboði Thaae stórkaupmanns, þáverandi eiganda verzlunarstöðvarinnar í Hofs- ósi, samning um lóðarleigu fyrir nefnda verzlunarstöð við Jacob Holm meðeiganda og umboðsmann eigenda jarðarinnar Hofs á Höfðaströnd, en verzlunarstaðurinn Hofsós er í landi nefndrar jarðar. Samkvæmt samn- ingi þessum voru Í ofangreindri verzlunarstöð 1 íbúðarhús og 4 verzlunar- hús, og öðlaðist eigandi stöðvarinnar lóðarréttindi fyrir hús þessi og stöð- ina í heild, eins og nánar er ákveðið í samningnum, en flatarmál lóðar- innar í heild er þar ekki tilgreint. Ennfremur fylgdu lóðarréttindunum „til sífelldra nota héðan í frá“ ókeypis mótekja í landi jarðarinnar Hofs, hagabeit fyrir hesta og kýr verzlunarstjóra og fyrir hesta verzlunarfólks- ins, spilda fyrir matjurtagarð, réttur til netjalagna og ádráttar í Hofsá og við ströndina á tilgreindu svæði ásamt lendingarstað og uppsátri fyrir báta til vöruflutninga. — Segir svo í samningnum, „að í lóðarleigu og fyrir ofangreind hlunnindi skuli verzlunarstöðin árlega greiða herra Holm eða eiganda jarðarinnar Hofs 45 ríkisdali — ríkismynt“. Þessu næst lýkur samningnum með svohljóðandi málsgrein: „Til staðfestu höfum við í viðurvist meðundirritaðra votta undirritað benna samning, sem Í einu og Öllu skal gilda fyrir síðari eigendur bæði jarðarinnar Hofs og umræddrar verzlunarstöðvar.“ Þegar hætt var að nota ríkisdal að mynt á landi hér, var leigugjaldinu breytt í 90 krónur. Með réttarsátt 24. janúar 1911 (dómskj. nr. 24) var hið árlega lóðargjald aukið um 10 krónur. Virðist gjaldaukinn hafa stafað af því, að hin upprunalega lóð mun þá hafa verið aukin, eins og nánar er getið í sáttargerðinni. En síðan hefur lóðarleigan verið óbreytt, 100 krónur. En er undirmat það, sem fór fram á afnotagjaldi þessu (dskj. nr. 8), var framkvæmt 1. júní 1948, reyndist leigulóðin samkvæmt mælingu matsmanna vera fullir 32 arar. Með kaup- og afsalsbréfum, dags. 17. júní 1947, keypti Kaupfélag Austur- Skagfirðinga, stefndi í máli þessu, framangreinda verzlunarstöð, eins og hún þá var, af þáverandi eiganda hennar, Vilhelm Erlendssyni, ásamt framangreindum lóðarréttindum og ítökum fyrir kr. 140.000.00. Stefnandi máls þessa, sem með afsalsbréfi, dags. 10. apríl 1920, varð 296 eigandi jarðeignarinnar Hofs ásamt meðfylgjandi hjáleigum, svonefndri Hofstorfu, hafði, á stjórnarfundi hins stefnda kaupfélags, gert og fengið bókað 16. febrúar 1947 þann fyrirvara, að hann „áskildi sér sem land- eiganda allan og óskertan rétt gagnvart lóðarréttindum yfir framan- greindri lóð“ (dskj. nr. 13). Endurtók hann þenna fyrirvara sinn á stjórnarfundum kaupfélagsins 17. maí og 14. júní sama ár (dskj. nr. 14 og nr. 16). Taldi hann sig óbundinn af væntanlegri sölu og að lóðarrétt- indin væru niðurfallin, ef til þess kæmi, að úr sölunni yrði. Með bréfi, dags. 4. júlí 1947, til sýslumannsins í Skagafjarðarsýslu beiddist stefnandi þess, að útnefndir yrðu matsmenn til að meta ársleigu eftir land það og hlunnindi þau, er greinir frá í margnefndum lóðarsamn- ingi frá 30. okt. 1861. Voru matsmenn útnefndir 23. sept. 1947, og er mats- gerð þeirra dagsett 1. júní 1948 (dsk. nr. 8). En samkvæmt henni var árs- leiga eftir lóðina metin kr. 950.00 og árleg leiga eftir önnur hlunnindi samkvæmt samningnum kr. 250.00, samtals kr. 1200.00. Með bréfi til sýslu- mannsins, dags. 6. júlí 1948, mótmælti hið stefnda kaupfélag framan- greindri matsgerð sem ólöglegri og byggði mótmæli sín á þeim grund- velli, að lóðarsamningurinn frá 1861 heimilaði ekki, að leigunni yrði breytt með matsgerð. En til vara krafðist kaupfélagið yfirmats. Með símskeyti, dags. 29. ágúst sama ár, óskaði stefnandi einnig yfirmats. Voru yfirmats- menn dómkvaddir T. sept. sama ár. Er yfirmatsgerð þeirra dags. 21. maí 1949, en samkvæmt henni er ársleiga eftir lóðina metin kr. 1536.00, en ár- gjaldið fyrir önnur hlunnindi kr. 250.00, samtals kr. 1786.00. Í kröfunni eru kröfur stefnanda sundurliðaðar þannig: 1. ársleiga skv. yfirmatsgerð, gjaldfallin 4. júní 1948 og 4. júní 1949, kr. 1786.00 á ári í 2 ár = kr. 3572.00 = kr. 200.00, er hið stefnda kaupfélag hafði fært stefn- anda til tekna í viðskiptareikning hans án hans vitundar og samþykkis = kr. 3372.00. — 2. Kostnaður við yfirmat, er stefnandi hefur greitt af hendi, en telur, að kaupfélagið eigi að greiða að öllu leyti = kr. 1662.00. Samtals kr. 5034.00. Er hér að öllu leyti farið eftir yfirmatsgerðinni frá 21. maí 1949. En að öðru leyti hefur stefnandi byggt málssókn sína á eftir- greindum atriðum:1) Að vart þekkist þess dæmi, að leigugjald, sem ákveðið var í peningum fyrir 80--90 árum, hafi haldizt óbreytt fram á þenna dag, heldur hækkað annaðhvort með samkomulagi aðilja eða mati. 2) Að stefn- andi hafi átt tvímælalausan rétt til að krefjast mats um leigugjaldið sam- kvæmt lögum nr. 75 frá 1917, svo sem gert var. 3) Áð með dómi Hæsta- réttar, uppkveðnum 22. nóv. 1940, hafi verið skorið úr hliðstæðu málefni á þann hátt, að ofangreindur réttur til mats um leiguna hafi þar með verið viðurkenndur. 4) Að stefnandi hafi þráfaldlega vakið athygli stefnda á því, að hann teldi sig ekki bundinn af leigugjaldi því, sem greitt var samkvæmt samningnum frá 1861, og stefnda verið fullkunnugt um þessa afstöðu stefnanda, er hann festi kaupin á húsunum, sem standa á leigu- landinu. 5) Að kaupverðið, er stefndi greiddi, var kr. 140.000.00, og að full- yrða megi, að í kaupin hafi verið ráðizt fyrst og fremst vegna legu lóðar- innar, enda muni stefndi sjálfur hafa talið lóðarréttindin mun meira virði en húsin, sem keypt voru. 297 Hins vegar byggir stefndi aðalkröfu sína um sýknun af öllum kröfum stefnanda á því, að lóðarsamningurinn frá 1861 sé og hafi verið í fullu gildi, er kaup hans, 17. júní 1947, fóru fram og að í samningnum séu engin ákvæði, er veiti landeiganda rétt til að krefjast hækkunar á lóðarleigunni. Endurmatsákvæði laga nr. 75 frá 1917 geti alls ekki átt við, þegar um er að ræða frjálsa samninga um lóðarleigu, enda hvergi að finna heimildir til þess í lögum. Enn fremur sé þess að gæta, að samningurinn frá 1861 sé ekki eingöngu um lóðarleigu, heldur einnig um ákveðin hlunnindi, sem bar eru greind. Að framangreindur hæstaréttardómur geti ekki skipt máli, með því hann sé upp kveðinn í máli, þar sem deilt var um leigu eftir verzlunarlóð, útmælda samkvæmt einhliða ósk útmælingarbeiðanda, og leigugjaldið ákveðið af sýslumanni og þar til kvöðdum mönnum, og sam- komulagið, sem þar um getur, geti ekki samþýðzt því, sem átt er við með venjulegum samningi. Varakröfu sína í málinu hefur stefndi byggt á því, að enda bótt svo yrði litið á, að heimild væri til að hækka lóðarleiguna með mati, hlyti sú hækkun að vera takmörkuð við ákveðinn tíma, þ. e. 10 ár. En þessa hafi ekki verið gætt, er matið fór fram, og matið því byggt á öðrum sjónar- miðum en ella hefði verið, ef metið hefði verið til 10 ára. Af þessari ástæðu fái matið ekki staðizt. Heldur stefndi því fram, að leigugjaldið myndi hafa verið metið lægra en raun varð á, ef matið hefði verið miðað við 10 ára tímabil, og heldur því jafnframt fram, að matsmenn hafi miðað matið við, að leigan standi óbreytt um óákveðinn tíma. Hefur hann mótmælt mats- gerðunum og byggt mótmæli sín á ofangreindum röksemdum. Meðan á flutningi málsins stóð, leitaði dómarinn umsagnar yfirmats- mannanna um það, hvort mat þeirra á leigugjaldinu myndi hafa orðið annað en raun varð á, ef dómkvaðning til matsins hefði haft að geyma fyrirmæli um, að afnotagjaldið skyldi metið til 10 ára. Með bréfi, dags. 2. apríl þ. á. (dsk. nr. 34), tjáðu matsmennirnir sig um þetta atriði á þá leið, að þeim hafi verið kunnugt um lög nr. 75 frá 1917 og rétt leiguaðilja til að krefjast endurmats á 10 ára fresti og það hefði ekki breytt niðurstöðu matsins, þótt þeim hefði verið fyrirskipað með dómkvaðningunni að meta leiguna til 10 ára. Það er skoðun réttarins, að enn fremur beri á það að líta, að 2. mgr. 2. gr. laga nr. 75 frá 1917 kveður eigi ríkara á um Þetta efni en að hvorum aðilja sé rétt að krefjast mats á lóðarleigu að nýju á hverjum 10 ára fresti. Enn fremur hefur stefnandi lýst yfir því í mál- flutningnum, að hann fallist á, að yfirmatsgerðin gildi til 10 ára. Að framangreindum atriðum athuguðum, virðist réttinum mótmæli stefnda gegn yfirmatinu ekki á rökum byggð og því ekki takandi til greina. Af framlögðum sóknargögnum í málinu þykir það upplýst, að stefnandi hafi freistað að ná samningum við stefnda um deiluatriði þau, er máls- sókn þessari ollu, þótt umleitanir hans leiddu ekki til samninga um ágrein- ingsefnið. Hins vegar verður að réttarins áliti ekki séð, að stefnandi hafi haft réttmæta heimild til að segja samningnum frá 1861 upp af Þeirri ástæðu, að aðiljaskipti urðu að leigunni, sbr. niðurlagsákvæði samningsins, sem tilgreind eru hér að framan. — Það virðist vera kjarni ágreiningsins, 298 sr ee pm 1 A sem leitað er úrlausnar á í máli þessu, hvort stefnandinn, núverandi eig- andi jarðarinnar Hofs, og þeir, sem síðar kunna að taka við leiguaðild hans, sé og verði um ófyrirsjáanlegan tíma bundnir af leigugjaldi því, er ákveðið var með samningnum frá 1861 og viðauka hans frá 1911, fáist því ekki breytt með samkomulagi aðilja. Þetta virðist vera skoðun stefnda, er hann byggir á málsvörn sína og aðalkröfur. En að réttarins áliti fer hún í bága við stefnu löggjafarinnar í þessu efni, sbr. 36. gr. ábúðarlaga nr. 87 frá 1933, sem fjallar um náskylt efni og hér er leitað úrskurðar um. Rétt- urinn lítur svo á, að það geti ekki haft úrslitaþýðingu, að hið umrædda leigugjald var upprunalega ákveðið með venjulegum samningi, en ekki með mati, heldur sé á það að líta, að samningurinn gat ekki bundið stefn- anda um ófyrirsjáanlegan tíma, þar eð honum var ekki auðið að segja leigutaka upp lóðarafnotum hans og hlunnindum. Þess vegna þykir stefn- andi hafa haft heimild til að krefjast mats á leigunni með hæfilegum fyrirvara, og þykja ákvæði 2. mgr. 2. gr. laganna nr. 15 frá 1917 eiga við um matið. Og með tilvísun til þess, er greinir hér að framan um fram- kvæmd matsins, þykja engir þeir gallar vera á yfirmatsgerðinni frá 21. maí f. á., er tálmi því, að matið sé lagt til grundvallar leigukröfum stefnandans í málinu. Ber því að taka þær til greina og einnig kröfu hans um endur- greiðslu matskostnaðar, þar eð matið féll á stefnda, sbr. 6. gr. laga nr. 61 frá 1917. Samkvæmt þessum úrslitum ber að dæma stefnda til að greiða stefnandanum kr. 5034.00 með 6% ársvöxtum af kr. 1686.00 frá 4. júní 1948 til 4. júní 1949 og með sömu vöxtum af kr. 5034.00 frá 4. júní 1949 til greiðsludags. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Dráttur sá, er orðið hefur á uppsögu dómsins, stafar af þessu: Málið var dómtekið undir eins að loknum aðalfundi sýslunefndar, en á meðan á honum stóð, höfðu safnazt fyrir ýmsar afgreiðslur, og einnig tóku við aí- greiðslur opinberra mála, er enga bið þoldu, en engum löglærðum fulltrúa er hér á að skipa til aðstoðar. 27. maí þurfti dómarinn nauðsynlega að fara til Reykjavíkur og kom aftur heim 6. næsta mánaðar, en þá veiktist hann af illkynjuðu brjóstkvefi, sem hélt honum í og við rúmið allt fram til 29. þ. m., og er langt frá því, að hann hafi enn öðlazt fullan bata. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Kaupfélag Austur-Skagfirðinga, greiði stefnandanum, Jóni Jónssyni, kr. 5034.00 með 6% ársvöxtum af kr. 1686.00 frá 4. júní 1948 til 4. júní 1949 og með sömu vöxtum af kr. 5034.00 frá 4. júní 1949 til greiðsludags. Málskostnaður falli niður. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 299 Föstudaginn 22. júní 1961. Nr. 45/1951. Búkolla h/f gegn Tryggva Jónssyni. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Búkolla h/f, sem eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Föstudaginn 22. júní 1961. Nr. 47/1951. Jony Frederick Reynolds gegn Guðrúnu Gestsdóttur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Jony Frederick Reynolds, sem eigi sækir dóm- þing í máli þessu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 300 Föstudaginn 22. júní 1951. Kærumálið nr. 13/1951. Skipaútgerð ríkisins gegn Olíufélaginu h/f. Setudómarar próf. Ólafur Lárusson, próf. Ólafur Jóhannesson og hrl. Ragnar Jónsson í stað hrá. Árna Tryggvasonar, hrá. Jóns Ásbjörns- sonar og hrd. Jónatans Hallvarðs- sonar. Matsmenn dómkvaddir þrátt fyrir áður framkvæmdar matsgerðir. Dómur Hæstaréttar. Með bréfi, dags. 25. maí þ. á., er Hæstarétti barst 2. þ. m., hefur sóknaraðili samkvæmt 143. gr. laga nr. 85/1986 kært úrskurð, uppkveðinn í bæjarþingi Reykjavíkur 23. maí þ. á. í málinu Olíufélagið h/f gegn Skipaútgerð ríkisins, en með úrskurði þessum er ákveðið, að dómkvaðning matsmanna skuli fram fara. Krefst sóknaraðili þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að synjað verði um dómkvaðningu. Varnaraðili krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði stað- festur og að honum verði dæmdur kærumálskostnaður úr hendi sóknaraðilja eftir mati Hæstaréttar. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum ber sóknaraðilja að greiða varnar- aðilja kærumálskostnað, er ákveðst kr. 250.00. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Sóknaraðili, Skipaútgerð ríkisins, greiði varnaraðilja, Olíufélaginu h/f, kærumálskostnað kr. 250.00 að við- lagðri aðför að lögum. 301 Úrskurður bæjarþings Reykjavíkur 23. maí 1951. Með bréfi, dags. 11. þ. m., hefur Olíufélagið h/f hér í bæ farið þess á leit, að dómkvaddir verði tveir hæfir og óvilhallir menn til þess að láta uppi álit sitt um eftirgreind atriði: a) Hvaða áhrif halli m/s Þyrils við upphaf fermingar hefur haft á mögu- leika til rennslis milli benzín- og olíugeyma skipsins. b) Hvaða áhrif það hafi á möguleika fyrir því, að benzín og olía hafi komið mengað úr landi, að mengun í skipinu reyndist þannig: Í geymi „I: Benzín næstum ómengað. — II: Benzín mengað með a. m. k. 35.3% dieselolíu. — — III: Dieselolía menguð með a. m. k. 20% benzíni. — — IV: Dieselolía menguð með í mesta lagi 15% benzíni. Af hálfu Skipaútgerðar ríkisins hefur því verið andmælt, að dómkvaðn- ing fari fram á beim grundvelli, að komið sé fram álit undir- og yfirmats- manna á ofangreindum atriðum í undir- og yfirmatsgerðinni svo og skýrslu og útreikningi yfirmatsmanna, er þeir hafa látið í té til skýringar yfir- matsgerð sinni. Lögðu aðiljar ágreininginn undir úrskurð 11. þ. m. Í máli, sem matsbeiðandi hafði höfðað gegn matsþola til greiðslu skaða- bóta vegna samblöndunar á benzíni og dieselolíu, er matsbeiðandi taldi hafa átt sér stað í m/s Þyrli við fermingu eða flutning vörunnar, var hinn 2. október 1950 kveðinn upp úrskurður þess efnis að veita aðiljum kost á að afla álits kunnáttumanna um efni tilgreindra dómskjala í aðalmálinu. Eftir beiðni matsþola voru. síðan tveir menn dómkvaddir til að semja álitsgerð um þau atriði, semí úrskurðinum greindi. Var niðurstaða álits- gerðar þeirra á þessa leið: „Ef mælingar og tölur þær, sem okkur eru kunnar og notaðar hafa verið í þessari álitsgerð, eru réttar, fáum við ekki séð, að blöndun á benczíni og olíu hafi getað átt sér stað í flutningi eða við losun farmsins. Hins vegar sjáum við ekki, að þá rekist á neinar tölur.eða mælingar; að blöndun hafi orðið við fermingu í Hvalfirði.“ Eftir beiðni matsþola voru hinn 19. des. f. á. þrír menn dómkvaddir til þess að yfirfara álitsgerð skörð árin ina auk annarra gagna og til þéss að',láta alveg sérstaklega uppi álit sitt um síðari málsgrein í '„niður- stöðum“. téðrar „álitsgerðar“. Menn þessir öfluðu sér ýmissa gagna; og er niðurstaða athugana og álitsgerðar þeirra á þá leið, að þeir telja, að blöndun á benzíni og dieselolíu hafi eigi átt sér stað um borð í m/s Þyrli við fermingu í Hvalfirði. A Yfirmatsmenn háfa komið fyrir dóm og staðfest álitsgerð sína, en fyrir dóminum kom: Það fram í þinghaldi 9. f. m., að þeir höfðu ekki, er þeir sömdu álitsgerðina, tekið tillit til hæðarmismunar á m/s Þyrli að framan og aftan, þegar lestun í Hvalfirði hófst, né heldur mismunandi mengunar benzins í geymum skipsins I og II. Að vísu segja yfirmatsmennirnir í skýrslu til lögmanns mátsþola, að þeir telji, að umræddur hæðarmismunur ákipsins breyti ekki niðurstöðu álitsgerðar þeirra, og um síðara atriðið, mismunandi 'méngun benzins í geymum Í og II, að þeir hafi talið, „að 302 vitneskju um það atriði hefði hvorki í sér fólgna sönnun á þenna veginn eða hinn.“ Þegar það er virt, sem rakið er hér að framan, og bar sem ekki verður séð, að í áðurgreindum álitsgerðum undir- og yfirmatsmanna hafi verið tekin sérstök afstaða til atriða þeirra, sem hér er beiðzt álits um, þykir rétt að leyfa hina umbeðnu dómkvaðningu, enda verður ekki séð, að það muni tefja munnlegan flutning málsins, og mikil verðmæti eru í húfi. Ísleifur Árnason, fulltrúi borgardómara, kvað upp úrskurð þenna. Því úrskurðast: Framangreind dómkvaðning skal fara fram. Föstudaginn 22. júní 1951. Kærumálið nr, 14/1951. Einar Bjarnason gegn Þorsteini Löve Setudómarar próf. Ólafur Lárusson, próf. Ólafur Jóhannesson og hrl. Ragnar Jónsson í stað hrá. Árna Tryggvasonar, hrd. Jóns Ásbjörns- sonar og hrd. Jónatans Hallvarðs- sonar. Málskostnaður. Dómur Hæstaréttar. Með kæru, dags. 21. maí 1951, sem hingað barst 8. júní s.l., hefur kærandi skotið til Hæstaréttar samkvæmt 186. gr. laga nr, 85/1936 málskostnaðarákvæði í dómi bæjarþings Reykja- víkur, er uppkveðinn var 16, maí þ. á. í máli sóknaraðilja gegn varnaraðilja. Krefst hann hækkunar á þeim málskostnaði, er honum var í bæjarþingsdóminum dæmdur úr hendi varnar- aðilja. Þá krefst hann og kærumálskostnaðar fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Varnaraðili hefur sent Hæstarétti greinargerð, þar sem hann krefst staðfestingar á málskostnaðarákvæði héraðsdóms og kærumálskostnaðar fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. 303 Þegar litið er til málavaxta og kostnaðar, er sóknaraðili hefur haft af matsgerðum í máli þessu, þykir hæfilegt, að varnaraðili greiði sóknaraðilja kr. 2500.00 í málskostnað í bæjarþingsmálinu. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að varnaraðili greiði sóknaraðilja kr. 300.00 kærumálskostnað. Dómsorð: Varnaraðili, Þorsteinn Löve, greiði sóknaraðilja, Ein- ari Bjarnasyni, kr. 2500.00 í málskostnað í héraði og kr. 300.00 í kærumálskostnað. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 16. maí 1951. Mál þetta, sem dómtekið var 9. þ. m., hefur Einar Bjarnason, Hjallavegi 68 hér í bæ, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 22. maí 1950, og framhaldsstefnu, útgefinni 14. sept. s.l., gegn Þorsteini Löve múrsmíða- meistara, Sigtúni 35 hér í bæ. Hefur stefnandi gert þær dómkröfur, að stefndi verði dæmdur til að greiða skaðabætur, að fjárhæð kr. 21.650.00 með 6% ársvöxtum frá 6. marz 1948 til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu. Stefndi hefur aðallega krafizt sýknu af kröfum stefnanda og málskostn- aðar sér til handa að mati dómarans. Til vara hefur hann krafizt lækk- unar á kröfum stefnanda og að málskostnaður verði látinn falla niður. Málsatvik eru þau, að snemma á árinu 1944 varð að samkomulagi með stefnanda og Guðmundi Jóhannssyni trésmið, að Guðmundur tæki að sér að starfa að byggingu húss fyrir stefnanda á lóðinni nr. 68 við Hjalla- veg hér í bænum. Húsið skyldi byggt úr vikurholsteini eftir teikningu, er húsameistari einn gerði. Guðmundur fékk síðan stefnda til að rita á teikn- ingu hússins sem múrsmið, en sjálfur ritaði hann á teikninguna sem tré- smiður. Hófst síðan bygging hússins, og vann stefndi lítilsháttar að henni. Virðist smíði hússins að mestu hafa verið lokið í aprílmánuði 1945, og nokkru síðar flutti stefnandi í það. Hús þetta mun vera þinglesin eign eiginkonu stefnanda, en hann hefur fengið framseldar allar kröfur vegna meintra galla á því. Með stefnu, útgefinni 7. janúar 1948, höfðaði nefndur Guðmundur mál fyrir bæjarþinginu gegn stefnanda til heimtu eftirstöðva byggingarkostn- aðar hússins, er hann taldi sig eiga hjá stefnanda. Með stefnu, útgefinni 6. marz s. á., höfðaði stefnandi gagnsök í máli þessu og krafði Guðmund um bætur vegna galla, er hann taldi vera á byggingunni og Guðmundur bæri ábyrgð á. Þann 22. janúar 1949 stefndi stefnandi stefnda inn í mál þetta sem sakauka óg gerði þar þær kröfur á hendur honum, að hann 304 yrði dæmdur til að greiða fyrrgreindar skaðabætur in solidum með nefnd- um Guðmundi. Með dómi, uppkveðnum á bæjarþinginu 27. apríl 1949, var sakaukamálinu vísað frá dómi. Dómur í máli þeirra Guðmundar og stefnanda var uppkveðinn þann 9. maí 1950. Var Guðmundur talinn bóta- skyldur vegna galla á trésmíði, en hins vegar sýknaður af bótakröfum stefnanda vegna galla á múrsmíði, þar sem hann var eigi talinn bera ábyrgð á því. Dómi þessum hefur ekki verið áfrýjað. Stefnandi skýrir svo frá, að fljótlega eftir að hann flutti í húsið, hafi komið fram verulegir gallar á því. Hafi hann kvartað um þetta við nefnd- an Guðmund um veturinn 1946 og þá getið þess, að sprunga hefði komið fram á austurhlið þess og rynni þar vatn inn. Hafi Guðmundur þá talið að brjóta þyrfti upp þakrennur hússins og steypa þær að nýju og hafi hann lofað að gera þetta. Ekkert hafi orðið af framkvæmdum. Þá kveðst stefnandi hafa kvartað um þetta um haustið 1947 við Guðmund þenna. Hins vegar hafi hann ekki rætt um þetta við stefnda, enda þá ekki talið sig eiga aðgang að honum um lagfæringu á göllum á húsinu. Þann 20. desember 1947 fékk stefnandi dómkvadda tvo sérfróða menn til þess að segja álit sitt um, hvað gera þurfi við húsið, til þess að for- svaranlega verði bætt úr göllum á því og hvað slík viðgerð mundi kosta. Enn fremur hve mikla verðrýrnun mætti telja leiða af byggingargöllum hússins. Í matsgerðinni, sem dags. er 8. janúar 1948, segir svo: „Húsið er hlaðið úr vikurholsteini ofan á steyptan kjallara, og eru inn- veggir á báðum hæðum steyptir og enn fremur loft yfir báðum hæðum. Útveggir eru ekki frekar einangraðir en með þeirri einangrun, sem í vikursteininum felst, og engin einangrun er þar, sem loft og innveggir koma að útveggjum. Kemur því á þessum stöðum fram rakamyndun. Á austurhlið hússins voru sýnilegar láréttar sprungur utanhúss, skelja- húðun hafði dottið af dyrafalsi við forstofudyr. Reykháfur var óhúðaður og mjög illa gengið frá honum við þak. Innanhúss voru nokkrar skemmdir á dúk í kjallara. Sprungur allvíða á húðun veggja bæði í kjallara og hæð- inni, en bæði málning og einkum múrhúðun sérlega óvönduð, og virðist blöndun sú, er notuð hefur verið til múrhúðunar, og blöndun í steypu í innveggjum kjallara gerð af handahófi og ekki úr réttum efnum. Nokkuð hefur borið á leka meðfram gluggum og með opnanlegum gluggarömm- um. Þá er frágangur á rennihurðum á hæðinni ekki góður, og þarf hann umbóta við. Smíðaviður hefur ekki allur verið vel þurr og ber nokkuð á, að hurðir, einkum skápahurðir, séu undnar. Auk þess ber all víða á, að tré- verk hafi gisnað. Rafmagnsleiðslum, einkum í kjallara, er sagt ábótavant, en um það skal þó ekkert fullyrt, þar sem við höfðum ekki tök á að ganga úr skugga um það, að öðru leyti en því sem sýnilega er ógert og virðist aldrei hafa verið gert. Hvað viðvíkur spurningum þeim, sem fyrir okkur eru lagðar, skal þetta tekið fram: a. Framkomnar sprungur utanhúss þarf að höggva upp og fylla í með plastikkitti eða öðru jafngóðu efni og húða síðan yfir með vatnsvarðri húðun, t. d. með cika, áður en skeljahúðun er lögð yfir. 305 b. Þar sem skelin er laus á húsinu, þarf að skafa hana af og leggja nýja skel í kalklausa sement-sandblöndu. Enn fremur á að ljúka við húðun utan húss, t. d. á reykháf og kjallara. c. "Taka þarf dúka af gólfum og stofum, sem farið hefur verið að nota, áður en lím undir þeim var fullharðnað, bera undir þá á ný, valsa þá vel og láta límið fá nægan tíma til að harðna, áður en á þeim er gengið. d. Fram komnar sprungur á herbergjum þarf að höggva upp og múra eða gipsa Í bær. Síðan þarf að slétta veggi og búa þá vel undir máln- ingu, t. d. rífa ójöfnur með steini og spartsla þá siðan, áður en málað er. - Fella þarf á hurðir, þar sem mest gætir mismunar, og fá nýjar hurðir í í stað þeirra, sem mest eru undnar. Þá gæti það haft áhrif á rakamyndun milli lofts og útveggja á hæðinni að leggja lag af sagspónum, 2530 cm þykkt, allt í kring á háalofti, þar sem þak mætir gólfi. Lag þetta þyrfti að ná 75--100 cm inn á gólfið. En það, sem við teljum mestu máli skipta fyrir góðan árangur af viðgerðinni, er, að þeir, sem framkvæma hana, hafi næga iðnmenntun á sínu sviði og séu vandvirkir menn, sem beri virðingu fyrir starfi sínu. Kostnað við að bæta úr þeim ágöllum, sem að framan eru taldir, teljum við hæfilega metinn á kr. 15.300.00 — fimmtán þúsund og brjú hundruð krónur — og er þá tekið tillit til leigutaps og óþæginda, sem af viðgerðinni hlýzt. Verðrýrnun á húsinu stendur í réttu hlutfalli við viðgerðarkostnaðinn.“ Þann 18. febrúar 1948 fékk stefnandi dómkvadda þrjá sérfróða vfirmats- menn til að skoða húsið, og voru lagðar fyrir þá sömu spurningarnar og undirmatsmennina. Í matsgerð þeirra, sem dags. er 3. marz 1948, segir svo: „Um lýsingu á húsinu, byggingarmáta og göllum viljum við vísa til lýsingar undirmatsmanna, sem er í öllum atriðum rétt. Þó viljum við taka fram, að vinna á múrverki hefur verið frá byrjun mjög gölluð og vægast sagt ekki forsvaranleg. Enn fremur hefur tréverki verið nokkuð æ ábótavant. Kostnaður við að bæta úr göllum þeim, sem að framan eru taldir, telj- um við hæfilega metinn á kr. 20.400.00 — krónur tuttugu þúsund og fjögur hundruð — og er þá tekið tillit til óþæginda, sem af viðgerðinni hlýzt. Það skal tekið fram, að matskostnaður sá, er við reiknum með, er mið- aður við, að húsið sé sambærilegt við önnur hús, byggð úr sama efni. En hús úr vikurholsteini fullnægja aldrei gæðum velbyggðra steinhúsa.“ „Mat sitt sundurliða vfirmatsmennirnir þannig: TjÉVELK: ns 6 0 nn kr. 1.700.00 MN aaa Á eð — 6.800.00 Nr stinn Br þa a Binna —- 8.400.00 Vinfupallaf ós ska — 600.00 Höggverk og viðgerð á rennu ............ — 1.200.00 Viðgerð á góÓlfðúk si. —- 500.00 Húsáleigitap: ei a nr 0 be ga — 1.200.00 Samtals Kr. 20.400.00% 306 Stefndi var ekki viðstaddur, er umræðd möt fóru fram, og hefur hann mótmælt þeim sem óbindandi fyrir sig. Þann 21. júní 1950 fékk stefnandi enn dómkvadda tvo menn til að skoða galla á umræðdu húsi og meta,, hvað kosta muni að bæta úr göllunum. Í matsgerð manna þessara, sem dags. er 1. júlí 1950, segir svo: „Við athugun á húsinu sáum við, að þeir gallar, sem um getur í matsgjörð á húsinu, dags. 8. jan. 1948, eru sjáanlegir og hafa líklega aukizt, t. d. skemmdir á dúk og málningu, og teljum við því ekki þörf á að lýsa þeim nánar en þar er gert. Kostnað við að bæta úr göllum þessum, að undan- skildu tréverki, teljum við hæfilega metinn á kr. 21.650.00 — tuttugu og eitt þúsund sex hundruð og fimmtíu krónur.“ Mat sitt sundurliðuðu matsmennirnir þannig: Múrverk 22.20.0000 err r kr. 7.500.00 Málning „00.00.0000. — 9.250.00 Vinnupallar 22.00.0000 .0nn nn enter. — '700.00 Höggning og viðgerð á rennum .........- — 1.400.00 Viðgerð á gólfdúk ......0000.....000.00. — 1.600.00 Húsaleigutap ....0.c0.0000. 0. — 1.200.00 Kr. 21.650.00 Kröfur sínar í máli þessu byggir stefnandi á því, að steindi hafi með áritun sinni á teikningu hússins tekið á sig ábyrgð á, að múrsmíði þess væri forsvaranlega af hendi leyst. Af þessum sökum beri hann ábyrgð á göllum þeim, sem á múrsmíðinni kunna að vera, og sé skaðabótaskyldur vegna þeirra galla. Stefndi hefur skýrt svo frá, að hann hafi ritað á teikningu hússins að þrábeiðni Guðmundar Jóhannssonar. Hafi hann þá strax tekið fram við Guðmund, að hann hefði ekki tíma til að taka að sér eftirlit með bygg- ingu hússins og vildi enga ábyrgð á sig taka. Þá hafi hann enga greiðslu tekið fyrir áritunina. Guðmundur hafi einn haft með smíði hússins að gera, þar á meðal ráðið menn til verka. Sjálfur kveðst stefndi aðeins hafa hlaðið upp veggi með Guðmundi og nema hans og húðað húsið utan með skeljasandi. Hafi hann unnið bað verk í tímavinnu og Guðmundur greitt kaup fyrir. Sýknukröfu sína byggir stefndi í fyrsta lagi á því, að hann beri enga ábyrgð á göllum þeim, sem á múrsmíði hússins kunni að vera, þar sem hann hafi undanskilið sig þeirri ábyrgð í samningum sínum við Guðmund Jóhannsson. Stefndi hefur fyrir dómi viðurkennt að hafa ritað á teikningu hússins sem ábyrgur múrsmiður við múrsmíði þess, en kveðst hafa gert það í greiða skyni við Guðmund Jóhannsson, er hafi áður verið búinn að aðstoða hann við húsbygginguna. Þá hefur stefndi viðurkennt, að hann hafi séð um, að byggingarfulltrúi Reykjavíkurbæjar skoðaði grunn hússins og komið þá fram sem múrsmiður þess. Enn fremur hafi hann fengið bygg- ingarfulitrúann til að kora 08 skoða járn í lofti hússins. Svo virðist sem ófaglærðir menn hafi að mestu unnið að múrsmíði hússins, en stefndi 807 hefur viðurkennt að hafa eitthvað litið eftir þeim við vinnuna, og hann vann sjálfur að hleðslu veggja og fékk menn til að múrhúða húsið, Þá vann hann sjálfur að húðun hússins að utan. Þegar þetta er virt, verður að telja sannað, að stefndi hafi tekið að sér að sjá um, að múrsmíði hússins væri forsvaranlega af hendi leyst, og ber hann ábyrgð á, að svo hafi verið gert. Getur stefnandi því beint kröfum sínum vegna galla á múrsmíðinni að honum. Telja verður stefnanda óviðkomandi, þótt stefndi kunni að hafa undanskilið sig ábyrgð í samningum sínum við Guðmund Jóhannsson, en þær staðhæfingar stefnda eru ósannaðar. Verður sýknukrafa stefnda því ekki á þessu byggð. Þá hefur stefndi byggt sýknukröfu sína á því, að bótakrafa stefnanda sé allt of seint fram komin. Hann hafi aldrei kvartað um galla á múr- smíði hússins árum saman, eftir að hann flutti í húsið, og stefnda hafi fyrst orðið kunnugt um þá á árinu 1949. Í málinu er fram komið, að stefnandi hafði sjálfur engin skipti við stefnda, meðan á byggingu hússins stóð, heldur átti eingöngu við Guðmund Jóhannsson, og að honum beindi hann því fyrst kröfum sínum. Þegar þetta er virt, þykir stefnandi ekki hafa firrt sig rétti til að hafa uppi kröfur gegn stefnda með aðgerðaleysi sínu. Verður því þessi sýknuástæða ekki tekin til greina. Dómendur hafa farið á staðinn og skoðað húsið og galla þá, sem á Mmúr- smíði þess eru taldir. Fallast verður á, að gallar þessir, sem réttilega eru taldir í matsgjörðum þeim, sem að framan er getið, séu það verulegir, að stefnandi eigi rétt til bóta vegna þeirra. Stefndi hefur mótmælt fjárhæð matsgjörðar hinna dómkvöddu manna sem allt of hárri. Þykir því eftir atvikum rétt að athuga hina einstöku liði matsgjörðarinnar frá 1. júlí 1950, hvern fyrir sig. Um 1. Liður þessi hefur engum rökstuddum andmælum sætt, og þar sem hann virðist réttilega reiknaður og sanngjarn, verður hann tekinn til greina að öllu leyti. Um 2. Stefndi hefur mótmælt þessum lið sem allt of háum. Hefur hann bent á, að viðgerð á húsinu hafi dregizt óhæfilega lengi, en viðgerð muni fyrst hafa farið fram á s.l. hausti. Af þessum sökum hafi skemmdir á málningu orðið óeðlilega miklar og geti hann ekki verið bótaskyldur vegna þess. Fallast má á, að viðgerð á húsinu hafi dregizt óþarflega lengi og að af beim sökum hafi orðið meiri skemmdir á málningu en þurft hefði. Með vísan til þess og þess, að húsið hefur nú verið notað óviðgert í rúm fimm ár, þykir verða að lækka þenna lið. Þykir hann í þessu sambandi hæfilega ákveðinn kr. 1200.00. Um 3. og 4. Liðum þessum virðist mjög í hóf stillt og þar sem Þeir hafa engum rökstuðdum andmælum sætt, verða þeir teknir til greina að öllu leyti. Um ;. Stefndi hefur mótmælt þessum lið sem of háum með vísan til Þeirra raka, sem um getur, er rætt var um 2. lið. 308 Með vísan til þess, sem segir um lið 2, þykir þessi liður hæfilega ákveðinn kr. 500.00. Um 6. Stefndi hefur mótmælt þessum lið sem röngum og sér óviðkom- andi. Í málinu hafa ekki komið fram nein rök fyrir því, að stefnandi hafi orðið fyrir nokkru húsaleigutjóni vegna galla þessara. Þykir því ekki unnt að taka þenna lið til greina. Málalok verða því þau, að stefndi verður dæmdur til að greiða stefnanda skaðabætur, að fjárhæð kr. 11.300.00 (7500.00 1200.00 700.00 1400.00 500.00) með vöxtum, svo sem krafizt er. Þá greiði stefndi stefnanda málskostnað, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 1500.00. Benedikt Sigurjónsson, fulltrúi borgardómara, og meðdómsmennirnir Gústaf E. Pálsson verkfræðingur og Jón Bergsteinsson múrarameistari kváðu upp dóm þenna. Dómsorð: Stefndi, Þorsteinn Löve, greiði stefnanda, Einari Bjarnasyni, kr. 11.300.00 með 6% ársvöxtum frá 6. marz 1948 til greiðsludags og kr. 1500.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 22. júní 1951. Kærumálið nr. 16 1951. Árnason, Pálsson á Co. h/f gegn Herluf Clausen Setudómarar próf. Ólafur Jóhannesson, próf. Ólafur Lárusson og hrl. Ragnar Jónsson í stað hrá. Árna Tryggvasonar, hrá. Jóns Ásbjörnssonar og hrd. Jónat- ans Hallvarðssonar. Sölustjóri ekki bær að binda hlutafélag fyrir dómi. Dómur Hæstaréttar. Með kæru, dags. 18. júní s.l., sem hingað barst 14. s. m., hefur sóknaraðili skotið til Hæstaréttar úrskurði bæjarþings Reykjavíkur, uppkveðnum Í. júní s.l., þar sem kröfum sölu- stjóra áfrýjanda um að sækja þing af hálfu áfrýjanda var 309 hrundið. Sóknaraðili hefur enga greinargerð sent fyrir kæru sinni, en ætla verður, að hún sé gerð í því skyni að fá úrskurði bæjarþingsins hrundið, Af hálfu varnaraðilja hefur þess verið krafizt, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og að hon- um verði dæmdur kærumálskostnaður eftir mati réttarins. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Sóknaraðili greiði varnaraðilja 200 krónur í kærumálskostnað. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Sóknaraðili, Árnason, Pálsson á Co. h/f, greiði varnar- aðilja, Herluf Clausen, kr. 200.00 kærumálskostnað að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður bæjarþings Reykjavíkur 1. júní 1951. Mál þetta, er tekið var til úrskurðar 29. f. m, hefur Herluf Clausen forstjóri hér í bæ höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 25. s. m., gegn hlutafélaginu Árnasyni, Pálssyni á Co. hér í bænum til greiðslu víxla, samtals að fjárhæð kr. 15.334.75 með 6% ársvöxtum af kr. 4.000.00 frá 2. maí 1951 til 5. s. m. og af kr. 15.334.75 frá þeim degi til greiðsludags, "4%. víxilfjárhæðarinnar í þóknun, kr. 54.20 í bankakostnað, og máls- kostnaðar. Er mál þetta var þingfest 29. f. m., mætti í dóminum sölustjóri stefnda og kvaðst sækja þing af þess hálfu. Lögmaður stefnanda andmælti því, að sölustjóranum væri heimilt lögum samkvæmt að koma fyrir dóm af hálfu stefnda, og var atriðið tekið til úrskurðar. Sölustjóri stefnda er að vísu hluthafi í félaginu, en ekki í stjórn bess, og virðist hann ekki hafa rétt samkvæmt skráningu til þess að rita firmað. Brestur sölustjórann því heimild til þess að svara til sakar fyrir stefnda í dómsmáli, og verður krafa hans ekki tekin til greina. Jón Bjarnason, fulltrúi borgardómara, kvað upp úrskurðinn. Því úrskurðast: Sölustjóra stefnda er óheimilt að sækja þing af þess hálfu. 810 Mánudaginn 25. júní 1951. Nr. 119/1950. Ákæruvaldið (Gunnar A. Pálsson cand. jur.) gegn Jónasi Sveinssyni, (Ólafur Þorgrímsson) Guðrúnu Ólafsdóttur, (Einar Arnórsson) Grími Thorarensen og (Egill Sigurgeirsson) Sveini Halldórssyni (Theódór B. Líndal). Setuðómarar próf. Ólafur Jóhannesson og hrl. Ragnar Jónsson í stað hrd. Jóns Ásbjörnssonar og hrá. Jónatans Hall- varðssonar. Sýknað af ákæru fyrir brot gegn 23. og 15. kafla hgl. nr. 19/1940. Brot gegn lögum nr. 41/1932. Dómur Hæstaréttar. Eftir uppsögu héraðsdóms hefur farið fram frekari rann- sókn í málinu. Yfirlæknir handlæknisdeildar Landsspítal- ans, Guðmundur Thoroddsen, hefur svarað ýmsum spurning- um, er sækjandi og verjendur ákærðu Jónasar Sveinssonar og Guðrúnar Ólafsdóttur hafa lagt fyrir hann. Þá hefur málið verið lagt af nýju tvisvar fyrir réttarmáladeild Læknaráðs. I. Ákæra um fóstureyðingu. 1. Ákærði Jónas Sveinsson. Ákærða Guðrún Ólafsdóttir, sem búsett var á Selfossi, hafði haft holdleg mök við ákærða Svein Halldórsson á önd- verðu ári 1949. Hún telur sig hafa haft tíðir seint í febrúar- mánuði það ár. Er tíðir brugðust síðari hluta marzmánaðar s. á., leit hún svo á, að hún mundi vera orðin þunguð. Skýrði hún ákærða Sveini frá þessu og kvaðst hafa í huga að láta eyða fóstri sínu. Tjáist ákærði Sveinn hafa verið því sam- þykkur, en taldi sig ekki þá hafa handbært fé til að greiða kostnað af fóstureyðingu. Í lok marzmánaðar s. á. fór Sveinn í siglingu, og kom hann ekki aftur fyrr en í maímánuði það ár. Í aprílbyrjun s. á. gerði Guðrún för sína til Reykjavíkur og fór til bróður ákærða Sveins, Guðna Halldórssonar, Frakka- 311 stíg 15. Kveðst hún hafa beðið Guðna um að hjálpa sér til þess að fá lækni til að eyða fóstri sínu, en þeim ber ekki saman um það, hvernig hann vékst við því. Um Guðna er þess að geta, að bæði fortíð hans og hegðun í sambandi við mál þetta er með þeim hætti, að ekkert mark er takandi á skýrslum hans út af fyrir sig. Guðrún hélt síðan aftur heim til sín. Hinn 18. apríl fór hún aftur til Reykjavíkur, ræddi enn um fóstureyð- ingu við Guðna Halldórsson og sneri því næst heimleiðis hinn 16. s. m. Loks hélt Guðrún til Reykjavíkur laugardaginn 23. s.m. Segist hún þá hafa farið rakleitt til ákærða Jónasar, en hún kveðst hafa heyrt, að hann mundi vera fáanlegur til þess að framkvæma fóstureyðingu. Ákærða Jónasi og henni ber saman um það, að hún hafi þá farið þess á leit við hann, að hann eyddi fóstri hennar. Guðrún segir, að sér hafi skilizt á honum, að hann mundi vilja gera það, ef hún greiddi honum 1000 krónur, en síðar í prófum málsins hefur hún þó ekki viljað fullyrða, að hann hafi talað um neina greiðslu. Jónas kveðst hafa neitað því að verða við tilmælum hennar. Guðrún hvarf síðan frá Jónasi og fór heim til Guðna. Ber þeim Guðna saman um það, að hún hafi þá beðið hann um 1000 krónur að láni, en ekki fengið. Að kvöldi þess 25. s. m. hringdi hún til nafngreinds manns og bað hann um 1000 króna lán, en fékk synjun. Að morgni þriðjudagsins 26. apríl ók Guðni Halldórs- son Guðrúnu niður að Kirkjuhvoli, þar sem ákærði Jónas hefur lækningastofu sína, án þess að hún hefði áður mælt sér þar mót við Jónas. Er talið, að klukkan hafi verið um 10.30, er hún kom til læknisins. Segist hún hafa beðið hann að eyða fóstri sínu og hafi hann verið fús til þess. Hann neitar því hins vegar eindregið, að hún hafi farið þess á leit, heldur hafi hún aðeins beðið hann um að athuga, hvort hún væri þunguð. Ákærði Jónas lét síðan ákærðu Guðrúnu leggjast upp á læknaborð. Fór hún úr buxunum, og voru fætur hennar settir í hnjástoðir. Guðrún kveður Jónas hafa farið með ein- hver verkfæri inn í fæðingarveg sinn. Hafi hana kennt all- mikið til og sársaukinn verið mun meiri en hefði hún skorið sig í fingur. Hún hafi fundið sársaukakippi, misjafnlega mikla, og fannst henni sem þeir væru ekki yzt í leggöngunum, heldur ofar. Guðrún kveðst ekki geta sagt um það, hvort 812 nokkuð hafi komið niður af henni, en blóð hafi verið á áhaldi, er Jónas notaði, og hafi hann farið með það í þvottaskálina eftir aðgerðina, en hún hafi tekið 15-—-20 mínútur. Jónas kveðst hafa hagað athugun sinni þannig, að hann hafi fyrst þrýst fingrum annarrar handar á kvið Guðrúnar rétt ofan við lífbeinið, og þá strax sannfærzt um, að fyrirferðaraukning var ekki í kvið hennar. Ekki segist hann hafa farið með fingur sinn inn í fæðingargöngin upp að leginu og ýtt á kvið Guð- rúnar með hinni hendinni til þess að fá legið á milli fingra sér, þ. e. hann hafi ekki framkvæmt svonefnda beggja handa þreifingu (bimanuel palpation). Í þess stað kveðst hann hafa notað þrjú verkfæri. Fyrst fór hann með legspegil í fæðingar- veg Guðrúnar og opnaði hann, þannig að hann gat séð „portio“. Þá kveðst hann hafa orðið þess var, að Guðrún var með smáblæðingu innst í leggöngunum og kringum legopið, og hafi hann haldið, að blæðingin væri byrjun á tíðum eða byrjandi fósturlát, en taldi hið fyrra miklu sennilegra. Þá hafi hann farið með kúlutöng með „tampon“ á inn í fæðingar- veginn og þurrkað blóð og slím, sem þar var fyrir. Fremra legopið hafi verið nokkuð útvíkkað og litur þess eðlilegur, en þó ef til vill í rauðara lagi. Hann kveðst hafa séð lítið sár, varla á stærð við einseyring í rönd legopsins og athugað það með kanna. Hins vegar neitar hann því að hafa farið með kannann eða nokkurt annað áhald inn í legopið. Niðurstaðan af skoðuninni hafi verið sú, að Guðrún væri ekki þunguð, og kveðst hann hafa skýrt henni frá því. Í öndverðum prófum málsins hélt Guðrún því fram, að hún hefði ekki haft neinar blæðingar á þessum tíma, þótt hún hafi síðar orðið margsaga um það atriði. Hún neitar því, að J ónas hafi skýrt henni frá því, að hún væri ekki vanfær, og telur sig ekki hafa vitað annað en að Jónas hefði eytt fóstri sínu. Hún kveðst hafa tjáð lækninum, er hún var risin af læknaborðinu og hafði klætt sig, að hún hefði enga peninga. Hafi hann þá sagt henni, að hún yrði að afla peninga og koma með þá strax, og skyldi hún þá fá lyfseðil. Hvoru tveggja þessu atriði neitar Jónas. Kveður hann Guðrúnu hafa farið þegar í stað án þess að bjóða greiðslu. Fór Guðrún síðan út í bíl til Guðna Halldórssonar, er beðið hafði fyrir utan húsið, og ók hann henni heim til sín 313 á Frakkastíg 15. Á leiðinni heim skýrði Guðrún Guðna frá því, að Jónas hefði eytt fóstri sínu. Guðrún tjáist hafa farið rétt á eftir í leigubifreið niður að Kirkjuhvoli og ætlað að hitta Jónas til að ræða við hann um greiðslu, en hann hafi þá verið farinn. Hélt hún þá aftur heim til Guðna og lagðist fyrir. Laust fyrir hádegi sama dag sneri Guðni Halldórsson sér til rannsóknarlögreglunnar og skýrði henni frá því, að ákærði Jónas hefði eytt fóstri ákærðu Guðrúnar þenna sama morgun. Klukkan 3—4 um daginn fór rannsóknardómarinn ásamt héraðslækni og öðrum nafngreindum lækni á heimili Guðna Halldórssonar á Frakkastíg 15. Er þangað kom, lá Guðrún á bekk í náttkjól með sæng ofan á sér og hafði baðmull við kyn- færi sín. Segir annar læknirinn, að blóð hafi ekki verið sjáan- legt þar, en hinn segir, að baðmullin hafi verið lituð blóði, þó ekki gegnblaut, heldur aðeins blóðblettur að innanverðu. Ekki sést, að framkvæmd hafi verið þar á staðnum eða síðar rannsókn á buxum þeim, sem Guðrún var í, þegar hún kom til ákærða Jónasar, á öðrum nærklæðum hennar eða áður- greindri baðmull, Þá var og ekki rannsakað þá þegar, hvort nokkuð hefði komið niður af henni, frá því hún kom frá Jónasi. Réttarpróf var háð á Frakkastíg 15 yfir Guðrúnu, og lýsti hún málavöxtum eins og að framan segir. Að því loknu var hún flutt á Landsspítalann og athuguð af Guðmundi Thorodd- sen prófessor, er taldi ekki unnt, að svo komnu máli, að segja til um það, hvort fóstri hefði verið eytt úr henni. Úrskurðaði rannsóknardómarinn þá, að hún skyldi fyrst um sinn höfð undir eftirliti á Landsspítalanum. Hvorki var Guðrún ein- angruð á spítalanum né sérstakur vörður settur til að gæta hennar, er hirða skyldi og halda til haga öllu, sem frá henni kæmi, svo sem nauðsynlegt hefði verið. Hinn 26. apríl, kl. 19, framkvæmdi Guðmundur Thoroddsen prófessor rannsókn á því, hvort fóstri hefði verið eytt úr henni þá um morguninn. Segir hann m. a. í skýrslu sinni, dags. 28. s. m., að engin blæðing hafi verið sýnileg á getnaðar- færum að utan, en lítilsháttar blóðvætl innst í leggöngum. Legopið hafi verið nokkuð útvíkkað, en ekkert rifið upp í það 314 og engin sýnileg för eftir tengur. Hann kveðst hafa þreifað um legið, sem virtist lítið eitt stækkað, „nokkuð mjúkt á pörtum og vel hreyfanlegt“. Síðar hefur hann lýst því, að enginn slímtappi hafi verið í legopi Guðrúnar og ekkert sár sjáanlegt í rönd legopsins. Loks segir hann: „Mér þykir ekki sennilegt, að þenna dag hafi verið tæmt út egg með fóstri hjá þessari stúlku, til þess eru leghálsgöng allt of þröng, þegar ofar dregur. Ómögulegt er að segja um það, hvort farið hefur verið upp í legið með verkfærum. Sennilegt má telja, að stúlkan sé vanfær vegna tíðateppu, stækkunar á legi og litarbreytingar, en önnur þykktarein- kenni finnast ekki, t. d. ekki vökvi í brjóstum.“ Samkvæmt sjúkraskrá hafði Guðrún, næstu nótt eftir að hún kom á spítalann og daginn eftir, lítilsháttar verki neðan til í kviðnum og lítilsháttar blæðingu um leggöng. Kvöldið hinn 27. apríl var hiti hennar 38,6. Var henni þá gefið penic- illin, og féll þá hitinn. Samkvæmt sjúkraskrá og skýrslu Guðmundar prófessors Thoroddsens kom að kvöldi hins 28. apríl gegnum fæðingarveg hennar stykki, sem líktist eggbelgj- um með kögri. Guðrún segist sjálf hafa orðið vör við, að eitt- hvað kom niður af henni, en ekki hefur tekizt að leiða í ljós, hver af hjúkrunarliði spítalans varð þess fyrst var og hirti það eða hvernig það var geymt til næsta dags, er yfirlæknir- inn fékk það í hendur. Vefjarstykki þetta var síðan sent Rannsóknarstofu háskólans hinn 29. s. m., og rannsakaði Ólafur Bjarnason læknir það. Lýsti hann því, að þetta væru sýktir egghlutar, og er skýrsla hans tekin orðrétt upp í hér- aðsdóm. Þá hefur hann og eftir endurtekna skoðun á vefjar- stykkinu borið það fyrir dómi, að ekki hafi verið unnt að greina fóstur í því. Ekki treystir hann sér til þess að segja neitt um það, hvort um heilt egg eða aðeins um hluta af eggi hafi verið að tefla. Um aldur eggsins taldi hann sig að rann- sókn lokinni það eitt geta sagt, að það hefði ekki verið eldra en fjögurra mánaða. Guðmundur prófessor Thoroddsen telur sennilegast eftir stærð og ásigkomulagi legsins, að Guðrún hafi verið á öðrum mánuði meðgöngutímans, er hún kom til hans á spítalann. Er rannsóknardómarinn hafði hinn 30. apríl fengið skýrslu 315 prófesssors Guðmundar Thoroddsens um það, að áðurnefnt vefjarstykki hefði komið frá Guðrúnu, var hún leyst undan eftirliti á spítalanum, án þess að áður væri kannað sérstak- lega, hvort nokkuð væri eftir í legi hennar. Heilsufar ákærðu Guðrúnar, eins og því hefur að framan verið lýst, ummerki á henni svo og vefjarstykki það, sem talið er hafa komið frá henni á Landsspítalanum, samrýmast að dómi réttarmáladeildar Læknaráðs því, að farið hafi verið með prjón eða kanna upp í leg hennar og þannig komið af stað fósturláti. Guðmundur "Thoroddsen prófessor telur einnig, að ofangreind einkenni geti samrýmzt því, að fóstur- eyðing hafi verið framkvæmd, en fullyrðir hins vegar, að meiri líkur séu fyrir því, að fósturlátið hafi ekki verið af mannavöldum, heldur orðið ósjálfrátt, þar sem ummerki á Guðrúnu bendi til þess, að ákærði Jónas hafi ekki numið fóstrið burt, og þar sem mjög ólíklegt sé, að fóstrið sjálft ásamt nokkrum hluta fylgivefs þess, sem ekki hefur komið í leitirnar, hafi gengið niður af Guðrúnu á þeim stutta tíma, sem leið frá því, að hún fór frá ákærða Jónasi og þar til hún kom á spítalann, eða þann tíma, sem hún var á spítalanum. För ákærðu Guðrúnar til ákærða Jónasar dagana 23. og 26. apríl 1949, upprunaleg skýrsla hennar um, að hún hafi þá ekki haft blæðingar, frásögn hennar um það, að hann hafi að beiðni hennar eytt fóstri hennar, og hegðun hennar og fram- angreint heilsufar, eftir að hún fór frá honum, veita sterkar líkur fyrir því, að hann hafi orðið valdur að fósturláti henn- ar. Hins vegar ber að líta á eftirtalin atriði: Ákærða Guðrún hefur reynzt reikul í framburði sínum og margsaga um fjöl- mörg atriði, sem máli skipta. Rannsókn á nærfötum hennar og baðmull svo og því, sem niður af henni kann að hafa komið á Frakkastíg 15, var látin undir höfuð leggjast. Hún var hvorki einangruð, er hún kom á Landsspítalann, svo sem nauðsyn bar til, né falin umsjá sérstaklega tilkvaddra hjúkr- unarkvenna, sem hirtu og héldu til haga öllu því, er frá henni kæmi og gæti gefið vísbendingu um fósturlát og orsakir þess. Samkvæmt sjúkraskránni hefur vefjarstykki komið frá henni á spítalanum, en ekki hefur tekizt að leiða vitni að því, hvaða hjúkrunarkonur hafi hirt það, þannig að loku sé skotið fyrir 316 mistök. Hvorki hefur sjálft fóstrið fundizt né heldur er það í ljós leitt, hvenær það gekk niður af Guðrúnu. Er því ekki nægilega fyrir það girt, að fósturlát kunni að hafa orðið, áður en hún kom til ákærða Jónasar hinn 26. apríl 1949, enda hefur Guðmundur prófessor Thoroddsen, sá eini læknir, sem rann- sakaði Guðrúnu, eftir að hún kom frá ákærða Jónasi 26. apríl, talið það líklegra, að fósturlátið hafi orðið ósjálfrátt, áður en Guðrún kom til Jónasar nefndan dag. Þegar litið er til alls þess, sem nú hefur verið rakið, þykir varhugavert að telja alveg fullnægjandi sannanir fram komnar fyrir því, að ákærði Jónas hafi eytt fóstri ákærðu Guðrúnar. Ber því að sýkna ákærða Jónas af ákæru fyrir brot á XXIII. kafla hegn- ingarlaga nr. 19/1940. 9. Ákærða Guðrún Ólafsdóttir. Með játningu ákærðu Guðrúnar er það sannað, að hún fór til ákærða Jónasar dagana 23. og 26. apríl 1949 og bað hann um að eyða fóstri, sem hún taldi sig ganga með, Samkvæmt því, sem að framan er rakið, verður ekki talið nægilega sann- að, að hún hafi þá gengið með lifandi fóstur. Í 216. gr. laga nr. 19/1940 er svo kveðið á, að ónothæf tilraun kvenmanns til þess að eyða fóstri sínu sé refsilaus. Ber því einnig að sýkna hana af ákæru fyrir brot gegn XXIII. kafla nefndra laga. II. Ákæra fyrir brot á 15. kafla hegningarlaganna. 1. Með skýrslum þeirra Gríms Thorarensens, Sveins Hall- dórssonar og Guðrúnar Ólafsdóttur og öðru því, sem leitt er í ljós um hegðun Jónasar Sveinssonar, þykir sannað, að hann hafi verið frumkvöðull að því, að ákærða Guðrún undirritaði hinn 15. júní 1949 yfirlýsingu (lögregluréttarskjal nr. 17) um það, að hún hefði haft blæðingar 22. og 23. apríl s. á. Skjal þetta var að hans tilhlutan sent Dómsmálaráðuneytinu. Yfirlýsing þessi braut í bág við fyrri framburð ákærðu Guð- rúnar fyrir dómi, enda gekk hún og frá henni fyrir dómi síðar. Með framburði ákærðu Guðrúnar, ákærða Sveins og vitnisins Lárusar Bjarnasonar og öðru því, sem leitt er í ljós um hegðun ákærða Jónasar, er og sannað, að hann hefur einnig átt frumkvæði að því, að ákærða Guðrún gaf Ólafi hæstaréttarlögmanni Þorgrímssyni nýja skýrslu (lögreglu- 317 réttarskjal nr. 25) og að hann, þ. e. Jónas, þægði ákærða Sveini Halldórssyni í sambandi við öflun skýrslunnar. Í skýrslu þessari lýsti Guðrún framburð sinn fyrir dómi rangan í veigamiklum atriðum, en frá efni þessarar skýrslu gekk hún aftur, er fyrir dóm kom. Framangreint hátterni ákærða Jón- asar varðandi lögregluréttarskjöl nr. 17 og 25 miðaði að því að fá samsökunaut sinn ákærðu Guðrúnu til að breyta fyrir dómi framburði sínum um atriði, sem þau voru bæði ákærð fyrir. Var háttsemi þessi honum því refsilaus, sbr. 143. gr. laga nr. 19/1940. 2. Aðstoð ákærða Gríms Thorarensens við útvegun yfir- lýsingarinnar á lögregluréttarskjali nr. 17 og aðstoð ákærða Sveins Halldórssonar við útvegun á yfirlýsingunni á lögreglu- réttarskjölum nr. 17 og 25 var einnig hlutdeild í refsilausum verknaði ákærða Jónasar, og á þetta hátterni þeirra Gríms og Sveins ekki undir neitt ákvæði í 15. kafla hegningarlag- anna. Ber því að sýkna þá af ákæru fyrir brot á þessum kafla hegningarlaganna. III. Ákæra um brot á lögum nr. 47 (1932 um lækningaleyfi o. fl. Með eigin játningu ákærða Jónasar er það sannað, að hann sótthreinsaði hvorki hendur sínar né tæki við framangreinda rannsókn á ákærðu Guðrúnu og gætti þannig ekki réttra sótt- varnarráðstafana. Varðar þetta við 6. sbr. 18. gr. laga nr. 47/1932. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin 3000 króna sekt til ríkissjóðs, sem afplánist 15 daga varðhaldi, ef hún greiðist ekki innan 2 vikna frá birtingu dóms þessa. IV. Um málskostnað o. fl. Samkvæmt úrslitum máls þessa og þar sem ákærði Jónas hefur torveldað rannsókn málsins og gert hana miklu um- fangsmeiri en efni stóðu til með öflun fyrrgreindra yfirlýs- inga í lögregluréttarskjölum nr. 17 og 25, þykir rétt, sbr. 8. gr. laga nr. 28 frá 1893, að dæma honum að greiða helming alls kostnaðar af sökinni bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, en að hálfu greiðist hann úr ríkissjóði. Sakflytjendur skulu fá laun sem hér segir: Sækjandi í "Hæstarétti, kr. 6000.00. Verjandi ákærða Jónasar Sveins- sonar í héraði, kr. 2000.00, og verjandi hans í Hæstarétti, kr. 318 3500.00, Verjandi ákærðu Guðrúnar Ólafsdóttur í héraði, kr. 800.00, og verjandi hennar í Hæstarétti, kr. 3500.00. Verj- andi ákærða Gríms Thorarensens í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 3000.00, og verjandi ákærða Sveins Halldórssonar í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 3000.00. Ólafur Þorgrímsson hæstaréttarlögmaður tók að tilhlutan ákærða Jónasar Sveinssonar skýrslu af ákærðu Guðrúnu Ólafsdóttur (lögregluréttarskjal nr. 25), í stað þess að bjóða henni fylgd sína til rannsóknardómarans og aðstoð þar, eftir því sem kostur væri. Ber að víta hæstaréttarlögmanninn fyrir þessa framkomu. Í svarræðu sinni í Hæstarétti gætti skipaður sækjandi, Gunnar A. Pálsson cand. jur., ekki hófs í orðum í garð ákærða Jónasar Sveinssonar né í garð verjanda hans og verjanda ákærðu Guðrúnar. Verður að átelja þetta. Dómsorð: Ákærði Jónas Sveinsson greiði 3000 króna sekt í ríkis- sjóð, og komi 15 daga varðhald í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 2 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærðu Guðrún Ólafsdóttir, Grímur Thorarensen og Sveinn Halldórsson skulu vera sýkn af kröfum ákæru- valdsins í máli þessu. Allur kostnaður af sökinni greiðist af hálfu úr ríkis- sjóði, en að hálfu af ákærða Jónasi Sveinssyni, þar með talin laun skipaðs sækjanda í Hæstarétti, cand. juris Gunnars A. Pálssonar, kr. 6000.00, laun talsmanns ákærða Jónasar Sveinssonar í héraði, hæstaréttarlög- manns Eggerts Claessens, kr. 2000.00, og laun skipaðs verjanda hans í Hæstarétti, Ólafs hæstaréttarlögmanns Þorgrímssonar, kr. 8500.00, laun skipaðs verjanda ákærðu Guðrúnar Ólafsdóttur í héraði, Guðjóns Hólms Sigvaldasonar héraðsdómslögmanns, kr. 800.00, og skip- aðs verjanda hennar í Hæstarétti, Einars Arnórssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 3500.00, laun skipaðs verjanda 819 ákærða Gríms Thorarensens í héraði og fyrir Hæstarétti, Egils Sigurgeirssonar hæstaréttarlögmanns, samtals kr. 3000.00, og laun skipaðs verjanda ákærða Sveins Hall- dórssonar í héraði og fyrir Hæstarétti, Theódórs B. Lín- dals hæstaréttarlögmanns, samtals kr. 3000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 18. júlí 1950. Ár 1950, þriðjudaginn 18. júlí, var í aukarétti Reykjavíkur, sem haldinn var Í skrifstofu réttarins af Valdimar Stefánssyni sakadómara kveðinn upp dómur í málinu nr. 2742—2745/1950: Ákæruvaldið gegn Jónasi Sveins- syni, Guðrúnu Ólafsdóttur, Grími Thorarensen og Sveini Halldórssyni, sem dómtekið var hinn 7. s. m. Mál þetta er að fyrirlagi Dómsmálaráðuneytisins höfðað af ákæruvalds- ins hálfu gegn þeim Jónasi Sveinssyni lækni, til heimilis á Bergstaða- stræti 67 hér í bæ, til refsingar og réttindamissis fyrir brot gegn XXIII. sbr. VII. kafla og KV. sbr. III. kafla almennra hegningarlaga nr. 19 12. febrúar 1940 og lögum nr. 47 1932 um lækningaleyfi og fleira svo og gegn Guðrúnu Ólafsdóttur saumastúlku, til heimilis á Austurvegi 2 á Selfossi, fyrir brot gegn ÆKXIII. sbr. II. kafla hegningarlaganna og gegn þeim Grími Thorarensen fulltrúa og Sveini Halldórssyni sjómanni, báðum til heimilis á Selfossi, fyrir brot gegn XV. sbr. III. kafla hegningarlaganna. Ákærðu eru komin yfir lögaldur sakamanna. Ákærði Jónas Sveinsson er fæddur 7. júlí 1895 að Ríp í Hegranesi og hefur, svo kunnugt sé, sætt eftirtöldum kærum og refsingum: Í Reykjarík: 1937 12/11 Undir rannsókn út af ökuóhappi. Skýrsla send hlutaðeigandi vátryggingarfélagi. Ekki talin ástæða til réttarmeðferðar. 1949 29/12 Sátt, 100 kr. sekt fyrir brot á lögreglusamþykkt og umferðar- lögum. Ákærða Guðrún Ólafsdóttir er fædd 25. júlí 1924 að Eystra-Geldinga- holti í Gnúpverjahreppi og hefur, svo kunnugt sé, hvorki sætt kærum né refsingum. Ákærði Grímur Thorarensen er fæddur 7. júní 1920 að Selfossi og hefur, svo kunnugt sé, sætt eftirtöldum kærum og refsingum: Í Árnessýslu: 1945 18/12 Sátt, 20 kr. sekt fyrir ólöglegt bifreiðastæði. 1946 21/8 Sátt, 20 kr. sekt fyrir brot á lögreglusamþykkt. 1948 23/10 Sátt, 30 kr. sekt fyrir brot gegn umferðarlögum. Ákærði Sveinn Halldórsson er fæddur 16. desember 1926 í Vestmanna- eyjum og hefur, svo kunnugt sé, sætt eftirtöldum kærum og refsingum: Í Reykjavík: 1944 5/5 Kærður fyrir þjófnað. Samkvæmt bréti Dómsmálaráðuneytisins 320 14/8 1944 skal saksókn niður falla gegn því skilyrði, að ákærði verði í 2 ár undir hæfilegu eftirliti. Málið skal tekið upp, ef hann gerist sekur um nýtt brot á eftirlitstímanum eða óhlýðn- ast fyrirmælum eftirlitsmanns. 1945 17/5 Sátt, 100 kr. sekt fyrir brot gegn 1. mgr. 20. gr. bifreiðalaga. Í Árnessýslu: 1949 25/8 Sátt, 100 kr. sekt fyrir líkamsárás, skaðabætur kr. 408.80. Atvik í máli þessu eru margþætt, og þykir gleggst að rekja málavexti í þáttum eftir rannsókn málsins. 1 Málaveætir samkvæmt réttarrannsóknum 86. apríl—I?. mak 1949. Síðla árs 1947 flutti ákærða Guðrún Ólafsdóttir frá foreldrum sínum á fæðingarstað sínum að Selfossi í Árnessýslu. Vann hún þar fyrst í hálft ár í veitingahúsi, en síðan í saumastofu. Hún hefur ekki gifzt eða verið heitbundin. Hún kynntist ákærða Sveini Halldórssyni, og veturinn 1948— 1949 höfðu þau við og við samfarir saman og ætíð án þess að viðhafa varúðarráðstafanir gegn getnaði. Ákærða Guðrún hefur borið, að hún hafi ekki haft samfarir við aðra karlmenn á þessum tíma. Seinni hluta marzmánaðar 1949, um viku eftir, að sá tími var kominn, að hún átti venju samkvæmt að hafa fengið tíðir, án þess að hún fengi bær, fór hana að gruna, að hún myndi vera orðin ófrísk. Skýrði hún ákærða Sveini strax frá því, að hún myndi vera orðin ófrísk og af völdum hans. Kom honum þetta ekki mjög á óvart, og vissi hann, að hann myndi vera valdur að þunga hennar. Hún skýrði honum frá því, að hún vildi láta eyða fóstrinu, og kvaðst hann mundu samþykkja það, ef hún vildi láta gera það. Þá gat hann þess, að hann hefði ekki handbæra peninga, en ef hún yrði fyrir útgjöldum vegna eyðingar fóstursins, myndi hann greiða síðar þau útgjöld hennar. Lengra var ekki samtal þeirra um málið, og var þannig ekkert nánar talað um eyðingu fóstursins, hver, hvar og hvenær skyldi framkvæma hana eða nokkuð annað í sambandi við hana. Fór ákærði þremur dögum síðar með flutningaskipi til Englands. Ákærða Guðrún hefur borið það, að hún hafi ekki haft ástæður til þess að eiga barn. Orsakir þesssa kveður hún hafa verið fjárhagslegar og einnig erfiðleika, sem hefðu verið á því fyrir hana að vera með óskilgetið barn. Enn fremur hafi foreldrar hennar haft andúð á ákærða Sveini og sambandi hennar við hann, og áleit hún, að barn hennar, sem hann væri faðir að, myndi ekki verða mjög velkomið á heimili foreldra hennar. Nokkrum dögum og áreiðanlega ekki meira en viku eftir að ákærða Guðrún fékk gruninn um, að hún væri orðin ófrísk og skýrði ákærða Sveini frá honum, fór hún heiman frá sér á Selfossi til Reykjavíkur til að reyna að fá fóstri sínu eytt. Hitti hún Guðna Halldórsson bifreiðarstjóra, Frakkastíg 15 hér í bæ, bróður ákærða Sveins, á Frakkastíg 15. Ber þeim saman um, að það hafi verið laugardaginn 2. apríl 1949. Ákærða Guðrún skýrði Guðna frá því, að hún héldi, að hún væri ófrísk orðin af völdum 321 ákærða Sveins. Kvaðst hún vilja láta eyða fóstrinu og bað um hjálp Guðna til að útvega lækni til að eyða því. Guðni neitaði að verða við þessu. Ákærða Guðrún dvaldist á Frakkastíg 15 um nóttina, en fór svo daginn eftir austur að Selfossi. Daginn fyrir skírdag, miðvikudaginn 13. apríl f. á., fór ákærða Guðrún aftur að austan til Reykjavíkur til að tala við Guðna. Ræddi hún við hann heima hjá honum um það sama, sem hún hafði áður talað við hann 2. apríl. Guðni neitaði enn að veita nokkra hjálp til þess, að fóstri hennar yrði eytt. Dvaldist hún á Frakkastíg 15 til laugardags 16. apríl, en þá fór hún heim til sín að Selfossi. Laugardagsmorguninn 23. apríl f. á. fór ákærða Guðrún enn austan frá Selfossi til Reykjavíkur. Fór hún rakleitt og án þess að vera búin að hitta eða tala áður við Guðna Halldórsson til ákærða Jónasar Sveinssonar til þess að fá hann til að eyða fóstri hennar. Hún kveður, að enginn hafi bent henni á að fara til ákærða Jónasar í þessu skyni, en að hún hafi verið búih að heyra það af einhverjum gömlum orðrómi, að hann myndi ef til vill vera fáanlegur til að framkvæma þetta verk. Hún hitti hann á lækninga- stofu sinni í Kirkjuhvoli. Hún kveður, að þetta hafi verið greindan laug- ardagsmorgun, og telur hann ekki ósennilegt, að það hafi verið þann dag. Hún skýrði honum frá því, að hún héldi, að hún væri orðin ófrísk, og fór hún þess á leit við hann, að hann eyðdi fóstri hennar. Hún kveður, að hann hafi ekki lofað því með orðum að eyða fóstri hennar, en að henni hafi skilizt á svari hans, að hann myndi gera það, ef hún greiddi honum 1000 krónur. Hafi hún sagzt ætla að athuga málið, en ekki getið um það, að hún átti ekki 1000 krónur til. Hann kveðst hins vegar hafa neitað því að eyða fóstri, sem hún gengi með, og hefur eindregið neitað því að hafa nefnt 1000 krónur eða nokkra aðra fjárhæð í þessu sambandi. Þeim ber báðum saman um, að hann hafi spurt hana að nafni og hvaðan hún væri og að hún hafi svarað því. Þá spurði hann hana að því, hvenær hún hefði haft seinast tíðir. Þau eru ekki ásátt um svar hennar. Hann kveður, að hún hafi sagt, að hún hafi haft seinast tíðir í fyrrihluta janúarmánaðar eða um hann miðjan. Hún kveðst hafa svarað því, að hún hefði ekki haft tíðir í tvo mánuði og ekki nefnt nafn neins mánaðar. Ákærði Jónas kveður, að frekari orðaskipti hafi ekki farið á milli þeirra í þetta skipti og hafi ákærða Guðrún síðan farið frá honum. Hún hefur hins vegar staðhæft, að hann hafi sagt henni í þetta skipti, að ef fóstri hennar yrði eytt, myndi hún þurfa að liggja rúmföst í 3—4 daga, en hún muni ekki fyllilega, hvort hann sagði þetta við hana alveg að fyrra bragði eða eftir spurningu hennar. Hann hefur eindregið neitað því að hafa talað nokkuð við hana um legu, eftir að fóstri hennar hefði verið eytt. Þá hefur hún staðhæft, að hann hafi skýrt henni frá því að fyrra bragði, að hún mætti ekki segja nema nánustu aðstandendum, sem hún lægi hjá eftir eyðingu fóstursins, frá því, að fóstri hennar hefði verið eytt. Hann hefur neitað því eindregið að hafa sagt þetta við hana. Þeim ber báðum saman um, að dvöl hennar hjá honum hafi verið mjög stutt, og skoðaði hann hana ekki neitt. 21 322 Nokkru eftir hádegi þenna sama dag hitti ákærða Guðrún Guðna Hall- dórsson heima hjá honum og skýrði honum frá því, að ákærði Jónas myndi eyða fóstri hennar, ef hún greiddi honum (ákærða Jónasi) 1000 krónur. Bað hún Guðna um að lána sér þessa fjárhæð til að greiða ákærða Jónasi. Guðni kvaðst hvorki geta né vilja láta hana fá peninga til þessa. Ákærða Guðrún dvaldist nú næstu daga hjá Guðna á Frakkastíg 15. Mánudagskvöldið 25. apríl hafði hún orð á því við Guðna, að hún þekkti fáa hér í bænum, sem hún myndi geta leitað til um peningalán. Guðni man, að hún talaði um mann, sem ætti heima á Lindargötu, sem hún ætl- aði að reyna að fá peninga hjá. Hún man, að hún minntist á Þorstein Þorsteinsson, Lindargötu 30, í þessu sambandi, en þau eru gamlir sveit- ungar. Hún fór síðan frá og var í burtu nokkra stund. Hringdi hún til Þorsteins og bað hann að lána sér 1000 krónur. Hún gat ekki um það, til hvers hún ætlaði að nota peningana, og Þorsteinn spurði hana heldur ekki um það. Hann sagðist ekki geta lánað henni neina peninga, og slitu þau síðan samtalinu. Ákærða Guðrún kom svo aftur til Guðna og sagði honum, að hún hefði talað við Þorstein og hann hefði ekki getað hjálpað henni um peninga. Næsta morgun, þriðjudaginn 26. apríl, bað ákærða Guðrún Guðna Hall- dórsson um að aka henni til ákærða Jónasar á lækningastofu hans Í Kirkjuhvoli. Hún talaði ekki um það við Guðna, hvað hún vildi ákærða Jónasi, og spurði Guðni hana heldur ekki að því. Guðni kveðst samkvæmt framansögðu hafa vitað, að ákærðu Guðrúnu hefði ekki tekizt að fá nokkra peninga, og því ekki hafa búizt við, að hún væri að fara til ákærða Jónasar til að láta hann eyða fóstri hennar. Guðni ók ákærðu Guðrúnu í bifreið sinni niður að Kirkjuhvoli. Fór hún fyrst inn í húsið til að vita, hvort ákærði Jónas væri við, og þegar hún komst að því, að svo var, fór hún aftur út til Guðna og bað hann um að bíða, á meðan hún væri hjá ákærða Jónasi. Síðan fór ákærða Guðrún inn á lækningastofuna til ákærða Jónasar, og mun klukkan þá líklega hafa verið um 10.30. Ákærða Guðrún kveðst ekki hafa þurft að bíða neitt til þess að geta komizt inn til hans. Ber mjög á milli framburða þeirra um, hvað þar gerðist. Ákærða Guðrún kveðst hafa borið upp fyrra erindi sitt, sem sé beðið ákærða Jónas um að eyða fóstri hennar, og hafi hann samþykkt að sera það. Ákærði Jónas neitar því hins vegar eindregið, að hún hafi beðið hann um að eyða fóstri hennar, heldur hafi hún aðeins beðið hann um að athuga, hvort hún myndi vera ófrísk, og hafi hann samþykkt að athuga það. Lagðist ákærða Guðrún svo upp á lækningaborð í lækningastofunni, fór úr buxunum og fætur hennar skildir sundur á stultum (settir í hnjástoðir). Ákærða Guðrún kveður, að ákærði Jónas hafi síðan farið með ýmis verkfæri inn í fæðingarveg hennar og hvert tækið inn eftir annað, en hún hafi ekki vitað, hvers konar verkfæri þetta hafi verið. Hún vissi ekki annað en að hann væri að framkvæma fóstureyðingu hjá henni. Hana hafi kennt talsvert til. Sársaukinn við aðgerðina hafi verið þó nokkuð mikill og mun meiri heldur en t. d., ef hún hefði skorið sig í fingur. Hún hafi fundið misjafnlega mikla sársaukakippi, og henni fundizt sem þeir væru ekki efst í 828 leggöngunum heldur ofar. Hún hafi ekki hljóðað, en svitnað, Þegar hún fann til sársaukans, en ákærði Jónas hafi deyft hana. Hún geti ekki sagt um, hvort nokkuð hafi verið tekið eða komið niður af henni, en ákærði Jónas hafi farið með töng eða annað verkfæri í bvottaskál, eftir að hann hafi verið með það í fæðingarvegi hennar. Hún hafi séð, að blóð var á áhaldinu, en kveður, að lítið hafi blætt eftir aðgerðina. Hún minnist þess ekki, að ákærði Jónas hafi þreifað eða þrýst á kvið hennar eða farið með fingur sinn inn í leggöng hennar og þrýst með hinni hendinni niður á við á kvið hennar. Man hún ekki betur en að hann færi strax með verkfærin inn í leggöng hennar, eftir að hún var komin á lækningaborðið. Hún heldur, að aðgerðin sjálf hafi staðið um a. m. k. 15--20 mínútur. Ákærði Jónas hefur borið það, að hann hafi aðeins skoðað ákærðu Guð- rúnu til að athuga, hvort hún myndi vera ófrísk. Hann hafi ekki spurt hana að því, hvort hún hefði átt barn áður. Hann hafi fyrst þrýst fingrum annarar handar á kvið hennar, rétt ofan við lífbeinið, en alls ekki getað fundið á því, að hún væri ófrísk. Hann hafi strax sannfærzt um það, að fyrirferðaraukning hafi ekki verið hjá henni í kviðnum og að það væri ekki rétt, sem hún hafði sagt honum, að hún væri búin að ganga með að minnsta kosti í 3 mánuði, sem hafi verið tími sá, sem honum hafi skilizt á henni, að hún teldi sig vera búna að ganga með. Þess vegna hafi hann notað þrjú áhöld, speculum, kúlutöng og kanna (augnsondu með blaði í miðju) við skoðunina á ákærðu Guðrúnu. Hann hafi ekki sótthreinsað tækin fyrir skoðunina og muni hann ekki, hvenær það hafi seinast verið gert. Hann sótthreinsaði ekki áður tæki, sem hann notaði við slíka skoðun, "sem hér ræðir um. Hann hafi ekki notað hanzka við skoðunina, og hann hafi ekki sjálfur verið sérstaklega sótthreinsaður, og muni hann ekki eftir því, hvort hann hafi þvegið sér um hendurnar á lækningastofunni fyrir skoðunina. Ákærði Jónas kveðst hafa notað áhöldin þrjú svo, að fyrst hafi hann farið með speculum inn í fæðingarveginn (leggöngin), opnað tækið, eins og hafi þurft til þess að geta séð „portio“. Á tækinu sé skrúfa til að stilla og festa það, eins og þurfti, (sjálfhaldandi speculum) og hafi hann stillt tækið og fest það. Síðan hafi hann farið með kúlutöngina með „tampon“ á inn í fæðingarveginn og þurrkað blóð og slím, sem þar hafi verið, og hreinsað legopið. Fremra legopið hafi verið nokkuð útvíkkað og litur opsins eðlilegur, en ef til vill þó í rauðara lagi. Ákærði Jónas kveðst síðan hafa séð, að lítið sár, eða „erosion“, varla á stærð við einseyring, hafi verið á rönd legopsins. Hafi hann stungið kannanum í sárið og kannað eiginleika þess. Kanninn hafi ekkert gengið inn í sárið (erosionina), sem honum hafi virzt vera venjuleg algeng „erosion“. Því næst hafi hann sett kompressu við ytri fæðingarpartana, en losað síðan skrúfuna á speculum og tekið tækið í burtu. Annað hafi hann ekki gert við ákærðu Guðrúnu, og heldur hann, að umrædd athöfn hafi tekið um 10—15 mín. Verkfærin hafi verið blóðug og hafi hann látið þau í þvottaskál (vask), sem rennandi vatn var í, og látið vatn renna á þau. Seinna um daginn hafi hann þvegið 324 verkfærin upp í köldu vatni, þurrkað þau og látið svo á borð á lækninga- stofunni í næsta herbergi við biðstofuna, að því er hann minnir. Ákærði Jónas hefur neitað því að hafa farið með kannann eða nokkurt annað áhald inn í legopið eða að hafa farið með fingur sinn inn í vagina upp að leginu (þ. e. ekki gert bimanuel palpation) eða ýtt á kvið ákærðu Guðrúnar með hinni hendinni til að fá legið þannig á milli fingra sér. Hann kveðst ekki hafa neitt athugað frekara stærð legsins, þegar hann hafði fengið þá skoðun, að ákærða Guðrún væri ekki búin að ganga með í 3 mánuði. Hann hefur einnig neitað því að hafa deyft ákærðu Guðrúnu eða að annaðhvort þeirra hafi nokkuð minnzt á deyfingu. Ákærða Guðrún kveðst hins vegar hafa látið orð falla um, hvort ekki væri hægt að deyfa hana, og hann svarað því játandi. Hún hafi þá spurt hann að því, hvort bað myndi ekki vera lengi að dofna, og hann svarað, að það myndi taka um 5 mínútur. Ekkert hafi verið rætt meira um deyfingu og hafi hún aldrei orðið vör við, að hún væri deyfð. Ákærði Jónas hefur eindregið neitað því, að nokkuð hafi komið eða farið niður af ákærðu Guðrúnu. Í réttarhaldi 26. april bar ákærði Jónas, að konan, sem reyndist vera ákærða Guðrún, hefði verið með blæðingu, og í réttarhaldi 27. apríl, að hann hafi haldið, að þetta væri venjuleg tíða- blæðing. Í réttarhaldi tveimur dögum síðar bar hann, að ákærða Guðrún hefði verið með smáblæðingu, sem hann hafi haldið, að væri byrjun á tíð- um eða byrjandi fósturlát, og aðspurður, hvers vegna hann hafi ekki minnzt á byrjandi fósturlát í fyrri framburði sínum, svaraði hann því, að hann hafi verið sannfærður um, að blæðingin væri ekki annað en byrjun á tíðum. Hann kveðst ekki hafa getað séð, að ákærða Guðrún væri ófrísk og hafi hann sagt henni, að hún væri ekki ófrísk. Hann kveður, að engin blæðing hafi verið sjáanleg að utan og hafi hann ekki séð hana fyrr en hann hafði komið speculum fyrir, enda hafi hún verið innst inni í leggöngunum og í kringum legopið. Ákærða Guðrún hefur hins vegar borið það, að hún hafi ekki vitað til þess, að hún væri með nokkra blæðingu, þegar hún kom til ákærða Jónasar í þetta skipti, og sé áreiðanlegt, að ekkert hafi blætt niður. Þá hefur hún eindregið neitað því, að hann hafi sagt henni, að hún væri ekki ófrísk. Ákærða Guðrún bar það margsinnis, að hún myndi það vel, að þegar hún var ennþá á lækn- ingaborðinu eða þegar hún var að rísa upp af því, hafi ákærði Jónas minnzt á tvíbura og talið sennilegt, að hér hefði verið um tvíbura að ræða. Ákærði Jónas hefur hins vegar eindregið neitað því að hafa sagt nokkur slík orð eða að hafa nokkuð minnzt á tvíbura við hana. Ákærða Guðrún hefur borið það, að þegar ákærði Jónas hafði lokið athöfn sinni við hana, hafi hann sagt, að þetta væri búið, og hún þá litið svo á, að ekkert væri því til fyrirstöðu, að hún færi heim til sín. Ákærði Jónas man ekki, hvort hann lét orð falla í lok skoðunarinnar um, að nú væri þetta búið. Ákærði Jónas kveður, að eftir skoðunina hafi ákærða Guðrún klætt sig strax, þrifið tösku sína, litið fljótlega niður í hana og sagt, að hún hefði ekki neina peninga, og því næst hlaupið rakleitt út og hann ekki séð hana 325 eftir það. Hafi hann þá ekkert verið farinn að tala um þóknun til hans fyrir skoðunina og ekkert frekara samtal farið á milli þeirra. Ákærða Guðrún kveður hins vegar, að þetta sé mjög rangt hjá ákærða Jónasi. Framburður hennar er sá, að þegar hún hafi verið risin upp af lækninga- borðinu, hafi hún spurt hann að því, hvort það væri hætta á því, að hún yrði mikið veik og hvernig færi, ef svo yrði. Hann hafi svarað því, að hann byggist ekki við því, að hún yrði mikið veik, og skildist henni á honum, að hann ætlaði sjálfur að annast hana í slíku tilfelli. Þegar hún var búin að klæða sig, hafi hún tekið peningaveski sitt fram og litið í það og sagt við hann, að hún hefði ekki neina peninga. Hún hafi litið í veskið aðeins til málamynda, þó að hún hafi vitað, að í því voru engir peningar. Ákærði Jónas, sem hafi ekki verið farinn í þetta skipti að minnast á þóknun, hafi nú sagt við hana, að hún yrði að útvega peninga, en ekki nefnt upphæð- ina, og yrði hún að koma með þá rétt strax. Hafi henni skilizt á honum, að hann vildi fá peningana þenna sama dag. Einmitt í þessu hafi hann að fyrra bragði haft orð á því, að hún skyldi fá lyfseðil, en hann hafi ekki nefnt við hverju. Minnir hana, að hann hafi þá verið við skrifborð og ritað eitthvað, og hafi hún haldið, að hann væri að rita lyfseðilinn. Hún hafi spurt hann að því, hvort hún gæti fengið lyfseðilinn, og hann svarað þá, að hún fengi hann, þegar hún kæmi aftur, þ. e., þegar hún kæmi með pening- ana, eins og hún hafði skilið orð hans. Ákærða Guðrún kveður, að ekki hafi orðið meira úr samtali þeirra, og hafi hún svo farið í burtu frá honum. Hann hafi ekki minnzt á við hana, að það væri refsivert fyrir þau, ef hann eyddi fóstri hennar, en henni hafi skilizt á honum, að þetta væri ekki leyfilegt og yrði að fara leynt, vegna þeirra fyrri ummæla hans um, að hún mætti ekki segja öðrum frá því, ef hann eyddi fóstri hennar, nema nánustu aðstandendum, sem hún lægi hjá eftir fóstureyðinguna. Ákærði Jónas hefur eindregið neitað því, að núgreint samtal milli hans og ákærðu Guðrúnar hafi farið fram. Sérstaklega kveðst hann ekkert hafa minnzt á lyfseðil við hana og hún heldur ekkert minnzt á hann. Það geti verið rétt, að hún hafi séð hann rita nokkur orð við skrifborðið, en það hafi áreiðan- lega verið alveg óviðkomandi henni. Ákærði Jónas kveður, að ákærða Guðrún hafi ekki staðið við hjá honum í þetta skipti meira en fjórðung stundar. Ákærða Guðrún hefur ekki treyst sér til þess að segja ákveðið um, hve lengi hún dvaldist hjá honum, en gizkar á, að aðgerðin, sem hann hafi framkvæmt á henni, hafi tekið um 15—20 mínútur. En dvöl hennar hjá honum fyrir og eftir aðgerðina hafi verið mjög stutt. Ákærða Jónasi og ákærðu Guðrúnu ber báðum saman um það, að skoðunin eða aðgerðin hafi farið fram í öðru herbergi frá biðstofunni. Ákærði Jónas kveður, að dyr herbergis þess út í fyrsta herbergið frá biðstofunni hafi verið lokaðar og ólæstar, en hinar dyr þess, sem liggja út í ljósastofuna, hafi verið í hálfa gátt. Dyrnar, sem eru í milli ljósastofunnar og gangsins svo og dyrnar fram í biðstofuna hafi verið lokaðar og ólæstar. Ákærða Guðrún hefur borið, að hún hafi ekki orðið vör við annað en að dyr her- 326 bergisins, sem aðgerðin hafi farið fram í, hafi verið lokaðar, en veit ekki, hvort þær voru læstar. ; Ákærða Guðrún fór beint frá ákærða Jónasi út til Guðna Halldórssonar, sem beið í bifreiðinni fyrir utan húsið. Hefur Guðni áætlað, að þá hafi ákærða Guðrún verið búin að vera um hálfa klukkustund í burtu. Kveður hann, að hún hafi verið venju fremur föl og hafi verið meðalalykt af henni. Hún steig upp í bifreiðina, og ók Guðni henni svo heim til sín á Frakkastíg 15. Á leiðinni skýrði ákærða Guðrún Guðna frá því, að ákærði Jónas væri búinn að eyða fóstri hennar og að hann hefði sagt, að hér hafi verið um tvíbura að ræða. Þegar ákærða Guðrún og Guðni höfðu dvalizt örstutta stund á Frakkastíg 15, bað hún hann um að aka henni aftur á lækningastofuna til ákærða Jónasar, og kvaðst hún vilja tala við hann um peningaskuld hennar við hann og reyna að fá lyfseðilinn hjá honum. Guðni vildi ekki aka henni aftur til ákærða Jónasar, og kveður Guðni, að það hafi bæði verið af því, að hann vildi ekki skipta sér meira af mál- inu, að því er snertir akstur með ákærðu Guðrúnu til ákærða Jónasar, svo og hinu, að hann hafði öðru starfi að sinna. Ákærða Guðrún kveðst þá hafa farið í leigubifreið á lækningastofuna til ákærða Jónasar til að tala við hann um peningaskuldina og reyna að fá lyfseðilinn, en ekki fundið hann bar. Hafi hún þá farið aftur í bifreiðinni á Frakkastíg 15, þar sem hún hafi lagzt strax í rúmið. Rétt fyrir hádegi þenna sama dag fór Guðni Halldórsson til rannsóknar- lögreglunnar til að kæra það, sem gerzt hafði, og kveðst hann alveg hafa tekið það upp hjá sjálfum sér. Eftir hádegi hófst réttarrannsókn í málinu, og var ákærða Guðrún yfirheyrð í rúmi sínu á Frakkastíg 15, að mætt- um þeim Magnúsi Péturssyni héraðslækni og Páli Sigurðssyni tryggingar- yfirlækni dómaranum til aðstoðar. Var síðan farið með ákærðu Guðrúnu í sjúkrabifreið á Landsspítalann og hún úrskurðuð til að vera undir eftirliti þar í þeim tilgangi að fá úr því skorið, hvort fóstri hennar hefði verið eytt. Strax á eftir var ákærði Jónas yfirheyrður og úrskurðaður síðan í gæzluvarðhald. Verður síðar vikið nánar að dvöl ákærðu Guðrúnar undir eftirliti á Landsspítalanum, en hún var laus látin úr því 30. apríl f. á. Ákærði Jónas var laus látinn úr gæzluvarðhaldinu 1. maí f. á. Þegar um kvöldið 26. april var leit gerð á lækningastofu ákærða Jónasar að gögnum, sem kynnu að geta veitt upplýsingar um, hvort eyðing fósturs hefði verið framkvæmd þar. Leitina gerði Páll Sigurðsson tryggingaryfir- læknir ásamt tveimur rannsóknarlögreglumönnum. Ekkert fundu þeir grunsamlegt í úrgangsfötunni í stofunni eða í skjölum ákærða Jónasar þar, og voru engin verksummerki sjáanleg eftir fóstureyðingu, sem hefði verið framkvæmd þar. Þeir fundu meðal læknaáhalda þar speculum, kúlu- töng og kanna (augnsondu með blaði í miðju). Tvö fyrstnefndu áhöldin voru á borði við vegg framan við lækningaskáp í fremra herberginu, þ. e. í herberginu næst við biðstofuna, en kanninn var Í litlum málmkassa, sem stóð á sama borði og hin áhöldin voru á. 327 Þessi þrjú áhöld voru gömul og virtust ekki vera vandlega hirt. Var ryð fallið á kúlutöngina, einkum um liðamótin. Ákærði Jónas hefur borið bað, að þetta hafi verið þau áhöld, sem hann hafi notað við skoðunina á ákærðu Guðrúnu, og hafi þau verið Í sama ásigkomulagi og þegar hann hafi notað þau við skoðunina á henni. Áhöld þessi hafi hann notað daglega. Vitnið Gunnar Benjamínsson læknir, Víðimel 49 hér í bæ, sem hefur sameiginlega lækningastofu við ákærða Jónas og notar hana daglega á eftir honum, svo og vitnið Nanna Guðrún Guðmundsdóttir, Óðinsgötu 13 hér í bæ, sem er klinikstúlka hjá vitninu Gunnari, hafa bæði borið það, að þau hafi ekki orðið vör við, þegar þau hafi komið í lækningastofuna, að blóðug læknaáhöld, blóðblettir eða annað því um líkt væri þar. Sama hefur vitnið Gróa Einarsdóttir, Aðalstræti 9 B hér í bæ, borið, en hún ræstir lækningastofuna. Ákærða Guðrún hefur borið það, að hún hafi ekki orðið fyrir neinni geðshræringu, hnjaski eða neinu slíku, eftir að hún fór frá ákærða Jónasi í seinna skiptið. Þá kveðst hún ekki hafa gert neitt við sig sjálf til að framkvæma eða að reyna að framkvæma fósturmissi. Ákærða Guðrún hefur borið það, að hún hafi yfirleitt haft mjög reglu- legar tíðir frá fyrstu tíð, með því sem næst 28 daga millibili, og standi þær venjulega yfir í 4-5 daga í hvert skipti. Hún heldur, að hún hafi verið 12 ára að aldri, þegar hún hafði fyrst tíðir. Hún man, að hún hafði tíðir um s.l jól, en minnist þess ekki, að hún hefði tíðir eftir það fyrir byrjun rann- sóknar máls þessa. Hún kveðst hafa haft samfarir við þrjá aðra karlmenn á undan ákærða Sveini Halldórssyni, nokkrum sinnum við hvern, og hafi hún verið 21 árs að aldri, þegar hún hafði fyrst samfarir. Hún kveðst aldrei hafa verið barnshafandi fyrr og hafi fóstri aldrei verið eytt frá henni fyrr og hún hafi ekki áður talað við lækni um þá hluti. II. Málavegtir samkvæmt réttarrannsóknum 18. júlí 1949 til 3. okt. 1949. Lögregluréttarskjal nr. 17. Með bréfi, dags. 6. júlí f. á, sendi ákærði Jónas Sveinsson Dómsmála- ráðuneytinu afrit svohljóðandi vottorðs (lögregluskj. nr. 15): „Ég undirrituð minnist þess að hafa dagana 22. og 23. apríl þ. á. haft smáblæðingar, sem þó ekki voru það miklar, að um venjulegar tíðablæð- ingar gæti verið að ræða. Ég veitti þessu lítinn gaum þá, en vil nú, er ég minnist þess, láta það koma fram. Selfossi, 15. júní 1949. Guðrún Ólafsdóttir.