HÆSTARÉTTARDÓMAR 1963 Efnisskrá til bráðabirgða Bls. AfNotahefð 63 Áfengislagabrot se 1, 16, 299, 401, 405, 409 Barnsfaðermismál „0... 7, 427 Beitarréttindi ........... 568 BjÖrgUNarlaum 646 Bókhaldsbrot ........0 674 Bigarréttur „0. 23, 41 Endurheimtukrafa „....... 414, 417, 553 ETfðAMÁL 437 Búrma 349 Fúskveiðibrot 0... 544, 592 Fjárdráttur 0. 245, 674 FjÁrnÁm 5, 179, 196, 281 Fjárnáms. og uppboðskostnaður ........... 12 FjÁrsvik 390 Framfærslumál ..... 549 Framhaldstannsókn .........0000 535, 536 FrÁtsum 2... 1, 15, 292, 295, 414, 455, 669 Fyrning kröfuréttinda ..........0.000 480 Fyrning sakar .......... 674 Geymsla .......0.0 0 310 Hafning Máls .......... 0 127 Hald (á togara) ......... 461 Húsaleiga „20.00.0000... 141, 161, 659 Innflutnings. og gjaldeyrismál .......... 674 Innsetningargerð ..........0..000 0 216, 315 Kaup og sala .........0. 0. 55 Kærumál 295, 324, 414, 534, 669 Landamerkjamál .............. 499, 568 Leiga .....0.0..0.0 0 276, 281 Lóðamerkjamál ............0 0 63 Bls LöÖghald .......... 00 537 Lögreglumenn .........0000. 0 366 Meinyrði ..........r nr 30 Mynt 2... 128 Niðurrif húss 22.22.2200 222 Ómerking .......... 122, 196, 272, 286, 292, 304, 324, 347, 613, 664 Prentréttur ........... 0 1 Rangar skýrslur .......2.2.20n0 ner 674 Símnefni 349 Sjóveðréttur .......2.0. 155 Skaðabótamál .... 30, 47, T1, 103, 137, 199, 210, 259, 310, 333, 355, 378, 561, 603, 618 SkÚldaMÁl 307, 655 Starfskjör .....0.. rr 366 Tolllagabrot .....00020220n nn 674 UMBOÐ ......ccr rr 179 Umferðarlagabrot ......0000200 nn 299, 401, 405, 409 Umferðarréttur ........a0 238, 499 UPPbOÐ .....00000000 err 319 Útburðarmál .......00.0 er 659 Útivistardómar .... 1, 30, 128, 231, 232, 269, 270, 271, 388, 389, 532, 533, 534, 672, 673 Vatns- og veiðiréttur ......0..2000 nn 173 VátryggiNg ....0002.00e nn 417 Veitingasala .......0202000 nn 539 Verjandaskipumn ......00000 0. snert 534 Vinnusamningar „0... 41, 232, 456 Vímilmál 5, 537 Ættleiðing ........2000 rr d Hæstaréttardómar. Útgefandi: Hæstiréttur. XLIV. árgangur. 1963. Miðvikudaginn 9. janúar 1963. Nr. 71/1962. Baldur Guðmundsson gegn Síldarverksmiðjunni í Krossanesi. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Afrýjandi, Baldur Guðmundsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Miðvikudaginn 16. janúar 1963. Nr. 164/1962. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) segn Agnari Bogasyni og Theódór Lárusi Ólafssyni (Sigurður Ólason hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Áfengislagabrot. Ábyrgð samkvæmt lögum um prentrétt. Dómur Hæstaréttar. Eins og í héraðsdómi greinir, er ákærði Agnar Bogason 1 2 ritstjóri Mánudagsblaðsins og ákærði Theódór Lárus Ólafs- son framkvæmdastjóri veitingahússins Glaumbæjar í Reykjavík. Í auglýsingu þeirri, sem birtist í Mánudagsblaðinu hinn 30. apríl 1962 og mál þetta er af risið, er mynd af vinbar veitingahússins Glaumbæjar. Sjást þar birgðir vínfanga og veitingaþjónn að fylla vinglas. Til hliðar við myndina er orðið: Drekkið. Mynd þessi kynnir á einhæfan hátt framboð veitingahússins á áfengi, og í beinu sambandi við hana er í orði hvatt til drykkju þar. Þegar þetta er virt, Þykir auglýsingin verða að teljast áfengisauglýsing í merk- ingu 16. gr., sbr. 41. gr. áfengislaga nr. 58/1954. Yfir greindri auglýsingu er heitið Glaumbær og undir henni orðin: Skemmtið ykkur í Glaumbæ, auk talsíma- númera fyrirtækisins. Er veitingahús það, sem áður getur, þannig nafngreint sem auglýsandi. Ákærði Theódór Lárus, sem samþykkti gerð auglýsingarinnar og hlutaðist til um birtingu hennar, ber því refsiábyrgð á efni hennar, sbr. 2. mgr. 15. gr. laga um prentrétt nr. 57/1956, en ákærði Agn- ar þá eigi, sbr. 3. mgr. sömu lagagreinar. Með skírskotun til þess, sem nú var rakið, verður ákærða Agnari dæmd sýkna, en ákærða Theódór Lárusi samkvæmt nefndum ákvæðum laga nr. 58/1954 refsing, sem þykir hæfilega ákveðin 300 króna sekt til Menningarsjóðs, og komi í sektar stað varðhald 2 daga, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Eftir þessum úrslitum, sbr. 2. mgr. 140. gr. laga nr. 82/ 1961, er rétt, að um greiðslu málskostnaðar fari þannig: Ákærði Theódór Lárus greiði í ríkissjóð upp í saksókn- arlaun fyrir Hæstarétti kr. 1.000.00. Annan málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, þar með talin laun verjanda ákærðu fyrir Hæstarétti, kr. 2.000.00, greiði ákærði Theó- dór Lárus að hálfu, en ríkissjóður að hálfu. Dómsorð: Ákærði Agnar Bogason á að vera sýkn af kröfum ákæruvaldsins. ð Ákærði Theódór Lárus Ólafsson greiði 300 króna sekt í Menningarsjóð, og komi varðhald 2 daga í stað sektar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá Þirt- ingu dóms þessa. Ákærði Theódór Lárus Ólafsson greiði til ríkissjóðs kr. 1.000.00 upp í saksóknarlaun fyrir Hæstarétti. Ann- ar kostnaður af sökinni í héraði og fyrir Hæstarétti, þar með talin laun verjanda ákærðu fyrir Hæstarétti, Sig- urðar Ólasonar hæstaréttarlögmanns, kr. 2.000.00, greið- ist að hálfu af ákærða Theódór Lárusi og að hálfu úr rikissjóði. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 7, september 1962. Ár 1962, föstudaginn 7. september, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var á Fríkirkjuvegi 11 af Halldóri Þor- björnssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 4607— 4608/1962: Ákæruvaldið gegn Agnari Bogasyni og Theódóri Lár- usi Ólafssyni, sem tekið var til dóms 31. f. m. Mál þetta er höfðað með ákæru, útg. 2.. f. m., gegn Agnari Bogasyni ritstjóra, Tjarnargötu 39, fæddum 10. ágúst 1921 í Reykjavík, og Theodóri Lárusi Ólafssyni framkvæmdarstjóra, Langagerði 12, fæddum 18. nóvember 1923 á Skagaströnd, fyrir brot gegn 2. mgr. 16. gr. áfengislaga nr. 58/1954, en ákvæði þetta eru þeir taldir hafa brotið með því að birta í 15. tbl. 15. árg. Mánudagsblaðsins, er út kom 30. apríl 1962, auglýsingu frá veitingahúsinu Glaumbæ, sem teljast verði til áfengisauglýsinga. Er þess krafizt, að ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. Ákærði Agnar Bogason er ritstjóri vikublaðsins Mánudags- blaðsins, sem út er gefið hér í borg. Ákærði Theodór Lárus Ólafsson er framkvæmdastjóri veitingahússins Glaumbæjar við Fríkirkjuveg, hér í borg. Í 15. tbl. 15. árg. Mánudagsblaðsins, sem út kom 30. apríl sl., birtist á 7. bls. auglýsing frá Glaumbæ. Texti auglýsingarinnar er þessi: „Glaumbær. Borðið Drekkið Skemmtið ykkur í Glaum- bæ. Allir salir opnir — Símar 22643 — 19330“. Í auglýsing- 4 unni er einnig mynd úr salarkynnum veitingahússins, og sést þjónn þar vera að hella í glas, en flöskur í baksýn. Ákærðu ber saman um, að þeir hafi staðið að auglýsingu þess- ari. Glaumbær hafi ákveðið að setja auglýsingu í blaðið. Ákærði Agnar hafi svo gert tillögu um form auglýsingarinnar, en ákærði Theodór Lárus samþykkt það. Mynd sú, er áður getur, er af Stefáni Þorvaldssyni þjóni, og er tekin í vínstúku veitingahúss. ins („Káetunni“) í sambandi við viðtal, sem blaðið hafði átt við Stefán og birtist 12. marz. Í 2. mgr. 16. gr. áfengislaga er bann lagt við áfengisauglýs- ingum. Úrlausnarefnið er því í þessu máli, hvort áðurnefnd auglýsing verði talin áfengisauglýsing. Í texta nefndrar auglýsingar eru menn hvattir til að borða, drekka og skemmta sér í Glaumbæ. Glaumbær hefur leyfi til áfengisveitinga. Orðið „drekkið“ getur að vísu átt við áfengi það, sem húsið veitir, en einnig tekur það til fjölmargra teg- unda óáfengra drykkja, sem veitingahúsið hefur að sjálfsögðu á boðstólum. Að áliti dómsins hlýtur vínveitingahúsi að vera heimilt að auglýsa með almennum orðum það, sem það hefur upp á að bjóða, enda sé áfengi ekki auglýst sérstaklega. Auglýsing sú, sem ákært er út af, verður að teljast einmitt slík almenn aug. lýsing, og telur dómurinn eigi rétt að túlka 2. mgr. 16. gr. áfengis- laga svo rúmt, að hún taki til auglýsinga af þessu tagi. Samkvæmt því, er nú hefur verið rakið, þykir auglýsing sú, er ákært er út af, ekki verða talin áfengisauglýsing í skilningi 16. gr. áfengislaga. Ber því að sýkna ákærðu af kröfum ákæru- valdsins um refsingu og greiðslu sakarkostnaðar. Ákveða ber, að sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði. Dómsorð: Ákærðu Agnar Bogason og Theodór Lárus Ólafsson skulu vera sýknir af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Kostnaður sakarinnar greiðist úr ríkissjóði. ð Miðvikudaginn 16. janúar 1963. Nr. 183/1962. Hjálmar Sveinbjörnsson gegn Guðmundi Magnússyni. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Víxilmál. Fjárnámsgerð staðfest. Dómur Hæstaréttar. Þorsteinn S. Thorarensen, fulltrúi borgarfógeta, hefur framkvæmt hina áfrýjuðu fjárnámsgerð. Áfrýjandi hefur með stefnu 20. desember 1962 skotið til Hæstaréttar dómi bæjarþings Reykjavíkur, er upp var kveð- inn 6. október s. á., og fjárnámsgerð, sem fram fór Í. nóv- ember s. á. Krefst áfrýjandi þess, að dómur og fjárnáms- gerð verði staðfest og stefndi dæmdur til greiðslu máls- kostnaðar í Hæstarétti. Stefndi hefur ekki komið fyrir dóm við fyrirtöku máls þessa, og er honum þó löglega stefnt. Málið er flutt skriflega samkvæmt heimild í 2. mgr. 47. gr. laga nr. 57/1962, og dæmt samkvæmt framlögðum skjölum. Með því að engir þeir gallar eru á hinum áfrýjuðu dóms- athöfnum, sem standi í vegi fyrir kröfum áfrýjanda, ber að taka þær til greina. Stefndi hafði áfrýjað greindum dómsathöfnum með stefnu 4. desember 1962 til þingfestingar 1. febrúar þ. á. Sam- kvæmt vottorði borgardómara 9. þ. m. hafði stefndi þá eigi beðið um dómsgerðir í máli aðilja. Verður að telja, að stefndi hafi veitt það tilefni til málskots áfrýjanda, að dæma beri stefnda til að greiða áfrýjanda málskostnað í Hæstarétti, er ákveðst kr. 4.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og fjárnámsgerð eiga að vera óröskuð. 6 Stefndi, Guðmundur Magnússon, greiði áfrýjanda, Hjálmari Sveinbjörnssyni, málskostnað í Hæstarétti, kr. 4.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarbings Reykjavíkur 6. október 1962. Mál þetta, sem dómtekið var 20. september s.l, er höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu birtri 15. september 1962 at Hjálmari Sveinbjörnssyni, Vitastíg 16, Reykjavík gegn Guðmundi Magnússyni, Tunguvegi 12, Reykjavík, til greiðslu víxils að fjár- hæð krónur 15.000.00, útgefins 24/1 1962 af stefnanda og sam- þykkts af stefnda til greiðslu í Búnaðarbankanum, hér í bæ, 24. apríl 1962, en á víxli þessum, sem fallið var frá afsögn á sökum greiðslufalls, er stefnandi ábekingur. Hefur stefnandi krafizt þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða fjárhæð víxilsins, kr. 15.000.00, með 9% ársvöxtum frá 4. september 1962 til greiðsludags, 73% fjárhæðarinnar í þókn- un, kr. 1552.00 í bankakostnað og málskostnað að skaðlausu. Stefndi hefur hvorki sótt né látið sækja þing, og er honum þó löglega stefnt. Verður þá eftir 118. gr. laga nr. 85/1936 að dæma málið eftir framlögðum skjölum og skilríkjum, og þar sem stefnandi hefur lagt fram frumrit víxilsins, verða kröfur hans teknar til greina að öllu leyti. Málskostnaður ákveðst kr. 2.500.00. Valgarður Kristjánsson, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Guðmundur Magnússon, greiði stefnanda, Hjálm- ari Sveinbjörnssyni, kr. 15.000.00 með 9% ársvöxtum frá 4. september 1962 til greiðsludags, Q4% fjárhæðarinnar í þóknun, kr. 1.552.00 í bankakostnað og kr. 2.500.00 í máls- kostnað — allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Fjárnámsgerð fógetaréttar Reykjavíkur 1, nóvember 1962. Fógeti leggur fram nr. 1 gerðarbeiðni, nr. 2 birtan dóm bæjar- þings Reykjavíkur nr. 666/1962, svohljóðandi: — — — — Sveinn H. Valdimarsson hdl. mætir fyrir gerðarbeiðanda og krefst fjárnáms fyrir kr. 15.000.00, 9% ársvöxtum frá 4/9 1962 til í greiðsludags, "2% í þóknun, kr. 1552.00 í bankakostnað, kr. 2.500.00 í málskostnað, auk kostnaðar við fjárnám og uppboð. Gerðarþoli á hér heima og er ekki viðstaddur. Kona hans, Anna Steindórsdóttir, mætir og segist ekki borga skuldina. Samkvæmt ábendingu hennar lýsti fógeti yfir fjárnámi í bílnum R11189 og lofaði mætt að láta gerðarþola vita af fjárnáminu. Mánudaginn 21. janúar 1963. Nr. 98/1962. Skiptaráðandinn Í Reykjavík f. h. dánarbús H (Páll S. Pálsson hrl.) gegn J f. h. ólögráða sonar hennar, E (Árni Guðjónsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Mál til véfengingar faðernis. Frávísun frá héraðsdómi. Dómur Hæstaréttar. Theódór S. Georgsson, fulltrúi bæjarfógeta í Vestmanna- eyjum, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 20. júlí 1962. Krefst hann dóms fyrir þvi, „að H teljist ekki hafa verið faðir barnsins E“. Hann krefst ekki málskostnaðar. Stefndi, sem fengið hefur gjafvörn hér fyrir dómi, gerir þessar kröfur: 1. „Að viðurkennt verði með dómi, að H teljist ekki hafa verið faðir drengsins E, f. 25. febrúar 1959.“ 2. „Að áfrýjandi, db. H, verði dæmt til greiðslu máls- kostnaðar, eins og málið væri ekki gjafvarnarmál..“ 3. Að málflytjanda stefnda fyrir Hæstarétti verði dæmd hæfileg talsmannslaun úr ríkissjóði. B, sem í héraðsdómi greinir, hefur verið stefnt til réttar- gæzlu. Hefur hann andmælt kröfum áfrýjanda og krafizt ómaksbóta úr hendi hans fyrir mót í Hæstarétti. 8 Þau H og J gengu í hjónaband 28. júní 1958. Hinn 24. september s. á. fengu þau leyfi til skilnaðar að borði og sæng. Var eiginkonan, J, þá vanfær og H um það kunnugt. Fæddist barnið, sem hlaut nafnið E, hinn 25, febrúar 1959. Var hjónabandi þeirra H og J þá ekki slitið, en lögskiln- aður þeirra var ger hinn 7. október 1960. Samkvæmt þessu bar að telja barnið E skilgetið, sbr. 1. gr. laga nr. 57/1821, nema á annan veg yrði dæmt í véfengingarmáli, eftir því er síðar greinir í nefndum lögum. H höfðaði véfengingar- mál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur hinn 30. janúar 1961, og var þá löngu liðinn sá 6 mánaða málshöfðunarfrestur, sem greinir í 3. gr. laga nr. 57/1991. Ber þegar af þeirri ástæðu að vísa málinu sjálfkrafa frá héraðsdómi. Eftir atvikum þykir mega ákveða, að málskostnaður íj Hæstarétti falli niður, en dæma ber skipuðum málflvtj- anda stefnda fyrir Hæstarétti málssóknarlaun úr ríkissjóði, kr. 5000.00. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá héraðsdómi. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Málflutningslaun skipaðs málflytjanda stefnda fyrir Hæstarétti, Árna Guðjónssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 5000.00, greiðist úr ríkissjóði. Dómur bæjarþings Vestmannaeyja 28. júní 1962. Mál þetta, sem tekið var til dóms 24. þ. m., var eftir kröfu H höfðað gegn J, — — — fh. ólögráða sonar hennar, E, og gerði H, — — —,, þær réttarkröfur, að því yrði slegið föstu með dómi, að hann væri ekki faðir drengsins E, sem J ól þann 25. febrúar 1959. H drukknaði þann 16. janúar 1962, og hefur dánarbú hans tekið við aðild málsins. Málskostnaðar hefur ekki verið krafizt. Málavextir eru þessir: Þann 22. júní 1960 sneri konan J sér til sakadómaraembætt- 9 s isins í Reykjavík með beiðni um útgáfu meðlagsúrskurðar á hendur B, — — —, þar sem hann yrði skyldaður til greiðslu meðlags með drengnum E, sem mál þetta er risið af. Þegar B var kallaður fyrir 25. júní 1960, gekkst hann við faðerni barns- ins og undirritaði yfirlýsingu þar að lútandi. Var meðlagsúr- skurður síðan gefinn út um meðlagsgreiðslur B með drengnum. Þá hafði það ekki komið fram, að þau H og J höfðu verið í hjónabandi og voru skilin að borði og sæng, er drengurinn fæddist. B krafðist síðar ógildingar úrskurðarins, og var orðið við þessari kröfu, þar sem í ljós var komið, að barnið var skil- getið í skilningi laga nr. 57/1921 um afstöðu foreldra til skil- getinna barna. H hefur skýrt svo frá, að hann hafi búið með J á árunum 1956—-1958. Samvistir þeirra slitnuðu í janúar 1958. Flutti J þá burt af heimili þeirra. Á sambúðartíma þeirra eignuðust þau eitt barn, sem fæddist andvana. Vorið 1958 var H skipverji á togara frá Reykjavík. Kveðst hann ekki hafa komið til Reykja- víkur í 17 mánuð, eða ekki fyrr en 17. júní. Þann dag hitti hann J í Reykjavík. Tjáði J honum, að hún væri ófrísk af völd- um B. Eigi að síður ákváðu þau H og J að ganga í hjónaband, og voru þau gefin saman 28. júní s. á. Að tveimur mánuðum liðnum slitu þau samvistir og fengu skilnað að borði og sæng 24. september 1958. Lögskilnað fengu þau "7. október 1960. Að sögn H kom það aldrei til álita, að hann yrði talinn faðir barns- ins, sem J átti í vændum. Var það tekið fram í skilnaðarleyfi að borði og sæng, að H væri ekki faðir barnsins. H segir, að frá því að þau J slitu samvistir í janúar 1958 hafi þau ekki haft samfarir saman fyrr en nóttina eftir 17. eða 18. júní s. á. Eins og að ofan greinir, drukknaði H þann 16. janúar 1962 og hafði hann ekki gefið frekari skýrslu í málinu, áður en hann dó. J segir, að kynni hennar og B hafi verið gömul, en þau hafi tekið upp samlíf um miðjan marzmánuð 1958 og hafi það hald- izt til 24. maí 1958, en þann dag höfðu þau seinast samfarir. Rúmri viku síðar kveðst hún hafa hitt B á götu í Reykjavík og beðið hann að koma og tala við sig. Kveðst hún þá hafa verið orðin viss um, að hún væri þunguð af völdum B. Réttri viku síðar kom B til J og skýrði hún honum þá frá því, að hún væri þunguð af hans völdum og hefði það orðið 24. maí. J kveðst svo ekki hafa haft samband við B fyrr en 28. júní, er 10 hann kom heim til hennar. Þá höfðu þau J og H ákveðið að ganga í hjónaband, og vildi J því losna sem fyrst við B og sagði honum þess vegna, að hún væri ekki þunguð. J kveðst ekkert samband hafa haft við H, frá því að þau slitu samvistir í janúar 1958, þar til H kom heim til hennar þann 17. júní s. á. Kveðst J þá hafa greint H frá því, að hún væri þunguð af völdum B. Eftir 17. júní 1958 hittust þau J og H öðru hverju og ákváðu að ganga í hjónaband og voru gefin saman 28. júní 1958. Segir J, að H hafi ekki talið það standa neitt í vegi fyrir væntanlegum hjúskap þeirra, að J væri þung- uð af völdum B. Kom þeim J og H saman um bað, að H yrði að sjá um framfæri barnsins, sem J átti von á, en hins vegar skyldi H ekki teljast faðir þess. J segir heimilislækni sinn hafa staðfest það 6. eða 7. júní, að hún væri þunguð. Í ágúst 1958 skrifaði J B og bað hann að koma og tala við sig. Kveðst J hafa skýrt B frá því í bréfi þessu, að hún hefði áður sagt honum ósatt til um ástand sitt, þar sem hún hefði þá vitað, að hún var þunguð. B kom að máli við Jensínu og kvaðst rengja þessa frásögn hennar og krefj- ast þess, að blóðrannsókn færi fram. J segir enn fremur, að hún hati síðan ekkert samband haft við B eftir þetta fyrr en skömmu eftir að barnið fæddist. Þá kom B heim til J að beiðni hennar, og kveður J B þá hafa viðurkennt að vera faðir drengsins E, sem J ól 25. febrúar 1959 og greiddi B kr. 3000.00 sem meðlag með barninu. Hefur J haldið fast við þá fullyrðingu, að engum Öðrum sé til að dreifa sem föður drengsins E en B. B skýrir svo frá, að hann hafi þekkt J alllengi. Hefur hann kannazt við að hafa haft samfarir nokkrum sinnum við J vorið 1958 og hafi síðustu samfarir þeirra átt sér stað um hvítasunnu, sem þá mun hafa borið upp á 25. maí. Ekki viðhöfðu þau nein- ar varúðarráðstafanir til þess að hindra getnað. B telur, að það hafi verið í júní, sem hann hitti J á Laugavegi í Reykja- vík, og kvaðst hún þurfa að tala við hann. Skömmu síðar kom B heim til J. Sagði hún honum, að hún væri hrædd um, að hún væri orðin þunguð og ætlaði hún að láta lækni rannsaka sig. Laugardag einn nokkru síðar kom B heim til J. Vildi hún þá ekkert við hann tala og kvað þetta allt í lagi. Hún væri búin að tala við lækni og ætlaði að gifta sig þennan sama dag. Nokkr- um mánuðum síðar kveðst B hafa fengið bréf frá J. Skýrði hún honum þar svo frá, að hún væri að skilja við H, mann 11 sinn, og kvað B vera föður að barni því, sem hún gengi með. Eftir að barnið fæddist, hafði J enn samband við B. Kveðst hann hafa greitt J 9000 kr. upp í meðlög með barninu. B kvaðst ekki vita, hvort hann væri faðir að barni J og neitaði því ekki, að hann kæmi til greina sem faðir þess, en kvaðst gruna, að H kæmi einnig til greina sem faðir barnsins. B kveðst hafa komið heim til J einhvern tíma um vorið 1958, en þá hafi H verið staddur þar hjá henni. Segir B, að þetta hafi verið daginn eftir 50 ára afmæli Hafnarfjarðarkaupstaðar, en sá dagur mun hafa verið 1. júní. Telur B samkvæmt þessu, að ekki fáist staðizt sú fullyrðing H, að hann hafi ekkert verið í Reykjavík fyrr en eftir 17. júní. Ekki hefur tekizt að færa sönnur á þetta atriði. Eftir að teknir voru framburðir þeir, sem nú hafa verið raktir, fór fram blóðrannsókn á þeim J og B svo og drengnum E. Blóð- rannsókn hafði ekki farið fram á H, áður en hann dó. Niðurstaða blóðrannsóknarinnar varð þessi: Aðalflokkur Undirflokkur C DE c e J A2 M --—— E......... A2 M FH B AI1 M ÞE — 4 Samkvæmt þessari rannsókn getur B ekki verið faðir drengs- ins E. J hefur, þrátt fyrir þessa niðurstöðu blóðrannsóknarinnar, hald- ið fast við það, að B sé faðir E. Með því að blóðrannsókn hefur þannig útilokað B frá fað- erni E og enginn annar en H kemur því til greina sem faðir E samkvæmt því, sem fram er komið í málinu og E því skilget- inn samkvæmt 1. gr. laga nr. 57/1921, verður krafa H um það, að því verði slegið föstu með dómi, að hann væri ekki faðir E, ekki tekin til greina. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Dómsorð: Krafa H um, að því verði slegið föstu með dómi, að hann væri ekki faðir E, verður ekki tekin til greina. Málskostnaður fellur niður. 12 Miðvikudaginn 23. janúar 1963. Nr. 91/1962. Vilhjálmur Þórðarson (Þorvaldur Þórarinsson hrl.) Segn Halldóri Ólafssyni (Kristinn Gunnarsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Ágreiningur um greiðslu fjárnáms- og uppboðskostnaðar. Dómur Hæstaréttar: Kristján Kristjánsson, borgarfógeti í Reykjavík, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 20. júní 1962 og gert þær dómkröfur, að niður verði felld uppboðsgerð fyrir fjárnámskostnaði og uppboðskostn- aði og að stefnda verði dæmt að greiða honum málskostn- að í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði stað- festur og að áfrýjanda verði dæmt að greiða honum máls- kostnað í Hæstarétti. Með dómi Hæstaréttar, uppkveðnum 7. mai 1962, var felldur niður kostnaður af fjárnámsgerð þeirri, sem í máli þessu greinir. Samkvæmt þessu ber að fella úr gildi ákvæði í úrskurði uppboðsdóms um uppboðsgerð til tryggingar fjár- námskostnaði. Staðfesta ber önnur ákvæði úrskurðarins um uppboðsgerð og málskostnað með skírskotun til raka úrskurðarins. Dæma ber stefnda til að greiða áfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 2000.00. Dómsorð: Ákvæði hins áfrýjaða úrskurðar um framkvæmd uppboðsgerðar fyrir fjárnámskostnaði, kr. 439.00, er úr gildi fellt. Önnur ákvæði úrskurðarins eru staðfest. 13 Stefndi, Halldór Ólafsson, greiði áfrýjanda, Vilhjálmi Þórðarsyni, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 2000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður uppboðsréttar Reykjavíkur 13. júní 1962. Með beiðni, dagsettri 7. marz 1961, krafðist dr. Hafþór Guð- mundsson hdl. þess f. h. Halldórs Ólafssonar, Rauðarárstíg 20, að hluti í húseigninni nr. 42 við Mávahlíð, hér í bænum, þing- lesin eign Vilhjálms Þórðarsonar, s. st., yrði seld á nauðungar- uppboði til fullnægju dómskuldar að fjárhæð kr. 486.66 með 6% ársvöxtum frá 1. nóvember 1956 til greiðsludags, kr. 950.00 í málskostnað, auk alls kostnaðar við undanfarið fjárnám og upp- boðsgerð, ef til kæmi. Þann 15. apríl s.l. var Vilhjálmi Þórðarsyni tilkynnt bréflega, að auglýsing um nauðungaruppboð á eigninni yrði send til birt- ingar í Lögbirtingarblaðinu 29. sama mánaðar og að nauðungar- uppboð færi fram á eigninni 23. júní 1961. Á þeim tíma mætti fyrir Vilhjálm Þórðarson Þorvaldur Þórarinsson hrl. og lýsti því yfir í réttinum, að málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Jafn- framt sýndi hann áfrýjunarleyfi, sem gefið hafði verið út af dómsmálaráðuneytinu þrem dögum fyrr, og lýsti því yfir um leið, að áfrýjunarstefna yrði þegar í stað gefin út. Komu mættir sér svo saman um að fresta nauðungaruppboðinu þar til fimmtu- daginn 6. júlí 1961, og skyldi það þá tekið fyrir á skrifstofu borgarfógeta að Skólavörðustíg 12, hér í bæ. Þykir ekki ástæða til að rekja frekar þá framvindu málsins hér fyrir réttinum, fyrr en svo var komið, að dómur Hæstaréttar hafði gengið í málinu. Hæstaréttardómur þessi var kveðinn upp hinn 7. maí s.l. Hafði stefnandi málsins, Vilhjálmur Þórðarson, haft uppi þær dóm- kröfur, að honum yrði ekki dæmt að greiða stefnanda hærri fjár- hæð en kr. 300.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 6. júní 1959 til greiðsludags, að hin áfrýjaða fjárnámsgerð yrði úr gildi felld og að stefnda yrði gert að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómkröfur stefnda Halldórs Ólafssonar voru þær, að hinn áfrýjaði dómur og fjárnámsgerð yrðu staðfest og að áfrýjanda yrði gert að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. — Dómsorðið varð á þá leið, að Vilhjálmur Þórðar- son skyldi greiða Halldóri Ólafssyni kr. 351.72 ásamt 6% árs- vöxtum frá 1. nóvember 1956 til greiðsludags, og var áfrýjuð fjárnámsgerð staðfest fyrir þessum upphæðum, en felld úr gildi 14 að öðru leyti. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti var felldur niður. — Sjá að öðru leyti rskj. nr. 5 í málinu. Í réttarhaldi í uppboðsréttinum hinn 10. maí s.l. lagði um- boðsmaður uppboðsþola fram endurrit þessa hæstaréttardóms og bauð fram greiðslu á dómsskuldinni með vöxtum, en neitaði að greiða fjárnáms- og uppboðskostnað. Komu fram greinargerðir af beggja aðilja hálfu, og var þessi ágreiningur tekinn til úr- skurðar, að loknum munnlegum flutningi, sem fram fór 25. maí 1962. Krafa upboðsbeiðanda Halldórs Ólafssonar er á þá leið, að húseignin Mávahlíð 42 verði seld á nauðungaruppboði til lúkn- ingar kr. 351.72 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. nóvember 1956 til greiðsludags og fjárnámskostnaði, sem hér segir: Réttargjöld- um, kr. 65.00, þóknun fyrir mót í fógetarétti, kr. 250.00, bíl- kostnaði, kr. 30.00, kostnaði vegna 2 endurrita af fjárnámsgerð, kr. 30.00, þinglestri fjárnáms, kr. 64.00, og loks kostnaði öllum við uppboðsgerðina, þar með talin þóknun fyrir 13 mót í upp- boðsrétti, samtals kr. 3.250.00, enda hafi uppboðsþoli aldrei boðið fram undir rekstri þessa máls greiðslu né tryggingu fyrir kröfunni og hafi því ekki verði skylt að fella uppboðsgerðina niður. Uppboðsbeiðandi telur löglaust af uppboðsþola að bjóða aðeins fram höfuðstól og vexti, þar eð Hæstiréttur hafi ekki kveðið svo á, að fjárnáms- og uppboðskostnaður skyldi falla niður; enn- fremur sé fjárnámsgerðin staðfest í dómnum án athugasemda um þar af leiðandi sjálfsagðan kostnað. Liggi því í hlutarins eðli, að uppboðþola beri að greiða þann kostnað, enda um eðli- legar aðgerðir að ræða, þar eð greiðsla hafi ekki farið fram á tildæmdri skuld. Einnig megi á það líta, að uppboðinu hafi aldr- ei verið áfrýjað, og verði hæstaréttardómurinn engan veginn skýrður þannig, að með honum hafi verið felldur niður kostn- aður af óáfrýjaðri dómsathöfn. Aftur á móti er því haldið fram af hálfu uppboðsþola, að Þegar Hæstiréttur segi í dómi sínum, að málskostnaður í héraði skuli niður falla, sé þar ekki aðeins átt við kostnað í sambandi við málssókn fyrir bæjarþingi, heldur og vegna réttargjalda, bílkostnaðar o. þ. h. í fógetarétti svo og sambærilegan kostnað í uppboðsrétti. Þar eð greiðsla allrar þeirrar fjárhæðar, sem Hæstiréttur hafi til tekið, hafi verið boðin fram í uppboðsrétt- inum, sé skylt að hefja uppboðsmál þetta, sbr. 119. grein laga nr. 85 frá 1936. — Er kröfum og málsútlistun uppboðsbeiðanda 15 mótmælt í hverri grein sem röngum og sumpart sem vanreif- uðum og beri að vísa málatilbúnaði hans frá uppboðréttinum. Til vara er þess krafizt, að uppboðsþoli verði sýknaður af þess- um fjárkröfum vegna aðildarskorts, þar eð umboðsmaður upp- boðsbeiðanda hefði átt að krefja umbjóðanda sinn um kostnað þann, sem hann hafi orðið fyrir vegna þessara innheimtuaðgerða. Þá er því haldið fram í greinargerð uppboðsþola, að með tilliti til þess, hve uppboðsþoli sé vel efnum búinn, góðkunnur borgari og áreiðanlegur og traustur í öllum viðskiptum, hafi verið öldungis óþarfi að láta þessar innheimtuaðgerðir, fjárnám og uppboð, fram fara, meðan ekki væri útrunninn áfrýjunar- frestur til Hæstaréttar. Af þessari ástæðu beri að leggja máls- kostnað á uppboðsbeiðanda, sbr. 177. gr.. laga nr. 85 frá 1936, enda er málskostnaðar og krafizt úr hendi uppboðsbeiðanda vegna málaferla þessara. Með dómi sínum hefur Hæstiréttur kveðið svo á, að máls- kostnaður í héraði skuli falla niður. Verður að líta svo á, að þar sé átt við þann kostnað, sem er samfara því að fá viður- kenningu bæjarþingsins á réttmætri dómkröfu, en ekki við kostn- að við venjulegar eftirfarandi innheimtuaðgerðir. Fjárnámsgerð sú, sem liggur til grundvallar uppboðsgerð þessari, hefur verið staðfest að verulegu leyti, og hefur ekki verið leitt í ljós í máli þessu, að fjárnámsgerð hafi verið framin eða uppboðsgerð byrj- uð að ófyrirsynju, og ber að leggja á uppboðsþola hæfilegan kostnað af þeim gerðum. Samkvæmt þessu verður að telja, að uppboðsþola beri að greiða, auk höfuðstóls og vaxta, fjárnámskostnað, útlögð réttar- og votta- gjöld, kr. 65.00, bílkostnað, kr. 30.00, endurrita- og þinglýs- ingarkostnað, kr. 94.00, og loks þóknun fyrir mót í fógetarétti, kr. 250.00, eða samtals kr. 439.00. Ennfremur allan uppboðs- kostnað, þar á meðal þóknun til uppboðsbeiðanda fyrir mót í uppboðsréttinum, og þykir sú upphæð hæfilega ákveðin kr. 850.00. Rétt þykir, að málskostnaður verði látinn falla niður, að því er varðar þetta úrskurðaratriði. Því úrskurðast: Umbeðin uppboðsgerð skal fara fram á ábyrgð uppboðs- beiðanda til tryggingar kr. 351.72 með 6% ársvöxtum frá 1. nóvember 1956 til greiðsludags, kr. 439.00 í fjárnáms- kostnað svo og öllum kostnaði við uppboðsgerðina, þar á meðal kr. 850.00 fyrir mót í uppboðsrétti. 16 Málskostnaður fellur niður, að því er varðar þetta úr- skurðaratriði. Mánudaginn 28. janúar 1963. Nr. 150/1962. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Sveinbirni Anton Jónssyni (Friðrik Magnússon hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Sýkna af ákæru um ólöglega áfengissölu. Dómur Hæstaréttar: Ásmundur S. Jóhannsson, fulltrúi bæjarfógetans á Akur- eyri, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Eftir að málinu var áfrýjað, hafa verið háð framhalds- próf í því og ýmis gögn verið lögð fram í Hæstarétti. Svo sem nánar er greint í hinum áfrýjaða dómi, hafa vitnin Stefán Kristdórsson, fæddur 7. ágúst 1944, og Atli Viðar Jóhannesson Skarphéðinsson, fæddur 30. ágúst 1941, borið það og staðfest fyrir dómi, að þeir hafi hvor um sig keypt af ákærða samtímis eina flösku af brennivíni og greitt hana með kr. 230.00. Kveða þeir kaup þessi hafa farið fram í leigubifreið ákærða, A 141, í leiguakstri um Skipa- götu, Kaupvangsstræti og Hafnarstræti að bifreiðarstöð Odd- eyrar á Akureyri. Ákærði hefur eindregið neitað að hafa selt mönnum þess- um áfengi, og eru vitnin ein til frásagnar um það. Eins og tekið er fram í hinum áfrýjaða dómi, gætir all- mikils ósamræmis í framburði vitna þessara, bæði inn- byrðis og við samanburð á framburði þeirra. Vitnið Stefán telur áfengissöluna hafa farið fram laugar- daginn 30. júlí 1960, en vitnið Atli Viðar segist „ekki geta staðhæft, hvaða mánaðardag það var, en það var um verzl- 17 unarmannahelsina, og telur, að það hafi verið sunnudas- inn 31. júlí sl“ Um það atriði, á hvaða tíma dags kaupin hafi átt sér stað, segir vitnið Stefán í lögregluskýrslunni 16. ágúst 1960, sem það staðfesti fyrir sakadómi sama dag, að það hafi verið laugardagskvöldið 30. júlí s.l. Vitnið Atli Viðar segir aftur á móti í sakadómi 1. september 1960: „Vitnið kveðst ekki muna það örugglega, hvenær um daginn þeir Stefán keyptu fyrrnefnt áfengi, en telur að það hafi verið síðari hluta dags, en þó fyrir kvöldmat.“ Á dómþingi 23. maí 1962 segir vitnið Stefán: „Vitnið bætir því við, að það hafi farið austur í Vaglaskóg síðari hluta laugardags og dvaldi þar daginn eftir og fram á mánu- dagsnótt og kveðst það ekki hafa komið til Akureyrar á Þessu tímabili“, en á dómþingi 1. september 1960 hafði vitnið sagt, að það hafi farið „seint um kvöldið með áætl- unarbil austur í Vaglaskóg og segist einnig hafa farið á sunnudagskvöldið og á mánudagskvöldið“. Við samprófun vitnanna 23. september 1962 er bókað: „Vitnið Stefán segir, að viðskipti þess við Sveinbjörn hafi átt sér stað á tímabilinu kl. 19.00 til 20.00 greindan dag, og segir vitnið Atli, að sú tímasetning muni vera nálægt lagi, að því er það bezt viti.“ Þegar síðastnefnt vætti var tekið, var það komið fram í málinu, að ákærði hafði verið í utanbæjarakstri frá því rétt eftir hádegi laugardaginn 30. júlí 1960 og þar til klukk- an var nær því 19, og hafði farið aftur í utanbæjarakstur skömmu eftir að hann hafði lokið kvöldverði. Á dómþingi sakadóms Akureyrar 1. september 1960 er bókað eftir vitninu Stefáni: „Vitnið tekur fram, að það hafi verið ölvað, er það keypti vínið af Sveinbirni“, en í dóm- þingi sama réttar 23. mai 1962, er vitnin Stefán og Atli Viðar voru samprófuð, segir svo: „Aðspurð lýsa vitnin því yfir, að þau hafi hvorugt neytt áfengis, áður en vin- kaup þeirra af kærða áttu sér stað.“ Í sakadómi 1. september 1960 skýrir vitnið Atli Viðar svo frá, að eftir að umrædd áfengiskaup hafi átt sér stað, 2 18 hafi hann hitt Ragnar Sigurgeirsson, Hafnarstræti 2. Hann hafi síðan farið inn í Bifreiðastöð Akureyrar og hitt nafn- greindan Þbifreiðarstjóra, ekið með honum í bifreið hans og keypt einnig af honum áfengisflösku fyrir 230 krónur. Síðan segir: „Vitnið tekur fram, að Ragnar og Stefán hafi vitað, að vitnið fór að kaupa áfengi.“ „Vitnið segir, að skömmu síðar hafi það, Ragnar og Stefán farið inn í fyrr- nefndan Reykjavikurbil og fengið sér gosdrykki til ferðar- innar. Eftir það tóku þeir tvær stúlkur upp í Þílinn og óku síðan austur í Vaglaskóg. Vitnið man ekki númer á Reykjavíkurbilnum og þekkir ekki bifreiðarstjórann. Vitnið tekur nú fram, að sig misminni, að Stefán hafi farið í bifreiðinni austur, það hafi verið Gunnar Jakobs- son, Eiðsvallagötu 1, en það hitti hann í miðbænum.“ Vitnið Stefán mætir í sakadóminum sama dag, og er þá bókað eftir honum: „Vitnið kveðst ekki vita til þess, að Atli Jóhannesson hafi keypt meira áfengi þetta kvöld og kveðst ekki hafa séð hann síðar um kvöldið og veit ekki, hvort hann hafi farið austur.“ Vitnið Guðmundur Ragnar Sigurgeirsson, 18 ára, kom fyrir sakadóminn sem vitni daginn eftir, 2. september 1960, ogs er þetta þá bókað eftir honum: „Vitninu er gert kunnugt vætti Atla Jóhannessonar hér fyrir dóminum. Kveðst vitnið kannast við þá Stefán Kristdórsson og Atla, en minnist þess ekki að hafa hitt þá við Ferðaskrifstofuna um verzlunar- mannahelgina, laugardaginn 30. júlí eða 31. júli. Kveðst hann því ekkert geta um það borið, hvort þeir keypt áfengi þetta kvöld eða af hverjum. Hann kveðst hafa farið í Vagla- skóg þessa helgi, en ekki með fyrrnefndum piltum og ekki neytt vins.“ Á dómþingi 23. maí 1962 segir svo vitnið Atli Viðar um þessi síðari áfengiskaup, sem hann hafði lýst svo greini- lega, hvar fram hefðu farið: „Vitnið Atli Viðar kveðst ekki muna, hvort það keypti sjálft flöskuna af Valgeir eða fékk einhvern til að kaupa hana fyrir sig.“ Á dómþingi sakadóms Akureyrar 23. mai 1962 er eftir- farandi bókað eftir vitninu Stefáni um ferðalag vitnanna í 19 Vaglaskóg, sem drepið er á hér að framan: „Vitninu er kynntur framburður þess gefinn í dómi 1. september 1960 og segir það á misskilningi byggt, þar sem það bar, að hann hafi ekki séð Atla Jóhannesson síðar laugardagskvöldið 30. júlí 1960, eftir að áfengiskaupin áttu sér stað, og að hann hafi ekki vitað, hvort Atli Viðar færi austur það kvöld. Hann itrekar, að Atli Viðar hafi orðið sér samferða í áætl- unarbifreiðinni austur.“ Við samprófun vitnanna þennan sama dag um ferðalag þeirra austur í Vaglaskóg er þetta bókað: „Segir vitnið Stefán itrekað, að það hafi farið með áætlunarbif- reið austur á laugardagskvöldið. En vitnið Atli segir, að það hefði einnig keypt farmiða með áætlunarbifreiðinni í sama skipti og Stefán, en skilað honum aftur og farið með bifreið frá Reykjavík, er honum bauðst far með. Vitnið kveðst ekki muna, hverjir voru farþegar með þeirri bifreið, en sig minni, að Guðmundur Ragnar Sigurgeirsson hafi verið þar ásamt fleirum.“ Ýmislegs annars ósamræmis gætir í framburði vitnanna Stefáns og Atla Viðar, þó að ekki þyki ástæða til að rekja það nánar. Þegar metinn er framburður þessara vitna, þykir hann vera svo gallaður, að ekki sé fært gegn eindreginni neitun ákærða, sem ekki hefur áður sætt ákæru eða refsingu fyrir ólöglegan flutning eða sölu áfengis, að telja hann sönnun þess, að ákærði hafi selt þeim áfengi það, sem um ræðir í máli þessu, enda renna engar aðrar stoðir undir áburðinn. Það ber því að sýkna ákærða af kröfum ákæruvaldsins i máli þessu. Allur kostnaður sakarinnar greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða fyrir héraðsdómi, Ragnars Seinbergssonaar héraðsdómslögmanns, kr. 1500.00, og málsvarnarlaun verjanda hans fyrir Hæsta- rétti, Friðriks Magnússonar hæstaréttarlögmanns, kr. 3500.00. 20 Dómsorð: Ákærði, Sveinbjörn Anton Jónsson, á að vera sýkn af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Allur kostnaður sakarinnar greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun Ragnars Steinbergssonar héraðsdómslögmanns, kr. 1500.00 og málsvarnarlaun Friðriks Magnússonar hæstaréttarlögmanns, kr. 3500.00. Dómur sakadóms Akureyrar 26. september 1961. Mál þetta er höfðað með ákæru saksóknara ríkisins, dagsettri 17. júlí s.l, á hendur Sveinbirni Antoni Jónssyni leigubifreiðar- stjóra, Strandgötu 29, Akureyri, fyrir að hafa að kvöldi laugar- dagsins 30. júlí 1960 selt piltunum Stefáni Kristdórssyni, 16 ára, Aðalstræti 7, og Atla Viðari Jóhannessyni, 19 ára, Gránufélags- götu 27, báðum á Akureyri, hvorum um sig eina flösku af áfengi á 230 krónur, en viðskipti þessi gerðust í bifreið ákærða A 1414 í leiguakstri um Skipagötu, Kaupvangsstræti og Hafnarstræti að bifreiðastöð Oddeyrar, Akureyri. Brot þessi teljast varða við 1. mgr. 16. gr. og 18. gr., sbr. 39. og 41. gr. áfengislaga nr. 58/1954, og er þess krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til að þola upptöku hins ólögmæta ávinnings samkvæmt 3. tl. 1. mgr. 69. gr. almennra hegningar- laga nr. 19/1940 og til greiðslu alls kostnaðar sakarinnar. Ákærði, sem er sakhæfur, fæddur 26. júní 1925 að Hlíðarhaga, Saurbæjarhreppi, Eyjafjarðarsýslu, sætti hinn 29/10 1947 á Ak- ureyri T5 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri, en hefur að öðru leyti hvorki sætt ákæru né refsingu, svo að kunnugt sé. Málsatvik eru sem hér greinir: Þriðjudaginn 16. ágúst 1960 kom vitnið Stefán Kristdórsson, þá 16 ára, á lögreglustöðina á Akureyri og tilkynnti lögreglunni, að það hefði verið statt við B.S.O. laugardagskvöldið 30. júlí þ. á. ásamt félaga þess, Atla. Komu þeir að máli við ákærða í máli þessu og föluðust eftir víni hjá honum. Tók ákærði þessari málaleitan vel, en kvaðst mundu þurfa að sækja vínið heim til sín, og biðu þeir félagar á meðan. Skömmu síðar kom ákærði aftur og tók þá félaga upp í bifreið sína A 1414 og ók inn Skipagötu um Kaupvangsstræti, Hafnarstræti og stöðvaði bifreið sína við B.S.O. Á fyrrgreindri leið tók ákærði tvær flöskur af brennivíni undan framsæti bif- reiðarinnar og afhenti þeim sína flöskuna hvorum og sagði, að 21 hvor flaska kostaði kr. 230.00, og inntu þeir félagar þá greiðslu af hendi. Viðskiptum þessum var lokið, áður en komið var aftur að B.S.O. Vitnið Stefán kom fyrir dóm sama dag og bar þá á sömu lund. Vitnið Atli Viðar Jóhannesson, 19 ára, kom fyrir dóm hinn 1. september s. á., og bar, að það hefði ásamt vitninu Stefáni keypt tvær flöskur af áfengi af ákærða, en gat ekki staðhæft, hvenær þau kaup áttu sér stað, en það var um verzl- unarmannahelgina þ. á., og taldi vitnið, að það hefði verið sunnu- daginn 31. júlí. Kvað vitnið kaupin hafa gerzt í bifreið ákærða, meðan henni var ekið um Skipagötu og Hafnarstræti og niður að B.S.O. og greiddi vitnið ákærða þar kr. 230.00 fyrir sína flösku og taldi, að vitnið Stefán hafi greitt sama verð fyrir sína flösku. Sama dag kom einnig fyrir dóm vitnið Stefán og bar þá hið sama varðandi áfengiskaupin, sem það kvað hafa átt sér stað áðurgreint laugardagskvöld. Vitnið kveðst hafa verið undir áhrif- um áfengis, er kaupin gerðust. Ákærði hefur neitað sök sinni og kvaðst ekki hafa verið stadd- ur í bænum laugardaginn 30. júlí, en ekið þann dag þýzku skemmtiferðafólki austur að Goðafossi og komið aftur í bæinn kl. 18—19. Að lokinni kvöldmáltíð ók ákærði tveim mönnum og gestum þeirra víðs vegar um Akureyri og Eyjafjörð og kom heim um kl. 02.00 nóttina eftir. Daginn eftir kvaðst ákærði hafa stundað leiguakstur innanbæjar. Ákærði kvað útilokað, að hann hefði talað við vitnin Stefán og Atla laugardaginn 30. júlí og mundi ekki eftir að hafa ekið þeim sunnudaginn 31. júlí. Í dómi 2. maí 1962 var ákærða boðin sátt, sem hann fékk frest til að tjá sig um til laugardags 12. maí s. á. Ákærði mætti eigi í dómi þann dag, og var málið þá sent sak- sóknara ríkisins til fyrirsagnar, sem með bréfi sínu, dags. 12. júní s.l, samþykkti fyrir sitt leyti, að málinu væri lokið með dómsátt, og í dómi 29. júní s. á. neitaði ákærði ítrekað sök sinni og þar af leiðandi að gangast undir sátt. 23. maí s.l. komu vitnin Stefán og Atli Viðar fyrir dóm á ný. Vitnið Stefán staðfesti framburð sinn með eiði. Kvaðst það, að loknum áfengiskaupunum, hafa farið með áætlunarbifreið austur í Vaglaskóg ásamt félaga sínum Atla Viðari. Vitnið Atli staðfesti framburð sinn með drengskaparheiti og kvaðst hafa farið austur í Vaglaskóg sama dag og vitnið Stefán, en verið farþegi í bifreið frá Reykjavík. Er vitnin voru samprófuð, kom í ljós, að vitnið Atli Viðar hafði ásamt vitninu Stefáni, keypt sér farmiða með áætlunar- 22 bifreiðinni í Vaglaskóg, en skilaði honum, er honum bauðst far með fyrrgreindri bifreið. Einnig lýstu vitnin því yfir, að þau hefðu hvorugt neytt áfengis, áður en vínkaup þeirra af ákærða áttu sér stað. Verjandi ákærða krefst sýknu til handa ákærða af öllum kröf- um ákæruvaldsins og krefst þess, að sér verði dæmd málsvarnar- laun við uppkvaðningu dómsins. Sýknukröfuna byggir hann á því, að eigi sé fram komin lögfull sönnun fyrir því, hvenær áfengissalan átti sér stað, þar sem vitnið Stefán telur það hafa verið laugardaginn 30. júlí 1960, en vitnið Atli Viðar sunnu- daginn 31. júlí 1960, og verði þetta misræmi í framburðum þeirra að metast sakborningi í hag samkvæmt reglunni „in dubio pro reo“. Við samprófun vitnanna kvað vitnið Stefán viðskipti þess við ákærða hafa átt sér stað á tímabilinu frá kl. 19.00 til kl. 20.00 greindan dag, þ. e. samkvæmt fyrri framburði hans laugar- daginn 30. júlí 1960, og kvað vitnið Atli Viðar þá tímasetningu rétta, að því er það bezt vissi. Vitnið Atli Viðar hafði samt við samprófun lýst því yfir, að þar sem svo langt væri um liðið síðan atvik gerðust, væru þau sér óljós í minni. Verjandi ákærða telur fram ýmis konar misræmi í framburð- um vitnanna Stefáns og Atla, sem dómaranum þykir ekki varða beint atriði viðkomandi sök þessari. Dómarinn aflaði sakarvott- orða vitnanna Stefáns og Atla, og hafa þeir hvorugur sætt refs- ingum eða verið kærðir fyrir rangan framburði gefinn fyrir dómi eða meinsæri. Samkvæmt því, sem rakið hefur verið, þykja brot þau, sem ákært er fyrir, nægilega sönnuð og eru þau í ákæru rétt færð til refslákvæða og samkvæmt þeim þykir refsing ákærða hæfi- lega ákveðin kr. 6.000.00 í sekt til Menningarsjóðs, og komi varð- hald í 24 daga í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dómsins. Við ákvörðun refsingarinnar var hliðsjón höfð af 1. mgr. 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Einnig ber að gera upptækan ólögmætan ávinning ákærða til ríkissjóðs samkvæmt 3. tl., 1. mgr. 69. gr. almennra hegningar- laga nr. 19/1940, en hann nemur kr. 120.00 samkvæmt vottorði ÁTVR, dags. 30. júlí s.l., hvar í greinir, að útsöluverð á brenni- víni hafi verið kr. 170.00 á þeim tíma, sem brot var framið. Að lokum ber að dæma ákærða til að greiða allan kostnað sakarinnar, þar á meðal málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ragnars Steinbergssonar hdl., kr. 1.500.00. 23 Dráttur sá, sem varð á rannsókn málsins, stafar af erfiðleik- um á því að ná til vitnanna Stefáns og Atla til samprófunar, en er dómarinn hugðist kalla þá fyrir dóm, var ætíð annar hvor þeirra fjarverandi úr umdæminu og eigi vitað, hvar hann var niður kominn. Dráttur sá, sem varð á uppkvaðningu dóms þessa, stafar af annríki dómarans vegna sumarleyfa starfsmanna embættisins. Dómsorð: Ákærði, Sveinbjörn Anton Jónsson, greiði kr. 6.000.00 í sekt til Menningarsjóðs, og komi varðhald í 24 daga í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birt- ingu dóms þessa. Ólögmætur ávinningur, að fjárhæð kr. 120.00, er upptækur gerður til ríkissjóðs. Ákærði greiði all- an kostnað sakarinnar, þar á meðal málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ragnars Steinbergssonar hdl., kr. 1.500.00. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Föstudaginn 1. febrúar 1963. Nr. 122/1962. Henning Elísbergsson f. h. Arnar Elísbergs Henningssonar (Sigurður Ólason hrl.) segn Haraldi Þórðarsyni (Ólafur Þorgrímsson hrl.). Dómendur: a hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason, Gizur Bergsteinsson. Jónatan Hallvarðsson og Þórður Eyjólfsson og prófessor Ármann Snævarr. Ágreiningur um eignarrétt að sumarbústað. Dómur Hæstaréttar. Kristján Kristjánsson borgarfógeti hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 21. september 1962. Krefst hann þess, að viðurkennt verði með dómi, að hann sé eigandi sumarbústaðarins Ár- 24. bakka í Elliðakotslandi. Þá krefst hann og málskostnaðar úr hendi stefnda í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar í Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Vætti þau, sem greinir í hinum áfrýjaða úrskurði, svo og önnur vottorð, sem tekin hafa verið gild sem staðfest, veita ekki fullnægjandi sönnur fyrir því, að Guðni heitinn Sigurðsson hafi endanlega fært eignarrétt að nefndum sum- arbústað til Arnar ttisbergs Henningssonar. Ber því að staðfesta hinn áfrýjaða úrskurð og dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 3.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Henning Elísbergsson f. h. Arnar Flís- bergs Henningssonar, greiði stefnda, Haraldi Þórðar- syni, kr. 3.000.00 í málskostnað í Hæstarétti að við- lagðri aðför að lögum. Úrskurður skiptaréttar Reykjavíkur 31. ágúst 1962. Sóknaraðili máls þessa, Henning Elísbergsson, Hæðargerði 10, hér í bæ, hefur krafizt þess f. h. ófjárráða sonar síns, Arnar Elís- bergs Henningssonar, s. st., að skiptarétturinn úrskurði, að hon- um verði afhentur sumarbústaðurinn Árbakki í Elliðakotslandi úr dánarbúi Guðna G. Sigurðssonar, en þetta dánarbú er undir skiptum hér í réttinum. Sóknaraðili krefst þess, að varnaraðilja málsins verði gert að greiða sér málskostnað. Varnaraðili, Ólafur Þorgrímsson hrl., krefst þess f. h. Har- aldar Þórðarsonar, að kröfum sóknaraðilja verði hrundið, og að honum verði f. h. hins ófjárráða dæmt að greiða sér málskostnað. Mál þetta var tekið til úrskurðar, að loknum munnlegum flutn- ingi, sem fram fór hinn 30. ágúst s.l. Hinn 12. nóvember 1959 andaðist hér í bænum Guðni G. Sig- urðsson málarameistari, til heimilis að Karlagötu 18. Var dánar- búið tekið til opinberra skipta hér við embættið. Meðal eigna Þeirra, sem skrifaðar voru upp af skiptaréttinum, var sumar- bústaðurinn Árbakki í Elliðakotslandi, en Guðni hafði fengið 25 afsal fyrir þeim bústað hinn 22. marz 1959, sjá í þessu sam. bandi rskj. nr. 11. Hinn 24. marz 1960 var kveðinn upp úrskurður hér í réttin- um um arftökurétt í dánarbúi Guðna G. Sigurðssonar. Erfða- skrár hins látna frá 14. desember 1950 og 2. október 1956 voru metnar gildar sem grundvöllur undir ráðstöfun dánarbúsins, en hrundið var kröfu lögerfingja um arf úr búinu. Samkvæmt þessu varð Haraldur Þórðarson erfingi að þeim eignum, sem hinn látni hafði ekki ráðstafað á annan hátt með áminnztum arfleiðslu skrám. Þessum úrskurði skiptaréttarins var áfrýjað til Hæsta- réttar, en þar var hann staðfestur. En áður en skiptum yrði lokið á dánarbúinu, hófst sóknaraðili handa um höfðun skipta- réttarmáls þess, sem hér er til úrskurðar. Krefst nú sóknaraðili þess, að sonur hans, Örn Elísberg, sem nú er 18 ára að aldri, verði af skiptaréttinum viðurkenndur eigandi sumarbústaðarins Árbakka og að sumarbústaðurinn verði ekki látinn falla í arf eftir Guðna G. Sigurðsson. Fullkomlega sé upplýst, að Guðni hafi gefið Erni þennan bústað í lifanda lífi. Geti mörg vitni um það borið, að það hafi verið ákveðinn vilji Guðna, að Örn væri eigandi bústaðarins, en aldrei hefði hann nefnt það, að Örn skyldi fyrst að sér látnum eignast hann og hvergi sé bústaðarins getið í arfleiðsluskrá. Hann segir, að bústaður þessi hafi verið í smíðum, er Guðni féll frá, og hafi því ekki komið til eiginlegra afnota, en Guðni hafi afhent Erni lykla að húsinu, og allar aðildir hér að lútandi hafi Örn síðan haft og staðið í skilum um skatta og gjöld af eigninni. Að vísu hafi þinglýsing ekki farið fram, og sé þar um að kenna vafa- sömum atriðum í lóðarleigusamningi, en aftur á móti hafi Guðni látið færa eign þessa á nafn Arnar hjá Brunabótafélagi Íslands, sem sé opinber stofnun, og megi eftir öllum atvikum líta á þá innfærslu sem jafngildi þinglýsingar. Má hér vísa til réttar. skjala nr. 10, 13 og 14 í málinu. Varnaraðili krefst þess, að kröfum sóknaraðilja í málinu verði hrundið með öllu. Hann segir, að engin gögn liggi fyrir um það, að Guðni G. Sigurðsson hafi gefið Erni Elísberg bústað- inn eða hugsað sér að gera það, Guðni hafi keypt þennan sumar- bústað, látið þinglýsa honum á sitt nafn, enda hafi það verið ætlun hans að njóta hans sjálfur. Hann bendir á, að engan veg- inn sé hér fullnægt formum um dánargjafir og í stuttu máli bendi ekkert til, að öðruvísi skuli fara með þennan sumarbústað en aðrar eftirlátnar eignir Guðna, sem óráðstafað var með arf- 26 leiðsluskrá. Lauslegt rabb um, að Örn væri eigandi bústaðarins geti að sjálfsögðu ekki haft nein áhrif um úrslit málsins til eða frá. Varnaraðili hefur mótmælt því, að nafnbreytingin hjá Bruna- bótafélaginu hafi verið gerð að tilhlutan Guðna G. Sigurðsson- ar. Allan þann tíma, sem Guðni var á lífi, hafi bústaðurinn verið tryggður á hans eigin nafni, og vísar varnaraðili til vottorðs Brunabótafélags Íslands á rskj. 14 hér að lútandi. Loks mót- mælir varnaraðili því, að Guðni hafi afhent Erni Elísbergi lykla að bústaðnum, heldur muni Örn hafa fengið þá í hendur ettir öðrum leiðum. Örn Elísberg Henningsson hefur undirritað skriflega aðilja- skýrslu í málinu, sjá rskj. nr. 2, en umboðsmenn aðiljanna hafa ekki séð ástæðu til þess að kveðja hann fyrir réttinn. Örn segir, að Guðni G. Sigurðsson hafi verið mikill vinur sinn og vel gerðarmaður öll sín uppvaxtarár, og segist hann oft hafa unnið málaravinnu hjá Guðna og við smíði umrædds sumarbústaðar. Bæði þá og endranær hafi Guðni sagt við sig, stundum að öðr- um áheyrandi, að bústaðurinn skyldi verða sín eign, og þetta alltaf komið fram, beint og óbeint, er tilefni hafi sefizt, og engin dul á það dregin. Guðni hafi aldrei nefnt, að hér skyldi vera um arf að ræða, enda hafi Guðni afhent sér alla lykla að bú- staðnum, án þess að halda nokkrum eftir, og séu þeir enn í sín- um vörzlum. Þá segir Örn, að þá er fulltrúi skiptaráðanda skrif- aði upp dánarbú Guðna, hafi hann bent sér á að halda lyklun- um í sínum fórum. Loks segir Örn, að Guðni hafi aldrei dvalizt í bústaðnum, en sjálfur segist hann oft hafa gert það, einnig meðan Guðni var á lífi. Sesselja Björnsdóttir, Hæðargarði 10, sem er móðir sóknar- aðilja Hennings Elísbergssonar, hefur gefið vottorð í málinu, sjá rskj. nr. 4. Hún segir, að Guðni G. Sigurðsson hafi verið kvæntur systur hennar, en móður varnaraðiljans Haraldar Þórð- arsonar, Ragnheiði Björnsdóttur. Hún segist hafa verið búsett hjá Guðna í 10 ár og verið honum nákunnug. Guðni hafi jafnan haft hið mesta dálæti á Erni Elísberg og hafi þeir verið fjarska samrýmdir alla þá tíð, sem báðir lifðu, og hafi Guðni vissulega haft í huga að hlynna að Erni, og hafi engum, sem þekkti, getað dulizt það. Sesselja segir, að Guðni hafi haft orð á því, að Örn væri eigandi bústaðarins, en alls ekki orðað það, að Örn skyldi erfa bústaðinn eða því um líkt. Guðmundur Finnbogason, Máva- hlíð 44, hafi að beiðni Guðna látið færa bústaðinn á nafn Arnar hjá Brunabótafélaginu, og hafi Guðni orðið hinn ánægðasti, er 21 frá því hafði verið gengið að fullu, en Guðni hafi lagt mjög mikið upp úr þessari innfærslu því til áréttingar, að Örn væri óumdeilanlega og öllum vitanlega orðinn eigandi að bústaðnum. Sesselja Björnsdóttir hefur ekki mætt sem vitni í málinu, en framburði hennar er af hálfu varnaraðilja mótmælt sem röng- um, vilhöllum og óstaðfestum. Axel Ludvig Sveins, Hæðargarði 12, hefur gefið vottorð í þessu máli, og er það lagt fram sem rskj. nr. 3. Axel hefur mætt í málinu og unnið eið að framburði sínum. Hann segist hafa verið vel kunnugur Guðna G. Sigurðssyni síðari ár hans og verið vel kunnugt, er hann hóf smíði sumar- bústaðarins Árbakka. Þegar Guðni hafi farið þangað upp eftir, hafi hann alltaf komið við í Hæðargarði 10 til þess að taka Örn með sér. Við þau tækifæri segist Axel iðulega hafa rabbað við Guðna, sem að gefnu tilefni hafi jafnan sagzt vera á leið upp í sumarbústað Arnar. Guðni hafi sagt, að til frekara öryggis um eignarhald Arnar hafi bústaðurinn verið færður á nafn hans hjá Brunabótafélaginu, ef svo skyldi fara, að sér ynnist ekki tími til þess að gefa út afsal. Axel segist ekki efast um, að það hafi verið vilji Guðna, að Örn ætti bústaðinn, því enginn hafi verið honum kærari en hann. Varnaraðili hefur mótmælt fram burði Axels L. Sveins sem röngum. Þá hefur Friðrik Jónasson Eyfjörð, Stóragerði 38, vottað í réttarskjali nr. 8, að Guðni G. Sigurðsson hafi haft mikið dá- læti á Erni Elísberg Henningssyni, og hafi þeir öllum stundum verið saman, t. d. við byggingu umrædds sumarbústaðar. Friðrik kveðst hafa verið Guðna vel kunnugur og segist margsinnis hafa heyrt hann lýsa því yfir, að Örn ætti bústaðinn og að hann væri byggður handa honum, og sé sér ljóst, að Guðni hafi orðað þetta á þann veg, en ekki þannig, að Örn skyldi erfa bústaðinn. Eitt sinn t. d. hafi Guðni komið í Hæðargarð 10 og hafi þá sagt í samtali við Axel L. Sveins, að þeir væru á leið upp Í bústað Arnar. Guðni hafi oftar innt að þessu á líkan hátt og á þessum orðum Guðna segist Friðrik nú byggja þá skoðun sína, að hann hefði gefið Erni bústaðinn í lifanda lífi. Friðrik kveðst vera nokkuð viss um, að þessi samtöl hafi átt sér stað í síðasta lagi vorið 1959, en þó sé líklegra, að þau hafi skeð fyrr, meðan á byggingu bústaðarins stóð, en smíði hans mun hafa hafizt 2—3 árum fyrir andlát Guðna. Friðrik segist vita til þess, að Guðni hafi látið brunatryggja bústaðinn á nafn Arnar, en er þó ekki viss um, hvort hann heyrði þetta sagt fyrir eða eftir andlát 28 Guðna, en í öllu falli sé það öruggt, að Guðni hafi ekki sjálfur sagt sér það. Varnaraðili hefur mótmælt framburði Friðriks J. Eyfjörð sem röngum að því leyti, sem hann fer í bága við málsútlistun hans og kröfur, en framburðurinn var tekinn gildur sem staðfestur væri. Auður Matthíasdóttir, Hæðargarði 12, kona áðurnefnds Axels L. Sveins, hefur gefið vottorð í máli þessu, sjá rskj. nr. 9. Hún segir, að undir eins og Guðni G. Sigurðsson hóf að smíða þenn- an sumarbústað, hafi hann látið svo um mælt, að Örn Elísberg ætti þetta hús og hafi alltaf talað um hann sem eiganda sumar- bústaðarins. Engum, sem til þekkti, hafi dottið til hugar, að eignarréttur Arnar yrði dreginn í efa. Varnaraðili hefur mótmælt þessu vottorði sem þýðingarlausu. Auður Matthíasdóttir hefur ekki mætt sem vitni í málinu. Sveinn Eiríksson, Camp Knox C-13, hefur gefið vottorð í máli þessu, sjá rskj. nr. 6. Skýrir hann svo frá, að hann hafi starfað hjá Guðna G. Sigurðssyni í mörg ár, en aðeins í Ígripum, og þeir hafi orðið vel kunnugir. Síðasta starf sitt hjá Guðna hafi verið að mála sumarbústað hans og muni þetta hafa verið gert í ágúst 1959. Meðan á þessu verki hafi staðið, hafi Guðni oft haft orð á því, að hann væri hér að reisa hvíldarheimili fyrir sig, og segist Sveinn aldrei hafa heyrt Guðna nefna á nafn, að húsið væri eign Arnar Elísbergs Henningssonar eða að til stæði að gefa honum húsið. Hann segist ekki hafa orðið þess var, að Örn starfaði að húsbyggingunni. Kona Sveins Eiríkssonar, Thea Þórðardóttir Nielsen, hefur mætt sem vitni í málinu. Hún segist hafa verið kunnug Guðna G. Sigurðssyni, og einn dag, er verið var að mála húsið, segist hún hafa hafzt við þar upp frá. Hún skýrir svo frá, að bæði þá og oftar, er þau Guðni hittust, hafi hann sagt, að hann væri að byggja bústað þennan til að hafast þar við sér til hvíldar, en hann hafi aldrei nefnt, að hann ætlaði öðrum bústaðinn. Framburðum þessara hjóna er af sóknaraðilja hálfu mótmælt sem röngum, en ekki sem óstaðfestum. Í málinu liggur fyrir sem rskj. nr. 14 vottorð Brunabótafélags Íslands, dagsett 22. maí 1962. Þar segir, að Guðni G. Sigurðsson hafi hinn 29. apríl 1959 tekið 150 þúsund króna brunatryggingu á timburhús í Elliðakotslandi, og hafi skírteini verið gefið út fyrir tímabilið 29. apríl—29. júlí 1959. Tryggingin hafi svo verið framlengd á nafni Guðna frá 29. júlí 1959 til 29. janúar 1960, 29 en á þessu tímabili hafi félaginu borizt beiðni um að breyta nafni eiganda í Örn Elísberg Henningsson, Hæðargarði 10, því hinn 30. desember 1959 hafi honum verið ritað bréf um, að trygg- ingin muni verða framlengd frá 29. janúar 1960, ef framleng- ingarbeiðni hafi ekki borizt, Þetta bréf til Arnar Elísbergs hefur verið lagt fram í máli þessu sem rskj. nr. 10, og vísast til þess. Loks segir í vottorði félagsins, að frá þessum tíma hafi trygg- ingin verið framlengd á nafni Arnar. Vátryggingarskírteini á nafni Arnar Elísbergs Henningssonar hefur verið lagt fram sem rskj. nr. 13 í máli þessu. Sóknaraðili hefur haldið því fram, að ekki sé um það að ræða, að Guðni G. Sigurðsson hafi arfleitt Örn Elísberg Henningsson að hinum umdeilda sumarbústað eða að um dánargjöf sé að ræða, heldur hafi Guðni gefið Erni bústaðinn í lifanda lífi, Ekki liggur fyrir neitt skriflegt frá hendi Guðna um, að Örn sé eig- andi þessa bústaðar. Þessari fasteign var þinglýst á nafn Guðna sjálfs hinn 27. apríl 1959, og aðiljum ber saman um, að engar breytingar hafi verið gerðar á þeirri þinglýsingu í veðmálabók- um Kópavogskaupstaðar. Það liggur fyrir í málinu, að bruna- trygging á húsi þessu er tekin á nafn Guðna G. Sigurðssonar 2 dögum eftir að afsalinu til hans er þinglýst og að trygging þessi hefur síðar verið endurnýjuð, þannig skráð. Nú liggur fyrir bréf vátryggjanda til Arnar Elísbergs, dagsett 30. desember 1959, þar sem hann er beðinn að framkvæma vissar athafnir út af tryggingu þessa bústaðar, og síðan er hann skráður eigandi þessa húss í vátryggingarskírteini, sem út er gefið hinn 7. marz 1960. Varnaraðili hefur bent á það, að þessi nafnbreyting hafi átt sér stað eftir lát Guðna og mótmælt því sem röngu og ósönn- uðu, að Guðni G. Sigurðsson hafi lagt drög að henni. Gegn þeim mótmælum verður þessi skráning hjá Brunabótafélagi Ís- lands ekki talin afsals ígildi til handa Erni. Ekki verður talið, að framkomnir vitnaframburðir sanni glögg- lega, að Guðni hafi gefið Erni Elísbergi sumarbústaðinn í lif- anda lífi. Lyklavöld þau, sem Örn kann að hafa að bústaðnum, virðast heldur ekki taka af skarið í þessu efni. Verður því ekki annað fyrir hendi en að hafna kröfum sóknar- aðilja í máli þessu. Rétt þykir, að málskostnaður verði látinn falla niður. Því úrskurðast: Kröfur sóknaraðilja máls þessa verða ekki teknar til greina Málskostnaður fellur niður. 30 Föstudaginn 1. febrúar 1963. Nr. 173/1962. Guðmundur Magnússon gegn Hjálmari Sveinbjörnssyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Guðmundur Magnússon, er eigi sækir dóm- þing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkis- sjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Föstudaginn 8. febrúar 1963. Nr. 144/1962. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) Segn Baldri Hólmgeirssyni, (Lúðvík Gizurarson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason, Jónatan Hallvarðsson, Lárus Jóhannesson og Þórður Eyjólfsson og prófessor Theodór B. Líndal. Meinyrði um opinberan starfsmann. Miskabætur. Dómur Hæstaréttar. Lögð hafa verið fram í Hæstarétti ný gögn í máli þessu, þar á meðal endurrit framhaldsprófa, sem háð voru eftir uppsögu héraðsdóms. Guðmundur Ragnar Guðmundsson, sem hinum átöldu ummælum er beint að, hefur verið slökkviliðsstjóri Reykja- víkurflugvallar frá síðara hluta árs 1947. Var honum sett erindisbréf, útgefið af flugvallastjóra hinn 28. janúar 1949. Ummæli þau, sem ákæra tekur til, eru í þremur grein- um, sem birtar voru nafnlausar í Nýjum Vikutíðindum 23. 31 febrúar, 9. marz og 30. marz 1962. Í héraðsdómi eru ákæru- atriði réttilega aðgreind eftir efni ummælanna í þrjá flokka, og verða þau tekin hér til athugunar með sama hætti. 1. Um ákæruatriði I. 6. og 8. 11. 2. og III. 3. og 6. Eins og fyrirsagnir tveggja fyrstu greinanna bera með sér, beinast ásakanir á hendur slökkviliðsstjóra mjög að því, að tjara, sem verið hafi í vatnsgeymum flugvallarins, hafi háð starfi slökkviliðsins hinn 29. janúar 1962, er elds- voða þann bar að höndum, sem í málinu greinir. Tilefni þessara ummæla mun vera það, að um eða fyrir 1950 hafi tjara verið sett í þrjá geyma á flugvellinum. Kveðst Guðmundur slökkviliðsstjóri ekki hafa átt þar neinn hlut að máli, enda verið fjarverandi frá störfum, er þetta var ráðið og gert. Hefur þeirri skýrslu hans ekki verið hnekkt. Leitt er í ljós, að tjaran hafði verið losuð aftur úr gseymunum mörgum árum áður en umræddur bruni varð. Eru ummælin því röng, og þar sem með þeim er dróttað að slökkviliðsstjóranum vitaverðu framferði og vanrækslu i starfi, varða þau við 108. gr. laga nr. 19/1940. 2. Um ákæruatriðin I. 4. og 5. Í héraðsstefnu er greint efni þeirra ummæla, sem hér eru átalin, og ber með skirskotun til forsendna dómsins að staðfesta þá úrlausn, að aðdróttanir þær, sem í ummæl- unum felast, séu brot á ákvæðum 108. gr. laga nr. 19/1940. 3. Um ákæruatriðin 1. 1. 2., 3., 7. og 8., TIL 1., 3., 4. og 5. og Ill. 1., 2., 4., 5., 7. og 8. Hér er veitzt að slökkviliði flugvallarins og slökkviliðs- stjóra sérstaklega með margendurteknum fullyrðingum og stóryrðum um ódugnað, hæfileikaskort og vanrækslu í starfi, án þess að það sé rökstutt með einstökum dæmum, að undantekinni framangreindri ásökun um tjörugeymslu í vatnsgeymum. Ákærði hefur í málflutningi borið fyrir sig, að eldsuppkoman í skálanum á Reykavíkurflugvelli, sem áður var getið, hafi stafað af því, að neisti frá rafsuðutæki hafi komizt í loklausan benzingeymi snjóplógs, sem þar var geymdur, en vitavert hafi verið að hafa geymi þenna loklausan. Samkvæmt skýrslu rannsóknarlögreglunnar hafði ö2 snjóplógur þessi verið fluttur í skálann í ágústmánuði 1961, en Guðmundur slökkviliðsstjóri hefur í framhaldsprófum málsins talið plóginn hafa komið þangað um það bil ári áður en bruninn varð. Kveðst hann hafa veitt því athygli fljótlega eftir komu snjóplógsins í skálann, að benzingeymir á plógnum var loklaus. Hafi hann haft orð á því við um- ráðamann plógsins, að hann lokaði geyminum, en umráða- maðurinn hafi þá svarað því, að hann væri í þann veginn að taka benzingeyminn af plógnum. Þetta hafi þó ekki verið gert, og kveðst slökkviliðsstjórinn hafa veiti því at- hygli nokkru síðar, að tuska hefði verið breidd yfir opið. Ekki kveðst hann hafa aðgætt, hvort benzin væri á geym- inum. Það verður að teljast vangæzla af hálfu slökkviliðsstjór- ans, að hann gekk ekki úr skugga um, að umræddum ben- zingeymi á snjóplógnum væri tryggilega lokað, ekki hvað sizt þar sem notkun rafsuðutækja fór fram í skálanum. En með hinum átöldu ummælum, sem getur í þessum tölu- lið, er slökkviliðsstjóra borin á brýn síendurtekin og stór- felld vanræksla í starfi, frá því að hann tók við stjórn slökkviliðsins. Eru ummælin því miklu víðtækari en svo, að þau séu réttlætt með framangreindri vörn ákærða, þó að tillit beri að taka til hennar við ákvörðun refsingar fyrir ummælin, sem í heild sinni varða við 108. gr. laga nr. 19/1940. Þegar virt eru sakaratriði samkvæmt framansögðu, þykir refsing ákærða hæfilega metin kr. 3000.00 sekt til ríkis- sjóðs, svo sem ákveðið er í héraðsdómi, og komi 12 daga varðhald í stað sektar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Svo ber og að staðfesta ákvæði héraðsdóms um ómerkingu ummæla, Dæma ber ákærða samkvæmt 22. gr. laga nr. 57/1956 til að birta forsendur héraðsdóms og forsendur og niður- stöðu dóms Hæstaréttar í fyrsta tölublaði, sem út kemur af blaðinu Nýjum Vikutíðindum eftir birtingu dóms þessa. Þá ber og að dæma Guðmundi Ragnari Guðmundssyni slökkviliðsstjóra miskabætur úr hendi ákærða, og ákveðast öð þær kr. 10.000.00 með 7% ársvöxtum frá 14. april 1962 til greiðsludags. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu sakarkostnaðar eiga að vera óröskuð. Ákærða ber að greiða allan áfrýjunarkostn- að sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun fyrir Hæstarétti, kr, 5000.00, er renni í ríkissjóð, og málsvarnarlaun verj- anda hans fyrir Hæstarétti, kr. 5000.00. Dómsorð: Ákærði, Baldur Hólmgeirsson, greiði í ríkissjóð 3000.00 króna sekt, og komi 12 daga varðhald í stað sektarinnar, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákæði héraðsdóms um ómerkingu ummæla eiga að vera óröskuð. Ákærða er skylt að birta forsendur héraðsdómsins og hæstaréttardóminn í heild í fyrsta tölublaði, sem út kemur af blaðinu Nýjum Vikutíðindum, eftir birt- ingu dóms þessa. Ákærði greiði Guðmundi Ragnari Guðmundssyni kr. 10.000.000 með 7% ársvöxtum frá 14. apríl 1962 til greiðsludass. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu sakarkostnaðar eiga að vera óröskuð. Ákærði greiði allan áfryjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun fyrir Hæsta- rétti, kr. 5000.00, er renni í ríkissjóð, og málsvarnar- laun Lúðvíks Gizurarsonar hæstaréttarlögmanns, kr. 5000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 21. september 1962. Ár 1962, föstudaginn 21. september, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var á Fríkirkjuvegi 11 af Halldóri Þor- 3 34 björnssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 4625/ 1962: Ákæruvaldið gegn Baldri Hólmgeirssyni, sem tekið var til dóms 7. þ. m. Mál þetta er höfðað með ákæru, útgefinni 16. júlí s.l., gegn Baldri Hólmgeirssyni ritstjóra, Austurbrún 4, hér í borg, fædd- um 14. maí 1930 að Kálfagerði í Saurbæjarhreppi, fyrir að hafa birt ærumeiðandi ummæli um opinberan starfsmann, Guðmund Guðmundsson, slökkviliðsstjóra á Reykjavíkurflugvelli, og að- dróttanir í hans garð, allt út af starfi hans, í nafnlausum grein- um í 8., 10. og 13. tölublaði 2. árgangs Nýrra vikutíðinda, er út komu 23. febrúar, 9. marz og 30. marz 1962. Ummælin eru þessi: I. Í 8. tölublaði í greininni: „Bruninn á flugvellinum. Var tjara á vatnstönkum vallarins?“ 1. „margir hallmælt slökkviliði flugvallarins fyrir það getu- leysi að geta ekki slökkt eld, sem kviknar við þess eigin bæjar- dyr. Það er eitthvað athugavert við það, og eftir að hafa lesið viðtal við slökkviliðsstjóra flugvallarins í Vísi þann 10. febrúar, þá sér hver hugsandi maður, að þar er ekki allt með felldu“. 2. 0... þar er eitthvað verið að hylja og strá sandi í augu almennings, sem á fulla heimtingu á að vita hið sanna í þessu máli“. 3. ,„.... Í stað þess að reyna að kæfa eldinn með vatni úr geymum þeirra þegar í stað, og er enginn vafi á, að það hefði tekizt, ef allt hefði verið með felldu“. 4. ,„.... þessum furðulegu vinnubrögðum 5. „Eða áttu slökkviliðsmenn sjálfir eitthvað geymt þar?“. 6. „Við nánari athugun kom í ljós, að í umræddum geymi var TJARA.“ 7. „Við, sem fljúgum um þennan völl, eigum fulla heimtingu á, að slökkvilið vallarins sé fært um að gegna hlutverki sínu. Með núverandi ástandi er allt öryggi flugfarþega, er um völlinn fara, í voða. Líf 80 farþega og áhafnar einnar flugvélar er mikils virði, og það yrði dýrt spaug, ef það færi forgörðum fyrir hand- vömm.““ 8. „Það er mikil ábyrgð, sem hvílir á herðum þess manns, sem gaf heimild til að geyma TJÖRU í geymi, sem ætlaður var til afnota sem vatnsgeymir, ef bruna bæri að höndum. Þetta verður að teljast vítavert athæfi, eins og hver maður hlýtur að sjá, og ber tafarlaust að láta þann mann standa fyrir máli sínu. “6 3ð Sjálfur slökkviliðsstjóri á mikla sök á því ófremdarástandi og kæruleysi, sem ríkir innan slökkviliðs vallarins“. II. Í 10. tölublaði í greininni: „Tjaran á tönkunum. Ýtarleg rannsókn fari fram á brunanum á Reykjavíkurflugvelli.“ 1. „Slökkviliðsstjóri forðast það eins og heitan eldinn að segja sannleikann varðandi brunavarnir flugvallarins sem hafa einkennzt af kæruleysi og slóðaskap um margra ára bil eða frá því að Guðmundi Guðmundssyni hlotnaðist embætti slökkviliðs- stjóra Reykjavíkurflugvallar.“ 2. ,„.... því furðulega tiltæki, hvers vegna tjara í stað vatns hefði verið í umræddum vatnsgeymum“. 3. „2... Verður hann að teljast óhæfur til að gegna því starfi, er honum á sínum tíma tókst að sölsa undir sig fyrir póli- tískar sakir af fyrrverandi slökkviliðsstjóra vallarins“. 4. „.... hið mikla öngþveiti og kæruleysi, er ríkir í bruna- málum flugvallarins undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar“. 5. „Embætti slökkviliðsstjóra flugvallarins er mikilvægara en að það þoli að því sé sinnt af kæruleysi, eins og raunin hefur orðið á, og víst er, að þar er eigi allt með felldu.“ Ill. Í 13. tölublaði í greininni: „Bruninn á flugvellinum. Al- varleg embættisafglöp slökkviliðsstjóra.“ 1. Undirfyrirsögnin: „Alvarleg embættisafglöp slökkviliðs- stjóra.“ 2. „Það vita allir, í hvílíku ófremdarástandi brunamál Reykja- víkurflugvallar eru undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, sem vissulega veit þó af sínu embætti.“ 3. „cc... ekki þorað að svara þeim greinum, sem birzt hafa í Nýjum vikutíðindum og fleiri blöðum varðandi tjöruna í vatns- geymum flugvallarins ....“. 4. „Starfshættir slökkviliðs flugvallarins voru þá með slík- um eindæmum, að furðu sætti svo og viðbrögð slökkviliðs- stjóra ....“ 5. „Slökkviliðsstjóri á mikla sök á því, hvernig fór 6. „.... en hann verður að teljast fullkomlega ábyrgur fyrir << tjörunni í vatnsgeymunum .... 7. „Hér er um alvarleg embættisafglöp að ræða, og með þeim hefur slökkviliðsstjóri enn sýnt það, að hann er óhæfur til að gegna sínu embætti og ætti fyrir löngu að vera búið að losa hann við það. Hann hefur gert sjálfan sig að viðundri í 36 augum almennings og sennilega flestra kollega sinna, sem hlæja að honum, svo ekki sé meira sagt ....“ 8. „Það er of mikið í húfi til þess að brunamálum flugvall- arin sé sinnt af slíku kæruleysi, sem raun ber vitni. Það er kominn tími til að viðkomandi yfirvöld taki í taumana og rann saki brunamál flugvallarins svo og feril slökkviliðsstjórans, víki honum tafarlaust úr embætti og láti mann með vit í kollinum og reynslu í svona málum hljóta þetta starf.“ Öll framangreind ummæli þykja varða við 108. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafizt: 1. Að ákærði verði dæmdur til refsingar. 2. Að öll framangreind ummæli verði dæmd ómerk. 3. Að dómur í máli þessu verði birtur í Nýjum vikutíðindum, fyrsta tölublaði, sem út kemur eftir að dómur er birtur ákærða, sbr. 22. gr. laga um prentrétt nr. 57/1956. 4. Að ákærði verði dæmdur til greiðslu skaðabóta og miskabóta. 5. Að ákærði verði dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði er ritstjóri og ábyrgðarmaður vikublaðsins Nýrra viku- tíðinda, sem er gefið út hér í borg. Í 8. tbl. 2. árgangs blaðsins, er út kom 23. febrúar s.l., birtist grein með fyrirsögninni: „Brun- inn á flugvellinum: Var tjara í vatnstönkum vallarins?“ Grein þessi fjallar um eldsvoða, sem varð á Reykjavíkurflugvelli 29. janúar s.l. og olli miklu tjóni. Er grein þessi hörð gagnrýni á frammistöðu flugvallarslökkviliðsins við eldsvoða Þennan. Í 10. tbl. útg. 9. marz, er önnur grein í sama dúr með fyrirsögninni: „Tjaran á tönkunum. Ýtarleg rannsókn fari fram á brunanum á Reykjavíkurflugvelli.“ Loks birtist enn grein um sama efni hinn 30, marz í 13. tbl. með fyrirsögninni: „Bruninn á flugvell- inum. Alvarleg embættisafglöp slökkviliðsstjóra.“ Í greinum þessum eru öll þau ummæli, sem tilgreind eru í ákærunni. Guðmundur Guðmundsson, Hvassaleiti 46, sem er yfirmaður slökkviliðsins á Reykjavíkurflugvelli, sem rekið er af flugmála- stjórninni, beiddist þess með bréfi til saksóknara, dags. 14. apríl, að ákærði yrði sóttur til saka út af þeim ummælum í nefnd- um greinum, sem í ákæru getur. Ákærða var við rannsókn, sem fram fór samkvæmt kröfu saksóknara, gefinn kostur á að renna stoðum undir þær ásakanir, sem í nefndum ummælum felast. Eftir kröfu ákærða voru síðan leiddir sem vitni Guðni Jónsson, yfirverkstjóri á Reykjavíkurflugvelli, Sigurður Gunnar Sigurðs- 37 son, varaslökkviliðsstjóri í borgarslökkviliðinu, og tveir flug- menn, Styrkár Geir Sigurðsson og Hilmar Bergsteinsson. Beind- ist vitnaleiðsla þessi einkum að því atriði, er haldið hafði verið fram í nefndum blaðagreinum, að tjara hefði reynzt vera í vatnstank einum, er grípa hefði átt til við slökkvistarfið. Verða nú raktir framburðir vitna þessara. Vitnið Guðni Jónsson, Kársnesbraut 46, Kópavogi, 58 ára að aldri, kveðst hafa verið starfsmaður flugmálastjórnarinnar síðan 1947. Hann segir, að þá hafi verið á vellinum miklar birgðir af tjöru, sem herinn hafi skilið eftir, og hafi hún verið geymd í stáltunnum. Næstu tvö ár hafi töluvert af tjöru þessari verið notað, en mikið hafi þó verið eftir. Hafi tunnurnar, sem tjaran var geymd á, verið teknar að ryðga og tjaran verið farin að renna niður. Þá hafi verið brugðið á það ráð, að koma tjör- unni fyrir í vatnsgeymum á vellinum, og hafi verið sett tjara í 3 eða 4 geyma. Guðna minnir, að þetta væri gert vorið 1950. Hafi þetta verið gert í samráði við flugvallarstjóra, Agnar Ko- foed-Hansen, en Guðmundur slökkviliðsstjóri hafi einnig gengið inn á þetta. Tjaran hafi svo verið á tönkunum líklega 3—4 ár. Hafi hún síðan verið notuð til malbikunar á vellinum. Tjaran hafi verið hituð upp í geymunum með gufuspíral og henni svo dælt úr tönkunum, eftir því sem hægt hafi verið. Eftir þetta hafi ekki verið geymd tjara í vatnsgeymum flugvallarins. Guðni segir, að á vellinum séu eitthvað um 10 vatnsgeymar. Vitnið Sigurður Gunnar Sigurðsson, Ásgarði 75, 45 ára að aldri, stjórnaði slökkvistarfi borgarslökkviliðsins í umræddum eldsvoða. Hann segir, að er liðið kom á vettvang, hafi hann haft samband við Guðmund slökkviliðsstjóra og Agnar Kofoed- Hansen, flugmálastjóra, sem verið hafi á staðnum, en hann hafi þá vísað á vatnsgeymi, sem verið hafi ekki alllangt frá bruna- stað. Hafi svo verið reynt að taka vatn af þessum geymi, en ekki tekizt. Vatn af geyminum verði að taka með því að fara með slöngu upp á geyminn og setja hana þannig niður í vatnið, en barkarnir hafi ekki verið nógu langir. Hafi síðan verið tengd slanga við vatnsleiðslukerfið á vellinum. Sigurður segir, að vatn hafi hins vegar verið í nefndum geymi, enda hafi flugvallar- slökkviliðið tekið vatn úr þessum sama geymi, eftir að þrotið var vatn í brunni þeim, er það notaði fyrst. Sigurður kveðst ekki vita til þess, að neinar misfellur hafi verið á starfi vallar- slökkviliðsins í þetta skipti. Vitnið Hilmar Bergsteinsson, Sporðagrunni 12, 27 ára að aldri, 38 kveðst hafa unnið öðru hverju á flugvellinum frá vorinu 1950 þar til fyrir 2 árum. Hann kveðst fyrir allmörgum árum hafa unnið að því að setja tjöru á vatnsgeymana. Hann kveðst ekki vita, hvort tjaran hafi verið tekin úr geymunum aftur, en minn- ist þess þó, að hann varð einhvern tíma var við, að hitunartæki voru sett upp við tjörugeymi til þess að bræða upp tjöruna. Vitnið Styrkár Geir Sigurðsson, Rauðalæk 65, 29 ára, sem starfað hefur á flugvellinum, kveðst ekkert vita um það, hvort tjara hafi verið geymd á vatnsgeymum vallarins. Hann hafi þó einhvern tíma heyrt orðróm í þá átt, en kann ekki að henda reiður á honum. Önnur vitni hafa ekki verið leidd, en fram hefur verið lagt afrit af lögreglurannsókn, er fram fór út af umræddum elds- voða. Samkvæmt henni voru upptök eldsvoðans þessi: Í verk- stæðisskála á flugvellinum til hliðar við slökkvistöðina var verið að vinna við rafsuðu hjá snjóplóg, sem var þar til viðgerðar. Varð þá sprenging í öðrum benzingeymi plógsins, og virðist hún munu hafa stafað af því, að neisti frá rafsuðunni hafi kveikt í benzínuppgufun í tankinum. Benzíntankar plógsins munu hafa verið opnir, en þó kann að hafa verið tuska fyrir opinu eða tvistur í því. Það kemur og fram í rannsókninni, að Guðmundur Guðmundsson slökkviliðsstjóri hafi áður veitt því athygli, að benzíngeymar plógsins væru opnir. Rannsókn þessi snýst ekki að marki um það, hvernig slökkvi- starfið hafi verið unnið, og kemur ekki fram af henni, að um nein mistök hafi verið að ræða í því. Er þá komið að því að taka afstöðu til ákæruliðanna, og verð- ur vitnað til þeirra með sömu númerum og hér að framan í ákærunni. Nokkur af hinum átöldu ummælum lúta að því, að tjara hafi verið geymd í vatnsgeymum vallarins: I. 6: „Við nánari athugun....“ o“ s. frv. I. 8: „Það er mikil ábyrgð á herðum þess manns standa fyrir máli sínu.“ 939 0... II. 2:,,.... því furðulega tiltæki ....“ o. s. frv. III. 3:,,.... ekki þorað að svara ....“ o. s. frv. III. 6: ,,.... en hann verður að teljast ....“ o. s. frv. Um þessi ummæli er það að segja, að eins og að framan get- ur hefur sannazt, að það hefur ekki við nein rök að styðjast, að tjara hafi verið gleymd á geymi þeim, sem slökkviliðið reyndi fyrst að ná vatni úr, né heldur öðrum vatnsgeymum vallarins 39 mörg undanfarin ár. Með nefndum ummælum hefur ákærði því haft uppi ósannar, ærumeiðandi aðdróttanir við opinberan starfsmann út af starfa hans. Hefur ákærði þannig unnið til refsingar samkvæmt 108. gr. almennra hegningarlaga. I! 4: ,,.... þessum furðulegu vinnubrögðum a I. 5:,,.... Eða áttu slökkviliðsmenn 0. s. frv. Í málsgrein þeirri, er þessi ummæli standa í, er því haldið fram, að slökkviliðsmenn vallarins hafi í upphafi eldsvoðans dælt af geymi slökkviliðsbílsins, en ekki beint vatnsgeislanum að eldinum, heldur inn í skála slökkviliðsins sjálfs. Af því sést, að ummælin fela í sér dylgjur um, að slökkviliðsmenn hafi metið meira að vernda einhverjar eigur sínar en að slökkva eldinn. Að aðdróttunum þessum hefur ákærði eigi reynt að færa hin minnstu rök. Ummælin beinast að slökkviliðsmönnum vallar- ins, og þá eigi sízt að slökkviliðsstjóranum, sem stjórnaði slökkvi- starfinu. Ákærði hefur því með nefndum ærumeiðandi aðdrótt- unum brotið gegn 108. gr. almennra hegningarlaga. I. 1:,.... margir hallmælt slökkviliði ....“ o. s. frv. I. 2:,,.... þar er eitthvað verið að hylja 0. 0. s. frv. I. 3:,,.... í stað þess að reyna að kæfa eldinn... „o.s.frv. I. 7: „Við sem fljúgum um þennan völl... „“ 0. s. frv. I. 8:,.... Sjálfur slökkviliðsstjóri á mikla sök á því ófremdarástandi og kæruleysi, sem ríkir innan slökkvi- liðs vallarins“. II. 1: „Slökkviliðsstjóri forðast það ....“ o. s. frv. Il. 3:,,.... verður hann að teljast óhæfur til að gegna því starfi ....“ o. s. frv. II. 4:, .... hið mikla öngþveiti og kæruleysi ....“ o. s. frv. Il. 5: „Embætti slökkviliðsstjóra flugvallarins ....“ III. 1: Undirfyrirsögnin: Alvarleg embættisafglöp slökkvi- liðsstjóra“. III. 2: „Það vita allir ....“ o. s. frv. III. 4: „Starfshættir slökkviliðs flugvallarins .... o. s. frv. IIl. 5: „Slökkviliðsstjóri á mikla sök á hvernig fór.“ III. 7: „Hér er um alvarleg embættisafglöp að ræða ....“ o. s. frv. III. 8: „Það er of mikið í húfi ....“ o. s. frv. Ummæli þessi fela í sér stórfelldar aðdróttanir á hendur Guð- mundi Guðmundssyni fyrir margvíslega vanrækslu og ódugnað í starfi, einkum að því er tekur til slökkvistarfsins við marg" nefndan eldsvoða á Reykjavíkurflugvelli. Ákærði hefur eigi reynt 40 að renna neinum stoðum undir þessar aðdróttanir, og sem fyrr getur kemur ekkert fram í rannsókn þeirri, er fram fór út af eldsvoðanum, sem bendi til þess, að aðdróttanirnar hafi við rök að styðjast. Verjandi ákærða hefur í vörn sinni haldið því fram, að Guðmundur slökkviliðsstjóri hefi sýnt hirðuleysi í starfi með því að láta það afskiptalaust, að benzíngeymar snjóplógsins væru látnir standa opnir, en ekki getur dómurinn fallizt á þá skoðun verjandans. Verður að telja allar framangreindar að- dróttanir ákærða á hendur Guðmundi Guðmundssyni rakalausar með öllu, og hefur ákærði með því að hafa í frammi slíkar æru- meiðingar unnið til refsingar samkvæmt 108. gr. almennra hegn- ingarlaga. Refsingu fyrir meiðyrði þau, er nú hafa verið rakin, ber að ákveða með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga. Gæta ber þess, að ákærði hefur eigi fyrr sætt neinum kærum né refs- ingum fyrir brot gegn meiðyrðalöggjöfinni. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 3000 króna sekt til ríkissjóðs, og komi 12 daga varðhald í stað sektarinnar, ef hún verður eigi greidd innan á vikna frá birtingu dóms þessa. Samkvæmt 241. gr. almennra hegningarlaga analogice ber að dæma öll hin átöldu ummæli dauð og ómerk. Þá ber að taka til greina kröfu ákæruvaldsins um, að ákærði verði dæmdur skyldur til þess að birta forsendur og niðurlag dóms þessa í fyrsta tölublaði Nýrra vikutíðinda, sem út kemur eftir birtingu dóms bessa, sbr. ákvæði 22. gr. laga nr. 57/1956. Guðmundur Guðmundsson hefur krafizt þess, að sér verði tildæmdar miskabætur úr hendi ákærða að fjárhæð kr. 100.000.00 eða önnur lægri fjárhæð að mati dómsins, auk venjulegra vaxta. Kröfu þessa ber samkvæmt 264. gr. almennra hegningarlaga að taka til greina, þó þannig, að bæturnar þykja hæfilega ákveðn- ar kr. 8000.00. Einnig ber að dæma ákærða til að greiða 7T% ársvexti af fjárhæð þessari frá þeim degi, er krafan var sett fram, þ. e. 14. apríl 1962, til greiðsludags. Þá ber að dæma ákærða til þess að greiða skipuðum verjanda sínum, Erni Clausen héraðsdómslögmanni, málsvarnarlaun að fjárhæð kr. 2000.00. Í skriflegri vörn sinni hefur verjandinn viðhaft ýmis óviður- kvæmileg ummæli um Guðmund Guðmundsson slökkviliðsstjóra, svo sem: ,„.... en segir ekki hálfan sannleikann ....“, „Að öðru st leyti er grein þessi full af rangfærslum og yfirhylmingum ....“, 41 og „Síðan hleypur hann undir pilsfaldinn á ákæruvaldinu ....“. Ber að víta lögmanninn fyrir þennan ósæmilega rithátt. Dómsorð: Ákærði, Baldur Hólmgeirsson, greiði 3000 króna sekt til ríkissjóðs, og komi 12 daga varðhald í stað sektarinnar, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Hin átöldu ummæli skulu vera ómerk. Ákærða er skylt að birta samkvæmt 22. gr. laga nr. 57/ 1956 forsendur og niðurstöðu dóms þessa í næsta tölublaði, er út kemur af blaðinu Nýjum vikutíðindum eftir birtingu dóms þessa. Ákærði greiði Guðmundi Guðmundssyni kr. 8000.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 14. apríl 1962 til greiðsluðags. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar á meðal kr. 2000.00 í málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Arnar Clausens héraðsdómslögmanns. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Mánudaginn 11. febrúar 1963. Nr. 89/1962. Reynir Guðmannsson (Páll S. Pálsson hrl.) gegn Ingu Kristínu Guðmundsdóttur (Guðjón Steingrímsson hrl.) og gagnsók. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Ágreiningur um eignarrétt að fasteign. Kaupkrafa. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 14. júní 1962, að fengnu áfrýjunarleyfi 13. s. m. Krefst hann sýknu af kröfum gagnáfrýjanda og málskostn- aðar úr hendi hennar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu af sinni hendi með 42, stefnu 21. september 1962, að fengnu áfrýjunarleyfi 6. s. m. Krefst hún þess, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða henni kr. 153.000.00 ásamt 10% ársvöxtum af kr. 78.000.00 frá 1. september 1960 til 29. desember s. á. og 8% ársvöxt- um af kr. 153.000.00 frá þeim degi til greiðsludags svo og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Fallast ber á með héraðsdómara, að eigi séu nægar sann- anir fram komnar fyrir því, að gagnáfrýjandi eigi rétt til hluta af andvirði fasteignar þeirrar, sem í málinu greinir. Hins vegar ber að dæma gagnáfrýjanda laun fyrir störf hennar í þágu heimilis hennar og aðaláfrýjanda þann tíma, sem lýst er í héraðsdómi, og þykja þau eftir öllum atvik- um hæfilega ákveðin kr. 35.000.00. Ber aðaláfrýjanda að greiða gagnáfrýjanda þá fjárhæð ásamt 9% ársvöxtum frá 1. september 1960 til 29. desember s. á. og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, svo og kr. 10.000.00 í máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Reynir Guðmannsson, greiði gagn- áfrýjanda, Ingu Kristínu Guðmundsdóttur, kr. 35.000.00 með 9% ársvöxtum frá 1. september 1960 til 29. desem- ber s. á. og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðslu- dags svo og kr. 10.000.00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Hafnarfjarðar 7. marz 1962. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 26. febrúar s.l., hefur Inga Kristín Guðmundsdóttir, Suðurgötu 18, Keflavík, höfðað hér fyrir dóminum með stefnu, útgefinni 18. júní 1961, gegn Reyni Guðmannssyni, Skólavegi 18, Keflavík, til greiðslu á kr. 153.000.00 með 10% ársvöxtum af kr. 78.000.00 frá 1. september 1960 til 29. desember s. á., en 8% ársvöxtum frá þeim degi til greiðslu- dags og málskostnaði að skaðlausu. 43 Af hálfu stefnda er krafizt sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar að skaðlausu. Aðiljar hafa samið um bæjar. þing Hafnarfjarðar sem varnarþing. Málavextir eru þessir: Í maímánuði 1956 opinberuðu stefnandi og stefndi trúlofun sína. Hófu þau sambúð í júnímánuði árið eftir og bjuggu sam- an óslitið þar til í ágústmánuði 1960, að þau slitu sambúðinni. Stefnandi sundurliðar kröfu sína þannig: 1. Helmingur af nettósöluverði íbúðar ........ kr. 75.000.00 2. Ráðskonukaup fyrir tímabilið 1/6 1957 til 1/9 1960, 39 mánuði ........0000000 00... — 78.000.00 Samtals kr. 153.000.00 Um 1. Stefnandi heldur því fram, að hún og stefndi hafi verið eignalaus, er þau hófu búskap, þegar undan eru skildar 30.000.00 kr., sem stefndi hafði fengið í arf eftir móður sína. Stefndi tel- ur sig hins vegar hafa átt um 50.000.00 kr. að auki á sparisjóðs- bók í Landsbankanum, en hefur eigi lagt fram nein gögn um þá innstæðu, þrátt fyrir áskoranir stefnanda. Stefnandi kveður fjárhaginn hafa batnað smám saman. Þau hafi keypt sér bíl og selt hann og hafið byggingu íbúðar í raðhúsi nr. 42C við Faxa- braut í Keflavík sumarið 1959. Íbúðin, sem var 128 m?, var fokheld, er aðiljar slitu sambúð- inni. Þessa íbúð seldi stefndi 25. desember 1960. Í afsali, sem stefn- andi hefur lagt fram, er söluverð tilgreint kr. 90.000.00. Stefn- andi heldur því þó fram, að raunverulegt söluverð hafi verið kr. 220.000.00, en stefndi staðhæfir hins vegar, að söluverð sé rétt tilgreint í afsali. Á íbúðinni hvíldu kr. 40.000.00. Krafa stefnanda samkvæmt þessum lið er þannig fengin, að hún dreg- ur erfðahluta og veðréttarlán, kr. 30.000.00 -} 40.000.00, frá kr. 220.000.00 og skiptir eftirstöðvunum, kr. 150.000.00, til helminga. Stefnandi reisir kröfur sína samkvæmt þessum lið á því, að hún hafi lagt drjúgan skerf til kaupa á íbúðinni, sem átti að verða framtíðarheimili þeirra. Auk þess að annast öll venjuleg heimilisstörf, hafi hún unnið utan heimilisins og varið öllu, sem hún vann sér inn, til sameiginlegra þarfa þess. Af hálfu stefnda er því mótmælt, að stefnandi hafi lagt nokkra peninga til sameiginlegs heimilis þeirra. Laun hennar hafi að mestu farið til sérþarfa hennar, auk þess sem hún keypti sér nokkuð af innbúi, sem hún hafi tekið með sér, m. a. sófa og saumavél, er samtals kostuðu rúmar 10.000 krónur. 