“ Notarius publicus í Reykjavík staðfesti, að vottorðið væri rétt endurrit af honum sýndu frumriti. Ákærði Jónas gat þess í bréfi til ráðuneytisins, að framburður hans í málinu um, að ákærða Guðrún hafi verið með blæðingar, er hún kom til hans til rannsóknar, (sem hann hafi talið tíðablæðingar eða byrjandi 328 fósturlát), hlyti að hafa meginþýðingu frá læknisfræðilegu sjónarmiði, ef hann fengist staðfestur, og því vildi hann, þar sem honum væri kunnugt um nýjar upplýsingar þessu viðvíkjandi, sbr. hjálagt vottorð, mega óska þess, að þetta atriði yrði nánar rannsakað. Dómsmálaráðuneytið fyrir- skipaði svo með bréfi, dags. 15. júlí, framhaldsrannsókn í málinu, að því er snerti framburð ákærðu Guðrúnar um blæðingar hjá henni. Ákærða Guðrún Ólafsdóttir bar svo í lögreglurétti 18. júlí f. á., að áður- greint vottorð á lögregluskj. nr. 15 væri rétt endurrit af vottorði, sem hún hefði gefið í málinu. Bar ákærða Guðrún þá, að hún minntist þess, að dagana 22. og 23. apríl hefði hún haft smáblæðingar, sem þó hafi ekki verið það miklar, að um venjulegar tíðablæðingar hefði getað verið að ræða. Það hefði blætt öðru hverju, svo að hún hefði orðið að nota bindi báða dagana, og hefði hún skipt tvisvar sinnum um bindi, bæði um kvöldið bann 22. og um morguninn á eftir. Svolítill verkur hefði fylgt blæðingun- um, aðallega fyrst. Hún minntist þess ekki, að hún hefði hlotið byltu eða orðið fyrir árekstri eða öðru, sem hefði getað valdið blæðingunum. Henni hafði fundizt blæðingar þessar vera of skammvinnar og of litlar til þess, að þær gætu verið venjulegar tíðablæðingar. Þá hefði hún ekkert minnzt á þær í réttarhöldunum fyrr og hún hefði heldur ekkert talað um þær við ákærða Jónas, þegar hún kom til hans. Löngu seinna hefði hún getið um blæðingarnar við ákærða Svein Halldórsson og að hún hefði ekki minnzt á þær í réttarhöldunum og ákærði Sveinn þá talið rétt að láta þær koma fram í rannsókninni. Hefði hann síðan samið vottorðið, sem rskj. nr. 15 væri endurrit af, og hún undirritað það. Ákærði Sveinn myndi svo hafa farið með vottorðið til ákærða Jónasar. 26. júlí mætti ákærði Jónas Í lögreglurétti og afhenti þá frumritið af greindu vottorði ákærðu Guðrúnar, (lögregluskj. nr. 15) lögregluréttar- skjal nr. 17 í málinu. Bar ákærði Jónas, að hann hefði fengið vottorðið í bréfi, að hann minnti 18. júní. Hefði maður, sem hann þekkti ekki, komið með bréfið til hans í lækningastofu hans í Kirkjuhvoli og farið í burtu án þess að segja annað við hann en að hann væri með bréf til hans. Ákærði Jónas hefði opnað bréfið og vottorðið þá verið í því. Vottorðið hafi hann síðan afhent Eggert Claessen hrl. Sama dag var ákærði Sveinn yfirheyrður. Skýrði hann þá frá því, að um kvöldið 14. júní hefði hann og ákærða Guðrún talazt við austur á Selfossi, og talið þá borizt að hinu meinta fóstureyðingarmáli. Hefði hún getið þess við hann, að hún hefði haft smávægilegar blæðingar um það leyti, sem hún fór til ákærða Jónasar, en að hún hefði ekki minnzt á það í réttarhöldunum. Ákærði Sveinn hefði þá talið rétt, að þetta atriði kæmi fram í málinu, og hefði ákærða Guðrún fallizt á það. Hann hefði síðan samið uppkast að vottorði um blæðingarnar samkvæmt fyrirsögn hennar, en daginn eftir hefði uppkastið verið vélritað og hann aðstoðað við það. Síðan hefði ákærða Guðrún undirritað vottorðið í viðurvist votta, og væri lögregluréttarskjal nr. 17 umrætt vottorð. Ákærða Guðrún hefði síðan beðið hann um að koma vottorðinu áleiðis 829 til réttra aðilja, en hún hefði ekki nefnt hverra.. 18. júní hefði hann farið með vottorðið í umslagi til ákærða Jónasar að eigin frumkvæði. 10. ágúst var ákærða Guðrún yfirheyrð ýtarlega að nýju, og kvaðst hún þá hafa ritað nafn sitt undir vottorðið í lögregluréttarskjali nr. 17, en lýsti því nú yfir, að efni þess væri rangt. Bar hún nú, að eftir aðalyfirheyrsl- urnar í málinu í apríl og maí hefði hún og ákærði Sveinn hitzt nokkrum sinnum austur á Selfossi og talið gjarnan borizt að hinu meinta fóstureyð- ingarmáli. Kvöld eitt, sennilega í júní, hefði hann komið til hennar í herbergi henn- ar á Selfossi og dvalizt þar stutta stund. Tal hans hefði borizt að áður- greindu máli og að atferli hennar væri refsivert og að hún myndi geta orðið dæmd í fangelsi fyrir það. Hefði hann síðan dregið skjal upp úr vasa sínum og beðið hana um að skrifa nafn sitt undir það, því að, ef hún gerði bað, gæti hún komið í veg fyrir, að hún yrði dæmd í fangelsi. Hún hafi tekið við skjalinu, en það hafi einmitt verið lögregluréttarskjal nr. 17. Hún hafi séð strax, að loknum lestri skjalsins, að efni þess var ósatt. Kvaðst hún hafa sagt ákærða Sveini, að svo væri og að hún vildi ekki undirrita skjalið. Hann hafi þá ítrekað við hana, að hún myndi geta losnað við að fara í fangelsi, ef hún skrifaði undir yfirlýsinguna á skjalinu, en skjalið ætti svo að leggja fram í rétti þeim, sem færi með mál hennar. Hafi hún þá látið til leiðast og ritað nafn sitt undir skjalið. Ákærði Sveinn hafi síðan tekið við því og farið á brott, en ekkert getið um það, hvert hann ætlaði með skjalið. Í réttarhaldi þessu tók ákærða Guðrún það skýrt fram, að efni lögregluréttarskjals nr. 17 væri rangt. Hún hefði engar smáblæðingar haft dagana 22. og 23. apríl og væri fyrri framburður hennar (30. apríl og 2. maí) um það, hvenær hún hefði haft síðast tíðir eða blæðingar, áður en hún fór til ákærða Jónasar, í öllu réttur. Minntist hún þess ekki að hafa nokkurn tíma sagt það við ákærða Svein, sem ræðir um í lögregluréttar- skjali nr. 17. Sama dag var ákærði Sveinn yfirheyrður að nýju í málinu. Hélt hann enn fast við framburð sinn frá 26. júlí um vottorðið í lögregluréttarskjali nr. 17. Kvað hann ákærða Grím Thorarensen hafa vélritað uppkastið alveg óbreytt og hefðu þeir ekkert ræðzt við um efni vottorðsins. Ákærðu Sveinn og Guðrún voru nú sett í gæzluvarðhald. Þegar þetta gerðist, var ákærði Grímur Thorarensen á leið til útlanda með skipinu „Foldinni“. Var honum sent símskeyti og spurður nokkurra spurninga um málið. Í svarskeyti kvaðst hann hafa ritað vottorðið fyrir ákærða Svein á ferðaritvél á skrifstofu sinni og efni þess verið eitthvað um blæðingar á nánar tilteknum dögum hjá unnustu ákærða Sveins, að hann hélt. Kvaðst hann hafa ritað samkvæmt fyrirsögn ákærða Sveins og ekkert uppkast séð. Hann hafi ekki vitað, hvað átti að gera við vottorðið, og ákærði Sveinn hafi ekki minnzt á, að hann gerði þetta fyrir annan mann. Við yfirheyrslu næsta dag, eftir að þau Guðrún og Sveinn voru úr- skurðuð í gæzluvarðhald, breytti ákærði Sveinn framburði sínum og stað- 330 festi framburð ákærðu Guðrúnar daginn áður. Bar hann nú, að eftir yfir- heyrslurnar í apríl og maí hali hann og ákærða Guðrún ræðzt oft við um málið, hún borið sig mjög illa og verið hrædd um að lenda í fangelsi vegna hátternis síns. Hann hafi reynt að telja kjark í hana og sagzt mundu gera allt, sem hann gæti til að losa hana við óþægindi út af málinu, en. ekki nefnt, hvað hann gæti gert í því skyni. Hann hafi sagt vini sínum ákærða Grími Thorarensen frá öllum málavöxtum og spurt hann að því, hvað honum fyndist hann, ákærði Sveinn, ætti að gera til að losa ákærðu Guðrúnu við óþægindi út af málinu. Ákærði Grímur hafi sagt, að málið liti illa út fyrir hana. Ákærði Sveinn kveðst hafa vitað, að ákærði Grímur þekkti ákærða Jónas, og beðið hann um að tala við hann, ákærða Jónas, og spyrja hann að því, hvað hann teldi, að unnt væri að gera til að eyða málinu. Ákærði Grímur hefði ekki beint lofað þessu, en sagzt mundu tala við ákærða Jónas um þetta, ef hann hitti hann. Nokkrum dögum síðar hafi ákærði Sveinn hitt ákærða Grím, sem hafi þá skýrt honum frá því, að hann hefði hitt ákærða Jónas og talað við hann um málið. Hafi ákærði Jónas sagzt skyldu athuga, hvað unnt væri að gera. Líklega hálfum mán- uði seinna hafi ákærði Grímur minnzt á það við ákærða Svein, að hann hefði hitt ákærða Jónas aftur, sem hefði sagt honum, að það myndi breyta málinu, ef ákærða Guðrún gæfi upplýsingar um blæðingar hjá sér á dög- unum, áður en hún fór til ákærða Jónasar. Ákærði Grímur hafi þó heldur dregið úr ákærða Sveini að aðhafast nokkuð slíkt og sagt, að bezt væri að láta málið ganga sinn gang. Nokkrum dögum síðar hafi ákærði Grímur hitt ákærða Svein aftur. Hafi tal þeirra borizt að yfirlýsingunni og hafi ákærði Sveinn spurt ákærða Grím að því, hvort nokkur von væri, þó að ákærða Guðrún gæfi yfirlýsinguna. Hafi ákærði Grímur þá sagt, að það myndi varla saka, þó að yfirlýsing hennar væri fengin. Hafi þeir síðan farið upp í skrifstofu ákærða Gríms á Selfossi og hann vélritað yfirlýsing- una eftir minni. Hann hafi gert mörg uppköst, en yfirlýsingin hreinrituð væri lögregluréttarskjal nr. 17. Ákærði Sveinn hafi svo farið með yfirlýs- inguna til ákærðu Guðrúnar og hún ritað nafn sitt undir hana. Frásögn ákærðu Guðrúnar daginn áður í lögregluréttinum um, hvað gerðist þá, væri alveg rétt, þar á meðal um samtöl þeirra við það tækifæri. Þeir ákærðu Sveinn og Grímur hafi ekki talað við hana um efni yfirlýsingarinnar, áður en hún var samin, og hafi þeim báðum verið ljóst frá upphafi, að efni yfir- lýsingarinnar var rangt, a. m. k. hafi ákærða Sveini verið það ljóst. Ákærði Sveinn hafi svo afhent ákærða Grími yfirlýsinguna, sem hafi hoðizt til að koma henni á framfæri. Þeir hafi ekkert ræðzt við um, hver skyldi fá yfirlýsinguna í hendur, en þeim hafi að sjálfsögðu báðum verið ljóst, að hana átti að leggja fram í rétiarrannsókn málsins til notkunar þar. Nokkr- um dögum síðar hafi ákærði Grímur skýrt honum frá því, að hann hefði afhent ákærða Jónasi yfirlýsinguna. Ákærðu Guðrúnu og Sveini var nú sleppt úr varðhaldinu. 20. september kom ákærði Grímur Thorarensen aftur hingað til lands og var þá strax yfirheyrður. Viðurkenndi hann þá, að hann hefði ekki skýrt að öllu leyti rétt frá í skeyti sínu. Hann bar, að hann hefði iðu- 331 lega þá um vorið og sumarið verið hér í bænum og frétt Þá, að ákærði Jónas Sveinsson, sem hann kannaðist vel við, væri grunaður um að hafa eytt fóstri stúlku frá Selfossi, sem hann frétti svo, að væri ákærða Guðrún Ólafsdóttir, sem hann kannaðist einnig við, og að hann væri undir opinberri rannsókn út af málinu. Þeir hafi oft talazt við um málið almennt. Einu sinni hafi ákærði Jónas getið um það við hann, að hann væri í klípu út af málinu, en ef ákærða Guðrún gæfi vottorð í málinu um það, að hún hefði haft blæðingar, nokkrum dögum áður en hún heim- sótti hann (ákærða Jónas), gæti bað bjargað bæði honum og henni úr málinu. Ákærði Grímur hafi hvorki gefið ákærða Jónasi nokkuð af eða á um það, hvað hann myndi gera í málinu. Hann hafi ekkert skriflegt fengið í hendur hjá ákærða Jónasi til hjálpar við samningu vottorðs þess, sem ákærði Jónas gat um. Hann hafi ekki, þegar hér var komið, gert sér grein fyrir því, að vottorðsgjöf eða útvegun slíks vottorðs, sem á- kærði Jónas talaði um við hann, væri refsiverð. Nokkru síðar hafi hann talað við ákærða Svein að fyrra bragði, sem hann vissi um, að átti að hafa verið faðir að fóstri ákærðu Guðrúnar, sem ákærði Jónas átti að hafa eytt, og skýrt honum frá áðurgreindu samtali hans og ákærða Jónasar. Svo hafi orðið úr, ef til vill í annað skiptið, sem Þeir hittust, að þeir hafi samið saman vottorð um, að ákærða Guðrún minntist þess að hafa tiltekna daga haft smáblæðingar, sem voru þó ekki það miklar, að um venjulegar tíðablæðingar gæti verið að ræða. Hann hafi samið og vélritað vottorðið eftir því, sem ákærði Jónas hafi gefið honum „tips“ um, hvernig vottorðið ætti að vera. Lögregluréttarskjal nr. 17 sé einmitt þetta vottorð. Ákærði Sveinn hafi síðan tekið við vottorðinu til að fá ákærðu Guðrúnu til að rita nafn sitt undir það. Litlu síðar hafi ákærði Sveinn afhent honum vottorðið og hafi þá nafn hennar verið komið undir bað. Ákærði Grímur hafi síðan farið með vottorðið til ákærða Jónasar og afhent það honum sjálfum í lækningastofu hans í Kirkjuhvoli. Ákærði Grímur hefir viðurkennt, að honum hafi verið það vel ljóst frá upphafi, að skjalið átti að leggja fram Í réttarrannsókn hins meinta fóstureyð- ingarmáls til notkunar þar, en hefur eindregið neitað því, að hann hafi fengið fé fyrir atferli sitt. Þegar hér var komið, hafði Dómsmálaráðuneytið með bréfi, dags. 14. september 1949, sent lögregluréttinum til meðferðar greinargerð frá ákærðu Guðrúnu, dags. 3. s. m., sem hún hafði stílað til dómsmálaráð- herra. Greinargerð þessi er rskj. nr. 25 í málinu og er svohljóðandi: „Hér með leyfi ég mér, herra dómsmálaráðherra, að senda yður eftir- farandi greinargerð um fóstureyðingarmál það, sem risið er af viðskipt- um okkar Jónasar Sveinssonar læknis, treystandi því, að ég megi vænta sanngirni, réttsýni og hjálpar yðar og geti jafniramt forðað því, að sak- laus maður verði dæmdur fyrir verknað, sem ég er nú sannfærð um, að hann hefur aldrei framið í sambandi við þessi skipti okkar. Mun ég nú reyna að skýra eins satt og rétt frá málsatvikum og mér er unnt, enda er ég reiðubúin að staðfesta þessa frásögn mína með eiði, ef mér væri veittur þess kostur. 332 Þegar ég var fyrst tekin til yfirheyrslu, var ég mjög lasburða og slæm á taugum og því andlega og líkamlega miður mín. Virðist mér nú, er ég athuga málið við rólega og hlutlausa yfirvegun, að markvíst hafi verið unnið að því að fá mig til að bera í ákveðna átt, en ég stóð ein og hjálp- arlaus og rugluð út af ástandi mínu og því, sem á undan var gengið. Ég vil þá fyrst taka það fram, að það var ekki ég, sem kærði Jónas Sveinsson. Sú kæra var gerð án vitundar minnar og vilja. Kærandinn var Guðni Halldórsson, bróðir unnusta míns. Er þáttur hans dálítið einkenni- legur, þar sem það var hann, sem benti mér á Jónas lækni og bauðst til að tala við hann fyrir mig, enda þótt ekkert yrði úr því. Það var líka Guðni, sem ók mér til læknisins og beið mín þar, á meðan ég var inni. Loks var það Guðni, sem sannfærði mig um það á heimleiðinni frá lækn- inum, að aðgerðinni myndi vera lokið, en þangað til held ég, að ég hafi ekki reynt að gera mér það ljóst. Að öðru leyti leyfi ég mér að benda á eftirfarandi staðreyndir: Ég kom hið fyrra sinn til Jónasar læknis hinn 23. apríl s. 1. og fór þess á leit, að hann losaði mig við fóstur. Hann neitaði þessu algerlega, og fór ég burt frá honum, án þess að hann rannsakaði mig. Þriðjudaginn 26. s. m. kom ég aftur til hans í von um, að hann vildi hjálpa mér, en hafði þó ekki kjark í mér til þess að beiðast þess berum orðum, enda hafði ég ekki með mér neitt fé til að greiða með læknis- aðgerð. Læknirinn mun hafa kannazt við mig aftur, því að hann tók mig þá inn á lækningastofu sína til rannsóknar, en ég sagði lækninum frá því, að ég hefði haft óreglulegar tíðir og auk þess blæðingar þá fyrir nokkrum dögum. Ég minnist þess sérstaklega, að þegar við gengum inn á lækningastofuna, þá lokaði læknirinn ekki hurðinni milli stofunnar og skrifstofu sinnar, en hún er milli biðstofunnar og lækningastofunnar. Af þessum sökum varð ég þess vör, að rétt í því, er læknirinn var að hefja rannsókn sína, þá kom maður inn í skrifstofuna, og dvaldist hann bar allan tímann, sem ég var inni, og voru dyrnar áfram opnar í hálfa gátt. Þá minnist ég þess, að klukkan sló 10,30, þegar ég gekk inn í Kirkju- hvol, en þegar ég kom út Í bílinn til Guðna, þá vantaði klukkuna 15 mínútur í ellefu. Rannsókn læknisins var í því fólgin, að hann lét mig leggjast upp á rannsóknar- eða skurðarborð, tók síðan verkfæri af borði þar hjá að mér ásjáandi og notaði þau án þess að sjóða þau. Bæði þetta og eins nærvera mannsins Í skrifstofunni þykir mér nú mæla segn því, að þarna hafi verið framin fóstureyðing. Í sömu átt bendir og það, að engar ráð- leggingar, meðöl eða recept gaf hann mér í sambandi við þetta, og engin þau orð lét hann falla, sem ég hefði getað byggt þá skoðun á, að ég væri nú laus við fóstrið. Hitt er rangt hermt hjá mér, að læknirinn hafi sagt mér, að ég gengi með tvíbura. Veit ég varla, af hvaða rótum sá framburður minn er runninn, nema ef vera kynni, að ég hafi með þessu ósjálfrátt viljað afsaka minn þátt í málinu. Einnig kann það að hafa haft óbein áhrif á framburð minn, að svo virtist í rannsókn málsins sem rannsóknardómarinn vildi helzt heyra og því einu trúa, sem óhag- 333 stætt var lækninum. Er þess skemmst að minnast, að er ég hafði gefið þær viðbótarupplýsingar, að ég hefði haft blæðingar og verki dagana 22. og 23. apríl, sem er í alla staði sannleikanum samkvæmt og sannanlegt, Þá var ég sett í gæzluvarðhald og þvinguð með hótunum til þess að lýsa Þann framburð rangan, og sömu meðferð sætti unnusti minn, að því er virðist, fyrir það eitt að hafa haft þetta eftir mér og hvatt mig til að láta það koma fram í málinu, en honum mun hafa verið hótað með langvarandi fangelsun okkar beggja, ef hann bæri ekki að vilja rann- sóknardómarans. Nú vill svo vel til, að sama daginn og ég fór hið fyrra sinn til Jónasar læknis, og eftir að hann hafði neitað mér um aðstoð, þá fór ég einnig til Kristjáns Þorvarðssonar læknis, þó ekki til að biðja hann um fóstur- eyðingu, heldur til að fá hjá honum meðöl við taugum mínum. Í þessu sambandi sagði ég Kristjáni frá öllu ástandi mínu og blæðingum, og vonast ég til, að hann minnist þess, enda man ég, að hann skrifaði niður hjá sér eitthvað af þeim upplýsingum, sem ég gaf honum. Ég vil að endingu benda á bað, að þegar ég fór út frá Jónasi lækni, þá gerði ég mér enga grein fyrir því, hvort fóstureyðing hefði farið fram eða ekki. Mér mun í rauninni ekki hafa dottið í hug sjálfri, að hún hafi átt sér stað, sem sést á því, að hvorugt okkar Jónasar minntist einu orði á greiðslu í þessu sambandi, og hafði ég þó enga ástæðu til að búast við að fá slíka aðgerð ókeypis hjá lækni, sem ég þekkti ekkert. Hvorki sársaukinn, á meðan á rannsókninni stóð, né óþægindi á eftir eða auknar blæðingar bentu í þessa átt. Það var því framkoma Guðna á eftir og kærumálið, sem fengu mig á tímabili til þess að halda, að einhver sú aðgerð hefði verið gerð á mér, sem þátt hefði átt í fósturlátinu.“ Var þegar hafizt handa um framhaldsrannsókn málsins og öll hin á- kærðu sett í gæzluvarðhald, ákærði Grímur 20. sept., en hin daginn eftir ásamt Lárusi Bjarnasyni bústjóra, Laxnesi, sem síðar verður að vikið. Verður nú rakið það helzta, sem þá kom fram og máli þykir skipta hér. Ákærði Grímur hefur haldið staðfastlega við framburð sinn í lögreglu- réttinum 20. september. Hann kveðst ekki hafa sagt við ákærða Jónas, áð eitthvað hefði borizt í tal hjá honum og ákærða Sveini um blæðingar eða óreglulegar tíðir hjá ákærðu Guðrúnu, og minnist hann þess ekki, að ákærði Sveinn hafi talað við hann um það efni. Ákærði Jónas hafi að fyrra bragði farið að tala um blæðingar og að ef vottorð fengist frá ákærðu Guðrúnu um, að hún hefði haft blæðingar fáeinum dögum fyrir heimsókn hennar til ákærða Jónasar, myndi það geta bjargað þeim báð- um í hinu meinta fóstureyðingarmáli. Hafi ákærði Jónas gefið honum vísbendingu um, hvernig vottorð ákærðu Guðrúnar ætti að vera, þ. e. sagt honum frá því, hvernig efni þess ætti að vera í stórum dráttum, en hins vegar ekki orðað það orði til orðs. Hann muni ekki hafa tiltekið ákveðna mánaðardaga, en lagt á það áherzlu, að blæðingarnar hefðu orðið fáeinum dögum áður en ákærða Guðrún kom til hans, og enn fremur að tekið skyldi fram, að blæðingarnar hefðu ekki verið það miklar, að um venjulegar tíðablæðingar gæti verið að ræða. Það muni hafa verið 884 ákærði Sveinn, sem hafi upplýst það og ráðið því, að dagarnir 22. og 23. apríl voru settir í vottorðið á lögregluréttarskjali nr. 17. Ákærði Grímur Egilsson kveður, að áður en hann afhenti ákærða Jónasi vottorðið, hafi þeir hitzt nokkrum sinnum og hafi ákærði Jónas þá spurt hann að því, hvernig gengi með útvegun vottorðsins. Ákærði Grímur kvaðst ekkert hafa athugað það nánar, hvort efni lög- regluréttarskjals nr. 17 var í raun og veru rétt, þegar hann talaði við ákærða Svein um vottorðið eða síðar, þegar hann afhenti ákærða Jónasi það. Hann hafi ekki hugsað um það, en búizt eins við því, að efni vottorðs- ins væri rangt, eins og rétt. Ákærði Jónas bar það í lögregluréttinum 21. september, að hann hafi engan þátt átt í því, að lögregluréttarskjal nr. 17 var út gefið eða lagt fram í málinu, en breytti þeim framburði sínum daginn eftir. Hefur hann borið það, að þá um vorið og snemma um sumarið hafi hann og ákærði Grímur, sem hann hafi kannazt við í nokkur ár, hitzt þó nokkrum sinnum. Einu sinni hafi tal þeirra borizt að hinni meintu fóstureyðingu, en áður hafi þeir verið búnir að ræðast við almennt um málið. Hafi ákærði Grímur þá að fyrra bragði látið orð falla um, að hann hefði heyrt, að ákærða Guðrún hefði haft blæðingar og óreglulegar tíðablæðingar, áður en hún kom til hans, og hafi hann borið ákærða Svein fyrir þessu. Ákærði Jónas kveðst hafa beðið ákærða Grím að fá fram sannleikann um þetta, þó að hann teldi það ekki skipta miklu máli, nema blæðingarnar hefðu verið allmiklar. Ákærði Grímur hafi ekki svarað þessu beint og hafi þeir í það skipti ekki rætt meira um málið. Þó nokkur tími hafi svo liðið, en þá hafi þeir hitzt aftur og ákærði Jónas þá ítrekað við hann að fá að vita eitthvað um áðurgreindar blæðingar eða óreglulegar tíðir ákærðu Guðrúnar. Hafi hann beðið ákærða Grím um, ef hún hefði á annað borð haft blæðingar, að fá vottorð hennar um þær. Skyldi þá taka fram í vottorðinu, hve miklar blæðingarnar hefðu verið, hvernig þær hefðu hagað sér og hvaða daga bær hefðu verið, en hann hafi ekki minnzt neitt á tiltekna mánaðardaga. Ákærði Grímur hafi ekki fengið neitt skriflegt um þetta og gefið lítið út á að verða við bón hans. En að nokkrum tíma liðnum hafi maður, sem ákærði Jónas muni ekki, hvort var ákærði Grímur eða einhver annar, komið með vottorðið á lögregluréttarskjali nr. 17 til hans á lækningastofuna. Ákærði Jónas kveðst hafa verið sannfærður um, að vottorðið væri gersamlega þýðingarlaust í þágu hans í hinu meinta fóstureyðingarmáli og hafi liðið um einn mánuður, þar til vottorðið var sent Dómsmálaráðuneytinu. Samprófun ákærðu Jónasar og Gríms reyndist alveg árangurslaus. Ákærði Sveinn staðfesti strax 21. september áðurgreindan framburð ákærða Gríms um vottorðið í lögregluréttarskjali nr. 17 að öllu leyti. Ákærði Grímur hafi að fyrra bragði haft orð á því við hann, að ákærði Jónas hefði beðið hann (ákærða Grím) um að fá vottorð ákærðu Guðrúnar um, að hún hefði haft blæðingar, sem væru þó ekki svo miklar, að þær gætu talizt venjulegar tíðablæðingar, nokkrum dögum áður en hún heim- sótti hann, því að slíkt vottorð myndi geta bjargað þeim báðum frá vand- 385 ræðum út af fóstureyðingarmálinu. Báðum hinum ákærðu Sveini og Grími hafi verið það lióst, að efni vottorðsins var rangt, enda hafi ákærða Guðrún sagt það við hann, áður en hún undirritaði það. Þá kveðst hann ekki hafa talað við ákærða Grím um, að hún hefði haft blæðingar á nokkrum tilteknum tíma, og reyndar hún ekki heldur. Hann hafi ekki gert sér ljóst, þegar hann útvegaði lögregluréttarskjal nr. 17, hvort sú hátt- semi hans væri refsiverð. Ákærða Guðrún bar það í lögreglurétti 26. september, að hún hafi aldrei sagt við ákærða Svein, að hún hefði haft blæðingar 22. og 23. apríl, eða nokkrum dögum áður en hún heimsótti ákærða Jónas á lækningastofu hans. Lögregluréttarskjal nr. 25. Ákærða Guðrún viðurkenndi strax 21. september, að í lögregluréttar- skjali nr. 25 væri mjög frá sannleikanum vikið. Verður nú rakið það, sem upplýst hefur orðið um sögu þessa réttarskjals og sannleiksgildi. Á föstudag seinast í ágústmánuði hittust ákærðu Jónas og Sveinn heima hjá áðurgreindum Lárusi Bjarnasyni á Víðimel 62 hér í bæ. Ákærða Sveini og Lárusi ber saman um, að sá síðarnefndi hafi kynnt þá ákærðu Svein og Jónas. Hafi ákærði Jónas þá kannazt við ákærða Svein og haft orð á því, að ákærði Sveinn hefði verið í gæzluvarðhaldi í nokkra daga út af meintri fóstureyðingu hans, en eins og málið liti út, gæti hann (ákærði Jónas) og ákærða Guðrún átt eftir að vera langan tíma í fangelsi. Þegar hér var komið, hafi Lárus horfið snöggvast frá. Ákærði Sveinn kveður, að ákærði Jónas hafi nú spurt hann að því, hvort hann vildi ekki gera eitt- hvað fyrir ákærðu Guðrúnu til að bjarga henni frá fangelsisvist vegna málsins og hvort ekki myndi vera hægt að fá hana til að gefa nýja skýrslu í málinu, þar sem hún fullyrti, að vottorðið á lögregluréttarskjali nr. 17 væri alveg rétt. Ákærði Sveinn kveðst hafa sagt, að hann myndi gera allt, sem hann gæti, til að fá Guðrúnu til að gera þetta og myndi hann hringja í ákærða Jónas síðar, þegar hann vissi um undirtektir ákærðu Guðrúnar. Ákærði Jónas hafi sagt, að hann skyldi ekki þurfa að sjá eftir því að fá hana til að gefa nýja skýrslu um, að vottorðið á lögregluréttarskjali nr. 17 væri rétt, því að hann myndi þá hjálpa honum til að komast eitthvað áfram. Ákærði Sveinn kveðst hafa svarað því, að hann myndi ekkert taka fyrir þetta og gera allt, sem hann gæti, til að losa ákærðu Guðrúnu undan fangelsisvist. Lárus hafi nú verið kominn aftur inn til þeirra. Hefur Lárus borið það, að hann hafi heyrt ákærða Jónas segja á þá leið, að hann vildi gjarnan að því loknu eða eftir það hjálpa ákærða Sveini eitthvað, til að mynda um Englandsferð, ef hann vildi læra þar eitthvað. Ákærði Sveinn minnist þess ekki, að ákærði Jónas talaði um Englands- ferð eða nám í Englandi, en hann kveðst hafa spurt ákærða Jónas að því, hvort hann hefði ekki möguleika til að hjálpa honum til að hann kæmist sem kyndari á nýsköpunartogara, og hafi ákærði Jónas gefið honum ádrátt um það og sagzt mundu geta gert það einhvern tíma. 336 Ákærði Jónas fór síðan í burtu. Ákærði Sveinn kveðst hafa alltaf vitað það, að ákærða Guðrún myndi vera fús til að gefa nýja skýrslu, þar sem hún breytti seinasta framburði sínum í málinu. Nokkru síðar, máske 2—3 vikum, hafi hann hringt til ákærða Jónasar út af tilmælum hans um, að hann (ákærði Sveinn) fengi ákærðu Guðrúnu til að gefa nýja skýrslu. Hafi orðið úr, að þeir skyldu ásamt henni hittast nokkrum dögum síðar heima hjá Lárusi Bjarnasyni. Ákærði Jónas hefur borið það, að hann minnist þess ekki, að hann og ákærði Sveinn hafi í um- rætt skipti talazt við um hið meinta fóstureyðingarmál, nema þá kannske eitthvað almennt. Hann kveðst ekki minnast þess, að þeir hafi verið kynntir þarna, að hann hafi haft orð á því, að ákærði Sveinn hefði verið í gæzluvarðhaldi í nokkra daga út af hinu meinta fóstureyðingarmáli, að hann hafi haft orð á því, að hann og ákærða Guðrún myndu þurfa að sitja lengi í varðhaldi út af máli þessu, eins og það liti út, að hann hafi spurt ákærða að því, hvort hann vildi ekki gera eitthvað fyrir ákærðu Guðrúnu til að bjarga henni undan fangelsisvistinni, eða hvort ekki væri hægt að fá hana til að gefa nýja skýrslu í málinu, þar sem hún segði, að lögregluréttarskjal nr. 17 væri rétt, og loks að ákærði skyldi ekki þurfa að sjá eftir því að fá hana til að gefa nýja skýrslu, þar eð hann myndi reyna að hjálpa honum til að komast eitthvað áfram. Un ákærði Jónas kveður, að ákærði Sveinn hafi spurt hann að því, hvort hann gæti útvegað honum kyndarastarf á nýsköpunartogara og hann sagzt skyldi athuga það, en þó ekki gefið honum vonir um það. Báðum hinum ákærðu Jónasi og Sveini ber saman um það, að í sam- tali þeirra hafi aldrei verið talað um útferð eða blæðingar hjá ákærðu Guðrúnu, og ákærði Sveinn minnist þess enn fremur, að hann hafi sagt ákærða Jónasi, að ákærða Guðrún myndi ekki hafa haft blæðingar. Þá hefur ákærði Jónas borið það, að nokkru eftir að hann hafi heyrt utan að sér, að ákærða Guðrún hafi verið búin að taka aftur framburð sinn um, að lögregluréttarskjal nr. 17 væri rétt, hafi ákærði Sveinn komið á lækningastofu hans í Kirkjuhvoli. Hafi ákærði Sveinn sagt honum þá, að ákærða Guðrún hefði í réttarhöldunum tekið aftur framburð sinn um lögregluréttarskjal nr. 17 og hefði hún að lokum sagt, að hún hefði ekki haft neinar þær blæðingar, sem gat um í því skjali. Myndi hún hafa sætt harðri yfirheyrslu og verið úrskurðuð í gæzluvarðhald, að því er ákærða Jónas minnti, og myndi það hafa haft áhrif á framburð hennar til breyt- ingar. Hann kveðst þá hafa spurt ákærða Svein að þvi, hvað hann héldi, að rétt væri í þessu með blæðingar ákærðu Guðrúnar, og hafi ákærði Sveinn þá haldið, að frásögn hennar á lögregluréttarskjali nr. 17 myndi vera rétt. Ákærði Jónas hafi þá sagt, að gaman væri að tala við hana um þetta atriði og reyndar um ýmis önnur atriði málsins, og beðið ákærða Svein um að fá hana til að koma til hans á lækningastofuna og ákærði Sveinn sagzt mundu vilja gera það. Nokkrum dögum síðar hafi ákærði Sveinn hringt til hans og skýrt honum frá því, að ákærða Guðrún væri fús til að koma til Reykjavíkur. Hafi hann þá lagt til, að þau skyldu hittast hjá Lárusi Bjarnasyni næsta sunnudag. Hringdi hann því næst 337 til Ólafs Þorgrímssonar hrl., og mun það líklega hafa verið 2. eða 3. september, og fékk hann til að fallast á að taka skýrslu af ákærðu Guðrúnu, þó að bæri upp á sunnudag. Ákærða Guðrún hefur borið það, að nokkru eftir að hún varð laus úr gæzluvarðhaldi í ágústmánuði, hafi ákærði Sveinn beðið hana um að koma með honum til Reykjavíkur og gefa lögfræðingi bar nýja skýrslu í málinu. Hún hafi verið ófús til þess og sagt, að hún hefði sagt allan sann- leikann í málinu. Hann hafi þrábeðið hana um að gera þetta og hafi hún að lokum orðið við því. Að morgni sunnudags 4. september komu þau ákærðu Sveinn og Guð- rún til Reykjavíkur í þessu skyni, og lét hann ákærða Jónas vita um komu þeirra. Ákærði Jónas fór þá heim til Ólafs Þorgrímssonar og skýrði honum frá því, að þau væru komin til bæjarins. Tjáði hann honum frá málavöxtum þannig, að ákærða Guðrún hefði gefið vottorð í meintu fóstureyðingarmáli um það, að hún hefði haft blæðingar, en síðar gengið frá því vottorði í rétti, að því er hún teldi, vegna ótta við gæzluvarðhald. Ólafur bað ákærða Jónas um að koma með aðiljana til hans strax eftir hádegi. Þenna sama morgun hittu ákærðu Sveinn og Guðrún ákærða Jónas á Víðimel 62 hér í bæ að frumkvæði síðastnefnda. Framburðir beirra um, hvað þá skeði, eru ekki samhljóða. Ákærði Sveinn kveður, að ákærði Jónas hafi sagt, að hann hefði talað við Ólaf Þorgrímsson um málið, og allt myndi vera í lagi og málið, þ. e. hið meinta fóstureyðingarmál, búið, ef ákærða stæði fast við vottorðið á lögregluréttarskjali nr. 17. Hafi hún þá sagzt mundu gera bað, ef það væri alveg áreiðanlegt, að málið væri þar með búið. Hafi hún marginnt ákærða Jónas eftir því, hvort allt myndi þá ekki vera í lagi, og hann fullyrt, að svo yrði. Ákærði Jónas hafi spurt hana að því, hvort hún hafi haft verki, áður en hún kom til hans um vorið. Hafi hún kveðið svo hafa verið, en að verkirnir hefðu ekki verið miklir, og vera megi, að hún hafi notað orðið „litlir“. Þá hafi hún haft hvíta útferð allt frá því, að hún fór að ganga með, sem dökknað hafi seinustu dagana, áður en hún kom til hans. En hún hafi tekið fram, að hún hefði ekki haft blæðingar. Ákærði Jónas hafi þá sagt henni, að þetta hefðu verið blæð- ingar, hvað sem hún segði og aðrir kölluðu það, og skyldi hún bera það á ábyrgð hans, að þetta hefðu verið blæðingar. Ákærði Sveinn kveðst hafa tekið fram, að hann væri búinn að taka aftur fyrri framburð (frá 11. ágúst) í málinu, og myndi hann ekki á ný breyta framburði sínum í lögregluréttinum. Ákærða Guðrún kveðst hafa sagt við ákærða Jónas, að það væri rangt, að hún hefði haft blæðingar 22. og 23. apríl, og því hefði vottorðið á lögregluréttarskjali nr. 17 verið rangt. Hann hafi þá sagt við hana, að hið meinta fóstureyðingarmál myndi verða úr sögunni, ef hún héldi fast við þetta vottorð sitt. Hún hafi margspurt hann að því, hvort það væri alveg áreiðanlegt, að málið væri þar með búið, ef hún héldi fast við vottorðið, og hann þá margfullyrt við hana og fullvissað hana um, að 22 838 svo yrði. Í réttarhaldi 29. september gat ákærða Guðrún þess, að hann hefði spurt hana að því, hvort hún hefði haft verki seinustu dagana, áður en hún kom til hans um vorið, og hafi hún svarað því, að hún hefði haft smávegis verki. Þá hafi hún skýrt honum frá því, að hún hafi þá verið búin að hafa klæðaföll eða útferð dálítinn tíma, sem hefði seinustu dagana verið farin að dökkna. En hún hafi tekið skýrt fram við hann, að hún hefði ekki haft neinar blæðingar seinustu dagana, áður en hún kom til hans. Hann hafi þá sagt við hana, að það mætti kalla það blæð- ingar, sem hún hefði verið að lýsa, og skyldi hún á ábyrgð hans segja Ólafi Þorgrímssyni það, að hún hefði haft blæðingar seinustu dagana, áður en hún kom til hans, en hún muni ekki, hvort hann tiltók þá dagana 22. og 23. apríl. Ákærði Jónas fullyrti það í fyrstu, að ákærða Guðrún hefði játað það fyrir honum í umrætt skipti á Víðimel, að hún hefði haft blæðingar 22. og 23. apríl. Nánar aðspurður síðar skýrði hann frá því, að hann hefði spurt hana að því, hvort hún hefði haft verki í kviðarholinu nokkra daga, áður en hún heimsótti hann um vorið. Hafi hún kveðið já við því. Hann hafi spurt hana að því, hvar verkirnir hefðu legið, og hún svarað, að þeir hefðu verið neðarlega Í kviðarholinu, hún hafi fengið þá með nokkru millibili, en þeir legið niðri á milli. Þá hafi hún sagzt hafa haft lengi hvít klæðaföll, sem hefðu aukizt nokkuð seinustu vikurnar. Nokkru eftir að hún hafi fengið þessar þrautir í holið, hafi farið að bera á því, að hvítu klæðaföllin breyttu um lit og urðu dökkleit. Hann hafi þá sagt við hana, að þetta væru blæðingar, en hún sagt, að hún teldi þetta ekki blæðingar. Hann hafi þá sagt henni, að hún skyldi hiklaust á hans ábyrgð kalla þetta blæðingar eða aðkenningu að blæðingu í skýrslu um það og því halda hiklaus við vottorðið á lögregluréttarskjali nr. 17. — Ákærði Jónas kveður útilokað, að hann hafi sagt við ákærðu Guðrúnu, að hið meinta fóstureyðingarmál væri úr sögunni, ef hún héldi fast við vottorð sitt á lögregluréttarskjali nr. 17, og hann minntist þess alls ekki, að hún hafi sagt, að ef svo væri, myndi hún halda fast við vottorðið, að hún hafi marginnt hann eftir því, hvort allt myndi þá ekki vera í lagi, ef hún gerði það, og að hann hafi fullyrt, að svo yrði. Eftir hádegi þenna dag komu þau ákærðu Sveinn og Guðrún heim til Ólafs Þorgrímssonar hrl. og ákærði Jónas örlítið á eftir þeim. Fyrst var málið rætt lauslega, en síðan áminnti Ólafur ákærðu Guðrúnu um að skýra satt og rétt frá, þar sem annað væri tilgangslaust. Síðan spurði Ólafur hana um málið, og hún sagði frá. Lét hann hana rekja mála- vöxtu á sama hátt og gert er í skýrslu hennar og ræðdi ýmis atriði hennar fram og aftur við hana til að samprófa sannleiksgildi þeirra, og hikaði hún í engu í frásögn sinni. Þannig spurði hann hana að því, hvort hún hefði haft blæðingar, nokkrum dögum áður en hún fór til ákærða Jónasar. Kvaðst hún þá bæði hafa haft blóðverki og orðið vör við blæðingar, 23 dögum áður en hún fór til hans, en gat ekkert um það, sem hann hafði sagt henni og áður um getur. Þá voru ákærðu Guðrún og Sveinn sammála um, að yfirheyrslur Í 339 málinu hefðu verið harkalegar og að þau hefðu tekið aftur framburði sína og ákærða Guðrún vottorð sitt af ótta við gæzluvarðhald, sem Þeim hafi verið hótað með. Ólafur samdi síðan skýrslu á ritvél eftir því, sem ákærða Guðrún hafði skýrt honum frá. Síðan lagði hann skýrsluna fyrir hana og vék sér augnablik frá. Þegar hann kom inn aftur, spurði hann hana að því, hvort skýrslan væri ekki sannleikanum samkvæm, og kvað hún svo vera og ritaði nafn sitt undir hana. Ákærða Svein minnir, að ákærði Jónas hafi sagt, áður en ákærða Guðrún undirritaði skýrsluna, að ef hún ritaði nafn sitt undir hana, myndi það koma í veg fyrir refsingu þeirra beggja, en ákærði Jónas minnist þess ekki að hafa sagt nokkurt orð, og ákærða Guðrún man ekkert ákveðið um það. Ólafur afhenti svo Dómsmálaráðuneytinu skýrsluna litlu síðar. Skýrslan er lögregluréttarskjal nr. 25 í málinu, og hefur misritazt dagsetning henn- ar, 3. september í stað 4. september. Ákærðu Guðrún og Sveinn héldu svo síðar um daginn austur að Sel- fossi. Þeim ber saman um það, að á leiðinni hafi hún sagt við hann, að það hefði verið rangt, sem staðið hefði í skýrslunni, sem Ólafur Þor- grímsson tók af henni, um blæðingar, sem hún hefði átt að hafa hatt, nokkrum dögum áður en hún kom á lækningastofuna til ákærða Jónasar. Ákærða Guðrún hefur ekki nefnt neitt dæmi þess, að í lögregluréttar- skjali nr. 25 séu atriði, sem Ólafur Þorgrímsson hafi ekki spurt hana um. En hún hefur borið það, að þetta rskj. sé rangt í þeim atriðum, sem þa brjóti í bág við það, sem hún bar um vorið og sumarið 1949. Þó sé þessi atriði í skýrslunni rétt: Það, sem segir um Guðna Halldórsson, en hann hefur mótmælt því. Það, sem segir um manninn í hliðarherberginu, þ. e. fremra herberginu. Muni hún nú, að hurðinni á milli þess herbergis og lækningastofunnar hafi verið hallað aftur, þannig að aðeins svolítil rifa hafi verið milli stafs og hurðar. Minni hana, að einhver maður hafi verið í hliðarher- berginu, en hún viti ekki, hve lengi hann var þar. Þá muni hún ekki, hvaða leið hún fór út úr lækningastofunni. Ákærði Jónas hefur staðfest þessa frásögn ákærðu Guðrúnar og bætt við, að hún hafi farið í gegnum fremra herbergið, þegar hún fór út úr lækningastofunni. Umræddur maður hafi verið Lárus Bjarnason og stadd- ur þarna við símann í viðskiptaerindum. Lárus Bjarnason kveður þetta rétt vera. Kveður hann, að hurðin milli fremra herbergisins og lækn- ingastofunnar hafi fallið að stöfum, svo að hann hafi ekki séð inn í lækningastofuna og ekki vitað, hvað bar fór fram, nema að ákærði Jónas og kvenmaður voru að tala þar saman, en orðaskil hafi hann þó eigi heyrt. Ákærði Jónas og stúlka hafi svo komið út úr lækningastofunni inn í fremra herbergið og stúlkan farið út, en hann hafi ekki getað séð neitt óeðlilegt í sambandi við brottför hennar. Það, sem segir um tvíburatalið 26. september, minnist hún þess ekki, að ákærði Jónas hefði talað um tvíbura við hana, og hélt meira að segja, að hann mundi ekki hafa talað um tvíbura við hana, þó að hana minnti það fastlega, og hún væri jafnvel viss um það þá um vorið. S or 340 Það, sem segir um för hennar til Kristjáns Þorvarðssonar læknis. Kveðst hún hafa beðið hann um meðul vegna slappleika á taugum, en hún hafi engin meðul fengið hjá honum og hann hafi ekki athugað hana neitt. Hún hafi ekkert minnzt á klæðaföll eða blæðingar hjá henni við hann. Kristján Þorvarðsson minnist ekki þessarar heimsóknar hennar. 26. september bar ákærða Guðrún, að um haustið eða seinast árið 1948 hafi hún leitað til læknis sakir þess, að tíðir hennar hafi verið eitthvað óreglulegar. Þá bar hún þremur dögum síðar, að hún hefði fundið til verkja seinustu 3—4 dagana, áður en hún fór til ákærða Jónasar í seinna skiptið um vorið. Hafi verkirnir verið öðru hverju dálítið miklir og verið neðst í kviðarholinu, en hún hafi þó sofið sæmilega vel á næturnar. Hún hafi verið búin að hafa hvítgul klæðaföll eða útferð úr kynfærum sínum í svolítinn tíma, ef til vill einn mánuð eða lengur, þegar hún kom til ákærða Jónasar um vorið, en seinustu dagana hafi klæðaföllin verið farin að dökkna og orðið dálítið brúnleit og hafi tíðabindi hennar þá svolítið dökknað. Aðspurð um, hvers vegna hún hafi ekki skýrt frá þessu fyrr í réttarhöldunum, svaraði hún því, að hún hefði ekki verið spurð um þessi atriði, en gaf ekki aðra skýringu á því. Sama dag tók ákærða Guðrún fram út af lögregluréttarskjali nr. 25, að begar hún kom í fyrra skiptið til ákærða Jónasar um vorið, hafi henni skilizt á honum, að hann vildi ekki framkvæma fóstureyðingu, og muni hún nú ekki til þess, að hann nefndi 1000 krónur eða aðra fjárhæð, sem fóstureyðing myndi kosta, á nafn við hana. Hún hafi þó einhvern veginn fengið það á tilfinninguna, að hann myndi verða fáanlegur til að fram- kvæma fóstureyðinguna fyrir 1000 krónur eða líka fjárhæð, og kunni að vera, að hann hafi sagt, að fóstureyðing myndi kosta 1000 krónur. Þá kvaðst hún ekki hafa skýrt honum frá því í seinni heimsókninni til hans, að hún hefði haft blæðingar þá nokkrum dögum áður. 12000 króna tékkinn. Í rannsókn málsins upplýstist, að í ágústlok 1949 hafði Lárus Bjarnason látið ákærða Svein fá 12000 króna tékka, útgefinn 24. ágúst 1949 af á- kærða Jónasi til hans sjálfs eða eftir framsali. Tilefnið kveða þeir hafa verið þetta: Í ágúst ræddust þeir ákærði Sveinn og Lárus við um möguleika á því, að sá fyrrnefndi flytti hey fyrir Laxnesbúið í Mosfellssveit, en Lárus veitti því þá forstöðu. Að því er virðist í annað skipti, þegar þeir hittust, gaf ákærði Sveinn Lárusi í skyn, að hann kynni að geta fest kaup á vörubifreið fyrir innan við 12000 krónur, að því er ákærði Sveinn telur, en fyrir um 15000 krónur, að því er Lárus telur. Nokkrum dögum eftir að ákærðu Sveinn og Jónas hittust heima hjá Lárusi á Víðimel 62, eins og fyrr er rakið, hittust þeir ákærði Sveinn og Lárus á förnum vegi hér í bænum, og minntist sá fyrrnefndi þá á heyflutningsmálið og bifreiðar- útvegun. Líklega sama dag kveðst Lárus hafa farið til ákærða Jónasar á lækninga- stofu hans í Kirkjuhvoli til að innheimta rekstrarfé til Laxneshúsins, að 341 upphæð 40000 krónur, hjá honum, sem hann hafi átt eftir ógreitt af 60000 króna loforði. Samtalið við ákærða Svein um daginn hafi verið honum aukin hvatning til að fara til ákærða Jónasar, því að hann hafi séð möguleika á því að fá hluta af hinu áðurgreinda ógreidda rekstrarfé, með því að ákærði Jónas lánaði ákærða Sveini fé vegna bifreiðarútveg- unar, sem hann endurgreiddi svo síðar til Laxnesbúsins. Hann hafi hitt ákærða Jónas og innt hann eftir greiðslu til búsins og minnzt um leið á samtal sitt við ákærða Svein. Ákærði Jónas hafi þá sagt, að ákærði Sveinn væri mjög leiður eða „deprimeraður“ út af hinu meinta fóstur- eyðingarmáli og að hann vildi gera eitthvað fyrir hann. Lárus kvaðst þá hafa sagt honum, að ákærði Sveinn hafi áhuga á að ná sér í vöru- bifreið til að aka Í atvinnuskyni, sem hann myndi svo geta ekið fyrir Laxnesbúið. Ákærði Jónas hafi þá sagt, að hann myndi geta lánað á- kærða Sveini 12000 krónur af sínu fé í þessu skyni, og skyldi lánið endur- greiðast Laxnesbúinu sem hluti af rekstrarfé hans. Lárus kveðst þá hafa minnzt hins meinta fóstureyðingarmáls og haft orð á því, hvort ákærði Jónas vildi ekki hafa beint samband við ákærða Svein um peningaaf- hendingu og tala við hann um málið. Ákærði Jónas hafi þá sagt, að þetta væri allt í lagi, greint mál væri búið. Lárus kveðst þá hafa látið Það gott heita. Næsta dag hafi hann lánað tékkeyðublað ákærða Jónasi, sem ritað hafi 12000 króna tékka á það og afhent honum hann. Hafi það verið 12000 króna tékkinn á lögregluréttarskjali nr. 27. Samkomulag hafi orðið á milli þeirra um, að Lárus tæki við skuldaviðurkenningu ákærða Sveins og sæi um innheimtu skuldarinnar, sem færi beint til Laxnesbúsins. Ákærði Jónas kannast við þessa komu Lárusar til sín og kveður, að hún hafi sennilega verið eftir það, að hann (ákærði Jónas) og ákærði Sveinn hittust, og talið hafi borizt að því, hvort ekki mundi vera hægt fyrir ákærða Jónas að hitta ákærðu Guðrúnu hér í bænum til að fá stað- reynt hið rétta um lögregluréttarskjal nr. Í7 og önnur atriði málsins. En ákærði Jónas hefur í mörgu borið á annan veg en Lárus frá greindu móti þeirra. Hann kveður, að Lárus hafi skýrt sér frá því, að Laxnesbúið hafi lengi vantað tilfinnanlega vörubifreið, en ákærði Sveinn, sem muni þá hafa verið farinn að vinna við búið, vissi af vörubifreið, sem væri til sölu á 12000 krónur. Hafi Lárus talið mjög þýðingarmikið, ef búið gæti fengið bessa bifreið til afnota, vg myndi ákærði Sveinn þá geta ekið henni. Það gæti einnig komið til mála, að ákærði Sveinn eignaðst bifreiðina og æki henni síðan í þágu búsins, en búið skorti fé til að geta fengið bifreiðina, en ekki hafi verið minnzt neitt á fjárhagsástæður ákærða Sveins. Nú kveður ákærði Jónas, að svo hafi viljað til, að hann hafi verið búinn að samþykkja víxil, að upphæð um eða nokkuð yfir 60000 krónur, vegna hlutabréfakaupa í Laxnesbúinu þá um vorið, og muni hann hafa átt að falla í gjalddaga 1. nóvember 1949. Lárus hafi nú spurt hann að því, hvort hann vildi leggja fram 12000 krónur til vörubifreiðarkaupa, og hafi hann orðið við því. Ekkert hafi verið ákveðið um, hvort búið eða ákærði Sveinn yrði eigandi bifreiðarinnar, en ákærði Jónas kveðst hafa gengið eftir því, að 12000 króna greiðslan yrði lán frá hans hendi og að 342 Lárus stæði ábyrgur fyrir endurgreiðslu þess til hans. Ákærði Jónas kveðst ekki minnast þess, að hann hafi haft orð á því, að ákærði Sveinn væri mjög leiður eða „deprimeraður“ út af hinu meinta fóstureyðingarmáli, að hann vildi gera eitthvað fyrir ákærða Svein, að Lárus hafi haft orð á því, hvort ákærði Jónas vildi ekki hafa beint samband við ákærða Svein um afhendingu á 12000 krónunum til hans og tala við hann um málið, en að hann hafi þá sagt, að þetta væri allt í lagi, hið meinta fóstureyð- ingarmál væri búið. En ákærði Jónas kveður, að þegar Lárus hafi minnzt á bann möguleika, að bifreiðin yrði keypt handa ákærða Sveini, hafi hann sagt, að ákærði Sveinn væri alls góðs maklegur eða eitthvað á þá leið. Næsta dag hafi hann gefið út 12000 króna tékk, lögregluréttarskjal nr. 27 í málinu, og afhent Lárusi hann. Morguninn eftir afhenti Lárus tékkann ákærða Sveini, sem gaf honum bráðabirgðakvittun á pappírsservíettu fyrir móttöku tékkans. Lárus kveð- ur, að ákærði Sveinn hafi spurt að því, hvers vegna ákærði Jónas væri útgefandi tékkans, og hann þá svarað, að peningarnir væru frá ákærða Jónasi og væri allt í lagi með það. Nokkrum dögum síðar, eða 3. sept- ember, gaf ákærði Sveinn Lárusi nýja kvittun fyrir 12000 krónunum, og stóð í henni, að hann hefði fengið peningana að láni hjá Lárusi. Ákærði Sveinn keypti nú vörubifreið og vann með hana í Laxnesbúinu og fyrir bað um tíma, en fékk þá einnig greidda peninga sem laun frá búinu. Ákærði Grímur var laus látinn úr gæzluvarðhaldi 24. sept., Lárus 27. 3 sept. og ákærðu Jónas, Guðrún og Sveinn 3. október. III. Læknaframburðir. Ákærða Guðrún Ólafsdóttir var undir eftirliti próf. Guðmundar Thor- oddsens, yfirlæknis handlækningadeildar Landsspítalans, á meðan hún var á spítalanum samkvæmt því, sem greint er frá í Í. hér að framan. 28. apríl f. á. gaf próf. Guðmundur svohljóðandi skýrslu: „Þann 26. þ. m., kl. 19, skoðaði ég eftir beiðni sakadómarans í Reykja- vík stúlkuna Guðrúnu Ólafsdóttur frá Selfossi, en kært hafði verið yfir því, að framkallað hefði verið hjá henni fósturlát þá um morguninn, kl. 10—1l. Engin blæðing var sýnileg á getnaðarfærunum að utan, en lítilsháttar blóðvætl var innst í leggöngum. Leggangahluti legsins er mjúkur og lit- urinn dekkri en eðlilegt er, þar sem ekki er um barnsþykkt að ræða. Legopið er nokkuð útvíkkað, en ekkert rifið upp í það og engin sýnileg för eftir tengur. Farið var með venjulega „tampontöng“ (Þvermál c. 4 mm) upp í leghálsgöngin, og gekk hún greiðlega upp, en varla lengra en upp undir innra legop, og þótti ekki ráðlegt að fara með annað verk- færi alla leið inn í leghol, ef um barnsþykkt skyldi vera að ræða. Það var þreifað um legið, sem virtist lítið eitt stækkað, nokkuð mjúkt á pörtum og vel hreyfanlegt. Mér þykir ekki sennilegt, að þenna dag hafi verið tæmt út egg með fóstri hjá þessari stúlku, til þess eru leghálsgöng alltof þröng, þegar 343 ofar dregur. Ómögulegt er að segja um það, hvort farið hefur verið upp í legið með verkfærum. Sennilegt má telja, að stúlkan sé vanfær vegna tíðateppu, stækkunar í legi og litarbreytingum, en önnur þykktareinkenni finnast ekki, t. d. ekki vökvi í brjóstum. Stúlkan hefur síðan legið í handlækninisdeild Landsspítalans. Hún hefur haft nokkra verki neðst í kvið og lítilsháttar blæðingar um leggöng, en egghlutar hafa ekki gengið niður.“ 30. apríl gaf próf. Guðmundur nýja skýrslu í framhaldi af fyrri skýrslu sinni, og Segir þar svo: „Stúlkan fékk sótthita kvöldið eftir, að hún kom í spítalann, fékk því strax penicillin, og féll sótthitinn brátt og er nú alveg horfinn. Í fyrrakvöld kom frá henni stykki, sem líktist eggbelgjum með kögri. Var það sent til rannsóknar í Rannsóknarstofu háskólans, og kom þá í ljós, að þarna var um egghluta að ræða, og sýnir það ótvírætt, að stúlkan hefur verið barnshafandi. Nánari lýsing frá Rannsóknarstofu háskól- ans segir: „Sent er óreglulega lagað vefjarstykki, sem mælist ca. 5% cm á lengd, ca. 3 em á breidd og ca. 1 cm á þykkt. Yfirborðið er á allstóru svæði þakið kögurlíkum smátotum. Þegar skorið er gegnum vefinn, er hann ýmist rauðgráleitur eða dökkrauðbrúnleitur, blóðhlaupinn. Vefurinn er fremur linur átöku. Smásjárskoðun: Við smásjárskoðun sjást hlutar af decidua bæði spongi- osa og compacta. Einnig sjást greinilegir villi chorii með aðskildum syncytial og langhans lögum. Um allan vefinn er infiltratation af segm. leucocytum, sem á blettum verður mjög þétt. Á stöku stað sjást degenerativ og necro-biotiskar breyt- ingar í vefnum. Hér er án alls efa um egghluta að ræða. Hist, diagnosis: Inficeraðir egghlutar.“ 3. maí staðfesti próf. Guðmundur þessar skýrslur sínar í lögreglurétti og gat þess, að hann hefði ekki séð stykkið, sem kom frá ákærðu Guð- rúnu fyrr en daginn eftir, að það skeði. Honum var gerður kunnur fram- burður ákærða Jónasar um sár, sem hann hafi séð á rönd legops ákærðu Guðrúnar. Kveðst hann hafa athugað hana vandlega 27. apríl, þ. á m. legop hennar, og ekki fundið neitt sár eða „erosion“ í legopinu, hvorki á rönd þess eða annars staðar, enda hefði hann getað um það í fyrri skýrslu sinni, ef svo hefði verið. Þá taldi hann, að eftir stærð og ásigkomu- lagi legsins væri sennilegast, að ákærða Guðrún hefði verið á öðrum mánuði meðgöngutímans, þegar hún kom á spítalann. Legopið og neðri hluti leghálsganganna hefði verið óeðlilega víð, en hann gæti ekki full- yrt neitt um, hvort útvíkkun þessi hefði verið gerð með verkfærum eða, ef til vill, stafað af byrjandi sjálfkrafa fósturláti (spontan abort). Slím- tappi hefði ekki verið í neðra legopinu. Hugsanlegt væri, að efri hluti leghálsins hefði dregizt saman frá því, að ætla hafi mátt, að hann hefði 344 verið útvíkkaður, og þar til skoðunin fór fram um kvöldið, ef um litla útvíkkun hefði verið að ræða. Þá voru 25. maí eftirfarandi spurningar lagðar fyrir próf. Guðmund: 1. 10. Hagar kærði rétt og eðlilega, eftir því sem á stóð, rannsókn sinni á hinni vanfæru konu, eins og hann lýsir vinnubrögðum sínum, ef ætlun hans var sú ein að staðreyna, hvort hún væri vanfær? Að hverju leyti eiga áhöld þau, sem kærði telur sig hafa farið með inn í fæðingarveg konunnar, rétt á sér við venjulega athugun á því, hvort kona sé vanfær? Hafði kærði rétt til að fullyrða, eftir þá rannsókn á konunni, sem hann telur sig hafa framkvæmt, „að hún væri alls ekki barnshaf- andi?“ Er líklegt, að þau þykktareinkenni á leggangahluta legs konunnar, sem kom í ljós á Landsspítalanum við athugun samdægurs, hafi farið fram hjá æfðum lækni við jafngrandgæfilega skoðun á þeim hluta legsins, sem kærði lýsir? Er hugsanlegt, að „sár (erosiones)“, sem kærði telur hafa verið um- hverfis legop konunnar, hafi verið horfin, er hún var athuguð á Lands- spítalanum sama dag? Mundu slíkar erosiones hafa gefið eðlilegt tilefni til þeirrar áhalda- notkunar, sem kærði lýsir? Verður fósturláti komið af stað með þeim áhöldum, sem kærði telur sig hafa farið með inn í fæðingarveg konunnar? Eru ummerki þau, sem fundust við athugun konunnar á Landsspítal- anum, svo og á því, sem frá henni kom, eins og búast mætti við, ef fósturláti hefði verið komið af stað árdegis 26. f. m. og með greindum eða svipuðum áhöldum: Eru nokkur ummerkjanna eða önnur atvik, er fram hafa komið við rannsókn málsins, sem benda til hins gagnstæða frá læknisfræðilegu sjónarmiði skoðað? Fær það staðizt eftir viðurkenndum læknisreglum að fara með ósótt- hreinsuð áhöld að konunni á þann hátt, sem ákærði telur sig hafa gert sjálfur, auk þess með ósótthreinsaðar og óhanzkavarðar hendur, og þó að ekki hefði verið um annað að ræða en rannsókn á því, hvort konan var vanfær, en með sérstöku tilliti til þess, að til greina kom að áliti ákærða „byrjun á tíðum eða byrjandi fósturlát?“ Þessum spurningum svaraði próf. Guðmundur þannig: „Svar við Í. spurningu: Nei. Varla er hægt að búast við því að geta fundið barnsþykkt, ekki lengra á veg komna, og því síður útiloka hana með því einu að þreifa með hendi á kvið konunnar. Skoðun á leggöngum og leggangahluta legsins sýnir aðeins litarbreytingar, og er það óábyggilegt þykktareinkenni nema til stuðnings og samanburðar við önnur einkenni. Svar við 2. spurningu: Legspegill (speculum) á rétt á sér og sömuleiðis kúlutöng, sem aðeins 345 er notuð til þess að þerra með. Kanni (sonda) er að jafnaði ekki notaður. Svar við 3. spurningu: Nei, samanber 1. svar. Svar við 4. spurningu: Litarbreytingar á fyrstu mánuðum meðgöngutímans eru oft ekki meiri en það, að álitamál getur verið, hvernig eigi um að dæma. Svar við 5. spurningu: Nei, greinlegar „erosiones“ hverfa ekki svo skyndilega. Svar við 6. spurningu: Sár á leggangahluta legsins, sem læknir er ekki viss um, hvers kyns eru, geta gefið tilefni til þess að kanna þau nánar með verkfærum. Svar við 7. spurningu: Já, það mun vera hægt. Svar við 8. spurningu: Já, ef farið hefði verið inn í leghol með kanna og eggið skaddað. Svar við 9. spurningu: Já, verið gæti um sjálfkrafa (spontan) fósturlát að ræða, ekki sízt ef blóð hefur verið í leggöngum konunnar, þegar ákærði skoðaði hana um morguninn. Svar við 10. spurningu: Telja má hættulaust að fara með hrein verkfæri og fingur, þótt ósótt- hreinsuð séu rétt áður, inn í leggöng vanfærrar konu eða konu með byrjandi tíðir. En við byrjandi fósturlát er ekki tilhlýðilegt annað en að gæta fyllstu sóttvarnarráðstafana. Umrædd kona mun ekki hafa haft sýnilega blæðingu á ytri getnaðarfærum, annars hefði hún varla farið til læknis í því skyni að láta framkalla fósturlát, og af réttarskjölum verður ekki séð, að læknirinn hafi orðið var við blóð, fyrr en búið var setja inn legspegil.“ Ólafur Bjarnason, aðstoðarlæknir á Rannsóknarstofu háskólans, fram- kvæmdi rannsóknina á stykki því, sem kom frá ákærðu Guðrúnu, og hefur hann staðfest lýsingu rannsóknarstofunnar, sem tekin er upp í skýrslu prófessors Guðmundar 30. apríl. Þá gaf Ólafur 19. maí skýrslu í málinu, bar sem segir: „Við fyrri skoðun og eins við endurtekna skoðun í dag var ekki unnt að greina fóstur í vefjarstykkinu. Það eina, sem hægt var að styðjast við til ákvörðunar á aldri eggsins, var útlit villi chorii. Rannsóknum í fósturfræði ber yfirleitt saman um, að syneytiallagið og langhansfrumulagið á villi sé ekki unnt að greina hvort frá öðru lengur en fyrstu 4 mánuði fósturlífsins. Í því tilfelli, sem hér ræðir um, voru þessi lög greinilega aðskilin, og getur eggið því ekki hafa verið eldra en 4 mánaða. Nánari aldursákvörðun á egghlutanum tel ég mér ekki fært að gera með rannsókn á áðurnefndu vefjarstykki.“ Skýrslu þessa hefur Ólafur staðfest í lögreglurétti og tók þá fram, að ekki væri unnt að tilgreina lágmarksaldur egghlutanna. Ákærða Guðrún hefur borið það, að hún hafi orðið vör við, þegar umrætt stykki kom, en það hafi komið niður með þvagi. 346 30. maí 1949 var kveðinn upp úrskurður Í lögregluréttinum um, að Læknaráð léti réttinum í té umsögn þess um svör prófessors Guðmundar Thoroddsens við áðurgreindum 10 spurningum. Réttarmáladeild Lækna- ráðsins sendi umsögn, sem Læknaráð staðfesti 23. júní 1949 sem álitsgerð Læknaráðs. Ályktun réttarmáladeildarinnar er svohljóðandi: „Réttarmáladeild fellst á svör yfirlæknis handlæknisdeilðar Landsspítal- ans við öllum spurningunum, að undanteknum svörum við 1. 2. 4. og 9. spurningu. Við þau svör hans gerir réttarmáladeild eftirfarandi athuga- semdir: Ad. 1. Venjuleg athugun um barnsþykkt er fólgin í því að þreifa með annarri hendi á kviði konunnar og fingri hinnar handarinnar í gegnum leggöngin. Rétt þykir að taka fram, að slík athugun hefur ekki verið gerð af sakborningi. Ad. 2. Legspegill á rétt á sér til viðbótarathugunar, ef ekki fæst úr skorið við beggja handa þreifingu, og kúlutöng er aðeins notuð til að þerra með, en kanni er ekki notaður. Að. 4. Samkvæmt lýsingu yfirlæknisins og lýsingu sakbornings á út- liti legopsins virðist svo sem litarbreyting og mýkt leghlutans hafi verið nægilega greinileg til þess, að æfðum lækni ætti að detta í hug, að konan væri þunguð, einkum ef athugunin er gerð í þeim tilgangi. Ad. 9. Réttarmálaðeild vill taka það fram, að hið eina, sem fram hefur komið í málinu, sem bent gæti í gagnstæða átt, er framburður sakborn- ings um, að hann hafi séð blóð í leggöngunum. Ekkert annað hefur komið fram, sem bendir til þess, að um sjálfkrafa fósturlát væri að ræða. Við sjálfkrafa fósturlát byrjar leghálsinn að víkka ofan frá, en við skoðun yfirlæknisins kom í ljós, að efri hluti legopsins var ekki nægilega víkkaður fyrir töngina, sem hann notaði. Það mælir gegn sjálfkrafa fóst- urláti. Blóð í leggöngum konunnar bendir ekki sérstaklega á sjálfkrafa fósturlát, þar sem ýmsar orsakir geta legið til slíks. Ekkert hefur komið fram, sem gefið gæti aðra skýringu á umræddum verksummerkjum, og ekki er neinum einkennum lýst á konunni, sem bent gætu á byrjandi sjálfkrafa fósturlát.“ Enn fremur segir réttarmáladeildin: „Samkvæmt 4. gr. laga um lækna- ráð var Guðmundur prófessor Thoroddsen kvaddur á fund deildarinnar, áður en málið var afgreitt, og féllst hann á þær athugasemdir, sem deildin gerði við svör hans.“ Með bréfi, dags. 5. október, leitaði lögreglurétturinn að nýju umsagnar Læknaráðs og þá um, hvort hin frekari rannsókn, sem hefði farið fram í málinu, eftir að ráðið hafði látið uppi álit sitt um það, haggaði í nokkru fyrri álitsgerð ráðsins Í því, og væri svo, þá í hvaða atriðum. Ályktun réttarmáladeildar Læknaráðs, sem ráðið staðfesti sem álitsgerð sína 14. október, var sú, að upplýsingar þær, sem komið hefðu fram í málinu, síðan álitsgerð ráðsins var afgreidd 23. júní, væru ekki þess eðlis, að deildin sæi ástæðu til þess að breyta nefndri álitsgerð. 19. desember bar prófessor Guðmundur Thoroddsen í tilefni af framburði ákærðu Guðrúnar 29. september um klæðaföll hennar og verki, að ómögu- 341 legt væri að segja með neinni vissu, hvort fósturlát hafi verið byrjað hjá henni, eftir þeim einkennum, sem hún lýsti þar, en hann tók fram, að brúnleit klæðaföll, þar sem ekki væri um neina meðalanotkun að ræða í leggöngum, bentu ótvírætt á smávegis blæðingu og það ásamt verkjunum yrði að álítast, að styddi allverulega tilgátu um sjálfkrafa fósturlát. Talsmaður af hálfu Jónasar óskaði jafnframt eftir því, að Prófessor Guðmundur svaraði eftirfarandi spurningum: 1. Eru líkur til, að læknir geti útvíkkað leghálsinn án notkunar verk- færa? 2. Getur útvíkkun í tilfelli því, sem hér liggur fyrir á leghálsi, átt sér stað án þess að vera af mannavöldum? Ef svo er, til hvers bendir hún þá? 3. Telur vitnið nauðsynlegt að útvíkka leghálsinn til að koma inn kanna þeim, sem fyrir liggur í málinu? 4. Telur vitnið mögulegt að valda útvíkkun með kanna þessum? Próf. Guðmundur svaraði spurningunum þannig: 1. Nei. 2. Fyrri spurning: Já. Seinni spurning: Útvíkkun á leghálsi, sem ekki er af mannavöldum, bendir til þess, að eitthvað sé inni fyrir í leginu, sem legið vilji losna við, t. d. við byrjandi fæðingu eða fósturlát. 3. Nei. 4. Nei. Með bréfi, dags. 22. desember, leitaði lögreglurétturinn að nýju um- sagnar Læknaráðs og þá um, hvort hin enn frekari rannsókn, sem fram hefði farið í málinu, eftir að ráðið lét uppi álit sitt um það 14. október, haggaði í nokkru fyrri álitsgerð ráðsins í því og ef svo væri, þá í hvaða atriðum. Ályktun réttarmáladeildar Læknaráðs, sem ráðið staðfesti 29. desember, var sú, að deildin teldi, að réttarrannsóknir þær, sem fram hefðu farið í málinu, síðan ráðið hafði það seinast til meðferðar 14. októ- ber, hefðu ekki leitt neitt það í ljós, sem haggaði fyrri álitsgerðum ráðsins. Nú barst lögregluréttinum frá Dómsmálaráðuneytinu tvær nýjar skýrsl- ur prófessors Guðmundar Thoroddsens. Var önnur dags. 13. jan. s.l. og hljóðaði svo: „Við skoðun á Guðrúnu Ólafsdóttur, Selfossi, sama dag og kært hafði verið yfir því, að framkvæmt hefði verið fósturlát hjá henni, 26. apríl 1949, kom það í ljós, að engin för sáust á leggangshluta legsins eftir tengur. Mjög ósennilegt má telja, að svo hefði verið, ef útvíkkarar (dilatatores) hefðu verið notaðir til útvíkkunar á leghálsinum, ekki sízt þar sem þarna var um konu að ræða, sem vanfær var Í fyrsta sinn.“ Hin skýrslan var dags. 17. febrúar s.l., og segir þar: „Það hefur alltaf verið mín skoðun, að fósturlát Guðrúnar Ólafsdóttur hafi getað komið og orðið sjálfkrafa (spontant), og það því fremur, ef stúlkan hefur haft blæðingar eða blóðuga útferð, áður en hún kom til læknisins (sbr. rannsókn í sept.—okt. 1949). Eins og ég hef áður gefið vottorð um, er ekki hægt að útvíkka legháls, án þess að nota til þess kúlutengur og útvíkkara (dilatatores). Ég sá engin merki eða einkenni eftir slík áhöld á leghálsi stúlkunnar, þegar 348 ég skoðaði hana 26. apríl 1949, og þykir því mjög ósennilegt, að slík áhöld hafi verið notuð. Hvað því viðvíkur að nota kanna við rannsókn á vanfærri konu, þá segi ég, að kanni væri að jafnaði ekki notaður, enda er það ekki gert, ef allt virðist annars eðlilegt. En auðvitað má nota kanna til athugunar á öðru, sem grunsamlegt þykir, t. d. erosiones, er liggja venjulega í nánd við ytra legopið. Að öðru leyti vil ég vísa til svara minna 26. maí 1949 við spurningum sakadómara, dags. 23. maí 1949.“ 21. febrúar s.l. staðfesti próf. Guðmundur báðar þessar skýrslur sínar í lögregluréttinum. Að ósk talsmanns ákærða Jónasar voru eftirfarandi tvær spurningar lagðar fyrir prófessor Guðmund: „1. Telur vitnið líklegt, að læknir, sem hefði ætlað að framkvæma fóst- urlát, mundi hafa til þess notast við kanna þann, sem um ræðir í málinu? 2. Ef kanni þessi hefði verið notaður til að framkalla fósturlát, hefði þá verið eðlilegt að nota til viðbótar kúlutöng til að draga fram legið.“ Prófessor Guðmundur svaraði fyrri spurningunni neitandi, en þeirri síðari játandi. Þó tók hann fram út af orðalagi niðurlags álitsgerðar réttarmálaðeildar Læknaráðs frá 23. júní, að það beri ekki að skilja sem svo, að hann hafi viljað falla frá eða breyta áliti sínu í málinu, enda komi það fram í síðari skýrslum hans í málinu. Sama dag báru læknarnir Halldór Hansen og Jón Gunnar Nikulásson vitni í málinu. Halldór Hansen staðfesti það, sem hann hafði áður sagt í bréfi til talsmanns ákærða Jónasar, að hann gæti ekki betur séð en að ályktun prófessors Guðmundar Thoroddsens í skýrslu hans 13. janúar væri bæði varfærnisleg og rétt. Þá óskaði talsmaður ákærða Jónasar, að Halldór svaraði tveimur áðurgreindum spurningum, sem lagðar voru 27. febrúar fyrir prófessor Guðmund Thoroddsen. Svar Halldórs var þetta: „1. Persónulega hefði ég ekki treyst mér til þess að framkvæma fóstur- lát með kanna þessum, sem um ræðir í málinu og mér er sýndur hér í réttinum. 2. Já, að sjálfsögðu.“ Talsmaður ákærða Jónasar hafði beðið Jón Gunnar Nikulásson með bréfi, dags. 16. janúar, um að svara eftirfarandi spurningum: „1. Getur bimanuel-rannsókn á konu, sem grunur er um, að sé þunguð, aukið hættu á, að byrjandi abort örvist? 2. Er réttmætt undir vissum kringumstæðum að nota kanna við rann- sókn í leggöngum (t. d. erosiones á portio).? 3. Er útlitsbreyting á slímhimnum í vagina, servix og portio ásamt mýkt leghluta nægjanlegt til þess að dæma um, hvort um graviditet er að ræða eða eigi? 4. Hver teljið þér einkenni byrjandi sjálfkrafa fósturláts? 5. Ef kona er vanfær og hefur á meðgöngutímanum blæðingu í leg- göngum, hverjar geta orsakir þess verið og til hvers bendir það? 6. Getur sterk geðshræring valdið sjálfkrafa aborti?“ 849 Jón Gunnar hafði svarað spurningunum í bréfi, dags. 17. janúar, þannig: „1. Þessari spurningu verður að svara játandi. 2. Já, t. d. ef sár er á leghálsi, getur það gefið nokkrar upplýsingar um, hvort það sé illkynjað eða ekki. 3. Ekki eitt sér. 4. Blæðingu gegnum leggöng og verkir í kviðarholi neðst og í baki, annað hvort eða hvort tveggja saman. 5. Ef vanfær kona hefur blæðingu frá leggöngum eða leghálsi eða blæðingin kemur frá leginu, og er þá hætta á, að fósturlát sé í aðsigi. 6. Útilokað er það ekki.“ Þessi svör staðfesti Jón Nikulásson í lögregluréttinum, þá svaraði hann spurningunum tveimur, sem lagðar voru 27. febrúar fyrir prófessor Guð- mund Thoroddsen, þannig: „1. Vitnið telur það ekki líklegt og árangur óvísan. 2. Það hefði verið skynsamlegt að nota einnig kúlutöng, þar sem kann- inn er svo stuttur.“ Þegar hér var komið, hafði Dómsmálaráðuneytið sent réttargerðirnar til landlæknis og hann sent því síðan umsögn sína, dags. 4. febrúar, um meinta ólöglega fóstureyðingu af hálfu ákærða Jónasar Sveinssonar. Í umsögn sinni taldi landlæknir, að hin læknisfræðilega hlið málsins væri eftir atvikum þegar svo upplýst, að um það yrði tæplega bætt hér eftir með frekari rannsókn, og væri ástæðulaust að draga málshöfðun þess vegna. Með bréfi, dags. 13. marz leitaði lögreglurétturinn enn umsagnar Læknaráðs og þá um það, hvort rannsókn málsins, síðan ráðið samdi síðast álitsgerð í því, haggaði í nokkru fyrri álitsgerðum þess, svo og hvort ráðið hefði eitthvað að athuga við vottorð og framburði læknisfróðra vitna í málinu eftir álitsgerð ráðsins 23. júní, og væri svo, þá í hverju það væri fólkið. Í ályktun réttarmáladeildar Læknaráðs, sem ráðið staðfesti sem álitsgerð sína 23. marz, var komizt þannig að orði: „Réttarmáladeild telur, að ekki hafi neitt það komið fram við síðustu rannsókn málsins, sem haggi fyrri álitsgerðum Læknaráðs. Að öðru leyti tekur deildin fram: Með því að læknisvottorð þau, sem aflað hefur verið í málinu og lögð fram, síðan Læknaráð hafði það síðast til meðferðar, eru fyrst og fremst málfærslulegs eðlis, sér deildin sér ekki fært að taka almenna afstöðu til þeirra, þar sem hún telur alla málfærslu utan verksviðs ráðsins. Að svo miklu leyti sem dómarinn kynni enn að óska frekari læknisfræðilegra leiðbeininga Læknaráðs um einstök atriði málsins, verður deildin að telja sjálfsagt, eins og ævinlega, að bað sé gert með því að leggja fyrir ráðið ákveðnar spurningar þar að lútandi.“ Í framhaldsumsögn landlæknis, dags. 21. marz, til Dómsmálaráðuneyt- isins tjáði hann því eftirfarandi: „Síðan ég lét ráðuneytinu í té umsögn mína um rannsókn þessa í fyrr- nefndu bréfi, hefur mér við nánari athugun orðið ljóst, að einu atriði, er verulegu máli kann að geta skipt, hefur ekki verið nægilegur gaumur 350 gefinn. Á ég þar við vitnisburð yfirlæknis handlæknisdeildar Landsspital- ans á réttarskjali 3, þar sem hann skýrir frá því, að kona sú, sem í hlut á, hafi fengið sótthita, kvöldið eftir að hún var lögð inn á spítalann, og enn fremur, að athugun Rannsóknarstofu háskólans hafi leitt í ljós, að egghlutar, sem gengu niður af konunni, hafi verið sýktir (inficeraðir). Tel ég ástæðu til, að rannsóknardómarinn afli nánari upplýsinga um þessa sóttveiki konunnar, 1) hve hár sótthitinn var, 2) hversu lengi hann stóð, 3) hvernig hann hagaði sér, 4) ennfremur hver lyf voru notuð og hvernig og loks, 5) hver orsök var talin til sótthitans. Að þessum upplýs- ingum fengnum, virðist mér, að rannsóknardómarinn ætti að leita fræði- legs álits um það, hverju ljósi þetta ástand konunnar og fósturs hennar kann að varpa á það, sem á undan hefur farið.“ Í lögreglurétti 4. apríl lagði prófessor Guðmundur Thoroddsen fram endurrit af hitablaði ákærðu Guðrúnar frá veru hennar á Landsspítal- anum 26.—-30. apríl 1949. Það blað sýndi, að hiti hennar var þessi: „26. apríl, að kvöldi 37.5“. 21. apríl, að morgni 38*, að kvöldi 38.5“. 28. apríl, að morgni 38, að kvöldi 37.4*. 29. apríl, að morgni 37“, að kvöldi 36.5“. 30. apríl, að morgni 36.1*.“ Prófessor Guðmundur kvað ekki hægt að segja með vissu um orsök sótthitans, en talið hafi verið sennilegt, að hann hafi stafað frá bólgu í getnaðarfærunum, og þá hafi strax verið byrjað á penicillini án þess að rannsaka getnaðarfærin nánar, sem hafi ekki þótt ástæða til, enda ekki að öllu talið hættulaust. Með bréfi, dags. 14. apríl, leitaði lögreglurétturinn enn á ný umsagnar Læknaráðs og nú um svör prófessors Guðmundar Thoroddsens við spurn- ingum landlæknis í fyrrgreindri framhaldsumsögn hans og hvort þau atriði, sem kæmu fram í þeim, haggaði að nokkru fyrri álitsgerðum ráðs- ins. Ennfremur óskaði rétturinn eftir því að fá svör Læknaráðs við þess- um 5 spurningum: „1. Ef um abortus provocatus væri að ræða í þessu tilfelli, benda þá ummerki, fundin á konunni, svo og á því, sem frá henni kom, til þess, að sú aðgerð hafi farið fram lege artis? 2. Ef svo er ekki, eru þá ummerkin eins og búast mætti við, ef hinni aðferðinni hefði verið beitt? 3. Mætti notast við umræddan kanna eða svipað áhald til að íara með upp í legið og skadda eggið, þannig að fósturlát leiddi af, og ef svo er, þá með eða án undangenginnar útvíkkunar á leghálsi. 4. Er nauðsynlegt að beita kúlutöng við þá aðgerð, sem um ræðir undir 3. tölulið? 5. Ef kúlutöng hefði verið beitt, hlutu þá að sjást merki eftir hana, er konan var skoðuð á Landsspítalanum ?“ Í ályktun réttarmáladeildar Læknaráðsins, sem ráðið staðfesti sem álits- gerð sína 22. apríl, segir: 3ðl „Um svör yfirlæknis handlæknisdeildar Landsspitalans, Guðmundar pröf- essors Thoroddsens, vill réttarmáladeild taka þetta fram: Prófessor Guðmundur Thoroddsen segist hafa gert ráð fyrir, að sótt- hitinn stafaði af bólgu í getnaðarfærunum, þar sem hann hafði sjálfur skoðað getnaðarfæri konunnar og ekki orðið var neinnar bólgu þar, verð- ur að gera ráð fyrir, að hann með getnaðarfærum í þessu tilfelli eigi við legið. Þar sem sýktir (inficeraðir) egghlutar komu úr leginu, verður að teljast sannað, að um bólgu hafi verið að ræða þar. Engin skýring hefur komið fram í málinu um það, hvaðan sú sýking (infection) sé komin, ef hún stafar ekki af því, að farið hafi verið upp í legið með verkfæri. Það var með sérstöku tilliti til þessa, að deildin féllst á jákvætt svar Prófessors Guðmundar Thoroddsens við 8. spurningu sakadómara í bréfi til héraðslæknisins í Reykjavík, dags. 23. maí 1949, sem síðan var beint til prófessorsins (rskj. nr. 10), sbr. fyrsta úrskurð Læknaráðs í þessu máli, dags. 23. júní 1949.“ „Hinum spurningum sakadómara svarar deildin á þessa leið: 1. Nei. 2. Já. 3. Já, útvíkkun á leghálsi væri ekki nauðsynleg. 4. Nei. 5, . Að öllum líkindum. Réttarmáladeild telur samkvæmt framansögðu, að við framhaldsrann- sókn málsins hafi ekkert komið fram, er haggi fyrri álitsgerðum ráðsins.“ IV. Ákærði Jónas Sveinsson lauk árið 1923 prófi í læknisfræði við Háskóla Íslands. Hann stundaði síðan framhaldsnám erlendis, og voru handlækn- ingar sérgrein hans. Hann var héraðslæknir á Hvammstanga og Blöndu- ósi á árunum 1923--1933. Hann hefur verið praktiserandi læknir hér í Reykjavík síðan 1933 og jafnframt yfirlæknir á sjúkrahúsinu „Sólheimar.“ Verður nú athugað, hvort ákærðu hafa gerzt brotleg við þau ákvæði laga, sem mál er höfðað gegn þeim fyrir brot á. Ákærði Jónas Sveinsson. Samkvæmt álitsgerð Læknaráðs er venjuleg athugun um barnsþykkt fólgin í því að þreifa með annarri hendi á kviði konunnar og fingri hinnar handarinnar í gegnum leggöngin. Slíka athugun gerði ákærði Jónas ekki á ákærðu Guðrúnu. Ákærði Jónas kveðst hafa farið með legspegil (speculum), kúlutöng og kanna inn í fæðingarveg ákærðu Guðrúnar. Nú telur Læknaráð, að við venjulega athugun á því, hvort kona sé vanfær, eigi legspegill rétt á sér til viðbótar athugunar, ef ekki fæst úr skorið við beggja handa þreifingu, og kúlutöng sé aðeins notuð til að þerra með, en kanni sé ekki notaður. Ákærði Jónas kveðst reyndar hafa farið með kannann í sár (erosion) í rönd legopsins, en prófessor Guðmundur Thoroddsen sá ekki þetta sár Þrátt fyrir vandlega athugun sama dag. Að áliti Læknaráðs og prófessors Guðmundar Thoroddsens má koma 352 af stað fósturláti með þeim áhöldum, sem ákærði Jónas telur sig hafa farið með inn í fæðingarveg ákærðu Guðrúnar. Þá telur Læknaráð og prófessor Guðmundur, að ummerki þau, sem fundust við athugun á ákærðu Guðrúnu á Landsspítalanum, svo og á því, sem kom frá henni, hafi verið eins og búast mætti við, ef fósturláti hefði verið komið af stað árdegis 26. apríl og með greindum eða svipuðum áhöldum, ef farið hefði verið inn í leghol með kanna og eggið skaddað. Nú hefur ákærði Jónas borið, að hann hafi séð blóð í leggöngunum. Að áliti Læknaráðs er það hið eina, sem fram hefur komið, sem bendi til þess, að um sjálfkrafa fósturlát hafi verið að ræða. Við sjálfkrafa fósturlát byrjar leghálsinn að víkka ofan frá, en við skoðun Guðmundar Thorodd- sens kom í ljós, að efri hluti legopsins var ekki nægilega víkkaður fyrir töngina, sem hann notaði. Það telur Læknaráð, að mæli gegn sjálfkrafa fósturláti. Þá bendi blóð í leggöngunum ekki sérstaklega á sjálfkrafa fósturlát, þar sem ýmsar orsakir geti legið til slíks, og ekki sé neinum einkennum lýst á ákærðu Guðrúnu, sem bent gætu á byrjandi fósturlát. Þá hefur Læknaráð talið, að ef fóstri ákærðu Guðrúnar hafi verið eytt í greindu tilfelli, bendi ummerkin á henni svo og á því, sem kom frá henni, til þess, að sú aðgerð hafi ekki farið fram lege artis. Um- merkin séu eins og búast megi við, ef hinni aðferðinni hafi verið beitt. Notast hafi mátt við kanna þann, sem ræðir um í málinu, eða svipað áhald til að fara með upp í legið og skadda eggið, þannig að fósturlát leiddi af, og hafi útvíkkun á leghálsi ekki verið nauðsynleg og ekki heldur notkun kúlutangar. En hefði kúlutöng verið beitt, hefði að öllum líkindum sézt merki eftir hana, þegar ákærða Guðrún var skoðuð á Landsspítal- anum. Samkvæmt því, sem nú var greint, og samkvæmt framburði ákærðu Guðrúnar, stuðdum af framburðum vitnanna Þorsteins Þorsteinssonar og Guðna Halldórssonar og ákærða Sveins varðandi vilja hennar til eyð- ingar fóstursins, svo og samkvæmt framburði ákærða Jónasar sjálfs að öðru leyti þykir sönnun fengin fyrir því, að ákærði Jónas hafi með at- ferli sínu gerzt brotlegur gegn 216. gr. 2. mgr. almennra hegningarlaga nr. 19 12. febrúar 1940. Upplýst er, að ákærða Guðrún hefur talið sig þurfa að greiða ákærða Jónasi verulega fjárhæð fyrir eyðingu fósturs hennar, en varhugavert þykir gegn eindreginni neitun ákærða Jónasar að telja nægilega sannað, að hann hafi framið verknað sinn í beinu ávinningsskyni. Þá þykir ákærði Jónas með atferli sínu, sem rakið er hér að framan, hafa brotið gegn 6. gr. sbr. 18. gr. laga nr. 47 23. júní 1932 um lækninga- leyfi o. fl. Loks þykir sannað með framburði ákærða Jónasar sjálfs svo og fram- burðum ákærðu Sveins Halldórssonar, Gríms Thorarensens og Guðrúnar Ólafsdóttur, eins og þeir hafa verið raktir hér að framan, að ákærði Jónas hefur með útvegun lögregluréttarskjals nr. 17 og nr. 25 og notkun þeirra í málinu gerzt brotlegur gegn 147. gr. sbr. 22. gr. hegningarlaganna. Hins vegar þykja ekki vera nægar sannanir fram komnar fyrir því, 358 að fyrrgreindur 12000 króna tékki hafi verið greiðsla frá ákærða Jónasi til ákærða Sveins fyrir hjálp hans við útvegun nefndra skjala. Ákærða Guðrún Ólafsdóttir. Með framburði ákærðu Guðrúnar Ólafsdóttur sjálfrar svo og að öðru leyti með tilvísun til þess, sem nú var sagt um atferli ákærða Jónasar, er sannað, að ákærða Guðrún hefur með háttsemi sinni brotið gegn 216. gr. 1. mgr. hegningarlaganna. Ákærði Sveinn Halldórsson. Með eigin játningu ákærða Sveins Halldórssonar sjálfs svo og fram- burðum annarra hinna ákærðu, eins og hvort tveggja er nánar rakið hér að framan, er sannað, að ákærði Sveinn hefur með þátttöku sinni í út- vegun lögregluréttarskjala nr. 17 og 25, sem hann vissi, að ætluð voru til notkunar í málinu, gerzt brotlegur gegn 147. gr. sbr. 22. gr. hegningarlag- anna. Ákærði Grímur Thorarensen. Með eigin játningu ákærða Gríms Thorarensens og framburðum annarra hinna ákærðu, eins og hvort tveggja er rakið nánar hér að framan, er sannað, að ákærði Grímur hefur með þátttöku sinni í útvegun lögreglu- réttarskjals nr. 17, sem hann vissi, að ætlað var til notkunar í málinu, gerzt brotlegur gegn 147. gr. sbr. 22. gr. hegningarlaganna. Refsing ákærða Jónasar Sveinssonar þykir með hliðsjón af 77. gr. 1. mgr. hegningarlaganna og eftir atvikum að öðru leyti hæfilega ákveðin fangelsi í 8 mánuði. Refsing ákærðu Guðrúnar Ólafsdóttur þykir hæfilega ákveðin fangelsi í 3 mánuði, en eftir atvikum þykir mega ákveða, að fullnustu refsingar- innar skuli fresta og hún niður falla að 2 árum liðnum frá uppkvaðningu dóms þessa, verði skilorð VI. kafla hegningarlaganna nr. 19 12. febrúar 1940 haldin. Refsing ákærða Sveins Halldórssonar þykir með hliðsjón af 77. gr. 1. mgr. hegningarlaganna og eftir atvikum að öðru leyti hæfilega ákveðin fangelsi í 3 mánuði. Refsing ákærða Gríms Thorarensens þykir hæfilega ákveðin varðhald í 2 mánuði. Gæzluvarðhaldsvist ákærða Gríms frá 20.—-24. september 1949 skal samkvæmt 76. gr. hegningarlaganna koma með fullri dagatölu til frádráttar refsingu hans. Eigi þykja efni standa til, að gæzluvarðhaldsvist ákærðu Jónasar, Guð- rúnar og Sveins komi refsingu þeirra til frádráttar. Samkvæmt 68. gr. 3. mgr. hegningarlaganna ber að svipta ákærða Jónas Sveinsson kosningarrétti og kjörgengi til opinberra starfa og til annarra almennra kosninga frá birtingu dóms þessa. Þá ber samkvæmt 68. gr. 1. mgr. hegningarlaganna og 18. gr. laga nr. 47 23. júní 1932 að svipta ákærða Jónas Sveinsson lækningaleyfi, og þar sem engar málsbætur eru sjáanlegar fyrir framangreindu atferli hans, bykir hæfilegt að svipta hann lækningaleyfi í 5 ár frá birtingu dóms þessa að telja. 23 Söd Ákærða Jónasi Sveinssyni ber að greiða talsmanni sínum í málinu, hrl. Eggert Claessen, Í málsvarnarlaun kr. 2000.00. Ákærðu Guðrúnu Ólafsdóttur ber að greiða talsmanni sínum í málinu, hdl. Guðjóni Hólm Sigvaldasyni, ákærða Sveini Halldórssyni talsmanni sínum, hrl. Theódór B. Líndal, og ákærða Grími Thorarensen talsmanni sínum, hrl. Agli Sigurgeirssyni, kr. 800.00 hverjum í málsvarnarlaun. Annar kostnaður málsins greiðist þannig, að ákærði Jónas Sveinsson greiði helming hans, en að öðru leyti greiði öll hin ákærðu hann in soliðum. Rekstur málsins hefur verið vítalaus. Dómsorð: Ákærði Jónas Sveinsson sæti fangelsi Í 8 mánuði. Ákærðu Guðrún Ólafsdóttir og Sveinn Halldórsson sæti hvort fangelsi í 3 mánuði, en refsingu ákærðu Guðrúnar skal fresta, og nið- ur skal hún falla að 2 árum liðnum frá uppkvaðningu dóms þessa, verði skilorð VI. kafla almennra hegningarlaga nr. 19 12. febrúar 1940 haldin. Ákærði Grímur Thorarensen sæti varðhaldi í 2 mánuði. Gæglu- varðhaldsvist hans frá 20.—24. september 1949 komi með fullri daga- tölu til frádráttar refsingu hans. Ákærði Jónas Sveinsson skal frá birtingu dóms þessa sviptur kosningarrétti og kjörgengi til opinberra starfa og til annarra al- mennra kosninga og ennfremur lækningaleyfi í 5 ár. Ákærði Jónas Sveinsson greiði talsmanni sínum, hri. Eggert Claessen, í málsvarnarlaun kr. 2000.00. Ákærða Guðrún Ólafsdóttir greiði talsmanni sínum, hdl. Guðjóni Hólm Sigvaldasyni, ákærði Sveinn Halldórsson talsmanni sínum, hrl. Theódór B. Líndal, og ákærði Grímur Thorarensen talsmanni sínum, hrl. Agli Sigurgeirs- syni, kr. 800.00 í málsvarnarlaun hvert. Annan kostnað málsins greiði ákærði Jónas Sveinsson að hálfu, en að öðru leyti greiði öll hin ákærðu hann in solidum. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. 855 Miðvikudaginn 27. júní 1951. Kærumálið nr. 15/1951. Sveinn Sveinsson gegn Árna Þorbjörnssyni setufógeta og Sigurði Sigurðssyni sýslumanni, umboðsmanni þjóð- jarða í Skagafjarðarsýslu. Setudómarar próf. Ólafur Lárusson, próf. Ólafur Jóhannesson og hrl. Ragnar Jónsson í stað hrd. Árna Tryggvasonar, hrd. Jóns Ásbjörns- sonar og hrá. Jónatans Hallvarðs- sonar. Setufógeta talið óskylt að víkja sæti. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 9. júní þ. á., er hingað barst 13. s. m., hefur sóknaraðili samkvæmt 37. gr. laga nr. 85/1936 skotið til Hæstaréttar úrskurði, uppkveðnum í fógetarétti Skaga- fjarðarsýslu 9. júní þ. á. í máli varnaraðilja gegn sóknar- aðilja, en með úrskurði þessum neitar fógeti því að víkja sæti í málinu. Sóknaraðili hefur sent Hæstarétti greinargerð í málinu og krafizt þess, að hinum kærða úrskurði verði hrundið og að setufógetanum verði gert skylt að víkja sæti í málinu. Hæsta- rétti hafa ekki borizt kröfur né greinargerð frá varnaraðilja. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Með því að engar málskostnaðarkröfur hafa verið gerðar, fellur kærumálskostnaður niður. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Kærumálskostnaður fellur niður. "Úrskurður fógetaréttar Skagafjarðarsýsla 9. júní 1951. Umboðsmaður gerðarþola í máli þessu hefur í fógetaréttinum krafizt, að hinn setti fógeti, Árni Þorbjörnsson cand. jur. á Sauðárkróki, víki sæti 356 fógetans fyrir skyldleikasakir setts fógeta og gerðarbeiðanda, með til- vísun í 2. tl. 36. gr. laga nr. 85 1936 svo og með skírskotun til 7. tl. 36. gr. sömu laga. Nú er skyldleika gerðarbeiðanda, Sigurðar Sigurðssonar sýslumanns, og ofannefnds setufógeta þannig háttað, að þeir eru skyldir að öðrum og þriðja lið til hliðar. Fyrir skírskotun sinni til 7. tl. ofangreindra lagagrein- ar færir umboðsmaður gerðarþola engin rök, enda þar á engum rökum að byggja. Gerðarbeiðandi hefur haldið því fram í málinu, að hann sé ekki aðili þessa fógetamáls í réttum skilningi þess orðs, heldur fyrirsvarsmaður að- ilja (málflytjandi hins opinbera) og umboðsmaður. Skyldleiki fógetans við gerðarbeiðanda er tæplega nógu náinn, til að hann verði heimfærður undir 2. tl. 36. gr. laga nr. 85/1936. Þar sem skilningur gerðarbeiðanda verður að teljast réttur á því atriði, að hann sé fyrirsvarsmaður aðilja, þá er það vafalaust samkvæmt 3. tl. 36. gr. laga nr. 85/1936, að skyldleiki fógetans og margnefnds gerðarbeið- anda er ekki svo náinn, að fógeta beri að víkja sæti. Því úrskurðast: Hinn setti fógeti, Árni Þorbjörnsson cand. jur., víkur ekki sæti í máli þessu. Miðvikudaginn 27. júní 1951. Nr. 162/1949. Ákæruvaldið (Guttormur Erlendsson) gegn Ragnari Frímanni Kristjánssyni (Ragnar Ólafsson). Setudómarar próf. Ólafur Lárusson, próf. Ólafur Jóhannesson og próf. Ármann Snævarr í stað hrá. Árna Tryggvasonar, hrá. Jóns Ásbjörns- sonar og hrá. Jónatans Hallvarðs- sonar. Maður leystur úr öryggisgæzlu. Dómur Hæstaréttar. Ákæruvaldið hefur samkvæmt ósk stefnda, Ragnars Frí- manns Kristjánssonar, skotið til Hæstaréttar með stefnu 21. nóvember 1949 dómi aukaréttar Árnessýslu frá 16. ágúst 3ö'7 1949, þar sem stefnda Ragnari er synjað um lausn úr öryggis- gæzlu, er honum var dæmd með dómi aukaréttar Reykjavíkur 2. ágúst 1946. Hæstiréttur skipaði sækjanda og verjanda í málinu hinn 22. marz 1950. Hefur skipaður verjandi gert þá kröfu hér fyrir dómi, að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og stefndi Ragnar leystur úr öryggisgæzlu. Með úrskurði Hæstaréttar 17. nóvember 1950 var ákveðið, að sérfræðingur í geðsjúkdómum rannsakaði andlegt heilsufar stefnda Ragn- ars, áður en málið yrði dæmt í Hæstarétti. Var tilætlunin að fela dr. Helga Tómassyni rannsókn þessa, en með bréfi til Dómsmálaráðuneytisins 3. febr. 1951 mæltist hann undan því. Var þá Alfreð lækni Gíslasyni, sérfræðingi í geðsjúkdómum, falin framkvæmd rannsóknarinnar með bréfi ráðuneytisins, dags. 8. febr. 1951, Tók hann stefnda Ragnar til rannsóknar, og er álitsgerð hans dags. 3. apríl 1951. Um niðurstöðu rann- sóknarinnar segir svo í álitsgerð læknisins: „Af framanskráðu má þegar ráða, að ég álít Ragnar Frí- mann Kristjánsson geðveilan mann (psykopat), og enn frem- ur, að ég tel hann á vissu tímabili (á árunum 1945 og 1946) hafa verið haldinn geðveiki í þrengri merkingu þessa orðs (psykosis), en á því tímabili fremur hann fjölda innbrots- þjófnaða, ýmist einn eða í félagi við mann, sem bersýnilega hefur þá líka verið geðbilaður. Ofnautn amfetamins var orsök þessarar geðbilunar, og þegar sú orsök var brott num- in, batnaði sjúklingnum. Ég skal geta þess hér, að amfetamin- geðveiki er ekki mjög óalgengt fyrirbæri, og ritaði danski prófessorinn Knud O. Möller um hana þegar á árinu 1946. Amfetamin-sýki Ragnars er stundarfyrirbrigði, sem hann læknast af, en geðveila hans (psykopati) er varanlegt ástand. Þó er ekki þar með sagt, að hegðun hans þurfi til æviloka að haldast óbreytt, frá því sem hún var í æsku. Eins og það er fjarri sanni, að allir psykopatar séu afbrotamenn, er það jafnfráleitt að ætla, að engum geðveilum afbrotaunglingi takist að bæta ráð sitt. Skapgerðarþroskun, þótt lítil sé, getur átt sér stað, og einnig geta umhverfisáhrifin breytzt í heilla- vænlega átt. Það er rétt að benda á, að frá því að Ragnar kemur úr siglingunum 1942, er hann samkvæmt hegningarvottorði rík- 358 isins ekki viðriðinn þjófnaðarmál fyrr en í geðveikiskastinu 1946. Þetta gæti bent á nokkra hegðunarbetrun. Á þessu þriggja ára tímabili gerist hann brotlegur við lög vegna áfengisneyzlu (ölvunar á almannafæri og við akstur), en ekki vegna þjófnaðar. Enn meiri breytinga til batnaðar verður þó vart hjá honum, þegar borin er saman annars vegar dvöl hans sem 15 ára unglings á Kleppi og hins vegar vist hans á vinnu- hæli og í fangahúsi síðustu 4—-5 árin. Á Kleppi koma fram nærri eingöngu óheppilegir eiginleikar hjá honum, en á síðar- nefndu stöðunum fær hann yfirleitt góðan vitnisburð hjá þeim, sem með honum hafa verið. Ég ræð til þess, að Ragnar Fr. Kristjánsson verði til reynslu látinn laus úr gæzluvist.“ Málið var því næst sent Læknaráði til umsagnar, og er úr- skurður þess dags. 15. júní 1951. Er ályktun Læknaráðs á þessa leið: „Samkvæmt þeim gögnum, sem fyrir liggja, telur Lækna- ráð ótvírætt, að maður þessi sé geðveill (psykopat) og að glæpahneigð hans eigi a. m. k. að verulegu leyti rót sína að rekja til þess. Auk þessa virðist hann hafa verið haldinn geð- veiki (psykosis) á tímabili, og þá í sambandi við amfetamin- nautn. Gera verður ráð fyrir, að geðveila mannsins sé varanleg og að hætt sé við, að hann kunni að fremja afbrot svipuð þeim, sem hann framdi, áður en amfetaminnautnin kom til. Ef eitt- hvað annað kemur til, svo sem amfetaminnautn eða því um líkt, má búast við, að afbrotahneigð hans færist í aukana.“ Með hliðsjón af álitsgerð Alfreðs læknis Gíslasonar og úr- skurði Læknaráðs þykir rétt, eins og heilsufari stefnda Ragnars er þar lýst, að veita honum lausn úr öryggisgæzlu til reynslu, þó með þeim skilyrðum, að lögreglustjóri skipi honum eftirlits- mann, að honum sé tryggður samastaður og starfi og að hann haldi sér algerlega frá nautn eiturlyfja, enda sé honum af- hent skírteini, þar sem skilyrði þessi eru greind, sbr. 40. og 41. gr. laga nr. 19/1940. Kostnaður máls þessa greiðist úr ríkissjóði, þar á meðal laun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir Hæstarétti, kr. 1000.00 til hvors, og verjanda í héraði, kr. 500.00. 359 Dómsorð: Stefndi, Ragnar Frímann Kristjánsson, skal til reynslu leystur úr öryggisgæzlu með ofangreindum skilyrðum. Kostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun skipaðs sækjanda fyrir Hæstarétti, Guttorms Er- lendssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 1000.00, og laun skipaðs verjanda í héraði og fyrir Hæstarétti, Ragnars Ólafssonar hæstaréttarlögmanns, samtals kr. 1500.00. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 2. ágúst 1946. Ár 1946, föstudaginn 2. ágúst, var í aukarétti Reykjavíkur, sem haldinn var í hegningarhúsinu af Bergi Jónssyni sakadómara uppkveðinn dómur í málinu nr. 1997--1998/1946: Réttvísin gegn Ragnari Frímanni Kristjáns- syni og Gunnari Viggó Jóelssyni, sem tekið var til dóms hinn 19. fyrri mánaðar. Mál þetta er af réttvísinnar hálfu höfðað gegn Ragnari Frímanni Krist- jánssyni, Hafnarstræti 20, og Gunnari Viggó Jóelssyni húsverði í Pólarbíðó, báðum gæzluföngum í hegningarhúsinu hér, fyrir brot gegn XXVI. kafla almennra hegningarlaga nr. 19 12. febrúar 1940. Ákærði Ragnar Frímann er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 3. desember 1921, og hefur, svo kunnugt sé, sætt þessum kærum og refsingum: 1931 8/4. Kærður fyrir þjófnað. Afgreitt til barnaverndarnefndar. 1932 T/3. —- —- —- Sleppt með áminningu. 1935 2/10.00 — — — Afgreitt til barnaverndarnefndar. — 31/10. — — ósæmilega hegðun. 1936 17/11. — — bjófnað. Afgreitt til barnaverndarnefndar. — 19/1. — — — — — — 1937 19/1. — —- — ölvun á dansleik. Látið falla niður. — 9/2. — — Þbjófnað. Afgreitt til barnaverndarnefndar. — 15/2. ær a a sg — 19/2. — — — — — — — 20/2. — — — — — — BB = — — — — 15/9. a = 0 a — 10/10. Kærður fyrir bílþjófnað o. fl. Úrskurðaður af Dómsmálaráðu- neytinu til dvalar Í sveit. 1938 11/10. Dómur aukaréttar, gæzluvarðhald ákærða frá 4/12 1937 til dómsuppsagnar komi í stað refsingar fyrir brot gegn 6. gr. laga nr. 5l. 1928, 5. gr, 1. mgr. sbr. 14. gr. bifreiðalaganna og 3. gr. 3. mgr. sömu laga og 11. gr. 3. og 5. mgr. lögreglusam- bykktar Reykjavíkur. Refsingin ákveðin með hliðsjón 38. og 59. gr. hegningarlaganna. 360 1939 13/2. Áminning fyrir söng á götu að næturlagi. —. 17/4. Kærður fyrir þjófnað á 1000 krónum vorið 1936. Látið falla niður, með því að brotið var framið, áður en kærður varð 16 ára. — 16/6. Dómur aukaréttar, 3ja mánaða fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi fyrir þjófnað og svik. =. 91/9. Dómur sama réttar, 30 daga fangelsi við venjulegt fangaviður- væri fyrir þjófnað. 1942 9/12. Sátt, 25 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1943 1/2. Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1944 3/4. Dómur lögregluréttar, 15 daga varðhald og sviptur ökuskir- teini ævilangt fyrir ölvun við bifreiðarakstur. — 30/6. Sátt, 25 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. —. 30/9. Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. Með eigin játningum ákærða, sem eru í samræmi við önnur gögn máls- ins, er sannað, að ákærði Ragnar Frímann hefur á síðastliðnum vetri og vori framið allmarga innbrotsþjófnaði, ýmist einn eða í félagi við ákærða Gunnar Viggó, og að sá síðarnefndi hefur í sumum þeim tilfellum, er hinn fyrrnefndi var einn um bjófnaðina, fengið hluta þýfisins, vitandi, hvernig bað var fengið. Ákærðu hafa þekkzt í nokkur ár, en ekki tekið sameiginlega þátt í af- brotum fyrr en á síðastliðnum vetri. Ákærði Ragnar Frímann var vöku- maður á Hótel Heklu fram að febrúarbyrjun s.l, en var þá látinn hætta því starfi. Var hann á þessum tíma og bæði fyrir þenna tíma og eftir mjög undarlegur í tali og háttum, og kom þeim, sem saman höfðu við hann að sælda, fyrir sjónir sem geðveikur maður. Einnig var ákærði Gunnar Viggó allundarlegur bæði í vetur og vor. Báðir neyttu þeir á þessum tíma mikils af svokölluðum „amphetamintöflum“, sem eru einskonar eiturlyf, og mun þetta hafa haft mjög ill áhrif á þá. Skulu nú rakin brot þau, er ákærðu hafa orðið uppvísir að: 1. Aðfaranótt 30. marz s.l. fór ákærði Ragnar Frímann inn í kjallara hússins nr. 4 við Hverfisgötu gegnum gat, sem brotið hafði verið á kjallaravegginn. Kom hann þá að læstum dyrum, sem honum tókst að opna með lykli, sem hann hafði á sér, og komst hann síðar inn í skrifstofu blaðsins Útvarpstíðindi. Þar inni tók hann að eigin sögn um kr. 170.00, en af hálfu blaðsins er talið, að horfið hafi þaðan þessa nótt nálægt kr. 200.00. Síðan fór hann upp á loft í húsinu og reyndi að komast þar inn, en án árangurs. Þá fór hann burtu úr húsinu, eftir að hafa ritað á miða, sem hann skildi eftir í skrifstofu Útvarpstíðinda, og ber miði sá, er fram hefur verið lagður í málinu, þess vott, að sá hafi eigi verið með öllum mjalla, er hann ritaði. Síðar sagði ákærði Ragnar Frímann ákærða Gunnari Viggó frá þessum þjófnaði og lét hann fá kr. 40.00 af þýfinu, og tók Gunnar við því. Þýfinu virðast ákærðu öllu hafa eytt. 9. Aðfaranótt 3. apríl s.l. fór ákærði Ragnar Frímann inn um illa lok- aðan kjallaraglugga á smjörlíkisgerðinni Ljómi, Þverholti 21. Inni í 361 húsinu stakk hann opnar skrifstofudyr með hníf, og inni í skrifstof- unum rótaði hann til í skúffum og skápum, en sá bar ekkert fémætt, sem hann hafði ágirnd á. Hann tók ekkert þarna nema eina litla ljós- mynd af konu nokkurri, sem hann fór með heim til sín, augnabrúnalit og varalit. Hann drakk kaffi þarna og borðaði brauð með bví, en í hvort tveggja náði hann barna. Í litlum peningakassa skildi ákærði eftir miða, sem hann hafði ritað á, og er hið sama um benna miða að segja og bann, er ákærði skildi eftir hjá Útvarpstíðindum. Aðfaranótt 6. apríl s.1. ætlaði ákærði Ragnar Frímann að brjótast inn í rafmagnsvinnustofu verzlunarinnar Rafals á Vesturgötu 2. Hann reyndi að opna dyr á vinnustofunni, en tókst það ekki. Hann braut þá rúðu á húsgagnavinnustofu í sama húsi, opnaði gluggann og fór inn í vinnustofuna og bjóst við að komast þaðan inn í rafmagnsvinnustof- una. Svo varð þó eigi. Í húsgagnavinnustofunni stal ákærði engu, en rótaði þar ýmsu til og skildi þar eftir skrúfjárn. Úr vinnustofunni fór ákærði yfir í Fischersund og þar upp á þak á húsi, sem hann vissi ekki, hvað var í, en þetta var kaffibrennsla O. Johnsons ér Kaabers h/f. Af þakinu hefur hann farið niður í opið svæði bakvið húsið og brotið bar rúðu, opnað glugga og farið inn. Þarna inni tók hann nokkrar appelsínur, tvo kvensloppa, vasaljós og skrúfjárn. Hann fór út úr þessu húsi og kom þá í innilukt port, sem er milli kaffibrennslunnar og Aðalstrætis 4. Þar klifraði hann eftir stiga upp á þakbrúnina á Aðalstræti 4 og komst þar uppi inn um opinn klósettglugga. Klósett þetta var læst, og fór ákærði þá aftur út á þakið og eftir bví og inn um annan glugga uppi undir þakskegginu. Sú vistarvera, sem hann þá kom inn í, var ólæst, og komst hann nú inn um húsið. Þar voru læstar skrifstofur, og reyndi hann að opna nokkrar hurðir og tókst að brjóta einar dyr upp. Þar inni rótaði ákærði í skáp og skrifborði og fann peninga, sem hann hafði á brott með sér. Segir hann Peningana hafa numið kr. 1460.00, en þeir, sem þarna áttu húsum að ráða, telja, að eigi hafi horfið mema um kr. 800.00. Þegar ákærði hafði fundið peningana, fór hann á brott og skildi eftir dót það, er hann hafði tekið í kaffi- brennslunni. Hann skýrði ákærða Gunnari Viggó frá þjófnaði þessum og lét hann fá helminginn af peningunum, og segir Gunnar sig hafa fengið kr. 700.00. - Aðfaranótt 8. apríl s.l. brutust ákærðu inn í skrifstofu h/f Leifturs og heildverzlunar Agnars Lúðvíkssonar í Tryggvagötu 28 hér í bæ. Ákærði Ragnar Frímann klifraði yfir portgirðingu nálægt húsi þessu og opnaði portdyrnar innan frá, og kom þá ákærði Gunnar Viggó inn um þær. Þeir brutu rúðu í bakdyrahurð hússins, opnuðu síðan dyrnar og komust inn í húsið. Þeir fóru nú upp á efstu hæð hússins og brutu þar upp dyrnar fyrir skrifstofu h/f Leifturs. Þegar inn var komið, rótuðu þeir í skápum og skúffum og hillum í vörugeymslunni, en fundu enga peninga. Í herbergi inn af skrifstofunni var stór Peningaskápur, sem þeir reyndu að brjóta upp, en tókst ekki. Ákærði Gunnar Jóel fór þá út til að leita að járni til að brjóta skápinn upp með. Á meðan hann nr 362 var burtu, brauzt ákærði Ragnar Frímann inn í heildverzlun Agnars Lúðvíkssonar, sem var á sömu hæð hússins og skrifstofa h/f Leifturs. Þeir hættu þá við frekari aðgerðir á skrifstofu h/f Leifturs og höfðu ekki tekið neitt þaðan, heldur fóru þeir að leita í heildverzluninni. Þar rótuðu þeir í ýmsu og ruddu skjölum á gólfið. Þeir brutu upp skjalaskáp þarna, tóku úr honum lítinn peningakassa, sem þeir brutu upp. Þeir stálu og skiptu jafnt milli sín þeim peningum, sem í kassan- um voru. Eigandi þeirra telur þá hafa numið á annað þúsund króna, ákærði Gunnar Viggó telur þá hafa numið um kr. 1000.00, en ákærði Ragnar Frímann segir ákærða Gunnar Viggó, sem stakk peningunum á sig á staðnum, hafa sagt, að þeir væru 800 krónur. Ákærði Ragnar Frímann tók þarna einnig blekbyttu, sem hann síð- an braut með því að kasta henni í vegg á íshúsi einu hér í bænum. Hann reyndi að stinga opnar með skærum, sem hann tók í skrifstofu h/f Leifturs, dyr að tveimur skrifstofum á sömu hæð og nefndar skrif- stofur voru á, en tókst það ekki. Aðfaranótt 14. apríl s.l. fór ákærði Ragnar Frímann inn í Hressingar- skálann í Austurstræti og komst inn um eldhúsdyr í portinu. Úr skál- anum fór hann upp á loft hússins, en þar eru til húsa heildverzlun Einars Guðmundssonar og hárgreiðslustofa Láru Kristinsdóttur. Ákærði stakk upp dyr að heildverzluninni með borðhníf og kom þá inn á gang einn. Þar voru læstar dyr, er lágu inn í skrifstofu heild- verzlunarinnar. Ákærði reyndi með lyklum og verkfærum að opna þessar dyr, en tókst það ekki. Ýmsu rótaði ákærði til þarna í heild- verzluninni, en tók þar ekkert nema einn vindlingapakka. Hann ætlaði að stela peningum, en fann enga. Þegar hann sneri frá heildverzlun- inni, stakk hann upp hárgreiðslustofuna og leitaði þar inni og rótaði ýmsu til, en fann enga peninga, nema e. t. v. eina eða tvær krónur, sem hann kvaðst hafa tekið. Fór hann síðan út við svo búið. Aðfaranótt 15. apríl s.l. fór ákærði Ragnar Frímann í þjófnaðartil- gangi upp á þak Sláturfélags Suðurlands við Skúlagötu, en kom ekki inn og hvarf frá að stela þar. Síðan fór hann í málningarverksmiðjuna Hörpu og brauzt þar inn. Þar stal hann 800 krónum, en skildi eftir miða, sem hann hafði skrifað einhverja vitleysu á. Að þessu loknu fór ákærði upp á loft í húsinu og brauzt þar inn í prjónastofuna Peysu og vörugeymslu h/f Felds, en stal þar engu. Hann gerði alvarlegar til- raunir til að brjótast inn um fleiri dyr bar uppi, en tókst það ekki. Úr þessu húsi fór ákærði heim til ákærða Gunnars Viggós, sem vissi, að ákærði Ragnar Frímann ætlaði að brjótast einnvers staðar inn í þetta sinn, sagði honum frá innbrotinu og fékk honum kr. 400.00 af þýfinu, sem ákærði Gunnar Viggó tók við og segir sér hafa þótt gott að fá. Aðfaranótt 10. apríl s.l. fór ákærði Ragnar Frímann inn í skrifstofu sementsgeymslu J. Þorlákssonar é Norðmanns með því að stinga borð- hníf í læsinguna og ýta hlaupajárninu inn með honum. Inni braut hann upp skúffu og stal úr henni rúmum 80 krónum og hafði á brott með sér. 10. 11. 363 - Aðfaranótt 2. maí s.l. brauzt ákærði Ragnar Frímann inn í málningar- verksmiðjuna Hörpu. Hann fór inn um dyr á bakhlið hússins, sem lok- að var að innanverðu með slagbrandi. Tókst honum utanfrá með járni að losa slagbrandinn frá, og komst hann þá inn í húsið. Hann tók. ekk- ert í húsinu niðri, en rótaði til í skúffum þar í kompu einni, ólæstri. Síðan fór hann upp á loft í húsinu og skar gat á tvær hurðir, sem læstar voru með smekklás og seildist síðan gegnum götin til smekk- lásanna og opnaði þá og komst þannig inn. Aðrar dyrnar lágu inn í geymslu, og virðist ákærði ekki hafa hreyft þar við neinu. Hinar lágu inn í aðalskrifstofuna, og þar inni opnaði hann eða braut upp skrif- borðsskúffur og braut upp hornskáp og leitaði í þeim, en fann enga peninga og fór burtu án þess að stela nokkru. . Aðfaranótt 4. maí s.l. brauzt ákærði Ragnar Frímann inn í smjörlíkis- gerðina „Ljóma“ á Þverholti 21 í því skyni að stela þar Þeningum. Hann braut rúðu í glugga á kjallara hússins og skreið síðan inn um gluggann. Síðan fór hann hindrunarlaust upp á efsta loft hússins og þaðan niður í aðalforstofu þess. Þar stakk hann upp smekklás á hurð einni og komst þannig inn í gang. Úr þessum gangi brauzt hann inn í tvær skrifstofur afgreiðslu Smjörlikisgerðanna h/f. Inn í almennu skrif- stofuna brauzt hann með því að ýta á hurðina, þar til dyrastafurinn klofnaði, en inn í skrifstofu forstjórans fór hann á þann hátí, að hann skar gat á hurðina og seildist gegnum það til smekklássins og opnaði þannig hurðina. Í almennu skrifstofunni braut hann upp peningaskáp og sprengdi síðan upp þrjá peningakassa, sem í skápnum voru, og stal úr þeim að eigin sögn kr. 11601.00, en starfsmenn í skrifstofunum töldu hafa horfið nokkru meira fé. Auk þess opnaði ákærði skúffur og skápa í skrifstofunum og dreifði úr þeim skjölum út um gólfið, stráði vindlum úr vindlakassa út um gólfið, reif skjöl í tætlur og dreifði þeim um gólfið. Frá innbroti þessu fór ákærði beint til ákærða Gunnars Viggós og skýrði honum frá því og lét hann fá helming þýfisins. Aðfaranótt 16. maí s.l. fór ákærði Ragnar Frímann inn um glugga á bakhlið húss þess, sem heildverzlunin Jóhann Karlsson ér Co. er í hér í bænum. Fór hann síðan um skrifstofur heildverzlunarinnar og geymslur og rótaði þar í ýmsu og reyndi á ýmsan hátt að opna þar peningaskáp, en tókst það ekki. Kveðst hann svo hafa haldið, að ein- hver væri að koma og þbotið út í ofboði. Hann virðist engu hafa stolið þarna. Aðfaranótt 19. apríl s.l. brutust ákærðu inn í vélsmiðjuna Steðjann, Skúlagötu 34 hér í bænum. Ákærðu lögðu upp í innbrot Þetta frá heim- ili ákærða Gunnars Viggós, sem er í nánd við vélsmiðjuna. Meðan ákærði Gunnar Viggó dvaldist þar heima, fór ákærði Ragnar Frímann að vélsmiðjunni og braut rúðu í útidyrahurð hennar, svo að auðvelt var að ná gegnum gatið til smekklássins, sem dyrunum var læst með. Síðan fór hann heim til ákærða Gunnars Viggós og skýrði honum frá þessu verki. Síðan fóru þeir báðir að vélsmiðjunni og inn um nefndar dyr og upp á þriðju hæð hússins. Þar mölvuðu þeir gat á hurð eina og 12. 13. 364 seildust gegnum það til smekklássins, sem henni var læst með, og opnuðu þannig dyrnar. Komust þeir þá inn í skrifstofu vélsmiðjunnar og tóku að leita þar og rótuðu þar ýmsu til og dreifðu skjölum um gólfið, en fundu ekkert fémætt. Þá náðu þeir sér í verkfæri, meðal ann- ars úr trésmíðastofu í húsinu, sem þeir brutu upp, veltu um peninga- skáp í skrifstofunni og brutu upp bak hans. Úr skáp þessum stálu þeir að eigin sögn um kr. 7000.00 í íslenzkri og erlendri mynt, en af hálfu vélsmiðjunnar er talið, að þeir hafi eigi stolið svo miklu. Einnig stálu þeir armbandsúri, sem ákærði Ragnar Frímann síðan braut með steini. Þeir brutu einnig upp skjalaskáp í skrifstofunni og rótuðu skjölunum úr honum út um gólfið, og úr peningaskápnum dreifðu þeir sparisjóðs- bókum og verðbréfum um gólfið. Af þýfinu átti ákærði Gunnar Viggó óeydda 120 dollara, falda undir gólfdúk heima hjá sér, þegar brotið komst upp, og hefur rannsóknarlögreglan komið þeim til skila. Um kl. 4 aðfaranótt 19. maí s.l. fór ákærði Ragnar Frímann inn um ónsstíg 2. Úr kjallaranum fór hann upp á aðra hæð hússins, þar sem skrifstofur fyrirtækisins eru. Þar skar hann gat á hurð eina, seildist gegnum það til smekklássins, sem dyrunum var læst með, og opnaði bær. Inni í skrifstofunni umrótaði hann ýmsu og dreifði skjölum um gólfið. Hann reyndi að opna þar peningaskáp bæði með lyklum og verkfærum, en án árangurs. Ákærði tók þarna riffil og hlóð hann og kveðst hafa gert það í þeim tilgangi að drepa einhvern, sem kynni að koma að honum, en undir niðri kveðst hann þó hafa vitað, að hann gæti þetta ekki. Riffillinn fannst hlaðinn og spenntur morgunin eftir við dyr þær, er ákærði fór út um. Eigi varð þess vart, að ákærði hefði stolið neinu úr húsi þessu, og sjálfur kveðst hann engu hafa stolið nema einum litlum krana og hníf, en jafnframt kveðst hann hafa skilið þar eftir verri hníf, sem hann kom með þangað. Meðan hann var þarna inni, kveikti hann á þremur kertum í stjökum, og lifði á þeim um morguninn, þegar að var komið. Aðfaranótt 6. maí s.l. brauzt ákærði Ragnar Frímann inn í verzlun Haralds Árnasonar hér í bæ. Hann skreið inn um kolalúgu á bakhlið hússins og komst þannig inn Í kjallarann. Þaðan brauzt hann í gegn- um skáp einn inn í sölubúðina og fór að skoða sig þar um. Þar klæddi hann sig úr sokkunum og skildi þá eftir, en tók Í staðinn nýja sokka og klæddi sig í þá. Einnig tók hann þarna rykfrakka og var að hugsa um að taka hann og skilja sinn frakka eftir, en hætti þó við það. Úr búðinni tók hann varaliti og hafði með sér upp á efri hæðina, en skildi þá svo þar eftir. Úr búðinni fór hann upp á efri hæð hússins og inn Í skrifstofur verz- unarinnar og leitaði þar að peningum. Hann opnaði þar skúffur og umrótaði þar skjölum og dreifði út um gólfið. Hann braut hurð milli skrifstofanna og gerði freklega tilraun til að opna peningaskáp í skrifstofunni, en tókst það ekki. Auk sokkanna stal ákærði í innbroti þessu nálægt 300 krónum í peningum, silkislopp, kvenbuxum, tveimur 365 varalitum og allmörgum ómerkilegum ljósmyndum. Við húsleit hjá ákærða fundust ljósmyndirnar og sloppurinn, og hefur þeim verið komið til skila. 14. Í síðastliðnum janúarmánuði fóru ákærðu saman inn í Þjóðleikhúsið, og var erindi þeirra þangað það, að ákærði Ragnar Frímann syngi þar, og gerði hann það. Taldi hann sig hafa mjög góða söngrödd og hafði áður æft hana í ýmsum byggingum, svo sem Nesskólanum, sem verið var að reisa. Einum eða tveimur dögum síðar, þ. e. a. s. aðfaranótt 24. janúar, fór ákærði Gunnar Viggó inn um opinn glugga á Þjóðleikhús- inu og upp á þriðju hæð þess og brauzt þar inn í skrifstofu Tónlistar- félagsins. Þar inni sprengdi hann upp skrifborð, tók þaðan peninga- kassa, sem hann síðan skildi eftir niðri í húsinu, eftir að hafa tekið úr honum kr. 2400.00. Eigi skýrði hann ákærða Ragnari Frímanni frá þessu fyrr en löngu síðar og lét hann ekkert fá af peningunum. 15. Í þetta sama sinn fór ákærði Gunnar Viggó inn í húsakynni Leikfélags Reykjavíkur í Þjóðleikhúsinu. Fyrst braut hann opnar dyr að æfinga- herbergi félagsins og síðan dyr að skrifstofu þess. Þar opnaði hann ólæst skrifborð, sprengdi upp peningakassa, sem í því var, og tók úr honum þá peninga, sem í honum voru, en það voru nokkrir smápen- ingar. Einnig stal hann þarna áteknum vindlingapakka. Loks brauzt hann þarna inn í annað herbergi, en tók þar ekkert. 16. Nú hefur verið lýst öllum þeim afbrotum, sem ákærðu eru uppvísir að að hafa framið. Öllum þeim verðmætum, sem þeir hafa stolið og eigi eru fram komin samkvæmt framansögðu, hafa þeir eytt. Brot ákærða Ragnars Frímanns varða við 244. gr. hegningarlaganna, sbr. sumpart 20. gr. sömu laga. Brot ákærða Gunnars Viggós varða við 244. gr., sbr. sumpart 20. gr. sömu laga, og enn fremur við 254. gr., 1. mgr. sömu laga. Samkvæmt úrskurði lögregluréttarins rannsakaði dr. med. Helgi Tómas- son yfirlæknir geðheilbrigði ákærðu undir rannsókn málsins, og liggja fyrir álitsgerðir hans um þá báða að þessu leyti. Hann hafði einnig rann- sakað þá báða ýtarlega í sama skyni áður. Álit hans á ákærða Gunnari Viggó er, að hann sé hvorki geðveikur, geðveill né fáviti. Skýrsla yfirlæknisins um ákærða Ragnar Frímann, dagsett 22. f. m., er á þessa leið: Ég hef átt tal við Ragnar Frímann Kristjánsson, pt. Fangahúsinu í Reykjavík, undanfarna daga. Hann dvaldi á geðveikraspítalanum á Kleppi frá 6. des. 1937 til 11. ágúst 1938, og skilaði ég þá langri álitsgerð. Niðurstöðurnar voru þessar: Álit mitt á Ragnari Frímanni Kristjánssyni er þetta: Hann er hvorki fáviti né geðveikur, en verður að teljast geðveill (psyko- pát). Ræður þar vafalaust mest um meðfætt upplag hans og sennilega óheppi- legt uppeldi og vandræðafélagsskapur, svo að hann lendir í þjófnaði, allskonar öðrum glæpum og virðist nú vera orðinn samvizkulaus með öllu, ef að svo ber undir. 366 'Það er sennilegt, að hjarta- eða æðakerfisveila hans hafi haft nokkra þýðingu, sem sé þá, að hann þegar sem barn þreyttist fyrr þess vegna. Þegar hann er þreyttur, hættir honum við að verða úrillari, nervös og hvorki hann sjálfur, foreldrar hans né aðrir athuga ástand hans sem skyldi. Hann lendir í æ fleiri og fleiri árekstrum, verður æ frekari, stríiðn- ari, lygnari og ágengari, svo að honum hættir enn meira að standa á sama. Mér er ekki ljóst, hvað unnt er að gera við svona mann hér á landi. Læknismeðferð kemur varla til greina, nema ef vera skyldi fullkomin kastration, áður en allir hinir óheppilegu eiginleikar festast ennþá meira í honum. Dómur var uppkveðinn í málinu 11. okt. 1938, og var gæzluvarðhald hans þá látið koma í stað refsingar. Árið 1939 fær hann dóma, 13/2, 17/4, 16/6 og 21/9, þann síðasta 30 daga fangelsi við venjulegt fangaviður- væri fyrir þjófnað. En 26/9 1939 strauk hann með dönsku skipi Matthildi Mærsk til Kanada, fer þaðan um Philadelphia, New York til Casablanca, til Dublin, til Kristiansand og frá Kaupmannahöfn 31/3 1940 með kryolit- skipi til Ivigtut, þaðan til Philadelphia með norsku skipi, sem sigldi til Texas og Lissabon. Þá á ensku skipi til Liverpool, síðan öðru ensku tank- skipi til New York, þá með norsku skipi til Buenos Aires, þá aftur til Kanada, svo til Englands og aftur til Ameríku, til San Francisco, Nýja Sjálands, Ástralíu, til baka aftur til Bandaríkjanna og með járnbraut þá yfir til New York og þaðan með skipinu Hindu til Íslands 4/12 1942. Alls var hann á þessum árum á fjórtán skipum. Hann eyðdi öllu kaupi sínu jafnóðum, kom heim aftur til Íslands „eins og unglingur, sem kemur úr sveit“. Síðan hefur hann ekki farið úr landi. Hér vann hann fyrst í hita- veitunni, síðan við bílkeyrslu, keyrði í flugvöllinn í hálft ár, sem endaði með því, að hann ölvaður keyrði á tvo bíla á Laufásveginum og missti þá ökuréttindin. Var hann svo á Litla-Hrauni fimmtíu daga, en var náðaður í tilefni af lýðveldisstofnuninni 1944. Eftir það vann hann við hreingern- ingar og sitt af hverju, en faðir hans, sem var húsvörður á Hótel Heklu, slasaðist um áramótin 1944—'45. Var hann þá ráðinn húsvörður í hans stað frá 1. febr. 1945. Gegndi hann því starfi, unz hann 1. febr. 1946 var rekinn fyrir óreglu og slæpingshátt. Herbergi sínu hélt hann þó á Hótel Heklu, en aðalatvinna hans varð innbrotsþjófnaður, unz lögreglan tók hann fastan fyrir rúmum þremur vikum. Á ferðalögum sínum stríðsárin virðist hann oftast hafa verið með hinum mesta ruslaralýð og oftast í svalli og sukki. Ef skipstjórar eða yfirmenn fundu eitthvað að við hásetana, ruku þeir upp á móti þeim og gengu ef til vill allir af skipinu, því alltaf var hægt að fá nóg pláss á öðrum skipum. Fast kaup, sem hann þá hafði, var yfirleitt frekar lítið, en áhættuþóknun yfirleitt mjög mikil, en þó misjöfn eftir því, á hvaða hafnir þeir sigldu. Á öllum þessum ferðalögum sínum mun hann hafa keypt aðeins eina bók, „Mr. Lewis in Sing Sing“, og segist hafa lesið hana, en annars ekkert lesið nema rétt fréttir, þar sem hann sá ensk blöð í höfnum, sem hann kom i. Síðan hefur hann heldur ekki lesið neina bók í heilu lagi, en þó blaðað í einstaka, enda er hann mjög illa læs. Hann kveðst hafa brotizt inn ósköpin 367 öll „s.l..þrjá—fjóra mánuði halda þeir“, og „maður er ekkert að fara lengra aftur í tímann en maður er spurður um.“ Við rannsóknina er hann rólegur og skýr, fyllilega áttaður á stað og stundu, engar ofskynjanir eða misskynjanir eða aðrar elementar psykiskar truflanir. Minni hans er ágætt og á köflum frábært. Sjálfsálitið og sjálfs- ánægjan er áberandi, „mikilmennskan“ virðist þó mest í munninum, en hann nýtur þess að storka lögreglunni og yfirvöldunum og að „stáss“ sé að honum gert. Við almenna líkamlega rannsókn er ekkert sérstakt áber- andi að finna annað en eftirstöðvar eftir æðakerfisveilu hans. Sérstaklega skal fram tekið, að engin syphilis reaktion var í mænuvökvanum eða blóði. Álit mitt á Ragnari Frímanni Kristjánssyni er sem fyrr, að hann sé hvorki geðveikur né fáviti, en geðveill (psykopat). Ævintýrin, sem hann hefur á ferðum sínum lent í, hæfa mjög þessu upp- lagi hans. Ósvífnin hefur ágerzt enn meira í honum á stríðsárunum, hyster- isk frekjuköst og æfing í alls konar yfirskinsátyllum til þess að ljúga sig frá þessu eða hinu. Margskonar klækir og hrekkjabrögð, sem hann hefur lært af ýmsum, sem hann hefur verið með á þessum ferðalögum, hafa og stuðlað að því að þroska hann til þess að verða „fullkomnari“ glæpa- maður. Vera má, að amphetamin eða trúin á það hafi aukið honum hug til þess að ráðast í sum af innbrotunum, en hvort ofurhugmyndir þær, sem hann hefur framsett undir ýmsum kringumstæðum, virkilega eru meintar í al- vöru eða standa á nokkurn hátt í sambandi við verkun þess, verður að teljast vafasamt. Líkur eru til þess, að það sé rétt, að hann hafi verið æstari og óeðlilegri, er vandræði hans í kvennamálum voru sem mest, og hugarvíl í því sam- bandi hafi að mestu valdið ruglingskafla þeim, sem hann virðist hafa haft um áramótin 1945—46. Aftur á móti virðist hann hafa jafnað sig vel eftir það, því að aðalmeðstarfsmaður hans, Gunnar Jóelsson, stúlka sú, sem hann var með upp á síðkastið, áður en hann var tekinn, og fleiri virðast alls ekki hafa látið sér detta í hug neitt óeðlilegt í sambandi við hann. Framkoma hans við lögregluna virðist mér ótvirætt benda á simulation.“ Framkoma ákærða Ragnars Frímanns undir rannsókn málsins, fram- ferði hans við innbrotin og skýrslur hans um það og tilgang sinn með sum- um þeirra og loks hegðun hans yfirleitt undanfarna mánuði þykir að áliti réttarins eindregið styðja þá niðurstöðu yfirlæknisins, að ákærði sé geð- veill (psykopat), og verður litið svo á, að geðveila hans sé á svo háu stigi, að heimfæra beri hana undir 16. gr. hegningarlaganna og að eigi muni bera árangur að beita hann refsingu. Hins vegar þykir ljóst, að ákærði sé stórhættulegur almennu réttaröryggi, og ber því samkvæmt 62. gr. hegn- ingarlaganna að ákveða, að honum skuli komið fyrir á viðeigandi hæli, og komi sú ráðstöfun í stað refsingar. Með hliðsjón af 77. gr. hegningarlaganna og með tilliti til fyrri afbrota ákærða Gunnars Viggós þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 2 ár. Hann hefur verið í gæzluvarðhaldi frá 5. júní þ. á. og samkvæmt 76. gr. 368 hegningarlaganna ber að ákveða, að gæzluvarðhaldsvistin komi að fullri dagatölu til frádráttar refsingunni. Samkvæmt 68. gr., 3. mgr., hegningarlaganna ber að svipta hina ákærðu kosningarrétti og kjörgengi til opinberra starfa og annarra almennra kosninga frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærða Ragnar Frímann ber að dæma til greiðslu málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, hrl. Gunnars Þorsteinssonar, kr. 500.00. Ákærða Gunnar Viggó ber að dæma til greiðslu málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, hrl. Ólafs Þorgrímssonar, kr. 350.00. Allan annan sakarkostnað skulu ákærðu greiða in solidum. Rekstur málsins hefur verið vítalaus. Dómsorð: Ákærði Ragnar Frímann Kristjánsson skal í stað refsingar sæta dvöl á viðeigandi hæli. Ákærði Gunnar Viggó Jóelsson sæti fangelsi í 2 ár, en gæzluvarð- hald hans frá 5. júní s.1. skal með fullri dagatölu koma til frádráttar refsingunni. Ákærðu eru frá birtingu dóms þessa sviptir kosningarrétti og kjörgengi til opinberra starfa og annarra almennra kosninga. Ákærði Ragnar Frímann Kristjánsson greiði málsvarnarlaun skip- aðs verjanda síns, hrl. Gunnars Þorsteinssonar, kr. 500.00. Ákærði Gunnar Viggó Jóelsson greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, hrl. Ólafs Þorgrímssonar, kr. 350.00. Allan annan kostnað sakarinnar greiði ákærðu in solidum. Dómi þessum skal fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur aukaréttar Árnessýslu 16. ágúst 1949. Ár 1949, þriðjudaginn 16. ágúst, var í aukarétti Árnessýslu, sem haldinn var í varðstofu vinnuhælisins á Litla-Hrauni af hinum reglulega dómara, Páli Hallgrímssyni, kveðinn upp dómur í málinu nr. 10/1948: Réttvísin gegn Ragnari Frímanni Kristjánssyni, en málið hafði verið tekið upp sam- kvæmt fyrirmælum 62. gr. almennra hegningarlaga. Málið var dómtekið samdægurs. Þann 2. ágúst 1946 var Ragnar Frímann Kristjánsson dæmdur í aukarétti Reykjavíkur, með tilvísun til 16. og 62. gr. almennra hegningarlaga til þess að sæta dvöl á viðeigandi hæli, og þann 24. okt. s. á. var hann settur á vinnuhælið á Litla-Hrauni og hefur dvalizt þar síðan. Þann 5. nóvember 1946 var séra Árelíus Níelsson, sóknarprestur á Eyrar- bakka, tilnefndur af Hæstarétti tilsjónarmaður dómfellda samkvæmt 62. gr. hegningarlaganna. Greindur tilsjónarmaður sneri sér til Dómsmála- ráðuneytisins með tilmælum um, að dómfellda yrði veitt reynslulausn, og með bréfi, dagsettu 13. september s.l., lagði ráðuneytið svo fyrir, að málið skyldi að nýju lagt undir úrskurð dómstóla. Af hálfu Ragnars Frímanns Kristjánssonar hafa þessar réttarkröfur 369 Verið gerðar: að dæmt verði samkvæmt 62. gr. almennra hegningarlaga, að ekki sé nauðsynlegt, að hann sæti lengur dvöl á „hæli fyrir geðveila menn“ og að ráðnum talsmanni hans, hrl. Ragnari Ólafssyni, verði ákveðin hætfileg málsvarnarlaun. Um hegðun og ástand dómfellda á vinnuhælinu hafa verið teknar skýrsl- ur af tilsónarmanni hans, forstjóra vinnuhælisins, starfsmönnum þar og hælislækninum. Skulu nú umsagnir þeirra raktar. Tilsjónarmaður hans, séra Árelíus Níelsson, vottar, að framkoma hans sé yfirleitt prúðmannleg, enda þótt skapgerð hans virðist nokkuð óþjál og viljinn lítt sveigjanlegur, hann virðist hafa ákveðinn vilja til mannsæm- andi lífs, en gripið hafi hann örvinglunarköst yfir fangavistinni og vonleysi yfir framtíðinni. Forstjóri vinnuhælisins, Guðmundur Jónatan Guðmundsson, ber bað, að dómfelldi hafi strax við komu sína á hælið komið sérstaklega prúðmann- lega fram. Í fyrstu hafi gætt nokkurs óróa og eirðarleysis í framkomu hans, en síðar hafi það breytzt. Hann hafi verið látinn ganga að störfum með öðrum föngum og hafi í byrjun verið erfitt að halda honum lengi við sama verk, en síðar hafi hætt að bera á slíku. Yfirleitt hafi framkoma hans verið góð, miðað við framkomu annarra fanga, þó sé hann sérlega seðmikill og reiðist illa, ef honum finnist sér gert á móti. Hann hafi gripið öÖrvinglunar- og eirðarleysisköst og hann þá lagzt í rúmið og legið nokkra daga, en klæðzt svo aftur og gengið til vinnu eins og áður. Ekki muni hann hafa haft spillandi áhrif á aðra fanga. Gæzlumenn hælisins, þeir Bjarni Ágústsson og Gísli Gíslason, sem verið hafa honum samtíða allan dvalartíma hans á hælinu, bera honum það, að hann sé prúður og stilltur. Bjarni tekur þó fram, að hann hafi gripið reiði- köst og hann þá viðhaft stóryrði, en ekki ofbeldi. Verkstjórar hælisins, þeir Marel Þórarinsson og Sigursteinn Steinþórs- son, er einnig hafa verið með dómfellda allan dvalartíma hans á hælinu, bera honum og gott orð og hafa engar kvartanir yfir honum fram að færa. Marel tekur þó sérstaklega fram, að hann hafi verið hlýðinn og unnið möglunarlaust, það sem honum var sagt að vinna, og hafi það komið fyrir, að hann hafi viðhaft óviðurkvæmileg orð, hafi hann jafnan beðizt afsök- unar fljótlega. Þann 3. janúar 1948 bar það við, að dómfelldi vildi ekki fara inn í klefa sinn. Varð þá gæzlumaður, Bjarni Ágústsson, að færa hann í klefann með valdi. Varð hann við það ofsareiður og gerði tilraun til að skera sig í handlegginn með rakblaði og særði sig nokkuð með því. Var hælislæknir- inn, Lúðvík D. Norðdal, sóttur til hans, og batt hann sár hans. Var dóm- felldi þá vanstilltur, talaði fúkyrði til læknisins og neitaði með öllu að láta setja klemmur á sár sín. Var það og ekki gert, enda taldi læknirinn bað ekki mögulegt nema með því að svæfa hann. Læknir vinnuhælisins framkvæmdi nákvæma skoðun á dómfellda, Þegar hann kom á hælið, og hefur síðan fylgzt með honum, er hann hefur komið í læknisvitjanir á hælið, eða dómfelldi hefur leitað til hans. Lækn- 24 870 irinn, Lúðvík D. Norðdal, hefur látið uppi um hann eftirfarandi álit, dag- sett 10. des. s.l.: „Ég hefi verið beðinn að láta í ljós álit mitt á fanganum Ragnari Frí- manni Kristjánssyni, sem nú dvelur á Litla-Hrauni. Ég hefi haft tækifæri til að lesa umsögn forstjóra téðrar stofnunar um greindan fanga, dags. 6. des. þ. á., og einnig tvö vottorð sóknarprestsins á Eyrarbakka sama fanga viðvíkjandi, dags. 12. apríl þ. á. og 3. des. þ. á. Vafalaust hefi ég ekki haft eins náin kynni af téðum fanga eins og báðir þessir tilgreindu vottorðsgefendur, enda er því ekki að leyna, að ég lit nokkuð öðrum augum á fanga þenna en þeir virðast nú gera. Á meðan ég lét ekki í ljós neina vantrú á miklum gáfum hans og vilja til hins góða og gat stillt mig um að brosa að að þeirri staðhæfingu fangans, að hann hefði framið innbrot til þess að „ritningarnar rættust“, — og vitnaði hann þá í því sambandi til þeirra orða, sem höfð eru eftir Kristi: „Ég mun koma eins og þjófur á nóttu“, — þá var framkoma fangans við mig óaðfinnan- leg. En þegar hann varð þess var, að því myndi víðs fjarri, að ég legði trún- að á, að hann væri hinn endurkomni „Messías“, þá breyttist framkoma hans mjög til hins verra, og það svo mjög, að enginn fangi, sem á Litla- Hrauni hefur dvalizt, hefur í minni nálægð og gagnvart mér komið eins ruðdalega fram og téður Ragnar. Hann hefur og aldrei beðið mig afsökun- ar á ruðdalegri framkomu sinni við mig. Þykir mér ekki ósennilegt, að sú framkoma, ein og út af fyrir sig, hefði í ýmsum öðrum löndum en Íslandi til þess enzt, að hann hefði hlotið sérstakan refsiðóm fyrir hana. Ég held, að meðal annars sé fanginn haldinn mikilmennskubrjálæði á hæsta stigi. Hann virðist álíta sig afburðamann bæði til líkama og sálar og engan sér jafnsnjallan og að hann hafi „heimsköllun“ að gegna sakir þessara hæfi- leika sinna. Ég legg eindregið til, að téðum fanga sé ekki sleppt lausum nema því aðeins, að sérfræðingurinn í taugasjúkdómum, sem áður hefur rannsakað hann, Dr. Helgi Tómasson, telji það óhætt, —- og svara tilgangi að reyna það.“ Rétturinn leitaði síðan álits dr. med. Helga Tómassonar, yfirlæknis á geðveikrahælinu á Kleppi. Hafði yfirlæknirinn áður haft dómfellda undir psykiatriski athugun í 8 mánuði árið 1938 og skilað álitsgerð um. Aftur hafði yfirlæknirinn athugað hann og gefið álitsgerð um hann, áður en ofangreindur dómur féll 1946. Vísar yfirlæknirinn nú til þessara kynna sinna af honum svo og umsagna þeirra manna, sem nú hafa borið vitni um hegðun hans, og álits læknis vinnuhælisins. Er það álit yfirlæknisins, að dómfelldi sé geðveill, psykopat. Álitsgerð yfirlæknisins er dagsett 29. maí s.l., og er niðurstaða hans þessi: „Af öllum þessum gögnum fram gengur að mínum dómi alveg ótvírætt, að maðurinn er alveg sá sami og hann hefur verið, enda hlýtur slíkt að vera Í öllum meginatriðum, þegar um geðveilu (psykopati) er að ræða. Andleg vansköpun eða brenglun er varanlegt ástand, sem ekki breytist hjá fullorðnum manni, svo teljandi sé, nema þá máske á afarlöngum: 371 tíma og undir einhverjum þeim skilyrðum, sem menn tæplega vita veru- lega um á núverandi þekkingarstigi sálsýkisfræðinnar. Það sem fyrir liggur að meta í hverju slíku tilfelli er, hvort hegðunar- vandkvæði þau, sem af brengluninni eða vansköpuninni muni leiða, eru þess eðlis, að þjóðfélagið geti og vilji umbera þau. En hver þau hegðunarvandkvæði kunna að verða, er aðeins hægt að gera sér Í hugarlund með því að vita nokkurn veginn, hvernig og hve mikil hin andlega brenglan er, sem sumpart fæst með psykiatriskri athugun, sum- part og oft fyrst og fremst með kriminalistiskri athugun á því, sem mað- urinn þegar hefur af sér gert. Margfaldlega fullnægjandi gögn að þessu leyti liggja að mínu áliti Þegar fyrir um þenna mann.“ Í máli bessu liggur fyrir að dæma um það, hvort öryggisráðstafanir bær, sem ákveðnar voru í áðurnefndum dómi aukaréttar Reykjavíkur 2. ágúst 1946, skuli haldast eða hvort ástæða sé til að ætla, að þær nú séu orðnar ónauðsynlegar sakir breytts heilbrigðisástands dómfellda eða annarra atvika. Þegar málsástæður eru virtar, verður fyrst að líta á sjúkdómsgrein- ingu yfirlæknisins. Hann telur dómfellda psykopat og að þar sé um var- anlegt ástand að ræða, sem ekki breytist hjá fullorðnum Manni, svo teljandi sé, nema þá máske á afarlöngum tíma og undir einhverjum þeim skilyrðum, sem menn tæplega vita verulega um á núverandi bekkingar- stigi sálsýkisfræðinnar. Gögn þau, sem liggja fyrir um hegðun dómfellda og ástand á vinnuhælinu, þykja ekki sýna, að slík breyting til bata hafi átt sér stað. Fyrri reynsla af dómfellda bendir ekki til þess, að hættulaust sé vegna réttaröryggis að sýna honum nema takmarkað traust, m. a. var hann undir rannsókn áðurgreinds máls staðinn að simulation. Hegn- ingarvottorð hans sýnir nær óslitin viðskipti hans við lögregluna frá barnsaldri, að undanteknu tímabili því, sem hann ekki dvaldi hér á landi. Að virtum þessum staðreyndum þykir ekki fært að verða við kröfu hans um lausn undan því ákvæði áðurnefnds dóms, að hann sæti dvöl á við- eigandi hæli. Málsvarnarlaun talsmanns hans hér fyrir réttinum, Ragnars Ólafssonar hæstaréttarlögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin kr. 500.00, svo og annar kostnaður sakarinnar, greiðist úr ríkissjóði. Málið hefir verið rekið vítalaust. Dómsorð: Krafa Ragnars Frímanns Kristjánssonar um, að hann verði leystur undan því ákvæði dóms aukaréttar Reykjavíkur frá 2. ágúst 1946, að hann sæti dvöl á viðeigandi hæli, verður ekki tekin til greina. Allur kostnaður málsins, þar með talin málsvarnarlaun talsmanns hans, Ragnars Ólafssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 500.00, greiðist úr ríkissjóði. 372 Miðvikudaginn 27. júní 1951. Kærumálið nr. 17/1951. Stangaveiðifélag Akraness gegn Landbúnaðarráðherra f. h. ríkissjóðs. Setudómarar próf. Ólafur Lárusson, próf. Ólafur Jóhannesson og próf. Ármann Snævarr í stað hrá. Árna Tryggvasonar, hrd. Jóns Ásbjörns- sonar og hrd. Jónatans Hallvarðs- sonar. Ómerking. Dómur Hæstaréttar. Jón Steingrímsson, sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu, hefur kveðið upp hinn kærða úrskurð. Með kæru, dags. 20. þ. m., sem hingað barst 22. þ. m., hefur sóknaraðili samkvæmt 198. gr. laga nr. 85/1936 skotið til Hæstaréttar úrskurði, er kveðinn var upp í aukarétti Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 15. júní þ. á. Með úrskurði þessum var tekin til greina krafa varnaraðilja um dómkvaðningu tveggja manna til þess að framkvæma mat á skiptum á veiði í Grímsá, annars vegar fyrir landi jarðarinnar Hests og hins vegar fyrir landi Þingness, Fossatúns, Múlakots og að nokkru leyti Hvítárvalla, að undanskilinni veiði í Laxfossi. Krefst sóknaraðili þess aðallega, að hinn kærði úrskurður verði ómerktur, og til vara, að hann verði úr gildi felldur, svo og að varnaraðili verði dæmdur til að greiða honum kærumáls- kostnað, hvernig sem málið fer. Frá varnaraðilja hefur engin greinargerð borizt Hæsta- rétti. Í hinum kærða úrskurði greinir hvorki aðilja málsins né kröfur þeirra og málsatvikum og málsástæðum er þar eigi lýst nema að litlu leyti. Héraðsdómarinn hefur því eigi gætt fyrirmæla 2. málsgr. 190. gr. og 4. málsgr. 193. gr. laga nr. 85/1936. Vegna þessara megingalla á formhlið málsins þykir verða að ómerkja hinn kærða úrskurð og vísa málinu heim í 3783 hérað til uppsögu úrskurðar af nýju, þótt málsgögn þau, er úrskurðinum fylgdu, bendi til þess, að hann sé að efni til réttur. Rétt þykir eftir atvikum, að kærumálskostnaður falli niður. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera ómerkur. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður aukaréttar Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 15. júní 1951. Orðin „telst vanhaldin“ í 4. gr. laxveiðilaganna nr. 112 frá 1941 verða vart skilin á þann hátt, að áður en dórnkvaðning matsmanna fer fram, þurfi að meta hvort matsbeiðandi sé vanhaldinn um veiði. Eðlilegast virðist að skilja orðin, svo sem þar stæði: „telur sig vanhaldinn“. Landbúnaðarráð- herra hefur í matsbeiðni sinni gert grein fyrir því, að hann hafi leitað samkomulags við Stangaveiðifélag Akraness um veiðiskiptin, en eigi getað náð þeim samningum, er hann telur réttláta. Því úrskurðast: Hin umbeðna dómkvaðning skal fara fram. Þriðjudaginn 25. september 1951. Kærumálið nr. 18/1951. Sigurður Berndsen gegn Herði Ólafssyni. Setudómarar Próf. Ólafur Lárusson og próf. Ólafur Jóhannesson í stað hrd. Gizurar Bergsteinssonar og hrá. Árna Tryggvasonar. Synjun frests. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 21. júní þ. á., sem hingað barst 30. s. m., hefur sóknaraðili kært úrskurð, kveðinn upp á bæjarþingi Reykja- víkur 21. júní s.l, þar sem synjað var kröfu um frest til 4. 374 þ. m. í máli varnaraðilja gegn sóknaraðilja, Málmiðjunni h/f og Magnúsi Helgasyni, en frestur einungis veittur til 26. júní þ. á. Hæstarétti hafa hvorki borizt kröfur né greinargerð frá sóknaraðilja, en ætla verður, að hann hafi kært úrskurðinn í því skyni að fá frekari frest en héraðsdómari veitti honum. Varnaraðili hefur ekki sent Hæstarétti kröfur né greinar- gerð í málinu. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann, að því er sóknaraðilja varðar. Þar sem kærumálskostnaðar hefur ekki verið krafizt, fellur hann niður. Sóknaraðili hefur ekki fært nein rök að því, að frests hafi verið þörf í víxilmáli því, sem hér er um að tefla, enda voru gögn þau, sem hann taldi sig ætla að afla, þess eðlis, að þeirra varð ekki neytt í málinu. Þykir sýnt, að hann hafi kært málið í því einu skyni að afla sér ólögmæts frests. Verður honum því samkvæmt 3. tölulið 1. mgr. 188. gr. laga nr. 85/1936 dæmd 200 króna sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald í 3 daga í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera Óraskaður, að því er sóknaraðilja, Sigurð Berndsen, varðar. Kærumálskostnaður fellur niður. Sigurður Berndsen greiði 200 króna sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald 3 daga í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Úrskurður bæjarþings Reykjavíkur 21. júní 1951. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 19. þ. m., hefur Hörður hdl. Ólafs- son hér í bæ höfðað á bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 14. s. m., gegn hlutafélaginu Málmiðjunni, Magnúsi Helgasyni, Grenimel 20, og Sigurði Berndsen, Barmahlíð 30, öllum hér í bænum, til greiðslu víxilskuldar in soliðum, að fjárhæð kr. 18.500.00 með 6% ársvöxtum frá 11. júní 1951 til 375 greiðsludags, '%4$% fjárhæðarinnar í þóknun og kr. 37.90 í afsagnarkostnað auk málskostnaðar. Mál þetta var þingfest 19. þ. m., og sótti þá þing stefndi Sigurður, en aðrir stefndu ekki, og óskaði hann eftir fresti til ritunar greinargerðar til 4. sept. n. k. Gat hann þess jafnframt, að hann teldi skuldina ekki þetta háa, þar eð greitt muni hafa verið upp í víxilinn án þess að færa þær greiðslur inn á hann. Kvaðst hann mundu nota frest þenna til þess að finna kvittanir, sem gefnar hafi verið fyrir greiðslum þessum, og haga kröfum sínum í greinargerð í samræmi við það. Stefnandi vildi ekki veita frest í málinu, og var atriðið tekið til úrskurðar að kröfu stefnda Sig- urðar. Þar eð telja verður, að rétt sé að gefa stefnda færi á að tjá sig nánar um kröfur stefnanda, þykir honum bera nokkur frestur í því skyni, og er tímalengd hans hæfilega ákveðin til 26. þ. m. Jón Bjarnason, fulltrúi borgardómara, kvað upp úrskurðinn. Því úrskurðast: Stefnda, Sigurði Berndsen, er veittur frestur til ritunar greinar- gerðar til 26. þ. m. Þriðjudaginn 25. september 1951, Kærumálið nr, 19/1951. Dagbjartur Geir Guðmundsson gegn Sigurjóni Alfred Kristinssyni. Setudómarar Dróf. Ólafur Lárusson og próf. Ólafur Jóhannesson í stað hrá. Gizurar Bergsteinssonar og hrá. Arna Tryggvasonar. Ómerking kærðs úrskurðar. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 23. júní 1951, sem hingað barst 6. júlí s. á., hefur sóknaraðili samkvæmt 105. gr. laga nr. 85/1936 skotið til Hæstaréttar úrskurði, er kveðinn var upp í fógetarétti Hafn- arfjarðarkaupstaðar hinn 18. júní 1951 í útburðarmáli varn- araðilja gegn sóknaraðilja. Með úrskurði þessum var sóknar- aðilja synjað um frest, sem hann hafði óskað eftir. 376 Hér fyrir dómi krefst sóknaraðili þess, að honum verði veittur frestur sá, sem hann hafði beiðzt í héraði, og að honum verði dæmdur kærumálskostnaður úr hendi varnaraðilja eftir mati Hæstaréttar. Varnaraðili gerir þær dómkröfur aðallega, að máli þessu verði vísað frá Hæstarétti, en til vara, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Svo krefst hann og kæru- málskostnaðar úr hendi sóknaraðilja, hvor krafa hans, sem tekin verði til greina. Frávísunarkrafa varnaraðilja er ekki nægjanlega rök- studd, og verður því ekki á hana fallizt. Hinum kærða úrskurði er mjög áfátt. Þar er hvorki lýst málsatvikum né málsástæðum, og eigi eru greindar kröfur aðilja í fógetaréttarmálinu, heldur aðeins að því er varðar frestbeiðni sóknaraðilja. Fógetarétturinn hefur því ekki gætt fyrirmæla 2. mgr. 190. gr. og 4. mgr. 193. gr. laga nr. 85/1936. Vegna þessara galla á úrskurðinum þykir verða að ómerkja hann og vísa máli þessu heim í hérað til uppsögu úrskurðar af nýju. Rétt þykir eftir atvikum, að kærumálskostnaður falli niður. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera ómerkur. Kærumálskostnaður fellur niður, Úrskurður fógetaréttar Hafnarfjarðar 18. júní 1951. Ar 1951, mánudaginn 18. júní, var í fógetarétti Hafnarfjarðar af fulltrúa bæjarfógeta, Kristni Ólafssyni, uppkveðinn úrskurður í ofangreindu máli, en atriðið var tekið til úrskurðar 14. júní s.l. Af hálfu gerðarþola, Dagbjarts Geirs Guðmundssonar, var gerð sú krafa, að útburðarmálinu yrði frestað, þar til skiptarétturinn hefði fjallað um framkomna beiðni um, að bú Kristins Pálssonar og Jónínu Ólafar Sig- urðardóttur yrði tekin til opinberrar skiptameðferðar, og sá réttur hefði tekið afstöðu til eignarheimildar fyrir húsinu Hverfisgata 17 B. Af hálfu gerðarbeiðanda, Sigurjóns A. Kristinssonar, var mótmælt, að útburðarmálinu yrði frestað af greindum sökum, en báðir aðiljar lögðu ágreininginn undir úrskurð réttarins. Þar sem ekki verður séð, að gerðir skiptaréttar í málinu né úrslit skipt- anna varði þetta mál eða grípi inn í það á nokkurn hátt, er ekki hægt að taka kröfu gerðarþola um frestun málsins hér í rétti til greina. 371 Því úrskurðast: Krafa gerðarþola um að fresta máli þessu skal ekki tekin til greina. Þriðjudaginn 25. september 1951, Kærumálið nr. 20/1951. Vesta h/f gegn Agnari Lúðvíkssyni. Setudómarar próf. Ólafur Lárusson og próf. Ólafur Jóhannesson í stað hrd. Gizurar Bergsteinssonar og hrá. Arna Tryggvasonar. Synjun frests. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 3. júlí þ. á., sem hingað barst 16. s. m., hefur sóknaraðili samkvæmt 105. gr. laga nr. 85/1936 kært úrskurð, kveðinn upp í bæjarþingi Reykjavíkur 27. júní s.l., þar sem sóknaraðilja var synjað um frekari frest í máli varnaraðilja gegn honum. Hæstarétti hafa hvorki borizt kröfur né greinargerð frá sóknaraðilja, en ætla verður, að hann hafi kært úrskurðinn í því skyni að fá framhaldsfrest þann, sem héraðsdómari hafði synjað honum um. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðilja eftir mati dómsins. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann, Rétt þykir, að sóknaraðili greiði varnaraðilja kærumálskostnað, kr. 300.00. Kæra í máli þessu er undirrituð af Margréti Ingimars- dóttur, Laufásvegi 2, Reykjavík, f. h. h/f Vestu. Hún hefur hvorki í héraði né hér fyrir dómi greint nein rök fyrir kröfum um fresti í víxilmáli því, sem hér er um að tefla. Kæra máls þessa er því misnotkun á kæruheimild laga nr. 85/1936, og 318 sýnt þykir, að hún sé gerð í því einu skyni að tefja málið að óþörfu. Samkvæmt 3. tölulið 1. mgr. 188. gr. laga nr. 85/ 1936 verður greindum fyrirsvarsmanni sóknaraðilja, Mar- gréti Ingimarsdóttur, því dæmt að greiða 200 króna sekt í ríkissjóð, og komi varðhald 3 daga í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Sóknaraðili, Vesta h/f, greiði varnaraðilja, Agnari Lúðvíkssyni, kr. 300.00 í kærumálskostnað. Margrét Ingimarsdóttir greiði 200 króna sekt í ríkissjóð, og komi varðhald 3 daga í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Úrskurður bæjarþings Reykjavíkur 27. júní 1951. Mál þetta, er tekið var til úrskurðar í gær, hefur Agnar Lúðvíksson, umboðs- og heildverzlun hér í bæ, höfðað á bæjarþinginu með stefnu, út- gefinni 12. s. m., gegn hlutafélaginu Vestu hér í bænum til greiðslu víxils, að fjárhæð kr. 14874.20 með 6% ársvöxtum frá 25. maí 1951 til greiðslu- dags, %% fjárhæðarinnar í þóknun, kr. 37.90 í afsagnarkostnað og máls- kostnaðar. Mál þetta var þingfest 19. þ. m., og fékk stefndi þá frest til ritunar greinargerðar til 26. s. m. Á bæjarþinginu þann dag óskaði stefndi enn eftir fresti til 4. september n. k., en því var mótmælt af stefnanda, og var atriðið tekið til úrskurðar að kröfu stefnda. Stefndi hefur hvorki fært fram sérstakar ástæður fyrir frestbeiðni þessari né getið þess, hvers vegna þegar veittur frestur hefur eigi nýtzt til ritunar greinargerðar. Þykir því ekki unnt að veita frekari frest gegn andmælum stefnanda. Jón Bjarnason, fulltrúi borgardómara, kvað upp úrskurðinn. Því úrskurðast: Umbeðinn frestur verður eigi veittur. 879 Þriðjudaginn 25. september 1951, Kærumálið nr. 21/19561. Óskar Magnússon f. h. verzlunarinnar Portlands gegn Agnari Lúðvíkssyni. Setudómarar próf. Ólafur Lárusson og próf. Ólafur Jóhannesson í stað hrá. Gizurar Bergsteinssonar og hrá. Árna Tryggvasonar. Synjun frests. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 3. júlí þ. á., er hingað barst 16. s. m., hefur sóknaraðili samkvæmt 105. gr. laga nr. 85/1936 kært úr- skurð, kveðinn upp á bæjarþingi Reykjavíkur 27. júní s.l. í máli varnaraðilja gegn honum, en með úrskurði þessum var sóknaraðilja synjað um frekari frest í málinu en hann hafði þegar fengið. Hæstarétti hafa hvorki borizt kröfur né greinargerð frá sóknaraðilja, en ætla verður, að hann hafi kært úrskurðinn í því skyni að fá framhaldsfrest þann, sem héraðsdómari hafði synjað honum um. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðilja eftir mati dómsins. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Rétt þykir, að sóknaraðili greiði varnaraðilja kærumálskostnað, kr. 300.00. Kæra í máli þessu er undirrituð af Óskari Magnússyni, Njálsgötu 26, f. h. verzlunarinnar Portlands. Hann hefur hvorki í héraði né hér fyrir dómi greint nokkur rök fyrir kröfum um fresti í víxilmáli því, sem hér er um að tefla. Kæra máls þessa er því misnotkun á kæruheimild laga nr. 85/1936, og sýnt þykir, að hún sé gerð í því einu skyni að tefja málið að óþörfu. Samkvæmt 3. tölulið 1. mgr. 188. gr. laga nr. 85/1936 verður sóknaraðilja, Óskari Magnússyni, því dæmt að greiða 200 króna sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald 380 3 daga í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Sóknaraðili, Óskar Magnússon, f. h. verzlunarinnar Portlands, greiði varnaraðilja, Agnari Lúðvíkssyni, kæru- málskostnað kr. 300.00. Sóknaraðili, Óskar Magnússon, greiði 200 króna sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald í 3 daga í stað sektarinn- ar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Úrskurður bæjarþings Reykjavíkur 27. júní 1951. Mál þetta, er tekið var til úrskurðar í gær, hefur Agnar Lúðvíksson, umboðs- og heildverzlun hér í bæ, höfðað á bæjarþinginu með stefnu, út- gefinni 9. s. m., gegn verzluninni Portlandi hér í bænum, til greiðslu víx- ils, að fjárhæð kr. 5200.00 með 6% ársvöxtum frá 3. júní 1951 til greiðslu- dags, %% fjárhæðarinnar í þóknun, kr. 28.30 í afsagnarkostnað, og máls- kostnaðar. Mál þetta var þingfest 12. þ. m., og fékk stefndi þá frest til ritunar grein- argerðar til 19. s. m. og að þeim fresti liðnum til 26. s. m. Á bæjarþinginu þann dag óskaði stefndi enn eftir fresti til 4. september n. k., en því var mótmælt af stefnanda, og var atriðið tekið til úrskurðar að kröfu stefnda. Stefndi hefur hvorki fært fram sérstakar ástæður fyrir frestbeiðni þessari né getið þess, hvers vegna þegar veittir frestir hafa ekki nýtzt til ritunar greinargerðar. Þykir því ekki unnt að veita frekari frest gegn andmælum stefnanda. Jón Bjarnason, fulltrúi borgardómara, kvað upp úrskurðinn. Því úrskurðast: Umbeðinn frestur verður eigi veittur. 381 Þriðjudaginn 25. september 1951. Kærumálið nr. 22/1951. Óskar Magnússon f. h. verzlunarinnar Portlands gegn Elíasi Guðmundssyni. Setudómarar próf. Ólafur Lárusson og próf. Ólafur Jóhannesson í stað hrá. Gizurar Bergsteinssonar og hrá. Árna Tryggvasonar. Synjun frests. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 3. júlí þ. á., er hingað barst 16. s. m., hefur sókn- araðili samkvæmt 105. gr. laga nr. 85/1936 kært úrskurð, kveðinn upp á bæjarþingi Reykjavíkur 27. júní s.1. í máli varnaraðilja gegn honum og hlutafélaginu Árnasyni, Páls- syni á Co., en með úrskurði þessum var sóknaraðilja synjað um frekari frest í málinu en hann hafði þegar fengið. Hæstarétti hafa hvorki borizt kröfur né greinargerð frá sóknaraðilja, en ætla verður, að hann hafi kært úrskurðinn í því skyni að fá framhaldsfrest þann, sem héraðsdómari hafði synjað honum um. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðilja eftir mati dómsins. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann, að því leyti sem hann varðar sóknaraðilja. Rétt þykir, að sóknaraðili greiði varnaraðilja kærumáls- kostnað kr. 300.00. Kæra í máli þessu er undirrituð af Óskari Magnússyni, Njálsgötu 26, f. h. verzlunarinnar Portlands. Hann hefur hvorki í héraði né hér fyrir dómi greint nokkur rök fyrir kröfum um fresti í víxilmáli því, sem hér er um að tefla. Kæra máls þessa er því misnotkun á kæruheimild laga nr. 85/1936, og sýnt þykir, að hún sé gerð í því einu skyni að tefja málið að óþörfu. Samkvæmt 3. tölulið 1. mgr. 188. gr. laga nr. 85/1936 verður sóknaraðilja, Óskari Magnússyni, 382 því dæmt að greiða 200 króna sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald 3 daga í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður, að því leyti sem hann varðar sóknaraðilja, Óskar Magnússon f, h. verzlunarinnar Portlands. Sóknaraðili greiði varnaraðilja, Elíasi Guðmundssyni, kærumálskostnað kr. 300.00. Sóknaraðili, Óskar Magnússon, greiði 200 króna sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald 3 daga í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Úrskurður bæjarþings Reykjavíkur 27. júní 1951. Mál betta, er tekið var til úrskurðar í gær, hefur Elías Guðmundsson hér í bæ höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 9. s. m., gegn Verzluninni Portlandi, Njálsgötu 26, og hlutafélaginu Árnasyni, Pálssyni á Co., Lækjargötu 10 B, báðum hér í bænum, til greiðslu víxils in solidum, að fjárhæð kr. 15.500.00 með 6% ársvöxtum frá 29. maí 1951 til greiðslu- dags, 4 % fjárhæðarinnar í þóknun, kr. 37.90 í afsagnarkostnað, og máls- kostnaðar. Mál þetta var þingfest 12. þ. m., og fékk stefndi þá frest til ritunar grein- argerðar til 19. s. m. og að þeim fresti liðnum til 26. s. m. Á bæjarþing- inu þann dag óskaði stefndi enn eftir fresti til 4. september n. k, en því var mótmælt af stefnanda, og var atriðið tekið til úrskurðar að kröfu stefnda. Stefndi hefur hvorki fært fram sérstakar ástæður fyrir frest- beiðni þessari né getið þess, hvers vegna þegar veittir frestir hafa eigi nýtzt til ritunar greinargerðar. Þykir því ekki unnt að veita frekari frest gegn andmælum stefnanda. Jón Bjarnason, fulltrúi borgardómara, kvað upp úrskurðinn. Því úrskurðast: Umbeðinn frestur verður eigi veittur. 388 Föstudaginn 28. september 1951. Nr. 150/1949. Helgi Benediktsson gegn Jóhanni Bjarnasyni. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Helgi Benediktsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Föstudaginn 28. september 1951. Nr. 69/1951. Áslaug Maríasdóttir gegn Haraldi Stefánssyni. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Áslaug Maríasdóttir, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hún vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Föstudaginn 28. september 1951. Nr. 78/1951. Sigríður Einarsdóttir gegn Gísla Halldórssyni h/f. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Sigríður Einarsdóttir, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hún vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 384 Föstudaginn 28. september 1951. Kærumálið nr. 23/1951. Magnús Jósefsson gegn Finni Þorsteinssyni. Setudómarar próf. Ármann Snævarr og próf. Ólafur Jóhannesson í stað hrá. Gizurar Bergsteinssonar og hrá. Árna Tryggvasonar. Um öflun skýrslna. Úrskurður Hæstaréttar. Áður en dómur er lagður á mál þetta í Hæstarétti, þykir rétt samkvæmt 3. mgr. 199. gr. laga nr. 85/1936 að leggja. fyrir héraðsdóm að veita aðiljum færi á: 1. Að láta gera uppdrátt af landi því, sem deilt er um. Ber að marka á hann línur þær, sem aðiljar miða kröfur sínar við, svo og örnefni þau, er að þeim lúta. 2. Að skýra nánar kröfur sínar Í aðalmálinu og á hverjum málsástæðum þær eru reistar. Ályktarorð: Héraðsdómur skal veita aðiljum kost á öflun framan- greindra gagna. 385 Mánudaginn 1. október 1951. Nr. 20/1951. Ákæruvaldið (Tómas Jónsson) gegn Albert Stanley Victor Jones (Lárus Fjeldsted). Setuðdómari próf. Ólafur Jóhannesson í stað hrd. Gizurar Bergsteinssonar. Landhelgisbrot. Dómur Hæstaréttar. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms og að því athuguðu, að gullgildi íslenzkrar krónu er óbreytt frá því að héraðsdómur gekk, ber að staðfesta hann, þó svo, að greiðslu- frestur sektar verði 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Eftir þessum úrslitum ber ákærða að greiða allan áfrýj- unarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skip- aðs sækjanda og verjanda fyrir Hæstarétti, kr. 1000.00 til hvors. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó svo, að greiðslufrestur sektar verði 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Ákærði, Albert Stanley Victor Jones, greiði allan á- frýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutnings- laun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir Hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Tómasar Jónssonar og Lárusar Fjeldsteds, kr. 1000.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 20. jan. 1951. Ár 1951, laugarðaginn 20. janúar, var í lögreglurétti Reykjavíkur, sem haldinn var í skrifstofu réttarins af Valdimar Stefánssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 187/1951: Ákæruvaldið gegn Albert Stanley Victor Jones, sem tekið var til dóms sama dag. Mál þetta er af ákæruvaldsins hálfu höfðað gegn Albert Stanley Victor Jones, skipstjóra á brezka togaranum York City, G.Y. 193, til heimilis í 32 Park Street í Grimsby, fyrir brot gegn lögum nr. 5 18. maí 1920 um bann gegn botnvörpuveiðum, sbr. lög nr. 4 11. maí 1924. 25 386 Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, að eigin sögn fæddur 15. febrúar 1920 í Eastbourne í Englandi. Hinn 15. apríl 1927 sætti hann áminningu fyrir brot gegn 2. gr. laga nr. 5 1920, sbr. 3. gr. sömu laga og lögum nr. 36 1926. Að öðru leyti hefur hann ekki sætt ákæru fyrir dómstólum hér, svo kunnugt sé. Með eigin játningu ákærða, sem er Í samræmi við annað, sem fram er komið í málinu, var hann í morgun að botnvörpuveiðum innan landhelgis- línu út af Kirkjuvogi í Höfnum. Samkvæmt skýrslu skipherrans á varðskipinu Ægi, sem ákærði hefur viðurkennt rétta, voru nánari atvik þannig: Í dag var varðskipið á eftirlitsferð norður með Hafnarbergi. KI. 10.10 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun: Hafnarbergstá í réttvísandi 73*, fjarlægð 0,5 sjómílur eftir ratsjá. Vegmælir 70.5. Sást þá togarinn fram- undan, og var stefnan sett á hann réttvísandi 343'. Kl. 10.17 var togar- inn orðinn 10 á bakborða, vegmælir 71.5 sjómílur. Var þá haldið í rétt- vísandi 333“ í 1.8 sjómílu og síðan beygt að skipinu, er hélt frá landi og suður og seinast nálægt vestri. Kl. 10.34 nam varðskipið staðar hjá tog- aranum, er var með stjórnborðsvörpu í sjó. Var þá gefið stöðvunarmerki, dufl sett út og dýpi mælt 86 metrar. Samtímis var gerð eftirfarandi staðará- kvörðun með ratsjá: Fjarlægð í Stafnestá 3.0 sjómílur og í Hafnarbergstá 3.8 sjómílur, sem gefur staðinn 0.6 sjómílur innan landhelgislínu. Rétt á eftir byrjaði togarinn að vinda inn vörpu sína, og kl. 10.45 komu hlerar hans í gálga og var nokkur fiskur í vörpunni. Samtímis var bátur settur út frá varðskipinu og ákærði sóttur yfir í togarann. Var honum í varð- skipinu bent á, að hann væri á veiðum innan landhelgislínunnar. Kvað hann sér koma þetta á óvart, miðað við dýpi og fleira, en þegar honum var sýnt í ratsjá varðskipsins, viðurkenndi hann, að hann væri innan landhelgislínunnar. Kafaldsbylur var á, og taldi ákærði það sér til afsök- unar og að hann hefði talið tvo metra vera í brezkum faðmi. Héldu síðan varðskipið og togarinn til hafnar. Ákærði var nýkominn úr heimahöfn til lands og var að byrja veiðar og kveðst ekki hafa haft landsýn hér, fyrr en eftir þá atburði, sem lýst hefur verið. Hann kveðst samkvæmt miðunarstöð skipsins hafa kastað vörpunni utan landhelgislínu og hafi það verið óviljaverk sitt að fara inn fyrir lín- una. Það er upplýst af hálfu skipherrans á varðskipinu, að slæm veðurskil- yrði hafi verið við suðurströnd landsins undanfarið. Að tilhlutan réttarins hefur skólastjóri Stýrimannaskólans sett mæl- ingar varðskipsforingjanna út í hið framlagða sjókort og ekkert fundið við staðarákvörðun þeirra að athuga. Samkvæmt framansögðu er sannað, að ákærði hafi gerzt brotlegur við 1. sbr. 3. gr. laga nr. 5 1920, sbr. lög nr. 4 1924. Með tilliti til núverandi gullgildis íslenzkrar krónu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin kr. 74.000.00 í sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi 387: T mánaða varðhald í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Allur afli og veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir togarans York City, G.Y. 193, skulu upptæk gerr til sama sjóðs. Ákærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar. Rekstur málsins hefur verið vítalaus. Dómsorð: Ákærði, Albert Stanley Victor J ones, greiði kr. 74.000.00 í sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi varðhald í 7 mánuði í stað sekt- arinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms Þessa. Allur afli og veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir togarans York City, G.Y. 193, skulu upptæk vera til handa sama sjóði. Ákærði greiði allan sakarkostnað. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Miðvikudaginn 3. október 1951. Nr. 43/1950. Ákæruvaldið (Einar Arnórsson) gegn Magnúsi Jónssyni (Lárus Jóhannesson) Setudómari próf. Ólafur Jóhannesson í stað hrá. Gizurar Bergsteinssonar. Landhelgisbrot. Dómur Hæstaréttar. Eftir að dómur gekk í máli þessu í héraði, hefur fram- haldsrannsókn farið fram í lögreglurétti Reykjavíkur hinn 11. desember 1950 og í lögreglurétti Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu hinn 9. janúar 1951. Hafa þeir löggæzlumennirnir Eiríkur skipherra Kristófersson og Magnús Björnsson |. stýrimaður svo og Anton Gunnar Axelsson flugmaður komið fyrir dóm og skýrt nánar frá atvikum varðandi eftirlitsferð þeirra í Húnaflóa hinn 16. maí 1949. Þá hafa og nánari skýrslur verið teknar af ákærða og stýrimanni á v/s Ágústi Þórarinssyni. Loks hefur skólastjóri Stýrimannaskólans, Friðrik Ólafsson, samkvæmt tilmælum sækjanda málsins hér 388 fyrir dómi markað á sjóuppdrátt staðarákvarðanir löggæzlu- mannanna hinn 16. maí 1949 svo og staðarákvarðanir ákærða og stýrimanns hans sama dag. Skólastjórinn hefur og samið álitsgerð um staðarákvarðanirnar, dags. 14. júní 1950. Í nefndri álitsgerð kemst skólastjórinn svo að orði: „Á því er enginn vafi, að hafi flugbáturinn verið yfir Fáskrúðsskeri kl. 19.45 hinn 16. maí 1949, eins og segir í skýrslu gæzlumann- anna, stafnsett þaðan á Höskuldsstaðakirkju (eftir línu A á kortinu) og séð Ágúst Þórarinsson innan, þ. e. sunnan þeirrar línu, þá hefur báturinn verið að minnsta kosti 1.9 sjómílur innan landhelgislínu“. Með því að ekkert hefur komið fram, er hnekki eiðfestri skýrslu löggæzlumannanna um staðar- ákvarðanir, þá eru nægar sönnur fram komnar fyrir því, að ákærði hafi gerzt sekur við 1. sbr. 3. gr. laga nr. 5/1920, og þar sem v/s Ágúst Þórarinsson er 103 rúmlestir bráttó að stærð, þykir sekt ákærða samkvæmt lögum nr. 5/1951, sbr. 2. gr. laga nr. 19/1940, hæfilega ákveðin 10000 króna sekt til Landhelgissjóðs, og komi 2 mánaða varðhald í stað sektar- innar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um upptöku veiðarfæra á að vera óraskað. Eftir að ákærði var staðinn að botnvörpuveiðum í land- helgi hinn 16. maí 1949, voru próf haldin yfir honum í lög- reglurétti Seyðisfjarðarkaupstaðar hinn 19. s. m. Að próf- um þar loknum leyfði Dómsmálaráðuneytið ákærða að sigla áfram til Bretlands til að selja aflann þar, án þess að trygging væri sett fyrir andvirði hans. Hér fyrir dómi hefur verið gerð krafa um upptöku andvirðis afla v/s Ágústs Þórarins- sonar í umræddri veiðiferð, en þar sem ekki er komið fram í málinu, hver þá gerði nefnt vélskip út og hlaut andvirði aflans og þeim aðilja hefur ekki verið veittur kostur á að gæta réttar síns, þá verður ekki dæmt um þá kröfu máli. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um greiðslu sakarkostn- aðar í héraði. Ákærða ber að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda í Hæstarétti, kr. 1200.00 til hvors. - in þessu 389 Dómsorð: Ákærði, Magnús Jónsson, greiði 10000 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi 2 mánaða varðhald í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um upptöku veiðarfæra og sakar- kostnað í héraði eiga að vera óröskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir Hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Einars Arn- órssonar og Lárusar Jóhannessonar, kr. 1200.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur lögregluréttar Snæfellsness- og Hnappadalssýslu 8. júní 1949. Mál þetta, sem dómtekið var í gær, er höfðað af valdstjórninni gegn Magnúsi Jónssyni skipstjóra, til heimilis að Mjallargötu 8, Ísafirði, til refs- ingar og upptöku afla og veiðarfæra og greiðslu málskostnaðar fyrir brot á lögum nr. 5 frá 18. maí 1920 um bann gegn botnvörpuveiðum, sbr. síðari breytingar á þeim lögum. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna. Hann er fæddur 5. jan. 1909 á Ísafirði. Vitað er, að hann hefur sætt eftirfarandi kærum og refsingum: Þann 17. ág. 1931 sátt, 40.00 kr. sekt fyrir ölvun. Þann 14. marz 1934 sátt, 50.00 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. Þann 15. ág. 1936 sátt, 30.00 kr. sekt fyrir óspektir. Þann 3. júlí 1946 sátt, 200.00 kr. sekt fyrir brot gegn sóttvarnalögum. Þann 3. nóv. 1947 sátt, 400.00 kr.sekt fyrir brot gegn 106. gr. 2. mgr., hegningarlaganna. Þann 29. des. 1947 kærður fyrir ölvun á dansleik, — látið falla niður. Málavextir eru þessir: Þann 16. maí s.l. fór Eiríkur Kristófersson, skipherra á Ægi, ásamt fyrsta stýrimanni sínum, Magnúsi Björnssyni, norður á Húnaflóa til landhelgis- gæzlu. Flugu þeir með Catalinuflugbáti. Kl. 19.45 var flogið yfir Fáskrúðs- sker við Vatnsnes og haldið á Höskuldsstaðakirkju, en lína dregin milli nefndra staða liggur rúmar tvær mílur innan landhelgi. Kl. 19.46 komu þeir að v/s Ágústi Þórarinssyni, S.H. 25, og var hann innan nefndrar línu. Voru skipverjar bátsins þar að veiðum með stjórnborðsvörpu. Nánar til- tekið var greint skip á svæðinu milli Vatnsness og Blönduóss. Til þess að fyrirbyggja, að mistök ættu sér stað, var flogið marga hringi kringum v/s Ágúst Þórarinsson, S.H. 25. Ákærði, Magnús Jónsson, viðurkennir að hafa verið á veiðum, þá er 390 nefnd flugvél kom að skipi hans, en hann heldur því hins vegar fram, að þá strax hafi hann með stýrimanni sínum framkvæmt staðarákvörðun, sem hafi leitt í ljós, að skip hans hafi verið statt 0,2 sjómílur utan land- helgislínu. Staðarákvörðun þessa segir hann markast af línu frá kirkju á Skagaströnd um Spákonufell, lítið eitt sunnan við hæsta hnúk þess og línu frá Birgisvíkurfelli -- skörpustu brún þess — í N.V. % N. Þá línu kveður hann sig hafa ákveðið með hliðsjón til áttavita og miðað eftir handlegg og hendi sinni. Ekki kveður hann sér kunnugt um, að nein seg- ulskekkja sé á áttavitanum. Þenna framburð staðfestir stýrimaður á- kærða, Ágúst Þórarinsson, að öðru leyti en því, að hann kveður segul- skekkju vera á áttavitanum og að ekki hafi verið fyrir henni gert og að uppgefin staðarákvörðun sé því ekki rétt, að svo miklu leyti sem segul- skekkja breyti henni. Þá ber ákærða og stýrimanni hans ekki saman um bann tíma, sem þeir tóku staðarákvörðun sína á. Skipherrann á Ægi og stýrimaður hans hafa báðir staðfest framburð sinn með eiði. Að málavöxtum þessum athuguðum þykir rétt að byggja á framburði Eiríks Kristóferssonar skipherra og stýrimanns hans, Magnúsar Björns- sonar, og samkvæmt því að dæma ákærða til þess að greiða sekt, að upp- hæð kr. 29500.00, er renni í Landhelgissjóð, sbr. lög nr. 5 frá 18. maí 1920 og lög nr. 4 frá 11. apríl 1924, sem og allan kostnað af sök þessari. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 5 frá 18. maí 1920 ber að gera öll veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir, upptæk til Landhelgissjóðs Íslands, en með því að afli skipsins var af umboðsmanni þess í Englandi seldur þar á markaði, þykir ekki hægt að gera hann upptækan. Hinrik Jónsson sýslumaður hefur kveðið upp dóm þenna. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Magnús Jónsson, greiði 29500.00 króna sekt, er renni í Landhelgissjóð Íslands. Sektin greiðist innan fjögra vikna frá lög- legri birtingu dóms þessa, en afplánist ella með sex mánaða varð- haldi. Veiðarfæri öll um borð í v/s Ágústi Þórarinssyni, S.H. 25, skulu gerð upptæk til Landhelgissjóðs Íslands. Ákærði greiði allan kostnað sakar þessarar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. 391 Föstudaginn 5. október 1951. Nr. 105/1950. Guðbrandur Ísberg (Theódór B. Líndal) á gegn. Guðjóni Hallgrímssyni og gagnsök (Egill Sigurgeirsson). Setudómari próf. Ólafur Jóhannesson í stað hrd. Gizurar Bergsteinssonar. Meinyrði. Gagnbrigl. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur að fengnu áfrýjunarleyfi 25. júlí 1950 skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 28. s. m. Gerir aðaláfrýjandi þær dómkröfur, að hann verði algerlega sýkn- aður í aðalsök í héraði og honum dæmdur málskostnaður bæði í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi gagnáfrýjanda eftir mati dómsins. Í gagnsök í héraði krefst aðaláfrýjandi þess, að gagnáfrýjanda verði dæmd refsing vegna ummæla þeirra, sem í gagnstefnu í héraði greinir, og ummælin dæmd dauð og ómerk, Þá krefst aðaláfrýjandi og málskostnaðar í gagnsök í héraði úr hendi gagnáfrýjanda fyrir báðum dómum eftir mati Hæstaréttar. Gagnáfrýjandi hefur fengið áfrýjunarleyfi 19. október 1950 og áfrýjað málinu af sinni hendi með stefnu 6. nóvember s. á. Í aðalsök í héraði gerir hann þær kröfur, að aðaláfrýj- anda verði dæmd refsing fyrir ummæli þau, er í héraðsstefnu greinir, að ummælin verði dæmd dauð og ómerk og að aðal- áfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Í gagnsök í héraði eru dómkröfur gagnáfrýjanda þær, að hann verði algerlega sýknaður og honum dæmdur málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi aðaláfrýjanda eftir mati dómsins. Ummæli þau, sem stefnt er fyrir Í gagnsök í héraði, birtust í dagblaðinu Tímanum hinn 24. marz 1949. Gagnsök var eigi höfðuð fyrr en með stefnu 15. nóvember 1949, er birt var 18. s. m. En gegn staðhæfingum umboðsmanns aðaláfrýjanda hér fyrir dómi er ekki sannað, að heimild til málshöfðunar út 392 af ummælum þessum hafi þá verið niður fallin, sbr. 29. gr. laga nr. 19/1940. Sakaratriðum er rétt lýst í héraðsdómi. Ummæli þau, sem stefnt er fyrir bæði í aðalsök og gagnsök, eru öll refsiverð samkvæmt 235. gr. laga nr. 19/1940. Þykir refsing málsaðilja hvors um sig hæfilega ákveðin 500 króna sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald 5 daga í stað hvorrar sektar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Samkvæmt 241. gr. laga nr. 19/1940 ber að dæma öll hin saknæmu ummæli dauð og ómerk. Eftir atvikum er rétt, að málskostnaður bæði í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Guðbrandur Ísberg, og gagnáfrýjandi, Guðjón Hallgrímsson, greiði hvor um sig 500 króna sekt í ríkissjóð, og komi varðhald 5 daga í stað sektar hvors þeirra, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Framangreind ummæli eiga að vera dauð og ómerk. Málskostnaður bæði í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur aukaþings Húnavatnssýslu 28. febr. 1950. Mál þetta, sem dómtekið var í3. þ. m., hefur Guðjón Hallgrímsson bóndi, Marðarnúpi í Vatnsdal í Húnavatnssýslu, höfðað fyrir aukadómþingi Húnavatnssýslu með stefnu, útgefinni 29. sept. 1949, gegn Guðbrandi Ís- berg sýslumanni, Blönduósi. Hefur aðalstefnandi gert þær kröfur, að síðargreind ummæli verði dæmd dauð og ómerk, að aðalstefndi verði dæmdur í þyngstu refsingu, sem lög leyfa, fyrir að hafa viðhaft þessi ummæli og að aðalstefnda verði gert að greiða málskostnað að skaðlausu að mati dómara. Hin átöldu ummæli komu fram í einkabréfi aðalstefnda til aðal- stefnanda, dags. 28. janúar 1949 (rskj. 6). Eru ummælin svohljóðandi: „Auk þess er það hreint ekki saklaus verknaður að véla menn til þess að gefa rangt vottorð, þó að það væri látið liggja kyrrt,“ og „Hins vegar er mér tjáð, að hann sé alger einyrki, og dálítið er erfitt að setja hann sem aðalmann í sæti ríkiláts föður í fyrsta áfanga.“ 393 Telur aðalstefnandi ummæli þessi mjög meiðandi og móðgandi fyrir sig, þar sem með fyrri ummælunum sé dróttað að honum refsiverðu at- hæfi, en með hinum síðari sé því haldið fram, að erfitt sé að setja son hans til að gegna opinberu starfi (skattanefndarmannsstarfi), að því er virðist, vegna áhrifa, sem aðalstefnandi myndi hafa á hann, og hefur aðalstefnandi því uppi framangreindar kröfur. Aðalstefndi hefur í aðalsök krafizt sýknu og málskostnaðar að skað- lausu og auk þess krafizt, að aðalstefnandi verði sektaður fyrir þarflausa málshöfðun. Með stefnu, útgefinni 15. nóvember 1949, höfðaði aðalstefndi gagnsök í málinu. Gerir hann í gagnsök þær kröfur, að síðargreind ummæli verði dæmd dauð og ómerk svo og aðdróttanir þær, sem í þeim felist, að aðal- stefnandi verði dæmdur í þyngstu refsingu, sem lög leyfa, fyrir að hafa viðhaft ummælin og að aðalstefnanda verði gert að greiða málskostnað í gagnsakarmálinu samkvæmt reikningi eða eftir mati dómara. Hin átöldu ummæli, sem aðalstefndi telur mjög meiðandi og móðgandi fyrir sig, birtust í 65. tölublaði Tímans, 24. marz 1949 undir nafninu: Ekki má nú mikið, eftir Guðjón Hallgrímsson, Marðarnúpi (rskj. 13). Um- mælin eru svohljóðandi: „Nokkru eftir benna fund, er ég hef minnzt á, fékk ég svo tilkynningu frá Guðbrandi sýslumanni, þess efnis, að ég væri leystur frá störfum sem skattanefndarmaður Áshrepps,“ og „en það er í augum formanns yfirskattanefndar sök að segja og gera rétt samkvæmt bréflegum upplýsingum frá honum sjálfum. Annars er það hart að hafa svo ógætna yfirskattanefnd, er ekki kann að bera saman bústofnseign manna frá ári til árs.“ Hin fyrrgreindu ummæli telur aðalstefndi móðgandi og meiðandi fyrir sig, með því að með beim sé ótvírætt gefið í skyn ókunnugum lesendum víð- lesins blaðs, að hann hafi sem einn af pólitískum smölum Jóns á Akri notað aðstöðu sína sem opinber starfsmaður til þess að koma fram hefnd- um á aðalstefnanda fyrir það, að hann sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum, og hafi hefnd þessi verið fólgin í því, að hann (aðalstefnandi) var leystur frá störfum sem skattanefndarmaður. Síðari ummælin telur aðalstefndi ekki þurfa skýringa við. "Í gagnsök hefur aðalstefnandi krafizt sýknu og málskostnaðar að skað- lausu að mati dómara. Aðalsök: Aðalstefndi byggir sýknukröfu sína á því, að vottorð það, er um ræðir í fyrrgreindu ummælunum, en vottorð þetta gaf Eysteinn Björnsson bóndi á Guðrúnarstöðum um nautpeningseign aðalstefnanda (rskj. 18), hafi verið rangt að efni til. Færir hann fram því til sönnunar, að ríkis- skattanefnd hafi með bréfi, dags. 20. sept. 1949 (rskj. 15), tilkynnt sýslu- manni Húnavatnssýslu, að hún hafi fellt úr gildi úrskurð sinn frá 8. febr- úar 1949 (rskj. 14) um lækkun á sköttum aðalstefnanda, en sá úrskurður (8. febr. 1949) telur aðalstefndi, að hafi m. a. verið byggður á vottorði Ey- steins Björnssonar. Byggir ríkisskattanefnd síðari úrskurð sinn á bréfi 394 aðalstefnanda til aðalstefnda og á ýtarlegum samanburði á skattafram- tölum aðalstefnanda. Einnig byggir aðalstefndi sýknukröfu sína á því, að vottorð Eysteins Björnssonar hafi að öllu leyti verið stilað af aðal- stefnanda og að Eysteinn hafi gefið vottorðið í trausti þess, að upplýs- ingar, sem fylgt hafi beiðni aðalstefnanda um vottorðsgjöfina, væru réttar. Þá telur aðalstefndi setningunni: „Auk þess er það hreint ekki saklaus verknaður að véla menn til þess að gefa rangt vottorð, þó að það væri látið liggja kyrrt“ —- hafi verið varpað fram sem staðreynd, sem ekki væri hægt að hrekja, en ekki sem ásökun í garð aðalstefnanda, því einhver annar gæti hafa vélað um fyrir vottorðsgefanda. Þetta hafi verið órann- sakað mál og til þess benti niðurlag setningarinnar „þó að það væri látið kyrrt liggja“, þ. e. ekki rannsakað nánar. Þá tekur aðalstefndi fram, að undir venjulegum kringumstæðum, þ. e. ef um embættisbréf hefði verið að ræða, hefði hann notað orðin „fá til“ í stað orðsins „véla“. Orðið véla býði að villa sýn á einhvern hátt með röngum staðreyndum eða með því að leyna staðreyndum, og það liggi í hlutarins eðli, að svo hafi verið gert í máli þessu af aðalstefnanda eða einhverjum öðrum. Sýknukröfu sína vegna síðar tilfærðu ummælanna byggir aðalstefndi á því, að ekki geti falizt móðgun eða ásökun í því að hafa þau orð um mann, að hann sé ríkilátur. Til þess að maður geti talizt ríkilátur, þurfi hann, auk þess að vera ríkur, að vera umsvifamikill athafnamaður, sem njóti virðingar sem slíkur og sýni í allri framkomu og hegðun, að hann viti að svo sé. Að hann hafi notað orðið ríkilátur, kveður aðalstefndi hafa stafað af því, að honum hafi verið það ljóst, að aðalstefnandi gæti álitið það móðgun við sig, ef hann (aðalstefndi) skipti þannig um mann í skattanefnd, að í stað aðalstefnanda yrði settur óreyndur maður, jafnvel þótt það væri einn af hans eigin sonum. Þá bendir aðalstefndi á, að bréf hans, sem hin umstefndu ummæli hafi verið í, hafi verið einkabréf til aðalstefnanda sem kunningja, og að vitn- eskja um innihald þess hafi því aðeins getað komið til vitundar annarra manna, að aðalstefnandi flíkaði því sjálfur. Eysteinn Björnsson, bóndi á Guðrúnarstöðum í Vatnsdal í Húnavatns- sýslu, hefur verið leiðdur sem vitni í máli þessu. Kannaðist vitnið við að hafa gefið vottorð samhljóða vottorðsafriti á réttarskjali 18, en það er svohljóðandi: „Jeg undirritaður hef yfirfarið nákvæmlega skattaskrá Guðjóns Hallgrímssonar, bónda á Marðarnúpi, 1946 og borið framtaldan nautpening hans saman við hina réttu eign hans, og ber það nákvæmlega saman. Votta ég því hérmeð, að viðbót sú, er yfirskattanefnd Húnavatnssýslu hefur gert (1 kýr), er með öllu röng og tilefnislaus. Guðrúnarstöðum 24. jan. 1948. Eysteinn Björnsson.“ Kveðst vitnið hafa verið og sé ennþá sannfært um, að vottorðið sé rétt. Það hafi farið yfir skattaskýrslu aðalstefnanda og borið saman við skýrslu ársins áður og við nautgripafjölda, sem því var kunnugt um, að væri á jörðinni (Marðarnúpi), og ekki komið til hugar að gefa vottorð, sem það héldi, að væri ekki satt og rétt. Vitnið kveðst hafa verið statt á Marðarnúpi, er það skrifaði undir vottorðið, sem það kvað hafa verið samið og skrifað 395 af aðalstefnanda, og að vottorðið hafi verið gefið að beiðni hans. Vitnið kvaðst ekki hafa vitað, að vottorðið ætti að nota í sambandi við kæru til ríkisskattanefndar, en kveðst lítið hafa hugsað út í það, og talið víst, að skattaálagning aðalstefnanda yrði leiðrétt af yfirskattanefnd í sam- ræmi við vottorðið. Vitnið kvað aðalstefnanda hafa haldið því fram við sig, að enginn nautgripur væri vantalinn á skattaframtali hans fyrir árið 1946, og kvaðst vitnið hafa verið sannfært um, að það væri rétt. Aðspurt lýsti vitnið því yfir, að aðalstefnandi hafi ekki reynt að villa vitnið eða blekkja í sambandi við vottorðsgjöfina. Í bréfi, sem aðalstefnandi skrifaði aðalstefnda 5. febr. 1949 (rskj. 9), er m. a. eftirfarandi setning: „...þar sem ég hafi ekki getað unað því, að yfirskattanefnd skyldi breyta 17 mánaða tarfkálfi í fullorðna kú.“ Enda þótt síðastgreindu ummælin á rskj. 9, sem ríkisskattanefnd mun m. a. hafa byggt úrskurð sinn frá 20. sept. 1949 á, bendi til þess, að naut- gripur hafi verið vantalinn á skattaframtali aðalstefnda, og að deilan hafi verið um, hvort nautgripurinn hafi verið tarfkálfur eða fullorðin kýr, verður ekki talið sannað samkvæmt skjölum málsins gegn fram- burði vitnisins Eysteins Björnssonar, að það hafi gefið margnefnt vott- orð vegna rangra upplýsinga, sem bví hafi verið gefnar. Vitnið kveðst hafa skrifað undir vottorðið, eftir að það með sjálfstæðum athugunum á skattaskýrslum aðalstefnanda ásamt vitneskju sinni um nautgripaeign hans, hafi sannfært sig um, að vottorðið væri rétt. Vitnið kvað aðalstefn- anda hafa haldið því fram við sig, að enginn nautgripur væri vantalinn á framtali hans fyrir skattárið 1946. Vottorðið er gefið 28. jan. 1948, en bréf aðalstefnanda til aðalstefnda, sem bendir til, að um vantalin naut- grip hafi verið að ræða, er skrifað 5. febr. 1949, og sannar það því ekki, að staðhæfing aðalstefnanda við vottorðsgefanda hafi verið sett fram gegn betri vitund. Að vottorðsbeiðandi samdi og skrifaði vottorðið sannar ekki heldur, að um sviksemi hans eða blekkingar hafi verið að ræða. Samkvæmt málvenju og skýringum málfræðinga þýðir orðið véla að beita blekkingum eða svikum, og verður því ekki talið, að það hafi átt rétt á sér í umræddu sambandi. Sú staðhæfing aðalstefnda, að setningunni: „Auk þess er það hreint ekki saklaus verknaður að véla menn o. s. frv.“ hafi verið varpað fram sem staðreynd, sem ekki væri hægt að hrekja, en ekki sem ásökun í garð aðalstefnanda, því einhver annar gæti hafa vélað um fyrir vottorðsgef- anda, stenzt ekki, þegar borið er saman við bréfið á rskj. 6, því þar stendur m. a.: „Þú reynir ekki aðeins að telja sjálfum þér trú um og öllum þeim mönnum, sem þú færð til að hlusta á þig, að tapaða kýrin sé uppspuni úr yfirskattanefnd, heldur lokkar þú a. m. k. einn mann til að gefa þér vottorð um, að þú hafir á réttu að standa gagnvart yfirskattanefnd — að þig hafi alls ekki vantað kú á skýrslu þína.“ Hin síðargreindu ummæli í aðalsök: „Hins vegar er mér tjáð, að hann sé algjör einyrki, og dálítið er erfitt að setja hann sem aðalmann í sæti ríkiláts föður í fyrsta áfanga,“ verða tæplega skilin á annan veg en þann, að erfitt sé að skipa son aðalstefnanda í skattanefnd, þótt hann sé mjög 396 efnilegur maður, vegna ríkilætis aðalstefnanda, þ. e. aðalstefnandi mundi hafa áhrif á son sinn í opinberu starfi hans. Sú skýring aðalstefnda, að ummæli þessi hafi verið sett fram vegna þess, að aðalstefnandi hefði getað talið það móðgun við sig, að óreyndur maður yrði settur í stað hans sem aðalmaður í skattanefnd, getur ekki talizt hafa við rök að styðjast. Einyrki þarf ekki að vera óreyndur maður, og hlýtur því meining aðalstefnda hafa verið sú, að búast mætti við, að sonur aðalstefnanda, sem sé alger einyrki, standist ekki áhrifavald síns ríkiláta föður. Verður því að telja, að með ummælum þessum, sem koma fram í bréfi til aðalstefnanda, sé því dróttað að honum, áð ekki sé varlegt að fela syni hans trúnaðarstarf vegna þeirra áhrifa, sem aðalstefnandi myndi sökum ríkilætis síns hafa á son sinn. Með báðum hinum tilgreindu ummælum í aðalsök verður að telja, að dróttað sé að aðalstefnanda, að hann hafi framið eða muni líklegur til að fremja refsivert eða ósiðlegt athæfi. Ummæli þessi varða við 235. gr. almennra hegningarlaga nr. 19 frá 1940, og ber að refsa aðalstefnda fyrir þau, enda hafa þau ekki verið réttlætt. Samkvæmt hinni tilvitnuðu lagagrein, sbr. lög nr. 14 frá 1948, og með hliðsjón af því, að ummælin voru sett fram í einkabréfi og því hefur ekki verið haldið fram, að aðalstefndi hafi borið þau út, þykir refsing hans hæfilega ákveðin 200 króna sekt í ríkissjóð, og komi 4 daga varðhald, ef hún greiðist eigi innan aðfararfrests dóms þessa. Samkvæmt 241. gr. almennra hegningarlaga ber að ómerkja hin refsiverðu ummáli. Hæfi- legt þykir, að aðalstefndi greiði aðalstefnanda kr. 900.00 í málskostnað. Gagnsök: Gagnstefndi byggir sýknukröfu sína á því, að því er fyrrgreindu um- mælin varðar, að þar sé aðeins á látlausan og blátt áfram hátt sagt frá staðreyndum og engum aðdróttunum beint að gagnstefnanda. Telur hann fjarstæðu, að aðdróttun geti falizt í orðinu „leystur“ (frá störfum). Gagn- stefnandi telur ummælin hins vegar meiðandi, af því að þau komi í beinu framhaldi af skrifi um yfirlýsingu eins aðalstuðningsmanns Jóns á Akri um, að gagnstefndi skuli rægður frá öllum opinberum störfum, og sé því látið liggja að því, að hann (gagnstefnandi) hafi notað aðstöðu sína til þess að koma fram hefndum gegn gagnstefnda fyrir, að hann sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum. Fallast verður á þá skoðun gagnstefnanda, að í ummælunum „Nokkru eftir þenna fund, er ég hefi minnzt á, fékk ég bréf frá Guðbrandi sýslu- manni þess efnis, að ég væri leystur frá störfum sem skattanefndarmaður Áshrepps“, felist, vegna sambands þess, sem þau eru sett fram í, í blaða- greininni, aðdróttun um, að gagnstefnandi hafi misnotað aðstöðu sína sem handhafi skipunarvalds. Að því er síðargreindu ummælin varðar, byggir gagnstefndi sýknukröfu sína á því, að fyrri hluti ummælanna sé ekki frá gagnstefnda sjálfum, heldur segi hann aðeins, að samkvæmt bréflegum upplýsingum frá gagn- stefnanda sjálfum sé það sök í augum hans að segja eða gera rétt, en 397 að gagnstefnandi eigi ekki aðild vegna síðari hluta ummælanna, því þau varði yfirskattanefndina. Fallast verður á þá skoðun gagnstefnanda, að ummælin: „En það er í augum formanns yfirskattanefndar sök að segja og gera rétt samkvæmt bréflegum upplýsingum frá honum sjálfum. Annars er það hart að hafa svo ógætna yfirskattanefnd, er ekki kann að bera saman bústofnseign manna frá ári til árs“ séu meiðandi og móðgandi fyrir hann, og verður ekki fallizt á, að skýring gagnstefnda réttlæti þau. Um aðildarskort gagn- stefnanda, að því er síðari hluta ummælanna varðar, verður ekki talið, að sé að ræða, þar sem telja verður, að eigi aðeins yfirskattanefndin sem persóna að lögum, heldur einnig hver yfirskattanefndarmaður eigi aðild að máli vegna meiðyrða um nefndina. Hvorug hinna umstefndu ummæla í gagnsök hafa verið réttlætt, og þykja fyrrgreindu ummælin varða við 235. gr. almennra hegningarlaga nr. 19 frá 1940, og síðar tilgreindu ummælin þykja varða við 234. gr. og 235. gr. sömu laga. Ber því að refsa gagnstefnda fyrir þau. Samkvæmt hinum tilvitnuðu lagagreinum, sbr. lög nr. 14 frá 1948, og með tilliti til þess, að meiðandi aðdróttanir og móðganir, sem í ummælunum felast, koma fram í víðlesnu blaði, svo og þess, að telja má ummæli þau, sem dæmt er fyrir í aðalsök, að nokkru tilefni blaðagreinarinnar, þykir refs- ing hæfilega ákveðin 300 króna sekt í ríkissjóð, og komi í stað sektar- innar 6 daga varðhald, ef hún greiðist eigi innan aðfararfrests dóms þessa. Refsinæmi hinna fyrr tilgreindu ummæla í gagnsök byggist á sambandi þeirra við aðra hluta blaðagreinar þeirrar, sem þau eru hluti af, en um- mælin sjálf lýsa aðeins ákveðinni staðreynd, sem ekki hefur með rökum verið á móti mælt. Verður ómerkingarkrafa gagnstefnanda, að því er þau ummæli varðar, því eigi tekin til greina. Hin síðar tilgreindu ummæli í gagnsök þykir samkvæmt 241. gr. al- mennra hegningarlaga bera að ómerkja. Hætfilegt þykir, að gagnstefndi greiði gagnstefnanda kr. 400.00 í málskostnað. Sigurgeir Jónsson setudómari kvað upp dóm þenna, en nokkur dráttur varð á uppsögu hans vegna anna dómarans. Dómsorð: Framangreind ummæli í aðalsök eiga að vera ómerk. Aðalstefndi, Guðbrandur Ísberg, greiði 200 króna sekt í ríkissjóð, og komi 4 daga varðhald í stað sektarinnar, ef hún greiðist eigi innan aðfararfrests dóms þessa. Aðalstefndi greiði aðalstefnanda, Guðjóni Hallgrímssyni, kr. 900.00 í málskostnað innan aðfararfrests dómsins. Ummælin „En það er í augum formanns yfirskattanefndar sök að segja og gera rétt samkvæmt bréflegum upplýsingum frá hon- um sjálfum. Annars er það hart að hafa svo ógætna yfirskatta- nefnd, er ekki kann að bera saman bústofnseign manna frá ári til árs“, skulu vera ómerk. 398 Gagnstefndi, Guðjón Hallgrímsson, greiði 300 króna sekt í rikis- sjóð, og komi í stað sektarinnar 6 daga varðhald, ef hún greiðist eigi innan aðfararfrests dóms þessa. Gagnstefndi greiði gagnstefnanda, Guðbrandi Ísberg, kr. 400.00 í málskostnað innan aðfararfrests dómsins. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 5. október 1951. Nr. 144/1950. Ákæruvaldið (Guttormur Erlendsson) gegn Gunnari Petersen (Jón N. Sigurðsson). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrá. Gizurar Bergsteinssonar. Brot gegn umferðarlögum og lögreglusamþykkt Reykjavíkur. Dómur Hæstaréttar. Sakaratriðum er rétt lýst í héraðsdómi, og hefur ákærði brotið refsiákvæði þau, er þar greinir. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin 300 króna sekt til ríkissjóðs, og komi varð- hald 4 daga í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað í héraði staðfestist. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir Hæstarétti, kr. 450.00 til hvors. Dómsorð: Ákærði, Gunnar Petersen, greiði 300 króna sekt í rík- issjóð, og komi varðhald 4 daga í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað staðfestist. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda fyrir 399 Hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Guttorms Erlends- sonar og Jóns N. Sigurðssonar, kr. 450.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 18. sept. 1950. Ár 1950, mánudaginn 18. september, var í lögreglurétti Reykjavíkur, sem haldinn var í lögreglustöðinni af fulltrúa sakadómara, Gunnlaugi Briem, kveðinn upp dómur í málinu nr. 4240/1950: Ákæruvaldið gegn Gunnari Petersen, sem dómtekið var 15. september s.l. Mál þetta er af ákæruvaldsins hálfu höfðað gegn ákærða, Gunnari Petersen skrifstofumanni, Hraunborg í Karfavogi, fyrir brot gegn um- ferðarlögum nr. 24 1941 og lögreglusamþykkt Reykjavíkur:nr. 2. 1930. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 11. október 1923 í Reykjavík, og hefur, svo kunnugt sé, sætt þessum kærum og refsingum: Í Reykjavík: 1941 10/7 Sátt, 10 kr. sekt fyrir brot á reglum um einstefnuakstur. 1941 17/11 Sátt, 5 kr. sekt fyrir brot á 50. gr. c. lið lögreglusamþykktar Reykjavíkur. 1946 14/6 Sátt, 25 kr. sekt fyrir brot á bifreiðalögum. 1948 30/4 Sátt, 60 kr. sekt fyrir brot á 27. gr. bifreiðalaga. 1948 14/2 Áminning fyrir ólöglegt bifreiðastæði. 1949 24/3 Áminning fyrir ólöglegt bifreiðastæði. Málavextir eru þessir: Fimmtudaginn 22. júní s.l. voru þeir lögregluþjónarnir Sigurður Sigurðs- son og Magnús Magnússon á verði á Lækjartorgi. Kl. 13.20 sáu þeir, hvar bifreiðinni R. 3611 var ekið niður Bankastræti. Er bifreiðin kom að um- ferðarljósmerkjunum neðst í Bankastræti, var grænt ljósmerki í Lækjar- götu og umferð leyfð um hana og því bönnuð niður úr Bankastræti yfir gatnamótin. Bifreiðarstjórinn á R. 3611 virtist ekkert sinna þessu, en ók hiklaust áfram út á gatnamótin í veg fyrir bifreið, sem kom Lækjargötu og var að aka út á gatnamótin. Varð bifreiðarstjórinn á þeirri bifreið að snögghemla til að forða árekstri. Eigi hefur tekizt að hafa upp á bif- reiðarstjóra ofangreindrar bifreiðar. Ákærði, Gunnar Petersen, er eigandi R. 3611 og kveðst hafa ekið henni í umrætt skipti. Hann hefur skýrt þannig frá atvikum, að grænt ljós- merki hafi verið, er hann kom að götuvitanum neðst í Bankastræti og hann því ekið áfram. Ákærði kveðst eigi vita, hve langt hann var kominn, er gult ljósmerki kom, en hann kveðst hafa orðið var við, að það var komið, er bifreið, sem kom sunnan Lækjargötu, nálgaðist bifreið hans. Ákærði telur rautt ljósmerki hafa komið, er hann var kominn móts við vestari akbraut Lækjargötu. Báðir lögregluþjónarnir hafa staðfest fram- burð sinn með eiði. Enda þótt ákærði hafi eigi viljað viðurkenna að hafa óhlýðnazt umferðarljósmerkjunum, þykir sannað með eiðfestum framburði 2 lögregluþjóna, að svo hafi verið. Brot ákærða heimfærist undir 1. mgr. 400 5.'gr. sbr. 14. gr. umferðarlaga nr. 24 1941 og 1. mgr. 28. gr. sbr. 96. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur nr. 2 1930. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 200.00 kr. sekt til bæjarsjóðs Reykjavíkur, og komi 4 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Ákærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar. Rekstur málsins hefur verið vítalaus. Dómsorð: Ákærði, Gunnar Petersen, greiði 200.00 kr. sekt til bæjarsjóðs Reykjavíkur, og komi 4 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Hann greiði allan kostnað sakarinnar. Dóminum ber að fulllnægja með aðför að lögum. Miðvikudaginn 10. október 1951. Nr. 76/1950. Ákæruvaldið (Lárus Jóhannesson) gegn William N. Brown (Lárus Fjeldsted). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Gizurar Bergsteinssonar. Landhelgisbrot. Dómur Hæstaréttar. Kristján Jónsson, fulltrúi bæjarfógetans á Akureyri, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Eftir uppkvaðningu héraðsdóms hefur Friðrik Ólafsson, skólastjóri Stýrimannaskólans, markað á sjókort stað tog- dufls þess, er í málinu greinir og stjórnendur varðskipsins Óðins miðuðu við. Reyndist sá staður vera rúmlega 0,4 sjó- mílu innan landhelgislínu. Skólastjórinn hefur einnig markað á sjókort stað duflsins samkvæmt mælingum þeim, sem ákærði telur, að hafi verið gerðar um borð í b/v Cape Cleveland, og var sá staður rúmlega 0,1 sjómílu innan landhelgislínu. Hins vegar treysti skólastjórinn sér ekki til að marka á sjókort stað varðskipsins kl. 03.17 þann 15. maí 1950 samkvæmt 401 mælingum þeim, sem greindar eru í skýrslu varðskipsforingj- anna. Áð gengnum úrskurði Hæstaréttar 13. október f. á., komu skipherra og stýrimaður varðskipsins aftur fyrir dóm og gáfu þá skýringu á hornamælingum þessum, að um misrit- un sé að ræða, þannig að skipzt hafi um horn, og er staðar- ákvörðunin, svo breytt, sennileg, en skiptir annars engu um úrslit málsins. Þá hefur og verið lögð fram í Hæstarétti skýrsla Alfreds Smiths, skipstjóra á b/v Tripoli. Kveðst hann hafa verið að veiðum á nefndum slóðum og lagt þar út togdufl um kl. 5 e. h. þann 15. maí 1950. Hafi staður duflsins samkvæmt ratsjár- mælingu verið 4.75 sjómílur frá norðurenda Málmeyjar og 7.125 sjómílur frá norðurenda Drangeyjar. Verjandi ákærða staðhæfði fyrir Hæstarétti, að hér væri um sama dufl að ræða og áður greinir, en í skýrslu skipstjórans hafi misrit- azt 15. maí í stað 14. maí, Friðrik Ólafsson skólastjóri hefur einnig markað stað þenna á sjókort, og reyndist hann vera um 0,4 sjómílu innan landhelgislínu. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, og þar sem ekkert hefur fram komið, er hnekki greindri staðarákvörðun varðskipsins varðandi togduflið, verður að telja sannað, að ákærði hafi verið að landhelgisveiðum í umrætt skipti, og hefur hann með því brotið lagaákvæði þau, sem til er vitnað í héraðsdómi, sbr. lög nr. 5/1951, en togarinn er yfir 200 brúttólestir að stærð. Gullgildi íslenzkrar krónu er óbreytt frá því að héraðsdómur gekk, og þykir refsing ákærða hæfi- lega ákveðin 74000 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands, enda komi 7 mánaða varðhald í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um upptöku afla og veiðarfæra svo og um málskostnað. Eftir þessum úrslitum ber ákærða að greiða allan áfrýj- unarkostnað sakarinnar, þar með talin laun sækjanda og verjanda fyrir Hæstarétti, kr. 1800.00 til hvors. Dómsorð: Ákærði, Willim N. Brown, greiði 74000 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi 7 mánaða varðhald í 26 402 stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um upptöku afla og veiðarfæra svo og málskostnað eiga að vera óröskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda fyrir Hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Lárusar Jóhannes- sonar og Lárusar Fjeldsteds, kr. 1800.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. si Dómur lögregluréttar Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu 16. maí 1950. Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn William Norman Brown, skipstjóra á brezka togaranum Lacerta, C.Y. 641 frá Grimsby, fyrir meint brot gegn lögum nr. 5 frá 18. maí 1920 um bann gegn botnvörpuveiðum í landhelgi, sbr. lög nr. 4 frá 1924, til refsingar, upptöku afla og veiðarfæra og til greiðslu sakarkostnaðar. Ákærði, William Norman Brown, er fæddur 1. ágúst 1896 og hefur ekki, svo kunnugt sé, sætt hér kæru né refsingu. Málsatvik eru þessi. Mánudaginn 15. þ. m. var varðbáturinn Óðinn staddur út af Skagafirði á eftirlitsferð austur með landi. Kl. 03.00 sá 1. stýrimaður, sem þá hafði varðstöðu á skipinu, marga togara fram undan. Gerði hann þá eftirfar- andi staðarákvörðun. Drangey > 92" 40 Ketubjarg > 61“ 40' stefna r/v 88% Skagaviti Voru þá 3 togarar að sjá nokkuð á stjórnborða. Síðan hélt skipið áfram fulla ferð áleiðis til togaranna. KI. 03.17 er gerð önnur staðarákvörðun: Málmey a. k. > 820 17 Drangey v. k. > 55 11 Ketubjarg Við þessa staðarákvörðun var skipherrann ásamt 1. stýrimanni. Virtist þeim þá togararnir vera að sjá á stjórnborða, og toguðu 2 út um, en 1 var flatur fyrir. Kl. 03.24 lagði varðskipið að togaranum Lacerta, G.Y. 641, en á honum er ákærði skipstjóri. Var togarinn þá með stjórn- borðsvörpuna í sjó. Örskammt frá skipinu var togbauja. 403 Tveir menn voru nú sendir frá varðskipinu um borð í togarann og skip- stjóra sagt að draga inn vörpuna og bíða átekta. Varðskipið hélt síðan að togbaujunni og gerði þar eftirfarandi staðar- ákvörðun: Málmey a. k. > 58“ 25 Drangey v. k. > 71 00“ dýpi 107 m. Ketubjarg og telur varðskipsforinginn, að bað gefi stað baujunnar 0,4 sjómílu innan landhelgislínunnar. Ákærði hefur ekki viljað viðurkenna staðarákvörðun varðskipsins á togbaujunni og gefið upp eftirfarandi staðarákvörðun skips síns. Austur- endi Málmeyjar S.A. a. S. % S. og mið Drangey S.S.V. Ákærði viðurkenndi í réttinum, að þessi staðarákvörðun togbaujunnar sé á eða innan við landhelgislinuna. Einnig hefur ákærði viðurkennt að hafa togað í kringum togbaujuna, en kveður sig ekki hafa farið í stóra hringi í kringum hana, en vel geti verið, að hann hafi farið eina skipslengd eða svo inn fyrir landhelgislínuna. Varðskipsforinginn og 1. stýrimaður hafa hins vegar báðir staðhætt, að staðarákvarðanir þeirra á réttarskjali nr. 1 séu réttar og að ákærði hafi verið að veiðum innan við togbaujuna. Varðskipsforingjarnir tóku staðarákvarðanir sínar með sextanti við ágæt skilyrði. Hafa beir báðir staðfest framburð sinn fyrir réttinum með eiði. Samkvæmt því, sem nú hefur verið sagt, verður að telja sannað, að ákærði hafi verið að veiðum innan við landhelgislínuna, er varðskipið stöðvaði hann kl. 03.24 þann 15. þ. m. Með framanlýstu framferði sínu hefur ákærði að áliti réttarins gerzt brotlegur við 1. gr. sbr. 3. gr. laga nr. 5 frá 1920 um bann við botnvörpu- veiðum í landhelgi, sbr. lög nr. 4 frá 1924. Samkvæmt símskeyti frá Lands- bankanum á réttarskjali nr. 4 jafngilda 100 gullkrónur 738.95 seðlakrónum og 110 seðlakrónur 13.533 gullkrónum. Með hliðsjón af ofanrituðu gullgildi íslenzkrar krónu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 80.000.00 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi varðhald í 7 mánuði í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Allur afli og veiðarfæri í togaranum Lacerta, G.Y. 641, þar með taldir dragstrengir, skal gert upptækt til Landhelgissjóðs Íslands. Allan sakar- kostnað áfallinn og áfallandi ber ákærða að greiða. Dómsorð: Ákærði, William Norman Brown, greiði 80.000.00 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi 7 mánaða varðhald í stað sektar- innar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. 404 Allur afli og veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir um borð í togaranum Lacerta, G.Y 641, er gert upptækt til Landhelgissjóðs Íslands. Ákærði greiði allan sakarkostnað áfallinn og áfallandi. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 10. október 1951. Nr. 77/1950. Ákæruvaldið (Gárus Jóhannesson) gegn George W. Thompson (Lárus Fjeldsted). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrá. Gizurar Bergsteinssonar. Landhelgisbrot. Dómur Hæstaréttar. Sigurður M. Helgason, fulltrúi bæjarfógetans á Akureyri, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Eftir uppkvaðningu héraðsdóms hefur Friðrik Ólafsson, skólastjóri Stýrimannaskólans, markað á sjókort stað tog- dufls þess, er í málinu greinir, og reyndist sá staður vera rúmlega 0,4 sjómílu innan landhelgislínu. Einnig hefur skóla- stjórinn markað á sjókort stað duflsins samkvæmt miðunum þeim, er ákærði kveðst hafa gert, og var sá staður rúmlega 0,1 sjómílu innan landhelgislínu. Þá hefur og verið lögð fram í Hæstarétti skýrsla Alfreds Smiths, skipstjóra á b/v Tripoli. Kveðst hann hafa verið að veiðum á nefndum slóðum og lagt þar út togdufl um kl. 5 e. h. þann 15. maí 1950. Hafi staður duflsins samkvæmt ratsjármælingu verið 4.75 sjómílur frá norðurenda Málmeyjar og 7.125 sjómílur frá norðurenda Drangeyjar. Verjandi ákærða staðhæfði fyrir Hæstarétti, að hér væri um sama dufl að ræða og áður greinir, en í skýrslu skipstjórans hafi misritazt 15. maí í stað 14. maí, Friðrik Ólafsson skólastjóri hefur einnig markað stað þenna á sjó- 405 kort, og reyndist hann vera um 0.4 sjómílu innan land- helgislínu. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, og þar sem ekkert hefur fram komið, er hnekki greindri staðarákvörðun varðskipsins varðandi togduflið, verður að telja sannað, að ákærði hafi verið að landhelgisveiðum í umrætt skipti, og hefur hann með því brotið lagaákvæði þau, sem til er vitnað í héraðsdómi, sbr. lög nr. 5/1951, en togarinn er yfir 200 brúttólestir að stærð. Gullgildi íslenzkrar krónu er óbreytt frá því að héraðsdómur gekk, og þykir refsing ákærða hæfi- lega ákveðin 74000 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands, enda komi 7 mánaða varðhald í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um upptöku afla og veiðarfæra svo og um málskostnað. Eftir þessum úrslitum ber ákærða að greiða allan áfrýj- unarkostnað sakarinnar, þar með talin laun sækjanda og verjanda fyrir Hæstarétti, kr. 1800.00 til hvors. Dómsorð: Ákærði, George W. Thompson, greiði 74000 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi 7 mánaða varðhald í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um upptöku afla og veiðarfæra svo og málskostnað eiga að vera óröskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda fyrir Hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Lárusar J óhannes- sonar og Lárusar Fjeldsteds, kr. 1800.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur lögregluréttar Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu 16. maí 1950. Má| betta, sem tekið var til dóms Í dag, er höfðað af ákæruvaldsins hálfu gegn George W. Thompson, skipstjóra á togaranum Cape Cleveland, H 61, frá Hull, fyrir meint brot gegn lögum nr. 5 frá 18. maí 1920 um 406 bann gegn botnvörpuvéiðum, sbr. lög nr. 4 frá 1924, til refsingar, upptöku afla og veiðarfæra og til greiðslu sakarkostnaðar. Ákærði, George W. Thompson, er fæddur 13. september 1912, hefur ekki, svo kunnugt sé, sætt fyrr kæru eða refsingu hér á landi. Málavextir eru þessir: Aðfaranótt mánudagsins 15. maí 1950 var varðskipið Óðinn á eftirlits- siglingu austur með Norðurlandi. Þegar skipið var komið nokkuð austur á Skagafjörð og var nálægt landhelgislínu, sáu yfirmenn þess nokkra togara að veiðum nokkru austar á firðinum. Var nú haldið áfram í sömu stefnu, og þegar kl. var 03.17, sást glöggt til skipsins, sem síðar reyndist að vera Cape Cleveland, H 61, frá Hull. Þótti togari þessi grun- samlega nærri landi, og kom varðskipið að honum kl. 03.37. Rétt áður hafði varðskipið stöðvað annan brezkan togara og sett menn um borð í hann, og á meðan á því stóð, sást frá varðskipinu, að byrjað var að kasta togvörpunni á Cape Cleveland og var verið að því, þegar varðskipið kom að honum. Bauja var þarna skammt frá, og virtust togararnir toga í kringum hana. Yfirmenn varðskipsins töldu baujuna vera innan lánd- helgislínu, og var togarinn Cape Cleveland nokkra tíunduhluta úr mílu innan við baujuna, að því er skipherra varðskipsins hefur borið. Enn fremur hefur skipherrann á varðskipinu, Gunnar Gíslason, borið, að tog- arinn hafi snúizt töluvert, meðan verið var að kasta út vörpunni, og hafi þeir því ekki komizt að honum strax til að hafa tal af honum og hafi þeir þá notað tímann og endurtekið staðarákvörðunina. Þegar lokið var að kasta vörpunni á togaranum, togaði hann út á við og var kominn dálítið út fyrir baujuna, þegar varðskipið stöðvaði hann, og álítur skipherrann, að hann hafi þá verið kominn nálægt landhelgis- línu, en engin staðarákvörðun var gerð þar. Togarinn var stöðvaður, strax þegar honum var gefið merki um það, og var varpan þegar dregin inn. Var nú II. stýrimaður af varðskipinu settur um borð í togarann, og var honum sagt að sigla togaranum að baujunni, er að framan greinir. Síðar var skipstjórinn á togaranum, ákærði í máli þessu, George W. Thompson, sóttur og fluttur um borð í varðskipið, og var honum bent á, að baujan væri innan landhelginnar. Við baujuna var gerð eftirfarandi staðarákvörðun: Málmey a. k. > 589 25' Drangey v. k. > 77 00 Ketubjarg Jafnframt var dýpið mælt, og reyndist bað vera 107. m. Staðarákvörðun þessa gerði skipherrann og I. stýrimaður á varðskipinu sameiginlega, og sýnir hún ásamt dýpinu staðinn 0.4 sjómílu innan landhelgislínunnar. Á Cape Cleveland er radartæki, og tjáði ákærði skipherranum, að hann væri samkvæmt raðarmælingum 4,7 sjómílur frá landi, og taldi sig því 407 utan landhelgi, en fjarlægð þessi var miðuð við Málmey, en landhelgin á þessu svæði er ekki miðuð við hana, heldur Hólmasker, og var honum á það bent, en hann kvaðst ekki hafa séð skerið, enda mun sker þetta vera upp úr aðeins um fjöru. Lygnt var og bjart veður. Staður baujunnar, er að framan greinir, var markaður inn á sjókort, og hefur það verið lagt fram í réttinum. Þegar skipherra varðskipsins var búinn að hafa tal af ákærða, var hann aftur fluttur um borð í skip sitt og jafnframt var áfram um borð í því 11. stýrimaður af varðskipinu, og var síðan siglt til Akureyrar. Staðarákvörðunina, er að framan er tilgreind, gerðu þeir sameiginlega skipherrann á varðskipinu og 1. stýrimaður með sextant, og hafa þeir borið, að þeir hafi endurtekið hana til að fullvissa sig um réttmæti hennar og að þeir hafi fengið sömu niðurstöðu í bæði skiptin. Mörkuðu þeir stað baujunnar á sjókort, og hefur það verið lagt fram í réttinum sem dómsskjal nr. 2. Skilyrði til staðarákvörðunar voru hin beztu. Aðrir af áhöfn varðskipsins tóku ekki þátt í staðarákvörðuninni. Skipherrann og Í. stýrimaður á varðskipinu hafa báðir unnið eið að framburði sínum. Í lögregluréttinum í gær skýrði ákærði svo frá: Hann kom á þær stöðvar, sem hann var tekinn á sunnudagskvöldið 14. þ. m., um kl. 22, og hóf þá þegar veiðar. Hafði fiskibauja verið sett niður á þessum slóðum, og tók hann að toga við hana. Þegar varðskipið kom á vettvang, var tvisvar búið að draga vörpuna inn, og var hann að láta kasta henni í þriðja sinn, þegar varðskipið kom á vettvang. Ákærði hefur ekki viljað viðurkenna staðarákvörðun yfirmanna varð- skipsins og gaf upp í réttinum svohljóðandi staðarákvörðun, sem hann gerði með áttavita, og sagði, að stýrimaður sinn hefði gert hana með sér: Drangey í S.S.V., austurendi Málmeyjar S.A. a S. % S. Jafnframt athugaði hann fjarlægðina frá landi, það er frá Málmey, í radar, og reyndist hún 4.75 sjómílur. Taldi hann þetta vera algerlega í samræmi hvað við annað: Dýpið var 59 enskir faðmar. Ákærði setti staðarákvörðun þessa út á sjó- korti í réttinum, og sýndi hún staðinn 0.2—0.3 sjómílu utan landhelgis- línu. Staðarákvörðunina sagðist ákærði hafa gert þannig, að hann hefði staðið undir áttavitanum og rétt út höndina, þegar skipið stefndi á stað- ina, sem hann miðaði. Ekki gerði ákærði neina sextantmælingu, enda sagðist hann engan sextant hafa haft. Hann tók hins vegar fram, að vegna raðars og annarra nútímatækja, teldi hann ekki þörf á sextant. Ákærði hafði ekki sams konar sjókort og lagt hefur verið fram í réttin- um, en hann sagði, að á það væri Hólmasker merkt, og jafnframt hefur hann staðhæft, að honum hafi verið það ljóst, að landhelgin mældist frá því, en hann sagðist ekki hafa getað miðað við það sökum Þess, að það hafi ekki sézt. Ákærði hefur stöðugt haldið því fram, að hann hafi verið sannfærður um, að hann hafi ekki verið innan landhelginnar, og hefur í því sam- bandi bent á, að hann hafi séð, þegar varðskipsmenn fóru um borð í Grimsby-togarann, sem tekinn var á sömu slóðum, og hefði hann þá getað 408 stímað burtu, en hann hefði verið svo sannfærður í sinni sök, að hann hefði kastað trollinu aftur. Ákærði hefur neitað því að hafa sett niður fiskibaujuna, en hefur sagt, að það hljóti að hafa verið skip með radar, því að á henni hafi verið kúla til þess gerð að endurvarpa radarbylgjuni, og segist einnig hafa byggt á því, að baujan hefði verið sett utan land- helginnar. Stýrimaðurinn á Cape Cleveland hefur mætt sem vitni í málinu, og hefur hann borið þannig, að því er máli skiptir: Þegar hann var kallaður í brúna, reyndist fjarlægðin frá Málmey vera 4.7 sjómílur, mælt með radar. Þegar skipstjórinn tók áttavitamiðunina, stóð hann við stýrið og stýrði, og hafi hann tekið þátt í miðun skipstjórans. Varðandi niðurstöðu af staðarathugunum skipstjórans sagði hann, að skipstjórinn hefði sagt, að skipið væri utan landhelgislínunnar, en hann hefði ekki tekið fram, hversu langt það hefði verið. Hefur stýrimaðurinn staðhæft, að hann álíti staðar- ákvörðun skipstjórans rétta, og sagðist styðja það með því, hversu radar- tækið væri öruggt. Eftir að rannsókn málsins var lokið í gær, var rannsókn tekin upp aftur í dag, og gerði ákærði þá nokkra leiðréttingu á staðarmælingu sinni. Hann kveðst hafa treyst á minni sitt varðandi staðarákvörðun þá, er hann hefði gefið í réttinum í gær, en hún hafi ekki reynzt alveg rétt. Sýndi hann nú í réttinum miða með þessari staðarákvörðun: Drangey S.S.W. E. end Malmey SA. x5S 4 S. og sagði, að miðað hefði verið við miðja Drangey. Staðhæfði hann, að þetta væri í samræmi við athugun sína, og að hann hefði skrifað þetta niður strax að henni lokinni. Þessa mælingu hefur ákærði sett út á rskj. nr. 3, og sýnir hún baujuna alveg um landhelgislínu. Ákærði hefur viður- kennt, að hann hafi farið inn fyrir baujuna rétt nægilega til að athafna sig, og hefur gizkað á, að hann hafi verið um 200 metra innan við hana, þegar hann byrjaði að kasta trollinu, en tók fram, að erfitt væri að ákvarða þetta með neinni nákvæmni, og sagði, að ef baujan væri á landhelgislínunni, hefði hann kastað eitthvað innan við hana. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, þykir réttinum, að nægilega sé sannað sumpart með játningu ákærða og ófullnægjandi mótmælum hans svo og með mælingum yfirmanna varðskipsins, að ákærði hafi verið að veiðum með botnvörpu innan landhelgislínunnar mánudaginn 15. þ. m., kl. 3.37, er varðskipið Óðinn kom að b. v. Cape Cleveland, H 61, frá Hull, og þykir rétt að leggja staðarákvörðun yfirmanna varðskipsins til grund- vallar þannig, að togarinn hafi verið 0.4 sjómílu inni í landhelginni. Sam- kvæmt þessu telur rétturinn, að ákærði hafi brotið í bága við ákvæði 1. gr. laga nr. 5 18. maí 1920, sbr. 3. gr. sömu laga, og lög nr. 4 1924. Með hliðsjón af núverandi gullgildi íslenzkrar krónu, 13.533, þykir refs- ing ákærða hæfilega ákveðin 80.000 króna sekt í Landhelgissjóð Íslands, og komi varðhald í 7 mánuði Í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá lögbirtingu dómsins. 409 Allur afli og veiðarfæri í togaranum Cape Cleveland, þar með taldir dragstrengir, skal gert upptækt til Landhelgissjóðs Íslands. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar. á Dómsorð: Ákærði, George W. Thompson, greiði kr. 80.000.00 í sekt til Land- helgissjóðs Íslands innan fjögurra vikna frá birtingu dóms bessa, en afplánist ella með T mánaða varðhaldi. Allur afli og veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir um borð í togaranum Cape Cleveland, H 61, er gert upptækt til sama sjóðs. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Miðvikudaginn 10. október 1951. Kærumálið nr. 24/1951. Gísli Halldórsson gegn Sigríði Einarsdóttur. Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrá. Gizurar Bergsteinssonar. Synjun frests. Dómur Hæstaréttar. Þórhallur Pálsson, fulltrúi borgarfógetans í Reykjavík, hefur kveðið upp hinn kærða úrskurð. Með kæru, dags. 10. september þ. á., er hingað barst 19. s. m., hefur sóknaraðili skotið til Hæstaréttar úrskurði upp- kveðnum í fógetarétti Reykjavíkur hinn 7. september þ. á., en með úrskurði þessum var sóknaraðilja synjað um frekari frest í máli aðilja. Sóknaraðili, sem hefur lagt fram nokkur ný skjöl máli sínu til stuðnings, krefst þess, að umræddur frestur verði veittur og að varnaraðili verði dæmdur til að greiða honum kærumálskostnað að skaðlausu, Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðilja eftir mati Hæsta- réttar. 410 Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann, enda geta hin nýju gögn sóknaraðilja engu breytt um úrslit málsins. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að sóknaraðili greiði varnaraðilja kr. 200.00 í kærumálskostnað. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Sóknaraðili, Gísli Halldórsson, greiði varnaraðilja, Sigríði Einarsdóttur, 200 krónur í kærumálskostnað. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 7. sept. 1951. Í máli þessu, sem tekið var til úrskurðar í dag, hefur gerðarbeiðandi, Sigríður Halldórsson, Bólstaðahlíð 3 hér í bænum, krafizt þess, að lögtak verði gert hjá Gísla Halldórssyni, Klapparstíg 26 hér í bænum, til trygg- ingar meðlagsskuld, að fjárhæð kr. 12.000.00, samkvæmt meðlagsúrskurði, uppkveðnum af sakadómaranum í Reykjavík 19. október 1950, og kr. 3000.00 samkvæmt leyfisbréfi til algers skilnaðar á milli hennar og gerðarþola, útgefnu 14. nóv. 1950. Undir rekstri málsins hefur hún síðan fallið frá lög- takskröfu sinni, að því er síðari upphæðina varðar. Gerðarþoli hefur mótmælt framgangi lögtaksins. Aðiljar hafa hvor um sig krafizt málskostnaðar. Hin umdeilda meðlagskrafa er af því sprottin, að gerðarþoli virðist hafa yfirgefið heimili sitt og gerðarbeiðanda um mánaðamótin nóvember og desember 1949 og ekki hafa átt þar heima síðan, en þar sem gerðar- beiðandi taldi, að gerðarþoli hefði á tímabilinu frá 1. desember 1949 til 31. marz 1950 vanrækt framfærsluskyldu sína gagnvart sér og börnum þeirra, fékk hún áðurnefndan úrskurð gefinn út. Gerðarþoli telur hins vegar, að hann hafi þrátt fyrir brottför sína af heimilinu greitt allan kostnað af rekstri þess á þessu tímabili. Gerðarboli hefur óskað eftir fresti í málinu og með tilliti til rskj. nr. 12 og 13, er hann lagði fram í réttinum í dag, og til þess að leiða vitni til sönnunar ýmsum greiðslum, er getið er á rskj. nr. 9, en til vitna þessara kveðst hann ekki hafa náð vegna anna innan þess frests, sem veittur var með úrskurði réttarins, uppkveðnum 31. f. m. Það verður ekki séð, að umrædd rskj. hafi neitt það að geyma, er máli skiptir og ekki hefur áður komið fram, og verður því ekki talið, að gerðar- bola sé nauðsyn á fresti þeirra vegna. Gerðarþoli hefur, eftir að gerðar- beiðandi taldi gagnaöflun lokið af sinni hálfu, fengið vikufrest m. a. til að leiða vitni í málinu án þess að nota hann. Þar við bætist, að atriði 411 þau, er hann hyggst nú að upplýsa með vitnaskýrslum, hafa legið fyrir allt frá því 24. maí s.l. Þykir því ekki vera ástæða til að veita frekari frest til gagnaöflunar í máli þessu. Því úrskurðast: Umbeðinn frestur er ekki veittur. Mánudaginn 15, október 1951, Nr. 49/1949. — Ákæruvaldið (lárus Fjeldsted) gegn Árna Björnssyni (Lárus Jóhannesson). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Gizurar Bergsteinssonar. Full sönnun fyrir ólöglegri áfengissölu ekki fram komin. Dómur Hæstaréttar. Vitnin Unnar Sæmundur Sigurtryggvason og Sigurður Jónsson báru það í lögreglurétti Reykjavíkur hinn 16. marz 1948, að þau hefðu hinn 15. janúar s. á., kl. 0.15, keypt áfengis- flösku af bifreiðarstjóranum í bifreiðinni R. 646, er þá hafi verið á Litlu bílastöðinni í Reykjavík, Bifreiðarstjóri þess- arar bifreiðar var þá ákærði í þessu máli, og hefur hann lýst því, að enginn annar en hann hafi á þeim tíma verið með nefnda bifreið. Hins vegar hefur hann ákveðið mótmælt því, að hann hafi selt nefndum vitnum áfengi. Vitnin sáu ákærða í réttinum, og kvaðst Unnar Sæmundur þekkja hann fyrir sama mann, sem seldi honum og Sigurði áfengisflösku í um- rætt skipti, en vitnið Sigurður kveðst halda, að um sama mann væri að ræða. Ekki var sú aðferð höfð að prófa, hvort vitnin gætu þekkt ákærða úr hópi manna. Vitnin eða að minnsta kosti annað þeirra, Unnar Sæmundur, hafði skýrt yfirlög- regluþjóninum í Reykjavík frá áfengiskaupum þessum hinn 16. janúar 1948, en ekki var hafizt handa um rannsókn í málinu fyrr en hinn 16. marz s. á., er vitnin komu fyrir dóm, 412 eins og að framan getur. Gat dráttur þessi valdið því, að ákærða væri ekki unnt að koma fram vörnum, m. a. um það, hvar hann var staddur á þeim tíma, sem áfengiskaupin áttu að hafa gerzt. Eins og málinu er háttað, þykir viðurhluta- mikið að telja fram komnar fullar sönnur fyrir sekt ákærða gegn eindreginni neitun hans. Verður því að sýkna hann af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu og leggja allan sakar- kostnað, bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, á ríkissjóð, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir Hæstarétti, kr. 500.00 til hvors. Sækjandi málsins hefur lýst því, að dráttur sá, sem á mál- inu hefur orðið, stafi að mestu leyti af veikindaforföllum hans. Dómsorð: Ákærði, Árni Björnsson, á að vera sýkn af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Allur kostnaður sakarinnar, bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin mál- flutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda í Hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Lárusar Fjeldsteds og Lárusar Jóhannessonar, kr. 500.00 til hvors. Dómur lögregluréttar Reykjavíkur 2. okt. 1948. Ár 1940, laugardaginn 2. október, var Í lögreglurétti Reykjavíkur, sem haldinn var í skrifstofu sakaðómara af fulltrúa hans Einari Ingimundar- syni, kveðinn upp dómur í málinu nr. 6131/1948: Valdstjórnin gegn Árna Björnssyni, sem tekið var til dóms þann 16. f. m. Málið er af valdstjórnarinnar hálfu höfðað gegn ákærða, Árna Björns- syni bifreiðarstjóra, Hraunteig 12 hér í bæ, fyrir brot gegn áfengislögum nr. 33 9. janúar 1935. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 13. desember 1908 í Syðra-Tungukoti í Blöndudal, og hefur hann, svo vitað sé, sætt þessum kærum og refsingum: 1945 20/5 Undir rannsókn fyrir meint áfengis- og bifreiðalagabrot. Sök sannaðist ekki. 1947 7/10 Sátt, 30 kr. sekt fyrir ljósleysi og ólæsilegt skrásetningarmerki á bifreið. Málavextir eru þeir, sem nú skal greina: Aðfaranótt þess 15. janúar s.l., um kl. 12.15, fóru þeir Unnar Sæmundur 418 Sigurtryggvason verkamaður, Háteigsvegi 19 hér í bæ, og Sigurður Jóns- son sundhallarvörður, Hringbraut 196, inn að Litlu-bílastöðinni hér í bæ og hittu þar ákærða, sem ekur bifreiðinni R. 646, og sat hann í bifreið sinni þar. Spurði Sigurður ákærða, hvort hann gæti selt þeim félögum 1 flösku af áfengi, og játaði ákærði því. Fór hann síðan út úr bifreið sinni opnaði geymsluhólf hennar að aftan og tók þaðan út 1 brennivins- flösku, sem Unnar Sæmundur tók við og greiddi með kr. 80.00 í viðurvist Sigurðar. Það, sem hér að framan er sagt, er samkvæmt samhljóða fram- burðum þeirra Sigurðar Jónssonar og Unnars Sæmundar Sigurtryggva- sonar, sem báðir hafa sem vitni staðfest framburði sína með eiði við rann- sókn málsins. Báðir sáu þeir ákærða við réttarhöld í málinu, og kvaðst Unnar Sæmundur þekkja hann fyrir þann sama mann, sem seldi þeim umrædda brennivínsflösku, en Sigurður hélt, að svo væri. Sjálfur hefur ákærði staðfastlega neitað, að hann hafi nokkurntíma framið áfengissölu, hvorki í þetta umrædda skipti né endranær. Þess skal getið, að í lögregluskýrslu, sem Erlingur Pálsson yfirlögreglu- bjónn tók þann 16. janúar s.l. af tveimur mönnum, sem keyptu brennivíns- flöskuna af ákærða aðfaranótt þess 15. sama mánaðar, segir, að Sigur- björn Eiríksson verkamaður, Camp Knox E. 22 hér í bæ, hafi verið með Unnari Sæmundi, er hann greiddi ákærða flöskuna, en við lögregluréttar- rannsókn málsins kom í ljós, að svo hafði ekki verið, heldur hafði Sigurður Jónsson verið viðstaddur, er hin óleyfilega áfengissala fór fram, eins og að framan segir. Með eiðfestum framburðum þeirra Unnars Sæmundar Sigurtryggva- sonar og Sigurðar Jónssonar verður þrátt fyrir neitun ákærða að telja nægilega sannað, að hann, ákærði, hafi framið óleyfilega áfengissölu aðfaranótt þess 15. janúar s.l, og hefur hann með því brotið 5. gr. áfengis- laga nr. 33 9. janúar 1935. Þykir refsing hans samkvæmt 33. gr. sömu laga hæfilega ákveðin 1000 króna sekt til Menningarsjóðs, og komi varð- hald í 25 daga í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærða ber að dæma til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Lárusar Jóhnnessonar hrl., kr. 300.00. Sá dráttur, sem orðið hefur á rekstri máls þessa, stafar af óvenjulegum önnum við embættið. Dómsorð: Ákærði, Árni Björnsson, greiði 1000 króna sekt til Menningarsjóðs, og komi varðhald í 25 daga í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Lárusar Jóhannessonar hrl., kr. 300.00. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. 414 Miðvikudaginn 17. október 1951. Kærumálið nr. 25/1951. Þórdís Davíðsdóttir gegn Skapta Davíðssyni. Setudómari hrl. Sveinbjörn Jónsson í stað hrd. Gizurar Bergsteinssonar. Frestun uppboðs á eignum dánarbús. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 29. f. m., sem hingað barst 1. þ. m., hefur sóknar- aðili kært til Hæstaréttar úrskurð, uppkveðinn í skiptarétti Reykjavíkur 15. f. m. og birtan 29. s. m., þar sem synjað var beiðni sóknaraðilja um frest á sölu tiltekinna eigna í dánar- búi Davíðs Jóhannessonar. Sóknaraðili krefst þess, að hinum kærða úrskurði verði hrundið og sölu framangreindra eigna verði frestað, þar til fengið sé endurmat á 1%6 hlutum jarðarinnar Úteyjar 11 í Laugardal, en þá kröfu verður að skilja þann veg, að sóknar- aðili æski frests á sölu eignanna, þar til dómsúrlausn er um það fengin, hvaða verði jörð þessi verður metin dánarbúinu. Þá krefst sóknaraðili og kærumálskostnaðar úr hendi varnar- aðilja eftir mati Hæstaréttar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðilja eftir mati Hæsta- réttar. Telja verður, að sóknaraðilja sé það hagsmunamál, að sala á fasteign dánarbúsins, húseigninni nr. 9 við Vegamótastíg, fari ekki fram, fyrr en dómsúrlausn er um það fengin, hvaða verði 134. hlutar jarðarinnar Úteyjar II verða metnir dánar- búinu. Þykir því rétt, að sóknaraðilja sé veittur kostur á að leita þeirrar dómsúrlausnar án tafar, enda verði sölu á fram- angreindri fasteign frestað, þar til sú úrlausn er fengin. Hins vegar þykir mega staðfesta ákvæði hins kærða úrskurðar varðandi sölu á öðrum eignum dánarbúsins. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að varnaraðili greiði sóknaraðilja kr. 200.00 í kærumálskostnað. 415 Dómsorð: Fresta ber sölu á fasteigninni nr. 9 við Vegamótastíg með þeim hætti, er að framan greinir, en að öðru leyti skal hinum kærða úrskurði óraskað. Varnaraðili, Skapti Davíðsson, greiði sóknaraðilja, Þórdísi Davíðsdóttur, kr. 200.00 í kærumálskostnað að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður skiptaréttar Reykjavíkur 15. september 1951. Þann 2. október 1950 andaðist hér í bænum Davíð Jóhannesson, til heimilis á Vegamótastíg 9. Erfingjar hans eru börn hans Þórdís Davíðs- dóttir, Vegamótastíg 9 hér í bæ, og Skafti Davíðsson, Útey, Laugardal. Með bréfi, dags. 16. maí síðastliðinn, krafðist Skafti þess, að búið yrði tekið til opinberra skipta, og fór uppskrift á eignum búsins því næst fram 29. sama mánaðar. Aðaleignir búsins reyndust vera húseignin nr. 9 við Vegamótastig hér í bæ svo og nokkrir húsmunir. Við uppskrift þessa var mætt Þórdis Davíðsdóttir, og lýsti hún þar yfir, að hún myndi krefjast endurmats á jörðinni Útey 2 í Laugardal, en þessa eign kvað hún bróður sinn Skafta hafa fengið sem fyrirfram greiðslu upp í arf. Á skiptafundi, sem haldinn var í búi þessu 12. þ. m. krafðist Skafti Davíðsson þess, að eignir búsins, húseignin Vegamótastígur 9 svo og húsmunir, yrði seldir sem fyrst á opinberu uppboði. Þórðis Davíðsdóttir var ekki mætt sjálf á skipta- fundi þessum, en umboðsmaður hennar lagði fram skriflega kröfugerð um það meðal annars, að engar ákvarðanir um sölu á eignum dánarbúsins yrðu teknar, fyrr en að fengnu endurmati á Útey 2. Taldi hann, að Skafti hefði fengið þá eign sem fyrirframgreiðslu upp í arf fyrir miklu lægra verð en sanngjarnt væri að leggja til grundvallar við skipti á búi þessu, enda mætti telja líklegt, að Þórdísi yrði fært að festa sér eignina við Vegamótastíg, annað hvort á uppboði eða á annan hátt, ef hún fengi leið- réttingu mála sinna. Mættur Skafti Davíðsson mótmælti öllum fresti á sölu eigna þessara og taldi ekki ólíklegt, að eignir þessar kynnu að lækka í verði, ef sala drægist. Aðiljar töldu ekki ástæðu til að koma fram með frekari gögn í máli þessu, og færðist Skafti Davíðsson undan því að leita aðstoðar lögfræð- ings, þótt skiptaráðandi benti honum á það, og tók rétturinn því atriðið samstundis undir úrskurð. Eins og fram kemur hér að framan, er bú þetta undir opinberum skiptum, og ber því skiptaráðanda samkvæmt skiptalögunum að annast sölu eigna búsins á þann hátt, er telja má líklegastan til hagsbóta fyrir alla þá, er réttindi eiga í búinu. Þórdís Davíðsdóttir lætur þegar við uppskriftargerð- ina 29. maí síðastliðinn bóka athugasemdir sínar í sambandi við ráðstöfun hins látna á Útey 2, en hins vegar verður ekki séð, að hún hafi neitt 416 frekar aðhafzt í málinu frá þeim tíma. Verður frestbeiðni hennar um sölu eigna búsins því ekki tekin til greina, enda virðist nú hagstæður tími fyrir sölu slíkra eigna, sem hér er um að ræða. Málskostnaðarkrafa hefur engin komið fram í máli þessu. Því úrskurðast: Beiðni Þórdísar Davíðsdóttur um frest á sölu framangreindra eigna verður ekki tekin til greina. Miðvikudaginn 17. október 1951. Nr. 140/1950. Þormóður Eyjólfsson h/f (Einar B. Guðmundsson) gegn Jóni Gíslasyni (Egill Sigurgeirsson). Setudómari hrl. Sveinbjörn Jónsson í stað hrd. Gizurar Bergsteinssonar. Orlofsfé. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi, sem hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 9. nóvember 1950, gerir þær dómkröfur, að hann verði algerlega sýknaður í málinu og að honum verði dæmdur máls- kostnaður fyrir undirrétti og Hæstarétti úr hendi stefnda eftir mati Hæstaréttar. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Áfrýjandi reisir sýknukröfu sýna á þeim rökum, að Los- unar- og lestunardeild Þróttar sé sjálfstæður atvinnurekandi, sem taki utandeildarmenn í vinnu við upp- og útskipun, en gegn andmælum stefnda hefur áfrýjandi ekki fært sönnur á, að svo mikið hafi að þessu kveðið, að deildin geti talizt sjálf- stæður atvinnurekandi. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með skírskotun til raka héraðsdóms ber að staðfesta hann. a Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að áfrýjandi greiði stefnda 700 krónur í málskostnað í Hæstarétti. 417 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Þormóður Eyjólfsson h/f, greiði stefnda, Jóni Gíslasyni, 700 krónur í málskostnað í Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Siglufjarðar 28. okt. 1950. Mál þetta, sem var dómtekið 19. þ. m. hefur Jón Gíslason, Hlíðarvegi 3 hér í bæ, höfðað fyrir bæjarbinginu sama dag með bókun í þingbók gegn Þormóði Eyjólfssyni h/f hér í bænum til greiðslu skuldar, að fjárhæð kr. 101.76, auk málskostnaðar að skaðlausu. Varnaraðili, sem hefur sótt þing óstefndur, hefur krafizt sýknu og máls- kostnaðar. Málavextir eru þessir: Varnaraðili hefur á hendi afgreiðslu skipa Eimskipafélags Íslands h/f hér í bæ. Samkvæmt samningi vinna meðlimir Lestunar- og losunardeildar verkamannafélagsins Þróttar að fram- og uppskipun á farmi þessara skipa. Verk þetta er unnið í ákvæðisvinnu, en þó svo, að kaupið er miðað við dagvinnutaxta samkvæmt útreikningi stjórnar verkamannafélagsins. Í Losunar- og lestunardeildinni eru 24 meðlimir, og er ákvæðisvinnukaup- inu skipt jafnt milli þeirra allra. Á tímabilinu 1. júlí 1948 til 28. febrúar 1949 nam fjárhæð sú, er varnaraðili greiddi fyrir vinnu þessa, kr. 61.056.24, og kom því í hlut sóknaraðilja kr. 2.544.01. Gerir hann í máli bessu kröfu til orlofsfjár, miðað við þessa fjárhæð, eða kr. 101.76. Varnaraðili styður dómkröfur sínar þeim rökum, að sóknaraðili hafi ekki verið í sinni þjónustu á fyrrgreindum tíma. Telur hann sóknaraðilja hafa verið í þjónustu Losunar- og lestunardeildarinnar, er sé hinn raunveru- legi vinnuveitandi hans, og beri deildinni því að greiða orlofsféð. Telur hann deildina sjálfstæðan atvinnurekanda og færir til dæmi frá 15. apríl 1949, er sýni, að hún hafi ágóða af þeirri vinnu, er hún láti verkamennina vinna. Eigi þykir unnt að fallast á þá staðhæfingu varnaraðilja, að fyrrgreind félagsdeild sé sjálfstæður atvinnurekandi, sem hafi ágóða af starfi verka- manna, og hefur fyrrgreint dæmi ekki áhrif á þetta mál, bar eð það kom fyrir á öðrum tíma en hér ræðir um. Af því, sem upp er komið í málinu, þykir rétt að líta svo á, að félagsdeildin hafi það hlutverk að útvega menn til vinnunnar á hverjum tíma og að innheimta kaup þeirra. Samkvæmt þessu verður litið svo á, að sóknaraðili hafi á nefndu tímabili unnið í bágu varnaraðilja, og af 1. mgr. 4. gr. laga um orlof nr. 16 frá 1943 leiðir það, að varnaraðilja verður gert að greiða honum orlofsfé, eins og kraf- izt er í málinu, enda hefur fjárhæð kröfunnar ekki sætt sérstökum anad- mælum. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Bjarni Bjarnason bæjarfógeti kvað upp dóminn. 418 Dómsorð: Varnaraðili, Þormóður Eyjólfsson h/f, greiði sóknaraðilja, Jóni Gíslasyni, kr. 101.76, en málskostnaður falli niður. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. WI Mánudaginn 22. október 1951. Nr. 14/1950. Tryggvi Einarsson (Ragnar Jónsson) gegn Agli Árnasyni f. h. ófjárráða barna hans, Más, Árna og Kristínar (Jón N. Sigurðsson). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Gizurar Bergsteinssonar. Krafa um reikningsskil. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 3. febrúar f. á. Krefst hann algerrar sýknu og máls- kostnaðar bæði í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda eftir mati dómsins. Stefndi gerir þær dómkröfur, að áfrýjanda verði dæmt að láta honum í té að viðlögðum 100 króna dagsektum greinar- gerð um eftirtalin atriði varðandi nýtingu jarðarinnar Mið- dals í Mosfellssveit tímabilið 1. janúar 1945 til 27. júlí 1949: a. Leigur eftir lönd, sem leigð hafa verið til ræktunar og undir sumarbústaði. b. Tekjur af leigðum veiðiréttindum. c. Magn kvarz, sem árlega hafi verið unnið. Loks krefst stefndi þess, að staðfest verði ákvæði héraðs- dóms um málskostnað og að sér verði dæmdur málskostnaður fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda eftir mati dómsins. Umboðsmenn aðilja hafa lagt fyrir Hæstarétt nokkur ný skjöl. Hafa þeir gagnkvæmt samþykkt, að skjölum þessum verði gaumur gefinn við úrlausn málsins. Þá hefur stefndi 419 og samþykkt, að áfrýjandi hefði hér fyrir dómi uppi kröfur og málsástæður. Áfrýjandi hefur staðhæft, að hálflendur jarðarinnar Mið. dals í Mosfellssveit hafi verið aðgreindar með skiptingu jarð- arinnar, áður en stefndi eignaðist hálflendu þá, er hann skyldi njóta arðs af frá 1. janúar 1945. Eftir þann tíma kveðst áfrýj- andi hvorki hafa unnið kvarz á landi stefnda né haft leigur af lendum þar eða tekjur af veiðirétti fyrir því landi. Telur áfrýjandi sér því óskylt að gefa stefnda skýrslu um fyrr- greind atriði. Gegn andmælum stefnda hefur áfrýjanda eigi í máli þessu tekizt að færa sönnur að því, að skipting jarðar- innar hafi verið komin á, er stefndi eignaðist jarðarhluta sinn, og er því ekki unnt að taka þessa sýknuástæðu til greina. Í annan stað hefur áfrýjandi haldið því fram, að hann hafi haft ábúðarrétt á hálflendu stefnda umrætt tíma- bil. Af því leiðir, að stefndi eigi engan rétt til reikningsskila þeirra, sem krafizt er. Stefndi hefur neitað því, að áfrýjandi hafi haft ábúðarrétt þenna, og er það ósannað. Þessi varnar- ástæða stoðar áfrýjanda því ekki. Í flutningi málsins hér fyrir dómi kom það fram, að áfrýj- andi hefur eftir 1, janúar 1945 afhent hinum stefnda fyrir- svarsmanni, Agli Árnasyni, nokkurt magn af kvarzi frá Mið- dal. Á stefndi ekki rétt til greinargerðar um það magn. En eins og á stendur, þykir mega taka kröfu stefnda um reikn- ingsskil af hálfu áfrýjanda að öðru leyti til greina að viðlögð- um 50 króna dagsektum úr hendi áfrýjanda, ef hann hefur eigi gert reikningsskil innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Rétt þykir, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað í hér- aði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 1500.00. Dómsorð: Áfrýjandi, Tryggvi Einarsson, láti innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa að viðlögðum 50 króna dagsektum stefnda, Agli Árnasyni f. h. ófjárráða barna hans, Más Árna og Kristínar, í té greinargerð um leigur eftir lendur til ræktunar og undir sumarbústaði og tekjur af veiði- réttindum í Miðdal í Mosfellssveit tímabilið 1. janúar 420 1945 til 27. júlí 1949 svo og um magn kvarz, er unnið hefur verið í landi jarðarinnar sama tímabil, að undan- skildu því magni, sem hann hefur afhent Agli Árnasyni. Áfrýjandi greiði stefnda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 1500.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Hafnarfjarðar 6. des. 1949. Ár 1949, þriðjudaginn 6. desember, var bæjarþing Hafnarfjarðar sett í réttarsal embættisins og haldið af fulltrúa bæjarfógeta, Kristni Ólafssyni, sem þá kvað upp dóm í ofangreindu máli, sem dómtekið var 15. nóv. s.l. Mál þetta er höfðað fyrir aukadómþingi Gullbringu- og Kjósarsýslu með stefnu, útgefinni 22. sept. 1949, af Agli Árnasyni stórkaupmanni, Reykjavík, f. h. ófjárráða barna hans, Más, Árna og Kristínar, gegn Tryggva Einars- syni bónda í Miðdal í Mosfellssveit, og hefur gert eftirfarandi stefnukröfur: L A. Að stefndi, Tryggvi Einarsson, verði með dómi og að viðlögðum 100 króna dagsektum skyldaður til að gera stefnanda nákvæma grein fyrir arði jarðarinnar Miðdals í Mosfellssveit frá 1. jan. 1945 til 27. júlí 1949. B. Að sú skilagrein verði nákvæm og sundurliðuð þannig: a. Leigur eftir lönd, sem leigð eru til ræktunar og undir sumar- bústaði. b. Tekjur af leigðum veiðiréttindum. c. Tekjur af kvarznámi (kvarzmagn unnið, brúttó-verð og nettó- verð). d. Tekjur af öðrum landsnytjum. Il: Að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu eftir reikningi eða mati réttarins. Við þingfestingu málsins Í aukadómþingi að Brúarlandi í Mosfellsveit 12. okt. s.l. mætti stefndi Tryggvi Einarsson, og fékk frest í málinu til 15. nóv. s.1. Jafnframt varð að samkomulagi að flytja málið í bæjarþingi Hafnarfjarðar, og skyldi það rekið og dæmt þar. Er málið kom í rétt í bæjarbingi Hafnarfjarðar 15. nóv. s.l., mætti stefndi ekki og enginn af hans hálfu og skilaði engri greinargerð. Ber því samkvæmt 118. gr. laga nr. 85 frá 1936 að dæma málið eftir framlögðum skjölum og málsframsetningu stefnandans. Málavextir eru þessir: Með afsali, dags. 18. janúar 1945, keypti stefnandinn vegna fyrrgreindra barna sinna hálflendu jarðarinnar Miðdals (nyrðri jarðarhlutann) af stefnda, Tryggva Einarssyni, og voru kaupin miðuð við 1. jan. 1945. Ágrein- ingur varð um merki milli hálflendnanna, en með samningi, dags. 27. júlí 1949, varð samkomulag um merki. Telur því stefnandinn, að jörðin hafi 421 verið í óskiptri sameign stefnanda og stefnda þenna tíma og hvor um sig skyldi hafa hálfan arð, en greiða af sinni hálfu skatta og skyldur. Stefndi hefur setið sinn hluta jarðarinnar, en stefnandi ekki, sem hann segir, að hafi verið bæði vegna ágreinings um merkin, eins og áður segir, að auk þess hefði afsal hreppsins á forkaupsrétti fyrst borizt stefnanda með bréfi, dags. 2. ágúst 1948. Þá segir stefnandinn, að stefndi hafi hirt arð allrar jarðarinnar allan Þenna tíma, en einnig greitt af henni skatta og skyldur. Telur stefnandinn sig eiga hálfan arð allrar jarðarinnar frá 1. jan. 1945 til 27. júlí 1949, að skipti tókust. Með bréfi, dags. 9. ágúst 1949, kveðst stefnandinn hafa krafið stefnda um nákvæma og sundurliðaða skilagrein fyrir þessum arði, og krafizt svars eigi síðar en 10 dögum eftir móttöku bréfsins, sem birt var af stefnuvottum fyrir stefnda sjálfum 20. ágúst s.l. Segist stefnandinn ekkert svar hafa fengið frá stefnda og telji sér því nauðsyn að höfða mál þetta, því ómögulegt sé fyrir stefnanda að upplýsa um arð jarðarinnar, nema að krefja stefnda sagna um það. Í málinu eru lögð fram fullnægjandi gögn fyrir því, að ófjárráða börn stefnandans, Már og Árni Egilssynir og Kristín Egilsdóttir, eru lögform- legir eigendur að hálflendunni Miðdal (nyrðri jarðarhlutanum) tímabilið 1. janúar 1945 til 27. júlí 1949, eða þann tíma, sem hér ræðir um, og jörðin þá verið í óskiptri sameign, en setin af stefnda. Verður því að fallast á, að stefnandinn hafi löglegan rétt til að krefja stefnda að gera nákvæma grein fyrir arði jarðarinnar og öðrum þeim upplýsingum, sem hér er rakið í upphafi undir I A og B a-d. Samkvæmt þessu ber að taka kröfu stefnandans til greina að öllu leyti, einnig málskostnaðarkröfu hans, er þykir hæfilega metin á kr. 600.00. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Tryggvi Einarsson, skal innan fjögra vikna frá lögbirt- ingu dóms þessa að viðlögðum 100 króna dagsektum gera stefnand- anum, Agli Árnasyni f. h. ófjárráða barna hans, nákvæma sundur- liðaða skilagrein fyrir arði jarðarinnar Miðdals í Mosfellssveit frá 1. janúar 1945 til 27. júlí 1949. Þá greiði stefndi stefnandanum í málskostnað 600 krónur innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 422 Föstudaginn 26. október 1951. Kærumálið nr. 26/1951. Skapti Davíðsson gegn Þórdísi Davíðsdóttur. Setuðómarar próf. Ólafur Lárusson og próf. Ármann Snævarr í stað hrá. Gizurar Bergsteinssonar og hrá. Jóns Ásbjörnssonar. Dómkvaðning matsmanna metin gild. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 5. þ. m., er hingað barst 10. þ. m., hefur sóknar- aðili samkvæmt 143. gr. laga nr. 85/1936 kært dómkvaðningu matsmanna, sem fram fór á aukadómþingi Árnessýslu hinn 28. september þ. á. samkvæmt beiðni stefndu. Krefst sóknar- aðili þess aðallega, að hin kærða dómkvaðning verði ómerkt, en til vara, að dómkvaðningin verði felld úr gildi. Þá hefur sóknaraðili áskilið sér rétt til skuldajafnaðar á kostnaði sín- um af deilum út af jörð sinni Útey Il við kröfur varnaraðilja um lækkun á arfahluta sóknaraðilja. Loks krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðilja eftir mati Hæsta- réttar. Varnaraðili krefst þess, að hin kærða dómsathöfn verði staðfest og að henni verði dæmdur kærumálskostnaður úr hendi sóknaraðilja eftir mati dómsins. Samkvæmt gögnum þeim, sem Hæstarétti hafa borizt, er tilefni hinnar kærðu dómkvaðningar sem hér segir: Hinn 28. júní 1949 fékk sóknaraðili sem fyrirframgreiðslu upp í arf frá föður sínum, Davíð Jóhannessyni, 1%, hluta af jörðinni Útey Il í Laugardal í Árnessýslu. Davíð Jóhannesson and- aðist hinn 2. október 1950, en einkaerfingjar hans eru syst- kinin Skapti og Þórdís, aðiljar kærumáls þessa. Við skipti á dánarbúi Davíðs Jóhannessonar, sem nú standa yfir í skipta- rétti Reykjavíkur, hefur orðið ágreiningur milli nefndra erf- ingja um það, hvert verð á áðurgreindum 1344 hlutum Úteyjar 423 TI skuli lagt til grundvallar við skiptin. Telur sóknaraðili sig eiga rétt til, að verð jarðarhlutans verði talið kr. 7140,00, eins og skráð hafi verið í erfðafjárskýrslu, er faðir hans afhenti honum eignina, en varnaraðili gerir kröfur til þess, að lagt verði til grundvallar gangverð eignarinnar, miðað við þann dag, er sóknaraðili fékk afsal fyrir henni samkvæmt veðmála- bókum. Hefur varnaraðili í bréfi til héraðsdómarans í Árnes- sýslu hinn 25. september þ. á. beðið um dómkvaðningu mats- manna til þess að meta 1% hluta Úteyjar II samkvæmt fram- ansögðu. Aðalkröfu sína um ómerkingu dómkvaðningarinnar reisir sóknaraðili á því, að honum hafi ekki verið gert viðvart, áður en dómkvaðning fór fram, sbr. 3. mgr. 139. gr. laga nr. 85/ 1936. Að vísu hefði verið réttara, að matsdómari hefði gert aðiljum viðvart, áður en dómkvaðning fór fram, en þar sem sóknaraðili hefur ekki sýnt fram á, að dómkvaðningunni sé áfátt, og varnaraðili átti, eins og á stóð, rétt til þess að fá matsmenn nefnda, þá verður hvorki tekin til greina krafa sóknaraðilja um ómerkingu né varakrafa hans um, að dóm- kvaðningin verði felld úr gildi. Eftir atvikum þykir rétt, að kærumálskostnaður falli niður. Dómsorð: Hin kærða dómsathöfn á að vera óröskuð. Kærumálskostnaður fellur niður. Dómkvaðning aukadómþings Árnessýslu 28. sept. 1951. Ár 1951, föstudaginn 28. sept. kl. 5 e. h, var aukadómþing Árnessýslu sett í skrifstofu embættisins á Selfossi og haldið af hinum reglulega dóm- ara, Páli Hallgrímssyni, með undirrituðum vottum. Fyrir var tekið: Málið nr. 13/1951, Dómkvaðning tveggja manna til þess að meta jörðina Útey II. Voru því næst kvaddir til þess að framkvæma hina umbeðnu matsgerð sem sérstaklega þar til hæfir og óvilhallir þeir Kristinn Vigfússon húsa- smíðameistari, Selfossi, og Stefán Diðriksson oddviti, Minniborg. Skulu þeir inna starf þetta af höndum eftir beztu vitund og samvizku og þannig, að 42A þeir geti unnið eið að, ef krafizt verður. Matsgerðin skal vera skrifleg. Matsbeiðanda og Skapta Davíðssyni skal tilkynnt með hæfilegum fyrir- vara, hvar og hvenær matið eigi að fara fram. Mánudaginn 29. október 1951. Nr.14/1948. — Guðmundur Eggerz (Gústaf A. Sveinsson) gegn Bæjarstjórn Akureyrar Í. h. Akureyrarkaupstaðar (Sveinbjörn Jónsson). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrd. Gizurar Bergsteins- sonar. Skilyrði eignarhefðar ekki fyrir hendi. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með áfrýjun- arstefnu á hendur stefnda, dags. 9. febr. 1948. Síðan áfrýjaði hann málinu, að fengnu áfrýjunarleyfi, dags. 9. des. 1948, með framhaldsáfrýjunarstefnu, dags. 22. des. 1948, og var sú stefna birt stefnda 29. s. m. og auk þess birt í Lögbirt- ingablaðinu 31. desember 1948. Fyrir Hæstarétti hefur áfrýjandi gert þær dómkröfur, að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og breytt á þá lund, að sér yrði dæmdur eignarréttur að hinum umstefnda tún- bletti við Melstað milli Glerárbakkatúns og Árgerðistúns, svo og að stefndi verði dæmdur til að greiða honum allan kostnað sakarinnar fyrir bæjarþinginu og Hæstarétti. Stefndi hefur krafizt staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Stefán Guðjónsson, er var eigandi Melstaðar frá 1920 til 1928, hefur vottað það og staðfest það vottorð sitt með eiði, að Árni Stefánsson, er var eigandi Melstaðar næstur á und- an honum, á árunum 1915—1920, hafi skýrt sér frá því, er hann keypti býlið af honum, að báðir túnblettirnir væru 425 erfðafestulönd og að við það hafi sala býlisins verið miðuð, er hann síðar seldi það sjálfur, enda kveður hann, að sér hafi aldrei hugkvæmzt annað en að landið væri erfðafestuland. Halldór Snæhólm, sem keypti Melstað af Stefáni og var eig- andi býlisins á árunum 1928 til 1938, lýsti því í bréfi til bæjarstjórnar Akureyrar, dags. 12. júní 1933, að blettirnir báðir væru erfðafestulönd, og í kaupsamningi hans við áfrýj- anda, dags. 22. sept. 1938, tók hann það fram, að landið, er býlinu fylgdi, væri erfðafestuland. Þessir þrír eigendur Mel- staðar hafa því litið svo á, að réttur þeirra til túnblettsins væri aðeins erfðafesturéttur, og getur áfrýjandi eigi byggt víðtækari rétt sér til handa á umráðum þeirra yfir eigninni. Verður því að staðfesta niðurstöðu hins áfrýjaða dóms. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 800.00. Dómsorð: Hinum áfrýjaða dómi skal óraskað. Áfrýjandi, Guðmundur Eggerz, greiði stefnda, Bæjar- stjórn Akureyrar f. h, Akureyrarkaupstaðar, kr. 800.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Akureyrar 30. nóv. 1947. Mál þetta, sem dómtekið var 30. okt. s.l., er höfðað fyrir aukadómþingi Eyjafjarðarsýslu af Guðmundi Eggerz fulltrúa, Melstað í Glerárþorpi, með opinberri stefnu, útgefinni 20. júní 1947, gegn hverjum þeim, er gera kynni tilkall til túns við Melstað. Í fyrsta þinghaldi mætti Friðrik Magnússon hdl. og mótmælti f. h. Akureyrarbæjar eignardómskröfu stefnanda. Í sama þinghaldi, 10. sept. s.l, vék hinn reglulegi dómari, Friðjón Skarphéðinsson, sæti í málinu með úrskurði. Með bréfi Dómsmálaráðuneytisins 24. sept. s.l. var svo Magnús Jónsson hdl. skipaður til að fara með málið og dæma það. Í þinghaldi 10. sept. varð það að samkomulagi með málsaðiljum, að málið skyldi rekið fyrir bæjarþingi Akureyrar. Stefnandi gerir þá kröfu, að sér verði dæmdur eignarréttur að túnbletti í nánd við býlið Melstað í Glerárþorpi, þar eð hann og fyrirrennarar hans hafi síðan 1914 og lengur haft eignarhald, er til hefðar megi leiða á nefnd- um túnbletti. Umboðsmaður Akureyrarkaupstaðar krefst þess hins vegar, að eignar- 426 dómskrafa stefnanda verði ekki tekin til greina og stefnandi verði dæmd- ur til að greiða bænum málskostnað samkvæmt mati dómara. Stefnandi hefur lagt fram í réttinum afsöl og kaupsamninga um býlið Melstað, allt aftur til ársins 1914. Í afsölum þessum er hvergi sérstaklega vikið að umræddum túnbletti fyrr en í kaupsamningi stefnanda, dags. 22. sept. 1938. Staðhæfingu stefnanda um það, að umrætt tún hafi verið nýtt af eigendum Melstaðar síðan 1914 að minnsta kosti, hefur ekki verið mót- mælt, né heldur því, að blettur þessi hafi verið ræktaður af ábúendum Melstaðar. Býlið Melstaður er reist á erfðafestulandi úr landareign jarðar- innar Bandagerðis, og umþráttað tún er einnig ræktað úr landi þeirrar jarðar. Kröfu sína um fullnaða eignarhefð byggir stefnandi á erfðafestu- samningi Stephans Stephensens, eiganda '% Bandagerðis, við Árna Stefáns- son á Melstað, dags. 1. marz 1916. Sé þar tiltekið, að stærð erfðafestulands- ins sé ein dagslátta, og bendir stefnandi á, að þetta sé einmitt stærð heimatúnsins við Melstað. Því sé hinn umbþráttaði túnblettur alls ekki erfðafestuland og þess vegna skilyrði til að vinna hefð á honum, enda sér- stakt eftirgjald aldrei heimtað eftir hann. Það verður að teljast sannað, að eigendur Melstaðar hafi haft umrædd- an túnblett það lengi til umráða, að eignarhefð væri af þeim sökum fulln- uð, ef öðrum hefðarskilyrðum væri fullnægt. Kemur þar einkum tvennt til athugunar: 1) Hvort túnblettur þessi hafi upphaflega verið leigður sem erfðafestuland, og 2) Ef svo er ekki, hvort þá geti aðrar ástæður komið til greina, er útiloka eignarhefð. Ad 1. Umboðsmaður Akureyrar, sem er eigandi Bandagerðis, staðhæfir, að umrætt tún sé erfðafestuland. Akureyrarbær keypti árið 1910 hálfa jörðina Bandagerði og 1920 hinn helminginn, sem land Melstaðar tilheyr- ir. Bærinn hefur ekki gert neinn sjálfstæðan erfðafestusamning við eig- endur Melstaðar, og verður því réttarsamband þeirra að byggjast á eldri samningum og þá fyrst og fremst á áðurnefndu erfðafestubréfi, dags. 1. marz 1916. Erfðafestubréf þetta ber það með sér, að það felur í sér staðfestingu á þegar tilorðnu ástandi, enda skýrir vitnið Helgi Steinarr svo frá, að sig minni, að býlið hafi verið reist 1904. Þá er það ljóst af framlögðum afsals- bréfum á rskj. 3, að eigendur býlisins Melstaðar hafa haft framseljanleg lóðarréttindi, og það erfðafesturéttindi, sbr. afsal til Árna Stefánssonar, áður en umrætt erfðafestubréf var gert. Það er einnig upplýst af stefn- anda, að eigendur Melstaðar voru teknir að hagnýta umdeildan túnblett og rækta hann þegar árið 1914. Vitnið Helgi Steinarr hefur skýrt svo frá, að er það sem unglingur átti heima á Glerárbakka, hafi það heyrt, að vestara túnið ætti að tilheyra Melstað, og hafi merkjahælar verið reknir niður á hornum þess, þar sem girðingin er nú. Þá skýrir sama vitni svo frá, að útmæling þessi hafi verið gerð af Friðrik Kristjánssyni, sem þá var eigandi að % Bandagerði á móti Stephensen. Þessum framburði hefur ekki verið sérstaklega mótmælt. Sé þetta rétt, hlýtur mæling þessi að hafa verið gerð fyrir 1910, en þá eignaðist Akureyrarbær jarðarhluta Friðriks Kristjánssonar. Í erfðafestubréfi Stephensens, rskj. 3, er ekki getið um, að 427 land býlisins sé í tvennu lagi, og þar aðeins talað um stærðina, 1 dagsláttu, en bæði túnin eru nú samtals 0,76 ha. Þar sem sannað er, að bæði túnin hafa verið tekin til notkunar af eigendum Melstaðar, áður en bréf þetta var gert, virðist næsta einkennilegt, ef eigandi landsins hefur alveg gengið framhjá öðru túninu í býlinu, enda er vafasamt, að hægt sé að skilja brét- ið þannig örugglega. Þar er talað um „lóð undir hús ...... ásamt lóð til ræktunar, sem þegar er afmörkuð og er að stærð ein dagslátta“. Síðar í bréfinu er talað um skyldu til að koma upp gripheldri girðingu og einnig viðhald uppkominna girðinga. Hvort tveggja gæti þetta bent til þess, að landið væri í tvennu lagi, og hin tiltekna landstærð gæti þá eins átt við hið umdeilda tún, því að ekki er ósennilegt, að eitthvað hafi þá verið rækt- að heima við húsið, ef það er reist 1904. Þá gæti ónákvæmni í stærðar- ákvörðun einnig stafað af því, að Stephensen mældi ekki landið sjálfur, enda er slík ónákvæmni mjög algeng. Erfðafestubréfið verður því ekki talið sönnun gegn þeim öðrum gögnum og vitnisburðum, er ótvírætt benda í þá átt, að bæði túnin hafi frá upphafi verið erfðafestuland. Stefán Guð- jónsson, sem 17. jan. 1920 keypti Melstað af Árna Stefánssyni, hefur í eið- festum framburði fyrir réttinum skýrt svo frá, að Árni hafi tjáð sér, að land býlisins væri erfðafestuland samkvæmt erfðafestubréfi og landið væri í tvennu lagi. Í engum síðari kaupsamningi er heldur að því vikið, að ekki sé allt land býlisins erfðafestuland, og í kaupsamningi stefnanda og Hall- dórs Snæhólms er „landið, er fylgir býlinu“, talið erfðafestuland, „sbr. erfðafestubréf við Akureyrarkaupstað“, en þar hlýtur að vera átt við margnefnt erfðafestubréf frá 1916. Áður í sama kaupsamningi er sagt, að býlinu fylgi tveir túnblettir. Þá virðist það fullsannað með framlögðum bréfum og vitnaleiðslum, að allir eigendur Melstaðar frá 1914 og til stefn- anda hafi talið allt land býlisins eríðafestuland, og í bréfi til bæjarstjórn- ar, dags. 12. júní 1933, frá þáverandi eiganda Melstaðar, er talað um, að erfðafestuland býlisins sé í tvennu lagi. Þá hefur verið lögð fram í réttin- um útskrift úr fasteignamati, og er land býlisins þar talið leigulóð. Þótt það út af fyrir sig útiloki ekki hefðarhald, að haldsmaður eignar sé sér ekki meðvitandi um hefðarréttinn, verður að telja, að fram lögð gögn og vitnisburðir, svo sem hér er frá greint, bendi svo ótvírætt í þá átt, að hið umbþráttaða tún hafi þegar í upphafi átt að vera hluti af erfðafestu- landi Melstaðar, að skilyrði til eignarhefðar á því séu ekki fyrir hendi. Ad. 2. Þar sem sannað er, að býlið Melstaður er reist á erfðafestulandi, verður með hliðsjón af þeim grundvallaratriðum, sem hefðarreglurnar byggjast á, að teljast fráleitt, að erfðafestuhafinn geti unnið meiri rétt en afnotahefð á landi sömu jarðar, er hann kynni að hagnýta átölulaust, enda í þessu tilfelli ekki útilokuð eðlileg umráð aðaleiganda landsins, þar eð það var einmitt hagnýtt til leigusölu sem erfðafestuland. Þegar af þessari ástæðu yrði því eignarhefð á umdeildu túni útilokuð, þótt það yrði ekki talið hafa verið leigt í upphafi sem erfðafestuland. Gæti þá afnota- hefð að vísu komið til greina, en dóms hefur ekki verið krafizt um það at- riði, enda afnotaréttur stefnanda að umdeildu túni ekki véfengdur. 