44 Stefndi greiddi stefnandi kr. 10.000.00, eftir að þau slitu sam- búðinni og kveður hann hana hafa gert sig ánægða með þá greiðslu. Síðan hafi hún engar kröfur gert fyrr en í máli þessu, og sé krafan fallin niður, ef einhver hafi verið, vegna aðgerðar- leysis hennar. Stefnandi hefur viðurkennt, að hún hafi sagt stefnda, að hún væri ánægð með það að fá 10.000.00 krónur, ef hann seldi ekki húsið, en það hafi hann sagzt ætla að eiga. Hún kveðst alltaf hafa til þess ætlazt, að hún fengi sinn hluta af andvirði hússins, þ. e. helming. Stefnandi telur sig nú ekki bundna af þessum ummælum, þar sem stefndi hafi neitað að verða við kröfum hennar um helm- ing af andvirði hússins. Gegn andmælum stefnanda verður ekki talið sannað, að stefnda hafi verið rétt að skilja orð hennar á annan veg en stefnnadi heldur fram, og hefur stefnandi því nú óbundnar hendur um kröfugerð á hendur honum. Staðfest afrit af skattframtölum stefnanda 1959—-1961 hafa verið lögð fram. Tekjur hennar samkvæmt þeim eru kr. 24.000.00 á ári 1959 og 1960, en kr. 40.000.00 árið 1961, en þar af eru kr. 25.000.00 áætlun fyrir tímabilið 1/6—31/12 1980. Samkvæmt afritum af skattframtölum stefnda voru tekjur hans framtalsárið 1959 kr. 70.986.00 og 1960 kr. 79.172.00. Árið 1958 keypti hann Volkswagenbifreið á kr. 90.000.00, seldi hana árið eftir fyrir sama verð samkvæmt framtalsafritinu. Fyrra árið taldi hann fram kr. 12.000.00 sem sparifé og kr. 20.000.00 skuld, en síðara árið lagði hann kr. 90.000.00 í bygg- ingu íbúðar, er hann telur sig greiða með 78.000.00 af söluand- virði bifreiðar og kr. 10.000.00 af óframtöldu sparifé. Engar skuldir eru taldar fram árið 1960. Þá hefur verið lögð fram viðskiptabók við Sparisjóðinn í Kefla- vík á nafni stefnanda, en bók Þessa virðast aðiljar hafa notað sameiginlega. Stefndi var einn þinglesinn eigandi að hinni umdeildu íbúð. Upplýst er, að hann fékk verulega fjárhæð að erfðum eftir að þau stefnandi hófu sambúð og hann virðist hafa verið í stöð- ugri atvinnu allan tímann, sem þau bjuggu saman. Stefnandi hefur eigi haldið því fram, að beinar tekjur hennar af vinnu utan heimilisins hafi verið aðrar eða meiri en að framan greinir. Þar sem henni hefur ekki tekizt að sanna eða gera sennilegt, að hún hafi með beinum fjárframlögum eða á annan hátt öðl. 45 azt eignarrétt að hluta í umræddri fasteign, er eigi unnt að taka kröfu hennar samkvæmt þessum lið til greina. Um 2. Stefnandi reisir þess kröfu sína á því, að henni beri kaup fyrir störf sín í þágu heimilisins þann tíma, sem hún bjó með stefnda. Séu kr. 2000.00 á mánuði lágmarkskrafa, og þá tekið tillit til þeirra 10.000 kr., er stefndi hafi þegar greitt henni. Stefnandi hefur lagt fram vottorð frá Vilborgu Auðunsdóttur, formanni Verkakvennafélags Keflavíkur og Njarðvíkur, um kaup ráðskvenna. Kveðst vottorðsgefandi haustið 1959 hafa ráðið stúlku í sveit til einyrkja fyrir kr. 2000.00 á mánuði. Auk þess hafði stúlkan, sem var ráðin til innanhússtarfa og mjalta, frítt fæði fyrir sig og 2 ára dóttur sína. Kveðst vottorðsgefandi hafa ann- ars staðar frá upplýsingar um svipað kaup ráðskvenna, sem höfðu eitt barn með sér. Af hálfu stefnda er því mótmælt, að stefnandi eigi rétt til ráðskonukaups þann tíma, er þau bjuggu saman, eða að hún hafi unnið nokkuð það fyrir hann, sem hún geti krafizt launa fyrir, enda hafi hún unnið fulla vinnu annars staðar, þangað tii í byrjun júní 1960. Sjálfur vann hann á Keflavíkurflugvelli þar til í marz 1960 og hafði þar frítt fæði og fékk matarávís anir, sem jafngiltu þrem máltíðum á dag. Hann hafi unnið 6 daga vikunnar og stundum á kvöldin og hafi hann þá borðað á flugvellinum. Stefnandi hafi ekki heldur þurft að útbúa hann með mat á morgnana. Einnig hafi það komið fyrir, að hann vann um helgar. Þá heldur stefndi því fram, að hann hafi farið með allan þvott sinn í þvottahús. Stefnandi viðurkennir, að stefndi hafi borðað á flugvellinum, þegar hann var við vinnu, en hann hafi oftast borðað heima hjá sér á kvöldin og þá stund- um seint. Hún kveðst hafa séð um allan þvott stefnda og hafi hann aldrei farið með þvott sinn í þvottahús. Það sé alrangt, að stefndi hafi séð um húsverk til jafns við hana. Hann hafi lítið komið nálægt þeim störfum. Upplýst er, að faðir stefnda gaf þeim litla Hoover-þvottavél, sem varð eftir hjá stefnda. Eins og að framan er rakið, bjuggu aðiljar saman sem hjón með sameiginlegan fjárhag um þriggja ára skeið. Á heimilinu virðast ekki hafa verið aðrir en þau tvö. Vegna þess hvernig vinnu stefnda var háttað mestallan tímann, sem þau bjuggu saman, virðist heimilishald hafa verið léttara en ella, enda vann stefnandi utan heimilisins þangað til í júnímánuði 1960. Hins vegar þykir verða að gera ráð fyrir því, að stefnandi hafi ann- 46 azt öll venjuleg heimilisstörf, eins og hún heldur fram, og er eigi unnt að taka órökstuddar fullyrðingar stefnda um það gagn stæða til greina. Þegar virt er samband aðilja og tekjur stefnda, verður og að telja líkur fyrir því, að hún hafi, auk vinnu í þágu heimilisins, varið hluta tekna sinna til sameiginlegra þarfa aðilja. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem liggja fyrir í málinu, virðast launatekjur stefnanda þann tíma, sem aðiljar bjuggu saman, hafa numið um 75—80.000 krónum. Með skírskotun til alls þess, sem nú hefur verið rakið, og með tilliti til persónulegrar eyðslu stefnanda og þeirra 20.000 króna, sem hún hefur þegar fengið, þykir hæfilegt að stefndi greiði stefnanda fyrir vinnu hennar á heimilinu og framlag til þess fyrrgreint tímabil kr. 42.000.00 með 10% ársvöxtum frá 1. september 1960 til 29. desember s. á., en 8% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Þá ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda málskostn- að, sem þykir eftir atvikum hæfilega ákveðinn kr. 5.500.00. Jón Finnsson, fulltrúi bæjarfógeta, kvað upp dóm þennan. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Reynir Guðmannsson, greiði stefnanda, Ingu Krist- ínu Guðmundsdóttur, kr. 42.000.00 með 10% ársvöxtum frá 1. september 1960 til 29. desember s. á., en 8% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 5.500.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 47 Miðvikudaginn 13. febrúar 1963. Nr. 93/1962. Bergsteinn Árnason (Sigurður R. Pétursson hrl.) gegn Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs (Sigurður Ólason hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 21. júní 1962. Hann gerir þær dómkröfur, að stefnda verði dæmt að greiða honum kr. 159.179.00 með 6% árs- vöxtum frá 10. nóvember 1955 til 22. febrúar 1960 og 10% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Svo krefst hann og málskostnaðar úr hendi stefnda fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdómsins og málskostn- aðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir Hæsta- rétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 18. apríl 1962. Mál þetta, sem tekið var til dóms 3. þ. m. hefur Bergsteinn Árnason lögregluþjónn, Keflavíkurflugvelli, sem hefur gjafsóknar- leyfi í máli þessu, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgef- inni 29. júní 1960, gegn fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 308.480.00 með 6% ársvöxt- um frá 10. nóvember 1955 til 22. febrúar 1960 og 10% ársvaxta frá þeim degi til greiðsludags, auk málskostnaðar að skaðlausu. 48 Stefndi hefur aðallega krafizt algerrar sýknu í málinu, auk hæfilegs málskostnaðar úr hendi stefnanda, en til vara hefur hann krafizt verulegrar lækkunar á stefnukröfunni, enda verði málskostnaður þá látinn niður falla. Við munnlegan málflutning lækkaði stefnandi stefnukröfuna niður í kr. 159.179.00, en hélt fast við kröfur sínar að öðru leyti. Reynt hefur verið að koma á sætt í málinu, en það hefur eigi tekizt. Málavextir eru þessir: Fimmtudaginn 10. nóvember 1955 kl. 19.00 varð mjög harður árekstur milli bifreiðanna J-6 og VL-1627 á veginum, sem liggur frá Hótel Keflavík norður til Camp Turner á Keflavíkurflugvelli. Bifreiðin J-6, ein af bifreiðum lögreglunnar á flugvellinum, er Chevrolet sendiferðabifreið, árgerð 1955. Ökumaður hennar, stefn- andinn í máli þessu, var einn í bifreiðinni og var á leið til lög- reglustöðvarinnar í Camp Turner. Bifreiðin VL-1627 er Ford % tonns vörubifreið. Ökumaður hennar var Matthías Ólafur Kristjánsson, starfsmaður flugþjónustunnar á flugvellinum, og var hann á leið frá Camp Turner til Hótel Keflavík og var einn í bifreiðinni. Eftir áreksturinn framkvæmdu bifreiðaeftirlitsmenn skoðun á bifreiðunum. Segja þeir hemla, stýri, ljós og flautu hafa verið í lagi á J-6 og stýri og ljós á VL-1627, en hemla hennar hafi ekki verið hægt að reyna. Hvoruga bifreiðina var unnt að reyna í akstri. Ökumenn bifreiðanna segja hvor um sig, að sín bifreið hafi verið í góðu lagi, og er ekkert, sem bendir til, að neitt hafi verið athugavert við þær. Vegurinn á árekstursstaðnum er samkvæmt uppdrætti, sem lagður hefur verið fram á í málinu, um 7 m á breidd. Rétt sunn- an við árekstursstaðinn er aflíðandi beygja á veginum, og er beygjan öll malbikuð, en vegurinn malborinn þar fyrir sunnan. Varð áreksturinn um það bil 30 m fyrir norðan beygjuna. Var hann svo harður, að VL-1627 hentist út af veginum að austan- verðu, valt á vinstri hliðina og lá þannig eftir áreksturinn, að framendinn vissi í suður og var heldur nær veginum en aíftur- endinn. Eftir áreksturinn stóð J-6 þversum á malborna kaniin- um utan við malbikið að austanverðu. Námu framhjól við mai. bikið, en afturendinn var út af veginum. Var örstutt bil milli afturenda bifreiðanna. Ökumaður J-6 lá undir bifreið sinni, er að var komið, en ekill VL-1627 var inni í sinni. Báðir öku- mennirnir slösuðust mjög mikið, eins og nánar verður vikið 49 að síðar, og báðar bifreiðarnar stórskemmdust. Komið var myrk. ur, er áreksturinn varð. Lögreglumaður kom á vettvang nokkru eftir slysið og gerði uppdrátt af staðháttum. Ekki sáust nein hjólför á veginum, enda var hann blautur. Stefnandinn Bergsteinn Árnason hefur skýrt svo frá, að hann hafi verið á leið til lögreglustöðvarinnar. Hann kveðst ekki hafa verið að flýta sér og verið vel fyrir kallaður í alla staði. Er hann hafi komið að framangreindri beygju á veginum, hafi hann skipt vél bifreiðarinnar úr 4. í 3. gír og litið á hraðamæl- inn um leið, er hafi þá sýnt 34 km hraða. Er þetta samkvæmt framburði stefnanda í þinghaldi í sakadómi Keflavíkurflugvallar hinn 25. janúar 1956, en í þinghaldi hinn 21. nóvember 1955 sagði hann hraðann hafa verið ca. 40 km, áður en hann skipti í 3. gír. Stefnandi kveðst hafa tekið beygjuna þannig, að hann hafi ekið vel úti á sínum vegarhelmingi. Um leið og bifreiðin kom út á malbikið kveðst hann hafa fundið, að vegurinn var glerháll af ísingu, því að bifreiðin hafi runnið eitthvað til. Kveðst hann aðeins hafa tyllt fætinum á fóthemilinn til að minnka hrað: ann, en sleppt strax aftur. Við hemlunina hafi bifreiðin runnið út á veginn, En í þinghaldi hinn 21. nóvember 1955 segir stefn- andi, að bifreiðin hafi nú runnið á milli vegkantanna, hann ekki ráðið við neitt og afleiðingin orðið sú, að bifreiðin hafi rekizt á aðra bifreið, er á móti kom. Í þinghaldi hinn 25. janú- ar 1956 kveðst hann aldrei hafa misst stjórn á bifreiðinni, en það hafi ekki skipt neinum togum, að áreksturinn hafi orðið. Um áreksturinn sjálfan kvaðst hann ekkert muna, en gizkaði á, að höfuðið á sér hefði rekizt á karminn yfir framrúðunni um leið og áreksturinn varð og hann rotazt við það. Hann kvaðst hafa ekið með lægri ljósunum og lægri ljósin hafi einnig verið á bifreið þeirri, er á móti kom. Matthías Ólafur Kristjánsson hefur skýrt svo frá, að hanr hafi ekið fram úr jeppa nokkru áður en áreksturinn varð. Hann kveðst hafa ekið á vinstri vegarhelmingi og hafa dregið úr hraða bifreiðarinnar, er hann hafi nálgazt beygjuna á veginum. Hafi hraði hennar verið 8—10 mílur miðað við klukkustund, þegar 10—15 metrar hafi verið eftir að beygjunni, en þá kvaðst hann hafa séð bifreið koma á móti sér á mikilli ferð. Hann segist hafa ekið yzt vinstra megin á malbikinu, en reynt að sveigja út á malarkantinn utan við malbikið, er hann sá, að árekstur var óumflýjanlegur. En það hafi engum togum skipt, að árekst- ur hafi orðið, og telur hann, að bifreiðinni hafi verið ekið á 4 50 miðja hægri hlið bifreiðar hans með þeim afleiðingum, að bif- reið hans valt á hliðina. Hann kvaðst aldrei hafa misst meðvit- und, en hafa átt erfitt um andardrátt og haft sáran verk í hægri síðu. Er hann hafi reynt að standa á fætur inni í bifreiðinni, hafi menn komið á vettvang og hjálpað honum út úr henni. Hann telur veginn hafa verið mjög hálan vegna bleytu eða ís- ingar, en veit ekki með vissu hvort heldur var. Engir sjónarvottar voru að árekstri þessum aðrir en ökumenn- irnir. En fyrstu mennirnir, sem komu á slysstaðinn, voru í jeppa þeim, sem áður er minnzt á, að Ólafur Matthías hafi ekið fram úr rétt fyrir slysið. Ökumaður jeppans var Haraldur Ágústs- son, en með honum voru 3 menn, Ormur Guðjón Ormsson, Þor- valdur Theodór Guðjónsson og Guðbjartur Kristjánsson. Hafa þeir allir borið vætti fyrir sakadómi Keflavíkurflugvallar. Frá Turner-hliði að árekstursstaðnum er þráðbeinn, malbikaður veg- ur, tæpir 800 m á lengd. Samkvæmt framburði Orms Guðjóns fór VL-1627 fram úr jeppanum um 100 m frá Turner-hliði. Jepp anum var ekið hægt, er hinni bifreiðinni var ekið fram úr hon- um, og gizkar eitt vitnið á, að hraði hennar hafi verið 20 km, og tvö vitnanna taka fram, að VL-1627 hafi ekki verið ekið hratt. Þegar þeir félagar í jeppanum komu á slysstað, sáu þeir vegs- ummerkin og fóru út úr jeppanum til að athuga, hvað komið hefði fyrir. Heyrðu þeir Haraldur og Ormur Guðjón þá mann stynja inni í vörubifreiðinni og fóru strax þangað. Ormur Guð- jón opnaði bílhurðina og fékk Þorvald Theodór til að hjálpa sér að ná manninum út, en Haraldur fór brott að sækja hjálp. Þeir Ormur Guðjón, Þorvaldur Theodór og Guðbjartur Kristjáns son báru manninn, sem reyndist vera fyrrnefndur Matthías Ólafur, út úr bifreiðinni og hagræddu honum á vegarbrúninni. Hann var með rænu, en átti erfitt með mál. Þrjú vitnanna kveða hann hafa viðhaft ummæli á þessa leið: „Hvers vegna ók hann fyrir mig?“ Nokkru síðar, er bifreið kom þarna að, sem lýsti upp staðinn, tók Guðbjartur eftir því, að maður lá undir lög- reglubifreiðinni, en ekki höfðu þeir heyrt neitt hljóð frá honum. Lá maðurinn, sem var Bergsteinn Árnason, á grúfu við hægra afturhjól innanvert, og lágu fæturnir aftur undan bifreiðinni. Neðri höggdeyfarafestingin hvíldi á baki Bergsteins og var ekki hægt að ná honum undan nema lyfta bifreiðinni. Brugðu þeir nú við, er komnir voru á slysstaðinn, og lyftu bifreiðinni og drógu Bergstein undan henni. Fór hann þá eitthvað að stynja og virtist með rænu. Kvaðst hann hafa miklar kvalir í handlegg öl og baki. Allt var tal hans mjög slitrótt og sumt alveg út í hött, að því er vitnið Haraldur skýrði frá. Skömmu síðar kom sjúkra- bifreið á staðinn, og voru báðir hinir slösuðu fluttir á sjúkrahús hersins á flugvellinum, en síðan á sjúkrahúsið í Keflavík. Í vottorði, sem Bjarni Sigurðsson læknir hefur gefið um meiðsli stefnanda, dags. 15. desember 1955, segir svo: „Heilahristingur, commotatio cerebri. Sjúklingur var rænu- laus 3 fyrstu dagana eftir að hann kom á sjúkrahúsið. Á hnakka var ca. 5 cm langur skurður. Eymsli og bólga fram- an til við vinstra eyra. 3 jaxlar í efri góm vinstra megin voru lausir. Húðafrifur á nefi. Mikil eymsli voru yfir vinstra brjósthelmingi neðanverðum. 5., 6. og 7. rif voru brotin. Eymsli yfir hryggvöðvum, hálsvöðvum aftan til og yfir lenda- vöðvum. Mar og eymsli á hægri framhandlegg og upphandlegg og vinstra vísifingri. Á vinstra vísifingri var ca. 1 cm langur skurður. Á hægra hné húðafrifur og á hægri ökla. Sjúkl. lá á sjúkrahúsinu frá 10/11 til 28/11 1955. Áætlað var, að sjúki. yrði vinnufær eftir ca. 6 til 7 vikur frá því að hann útskrifaðist af sjúkrahúsinu.“ Þá hefur Bergþór Smári læknir skoðað stefnanda og metið honum 10% varanlega örorku af völdum slyss þessa. Á grundvelli þessa örorkumats hefur Guðjón Hansen trygg- ingafræðingur reiknað út atvinnutjón stefnanda. Samkvæmt út- reikningi hans, sem dagsettur er 3. febrúar 1962, reiknaðist hon- um tjónið nema kr. 100.699.00. Fjárhæð þessi er einn liðurinn í dómkröfu stefnanda. Aðrir liðir eru þessir: Þjáningabætur ........00.0000.0 00... kr. 50.000.00 Sjúkrakostnaður og læknishjálp ....... — 5.480.00 Fatabætur ........2222200 0. — 3.000.00 Kr. 58.480.00 Við þessa upphæð bætist atvinnutjónið kr. 100.699.00 Samtals kr. 159.179.00 Fjárhæð þessi kemur heim við núverandi dómkröfu stefnanda. Vegna slyss þessa var gefið út ákæruskjal á hendur stefnanda af varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins hinn 3. janúar 1956 og stefnandi þar ákærður til að sæta refsingu samkvæmt 219. 52 gr. almennra hegningarlaga nr. 19 frá 1940 og 38. gr. bifreiða- laga nr. 23 frá 1941, til greiðslu skaðabóta, ef krafizt yrði, til ökuleyfissviptingar samkvæmt 1. mgr. 39. gr. bifreiðalaganna svo og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Með dómi uppkveðnum í sakadómi Hafnarfjarðar 2. maí 1956 var stefnanda gert að greiða kr. 1000.00 í sekt til ríkissjóðs fyrir brot á 219. gr. almennra hegningarlaga og 38. gr. bifreiðalag- anna. Þá var stefnandi ennfremur dæmdur til að greiða allan kostnað sakarinnar. Stefnandi byggir dómkröfu sína í fyrsta lagi á því, að hann hafi verið að skyldustörfum sem ríkislögreglumaður, er slysið vildi til, og beri stefnda því að bæta honum það tjón, er hann hafi orðið fyrir samkvæmt 2. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1940 um lögreglumenn, en þar segir: „Lögreglumenn ríkisins og vara- lögreglumenn eiga rétt á bótum fyrir meiðsli og tjón, sem þeir verða fyrir vegna starfs síns.“ Í öðru lagi reisir stefnandi dómkröfur sínar á því, að ökumað- ur varnarliðsbifreiðarinnar VL-1627 hafi átt sök á slysinu, og beri stefnda því að bæta tjón það, er af hlauzt samkvæmt 2. tl. 12. gr. viðbótarsamnings um réttarstöðu liðs Bandaríkjanna, sbr. lög nr. 110/1951. Þá hefur stefnandi einnig getið þess kröfum sínum til árétt- ingar, að keypt hafi verið slysatrygging hjá Tryggingastofnun ríkisins til handa ríkislögreglumönnum. Stefnandi telur trygg- ingu þessa eiga að bæta öll slys, er ríkislögreglumenn verði fyrir í starfi, án tillits til þess, hvort þeir eigi sök á slysinu sjálfir eða eigi. Slysatrygging þessi hafi að vísu ekki tekið gildi gagnvart ríkislögreglumönnum á Keflavíkurflugvelli fyrr en 1. maí 1956, en stefnandi telur óeðlilegt og ósanngjarnt, að það eitt eigi að valda því, að hann þurfi að þola þetta slys sitt bóta- laust. Samkvæmt 3. gr. d-liðar hinna almennu skilmála fyrir slysa- tryggingar þessar bætir félagið ekki slys, sem verða vegna stór- kostlega vítaverðs gáleysis tryggða. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því, að stefnandi hafi sjálfur átt alla sök á slysinu með því að aka bifreiðinni óhæfilega hratt, miðað við aðstæður, enda hafi hann hlotið refsiðóm fyrir það gáleysi sitt í akstri í umrætt sinn. Sé því útilokað, að ríkissjóður geti orðið skaðabótaskyldur gagnvart stefnanda samkvæmt lögum nr. 110/1951 vegna slyss þessa. Að því er þá málsástæðu stefnanda varðar, að honum beri ðð bætur vegna slyss þessa samkvæmt 2. mgr. 7. gr. laga nr. 50/ 1940, þá mótmælir stefndi henni, þar eð slysið hafi eigi orsak- azt af hættueiginleikum löggæzlustarfans sem slíks, heldur hafi stefnandi sjálfur átt alla sök á slysinu með hinu gálauslega öku- lagi sínu. Stefnandi taldi orsök árekstursins hafa verið þá, að bifreið hans hafi eigi látið að stjórn, er hún kom út á malbikaða veginn, sökum glerhálku vegna ísingar. Matthías Ólafur segir, að veg urinn hafi verið háll vegna bleytu eða ísingar. Vitnið Haraldur kvaðst ekki hafa tekið eftir því, að vegurinn væri háll, en heldur þó, að ísing hafi verið að byrja. Vitnið Þorvaldur Theodór kvaðst ekki hafa fundið, að nein ísing væri á veginum, og vitnið Ormur Guðjón fullyrðir, að engin ísing hafi verið. Vitnið Þórarinn Fjeld- steð Guðmundsson lögregluþjónn, sem kom á slysstaðinn og gerði þar athuganir, segir, að engin ísing hafi verið komin að sínu áliti, er slysið varð, en komið rétt á eftir. Samkvæmt vott- orði veðurstofunnar á Keflavíkurflugvelli var veðrið kl. 18.56 þannig: Skýjað og rigning. Skyggni 32 km. Hiti 2 stig Celsius. Vottorð Veðurstofunnar og framburðir vitnanna benda til þess, að engin Ísing hafi verið komin, er slysið varð, en þó verður ekki talið útilokað, að hún hafi verið byrjuð að myndast ag veg- urinn verið háll, þar sem hann var malbikaður. Stefnandi hefur viðurkennt að hafa misst stjórn á bifreiðinni rétt fyrir slysið, sem verður að telja, að hafi stafað af of hröð- um akstri hans miðað við ástand vegarins í umrætt sinn, enda virðist ekkert benda til, að um bilun í stjórntækjum hennar hafi verið að ræða. Ökumaður bifreiðarinnar VL-1627 segist hafa ekið yzt vinstra megin á malbikinu, en reynt að sveigja út á malarkantinn utan við malbikið, er hann hafi séð, að árekst- ur var óumflýjanlegur, og er þeirri staðhæfingu ómótmælt af hálfu stefnanda. Verður því að telja, að stefnandi eigi alla sök á árekstri bifreiðanna, og ber því að sýkna stefnda af þeirri málsástæðu stefnanda, að ökumaður bifreiðarinnar VL-1627 hafi átt sök á slysinu. Ekkert er fram komið í málinu ur það, að stefnandi hafi þurft starfs síns vegna að aka hratt í umrætt sinn. Stefnandi skapaði því með ökulagi sínu á eigin ábyrgð og að nauðsynja- lausu það hættuástand, er leiddi til slyssins. Þykir því eigi unnt að dæma honum bætur samkvæmt 2. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1940, þar sem skýra verður það ákvæði í sam ræmi við hina viðurkenndu reglu skaðbótaréttarins, að tjónþoli 54 verði að bera þann skaða bótalaust, sem hann á sjálfur sök á. Réttarreglur annars leiða og eigi til ábyrgðar stefnda á tjóni stefnanda né heldur framangreindur slysatryggingarsamningur fyrir ríkislögreglumenn. Úrslit málsins verða þá þau, að stefndi á að vera sýkn af kröf- um stefnanda í máli þessu, en eftir atvikum þykir rétt, að máls- kostnaður falli niður. Málskostnaður stefnanda, sem ákveðst kr. 10.165.00, greiðist úr ríkissjóði. Af þeirri fjárhæð ber skipuðum talsmanni stefn- anda, Sigurði Reyni Péturssyni hæstaréttarlögmanni, kr. 9.000.00 í málssóknarlaun. Einar Arnalds yfirborgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, á að vera sýkn af kröfum stefnandans, Bergsteins Árnasonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Málskostnaður stefnanda, kr. 10.165.00, greiðist úr ríkis- sjóði. Af þeirri fjárhæð greiðist Sigurði Reyni Péturssyni hæstaréttarlögmanni kr. 9.000.00. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 55 Þriðjudaginn 19. febrúar 1963. Nr. 127/1962. Jón Albert Jónsson (Ragnar Ólafsson hrl.) gegn Kristjáni Jónssyni og gagnsök (Páll S. Pálsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Synjað riftunar á fasteignarkaupum. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 28. september 1962. Krefst hann þess, að viður- kennt verði með dómi, að hann hafi haft lögmætar ástæð- ur til að rifta íbúðarkaupum þeim, er í málinu greinir. Þá krefst hann og málskostnaðar úr hendi gagnáfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu af sinni hendi með stefnu 5. október 1962. Krefst hann staðfestingar héraðs- dóms og málskostnaðar í Hæstarétti úr hendi aðaláfrýj- anda. Með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Þá ber og að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda málskostnað í Hæstarétti, kr. 4.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Aðaláfrýjandi, Jón Albert Jónsson, greiði gagnáfrýj- anda, Kristjáni Jónssyni, kr. 4.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Kópavogs 9. júlí 1962. Mál þetta, sem dómtekið var 29. f. m., er höfðað fyrir bæjar- þinginu með stefnu útgefinni 30. apríl 1962 af Jóni Alberti Jóns- syni sjómanni, Nýju-Klöpp, Seltjarnarnesi, gegn Kristjáni Jóns- syni, Birkihvammi 9 í Kópavogi. Stefnukröfur stefnanda voru þær 1), að rift verði kaupum á eignarhluta stefnda í húseign- 56 inni Birkihvammi 9 í Kópavogi samkvæmt kaupsamningi milli málsaðilja, dags. 19. febrúar 1962, 2) að stefndi verði dæmdur til að endurgreiða kr. 30.000.00, er hann hefur fengið upp í kaup- verð nefndrar eignar, auk 8% ársvaxta frá 20. febrúar 1962 til greiðsludags og 3) að stefndi verði dæmdur til að greiða máls- kostnað að skaðlausu að mati réttarins. Við munnlegan flutning málsins breytti lögmaður aðalstefnanda ofanrituðum stefnukröf- um þannig, að 1. töluliður orðist svo: 1) að viðurkennt verði með dómi, að aðalstefnandi hafi haft lögmætar ástæður til að rifta íbúðarkaupum þeim, er í málinu greinir. Stefndi gerir þær dómkröfur, að hann verði sýknaður af öll- um kröfum stefnanda og honum tildæmdur hæfilegur máls- kostnaður samkvæmt mati. Með stefnu útgefinni 9. maí 1969 gagnstefnir stefndi Kristján Jónsson aðalstefnanda Jóni Alberti Jónssyni og gerir í gagnsök þær kröfur, að gagnstefnda verði dæmt skylt að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt kaupsamningi þeirra á milli, dags. 19. febrúar 1962, með því að greiða í peningum hinn 14. maí næstk. kr. 120.000.00, að taka við greiðslu veðskuldar við Veðdeild Landsbanka Ís- lands, áhvílandi húseigninni Birkihvammur 9, samkvæmt 3 veð. bréfum, dags. 11/2 ?61, 13/12 og s. d., upphaflega að fjárhæð kr. 65.000.00, en nú að eftirstöðvum ca. kr. 63.000.00. að taka við greiðslu veðskuldar á sömu fasteign samkvæmt tveimur veðbréfum, dags. 30/11 '59, þá til fimm ára og upphaí- lega kr. 75.000.00 samtals, en nú að eftirstöðvum kr. 42.000.00, að gefa út skuldabréf til mín (gagnstefnanda) með 7% árs- vöxtum frá 14. maí til greiðslu með jöfnum árlegum afborg- unum á næstu 10 — tíu — árum, í gjalddaga hinn 14. maí ár hvers, í fyrsta sinn hinn 14. maí ár 1963. Skuldabréf þetta sé tryggt með 3. veðrétti í 29,3% fasteignarinnar Birkihvammur 9 í Kópavogi og sé að upphæð kr. 85.000.00. Þá verði og kaupanda dæmt skylt að greiða skatta og skyldur af kjallaraíbúð hússins Birkihvammur 9, nánar tiltekið af 29,39% allrar eignarinnar frá og með 14. maí n.k., enda hirði hann arð eignarinnar frá sama tíma að telja. Verði dráttur á greiðslunni kr. 120.000.00 fram yfir gjalddaga 14. maí n.k. er krafizt 8% ársvaxta af þeirri fjárhæð frá 14. maí til greiðsludags. Þá er krafizt málskostnaðar úr hendi gagn- stefnda eftir mati. Allar kröfur Þessar eru með áskildum fyrir- ö7 vara vegna bótakröfu síðar meir vegna tjóns, sem hin hótuðu samningsrof kynnu að baka gagnstefnanda. Við munnlegan flutning málsins breytti lögmaður gagnstefn- anda kröfum hans í gagnsök á þessa leið: Að viðurkennt verði með dómi réttarins, að gagnstefndi hafi án lögmætra orsaka riftað íbúðarkaupunum og að honum beri að greiða gagnstefn- anda tjónbætur allt að kr. 50.000.00, að frádregnum kr. 30.000.00, er hann hefur þegar greitt gagnstefnanda, svo og að gagnstefndi greiði 8% ársvexti af þeirri fjárhæð frá útgáfudegi gagnstefnu hinn 9. maí 1962 til greiðsludags. Einnig krefst gagnstefnandi málskostnaðar í gagnsök úr hendi gagnstefnda eftir mati. Er krafa þessi svo breytt í samræmi við varakröfu gagnstefnanda í gagnstefnu. Gagnstefndi gerir þær dómkröfur í gagnsök aðallega, að hann verði með öllu sýknaður af kröfum gagnstefnanda og honum dæmdur hæfilegur málskostnaðar, en til vara gerir hann þá dómkröfu, að tjónkrafa verði verulega lækkuð, ef svo færi, að hann yrði ekki með öllu sýknaður. Eftir að málið hafði verið munnlega flutt, komu lögmenn aðilja fyrir bæjarþingið og lýstu því yfir, að þeir séu sammála um, að á þessu stigi málsins verði aðeins dæmt um það atriði, hvort riftun kaupsamningsins hafi verið heimil eða ekki, en um fjárkröfur allar verði dæmt sérstaklega. Þeir eru einnig sam- mála um, að riftun kaupanna hafi farið fram, svo sem gögn málsins sýni, en halda fast við kröfur sínar, að því er varðar lögmæti riftunar og málskostnaðarkröfur. Samkvæmt þeim yfir- lýsingum fellur gagnsökin niður í máli þessu svo og fjárkrafa í aðalsök, önnur en málskostnaðarkrafa. Aðalstefnandi rökstyður kröfur sínar í aðalsök með því, að hann hafi með kaupsamningi við aðalstefnda, dags. 19. febrúar 1962, fest kaup á 29.3% húseignarinnar nr. 9 við Birkihvamm í Kópavogi, sem hafi verið nánar tiltekið „kjallaraíbúðin, 3 her- bergi, eldhús, hæð, innri og ytri forstofa og sérgeymsla undir aðaltröppum hússins og hlutdeild í sameiginlegu Þvottahúsi, kyndiklefa og leigulóðarréttindum“. Aðalstefnandi kveðst hafa greitt kr. 30.000.00 upp í kaupverð nefndrar eignar. Aðalstefn- andi kveðst hafa skoðað íbúðina lauslega áður en hann keypti hana, en stefndi hafi ekki í það skipti sýnt sér þvottahúsið. Nokkru eftir að kaupin gerðust kveðst stefnandi hafa farið ásamt konu sinni að skoða íbúðina, og hafi konan þá eigi séð ö8 íbúðina fyrr, hafi þau þá spurzt fyrir um þvottahúsið og verið sýnt lítið, gluggalaust pláss fyrir framan miðstöðvarkatlana, en þar hafi engin merki verið sjáanleg um að það pláss væri ætlað eða hefði verið ætlað fyrir þvottahús. Komið hafi í ljós við athugun, að það rými samkvæmt teikningunni, sem átti að vera þvottahús hússins, hafi verið gert að íbúðarherbergi sem eitt af hinum þremur íbúðarherbergjum kjallaraíbúðarinnar. Aðalstefnandi kveðst hafa beðið Árna Stefánsson hrl. að skrifa stefnda bréf varðandi framanritað, og hafi Árni sent aðalstefnda ábyrgðarbréf, dags. 3. marz 1962, þar sem hann hafi tilkynnt, að framangreint atriði varðandi þvottahúsið væri svo verulegur galli á hinni seldu íbúð, að varðaði riftun. Þá hafi hann og kraí- izt í nefndu bréfi, að kaupin gengju til baka og stefndi endur- greiddi þær kr. 30.000.00, sem greiddar hafi verið við undir- skrift kaupsamningsins. Aðalstefnandi kveður aðalstefnda ekki hafa sinnt þessu bréfi, og sé því mál þetta höfðað. Í aðiljaskýrslu aðalstefnanda J óns Alberts Jónssonar, sem lögð hefur verið fram í málinu, dskj. nr. 12, segir svo: „Þegar ég skoðaði kjallaraíbúðina að Birkihvammi 9 í Kópavogi, áður en kaupsamningur, dags. 19. febr. 1962, var gerður, var ég með seljanda íbúðarinnar, Kristjáni Jónssyni. Ég skoðaði íbúðarher- bergin og eldhúsið og spurði um þvottahúsið. Þá sagði seljandi mér, að þvottahúsið væri sameiginlegt fyrir allt húsið, en sýndi mér ekki inn í það og gat þess á engan hátt, að það væri öðru- vísi en venjulegt þvottahús. Þar sem dimmt var orðið og liðið á kvöld og ég tímabundinn, skoðaði ég ekki þvottahúsið í um- rætt sinn, enda skildist mér, að seljandi hefði ekki lykil að því. Þegar við hjónin skoðuðum íbúðina síðar, var seljandi viðstadad- ur ásamt konu sinni. Þá reyndu hjónin að leiða athygli okkar að öllu öðru en svonefndu þvottahúsi, og urðum við að ganga eftir því að fá að sjá það. Þá kom í ljós, að um sluggalausa kompu var að ræða, með öllu óhæfa fyrir þvottahús og sýni lega alls ekki til þess ætlaða. Þegar hér var komið, kynnti ég mér teikningu hússins og kom þá í ljós, að fyrirhugað þvotta- hús hafði verið gert að íbúðarherbergi“. Við aðiljayfirheyrslu í bæjarþingi Kópavogs hinn 6. f. m. segir aðalstefnandi aðspurður um, hvort hann hafi ekki litið á miðstöðina um leið og hann skoðaði íbúðina, að opnað hafi verið þangað inn og hann hafi litið inn fyrir. Hann getur þess, að skuggsýnt hafi verið. Að- spurður um, hvort honum hafi verið bent á Þvottahús á öðr- 59 um stað, er hann skoðaði íbúðina, kveður hann, að svo hafi eigi verið gert. Aðspurður um, hvort hið selda hafi verið full- geri, kveður aðalstefnandi, að íbúðin hafi verið íbúðarhæf, en hann hafi veitt því athygli, að eftir hafi átt að leggja gólf í mið- stöðvarherbergi. Aðalstefndi rökstyður kröfu sína í aðalsök með því, að kröf- ur aðalstefnanda séu hótfyndni ein, það sé tilhæfulaust með öllu, að hann hafi ekki kynnt sér ástand þvottahúss og miðstöðv- ar með skoðun, hann hafi einmitt skoðað þetta sjálfur. Hann lýsir málavöxtum svo, að aðalstefnandi hafi gert tilboð í eign- ina kjallaraíbúð í Birkihvammi 29,3% af eigninni hinn 17. febrú- ar síðastl. Segist hann þar kaupa eignarhlutann í því ástandi, sem hann þá sé og hann hafi kynnt sér með skoðun, en tilboð þetta kveðst aðalstefndi hafa samþykkt á hádegi hinn 19. febrú ar. Síðar sama dag hinn 19. febrúar hafi þeir gert kaupsamn- ing þann, sem réttarskjal nr. 3 sýni. Í honum taki kaupandi einnig fram, að hann kaupi eignina í því ástandi, sem hún þá var. Þá hafi kaupandi greitt hinn 20. febrúar s.l. án nokkurs fyrirvara kr. 30.000.00 upp í kaupverðið samkvæmt kaupsamn- ingi. Hann kveður lýsingu eignarinnar í kaupsamningi alveg í samræmi við afsal til sín frá fyrri eiganda, dags. 30. nóv. 1959 Herbergin séu talin 3 og getið um þvottahús, kyndingarher- bergi í afsalinu 1959, en þvottahús og kyndiklefi í kaupsamn- ingnum frá 19. febrúar s.l. Aðalstefndi kveður hústeikninguna ekkert koma málinu við, þegar af þeirri ástæðu, að þegar kaup- andi keypti, keypti hann eignina samkvæmt skoðun á henni sjálfri, en ekki samkvæmt teikningu, því teikningin lá ekki fyrir við kaupin. Hann kveður aðalstefnanda hafa vitað, þegar hann keypti, að þvottahús og kyndiklefi voru ekki aðskilin. Í aðilja- yfirheyrslu í bæjarþingi Kópavogs hinn 6. f. m., skýrir aðal- stefndi aðspurður svo frá, að, aðalstefnandi hafi fyrst skoðað íbúðina að kvöldi dags hinn 16. febrúar sl, um kl. 19—20. Hann kveðst hafa sýnt aðalstefnanda öll herbergi íbúðarinnar og þar á meðal miðstöðvar- og þvottahúsrými og hafi hann þá sett í samband lampa eða „hund“ og farið með aðalstefnanda inn í herbergi, þar sem fyrirhugað var sameiginlegt Þvottahús fyrir allt húsið og einnig miðstöðvar hússins. Aðalstefndi kveð- ur þá hann og aðalstefnnda hafa gengið inn í þetta herbergi, og hafi hann þá getið þess við aðalstefnanda, að þarna væri þvotta- húsið fyrirhugað. Hann kveðst einnig hafa tjáð aðalstefnanda, 60 að íbúðinni fylgdi geymsla undir aðaltröppum hússins, og fóru þeir þangað að og yfir þvottahúsgólfið. Kveðst aðalstefndi þá hafa sýnt aðalstefnanda geymsluna með ljósið í hendi. Með bréfi, dags. 25. f. m. (dskj. nr. 13), óskar lögmaður aðal- stefnanda þess, að dómkvaddir verði 2 hæfir og óvilhallir menn til að segja til um eftirfarandi: Hvort lýsing á kjallaraíbúð að Birkihvammi 9 í Kópavogi í kaupsamningi milli Kristjáns Jóns- sonar og Jóns Alberts Jónssonar, dags. 19. febrúar 1962, sé í samræmi við íbúðina, eins og hún lítur raunverulega út, einkum hvort staður sá í íbúðinni, sem nefndur er þvottahús, sé for- svaranlegur sem slíkur, án þess að sérstök athygli sé vakin á ástandi hans og útliti áður en sala fer fram. Matsgerðin er ætluð til að nota í riftunarmáli milli nefndra samningsaðilja. Til að framkvæma hið umbeðna mat kvaddi dómarinn sem hæfa menn og óvilhalla þá Hörð Björnsson byggingafræðing og Þórð G. Hall- dórsson, löggiltan fasteignasala. Í skoðunargerð þeirra segir m. a. svo: „Í kaupsamningi er engin lýsing á ástandi íbúðarinnar, heldur aðeins talið upp, hvað tilheyrir íbúðinni. Liggur því fyrst fyrir að athuga, hvort umrædd upptalning fær staðizt. Ekki liggur fyrir uppdráttur að húsinu nr. 9 við Birkihvamm í Kópa- vogi, eins og það hefur verið byggt. Húsbyggjandi hefur gert á því nokkrar breytingar, Veigamesta breytingin er sú, að tekið hefur verið sem íbúðarherbergi pláss það, sem upphaflega var ætlað fyrir þvottahús. Þessi breyting mun hafa verið gerð án vitundar eða samþykkis arkitekts hússins. Rými það, sem nú er ætlað fyrir miðstöð, þvottahús og geymslu undir tröppum hússins, er allt ófullgert og í einu lagi svo og opið fram í for stofu við bakinngang. Eftir er að einangra, pússa veggi og loft þessa rýmis svo og leggja í gólf. Þar sem ekki liggur fyrir upp- dráttur af þessari breytingu, er ekki ljóst, hvernig þetta hefur verið hugsað. Þrír miðstöðvarkatlar hafa verið settir í húsið, 1 fyrir hverja íbúð, gert hefur verið ráð fyrir vatnsinntaki og frárennsli. Til þess að gera okkur grein fyrir, hvort hægt sé að koma þvottahúsi haganlega fyrir, höfum við rissað upp hagan- lega lausn, og fylgir hún hér með á sérstöku blaði. Í byggingar. samþykkt eru engin ákvæði um lágmarksstærð á þvottahúsi og heldur ekki skylt að hafa glugga á því, en aðeins krafizt loftræst- ingar. Það er skoðun okkar, að hægt sé að koma umræddu þvotta- húsi fyrir, svo forsvaranlegt sé. Við álítum, að upptalning sú, sem fram kemur í kaupsamningnum, geti staðizt með tilliti til þess, að íbúðin er ófullgerð, svo sem þvottahús, kyndiklefi, geymsla 61 undir tröppum, útihurð vantar, einnig kerlaug í baðherbergi, auk þess sem það er ýmislegt fleira ófrágengið. Enginn dúkur er á ytri forstofu og setustofu, en bráðabirgðapappadúkur er á herbergjum og innri forstofu. Þá er húsið einnig ómúrhúðað að utan. Um það atriði, hvort vekja hefði átt sérstaka athygli á ástandi og útliti á þeim stað, sem þvottahúsinu er ætlað að vera, má lengi deila. Þó sjáum við ekki ástæðu til þess að vekja sér- staka athygli á þessu fremur en öðru, sem ófullgert er.“ Auk þeirra gagna, sem að framan eru rakin, hafa verið lögð fram þessi gögn: 1) Kaupsamningur milli aðilja máls þessa, dags. 19. febrúar 1962. Umsamið kaupverð hins selda er kr. 340.000.00. Tekið er fram í kaupsamningnum, að eignin sé seld í því ástandi, sem hún er í og kaupandi hefur kynnt sér við skoðun, 2) Kauptilboð aðalstefnanda til aðalstefnda um að kaupa hina umdeildu eign. Tilboðið er í samræmi við framan- greindan kaupsamning, en í tilboðinu segir m. a.! „Eignarhlut- ann býðst ég til að kaupa í því ástandi, sem hann nú er í og ég hef kynnt mér við skoðun ....“ Þá er lagt fram 3) afsal frá fyrri eiganda til aðalstefnda í máli þessu fyrir hinni um" deildu kjallaraíbúð. Þar segir m. a.: „Þá fylgir einnig í hlut- falli við eignarhluta þvottahús, kyndiklefi og leigulóðarréttindi „...“ Uppdráttur af hinni umdeildu íbúð hefur eigi verið lagð- ur fram í máli þessu. Á rissi, sem fylgir matsgerðinni á dskj. nr. 14, kemur fram herbergjaskipun, eins og hún nú er, og eru aðiljar sammála um, að herbergi það, sem næst er eldhúsi, sé á frumteikningu hússins hugsað sem þvottahús. Hinir sérfróðu samdómendur eru sammála um, að ekki verði unnt að koma fyrir þvottahúsi á þann hátt, sem matsmenn gera ráð fyrir í teikningu, er fylgir dskj. nr. 14. Á teikningu þeirri er gert ráð fyrir, að rafmagnstafla hússins komi í pláss það, sem ætlað er til þvotta, en það er óheimilt. Auk þess telja hinir sérfróðu samdómendur hálfan vegg milli þvotttapláss og mið- stöðvar ekki fullnægjandi, þar sem kynditækin eru rafknúin. Með því að loka að fullu milli kyndiklefa og þvottapláss og færa vegg þannig, að rafmagnstaflan komi utan þvottaplássins eða færa rafmagnstöfluna, má telja unnt að koma fyrir þvotta- plássi, þó mjög litlu og ólánlegu. Samkvæmt því, er að framan er rakið, verður að telja upp- lýst, að aðalstefnandi skoðaði húsnæði það, sem hann hugðist kaupa að Birkihvammi 9 í Kópavogi, áður en hann gerði kaup- tilboð. Ekki er upplýst, að aðalstefndi hafi beitt svikum í sam- 62 bandi við skoðun íbúðarinnar eða undirbúning kaupanna. Van- ræksla aðalstefnda á að gera aðalstefnanda fyrir kaupin kunnugt um breytingu þá, sem gerð hafði verið frá upphaflegri teikn. ingu, verður ekki talin í sviksamlegum tilgangi gerð, enda íbúðin seld samkvæmt skoðun, en ekki teikningu, og ekki svo mikilvæg, að riftun eigi að varða. Upplýst má og telja, að aðal- stefnandi hafi við skoðun sína fyrir kaupin a.m.k. litið inn í herbergi það, sem miðstöðvarkynditækin eru í og talið var fyrir- hugað þvottapláss. Ekki verður talið, að vanræksla aðalstefn- anda á að skoða vandvirknislega húsnæði það, sem hann hugð- ist kaupa og sem bersýnilega var ófullgert, eigi að verða á ábyrgð aðalstefnda, enda mátti hverjum, sem skoðaði hina um- deildu kjallaraíbúð, vera ljóst, að ekki var um annað pláss að ræða í kjallaranum utan sjálfrar íbúðarinnar en pláss það, sem kynditækin eru í. Verður því eigi talið, að aðalstefnandi hafi haft lögmætar ástæður til að rifta kaupsamningi hans og aðalstefnda frá 19. febrúar 1962 um kjallaraíbúð hússins nr. 9 við Birkihvamm af orsökum þeim, sem greindar eru hér að framan. Samkvæmt framangreindri niðurstöðu ber að dæma aðalstefn- anda til að greiða aðalstefnda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 7.000.00. Dóm þennan kváðu upp Sigurgeir Jónsson bæjarfógeti og sam- dómendur Vagn E. Jónsson hdl. og Gunnar Þ. Þorsteinsson bygg- ingafræðingur. Dómsorð: Aðalstefndi, Kristján Jónsson, skal sýkn af kröfum aðal- stefnanda. Aðalstefnandi, Jón Albert Jónsson, greiði aðal- stefnda, Kristjáni Jónssyni, kr, 7.000.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dómsins. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. 63 Föstudaginn 22. febrúar 1963. Nr. 166/1962. Gísli Ólafsson (Páll S. Pálsson hrl.) gegn Guðmundi Þórarinssyni og Ingibergi Helgasyni (Gísli Ísleifsson hrl.) og bæjarstjórn Sauðárkróks f. h. kaupstaðarins. (enginn). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Lóðamerkjamál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 26. nóvember 1962. Hefur hann gert eftirfarandi dómkröfur: „að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið, og að viðurkennt verði með dómi, að lóðarmörk milli hús- lóðanna 11 og 11B við Suðurgötu á Sauðárkróki séu í beinni línu í 3,15 metra fjarlægð í vestur frá húsinu Suður- gata 11B og samsíða því húsi og sé eigendum Suðurgötu 11 gert skylt að færa girðingu þá, sem nú aðskilur lóðirn- ar, á lóðarmörkin í samræmi við kröfuna“. Þá krefst áfrýj- andi einnig málskostnaðar úr hendi stefndu in solidum, bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu Guðmundur Þórarinsson og Ingibergur Heiga- son krefjast þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og áfrýjanda gert að greiða þeim málskostnað fyrir Hæsta- rétti eftir mati réttarins. Af hálfu stefnda, bæjarstjórnar Sauðárkróks f. h. kaup staðarins, hefur ekki verið sótt dómþing í Hæstarétti, þrátt fyrir lögmæta stefnubirtingu, en fyrir héraðsdómi lét um- boðsmaður hans bóka þetta um afstöðu bæjarins: „Um- bjóðandi minn leggur það á vald dómsins að ákveða, hvar hin umdeildu merki eigi að vera og mun að sjálfsögðu hlíta þeim dómi. Málskostnaðarkröfu sækjanda er mótmælt, en hins vegar er ekki krafizt málskostnaðar úr hendi hans.“ 64 Af gögnum málsins þykir mega ráða, að húsið nr. 11 B við Suðurgötu (Eiríksstaðir) hafi verið staðsett þannig, að vesturhlið þess hafi verið reist 3.15 metra frá vesturlóðar- mörkum þess í samræmi við byggingarsamþykkt fyrir Sauð- árkrók nr. 72 23. maí 1917. Styðst þetta við vottorð og framburð vitnanna Kristjáns Eiríkssonar, sem sá um bygg- ingu hússins, og Jóns Þ. Björnssonar, fyrrverandi formanns byggingarnefndar Sauðárkróks, sem báðir telja vesturhlið hússins hafa verið staðsetta 3.15 metra frá lóðarmörkum. Er sú lína og í fullu samræmi við vesturtakmörk lóðar hússins nr. 13 B við Suðurgötu. Í sambandi við útmælingu 16. maí 1929 á þeirri lóð er þetta tekið fram: „Lóðin tak- markast að norðan af suðurmörkum lóðar Gísla Ólafsson- ar, útm. 27. apríl þ. á., og eru vestur- og austurtakmarka- línur lóðarinnar beinar framlengingarlínur af samsvarandi markalinum ofangreindrar lóðar“. Verður því við það að miða, að vesturmörk lóðarinnar hafi við útmælinguna verið ákveðin með þeim hætti. Þá er að athuga, hvort stefndu hafi unnið afnotahefð á lóðarspildu þeirri, sem er milli framangreindrar markalínu og girðingar þeirrar, sem um ræðir í málinu. Af málsskjölum og málflutningi verður það að teljast upplýst, að áður en stefndi Guðmundur setti upp girðingu þá, sem um ræðir í máli þessu, hafi verið milli lóðanna bráðabirgðagirðing nokkru vestar. Ekki er upplýst, hvor aðilja setti upp þessa girðingu. Umboðsmaður áfrýjanda fyrir héraðsdómi segir í greinargerð sinni 7. júlí 1960: „Guð- mundur Þórarinsson, eigandi Glæsivalla, sem er næsta lóð vestan við lóð Gísla, hafði þá sett upp merkjastaura, sem hann seinna girti á með gaddavír á lóðarmörk sin til aust- urs, og var þessi bráðabirgðagirðing á réttum stað eða í beinni línu norður frá lóðarmerkjagirðingu Björns Pálma- sonar (núverandi eigandi Magnús Jónatansson). Þessi merkjagirðing stóð óhögguð í nokkur ár eða þar til vorið 1959, að Guðmundur Þórarinsson girðir með varanlegri girðingu, en girðir nú rúmum metra nær húsi Gísla Ólafs- sonar en áður var og lóðarbréf Gísla segir um, en í lóðar- 65 bréfinu er tekið fram, að lóð Gísla og lóð Björns Pálma- sonar séu stílaðar og mældar saman.“ Á dómþingi héraðsdóms 23. maí 1960 er bókað: „Árni Hansen gerir þær kröfur f. h. umbj. sins (þ. e. stefnda Guð- mundar), að lóðarmörk verði óbreytt, eins og þau eru nú girt, og heldur því fram, að Guðmundur hafi gefið eftir 18 eða 20 em austan af lóð sinni, þá er girðing þessi var niður sett. Heldur hann því fram, að Gísli Ólafsson hafi í heimildarleysi girt inn á lóð umbjóðanda sins að honum fjarverandi og hafi sú girðing verið upp tekin og færð til baka.“ Hvenær þessi upprunalega girðing var sett upp, er ekki upplýst, og ekki heldur, hvenær stefndi Guðmundur tók hana niður og setti upp girðingu þá, sem nú stendur, en aðiljar eru sammála um, að það hafi ekki verið síðar en árið 1939. Áfrýjandi telur sig hafa mótmælt þessu tiltæki stefnda Guðmundar, og sannað er í málinu, að árin 1936 og 1953 snýr hann sér til bæjarvalda Sauðárkróks með beiðni um uppmælingu lóðarinnar, án þess að fá nokkra úrlausn á því máli. Það er ekki fyrr en 19. maí 1960 að hann hefst handa til að fá skorið úr lóðarágreiningnum fyrir dómstólunum. Þó að liðinn sé sá tími, sem eftir 7. gr., sbr. 2. gr. laga nr, 46 10. nóvember 1905 hefði getað leitt til afnotahefðar á hinni umdeildu lóðarspildu, verður ekki talið, að slík afnotahefð hafi stofnazt í því tilviki, sem mál þetta tekur til. Stefndi Guðmundur reif niður girðingu þá, sem áður hafði staðið milli húsanna, upp á eindæmi sitt, án þess að leita úrlausnar yfirvalda eða dómstóla og girti af nýju svo nálægt eigninni nr. 11B við Suðurgötu, að húsið, eins og það var byggt, yrði ólöglega staðsett á lóð sinni, ef girð- ingin væri látin ráða lóðarmörkum. Þykir verknaður þessi, sem eins og áður greinir fór í bág við lóðarmörk, sett af réttum stjórnarvöldum, girða fyrir það, að unnizt hafi af- notahefð á spildu þessari. Úrslit málsins verða því þau, að fyrri hluti dómkrafna áfrýjanda verður tekinn til greina að öllu leyti og síðari 5 66 hlutinn að því leyti að dæma ber stefndu Guðmund og Ingi- berg til að taka hina umræddu girðingu niður, í stað þess að færa hana til. Skal það gert innan 30 daga frá lögbirt- ingu dóms þessa. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefndu Guðmund og Ingiberg til þess in solidum að greiða áfrýjanda máls- kostnað fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, og þykir hann hæfi- lega ákveðinn kr. 10.000.00. Að því er tekur til stefnda, bæjarstjórnar Sauðárkróks f. h. kaupstaðarins, er rétt, að málskostnaður falli niður. Dómsorð: Lóðarmörk milli húsanna nr. 11 og 11B við Suður- götu á Sauðárkróki eru bein lina í 3.15 metra fjar- lægð frá vesturhlið hússins nr. 11 B við Suðurgötu og samhliða þvi. Stefndu Guðmundi Þórarinssyni og Ingibergi Helga- syni ber að taka niður girðingu þá, sem um ræðir í máli þessu, innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Stefndu Guðmundur Þórarinsson og Ingibergur Helga- son greiði in solidum áfrýjanda, Gísla Ólafssyni, kr. 10.000.00 í málskostnað fyrir héraðsdómi og Hæsta- rétti. Að öðru leyti fellur málskostnaður niður. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur fasteignamáladóms Sauðárkróks 20. september 1962. Með erindi, sem dagsett er 19. maí 1960, gerir sækjandi máls Þessa kröfu um það, að girðing sú, er skilur milli lóðanna 11 og 11B við Suðurgötu á Sauðárkróki, verði staðsett ca. einum metra vestar og þó rösklega það en hún er nú. Endanleg kröfugerð sóknaraðiljans var sú, að umrædd girðing yrði flutt 1.20 metra til vesturs. Eigandi hússins nr. 11 við Suðurgötu krafðist sýknu af þess- um kröfum. Dómur gekk í máli þesu í héraði 31. ágúst 1961, og var á 67 þá lund, að áðurnefnd girðing skyldi ráða merkjum milli lóðanna. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar, sem með dómi 9. maí 1962 ómerkti dóminn og vísaði málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar. Málið var tekið fyrir á ný 3. júlí 1962. Þar gerði sækjandi þær dómkröfur, að girðingin, sem um hef- ur verið rætt, verði flutt 1.20 metra til vesturs. Þá var og kraf- izt málskostnaðar úr hendi verjanda eftir mati dómsins. Af hálfu verjanda var gerð krafa um sýknu af kröfum sækj- anda og krafizt málskostnaðar úr hendi hans, þar með talinn útlagður kostnaður vegna málsins. Þegar munnlegur flutningur málsins fór fram, voru kröfur sækjanda orðaðar á aðra lund en nú var lýst. Gerði hann þær dómkröfur, að viðurkennt verði með dómi, að lóðarmörk milli húslóðanna nr. 11 og l1b við Suðurgötu væru í beinni línu Í 3.15 metra fjarlægð í vestur frá húsinu nr. 11B og samsíða þvi húsi, og yrði eigendum Suðurgötu 11 gert skylt að færa girð- ingu þá, er aðskilur lóðirnar, á lóðarmörk í samræmi við kröf- una. Þá krafðist hann þess, að bæjarstjórn f. h. kaupstaðarins yrði dæmd til að þola dóm um lóðamörkin, eins og þau verða ákveðin í dóminum. Loks krafðist hann málskostnaðar úr hendi varnaraðilja in solidum. Eigendur hússins nr. 11 við Suðurgötu kröfðust sýknu og máls- kostnaðar, svo sem fyrr segir. Af hálfu bæjarstjórnar var gerð krafa um sýknu af máls- kostnaðarkröfu sækjanda, en hins vegar ekki krafizt máls- kostnaðar. Sóknaraðili rökstyður kröfur sínar með því, að umdeild girðing eigi að vera Í beinu framhaldi af girðingu milli lóðanna 13 og 13 B við Suðurgötu, enda hefði lóðin nr. 11B verið þannig mæld. Þá heldur hann því fram, að markalínan milli þrætulóðanna verði að vera í 3.15 m fjarlægð frá húsi sækjanda, svo að farið sé að lögum og reglum. Loks telur hann, að sé fjarlægðin frá norðurhluta austurmarka Suðurgötu 11B í vestur sé ekki 13 metrar, eins og umsamið var í lóðasamningi, ef miðað er við áðurnefnda girðingu. Varnaraðiljar halda því hins vegar fram, að umdeild girð- ing hafi vegna þrengsla við húsið nr. 11 B verið sett niður nokkru vestar en upphafleg útmæling gæfi tilefni til, enda vanti nokk- uð á, að lóðin nr. 11 hafi umsamða dýpt eins og er, og mundi skerðast enn frekar, ef farið verður að kröfum sækjandans. 68 Af hálfu bæjarstjórnar er því haldið fram, að hún hafi engin afskipti haft af deilum lóðarhafa, önnur en að láta í té þau gögn, er í hennar vörzlum voru og málið snerti. Hún kveður það á valdi dómsins að ákveða merkin, og muni hún að sjálfsögðu hlíta honum. Samkvæmt gögnum málsins virðast málavextir vera þannig: Samkvæmt útmælingu, er fram fór 4. febrúar 1927, og fram- kvæmd var af Sigurði Sigurðssyni, þáverandi sýslumanni í Skaga- fjarðarsýslu, og tilkvöðddum útmælingamönnum, Sigurgeiri hrepp- stjóra Daníelssyni og Steindóri Jónssyni trésmíðameistara, var Halldóri Vídalín Magnússyni, verzlunarmanni á Sauðárkróki, mæld byggingarlóð á spildunni milli Hesthússtígs og Sauðár. Voru lóðarmörkin ákveðin þannig: Norðurmörk lóðarinnar voru talin suðurmarkalína svonefndrar Jónasarlóðar við Hesthússtíg, en vesturmörkin skyldu takmarkast af línu í fimm álna fjarlægð frá austurbrún Hesthússtígs, austan stígsins og samsíða henni. Lengd lóðarinnar frá norðurmörkum til suðurs var ákveðin 19 metrar, en breidd hennar frá nefndum vesturmörkum til aust- urs var ákveðin 20 metrar. Lóðin var þannig ákveðin rétthyrnd. ur ferhyrningur, 380 fermetrar að stærð. Lóð sú, sem nú var lýst, er sú sama og nefnd er nr, 11 við Suðurgötu á Sauðárkróki. Samkvæmt útmælingu, er fram fór 27. apríl 1929 og fram- kvæmd var af sömu mönnum og áður getur, var sækjanda máls- ins, Gísla Ólafssyni, mæld út byggingarlóð austan húslóðar Hall dórs Vídalíns Magnússonar, en vestan Sauðár. Mörk hennar voru ákveðin þannig, að að norðan skyldi hún takmarkast af suðurmörkum nefndrar Jónasarlóðar, en að vest- an af austurmarkalínu lóðar Halldórs Vídalíns Magnússonar. Lengd lóðarinnar frá norðri til suðurs var ákveðin 19 metr- ar, en breidd frá austri til vesturs 13. Verður lóðin þannig rétthyrndur ferhyrningur, 247 fermetrar að stærð. Ekki er vitað með vissu, hvenær girðing sú, er um er þrátt- að í málinu, var reist, Fyrir liggur þó uppdráttur, sem talinn er gerður af Jóni Víðis 1932 og 1934 ásamt viðbótarmælingu 1936. Á þeim uppdrætti er dregin upp girðing sú, sem um er deilt. Hins vegar er nú leitt í ljós, að skipulagsstjóri Zophonias Pálsson dró þessa línu inn á uppdráttinn 1950. Þó má sjá það í gögnum málsins, að sækjandi sendi byggingarnefnd Sauðár. króks bréf, sem tekið var fyrir 2. júní 1936, þar sem hann krefst uppmælingar á lóð sinni vegna ágreinings um lóðarmörkin 69 Verður dómurinn að telja, að í síðasta lagi þá hafi umdeild girðing verið sett upp. Hinn 8. júlí 1960 gekk fasteignamáladómur Sauðárkróks á vettvang. Lagður var til grundvallar áðurnefndur uppdráttur Jóns Víðis, en hann sýnir austurtakmörk Hesthússstíss (Suður- götu) í 55 m fjarlægð frá vesturmörkum hússins nr. 11 við Suðurgötu. Samkvæmt því voru 2.35 metrar af lóð þess húss taldir vestan þess (miðað við frá vestri til austurs). Er mældir voru 17.65 metrar frá norðvesturhorni hússins til austurs, reyndist umdeild girðing vera 0.65 metrum of vestarlega. Gengið var á vettvang 30. ágúst 1961 og gerðar eftirfarandi mælingar: Frá gömlu staurbroti, sem stendur nyrzt og austast á lóð nr. 13 við Suðurgötu til austurs að núverandi girðingu (framhlið) um lóðina 11B, reyndust 14,89 metrar. Frá girðingu milli 11 og 11B að gömlum staur voru 1.20 metrar. Mælt var frá núver- andi girðingu milli 11 og 11B að norðan til götu 21.20 metrar. Reyndust það vera frá girðingu hússins nr. 9 við Suðurgötu 4.12 metrar út Í götustæði. Síðan voru mældar 5 álnir til vest- urs og reyndust þá 5.90 metrar að tröppum hússins nr. 16 við Suðurgötu. Milli hliða húsanna nr. 11 og 16 við Suðurgötu reynd- ust 14.35 metrar. Samkvæmt tilnefningu dómsins gerði Leifur Hannesson verk- fræðingur uppdrátt af þrætusvæðinu 19. september 1962. Á þeim uppdrætti kemur í ljós, að fjarlægðin frá norðurhluta austur- marka lóðarinnar 11B að hinni umþráttuðu girðingu eru 10.90 metrar. Þess ber þó að geta í þessu sambandi, að girðing sú á austurmörkum, sem frá er mælt, var sett upp á síðastliðnu sumri, og er því ekki við hana miðandi. Hins vegar sýnir uppdrátt. urinn, að fjarlægðin frá umþráttuðu girðingunni að lóðarmörk- um að sunnanverðu er 13.54 metrar. Virðist því sækjandi hafa fengið til ráðstöfunar það flatarmál, sem lóðarbréf hans segir til um. Ennfremur sýnir uppdrátturinn, að dýpt lóðarinnar nr. 11 að sunnanverðu, miðað við hina umdeildu girðingu, er 19.78 metrar, og vantar því 22 em á, að umsamin lóðardýpt hafi ver- ið látin í té. Lóðahafar að lóð nr. 11 hafa því eigi fengið umsamið flatar- mál til umræða, og mundi það vera skert enn frekar, ef kröf- ur sækjanda yrðu teknar til greina. Í gerðarbók bygginganefndar Sauðárkróks 2. júní 1936 er, eins og áður segir, bókað um fyrirtöku bréfs sóknaraðilja, þar 70 sem hann krefst þess, að lóð hans verði mæld upp vegna ágrein- ings um lóðarmörk. Bygginganefnd taldi það utan verksviðs síns að skera úr um lóðarmörk. Þá telur sóknaraðili sig hafa kvartað við hreppsnefndina á Sauðárkróki 1942 um staðsetningu girðingarinnar, en þeirri kvört- un eigi verið sinnt. Loks er í gerðabók byggingarnefndar Sauð- árkróks frá 18. september 1953 bókuð ósk frá sóknaraðilja um uppmælingu lóðar hans. Ekki hófst sóknaraðili þó handa um málshöfðun fyrr en 19. maí 1960, eins og fyrr greinir. Eftir því sem nú hefur verið rakið, virðist ljóst, að umþráttuð girðing hafi staðið þar sem hún nú er yfir 20 ár, þegar mál þetta er höfðað. Þá þykir dóminum einnig sýnt, eins og rakið er hér á undan, að flutningur girðingarinnar til vesturs mundi hafa í för með sér þá rýrnun á lóð nr. 11 við Suðurgötu, að stærð hennar yrði minni en lóðarbréfið segir til um. Aftur á móti er stærð lóðarinnar 11B við Suðurgötu af fullri umsaminni stærð, þótt hin umþráttaða girðing sé ekki flutt til vesturs. Þegar þessi atriði eru virt, þykir verða að synja um flutning á girðingunni og sýkna varnaraðiljana, Guðmund Þórarinsson og Ingiberg Helgason, Verður eftir atvikum talið rétt að gera sóknaraðilja að greiða þeim kr. 5.000.00 upp í málskostnað. Af hálfu bæjarstjórnarinnar var því strax lýst yfir, að hún mundi í hvívetna hlíta ákvörðun dómsins um hin umdeildu merki. Verður ekki séð, að sækjandi hafi haft ástæðu til að ætla, að svo yrði ekki gert. Verður bæjarstjórninni því ekki gert að greiða málskostnað. Hins vegar féll bæjarstjórn frá máls- kostnaðarkröfum og verður hann henni því ekki dæmdur úr hendi sækjanda. Guttormur Erlendsson hæstaréttarlögmaður hefur kveðið upp dóm þenna samkvæmt sérstakri umboðsskrá, dags. 2. júlí 1962, ásamt meðdómsmönnunum Ingólfi Nikóðdemussyni húsasmíða- meistara og Guðmundi Sveinssyni verzlunarmanni. Dómsorð: Eigendur hússins nr. 11 við Suðurgötu á Sauðárkróki, þeir Guðmundur Þórarinsson og Ingibergur Helgaon, skulu vera sýknir af kröfum eiganda hússins nr. 11B við Suðurgötu á Sauðárkróki, Gísla Ólafssonar. A Gísli Ólafsson greiði Guðmundi og Ingibergi kr. 5.000.00 upp í málskostnað. Eiganda fyrrgreindra lóða, bæjarstjórn Sauðárkróks fyrir hönd kaupstaðarins, ber að þola framangreinda ákvörðun merkja milli lóðanna. Að því er varðar bæjarstjórnina, fellur málskostnaður niður. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Nr. 48/1962. Skaðabótamál. Föstudaginn 22. febrúar 1963. Freysteinn Þorbergsson (Jóhannes Lárusson hdl.) gegn Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs vegna Vélasjóðs (Einar Viðar hdl.) og Ræktunarsambandi Breiðdæla og Berunes- hrepps (Guðmundur Ásmundsson hrl.) og Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs vegna Vélasjóðs gegn Freysteini Þorbergssyni og Ræktunarsambandi Breiðdæla og Berunes- hrepps. Dómendur: a hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason, Gizur Bergsteinsson Jónatan Hallvarðsson og Þórður Eyjólfsson og prófessor Magnús Þ. Torfason. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 3. april 1962, og eru dómkröfur hans þessar: 12 Aðalkrafa, að sagnáfrýjanda og stefnda verði dæmt að greiða honum in solidum kr. 239.128.29 ásamt 6% ársvöxt- um frá 12. júlí 1955 til 22. febrúar 1960, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desember 1960 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Varakrafa, að gagnáfryjanda verði dæmt að greiða hon- um fjárhæðir þær, er í aðalkröfu greinir. Þrautavarakrafa, að fjárhæðir þessar verði dæmdar hon- um úr hendi stefnda. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu af sinni hendi með stefnu 3. desember 1962, að fengnu áfrýjunarleyfi 19. nóv- ember s. á. Hann krefst aðallega sýknu og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi aðaláfrýjanda, en til vara lækkunar fébótakröfu hans og að málskostnaður falli þá niður. Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjenda. A. Ný málsgögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Aðaláfrýjandi og Pétur Ingólfsson hafa komið fyrir dóm og skýrt sakarefni. Þórir tryggingafræðingur Bergsson hefur gert nýja áæti- un um tjón aðaláfrýjanda vegna örorku hans, dags. 10. des- ember 1962. Er áætlun þessi miðuð við 12. júlí 1955, er slysið varð, í stað 12. júní 1955 ranglega áður, 6% árs- vexti frá slysdegi til áramóta 1961/1962, en eftir það við 7% ársvexti, og litið er launahækkunar s.l, sumar. Hefur tryggingafræðingurinn reiknað tjónið á fimm vegu, og í álitsgerð hans segir svo: „la. Gert er ráð fyrir launum fyrir almenna verkamanna- vinnu samkvæmt Dagsbrúnartaxta. Einungis reiknað með dagvinnu, eins og í fyrri útreikningum. Ib. Sama vinnutekjuáætlun, eins og í la, að viðbætt- um 2 eftirvinnutímum á dag. Ila. Gert er ráð fyrir taxta Dagsbrúnar fyrir stjórn á stórvirkum vinnuvélum, einungis dagvinna. 13 TIb. Sama vinnutekjuáætlun og í la, að viðbættum 2 eftirvinnutímum á dag. III. Notaðar eru úrtaksrannsóknir Hagstofu Íslands yfir vinnutekjur kvæntra verkamanna. Verðmæti vinnutekjutaps á slysdegi reiknast mér nema: Ta. kr. 156.189.00 Ib. — 207.685.00 Ila. — 184.895.00 llb. — 245.855.00 TIl. — 213.734.00. B. Það var stórkostlegt gáleysi af samstarfsmanni aðaláfrýj- anda, Pétri Ingólfssyni, að setja í gang aflvél skurðgröf- unnar, eins og greinir í héraðsdómi, við þær aðstæður, sem þar er lýst. Þessi háttsemi var með þeim ólíkindum, að aðaláfrýjanda verður ekki metið til vangæzlu, að hann var eigi við henni búinn. Átti Pétur því alla og óskipta sök á slysinu og lemsiri aðaláfrýjanda. Fallast ber á úrlausn héraðsdóms um ábyrgð á tjóni aðal- áfrýjanda. Verður því staðfest ákvæði héraðsdóms um sýknu stefnda, en gagnáfrýjanda dæmt að bæta tjón aðaláfrýj- anda að fullu. Mat héraðsdóms á tjóni aðaláfrýjanda vegna örorku þykir mega staðfesta. Verða aðaláfrýjanda því samkvæmt 1. kröfulið hans dæmdar ........00000000 0... kr. 125.000.00 Þjáningabætur, sbr. 2. kröfulið aðaláfrýj- anda, þykja hæfilega ákveðnar .„..... — 20.000.00 Samtals kr. 145.000.00, er gagnáfrýjanda ber að greiða aðaláfrýjanda með vöxt- um, eins og krafizt er. Eftir þessum úrslitum er rétt, að gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda málskostnað í héraði og hér fyrir dómi, sam- tals kr. 35.000.00. Að öðru leyti þykir málskostnaður eiga að falla niður. 14 Dómsorð: Stefndi, Ræktunarsamband Breiðdæla og Berunes- hrepps, á að vera sýkn af kröfum aðaláfrýjanda, Frey- steins Þorbergssonar, Gagnáfrýjandi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs vegna Vélasjóðs, greiði aðaláfrýjanda kr. 145.000.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 12. júlí 1955 til 22. febrúar 1960, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desember 1960 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 35.000.00. Að öðru leyti fellur málskostnaður niður. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 17. marz 1962. Mál þetta var tekið til dóms 9. febrúar s.l. Það var höfðað með stefnu, sem út var gefin 1. júní 1960 og þingfest daginn eftir. Í stefnunni er þess krafizt, að fjármálaráðherra f. h. ríkis- sjóðs vegna Vélasjóðs og Ræktunarsamband Breiðdæla og Beru- nesshrepps, Suður-Múlassýlu, greiði in soliðum stefnandanum, Freysteini Þorbergssyni, nú búsettum á Siglufirðií kr. 198.888.00 ásamt 6% vöxtum p. a. frá 12. júní 1955 til 22. febrúar 1960, en 10% vöxtum p. a. frá þeim degi til greiðsludags. Þá er og í stefnunni krafizt málskostnaðar að skaðlausu. Á bæjarþingi 18. september s.l. var kröfum stefnanda breytt til hækkunar með samþykki umboðsmanna stefndu. Kröfur stefnanda eru nú þær, að stefndu verði in solidum til þess dæmdir að borga stefnanda kr. 241.058.29, auk 6% vaxta p. a. frá 12. júlí 1955 til 22. febrú ar 1960, 10% vaxta p. a. frá þeim degi til 29. desember 1960 og 8% vaxta p. a. frá þeim degi til greiðsludags svo og máls- kostnað að skaðlausu. Af hálfu Vélasjóðs er aðallega krafizt sýknu og málskostn- ar, en til vara lækkunar á upphæðum og þess, að málskostn- aður verði látinn niður falla. Af hálfu hins stefnda ræktunarsambands er hins sama krafizt að öllu leyti. 75 Málavextir eru þessir: Sumarið 1955 vann stefnandi við skurð- gröfu á Berufjarðarströnd. Hinn 12. júlí bar svo við, að hann handleggsbrotnaði, er hann var að vinna að stillingu í gröfunni, og eru kröfur hans í máli þessu á því byggðar, að hann hafi vegna slyss þessa orðið fyrir örorku, þjáningum og beinum fjárútlátum. Í aðiljaskýrslu stefnanda, sem dagsett er 19. marz 1960, segir, að skurðgrafan hafi, þegar slysið varð, verið í hlaðvarpanum á bænum Streiti. Kveðst stefnandi hafa verið að vinna að við- gerð á tækinu ásamt samstarfsmanni sínum, Pétri Ingólfssyni, sem nú er bóndi í Vallholti, Reykdælahreppi, Suður-Þingeyjar- sýslu. Í skýrslu stefnanda segir: „Freysteinn sat eða kraup aftan til í vélarhúsinu hægra megin og stillti skrúfur á ási nokkrum, sem varða stjórn vélarinnar, en Pétur var við stjórntækin framan til í húsinu vinstra megin og hafði eitthvað lauslegt fyrir stafni, á meðan hann beið eftir að Freysteinn lyki stillingunni. Hafði Pétur orð á því, að rétt væri að prófa gröfuna, þegar Freysteinn hefði lokið verkinu. Til þess að komast að verki þessu, var þægi- legast fyrir Freystein að hafa hægri hendina í gegnum stórt tannhjól, sem ekki á að fara á hreyfingu, þótt mótorinn sé settur í gang, heldur aðeins þegar vírar eru halaðir út eða inn. Nú hagar svo til í skurðgröfum af því tagi, sem hér er um að ræða, að þótt stjórntækin séu flest framan til í vélahúsinu vinstra megin, eða einmitt þar sem Pétur var staddur, þá er þó ekki hægt að setja mótorinn í gang, nema með því að ýta á hnapp, sem er ofan til á veggnum í vélinni aftan til vinstra megin. Pétur gat því ekki sett mótorinn í gang, nema Freysteinn sæi til, og Pétur hlaut einnig að sjá Freystein í liðlega meters fjarlægð um leið og hann setti aflvélina í gang. Freysteinn átti því að vera óhultur við starf sitt og það því fremur, sem óheimilt er samkvæmt reglum um meðferð véla að setja aflvélina í gang, ef tannhjólin eru í sambandi, en kúpling sú, sem notuð er til að setja þau í gang, eftir að aflvél er komin í fullan gang, er staðsett hægra megin við stjórnanda aftan til, þegar hann situr í sæti sínu. Nú varð slysið með þeim hætti, að Pétur, sem mun hafa haldið. að Freysteinn væri búinn að ljúka verkinu, færði sig aftar í vél- ina og án þess að fullvissa sig um, að áðurnefnd kúpling væri í réttri stöðu og án þess að fullvissa sig um, að Freysteinn væri laus úr vélaflækjunni, ýtti á hnappinn og setti aflvélina í gang. z Reyndist það nú hvort tveggja, að kúplingin var Í rangri stöðu, 76 svo að tannhjólin tóku þegar að snúast og Freysteinn, sem var um það bil að ljúka verkinu, hafði enn ekki dregið handlegginn út úr hjólinu, Handleggurinn þverbrotnaði Þegar, og Freysteinn fann, að hann dróst að tönnunum, sem höfðu náð taki á fötum hans. Hann kallaði því í Pétur að stöðva vélina. Pétur brá skjótt við og kom margnefndri kúplingu í rétta stöðu, og fóru þá tannhjólin að hægja ferðina. Um líkt leyti tókst Freysteini að rykkja sér af tönnum tannhjóllanna, sem náð höfðu taki á hálsmáli peysunnar og dregið hana út gegnum hálsmál sam- festinsins, tætt hana í sundur á baki og hálsi, auk þess sem tennurnar skildu eftir olíu og smáskeinu á hálsi Freysteins að aftan ....“ Í aðiljaskýrslu þeirri, sem nú hefur verið nokkuð frá greint, sagði, að slysið hefði orðið 12. júní, og var lengi á því byggt við rekstur máls þessa. Sú dagsetning var einnig í skýrslu, sem Vélasjóður sendi Tryggingastofnun ríkisins og dagsett er 2. ágúst 1955. Pétur Ingólfsson kom fyrir dóm og taldi, að slysið hefði orðið 12. júlí, og óskaði stefnandi síðan að leiðrétta fyrri dag- setningu. Pétur kvað annars rétt frá málsatvikum greint, en sagði að öðru leyti m. a. þannig frá samkvæmt bingbókinni: „Daginn, sem slysið varð, hafði skurðgrafan bilað Þannig, að hjól losnaði í gólfi skurðgröfunnar. Þegar þeir skurðgröfustjór- arnir höfðu lokið við að festa hjól Þetta, þá hafi þeir orðið þess varir, að snúningskúpling var slök. Stefnandi hafi gengið í að herða hana, og verið við bað, þegar slysið varð Hafi það verk verið fólgið í því að herða stilliró hægra megin við snúnings- kúplinguna. Þá skýrir vitnið svo frá, að það hafi sett vélina af stað alger- lega af eigin hvötum og án nokkurra fyrirmæla samstarfsmanns síns. Vitnið segist hafa gert sér ljóst, að stefnandi var með hand- legginn inni í tannhjólinu, þegar það setti vélina af stað. Hins vegar segist vitnið ekki hafa athugað stillingu kúplingarinnar, Þegar það setti vélina af stað. Vitnið óskar að taka fram, að full sterkt sé að orði kveðið hjá sér, þegar það segi, að það hafi gert sér ljóst, að stefnandi hafi veri með handlegginn í tannhjólinu. Hins vegar hafi það gert sér ljóst, að stefnandi hafi farið með handlegginn þarna inn á milli og var ennþá að vinna við verkið. Hafi það síðan sett vélina í gang, án þess að gefa því gaum, hvernig aðstaða stefnanda væri. Kveðst vitnið sera ráð fyrir, að það hefði álitið, að stefnandi hefði lokið verki sínu. 1 Vitnið segir, að margvíslegur háttur sé hafður á því, hvernig skilið sé við kúplingu þá, sem um getur í skýrslunni á dskj. 3. Kveðst vitnið ekki hafa fengið nein fyrirmæli um það efni, þegar það lærði stjórn skurðgrafa. Ekki kveðst vitnið hafa verið á neinu námskeiði í þessum efnum. Það hafi byrjað óvant að vinna með skurðgröfu og fengið þjálfun og þekkingu á með- ferð þeirra smám saman. Hafi ýmsir menn sagt sér til um starf þetta. Ekki getur vitnið munað, hvor þeirra skurðgröfustjór anna hafi verið við stjórn skurðgröfunnar, þegar áðurgreind bilun varð. Segir vitnið, að skurðgrafan hafi verið færð til á ákveðinn stað, meðan verið var að gera við hana, en ekki telur vitnið, að hróflað hafi verið við kúplingunni í þeim flutningi. Venjulega segist vitnið hafa sett skurðgröfuna þannig í gang, að það hafi ýtt á hnapp efst á þilinu aftast vinstra megin. Síð- an hafi það strax á eftir sett kúplinguna á. Telur vitnið hugsanlegt, að það hafi haft þennan hátt á í þetta skipti, en man þetta þó annars aðeins óglöggt, þar sem svo langt sé um liðið.“ Pétur kom fyrir dóm 15. júní 1960. Í skýrslu þeirri frá 2. ágúst 1955, sem Vélasjóður sendi Trygg. ingastofnun ríkisins og áður er greint frá, segir: „Slasaði va að stilla snúning á skurðsröfunni, var með höndina gegnum tannhjól, þegar samverkamaður hans setti vélina í gang.“ Þar segir og, að hér hafi verið um að ræða skurðgröfuna V-25, og er þá átt við einkennisstafi, sem vélasjóður notar um tæki sín. Í skýrslunni eru ekki aðrir tilgreindir, sem geta gefið upplýs ingar um slysið, en Pétur Ingólfsson. Í málinu hefur verið lögð fram skýrsla frá Öryggiseftirliti ríkisins. Í henni segir frá slysinu með sama hætti og hér er áður fram komið, en bætt við: „Pétur hefur sennilega átt að taka við stjórn skóflunnar af Freysteini, er slysið varð. Venju- lega eru tveir menn á skóflum og skiptast þeir á.“ Skýrsla þessi er dagsett 16. febrúar 1961, og segir í henni, að um tildrög slyssins sé farið eftir frásögn núverandi verkstjóra hjá Véla- sjóði, Páls Sigurgeirssonar. Í málinu hefur verið lagt fram vottorð Páls Sigurgeirssonar, þar sem segir um framkvæmd verksins, sem stefnandi var við: „Það er álit mitt, að eðlilegra sé að vera alveg aftan við um- rætt tannhjól og alls ekki með hendina í gegnum það, þegar þessi stilling er gerð.“ Þegar Pétur Ingólfsson kom fyrir dóm, var eftir honum bókað, að vantað hafi öryggishlíf yfir tann. hjólum þeim, sem stefnandi festist í. Taldi hann, „að stefnandi 78 hefði ekki farið með handlegginn gegnum tannhjólið, ef um- ræddar hlífar hefðu verið fyrir hendi. Hins vegar hefði sú að- ferð, sem stefnandi notaði, verið þægilegust, eins og raunveru- lega stóð á, þegar slysið varð“. Stefnandi kom fyrir dóm, er Pétur hafði borið vitni. Var þá eftir honum bókað: „Mætti skýrir svo frá aðspurður, að tvær leiðir hafi verið til þess að komast að til að stilla kúplinguna. Önnur hafi verið sú að fara inn í hjólið, en það hafi ekki verið hægt, ef hlífar hefðu verið, nema taka þær af. Hin hafi verið að reyna að framkvæma verkið með annarri hendi eingöngu, en það hafi verið miklu erfiðara og óþægilegra, einkum vegna þess að hlíf var ekki yfir tannhjólinu. Gat í því tilviki verið hætta á að meiða sig á tönnunum eða a.m.k. að óhreinka sig á smurningi tannanna. Þessu hefði hins vegar ekki verið til að dreifa, ef hlíf hefði verið. Þá hefði síðarnefnda aðferðin ekki verið eins torveld og áður er lýst, þar sem þá hafi ekki verið hætta á að meiða sig á tönnunum eða óhreinka sig á smurningnum, sem var á tönnunum. Hins vegar hefði verið jafnerfitt eða jafnvel erfiðara að kom- ast að því að herða stilliróna á snúningskúplingunni.“ Þegar stefnandi kom fyrir dóm 19. janúar s.1., vék hann enn að því, að hann teldi, að hlíf hefði átt að vera framan við hjólið, sem braut handlegg hans. Hann kvaðst ekki geta svarað því, hvort hann myndi hafa tekið þessa hlíf af, ef hún hefði verið. Taldi hann sig hafa hagað verkinu, eins og lýst hefur verið, að einhverju leyti til að forðast óhreinkun af smurolíu á tannhjól- unum. Með bókun, sem gerð var 9. febrúar s.l., víkur stefnandi enn að vottorði Páls Sigurgeirssonar. Í bókuninni er gildi vott- orðsins mótmælt, og segir í því sambandi m. a. þetta: „A. Slysgrafan var í mjög slæmu ástandi, eins og hlutaðeig- andi starfsmönnum ber saman um, legur margar mikið étnar og umrædd skrúfa svo föst á ási sínum, að varla var henni bifað með annarri hendi með þeim verkfærum, sem til voru á slysstað. B. Stóra tannhjólið, sem braut handlegg stefnanda, var hlif- arlaust á slysagröfunni, eins og fyrr hefur komið fram. Af þessu leiðir, að þótt maður, sem hefur úrvals verkfæri á stóru verkstæði, geti með annarri hendi skrúfað umrædda skrúfu á skurðgröfu, sem er í góðu lagi, og aðstæður allar eðlilegar, Þ. e. hringsvið handarinnar óhindrað af hvössum og skítugum 79 tönnum tannhjóla, þá leiðir ekki af því, að maður, sem er að baxa við illa hirta gröfu á víðavangi með litlu úrvali verkfæra og þarf að gæta sín á óhlífðum, hvössum og óhreinum tönnum, þurfi að fara eins að verki. Stefnandi telur aðferð hans við um- rætt verk eðlilega miðað við kringumstæður.“ Þegar stefnandi kom fyrir dóm 15. júní 1960, var eftir hon- um bókað, að maður, sem fyrr um sumarið hafði unnið með skurðgröfunni V 25, hefði borið fram símleiðis mjög ákveðnar kvartanir við Vélasjóð út af ástandi gröfunnar og talið upp nokkur atriði þar að lútandi, en ekki kvaðst stefnandi lengur muna, hvaða atriði þetta voru. Í aðiljaskýrslu stefnanda segir, að mikill tími hafi farið í viðgerðir á gröfunni, sem ekki hafi verið í góðu standi, þegar tekið var við henni. Þegar stefnandi kom fyrir dóm 19. janúar s.l., sagði hann, að bilanirnar hefðu lengi valdið þeim félögum erfiðleikum. Hafi verið búið að panta varahlut í gröfuna, en hann verið ókom- inn. Sagði stefnandi, að stillingin, sem hann var að vinna við, Þegar hann slasaðist, hafi verið einn liður í víðtækri viðgerð, sem erfitt var að komast að. Hafi þeir félagar verið búnir að vera nokkrar klukkustundir við viðgerðina, þegar slysið varð. Stefnandi kvað aðalbilunina hafa verið í hnattlaga stykki, sem hann minnti, að hefði verið á gólfinu langt bak við tannhjólið, sem braut handlegg hnas. Stefnandi ítrekaði í þessu þinghaldi, að þeir Pétur Ingólfsson hefðu verið að flytja gröfuna frá tún- skurði að vegarskurði og bætti við, að þeim hefði fundizt ógern- ingur að vera lengur við gröft án þess að gera við gröfuna. Þegar Pétur kom fyrir dóm 15. júní 1960, kvaðst hann ekki hafa kvartað við „vinnuveitandann yfir ástandi gröfunnar“. Með áðurnefndri skýrslu frá Öryggiseftirliti ríkisins fylgdu myndir til skýringar. Kom síðar fram, að þær voru teknar á gröfunni V 14, sem er af gerðinni Priestman Cub, en grafan V 25, sem slysið varð á, er af gerðinni Priestman Wolf (ser. nr. 4386, árgerð 1947). Í bréfi frá Vélasjóði, sem lagt hefur verið fram í málinu, segir, að þetta hafi verið gert, þar sem V 25 hafi verði úti á landi, en hins vegar sé fyrirkomulag tannhjóla, öxla og annars búnaðar hið sama í þessum gröfum. Stefnandi hefur fyrir dómi bent á nokkur atriði á myndunum, sem hann telur e.t.v. ekki að öllu leyti eins og var á V 25. Hinir sérfróðu með- dómsmenn hafa athugað gröfuna V 8, sem er af Priestman Wolf gerð, og voru á staðnum stefnandi, framkvæmdastjóri Véla- 80 nefndar ríkisins, verkstjóri í þjónustu nefndarinnar og lögmenn aðilja. Bar þá ekki á milli um, hvernig aðstæður hefðu verið, þegar slysið varð. Stefnandi máls þessa er fæddur 1931. Að eigin sögn hafði hann verið búsettur í Svíþjóð í 2% ár, en komið heim vorið 1955. Í vottorði frá Skattstofu Reykjavíkur segir, að samkvæmt skattframtölum hafi stefnandi dvalizt erlendis árin 1952, 1953 og 1954, Stefnandi kveðst eftir heimkomuna hafa farið á nám- skeið í meðferð skurðgrafna, sem hann segir, að haldið hafi verið á vegum Vélasjóðs. Kveðst hann áður hafa verið vanur akstri, Þótt hann hafi ekki stundað hann sem atvinnu. Stefnandi segir, að sig minni, að námskeiðið hafi staðið í 10 daga, að minnsta kosti ekki lengur en hálfan mánuð. Mest áherzla hafi verið lögð á skurðgröftinn sjálfan, en einnig hafi verið kennd meðferð véla. Kveður hann hafa verið unnið með tveimur vélum og undir leiðsögn tveggja kennara. Stefnandi tók fram, að hann hafi talið fræðsluna, sem veitt var á námskeiðinu, þannig, að varla væri unnt að senda menn eftir það út á land nema með vönum mönnum. Er stefnandi kom fyrir dóm 10. júní 1960, sagði hann, að hann byggist við, að nemar á fyrrgreindu námskeiði hefðu verið varaðir við að koma nálægt tannhjólum eins og þeim, sem hann slasaðist við, meðan grafan væri í gangi, en ítrekaði, að svo hefði ekki verið, þegar slysið varð, og grafan þá ekki við skurð. Í þinghaldi 15. júní 1960 skýrði stefnandi svo frá, að á nám- skeiðinu hefði verið kennt að hafa bæri tengsli í hlutlausri stöðu, þegar hætt væri að láta vélina vinna. Svo hafi einnig átt að vera, þegar vélin var ræst og slökkt var á henni. Fin- ungis hafi mátt tengja, eftir að vélin var komin á fulla ferð. Stefnandi kvaðst hafa verið vanur að fylgja þessum fyrirmæl- um, en sagðist hafa veitt því eftirtekt, að samstarfsmaður sinn, Pétur, hafi ekki alltaf gert það. Þá hefur stefnandi skýrt svo frá, að eftir námskeið það, sem áður geti, hafi hann verið send- ur austur á Berufjarðarströnd með vönum skurðgröfumanni, Jó- hannesi Sölva Sigurðssyni, sem þó hafi brátt orðið að hætta störf- um vegna gamals meiðslis. Kveðst stefnandi þá hafa grafið einn um skeið, unz Vélasjóður sendi annan mann. Var það Pétur Ingólfsson. Bæði stefnandi og Pétur segja, að hinn síðarnefndi hafi áður unnið eitt sumar við skurðgröfu, og er áður vikið að framburði Péturs um þekkingu hans á verkum af þessu tagi. Stefnandi hefur skýrt svo frá, að þeim skurðgröfustjórunum sl hafi verið gert að gera við vélarnar eftir getu, enda viðgerðar. menn ekki nálægir: Hafi þeim verið kennt til þessa á námskeið- inu, sem hann sótti. Af hálfu Vélasjóðs hefur verið lagður fram í máli þessu „rektr- arsamningur“ um skurðgröfuna V 27 á árinu 1955, og verður nánar að skjali þessu vikið síðar. Skal þess eins getið hér, að í samningi þessum segir: „Gröfumenn skulu framkvæma allar viðgerðir á gröfunni, en Vélasjóður leggur til varahluti.“ Samn- ingurinn er gerður á fjölritað eyðublað, og er því haldið fram af hálfu Vélasjóðs, að hið framlagða skjal gefi til kynna, hvernig samningar tíðkuðust sumarið 1955. Af hálfu Vélasjóðs hefur einnig verið lagður fram leigusamningur gerður 11. júlí 1955 um gröfuna V 17. Í hinum prentaða samningstexta kemur fram, að gert er ráð fyrir, að þeir, sem með gröfunni vinna, framkvæmi viðgerðir á vinnustað. Hér að framan hefur það verið rakið, er fram er komið í mál- inu varðandi slys það, er málið er sprottið af, svo og varðandi ýmis atriði, er snerta starf stefnanda, áður en slysið varð. Verð- ur nú vikið að afleiðingum slyssins og högum stefnanda, eftir að það varð. Þegar Pétur Ingólfsson kom fyrir dóm 15. júní 1960, var m. a. eftir honum bókað: „Eftir að slysið hafði orðið, segist vitnið hafa séð áverka aftan á hálsi stefnanda. Því næst hafi það séð, að stefnandi varð handleggsbrotinn, en brotið þó lokað. Hafi handleggur stefnanda lafað niður í vinkil, ef honum hafi verið haldið út í láréttri stöðu. Því næst hafi verið símað frá bæn- um Streiti eftir lækni og hann komið skömmu síðar.“ Í skýrslu þeirri frá Vélasjóði, dags. 2. ágúst 1955, sem áður er minnzt á og send var Tryggingastofnun ríkisins, segir, að 2 klukkustundir hafi liðið, frá því að slysið varð, þangað til læknir athugaði meiðslin. Ekki er fram komið í málinu, hvaða læknir Þetta var, og ekki liggur fyrir umsögn hans um meiðslin. Eftir þetta mun Pétur Ingólfsson hafa farið með stefnanda í bifreið að Egilsstöðum og stefnandi hafa farið þaðan til Reykja- víkur með flugvél. Um það, er síðar gerðist, segir svo í vottorði frá Snorra Hallgrímssyni prófessor, sem dagsett er 24. apríl 1957: „Freysteinn Þorbergsson, f. 12/5 1931, til heimilis að Hverfis- götu 54, Reykjavík, var lagður á IV. deild Landspítalans 14/7 1955 vegna meiðsla, er hann hafði hlotið 2 dögum áður. Meiðslin skeðu að sögn á þann hátt, að hann varð með hægri handlegg fyrir hjóli á skurðgröfu. 6 82 Skoðun leiddi í ljós, að hann hafði hlotið brot á báðum fram- handleggsbeinum h. framhandleggs rétt framan við miðju, og voru brotendarnir úr allmiklu lagi færðir. Nauðsynlegt reyndist að lagfæra brotið með skurðaðgerð, og var það gert daginn eftir komuna og brotið á geislabeininu fest með málmspöng. Brotið greri mjög seint, og var hann látinn vera með gipsumbúðir á handleggnum í rúma 6 mánuði, að undanskildum 10 dögum, en þá var hann úti í Svíþjóð, og hafði gipsið verið fjarlægt þar. Hinn 28. febrúar 1956 var sjúklingurinn að nýju tekinn á deildina og málmspöngin fjarlægð. Brotið virtist þá að fullu gróið, en hafði ekki náð fullum styrkleika. Er Freysteinn hyrjaði að vinna erfiðisvinnu þrem mánuðum síðar, brotnaði geislabeinið að nýju á gamla brotstaðnum, án þess að nokkurt slys kæmi þar til greina. Freysteinn var því tekinn á deildina af nýju hinn 26/6 1956 og brotið þá spengt með beini. Eftir það var hann með gipsumbúðir á handleggnum í fulla 4 mánuði. Freysteinn kvartar nú um lítilsháttar stirðleika í úlnlið og framhandlegg og hefur ekki enn fengið fullan mátt í hendina. Við skoðun í dag kemur eftirfarandi í ljós: Örlítil sveigja út á við er á hægra geislabeini og 9 cm langt, vel gróið ör er á utanverðum framhandleggnum. Handleggurinn lítur að öðru leyti eðlilega út. Rýrnun á h. framhandlegg mælist 1% cm. Snún- ingur á h. framhandlegg út á við er minnkaður um 20“, en snún- ingur inn á við eðlilegur. Beyging á h. úlnlið er minnkuð um 15, en beyging aftur á við (extension) eðlileg. Sveigja inn á við og út á við í h. úlnlið eðlileg. Hreyfingar í olnboga eru eðlilegar. Grófur kraftur í h. hendi reynist nokkuð minni en í þeirri vinstri. Með handarkraftmæli reynist grófur kraftur vera 100 í h. hendi, en 120 með þeirri vinstri. Röntgenskoðun 8/4 '57 sýnir vel gróin brot á geislabeini og ölnarbeini nokkru framan við miðju. Nokkur fyrirferðaraukning er á beinunum á brotstöðunum, en stelling góð. Örlítil sveigja er þó út á við á geislabeininu.“ Í málinu hefur verið lagt fram örorkumat, gert af Bergþóri Smára lækni, dagsett 22. ágúst 1957. Þar segir, að stefnandi z hafi komið til skoðunar 21. sama mánaðar. Segir í skjalinu, að z stefnandi hafi kvartað um dálítið magnleysi í hægri handlim. Þá er handlegg hans lýst með sama hætti og í vottorði Snorra s Hallgrímssonar. Síðan segir í örorkumatinu: 83 „Niðurstaða: Nokkur stirðleiki er þannig á úlnlið við ýmsar hreyfingar og má ætla, að það hafi nokkur áhrif á vinnugetu slasaða í framtíðinni. Aftur á móti má búast við því, að kraftur aukist í handlimnum, er fram líða stundir. Örorka af völdum nefnds slyss telst hæfilega metin, svo sem hér segir: Frá slysdegi 12. júní 1955 til 31. desember '55 ... 100% — 1. janúar 1956 til 31. marz '56 ........00.... 75% — 1. apríl '56 til 31. maí '56 .......0000000 0... 50% — 1. júní '56 til 30. sept. 56 .....000.00.0... 100% — 1. okt. '56 til 31. des. '56 .......00000000 609 — 1. jan. '57 til 30. apríl ?57 .......0.0.00.00.0... 40% — 1. maí '57 til 30. júní 57 .......0000000 0. 25% Úr því varanleg örorka ............0...0 00... 15%“ Eðlilegt þykir að rekja nú þegar og áður en nánar er greint frá störfum og tekjum stefnanda eftir slysið þrjú önnur læknis- vottorð, sem fram hafa verið lögð í málinu og öll eru dagsett á þessu og síðasta ári. Í vottorði Ólafs Þ. Þorsteinssonar, læknis á Siglufirði, frá 5. maí 1961 segir, að stefnandi hafi „alla tíð verið rétthentur. Hann hefur þó komizt upp á að beita vinstri hendi nokkru meira en áður, eftir að hann slasaðist á h. handlegg fyrir nokkrum árum“. Þá hefur eftirfarandi vottorð verið lagt fram í málinu: „Læknisvottorð fyrir Freystein Þorbergsson f. 12/5 ?31. Heimili: Aðalgata 5, Siglufirði. Nefndur Freysteinn kom á stofu mína þann 11. nóv. 1961. Kvartanir, er rekja má til slyss, sem hann varð fyrir árið 1955: Hann kveðst fá þrautir í hægra framhandlegg um brotstaðinn við erfiðisvinnu. Auk þess kveðst hann stundum finna til dofa fram í hendi eftir erfiði og verkur sæki í handlegginn að nætur- lagi eftir erfiðisvinnu. Af þessum sökum kveðst hann ekki þola erfiðisvinnu. Hann kveðst og finna til svipaðra einkenna, ef hann vélritar lengi í senn. Þess á milli kveðst hann lítt bag- aður af þessu. Skoðun: 9 em langt ör, velgróið, radialt og dorsalt á hægri framhandlegg. Hægri framhandleggur mælist 2 cm rýrari á þess- um stað en sá vinstri á tilsvarandi stað. Engin stytting. Eina hreyfingin, sem er hindruð, er supinatio, en ca. 109 vantar upp á fulla supinatio. Minnkað snerti- og sársaukaskyn á svæði á 84 stærð við tveggjakrónupening dorsalt yfir os metacarp. Í dx. Lítils háttar veiklun er að finna við flexio í úlnlið og fingrum. Siglufirði, 12/11 1961. Guðm. Georgsson héraðslæknir.“ Loks hefur verið lagt fram vottorð frá Páli Sigurðssyni lækni, dagsett 15. janúar s.l. Þar segir, að stefnandi hafi tvívegis komið til viðtals hjá lækninum, 28. marz 1961 og 15. janúar 1962. Þá er greint frá slysinu og meðferð stefnanda í samræmi við það. sem áður er fram komið. Síðan segir: „Hann kveðst alltaf fá óþægindi í hægri handlegg og einkum í hægri úlnlið, ef hann reynir nokkuð á hendina og þarf ekki nema lítils háttar áreynslu til að verkur komi og haldist nokk- uð lengi. Fær einnig verki í handlegginn, t. d. við að vélrita eða skrifa. Kveður sig einnig hafa mun minni styrk í hönd og handlegg en áður var. Skoðun: Hægri handlimur. Það er eðlileg hreyfing í axlarlið og í olnbogalið. Rýrnun á þykkasta stað hægri upphandleggs og framhandleggs mælist 1 cm miðað við vinstra megin. Hreyfing í úlnlið er lítillega minnkuð hægra megin og mælist 5“ minni fetta en vinstra megin og hverfihreyfingin mælist 5— 10“ minni en vinstra megin. Það er enginn sársauki við þessar hreyfingar. Það virðist vera örlítil sveigja út á við á framhandleggnum, aðallega bundin við hægra geislabein, og það er vel gróið ör á framhandleggnum.“ Röntgenskoðun var gerð á Landakotsspítala 29/3 1961, og segir svo í umsögn röntgenlæknis: „Hægri framhandleggur. Radius et ulnae dx. hafa brotnað á neðri þriðjung og eru beinin dálítið deformeruð um brotstaðinn. Brotið er fastgróið í báðum beinum. Nokkur sclerosis er að sjá bæði í ulnae og radius. Hægri olnbogaliður og úlnliður virðast vera eðlilegir. R. diagn.: Status post fracturum antibrachii dx.“ Ályktun: Hér er um að ræða þrítugan mann, sem slasast við vinnu sína og brotnar illa á hægri framhandlegg. Brotið greri seint og hann var frá vinnu nær 2 ár eftir slysið. Eftir slysið hefur hann ekki getað unnið erfiðisvinnu eins og áður og fær verki í úlnliði og handlegg við áreynslu. Honum var metin 15% varanleg örorka hjá Tryggingastofnun ríkisins 22, ágúst 1957. Við skoðun er að finna nokkra rýrnun á handleggnum og lítils háttar hreyfingarhindrun í úlnlið. 85 Röntgenskoðun sýnir, að beinin eru nú vel gróin, en með lítils háttar skekkju.“ Fyrir dómi 10. júní 1960 sagði stefnandi, að hann hefði þá ekki verki að jafnaði í handleggnum. Þó kvaðst hann fá verki, t. d. á nóttunni, ef hann reyndi verulega á handlegginn, t. d. við vélritun. Ekki sagðist hann hafa fullan styrk í handleggn- um. Fyrir dómi 19. janúar s. 1. sagði stefnandi, að líðan sín í handleggnum hefði heldur farið skánandi, en þó fái hann verk í allt að 2—3 vikur eftir erfitt átak. Hann kvað handlegginn nokkuð skakkan eftir brotið. Þegar stefnandi kom fyrir dóm 19. janúar s.l., tók hann fram, að hann hefði frá barnæsku unnið líkamleg störf og þau hæft sér vel. Kvaðst hann hafa hafið verkamannastörf 15 ára og m. a. unnið 5 sumum hjá Vegagerð ríkisins. Bifreiðarstjórakaup kvaðst hann hafa fengið 19 ára og verið boðið smiðskaup síðar. Í Svíþjóð sagðist hann hafa unnið í ákvæðisvinnu og náð marg- földum afköstum við störf, sem hann geti ekki unnið nú vegna slyssins. Áður er frá því greint, að stefnandi dvaldist í Svíþjóð frá því á árinu 1952 og þar til nokkru áður en hann slasaðist. Annað en það, sem nú hefur verið rakið, er ekki komið fram um störf stefnanda og tekjur fyrir slysið. Um störf hans og tekjur 1955 og síðar liggur fyrir skýrsla stefnanda sjálfs, svo og upplýsingar í 5 skattframtölum. Þess er og að geta, að stefnandi sagði fyrir dómi 10. júní 1960, að hann hefði, áður en slysið varð, hugsað sér að vinna með skurðgröfu þann tíma árs, sem sú vinna er stunduð, en nota tímann elia til að afla sér frekari menntunar. Þegar stefnandi kom fyrir dóm 19. janúar s.l., ítrekaði hann, að hann hefði verið öryrki að öllu og síðar miklu leyti fyrstu tvö árin eftir slysið. Hann kvaðst hafa farið til Svíþjóðar, er hann kom af sjúkrahúsinu sumarið 1955, og fylgdist hann þar með skákmóti sem fréttamaður. Fékk hann aðstoð bróður síns við skriftir, enda var hann enn í gipsi. Þetta haust mun stefnandi hafa sezt í 1. bekk Kennaraskóla Íslands. Kveðst hann einkum hafa gert það, svo að tíminn nýttist til einhvers, en aldrei hafa haft neinn sérstakan áhuga á að gerast kennari. Var hann tvo vetur í skólanum, en lauk ekki náminu. Sumarið 1956 vann stefnandi í um það bil hálfan mánuð í glerverksmiðjunni, unz handleggurinn brotnaði. aftur, eins og áður er fram komið. Þegar stefnandi kom fyrir dóm 10. júní 1960, sagði hann, að hann hefði hafið vinnu að ráði Snorra Hallgrímssonar prófesors. 86 Kvað hann prófessorinn hafa sagt, að hann mætti vinna algenga erfiðisvinnu, og sagðist ekki minnast þess, að hann hefði sagt stefnanda að hlífa sér, en taldi þó líklegt, að svo hefði verið. Stefnandi sagði vinnuna í verksmiðjunni hafa verið erfiða á köfl- um. Í þinghaldinu 10. júní 1960 taldi stefnandi sig hafa unnið í 2—3 vikur í glerverksmiðjunni, áður en hann fann til veru- legra þrauta. Þó sagðist hann hafa fundið til lítils háttar þrauta um leið og hann fór vinnu í verksmiðjunni, en hafa talið, að slíkt gæti verið eðlilegt. Stefnandi kvaðst búast við, að hann hefði kennt nokkurra þrauta við áreynslu, áður en hann hóf vinnu í verksmiðjunni. Hann sagðist hafa unnið við að mylja heitt gler með sleggju og aka því á hjólbörum, þegar hann fór að kenna verulegra þrauta. Kvaðst hann hafa farið til læknis á öðrum eða þriðja degi eftir það, og hafi þá komið í ljós, að handleggurinn var brotinn. Síðar þetta sumar, 1956, tók stefnandi þátt í tveim skákmót- um erlendis og ritaði um það þriðja og enn fór hann utan um áramótin næstu til að rita um skákmót. Sumarið 1957 vann hann sem bílstjóri á síldarplani á Siglufirði og við önnur störf við fiskvinnslu. Haustið 1957 fór stefnandi til Moskvu og var þar við háskólanám í rússnesku og rússneskum bókmenntum í tvo vetur. Hafði hann framfæri sitt af rússneskum námsstyrk. Sum- arið 1958 var hann á þremur skákmótum og hafði af því nokkr- ar tekjur, en þær fóru allar til að greiða uppihald, að því er stefnandi segir. Vorið 1959 kom stefnandi aftur hingað til lands, vann í einn mánuð við fiskiðnfyrirtæki á Siglufirði, en fór síðan í þriggja mánaða ferðalag til Júgóslavíu á skákmót. Tekjur hans á því ferðalagi fóru allar í kostnað, að sögn hans sjálfs. Hann kom aftur heim í nóvember og hafði um veturinn tekjur af skák- kennslu og einhverjar tekjur hafði hann einnig af vinnu í frysti- húsi á Siglufirði. Sumarið 1960 kveðst stefnandi hafa unnið í byggingavinnu stuttan tíma og síðar um stuttan tíma á benzín- stöð. Um þetta leyti kvaðst hann í fyrsta sinn hafa haft tekjur af því að vera túlkur úr og á rússnesku. Einnig vann hann nokk- uð sem fréttamaður um þetta leyti. Haustið 1960 fluttist stefnandi búferlum til Siglufjarðar og hóf störf við fiskiðnfyrirtæki. Fyrstu tvo mánuði ársins 1961 ferðaðist hann um til skákkennslu á vegum Skáksambands Ís- lands, hóf skrifstofustörf í apríl og var við þau í fjóra mánuði, 87 en hefur verið fastráðinn sem túlkur hjá Síldarútvegsnefnd síð- an 10. ágúst 1961. Stefnandi tók fram, þegar hann gaf skýrslu þá, sem hér hefur verið rakin hinn 19. janúar s.l, að hann hafi hugsað sér að vinna að þýðingum og skriftum framvegis. Tók hann fram, að núverandi starf hans sé ekki samfellt og ótryggt, enda sé hann próflaus, en margir við nám í Moskvu. Samkvæmt skattframtali stefnanda 1956 voru tekjur hans árið 1955 þessar: Laun greidd af Vélasjóði ríkisins .... kr. 5.660.00 — — — Slippfélaginu ....... — 3.022.00 Slysabætur .......0.000000. 0... — 6.695.69 Kr. 15.377.69 Samkvæmt framtölum hafa tekjur hans næstu ár verið þessar: 1956 kr. 11.082.00 - „slysabætur samkvæmt reikningum Tryggingastofnunar ríkisins“. 1957 engar tekjur. 1958 engar tekjur. 1959 kr. 28.322.00. Í málinu hefru verið lagt fram vottorð frá Tryggingastofn- un ríkisins, þar sem segir m. a.: „2... Téður maður, er varð fyrir slysi, að því er talið er 12, júní 1955, hefur fengið bætur greiddar frá Tryggingastofn- un ríkisins, sem hér segir: Dagpeningar og framhaldsdagpeningar frá 20/6 '55 til 9/3 ?56 ........00000 00 n nn kr. 13.553.71 Örorkubætur, 15%, eingreiðsla samkvæmt mati dags. 22. ágúst 1957 .......20000000 0000... — 18.576.00 Samtals kr. 32.129.71“ Um tekjur stefnanda á árinu 1960 liggur ekkert fyrir umfram það, sem fram kemur í starfslýsingu hans. Þegar hann kom fyrir dóm 19. janúar s.l., kvaðst hann ekki hafa talið fram tekjur sín- ar 1961, en telja, að þær geti hafa orðið um 80.000.00. Í málinu hefur verið lagt fram bréf Þóris Bergssonar trygg- ingafræðings, þar sem hann reiknar út örorkutjón stefnanda. Er bréfið dagsett 18. janúar 1960. Í bréfinu segir m. a. „Samkvæmt lýsingu í örorkumati Bergþórs Smára læknis, 88 dags. 22. ágúst 1957, varð Freysteinn Þorbergsson .... fyrir því slysi 12. júní 1955, að hægri handleggur varð fyrir hjóli á skurð- gröfu og brotnuðu bæði framhandleggsbein. Um það bil ári síð- ar fór Freysteinn að vinna erfiðisvinnu og brotnaði þá geisla- beinið af nýju á gamla brotstaðnum, án þess að nýtt slys kæmi þar til greina.“ Þá rekur tryggingafræðingurinn niðurstöður örorkumats Berg- þórs Smára og segir síðan: „Freysteinn er fæddur 12. maí 1931 og hefur því verið 24 ára á slysdegi. Af skattaframtölum sést, að Freysteinn hefur að mestu dvalið í Svíþjóð árin 1953 og 1954. Hann kveðst hafa unnið þar líkam- lega vinnu og hafa haft allgóðar tekjur. Hann var rétt nýfarinn að vinna á skurðgröfu, er slysið varð, og kveðst hafa haft hug á að leggja það fyrir sig að minnsta kosti sem sumarstarf. Vet- urinn eftir slysið fór hann í Kennaraskólann, en segir það ekki hafa verið ætlun sína fyrir slysið. Í Kennaraskólanum var hann tvo vetur, án þess þó að taka lokapróf. Sumarið milli þessara vetra hóf hann að vinna erfiðisvinnu, en það varð til þess að geislabeinið brotnaði aftur á gamla brotstaðnum. Eftir veru sína í Kennaraskólanum fór Freysteinn til Moskvu og stundaði þar nám í tvö ár í heimspeki og bókmenntun. Jafn- framt þessu hefur hann nokkuð fengizt við blaðamennsku. Nú hyggst hann leggja fyrir sig þýðingar og önnur ritstörf. Af framanskráðu sést, að illt er að dæma um, hvaða laun skuli leggja til grundvallar við útreikning örorkubóta vegna slyss Freysteins, en einna eðlilegast virðist að gera ráð fyrir almennum verkamannalaunum. Fyrir slysið stundaði hann mest- megnis líkamlega vinnu, og örorkumat er almennt miðað við orkumissi til slíkra starfa. Til hliðsjónar við ákvörðun bótafjárhæðar hef ég því reiknað atvinnutjón Freysteins á eftirfarandi grundvelli: Gert er ráð fyrir Dagsbrúnartaxta við almenna verkamannavinnu, 47 vinnuvik- um á ári og 48 dagvinnustundum, en engri eftirvinnu og engu atvinnuleysi. Auk vísitöluuppbótar á launin er reiknað með $% orlofsfé svo og 1% sjúkrafé, þar til sjúkraféð er reiknað inn í grunnkaupið í september 1958. Vinnutekjutapið er reiknað út frá áætluðum vinnutekjum með því að taka á hverjum tíma jafnmarga hundraðshluta af þeim og örorkan er metin. 89 Þannig reiknað verður verðmæti atvinnutjóns Freysteins á slysdegi: kr. 157.958.00 Ekki hefur verið tekið tillit til greiðslna frá Tryggingarstofn- un ríkisins né gerður frádráttur vegna opinberra gjalda. Útreikningarnir eru miðaðir við 6% vexti p. a., dánarlíkur íslenzkra karla samkvæmt reynslu áranna 1941—1950 og lík- um fyrir missi starfsorku í lifanda lífi samkvæmt sænskri reynslu.“ Þá hefur verið lagt fram í málinu annað bréf frá Þóri Bergs- syni tryggingafræðingi um örorkutjón stefnanda. Er þetta síð- ar bréf dagsett 11. september 1961 og stílað til málflutnings- umboðsmanns stefnanda. Í bréfinu segir: „Þér hafið farið þess á leit við mig, að ég reiknaði að nýju örorkutjón Freysteins Þorbergssonar vegna slyss, er hann varð fyrir 12. júní 1955, með tilliti til hækkaðs kauplags. Einnig óskið þér eftir útreikningi, þar sem tekið er tillit til, hversu almennt er hérlendis, að unnin sé eftirvinna. Ég hef reiknað tjón Freysteins á þrjá vegu. I. Gert ráð fyrir launum fyrir almenna verkamannavinnu sam- kvæmt Dagsbrúnartaxta. Einungis reiknað með dagvinnu, eins og i fyrri útreikningi mínum. Þau laun reiknast mér nema á slysdegi kr. 39.805.00 á ári og fara hækkandi í kr. 54.717.00. II. Gert ráð fyrir taxta Dagsbrúnar fyrir stjórn á stórvirkum vinnuvélum, einungis dagvinna. Slík laun námu á slysdegi kr. 55.304.00 á ári, en eru nú kr. 67.433.00. III. Notaðar eru úrtaksrannsóknir Hagstofu Íslands yfir vinnu- tekjur kvæntra verkamanna, sjómanna og iðnaðarmanna. Árslaun samkvæmt þeim námu á slysdegi kr. 51.819.00, en eru nú kr. 82.200.00. Er þá tekið tillit til kauphækkana, er urðu eftir verkföllin í vor. Í þessum tölum koma fram eftirvinnutekjur svo og tekjutap vegna verkfalla og atvinnuleysis. Verðmæti vinnutekjutapsins reiknast mér nema á slysdegi: I. kr. 161.197.00 II. — 192.618.00 III. — 231.258.00 Notaður er sami reikingsgrundvöllur og í fyrri útreikningi mínum.“ 90 Í lok þessarar málavaxtalýsingar verður að geta þess, sem fram er komið um húsbændur stefnanda, meðan hann var við skurðgröft fyrri hluta sumars 1955. Í stefnu segir, að stefnandi hafi verið ráðinn af Vélasjóði vorið 1955 til að stjórna skurðgröfu hjá sjóðnum. Þá segir á öðrum stað í stefnunni: „Þegar slysið skeði, vann ég, eins og áður segir, á vegum Vélasjóðs ríkisins. En vinnan var fram- kvæmd fyrir Ræktunarsamband Breiðdæla og Beruneshrepps. . .“ Á bæjarþingi 15. júní 1960 var bókað eftir stefanda: „Mætti skýrir svo frá, að þeir hafi ýmist verið að grafa vegar- skurði eða túnskurði. Segir mætti, að þeim hafi verið sagt, að Vvegaskurðirnir væru fyrir Vegagerð ríkisins, en túnskurðirnir fyrir Ræktunarsamband Breiðdæla og Beruneshrepps. Þeir hafi hins vegar einungis haft samband við Vélasjóð um verk þetta. Merkt hafi verið fyrir skurðum á svæði því, sem grafið skyldi, en þeir síðan hagað verkinu eftir því, sem þeir tölu hagkvæm- ast hverju sinni. Mætti segir, að til þess hafi að vísu verið ætl- azt, að þeir hefðu samband við hlutaðeigandi ræktunarsamband um verkið, þegar austur kæmi. Það hefðu þeir haft símleiðis, en hins vegar ekki persónulega áður en slysið varð. Síðast áður en slysið varð segir mætti, að þeir hafi verið að grafa tún- skurði á jörðinni Streiti. Hafi þeim skurði verið lokið að sinni og þeir verið búnir að flytja skurðgröfuna næstum því að vegar- skurðinum, sem lá um hlaðið á Streiti, og ætlunin verið að byrja við hann að viðgerð lokinni. Mætti tekur fram, að á þessu svæði hafi túnskurðirnir verið flestir í opnu sambandi við vegarskurð- inn og þess vegna hafi þeir unnið á víxl við vegarskurðinn og túnskurðinn. Hafi þeir því sjaldan unnið lengi við hvora teg- und skurðanna í einu.“ Pétur Ingólfsson hefur sagt fyrir dómi, að hann muni ekki fyrir hvern var grafið síðast, áður en slysið varð. Á bæjarþingi 15. júní 1960 var lagður fram reksturssamn- ingur um rekstur skurðgröfunnar V-27 fyrir árið 1955. Er hann, sem fyrr segir, á fjölrituðu eyðublaði, og er því haldið fram, að samningar, sem gerðir hafa verið þetta ár, hafi verið gerðir með þeim hætti, er í hinum framlagða samningi segir. Því er þó ekki haldið fram af hálfu Vélasjóðs, en af hans hálfu er samningurinn lagður fram, að stefnandi hafi ritað undir samn- ing sem þennan, heldur segir svo í bréfi frá Vélasjóði, dagsettu 21. nóvember 1961, þar sem að þessu atriði er vikið að gefnu tilefni frá dóminum: „Samningar um skurðgröfuna V 25 munu gi ekki hafa verið gerðir sumarið 1955, vegna þess að fyrsti skurð- gröfustjórinn, Jóhannes S. Sigurðsson, sem fór austur á Beru- fjörð ásamt Freysteini, veiktist eftir fárra daga vinnu og hvarf brott, án þess að gengið hafi verið frá samningunum. Hinir, sem við tóku af Jóhannesi, Freysteinn og Pétur Ingólfsson, munu hvorki hafa gengið frá samningum né skrifað vinnuskýrslur.“ Af hálfu hins stefnda ræktunarsambands er því haldið fram, að það hafi engan skriflegan samning gert við Vélasjóð um vinnu skurðgröfunnar V 25 sumarið 1955. Þá er því og haldið fram af ræktunarsambandsins hálfu, að því sé ekki um neina slíka samninga við gröfumenn kunnugt, enda hafi Vélasjóður einn annazt ráðningu þeirra. Stefnanda var sýndur fyrrnefndur rekstrarsamningur, þegar hann var lagður fram, og var þá eftir honum bókað: „Mætti segir, að hann telji mjög líklegt, að þeim skurðgröfustjórunum hafi verið fengin slík samningseyðublöð, því að hann kveðst kannast við sum ákvæðin þar. Ekki segist mætti þó muna til, að svo hafi verið gert. Telji hann líklegt, að samstarfsmanni sínum, Jóhannesi Sölva Sigurðssyni, hafi verið afhent eintök og Jó- hannes hefði þá afhent sér þau, þegar hann fór frá skurðgröf- unni. Mætti fullyrðir, að hann hafi ekkert slíkt skjal undirritað, eftir að hann var kominn austur, en hugsanlegt sé, að það hafi verið gert hjá Vélasjóði, áður en farið var af stað austur.“ Samningur sá, sem fram hefur verið lagður, er milli stjórn- anda skurðgröfunnar og ræktunarsambands nokkurs. Með hon- um tekur stjórnandinn að sér gröft fyrir tiltekna upphæð fyrir hvern grafinn rúmmetra. Í meginmáli hins framlagða eyðublaðs segir m. a., eftir að tiltekin hefur verið nýnefnd upphæð: „Í upphæð þessari er eftirfarandi innifalið: 1. Vinnulaun Öll við skurðgröftinn og flutningar allir skurð- gröfunni og rekstrinum viðkomandi. 2. Vírar og olíur allar. 3. Fæði og húsnæði greiða gröfumenn með kr. 30.00 á mann á dag. 4. Gröfumenn annast flutning á vélahlutum, sem gera þarf við, til og frá næsta verkstæði, Vélasjóði að kostnaðarlausu. 5. Gröfumenn skulu framkvæma allar viðgerðir á gröfunni, en Vélasjóður leggur til varahluti. Taki viðgerð meira en tvo fulla vinnudaga beggja gröfumanna, greiðir Vélasjóður þeim tímakaup fyrir þann tíma, sem fram yfir er, með jafn- 92 aðarkaupi, kr. 18.00 pr. klst. Þurfi að kalla til viðgerðar- menn frá verkstæði, skal hafa um það samráð við verkstæðis- formann Vélasjóðs eða framkvæmdastjóra. Jafnframt vísast til ákvæða reglugerða jarðræktarlaga frá 1951. Skyldur við verktaka: 1. Þeir, sem láta grafa, skulu sjá um flutning á olíu og flek- um eftir því, sem þurfa þykir, gegn sanngjarnri greiðslu. 2... 3. Greiðsla vinnulauna fari fram að loknu verki hjá hverjum bónda, og skal þá greiða gröfumönnum út kr. ........ á grafinn möð. Fullnaðaruppgjör fari fram strax að lokinni vinnu að haustinu. dd. Almenn ákvæði: Samningur þessi er gerður í þríriti og undirritast af viðkom- andi og heldur hvor aðili sínu eintaki, en þriðja eintakið send- ist Vélasjóði. F. h. Ræktunarsambands ........ Verktaki: ........ so. Í máli þessu hefur einnig, svo sem fyrr segir, verið lagður fram leigusamningur gerður á prentað eyðublað. Er hann um skurðgröfuna V 17 sumarið 1955. Leigir Vélanefnd ræktunar- sambandi einu norðanlands gröfuna og segir m. a. svo í hinum prentaða eyðublaðstexta: „Framkvæmdastjóri Vélasjóðs hefur fyrir hönd nefndarinnar aðalumsjá með rekstri gröfunnar, og skulu menn ráðnir á hana í samráði við framkvæmdastjóra. Kjör gröfumanna skulu háð samþykki Vélanefndar, hvort sem um tímavinnu eða ákvæðisvinnu er að ræða. Skal leigutaki hafa eigi færri en 2 menn, er færir séu um að stjórna gröfunni. Leigutaki greiði allan kostnað við rekstur gröfunnar sam- kvæmt 21. gr. reglugerðar um jarðrækt frá 17. maí 1951. Véla- sjóður ber kostnað af viðgerðum, sem framkvæmdar eru á verk- stæði eða á annan hátt í samráði við framkvæmdastjóra Véla- sjóðs eða eftir fyrirmælum hans og vélamenn þeir, er með gröf- unni vinna, geta ekki annazt á vinnustaðnum. Leigutaki skal ávallt gæta fyllstu hagsýni í viðgerðum þess- 93 um. Framkvæmdastjóri Vélasjóðs úrskurðar viðgerðarreikning- ana og endurgreiðir leigutaka þá samkvæmt því. Leigutaki ber kostnað við alla aðdrætti til gröfunnar og flutn- inga til og frá verkstæði á vélahlutum þeim, er gera þarf við. Skal leigutaki ávallt láta framkvæma allar minniháttar við. gerðir eins fljótt og frekast er unnt. Í því sambandi skal alltaf leita eftir, hvort viðeigandi vélahlutir eru fyrir hendi í vörzlum Vélasjóðs, áður en til nýsmíðis er gripið .......... Leigutaki slysatryggir menn þá, er vinna með gröfunni, og greiðir iðgjöld og kostnað vegna þeirra trygginga. Leigutaki greiði Vélasjóði leigu eftir gröfuna kr. ........ fyrir hvern grafinn rúmmetra .......... Leigutaki skal hálfsmánaðarlega láta framkvæmdastjóra Véla- sjóðs í té skýrslur á þar til gerðum eyðublöðum, er hann af- hendir leigutaka, og ársskýrslu ........ “ Í máli þessu hafa verið lagðar fram tvær kvittanir á eyðu- blöðum frá Vélanefnd. Önnur er frá stefnanda, dagsett 19. des- ember 1955. Segir þar, að Vélasjóður hafi greitt honum 3.000.00 kr. „í reikn. Ræktunarsamb. Breiðdals og Beruness“. Hin kvitt- unin er að því leyti, sem hér skiptir máli, sams konar, en gefin af Pétri Ingólfssyni. Af hálfu hins stefnda ræktunarsambands er því haldið fram, að Vélasjóður hafi ráðið bæði stefnanda og samstarfsmann hans, Pétur Ingólfsson, til skurðgröfunnar án nokkurs samráðs við ræktunarsambandið. Því er ennfremur haldið fram, að greiðslur fyrir gröftinn hafi ekki farið um hendur fyrirsvarsmanna sam- bandsins eða bækur hans. Bændur hafi sjálfir, þegar fyrir þá var unnið, annazt greiðslur til gröfumanna og Vélasjóðs. Hafi kaupið verið greitt jafnóðum og verkið vannst, en þó hafi bænd- urnir oft samið við gröfumenn um einhvern gjaldfrest. Hins vegar hafi bændur greitt leigu fyrir gröfuna eftir á, og hafi jarðræktarstyrkur oft gengið til þeirra greiðslna og þá einatt fyrir milligöngu Búnaðarfélags Íslands. Af hálfu hins stefnda ræktunarsambands er því enn fremur haldið fram, að greiðslur fyrir gröft vegaskurða hafi ekki að neinu leyti farið um hendur fyrirsvarsmanna sambandsins eða bækur þess, enda sé þeim ókunnugt um, með hverjum hætti Vegagerð ríkisins hefur greitt fyrir vinnu þessa. Loks hefur því verið hreyft af hálfu hins 94 stefnda ræktunarsambands, að skurðgrafan hafi verið í notkun við vegagerð, þegar slysið varð, og sagt, að það sé haft eftir Ágústi bónda á Streiti. Eins og áður er komið fram í þessum dómi, sendi Vélasjóður tilkynningu um slysið, sem mál þetta er af sprottið, til Trygg- ingarstofnunar ríkisins. Er tilkynningin dagsett 2. ágúst 1955. Ýmissa atriða úr skýrslu þessari hefur áður verið getið. Skýrsi- an er gefin á sérstöku eyðublaði, og er fyrsta atriðið, sem gera skal grein fyrir: „Nafn fyrirtækis eða atvinnurekanda, sem mað- urinn vann hjá, er hann varð fyrir slysinu.“ Síðan hefur verið fyllt út „VÉLASJÓÐUR RÍKISINS“. Í skýrsluatriði nr. 10 segir, að stefnandi hafi ekki áður orðið fyrir slysi. Þá segir svo á eyðublaðinu, og er það 11. atriði: „Hve lengi hefur hann unnið hjá atvinnurekanda og til hve langs tíma var hann ráðinn?“ Hér hefur verið fyllt út: „Allt sumarið“. Síðari hluti sama at- riðis er þannig: „Hvaða kaup fékk hann? Upphæð á dag, viku, mánuði, ári, auk fríðinda“. Hér hefur verið ritað: „Tímakaup kr. 20.00 pr. klst.“ Þá er 12. atriði: „Fær hann kaup meðan hann er óvinnufær ....“ Svarið er: „Nei.“ Ekki er neitt svar við þeirri spurningu í 13. atriði, hvort slasaði njóti „nokkurra annarra bóta samkvæmt lögum um almannatryggingar“. Í málinu hefur verið lagt fram bréf frá Haraldi Árnasyni, framkvæmdastjóra Vélasjóðs, en hann ritaði einnig undir skýrslu þá, sem nú hefur verið greint frá. Bréfið er stílað til málflutn- ingsumboðsmanns sjóðsins í máli þessu og segir þar: „Samkvæmt símtali við yður skal þetta sagt varðandi slys Freysteins Þorbergssonar á skurðgröfu V 25 árið 1955. 1. Freysteinn var ráðinn til þess að grafa skurði fyrir bænd- ur í Ræktunarsambandi Breiðdals- og Beruneshrepps. Skurð- grafan V 25 var leigð ræktunarsambandinu af Vélasjóði. 2. Skurðgröfumenn áttu að gera við allar minni háttar bilanir á gröfunni án sérstakrar greiðslu fyrir þá vinnu, nema við- gerð tæki meira en tvo fulla vinnudaga beggja gröfumanna, þá átti Vélasjóður að greiða þeim kr. 20.00 pr. klst. fyrir Þann tíma, sem unnin væri fram yfir það. 3. Freysteinn og félagar hans skiluðu aldrei neinum vinnu- skýrslum um skurðgröftinn eða viðgerðirnar, þótt þeim bæri að gera það. Hins vegar virðist ljóst af greinargerð Frey- steins, að hann hafi verið að framkvæma smáaðgerð (still- ingu), þegar slysið varð, en af því má draga þá ályktun, að hann hafi ekki verið að vinna í þágu Vélasjóðs. 95 4. Þó að ég muni það ekki, tel ég líklegt, að ég hafi gefið skýrslu um slysið að beiðni Freysteins vegna hagsmuna hans gagnvart Tryggingarstofnun ríkisins, svo að hann yrði ekki af bótum þaðan. Mun þá hafa verið meira lagt upp úr því, að honum yrðu tryggðar bætur en að rannsaka nið- ur í kjölinn, hvern telja bæri hinn raunverulega atvinnu- rekanda hans, enda má vel vera, að þá í svipinn hafi mér virzt, að viðgerðarvinnuna bæri að telja framkvæmda á vegum Vélasjóðs, þótt síðar komi í ljós, að hér var einungis um smáviðgerð að ræða, sem Freysteini bar að gera í sín- um eigin tíma. 5. Vinnulaun þau, sem Vélasjóður greiddi Freysteini vegna Ræktunarsambands Breiðdals- og Beruneshrepps, voru fyrir skurðgröft eingöngu samkvæmt ákvæðissamningi hans. Um vinnulaun vegna viðgerða var ekki að ræða.“ Engir samningar varðandi vegaskurði þá, sem grafnir voru af stefnanda og félögum hans, hafa komið fram í málinu. Með úrskurði, sem upp var kveðinn 16. október 1961, var aðiljum gefinn kostur á að afla ýmissa gagna varðandi máls- atvik, m. a. „gagna, sem af megi ráða, hver greiddi lögboðin gjöld til Tryggingastofnunar ríkisins vegna starfa stefnanda við skurðgröft 1955“. Af hálfu Vélasjóðs hefur því verið lýst yfir, að hann hafi ekki greitt þessi gjöld. Af hálfu hins stefnda ræktunarsambands er því lýst yfir, að það hafi 1956 greitt slysatryggingariðgjald, kr. 211.00 fyrir „aflvélastjórn“ og svari það gjald til 20 vinnuvikna. Því er jafnframt haldið fram, að iðgjaldið hafi verið greitt vegna vinnu við jarðýtu, sem sé í eigu ræktunarsambandsins. Í málinu hefur verið lagt fram staðfest afrit af skattframtali stefnanda 1956, og er þess áður getið. Meðal framtalinna tekna eru kr. 5.660.00 „laun greidd af Vélasjóði ríkisins“. Þá hefur verið lögð fram í málinu yfirlýsing frá Skattstofu Reykjavík- ur, þar sem segir: „í launaframtali Vélasjóðs ríkisins fyrir árið 1955 fyrirfinnst ekki „launamiði“ vegna Freysteins Þorbergs- sonar“. Rökstuðningur fyrir kröfum aðilja er þessi: Af hálfu stefnanda er því haldið fram, að Pétur Ingólfsson hafi átt sök á slysinu 12. júlí 1955. Þá hafi skortur á hlífðar- búnaði við hjól það, sem braut handlegg stefnanda, einnig verið orsök slyssins. Sök stefnanda hafi hins vegar engin verið. Því til stuðnings, að Pétur Ingólfsson hafi átt sök á slysinu, er því 96 haldið fram, að hann hafi ekki farið að eins og fyrir er mælt í 2. mgr. 17. gr. laga nr. 23/1952 um öryggisráðstafanir á vinnu- stöðum og eðlilegt var eftir aðstæðum. Verði að telja það stór- kostlegt gáleysi að ræsa vél skurðgröfunnar, án þess að rjúfa sambandið við hjól það, sem braut handlegg stefnanda, meðan hann var að vinna með handlegginn milli pílára þess. Þá er á því byggt af hálfu stefnanda, þó að það hafi eigi verið tekið fram beinum orðum í greinargerð eða málflutningi, að allt tjón stefnanda af örorku hans verði að telja afleiðingar slyssins 12. júlí 1955 og að ekki sé um sök að ræða af hálfu stefn- anda í sambandi við vinnu hans í glerverksmiðjunni sumarið 1956 eða í öðru sambandi. Af hálfu stefnanda er því haldið fram, að stefndu beri in solidum ábyrgð á tjóni hans. Því er haldið fram, að Vélasjóður beri ábyrgð á tjóni stefn- andi, þar sem grafan hafi verið eign sjóðsins og gröfumenn- irnir hafi í raun réttri verið ráðnir af Vélasjóði og haft sam- band við fyrirsvarsmenn hans um starf sitt. Er í því sambandi tekið fram, að stefnandi hafi verið á námskeiði á vegum sjóðs- ins, áður en hann hóf störf við skurðgröft. Er því haldið fram, að hann hafi síðan verið ráðinn til starfa af fyrirsvarsmönnum sjóðsins og sendur af þeim til starfa hjá hinu stefnda ræktunar- sambandi. Gröfumennirnir hafi síðan haft náið samband við Vélasjóð og þaðan hafi þeir fengið kaup, þótt það hafi verið orðað svo, að það hafi verið greitt í reikning ræktunarsambands- ins. Loks hafi fyrirsvarsmaður sjóðsins tilkynnt Tryggingar- stofnun ríkisins um slysið, sem mál þetta er risið af. Þá er því ennfremur haldið fram, að ákvæði reglugerðar nr. 92/1951 leiði til þess, að Vélasjóður sé ábyrgur, einkum 18. gr. hennar, þar sem segir, að framkvæmdastjóri sjóðsins skuli f. h. Vélanefndar hafa aðalumsjón með rekstri skurðgrafa, sem sjóðurinn á. Einnig er bent á, að í leigusamningi þeim um skurðgröfuna V 17, sem lagður hefur verið fram í málinu og gerður er á prentað eyðu- blað, sé sams konar ákvæði svo og ákvæði þess efnis, að menn skuli ráðnir til starfa á gröfunni í samráði við framkvæmda- stjórann og að kjör gröfumanna skuli háð samþykki Vélanefndar. Þá er því haldið fram, að hið stefnda ræktunarsamband sé einnig bótaskylt, og er í því sambandi vitnað til 21. gr. reglu- gerðar nr. 92/1951, en samkvæmt henni skal leigutaki greiða allan kostnað við rekstur véla þeirra, er Vélasjóður selur á leigu. Þessi kostnaður telst eftir þessari grein m. a.: „Laun manna 97 þeirra, er með vélarnar vinna, slysatryggingariðgjald þeirra svo og fæði og húsnæði, enda samþykki Vélanefnd kostn- aðarliði þessa.“ Þá er og í þessu sambandi vitnað til ákvæða fyrr- nefnds leigusamnings um gröfuna VIT um sama atriði. Þá er því haldið fram af hálfu stefnanda, að slysið hafi orðið, er verið var að vinna fyrir ræktunarsambandið. Bótakrafa stefnanda er sundurliðuð þannig: 1. Atvinnu- og örorkubætur ... kr. 231.258.00 = bætur frá Tryggingastofn- un ríkisins ................ — 32.129.71 199.128.29 2. Þjáningabætur .........02000000. 0... 0... 40.000.00 3. Útlagður kostnaður .........0000000...... 1.930.00 Kr. 241.058.29 Kröfur Vélasjóðs um sýknu eru studdar þeim rökum, að ekki hafi verið unnið við skurðgröfuna eða með henni á vegum sjóðs- ins, þegar slysið varð, heldur á vegum hins stefnda ræktunar- sambands eða Vegagerðar ríkisins. Komi ekki til, að sjóðurinn verði ábyrgur, þó að hann hafi annazt ráðningu gröfumanna og einhverjar kaupútborganir til þeirra fyrir ræktunarsambandið. Kaup gröfumanna og annan rekstrarkostnað hafi ræktunarsam- bandið greitt, eins og fyrir er mælt í 21. gr. reglugerðar nr. 92/ 1951, og skipti ekki máli, þó að framkvæmdastjóri Vélasjóðs hafi umsjón með rekstri grafa og viss atriði séu háð samþykki framkvæmdastjórans eða Vélanefndar. Þá er því ennfremur haldið fram af hálfu Vélasjóðs, að gröfu- mennirnir hafi verið sjálfstæðir verktakar, sem tekið hafi að sér gröft í ákvæðisvinnu, án þess að fara um hann eftir forsögn verk- stjóra Vélasjóðs, er ekki hafi haft aðstöðu til að fylgjast með starfi þeirra. Komi því ekki til greina, að reglum um húsbóndaábyrgð verði beitt, heldur verði gröfumenn að bæta sjálfir tjón, er þeir valda. Kröfu Ræktunarsambands Breiðdæla- og Beruneshrepps um sýknu eru studdar þeim rökum, að ræktunarsambandið eigi ekki aðild að málinu. Skurðgrafan hafi ekki verið í eign sambands- ins og það hafi ekki ráðið menn til skurðgröfuvinnunnar, heldur Vélasjóður án samráðs við sambandið. Sjóðurinn hafi sérfræð- inga í þjónustu sinni, sem aðstöðu hafi til að fjalla um það, er vélarnar varðar, þ. á m. að ráða menn til starfa við þær. Þá er því haldið fram, að ekki hafi verið gerðir skriflegir samn- 7 98 ingar um leigu á skurðgröfunni og að greiðslur fyrir gröftinn hafi ekki farið um hendur fyrirsvarsmanna ræktunarsambands- ins, enda sé þeirra ekki getið í bókum þess. Bændur hafi sjálfir greitt gröfumönnunum og þeir sjálfir hafi einnig borgað leigu- gjald til Vélasjóðs. Kaupið hafi þeir greitt jafnóðum og verkið vannst, ef ekki var sérstaklega samið um gjaldfrest. Leiguna hafi bændur hins vegar greitt eftir á. Hafi jarðræktarstyrkur oft gengið til þeirra greiðslna, einatt fyrir milligöngu Búnaðarfélags Íslands, og er þessi málsútlistun áður fram komin. Þá er því haldið fram, að skurðgrafan hafi ýmist verið notuð við jarðræktarframkvæmdir eða til að grafa vegarskurði. Greiðsl- ur fyrir gröft vegarskurðs hafi verið ræktunarsambandinu óvið- komandi, en slysið orðið, er grafan var í notkun við vegargerð eða verið var að undirbúa slíkt verk. Þá er því ennfremur haldið fram til stuðnings sýknukröfu hins stefnda ræktunarsambands, að stefnandi og Pétur Ingólfs- son hafi, þegar slysið varð, starfað sem sjálfstæðir verktakar eða kunnáttumenn, sem sjálfir hljóti að bera ábyrgð á tjóni, er þeir eiga sök á. Því er haldið fram, bæði af hálfu Vélasjóðs og Ræktunarsam- bands Breiðdæla- og Beruneshrepps, að stefnandi hafi sjálfur átt sök á slysinu 12. júlí 1955. Hann hafi ekki vakið athygli samstarfsmanns síns á því, hvernig hann vann að verkinu eða gert sér far um að fylgjast með því, hvað hann hafði fyrir stafni. Stefnandi hafi og átt að vera jafnkunnugt um það og samstarfs- manni hans, hvernig tengslið milli aflvélar og hjóls þess, sem braut handlegg stefnanda, var stillt, og hefði hann átt að gefa Þessu sérstakan gaum, þar sem hann hafi áður veitt því athygli að eigin sögn, að samstarfsmaður hans gætti ekki ávallt að tengslin þarna á milli væru rofin, er hann ræsi vélina. Um mótmæli varðandi einstaka liði í kröfum stefnanda verð- ur rætt síðar. Álit dómenda er þetta: Þegar stefnandi varð fyrir slysi 12. júlí 1955, var hann að vinna að viðgerð eða stillingu, sem gert er ráð fyrir, að gröfu- menn vinni, sbr. 24. gr. reglugerðar nr. 92/1951. Hinir sérfróðu meðdómsmenn hafa með athugun á aðstæðum komizt að þeirri niðurstöðu, að eðlilegt hafi verið að framkvæma stillingu þá, sem stefandi vann að, með því að fara með handlegginn milli pílára hjóls þess, sem braut handlegg hans. Hefði mátt gera Það, þótt hlíf hefði verið framan við hjólið, og eðlilegt, að hún 99 hefði verið tekin burtu, meðan stillingin var gerð. Telja verður, að Pétur Ingólfsson hafi, með því að ræsa vél skurðgröfunnar, meðan stefnandi var að vinna að stillingu, sýnt af sér stórkost- legt gáleysi og það því fremur, að hann gætti þess ekki, að tengslin milli vélarinnar og gröfubúnaðarins væri rofið. Mátti Pétri vera ljóst, hvernig stefnandi hagaði verki sínu, hve langt það var komið, í hvaða stöðu tengslið var og að ekki var, eins og á stóð, tilefni til að ræsa vélina. Þegar þessa er gætt, verður að telja, að hann beri meginsök á slysinu. Engu að síður verður að fallast á, að stefnandi hafi sjálfur átt nokkra sök á slysinu. Liggja til þess þau rök, sem borin hafa verið fram af hálfu stefndu og áður hafa verið rekin, sbr. og 6. mgr. 16. gr. laga nr. 23/1952. Verður að telja útilokað, að Pétur Ingólfsson hafi tengt, eftir að hann hafði ræst vélina, eins og hann ræðir um í skýrslu sinni fyrir dómi. Þykir eftir öllum atvikum rétt að telja, að Pétur Ingólfsson eigi sök á slysinu að 4 hlutum, en stefnandi að 5 hluta. Það er fram komið í málinu, að stefnandi og vinnufélagar hans unnu með skurðgröfu sumarið 1955 ýmist við vega- eða ræktunarskurði. Byggja verður á þeirri skýrslu stefnanda á bæjarþingi 15. júní 1960, sem ekki hefur verið mótmælt sérstak- lega og ítrekuð var 19. janúar s.l., að slysið hefði orðið, er lokið var áfanga við gröft ræktunarskurða, en áður en hafizt var handa um vinnu við vegarskurð, sem vera skyldi næsta verkefni. Skriflegir samningar um leigu á gröfunni voru ekki gerðir, þó að gera eigi skriflega leigusamninga, þegar vélar Vélasjóðs eru leigðar til jarðræktarframkvæmda, sbr. 19. gr. 2. mgr. reglu- gerðar nr. 92/1951. Ekki hefur heldur verið upplýst, við hvern hafði verið samið um gröft vegaskurða og með hverjum hætti þeir samningar voru. Vélasjóður er eigandi skurðgröfu þeirrar, sem slysið varð á, og ekki er sannað, að grafan hafi, þegar slysið varð, verið í leiguumráðum annars aðilja. Fram er komið, að fyrirsvarsmenn Vélasjóðs réðu gröfumenn til starfa og þeir höfðu um flest í starfi sínu samband við þá, án þess að glögglega kæmi fram, að það væri í umboði annarra aðilja. Þegar þess er gætt, þykir verða að telja, að Vélasjóður einn beri ábyrgð á slysinu 12. júlí 1955, að svo miklu leyti, sem til ábyrgðar ann- arra en gröfumanna getur komið. Ber því að sýkna Ræktunar- samband Breiðdæla- og Beruneshrepps af kröfum stefnanda í máli þessu. Rétt er, að málskostnaður falli niður, að því er það varðar. 100 Telja verður, að Vélasjóður beri ábyrgð á skaðaverkum gröfu- manna. Fyrirsvarsmenn sjóðsins völdu menn til starfa og héldu fyrir þá marga hverja stutt námskeið. Í þjónustu sjóðsins eru sérfróðir menn um þessi efni, sem aðstöðu hafa til að meta hæfni starfsmannanna og gefa þeim almenn fyrirmæli. Þykir starf gröfumanna ekki vera svo sjálfstætt, að sýknukrafa sú, sem komin er fram af hálfu Vélasjóðs þar að lútandi, verði tekin til greina. Verður því að fallast á það með stefnanda, að sjóðurinn beri ábyrgð gagnvart honum á tjóni hans, sem Pétur Ingólfsson er talinn eiga sök á. Varðandi fyrirsvar vegna sjóðs- ins hafa engin mótmæli komið fram. Liggur þá næst fyrir að ræða einstaka liði í kröfu stefnanda. Um lið 1. Þessi kröfuliður er byggður á niðurstöðum samkvæmt þriðju útreikningsaðferð Þóris Bergssonar tryggingafræðings, sbr. bréf hans dagsett 11. september 1961, sem áður er getið. Er þessi útreikningur fundinn með því að nota úrtaksrannsóknir Hagstofu Íslands yfir vinnutekjur kvæntra verkamanna, sjómanna og iðn- aðarmanna og taka tillit til kauphækkana vorið 1961. Fyrrgreind úrtaksrannsókn var, að sögn málflutningsumboðs- manns stefnanda, byggð á skattframtölum, og leiddi hún í ljós, að meðaltekjurnar voru mun hærri en sem nam tekjum af dag. vinnu. Er því haldið fram, að þetta stafi af mikilli eftirvinnu. Ekki er hins vegar upplýst, hvernig úrtak það er fundið, sem rannsóknir þessar eru byggðar á. Af hálfu Vélasjóðs hefur þessum kröfulið verið mótmælt. Eru þau mótmæli í fyrsta lagi á því byggð, að örorkan hái stefn- anda ekki og að tekjur hans séu ekki nú orðið minni hennar vegna en ella hefði orðið. Þvert á móti stundi hann arðbærari störf en hann sjálfur segi, að hann hafi haft hug á, áður en slysið varð. Þá er því haldið fram, að í útreikningi tryggingafræðingsins sé ranglega á því byggt, að slysið hafi orðið 12. júní í stað 12. júlí. Þá verði og að taka tillit til þess, að stefnandi fær bætur, ef til kemur, greiddar í einu lagi og þarf hvorki að greiða af Þeim tekjuskatt né útsvar. Þá er því haldið fram, að taka eigi tillit til þess til lækkunar, að af tekjum þeim, sem niðurstaðan er byggð á, þurfi almennt að greiða ýmsa kostnaðarliði, t. d. vegna hlífðarfatakaupa, sem stefnandi muni ekki þurfa að greiða. Þá eigi það ennfremur að leiða til lækkunar, að í útreikningn- 101 um sé miðað við 6% vexti. Loks er því haldið fram, að taka verði tillit til tekjutaps vegna verkfalla og tímabundins atvinnu- leysis, sem ekki sé gert, þegar fundnar eru tvær fyrstu tölurnar í niðurstöðum Þóris Bergssonar samkvæmt bréfi hans 11. sept- ember síðastliðinn. Þá er því haldið fram af hálfu Vélasjóðs, að stefnandi hafi sýnt gáleysi, með því að vinna erfiða vinnu í glerverksmiðj- unni, en af því hafi leitt, að handleggur hans brotnaði aftur og örorkutjón hans varð meira en ella. Þegar slys það varð, sem mál þetta er risið af, var stefnandi nýkominn heim eftir meira en tveggja ára dvöl í Svíþjóð, þar sem hann hafði unnið ýmsa algenga vinnu. Framtíðin virðist hafa verið nokkuð óráðin, en stefnandi hugðist þó afla sér frek- ari menntunar, en vinna við skurðgröft á þeim árstíma, er sú vinna er stunduð, að því er hann sjálfur sagði fyrir bæjarþingi 10. júní 1960. Á þeim tíma, er liðinn er frá því að slysið varð, hefur stefnandi verið fjóra vetur við nám, en ella stundað ýmis störf. Það liggur í hlutarins eðli, að engar sönnur verða færðar fyrir því, hverjar orðið hefðu atvinnutekjur stefnanda, ef slysið 12. júlí 1955 hefði ekki orðið, fremur en sannað verður, hverjar tekjur hans muni verða hér eftir. Eðlilegt þykir hins vegar að dæma stefnanda bætur, þar sem lagt er til grundvallar örorku- mat Bergþórs Smára læknis, sem ekki hefur verið mótmælt sérstaklega, og þær upplýsingar, sem fyrir hendi eru um meðal- tekjur verkamanna. Koma í því sambandi til álita niðurstöður Þóris Bergssonar í bréfi hans, dags. 11. september s.l. Engin af niðurstöðum tryggingafræðingsins þykir verða lögð til grund- vallar óbreytt. Ljóst má telja, að hin fyrsta sé of lág, þar sem þar er einungis miðað við dagvinnu. Ekki þykir unnt að miða við næstu útreikningsaðferð, þar sem þar er miðað við sérstakan taxta, en ekki reiknað með eftirvinnu. Loks þykir ekki verða miðað við þriðju og síðustu útreikningsaðferðina, þar sem þar er tekið tillit til kjara sjómanna og iðnaðarmanna, sem hér á ekki við. Hins vegar þykir mega áætla það örorkutjón (brúttó- tjón), sem telja má stefnanda hafa orðið fyrir. Raunverulegt tjón stefnanda þykir eiga að meta með tilliti til þessara atriða: — að stefnandi hafði að eigin sögn hugsað sér að vera við nám eftir sumarið 1955, og var það, — að hann hefur átt þess kost að haga námi sínu þannig, að sem minnstur bagi yrði að örorku hans, 102 — að slysið varð 12. júlí 1955, en ekki 12. júní, eins og út- reikningar tryggingafræðingsins miðast við, — að stefnandi þarf ekki að greiða tekjuskatt eða útsvar af bótafénu, — að stefnandi þarf ekki að greiða ýmsa kostnaðarliði af bótafénu, sem til hefðu komið, ef um atvinnutekjur hefði verið að ræða, — að við útreikninga tryggingafræðingsins er miðað við lægri vexti en eðlilegt verður talið, — að ekki er nema við eina útreikningsaðferðina tekið tillit til atvinnuleysis og verkfalla og tekjutaps af þeim sökum, — að stefnandi hefur fengið dagpeninga, framhaldsdagpen- inga og örorkubætur frá Tryggingastofnun ríkisins, samtals að fjárhæð kr. 32.129.71. Þess er sérstaklega að geta, að byggja verður á því áliti Snorra Hallgrímssonar prófessors, að handleggur stefnanda hafi vorið 1956 brotnað á sama stað og áður, án þess að slys kæmi til. og þykir ekki vera fram komið í málinu, að stefnandi hafi átt sök á því, að svo fór. Þegar alls þessa er gætt, telja dómendur hæfilegt að meta nettótjón stefnanda af örorku hans kr. 125.000.00. Sem fyrr greinir, ber Vélasjóði að bæta það að #46 hlutum eða með kr. 100.000.00. Um 2. lið. Þessum lið er mótmælt sem of háum. Hæfilegt þykir að taka hann til greina með kr. 15.000.00, þannig að bætur til stefn- anda samkvæmt honum verða kr. 12.000.00. Um 8. lið. Þessum lið er ekki mótmælt sérstaklega, og verður hann tek- inn til greina sem hluti af málskostnaði. Vaxtakröfunni er mótmælt sem of hárri. Verður hún tekin til greina þannig, að af bótafé, sem Vélasjóði ber að greiða stefnanda, ber honum og að greiða vexti, sem hér segir: 6% p. a. frá 12. júlí 1955 til 22. febrúar 1960, 9% p.a. frá þeim degi til 29. desember 1960 og 7% p.a. frá þeim degi til greiðsludags. Eftir þessum úrslitum ber að dæma Vélasjóð til að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 15.000.00. Einar Arnalds yfirborgardómari kvað upp dóm þenna ásamt meðdómsmönnunum Jóhannesi Zoéga verkfræðingi og Ögmundi Jónssyni verkfræðingi. Dómsuppsaga hefur dregizt um venju 103 fram, þar sem mál þetta er mjög viðamikið, svo og vegna veik- inda og anna dómenda. Dómsorð: Stefnda, Ræktunarsamband Breiðdæla- og Beruneshrepps, skal vera sýknt af kröfum stefnanda, Freysteins Þorbergs- sonar, í máli þessu, en málskostnaður falli niður, að því er það varðar. Stefndi, fjármálaráðherra f. h. Vélasjóðs, greiði stefnanda kr. 112.000.00 ásamt 6% vöxtum p.a. frá 12. júlí 1955 til 22. febrúar 1960, 9% vöxtum p.a. frá þeim degi til 29. desember 1960 og 7% vöxtum p. a. frá þeim degi til greiðslu- dags svo og kr. 15.000.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 25. febrúar 1963. Nr. 110/1962. Stálumbúðir h/f (Ingi Ingimundarson hdl.) gegn Gísla Þórðarsyni (Egill Sigurgeirsson hrl.). og gagnsök. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Skaðabótamaál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 30. ágúst 1962. Krefst hann aðallega sýknu og máls- kostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi gagnáfrýj- anda. Til vara krefst hann þess, að fjárkröfur gagnáfrýj- anda verið færðar niður og málskostnaður þá látinn nið- ur falla. Gasnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 20. sept- ember 1962. Krefst hann þess, að aðaláfrýjanda verði dæmi að greiða honum kr. 262.157.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 10. febrúar 1958 til 22. febrúar 1960, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 29. september 1960 og 7% ársvöxtum frá þeim 104 degi til greiðsludags. Hann krefst og málskostnaðar í hér- aði og hér fyrir dómi úr hendi aðaláfrýjanda. Snorri Hallgrímsson yfirlæknir athugaði heilsufar gagn- áfrýjanda hinn 21. febrúar 1963. Í vottorði hans, dagsettu sama dag, segir m. a.: „Ástand Gísla nú er að mestu leyti óbreytt frá því, sem lýst er í umsögn minni, dags. 13.4. 1960, að öðru leyti en því, að óþægindi í hægra hné hafa heldur farið vaxandi. Hann fær þreytuverk í hnéð og lærið, og gera þessi óþæg- indi sérstaklega vart við sig á nóttunni, og eru það mikil, að þau varna honum oft svefns. Þá finnur hann nú orðið einnig til óþæginda í vinstra fæti, sérstaklega við vissar hreyfingar .... Niðurstaða þessarar athugunar verður því sú sama og frá er greint í fyrri umsögn.“ Eftir uppsögu héraðsdóms hafa verið háð framhalds- próf í málinu. Hinn 22. janúar 1963 kom fyrir dóm vitnið Björn Hermannsson, sem getið er í héraðsdómi. Er þá m. a. bókað það, sem hér greinir: „Vitnið tekur nú fram, varðandi það, sem segir í lög- regluskýrslunni, að það sé ekki rétt, að Gísli hafi gengið fyrir framan það, er hann gekk fram fyrir stansinn. Vitnið kveður það hafa verið útilokað, þar sem það hafi staðið fyrir framan stansinn með báðar hendur á honum. Vitnið segir, að Gísli hafi gengið fyrir aftan sig fram fyrir stans- inn.“ Vitnið lýsti því enn fremur, að það hafi séð hönd gagn- áfrýjanda á ræsihnappinum, en vilji ekki fullyrða, hvort það hafi séð báðar hendur hans á lofti. Hafi það aðeins séð efra hluta gagnáfrýjanda, en ekki fætur hans. Kveðst vitnið ekki hafa getað gert sér grein fyrir því, hvort gagn- áfrýjandi hafi hrasað eða gengið beint að ræsihnappinum. Framangreint vætti staðfesti vitnið með eiði. Í héraðsdómi er lýst holu þeirri, sem var óvarin í gólfi verkstæðishússins, beint fram undan ræsihnappi þeim, sem gagnáfrýjandi studdi á. Er slíkur vanbúnaður á vinnustað brýnt brot á ákvæðum 2. og 3. málsliðs 2. málsgr. 13. gr. laga um öryggisráðstafanir á vinnustöðum nr. 23/1952. 105 Gagnáfrýjandi hefur fullyrt, að hann hafi hrasað á gólf- inu, þegar slysið bar að höndum, og verður það ekki talið ósennilegt, eins og frágangi á gólfinu var háttað, hvort sem það hefur gerzt áður eða eftir að hann studdi á ræsi- hnappinn. Fallast má á það álit héraðsdómenda, að öryggis- búnaði mótunarvélarinnar hafi verið áfátt, svo sem lyst er í héraðsdómi. Er einkum athugavert, að ekki var fylgt þeim reglum um ræsingu vélarinnar, sem til var ætlazt frá verksmiðjunnar hendi. Samkvæmt framansögðu og forsendum héraðsdóms ber að leggja fébótaábyrgð á aðaláfrýjanda. Jafnframt verður að telja, að gagnáfrýjandi hafi ekki gætt nægrar varkárni við starf sitt, en hann hafði lengi unnið við mótunarvél- ina og þekkti vel til hennar og allra aðstæðna á slysstað. Þykir skipting sakar hæfilega ákveðin í hinum áfrýjaða dómi. Þá má og með skírskotun til forsendna héraðsdóms staðfesta ákvörðun hans um fébætur og málskostnað. Aðaláfryjanda ber samkvæmt þessari niðurstöðu að greiða sagnáfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, og ákveðst hann kr. 15.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Aðaláfrýjandi, Stálumbúðir h/f, greiði gagnáfrýjanda, Gísla Þórðarsyni, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 15.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 7. júlí 1962. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 30. f. m., hefur Gísli Þórðarson, Flöt við Sundlaugaveg, hér í bænum, höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur gegn Stálumbúðum h.f. við Kleppsveg, hér í bænum, til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 262.157.00 með 6% ársvöxtum frá 10. febrúar 1958 til 21. febrúar 1960 og 10% ársvöxtum frá 22. febrúar s. á. til greiðsludags og máis- 106 kostnaðar að skaðlausu samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Við munnlegan flutning málsins var af hálfu stefnanda breytt kröfum hans um vexti og þess nú krafizt, að stefndi verði dæmdur til að greiða 6% ársvexti af dæmdum fjárhæðum frá 10. febrúar 1958 til 22. febrúar 1960, 10% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desember s. á. og 8% ársvexti frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi hefur aðallega krafizt sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans að mati dómsins, en til vara, að kröfur stefnanda verði lækkaðar og að málskostnaður verði lát- inn niður falla. Stefnandi hefur stefnt Sjóvátryggingafélagi Íslands h.f. til að gæta réttar síns í málinu, en stefndi hefur keypt sér ábyrgð. artryggingu hjá því félagi. Á hendur réttargæzlustefnda eru engar kröfur gerðar í málinu, og hann hefur engar kröfur gert. Málavextir eru þessir: Hinn 10. febrúar 1958 var stefnandi við vinnu í húsakynn. um stefnda við Kleppsveg hér í bænum. Var stefnandi að vinna við að móta vaska, og var til þess notuð stór pressa af gerðinni „Blissí. Verkstjóri stefnda, Haraldur Haraldsson, hefur lýst framkvæmd verksins á þann veg, að ofan á neðra mótið (platt- inn) sé sett járnplata, en þar fyrir ofan sé efra mótið (stans- inn) og vegi það um 500 kg. Efra mótið, sem liggur á legum, er dregið út með handafli. Þarf tvo menn til að draga efra mot- ið út og eins til að ýta því inn. Þegar búið er að koma fyrir plötu þeirri, sem móta á, er efra mótinu ýtt inn. Síðan er ýtt á lítið handfang (hnapp), og slær pressan efra mótið þá niður með 350 tn. þunga. Er pressan hefur mótað plötuna, fer hún sjálfkrafa upp aftur. Þá er gripið í efra mótið og það dregið út að hálfu leyti til þess að hægt sé að ná í vaskinn. Er stefn- andi var við þessa vinnu í umrætt sinn, vildi það til á einn eða annan hátt, að stefnandi setti pressuna af stað, áður en búið var að ýta efra mótinu inn aftur. Er pressan féll á neðra mótið, braut hún úr því stórt stykki, um 100 kg að þyngd, og féll það á stefnanda, en efra mótið sjálft skauzt úr úr legunum, lenti utan í hendi samstarfsmanns stefnanda og féll síðan á gólfið. Stefnandi hlaut af þessu mikil meiðsli og var hann skjótlega fluttur á Slysavarðstofuna og þaðan á Landspítalann til frek- ari aðgerða. 107 Verður nú skýrsla stefnanda hér fyrir dómi svo og framburðir vitna raktir. Stefnandi hefur skýrt svo frá, að í umrætt skipti hafi hann unnið við að „stansa“ vaska í „stansvél“ og hafi hann haft sem aðstoðarmann Björn Hermannsson, sem nýlega hafi verið byrj- aður að starfa þarna. Kveðst stefnandi hafa verið að ganga að vélinni til að aðgæta, hvort mót vélarinnar væru nægilega smurð. Hann kveðst þá hafa stigið á brún lautar þeirrar, sem sé fyrir framan vélina, og hrasað. Í fallinu hafi hann borið fyrir sig hægri hendina og hafi hún komið á rofa vélarinnar, en vinstri hendi lent á „stansplaninu“. Kveðst stefnandi hafa séð, að allt, sem í pressunni var, hafi komið á sig, en hann kveðst engan tíma hafa haft til að forða sér. Stefnandi kveðst ekki geta gert sér grein fyrir annarri orsök fyrir því, að hann setti vélina í gang, en þessa hrösun. Telur hann, að olía hafi verið þarna á gólfinu, enda hafi ílát með olíu áður dottið á gólfið á þeim stað, er hann stóð, þegar hann hrasaði. Vitnið Björn Pálmi Hermannsson hefur skýrt svo frá, að það hafi um nokkurt skeið verið búið að vinna við að móta vaska sem nokkurs konar aðstoðarmaður stefnanda. Stefnandi, sem búinn hafi verið að vinna við vél þessa nokkuð lengi, hafi haft það starf að ræsa vélina. Vitnið kveður sitt starf aðallega hafa verið fólgið í því að taka vaskana burt, ýta efra mótinu inn og draga það síðan út aftur. Vitnið kveður sig og stefnanda hafa þurft að fylgjast vel með því að kippa efra mótinu nógu fljótt út, til þess að vaskurinn festist ekki uppi. Hafi þeir því ávallt haft aðra hendina á efra mótinu um leið og það fór niður og kippt því út á miðri leið upp. Þeir hafi þó orðið að aðgæta það, að draga efra mótið ekki of langt út, því ekkert hafi hindr- að það, að hægt væri að draga það alveg út. Umræddan morg- un kveður vitnið þetta hafa gengið sinn vanagang, það hafi tekið burtu skálarnar, þegar búið hafi verið að móta þær, en stefnandi hafi séð um að setja í vélina og eins að ræsa hana. Vitnið kveðst svo allt í einu hafa veitt því athygli, eftir að það var búið að taka skálina í burtu og komið á sinn stað fyrir framan efra mótið til að ýta því inn, að stefnandi hafi gengið fyrir framan það og fram fyrir efra mótið og beint að ræsi- hnappinum og stutt á hann. Vitnið kvaðst hafa séð, að þetta mundi fara illa og því hafa reynt að forða sér, en það hafi eng- um togum skipt, að vélin hafi tekið við sér, þegar hann hafi 108 verið kominn að hálfu leyti frá mótinu. Vitnið kveður vélina hafa brotið neðra mótið og hent efra mótinu út, og hafi hornið á því komið á handlegg sér, rétt fyrir neðan olnboga. Við það kveðst vitnið hafa henzt til og á stafla af vöskum, sem hafi hrunið. Það næsta, sem vitnið kveðst hafa séð, hafi verið það, að stefnandi sat á gólfinu og efra mótið ofan á fótum hans. Komu strax að menn og náðu mótinu ofan af stefnanda. Skömmu síðar kom sjúkrabifreið og flutti hann á brott. Vitnið kveðst telja, að hér hafi ekki verið um skort á öryggisútbúnaði að ræða, heldur hafi þarna verið um að ræða fljótfærni eða athug- unarleysi hjá stefnanda. Það kveður þá stefnanda ekki hafa verið að tala saman, þegar slysið varð og því hafi það ekki getað truflað stefnanda. Vitnið kveður sér hafa virzt stefnandi ekki hugsa neitt um það, hvort efra mótið væri inni eða ekki, þegar hann gekk fram hjá því. Þegar slys þetta varð, kveður vitnið vélina hafa verið ræsta með einum rofa, en vitnið kveðst hafa heyrt á meðan það vann þarna eftir slysið, að vélin hafi áður verið ræst með tveimur rofum. Síðar hafi það ræsikerfi bilað og hafi vélin eftir það verið ræst með einum rofa. Vitnið Magnús Arnfinnsson vann hjá stefnda í rúma sex mán- uði veturinn 19558— 1959. Það kveðst af og til hafa unnið við pressu þá, sem stefnandi slasaðist við. Það kveður mjög slæma holu hafa verið við pressuna og hafi starfsmenn alltaf verið að hrasa um hana. Þá kveður vitnið olíu hafa verið í byttu uppi á stalli skammt frá vélinni og hafi olían verið borin á plötur þær, sem móta átti, til þess að reyna að koma í veg fyrir að bær rifnuðu. Vitnið kveður olíuna stundum hafa slettzt á gólfið, sem hafi verið orðið slitið, og troðizt niður í það og hafi gólfið af þessum sökum verið nokkuð hált. Vitnið kveður, að er það vann við umrædda vél, hafi þurft að þrýsta á tvo hnappa til að ræsa hana. Vitnið kveðst telja öruggt, að ekki sé hærra upp í ræsirofa vélarinnar en svo, að unnt sé að hrasa á rofann með hendina, þannig að vélin fari þannig í gang. Af hálfu Öryggiseftirlits ríkisins var framkvæmd rannsókn á orsökum slyssins. Í skýrslu um rannsókn þessa segir svo: „Það, sem hreinlega veldur slysinu, er hugsanavilla hjá Gísla að ræsa vélina, áður en búið er að koma henni í það horf, sem hún á að vera í, áður en stönsun fer fram. Möguleikar á því að ræsing hafi farið fram, án viðkomu við ræsirofann, eru engir. Einnig getur ekki átt sér stað, að um hrösun sé að ræða og þannig orsakast ræsing, því ræsirof- 109 arnir eru um 1.75 til 1.80 m frá gólfi. Hins vegar má geta þess, að ræsirofar merktir B og D áttu að vera stilltir þannig saman, að ræsing gæti ekki átt sér stað, nema stutt væri á báð sam- tímis. Hins vegar hefur vélin aldrei verið tengd þannig síðan hún kom til landsins, en búið er að gefa fyrirmæli um að lagfæra það.“ Dómurinn hefur farið á vettvang og kynnt sér aðstæður. Virð- ist ástand gólfsins fyrir framan vélina vera hið sama í öllum verulegum atriðum og sýnt er á ljósmyndum, sem teknar voru á vettvangi næstu daga eftir slysið og einnig hinn 10. marz 1958. Fram undan vélinni til hægri, í um 0.8—1 m fjarlægð frá undir- stöðu hennar, er hola, um 20X40X8 cm að stærð, sem virðist hafa myndazt við það, að brotið hafi verið upp úr gólfsteyp- unni. Upp við undirstöðu vélarinnar er timburfleki. Myndast smámishæð milli flekans og hins steypta gólfs. Fyrir framan flekann er múrhúðun á gólfinu nokkuð farin að slitna og springa. Þvert fyrir framan vélina hefur málmræma verið lögð yfir sam- skeyti flekans og gólfsins. Verða menn að gæta varúðar til þess að hrasa ekki um þennan umbúnað. Það er að vísu svo, að þeir ágallar voru á gólfinu við vélina, sem gátu orsakað það, að starfsmenn þeir, sem við vélina unnu, hrösuðu, ef þeir sýndu ekki fyllstu varkárni. Þegar á hinn bóg- inn er virtur framburður vitnisins Björns Hermannssonar, þá verður að telja ósannað, að gangsetning vélarinnar í umrætt skipti hafi orsakazt af hrösun stefnanda vegna þessara ágalla, er hann gekk að vélinni til að athuga, hvort efra og neðra mót vélarinnar væru nægilega smurð. Verður og að telja það ósenni- legt, þegar höfð er í huga hæð ræsisins frá gólfi, 1.75—1.80 m, og aðrar aðstæður. Verður ábyrgð á slysinu því ekki felld á stefnda af þessum sökum. Á ræsirofa þeim, sem ætlaður er til að stjórna gangsetningu vélarinnar, eru fjórir hnappar (rofar). Stjórnrofi til að færa efra móti lítilsháttar til, aðalræsirofi, stöðvirofi og öryggisrofi. Er slysið varð, var gangsetningu hagað þannig, að aðeins þurfti að ýta á aðalræsirofann til að ræsa vélina. Hins vegar hefur komið í ljós, að hægt var með þar til gerðum lykli að tengja saman aðalræsirofann og Öryggisrofann, þannig að ýta þyrfti á báða rofana (hnappana) samtímis, til þess að ræsa vélina. Er ómótmælt, að þessi búnaður hafi verið á vélinni frá upphafi. Verður að telja, að þessi tenging rofanna skapi meira öryggi, 110 Þar sem minni hætta sé á, að starfsmenn ræsi vélina óviljandi eða að óathuguðu máli. Þá er og upplýst, að efra mótið í vél- inni var laust í legum þeim, sem það rann eftir, þannig að unnt var að draga það fram úr þeim. Verður að telja, að öryggis- keðja eða annar stöðvunarútbúnaður, sem unnt á að vera að koma fyrir til varnar þessu, hefði dregið úr afleiðingum slyssins eða forðað því. Þá er enginn öryggisútbúnaður á vélinni, sem hindrar gangsetningu hennar, á meðan efra mótið er dregið út, en slíkum útbúnaði á að vera hægt að koma við. Þykir því sam- kvæmt því, sem hér hefur verið rakið, að um slíkan vanbúnað hafi verið að ræða á umræddri vél, sem valda eigi því, að stefndi eigi að bera ábyrgð á tjóni stefnanda að nokkru leyti. Þegar öll atvik eru virt, þykir rétt, að stefndi bæti stefnanda % hluta tjóns þess, sem hann hefur orðið fyrir af slysi þessu. Kröfur stefnanda eru sundurliðaðar þannig: 1) Örorkubætur ................ kr. 200.537.00 2) Bætur fyrir sársauka, lýti og röskun á stöðu og högum ................ — 60.000.00 3) Örorkumat ...........0.... 0. — 500.00 4) Útreikningur á tjóni .............. — 1.000.00 5) Endurrit og myndir .............. — 120.00 Samtals kr. 262.157.00 Um 1. Stefnandi byggir fjárhæð þessa kröfuliðs á tjónútreikningi Guð- jóns Hansens tryggingafræðings, en bætir 10% við fjárhæð út- reikningsins. Er því haldið fram af hálfu stefnanda í þessu sam- bandi, að kaup það, sem miðað sé við í útreikningnum, sé mjög lágt og auk þess muni allt kaup verkafólks hækka verulega frá því, sem nú er. Dr. med. Snorri Hallgrímsson prófessor hefur metið örorku stefnanda. Í örorkumatinu, sem dagsett er 13. apríl 1960, segir svo: „Slysið vildi að sögn til með þeim hætti, að þungur „stans“, sem hann var að vinna við, þeyttist á h. læri sjúklingsins og lenti síðan á fótum hans. Hann var þegar í stað fluttur á Slysavarðstofuna, en þar var gert að 10 cm löngum skurði á h. rist og var sjúklingurinn síðan fluttur á IV. deild Landspítalans. Skoðun hér leiddi í ljós brot á h. lærlegg þverhönd fyrir ofan hnélið og voru brotendar mjög úr lagi færðir. Þá var og vinstra hælbein brotið og saumaður skurður á h. rist. 111 Strax eftir komuna var brotið á lærleggnum lagfært með skurðaðgerð og því fest með mergnagla, sem rekinn var eftir endilöngum lærleggnum. Þá var brotið á vinstra hælbeini lag- fært og gipsumbúðir lagðar á fótinn. Gísli vistaðist hér á deildinni til 26/3 '58 og var þá sendur heim með gipsumbúðir á h. læri. Hann byrjaði að vinna hálfan daginn hinn 10. nóvember 1958 og nokkurnveginn fulla vinnu mánuði síðar. Þ. 28/12 '59 var hann að nýju tekinn á IV. deild Landspítal- ans og var þá naglinn í h. læri fjarlægður með skurðaðgerð. Hann útskrifaðist 3 dögum síðar og var frá vinnu í sambandi við þessa aðgerð í tæpar 6 vikur. Við skoðun í dag upplýsir Gísli, að hann hafi enn nokkur óþægindi í h. hné. Hann fær stundum skyndilega sting í hnéð, sem þá gefur eftir, svo honum liggur við falli. Þá þreytist hann nokkuð fljótt í h. ganglim svo og í v. hæl. Við skoðun 18/2 þ. á. kom eftirfarandi í ljós: Ekki áberandi helti. 12 cm langur vel gróinn skurður er á utanverðu læri, rétt ofan við hné. Annað 10 cm langt rautt ör er á utanverðri h. mjöðm. Áberandi rýrnun er á h. læri, sem mælist 2% cm grennra en það vinstra. Rýrnun á vinstra kálfa mælist % cm. Engin stytting er á h. ganglim. H. hné er eðlilegt útlits, en hreyfing takmörkuð, þannig að tæplega er hægt að beygja það að réttu horni. Rétting er eðlileg, en allmikið brak er í hnéskelinni við beygingu. Eðlileg hreyfing í mjaðmarliðum. Vel gróin dökkleit ör framan á h. rist. Þá er ör eftir fleyður utan á v. ökla. Hreyf- ing í öklalið og fótliðum v. fótar eðlileg. Hér er um að ræða 49 ára gamlan mann, sem hefur orðið fyrir mjög miklum áverka, brot á h. lærlegg rétt fyrir ofan hné og brot á vinstra hælbeini. Brotin hafa gróið í sóðri stell- ingu, en nokkur hreyfingarhindrun er í h. hnélið svo og óþæg- indi í hnéliðnum, sem benda til þess að um sköddun á brjóski í hnéliðnum gæti verið að ræða. Þá er h. ganglimur enn ekki búinn að fá fullan þrótt. Brotið á vinstra hælbeini er að vísu fullgróið og hreyfing í fótliðnum eðlileg. Þess ber þó að gæta, að beinið brotnaði inn í liðinn milli hælbeins og næsta beins fyrir framan (oscuboideum), og má því gera ráð fyrir, að sá liður hafi hlotið varanlega sköddun og gæti sú sköddun valdið óþægindum síðar meir. Orkutap Gísla af völdum slyssins telst hæfilega metið sem hér segir: Frá 10. febrúar 1958 til 10. nóv. 1958 100%. Frá 10. 112 nóvember 1958 til 12/12 1958 50%. Frá 12/12 '58 til 28/12 '59 30% og frá 28/12 ?59 til 15/2 '60 100%. Frá 15/2 '60 18%. Var- anlegt orkutap af völdum slyssins telst hæfilega metið 18%.“ Á grundvelli örorkumats þessa hefur Guðjón Hansen trygg- ingafræðingur reiknað út áætlað atvinnutjón stefnanda. Lögð hafa verið fram skattaframtöl stefnanda árin 1954— 1958 og samkvæmt því hafa hreinar vinnutekjur stefnanda num- ið þessum fjárhæðum: Árið 1954 kr. 44.471.00, árið 1955 kr. 49.266.00, árið 1956 kr. 63.323.00, árið 1957 kr. 57.148.00, og árið 1958 kr. 22.715.00. Stefnandi er sagður fæddur 14. janúar 1909 og hefur því verið 49 ára, er slysið varð. Hann er kvæntur og áttu hjónin tvö börn fædd á árunum 1948 og 1950. Um útreikninginn og grundvöll hans segir tryggingafræðing- urinn svo: „Ofangreindar tekjur eiga að langmestu leyti rætur að rekja til starfa hjá Stálumbúðum h.f. Á skattskýrslu er Gísli talinn bílstjóri og meðlimur í Iðju, félagi verksmiðjufólks. Við um- reikning tekna með tilliti til kauplagsbreytinga, sem orðið hafa, hef ég þó stuðzt við breytingar á Dagsbrúnartaxta, þar eð ég tel breytingar hans á því tímabili, sem hér um ræðir, sýna rétt- ari mynd af kauplagsþróun hjá verkamönnum og skyldum starfs- hópum en kauptaxti Iðju. Við slíkan umreikning kemur í ljós, að tekjur eru ákaflega jafnar árin 1954, 1955 og 1957 (milli 63 og 64 þús. kr. á ári á núverandi kauplagi), en allmiklu hærri 1956. Ég er vanur að miða tap vinnutekna við meðaltekjur Þriggja ára fyrir slys og hef samkvæmt því miðað hér við árin 1955— 1957. Umreiknaðar meðaltekjur þessara ára reiknast mér nema kr. 63.929.00 að meðaltali á tímabilinu febrúar—nóvem- ber 1958, kr. 76.813.00 í des. 1958 til jan. 1959, en eftir það kr. 66.543.00. Er það nokkuð yfir meðallagi verkarnannatekna. - Miðað var við aldur hans, ofangreindar tekjur og orku- tap samkvæmt framangreindu mati reiknast mér verðmæti tap- aðra vinnutekna nema á slysdegi: a) Vegna tímabundinnar örorku frá slysdegi til 15/2 1960 ..........2.0000 0 kr. 76.270.00 b) Vegna varanlegrar örorku eftir þann tíma .. — 106.037.00 Alls kr. 182.307.00 Í útreikningi þessum er reiknað með 6% ársvöxtum og Ís- lenzkri reynslu af langlífi karla á árunum 1941— 1950. Ekki 113 er í útreikningnum tekið tillit til greiðslna frá Tryggingastofn- un ríkisins.“ Samkvæmt útreikningi, dags. 3. apríl 1962, hefur Guðjón Hansen reiknað út áætlað atvinnutjón stefnanda af nýju á tvenn- an hátt, miðað við breytingar þær, sem orðið höfðu þá á kaup- gjaldi og sem ákveðið hafði verið að til framkvæmda kæmu hinn 1. júní á þessu ári. Er í öðrum útreikningnum miðað við 6% ársvexti, eins og áður hafði verið gert, en í hinum er miðað við 7% ársvexti. Að öðru leyti eru útreikningar þessir byggðir á sama grundvelli og hinn upphaflegi útreikningur, Um útreikn- inga þessa segir tryggingafræðingurinn m. a. svo: „Þegar stuðzt er við meðalvinnutekjur áranna 1955— 1957 (sbr. fyrri útreikning), umreiknaðar með tilliti til breytinga á dag- vinnutaxta Dagsbrúnar, reiknast mér árstekjur vera sem hér segir: Febrúar —nóvember 1958 ...... kr. 63.929.00 Desember 1958—janúar 1959 .. — "76.813.00 Febrúar 1959— júní 1961 ...... — 66.543.00 Júlí 1961 —maí 1962 .......... — "73.208.00 Frá 1. júní 1962 .............. — "76.137.00 Hér hefur verið tekið tillit til þeirrar 4% launahækkunar, sem samkvæmt núgildandi kjarsamningi á að koma til framkvæmda 1. júní næstk. Miðað við ofangreindan tekjugrundvöll reiknast mér verðmæti tapaðra vinnutekna á slysdegi vera sem hér segir: Miðað við Miðað við 6% töflur 7% töflur Vegna tímabundinnar örorku .. kr. 76.270.00 kr. 75.701.00 Vegna varanlegrar örorku .... — 119.002.00 — 108.737.00 Samtals kr.195.272.00 kr.184.438.00% Af hálfu stefnda er því haldið fram, að fjárhæð þessa liðs sé allt of há. Aldrei sé hægt að miða við hærri fjárhæð en sem nemur verðmæti vinnutekna reiknað samkvæmt tryggingafræði- reglum. Þá beri að draga frá þessari fjárhæð fjárhæð þá, sem stefnandi hafi fengið hjá stefnda eftir slysið, svo og greiðslur, sem stefnandi hefur fengið frá Tryggingastofnun ríkisins. Þá er því og haldið fram, að taka beri tillit til þess, að bætur sem þessar sé undanþegnar tekjuskatti og tekjuútsvari. Eftir öllum atvikum þykja bætur samkvæmt þessum lið hæfi- lega ákveðnar kr. 120.000.00, og er þá tekið tillit til greiðslna 8 114 þeirra, sem stefnandi hefur fengið frá Tryggingastofnun ríkisins, kr. 34.882.60. Um 2. Af hálfu stefnda hefur kröfulið þessum verið mótmælt sem of háum. Með hliðsjón af því, sem rakið hefur verið um slysið og sjúkra- sögu stefnanda, þykja bætur samkvæmt þessum lið hæfilega ákveðnar kr. 50.000.00. Um 2. Fjárhæð þessa kröfuliðs hefur ekki verið mótmælt, og verður hún því tekin til greina óbreytt. Um 4. Af hálfu stefnda hefur fjárhæð þessa kröfuliðs verið mót- mælt sem of háum, þar sem hann virðist eigi geta verið hærri en kr. 500.00. Fari svo að fjárhæð þessa liðs sé raunverulega hærri en kr. 500.00, beri að taka tillit til þess við ákvörðun máls- kostnaðar. Kostnaður við hinn upphaflega útreikning tryggingafræðings- ins nam kr. 500.00, en kostnaður við hinn síðari, sem fram- kvæmdur var í apríl 1962, nam kr. 700.00. Gegn andmælum af hálfu stefnda verða aðeins dæmdar kr. 500.00 samkvæmt þessum lið. Um 5. Fjárhæð þessa kröfuliðs hefur ekki verið mótmælt, og verður hún því tekin til greina óbreytt. Samkvæmt þessu telst tjón stefnanda nema kr. 171.120.00 (120.000.00 - 50.000.00 -| 500.00 | 500.00 -- 120.00). Verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda % hluta af þeirri fjár- hæð eða kr. 102.672.00, ásamt vöxtum, er reiknast 6% frá 10. febrúar 1958 til 22. febrúar 1960, 9% frá þeim degi til 29. des- ember s. á. og 7% frá þeim degi til greiðsludags. Þá verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað, sem ákveðst kr. 12.000.00, og er þá tekið tillit til kostnaðar við hinn síðari útreikning á verðmæti tapaðra vinnutekna stefnanda, sem hon- um var rétt að láta framkvæma. Guðmundur Jónsson borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómsmönnunum Hallgrími Jónssyni vélstjóra og Jóhannesi Zoéga verkfræðingi. Dómsorð: Stefndi, Stálumbúðir h.f., greiði stefnanda, Gísla Þórðar- 115 syni, kr. 102.672.00 með 6% ársvöxtum frá 10. febrúar 1958 til 22. febrúar 1960, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desember s. á. og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðslu- dags og kr. 12.000.00 í málskostnað innan 15 daga frá lög- birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 25. febrúar 1963. Nr. 115/1962. Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs (Tómas Jónsson hrl.) gegn Steinari Þorfinnssyni og gagnsök (Benedikt Sigurjónsson hrl.). Dómendur: sr hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason, Gizur Bergsteinsson, og Lárus Jóhannesson og prófessorarnir Ármann Snævarr og Theodór B. Líndal. Frávísun máls frá héraðsdómi. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur, að fengnu áfrýjunarleyfi 22. ágúst 1962, skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 12. sept- ember s. á. og gert þær dómkröfur, að honum verði dæmd sýkna af kröfum gagnáfrýjanda og gagnáfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnuað í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur með heimild samkvæmt 3. mgr. 20. gr. laga nr. 57/1962 áfrýjað málinu með stefnu 18. septem- ber 1962. Eru kröfur hans þessar: Aðalkrafa, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða hon- um kr. 10.796.94 ásamt 7% ársvöxtum frá 21. júní 1961 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. 1. varakrafa, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 9.528.12 ásamt 7% ársvöxtum frá 21. júní 1961 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. 2. varakrafa, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða 116 honum kr. 3.990.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 21. júní 1961 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 92/1955 ber nefnd Þeirri, sem þar greinir, m. a. „að úrskurða um ágreining, sem risa kann um framkvæmd reglugerðar um vinnutíma og eftirvinnukaup o. fl“ Það ber því undir umdæmi áminnztrar nefndar að kveða upp úrskurð um ágreinings- efni aðilja, að því leyti sem það veltur á skýringu á reglu- gerð um yfirvinnu starfsmanna ríkisins nr. 192/1958. Að svo vöxnu máli fá dómstólar á þessu stigi eigi um það fjallað. Af þessu leiðir að ómerkja verður hinn áfrýjaða dóm og málsmeðferð og vísa málinu frá héraðsdómi. Eftir atvikum er rétt, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og málsmeðferð eiga að vera ómerk, og er málinu vísað frá héraðsdómi. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 12. maí 1962. Mál þetta, sem tekið var til dóms í dag, hefur Steinar Þor- finnsson kennari, Stórholti 42, Reykjavík, höfðað fyrir bæjar- þinginu með stefnu, birtri 21. júní 1961, gegn fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs. Dómkröfur stefnanda eru þær aðallega, að stefnda verði dæmt að greiða honum kr. 10.796.94, en til vara kr. 9.528.12 og til þrautavara kr. 3.990.00. Í öllum tilvikum krefst stefnandi 7% ársvaxta frá 21. júní 1961 til greiðsludags, auk málskostnaðar að mati dómarans. Stefndi krefst aðallega sýknu og málskostnaðar, en til vara, að hann verði aðeins dæmdur til að greiða kr. 3.990.00, en máls- kostnaður verði látinn falla niður. Stefnandi hefur stefnt menntamálaráðherra f. h. ríkissjóðs til að gæta réttar síns í málinu. Engar kröfur hefur stefnandi gert á hendur réttargæzlustefnda. Réttargæzlustefndi hefur látið sækja 117 þing og skýrt sjónarmið sín. Réttargæzlustefndi krefst málskostn- aðar úr hendi stefnanda að skaðlausu. Málavextir eru þessir: Stefnandi var þann 1. september 1953 skipaður kennari við barnaskóla Reykjavíkur. Hefur hann kennt við Melaskólann hér í borg. Hin síðari ár hefur hann tekið hámarkslaun IX. launa- flokks samkvæmt ákvæðum 14. gr. B. XVII. tl. B. launalaga nr. 92/1955. Á tímabilinu október 1959—desember 1960 vann stefnandi yfir- vinnu við kennslu í Melaskólanum í samtals 266 stundir. Fékk hann aukavinnu þessa greidda með kr. 38.57 fyrir hverja yfir- vinnustund eða með samtals kr. 10.256.62. Voru þessi laun stefn- anda fyrir yfirvinnuna miðuð við laun stundakennara, sbr. 22. gr. launalaganna og 1. gr. reglugerðar nr. 150/1956 um laun stundakennara. En aðiljar málsins eru sammála um það, að það hafi um alllangt skeið tíðkazt að greiða aukavinnu fastra kenn- ara jafnmikið og aukakennarar fá fyrir hverja unna stund. Laun stundakennara eru 80% af launum fastra kennara, eins og þau eru reiknuð út, en þá er stundakaup fastra kennara fundið með því að deila 1296 í árskaupið. Stefnandi telur, að ekki hafi verið rétt að miða laun hans fyrir yfirvinnuna við laun stundakennara samkvæmt framan- gsreindum ákvæðum, heldur hafi átt að miða yfirvinnuþóknun hans við ákvæði reglugerðar nr. 192/1958 um yfirvinnu starfs- manna ríkisins. Telur stefnandi, að um þrjá möguleika sé að ræða við útreikning á yfirvinnu hans samkvæmt síðastnefndri reglugerð. Hver leiðin, sem valin sé við útreikninginn, leiði til þess, að hann hafi ekki að fullu fengið greitt fyrir nefnda yfirvinnu. Ekki hefur stefndi viljað á þetta sjónarmið fallast. Í máli þessu krefur stefnandi stefnda því um það, sem hann telur, að hann eigi inni hjá stefnda vegna nefndrar aukavinnu. Aðalkröfu sína byggir stefnandi á því, að fyrir yfirvinnu sína eigi hann laun, sem séu þannig út reiknuð: að deilt sé í árslaun hans, kr. 64.275.75, með 1218, sem eru þær vinnustundir, sem hann telur rétt að miða við. Tímakaupið þannig reiknað nemi kr. 52.77 og að viðbættu 50% álagi samkvæmt reglugerð nr. 192/1958 nemi yfirvinnukaupið þannig út reiknað kr. 79.i6. Síðastgreind tala margfölduð með yfirvinnustundafjöldanum 266 gerir kr. 21.056.56. Þegar frá síðastgreindri tölu er dregið það, sem stefnandi fékk greitt kr. 10.259.62, kemur út fjárhæð aðal- 118 kröfu stefnanda, kr. 10.796.94. Stundafjöldann 1218 fær stefn- andi þannig fram, að hann dregur lögboðna skólafrídaga á meðal ári frá 1296, sem hann kveður vera þann vinnustundafjölda, sem miðað sé við, þegar laun stundakennara séu reiknuð út samkvæmt 22. gr. launalaga og 1. gr. reglugerðar nr. 150/1956. Varakröfu sína fær stefnandi þannig fram, að hann deilir með kennslustundafjöldanum 1296 í föstu launin og kemur þá fram tímakaupið kr. 49.60 og með 50% álagi kr. 74.39 á kennslustund. Þessi síðastgreinda fjárhæð margfölduð með 266 gerir þá kr. 19.787.74, Eins og áður greinir, fékk hann greiddar kr. 10.259.62, og er mismunur þessara fjárhæða, kr. 9.528.12, varakrafan í málinu. Þrautavarakrafan er á því byggð, að ekki komi til að stefnandi og aðrir barnakennarar eigi að bera skarðari hlut frá borði en aðrir launþegar, er laun taka samkvæmt IX. launaflokki, sbr. reglugerð nr. 192/1958. Deila beri því í föstu árslaunin með 1800 og greiða síðan 50% álag á tímakaupið þannig reiknað. Samkvæmt því ætti tímakaupið að nema kr. 35.71 fyrir hverja stund og með 50% álagi kr. 53.56 fyrir hverja stund. Fyrir marg- nefndar 266 yfirvinnustundir beri honum því kr. 14.249.62. Hann fékk greiddar kr. 10.259.62. Er mismunurinn, kr. 3.990.00, því þrautavarakrafa stefnanda. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því, að á tímabilinu, sem stefnandi telur sér vangreidd kennslulaun, svo og bæði fyrr og síðar hafi verið greitt fyrir stundakennslu í barnaskólum Reykja- víkur sem og annars staðar á landinu samkvæmt 22. gr. launa- laga nr. 92/1955, sbr. reglugerð nr. 150/1956, 1. gr., hvort sem kennarinn hafi verið skipaður (settur) fastur kennari eða ein- ungis ráðinn til stundakennslu. Stundakennsla fastra kennara hafi því ekki verið talin yfirvinna í venjulegri merkingu þess orðs og um launagreiðslur farið samkvæmt því. Þessi skipun hafi um árabil verið viðurkennd af kennurum, þ. á m. stefn- anda. Stefnandi og aðrir kennarar hafi tekið að sér kennslu með þessum kjörum og tekið fyrirvaralaust við kennslulaunum sam- kvæmt því. Þegar af þessum ástæðum eigi að vísa stefnukröf- unum á bug. Kæmi hins vegar til greiðslu kennslulauna sam- kvæmt reglum um eftirvinnugreiðslur til starfsmanna ríkisins, yrði að reikna þau og greiða samkvæmt reglugerð um yfirvinnu starfsmanna ríkisins nr. 192/1958, en það svari til greiðslu sam- kvæmt þrautavarakröfu stefnanda. Er varakrafa stefnanda við það miðuð. 119 Réttargæzlustefndi hefur stutt sýknukröfu stefnda með þeim rökum, að ákvæði um, að laun stundakennara skuli vera sem næst 80% af launum fastakennara hafi verið óbreytt í lögum allt frá 1945, sbr. 32. gr. laga nr. 60/1945 um laun starfsmanna ríkisins, og fram að þeim tíma hafi reglan gilt í framkvæmd um langa hríð. Allan þennan tíma hafi ákvæðið verið skilið og framkvæmt þannig, að fastakennarar, sem kenna umfram skyldu- kennslu, hafi fengið greitt sama kaup og stundakennarar. Þess- um skilningi hafi aldrei verið mótmælt fyrr en nú með mál- sókn þessari af kennurum eða samtökum þeirra, enda engin furða, þegar á það sé litið, að ákvæði þetta sé komið í lög fyrir til- stilli kennara þeirra og skólamanna, sem setið hafi í launalaga- nefndum, og þá væntanlega í fyllsta samráði við eða að undir- lagi kennarasamtakanna. Tilgangurinn muni hafa verið sá, að gera hlut fastakennara betri og eftirsóknarverðari en hlut stunda- kennara. enda muni stundakennsla fastakennara þá hafa heyrt til undantekninga. Nú hafi hins vegar skipazt svo til, að margir fastakennarar hafi drjúga stundakennnslu og eigi þá allt í einu að snúa við blaðinu og krefjast þess, að fastakennarar skuli fá hærra stundakennslukaup en stundakennarar. Það megi að vísu færa rök fyrir því, að ósanngjarnt sé að greiða stundakennurum aðeins 80% af kaupi fastakennara. Almennt muni það algeng- ara, að lausastörf séu tiltölulega betur borguð en fastastörf, þar sem fastastörfunum fylgi meira atvinnuðryggi og önnur hlunn- indi, og eigi þetta ekki sízt við um ríkisstarfsmenn og sér Í lagi kennara. En það hafi verið, eins og áður segir, kennarar sjálfir, sem höfðu forgöngu um þá skipan mála, að stéttarbræð- ur þeirra, sem njóta minna atvinnuðryggis og hlunninda, skyldu einnig hafa lægra kaup fyrir sömu vinnu. Í tugi ára hafi fasta- kennurum síðan verið greitt sama kaup fyrir stundakennslu og stundakennurum. Það hafi alla tíð verið undirskilið, að reglu- gerðir um laun stundakennara, sbr. núgildandi reglugerð nr. 150/1956, tækju bæði til stundakennslukaups fastakennara og stundakennara. Þessi skilningur helgist því af mjög langri og óslitinni venju og með aðgerðarleysi sínu allan þennan tíma hafi kennarar firrt sig öllum rétti til að bera nú brigður á þenn- an skilning. Þessum skilningi og þessari framkvæmd verði ekki breytt nema með beinni lagabreytingu. Hvort sú lagabreyting sé sanngjörn, sé allt annað mál, sem ekki sé til umræðu. Þá megi á það benda, að óframkvæmanlegt og óverjandi sé að greiða fastakennurum og lausakennurum mismunandi laun fyrir ná- 120 kvæmlega sömu stundakennslustörf, enda muni all-algengt, að fastakennari í einum skóla sé stundakennari í öðrum, og ætti sá kennari þá að fá hærra kaup fyrir stundakennslu í þeim skóla, þar sem hann er fastakennari, en svo allt annað og lægra kaup í sams konar skóla, þar sem hann er einungis stundakennari. Á það hafi verið bent, að yfirvinnukaup samkvæmt reglugerð nr. 192/1958 um yfirvinnu starfsmanna ríkisins skuli miðað við 1800 klst. árlegan vinnutíma, en hins vegar teljist árlegur vinnu- tími barnakennara 1218 eða 1296 klst., og sé það álit sumra, að þessi staðreynd ein útiloki barnakennara frá að reglugerðin nái til þeirra, þótt annað kæmi ekki til. Að lokum megi á það benda, að stundakennsla fastakennara sé ekki venjuleg yfirvinna, heldur hafi kennarar almennt að eigin ósk gerzt stundakennarar og gengið inn í kjör stundakennara. Það muni ríkjandi regla, a.m.k. í Reykjavík, að kennarar biðji um aukakennslu. Hitt heyri til undantekninga, að þeir séu beðnir að taka hana að sér. Auk þess hafi dagvinnutími kennara aldrei verið ákveðinn og því sé tómt mál að tala um „eftirvinnu“. Af hálfu stefnanda er það að vísu viðurkennt, að allt frá árs- byrjun 1946 hafi það tíðkazt að greiða aukavinnu kennara með sömu launum og stundakennarar fá. Þetta telur stefnandi hins Vegar vera brot á launalögum og anda þeirra að greiða kenn- urum lægra kaup fyrir yfirvinnu en fastavinnu. Bendir stefn- andi sérstaklega á, að hér sé ekki um vinnusamninga að ræða einkaréttarlegs eðlis, heldur opinbers réttar. Framkvæmdarvald- ið hafi ekki vald til að breyta lögunum og ekki skipti máli, hvort stefnandi óskaði eftir vinnunni eða hann vann hana sam- kvæmt skipun yfirboðara. Þá mótmælir stefnandi því, að um aðgerðaleysi af hans hálfu hafi verið að ræða, þó að fram- kvæmdavaldið hafi reiknað skakkt út laun hans í þessu tilfelli. Við hinn munnlega málflutning lýstu lögmenn aðilja því yfir, að samkomulag væri um að ganga fram hjá nefnd þeirri, sen1 um ræðir í 25. gr. launalaganna nr. 92/1955. Með tilliti til þess, hve lagaákvæði þetta er að ýmsu leyti óljóst, meðal annars er ekkert tekið fram um það, hvort hægt sé að skjóta úrskurði nefndarinnar til æðri aðilja til breytinga, þá þykir mega á það fallast, að heimilt sé að ganga fram hjá nefnd þessari og leggja ágreiningsefnið beint fyrir hina almennu dómstóla, þegar báðir aðiljar eru á það sáttir. Þykir því ekki rétt að vísa málinu frá dómi ex officio, þó að það hafi ekki áður sætt úrlausn framan- greindrar nefndar. 121 Í 1. gr. reglugerðar nr. 192/1958 um yfirvinnu starfsmanna ríkisins segir meðal annars: „Skylt er starfsmönnum að vinna yfirvinnu, sem yfirboðar- ar telja nauðsynlega. Á laun fyrir yfirvinnu skal greiða 50—100% álag. Yfirvinnu- kaup skal ákveða með hliðsjón af föstum launum starfsmanns- ins, miðað við 1800 klst. árlegan vinnutíma.“ Í 17. gr. laga nr. 34/1946 um fræðslu barna segir, að kenn- ara sé skylt að kenna að jafnaði 36 kennslustundir á viku. Og í 21. gr. launalaganna nr. 92/1955 segir, að árslaun kennara sam- kvæmt 14. gr. laganna séu miðuð við 9 mánaða kennslutíma minnst. Í síðastgreindum tveim lagaákvæðum kemur að vísu fram, að heildar vinnustundafjöldi sá, sem stefnanda er skylt að vinna á ári hverju, nær ekki 1800 klst. En þrátt fyrir þetta þykir eðli- legast að líta svo á, að yfirvinnuþókun stefnanda beri að miða við 1800 klst. eins og í 1. gr. reglugerðarinnar nr. 192/1958 greinir, enda verður ekki talið, að ákvæði 22. gr. launalaganna, þar sem rætt er um stundakennara, eigi beint við stefnanda, sem er fastur kennari við áðurgreindan skóla. Yfirvinnukaup stefnanda þykir því bera að reikna á þann hátt, sem að framan er rakið um þrautavarakröfu stefnanda, og miða yfirvinnukaupið við kr. 53.56 eða samtals kr. 14.249.62 fyrir 266 klst., enda er útreikningur þessi ekki véfengdur. Eigi verður á það fallizt með stefndu, að stefnandi hafi, eins og á stendur, firrt sig öllum rétti til frekari greiðslna fyrir nefnda yfirvinnu með því að kvitta fyrirvaralaust við þeim greiðslum, sem hann fékk fyrir yfirvinnuna. Þá hefur stefndi ekki sannað, að stefnandi sé bundinn af þeirri venju, sem tíðk- azt hefur um greiðslu slíkrar yfirvinnuþóknunar. Samkvæmt þessu eru eigi efni til að taka aðalkröfu og vara- kröfu stefnanda til greina. En samkvæmt áður sögðu verður Þrautavarakrafa stefnanda tekin til greina, og verður stefnda dæmt að greiða stefnanda kr. 3.990.00 með vöxtum, eins og kraf- izt hefur verið. Eftir þessum úrslitum ber stefnda að greiða stefnanda máls- kostnað, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 1.600.00. Stefnandi hefur, eins og fyrr greinir, engar kröfur gert á hend- ur réttargæzlustefnda. Réttargæzlustefndi hefur krafizt máls- kostnaðar. Eigi eru efni til að taka þá kröfu til greina. Bjarni K. Bjarnason borgardómari kvað upp dóm þennan. 122 Dómsorð: Stefndi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði stefnanda, Steinari Þorfinnssyni, kr. 3.990.00 með 7% ársvöxtum frá 21. júní 1961 til greiðsludags og kr. 1.600.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa, að viðlagðri að- för að lögum. Miðvikudaginn 27. febrúar 1963. Nr. 1/1961. Sigurður Sigfússon (Ólafur Þorgrímsson hrl.) gegn Sigurði J. Guðmundssyni (Sveinbjörn Jónsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Ómerking málsmeðferðar og héraðsdóms. Dómur Hæstaréttar. Í máli þessu, sem skotið var til Hæstaréttar með stefnu 3. janúar 1961, er af hálfu áfrýjanda aðallega krafizt ómerk- ingar hins áfryjaða dóms og málsmeðferðar í héraði svo og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að ómerkingarkröfunni verði hrund- ið og áfrýjanda verði dæmt að greiða málskostnað í Hæstarétti. Fyrir Hæstarétti liggja ekki þau gögn um samband mál- flytjanda stefnanda í héraði og hins reglulega héraðsdóm- ara, er stýrði meðferð málsins til 3. nóvember 1959, að til úrlausnar komi, hvort ómerkja beri meðferð málsins frá upphafi. Þess ber og að geta, að Dómsmálaráðuneytið skipaði hinn 29. júlí 1960 annan lögfræðing til að halda fram frekari meðferð málsins, að því er virðist samkvæmt 2. mgr. 30. gr. laga nr. 85/1936, enda hafði hinn reglu- legi dómari eigi vikið dómarasæti. Í málinu var í héraði ávallt sótt þing af hálfu áfrýj- anda, unz málið var dómtekið 3. nóvember 1959 „með 123 fyrirvara“, eins og bókað er í þingbók. Við endurupptöku málsins 27. september 1960 hefur héraðsdómi láðzt að kveðja til áfrýjanda eða umboðsmann hans, en þann dag voru lögð fram ný skjöl í dóminum og vitni leitt. Verður því að ómerkja meðferð málsins frá téðum degi svo og hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu heim í hérað til lög- legrar meðferðar og dómsálagningar af nýju. Eftir atvikum þykir málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti eiga að falla niður. Það athugast, að ekki sést, að héraðsdómari hafi leið- beint ólöglærðum umboðsmanni áfrýjanda um málsmeðferð. Átelja ber óhæfilegan drátt á meðferð málsins í héraði og flutningi þess fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Meðferð máls þessa í héraði frá og með 27. septem- ber 1960 og hinn áfrýjaði dómur eiga að vera ómerk. Vísast málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar af nýju. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Sauðárkróks 4. október 1960. Mál þetta var dómtekið 3. nóvember f. á. og síðan endurupp- tekið 27. f. m. til frekari gagnaöflunar og tekið til dóms sam- dægurs. Málið er höfðað fyrir bæjarþingi Sauðárkrókskaupstaðar með stefnu, útgefinni 9. september 1959 af Sigurði J. Guðmunds- syni sjómanni, Skógargötu 6, Sauðárkróki, gegn Sigurði Sig- fússyni byggingarmeistara, Bogahlíð 16, Reykjavík, til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 80.000.00, kostnaðar vegna dómkvaðn- ingar matsmanna og matskostnaðar kr. 4.210.00 eða samtals kr. 84.210.00, auk 6% ársvaxta af þessari fjárhæð frá útgáfu- degi stefnu til greiðsludags og málskostnaðar að mati dómarans. Málið var þingfest 22. september 1959. Stefndi fékk frest til 13. október til að skila greinargerð og til gagnaöflunar og síðan framhaldsfrest til 27. s. m. Enn bað stefndi um frest, en er stefn- andi mótmælti því, að málinu yrði frestað að nýju, var það 124 atriði tekið til úrskurðar. Með úrskurði, uppkveðnum 3. nóvem- ber s.l, var stefnda synjað um frekari frest, og féll þar með niður þingsókn af hans hálfu í málinu. Málið verður því dæmt eftir framlögðum skjölum og skilríkjum samkvæmt ákvæðum 118. gr. laga nr. 85/1936. Með sérstakri umboðsskrá, útgefinni í dómsmálaráðuneytinu 29. júlí s.1., var Elías Elíasson fulltrúi skipaður til þess að fara með og dæma mál þetta; hefur hann síðan farið með málið og kveður upp dóm þenna ásamt meðdómsmönnunum Ingólfi Nikó- demussyni húsasmíðameistara og Kára Hermannssyni múrara- meistara. Málavextir eru þessir: Stefndi byggði húsið nr. 6 við Skógargötu á Sauðárkróki fyrir stefnanda og bróður hans, Helga Guðmundsson, sem nú er lát- inn. Mun þetta hafa verið á árunum 1948— 1950. Samkvæmt veðbókarvottorði á dskj. nr. 18 er stefnandi máls þessa nú einn eigandi hússins, Húsið er byggt eftir teikningu, er stefndi gerði sjálfur (sbr. dskj. nr. 5), og stóð hann fyrir byggingu þess. Er hér um að ræða tvílyft hús, 9X10 m að flatarmáli, kjallara- laust og með valmaþaki. Húsið er að mestu gert úr steinsteypu, að öðru leyti en því, að loft milli hæða, loft yfir efri hæð og þak svo og nokkrir innveggja eru úr timbri. Stefnandi heldur því fram, að fljótlega eftir að húsið var fullbyggt hafi tekið að bera á sprungum í innveggjum þess. Í fyrstu hafi verið talið, að hér væri um að ræða venjulegar múrsprungur, enda hafi stefndi látið í veðri vaka, að svo væri, er þetta var fært í tal við hann. Er tímar liðu og gallar hússins ágerðust og stefndi fékkst ekki til að bæta úr þeim, tók stefn- andi það til ráðs að rita bæjarfógetanum á Sauðárkróki brét þann 6. maí 1959, þar sem hann skýrði frá göllum hússins og taldi sig eiga kröfu um bætur á hendur stefnda vegna gallanna; beiddist hann dómkvaðningar tveggja óvilhallra manna til þess „að skoða og lýsa skemmdum á húsinu“ og „tilgreina, ef unnt reyndist, orsakir skemmdanna“ svo og „að meta til peninga- verðs, hvað það muni kosta að gera við skemmdirnar, þannig að húsið verði jafngott og þær hefðu ekki fram komið“. Til starfa þessa dómkvaddi bæjarfógeti þann 9. maí 1959 þá Ásgeir Valdimarsson byggingarverkfræðing og Svein Ásmundsson bygg- ingarmeistara. Kváðu þeir upp mat sitt þann 10. júní 1959, og voru umboðsmenn aðilja máls þessa viðstaddir, er mat fór fram. Lýsa matsmenn húsinu svo m. a.: 125 see. Á innveggjum í austurhluta hússins eru hins vegar mikl. ar sprungur, sumar það víðar, að sjá má á milli herbergja. Gólfið hallar einnig allmikið á neðri hæð og nokkuð á þeirri efri. „22. Við athugun kom í ljós, að 8—10 cm holrúm var undir plötu og innvegg 1 við gat a (sjá dskj. nr. 5), en við gat b reynd- ist holrúm undir veggi 1 og 2 nokkru minna 4—6 cm, .... Undir innvegg 1, sem er annar aðalburðarveggur hússins, var hvorki sökkull eða grunnplata. Við hallamælingar, sem gerðar voru á gólfi neðri hæðar, reyndist gólfið halla allt að punkti c, við reykháf og bak við stiga, sem svarar um 6—" em frá út- veggjum .... Sprungum á neðri hæð er þannig háttað, að bæði er um að ræða sprungur, sem liggja upp og niður veggina og hallar þeim, svo að fjarlægð þeirra frá útveggjum verður meiri eftir því sem fjær dregur gólfi, en einnig eru þar láréttar sprung- ur í veggjarhlutum, sérstaklega milli dyraopa. Af framanrituð- um ummerkjum virðast umræddar skemmdir á húsinu stafa af því, að reykháfur hússins hefur sigið um 6—"7 cm af þunga sín- um niður í grunninn og dregið með sér aðra hluta hússins, gólf- plötur og innveggi, er slitnað hafa sundur, ýmist við útveggi eða á veggjum. Virðast flestar sprungurnar stafa út frá sigi reykháfsins ...., en hvort uppfyllingin eða reykháfurinn séu nú fullsigin er ógerlegt að fullyrða. Orsakir eins og óeðlilegur vatnsagi í grunni, ófullnægjandi frágangur á grunni, t. d. ef grasrót hefur verið skilin eftir, er fyllt var í grunninn o. fl. geta valdið því, að sig getur enn haldið áfram. Af þeim sökum getum við ekki metið til peningaverðs, hvað kosta muni að gera við skemmdirnar, þannig að húsið verði jafngott sem þær hefðu ekki komið fram, enda verður ekki fyrirbyggt, að slíkt komi fyrir að viðgerð lokinni, nema á þann eina veg, að tryggt sé að reykháf og innveggjum sé komið á jafnfastan jarðveg og útveggir eru nú á með nauðsynlegum grunnplötum eftir útreikn- ingi verkfræðings ....“ Matsmennirnir hafa þannig rækilega lýst göllum hússins og bent á orsakir þeirra að svo miklu leyti, sem þeim var unnt. Áætluðu þeir kostnað við að bæta úr göllunum, að viðbættum öðrum óhjákvæmilegum kostnaði því samfara, kr. 80.000.00. Dómararnir hafa skoðað umrætt hús og kynnt sér matsgerð- ina ítarlega. Samkvæmt því, sem hér að framan hefur verið rakið, eru fullar sönnur að því leiddar, að mikil missmíð hafi verið á undir- 126 stöðum hússins og því fari fjarri, að frágangur undir gólfplötu neðri hæðar fullnægi byggingarsamþykkt Sauðárkróks. Stefnda, sem er húsasmíðameistari og hafði á hendi yfirum- sjón með byggingu hússins, bar að sjá svo um, að við gerð þess væri í einu og öllu farið eftir gildandi byggingarsamþykkt, enda verða menn að geta treyst því, að byggingameistarar, sem taka að sér að sjá um byggingu húsa, ræki þessa skyldu sína. Þessa skyldu hefur stefndi stórlega vanrækt, með því að sjá ekki svo um, að tilhlýðilega væri frá undirstöðum hússins gengið. Fyrir því verður að telja hann bera fébótaábyrgð gagnvart stefnanda vegna framkominna galla á oftnefndu húsi. Liggur þá næst fyrir að ákvarða fjárhæð bótanna. Matsupp- hæðin er ósundurliðuð í sjálfri matsgerðinni. Gerðar voru ráð- stafanir til þess að fá matsmennina fyrir dóm til þess að gefa nánari skýringu á þessu atriði. Reyndist þá annar þeirra, Ásgeir Valdimarsson byggingarverkfræðingur, fluttur búferlum af land- inu, en hinn matsmaðurinn, Sveinn Ásmundsson byggingarmeist- ari, hefur skýrt svo frá fyrir dómi, að matsupphæðin sé byggð upp úr ýmsum liðum, sem þeir matsmennirnir hafi reiknað með, en gögnin varðandi þá sundurliðun sé í vörzlu Ásgeirs Valdi- marssonar. Sveinn hefur sundurliðað matsupphæðina eftir minni og lagt fram sem dskj. nr. 19. Hinir sérfróðu meðdómendur hafa kynnt sér þessa sundurliðun og samanborið við matsgerð- ina og fyrrgreinda skoðun á húsinu telja þeir matsupphæð- ina sízt of hátt áætlaða. Samkvæmt þessu ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda kr. 80.000.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 9. sept. 1959 til greiðsludags. Rétt þykir, sbr. 175. gr. laga nr. 85/1936, að kostnaður við dómkvaðningu matsmanna og mats- kostnaður sé reiknaður með öðrum málskostnaði, sem þykir hæfi lega ákveðinn kr. 13.000.00. Dómsorð: Stefndi, Sigurður Sigfússon, greiði stefnanda, Sigurði J. Guðmundssyni, kr. 80.000.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 9. september 1959 til greiðsludags og kr. 13.000.00 í máls- kostnað. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 127 Föstudaginn Í. marz 1963. Nr. 44/1962. Þorbergur P. Sigurjónsson f. h. Bílabúðarinnar gegn Birni H. Guðmundssyni. Mál hafið. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Er mál þetta kom fyrir dóm í dag, var þess krafizt af hálfu áfrýjanda, að málið yrði hafið. Af hálfu stefnda var sótt dómþing og krafizt ómaksbóta. Samkvæmt þessu verður mál þetta hafið og stefnda dæmd- ar ómaksbætur úr hendi áfrýjanda, kr. 1500.00. Dómsorð: Mál þetta er hafið. Áfrýjandi, Þorbergur P. Sigurjónsson f. h. Bílabúð- arinnar, greiði stefnda, Birni H. Guðmundssyni, kr. 1500.00 í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. 128 Föstudaginn 1. marz 1963. Nr. 129/1961. Edda Aðalsteinsdóttir gegn Kjartani Friðbjarnarsyni £. Co., umboðs- og heildverzlun. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Edda Aðalsteinsdóttir, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hún vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Miðvikudaginn 6. marz 1968. Nr. 87/1962. Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs (Sigurður Ólason hrl.) gegn Landsbanka Íslands, Ísafirði (Einar B. Guðmundsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Lárus Jóhannesson, Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðsson og Þórður Eyjólfsson og prófessor Theodór B. Líndal. Skýring á ákvæðum tryggingabréfa um mynt. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 6. júní 1962 og krafizt þess, „að hinum áfrýjaða úrskurði verði hrundið og breytt þannig, að við uppboðs- uppgjöf fiskiðjuvers Ísfirðings h.f. verði eftirstöðvar kröfu ríkissjóðs samkvæmt tryggingarbréfum, dagsettum 6. júní 1956 og 4. september 1957, reiknaðar með gengi svissneskra franka og vesturþýzkra marka á uppboðsdegi, 29. janúar 129 1962. Ennfremur, að stefndi verði dæmdur til þess að greiða málskostnað fyrir báðum réttum eftir mati Hæstaréttar.“ Stefndi hefur krafizt þess, „að hinn áfrýjaði úrskurður verði staðfestur, þó með þeirri breytingu, að við reiknings- skil vegna uppboðs á fiskiðjuveri Ísfirðings h.f., er fram fór 29. janúar 1962, verði kröfur ríkissjóðs samkvæmt trygg- ingarbréfum, dags. 6/6 1956 og 4/9 1957, gerðar upp með kr. 1.200.000.00, auk 6,5% vaxta frá 1/6 1958 til uppboðs- dags og kr. 750.000.00, auk 7% ársvaxta frá 1/6 1958 til uppboðsdags“. Þá krefst hann og málskostnaðar fyrir Hæsta- rétti úr hendi áfrýjanda eftir mati Hæstaréttar. Nokkur ný skjöl hafa verið lögð fram í Hæstarétti. Í tryggingabréfum þeim, sem ágreiningur er um í máli þessu, er upphæð þeirra eingöngu tekin fram í íslenzkum krónum og er ekkert í texta þeirra, sem bendi sérstaklega til, að þau hafi verið gefin út til að tryggja ábyrgð á skuld í erlendum gjaldeyri. Það ber því að staðfesta hinn áfrýjaða úrskurð með þeirri breytingu, sem felst í kröfugerð stefnda fyrir Hæstarétti, enda er hún til hagsbóta fyrir áfrýjanda. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 55.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði uppboðsréttarúrskurður á að vera óraskaður að öðru leyti en því, að upphæð síðarnefnds tryggingarbréfs ákveðst kr. 750.000.00 í stað kr. 589.- 016.65. Áfrýjandi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði stefnda, Landsbanka Íslands, Ísafirði, kr. 55.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti. Úrskurður uppboðsréttar Ísafjarðar 2. júní 1962. Ár 1962, laugardaginn 2. júní, var í uppboðsrétti Ísafjarðar, sem haldinn var í bæjarfógetaskrifstofunni af Jóh. Gunnari 9 130 Ólafssyni bæjarfógeta, kveðinn upp úrskurður í máli þessu, sem tekið var til úrskurðar 25. maí s.l. Með sölugerningi, sem fór fram mánudaginn 29. janúar s.l,, varð fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs hæstbjóðandi í fiskiðju- ver Ísfirðings h.f., Ísafirði, með boð að upphæð kr. 13.800.000.00. Umboðsmaður ríkissjóðs gerði kröfu til útlagningar til umbjóð- anda síns sem ófullnægðs veðhafa, ef svo stæði á. Uppboðshald- ari lýsti yfir, að hann samþykkti þetta boð. Áður en sölugerðin fór fram, lýsti umboðsmaður Landsbanka Íslands því yfir, að hann mótmælti öllum lýstum kröfum. Með bréfum, dags. 30. apríl og 10. maí s.l. til uppboðshald- ara, krafðist fjármálaráðuneytið þess, að tvö veðskuldabréf, nán- ar tilgreind, verði við reikningsskil um uppboðið umreiknuð eftir núverandi gengi á svissneskum frönkum og þýzkum mörkum. Þessu hefur Landsbanki Íslands mótmælt. Ágreiningsefni þetta var síðan 25. maí s.l., eftir að gagna- öflun var lokið, tekið til munnlegs flutnings og honum lokn- um til úrskurðar. Í máli þessu hefur sóknaraðili gert þær kröfur, að eftirstöðvar skuldabréfa á dómsskj. nr. 60 og 62, verði við „uppboðsuppgjör“ fiskiðjuvers Ísfirðings h.f. reiknaðar á núverandi gengi sviss- neskra franka, kr. 997.46 og þýzkra marka, kr. 1.076.82. Ennfremur hefur hann krafizt málskostnaðar eftir mati rétt- arins. Umboðsmaður Landsbanka Íslands hefur gert þær kröfur í málinu, að við uppboðsuppgjör fiskiðjuvers Ísfirðings h.f. verði krafa ríkissjóðs samkvæmt veðbréfi, dags. 6.6. 