428 Með hliðsjón af öllum þessum atriðum verður að synja eignardómkröfu stefnanda. Eftir atvikum þykir sanngjarnt, að málskostnaður falli niður. Því dæmist rétt vera: Eignardómskrafa stefnanda, Guðmundar Eggerz fulltrúa, Melstað í Glerárborpi, verður ekki tekin til greina. Málskostnaður fellur niður. Mánudaginn 29. október 1951. Nr. 62/1951. Ákæruvaldið (Magnús Thorlacius) gegn Axel Konráðssyni (Sigurgeir Sigurjónsson). Setudómari hrl. Sveinbjörn Jónsson í stað hrá. Jóns Ásbjörnssonar. Brot gegn 219. gr. hegningarlaga svo og gegn bifreiðalögum, umferðarlögum og lögreglusamþykkt Reykjavíkur. Dómur Hæstaréttar. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að stað- festa hann að öðru en því, að rétt þykir að svipta ákærða ökuleyfi ævilangt. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og Verjanda fyrir Hæstarétti, kr. 800.00 til hvors. Dómsorð: Ákærði, Axel Konráðsson, sæti varðhaldi 30 daga. Hann er sviptur ökuleyfi ævilangt. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, þar á meðal laun sækjanda og verj- anda í Hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Magnúsar 429 Thorlacius og Sigurgeirs Sigurjónssonar, kr. 800.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 18. jan. 1951. Ár 1951, fimmtudaginn 18. janúar, var í aukarétti Reykjavíkur, sem hald- inn var í skrifstofu réttarins af Valdimar Stefánssyni sakadómara, kveð- inn upp dómur í málinu nr. 145/1951: Ákæruvaldið gegn Axel Konráðssyni, sem tekið var til dóms sama dag. Mál þetta er höfðað gegn Axel Konráðssyni verzlunarmanni, Brávalla- götu 22 hér í bæ, fyrir brot gegn 23. kafla hegningarlaga nr. 19 12. febrúar 1940, bifreiðalögum nr. 23 16. júní 1941, umferðarlögum nr. 24 16. júní 1941 og lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík nr. 2 7. janúar 1930. Ákærði, sem fæddur er 21. júlí 1921, hefur áður sætt þessum kærum og refsingum: Í Reykjavík: 1943 25/6 Sátt, 50 kr. sekt fyrir ökuhraða. 1947 10/6 Sátt, 40 kr. sekt fyrir óleyfilegt bifreiðastæði. 1950 5/1 Dómur: 10 daga varðhald, ökuleyfissvipting í 6 mánuði fyrir ölvun við bifreiðarakstur. —- 17/8 Í Skagafjarðarsýslu: Sátt, 20 kr. sekt fyrir bifreiðalagabrot. Sunnudaginn 15. okt. f. á, um kl. 21, varð umferðarslys á mótum Skot- húsvegar og Tjarnargötu hér í bæ. Varð það með þeim hætti, að bifreiðin R. 2657, sem er 6 manna fólksbifreið, kom austan Skothúsveg, en er hún kom á umrædd gatnamót, var jeppabifreiðinni R. 4276, er ákærði stýrði, ekið suður Tjarnargötu inn á gatnamótin, og rakst hún á hægri hlið R. 2657. Varð áreksturinn harður, og kastaðist R. 2657 til og snérist á veg- inum og dalaðist mjög, og rifnaði hægri hliðin. Litlar skemmdir urðu á R. 4976. Stjórnandi R. 2657, Pétur Jóhannesson, kveðst hafa ekið gætilega inn á umrædd gatnamót og vitað svo ekki fyrr til en R. 4276 hafi komið á mikl- um hraða frá hægri, og hafi henni verið ekið á R. 2657, án þess að nokkuð væri dregið úr hraðanum. Í bifreiðinni R. 2657 voru 4 farþegar, Aage Molander verkamaður, Þórður Unnar Þorfinnsson netjagerðarmaður, Sig- urður Jóhann Ágústsson verkamaður og Jóhann Jakobsson verkamaður, og ber þeim öllum saman um, að R. 2657 hafi verið ekið á eðlilegum hraða, en enginn þeirra kveðst hafa tekið eftir R. 4276 fyrr en rétt í því, er árekst- urinn varð, er Pétur hafi kallað til þeirra og beðið þá að gæta sín. Vitnið Gunnar Egilsson umsjónarmaður var að aka í bifreið austur Skothúsveg að umræddum gatnamótum, er slysið varð. Sá hann R. 2657 koma á móti sér og kveður ekkert hafa verið við það að athuga, hvernig henni var ekið, og hafi hún verið á réttum vegarhelmingi, en R. 4276 hafi þá komið norðan Tjarnargötu á mjög áberandi miklum hraða og verið ekið á R. 2657. Ákærði hefur ekki mótmælt sök sinni á slysi þessu. Kveðst hann hafa 430 ekið greitt suður Tjarnargötu og sjálfsagt yfir lögleyfðan hámarkshraða, en þó ekki sérstaklega ógætilega. Er hann hafi komið að gatnamótunum, hafi hann enga umferð séð og ætlað að halda áfram, en séð R. 2657, er hann var í þann veginn að rekast á hana, og hafa þá hemlað. Í bifreið ákærða voru 2 farþegar, Leif Einar Bjarni Jóhannesson veit- ingaþjónn, 28 ára, og Þorgils Steinþórsson sölumaður. Sat hinn fyrrnefndi í framsæti, og slasaðist hann við áreksturinn, svo sem síðar verður greint frá. Framburðir beggja þessara manna um slysið eru í samræmi við önnur gögn málsins. Hvorugur þeirra kveðst geta sagt neitt ákveðið um hrað- ann, en áreksturinn hafi orðið mjög harður. Eftir áreksturinn hvarf ákærði af staðnum, meðan beðið var lögregl- unnar. Gerði hann engar ráðstafanir í sambandi við slys það, er orðið hafði, heldur fór rakleitt á dansleik í Sjálfstæðishúsinu. Pétur Jóhannes- son telur ákærða hafa verið undir áhrifum áfengis, þar eð hann hafi verið slappur í andliti og augun starandi. Ekki fann Pétur vínlykt af honum. Þá ber Aage Molander, að ákærði hafi verið sljór til augnanna og borið merki þess að vera undir áfengisáhrifum. Hinir farþegarnir í R. 2657 telja sig hins vegar ekki hafa orðið vara ölvunarmerkja á ákærða. Ákærði kannast ekki við, að hann hafi verið undir áhrifum áfengis né miður sín að neinu leyti. Hann kveðst hafa verið á dansleik kvöldið áður og neytt nokkurs áfengis þá nótt, en þó ekki mikils. Eftir dansleikinn fór hann heim til Leifs og svaf þar, en fór snemma á fætur. Umræðdan dag kvaðst hann ekki hafa bragðað áfengi, og hafi hann verið lengst af á golf- vellinum að leika golf. Þar hittust þeir Þorgils síðdegis, og fóru þeir saman heim til Leifs og borðuðu þar, en fóru að því búnu og tóku bifreið ákærða, sem staðið hafði við Hótel Borg, og óku henni sem leið lá að Tjarnargötu og suður hana, unz áreksturinn varð. Þeir Þorgils og Leif Einar Bjarni bera það, að þeir hafi ekki vitað til þess, að ákærði neytti neins áfengis umræðdan dag, en Þorgils kveður ákærða hafa verið syfju- legan, og Leif segir, að hann hafi sýnilega verið þreyttur og syfjaður. Ákærði kveðst hafa fengið hálfgerðan „scock“ við áreksturinn, en að öðru leyti hefur hann enga skýringu getað gefið á því, hvers vegna hann laumaðist brott af slysstaðnum. Hann telur, að sér hafi þá ekki verið kunnugt um, að neinn hefði slasazt. Jóel Sigurðsson lögregluþjónn, sem var dyravörður á dansleiknum, sem ákærði fór á, hefur borið sem vitni, að hann hafi hleypt ákærða inn á dansleikinn um kl. 21.00, og kveðst hann ekki hafa tekið eftir neinum ölvunarmerkjum á ákærða. Enginn af þeim, sem voru á R. 2657, slösuðust, svo orð sé á gerandi, og heldur eigi ákærði né Þorgils. Hins vegar slasaðist Leif Einar Bjarni Jó- hannesson, svo sem áður er drepið á. Segir svo í vottorði Hauks Kristjáns- sonar læknis, dagsettu 6. þ. m.: „Þ. 17/10 var komið með Leif Jóhannesson, Austurstræti 3, á Röntgen- deild Landsspítalans í myndatöku. V. hné var mikið bólgið, og röntgen- skoðun sýndi, að hnéskelin var þverbrotin og mikið bil milli brotanna. Sjúklingurinn var lagður inn á Sjúkrahús Hvítabandsins til óperationar, 431 en þar eð hann hafði háan hita, var ekki hægt að operera hann fyrr en ca. 10 dögum síðar. Var þá skorið inn á hnéskelina og hún saumuð saman og fóturinn settur í gibsumbúðir. Sjúklingurinn var útskrifaður af spítalanum þann 24/11 1950 og var bá með gibsumbúðir, en á fótum. Þann 14/12 voru gibsumbúðirnar teknar af fætinum, og röntgenmynd sýndi þá, að hnéskelin var farin að gróa saman, en mikil úrkölkun var í neðri hluta hennar. Nú er sjúklingurinn hjá Ragnari Sigurðssyni í nuddi, og er mér ekki kunnugt um núverandi ástand hans.“ Er Leif kom fyrir dóm 4. þ. m., kvaðst hann hafa gengið við staf fram til þess tíma og vera enn haltur, en vonir stæðu til, að hann fengi fullan bata. á Sannað er í máli þessu, að orsök umrædds slyss var gáleysi ákærða. Gætti hann þess eigi að bíða við umrædd gatnamót og hleypa fram hjá umferð, sem kom frá vinstri, og hefur hann með því gerzt brotlegur við 7. sbr. 14. gr. umferðarlaga nr. 24 16. júní 1941 og 1. mgr. 31. gr., sbr. 96. gr. lögreglusamþykktar fyrir Reykjavík nr. 2 7. janúar 1930. Sannað er með játningu ákærða, framburðum vitna og ummerkjum á árekstrar- staðnum, að ákærði hefur ekið á ólöglega miklum hraða, og varðar það atferli hans við 26. gr., sbr. 38. gr. bifreiðalaga nr. 23 16. júní 1941, 46. gr., sbr. 96. gr. gr. lögreglusamþykktarinnar og 3. mgr. 4. gr, sbr. 14. gr. umferðarlaga. Ákærði kveðst ekki hafa séð til ferða R. 2657 fyrr en um leið og árekst- urinn varð, og hefur athygli hans því ekki verið vakandi sem skyldi, og hefur hann þannig gerzt brotlegur við 1. mgr. 27. gr. bifreiðalaga og 2., sbr. 14. gr. umferðarlaga. Þá þykir sannað með framburðum vitna og því, sem fram er komið um feril ákærða undanfarandi sólarhring, og með hliðsjón af akstri hans, að hann hafi verið haldinn slíkri þreytu eða sljó- leika, að hann hafi ekki getað stýrt bifreið á tryggilegan hátt. Hefur hann því brotið 3. mgr. 23. gr., sbr. 38. gr. bifreiðalaga. Þá hefur ákærði með því að hverfa af slysstað, án þess að gera nokkrar þær ráðstafanir, er slysið gaf tilefni til, brotið 29. gr., sbr. 38. gr. bifreiðalaga, 2. mgr. 9. gr., sbr. 14. gr. umferðarlaga og 37. gr., sbr. 96. gr. lögreglusamþykktar- innar. Þar sem gáleysi ákærða orsakaði stórfellda líkamsáverka, hefur hann loks gerzt brotlegur við 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19 12. febrúar 1940. Refsing ákærða þykir með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga hæfilega ákveðin varðhald 30 daga. Með tilvísun til 39. gr. bifreiðalaga þykir eftir atvikum rétt að svipta ákærða ökuleyfi bifreiðarstjóra 3 ár frá birtingu dóms þessa. Ákærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar. Rekstur máls þessa hefur verið vítalaus. Dómsorð: Ákærði, Axel Konráðsson, sæti varðhaldi 30 daga. 432 Ákærði er sviptur ökuleyfi bifreiðarstjóra 3 ár frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Miðvikudaginn 31. október 1951. Nr. 94/1951. Matstofa Austurbæjar (Theódór B. Lindal) gegn Tollstjóranum í Reykjavík f. h. ríkissjóðs (Hermann Jónsson). Setudómari próf. Ólafur Jóhannesson í stað hrá. Jóns Ásbjörnssonar. Um söluskatt. Dómur Hæstaréttar. Fulltrúi borgarfógeta, Benedikt S. Bjarklind, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Áfrýjandi, sem skotið hefur málinu til Hæstaréttar með stefnu 23. júlí þ. á., krefst þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði úr gildi felldur og synjað verði um lögtak það, sem krafizt er. Þá krefst hann og málskostnaðar úr hendi stefnda í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar úr hendi áfrýjanda fyrir Hæstarétti sam- kvæmt mati Hæstaréttar. Samkvæmt rökum þeim, er greinir í úrskurði fógeta, ber að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað í Hæstarétti BUULILUG ALLIR VAL vi, inn kr. 1200.00. er telst hæfilega ákveð- Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Matstofa Austurbæjar, greiði stefnda, toll- 433 stjóranum í Reykjavík f. h. ríkissjóðs, kr. 1200.00 í máls- kostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Ð Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 31. maí 1951. Í máli þessu, sem tekið var til úrskurðar hinn 26. þ. m., hefur gerðar- beiðandi, tollstjórinn í Reykjavík, krafizt þess, að lögtak verði gert hjá gerðarþola, Matstofu Austurbæjar, fyrir ógreiddum álögðum söluskatti fyrir þriðja ársfjórðung 1949, að upphæð kr. 9483.07 að eftirstöðvum, auk dráttarvaxta frá gjalddaga til greiðsludags, svo og lögtakskostnaði og kostnaði við eftirfarandi uppboð, ef til kemur, en gerðarþoli hafði áður tilkynnt, að hann myndi ekki greiða skatteftirstöðvar Þessar, án þess að úrskurður dómstóla lægi fyrir um réttmæti skattálagningarinnar. Umboðsmaður gerðarbeiðanda hefur gert þær réttarkröfur, að hið um: beðna lögtak verði leyft og að umbjóðanda sínum verði úrskurðaður máls- kostnaður að mati réttarins og að höfð verði við það mat hliðsjón af því, að hér sé um prófmál að ræða, sem fjölmenn félagssamtök standi að. Umboðsmaður gerðarþola hefur hins vegar gert þær réttarkröfur, að neitað verði um framgang hins umbeðna lögtaks og að umbjóðanda sínum verði úrskurðaður málskostnaður eftir mati réttarins og með tilliti til þess, að um prófmál sé að ræða. Við flutning málsins hefur verið deilt um þrjú meginatriði, sem gerðar- boli hefur borið fyrir sig sem varnarástæður: 1) Að veitingasala sé „smá- sala“ og eigi því að skattleggjast með 2%, sbr. a-lið 22. gr. laga nr. 100/1948, en ekki með 3%, eins og gert hafi verið. 2) Að söluskatt eigi ekki að reikna af veitingaskatti og heldur ekki af sjálfum sér. 3) Að sala gerðar- þola á mjólk og mjólkurafurðum, garðávöxtum, kjöti, fiski og eggjum eigi að vera undanþegin söluskatti samkvæmt A-lið 23. gr. laga nr. 100/ 1948. Skulu nú raktar hér á eftir rökfærslur málflytjenda, hvors um sig, varðandi þessi þrjú atriði. Um 1: Umboðsmaður gerðarbeiðanda heldur því fram, að Þegar skýra skuli hugtakið „smásala“ í skilningi 22. gr. laga nr. 100/1948, verði að hafa það í huga, að hugtakið hafi tiltekna merkingu annars staðar í löggjöf- inni og að sú merking falli saman við notkun orðsins í viðskiptalífinu. Þetta hafi höfundum dýrtíðarlaganna verið ljóst og þeim því þótt ástæðu- laust að skýra svo alkunnugt hugtak í dýrtíðarlögunum, og ef þeir hefðu ætlazt til þess, að hugtakið yrði skilið á annan veg en við það sé skilið annars staðar í löggjöfinni, hefðu þeir skýrgreint hugtakið í dýrtíðar- lögunum. Í þessu sambandi bendir umboðsmaður gerðarbeiðanda á, áð í upphafi 22. gr. dýrtíðarlaganna sé talað um sölu skattskyldra atvinnu- fyrirtækja og þar sem í dýrtíðarlögunum sé talað um sölu eða öllu heldur vörusölu atvinnufyrirtækis, liggi næst og í augum uppi að skýrgreina skuli hugtakið „smásala“ í samræmi við það, sem skilið sé við það í lögum um verzlunaratvinnu nr. 52/1925, Þá verði og að hafa það í huga, að til geti verið aðrar tegundir viðskipta en verzlunaratvinna og að löggjöfin 28 434 geti haft reglur um þessi annars konar viðskipti. Og þannig sé þessu farið. Til séu sérstök lög um veitingasölu og gistihúsahald o. fl., lög nr. 21/1926, og að eftir að þessi lög komu til, sé ógerningur að halda því fram, að veitingasala sé smásala í merkingu laga nr. 52/1925, enda gildi margs konar og mismunandi reglur um hvort tveggja. Staðhæfing um, að með smásölu sé einkum átt við það, að selt sé í smáum stíl, telur hann, að ekki fái staðizt, því að samkvæmt venjubundnum skilningi á hugtakinu sé aðeins átt við venjulegan verzlunarrekstur, þar sem sala fer fram beint til neytendanna, í mótsetningu við heildsölu, en heildsala sé verzlun, þar sem ekki sé heimilt að selja beint til neytendanna, heldur aðeins beint til smásala. Þá telur hann, að merkja megi muninn á smá- sölu og veitingasölu í lögum um veitingaskatt, nr. 99/1933, 1. gr., en sam- kvæmt þeim er skattskyldan bundin við það, sem selt er til neyzlu á staðnum. Hitt sé aftur smásala Í venjubundnum skilningi þess hugtaks, enda hafi lögin um verzlunaratvinnu og lokunartíma sölubúða í upphafi og um langt skeið verið skilin Í samræmi við það, og dæmi hafi verið um það, að veitingasalar hafi verið sektaðir fyrir það að selja út af veitinga- húsum öl, gosdrykki, tóbak o. Þ. h. eftir lokunartíma sölubúða, þótt nú á seinni árum hafi slík sala verið látin afskiptalaus. Engu að síður sé þó slík sala lögbrot. Fleiri dæmi nefnir hann enn til skilgreiningar á smá- sölu og veitingasölu, sem víða komi fram: 1) Enginn má reka smá- sölu, nema hann hafi áður leyst smásöluleyfi, sem nú kostar kr. 720.00. 2) Enginn má reka veitingasölu, nema hann hafi áður leyst veit- ingaleyfi, sem nú kostar kr. 384.00. Til þess að fá verzlunarleyfi þarf viðkomandi að hafa þekkingu á bókhaldi og vörum, sbr. auglýsingu Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytisins nr. 43/1926, en ekkert tilsvar- andi skilyrði er sett fyrir veitingaleyfi. 4) Til þess að fá veitinga- leyfi þarf meðmæli bæjarstjórnar eða hreppsnefndar, en um smásölu gildir ekkert tilsvarandi. 5) Smásalar mega aðeins hafa opið til kl. 6 á virkum dögum nema laugardaga og þá aðeins til kl. 4. 6) Veitinga- stofur mega vera opnar til kl. 11.30 á hverju kvöldi og alla sunnudaga. 7) Annað og hærra verð hefur verið heimilað á veitingastofum en í smásölu, sem ljóst er af samanburði rskj. nr. 13 og 14, svo og af samanburði við rskj. nr. 17. 8) Aðrar og frekari kröfur eru gerðar til veitingastofa en smásöluverzlana, og má í því sambandi benda á XI. kafla lögreglusam- þykktar Reykjavíkur nr. 1/1930 og annars vegar XIII. kafla heilbrigðis- samþykktar Reykjavíkur nr. 11/1950, og hins vegar KV. kafla hennar. Af öllu því, sem hér hefur verið rakið, telur umboðsmaður gerðarbeið- anda ljóst vera, að smásala og veitingasala séu sitt hvað. Það orki því ekki tvímælis, að a-liður 22. gr. laga nr. 100/1948 eigi aðeins við um venju- lega smásölu og að veitingasala hljóti því að falla undir b-lið sömu gr. eins og talið hafi verið hingað til. Umboðsmaður gerðarþola styður mál sitt með því, að lög nr. 100/1948 tali um 4 tegundir sölu, heildsölu, umboðssölu, smásölu og aðra sölu, en skilgreiningu á þessum hugtökum sé hins vegar ekki að finna Í lögum um veltuskatt frá 1945, sem söluskattsákvæði dýrtíðarlaganna frá 1947 og 435 1948 virðast algerlega sniðin eftir, og eigi sé heldur að finna skilgreiningu á hugtökum þessum í greinargerðum að frumvörpum þessara laga. Það verði því að skilja hugtök þessi í samræmi við merkingu þeirra í mæltu máli. Sjálfsagt sé þá að leita til samheitaorðabóka, en þar sem engar slíkar bækur íslenzkar séu til, liggi næst að leita til heimsviðurkenndra bóka um þau efni, og vitnar hann í eina slíka bók „Webster's Collegiale Dictionary“. Kemst hann þá að þeirri niðurstöðu, að orðið „smásala“ hafi sömu merkingu og enska orðið „retail“. Smásala merki þannig sölu á vörum, litlu magni, beint til neytenda, og að það sé heildarorð, sem nái yfir hina fjölbreyttustu söluflokka, svo sem veitingasölu, sælgætissölu, fisksölu, áfengissölu, blómasölu o. s. frv. Þessar ýmislegu tegundir sölu verði svo oft að hlíta mismunandi reglum og takmörkunum, svo sem eftirliti og Ýmis konar starfræksluskilyrðum, t. d. af heilbrigðis- og hrein- lætisástæðum og margháttuðum ástæðum öðrum. Þannig vilji til um við- skipti þau, sem fram fari í veitingastofu umbjóðanda síns, að þau komi nákvæmlega heim við framangreinda skilgreiningu á hugtakinu „smá- sala“. Og um einn lið þeirra viðskipta telur hann, að óþarft sé að deila, hann sé ótvírætt venjuleg smásala, en það er sælgætis- og tóbakssala, er fram fer í einu horni veitingastofunnar og með nákvæmlega sama hætti og tiðkist í tóbaks- og sælgætisverzlunum bæjarins, að því einu undan- skildu, að opið sé til kl. 2330 á hverju kvöldi. Af framangreindu megi ljóst vera, að öll sala í húsakynnum gerðarþola sé smásala, er skattleggja beri samkvæmt a-lið 22. gr. laga nr. 100/1948. Um 2: Umboðsmaður gerðarbeiðanda heldur því fram, að með orðinu „heildarandvirði“ í 22. gr. laga nr. 100/1948 verði ekki annað skilið en að með því sé átt við þá heildarupphæð, sem greidd er hverju sinni fyrir vöru eða þjónustu, enda bendi viðbótin „án frádráttar nokkurs kostnaðar“ ótvírætt til þess. Þannig hafi það og frá byrjun verið skilið af skattyfir- völdunum, að með þessu orðalagi sé átt við brúttóandvirði vöru eða þjón- ustu, enda sé sá skilningur í samræmi við tilsvarandi verðskatta hér á landi og erlendis. Sem dæmi megi benda á veitingaskattinn, sem í eðli sínu sé veltuskattur. Hann sé tekinn af heildsöluverði veitinga, sbr. rskj. nr. 13 og 15, og sé það viðurkennt af umboðsmanni gerðarþola í rskj. nr. 9, að söluskattur hafi verið innifalinn í söluverði veitinga, enda hafi það verið tekið fram á flestum verðskrám verðlagseftirlitsins, að söluskattur sé innifalinn í verðinu. Af því leiði, að tekinn hafi verið af honum veitinga- skattur, og virðist þá ekki vera óeðlilegra að taka söluskatt af veitinga- skatti en veitingaskatt af söluskatti. Þá megi og benda á það, að bar sem söluskattur tíðkist erlendis, eins og t. d. í Noregi, sé miðað við brúttó vörusölu, en Norðmenn hafi nú 18 ára reynslu um álagningu og innheimtu söluskatts. Þá heldur hann því fram, að söluskattur skuli vera innifalinn í heildar- andvirði vöru, og sé því skylt að greiða söluskatt af söluskatti. Þannig hafi og frá byrjun verið litið á af skattayfirvöldunum, sbr. úrskurð Fjármála- ráðuneytisins, rskj. nr. 6. Veitingaskattur hafi verið greiddur af veitinga- skatti, sem greinilega sé ljóst, ef athuguð séu rskj. nr. 13 og 15, og sé slíkt 486 ekkert einsdæmi. Þannig sé eignarskattur greiddur af tekjuskatti og út- svari og stríðsgróðaskattur sé greiddur af tekjuskatti, útsvari og eignar- skatti. Umboðsmaður gerðarþola bendir á um þetta atriði, að báðir hinir um- deildu skattliðir, veitingaskattur og söluskattur, séu innifaldir í útsölu- verði veitinga, eins og sjá megi, að því er veitingaskatt varðar, af verð- skrám þeim, er verðlagsstjóri hafi gefið út til handa veitingahúsum, en þar sé verð hverrar tegundar veitinga greint í þrennt: Frumverð, veitinga- skatt og útsöluverð, og, að því er söluskatt varðar, af tilkynningum verð- lagsstjóra þar um. Enn fremur að með lögum um veitingaskatt, nr. 99/ 1933, hafi veitingahúsum verið gert að greiða veltu- eða söluskatt af veit- ingum, af veltu hvers mánaðar, og skuli skatturinn greiddur í síðasta lagi 14 dögum eftir lok mánaðar. Með lögum nr. 100/1948, 22. gr., sé hins vegar lagður 2% söluskattur á „heildarandvirði vöru án frádráttar nokkurs kostnaðar.“ Orðalag þetta telur hann beinlínis gefa tilefni til að álykta, að átt sé við hið raunverulega kostnaðarverð vörunnar, og sé því skatt- stofninn kostnaðarverð vörunnar að viðbættri álagningu. Um það þurfi ekki að deila, að veitingaskattur geti ekki talizt álagning, né heldur telj- ist hann til kostnaðarverðs. Það sé því ekki hægt að telja, að veitinga- skattur teljist til „heildarandvirðis“ veitinga með þeirri takmörkun, sem felist í því, að það sé án frádráttar nokkurs kostnaðar“, enda styðjist sú niðurstaða við eðli málsins og sanngirni, ekki sízt þegar þess sé gætt, að veitingasalar hafi veitingaskattinn aðeins stutta stund undir höndum og að hann sé ekki álagningarhæfur. Það sé því með öllu óheimilt að féikfiá söluskatt af veitingaskatti. Þá heldur umboðsmaður gerðarþola því enn fremur fram, að með orð- unum „heildarandvirði vöru, án frádráttar nokkurs kostnaðar“ sé verið að ákveða, hverjar af þeim tölum, sem fyrir hendi eru við setningu lag- anna, eigi að vera skattstofn, eins og t. d. sagt væri, að greiða ætti 2% af heildarandvirðinu 100. Sé því fráleitt að hugsa sér, að með því sé átt við, að greiða skuli 2% af 102, fremur en t. d. tollur sé reiknaður af tollverði plus tolli, eða skemmtanaskattur af aðgangsverði plus skemmtanaskatti. Með hliðsjón af framangreindu sé því óheimilt að reikna söluskatt af söluskatti. Loks mótmælir hann gildi rskj. nr. 6, úrskurði Fjármálaráðuneytisins, þar eð Fjármálaráðuneytið sé í raun réttri umbjóðandi gerðarbeiðanda, og skýringar þær, er fram komi í úrskurðinum, séu aðeins einhliða túlkun annars málsaðiljans og hafi enda ekki stoð í lögunum. Þá mótmælir hann enn fremur gildi rskj. nr. 7, úrskurði Ríkisskattanefndar, sem einnig megi í rauninni líta á sem aðiljaskýrslu, eins og rskj. nr. 6, en telur þó, að í henni felist óbein viðurkenning á því, að ekki skuli reikna söluskatt af söluskatti. Um 3: Umboðsmaður gerðarbeiðanda heldur því fram: Í fyrsta lagi, að undanþáguákvæðin í A-lið 23. gr. laga nr. 100/1948 nái ekki til veitinga. Sé það m. a. ljóst af orðalagi greinarinnar, þar sem talað sé um óunnið slátur, sem engann veginn geti talizt til veitinga. Þetta sé og í fullu samræmi við 437 eldri lög, sem núgildandi lög séu samin eftir. Þannig sé tekið fram í athugasemdum við frumvarpið að lögum nr. 100/1948, að 20—27. gr. þeirra laga komi í stað VII. kafla laga nr. 128/1947, en A-liður 23. gr. laga nr. 100/1948 samsvari greinilega b-lið 2. mgr. 42. gr. fyrrnefndra laga og bar hljóði upptalningin þannig: „Andvirði mjólkur og mjólkurafurða, garðávaxta, kets, nýs, frosins, reykts, niðursoðins og saltaðs, fisks, nýs, frosins, reykts, niðursoðins og saltaðs, að síld meðtalinni“. Skilningur þessi sé einnig í fullu samræmi við veltuskattslögin nr. 62/1945, 3. gr., sem greinilega hafi verið höfð til fyrirmyndar við samningu dýrtíðarlag- anna frá 1947 og 1948. Framkvæmd laganna hafi og verið í samræmi við betta, sbr. rskj. nr. 16, sbr. og auglýsingu nr. 13/1949 um söluskatt af inn- fluttum vörum, og ákvæði B-liðs 6. gr. sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 146/1950, þar sem vöruupptalningin í A-lið 23. gr. laga nr. 100/1948 sé skýrð í sam- ræmi við flokkunarreglur tollskrárlaganna. Þannig liggi fyrir ótviræðar skýringar Fjármálaráðuneytisins á margnefndri upptalningu í A-lið 23. gr. laga nr. 100/1948 í samræmi við fyllstu lögskýringarkröfur. Í öðru lagi bendir hann á, að eins og ljóst sé af rskj. nr. 4, hafi gerðar- þoli ekki sundurliðað á söluskattsframtali söluskattsskylda og söluskatts- frjálsa sölu, eins og eyðublað þó geri ráð fyrir, að gert sé, ef um einhverja söluskattsfrjálsa sölu sé að ræða, og að síðar hafi ekki verið gerð full- nægjandi grein fyrir slíkri skiptingu, því að rskj. nr. 5 greini aðeins frá innkaupum gerðarþola að viðbættri áætlaðri álagningu á vöruflokkum þeim, er hann telji söluskattsfrjálsa. Hins vegar beri að miða við ná- kvæma sölu framteljenda á slíkum vörum. Rskj. nr. 24 og 25 mótmælir hann sem ónákvæmum áætlunum, sem enga þýðingu hafi fyrir úrslit þessa máls. Umboðsmaður gerðarþola heldur því fram, að sala gerðarþola á þessum vörum sé undanþegin söluskatti samkvæmt svo skýlausum orðum A-liðs 23. gr. laga nr. 100/1948, að ekki þurfi um að deila. Þessa skoðun sína telur hann fá fullan stuðning við áthugun veltuskattslaganna frá 1945, sem söluskattsákvæði beggja dýrtíðarlaganna frá 1947 og 1948 séu sniðin eftir að mestu leyti, en í 3 gr. þeirra segi, að undanþágan gildi aðeins, „þegar vörur þessar eru seldar af framleiðanda þeirra eða í heildsölu“. Í dýrtíðarlögunum báðum séu orð þessi felld niður og verði sú eina ályktun af því dregin, að undanþágan eigi nú ekki lengur að verða háð þessari takmörkun. Þá telur hann og, að við setningu þessa undanþágu- ákvæðis muni nokkru hafa ráðið það sjónarmið, að forðast vísitöluhækkun, sem stafa mundi óhjákvæmilega af skattlagningu þessara vörutegunda, hvort heldur í framleiðsluástandi eða tilreiddu, svo og að torvelda eigi frekar sölu þessara innlendu framleiðsluvara með verðhækkun vegna skattsins. Þá mótmælir hann skýringum umboðsmanns gerðarbeiðanda á undanþáguákvæðum A-liðs 23. gr. dýrtíðarlaganna, sem sóttar eru til tollskrárlaganna, auglýsingu nr. 13/1949 og ákvæði B-liðs 6. gr. reglu- gerðar nr. 146/1950 sem langt sóttum og fjarstæðukenndum lögskýring- um. Loks mótmælir hann gildi rskj. nr. 16, bréfi Fjármálaráðuneytisins, á sama grundvelli og hann hefur áður mótmælt rskj. nr. 6. 438 Þá gerir umboðsmaður gerðarþola þá grein fyrir sundurliðun sinni á sölu gerðarþola í söluskattsskylda og söluskattsfrjálsa sölu, sbr. rskj. nr. 5 og 19, að hann hafi tekið upp úr bókum gerðarþola heildarinnkaup á vörum þeim, er hann telji undanþegnar söluskatti, fyrir tímabil það, er skattlagning þessi tekur til, og áætlað á bað 100% álagningu. Áætlun þessa telur hann mjög varlega og sízt í hag gerðarþola og vísar í því sam- bandi til rskj. nr. 25, sbr. rskj. nr. 24, álits nokkurra þekktra og reyndra matreiðslumanna. Skal nú víkja að þremur framangreindum atriðum, hverju fyrir sig og afstaða tekin til hvers og eins þeirra. Um 1: Að veitingasala sé smásala, er skattleggja beri skv. a-lið 22. gr. laga nr. 100/1948. Í lögum nr. 100/1948 er enga skýrgreiningu að finna á hugtakinu „smá- sala“, né heldur í þeim eldri lögum, er söluskattsákvæði nefndra laga virð- ast að meiru og minna leyti byggð á. Verður því að áliti réttarins að leita skýrgreiningar á því samkvæmt venjulegum lögskýringarreglum, svo og hvað meint sé með hugtakinu í venjubundnu viðskiptamáli. Liggur þá næst fyrir að leita um skýringar tillaga um verzlunaratvinnu nr. 52/1925, en i 1. gr. þeirra eru taldar upp ýmsar tegundir sölu, þ. á. m. smásala, en þar er hugtakið ekki skýrt nánar. Að mati réttarins merkir hugtakið smásala í merkingu laga nr. 52/1925 smásöluverzlun í venjulegum skiln- ingi þess hugtaks, þ. e. almenna verzlun (verzlun, sem hefur á boðstólum skylda og óskylda vöruflokka) eða sérverzlun (t. d. vefnaðarvöruverzlun) eftir atvikum, sem bundin er við verzlunarleyfi, sbr. 2. gr. sömu laga, sem aftur á móti er háð ýmsum tilteknum skilyrðum í 3. gr. laganna og hlítir í öllum atriðum venjulegum lögskipuðum reglum um slíkar verzlanir, t. d. um lokunartíma o. fl. Skýrgreining þessi er og að áliti réttarins í fullu samræmi við venjubundið viðskiptamál og almennan skilning í mæltu máli. Telur rétturinn einsætt, að skýrgreining hugtaksins „smá- sala“ í a-lið 22. gr. laga nr. 100/1948 hljóti að falla saman við síðastnefnda skýrgreiningu hugtaksins. Þegar af þeirri ástæðu verður þetta varnar- atriði gerðarþola ekki tekið til greina. Um 2, að söluskatt eigi ekki að reikna af veitingaskatti og ekki af sjálfum sér. Rétturinn lítur svo á, að orðið „heildarandvirði“ í 22. gr. laga nr. 100/ 1948 verði ekki skilið öðruvísi en þannig, að með því sé beinlínis verið að undirstrika, að átt sé við brúttó söluverð vöru, og fái sá skilningur aukinn styrk í áframhaldinu: „án frádráttar nokkurs kostnaðar“, enda sé það í fullu samræmi við óumdeilt veltuskattseðli söluskattsins. Ljóst er af rskj. 13 og 15, að veitingaskattur er innifalinn í útsöluverði veiting- anna, og er það viðurkennt af umboðsmanni gerðarþola, svo og að sölu- skatturinn sé innifalinn í útsöluverðinu. Varnarástæður gerðarþola varð- andi þetta atriði verða því ekki teknar til greina. Um 3, að sala gerðarþola á mjólk og mjólkurafurðum, garðávöxtum, kjöti, fiski og eggjum eigi að vera undanþegin söluskatti samkvæmt A-lið 23. gr. laga nr. 100/1948. 439 Í A-lið 23. gr. laga nr. 100/1948 eru taldar upp allmargar vörutegundir, sem undanþegnar eru söluskatti, þ. e. að því er þetta mál varðar: „Mjólk og mjólkurafurðir, garðávextir, ket, fiskur, egg — —“. Í lögunum eða athugasemdunum við frumvarp að þeim er engin nánari skýrgreining í þessum vöruflokkum. En í 3. gr. 2. mgr. b-lið laga um veltuskatt, nr. 62/1945, sem dýrtíðarlögin frá 1947 og 1948 virðast að ýmsu leyti sniðin eftir, eru þessar vörutegundir undanþegnar veltuskatti, þegar þær eru í framleiðsluástandi, að því er skilja verður, „þegar vörur þessar eru seldar af framleiðanda þeirra eða í heildsölu“. Í dýrtíðarlögin frá 1947 og 1948 er þessi síðast tilvitnaða setning ekki tekin upp, en við er bætt ýmsum vörutegundum, sem undanþegnar eru söluskatti, en á athuga- semdunum við frumvarpið að lögunum er ekkert að græða til skilnings á þessu atriði. En í athugasemdum við frumvarp að lögum nr. 100/1948 er þó sagt, að ákvæði 2027. gr. þeirra laga komi í stað VII. kafla laga nr. 128/1947, en A-liður 23. gr. laga nr. 100/1948 samsvarar b-lið 2. mgr. 42. gr. laga nr. 128/1947, og orðalag þeirrar greinar virðist beinlínis eiga við vörur þessar í framleiðsluástandi, þar sem talað er t. d. um kjöt, nýtt, frosið, reykt, niðursoðið og saltað. Ef um breyttan skilning löggjafans ætti að vera að ræða á þessum ákvæðum frá fyrri lögum, virðist hins vegar, að ástæða hefði verið til þess að slá því föstu í lögunum sjálfum eða athugasemdum við frumvarp að þeim, en hvorugt er fyrir hendi, en hins vegar benda áður tilvitnaðar athugasemdir við síðari lögin ótvírætt til þess gagnstæða. Rétturinn telur því, að undanþága frá söluskatts- skyldu margnefndra vörutegunda skv. A-lið 23. gr. laga nr. 100/1948 taki aðeins til þeirra í framleiðsluástandi þeirra, eða eins og þær eru almennt seldar til neytenda, óunnar eða ómatreiddar, og að til þess bendi einnig orðalagið „óunnið slátur“. Af því leiðir, að hvers konar „veitingar“ í venjulegri merkingu þess hugtaks, hvort sem þær eru að meira eða minna leyti unnar úr áðurnefndum vörutegundum eða samanstanda að ein- hverju leyti úr þeim, falla ekki undir þetta undantekningarákvæði. Og með því að óumdeilt er, að gerðarþoli selur ekkert af vörutegundum þess- um í þeim skilningi, sem hér er slegið föstum, verður þessi síðasta varnar- ástæða hans ekki tekin til greina. Samkvæmt því, sem rakið hefur verið hér að framan, verður niður- staða réttarins sú, að hið umbeðna lögtak skal fram fara. Eftir atvikum bykir rétt, að málskostnaður falli niður. Því úrskurðast: Hið umbeðna lögtak skal fram fara. Málskostnaður fellur niður. 440 Miðvikudaginn 81. október 1951. Nr. 78/1948. Ársæll Sveinsson gegn Bæjarstjóra Vestmannaeyja f. h. bæjarsjóðs. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Ársæll Sveinsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Miðvikudaginn 31. október 1951. Nr. 52/1951. Dráttarbraut Akureyrar gegn Bæjarstjórn Akureyrar f. h. bæjarsjóðs. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Dráttarbraut Akureyrar, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Nr. 74/1951. Miðvikudaginn 31. október 1951. Halldór Kristjánsson gegn Borgarstjóranum í Reykjavík f. h. bæjarsjóðs. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Halldór Kristjánsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 441 Miðvikudaginn 31. október 1951. Nr. 79/1951. Þorsteinn Sigurðsson gegn Bjarna O. Frímannssyni f. h. Engihlíðarbrautarfélagsins. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Þorsteinn Sigurðsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Miðvikudaginn 7, nóvember 1951. Nr. 82/1950. — Sumarliði Betúelsson (Magnús Thorlacius) gegn Náttúrulækningafélagi Íslands og gagnsök (Gunnar Þorsteinsson). Setudómari próf. Ólafur Lárusson í stað hrá. Jóns Ásbjörnssonar. Kaup og sala. Bætur fyrir galla. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu, dags. 14. júní 1950, og gert þær kröf- ur, að gagnáfrýjandi verði dæmdur til að greiða honum kr. 5460.00 með 6% ársvöxtum frá 8. júní 1948 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati Hæstaréttar. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu, dags. 26. júní 1950, og krefst hann þess, aðallega að verða sýknaður af öllum kröfum aðaláfrýjanda, en til vara, að hann verði dæmdur til að greiða aðaláfrýjanda kr. 95.00 og til þrauta- vara kr. 560.00. Svo krefst hann þess og, að aðaláfrýjandi 442 verði dæmdur til að greiða honum hæfilegan málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Telja verður, að aðaláfrýjandi hafi haft ástæðu til að vænta þess, að niðurfall það, er hann sá í suðvesturhorni kjallara hússins, stæði í sambandi við göturæsin, og ber gagnáfrýjandi því að endurgreiða honum kostnað þann, er hann hefur haft af því að tengja niðurfallið við göturæsin, eins og hinir dómkvöddu menn mátu þann kostnað. Að því er snertir kröfu aðaláfrýjanda um bætur fyrir kostnað, er hann hafði af eyðingu veggjalúsar Í húsinu, má fallast á forsendur hins áfrýjaða dóms. Samkvæmt þessu ber að dæma gagnáfrýjanda til að greiða aðaláfrýjanda kr. 5460.00 með 6% ársvöxtum frá 8. júní 1948 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 1800.00. Dómsorð: Gagnáfrýjandi, Náttúrulækningafélag Íslands, greiði aðaláfrýjanda, Sumarliða Betúelssyni, kr. 5460.00 með 6% ársvöxtum frá 8. júní 1948 til greiðsludags og kr. 1800.00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, að við- lagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 27. marz 1950. Mál þetta, sem dómtekið var 20. þ. m. hefur Sumarliði Betúelsson iðn- aðarmaður hér í bæ höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 20. apríl 1949, gegn þeim Jónasi lækni Kristjánssyni, Gunnarsbraut 28, Birni L. Jónssyni veðurfræðings, Mánagötu 13, Hirti Hanssyni, Axel Helgasyni og Hannesi Björnssyni f. h. Náttúrulækningafélags Íslands til greiðslu skaða- bóta, að fjárhæð kr. 5460.00 með 6% ársvöxtum frá 8. júní 1948 til greiðslu- dags, og málskostnaðar að skaðlausu. Stefndi hefur krafizt sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar sér til handa að mati dómarans. Málsatvik eru þau, að með afsali, dags. 27. apríl 1948, keypti stefnandi af stefnda húsið nr. 15 B við Grundarstíg hér í bæ fyrir kr. 88.774.94. Í afsali þessu er tekið fram, að eignin seljist í því ástandi, sem hún sé nú í og kaupandi (stefnandi) hafi kynnt sér það og sætt sig við það að öllu leyti. Stefnandi skyldi njóta arðs af eigninni frá 1. maí 1948. Stefnandi telur, að á húseign þessari hafi verið leyndir gallar, sem stefnda sé skylt að bæta fé. 443 Kröfu sína sundurliðar stefnandi þannig: 1. Kostnaður vegna viðgerða á frárennsli í kjallara .. kr. 4900.00 2. Kostnaður vegna eyðingar á veggjalús ............ — 560.00 Kr. 5460.00 Rétt þykir að athuga hvorn kröfulið fyrir sig. Um 1. Stefnandi skýrir svo frá, að er hann skoðaði hús þetta, hafi hann séð, að kjallari var aðeins undir nokkrum hluta þess. Í kjallara sé meðal annars þvottahús og í gólfi þess hafi hann séð rist yfir frárennslisröri og talið víst, að leiðsla þessi væri í sambandi við holræsakerfi bæjarins. Nokkru eftir að hann hafði keypt húsið, hafi hins vegar komið í ljós, að greind leiðsla var ekki í sambandi við holræsakerfi bæjarins, heldur lá aðeins út í grjótfyllingu undir húsinu. Stefnandi fékk síðan dómkvadda menn til að athuga þetta. Matsmenn þessir segja í matsgerð sinni, sem dags. er 17. janúar 1949, að til þess að umrætt niðurfall komi að notum, Þurfi að tengja það við holræsi í götunni. Kostnað við það töldu þeir nema kr. 4900.00. Kröfur sínar byggir stefnandi á því, að hann hafi við kaupin mátt treysta því, að umrætt niðurfall væri í sambandi við holræsakerfið í götunni, enda hafi hann vitað, að vatnssalerni voru í húsinu. Síðar hafi komið í ljós, að frárennsli þetta var alveg gagnslaust. Hér sé því um leyndan galla að ræða, sem stefnda, seljanda hússins beri að bæta. Hefur stefnandi í því sambandi lagt til grundvallar mat hinna dómkvöðdu manna, enda þótt hann telji, að kostað hafi meira fé að tengja marg- nefnt niðurfall við holræsakerfið í götunni. Stefndi hefur skýrt svo frá, að umrætt hús sé allgamalt, eða byggt árið 1907. Hafi það upphaflega verið án kjallara. Einhvern tíma síðar hafi verið grafinn kjallari undir vestari hluta þess. Þegar skolplagnir voru lagðar í hús þetta, hafi gólfflötur kjallarans legið lægra en holræsakerfið í götunni. Skolpleiðslur hússins hafi því verið lagðar út um miðjan kjall- aravegginn. Í suðvestur horni kjallarans hafi verið sett upp steinþró á há- um stalli. Úr steinþró þessari hafi verið frárennsli út í holræsakerfið, enda hafi botnflötur hennar staðið hærra en holræsakerfið. Ekki hafi verið sett neitt frárennsli úr gólfi kjallarans, enda slíkt ekki hægt. Hins vegar muni þar hafa verið hola, sem legið hafi út í uppfyllingu undir húsinu. Sýknukröfu sína í máli þessu byggir stefndi á því, að stefnandi hafi skoðað húsið, áður en gengið var frá kaupum, og sætt sig við ástand þess. Geti hann því nú engum athugasemdum hreyft út af ástandi þess. Hann hafi skoðað kjallarann og þá strax átt að vera ljóst, að frárennslisristin í kjallaragólfinu var ekki yfir frárennslisleiðslu, sem var í sambandi við holræsakerfi bæjarins, enda séð steinþróna og að skólpleiðslurnar lágu út um miðjan kjallaravegginn. Þá hafi stefndi bent á, að hið stefnda félag hafi eignazt umrætt hús á árinu 1944. Um vorið 1945 hafi holræsi í Grundarstíg verið lögð það djúpt, að unnt hafi verið að leggja frárennslisæð frá gólfi kjallarans í húsinu. 444 Gatnagerð og malbikun á Grundarstígnum hafi síðan verið framkvæmd á árunum 1947 og 1948. Dómarinn hefur farið á vettvang og athugað staðhætti. Hús það, er hér um ræðir, er allgamalt og fornfálegt. Kjallarinn undir því er mjög lélegur og illa gerður. Umrædd steinþró í þvottahúsi er aug- sýnileg hverjum, sem þangað kemur, svo og skólppípur þær, sem liggja út um vegg kjallarans. Báðir hinir dómkvöddu matsmenn hafa komið fyrir dóm. Hefur annar þeirra borið, að honum hafi virzt, að herbergi það, sem ristin var í og hér um ræðir, hafi verið notað fyrir geymslu, og getur þess, að frárennsli þetta muni hafa verið í sambandi við grjótfyllingu undir húsinu. Hinn hefur borið, að herbergið sé, að því er virðist, hvort tveggja Í senn geymsla og þvottahús og að frárennslið í gólfinu hafi verið í sambandi við grjótvegg við horn hússins. Þá er og þess að gæta, að frá- rennslið var í horni herbergisins og ekkert bendir til þess, að gólfinu hafi hallað þangað. Þegar þetta allt er virt og þess gætt, að stefnandi skoðaði húsið, áður en kaup voru gerð, þá þykir hann ekki hafa haft réttmæta ástæðu til að ætla, að frárennslið væri í sambandi við holræsakerfi bæj- arins, heldur hafi hann haft ríka ástæðu til að kynna sér þetta atriði sérstaklega, þótt honum væri ekki á það bent. Með vísan til þessa og þar sem ekki verður séð, að nokkrar blekkingar hafi verið hafðar í frammi af hendi stefnda, þykir stefnandi ekki nú geta krafið stefnda um bætur vegna þessa galla. Verður því þessi kröfuliður ekki tekinn til greina. Um 2. Stefnandi skýrir svo frá, að skömmu eftir 14. maí 1948 hafi verið kvartað yfir því við hann, að veggjalús væri í einni íbúð í húsi þessu. Hafi hann því orðið að fá meindýraeyði, sem hafi eytt meindýri þessu. Kostnaður vegna þessa hafi numið kr. 560.00. Kröfu sína byggir stefnandi á því, að veggjalúsin hafi verið í húsinu, er hann keypti það. Hér hafi því verið um galla að ræða, sem stefnda beri að bæta. Af hálfu stefnda hefur því verið mótmælt, að umrædd veggjalús hafi verið í húsinu, er stefnandi keypti það, að minnsta kosti hafi fyrirsvars- mönnum félagsins verið ókunnugt um slíkt og ekki borizt nein kvörtun um það. Þá hefur af hálfu stefnda því verið mótmælt, að ástæða hafi verið til að starfa að eyðingu veggjalúsarinnar nema Í þeirri einu íbúð, sem hennar varð vart. Hjón, sem fluttu í íbúð í umræddu húsi 15. maí 1948, hafa skýrt svo frá fyrir dómi, að þau hafi orðið vör við meindýr Í íbúðinni, strax eftir að þau voru í hana flutt. Hjón, sem bjuggu í íbúð þessari til 14. maí 1948, hafa skýrt svo frá, að um þremur vikum áður en þau fluttu úr íbúðinni, hafi konan fengið útbrot á handleggi og víðar um líkamann. Hafi læknir tjáð þeim, að útbrotin gætu stafað af veggjalús. Hjón þessi virðast ekki hafa tilkynnt húseiganda um þetta. Eftir atvikum þykir rétt að leggja til grundvallar skýrslu þessa. Svo sem að framan getur, eignaðist stefnandi húseign þessa með afsali, dags. 27. apríl 1948, en skyldi njóta arðs af henni frá 1. maí s. á. Með vísan til þessa þykir mega telja, að umrædd meindýr hafi komizt í húsið á þeim tíma, sem það var Í umráðum stefnda, og að steinda beri að greiða kostnað af útrýmingu þeirra. Eftir atvikum þykir 445 full ástæða hafa verið til að framkvæma eyðingu meindýranna í öllu húsinu, og verður því þessi kröfuliður tekinn til greina að öllu leyti, enda hefur fjárhæð hans ekki verið sérstaklega mótmælt. Samkvæmt þessu ber stefnda að greiða stefnanda kr. 560.00 með 6% ársvöxtum, sem reiknast frá stefnudegi, 20. apríl 1949. Þá þykir rétt, að stefndi greiði stefnanda málskostnað, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 250.00. Benedikt Sigurjónsson, fulltrúi borgardómara, kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Stefndi, Jónas Kristjánsson, Björn L. Jónsson, Hjörtur Hansson, Axel Helgason og Hannes Björnsson f. h. Náttúrulækningafélags Íslands, greiði stefnanda, Sumarliða Betúelssyni, kr. 560.00 með 6% ársvöxtum frá 20. apríl 1949 til greiðsludags og kr. 250.00 í máls- kostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 9. nóvember 1951. Nr, 161/1949. Ákæruvaldið (Ragnar Ólafsson) gegn Ólafi Oddgeir Guðmundssyni (Egill Sigurgeirsson). Setudómari próf. Ármann Snævarr í stað hrá. Jóns Ásbjörnssonar. Fjársvik, Brot gegn hlutafélagalögum, lögum um gjaldþrota- skipti og lögum um bókhald. Dómur Hæstaréttar. Samkvæmt málshöfðunarskipan og stefnu var mál þetta höfðað gegn ákærða m. a. fyrir brot gegn XVII. kafla hegn- ingarlaganna, En héraðsdómari lét undir höfuð leggjast að dæma þá hegðun ákærða, sem ætla má, að hann hafi verið saksóttur fyrir eftir téðum kafla. Með bréfi, dags. 9. des. 1950, til sækjanda málsins fyrir Hæstarétti hefur Dóms- málaráðuneytið horfið frá ákæru fyrir brot á KVII. kafla 446 hegningarlaganna. Verður héraðsdómurinn því ekki ómerkt- ur vegna téðrar yfirsjónar héraðsdómara. Hinn 10. október 1947 gaf ákærði út kr. 2200.00 ávísun til Þórðar Bogasonar. Dagsetti ákærði ávísun þessa fram í tímann og lofaði, að innstæða yrði fyrir henni á gjalddaga. En það brást. Þetta atferli varðar ákærða við 261. gr. hegn- ingarlaga nr. 19/1940. Önnur hegðun ákærða er af héraðs- dómara réttilega færð til refslákvæða, og þykir mega stað- festa héraðsdóminn að niðurstöðu til. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir Hæstarétti, kr. 3000.00 til hvors. Dómsorð: Héraðsdómurinn staðfestist. Ákærði, Ólafur Oddgeir Guðmundsson, greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutn- ingslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir Hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Ragnars Ólafssonar og Egils Sigurgeirssonar, kr. 3000.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur aukaréttar Reykjavíkur 31. okt. 1949. Ár 1949, mánudaginn 31. október, var í aukarétti Reykjavíkur, sem haldinn var í bæjarþingstofunni í hegningarhúsinu af Gunnari A. Páls- syni, dómara samkvæmt sérstakri umboðsskrá, kveðinn upp dómur í auka- réttarmálinu: Réttvísin og valdstjórnin gegn Ólafi Oddgeir Guðmunds- syni, sem tekið var til dóms í dag. Mál þetta er af réttvísinnar og valdstjórnarinnar hálfu höfðað fyrir aukaréttinum gegn Ólafi Oddgeir Guðmundssyni frá Keflavík, fyrrum kaupmanni og útgerðarmanni, nú til heimilis að Gesta- og sjómanna- heimili Hjálpræðishersins, Kirkjustræti 2 hér í bænum, fyrir brot gegn XVII, XKVI. og XXVII. kafla hinna almennu hegningarlaga nr. 19 12. febrúar 1940 og lögum nr. 25 14. júní 1929 um gjaldþrotaskipti, lögum nr. 62 11. júní 1938 um bókhald og lögum nr. 77 27. júní 1921 um hlutafélög. Ákærði, Ólafur Oddgeir Guðmundsson, er kominn yfir lögaldur saka- manna, fæddur hinn 11. júní 1913 í Keflavík. Samkvæmt hegningarvottorði úr hegningarskrá ríkisins hefur hann áður sætt þeim ákærum og refs- ingum, er nú greinir: 447 „1. Hinn 20. apríl 1938: Sættist í Keflavík á að greiða 55.00 króna sekt fyrir ólöglegan bifreiðarakstur. 2. Hinn lö. febrúar 1945: Kærður í Reykjavík af Viðskiptamálaráðuneyt- inu fyrir ætlað brot gegn reglugerð um skömmtun á fiskilínum. Af- greitt til sýslumannsins í Gullbringu- og Kjósarsýslu 26. maí 1945. 3. Hinn 3. október 1946: Kærður fyrir ætluð ávísanasvik. Fellt niður samkvæmt bréfi Dómsmálaráðuneytisins 22. maí 1947. 4. Hinn 3. maí 1947: Sættist á 75.00 króna sektargreiðslu fyrir brot gegn 2. tölulið 5. gr. reglugerðar nr. 72 1937. 5. Hinn 8. september 1947: Sættist á 100.00 króna sektargreiðslu fyrir að hafa of marga farþega í bifreið, fyrir vöntun afturljóss bifreiðar og akstur framhjá öðru farartæki á gatnamótum. Hinn 1. september 1948: Sættist á 1500.00 króna sektargreiðslu fyrir brot gegn 15. gr. sbr. 2. mgr. 22. gr. laga nr. 70 5. júní 1947, tilkynn- ingu verðlagsstjóra nr. 25 1947 og 1. gr. sbr. 7. gr. laga nr. 60 30. desember 1939. Svo sem fyrr segir, er ákærði, Ólafur Oddgeir Guðmundsson, fæddur í Keflavík 11. júní 1913. Þar ólst hann upp og átti heima allt fram til árs- ins 1944. Árið 1932 keypti hann vörubifreið og hóf akstur hennar fyrir eigin reikning. Var þetta fyrsti sjálfstæði atvinnurekstur ákærða. Bifreið þessa átti hann nokkur ár og ók henni ýmist sjálfur eða bróðir hans, en árið 1940 seldi hann hana. Árið 1935 hóf ákærði fiskverkun í Keflavík og hafði nokkra menn í þjónustu sinni. Hélt hann því áfram um skeið og verkaði síðast fisk sumarið 1938. Sumarið 1934 eða 1935 mun ákærði hafa fengið leyfi hjá sýslumannin- um í Gullbringu- og Kjósarsýslu til verzlunar í Keflavík, og 7. september 1935 opnaði hann sölubúð í Keflavík, og nefndi hann verziun sína Verzlun Ólafs O. Guðmundssonar. Afgreiðslustörf í sölubúðinni annaðist bróðir ákærða í fyrstu, en síðar tók ákærði sjálfur við þeim. Í fyrstu var verzl- unin til húsa í Klappenborg við Túngötu í Keflavík. Árið 1938 fluttist verzlunin í húsið nr. 10 við Túngötu, en bað hús reisti ákærði árið 1937 handa sjálfum sér. Er ákærði kvæntist árið 1939, settist hann og að í húsi þessu með konu sína. Árið 1939 stofnaði ákærði hlutafélagið Oddgeir í Keflavík í þeim tilgangi að starfrækja verzlun og útgerð. Stofnendur voru auk ákærða Helgi Krist- insson, Páll Valdemarsson og Friðrik Karlsson, allir úr Keflavík, og Sig- urður Magnússon úr Garði. Keypti félag þetta fyrst v/b Flóka, G.K. 198, en það var fiskibátur, að stærð 23 smálestir, byggður í Landssmiðjunni árið 1938. Bát þenna skírði ákærði um og nefndi Geir, en umdæmistala hélzt hin sama. Ekki hafði félag þetta aðra starfrækslu en útgerð báts þessa, og verzlun hafði það enga. Nokkrum skipum útvegaði það þó fisk til útflutnings í ís og seldi jafnframt nokkuð af ís. Í júní 1942 bilaði vél v/b Geirs, og þar eð erfitt var að fá gert við hana, seldi félagið bátinn. Í september 1942 keypti félagið v/b Sigurgeir, er þá var í smíðum á s 448 Ísafirði. Var þetta 62 smálesta bátur með tveim 125 hestafla vélum, og var kaupverð hans kr. 350.000.00. Á árinu 1943 voru bæði ákærði sjálfur og h/f Oddgeir komin í greiðslu- þrot. Meðal lánardrottna ákærða var Steindór Einarsson bifreiðaeigandi hér í bænum, og virðist hann hafa haft forgöngu um að ganga hart að ákærða um greiðslu. Fékk hann sér til aðstoðar hrl. Sigurgeir Sigurjóns- son. Mun ákærði fyrir atbeina Steindórs að miklu leyti hafa afsalað Sig- urgeir fjármálalegu frelsi sínu. Hófst nú Sigurgeir handa um samninga- umleitanir við lánardrottna ákærða og h/f Oddgeirs. Virðist hafa gengið á ýmsu milli ákærða og Sigurgeirs út af ráðstöfunum þeim, er gerðar voru í sambandi við samningaumleitanir þessar og síðari samninga um skuldir ákærða og hlutafélagsins, en með hvort tveggja sýnist ákærði hafa verið mjög óánægður. Þykir þó ekki vera efni til að rekja þetta nánar hér að öðru leyti en því að geta þess, að samningar náðust að lokum við alla lán- ardrottna ákærða og h/f Oddgeirs. Var sá háttur hafður á við endanleg skil, að eignir ákærða og hlutafélagsins voru seldar og andvirði þeirra slengt saman, og á sama hátt var skuldum beggja aðiljanna slengt saman og síðan samið sameiginlega um jafna hundraðshlutagreiðslu hvorra tveggja skuldanna. Samkvæmt bréfi hrl. Sigurgeirs Sigurjónssonar til sýslumannsins í Gullbringu- og Kjósarsýslu 8. desember 1947 nam and- virði allra eigna ákærða og hlutafélagsins kr. 300.096.57. Forgangskröfur og veðskuldir námu hjá báðum aðiljum kr. 138.892.08 og almennar kröfur á báða aðilja kr. 383.547.71. Virðast forgangskröfur og veðskuldir hafa verið greiddar að fullu, og samkvæmt greindu bréfi Sigurgeirs voru greidd 40% af öðrum skuldum gegn fullnaðarkvittun, enda er þá þess að geta, að ýmsir vandamenn ákærða höfðu gefið nokkrar fjárhæðir, að því er virðist, fyrir atbeina Sigurgeirs, til þess að samningar næðust og unnt væri að greiða svona háan hundraðshluta almennra krafna. Þegar þessum ráðstöfunum öllum var lokið seint á árinu 1944, voru hagir ákærða og h/f Oddgeirs þeir, að hvorugt átti neinar eignir, en bæði voru skuldlaus. Síðan þetta gerðist, hefur h/f Oddgeir ekkert starfað og ákærði ekki, svo uppvíst sé, gert neitt, er máli þykir skipta, í þess nafni. Meðan á greindum skuldaskilum stóð, höfðu ákærði og kona hans flutzt úr Keflavík. Fluttist ákærði til Reykjavíkur, en var þó að einhverju leyti í Keflavík. Kona ákærða fluttist hins vegar austur í sveitir. Áður en skuldaskilunum lauk, gerði ákærði kaupmála við konu sína, og skyldu þau samkvæmt honum eiga sem séreign allt það, er þau hvort um sig kynnu að afla sér. Fyrir hjálp nokkurra kunningja ákærða tókst honum að ná fyrir konu sína eignarhaldi á húsinu nr. 10 við Túngötu í Keflavík haustið 1943. Fluttust hjónin nú aftur í hús þetta og bjuggu þar þangað til haust- ið 1944, en þá misstu þau það á ný að fullu og öllu. Eftir að skuldaskilunum lauk, hóf ákærði að fást við ýmiskonar fyrir- greiðslu færeyskra skipa og útflutning ísfisks til Bretlands, svo og nokkra útgerð á leigubátum, allt í eigin nafni. Stundaði hann þessi störf til ára- ióta 1944 og 1945. Fyrstu dagana Í janúar 1945 stofnaði ákærði hlutafé- lagið Ó. Oddgeir í Sandgerði. Er stofnfundargerð þess dagsett 2. janúar 449 1945, og tilkynnt var það til hlutafélagaskrár Gullbringu- og Kjósarsýslu 31. sama mánaðar. Stofnendur þessa félags voru taldir ákærði, Inga Niel- sen, Helgi Kristinsson, Lovísa Guðmundsdóttir og Vignir Helgason, öll tfl heimilis í Keflavík. Stjórnendur voru taldir ákærði, er jafnframt var talinn framkvæmdastjóri, Inga Nielsen og Helgi Kristinsson. Tilgangur félagsins var talinn að stunda útgerðarstarfsemi með eigin skipum eða leiguskipum, skipamiðlun, verzlun og iðnað. Hlutaféð var talið 5.000.00, og var tilkynnt, að það væri að fullu greitt. Hið fyrsta, er ákærði gerði á vegum þessa fé- lags, var að leggja drög fyrir að fá á leigu v/b Ottó frá Akureyri, eign Ottós Tulinius. Hugðist ákærði gera bát benna út frá Sandgerði á vegum h/f Ó. Oddgeirs vetrarvertíðina 1945. Vantaði því félagið verbúðarhúsnæði, og festi ákærði þess vegna fyrir þess hönd kaup á húseigninni Staðar- bakka í Sandgerði. Kaupverð húss þessa var kr. 27.000.00, og greiddi ákærði þegar í peningum kr. 5.000.00, og kveðst hann hafa notað hlutafé félagsins í þá greiðslu, en skuldabréf tryggt með fyrsta veðrétti í eigninni gaf hann út fyrir eftirstöðvunum, kr. 22.000.00. Ekki varð úr því, að ákærði fengi v/b Ottó leigðan, og hætti hann því við öll útgerðaráform í bili. Seldi hann þau veiðarfæri, er hann hafði aflað sér, og reyndi að leigja Stað- arbakka, en tókst ekki. Datt ákærða nú í hug að breyta húsi þessu í samkomuhús til þess að láta það ekki vera algerlega óarðbært. Hafði hann nokkur fjárráð eftir sölu veiðarfæranna, en ekki er þó ljóst, hversu mikil. Í fyrstu hafði hann í hyggju að nota húsið eingöngu fyrir dansskemmtanir og selja þar eingöngu það, sem hann kallar kaldar veitingar. Lét hann nú gera þær breytingar og endurbætur á húsinu, er nauðsynlegar voru, til Þess að unnt væri að halda þar dansskemmtanir. Gekk þetta greiðlega, en um það leyti, er því var að verða lokið, datt ákærða í hug að afla sér tækja til kvikmyndasýninga og auglýsti eftir tilboðum. Bárust honum tvö tilboð. Var annað frá Guðmundi Egilssyni á Akranesi og Steindóri Hjalta- lín útgerðarmanni, er buðu að selja sýningarvélar úr Báruhúsinu á Akra- nesi og auk bess, að því er ákærði telur, stóla, veitingaborð og slaghörpu. Tókust samningar um þetta, og var söluverðið kr. '70.000.00, er ákærði greiddi allt með útgáfu þriggja veðskuldabréfa, tryggðra með veði í hinu keypta og húseigninni Staðarbakka. Telur ákærði sig aldrei hafa fengið ýmislegt af því, er hann keypti, t. d. kveðst hann aldrei hafa fengið slaghörpuna. Er þessi kaup voru komin í kring, lét ákærði breyta Staðarbakka þannig, að einnig var hægt að sýna þar kvikmyndir. Stundaði ákærði síðan um hrið eingöngu dansskemmtanahald og kvikmyndasýningar í Sandgerði, hvort tveggja fyrir reikning h/f Ó. Oddgeirs, en í maíbyrjun 1945 leigði hann húsið til dansskemmtanahalds til 1. október 1945, þó þannig, að hann áskildi sér rétt til kvikmyndasýninga á sunnudögum. 'Þegar ákærði þannig var orðinn laus við Staðarbakka, datt honum á ný í hug að láta h/f Ó. Oddgeir hefja útgerð. Komst hann brátt í sam- band við Almennu fasteignasöluna hér í bænum, eða Brand Brynjólfsson lögfræðing, um kaup á v/b Jóni Stefánssyni frá Siglufirði, eign Sigurðar Péturssonar þar. Samdist svo, að ákærði keypti bátinn f. h. h/f Ó. Odad- geirs fyrir kr. 90.000.00 sumarið 1945. Greiddi hann kaupverðið með því að 29 450 taka að sér greiðslu 45.000.00 króna veðskuldar, er á bátnum hvíldi, og eftirstöðvarnar, kr. 45.000.00, með útgáfu nýs veðskuldabréfs, tryggðs með veði í bátnum. Ákærði lét lagfæra bátinn lítilsháttar, en hóf síðan útgerð hans frá Keflavík fyrir reikning h/f Ó. Oddgeirs. Gekk útgerðin illa, og flutti ákærði því bátinn brátt til Reykjavíkur og lét hann um skeið stunda vöruflutninga til Vestfjarða. Síðan lét ákærði bátinn stunda reknetja- veiðar frá Keflavík nokkra hríð, en sú útgerð gekk svo hörmulega, að nú keyrði um þverbak, og tók seljandi bátinn aftur af ákærða haustið 1945, og var sú útgerð þar með úr sögunni. Hinn 1. október 1945 tók ákærði aftur upp dansskemmtanahald og kvik- myndasýningar í samkomuhúsinu Staðarbakka í Sandgerði fyrir reikning h/f Ó. Oddgeirs. Hélt hann síðan þeirri starfsemi áfram, unz allt komst í þrot vegna fjárhagsörðugleika. Gerðist það nú allt um svipað leyti, að Guðmundur Egilsson og Steindór Hjaltalín fengu húseignina Staðarbakka ásamt öllu, er þar var, upp í veðskuld sína hjá h/f Oddgeir og að bú þess félags og ákærða persónulega voru tekin til skiptameðferðar sem gjaldþrota. Voru gjaldbrotaúrskurðirnir kveðnir upp í skiptarétti Gull- bringu- og Kjósarsýslu 30. janúar 1946. Eftir uppkvaðningu gjaldbrotaúrskurðanna hætti ákærði að aðhafast nokkuð í nafni h/f Ó. Oddgeirs, og það, sem hann hefur síðan gert, hefur hann gert í eigin nafni. Fyrst eftir gjalðþrotin fór hann að hirða bein og fiskúrgang í Keflavík, hvort tveggja til þurrkunar. Er þurrkun var lokið, seldi hann þetta h/f Fiskimjöl í Reykjavík til vinnslu. Í maí 1946 hóf ákærði að flytja beinin og úrganginn til kaupanda og keypti sér í því skyni vöruflutningabifreið hjá Sölunefnd setuliðseigna án þess þó að greiða neinn hluta kaupverðsins við móttöku hennar. Skyldi hann láta hluta af andvirði beinanna ganga upp í bifreiðarverðið, en ekki varð út- koman af beinahirðingunni þó svo góð, að ákærða tækist það. Bifreiðin kostaði kr. 20.000.00, og tókst ákærða að greiða kr. 8000.00 upp í kaup- verðið á árinu 1947, en þar eð honum ekki reyndist kleift að greiða meira, tók Sölunefndin bifreiðina aftur af honum, án þess að endurgreiða honum neitt af því, er hann hafði greitt upp Í andvirðið, enda var það ekki talið meira en hæfileg leiga fyrir bifreiðina þann tíma, er ákærði hafði haft hana. Eftir að ákærði hafði lokið akstri beinanna í greindri bifreið, fór hann að stunda á henni flutninga milli Árnes- og Rangárvallasýslna og Reykja- víkur. Ók hann bifreiðinni sjálfur fram í júní 1947, en þá lét hann annan mann taka við akstri hennar, og ók sá henni, unz hún var tekin af ákærða síðari hluta árs 1947. Í júní 1947 keypti ákærði vörubifreiðina X. 461 og stundaði á henni ýmsan akstur þangað til um haustið 1947, en þá bilaði bifreið þessi, og ráðstafaði ákærði henni til viðgerðar í bifreiðaverkstæði Kaupfélags Ár- nesinga að Selfossi. Viðgerðarkostnaðinn tókst ákærða aldrei að greiða, og var bifreiðin að lokum seld til fullnustu hans, en afgangur söluverðs- ins rann til þrotabús ákærða. Þegar bifreiðin X. 461 bilaði, tók ákærði að sér að sjá um útgerð v/b 451 Atla frá Akureyri hér í bænum fyrir eiganda hans, Gunnar Jósefsson, Akureyri. Einnig keypti hann úrsalt alls staðar, þar sem hann gat í það náð. Úrsaltið seldi hann Landssambandi íslenzkra útvegsmanna, er notaði það í síldarflutningaskip. Þessari atvinnu ákærða lauk snemma árs 1948, eða um leið og síldar- vertíðinni. Þá komst hann í samband við nokkra færeyska útgerðarmenn og tók að sér fyrirgreiðslu fimm færeyskra skipa, er stunduðu veiðar hér við land. Seldi hann þeim m. a. beitusild og aðstoðaði þau um ýmislegt, er þau þurftu aðstoðar við, allt fram á vor 1948, að þau fóru heim. Síðan hefur ákærði haft ofan af fyrir sér með ýmis konar vinnu í annarra þjónustu, aðallega með akstri vörubifreiðar milli sveitanna austanfjalls og Reykjavíkur. Hér að framan hefur verið rakinn í stórum dráttum ferill ákærða og fyrirtækja hans, að því leyti sem nauðsynlegt má telja vegna úrlausnar máls þessa. Á því tímabili, er lýsing þessi nær yfir, hefur ákærði framið þau brot, sem hann er ákærður fyrir í máli þessu. Verða þau nú tekin til athugunar. Hinn 30. júní 1945 hóf sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu lög- regluréttarrannsókn út af ýmis konar kærum, er borizt höfðu á hendur ákærða. Voru kærur þessar aðallega í sambandi við ávísanir, er ákærði hafði gefið út, en ekki höfðu fengizt innleystar, þegar þeim var framvísað í viðkomandi peningastofnun, en einnig snerust þær þó um ætluð fjársvik ákærða. Þegar bú ákærða og h/f Ó. Oddgeirs voru tekin til gjaldþrota- skiptameðferðar 30. janúar 1946, var greindri lögregluréttarrannsókn enn ekki lokið. Var henni eftir það haldið áfram um þau atriði, er sérstaklega höfðu verið kærð, en auk þess var henni nú beint að gjaldþrotum ákærða og h/f Ó. Oddgeirs og ýmsu, er uppvíst varð í sambandi við þau. Síðasta réttarhald, er sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu eða fulltrúi hans stýrðu í rannsókn þessari, var háð 5. marz 1948. Þótti það vera komið í ljós, að rannsóknin yrði svo víðtæk og vinnufrek og þyrfti auk þess að framkvæmast í svo mörgum lögsagnarumdæmum, að sýslumaðurinn fór þess á leit við Dómsmálaráðuneytið í bréfi 19. marz 1948, að skipaður yrði í það sérstakur setudómari. Við þessari ósk varð Dómsmálaráðuneytið, og með umboðsskrá 10. maí 1948 skipaði bað Gunnar A. Pálsson lögfræð- ing í Reykjavík til þess að halda rannsókninni áfram og fara með og dæma eftirfarandi má! á hendur ákærða. Enn fremur skipaði ráðuneytið 28. maí 1948 nefndan lögfræðing sérstakan skiptaráðanda til að fara með og ljúka skiptum í þrotabúi ákærða og h/f Ó. Oddgeirs. Frá greindum tímamörkum hefur Gunnar A. Pálsson lögfræðingur því farið bæði með greind þrotabú og lögregluréttarrannsókn þá, sem er undanfari máls þessa. Svo hefur hann og kveðið upp dóm þenna. Skiptum greindra brotabúa lauk hinn 6. þ. m. Lýst hafði verið eftir kröfum í búin hvort um sig. Námu lýstar forgangskröfur í þrotabú h/f Ó. Oddgeirs kr. 2771.80 og lýstar forgangskröfur í þrotabú ákærða persónu- lega kr. 821.16. Almennar kröfur í þrotabú h/f Ó. Oddgeirs námu kr. 5331.39 og í þrotabú ákærða persónulega kr. 90.388.38. Má geta þess, 452 að meðal hinna almennu krafna í þrotabú ákærða persónulega, er krafa frá Sverri Júlíussyni útgerðarmanni, að fjárhæð kr. 55.174.77, sem talin er helmingur taps, er ákærði og Sverrir urðu fyrir af útflutningi ísfisks á árinu 1944. — Meðan búin voru til skipta, þótti koma í ljós, að ómögu- legt væri að greina glöggt á milli, hverjar hinna lýstu krafna áttu að greiðast úr hvoru búanna um sig. Auk þess var h/f Ó. Oddgeir þannig háttað, að ákærði bar persónulega ábyrgð á öllum skuldum þess, en ástæður þess verða raktar síðar. — Eignum á vegum ákærða var þannig háttað, að ógerningur reyndist að ákvarða, hvað af þeim hann átti per- sónulega og hvað hlutafélagið. Og við uppskrift þrotabús félagsins lýsti ákærði yfir, að það væri algerlega eignalaust og þær smávægilegu inn- stæður, er væru á nafni þess, væru eign hans sjálfs persónulega. Eignir, er hafðist upp á, námu samtals kr. 3845.84. — Af framangreindum ástæð- um var sá háttur hafður á um skipti búanna, að eignirnar voru allar taldar í þrotabúi ákærða. Bú hlutafélagsins var gert upp sem eignalaust, en lýstar kröfur í það síðan fluttar yfir í þrotabú ákærða og gerðar þar jafnréttháar um niðurröðun og greiðslu og þær hefðu verið á það bú og lýst strax í það. Skiptum lauk á þann veg, að skiptakostnaður og ein forgangskrafa greiddist að fullu. Upp í aðrar forgangskröfur greiddust 74.65%, en ekkert greiddist upp í almennar kröfur. Verða nú hin einstöku sakaratriði, þau er ákæran nær til, tekin til meðferðar hvert um sig. I. ÚTGÁFA TÉKKÁVÍSANA, ER EKKI HAFA FENGIZT INNLEYSTAR. Svo sem að var vikið hér að framan, var eitt aðalviðfangsefni lögreglu- réttarrannsóknar þeirrar, er hófst yfir ákærða 30. júní 1945, í fyrstu útgáfa ákærða á tékkávísunum, er viðtakendur ekki fengu innleystar í viðkomandi peningastofnunum. Á því tímabili, er rannsóknin nær til, hafa verið töluverð brögð að því, að ákærði gæfi út ávísanir til manna, er hann átti skipti við, annað hvort fyrir sjálfan sig eða fyrir h/f Ó. Oddgeir, á innstæðulausa reikninga. Enn fremur hafa atvik oft verið þau, að á útgáfudegi ávísunar hefur að vísu verið næg innstæða á hinum ávísaða reikningi fyrir henni, en hins vegar hefur ákærði, hafi eitthvað dregizt að framvísa ávísuninni, verið búinn að ávísa öðrum svo miklu af innstæðunni á tímanum frá útgáfu viðkomandi ávísunar til framvísunar hennar eða þá jafnvel fyrir útgáfu viðkomandi ávísunar, að hún hefur ekki fengizt greidd við framvísun til innlausnar. Þegar ákærði hefur gefið út ávísanir, sem eitthvað hefur þannig verið athugavert við, hefur hann stundum vakið athygli viðtakanda ávísunar á, að hún myndi ekki fást greidd í bili, en stundum hefur hann hins vegar ekki gert það. Í fyrr- nefndu tilvikunum hefur hann stundum dagsett hina afhentu ávísun fram í tímann og þá pr. þann dag, er hann vildi ábyrgjast, að hún fengist inn- leyst, en þó fór hann ekki nærri allt af þannig að. Þá virðist og mega ætla af rannsókninni, að ákærði hafi ekki ætíð fylgzt svo vel með, hvernig hinir ávísuðu reikningar stóðu, að honum gæti verið ljóst, hvort til væri innstæða fyrir hverri einstakri ávísun, er hann gaf út. Þá kemur og fram 4583 í rannsókninni, að ákærði hefur, eftir því sem geta hans leyfði, reynt að greiða ávísanir, er lentu í vanskilum samkvæmt framanskráðu. Virð- ist hann alloft hafa bætt úr óheimilli ávísanaútgáfu sinni á þann hátt. A. Tékkávísanir, gefnar út á sparisjóðsávísanareikning nr. 4476 við Sparisjóð Reykjaríkur og nágrennis. Ávísanareikningur sá, er hér ræðir um, heitir í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis: H/f Oddgeir, Sandgerði. Ekki er þó um að villast, að reikning þenna átti h/f Ó. Oddgeir, Sandgerði. Er einungis um ónákvæmni að ræða varðandi reikningsheitið. Ávísanir á þenna reikning undirritaði ákærði þannig: Oddgeir h/f (stimpill) og nafn sitt undir. Þó kom fyrir, að hann notaði ekki stimpilinn og handritaði þá pr. pr. Oddgeir h/f og nafn sitt undir. Ávísanir þær, er ákærði hefur gefið út á greindan reikning og fyrir liggja í máli þessu, eru þessar: 1. Ávísun nr. 2183 A, útgefin 8. maí 1945 til Valdimars Long, Hafnar- firði, að fjárhæð kr. 49.00. Með ávísun þessari greiddi ákærði Valdi- mar Long, umboðsmanni Ríkisútvarpsins í Hafnarfirði, útvarpsaug- lýsingu. Ávísuninni var framvísað til innlausnar í Sparisjóði Reykja- víkur og nágrennis einhverntíma fyrir 15. júní 1945, en fékkst ekki innleyst. 2. Ávísun nr. 2435 A, útgefin 18. maí 1945 til Júlíusar Björnssonar, kaup- manns hér í bænum, að fjárhæð kr. 104.00. Með ávísun þessari greiddi ákærði nefndum kaupmanni efni í rafmagnsleiðslur í sambandi við húsið að Staðarbakka í Sandgerði. Ávísuninni var framvísað til inn- lausnar í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis hinn 20. júní 1945, en fékkst ekki innleyst. 3. Ávísun nr. 2436 A, útgefin 18. maí 1945 til Júlíusar Björnssonar kaup- manns hér í bænum, að fjárhæð kr. 32.50. Með ávísun þessari greiddi ákærði nefndum kaupmanni efni í rafmagnsleiðslur í sambandi við húsið að Staðarbakka í Sandgerði. Ávísuninni var framvísað til inn- lausnar í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis hinn 20. júní 1945, en fékkst ekki innleyst. 4. Ávísun nr. 2192 A, útgefin 12. maí 1945 til sýslumannsins í Gullbringu- og Kjósarsýslu, að fjárhæð kr. 100.00. Með ávísun þessari greiddi ákærði eftir kröfu hreppstjóra Miðneshrepps sýslumanninum í Gullbringu- og Kjósarsýslu hluta af skuld við bæjarfógetann í Vestmannaeyjum. 5. Ávísun nr. 2199 A, útgefin 16. maí 1945 til Gunnlaugs Jósefssonar, hreppstjóra Miðneshrepps, að fjárhæð kr. 200.00. Með ávísun þessari greiddi ákærði eftir kröfu hreppstjóra Miðneshrepps sýslumanninum í Gullbringu- og Kjósarsýslu hluta af skuld við bæjarfógetann í Vest- mannaeyjum. 6. Ávísun nr. 2200 A, útgefin 16. maí 1945 til sýslumannsins í Gullbringu- og Kjósarsýslu, að fjárhæð kr. 100.00. Með ávísun þessari greiddi ákærði eftir kröfu hreppstjóra Miðneshrepps sýslumanninum í Gull- bringu- og Kjósarsýslu hluta af skuld við bæjarfógetann í Vestmanna- eyjum. 454 Athugasemd við }, 5 og 6: Einhverri einni þessara ávísana var fram- vísað til innlausnar í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis einhverntíma fyrir 7. júní 1945, en hún fékkst ekki innleyst. Var því talið býðingarlaust að framvísa hinum tveimur, og má eftir gögnum málsins telja öruggt, að svo hefði verið. 7. Ávísun nr. 2448 A, útgefin 4. júní 1945 til Sigurðar Ásmundssonar, Bræðraborgarstíg 24 hér í bænum, að fjárhæð kr. 575.00. Sigurður var um tíma formaður hjá ákærða á v/b Jóni Stefánssyni, og greiddi ákærði honum eitt sinn kaup með greindri ávísun. Ávísuninni var framvísað til innlausnar í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis 28. júní 1945, en fékkst ekki innleyst. 8. Ávísun nr. 2449 A, útgefin 6. júní 1945 til Björgvins Guðmundssonar, að fjárhæð kr. 510.00. Björgvin var um tíma vélamaður hjá ákærða á v/b Jóni Stefánssyni, og greiddi ákærði honum eitt sinn kaup með greindri ávísun. Ávísuninni var framvísað til innlausnar í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis 11. júní 1945, en fékkst ekki innleyst. Svo sem ljóst er af framanskráðu, eru ávísanirnar 1-8 allar gefnar út á tímabilinu frá 8. maí til 6. júní 1945, enda munu útgáfudagar þeirra vera rétt tilgreindir á þeim sjálfum. Verður að telja, að allar þessar ' ávísanir hafi ákærði látið af hendi sem góðar og gildar greiðslur til við- takenda, án nokkurs fyrirvara um, að nokkur óvissa væri um innlausn Þeirra. Svo stóð á, að á útgáfudegi hverrar einstakrar ávísunar var næg inn- stæða á hinum ávísaða reikningi til greiðslu hennar. Hins vegar hafði innstæða reikningsins verið sett föst með „noteringu“ tveggja ávísana, að fjárhæð kr. 3000.00 og kr. 2.288.18, eða samtals kr. 5288.18, er ákærði hafði áður gefið út til h/f Suðurness hér í bænum. Neitaði sparisjóðurinn um innlausn allra ávísananna af þessari ástæðu. Hvenær ákærði gaf út greindar ávísanir til h/f Suðurness, hefur ekki tekizt að leiða í ljós, né heldur, hvenær „noteringin“ fór fram. Það er þó víst, að Þegar hann gaf þær út, samdi hann svo við framkvæmdastjóra h/f Suðurness, Ólaf Einarsson, að hann framvísaði þeim ekki fyrr en eftir vissan tiltekinn tíma. Einnig er ljóst af rannsókninni, að Ólafur framvísaði ekki ávísun- unum til innlausnar fyrr en að þeim tíma liðnum, enda er það og viður- kennt af ákærða. Mátti ákærða vera ljóst, að Ólafur Einarsson gerði strax að hinum umsamda fresti liðnum ráðstafanir til að fá ávísanir h/f Suður- ness greiddar. Ekki var honum heldur heimilt að ætla, að viðtakendur ávísananna 1--8 framvísuðu þeim tafarlaust til innlausnar. — Af þessum ástæðum verður að telja, að ákærði hafi ekki verið í góðri trú um, að ávísanir þær, er ræðir um í 1--8 hér að framan, fengjust innleystar, þegar hann gaf þær út. B. Tékkánísun, gefin út á sparisjóðsávísanareikning nr. 630 við Austurbæjar-útibú Landsbanka Íslands. Ofangreindur reikningur heitir í bókum bankaútibúsins: Ólafur Guð- mundsson h/f, Austurstræti 2, Reykjavík. Er það nafn búið til alveg út í 455 bláinn af ákærða. Ávísanir á reikning þenna undirritaði hann þannig: pr. pr. Ólafur Guðmundsson h/f, Ól. Guðmundsson. Í málinu liggur fyrir ein ávísun á þenna reikning, B nr. 21482, útgefin 31. júlí 1946 til Guðmundar Kristjánssonar, að fjárhæð kr. 33.00. Með ávísun þessari greiðdi ákærði nefndum Guðmundi viðgerð á bifreiðarhjól- barða. Guðmundur framseldi ávísunina, og kom hún í hendur rannsóknar- lögreglunnar hér í bænum með bréfi Harðfisksölunnar 15. janúar 1947. Ávísun þessari var framvísað til greiðslu 23. desember 1946, en fékkst ekki innleyst. Innstæða var næg fyrir ávísun þessari, þegar hún var gefin út, enda lét ákærði hana af hendi fyrirvaralaust. Þegar henni var framvísað til innlausnar, nam innstæða hins ávísaða reiknings hins vegar ekki nema kr. 17.87. Af þessu er auðsætt, að annað hvort áður en ákærði gaf greinda ávísun út, eða á þeim tíma, er leið frá útgáfu ávísunarinnar til þess, að henni var framvísað til innlausnar, hefur ákærði ávísað svo miklu á reikninginn, að hann með því hefur komið í veg fyrir, að umrædd ávísun yrði innleyst. Mátti honum þó vera ljóst, með tilliti til þess, að alkunnugt er, að mjög er títt, að menn dragi lengi að framvísa ávísunum til inn- lausnar og að bankarnir innleysa margra mánaða gamlar ávísanir, að umræddri ávísun gat auðveldlega verið óframvísað. Þykir því mega jafna greindu háttalagi ákærða til þess, að hann hefði gefið umrædda ávísun út á reikning, er ekki var næg innstæða á til innlausnar hennar. C. Tékkávísun, gefin út á sparisjóðsávísanareikning nr. 618 við Austurbæjar-útibú Landsbanka Íslands. Ofangreindur reikningur er í bókum bankaútibúsins á nafni ákærða. Í máli þessu liggur fyrir ein ávísun, B. nr. 19553, útgefin 30. janúar 1946, að fjárhæð kr. 94.66, stíluð á handhafa, en afhent Dómsmálaráðuneytinu á útgáfudegi fyrirvaralaust sem gild greiðsla fyrir áfrýjunarleyfi, er ákærði fékk afhent þá samdægurs. Að kvöldi útgáfudagsins var innstæða hins ávísaða reiknings næg til innlausnar ávísuninni, en þegar daginn eftir var öll innstæðan tekin út, sennilega með ávísun, sem ákærði hefur gefið út, áður en hérgreind ávísun var gefin út, eða þá a. m. k. svo til samtímis. Síðan hefur aldrei verið næg innstæða á hinum ávísaða reikn- ingi heilan dag til innlausnar þessari ávísun, en þess má þó geta, að 27. febrúar 1946 voru lagðar inn á hann kr. 100.00, er teknar voru út sam- dægurs. Þessari háttsemi ákærða þykir öldðungis mega jafna til þess, að hann hefði gefið greinda ávísun út á innstæðulausan reikning, þar eð ekki er unnt að ætlast til, að með ávísun sé hlaupið til innlausnar sam- stundis og hún er gefin út. D. Tékkávísanir, geinar út á hlaupareikning nr. 1840 við Útvegsbanka Íslands h/f, Reykjaník. Ofangreindur reikningur er Í bókum bankans á nafni ákærða, og ávísanir á hann undirritaði hann með sínu eigin nafni. Í máli þessu er hann ákærður fyrir útgáfu tveggja ávísana á reikning 456 þenna, er ekki fengust innleystar við framvísun. Ávísanirnar eru þessar: 1. Ávísun O nr. 07730, útgefin 4. marz 1945 til h/f Dvergs í Hafnarfirði, að fjárhæð kr. 268.75. 2. Ávísun O nr. 7736, útgefin 6. marz 1945 til h/f Dvergs í Hafnarfirði, að fjárhæð kr. 204.04. Báðar þessar ávísanir gaf ákærði út og afhenti þær h/f Dverg í Hafnar- firði athugasemdalaust sem fullgilda greiðslu fyrir timbur, er hann keypti útgáfudaga ávísananna hjá nefndu félagi, en timbur þetta notaði hann í bekki í samkomuhúsið í Sandgerði. Á útgáfudögum beggja þessara ávís- ana var næg innstæða fyrir þeim á hinum ávísaða reikningi, en hins vegar var svo komið, þegar þeim var framvísað til innlausnar hinn 22. marz 1945, að ákærði hafði tæmt reikninginn með útgáfu annarra ávísana, sem fyrr var framvísað til innlausnar. Þykir mega jafna þessari háttsemi ákærða öldungis til þess, að hann hefði gefið ávísanir þessar út á inn- stæðulausan reikning, sbr. það, er segir í lok C hér á undan. E. Tékkávísanir, gefnar út á sparisjóðsávísanabók nr. 875 við Sparisjóð Hafnarfjarðar. Ofannefndur reikningur er í bókum Sparisjóðsins á nafni h/f Oddgeirs. Þrátt fyrir þetta var reikningur þessi eign h/f Ó. Oddgeirs, Sandgerði. Er því aðeins um að ræða ónákvæmni í reikningsheitinu. Á vísanir á reikning þenna undirritaði ákærði þannig: Oddgeir h/f. (stimpill) og nafn sitt undir. Ávísanir þær, er ákærði hefur gefið út á reikning þenna og fyrir liggja í máli þessu, eru þessar: 1. Ávísun B nr. 12033, útgefin 8. ágúst 1945, stíluð á nafn ákærða sjálfs, að fjárhæð kr. 75.00. 2. Ávísun B 12037, útgefin 25. ágúst 1945, stíluð á handhafa, að fjárhæð kr. 350.00. 3. Ávísun B nr. 12046, útgefin 28. ágúst 1945, til Olíuverzlunar Íslands h/f, að fjárhæð kr. 387.80. 4. Ávísun B nr. 12050, útgefin 28. ágúst 1945, til h/f Seguls í Reykjavík, að fjárhæð kr. 894.85. Ávísun B nr. 12035, útgefin 15. ágúst 1945, stíluð á handhafa, að fjár- hæð kr. 100.00. 6. Ávísun B nr. 12042, útgefin 24. ágúst 1945, til Mjöl og Bein h/f, Reykja- vík, að fjárhæð kr. 160.00. Um allar ofangreindar ávísanir nema hina fyrstgreindu (1), gildir það, að þær voru gefnar út, án þess að innstæða væri til fyrir þeim á útgáfu- degi. En svo sem þegar er greint, var fyrsttalda ávísunin útgefin 8. ágúst 1945, en daginn eftir var hinn ávísaði reikningur tæmdur, en fyrr útgefin ávísun en sú, er hér ræðir um, var hafin, og var því ekki til fyrir greindri ávísun, þegar henni var framvísað til innlausnar. Með vísun til athuga- semdanna, sem gerðar eru við ávísanirnar undir B og C hér að framan, ber þó að líta á háttsemi ákærða varðandi fyrsttöldu ávísunina öldungis eins og innstæða hefði ekki verið næg fyrir henni á útgáfuðegi. Ákærði afhendir allar þessar ávisanir athugasemdalaust og sem full- a 457 gildar greiðslur, og var honum þó ljóst, að hinn ávísaði reikningur var innstæðulaus. Telur hann sig hafa framið þenna verknað eingöngu í trausti til þess, að hann myndi fá rekstrarlán handa v/b Jóni Stefánssyni, er hann um þetta leyti var að búa á síldveiðar. Sú von hafi þó brugðizt og því hafi sér ekki reynzt unnt að leggja inn fyrir ávísunum þessum, eins og hann hafi þó ætlað sér. Þessar staðhæfingar ákærða þykja þó ekki geta orðið honum til neinna málsbóta. F. Tékkáwísun, gefin út á sparisjóðsávísanareikning nr. 702 við Útibú Landsbanka Íslands, Selfossi. Reikningur sá, er hér ræðir um, er á nafni ákærða sjálfs. Ein ávísun, útgefin á reikning þenna, liggur fyrir í máli þessu. Er hún dagsett 1. október 1947, stíluð á Þórð Bogason, Hellu, og að fjárhæð kr. 2.200.00. Þegar ákærði gaf ávísun þessa út og afhenti hana Þórði Bogasyni, tjáði hann honum, að innstæða væri þá ekki næg fyrir henni, en myndi verða síðar. Það brást þó, og tókst eiganda ávísunarinnar ekki að fá hana greidda. En þar eð ákærði skýrði viðtakanda ávísunarinnar frá því við afhendingu hennar, að innstæða væri ekki fyrir henni, varðar útgáfa ávísunar þessarar ákærða ekki refsingu. Sú háttsemi ákærða, sem útgáfa þessarar ávísunar var liður í, verður rakin síðar. 