1956, lækkuð í kr. 1.200.000.00, auk 6.5% vaxta frá 1.6. 1958 til uppboðsdags og að krafa samkvæmt veðbréfi, dags. 4.9. 1957, verði lækkuð í kr. 750.000.00 -— afborganir Ísfirðings h.f. kr. 160.983.35 == kr. 589.016.65, auk 7% ársvaxta frá 1.6. 1958 til uppboðsdags og að fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs verði gert að greiða máls- kostnað samkvæmt mati réttarins. Sáttaumleitun reyndist árangurslaus. Málavextir eru þessir: Með tryggingarbréfum, dags. 6. júní 1956, að upphæð kr. 1.200.000.00 og 4. september 1957, að fjárhæð kr. 750.000.00, setti Ísfirðingur h.f. ríkissjóði að veði fiskiðjuver sitt við Suðurgötu á Ísafirði með 1. veðrétti samhliða 8 öðrum veðsetningum til ríkissjóðs til tryggingar lánum hjá Framkvæmdabanka Íslands samkvæmt skuldabréfum, dags. 6. júní 1956 og 3. september 1591 1957, Var hér um ríkisábyrgð að ræða í báðum tilfellunum sam- kvæmt heimild í 22. gr. XVI. fjárlaga fyrir 1956 og 22. gr. XIII. fjárlaga fyrir 1957. Í texta bréfanna er hvergi á það minnzt, að um erlend lán hafi verið að ræða og skuldarupphæðin aðeins tilfærð í Íslenzk- um krónum. Taxtinn er að öðru leyti eins og tíðkast um trygg- ingarbréf. Við samanburð á myndum þeim af bréfum þessum, sem lagðar hafa verið fram af umboðsmanni ríkissjóðs, og eintökum veð- málabóka embættisins, kemur í ljós, að myndin á dómskj. nr. 60 er af óstaðfestu afriti af tryggingarbréfinu. Í veðmálabók- inni er eiginhandar rit umboðsmanns Ísfirðings h.f. og tveir vottar, en á ljósmyndinni eru engir vottar og nafn Ásbergs Sigurðssonar ritað af öðrum. Ljósmyndin af dómsskj. nr. 62 er eins og eintak veðmála- bókar, að því undanskildu, að enginn vottur er á því eintaki, en einn vottur á ljósmyndinni. Tryggingarbréfin voru síðan send bæjarfógetaskrifstofunni á Ísafirði til fyrirfram innritunar og þinglýsingar og fór sú inn- ritun fram 16. júní 1956 á dómskj. nr. 60, og var skjalið auð- kennt Lítra LXI, nr. 35, en þinglýsing fór fram 31.7. 1956, en á dómskj. nr. 62 6. nóvember 1957, og var það auðkennt Lítra LXV, nr. 148, en það var þinglesið 10. marz 1958. Á árinu 1960 lenti Ísfirðingur h.f. síðan í vanskilum með greiðsl- ur og afborganir vaxta af þeim lánum, sem ríkissjóður hafði ábyrgzt fyrir félagið, og gerði Framkvæmdabanki Íslands kröfu til, að ríkissjóður innti þær greiðslur af hendi, og gerði hann það. Með bréfi, dags. 26. apríl 1960, krafðist fjármálaráðuneytið þess, að fiskiðjuver félagsins við Suðurgötu á Ísafirði yrði sam- kvæmt heimild í tryggingarbréfum tekið til nauðungarsölu, ásamt tilheyrandi, til fullnustu kröfu ríkissjóðs kr. 699.582.25, auk 11% vaxta frá 26. apríl, auk kostnaðar. Auglýsing um nauðungaruppboðið var síðan gefið út 22. júni 1960 og hirt í Lögbirtingarblaðinu nr. 67, 73 og 79/1960, og átti það að fara fram föstudaginn 12. ágúst 1960, kl. 13.30. Upp- boðinu var síðan frestað þar til 29. janúar 1962, að sala fór fram, eins og áður greinir. Umboðsmaður fjármálaráðherra hefur með þessum hætti rök- stutt kröfur ríkissjóðs: Þegar tryggingarbréfin, sem þessi deila er risin af, voru gerð, hafði gengi íslenzkrar krónu verið stöðugt um langt skeið og 152 ekki vitað um, að neinar breytingar væru í vændum. Á þeim tíma hefðu því upphæðir bréfanna verið réttilega tilfærðar í Íslenzkri mynt. Hins vegar hefði mátt segja, að réttara hefði verið að taka jafnframt upp í tryggingarbréfin hinar útlendu fjárhæðir lánanna, en þetta ætti þó ekki að koma að sök, þar sem í tryggingabréfunum væri beint tekið fram, að veðsetningin væri til „tryggingar ríkisábyrgð fyrir hinum nákvæmlega til- greindu skuldabréfum, dagsetningar þeirra tilteknar, sem og hver lánveitandinn væri“. Síðari lánveitendur, sérstaklega þó þegar um væri að ræða lánsstofnanir, sem væru að lána milljónafjárhæðir til fyrirtæk- isins gegn veði á eftir ríkissjóði, hlytu því að kynna sér efni og skilmála lána þeirra og lánsskjala, sem væri á undan í veð- röðinni, hvað skuldabréfin væru til langs tíma og önnur atriði, sem gætu haft áhrif á áhættu lánsstofnunarinnar sem síðari veðhafa, t. d. gengisákvæði og þvílíkt. Veðbótarvottorð eitt út af fyrir sig gæti ekki verið einhlítt til upplýsinga í þessum efnum. Samkvæmt þessu hlyti því Landsbankinn að hafa kynnt sér umrædd lán og greiðslukjör þeirra og þannig gengið úr skugga um, að þau væru með gengisklásúlu og ættu því að greiðast í erlendri mynt. Samkvæmt tryggingarbréfunum hefði bankan- um verið kunnugt, að ríkissjóður hafði tekið fulla ábyrgð á lánunum og þá hefði legið í augum uppi, að veðtrygging rík- isins hefði einnig náð til gengishækkunar. Í tryggingarbréfun- um væri beint vitnað í skuldabréfin sjálf til upplýsingar um efni og umfang veðsetningarinnar og tæki ákvæði bréfanna af öll tvímæli. Ef Landsbankinn vildi nú halda því fram, að veð- setningar ríkisins samkvæmt tryggingarbréfunum nái ekki til sengishækkananna, gæti hann ekki verið bona fide, hvorki þá né nú. Hann virtist ekki hafa lagt neitt sérstakt upp úr fjár- hæðunum (1200 þús. kr. og 750 þús. kr.), þar sem þeirra væri ekki getið í veðbréfi Landsbankans næst á eftir. Ef Landsbank- inn hefði hins vegar talið þinglýsingu (veðsetningu) ríkissjóðs ófullnægjandi eða gallaða, gæti hann ekki borið það fyrir eftir á, nema að hafa fyrst gert þinglýsingardómara og/eða ráðuneyt- inu aðvart til þess að úr yrði bætt. Þetta leiddi af almennum reglum um eðli þinglýsinga. Þá hefur umboðsmaðurinn haldið því fram, að bankanum hafi verið fullkunnugt um þessi tvö erlendu lán, þar sem hann hafi frá fyrstu tíð verið viðskiptabanki Ísfirðings h.f. og jafnan 133 fylgzt með fjárreiðum félagsins og bókhaldi, þ. á m. lántökum þess í erlendri og innlendri mynt. Þá hefur hann haldið því fram, að samkvæmt núgildandi regl- um sé það algert skilyrði í þessu tilfelli, að Landsbankinn hafi verið grandlaus um þau réttindi ríkissjóðs (þ. e. tryggingarveð- rétt fyrir hugsanlegum gengishækkunum), sem hann vilji nú láta þoka fyrir sínu veði. En slíkt grandleysi sé ekki fyrir hendi. Ef bankinn vildi bera það fyrir, að hann hafi skilið tryggingar- bréfin þannig, að ríkissjóður hafi með vilja fallið frá trygg- ingarveði fyrir ofannefndum hluta ríkisábyrgðarkröfunnar, þá væri það fjarstæða, enda slík staðhæfing ekki sett fram í góðri trú. Loks mætti á það benda, að sú málsafstaða bankans, að ætla að nota sér þá ónákvæmni í þinglýsingarforminu, sem segja mætti að hér hefði orðið, fengi engan veginn samrýmzt. heiðar- leikareglunni í 32. grein samningalaga nr. 7/1936, enda yrði að sjálfsögðu að gera ríkari kröfur í slíkum efnum, þegar sjálf- ur þjóðbankinn ætti í hlut. Umboðsmaður Landsbanka Íslands hefur á eftirfarandi hátt rökstutt kröfur sínar: Áður en uppboðið á fiskiðjuverinu fór fram, rannsakaði hann tryggingarbréf í veðmálabókum embættisins hér, sem hvíldu á fiskiðjuverinu, til þess að reyna að ákvarða, hversu há væri hin veðtryggða krafa ríkissjóðs. Kröfulýsingum ríkissjóðs við uppboðið var þannig háttað, að ekki var hægt að gera sér grein fyrir hve hárri fjárhæð þær námu, Samkvæmt yfirliti, sem uppboðshaldari lagði fram, námu þær kr. 3.331.313.95, en sam- kvæmt afriti af viðskiptareikningi Ísfirðings h.f. hjá ríkisbók- haldinu kr. 1.594.124.54. Samkvæmt veðbókarvottorði var hin veðtryggða krafa ríkissjóðs upphaflega kr. 7.800.000.00. Niður- staða rannsóknar umboðsmannsins varð sú, að krafa ríkissjóðs væri kr. 8.665.098.26, þar með taldir vextir. Þá leiddi rannsóknin það í ljós, að þrjú af veðbréfum ríkis- sjóðs voru til tryggingar ábyrgð á erlendum lánum, sem Ísfirð- ingur h.f. hafði tekið á árunum 1956 og 1957. Eitt þessara bréfa, dags. 17.5 1957, var til tryggingar ábyrgð á láni að fjárhæð kr. 250.000.00 eða 66.487.36 svissneskum frönkum. Á veðbókarvottorðum var lán þetta talið vera í Íslenzkum krónum, þótt efni þess gæfi tilefni til að álykta, að það væri Í raun og veru til tryggingar ábyrgð á erlendri fjárhæð. Tvö af þessum bréfum, einmitt þau, sem hér er deilt um, eru til tryggingar ábyrgð á kr. 1.200.000.00, dags. 6.6. 1956, og kr. 134 750.000.00, dags. 4.9. 1957. Í þessum bréfum er ekkert, sem gefur til kynna, að þau séu til tryggingar ábyrgð á erlendum lán- um. Þvert á móti séu þau að efni til samhljóða öllum veðbréf- um ríkissjóðs, sem eru til tryggingar lánum í Íslenzkum krónum. Á 1. veðrétti séu 15 lán. Þótt tekið sé fram í veðbréfunum, að lánið, sem ríkissjóður ábyrgist, sé tekið hjá Framkvæmdabanka Íslands, þá gefi það ekki tilefni til að ætla, að um erlent lán sé að ræða, heldur þvert á móti. Næst á undan fyrra veðbréf- inu, dómsskj. nr. 60, sé þinglýst 4 veðbréfum til tryggingar ábyrgð ríkissjóðs fyrir lánum hjá Framkvæmdabankanum og séu þau öll í íslenzkum krónum. Yngst þeirra bréfa sé frá 2. maí 1956 eða einum mánuði eldra en bréfið á dómskj. nr. 60. Einnig gefi það ríka ástæðu til að ætla, að veðbréfin á dóms- skj. nr. 60 og 62 sé eingöngu til tryggingar lánum í íslenzkum krónum, að eftir að því fyrra sé þinglýst, sé þinglýst bréfi, sem gefi ástæðu til að ætla að það sé til tryggingar ábyrgð á erlendu láni og tæpum fjórum mánuðum síðar en síðara bréfinu sé þing- lýst. En það sé að öllu leyti hliðstætt fyrra bréfinu. Landsbankinn hefði hlotið samkvæmt þessum rannsóknum að álykta, að ríkissjóður hefði annaðhvort á annan hátt tryggt sig gegn gengisáhættu en með veði í fiskiðjuverinu eða þá ekki skeytt um að tryggja sig frekar, sem var heldur ósennilegt, þar sem gengi íslenzku krónunnar hafði á undanförnum árum farið sílækkandi, og þar sem tíðkazt hefur um langan tíma í viðskipt- um, að veðbréf til tryggingar erlendum lánum tilgreindu ávallt þá mynt, sem greiðslan átti að miðast við. Þetta ætti öllum að vera ljóst og ekki sízt ríkissjóði Íslands. Lögvernd sjálfsvörzlu- veðs í fasteign byggist að mestu leyti á þinglýsingunni. Til þess að veð njóti fullkominnar lögverndar, verði að skjalfesta öll þau atriði, sem ætlað er að veðið tryggi, svo að þinglýsingin veiti þá vernd, sem til er ætlazt. Það skipti síðari veðhafa miklu, að þeir geti treyst efni þing- lýstra skjala og hafi íslenzk lög ákvæði til tryggingar því, að réttur þeirra rýrni ekki umfram það, sem þeir máttu ætla, sbr. lög nr. 23/1901. Síðari veðhafar hljóti því að eiga rétt á að geta treyst því, að þinglýst skjal njóti ekki frekari réttar en þar er til greindur. Af þessu leiði, að ef fyrri veðhafi geti vænzt þess, að krafa hans hækki í íslenzkum krónum vegna breytingar á gengi, þá verði hann að þinglýsa þessu atriði, Ef þess væri ekki talin þörf, þá 135 gætu menn ekki lengur treyst veðmálabókum og þinglýsingin þar með gerð svo til tilgangslaus og lögvernd kippt undan þýð- ingarmestu tryggingu fjármálalífsins, sjálfsvörzluveði í fasteign. Þá benti umboðsmaður á það, að þessi tryggingarbréf væri að öðru leyti gölluð, er sýndi ónákvæmni í vinnubrögðum, umboði útgefanda væri ekki þinglýst og ekki gætt ákvæða um votta. Þá hefur umboðsmaðurinn haldið því fram, að Landsbankan- um hefði ekki getað verið kunnugt um, að veðréttir ríkissjóðs í fiskiðjuverinu væri til tryggingar gengisáhættu hans vegna erlendra lána, þegar hann tók við veðsetningu Ísfirðings h.f. Enginn vafi sé á um grandleysi bankans, þegar veðsetningarnar til hans fóru fram. Við munnlegan flutning málsins hélt umboðsmaður Lands- bankans því fram, að það réði úrlitum í þessu máli, hvaða gildi þinglýsingin hefði. Menn ættu að geta séð af veðmálabókum, hvað hvíldi á fasteign. Loks hefur umboðsmaður Landsbank- ans haldið því fram, að samkvæmt efnahagsreikningi hefði ekki verið hægt að sjá, hversu há einstök lán væru, sökum þess að þar væru færð í heild lán hvers lánardrottins, hversu mörg sem þau væru. Bókhaldari félagsins var leiddur sem vitni í málinu. Hann skýrði frá því, að frá því fyrsta að félagið hóf starfsemi sína hefði Landsbankinn verið viðskiptabanki þess og jafnan fylgzt með fjárreiðum þess og lántökum bæði í innlendri og erlendri mynt og fengið árlega reksturs- og efnahagsreikning félagsins og hefði samkvæmt þeim fylgzt með því, hvernig einstök lán stæðu. Vitnisburðurinn var tekinn gildur sem eiðfestur, en mótmælt. Það er upplýst í máli þessu, að veðskjöl þau, sem deilan er risin út af, hafa engin ákvæði í texta, sem að því lúta, að um erlend lán væri að ræða. Skuldarupphæðirnar eru þar til færðar í íslenzkum krónum og aðeins vitnað til skuldabréfs til lánveit- andans, Framkvæmdabanka Íslands. Annars eru tryggingarbréf- in samhljóða þeim veðskjölum, sem fjalla um íslenzk lán fyrir- tækisins. Umboðsmaður fjármálaráðherra hefur skýrt frá því, að trygg- ingin hafi verið sett fyrir erlendum lánum og sé um mistök að ræða af hálfu ráðuneytisins, hafi fallið niður ákvæði um það, að veðið ætti einnig að trygggja gengisbreytingar, vegna þess að lánin hefðu verið erlend, svissneskir frankar og þýzk mörk. 136 Hér kemur því til álita, hvert gildi þinglýsingin eigi að hafa og eins hitt, hvort tryggingarskjölin gáfu eða gefi tilefni til að ætla, að um erlend lán væri að ræða að baki þeim. Eins og áður getur, rannsakaði umboðsmaður Landsbankans þinglýst veðskjöl áhvílandi fiskiðjuverinu, áður en uppboð á því fór fram og við niðurstöðu þeirrar rannsóknar miðaði hann boð sín. Komst hann að þeirri niðurstöðu, að hin umdeildu lán væri samkvæmt efni tryggingarbréfanna í íslenzkum krónum. Bauð hann í eignina, eins og hann taldi að nægja mundi til þess að kröfur Landbankans greiddust af uppboðsverðinu. Sé á hinn bóginn gert ráð fyrir, að hin umdeildu lán séu gjaldeyrislán, virð- ist augljóst samkvæmt framlögðum gögnum, að ekki greiðist það lán bankans, sem hvílir á 6. veðrétti, enda nemi veð á undan því um kr. 13.800.000.00. Ríkissjóður hefur að vísu ekki lagt fram yfirlit um skuldir þær, er hann á veðtryggðar í fiskiðjuverinu, og verður því tölu- leg hlið málsins ekki gerð upp með nákvæmni. Í málinu hefur ekkert það komið fram, er styrki þá fullyrð- ingu umboðsmanns fjármálaráðherra, að bankinn hafi ekki verið í góðri trú. Veðbókarvottorðið og þinglesin skjöl gáfu ekki til- efni til að ætla, að umdeild lán væru gjaldeyrislán og ekki held- ur efnahagsreikningur Ísfirðings h.f. Dómarinn verður að fallast á það, að þinglýsingin skipti hér meginmáli og að öðru í höfuðatriðum á rökstuðning umboðs- manns Landsbankans. Samkvæmt því verða úrslit málsins þau, að taka ber til greina kröfur umboðsmanns Landsbanka Íslands, þó þannig, að rétt Þykir að málskostnaður falli niður. Því úrskurðast: Við reikningsskil vegna uppboðs á fiskiðjuveri Ísfirð- ings h.f, skulu kröfur ríkissjóðs samkvæmt tryggingarbréf- um, dags. 6.6. 1956 og 4.9. 1957, gerðar upp með kr. 1.200.- 000.00, auk 6.5% vaxta frá 1.6. 1958 til uppboðsdags og kr. 589.016.65, auk 7% ársvaxta frá 1.6. 1958 til uppboðs- dags, eins og um lán í íslenzkum krónum væri að ræða. Málskostnaður falli niður. 137 Mánudaginn 11. marz 1963. Nr. 112/1962. Árni Guðmundsson (Jón N. Sigurðsson hrl.) gegn Valdimar K. Jónssyni (Sveinbjörn Jónsson hrl.) og gagnsök. Dómendur: hæstaréttardómararnir Lárus Jóhannesson, Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðsson og Þórður Eyjólfsson og prófessor Theodór B. Líndal Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 6. september 1962, að fengnu áfryjunarleyfi 5. s. m., og gert þær réttarkröfur, að gagnáfrýjandi verði dæmdur til að greiða honum kr. 6.600.00 með 6% ársvöxtum frá 15. maí 1957 til greiðsludags og málskostnað fyrir héraðs- dómi og Hæstarétti að mati Hæstaréttar. Gagnáfrýjandi hefur gagnáfrýjað málinu með stefnu 14. september 1962 og krafizt þess aðallega, að hann verði sýkn- aður af öllum kröfum aðaláfrýjanda, en til vara, að fjár- hæð sú, sem krafizt er, verði lækkuð að mati réttarins. Hann krefst og málskostnaðar úr hendi aðaláfrýjanda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Svo sem segir í hinum áfrýjaða dómi, afsalaði gagnáfrýj- andi aðaláfrýjanda hluta af húseigninni nr. 41 við Barma- hlíð hér í bæ 15. maí 1957, og er tekið fram í afsalinu: „Sérbíilskúrsréttindi á lóðinni fylgja með í kaupunum.“ Af gögnum málsins og málflutningi má ráða, að gagn- áfrýjandi hafi skuldbundið sig til að afsala aðaláfrýjanda eignarhluta þessum fyrir 1. júlí 1956, en ekki getað staðið við það, og greiddi aðaláfryjanda kr. 40.000.00 í skaðabæt- ur 12. júlí 1956 af þeim sökum. Umræddan eignarhluta keypti gagnáfrýjandi af Ástu Jón- asdóttur og Skúla Guðmundssyni, og er afsal þeirra til hans fyrir honum dagsett 13. febrúar 1957. 138 Í vottorði byggingarfulltrúans í Reykjavík, dags. 4. júní 1957, segir svo: „„.... Á fundi byggingarnefndar 13/10 1955 var samþykkt að endurnýja byggingarleyfi fyrir bílskúr úr steini á lóðinni nr. 41 við Barmahlíð. Stærð: 24,5 ferm. Umsækjandi var Ásta Jónasdóttir, Barmahlíð 41 ....“ Af vottorði þessu má ráða, að Þbilskúrsréttindi hafi fylgt eignarhluta þeim í Barmahlíð 41, sem gagnáfrýjandi keypti af Ástu Jónasdóttur og Skúla Guðmundssyni, og að þau hafi verið í fullu gildi, þegar gagnáfrýjandi átti að afsala aðaláfrýjanda eignarhlutanum, en verið fallinn niður sam- kvæmt 14. mgr. 4. gr. byggingarsamþykktar fyrir Reykja- vik nr. 195/1945, þegar afsalið til aðaláfrýjanda fór fram. Engin ástæða er þó til að ætla, að byggingarleyfi þetta hefði ekki fengizt endurnýjað, ef aðaláfrýjandi hefði sótt um það til byggingarnefndar, en hann gerði engan reka að því að sækja um byggingarleyfi fyrir bílskúr á lóðinni fyrr en síðla árs 1960 eða í ársbyrjun 1961, og var það leyfi veitt 12. janúar 1961 og Þbilskúr reistur sumarið 1962 eftir uppkvaðningu hins áfrýjaða dóms. Það er því ekki sannað, að aðaláfrýjandi hafi orðið fyrir neinu tjóni, sem gagnáfrýjandi beri ábyrgð á, og ber því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm að niðurstöðu til. Eftir þessum úrslitum ber að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 6.500.00. Dómsorð: Gagnáfrýjandi, Valdimar K. Jónsson, á að vera sýkn af kröfum aðaláfrýjanda, Árna Guðmundssonar, í máli þessu. Aðaláfrýjandi, Árni Guðmundsson, greiði gagnáfrýj- anda, Valdimar K. Jónssyni, kr. 6.500.00 í málskostn- að í héraði og fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. 139 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 19. maí 1962. Mál þetta var tekið til dóms 11. þ. m. Það var höfðað með stefnu, sem birt var 5. marz 1959. Stefnandi er Árni Guðmunds- son málarameistari, Barmahlíð 41, hér í borg, en stefndi er Valdi- mar K. Jónsson, Stigahlíð 4. „ Stefnandi hefur lækkað kröfu þá, sem gerð var í stefnu, og liggur nú fyrir að dæma um skaðabótakröfu að fjárhæð kr. 6.600.00, auk 6% vaxta p.a. frá 15. maí 1957 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar, þar á meðal matskostnaðar. Af hálfu stefnda er krafizt sýknu og málskostnaðar. Með afsali. dagsettu 15. maí 1957, afsalaði stefndi til stefn- anda efri hæð og rishæð Barmahlíðar 41 m. m. Segir m. a. svo í afsalsbréfinu: „Sérbílskúrsréttindi á lóðinni fylgja með í kaup- unum.“ Fignarhluti sá, sem afsalað var, er 59% eignarinnar, en aðrir eigendur eru tveir. Kröfur sínar í máli þessu byggir stefnandi á því, að hann hafi ekki eignazt sérbílskúrsréttindi með afsalinu, þ. e. rétt um- fram meðeigendur sína til að byggja þann eina bílskúr, sem heimilt var samkvæmt skipulagsuppdrætti að byggja á þeim tíma, er afsalið var gefið. Hafi hann því greitt fyrir meiri eignar- rétt en hann hafi öðlazt og eigi rétt á bótum fyrir. Hinn 11. október 1957 var þess farið á leit af hálfu stefn- anda, að borgardómari dómkveddi menn til þess m. a. að „meta til verðs réttindi til að byggja einkabílskúr .... ef unnt væri.“ Í matsgerð, dags. 17. des. 1957, telja matsmennirnir Einar Krist- jánsson og Ögmundur Jónsson, að „réttindi til sér-bílskúrs“ séu 4.600.00 kr. virði. Stefnandi telur matið of lágt, og hefur hann því krafizt kr. 6.600.00 í bætur. Ekki hefur sú krafa verið rökstudd frekar en nú hefur verið greint. Samkvæmt vottorði, sem fram hefur verið lagt í málinu, telur eigandi neðri hæðar hússins, en henni fylgir 40% lóðarréttinda, að hann hafi keypt rétt til bílskúrs á lóðinni, þegar hann keypti eignarhluta sinn. Hins vegar segir eigandi kjallaraíbúðarinnar svo í vottorði, dags. 22. apríl 1961: „Ég undirritaður, eigandi kjallaraíbúðar hússins Barmahlíð 41, lýsti því yfir, að hvorki ég né þeir, er seldu mér íbúðina, áttu rétt til að byggja bílskúr á lóð hússins.“ Þá hefur verið upplýst í málinu, að með skipu- lagsbreytingu hafi nú verið leyft að byggja tvo bílskúra á lóð Barmahlíðar 41. 140 Til stuðnings sýknukröfu Þeirri, sem gerð er af hálfu stefnda, hefur því verið haldið fram, að með orðinu „sérbílskúrsréttindi“ í afsalsbréfinu hafi verið átt við rétt til að byggja bílskúr á móti eiganda neðri hæðar, en þann rétt hafi hinir tveir eig- endur annarra hluta hússins en kjallaraíbúðar átt umfram eig- anda hennar. Í máli þessu hefur ekkert komið fram umfram það, sem nú hefur verið greint, um það, sem aðiljum fór á milli við samn- ingsgerð þeirra og varðandi bílskúrsréttindi. Stefnandi hefur ekki sannað, að með áðurnefndu orði hér að lútandi í afsals- bréfinu hafi verið átt við annan rétt en þann, sem af hálfu stefnda er talið, að um hafi verið að tefla. Þykir Þegar af þess- ari ástæðu verða að sýkna stefnda af kröfu stefnanda. Rétt er, að málskostnaður falli niður. Þór Vilhjálmsson, settur borgardómari, kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Stefndi, Valdimar K. Jónsson, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Árna Guðmundssonar, í máli þessu. Málskostn- aður falli niður. 141 Mánudaginn 11. marz 1963. Nr. 182/1962. Flóra h/f (Gústaf A. Sveinsson hrl.) Segn Ísafoldarprentsmiðju h/f (Guðmundur Pétursson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Lárus Jóhannesson, Gizur Bergsteinsson. Jónatan Hallvarðsson og Þórður Eyjólfsson og prófessor Theodór B. Líndal Húsaleiga. Útburðarmál. Dómur Hæstaréttar. Þorsteinn S. Thorarensen, fulltrúi borgarfógetans í Reykja- víkur, hefur kveðið upp hina áfrýjuðu úrskurði. Áfrýjandi hefur með stefnu 14. desember 1962 skotið til Hæstaréttar úrskurði fógetadóms Reykjavíkur, uppkveðn- um 18. desember 1962. Áfrýjandi hefur og með stefnu 28. janúar 1963 skotið til Hæstaréttar úrskurði fógetadóms Reykjavikur, er upp var kveðinn 21. s. m. Dómkröfur áfrýjanda eru, að hinir áfrýjuðu úrskurðir verði úr gildi felldir, hrundið verði kröfu um útburð á hend- ur honum og stefnda verði dæmt að greiða honum máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að hinir áfrýjuðu úrskurðir verði stað- festir og áfrýjanda verið dæmt að greiða honum máls- kostnað í Hæstarétti. Í úrskurði fógeta er saga þessa máls rækilega rakin. Svo sem þar segir, rak Ingimar Sigurðsson, Hveragerði, Blóma- verzlunina Flóru frá því á árinu 1943 á fyrstu hæð húss stefnda nr. 8 við Austurstræti í Reykjavík. Hér kemur mjög við sögu skriflegur leigusamningur, sem þeir stefndi og Ingi- mar gerðu hinn 1. október 1955 um leiguhúsnæðið, þ. e. fyrstu hæð og kjallara nefnds húss. Í samningnum segir m. a.: „Leigutíminn er frá 1. október 1955 til 1. október 1960, og er samningurinn óuppsegjanlegur þann tíma. Að loknum leigutímanum skal leigutaki hafa forgangsrétt að öðru jöfnu um áframhaldandi leigu“. Siðan segir: „„Gagn- 142 kvæmur uppsagnartími skal vera sex mánuðir“. Enn segir Í samningnum: „Leiga er 8.000 krónur (átta þúsund krón- ur) á mánuði og greiðist fyrir einn mánuð í senn, 13. hvers mánaðar, í fyrsta sinni 1.—5. okt. 1955. Framan- greind húsaleiga hækkar í samræmi við húsaleiguvísitölu á hverjum tíma á ofangreindu tímabili. Leigutaka er heimilt að láta framkvæma þær breytingar á hinu leigða húsnæði, er hann kynni að óska, á sinn kostnað“. Á tímabili því, sem téður leigusamningur tók yfir, seldi Ingimar Sigurðsson Orlofi h/f Blómaverzlunina Flóru ásamt rétti til afnota á húsnæði hennar. Stefndi fullyrðir, að framsal leiguréttarins til Orlofs h/f hafi verið heimildarlaust, en eigi verður séð, að hann hafi neytt réttar síns af því tilefni. Flóra h/f var skrásett í Reykjavík 14. marz 1958. Stjórn hlutafélags þessa skipa bræðurnir Helgi, Pétur og Þórhall- ur Filippussynir. Tveir stjórnendur rita sameiginlega firm- að, en Helgi er framkvæmdastjóri með prókúruumboði. Stofnsamningur Flóru h/f er dagsettur 6. desember 1957. Hinn 8. desember 1957 seldu forráðamenn Orlofs h/f Flóru h/f, sem þá var að vísu eigi orðinn lögaðili, Blóma- verzlunina Flóru ásamt viðskiptanafni hennar og viðskipta- vild, vörubirgðum, innanstokksmunum, innanbúnaði verzl- unarhúsnæðisins, öllum áhöldum, bifreið og öðru lausafé. Í 3. gr. skriflegs samnings þessara kaupunauta segir m. a.: „Jafnframt kaupum framselja seljendur leigusamning, dags. 1. okt. 1955, um húsnæði það, sem veræzlunin er nú í, Aust- urstræti 8 í Reykjavík, með þeirri kvöð, að Ferðaskrif- stofan Orlof h/f hafi áfram húsnæði hjá Blómaveræzluninni Flóru ....“ Hinn 27. marz 1958 skrifaði stefndi Ingimar Sigurðssyni bréf. Segir í því, að samkvæmt tilkynningu í Lögsbirtinga- blaðinu 8. desember 1957 hafi Blómaverzlunin Flóra verið lögð niður og telji stefndi sig því hafa óskoraðan ráðstöf- unarrétt yfir húsnæði því, sem blómaverzlunin hafi haft á leigu hjá honum. Þrátt fyrir yfirlýsingu þessa, beitti stefndi ekki rétti sínum gegn Flóru h/f, þá er hlutafélag þetta tók við rekstri blómaverzlunarinnar í húsnæði stefnda, heldur 143 kvittaði fyrirvaralaust fyrir húsaleigunni, og samkvæmt bréfi Útvegsbanka Íslands til Flóru h/f, dags. 30. maí 1961, fram- seldi stefndi bankanum húsaleigu frá Flóru h/f samkvæmt húsaleigusamningi, dags. 1. október 1955. Hinn 30. janúar 1962, meðan stóð á útburðarmáli því, sem dæmt var í Hæstarétti 5. nóvember 1962, sagði um- boðsmaður stefnda áfrýjanda upp húsnæði því, sem um er teflt í máli þessu, frá 14. maí 1962 að telja, en til vara frá 1. október 1962. Var uppsögnin bókuð í fósetabók, að við- stöddum fyrirsvarsmönnum áfrýjanda, þeim Helga og Pétri Filippussonum. Hefur stefndi samkvæmt þessu krafizt út- burðar með beiðni, dags. 2. október 1962. Áfrýjandi telur, að leigumáli sá, sem stefndi gerði við Ingimar Sigurðsson hinn 1. október 1955, sé undirstaða við- skipta aðilja, en samkvæmt leigumálanum voru leiguaf- notin óuppsegjanleg frá 1. október 1955 til 1. október 1960. Þá kveður áfrýjandi að túlka beri leigumálann á þá lund, að hann sé framlengdur til 1. október 1965, þar sem hon- um hafi eigi verið sagt upp með sex mánaða fresti til 1. október 1960. Auk þess kveðst áfrýjandi eiga enn samkvæmt nefndum leigumála forgangsrétt til leigu, að loknum hin- um óuppsegjanlega leigutíma, enda hafi tilboð stefnda í bréfum 13. og 16. nóvember 1962 um forgangsleigu áfrýj- anda til handa til ársloka 1963 eigi mátt svipta hann þess- um rétti, þar sem tilboðið hafi verið bundið því ólögmæta skilyrði, að áfrýjandi afsalaði sér samningshelguðum rétti til leigu húsnæðisins til 1. október 1965. Þá er áfrýjandi keypti Blómaverzlunina Flóru síðla árs 1957, þurfti stefndi eigi að hlíta því, að áfrýjandi gengi inn í leigumála stefnda við Ingimar Sigurðsson frá 1. október 1955 né gerðist leigutaki stefnda í húsnæði blómaverzlun- arinnar með öðrum kjörum, en með því að stefnda lét af- not áfrýjanda af húsnæðinu viðgangast og tók við leigu fyrir það úr hendi hans, skapaðist í framkvæmd samnings- ígildi um leiguafnotin. Leigugjald innti áfrýjandi af hendi í samræmi við leigsumálann frá 1. október 1955, en eigi er sannað gegn neitun stefnda, að hann hafi í orðum eða fram- 144 kvæmd játazt undir fyrir áfrýjanda, að leigumálinn frá 1. október 1955 skyldi í öllum greinum lagður til grundvallar viðskiptum þeirra. Er þannig eigi leitt í ljós í málinu, að áfrýjandi hafi með samningi öðlazt annan og meiri rétt til afnota af leiguhúsnæðinu en stefndi hefur viðurkennt og að öðru leyti almennar réttarreglur veita leigutaka sliks húsnæðis. Að þessu athuguðu og þar sem leigu húsnæðisins hefur, eins og á stendur, verið sagt upp með nægum fyrir- vara og til lögmæts flutningsdass, ber að staðfesta úrskurði fógeta. Eftir atvikum er rétt, að áfrýjandi greiði stefnda máls- kostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 15.000.00. Dómsorð: Hinir áfryýjuðu úrskurðir eiga að vera óraskaðir. Áfrýjandi, Flóra h/f, greiði stefnda, Ísafoldarprent- smiðju h/f, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 15.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður fógetadóms Reykjavíkur 13. desember 1962. Réttarkröfur gerðarbeiðanda, Ísafoldarprentsmiðju h.f., eru þær, að gerðarþoli, Flóra h.f., verði með útburðargerð svipt af- notum verzlunarhúsnæðis, sem félagið hefur haft til afnota í Aust- urstræti 8, hér í bæ. Gerðarbeiðandi hefur einnig krafizt þess, að gerðarþola verði gert að greiða málskostnað. Gerðarþoli, Flóra h/f, hefur gert þessar réttarkröfur: Aðallega, að málinu verði vísað frá fógetaréttinum, en verði þeirri kröfu synjað, þá að málinu verði frestað hér fyrir rétti, unz lokið sé bæjarþingsmálinu nr. 717/1962: Flóra h/f gegn Ísafoldar- Prentsmiðju. Til vara er þess krafizt, að synjað verði um hina umbeðnu útburðargerð. — Í báðum tilvikum er málskostnaðar krafizt úr hendi gerðarbeiðanda. Mál þetta var tekið til úrskurðar, að loknum munnlegum flutn- ingi, sem fram fór hinn 29. nóvember s.l. Útburðarmál þetta var tekið fyrir í fógetaréttinum hinn 3. október s.l. Greinargerð af hálfu gerðarþola kom fram hinn 5. sama mánaðar, en þar kom fram krafa um frávísun málsins. Í sama réttarhaldi varð ágreiningur um frest til gagnaöflunar 145 og gekk um það úrskurður. Var málinu með þeim úrskurði frest- að til hins 15. október, og kom þá til umræðu, að rétt væri, að frávísunarkrafan yrði útkljáð, áður en lengra væri haldið í öflun gagna. Umboðsmenn aðiljanna óskuðu fyrir sitt leyti eftir því, að um þessa kröfu yrði gert, þá er málið færi til úrskurðar í heild, en að öðru leyti varð að ráði að fresta útburðarmálinu um óákveðinn tíma, þar til dómur Hæstaréttar hefði gengið um fyrra fógetamál sömu aðilja. Er útburðarmálið var næst fyrir rétti hinn 22. nóvember s.l, var því lýst yfir af hálfu um- boðsmanna aðiljanna, að gagnaöflun væri lokið, og var dagur til munnlegs flutnings tiltekinn um leið. Þannig þótti ekki ástæða til að taka frávísunarkröfuna til úrskurðar sérstaklega, úr því sem komið var. Fyrst ber þess að geta, að hinn 1. október 1955 gerir gerðar- beiðandi, Ísafoldarprentsmiðja h/f, eigandi húseignarinnar Aust- urstrætis 8, leigusamning við Ingimar Sigurðsson f. h. Blóma- verzlunarinnar Flóru. Þessi samningur hefur verið lagður fram í málinu sem rskj. nr. 4, og þykir rétt að hann verði tilfærður orðréttur, þar eð mestallur hinn framkomni málflutningur geng- ur út á skýringu vissra ákvæða hans. „1955, okt. 1. LEIGUSAMNINGUR. Ísafoldarprentsmiðja h/f sem leigusali og Blómaverzlunin Flóra (Ingimar Sigurðsson) sem leigutaki gera með sér svofelldan leigusamning: Leigusali selur leigutaka á leigu húsnæði það, er Blómaverzl- unin Flóra hefur haft á leigu s.l. 12 ár. Leigutíminn er frá 1. október 1955 til 1. október 1960, og er samningurinn óuppsegjanlegur þann tíma. Að loknum leigutím- anum skal leigutaki hafa forgangsrétt að öðru jöfnu um áfram- haldandi leigu. Leiga er 8.000 krónur (átta þúsund krónur) á mánuði, og greiðist fyrir einn mánuð í senn, 1.—5. dag hvers mánaðar, í fyrsta sinni 1.—5. okt. 1955. Framangreind húsaleiga hækkar í samræmi við húsaleiguvísitölu á hverjum tíma á ofangreindu tímabili. Leigutaka er heimilt að láta framkvæma þær breytingar á hinu leigða húsnæði, er hann kynni að óska, á sinn kostnað. Nauðsynlegt viðhald kostar leigusali. Að loknum leigutíma ber leigutaka að skila hinu leigða hús- 10 146 næði í ekki lakara ástandi en því, sem það er í, er leigusamn- ingur þessi tekur gildi, að öðru leyti en því er flýtur af venju- legri notkun. Sé leigan ekki greidd á réttum gjalddaga, er leigutaki skyld- ur tafarlaust að flytja úr húsnæðinu, ella má leigusali láta bera hann út með aðstoð fógeta. Ákvæði þessarar greinar taka einnig til þess, ef leigutaki brýtur freklega gegn skyldum þeim, er al- mennt hvíla á leigjendum. Ef húsið nr. 8 við Austurstræti eyðileggst af eldsvoða eða af öðrum orsökum, áður en leigutímanum er lokið og verði hús- ið byggt upp að nýju, skal leigutaki fá húsnæði í hinum nýju húsakynnum, það sem eftir er af leigutímanum, sem sé honum eins hentugt og húsnæði það, er í samningi þessum greinir. Stærð og leiga húsnæðisins skal þá metin af dómkvöddum mönn- um, ef samkomulag næst ekki á annan hátt. Gagnkvæmur upp- sagnartími skal vera sex mánuðir. Leigutaki greiði sjálfur ljós og hita. Mál út af samningi þessum má reka fyrir bæjarþingi Reykja- víkur án undangenginnar sáttaumleitunar fyrir sáttanefnd ....“ Samkvæmt þessum leigusamningi notaði Ingimar Sigurðsson húsnæðið til þess að reka þar Blómaverzlunina Flóru. Nú liggur fyrir í máli þessu, að Ingimar Sigurðsson hefur framselt leigu- samning sinn til Orlofs h/f, sem rak blómaverzlunina um sinn, en hinn 8. desember 1957 kaupir Flóra h/f þessa verzlun, og eru seljendurnir fjórir menn, sem höfðu staðið að rekstri Or- lofs h/f. Hefur þessi kaupsamningur verið lagður fram í máli Þessu sem hluti af rskj. 10, sjá þar bls. 4—6, og er hið selda tilgreint þannig: Blómaverzlunin öll, nafn hennar, viðskiptasam- bönd og goodwill, bifreiðin R 5857, allar vörubirgðir, áhöld, innan- stokksmunir, skrifstofu- og verzlunarinnrétting, þ. m. t. blóma- kælir, svo og allt annað lausafé verzlunarinnar, eins og það er í dag, hverju nafni sem nefnist, að engu undanskildu. Ennfremur segir svo, að seljendur framselji jafnframt þessum kaupum leigu- samning, dagsettan 1. október 1955, um húsnæði það, sem verzl- unin sé nú í, Austurstræti 8. Umsamið kaupverð er kr. 888.000.00. Flóra h/f hefur heimili og varnarþing í Reykjavík, og eru þessir í aðalstjórn félagsins: Helgi Filippusson, formaður, og meðstjórnendur: Pétur Filippusson og Þórhallur Filippusson. Sjá að öðru leyti tilkynningu í Lögbirtingablaðinu 31. marz 1958, rskj. nr. 10, bls. 7. 147 Hefur Flóra h/f síðan rekið Blómabúðina Flóru í þessu um- rædda húsnæði. Gerðarbeiðandi, Ísafoldarprentsmiðja h/f, rak fyrr á yfirstand- andi ári útburðarmál á hendur Flóru h/f og Tómstundabúðinni, sem hafði afnot af efri hæð hússins. Undir rekstri þess máls rýmdi Tómstundabúðin sinn hluta, en úrslit fógetamáls þessa urðu þau, að synjað var um hina umbeðnu útburðargerð. Er sá úrskurður dagsettur hinn 28. febrúar 1962, sjá rskj. 10, bls. 40—51. Var þessum úrskurði áfrýjað til Hæstaréttar, og gekk dómur Hæstaréttar hinn 5. nóvember s.l. með þeim úrslitum, að fógetaúrskurðurinn var staðfestur. Vísast þar til rskj. nr. 15. Undir rekstri fógetamáls þessa, nánar tiltekið hinn 30. janúar 1962, lét umboðsmaður gerðarbeiðanda bóka í fógetabók, að ef svo skyldi verkast, að fyrirliggjandi útburðarkrafa yrði ekki tekin til greina, þá væri Tómstundabúðinni og Flóru h/f nú til vara sagt upp húsnæði því, sem hvort þessara fyrirtækja um sig notuðu í húsinu Austurstræti 8, miðað við 14. maí 1962, en til þrautavara miðað við 1. október 1962. Viðstaddir þessa bókun voru áðurnefndir Pétur og Helgi Filippussynir, en umboðsmaður gerðarþolanna lét bóka, að Tómstundabúðin væri þegar í stað reiðubúin til að rýma herbergin á efri hæð hússins, en hvað Flóru h/f áhrærði, væri uppsögninni mótmælt sem ólögmætri, enda geymdi Flóra h/f sé allan rétt til að neyta forleiguréttar samkvæmt leigusamningnum frá 1. október 1955, ef á þyrfti að halda. Endurrit af þessu réttarhaldi er lagt fram í þessu máli sem rskj. nr. 3. Gerðarbeiðandi hélt þessari uppsögn ekki til laga hinn 14. maí s.l, en nú byggist útburðarkrafa hans alfarið á henni, að því leyti sem hún tiltekur 1. október s.l. sem dag leigumálaslita. Hér þykir rétt, að fram komi, að með stefnu, útgefinni 1. októ- ber s.l, hefur Flóra h/f höfðað mál á hendur Ísafoldarprent- smiðju h/f. Eru dómkröfur málsins af hálfu stefnanda þessar: Aðallega, að dæmt verði, að leigumálinn frá 1. október 1955 hafi framlengzt um 5 ára skeið frá 1. október 1960 til 1. októ- ber 1965 og framlengist hann að öðru leyti óbreyttur hverju sinni um 5 ár í senn, enda sé ólögmæt uppsögn á leigumálanum. Til vara, að dómurinn slái því föstu, að leigumálinn framlengist frá 1. október 1962 og eigi stefnandi leigurétt á húsnæðinu til næsta fardags þar eftir fyrir hlutfallslegan part af þeirri leigu, sem stefndi hafi hinn 23. desember 1961 samið um við Lárus G. Lúð- vígsson. Hversu sem málið fari, er málskostnaðar krafizt úr 148 hendi stefnda. Vísast hér að öðru leyti til rskj. 6. Bæjarþings- mál þetta hefur fengið númerið 717/1962, og var þingfest 4. október s.l. Gerðarbeiðandi heldur því fram í máli þessu, að það sé engan veginn óumdeilt, að leigusamningurinn á rskj. nr. 4 veiti Flóru h/f rétt, enda berum orðum gerður við Ingimar Sigurðsson. En þó aldrei nema svo væri, að Flóra h/f hafi um tíma notað hið umdeilda húsnæði að einhverju leyti í skjóli þessa samn- ings, þá sé þó beint fram tekið í samningnum, að honum hafi átt að ljúka hinn 1. október 1960. Upp úr því megi segja sem svo, að þegjandi leigumáli hafi stofnazt með aðiljum og slíkur leigumáli sé ekki að neinu leyti fastbundinn þeim leigukjörum, sem hinn útrunni samningur hafði að geyma. Slíkum leigumála mætti segja upp með 3 mánaða fyrirvara, miðað við fardag tíðk- anlegan. En ef talið yrði, að samningurinn á rskj. 4 hefðu fram- lengzt með aðiljum með óbreyttum kjörum, þá sé þó víst, að lengri fyrirvara en 6 mánuði hafi ekki þurft að viðhafa til þess að slíta honum. Í uppsögninni á rskj. 3 hafi verið 8 mánaða fyrirvari, og með því að ekkert geti verið við formhlið upp- sagnarinnar að athuga, hljóti gerðarþoli að verða að hlíta þeirri ákvöð að rýma húsnæðið hinn 1. október s.l. Samkvæmt framansögðu hafi gerðarþoli enga heimtingu átt á því að vera boðinn forleiguréttur að hinu umdeilda húsnæði. En þessi leið hafi þó verið farin. Hér vísar gerðarbeiðandi til bréfs, sem umboðsmaður hans ritar Flóru h/f hinn 13. nóvember 1962. Þar er á það minnzt, að gerðarbeiðandi hafi hinn 21. desember 1961 gert leigusamning við Lárus G. Lúðvígsson um allt það húsnæði, sem Flóra h/f notar nú, og ennfremur um 2. hæð hússins. Eru Flóru h/f nú með til- vísun til forleiguréttarákvæðisins í samningnum á rskj. 4, en án viðurkenningar þess, að sá samningur gildi afdráttarlaust, boðin sömu kjör og um var samið við Lárus. Þannig skuli Flóra h/f þegar í stað fá hin framboðnu leiguafnot, en leigutíma vera lokið 31. desember 1963, leiga skuli borgast fyrirfram fyrir hvern mánuð, 1.—5. hvers mánaðar, og upphæð hennar vera kr. 30.000.00 á mánuði, en ljós og hita skuli Flóra h/f greiða sjálf. Svars er krafizt í síðasta lagi hinn 19. nóvember, ella muni svo á litið, að tilboðinu hafi verið hafnað. Þetta bréf hefur verði lagt fram sem rskj. nr. 16, en samningur gerðarbeiðanda við Lárus G. Lúðvígsson liggur frammi sem rskj. nr. 14. Af hálfu gerðarþola Flóru h/f er þessu bréfi svarað með öðru 149 bréfi, dagsettu 14. nóvember, sjá rskj. nr. 17. Þar er sú skoðun látin í ljós, að leigusamningurinn á rskj. 4 hafi framlengzt til 1. október 1965, þar eð honum hafi ekki verið sagt upp. Þannig standi eftir 3 ár af leigutímanum, en ef svo yrði á litið, að upp- sögnin pr. 1. október 1962 yrði talin gild, myndi þó frá þeim tíma gilda forleiguréttur samkvæmt samningnum á rskj. 4 og byggi Flóra h/f til vara rétt sinn á því ákvæði. Enn skrifar umboðsmaður Ísafoldarprentsmiðju h/f Flóru h/f hinn 16. nóvember, rskj. nr. 18. Þar er til þess vísað, að um- boðsmaður Flóru h/f hafi leitað eftir leigurétti til ársloka 1965, en í þessu bréfi er þeirri málaleitun vísað allsendis á bug. En ítrekað er, að ef Flóru h/f þyki það aðgengilegri tilhögun, þá standi til boða að gera leigusamning aðeins um neðri hæð og kjallara Austurstrætis 8 með sömu kjörum og leigusamning- urinn við Lárus G. Lúðvígsson segir til um, þó þannig að leigu- upphæð fyrir þennan hluta hússins verði ákveðin af dómkvödd- um mönnum, sem miði við 30 þúsund króna heildarleigu fyrir allt það húsnæði, sem boðið var til leigu í bréfinu á rskj. nr. 16. Þessu bréfi er af hálfu Flóru h/f svarað hinn 21. nóv. s.l. Sjá rskj. 19. Þar er ítrekað, að Flóra h/f telji réttarsamband aðilj- anna allt byggjast á leigusamningnum á rskj. nr. 4, sem gerður sé 1. okt. 1955, og standi til 1. október 1965, þar eð honum hafi ekki verið sagt upp með 6 mánaða fyrirvara miðað við 1. okt. 1960. Uppsögninni á rskj. 3 er mótmælt sem að engu hafandi, svo sem gert hafi verið, þegar sem hún hafi fram komið og áskilinn réttur til þess að neyta forleiguréttar, ef þurfa þætti. Gerðarbeiðandi heldur því fram, að forleiguréttur merki að- eins rétt til að gerast aðili að leigutilboði, sem leigusala bjóðist hagstæðast. Leigusali eigi að kynna forleiguréttarhafa framboðið leigutilboð og gefa honum kost á að segja af eða á um, hvort hann vilji ganga að þeim skilyrðum, og til þess að þetta atriði geti staðizt, verði að leggja þá skyldu á forleigurétthafann að svara annað tveggja játandi eða neitandi og með þeim afleið- ingum í síðara tilvikinu, að leigusalinn sé endanlega laus allra mála. Nú hafi gerðarþoli brugðizt þannig við þessu tilboði, gerðu utan skyldu, að engar reiður sé hægt að henda á svarinu, áskil- inn sé réttur til þess einhvern tíma í ótiltekinni framtíð að heimta forleigurétt. Hér hafi þó staðið þannig á, að að óvenju- lega vísu hafi verið að ganga, þar eð fyrir hafi legið ítarlegur samningur og mjög auðvelt að ákveða með sanngirni tiltölu- lega leigu. 150 Að öðru leyti bendir gerðarbeiðandi á það í sambandi við kröfugerð gerðarþola, að fógetamál þetta hafi verið tekið fyrir í fógetarétti, áður en bæjarþingsmálið 717/1962 hafi verið tekið fyrir í bæjarþingi. Þannig beri að ljúka fógetamáli þessu á venjulegan hátt, hvað sem meðferð bæjarþingsmálsins líði, og þar með beri bæði að hafna frávísunarkröfu gerðarþola og kröfu hans um frestun fógetamálsins ex officio. Gerðarþoli heldur því fram, að fógeta beri fyrst og fremst að vísa máli þessu frá réttinum. Hann byggir þar að lútandi réttarkröfu sína á því, hve miklu víðtækara dómsvald bæjar- þing almennt hafi en fógetarétturinn, enda sé kröfugerð stefn- anda bæjarþingsmálsins langtum víðtækari en kröfugerð gerðar- beiðanda fógetamálsins. Til þess hafi verið ætlazt með stefnunni í bæjarþingsmálinu, að þar yrði skorið úr um gervallt réttarsam- band aðiljanna, þar á meðal og sér í lagi, hvort leigusamning- urinn frá 1. október 1955 hafi framlengzt til 1. október 1965, en það sé atriði, sem hafi algera grundvallarþýðingu fyrir gerð- arþola. Þess vegna sé það minnsta, sem fógeti geti gert, að fresta máli þessu, unz séð sé fyrir endann á þeim málaferlum, sem til hafi verið stofnað með áminnztri bæjarþingsstefnu. Ef aðalkröfu yrði samt sem áður hafnað, telur gerðarþoli, að hafna beri hinni fram komnu útburðarkröfu. Fyrst og fremst er vísað til forsögu þessa máls, Þess sé getið í leigusamningn- um á rskj. nr. 4, að leigusamband Ísafoldarprentsmiðju h/f við forvera Flóru h/f hafi staðið í 12 ár fyrir dagsetningu leigu samnings þessa. Trúlega hafi þar verið skriflegur leigusamn- ingur, en hann hafi að sönnu ekki komið í leitirnar. Nú hafi orðið tvenn eigendaskipti að hér umræddri blómaverzlun, Orlof h/f hafi keypt af Ingimar Sigurðssyni og Flóra h/f af Orlofi h/f, og sé það eftirtakanlegt í hinum síðari kaupsamningi, hve mikil áherzla sé lögð á að nafn verzlunarinnar sé með í kaupunum og að húsnæðið fylgi og yfirleitt aðstaða til þess að reka þessa verzlun á þessum stað. Forráðamenn gerðarbeiðanda hafi ekki mótmælt þessum ráðstöfunum að gagni, og óhætt sé að slá því föstu, að nýr samningur hafi komizt á með aðiljum að loknum leigutíma þeim, sem ákveðinn er í samningnum, er rskj. nr. 4 greinir. Í krafti þess hafi Flóra h/f setið í þessu húsnæði og að sjálfsögðu að óbreyttum þeim kjörum, sem í rskj. 4 er greint. Sú ein breyting hafi á þeim verið gerð, að leigan hafi verið hækkuð nokkuð, en það sé þó aukaatriði í þessu sambandi. Aðalatriðið sé hins vegar það, að leigusamningurinn á rskj. 151 nr. 4 víki af leið tíðkanlegra leigusamninga til þess að gera hlut leigutakans sem beztan, — tryggja sem bezt rétt og aðstöðu hans til þess að reka blómaverzlun á þessum stað, og til að örva hann til að búa þar sem bezt í haginn fyrir rekstur þenna til frambúðar. Þessu markmiði hafi aðiljar viljað ná með fast- ákveðnum leigutíma, forleiguréttarákvæði og skipun mála í því falli, að húsnæðið eyðilegðist, ennfremur með 6 mánaða upp- sagnarfresti. Út frá þessu sjónarmiði og allri forsögu þessa leigu- réttarsambands megi glögglega álykta það, að fyrst leigusalinn, Ísafoldarprentsmiðja h/f, lét leigutakann, Flóru h/f, ekki vita með 6 mánaða fyrirvara, miðað við 1. október 1960, að leigu- málinn yrði ekki endurnýjaður, þá hafi hann sjálfkrafa fram- lengzt, ekki aðeins frá fardegi til fardags, heldur um nýtt 5 ára tímabil, sem sé til 1. október 1965 að minnsta kosti. Sé því uppsögn frá og með 1. október 1962 því allsendis staðlaus. En jafnvel þótt talið yrði, að samningurinn hafi aðeins fram- lengzt frá fardegi til fardags, að liðnum Í. október 1960, þá ætti Flóra allt að einu forleigurétt að hinu umdeilda húsnæði. Þessa forleiguréttar óski Flóra h/f að neyta, ef svo skyldi verða úr- skurðað, að uppsögnin á rskj. 3 yrði metin gild, miðað við 1. október 1962. Þess vegna sé ekki rétt með farið hjá gerðarbeið- anda, að Flóra h/f hafi afsalað sér þessum forleigurétti. Það sé fráleitt að ætla að þröngva Flóru h/f til þess að afsala sér rétti til að fá skorið úr því, hvort félagið eigi leigurétt til 1965, með því einu að bjóða fram leigurétt, sem eigi að renna út í árs- lok 1963. Er munnlegur flutningur málsins fór fram, lét umboðsmaður gerðarbeiðanda bóka, að hann skoraði á umboðsmann gerðarþola að gefa ákveðin svör af eða á við því tilboði um leigurétt, sem fram hafði komið, en umboðsmaður gerðarþola lét þá bóka sem svar, að ef frávísunarkröfunni yrði hrundið, þá teldi gerðar- þoli sig eiga leigurétt til 1. október 1965 og að sá réttur fram- lengdist síðan um nýtt 5 ára skeið, ef ekki kæmi fram uppsögn með 6 mánaða fyrirvara miðað við 1. október, enda eigi gerðar- þoli að loknum leigutíma forleigurétt að húsnæðinu, sbr. ákvæði leigusamningsins frá 1. október 1955. Sagðist hann krefjast þess, að þessi krafa yrði viðurkennd með dómi, en yrði henni hrundið, muni gerðarþoli neyta forleiguréttar, svo sem boðið hafði verið fram í bréfum gerðarbeiðanda. Fógetamál þetta var tekið til meðferðar í fógetaréttinum, áður en bæjarþingsmálið nr. 717/1962 var þingfest. Þegar af þeirri 152 ástæðu virðist fógetaréttinum hvorki rétt né skylt að vísa þessu máli frá né slá því á frest að leggja á það efnislegan úrskurð. Er aðalkröfu gerðarþola þar með hafnað. Nú verður að ganga út frá því, að leigusamningurinn á rskj. nr. 4, gerður 1. október 1955, hafi verið gildandi milli gerðar- beiðanda og gerðarþola máls þess allt til 1. október 1960, er hann skyldi falla úr gildi samkvæmt eigin hljóðan. Gerðarþoli, Flóra h/f, notaði húsnæði þetta þó áfram, eins og ekkert hefði í skorizt. Ber aðiljum algerlega á milli um grundvöll þess réttarsambands, sem síðan hafi gilt. Gerðarbeiðandi heldur því fram að segja megi, að samningsígildi hafi komizt á, að loknum 1. október 1960, og sé það uppsegjanlegt samkvæmt almennum reglum, þá er gerðarbeiðandi kjósi. En gerðarþoli segir aftur á móti, að fyrst gerðarbeiðandi hafði ekki sagt til um það með 6 mánaða fyrirvara, miðað við 1. október 1960, að leigusambandinu skyldi að fullu lokið frá og með þeim degi, þá hafi samningurinn fram- lengzt sjálfkrafa, og ekki alleinasta frá fardegi til fardags, held- ur um nýtt 5 ára skeið. Þessa skoðun vill gerðarþoli rökstyðja með tilvísun til atriðis í samningnum á rskj. 4, sem gefi leigu- takanum aðra og betri frambúðaraðstöðu og rétt en venja sé til að leigutaka sé veitt. Leigusamningurinn frá 1. október 1955 segir hvergi, að hann skuli talinn endurnýjaður um ákveðið tímabil, ef dvöl gerðar- þola í húsnæðinu yrði ekki af einhverjum ástæðum lokið hinn 1. október 1960. Verður ekki talið, að eðli málsins né forsaga þessa bendi nógsamlega til slíkrar niðurstöðu. Virðist réttast að líta þannig á, að með aðiljum hafi skapazt ígildi samnings, með óátalinni dvöl gerðarþola í húsnæðinu eftir 1. október 1960, og að inntak þess sé það, sem almennar reglur um leigu segja til, þar á meðal að segja megi upp, miðað við þá daga og með þeim fyrirvara, sem sé tíðkað um viðlíka húsnæði. Í máli þessu liggur fyrir uppsögn á hinu umdeilda húsnæði, miðuð við tíðkanlegan flutningsdag, fram borin með nægum fyrirvara og á formlega réttan hátt. Hún verður tekin gild sem slit á leigumála, miðað við 1. október s.l. Í leigusamningnum á rskj. 4 segir, að að loknum leigutíma skuli leigutaki hafa forgangsrétt að öðru jöfnu um áframhald- andi leigu. Hvergi er þess þó getið í samningnum, að þessi leigu- afnot skyldu ná yfir ákveðið tímabil og þegar af þeirri ástæðu, að gerðarþoli hélt eftir sem áður afnotunum eftir 1. október 1960 verður ekki talið, að þetta geti verið því til fyrirstöðu, að 153 framgangur hinnar umbeðnu gerðar verði leyfður, svo sem upp- sögnin pr. 1. október s.l. segir til. Þannig verður umbeðin útburðargerð látin ná fram að ganga á ábyrgð gerðarbeiðanda. Rétt þykir, að málskostnaður verði látinn falla niður. Því úrskurðast: Umbeðin útburðargerð skal fara fram á ábyrgð gerðar- beiðanda. Málskostnaður fellur niður. Úrskurður fógetadóms Reykjavíkur 21. janúar 1963. Hinn 13. desember 1962 var kveðinn upp úrskurður í út- burðarmáli þessu með þeim úrslitum, að umbeðin gerð skyldi ná fram að ganga, en málskostnaður skyldi falla niður. Nokkrum dögum síðar krafðist umboðsmaður gerðarbeiðanda þess, að úrskurður þessi yrði framkvæmdur með útburðargerð á gerðarþola, og var réttarhald í málinu hinn 18. desember og var það haldið á skrifstofu fógeta samkvæmt samkomulagi við umboðsmenn aðiljanna. Umboðsmaður gerðarþola sýndi þá í réttinum áfrýjunarstefnu, þar sem ofannefndum úrskurði var áfrýjað til Hæstaréttar. Er endurrit þessarar stefnu lagt fram sem rskj. nr. 23 og vísast til þess. Hann mótmælti því með tilvísun til þessarar áfrýjunar, að útburðarúrskurðinum yrði fullnægt. Að öðru leyti lýsti hann því yfir, að hann vildi f. h. Flóru h/f taka því tilboði, sem fé- laginu hafði verið gert hinn 16. nóvember s.l., sjá rskj. 18, sbr. rskj. 16, sem sé að Flóra h/f hefði áframhaldandi afnot núver- andi húsnæðis allt til 31. desember 1963, og verði leigugreiðslur fyrir húsnæðið ákvarðaðar með mati dómkvaddra manna, sem ákvarði réttmæta skiptingu á leigugreiðslum milli hæðanna, þar sem miðað sé við 30 þúsund króna heildarleigu fyrir 1. og 2. hæð og kjallara. Flóra h/f skuldbindi sig þá til þess að flytja skilyrðislaust úr þessu húsnæði hinn 31. desember 1963, að við- lögðum útburði, ef gengið verði að þessu. Þá falli og niður undir sama skilorði öll frekari málaferli út af húsnæði þessu og beri hvor málsaðilja sinn kostnað. Umboðsmaður gerðarbeiðanda hélt fast við kröfu sína um tafarlausa framkvæmd útburðar og mótmælti öllum töfum á þeirri framkvæmd. 154 Þá óskaði umboðsmaður gerðarþola eftir fresti til hins 19. desember til þess að gera grein fyrir sjónarmiðum gerðarþola viðvíkjandi þessum ágreiningi. Er umboðsmaður gerðarbeiðanda mótmælti þessari frestbeiðni, var atriðið þegar í stað tekið til úrskurðar, og var umbeðinn frestur veittur. Ekki varð þó af því að þessi greinargerð kæmi fram fyrr en hinn 28. desember vegna forfalla umboðsmanns gerðarbeiðanda, en síðan var atriðið tekið til úrskurðar, Þess skal getið, að uppkvaðning þessa úrskurðar hefur dregizt vegna veikinda fógeta. Þess er nú krafizt í greinargerð gerðarþola, að útburðargerð þessari verði frestað, þar til framangreind áfrýjun hafi verið leidd til lykta í Hæstarétti og að gerðarbeiðanda verði gert að greiða gerðarþola málskostnað. Bent er á það, að meginregla íslenzkra laga sé sú, að rétt sé að skjóta til Hæstaréttar úrlausn héraðsdóms í einkamáli, enda séu sérákvæði laga því ekki til hindrunar. Það leiði nú af eðli málsins, að ekki sé rétt að fram- fylgja þeirri dómsathöfn, sem áfrýjað hafi verið til æðri réttar og sem vera megi að brjóti í bág við væntanlega niðurstöðu Þar fyrir rétti og máske leiði þá af sér stórtjón fyrir aðilja máls- ins. Það sé líka meginregla laga, að ef áfrýjunarstefna sé fram lögð fyrir dómara, megi hann ekki framkvæma hina áfrýjuðu dómsathöfn. Er sérstaklega vitnað til NL. 1—22—56, en þar segir svo: „Nú er dómi áfrýjað til æðra réttar og stefna er lögð fram fyrir þá, sem aðför eiga að gera, og má þá eigi aðför fram fara eftir þeim dómi, fyrr en málið hefur verið dæmt af æðra rétti.“ Er því hér haldið fram, að með orðinu „dómur“ sé átt við dómsniðurstöður fógeta-, skipta- og uppboðsréttar, enda Þótt venja sé að nefna þær úrskurði. En með því að almennt sé valdsvið fógeta þrengra en hins almenna dómstóls í einkamál- um, komi ekki til mála, að rétt sé að framkvæma áfrýjaða úr- skurði fógetaréttar, þar eð áfrýjun á úrlausnum hins almenna dómstóls komi í veg fyrir framkvæmd þeirra. Þyrfti pósitívt lagaboð til þess, að svo mætti vera, en slíkt lagaboð sé ekki til. Úrskurður hefur gengið í þessu máli um, að útburðargerðin skuli fara fram á ábyrgð gerðarbeiðanda, Hefur gerðarbeiðandi, þrátt fyrir áfrýjun þessa úrskurðar, óskað þess, að úrskurðinum verði fullnægt. Það verður að telja almenna réttarfarsreglu, að því er varðar beinar fógetagerðir, að framkvæmdur verði úr- skurður um útburð, þótt fram hafi farið málskot til Hæstaréttar. Það verður ekki séð, að málskot eigi að geta haft þær afleið- ingar, að frestað verði framkvæmd úrskurðar gegn mótmælum 155 gerðarbeiðanda. Verður ekki hjá því komizt að framkvæma úr- skurð þann, sem fyrir liggur, með útburðargerð á gerðarþola. Framkomin málskostnaðarkrafa gerðarþola út af þessu atriði verður ekki tekin til greina. Því úrskurðast: Úrskurði fógeta í máli þessu, uppkveðnum 13. desember 19162, skal framfylgt með útburði á gerðarþola samkvæmt kröfu gerðarbeiðanda og á hans ábyrgð. Málskostnaðarkrafa gerðarþola er ekki tekin til greina. Miðvikudaginn 13. marz 1963. Nr. 128/1962. Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs (Sigurður Ólason hrl) gegn Olíufélaginu Skeljungi h/f f. h. Deutsche Shell Aktiengesellschaft og Þrotabúi Ásfjalls h/f (Gunnar Þorsteinsson hrl.). Dómendur: Hæstaréttardómararnir Lárus Jóhannesson, Gizur Bergsteinsson og Þórður Eyjólfsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Ágreiningur um sjóveðrétt. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 21. september 1962. Krefst hann þess, að sjóveðrétt- ur í uppboðsandvirði b/v Keilis, GK3, til handa stefnda Olíufélaginu Skeljungi h/f f. h. Deutsche Shell Aktiengesell- schaft verði aðeins dæmdur til tryggingar kr. 110.000.00 ásamt kr. 4000.00 í innheimtulaun, en stefnda gert að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Á hendur stefnda þrotabúi Ásfjalls h/f hefur áfrýjandi ekki borið fram neinar kröfur. 156 Stefndi Olíufélagið Skeljungur h/f f. h. Deutsche Shell Aktiengesellschaft krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Af hálfu stefnda þrotabús Ásfjalls h/f eru gerðar þær dómkröfur, að héraðsdómur verði staðfestur og áfrýjanda gert að greiða stefnda Olíufélaginu Skeljungi h/f f. h. Deut- sche Shell Aktiengesellschaft málskostnað fyrir Hæstarétti. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta hann. Áfrýjanda ber að greiða stefnda Olíufélaginu Skeljungi h/f f. h. Deutsche Shell Aktiengesellschaft málskostnað fyrir Hæstarétti, og ákveðst hann kr. 15.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði stefnda, Olíufélaginu Skeljungi h/f f. h. Deutsche Shell Aktiengesellschaft, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 15.000.00. Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 27, júní 1962. Mál þetta, sem tekið var til dóms 16. þ. m., hefur Olíufélagið Skeljungur h/f, hér í borg, höfðað fyrir hönd Deutsche Shell Aktiengesellschaft, Hamborg í Þýzkalandi, með stefnu, útgeí- inni 7. apríl 1961, gegn fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs og Ás- fjalli h/f, Hafnarfirði, og gert þær dómkröfur, að viðurkenndur verði sjóveðréttur í b/v Keili, GK3, til tryggingar kröfu í þýzkum mörkum að fjárhæð D.M. 37.581.03 með 9% ársvöxt- um frá 1. janúar 1961 til greiðsludags og málskostnaðar að skað- lausu að mati dómsins. Þá hefur stefnandi ennfremur krafizt þess, að stefndu verði in soliðum dæmdir til að greiða framan- greindar fjárhæðir af uppboðsandvirði skipsins. Við munnlegan flutning málsins breytti stefnandi kröfum sín- um á þann veg: „að stefndu þoli dóm þess efnis, að stefnanda verði viðurkenndur sjóveðréttur í uppboðsandvirði b/v Keilis, GK3, fyrir og til tryggingar D.M. 37.581.03 eða annarri lægri fjárhæð að mati dómsins með 8% ársvöxtum frá 1. janúar 1961 til greiðsludags og hæfilegs málskostnaðar að mati dómsins“. 157 Stefndi fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs hefur aðallega krafizt þess, að sjóveðréttur verði ekki viðurkenndur fyrir kröfum stefn- anda og honum verði dæmdur hæfilegur málskostnaður úr hans hendi, en til vara hefur hann krafizt, að sjóveðréttur verði að- eins viðurkenndur fyrir þeim hluta kröfunnar, sem til er stofn- að til tveggja heimferða Keilis frá Bremerhaven til Hafnarfjarð- ar, en ekki að því leyti, sem um hafi verið að ræða olíuúttekt skipsins til næstu veiðiferða á eftir. Samfara varakröfu sinni krefst hann þess, að málskostnaður verði látinn niður falla. Stefndi, Ásfjall h/f, hefur krafizt þess, að uppboðskaupand- anum, ríkissjóði, verði gert að greiða stefnanda dómkröfuna ásamt vöxtum og kostnaði. Birni Sveinbjörnssyni, bæjarfógeta í Hafnarfirði, hefur verið stefnt til réttargæzlu í máli þessu, en engar kröfur hafa verið gerðar á hendur honum og hann hefur heldur ekki haft uppi kröfur, Málavextir eru þessir: Dagana 14.— 17. nóvember 1960 tók botnvörpungurinn Keilir, GK3, þá eign stefnda Ásfjalls h/f, Hafnarfirði út brennslu- og smurolíur hjá Deutsche Shell A/G, Bremerhaven í Þýzka- landi, fyrir samtals DM. 20.266.05. Skipið hélt síðan heim til Íslands til veiða á miðum hér við land. Að veiðum loknum sigldi skipið aftur með aflann til Bremerhaven og seldi hann þar. Tók skipið þá, dagana 20.—21. desember s. á., einnig út brennslu- og smurolíur hjá Deutsche Shell A/G fyrir samtals D.M. 17.314.98 og hélt síðan heim til Íslands. Samtals mynda þessar fjárhæðir stefnukröfuna. Í málinu hefur verið lagt fram vottorð frá Johann F. Jung- schaffer, Bremerhaven, dagsett 25. marz 1962. Í vottorði þessu kveðst hann hafa verið umboðsmaður og skipamiðlari stefnda Ásfjalls h/f og hafi annazt nauðsynleg viðskipti og skipsútbún- að fyrir félagið í Bremerhaven. Meðal annars gert framangreind- ar olíupantanir hjá Þýzka Shell-félaginu í Hamborg, eftir um- boði skipstjórans í nafni og fyrir reikning togarans Keilis á vegum Ásfjalls h/f. Þar sem Ásfjall h/f greiddi eigi úttektir þessar, ritaði lög- maður stefnanda félaginu innheimubréf 20. febrúar 1961 og krafð- ist þess, að skuldin yrði greidd ásamt innheimtulaunum eða að samið yrði um greiðsluna fyrir 24. s. m. Skuldari sinnti eigi greiðsluáskorun þessari og var kröfunni því lýst fyrir uppboðsdómi Hafnarfjarðar með bréfi, dags. 27. s. 158 m. Hinn 1. marz fór fram uppboð á skipinu. Umboðsmaður fjár- málaráðherra f. h. ríkissjóðs bauð þá kr. 1.500.000.00 í skipið og varð þar með hæstbjóðandi. Hinn 24. marz lagði uppboðshaldari fram frumvarp að úthlut- unargerð í uppboðsdóminum. Í frumvarpi þessu var aðeins viður- kenndur sjóveðréttur fyrir ísl. kr. 110.000.00 af hinni lýstu kröfu, ásamt kr. 4.000.00 í innheimtulaun. Í þinghaldi þessu hreyfði umboðsmaður ríkissjóðs engum andmælum gegn frumvarpinu, að því er þennan lið varðaði, en umboðsmaður stefnanda óskaði þá eftir fresti til 27. s. m. til þess að taka afstöðu til frumvarps- ins. Í uppboðsdómi þann dag mótmælti hann margnefndu frum- varpi og krafðist þess, að viðurkenndur yrði sjóveðréttur fyrir allri kröfunni, auk vaxta og málskostnaðar að skaðlausu, og fjárhæðir þessar yrðu greiddar af uppboðsandvirði skipsins. Umboðsmaður ríkissjóðs mótmælti hins vegar kröfunni og krafðist þess, að sjóveðréttur yrði aðeins viðurkenndur fyrir Þeirri lágmarksupphæð, er nægja myndi fyrir eldsneyti til tveggja heimferða Keilis, GK3, frá Þýzkalandi. Uppboðshaldari ákvað þá með tilvísun til 200. gr. laga nr. 85/1936 að vísa máli þessu til meðferðar fyrir sjódómi, og komu umboðsmenn aðilja sér saman um að reka málið fyrir sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur. Jafnframt lýsti umboðsmaður ríkis- sjóðs því yfir, að ríkissjóður myndi greiða kröfuna samkvæmt dómi. Stefnandi byggir stefnukröfu sína á því, að hér hafi verið um að ræða nauðsynjar, er skipstjóri tók út vegna stöðu sinnar, og fylgi kröfu þessari því sjóveðréttur samkvæmt 4. tölulið 236. gr. nr. 56/1914, þar sem skipið hefði ekki komizt til hafnar á Ís- landi eða á fiskimið við Ísland og af þeim aftur, án þessara út- tekta, enda telur stefnandi, að lög nr. 30/1936 haggi eigi sjó- veðréttinum fyrir kröfum þessum, þar sem hér hafi verið um úttektir í erlendri höfn að ræða, en af orðalagi 2. og 4. gr. nefndra laga sé ljóst, að þær takmarkanir á sjóveðrétti, er grein- ar þessar fela í sér, eigi aðeins við úttektir á þar til greindum vörum, sem til er stofnað hér á landi. Að endingu bendir stefnandi á, að umboðsmaður ríkissjóðs hafi í uppboðsdómi Hafnarfjarðar 27. marz 1961 viðurkennt, að sjóveðréttur fylgdi nokkrum hluta þeirra kröfu, sem hér er um fjallað, og séu því alger mótmæli hans gegn því nú á þessu stigi málsins of seint fram komin og að engu hafandi. Stefndi fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs reisir sýknukröfu 159 sína á því, að það sé ósannað í málinu, að skipstjóri Keilis hafi stofnað til framangreindra olíuúttekta, en slíkt sé nauðsynlegt til þess að krafa þessi njóti sjóveðréttar í skipinu, sbr. 1. málslið 4. töluliðs 236. gr. laga nr. 56/1914. Varakröfu sína styður þessi stefndi þeim rökum, að samkvæmt orðalagi 53. gr. laga nr. 56/1914 takmarkist stöðuumboð skip- stjóra við þá löggerninga, er snerta framhald ferðar hans. Þegar um sé að ræða botnvörpung, er sigli með afla sinn á erlendan markað, verði ferð í skilningi nefnds lagaákvæðis að teljast hafin um leið og skipið leggur úr höfn og henni lokið, er skipið komi aftur til heimahafnar úr söluferð. Af þessu sé ljóst, að jafn- vel þótt talið verði sannað, að skipstjórinn hafi samið um nefnd- ar úttektir og sjóveðréttur hafi þar með stofnazt, þá geti sá réttur ekki náð lengra en til þeirrar olíuúttektar, sem nauðsyn- leg hafi verið til tveggja heimsiglinga skipsins, en alls ekki til olíunotkunar skipsins við veiðar eftir heimkomu þess. Þá tekur þessi stefndi fram, að því er varðar þá bókun, er gerð var eftir umboðsmanni ríkissjóðs í uppboðsrétti Hafnar- fjarðar, um að ríkissjóður muni greiða kröfu þessa samkvæmt dómi, þá sé hér að sjálfsögðu einungis átt við, að svo miklu leyti sem uppboðsandvirði Keilis hrökkvi til greiðslu sjóveðkrafna. Að endingu hefur þessi stefndi mótmælt framangreindu vott- orði frá Johann F. Jungschaffer sem röngu og þýðingarlausu. Stefndi Ásfjall h/f rökstyður kröfu sína með því, að skip- z stjórinn hafi tekið út olíuna í erlendri höfn samkvæmt stöðu- umboði sínu og kröfunni fylgi því sjóveðréttur í skipinu, sem uppboðskaupanda beri að greiða án tillits til þess, hvort upp- boðsandvirðið hrekkur fyrir henni eður ei, þar eð umboðsmaður ríkissjóðs hafi samþykkt það í uppboðsréttinum, ef krafan yrði talin rétt. Þá telur þessi stefndi, að hér sé um olíuúttekt að ræða, sem ekki geti miðazt við siglingu skipsins til heimahafnar, bar eð skipið hafi þá verið í fullum rekstri og farið beint á veiðar frá hinni erlendu höfn og ekki komið til hafnar fyrr en í næstu söluferð, þá einnig í hinni sömu erlendu höfn. Með framangreindu vottorði frá Johann F. Jungschaffer verð- ur að telja sannað, að margnefndar olíuúttektir hafi verið gerðar samkvæmt stöðuumboði skipstjórans á b/v Keili, sbr. 53. gr. sigl- ingalaga nr.56/1914. Við úttektir þessar stofnaðist því sjóveðréttur í skipinu samkvæmt 1. málslið 4. töluliðs 236. gr. siglingalaganna, enda á 2. gr.laga nr. 30/1936 eigi við, þegar skipstjórinn stofnar til úttektar í erlendri höfn, Við sölu b/v Keilis á fyrrnefndu upp- 160 boði 1. marz 1961 fluttist sjóveðréttur stefnanda yfir á upp- boðsandvirði skipsins, sbr. 1. mgr. 239. gr. siglingalaganna. Ber því að viðurkenna sjóveðrétt hans í uppboðsandvirði b/v Keilis til tryggingar greiðslu á þýzkum mörkum að fjárhæð 37.581.03, auk 8% ársvaxta frá 1. janúar 1961 til greiðsludags, enda verður ekki fallizt á það með stefnda fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, að stefnandi eigi aðeins sjóveðrétt fyrir þeirri olíuúttekt, er nægt hefði skipinu til tveggja heimsiglinga, eins og ferðum skipsins var háttað í umrætt skipti. Eftir þessum málalokum ber að dæma stefndu, fjármálaráð- herra f. h. ríkissjóðs og Ásfjalls h/f, in soliðum til að greiða stefnanda málskostnað, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 25.000.00. Magnús Thoroddsen, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm þennan ásamt meðdómendunum Jóhanni Ólafssyni forstjóra og Ragnari Jónssyni hæstaréttarlögmanni. Dómsorð: Viðurkenndur er sjóveðréttur stefnanda, Olíufélagsins Skeljungs h/f f. h. Deutsche Shell Aktiengesellschatt, í upp- boðsandvirði b/v Keilis, GK 3, til tryggingar greiðslu á þýzk- um mörkum að fjárhæð 37.581.03 með 8% ársvöxtum frá 1. janúar 1960 til greiðsludags. Stefndu, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs og Ásfjall h/f, greiði stefnanda in soliðum kr. 25.000.00 í málskostnað. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 161 Föstudaginn 15. marz 1963. Nr. 146/1962. Fiskverkun h/f (Guðmundur Pétursson hrl.) gegn Bæjarstjóranum í Kópavogi f. h. kaupstaðarins (Árni Guðjónsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Vanefnd á leigumála. Útburðarmál. Dómur Hæstaréttar. Skúli Thorarensen, fulltrúi bæjarfógetans í Kópavogi, hef- ur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 27. október 1962 og krafizt þess, að úrskurður fógeta verði úr gildi felldur, synjað verði um útburð og honum dæmdur málskostnaður úr hendi stefnda í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar fyrir Hæstarétti af áfrýjanda. Fyrir Hæstarétti var því lýst af hendi áfrýjanda, að hann hefði eftir uppsögn fógetaúrskurðarins í októbermánuði 1962 fengið stefnda í hendur umráð fiskverkunarhúsa þeirra, sem í málinu greinir, með fyrirvara um áfrýjun úrskurð- arins til Hæstaréttar. Í leigusamningi aðilja 9. september 1961 segir svo: „1. Leigusali selur leigutaka á leigu fiskverkunarhúsnæði i fiskverkunarhúsi og skemmu við höfnina á Kársnesi í Kópavogi og nauðsynlegan umferðarrétt og athafnasvæði í sambandi við fiskverkunina í kringum húsin. 2. Leigutíminn hefst 15. september 1961, en leigusali tekur að sér að ljúka við þurrkklefa og lofthitalögn að hon- um. Leiga fyrir skemmu skal ekki reiknuð fyrr en frá þeim tíma, er hún er tilbúin til afnota, og telst hún þriðjungur leiguupphæðarinnar eða kr. 4.000.00 á mánuði. 3. Leigutími er til 15. maí 1962 fyrst um sinn. 4. Að þeim tíma liðnum, á leigutaki forgangsrétt til framhaldandi leigu að öðru jöfnu, enda hafi hann staðið 11 162 í skilum með leiguna, haldið öll ákvæði þessa leigusamn- ings og umgengni hans um hið leigða húsnæði verið óað- finnanleg. Verði ekki úr áframhaldandi leigu, skal leigutaki þó eiga kost á að leigja húsin til 15. ágúst 1962. 5. Verði leigusamningur framlengdur, skal hvor aðili um sig hafa sex mánaða uppsagnarfrest á leigunni. 6. Leigan er kr. 12.000.00 — tólf þúsund krónur — á mánuði, og greiðist hún hinn 15. hvers mánaðar fyrir yfir- standandi mánuð, í fyrsta skipti 15. október 1961. Verði vanskil á greiðslu leigunnar, er samningur þessi úr gildi fallinn.“ Hinn 20. október 1961 greiddi áfrýjandi upp í leigu fyrir fiskverkunarhúsin kr. 12.000.00 og hinn 29. desember s. á. kr. 24.000.00. Stefndi kvittaði án fyrirvara fyrir fjárhæð- um þessum, sem hann taldi rétta leigu af húsnæðinu frá upphafi leigutímans til áramóta 1961/1962, enda þá eigi reiknuð leiga af skemmu tímabilið 15. september til 1. nóv- ember, sbr. 2. gr. leigumálans. Varð nú að sinni eigi úr frekari leigugreiðslum af hendi áfrýjanda. Í aprilmánuði 1962 auglýsti stefndi fiskverkunarhúsin til leigu frá 15. ágúst s. á., og skyldu leigutilboð send stefnda fyrir 15. maí. Sam- kvæmt því gerði áfrýjandi skriflegt tilboð um leigu fisk- húsanna og bauð kr. 8.550.00 mánaðarleigu, enda yrðu gerð- ar á húsunum tilteknar umbætur og leigutíminn ákveðinn fimm ár. Loks hinn 29. júní 1962 innti áfrýjandi af hendi fyrstu greiðslu upp í leigu það ár, kr. 30.000.00. Á fundi bæjarráðs Kópavogskaupstaðar hinn 10. júlí 1962 var bæjar- fógeta falið að tilkynna áfrýjanda, að ráðið teldi forgangs- rétt áfrýjanda til leigu á fiskhúsunum úr gildi fallinn vegna vanefnda leigumálans. Áfrýjandi andmælti þessu með bréfi 16. júlí.. Í bréfi 25. s. m. itrekaði lögmaður áfrýjanda mót- mæli hans og sendi stefnda jafnframt kr. 26.000.00 til greiðslu upp í gjaldfallna leigu, og kvittaði stefndi fyrir fjárhæð þessari 30. s. m. Með bréfi 3. ágúst 1962 tilkynnti stefndi áfrýjanda, að bæjarrráð héldi fast við ákvörðun sína um, að áfrýjandi rýmdi fiskhúsin hinn 15. ágúst, og með bréfi til bæjarfógetans í Kópavogi 18. s. m. krafðist 163 stefndi útburðar áfrýjanda. Nam þá gjaldfallin ógreidd leiga eftir fiskhúsin kr. 34.000.00, miðað við 15. ágúst. Áfrýjandi hefur viljað réttlæta greiðsludrátt sinn með því, að slíkir annmarkar hafa verið á fiskhúsunum og bún- aði þeirra, að þau hafi af þeim sökum ekki verið leiguhæf. Hafi hann því átt rétt á lækkun leigu þeirrar, sem um hafði samizt, og hann raunar fengið vilyrði stefnda fyrir slíkri lækkun. Telur áfrýjandi fjarri lagi, að hann hafi skuldað leigu, er útburðar var krafizt. Hann hafi þvert á móti átt heimtingu á endurgreiðslu, auk skaðabóta vegna vanbún- aðar húsanna. Áfryjandi mátti eigi, þó að um vanefndir leigumálans kunni að hafa verið að tefla af hendi stefnda, samtímis nýt- ingu hins leigða, fella einhliða niður leigugreiðslur, heldur bar honum af slíku efni að leita annarra úrræða til verndar hagsmunum sínum. Þá eru varnarástæður áfrýjanda þess eðlis, að fógetadómur þykir eigi, eins og á stendur, mega veita úrlausn um þær. Verður þeim því eigi frekar gaum- ur gefinn í máli þessu. Samkvæmt því, sem nú var rakið, og þar sem um er að tefla stórfellda vanrækslu áfrýjanda um leigugreiðslur, ber að staðfesta niðurstöðu hins áfrvj- aða úrskurðar. Eftir þessum úrslitum og atvikum málsins er rétt, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 4.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Fiskverkun h/f, greiði stefnda, bæjarstjór- anum í Kópavogi f. h. kaupstaðarins, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 4.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður fógetadóms Kópavogs 9. október 1962. Í máli þessu, sem tekið var til úrskurðar 2. október s.l., hefur eigandi fiskverkunarhúss og skemmu við höfn á Kársnesi, Kópa- vogsbær, krafizt þess, að hlutafélagið Fiskverkun verði borið út úr húsnæði því, er það hefur haft á leigu í ofangreindum 164 húsum. Byggir gerðarbeiðandi kröfu sína á því, að leigusamn- ingur milli gerðaraðilja frá 9. september 1961 sé útrunninn sam- kvæmt ákvæðum samningsins. Gerðarþoli hefur mótmælt framgangi umbeðinnar gerðar, og lögðu aðiljar málið undir úrskurð fógetaréttarins 2. október s.l. Aðiljar hafa hvor um sig krafizt málskostnaðar. Málavextir eru þeir, að árið 1960 hófust samningaviðræður gerðarþola um, að gerðarþoli tæki á leigu hús, sem gerðarbeið- andi hugðist láta reisa við Kópavogshöfn í Kársnesi. Reiknuðu aðiljar með því, að byggingu húsanna yrði lokið fyrir lok jan- úar 1961. Gerðarþoli sagði upp húsnæði, er hann leigði, með tilliti til þess. Ekki varð verkinu lokið á þeim tíma. Leið nú fram á sumar 1961 og fór verkið að ganga betur, Gerðarþoli lét verkstjóra sinn vera við byggingarframkvæmdir til leiðbeiningar og eftir- lits. 9. september 1961 var leigusamningur (dskj. 2) undirrit- aður. Þegar leigutími hófst 15. september, var byggingu leigu- húsanna (fiskverkunarhúss, þurrkhúss og skemmu) ekki lokið. Rafmagn var ókomið, gólf fiskverkunarhúss, byggingu húss undir kynditæki, frágangi á þurrkklefa og lofthitalögn að honum var ólokið. Rafmagn komst í samband 21. september. Steypu gólfs í fiskverkunarhúsi lauk í októbermánuði. Byggingu kyndingarhúss og frágangi á þurrkklefa er ólokið. Um áramót s.l. kvartaði Halldór Bjarnason, framkvæmdastjóri gerðarþola, yfir drætti á því, að lokið væri frágangi á þurrk- klefa og lagningu lofthitalagnar við Huldu Jakobsdóttur, þá- verandi bæjarstjóra Kópavogs. Þegar kom fram í marzmánuð á þessu ári og framkvæmdum miðaði ekkert áfram, komst Hall- dór Bjarnason að því, að teikning var ekki fyrir hendi af loft- htialögn að þurrkklefa. Halldór Bjarnason gekk þá í það að útvega teikningu, og mun teikning þessi hafa verið tilbúin fyrri hluta aprílmánaðar. Verkinu er enn ólokið. Byggingu kyndingar- húss er einnig ólokið. Á síðastliðnum vetri kom í ljós, að inn í hina leigðu skemmu skóf snjó, og taldi gerðarþoli, að skemman væri þess vegna ónothæf til skreiðargeymslu. Gerðarþoli fékk á s.l. vetri timbur hjá gerðar- beiðanda til þess að ganga þannig frá skemmu þessari, að hana mætti nota sem aðgerðarhús. Gerðarþoli kvartaði um þetta við Huldu Jakobsdóttur, bæjar- stjóra Kópavogs, og Ólaf Jónsson bæjarráðsmann, og pantaði Ólafur Jónsson pakkningar hjá Landssmíðjunni. Verkstjóri gerðar- 165 þola hófst handa á s.l. vetri, án leyfis gerðarbeiðanda að bora gat á vegg milli skemmu og fiskverkunarhúss, sem hann taldi nauðsynlegt til hagkvæmra vinnubragða í húsinu. Formaður hafnarnefndar bannaði ekki, að því verki væri haldið áfram. Fyrstu leigugreiðslur fóru fram 20. október 1961, fyrirvara- laust af beggja hálfu, þ. e. 5 dögum eftir umsamdan greiðslu- dag. Næsta greiðsla skyldi svo fara fram 15. nóvember 1961 og síðan 15. desember s. á. Gerðarþoli greiddi þá hvorki leigu fyrir nóvember né desember. Er gerðarþoli hafði verið inntur nokkrum sinnum um greiðslu, greiddi hann 24.000 kr. 29. des- ember 1961 eða leigu fyrir nóvember- og desembermánuði. Þó taldi gerðarþoli sig ekki skyldan að greiða leiguna, þar eð leigu- húsnæðið væri ekki í því ástandi, sem hann teldi fullnægjandi, heldur kvaðst gerðarþoli greiða vegna þess að gerðarbeiðandi taldi sig þurfa að fá greiðslu fyrir áramót, en það væri vegna þess að ársuppgjör Kópavogsbæjar yrði að vera tilbúið fyrir áramót. Tekið var við greiðslu með fyrirvara. Eftir það greiddi gerðarþoli ekki leigu, þrátt fyrir margítrek- aða munnlega kröfu gerðarbeiðanda, og bar hann fyrir sig, að vegna ástands leiguhúsnæðis ætti hann kröfu á afslætti á leigu- greiðslu úr hendi gerðarbeiðanda. Í maí átti Hulda Jakobsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, símtal við Halldór Bjarnason, verkstjóra gerðarþola. Boðaði hún hann á fund sinn til viðræðna um, hvaða afsláttur kæmi til greina. Síðan dróst, að framkvæmdastjóri gerðarþola kæmi, þar til 14. maí, að hann kom ásamt Grétari Ingvarssyni á skrifstofu gerðar- beiðanda. Kvaðst Hulda Jakobsdóttir þá ekki geta rætt við þá Halldór vegna vanheilsu, er hún ætti við að stríða. 18. apríl s.l. voru umrædd leiguhús auglýst laus til leigu frá 15. ágúst og ósk- að tilboða. 14. maí lagði gerðarþoli fram leigutilboð, kr. 8.550.00 á mánuði. 29. júní mætti Halldór Bjarnason á skrifstofu bæjar- stjóra að beiðni hennar og greiddi kr. 30.000.00 upp í leigu fyrir tímabilið 1. janúar 1962 til 29. júní (dskj. 4). Við þeirri greiðslu var tekið með fyrirvara. 11. júlí var gerðarþola tilkynnt með bréfi, að forgangsréttur hans til leigu umsaminna fiskverkunar- húsa væri úr gildi fallinn vegna vanefnda (dskj. 7). Þessu bréfi svaraði gerðarþoli með bréfi 16. júlí s.l, þar sem mótmælt er, að forgangsréttur til leigu væri úr gildi fallinn, en lýsti sig tilneyddan að leita réttar síns vegna vanefnda gerðar- beiðanda á samningi, dskj. 2 (dskj. 10). 25. júlí fékk gerðar- beiðandi bréf frá Einari B. Guðmundssyni hrl., þar sem nánar 166 er lýst vanefndum þeim, sem gerðarþoli álítur gerðarbeiðanda hafa komizt í vegna samnings á dskj. nr. 2. Með þessum fyrir- vara fylgdi greiðsla upp í leiguskuld gerðarþola, kr. 26.000.00. Þann dag stóðu því leikar svo, að af kr. 84.000.00 leigu fyrir tímabilið 1. janúar—-30. júlí hafði gerðarþoli greitt kr. 56.000.00 og eftirstöðvar ógreiddar kr. 28.000.00. 3. ágúst s.l. sendi Árni Guðjónsson hrl. umboðsmaður gerðarbeiðanda, umboðsmanni gerðarþola, Einari B. Guðmundssyni, bréf (dskj. 8), þar sem því er mótmælt, að um vanefndir af hálfu gerðarbeiðanda væri að ræða. Þar kom einnig fram, að gerðarþoli hafi haft miklu minni rekstur í leiguhúsnæðinu en ráð hafi verið fyrir gert í 10. gr. samningsins milli aðilja (dskj. 2) og það ítrekað, að gerðarþoli viki úr húsnæðinu fyrir 15. ágúst s.l. Með bréfi, dags. 18. ágúst s.l,, Óskaði gerðarbeiðandi eftir því, að bæjarfógeti Kópavogs beri gerðarþola út úr hinum leigðu húsum svo fljótt sem verða mætti vegna vanefnda gerðarþola á leigusamningi. 21. ágúst var útburðarbeiðni tekin fyrir í fógetarétti Kópavogs. Í réttarhaldi 29. ágúst upplýsti umboðsmaður gerðarbeiðanda, að leiguhúsin yrðu ekki leigð fyrir lægri upphæð en 15.000 krón- ur á mánuði fyrst um sinn, en 18.000 kr., er þurrkklefi kæmist í lag, og spurði hann gerðarþola, hvort hann vildi greiða þá upphæð fyrir þann tíma, sem hann sæti í leiguhúsunum, á með- an mál þetta stæði yfir. Gerðarþoli lýsti sig reiðubúinn til þess. Með bréfi 1. sept. s.1. krafði umboðsmaður gerðarbeiðanda gerð- arþola um leigugreiðslu frá 15. ágúst til 30. ágúst samkvæmt ofangreindri samþykkt. 4, sept. greiddi gerðarþoli umkrafða leigu, kr. 7.500.00. Tilkvaddir matsmenn hafa með matsgerð 13/9 1962 talið hæfi- legan afslátt á húsaleigu fyrir hús þau, sem krafizt er útburðar úr, kr. 3.666.67. Við þetta mat hafa matsmenn staðið fyrir dómi, en gerðarbeiðandi mótmælir niðurstöðu matsmanna. Gerðarbeiðandi heldur því fram, að leigutíma samkvæmt samn- ingi aðilja hafi verið lokið 15. maí vegna vanefnda gerðarþola, en þær kveður gerðarbeiðandi hafa verið, að gerðarþoli greiddi leiguna ekki á réttum gjalddögum frá upphafi samningstímabils til áramóta, og ekki fyrr en 29. desember og þá án fyrirvara, svo hafi gerðarþoli ekki greitt neina leigu frá áramótum út allt samningstímabilið og til 29. júní s.l., þrátt fyirr margítrek- aðar kvartanir gerðarbeiðanda, sbr. samning aðilja 2., 4. og 6. gr. Í júní s.l. hafi leiguskuld gerðarþola verið orðin 72.000 kr. 167 Þegar gerðarþola var með bréfi 11. júní tilkynnt, að hann ætti að víkja úr leiguhúsinu, hafi gerðarþoli sent 26.000.00 kr. Þá telur gerðarbeiðandi, að gerðþoli hafi ekki uppfyltt 10. gr. leigusamnings, þar sem gerðarþoli verkaði minni fisk frá s.l. áramótum til 15. maí heldur en maður, sem gerðarþoli leigði hluta leiguhúsanna sama tíma. Vegna vanefnda telur gerðarbeiðandi gerðarþola hafa glatað forgangsrétti sínum samkvæmt 4. gr. leigusamningsins. Þetta hafi gerðarbeiðandi þegar borið fyrir sig með bréfi 11. júlí s.l. Umboðsmaður gerðarbeiðanda fór þess á leit í munnlegum málflutningi, að gerðarþoli yrði borinn út úr leiguhúsunum, þar sem leigusamningur aðilja hefði fallið úr gildi 15. ágúst, þar sem þá hefði lokið framhaldsleigu samkvæmt 4. gr. samn- ingsins in fine. Gerðarbeiðandi kveðst ekki hafa vanefnt samninginn, þar sem draga megi þá ályktun e contrario af 2. gr. samningsins, að engin tímamörk hafi verið sett, hvenær þurrkklefi ætti að vera kominn í lag, auk þess hafi gerðarþoli haft umboðsmann við byggingarframkvæmdir og því fylgzt með, hvernig byggingu leiguhúsanna leið. Þá hafi gerðarþoli ekki notað sér almenna reglu um rétt leigutaka til að láta bæta úr gallanum á kostn- að leigusala. Gerðarþoli hafi ekki haft neina brýna þörf fyrir þurrkklefa fyrr en í fyrsta lagi eftir lok umsamins leigutíma. Gerðarþoli hefur haldið því fram, að hann hafi efnt leigu- samninginn að sínu leyti. Hins vegar hafi gerðarbeiðandi van- efnt leigusamning aðilja frá upphafi. Gólf í aðalfiskverkunar- húsi hafi ekki verið fullgert fyrr en í október 1961. Samkvæmt 2. gr. leigusamnings aðilja hafi gerðarbeiðanda borið að ljúka þurrkklefa og lofthitunarlögn að honum, en mjög mikill dráttur hafi orðið á því. Um s.l. áramót hafi framkvæmdar- stjóri gerðarþola kvartað um drátt á öllum framkvæmdum við Ólaf Jónsson bæjarráðsmann. Ólafur hafi þá lofað að koma burrkklefa og lofthitalögn í lag fyrir lok janúar s.l. Ekki hafi orðið neitt af efndum og hafi teikning að lofthit- unarlögn ekki einu sinni verið tilbúin, er kom fram í marz- mánuð. Framkvæmdastjóri gerðarþola hafi þá boðizt til að útvega teikningar, sem tilbúnar voru fyrri hluta aprílmánaðar. Verkinu sé enn ólokið. Þá hafi komið fram gallar á skemmu, þar sem milli samskeyta á þakplötum hafi iðulega snjóað. Þess vegna megi segja, að 168 hún hafi allan leigutímann verið ófullgerð og beri hennar vegna að draga frá 4000 kr. á mánuði af leigugjaldi samkvæmt 2. gr. leigusamnings, alls kr. 48.000.00. Varðandi fullyrðingu gerðarbeiðanda um, að gerðarþoli hafi viðurkennt, að ásigkomulag leiguhúsanna hafi verið í fullkomnu ástandi, bendir gerðarþoli á, að framkvæmdastjórinn hafi laust fyrir s.l. áramót átt viðtal við þáverandi bæjarstjóra, Huldu Jakobsdóttur. Framkvæmdastjóri gerðarþola hafi þá bent henni á, að hann gæti ekki greitt fulla leigu sökum ofangreindra van- efnda gerðarbeiðanda. Gerðarþoli kveðst hafa greitt um s.l. áramót af greiðaskyni við Huldu bæjarstjóra, þar sem hún hafi gert ráð fyrir leigugreiðslum við ársuppgjör. Hulda Jakobsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri, hafi við það tæki- færi og í viðræðum við framkvæmdastjóra gerðarþola og Grétar Ingvarsson, stjórnarmann gerðarþola, 14. maí s.l. lofað afslætti af leigugreiðslu vegna galla á leiguhúsunum. Á fundinum 14. maí hafi gerðarþoli lagt fram leigutilboð og fengið loforð um að fá að vera viðstaddur opnun leigutilboða. Þetta loforð hafi verið svikið. Varðandi fullyrðingu gerðarbeiðanda um, að gerðarþoli hafi vanefnt 10. gr. leigusamnings aðilja, bendir gerðarþoli á, að hann hafi verkað nálægt 600 tonn á leigutímanum. Daníel Þor- steinsson hafi ekki verkað nema 232 tonn á sama tíma. Birgðir gerðarþola séu í dag ca. 300 tonn, sem væru í húsunum, ef þau væru nothæf. Þar sem gerðarþoli telur sig ekki hafa vanefnt leigusamning aðilja á neinn hátt, telur hann sig eiga rétt til framhaldsleigu. Hann krefst því auk skaðabóta fyrir vanefndir á samningi, að gerðarbeiðandi gefi upp, með hvaða kjörum gerðarbeiðandi hygg- ist leigja áfram og mótmælir hann því, að úrskurður í þessu máli verði kveðinn upp, fyrr en það hefur verið gert. Loks vill gerðarþoli taka fram, að Ólafur Jónsson, Finnbogi R. Valdimarsson og Hulda Jakobsdóttir hafi, er leigusamning- urinn, dskj. 2, var undirritaður, hátíðlega lofað því, að hann skyldi framlengjast til 4 ára með sömu kjörum. Síðasttöldum fullyrðingum hefur gerðarbeiðandi alfarið mót- mælt, eins og greinargerð gerðarþola í heild. Grétar Ingvarsson kveðst hafa verið á umræddum fundi með framkvæmdastjóra gerðarþola og bæjarstjóra Kópavogs 14. maí s.l. Á s.l. vetri hafi fiskverkunarhús gerðarbeiðanda verið aug- lýst til leigu, þar sem leigutíma samvæmt leigusamningnum, 169 dskj. nr. 2, lyki 15. maí s.1. Grétar og framkvæmdastjóri gerðar- þola hugðust ræða við bæjarstjórann og ákveða afslátt af leigu- greiðslu, er lofað hefði verið. Ekki varð þó úr neinu á þeim fundi vegna heilsuleysis bæjarstjóra. Gerðarþoli afhenti tilboð í leigu fiskverkunarhúsa gerðarbeiðanda og fékk loforð um, að Hall- dór yrði viðstaddur opnun tilboða. Hulda Jakobsdótti skýrir svo frá, að hún muni ekki til þess, að hún hafi lofað um s.l. áramót, að þurrkklefa skyldi komið Í lag, enda ekki kunnugt um, að þurrkklefi væri ekki kominn í gang fyrir áramót. Hulda kveðst hafa nokkrum sinnum innt gerðarþola um leigu- greiðslur, áður en hann greiddi um s.l. áramót. Þegar hún rukkaði Halldór Bjarnason um leigugreiðslur eftir áramót, kveður Hulda Halldór hafa minnzt á, að þurrkklefinn væri ekki kominn í lag. Einnig kveður hún Halldór hafa kvart- að um leka á skemmu, en það taldi hún ekki alvarlegt, vegna þess að hún taldi að skemman væri nothæf sem aðgerðarhús. Gerðarþoli hafi fengið timbur hjá Kópavogsbæ til þess að gera kassa við enda skemmunnar, svo það væri hægt. Henni skildist á Halldóri, að hann teldi umrædda galla alvarlega, og talaði hann um, að gerðarþoli gæti ekki greitt fulla leigu þess vegna. Hulda kvaðst ekki geta metið, hve mikið leigan ætti að lækka. Þess vegna yrði gerðarþoli fyrst og fremst að greiða leiguna; eftir á væri hægt að ræða um endurgreiðslu. Hulda kveðst ekki hafa talið, að um svo mikið atriði hafi verið að ræða, að um mikla endurgreiðslu yrði að ræða, heldur einhvern smá-afslátt. Hulda kveður Halldór Bjarnason ekki hafa kvartað um um- rædda galla, nema þegar hann var inntur um leigugreiðslu. Hulda kveðst hafa talað við Halldór Bjarnason í maí um, að þau þyrftu að ræða um, hvaða afsláttur kæmi til greina. 14. maí kom Halldór með Grétari Ingvarssyni til hennar, en þá var hún orðin veik og gat ekki rætt við þá. Hún kveðst svo hafa verið forfölluð vegna veikinda sinna í 5 vikur. Hulda Jakobsdóttir telur starfsemi gerðarþola ekki hafa verið eins miklar og vonir hafi staðið til. Hún kveðst ekki hafa veitt leyfi til, að gat væri sett á vegg milli leiguhúsa. Hulda kveður gerðarþola ekki hafa verið veitt undanþága frá að greiða leigugreiðslur á umsömdum gjalddögum. Hulda vill taka fram, að frá hennar sjónarmiði hafi gerðarþoli tekið að sér að koma þurrkklefa í gang, er hann útvegaði teikningar að blásturskerfi í þurrkklefa, ef honum lægi mikið á því. 170 Halldór Bjarnason tekur fram, að gerðarþoli hafi aldrei verið rukkaður um leigugreiðslur, svo hann muni til, fyrr en á ára- mótum. Hann kveður alltaf hafa verið tekið við greiðslu athuga- semdalaust, þó að það væri ekki gert á réttum gjalddögum. Ólafur Jónsson bæjarráðsmaður skýrir svo frá, að gerðarþoli hafi, er samningur var gerður, verið fullkunnugt um, hvernig bygging leiguhúsa gekk. Gerðarþoli hafi fylgzt með gangi byggingarinnar og hljóti að hafa verið ljóst, að nokkra mánuði mundi taka að fullgera húsin, eins og fyrirhugað var. Það hafi verið álit bæjarráðsmanna, er leiguupphæð var sam- þykkt, að hún væri ákveðin með tilliti til þess, að húsin væru ennþá ekki fullgerð og því hafi samningurinn verið gerður til svo skamms tíma. Ólafur kveður galla á skemmunni hafa verið þá, að pakkningar vantaði milli plötusamskeyta. Því hafi snjór fokið inn í skafrenningi, en um leka hafi ekki verið ræða, Pakkn- ingar kveðst Ólafur hafa pantað hjá Landssmiðjunni á s.l. vetri, eftir að vart hafi orðið snjófoks um skemmuna. Ólafur kveðst hafa sem bæjarráðsmaður lofað Halldóri Bjarna- syni í des. s.l. að gera sitt bezta til þess að þurrkklefa yrði komið í lag fyrir lok janúar. Ólafur kveðst þá hafa beðið Halldór um að leita sérfræðings um þurrkklefann um teikningar og álit á katli. Halldór Bjarnason, framkvæmdastjóri gerðarþola, skýrir svo frá, að sér hafi ekki verið kunnugt um, að teikningu vantaði, er hann ræddi við Ólaf Jónsson í desember s.l. Það hafi ekki verið fyrr en í marz s.l. og þá hafi hann boðizt til að útvega teikningar að lofthitalögn. Í október 1961 kveðst Halldór hafa rekið á eftir framkvæmdum við þurrkklefa og telur hann, að þá hafi Ólafur Jónsson pantað eitthvað efni til þurrkklefa. Hall- dór kveður, að sér hafi verið kunnugt um, að þurrkklefi var ekki tilbúinn, er leigusamningur tók gildi 15. september 1961, en kveðst hafa talið að ljúka hefði mátt við þurrkklefa á hálf- um mánuði. Ólafur Jónsson telur fiskverkun gerðarþola hafa verkað minni fisk en Daníel Þorsteinsson í sömu húsum á s.l. vertíð, og byggir það á því, að hann hafi iðulega séð báta hans liggja við bryggju í Kópavogshöfn á þeim tíma. Kári Jónasson kveðst hafa verið leyfislaust byrjaður að bora nauðsynlegt gat á millivegg, er formaður hafnarnefndar kom að. Hann kveðst þá hafa spurt hann, hvort hann ætti að hætta því. Formaður hafnarnefndar bannaði honum ekki að halda áfram. 171 Kári telur fiskverkun gerðarþola hafa verið meiri en fiskverkun Daníels Þorsteinssonar á s.l. vertíð. Hann kvaðst aldrei hafa séð báta Daníels í Kópavogshöfn á s.l. vertíð. Skipstjórnarmenn á bátum Daníels Þorsteinssonar votta með skriflegum vottorðum, að bátar hans hafi ekki komið í Kópa- vogshöfn á s.l. vertíð. Í matsgerð telja matsmenn fiskverkunarhús vera eins og samn- ingur gerir ráð fyrir. Skemmu telja þeir hæfa til ýmissa nota, en ónothæfa til skreiðargeymslu vegna hættu á, að inn í hana fenni að vetri til. Þeir telja skemmuna illa fallna til fiskverk- unar og hætfilegan afslátt af leigu hennar vegna vera kr. 1000.00. Það er upplýst í máli þessu, að gerðarþoli greiddi ekki neina leigu fyrir leiguhúsin frá áramótum s.l. fyrr en 29. júní s.l. eða rúmum mánuði eftir umsamið leigutímabil, þá aðeins 30 þús. kr. Áður hafði gerðarbeiðandi krafið gerðarþola um leigugreiðsl- ur nokkrum sinnum. Er gerðarbeiðandi hafði sent gerðarþola tilkynningu um, að gerðarbeiðandi teldi skilorðsbundinn for- sangsrétt gerðarþola til framhaldandi leigu samkvæmt 4. gr. samningsins úr gildi genginn vegna greiðsludráttar gerðarþola með bréfi 11. júlí s.l, sendi gerðarþoli greiðslu kr. 26.000.00 með bréfi, þar sem hann kveðst gera það án skyldu vegna van- efnda gerðarbeiðanda. Hinn stórkostlega greiðsludrátt sinn vill gerðarþoli réttlæta með því, að leiguhúsin hafi ekki verið í fullnægjandi ástandi, einkum þurrkklefi. Upplýst er, að gerðarþoli fylgdist með bygg- ingu leiguhúsanna og var honum kunnugt um, hvernig fram- kvæmdum við þau var á veg komið, er hann tók húsin á leigu. Í 2. gr. samnings tekur gerðarbeiðandi að sér að ljúka við þurrkklefa og lofthitalögn að honum, og ekki er þess getið, hve- nær verkinu skyldi lokið og engin viðurlög við því, að verkið drægist, sbr. e contrario ákvæði sömu greinar um skemmu. Verður því að telja, að gerðarbeiðandi hafi eigi skuldbundið sig til að ljúka þurrkklefa innan ákveðins tíma og vafasamt, hvort það skyldi verða á samningstímabilinu, enda tekið fram, að gerðarþoli fengi húsin leigð áfram, ef hann stæði við samn- inginn af sinni hálfu samkvæmt 4. gr. samningsins. Rétturinn lítur svo á, að gerðarþoli hefði, í stað þess að reyna að knýja gerðarbeiðanda til framkvæmda með því að neita að greiða leigu á umsömdum gjalddögum, borið að láta framkvæma umbætur á leiguhúsnæði á kostnað leigusala. 