11. HLUTAFÉLAGIÐ Ó. ODDGEIR, SANDGERÐI. Hér að framan hefur verið talað um h/f Ó. Oddgeir í Sandgerði, svo sem allt væri með felldu um stofnun þess, tilvist og starfrækslu að formi og efni til. Svo er þó ekki, heldur er flestu svo farið, sem það varðar, að það verður vart talið hlutafélag að lögum, heldur fyrirtæki, er ákærði einn hafði allan veg og vanda af og bar einn og ótakmarkaða ábyrgð á. Til hægri verka verður fyrirtækið þó einnig hér á eftir kallað hlutafélag. Verður í þessum kafla fyrst rætt um stofnun, form, stjórn og starfrækslu félagsins, en síðar um bókhald þess. A. Stofnun, form, stjórn og starfræksla h/f Ó. Oddgeirs, Sandgerði. Ákærði telur stofnun félags þessa hafa farið þannig fram, að hann hafi farið til málflutningsmanns hér í bænum og fengið hann til að semja stofnsamning og samþykktir fyrir hið væntanlega hlutafélag. Sjálfur segist hann hafa séð um tilkynninguna til hlutafélagaskrárinnar í Gull- bringu- og Kjósarsýslu. Kveðst ákærði, áður en skjöl þessi voru samin, hafa verið búinn að minnast lauslega á við nokkra menn, að þeir „tækju að sér“ að gerast stofnendur félagsins. Þegar hann hafði fengið greind skjöl í hendur, hélt hann til Keflavíkur. Er þangað kom, gekk hann á fund hálfsystur sinnar, Ingu Nielsens, og manns hennar, Helga Kristins- sonar verkamanns. Bað ákærði þau að gera það fyrir sig að verða hlut- hafar í hlutafélaginu Ó. Oddgeir, er hann kvaðst vera að stofna. Þau þyrftu ekkert að skipta sér af starfsemi þess og ekkert fé að leggja fram, það myndi hann sjá um einsamall. Voru þau treg til, en létu þó undan 458 fortölum ákærða. Skrifuðu þau síðan nöfn sín undir stofnsamning, stofn- fundargerð og hlutafélagatilkynningu, er ákærði hafði allt með sér full- búið til undirskriftar. Ekki kveðast þau hafa gefið samþykki sitt til að verða talin stjórnendur félagsins, og hefur ákærði sennilega ekki vakið athygli þeirra á, að þau voru talin meðstjórnendur hans í félaginu í ofan- greindum skjölum, er þau undirrituðu án athugasemda og auðsæilega að mjög lítt yfirlögðu ráði, enda var hvorugu hjónanna hið minnsta kunnugt um slíkar félagastofnanir. —- Annað en nú hefur verið greint hafa greind hjón ekki verið við h/f Ó. Oddgeir riðin. Eftir viðtalið við framangreind hjón fór ákærði til systur sinnar Lovísu Aðalheiðar Guðmundsdóttur og talaði við hana á sama hátt og hjónin. Gerði hún það og fyrir hann á sama hátt og þau að leyfa honum að telja sig sýndarhluthafa í félaginu, en engin skjöl undirritaði hún. Í framangreindum skjölum var hún talin varastjórnandi í félaginu, en eftir því sem næst verður komizt, hefur hún líklega aldrei lesið þau og senni- lega ekki vitað, að í þeim var hún talin varastjórnandi félagsins. Þegar ákærði fór með greind skjöl til Keflavíkur, hafði hann sett í bau nöfn allra framannefndra venzlamanna sinna sem stofnenda félags- ins, en auk þess hafði hann sett í þau nafn Vignis Helgasonar, 13 ára sonar hjónanna Helga Kristinssonar og Ingu Nielsen, sem fimmta stofn- anda félagsins. Til þess aflaði hann sér hvorki fyrr né síðar neins sam- þykkis. Svo sem greint hefur verið, skrifuðu hjónin Helgi og Inga sjálf nöfn sín á skjöl þau, er ákærði hafði meðferðis og talin voru hér að framan. Hins vegar skrifaði hvorki Lovísa né Vignir undir þau né ákærði heldur nöfn þeirra. Eru skjölin því ekki undirrituð öðrum nöfnum en þeirra hjónanna og ákærða. Hefur þá verið lýst öllu því, sem aðrir en ákærði einn eru riðnir við h/f Ó. Oddgeir, Sandgerði. Með skjöl þau, er greind eru hér að framan, fór ákærði í skrifstofu sýslumannsins í Gullbringu- og Kjósarsýslu og fékk hlutafélagið skráð bar án nokkurra athugasemda hinn 31. janúar 1945, enda taldi fulltrúi sýslumanns, sá er við skjölunum tók, að allt myndi vera með felldu um félagið, og mun einskis hafa spurt ákærða, og ákærði þá heldur ekki hafa sagt honum neitt um félagið, stofnun þess eða stofnendur varðandi. Eftir að þessu öllu var lokið, var enginn annar en ákærði neitt við h/f Ó. Oddgeir riðinn. Af framanskráðu og rannsókn málsins er ljóst, að enginn stofnfundur var haldinn í félaginu, enginn formlegur stofnsamningur samþykktur né heldur samþykktir fyrir félagið. Engir eiginlegir hluthafar voru í því, heldur eingöngu sýndarhluthafar og þar af einn, sem ekki fullnægði skil- yrðum til að vera stofnandi hlutafélags og vissi ekki sjálfur, né heldur foreldrar hans, að hann var talinn meðal stofnenda. Engin fundagerða- bók var til fyrir félagið, enda enginn fundur haldinn í því hvorki fyrr né síðar. Hlutabréf voru engin gefin út, enda líklega ekkert eiginlegt hlutafé greitt, ekki einu sinni af ákærða sjálfum. Þó virðist e. t. v. mega líta á 459 fyrrgreinda 5000.00 kr. greiðslu hans við kaupin á Staðarbakka sem hluta- fjárgreiðslu. Ekki var neitt eiginlegt bókhald hjá félaginu, en um það atriði verður rætt hér á eftir. Allt, sem ákærði gerði í nafni h/f Ó. Odðd- geirs, gerði hann upp á sitt eindæmi, og fylgdust sýndarhluthafarnir ekk- ert með því, enda kvaddi hann þá aldrei til neinna ráða í sambandi við félagið eða starfsemi þess. B. Bókhald h/f Ö. Oddgeirs. Aldrei var um eiginlegt bókhald að ræða hjá h/f Ó. Oddgeir. Um ávís- anaútgáfuna virðist ákærði lítið eða ekkert yfirlit hafa haft. Reikningum, er ákærði greiddi fyrir félagið, „hélt hann saman eftir beztu getu“, að því er hann segir, og kveðst hann hafa tölusett þá jafnóðum. Um tekjur af dansskemmtunum og kvikmyndasýningum gerði ákærði nótur og geymdi a. m. k. að einhverju leyti. Eftir að félagið hafði verið úrskurðað gjald- þrota, fór ákærði með fylgiskjöl þau, er hann hafði, líklega eitthvað um 700 talsins, til Ólafs Pálssonar endurskoðanda, Hverfisgötu 42 hér í bænum, og bað hann að „ganga frá“ bókhaldi félagsins eftir þeim. Tók Ólafur þetta að sér og gerði upp úr fylgiskjölunum sjóððagbók, viðskipta- mannabók og efnahagsreikning. Gerði hann þó enga endurskoðun á þessu, heldur hegðaði sér að öllu leyti eins og ákærði lagði fyrir. Þegar Ólafur Pálsson hafði lokið verkinu, þótti ákærða útkoman slæm, og til þess að „hressa upp á hana“ lét hann Ólaf færa eignamegin á efnahagsreikn- inginn kr. 15.000.00 fyrir vanefndir, er hann taldi hafa verið af hálfu Steindórs Hjaltalíns og Guðmundar Egilssonar í sambandi við kaup þau á kvikmyndasýningartækjum, sem getið er hér að framan. Auk þess lét ákærði breyta sínu eigin kaupi úr kr. 10.000.00 í kr. 1500.00 í reikningnum. Hugðist ákærði nota bókhald þetta til þess að fá felld niður gjaldþrota- skiptin á h/f Ó. Oddgeir og vildi því láta það sýna sem bezta útkomu. Bókhald þetta afhenti ákærði síðan sýslumanninum í Gullbringu- og Kjósarsýslu, er hlutaðist til um, að hrl. Ragnar Ólafsson, löggiltur endur- skoðandi, endurskoðaði það. Í málinu liggur fyrir endurskoðunarskýrsla hins löggilta endurskoðanda. Í henni eru gerðar hinar margvíslegustu athugasemdir við bókhaldið, er þó ekki þykir ástæða til að rekja hér, að öðru leyti en því, að endanleg ályktun endurskoðandans um galla bókhaldsins er þessi: 1. Frumbækur hafa ekki verið færðar. 2. Bókhaldið er ekki fært fyrr en eftir að gjaldþrotið var úrskurðað. 3. Efnahagsreikningur hefur ekki verið færður í sérstaka löggilta bók. 4. Á efnahagsreikningi 31/12 1945 eru ekki greindar allar skuldir fyrir- tækisins. 5. Greinargerð um veðsetningar á eignum h/f Ó. Oddgeirs fylgir ekki efnahagsreikningi 31/12 1945. 6. Fyrirtækið hefur ekki geymt skjöl þau, er 14. gr. laga nr. 62 11. júní 1938 um bókhald greinir. 7. Færsla á vinnulaunum ákærða í sjóðdagbók, dagsett 8. ágúst 1945, 460 virðist hafa verið skafin út og breytt, sbr. framburð Ólafs Pálssonar endurskoðanda um það atriði hér að framan. Auk þessara athugasemda hins löggilta endurskoðanda er þess að geta, að ljóst er af rannsókn málsins, að það var gegn betri vitund, að ákærði lét Ólaf Pálsson „hressa upp á“ efnahagsreikninginn með fyrrgreindri 15.000.00 króna vanefndaskuld hjá Steindóri Hjaltalín og Guðmundi Egilssyni, þar eð honum var ljóst, að hjá þeim átti félagið ekkert. III. ÖNNUR SAKARATRIÐI Á HENDUR ÁKÆRÐA. A. Skipti ákærða við Jón Þorvarðsson, Vindási. Hinn 3. eða 4. september 1947 var ákærði staddur á Hellu á Rangár- völlum. Einnig var þar staddur Jón Þorvarðsson, bóndi að Vindási í Rang- árvallasýslu. Hafði Jón í fórum sínum ávísun, að fjárhæð kr. 8250.00, er hann þurfti að láta innleysa, en ávísun þessi var á Útibú Landsbankans að Selfossi, útgefin af Gunnari Sigurðssyni frá Selalæk. Nú talaðist svo til milli Jóns bónda og ákærða, að ákærði, er um þetta leyti ók bifreið milli Reykjavíkur og sveitanna eystra, tæki ávísunina, fengi hana inn- leysta á Selfossi og afhenti Þórði Bogasyni verzlunarmanni að Hellu and- virði hennar. Fékk ákærði ávísunina greidda að Selfossi samdægurs á leið sinni til Reykjavíkur. Er þangað kom, notaði hann kr. 2500.00 at fénu til kolakaupa fyrir sjálfan sig, en kol þessi ætlaði hann síðan að selja eystra. Eftir nokkurn tíma greiddi hann Þórði Bogasyni kr. 6050.00 og sagði þá Þórði, að þeir peningar væru frá sér, þar eð sér hefði ekki unnizt tími til að framvísa ávísuninni. Eftirstöðvarnar myndi hann greiða alveg næstu daga. Eftir nokkra daga kom ákærði enn til Þórðar og tjáði honum þá, að hann hefði fengið ávísunina greidda, en gæti ekki í bili staðið skil á eftirstöðvum hennar, kr. 2200.00. Óskaði ákærði að fá að gefa Þórði ávísun fyrir þessari fjárhæð, en tjáði honum þó jafnframt, að í bili væri ekki til næg innstæða fyrir henni. Samþykkti Þórður þetta og tók þá við ávísun þeirri, er ræðir um í Í. F. hér að framan, en hana dag- setti ákærði nokkuð fram í tímann, eða hinn 1. október 1947, enda lofaði hann, að þá skyldi næg innstæða verða til fyrir henni. Þetta brást þó, og hefur ákærða ekki reynzt unnt að greiða greinda skuld við Jón bónda Þorvarðsson enn þá. B. Skipti ákærða við Ole Larsen skipstjóra. Hinn 19. október 1944 sendi Alfons Jónsson lögfræðingur á Siglufirði ákærða símskeyti og spurðist fyrir um, hvort hann gæti útvegað fisk í færeyska skipið m/k Verðandi frá Saltangeraa, sem þá var statt á Siglu- firði. Út af þessu talaði ákærði við Alfons í síma og tjáði sig geta betta, en fór fram á að fá þegar sendar kr. 15.000.00 upp í fiskkaupin. Skipstjór- inn á Verðandi, Ole Larsen, féllst á þetta og sendi ákærða þá fjárhæð í Útvegsbankann hér í bænum. Voru peningarnir sendir 26. október 1944, og samdægurs fór skipið frá Siglufirði áleiðis til Reykjavíkur, en mun hafa farizt á leiðinni, enda hefur ekkert til þess spurzt síðan. Þá fjárhæð, 461 er hér um ræðir, gat ákærði ekki endurgreitt, þegar hann var krafinn um hana, og í rannsókn máls þessa hefur hann játað, að hann hafi án nokkurrar heimildar notað hana í eigin þarfir. C. Skipti ákærða við Thorvald Jensen úrsmið í Thorshann. Líklega haustið 1944 datt ákærða í hug að fara að selja úr héðan til Færeyja. Á einhvern hátt fékk hann nafn Thorvalds Jensens úrsmiðs Í Thorshavn í Færeyjum og komst í samband við hann og bauð honum armbandsúr til kaups, líklega 12 að tölu. Skyldi Jensen greiða þau fyrir- fram í banka hér. Samþykkti Jensen kauptilboðið og sendi ákærða greiðslu í Útvegsbankann hér í bænum. Úrin mun ákærði síðan hafa sent Jensen með fiskiskipi, en þau hafði hann keypt hjá úrsmið hér í bænum. Aðra úrasendingu höfðu þeir ákærði og Jensen kaup um á nákvæmlega sama hátt. Þriðju kaupin skyldu og fara fram á sama hátt. Í því sambandi sendi Jensen ákærða þriðju peningasendinguna í febrúar 1945. Var fjár- hæð hennar ísl. kr. 2760.00, og átti ákærði að senda Jensen úr fyrir. Þessa peninga notaði ákærði heimildarlaust í eigin þarfir og hefur ekki þrátt fyrir innheimtutilraunir af hálfu Jensens getað endurgreitt honum þá. D. Skipti ákærða við Partafélagið Ludv. Poulsen, Thorshavn. Líklega haustið 1944 eða síðar sendi ákærði ofannefndu félagi sýnis- horn af raflampaskermum, er hann hafði umráð yfir, til sölu. Jafnframt tjáði hann félaginu, að ef það pantaði eitthvað hjá sér af skermum, yrði það að senda greiðslu fyrirfram. Félag þetta pantaði síðan skerma hjá ákærða fyrir færeyskar kr. 357.62 og sendi honum þá fjárhæð í Útvegs- bankann hér sem fyrirframgreiðslu. Þegar ákærði fékk peningana, tók hann þá og notaði heimildarlaust í eigin þarfir, en sendi ekki skermana, enda telur hann sig ekki hafa getað útvegað þá, þegar peningarnir komu. Þrátt fyrir innheimtutilraunir af hálfu félagsins hefur ákærði ekki getað endurgreitt fjárhæð þessa. B. Dvöl ákærða að Hótel Borg. Í september 1944 tók ákærði á leigu herbergi að Hótel Borg hér í bæn- um. Var kona hans þar með honum um tíma, en annars var hann þar lengst af einn. Var herbergisleigan kr. 16.00 á dag, en auk þess átti ákærði að greiða fyrir símaafnot, líklega þó aðeins fyrir utanbæjarsímtöl, og veitingar, er hann fengi í herbergið. Ekki var samið um neinn sérstakan greiðslumáta, en sá háttur hafður á, að ákærða var afhentur reikningur vikulega. Kveðst ákærði ætíð hafa greitt vikureikninginn við sýningu, begar sér hafi verið það unnt. Telur hann sig hafa skuldað nokkuð um áramótin 1944 og 1945, en þá skuld hafi sér þó tekizt að greiða. Kveðst hann því vera skuldlaus við hótelið til 1. janúar 1945, og kemur það heim við reikning hótelsins, er telur skuld ákærða frá 1. janúar til 14. júní 1945 kr. 6272.25. Frá 1. janúar 1945 hafi sér hins vegar ekki tekizt að greiða hótelinu neitt, þrátt fyrir kröfu þess um greiðslu, sem ákærði ætíð lofaði að taka til greina, en brast getu til. —- Hinn 14. júní 1945 fór 462 ákærði suður í Sandgerði og var þar nokkra daga. Flutti hann þó ekki úr herberginu, og þegar hann kom hingað aftur, ætlaði hann enn að setj- ast að í því, en þá var búið að leigja öðrum herbergið, og fékk ákærði ekki gistingu í hótelinu. — Af gögnum málsins er ljóst, að ákærði lifði um efni fram með því að búa á Hótel Borg og að honum átti að vera ljóst sjálfum, að hann hafði ekki möguleika til að greiða fyrir dvöl sína þar. H. Dvöl ákærða að Hótel Garði. Tímabilið 27. ágúst--23. september 1947 stundaði ákærði bifreiðarakstur milli Reykjavíkur og Akraness, en átti þó heima að Selfossi. Taldi hann sér nauðsynlegt að hafa herbergi hér í bænum þenna tíma og tók sér því gistingu að Hótel Garði. Auk þess tók hann þar gistingu eina nótt handa manni nokkrum, er var á hans vegum. Reikningur Hótel Garðs fyrir þetta nam kr. 1928.80, og fór ákærði úr hótelinu án þess að greiða hann, og þrátt fyrir ítrekuð loforð við veitingamanninn hefur ákærði ekki greitt reikning þenna. — Tekjur hans um þetta leyti voru ekki svo miklar, að hann gæti búizt við að geta staðið straum af svo hárri greiðslu fyrir svefnstað sinn, sem hér var um að ræða. Kemur og fram í rannsókninni, að ákærða var þetta ljóst. G. Notkun ákærða á skammstöfuninni h/f. Ákærða hefur verið mjög gjarnt að nota heimildarlaust skammstöfun- ina h/f. Hefur hann jafnvel gengið svo langt að skrifa hana aftan við nafn sitt og kalla sig: Ólafur Guðmundsson h/f. Þá hefur hann og notað nafnið Oddgeir h/f, Kirkjustræti 2, Reykjavík, án þess að neitt félag væri til, er það héti. Þessi misnotkun ákærða á greindri skammstöfun hefur þó ekki, svo vitað sé, orðið til þess að véla um fyrir neinum í skiptum við hann, þannig að fjárhagslegt tjón hafi af hlotizt. IV. FJÁRHAGUR ÁKÆRÐA. Af gögnum málsins er ekki auðvelt að gera sér þess ljósa grein, hvernig fjárhag ákærða og h/f Ó. Oddgeirs hefur verið varið á þeim tíma, er hér skiptir máli. Víst er þó, að á þessum tíma öllum var fjárhagur þeirra mjög bágborinn og eðlilegir fjáröflunarmöguleikar mjög rýrir. Virðist ákærði alllengi fyrir afbrot sitt og h/f Ó. Oddgeirs hafa átt að sjá, að ekki voru eðlilegir möguleikar til þess að greiða þær skuldir, er á honum persónulega og félaginu hvíldu, en svo sem sjá má af því, sem fyrr er sagt, námu hinar lýstu kröfur í búin samtals kr. 99.312.73. Auk þessa voru nokkrar skuldir, er ekki var lýst í búin. Má því telja, að ákærði og h/f Ó. Oddgeir hafi verið mjög skuldum hlaðin, en um hina rýru mögu- leika ákærða til eðlilegrar tekjuöflunar nægir að vísa til þess, að ljóst er af rannsókninni, að hann átti fullt í fangi með að standa undir persónu- legum framfærslukostnaði sínum, þrátt fyrir þá notkun á annarra fé, sem fyrr er lýst. Bar honum því af sjálfsdáðum að snúa sér til skiptaráðanaa um gjaldþrotaskipti á búi sínu og h/f Ó. Oddgeirs fyrr en skiptaráðandi 463 tók þau til skiptameðferðar, enda verður af því, sem fyrr er greint, að draga þá ályktun, að ákærði hafi fyrr en þá raunverulega verið búinn að stöðva skuldagreiðslur, að fjárhagur hans og félagsins hafi versnað síð- asta árið og að hann hafi átt að sjá, að hann gat hvorki greitt skuldir sínar né þess. Með útgáfu tékkávísana þeirra, sem greindar erui I A 1,2, 3456, 7og8, IB IC, ID10g 2081 E 1, 2, 3, 4, 5 og 6, hefur ákærði í þeim tilvikum, er hann tók við verðmætum fyrir ávísanirnar, samtímis því, að hann afhenti þær, unnið til refsingar eftir 248. gr. almennra hegningar- laga, en þau tilvik, er hann greiddi eldri skuldir með ávísunum þessum, varða hann við 261. gr. sömu laga. Með hátterni því, sem lýst er í IL A og III G, hefur ákærði brotið 2., 3., 4., 6., 10., 32. og 44. gr. laga um hlutafélög nr. 77 27. júní 1921 og unnið til refsingar eftir 53. sbr. 54. gr. þeirra laga. Með vanrækslu þeirri og háttsemi, sem lýst er í IL B, hefur ákærði gerzt brotlegur við 2., 4., 5, 6., 7. 8., 10., 11, 12., 13. og 14. gr. laga um bókhald nr. 62 11. júní 1938 og unnið til refsingar eftir 18., 19. og 20. gr. þeirra laga og 262. gr. almennra hegningarlaga. Með hátterni því, sem lýst er í III A, B, C og D, hefur ákærði unnið til refsingar eftir fyrri málsgrein 247. gr. almennra hegningarlaga. Með hátterni því, sem lýst er í IIL E og F, hefur ákærði unnið til refs- ingar eftir 248. gr. almennra hegningarlaga. Þá hefur ákærði og með vísun til þess, sem sagt er í IV, gerzt brotlegur við síðustu málsgrein 1. gr. laga um gjaldþrotaskipti nr. 25 14. júní 1929 og unnið til refsingar eftir 39. gr. þeirra laga. Með vísun til 77. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða í einu lagi fyrir öll framangreind brot hæfilega ákveðin fangelsi í 8 mánuði. Samkvæmt 3. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga ber að svipta ákærða kosningarrétti og kjörgengi til opinberra starfa og annarra almennra kosninga. Samkvæmt 4. mgr. 8. gr. gjaldbrotaskiptalaganna, 19. gr. bókhaldslag- anna og 1. og 2. mgr. 68. gr. hegningarlaganna þykir verða að svipta ákærða ævilangt rétti til að reka eða stjórna verzlun eða atvinnufyrir- tæki. Þá ber að dæma ákærða til að greiða allan kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun verjanda hans, hrl. Egils Sigurgeirssonar, er þykja hæfilega ákveðin kr. 1.500.00. Í sérstakri bókun í réttarhaldi því, sem dómur þessi er kveðinn upp Í, er gerð grein fyrir rekstri málsins, en hann hefur verið vítalaus. Dómsorð: Ákærði, Ólafur Oddgeir Guðmundsson, sæti fangelsi 8 mánuði. Ákærði er frá birtingu dóms þessa sviptur kosningarrétti og kjör- gengi til opinberra starfa og annarra almennra kosninga. 464 Ákærði er ævilangt sviptur rétti til að reka eða stjórna verzlun eða atvinnufyrirtæki. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin máls- varnarlaun verjanda síns, hrl. Egils Sigurgeirssonar, kr. 1500.00. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Mánudaginn 12. nóvember 1951. Nr. 189/1950. Fiskiveiðahlutafélagið Njáll (Einar B. Guðmundsson) gegn Alliance h/f (Gunnar Þorsteinsson). Dráttaraðstoð skips. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 8. nóvember 1950, að fengnu áfrýjunarleyfi, dags. 6. s. m. Gerir hann þær dómkröfur, að stefnda verði dæmt að greiða honum kr. 200.000.00 með 6% ársvöxtum frá 12. marz 1949 til greiðsludags svo og málskostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Loks krefst áfrýjandi þess, að ákveðinn verði sjóveðréttur í b/v Kára, R.E. 195, til tryggingar dæmdum fjárhæðum. Stefndi krefst þess, að héraðsdómurinn verði staðfestur og að áfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Óhrakið er það álit hinna sérfróðu samdómenda í héraði, að bæta hefði mátt vélarbilun b/v Kára, R. E. 195, til bráða- birgða svo, að hann hefði getað siglt til Reykjavíkur af eigin ramleik. Ber því að staðfesta ákvæði héraðsdóms um, að hjálp sú, sem b/v Baldur veitti honum, hafi verið aðstoð. Þegar litið er til allra aðstæðna, þykir rétt að ákveða þóknun fyrir aðstoðina, þar með taldar bætur fyrir togvír, kr. 25000.00. Ber að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda þá fjárhæð ásamt 6% ársvöxtum frá stefnudegi, 12. marz 1949, 465 svo og málskostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 4000.00. Loks ákveðst sjóveðréttur í b/v Kára, R.E. 195, til trygg- ingar dæmdum fjárhæðum. Dómsorð: Stefndi, Alliance h/f, greiði stefnanda, Fiskiveiðahluta- félaginu Njáli, kr. 25.000.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 12. marz 1949 til greiðsludags og kr. 4000.00 málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi hefur sjóveðrétt í v/b Kára, R.E. 195, til tryggingar dæmdum fjárhæðum. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 23. maí 1950. Mál þetta, sem dómtekið var 16 þ. m., hefur Fiskiveiðahlutafélagið Njáll hér í bæ höfðað fyrir sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur með stefnu, út- gefinni 12. marz Í. á., gegn Alliance h/f hér í bænum til greiðslu björgunar- launa, að fjárhæð kr. 662.055.00, auk 6% ársvaxta frá 20. maí 1948 til greiðsludags, og málskostnaðar að skaðlausu. Þá hefur stefnandi krafizt þess, að viðurkenndur verði sjóveðréttur hans í b/v Kára, eign stefnda, til tryggingar dómkröfunum. Loks hefur stefnandi gert þá varakröfu, að honum verði dæmd björgunarlaun eftir mati dómsins ásamt vöxtum og sjóveðrétti, svo sem áður segir. Við munnlegan flutning málsins lækkaði stefnandi kröfu sína um björg- unarlaun niður í kr. 500.000.00, en hélt fast við stefnukröfurnar að öðru leyti. Stefndi hefur krafizt þess aðallega, að hann verði aðeins dæmdur til að greiða stefnanda hæfilega þóknun fyrir dráttaraðstoð með kr. 6.000.00, en til vara, að stefnukrafan verði lækkuð mjög verulega eftir mati dómsins. Þá krefst hann þess, hvernig sem málið fer, að málskostnaður verði felld- ur niður og vextir aðeins dæmdir frá stefnudegi. Málavextir eru þeir, að hinn 19. maí 1948 lagði b/v Kári síðla kvölds af stað á veiðar frá Reykjavík. Kl. 0,30 hinn 20. maí var hægt á ferð skipsins vegna leka á gufukatli, og kl. 1,00 var það stöðvað alveg, vegna þess að lekinn jókst í báðum hliðareldholum. Telur skipstjórinn á Kára, að skipið hafi þá verið statt 10 sjómílur NV a N %N frá Engey. Kl. 1,30 tilkynnti 1. vélstjóri skipstjóra, að „raka“ þyrfti út úr báðum hliðareldholunum, síðan væri reynandi að komast til Reykjavíkur með því að kynda miðeld- hol. Meðan á þessu stóð, var skipið látið reka til kl. 2.35. Hóf það þá 30 466 siglingu með hægri ferð og sigldi til kl. 3.15, en þá varð að stöðva vélina til að auka eiminn. Rak skipið nú enn til kl. 6.00. Var þá aftur haldið af stað áleiðis til Reykjavíkur og siglt til kl. 7,20, en þá varð að stöðva skipið, vegna þess að einnig var farið að leka í miðeldholi. Kári hafði neyðarflögg uppi. Um kl. 5,20 hinn 20. maí sáu skipverjar á b/v Baldri, sem var á heimleið til Reykjavíkur úr veiðiför, til Kára í um 2 sjómílna fjarlægð um bak- borða svo og að hann lét reka og hafði einhver flögg uppi. Kveður skip- stjórinn á Baldri, að hafðar hafi verið nákvæmar gætur á Kára, en þar sem veður var bjart, hafi ferð og stefnu skipsins verið haldið óbreyttu. Kl. 6,32 tók að dimma í lofti, og þar sem ekki sást hreyfing á Kára, snéri Baldur við og sigldi til hans. Telur skipstjórinn á Baldri, að siglingin til baka hafi tekið um hálfa klukkustund. Er komið var að Kára, var hann á hægri ferð, og fylgdist Baldur með honum nokkra stund eftir beiðni skip- stjórans. Um það bil sem Kári stöðvaðist, kl. 1,20, skall á dimm þokusúld. Kaldi var af vestri eða suðvestri, eitthvað meiri en 2—3 vindstig, að því er skipstjórinn á Baldri heldur fram, en sjólítið. Um þetta sama leyti bað skip- stjórinn á Kára um, að Baldur drægi skipið til Reykjavíkur. Dráttartaug var komið yfir í Kára með kastlínu, og gekk það greiðlega. Voru 125 faðm- ar af öðrum trollvírnum, sem ekki var nýr, notaðir sem dráttartaug, og var hann ónothæfur eftir dráttinn. Telur skipstjórinn á Baldri, að hann hafi lagt af stað með Kára í togi kl. 1,32 og sleppt honum á ytri höfninni í Reykjavík kl. 9,20. Skipstjórarnir eru sammála um það, frá hvaða stað drátturinn hófst, og er sá staður merktur með S á uppdrætti, sem lagður hefur verið fram í málinu. Hins vegar heldur skipstjórinn á Kára því fram, að drátturinn hafi hafizt kl. 8 og komið hafi verið á ytri höfnina í Reykja- vík kl. 9. Dómkröfur sínar reisir stefnandi á því, að um tvímælalausa björgun hafi verið að ræða. Vegna vélbilunarinnar hafi Kári ekki getað komizt hjálpar- laust til hafnar. Þá hafi skipið verið í hættu, þar sem það í dimmviðri hafi verið statt á mjög fjölfarinni siglingaleið, en ekki getað gert vart við sig með því að þeyta eimpípu skipsins vegna gufuleysis né heldur haft ljós uppi. Þá hafi kallstöð skipsins og önnur loftskeytatæki verið óvirk af sömu ástæðum. Aðalkröfur sínar reisir stefndi á því, að um dráttaraðstoð hafi verið að ræða, en ekki björgun. Kári hafi ekki verið í hættu staddur, hann hefði getað lagzt við legufæri sín, þar sem hann var kominn, er drátturinn hófst. Bráðabirgðaviðgerð hefði þá getað farið fram á vélbiluninni, svo að skipið hefði komizt til hafnar með afli eigin vélar. Þá hafi skipið getað með tal- stöð sinni, sem rekin er með rafgeymum að nokkru leyti, haft samband við land og getað fengið þaðan dráttaraðstoð. Að vísu verður ekki talið, að hægt hefði verið að sigla Kára til Reykja- víkur með seglum, en þrátt fyrir það verður ekki litið svo á, að hann hafi verið í hættu staddur í umrætt skipti. Vindur og sjór var, svo sem áður er lýst, og gat skipið lagzt við festar, ef svo vildi verkast, en ekki er annað vitað en það hafi haft fullkomin legufæri. Þá gat það haft siglingaljós uppi, 467 Þótt gufu vantaði, og gert enn frekar vart við sig með bjöllu skipsins. Þá segir í bréfi opinbers skoðunarmanns loftskeytástöðva, er fyrir liggur í málinu, að í skipinu hafi hinn 20. maí verið talstöð með 20 watta orku, rekin frá 4 volta rafgeymum og rafal frá ljósneti skipsins. Talstöð þessa megi auðveldlega reka með 150 volta rafhlöðu og sé þá langdrægi stöðvar- innar ekki innan við 100 mílur við venjuleg hlustunarskilyrði. Í skipinu hafi verið rafhlöður með a. m. k. 350 volt, og telur skoðunarmaðurinn því, að samband skipsins við land hljóti að hafa verið auðvelt og án tafa. Hef- ur loftskeytamaðurinn á Kára borið fyrir dómi, að í bréfinu sé rétt hermt. Loks virðist hafa verið hægt að dómi hinna sérfróðu meðdómenda að þétta ketilpípurnar til bráðabirgða, þannig að skipið gat siglt til Reykjavíkur, en sú viðgerð mundi hafa tekið um 2 sólarhringa, en samkvæmt vottorði veð- urstofunnar var vindur hægur í Reykjavík dagana 20. og 21. maí 1948. Þegar atriði þau eru virt, sem nú hafa verið rakin, og er litið er til árs- tímans og þess, hvar skipið var statt, þykir rétt að meta hjálp þá, sem Baldur veitti skipinu í umrætt skipti, sem aðstoð. Að því er fjárhæðina varðar heldur stefnandi því fram, að verðmæti togvirs þess, sem eyðilagðist, hafi verið um kr. 1.500.00, og hefur sú stað- hæfing hans ekki sætt andmælum. Drátturinn var auðveldur og vega- lengdin, sem dregin var, stutt. Þá tafðist Baldur skamman tíma vegna að- stoðarinnar, eða í mesta lagi frá því kl. 6,32, er hann snéri við til að at- huga um Kára og bar til kl. 9.20, þó að frádregnum tíma þeim, sem Baldur þurfti til að sigla vegalengdina frá þeim stað, sem hann snéri við á og inn á ytri höfnina í Reykjavík, en ætla má, að sú sigling hafi tekið um hálfa klukkustund. á Að því athuguðu, sem greint er hér að framan, þykir þóknun fyrir um- rædðda aðstoð, að meðtöldum bótum fyrir togvírinn, hæfilega ákveðin kr. 12.000.00. Ber að dæma stefnda til að greiða þá fjárhæð, en með vöxtum aðeins frá stefnudegi, þar sem ekki verður séð, að krafa um greiðslu hafi komið fram fyrr, svo og málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 1.500.00. Þá ber og að viðurkenna sjóveðrétt í b/v Kára, R. E. 195, til handa stefn- anda til tryggingar framangreindum fjárhæðum, sbr. 4. tölulið 236. gr. siglingalaganna. Einar Arnalds borgardómari kvað upp dóm þenna ásamt meðdómsmönn- unum Jónasi Jónassyni skipstjóra og Þorsteini Loftssyni vélfræðiráðunaut. Dómsorð: Stefndi, Alliance h/f, greiði stefnanda, Fiskiveiðahlutafélaginu Njáli, kr. 12.000.00 með 6% ársvöxtum frá 12. marz 1949 til greiðslu- dags og kr. 1.500.00 í málskostnað. Á stefnandi sjóveðrétt í b/v Kára, R. E. 195, til tryggingar dæma- um fjárhæðum. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 468 Miðvikudaginn 14. nóvember 1951. Nr. 103/1950. Baldvin Kristinsson (Vagn Jónsson hdl.) gegn Fjármálaráðherra og samgöngumálaráðherra f. h. ríkissjóðs og gagnsök (Baldvin Jónsson hdl.). Skaðabótamál, Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi, sem hefur skotið máli þessu til Hæstarétt- ar með stefnu 27. júlí 1950, gerir þær dómkröfur, að sam- göngumálaráðherra og fjármálaráðherra verði f. h. ríkis- sjóðs dæmdir til að greiða honum kr. 107.730.30 ásamt 6% ársvöxtum frá 18. marz 1948 til greiðsludags og málskostn- að í héraði og fyrir Hæstarétti samkvæmt mati dómsins. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu af sinni hálfu með stefnu 6. september 1950, að fengnu áfrýjunarleyfi 1. sama mánaðar. Gerir hann þær dómkröfur aðallega, að hann verði algerlega sýknaður, en til vara, að dæmdar fjárhæðir verði lækkaðar. Hvor krafan sem tekin verður til greina, krefst gagnáfrýjandi málskostnaðar fyrir báðum dómum úr hendi aðaláfrýjanda eftir mati Hæstaréttar. Telja verður, að orsök slyssins beri að rekja til þeirra stórfelldu galla, sem leitt er í ljós, að voru á umræddri brú á Höfðaá, svo og til hins, að Þifreiðarstjóri aðaláfrýjanda gætti ekki þeirrar varkárni, sem ber að krefjast, og er þetta hvort tveggja rakið í héraðsdómi. Þegar litið er til allra at- vika, þykir hæfilegt, að ríkissjóður greiði 34 hluta tjóns þess, er af slysinu leiddi, en að aðaláfrýjandi beri sjálfur % hluta þess. Um fjárhæð einstakra kröfuliða þykir mega staðfesta niðurstöðu héraðsdóms, og verður heildartjón aðaláfrýj- anda þá samtals kr. 81.410.00. Ber gagnáfrýjanda að greiða aðaláfrýjanda %4 hluta þeirrar fjárhæðar, kr. 48.846.00, ásamt 6% ársvöxtum frá 18. marz 1948 til greiðsludags. Eftir þessum úrslitum er rétt, að gagnáfrýjandi greiði 469 aðaláfrýjanda kr. 7000.00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Gagnáfrýjandi, samgöngumálaráðherra og fjármála- ráðherra Í. h. ríkissjóðs, greiði aðaláfrýjanda, Baldvin Kristinssyni, kr. 48.846.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 18. marz 1948 til greiðsludags og kr. 7000.00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 2. maí 1950. Mál þetta, sem dómtekið var 13. f. m., hefur Baldvin Kristinsson bií- reiðaeigandi, Sauðárkróki, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgef- inni 14. maí 1949, gegn samgöngumálaráðherra og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs til greiðslu skaðabóta, að fjárhæð kr. 107.730.30, með 6% ársvöxt- um frá 18. marz 1948 til greiðsludags, og málskostnaðar að mati dómsins. Stefndu hafa aðallega krafizt sýknu og málskostnaðar að mati dómsins, en til vara verulegrar lækkunar á dómkröfum stefnanda að mati dóms- ins og að málskostnaður verði þá látinn niður falla. Málavextir eru sem hér greinir: Hinn 18. júní 1947 var áætlunarbifreiðin K. 173, eign stefnanda, á leið frá Haganesvík til Sauðárkróks. Er þetta Ford-bifreið, gerð 1946, sem rúmar 26 farþega. Að þessu sinni flutti hún 21 farþega. Var þetta fyrsta áætlunarferð bifreiðarinnar, sem var alveg ný. Hafði hún lagt upp í férðina á Sauðárkróki og var nú á leið til baka. Á leið þessari eru nokkrar brúaðar ár.Hafði gengið slysalaust að komast yfir þær á leiðinni frá Sauðárkróki til Haganesvíkur, og er komið var að svonefndri Höfðárbrú á Suðurleið frá Haganesvík, ók bifreiðarstjórinn hiklaust út á hana, en þetta er mjó trébrú, svo sem síðar verður lýst. Hagar svo til þarna, að sunnan megin liggur vegurinn beint á brúna, en að norðanverðu er uppfylling að henni og nokkur beygja á veginum. Ekki er ljóst, á hvaða ganghraðastigi bifreiðin var, er hún ók yfir brúna, en vitnin Jóhann Fr. Guðmundsson, Haraldur Sveinbjörnsson og Cecelie Mikaelsson hafa borið, að henni hafi verið ekið mjög hægt, og vitn- in Sigurður Kristjánsson og Ásgeir Guðni Gunnarsson, að henni hafi verið ekið hægt. Öll voru vitni þessi farbegar í bifreiðinni og sátu í henni, er hún ók yfir brúna. Þegar bifreiðin var stödd nálægt miðju brúarinnar, heyrðist brothljóð í henni. Jók bifreiðarstjórinn þá benzingjöf- ina, en bifreiðin rann aðeins nokkurn spöl og valt síðan út af brúnni til vinstri (austan megin) ofan í árfarveginn. Skemmdist yfirbygging bif- reiðarinnar mjög mikið, og einhverjar skemmdir urðu einnig á grindinni, en ekki urðu veruleg meiðsl á mönnum. Stefnandi fór þegar á vettvang 470 og mun hafa verið kominn á slysstaðinn, um 2% klukkustund eftir að bifreiðin valt. Hann kveðst hafa athugað hjólför bifreiðarinnar og séð af þeim, að hún hafi ekið beint inn á brúna og síðan svo nærri vesturbrún hennar sem fært var. Telur hann sig hafa séð merki þess, að hægri hjól bifreiðarinnar hafi verið um þverfet frá brúntrénu vestan megin. Jóhann Fr. Guðmundsson, sem var farþegi í bifreiðinni, kveðst hafa athugað hjól- för hennar, þar sem þau lágu inn á brúna, og markað af þeim, að bif- reiðin hafi þá verið með öll hjól inni á brúnni. Ekki virðast aðrir hafa gefið gaum að hjólförunum. Þrir af farþegunum, sem í bifreiðinni voru, hafa borið, að þeim hafi virzt, að henni væri ekið rétt inn á brúna, Hrólfur Ásmundsson verkstjóri, sem var eftirlitsmaður þessa vegarsvæðis sam- kvæmt 42. gr. vegalaga nr. 34 frá 1947, var með vinnuflokk í námunda við slysstaðinn. Var hann sjónarvottur að því, er bifreiðin valt. Hann kveðst þá hafa verið staddur sunnan brúarinnar í 10--20 metra fjarlægð. Telur hann, að bifreiðin hafi lent með afturhjól vinstra megin út af brún- trénu austan megin. Ekki sá hann þó hjólið fara út af, en byggir skoðun sína á því, hvernig hann sá brúntréð spennast upp undan bifreiðinni. Dag- inn eftir slysið fékk stefnandi dómkvadda tvo mats- og skoðunarmenn til að rannsaka verksummerki og segja álit sitt um orsakir slyssins. Sam- kvæmt mælingum þeirra og öðrum upplýsingum, sem fyrir liggja í mál- inu, er brúin 11.65 metra löng og 2.48 metra breið milli yztu brúna. Lang- tré eru sívöl um 8%“ í þvermál. Undir norðurhluta brúarinnar eru þau 4, en 5 undir syðri hlutanum, 3 að vestan en 2 að austan. Brúargólfið er úr 2"x4" plönkum með 10 em millibili, en í þau bil voru, a. m. k. austan- megin, lagðir plankabútar og negldir inn á langtrén. Ofan á gólfinu er slitpallur úr 1“ borðum. Brúntrén virðast hafa verið úr 2“x4“ plönkum. Handrið hafði verið á brúnni beggja megin, en var brotið af á austur- hliðinni, er slysið vildi til. Langtrén austanmegin eru nokkuð inn undir brúnni, svo að endar plankanna í brúargólfinu þeim megin standa 48 em út af miðju ytra langtrésins. Fyrrgreindir matsmenn telja, að slitklæðn- ingin á brúnni hafi verið orðin mjög rifin og fúin og „alveg ónýt“. Einnig segja þeir plankana í brúargólfinu hafa verið meira og minna fúna. Brot- inu á brúnni lýsa matsmennirnir þannig, að frá því um það bil 1 metra fyrir sunnan miðju brúarinnar hafi allir plankaendarnir á austurhlið hennar verið brotnir um ytra langtréð á um það bil 2% metra löngum kafla. Matsmenn þessir telja orsakir slyssins vera þær, að brúin sé of mjó og að plankaendarnir í brúargólfinu austan megin hafi ekki þolað bunga bifreiðarinnar, bæði vegna þess að þeir stóðu út af burðartrjánum og voru því á huldu, svo og sökum þess að þeir voru orðnir fúnir og slit- klæðningin mjög léleg. Þá láta þeir í ljósi þá skoðun, að gerð og smíði brúarinnar hafi verið ábóta vant í upphafi og viðhald hennar lélegt. Virð- ast þeir byggja það álit sitt á því, að brúin var haldin göllum þeim, sem tilgreindir eru hér að framan. Samkvæmt upplýsingum vegamálastjóra var Höfðárbrúin byggð 1942, en viðgerð fór fram á henni m. a. á plönkum árið 1946. át1 Verkfræðingarnir Gústaf E. Pálsson og Sigurður Thoroddsen voru hinn 22. apríl 1949 dómkvaddir til að láta í ljósi álit um eftirtalin atriði: 1. Hverja þeir telji orsök þess, að brúin brotnaði. 2. Hvort þeir telji, að brúin hafi verið nægilega breið fyrir venjulega umferð. 3. Hvort þeir telji, að gallar hafi verið á smíði brúarinnar, eins og hún er teiknuð á dskj. nr. 9. Segir svo í álitsgerð þeirra um þessi atriði: Við 1. Orsökin virðist sú, að brúarpallurinn, sá hluti hans, sem stendur austur af burðartrjánum, mun hafa orðið fyrir meiri áraun en hann boldi og brotnað undan bifreiðinni, fyrst einn pallbitinn (27x4") og svo hver af öðrum. Við 2. Breidd brúarinnar verður að teljast minni en vera ætti á bjóð- vegi. Þó er hér eins og víðar á þessari leið um bráðabirgðabrú að ræða, og má telja, að með gætni sé örugglega hægt að aka yfir brýr af þessari breidd, ef að öðru leyti er vel umbúið,t. d. sterk hlífðartré á kanti og örugg merki við brúarendana, er afmarki breiddina. Við 3. Slitpallur brúarinnar, sem er úr 1“ þykkum borðum, virðist of viðalítill, þótt ófúinn væri, til þess að dreifa umferðarþunga frá bifreiðum eða öðrum ökutækjum, svo að þunginn skiptist á fleiri en einn pallbita, þó að styttra væri á milli þeirra en hér var um að ræða (10 cm), auk þess sem ekki virðast hafa verið viðhafðar neinar þær ráðstafanir, sem venja er til, til þess að binda bitana saman, t. d. að bolta tré neðan undir þá við kanttréð eða annað því um líkt. Verður því að álíta, að hjólþungi öku- tækja geti að öllu eða mest öllu leyti mætt á einum pallbita í einu.. Bifreið sú, sem hér um ræðir, er 3800 kg og getur flutt 26 farþega. Má því ætla, að allur þungi hennar með farþegum sé um 5600 kg, og er ekki of í lagt að reikna fjórða hluta þess sem hjólþunga, eða 1400 kg. Þó að áraun frá hraða og höggum, er af honum leiða, sé sleppt, er sú áraun, sem einn pallbiti verður fyrir samkvæmt framanskráðu, meiri en þrisvar sinnum meiri en leyfileg málraun, enda þótt þunginn af bifreið- inni verki t. d. jafnt á bitann á svæðinu frá brotstaðnum, sem markaður er á réttarskjal 9, út að kanttrénu, og yfir brotraun timburs, ef þunginn einhverra hluta vegna mæddi á 20 em bili næst kanttrénu, sem vel getur átt sér stað, þó að um tvíbarðahjól sé að ræða. Kanttré brúarinnar, sem eftir uppdrættinum (réttarskj. 9) virðist vera úr 2"x4", er ekki nægilega hátt til þess að varna því, að bifreið í akstri geti farið upp á það og jafnvel útaf brúnni. Ef slík bifreið, sem hér um ræðir, ekur upp á tréð, verður áraun pallbitanna langt yfir brotraun timburs, ef gert er ráð fyrir, að allur þunginn mæði á einum þeirra og því einnig yfir leyfilega málraun, þó að talið sé, að hann komi jafnt á fjóra þeirra í einu. Svar vort við spurningunni verður því á þá leið, að stórvægilegir gallar hafi verið á smíði brúarinnar, eins og hún er sýnd á réttarskjali 9, þar sem brúarpallurinn er hvað styrkleika viðvíkur langt undir þeim kröf- 472 um, sem sjálfsagt er að gera til slíkra brúa og allar verkfræðilegar venjur gera ráð fyrir, jafnvel þó að um bráðabirgðabrú sé að ræða.“ Álitsgerð þessi er byggð á því, sem fram kemur í skjölum málsins nr, 1—49. Bifreiðin K. 173 er 2.16 metrar á breidd, mælt á milli yztu brúna á hjólum. Afturhjólin eru tvöföld og er mesta breidd hvorrar hjólasam- stæðu 48 cm. Í álitsgerð Sigurðar Jóhannssonar verkfræðings, sem lögð hefur verið fram í málinu, virðist niðurstaðan sú, að brúin hefði ekki getað brotnað undan bifreiðinni, nema því aðeins, að henni hafi verið ekið þannig, að ytra afturhjólið vinstra megin hafi farið út af brúntré brúarinnar. Stefnandi byggir dómkröfur sínar á því, að slæmri gerð og ófullnægj- andi viðhaldi brúarinnar sé um að kenna, að hún brotnaði og bifreiðin valt út af henni. Telur hann brúna hafa verið of mjóa og of veikbyggða, auk þess sem hún hafi verið fúin. Sérstaklega hefur stefnandi bent á, að óforsvaranlegt hafi verið að láta brúarplankana standa svo langt út af langtrénu austan megin eins og gert var, en það geti ökumenn ekki varast. Enn fremur hefur hann bent á, að handriðið hafi vantað á brúna öðrum megin, engin aðvörunarmerki hafi verið við hana og að brúntréð hafi verið of lágt og veigalitið, auk þess sem það muni hafa vantað austan megin á brúna nema á um 2 metra löngum kafla við norðurendann. Heldur stefnandi því fram, að ríkissjóður beri ábyrgð á því tjóni, sem hann telur sig hafa beðið vegna gallanna á brúnni. Stefndu byggja sýknukröfur sínar fyrst og fremst á því, að göllum á brúnni hafi á engan hátt verið um að kenna, að bifreið stefnanda valt, heldur stafi það af vangæzlu bifreiðarstjórans. Honum hafi mátt vera ljóst, hve mjó brúin var, og hefði hann því ekki átt að aka út á hana hlaðinni bifreið af fólki. Auk þess sé sýnilegt, að bifreiðinni hafi verið ekið upp á brúntréð, en ekki sé til þess ætlazt, enda sé brúntréð einmitt til leiðbeiningar um, að ekki sé ekið of tæpt. Í annan stað byggja stefndu kröfur sínar á því, að þótt um einhverja galla hafi verið að ræða á brúnni, beri ríkissjóður ekki bótaábyrgð á því tjóni, sem af því kunni að leiða. Loks benda þeir á til stuðnings varakröfu sinni, að taka beri til greina að hluta sök bifreiðarstjórans. Í útreikningum Sigurðar Jóhannssonar verkfræðings er við það miðað, að brúntré brúarinnar hafi verið óskeytt. Ósannað er, að svo hafi verið, og verður að teljast ósennilegt. Verður þegar af þessari ástæðu ekki hægt að byggja á þeirri niðurstöðu verkfræðingsins, að brúin hefði ekki getað brotnað, nema. ytra afturhjólið hefði farið út af brúntrénu. Fyrir dómi hefur Sigurður borið, að álitsgerð hans sé miðuð við, að í brúnni séu ófúnir plankar. Ekki verður sagt með vissu um burðarþol brúarplankanna, þar eð ekki liggur fyrir sýnishorn af þeim. Af vætti matsmanna þeirra, sem skoðuðu brúna og telja plankana meira og minna fúna, svo og öðrum gögnum málsins má gera ráð fyrir, að burðarþol þeirra sé miklum mun minna en nýs timburs. Varla er þó gerandi ráð fyrir, að plankarnir hafi verið 473 orðnir svo fúnir, að þeir hefðu ekki þolað, að bifreiðinni væri ekið þannig, að ytri brún afturhjólsins rynni með brúntrénu, enda er þá miðja innra hjólsins því sem næst yfir miðju yzta langtrésins. Af sömu ástæðu er ekki líklegt, að bifreiðin hefði oltið í þessari stöðu hennar, jafnvel þótt plankaendarnir hefðu brotnað. Hins vegar hefur brúin verið hættuleg bungum bifreiðum með einföldum hjólum, ef þeim hefði verið ekið utan við langtrén. Af framansögðu má telja líklegt, að ytra afturhjól bifreið- arinnar hafi lent upp á brúntréð, en það hafi brúin ekki þolað. Hins vegar skortir allar sönnur fyrir þeirri staðhæfingu stefndu, að hjólið hafi farið út fyrir tréð. Margnefnd brú var svo mjó, að þegar bifreið af sömu breidd sem K. 173 ók eftir henni miðri, var aðeins um 6 cm bil frá ytri brún afturhjólanna að brúntrjánum. Enn fremur var brúin of veikbyggð, farin að fúna og gerð hennar stórlega gölluð, þar sem planka- endarnir stóðu of langt út af langtrjánum eystra megin. Auk þessa var ekkert handrið austan megin til að afmarka breidd hennar. Engin að- vörunarmerki voru við brúna. Hefði þó verið full ástæða til að hafa slík merki, er tilgreindu hámarksþunga ökutækja, sem um brúna mættu fara, eða jafnvel bönnuðu með öllu breiðum og þungum bifreiðum umferð um hana. Þegar allt þetta er virt, verður að telja, að brúin hafi verið ófor- svaranleg á þjóðvegi og bað hafi átt nokkurn þátt í slysinu. Eins og á stóð, þykir því rétt að gera ríkissjóði að greiða að sínum hluta bætur fyrir tjón bað, sem af þessu hlauzt. Virðist slík niðurstaða eðlileg og réttmæt, enda er hún líkleg til að leiða til aukinnar varúðar um umbúnað slíkra mannvirkja, sem þjóðfélagið leggur almenningi til afnota, en bæði manns- líf og mikil fjárverðmæti eru einatt í hættu, ef ekki er traustlega um þau búið. Á hinn bóginn verður að telja, að ökumaður bifreiðarinnar eigi veru- lega sök á því, hvernig fór. Honum var kunnugt, að brúin var mjó, og einnig mátti honum vera ljóst, að hún var ekki traust. Þrátt fyrir það lét hann farþegana ekki fara út úr bifreiðinni til að létta hana, áður en hann ók út á brúna. Hann ekur og hiklaust áfram, í stað þess að stað- næmast og ganga úr skugga um, að bifreiðin stæði rétt fyrir brúnni, áður en ekið var út á hana. Bar og bifreiðarstjóranum að sýna sérstaka varúð sökum þess, að hann þekkti lítið til bifreiðarinnar og var óvanur að aka bifreiðum af svipaðri stærð með stýri hægra megin, svo sem K. 173 hafði. Þykir með hliðsjón af framanrituðu hæfilegt, að ríkissjóður bæti % hluta þess tjóns, sem stefnandi varð fyrir. Fjárhæð dómkröfu sinnar sundurliðar stefnandi þannig: 1. Skemmdir á bifreiðinni K. 173 ................00....... Kr. 61.160.00 2. Kostnaður við að draga bifreiðina upp úr árfarveginum — 250.00 3. Atvinnutjón vegna afnotamissis af bifreiðinni ........ — 46.320.30 Samtals Kr. 107.730.30 Um, 1. Aðiljar eru ásáttir um fjárhæð þessa kröfuliðs, og verður hann því lagður til grundvallar óbreyttur. Um 2. Krafa þessi er vegna óhjákvæmilegs kostnaðar, sem stefnandi 474 hefur haft vegna slyssins. Kröfunni virðist í hóf stillt, og verður hún lögð til grundvallar að öllu leyti. Um 3. Eftir slysið var ekki gert við bifreiðina K. 173, svo að hennar yrðu full not. Eitthvað var hún þó notuð á leiðinni Sauðárkrókur— Varmahlíð, en þar hélt stefnandi uppi sérleyfisferðum. Gerir stefnandi ráð fyrir, að ef hann hefði látið gera við bifreiðina, svo að hún yrði fær til langferðalaga, hefði það tekið eigi skemmri tíma en 3 mánuði. Næstu 3 mánuði eftir slysið telur stefnandi, að tekjuhæsta bifreið sín, K. 71, hafi skilað nettó hagnaði, sem nam kr. 54.433.85. Að öllu forfallalausu telur hann, að K. 173 mundi eigi hafa skilað minna arði, en nettó tekjur hennar á sama tíma kveður hann hafa orðið kr. 8113.55. Mismun þessara fjár- hæða krefst hann að fá bættan úr hendi stefnda. Stefndu hafa mótmælt þessum kröfulið sem mikils til of háum. Hafa þeir m. a. bent á, að stefnandi geri eigi ráð fyrir opinberum gjöldum, sem hann hefði orðið að greiða af tekjum sínum af K. 173, ef þær hefðu orðið svo miklar, sem hann gerir ráð fyrir. Samkvæmt vottorðum Egils Vilhjálmssonar og Lúðvíks A. Jóhanns- sonar má ætla, að tekið hefði 2 til 3 mánuði að smíða nýja yfirbyggingu á K. 173. Hefði hún því eigi orðið að notum sumarið 1947, ef horfið hefði verið að því ráði að láta gera við hana. Kunnugt er, að á þessum tíma var atvinna fyrir slíkar bifreiðar. Með því að K. 173 var alveg ný, verður að ætla, að stefnandi hafi orðið fyrir verulegu atvinnutjóni við að missa hana að mestu úr notkun á þessum tíma. Þykir hæfilegt að áætla tjón hans af þessum sökum kr. 20.000.00. Vaxtakrafa stefnanda er miðuð við stefnudag máls, þar sem hafðar voru uppi sömu kröfur sem í máli þessu, en það mál var hafið með sam- komulagi beggja aðilja, sökum þess að formgallar þóttu á því. Ber með vísan til þessa að taka vaxtakröfu stefnanda til greina. Samkvæmt framansögðu ber stefndu að greiða stefnanda % af kr. 81.510.00 (svo) (kr. 61.160.00 = 250.00 -* 20.000.00), eða kr. 27.170.00 með 6% ársvöxtum frá 18. marz 1948 til greiðsluðags og málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 2.800.00. Dóm þenna hafa kveðið upp Einar Arnalds borgardómari ásamt með- dómandanum Finnboga Rúti Þorvaldssyni prófessor. Dómsuppsaga hefur dregizt nokkuð um venju fram. Stafar það af því, að málið er umfangs- mikið og af miklum embættisönnum borgardómara og forföllum annars meðdómenda. Dómsorð: Stefndu, samgöngumálaráðherra og fjármálaráðherra f. h. ríkis- sjóðs, greiði stefnanda, Baldvin Kristinssyni, kr. 27.170.00 með 6% ársvöxtum frá 18. marz 1948 til greiðsludags og kr. 2800.00 í máls- kostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri að- för að lögum. 475 Sératkvæði Valgeirs Björnssonar hafnarstjóra. Að brúnni mátti finna tvennt. 1. Hún var mjög mjó, aðeins 2.28 m milli kantplanka. Fjöldi brúa á bjóðvegunum eru um það bil eins. Má til dæmis nefna brú á Ytri-Rangá 2.30 m og Vaðlabrýrnar 2.30 m, og er ein þeirra 20 m löng. Þetta breiðar brýr eru færar bifreiðum, enda þótt um 2.16 m hjólbreidd sé að ræða. Þetta verður því ekki talið til sakfellingar varnaraðilja. 2. Brúargólfið var veikgert, og á brúna vantaði handriðið öðrum megin. Það verður að líta svo á, að því aðeins gæti það komið til mála að dæma varnaraðilja til bóta, að upplýst væri með nægilegum rökum, að veikleiki brúarinnar eða vöntun handriðsins hafi valdið því, að bíllinn valt af brúnni. Þetta hefur ekki verið gert. Jafnvel þótt efnisgæði brúarplankanna, slitlagið skiptir hér ekki máli, hafi verið rýrnað um meira en helming, verða ekki færð fræðileg rök að því, að bíllinn hafi farið út af brúnni vegna þess, hve veikgerð hún var, svo framarlega sem bílnum hefur verið ekið innan þess svæðis, sem kantplankar vísa til, eða svo framarlega sem ekki hefur sprungið innri vinstri afturhjólbarði, þegar billinn var á þeim stað, er brot byrjaði. Í málsskjölunum er ekki upplýst, að sprungið hafi hjólbarði á brúnni. Brúin er byggð 1942, en viðgerð fer fram 1946, sbr. réttarskjal 54. Verður því að telja mjög ólíklegt, að um verulegar fúaskemmdir hafi verið að ræða í öðru en slitlagi, sem ekki er ætlað til burðar. Jafnvel þótt planki hafi verið brotinn í brúnni, áður en bíllinn ók út á hana, hefði hann ekki átt að velta af brúnni fyrir þá sök, ef rétt væri keyrt eftir henni. Handrið vantaði á brúna vinstra megin, þegar suður er farið, en bíllinn var með hægra stýri. Hægra handrið og kantplanki þeim megin var það eina, er bílstjórinn örugglega gat ekið eftir og bar að fara eftir á svo mjórri brú, jafnvel þótt handrið hefði verið vinstra megin. Það skiptir því ekki máli hér, hvort handrið vantaði vinstra megin. Ekki er fullupplýst, hvort kantplanki var eftir allri brúnni vinstra megin, en mynd, sem fylgir réttarskjali 40, ber með sér, að kantplanki hefur verið á nyrðri hluta brúarinnar og var þar til leiðbeiningar um, hvernig keyra skyldi á brúna. Eftir að komið er út á brúna, mun bílstjóri ekki hafa getað séð til vinstri kantplankans. Verður af þessu séð, að vöntun vinstra handriðs gat ekki valdið útafkeyrslunni. Dómsatkvæði mitt verður því þannig: Dómsorð: Varnaraðili skal sýkn af kröfum sóknaraðilja. Málskostnaður falli niður. 476 Miðvikudaginn 14. nóvember 1951. Kærumálið nr. 27/1951. Sigurgeir Sigurjónsson f. h. John Teuton gegn Íslenzku brennisteinsvinnslunni h/f. Frávísun frá Hæstarétti. Dómur Hæstaréttar. Kristján Jónsson setufógeti hefur kveðið upp hinn kærða úrskurð. Með kæru 20. f. m., sem hingað barst 26. s. m., hefur sókn- araðili skotið til Hæstaréttar úrskurði fógetaréttar Þing- eyjarsýslu, uppkveðnum hinn 20. október s.l., en með úr- skurði þessum var krafa sóknaraðilja um kyrrsetningu í eignum varnaraðilja tekin til greina gegn 45 þúsund króna tryggingu. Krefst sóknaraðili þess aðallega, að hin umbeðna kyrrsetningargerð verði látin fara fram gegn 15 þúsund króna tryggingu af hans hálfu, en til vara, að kyrrsetning verði leyfð gegn lægri tryggingu en 45 þúsund krónum. Þá krefst hann og kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðilja eftir mati dómsins. Varnaraðili krefst þess aðallega, að kyrrsetningargerðin verði aðeins látin fara fram gegn 850 þúsund króna trygg- ingu af hálfu sóknaraðilja, en til vara gegn 105 þúsund króna tryggingu og til þrautavara, að hin áfrýjaða fógetagerð verði staðfest. Þá krefst hann og kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðilja eftir mati dómsins. Úrskurði fógeta um það, hvort fógetagerð skuli yfir höfuð fara fram, sætir ekki kæru, sbr. 4. lið 198. gr. laga nr. 85/ 1936, og ber því sjálfkrafa að vísa kærumáli þessu frá Hæstarétti. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að sóknaraðili greiði varnaraðilja kr. 200.00 í kærumálskostnað. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. 4ATT Sóknaraðili, Sigurgeir Sigurjónsson, f. h. John Teuton, greiði varnaraðilja, Íslenzku brennisteinsvinnslunni h.f., kr. 200.00 í kærumálskostnað að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður fógetaréttar Þingeyjarsýslu 20. okt. 1951. Í máli þessu hefur gerðarbeiðandi, John Teuton, 19 Rosetta Park, Belfast, frlandi, krafizt kyrrsetningar í eignum gerðarþola, Íslenzku brennisteins- vinnslunnar h.f, Húsavík, fyrir fjárhæð £ 1716-17-0. Gerðarbeiðandi hefur gert þá grein fyrir kröfu sinni, að hún sé vegna útlagðs ferðakostnaðar og ýmissa starfa í þágu gerðarþola. Gerðarþoli hefur mótmælt skuld þessari og heldur þvi fram, að hann skuldi gerðarbeiðanda ekki neitt. Umboðsmaður gerðarbeiðanda hefur krafizt kyrrsetningar í 40 tonnum af brennisteini, sem geymdur er í Húsavík og er viðurkennd eign gerðar- þola. Umboðsmaður gerðarbeiðanda hefur boðizt til að leggja fram 15 þúsund króna tryggingu, til þess að gerðin næði fram að ganga. Umboðsmaður gerðarþola hefur mótmælt tryggingarupphæðinni og kraí- izt 850 þús. króna tryggingar. Hann hefur haldið fram, að brennisteinn sá, sem hér um ræðir, sé geymdur á opnum og óvörðum stað, og þar af leiðandi sé hætta á verulegri rýrnun, ef um geymslu í lengri tíma sé að ræða, vegna veðrunar. Enn fremur heldur hann bví fram, að hætta sé á verðlækkun á brennisteini á heimsmarkaðinum. Þá hefur hann og bent á, að búið sé að selja ca. 350 tonn af brennisteini fyrir 850 þúsund krónur, og sé þessu magni ekki skilað, megi búast við, að þeim kaupum verði rift og að farmgjöld ofangreinds brennisteinsmagns verði hlutfallslega hærri, þótt hægt verði að selja minna magn. Gerðarbeiðandi heldur því fram, að ekki sé um neinn markað að ræða á umræddum brennisteini, eins og er, og hefur mótmælt, að rýrnun gæti verið eins mikil og gerðarþoli heldur fram. Þá hefur gerðarbeiðandi haldið því fram, að dómvenja sé að krefjast ekki hærri tryggingar en sem svarar málskostnaði í undirrétti og Hæsta- rétti. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem fyrir liggja, þykir mega fallast á þá skoðun gerðarþola um rýrnun á brennisteini þeim, sem kyrrsetningar er krafizt á, geti orðið nokkur (svo). Með hliðsjón af kyrrsetningarupphæðinni og öðru því, sem fram er komið í málinu, þykir rétt að leyfa kyrrsetningargerðina gegn 45 þúsund króna tryggingu af hálfu gerðarbeiðanda. Málskostnaðarkrafa hefur engin verið gerð. Því úrskurðast: Hin umbeðna kyrrsetningargerð skal fram fara gegn 45 þúsund króna tryggingu af hálfu gerðarbeiðanda. 478 Föstudaginn 16. nóvember 1951. Nr. 89/1951. Ákæruvaldið (Einar Ásmundsson) gegn Guðvarði Vilmundarsyni (Sigurður Ólason). Landhelgisbrot. Dómur Hæstaréttar. Torfi Jóhannsson, bæjarfógeti í Vestmannaeyjum, hefur kveðið upp héraðsdóminn. Friðrik Ólafsson, skólastjóri Stýrimannaskólans, hefur eftir uppsögu hins áfrýjaða dóms markað á sjóuppdrátt staði varðskipsins samkvæmt mælingum varðskipsforingjanna, sem lýst er í forsendum dómsins, svo og miðunarlínur varð- skipsins til togbáts ákærða. Er með mælingum þessum og miðunum leitt í ljós, að togbáturinn var innan landhelgis- línu, er athuganir varðskipsmanna voru framkvæmdar. Var togbáturinn 1,2 sjómílur innan landhelgislínunnar, er varð- skipið kom að honum, en frá kl. 8,35 til 9,44 umræddan dag hafði báturinn samkvæmt skýrslu skipherra varðskipsins aldrei verið minna en 1 sjómílu inni á landhelgissvæðinu. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með skírskotun til for- sendna héraðsdómsins er sannað, að ákærði hafi verið að veiðum í landhelgi og því brotið gegn lagaákvæðum þeim, sem í héraðsdómi greinir. Þykir refsing ákærða með hliðsjón af gullgengi krónunnar, sem ekki hefur breytzt frá uppsögu héraðsdóms, hæfilega ákveðin 10000 króna sekt til Land- helgissjóðs Íslands, og komi varðhald 2 mánuði í stað sektar- innar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um upptöku afla og veiðarfæra og um málskostnað ber að staðfesta. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir Hæstarétti, kr. 600.00 til hvors. 479 Dómsorð: Ákærði, Guðvarður Vilmundarson, greiði 10000 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi varðhald 2 mánuði í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um upptöku afla og veiðarfæra og um málskostnað staðfestast. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar á meðal laun sækjanda og verjanda fyrir Hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Einars Ásmundssonar og Sig- urðar Ólasonar, kr. 600.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur aukaréttar Vestmannaeyja 10. marz 1951. Mál þetta, sem var dómtekið í gær, er af ákæruvaldinu höfðað gegn Guðvarði Vilmundarsyni, skipstjóra á m/s Helga Helgasyni, V.E. 343, til heimilis að Hásteinsveg 49, f. í Grindavík 29. marz 1913, fyrir meint brot gegn lögum nr. 5 frá 18. maí 1920, sbr. lög nr. 4 11. apríl 1924, sbr. og lög nr. 5 frá 2. janúar s.l, um breytingu á lögum nr. 5/1920, til refsingar, upptöku afla og veiðarfæra og greiðslu sakarkostnaðar. Ákærði, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna, hefur, svo kunnugt sé, ekki sætt öðrum refsingum en hér segir: 1949 14/3 Sátt, kr. 250.00 fyrir brot á gjaldeyrislögum. Málsatvik í máli þessu eru samkvæmt skýrslu skipherrans á varðskipinu Ægi, framburði ákærða og skýrslum vitna, sem leidd hafa verið, svo sem hér segir: Að morgni dags þann 8. marz var varðskipið Ægir á eftirlitsferð austur með landi. Kl. 08.35 var komið auga á skip, er talið var víst, að statt væri á landhelgissvæði milli Péturseyjar og Dyrhólaeyjar, og virtist það halda skáhallt að landi. Veður var gott. ASA 2., sjór 2., heiðskírt. Kl. 08.39 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun á varðskipinu, og var hún framkvæmd af fyrsta stýrimanni, Magnúsi Björnssyni. Drangshlíðarhorn > T5* 00“ Pétursey > 34" 20 Portlandshorn (suður) > 0719 Skip Kl. 08.49 sneri skipið í stjórnborð og út um í hring og stanzaði. 480 Skömmu seinna sást af varðskipinu híft (svo) net, sem talið var vera fiskipokinn, yfir borðstokk skipsins. Kl. 09.01 var á ný gerð staðarákvörðun, og var hún framkvæmd af skipherranum á Ægi, Eiríki Kristóferssyni, og fyrsta stýrimanni, svofelld: Drangshlíðarhorn > 56“ 30 Pétursey > 71 127 Portlandshorn (suður) > 05“ 007 Skip Virtist skipið þá vera á að gizka í 2'% sjómílu fjarlægð. Sneri það þá og setti á fulla ferð til austurs. Varðskipið setti þá upp stöðvunarmerki og blés með flautunni. Kl. 09.34 var skotið púðurskoti og aftur kl. 0937 og 09.39 og jafnframt gefið merki með flautunni. Kl. 09.40 var rennt fram með skipinu og kallað til þess að nema staðar, og var það gert. Reyndist skipið vera m/s Helgi Helgason, V.E. 343, skipstjóri Guðvarður Vilmundarson, ákærði í máli þessu. Var þá settur út léttabátur á Ægi, er þegar hafði verið látinn utanborðs til flýtisauka, og fóru þeir fyrsti og þriðji stýrimaður af Ægi ásamt hásetum út í m/s Helga Helgason, er lá þar fast við. Við athugun sást, að dálítið var af fiski á þilfari, og sást lífsmark með tveimur fiskum. Hlerar voru votir á pörtum og hleraskór glansandi. Skipstjórinn á Helga Helgasyni, Guðvarður Vilmundarson, fór með skipverjum af Ægi út í varðskipið. Var þá gerð eftirfarandi staðarákvörðun, og var hún framkvæmd af fyrsta og þriðja stýrimanni. Pétursey (austur) =£ Portlandshorn (syðra) > til Höttu 65“ 54. Staðarákvörðun þessi var gerð, strax eftir að komið var frá m/s Helga Helgasyni. Höfðu þá bæði skipin legið kyrr, frá því að staðar var numið kl. 09.40. Ákærða var nú skýrt frá því, að skip hans hefði verið inni á landhelgis- svæðinu, frá því það sást fyrst, þar til er það var stöðvað, og neitaði hann því ekki, en kvaðst ekki hafa togað innan landhelgislínunnar. Sóttir voru fjórir menn af m/s Helga Helgasyni út í varðskipið, og gáfu þeir varðskipsforingjanum skriflegar skýrslur, svo sem nánar segir, er kemur að vitnaframburði þeirra. Var skipið síðan tekið inn til Vestmannaeyja. Skipherrann á varðskipinu hefur hér í réttinum lagt fram sjókort, þar sem staðir þeir, sem varðskipið var statt á, þegar staðarákvarðanirnar voru gerðar, eru settir og sömuleiðis stefna sú, er m/s Helgi Helgason var í, þegar staðarákvarðanirnar I og II voru gerðar. Ákærði hefur fyrir réttinum ekki mótmælt staðarákvörðunum varð- skipsins né því, að hann hafi verið innan landhelginnar, þegar staðar- ákvarðanirnar voru gerðar. Hins vegar hefur hann mótmælt því að hafa verið að veiðum innan landhelgislínunnar. Kveðst hann hafa kastað botnvörpunni milli kl. 06.00 og 06.30, og hafi lausleg staðarákvörðun hans 481 verið: „Jökultungan austarlega á Pétursey“ og dýpi 42 faðmar. Kveðst hann hafa togað á þessu dýpi í austurátt og látið draga inn vörpuna um kl. 08.00. Hafi dýpið þá verið um 46 faðmar og Hatta hafi borið nokkurn veginn í Portlandsvitann. Kveður hann skipið síðan hafa legið ferðlaust í 15 til 20 mínútur og hafi það síðan lónað í NA til A dálitla stund og haldið síðan til SA með fullri ferð, og telur ákærði, að klukkan hafi þá verið langt gengin í níu. Hann kveður hlerana hafa verið tekna inn, strax eftir að varpan var tekin inn, eða nokkru áður en skipið fór að lóna inn fyrir. Ekki kveðst ákærði hafa heyrt nema eitt aðvörunarskot varð- skipsins. Eins og áður er skýrt frá, voru 4 af skipverjum m/s Helga Helgasonar kallaðir yfir í varðskipið. Hafa þeir verið leiddir sem vitni í málinu. Skal nú rakinn framburður þeirra. Vitnið Gunnar Halldórsson, stýrimaður á Helga Helgasyni, gaf vottorð um það (rskj. nr. 3), að varpan hafi verið undin upp kringum kl. 08.30 til 09.00 og hlerarnir teknir inn ca. 15 mínútum síðar. Strax eftir að varpan var undin upp, hafi skipið siglt austur með landi, en ekki látið reka. Vitnið hefur hér í réttinum haldið fast við framburð sinn og stað- fest hann með eiði. Vitnið Magnús Jónsson, er var I. vélstjóri á m/s Helga Helgasyni, vottar það (rskj. 4), að varpan hafi verið tekin inn um kl. 09.00, og hafi þá verið sett á ferð strax og hafi ferðin eftir það verið 180 til 230 snúningar á mínútu. Fyrir réttinum skýrði vitnið svo frá nánar, að það hafi komið á vörð kl. 08.00, hafi það litið fyrst inn í vélarrúmið og síðan farið inn í matsalinn að drekka kaffi. Hafi farið inn í vélarrúmið aftur kl. 08.20 og hafi þá litið á klukku í matsalnum. Hafi báturinn þá verið enn að toga. Ræður vitnið þetta af gangi vélarinnar, en það fór ekki út á þilfarið. Vitnið telur, að góð stund hafi liðið frá því, að það kom aftur inn í vélarrúmið, þar til það heyrði spilið sett í gang, og miði vitnið af því, að byrjað væri að draga upp vörpuna. Telur það, að lokið hafi verið við að draga upp vörpuna kl. 09.00, og hafi spilið þá verið stöðvað og vélin sett á ferð, fyrst gengið um 180 snúninga á mínútu dálitla stund og stuttu síðar með 230 snúningum á mínútu. Þetta vitni vildi ekki staðfesta framburð sinn með eiði, þó það lýsti þvi yfir, að hann væri sannur og réttur, og það lýsti sig fúst til að vinna að honum drengskaparheit, en með því að vitnið lýsti því yfir, að það tryði á guð og væri Í löggiltu trúarfélagi, þótti ekki rétt að láta það vinna drengskaparheit að framburði sínum, með því að það neitaði að vinna eið að honum. Vitnið Ástþór Guðnason, háseti á m/s Helga Helgasyni, gaf vottorð um það (rskj. 5), að varpan hafi verið tekin inn um kl. 09.00, eða ca. Í klst. eftir, að það kom á vörð kl. 08.00. Eftir að varpan var tekin inn, kveður vitnið, að skipið hafi siglt, en ekki látið reka. Hefur vitnið staðfest þetta vottorð, en tekið fram, að verið geti, að skipið hafi ekki verð sett á ferð alveg strax, eftir að varpan var innbyrt, og enn fremur tekið fram, að það telji skipstjóra hafa betri aðstöðu til að segja um, hvenær varpan al 482 var tekin inn en vitnið sjálft. Hefur vitni þetta unnið eið að framburði sínum. Vítnið Gunnlaugur Sigurðsson, háseti á m/s Helga Helgasyni, vottar (rskj. nr. 6), að varpan hafi verið undin upp milli kl. 08.00 og kl. 09.00. Hafi þá strax verið lagt af stað og ekki numið staðar fyrr en Ægir stöðv- aði bátinn. Vitnið hefur staðfest þetta vottorð hér fyrir réttinum. Telur vitnið sig hafa komið á vörð kl. 08.00, og hafi liðið nokkur stund, þar til byrjað var að draga upp vörpuna. Síðan hefur vitnið þó tekið fram, að hugsanlegt sé, að báturinn hafi verið kyrr stuttan tíma, áður en hann setti á ferð. Þennan framburð sinn hefur vitnið staðfest með eiði. Vitnið Jóhann Jónsson, háseti á m/s Helga Helgasyni, hefur fyrir rétt- inum talið, að varpan hafi verið tekin inn um ki. 08.00 til 09.00 og strax hafi verið keyrt austur eftir. Síðar hefur það þó tekið fram, að mögulegt sé, að fáeinar mínútur hafi liðið frá því, að varpan var tekin inn, þar til skipið var komið á ferð. Vitnið hefur staðfest framburðinn með eiði. Af varðskipinu Ægi hafa verið leiddir sem vitni fyrsti stýrimaður, þriðji stýrimaður og einn háseti. Vitnið Magnús Björnsson, fyrsti stýrimaður á Ægi, hefur staðfest skýrslu skipherrans að öðru leyti en því, að hann kveðst ekki hafa séð, er talið var, að botnvörpupokinn hafi verið tekinn inn fyrir. Hafi hann verið inni í kortakelfa að setja mælingar út í kort, er skipherrann hafi kallað til hans að sjá vörpuna híifða inn fyrir, en hann hafi komið of seint út til að sjá það. ins vegar sá vitnið hlerana utanborðs, þegar þetta var. Hefur hann staðfest framburð sinn með eiði. Vitnið Hjörleifur Ólafsson, þriðji stýrimaður á Ægi, kom ekki upp fyrr en um kl. 09.30. Hefur hann staðfest skýrslu skipherra eftir þann tíma, þar á meðal þriðju staðarákvörðun og ásigkomulag um borð í m/s Helga Helgasyni, er komið var þangað. Hefur vitnið staðfest framburð sinn með eiði. Vitnið Kristinn Árnason, háseti á Ægi, hefur borið hér fyrir réttinum, að rétt fyrir kl. 9 hafi hann séð eitthvað híft innbyrðis á Helga Helgasyni, og taldi hann það vera botnvörpupoka. Var þetta rétt fyrir kl. 9, og er vitnið visst í sinni sök, að því er tímann snertir, því kl. 9 hafi verið hringt bjöllu og það tekið við stýrinu. Rétt í sama mund kveðst vitnið hafa séð í kíki hlerana utanborðs á m/s Helga Helgasyni. Þetta vitni hefur einnig staðfest framburð sinn með eiði. Ákærði hefur haldið fast við framburð sinn, að hann hafi ekki togað innan landhelgislínunnar, að botnvarpan hafi verið tekin upp um kl. 08.00 og að skipið hafi lónað nokkurn tíma, eftir að varpan var tekin inn. Þessi framburður hans getur eigi staðizt gegn framburði hinna eiðfestu vitna. Að vísu kveða skipverjar á m/s Helga Helgasyni ekki nákvæmlega á um, hvenær varpan hafi verið dregin upp, en að það hafi verið kl. 08.00 til 09.00, eða 08.30 til 09.00. Benda þó allir framburðir þeirra til þess, að það hafi verið stuttu fyrir kl. 09.00. Vitnið Magnús Jónsson, sem að vísu fékkst ekki til þess að staðfesta framburð sinn með eiði, taldi góða stund líða 483 frá því, að hann kom niður í vélarrúm kl. 08.20, þar til vindan var sett í gang, og vitnið Gunnar Halldórsson stýrimaður telur, að bað taki alltaf hálfan tíma að hífa inn vörpuna. Staðfesta skýrslur vitnanna af m/s Helga Helgasyni að miklu leyti skýrslu skipherrans á Ægi og hinn eið- festa framburð skipsmannanna á Ægi. Þykir því rétt að leggja skýrslu skipherrans á Ægi og framburð varðskipsmanna til grundvallar. Af skýrslu skipherrans, sem staðfest er af fyrsta stýrimanni, um hreyf- ingar m/s Helga Helgasonar, rétt eftir kl. 08.49 má ráða, að varpan hafi verið tekin innbyrðis þá, og hafi skipið þá verið langt innan landhelgislín- unnar samkvæmt staðarákvörðun varðskipsins II, enda hafi bað verið innan landhelgislínunnar allan tímann, frá því að varðskipið gerði staðar- ákvörðun 1. . Verður því að telja sannað, að ákærði hafi verið að togveiðum innan landhelgislínunnar í umrætt skipti, og hefur hann þar með gerzt brotlegur við 1. gr. laga nr. 5 frá 1920 um bann gegn botnvörpuveiðum í landhelgi. Gullgengi íslenzkrar krónu er nú 100 gullkrónur 738,95 seðlakrónur, og m/s Helgi Helgason 178,11 rúmlestir að stærð. Samkvæmt 23. gr. fyrr- greindra laga, sbr. lög nr. 5 29. jan. 1951 og lög nr. 4 11. apríl 1924, þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin kr. 7500.00 í Landhelgissjóð Íslands, og komi í stað sektarinnar 2 mánaða varðhald, sé hún ekki greidd innan fjögra vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Þá skulu og öll veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir, svo og allur afli innanborðs í m/s Helga Helga- syni, V.E. 343, upptækur og andvirðið renna í Landhelgissjóð Íslands. Loks greiði ákærði allan sakarkostnað áfallinn og áfallandi. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Guðvarður Vilmundarson, greiði kr. 7500.00 sekt í Land- helgissjóð Íslands, og komi 2 mánaða varðhald í stað sektarinnar, sé hún ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Afli og veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir um borð í m/s Helga Helgasyni, V.E. 343, er gert upptækt og renni andvirðið í Landhelgissjóð Íslands. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 484 Mánudaginn 19. nóvember 1951. Nr. 81/1951. Gísli Halldórsson (Gústaf A. Sveinsson) gegn Sigríði Einarsdóttur og gagnsök (Magnús Thorlacius). Skipti á hlutabréfaeign hjóna, er skilið höfðu. Dómur Hæstaréttar. Skiptaráðandinn í Reykjavík, Kristján Kristjánsson borg- arfógeti, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Aðaláfrýjandi, sem skotið hefur máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 4. júlí þ. á., krefst þess, að úrskurður skiptaráð- anda verði staðfestur og honum dæmdur málskostnaður úr hendi gagnáfrýjanda fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu af sinni hálfu með stefnu 17. ágúst þ. á. Krefst hún þess aðallega, að hlutabréf þau, er í málinu greinir, að nafnverði kr. 9700.00, verði lögð sér út til eignar með nafnverði upp í húshelming hennar, en til vara, að hlutabréfunum verði skipt milli aðilja að jöfnu eða sem næst jöfnu. Þá krefst hún og málskostnaðar úr hendi aðaláfrýjanda fyrir báðum dómum eftir mati Hæstaréttar. Aðiljar máls þessa gengu í hjónaband árið 1935, en hluta- félagið „Gísli Halldórsson h/f“ var stofnað árið 1941, Var aðaláfrýjandi þá skráður eigandi hluta í félaginu, að fjárhæð kr. 9600.00, en gagnáfrýjandi skráð eigandi hlutar, að fjár- hæð kr. 100.00. Samkvæmt þessu verður að telja, að hlutabréf hvors aðilja séu hjúskapareign hans. Samkvæmt 47. gr. laga nr. 20/1923, sbr. 64. gr. laga nr. 3/1878, á því hvor málsaðilja rétt á að fá sér lögð út hlutabréf sín í félaginu. Á gagnáfrýj- andi samkvæmt þessu rétt til hlutabréfs, að nafnverði kr. 100.00, og aðaláfrýjandi rétt til hlutabréfa, að nafnverði kr. 9600.00. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir báðum dómum falli niður. Dómsorð: Hlutabréf aðaláfrýjanda, Gísla Halldórssonar, í h/f Gísla Halldórssyni, skulu lögð aðaláfrýjanda út upp í 485 búshelming hans fyrir kr. 9600.00 og hlutabréf gagn- áfrýjanda, Sigríðar Einarsdóttur, í sama félagi skal lagt gagnáfrýjanda upp í búshelming hennar fyrir kr. 100.00. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Úrskurður skiptaréttar Reykjavíkur 25. júní 1951. Í máli þessu, sem tekið var til úrskurðar 20. þ. m., hefur Gísli Halldórs- son vélaverkfræðingur, Klapparstíg 26 hér í bænum, krafizt þess, að hluta- bréf félagsbúsins í firmanu Gísli Halldórsson h/f verði lögð sér út fyrir nafnverð, kr. 9700.00 úr félagsbúi þeirra hjóna, hans og Sigríðar Einars- dóttur, Bólstaðarhlíð 3 hér í bæ, en bú þetta er undir opinberum skiptum vegna hjúskaparslita. Þá hefur hann og krafizt málskostnaðar sér til handa. Varnaraðili, Sigríður Einarsdóttir, hefur í greinargerð sinni frá 19. jan. 1951 krafizt þess, að framkominni útlagningarkröfu sóknaraðilja verði hrundið, og honum gert að greiða sér málskostnað að skaðlausu, og í réttarhaldi 9. maí síðastliðinn gerir hún þá varakröfu, að hlutabréfunum verði skipt að jöfnu milli aðilja, en við munnlegan flutning málsins gerir hún þær dómkröfur, aðallega að framkominni útlagningarkröfu sóknar- aðilja verði hrundið og að hlutabréfin, að nafnverði kr. 9700.00, verði lögð sér út með nafnverði til eignar upp í búshelming sinn, en til vara, að hlutabréfunum verði skipt milli aðilja að jöfnu eða sem næst jöfnu og að sóknaraðilja verði gert að greiða málskostnað að skaðlausu. Aðiljar máls þessa, Gísli Halldórsson og Sigríður Einarsdóttir, gengu í hjónaband 21. maí 1935, og stundaði Gísli Halldórsson þá verkfræðistörf í Reykjavík, en hann hafði á árinu 1933 lokið prófi í vélaverkfræði í Kaupmannahöfn. Sama sumar eða um haustið 1935 réðst hann sem for- stjóri til Síldareinkasölu ríkisins á Siglufirði og starfaði þar um tveggja ára skeið. Síðan varð hann verksmiðjustjóri í Esbjerg, en fluttist þaðan með fjölskyldu sína til Reykjavíkur haustið 1939, og stundaði eftir það aðallega verkfræðistörf og umboðssölu. Þann 1. marz 1941 var stofnað firmað Gísli Halldórsson h/f með kr. 10.000.00 hlutafjárframlagi, og samkvæmt stofnsamningi skrifar Gísli Halldórsson sig fyrir hlutum kr. 9600.00, en kona hans, Sigríður Halldórs- son, varnaraðili í máli þessu, og 3 aðrir aðiljar skrifa sig fyrir hlutum, kr. 100.00 hver, en tilgangur þessa félags er samkvæmt 2. gr. stofnsamn- ingsins að reka umboðsverzlun og heildsölu á hvers konar vélum og vara- hlutum til þeirra svo og verzlun með skip, byggingarefni og aðrar skyldar vörur og hvers konar framleiðsluvörur, iðnrekstur og annan skyldan atvinnurekstur. Varð Gísli Halldórsson begar framkvæmdastjóri þessa fyrirtækis, og hefur hann verið það síðan. Um mánaðamótin nóvember og desember 1949 munu hjónin hafa slitið 486 samvistir, og með bréfi, dags. 28. sept. 1950, krefst konan þess, að félags- búið verði tekið til opinberrar skiptameðferðar. Meðal eigna búsins voru í skiptarétti Reykjavíkur 9. október 1950 skrifuð upp sem eign félags- búsins hlutabréf í firmanu Gísli Halldórsson h/f, að nafnverði kr. 9700.00, og eru það þau hlutabréf, sem mál þetta er risið út af. Gísli Halldórsson byggir kröfu sína um útlagningu á hlutabréfum þess- um á því, að hlutafélag þetta hafi tekið við fyrri starfsemi sinni og sam- böndum og sé í raun og veru einkafyrirtæki hans, eins og áður hafi verið, með þeirri einu breytingu, að því hafi að formi til verið breytt í hlutafélag, enda sé hann aðalhluthafinn með 96% hlutafjárins, kona hans með 1% og vinir hjónanna með 3%. Hafi hann stjórnað fyrirtæki þessu áfram og helgað því alla krafta sína, enda ekki stundað aðra atvinnu, og byggist atvinna hans eingöngu á þessu fyrirtæki. Auk þess kveðst hann hafa aflað þeirra verðmæta, sem hlutabréfin eru útgefin fyrir, og allt good- will fyrirtækisins sé hans good-will, og telur hann, að hann með þessu hafi fært hlutabréf þessi í búið og þar með þau verðmæti, sem hér sé um deilt. Varnaraðili hefur mótmælt því, að hlutafélag þetta hafi tekið við fyrri starfsemi sóknaraðilja, og vísar um það í 9. gr. stofnsamningsins á réttar- skjali nr. 2. Kveður hann, að félagsbúið hafi lagt fram fé í fyrirtækið, enda sé það stofnað löngu eftir hjónabandið, og eigi hann því jafnan rétt við sóknaraðilja til þess að fá hlutabréfin útlögð upp í sinn búshelming. Kveður hann það fjarstæðu eina, að sóknaraðili geti átt kröfu til að fá hlutabréf þessi útlögð framar sér, en auk þess sé hér um skiptanlegt verð- mæti að ræða að mestu leyti, og telur því, að sóknaraðili geti ekki öðlazt meiri rétt en þann að fá helming hlutabréfanna, enda þurfi starfsemi félagsins í engu að breytast, þótt skipting á hlutabréfunum fari fram. Fullyrðir hann, að hlutabréfin séu miklu meira virði en nafnverð þeirra er, þrátt fyrir þau möt, sem fram hafa farið. Eins og mál þetta liggur hér fyrir, verður að telja, að firmað Gísli Halldórsson h/f, sem stofnað er með kr. 10.000.00 hlutafjárframlagi, sem mestmegnis eru á nafni Gísla Halldórssonar sjálfs, sé stofnað sem at- vinnufyrirtæki fyrir hann og byggt á verkfræðimennt hans og viðskipta- möguleikum sem verkfræðings, enda hefur hann verið forstjóri þess frá stofnun þess og komið einn fram fyrir þess hönd bæði inn á við og út á við, án þess að vitað sé, að hann hafi starfað annað. Það verður því að fallast á, að það sé sérstakt hagsmunamál fyrir hann, að dreifing hluta- bréfanna verði sem minnst og að hann sé öruggur með það að geta haldið starfrækslunni áfram, svo sem hann hefur gert hingað til. Verður því samkvæmt 59. gr. laga nr. 20 frá 20. júní 1923 að fallast á kröfu hans í málinu um að fá hlutabréf félagsbúsins í firmanu útlögð upp í sinn búshelming fyrir kr. 9700.00, enda sýna möt þau, sem fram hafa farið á hlutabréfum þessum, að eigi er ástæða til að ætla, að þau séu meira virði. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. 487 Því úrskurðast: Hlutabréf félagsbús Gísla Halldórssonar og Sigríðar Einarsdóttur í firmanu Gísli Halldórsson h/f skal leggja út Gísla Halldórssyni upp í hans búshelming fyrir kr. 9700.00. Málskostnaður falli niður. Miðvikudaginn 21. nóvember 1951, Nr. 173/1950. Helgi Benediktsson (Sigurður Ólason) gegn Kristjáni Kristóferssyni f. h. Jóns Kristjánssonar (Einar Arnórsson). Ómerking málsmeðferðar og dóms vegna vanhæfi héraðsdómara. Dómur Hæstaréttar. Freymóður Þorsteinsson, settur bæjarfógeti í Vestmanna- eyjum, hefur kveðið upp héraðsdóminn. Gunnar Þorsteinsson var bæjarfógeti í Vestmannaeyjum á þeim tíma, er gerðardómur fjallaði um skipti aðilja, þau er í máli þessu greinir. Freymóður Þorsteinsson var þá fulltrúi hans og fór með oddamennsku í gerðardóminum í forföllum bæjarfógeta á tímabilinu frá 14. marz til 24. maí 1950. Ein af málsástæðum áfrýjanda í dómsmáli því, sem hér er til með- ferðar, er sú, að gerðardómurinn sé ógildur vegna dráttar þess, sem varð á rekstri gerðardómsmálsins, meðan Freymóð- ur var oddviti hans. Verður að telja Freymóð vanhæfan til að leggja dóm á þessa varnarástæðu. Dómsmál þetta var höfðað fyrir bæjarþingi Vestmanna- eyja með stefnu 29. nóvember 1949. Gunnar Þorsteinsson var þá enn bæjarfógeti í Vestmannaeyjum og Freymóður Þor- steinsson fulltrúi hans. Freymóður fór með dómsmálið. Hinn 29, júní 1950 krafðist áfrýjandi frests í málinu, en stefndi mótmælti fresti. Kvað Freymóður fulltrúi þá upp úrskurð þess efnis, að frestur skyldi veittur, Þar sem dómsmálið varð- 488 ar meðferð þeirra Freymóðs fulltrúa Þorsteinssonar og bæj- arfógeta Gunnars Þorsteinssonar á gerðardómsmálinu, voru þeir vanhæfir til að fara með og kveða upp úrskurð í dóms- málinu, sbr. 36. og 37. gr. laga nr. 85/1936. Þær ástæður, sem nú hafa verið taldar, leiða til þess, að ómerkja ber héraðsdóminn og málsmeðferðina frá 29. júní 1950 og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar. Rétt þykir, að málskostnaður í Hæstarétti falli niður. Mjög ósæmilegur ritháttur er á ýmsum skjölum frá Sigurði E. Ólasyni hæstaréttarlögmanni, er lögð hafa verið fram í máli þessu. Þá er og mjög vítaverður ritháttur á skjali, er Gunnar Á. Pálsson lögfræðingur hefur samið til notkunar fyrir stefnda og lagt hefur verið fram í dómi. Dómsorð: Héraðsdómur í máli þessu og málsmeðferð frá 29. júní 1950 eiga að vera ómerk, og er málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar. Málskostnaður í Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Vestmannaeyja 2. des. 1950. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 29. nóv. s.l, er höfðað fyrir bæjar- þingi Vestmannaeyja af Kristjáni Kristóferssyni, Kirkjubóli, Vestmanna- eyjum, f. h. sonar síns Jóns Kristjánssonar með stefnu, útgefinni 20. júní 1950, birtri 21. s. m., á hendur Helga Benediktssyni útgerðarmanni, Vest- mannaeyjum, til greiðslu á skaðabótum, vöxtum og málskostnaði sam- kvæmt gerðardómi, uppkveðnum 8. júní 1950, að upphæð kr. 45.000.00, ásamt 6% ársvöxtum frá 14. október 1949 til greiðsludags og kr. 5000.00 í málskostnað, og ennfremur til greiðslu á sjúkrabótum, að upphæð kr. 10.491.68 ásamt 5% ársvöxtum frá 1. maí 1947 til greiðsludags, til greiðslu sjúkrasamlagsiðgjalda fyrir tímabilið í. nóvember 1946 til 1. júlí 1949, að upphæð kr. 432.00, og til greiðslu iðgjalda til almannatrygginga fyrir árin 1947— 1949, að báðum meðtöldum, að upphæð kr. 1070.00, ásamt 5% ársvöxtum af þessum tveimur síðasttöldu upphæðum frá 1. júlí 1949 til greiðsludags. Svo krefst stefnandi og málskostnaðar að skaðlausu. Undir rekstri málsins gerði stefnandi þá kröfu til vara, að sjúkrabætur stefn- anda til handa yrðu látnar fara eftir mati réttarins. Stefndi hefur látið mæta í málinu og gerði þær réttarkröfur, að hann verði algerlega sýknaður og honum verði tildæmdur ríflegur málskostn- aður úr hendi stefnanda eftir mati réttarins. 489 Málavextir eru eftirfarandi: Hinn 1. nóvember 1946 réðst stefnandi sem nemandi í húsasmíði til stefnda í máli þessu. Stefndi hafði þá í þjónustu sinni Snæbjörn Bjarna- son trésmíðameistara, og skyldi hann sjá um kennsluna. Var námssamn- ingur undirritaður 1. nóvember 1946 af báðum aðiljum, stefnda sem læri- meistara, en stefnanda sem nemanda, og auk þess af Kristjáni Kristófers- syni sem fjárhaldsmanni sonar síns og Snæbirni Bjarnasyni. Síðan var námssamningurinn áritaður og samþykktur af iðnaðarfulltrúanum í Reykjavík, og lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum ritaði á hann vottorð um, að samningurinn væri samkvæmur gildandi iðnlöggjöf. Í samningnum er tekið fram, að stefnandi skyldi hafa í kaup gildandi tímakaup verka- manna í Vestmannaeyjum, og skyldi það hækka eða lækka, ef kaup fast- ráðinna verkamanna hjá sama fyrirtæki breyttist. Hann skyldi sjálfur sjá sér fyrir fæði og húsnæði, svo og kosta iðnskólanám sitt og prófkostnað og leggja sér til handverkfæri. Önnur samningsákvæði voru samhljóða venjulegum ákvæðum í námssamningum. Stefnandi hóf námið 1. nóvember 1946, en 26. s. m. veiktist hann og varð óvinnufær til 12. ágúst 1947, að undanskildum 4 dögum í janúar 1947, eða frá 23. jan. til 27. s. m. Frá 12. ágúst 1947 vann stefnandi síðan óslitið undir handleiðslu Snæbjarnar Bjarnasonar til 31. október 1947, en þá fór Snæbjörn alfarinn úr þjónustu stefnda. Eftir það vann stefnandi hjá stefnda án handleiðslu eða tilsagnar meistara í iðninni, þar til um mán- aðamótin júní og júlí 1949. Taldi þá stefnandi, að kennslan væri svo stór- lega vanrækt, að ekki væri lengur viðunandi, og hvarf úr þjónustu stefnda. Um sama leyti, eða hinn 1. júlí 1949, var námssamningnum riftað. Til nokkurra árekstra kom milli föður stefnanda og stefnda, er riftunin fór fram, og kærði faðir stefnanda stefnda fyrir að hafa rifið námssamn- ingseintak sonar síns og skotið því undan, og krafðist þess, að stefndi yrði látinn sæta ábyrgð fyrir brot gegn 162. grein almennra hegningarlaga. Nokkur réttarrannsókn fór fram út af kærunni, en síðan var málið látið niður falla samkvæmt fyrirlagi Dómsmálaráðuneytisins. Skömmu eftir að stefnandi fór úr þjónustu stefnda, hóf hann prentnám við venjuleg prentnemakjör hjá prentsmiðjunni Eyrún í Vestmannaeyj- um. Virðist námssamningur hafa verið gerður 1. ágúst 1949. Hefur stefn- andi síðan verið við prentnám hjá því fyrirtæki til þessa tíma. Stefnandi taldi, að hann ætti skaðabótakröfur á hendur stefnda vegna vanefnda hans á námssamningnum, og með bréfum, dags. 14. okt. 1949, fór hann og faðir hans þess á leit, að gerðardómur yrði skipaður sam- kvæmt heimild í 19. gr. laga um iðnaðarnám, til þess að dæma um skaða- bætur vegna ólöglegrar riftingar og vanefnda stefnda á námssamningn- um. Fór stefnandi fram á að fá tildæmdar skaðabætur og vangreidd laun og uppihald, samtals að upphæð kr. 362.226.72, auk vaxta og málskostnað- ar. Þessar upphæðir lækkaði hann síðan um kr. 247.472.16 eða niður í kr. 114.754.56. Með bréfi, dags. 1. nóvember 1949, tilnefndi stefnandi Jón Eiríksson, skattstjóra í Vestmannaeyjum, sem dómara í gerðardóminum, og með bréfi, dags. 4. s. m, tilnefnir stefndi Jóhannes Elíasson, fulltrúa í 490 Menntamálaráðuneytinu, sem dómara af sinni hálfu. Fyrirtekt málsins fyrir gerðardóminum dróst á langinn af ýmsum ástæðum. Í fyrstunni vegna anna við bæjarfógetaembættið, slæmrar tíðar og ótryggra flug- samgangna. Síðan vegna sjóslyssins 7. janúar 1950, og þar næst vegna utanfarar dómarans, er stefndi hafði tilnefnt í gerðardóminn. Hinn 14. marz 1950 kom dómurinn í fyrsta skipti saman, án þess þó að Jóhannes Elíasson væri mættur. Voru þá lögð fram ýmis skjöl málinu til upplýsingar. Gerði stefndi þá kröfu, að Jón Eiríksson viki sæti úr dóm- inum vegna ofmikilla afskipta af undirbúningi málsins. Síðan var málinu frestað og tekið fyrir af nýju 22. marz, en Jóhannes Elíasson var enn ekki mættur, og var því málinu frestað. Næst kom dómurinn saman 27. marz s.l, og voru þá allir dómendur mættir, er sæti áttu í honum. Vék þá Jón Eiríksson úr dóminum vegna framkominnar kröfu stefnda, og óskaði stefnandi um leið eftir fresti til þess að tilnefna annan dómara í hans stað. Var fresturinn veittur og málið tekið fyrir af nýju hinn 4. apríl s.l. af oddvita dómsins, þar eð hinir gerð- ardómsmennirnir voru ekki mættir. Jóhannes Elíasson hafði raunar komið til Vestmannaeyja daginn áður, en farið samdægurs aftur til Reykja- víkur, þar eð bersýnilegt þótti, að hinn gerðardómsmaðurinn, er stefnandi skyldi tilnefna, myndi ekki mæta. Í þessu réttarhaldi lýsti stefnandi því yfir, að hann hefði tilnefnt Gunnar A. Pálsson lögfræðing, Reykjavík, sem dómara af sinni hálfu í stað Jóns Eiríkssonar. Var málinu svo enn frestað og fyrir tekið af nýju hinn 25. apríl og 5. maí, án þess að hinir tilnefndu gerðardómsmenn væru mættir. Síðan var málið tekið fyrir hinn 25. maí s.l., og voru þá allir gerðardðómsmenn mættir. Var þá lagt fram bréf frá stefnda, dags. 24. s. m., þar sem hann fór fram á, að bæjarfógeti legði úr- skurð á það atriði, hvort gerðardómurinn skyldi halda áfram meðferð málsins, þar eð hann taldi með tilvísun til 19. gr. laga um iðnaðarnám, að óhæfilegur dráttur hefði orðið á meðferð málsins fyrir gerðardóminum. Gerðardómurinn tók þessa kröfu til meðferðar og áleit meirihlutinn, að þetta atriði félli undir úrskurðarvald hans, en minnihlutinn, Jóhannes Elíasson, taldi hins vegar, að atriðið heyrði eingöngu undir úrskurðar- vald héraðsdóms eða hinna almennu dómstóla. Meirihluti gerðardómsins kvað síðan upp úrskurð, sem var á þá leið, að meðferð málsins skyldi haldið áfram fyrir gerðardóminum. Stefndi svipti þá Jóhannes Elíasson umboði til þess að sitja áfram í gerðardóminum, og vék hann úr dóminum. Jafnframt neitaði stefndi að tilnefna annan mann í dóminn í hans stað. Oddviti dómsins og Gunnar A. Pálsson sem meðdómsmaður fóru því einir með málið eftir þetta, og var því haldið áfram með eðlilegum hraða, og tekið undir úrskurð hinn 27. maí s.1. Úrskurður gekk í málinu hinn 8. júní 1950. Komst gerðardómurinn að þeirri niðurstöðu, að stefndi hefði vanefnt námssamninginn mjög stórkostlega og bakað sér skaðabótaábyrgð. Var honum gert að greiða kr. 45.000.00 í bætur ásamt 5% ársvöxtum frá 14. okt. 1949 til greiðsludags og kr. 5000.00 í málskostnað. Taldi gerðar- dómurinn, að beint fjártjón stefnanda af völdum vanefnda stefnda hafi verið mismunur þeirrar fjárhæðar, er stefnandi hefði verið búinn að vinna áð1 sér inn sem trésmíðanemi og sveinn í trésmíði á þeim tíma, er prentnámi hans lyki hinn 1. ágúst 1953, ef stefndi hefði fullnægt samningsskyldum sín- um samkvæmt námssamningnum, og þess, er hann verður búinn að vinna sér inn sem prentnemi, er prentnámi hans lýkur. Var áætlað, að tekjur hans myndu hafa numið kr. 107.350.00 til 1. ágúst 1953, ef allt hefði verið með felldu um nám hans hjá stefnda, en prentnámskaup hans til sama tíma myndi nema kr. 42.582.00. Mismunur þessara fjárhæða er kr. 64.760.80, en sú upphæð var ekki tildæmd að fullu, heldur lækkuð verulega með tilliti til þess hagræðis að fá upphæðina greidda í einu lagi og að lang- mestu leyti fyrirfram, og jafnframt haft í huga til hækkunar, að stefnandi muni hafa orðið fyrir nokkru óhagræði umfram beint fjártjón við það að flytjast yfir í óskylt nám. Stefnandi krefst þess, að gerðardómurinn verði lagður til grundvallar, eins og hann kemur fyrir, og stefndi dæmdur til að greiða þær fjárhæðir, sem þar eru ákveðnar. Stefndi byggir sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því, að ágreiningsmál aðilja út af samningi þeirra frá 1. nóv. 1946 heyri ekki undir gerðardóm, skipaðan samkvæmt 19. gr. laga um iðnaðarnám nr. 100 frá 11. júní 1938, þar sem samningurinn sé ekki og hafi aldrei verið löglegur námssamn- ingur í skilningi iðnnámslaganna. Vísar hann í því sambandi til 2. greinar nefndra laga, en þar segir svo: „Engir aðrir mega taka nemendur til iðn- kennslu en þeir, sem meistararéttindi hafa í þeirri iðn. Þó mega iðn- og iðjufyrirtæki taka nemendur til kennslu, enda þótt forstöðumaður þeirra eða eigandi hafi ekki meistararéttindi í iðninni, en þá skal fyrirtækið hafa í þjónustu sinni mann eða menn, sem hafa þessi réttindi ....“ Aðal- reglan sé því sú, að meistarar einir í iðninni megi taka nemendur til iðn- náms, en undantekning sé gerð um iðn- og iðjufyrirtæki, þegar sérstaklega standi á. Undantekningarákvæði þessi beri að skýra þröngt, og sé alger- lega óheimilt að skilja þau svo, að þó einhver óiðnlærður maður hafi meistara í þjónustu sinni lengri eða skemmri tíma, þá geti hann sem lærimeistari tekið nemendur til iðnnáms. Stefndi hafi aldrei rekið og sér- staklega ekki á þeim tíma, þegar samningurinn var gerður, iðn- eða iðjufyrirtæki og hafi því ekki getað gert iönnámssamning samkvæmt nefndum lögum. Stefndi, sem rekur víðtækan atvinnurekstur í Vestmannaeyjum, hefur um mörg ár haft iðönmeistara í húsasmíði í þjónustu sinni, sem hafa unnið að húsbyggingum fyrir stefnda, er hann síðan hefur tekið til afnota í atvinnurekstri sínum og til útbenslu hans eða til íbúðar. Einnig hefur hann haft iðnmeistara í fleiri iðngreinum í þjónustu sinni, meðal annars í skipasmíði, er unnið hafa að skipabyggingum fyrir stefnda sjálfan. Sam- kvæmt eigin sögn stefnda hefur hann áður tekið iðnnema til kennslu, og hefur fyrirtæki hans útskrifað sem sveina tvo iðnnema hans í húsa- smíði og tvo í skipasmíði, og, að því er virðist, með fullu samþykki viðkom- andi yfirvalda og iðnaðarfulltrúanna í Rvík. Í iðnaðarnámslögunum er ekki skilgreint, hvað átt sé við með orðinu iðnfyrirtæki í 2. gr. laganna, og virð- ist stefndi líta svo á, að það eigi aðeins við um fyrirtæki, er framleiði iðn- 492 vörur til sölu eða taki að sér verk fyrir aðra. Rýmri skilgreining virðist þó heimil, og telur rétturinn, að hugtakið nái einnig yfir iðnrekstur í eigin þágu, sem rekinn er á þann veg sem iðnrekstur stefnda, er að ofan er lýst. Leiðir það til þess, að stefndi hefði heimild til að gera námssamning við stefnanda, er skapaði honum þau réttindi og þær skyldur, sem iðnaðar- námslögin ákveða. Sú sýknuástæða stefnda, að hér hafi ekki verið um lög- legan iðnnámssamning að ræða, verður ekki tekin til greina. Þá telur stefndi, að úrskurður gerðardómsins sé löglaus, þar sem réttar- farsreglur 19. greinar iðnaðarnámslaganna hafi verið þverbrotnar. Sam- kvæmt þeirri grein megi aðeins fresta málinu 3 sinnum fyrir gerðardóm- inum og ekki megi líða nema Í mesta lagi 24 dagar, frá því fyrsti gerðar- dómsfundur er haldinn og þar til málið sé tekið undir úrskurð. Í máli þessu hafi hins vegar liðið um €0 dagar frá fyrstu fyrirtekt til þess, að málið var tekið undir úrskurð, og því hafi verið frestað 6 sinnum. Telur stefndi, að gera verði strangar kröfur til gerðardóms um löglega máls- meðferð, þar eð gerðardómur sé afbrigði frá venjulegri málsmeðierð. Eins og fram kemur í því, sem fyrr er ritað, var málið ekki rekið með þeim hraða fyrir gerðardóminum, sem mælt er fyrir um í 19. grein iðn- aðarnámslaganna. Allmikill dráttur varð á fyrirtekt, sem rétturinn telur, að stafað hafi af ástæðum, sem skylt hafi verið að taka tillit til. En eftir að málið var tekið fyrir, dróst meðferð þess á langinn í fyrstunni, vegna þess að annar meðdómsmaðurinn var erlendis, síðan vegna þess að skipta varð um meðdómanda og að lokum vegna sameiginlegrar fjarveru beggja hinna tilnefndu meðdómsmanna. Kemur fram í gerðarðóminum, að hann telur, að um lögleg forföll hafi verið að ræða. Verður að taka þetta trúanlegt, og leiðir það til, að þessi sýknuástæða stefnda verður ekki tekin til greina, þar eð telja verður, að víkja megi frá tímaákvörð- unum 19. greinar iðnaðarnámslaganna, ef lögmæt forföll eru fyrir hendi. 1 þessu sambandi þykir og rétt að hafa í huga það, að mál þetta var sér- staklega umfangsmikið, snerist um háar fjárkröfur og báðir aðiljar til- nefndu meðdómendur, sem búsettir voru utan umdæmisins, svo tæplega var unnt að gera ráð fyrir, að hægt yrði að ljúka meðferð málsins á þeim tíma, sem 19. gr. iðnnámslaganna ætlast til. Þá telur stefndi, að gerðardómurinn hafi farið út fyrir valdsvið sitt með því að dæma bætur fyrir hugsanlegt tjón mörg ár fram í tímann, bar sem hann hafi aðeins haft heimild til þess að dæma bætur fyrir það tjón, sem orðið var. Á þetta verður ekki fallizt. Í iðnaðarnámslögunum er vald- svið gerðardómsins hvergi þrengt á þenna hátt, og verður þegar af þeirri ástæðu ekki unnt að taka þessa sýknuástæðu stefnda til greina. Aðrar sýknuástæður en þær, er nú hafa verið raktar, hefur stefndi ekki haft uppi varðandi kröfur stefnanda samkvæmt gerðardðóminum. Verða því þær að öllu leyti teknar til greina og stefndi dæmdur til þess að greiða þær fjárhæðir, sem ákveðnar eru Í gerðardóminum. Skulu þá aðrar stefnukröfur málsins teknar til athugunar. 1. Sjúkrabætur, kr. 10.491.68. Kröfu þessa telur stefnandi, að eigi stoð í 12. gr. iðnaðarnámslaganna, en þar segir, að auk læknishjálpar og 498 hjúkrunar skuli meistari greiða annan nauðsynlegan framfærslukostnað nemenda, sem sýkist eða verður fyrir slysi. Upphæðina fær hann þannig, að hann reiknar sér verkamannakaup, meðan hann var veikur, frá því í nóv. 1946 til maíloka 1947, miðað við eðlilegan vinnutíma og það tímakaup, sem var gildandi á þeim tíma. Stefndi hefur neitað þessari kröfu ákveðið. Telja verður, að samkvæmt tilvitnaðri grein eigi stefnandi rétt á að fá greiddan nauðsynlegan framfærslukostnað, meðan veikindi hans stóðu yfir, en þó ekki lengur en 6 mánuði. Virðist hæfilegt að áætla nauðsyn- legan framfærslukostnað kr. 500.00 á mánuði, og nemur því upphæðin, sem stefnda ber að greiða, 6x500, eða samtals kr. 3000.00, ásamt 5% ársvöxtum frá 1. júní 1947 til greiðsludags. 2. Sjúkrasamlagsiðgjöld, kr. 432.00. Krafa þessi er fyrir iðgjöld til Sjúkra- samlags Vestmannaeyja fyrir tímabilið nóv. 1946—júní 1949, eða um þann tíma, sem námssamningur stefnanda við stefnda var í fullu gildi. Hefur stefnandi lagt Íram kvittanir frá sjúkrasamlaginu, sem bera það með sér, að hann hefur innt þessa greiðslu af hendi. Samkvæmt 12. grein iðnaðarnámslaganna bar stefnda að greiða iðgjöld þessi. Þessi liður verður því einnig tekinn til greina og ásamt 5% ársvöxtum frá 1. júlí 1949 til greiðsludags, eins og krafizt hefur verið. 3. Iögjöld til almannatrygginga, kr. 1070.00. Hér er átt við iðgjöld sam- kvæmt 107. og 127. gr. laga um almannatryggingar, en meistara ber að inna þau af hendi fyrir iðnnema sína samkvæmt 108. gr. sömu laga. Stefn- andi hefur lagt fram kvittun fyrir greiðslu þessara gjalda, og ber því að taka þenna kröfulið einnig til greina og ásamt vöxtum, eins og krafizt hefur verið. Samkvæmt ofanrituðu ber stefnda að greiða til stefnanda umfram kröf- urnar samkvæmt gerðardóminum kr. 3000.00 kr. 432.00 kr. 1070.00, eða samtals kr. 4502.00, ásamt 5% ársvöxtum af kr. 3000.00 frá 1. júní 1947 til 1. júlí 1949 og af kr. 4502.00 frá þeim degi til greiðsludags. Samkvæmt þessum úrslitum þykir bera að dæma stefnda til þess að greiða stefnandanum málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 2000.00. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Helgi Benediktsson, greiði stefnanda, Kristjáni Kristófers- syni f. h. sonar: síns Jóns Kristjánssonar, kr. 45.000.00 ásamt 5% ársvöxtum frá 14. október 1949 til greiðsludags og kr. 5000.00 í máls- kostnað, allt samkvæmt gerðardómi, uppkveðnum 8. júní 1950. Stefndi greiði enn fremur stefnandanum kr. 4502.00 ásamt 5% ársvöxtum af kr. 3000.00 frá 1. júní 1947 til 1. júlí 1949 og af kr. 4502.00 frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi greiði stefnandanum kr. 2000.00 í málskostnað. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 494 Miðvikudaginn 21. nóvember 1951. Kærumálið nr. 28/1951. Jón Beck Ágústsson gegn Kristni Ólafssyni, fulltrúa sýslumannsins í Gullbringu- og Kjósarsýslu, og Birni L. Gestssyni. Fulltrúa dómara ekki skylt að víkja sæti í máli. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 23. október þ. á., er hingað barst 1. þ. m., kærir sóknaraðili samkvæmt 37. gr., sbr. 2283. gr. laga nr. 85/1936 úrskurð, kveðinn upp í fógetarétti Gullbringu- og Kjósarsýslu 19. október þ. á., en með úrskurði þessum er hrundið kröfu sóknaraðilja um, að fulltrúi sýslumanns, Kristinn Ólafsson, er með málið fór í héraði, víki sæti í því. Sóknaraðili hefur sent Hæstarétti greinargerð í málinu. Krefst hann þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að ákveðið verði, að nefndur fulltrúi sýslumanns víki sæti í málinu, Svo krefst hann og: kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðilja samkvæmt mati Hæstaréttar. Varnaraðili hefur hvorki sent Hæstarétti greinargerð né kröfur í málinu. Eftir að úrskurður gekk í héraði, hafa sóknaraðili og eigin- kona hans komið fyrir dóm hinn 23. október s.l. og gefið skýrslu. Kveður sóknaraðili, að Kristinn Ólafsson fulltrúi hafi tjáð sér og eiginkonu sinni í samtali 6. október s.l., að húsnæðisuppsögn varnaraðilja væri gild. Eiginkona sóknar- aðilja skýrir eins frá þessu samtali, en auk þess kveður hún fulltrúann hafa lýst yfir hinu sama við sig í samtali um mán- aðamótin september—október. Kristinn Ólafsson fulltrúi hefur sent Hæstarétti greinargerð, þar sem hann kveður framangreind ummæli ranglega eftir sér höfð. Segist hann aldrei hafa lýst yfir því við sóknaraðilja og eiginkonu hans, að uppsögnin mundi vera gild. Að svo vöxnu máli eru ekki komnar fram sönnur fyrir því, að nefndur fulltrúi hafi látið uppi álit um málið, er geri hann óhæfan til að fara með það. 495 Samkvæmt framansögðu og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Þar sem varnaraðili hefur ekki krafizt kærumálskostnaðar, fellur hann niður. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður fógetaréttar Gullbringu- og Kjósasýslu 19. okt. 1951. Ár 1951, föstudaginn 19. október, var í fógetarétti Gullbringu- og Kjósar- sýslu af Guðmundi Í. Guðmundssyni sýslumanni uppkveðinn úrskurður í framangreindu máli, sem tekið var til úrskurðar í gær. Mál þetta er höfðað fyrir fógetaréttinum af gerðarbeiðanda, Birni L. Gestssyni, með beiðni, dags. 7. október s.l, þar sem beiðzt er útburðar á gerðarþola, Jóni Beck Ágústssyni, úr húsnæði, er hann hefur í Birkilundi í Silfurtúni, og vísar gerðarbeiðandi í uppsögn á húsaleigusamningi, en gerðarþoli hefur neitað, að uppsögn þessi væri gild, þar sem ekki væri sagt upp með nægum fyrirvara, fullum þremur mánuðum. Málflutningsmaður gerðarþola, Magnús Thorlacius, hefur krafizt þess sérstaklega og lagt undir úrskurð, að fulltrúi sýslumanns, Kristinn Ólafs- son, sem farið hefur með mál þetta, víki nú þegar sæti í því. Ástæður fyrir kröfu sinni færir málflutningsmaðurinn þær, að kona gerðarþola hefði tjáð honum, að fulltrúinn hefði látið í ljós við hana, að uppsögn gerðarbeiðanda á húsaleigusamningnum væri gild, og í öðru lagi hefði framkoma dómarafulltrúans í sambandi við töku máls þessa til úrskurðar verið með þeim hætti, að hann teldi rétt, að fulltrúinn kvæði ekki upp úrskurð í því. Um fyrra atriðið er þess að geta, að Kristinn Ólafsson fulltrúi neitar, að rétt sé eftir honum haft, þar sem kona gerðarþola er borin fyrir, og þar sem ekki eru færðar frekari sönnur að þessu, verður ekkert á slíkum fréttaflutningi byggt. Um síðara atriðið er það að segja, að 11. okt. s.l. var máli þessu frestað til næsta dags í því skyni að fá aðskiljaskýrslu gerðarþola, áður en hann færi norður í land, sem umtalað hafði verið. Daginn eftir, er málið kom í rétt, var enginn mættur af hálfu gerðar- þola, og málið þá tekið til úrskurðar samkvæmt kröfu gerðarbeiðanda. Síðar kom fram, að skolazt. hafði hjá málflutningsmanni gerðarþola ákvörðun um fyrirtekt málsins, en áður en efnisúrskurður yrði felldur í því, var málið tekið upp að nýju til frekari gagnasöfnunar. Eins og ljóst er af því, sem hér er rakið, verður ekkert að fundið um meðferð máls þessa í höndum fulltrúans, og verður krafa málflutningsmanns gerðar- bóla, um að hann víki dómarasæti, ekki tekin til greina. 496 Því úrskurðast: Krafa umboðsmanns gerðarþola, Magnúsar Thorlacius, um að full- trúi sýslumanns, Kristinn Ólafsson, víki dómarasæti í máli þessu, verður ekki tekin til greina. Föstudaginn 28. nóvember 1951. Nr. 147/1951. Ákæruvaldið (Ragnar Ólafsson) gegn Erni Hauksteini Matthíassyni (Gústaf A. Sveinsson). Fjárdráttur opinbers starfsmanns. Dómur Hæstaréttar. Sakaratriðum er rétt lýst í hinum áfrýjaða dómi. Tóbaks- einkasala ríkisins er stofnuð samkvæmt lögum nr. 58/19381. Leggur ríkissjóður fram það fé, sem þarf til rekstrar hennar, en ríkisstjórnin annast reksturinn. Ágóði af verzluninni greiðist í ríkissjóð. Á kærði var gjaldkeri einkasölunnar. Sam- kvæmt þessu verður að telja hann opinberan starfsmann í merkingu laga nr. 19/1940. Brot ákærða varðar við 1. mgr. 247. gr. og 138. gr. al- mennra hegningarlaga, enda eru skilyrði fyrir hendi sam- kvæmt niðurlagsákvæði 118. gr. laga nr. 27/1951 til þess að beita 138. gr. almennra hegningarlaga, þótt hennar sé ekki getið í ákæruskjalinu. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin í héraðsdómi, og með því að staðfesta ber önnur ákvæði hins áfrýjaða dóms, á héraðsdómurinn að vera óraskaður. Ákærða ber að greiða allan kostnað af áfrýjun sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda JR ch fyrir Hæstarétti, kr. 1500.00 til hvors. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Örn Hauksteinn Matthíasson, greiði allan 497 kostnað af áfrýjun sakarinnar, þar með talin málflutn- ingslaun skipaðs sækjanda og verjanda í Hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Ragnars Ólafssonar og Gústafs A. Sveinssonar, kr. 1500.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 1. sept. 1951. Ár 1951, laugardaginn 1. september, var í sakadómi Reykjavíkur, sem haldinn var í hegningarhúsinu af Valdimar Stefánssyni sakadómara, kveð- inn upp dómur í málinu nr. 3084/1951: Ákæruvaldið gegn Erni Hauksteini Matthíassyni, sem tekið var til dóms 30. ágúst sama ár. Málið er af ákæruvaldsins hálfu höfðað gegn Erni Hauksteini Matthías- syni, fyrrverandi gjaldkera, Sjafnargötu 8 hér í bæ, fyrir fjárdrátt úr sjóði Tóbakseinkasölu ríkisins á árunum 1938—1951 og jafnframt fyrir brot í opinberu starfi fyrir að hafa framið fjárdráttinn, meðan hann var gjaldkeri stofnunarinnar. Ákærður er hann til refsingar fyrir brot gegn 241. og 139. gr. almennra hegningarlaga nr. 19 12. febrúar 1940 svo og til sviptingar kosningarréttar og kjörgengis, til greiðslu alls sakarkostnaðar og skaðabóta til Tóbakseinkasölu ríkisins. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 27. ágúst 1907 í Haukadal í Þingeyrarhreppi. Hinn 11. ágúst 1930 hlaut hann með sátt í lögreglurétti Reykjavíkur að greiða 5 króna sekt fyrir lögreglusamþykkt- arbrot, en að öðru leyti hefur hann eigi, svo kunnugt sé, sætt ákæru né refsingu. Samkvæmt skýrslu ákærða og öðru, sem fram er komið í rannsókn málsins, verða málsatvik nú rakin. Að loknu barnaskólanámi lagði ákærði fyrir sig verzlunarstörf, og vann hann lengst af í Landsverzluninni og síðar Tóbaksverzlun Íslands, en begar sú verzlun hætti störfum og Tóbakseinkasala ríkisins var sett á stofn, sbr. lög nr. 58 8. september 1931, gekk hann ásamt öðrum starfs- mönnum Tóbaksverzlunar Íslands í þjónustu einkasölunnar, án þess að neitt væri bréflegt um það gert. Kveðst ákærði aldrei hafa fengið ráðn- ingarbréf, skipunar- né erindisbréf né nein skilríki fyrir starfi sínu hjá einkasölunni, og fram er komið bréf endurskoðunardeildar Fjármálaráðu- neytisins um, að ekki verði séð, að ákærði, gjaldkeri einkasölunnar, hafi verið skriflega ráðinn til þess starfa. Ákærði hefur verið starfsmaður einkasölunnar frá stofnun hennar þar til í lok síðastliðins maímánaðar, að upp komst um fjárdrátt. þann, sem brátt verður að vikið. Árið 1937 varð ákærði gjaldkeri einkasölunnar, og gegndi hann því starfi einn til 1947, en eftir þann tíma var hann aðalgjaldkeri stofnunar- innar, en hafði aðstoðargjaldkera. Jafnframt gjaldkerastarfinu annaðist ákærði allt frá árinu 1937 innheimtu útistandandi skulda einkasölunnar. Í vor lét forstjóri einkasölunnar í samráði við endurskoðunarskrifstofu Björns E. Árnasonar, sem annazt hefur endurskoðun reikninga einkasðl- 32 498 unnar frá stofnun hennar, að því er virðist, breyta að nokkru tilhögun á bókhaldi einkasölunnar, en við þær breytingar varð ljóst, að í sjóð stofn- unarinnar vantaði kr. 473.412.68, og viðurkenndi ákærði fyrir forstjóranum hinn 28. maí s.l., að hann hefði dregið sér úr sjóðnum fjárhæð, sem þessu svaraði. Áður en málinu var vísað til opinberra aðgerða, var það rannsakað innan stofnunarinnar einkum í því skyni að finna hina réttu upphæð vöntunarinnar, og voru þær athuganir framkvæmdar af forstjóranum og endurskoðanda og í samráði við ákærða, en í skrifborði hans í stofnun- inni voru ýmis gögn, sem veittu upplýsingar um upphæðina. Við rannsókn málsins í dómi hefur ákærði hreinskilnislega kannazt við að hafa dregið sér framangreinda fjárhæð úr sjóði einkasölunnar, og hefur hann staðfastlega haldið því fram, að hann hafi eytt þessu fé í eigin þarfir að undanteknum litlum hluta þess, sem hann lánaði og síðar verður vikið að. Eigi kveðst ákærði gerla muna, hvenær hann byrjaði að draga sér fé einkasölunnar, en gerir ráð fyrir, að það hafi verið 1939 eða 1938. Fyrst í stað var um lágar fjárhæðir að ræða, og hefur ákærði í því sam- bandi skýrt frá því, að sig minni, að fjárdrátturinn hafi numið 4—5000 króna, þegar hann fór í sumarleyfi í júlí 1939. Eftir þetta óx upphæðin smátt og smátt. Hinn 8. marz 1941 gekk ákærði í stúku og var í henni til jafnlengdar næsta ár. Þegar hann gekk í stúkuna, hafði upphæðin aukizt verulega frá sumrinu 1939, og telur hann hana þá hafa numið um 50 þúsundum króna. Meðan hann var í stúkunni, óx upphæðin ekki, og skýrir hann svo frá, að hann hafi haft fullan vilja á að endurgreiða hana, en sökum þess að tekjur sínar hafi ekki gert betur en að hrökkva fyrir nauðsynlegum kostnaði við heimilið, hafi ekkert orðið úr endur- greiðslu. Eftir brottför ákærða úr stúkunni segir hann upphæðina hafa tekið örum vexti og að á árunum 1943—1945 hafi hún vaxið tiltölulega lang- mest, því að á því tímabili hafi kveðið mest að óreglu sinni og eyðslu. Eigi er ákærða ljóst, hverju upphæðin nam á hverjum tíma, en ganga segir hann mega út frá því sem vísu, að sér hafi orðið það ljóst í síðasta lagi fyrir árslok 1946, að hún væri komin upp í 300 þúsund krónur, og ári síðar, eða fyrir árslok 1947, að hún væri komin upp í 350 þúsund krónur. Frá þessum tíma óx upphæðin smátt og smátt í það, sem hún var orðin, þegar málið upplýstist og áður er frá skýrt. Hefur ákærði eigi skýrt nánar frá þeirri aukningu en svo, að hún hafi verið nokkuð jöfn á hverj- um tíma. Allt þetta fé dró ákærði sér af greiðslum til einkasölunnar frá viðskipta- mönnum hennar utan Reykjavíkur. Vegna starfs síns sem gjaldkeri og innheimtumaður stofnunarinnar fékk hann í pósthúsinu hér og lánsstofn- unum greiddar póstávísanir og aðrar ávísanir, sem stofnunin fékk frá viðskiptamönnum sínum sem greiðslu fyrir vörur, og framseldi hann sjálfur fyrir stofnunarinnar hönd ávísanir þessar. Fjárdrátturinn fór þannig fram, að ákærði sló eign sinni á fé, sem hann þannig innheimti, og færði það ekki inn í bækur stofnunarinnar sem greiðslu fyrr en síðar, 499 að hann hafði fengið nýrri ávísanir greiddar. Af þessum síðari greiðslum bókfærði hann greiðslu eldri kröfunnar, og kóm það oft og einatt fyrir, ef nýrri krafan var hærri en sú eldri, að hann dró sér mismuninn. Þannig skipti hann um öðru hverju, bókfærði eldri innborganir, en lét í sjóð. pen: inga, sem hann tók af nýrri innborgunum, þó þannig að upphæðin óx:jafnt og þétt, og tókst honum með þessum hætti að koma í veg fyrir, að nokkurn tíma mynduðust óeðlilega gamlar útistandandi skuldir. Vegna þessa háttar ákærða og fyrirkomulags á skrifstofuhaldi einkasölunnar varð endurskoðunarskrifstofan eigi vör við sjóðvöntunina fyrr en í vor, að breyta skyldi um fyrirkomulagið. Ákærði skýrir svo frá, að þegar hann varð þess vísari í vor, að fyrir: komulagsbreyting væri í vændum í stofnuninni, sem hlyti að leiða fjár- dráttinn í ljós, hafi hann haft mikinn hug á að skýra forstjóranumi frá, hvernig komið væri fyrir sér, en sig hafi brostið kjark til að gera það að fyrra bragði. Fé því, sem ákærði dró sér og lánaði ekki, svo sem brátt verður að vikið, kveðst hann öllu hafa eytt í áfengi og drykkjuskap. Kveðst hann allt frá 1937, að undanskildu árinu, sem hann var í stúku, hafa neytt mikils áfengis og veitt öðrum með sér. Tiltölulega snemma á tímabilinu hafi sér orðið ljóst, að vonlaust væri fyrir sig að endurgreiða það fé, sem hann hafði dregið sér, og hafi fjárdrátturinn hvílt á sér eins og mara síðan og hugarstríð sitt leitt sig sífellt lengra og lengra út í áfengisnautn og áframhaldandi fjárdrátt. Sökum þess að ákærði hefur lítið fært fram til stuðnings frásögn sinni um eyðslu fjárins og ástæða hefur þótt til að draga í efa sannleiksgildi þessarar frásagnar hans, hefur mjög verið gengið á hann um nánari upplýsingar um eyðslu fjárins en hann hefur gefið, en hann hefur stað- fastlega fullyrt, að það sé allt eytt í FR og að enginn hafi verið í vitorði með sér um töku þess.eða eyðslu. Eins og áður er á minnzt, hafði ákærði lánað úr sjóði einkasölunnar fjárhæð, sem samkvæmt skilríkjum í sjóði nam kr. 17.714.00. Þetta lánsfé var mjög bráðlega greitt, og auk þess virðist ákærði samkvæmt bréfum einkasölunnar hafa greitt til viðbótar þannig, að alls greiddust í:sjóðinn kr. 23.714.00. Eftir standa því ógreiddar af heildarupphæðinni kr. 449:698.68. Ákærði hefur látið þess getið, að stundum hafi hann við sjóðsuppger orðið þess var, að meira vantaði í sjóðinn en hann hafði dregið sér úr honum, og telur hann það geta stafað af villum í bókhaldi sínu. Aldrei athugaði hann þó, hvort svo væri, og hefur því engin dæmi getað nefnt um þetta. Eins og málavöxtum hefur nú verið lýst, er ljóst, að ákærði hefur gerzt brotlegur við 247. gr. 1. mgr. hegningarlaganna, og þar sem hann var opinber starfsmaður sem gjaldkeri Tóbakseinkasölu ríkisins öll þau ár, sem hann framdi fjárdráttinn úr sjóði hennar, þykir verknaður hans einnig varða við 139. gr. hegningarlaganna. Með hliðsjón af 77. gr. hegningarlaganna þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 2 ár. Ákærði hefur verið í gæzluvarðhaldi síðan 26. 500 júlí s.l, og samkvæmt 76. gr. hegningarlaganna ber að ákveða, að gæzlu- varðhaldsvistin skuli með fullri dagatölu koma refsingunni til frádráttar. Samkvæmt 68. gr. 3. mgr. hegningarlaganna ber að svipta ákærða frá birtingu dóms þessa kosningarrétti og kjörgengi til opinberra starfa og annarra almennra kosninga. Fjármálaráðuneytið hefur borið fram þá kröfu, að ákærði verði dæmdur til að greiða Tóbakseinkasölu ríkisins skaðabætur, að upphæð kr. 449.698.68 auk 5% ársvaxta frá þeim tíma, er féð var tekið úr sjóði. Kröfu þessa hefur ákærði samþykkt, og verður krafan um höfuðstólinn og vaxtahæðina tekin til greina. Ókleift er að sjá með vissu, hvenær féð var tekið úr sjóði, og verður því að miða vaxtagreiðslur við það, sem ákærði hefur um það borið, hve háum upp- hæðum fjárdrátturinn nam á hverjum tíma. Þykir rétt að ákveða vaxtagreiðslur þannig, að ákærði greiði 5% árs- vexti af kr. 50.000.00 frá 8. marz 1941 til 1. janúar 1947, af kr. 300.000.00 frá þeim tíma til 1. janúar 1948, af kr. 350.000.00 frá þeim tíma til 7. júní 1951, er rannsókn máls þessa hófst, og af kr. 449.698.68 frá þeim tíma til greiðslu- dags. Ákærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, hrl. Gústafs A. Sveinssonr, kr. 800.00. Dómsorð: Ákærði, Örn Hauksteinn Matthíasson, sæti fangelsi í 2 ár. Gæzluvarðhald hans komi refsingunni til frádráttar með fullri dagatölu. Ákærði er frá birtingu dóms þessa sviptur kosningarrétti og kjör- gengi til opinberra starfa og annarra almennra kosninga. Ákærði greiði Tóbakseinkasölu ríkisins kr. 449.698.68 ásamt 5% ársvöxtum af kr. 50.000.00 frá 8. marz 1941 til 1. janúar 1947, af kr. 300.000.00 frá þeim tíma til 1. janúar 1948, af kr. 350.000.00 frá þeim tíma til 7. júní 1951 og af kr. 449.698.68 frá þeim tíma til greiðsludags. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, hrl. Gústafs A. Sveinssonar, kr. 800.00. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. 501 Mánudaginn 26. nóvember 1951. Nr. 63/1951. Ákæruvaldið (Guttormur Erlendsson) gegn Þorsteini Eyvindssyni (Lárus Fjeldsted). Landhelgisbrot. Dómur Hæstaréttar. Torfi Jóhannsson, bæjarfógeti í Vestmannaeyjum, hefur kveðið upp héraðsdóminn, Friðrik Ólafsson, skólastjóri Stýrimannaskólans, hefur að tilhlutun sækjanda málsins fyrir Hæstarétti og eftir mæling- um foringja varðskipsins markað á sjóuppdrátt stað varð- skipsins kl, 15.45 hinn 29. apríl þ. á. við dufl það, sem sett hafði verið í sjó hjá skipi ákærða. Reyndist staðurinn um 1 sjómílu innan landhelgislínu. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með skírskotun til raka héraðsdóms er sannað, að ákærði hafi verið að veiðum í landhelgi og því brotið gegn lagaboð- um þeim, sem í héraðsdómi er getið, sbr. lög nr. 5/1951. Að því athuguðu, að gullgengi krónunnar hefur ekki breytzt eftir uppsögu héraðsdóms, ber að staðfesta hann að öðru en því, að frestur til greiðslu sektar verði 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar á meðal málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir Hæstarétti, kr. 1000.00 til hvors. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður að öðru en því, að frestur til greiðslu sektar skal vera 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Ákærði, Þorsteinn Eyvindsson, greiði allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin laun sækjanda og verj- anda fyrir Hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Gutt- orms Erlendssonar og Lárusar Fjeldsteds, kr. 1000.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. 502 Dómur lögregluréttar Vestmannaeyja 30. apríl 1951. Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er af ákæruvaldinu höfðað gegn Þorsteini Eyvindssyni, skipstjóra á enska togaranum Northern Duke, G.Y: 449, til heimilis að Geysi, Church Ave, Humberstone, Englandi, fyrir meint brot á lögum nr. 5 18. maí 1920 um.bann gegn botnvörpuveiðum í land- helgi, sbr. lög nr. 4 11. apríl 1925, til refsingar, upptöku afla og veiðarfæra og greiðslu sakarkostnaðar, áfallins og áfallandi. Ákærði, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna, f. 12. sept. 1911 Stokkseyri, hefur ekki, svo kunnugt sé, sætt ákæru eða refsingu hér landi. Tildrög máls þessa eru samkvæmt gögnum þeim, er fyrir liggja, skýrslu skipherrans á Maríu Júlíu, famburði vitna og ákærða sjálfs þau, er hér segir: Sunnudaginn 29. apríl var varðskipið María Júlía á eftirlitsferð austur með landi. Út af svokölluðum Sjávarmelum sáust þá nokkrir togarar að veiðum, og var þá kl. 15.20 haldið í áttina til þess næsta togara, sem þótti grunsamlega nálægt landi. Klukkan 15.27 var dregið upp stöðvunarmerki, og kl. 15.34 var stöðvað hjá togaranum og var þar sett út dufl. Reyndist togarinn vera Northern Duke, G.Y. 422, frá Grimsby, skipstjóri ákærði í máli þessu. Dýpið var T1 m á báðum dýptarmælum varðskipsins, en þeir voru athugaðir af sérfræðingi í Reykjavík 27. þ. m. Kl. 15.45 var eftirfarandi staðarákvörðun gerð við duflið. Alviðruhamraviti nm > 92? 207 Sjávarmelamerkið > 290 00 Suðurendi Lómagnúps Alviðruhamravitann bar rétt sunnan við norðurenda Hjörleifshöfða. Samkvæmt þessari staðarákvörðun, sem framkvæmd var af skipherra varðskipsins ásamt 1. stýrimanni þess með tveim sextöntum, var skipið statt 1.0 sjómílu innan landhelgislínunnar. Var þá settur út bátur, og fór Il. stýrimaður varðskipsins yfir í togar- ann og sótti skipstjóra hans, er var kærður í máli þessu. Er komið var um borð í varðskipið, var staðarákvörðun gerð af nýju af skipherra, I. og II. stýrimanni varðskipsins, og var miðað við sömu kenni- merki og áður, og bar mælingunum algerlega saman við mælinguna, sem gerð var kl. 15.45. Var skipstjóra togarans boðið að framkvæma mælingarnar með sex- tanti, en hann kvaðst ekki sjá staðinn nógu vel til þess, að hann treysti sér til þess að gera mælingarnar. Var síðan farið með skipstjórann yfir í togarann aftur, og fóru I. og II. stýrimaður varðskipsins með honum samkvæmt beiðni hans til þess að líta á dýptarmæli hans og ratsjá. Varð II. stýrimaður eftir um borð og fór með togaranum til Vestmannaeyja, en þangað fór hann samkvæmt boði varðskipsins. Þegar varðskipið stöðvaðist við togarann, var hann að taka inn stjórn- borðsvörpu sína, og var í henni nokkuð af fiski. 503 Ákærði kveðst þenna dag hafa togað austur og vestur meðfram. land: inu suður af sjómerkinu á Sjávarmelum, og hafi hann togað eftir dýpinu 70 faðmar, sem dýptarmælir togarans hafi sýnt. Togarinn hafi radartæki, og hafi land ekki sézt í þvi Hafi hann samkvæmt dýpinu og því, að hann sá aðra togara vera að veiðum innan við sig, talið sig vera utan land- helgislínunnar, og kveður hann sig því ekki hafa gert staðarákvarðanir, miðað við land, fyrr um daginn, meðan vel var bjart, en þegar hann kom um borð í varðskipið, hafi verið komið mistur, og telur ákærði sig ekki hafa getað komið auga á mið þau, er lögð voru til grundvallar við mæl- inguna nema Sjávarmelamerkið. Hann telur sig ekki hafa séð Alviðru- hamravitann, en sennilega Lómagnúp, en kvaðst ekki þekkja fjöllin í sundur með nafni og taldi skyggni ekki nógu gott til þess að gera staðar- ákvörðun, enda hafi mættur vakað 48 tíma samfleytt, er varðskipið kom að þeim. Hann hefur viðurkennt að hafa verið að toga, þegar varðskipið kom að honum, og hafi þá verið um 7—-8 körfur í vörpunni, en vill þó ekki viðurkenna, að hann hafi verið innan landhelgi,enda þótt hann ekki bein- línis vilji véfengja staðarákvörðun varðskipsmanna, þar sem hann hafi engar staðarákvarðanir gert sjálfur. Í málinu hafa verið leidd sem vitni 1. og Il. stýrimaður á varðskipinu Maríu Júlíu, og hafa þeir að öllu leyti staðfest skýrslu skipherra. II. stýrimaður bar það í réttinum, að ákærði hefði sagt sér, að dýptar- mælirinn hefði ekki verið réttur nokkru áður og hafi hann misst vörpu, af því að hann hafi sýnt vitlaust dýpi. Hafi hann athugað dýptarmælinn, er hann kom um borð, og sýndi hann mjög óreglulega, stundum 70 faðma og stundum ekkert dýpi. Hann kveðst hafa litið í radartæki togarans, er hann kom fyrst um borð, og telur sig hafa komið auga á hús, er stendur rétt hjá Sjávarmelamerkinu í rúmlega 2 sjómilna fjarlægð, en hann hafi ekki séð ströndina sjálfa í radartækinu. Í síðara skiptið, er hann kom um borð með I. stýrimanni, kveðst hann ekkert hafa séð í radartækinu. Vitnið kveður 2 dýptarmæla hafa verið í togaranum, en aðeins annar hafi verið notaður. Hafi vitnið á leiðinni til Vestmannaeyja sett báða í gang og hafi þá sá dýptarmælir, er notaður var, sýnt 10 faðma meira dýpi en hinn á 50 faðma dýpi. Fyrsti stýrimaður varðskipsins, sem fór samkvæmt beiðni ákærða um borð með honum, kveðst ekki hafa séð neitt í radartækinu, og sér hafi virzt dýptarmælirinn sýna ekkert dýpi, er hann var settur á stað, en hann hafði þó nýlega sýnt 70 faðma dýpi samkvæmt mælistrimli, en hve- nær það var, kveðst vitnið ekki vita. Bæði þessi vitni hafa staðfest framburð sinn með eiði. Ákærði hefur viðurkennt, að hann hafi fyrsta daginn, er hann var að fiska hér við land, en alls kveðst hann hafa fiskað 4 daga, hafa orðið var við, að dýptarmælirinn væri ekki réttur. Hafi hann sýnt 70 faðma dýpi, þar sem sér hafi mælzt með handlóði ca. 60 faðmar. Hafi loftskeyta- maður skipsins gert við dýptarmælinn og hafi hann talið hann réttan, bar til varðskipsmenn sýndu honum dýptarmæla sína. Hafi sér þá flogið í hug, að dýptarmælir sinn hefði orðið rangur aftur. Hinn dýptarmæli 504 skipsins kvaðst ákærði aldrei nota, hann sýni illa dýpi, nema skipið sé á siglingu. Leiddir hafa verið sem vitni í málinu stýrimaður togarans og lotft- skeytamaður hans. Staðfesta þeir frásögn ákærða um bilun dýptarmælis- ins, og enn fremur staðfesti stýrimaðurinn, að þeir hefðu togað fram og aftur meðfram strandlengjunni út af Sjávarmelamerkinu þenna dag á dýpi 70 föðmum samkvæmt dýptarmæli togarans, og telur stýrimaðurinn ekki hafa verið unnt að gera staðarákvörðun, miðað við föst merki á landi, vegna misturs. Skipherra varðskipsins og báðum stýrimönnum þess kemur saman um, að skyggni hafi verið mjög sæmilegt og miðanir öruggar. Samkvæmt því, er að framan segir, verður að telja sannað með skýrslu skipherrans á Maríu Júlíu og hinum eiðfesta framburði hinna tveggja stýrimanna varðskipsins, að skip ákærða hafi verið að veiðum innan land- helgislínunnar sunnudaginn 29. þ. m., er varðskipið María Júlía kom að því. Hefur hvorki framburður ákærða eða önnur atvik gefið tilefni til þess að veikja sönnunina, enda hafði ákærði engar mælingar gert á staðn- um, og upplýst má telja, að dýptarmælir hans, sem er það eina tæki, sem hann hefur að miða við, var í ólagi, skömmu áður en togarinn var tekinn, og líkur til, að hann hafi verið í ólagi á ferðinni til Vestmannaeyja. Hefur ákærði því gerzt brotlegur gegn 1. grein laga nr.5 18. maí 1920 um bann gegn botnvörpuveiðum í landhelgi, samanber lög nr. 4 11. ágúst 1924. Samkvæmt símskeyti Landsbankans í dag jafngilda 100 gullkrónur nú 138,95 seðlakrónum. Um stærð togarans er þess að geta, að samkvæmt brezku nautical almanaki er nettostærð hans 233 rúmlestir. Þykir refsing hins ákærða hæfilega ákveðin með hliðsjón af 3. gr. laga nr. 5 1920 og lögum nr. 4 1924 74000 króna sekt í Landhelgissjóð Íslands, og komi varðhald í T mánuði í stað sektarinnar, ef hún er ekki greidd innan fjögurra vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Þá skal allur afli og veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir í skipi ákærða, Northern Duke, G.Y. 422, er það var staðið að landhelgisveiðunum, upptæk ger, og andvirðið renna í Landhelgissjóð Íslands. Svo greiði hinn ákærði allan kostnað sakarinnar, áfallinn og áfallandi. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Þorsteinn Eyvindsson, greiði 74000 króna sekt í Larid- helgissjóð Íslands, og komi 7 mánaða varðhald í stað sektarinnar, sé hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Afli og veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir togarans Northern Duke, G.Y. 442, skal upptækt gert og andvirðið renna í Landhelgis- sjóð Íslands. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, áfallinn og áfallandi. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 505 Miðvikudaginn 28. nóvember 1951. Nr. 28/1950. Árni Friðriksson og Jónas Sveinsson f. h. Fjölsvinnsútgáfunnar (Ragnar Ólafsson) gegn Ingólfi Jónssyni (Egill Sigurgeirsson). Laun fyrir áskriftasöfnun. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 28. febrúar 1950, að fengnu áfrýjunarleyfi 17. s. m. Krefjast þeir sýknu að svo stöddu af öllum kröfum stefnda og málskostnaðar úr hendi hans fyrir báðum dómum eftir mati Hæstaréttar. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms með þeirri breyt- ingu, að höfuðstóll dómkröfunnar lækki í kr. 4576.00. Þá krefst hann og málskostnaðar úr hendi áfrýjenda í Hæsta- rétti eftir mati dómsins. Þegar litið er til þess, hversu langur dráttur hefur orðið á útgáfu alfræðibókarinnar, verður að telja, að krafa stefnda um laun fyrir áskriftasöfnun sé í gjalddaga fallin, enda hefur ekki verið sýnt fram á, að þetta starf stefnda hafi verið þannig af hendi leyst, að valda eigi lækkun eða niður- falli kröfu hans. Ber því að staðfesta héraðsdóminn með þeirri lækkun á höfuðstól dómkröfunnar, er að framan getur. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að áfrýjendur greiði stefnda kr. 900.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Áfrýjendur, Árni Friðriksson og Jónas Sveinsson f. h. Fjölsvinnsútgáfunnar, greiði stefnda, Ingólfi Jónssyni, kr. 4576.00 með 6% ársvöxtum frá 26. nóvember 1948 til greiðsludags, kr. 750.00 í málskostnað í héraði og kr. 900.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti, Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 506 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 24. okt. 1949. Mál þetta, sem dómtekið var 17. þ. m., hefur Ingólfur Jónsson kennari hér í bæ höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 26. nóv. 1948, gegn Árna Friðrikssyni fiskifræðing, Höfn, Seltjarnarnesi, og Jónasi Sveinssyni lækni, Bergstaðastræti 67 hér í bænum, báðum f. h. Fjöl- svinnsútgáfunnar hér í bænum, til greiðslu skuldar, að fjárhæð kr. 4876.00 með 6% ársvöxtum frá stefnudegi til greiðsludags, og málskostnaðar að skaðlausu. Stefndu hafa krafizt sýknu að svo stöddu af kröfum stefnanda og máls- kostnaðar að skaðlausu. Með stefnu, útgefinni 19. janúar s.l., var Ísafoldarprentsmiðju h/f stefnt inn í málið af hálfu stefndu til réttargæzlu og samkvæmt 52. gr. laga nr. 85 frá 1936, en engar kröfur hafa verið gerðar á hendur henni. Réttargæzlustefndi hefur krafizt sýknu og málskostnaðar úr hendi stefndu að mati dómarans. Málsatvik eru þau, að í ársbyrjun 1945 tók stefnandi að sér söfnun áskrifenda að íslenzkri alfræðiorðabók, er stefndu hugðu að gefa út. Kveðst stefnandi hafa samið um þetta við Jónas Sveinsson lækni, og hafi þóknun til sín verið ákveðin 10% af verði þeirra bóka, er hann fengi áskrifendur að. Kveðst stefnandi síðan hafa hafið áskriftasöfnunina. Er hann í fyrsta sinn afhenti Jónasi skrá yfir áskrifendur þá, er hann hafði safnað, hafi Jónas getið þess, að nokkur hluti þóknunarinnar yrði greiddur strax, en eftirstöðvarnar eigi fyrr en bókin kæmi út, en það hafi verið ákveðið, að yrði á árinu 1945. Síðan hafi sér verið greiddur nokkur hluti þóknunarinnar, en gefin viðurkenning fyrir eftirstöðvunum. Ritið hafi hins vegar ekki verið gefið út á árinu, og útgáfa þess sé enn ekki hafin, og óvíst sé, hvort það muni nokkurn tíma verða gefið út. Telur stefnandi, að af þessu sé ljóst, að hann sé ekki skyldugur að bíða lengur eftir greiðslu á eftirstöðvum þóknunar sinnar, og hefur því höfðað mál þetta. Stefndu hafa hins vegar skýrt svo frá, að svo hafi verið samið við stefnanda, að hann fengi í þóknun 10% af verði þeirra bóka, sem hann safnaði áskrifendum að, að svo miklu leyti sem áskrifendur leystu verkið til sín. Þriðjungur þóknunarinnar skyldi goldinn, þegar áskriftarlistum væri skilað, en eftirstöðvar jafnskjótt og áskrifendur greiddu fyrir ritið. Gert hafi verið ráð fyrir, að það kæmi út í 12 bindum, og falli því greiðslur til stefnanda í gjaldðddaga með 12 jöfnum afborgunum við út- komu og greiðslu hvers bindis. Þá beri stefndu ekki að greiða fyrir þær áskriftir, sem eru ólæsilegar, eða ef áskrifendur finnast ekki. Auk þess beri þeim ekki að greiða fyrir áskriftir þeirra, sem ekki greiði ritið að öllu eða nokkru leyti. Með vísan til þessa telja stefndu, að krafa stefn- anda, sem hann kann að eiga, sé ekki fallin í gjalddaga, og beri því að sýkna þá að svo stöddu af kröfum hans. Svo sem að framan getur, var stefnanda tilkynnt, að nokkur hluti þókn- unar hans yrði ekki greiddur fyrr en við útkomu ritsins, og þar sem ekki verður séð, að hann hafi hreyft neinum athugasemdum við því, verður 507 að telja hann við það bundinn. Hins vegar er ósannað gegn mótmælum hans, að þóknunin hafi verið bundin því skilyrði, að áskrifendur leystu ritið til sín að nokkru eða öllu leyti. Því er ómótmælt, að útgáfa rits þessa hafi átt að hefjast á árinu 1945. Þegar virt er, hve langur tími er síðan liðinn, án þess að ritið hafi komið út, og þess gætt, að ekki virðist útlit fyrir, að útgáfa þess hefjist í náinni framtíð, þá verður að telja, að brotnar séu þær forsendur, sem stefnandi mátti byggja á um greiðslu- tíma eftirstöðva þóknunarinnar. Samkvæmt þessu verður að telja kröfu stefnanda í gjalddaga fallna. Þar sem fjárhæð hennar út af fyrir sig hefur ekki verið andmælt, verður hún tekin til greina að öllu leyti með vöxtum, svo sem krafizt er. Þá þykir rétt, að stefndu greiði stefnanda kr. 750.00 í málskostnað. . Að því er varðar sýknukröfu réttargæzlustefnda, Ísafoldarprentsmiðju h.f., þá kemur hún ekki til álita, þar sem engar kröfur hafa verið gerðar á hendur réttargæzlustefnda. Þá þykir heldur ekki efni til að taka til greina kröfu réttargæzlustefnda um málskostnað. Benedikt Sigurjónsson, fulltrúi borgardómara, kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Stefndu, Árni Friðriksson og Jónas Sveinsson f. h. Fjölsvinns- útgáfunnar, skulu vera sýknir af málskostnaðarkröfu réttargæzlu- stefndu, Ísafoldarprentsmiðju h.f. Stefndu, Árni Friðriksson og Jónas Sveinsson f. h. Fjölsvinnsútgáfunnar, greiði stefnanda, Ingólfi Jónssyni, kr. 4876.00 með 6% ársvöxtum frá 26. nóvember 1948 til greiðsludðags og kr. 750.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirt- ingu dóms þessa, að viðhafðri aðför að lögum. Föstudaginn 30. nóvember 1951. Nr. 143/1951. Ákæruvaldið (Jón N. Sigurðsson) gegn. Helga Þorlákssyni (Ragnar Jónsson). Ölvun við bifreiðarakstur. Dómur Hæstaréttar. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta ákvæði hans um refsingu ákærða, þó með þeirri breytingu, að greiðslufrestur sektar verði 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Rétt þykir, að ákærði sé sviptur ökuleyfi um 508 þriggja ára skeið frá 9. júlí 1951 að telja. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu sakarkostnaðar í héraði staðfestist. Ákærða ber að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin laun sækjanda og verjanda í Hæstarétti, kr. 600.00 til hvors. Dómsorð: Ákvæði hins áfrýjaða dóms um refsingu ákærða, Helga Þorlákssonar, svo og um greiðslu sakarkostnaðar í hér- aði staðfestast, þó með þeirri breytingu, að greiðslu- frestur sektarinnar verði 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Ákærði skal sviptur ökuleyfi um þriggja ára skeið frá 9. júlí 1951. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verj- anda í Hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Jóns N. Sig- urðssonar og Ragnars Jónssonar, kr. 600.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 9. júlí 1951. Ár 1951, mánudaginn 9. júlí, var í sakadómi Reykjavíkur, sem haldinn var Í lögreglustöðinni af fulltrúa sakadómara Gunnlaugi Briem, kveðinn upp dómur í málinu nr. 2753/1951: Ákæruvaldið gegn Helga Þorlákssyni, sem dómtekið var 6. júlí s.l. Mál þetta er að fyrirlagi Dómsmálaráðuneytisins höfðað af ákæru- valdsins hálfu gegn ákærða Helga Þorlákssyni bifreiðarstjóra, Mávahlíð 39, fyrir brot gegn áfengislögum nr. 33 1935 og bifreiðalögum nr. 23 1941 til refsingar, ökuleyfissviptingar og greiðslu sakarkostnaðar. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæðdur 6. júlí 1907 að Múla- koti á Síðu, og hefur, svo kunnugt sé, sætt þessum kærum og refsingum: Í Reykjavík: 1932 1/7 Dómur lögregluréttar: 150 kr. sekt, sviptur ökuleyfi í 6 mánuði fyrir ölvun við bifreiðarakstur. 1933 28/9 Sætt, sekt 5 kr. fyrir brot á samþykkt um bifreiðastæði. 1934 28/7 Sætt, sekt 80 kr., fyrir ölvun á almannafæri. 1935 4/1 Dómur lögregluréttar, 100 kr. sekt og sviptur ökuleyfi ævilangt fyrir brot gegn 5. gr. laga nr. 70/1931 og 20. gr. laga nr. 64/1930. Staðfest í Hæstarétti 25/3 1935. Veitt leyfi á ný 1937. 509 1941 28/5 Sátt, 25 kr. sekt fyrir að hlýða ekki stöðvunarmerki lögreglu- bjóns. 1947 22/1 Sátt, 40 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1949 13/4 Áminning fyrir ólöglegt bifreiðarstæði. Í Gullbringu- og Kjósarsýslu: 1949 2/9 Sátt, 20 kr. sekt fyrir brot á í. mgr. 20. gr. bifreiðalaganna. Málavextir eru þessir: Laugardaginn 3. febrúar s.l., kl. 9.40, var hringt á lögreglustöðina og tilkynnt, að ölvaður maður myndi vera að aka bifreið úti á Seltjarnar- nesi. Lögreglumenn héldu þangað. Fundu beir bifreiðina, sem var R. 5622, á móts við Sólberg á Seltjarnarnesi. Hafði henni verið ekið út af veginum á grindverk, er hún hafði brotið. Bifreiðarstjóri bifreiðar þessarar, ákærði Helgi Þorláksson, var inni á Sólbergi hjá kunningjafólki sínu undir áhrif- um áfengis. Ákærði var fluttur á lögreglustöðina til yfirheyrslu. Hjá Sveinbirni Matthíasi Október Sveinbjörnssyni varðstjóra skýrði ákærði frá því, að hann hefði setzt að drykkju, eftir að hann hætti að aka bif- reiðinni, en hann neitaði eindregið að hafa neytt áfengis, áður en hann hóf akstur bifreiðarinnar. Úr ákærða var þvínæst tekið blóðsýnishorn og hann færður í fangageymslu lögreglunnar. Fyrir rétti síðar sama dag skýrði ákærði þannig frá, að hann hafi hitt Gunnar Jónsson fyrir utan heimili sitt eitthvað fyrir kl. 8 um morgun- inn. Var Gunnar eitthvað undir áhrifum áfengis og hafði meðferðis brenni- vínsflösku. Ákærði vissi ekki um, hvernig flaskan var keypt, en hann borgaði sinn hluta á staðnum. Ákærði ók síðan Gunnari á bifreiðinni R. 5622, sem hann ekur hjá Olíufélaginu, að Sólbergi. Er þangað kom, ætlaði ákærði að skilja Gunnar eftir, en systir Gunnars býr þarna. Ákærði hugðist nú snúa bifreiðinni við, en hún fór þá út af veginum á grind- verk. Ákærði hélt síðan inn í Sólberg til að fá lánaðan síma til að ná bifreiðinni upp. Þarna var tekin upp brennivínsflaskan, sem þeir ákærði áttu, og neytti ákærði af henni. Komst hann undir áfengisáhrif af vín- neyzlunni. Skömmu síðar kom lögreglan á vettvang og handtók ákærða. Ákærði neitaði að hafa neytt nokkurs áfengis daginn áður né um nótt- ina. Kvaðst hann ekkert áfengi hafa drukkið, fyrr en hann hafði ekið bifreiðinni út af. Kristján Gunnar Jónsson, sem var með ákærða í umrætt skipti, mætti sem vitni. Hann kvað þá ákærða hafa setið að drykkju að Sólbergi fram á nótt, líklega til kl. 1--2 eða að ganga 3. Drukku þeir saman eina brenni- vinsflösku. Þá fóru vitnið og ákærði heim til ákærða á leigubifreið. Þar átti ákærði ölflösku af brennivíni óblönduðu. Neyttu þeir af flöskunni og blönduðu áfengið með vatni. Vitnið man ekki, hve lengi þeir sátu að drykkju, en telur það hafa verið frá kl. 3-5 að ganga 6. Ákærði vildi nú aka vitninu út á Seltjarnarnes. Vitnið reyndi að aftra því, en lét þó tilleiðast, og ók ákærði honum að Sólbergi. Úti á Seltjarnarnesi festist bifreiðin í skafli, og ætlaði ákærði að losa hana með því að aka henni aftur á bak, en hún fór þá út af veginum á girðingu, sem brotnaði. Vitnið fór nú inn í Sólberg, en ákærði varð eftir hjá bifreiðinni. Kom 510 hann skömmu síðar inn í Sólberg og hringdi á aðstoð. Ekkert áfengi höfðu þeir félagar meðferðis í bifreiðinni, og vitnið varð eigi vart við, að ákærði neytti þess inni í húsinu hjá sér. Vitnið kvaðst ekkert geta sagt um, hvort ákærði hafi verið með áfengisáhrifum við aksturinn, en það var sjálft með áfengisáhrifum. Vitninu fannst ákærði „fær í flestan sjó“, og hafi hann verið með áfengisáhrifum, hafi það eigi verið mikið. Vitnið fann ekkert athugavert við akstur ákærða og kvað hann hafa ekið hægt og rólega. Er framburður vitnisins var lesinn fyrir ákærða, breytti hann honum: Hann kvaðst nú hafa setið að Sólbergi fram til um kl. 2 um nóttina við drykkju með vitninu. Komst ákærði undir áhrif áfengis. Síðan fóru þeir heim til ákærða og sátu þar að tali, en neyttu ekki víns. Ákærði kvað það nú vel geta verið, að Vitnið Gunnar hafi verið heima hjá sér allt til morguns, en telur, að vitnið hafi farið út í millitíðinni. Ákærði kvaðst ekki hafa sofið um nóttina, og hafi hann því verið „sjúskaður“, er hann ók, en ekki undir áhrifum áfengis. Ákærði kvað þá hafa drukkið pela þann, sem vitnið talar um, um kl. 20 um kvöldið, en neitar, að þeir hafa drukkið áfengi heima hjá sér um nóttina. Hann hélt fast við, að Gunnar hafi haft brennivínsflösku óátekna í vörzlu sinni heiman frá sér um morguninn út á Seltjarnarnes, en þar hafi þeir neytt af henni. Voru nú vitnið og ákærði samprófaðir. Vitnið hélt fast við framburð sinn. Það kvað enga brennivínsflösku hafa verið með í förinni út á Sel- tjarnarnes og varð eigi vart við, að ákærði neytti neins áfengis úti á Sel- tjarnarnesi. Ákærði kvaðst nú hafa neytt líklega 3 sopa óblandaðra af áfengi úti á Seltjarnarnesi um morguninn, eftir að hann hætti akstri. Eigi náðist frekara sarnræmi á framburðum ákærða og vitnisins. Vitnið Unnur Hlíf Jónsdóttir, húsfrú að Sólbergi, kveður þá ákærða og Gunnar Jónsson, bróður þess, hafa komið heim til sín kl. 8.30 um morgun- inn. Þeir voru báðir „sjúskaðir“ og óútsofnir, en vitnið getur ekki sagt um, hvort þeir hafi verið með áfengisáhrifum. Þeir kváðu bifreið þá, er ákærði ók, hafa farið út af veginum. Vitnið vissi ekki til, að þeir hefðu vín meðferðis og ekki heldur, að neitt áfengi væri um hönd haft í íbúðinni hjá sér. Þeir ákærði og Gunnar höfðu setið að víndrykkju heima hjá vitn- inu að Sólbergi fram til kl. 2 fyrrgreinda nótt, en farið síðan á brott. Ákærði dvaldist mestan þann tíma, sem hann var að Sólbergi, í þvotta- húsinu þar, en kom tvisvar eða þrisvar til að fá léðan síma. Sömuleiðis var ákærði nokkra stund úti við bifreiðina. Vitnið Jón Jason Ólafsson kveðst hafa fyrrgreindan morgun heyrt hljóð, er benti til þess, að bifreið hefði verið ekið út af veginum. Það leit út um glugga og sá þá, að ákærði var að reyna að ná bifreiðinni aftur upp á veginn. Fáum mínútum síðar fór vitnið út í mjólkurbúð að Vegamótum. Þar var ákærði staddur, og hafði vitnið tal af honum. Vitnið sá, að ákærði var töluvert drukkinn. Lögreglumönnum þeim, sem höfðu tal af ákærða, ber saman um, að hann hafi verið greinilega undir áhrifum áfengis. öll Í blóðsýnishorninu úr ákærða fundust „reducerandi“ efni, er samsvara 1.67 af þúsundi af alkohóli. Þegar virt eru eftirtalin atvik í máli þessu: a) framburður vitnisins Jóns Jasonar Ólafssonar um, að ákærði hafi verið töluvert drukkinn, er vitnið átti tal við hann fáum mínútum eftir, að hann ók út af veginum, b) framburður vitnisins Kristjáns Gunnars Jónssonar um áfengisneyzlu ákærða um nóttina og að vitnið varð eigi vart við, að ákærði neytti áfengis, eftir að hann ók út af veginum, c) framburður Hlífar Jónsdóttur um bað, að hún hafi eigi orðið vör við, að ákærði hafi neytt áfengis að Sólbergi um morguninn, d) reikull framburður ákærða sjálfs, e) áfengis- ákvörðunin í blóði ákærða, er sýndi 1.67 af þúsundi af reducerandi efnum, er samsvara alkohóli, með tilliti til þess framburðar ákærða, að hann hafi drukkið 3 sopa af áfengi, eftir að hann hætti að aka, svo og f) framburður lögreglumannanna um áfengisáhrif á ákærða, þykja nægar sannanir fengnar fyrir því, að ákærði hafi verið með áfengisáhrifum við aksturinn í umrætt skipti þrátt fyrir neitun hans um það. Með því að aka bifreið undir áhrifum áfengis hefur ákærði gerzt brot- legur gegn 21. gr. sbr. 39. gr. áfengislaga nr. 33 1935 og 1. mgr. 23. gr. sbr. 38. gr. bifreiðalaga nr. 23 1941. Með tilliti til þess, að ítrekunaráhrifin af fyrra broti ákærða eru fyrnd, þykir refsing hans með hliðsjón af 2. gr. laga nr. 6/1951 hæfilega ákveðin 1500.00 kr. sekt til ríkissjóðs, og komi 15 daga varðhald í stað sektar- innar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði var sviptur ökuleyfi ævilangt 4/1 1935, en veitt ökuleyfi á ný 1937. Rétt þykir að svipta ákærða ökuleyfi ævilangt að nýju frá birtingu dóms þessa, þar sem hann þykir hafa brugðizt því trausti, sem honum var sýnt með því að veita honum ökuleyfi að nýju 1937. Ákærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun kr. 250.00 til skipaðs talsmanns síns, Ragnars Jónssonar hrl. Skaðabótakrafan frá Jóni Ólafssyni hefur verið afgreidd utan dóms með samkomulagi við ákærða. Rekstur málsins hefur verið vítalaus. Dómsorð: ii Helgi Þorláksson, greiði 1500.00 kr. sekt til ríkissjóðs, og komi 15 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði skal sviptur ökuleyfi ævilangt frá birtingu dóms Banna Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin máls- varnarlaun kr. 250.00 til skipaðs talsmanns síns, Ragnars Jóns- sonar hrl. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. 512 Föstudaginn 30. nóvember 1951. Nr. 129/1951. Ákæruvaldið (Magnús Thorlacius) gegn Guðmundi Breiðfjörð Péturssyni (Einar B. Guðmundsson). Landhelgisbrot. Dómur Hæstaréttar. Eftir uppsögu héraðsdóms hefur skólastjóri Stýrimanna- skólans markað á sjóuppdrátt stað þann, þar sem varðbátur- inn Blátindur kom að skipi ákærða, v/b Birki, R.E. 74, er það var að veiðum í Garðsjó hinn 1. júlí 1951. Reyndist staðurinn vera 0,2 sjómílur innan landhelgislínu. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með skírskotun til for- sendna héraðsdóms ber að staðfesta hann, þó svo að greiðslu- frestur sektarinnar verði 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Dæma ber ákærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakar- innar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir Hæstarétti, kr. 1000.00 til hvors. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó svo að greiðslufrestur sektarinnar verði 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Ákærði, Guðmundur Breiðfjörð Pétursson, greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutn- ingslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir Hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Magnúsar Thorlacius og Einars B. Guðmundssonar, kr, 1000.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 3. júlí 1951. Ár 1951, þriðjudaginn 3. júlí, var í sakadómi Reykjavíkur, sem haldinn var Í skrifstofu sakadómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 2504/1951: Ákæruvaldið gegn Guðmundi Breiðfjörð Péturssyni, sem tekið var til dóms sama dag. ö13 Mál þetta er af ákæruvaldsins hálfu höfðað gegn Guðmundi Breiðfjörð Péturssyni, skipstjóra á v/b Birki, R.E. 74, til heimilis á Seljavegi 3 A hér í bæ, fyrir brot gegn Í. sbr. 3. gr. laga nr. 5 1920, sbr. 1. gr. laga nr. 5 1951, og í. gr. laga nr 4 1924. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, að eigin sögn fæddur 28. ágúst 1914 á Saxahóli í Breiðuvík, og hefur, svo kunnugt sé, sætt þessum kærum og refsingum: Á Akranesi: 1936 6/2 Sátt, 25 kr. sekt fyrir bannlagabrot. 1942 14/3 Sátt, 50 kr. sekt til hafnarsjóðs Akraness fyrir brot gegn fiski- veiðasamþykkt um róðrartíma. Í Reykjavík: 1941 26/6 Sátt, 25 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1945 24/8 Sátt, 25 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1947 8/4 Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. Samkvæmt skýrslu Þorvalds Valdimars Jacobsens, skipstjóra á varð- bátnum Blátindi, eru málavextir þessir: Sunnudaginn 1. þ. m. var varð báturinn á eftirlitsferð innarlega í Garðsjó. Kl. um 19.40 var haldið að skipi, sem reyndist vera v/b Birkir, R.E. 74, sem ákærði var skipstjóri á og var á botnvörpuveiðum allgrunsamlega nærri landi og hélt í NV-læga stefnu. Kl. 19.58 sneri v/b Birkir beint undan, eða í NA % A. Varðbáturinn setti þá á fulla ferð og dró upp stöðvunarmerki. Kl. 20.06 var skotið lausu skoti, og kl. 20.09 var enn skotið, og sneri þá togbáturinn til stjórnborða. Kl. 20.15 kom varðbáturinn að v/b Birki, sem var að draga inn stjórn- borðsvörpu. Var þá sett út dufl frá varðbátnum og gerð þessi staðar- ákvörðun: Keilir > 45" 10 Stakkur > 69" 10 Garðskagaviti (gamli) sem gefur stað togbátsins 0.38 sjómílur innan landhelgislínu. Var ákærði þá sóttur yfir í bát sinn, og viðurkenndi hann að hafa verið að togveiðum og vefengdi ekki staðarákvörðunina. Til frekari áréttingar hefur skipstjóri varðbátsins tekið fram, að tog- báturinn hafi togað í 11 mínútur í NA-læga stefnu og að hann gangi að sögn ákærða um 2-—3 sjómilur á klukkustund undir togi og hafi hann því verið um 0.5 sjómílur fyrir innan áðurgreindan stað, þegar hann sneri á stjórnborða. Þegar þessir atburðir gerðust, var veður NV-4 sjór NV-3 og skýjað. Báðir stýrimenn varðbátsins, Guðmundur Kjærnested I. stýrimaður „og Hörður Þórhallsson lí stýrimaður gerðu framangreindar hornamæl- ingar við góð skilyrði, og reyndust mælingar þeirra hinar sömu. Báðir hafa þeir staðfest, að skýrsla skipstjóra varðbátsins sé rétt, og framburð sinn hafa þeir báðir staðfest með eiði. Ákærði hefur viðurkennt að hafa verið að botnvörpuveiðum í þetta on Öð 514 sinn og telur tímamörk rétt greind í skýrslu skipstjóra varðbátsins. Hann kveðst ekki efa, að mælingar stýrimanna varðbátsins séu samvizkusam- lega gerðar, og eigi hreyfði hann andmælum gegn þeim á staðnum. Hon- um var veittur kostur á að mæla stað duflsins með mælitækjum varð- bátsins, en eigi gerði hann það, enda syrti þá að í bili, og eigi fór hann fram á að bíða við duflið, þar til birti og mælingaskilyrði bötnuðu. Hér fyrir dómi hefur ákærði látið í ljós það álit sitt, að hann hafi ekki verið innan landhelgislínunnar við veiðarnar, en hafi svo verið, hafi það verið sér óviljandi. Nánar hefur hann skýrt svo frá, að hann hafi kastað vörpunni um það bil 14 klukkustund, áður en v/b Birkir nam staðar og duflið var sett út, og var það á miðinu Keilir um Kálfatjarnarkirkju og Garðskagaviti mið- aður VtN. Frá þessum stað togaði hann til norðvesturs. Skömmu eftir að kastað var, lagðist ákærði til svefns og fól II. vélstjóra bátsins að vera við stýrið og stýra í norðvestur, en vekja sig eftir hálfa klukkustund. Þegar togað hafði verið í um 3 stundarfjórðunga, kallaði vélstjórinn í ákærða, sem tók þá við stjórn bátsins. Breytti þá ákærði stefnu bátsins og togaði NNA, þar til numið var staðar. Stærð v/b Birkis er 64.22 brúttó smálestir. Með eigin játningu ákærða, sem er Í samræmi við skýrslur varðbáts- foringjanna, er sannað, að ákærði var á botnvörpuveiðum í umrætt skipti, og með skýrslum varðbátsforingjanna, sem að framan eru raktar, er sannað, að hann var að veiðum þessum innan landhelgislínu. Hefur með- dómsmaðurinn Pétur Sigurðsson athugað staðinn samkvæmt mælingun- um og telur, að hann sé ekki fjær landi en 0.3 sjómílur innan landhelgis- línunnar. Með þessu hefur ákærði gerzt brotlegur við 1. sbr. 3. gr. laga nr. 5 1920, sbr. 1. gr. laga nr. 5 1951, og 1. gr. laga nr. 4 1924. Þykir refs- ing hans með tilliti til núverandi gullgildis íslenzkrar krónu hæfilega ákveðin kr. 7400.00 í sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi varðhald í 30 daga í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birt- ingu dóms þessa. Við töku bátsins hafði hann engan afla innanborðs, en tvær körfur fisks voru í vörpunni. Varðbáturinn var næstu nótt á þeim slóðum, sem báturinn var tekinn á, og fékk kærði að fiska á þeim tíma. Framan- greindar tvær körfur fisks og veiðarfæri v/b Birkis, R.E. 74, þar með taldir dragstrengir, skulu upptæk vera til handa Landhelgissjóði Íslands. Ákærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar. Dóm þenna kváðu upp Valdimar Stefánsson sakadómari og meðdóms- mennirnir Hafsteinn Bergþórsson útgerðarmaður og Pétur Sigurðsson skipstjóri. Dómsorð: Ákærði, Guðmundur Breiðfjörð Pétursson, greiði kr. 7400.00 í sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi varðhald í 30 daga í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa. öl5 Framangreindar tvær körfur fisks og veiðarfæri v/b Birkis, R.E. 74, þar með taldir dragstrengir, skulu upptæk vera til handa sama sjóði. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Föstudaginn 30. nóvember 1951. Nr. 100/1951. Egill Ragnars f. h. Guðrúnar E. Ragnars gegn. Útvegsbanka Íslands h/f, Akureyri. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Egill Ragnars f. h. Guðrúnar E. Ragnars, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Föstudaginn 30. nóvember 1951. Nr, 101/1951. Guðni Halldórsson gegn Guðríði Guðlaugsdóttur og Grétari Bergmann. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Guðni Halldórsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 50 króna aukagjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 516 Miðvikudaginn 5. desember 1951. Nr. 151/1951. Ákæruvaldið (Gunnar Þorsteinsson) gegn John Geffry Tomlinson (Lárus Fjeldsted). Landhelgisbrot. Dómur Hæstaréttar. Héraðsdóminn hafa upp kveðið Torfi Jóhannsson, bæjar- fógeti í Vestmannaeyjum, og samdómsmennirnir Páll Þor- björnsson og Sigfús Scheving, skipstjórar í Vestmannaeyjum. Eftir að dómur gekk í héraði, hefur skólastjóri Stýrimanna- skólans markað á sjóuppdrátt stað dufls þess, sem varðskipið Óðinn lét út í kjölfar togarans Red Lancer, L.0. 442, kl. 9,10 árdegis hinn 28. ágúst þ. á., og reyndist staðurinn rúmlega 0,4 sjómílu innan landhelgislínu. Með skírskotun til þessa og þar eð gullgildi íslenzkrar krónu er óbreytt, frá því að héraðsdómur gekk, ber að staðfesta hann að öðru en því, að greiðslufrestur sektarinnar verði 4 vikur frá birtingu dóms þessa og að vararefsing ákærða ákveðst 7 mánaða varðhald. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda í Hæsta- rétti, kr. 1000.00 til hvors. Dómsorð: Ákærði, John Geffry Tomlinson, greiði 74.000.00 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi 7 mánaða varð- hald í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku afla og veiðar- færa og um greiðslu sakarkostnaðar staðfestast. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun sækjanda og verjanda í öl7 Hæstarétti, hæstaréttarlögmannanna Gunnars Þorsteins- sonar og Lárusar Fjeldsteds, kr. 1000.00 til hvors. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Vestmannaeyja 30. ágúst 1951. Mál þetta, sem dómtekið var í gær, er höfðað af hálfu ákæruvaldsins gegn John Geffry Tomlinson, skipstjóra á togaranum Red Lancer, L.0. 442, frá London, til heimilis í Fleetwood, fyrir meint brot á lögum um bann við botnvörpuveiðum nr. 5 frá 18. maí 1920, sbr. lög nr. 4 11. maí 1924, og lög nr. 5 29. jan. 1951, til refsingar, upptöku afla og veiðarfæra togarans Red Lancer, þar með taldir dragstrengir, svo og til greiðslu sakarkostn- aðar. Ákærði, John Geffry Tomlinson, er fæddur 12. desember 1910 og hefur, svo kunnugt sé, ekki sætt kæru eða refsingu áður fyrir sams konar brot hér á landi. Samkvæmt skýrslu varðskipsins Óðins, sem staðfest var af skipstjóra og II. stýrimanni, og svo viðurkenningu ákærða sjálfs eru málavextir eftirfarandi: Í fyrramorgun, þriðjudaginn 28. ágúst 1951, var varðskipið Óðinn statt út af Portlandi á austurleið. Sáu þá skipverjar 2 togara framundan á stjórnborða. Stefndu báðir austur um og virtust vera mjög nærri hvorir öðrum. Hélt varðskipið nú austur með landi og stefndi nokkuð fyrir ofan togarana. Er það var komið á móts við þá, þótti sýnt samkvæmt athugunum, að þeir væru í landhelgi. Kl. 09.05 sneri varðskipið út um og tók stefnu á togarana, og var þá gerð eftirfarandi staðarákvörðun af I. stýrimanni og skipstjóra: Portlandsviti > 41? 38“ Hatta > 82 007 Hjörleifshöfði Síðan hélt varðskipið á fullri ferð að togurunum. Kl. 09.08 sneru báðir togararnir út um. Kl. 09.10 setti varðskipið út bauju í kjölvatn togaranna. Kl. 09.12 var skotið lausu skoti að öðrum togaranum, sem reyndist vera togarinn Red Lancer, L.O. 442, frá London. KI. 09.14 var rennt upp að hlið hans og kallað til skipstjóra, ákærða í máli þessu, og honum skipað að stöðva og draga inn vörpuna (stb. vörp- una), og hlýddi hann því samstundis og stöðvaði þegar. Kl. 09.26 kom varðskipið að honum aftur og setti tvo menn um borð í hann. Var togarinn þá að draga vörpuna inn, og er hann hafði lokið því, setti hann út bauju rétt utan við bauju varðskipsins. Síðan fór varð- skipið að bauju sinni, og gerði þar eftirfarandi staðarákvarðanir, sem framkvæmdar voru af II. stýrimanni og skipstjóra: 518 Portlandsviti > 37 58 Hatta > 75 10 Hjörleifshöfði Dýpi 58 metrar. Gefur það stað skipsins 0.4 sjómílur innan landhelgislínu. Síðan var ákærði tekinn um borð í varðskipið og honum bent á, að hann hefði verið í landhelgi. Kvaðst hann hafa miðað Reynisfjall, er varð- skipið kom að honum, og tekið fjarlægð frá þeim með radar. Gaf hann upp miðunina NV a N % N og fjarlægð 4% sjómílur. Taldi skipstjóri varðskipsins, að þær miðanir gæfu stað skipsins 0.6 sjómílur innan land- helgislínu. Þar næst voru ákærða sýndar mælingar varðskipsins við bauj- una, mældi hann hornin og las þau af sextantinum og véfengdi þær ekki. Að því loknu beiddist ákærði þess að fá að fara um borð Í skip sitt og gera þar nánari athuganir. Var honum leyft það, og fór I. stýrimaður varðskipsins með honum og enn fremur skipstjóri af öðrum enskum tog- ara, St. Just, sem þarna var einnig að veiðum, er varðskipið kom að. Gerðu þeir athuganir sínar um borð í skipi ákærða, en svo illa tókst til, að togarinn fékk bauju varðskipsins í skrúfuna, og slitnaði hún af, en þá notuðu þeir bauju togarans, sem var nokkru utar. Að því loknu komu þeir um borð í varðskipið og með loftskeytamanninn af Red Lancer með sér. Loftskeytamaðurinn vildi sanna, að togarinn hefði verið utan land- helgi, og kvaðst hafa stillt radarinn á 3 sjómílur við baujuna og ekki séð land. Töldu varðskipsmennirnir, að þetta gæti vel staðizt, því bæði væri baujan röskar 3 sjómílur frá næsta landi og svo sáust sandarnir ekki Í rad- arnum nema undir vissum skilyrðum. Í öðru lagi kvaðst loftskeytamaður- inn hafa séð land í raðarnum með sömu stillingu, eftir að hafa siglt 1 sjómílu til lands frá baujunni, og vildi þar með meina, að baujan væri 4 sjómílur frá landi. Til þess að athuga þetta nánar fór skipherra varðskipsins ásamt skip- stjórum togaranna og loftskeytamanni um borð í Red Lancer og lét loft- skeytamanninn taka fjarlægðir frá bauju togarans bæði að vesturbrún Hjörleifshöfða og austurbrún Reynisfjalls, og gáfu þær fjarlægðir, þar sem þær mættust, stað skipsins innan landhelgislínu. Síðan var haldið upp að landi, og eftir að siglt hafði verið á aðra mílu frá baujunni, fóru fjöllin að sjást í raðarnum, en alls ekki sandarnir. Síðan var gerð tilraun til þess að ná í enskt eftirlitsskip og einnig í hafrannsóknarskipið Scotía, en þær tilraunir urðu árangurslausar. Var svo haldið af stað til Vestmannaeyja kl. 16.15 og komið þangað kl. 20.40. Veður var gott, A-gola, smáskúrir fyrripart dags, bjart seinni partinn, sjór 1—2. Við skýrslu varðskipsmanna, er nú hefur verið rakin, gerði ákærði fáar athuganir, er hann mætti fyrir dóminum. Kvaðst hann hafa verið að togveiðum, er hann sá varðskipið nálgast, og hafi séð það, löngu áður en það kom á staðinn, enda hafi veður verið bjart og gott skyggni. Kvaðst 519 hann hafa fastlega gert ráð fyrir, að hann væri utan landhelgi, og byggt það á radarathugunum sínum. Hélt hann einnig, að landhelgislínan væri 3 sjómílur frá ströndinni, en svo var ekki, því Mýrðalsvíkin skerst inn í landið þarna. Er skipherra varðskipsins kom um borð, kvaðst hann hafa gert staðarákvarðanir með raðar og hafi þær verið þessar: Reynisfjall, NV. N % N, fjarlægð 4% sjóm. Hjörleifshöfði í ANA, fjarlægð 4% sjóm. Gat hann þess jafnframt, að sér hefði virzt fjarlægðin til Reynisfjalls 5 sjómílur í radarnum, en 6 sjómílur til Hjörleifshöfða, en þar eð skipstjóri varðskipsins hafi ekki viljað viðurkenna þær fjarlægðir, hafi hann fallizt á, að þær skyldu reiknaðar 4% og 5% sjóm. Staður togarans samkvæmt ofangreindum raðarmiðunum ákærða var færður út á sjókort í dóminum, og kom þá í ljós, að togarinn hlaut að vera innan landhelgi samkvæmt þessum miðunum. Viðurkenndi ákærði, að samkvæmt sjókortinu, sem til staðar var í réttinum, hafi togarinn átt að vera innan landhelgi. Hins vegar taldi hann, að eitt sjókort sýndi stað skipsins utan landhelginnar. Hafði hann sjókort sitt meðferðis, og sýndi það allt Ísland og allbreitt sjávarbelti í kring. Var það í mörgum sinnum smærri mælikvarða en sjókortið, er rétturinn hafði til afnota. Ákærði kvaðst hafa mælt dýpið, þar sem hann setti niður bauju sína, og hafi það verið 35 faðmar samkvæmt dýptarmæli skips síns. Samkvæmt mælingabréfi togarans Red Lancer, er hann að stærð 420.93 register tonn brúttó. Með því að ekkert hefur komið fram í málinu, er hnekki mælingum varðskipsins, og radarmiðanir ákærða sjálfs benda einnig til þess, að togarinn hafi verið innan landhelgi, þykir verða að telja sannað með framburði skipherra varðskipsins og annars stýrimanns og viðurkenningu ákærða sjálfs, að hann hafi verið að togveiðum í landhelgi að morgni þess 28. ágúst s.l. Hefur ákærði þar með gerzt brotlegur við 1. gr. laga nr. 5 frá 18. maí 1920 um bann gegn botnvörpuveiðum, sbr. 3. gr. sömu laga og lög nr. 4/1924, er ákveða, að sektir fyrir landhelgisbrot skuli miðast við gullkrónur. Gullgengi íslenzkrar krónu er nú þannig, að 100 gullkrónur jafngilda 738.93 seðlakrónum og 100 seðlakrónur jafngilda 13/533 gull- krónum. Þykir refsing ákærða, er ekki hefur áður sætt refsingu fyrir sams konar brot, því hæfilega ákveðin kr. 74.000.00 í sekt í Landhelgissjóð Íslands, er hann skal greiða innan fjögurra vikna frá lögbirtingu dóms þessa, en sæti ella varðhaldi í 8 mánuði. Þá skal og allur afli og veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir, er innanborðs voru Í togaranum Red Lancer, L.O. 442, ger upptæk, og skal andvirðið renna í Landhelgissjóð Íslands. Svo skal og ákærði greiða allan kostnað, áfallinn og áfallandi, af máli þessu. Dómsorð: Ákærði, John Geffry Tomlinson, greiði kr. 74.000.00 í sekt í Land- helgissjóð Íslands innan fjögurra vikna frá lögbirtingu dóms þessa, en sæti ella varðhaldi í 8 mánuði. 520 Allur afli og öll veiðarfæri um borð í togaranum Red Lancer, L.O. 442, skal ger upptæk og andvirðið renna í Landhelgissjóð Íslands. Ákærði skal greiða allan kostnað sakarinnar, áfallinn og áfall- andi. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Miðvikudaginn 5. desember 1951. Nr. 183/1950. Björn Benediktsson (Gústaf A. Sveinsson) gegn Síldarútvegsnefnd (Guttormur Erlendsson). Fjárhæð talin innt af hendi sem lán, en ekki styrkur. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 30. október f. á., að fengnu áfrýjunarleyfi 14, s. m. Krefst hann algerrar sýknu í málinu og málskostnaðar bæði í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda eftir mati dóms- ins. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda eftir mati dómsins. Nokkur ný skjöl voru lögð fram í málinu, er það var flutt fyrir Hæstarétti. Hinn 17. desember 1945 ritaði áfrýjandi Nýbyggingarráði og reifaði hugmynd sína um nýja gerð nótabáta. Skömmu síðar kom áfrýjandi á fund ráðsins, sem þá ákvað að leita m. a. til stefnda um styrk til þess, að hugmynd áfrýjanda yrði hrundið í framkvæmd. Með bréfi 11, janúar 1946 fór Nýbygg- ingarráð þess síðan á leit, að stefndi veitti áfrýjanda 20—25 þúsund króna lán til smíði nótabáta. Hinn 7. marz 1946 ákvað stefndi að lána áfrýjanda 20.000 krónur í þessu skyni, og var fjárhæðin símsend áfrýjanda hinn 15. júní s. á., án þess að skilmála væri að nokkru getið. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, verður að telja, að umrædd fjárhæð hafi verið greidd áfrýjanda sem lán, og ö21 eigi þykja gögn málsins leiða til þeirrar niðurstöðu, að áfrýj- andi hafi mátt treysta því, að um óendurkræfan styrk væri að tefla. Ber því að staðfesta ákvæði héraðsdóms um greiðslu höfuðstóls, en eins og skiptum aðilja var háttað, verður áfrýj- anda dæmt að greiða 6% ársvexti af fjárhæðinni einungis frá birtingu héraðsstefnu 27. ágúst 1949. Eftir atvikum þykir málskostnaður í héraði eiga að falla niður, en áfrýjanda ber að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 1000.00, Dómsorð: Áfrýjandi, Björn Benediktsson, greiði stefnda, Síldar- útvegsnefnd, kr. 20.000.