172 Matsgerð sú, sem gerðarþoli hefur látið fram fara á leigu- húsunum, telst ekki hafa þýðingu í máli þessu. Rétturinn fellst á það með gerðarbeiðanda, að gerðarþoli hafi í verulegum atriðum vanefnt leigusamning aðilja frá 9. sept. 1961, svo að hann hafi glatað leigurétti sínum samkvæmt 4. gr. samningsins. Rétturinn telur, að samningur aðilja hafi með tilkynningu gerðarbeiðanda í bréfi 11. júlí s.l. fallið endanlega úr gildi 15. ágúst s.1. og að gerðarþoli sitji þar af leiðandi að heimildarlausu í fiskverkunarhúsum gerðarbeiðanda. Fellst rétturinn samkvæmt framansögðu á kröfu gerðarbeið- anda um, að gerðarþoli skuli borinn út úr nefndum fiskverkunar- húsum. Úrskurður: Að kröfu gerðarbeiðanda skal gerðarþoli, Fiskverkun h.f., borin út úr fiskverkunarhúsum gerðarbeiðanda, Kópavogs- bæjar, við Kópavogshöfn í Kársnesi. Málskostnaður falli niður. 173 Miðvikudaginn 20. marz 1963. Nr. 163/1961. Árni Jónsson (Sveinbjörn Jónsson hrl.) segn Ungmennafélagi Íslands (Ragnar Ólafsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Lárus Jóhannesson, Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðsson og Þórður Eyjólfsson og prófessor Ármann Snævarr. Ágreiningur um vatns- og veiðirétt. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu, dagsettri 8. nóvember 1961, og gert þær réttarkröfur, að hann verði sýknaður af kröfum stefnda í máli þessu og að stefndi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað fyrir héraðsdómi og Hæstarétti að mati Hæstaréttar. Stefndi hefur krafizt staðfestingar hins áfrýjaða dóms og að áfrýjandi verði dæmdur til að greiða honum máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Af ástæðum þeim, sem greindar eru í hinum áfrýjaða dómi, ber að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum er rétt, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, og þykir hann hæfilega ákveð- inn kr. 4000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Árni Jónsson, greiði stefnda, Ungmenna- félagi Íslands, kr. 4000.00 í málskostnað fyrir Hæsta- rétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur aukadómþings Árnessýslu 14. ágúst 1961. Ár 1961, mánuðaginn 14. ágúst, var í aukadómþingi Árnes- sýslu, sem haldið var í skrifstofu hrl. Benedikts Sigurjónssonar við Lækjargötu í Reykjavík af hinum reglulega dómara, Páli 174 Hallgrímssyni, og meðdómendunum, hrl. Benedikt Sigurjónssyni, Reykjavík, og Teiti Eyjólfssyni iðnrekanda, Hveragerði, kveð- inn upp dómur í málinu nr. 7/1960: Ungmennafélag Íslands gegn Árna Jónssyni, en málið var þingfest hinn 21. maí 1960 og tekið til dóms eftir munnlegan málflutning hinn 1. ágúst 1961. Mál þetta hefur Eiríkur J. Eiríksson f. h. Ungmennafélags Íslands höfðað með stefnu, útgefinni 21. maí 1960, gegn eigend- um Öndverðarness í Grímsneshreppi, þeim Árna Jónssyni, bónda í Alviðru, og Halldóri Guðlaugssyni, bónda í Öndverðarnesi. Við munnlegan flutning málsins féll stefnandi frá öllum kröf- um á hendur Halldóri Guðlaugssyni, en hann sótti ekki þing í málinu og enginn af hans hálfu. Á hendur stefnda, Árna Jóns- syni, gerði stefnandi þær kröfur, að viðurkennt verði með dómi, að veiðiréttur svo og hver önnur vatnsréttindi í Sogi fyrir Þrastaskógslandi fylgi Þrastaskógslandi og sé eign stefnanda. Þá krafðist stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda að mati dómsins. Stefndi hefur krafizt sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hans hendi að mati dómsins. Samkvæmt gögnum málsins og málflutningi aðilja eru atvik þessi: Öndverðarnes í Grímsneshreppi virðist áður fyrr hafa verið þrjú býli, heimajörðin Öndverðarnes, Norðurkot og Suðurkot. Jarðir þessar virðast upphaflega hafa átt óskipt beitiland, en aðiljar telja, að Norðurkoti hafi verið skipt úr torfunni að öllu leyti fyrir þann tíma, sem hér skiptir máli. Með afsali, dags. 14. sept. 1909, seldi Guðmundur Ísleifsson, bóndi á Stóru-Háeyri, stefnda hálfa heimajörðina Öndverðar- nes. Í afsalinu segir svo: „.... Undanþeginn sölunni er skóg- lendisblettur í óskiptu beitilandi Öndverðarnestorfunnar fyrir ofan Sogsbrú meðfram Soginu norður að Álftavatni, og tak- markast blettur þessi að vestan af Soginu, að norðan af Álfta- vatni og að austan af línu frá aðalveginum austan við Sogs- brúna, þar sem vegurinn beygist til austurs, beint í vörðu á Jókuhöfða og þaðan beina stefnu í Miðfellsfjall norður í Álfta- vatn. Blettur þessi skal allur í heild, að svo miklu leyti sem hann tilheyrir heimajörðinni Öndverðarnesi, vera mín óskert eign ....“ Eigandi hinnar hálflendu Öndverðarness áritaði af- sal þetta með samþykki sínu sama dag. Afsal þetta var innrit- að til þinglýsingar hinn 25. febrúar 1914. Með afsali, dagsettu 7. október 1911, seldi Guðmundur Ís- 175 leifsson Tryggva Gunnarssyni, fyrrv. bankastjóra, skóglendis- blett þann „í óskiptu beitilandi Öndverðarnestorfunnar í Gríms- nesi, sem er undanskilinn sölu í afsalsbréfi mínu til Árna bónda Jónssonar, dags. 14. sept. 1909, samþykktu s. d. af eiganda hálfs Öndverðarness, Halldóri Stígssyni, og 30. s. m. af eiganda Suður- kots, Vigfúsi Árnasyni. Skóglendisblettur þessi, sem samkvæmt mælingu 12. okt. 1909 er um 126.500 ferfaðmar eða hér um bil 140.5 vallardagsláttur að stærð, takmarkast að vestan af Soginu, að norðan af Álftavatni og að austan af línu frá aðal- veginum austan við Sogsbrúna, þar sem vegurinn beygist til austurs, beint í vörðu á Jókuhöfða, þaðan bein stefna í Mið- fellsfjall norðan í Álftavatn. Landsvæði þetta sel ég velnefnd- um hr. Tryggva Gunnarssyni fyrir umsamið kaupverð 1000 — eitt þúsund — krónur, og með því að hann hefur þegar greitt mér upphæð þessa, segi ég hann hér með réttan eiganda að ofangreindum skóglendisbletti, óátalið af öllum, og má hann því hagnýta sér þessa eign sína, eins og hann bezt vill og get- ur, og hefur öll réttindi yfir henni til lands og vatns ....“ Hinn 18. október 1911 ritaði Tryggvi Gunnarsson á skjal þetta afsalsyfirlýsingu, en þar segir svo: ,„.... Landspildu þá í Önd- verðarnestorfu, sem mér er seld með framanrituðu afsalsbréfi, gef ég hér með Ungmennafélagi Íslands með öllum sömu réttind- um, sem afsalið veitir mér, og með þeim nánari skilyrðum, sem tekin eru fram í sérstöku gjafabréfi mínu, dagsettu í dag.“ Skjal þetta var innritað til þinglýsingar hinn 14. maí 1928. Gjafabréf Tryggva Gunnarssonar til stefnanda er dagsett 18. október 1911. Í því rekur hann tilgang sinn með gjöfinni, sem sé þann að styðja skógræktarstarfsemi ungmennafélaganna. Þá segir svo í gjafabréfinu: „Hina afhentu landspildu má Ung- mennafélagið ekki selja né veðsetja. En skyldi, mót von minni, fara svo, að félagið upphefjist eða þreytist á að rækta blettinn, óska ég, að hann gangi til landssjóðs Íslands og verði hans eign til skógræktar..“ Gjafabréf þetta er innritað til þinglýsingar hinn 14. maí 1928. Hinn 5. júlí 1924 ritaði Sigurður Ólafsson, fyrrverandi sýslu- maður í Kaldaðarnesi, að beiðni stefnda svohljóðandi yfirlýsingu: „Með afsalsbréfi 14. sept. 1909 seldi Guðmundur bóndi Ísleifs- son á Háeyri Árna bónda Jónssyni í Alviðru hálfa heimajörðina Öndverðarnes í Grímsneshreppi, að undanskildum hluta heima- jarðarinnar í skóglendisbletti, er liggur að Soginu og Álftavatni, í óskiptu beitilandi Öndverðarnestorfunnar. Að beiðni hlutaðeig- 176 enda var ég viðstaddur samning þeirra um jarðakaupin og samdi fyrir þá afsalsbréfið. Minnist Ég þess ekki, að til tals kæmi, að nokkur veiðiréttur í Soginu eða Álftavatni skyldi fylgja téðum skóglendisbletti, enda hefði það þá að sjálfsögðu verið tekið fram berum orðum í afsalsbréfinu, en þar er ekkert á þetta minnzt, og verð ég líta svo á, að hin selda jörð hafi verið afsöluð með veiðirétti og vatnsréttindum óskertum að öllu leyti.“ Skjal þetta var innritað til þinglýsingar hinn 8. maí 1928. Á árinu 1927 var landi skipt á milli Suðurkots og Öndverðar- ness. Um nokkurt skeið hafði eigandi Suðurkots á leigu spildu úr landi stefnanda, — en land hans mun þá hafa verið nefnt Þrastaskógur — og reisti þar veitinga- og gistihús, sem hann rak um skeið. Á árinu 1938 stofnuðu landeigendur, sem veiðirétt áttu í Ölf- usá og ám, sem í hana renna, þar á meðal Soginu, fiskiræktar- og veiðifélag, og hafði það eitt heimild til að ráðstafa laxveiði- rétti í Soginu og skipti arði á milli landeigenda í ákveðnum hlutföllum. Bæði stefnandi og stefndi gerðu kröfu til þess að fá arðinn, sem kom í hlut lands þess, er hér um ræðir, en Þrasta- skógslandi hafði verið ákveðinn sérstakur arðeiningafjöldi. Treyst- ist fiskiræktar- og veiðifélagið ekki til að inna féð af hendi og hefur varðveitt það síðan. Á árinu 1955 var heimajörðinni Öndverðarnesi skipt á milil stefnda og eiganda hinnar hálflendunnar. Hlaut stefndi allt land meðfram Sogi. Kröfur sínar í máli þessu byggir stefnandi á því, að ljóst sé, að þegar Guðmundur Ísleifsson undanskildi landspildu þessa við söluna til stefnda, þá hafi fylgt henni öll þau venjuleg veiði- og vatnsréttindi, er landi eigi að fylgja. Slíkt hafi verið Í samræmi við þá lagareglu, er gilt hafi, þegar gerningur þessi var gerður, og í algeru samræmi við ákvæði 2. mgr. 16. gr. vatnalaganna nr. 15/1923, sem hafi verið staðfesting á eldri reglum. Hafi átt að skilja veiðirétt og önnur vatnsréttindi frá landinu, þá hefði þurft að taka slíkt sérstaklega fram. Í sam- ræmi við þetta sé einnig afsal Guðmundar Ísleifssonar til Tryggva Gunnarssonar, sbr. orðin: „Öll réttindi yfir henni til lands og vatns“. Yfirlýsing Sigurðar Ólafssonar skipti hér ekki máli, þar sem hann viðurkenni, að ekkert hafi verið um veiði eða vatns- réttindi rætt. Þá hefur stefnandi sérstaklega mótmælt því, að stefndi hafi 177 unnið nokkra hefð á veiði- eða vatnsréttindum þeim, sem hér um ræðir, enda hafi hann ráðstafað veiðiréttindum þarna öðru hvoru, áður en fiskiræktar- og veiðifélagið var stofnað. “ Maður, sem hafði umsjón með landi þessu eftir 1924 og fram til 1938, hefur skýrt svo frá, að hann hafi sjálfur veitt í Sog- inu fyrir Þrastaskógarlandi og leyft öðrum veiði þar. Eitt fyrsta sumarið, sem hann hafi verið þarna, hafi stefndi sýnt honum yfirlýsingu Sigurðar Ólafssonar varðandi þessi mál. Kveðst mað- ur þessi þá hafa rætt við Guðmund Ísleifsson, sem hafi fullyrt, að honum hafi aldrei dottið annað í hug, þegar hann undan- skildi spildu þessa við söluna til stefnda, en að henni fylgdi vatns- og veiðiréttur. Þá kveðst maður þessi hafa sem fram- kvæmdastjóri stefnanda veitt eigendum gistihússins að Þrastar- lundi heimild til að láta gestum í té veiðileyfi. Hótelið hafi síð- an oft auglýst veiðileyfi í blöðum og bæklingum. Hafi aldrei komið fram nein andmæli frá stefnda varðandi þetta. Eftir stofnun fiskiræktar og veiðifélagsins hafi ekki komið til lax- veiði þarna. Þá hefur stefnandi mótmælt því, að stefndi hafi notað veiði þarna um hefðartíma fullan, þar sem tímamark slíkrar hefðar sé 40 ár. Sýknukröfu sína byggir stefndi á því, að með afsalinu frá 18. október 1909 hafi hann eignazt hálfa jörðina Öndverðarnes með öllum gögnum og gæðum, að undanskildri framangreindri skóglendisspildu. Ef ætlunin hafi verið að undanskilja veiði- og vatnsrétt í Soginu fyrir landspildunni, hefði orðið að taka það sérstaklega fram. Þegar þess sé getið í afsalinu, að spildan nái að Sogi, sé einmitt talað um, að hún sé meðfram Sogi. Þetta hafi einnig verið skilningur Sigurðar Ólafssonar, fyrrverandi sýslumanns, er hafi samið afsalsskjalið. Við landskiptin 1955 hafi einmitt þessi hluti landsins að Sogi komið í hans hlut, og hann eigi því veiði- og vatnsrétt fyrir landi stefnanda. Það skipti engu máli, hvað sagt sé í síðari afsölum varðandi þessi atriði, enda skeri þau ekki úr um þetta. Þá hefur stefndi haldið því fram, að strax er hann vissi, að stefnandi taldi sig eiga veiðirétt þarna, þá hafi hann mótmælt því við umsjónarmann hans, líklega um 1924, og fengið sér þá yfirlýsingu Sigurðar Ólafssonar. Þá telur stefndi og hefur lagt fram þaraðlútandi vottorð, að hann hafi á undanförnum árum bæði veitt sjálfur frá bryggj- 12 178 um fyrir landi stefnanda og veitt öðrum veiðileyfi þar. Hann hefur sérstaklega tekið fram, að þótt eigandi Hótel Þrastalundar kunni að hafa veitt gestum sínum veiðileyfi í Soginu, þá skipti það hér ekki máli, þar sem eigandi hótelsins hafi einnig verið eig- andi Suðurkots, sem hafi átt land að Sogi. Stefndi telur, að ákvæði vatnalaganna skipti hér ekki máli, þar sem þau séu yngri en löggerningar þeir, sem um er að ræða. Þá telur stefndi, að þótt svo yrði litið á, að hann hefði ekki eignazt rétt þennan í upphafi, þá hafi hann eignazt hann síðar fyrir hefð, þar sem hann hafi veitt þarna í góðri trú og án nokk- urra athugasemda í hefðartíma fullan eða 20 ár, en hér sé um sýnilegt ítak að ræða, ef þannig verði á mál þetta litið. Það virðist ljóst af gögnum málsins, að við afsalsgerðina 14. september 1909 hafi ekkert rætt um veiðirétt og vatnsréttindi í Soginu fyrir landspildu þeirri, sem Guðmundur Ísleifsson und- anskildi við söluna til stefnda og nú er eign stefnanda og nefnd Þrastaskógur. Það er forn regla í Íslenzkum lögum, að hver maður eigi vatn og veiði fyrir sinni jörðu, sbr. Jb., landsleigubálkur 56. kap., sem síðar hefur verið staðfest með ákvæðum vatnalaga nr. 15/ 1923 og laga um lax- og silungsveiði nr. 53/1957. Telja verður, að ef skilja hefði átt frá landinu venjulegan vatns- og veiðirétt í á þeirri, sem það lá að, þá hefði orðið að taka slíkt fram bein- um orðum. Verður því að ætla, að í upphafi hafi réttindi þessi fylgt nefndri landspildu. Það verður að telja sannað, að stefndi hafi á undanförnum árum veitt fyrir landi þessu, a.m.k. öðru hvoru, allt til þess, að fiskiræktar- og veiðlfélagið var stofnað árið 1938. Þessi not hans virðast ekki hafa verið samfelld. Þá virðist einnig, að af hálfu stefnanda hafi verið rekin veiði þarna og að ágreiningur hafi snemma risið upp um þetta atriði. Þar sem hér mundi vera um ósýnilegt ítak að ræða, þyrftu notin að hafa staðið í 40 ár til þess að hefð ynnist á afnotaréttinum samkvæmt ákvæðum 8. gr. hefðarlaganna nr. 46/1905. Með vísun til þessa og þegar þess er gætt, að stefndi virðist snemma hafa fengið ástæðu til að efast um, að hann hefði rétt til veiði þarna, þá þykir hann ekki hafa unnið hefð á veiðirétti. Samkvæmt þessu þykir verða að taka dómkröfur stefnanda til greina, en eftir atvikum öllum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. 179 Dómsorð: Stefnandi, Ungmennafélag Íslands, á vatns- og veiðirétt í Sogi fyrir Þrastaskógarlandi í Grímsneshreppi. Málskostnaður í máli þessu falli niður. Mánudaginn 25. marz 1963. Nr. 56/1962. Véla- og plötusmiðjan Atli h/f, Vélsmiðja Steindórs h/f, Stefán Stefánsson, Valmundur Guðmundsson og Stefán H. Steindórsson (Tómas Árnason hdl.) gegn Bifreiðastöðinni Stefni s.f. (Örn Clausen hdl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Um gildi umboðs vegna félagsskapar. Fjárnámsgerð felld úr gildi. Dómur Hæstaréttar. Sigurður M. Helgason, settur bæjarfógeti á Akureyri, hef- ur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm, en hina áfrýjuðu fjár- námsgerð hefur framkvæmt Ásmundur S. Jóhannson, full- trúi bæjarfógeta á Akureyri. Áfryjendur hafa skotið bæjarþingsmálinu til Hæstarétt- ar, að því er þá varðar, með stefnu 10. apríl 1962. Krefjast þeir sýknu af kröfum stefnda í málinu. Áfrýjandi Vélsmiðja Steindórs h/f hefur einnig skotið til Hæstaréttar fjárnáms- serð, er framkvæmd var í eignum hans samkvæmt héraðs- dómi hinn 23. marz 1962. Krefst nefndur áfrýjandi þess, að fjárnámsgerðin verði felld úr gildi. Þá krefjast áfrýj- endur málskostnaðar úr hendi stefnda í héraði og fyrir Hæstarétti. 180 Stefndi krefst staðfestingar hinna áfrýjuðu dómsathafna og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Samkvæmt gögnum málsins og yfirlýsingum í málflutn- ingi var aldrei skráður í firmaskrá félagsskapur sá, sem áfrýjendur ásamt fleiri aðiljum stofnuðu til hinn 8. apríl 1950 og nefndu „Járn og stál á Akureyri“. Í málinu hefur komið fram, að Magnús Árnason hafi verið kjörinn for- maður félagsstjórnar, Albert Sölvason ritari og Steindór Steindórsson gjaldkeri. Ekki verður séð, að neytt hafi verið heimildar í félagssamþykktum til að ráða framkvæmda- stjóra. Á félagsfundi 19. maí 1950 var rætt um starfsemi félags- ins, m. a. að semja þurfi um flutning á súr- og gashylkjum. Er þá bókað: „Magnús Árnason tók að sér að sjá um þetta fyrst um sinn.“ Sjá má af fundargerð 1. júní 1950, að samið hafði verið við flutningafélasið Pétur £ Valdi- mar um flutning hylkjanna, en ekki sést, hvort Magnús Árnason stóð einn að þeim samningi af hálfu félagsins. Hinn 12. maí 1951 æsktu stjórnarmennirnir Magnús Árna- son, Steindór Steindórsson og Albert Sölvason f. h. félags- ins, að stefndi gerði tilboð í flutning á hylkjunum, en til- boði, er stefndi gerði hinn 15. maí 1951, var hafnað. Hinn 13. júlí 1951 var hinn síðasti fundur haldinn í félaginu, og eftir það var félagsskapnum ekki uppi haldið, þó að ekki væri félaginu slitið með fundarsamþykkt og engin tilkynning gerð um slit félagsins fremur en um stofnun þess. Í bréfi til stefnda, dags. 29. marz 1952, æskti Magnús Árnason þess f. h. Járns og Stáls, að stefndi gerði tilboð í flutninga á súr- og gashylkjum. Gerði stefndi tilboð um flutningana í bréfi 3. april 1952, og mun Magnús hafa sam- þykkt það. Eftir þetta annaðist stefndi flutningana óslitið til ágústloka 1960. Átti hann um það skipti við Magnús einan, meðan hann lifði, en hann lézt 24. marz 1959. Eftir það átti stefndi skiptin við Árna, son Magnsúar, en hann kveðst hafa annazt fyrirgreiðsluna á vegum dánarbús föð- ur sins. Umboð það, sem Magnúsi Árnasyni var veitt á félags- 181 fundinum 19. maí 1950, var aðeins til bráðabirgða, enda stóðu stjórnarmennirnir Steindór Steindórsson og Albert Sölvason ásamt Magnúsi að öflun tilboðs í flutningana árið 1951. Verður ekki séð, að Magnús Árnason hafi haft um- boð árið 1952, hvorki sérstaklega gefið né samkvæmt stöðu sinni, til að binda áfrýjendur með samningsserð við stefnda. Og ekki verður það talið fella ábyrgð á hendur áfrýjend- um, þó að Magnús notaði á flutningsgjaldareikningum yfirskriftina „Járn og stál“, enda hafði stefnda eigi verið gefið tilefni til að treysta því, að áfrýjendur bæru ábvrgð á því, er Magnús Árnason kvaðst koma fram f. h. „Járns og stáls“. Þykir því verða að sýkna áfrýjendur af kröfum stefnda í málinu, og ber þá jafnframt að fella úr gildi hina áfrýjuðu fjárnámsgerð. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hin áfrýjaða fjárnámsgerð er úr gildi felld. Áfrýjendur, Véla- og plötusmiðjan Atli h/f, Vélsmiðja Steindórs h/f, Stefán Stefánsson, Valmundur Guðmunds- son og Stefán H. Steindórsson, eiga að vera sýknir af kröfum stefnda, Bifreiðastöðvarinnar Stefnis s.f., í máli þessu. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Akureyrar 3. marz 1962. Mál þetta, sem dómtekið var 23. þ. m. var höfðað hér fyrir dómi með stefnu, útgefinni 7. janúar 1961, af Bifreiðastöðinni Stefni s.f., Akureyri, gegn Albert Sölvasyni járnsmíðameistara og Steindóri Steindórssyni járnsmíðameistara, báðum búsettum hér í bæ. Gerði stefnandi þær kröfur, að stefndu yrðu in soliðum dæmdir til að greiða honum kr. 32.248.16 með 10% ársvöxtum frá 1. september 1960 til greiðsludags og málskostnað að skað- lausu. Stefndu kröfðust sýknu af öllum kröfum stefnanda og að þeim yrði tildæmdur málskostnaður eftir framlögðum reikn- ingi eða mati dómsins. 182 Með sakaukastefnu, útgefinni 25. febrúar 1961, stefndi stefn- andi Árna Magnússyni járnsmíðameistara, hér í bæ, og gerir þær kröfur á hendur honum aðallega, að hann verði dæmdur til að greiða upphaflegu stefnukröfuna, aðallega in soliðum með upphaflegu stefndu, en til vara einn sér, ef svo færi, að frum- stefndu yrði sýknaðir. Þá gerði hann kröfu til, að máli þetta yrði sameinað frumsök, og hafa mál þessi verið rekin sameiginlega. Sakaukastefndi hefur krafizt sýknu af öllum kröfum stefnanda og að honum verði tildæmdur málskostnaður að skaðlausu. Með nýrri sakaukastefnu, útgefinni 11. marz 1961, stefndi stefnandi Vélsmiðjunni Atla h.f., Vélsmiðju Steindórs h.f., Val- mundi Guðmundssyni járnsmið, Stefáni Stefánssyni járnsmið og Stefáni H. Steindórssyni járnsmið, öllum til heimilis hér í bæ, og gerir þá kröfu, að þeir verði dæmdir til að greiða kröfuna í frumsök in solidum sín á milli og þeirra, er áður var stefnt í málinu, þ. e. Albert Sölvasyni, Steindóri Steindórssyni og Árna Magnússyni. Jafnframt hefur stefnandi krafizt þess, að þessi sök verði sameinuð frumsök, og hefur svo verið gert. Stefndu í þessu sakaukamáli hafa allir krafizt sýknu og að þeim verið dæmdur málskostnaður eftir framlögðum reikningi eða mati dómsins. Sakaukastefndi Árni Magnússon skilaði greinar- gerð í málinu og gaf aðiljaskýrslu í því, en hefur ekki mætt eða látið mæta að öðru leyti í málinu. Stefnandi gerir eftirfarandi grein fyrir kröfu sinni í frum- sök: Krafan sé eftirstöðvar skuldar vegna flutninga á súr- og gashylkjum milli Akureyrar og Reykjavíkur. Þeir telja þessa flutninga upphaflega vera þannig til komna, að þeim hafi fyrst borizt áskorun um að gera tilboð í þessa flutninga með bréfi, dags. 12.5 1951, undirrituðu af járnsmíðameisturunum Magnúsi Árnasyni, Albert Sölvasyni og Steindóri Steindórssyni, tveir hinna síðastgreindu stefndu í máli þsesu, sbr. dskj. nr. 2. Bréfi þessu hafi stefnandi svarað með skriflegu tilboði, dags. 15. s. m., en með bréfi, dags. s. d., undirrituðu af Magnúsi Árnasyni, hafi tilboðinu verið hafnað, þar sem annað tilboð lægra hafi komið fram og því verið tekið. Hvortveggja þessi bréf frá járnsmið- unum hafi verið undirrituð f. h. félags, er þeir hafi nefnt „Járn ér stál“. Næst gerir það, að stefnanda hafi borizt áskorun um samskonar tilboð með bréfi, dags. 29.3. 1952, undirritað af Magnúsi Árnasyni f. h. „Járn ér stál“, og hafi stefnandi svarað með tilboði í bréfi, dags. 3.4. s. á. Frekar telur stefnandi að ekki liggi fyrir skriflegt um þetta, en telja að vist sé, að gengið hafi 183 verið að þessu tilboði og viðskiptasamband stofnað um téða flutn- inga, er haldizt hafi óslitið til júlíloka 1960. Stefnandi segir, að Öll þessi ár hafi yfirskrift á flutningsgjaldareikningunum verið „Járn ér stál“ samkvæmt fyrrtéðum bréfaskiptum, enda hafi aldrei verið af hálfu flutningsþeganna tilkynnt nein breyt- ing á aðild af þeirra hálfu, meðan viðskiptasambandið stóð. Þá telur stefnandi, að félagið „Járn ár stál“ hafi verið óskráður félags- skapur járnsmiða eða járnsmíðafyrirtækja hér í bæ um öflun nauðsynja til slíks reksturs. Magnús Árnason, sem rekið hafi hér járnsmíðaverkstæði til dauðadags 24. marz 1959, hafi annazt fyrirgreiðslu um þetta fyrir félagið, tekið á móti því, sem flutt var hingað, og annazt greiðslu til stefnanda, en eftir hans dag hafi Árni Magnússon, sakaukastefndi, sem haldið hafi áfram rekstri verkstæðis föður síns, annazt þetta. Stefnandi segir, að það hafi jafnan verið látið óátalið af honum, eftir tilmælum frá Magnúsi heitnum Árnasyni, þótt flutnings- gjald fyrir 2 s.l. mánuði stæði í skuld á hverjum tíma, enda hafi ýmsum annmörkum verið bundið að beita haldsrétti í flutn- ingnum. Hafi þetta gengið bolanlega þar til rétt fyrir lokin, að rétt um 3 mánaða akstur hafi staðið í skuld, sem ennþá hafi ekki fengizt greidd. Hafi frumstefndu ekki fengizt til að greiða kröfuna sjálfir eða fyrir „Járn ér stál“, sem þeir hafi þá talið stjórnlaust orðið og enga sjóði eiga. Að fengnum þessum upp- lýsingum, auk þess sem vitað hafi verið, að félag þetta hafi aldrei verið skráð, hafi þeir eigi talið vænlegt að koma fram málssókn á hendur því sem slíku og hafi þá ekki verið annar kostur en beina kröfunni til stefndu, er stofnað hafi til við- skiptanna, að vísu að formi til í nafni „félags“, en raunveru- lega á eigin persónulega ábyrgð, þar sem þeir hafi ætlað að leggja fjárhagslega skuldbindingu á „félag“, er þeir hafi vitað fyrirfram, að engar eignir myndi eignazt til þess að standa straum af viðskiptum sínum út á við. Einnig telja stefnendur, að stefndu eða fyrirtæki þeirra hafi notið þeirra viðskipta, sem stefnukrafan sé risin af, að meira eða minna leyti, svo að þess vegna auk annars hafi þeir alla stund fylgzt með framkvæmd viðskiptasambands þessa. Þá hefur stefnandi upplýst, að hann hafi alltaf afhent flutninginn við verkstæðishús Magnúsar Árna- sonar, en hafi aldrei flutt hann til einstakra notenda. Aðalstefndu hafa einkum byggt sýknukröfu sína á eftirgreind- um atriðum: Þeir hafa lýst félagsskapnum „Járn og stál“ sem samtökum sjálfseignarmeistara í þungaiðnaðinum og fyrirsvars- 184 manna slíkra fyrirtækja og vísað um skipulag þess til dskj. nr. 12, sem er lög félagsins. Þeir kveða Magnús Árnason járnsmíða- meistara hafa gegnt formannsstörfum í stjórn félagsins, Albert Sölvason verið fundarritari og Steindór Steindórsson gjaldkeri. Stefndu Albert og Steindór telja sig báðir hafa verið í félaginu sem fulltrúar fyrirtækja þeirra, er þeir stjórnuðu, Albert fyrir Véla- og plötusmiðjuna Atla h.f. og Steindór fyrir Vélsmiðju Steindórs s.f., en hvorugur þeirra hafi verið sjálfstæður atvinnu- rekandi. Þeir telja, að fyrirtækin, sem þeir voru fulltrúar fyrir, hafi notið allra réttinda í sambandi við félag þetta og borið skyldurnar og um persónulega ábyrgð þessara manna hafi því ekki verið að ræða. Sérstaklega hafa stefndu mótmælt því, að áritun þeirra á dskj. nr. 2, sem er dags. 12.5. 1951, geti bakað þeim ábyrgð á skuld þeirri, er hér um ræðir. Eins og dskj. nr. 4 og 15 beri með sér, hafi tilboði stefnanda á dskj. nr. 3 verið hafnað, en það tilboð hafi verið gert eftir tilmælum á dskj. nr. 2 og hafi þannig ekki verið stofnað til neinna viðskipta við stefnanda fyrir milli- göngu stefndu f. h. „Járns og stáls“. Þá telja stefndu, að starf- semi þessa félags, þ. e. „Járn ér stál“ hafi fallið niður á árinu 1951, enda hafi síðasti stjórnarfundur verið haldinn 13. júlí það ár sbr. dskj. nr. 17. Þá hafa stefndu vitnað til þess, að á fundi í félagi þessu 19. maí 1950 hafi verið samþykkt að dreifa súr- og gashylkjum til félagsmanna eingöngu, sbr. dskj. nr. 14, en á fundi 8. maí 1951 hafi að vísu verið um það rætt, að fé- lagið tæki að sér alla afgreiðslu á gas og súr til logsuðu á Ak- ureyri, en ekkert hafi af því orðið. Varðandi dskj. nr. 3, dags. 20. marz 1952, þar sem Magnús Árnason óskar eftir tilboði frá stefnanda í flutningana, hafa stefndu sagt, að það hafi ekki verið ákveðið á fundi í „Járn ér stál“ og tilboðið hafi ekki verið lagt fyrir fund til samþykktar eða synjunar. Samkvæmt orða- lagi tilmælanna á dskj. nr. 6 hafi samningstímabilið runnið út um sumarmál 1953, en samþykkt þessa tilboðs hafi verið gerð af Magnúsi Árnasyni einum án samráðs við stefndu og á eigin ábyrgð. Þeir hafi hvorki staðið að þessari samningsgerð né held- ur síðari samningum um þessi viðskipti og raunar sé ekki upp- lýst, að samningur um fast samband sé til eftir 1953. Þá hafa stefndu haldið því fram, að „Járn og stál“ hafi á sín- um tíma aðeins annazt afgreiðslu gashylkja fyrir félaga sína, en eftir 1951 muni Magnús Árnason hafa annazt afgreiðslu og útvegun gashylkja fyrir aðra og rekið starfsemina sem þátt í 185 atvinnurekstri sínum. Magnús hafi aldrei gert félaginu grein fyrir þessum viðskiptum, enda hafi þess ekki verið að vænta, þar sem starfsemi félagsins hafi lagzt niður 1951. Eftir að Magnús andaðist, 24. marz 1959 og allt fram til ágústloka 1960, hafi dánarbú hans haldið áfram afgreiðslu gas- hylkjanna. Stefndu telja, að á viðskiptatíma dánarbúsins hafi öll hin umkrafða skuld myndazt og hafi stefnanda mátt vera það ljóst, að aðalstefndu báru enga ábyrgð á þeim viðskiptum og er því eindregið mótmælt, að aðalstefndu hafi nokkurn tíma viðurkennt dánarbú Magnúsar Árnasonar sem umboðsmann sinn við þessi viðskipti, hvorki í orði né verki. Einnig er því mót- mælt, að Albert Sölvason hafi átt hlut að samningum um flutn- inga á súr- og gashylkjum við stefnanda í eigin nafni eða fyrir „Járn og stál“. Loks hafa aðalstefndu haldið því fram, að Magnús Árnason og þá eigi heldur Árni Magnússon hafi aldrei haft neina heimild til að stofna til þessara lánsviðskipta og einnig, að stefnanda hljóti að hafa verið það ljóst, að hann hafi verið að veita þeim lánsfrest, en ekki „Járn ér stál“, auk þess sem skuldin sé öll frá tíð Árna Magnússonar við þetta starf. Kröfu sína á hendur aukastefndu, annarra en Árna Magnús- sonar, byggir stefnandi að verulegu leyti á sömu ástæðum og kröfum sínum á frumstefnu. Hann telur það hafa komið á dag- inn undir rekstri málsins, að frumstefndu hafi ekki verið per- sónulegir meðlimir í „Járn ér stál“, heldur sem umboðsmenn þeirra fyrirtækja, er þeir veittu forstöðu, Albert fyrir Vélsmiðj- una Atla h.f. og Steindór fyrir Vélsmiðju Steindórs h.f. Telur hann því að öruggara hafi verið að beina málssókninni einnig gegn báðum þeim hlutafélögum sem öðrum aðiljum að „Járn ér stál“, þó hafi hann undanskilið þar vélsmiðjuna Odda h.f., þar sem það félag hafi haft sérsamning um þessa flutninga um 3 ára bil og einnig hafi hann sleppt þeim mönnum, er undirrituðu stofnsamninginn, er eigi höfðu umboð ákveðins fyrirtækis. Aðal- áherzluna leggur stefnandi á það, að þessir aukastefndu hafi allir verið hluttakendur í „Járn ér stál“, að þeir hafi allir staðið að því að veita Magnúsi Árnasyni upphaflega umboð fyrir fé- lagið og þeim hafi verið ljóst allan tímann, að starfsemi þessi hafi farið fram á vegum „Járn ér stál“, þar sem þeir hafi allir verið kaupendur og notendur súr- og gashylkja, og skjöl öll í sambandi við þau viðskipti hafi verið með yfirskrift „Járn érz stál“ og því mátt vera ljóst, að rekstur þess færi fram á þeirra ábyrgð. 186 Forsvarsmaður sakaukastefndu, sem er sá sami og forsvars- maður frumstefndu, hefur byggt varnir sínar á öllum sömu ástæðum og í upprunalegu sökinni, að undanskildri þeirri ástæðu, að Albert og Steindór Steindórsson hafi ekki verið hluttakendur í „Járn éz stál“ í eigin nafni, heldur sem umboðsmenn fyrir- tækja sinna. Í lögum fyrir félagið „Járn ér stál“, Akureyri, sbr. dskj. nr. 12, segir, að tilgangur félagsins sé að sameina alla sjálfseignar- meistara á Akueyrri í þungaiðnaðinum og aðra, er hafa hlið- stæðan iðnað á hendi, um hagsmuna- og menningarmál. Stjórn félagsins skal skipuð einum manni frá hverju fyrirtæki og skal hann tilnefndur af hverju fyrirtæki fyrir hvern aðalfund. Stjórn. in kýs úr sínum hópi formanni, ritara og féhirði. Starfssvið stjórnarinnar er fyrst um sinn að sjá um, að aðiljar félagsins fari ekki á mis við leyfisveitingar á hverjum tíma, annast inn- kaup og dreifingu á því efni, sem félagið kaupir; þá skal stjórn inni heimilt að ráða sér framkvæmdastjóra. Rétt til inngöngu í félagið hefur hver sá, sem hefur á hendi sjálfstæðan atvinnurekstur í þungaiðnaðinum eða veitir slíku fyrir- tæki forstöðu. Inntökugjald er kr. 100.00 og ársgjald kr. 25.00. Af tekjum félagsins skal greiða allan kostnað, svo sem fundar- húsaleigu, pappírs- og prentkostnað svo og önnur þau útgjöld, sem samþykktir félagsins hafa í för með sér. Nokkru nánari ákvæði eru um starf félagsins, en engin ákvæði eru þar um slit þess. Félagið hefur aldrei verið tilkynnt til firmaskrár. Stofnfundargerð félagsins „Járn ár stál“, sbr. dskj. nr. 13, þar sem lögin voru samþykkt, er undirrituð af þessum aðiljum: Al- bert Sölvason, Steindór Steindórsson, Valmundur Guðmundsson, Alfreð Möller, Eggert Stefánsson, Magnús Árnason, Sveinn Tóm- asson, Stefán H. Steindórsson, Stefán Stefánsson og Per Krogh. Var Albert fulltrúi fyrir Vélsmiðjuna Atla h.f., Steindór Stein- dórsson fyrir Vélsmiðju Steindórs h.f., Valmundur, Magnús, Stefán H. Steindórsson og Stefán Stefánsson fyrir eigin verk- stæði og Per Krogh fyrir Vélsmiðjuna Odda h.f., en hinir, Alfreð. Eggert og Sveinn, voru ekki forsvarsmenn neins fyrirtækis. Upplýst er, að Vélsmiðjan Oddi h.f. hætti að fá hylki á vegum þeirrar starfsemi, er hér er deilt um, um 3 árum áður en starf- semin hætti, og hefur stefnandi lýst því yfir, að hann hafi eigi stefnt þeim í máli þessu á þeim forsendum. Á fundi í félaginu 19. maí 1950, sbr. dskj. nr. 14, var rætt um súr- og gasmál og afgreiðslu fyrir það hér og m. a. rætt um, hvort félagið ætti að 187 taka að sér alla dreifingu á þessum varningi hér eða aðeins fyrir félagsmenn. Var gerð svofelld ályktun: Fundurinn samþykkir að taka að sér súr- og gasúthlutun aðeins fyrir félaga í Járn ér stál. Var svo nokkuð rætt um grundvöll fyrir úthlutuninni og hversu fara skyldi með kostnað þann, sem af því leiddi, eins og segir í fundargerðinni. Síðan segir, að Magnús Árnason hafi tekið að sér að sjá um þetta fyrst um sinn, en annars var mál- inu frestað. Á fundi í stjórn félagsins 1. júní, sbr. dskj. nr. 15, voru þessi mál rædd aftur, og er þar bókað, að starfsmaður Ísaga h.f. telji ófært að skipta dreifingu þessa varnings, og væri þess óskað, að afgreiðlan væri öll á einni hendi. Var þá gerð svofelld ályktun: Fundurinn samþykkir að fela .... að hefja rannsókn á viðskiptum aðilja og notkun rafsuðuefnis síðastliðið ár og athuga einnig, hversu mörg tæki eru í notkun og hvar. Einnig að leita hófanna hjá verkstæðum þeim, sem ekki eru félagar í Járn ér stál, hvort þeir óski, að félagið taki að sér alla fyrirgreiðslu í þessum efnum. Á fundi í félaginu 8. maí 1951 voru þessi mál enn rædd og gerð samþykkt um kaup á hylkj- um o. fl. Ennfremur segir þar: Ef um það er að ræða, að Járn ár stál taki við allri úthlutun á súr- og gashylkjum, sem notuð eru hér í bæ og nágrenni, þá ætlast félagið til þess, að sú gas hylkjatala, sem í umferð hefur verið, verði í engu skert, en sami fjöldi, 50 plús nýju hylkin, verði í gangi. Aðrar sam þykktir eða bókanir liggja ekki fyrir um þetta, en fyrir liggja upplýsingar um, að margir aðrir en meðlimir greinds félags hafa fengið súr og gas á vegum þessarar starfsemi, sbr. dskj. nr. 18 og 20. Í málinu liggja fyrir nokkrir reikningar frá árinu 1960 fyrir flutning á súr- og gashylkjum, og eru þeir allir með yfirskriftinni: Járn og stál, Akureyri. Einnig er upplýst, að allar farmskrár og fylgibréf með flutningi framangreinds varnings voru stíluð á Járn og stál. Nokkrir af aðiljum málsins og vitni hafa gefið skýrslu fyrir dómi í málinu. Árni Magnússon járnsmiður, sem hafði á hendi afgreiðslu framangreinds varnings eftir andlát föður síns, Magnúsar Árna- sonar, 24. marz 1959, hefur borið eftirfarandi: Hann kvaðst hafa tekið við starfinu að föður sínum látnum og kvaðst hafa álitið, að faðir hans hefði haft þetta starf með höndum fyrir Járn og stál. Hann kvað það félag hins vegar ekkert hafa samið við sig um þetta starf, en hann hafi haft samband við Ísaga h.f. um áframhald á þessum sendingum og hafi það verið munnlegir 188 samningar til óákveðins tíma, og hafi hann sagt starfinu upp við Ísaga h.f. án samráðs við aðra. Þá sagðist hann hafa ásamt Albert Sölvasyni samið við Stefni s.f. um flutningsgjald fyrir Þennan varning, en ekki mundi hann, hvort það hafi verið fyrir eða eftir andlát föður síns né nánar um tímann. Varðandi reikn- ingsskil fyrir þessari starfsemi sagði Árni, að faðir hans muni hafa gert það fyrstu árin, en hélt, að það hafi svo fallið niður. Sjálfur kvaðst hann enga slíka skilagrein hafa gert til Járn ár stál, eftir að hann tók við. Varðandi það, hver hafi tekið arð eða borið halla af þessum rekstri, sagði Árni, að ákveðin hundr- aðstala hafi verið tekin af hverri sendingu, sem hafi verið breyti- leg, síðast 15 af hundraði, og hafi það runnið til afgreiðslumanns- ins og það hafi runnið til hans sjálfs, eftir að hann tók við af- greiðslunni. Þá sagði hann, að hann sjálfur hafi vorið 1960 samið við Stefni s.f. um 2 mánaða gjaldfrest, en áður hafi þetta verið óumsamið og óákveðinn gjaldfrestur. Ekki kvað Árni Magnús- son sér kunnugt um, að aðiljar, sem flutt var fyrir, sem ekki voru félagsmenn í Járn ér stál, hefðu önnur kjör um þetta en félagsmenn. Ekki kvaðst vitnið vita, hvort stefndu Albert Sölva- son eða Steindór Steindórsson eða aðrir hafi haft afskipti af eða umsjón með þessari starfsemi Magnúsar föður hans, en ekki hafi hann orðið þess var varðandi starf hans sjálfs. Árni kannaðist við að hafa verið krafinn um greiðslu skuldarinnar. Árni sagði, að ekkert væri eftir útistandandi af flutningsgjöld- um og hefði hann látið allt, er inn kom, renna til Stefnis s.f. Hann kvað það jafnan hafa verið fram tekið á kvittunum, að það sé innborgað á reikning Járn og stál. Stefndi Steindór Steindórsson hefur gefið eftirfarandi skýrslu: Hann minnist þess ekki, að hafa átt nokkurn þátt í að bréfið til stefnanda, sbr. dskj. nr. 5, um að þeir gerðu tilboð í flutning- ana, var sent né heldur að hafa samþykkt tilboð stefnanda, sbr. dskj. nr. 6, og kvaðst aldrei hafa átt í neinum samningum við stefnanda um þessa flutninga. Þá skýrði stefndi svo frá, að hann hefði verið meðlimur í Járn og stál sem framkvæmda- stjóri fyrir Vélsmiðju Steindórs h.f. og í stjórn félagsins, meðan það hafi starfað, ásamt Magnúsi heitnum Árnasyni og Albert Sölvasyni. Hann kvaðst aldrei hafa haft neitt með að gera reikn- ingshald fyrir súr- og gasflutninga, en tók fram, að hann áliti, að þeir flutningar hafi aldrei verið á vegum Járn ér stál, held- ur áliti hann, að Magnús heitinn hafi tekið þetta að sér á eigin spýtur, enda hafi aldrei borizt í hans hendur sem reiknings- 189 haldara og gjaldkera félagsins neinir reikningar varðandi þá starf- semi, en hann hafi átt að hafa með að gera allt reikningshald fyrir félagið. Steindór kvaðst álíta, að félagið hafi verið lagt niður á árinu 1953 og kvaðst þá hafa skilað af sér bókhaldi félagsins til formannsins. Þá kvað hann starfsemi félagsins hafa legið niðri um nokkurt skeið og meira en eitt ár liðið, síðan aðalfundur hafi verið haldinn, og taldi hann, að umboð hans sem stjórnarmanns væri niður fallið og kvaðst ekki vita til, að að félagið væri til lengur. Hann kannaðist þó við, að reikningar hefðu jafnan verið gefnir fyrir súr og gas undir því nafni, en honum hafi fundizt þessi notkun nafnsins hæpin, en hélt því fram, að hver sem er hefði getað tekið það firmanafn upp eftir að þeirra félag hafi hætt störfum. Eigi vissi hann til, að form- leg samþykkt hefði verið gerð um niðurfellingu félagsins. Stefndi kvað ætlunina hafa verið að annast eingöngu flutninga á súr og gasi fyrir félagsmenn, sbr. dskj. nr. 14 og 16, en Magnús Árnason hafi afgreitt þetta til fjölmargra annarra aðilja. Meðstefndi Albert Sölvason hefur gefið eftirfarandi skýrslu: Hann hefur neitað því, að hafa neitt verið í ráðum við að senda stefnendum bréf, sbr. dskj. nr. 5, né staðið að samþykki á til- boðinu á dskj. nr. 6. Þá skýrði hann svo frá, að á árinu 1957, að því er hann ætlaði, hafi Árni Magnússon komið að máli við hann og skýrt frá því, að Stefnir s.f. hafi farið fram á hækk- un flutningsgjaldsins fyrir súr og gashylki. Kvað Albert þá Árna svo hafa rætt þetta við Júlíus Bogason, framkvæmda- stjóra Stefnis, og Örn Pétursson bifreiðastjóra, og hafi niður- staðan af þessu orðið, að dálítil hækkun hafi orðið á flutnings- gjöldunum. Kvaðst stefndi Albert þá hafa verið framkvæmda- stjóri fyrir Atla h.f., sem hafi verið stærsti notandi þessa varn- ings þá og hafi hann eingöngu staðið að þessari samningsgerð fyrir Atla h.f. Að gefnu tilefni kvaðst hann ekki hafa staðið að neinni slíkri samningsgerð 1959 eða endranær eftir 1957. Stefndi Albert kvaðst líta svo á, að félagsskapurinn Járn ér stál hafi fallið niður nálægt áramótunum 1951—52. Hann kvað Magnúsi Árnasyni upphaflega hafa verið falið að annast um afgreiðslu á súr- og gashylkjum fyrir félagsmenn á vegum Járn ér stál, en hann taldi „að þetta hafi ekki verið á vegum félagsins nema fram á mitt ár 1951, því á því ári hafi starfsemi félagsins fallið niður. Hann kvað Magnús Árnason sjálfan hafa ákveðið álagn- inguna og hafi hún runnið óskert til hans. Aldrei kvað Albert Magnús heitinn Árnason hafa gert nein reikningsskil fyrir þess- 190 ari starfsemi og eigi heldur fyrsta árið, þegar Pétur ér Valdi- mar annaðist flutningana. Hann kvað þó ætlunina upphaflega hafa verið þá, að hann gerði það, en félagið hafi fallið svo fljótt niður, að naumast hafi verið ástæða til þess. Báðir töldu þeir, Steindór og Albert, að enginn munur hafi verið á kjörum þeirra, er verið höfðu í Járn ér stál, og annarra við þessi við- skipti, það er súr- og gasflutningana. Júlíus Bogason, framkvæmdastjóri stefnanda, hefur borið eftir- farandi: Um gildistíma samnings þess, er felst í dskj. nr. 6, hef- ur hann sagt svo, að hann álíti, að hann hafi átt að gilda að minnsta kosti eitt ár, en framlengjast, ef samkomulaginu væri ekki sagt upp af öðrum hvorum aðiljanna, og sagðist byggja það á því, að þeim hafi verið tilkynnt frá verkstæði Magnúsar Árnasonar, er taka átti vörur, og hafi slíkar beiðnir haldið áfram eftir árið. Ekki kvað Júlíus aðra en Magnús heitinn hafa komið fram við samningsgerðina 1952, en sagði, að þeir hafi treyst því, að Magnús kæmi fram fyrir Járn ér stál. Varðandi það, hvort Júlíus viti, hverir hafi verið í stjórn Járn ér stál árin 1952 til 1957, sagði Júlíus, að hann hafi vitað það með vissu 1951 og haft hugmynd um það síðar, sérstaklega hafi þeir talið öruggt, að Magnús Árnason hefði umboð félagsins. Varðandi það atriði, hvers vegna þeir hafi tekið Árna Magnússon sem umboðsmann Járn ér stál, sagði hann, að þeir hafi vitað, að Árni hafi fengið prókúru fyrir verkstæði Magnúsar Árnasonar og að hann hafi oft komið fram fyrir hönd Magnúsar í þessu máli í veikinda- forföllum hans. Þá hefur Júlíus Bogason skýrt frá eftirfarandi: Í nóvember 1957 sömdu þeir Albert Sölvason og Árni Magnús- son, sem komu fram fyrir Járn ér stál, þess efnis, að flutnings- gjöldin fyrir súr- og gashylkin skyldu hækka og lækka í sam- ræmi við flutningsgjöld fyrir aðrar vörur. Síðar hafi Árni þó gert þá athugasemd, að flutningsgjaldið hafi átt að standa óbreytt í eitt ár, þ. e. til í nóvember 1958. Hinn 5. september varð al- menn hækkun á vöruflutningum á langleiðum um 14%, og hafi sú hækkun verið staðfest með bréfi fulltrúa verðlagsstjóra til þeirra þann dag. Hækkuðu þeir þá flutningsgjaldið á varningi þess- um úr 37 í 43 kr., og kvaðst hann hafa lagt þar til grundvallar framangreindan samning við Albert Sölvason og Árna Magnús- son. Í júní eða júlí 1959 sagði hann, að þeir Albert og Árni hafi komið til hans og haldið því sama fram og Árni hafði gert áður, en ekki hafi verið á það fallizt af þeirra hálfu; þó fór þetta 191 svo, að eftir þetta lækkuðu þeir gjaldið um 2 kr. á stk. frá 5. september 1958. Í réttarhaldi sagði Júlíus Bogason síðar, að hann myndi ekki örugglega, hvort Albert Sölvason hafi verið með Árna á fundi þeirra í júní— júlí 1959 eða hvort nokkur annar hafi þá verið með Árna. Ekki kvað Júlíus, að neitt hafi verið sérstaklega um það rætt, er hann samdi við Albert og Árna 1957, að þeir kæmu fram fyrir Járn ér stál, en hann hafi gengið út frá því, að þeir gerðu það og nefndi það til styrktar því, að þeir hafi samið um, að flutningsgjaldið ætti að breytast eftir almennum verðsveiflum. Örn Pétursson bifreiðarstjóri, sem nú er í stjórn stefnanda, en var það ekki 1957, hefur staðfest skýrslu Júlíusar Bogasonar um samningsgerðina við Albert Sölvason og Árna Magnússon 1957, og kvaðst hann hafa tekið þátt í henni sem eins konar fulltrúi þeirra bifreiðastjóra, er flutninga þessa önnuðust. Hann kvaðst hafa í vottorði sínu, sbr. dskj. nr. 29, tekið fram, að fram- angreindir Albert og Árni hafi verið mættir fyrir Járn ár stál sökum þess, að það nafn hafi verið á öllum farmskrám, reikn- ingum og fylgibréfum yfir þessa vöru, og ekkert hafi þá komið til tals, að verið væri að breyta um aðilja í þessum viðskiptum. Skal nú fyrst vikið nánar að persónulegri ábyrgð frumstefndu. Það er upplýst og viðurkennt, að félagið Járn ér stál samanstóð fyrst og fremst af járniðnaðarfyrirtækjum, enda réðu þau öllu um stjórn þess, sbr. 3. gr. félagslaganna, dskj. nr. 12. Einnig er upplýst, að báðir hinna frumstefndu voru þátttakendur félags- skaparins sem forráðamenn fyrirtækja, er þeir stjórnuðu, og verð- ur að telja, að stefnanda hafi verið þetta kunnugt. Jafnframt er upplýst, að fyrirtækin áttu að hafa allan hagnað og hagræði af þessari starfsemi, ef einhver yrði. Rétturinn verður því að fallast á það með frumstefndu, að þeir beri ekki persónulega ábyrgð á stefnukröfunni, en sé um slíka ábyrgð að ræða af hálfu þeirra, er stóðu að félagi þessu, þá séu það fyrirtækin, er að því stóðu, og skal nú að því vikið. Ekki verður á það fallizt, að aldrei hafi neitt viðskiptasam- band stofnazt með stefnanda og Járn ár stál eða aðstandend- um þess. Með bréfinu, sbr. dskj. nr. 2, hefst samband þessara aðilja, og þótt það bréf leiddi ekki til fjárhagsviðskipta, þá hefur stefnanda með því orðið kunnug tilvist félagins Járn á stál og hverir væru þar í fyrirsvari. Þá er að leysa úr spurningunni um það, hvort Járn ér stál eða þeir, er að því félagi stóðu, hafi orðið aðiljar að þessum viðskiptum með bréfi Magnúsar Árna- 192 sonar, sbr. dskj. nr. 4. Félag það, er hér um ræðir, var aldrei tilkynnt til firmaskrár og verður þó að telja, að það hafi verið tilkynningarskylt samkvæmt firmalögum. Engin ákvæði eru heldur um ábyrgð félagsmanna í félagslögum, en stefndu hafa neitað, að nein samábyrgð væri í félaginu. Á þetta síðastgreinda verður ekki fallizt. Þar sem engin takmörkun er gerð á ábyrgð- inni og félagið ákvað að ráðast í fjárhagslega starfsemi, sbr. greinda flutninga og fleira, lítur rétturinn svo á, að aðiljar að félaginu væru fullábyrgir fyrir skuldbindingum þess. Þá er at- hugandi, hvort Magnús Árnason hafi haft umboð fyrir félagið gagnvart stefnanda eða farið út fyrir sitt umboð. Telja verður, að Magnús hafi sem formaður félagsins haft fullt umboð til að senda stefnanda bréfið, sbr. dskj. nr. 5, en ljóst er, að í fram- haldi af því ásamt bréfi stefnanda, sbr. dskj. nr. 6, hafi stofn- azt viðskipti um greinda flutninga, er stóðu síðan allt til ársins 1960. Telur rétturinn, að eins og atvikum að þessu er háttað, hafi stefnandi mátt treysta því, að Magnús Árnason hafi haft nægilegt umboð fyrir Járn ér stál til að stofna til greindra við- skipta. Stefnandi hefur viðurkennt, að með síðastgreindum bréf- um hafi verið samið beinlínis aðeins til eins árs eða til 3. apríl 1952. Hins vegar telja þeir, að þar sem forsvarsmaður Járn ér stál hafi óskað eftir að flutningarnir héldu áfram, þá hafi samn- ingar framlengzt af sjálfu sér, og verður rétturinn að fallast á það, að stefnandi hafi einnig mátt treysta því, að Magnús hefði umboð til þess, þar sem þeir fengu aldrei neina tilkynningu um, að breyting væri á starfsemi félagsins eða erindrekstri fyrir það. Eins og áður greinir, hefur stefnandi sérstaklega lagt áherzlu á það, að Magnús Árnason hafi farið út fyrir umboð sitt, með því að taka að sér flutninga fyrir aðra aðilja en þá, er stóðu að Járn og stál, og er upplýst að svo var, án þess að bein sam- þykkt liggi fyrir um það. Hins vegar er upplýst af bókunum, sbr. dskj. nr. 15 og 16, að um þetta var rætt og í síðarnefndu fundargerðinni, er gert ráð fyrir þeim möguleika, að félagið taki slíkt að sér. Má ætla af þeim bókunum, að formaður félags- ins hafi talið sér heimilt að hafa einhver slík viðskipti, sem munu hafa verið í heldur smáum stíl, en því fremur verður að telja, að stefnandi hafi mátt treysta því, að Magnús Árnason hefði nægilegt umboð til þeirra viðskipta. Einnig styður það þessa ályktun, að upplýst er, að Albert Sölvason tók þátt í samn- ingsgerð um gjald fyrir flutningana 1957, og þar sem ekki er upplýst, að það kæmi fram, að hann gerði það eingöngu sem 193 framkvæmdastjóri Atla h.f., verður að fallast á það með stefn- anda, að hann hafi mátt líta svo á, að hann gerði það í umboði Járn ér stál. Varðandi ábyrgð sakaaukastefndu á gerðum Árna Magnússonar er það að athuga, að upplýst er, að hann hafði ekkert samband um þann starfa við Járn ér stál, en með tilliti til þess, að hann annaðist þetta starf að meira eða minna leyti, meðan Magnús Árnason lifði og stefnanda var ekki tilkynnt um neina breytingu á aðild, enda haldið áfram að skrá öll skjöl varðandi þessa flutninga áfram á nafni Járn ér stál, telur rétt- urinn, að stefnandi hafi einnig mátt reikna með, að hann hefði umboð frá því félagi. Jafnframt ber að líta á það í þessu sam- bandi, að þar sem ekkert bókhald yfir þennan rekstur liggur fyrir, er alveg óupplýst, hvernig hagur hans hafi verið, þegar Árni Magnússon tekur við, og verður ekki fallizt á þá staðhæt- ingu með stefndu, að stefnukrafa hafi öll myndazt í tíð Árna Magnússonar. Enn ber á það að líta, að telja verður, að öllum hinum sak- aukastefndu hafi verið kunnugt um það, að skjöl öll, er vörð- uðu þessa starfsemi, hafi jafnan verið stíluð á Járn ér stál, og máttu því reikna með, að starfsemin væri rekin á ábyrgð þess. Með tilvísan til þessa verður að fallast á kröfu stefnanda um ábyrgð sakaukastefndu Vélsmiðjunnar Atla h.f., Vélsmiðju Stein- dórs h.f., Valmundar Guðmundssonar, Stefáns Stefánssonar og Stefáns H. Steindórssonar á stefnukröfunni, enda er upphæð hennar ekki véfengd. Ábyrgð sakaukastefnda Árna Magnússonar segist stefnandi byggja aðallega á því, að það hafi komið í ljós við vitnaleiðslu yfir honum, að hann hafi haft á hendi afgreiðslu á súr- og gas- hylkjum þeim, er flutt hafi verið, og innheimt hjá einstökum notendum þessarar vöru flutningsgjaldið, einnig það, sem nú standi í skuld og stefnt er út af. Segist hann því til öryggis stefna Árna Magnússyni til greiðslu ofangreindra krafna, aðal- lega in soliðum með hinum frumstefndu, en til vara einum sér, ef svo færi, að frumstefndu yrðu sýknaðir. Árni Magnússon hefur, eins og áður greinir, lagt fram grein- argerð í málinu, auk þess sem hann hefur verið leiddur sem vitni í því og byggir hann þar sýknukröfu sína einkum á eftir- farandi: Þegar faðir hans, Magnús Árnason, lézt, var starfsemi þeirri, er hann hafði með höndum, haldið áfram um skeið af dánarbúinu. Kveður hann að ætlun þeirra hafi verið, að þeir eða einhverir þeirra, er það vildu, yfirtækju starfsemina. 13 194 Auk hinna venjulegu smíðastarfa kveður sakaukastefndi föður sinn hafa haft með höndum dreifingu á súr- og gashylkjum til notenda hér í bæ. Eftir andlát föður síns kveður sakaukastefndi sig hafa unnið að þessari dreifingu á sama hátt og faðir hans hafi gert og kveður hann dánarbúið hafa þannig haldið starf- semi Magnúsar áfram einnig að þessu leyti, en sjálfur kveðst hann hafa verið framkvæmdastjóri dánarbúsins. Raunar er upp- lýst í málinu, að sakaukastefndi hafði einnig nokkuð með þetta að gera, áður en Magnús dó, eins og fram kemur í vitnaskýrslu hans. Dreifingarstarfsemi þessa kveður sakaukastefndi ávallt, að því er hann bezt vissi, hafa verið rekna í nafni félagsins „Járn ér stál“ og kvaðst hann hafa álitið í fyrstu, að faðir hans hafi haft þetta starf með höndum í umboði þessa félags, en kvaðst annars enga vissu hafa haft fyrir því. Hann kvaðst aðeins oft hafa annazt afhendingu hylkjanna og skrifað frumbókarnótur í því sambandi, en ekki haft bókhald að öðru leyti eða skýrslu- gerð fyrir þessa starfsemi né innheimtu, enda hafi hann aldrei á þeim tíma verið um neina skýrslugerð beðinn. Hins vegar kvaðst hann halda, að faðir sinn hafi fyrstu ár starfseminnar gert félaginu Járn ér stál grein fyrir starfseminni, en síðan hafi bað fallið niður. Þá hefur sakaukastefndi haldið því fram, að hann hafi ekki tekið við þessu dreifingarstarfi eftir andlát föður síns að tilmæl- um Járn ér stál, heldur hafi það verið gert í samráði við félagið Ísaga h.f., seljanda þessa varnings, og því félagi hafi hann til- kynnt, þegar hann ætlaði að hætta starfinu. Hann kveður stefn- anda hafa verið það kunnugt, að hann tæki þetta að sér fyrir tilstilli Ísaga h.f. Byggir sakaukastefndi sýknukröfu sína á því, að þegar faðir hans hafi andazt eða um það bil, hafi skuldin við stefnanda verið kr. 33.744.44. Telur hann þar af leiðandi, að ef svo yrði litið á, að faðir hans hafi á þessum tíma aðeins rekið afgreiðslustarfið pro forma á nafni Járn ér stál, en í raun og veru á eigin ábyrgð, þá sé rökrétt að álykta, að við fráfall hans hafi dánarbúið tekið á sig þessa skuld, sem stóð, er hann dó, sem þó hafi heldur lækkað síðan. Jafnframt mótmælir hann því, að hann hafi bakað sér skyldur persónulega með því að vinna þannig á vegum dánarbús Magnúsar Árnasonar. Það er upplýst og viðurkennt af Árna Magnússyni, að hann hafi með að gera þessa starfsemi eftir andlát föður síns og reynd- ar að nokkru leyti einnig fyrr. Einnig er upplýst og viðurkennt af Árna Magnússyni, að hann hafi staðið að samningsgerð um 195 flutningsgjaldið við stefnanda, og hefur því ekki verið mót- mælt af hans hálfu, að það hafi gerzt í júní—júlí 1959 eða eftir andlát föður hans. Þá hefur Árni Magnússon talið sig taka við drefingarstarfinu í samráði við Ísaga h.f., án nokkurs samráðs við forráðamenn Járn ár stál eða aðra aðilja hér. Sakaukastefndi Árni Magnússon hefur haldið því fram, að hin umkrafða skuld í máli þessu sé stofnuð, áður en hann tók við dreifingarstarfinu. Það er rétt, að samkvæmt reikningum, sbr. dskj. nr. 7, var skuldin svipuð um það bil, er Magnús Árnason dó og hún er nú, en ekkert bókhald er til frá þeim tíma né önnur gögn, er sýni fjár- hag þessa reksturs að öðru leyti, og er því með öllu óupplýst, hvernig hann var þá, svo sem hvort þá hafi verið óinnheimtar kröfur, er numið hafi meira eða minna af skuldinni hjá stefn- anda. Verður því ekki fallizt á sýknukröfu Árna Magnússonar af þessari ástæðu. Eigi verður heldur svo á litið, að minnsta kosti ekki gagnvart stefnanda, að hann hafi innt þessi störf af hendi fyrir dánarbú Magnúsar Árnasonar, enda er ekki vitað, að það hafi nokkurn tíma komið til tals, auk þess sem Árni hefur greint svo frá í vitnaskýrslu sinni, að eftir andlát Magn- úsar hafi álagningin vegna þessa dreifingarstarfs runnið til hans sjálfs. Samkvæmt þessu verður ekki talið, að dánarbú Magnúsar Árnasonar hafi borið ábyrgð á starfi Árna Magnússonar að þessu leyti, heldur beri hann persónulega ábyrgð á því. Samkvæmt framanrituðu ber að sýkna Albert Sölvason og Steindór Steindórsson af kröfum stefnenda og fellur málskostn- aður niður. Þá ber að dæma Vélsmiðjuna Atla h.f., Vélsmiðju Steindórs h.f. Valmund Guðmundsson járnsmið, Stefán Stefánsson járn- smið, Stefán H. Steindórsson járnsmið og Árna Magnússon járn- smið, alla in soliðum, til að greiða stefnanda stefnukröfuna, kr. 32.248.16, með 6% ársvöxtum frá stefnudegi 7. janúar 1961. Rétt þykir að dæma sakaukastefndu til að greiða stefnanda kr. 4.000.00 í málskostnað. Dómsorð: Aðalstefndu, Albert Sölvason og Steindór Steindórsson, eiga að vera sýknir af kröfum stefnanda, Bifreiðarstöðvar- innar Stefnis s.f., í máli þessu, en málskostnaður fellur niður. Sakaukastefndu, Vélsmiðjan Atli h.f., Vélsmiðja Steindórs h.f., Stefán Stefánsson, Valmundur Guðmundsson, Stefán H. Steindórsson og Árni Magnússon, greiði in soliðum stefn- 196 anda, Bifreiðastöðinni Stefni s.f., Akureyri, kr. 32.248.16 með 6% ársvöxtum frá 7. janúar 1961 til greiðsludags, kr. 4.000.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá birtingu dóms þessa að telja. Dóminum má fullnægja með aðför að lögum. Mánudaginn 25. marz 1963. Nr. 194/1962. Jóhann Þorsteinsson og Hulda Aradóttir (Páll S. Pálsson hrl.) segn Kristjáni Eiríkssyni (sjálfur) og gagnsök Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Ómerking fjárnámsgerðar. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjendur hafa, að fengnu áfrýjunarleyfi 5. október f. á., skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu sama dag. Krefjast þau þess, að hin áfrýjaða fjárnámsgerð verði úr gildi felld og gagnáfrýjanda dæmt að greiða þeim máls- kostnað í Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 12. nóvember 1962, að fengnu gagnáfrýjunarleyfi 5. s. m. Hann krefst þess aðallega, að aðalsök verði vísað frá Hæstarétti, en til vara, að hin áfrýjaða fjárnámsgerð verði staðfest. Þá krefst hann og málskostnaðar í Hæstarétti úr hendi aðaláfrýjenda in solidum. Samkvæmt ákvörðun Hæstaréttar hefur málflutningur um formsatriði og efnis farið fram samtímis, sbr. 48. gr. laga nr. 57/1962. I. Aðalkröfu sína reisir gagnáfrýjandi á því, að af aðal- áfrýjenda hálfu hafi verið brotið svo gegn ákvæðum 41. og 197 42. gr. laga nr. 57/1962, að varða eigi frávisun aðalsakar frá Hæstarétti. Rekstur aðalsakar hefur í stórum dráttum verið þessi fyrir Hæstarétti: Aðalsök var þingfest 2. nóvember 1962 og málinu því næst frestað í fjóra mánuði samkvæmt ákvæðum 41, gr. laga nr. 57/1962. Er málið kom fyrir Hæstarétt 1. þ. m., óskaði umboðsmaður aðaláfrýjenda eftir frekari fresti, þar sem sér hefði eigi unnizt tími til að ljúka ágripi dómsgerða né afla nauðsynlegra framhaldsgagna. Gagnáfrýjandi synj- aði þeirri beiðni. Að venju kvað Hæstiréttur þá á um fram- lagningu skriflegra greinargerða frá aðiljum um ágrein- ingsefnið og veitti í því skyni frest til 4. þ. m. Var greinar- serðum þessum skilað á tilskildum degi, en áður hafði umboðsmaður aðaláfrýjenda afhent Hæstarétti dómsgerðir málsins svo og ágrip dómsgerða, sem hann einn hafði látið sera. Eftir að Hæstiréttur hafði ákveðið, að málið skyldi flutt munnlega í heild, hefur umboðsmaður aðaláfrýjenda og lagt fram nokkur nv gögn. Það er að vísu ljóst, að af hálfu aðaláfrýjenda hefur eigi verið gætt sem skyldi ákvæða 41. og 42. gr. laga nr. 57/ 1962 um greiðan málflutning og sameiginlega serð ágrips. Þegar þess er hins vegar gætt, að sérstök forföll réttlæta að nokkru töf á gerð ágrips og viðbrögð á síðustu stundu af hálfu umboðsmanns aðaláfryýjenda hafa leitt til þess, að Hæstiréttur getur nú þegar tekið málið til efnislegrar úr- lausnar, þykja ekki næg efni til að sinna frávisunarkröfu sagnáfrýjanda. TI. Aðaláfrýjandinn Hulda Aradóttir hafði keypt hina fjár- numdu íbúð og fengið afsal fyrir henni 11. febrúar 1962. Það afsal var þinglesið 5. júní s. á. Fógeta hafa orðið á mörg og stórfelld glöp um fram- kvæmd hinnar áfrýjuðu fjárnámsgerðar: Fyrst og fremst varð fjárnám ekki framkvæmt 9. april 1962 til tryggingar dómsskuld þeirri, sem um er að tefla, 198 þar sem liðinn var frestur sá frá birtingu dómsins, er get- ur í 9. gr. laga nr. 19/1887, og öðrum skilyrðum samkvæmt greininni ekki fullnægt. Samkvæmt vætti vitnis, aðiljaskýrslu gagnáfrýjanda fyrir dómi og yfirlýsingu hans fyrir Hæstarétti svo og öðrum framlögðum gögnum mun hin áfrýjaða gerð og eigi hafa farið fram með þeim hætti, sem fógeti hefur fært til bókar. Þannig mun gerðin eigi hafa farið fram að Mávahlíð 15, Svava Gísladóttir, sem talin er hafa verið viðstödd þing- haldið, var það ekki, og er þannig rangt bókað um yfirlýs- ingu af hennar hendi og áskorun til hennar, og loks munu vottar þeir, sem tilgreindir eru, eigi hafa verið viðstaddir gerðina, heldur hafa ritað nöfn sín síðar í fógetabókina. Hefur að þessu leyti verið brotið mjög gegn ákvæðum 2. gr. og III. kafla laga nr. 19/1887 um rétta framkvæmd aðfarar. Allar þessar stórfelldu misfellur leiða til þess að ómerkja ber hina áfryjuðu fjárnámsgerð. Þá ber og að dæma gagnáfrýjanda til að greiða aðal- áfrýjendum málskostnað í Hæstarétti, sem eftir atvikum ákveðst kr. 2000.00. Dómsorð: Hin áfrýjaða fjárnámsgerð er ómerkt. Gagnáfrýjandi, Kristján Eiríksson, greiði aðaláfryj- endum, Jóhanni Þorsteinssyni og Huldu Aradóttur, kr. 2000.00 í málskostnað í Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Fjárnámsgerð fógetaréttar Reykjavíkur 9. apríl 1962. Ár 1962, mánudaginn 9. apríl, var fógetaréttur Reykjavíkur settur að Mávahlíð 15 og haldinn þar af Viggó Tryggvasyni, full- trúa borgarfógeta, ásamt undirrituðum vottum. Fyrir var tekið: Málið A- 1/1962 Kristján Eiríksson gegn Jó- hanni Þorsteinssyni. Fógeti leggur fram nr. 1, gerðarbeiðni, nr. 2, birtan dóm bæjar- þings Reykjavíkur, nr. 1073/1961. 199 Gerðarbeiðandi er sjálfur mættur og krefst fjárnáms fyrir kr. 5000.00 með 9% ársvöxtum frá 18/12 '60 til greiðsludags, %% í þóknun, kr. 12.00 í stimpilkostnað og kr. 1500.00 í málskostn- að, auk kostnaðar við fjárnám og uppboð. Fyrir gerðarþola er mætt Svava Gísladóttir, er hér býr, og kveðst hún ekki greiða skuldina. Síðan lýsti fógeti samkvæmt kröfu gerðarbeiðanda fjárnámi í eignarhluta gerðarþola, sem er 1%9 hlutar af 15% heildarverð- mæti húseignarinnar nr. 15 við Mávahlíð, og skýrði þýðingu þess. Ennfremur brýndi hann fyrir mættri að skýra gerðarþola frá fjárnáminu. Uppl. játað. Gerðinni lokið. Rétti slitið. V. Tryggvason ftr. Vottar: H. Herbertsdóttir G. Thorarensen. Mánudaginn 25. marz 1963. Nr. 142/1962. Rósa Einarsdóttir persónulega og f. h. dánar- bús Skarphéðins Jósefssonar (Ragnar Ólafsson hrl.) segn Vélsmiðjunni Héðni h/f og gagnsök (Benedikt Sigurjónsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason, Jónatan Hallvarðsson, Lárus Jóhannesson og Þórður Eyjólfsson og prófessor Ármann Snævarr. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 25. október 1962. Krefst hún þess, að gagnáfrýjanda verði dæmt að greiða kr. 724.802.79 með 6% ársvöxtum frá vöxtum frá 30. janúar 1959 til 22. febrúar 1960, 9% árs- vöxtum frá þeim degi til 28. desember s. á. og 7% árs- 200 vöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hún og málskostnaðar úr hendi gagnáfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 7. nóvember 1962. Krefst hann aðallega sýknu af kröfum aðaláfrýjanda og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann lækkunar á kröfum aðal- áfrýjanda og að málskostnaður í héraði og fyrir Hæsta- rétti verði látinn niður falla. Eftir uppkvaðningu héraðsdóms hafa þeir Hjörtur Krist- jánsson, Ingimar Magnús Björnsson og Gunnar Aðalsteins- son, er um getur í héraðsdómi, komið fyrir dóm, staðfest skýrslur sínar fyrir rannóknarlögreglu og greint nánar frá málsatvikum. Ekki hefur þar komið fram neitt nýtt, er máli skiptir, nema hvað Ingimar Magnús Björnsson hefur borið, að ökumaður bifreiðarinnar, Gunnar Aðalsteinsson, hafi. er Skarphéðinn Jósefsson gaf merki um, að skips- skrúfan væri tekin að hreyfast, stöðvað bifreiðina „hægt um leið og beygt var til hliðar“. Segist vitni þetta „hafa orðið vart við, að pallurinn hafi hallazt til vinstri hliðar, vegna þess að gatan er kúpt“. Gunnra Aðalsteinsson neitaði því hins vegar „að hafa sveigt upp að gangstéttinni, hins vegar kveðst vitnið hafa ekið á vinstra vegarhelmingi, þó svo nærri miðri götunni sem unnt var“. Fallast má á með héraðsdómara, að hér komi eigi til greina réttarreglur þær, sem taldar eru gilda um fébóta- ábyrgð í hættulegum atvinnurekstri, svo og að um bóta- byrgð vegna slyssins fari eftir 1. mgr., sbr. 3. mgr. 67. gr. laga nr. 26/1958. Með tilliti til þess, að Skarphéðinn var vanur flutningum sem þessum og mátti því sjá, hversu stórlega var ábótavant tryggilegum umbúnaði skipsskrúf- unnar á bifreiðinni, þykir eftir atvikum hæfilegt, að gagn- áfrýjandi bæti aðaláfrýjanda tjón hennar að 44 hlutum. Þykir tjón aðaláfrýjanda hæfilega metið í héraðsdómi, og ber því að dæma gagnáfrýjanda til að greiða henni 44 hluta af kr. 346.610.24, þ. e. kr. 277.288.20, ásamt vöxtum, eins 201 og greinir í héraðsdómi, svo og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 40.000.00. Dómsorð: Gagnáfrýjandi, Vélsmiðjan Héðinn h/f, greiði aðal- áfrýjanda, Rósu Einarsdóttur persónulega og f. h. dánar- bús Skarphéðins Jósefssonar, kr. 277.288.20 með 6% ársvöxtum frá 30. janúar 1959 til 22. febrúar 1960, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desember 1960 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags svo og kr. 40.000.00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 7. september 1962. Mál þetta, sem dómtekið var 7. þ. m., hefur Rósa Einarsdóttir, Framnesvegi 1, hér í borg, höfðað persónulega og f. h. dánar- bús Skarphéðins Jósefssonar með stefnu birtri 25. janúar 1961 gegn Vélsmiðjunni Héðni, Reykjavík, til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 586.449.55 með 6% ársvöxtum frá 30. janúar 1959 til 22. febrúar 1960, 10% ársvöxtum frá þeim degi til 28. des- ember s. á. og 8% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, auk málskostnaðar að skaðlausu að mati réttarins. Stefndi hefur aðallega krafizt algerrar sýknu og málskostn- aðar úr hendi stefnanda að mati dómsins, en til vara hefur hann krafizt stórfelldrar lækkunar á kröfum stefnanda og að máls- kostnaður verði þá látinn niður falla. Sjóvátryggingafélagi Íslands h/f hefur verið stefnt til réttar- gæzlu í máli þessu, en stefndi hafði keypt sér ábyrgðartrygg- ingu hjá því félagi svo og skyldutryggingu fyrir síðargreinda vörubifreið, R 1028, eign stefnda. Engar kröfur eru gerðar á hendur réttargæzlustefnda og hann hefur heldur engar kröf- ur gert. Undir rekstri málsins hækkaði stefnandi stefnukröfuna í kr. 729.977.79 vegna nýrra tjónsútreikninga, og samþykkti stefndi, að sú hækkun kæmist að í málinu án framhaldsstefnu. Málavextir eru þessir: 202 Að morgni hins 30, janúar 1959 skyldi flytja togaraskrúfu af geymslusvæði Vélsmiðjunnar Héðins við Vesturgötu, hér í borg, niður í Slippinn við Reykjavíkurhöfn. Þrem starfsmönnum vélsmiðjunnar var falið að framkvæma verk þetta, þeim Skarphéðni Jósefssyni, vélstjóra og járnsmið, eiginmanni stefnanda, Ingimar M. Björnssyni vélstjóra og Jóni Einarssyni. Framkvæmd verksins var þannig hagað, að skrúf- urni, sem var 2100 kg. að þyngd, var lyft með kranabíl, en síðan var vörubifreiðinni R 1028 ekið undir hana og hún látin síga niður á pall bifreiðarinnar, en þar voru fyrir framangreindir þrír menn til að taka á móti henni og hagræða henni á pallin- um, sem var úr tré, 3.95 m á lengd og 2.25 m á breidd. Snjóföl var á palli bifreiðarinnar, sem var ekki hreinsuð af áður en skrúfan var sett á hann. Ekki var skrúfan bundin á pallinn né skorðuð á annan hátt. Engin skjólborð voru heldur á pallinum, en á brúnum hans voru járnvinklar, sem þó stóðu mjög lítið upp fyrir yfirborð pallsins. Ökumanni bifreiðarinnar, Gunnari Aðalsteinssyni, er sat inni í henni meðan hleðslan fór fram, var kunnugt um öll framangreind atriði, en kveðst hafa álitið, að snjórinn myndi pressast það undir skrúfunni, að hún myndi „bíta“ sig í pallinn, enda hafi það ekki verið vanalegt að binda skrúfurnar niður í svo stuttum flutningum. Er lokið var að setja skrúfuna á pallinn, settist Ingimar inn í bifreiðina, en Skarphéðinn tók sér stöðu á palli hennar, enda áttu þeir að að- stoða við afferminguna. Var nú lagt af stað og ekið sem leið lá eftir Vesturgötu, en síðan sveigt norður Ægisgötu, er hallar í þá átt niður að höfninni. Bifreiðin var með snjókeðjur á ytri afturhjólum, enda var snjór yfir og hált færi. Kveðst bifreiðar- stjórinn hafa ekið hægt á öðru hraðastigi í umrætt sinn. Er hann hafi verið kominn langleiðina að Nýlendugötu, hafi hann heyrt Skarphéðinn banka í stýrishúsið. Kveðst hann þá hafa litið aftur og séð, að skrúfan var farin að renna til á pallinum. Um leið og Skarphéðinn bankaði í húsið, kveðst bifreiðarstjór- inn hafa stigið létt á hemlana og með því dregið úr ferð bif- reiðarinnar, en við það muni rennsli skrúfunnar eitthvað hafa aukizt. Hins vegar kvaðst hann ekki hafa verið farinn að beita hemlunum, áður en Skarphéðinn bankaði, heldur látið vél bif. reiðarinnar hindra aukna ferð hennar. Í þann mund, er at- burðir þessir gerðust, virtist honum Skarphéðinn stökkva út af vinstri hlið bifreiðarinnar og kveðst hafa séð til hliðar, en bifreið þessi var með vinstri handar stýri, hvar Skarphéðinn 203 datt á grúfu í götuna. Þá kveðst hann og hafa séð skrúfuna renna á hús bifreiðarinnar og snúast síðan út af vinstri hlið pallsins og virtist honum hún sporðreisast um leið, en telur sig þó hafa litið af skrúfunni sem snöggvast. Er skrúfan féll, stöðvaði hann alveg bifreiðina og fór út úr henni. Sá hann þá Skarphéðinn liggja á grúfu á götunni, móts við hús bílsins, og vissi höfuðið fram með bílnum og var nær honum en fæturnir, er sneri aftur með bílnum. Skrúfan lá þá á milli bifreiðarinnar og Skarphéðins, og var eitt blað hennar að nokkru leyti yfir honum, en Skarphéðinn var þó ekki fastur undir því. Hann var þá meðvitundarlaus og virtist ökumannin- um eitt blaðið hafa lent á baki hans, er skrúfan féll af pallinum. Ingimar M. Björnsson, er sat hægra megin í bifreiðinni í um- rætt sinn, hefur skýrt efnislega frá á sama veg og bifreiðastjór- inn hér að framan, sem hann telur hafa ekið gætilega og óað- finnanlega, miðað við aðstæður. Hann segir það hafa verið venju, að skrúfur voru fluttar á þann hátt, er lýst hefur verið hér að framan, en þó hafi það komið fyrir einstöku sinnum, að klossum væri slegið undir skrúfublöðin. Hann kvaðst hafa heyrt Skarphéðinn banka í húsið, en hvorki séð hann né skrúfuna falla af pallinum. Hjörtur Kristjánsson, verkstjóri í Vélsmiðjunni Héðni, hefur skýrt svo frá, að hann hafi ekki verið við morguninn, sem slysið varð. Flutningur skrúfunnar hafi verið ákveðinn kvöldið áður, og hafi þeim Ingimar og Skarphéðni verið falið að annast hann, enda hafi þeir verið mjög vanir slíkum flutningum, sérstaklega Ingimar, enda hafi alltaf verið leitað til hans um þau verk, og kvaðst Hjörtur því engar áhyggjur hafa haft um framkvæmd verksins. Það hafi verið algengt að flytja skipsskrúfur á bifreið þeirri, er hér um ræðir, enda bifreiðarstjórinn slíku vanur, og aldrei kvaðst Hjörtur hafa rekið sig á ógætni hjá honum. Hafi skjólborð aldrei verið notuð á bílum þeim, er notaðir voru við flutningana, né skrúfurnar bundnar niður á pallinn, þar sem Þær hafi virzt vel stöðugar án þess. Hins vegar hafi tréklossar stundum verið settir undir enda skrúfublaðanna til að fyrir- bygggja, að þær yltu, en slíkt hafi verið mjög sjaldgæft, og þá helzt, ef götur væru slæmar. Eini sjónarvotturinn að slysi þessu mun hafa verið Össur Aðal- steinsson. Hann kveðst hafa verið á gangi eftir Nýlendugötu á leið að Ægisgötu 10, er hann hafi séð vörubifreið ekið gætilega á hægri ferð niður Ægisgötu og sýndist honum maður vera að 204 detta út af bílnum vinstra megin. Virtist honum maður þessi ætla að grípa í hlífðargrind fremst á palli blfreiðarinnar, en ná eigi taki á henni og falla út af pallinum fram með bílnum. Á sama andartaki veitti hann því athygli, að framangreind skips- skrúfa rann til á pallinum, rakst á hlífðargrindina og snerist út af pallinum vinstra megin. Sá hann nú manninn, sem datt af pallinum, koma fyrir sig öðrum fætinum, en steypast síðan fram yfir sig á grúfu. Hann hafi þó varla verið dottinn, er eitt skrúfublaðið lenti á baki honum um herðablöðin eða eitthvað neðar. Jafnframt virtist honum blað skrúfunnar koma í götuna að nokkru við hlið mannsins, fjær bifreiðinni, en kveðst þó ekki hafa gert sér nægilega grein fyrir því. Síðan hafi skrúfan lagzt Þannig, að hún lá milli bílsins og hins slasaða, og hafi eitt blað hennar verið yfir honum að nokkru, en þó það hátt frá jörðu, að hann hafi legið laus undir því. z Össur hringdi síðan á sjúkrabifreið og lögreglustöðina. Var Skarphéðinn fluttur á Slysavarðstofuna, en var látinn, er þang- að kom. Lögreglumenn komu á vettvang eftir slysið og athuguðu stað- hætti, Kveða þeir hringmyndað far hafa verið í snjófðlinni, þar sem skrúfan hafði legið á pallinum, og virtist þeim skrúfan hafa fryst snjóinn undir sér, þar eð klaki var í farinu. Hafi skrúfan runnið á ská fram pallinn og fallið út af honum vinstra megin, en á þeim stað voru spor í snjónum, er gáfu til kynna, hvar Skarphéðinn stóð á pallinum fyrir slysið. Starfsmaður tæknideildar rannsóknarlögreglunnar kom einnig á vettvang, tók ljósmyndir og mældi upp afstöðuna á slysstað. Hafa gögn þessi verið lögð fram í málinu, og má sjá af ljós- myndum, hvar skrúfan lá á pallinum og hvernig hún rann út af honum, svo og fótspor Skarphéðins. Bifreiðaeftirlitsmenn skoðuðu bifreiðina eftir slysið og reynd- ist þeim hún vera í lagi við þá skoðun. Ekki sáu þeir nein hemla- för eftir bifreiðina á slysstaðnum, en hún hafði ekkert verið hreyfð, er þeir komu á vettvang. Stefnandi reisir stefnukröfu sína á því, að óforsvaranlega hafi verið gengið frá skrúfunni á pallinum, með því að láta hana liggja óbundna og algerlega óskorðaða á snævidrifnum pallinum, er hafi verið án skjólborðs og kantlista, meðan á flutn- ingunum stóð. Hljóti Vélsmiðjan Héðinn h/f því að bera fébóta- ábyrgð á tjóni því, er af slysinu hlauzt, bæði samkvæmt regl- um bifreiðalaga, svo og samkvæmt reglum þeim, er gilda um 205 ábyrgð vinnuveitenda á verkum starfsmanna sinna, enda hafi Skarphéðinn heitinn ekki, eins og á stóð, haft aðstöðu til að forðast slysið eða koma í veg fyrir það. Í annan stað byggir stefnandi dómkröfur sínar á hendur stefnda á því, að hér hafi verið um hættulegt verk að ræða, og beri stefndi því fébótaábyrgð á slysinu samkvæmt þeim bóta- reglum, er gilda um hættulega starfsemi á vettvangi skaðabóta- réttarins. Stefndi reisir sýknukröfu sína á því, að menn þeir, er unnu að flutningi skrúfunnar, hafi verið þaulvanir slíkum störfum og auk þess hafi Skarphéðinn heitinn verið vélstjóri og járn- smiður að menntun, enda fær stefndi ekki annað séð, en gengið hafi verið. forsvaranlega frá skrúfunni á pallinum, þótt hún hafi að vísu verið óbundin og skorðuð, en slíks hefði eigi átt að vera þörf, þar sem ekið hafi verið gætilega með skrúfuna og hún 2100 kg a þyngd. Virðist stefnda því ekki unnt að sjá, að um sök hafi verið að ræða hjá starfsmönnum Héðins h/f við um- búnað skrúfunnar á pallinum, heldur hafi slys þetta orðið fyrir óhappatilviljun og að nokkru vegna óaðgætni Skarphéðins heit- ins sjálfs, með því að standa vinstra megin við skrúfuna í rennslis- stefnu hennar, í stað þess að forða sér yfir á hægri helming pallsins, er skrúfan tók að renna, enda verði að ætla, að hún hafi hreyfzt mjög hægt fyrst í stað. Þá mótmælir stefndi því, að hér hafi verið um bifreiðaslys að ræða, þegar til þess sé litið, að Skarphéðinn heitinn hafi verið starfsmaður við flutninginn. Ennfremur hefur stefndi and- mælt því, að fébótaábyrgð verði byggð á því, að hér hafi verið um hættulegt starf að ræða í merkingu skaðabótaréttarins. Verði allt að einu litið svo á, að eigi hafi verið nægilega tryggi- lega búið um skrúfuna, þá hljóti Skarphéðinn heitinn að eiga nokkra sök á því sjálfur, hvernig fór, og beri því að skipta fé- bótaábyrgð á tjóni þessu. Fallast má á það með stefnda, að hér hafi ekki verið um að ræða hættulega starfsemi í merkingu skaðabótaréttar. Aftur á móti verður að telja, að hér hafi verið um bifreiða- slys að ræða, sbr. 67. gr. 1. mgr. umferðarlaga nr. 26/1958, þar eð Skarphéðinn heitinn var í þjónustu hins stefnda, er slysið vildi til, og þykir 2. mgr. 67. gr. nefndra laga því ekki eiga við í þessu tilfelli. Þá er og ljóst, að umbúnaði skrúfunnar á pallinum var stór- lega áfátt við þær aðstæður, er fyrir hendi voru í umrætt sinn. 206 Verður því eigi hjá því komizt að leggja nokkra sök á Skarp- héðinn heitinn vegna slyssins og lækka fébæturnar í samræmi við það, sbr. 3. mgr. 67. gr. ofannefndra laga, þar sem hann var einn þeirra manna, er falið hafði verið að annast verk þetta, enda slíkum verkum vanur og bar því skylda til að sjá um, að tryggilega væri um skrúfuna búið. En þar sem Skarphéðinn heitinn var ekki verkstjóri hjá stefnda og hinn reglulegi verkstjóri stefnda hafði látið það óátalið, að skrúfur væru fluttar á þann hátt, er gert var í um- rætt sinn, þykir stefndi verða að bera meginfébótaábyrgð á slysi þessu. Þegar það er virt, sem nú hefur verið rakið, þykir rétt, að stefndi bæti stefnanda tjónið að % hlutum, en stefnandi beri sjálf % hluta tjónsins. Við munnlegan flutning málsins var dómkrafan sundurliðuð Þannig: A. Kröfur dánarbúsins: 1. Útfararkostnaður .............00000... kr. 6.385.24 2. Áætlaður kostnaður við að ganga frá leiði — 4.000.00 Kr. 10.385.24 B. Krafa Rósu Finarsdóttur: 1. Bætur fyrir missi framfær- anda .................. kr. 653.623.00 Frá því dregst: Kapítalverðmæti ekkjulífeyris kr. 14.528.00 og eingreiðsla frá Trygginga- stofnun ríkisins .............. — 20.902.45 kr. 35.430.45 — 618.192.55 2. Bætur fyrir röskun á stöðu og högum .. — 100.000.00 3. Útreikningur tjóns ..........0.0........ — 900.00 — 500.00 Samtals kr. 729.977.79 Þessi fjárhæð kemur heim við núverandi dómkröfu í mál- inu eftir hinn munnlega flutning. Verður nú vikið að hinum einstöku liðum dómkröfunnar: Um kröfulið A 1. 207 Lagðir hafa verið fram reikningar yfir þennan kröfulið, sbr. dskj. nr. 4—-9 incl. Stefndi hefur krafizt þess, að liður þessi verði lækkaður í fyrsta lagi um kr. 40.00, sbr. dskj. nr. 6, sem er reikningur upp á kr. 80.00 frá Kirkjugörðum Reykjavíkur fyrir tvo legstaði. Ber að taka þessa lækkunarkröfu stefnda til greina. Þá hefur stefndi andmælt því, að tekinn verði til greina kostn- aður við útvarp á jarðarförinni, er nemur kr. 750.00. Þykir einnig rétt að taka þessa lækkunarkröfu stefnda til greina, þar sem hér er um nokkuð óvanalegan kostnað í sambandi við jarðar- farir að ræða. Þessi liður verður því tekinn til greina með kr. 5.595.24. Um kröfulið A 2. Eftir munnlegan flutning málsins féll stefnandi frá þessum kröfulið. Um kröfulið B 1. Lagðir hafa verið fram útreikningar á áætluðu tjóni ekkj- unnar, byggðir á mismunandi grundvelli, gerðir af Guðjóni Hansen tryggingafræðingi. Samkvæmt útreikningi trygginga- fræðingsins, dags. 27. júní s.l, hefur hann reiknað tjónið á þrenns konar máta. Í fyrsta lagi á framtöldum tekjum Skarp- héðins heitins árin 1956—-1958 incl., í öðru lagi á þeim tekj- um, er skattyfirvöld áætluðu honum framangreind þrjú ár, og í þriðja lagi á meðalvinnutekjum kvæntra iðnaðarmanna í Reykja- vík, miðað við úrtaksrannsókn fyrir árin 1951— 1960. Þá hefur einnig verið lagður fram útreikningur, dags. 28. júní s.l, byggð- ur eingöngu á tekjum Skarphéðins heitins árið 1958. Stefnandi hefur krafizt bóta eftir þessum útreikningi, en samkvæmt hon- um nemur hið áætlaða tjón hennar kr, 653.623.00. Stefndi hefur mótmælt því, að útreikningur þessi verði lagður til grundvallar við ákvörðun bótanna, þar eð Skarphéðinn heitinn hafi haft óeðlilega miklar tekjur þetta ár vegna óvanalega mikillar yfir- vinnu. Fallast má á það með stefnda, að ekki sé rétt að ákvarða bætur til ekkjunnar samkvæmt tekjum Skarphéðins heitins þetta eina ár. Hins vegar þykir rétt að miða bæturnar samkvæmt útreikningi þeim, sem byggður er á áætluðum tekjum Skarp- héðins heitins árin 1956—"T og raunverulegum tekjum hans árið 1958, enda verður ekki annað séð af gögnum málsins en að hann hafi sætt sig við þá ætlun og greitt skatta sína í samræmi við hana. Skarphéðinn heitinn er talinn fæddur 1/9 1907 og hefur því 208 verið 5l árs, er slysið vildi til. Þrjú síðustu árin fyrir slysið voru framtaldar tekjur hans og hinar áætluðu sem hér segir: Ár Framtalið Áætlað 1956 ....... kr. 21.700.00 kr. 90.000.00 1957 ....... — 45.108.81 — 60.000.00 1958 ....... — 112.480.81 —(112.480.81) Framtalinu frá 1958 var ekki breytt. Síðan umreiknar tryggigafræðingurinn framangreindar tekjur samkvæmt þeim kauplagshækkunum, er orðið hafa eftir þann tíma og til þess, er útreikningurinn gerður (27. júní 1962). Þannig reiknað telst honum hlutur ekkjunnar (helmingur af áætluðum vinnutekjum Skarphéðins heitins) nema sem hér segir: Reiknað með 6% töflum Reiknað með 7% töflum kr. 535.194.00 kr. 499.129.00 Önnur atriði í reikningsgrundvellinum en þau, er nú hafa verið rakin, eru, að reiknað er með eftirlifendatöflum íslenzkra karla og kvenna árin 1941— 1950 og ennfremur lífslíkum íslenzkra kvenna samkvæmt reynslu sama tímabils. Stefndi hefur krafizt þess, að fjárhæð þessi verði lækkuð stórlega og færir þær röksemdir fyrir lækkunarkröfu sinni, að bætur þessar séu undanþegnar tekjuskatti og tekjuútsvari og sé það verulegt fé, þar eð hjónin hafi enga Óómaga haft á sínu framfæri. Þá beri einnig að líta til þess, að við lát Skarphéðins heitins verði að reikna með, að losnað hafi um nokkurn tekju- öflunarmöguleika hjá stefnanda, þannig að hún geti nú aflað sér verulegra tekna, er hún þurfi eigi að hugsa um heimili beirra, en hún sé kona á bezta aldri, fædd árið 1908. Þegar virt er það, sem nú hefur verið rakið og önnur þau at- "iði höfð í huga, er hér skipta máli, þykja bætur fyrir þennan lið hæfilega ákveðnar kr. 300.000.00 og hafa þá verið dregnar frá bætur Tryggingastofnunar ríkisins. Um 2. kröfulið B. Til stuðnings þessum kröfulið er bent á, að stefnandi er fædd 31. maí 1908, og sé því komin á þann aldur, að erfitt kunni að reynast fyrir hana að verða sér úti um starf við sitt hæfi, Stefndi hefur andmælt þessum kröfulið sem allt of háum ug lagt það á vald dómarans að meta hann. Eftir atvikum þykir rétt að taka þennan kröfulið til greina með kr. 40.000.00. Um 3. kröfulið B. 209 Lagðir hafa verið fram reikningar yfir þennan kröfulið og hefur hann ekki sætt andmælum. Verður hann því tekinn til greina að fullu. Um 4. kröfulið B. Í málinu hafa ekki verið lagðir fram reikningar fyrir hærri upphæð en kr. 115.00 af þessum kröfulið, sem eru greiðslur fyrir endurrit af skattaframtölum og lögregluskýrslu. Stefndi hefur mótmælt því, að kröfuliður þessi verði tekinn til greina með hærri upphæð en hinir framlögðu reikningar sýna, og ber að fallast á þau mótmæli stefnda. Verður liður þessi því tekinn til greina með kr. 115.00. Úrslit málsins verða þá þau, að stefndi verður dæmdur til að greiða stefnanda kr. 207.966.14, þ. e. % af kr. 5.595.24 - 300.- 000.00 - 40.000.00 | 900.00 115.00, með vöxtum, er þykja hæfilega ákveðnir 6% ársvextir frá 30. janúar 1959 til 22. febrú- ar 1960, 9% ársvextir frá þeim degi til 29. desember s. á. og 7% ársvextir frá þeim degi til greiðsludags. Eftir þessum málalyktum verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 17.000.00. Magnús Thoroddsen, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Vélsmiðjan Héðinn h/f, greiði stefnanda, Rósu Einarsdóttur persónulega og f. h. dánarbús Skarphéðins Jós- efssonar, kr. 207.966.14 með 6% ársvöxtum frá 30. janúar 1959 til 22. febrúar 1960, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desember s. á., og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðslu- dags og kr. 17.000.00 í málskostnað. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 14 210 Mánudaginn 25. marz 1963. Nr. 165/1962. H/f Eimskipafélag Íslands (Einar B. Guðmundsson hrl.) gegn Ingvari Brynjólfssyni (Ragnar Jónsson hrl.) Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 26. nóvember 1962 og krefst þess, að honum verði dæmd sýkna og að stefnda verði dæmt að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar á héraðsdómi og að áfrýj- anda verði dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæsta- rétti. Hinn 2. janúar 1960 fór fram á vegum áfrýjanda afferm- ing á fóðurméli í Reykjavík. Var mélið sett á bifreiðar og því ekið í vöruskemmu áfrýjanda á Austurhafnarbakkan- um. Stefndi og annar nafngreindur maður fóru upp á vöru- pall hverrar bifreiðar, er mélið flutti, tóku á milli sín mél- pokana og settu á færiband. Rigning var, og urðu vöru- pallarnir því hálir, er á daginn leið. Klukkan langt gengin sex skrikaði stefnda fótur á vörupalli bifreiðar þeirrar, sem þá var verið að afferma. og steyptist hann niður af pallinum og hlaut ákomu þá, sem hann í máli þessu krefst bóta fyrir úr hendi áfrýjanda. Pallar vörubifreiða verða jafnan hálir við flutning á mél- vöru í úrkomu, og mátti stefnda vera það ljóst, þar sem hann hafði unnið árum saman hjá áfrýjanda að sams kon- ar störfum og þeim, er slysið varð við. Stefndi mátti því samkvæmt reynslu sinni og öllum aðstæðum vera á verði segn hálku á Þifreiðapöllunum. Að þessu athuguðu þykja eigi vera efni til að leggja á áfrýjanda ábyrgð á slysi stefnda og ber því að dæma áfrýjanda sýknu í málinu. 211 Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Áfrýjandi, h/f Eimskipafélag Íslands, að vera sýkn af öllum kröfum stefnda, Ingvar Brynjólfssonar, í máli þessu. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 17. október 1962. Mál þetta, sem dómtekið var 13. þ. m., hefur Ingvar Brynjólfs- son, Lönguhlíð 19, hér í borg, höfðað með stefnu, útgefinni 6. september 1960, gegn h/f Eimskipafélagi Íslands, Reykjavík, til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 28.777.60 með 9% ársvöxt- um frá 6. september 1960 til greiðsludags, auk málskostnaðar samkvæmt taxta L.M.F.Í. Stefndi hefur krafizt þess að verða algerlega sýknaður af stefnukröfunum og honum verði dæmdur hæfilegur málskostn- aður úr hendi stefnanda að mati réttarins, en til ýtrustu vara hefur stefndi krafizt þess, að stefnukröfurnar verði færðar nið- ur til stórkostlegra muna. Við munnlegan flutning málsins lækkaði stefnandi dómkröfur sínar niður í kr. 28.108.40 og breytti vaxtakröfu sinni á þá lund, að hann krefst nú hæstu lögleyfðra vaxta frá 6. september 1960 til greiðsludags. Að sögn stefnanda eru málavextir þeir, að 2. janúar 1960 vann hann í vörugeymslu stefnda á Austurhafnarbakkanum við að afferma mjölsekki af pöllum vörubifreiða og láta þá á færiband. Stefnandi vann að þessu verki við annan mann, að nafni Stefán Jóhannesson. Stóðu þeir uppi á pöllum bifreiðanna, tóku sekkina á milli sín og létu þá á færibandið. Úrkoma var þennan dag, og voru vörupallarnir því blautir og gerðust hálir, er mjöl sáldr- aðist á þá úr sekkjunum. Þó kveður stefnandi þá hafa verið mis- jafnlega hála eftir því, hvaða efni hafi verið í þeim. Og eftir því sem á daginn leið, hafi þeir orðið hálari. Klukkan langt gengin sex um kvöldið kveðst stefnandi hafa fært sig til á palli þeirrar bif- reiðar, sem þeir Stefán hafi þá verið að afferma, og hafi sér þá skrikað fótur þannig, að hann hafi steypzt niður af pallinum 212 og lent með bakið á öxulenda færibandsins. Hafi þrír hryggjar- tindar brotnað við fallið, auk þess sem hann hafi marizt á baki og öðrum fætinum. Stefnandi var síðan ófær til vinnu í rúma fjóra mánuði vegna slyss þessa. Stefán Jóhannesson, vinnufélagi stefnanda, hefur skýrt rann- sóknarlögreglunni í Reykjavík svo frá, að hann og stefnandi hafi hinn fyrrnefnda dag unnið við að taka mjölpoka af vöru- bifreiðum og setja þá á færiband. Mjöl sáldrist jafnan úr pok- unum og verði því hált á vörupöllunum í rigningu. Þennan dag hafi pallarnir verið hreinsaðir við og við, en þeir jafnharðan orðið sleipir aftur. Stefán kvað enga sérstaka ástæðu hafa verið fyrir því, að stefnandi hafi runnið til á pallinum í umrætt sinn aðra en þá, að hann hafi eitthvað þurft að færa sig til og þá skrikað fótur og fallið út af pallinum. s Þórarinn Gísli Sigurjónsson, verkstjóri stefnda í fyrrnefndri vörugeymslu, hefur skýrt rannsóknarlögreglunni í Reykjavík svo frá, að hann hafi skipað stefnanda það verk, er hann hafi verið við, þá slysið vildi til, Þórarinn þessi var eigi sjónarvottur að slysinu. Hann kvað úrfelli hafa verið þennan dag og vatnið blandazt mjöli, er sáldrazt hafði úr pokunum. Af þessum sök- um hafi pallar bifreiðanna orðið hálir, er á daginn leið. Sé þetta algengt fyrirbæri, og hafi stundum verið látið sag á pallana til þess að draga úr hálku á þeim eða bifreiðastjórarnir hafi verið látnir þrífa þá. Í þetta sinn hafi hins vegar eigi þótt ástæða til sérstakra ráðstafana, enda hafi hér verið um fóðurmjöl að ræða, er sé nokkuð kornótt, og eigi eins mikið klíð í því eins og hveiti. Þórarinn kvað hvorki stefnanda né Stefán Jóhannesson hafa borið fram kvartanir vegna hálku á vörupöllunum í umrætt sinn. Eftir slysið stundaði Kristján Hannesson læknir stefnanda. Í málinu hefur verið lagt fram vottorð nefnds læknis, dags. 8/7 1960. Í upphafi vottorðsins getur læknirinn þess, að stefnandi hafi meiðzt á hægra hné 2. janúar 1960, hafi það reynzt vera tognun með vatni í lið. Hafi stefnandi komið til læknis- aðgerðar vegna afleiðinga þessarar tognunar 24. nóvember 1959 og verið til meðferðar hjá lækninum til 2. janúar 1960. Síðan segir svo í vottorðinu: „Meiddist þ. 3/1—'60 (hér er um að ræða misritun í vottorði læknisins, standa á 2/1 1960) í baki, hryggbrotnaði. — Röntgen- skoðun leiddi í ljós hryggbrot á mjóhryggjarliðum (fractura 213 processi transversi dext. vertebr. lumbalis 2, 3, 4.) Sjl. kom til mín aftur til meðferðar 18/1—'60, — og var til meðhöndlunar til 9/4—'60. Fór þá að vinna.“ Stefnandi reisir dómkröfur sínar á því, að ekkert hafi verið gert til að koma í veg fyrir hálkuna á vörupöllunum í umrætt sinn, þeir hvorki verið þurrkaðir né látið á þá sag. Við þetta hafi vinnuaðstæðurnar á pöllunum orðið óforsvaranlegar vegna hálku, sem síðan hafi leitt til margnefnds slyss. Stefndi beri ábyrgð á vinnuskilyrðum þeim, er hann búi starfsmönnum sín- um, og sé hann því skaðabótaskyldur gagnvart stefnanda á öllu því tjóni, er hann hafi orðið fyrir vegna slyssins. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því, að öll tæki, er notuð hafi verið við vinnu þá, er stefnandi framkvæmdi, hafi verið í fullkomnu lagi og af hálfu þeirra, er sögðu fyrir verkum á vegum stefnda, hafi heldur eigi verið um neina vanrækslu að ræða. Slys þetta hafi því annað hvort orðið vegna gáleysis stefnanda sjálfs eða fyrir hreina óhappatilviljun. Í þessu sambandi bendir stefndi á, að stefnandi hafi orðið fyrir slysi 23. nóvem- ber 1959, og hafi þannig ef til vill eigi verið orðinn fullfær til vinnu, er hann varð fyrir slysinu. Sýknukröfu sinni til frekari áréttingar bendir stefndi á, að hafi vörupallarnir verið hálir, þá hafi það vissulega ekki verið ofverk fyrir stefnanda sjálfan að þurrka þá eða strá á þá sagi eða einhverju öðru. En hvað sem þessu líður, þá verði þó að gera þá lágmarkskröfu til stefn- anda, að hann kvartaði yfir hálkunni við verkstjóra sefnda. Allt þetta hafi stefnandi vanrækt og sé því ljóst, að hann beri sjálfur ábyrgð á slysinu og geti því engar skaðabótakröfur gert á hendur stefnda. Fallast má á það með stefnanda, að vinnuaðstæður á vöru- pöllunum hafi verið óforsvaranlegar vegna hálku í umrætt sinn. Bar verkstjóra stefnda, er var þetta atriði kunnugt, því að sjá svo um, að gerðar væru sérstakar ráðstafanir til að draga úr hálkunni, með því að strá sagi eða sandi á pallana eða með öðrum virkum aðferðum, enda hefði slíkt verið unnt með lítilli fyrirhöfn og kostnaði og stundum tíðkað að sögn verkstjórans, þá vörupallar gerðust hálir, Þar sem þessa var ekki gætt í þetta sinn og rekja verður orsök slyssins til margnefndrar hálku, þykir verða að leggja alla fébótaábyrgð af slysi þessu á stefnda, enda er ekkert fram komið í málinu um það, að stefnandi hafi sýnt af sér gáleysi við starf sitt. 214 Stefnandi hefur sundurliðað dómkröfur sínar þannig: 1. Læknishjálp .............00.000000 000. kr. 3.040.00 Vinnutjón frá 2. janúar 1960 til 9. maí s. á., kr. 5.000.00 á mánuði eða alls ................. — 23.300.00 3. Bætur fyrir þjáningar ..................... — 8.000.00 Kr. 34.340.00 Frá þessari fjárhæð dregur stefnandi bætur, er hann hefur þegar fengið greiddar hjá Trygg- ingastofnun ríkisins að fjárhæð ........... — 6.231.60 Eftir standa þá .............000000 00. kr. 28.108.40 Verður nú vikið að hinum einstöku kröfuliðum. Um 1. lið. Kröfuliður þessi er samkvæmt reikningi Krisjáns Hannesson- ar læknis fyrir skoðun á stefnanda, læknisvottorð og læknis- aðgerðir á stefnanda. Stefnandi hefur eigi fengið kostnað þenn- an greiddan hjá Tryggingastofnun ríkisins, og þar eð stefndi hefur ekki véfengt þennan kröfulið tölulega, verður hann tek- inn til greina að öllu leyti. Um 2. lið. Undir þessum lið krefst stefnandi bóta fyrir það tímabil, er hann var frá vinnu vegna afleiðinga slyssins, en það var frá 2. janúar 1960 til 9. maí s. á. Stefnandi hefur krafizt kr. 5.000.00 á mánuði í atvinnutjónsbætur og samkvæmt útreikningi hans nema bætur þessar fyrir allt tímabilið kr. 23.300.00. Stefndi hefur bent á, að reikningsskekkja sé í þessum út- reikningi stefnanda, því að sé miðað við kr. 5.000.00 í bætur á mánuði, þá eigi heildarbætur til stefnanda fyrir allt tíma- bilið ekki að nema hærri upphæð en kr. 21.250.00, og neitar stefndi að viðurkenna hærri fjárhæð en þessa. Þá hefur stefndi einnig krafizt þess, að liður þessi verði lækkaður um kr. 1.226.52, þar eð hann hafi greitt stefnanda vikukaup eftir slysið, er nemi Þessari hjárhæð. Fallast ber á þessar lækkunarröksemdir stefnda og verður kröfuliður þessi því tekinn til greina með kr. 13.791.88. Hafa þá verið dregnar frá bætur þær, er stefnandi hefur þegar fengið greiddar hjá Tryggingastofnun ríkisins, að fjárhæð kr. 6.231.60. 215 Um 3. lið. Stefndi hefur andmælt þessum lið sem allt of háum. Hér að framan hefur meiðslum stefnanda verið lýst og sjúkrasaga hans verið rakin eftir þeim gögnum, er fyrir liggja. Þegar virt er það, sem þar greinir, og önnur þau atriði eru höfð í huga, er hér skipta máli, þykja bætur samkvæmt þessum lið hæfilega metnar kr. 6.000.00. Úrslit málsins verða þá þau, að stefndi verður dæmdur til að greiða stefnanda kr. 22.831.77, auk vaxta, er þykja hæfilega ákveðnir 9% ársvextir frá 6. september 1960 til 29. desember s. á. og 7% ársvextir frá þeim degi til greiðsludags. Eftir þessum málalokum verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 3.500.00. Magnús Thoroddsen, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm FR IP 12 þennan. Dómsorð: Stefndi, h/f Eimskipafélag Íslands, greiði stefnanda, Ingv- ari Brynjólfssyni, kr. 22.831.88 með 9% ársvöxtum frá 6. september 1960 til 29. desember s. á. og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 3.500.00 í málskostnað. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga fá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 216 Föstudaginn 29. marz 1963. Nr. 136/1962. Jón Pétursson (Guðlaugur Einarsson hdl.) gegn Þóru Ólafsdóttur (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.) Dómendur: hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason, Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðsson og Lárus Jóhannesson og Theódór B. Lín. dal prófessor. Innsetningargerð. Dómur Hæstaréttar. Þórhallur Pálsson, fulltrúi borgarfógetans í Reykjavík, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 17. október 1962 og krafizt þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði úr gildi felldur og að syniað verði um fram- kvæmd innsetningargerðar. Hann krefst og málskostn- aðar í héraði og hér fyrir dómi úr hendi stefnda. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar fyrir Hæstarétti af áfrýjanda. Ný málsgögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Samkvæmt ályktun bæjarstjórnar Reykjavíkur 4. febrú- ar 1932 leigði borgarstjórinn í Reykjavík hinn 9. ágúst s. á. Sigurjóni Eiríkssyni lóðina nr. 9 við Eiríksgötu í Reykja- vík til þess að byggja á henni íbúðarhús með þeim skil- málum, er leigumáli greindi. Hinn 10. desember 1932 gerðu Þeir Sigurjón Eiríksson, er getið var, áfrýjandi, Jón Pét- ursson, og eiginmaður stefnda, Sigmundur Sæmundsson, sem nú er látinn, með sér félagssamning um byggingu, eign- arskipti og afnot íbúðarhúss á greindri lóð, þar sem m. a. segir svo: „1. Við allir í félagi byggjum íbúðarhús við Eiríksgötu nr. 9 í Reykjavík, þannig að Sigurjón leggur fram % — einn fimmta — kostnaðarverðs eignarinnar og eignast um leið /% — einn fimmta — hluta eignarinnar, en Jón og Sig- mundur hvor fram % — tvo fimmtu — hluta kostnaðar- 217 verðs og eignast um leið % — tvo fimmtu — hluta eign- arinnar hvor. 3. Afnotum af eign okkar hvers um sig skiptum við þannig: Sigurjón skal hafa afnot af 2 herbergjum, baðher- bergi og eldhúsi í kjallara, Sigmundur skal hafa afnot af fyrstu hæð hússins og Jón af annarri hæð. Verði innréttuð ibúðarherbergi á lofti, skal Jón hafa annað, en Sigmundur hitt. Hver okkar um sig skal hafa afnot eftir þörfum af þvottahúsi, þurrklofti, miðstöð og geymslum bæði á lofti og Í kjallara, eins af lóð hússins.“ Með bréfi 13. maí 1933 samþykkti borgarstjórinn í Reykja- vík f. h. bæjarstjórnar, að leiguréttur af lóðinni nr. 9 við Eiríksgötu skyldi vera sameign greindra aðilja, „enda eru þeir allir eigendur hússins, sem á lóðinni stendur, sam- kvæmt mér sýndum samningi, dags. 10. des. 1932“. Hinn 31. júlí 1936 keypti áfrýjandi eignarhluta Sigurjóns Eiríkssonar í húsinu, sem síðan hefur verið í sameign máls- aðilja, eins og í úrskurði fógeta greinir, en þeir gerðu með sér sameignarsamning, sem rakinn er í fógetaúrskurðinum. Í héraði var lagt fram vottorð Sigurjóns Eiríkssonar, þar sem hann segir, að árin 1933 til 1936, er hann átti kjallara- ibúðina og bjó þar, hafi „salerni í kjallara hússins“ verið „sameiginlegt fyrir allt húsið, enda notað af öðrum íbúum hússins auk íbúenda í kjallara“. Hinn 4. og 21. febrúar 1963 kom Sigurjón fyrir dóm og lýsti því, að umrætt salerni hefði „að sjálfsögðu fyrst og fremst fylgt kjallaraíbúðinni sökum nauðsynja hennar fyrir salerni“, en hins vegar „hafi afnot annarra af því verið látin óátalin“. Þá kvað Sigurjón áfrýjanda hafa eignazt íbúðina með sömu réttindum sem fylgdu henni, „þegar hús- eigninni var skipt“. Fyrir dóm kom og 4. febrúar 1963 Oktavía Sigurðardóttir, sem kveðst hafa haft fyrstu hæð hússins á leigu árin 1937 til 1946, en eigi orðið þess vör, „að aðrir en íbúar kjallaraibúðarinnar hefðu afnot af sal- erni í kjallaranum á þessu tímabili“. Loks kom fyrir dóm nefndan dag Ásgeir Jón Guðmundsson, tengdasonur stefnda, sem búið hefur í íbúð hennar að Eiríksgötu 9 síðan á árinu 218 1956, og kvað hann herbergi í rishæð hússins það tímabil hafa verið leisð með aðgangi að salerni í kjallara. Hvorki í félagssamningi þeim né sameignarsamningi, sem áfrýjandi er aðili að og áður getur, er salerni talið eiganda kjallaraíbúðar til séreignar eða sérafnota. Var þó efni til að geta þess þar, ef svo átti að vera, einkum með hliðsjón af staðsetningu salernisins, sem lýst er í úrskurði fógeta. Salernið var ólæst þar til í septembermánuði 1961, og telja verður í ljós leitt, að fram til þess tíma hafi nokkur brögð verið að notkun þess af hendi annarra íbúa hússins en þeirra, er í kjallaraíbúðinni bjuggu eða höfðu aðgang að því á vegum eiganda hennar. Þá er fram komið, að raflýsing sal- ernisins var á sameiginlegan kostnað húseigenda. Þegar virt er það, sem nú er rakið, þykir verða að stað- festa ákvæði hins áfryjaða úrskurðar um framkvæmd inn- setningargerðar. Eftir atvikum er rétt, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Ákvæði hins áfrýjaða úrskurðar um framkvæmd innsetningargerðar á að vera óraskað. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Úrskurður fógetadóms Reykjavíkur 12. október 1962. Í máli þessu, sem tekið var til úrskurðar 8. Þ. m., hefur gerðar- beiðandi, Þóra Ólafsdóttir, Hvítárvöllum, Borgarfjarðarsýslu, krafizt þess, að smekklás fyrir salernisdyrum í kjallara hússins nr. 9 við Eiríksgötu, hér í bænum, verði fjarlægður með beinni fógetagerð. Ennfremur krefst hún þess, að gerðarþola verði gert að greiða henni málskostnað að skaðlausu. Gerðarþoli, Jón Pétursson, Eiríksgötu 9, Reykjavík, hefur krafizt þess, að synjað verði um gerðina og honum úrskurð- aður ríflegur málskostnaður úr hendi gerðarbeiðanda. Gerðarbeiðandi byggir kröfur sínar á því, að hið umdeilda salerni sé og hafi ávallt verið í óskiptri sameign þeirra gerðar- þola. Hún hafi jafnan sjálf haft afnot af því eftir þörfum, þegar hún vann að þvottum í kjallaranum. Ennfremur hafi leigjendur 219 sínir, sem bjuggu í þakherbergi þar í húsinu, haft eingöngu af- not af salerninu. Gerðarþoli byggir mótmæli sín á því, að nefnt salerni sé og hafi alltaf verið hluti kjallaraíbúðarinnar, sem hafi verið algerlega sjálfstæð íbúð og sé því óskoruð eign sín án nokkurrar kvaðar um notkun manna, er bjuggu í öðrum hlut- um hússins. Hann heldur því og fram, að slík notkun hafi ekki átt sér stað með sinni vitund, þar til sennilega í september 1961, að sonur hans, sem býr í kjallaraíbúðinni, varð var við afnot leigjanda gerðarbeiðanda af salerninu og hafi látið sig vita um þau. Kveðst hann þá þegar hafa brugðið við og látið setja lás fyrir, Gerðarþoli virðist einnig öðrum þræði telja, að fógetaréttur- inn sé ekki bær að lögum til að úrskurða mál þetta vegna þess, að í því sé deilt um eignarrétt að hinu umdeilda salerni og hafi hann höfðað eignardómsmál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur í því skyni að fá viðurkenningu á þessum meinta rétti sínum. Á árunum 1932 og 1933 byggðu eiginmaður gerðarbeiðanda, Sigmundur Sæmundsson, gerðarþoli, Jón Pétursson, og maður, að nafni Sigurjón Eiríksson, húsið nr. 9 við Eiríksgötu, hér í bænum. Samkvæmt óvéfengdri frásögn gerðarþola skiptu þeir húsinu í upphafi þannig með sér, að Jón Péturssson átti aðra hæð, Sigmundur Sæmundsson fyrstu hæð og Sigurjón Eiríksson kjallaraíbúðina. Hæðirnar hvor um sig voru taldar % hlutar hússins og kjallaraíbúðin % hluti þess. Hinn 31. júlí 1936 keypti nefndur Jón Pétursson eignarhluta Sigurjóns Eiríkssonar í húsinu, og hefur húseignin síðan verið 1 sameign gerðarþola og gerðarbeiðanda, ekkju Sigmundar, sem lézt um þetta leyti. Hinn 15. maí 1951 gerðu gerðarbeiðandi og gerðarþoli sam- eignarsamning um húseignina (rskj. nr. 3). Samkvæmt honum er eignarhluti gerðarbeiðanda í húsinu öll fyrsta hæð, eitt her bergi á efsta lofti, % hlutar geymslupláss, þvottahúss, miðstöðv- ar, þurrklofts og bílskúrs á lóðinni svo og % hlutar leiguréttar á meðfylgjandi lóð eignarinnar. Eignarhluti gerðarþola er hins vegar öll önnur hæð hússins, tvö herbergi og eldhús í kjallara ásamt baðherbergi þar, tvö ein- stök herbergi á efsta lofti, % hlutar geymslupláss, þvottahúss, miðstöðvar, þurrklofts og bílskúrs á lóðinni svo og % hlutar leigu- réttar á meðfylgjandi lóð eignarinnar. Í sameignarsamningnum er ekki minnzt á ganga eða salerni í kjallara. 220 Lögð hefur verið fram í málinu teikning af húsinu nr. 9 við Eiríksgötu (rskj. nr. 7). Samkvæmt henni hefur ekki verið gert ráð fyrir íbúð í kjallara hússins. Allt húsnæði þar, að undan- teknum miðstöðvarklefa, þvottahúsi, salerni og göngum, er merkt á teikningu sem geymslur eða fjórar alls. Fógeti fór á vettvang og athugaði aðstæður. Úr geymsluplássi því, sem talið er á teikn- ingu, hafa verið gerð tvö herbergi og eldhús, sem nú er án eld- húsáhalda og innréttingar, baðherbergi og geymsla. Miðstöðvar- klefi, þvottahús, gangar og salerni eru staðsett í kjallaranum, eins og teikning sýnir. Hins vegar hefur verið sett upp skilrúm og dyr á það framan til við miðjan ganginn rétt innan við dyr, sem liggja að gangi að þvottahúsi og miðstöðvarherbergi og út á baklóðina. Hið umdeilda salerni er, eins og sézt á teikn ingunni á rskj. nr. 7, staðsett fremst í ytri ganginum, fjærst kjallaraíbúðinni. Á rskj. nr. 8 liggur fyrir í vottorði Rafmagns- veitu Reykjavíkur, að hið umdeilda salerni sé á sama mæli og stigagangur og þvottahús, og notandi þessa mælis sé skráður „Húseignin Eiríksgata 9“. Nokkur vitni hafa borið um afnot sín og annarra af hinu um- deilda salerni. Sigurður Jónas Jónasson kveðst hafa haft afnot af salerninu eftir tilvísun gerðarbeiðanda á meðan hann bjó í herbergi á ris- hæð hússins frá lokum desembermánaðar 1959 til janúarloka 1960, þó ekki nema 12—15 daga af tímabilinu og enginn hafi amazt við þeim. Guðmundur Kristinn Guðmundsson, sem bjó í herbergi á ris- hæð hússins frá því í febrúar til septemberloka 1961, kveðst hafa haft afnot af margnefndu salerni mestallan þennan tíma eða til miðs september, að vísu yfirleitt aðeins um helgar. Jón Óskar Ágústsson, sem kveðst hafa búið í kjallara húss- ins h.u.b. eitt ár, segist hafa orðið var við afnot annarra en íbúa kjallaraíbúðarinnar af salerninu, án þess þó að vita hverir það voru. Sigurborg Guðmundsdóttir, sem bjó í kjallaraíbúðinni um fimm ára skeið, kveðst hafa orðið vör við afnot leigjanda gerðar- beiðanda af salerninu eitt árið, sem hún bjó þarna. Hin árin heldur hún, að engir leigjendur hafi verið hjá gerðarbeiðanda. Kveður hún dóttur gerðarbeiðanda hafa leitað leyfis síns fyrir þessum afnotum, og hafi hún ekki haft neitt við þau að athuga fyrir sitt leyti. Hún segir ennfremur, að kona gerðarþola, Guð- björg Ólafsdóttir, hafi tjáð sér, að auk íbúa kjallaraíbúðarinnar, 221 hefði einn maður, er byggi í rishæð hússins, afnot af margnefndu salerni. Var þarna um að ræða bróður nefndrar Guðbjargar, sem bjó í herbergi á vegum systur sinnar. Una Lilja Pálsdóttir, eiginkona Sigurjóns Eiríkssonar, fyrrum sameiganda aðilja máls þessa, sem bjó í kjallaraíbúðinni árin 1934—1936, kveður afnot af salerninu hafa verið fyrir íbúa kjallarans, leigjendur í þrem risherbergjum svo og aðra íbúa hússins, ef þeir voru staddir í kjallaranum við þvotta eða annað. Vitnisburðir þeir, sem hér hafa verið raktir, hafa ýmist verið staðfestir með eiði eða teknir gildir sem staðfestir. Eins og getið er hér að framan, hefur gerðarþoli sumpart mót- mælt framgangi gerðarinnar á þeim grundvelli, að deilt sé um eignarrétt og hann hafi stefnt því efni fyrir bæjarþing í því skyni að fá eignarðdóm fyrir margnefndu salerni. Sé fógetarétt- urinn því ekki bær til að úrskurða í málinu. Málsástæða þessi þykir ekki hafa við þau rök að styðjast, að hún verði tekin til greina. Það er viðurkennt í flutningi málsins, að hið umdeilda salerni hefur ekki verið haft læst allt þar til í september 1961, að gerð- arþoli lét setja fyrir það lás þann, er mál þetta beinist að. Framan- greindir vitnisburðir þykja hins vegar benda ákveðið í þá átt, að meiri eða minni afnot annarra en íbúa kjallaraíbúðar af hinu umdeilda salerni hafi átt sér stsð. Ennfremur er upplýst, að rafljós í hinu umdeilda salerni er á sameiginlegum húsmæli. Staðsetning salernisins í húsinu sýnist fremur benda til þess, að það sé ekki svo nátengt kjallaraíbúðinni, sem gerðarþoli held- ur fram. Þegar þetta er virt og það ennfremur haft í huga, að hvorki sameignarsamningurinn á rskj. nr. 3 né félagssamningurinn á rskj. nr. 18 skera berum orðum úr, á hvern hátt eignarrétti að umræddu salerni er farið, þykir verða að leyfa framgang hinnar umbeðnu gerðar á ábyrgð gerðarbeiðanda. Málskostnaður til handa gerðarbeiðanda þykir samkvæmt þessum málalokum hæfilega ákveðinn kr. 2.000.00. Því úrskurðast: Hin umbeðna gerð skal fara fram á ábyrgð gerðarbeiðanda. Gerðarþoli, Jón Pétursson, Eiríksgötu 9, Reykjavík, greiði gerðarbeiðanda, Þóru Ólafsdóttur, Hvítárvöllum, Borgar- fjarðarssýlu, kr. 2000.00 í málskostnað innan 15 daga frá birtingu þessa úrskurðar að viðlagðri aðför að lögum. 222 Mánudaginn 1. april 1963. Nr. 148/1962. Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis (Sigurður Baldursson hrl.) gegn Guðna Bjarnasyni, Kristjáni Fr. Guðmundssyni, Halldóri Indriðasyni, Ágúst Bjarnasyni, dánarbúi Sigurðar Berndsen og Skúla Árnasyni (Áki Jakobsson hrl.) og Guðni Bjarnason, Kristján Fr. Guðmundsson, Ágúst Bjarnason, Skúli Árnason og dánarbú Sigurðar Berndsen (Áki Jakobsson hrl.) gegn Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis (Sigurður Baldursson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason, Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðsson og Lárus Jóhannesson og Magnús Þ. Torfa- son prófessor. Kveðið á um flutning eða niðurrif húss. Dómur Hæstaréttar. Eftir uppkvaðningu hins áfrýjaða dóms hefur Sigurður Berndsen andazt og dánarbú hans tekið við aðild hans að málinu. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 30. október 1962 og gert þær réttarkröfur, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og að gagnáfrýjendurnir Kristján Fr. Guðmundsson, Ágúst Bjarnason, dánarbú Sig- urðar Berndsen og Skúli Árnason verði in solidum dæmdir til að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti eftir mati réttarins. 223 Málinu hefur verið gagnáfrýjað af hálfu allra hinna stefndu nema Halldórs Indriðasonar með stefnu 26. marz 1963, að fengnu áfrýjunarleyfi 25. s. m., og þær réttarkröfur gerðar, að gagnáfrýjendum „verði dæmt að flytja húsið af lóðinni þegar er“ aðaláfrýjanda „hefur verið veitt byggingarleyfi til að reisa hús á lóðinni“. Verður þetta að skiljast svo sem gagnáfrýjendur krefjist sýknu að svo stöddu af kröfum að- aláfrýjanda í málinu. Þá krefjast þeir og, að aðaláfrýjanda verði gert að greiða þeim málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Eins og sést á framanskráðum kröfum, hefur aðaláfrýj- andi ekki haft uppi í Hæstarétti aðalkröfu sina í héraði um riftingu kaupsamnings milli hans og gagnáfrýjanda Guðna Bjarnsonar, dags. 4. september 1954, og kemur hún því ekki til álita. Af ástæðum þeim, sem tilgreindar eru í hinum áfrýjaða tómi um vara- og þrautavarakröfu aðaláfryjanda í héraði, ber að staðfesta hann, þó svo, að upphaf frestsins til að flytja umrætt hús af lóðinni eða rifa það miðast við birt- ingu dóms þessa. Eftir þessum úrslitum ber að dæma þá af gagnáfrýjend- um, sem krafa er gerð á hendur, til þess in solidum að greiða aðaláfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 15.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó svo, að upphaf frestsins til brottflutnings eða niðurrifs húss- ins miðast við birtingu dóms þessa. Gagnáfrýjendur, Kristján Fr. Guðmundsson, Ágúst Bjarnason, dánarbú Sigurðar Berndsen og Skúli Árna- son, greiði einn fyrir alla og allir fyrir einn aðaláfrýj- anda, Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis, kr. 15000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 224 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 6. október 1962. Mál þetta, sem tekið var til dóms 29. f. m. hefur stefnandi, Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis, höfðað á bæjarþinginu með stefnum, birtum 20. apríl, 6. maí og 12. maí 1959, gegn Guðna Bjarnasyni, Faxabraut 2, Keflavík, Kristjáni Fr. Guð- mundssyni, Skólavörðustíg 22, Reykjavík, Halldóri Indriðasyni, Smiðjustíg 5B, Reykjavík, og Ágústi Bjarnasyni, Siglufirði. Í stefnunum eru dómkröfur stefnanda þær aðallega, að samningi Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis við stefnda Guðna Bjarna- son, dags. 4. september 1954, um kaup á húsinu nr. 5B við Smiðjustíg hér í borg til flutnings eða niðurrifs verði riftað vegna vanefnda stefndu, til vara að stefnanda verði heimilað að rífa og flytja burtu eða flytja burtu í heilu lagi, á kostnað stefndu, húsið nr. 5B við Smiðjustíg í Reykjavík og til þrauta- vara, að stefndu verði dæmdir að viðlögðum dagsektum, kr. 1000.00 á dag, til að flytja húsið nr, 5B við Smiðjustíg af lóð þeirri, er það stendur á. Þá er krafizt málskostnaðar að skað- lausu, hvernig sem málið fer. Stefndu skiluðu greinargerðum 10. og 24. september 1959 og kröfðust sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar. Með sakaukastefnu, birtri 20. febrúar 1961, á hendur Skúla Árnasyni, Bergstaðastræti 6A, og Sigurði Berndsen, Flókagötu 57, báðum í Reykjavík, breytti stefnandi réttarkröfum sínum í aðalmálinu og höfðaði sakaukamál á hendur sakaukastefndu með þeim dómkröfum aðallega, að samningi Kaupfélags Reykja- víkur og nágrennis við stefnda Guðna Bjarnason, dags. 4. sept. 1954, um kaup á húsinu nr. 5B við Smiðjustíg hér í borg til flutnings eða niðurrifs verði riftað vegna vanefnda stefndu og sakaukastefndu, til vara, að stefnanda verði heimilað að rífa og flytja burt eða flytja í heilu lagi, á kostnað aðalstefndu og sakaukastefndu in solidum, húsið nr. 5B við Smiðjustíg, og til þrautavara, að aðalstefndu og sakaukastefndu verði dæmdir að viðlögðum dagsektum in solidum, kr. 1000.00 á dag, til að flytja húsið nr. 5B við Smiðjustíg af lóð þeirri, er það stendur á. Hvernig sem málið fer, verði aðalstefndu og sakaukastefndu dæmdir in solidum til að greiða stefnanda málskostnað að skað- lausu að mati réttarins. Sakaukastefndu skiluðu greinargerðum 18. maí 1961, þar sem Þess er krafizt, að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefn- anda og að þeim verði tildæmdur hæfilegur málskostnaður úr hendi stefnanda. 225 Við hinn munnlega málflutning þann 29. f. m. hafði stefnandi uppi þær kröfur í aðalsök og sakaukamálinu, sem í sakauka- stefnunni greinir, með þeirri breytingu, að ef aðalkrafa hans verður ekki tekin til greina, þá fellur hann frá vara- og þrauta- varakröfu sinni gegn stefnda Halldóri Indriðasyni. Stefndi Halldór hélt fast við kröfu sína um sýknu og máls- kostnað úr hendi stefnanda, en til vara gerði hann kröfu til þess, að málskostnaður yrði látinn falla niður, að því er hann varðaði. Af hálfu annarra stefndu var dómkröfum nú breytt á þann veg, að þess var krafizt, að stefndu verði dæmt að flytja húsið af lóðinni, þegar stefnanda hefur verið veitt byggingarleyfi til að reisa hús á lóðinni. Þá var og krafizt málskostnaðar. Málavextir eru þessir: Með afsölum, dagsettum 15. febrúar 1951 og 27. maí 1954, varð stefnandi, Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis, eigandi að húseigninni nr. 5B við Smijðjustíg hér í borg með tilheyrandi eignarlóð. Var skjölum þessum þinglýst. Virðist stefnandi hafa ætlað að reisa verzlunarhús á lóðinni. Með kaupsamningi, dagsettum 4. september 1954, seldi stefn- andi stefnda Guðna Bjaransyni húsið nr. 5B við Smiðjustíg til flutnings eða niðurrifs fyrir kr. 50.000.00. Fyrsta og önnur grein kaupsamningsins eru svohljóðandi: „1. Kron lofar að selja og Guðni lofar að kaupa húsið nr. 5B við Smiðjustíg í Reykjavík. Húsið selst til flutnings eða niðurrifs í því ástandi, sem það nú er og kaupandi þekkir. 2. Engin lóðarréttindi fylgja húsinu, en kaupanda er heimilt að láta það standa, þar sem það nú er til 15. maí 1955, þó er hann skuldbundinn til að flytja það af lóðinni fyrr, ef Kron tilkynnir með mánaðar fyrirvara, að það þurfi að nota lóðina. Kaupanda er ekki heimilt að nota húsið, meðan það stendur á lóðinni, nema Kron samþykki.“ Ekki var kaupsamningi þessum þinglýst. Seint á árinu 1954 seldi Guðni Bjarnason stefnda Kristjáni Fr. Guðmundssyni hús þetta. Kaupsamningur þeirra hefur ekki verið lagður fram í málinu. Í bréfi stefnda Kristjáns til bæjar- ráðs Reykjavíkur, dagsettu 4. október 1955, sem lagt hefur verið fram í málinu, kveðst Kristján hafa keypt húsið nr. 5B við Smiðjustíg án lóðarréttinda og skuldbundið sig til þess að fjarlægja það af lóðinni vorið 1955. Í bréfi þessu getur hann þess einnig að hann hafi selt stefnda Ágústi Bjarnasyni efstu 15 226 hæð hússins með kvöð um brottflutning af lóðinni. Kaupsamn- ingur þeirra liggur ekki fyrir í málinu. Stefndi Halldór Indriðason keypti efri hæð hússins af stefnda Kristjáni og Halldóri nokkrum Sigurðssyni með kaupsamningi. dagsettum 28. nóv. 1955. Er tekið fram í kaupsamningnum, að eignarhlutinn sé seldur án lóðarréttinda og með sömu kvöð um brottflutning af lóðinni, eins og seljendur eignuðust hann, og skuldbinda seljendur sig til þess að flytja húsið af lóðinni kaup- anda að kostnaðarlausu. Þann 29. júlí 1959 var eignarhluti stefnda Kristjáns Fr. Guð- mundssonar í húsinu boðinn upp á nauðungaruppboði. Hæst- bjóðandi var stefndi Skúli Árnason, sem bauð kr. 47.000.00, og var það tilboð samþykkt og uppboðsafsal gefið út til hans 14. júlí 1960. Í uppboðsafsalinu er fram tekið, að eignarhlut- anum sé afsalað „með öllum sama rétti og fyrri eigandi átti eignina“. Þann 6. desember fór fram nauðungaruppboð á eignarhluta stefnda Halldórs Indriðasonar í húsinu. Bauð stefndi Sigurður Berndsen í eignarhlutann kr. 44.000.00, og var það boð sam þykkt og uppboðsafsal útgefið þann 13. september 1961. Í upp- boðsafsalinu er eignarhlutanum afsalað „án lóðarréttinda, en með sama rétti og fyrri eigandi átti eignina“. Engum framangreindra heimildarskjala var þinglýst. Óumdeilt er í málinu, að núverandi eigendur hússins eru stefndi Sigurður Berndsen, sem á neðri hæð hússins, stefndi Skúli Árna- son, sem á efri hæð, og stefndi Ágúst Bjarnason, sem á rishæðina. Í málinu liggur fyrir matsgerð dómkvaddra manna, Ögmundar Jónssonar verkfræðings og Sveinbjarnar Pálssonar vélvirkja, þar sem þeir telja, að, unnt sé að flytja húsið af lóðinni í heilu lagi. Af stefnanda hálfu er því lýst yfir, að ítrekaðar tilraunir hafi verið gerðar utan réttar og í fógetarétti til að fá eigendur hússins til að rífa húsið eða flytja það á brott, en án árangurs. Útburðarmál hafi verið höfðað fyrir fógetarétti Reykjavíkur í apríl 1956, en það hafi verið fellt niður í apríl árið eftir. Í júní 1957 hafi verið höfðað mál að nýju, en það mál hafi fallið niður í október s. á. Hinn 14. janúar 1958 hafi enn verið beðið um útburð í fógetarétti. Var úrskurður kveðinn upp 27. september 1958, þar sem synjað var um hina umbeðnu gerð. Úrskurður þessi var staðfestur í Hæstarétti 18. marz 1959. Stefnandi heldur því fram, að ekkert óskráð samkomulag hafi átt sér stað um framlengingu á heimild til að láta húsið standa 227 lengur á lóðinni en til 15. maí 1955, og ekki sé um slíkt að- gerðarleysi að ræða hjá stefnanda, að heimildin hafi framlengzt af þeim sökum. Brottflutningskvöðin hafi verið ákvörðunarástæða hjá stefnanda, sbr. verð það, sem stefndi Guðni Bjarnason fékk það keypt á. Við hinn munnlega málflutning staðhæfði umboðs- maður stefnanda, að allir núverandi eigendur hússins hefðu vit- að, áður en þeir festu kaup á eignarhlutum sínum, að húsið var lóðarréttindalaust og að kvöð hvíldi á því um niðurrif eða brott- flutning. Jafnvel þó þeir hefðu ekki allir vitað um kvaðir þessar, þá hefðu þeir átt að kynna sér veðmálabækurnar og hafi þá mátt sjá, að húsið var þinglýst eign stefnanda. Verði því ekki hægt að líta svo á, að nokkur þeirra hafi keypt húshlutana í góðri trú um lóðarréttindi húsinu til handa. Telur stefnandi, að með því að stefndu hafi ekki efnt samninginn, sem stefnandi gerði við stefnda Guðna Bjarnason, hafi þeir vanefnt hann svo verur- lega, að stefnanda sé heimilt að rifta kaupin. Er aðalkrafa stefn- anda við það miðuð. Verði ekki talin ástæða til riftunar, telur stefnandi, að heimila beri honum með dómi að rífa húsið eða flytja það á brott í heilu lagi á kostnað stefndu, að undanskild- um þó stefnda Halldóri Indriðasyni. Er það varakrafan. Telur stefnandi, að stefndu hafi sýnt af sér svo mikið skeytingarleysi við efndir samningsins, að eðlilegt sé, að heimila honum sjálf- um að koma húsinu af lóðinni. Til þrautavara krefst stefnandi þess, að stefndu, að undanskildum stefnda Halldóri Indriðasyni, verði dæmdir, að viðlögðum dagsektum in solidum, kr. 1000.00 á dag, til að flytja húsið af lóðinni. Kröfu sína um sýknu styður stefndi Halldór Indriðason þeim rökum, að hann sé ekki aðili að samningnum frá 4. september 1954 og geti því enga afstöðu tekið til þeirrar kröfu. Um brott- flutningskvöðina hafi honum verið kunnugt. Hann kveðst hins vegar aldrei hafa tekið á sig þær skyldur að flytja húsið af lóð þeirri, sem það er á. Einungis hafi hann undirgengizt að hlíta því, að húsið yrði flutt brott, honum að kostnaðarlausu. Beri þvi að taka kröfu hans um sýknu til greina. Kröfu sína um að dæmt verði, að húsið fái að standa á lóð- inni, þar til stefnandi hafi fengið byggingarleyfi til að reisa hús á lóðinni, styðja aðrir stefndu þeim rökum, að nýtt samkomu- lag hafi skapazt milli stefnanda og eigenda hússins um brott flutning á þann hátt, að húsið mætti vera á lóðinni, á meðan það væri stefnanda að meinfangalausu. Er stefnandi seldi húsið, hafi hann haft í hyggju að hefja byggingarframkvæmdir á lóð- 228 inni og hafi þá verið talað um, að húsið yrði flutt þegar í stað og þó ekki síðar en 15. maí 1955, því að gert hafi verið ráð fyrir að þá byrjuðu byggingarframkvæmdir. Úr byggingarframkvæmd- um hafi þó ekkert orðið og muni stefnandi aldrei hafa fengið fjárfestingarleyfi fyrir framkvæmdum og ekki heldur byggingar- leyfi frá byggingaryfirvöldum Reykjavíkur. Muni enn vera óvissa um það, hvort stefnanda verði leyft að byggja á lóðinni. Þegar svo var komið, hafi forráðamenn stefnanda ekki talið ástæðu til að meina þeim, sem áttu húsið, að hagnýta það og því leyft það, að hitaveita yrði sett í það og farið að búa í því. Eftir að farið var að búa í húsinu, haustið 1954 eða skömmu eftir að stefnandi seldi það, hafi átt sér stað stöðugar viðræður milli stefnda Kristjáns og formanns stefnanda, og hafi þær viðræður gengið svo langt, að til máls hafi komið, að eigendur greiddu leigu fyrir að láta húsið standa á lóðinni og hafi Jón Grímsson, framkvæmdastjóri stefnanda, beitt sér fyrir því, að en athug. uðu máli hafi stjórn stefnanda ekki viljað á það fallast. Þá benda stefndu á, að miklar endurbætur hafi verið gerðar á hús inu og hafi þær verið framkvæmdar án mótmæla frá stefnanda. Í rishæð hússins hafi t. d. verið innréttuð íbúð, sem ekki hafi verið þar áður. Húsið sé allt í notkun, t. d. búi kona með 4 börn í einni íbúðinni. Ekki hafi fengizt lóð undir húsið á öðrum stað í Reykjavík eða nágrenni. Ef stefndu verði skyldaðir til að verða á brott með húsið, fari mikil verðmæti forgörðum, þar sem stefndu verði þá að rífa það. Þegar á þetta sé litið, og hagsmunir aðiljanna virtir, þá megi ljóst vera, að hagsmunir stefndu séu svo miklu meiri en stefnanda, að rétturinn eigi að taka tillit til Þessara miklu hagsmuna og þegar af þeirri ásætðu eigi því að leyfa húsinu að standa á lóðinni, þar til stefnandi fái leyfi til að byggja nýtt hús á henni. Eins og nú horfi við, geti stefnandi helzt hagnýtt lóðina á þann hátt að leigja hana út sem bílastæði. Í greinargerðum stefndu Sigurðar Berndsen og Skúla Árna- sonar er tæpt á því, að síðastgreindir aðiljar hafi keypt eignar- hluta sína á uppboðinu og séu því bundnir við þau ein skilyrði, sem fram komi í uppboðsskilmálum. Við hinn munnlega mál- flutning var þessum vörnum ekki hreyft, en því lýst yfir af um- boðsmanni stefndu, að Skúli Árnason og Sigurður Berndsen gerðu ekki frekari kröfur um lóðarréttindi fyrir húsið en fyrri eigendur hefðu átt. Af hálfu stefnanda er viðurkennt, að stefnandi hafi leyft 9. september 1954, að hitaveita væri að nýju tengd við húsið. Þetta 229 hafi hins vegar verið nokkrum dögum eftir að kaupsamningur var gerður og hafi leyfi þetta ekki falið í sér neina heimild fyrir húseiganda um að húsið mætti standa lengur á lóðinni en til 15. maí 1955. Aðalkrafa stefnanda um riftun. Eigi verður af gögnum málsins séð, að krafa um riftun á kaup- samningi stefnanda og stefnda Guðna Bjarnasonar frá 4. septem- ber 1954 hafi komið fram fyrr en við höfðun máls þessa í apríl 1959. Voru þá liðin meir en fjögur ár frá því að samningurinn var gerður, Hafði stefnandi þá árum saman rekið mál fyrir fó- getarétti Reykjavíkur, þar sem krafa varð gerð um samningur- inn yrði efndur. Þá er því ekki mótmælt, að endurbætur hafi verið gerðar á húsinu. Með tilliti til þessa svo og annarra at- vika málsins eru ekki efni til að taka kröfu stefnanda um riftun kaupsamningsins nú til greina. Leiðir þetta þá til þess, að sýkna ber stefnda Halldór Indriða- son af kröfum stefnanda í málinu, en eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður, að því er hann varðar. Varakrafa og þrautavarakrafa stefnanda. Eigi þykja stefndu hafa sannað, að nýtt samkomulag hafi komizt á milli stefnanda og eigenda hússins um það, að húsið mætti standa á lóðinni lengur en í kaupsamningnum greinir. Eigi verður heldur fallizt á það með stefndu, að hagsmunir núverandi eigenda séu svo miklir í samanburði við hagsmuni stefnanda, að það eigi að víkja hinu brýna ákvæði kaupsamningsins um brottflutning húsins af lóðinni til hliðar. Stefnandi seldi húsið, sem er gamalt timburhús um 64 fermetrar að grunnfleti, á kr. 50.000.00 til brottflutnings. Því er ekki mótmælt, að stefnandi eigi lóðina, sem húsið stendur á. Lóð þessi er mjög verðmæt vegna legu sinnar. Verður því að fallast á það með stefnanda, að húsið eigi ekki gegn mótmælum hans rétt til að standa á lóðinni. Verða núverandi eigendur hússins, stefndu Ágúst Bjarna- son, Sigurður Berndsen og Skúli Árnason því dæmdir til að rífa húsið og flytja það burtu eða flytja það burtu í heilu lagi innan 12 vikna frá birtingu dóms þessa, að viðlögðum 1000 króna dag- sektum in solidum til stefnanda. Hafi þeir ekki lokið við brott- flutning hússins innan 12 vikna frestsins, þykir jafnframt verða að heimila stefnanda sjálfum að flytja húsið á brott, annað hvort í heilu lagi eða niðurrifið á kostnað núverandi eigenda hússins in solidum. Með tilliti til þess, að stefndu Guðni Bjarnason og Kristján 230 Fr. Guðmundsson eru ekki lengur eigendur margnefnds húss, verða þeir ekki nú skyldaðir til að fjarlægja húsið, og þá heldur ekki til greiðslu dagsekta. Verða þeir því einnig sýknaðir af vara- kröfu og þrautavarakröfu stefnanda. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður, að því er stefnda Guðna Bjarnason varðar. Er mál þetta var höfðað, var Kristján Fr. Guðmundsson eigandi að hluta af húsinu. Verður hann því dæmdur í soliðum með núverandi eigendum hússins til að greiða stefnanda málskostnað, sem eftir atvikum þykir hæfilega ákveðinn kr, 10.000.00. Bjarni K. Bjarnason borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Halldór Indriðason og Guðni Bjarnason, skulu vera sýknir af kröfum stefnanda, Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis. Málskostnaður fellur niður, að því er þá varðar. Stefndu, Ágúst Bjarnason, Sigurður Berndsen og Skúli Árnason, skulu rífa húsið nr. 5B við Smiðjustíg og flytja það af lóð þeirri, sem það stendur á, eða flytja húsið á brott í heilu lagi innan 12 vikna frá birtingu dóms þessa, að viðlögðum 1000 króna dagsektum in soliðum til stefn- anda. Hafi þeir ekki lokið við brottflutning hússins innan 12 vikna frestsins, skal stefnandi hafa heimild til að flytja húsið á brott á kostnað þeirra in solidum. Stefndu, Ágúst Bjarnason, Sigurður Berndsen, Skúli Árna- son og Kristján Fr. Guðmundsson, greiði soliðdum stefnanda kr. 10.000.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 231 Mánudaginn 1. april 1963. Nr. 14/1963. Georg Þorkelsson og Þvottahúsið Ægir h/f gegn Inga Úlfars Magnússyni og Jóhönnu Stefánsdóttur. Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, Georg Þorkelsson og Þvottahúsið Ægir h/f, er eigi sækja dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 í úti- vistargjald til ríkissjóðs, ef þeir vilja fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði þeir stefndu, Inga Úlfars Magnússyni og Jóhönnu Stefánsdóttur, er sótt hafa dómþing og krafizt ómaksbóta, kr. 600.00 í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. Nr. 29/1963. 232 Mánudaginn 1. apríl 1963. Kristján Þorkelsson gegn Trausta Jónssyni og Vélbátaábyrgðarfélag- inu Gróttu. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Kristján Þorkelsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Nr. 179/1962. - Föstudaginn 5. april 1963. Karl Jóhannsson (Páll S. Pálsson hrl.) segn Sigrúnu Sigtryggsdóttur (Guðjón Steingrímsson hrl.) og gagnsök. Dómendur: hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason, Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðsson og Lárus Jóhannesson og Magnús Þ. Torfa- son prófessor. Laun fyrir heimilisstörf sambýliskonu. Dómur Hæstaréttar. Freymóður Þorsteinsson, fulltrúi bæjarfógetans í Vest- mannaeyjum, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Aðalafryjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 10. desember 1962. Krefst hann sýknu af kröfum gagnáfrýjanda og málskostnaðar úr hendi hennar í hér- aði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur skotið málinu til Hæstaréttar með 233 stefnu 28. janúar 1963. Krefst hún þess, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða henni kr. 127.000.00 með 6% árs vöxtum frá 1. september 1957 til 22. febrúar 1960, 9% árs- vöxtum frá þeim degi til 29. desember 1960 og 7% árs- vöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst gagnáfrýj- andi og málskostnaðar úr hendi aðaláfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti. Fyrir Hæstarétti hefur gagnáfrýjandi og haft uppi þá varakröfu, að aðaláfrýyjanda verði dæmt að greiða henni f. h. ólögráða dóttur sinnar, Guðrúnar Jóninu, andvirði þvottavélar þeirrar, sem í héraðsdómi getur. Tvö ný skjöl hafa verið lögð fyrir Hæstarétt: Vottorð Tryggingastofnunar ríkisins um barnalifeyri almannatrygg- inga frá 1. október 1953 til 1. september 1957 og yfirlýsing aðaláfrýjanda frá 1953, þar sem hann heitir því að ganga í hjónaband með gagnáfrýjanda tiltekinn dag sama ár. Þegar litið er til samskipta aðilja og annarra málavaxta, þykir gagnáfrýjandi eiga rétt til nokkurra launa fyrir störf sin í þágu heimilisins tímabilið nóvember 1953 til ágúst 1957, enda teljast kröfur gagnáfrýjanda af því efni ófyrnd- ar, sbr. lokaákvæði 1. tl. 3. gr. laga nr. 14/1905. Þykja laun sagnáfrýjanda fyrir nefnt tímabil hæfilega ákveðin kr. 55.000.00. Fallast ber á með héraðsdómara, að kröfur gagnáfryj- anda fyrir tímabilið maí 1951 til ágúst 1952 séu fyrndar. Aðaláfrýjandi hefur andmælt kröfu gagnáfrýjanda um andvirði þvottavélar þeirrar, sem í málinu greinir, á þeim grundvelli, að hann hafi þegar í upphafi gefið þvottavél þessa dóttur sinni og gagnáfrýjanda, Guðrúnu Jónínu, og sé vélin hennar eign. Gegn þessum andmælum hefur gagn- áfrýjandi ekki fært fram næg rök fyrir því, að hún eigi kröfu til andvirðis þvottavélar þessarar. Varakrafa sagnáfrýjanda um, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða henni andvirði fyrrgreindrar þvottavélar f. h. dótt- ur málsaðilja, Guðrúnar Jónínu, hefur ekki verið dæmd i héraði, og ber að vísa henni frá Hæstarétti. Úrslit málsins verða að öðru leyti þau, að aðaláfrýjanda 234 verður dæmt að greiða gagnáfrýjanda kr. 55.000.00 með vöxtum, eins og greinir í héraðsdómi, svo og málskostnað i héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 15.000.00. Dómsorð: Framangreindri kröfu er vísað frá Hæstarétti. Aðaláfrýjandi, Karl Jóhannsson, greiði gagnáfrýjanda, Sigrúnu Sigtryggsdóttur, kr. 55.000.00 með 6% árs- vöxtum frá 1. september 1957 til 22. febrúar 1960, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desember 1960 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags svo og kr. 15.000.00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Vestmannaeyja 19. nóvember 1962. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 16. þ. m., er höfðað fyrir bæjarþingi Vestmannaeyja af Sigrúnu Sigtryggsdóttur, Suður- götu 24, Hafnarfirði, með stefnu, útgefinni 8. júní 1961, birtri 12. s. m., á hendur Karli Jóhannssyni, Vesturvegi 8, Vestmanna- eyjum, til greiðslu skaðabóta að fjárhæð 127.000.00, auk vaxta frá 1. september 1957 og málskostnaðar. Í lok málsins voru kröfur stefnanda á þá leið, að stefndi yrði dæmdur til að greiða henni kr. 127.000.00 eða aðra lægri fjár- hæð að mati réttarins, auk 6% ársvaxta frá 1. september 1957 til 22. febrúar 1960 og 9% ársvaxta frá þeim degi til 29. des. 1960 og 7% ársvaxta frá þeim degi til greiðsludags svo og máls- kostnað samkvæmt mati réttarins. Stefndi mætti í málinu og gerði þær réttarkröfur, að hann yrði algerlega sýknaður af öllum kröfum stefnanda og henni gert að greiða honum hæfilegan málskostnað eftir mati réttarins. Stefnandi kveðst hafa kynnzt stefnda á árunum 1943 1944. Hafi þau svo lítið haft hvort af öðru að segja fyrr en sumarið 1950, en þá hittust þau á Siglufirði. Stefnandi átti þá 4 ára dóttur, fædda 25. apríl 1946. Kynni þeirra urðu nú allnáin og ákváðu þau að eigast og settu upp trúlofunarhringa um haustið. Síðan var ákveðið, að hún kæmi til Eyja um vorið og færi þá 235 gifting þeirra fram. Hún kom í maí 1951 til Eyja, og fóru þau strax að búa saman. Hún gekk þá með barni hans. Var upphaflega ákveðið, að þau létu gifta sig daginn eftir komuna, en ekkert varð af því vegna andmæla móður stefnda, að því er stefnandi segir. Bjuggu þau svo saman, án þess að giftast, fram í ágúst 1952. Á þessu tímabili ól hún fyrsta barn þeirra, dóttur, fæðda 7. sept. 1951. Í ágústmánuði 1952 taldi hún sér ekki lengur vært á heimilinu og flutti burtu og fór til Ísafjarðar. Gekk hún þá með annað barn þeirra, sem hún ól þann 17. nóvember 1952. Kynni þeirra héldust áfram og kom stefndi til hennar á Ísafirði og einnig hittust þau sumarið 1953 á Siglufirði, en þar dvaldist hún um skeið. Ákváðu þau svo að taka upp sambúð af nýju og fluttist stefnandi á heimili stefnda í nóvember 1953, og hafði öll börn sín með sér. Var enn rætt um, að þau létu gifta sig, en það dróst á langinn. Sambúð þeirra hélzt samt áfram óslitið fram á sumarið 1957. Það sumar var stefndi á sildveiðum fyrir Norðurlandi. Gekk þá stefnandi með þriðja barn þeirra. Hún fór til Reykjavíkur í ágústmánuði og ól barnið á fæðingardeild Landspítalans 23. sept. 1957. Var þá svo komið, að hún taldi sér ekki fært að hefja sambúð á ný. Segir hún, að þá hafi hún verið búin að missa alla von um, að stefndi kvæntist henni, og einnig hafi afskipti móður stefnda af heimilinu og andúð henn- ar í sinn garð verið orðin sér óþolandi. Stefnandi tók öll börn sín með sér, er hún fór af heimilinu, og hefur ekki flutt þangað aftur. Hún kveðst hafa farið frá stefnda slipp og snauð og hafi fengið lítið meira en föt sin og barnanna. Stefndi hefur greitt henni meðlag með börnunum, sem þau áttu saman, og fyrstu mánuðina eftir að þau slitu sambúðinni greiddi hann meira en meðalmeðlög eða um kr. 225.00 alls þar fram yfir á mánuði með þeim öllum. Með elzta barni sínu kveðst hún hafa fengið meðlög frá almannatryggingunum, og meðan hún bjó með stefnda fékk hún meðlög með því barni, að undanskildum 14 mánuðum. Stefnandi segir, að stefndi hafi auðgazt vel, meðan sambúð þeirra varaði, og kunnugt er, að hann varð húseigandi á því tímabili. Hún kveðst hafa krafið stefnda um bætur, eftir að þau slitu samvistir, en því hafi verið ákveðið neitað. Einnig hafi stefndi neitað að skila henni þvottavél af PTH-gerð, er hann hefði gefið henni í sængurgjöf, er hún ól fyrsta barn þeirra. Í máli þessu fer stefnandi fram á, að stefndi verið dæmdur til að greiða henni kr. 2000.00 fyrir hvern mánuð, sem hún stóð 236 fyrir heimili hans. Er þá miðað við ráðskonukaup á því tímabili. Vottorð liggur fyrir frá varaformanni Verkakvennafélagsins Snót- ar, útg. 5. júní 1961, og segir þar, að síðastliðin 10 ár hafi ráðs- konur með börn fengið kaup frá kr. 1000.00 til kr. 1500.00 á mánuði, en barnlausar frá 1500.00 til 2500.00 kr. á mánuði. Á sjúkrahúsum og hliðstæðum stofnunum hafi kaup ráðskvenna verið mun hærra eða frá 4500.00 til 6000.00 á mánuði. Stefn- andi kveðst hafa búið með stefnda í 61 mánuð og eigi hann því að greiða henni kr. 2000.00 > 61 eða kr. 122.000.00. Auk þess krefst hún kr. 5000.00 fyrir þvottavélina, sem stefndi hafi neitað að afhenda. Þessar upphæðir nema samtals kr. 127.000.00, og er það stefnukrafa málsins. Stefndi viðurkennir að hafa verið trúlofaður stefnanda og hafi þau búið saman frá maí 1951, frá í júlí 1952 og síðan frá nóvember 1953 til ágúst 1957. Hann segir, að það sé alrangt, að sambúð þeirra hafi verið slitið af orsökum, er hann ætti sök á. Kveðst hann hafa verið á síldveiðum sumarið 1957, eins og áður getur, og er hann kom heim á áliðnu sumri, hafi húsið staðið autt og stefnandi flutt burt. Eigi stefnandi sjálf alla sök á sam- vistaslitunum. Frásögn stefnanda um óþolandi afskipti móður hans kveður stefndi úr lausu lofti gripna, enda hafi móðir sín flutt af heimilinu 7. nóvember 1953 og ekki flutzt þangað aftur, en hins vegar hafi hún verið þar tíma og tíma og annazt heim- ilið, þegar stefnandi var fjarverandi. Segir hann, að vegna veik- inda sinna hafi stefnandi farið tvisvar á ári hverju til Reykja- víkur og dvalið þar frá einum til tveim mánuðum í senn. Þvotta- vélina, sem áður er um getið, kveðst stefnandi hafa gefið dóttur sinni og muni hann halda henni, unz hann geti afhent henni hana. Af þeim ástæðum, sem nú hafa verið greindar, að stefn- andi eigi sjálf sök á samvistaslitunum, telur stefndi, að stefnandi geti ekki krafizt neinna bóta úr hans hendi, og þvottavélina hafi hún aldrei átt, og séu því allar kröfur hennar úr lausu lofti gripnar. Stefnandi kveðst ekki hafa verð jafn-lengi fjarverandi frá heimilinu á samvistartíma þeirra og stefndi vilji vera láta. Kveðst hún hafa verið í Reykjavík til lækninga frá 10. maí til 2. júlí 1955 og síðar á sama ári í 3 vikur, og svo aftur sumarið 1956 álíka lengi. Eins og áður getur, hóf stefnandi sambúð við stefnda sem væntanlega eiginkonu hans, en svo virðist, að þegar á átti að herða, hafi stefndi færzt undan eða gerzt þvi afhuga, að þau 237 gengju í hjónaband. Gaf það stefnandi vissulega ástæðu til að slíta sambúðinni og það fyrr en hún gerði. Aftur á móti virðist hann, er samvistum lauk, hafa viljað, að sambúð þeirra héldist áfram á sama veg og áður, og ósannað er, að stefnanda hafi ekki verið lengur vært á heimilinu vegna andúðar og afskipta móður hans. En þótt málinu sé þannig farið, leiðir það ekki til sýknu. Stefnandi á heimtingu á að fá greitt kaup fyrir vinnu sína á heimilinu, en þar gegndi hún ráðskonustarfi. Kaupkrafa hennar fyrir tímabilið maí 1951— ágúst 1952 er fyrnd, en hins vegar í fullu gildi fyrir tímabilið nóv. 1953—ágúst 1957, sem nær yfir 45 mánuði. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og miðað við að- stæður þykir vangreitt kaup hennar fyrir þetta tímabil hæfi- lega ákveðið kr. 43.000.00, og verður stefndi dæmdur til að greiða þá fjárhæð ásamt vöxtum, eins og krafizt er. Áður er þess getið, að stefndi heldur því fram, að hann hafi gefið elztu dóttur sinni þvottavélina. Stefnandi hefur ekki sann- að, að hér sé rangt með farið, og verður því krafa hennar um endurgjald sjálfri sér til handa fyrir þvottavélina ekki tekin til greina, Eftir atvikum þykir rétt að ákveða, að stefndi greiði stefn- anda kr. 5.500.00 í málskostnað. Dómsorð: Stefndi, Karl Jóhannsson, greiði stefnanda, Sigrúnu Sig- tryggsdóttur, kr. 43.000.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. sepi- ember 1957 til 22. febrúar 1960 og 9% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desember 1960 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 5500.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 238 Föstudaginn 26. april 1963. Nr. 82/1962. Ragnar Halldórsson (Jóhannes Lárusson hdl.) segn Marteini Björgvinssyni (Örn Clausen hdl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason, Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Umferðarréttur. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 23. maí 1962. Krefst hann þess aðallega, að dæmt verði, að stefndi eigi ekki rétt til umferðar um land áfrýj- anda að húsinu Litlu-Brekku um heimreiðarveg jarðarinn- ar Kirkjubrúar. Til vara krefst áfrýjandi þess, að um- ferðarréttur stefnda um nefndan heimreiðarveg verði að- eins viðurkenndur frá fyrsta sumardegi til fyrsta vetrar- dags ár hvert. Til þrautavara krefst áfrýjandi þess, að dæmt verði, að stefndi eigi einungis gangrétt um nefndan heimreiðarveg. Þá krefst áfrýjandi og málskostnaðar úr hendi stefnda í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnað- ar í Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fram í Hæstarétti. Eins og að nokkru er lýst í hinum áfrýjaða dómi, seldi þáverandi eigandi jarðarinnar Brekku nafngreindum manni hinn 2. marz 1947 á leigu spildu úr landi nefndrar jarðar, og lá landspilda þessi og liggur enn m. a. að heimaksturs- vegi, sem um langan aldur hefur verið sameiginlegur jörð- unum Brekku og Kirkjubrú. Samkvæmt leigumálanum var landspilda þessi að vísu eingöngu leigð til byggingar húss til sumardvalar, en í reynd hefur hús það, sem í upphafi var reist á landspildunni, svonefnd Litla-Brekka, verið not- uð til samfelldrar dvalar. Frá upphafi hefur og viðgengizt, að eigendur Litlu-Brekku hafa haft afnot áðurnefnds sam- eiginlegs heimakstursvegar að Brekku og Kirkjubrú, án þess 239 að gagnaðgerðir, er máli skipti að lögum, hafi komið til, enda eins og á stendur um að tefla umferðarrétt fyrir eig- endur Litlu-Brekku, sem á stoð í 40. gr. laga nr. 34/1947 og 16. gr. laga nr. 24/1952 svo og almennum lagarðkum, þ. á m. reglum nábýlisréttar. Þótt fram sé komið, að itaks- lýsing samkvæmt lögum nr. 113/1952 hafi eigi verið gerð, að því er varðar jörðina Kirkjubrú, geta ákvæði þeirra laga eigi hnekkt slíkum rétti. Þegar LHtið er til þess, sem nú hefur verið rakið, eru eigi efni til að sinna aðalkröfu áfrýjanda. Eins og beitingu um- ferðarréttarins hefur verið háttað, geta vara- og þrauta- varakröfur áfrýjanda heldur ekki orðið teknar til greina. Í Hæstarétti hefur verið lagður fram samningur milli eig- enda Brekku og Kirkjubrúar, dags. 4. april 1963, sem að meginefni er svohljóðandi: „ 2... Ég Ragnar Halldórsson, eigandi og ábúandi Kirkju- brúar, skuldbind mig til að leggja til ókeypis land undir veg við vesturmörk jarðar minnar, Kirkjubrúar, frá nýj- um sýsluvegi að núverandi heimreiðarvegi, er sé jafnbreið- ur honum. Eigandi og ábúandi Brekku skal ásamt þeim öðrum, er hann kann að vilja framselja umferðarrétt um veginn, hafa til þess fullt og óskorað vald. Sama rétt hefur og eigandi og ábúandi Kirkjubrúar, enda taki hann þá þátt í kostnaði við lagningu vegarins að ein- um þriðja hluta og annist viðhald hans í sama hlutfalli. Ég Einar Hafsteinn Árnason, eigandi og ábúandi Brekku, samþykki nefnda vegarlagningu og skuldbind mig til að hafa lokið verkinu að einu ári liðnu frá dagsetningu samn- ings þessa. Að nefndum ársfresti liðnum, afsala ég samkvæmt áður- sögðu umferðarrétti um núverandi heimreiðarveg Kirkju- brúar.“ Ef samningur þessi verður efndur, getur að sjálfsögðu til þess komið, að stefnda beri samkvæmt reglum nábvlis- réttar að hlita breytingu á framangreindum umferðarrétti sínum um land Kirkjubrúar. Úrslit málsins verða því þau, 240 að stefndi verður sýknaður að svo stöddu af kröfum áfryj- anda. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um ómerkingu ummæla. Eftir atvikum þykir rétt, að áfrýjandi greiði stefnda kr. 5.000.00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Stefndi, Marteinn Björgvinsson, skal að svo stöddu vera sýkn af kröfum áfrýjanda, Ragnars Halldórsson- ar, í máli þessu. Ákvæði héraðsdóms um ómerkingu ummæla á að vera óraskað. Áfrýjandi greiði stefnda kr. 5.000.00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögun. Dómur áreiðar- og vettvangsdóms Gullbringu- og Kjósarsýslu 20. apríl 1962. Mál þetta, sem var dómtekið 17. þ. m., hefur Ragnar Hall- dórsson tollþjónn, Kirkjubrú, Bessastaðahreppi, höfðað með rétt. arstefnu, útg. 14. nóv. 1961, gegn Marteini Björgvinssyni, Litlu- Brekku, sama hreppi, á aukadómþingi Gullbringu- og Kjósar- sýslu, en málið hefur verið rekið sem áreiðar- og vettvangsmál samkvæmt III. kafla laga nr. 41/1919. Dómruðningi samkvæmt 16. gr., sbr. 9. gr. nefndra laga, lauk Þannig, að eftir urðu sem meðdómendur Guðmann Magnússon, bóndi að Dysjum og hreppstjóri í Garðahreppi, og Björn Kon- ráðsson, ráðsmaður að Vífilsstöðum. Stefnandi hefur haft uppi þær dómkröfur, að viðurkennt yrði með dómi, að stefndi eigi ekki rétt til umferðar yfir land jarðar- innar Kirkjubrúar um heimreiðarveg í landi jarðarinnar að sum- arbústaðnum Litlu-Brekku, svo og til að greiða málskostnað að mati dómsins. Stefndi hafði upphaflega uppi þær dómkröfur í greinargerð, að viðurkenndur yrði með dómi réttur hans til umferðar um nefndan heimreiðarveg um land Kirkjubrúar að bústað hans, og auk þess krafðist hann málskostnaðar. En við munnlegan flutning málsins breytti hann kröfum sínum á þá lund, að hann krafðist nú sýknu auk málskostnaðar að mati réttarins. 241 Málavextir eru þessir: Með lóðarleigusamningi, sem dagsettur er að Brekku 28. febrúar 1947 og í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 2. marz s. á., leigði ráðherra Gunnlaugi Árnasyni, þá til heimilis að Brekku, lóð úr landi þjóðjarðarinnar Brekku í Bessastaðahreppi. Er tekið fram í lóðarleigusamningnum, að lóðin liggi í túni jarðarinnar á tún- mörkum í horninu á milli heimreiðarinnar og túns jarðarinnar Kirkjubrúar í sama hreppi. Stærð lóðarinnar er talin vera sam- tals 457.7 m?. Var lóðin leigð til 25 ára. Leigan var ákveðin kr. 32.00 á ári og skyldi greiðast ábúanda jarðarinnar Brekku. Tekið er fram í samningi þessum, að lóðin sé leigð til byggingar sumarbústaðar aðeins til sumardvalar. Sama ár og samningur þessi var gerður, mun leigutakinn, Gunnlaugur Árnason, hafa byggt hús það, sem enn stendur á lóðinni og nefnist Litla-Brekka. Með afsali, dags. 1. ágúst 1958, seldi hann Marteini Björgvins- syni, stefnda í máli þessu, húsið ásamt tilheyrandi leigulóðar- réttindum samkvæmt fyrrgreindum lóðarleigusamningi. Hefur stefndi búið þar síðan. Land jarðarinnar Brekku náði áður fyrr einnig yfir land jarð- arinnar Kirkjubrúar, sem varð sérstök jörð árið 1816, að því er talið er. Áður fyrr lá alfaravegurinn vestur á Álftanes um tún Brekku og einnig um tún Kirkjubrúar, eftir að Kirkjubrú varð sérstakt lögbýli. Í jarðabók Árna Magnússonar 1703 er það tal- inn ókostur á Brekku, að átroðningur sé af almenningsvegi. Snemma á þessari öld hefur sú breyting orðið á, að nýr vegur hefur verið lagður fram hjá þessum býlum og hinn gamli al- menningsvegur verið lagður niður, nema að því leyti sem hann er enn notaður sem heimreiðarvegur eða afleggjari frá hinum nýja almenningsvegi (sýsluvegi) að Kirkjubrú og áfram að Brekku og endar nú þar, í stað þess að halda áfram vestur að bænum Svalbarði, eins og fyrr á öldum. Heimreiðarvegurinn er um 200 m að lengd frá almenningsveginum (sýsluveginum) að Brekku. Um það bil miðja vegu liggur hann um hlað Kirkju- brúar, en miðja vegu milli Kirkjubrúar og Brekku liggur hann fram hjá Litlu-Brekku. Enginn annar vegur liggur að þessum bæjum eða sumarbúðstaðnum. Þegar Litla-Brekka var byggð á árinu 1947, var eigandi Kirkju- brúar Sigurður Ásmundsson. Hann seldi jörðina Júlíusi Magnús- syni, sem seldi hana síðan Ragnari Halldórssyni, stefnanda þessa mál, með afsali, dags. 19. júlí 1954. Hefur stefnandi búið á jörð- inni síðan. 16 242 Hvergi er minnzt á umferðarrétt fyrir íbúa Litlu-Brekku i afsölum fyrir Kirkjubrú, og sama er að segja um fyrrgreindan lóðarleigusamning, dags. 2. marz 1947, að þar er ekki minnzt á umferðarrétt um heimreiðarveginn fyrir íbúa sumarbústaðar- ins. Reyndin hefur orðið sú, að íbúar hússins og aðrir, sem þangað hafa átt erindi, hafa notað veginn, enda ekki um annað vegarsamband að ræða að húsinu. Þessi notkun hefur verið látin átölulaus, allt þar til 29. ágúst sl. að stefnandi lokaði hliði, sem var á girðingu um tún hans, með lás og bannaði stefnda umferð um veginn. Taldi hann sig nauðbeygðan til að gera þetta vegna þess, að stefndi og fjöl- skylda hans hafi sífellt skilið hliðið eftir opið og vegna þess, að þau hafi stuðlað að því að beina sem allra mestri og tillits- lausastri umferð um veginn og safnað eftir mætti krökkum og unglingum á allskonar farartækjum, sem hafi tekið upp á ópum og óhljóðum og alls konar kersknishrópum til stefnanda og konu hans. Hann kveðst um lengri tíma hafa reynt með góðu að fá þessu aflétt, en hveri tilraun hans hafi verið mætt með vax- andi þrjózku. Þegar stefnandi hafði læst hliðinu, kærði stefndi það til sýslu- mann, sem lét lögregluþjón saga sundur lásinn. Læsti þá stefn- andi hliðinu á ný, en hreppstjórinn fjarlægði lásinn að boði sýslumanns. Stefnandi læsti þá enn hliðinu, en með bréfi, dags. 11. okt. 1961, krafðist stefndi, að lagt yrði lögbann við því, að stefnandi setti upp hlið, læst með hengilás, þvert yfir veginn. Lögbannsmálið var fellt niður, en stefnandi höfðaði þá mál þetta, með stefnu, útg. 14. nóv. 1961, eins og fyrr segir. Með dómi Hæstaréttar 17. janúar 1962 vék hinn reglulegi dómari, Björn Sveinbjörnsson, sæti í málinu, og var Guðjón Steingrímsson hæstaréttarlögmaður, Hafnarfirði, þá skipaður með bréfi Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 2. febrúar 1962, til að fara með og dæma málið sem setudómari. Stefnandi reisir kröfur sínar í málinu á því, að stefndi hafi aldrei eignazt neinn umferðarrétt um nefndan veg um land jarð arinnar Kirkjubrúar. Ekki sé minnzt á neinn slíkan rétt fyrri eiganda Litlu-Brekku til handa í lóðarleigusamningnum, dags. 2/3 1947, né heldur í afsalinu, sem stefndi fékk fyrir húsinu og dagsett er 1/8 1958. Ekki sé heldur minnzt á umferðarrétt fyrir Litlu-Brekku í afsali því, sem hann hefur fyrir Kirkju brú og dagsett er 19/7 1954, né í öðrum afsölum fyrir Kirkjubrú 243 og yfirleitt sé ekkert að finna þinglýst í afsals- og veðmálabók- um um slíkan rétt. Telur stefnandi, að það hefði orðið að þing- lýsa slíkum umferðarrétti sem kvöð á Kirkjubrú, ef hann ætti að hafa nokkuð gildi. Slíkt hafi ekki verið gert, enda sé enginn slíkur réttur til og hafi aldrei verið til. Sérstaklega tekur hann fram, að ráðherra hefði ekki haft heimild til að stofna til slíkrar kvaðar á Kirkjubrú, með því að gefa lóðarleigusamninginn út fyrir Litlu-Brekku. Enda hefði slíkt ekki verið gert og slík kvöð hafi ekki stofnazt. Þá telur stefnandi, að ófrávíkjanlegt skilyrði, sem ráðuneytið setti í samninginn, um að lóðin sé til byggingar sumarbústaðar aðeins til sumardvalar, hafi frá upphafi verið brotið og hús- eignin ávallt síðan notuð til stöðugrar íbúðar árið um kring. Hafi búið þar fimm fjölskyldur hver fram af annarri og stund- um tvær í einu. Ennfremur telur stefnandi, að það skilyrði ráðuneytisins, að lóðin skyldi girt innan árs, hafi verið brotið. Lóðin sé ógirt enn Þann dag í dag. Stefndi heldur því fram, að umferðarréttur fyrir Litlu-Brekku hafi verið til frá upphafi og stofnazt um leið og lóðarleigusamn- ingurinn var gefinn út. Skipti ekki máli, þótt ekki hafi verið minnzt á slíkan rétt í samningnum, þess hafi ekki verið þörf. Svo sjálfsagður hafi þessi réttur verið talinn. Réttur þess hafi verið afleiddur af rétti heimilisfólksins á Brekku, sem hafi óvé- fengdan umferðarrétt um veginn og hafi haft hann um ómunatíð. Þessi umferðarréttur, sem upphaflega hafi verið veittur Gunn- laugi Árnasyni, syni bóndans á Brekku, með fyrrgreindum lóðar- leigusamningi, hafi síðan færzt yfir á sig, er hann keypti húsið. Skipti ekki mál, þótt ekki sé minnzt á þennan rétt í afsali Gunn- laugs til sín, einkum þar sem þessi réttur hafi aldrei verið skjal- lega staðfestur. Bendir hann einnig á, að jörðin Brekka hafi verið til sem slík löngu áður en jörðin Kirkjubrú varð til og byggðist sem jörð og að heimreiðarvegurinn hafi verið notaður um aldabil og umferðarréttur jarðarinnar verið fyrir hendi sem kvöð á Kirkjubrú frá upphafi. Þá telur stefndi, að vegurinn sé gamall almenningsvegur og hafi stefnanda þegar af þeirri ástæðu verið óheimilt að meina sér umferð um hann. Til vara bendir stefndi á, að hagsmunir sínir að halda vegar- sambandinu séu miklu meiri en hagsmunir stefnanda að fá þessa 244 notkun vegarins fellda niður og að þetta hagsmunasjónarmið aðiljanna eigi að leiða til þess, að hann fái haldið vegarsam bandinu. Samkvæmt vegarlögum nr. 34/1947, 40. gr., og girðingalög- um nr. 24/1952, 16. gr., bar stefnanda að sækja um leyfi hrepps- nefndar, áður en hann setti læst hlið á veginn. Þar sem hann sótti ekki um slíkt leyfi, voru þær aðgerðir sýslumanns að láta opna hliðið með lögregluvaldi fyllilega lögmætar. Af hálfu stefnanda var því haldið fram við munnlegan flutning málsins, að fyrr greind lagaákvæði væru að engu hafandi, þar sem þau brytu gegn 67. gr. stjórnarskrárinnar. Dómurinn getur þó ekki fallizt á, að í þessum lögum felist slík takmörkun á friðhelgi eignar- réttarins, að þau teljist brjóta gegn 67. gr. stjórnarskrárinnar. Þegar stefnandi keypti jörðina Kirkjubrú með afsali, dags. 19. júlí 1954, höfðu heimilismenn að Litlu-Brekku notað margum- ræddan veg um land jarðarinnar frá því að húsið var byggt á árinu 1947. Hlýtur stefnanda að hafa verið það ljóst, þegar hann keypti jörðina, að þessi notkun vegarins ætti sér stað fyrir Litlu-Brekku, enda ekki um annan veg að ræða fyrir íbúana og aðra, sem þangað eiga erindi. Það skiptir ekki máli í þessu sambandi, þótt þessum rétti hafi ekki verið þinglýst, þar sem stefnanda var allt að einu kunnugt um hann. Þennan rétt hefur hann virt sjálfur þar til á síðastliðnu sumri. Má segja, að þessi réttur hafi stofnazt með byggingu hússins Litlu-Brekku og að þáverandi eigandi Kirkjubrúar hafi samþykkt hann sem kvöð á jörðina með því að virða hann í framkvæmd. Það er og at- hyglisvert, að þessi maður, Sigurður Ásmundsson, skrifar sem vitundarvottur á lóðarleigusamninginn fyrir húsinu, og sýnir það, að honum var fullkunnugt um, að byggja átti húsið, áður en byggingarframkvæmdir hófust. Er ekki að sjá, að hann hafi haft uppi nein mótmæli þá eða síðar. Þótt þau skilyrði í lóðarleigusamningnum, að húsið ætti að eins að notast sem sumarbústaður og að lóðin skyldi girt innan árs, hafi ekki verið virt, þykir það ekki varða því, að stefndi hafi fyrirgert þessum rétti. Þykir því verða að taka til greina kröfu stefnda um sýknu af kröfum stefnanda. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefnanda til að greiða málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 4.000.00. Í aðiljaskýrslu sinni, dskj. nr. 15, kemst stefnandi svo að orði, að stefndi hafi „spanað bæði hreppstjóra og fógeta til ólöglegra 245 flaustursverka gegn“ sér. Þessi ummæli eru móðgandi og meið- andi fyrir þessa tvo menn, sem hér er minnzt á, og ber því að ómerkja þau ex officio. Dómsorð: Stefndi, Marteinn Björgvinsson, á að vera sýkn af kröf- um stefnanda, Ragnars Halldórssonar, í máli þessu. Framangreind ummæli skulu vera dauð og ómerk. Þá greiði stefnandi stefnda kr. 4.000.00 í málskostnað inn- an 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 26. apríl 1963. Nr. 9/1963. — Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Sigurði Erni Hjálmtýssyni (Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl.). Dómendur: . hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason, Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Fjárdráttur. Dómur Hæstaréttar. Ákærði annaðist, eins og rakið er í héraðsdómi, sölu á bifreið Jóhanns Stefánssonar, Skúlagötu 61 í Reykjavík, fyrir samtals kr. 91.000.00. Var andvirðið greitt ákærða með kr. 69.000.00 í peningum, víxli, að fjárhæð kr. 10.000.00, og víxli, að fjárhæð kr. 12.000.00. Í máli þessu er ákærði sóttur til refsingar samkvæmt 247. gr. laga nr. 19/1940 fyrir fjárdrátt á kr. 41.000.00 af fé þessu. 1. Af peningum þeim, sem inn komu fyrir bifreiðina, greiddi ákærði Lofti Jónssyni, Hávallagötu 13 í Reykjavík, kr. 40.000.00, „sem Jóhann skuldaði Lofti og greiðast áttu af söluverði bifreiðarinnar“, eins og segir í kæru Jóhanns 246 Stefánssonar á hendur ákærða 5. maí 1961. Samkvæmt þessu og öðrum skýrslum málsins þykir mega við það miða, að þessi greiðsla hafi verið ákærða vítalaus. 2. Ákærði afhenti föður Jóhanns, Stefáni Jóhannssyni lögregluvarðstjóra, 10 þúsund króna víxilinn. Var honum það heimilt. 3. Auk þeirra 40 þúsund króna, sem getið er í 1. lið, kveðst ákærði hafa afhent Lofti Jónssyni 29 þúsund krón- ur af söluverði bifreiðarinnar. Þessu hefur Loftur staðfast- lega neitað. Ekkert er fram komið í málinu, er bendir til þess, að Jóhann Stefánsson eða nokkur af hans hendi hafi leyft ákærða slíka ráðstöfun nefndrar fjárhæðar, og engin rök hníga að því, að ákærði mætti telja sér hana heimila. En hvort sem ákærði fékk Lofti fé þetta eða nýtti það sjálf- ur, varðar meðferð þess ákærða við 2. mgr. 247. gr. laga nr. 19/1940. 4. Ákærði innheimti fjárhæð 12 þúsund króna víxilsins. Fram er komið, að ákærði greiddi útsvarsskuld Jóhanns Stefánssonar, kr. 6.200.00, og gjöld af bifreið hans. Þá tel- ur ákærði enn til skuldar hjá Jóhanni og sér því rétt að halda eftirstöðvum vixilfjárhæðarinnar. Eins og gögnum málsins er háttað, þykir mega staðfesta ákvæði héraðsdóms um sýknu ákærða, að því er varðar meðferð hans á greindri vixilfjarhæð. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin fangelsi 4 mánuði. Eftir úrslitum sakaratriða verður ákærða dæmt að greiða Jóhanni Stefánssyni kr. 29.000.00 ásamt vöxtum, eins og i héraðsdómi greinir. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað staðfestist. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar á meðal saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 7.000.00, og laun verjanda sins fyrir Hæstarétti, kr. 7.000.00. Dómsorð: Ákærði, Sigurður Örn Hjálmtýsson, sæti fangelsi 4 mánuði. Hann greiði Jóhanni Stefánssyni kr. 29.000.00 247 ásamt 7% ársvöxtum frá 25. október 1960 til greiðslu- dags. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað á að vera óraskað. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar á meðal saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 7.000.00, og laun verjanda sins fyrir Hæstarétti, Guðmundar Ingva Sig- urðssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 7.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 12. desember 1962. Ár 1962, miðvikudaginn 12. desember, var í sakadómi Reykja- víkur, sem haldinn var á Fríkirkjuvegi 11 af Þórði Björnssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 6253/1962: Ákæru- valdið gegn Sigurði Erni Hjálmtýssyni, sem tekið var til dóms 21. fyrra mánaðar. Með ákæru saksóknara ríkisins, dags. 27. apríl s.l., er opin- bert mál höfðað á hendur Sigurði Erni Hjálmtýssyni verzlunar- manni, Sólvallagötu 33, hér í borg, „fyrir að hafa dregið sér kr. 41.000.00 af fé Jóhanns Stefánssonar sölumanns, Skúlagötu 64 í Reykjavík. Bar þetta þannig að, að ákærði seldi hinn 26. janúar 1960 fyrir hönd Jóhanns Sigurði Gíslasyni, Suðurgötu 74, Hafnarfirði, bifreið Jóhanns, R 8658, sem Sigurður greiddi þannig: Með peningum kr. 29.000.00 og með bifreiðinni G 1632, metinni á kr. 61.000.00, en hana seldi ákærði síðan Þórarni Þor- kelssyni, Brekkulæk 1, Reykjavík, fyrir kr. 62.000.00. Ákærði stóð skil á kr. 50.000.00 af söluverði bifreiðanna. Atferli ákærða þykir varða við 247. gr. almennra hegningar- laga nr. 19/1940. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu skaðabóta og alls sakarkostnaðar.“ Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæðdur 28. mai 1918 í Reykjavík og hefur, svo kunnugt sé, sætt eftirtöldum kærum og refsingum: 1930 14/3 í Reykjavík: Kærður fyrir þjófnað. Málið afgreitt til stjórnarráðsins. 1933 22/4 Rvík: Kærður fyrir þjófnað. Málið afgreitt til barna- verndarnefndar Reykjavíkur. 1939 6/5 1939 16/6 1939 31/7 1940 24/8 1941 17/4 1942 8/12 1944 15/11 1947 10/12 — 19/11 1948 15/3 1951 10/12 1952 17/11 1953 29/10 1954 25/2 1955 11/2 1959 18/2 — 10/10 1961 "7/9 248 Rvík: Kærður af Sigurgeir Jóhannessyni fyrir van- skil á úri. Látið niður falla, með því að úrinu var skilað. Rvík: Dómur aukaréttar Reykjavíkur: 60 daga fang- elsi við venjulegt fangaviðurværi, skilorðsbundið, fyrir brot gegn 255. gr, almennra hegningarlaga og 6. gr. laga nr. 51/1928. Rvík: Kærður fyrir vanskil á innheimtufé, kr. 96.00. Kærði greiddi kæranda þetta fé og afturkallaði hann þá kæruna, Málið féll þar með niður. Rvik: Sátt, 5 kr. sekt fyrir brot á 36. gr. lögreglu- samþykktar Reykjavíkur. Sátt, 20 kr. sekt fyrir brot á 32. gr. og 31. gr. 1. mgr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur. Sátt, 50 kr. sekt fyrir brot á 46. gr. lögreglusam- þykktar Reykjavíkur. Rvík: Dómur aukaréttar Reykjavíkur: 3 mánaða fangelsi, sviptur kosningarétti og kjörgengi fyrir brot á 244. gr, hegningarlaganna. Rvík: Sátt, 30 kr. sekt fyrir ólöglegt bifreiðastæði. Rvík: Sátt, 50 kr. sekt fyrir ólöglegt bifreiðastæði. Rvík: Áminning fyrir ólöglegt bifreiðastæði. Rvík: Áminning fyrir ólöglegt bifreiðastæði. Rvík: Sátt, 30 kr. sekt fyrir ólöglegt bifreiðastæði. Rvík: Áminning fyrir bifreiðalagabrot. Rvík: Sátt, 75 kr. sekt fyrir brot á 7. gr. umferðar- laga og 27. gr, bifreiðalaga. Rvík: Sátt, 30 kr. sekt fyrir brot á 28. gr. lögreglu- samþykktar. Rvík: Dómur: 6 mánaða fangelsi, skilorðsbundið í 3 ár frá 18/2 1959, fyrir brot á 248. gr. hegningarlaga. Rvík: Sátt, 50 kr. sekt fyrir ólöglegt bifreiðastæði. Rvik: Sátt, 300 kr. sekt fyrir umferðarlagabrot. Samkvæmt því, sem fram hefur komið í málinu, eru mála- vextir þessir: Ákærði vann hjá fyrirtækinu Jóni Loftssyni h.f., hér í borg, frá því í apríl 1959 og fram í marz 1960. Í janúar 1960 fór Jó- hann Stefánsson, þá skrifstofumaður hjá nefndu fyrirtæki, Skúla- götu 64, hér í borg, til útlanda og bað hann ákærða áður um að selja fyrir hann óskrásetta Ford-bifreið hans af árgerð 1954 fyrir hæsta fáanlegt verð. Féllst ákærði á að gera það. Jóhann kveður, 249 að svo hafi verið um talað, að faðir hans, Stefán Jóhannsson lögregluvarðstjóri, Skúlagötu 64, hér í borg, fylgdist með sölu og samþykkti söluverð bifreiðarinnar og gæfi út afsal hennar fyrir hans hönd. Ákærði kveður hins vegar, að umboð sitt til að selja bifreiðina hafi verið algert og hafi hann ekki þurft að fá samþykki föður Jóhanns á söluverðinu. Ákærði lét síðan skrá bifreiðina á nafn Jóhanns Stefánssonar og hlaut hún merkið R 8658. Því næst seldi hann hana fyrir hönd Jóhanns Sigurði Gíslasyni varaslökkviliðsstjóra, Suðurgötu 74, Hafnarfirði, og var hún þá umskráð og hlaut merkið G 1632. Samkvæmt bifreiðaskrám Reykjavíkur og Hafnarfjarðar gerð- ist þetta sama dag, 30. janúar 1960, en afsal það, sem ákærði gaf Sigurði fyrir bifreiðinni, er þó dagsett 26. þess mánaðar. Söluverðið var kr. 90.000.00, og greiddi Sigurður það með kr. 29.000.00 í reiðufé og Thaunus sendiferðabifreið sinni af árgerð 1955, er hafði skrásetningarmerkið G 1632 og metin var á kr. 6l.- 000.00. Gengið var frá viðskiptunum í skrifstofu Lofts Jónssonar hjá fyrirtækinu Jóni Loftssyni h.f., og var hann þá viðstaddur og ritaði sem vottur undir afsal bifreiðarinnar ásamt Magnúsi Stephensen Daníelssyni. Ákærði seldi síðan Thaunus bifreiðina, sem hafði nú fengið skrásetningarmerkið R 8658, Þórarni Júlíusi Þorkelssyni húsgagnasmið, þá á Brekkulæk 1, en nú á Hóla- vallagötu 5, hér í borg, á kr. 62.000.00. Greiddi Þórarinn Júlíus upphæðina með kr. 40.000.00 í reiðufé og tveimur víxlum, öðr- um að fjárhæð kr. 12.000.00, en hinum að fjárhæð kr. 10.000.00, samþykktum af honum og tryggðum með veði í bifreiðinni. Um leið gaf ákærði fyrir hönd Jóhanns Þórarni Júlíusi afsal fyrir bifreiðinni, og er það dagsett 5. marz 1960. Ákærði kveðst hafa staðið skil á andvirði Ford-bifreiðarinnar R 8658 á þann veg, að hann hafi 1) afhent Lofti Jónssyni greind- ar kr. 29.000.00, 2) afhent sama manni greindar kr. 40.000.00 (víxil), 3) afhent Stefáni Jóhannssyni greindan 10 þúsund króna víxil, 4) greitt fyrir Jókhann Stefánsson opinber gjöld að fjár- hæð kr. 6.200.00, 5) greitt kostnað við skrásetningu bifreiðar- innar R 8658 kr. 600.00, en 6) haldið eftir afganginum kr. 4.200.00 vegna þess, að Jóhann hafi skuldað honum 390 dollara. Hefur ákærði tekið fram, að hann hafi fengið fyrrgreindan 12 þúsund króna víxil greiddan og haldið andvirði hans. Verður nú vikið nánar að sérhverjum þessara liða: 1) Ákærði kveður, að Loftur Jónsson hafi talið sig eiga að fá helming af söluverði Ford bifreiðarinnar, og því hafi hann 250 afhent honum þær kr. 29000.00, sem Sigurður Gíslason greiddi honum í reiðufé, auk 40 þúsund krónanna, sem ræðir um 2) lið. Fyrir þessu hafi hann einvörðungu haft orð Lofts sjálfs, en Jó- hann hafi ekkert minnzt á það við hann, að Loftur ætti að fá einhvern hluta af söluverðinu. Ákærða minnir, að greindar kr. 29.000.00 hafi verið í stórum peningaseðlum og kveður hann, að þegar Sigurður hafi lagt þá á borðið í skrifstofu Lofts, hafi Loftur talið þá og stungið þeim í skrifborðsskúffu sína, án þess að ákærði snerti þá. Hann kveðst hvorki hafa fengið né beðið um kvittun hjá Lofti fyrir móttöku hans á peningunum. Loftur Jónsson kveður það vera ósatt, að hann hafi tekið við fjárhæð þessari eða nokkrum öðrum peningum við þetta tæki- færi, en hann hafi vélritað afsal bifreiðarinnar að beiðni ákærða og samkvæmt því, sem hann og Sigurður báðu um. Hann hafi ekki fylgzt með því, hvert kaupverð bifreiðarinnar var, en séð, að Sigurður lagði peningabúnt á borðið og hafi ákærði talið pen- ingana og stungið þeim í vasa sinn. Hann rámi í, að ákærði hafi beðið hann um að telja þá, en eftir því, sem hann man bezt hafi ekki orðið af því, og hafi hann ekki vitað, hve há upphæðin var. Samprófun Lofts og ákærða, einkum út af greindum kr. 29.- 000.00, hefur engan árangur borið. Sigurður Gíslason kveðst hafa greitt fjárhæð þessa út í reiðufé og muni hann það vel, að ákærði taldi peningana, en ekki Loft- ur, sem verið hafi eiginlega í næsta herbergi, en opið á milli. Ákærði hafi á hann bóginn haft full samráð við Loft um sölu bifreiðarinnar og borið undir hann öll atriði. Hann kveðst ekki geta fullyrt, hvort ákærði eða Loftur tóku við peningunum af borðinu. Magnús Stephensen Daníelssson, Sogavegi 92, hér í borg, þá- verandi skrifstofumaður hjá Vikurfélaginu h.f., sem hafði sömu skrifstofu og Jón Loftsson h.f., kveðst minnast þess, að Loftur kom með ákærða og máske einhverjum öðrum manni í skrif- stofuna til hans og bað hann um að rita nafn sitt undir afsal, sem hann var með og aðiljar höfðu þá undirritað. Hafi hann orðið við því, en hann geti lítið borið um viðskiptin. Hann hafi þó heyrt, að verið var að skiptast á bifreiðum, þannig að ákærði lét af hendi Ford bifreið, en fékk í staðinn Thaunus sendibif- reið og milligjöf, sem hann minnir að hafi verið milli kr. 25.000.00 og kr. 30.000.00. Hann kveðst þó enga peningaafhendingu hafa séð eða nokkra peninga. Jóhann Stefánsson kveðst aldrei hafa veitt ákærða heimild 251 til að afhenda Lofti nefndar kr. 29.000.00 eða nokkurn annan hluta af söluverði Ford bifreiðarinnar, og ef svo hafi verið gert, hafi það verið án vitundar hans. 2) Loftur Jónsson kveður, að ákærði hafi afhent honum kr. 40.000.00 samkvæmt áðurgerðu samkomulagi milli hans og Jó- hanns Stefánssonar. Hefur Jóhann staðfest það og kveðst hafa skuldað Lofti þessa fjárhæð. 3) Stefán Jóhannsson kveður, að ákærði hafi afhent honum 10 þúsund króna víxilinn og hafi hann innheimt víxilinn fyrir Jóhann. Hefur Jóhann staðfest það og kveður, að bróðir sinn hafi lánað honum þá fjárhæð. Ákærði kveðst hvorki hafa fengið né beðið um kvittun frá þeim Lofti eða Stefáni fyrir viðtöku þeirra á fjárhæðunum í 2. og 3. lið. 4) Kristján Eiríksson, gjaldkeri hjá Jóni Loftssyni h.f., Stór- holti 18, hér í borg, hefur lagt fram í málinu skjöl, sem sýna að 6. janúar 1960 greiddi ákærði til hans kr. 7.200.00, sem var greiðsla útsvars f. h, Jóhanns Stefánssonar, að 1. marz sama ár voru ákærða endurgreiddar kr. 1.000.00 sem „oftekið útsvar“ og að 8. apríl sama ár voru kr. 6.200.00 afhentar bæjargjald- keranum í Reykjavík sem útsvarsgreiðsla Jóhanns. 5) Samkvæmt vottorði lögreglustjórans í Reykjavík, dags. 6. júlí s.l, var skrásetningargjald bifreiðarinnar R 8658 30. janúar 1960 kr. 200.00 og talið í bók yfir skráningargjöldin vera greitt af bifreiðareiganda, Jóhanni Stefánssyni. Þá kostaði umskrán- ing bifreiðarinnar á merkið G 1632 samtals kr. 300.00 samkvæmt vottorði bæjarfógetans í Hafnarfirði, dags. 12. júlí s.l. Jóhann Stefánsson kveður, að það kunni að vera rétt, að ákærði hafi greitt gjöld þau, sem um ræðir í 4. og 5. lið. Stefán Jóhannsson hefur borið það, að Jóhann sonur hans hafi beðið hann um að fylgjast með sölu ákærða á bifreiðinni R 8658, gefa afsal fyrir henni og taka við andvirði hennar, að fráskildum kr. 40.000.00, sem hafi átt að ganga beint til Lofts Jónssonar. Stefán kveður, að ákærði hafi þó selt bifreiðina án samráðs og vitundar hans og þegar hann hafi komizt að því, hafi hann farið að ganga eftir andvirði hennar hjá ákærða. Ákærði hafi þá skýrt honum frá því, að hann hefði selt bif- reiðina manni, Sigurði Gíslasyni að nafni, og fengið fyrir hana aðra bifreið, G 1632, þannig að þeir hefðu skipzt á bifreiðum. Ákærði hefði síðan selt bifreiðina G 1632 manni, Þórarni Þor- kelssyni að nafni, á kr. 62.000.00 og afhent Lofti Jónssyni kr. 252 40.000.00 af upphæðinni, en afgangurinn kr. 22.000.00 hefðu verið tveir víxlar, samþykktir af Þórarni, annar að upphæð kr. 12.000.00, en hinn að upphæð kr. 10.000.00. Kveður Stefán, að ákærði hafi nokkrum dögum síðar afhent honum 10 þúsund króna víxil og hafi hann (Stefán) innheimt hann fyrir Jóhann. Ákærði hafi hins vegar ekki sagzt hafa 12 þúsund króna víxilinn handbæran, en lofaði að afhenda honum hann síðar, en næst Þegar hann hafi krafið ákærða um víxilinn, hafi hann sagt hann týndan. Stefán kveðst í fyrstu hafa trúað þeim orðum ákærða, hvað hann hefði fengið fyrir bifreiðina R 8658, en þó nokkru síðar hafi hann (Stefán) spurt Sigurð Gíslason um verðið, og hafi hann þá sagt, að auk bifreiðarinnar G 1632 hefði hann greitt ákærða kr. 29.000.00 í reiðufé fyrir bifreiðina R 8658. Gaf Sigurður honum skriflegt vottorð um þetta, dagsett 2. júlí 1960 (dskj. nr. 4). Stefán kveðst eftir þetta hafa hringt til ákærða og ítrekað við hann, á hvaða verði hann hefði selt bií- reiðina, og hafi hann þá sagzt hafa selt hana á kr. 75.000.00. Kveðst Stefán hafa nú sagt honum frá vottorði Sigurðar og hafi þá ákærði játað, að efni þess væri rétt og að hann hefði fengið kr. 29.000.00 sem milligjöf bifreiðanna og bætt því við, að hann hefði afhent Lofti Jónssyni peningana. Stefán kveðst hafa talað skömmu síðar við Loft um málið og hafi hann þá ein- dregið neitað því að hafa tekið við peningunum. Sigurður Gíslason hefur staðfest það, að Stefán Jóhannsson hafi talað við hann þó nokkru eftir að hann festi kaup á bif- reiðinni R 8658, og hafi hann þá skýrt honum frá því, hvað hann greiddi fyrir bifreiðina og gefið honum hið skriflega vottorð um það. Ákærði kveðst hins vegar hafa skýrt Stefáni Jóhannssyni strax frá því, þegar hann spurði um Það, að ákærði hefði fengið, auk bifreiðarinnar G 1632, sem hann hefði selt á kr. 62.000.00, kr. 29.000.00 í reiðufé í milligjöf. Neitar ákærði því að hafa sagt Stefáni í fyrstu, að slétt skipti hefðu orðið á bifreiðunum R 8658 og G 1632 eða að hann hefði selt fyrrnefndu bifreiðina á kr. 75.000.00. Samprófun ákærða og Stefáns hefur engan árangur borið. Í marzmánuði eða snemma á árinu 1960 voru ákærði, Jóhann Stefánsson og Loftur Jónson staddir í Frankfurt-am-Main í Þýzka- landi. Hefur Loftur borið það, að eitt sinn, er þeir ræddu saman þar í veitingahúsi, hafi ákærði sagt, að hann hefði ekki fengið nema kr. 70.000.00 fyrir bifreiðina R 8658. Ákærði hefur mót- 253 mælt því að hafa sagt þetta. Jóhann kveðst ekki muna sérstak- lega eftir því, að ákærði segði þeim, hvert hefði verið söluverð bifreiðarinnar. 6) Ákærði kveður, að atvik að 390 dollara skuld Jóhanns hafi verið þau, að í september 1959 hafi ákærði verið staddur í Banda- ríkjunum og fengið bá bréf frá Lofti Jónssyni, þar sem ákærði var beðinn um að kaupa notaða bifreið fyrir Jóhann og athuga, hvort ákærði gæti ekki fengið lán hjá systur sinni, sem heima á í Springfield í Connecticut, til kaupanna. Hafi ákærði orðið við þessu og keypt bifreið fyrir 390 dollara, sem systir hans eða eiginmaður hennar lánaði honum. Sé þetta Ford bifreiðin, sem ákærði seldi fyrir Jóhann. Fyrrgreint bréf Lofts til ákærða hefur verið lagt fram í málinu (dskj. nr. IX) og segir þar m. a.: „Ef þetta er svona, þá treysti ég því, að þú sláir ca. 2—3 hundruð dollara lán hjá systur þinni, sem þú svo notaðir til kaupa á sæmilegum bíl fyrir vininn. Dollarana getur þú svo alltaf sent systur þinni, er heim er kom- ið, en Jói hefur engin tök á að útvega þennan gjaldeyri í hvelli“. Og ennfremur: „Þú athugar þetta vandlega og treysti ég því, að þú bjargir Jóa með þetta, þar sem hann bindur allt sitt traust við þig í þessu máli.“ Loftur Jónsson hefur borið það, að Jóhann Stefánsson hafi skýrt honum frá því, að hann hefði beðið ákærða um að kaupa notaða bifreið í greindri Bandaríkjaferð. Kveðst Loftur hafa þurft að skrifa ákærða bréf vestur um haf og Jóhann beðið hann um að minna ákærða á að kaupa vandaða bifreið. Sendi hann síðan ákærða bréfið á dskj. nr. IX og kveðst að sjálfsögðu hafa gengið út frá því, að lánið til kaupa á bifreiðinni væri hon- um óviðkomandi, en aðeins mál þeirra Jóhanns og ákærða. Ákærði hafi svo komið með bifreið að vestan og kveðst Loftur hafa látið hann fá fé til að greiða flutningsgjald hennar og toll hér. Hann hafi þó ekki krafið ákærða um endurgreiðslu þessara út- gjalda, þegar Sigurður keypti bifreiðina, þar eð hann hafi þá haldið, að um hrein bifreiðaskipti væri þar að ræða og peninga- greiðsla Sigurðar til ákærða við þetta tækifæri kæmi þeim skipt- um ekki við og væri þeirra einkamál. Þá kveðst Loftur þó nokkru eftir að Sigurður eignaðist bifreiðina hafa fengið reikn- ing og reikningsyfirlit frá útflytjendum hennar, North Starlight Export Corp. í New York, þar sem fyrirtækið hafði skuldað Jón Loftsson h.f. fyrir 210 dollurum vegna kaupsverðs bifreið- arinnar. Hafi þetta komið honum algerlega á óvart, þar sem 254 hann hafði aldrei samþykkt það, en Jón Loftsson h.f. hafi greitt fjárhæðina. Hefur Loftur Jónsson lagt fram í málinu greindan reikning (dskj. nr. XI) og reikningsyfirlit (dskj. nr. X). Reikningurinn, sem er vélritaður, er frá nefndu fyrirtæki í New York, dags. 29. október 1959, til Jóhanns Stefánssonar yfir Ford(bifreið) 1954 ásamt kostnaði, að fjárhæð samtals 210 dollara. Yfirlitið, sem er handritað, sýnir farmsendingar til „Jon Loftsson“ og m. a. er 20. nóvember 1959 tilgreind Ford bifreið 1954 á 210 (dollara) „NO CREDIT“. Ákærði hefur ekki kannazt við, að reikningurinn á dskj. nr. XI geti varðað bifreið þá, sem hann keypti fyrir vestan og um ræðir í máli þessu, og kveður að fleiri reikningar frá sama fyrir- tæki vegna bifreiðakaupa hafi ekki reynzt réttir. Jóhann Stefánsson kveðst hafa beðið ákærða um, áður en hann fór vestur um haf, að hjálpa honum til að greiða verð bifreiðar, sem hann kynni að kaupa fyrir hann þar. Loftur Jóns- son hafi svo sagt honum, að ákærði hefði ekki haft peninga til að greiða verð bifreiðarinnar og hefði Loftur lagt út 390 dollara, en síðan skuldfært hann (Jóhann) fyrir þeirri fjárhæð í við- skiptum þeirra. Telur Jóhann sig því ekki skulda ákærða neitt vegna bifreiðarkaupanna. Í málinu hefur borið vitni Sigríður Eyja Henderson, eiginkona Frank Henderson, til heimilis að 61—15 97th Street, Forest Hill 74, New York, en þau hjónin eiga og reka fyrirtækið North Starlight Export Corp. Hún minnist þess, að um haustið 1959 kom ákærði í fyrirtækið og þá a.m.k. einu sinni eða tvisvar með Magnúsi Óskarssyni lögfræðingi. Ákærði, sem kvaðst vera í viðskiptaerindum fyrir fyrirtækið Jón Loftsson í Reykjavík, hafi farið inn í Bandaríkin til að hitta systur sína, og þegar hann kom aftur eftir nokkurn tíma, hafi hann samið um kaup á tveimur bifreiðum ásamt bifreiðavarahlutum fyrir milligöngu fyrirtækis þeirra hjóna og haft orð á því, að bifreiðarnar keypti hann fyrir fólk, sem væri á vegum fyrirtækisins Jóns Lofts- sonar. Báðar bifreiðarnar hafi verið notaðar fólksbifreiðar og hafði önnur verið áður í eigu símafyrirtækis. Sigríður Eyja kveðst ekki muna, hvert verð bifreiðanna var eða hve hárri fjárhæð þessi viðskipti ákærða námu. Hún kveður, að áður en hann fór inn í landið, hafi hann lagt til fyrirtækis þeirra hjóna rúmlega 200 dollara, að því er hún heldur, en hún geti ekki borið um, hvort hann greiddi síðar frekari fjárhæðir eða hvort 255 hann hafði gert að fullu upp greiðslu til fyrirtækisins, er hann fór til Íslands. Hún kveður eiginmann sinn hafa vélritað dskj. nr. XI og heldur, að það sé afrit af reikningi yfir fyrrgreinda símabifreið. Þá kvaðst hún þekkja rithönd eiginmanns síns á dskj. nr. X, sem sé ljósmynd af yfirliti yfir viðskipti fyrirtækis þeirra hjóna og fyrirtækisins Jóns Loftssonar. Magnús Óskarsson lögfræðingur, Sólheimum 23, hér í borg, kveðst hafa hitt ákærða í New York á tilgreindum tíma og eitt sinn hafi þeir farið til fyrirtækisins North Starlight Export Corp., þar sem ákærði hafi gert ýms persónuleg innkaup og rætt við Henderson um ýms viðskipti. Ákærði hafi haft hug á að kaupa notaða bifreið og lagt drög að kaupum fólksbifreiðar og muni Henderson hafa átt að vera milligöngumaður um þau og sjá um sendingu bifreiðarinnar til Íslands. Magnús kveðst ekki hafa vitað, hvert verð hennar var eða átti að vera og ekkert hafi verið minnzt á það, hvort ákærði var að kaupa bifreiðina fyrir sjálfan sig eða einhvern annan. Ákærði hafi í þetta skipti greitt til fyrirtækisins dollara í reiðufé og máske einnig tékka, en hve háa fjárhæð geti hann ekki sagt um og megi vel vera, að eiginkona Hendersons hafi frekar en hann tekið við pening- unum. Magnús kveðst hafa vitað, að ákærði ætlaði bráðlega til Íslands og haft orð á því við hann, hvað hann hefði mikla peninga svona í ferðalok, en hann kvaðst þá hafa fengið pen- inga hjá systur sinni í Connecticut, en nefndi ekki upphæðina. Ákærði hafði svo fengið kreditnótu fyrir greiðslunni og kveðst Magnúsi hafa skilizt, að hún ætti að nægja til lúkningar á not- aðri fólksbifreið. Annað fé hafi hann ekki séð ákærða afhenda þeim hjónum, þegar frá sé skilin staðgreiðsla hins áðurgreinda persónulega varnings. Magnús kveðst hafa verið í förum inn í Bandaríkin, en bjóst við að koma aftur eftir dálítinn tíma til New York. Hafi ákærði beðið hann um að fara þá til Henderson og fylgjast með kaupum og flutningi bifreiðarinnar, ef ekki væri búið að ganga frá því máli. Hann hafi lofað að gera það og um mánuði seinna hafi hann talað við Henderson, sem sagði honum þá, að bifreiðin væri farin áleiðis til Íslands. Öll framangreind vitni hafa staðfest framburð sinn með eiði eða drengskaparheiti. Um 1) lið. Ákærði hefur eigi fært neitt sérstakt fram, sem er til styrktar þeim framburði hans, að hann hafi afhent Lofti Jónssyni greindar kr. 29.000.00. Hins vegar hafa komið fram í málinu nokkur 256 atriði, sem draga úr sennileika framburðar hans og jafnframt styrkja gagnstæðan framburð Lofts og eru þau einkum þessi: a) Jóhann Stefánsson kveðst aldrei hafa veitt ákærða heim- ild til að afhenda Lofti hluta af söluverði bifreiðarinnar, og hef- ur ákærði viðurkennt það. b) Ákærði kveður, að Loftur hafi talið sig eiga að fá helm- ing af söluverði bifreiðarinnar, en það var kr. 45.500.00. Ef ákærði hefði afhent Lofti nefndar kr. 29.000.00 auk 40 þúsund krónanna, sem getur í 2) lið, hefur hann afhent honum kr. 69.000.00 eða kr. 23.500.00 umfram það, sem hann kveður, að Loftur hafi talið sig eiga að fá. c) Ákærði kveðst ekki hafa beðið Loft um kvittun fyrir við- töku hans af hluta af söluverði bifreiðarinnar, sem lá þó beinast við að gera, og það því fremur, ef hann hefði afhent Lofti langt- um hærri fjárhæð en hann taldi sig eiga að fá. d) Ósönnuð er sú staðhæfing ákærða, að Loftur hafi talið Þeningana kr. 29.000.00, og jafnframt ber Sigurður Gíslason, að svo hafi ekki verið og Loftur sjálfur kveður, að ekki hafi orðið af því, eftir því sem hann muni bezt. ö) Sannað er með framburðum Lofts og Sigurðar, að ákærði taldi peningana, þó að hann hafi haldið því fram, að hann hafi ekki snert þá. e) Telja verður sannað með framburðum þeirra Stefáns Jó- hannssonar og Jóhanns sonar hans, að ákærði hafi átt að selja bifreiðina með vitund Stefáns og í samráði við hann, en hvor- ugt gerði hann. f) Stefán kveður, að ákærði hafi tvívegis sagt honum ósatt um söluverð bifreiðarinnar og ekki sagt sannleikann fyrr en hann hafði skýrt honum frá vottorði Sigurðar um verðið. Vott- orð þetta þykir styðja framburð Stefáns, enda hefði verið óþarfi fyrir hann að afla þess, ef ákærði hefði verið búinn að segja honum hið rétta söluverð bifreiðarinnar. Samkvæmt framansögðu verður ekki talið, að ákærði hafi af- hent Lofti Jónssyni margnefndar kr. 29.000.00 af söluverði bif- reiðarinnar R 8658 eða staðið Jóhanni Stefánssyni skil á þeim með öðrum hætti. Um 2) og 3) lið. Með skírskotun til þess, sem sagt var í þeim liðum hér að framan, er sannað, að ákærði hefur staðið skil á þargreindum upphæðum, samtals kr. 50.000.00. Um 4) lið. 257 Sannað er, að ákærði hefur greitt útsvar fyrir Jóhann Stefáns- son, að fjárhæð kr. 6.200.00, sem ber að koma til frádráttar kröfum hans á hendur ákærða. Um 5) lið. Sannað er, að ákærði hefur greitt fyrir Jóhann Stefánsson skrásetningargjald bifreiðarinnar R 8658 svo og kostnað við um- skráningu hennar, samtals kr. 500.00, sem ber að koma til frá- dráttar fjárköfum hans á hendur ákærða. Um 6) lið. Ákærði hefur viðurkennt að hafa fengið 12 þúsund króna víx- ilinn, sem Þórarinn Júlíus Þorkelsson lét hann fá greiddan og haldið andvirðinu. Telur hann, að sér hafi þetta verið heimilt, bar eð hann hafi útvegað Jóhanni Stefánssyni 390 dollara lán og notað það til kaupa á bifreiðinni fyrir vestan haf, en lán þetta hafi verið ógreitt. Ákærða hefur þó ekki tekizt að færa sönnur á, að hann hafi greitt nefnda fjárhæð vegna bifreiðar- innar, sem hann keypti fyrir Jóhann. Framburðir Magnúsar Óskarssonar og Sigríðar Eyju Henderson sýna þó, að ákærði hefur afhent reiðufé til fyrirtækisins North Starlight Export Corp., sem hafði milligöngu um kaup bifreiðarinnar og sá um flutning hennar hingað til lands. Skildist Magnúsi, að upphæðin ætti að nægja til lúkningar á notaðri fólksbifreið, og Sigríður Eyja heldur, að ákærði hafi lagt inn til fyrirtækisins rúmlega 200 dollara, áður en hann fór inn í landið til að hitta systur sína, en þar eð ákærði keypti ýmislegt fleira en umrædda bifreið hjá fyrirtækinu, verður ekki fullyrt, að þessar fjárafhendingar ákærða hafi einmitt verið til greiðslu á margnefndri bifreið, þó að svo gæti verið. Ennfremur er á það að líta, að nefnt fyrir- tæki hefur í nóvember 1959 fært í reikning fyrirtækisins Jóns Loftssonar h.f. 210 dollara vegna kaupverðs á Ford bifreið 1954, og kveður Sigríður Eyja, að þetta hafi verið önnur af þeim tveimur bifreiðum, sem ákærði festi kaup á fyrlr milligöngu fyrirtækis þeirra hjóna. Samkvæmt þessu verður að telja, að ákærða hafi verið óheim- ilt að halda fullu andvirði 12 þúsund króna víxilsins, heldur hafi honum borið að standa Jóhanni Stefánssyni skil á því, en að frádregnum kr. 6.200.00 - kr. 500.00 í uppgjöri við hann. Niðurstaðan verður því sú, að ákærði hefur staðið skil á kr. 40.000.00 - kr. 10.000.00 -} kr. 6.200.00 kr. 500.00 eða sam- tals kr. 56..700.00, en ekki staðið skil á kr. 34.300.00 af sölu- verði bifreiðarinnar R 8658, kr. 91.000.00. 