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 27. ágúst 1949 til greiðsludags. Málskostnaður í héraði fellur niður, en áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 1000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 13. apríl 1950. Mál þetta, sem dómtekið var 29. f. m., hefur Síldarútvegsnefnd höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 26. ágúst s.l. Begn Birni neta- gerðarmanni Benediktssyni, Miklubraut T hér í bænum, til greiðslu skuld- ar, að fjárhæð kr. 20.000.00 með 6% ársvöxtum frá 15. júní 1946 til greiðslu- dags, og málskostnaðar að mati dómara. Stefndi hefur krafizt sýknu og málskostnaðar að skaðlausu. Málavextir eru þessir: Stefndi smíðaði eða lét smíða á árinu 1946 tvo vélknúna herpinótar- báta af sérstakri gerð, ætlaða fyrir svonefndar hringnætur. Var hér um að ræða tilraun til nýrrar veiðarfæragerðar fyrir síldarútveginn. Sótti stefndi til stefnanda um styrk eða lán til framkvæmda þessara. Var sú umsókn afgreidd á fundi Síldarútvegsnefndar 7. marz 1946 á þá lund, að samþykkt var að veita stefnda 20 þúsund króna lán „gegn jafnmiklu fram- lagi annars staðar frá“. Fé þetta var greitt stefnda í símaávísun frá Siglufirði 15. júní 1946. Ekki var gefið út skuldabréf fyrir fjárhæðinni né önnur viðurkenning af hálfu stefnda en venjuleg móttökukvittun. Engir frekari samningar virðast hafa verið gerðir milli aðiljanna um þessi við- skipti. Hinn 10. júní 1947 ritaði stefndi stefnanda bréf og fer þess á leit, að fjárhagsaðstoð sú, sem stefnandi hafði veitt honum vorið 1946, verði reiknuð honum sem styrkur. Með bréfi, dags. 2. ágúst 1947, svaraði stefn- andi málaleitan þessari synjandi, og lét þess jafnframt getið, að ákvörðun 522 hefði verið tekin um að innheimta lánið þá þegar. Bréfi þessu svaraði stefndi ekki. Lögfræðingur stefnanda ritaði stefnda bréf, dags. 30. apríl 1949, og krafði hann um endurgreiðslu á margnefndum kr. 20.000.00 ásamt vöxtum og kostnaði, en er stefndi sinnti því eigi, var mál þetta höfðað. Stefnandi byggir dómkröfur sínar á því, að fé það, sem hann lét af hendi til stefnda, hafi verið lán til óákveðins tíma, sbr. fundarsam- bykktina frá 7. marz 1946. Sé það nú í gjalddaga fallið fyrir uppsögn, og beri því stefnda að endurgreiða það ásamt vöxtum. Stefndi byggir dómkröfur sínar á því, að margnefnda fjárhæð beri að skoða sem óendurkræfan styrk til hans frá stefnanda. Kveðst hann ávallt hafa litið svo á, að hér væri um styrk að ræða, og hafa haft fulla ástæðu til þess, enda hafi féð verið greitt honum, án þess að tekið væri fram, að um lán væri að ræða. Hann hafi heldur ekki gefið út skuldabréf fyrir fjárhæðinni, svo sem eðlilegt hefði verið, ef þetta hefði átt að vera lán. Fundarsamþykkt stefnanda frá 71. marz 1947 kveður stefndi sér hafa verið ókunna, þar til við rekstur máls þessa. Loks hefur stefndi bent á, að lánveitingar samrýmist ekki tilgangi og starfsemi stefnanda, en hins vegar sé samkvæmt 2. gr. laga nr. TA frá 29. desember 1934 gert ráð fyrir, að stefnandi veitti styrki í þágu síldarútvegsins. í fundarsamþykkt stefnanda frá 7. marz 1946 er skýrt fram tekið, að ákveðið sé að veita stefnda 20 þús. króna lán. Virðist þetta hafa verið í samræmi við umsókn stefnda, sem mun hafa hljóðað um annað tveggja lán eða styrk. Þá ber bréf stefnda frá 10. júní 1947 það með sér, að þá hefur stefnda verið ljóst, að hér var um lán að ræða, en ekki styrk. Gegn þessu getur stefndi nú ekki borið það fyrir sig, að hann hafi álitið eða haft ástæðu til að álíta, að hér væri um styrk að ræða. Verður sýknu- krafa hans þegar af þeirri ástæðu eigi tekin til greina. Ekki var samið um vexti af láninu, og verða stefnanda því eigi dæmdir vextir frá fyrri tíma en“ uppsagnarðegi lánsins, 2. ágúst 1947. Málskostnaður til handa stefnanda þykir hæfilega ákveðinn kr. 2300.00. Einar Arnalds borgarðómari kvað upp dóm þenna, en uppsaga hans hefur dregizt nokkuð vegna páskahelginnar. Dómsorð: Stefndi, Björn Benediktsson, greiði stefnanda, Síldarútvegsnefnd, kr. 20.000.00 með 6% ársvöxtum frá 2. ágúst 1947 til greiðsludags og kr. 2300.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 528 Föstudaginn "7. desember 1951. Nr. 38/1950. Slysavarnafélag Íslands (Magnús Thorlacius) gegn Daníel Þorsteinssyni á Co. h/f af (Gunnar Þorsteinsson). Dómur og málsmeðferð ómerkt. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 24. marz 1950, að fengnu áfrýjunarleyfi 22. s. m. Krefst hann þess, að hinn áfrýjaði dómur og meðferð málsins í héraði verði ómerkt og að honum verði dæmdur málskostnaður úr hendi stefnda í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst þess, að svo stöddu, að kröfu um ómerkingu verði hrundið og að áfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Í máli þessu gerði stefndi kröfu í héraði á hendur áfrýjanda um greiðslu á eftirstöðvum kostnaðar af vinnu og efni við breytingu á björgunarskipinu Sæbjörgu. Málið var þingfest 30. sept. 1948, og lagði stefndi þá fram greinargerð um málið. Í þinghaldi 9. desember 1948 kom fram greinargerð af hálfu áfrýjanda, Krefst hann þar sýknu af kröfum stefnda m. a. af þeirri ástæðu, að verkið hafi verið dregið úr hófi fram vegna slælegra vinnubragða og að öðru leyti ekki leyst af hendi með viðhlítandi hætti. Í þinghaldi þessu var ákveðinn munnlegur flutningur málsins, en hvorki kvaddi héraðsdóm- ari þá né síðar sérkunnáttumenn um skipasmíðar til að dæma málið með sér, eins og þó bar nauðsyn til, sbr. 8. tölulið 200. gr. laga nr. 85/1936. Auk framangreindra greinargerða voru lagðar fram í málinu 4 skýrslur eða bréf frá stefnda og 3 skýrslur frá áfrýjanda. Skýrslur þessar eru að sumu leyti greinargerðir um málið, en að öðrum þræði hafa þær að geyma skriflegan málflutning, og brýtur framlagning þeirra í bág við ákvæði 105. gr., 106. gr. og 109. gr. laga nr. 85/1986. Hins vegar hafa aðiljar ekki komið fyrir dóm til að gefa skýrslur, sbr. 114. gr. og 115. gr. nefndra laga. Þá hefur mat dóm- 524 kvaddra manna á verki stefnda ekki verið látið fara fram fyrr en eftir uppsögu héraðsdóms. Þar sem meðferð málsins hefur verið svo áfátt sem að fram- an er lýst, verður að ómerkja héraðsdóminn og málsmeðferð frá 9. desember 1948 og vísa málinu heim í hérað til löglegr- ar meðferðar og dómsálagningar af nýju. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og meðferð málsins frá 9. des- ember 1948 á að vera ómerk, og vísast málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar af nýju. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 8. nóv. 1949. Mál þetta, sem dómtekið var 31. f. m., hefur Daníel Þorsteinsson f. h. Daníels Þorsteinssonar ár Co. h.f. hér í bæ höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 23. sept. 1948, gegn þeim Guðbjarti Ólafssyni hafn- sögumanni, Sigurjóni Á. Ólafssyni fyrrv. alþingismanni, Friðrik V. Ólafs- syni skólastjóra, Árna Árnasyni kaupmanni, Guðrúnu Jónasson kaup- konu, öllum til heimilis hér í bænum, Ólafi Þórðarsyni skipstjóra og Rann- veigu Vigfúsdóttur húsfrú, til heimilis í Hafnarfirði, f. h. Slysavarnafélags Íslands, til greiðslu skuldar, að fjárhæð kr. 33.772.31 með 6% ársvöxtum frá 1. maí 1948 til greiðsludags, og málskostnaðar að mati dómarans. Stefndi hefur krafizt sýknu og málskostnaðar sér til handa að mati dóm- arans. Málsatvik eru þau, samkvæmt því, sem fram hefur komið í málinu, að í aprílmánuði 1945 kom til umræðu hjá stjórn stefnda að gera þyrfti stórvægilegar breytingar á björgunarskipi félagsins, Sæbjörgu. Virðist Þorsteini Daníelssyni, en hann er í stjórn stefnanda, hafa verið falið að gera lýsingu á breytingu þeirri, er gera þyrfti. Í maímánuði sama ár, sendi Þorsteinn stefnda lýsingu þessa. Er þar áætlað, að kostnaður allur við breytinguna, að fráskildu verði á aflvélum og kostnaður við niður- setningu þeirra, myndi nema kr. 200.000.00. Aðiljar eru sammála um, að áætlun þessi hafi verið mjög lausleg og ekki öruggt að byggja á henni. Síðan virðist Þorsteini hafa verið falið að gera fullkomna teikningu af breytingunni og semja verklýsingu. Í desembermánuði 1945 samdist síðan svo með aðiljum, að stefnandi tæki að sér breytingar á skipinu. Ekkert virðist hafa verið um það ákveðið, hve dýr breytingin ætti að vera né hve langan tíma verkið ætti að taka. Ekki var gerður skriflegur samn- ingur um verk þetta milli aðiljanna. Um miðjan febrúar 1946 var skipið tekið í dráttarbraut hjá stefnanda, og virðist þá þegar hafa hafizt vinna 525 við skipið. Þann 12. apríl 1946 komu fyrirsvarsmenn aðilja saman á fund, og var þar rætt um verk þetta. Virðast þá teikningar af breytingum þeim, er gera skyldi á skipinu, hafa verið tilbúnar að mestu leyti. Þá var talið, að efni til verksins væri komið á staðinn. Fyrirsvarsmenn stefnanda virðast hafa verið inntir eftir, hvenær verkinu myndi verða lokið, en ekki gefið ákveðin svör um það, en þó sagt, að engar vonir stæðu til, að verkinu yrði lokið fyrr en um áramót. Stefnandi hélt síðan verkinu áfram, en brátt var yfir því kvartað af hendi stefnda, að verkið gengi seint. Fyrirsvarsmenn stefnanda báru við vinnuaflsskorti og buðu stefnda að taka við skipinu, eins og það þá var, en því var ekki sinnt. Þann 11. nóvember 1946 ritaði stefndi stefnanda bréf og óskaði eftir ákveðnum svörum um, hvenær verkinu myndi verða lokið. Bréfi þessu svaraði stefn- andi skömmu síðar og kveðst bar álíta, að skipið verði fullbúið til notk- unar um 20. apríl 1947. Í bréfi þessu er tekið fram, að hér sé ekki um loforð eða skuldbindingu að ræða af hendi stefnanda, því ýmis atvik geti komið til, sem tafið geti verkið. Fullnaðarverklýsingu af breytingunni virðist ekki hafa verið lokið fyrr en 9. febrúar 1947, og er breyting sú, sem endanlega er ákveðið að gera á skipinu, allt önnur og meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Stefnandi hélt nú verkinu enn áfram, og auk þess lagði stefndi fram ýmsa fagvinnu, sem það greiddi sjálft. Þann 16. des- ember 1947 ritaði stefndi stefnanda bréf og kvartaði mjög yfir drætti þeim, sem á verkinu væri orðinn, og óskaði þess, að því yrði flýtt, svo sem unnt væri, svo að skipið gæti orðið tilbúið ekki síðar en 20. janúar 1948. Bréfi þessu virðist ekki hafa verið svarað. Stefnandi afhenti síðan skipið í marzmánuði 1948 og lauk vinnu við það 13. apríl s. á. Greiðslur til stefn- anda fóru þannig fram, að þann 30. apríl 1946 greiddi stefndi allan kostn- að, er þá var áfallinn. Eftir það voru greiddar upphæðir öðru hverju upp í kostnaðinn. Stefnandi telur, að kostnaðurinn við það verk, er það hafi innt af hendi við breytingu skipsins, svo og verð efnis, sem það hafi lagt til, og dráttar- brautarleiga nemi alls kr. 602.195.28. Þar af hafi stefndi greitt kr. 568.422.97 og standi þannig eftir kr. 33.772.31, sem stefnda beri að greiða. Hefur stefnandi mótmælt því, að það beri nokkra ábyrgð á, hve verkið gekk seint. Þegar í upphafi hafi verið tekið fram, að stefnandi hefði ýmis verk með höndum, sem ganga yrðu fyrir, og hafi fyrirsvarsmenn stefnda ekkert haft við það að athuga. Þá hefur stefnandi bent á, að stefndi hafi haft fastan eftirlitsmann við verkið og auk þess hafi fyrirsvarsmenn þess oft litið persónulega eftir verkinu. Einnig er því haldið fram af stefnanda, að stefndi hafi aldrei fyrr en í máli þessu gert athugasemdir við fjárhæð reikningsins og m. a. hafi stefndi þann 6. marz 1948 greitt kr. 110.000.00 upp í skuldina, án þess að hreyfa nokkrum athugasemdum. Enn fremur hefur stefnandi bent á, að eftir að skipið var komið í vörzlur stefnda, hafi það fengið stefnanda til að láta vinna við skipið og nemi sá kostnaður kr. 24.389.58, en sú fjárhæð er innifalin í stefnukröfunni. Sýknukröfu sína byggir stefndi á því, að reikningar stefnanda séu allt of háir. Hefur stefndi í því sambandi sérstaklega mótmælt skyldu sinni 526 til að greiða dráttarbrautarleigu fyrir þann tíma, sem skipið stóð á drátt- arbraut stefnanda. Mótmæli sín að þessu leyti byggir stefndi öðrum þræði á því, að hér hafi verið um nýsmíði að ræða, og hafi stefnandi þá ekki heimild til að reikna sér dráttarbrautarleigu sérstaklega. Þá hefur stefndi talið, að það hafi verið sök stefnanda, að skipið stóð svo lengi á dráttar- brautinni, og komi því ekki til greina greiðsla fyrir það. Kveðst stefndi ætíð hafa mótmælt skyldu sinni til að greiða dráttarbrautarleigu. Loks hefur stefndi talið, að það eigi skaðabótakröfu á hendur stefn- anda, er nemi miklu hærri fjárhæð en stefnukröfunni. Í upphafi hafi verið gert ráð fyrir, að kostnaðurinn við breytinguna á Sæbjörgu mundi nema kr. 200.000.00, auk verðs aflvéla og kostnaði af niðursetningu þeirra. Hins vegar hafi raunin orðið sú, að kostnaðurinn hafi orðið kr. 1.016.434.84. Verkinu hafði miðað svo seint áfram, að ekkert hóf sé á, þrátt fyrir eftir- rekstur fyrirsvarsmanna stefnda og endurtekin loforð fyrirsvarsmanna stefnanda um, að verkinu skyldi hraðað og því lokið innan ákveðins tíma. Telur stefndi, að aldrei mundi hafa verið byrjað á breytingu þessari, ef ekki hefðu legið fyrir gyllandi kostnaðaráætlanir og loforð stefnanda. Stefnandi hafi hagað sér þannig við framkvæmd verksins, að það eigi sök á, hve dýrt verkið varð og hve mjög það dróst og sé bótaskylt vegna þessa. Beint tjón sitt af því, hve verkið dróst, telur stefndi nema kr. 82.000.00 og auk þess mikið óbeint tjón. Hefur stefndi í þessu sambandi áskilið sér rétt til að höfða sérstakt mál til heimtu bóta úr hendi stefnanda vegna þessa framferðis þess og galla, er sé á verki því, sem stefnandi innti af hendi. Þá hefur stefndi mótmælt því að hafa greitt reikninga stefnanda án fyrirvara. Að því er síðustu greiðslurnar varðar, telur stefndi, að það hafi verið nauðbeygt til að inna hana af hendi, til þess að fá skipið afhent, en greiðsla hafi farið fram með fullum áskilnaði um endurgreiðslu og að geta komið fram skaðabótakröfum á hendur stefnanda. Í málinu er fram komið, að stefnandi afhenti eftirlitsmanni stefnda alla reikninga yfir efni og vinnu, jafnóðum og verkinu miðaði áfram, og ekki verður séð, að stefndi hafi hreyft neinum athugasemdum gegn þeim, fyrr en eftir að verkinu var lokið. Þá er ósannað gegn mótmælum fyrirsvars- manna stefnanda, að fyrirsvarsmenn stefnda hafi gert neinn fyrirvara um endurgreiðslu, þegar greiðslur fóru fram. Að því er varðar dráttarbrautar- leiguna, þá reiknar stefnandi sér kr. 40.00 í leigu fyrir dag hvern. Þegar virt er stærð skipsins og hliðsjón höfð af tilkynningu verðlagsstjóra nr. 9 frá 1943 um slippleigu og fleira, verður þessi leigufjárhæð ekki talin of há. Af gögnum málsins er ljóst, að hér var um að ræða breytingu og endurbyggingu skipsins en ekki nýsmíði. Leiðir þegar af því, að stefnandi á rétt á leigu fyrir dráttarbraut sína, enda greiddi stefndi þann 30. apríl 1946 án athugasemda allan þann kostnað, sem stefndi hafði þá haft af verkinu, þar á meðal dráttarbrautarleigu. Af því, sem fram er komið í málinu, er ósannað gegn mótmælum stefnanda, að það eigi sök á, hve verk þetta tók langan tíma, og verður því að telja, að það eigi rétt á dráttarbrautarleigu fyrir allan þann tíma, sem skipið var á dráttarbraut þess. Með vísan til alls þessa þykir verða að leggja reikninga stefnanda 527 til grundvallar í máli þessu, og verður sýknukrafa stefnda ekki á þessu byggð. Að því er varðar skaðabótakröfu stefnda, þá er að vísu ljóst, að verk það, er hér um ræðir, hefur tekið óeðlilega langan tíma, en gegn mót- mælum stefnanda hefur stefndi ekki sannað, að ástæður þess séu atvik, er stefnandi ber ábyrgð á, eða því verði um kennt, enda ekki véfengd sú staðhæfing stefnanda, að hann hafi í upphafi tekið fram, að hann hefði með höndum nokkur verk, sem ganga yrðu fyrir. Með vísan til þessa og þar sem stefndi hefur ekki að öðru leyti fært sönnur á bótaskyldu stefnanda, verður sýknukrafa stefnda heldur ekki á þessu byggð. Málalok verða því þau, að kröfur stefnanda verða teknar til greina að öllu leyti með vöxtum, svo sem krafizt er. Þá þykir rétt, að stefndi greiði stefnanda málskostnað, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 2500.00. Benedikt Sigurjónsson, fulltrúi borgardómara, kvað upp dóm þenna Dómsorð: Stefndi, Guðbjartur Ólafsson, Sigurjón Á. Ólafsson, Friðrik V. Ólafsson, Árni Árnason, Guðrún Jónasson, Ólafur Þórðarson og Rannveig Vigfúsdóttir f. h. Slysavarnafélags Íslands, greiði stefn- anda, Daníel Þorsteinssyni f. h. Daníels Þorsteinssonar ér Co. h/f, kr. 33.772.31 með 6% ársvöxtum frá 1. maí 1948 til greiðsludags og kr. 2500.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 7. desember 1951. Nr. 100/1950. Finnur Árnason (Magnús Thorlacius) gegn Hallfreði Guðmundssyni og gagnsök. (Egill Sigurgeirsson). Dómari átti að víkja sæti. Dómur og málsmeðferð því ómerkt. Dómur Hæstaréttar. Þórhallur Sæmundsson, bæjarfógeti á Akranesi, hefur kveð- ið upp héraðsdóminn. Báðir aðiljar krefjast ómerkingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar hvor úr annars hendi fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. 528 Yfirlýsing sú, er gagnáfrýjandi gaf aðaláfrýjanda 28. janú- ar 1950 og lýst er í héraðsdómi, var samin og undirrituð í skrifstofu bæjarfógetans á Akranesi í viðurvist beggja máls- aðilja, og hefur bæjarfógeti sjálfur svo og maður að nafni Sverrir Bjarnason ritað undir sem vottar. Hefur aðaláfrýj- andi lýst því fyrir dómi, að yfirlýsing þessi hafi, áður en hún var samin, verið rædd þarna í skrifstofunni og aðiljar komið sér saman um orðalag hennar. Yfirlýsing þessi er þýðingar- mikið gagn í málinu, og átti bæjarfógeti að leiðbeina gagn- áfrýjanda, sem flutti mál sitt sjálfur og byggði rétt á yfirlýs- ingu þessari, um að nauðsynlegt væri að fá skýrslur vottanna, bæjarfógeta sjálfs og Sverris Bjarnasonar, um hvað fram hefði farið, er nefnd yfirlýsing var samin í skrifstofu bæjar- fógeta. Af þessu leiðir, að afstaða héraðsdómara til málsins var slík, að honum bar að víkja sæti í málinu af sjálfsdáðum, sbr. 36. og 87. gr. laga nr. 85/1936. Ber því að ómerkja héraðs- dóminn og meðferð málsins á bæjarþingi Akraness frá þing- festingu 20. febrúar 1950 og vísa málinu heim í hérað til lög- legrar meðferðar og dómsálagningar. Rétt þykir, að málskostnaður í Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Héraðsdómur í máli þessu og málsmeðferð frá 20. febrúar 1950 eiga að vera ómerk, og er málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar. Málskostnaður í Hæstarétti fellur niður, Dómur bæjarþings Akraness 3. maí 1950. Mál þetta, sem dómtekið var 25. marz s.l., er höfðað fyrir bæjarþinginu af Finni Árnasyni, Skólabraut 25, Akranesi, verkstjóra hjá Akranesbæ, gegn Hallfreði Guðmundssyni skipstjóra, Akurgerði 12, Akranesi, út af ummælum, er stefndi viðhafði á opinberum umræðufundi í Bíóhöllinni á Akranesi 27. janúar 1950 og stefnandi telur verið hafa ærumeiðandi fyrir sig, en ummælin voru þessi: „Eikin kom og eikin hvarf, en eikin fór ekki í þetta gat, heldur í önnur göt“. Krefst stefnandi þess, að umgetin orð verði dæmd dauð og ómerk og stefndi verði dæmdur í þyngstu refsingu, sem lög leyfa fyrir þau, og loks að hann verði dæmdur til að greiða máls- kostnaðinn að skaðlausu. Stefndi, Hallfreður Guðmundsson, sem sjálfur hefur mætt í málinu, 529 hefur gert þær kröfur: 1) Að málinu verði vísað frá dómi. 2) að Stefndi verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda í málinu og honum tildæmdur málskostnaður. Sátta var leitað á bæjarþinginu, en árangurslaust. Mál þetta, sem höfðað var hér fyrir bæjarþinginu með stefnu, dags. 14. febr, s.l., er, sem fyrr segir, risið út af ummælum stefnda á opinberum fundi í Bíóhöllinni á Akranesi, er haldinn var í tilefni bæjarstjórnarkosn- inga á Akranesi, er fram áttu að fara 29. sama mánaðar. Stefnandi var ekki í framboði, en stefndi talaði þarna sem frambjóðandi og gagnrýndi gerðir fráfarandi bæjarstjórnarmeirihluta, en stefnandi var, sem áður segir, verkstjóri bæjarins og hafnargerðarinnar. Upplýst er og viðurkennt í málinu, að stefndi hafi á greindum fundi í Bíóhöllinni skýrt frá, að sér hefði verið falið að biðja verkstjóra hafnarinnar, þ. e. stefnanda, að sjá um, að sett yrði í bil það, er orðið hefði milli karanna tveggja, er til bráða- birgða eru látin mynda innri höfn fyrir vélbátaflotann á Akranesi. Verk- stjórinn (stefnandi) hafi sagt stefnda, að til þess hafi hann ekkert not- hæft efni, þar eð til þess þyrfti eik. Þá hafi stefndi sagt betta orðrétt: „Eikin kom og eikin hvarf, en eikin fór ábyggilega í einhver önnur göt en þessi göt“. Þessi orð hefur stefndi viðurkennt að hafa viðhaft í ræðu Þeirri, er hann þarna flutti. Verkstjóri hafnarinnar, þ. e. stefnandi, talaði ekki á fundinum, enda ekki í framboði, og þar sem honum þótti áðurgreind ummæli fela í sér ærumeiðandi aðdróttun um óheiðarlega meðferð á efni hafnarinnar, fór hann daginn eftir til stefnda, og komu þeir saman á skrifstofu bæjar- fógeta. Þar undirritaði stefndi samkvæmt kröfu stefnanda yfirlýsingu þess efnis, að hann lýsti tilhæfulaust með öllu, að hann hafi í ræðu sinni í Bíóhöllinni viljað drótta að hafnarverkstjóra, þ. e. stefnanda, óráðvendni í sambandi við starf hans fyrir bæinn. Vottorð þetta eða yfirlýsing var svo birt í blaði á Akranesi samdægurs. Leit stefndi þá svo á, að mál þetta væri þar með búið og Þeir, stefnandi og stefndi, sáttir. Kveður stefndi, að þeir stefnandi og hann hafi tekizt í hendur upp á það, eftir að vottorðið hafði verið undirritað, að mál þetta væri þar með búið. Hefur stefndi lýst þessu þannig í aðiljaskýrslu hér fyrir dómi. Stefnandi hefur aftur á móti í aðiljaskýrslu sinni hér fyrir dómi neitað því að hafa hanad- salað nokkra sætt út af þessu, en er annars óákveðinn í mótmælum sín- um og fullyrðingum um það, hvað þeim stefnanda og stefnda hafi á milli farið, rétt eftir að áðurgreind yfirlýsing var undirrituð. Þá viður- kenndi stefnandi hreinskilnislega, að hann hafi heima hjá stefnda skýrt frá því, að „hann myndi aldrei hafa farið í mál út af þessum orðum hans (stefnda), ef skrif blaðsins „Skaginn“ 29. jan. s.l. hefðu ekki komið til“. Í málinu hefur enginn vefengt réttmæti þessara orða stefnda, sem sé að eikin, sem tekin var út til þess að byrgja „gatið“ milli karanna í báta- kvínni á Akranesi, hafi ekki farið til þeirra hluta, heldur í eitthvað annað, eða til annarra hluta en hún var ætluð til, enda alkunnugt á Akranesi, að betta „bil milli karanna“ er opið enn í dag. Þá gaf stefndi og undirritaði á skrifstofu undirritaðs vottorð um, að 34 680 hann hefði ekki ætlað að drótta neinum óheiðarleika að stefnanda í efnis- meðferð hans fyrir bæinn með áður tilfærðum orðum, en vottorð þetta komst strax fyrir almenningssjónir á Akranesi, er það var birt þar strax í blaði, útgefnu þar á staðnum. Kröfu stefnda um frávísun málsins frá dómi, vegna þess að áður hafi verið að fullu samið um þau atriði, sem málið er út af risið, þykir ekki gegn mótmælum stefnanda unnt að taka til greina, enda þótt mótmæii stefnanda, sem að þessu lúta, séu óákveðin nokkuð. Verður frávísunar- krafan því ekki tekin til greina. Kröfu stefnanda um, að ummælin, sem stefndi viðhafði á fundi í Bíó- höllinni 27. janúar 1950: „Eikin kom og eikin hvarf, en eikin fór ábyggi- lega í einhver önnur göt en þessi göt“, verði dæmd dauð og ómerk, þykir rétt að taka til greina að nokkru leyti, þannig að dæma ómerka þá að- dróttun um óheiðarlega meðferð á efni hafnarinnar, sem unnt væri að leggja í þessi orð stefnda. Þá kemur loks krafa stefnanda um, að stefndi verði dæmdur til refs- ingar fyrir áðurgreind ummæli á biófundinum. Hér við er fyrst að at- huga að: 1. Stefndi, sem viðhafði umgetin orð í kosningahita og gaf tafarlaust, er farið var þess á leit, út yfirlýsingu, sem birt var opinberlega, um að óheiðarleik hefði hann alls ekki ætlað að drótta að stefnanda með áðurgreindum orðum. 2. Stefnandi hefur kannazt við, að hann hafi ekki séð ástæðu til frekari aðgerða út af þessum orðum, ef blaðaskrif hefðu ekki einnig komið til síðar, en í þeim skrifum hefur stefndi neitað að eiga nokkurn þátt. Þegar þessar staðreyndir eru metnar og með tilliti til þess, að ekki hefur verið vefengt hér í þessu máli, að eikin, sem í áðurnefnt bil átti að fara og út var tekin, hafi verið notuð til annarra hluta eða eitthvað annað hafi af henni orðið, þykir ekki vera nægileg ástæða til þess samkvæmt 235. gr. hegningarlaga nr. 19 frá 1940, sbr. 239. gr. sömu laga analogice, að láta stefnda sæta refsingu fyrir áðurgreind ummæli sín, og verður sú krafa stefnanda því ekki tekin til greina. Eftir þessum málalokum verður að fella kostnað máls þessa niður. Það athugast, að dómsuppkvaðning hefur dregizt nokkuð vegna reikn- ingsskila við ríkissjóð, sem ekki varð frestað, og urðu dómsstörfin þannig að þoka fyrir því. Því dæmist rétt vera: Ummæli þau, sem stefnt er fyrir, skulu vera ómerk, að því leyti sem í þeim getur falist aðdróttun um óheiðarleik gagnvart stefnanda. Hins vegar ber að sýkna stefnda, Hallfreð Guðmundsson, af öllum frekari kröfum stefnandans, Finns Árnasonar, í máli þessu. Málskostnaður falli niður. öðli Mánudaginn 10. desember 1951. Nr. 166/1949. Félag íslenzkra myndlistarmanna (Ólafur Þorgrímsson) gegn Sveini Þórarinssyni og Jóni Engilberts og gagnsök (Gústaf A. Sveinsson). Dómnefnd, löglega kosinni á aðalfundi félags myndlistar- manna, varð ekki vikið frá störfum á almennum fundi. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi, sem skotið hefur máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 23. desember 1949, krefst sýknu og málskostnaðar úr hendi gagnáfrýjenda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Gagnáfrýjendur, sem áfrýjað hafa málinu með stefnu 20. janúar 1950, krefjast þess, að héraðsdómurinn verði staðfest- ur og þeim dæmdur málskostnaður fyrir Hæstarétti úr hendi aðaláfrýjanda. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum er rétt að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjendum málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 1200.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Aðaláfrýjandi, Félag íslenzkra myndlistarmanna, greiði gagnáfrýjendum, Sveini Þórarinssyni og Jóni Engilberts, kr. 1200.00 málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 9. nóv. 1949. Mál þetta, sem dómtekið var í gær, hafa listmálararnir Sveinn Þórarins- son, Sólvallagötu 6, og Jón Engilberts, Flókagötu 17, báðir hér í bæ, höfðað fyrir bæjarþinginu eftir árangurslausa sáttaumleitan með stefnu, 532 útgefinni 3. maí s.l, gegn stjórn Félags íslenzkra myndlistarmanna fyrir hönd félagsins. Í Hafa stefnendur gert þær dómkröfur, að viðurkennt verði, að ólögmæt sé fundarsamþykkt Félags íslenzkra myndlistarmanna frá 9. apríl 1949 um brottvikning þeirra úr dómnefnd fyrir listsýningar félagsins, enda eigi þeir sæti í nefndinni til næsta aðalfundar félagsins, og að stefnda verði gert að greiða þeim málskostnað að skaðlausu. Stefndi hefur gert þá aðalkröfu, að málinu yrði vísað frá dómi. Þeirri kröfu var hrundið með úrskurði, uppkveðnum 5. júlí s.l. Hefur sá úr- skurður eigi sætt kæru til Hæstaréttar. Til vara hefur stefndi krafizt sýknu og málskostnaðar að skaðlausu. Á aðalfundi Félags íslenzkra myndlistarmanna 31. janúar s.l. fór fram kosning sex manna í dómnefnd fyrir listsýningar félagsins samkvæmt 7. grein félagslaga. Hlutu stefnandi Sveinn Þórarinsson, Finnur Jónsson, Jóhannes S. Kjarval og Marteinn Guðmundsson 18 atkvæði og stefnandi Jón Engilberts og Gunnlaugur Blöndal 17 atkvæði. Voru þessir menn taldir rétt kjörnir í dómnefndina. Aðrir, sem atkvæði hlutu við kosn- inguna, voru: Sigurjón Ólafsson, Sigurður Sigurðsson, Svavar Guðnason og Kristján Davíðsson, 13 atkvæði hver, Jón Stefánsson 1, Jón Þorleifsson 1 og Kristín Jónsdóttir 2 atkvæði. Skráði fundarritari þá alla varamenn í nefndina, sem atkvæði höfðu hlotið, en eigi náð kosningu sem aðalmenn. Mun þetta hafa tíðkazt áður, en lög félagsins hafa engin ákvæði um varamenn dómnefndarinnar. Samkvæmt 2. tölulið 11. gr. í lögum Félags íslenzkra myndlistarmanna er það starf dómnefndar að annast val verka á listsýningar félagsins, sjá um fyrirkomulag sýninganna, annast upp- setningu o. s. frv. Á s.l. vori var haldin samnorræn myndlistarsýning í Kaupmannahöfn á vegum Nordiska Konstförbundet. Samþykkt hafði verið á síðasta aðalfundi Félags íslenzkra myndlistarmanna að taka þátt í þeirri sýningu. Ekki voru kjörnir sérstakir menn til undirbúnings þátt- töku í sýningu þessari. Hafði dómnefndin framkvæmdir allar um undir- búninginn og hafði m. a. að mestu eða öllu leyti lokið vali verka, sem senda átti á hana. Kom þá til ágreinings milli stjórnar félagsins og dóm- nefndar, einkum um það, hverjir valdir skyldu til að fara til Kaupmanna- hafnar og annast framkvæmdir þar varðandi sýninguna. Einnig mun hafa verið ágreiningur um formála fyrir sýningarskrá. Hinn 9. apríl si. var haldinn almennur félagsfundur í Félagi íslenzkra myndlistarmanna. Stjórnin hafði boðað bréflega til fundar þessa. Í fundarboðinu var greint eitt fundarefni, sýningin í Kaupmannahöfn. Fund þenna sóttu 22 félags- menn, en félagar munu þá alls hafa verið 46. Virðast hafa orðið harðar umræður á fundinum um störf félagsstjórnar og dómnefndar. Bar stefn- andi Sveinn Þórarinsson fram vantrauststillögu á stjórn félagsins. Var sú tillaga felld með 14 atkvæðum gegn 4. Bar þá einn félagsmanna upp svohljóðandi tillögu: „Fundurinn samþykkir að svipta þá Svein Þórarins- son og Jón Engilberts umboði félagsins sem fulltrúa þess Í sýningarnefnd og varamenn taki sæti þeirra.“ Tillaga þessi var samþykkt með 14 atkvæð- um gegn 4. Eftir þenna fund tóku listmálararnir Svavar Guðnason og 583 Sigurður Sigurðsson sæti í dómnefndinni í stað stefnenda, en eigi verður séð, hverjir ákváðu það. Fundarsamþykktar virðist ekki hafa verið leitað um þetta atriði. Stefnendur byggja dómkröfur sínar á því, að þeir hafi verið löglega kjörnir í dómnefnd á aðalfundi í janúar s.l. Kjörtímabil beirra sé að félagslögum til næsta aðalfundar. Telja þeir, að almennur félagsfundur geti eigi breytt ákvörðun aðalfundar í þessu efni og því hafi brottvikn- ing þeirra úr dómnefndinni á fundinum 9. apríl s.l. verið löglaus og að engu hafandi. Einnig hafa stefnendur bent á, að Svavar Guðnason og Sigurður Sigurðsson hafi ekki verið löglegir varamenn í dómnefnd, þar eð félagslög geri ekki ráð fyrir varamönnum og engin kosning varamanna hafi því farið fram. Mótmæla stefnendur því, að þessir menn hafi löglega getað komið í stað þeirra í dómnefndina. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því, að fullt efni hafi verið til að láta stefnendur víkja úr dómnefndinni og að brottvikning þeirra hafi verið lög- mæt. Hefur stefndi sérstaklega bent á í þessu sambandi, að stefnendum hafi mátt vera það ljóst fyrirfram, að svo gæti farið, að þeim yrði vikið frá störfum á fundinum 9. apríl s.l. Eigi er véfengt, að stefnendur hafi löglega verið kjörnir í dómnefndina á aðalfundi félags íslenzkra myndlistarmanna 31. janúar s.. Lög félags- ins geta þess ekki beinum orðum, hvert sé kjörtímabil dómnefnda, en 7. grein félagslaganna hefst á því, að aðalfund skuli halda í lok janúar ár hvert, en síðar í greininni segir, að á aðalfundi skuli kjósa stjórn félags- ins, 5 fulltrúa til að mæta á fundum Bandalags íslenzkra listamanna og sex menn í dómnefnd jyrir listsýningar félagsins. Leiðir af þessum ákvæðum, að telja verður kjörtímabil dómnefndar vera milli reglulegra aðalfunda. Í boði til félagsfundarins 9. apríl s.l. var þess ekki getið sem fundarefnis, að lögð yrði fyrir fundinn tillaga um að víkja stefnendum úr dómnefndinni, og ekki verður séð, að félagsmenn hafi á annan hátt fengið um það vitneskju fyrir fundinn. Fund þenna sótti tæpur helmingur félags- manna, og einungis rúmur þriðjungur félaga galt tillögunni um brottvikn- ing stefnenda úr dómnefndinni jákvæði. Verður að telja, að með slíkri fundarsamþykkt sé eigi unnt að breyta lögmætum gerðum aðalfundar, og leiðir þegar af þessu, að brottvikning stefnenda úr dómnefndinni var marklaus. Ber því að taka kröfu stefnenda til greina. Samkvæmt þessum úrslitum þykir rétt, að stefndi greiði stefnendum málskostnað, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 600.00. Unnsteinn Beck, fulltrúi borgardómara, kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Brottvikning stefnenda, Sveins Þórarinssonar og Jóns Engilberts, úr dómnefnd Félags Íslenzkra myndlistarmanna á félagsfundi 9. apríl 1949 skal vera ómerk. - Stefndi, stjórn Félags Íslenzkra myndlistarmanna f. h. félagsins, greiði stefnendum kr. 600.00 í málskostnað. 534 Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 12. desember 1951. Nr. 65/1951. Skipaútgerð ríkisins (Egill Sigurgeirsson) gegn Carli Finsen f. h. eigenda v/s Clevelands og Kristjáni Einarssyni f. h. Sölusambands ís- lenzkra fiskframleiðenda og gagnsök (Sveinbjörn Jónsson). Bjarglaun. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi, sem hefur skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 21. maí þ. á., gerir þær dómkröfur, að gagnáfrýj- endur verði in soliðum dæmdir til að greiða honum 24.750 pund sterling eða jafnvirði þeirra í íslenzkum gjaldeyri, kr. 1.131.075.00, eða aðra lægri fjárhæð eftir mati Hæstaréttar ásamt 6% ársvöxtum af dæmdri fjárhæð frá 25. maí 1950 til greiðsludags og málskostnað fyrir báðum dómum eftir mati Hæstaréttar. Gagnáfrýjendur hafa áfrýjað málinu af sinni hálfu með stefnu 7. júní þ. á., að fengnu áfrýjunarleyfi 5. s. m. Gera þeir þær dómkröfur aðallega, að dæmd fjárhæð verði lækkuð eftir mati Hæstaréttar og að málskostnaður fyrir héraðsdómi verði látinn falla niður, en til vara, að héraðsdómur verði staðfest- ur. Hvor krafan, sem tekin verður til greina, krefjast þeir málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi aðaláfrýjanda eftir mati dómsins. Með skírskotun til raka héraðsdóms verður að telja, að hjálp sú, sem v/s Hekla veitti v/s Cleveland, hafi verið björgun. Þegar virt er hætta sú, sem v/s Cleveland var í, verðmæti þess skips ásamt farmi og verðmæti v/s Heklu, en hún var húftryggð fyrir 7.320.000 krónur, svo og annað það, sem rak- öð5 ið er í héraðsdómi, þykja bjarglaun aðaláfrýjanda til handa hæfilega ákveðin 280.000 krónur. Ber því gagnáfrýjendum in solidum að greiða aðaláfrýjanda þá fjárhæð ásamt vöxt- um, eins og krafizt er. Eftir þessum úrslitum verður að dæma gagnáfrýjendur til að greiða aðaláfrýjanda málskostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, sem þykir hæfilega ákveðinn samtals 20000 krónur. Dómsorð: Gagnáfrýjendur, Carl Finsen f. h. eigenda v/s Cleve- lands og Kristján Einarsson f. h. Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda, greiði in solidum aðaláfrýjanda, Skipa- útgerð ríkisins, kr. 280.000.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 25. maí 1950 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 20.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 23. febr. 1951. Máli þetta, sem dómtekið var 14. þ. m., hefur Pálmi Loftsson forstjóri f. h. Skipaútgerðar ríkisins hér í bæ höfðað fyrir sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur með stefnu, útgefinni 25. maí f. á. gegn Carli Finsen for- stjóra fyrir hönd eigenda m/s Clevelands svo og fyrir hönd vátryggjanda skipsins, Forsikringsselskabet Aeolus í Bergen, og vátryggjanda farms í skipinu, vátryggingarfélagsins Lloyd's í London, og Kristjáni Einarssyni forstjóra fyrir hönd farmeiganda, Sölusambands íslenzkra fiskframleið- enda, til greiðslu in soliðum á björgunarlaunum, að fjárhæð 24750 pund sterling eða jafnvirði þeirra í Íslenzkri mynt auk 6% ársvaxta frá stefnu- degi til greiðsludags, og málskostnaðar, þar með talins matskostnaðar, kr. 4353.50, eftir mati dómsins. Við munnlegan flutning málsins féll lögmaður stefnanda frá kröfum hans um dóm á hendur vátryggjendum, og lögmaður hinna stefndu vá- tryggingarfélaga hefur ekki gert sjálfstæðar kröfur vegna þeirra. Stefndu hafa krafizt þess, að hin umstefnda fjárhæð verði lækkuð eftir mati dómsins og málskostnaður verði látinn falla niður. Málavextir eru þessir: Miðvikudaginn hinn 28. desember 1949, klukkan rúmlega 6 að morgni, hélt m/s Cleveland frá Bergen í Noregi frá Keflavík áleiðis til Norð- fjarðar og hafði meðferðis 303 smálestir af saltfiski. Vindur var norð- lægur, mikill sjór, og hjó og valt skipið mjög. Klukkan rúmlega 12 var vél 586 skipsins stöðvuð, vegna þess að leki hafði komið að smurningsolíuleiðsi- unni til aðalvélarinnar, og var gert við lekann til bráðabirgða. Fimmtu- daginn 29. desember var vindur austlægur og enn mikill sjór, og jókst hvorttveggja, er á daginn leið. Tók skipið þungar dýfur og valt mikið. Reyndi mjög á vél og skip. Föstudaginn 30. desember var vindur enn hvass á austan og mikill sjór. Hjó skipið mjög og valt, eins og áður, og tók á sig sjói. Kl. 2.15 var vél skipsins stöðvuð, vegna þess að lekinn á smurningsolíuleiðslunni hafði aukizt. Var aftur reynt að gera við lekann, en án árangurs. KI. 6.30 var af þessu tilefni haldin ráðstefna í skipinu. Auk skipstjóra voru viðstaddir yfirvélstjóri skipsins, II. vélstjóri og 2 hásetar. Skýrði yfirvélstjóri svo frá á ráðstefnunni, að vélin fengi ekki næga smurningsolíu og þyrði hann ekki að láta vélina ganga lengur, þar eð hætta væri á, að hún eyðilegðist algerlega. Þá kvaðst hann ekki geta gert við olíuleiðsluna. Var þá ákveðið á ráðstefnunni að kalla á hjálp, og kl. 6.35 sendi skipið út neyðarkall og bað um aðstoð. Samkvæmt leiðar- reikningi skipstjórans var staður skipsins þá 63" 34 norðlægrar breiddar og 16“ 10“ vestlægrar lengdar. Á þessum tíma var m/s Hekla, eign Skipa- útgerðar ríkisins, á leið frá Vestmannaeyjum austur og norður um land til Akureyrar með vörur og farþega. Átti skipið á austurleið að koma á þessar hafnir sunnan Seyðisfjarðar: Djúpavog, Breiðdalsvík, Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð, Norðfjörð og Mjóafjörð. Neyðar- kallið frá m/s Cleveland heyrðist strax frá m/s Heklu, og lét skipstjóri Heklu þegar breyta um stefnu og sigla m/s Cleveland til hjálpar. Kl. 10 var komið á staðinn, sem m/s Cleveland hafði gefið upp, en skipið sást ekki. Hóf m/s Hekla nú leit að skipinu og fann það með aðstoð miðunar frá erlendum togara. Var skipið nokkru austar og grynnra en búizt hafði verið við. Klukkan milli 15.30 og 15.48 kom m/s Hekla að skipinu, og varð að samkomulagi milli skipstjóranna um talsíma, að Hekla drægi Cleve- land til Seyðisfjarðar á „no cure no pay“ grundvelli. Þegar m/s Hekla kom að m/s Cleveland, var búið að gera dráttartaugar m/s Heklu til- búnar og var þeim komið yfir í m/s Cleveland með fluglínu, er keðja þess skips hafði verið gerð tilbúin. Gefnir voru út 140 faðmar af 3—4 þumlunga vir með bungum lásum frá hvorri hlið m/s Heklu og um 50 faðmar af keðju frá m/s Cleveland. Ki. 17 hélt m/s Hekla áleiðis til Seyðisfjarðar með m/s Cleveland í eftirdragi. Menn voru hafðir á verði afturá til þess að hafa gát á dráttartaugum og bendingum frá m/s Cleveland, og stöð- ugt talsamband og ljósmerkja var milli skipanna. Farið var með 4-6 sjómílna hraða, miðað við klukkustund, en stöðvast nokkrum sinnum, meðan smávegis lagfæringar á stýrisvél m/s Clevelands og keðju áttu sér stað. Samkvænt leiðarbók m/s Heklu var veðrið þenna dag suðaustan vindur, sjór austan T—9 og mjög dimmar og harðar steypiskúrir. Laugar- daginn 31. desember var ferðinni haldið áfram með um 6.5 sjómílna hraða, miðað við klukkustund. Fór veður batnandi, en mikil þoka var allan daginn. Kl. 15.40 heyrðist í þokuhorninu á Dalatanga, og voru skipin þá þvert af honum. Inn Seyðisfjörð var stýrt með aðstoð dýptarmælis og ratsjár. Var komið þangað og m/s Cleveland bundið þar við bryggju kl. 537 18.20. Á m/s Cleveland var í umrætt skipti 16 manna skipshöfn og einn farþegi. Samkvæmt vottorði Veðurstofunnar í Reykjavík var veður á Dalatanga hinn 31. desember suðaustan frá 2-4 vindstig, nema við veður- athuganir klukkan 14 og 17, þá var logn. Sjólag var: Talsverð alda. Hinn 1. jan. 1950 var veður mjög svipað, en sjólag: Dálítil alda. Stefnandi reisir á því dómkröfur sínar, að hér hafi verið um ótvíræða björgun að ræða og telur hina umstefndu fjárhæð hæfileg björgunarlaun til sín. Stefndu reisa hins vegar á því kröfur sínar, að hjálpin, sem m/s Hekla veitti m/s Cleveland, hafi verið aðstoð, en ekki björgun. Þá mótmæla stefndu því eindregið, að greiðsla til stefnanda fyrir hjálp- ina verði dæmd í sterlingspundum. Og þar sem sú krafa stefnanda hefur ekki við rök að styðjast, verður hún ekki tekin til greina. M/s Cleveland var, svo sem áður er sagt, statt eigi langt frá suðaustur- strönd Íslands um hávetur með óvirka vél í slæmu veðri og sjó. Skipið hafði engan seglaútbúnað. Á ráðstefnu, sem haldin var í skipinu, virðist það hafa verið álit allra viðstaddra, að skipið kæmist ekki hjálparlaust til hafnar, og samkvæmt ályktun ráðstefnunnar var sent út neyðarkall og hjálpar beiðzt. Að þessu athuguðu verður að telja, að skipið hafi verið statt í neyð, er m/s Hekla veitti því hjálp sína, og var hér því um björgun að ræða. Samkvæmt yfirmati þriggja dómkvaddra manna, er fram fór 10. janúar 1950, voru hin björguðu verðmæti metin sem hér segir: 1. M/s Cleveland með tilheyrandi að frádregnum viðgerð- arkostnaði:vélar siss a Í 5 kr. 1.390.000.00 2. 6055 pakkar af ýmsum tegundum saltaðs fisks ...... — 490.000.00 3. Brennslu- og smurningsolía .........00000..000. —- 18.000.00 4. Lestaklæðning ................2...0 0 ns — 5.000.00 Samtals kr. 1.903.000.00 Skipstjórarnir á m/s Heklu og m/s Cleveland eru sammála um það, að Hekla hafi dregið Cleveland 150 sjómílur. Við sjóferðapróf, er haldið var út af atburðunum 2. janúar 1950, taldi skipstjórinn á m/s Heklu, að skipið hefði tafizt vegna björgunarinnar um 36 klukkustundir, og mun það ná- lægt sanni. Árið 1949 nam rekstrarkostnaður m/s Heklu kr. 11.500.00 á hvern starfsdag skipsins og árið 1950 um kr. 16.160.00. Hjálp m/s Heklu var fúslega veitt og tókst giftusamlega, en var auðveld. Ekki verður talið, að skipið hafi verið lagt í hættu framar áhættu þeirri, sem venju- lega má telja því samfara að koma dráttartaugum í skip og draga það í slæmu veðri og sjó. Er öll framangreind atriði eru virt svo og önnur málsatvik, en þau eru nákvæmlega rakin hér að framan, þykja björgunarlaun til stefnanda hæfilega ákveðin kr. 160.000.00. Ber að dæma stefndu in solidum til að greiða þá fjárhæð með vöxtum, eins og krafizt hefur verið, svo og máls- kostnað, er ákveðst kr. 13.000.00, og er þar með talinn matskostnaður. Ísleifur Árnason, fulltrúi borgardómara, kvað upp dóm þenna ásamt 598 meðdómsmönnunum Pétri Sigurðssyni sjóliðsforingja og Þorsteini Árna- syni vélstjóra. Dómsorð: Stefndu, Carl Finsen f. h. eigenda m/s Clevelands og Kristján Einarsson f. h. Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda, greiði in soliðum stefnanda, Pálma Loftssyni f. h. Skipaútgerðar ríkisins, kr. 180000.00 með 6% ársvöxtum frá 25. maí 1950 til greiðsludags og kr. 13.000.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 17. desember 1951. Nr. 80/1951, Vigfús Kristjánsson og Sigurlaug Kristjánsdóttir (Vigfús Kristjánsson) gegn Haraldi Guðmundssyni (Ragnar Ólafsson). og borgardómaranum í Reykjavík (Enginn). Setudómari próf. Ármann Snævarr í stað hrá. Árna Tryggvasonar. Deilt um kostnað af sameign. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 30. júní þ. á. Gera áfrýjendur þær dómkröfur, að stefnda verði dæmt að greiða þeim kr. 1241.15 ásamt 6% ársvöxtum frá 29. september 1950 til greiðsludags. Svo krefj- ast þeir og málskostnaðar bæði í héraði og fyrir Hæstarétti úr henndi stefnda eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda eftir mati dómsins. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms þykir mega staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjendur in solidum til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 700.00. Áfrýjendur hafa stefnt borgardómaranum í Reykjavík til 539 ábyrgðar „fyrir rangan dóm“, en enginn hefur af hans hálfu komið fyrir Hæstarétt. Eigi eru efni til, að þessari kröfu áfrýjanda á hendur borgardómaranum verði sinnt. Dómsorð: Héraðsdómurinn á að vera óraskaður. Áfrýjendur, Vigfús Kristjánsson og Sigurlaug Krist- jánsdóttir, greiði in solidum stefnda, Haraldi Guðmunds- syni, kr. 700.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 9. apríl 1951, Mál þetta, sem dómtekið var 3. b. m, hafa Vigfús Kristjánsson tré- smíðameistari og Sigurlaug Kristjánsdóttir, bæði til heimilis að Laugateig 28 hér í bænum, höfðað fyrir bæjarbinginu, með stefnu, útgefinni 29. sept. f. á, gegn Haraldi Guðmundssyni klæðskera, Miðtúni 12 hér í bæ, til greiðslu skuldar, að fjárhæð kr. 1241.15 með 6% ársvöxtum frá stefnu- degi til greiðsludags, og málskostnaðar að mati dómsins. Við munnlegan flutning málsins gerðu stefnendur þá varakröfu, að stefndi yrði dæmdur til að greiða þeim kr. 908.45, auk vaxta og málskostnaðar, eins og krafizt væri í stefnu. Stefndi hefur krafizt sýknu og að honum yrði dæmdur málskostnaður að mati dómsins, en við munnlegan flutning málsins breytti hann kröfum sínum á þá lund, að hann krafðist sýknu gegn greiðslu á kr. 257.00 og að honum yrði dæmdur málskostnaður að mati dómsins. Málavextir eru þessir: Stefnendur seldu á öndverðu árinu 1949 lögregluþjóni nokkrum tveggja herbergja íbúð í húsi sínu nr. 28 við Laugateig hér í bæ, en hann seldi hana síðan stefnda í júlímánuði sama ár. Segir í afsalsbréfunum fyrir íbúðinni, að hinn seldi eignarhluti sé 38/100 af allri eigninni og að kaup- andi greiði skatta og opinber gjöld og taki þátt í sameiginlegu viðhaldi eignarinnar að þeim hundraðshluta, en alit viðhald á þaki hússins og hæð sé kaupanda óviðkomandi. Allt viðhald á kjallara, að undanteknu þvotta- húsi og miðstöðvarherbergi, sé óviðkomandi seljendum. Eftir að stefndi keypti íbúðina, bjó hann í henni í mánaðartíma, en hefur annars selt hana á leigu og sjaldan komið í hana til eftirlits síðan. Eftir að stefndi varð eigandi nefndrar íbúðar, hafa stefnendur unnið nokkuð að lagfæringu og hirðingu lóðar þeirrar, sem húsið er reist á, svo og dyttað að húsinu sjálfu. Skýra þau svo frá, að þau hafi farið þess á leit við stefnda, að hann tæki þátt í umbótum þessum og viðhaldi, en hann hafi reynzt ófáanlegur til þess. Krefjast stefnendur, að stefndi greiði þeim fyrir vinnu og efni við framkvæmdir þessar í hlutfalli við 540 eignarhlutdeild hans í húsinu. Enn fremur krefjast þau, að stefndi greiði beim kr. 100.00 fyrir að ausa vatni úr kjallaraíbúðinni, er stefndi var fjarverandi. Stefnendur hafa sundurliðað kröfur sínar þannig: 1. Vinna Vigfúsar við hreinsun og lagfæringu á lóð ........ kr. 497.94 2. Vinna Vigfúsar við að slá lóð sumarið 1950 .............. — 626.58 3. Vinna Vigfúsar við að mála glugga og niðurfallsrör ...... —— 666.64 4. Vinna Vigfúsar við að leggja gangstétt .................. —— O602.07 Sjá höll sáfial í. 1 a 210 ósa ds lr -— 59.05 62, Máls 1 pg #8 ER — 32.40 7. Efni og aðkeypt vinna vegna gangstéttar ................ — 367.40 8. Vinna við að slá lóð 1949 .............0.00.0 00 nn —- 150.00 9. Vatnsaustur úr kjallara ...........0..%.00. 0. sn sn — „100.00 Samtals kr. 3102.98 = 62% af kr. 3002.98 —- 1861.84 Stefnda beri því að greiða kr. 1241.14 Kaup sitt hefur Vigfús miðað við eftirvinnu- og næturvinnukaupgjald trésmíðasveina, en hann telur sig hafa átt kost á slíkri vinnu á þessum tíma. Í varakröfu sinni miða stefnendur kaup Vigfúsar við eftirvinnukaup- gjald í almennri verkamannavinnu og lækka við það kröfur sínar í kr. 908.45. Rétt þykir að athuga sérstaklega hvern einstakan kröfulið stefnenda fyrir sig. Um 1. lið. Stefnendur telja, að nauðsynlegt hafi verið að jafna og Þekja hluta lóðarinnar og hreinsa burt grjót og rusl, sem jafnan berist inn á hana. Stefndi heldur því fram, að sér sé ókunnugt um lagfæringar þessar, og hefur mótmælt því, að hann hafi fengið tilkynningu frá stefnendum um, að þörf væri lagfæringa eða hreinsunar á lóðinni, eða þess hafi verið óskað, að hann tæki þátt í slíkum framkvæmdum. Er viðurkennt, að hann hafi aldrei samþykkt að taka þátt í kostnaði af lagfæringunum. Ekki verður heldur séð, að svo brýna nauðsyn hafi borið til þessara lagfæringa, að stefnda verði talið skylt að greiða stefnendum fyrir þær. Verður því að sýkna hann af þessum lið kröfunnar. Um 2. lið. Stefnendur telja sig hafa slegið lóðina fimm sinnum sumarið 1950, og hafi slátturinn alls tekið 26% vinnustund. Stefndi hefur mótmælt því, að vinnustundafjöldinn hafi verið svo mikill, og hafi stefnendur heldur eigi unnið verk þetta eftir sinni beiðni. Hins vegar hefur hann fallizt á að greiða að þessu sinni kr. 100.00 fyrir sláttinn, og verður hann því dæmdur til að greiða stefnendum þá fjárhæð samkvæmt þessum kröfulið. Um 3. lið. Stefnendur telja, að nauðsynlegt hafi verið að mála hiðurfallspípur og 541 glugga, enda hafi pípurnar ekki verið málaðar fyrr og málning farin að losna af gluggum. Þá telja þau það og myndi hafa spillt útliti hússins til muna, ef gluggar á íbúð stefnda hefði verið skildir eftir ómálaðir. Stefndi hefur ekki mótmælt því, að umgetnar pípur hafi verið ómálaðar, og þar sem telja verður málun á þeim til nauðsynlegs viðhalds húseignarinnar, ber að dæma hann til að greiða stefnendum að sínum hluta fyrir það verk. Hins vegar hafa stefnendur ekki leitt sönnur að því, að málning á gluggum hafi verið svo illa farin, að nauðsyn hafi borið til endurmálunar þeirra, og verður því að sýkna stefnda af kröfum stefnenda um endurgjald fyrir það verk, enda hafa þeir ekki gegn andmælum stefnda leitt sönnur að því, að leitað hafi verið samþykkis hans til verksins, en, eins og áður er sagt, var viðhald á kjallara stefnendum óviðkomandi. Stefnendur telja, að alls hafi Vigfús Kristjánsson unnið 26 stundir að máluninni, þar af 4 við að mála margnefndar pípur. Hefur stefndi ekki mótmælt þeirri vinnustundatölu sérstaklega, og verður því að leggja skýrslu stefnenda um hana til grundvallar. Hins vegar þykir ekki unnt gegn andmælum stefnda að reikna Vigfúsi hærra kaup en dagvinnukaup í almennri verkamannavinnu, en leitt er Í ljós í málinu, að það var á þessum tíma kr. 10.35, miðað við klukkustund. Samkvæmt framanrituðu verður því stefndi dæmdur til að greiða stefnendum vegna þessa kröfuliðs kr. 41.40 = 25.67 (b. e. 62%) == kr. 15.73. Um 4. lið. Gangstétt sú, sem hér um ræðir, liggur frá hliði á girðingu að aðaldyr- um hússins, en nær ekki að inngangi í íbúð stefnda. Stefnendur hafa engar sönnur að því leitt gegn eindregnum andmælum stefnda, að þess hafi verið farið á leit við hann, að hann tæki þátt í að leggja stéttina eða samráð hafi verið haft við hann um lagningu hennar. Verður því að sýkna stefnda af kröfum stefnenda samkvæmt þessum lið. Um 5. lið. Þessi liður stafar af kaupum stefnenda á hrífum, sem húseigendunum sé nauðsynlegt að eiga til notkunar við hirðingu lóðarinnar. Viðurkennt er, að stefndi hefur ekki veitt samþykki sitt til þessara kaupa, og ber því að sýkna hann af þessum kröfulið. Um 6. lið. Með skírskotun til þess, sem rakið er hér að framan um 3. kröfuliðinn, ber stefnda að greiða stefnendum málningu þá, sem notuð var á niður- fallspípurnar. Með hliðsjón af því, sem aðiljar hafa haldið fram um skiptingu vinnustunda við málun á gluggum og niðurföllum, þykir hæfi- legt, að stefndi greiði stefnendum kr. 2.00 samkvæmt þessum lið kröf- unnar. Um '. lið. Með skírskotun til þess, sem að framan er rakið um 4. lið, ber að sýkna stefnda að kröfum stefnenda eftir þessum lið. Um 8. lið. Stefnendur hafa áætlað vinnu sína samkvæmt þessum lið kr. 150.00, og ætti stefndi samkvæmt því að greiða þeim kr. 57.00 (þ. e. 38/100 af kr. ö42 150.00). Að þessu sinni hefur stefndi fallizt á að greiða stefnendum þessa fjárhæð, og verða kröfur stefnenda því teknar til greina. Um 9. lið. Stefndi hefur viðurkennt þenna kröfulið, og ber honum því að greiða hann að fullu með kr. 100.00. Samkvæmt framangreindu verða úrslit málsins þau, að stefnda ber að greiða stefnendum kr. 274.73 með vöxtum, svo sem krafizt er í stefnu, og málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 200.00. Magnús Þ. Torfason, fulitrúi borgardómara, kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Stefndi, Haraldur Guðmundsson, greiði stefnendum, Vigfúsi Krist- jánssyni og Sigurlaugu Kristjánsdóttur, kr. 274.73 með 6% ársvöxt- um frá 29. september 1950 til greiðsludags og kr. 200.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtinginu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 19. desember 1951. Nr. 16/1950. Guðmundur Tómasson og Gaston Ásmundsson (Gústaf A. Sveinsson) gegn Byggingarsamvinnufélaginu Garði og gagnsök (Theódór B. Líndal). Dómur og málsmeðferð að nokkru ómerkt, þar sem sérfróðir samdómendur voru ekki skipaðir. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 6. febrúar 1950. Krefjast þeir þess, að svo stöddu, að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar af nýju. Svo krefjast þeir og málskostnaðar úr hendi gagnáfrýjanda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Gagnáfrýjandi, sem áfrýjað hefur málinu af sinni hálfu með stefnu 24. apríl 1950, að fengnu áfrýjunarleyfi 28, marz s. á., fellst á ómerkingarkröfu aðaláfrýjanda, en krefst máls- 5483 kostnaðar úr hendi þeirra fyrir Hæstarétti eftir mati dóms- ins. Aðaláfrýjendur höfðuðu mál þetta í héraði með stefnu 27. maí 1948. Kröfðust þeir þess, að gagnáfrýjanda yrði dæmt að greiða þeim eftirstöðvar launa, kr. 3629.69, samkvæmt verksamningi um byggingu á tveimur íbúðarhúsum fyrir hann. Gagnáfrýjandi höfðaði gagnsök í héraði með stefnu 15. september 1948. Krafðist hann þess, að aðaláfrýjendum yrði dæmt að greiða honum kr. 15.232.58 vegna vanefnda á verksamningnum, eins og nánar er lýst í héraðsdómi. Þar sem málinu var svo háttað, bar nauðsyn til, að héraðsdómari kveddi sérkunnáttumenn um húsagerð til að dæma málið með sér, sbr. 8. tl. 200. gr. laga nr. 85/1936. Þetta hefur hér- aðsdómari látið undir höfuð leggjast, og ber því að ómerkja héraðsdóminn og málsmeðferð frá 8. nóvember 1948, er málið var hið fyrra sinni lagt í dóm í héraði, og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar af nýju. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og meðferð málsins frá 8. nóv- ember 1948 á að vera ómerk, og vísast málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar af nýju. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 15. nóv. 1949. Mál þetta, sem upphaflega var tekið til dóms þann 8. nóv. f. á., síðan endurupptekið og nú tekið til dóms að nýju þann 9. þ. m., hafa stefnendur í aðalsök, þeir Guðmundur Tómasson byggingameistari, Helgamagra- stræti 23, og Gaston Ásmundsson byggingameistari, Bjarkastíg, báðir á Akureyri, höfðað hér fyrir dómi með stefnu, útgefinni 27. maí 1948, á hendur stjórn Byggingarsamvinnufélagsins Garðs, Akureyri, fyrir félags- ins hönd, en stjórn hins stefnda félags skipa þeir Svavar Guðmundsson bankastjóri, formaður, Karl Friðriksson vegaeftirlitsmaður, Sigurður M. Helgason fulltrúi, Halldór Halldórsson menntaskólakennari og Jóhannes Jónsson verzlunarmaður, allir á Akureyri. Stefnendur í aðalsök gera þá kröfu, að stefndi verði dæmdur til að greiða kr. 3.629.69 auk vaxta frá útgáfudegi stefnu til greiðsludags og kr. 700.00 í málskostnað. Stefndi í aðalsök mótmælir öllum kröfum stefnenda, að undanskildum kr. 1.923.00, sem hann krefst, að komi til skuldajafnaðar gagnkröfu, er um 544 ræðir í gagnsök. Hann krefst og málskostnaðar úr hendi stefnenda í aðal- sök eftir mati dómara. Með gagnstefnu, útgefinni 15. sept. 1948, hefur stefndi í aðalsök höfðað gagnsök á hendur stefnendum og gert þær dómkröfur, að gagnstefndu verði dæmdir sameiginlega til að greiða kr. 15.232.58 auk vaxta frá útgáfu- degi gagnstefnu og málskostnaðar með eða án skuldajafnaðar við kröfur stefnenda í aðalsök. Gagnstefndu mótmæla kröfum gagnstefnanda og krefjast þess, að ekkert tillit verði til þeirra tekið. Aðalsök. Stefnendur gera þannig grein fyrir kröfum sínum í aðalsök. Með samningi, dags. 1. júní 1946, tóku þeir að sér að byggja tvö íbúðarhús við Grænugðtu hér í bæ fyrir stefnda. Fyrir umsjón með byggingunum áttu þeir að fá greidd meistaralaun, kr. 19.710.60, samkvæmt 4. gr. verð- skrár Byggingameistarafélags Akureyrar. Af upphæð þessari telja stefn- endur vangreiðdar kr. 2.404.60. Auk þess krefjast þeir þess að fá greiddar kr. 805.09 vegna umsjónar með innréttingu á rishæð, sem ekki var gert ráð fyrir við samningsgerð. Fyrir teikningu af innréttingu rishæðarinnar krefjast þeir að fá greiddar kr. 320.00 og fyrir uppdrátt af eldhúsinnrétt- ingum krefjast þeir að fá greiðdar kr. 100.00. Samtals nemur þetta kr. 3629.69, eins og í stefnu greinir. Stefnendur telja rúmmál beggja húsanna vera 3458 teningsmetra, og er það ekki véfengt. Samkvæmt 4. gr. ofan- greindrar verðskrár bar stefnendum að fá greiddar kr. 3.00 fyrir hvern rúmmetra að viðbættri vísitöluuppbót, miðað við vísitölu, er samningur var gerður, en vísitala var þá 285. Frá grunnupphæðinni skyldi þó drag- ast 50 aurar fyrir bókhald og útborgun og 50 aurar fyrir útvegun á efni, en stefndi annaðist þessi verk. Þóknun stefnenda skyldi því vera kr. 2.00, margfaldað með vísitölunni, þ. e. kr. 5.70 fyrir hvern rúmmetra, eða samtals kr. 19.710.60 fyrir 3458 rúmmetra. Teikning sú, er lögð var til grundvallar við samningsgerð, sýndi óinnréttaða rishæð. Síðar var þessu breytt og meðstefnanda Guðmundi Tómassyni falið að gera teikningu af innréttingu rishæðar. Risið var einnig hækkað, frá því sem upphaflega var áætlað, og fjórir kvistir settir á hvora hlið húsanna. Í rishæðum beggja húsanna voru innréttuð samtals 12 herbergi og 4 snyrtiklefar. Risið ásamt kvistum telja stefnendur vera að rúmmáli 281.6 rúmmetra á hvoru húsi, eða samtals 563.2 rúmmetra. Reikna stefnendur sér kr. 1.43 í þóknun á rúmmetra fyrir að sjá um innréttingu bessa, eða alls kr. 805.09. Segja stefnendur, að ekki sé víst, að þeir hefðu samið við stefndu um byggingu húsanna á þann hátt, sem gert var, ef fyrir hefði legið þá að innrétta rishæðina. Þóknun fyrir teikningu rishæðarinnar kveður stefnandi byggða á 6. og 7. gr. verðskrár byggingameistarafélagsins. Stefndi í aðalsök gerir þannig grein fyrir mótmælum sinum: Hann telur, að umsamin þóknun til stefnenda fyrir eftirlit með byggingunum hafi verið kr. 19.230.00, en ekki 19.710.60. Reikningar stefnenda hafi allir verið miðaðir við fyrrgreinda upphæð og síðasti reikningur, sem stefn- endur gáfu út 31. des. 1947, hafi aðeins numið kr. 1923.00, þ. e. 1/10 hluta umsaminnar þóknunar, en hinir 9/10 hlutar hafi þá verið greiddir, sam- 545 tals kr. 17.307.00. Stefndi viðurkennir, að stefnendur hefðu rétt til að krefjast upphæðarinnar, kr. 1.923.00, samkvæmt samningnum, ef þeir hefðu uppfyllt hann að sínum hluta, en svo hafi ekki verið, og kveðst stefndi því hafa synjað um greiðslu upphæðarinnar, þar til kröfur hans á hendur stefnendum vegna vanefnda væri á enda kljáðar, en fyrir þeim er grein gerð Í gagnsök. Kröfu um sérstaka þóknun fyrir umsjón með innréttingu þakhæðar mót- mælir stefndi eindregið. Hann telur, að ekki hafi verið gerð krafa um bóknun þessa fyrr en í stefnu, og komi hún því algerlega á óvart. Hins vegar viðurkennir hann, að ris húsanna hafi verið hækkuð nokkuð og rúm'mál húsanna hafi aukizt við það um 84 rúmmetra. Þá telur hann, að innrétting rishæðanna eða fyrirkomulag hennar hafi verið ákveðið af Karli Friðrikssyni og Guðjóni Samúelssyni, og Guðmundur Tómasson hafi ekki verið beðinn að teikna hana. Jafnvel þótt Karl Friðriksson hafi beðið hann að gera grunnteikningu, geti þóknun fyrir það vart farið fram úr kr. 50.00. Um eldhúsinnréttingarnar segir hann, að þær hafi verið keyptar af Guðmundi Tómassyni, enda smíðaðar í verkstæði hans, og er reikningi fyrir teikningar af þeim eindregið mótmælt. Um ákvörðun meistaralauna fyrir umsjón með byggingum stefnda þykir verða að leggja til grundvallar verksamning þeirra, þannig að greiða beri kr. 5.70 fyrir hvern rúmmetra bygginganna. Ekki hefur verið véfengt, að rúmmál bygginganna sé 3458 rúmmetrar, og nemur meistaraþóknun því kr. 19.710.60. Af þeirri upphæð eru þegar greiddar kr. 17.307.00 og því vangreiðdar kr. 2403.60. Þykja stefnendur eiga rétt á að fá þá upphæð greidda. Fyrir umsjón með innréttingu rishæðar teljast stefnendur ekki eiga rétt til þóknunar umfram það, sem fyrr greinir, þ. e. kr. 5.70 á rúmmetra, enda er krafa þeirra um þóknun þessa of seint fram komin, þar sem þeir létu undir höfuð leggjast að krefjast breytingar á verksamningnum, begar ákveðið var að innrétta rishæðina. Krafan kr. 805.09 fyrir þetta þykir því ekki á rökum byggð. Upplýst er, að Karl Friðriksson umsjónarmaður stefnda með verk- legum framkvæmdum, bað stefnanda Guðmund Tómasson að gera teikn- ingu af rishæð húsanna, eftir að ákveðið hafði verið að innrétta þær. Ekki bykir nægilega sýnt fram á, að 320 króna þóknun fyrir teikningu þessa sé ósanngjarnlega há, og verður hún því eftir atvikum viðurkennd. Ómótmælt er, að Guðmundur Tómasson hafi selt stefnda eldhúsinnrétt- ingarnar í húsin. Var stefnda því rétt að líta svo á, að verð þeirra væri ekki hærra en reikningar fyrir þær sýndu. Þykir því krafa stefnenda um sérstaka þóknun fyrir teikningu af þeim ekki á rökum byggð. Niðurstaða í aðalsök verður því sú, að stefnda ber að greiða stefnendum kr. 2723.60 ásamt 5% ársvöxtum frá 27. maí 1948 til greiðsluðags. Um málskostnað verður síðar greint. Gagnsök. Í gagnsök gerir gagnstefnandi þannig grein fyrir kröfum sín- um: Er byrjað var á byggingunum, kom í ljós, að verktaka skorti mjög smiði og æfða byggingaverkamenn, en samkvæmt verksamningnum bar 25 546 þeim skylda til að annast útvegun á þeim. Steypuvinna og múrverk gekk þó að öllu leyti að óskum. Vinna við byggingarnar hófst um vorið 1946. Þegar komið var fram í miðjan desember, unnu aðeins 2 vanir smiðir, 1 gervismiður og 4 verkamenn við byggingarnar. Þótti stjórn gagnstefn- anda þá í svo óvænt efni komið, að hún fól Karli Friðrikssyni að reyna að útvega menn. Tókst honum að útvega nokkra vana smiði eftir ára- mótin, þ. á. m. Þorvald nokkurn Guðjónsson brúarsmið. Tók Þorvaldur að sér að sjá um smíðavinnu í öðru húsinu, og kveðst gagnstefnandi hafa neyðzt til að greiða honum meistarakaup. Hann vann við byggingarnar fram í maí, og nam kaup hans á þessum tíma umfram venjulegt smíða- kaup kr. 971.10. Þenna kostnaðarauka telur gagnstefnandi, að gagnstefndu beri að greiða, enda stafi hann beinlínis af því, að gagnstefndu stóðu ekki við verksamninginn um útvegun byggingamanna. Auk Þorvalds og manna þeirra, er honum fylgdu, útvegaði Karl 3 aðra smiði og verkamenn. Þegar Þorvaldur og menn hans fóru, sótti fljótt í sama horfið, og síðustu vikuna kveður gagnstefnandi aðeins tvo menn hafa unnið fulla vinnuviku. Þök húsanna voru ekki járnklædd strax, heldur aðeins pappalögð. Kom fram verulegur þakleki á húsunum, og urðu nokkrar skemmdir á þakhæð- unum af þessum sökum. Þá kveður gagnstefnandi, að hurðir, sem gagn- stefndi Guðmundur Tómasson smíðaði í verkstæði sínu, hafi reynzt mjög gallaðar, og taka varð margar þeirra upp af nýju, þar sem þær gisnuðu og rifnuðu, svo að ekki varð við unað. Nokkuð af hurðunum lét gagn- stefnandi að vísu laga, en ekki allar. Fyrir þetta hvort tveggja, skemmdir vegna þakleka og galla á hurðum, krefst gagnstefnandi skaðabóta, að upphæð kr. 2000.00. Þá heldur gagnstefnandi því fram, að við byggingu stigahúsa hafi gagn- stefndu ekki farið eftir teikningu, sem byggja átti eftir, heldur hafi stiga- húsin verið gerð þrengri en vera átti, og valdi það óþægindum og erfið- leikum við að koma stórum munum upp eða niður stigana. Fyrir óhag- ræði, sem af þessu hlýzt, krefst hann bóta úr hendi gagnstefndu, kr. 3000.00 fyrir hverja íbúð á efri hæð, eða samtals kr. 12.000.00. Nokkur dráttur varð á að útvega járn á þök húsanna af hendi gagn- stefnanda. Þegar það hafði tekizt, sneri formaður gagnstefnanda, Svavar Guðmundsson, sér til gagnstefnda Guðmundar Tómassonar og fór þess á leit, að hann járnklæddi þökin, svo sem honum bar samkvæmt verksamn- ingnum. Kveður gagnstefnandi, að hann hafi þá sagt, að hann gæti þetta ekki um sinn, þar sem hann hafði þá tekið að sér önnur verk. Komið var fram á haust, og taldi gagnstefnandi bráðra aðgerða þörf vegna þaklek- ans. Fékk hann þá aðra smiði til þess að annast verk þetta, og varð gagn- stefnandi að greiða aukaþóknun, kr. 261.48, fyrir verkið umfram venjulegt kaup smiðanna. Telur hann, að gagnstefnda beri að draga upphæð þessa frá meistaralaunum sínum eða greiða samsvarandi bætur fyrir að hafa látið hjá líða að ljúka verkinu. Kröfur gagnstefnanda í gagnsök nema þannig kr. 15.232.58, og er það í samræmi við gagnstefnu. Gagnstefndu gera þannig grein fyrir mótmælum sínum. Þeir benda á, ö4T að ekki hafi verið samningi bundið, á hve skömmum tíma húsin skyldu byggð. Þeir halda fram, að Karl Friðriksson hafi sótt fast að koma Þor- valdi Guðjónssyni og nokkrum verkamönnum að byggingavinnu við húsin, en þeir hafi unnið hjá honum í vegavinnu um sumarið, og enginn hörgull hafi verið á faglærðum mönnum um þetta leyti. Þorvaldur hafi haft verk- stjórn manna þeirra, er honum fylgdu, en Guðmundur Tómasson yfir- stjórn verksins. Gagnstefndu kannast ekki við, að fundið hafi verið að því, að of fáir smiðir og verkamenn ynnu við húsin fyrr en um vorið 1947, er Þorvaldur var farinn. Kaup Þorvalds og hans manna kveða gagnstefndu sér óviðkomandi, enda hafi þeir ekki átt þátt í að ákveða það. Gagnstefndu viðurkenna, að þökin hafi lekið, þó ekki svo mikið, að tjón yrði að. Þeir telja, að pappinn hafi verið óeðlilega stökkur og gagnstefn- andi hafi ekki sinnt ítrekuðum tilmælum um að leggja til bik á pappann. Þeir telja og, að nýjar hurðir hafi verið settar í stað þeirra, sem gallaðar reyndust, en mótmæla bótakröfu vegna galla á hurðum að öðru leyti, með því að beir séu ekki réttir aðiljar að þeirri kröfu. Hurðirnar hafi verið smíðaðar á verkstæði Guðmundar Tómassonar og Eyþórs Tómassonar og keyptar af því verkstæði. Að því er gerð stiga og stigahúsa snertir, heldur gagnstefndi Guðmundur Tómasson því fram, að hann hafi farið þess á leit við Karl Friðriksson, að stigunum yrði gerbreytt, sökum þess hve þeir voru áætlaðir Þröngir. Karl hafi hins vegar ekki tekið það í mál og hafi stigar síðan verið byggðir í samráði við hann. Er bótakröfu út af þessu algerlega mótmælt. Kröfu gagnstefnanda um bætur fyrir tjón, sökum þess að aðrir smiðir voru fengnir til að setja járn á þökin, er einnig mótmælt. Gagnstefndi Guðmundur Tómasson kveðst ekki hafa skorazt undan að vinna verkið, enda þótt hann hefði ekki tök á því þegar, er um það var heðið. Kveðst hann hafa tjáð Svavari Guðmundssyni, að hann skyldi gera betta, þegar hann hefði lokið verki því, er hann þá var með. Er hann síðar ætlaði að hefja verkið, voru aðrir menn byrjaðir á því. Að því er varðar ráðningu starfsmanna við byggingarnar, verður betta annars ráðið af gögnum málsins. Gagnstefndu bar skylda til að annast útvegun á mönnum samkvæmt verksamningi. Upplýst er og viðurkennt, að Karl Friðriksson, eftirlitsmaður gagnstefnanda, réð fyrrnefndan Þor- vald Guðjónsson ásamt nokkrum mönnum, er honum fylgdu, og unnu þeir við bygginguna frá jan. 1947 til maí sama ár. Snemma sumars 1946 réð sami Karl tvo menn að byggingunum og þann þriðja síðsumars sama ár. Gagnstefndu mótmæla því hins vegar, að hörgull hafi verið á vinnukrafti um þetta leyti og ekki hafi verið að því fundið fyrr en sumarið 1947, eftir að Þorvaldur og menn hans voru hættir, að of fáir menn ynnu við bygg- ingarnar. Þorvald og menn hans kveða þeir hafa fengið vinnu þarna eftir eindregnum tilmælum Karls Friðrikssonar. Þegar á allt þetta er litið, þykir ekki nægilega sannað, að vanefndir gagnstefndu að þessu leyti hafi verið það verulegar, að bótaskylt sé. Um bætur fyrir tjón vegna báklega og galla á hurðum verður Þetta sagt. Ekki hefur verið sýnt fram á, hverjar skemmdir hafi hlotizt af þak- 548 leka né að hann hafi stafað af handvömm gagnstefndu eða starfsmanna þeirra. Verður því ekki tekin til greina bótakrafa vegna þaklekans. Hurð. irnar hafa verið skoðaðar af dómkvöddum mönnum, og meta þeir tjón vegna galla á þeim kr.:3550.00. Upplýst er með framlögðum reikningum, að gagnstefndi Guðmundur Tómasson seldi gagnstefnanda hurðirnar af verk- stæði sínu, og þykir gagnstefndi Gaston Ásmundsson því ekki eiga að bera ábyrgð á göllum á þeim. Framangreindu mati hefur ekki verið hnekkt, og þykir því bótakrafan, kr. 2000.00, á fullum rökum byggð, og er þó tekið tillit til þess, að matsmennirnir telja galla á hurðunum ekki að öllu leyti sök þess, er smíðaði og valdi efni í þær. Verður þessi kröfuliður því tekinn til greina, þannig að gagnstefndi Guðmundur Tómasson verður einn saman dæmdur til að greiða upphæðina. Tjón gagnstefnanda af þeim sökum, að ekki var fylgt teikningum af stigahúsi, var metið af dómkvöddum mönnum á kr. 6000.00. Gagnstefndu undu ekki mati þessu, og fór fram yfirmat. Lýsa yfirmatsmenn fráviki frá teikningu að þessu leyti þannig, að steyptur hafi verið einn veggur, er gekk upp milli stiganna. Telja þeir, að það hafi verið gert í þeim tilgangi að fá stigana eins rúma og kostur var á í hinu þrönga stigahúsi, sem var svo þröngt á teikningu, að ekki fullnægði kröfum þeim, er byggingar- samþykkt gerir um rými stigahúsa. Járnateikning, sem farið var eftir, telja þeir og hafa verið í ósamræmi við aðalteikningu. Á járnateikningu er gert ráð fyrir tveimur veggjum, hvorum undir sínum stigakjálka. Verður af álitsgerð yfirmatsmanna ráðið, að þeir telji því fjarri fara, að tjón hafi hlotizt af breytingu þessari, heldur hafi hún verið skynsamlega ráðin. Tveir starfsmenn við byggingarnar hafa skýrt svo frá fyrir dómi og unnið eið að, að þeir hafi heyrt Guðmund Tómasson tala um það við Karl Friðriksson, að hann vildi breyta fyrirkomulagi stiga, en Karl hafi ekki tekið það í mál og talið sjálfsagt að byggja stigana, eins og gert var. Þegar allt þetta er virt, þykja ekki næg efni til að taka til greina bóta- kröfu gagnstefnanda að þessu leyti. Um síðasta kröfulið gagnstefnanda er þetta að segja: Þegar gagnstefn- andi óskaði eftir, að þökin yrðu járnklædd, gat gagnstefndi Guðmundur Tómasson ekki sagt honum, hvenær hann mundi geta Það, eða kvaðst ekki muna, hvort hann hafi sagt honum það. Þykir því gagnstefnanda eftir atvikum hafa verið heimilt að fá aðra menn til verksins og auka- kostnað af þessum sökum, kr. 261.48, þykir því réttmætt að draga frá meistaralaunum gagnstefndu. Verður því kröfuliður þessi tekinn til greina. Niðurstaða Í gagnsök verður því sú, að gagnstefndu Guðmundur Tómas- son og Gaston Ásmundsson sameiginlega greiði gagnstefnanda kr. 261.48 og gagnstefndi Guðmundur Tómasson greiði honum einn saman kr. 2000.00, hvort tveggja með 5% ársvöxtum frá útgáfudegi gagnstefnu til greiðsludags. Málskostnaður í aðalsök og gagnsök þykir eftir atvikum mega falla niður. Friðjón Skarphéðinsson bæjarfógeti kvað upp dóm þenna. ö49 Dómsorð: Í aðalsök greiði stefndi, Byggingarsamvinnufélagið Garður, stefn- endum, Guðmundi Tómassyni og Gaston Ásmundssyni, kr. 2723.60 ásamt 5% ársvöxtum frá 27, maí 1948 til greiðsludags. Í gagnsök greiði gagnstefndu, Guðmundur Tómasson og Gaston Ásmundsson, gagnstefnanda, Byggingarsamvinnufélaginu Garði, kr. 261.48 og gagnstefndi Guðmundur Tómasson greiði gagnstefnanda einn saman kr. 2000.00, hvort tveggja greiðist með 5% ársvöxtum frá 15. sept. 1948 til greiðsludags. Málskostnaður í aðalsök og gagnsök fellur niður. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 19. desember 1951. Nr. 82/1951. Magni Guðmundsson (Sigurður Ólason) gegn Hannesi Scheving (Ragnar Ólafsson). Fógeti lét ódæmd ýmis atriði. Ómerking. Dómur Hæstaréttar. Þorsteinn S. Thorarensen, fulltrúi borgarfógeta, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Áfrýjandi, sem skotið hefur máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 19. marz 1951, krefst þess, að úrskurður fógeta verði felldur úr gildi og synjað verði útburðar, svo og að stefnda verði dæmt að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði stað- festur og áfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Nauðsyn bar til þess, að aðiljar öfluðu í máli þessu fyrir at- beina húsaleigunefndar og yfirhúsaleigunefndar, ef því var að skipta, gagna um það, hver væri hæfileg leiga eftir skúr þann, er í málinu greinir, í því lagi, sem hann var í, þegar áfrýjandi tók við honum. Síðan bar fógeta að leggja dóm á 550 það, hverja leigu stefnda var að lögum heimilt að krefja fyrir skúrinn og hvort ofgreidda leigu, ef um hana var að tefla, mátti að meira eða minna leyti nota til skuldajafnaðar síðari leigukröfum. Enn átti fógeti að dæma það, hvort kostnaður af viðgerð og breytingum, sem áfrýjandi framkvæmdi á skúrn- um, skuli að einhverju eða öllu leyti teljast fyrirfram greidd- ur hluti leigu. Sökum þessa brests á forsendum úrskurðarins verður að ómerkja hann og vísa málinu heim í hérað til lög- legrar meðferðar og uppkvaðningar úrskurðar af nýju, sbr. 1. málsgr. 198. gr. laga nr. 85/1936. Eftir atvikum þykir rétt, að stefndi greiði áfrýjanda kr. 600.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera ómerkur, og vísast málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og uppkvaðn- ingar úrskurðar af nýju. Stefndi, Hannes Scheving, greiði áfrýjanda, Magna Guðmundssyni, kr. 600.00 málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 23. des. 1950. Gerðarbeiðandi. Hannes Scheving, Grjótagötu 14, hefur krafizt þess, að gerðarþoli, Magni Guðmundsson, Laugavegi 28, verði með beinni fógeta- gerð sviptur afnotum geymsluskúrs við húsið nr. 14 við Grjótagötu, sem hann hefur undanfarið haft á leigu. Gerðarbeiðandi hefur og krafizt máls- kostnaðar sér til handa. Gerðarþoli hefur mótmælt framgangi hinnar umbeðnu útburðargerðar og krafizt málskostnaðar úr hendi gerðarbeiðanda. Munnlegur flutningur málsins skyldi fara fram hinn 6. þessa mánaðar. Þá var ekki mætt af hálfu gerðarþola, og krafðist umboðsmaður gerðar- beiðanda, Kristján Eiríksson hdl., þess, að málið yrði þá þegar tekið til úrskurðar, og var svo gert. Gerðarþoli, Magni Guðmundsson stórkaupmaður, hefur undanfarið haft á leigu geymsluskúr á lóð hússins nr. 14 við Grjótagötu, en skúr þessi er eign gerðarbeiðanda, Hannesar Schevings sjómanns. Ekki var gerður skrif- legur leigusamningur, en samkomulag mun hafa orðið með aðiljum um 150 kr. mánaðarleigu. — Hinn 19. september s.l. mat húsaleigunefnd hæfilega grunnleigu fyrir skúr benna vera kr. 105.00 á mánuði og kvað öðl svo á, að heimilt skyldi að taka uppbót að auki samkvæmt húsaleiguvísi- tölu. Sjá leigumatsgerðina á rskj. 7. Gerðarbeiðandi ritar fógetarétti Reykjavíkur hinn 27. júlí s.l. og krefst útburðar á gerðarþola. Gefur hann gerðarþola að sök megn leiguvanskil, þar eð hann hafi ekki greitt leigu síðan frá og með 1. júlí 1949 og skuldi því alls kr. 1950.00, þar eð grunnleiga hafi verið umsamin kr. 150.00 á mánuði. Telur gerðarbeiðandi hér vera nm að ræða svo mikil leiguvanskil, að útburði hljóta að varða. Gerðarþoli mótmælir framgangi hinnar umbeðnu útburðargerðar. Hann kveðst hafa fengið hinn umdeilda skúr til umráða hinn 1. september 1942. Kveðst hann þá strax hafa farið að láta lagfæra skúrinn, enda hafi skúr- inn verið mjög ófullkominn, sóðalega umgenginn og hrörlegur og hafi verið nauðsynlegt að láta framkvæma á honum allmiklar endurbætur og kostnaðarsamar, eins og komið hafi í ljós. Í upphafi hafi verið svo um samið, að viðgerðarkostnaður skyldi teljast fyrirframgreiðsla leigugjalds. Lagfæringin hafi verið komin langt í janúarmánuði 1943, og kveðst gerðar- þoli þá hafa óskað fullnaðarsamkomulags um upphæð leigu. Gerðarbeið- andi hafi þá óskað eftir að fá 1800.00 króna ársleigu í peningum, og segist gerðarþoli hafa fallizt á bað, ef hann fengi þá afnot skúrsins í 10 ár, þannig að heildarleigan yrði þá ekki nema kr. 2800.00--3000.00 á ári. Hafi þetta orðið að samkomulagi, og kveðst gerðarþoli svo hafa greitt í pen- ingum kr. 1800.00 árlega. Svo og kveðst gerðarþoli hafa greitt allan til- fallandi viðhaldskostnað, svo sem fyrir rúður Í glugga, ef þurfti. Leigu- gjaldið hafi alla tíð verið óreglulega greitt, því bæði hafi gerðarbeiðandi lítt eftir því gengið, að reglulega væri greitt, og svo hafi gerðarbeiðandi ekki alltaf verið tiltækur til að taka við leigu, þar eð hann stundar sjó- mennsku. Þó hafi gerðarbeiðandi eitt sinn óskað eftir fyrirframgreiðslu, sem honum hafi og verið látin í té. Seint á árinu 1948 hafi gerðarbeiðandi verið orðinn ófús á að taka við leigugreiðslum og sagt, að greiðslur mættu bíða, og svo hafi gengið allt árið 1949. — Gerðarþoli kveðst hafa hitt gerðarbeiðanda að máli í janúar- mánuði 1950, og hafi þá gerðarbeiðandi látið þau orð falla, að hann myndi hlutast til um, að gerðarþoli yrði látinn rýma skúrinn. Í marz- eða aprílmánuði s.1. kveðst gerðarþoli hafa hitt gerðarbeiðanda á götu, og hafa spurt hann um orsakir að uppsögn þeirri, er gerðarþola hafði þá borizt á skúrnum, undirrituð af Eggert nokkrum Ísdal, en uppsögn þessi var miðuð við 1. marz s.l. Gerðarbeiðandi hafi þá sagt sér að hafa engar áhyggjur út af þessu og, að hann myndi biðja Eggert að sækja áfallið leigugjald við tækifæri. Nú skýrir gerðarþoli svo frá, að Eggert Ísdal hafi komið til sín í byrjun maímánaðar s.l. og óskað eftir leigugreiðslum. Kveðst gerðarþoli þá hafa gert Eggerti svolátandi tilboð: Þá þegar skyldu greiddar eftirstöðvar leigu- gjalds fyrir árið 1948, kr. 600.00, í byrjun júní leiga fyrir fyrri helming ársins 1949, kr. 900.00, í byrjun júlímánaðar eftirstöðvar ársins 1949, kr. 900.00, í byrjun ágústmánaðar skyldi greidd leiga fyrri árshelmings 1950, kr. 900.00, en eftirstöðvar þess árs í desember 1950. — Eggert hafi nú sam- 502 Þykkt þessa tilhögun og hinar umsömdu kr. 600.00 hafi verið greiddar begar í stað. Samkvæmt þessu samkomulagi kveðst gerðarþoli nú hafa haft kr. 900.00 til reiðu í byrjun júnímánaðar s.l., en Eggert Ísdal hafi fyrst komið hinn 6. þess mánaðar til að nálgast þessa upphæð og þá gefið kvittun fyrir, sjá rskj. 10. — Enn kveðst gerðarþoli hafa verið tilbúinn með kr. 900.00 í byrjun júlímánaðar, en dregizt hafi að Eggert kæmi. Um T.—8. júlí kveðst gerðarþoli hafa orðið að leggjast á sjúkrahús og því beðið starfsstúlku sína að færa Eggerti upphæð þessa. Stúlkan hafi farið á heimili Eggerts, en hann hafi ekki verið heima, og kona hans hafi ekki viljað taka við upphæðinni og hafi stúlkan komið jafnnær til baka. Nú kveðst gerðarþoli hafa komið af sjúkrahúsinu hinn 20. júlí, og daginn eftir, er hann hafi legið rúmfastur á heimili sínu, hafi hann fengið skilaboð þess efnis, að Eggert Ísdal óskaði símtals við hann. Í símtali þessu hafi Eggert krafizt þess, að kr. 2000.00 yrðu þegar í stað greiddar upp í áfallna leigu. Telur gerðarþoli þessa upphæð hafa numið 20.00 kr. hærri upphæð en raunveru- lega var í skuld, og að auki ekki í samræmi við samkomulag það, sem hann hafði gert við Eggert um greiðslu leigunnar. Kveðst gerðarþoli hafa tjáð Eggerti, að kr. 900.00 biðu hans frá því í byrjun mánaðarins, en vegna sjúkleika síns treysti hann sér ekki til að fást frekar um þessi mál að sinni. Eggert hafi þá lýst því yfir, að þetta gæti beðið til næstkomandi mánudags, 24. júlí. Þann dag eða daginn eftir hafi Eggert Ísdal enn hringt og spurt eftir þessum kr. 2000.00, og kveðst gerðarþoli þá hafa látið Eggert vita, að enn sæti við sama um möguleika sína til að greiða upphæð þessa af hendi. Eggert hafi þá brugðizt illa við og hótað fógetaaðgerðum til að fá skúrinn losaðan. Þá skýrir gerðarþoli svo frá, að Eggert Ísdal hafi ekki komið í byrjun ágústmánaðar til þess að vitja um kr. 1800.00, sem þá voru áfallnar sam- kvæmt samkomulagi þeirra þar um og áður var getið, en þá um sömu mánaðamót hafi sér borizt bréf Áka Jakobssonar hdl., þar sem krafizt var greiðslu á kr. 1.950.00, svo og var þess krafizt, að gerðarþoli rýmdi skúr- inn. Kveðst gerðarþoli nú hafa átt tal við Áka, lýst öllum málavöxtum, boðið fram greiðslu á kr. 1800.00, svo og á kr. 150.00, ef þess væri krafizt, en hins vegar neitað að rýma skúrinn að svo stöddu. Áki hafi þá talið rétt að láta málið bíða að sinni, unz hann hefði talað við gerðarbeiðanda, og lofað að láta gerðarþola vita að svo búnu. Þá hafi þó dregizt, að skilaboð kæmu frá Áka, og hinn 15. ágúst kveðst gerðarþoli hafa farið upp í sveit sér til hressingar eftir sjúkrahúsvistina. Gerðarþoli telur sig nú hafa rétt til hins umdeilda húsnæðis allt til 1. október 1952. Um vanskil af sinni hálfu sé engan veginn að ræða. Hann kveðst alls hafa greitt í peningum fyrir afnot skúrsins, kr. 11.250.00, sbr. kvittanir á rskj. 10. Viðgerð sú, sem hann hafi framkvæma látið á skúrn- um, hafi kostað alls kr. 10.359.28, sbr. reikninga á rskj. 6. Krefst hann þess, að sá kostnaður verði, eftir því sem með þurfi, hafður til skuldajafnaðar við leigukröfur gerðarbeiðanda, en allt leigugjald, sem sér hafi frá byrjun borið að greiða allt til 1. október s.l.. ásamt fullri verðlagsuppbót til þess 553 tíma,