17 258 Með tilvísun til þess, sem rakið hefur verið hér að framan, telur dómarinn, að lögfull sönnun sé fram komin fyrir því, að ákærði hafi dregið sér kr. 29.000.00 af söluverði bifreiðarinnar og þannig gerzt sekur um brot gegn 247. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19, 12. febrúar 1940. Hins vegar kann að vera, að ákærði hafi lagt út eitthvert fé í Bandaríkjunum vegna kaupa á bifreiðinni og að ástæðan fyrir því, að hann stóð ekki skil á kr, 34.300.00, að frádregn- um kr. 29.000.00, þ. e. kr. 5.300.00, hafi verið sú, sem ákærði heldur fram, að hann hafi talið sér vera heimilt að halda eftir af söluverðinu, sem þeim útgjöldum hans næmi. Þykir dóminum því varhugavert að telja sannað, að ákærði hafi með vanskil- um sínum á nefndum kr. 5.300.00 gerzt sekur um fjárdrátt samkvæmt 247. gr. hegningarlaganna, og ber því að sýkna hann af þeirri ákæru. Þykir refsing ákærða með tilliti til fyrri brota hans hæfi- lega ákveðin fangelsi í 7 mánuði. Af hálfu Jóhanns Stefánssonar hefur þess verið krafizt, að ákærði greiði honum andvirði bifreiðarinnar R 8658, kr. 91.- 000.00, að frádregnum kr. 40.000.00, sem ákærði afhenti Lofti Jónssyni, og víxlinum að fjárhæð kr. 10.000.00, sem hann af- henti Stefáni Jóhannssyni, þ. e. kr. 41.000.00, ásamt 7% árs- vöxtum frá gjalddaga fyrrnefnds 12 þúsund króna víxils, 25. október 1960, til greiðsludags. Ákærði hefur ekki samþykkt bótakröfu þessa, en samkvæmt niðurstöðu málsins ber að taka hana til greina, þó þannig, að hún verður lækkuð í kr. 34.300.00. Ákærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns í málinu, Guð- mundar Ingva Sigurðssonar hrl., kr. 3.500.00. Dómsorð: Ákærði, Sigurður Örn Hjálmtýsson, sæti fangelsi í 7 mánuði. Ákærði greiði Jóhanni Stefánssyni kr. 34.300.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 25. október 1960 til greiðsludags. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns í málinu, Guðmund- ar Ingva Sigurðssonar hrl., kr. 3.500.00. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. 259 Mánudaginn 29. april 1963. Nr. 17/1961. Pétur Snæland h/f (Vagn Jónsson hdl.) gegn Magnúsi Björnssyni og Sturlaugi Björnssyni (Árni Gunnlaugsson hdl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason, Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðsson og Lárus Jóhannesson og Einar Arnalds yfirborgardómari. Skaðabótamaál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 26. janúar 1961 og gert þær dómkröfur, að honum verði dæmd sýkna í málinu, að fellt verði úr gildi fjár- nám, sem gert var í eignum hans hinn 12. janúar 1961 að kröfu stefndu, og að stefndu verði dæmt að greiða hon- um málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast þess, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur og áfrýjanda verði dæmt að greiða þeim málskostn- að fyrir Hæstarétti. Ýmis ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Áfrýjandi lagði síðla árs 1956 og á öndverðu ári 1957 linotolslitlag í gólf á neðri hæð og í hluta af kjallara húss- ins nr 80 við Hafnargötu í Keflavík, en þar eru húsakynni Matstofunnar Víkur. Eigandi hússins og rekandi matstof- unnar, stefndu hér fyrir dómi, sækja áfrýjanda í máli þessu til skaðabóta fyrir misfellur og veilur, er fram hafa komið í slitlaginu, og svo fyrir afnotamissi matstofunnar um tíma af þeim sökum. Hinn 25. janúar 1963 dómkvaddi bæjarfógetinn í Kefla- vík að tilhlutan áfrýjanda þá Gísla Þorkelsson efnaverkfræð- ing og Einar Kristjánsson húsasmíðameistara til þess að kveða upp álit um: (a) Ástæður „fyrir þeim göllum, er fram komu á gólfinu“, eftir að áfrýjandi lagði linotol á þau. (b) það, „hvort gólfin séu í svipuðu ásigkomulagi og 260 þegar matsgerðin fór fram 1957“. (ec) „hversu mikilli verð- rýrnun gallarnir á gólfinu valdi á söluverðmæti hússins“. Matsmenn skiluðu matsgerð 9. marz 1963. Þar segir m. a.: „Litar- og áferðarmunur sést strax“. „Ójöfnur í gólfinu voru ekki það miklar, að þær gætu haft teljandi áhrif á slit gólflagsins“. „Linotolgólflagið er mjög víða laust við steinlagið eins og 1957“. Matsmenn telja meira slits gæta, þar sem slitlagið er laust við undirlagið. Í kjallara hafi linotollagið verið fast við undirlagið, enda hafi þar eigi verið óeðlilegu sliti til að dreifa. Þeir segja, að „harka og festa slitlagsins“ hafi verið mis- jafnlega mikil. Geti það hafa stafað af nokkurri ónákvæmni í blöndu, og kunni tíðir þvottar að hafa veikt slitlagið, eink- um þar sem umferð er mest. Þá segja matsmenn: „Það kom í ljós, að slit gólfsins á stofuhæð og tröppum er orðið allmikið, og á nokkrum stöðum, þar sem mest umferð hef- ur mætt á, hefur það slitnað í gegn“. „Slit hefur aftur á móti aukizt verulega. Teppi hefur verið lagt á forstofu- gang og meðfram afgreiðsludiski að utanverðu“. Hafa mats- menn það eftir stefnda Magnúsi Björnssyni, að teppi hafi verið þarna frá árinu 1958 og hafi hann sýnt þeim teppa- reikning frá því í nóvember 1958. Enn segja matsmenn: „Undir teppinu við útidyr var linotollagið gatslitið. Fram- an við diskinn var einnig mjög mikið slit, og hafði mynd- azt lægð í gólflagið undir teppinu. Innan við diskinn var einnig mikil laut í linotollagið meðfram honum og á tals- verðu svæði alveg slitið í gegn. Ennfremur var linotollagið gatslitið á eftirtöldum stöðum: Á báðum salernum, við vinnsluborð í innanverðu eld- húsi og á 5 af 12 þrepum í kjallarastiga. Auk þess var mikið slit á mest öllu eldhúsgólfinu og hinum sjö stiga- þrepum. Gólf í sal matstofunnar var meira slitið en 1957, en eigi varð séð, að aðrir staðir væru að því komnir að eyðileggj- ast en áðurnefnt svæði framan við diskinn“. Þá segja mats- 261 menn: „Sprungur og gólflistar virtust í svipuðu ástandi og var, þegar matsgerð fór fram 1957“. „Við skoðun varð hvergi séð, að kvarnazt hafi úr sprungum né óeðlilegt slit þeirra vegna“. Hinn 1. apríl 1963 könnuðu matsmennirnir að tilhlutan umboðsmanns áfrýjanda, hvort sprungur á linotolslitlaginu stæðu í sambandi við sprungur í steypta gólfinu undir því, Segir um þetta í viðbótarmatsgerð þeirra, dags. 1. apríl 1963: „Höggvið var upp linotolslitlag á 6 stöðum, þar sem greinilegar sprungur voru í því. Hreinsað var vandlega steypta gólfið undir, til þess að ganga úr skugga um, hvort það væri sprungið eða ekki. Í ljós kom, að á 4 hinna upp- höggnu staða voru sprungur í steypta gólfinu undir. Lágu sprungurnar í líka stefnu og sprungurnar í linotolslitlaginu yfir, en voru y eins til 10 sentimetra fjarlægð frá þeim. Á tveimur hinna upphöggnu staða fundust engin merki um sprungur í steypta gólfinu. Sprungur þær, sem getur að framan, voru ýmist við burðarbita eða úti á plötu, þar sem ekki voru bitar undir. Í báðum tilvikum fundust dæmi um sprungna steypu og án sprungna“. Mál þetta var flutt í Hæstarétti hinn 3. apríl 1963. Eftir málflutninginn beindi Hæstiréttur því til málflytjenda „að leiða í ljós, hvort sprungurnar í linotolgólflaginu stafi af sprungum í steingólfinu og, sé því til að dreifa, hvenær telja megi líklegt, að sprungurnar í steingólfinu hafi mynd- azt.“ Samkvæmt beiðni umboðsmanns áfrýjanda dómkvaddi bæjarfógetinn í Keflavík hinn 8. apríl 1963 Einar Sveins- son múrarameistara til að framkvæma framhaldsmat um nefnt efni ásamt þeim Gísla Þorkelssyni og Einari Krist- jánssyni. Matsmenn framkvæmdu mat sitt hinn 13. april og skiluðu matsgerð hinn 15. s. m., er hljóðar svo: „Höggið var upp lnotolsólflag á sex stöðum, þar sem áberandi sprungur voru í linotolgólflaginu, en ekki hafði verið höggið upp áður (þ. e. 1. april). Höggin voru upp svæði þversum yfir sprungurnar 10 sm eða meira til hvorr- ar hliðar. Steingólfið undir var síðan hreinsað vandlega 262 til þess að ganga úr skugga um, hvort það væri sprungið eða ekki. Fimm af hinum upphöggnu stöðum voru við burðarbita eða út frá súlum, og fundust engar sprungur í steingólfinu á neinum þessara staða. Aðeins á einum hinna upphöggnu staða fannst að þessu sinni sprunga í steingólfinu undir. Var það í horni mat- salar, næst mótum Hafnargötu og Faxagötu. Sprungan í lnotollaginu var beint upp af sprungunni í steingólfinu og fylgdi henni. Linotolsólfið var þarna vel fast við steingólf- ið. Svona sprungur eru algengar hornsprungur á steypt- um plötum. Af viðgerð, sem framkvæmd hafði verið á lnotolgólf- inu rétt við nefnda hornsprungu fáum dögum eftir að linotolgólfið var lagt, má ráða, að hornsprungan hafi verið komin, áður en viðgerðin fór fram, þar sem nokkur hluti af útlinum viðgerðarinnar fylgir óreglulegum hluta sprung- unnar í gólfinu, en aðrar útlínur viðgerðarinnar eru ákveðn- ar beinar línur. Við fyrri athugun, 1. april 1963, hafði einnig fundizt hlið- stæð hornsprunga undir sprungu í syðra horni matsalar, er veit að Faxagötu. Þar var linotolgólfið laust við stein- gólfið. Báðar þessar sprungur eru víða % til 1 millimetri á breidd, og má telja líklegt, að þær hafi valdið sprungun- um í linotolgólfinu á þessum stöðum. Til svars við framangreindum spurningum var höfð frek- ari hliðsjón af skoðunargerð matsmanna 1. april 1963. Tveir af þessum stöðum, er þá fundust sprungur á í stein- gólfinu, voru í sömu sprungu í steingólfinu, sem er þver- sprunga Í gólfinu yfir miðbik gólfflatarins. Svona sprungur eru einnig algengar í stórum steyptum loftum (gólfum). Þá er enn að geta eins staðar, sem högginn var upp þ. 1. þ. m. Var hann út frá súlu, og fannst þar sprunga í stein- gólfinu í um 10 til 12 sm fjarlægð frá sprungu í linotol- gólfinu. Þessi sprunga var hárfín, rétt aðeins sýnileg, en hafði þó líka stefnu og linotolsprungan“. Telja matsmenn 263 „ekki unnt að segja um, hvort setja megi hana í samband við lHnotolsprunguna. Á sjö stöðum,. sem höggnir voru upp og athugaðir 1. og 13. apríl, fundust engar sprungur í steingólfinu. Þar á meðal voru margar hinar stærri og mest áberandi sprung- ur í linotolgólfinu. Þess ber að geta, að á einum þessara 7 staða var þunnt lag af steypu, um 5—8 mm á þykkt, laust við steingólfið og flísaðist auðveldlega frá. Þetta lag var greinilega úr annarri steypu en steingólfið og mun stafa af viðgerð á því. Ekki var unnt að sjá, hvenær sú viðgerð hefur farið fram“. Niðurstöður matsmanna eru: „1. að hornsprungurnar muni stafa af sprungum í stein- gólfinu og mjög sennilega einnig nefnd þversprunga yfir miðbik gólfsins. Aðrar sprungur í linotolgólfinu var ekki hægt að setja í samband við sprungur í stein- gólfinu. Hornsprungan í horninu við mót Hafnargötu og Faxa- götu má telja, að hafi myndazt áður en linotolgólfið var lagt, og einnig má telja sennilegt, að hin horn- sprungan og þversprungan hafi myndazt, áður en það var lagt, þó eigi sé það sannað.“ Skoðunargerðir þær, sem fram hafa farið eftir uppsögu héraðsdóms, veita eigi ástæðu til að ætla, að gallana á lino- tolslitlaginu megi að ráði rekja til sprungna í steingólfinu, sem komið hafi eftir álagningu linotollagsins og verkstjóri áfrýjanda mátti eigi vara sig á. Verkstjóra áfrýjanda bar að kanna, sem sem kostur var, áður en linotolslitlagið var lagt á, að steingólfið væri svo úr gerði gert, að traust lino- tollag mætti á það leggja. Af skoðunargerðunum og öðr- um gögnum málsins þykir verða að ráða, að missmíðin á slitlaginu stafi að langmestu af mistökum við undirbúning verksins eða framkvæmd, er áfryjandi ber ábyrgð á. Samkvæmt þeim matsgerðum, sem héraðsdómur lagði til grundvallar, nam heildarkostnaður af viðgerð á missmið í linotolslitlaginu kr. 48.133.80. Þeir Gísli Þorkelsson og No 264 Einar Kristjánsson telja í matsgerð sinni, dags. 9. marz 1963, að verðrýrnun hússins vegna gallanna nemi kr. 56.- 423.00. Niðurstaða þessi er reist á því, að talinn er kostn- aður af lagningu nýs linotolslitlags á alla stofuhæð mat- stofunnar og kjallarastigann og gert er ráð fyrir eins og hálfs mánaðar húsaleigutapi. Þá er dreginn frá fyrningar- kostnaður gólfsins frá ársbyrjun 1957 til marzmánaðar 1963. Að þessu athuguðu þykir mega staðfesta ákvæði héraðs- dómsins, sem eigi hefur verið gagnáfrýjað, um skaðabætur fyrir galla á Tinotolslitlaginu. Með skirskotun til forsendna héraðsdóms þykir mega staðfesta ákvæði hans um skaðabætur vegna rekstrarstöðv- unar á Matstofunni Vík, kr. 25.000.00. Krafa áfrýjanda um ógilding fjárnámsgerðar er eigi til greina tekin. Eftir atvikum er rétt, að áfrýjandi greiði stefndu máls- kostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 7000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Pétur Snæland h/f, greiði stefndu, Magn- úsi Björnssyni og Sturlaugi Björnssyni, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 7000.00, að viðlagðri aðfór að lögum. Dómur bæjarþings Hafnarfjarðar 27. október 1960. Mál þetta er höfðað hér fyrir bæjarþinginu með stefnu, út- gefinni 1. september 1958 af Magnúsi Björnssyni, Faxabraut 18, og Sturlaugi Björnssyni, Ásabraut 4, báðum í Keflavík, gegn Pétri Snæland h.f, Reykjavík, til greiðslu skaðabóta að fjár- hæð kr. 154.917.80 auk 6% ársvaxta frá útgáfudegi stefnu til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu eftir mati dómsins. Af hálfu stefnda er aðallega krafizt sýknu og málskostnaðar, en til vara, að kröfur stefnenda verði stórlega lækkaðar. Málavexti kveða stefnendur þá, að síðla árs 1956 hafi stefndi tekið að sér að leggja svonefnt linotol-slitlag á gólf neðri hæðar og hluta af kjallara í húsinu nr. 80 við Hafnargötu í Keflavík, 265 en þar er Matstofan Vík til húsa. Aðild málsins sóknarmegin er þannig til orðin, að Magnús Björnsson er eigandi Matstof- unnar Vík og leigutaki hjá húseigandanum, Sturlaugi Björns- syni, sem á allt húsið. Er samkomulag stefnenda að haga sókn málsins þann veg, sem gert er. Fyrrnefnt verk var að sögn stefnenda unnið á tímabilinu nóv- ember 1956 til janúar 1957. Þeir kveða fljótlega hafa komið í ljós, að verkið var stórgallað. Hafi verið kvartað við stefnda strax og tilefni gafst og með bréfi, dags. 23. maí 1957, var honum tilkynnt, að hann yrði krafinn skaðabóta. Í bréfi þessu kvarta stefnendur yfir því, að þegar sé farið að bera á sliti á gólfinu, sprungur séu komnar í það og aukist sífellt. Það sé óslétt og áferð slæm. Hinn 23. ágúst 1957 dómkvaddi bæjar- fógetinn í Keflavík að beiðni stefnenda þá Gísla Þorkelsson efnaverkfræðing og Björn Rögnvaldsson byggingameistara til þess að meta til peningaverðs viðgerð á gólfinu. Skoðuðu mats- menn gólfin ásamt aðiljum og umboðsmönnum 16. septem- ber 1957. Í matsgerð þeirra segir, að allt gólf stofuhæðarinnar, um 160 m?, sé í svipuðu ástandi. Linotol-gólflagið sé mjög víða laust við steingólfið og auk þess allvíða sprungið. Við útiðyr sé farið að bera á verulegu sliti og gólflistar (húlkílar) mjög víða lausir. Telja matsmenn, að ekki verði hjá því komizt að höggva upp allt linotol-lagið af gólfi stofuhæðar ásamt gólflist- um og leggja nýtt, þar sem gera megi ráð fyrir, að linotol- lagið losni í kringum lausu fletina, begar þeir verði höggnir upp, en lausu fletirnir nemi nú um helmingi gólfflatarins. Þá telja þeir og, að kjallaratröppur af stofuhæð í kjallara verði að fá sams konar viðgerð, þar sem linotol-lagið sé víða laust á þeim, eitt þrepið mjög slitið og auk þess bætt með öðrum lit af linotol. Gólflagið í kjallara reyndist fast við steininn, og töldu matsmenn ekki ástæðu til að hreyfa við því, enda þótt yfirborðið væri ekki með æskilegri áferð. Heildarkostnað við framangreinda viðgerð mátu matsmenn- irnir kr. 38.607.80. Með viðbótarmati, dags. 18. júlí 1958, mátu matsmenn sérstaklega kostnað við að taka niður og setja upp að nýju öll skilrúm í sal Matstofunnar á kr. 9.526.00, þannig að heildarkostnaður við allt verkið verður samkvæmt mati þeirra kr. 48.133.80. Vinnu við verkið ásamt bið, unz gólfið þyldi um- ferð af nýju, áætluðu matsmennirnir 21 dag. Dómendur hafa farið á staðinn og kynnt sér aðstæður eftir föngum. Stefndi reisir sýknukröfu sína á því, að gallar þeir, sem komið 266 2 hafi fram á verkinu, stafi af atvikum, sem hann beri ekki ábyrgð á. Kynding hafi ekki verið komin í húsið nema að litlu leyti, er gólflagið var lagt og vatn hafi flætt inn á það frá glugg- um og hurð, sem ekki hafi verið forsvaranlega gengið frá. Þá hafi hirðingu gólfsins verið mjög ábótavant af hálfu stefnenda. Það hafi verið þvegið með kemiskum þvottalög í stað græn. sápu, eins og stefndi hafði mælt fyrir um, og gólfið legið undir bleytu og sandi. Starfsmaður stefnda, Finnur Hilmar Sigurðsson, er hafði um- sjón með verki þessu, lýsir framkvæmd þess þannig, að fyrst sé lagt á gólfið (steininn) ca. 1 em þykkt lag af sagsteypu, sem sé blanda af sagi og magnesit-steypuefni. Efni þessi eru hrærð saman þurr, en síðan hrærð út í sýrublöndu, 18—22“ að styrk. leika. Er gólfið tekið rétt með þessu undirlagi, sem síðan er látið harðna í 1—2 sólarhringa, áður en linotol-slitlagið er lagt á. Sagsteypan og linotolefnið, sem eru þurrefni, kemur blandað á staðinn frá verksmiðju stefnda, en er hrært út í „sýru“blöndu á vinnustað. Þegar hæfileg harka er komin á linotol-slitlagið, er það skafið með siklingum og síðan borin á það línolía. Ekki er nauðsynlegt, að undirlagið sé þurrt, áður en linotollagið er lagt á, en óblandað vatn má ekki vera undir því og er gólfið kústað upp úr „sýru“ og sagsteypu til að fyrirbyggja það. Taldi verkstjórinn, að skemmdirnar stöfuðu af því, að vatn hefði komizt í sagsteypuna gegnum glugga og hurð. Ekki mundi hann, hvort hann athugaði, að spjöld væru lokuð fyrir glugg- um, en minnti, að rigning hefði verið, þegar verkið var unnið. Starfsmenn stefnda lærðu verk þetta fyrir 2—3 árum af dönsk- um mönnum, sem sendir voru hingað til lands frá verksmiðju þeirri, sem stefndi hefur samband við, en annars er þetta ekki iðngrein. Aðferð þessi hefur verið notuð erlendis um langt skeið samkvæmt upplýsingum stefnda. Þess er að geta, að efnagrein- ing, sem dómurinn lét gera, leiddi í ljós, að svonefnd „sýra“ er magnesiumklorid, en ekki sýra. Það er upplýst í málinu, að vatn lá á gólfi hæðarinnar eftir að slitlagið hafði verið lagt og að það harðnaði ekki þar, sem vatnið lá á því. Ekki er ljóst, hvort bleyta þessi stafaði af raka- myndun vegna ónógrar loftræstingar eða leka með gluggum og hurð, en af hálfu stefnenda er því neitað, að lekið hafi með gluggum, og Sveinn Steingrímsson, starfsmaður stefnda, telur, að ekki hafi lekið með þeim, heldur hafi myndazt móða innan á rúðunum og einnig minnti hann, að lekið hefði inn um dyr, er 267 sneru að Hafnargötu. Ekki hefur verið upplýst, hvernig veður- far var né hvaða daga verkið var unnið. Þá hefur það komið fram, að slitlag á einni tröppu í kjallarastiga, þar sem notaður var „sýruafgangur“, er staðið hafði úti í óbirgðri tunnu, harðn- aði ekki. Þegar verkið var unnið, voru komnar rúður í glugga á hæðinni, en spjöld voru fyrir þar sem opnanlegir gluggar áttu að vera. Hiti var kominn á hæðina, en ekki í kjallara og einum ofni var bætt við, eftir að slitlagið var lagt. Af hálfu stefnenda er því haldið fram, að verkstjórinn, Finnur Ingimundarson, hafi athugað allar aðstæður, áður en verkið var hafið. Starfsmenn stefnda hafi lokað öllum gluggum og opum og hafi myndazt mikill slagi, svo að flóði niður á gólfið. Eftir að gólfið hafði verið skafið, útveguðu stefnendur að beiðni starfsmanna stefnda viftur og rafmagnsofna. Stefnendur viður- kenna, að þeim hafi verið sagt að þvo gólfið upp úr grænsápu- vatni og bóna það. Hafi gólfið verið bónað tvo fyrstu mánuðina, en þá var því hætt vegna þess, að það var svo óslétt, að ekki var hægt að nota bónvél til þess að bóna það. Þá hafi bónið viljað safnast saman í hauga, þar sem gólfið hafi drukkið það svo misjafnlega í sig. Stefnendur hafa lagt fram í málinu vottorð, dagsett 8. nóv. 1959, frá verzluninni Nonni og Bubbi í Keflavík. Þar segir, að ekki hafi borið á sprungum né áberandi sliti á linotol-gólflagi verzlunarinnar, sem lagt var fyrri hluta árs 1956, og hafi gólfið þar ekki verið bónað. Það er sannað, að mjög verulegir gallar komu fram í gólfi hæðarinnar fljótlega eftir að það var lagt. Staðhæfing stefnda, að stórfelld vanhirða á gólfinu hafi orsakað þessa galla, er ekki sönnuð. Það er heldur ekki sannað, að nokkru máli skipti, hvort gólf sem þessi eru þvegin upp úr grænsápuvatni eða fljótandi þvottaefni. Samkvæmt upplýsingum stefnanda Sturlaugs Björnssonar var kjallari hússins steyptur á árunum 1953 eða 1954. Var hann því a.m.k. tveggja ára, þegar gólflagið var lagt. Verður því að telja ósennilegt, að gólf hæðarinnar hafi verið á svo mikilli hreyf- ingu, að það hafi getað orsakað galla þá, sem fram komu. Gísli Þorkelsson efnaverkfræðingur kvaðst ekki hafa séð neinar sprung- ur neðan á kjallaraloftinu, er hann skoðaði það. Taldi hann lík- legt, að hið óeðlilega slit við útidyr og á kjallaratröppum staf- aði af mismun á slitlagsefninu eða blöndunarhlutföllum. Þá taldi hann sennilegt, að bleyta á gólfinu, þegar linotol-lagið sé lagt, 268 geti valdið því, að það festi sig ekki og það sama geti gerzt, ef vatn kemst undir slitlagið, áður en það nær að harðna. Telja verður, að verkstjóra stefnda hafi borið að ganga úr skugga um það, áður en verkið var hafið, að allar aðstæður væru þannig, að öruggt væri að leggja gólflagið á. Bar honum þá m. a. að athuga, að hæfileg loftræsting væri í húsinu og að ekki stafaði hætta að því, að vatn kæmist inn um glugga eða dyr. Af því, sem að framan er rakið, lítur dómurinn svo á, að sannað sé, að gallar þeir, sem fram komu í gólflaginu, eigi rót sína að rekja til framkvæmdar verksins sjálfs og þeirra aðstæðna, sem það var unnið við og beri því stefnda að bæta stefnendum kostn- að við það að vinna verkið að nýju. Undirmati því, sem áður greinir frá, hefur ekki verið hrundið. Þykir með tilliti til þess, að það er senn orðið þriggja ára gamalt mega leggja það til grundvallar þessum lið bótanna, eins og það liggur fyrir. Stefnendur sundurliða reksturstap Matstofunnar Vík þann tíma, 21 dag, sem matsmenn áætla að fari til viðgerðarinnar, Þannig: Beint reksturstap, kr. 1356.85 á dag í 21 dag .... kr. 28.493.85 20% minni viðskipti næstu tvo mánuði ........ — 16.282.20 10% minni viðskipti næstu 10 mánuði ........ — 32.563.20 5% minni viðskipti næstu tvo mánuði ......... — 4.444.75 Önnur óþægindi og fyrirhöfn af rekstrarstöðvun- inni og skerðing á „good-will“ ............... — 25.000.00 Samtals kr. 106.784.00 Lagður hefur verið fram í málinu rekstursreikningur Mat- stofunnar Vík fyrir árin 1957—9. Heildarvelta fyrirtækisins þessi ár er kr. 392.510.00 árið 1957, kr. 685.102.20 árið 1958 og kr. 775.845.95 árið 1959. Fyrsta árið er samkvæmt reksturs- reikningi tap kr. 1981.34, annað árið er það 19.862.00, en s.l. ár er netto hagnaður kr. 2683.12, og er þá búið að afskrifa inn- réttingar og áhöld um kr. 42.383.66. Rekstrartap, kr. 1356.85 á dag, er þannig fengið, að dagafjölda ársins er deilt á fasta útgjaldaliði samkvæmt rekstursreikningi ársins 1959. Eins og atvikum er háttað, þykja stefnendur eiga rétt á bótum vegna fastra útgjalda þann tíma, sem reksturinn stöðvast, svo og vegna óþæginda og fyrirhafnar, sem það hefur 269 í för með sér. Hins vegar liggja ekki rök til að dæma þeim bætur vegna minnkandi viðskipta né skerðingar á „good-will“ fyrirtækisins, þar sem eigi hafa verið færðar fram neinar sann- anir né líkur fyrir þessum þáttum kröfunnar. Með hliðsjón af því, sem upplýst er um rekstur Matstofunnar Vík, þykja bætur vegna reksturstöðvunar fyrirtækisins í 21 dag hæfilega metnar í einu lagi kr. 25.000.00, og er þá jafn- framt tekið tillit til þess notagildis, sem hið gallaða verk hafi haft fyrir stefnendur í nærfellt 4 ár. Samkvæmt þessu verða úrslit málsins þau, að stefnda ber að greiða stefnendum kr. 73.133.80 með vöxtum, eins og krafizt er í stefnu, svo og málskostnað, þar með talinn matskostnað, kr. 12.750.00. Dóminn kváðu upp Þeir Jón Finnsson, fulltrúi bæjarfógeta, Óskar B. Bjarnason efnaverkfræðingur og Sigurgeir Guðmunds- son byggingaverkfræðingur. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Pétur Snæland h.f., greiði stefnendunum, Magn- úsi Björnssyni og Sturlaugi Björnssyni, kr. 73.133.80 með 6% ársvöxtum frá 1. september 1958 til greiðsludags og kr. 12.750.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 1. maí 1963. Nr. 27/1963. Árnason, Pálsson £ Co. h.f. gegn Pétri Péturssyni f. h, Heildverzlunar Péturs Péturssonar. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Árnason Pálsson á Co. h.f., er eigi sækir dóm- þing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkis- sjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 270 Miðvikudaginn 1. maí 1963. Nr. 34/1963. Árnason Pálsson £ Co. h.f. gegn Pétri Péturssyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Árnason Pálsson á Co. h.f., er eigi sækir dóm- þing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkis- sjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Miðvikudaginn 1. mai 1963. Nr. 44/1963. Kristín Þórðardóttir gegn eigendum og vátryggjendum m/s Deneb og Togaraafgreiðslunni h.f. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Kristin Þórðardóttir, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hún vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 271 Miðvikudaginn Í. maí 1963. Nr. 50/1963. Togaraafgreiðslan h.f. gegn Kristínu Þórðardóttur persónulega og f. h. Gísla Sigurðssonar, Maríu og Margrétar Sig- urðardætra og Sigurðar K. Sigurbjörnssonar svo Og gegn eigendum og vátryggjendum m/s Deneb. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Togaraafgreiðslan h.f., er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Miðvikudaginn 1. maí 1963. Nr. 53/1963. Þórarinn Þórarinsson, Jóhannes Sigurðsson og Þorgrímur Guðjónsson gegn Hafsteini Sigurjónssyni og til réttargæzlu Davíð Ólafssyni og Jóni Bergsteinssyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, Þórarinn Þórarinsson, Jóhannes Sigurðsson og Þorgrímur Guðjónsson, er eigi sækja dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef þeir vilja fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 212 Mánudaginn 6. maí 1963. Nr. 162/1960. Rafgeislahitun h/f (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.) Segn dánarbúi Jóngeirs D. Eyrbekks (Guðmundur Ásmundsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason, Gizur Bergsteinsson. Jónatan Hallvarðsson og Lárus Jóhannesson og Ármann Snævarr prófessor. Ómerking héraðsdóms. Heimvísun máls. Dómur Hæstaréttar. Málsaðilinn Jóngeir D. Eyrbekk andaðist eftir uppsögu héraðsdóms, og hefur dánarbú hans tekið við aðild málsins. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 22. september 1960, að fengnu áfrýjunarleyfi 20. s. m. Hann krefst sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnda i héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti af áfrýjanda. Í samningi málsaðilja í héraði 23. desember 1958, sem getið er í héraðsdómi, segir svo: „Undirritaðir aðiljar, Rafgeislahitun h/f, Reykjavík, sem seljandi og Jóngeir Eyrbekk, Hafnarfirði, sem kaupandi gerum með okkur svofelldan samning: Seljandi skuldbindur sig til að selja kaupanda og kaup- andi skuldbindur sig til að kaupa af seljanda Eswara-geisla- hitunarefni í hús við Linnetsstíg í Hafnarfirði samkvæmt tilboði, dags. 25/10 1958. Jafnframt skuldbindur kaupandi sig til að láta seljanda annast eftirlit með uppsetningu hit- unarkerfisins og frágangi.“ Fram er komið, að kaupandi efnisins lét vinna verkið, án þess að tilkynna framkvæmd þess seljanda, sem því átti eigi kost neins eftirlits, þrátt fyrir greint samningsákvæði. Það er því ekki rétt hermt í forsendum hins áfrýjaða dóms 213 og hefur eigi stoð í málsgögnum fyrir héraðsdómi, að áfrýj- andi hafi „samkvæmt samningi aðilja“ átt að „annast upp- setningu“ hitunarefnisins „og frágang í húsi stefnanda“ og að hann hafi annazt „uppsetningu hitunarefnis þessa“. Þar sem dómurinn er þannig reistur á röngum forsendum um mikilvæg málsatvik, þykir verða að ómerkja hann og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og uppsögu dóms af nýju. Áfrýjandi, sem án lögmætra forfalla lét þingsókn falla niður í héraði eftir þingfestingu málsins, greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 7.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera ómerkur, og er mál- inu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og upp- sögu dóms af nýju. Áfrýjandi, Rafgeislahitun h/f, greiði stefnda, dánar- búi Jóngeirs D. Eyrbekks, málskostnað fyrir Hæsta- rétti, kr. 7.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 21. desember 1959. Mál þetta, sem dómtekið var 9. desember 1959, hefur Jóngeir D. Eyrbekk fisksali, Vesturbraut 10, Hafnarfirði, höfðað fyrir bæjarþingi Reykjvíkur með stefnu, birtri 19. október 1959, gegn Guðlaugi E. Jónssyni sem stjórnarformanni Rafgeislahitunar h.t., Einholti 2, Reykjavík. Gerir stefnandi þær dómkröfur, að stefnda verði gert að taka aftur rafgeislahitunarefni, það sem stefnandi keypti af stefnda með kaupsamningi 23. desem- ber 1958 og sett var upp í Fiskhöllinni við Linnetsstíg í Hafnar- firði, að stefnda verði gert að greiða stefnanda andvirði efnisins, uppsetningarkostnað og tapaða húsaleigu kr. 43.371.16, auk 6% ársvaxta frá 6. júní 1959 til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu. Undir rekstri málsins hefur stefnandi lækkað kröfu sína vegna tapaðrar húsaleigu um kr. 6000.00 í kr. 37.371.00. Stefndi hefur hvorki sótt né látið sækja þing, og er honum 18 274 þó löglega stefnt. Verður því samkvæmt 118. gr. Í. 85/1936 að dæma málið eftir framlögðum skjölum og skilríkjum. Málavextir eru þessir: Samkvæmt kaupsamningi, dagsettum 23. desember 1958, keypti stefnandi ESWA-rafgeislahitunarefni í hús sitt við Linnetsstíg (Fiskhöllina) í Hafnarfirði af Rafgeislahitun h.f., Reykjavík. Annaðist stefndi uppsetningu hitunarefnis þessa og lauk verkinu síðast í marz. Þann 6. júní s.l. kom upp eldur í einni rafgeisla- hitunarplötunni og eyðilagðist hún, en slökkviliði tókst að koma í veg fyrir frekari verulegar skemmdir. Stefnandi reisir kröfur sínar á því, að hann hafi gert ráð fyrir því, þegar hann keypti hitunarefni þetta, að það væri sömu tegundar og viðurkenning Rafmagnseftirlitsins næði til. Raunin hefði hins vegar verið sú, að um nýja framleiðslugerð hefði verið að ræða og hefði stefndi ekki látið sig vita um það. Þá hefði stefndi og látið undir höfuð leggjast að afla leyfis réttra yfirvalda til uppsetningar hitunarkerfisins, svo sem þó var áskilið í kaupsamningi (dskj. 4). Auk þessa hefði svo komið í ljós framleiðslugalli á plötunum, en samkvæmt kaupsamningi hefði stefndi áskilið sér rétt til að annast eftirlit með uppsetn- ingu og frágangi hitunarefnisins. Samkvæmt samningi aðilja, dags. 23. desember 1958, skyldi stefndi selja stefnanda ESWA-rafgeislahitunarefni svo og ann- ast uppsetningu þess og frágang í húsi stefnanda. Var í samn- ingi þessum kveðið svo á, að leyfi viðkomandi yfirvalda til uppsetningar þess lægi fyrir, þegar samningurinn gengi í gildi, en það var 23. desember 1958. Einnig tók stefndi 1 árs ábyrgð á öllum göllum, sem fram kynnu að koma og stefnanda yrði ekki um kennt. Af greinargerð Rafmagnseftirlits ríkisins, dags. 14. júlí 1959 (dskj. 7), er ljóst, að rafgeislahitunarplötur þær, sem hér um ræðir, eru ekki að öllu leyti samkvæmt lýsingu á plötum þeim, sem Rafmagnseftirlitið samþykkti árið 1954. Í þessari greinar- gerð er þess einnig getið, að hitaliðar kerfisins hafi ekki heldur verið samþykktir. Þá liggur fyrir í málinu yfirlýsing Rafveitu Hafnarfjarðar, dags. 27. júlí 1959 (dskj. 10), þess efnis, að hún muni ekki leyfa endurtengingu hitakerfisins fyrr en fyrir liggi samþykkt raffangaprófunarinnar. Þegar á þetta er litið, svo og það, að hitunarkerfinu hefur í ýmsu verið áfátt, eins og fram kemur í áðurnefndri greinar- gerð Rafmagnseftirlitsins, verður niðurstaðan sú, að taka beri 215 til greina fyrri lið dómkrafna stefnanda, sbr. 42. gr. laga nr. 39/1922, enda verður að líta svo á, að í honum felist krafa um riftingu kaupanna. Einnig verður að telja stefnda skylt að bæta stefnanda það tjón, sem hann hefur orðið fyrir vegna brunans. Bótakröfur í síðari lið dómkrafna sinna sundurliðar stefnandi þannig: 1. Andvirði efnis .................... kr. 14.742.70 2. Uppsetningarkostnaður ............. — "7.628.46 3. Tap á húsaleigu í 5 mánuði ....... — 15.000.00 Kr. 37.371.16 Liðir 1—2, sem stefnandi kveðst hafa greitt, verða teknir til greina, enda eru þeir í samræmi við skjöl og skilríki, sem fyrir liggja. Bótakröfurnar í 3. lið hefur stefnandi rökstutt þannig, að hann hafi leigt „Wanson-umboðinu“ verzlunarhúsnæði í téðu húsi, en það hafi orðið að flytjast brott, þegar hitunin bilaði. Fyrirtæki þetta hafi greitt í leigu kr. 2500.00 á mánuði, og er krafizt leigu fyrir 5 mánuði, þ. e. frá 1. júní til 1. nóvember, en 29. október hóf stefnandi framkvæmdir við að byggja ofan á húsið. Þá hafi og verið í húsinu fyrirtækið Bifreiða- og fasteignasalan og greitt í leigu kr. 500.00 á mánuði. Hafi hún einnig orðið að fara úr húsnæðinu. Er þar og krafizt leigu fyrir 5 mánaða tímabil. Af gögnum málsins er ljóst, að stefnandi fékk fjárfestingar. leyfi til þess að byggja ofan á og við umrætt hús sitt 15. septem- ber 1959 og samkvæmt samningi, dags. 16. október 1959, leyfði stefnandi frímúrarastúkunni Hamri í Hafnarfirði að byggja ofan á hús sitt, en framkvæmdir hófust 29. október s. á. Með hlið- sjón af þessu verður ekki talið, að stefnandi eigi rétt til bóta Vegna missis leigu frá „Wanson-umboðinu“ lengur en til 1. októ- ber, eða í 4 mánuði. Hins vegar hefur stefnandi látið hjá líða að leggja fram skil- ríki um leigugreiðslur Bifreiða- og fasteignasölunnar, þrátt fyrir ábendingu dómsins, og verða því ekki teknar til greina kröfur hans þar að lútandi. Ber því stefnanda að greiða samkvæmt þessum lið kr. 10.000.00. Málskostnaður ákveðst kr. 4600.00. Sigurður Líndal, fulltrúi borgardómara, kvað upp dóm þenn- an ásamt meðdómsmönnunum Jóni Á. Bjarnasyni verkfræðingi og Óskari Hallgrímssyni rafvirkja. 276 Dómsorð: Stefnanda, Jóngeiri D. Eyrbekk, er rétt að rifta kaupum þeim, sem hann átti við stefnda í máli þessu, Rafgeislahit- un h.f., með samningi, dags. 23. desember 1958. Stefndi greiði stefnanda kr. 32.371.16 með 6% ársvöxt- um frá 6. júní 1959 til greiðsludags og kr. 4.600.00 í máls- kostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 6. maí 1963. Nr. 126/1962. Guðmundur Ingimundarson (Kristinn Gunnarsson hrl.) gegn Edvald B. Malmquist (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason, Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðsson og Lárus Jóhannesson og Ármann Snævarr prófessor. Mál til heimtu leigugjalds. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 28. september 1962 og gerir þær réttarkröfur, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnda í máli þessu og að stefndi verði dæmdur til að greiða sér málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti að mati Hæstaréttar. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og að áfrýjandi verði dæmdur til að greiða sér málskostnað í Hæstarétti. Sýknukröfu sina reisir áfrýjandi fyrst og fremst á þvi, að honum sé ranglega stefnt. Honum sé stefnt persónulega í stað þess að stefna hafi átt honum fyrir hönd dánarbús Ingimundar Ingimundarsonar. Á bæjarþingi Reykjavíkur 7. desember 1960 mætti áfrýj- 27 andi við aðiljayfirheyrslu. Er þar bókað: „Mætti lýsir því yfir, að hann taki að sér að greiða umstefnda skuld, ef hún er talin rétt af dómstólunum.“ Af þessari ástæðu og að öðru leyti með tilvísun til for- sendna hins áfrýjaða dóms um þetta atriði verður framan- greind sýknukrafa ekki tekin til greina. Í öðru lagi byggir áfrýjandi sýknukröfu sína á því, að fyrir liggi gagnkrafa til skuldajafnaðar. Krafa þessi er frá bróður áfrýjanda, Birni Ingimundarsyni, að upphæð kr. 6921.00. Henni hefur verið mótmælt af stefnda. Krafan, sem ekki sést, að hafi verið framseld áfrýjanda, er mjög vanreif- uð. Verður henni því ekki sinnt í máli þessu. Ekki verður séð, að leigukrafa stefnda fyrir dráttarvél- ina, sem mál þetta er risið af, sé ósanngjörn, sbr. megin- reglu 5. gr. laga nr, 39?1922. Það ber því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm, þó þannig, að vaxtahæð ákveðst 9% í stað 10% og 7% í stað 8%. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 2000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður að öðru leyti en því, að vaxtahæð ákveðst 9% í stað 10% og 7% í stað 8%. Áfrýjandi, Guðmundur Ingimundarson, greiði stefnda, Edvald B. Malmquist, kr. 2000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 19. júlí 1962. Mál þetta, sem tekið var til dóms 30. júní s.l., hefur Edvald B. Malmquist, Skúlagötu 66, Reykjavík, höfðað með stefnu, út- gefinni 28. júní 1960, gegn Guðmundi Ingimundarsyni, Öldu- götu 41, Reykjavík, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 7.500.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 31. desember 1958 til 22. febrúar 1960, en 10% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og málskostn- aðar að skaðlausu, 218 Stefndi gerir þær dómkröfur aðallega, að málinu verði vísað frá dómi, til vara, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og tildæmdur málskostnaður úr hendi hans samkvæmt mati dómsins, hver sem úrslit málsins verða. Til ítrustu vara krefst stefndi þess, að stefnukrafan verði lækkuð í kr. 4.650.00. Undir rekstri málsins, í þinghaldi 20. október 1960, hefur stefndi fallið frá frávísunarkröfu sinni. Málsatvik kveður stefnandi þau, að hann hafi leigt Ingimundi heitnum Ingimundarsyni, Reykjavöllum, Árnessýslu, dráttarvél af Ferguson gerð. Hafi Ingimundur haft hana á leigu frá 25. júlí 1958 til 27. desember sama ár, er hann beið beina við það að aka dráttarvélinni út af veginum nálægt Reykjavöllum í Bisk- upstungum. Kveður stefnandi leiguna fyrir greint tímabil nema kr. 7.500.00. Stefnandi kveðst hafa lýst kröfunni í dánarbú Ingimundar með bréfi, dags. 11. júní 1959. Við skipti á dánarbúinu hafi bróðir Ingimundar, stefndi Guðmundur, tekið að sér að greiða kröfu þessa. Kröfu sína um sýknu reisir stefndi á því, að stefnukrafan sé efnislega röng. Þeir Ingimundur heitinn og Björn bróðir hans, sem nú býr á jörðinni Reykjavöllum, hafi rekið saman félags- búskap þar, meðan Ingimundur lifði. Á þeim tíma hafi stefn- andi rekið einhvers konar búskap þar eystra og þá oft leitað til þeirra bræðra um ýmsa vinnu. M. a. hafi hann oft þurft að láta gera við tæki sín, bæði dráttarvél og bíl og fleira. Hafi Björn aðallega unnið að þessum viðgerðum. Eitt sinn hafi þeir bræður, Björn og Ingimundur t. d. selt stefnanda dýnamó í bíl fyrir kr. 1000.00. Kveður stefndi Björn hafa haldið saman þeirri vinnu, sem hann hafi látið stefnanda í té, en stefnandi virðist ekki ætla að taka neitt tillit til þessarar vinnu. Muni hún þó nema um eða yfir kr. 5.000.00. Stefndi segir, að þeir bræður, Björn og Ingimundur, hafi haft eftirlit með umræddri dráttarvél. Vélin hafa verið á heimilinu umræddan tíma, en hún hafi ekki verið hreyfð dögum saman, og hafi verið gert ráð fyrir greiðslu fyrir afnot hennar, þá nái krafa stefnanda ekki neinni átt og sé bæði óviðeigandi og ósæmilegt af stefnanda að koma með slíka kröfu á hendur dánum manni. Kveður stefndi, að ef stefn- andi hefði einhverja sanngirni til að bera, ætti hann að stilla kröfu sinni í hóf. Ef t. d. væri miðað við kr. 30.00 á dag, næmi krafan kr. 4.650.00. Krefst stefndi því þess til ítrustu vara, að mið- að verði við þetta. 279 Í aðiljaskýrslu, sem stefnandi hefur staðfest fyrir dómi, skýrir hann svo frá, að notkun umræddrar dráttarvélar hafi verið mjög mikil og meðferð öll vægast sagt útheimt mikið slit, sem endað hafi með stórtjóni á vélinni við hið sviplega slys, er varð, þegar leigutaki, Ingimundur Ingimundarson, Reykjavöllum, lézt við akstur hennar á milli bæja, Fellskots og Fells 28. desember 1958. Segir stefnandi, að þrátt fyrir að dráttarvélin hafi verið í kaskótryggingu, auk þess sem hann hafi gætt þess að greiða af henni aðrar skyldutryggingar á umgreindum lánstíma, þá hafi viðgerðarkostnaður vélarinnar á Bifreiðaverkstæði K. Á. á Selfossi með öðrum kostnaði í þessu sambandi orðið nær kr. 18.000.00 og ekki nema nokkur hluti þess fengizt greiddur af tryggingarfélagi því, sem vélin var tryggð hjá. Varðandi þau atriði, að bróðir leigutaka, Björn Ingimundar- son, hafi verið búinn að greiða stefnanda fyrir umgreinda leigu, tekur stefnandi fram, að það sé alrangt, enda hafi hann gert bað fyrir Ingimund að lána vélina áfram. Stefnandi kveðst fyrr um vorið hafa haft dráttarvélina í jarðvinnslu og þá lánað Reykjavallabúinu hana í nokkra daga endurgjaldslaust eða í stað þess, sem Björn Ingimundarson hafði dittað að henni, áður en vorvinna hófst. Ennfremur kveðst stefnandi hafa lánað Birni Ingimundarsyni bifreiðina R 7730 endurgjaldslaust í nokkur skipti, meðal annars tvo daga til Reykjavíkur, 24. til 26. júní 1958, og kveðst ekki hafa vitað annað en bæði þetta og önnur viðskipti þeirra Björns væru að fullu uppgerð. Stefnandi greinir svo frá, að þegar Ingimundur Ingimundar- son hafi fyrst ætlað að fá vélina 1—2 daga, en síðan beðið sig að framlengja lánstímann eftir því sem hann hefði ástæður til, hafi hann sagzt myndu reyna það, en sanngjarna leigu myndi hann taka fyrir vélina. Stefnandi kveðst árið áður og oftar hafa haft umrædda dráttarvél í leigu hjá Landssíma Íslands o. fil. aðiljum og þá hafa haft í leigu fyri hana um kr. 60.00 á klukku- stund án ökumanns. Einnig það sumar, sem Ingimundur hafði vélina samkvæmt framanrituðu, kveðst stefnandi hafa getað fengið mikla vinnu fyrir vélina, en ekkert í því gert, þar sem Ingimundur Ingimundarson óskaði eindregið að hafa vélina áfram, ef stefnandi sæi sér fært að lána hana. Kveður stefnandi Ingi- mund hafa sagt: „Við komum okkur saman um leiguna.“ Svo sem áður er komið fram, telur stefnandi, að stefndi Guð- mundur Ingimundarson, hafi á skiptafundi í dánarbúi Ingimundar Ingimundarsonar tekið að sér að greiða hina umstefndu skuld. 280 Af hálfu stefnda er þessu mótmælt, en hins vegar viðurkennt, að hann muni hafa samþykkt að taka á móti stefnu fyrir hönd dánarbúsins, en orðalag uppskriftargerðarinnar er þannig: að Guðmundur Ingimundarson hafi tekið á sig „alla ábyrgð gagn- vart nefndri kröfu“, er aðrir erfingjar búsins höfðu neitað henni. Ekki verður talið, að máli skipti hér, hvor skilningurinn er frekar lagður í orð uppskriftargerðinnar um þetta, því að sam- kvæmt 52. gr. skiptalaga nr. 3 frá 12. apríl 1878 segir svo: „Eftir að skiptum er lokið, ábyrgjast erfingjar einn sem allir og allir sem einn skuldir þær, sem lýst hefur verið og búið krafið um, áður en skipti fóru fram.“ Stefndi Guðmundur hefur lýst því yfir fyrir dómi 7. desember 1960, að búinu hafi verið skipt einkaskiptum og að hann telji, að skiptunum sé þá lokið. Má af þessu ljóst vera, að réttilega er stefnt í málinu, enda um- ræddri kröfu lýst í tæka tíð. Ekki er ágreiningur með málsaðiljum um lengd tímans, sem Ingimundur Ingimundarson hafði afnot dráttarvélar stefnanda. Þá hefur því ekki verið mótmælt af hálfu stefnda, að ætlazt hafi verið til, að leiga yrði greidd fyrir vélina umræddan tíma, enda þótt ekki væri um hana samið fyrirfram. Hins vegar hefur stefndi mótmælt hinni uppsettu leigu, kr. 7.500.00, sem allt of hárri og ósanngjarnri, en þar sem leigutíminn var rétt um 5 mánuðir, mun láta nærri að leigan sé um kr. 50.00, er miðað er við hvern dag. Með hliðsjón af vottorði Lúðvíks Nordgulen, yfirverkstjóra hjá Landssíma Íslands, á dómskj. nr. 13, sbr. 1. mgr. 158. gr. laga nr. 85, 1936, svo og með tilliti til þess, að hér er um að ræða leigu fyrir dýrt tæki, sem jafnan reynir mikið á í notkun og hlýtur því að slitna að sama skapi meira en ýmis önnur tæki, sem minna reynir á, verður leigukrafa stefnanda eftir atvikum ekki talin ósanngjörn og þykir því mega taka hana til greina. Að því er varðar kröfu Björns Ingimundarsonar, sem fléttað hefur verið inn í mál þetta, skal tekið fram, að þar sem umrædd kröfugerð er öll mjög óljós og ekki hefur verið gagnstefnt til skuldajafnaðar á henni, kemur hún ekki til álita í máli þessu. Samkvæmt framanrituðu verða því úrslit málsins þau, að stefndi verður dæmdur til að greiða stefnanda hina umstefndu skuld kr. 7.500.00 með vöxtum, eins og krafizt er, að öðru leyti en því að reikna ber aðeins 8% ársvexti frá 29. desember 1960 til greiðsludags. Eftir þessari niðurstöðu ber að dæma stefnda til að greiða 281 stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 1.700.00. Valgarður Kristjánsson, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm þennan. Mikið annríki við önnur störf við borgardómara- embættið hefur valdið nokkrum drætti á uppsögu dómsins. Dómsorð: Stefndi, Guðmundur Ingimundarson, greiði stefnanda, Ed- vald B. Malmquist, kr. 7.500.00, með 6% ársvöxtum frá 31. desember 1958 til 22. febrúar 1960, 10% ársvöxtum frá þeim degi til 29, desember 1960, en 8% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 1.700.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri að- för að lögum. Mánudaginn 6. mai 1963. Nr. 35/1963. Ingi Úlfars Magnússon og Jóhanna Stefánsdóttir (Haukur Jónsson hrl.) gegn Þvottahúsinu Ægi h/f og Georg Þorkelssyni (enginn). Dómendur: hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason, Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðsson og Lárus Jóhannesson og Ármann Snævarr prófessor. Dómi og fjárnámsgerðum áfrýjað til staðfestingar. Dómur Hæstaréttar. Viggó Tryggvason, fulltrúi borgarfógeta, hefur framkvæmt hinar áfrýjuðu fjárnámsgerðir. Áfrýjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 22. marz þ. á. að fengnu áfrýjunarleyfi 20. s. m. Krefjast þau þess, að hinn áfrýjaði dómur og fjárnámsgerðir verði staðfest og stefndu dæmt að greiða málskostnað í Hæstarétti. Stefndu hafa eigi sótt dómþing í Hæstrétti, og er þeim þó löglega stefnt. Málið hefur verið flutt skriflega fyrir 282 dóminum samkvæmt heimild í 2. mgr. 47. gr. laga nr. 57/ 1962 og dæmt eftir framlögðum skilríkjum. Með því að engir þeir gallar eru á hinum áfrýjuðu dóms- athöfnum, er standi í vegi fyrir kröfum áfrýjenda, ber að taka þær til greina. Stefndu höfðu áfrýjað greindum dómsathöfnum með stefnu 1. febrúar þ. á., en ekki framfylgt þeirri stefnu. Hafa þeir með þessum hætti gefið áfrýjendum ástæðu til máls- skotsins, og verður því að dæma stefndu til að greiða áfrýj- endum málskostnað fyrir Hæstarétti, er ákveðst kr. 7.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og fjárnámsgerðir eiga að vera óröskuð. Stefndu, Þvottahúsið Ægir h/f og Georg Þorkelsson, greiði áfrýjendum, Inga Úlfars Magnússyni og Jóhönnu Stefánsdóttur, kr. 7.000.00 í málskostnað fyrir Hæsta- rétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 19. júlí 1962. Mál þetta, sem dómtekið var 21. júní s.l., hafa Ingi Úlfars Magnússon og Jóhanna Stefánsdóttir, Bárugötu 15, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu birtri 29/5 og 5/6 1962, gegn Þvottahúsinu Ægi h.f. og Georg Þorkelssyni, Árbæjarbletti 74, Reykjavík, in solidum til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 62.601.00 auk 8% ársvaxta frá stefnudegi til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu eftir mati dómsins. Stefnendur kveða málavexti vera þessa: Með samningi, dags. 1. janúar 1962, tók Þvottahúsið Ægir h.f. á leigu húsnæði í kjallara hússins nr. 15 við Bárugötu í Reykjavík til rekstrar á þvottahúsi. Leigusamningur þessi var endurnýjaður árið 1954 og aftur 31. desember 1960. Í síðasta sinnið var hann endur- nýjaður til eins árs og lauk því 31. desember 1961. Stefnendur voru þá leigusalar, en stefndi Georg Þorkelsson undirritaði samn- inginn f. h. Þvottahússins Ægis. Einnig gaf hann yfirlýsingu um, að hann tæki að sér allar skuldbindingar samningsins um endurbætur á húsnæðinu. Í ninum upphaflega húsaleigusamningi var svo ákveðið, að 283 leigutaki skilaði húsnæðinu að leigutíma loknum í því ástandi, sem það var, er leigan hófst 1. janúar 1942. Þetta ákvæði hefur verið látið haldast í þeim leigusamningum, sem síðan hafa verið gerðir um húsnæði þetta milli aðiljanna. Einnig var svo ákveðið, að leigutaki gerði endurbætur þessar á húsnæðinu, áður en hann flytti úr því. Leigutaki, Þvottahúsið Ægir h.f., flutti úr framangreindu hús- næði í janúarmánuði 1962. Ekki hafði þá verið gert við það að neinu leyti. Hinn 8. janúar 1962 báðu stefnendur um útnefningu mats- manna til að meta til peninga endurbætur þær, sem leigutaka bæri að gera á húsnæðinu. Til að framkvæma matið, voru dóm- kvaddir þeir Einar B. Kristjánsson húsasmíðameistari og Einar Sveinsson múrarameistari. Matsgerð þeirra er dagsett 25. janúar 1962 og er niðurstaða hennar sú, að kostnaður við viðgerðir til að koma húsnæðinu í sama ástand og það var, er leigan hófst 1. janúar 1942, sé kr. 26.800.00. Stefnendur kveða stefnukröfuna vera þannig sundurliðaða: Viðgerðarkostnaður samkvæmt mati kr. 26.800.00, útnefning matsmanna og kostnaður við matið, greiddur þeim, kr. 2.653.50, ógreiddur aukavatnsskattur lagður á húsið nr. 15 við Bárugötu vegna rekstrar þvottahússins þar árið 1961, kr. 7.685.00, hita- kostnaður fyrir janúar 1962 samkvæmt reikningi, kr. 180.00, húsaleiga fyrir janúar 1962 að viðbættri húsaleiguvísitölu, kr. 5.032.50. Í lok janúarmánaðar tóku stefnendur afnot af þvottahúsi húss- ins, sem fylgdi í leigunni. Kveða þeir, að ekki sé ætlandi, að við- gerð hússins ljúki fyrr en í fyrsta lagi 15. júní 1962, og telja stefnendur það vera í leigu hjá leigutaka fram til þess tíma, enda hafi leigutaki ekki skilað lyklum enn (þ. e. 29. maí 1962, á útgáfudegi stefnu). Vegna þess að stefnendur hafa nú afnot þvottahússins, telja þeir rétt að lækka leiguna sem svarar stærð þess miðað við allt húsnæðið, sem í leigu var, og telst til, að sú lækkun nemi kr. 532.50. Leiga, sem þá ber að reikna leigutaka fyrir mán- uðina febrúar, marz, apríl, maí og hálfan júní 1962, er kr. 4.500.00 á mánuði, þannig að Ógreidd húsaleiga verður kr. 20.250.00. Fjárhæðir þessar eru samtals kr. 62.601.00. Stefnendur hafa áskilið sér rétt til að lækka kröfuliðinn um viðgerð húsnæðisins, ef kostnaður við viðgerðina verður lægri en matsgerðin gerir ráð fyrir. Þá er og áskilinn réttur til hækk- 284 unar á húsaleigukröfu, verði viðgerð ekki lokið fyrir 15. júní 1962. Stefnendur kveða stefnda Georg Þorkelsson hvorki hafa fengizt til að gera við umrætt húsnæði á þann veg, að stefnendur gætu sætt sig við, né heldur ennþá til að skila lyklunum að því, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli. Þá taka stefnendur einnig fram, að vegna áritunar Georgs Þorkelssonar á leigusamning um hús- næðið, skuldbindingar hans um viðgerðir, þar sem því sé jafn- framt lýst yfir, að hann sé einn eigandi Þvottahússins Ægis h.f., sé honum stefnt persónulega in solidum með hlutafélaginu, sem þrátt fyrir þetta sé leigutaki að húsnæðinu, enda sé hlutafé- lagið ekki laust úr ábyrgð samkvæmt samningnum gagnvart stefnendum. Stefndu hafa hvorki sótt né látið sækja þing, og er þeim þó löglega stefnt. Verður því samkvæmt 118. gr. laga nr. 85 frá 1936 að dæma málið eftir framlögðum skjölum og skilríkjum, og þar sem þau eru í samræmi við dómkröfur stefnenda, verða þær teknar til greina, þó þannig, að frá stefnukröfunni dregst matskostnaður. sem tekinn verður til greina við ákvörðun málskostnaðar, þannig að stefnukrafan sjálf lækkar í kr. 59.947.50. Málskostnaður ákveðst kr. 10.000.00, þar með talinn kostnaður vegna matsgjörðar. Valgarður Kristjánsson, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm þenna. Mikið annríki við önnur störf við borgardómaraembættið hafa valdið nokkrum drætti á uppsögu dómsins. Dómsorð: Stefndu, Þvottahúsið Ægir h.f. og Georg Þorkelsson, greiði annað fyrir bæði og bæði fyrir annað, stefnendum Inga Úlfars Magnússyni og Jóhönnu Stefánsdóttur. kr. 59.947.50, með 8% ársvöxtum frá 29. maí 1962 til greiðsluðags og kr. 10.000.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. Fjárnámsgerð fógetadóms Reykjavíkur 10. september 1962. „— — — fógetaréttur Reykjavíkur settur að Ægisgötu 10“ Fyrir var tekið Málið — — — Ingi Úlfars Magnússon o. fl. gegn Þvottahúsinu Ægi h.f. 285 Fógeti leggur fram nr. 1, gerðarbeiðni, nr. 2, birtan dóm bæjar- þings Reykjavíkur nr. 434/1962, svohljóðandi: — — — Fyrir gerðarbeiðanda mætir Haukur Jónsson hrl. og krefst fjárnáms fyrir kr. 59.947.50 með 8% ársvöxtum frá 29. maí 1962 til greiðsluðags. /S% í þóknun kr. — — í banka-, stimpil- og afsagnarkostnað, kr. 10.000.00 í málskostnað samkvæmt gjald- skrá L.M.F.Í., kostnað við gerðina og eftirfarandi uppboð, — allt á ábyrgð gerðarbeiðanda. Gerðarþoli — — starfar hér — ———, fyrir hann mætir Georg Þorkelsson, sem — starfar hér. Áminntur um sannsögli kveðst hann ekki geta greitt. Samkvæmt kröfu umboðsmanns gerðarbeiðanda og ábendingu mætta lýsti fógeti yfir fjárnámi í eign gerðarþola — — — 2 þvottavélum og 1 þvottavindu, öllum rafknúnum, ásamt til- heyrandi. Fallið frá virðingu. Fógeti skýrði þýðingu gerðarinnar og brýndi fyrir mættum að skýra gerðarþola frá fjárnáminu. “6 Fjárnámsgerð fógetadóms Reykjavíkur 16. nóvember 1962. „— — — — fógetaréttur Reykjavíkur settur að Ægisgötu 10“ Fyrir var tekið: Að taka upp aftur og halda áfram málinu: — — —: Ingi Ú. Magnússon gegn Þvottahúsinu Ægi, sem tekið var fyrir 10.9 1962. Fógeti leggur fram nr. 1, gerðarbeiðni, — — — Fyrir gerðarbeiðanda mætir Haukur Jónsson hrl. og krefst fjárnáms fyrir kr. 59.947.50 með 8% ársvöxtum frá 29.5. '62 til greiðsludags, kr. 10.000.00 í málskostnað samkvæmt gjaldskrá L.M.F.Í., kostnað við gerðina og eftirfarandi uppboð — ———, allt á ábyrgð gerðarbeiðanda. Umboðsmaður gerðarbeiðanda krefst endurupptöku til nánari lýsingar hins áður fjárnumda og frekari tryggingar skuldarinnar. Gerðarþoli starfar hér og er mættur. Áminntur um sannsögli kveðst hann ekki geta greitt. Samkvæmt kröfu umboðsmanns gerðarbeiðanda og ábendingu mætta lýsti fógeti yfir fjárnámi í eignarhluta gerðarþola í hús- eigninni Árbæjarbletti 74 við Suðurlandsbraut, 2 skyrtupressum (Mathiesen), 2 þvottavélum (Mathiesen og Tullies), rullu (Tul- lies), vindu og 3 strauboltum. 286 Munirnir eru allir rafknúnir. Ennfremur í nafnrétti fyrir- tækisins. Fallið var frá virðingu. Fógeti skýrði þýðingu gerðarinnar. “6 Miðvikudaginn 8. maí 1963. Nr. 129/1962. Kaupfélag Skagfirðinga (Guðmundur Ásmundsson hrl.) gegn bæjarstjóranum á Sauðárkróki f. h. bæjarsjóðs (Guttormur Erlendsson hrl.) Dómendur: . hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason, Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðsson og Lárus Jóhannesson og Einar Arnalds yfirborgardómari. Ómerking dóms. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 1. október 1962. Krefst hann þess, að stefnda verði dæmt að greiða honum kr. 360.672.00 með 9% ársvöxtum af kr. 71.689.00 frá 10. febrúar 1960 til 15. október s. á. og af kr. 157.672.00 frá 15. október 1960 til 28. desember s. á. og 7% ársvöxtum af sömu fjárhæð frá 28. desember 1960 til 3. október 1961 og af kr. 360.672.00 frá 3. október 1961 til greiðsludags. Þá krefst áfrýjandi og málskostnaðar í hér- aði og fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar í Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Meðal málsástæðna, sem áfrýjandi hafði uppi í héraði til rökstuðnings kröfum sínum á hendur stefnda, voru þær, að eignarútsvar hafði ólöglega verið lagt á áfrýjanda, m. a. vegna þess að slíkt útsvar yrði eigi lagt á samvinnufélag, svo og að þess hefði eigi verið sætt við álagningu tekju- útsvars á áfrýjanda, að einungis mætti miða við tekjur af 287 viðskiptum utanfélagsmanna, og var í því efni visað til Í. mgr. 13. gr. laga nr. 43/1960. Héraðsdómari hefur, and- stætt ákvæðum 193. gr. laga nr. 85/1936, látið beggja þess- ara málsástæðna ógetið í dómi sínum og þá ekki heldur tekið afstöðu til þeirra. Verður af þessum sökum að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu heim í hérað til löglegr- ar meðferðar og uppsögu dóms af nýju. Eftir atvikum er rétt, að málskostnaður í Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera ómerkur, og er mál- inu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og upp- sögu dóms af nýju. Málskostnaður í Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Sauðárkróks 11. júlí 1962. Mál þetta, sem var þingfest 23. október 1961 og tekið til dóms 4. þ. m., er höfðað með stefnu, útgefinni 23/10 1961, af Kaup- félagi Skagfirðinga gegn bæjarsjóði Sauðárkróks til endurgreiðslu samvinnuskatts og hluta af útsvari til Sauðárkrókskaupstaðar, álögðu á árinu 1960 og greiddu af stefnanda að nokkru með fyrirvara. Var útsvarið kært til lækkunar af stefnanda til niður- jöfnunarnefndar, yfirskattanefndar og ríkisskattanefndar. Niður- jöfnunarnefnd lét fara fram endurskoðun á bókhaldi stefnanda, og að henni lokinni var útsvar hans hækkað með aukaniður jöfnun úr kr. 435.400.00 í kr. 726.200.00. Yfirskattanefnd lækk- aði þessa niðurjöfnun niður í kr. 638.600.00 og ríkisskattanefnd lét það útsvar standa óbreytt. Málið var þingfest af hinum reglulega dómara Sauðárkróks- kaupstaðar, en síðan úrskurðaði hann sig úr málinu ex officio, vegna þátttöku sinnar í meðhöndlun þess í yfirskattanefnd. Var þá skipaður setudómari, Guðbrandur Ísberg, fyrrv. sýslumaður, Blönduósi, til þess að fara með málið og dæma það. Tölulegar athugasemdir hafa engar komið fram í málinu, og báðum aðiljum er ljóst, að matsniðurstöðum yfirskattanefndar, sem staðfestar eru af ríkisskattanefnd, verði ekki haggað, en þar kemur sérstaklega til greina tekju- og eignarskattsútsvar stefn- 288 anda. Verksvið dómstólsins er því fyrst og fremst það að rann- saka og meta, hvort lagt hafi verið útsvar á gjaldstofna, sem óheimilt var að lögum að leggja útsvar á, eða hærra útsvar álagt en mátti, þar sem álagning er bundin við tiltekinn hundraðs- hluta, en af stefnanda málsins er því haldið fram, að hvort tveggja þetta hafi verið gert. Stefnandi gerir þær dómkröfur, að stefndi, bæjarsjóður Sauð- árkróks, verði dæmdur til þess að endurgreiða honum kr. 360.- 672.00, að viðbættum 10% ársvöxtum af kr. 71.689.00 frá 10. febrúar 1960 til 28. desember s. á.,, og 8% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og 10% ársvöxtum af kr. 85.983.00 frá 15. október 1960 og til 28. desember s. á. og 8% ársvöxtum af sömu fjárhæð frá þeim degi til greiðsludags og ennfremur 8% ársvöxt- um af kr. 203.000.00 frá 3. október 1960 til greiðsludags. Enn- fremur er krafizt málskostnaðar eftir mati réttarins. Aðaldómkrafa stefnanda skiptist þannig: Kr. 288.983.00, sem hann telur of hátt álagt útsvar, en af því voru kr. 203.000.00 greiddar með fyrirvara, og samvinnuskattur kr. 71.689.00, álagð- ur í árslok 1959, samkvæmt þágildandi lögum og greiddur fyrir varalaust af stefnanda 10. febrúar 1960, en færður til útgjalda á ársreikningi stefnanda á árinu 1959. Heimildin til álagningar samvinnuskatts féll úr gildi með setningu laga nr. 43/ 1960, er öðluðust gildi 9. júní s. á. Í þeim lögum er ekki að finna heimild til þess, að þau yrðu látin gilda aftur fyrir sig, hvað sem um sanngirnistillit mætti segja í því sambandi. Er því eigi unnt að taka endurgreiðslukröfu stefnanda til greina, að því er þenna lið varðar. Varðandi hækkun hins upprunalega álagða útsvars, aukaniður- jöfnun niðurjöfnunarnefndar á stefnanda, hefur hann andmælt því, að sú niðurjöfnun hafi verið lögleg, sökum þess, að hún hafi ekki verið tilkynnt honum fyrirfram og honum þannig gef- inn kostur þess að gefa nauðsynlegar skýringar. Stefndi hefur aftur á móti haldið því fram, að álagning útsvars samkvæmt 1. mgr. 25. gr. laga nr. 66/1945 þurfi alls ekki að tilkynna þann veg, sem stefnandi gerir ráð fyrir. Nokkur vafi gæti leikið á um þetta atriði, en hitt er augljóst, að stefnanda stóð opin leið að tilkynna stefnda þegar í stað þessa skoðun sína og um leið neitun þess að greiða útsvarið og gefa honum þann veg tæki- færi og tilefni til þess að láta fara fram lögtak á útsvarinu þá Þegar og fá þann veg áfrýjunarhæfan úrskurð í málinu. Þetta gerði hann ekki. Í þess stað áfrýjaði hann úrskurði niðurjöfn- 289 unarnefndar til yfirskattanefndar og síðan til ríkisskattanefnd- ar, sem virðist lítt eða ekki samrýmanlegt hinum fram bornu mótmælum. Loks liggur það fyrir í málinu, að eftir að stefn- adi sendi niðurjöfnunarnefnd útsvarskæru sína, fer fram ítarleg endurskoðun á öllu bókhaldi hans, framkvæmd af löggiltum endurskoðanda, sem að sjálfsögðu spyr um og tekur á móti öll- um þeim upplýsingum, er stefnandi óskaði að koma að. Þessi endurskoðun, sem gerð var að tilhlutun stefnda, var ákveðin bending um það, að allir álagningarstofnar útsvarsins yrðu teknir til nýrrar athugunar. Og samkvæmt skýrslu endurskoðandans, sem stefnandi fékk í hendur, gat hann tæpast verið í vafa um, að um einhverja hækkun yrði að ræða, svo sem og varð. Þá hafði stefnandi og ótakmarkað svigrúm til þess að koma að öll- um þeim upplýsingum og athugasemdum, er hann óskaði, er um málið var fjallað í yfirskattanefnd og ríkisskattanefnd. Að öllu þessu athuguðu, þykir eigi fært að taka þessi formmótmæli stefn- anda til greina. Þá hefur stefnandi og hreyft þeim formmótmælum, að niður- jöfnunarnefnd hafi við aðalniðurjöfnun útsvara 1960 jafnað niður svo hárri upphæð, sem hún frekast mátti og því sé aukaniður- jöfnunin (þ. e. hækkun útsvarsins) markleysa. Af hendi stefnda er því haldið fram, að þessi skoðun fái ekki staðizt, að því er varðar aukaniðurjöfnun, sem fer fram svo og svo löngu eftir aðal- niðurjöfnun. Fallast verður á, að slík ákvæði, ef fyrir hendi væru, gerðu augljóslega alla aukaniðurjöfnun óraunhæfa, og er því eigi unnt að taka þessi mótmæli stefnanda til greina. Þá telur stefnandi, að hann hefði átt að fá, en ekki fengið 38% afslátt af veltuútsvari hans, svo sem aðrir hafi fengið af tekna- og eignaútsvörum, miðað við útreikning samkvæmt lög- leyfðum niðurjöfnunarskala, og í annan stað, að ekki geti komið til greina hærra útsvar af útsvarsskyldri veltu hans en 2%. Samkvæmt upplýsingum, sem fyrir liggja í málinu, lagði nið- urjöfnunarnefnd Sauðárkróks 22% útsvar á veltu á árinu 1959. Samkvæmt 3. mgr. 8. gr. laga nr. 43/1960 má útsvar á veltu nema sama hundraðshluta, miðað við tegund gjaldstofns, sem hann var á hverjum stað 1959. Hér er um undantekningarákvæði að ræða, sem virðist aðeins muni gilda fyrir árið 1960, þó að það sé eigi tekið fram berum orðum. Samkvæmt þessu ákvæði gat niðurjöfnunarnefnd lagt á 2)% veltuútsvar 1960. En er nefndin hafði reiknað út leyfilega álagningu lögum samkvæmt, varð henni ljóst, að miðað við áætluð útgjöld væri óhætt að 19 290 lækka álagninguna um 38%. Í stað þess að framkvæma þá lækk- un hjá öllum gjaldendum, einnig hjá félögum, og þá miðað við óbreytt veltiuútsvar ársins 1959, ákvað nefndin að lækka veltu- útsvar félaga niður í 1%%%, en sú lækkun nam því sem næst 38%. Um leið var svo ákveðið, að á veltuútsvörum félaga skyldi enginn frádráttur eiga sér stað. Þó að þetta hafi verið óþörf og næsta óeðlileg umsvif, verður ekki séð, að gengið hafi verið á rétt félaganna með þessum aðgerðum, svo fremi að heimilt hafi verið að ákveða veltuútsvar félaga 2 %, en það telur rétturinn sig verða að fallast á að hafi verið. Endurgreiðslukrafa stefn- anda, sem að verulegu leyti er byggð á hérumræddri forsendu, verður því eigi tekin til greina að þessu leyti. Stefnandi telur, að óheimilt hafi verið að leggja veltuútsvar á sölu mjólkurbúðar, sem rekin var af honum, og sem gaf tals- verðan arð. Af hendi stefnda er bent á, að hér sé um smásölu- verzlun að ræða, sem ekki falli undir 1. mgr. 8. gr. laga nr. 43/1960. Rétturinn telur eigi unnt að komast hjá að fallast á þá skoðun. Hlutverk sláturhúsa er að breyta lifandi dýrum í seljanlega vöru, kjöt, skinn o.s.frv., m.ö.o. að annast fyrsta stig breytingar hráefnis í seljanlega vöru. Á sama hátt er í mjólkursamlögun- um úr mjólk framleiðenda unnin gerilsneydd neyzlumjólk, þurr- mjólk, smjör, skyr o. fl., og öll þessi framleiðsla eða svo til öll er svo afhent í umboðssölu á sama hátt og framleiðsla slátur- húsanna. En fari varan í smásölubúð, skapast nýtt viðhorf með hækkuðu verði (smásöluverði) og um leið veltuútsvarsskyldu. Endurgreiðslukrafa stefnanda á þessari forsendu verður því ekki tekin til greina. Þá telur stefnandi, að ekki hafi verið heimilt að leggja veltu- útsvar á skipaafgreiðslu, er hann hefur með höndum, en þar var um verulega veltu að ræða og verulegar tekjur. Byggir hann Þessa skoðun sína meðfram á því, að mest af þessari veltu stafi af stefnanda sjálfum og því nánast um færsluatriði að ræða. Á þetta verður ekki fallizt. Virðist augljóst, að slíkur rekstur í höndum einstaklings, sem ekki hefði annan rekstur með hönd- um, er blandazt gæti saman við, væri veltuútsvarsskyldur. Koma þá til greina allar tekjur fyrirtækisins annars vegar, væntan- lega samkvæmt fastri gjaldskrá, er gilti jafnt fyrir alla, en hins vegar útgjöld þess og ágóði af rekstrinum samkvæmt uppgjöri í árslok. Eðlismunur slíkrar starfsemi í höndum einstaklings og í höndum félags er enginn sjáanlegur með tilliti til veltu- 291 útsvars, og verður endurgreiðslukrafa stefnanda á hér umræddri forsendu því eigi tekin til greina. Þá byggir stefnandi endurgreiðslukröfu sína meðfram á því, að honum hafi verið ranglega gert að greiða veltuútsvar af veltu Olíufélagsins h.f., sem hann hefur söluumboð fyrir á Sauð- árkróki, og heldur því jafnvel fram, að félagið muni sjálft greiða slíkt útsvar á öðrum vettvangi af veltu sinni, án þess þó að gerð sé tilraun til að færa rök að því, sem þó hefði átt að vera auðvelt. Í 4. mgr. c-liðs 6. gr. laga nr. 43/1960 er olíuverzlun talin veltuútsvarsskyld og má sú álagning nema allt að 3%. Hér ber því að sama brunni sem áður. Endurgreiðslukröfu stefnanda á hér nefndri forsendu er ekki unnt að taka til greina Loks virðist muni vera í endurgreiðslukröfu stefnanda fólgin krafa um 10% afföll af þeim kr. 203.000.00, er hann greiddi með fyrirvara. Yfirskattanefnd og ríkisskattanefnd hafa ekki talið ástæðu til að taka tillit til þessa atriðis. Og þar sem hér er um ólögbundið atriði að ræða, telur rétturinn það liggja utan síns verksviðs að taka afstöðu til þess. Samkvæmt framansögðu telur rétturinn ekki fært að taka hina umstefndu endurgreiðslukröfu til greina að neinu leyti og ber því að sýkna stefnda, bæjarsjóð Sauðárkróks, af öllum kröf- um stefnanda í máli þessu, en dæma stefnanda samkvæmt þess- um úrslitum til þess að greiða stefnda málskostnað, sem eftir atvikum þykir hæfilega ákveðinn kr. 8.000.00. Dómsorð: Stefndi, bæjarsjóður Sauðárkróks, á að vera sýkn af kröf- um stefnanda, Kaupfélags Skagfirðinga, í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda kr. 8.000.00 í málskostnað. Dóminum að fullnægja undir aðför að lögum. 292 Miðvikudaginn 8. maí 1963. Nr. 117/1961. Jón Skúlason (Ingi R. Helgason hdl.) gegn þrotabúi Kaupfélags Ólafsvíkur (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason, Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Ármann Snævarr og Theodór B. Líndal. Ómerking. Frávísun frá héraðsdómi. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 28. júní 1961, að fengnu áfrýjunarleyfi 27. s. m. Krefst hann sýknu af kröfum stefnda, að hin áfrýjaða fjár- námsgerð verði úr gildi felld og stefnda dæmt að greiða málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Eftir uppkvaðningu héraðsdóms hefur bú Kaupfélags Ólafsvíkur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Þrotabúið er þvi aðili hér fyrir dómi. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og fjárnámsgerð- ar, þó svo að vextir reiknist 8% p. a. frá 29. desember 1960. Þá krefst hann og málskostnaðar í Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Samkvæmt stefnu til héraðsdóms er mál þetta höfðað gegn áfrýjanda til greiðslu eftirstöðva skuldar „vegna við- skipta hans við Kaupfélag Ólafsvíkur á árunum 1954— 1958“. Við þingfestingu málsins í héraði lagði stefndi fram, auk stefnu eftirrit kröfubréfs, svonefnda greinargerð, sem eigi hafði að geyma neina frekari lýsingu á málavöxtum né skýringu á dómkröfum, svo og reikningsyfirlit, er tók yfir árin 1956— 1959, með upphafsfærslu 1. janúar 1956, „skuld frá fyrra ári“, kr. 12.912.15. Í næsta þinghaldi var lögð fram greinargerð af hálfu áfrýjanda, þar sem krafizt var sýknu af öllum kröfum stefnda, enda taldi áfrýjandi sig skuldlausan við hann. Reikningsyfirlitinu var mótmælt sem röngu og ósönnuðu og þess krafizt, að lagðar yrðu fram 293 kvittaðar úttektarnótur. Af hálfu stefnda voru þá og í næsta þinghaldi á eftir lagðar fram allmargar nótur, en þær tóku aðeins til áranna 1957 og 1958, og viðtakandi hafði einungis ritað nafn sitt á tvær þeirra. Af mörgum þeirra mun hins vegar mega ráða, hver talinn er hafa látið vöru af hendi. Án frekari gagnaöflunar var málið því næst flutt munn- lega fyrir héraðsdómara, sem 20 dögum síðar kvað upp efnisdóm í málinu. Ljóst er af því, sem rakið hefur verið, að málatilbúnaði og málsreifun af hálfu stefnda, þ. e. stefnanda í héraði, var svo stórlega áfátt, að héraðsdómari mátti eigi taka málið til úrlausnar að efni til. Ber því að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og málsmeðferð í héraði og vísa málinu frá héraðsdómi. Samkvæmt þessu ber og að fella hina áfrýj- uðu fjárnámsgerð úr gildi. Eftir þessum úrslitum er rétt, að stefndi greiði áfrýjanda kr. 6000.00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og málsmeðferð í héraði eiga að vera ómerk og vísast málinu frá héraðsdómi. Hin áfrýjaða fjárnámsgerð er úr gildi felld. Stefndi, þrotabú Kaupfélags Ólafsvíkur, greiði áfrýj- anda, Jóni Skúlasyni, kr. 6.000.00 í málskostnað í hér- aði og fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur aukaþings Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. 24. nóvember 1960. Mál þetta, sem dómtekið var þann 4. þ. m., hefur Kaupfélag Ólafsvíkur, Ólafsvík, höfðað fyrir aukadómþingi Snæfellsness- og Hnappadalssýslu gegn Jóni Skúlasyni, Ólafsvík, með stefnu, birtri þann 5. september 1960, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 25.571.43 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1959 til 22. febrúar 1960, en 10% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Skuld þessa kveður stefnandi vera eftirstöðvar viðskiptaskuldar stefnda vegna viðskipta hans við stefnanda á árunum 1954—-1958. 294 Stefndi hefur krafizt sýknu af öllum kröfum stefnanda í mál- inu og að honum verði dæmdur hæfilegur málskostnaður. Stefndi kveður sig hafa haft viðskipti við stefnanda um nokk- urt árabil, en telur hins vegar að hann hafi greitt úttekt sína og sé skuldlaus við stefnanda. Heldur stefndi því fram, að bók- hald stefnanda hafi verið í mikilli óreiðu og að hann hafi aldrei getað fengið yfirlitsreikning um viðskipti sín fyrr en nú. Hefur stefndi mótmælt reikningsyfirliti því, sem stefnandi lagði fram í máli þessu, sem röngu og ósönnu. Þar sem stefndi hefur eigi véfengt, að um viðskipti hafi verið að ræða með aðiljum, og hann hefur ekki mótmælt sérstaklega neinum úttektarliðum á reikningsyfirliti eða framlögðum undir- nótum og þar sem stefndi hefur ekki lagt fram nein gögn um frekari greiðslur til stefnanda en reikningsyfirlitið ber með sér né fært sönnur á eða rökstutt þá fullyrðingu sína, að bókhald stefnanda hafi verið í óreiðu, þykir bera að taka kröfur stefn- anda til greina. Málskostnaður ákveðst kr. 5.000.00. Haraldur Jónasson, fulltrúi sýslumanns, kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Stefndi, Jón Skúlason, greiði stefnanda, Kaupfélagi Ólafs- víkur, kr. 25.571.43, ásamt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1959 til 22. febrúar 1960, en 10% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 5.000.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dómsins að viðlagðri aðför að lögum 295 Föstudaginn 10. mai 1963. Nr. 51/1963. Snjólaug Guðmundsdóttir gegn Ingvari Ingvarssyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason, Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðsson og Lárus Jóhannesson og prófessor Theo- dór B. Líndal. Vísun kærumáls frá Hæstarétti. Dómur Hæstaréttar. Sóknaraðili hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 4. apríl 1963 og krafizt þess, að úrskurður héraðs- dóms verði úr gildi felldur, málinu vísað frá héraðsdómi og varnaraðilja dæmt að greiða honum málskostnað í hér- aði og kærumálskostnað. Frá varnaraðilja hafa hvorki borizt kröfur né greinargerð. Lagaheimild brestur til kæru máls þessa til Hæstaréttar. Ber því að vísa málinu frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður fellur niður. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður þæjarþings Ísafjarðar 22. marz 1963. Ár 1963, föstudaginn 22. marz, var í bæjarþingi Ísafjarðar, sem haldið var í bæjarfógetaskrifstofunni af Jóh. Gunnari Ólafs- syni bæjarfógeta með meðdómsmönnunum Arnóri Stígssyni og Gunnari Jónssyni, kveðinn upp úrskurður í máli þessu, sem tekið var til dóms eða úrskurðar 11. þ. m. Mál þetta hefur Ingvar S. Ingvarsson framkvæmdastjóri, Mið- túni 29, Ísafirði, höfðað fyrir bæjarþinginu, að undangenginni árangurslausri sáttatilraun, gegn Snjólaugu Guðmundsdóttur, Tangagötu 6, Ísafirði, með stefnu, útgefinni 14. desember 1962, og eru stefnukröfurnar þessar: 1) að stefnda endurgreiði stefnanda kr. 136.715.15, útlagðan 296 kostnað við innréttingu á húsinu Miðtún 29, hér í bæ, að frá- dreginni leigu þeirri á húsinu, sem hæfileg kann að þykja sam- kvæmt úrskurði dómkvaddra manna eða eftir mati húsaleigu- nefndar. 2) að stefnda verði dæmd til að endurgreiða sér meðaltal mán- aðarlegs hitunarkostnaðar áðurnefnds húss umfram kr. 600.00 á mánuði og stefnanda verði tildæmdur réttur til að rýma hús- næði sitt við fyrsta tækifæri eða svo fljótt, sem honum er mögu- legt að fá annað viðunandi húsnæði leigt hér í bænum. 3) að stefnda verði dæmd til þess að endurgreiða stefnanda, þegar hann rýmir húsnæðið, þá fjárhæð, sem stefnandi þá kann að eiga inni hjá stefndu vegna greiðslu á innréttingarkostnaði eða fyrirframgreiddrar húsaleigu. 4) að stefnda verði dæmd til þess að koma kyndingu Miðtúns 29 í fullt stand nú þegar. En vegna heilsuspillandi áhrifa kynd- ingarinnar óskar stefnandi þess, að úrskurður eða dómur verði látinn ganga um það atriði út af fyrir sig eða hið allra fyrsta. 5) að stefnda verði dæmd til þess sem allra fyrst að láta lag- færa glugga, umbúnað útidyra og annað nauðsynlegt, sem af- laga er í húsinu. 6) að stefnda verði dæmd til þess að greiða bætur eftir mati dómkvaddra manna vegna skemmda á innbúi sínu af völdum olíuóss. 7) að stefnda verði dæmd til að greiða allan af máli þessu leiðandi kostnað samkvæmt reikningi eða til vara eftir mati réttarins. 8) Loks krefst stefnandi þess, að stefnda verði, hvernig sem málinu kann að lykta, dæmd til að greiða allan málskostnað, þar sem stefnda ekki mætti sjálf fyrir sáttanefndinni, þó alheil væri, en sendi mann á fundinn, sem stefnandi ekki tók gildan. Stefnda hefur aðallega krafizt frávísunar málsins frá héraðs- dómi og málskostnaðar úr hendi stefnanda eftir mati dómsins. Samkvæmt ákvörðun dómsins var frávísunarkrafan sérstak- lega tekin til dóms eða úrskurðar. Tildrög málsins eru þessi í höfuðdráttum: Með samningi, dags. 14. des. 1961, tók stefnandi á leigu húsið Miðtún 29 á Ísafirði. Leigusali var dánarbú Kristjáns R. Olsen, en ekkja hans Snjólaug Guðmundsdóttir, stefnda í máli þessu, situr í óskiptu búi eftir mann sinn. Við samningsgerðina kom fram fyrir hönd stefndu mágur hennar, Ole N. Olsen. Samkvæmt 1. grein leigusamningsins, sem er dskj. nr. 4 í mál- 297 inu, var leigutími ákveðinn frá 1. janúar 1962 til 1. janúar 1964, en uppsagnarfrestur 4 mánuðir, ella skyldi leigutíminn fram- lengjast um ár í senn með sömu uppsagnarákvæðum. Samkvæmt 9. gr. samningsins tók leigutaki að sér að ljúka við innréttingu hússins og málningu að innan í samráði við leigusala. Húsaleiga átti samkvæmt 3. grein leigusamningsins að vera kr. 2.200.00 á mánuði. Leigutaki átti að hafa upp í kostnað sam- kvæmt 2. gr. kr. 2.200.00 á mánuði, en þegar innréttingarkostn- aðurinn væri að fullu greiddur með þessum hluta húsaleig- unnar, átti leigan að renna óskipt til stefndu mánaðarlega. En til þess tíma átti stefnandi að greiða stefndu mánaðarlega kr. 1.000.00. 4. gr. samningsins gerði ráð fyrir forgangsrétti leigutaka á áframhaldandi leigu og 5. gr. kvað á um það, að leigusali skyldi endurgreiða leigutaka óendurgreiddan kostnað vegna hússins samkvæmt 2. gr., ef annarhvor aðili segði samningnum upp. Í sáttakæru, dskj. nr. 3, heldur stefnandi því fram, að hann hafi verið hlunnfarinn í leigumálunum. Kostnaður við innrétt- ingu hússins hafi farið langt fram úr því, sem stefnandi heldur fram, að umboðsmaður stefndu hafi tjáð sér við samningsgerð- ina. Húsnæðið hafi verið með göllum, sem hann hafi verið leynd- ur, kyndingartækjum hússins mjög ábótavant og stórum eyðslu- frekari en leigusali hafi sagt sér og auk þess svo gölluð, að þau hafi valdið skemmdum á húsbúnaði stefnanda og í kaupið heilsuspillandi. Er málið risið af þessum ágreiningsatriðum eða umkvörtun- um stefnanda, enda ekkert samkomulag náðzt milli aðlija, m. a. um þessi atriði né heldur bar sáttatilraun árangur. Stefnda byggir frávísunarkröfu sína á því, að kröfugerð stefn- anda sé öll svo óljós og málið illa reifað, að á það verði ekki lagður efnisdómur, og færi þetta í bága við 88. gr. laga nr. 85/ 1936 um meðferð einkamála í héraði. Beri því að vísa málinu frá í heild sinni. Í greinargerð stefndu eru kröfuliðir stefndu teknir til meðferðar hver fyrir sig, en krafan um frávísun jafn. an byggð á því, að um vanreifun sé að ræða, er brjóti í bága við ákvæði 88. greinar laga nr. 85/1936. Að vísu má segja, að a.m.k. sumir kröfuliðir í stefnu séu ekki eins glöggir og ótví- ræðir og æskilegt væri. Á hitt ber þó að líta, að frávísun máls í heild vegna einstakra atriða, sem e.t.v. hafa mátt vera betur upplýst í upphafi, er hvorki æskileg né heldur heppileg aðferð 298 og á ekki stoð í því ákvæði, sem stefnda vitnar til. Í 88. gr. segir m. a., að kröfur skuli greina „svo skýrt sem unnt er .... skaðabætur ótiltekið eða eftir mati .... viðurkenningu á rétt- indum, lausn undan skyldu ....“ o. s. frv. Verður ekki annað séð, en málatilbúnaður stefnanda sé nægi- lega glöggur til þess að ekki brjóti í bága við framangreint laga- ákvæði og því engin efni til að vísa málinu frá dómi í heild, hvað sem um einstök atriði kann að verða síðar. Stefnda nefnir það, að málatilbúnaður stefnanda gangi í ber- högg við reglu 105. greinar laga nr. 85/1936 um greinargerð. Á þetta verður ekki fallizt. Í nefndri grein segir berum orðum, að vísa megi til sáttakæru um málsatvik og kröfugerð, eins og stefnandi gerir, en auk þess lagði stefnandi fram við þingfest- ingu aðiljaskýrslu, sem skoða má sem hluta af greinargerð hans. Er tilefni málshöfðunarinnar rakið þar allýtarlega frá sjónarmiði stefnanda og alveg sérstaklega leitazt við að rökstyðja 1. kröfulið stefnunnar og aðra að meira eða minna leyti, og er þetta allt í fullkomnu samræmi við upphaf 105. gr. laga nr. 85/1936. Loks má geta þess, að í greinargerð hefur stefnda berum orð- um viðurkennt, að 1. kröfuliður stefnu eigi efnislega rétt á sér, þótt upphæð hans sé umdeild. Að þessu athuguðu, sýnast ekki vera nægar ástæður fyrir hendi til þess að vísa þessu máli frá dómi í heild sinni. Ályktunarorð: Krafa stefndu, Snjólaugar Guðmundsdóttur, um frávísun málsins frá dómi verður ekki tekin til greina. 299 Föstudaginn 10. maí 1963. Nr. 160/1962. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Ólafi Friðgeiri Ólafssyni (Páll S. Pálsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason, Gizur Bergsteinsson. Jónatan Hallvarðsson og Lárus Jóhannesson og Einar Arnalds yfirborgardómari. Áfengis- og umferðarlagabrot. Dómur Hæstaréttar. Eftir uppkvaðningu hins áfrýjaða dóms hafa vitnin Eirík- ur Jónsson, Áslaug Sigurðardóttir, Gunnar Gunnarsson og Ólafur Jensson staðfest fyrri skýrslur sínar fyrir sakadómi og vitnin Guðmundur Georgsson læknir og Anna Sigurðar- dóttir húsfreyja hafa gefið nýjar skýrslur og staðfest þær. I. Fallast má á það með héraðsdómaranum, að ástand ákærða aðfaranótt 26. maí 1961, er hann sumpart ók bif- reið sinni R 193 og sumpart gerði tilraun til að aka henni, svo sem segir í dóminum, hafi verið þannig, að hann hafi ekki getað stjórnað bifreiðinni á tryggilegan hátt og því gerzt brotlegur gegn 2. mgr. 24. gr. umferðarlaga nr. 26/ 1958. II. Þá verður og að telja sannað með framburði vitn- anna Áslaugar og Önnu Sigurðardætra, að ákærði hafi, er hann aðfaranótt 17. april 1961 ók bifreið sinni R195 aftan á bifreiðina R 7074 við húsið nr. 86 við Miklubraut og olli nokkrum spjöllum á henni, gerzt sekur um brot á þeim greinum umferðarlaga, sem í ákæruskjali greinir. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin í hinum áfrýj- aða dómi, og þar sem fallast má á ákvæði hans um öku- leyfissviptingu og málskostnaðargreiðslu, ber að staðfesta hann að niðurstöðu til. Þá ber og að dæma ákærða til að greiða allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin málssóknarlaun fyrir 300 Hæstarétti, er renni í ríkissjóð, kr. 4000.00, og málsvarnar- laun verjanda hans fyrir Hæstarétti, sem ákveðast kr. 4000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Ólafur Friðgeir Ólafsson, greiði allan kostn- að af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 4000.00, og málsvarnarlaun verjanda hans fyrir Hæstarétti, Páls S. Pálssonar hæstarétlar- lögmanns, kr. 4000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 29. maí 1961. Ár 1962, þriðjudaginn 29. maí, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í skrifstofu dómsins af Ármanni Krist- inssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmáli nr. 2527 / 1962: Ákæruvaldið gegn Ólafi Friðgeiri Ólafssyni, sem tekið var til dóms samdægurs. Málið er með ákæruskjali, dagsettu 26. febrúar 1962, höfðað gegn ákærðum Ólafi Friðgeiri Ólafssyni forstjóra, Grænuhlíð 8, Reykjavík, fyrir að hafa aðfaranótt föstudagsins 26. maí 1961 ekið bifreiðinni R 195 frá Grænuhlíð 8 að Skaftahlíð 6 og fyrir að reyna að aka henni síðan áfram þaðan, enda þótt hann væri þá haldinn slíkri þreytu eða sljóleika vegna neyzlu æsandi eða deyfandi lyfja eða vegna ofreynslu og svefnleysis, að hann gat eigi stjórnað bifreiðinni á tryggilegan hátt. Þá er málið einnig höfðað gegn ákærða fyrir að hafa aðfara nótt mánudagsins 17. apríl 1961 ekið bifreiðinni R 195 án nægi- legrar aðgæzlu um Miklubraut, en nálægt húsi nr. 86 við þá götu ók ákærði bifreið sinni utan í bifreiðina R 7074 og fyrir að hverfa síðan af vettvangi, án þess að skýra lögreglu frá árekstrinum. Telst ákærði með fyrrgreindu hafa gerzt brotlegur við 2. mgr. 24. gr, 1. mgr. 26. gr., 1. mgr. 37. gr. og 2 mgr. 41. gr, sbr, 80, gr. umferðarlaga nr. 26/1958. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til öku- leyfissviptingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og til greiðslu sakarkostnaðar. 301 Ákærði er fæddur 19. apríl 1911 að Seljalandi, Gufudalshreppi, Austur-Barðastrandarsýslu. Sakavottorð hans hljóðar svo: 1946 20/12 Reykjavík: Sátt, 20 kr. sekt fyrir ólöglegt bifreiða. stæði, 1947 15/10 Rvík: Áminning fyrir ólöglegt bifreiðastæði. 1948 12/1 Rvík: Sátt, 20 kr. sekt fyrir brot gegn lögum nr. 18/1901. — 23/6 Rvík: Áminning fyrir ólöglegt bifreiðarstæði. — 18/2 Rvík: Sátt, 500 kr. sekt fyrir brot gegn tilkynningu verðlagsstjóra nr, 25/1947, sbr. lög nr. 70/1947. 1949 28/2 Rvík: Sátt, 50 kr. sekt fyrir ólöglegt bifreiðarstæð.i 1951 2/3 Rvík: Kærður fyrir ólöglegt bifreiðarstæði. Fellt niður. — 26/4 Rvík: Sátt, 50 kr. sekt fyrir ólöglegt bifreiðarstæði. 1953 27/11 Rvík: Kærður fyrir ólöglegt bifreiðarstæði. Fellt niður. 1955 17/3 Rvík: Sátt, 50 kr. sekt fyrir brot á 28. gr. lögreglu- samþykktar. — 6/7 Rvík: Sátt, 50 kr sekt. fyrir brot á 28. gr. lögreglu- samþykktar. — 13/10 Rvík: Áminning fyrir ólöglegt bifreiðarstæði. 1959 6/6 Rvík: Dómur: 15 daga varðhald, sviptur ökuleyfi í 18 mánuði fyrir brot á áfengis- og umferðarlögum. 1960 30/3 Rvík: Dómur Hæstaréttar: 1 árs ökuleyfissvipting fyrir framangreint brot. — 4/5 Rvík: Sátt, 50 kr. sekt fyrir brot á lögum nr. 73/ 1952. — 22/8 Rvík: Sátt, 300 kr. sekt fyrir vanrækslu á að verð- merkja söluvöru. Málsatvik eru þessi: I. Aðfaranótt föstudagsins 26. maí 1961, klukkan 02.00, var lög- reglu tilkynnt, að ölvaður maður væri að leggja af stað í bifreið frá Skaptahlíð 6. Lögreglan var í næstu grennd, og er hún kom á staðinn, var ákærði við stýri bifreiðarinnar R 195. Ekki var vél bifreiðarinnar gangsett, en heit viðkomu, og kvaðst ákærði hafa ekið bifreiðinni heiman að frá sér á fyrrnefndan stað. Ákærði var fluttur á Slysavarðstofu Reykjavíkur til rannsóknar. Í vottorði Guðmundar Georgssonar cand. med. segir svo um ástand ákærða, m. a.: „Maðurinn svarar flestum spurningum út í hött og neitar stöðugt að hafa tekið nokkrar töflur síðan 302 í fyrradag, að hann kveðst hafa tekið nokkrar töflur til að sofa af, enda átt erfitt með svefn. Hins vegar kveðst hann vera dá- lítið miður sín núna, enda finni hann oft til óstyrks og magn- leysis, er hann hafi unnið mikið og lítið sofið, en svo sé ástatt nú ...... Skoðun: Hann getur ekki gengið óstuddur. Ef hann er látinn standa með fætur saman en opin augu, fellur hann til hægri. Hann er þvöglumæltur sem drukkinn væri, en engan áfengisþef leggur þó úr vitum hans. Húðin er fölleit, en heit. Blóðþrýstingur 145/100 og púls er reglulegur og styrkur 84/miín. — Augu: Pupillur eru fremur þröngar, en reagera fyrir ljósi. Við prófun á augnhreyfingum kemur fram konvergensinsufti- ciens. — Limir: Vægur tremor við fingur-nef-próf, en hins vegar er áberandi ataxi á báðum fótum við hæl-hné-próf. Sinaviðbrögð eru dauf, en jöfn báðum megin og fást fram, nema patellarre. flex, sem ekki fæst fram með vissu.“ Ákærði hefur fyrir dómi játað að hafa ekið bifreiðinni R 195 heiman að frá sér og að Skaptahlíð 6 umrædda nótt og komið þangað um 15—20 mínútum áður en lögreglan kom á staðinn. Hann kvaðst ekki hafa verið undir áhrifum áfengis. Lyfja sagðist ákærði að jafnaði neyta vegna meiðsla, er hann hlaut 12. febrúar 1961, en þó aðeins að læknisráði og bann dag, sem hér skiptir máli, hafi alls ekki verið um frekari lyfjaneyzlu að ræða. Verða nú raktir framburðir nkkurra vitna um ástand ákærða: Vitnið Björn Eysteinn Kristjánsson lögreglumaður sagði ákærða hafa borið öll merki þess að vera með miklum áfengisáhrifum, allt að því ósjálfbjarga. Varð vitnið að aðstoða ákærða við að komast inn í lögreglubifreiðina, þar eð ákærði gat það ekki hjálparlaust. Málfar ákærða var þvöglulegt, en hins vegar fann vitnið enga vínlykt af honum. Vitnið Grétar Guðmundsson kvaðst ekki hafa verið í vafa um, að ákærði væri „dauðadrukkinn“. Hann hafi verið allur mjög slappur í framgöngu og þvöglumæltur. Vitnið Rúnar Guðmundsson lögreglumaður sagði ákærða hafa verið óstyrkan á fótum og ekki hefði hann haft vald á talfær- um sínum, enda bersýnilega mjög miður sín. Taldi vitni þetta, að ástand ákærða hefði verið verra en ástand drukkins manns. Vitninu Gunnari Gunnarssyni virtist ákærði mjög drukkinn, málrómur hans drafandi og tal hans sundurlaust rugl. Kvaðst vitnið hafa boðizt til að aka ákærða heim, en hann talið það óþarft, þar sem hann hefði ekkert drukkið. 303 Vitnið Ólafur Jensson taldi ákærða dauðadrukkinn, málfar hans drafandi og tal sundurlaust. Vitnið Jón Eyjólfur Jónsson lögreglumaður sagði ákærða hafa haft öll einkenni ölvaðs manns, nema vínlykt var ekki að finna af honum. Ákærði hefði átt erfitt með gang, málfar verið drafandi og tal hans að ýmsu leyti ruglingslegt. Vitnið Sigurður Jónsson kvaðst fyrst hafa orðið vart við ákærða fyrir utan heimili sitt, Skaptahlíð 6, þar sem ákærði setti vél bifreiðarinnar í gang hvað eftir annað með miklum hávaða og gauragangi. Kvaðst vitnið þá hafa farið út og ekki betur séð en að ákærði væri „dauðadrukkinn“. Samkvæmt læknisvottorði og með vitnaframburðum þeim, sem raktir hafa verið hér að framan, verður að telja nægilega sann- að, að ástand ákærða hafi verið slíkt umrætt sinn „að hann hafi ekki getað stjórnað ökutæki á tryggilegan hátt. Varðar sú hátt- semi við 2. mgr. 24. gr. umferðarlaga nr. 26/1958. Il. Hinn 4. september 1961 kærði Eiríkur Jónsson til rannsóknar- lögreglu, að aðfaranótt hins 17. apríl 1961 hefði bifreiðinni R 195 verið ekið aftan á bifreið hans R 7074, þar sem hún hefði staðið framan við húsið nr. 86 við Miklubraut hér í borg. Sagði Eirík- ur, að skemmdir á bifreið hans hefðu orðið þær, að afturhögg- vari hefði beyglazt, festing hans í grind brotnað og vinstra afturbretti hefði beyglazt. Rannsóknarlögregla tók fyrst skýrslu af ákærða hinn ". febrúar 1962. Ákærði kvaðst hafa verið staddur með bifreið sína, R 195, á Miklubraut umrætt sinn og þá aðeins komið þar við afturhöggvara kyrrstæðrar bifreiðar. Sagðist ákærði þá strax hafa stöðvað bifreið sína, ekki séð, að neinar skemmdir hefðu orðið og því haldið sína leið. Hinn 8. febrúar 1962 skýrðu tvö vitni rannsóknarlögreglu svo frá, að þau hefðu séð, er áreksturinn varð, en ekki orðið þess vör fyrr en daginn eftir, að skemmdir hefðu orðið á bifreið þeirri, sem ekið var á. Ákærði ítrekaði fyrir dómi, að hann hefði ekki orðið var við neinar skemmdir á hinni bifreiðinni, aðeins um viðkomu að ræða. Þegar til þess er litið, að engin rannsókn fór fram á bifreið- unum af hálfu lögreglu, enda málið ekki kært fyrr en röskum fjórum mánuðum eftir að atvikið átti að hafa gerzt, sem og þess, að ekkert vitni hefur séð ákærða valda spjöllum á bif- 304 reiðinni R 7074, þykir varhugavert að telja nægilega sannað í refsimáli þessu, að ákærði hafi umrætt sinn orðið sekur um slíkan árekstur, sem varði hann refsingu, og ber því að sýkna hann af þessum lið ákæruskjals. Refsing ákærða samkvæmt 80. gr. umferðarlaga nr. 26/1958 þykir eftir atvikum hæfilega ákveðin varðhald 15 daga. Samkvæmt 81. gr. sömu laga ber að svipta ákærða ökurétt- indum ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja. Loks ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar. Dómsorð: Ákærði, Ólafur Friðgeir Ólafsson, sæti varðhaldi 15 daga. Ákærði er sviptur ökuréttindum ævilangt frá birtingu dómsins að telja. Ákærði greiði allan sakarkostnað. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Föstudaginn 10. maí 1968. Nr. 181/1962. Hafsteinn Ólafsson (Þorvaldur Þórarinsson hrl.) Segn Sigurvini Sveinssyni (Jón N. Sigurðsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason, Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðsson og Lárus Jóhannesson og Einar Arnalds yfirborgardómari. Ómerking dóms og málsmeðferðar. Dómur Hæstaréttar. Hákon H. Kristjónsson, settur bæjarfógeti í Keflavík, hef- ur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstréttar með stefnu 13. desember 1962, að fengnu áfrýjunarleyfi 10. s. m. Hann krefst þess aðallega, að hinn áfrýjaði dómur og máls- meðferð í héraði verði ómerkt og málinu vísað heim í hér- 305 að til löglegrar meðferðar. Til vara krefst hann sýknu af kröfum stefnda. Þá krefst hann og málskostnaðar úr hendi stefnda í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms, þó þannig, að áfrýjanda verði dæmt að greiða kr. 57.511.63, auk vaxta og málskostnaðar, eins og greinir í héraðsdómi, og máls- kostnaðar í Hæstarétti. Áfrýjandi, sem er ólöglærður, sótti sjálfur þing fjögur fyrstu skiptin, er málið var til meðferðar fyrir héraðsdómi. Þegar málið kom næst fyrir dóm, sótti ólöglærður maður og þing af hans hálfu. Síðar var ekki sótt þing af hálfu áfrýj- anda, en málið tekið til dóms að kröfu umboðsmanns stefnda. Ekki sést, að héraðsdómari hafi leiðbeint áfrýjanda né téðum umboðsmanni hans um málsmeðferð, þ. á m. hverju það varðaði, ef eigi yrði sótt þing af áfrýjanda hálfu, sbr. 114. gr. laga nr. 85/1936. Að svo vöxnu máli þykir verða að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og málsmeðferð í héraði frá og með 25. maí 1962 og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og uppsögu dóms af nýju. Eftir atvikum verður málskostnaður í Hæstarétti látinn niður falla. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og málsmeðferð í héraði frá og með 25. maí 1962 eiga að vera ómerk, og vísast mál- inu heim í hérað til löglegrar meðferðar og uppsögu dóms af nýju. Málskostnaður í Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Keflavíkur 13. ágúst 1962. Mál þetta, sem dómtekið var 8. júní s.l., hefur stefnandinn, Sigurvin Sveinsson, Vesturbraut 11, hér í bæ, höfðað hér fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 7. marz s.l., gegn Hafsteini Ólafssyni, Háteigi 19, hér í bæ, til greiðslu skuldar og skaða- bóta vegna byggingar hússins Vesturbraut 11 hér í bæ, alls að fjárhæð kr. 52.607.63, ásamt 8% ársvöxtum frá sáttakærudegi 20 306 26. febrúar 1962 til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu. Málið var þingfest 9. marz s.l., og lagði umboðsmaður stefn- anda þá fram réttarskjöl nr. 1—8, stefnu, sáttakæru, útskrift úr sáttabók, matsgerð, 2 reikninga vegna matsgerðarinnar, yfir- lit yfir greiðslur stefnda vegna byggingar hússins Vesturbraut 11 og greinargerð. Í þinghaldi 23. marz s.l. hækkaði umboðsmaður stefnanda niðurstöðu matsgerðar um kr. 8.100.00, sem stöfuðu af reiknings- skekkju, og lækkaði stefnufjárhæðin að sama skapi. Í þinghaldi þessu óskaði stefndi eftir, að skipaðir yrðu þrír yfirmatsmenn til að yfirmeta verk það, sem unnið var, og gerði dómari það daginn eftir. Yfirmat fór síðan fram 5. apríl s.l., og voru niður- stöður þess, að kr. 111.815.00 hefðu átt að vera komnar í bygg- ingarkostnað hússins. Málið var síðan tekið fyrir 6. apríl, 27. apríl og 25. maí s.l, og stöðugt veittir frestir, m. a. svo að stefndi gæti lagt fram greinargerð, sem hann þó ekki gerði. Í þinghaldi 8. júní mætti stefndi ekki, og var málið þá dóm- tekið að kröfu umboðsmanns stefnanda, og ber því að dæma málið samkvæmt 2. mgr. 118. gr. laga nr. 85/1936 eftir fram- lögðum gögnum. Samkvæmt þessu ber að taka kröfu stefnand- ans til greina að öllu leyti, eins og þeim er lýst hér að framan. Yfirmatskostnaður ákveðst kr. 2.500.00 og málskostnaður kr. 6.900.00. Dómsorð: Stefndi, Hafsteinn Ólafsson, Háteigi 19, Keflavík, greiði stefnandanum, Sigurvin Sveinssyni, Vesturbraut 11, Kefla- vík, hina umstefndu fjárhæð, kr. 59.057.63, ásamt 8% árs- vöxtum frá 27/2 1962 til greiðsludags og málskostnað kr. 6.900.00. Hann greiði og yfirmatskostnað, sem ákveðst kr. 2.500.00. Allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 307 Föstudaginn 10. maí 1963. Nr. 157/1962. Dánarbú Sigurðar Berndsens (Kristján Eiríksson hrl.) gegn Loga E. Sveinssyni og Guðmundi Ámundasyni (Páll S. Pálsson hrl.). og gagnsök. Dómendur: hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason, Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðsson og Lárus Jóhannesson og Ármann Snævarr prófessor. Skuldamaál. Dómur Hæstaréttar. Sigurður Berndsen er nú andaður, og hefur dánarbú hans tekið við aðild máls þessa. Gagnáfrýjandi, Logi E. Sveinsson framseldi gagnáfrýjanda Guðmundi Ámundasyni dómkröfu samkvæmt héraðsdómn- um til eignar hinn 3. apríl 1961. Aðaláfrýjandi hefur, að fengnu áfrýjunarleyfi 1. nóvem- ber 1962, skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 12. s. m. Krefst hann þess, að honum verði einungis dæmt að greiða gagnáfrýjanda kr. 19.947.90 ásamt vöxtum frá 15. febrúar 1961 til greiðsludags, en málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti verði látinn falla niður. Gagnáfrýjendur hafa, að fengnu áfryjunarleyfi 27. febrú- ar 1963, áfrýjaði málinu með stefnu 1. marz 1963. Krefjast Þeir þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og aðal- áfrýjanda verði dæmt að greiða þeim málskostnað fyrir Hæstarétti. Mál þetta var þingfest í héraði hinn 21, febrúar 1961. Umboðsmaður sagnáfrýjanda Loga E. Sveinssonar lagði þá fram stefnu og greinargerð ásamt 4 fylgiskjölum. Stefndi i héraði, Sigurður heitinn Berndsen, kom sjálfur fyrir dóm og fékk tveggja vikna frest til að skila greinargerð. Brýndi dómarinn fyrir Sigurði heitnum, „hverju það varðaði, ef þingsókn félli niður af hans hendi“. Þá er málið kom næst fyrir dóm hinn 7. marz s. á., var eigi sótt dómþing af hendi 308 stefnda í héraði, Sigurðar heitins Berndsens. Tók héraðs- dómari þá málið til dóms eftir kröfu gagnáfrýjanda Loga E. Sveinssonar og kvað upp hinn áfrýjaða dóm. Hér fyrir dómi hefur aðaláfrýjandi lagt fram sögn, ei hann telur sanna, að Sigurður heitinn Berndsen hafi verið búinn að greiða gagnáfrýjanda Loga E. Sveinssyni kr. 13.- 572.70 áður en dómur gekk í héraði. Hann kveður, að Sig- urður heitinn Berndsen hafi verið þjáður af þvagteppu, þá er málið kom fyrir dóm 7. marz 1961, og því eigi getað sinnt málinu. Vísar hann um veikindi Sigurðar heitins til vottorðs Halldórs Arinbjarnar læknis, dags. 18. september 1962, en þar segir, að Sigurður heitinn hafi komið á Land- spítalann „acut“ hinn 10. marz 1961 og legið á handlæknis- deild til 2. mai 1961. Gerð hafi verið á honum skurðaðgerð. Af handlæknisdeildinni hafi hann verið fluttur á lyflæknis- deildina, þar sem hann muni hafa legið um tima, og eftir brottför af spítalanum muni hann mikinn hluta ársins hafa verið sjúklingur. Samkvæmt þessu og með skirskotun til 45. gr. laga nr. 57/1962 um Hæstarétt krefst aðaláfrýj- andi þess, að málið verði nú dæmt í Hæstarétti samkvæmt þeim gögnum, sem hann hefur lagt fram. Gagnáfrýjendur mótmæla því hins vegar, að önnur gögn en þau, sem lágu fyrir héraðsdómara, verði hér fyrir dómi til greina tekin. Samkvæmt 110. gr. laga nr. 85/1936, sbr. 111. gr. sömu laga, skulu staðhæfingar um málsatvik og mótmæli jafnan koma fram, jafnskjótt sem tilefni verður, og má annars kostar eigi taka slíkar yfirlýsingar til greina, nema gagn- aðili samþykki. Stefndi í héraði, Sigurður heitinn Berndsen, kom sjálfur fyrir dóm á fyrsta dómþingi málsins 21. febrú- ar 1961. Af reynsluþekkingu sjálfs sín og brýningu dóm- ara var honum augljós nauðsyn á undandráttarlausum mál- flutningi. Eigi eru leiddar líkur að því, að veikindi hans hafi borið svo brátt að, að hann hafi eigi mátt fela mál- flutningsmanni mál þetta til meðferðar. Verða því máls- ástæður þær og gögn, sem aðaláfrýjandi flytur fram fyrir Hæstarétti, eigi til greina tekin gegn andmælum gagnáfrýj- anda. Samkvæmt þessu og þar sem héraðsdómurinn er í 309 samræmi við gögn þau, sem fyrir lágu í héraði, ber að stað- festa hann að öðru leyti en því, að í stað 10% ársvaxta komi 9% ársvextir og Í stað 8% ársvaxta komi 7% árs- vextir. Eftir þessum úrslitum er rétt, að aðaláfrýjandi greiði sagnáfrýjendum málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 2500.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, að öðru en því, að í stað 10% ársvaxta komi 9% ársvextir og í stað 8% ársvaxta komi 7% ársvextir. Aðaláfrýjandi, dánarbú Sigurðar Berndsens, greiði sagnáfrýjendum, Loga E. Sveinssyni og Guðmundi Ámundasyni, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 2500.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 18. marz 1961. Mál þetta, sem dómtekið var 7. þ. m., hefur Logi E. Sveinsson, Fossvogsbletti 29, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 17. f. m., gegn Sigurði Berndsen, Flókagötu 57, Reykjavík, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 33.520.60 með 6% ársvöxtum frá 1/12 1958 til 23/2 1960, en 10% ársvöxtum frá 23/2 1960 til greiðsludags, og málskostnaðar. Hina umstefndu skuld kveður stefnandi vera fyrir múrverk, er stefnandi hafi annazt fyrir stefnda í kjallara hússins nr. 16 við Vesturbrún, hér í borg. Stefndi hefur sótt þing, en engum andmælum hreyft gegn dómkröfum stefnanda og verða þær teknar til greina, þó þannis, að vextir reiknast 6% frá 1/12 1958 til 23/2 1960, 10% 23/2 1960 til 29/12 s. á, en 8% frá 29/12 1960 til greiðsludags. Málskostnaður ákveðst kr. 4,600.00. Einar Oddsson, fulltrúi borgardómara, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Sigurður Berndsen, greiði stefnanda, Loga FE. Sveinssyni, kr. 33.520.00 með 6% ársvöxtum frá 1/12 1958 310 til 22/2 1960, 10% ársvöxtum frá 23/2 1960 til 29/12 s. á., en 8% ársvöxtum frá 29/12 1960 til greiðsludags og kr. 4.600.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þess að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 13. maí 1963. Nr. 149/1962. Kristinn Á. Kristjánsson (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.) gegn Bílaverinu h/f (Gísli Ísleifsson hr|.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason, Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðsson og Lárus Jóhannesson og Ármann Snævarr prófessor. Ábyrgð geymslumanns. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur, að fengnu áfrýjunarleyfi 26. október 1962, skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 5. nóv- ember 1962. Krefst hann þess, að stefnda verði dæmt að greiða honum kr. 80.400.00 ásamt 10% ársvöxtum af kr. 71.000.00 frá 2. júní 1960 til 29. desember s. á., en 8% árs- vöxtum frá þeim degi til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að héraðsdómurinn verði staðfestur og áfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Bifreiðaverkstæði stefnda stendur rétt við fjölfarinn veg nokkurn spöl frá mannabyggð, og er það læst og mann- laust á næturþeli. Á bakhlið þess eru stórar dyr, bæði á réttingarverkstæði og málningarverkstæði. Var hurðunum læst að innanverðu með lokum og járnteinum að ofan og neðan. Á hurðum eru minni dyr, sem ganga má um, þá er öll aðalhurðir eru lokaðar. Hurðum hinna minni dyra er læst með hrökklás og skrá. Gluggar verkstæðisins eru með tvö- földum smárúðum, 33 X< 37 em að stærð. Hinn 1. júní 1960 var bifreiðin G 124, eign áfrýjanda, til viðgerðar á málningarverkstæðinu og stóð næst dyrum þess. Bifreiðin var ólæst. Viðgerðarmaður sá, sem vann að henni, kveðst hafa, er hann hætti vinnu þann dag, tekið kveikju- láslykilinn úr henni og hengt hann á skilvegg á áberandi stað. Rafgeymi bifreiðarinnar segist hann hann tekið úr sam- bandi. Aðfaranótt 2. júní braut ölvaður maður, að nafni Garðar Guðmundur Svavar Andrésson, rúðu á bakhlið hússins og skreið inn í það. Hugðist hann stela þar peningum og braut upp skrifborð, en fann þar ekkert fémætt. Tók hann þá að athuga bifreiðar þær, sem á verkstæðinu voru. Athygli hans beindist sérstaklega að bifreiðinni G 124, sem stóð næst dyrunum. Kveðst hann hafa ræst hana með kveikjuláslykli hennar, sem verið hafi í henni, og hafi hann eigi þurft að tengja rafgeymi til þess. Hann ók henni síðan út um bif- reiðadyr verkstæðisins, sem auðvelt var að opna innan frá. Hóf hann því næst akstur bifreiðarinnar, ók að sjálfs sin sögn upp í Mosfellssveit og þaðan til Reykjavíkur. Þar hitti hann tvo bræður, er hann tók upp í bifreiðina. Urðu þeir nú ásáttir að aka til Grindavíkur, en fyrir sunnan Hafnar- fjörð missti Garðar stjórn á bifreiðinni. Valt hún út af veg- inum og stórskemmdist. Samkvæmt því, sem rakið var, stóð bifreiðin G 124 á mann- lausu verkstæði stefnda aðfaranótt 2. júní 1960 ólæst, og var kveikjulykill hennar augsýnilegur og tiltækur hverjum þeim, sem inn á verkstæðið var kominn, hvort heldur lyk- illinn var á veggnum eða hann var í bifreiðinni sjálfri, og enginn tálmi var á bifreiðadyrum verkstæðisins, er torveld- aði aðskotamanni að opna þær innan frá. Varæzla stefnda á bifreiðinni var af þessum sökum ófullkomin, svo sem raun bar vitni, og verður því að dæma hann til að greiða áfrýjanda bætur fyrir spjöll þau, sem urðu á bifreiðinni af völdum tökumanns hennar. 312 Dómkvaddir matsmenn hafa metið bifreiðina G 1244 fyr- ir spjöllin á ...............00.. 0 kr. 88.000.00 en eftir þau á ..........000..0.0 0. — 25.000.00 Mismuninn, kr. 63.000.00, ber að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda með vöxtum, eins og síðar segir. Krafa um bætur fyrir afnotamissi hefur eigi verið studd þeim rökum, að hún verði til greina tekin. Rétt er, að stefndi greiði áfrýjanda málskostnað í hér- aði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 6000.00. Dómsorð: Stefndi, Bilaverið h/f, greiði áfrýjanda, Kristni A. Kristjánssyni, kr. 63.000.00 ásamt 9% ársvöxtum frá 2. júní 1960 til 29. desember s. á. og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og svo kr. 6000.00, máls- kastnað í héraði og fyrir Hæstarétti, að viðlagðri að- för að lögum. Dómur bæjarþings Hafnarfjarðar 12. febrúar 1962. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 8. þ. m., hefur Kristinn Á. Kristjánsson, Reykjavíkurvegi 23, hér í bæ, höfðað fyrir bæjar. þinginu með stefnu, útgefinni 5. febrúar 1961, gegn Bílaverinu h.f., hér í bæ, til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 80.400.00 með 10% ársvöxtum af kr. 71.000.00 frá 2. júní 1960 til 29. des- ember s. á, en 8% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Af hálfu stefnda er krafizt sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda, en til vara er stefnukröfunni mótmælt sem of hárri. Málavextir eru þessir: Aðfaranótt fimmtudagsins 2. júní 1960 var brotizt inn í bit. reiðaverkstæði stefnda við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði og bif- reið stefnanda, G 124, sem þar var til viðgerðar, stolið. Þjóf. urinn, sem var undir áhrifum áfengis, ók bifreiðinni til Reykja víkur og víðsvegar um bæinn. Síðan ók hann áleiðis til Grinda- víkur, en skammt sunnan við Hafnarfjörð ók hann út af veg- inum með þeim afleiðingum, að bifreiðin stórskemmdist. 313 Stefnandi reisir bótakröfu sína á því, að gæzlu stefnda á bifreið- inni hafi verið ábótavant, þar sem hún hafi verið ólæst, lykillinn staðið í kveikjulásnum og auðvelt fyrir þjófinn að komast með hana út af verkstæðinu. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að varzla bifreiðinnar hafi að öllu leyti verið forsvaranleg. Ósann- að sé, að lykillinn hafi verið í kveikjulásnum og jafnvel þótt svo hafi verið, hefði þjófurinn átt auðvelt með að ræsa vél bifreiðarinnar með því að tengja beint. Af þessum ástæðum og þar sem þjófnaður á bifreið úr læstu verkstæði sé svo óvenju- legur atburður, leiði engin rök til þess að leggja bótaábyrgð á eiganda verkstæðisins. Engin skylda hvíli á stefnda að þjóf- tryggja bifreiðar þær, sem séu í vörzlum hans. Þrír starfsmenn stefnda, sem jafnframt eru meðeigendur fyrir- tækisins, hafa komið fyrir dóm. Steinn Valdimar Tryggvason vann við bifreiðina kvöldið áður en henni var stolið. Hann kveðst hafa hengt kveikjuláslykl- ana á gluggakarm í málningarverkstæðinu, eins og venjulega sé gert, tekið rafgeyminn úr sambandi og gengið frá útidyrahurð- um verkstæðisins. Hann kveðst hafa athugað verksummerki eftir innbrotið og hafi þau bent til þess, að þjófurinn hefði reynt að brjótast inn um dyrnar, en ekki tekizt. Hafi hann þá brotið tvöfalda rúðu, 33><37 cm, og farið þar inn. Blóðslettur og fleiri ummerki í tveimur bifreiðum gáfu til kynna, að þjófurinn hefði einnig farið inn í þær. Framburður Sigurðar Einarssonar og Bjargmundar Tryggvason- ar um venju í sambandi við frágang á lykluum og rafgeymum bifreiða er á sama veg og að ofan greinir í framburði Steins Valdimars. Garðar Guðmundur Svavar Andrésson, er brauzt inn í verk- stæði stefnda og tók bifreið stefnanda, eins og áður er rakið, var yfirheyrður í sakadómi 2. júní 1960 og einnig hefur hann mætt í þessu máli. Hann hefur skýrt svo frá, að hann hafi setið að sumbli með kunningjum sínum að kveldi hins 1. júní 1960 og gerzt mjög ölvaður. Um kl. 1 um nóttina brauzt hann inn í Bílaverkstæði Hafnarfjarðar við Reykjavíkurveg og stal þar 240 kr. í pening- um. Síðan brauzt hann inn í benzín- og sælgætissöluskúr við hliðina á sama verkstæði og stal sígarettum og gosdrykkjum. Þaðan fór hann að bifreiðaverkstæði stefnda og brauzt þar inn, með því að fara inn um glugga. Þarna braut hann upp skrif- borð, en fann ekkert fémætt, Hann kvað nokkrar bifreiðar hafa öld verið á verkstæðinu og taldi, að G 124 hefði orðið fyrir valinu vegna þess að hún var næst dyrunum. Hann minnti, að fyrst hefði hann reynt við aðra stærri bifreið, en hætt við hana annað hvort vegna þess, að hann hafi ekki komið henni í gang eða út. Að- spurður taldi, hann, að lykill G 124 hefði verið í kveikjulásn- um eða inni í bifreiðinni, en ekki hangið uppi á vegg í verk- stæðinu. Ekki kvaðst hann hafa þurft að tengja rafgeymi bif- reiðarinnar, en taldi, að hún hefði farið strax í gang og hafi gengið greiðlega að koma henni út af verkstæðinu. Aðspurður kveðst hann aldrei hafa tengt framhjá kveikjulási bifreiðar, en taldi sig þó kunna það. Framburður Garðars Guðmundar um atvik í sambandi við innbrotið í Bílaverið er annars nokkuð óákveðinn og óljós og ber hann við minnisleysi sökum ölvunar. Úrslit máls þessa velta á því, hvort varzla stefnda á bif- reiðinni verður talin forsvaranleg eða ekki. Dómendur hafa farið á staðinn og kynnt sér aðstæður. Bif- reiðaverkstæði stefnda stendur skammt frá fjölförnum vegi, Reykjavíkurvegi. Á bakhlið hússins eru tvær stórar dyr, aðrar á réttingaverkstæðinu, hinar á málningarverkstæði, þar sem G 124 var geymd. Dyrum þessum er læst að innanverðu með lokum, járnteinum, að ofan og neðan, en auk þess eru minni dyr á hvorri hurð, sem gengið er um, þegar aðaldyrnar eru lok- aðar. Þessum dyrum er læst með smekklás og skrá. Gluggar hússins eru með tvöföldum smárúðum, af sömu stærð og fyrr segir. Þjófurinn brauzt inn um glugga á bakhlið, við dyr rétt- ingaverkstæðisins. Upplýst er, að lyklar bifreiðarinnar voru í henni eftir þjófn- aðinn, en ósannað, hvort þeir stóðu í kveikjulásnum eða héngu á skilrúmsvergg, sem skiptir viðgerðar- og málningarverkstæði um Í meter innan við glugga á útvegg. Þá er ósannað, að raf- geymir bifreiðarinnar hafi verið tengdur. Þegar innbrotið var framið, var björt nótt. Samdómsmenn, er þekkja gerla starfsháttu á bifreiðaverk- stæðum, telja ekki venju að geyma bifreiðalykla í traustum hirzlum. Eigi sé óalgengt að merkja þá með númeri bifreiða og hengja upp á sama stað að kveldi. Lyklar G 1244 munu hins vegar ekki hafa verið merktir og ekki eru líkur til, að þjóf- urinn hafi séð þá inn um glugga. Með skírskotun til alls þess, sem að framan greinir, lítur dómurinn svo á, að frágangur á bifreiðaverkstæði stefnda að 315 utan og innan hafi verið eins og venja sé á slíkum stöðum og öllum, sem við þá skipta, megi vera kunnugt um. Þar sem eigi liggja rök til þess að krefjast strangari vörzlu en nú hefur verið lýst af stefnda, ber að sýkna hann af kröf- um stefnanda í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Jón Finnsson, fulltrúi bæjarfógeta, og meðdómsmennirnir Sveinn L. Bjarnason og Alexander Guðjónsson kváðu upp dóm Þennan. Því dæmist rétt vera: Stefnda, Bílaverið h.f., á að vera sýknt af kröfum stefn- anda, Kristins Á. Kristjánssonar, í máli þessu. Málskostnaður falli niður. Miðvikudaginn 15. maí 1963. Nr. 22/1963. Þorsteinn Sigurðsson og Haraldur Eyjólfsson (Páll S. Pálsson hrl.) gegn hreppstjóra Skarpshrepps, Ólafi Lárussyni (Guðmundur Ásmundsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason, Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðsson og Lárus Jóhannesson og prófessor Theo- dór B. Líndal. Synjað afhendingar á stóðhestum með fógetagerð. Dómur Hæstaréttar. Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslumaður Skagaf jarðar- sýslu, kvað upp úrskurð héraðsdóms. Áfrýjendur, sem skotið hafa máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 1. marz 1963, að fengnu áfrýjunarleyfi 22. febrú- ar s.l., krefjast ómerkingar hins áfrýjaða úrskurðar og máls- kostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda. 316 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og að áfrýjendur greiði honum in solidum málskostnað fyrir Hæstarétti. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða úrskurðar ber að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum er rétt, að áfrýjendur greiði in solidum stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 5.000.00. Það athugast, að eigi verður séð, að héraðsdómari hafi leiðbeint áfrýjendum, sem eru ólöglærðir, um varakröfu þeirra í héraði, sbr. 114. gr. laga nr. 85/1936. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Áfrýjendur, Þorsteinn Sigurðsson og Haraldur Eyj- ólfsson, greiði in solidum stefnda, hreppstjóra Skarðs- hrepps, Ólafi Lárussyni, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 5.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður fógetadóms Skagafjarðarsýslu 30. júlí 1962. Í máli þessu, sem tekið var til úrskurðar 25. Þ. m., hafa þeir Þorsteinn Sigurðsson bóndi, Enni í Engihlíðarhreppi, og Har- aldur Eyjólfsson bóndi, Gautsdal í Bólstaðarhlíðarhreppi, báðir í Austur-Húnavatnssýslu, krafizt þess, að tveir stóðhestar (grað- hestar), sem þeir eiga, og Sveinn Guðmundsson kjörbúðarstjóri, Guðmundur Sigurðsson húsasmíðameistari og Björgvin Jónsson skrifstofumaður, allir á Sauðárkróki, tóku 21. þ. m. í Austur- Húnavatnssýslu og afhentu hreppstjóra Skarðshrepps hér í sýslu til meðferðar, verði með fógetagerð teknir úr vörzlu þess hrepp- stjóra og afhentir gerðarbeiðendum eða hreppstjóra Engihlíðar- hrepps eða Bólstaðahlíðarhrepps, eftir því í afrétt hvors hrepps- ins hestarnir voru teknir eða til vara, að lagt verði lögbann við sölu hesta þessara á uppboði. Hreppstjóri Skarðshrepps, Ólafur Lárusson í Skarði, hefur mótmælt kröfum gerðarbeiðenda. Tildrög málsins eru samkvæmt gögnum málsins eftirfarandi: Laugardaginn 21. þ. m. fóru áðurnefndir Sveinn Guðmundsson, Guðmundur Sigurðsson og Björgvin Jónsson ríðandi frá Sauðár- króki vestur í Húnavatnssýslu. Var ferð þessi farin, að sögn öl7 Sveins Guðmundssonar, að beiðni Egils Bjarnasonar, formanns Hrossaræktarsambands Norðurlands, til þess að svipast eftir stóð- hestum, er ganga kynnu lausir utan vörzlu, að því er bezt verð- ur séð. Fóru þeir af stað upp úr hádegi nefndan dag og riðu fram Hryggjardðal, en svo Víðidal og Litla-Vatnsskarð og lítið eitt norður fyrir bæinn í Litla-Vatnsskarði og áðu þar. Þaðan sáu þeir bleikan stóðhest í hrossahópi í lítilli fjarlægð í norðvestur átt. Riðu þeir þangað og skildu úr hluta af hópnum og ráku stóð- hestinn með einhverjum fleiri hrossum, er fylgdu, áleiðis til Litla- Vatnsskarðs. Í túni Litla-Vatnsskarðs eða í nánd við það hittu þeir fyrir rauðan stóðhest glófextan, og tóku þeir hann með í reksturinn. Síðan héldu þeir austur Litla-Vatnsskarð með téða stóðhesta og nokkur önnur hross, er þeim fylgdu, en skildu á leið sinni úr hópnum hross þessi, eftir því sem þeim reyndist unnt. Er komið var að Grjótá, voru eigi önnur hross eftir með stóðhestunum en þrjú, er fylgdu þeim úr því. Hesta þessa ráku þeir út Víðidal og Hryggjardal að girðingu, er skilur land jarð- arinnar Tungu (Skollatungu) í Gönguskörðum. Þar handsöm- uðu þeir bleika stóðhestinn og lögðu við hann beizli. Var þetta innan landamerkja Tungu. Síðan var ferðinni framhaldið að hesthúsi í Tungu. Þar var rauði og glófexti stóðhesturinn rekinn inn og beizlaður. Hrossin þrjú, er fylgt höfðu með stóðhestin- um, ráku þeir yfir Gönguskarðsá í afréttarlönd Skagfirðinga, en stóðhestana tvo fóru þeir með í Skarð og afhentu þá þar hreppstjóra Skarðshrepps. Ólafur hreppstjóri Lárusson í Skarði auglýsti síðan samkvæmt 37. gr. laga nr. 54/1957 téða stóðhesta til sölu á uppboði, er fram skyldi fara 25, þ. m. Fógetinn skýrði hreppstjóranum fyrir uppboðið frá framkomnum kröfum gerðarbeiðenda, og frestaði hreppstjórinn uppboðinu, þar til úrskurður væri genginn í máli þessu, Þess ber að geta, að gerðarbeiðendur hafa skoðað umrædda stóðhesta, og hefur Þorsteinn Sigurðsson á Enni viðurkennt að eiga bleika hestinn og Haraldur Eyjólfsson í Gautsdal þann rauða og glófexta. Samkvæmt 36. gr. laga nr. 54/1957 um búfjárrækt er óheimilt að láta stóðhesta ganga lausa í heimahögum eða á afréttum án heimildar samkvæmt lögunum. Í sömu lagagrein segir, að verði vart við slíkan hest, beri að handsama hann og flytja til hrepp- stjóra. Verður samkvæmt þessu og því, sem fram hefur komið í málinu, eigi annað séð en taka téðra hesta hafi verið heimil 318 og lögleg. Er því eigi lögmæt ástæða til að afhenda gerðarbeið- endum hesta þeirra. Ber því að synja um þá kröfu gerðarbeið- enda, að hestarnir verði teknir úr vörzlu hreppstjóra Skarðs- hrepps og afhentir þeim. Hvað þá kröfu gerðarbeiðenda snertir, að hestarnir skuli ann- að tveggja afhentir hreppstjóra Engihlíðarhrepps eða Bólstaðar- hlíðarhrepps, eftir því í hvorum hreppnum hestarnir voru hand- samaðir til væntanlegrar meðferðar samkvæmt búfjárræktarlög- um, er það að segja, að í 36. gr. laganna er aðeins talað um að flytja skuli stóðhesta, sem finnast, eins og hér stendur á, til „hreppstjóra“, og í 37. gr. ræðir um það, að „hreppstjóri“ skuli selja slíka hesta á uppboði og gera á því skil, án þess að beinum orðum segi, hver sá hreppstjóri skuli vera. Það virðist sam- kvæmt orðanna hljóðan eigi skipta meginmáli, hver hreppstjór- inn er, sem til er leitað, enda getur einatt staðið svo á, að eðli- legt og skynsamlegt sé að afhenda slíka hesta hreppstjóra til meðferðar utan þess hrepps, sem hestarnir eru úr, og jafnvel geta legið til þess rök, að slíkir hestar séu afhentir hreppstjóra utan hreppsins, sem hestarnir eru handsamaðir í. Eins og hér stendur á, hefðu tökumenn hestanna þurft að leggja allmikla lykkju á leið sína til þess að koma hestunum til hreppstjóra Engihlíðarhrepps, sem býr að Holtastöðum í Langadal. Eins og leið þeirra var háttað, var auðveldast að koma hestunum til hreppstjóra Skarðshrepps, svo sem þeir gerðu. Verður sú ráð- stöfun eftir atvikum eigi talin óeðlileg, og þar sem eigi hafa var leidd rök að því, að hagsmunum gerðarbeiðenda hafi með því verið stefnt í voða eða þeir fyrir borð boðnir, þykir eigi ástæða vera til þess að taka til greina kröfur gerðarbeiðenda um töku téðra hesta úr vörzlum hreppstjóra Skarðshrepps og afhendingu þeirra til hreppstjóra Engihlíðarhrepps (eða Bólstaðarhlíðar- hrepps). Ber því að synja um þá kröfu gerðarbeiðenda. Hvað þá kröfu varðar, að leggja lögbann við sölu hestanna á uppboði, er það að segja, að líta verður svo á, að ágreiningur um lögmæti uppboðs, sem hreppstjóra er falið að halda, beri undir dómstóla. Verður lögbanni því eigi hér við komið, og er kröf- unni um það synjað. Rétt þykir að geta þess, að fógetinn hefur átt símtal við ráðu- neytisstjóra landbúnaðarráðuneytisins vegna þess ákvæðis í 85. gr. búfjárræktarlaga nr. 54/1957, að verði ágreiningur um skiln- ing á ákvæðum þeirra laga, skeri landbúnaðarráðherra úr og sé sá úrskurður fullnaðarúrskurður. Taldi ráðuneytisstjórinn 319 ágreining þann, er hér um ræðir, eigi bera undir ráðherra og óskaði hann úrskurðar fógetadóms um ágreininginn. Ályktarorð: Framangreindum kröfum um töku umræddra tveggja stóð- hesta úr vörzlum hreppstjóra Skarðshrepps og lögbann við sölu hesta þessara á uppboði er synjað. Miðvikudaginn 15. maí 1963. Nr. 5/1963. Haraldur Eyjólfsson (Páll S. Pálsson hrl.) gegn hreppstjóra Staðarhrepps, Jóni Sigurðssyni (Guðmundur Ásmundssson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason, Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðsson og Lárus Jóhannesson og prófessor Theo- dór B. Líndal. Ágreiningur um framkvæmd uppboðs á stóðhesti. Dómur Hæstaréttar. Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslumaður Skagafjarðar- sýslu, kvað upp hinn áfrýjaða úrskurð. Áfrýjandi, sem skotið hefur máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 15. janúar 1963, krefst þess, að úrskurður hér- aðsdóms verði úr gildi felldur, synjað verði um framkvæmd uppboðs og að stefnda verði dæmt að greiða málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar fyrir Hæstarétti af áfrýjanda. Með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða úrskurðar ber að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum er rétt, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 6.000.00. 320 Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Haraldur Eyjólfsson, greiði stefnda, hrepp- stjóra Staðarhrepps, Jóni Sigurðssyni, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 6.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður uppboðsdóms Skagafjarðarsýslu 12. janúar 1963. Í máli þessu, sem tekið var til úrskurðar 9. þ. m., er þess krafizt af hreppstjóra Staðarhrepps, að úrskurðað verði, að fram skuli fara uppboð það á stóðhesti Haralds bónda Eyjólfs- sonar í Gautsdal í Austur-Húnavatnssýslu, sem sett var á Sauð- árkróki 16. október s.l., og þá frestað vegna framkominna mót- mæla frá umboðsmanni téðs eiganda hestsins. Af hálfu uppboðsþola er þess krafizt, að synjað verði um fram- gang uppboðsins og honum úrskurðaður hæfilegur málskostnað- ur úr hendi hreppstjóra Staðarhrepps vegna hreppsins. Tildrög málsins eru samkvæmt gögnum þess eftirfarandi: Mánudaginn 27. ágúst s.l, snemma nætur, fóru þeir Sveinn Guðmundsson kjörbúðarstjóri, Sauðárkróki, Steinbjörn Marvin Jónsson bóndi, Hafsteinsstöðum, Jón Tryggvi Baldvinsson bóndi, Dæli, og Friðrik Stefánsson, Glæsibæ, allir þrír í Staðarhreppi, vestur í Húnavatnssýslu „sem leið liggur“ sunnan við Staðaröxl, vestur Seltungu um Gyltuskarð og vestur í Víðidal og Í Litla- Vatnsskarð. Þar komu þeir auga á rauðglófextan stóðhest í hrossahópi norðaustur af Móbergsselstjörn. Hest Þennan skildu þeir úr hópnum ásamt tveimur geldum hryssum og ráku þessi Þrjú hross með nokkrum lausum hestum, sem þeir félagar höfðu meðferðis, leið þá um hæl, sem þeir höfðu farið. Hryssurnar tvær skildu þeir frá við afréttargirðingu við heimalönd Staðar- hrepps, á brúnunum suðaustur af Staðaröxl. Hryssurnar kveð- ast þeir hafa rekið aftur vestur á Seltungu. Stóðhestinn hand- sömuðu þeir í Staðarrétt og færðu hann hreppstjóra Staðar- hrepps. Ferð þessa fóru téðir menn á vegum Hrossaræktarsam- bands Norðurlands. Stóðhest þann, er hér um ræðir, auglýsti hreppstjóri Staðar- hrepps til sölu á uppboði, er fram skyldi fara á Sauðárkróki 30. ágúst s.l. samkvæmt 2. mgr. 37. gr. laga nr. 54/1957. Ekkert boð var gert í hestinn á uppboðinu, og varð það því árangurs- laust, Er uppboð á hestinum var sett 16. október. s.1. og reynt 321 í annað sinn, var framgangi þess mótmælt af hálfu uppboðsþola og því borið við, að taka hestsins hafi verið ólögleg, og þess jafnframt krafizt, að málinu væri vísað til úrskurðar uppboðs- réttar, þar sem uppboðsbeiðanda og umboðsmanni eiganda hests- ins væri gefinn kostur á að tjá sig um málið. Var uppboðinu því frestað af hálfu hreppstjóra Staðarhrepps í bili og því vísað til úrskurðar uppboðsréttar. Með því að ágreiningur um uppboð það, er hér um ræðir, þykir með hliðsjón af 2. gr. sbr. 3. gr. laga nr. 57/1959 bera undir úrskurð uppboðshaldara, var málið tekið fyrir á uppboðs- þingi 9. þ. m. og þá tekið til úrskurðar. Aðalrök af hálfu uppboðsþola gegn framgangi uppboðsins eru þau, að taka umrædds stóðhests hafi verið ólögleg, þar sem hest- urinn hafi verið tekinn í heimahögum eigandans í lögsagnarum- dæmi Húnavatnssýslu, en 36, gr. laga nr. 54/1957 um búfjár- rækt beri að skilja svo, að eigi sé heimilt að handsama stóðhest í heimalandi eiganda í óleyfi hans, og geti slík handsömun eigi komið til fyrr en hesturinn hafi farið út fyrir landamerki eign- arinnar. Þá er því og haldið fram, að eigi geti verið heimilt samkvæmt búfjárræktarlögum, að einstakir menn geri sér ferð í önnur lögsagnarumdæmi til slíkra aðgerða. Þá er og í þessu sambandi af hálfu uppboðsþola vitnað til 67. gr. og 69. gr. stjórn- arskrárinnar um verndun eignarréttar og atvinnufrelsis, og talið, að taka stóðhests, svo sem þess er hér um ræðir, geti eigi sam- rýmzt þeim ákvæðum, þar sem eignar- og atvinnufrelsi búandi manns sé með slíku skert meira en téð stjórnarskrárákvæði heimili, og eigi þetta eigi hvað sízt við um bændur í Húnavatns- sýslu, sem rækti hross til þess að afla folaldakjöts til sölu á almennum markaði. Er því samkvæmt þessu haldið fram, að ef ákvæði búfjárræktarlaga eru „skilin víðtækt“, myndu þau að þessu leyti brjóta í bág við stjórnarskrána og því vera ógild. Þá er og af hálfu uppboðsþola véfengdur réttur hreppstjóra Staðarhrepps til að bjóða téðan stóðhest upp til sölu á uppboði. Er á það bent, að jafnvel þótt svo yrði litið á, að taka hestsins hafi verið heimil, beri sala hans á uppboði undir hreppstjóra í þeim hreppi, sem hesturinn var handsamaður í. Hreppstjóri Staðarhrepps, Jón óðalsbóndi Sigurðsson á Reyni- stað, hefur neitað að taka téð mótmæli gegn framgangi uppboðs á stóðhestinum til greina og krafizt þess, að úrskurðað verði, að uppboðið skuli fara fram, eins og lög mæla fyrir. Hvað þá staðhæfingu af hálfu uppboðsþola varðar, að um- 21 322 ræddur hestur hafi verið handsamaður í heimalandi eigandans, væntanlega Gautsdal í Bólstaðarhlíðarhreppi, er það að segja, að eigi eru leidd að því rök og því ósannað, að svo hafi verið. Tökumenn hestsins hafa allir að kröfu umboðsmanns uppboðs- þola verið yfirheyrðir í sakadómi Sauðárkróks um töku hests- ins, og ber þeim saman um það, að hann hafi þeir fundið norð- austur af Móbergsselstjörn í Litla-Vatnsskarði. Eftir því, sem bezt verður séð af opinberum uppdráttum af Íslandi (kortum frá Geo- dætisk Institut), er Móbergsselstjörn ofarlega í Litla-Vatnsskarði, eigi langt frá sýslumörkum, og getur sá staður vart talizt annað en afréttarland. Er raunar vandséð, hvoru megin sýslumarka, innan Húnavatnssýslu eða Skagafjarðarsýslu umræddur stóð- hestur hefur verið, er að honum var komið og rekstur hans austur á bóginn hófst. Skiptir þetta raunar eigi meginmáli. Ákvæði 36. gr. laga nr. 54/1957 eru skýr um það, að óheimilt er að láta stóðhesta ganga lausa í heimahögum eða á afréttum, nema sérstök heimild sé til slíks, og verður eigi séð, að slík heimild hafi verið fyrir hendi, hvað stóðhest þann varðar, er hér um ræðir. Og í 2. mgr. 36. gr. sömu laga segir, að verði vart við slíkan hest án heimildar, beri að handsama hann og flytja til hreppstjóra. Verður þetta ákvæði vart á annan veg skilið en bann, að skylda til umræddrar meðferðar sé lögð á þann eða þá, sem finna slíkan hest „lausan“ (án vörzlu eða gæzlu) í heima- högum eða á afréttum, svo framarlega sem sá eða þeir eru þess umkomnir að handsama hestinn. Verður samkvæmt þessu eigi á það fallizt, að taka og handsömun hestsins hafi verið andstæð lögum. Það er viðurkennt af tökumönnum hestsins og ómótmælt, að ferð þeirra, er þeir tóku hestinn, hafi verið gerð að beiðni stjórnar Hrossaræktarsambands Norðurlands vegna grunar um, að stóðhestar gengju lausir í afréttarlöndum Austur-Húnavatns- sýslu, en á því svæði, er hér kemur við sögu, liggja afréttarlönd Húnvetninga og Skagfirðinga saman. Verður eftir atvikum eigi talið óeðlilegt, að þeir gerðu ferðina til að leita af sér grun í bessu efni. Hvað þá viðbáru af hálfu uppboðsþola varðar, að með töku hestsins og ráðstöfun á honum, eins og farið hefur, sé brotið segn ákvæðum 67. gr. og 69. gr. stjórnarskrárinnar um verndun eignaréttar og atvinnufrelsis og „ákvæði“ búfjárræktarlaga (væntanlega 36. og 37. gr.) fái, ef skilin eru „víðtækt“, eigi staðizt samkvæmt téðum stjórnarákvæðum, verður eigi á slíkt fallizt. Þeim skilningi dómsins til stuðnings má benda á, að Bún- 323 aðarþing, sem er stéttarleg fulltrúasamkoma bænda, hefur tjáð sig um þessi ákvæði á s.l. ári, og verður eigi annað séð en þingið hafi lýst stuðningi sínum við ákvæðin, sbr. dskj. nr. 5. Er hér um að ræða greinargerð með ályktun þingsins í tilefni af sam- þykkt, sem lögð var fyrir það um lausagöngu stóðhesta að sumar- lagi á heiðunum milli Blöndu og Miðfjarðargirðingar, og vildi Búnaðarþing eigi fallast á samþykkt þessa. Í greinargerðinni er því mótmælt, að verið sé að „kúga bændur“, að því er ákvæði búfjárræktarlaga varðar og m. a. er þannig komizt að orði um lögin, að þau hafi verið samin og „sett til hagsbóta íslenzkri bændastétt og unnið hafi sitt gagn, þar sem þau hafi verið virt og haldin“. Þó að búfjárræktarlögin setji ýmsar reglur og reisi nokkrar skorður, sem að vísu þrengja að nokkru frjálsræði bænda um meðferð á búfé sínu, verður að fallast á þá skoðun með Búnaðarþingi, að lögunum er ætlað að efla hag bænda almennt. Þykja eigi rök til þess að líta svo á, að umdeild ákvæði búfjárræktarlaga fari í bága við téð ákvæði stjórnarskrárinnar. Kemur þá að því atriði, sem haldið er fram af hálfu uppboðs- þola, að uppboð á téðum stóðhesti, ef af skyldi verða, beri eigi undir hreppstjóra Staðarhrepps, heldur eigi að framkvæma það hreppstjórinn í þeim hreppi, þar sem land það liggur, er hest- urinn fannst í. Í 2. mgr. 37. gr. laga nr. 54/1957 segir, að „hrepp- stjóri“ skuli selja fundna stóðhesta á uppboði og gera á því skil, án þess að beinum orðum segi, hver og hvar sá hreppstjóri skuli vera. Samkvæmt orðanna hljóðan virðist eigi skipta máli, hver hreppstjórinn er, sem uppboðið heldur í þessu sambandi. Svo getur staðið á, að eðlilegt og skynsamlegt sé að afhenda slíka hesta hreppstjóra til meðferðar utan þess hrepps, sem hestarnir eru úr eða voru handsamaðir í. Eins og hér stendur á og leið hestatökumannanna var háttað, var auðveldast og lá beinast við fyrir þá að snúa sér til hreppstjóra Staðarhrepps, svo sem þeir gerðu. Af hálfu eiganda hestsins hafa eigi verið leidd rök að því, að hagsmunir hans séu fyrir borð bornir eða þeim stefnt í voða, þótt hreppstjóri Staðarhrepps framkvæmi uppboð það, er hér um ræðir. Verður heldur eigi séð, að svo þurfi að vera, nema síður sé. Þykir því eigi rétt að taka framkomin mótmæli gegn framgangi uppboðsins til greina. Ber því samkvæmt kröfu hreppstjóra Staðarhrepps að úrskurða, að téð uppboð á stóðhesti Haralds Eyjólfssonar í Gautsdal skuli fara fram og hreppstjóri Staðarhrepps framkvæmi það uppboð. Rétt þykir, að málskostnaður skuli falla niður. 324 Ályktarorð: Hreppstjóra Staðarhrepps ber að framkvæma uppboð á umræddum stóðhesti Haralds bónda Eyjólfssonar í Gauts- dal í Austur-Húnavatnssýslu. Málskostnaður falli niður. Miðvikudaginn 15. maí 1963. Nr. 47/1963. Helgi Benediktsson gegn Bæjarstjóranum í Vestmannaevjum f. h. bæjarsjóðs. Dómendur: hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason, Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðsson og Lárus Jóhannesson og prófessor Theo- dór B. Líndal. Kærumál. Ómerking héraðsdóms. Heimvísun. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Freymóður Þorsteinsson, settur bæjarfógeti í Vestmanna- eyjum, kvað upp héraðsdóminn. Sóknaraðili hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 29. marz 1963, sem barst dóminum hinn 17. apríl s.., og krefst þess, að ákvæði héraðsdóms um frávísun verði úr gildi fellt, lagt verði fyrir héraðsdómara að leggja efnis- dóm á sakarefni, er frávísun sætti, og að varnaraðilja verði dæmt að greiða kærumálskostnað. Varnaraðili hefur tekið undir kröfu sóknaraðilja, að því er varðar ákvæði héraðsdóms um frávísun, og krafizt kæru- málskostnaðar af sóknaraðilja. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 85/1936 á héraðsdómari að taka til úrlausnar frávísunaratriði, áður en til efnisdóms komi, þannig að bera megi þau atriði undir Hæstarétt, áður en dómur er lagður á efni máls. Þetta hefur héraðsdómari eigi gert. Verður því að ómerkja héraðsdóminn og vísa mál- inu heim í hérað til löglegrar meðferðar. Rétt er, að kærumálskostnaður falli niður. 325 Dómsorð: Héraðsdómurinn á að vera ómerkur, og er málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar. Kærumálskostnaður fellur niður. Sératkvæði prófessors Theodórs B. Líndals. Í héraði var mál þetta flutt munnlega hinn 6. desember 1962, en 18. desember 1962 var kveðinn upp úrskurður þess efnis, að því var beint til aðilja að afla nýrra gagna, sbr. 120. gr. laga nr. 85/1936. Umboðsmenn aðilja öfluðu nokkurra gagna samkvæmt úrskurðinum, en neituðu að verða við honum að öðru leyti. Hinn 11. marz 1963 var málið flutt munnlega af nýju og gekk dómur í því 18. marz 1963 með þeim úrslitum, að nokkur hluti kröfu kæranda var tekinn til efnismeð- ferðar, en meginhluta hennar var vísað frá dómi. Ljóst er af forsendum dómsins og ofangreindu, að frá- vísunin er reist á efnisatriðum málsins, sem ekki voru leidd í ljós fyrr en munnlegum flutningi þess var lokið. Voru því ekki efni til þess, að frávísunin væri tekin til athug- unar fyrr en gert var, sbr. og 2. mgr. 108. gr. laga nr. 85/ 1936 i. f., enda á 1. mgr. greinarinnar ekki við að þannig vöxnu máli. Aðiljar hafa með kröfugerð sinni hér fyrir dómi sýnt, að þeir vilja efnisdóm um málið í heild, og getur dómari því ekki ex officio greint sakarefni sundur, sbr. 71. og 117. gr. laga nr. 85/1936, enda um samrættar kröfur að ræða. Álitamálið var því, hvort málið var dómhæft í heild eða ekki. Hér er hins vegar aðeins til úrlausnar hinn kærði frá- vísunardómur, og verður því samkvæmt ofangreindu og almennum réttarfarssjónarmiðum að ómerkja hann. Rétt er, að kærumálskostnaður falli niður. 326 Dómsorð: Héraðsdómurinn á að vera ómerkur, og er málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar. Kærumálskostnaður fellur niður. Dómur bæjarþings Vestmannaeyja 18. marz 1963. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 12. þ. m., er höfðað fyrir bæjarþingi Vestmannaeyja af Helga Benediktssyni útgerðarmanni, Vestmannaeyjum, með stefnu, útg. 24. júní 1962, birtri 2. júlí s. á., á hendur Guðlaugi Gíslasyni bæjarstjóra f. h. bæjarsjóðs Vestmannaeyja til greiðslu á andvirði uppfyllingar og tveggja húsa eða skúra á lóð vestan við Básaskersbryggju, að fjárhæð samkvæmt mati kr. 790.000.00, ásamt 7% ársvöxtum frá Í. febrúar 1960 til 22. s. m., 10% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desember 1960, en 8% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desember 1960, en 8% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og máls- kostnað að skaðlausu. Í lok málsins breytti hann kröfum sínum á þá leið, að vextir frá 1. febrúar 1960 til 22. s. m. yrðu ákveðnir 6% p.a. í stað 7%. Stefndi mætti í málinu og gerði þær réttarkröfur, að hann yrði algerlega sýknaður af öllum kröfum stefnanda í málinu og honum tildæmdur hæfilegur málskostnaður úr hendi stefnanda. Með lóðarleigusamningi, dagsettum 6. og 12. nóvember 1931, milli bæjarstjórans í Vestmannaeyjum annars vegar og Héðins Valdimarssonar f. h. Olíuverzlunar Íslands h.f. hins vegar leigði bæjarstjórn Vestmannaeyja Olíuverzlun Íslands h.f. 1213,5 fer- metra lóð í Skildingafjöru. Í samningnum var Olíuverzluninni heimilað að byggja uppfyllingu undir olíugeyma eða olíugeymslu á lóðinni, en frá verkinu skyldi þannig gengið, að um hættu á íkveikju eða sprengingu gæti ekki verið að ræða. Í kringum uppfyllinguna skyldi gera varnarvegg úr steinsteypu að minnsta kosti einn meter upp fyrir gólfflöt uppfyllingarinnar, eins og nánar er rakið í samningnum. Leigutímabilið var ákveðið 20 ár og leigugjaldið kr. 50.00 á ári. Segir í samningnum, að þegar leigutímabilinu lyki, verði leigutaki að sækja af nýju um leyfi bæjarstjórnar til þess að hafa olíugeymslu á uppfyllingunni, ef bæjarstjórn kýs þá ekki að yfirtaka uppfyllinguna, sem leigjanda væri skylt að láta af hendi gegn endurgjaldi, sem færi eftir mati tveggja dómkvaddra manna. Síðan segir orðrétt: 327 „Mat þetta skal fara eftir því, hversu mikið kosta mundi þá að gera slíka uppfyllingu, en andvirði uppfyllingarinnar má ekki fara fram úr hinu upphaflega kostnaðarverði við bygg- ingu mannvirkisins.“ Hinn 3. maí 1933 framseldi Olíuverzlunin rétt sinn samkvæmt samningnum til B.P. á Íslandi og afsalaði jafnframt olíugeymslu- stöð sinni á lóðinni ásamt byggingum, girðingum og öllu tilheyr- andi. Söluverðið var kr. 49.053.76 og innifalin í sölunni var benzínstöð á lóð, tilheyrandi Gunnari Ólafssyni ér Co. í Vest- mannaeyjum. Leigutíminn rann út 6. nóv. 1951, en var þá framlengdur um 5 ár. Var undirritað samkomulag í þá átt hinn 23. júní og 30. júlí 1952. Ákveðið var, að ákvæði lóðarleigusamningsins héldust óbreytt, en með þeirri breytingu, að afgjaldið skyldi nema 200 kr. fyrir hvern fermeter á ári eða alls kr. 2627.00 á ári. Enn var samningurinn framlengdur um 3 ár eða til 6. nóvem- ber 1959. Ekkert skriflegt samkomulag var þá gert milli aðilja, en fyrir liggur, að á fundi, sem haldinn var í hafnarnefnd Vest- manneyja 24. sept. 1957, mælti nefndin með framlengingu í 3 ár, en bætti við: „enda flytti félagið innan þess tíma benzín- afgreiðslu sína inn undir Eiði á þann stað, sem hafnarnefnd hefur gert ráð fyrir, að olíustöð félagsins yrði.“ Á fundi hafnarnefndar Vestmannaeyja, sem haldinn var 9. janúar 1959, var samþykkt að fela bæjarstjóra að tilkynna leigu- taka. að lóðarsamningurinn yrði ekki framlengdur, er hann rynni út þann 6. nóvember 1959, og jafnframt, að hafnarnefnd myndi nota sér heimild samningsins til yfirtöku mannvirkja á lóðinni. Bæjarstjóri tilkynnti leigutaka þessa ákvörðun með sím- skeyti, dags. 14. apríl 1959. Með afsali, útgefnu 27. maí 1959, seldi Olíuverzlun Íslands h.f. stefnanda þessa máls öll mannvirki á lóðinni, uppfyllingu ásamt girðingum og tvö geymsluhús ásamt tilheyrandi lóðarleigurétt- indum. Söluverðið var kr. 150.000.00. Stefnanda var sent afsalið með bréfi, dags. sama dag, og er fram tekið í bréfinu meðal annars, að hafnarnefnd hafi sagt upp afnotum af lóðinni og tilkynnt, að samningurinn yrði ekki framlengdur. Með bréfinu fylgdi endurrit af símskeyti bæjarstjóra frá 14. apríl, sem áður getur. Jafnframt var tekið fram, að stefnanda væru aðeins seld þau réttindi, sem félaginu bæri. Með yfirlýsingu, dags. 25. júní 1959, staðfesti B.P. á Íslandi h.f., að afsalið væri gefið í sínu umboði og með fullu sambykki sínu. 328 Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum mótmælti þegar sölunni sem heimildarlausri, en með dómi Hæstaréttar, uppkveðnum 20. marz 1961, var salan metin gild, og viðurkennt, að stefnandi hefði við söluna orðið löglegur eigandi lóðarleiguréttindanna og tilheyrandi mannvirkja. Hins vegar var viðurkennt, að lóðar- leigusamningurinn hefði fallið úr gildi 6. nóv. 1959. Að tilhlutan bæjarstjórans í Vestmannaeyjum voru hinn 23. nóvember 1959 dómkvaddir tveir menn til þess að meta mann- virki á lóðinni. Skiluðu þeir matsgerð þann 9. desember 1959, og var niðurstaðan á þessa leið: A. Upphaflegt kostnaðarverð, miðað við verðlag 1931—1933: Uppfyllingin ............0.000. 0000 kr. 45.000.00 Húsin eða skúrarnir á lóðinni ............. — 4.260.00 Alls kr. 49.260.00 B. Kostnaðarverð mannvirkjanna, miðað við verð- lag haustið 1959, eða þegar matið fór fram, en að frádreginni hæfilegri fyrningu: Uppfyllingin ..........0..00.0.000 00 kr. 747.000.00 Húsin eða skúrarnir ..................... — 43.000.00 Alls kr. 790.000.00 Við nánari athugun taldi matsbeiðandi galla á matsbeiðni og dómkvaðningu og lagði því inn nýja matsbeiðni, dags. 28. janúar 1960. Óskaði hann þar eftir, að dómkvaddir yrðu tveir óvilhallir og sérfróðir menn til þess að framkvæma mat þeirra mannvirkja á lóðinni, sem leyfð voru í lóðarleigusamningi, og yrði matið framkvæmt í samræmi við tilætlun samningsins og vísað til þeirra ákvæða, sem tilfærð eru hér að framan. Dómkvaðning fór fram 1. febrúar 1960 og voru sömu menn dómkvaddir og áður. Skiluðu þeir matsgerð hinn 4. febrúar 1960 og mátu nú einungis uppfyllinguna með tilheyrandi girðingum. Niðurstaðan var hin sama og áður. Kostnaðarverð uppfyllingarinnar, miðað við verðlag þann dag og að frádreginni fyrningu, næmi kr. 747.000.00, en upphaflegt kostnaðarverð næmi kr. 45.000.00. Nokkru eftir að mat þetta lá fyrir, höfðaði stefndi mál gegn Olíuverzlun Íslands h.f. svo og stefnanda og fleirum, og gerði meðal annars þær réttarkröfur, að afsalinu til stefnanda fyrir uppfyllingunni og lóðarleiguréttindunum yrði riftað með dómn- um og stefndi viðurkenndur eigandi uppfyllingarinnar. Áður en dómur gekk í undirrétti „deponeraði“ stefndi í Landsbanka Ís- 329 lands kr. 45.000.00 á nafn Olíuverzlunar Íslands h.f., og átti þetta að vera fullnaðargreiðsla fyrir uppfyllinguna og mannvirki þar samkvæmt matsgerðinni frá 4. febrúar 1960. Dómur gekk í málinu í Hæstarétti hinn 20. marz 1961, eins og áður er að vikið, og voru þessar kröfur stefnda ekki teknar til greina. Tveim dögum síðar eða þann 22. marz 1961 „deponeraði“ þá stefndi nefndri fjárhæð á nafn stefnanda sem greiðslu fyrir uppfyllinguna. Með beiðni, dags. 1. febrúar 1960, fór bæjarstjórn Vestmanna- eyja fram á, að lögbann yrði lagt við framkvæmdum stefnanda í lóðinni og við allri starfsemi hans þar, nema að fengnu sam- Þykki bæjarstjórnar eða hafnarnefndar Vestmannaeyja. Beiðnin var tekin fyrir í fógetarétti, og að undangengnum úrskurði 17. febrúar 1960 náði lögbannið fram að ganga. Lögbannsgerðin var síðan staðfest í Hæstarétti. Stefnda voru þó um skeið leyfð afnot eignarinnar til fiskverkunar og hélt hann þeim afnotum til 1. ágúst 1960. Eftir það virtist stefndi hafa tekið við vörzl- um og umráðum eignarinnar og eftir að hæstaréttardómur féll, hefur stefndi notað eignirnar í sína þágu. Í máli þessu gerir stefnandi kröfur til, að stefndi verði dæmad- ur til að greiða honum andvirði eigna sinna á lóðinni, uppfyll- ingarinnar og tveggja húsa, með kr. 790.000.00. Fjárhæðin er byggð á matsgerðinni frá 9. desember 1959 og vaxtakröfu sína miðar stefnandi við þann dag, er beiðnin um lögbann kom fram. Kveðst stefnandi ekki þurfa að hlíta því að fá aðeins greitt upp- haflegt kostnaðarverð fyrir uppfyllinguna, þrátt fyrir áður til vitnað ákvæði samningsins, þar eð því verði ekki lengur beitt vegna brostinna forsendna. Á þeim tíma, sem liðinn er frá því samningurinn var gerður, hafi verðgildi peninga fallið gífurlega og komi ekki til, að slíkt hafi verið haft í huga, er ákvæðið var sett. Heldur muni tilætlunin einungis hafa verið að tryggja, að leigusali þyrfti ekki að sæta því að kaupa mannvirki hærra verði en kostnaðarverð þeirra nam, þótt lóð og verðmæti á henni hafi hækkað vegna skipulagsbreytingar og aukinnar eftir- spurnar eftir lóðum. Svo bendir hann á, að umrætt ákvæði eigi ekki við um húsin á uppfyllingunni og ætti því ekki að orka tvímælis, að hann ætti heimingu á að fá endurgjald fyrir þau, eins og matið segir til, enda hafi þau verið byggð með vitund og samþykki bæjaryfirvalda. Stefndi telur hins vegar, að ákvæði samningsins beri að skýra, eins og orðin segi til um. Samningurinn taki fram skýr- 330 um orðum, að endurgjald fyrir uppfyllinguna megi ekki fara fram úr upphaflegu kostnaðarverði. Ákvæði þetta sé eðlilegt, þegar þess er gætt, að samningurinn átti að gilda um langan tíma — 20 ár — og ársleigan lág og óbreytanleg allan leigutím- ann. Sú fjárhæð, er svari til upphaflegs kostnaðarverðs, hafi stefnanda staðið til boða og henni verið „deponerað“ á hans nafn í Landsbanka Íslands. Frekari greiðslu fyrir uppfyllinguna eigi hann engan rétt til. Þá heldur stefndi því fram, að stefnandi eigi engan rétt til endurgjalds fyrir húsin eða skúrana á uppfyll- ingunni. Í samningnum sé hvergi minnzt á hús þessi og aldrei hafi verið gengizt inn á að greiða endurgjald fyrir þau, er leigu- tímanum lyki, og ekki sé vitað til, að leitað hafi verið sam- þykkis bæjaryfirvalda til byggingar þeirra. Húsin hafi verið með öllu verðlaus fyrir hafnarsjóð, enda hafi hann látið brjóta þau niður, er hann tók við uppfyllingunni til eigin nota. Stefnanda hefði borið að flytja húsin burtu, stefnda að kostnaðarlausu, og þar eð hann lét það undir höfuð leggjast, beri honum að greiða stefnda kostnaðinn við að brjóta þau niður. Stefndi hefur þó ekki sett fram ákveðnar kröfur í þá átt í máli þessu. Eins og framanritað ber með sér, greinast kröfur stefnanda í tvo liði, annars vegar andvirði uppfyllingarinnar, kr. 747.000.00, hins vegar andvirði húsa eða skúra á uppfyllingunni, kr. 43.000.00. Verður rætt um báða þessa liði hér á eftir. Andvirði húsanna, kr. 43.000.00. Að tilhlutan réttarins var leitazt við að komast fyrir um, hvort húsin eða skúrarnir hefðu verið reistir með samþykki bæjaryfirvalda. Lagt var fram vottorð frá skrifstofu bæjar- stjóra, og er þar fram tekið, að í fundargerðabókum hafnar- nefndar Vestmannaeyja og byggingarnefndar Vestmannaeyja verði ekki fundin neins konar heimild til handa Olíuverzlun Ís- lands h.f. til þess að reisa byggingar á olíuuppfyllingunni. Jafn- framt var þess getið, að fundargerðarbækur hafnarsjóðs væru fyrir hendi frá árinu 1930 og eftir þann tíma, en elztu fundar- gerðarbækur bygginganefndar, sem til væru, séu frá árinu 1937. Eftir að málið hafði verið munnlega flutt, fékk rétturinn í hendur eftirrit af fundargerðum þeirra funda hafnarnefndar á árunum 1930 og 1931, sem tóku til meðferðar samninga við Olíverzlunina um olíuportið. Sýna þær, að á þeim tíma er hvergi minnzt á byggingu skúra eða húsa á lóðinni. Teikning hefur verið lögð fram af húsum þessum, annað er lítil skrif- stofa við innganginn í olíuportið, en hitt er bílskúr móti inn- 331 gangi. Teikningin er dagsett 7. október 1931 og er ekki árituð af hafnar- eða bygginganefnd. Fundargerðirnar sýna, að alllöngu áður eða þann 11. júlí 1931 lá fyrir uppdráttur af uppfylling- unni, sem hlaut samþykki hafnarnefndar. Með því að fyrir- liggjandi gögn eru á þann veg, sem nú hefur verið lýst, og báðir aðiljar sammála um, að ekki megi fara með hús þessi sem hluta af uppfyllingunni, þá þykir ekki heimilt að líta svo á, að stefndi hafi tekið á sig skyldu til að greiða endurgjald fyrir þau. Verður stefndi því sýknaður af þessum Kkröfulið. Andvirði uppfyllingarinnar, kr. 747.000.00. Hér að framan er þess getið, að við yfirtöku uppfyllingarinnar átti stefndi samkvæmt samningnum að greiða endurgjald eftir mati, „en andvirði uppfyllingarinnar má ekki fara fram úr hinu upphaflega kostnaðarverði ....“, eins og fram er tekið í samningnum. Aðilja greinir mjög á um skýringu þessa ákvæðis. Að sögn umboðsmanna þeirra er þess ekki lengur kostur að fá upplýsingar frá þeim, sem að samningsgerð stóðu, er veiti vitneskju um, hvað fyrir þeim hafi vakað, er ákvæðið var sett. Leigutaki seldi stefnanda leiguréttindi sín ásamt öllum eignum á lóðinni fyrir kr. 150.000.00, eins og áður segir, og gefur það bendingu um, að hann hafi álitið réttindi sín minna virði en stefnandi telur. Í fundargerðarbókum hafnarnefndar kemur fram, að 9. febrúar 1931 setti hafnarnefnd Vestmannaeyja fram þá tillögu, að lóðin yrði leigð til 40 ára, en að þeim tíma liðnum félli uppfyllingin endurgjaldslaust til hafnarsjóðs. Jafnframt skyldi ársleigan vera lág, en þó ekki minni en sú leiga, er bær- inn þyrfti að greiða ríkinu fyrir lóðir við höfnina. Á fundi, sem haldinn var 5. maí s. á., kemur í ljós, að Olíuverzlunin vildi ekki ganga að því skilyrði, að uppfyllingin félli endurgjalds- laust til bæjarfélagsins að 40 árum liðnum, og á fundi, sem haldinn er 15. júní, virðist gengið út frá, að aðiljar séu orðnir sammála um, að lóðin skuli leigð í 20 ár, en að þeim liðnum geti hafnarsjóður keypt uppfyllinguna. Ekki er þar minnzt á, hvernig endurgjaldið skuli ákveðið. Af fundargerðunum er ljóst, að hafnarnefnd hafði íhlutun um, hvernig frá uppfyllingunni skyldi gengið, auk þess sem hún að sjálfsögðu ákvað, hvar hún yrði staðsett. Virðist mega ganga út frá, að gert var ráð fyrir, að uppfyllingin gæti komið hafnarsjóði að notum, er leigutíma lyki, og tilætlun aðilja hafi verið, að raunverulegt endurgjald kæmi fyrir hana. Verður því að fallast á, að verðfall á pening- um geti skipt máli, þegar ákveða skal endurgjaldið, er stefnda 332 ber að greiða fyrir uppfyllinguna. En eins og áður segir, var samningurinn framlengdur á árinu 1952 með þeirri einni breyt- ingu, að ársleigan hækkaði frá því sem áður var og leigutaki lýsti yfir skriflega, að hann skuldbindi sig til að halda í öllu skilmála samningsins. Yfirlýsing þessi virðist einnig ná til ákvæða samningsins um endurgjald fyrir uppfyllinguna, enda er fram tekið berum orðum í yfirlýsingu bæjarstjóra, samþykktri af leigutaka, að ákvæði samningsins haldist óbreytt. Líta verður því svo á, að samningurinn hafi verið endurnýjaður í umrætt sinn, og hafi því meðal annars verið enn samið um, að endur- gjald fyrir uppfyllinguna færi ekki fram úr upphaflegu kostn- aðarverði. Mismunur á upphaflegu kostnaðarverði og kostnaðar- verði 1952 kemur því ekki til álita, er ákveða skal endurgjald fyrir uppfyllinguna. Hins vegar virðist ekki heimilt að líta svo á, að með endurnýjun samningsins hafi leigutaki firrt sig end- anlega rétti til að krefjast frekara endurgjalds en upphaflegs kostnaðarverðs, hvernig svo sem verðlag breyttist. Stefnandi kann því að eiga heimtingu á meira endurgjaldi en upphafiegs andvirðis uppfyllingarinnar. Fer það eftir því, hvort verulegur mismunur varð á kostnaðarverði uppfyllingarinnar frá því samn- ingurinn var endurnýjaður 1952 og þar til stefndi yfirtók upp- fyllinguna 1959, en þessi mismunur er ekki það sama sem breyt- ing á vísitölu á þessum tíma. Rétturinn benti á með úrskurði, að æskilegt væri að fyrir lægi mat dómkvaðdra manna um kostnaðarverð uppfyllingarinnar á tímabilinu {. nóvember 1951 til 30. júlí 1952, sem byggt yrði á verðlagi á vinnu og efni á þeim tíma og miðað við þær aðstæður, sem þá voru fyrir hendi, og síðan gerður hætfilegur frádráttur vegna fyrningar. Umboðs- menn beggja aðilja lýstu þá yfir skriflega, að þeir myndu ekki verða við ábendingu réttarins, þar eð þeir gætu ekki komið auga á, að matið hefði nokkra þýðingu fyrir málið, en myndi hins vegar hafa í för með sér mikinn kostnað. Var þeim þá bent á af réttarins hálfu, að þessi afstaða þeirra kynni að valda því, að málinu yrði vísað frá réttinum. Afstaða þeirra hélzt þó óbreytt, og hefur mat þetta ekki farið fram. Samkvæmt því, sem hér að framan er rakið, má telja senni- legt, að stefnandi eigi rétt til hærri fjárhæða fyrir uppfyll- inguna en upphaflegs kostnaðarverðs, sem þegar hefur verið „deponerað“ á hans nafn. En gögn málsins veita ekki nægar upplýsingar til þess að skera úr þessu eða til þess að ákveða endurgjaldið með nægilegri vissu. Og þar sem ekki hefur 333 fengizt úr þessu bætt, þrátt fyrir ábendingu réttarins, þykir bera að vísa þessum kröfulið frá réttinum. Rétt þykir að ákveða, að málskostnaður falli niður. Dómsorð: Framangreindum kröfulið er vísað frá réttinum. Að öðru leyti skal stefndi, bæjarstjórinn í Vestmanna- eyjum f. h. hafnarsjóðs Vestmannaeyja, vera sýkn af kröf- um stefnanda, Helga Benediktssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Mánudaginn 20. maí 1963. Nr. 33/1962. Héraðsrafmagnsveitur ríkisins (Kristján Eiríksson hrl.) gegn Páli Jónssyni (Friðrik Magnússon hrl.) og gagnsök, Dómendur: . hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason, Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðsson og Lárus Jóhannesson og prófessor Magnús Þ. Torfason. Skaðabótamaál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 19. marz 1962, að fengnu áfrýjunarleyfi 7. s. m. Krefst hann lækkunar á dómkröfum gagnáfrýjanda og málskostn- aðar í Hæstarétti úr hendi hans. Gagnáfrýjandi hefur skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 29. marz 1962, að fengnu áfrýjunarleyfi 27. s. m. Krefst hann þess, að aðaláfryjanda verið dæmt að greiða kr, 291.842.50 með 6% ársvöxtum af kr. 83.277.70 frá 19. marz 1955 til 20. febrúar 1960 og 8% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags svo og 6% ársvöxtum af kr. 208.564.80 frá 14. nóvember 1958 til 20. febrúar 1960 og 8% ársvöxt- um frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst gagnáfrýjandi 334 og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi aðal- áfrýjanda. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fram í Hæstarétti. Meðal þeirra er nýtt örorkumat Bergþórs Smára læknis, dags. 22. apríl þ. á. Segir þar m. a.: „.... Mat mitt á varan- legri örorku hans (þ. e. gagnáfryjanda) af völdum þessa slyss (20%) var gert á þann hátt, að ég gekk út frá þvi, að augað hefði verið heilbrigt fyrir slysið, enda mér ókunn- ugt um annað þá. — Síðan hefur hins vegar komið á dag- inn, að sjón slasaða á auganu mun líklega hafa verið skert í allt að 6/12, er slysið varð. ...... Fyrir liggur þá, að ör- orka slasaða af völdum sjóndepru á vinstra auga er 20%. Hins vegar virðist réttlátt að draga frá slysaðrorkunni þá örorku, sem slasaði mun hafa haft af völdum augnsjúk- dóms, áður en slysið varð, en það telst vera 3%. Eftir verð- ur þá 17% örorka af völdum ofangreinds slyss.“ — Þá hefur og verið lögð fram ný áætlun Guðjóns Hansens tryggingafræðings, dags. 1. þ. m. Samkvæmt þeim lið áætl- unarinnar „sem hér þykir skipta máli og miðaður er við breytt örorkumat og breytt kauplag, telst verðmæti tap- aðra vinnutekna gagnáfrýjanda, miðað við 11. desember 1958, nema samtals kr. 229.446.00. I. Slysið á Hellissandi. Af ástæðum þeim, er greinir í hinum áfrýjaða dómi, þykir aðaláfrýjandi eiga að bæta gagnáfrýjanda tjón hans vegna þess slyss að % hlutum, en gagnáfrýjandi beri sjálfur %% hluta Tjón gagnáfrýjanda vegna örorku og þjáninga telst hæfi- lega metið í héraðsdómi, þ. e. kr. 55.000.00 - kr. 10.000.00 = kr. 65.000.00. Frá þeirri fjárhæð ber að draga kr. 7.381.30 samkvæmt viðurkenningu gagnáfrýjanda hér fryir dómi. Með vísan til þess, er áður getur um sakarskiptingu, ber aðaláfrýjanda að greiða gagnáfrýjanda % hluta af mismun- inum, kr. 57.618.70, þ. e. kr. 38.412.46. II. Slysið í Hrafnagilshreppi. Af ástæðum þeim, er greinir í hinum áfrýjaða dómi, þykir aðaláfrýjandi eiga að bæta gagnáfrýjanda að fullu tjón hans vegna slyss þessa. 335 Eftir atvikum og þá m. a. með tilliti til áður getinna nýrra gagna um breytingu á örorkumati og áætlun trygg- ingafræðings þykja bætur fyrir atvinnutjón hæfilega ákveðn- ar kr. 160.000.00. Bætur fyrir þjáningar og lýti af völdum slyss þessa ákveðast kr. 20.000.00. Frá fjárhæðum þessum, samtals kr. 180.000.00, ber að draga kr. 45.414.20 samkvæmt viðurkenningu gagnáfrýjanda hér fyrir dómi, þannig að bætur vegna slyss þessa nema kr. 134.585.80. Úrslit málsins verða því þau, að aðaláfrýjanda verður dæmt að greiða gagnáfrýjanda vegna beggja slysanna sam- tals kr. 172.998.26. Í samræmi við kröfugerð gagnáfrýjanda og ákvæði laga ber aðaláfrýjanda og að greiða 6% ársvexti af kr. 38.412.46 frá 19. marz 1955 til 14. nóvember 1958, 6% ársvexti af kr. 172.998.26 frá 14. nóvember 1958 til 22. febrúar 1960, 8% ársvexti af sömu fjárhæð frá 22. febrúar til 29. desember 1960 og 7% ársvexti frá þeim degi til greiðsludags. Þá ber og að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýj- anda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 36.000.00. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Héraðsrafmagnsveitur ríkisins, greiði gagnáfrýjanda, Páli Jónssyni, kr. 172.998.26 með 6% ársvöxtum af kr. 38.412.46 frá 19. marz 1955 til 14. nóvember 1958, 6% ársvöxtum af kr. 172.998.26 frá 14. nóvember 1958 til 22, febrúar 1960, 8% ársvöxtum af sömu fjárhæð frá 22. febrúar til 29. desember 1960 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Aðaláfrýjandi greiði og gagnáfrýjanda kr. 36.000.00, málskostnað í héraði og Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur aukadómbings Eyjafjarðarsýslu 25. nóvember 1961. I. Mál þetta, sem dómtekið var 17. þ. m., var höfðað hér fyrir 336 dómi af Páli Jónssyni verkamanni, Hafnarstræti 47, Akureyri, með stefnu útgefinni 29. ágúst 1960 gegn Héraðsrafmagnsveit- um ríkisins. Í stefnu gerði stefnandi bessar kröfur: Að stefndu verði dæmdir til að greiða honum samtals kr. 84.049.06 í skaðabætur og miskabætur vegna slyss hans á Hellis- sandi 19/3 1955 og kr. 211.494.00 í samskonar bætur vegna slyss í Eyjafirði 14/11 1958 eða samtals fyrir bæði slysin kr. 295.543.06, auk 6% ársvaxta af bótum fyrir fyrra slysið frá 19/3 1955 til 20/2 1960 og 9% ársvaxta frá 20/2 1960 til greiðslu- dags og sömu vaxta af upphæðinni vegna síðara slyssins frá 14/11 1958 til 20/2 1960 og 9% ársvexti frá 20/2 1960 til greiðslu- dags og málskostnað eftir framlögðum reikningi eða mati dómsins. Við munnlegan flutning málsins lækkaði stefnandi fyrri lið- inn um kr. 771.36 í kr. 83.277.70 vegna kaupgreiðslu til hans í eina viku og vegna síðara slyssins um kr. 2.929.20 vegna kaup- greiðslu til hans 1228. desember 1958 eða í kr. 208.564.80, og verður endanleg krafa því samtals kr. 291.842.50. Krafa stefndu er, að bætur undir fyrri liðnum verði stórlega lækkaðar, og að þeir verði algerlega sýknaðir af kröfunni undir síðari liðnum og þeim dæmdur málskostnaður að skaðlausu. Eins og framangreint bendir til, byggir stefnandi kröfu sína í máli þessu á tjóni af tveimur slysum, er hann hafi orðið fyrir, er hann hafi verið að vinna í þágu stefnda. Fyrra slysið gerðist á Hellissandi á Snæfellsnesi þann 19/3 1955, en það síðara ná- lægt Hvammi í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði þann 14/11 1958. Verður fyrst vikið að kröfum og málsástæðum stefnanda út af fyrra slysinu og síðan að því síðara. II. Slysið á Hellissandi: Kröfur stefnanda vegna slyssins á Hellissandi eru þessar: 1. Vinnutekju- og örorkutjón ................. kr. 79.887.64 Frá dragist dagpeningar frá Tryggingastofnun ríkisins ....................0. 000. — 6.609.94 Kr. 73.227.70 2. Bætur fyrir þjáningu og miska ............ — 10.000.00 Samtals kr. 83.277.70 Auk þess er krafa vaxta og málskostnaðar, sem áður greinir. Verða nú rakin málsatvik og málsástæður í höfuðdráttum: öð7 Stefnandi hefur skýrt þannig frá atvikum að slysi þessu í skjölum fyrir dómi: Um þetta leyti, þ. e. í marzmánuði 1955, var hann starfsmaður hjá stefndu og var að vinna að lagfær- ingu á innanbæjarrafkerfinu á Hellissandi. Hann hafði þá starfað hjá stefndu í 4—5 ár, en þetta var annar dagurinn, sem hann hafði unnið þarna. Þegar stefnandi slasaðist, var hann að setja stag á staur og hagaði þannig til, að setja þurfti stagið í hús- vegg um 4 m frá jörðu. Í húsvegginn var settur spennibolti og á enda hans skrúfuð augarð. Í ró þessa var festur vantstrekkjari Í annan endann, en stagvírinn var festur í hinn endann. Áður en hann festi stagvírinn, hafði hann skrúfað strekkjarann eins mikið sundur og hann þorði, án þess að hann losnaði alveg í sundur. Því næst strekkti hann stagvírinn eins og hann gat með handafli, áður en hann festi hann með þar til gerðum lás- um eða klemmum, sem settar eru utan um vírinn tvöfaldan. En áður en hann fullherti á klemmunum, sem gert er með skrúf- um, barði hann á klemmuna til að koma henni betur upp á vírinn, að því er virðist í átt að kós, sem var á enda strekkj- arans. Vissi hann þá ekki fyrr en strekkjarinn losnaði sundur og féll hann þá aftur á bak úr stiga, er hann hafði staðið í, en hélt í stagvírinn og hafði fylgt honum eftir, er hann féll til jarðar þarna hjá. Þar sem stiginn hafði verið reistur, var 50— 60 cm hár steinsteyptur garður og slóst vinstri fótur hans í garðinn við fallið og brotnuðu báðar leggpípur á þeim fæti. Læknir var til kvaddur og því næst var stefnandi fluttur í sjúkra- flugvél til Reykjavíkur og lagður inn á Landakotsspítala. Verð- ur síðar vikið nánar að meiðslum stefnanda og afleiðingum þeirra. Engin opinber rannsókn fór fram út af slysi þessu, og er því við lítið annað að styðjast um atvik að því en skýrslur stefnanda sjálfs og tveggja samstarfsmanna hans, meðan á rekstri þessa máls hefur staðið, en sem áður getur, eru 5—-6 ár síðan slysið skeði. Stefnandi hefur haldið því fram, að slysið hafi skeð fyrst og fremst vegna þess, hve stiginn, sem honum hafi verið látinn í té, hafi verið ófullnægjandi. Hann kveður stigann hafa verið mjög lélegan, bæði allt of stuttan og rimar lélegar af fúa. Þá kveður hann að þar sem stiginn hafi verið svo stuttur, hafi þurft að láta hann rísa mjög mikið, og hafi hann því þurft að halla sér nokkuð mikið aftur á bak til þess að ná út fyrir strekkj- arann. Ekki hefur stefnandi getað greint frá því, hvernig það kom til, að stigi þessi var notaður, en sagði, að stefndu hafi 22 338 ekki átt hann, enda hafi þeir engan stiga skaffað og ekki hafi hann vitað, hver átti stigann né heldur, hvort hann eða einhver annar hafi reist hann þarna. Hann kvað flokksstjórann Stefán Jónsson hafa verið þarna nærstaðdan, en mundi ekki, hvort hann átti beinan þátt í því, að stiginn hafi verið notaður. Þá kvað stefnandi, að eins og aðstæðum var háttað, hafi verið algerlega gagnslaust að hafa öryggisbelti, vegna þess hve stig- inn hafi verið stuttur og sagðist hann minna, að hann hafi staðið í efsta þrepi. Hins vegar kvað hann þá oft nota öryggisbelti í stigum og sagði, að ef hægt hefði verið að nota öryggisbelti og maður hefði stutt við stigann, þá hefði það veitt nokkurt öryggi. Vitnið Stefán Jónsson, sem var flokksstjóri við framangreint verk og hafði þar daglega verkstjórn á hendi undir eftirliti aðalverk- stjóra, hefur borið um það, hvernig slysið atvikaðist mjög með sama hætti og stefnandi hefur lýst, og kvaðst hafa skrifað skýrslu um slysið daginn eftir eða svo. Hins vegar kvaðst vitnið ekki muna neitt eftir því, er varðaði framangreindan stiga, hvorki útlit hans, stærð eða ástand né heldur, hver hafi átt hann eða réði notkun hans og ekki mundi hann heldur, hvort stiginn hafi fallið við slysið. Þá kvað vitnið, að strekkjari, eins og þarna var um að ræða, sé ekki öruggur á tveimur skrúfum; þeir séu ekki öruggir með minna en fjórum skrúfum. Vitnið Árni Vilhjálmsson rafvirki, sem var samstarfsmaður stefnanda og stóð rétt við stigann, þegar maðurinn féll, hefur talið frásögn stefnanda af atvikum rétta í öllum atriðum, er máli virðast skipta. Vitnið kveðst telja ástæðuna fyrir því, að strekkjarinn fór í sundur, hafa verið þá, að búið hafi verið að skrúfa hann eins mikið í sundur og maðurinn hafi þorað. Þegar hann hafi svo farið að berja klemmuna upp á vírinn, þá muni þrýstingurinn af því og átök við að koma vírnum fyrir, hafa valdið því, að hann fór í sundur. Hann kvað þá berja þannig á klemm- urnar til að fá vírinn til að leggjast betur að kósanum, sem sé fest við strekkjarann með járnbolta og kvað hann þetta venju þeirra undir slíkum kringumstæðum. Þá kvað vitnið slík stög vera tiltölulega sjaldan sett í húsveggi, en setning þeirra í hús- veggi væri hættulegri en Í jörð og hafi alltaf verið talið svo, enda sé erfiðara að koma þar fyrir öryggisboltum. Hann kvað þó ætlazt til, að höfð væru öryggisbelti einnig í stigum, en ekki hefði það komið að haldi í þessu tilfelli, því að stiginn hafi fallið með manninum, auk þess sem stiginn hafi verið svo lágur, að maðurinn hafi eigi haft jafnvægi, heldur hafi hann 339 orðið að hvíla að verulegu leyti á vírnum, þar sem þetta sé um TO em frá veggnum og maðurinn verði að nota aðra hendina til að halda saman vírunum, en hina til að slá með. Þá kvað hann stigann, er notaður hafi verið, muni hafa verið fenginn að láni og hafi hann verið alltof stuttur, en hann hafi verið á að gizka 3—4 m. Hann kvað þá hafa verið í verkfærahraki og hafi þeir verið búnir að biðja um stiga, en hann hafi ekki verið kominn. Nánar mundi vitnið ekki um ástand stigans. Hann kvað stig- ann ekki hafa runnið til, því að hann hafi verið að neðan við steypta kantinn. Vitnið kvað þá aldrei hafa notað öryggisbelti í stigum og kvaðst aldrei hafa verið áminntur um að nota þau af yfirmönnum. Hann kvað öryggisbelti ekki hafa getað komið að neinu haldi í þessu tilfelli. Lögmaður stefnanda telur, að slysið hafi hlotizt af lélegum og ófullnægjandi tækjum og að ekki hafi verið gætt þess Öryggis af hálfu verkstjóra stefndu, er skylt sé. Stiginn, sem notaður hafi verið, hafi verið allt of stuttur og lélegur, svo að reisa hafi orðið hann bratt við húsið, svo gagnslaust og raunar ómögulegt hafi verið að nota öryggisbelti. Stefnandi hafi því orðið að halla sér mikið aftur á bak við verk sitt, svo að hann kæmist að því, sem hann var að gera. Þá hafi engin öryggisró verið á strekkj- aranum til hindrunar því, að hann gæti losnað í sundur. Þá sé það mjög sjaldgæft, að slík stög séu sett í húsveggi og hafi því verði ríkari ástæða fyrir verkstjóra til að fylgjast vel með verk- inu, enda sé sá háttur hættulegri en þegar fest sé í jörð. Loks telur lögmaður stefnanda, að þar sem stefndu hafi ekki tilkynnt slysið réttum aðilja, sbr. lög nr. 23/1952 um öryggisráðstafanir á vinnustöðum, eigi hann að bera halla af því, að viss atriði varðandi slysið hafi ekki fengizt upplýst sem skyldi. Eins og áður greinir, krefjast stefndu nú ekki sýknu af þess- um lið, heldur lækkunar og byggja það aðallega á þessum at- riðum: Hér hafi verið um lágan húsvegg að ræða eða aðeins um 3 m og stiginn hafi ekki bilað, heldur hafi hann skrikað til. Þá hafi stefnandi átt að neita að nota stigann við verk Þetta og sýnt með því mikla vangæzlu. Þá hafi hann einnig sýnt óvark- árni með því að skrúfa strekkjarann of mikið í sundur. Þá telur hann, að ekki sé sönnuð sök hjá neinum öðrum starfsmanni stefnda. Rétturinn lítur svo á, að með vanrækslu á því að tilkynna slysið réttum aðilja, svo að rannsókn færi fram, eigi stefndu 340 að bera halla af því, að viss atriði varðandi atvik að slysinu hafa eigi orðið upplýst. Þá telur rétturinn, að telja verði, eftir því sem málið er upplýst, að stiginn, sem notaður var, hafi verið óforsvaranlegur og verður að telja, að stefndu eða flokksstjóri þeirra við verkið eigi meginsök á því. Einnig telur rétturinn, að tilhögun verksins hafi eigi verið heppileg og að hægt hefði verið að framkvæma það með meira öryggi fyrir þann, er það vann, og verður einnig að teljast, að flokksstjóri stefndu eigi þar meginsök á, enda hefði hann átt að fylgjast betur með verk- inu, þar sem hann var nærstaddur en raun virðist hafa verið á. Einnig telur rétturinn, að rétt hefði verið og tryggara að hafa öryggisró á strekkjaranum. Jafnframt telur rétturinn, að stefn- andi hafi ekki gætt þeirrar aðgæzlu, er krefjast hefði mátt af honum, einkum þar sem hér var um að ræða vanan mann, sem verið hafði við slík störf að verulegu leyti í 4—5 ár, og lýtur það bæði að notkun stigans og framkvæmd verksins sjálfs. Þykir hæfilegt, að stefndu beri % tjónsins, en stefnandi % þess. Verður nú vikið að bótaupphæðinni. Verður fyrst vikið að fyrri liðnum. Um 1. lið, vinnutekjur og örorkutjón. Eins og áður greinir, slasaðist stefnandi á Hellissandi 19. marz 1955 og var þá fluttur í Landakotsspítala. Um meiðsli hans segir Bjarni Jónsson yfirlæknir eftirfarandi í vottorði, dags. 19. janúar 1959: „Rtg.-skoðun sýndi, að báðar leggjarpípur voru brotnar rétt ofan ökla og var sköflungurinn mölbrotinn. Brotin voru færð í skorður og lá sjl. í spítalanum til 26.5. 1955. Hann byrjaði vinnu um það bil 8 mán. eftir slysið. Hann kvart- ar nú um stirðleika í vinstra ökla, segist vera máttminni í fæt- inum og þreytast fyrr í honum en þeim hægri. Sérlega þreytist hann við göngur í þýfi eða á ósléttu. Svolítil rýrnun er á vinstri legg og hjarahreyfing í ökla minnkuð. H. ókli 130*/70%, V. 105*/80. Hverfihreyfing eins á báðum fótum. Rtg.-skoðun í Landakotsspítala 29/12 '58 sýnir: V. leggur og ökla. Brotið í vinstri fótlegg, rétt fyrir ofan öklaliðinn, er að sjá vel gróið, þó má ennþá aðeins greina brotalínur. Nokkur deformatio er á beininu bæði tibia og fibula sin á þessu svæði og neðsti hluti tibiae sin. er sveigður nokkuð aftur á við, rétt fyrir ofan öklaliðinn. Beinstructur er dálítið dropótt. Liðbrúnir 341 á tibia framan til eru hvassar, en annars eru ekki áberandi arthoriskar breytingar í öklaliðnum. R. diagn.: Siq. fract. cruris sin. supramalleotaris.“ Hér er um að ræða 33 ára gamlan mann, sem brotnaði illa á vinstra fæti fyrir nærri 4 árum. Brotið er nú vel gróið, en svo- lítill halli er á liðfleti sköflungs í völuliðnum séð frá hlið. Vænt- anlega háir þetta sjl. lítið, ef hann getur gætt hófs um áreynslu, en ekki getur hann boðið vinstri fæti erfiði til jafns við þann hægri.“ Bergþór Smári læknir hefur metið örorku stefnanda af slysi þessu sem hér segir: Frá slysdegi (19/3 '55) til 30/6 1955 ........ 100% — 1/T 1955 til 31/8 1955 .........0..0.0.... 70% — 1/9 1955 til 31/10 1955 .........0........ 35% — 1/11 1955 til 30/11 1985 ................. 20% Varanleg örorka 5%. Þá hefur verið lögð fram skýrsla tryggingarfræðings um ör- orkutjón stefnanda vegna þessa slyss. Samkvæmt framtali og yfirlýsingum frá viðkomandi skatt- yfirvöldum hefur hann reiknað út meðaltekjur stefnanda annars vegar miðað við tekjur hans árin 1952—54 og hins vegar miðað við árin 1956— 1958, og síðan hefur hann reiknað verðmæti tap- aðra vinnutekna frá slysdegi sem hér segir: Hann telur tapið, miðað við tekjur fyrra tímabilsins, vera kr. 50.177.00, en það síðara kr. 80.659.00. Við útreikninginn hefur hann tekið tillit til þeirra breytinga á verkamannakaupi, sem orðið hafa frá slysdegi á ári hverju. Hins vegar var ekki tekið tillit til dagpeningagreiðslna, sem stefnandi hafði fengið frá Tryggingastofnun ríkisins vegna slyss- ins. Varðandi hinn mismunandi útreikning segir tryggingarfræð- ingurinn, að til greina komi að miða við tekjur fyrra tímabilsins fyrst eftir slysið, en síðan við hinar nýrri upplýsingar. Eins og stefnukrafan sýnir, er hún miðuð nákvæmlega við mat tryggingafræðingsins eftir síðara tímabilinu, sbr. hér að framan, að frádregnum dagpeningagreiðslum frá Tryggingastofn- uninni. Stefndu hafa hins vegar krafizt þess, að miðað verði eingöngu við tekjur áranna fyrir slysið. Rétt þykir að hafa nokkra hliðsjón af hinu hærra mati. Þykii tjónið með hliðsjón af því, er nú hefur verið rakið, svo og því, að tekjur þessar eru ekki skattskyldar, hæfilega metið á kr. 342 55.000.00, og ber að dæma stefndu samkvæmt framansögðu til að greiða stefnanda % af því eða kr. 41.250.00, að frádregnum kr. 6.640.00 frá Tryggingastofnun ríkisins eða kr. 34.640.06. Um lið 2. Með tilvísun til þess, sem að framan er greint um þetta slys og afleiðingar þess, þykir kröfu stefnanda svo í hóf stillt, að taka beri hana til greina að fullu og dæma stefndu til að greiða honum % af kr. 10.000.00 eða kr. 7.500.00. III. Slysið í Hrafnagilshreppi. Kröfu sína vegna slyssins í Hrafnagilshreppi hefur stefnandi sundurliðað (þannig: 1. Vinnutekju- og örorkutjón ..........00..... kr. 221.049.80 Þar frá örorkubætur frá Tryggingastofnun ríkisins ...........2002.00.0 0. — 42.485.00 kr. 178.564.80 2. Bætur vegna þjáninga, lýta og miska ...... — 30.000.00 Samtals kr. 208.564.80 Málavextir eru þessir samkvæmt opinberri rannsókn, er fram fór hér í júlí 1959 vegna slyssins og öðrum gögnum málsins: Sjálfur hefur stefnandi skýrt þannig frá atvikum að slysinu: Greindan dag var hann ásamt Stefáni Árnasyni, Gránufélags- götu 11, og Ragnari Valdemarssyni, Brekkugötu 34, báðum hér í bæ, að vinna við að rífa niður stauralínu sunnan við Hvamm í Hrafnagilshreppi. Starfaði stefnandi þarna sem flokksstjóri, en aðalverkstjóri var Ingólfur Árnason raffræðingur. Þegar slysið vildi til, voru þeir búnir að fella staurana og var verið að velta saman 2 staurum, sem binda átti saman, en síðan átti að draga þá með kranabíl að veginum. Þegar slysið skeði, var stefnandi einn að færa staur að öðrum og stóð hann þannig að því, að hann bograði yfir staurnum og var með andlitið rétt við hann og dró hann að sér. Landið þarna var dálítið þýft og tálmaði smáþúfa verki stefnanda. Bar Stefán Árnason að í því og sparn hann með fætinum við staurnum til aðstoðar stefnanda, en hann hafði borið að staurnum andspænis stefnanda, og sneri staurinn gegnt andliti hans, en jörð var blaut og staurinn háll, 343 og rann fótur Stefáns af staurnum á andlit stefnanda og kom á vinstra augað. Stefnanda fannst þetta högg ekki mikið og fann ekki til mikils sársauka. Hann kveðst þó lítið hafa séð með auganu fyrst á eftir, en hélt, að það stafaði af óhreinindum og mundi lagast, en þótt hann þvægi augað, vildi sjónin ekki lagast. Daginn eftir fór hann til augnlæknis hér og reyndust meiðslin meiri en búizt hafði verið við, enda fór svo, að stefnandi missti sjón á auganu. Stefnandi hefur skýrt svo frá í skýrslu sinni, að staurar þessir hafi ekki verið þyngri en það, að einn maður hafi getað velt þeim á sléttu og kvaðst ekki hafa beðið Stefán Árnason að hjálpa sér í þetta sinn, en kvað þá hafa hjálpað hvor öðrum eftir því sem með hafi þurft. Hann kveðst ekkert hafa fundið athugavert við það, þótt Stefán ýtti við staurnum með fætinum og hafi þetta verið óviljaverk og stafað af því, að staurinn hafi verið blautur og sleipur. Hann hefur þó talið það óvarkárni af Stefáni að spyrna við staurnum svo nálægt andliti hans, sem raun var á, og einnig sagði hann síðar, að það væri óvenju- legt, að maður spyrnti þannig í staur, sem annar maður væri að velta að sér. Samstarfsmenn stefnanda, framannefndur Stefán og Ragnar Valdemarsson, er einnig var sjónarvottur að slysinu, hafa í öllu verulegu lýst atvikum að því á sama hátt og stefnandi hefur gert. Ragnar sagði, að staurinn hafi verið blautur og háll og að fótur Stefáns hafi runnið af honum og lent í auga stefnanda. Honum virtist þetta lítið högg, og sagðist Stefán hafa verið í „bomsum“, sem hafi verið vel rúmar, og virtist honum höggið lítið. Hann kveðst ekkert hafa séð athugavert við það, að þeir veltu staurnum, eins og þeir Páll gerðu. Stefán sagði, að ástæðan fyrir því, að fótur hans hafi sloppið af staurnum hafi verið sú, að staurinn hafi verið leirugur og krapaður. Hann kvaðst hafa verið í einföldum gúmmíbomsum og sokkahlífum og hafi höggið verið lítið og hafi honum ekki dottið í hug, að nein veruleg meiðsli hafi getað hlotizt af þessu. Hann sagði, að augað hafi fyllzt af krapi og óhreinindum. Stefnandi hefur skýrt svo frá, að hann hafi vitað um Stefán Árnason þarna rétt hjá, en sagðist ekki hafa haft hugmynd um, að hann ætlaði að spyrna fæti í staurinn og vænti sér engr- ar hjálpar við staurinn og kom honum það alveg á óvart, að Stefán spyrnti í staurinn. Stefán hefur hins vegar borið, að það geti ekki hafa farið fram hjá neinum, að hann, þ. e. Stefán, 344 spyrnti í staurinn, enda hafi þeir þá staðið andspænis hvor öðr- um, og kvaðst ekki geta ímyndað sér annað en stefnandi hafi vitað um þetta, enda hafi ekki verið margt þarna til að glepja athygli manna. Stefán kvaðst ekki muna, hvort hann hafi fengið nokkra skipun eða tilmæli frá stefnanda að aðstoða hann við staurinn, en hann kvaðst hafa séð, að stefnandi hafi ekki ráðið við staurinn og því farið honum til aðstoðar. Vitnið Stefán hefur sagt, að þetta hafi verið fyrsta spyrna hans í staurinn. Einnig hefur sama vitni borið, að þarna hafi verið dálítil brekka, og hafi hann farið brekkumegin að staurnum og hafi hann talið það eðlilegra. Lögmaður stefnanda hefur lagt aðaláherzluna á það, að slys stefnanda hafi orsakazt af gáleysi verkamanns, sem var í þjónustu stefndu. Þótt stefnandi hafi verið þarna flokks- stjóri, þá hafi honum borið að vinna með hinum verkamönn- unum og hafi hann verið einn að því verki, er hann var við og ekki kvatt neinn sér til aðstoðar og greindur verkamaður hafi komið að verkinu honum algerlega að óvörum og verði honum ekki um kennt slysið með neinu móti, hvorki vegna starfsað- ferðar sinnar eða skorti á eftirliti með samstarfsmönnum sínum. Til stuðnings sýknukröfu sinni af þessum lið hefur lögmaður stefndu lagt megináherzlu á eftirfarandi atriði: Hann telur, að hegðun starfsmanns stefndu Stefáns Árnasonar, þegar slysið bar að og að framan er lýst, hafi verið svo óeðlileg, að um- bjóðendur hans hafi ekki getað reiknað með slíku, en samkvæmt almennum reglum beri atvinnurekandi ekki ábyrgð á slíkri hegð- un starfsmanna sinna. Einnig hefur hann til vara skírskotað til þess, að stefnandi hafi verið þarna flokksstjóri og eigi gætt þess að segja Stefáni Árnasyni til við framkvæmd verksins og hafi borið að hafa sjálfan sig ekki í augljósri hættu, hann hafi bograð við verkið að nauðsynjalausu og hafi fengið höggið vegna þessarar ógætni sinnar. Ekki verður á það fallizt með stefndu, að hegðun nefnds verka- manns, er olli slysi stefnanda, hafi verið svo óeðlileg eða fjar- stæðukennd, að atvinnurekandi hans beri ekki ábyrgð á fram- ferði hans af þeim sökum. Það verður hins vegar að teljast frekar ósennilegt, að stefnandi hafi ekkert vitað um, að nefndur maður kæmi til aðstoðar við staurinn, þar sem hann var alveg hjá honum, en eigi verður það þó talið sannað gegn eindreginni neitun hans, enda verður að telja, að stefndu hafi sönnunar- byrðina um þetta atriði. Með skírskotun til þessa og þess, er að framan er rakið, verður ekki fallizt á það, að stefnandi hafi 345 sýnt af sér skort á aðgæzlu, svo hann eigi að bera hluta af tjón- inu, hvorki við verk sitt eða við eftirlit með verkum samstarfs- manna sinna. Samkvæmt þessu þykir verða að leggja alla ábyrgð L á tjóninu á stefndu. Verður nú vikið að upphæð bótakröfunnar. Um 1. Vinnutekju- og örorkutjón. Eins og að er vikið að framan, slasaðist stefnandi á auga og leitaði hann fyrst til Helga Skúlasonar augnlæknis hér, en síðan til Kristjáns Sveinssonar, augnlæknis í Reykjavík. Hefur síðar- nefndur læknir gefið vottorð um meiðslin og afleiðingar þeirra og segir þar: „Páll Jónsson, 33 ára, Hafnarstræti 47, Akureyri, meiddist á v. auga í nóvember s.l. Rifnaði sjónhimnan og blæddi inn á glervökva augans. Augað var tvisvar opererað, en árangur varð lítill. Sjón augans var, að sjúklingurinn gat talið fingur rétt framan við augað utanvert. Þar sem ástand augans hefur ekki batnað í 4—5 mánuði eftir aðgerðirnar, geri ég ráð fyrir, að það ástand haldist áfram óbreytt.“ Vottorðið er dagsett 8. maí 1959. Ekki er upplýst, að sjón stefnanda hafi batnað frá því þetta vottorð var gefið. Bergþór Smári læknir hefur metið örorku stefnanda sem hér segir: Frá 11. desember 1958 til 15. janúar 1959 .... 100% — 16. janúar 1959 til 15. febrúar 1959 ...... 50% Varanleg örorka 20%. Þá hefur verið lögð fram greinargerð tryggingarfræðings um tjónið. Samkvæmt þeirri skýrslu og framlögðu endurriti af framtali stefnanda og vottorðum viðkomandi skattyfirvalda voru meðal- árstekjur stefnanda árin 1956— 1958 kr. 78.370.00. Samkvæmt þessu hefur tryggingarfræðingurinn reiknað út verðmæti tapaðra vinnutekna stefnanda frá 11. desember 1958, en þá hætti hann að vinna eftir slysið, og þá byggt á umreiknuðu kaupi miðað við kauphækkanir, er orðið höfðu. Niðurstaðan er þessi: a. Vegna tímabundinnar örorku 11/12'58—15/2'59 kr. 11.940.00 b. Vegna frambúðarörorku eftir það ........... — 212.039.00 Alls kr. 223.979.00 Við niðurstöðuna hefur ekki verið tekið tillit til greiðslna Tryggingarstofnunar ríkisins vegna slyssins. Samkvæmt þessum gögnum þykir tjón stefnanda undir þessum lið hæfilega metið á 346 kr. 170.000.00; þar frá dragast kr. 42.485.00, sem Trygginga- stofnunin hefur greitt stefnanda í bætur, og verða þá eftir kr. 127.520.00, sem ber að dæma stefnanda undir þessum lið. Um 2. Bætur fyrir þjáningar, lýti og miska. Um þetta hefur stefnandi einkum skírskotað til vottorðs augn- læknisins, sem að framan er vitnað í, og annarra gagna málsins um slysið. Þá hefur hann haldið því fram, að hann hafi hlotið varanleg lýti af slysi þessu og skírskotar þar um sérstaklega til tveggja ljósmynda af sér; önnur þeirra er fyrir, en hin eftir slysið, er sýna nokkur lýti á vinstra auga. Þykja bætur sam- kvæmt þessum lið hæfilega metnar á kr. 15.000.00 og ber að dæma stefndu til að greiða þá upphæð. IV. Samkvæmt framanrituðu ber að dæma stefndu til að greiða stefnanda samkvæmt kafla II hér að framan kr. 34.640.06 og kr. 7.500.00 eða samtals kr. 42.140.06 með 6% ársvöxtum frá 19/3 1955 til 20/2 1960 og 8% frá 20/2 1960 til greiðsludags og samkvæmt III. kafla kr. 127.520.00 og kr. 15.000.00 eða sam- tals kr. 142.520.00 með 60% ársvöxtum frá 14/11 1958 til 20/2 1960 og 8% ársvöxtum frá 20/2 1960 til greiðsludags. Þá þykir hæfilegt að dæma stefndu til greiðslu málskostnaðar að upphæð kr. 18.000.00. Dóminn kváðu upp Sigurður M. Helgason, settur bæjarfógeti, ásamt Antoni Kristjánssyni rafvirkjameistara og Sigurði Helga- syni rafmagnseftirlitsmanni. Dómsorð: Stefndu, Héraðsrafmagnsveitur ríkisins, Reykjavík, greiði stefnanda, Páli Jónssyni, kr. 184.660.06 með 6% ársvöxtum af kr. 42.140.06 frá 19/3 1955 til 20/2 1960 og 8% frá þeim degi til greiðsludags og 6% af kr. 142.520.00 frá 14/11 1958 til 20/2 1960 og 8% frá þeim degi til greiðsludags og kr. 18.000.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá birtingu dóms þess að telja. Dóminum má fullnægja með aðför að lögum. öd7 Miðvikudaginn 22. maí 1963. Nr. 117/1962. Franz Andersen og Jóhann Anton Bjarnason (Ólafur Þorgrímsson hrl.) gegn Blikksmiðjunni Gretti (Gunnar Guðmundsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason, Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðsson og Lárus Jóhannesson og prófessor Theo- dór B. Líndal. Ómerking dóms og málsmeðferðar. Heimvísun. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 14. september 1962, að fengnu áfrýjunarleyfi 22. ágúst s. á. Þeir krefjast sýknu og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnað- ar hér fyrir dómi af áfrýjendum. Í máli þessu deila aðiljar um ábyrgð á göllum og gerð renna þeirra, er stefndi smiðaði og setti á hús áfrýjenda. Er málið svo vaxið, að héraðsdómari hefði átt að kveðja tvo sérfróða menn til að dæma það ásamt sér, sbr. 3. tölu- lHð 1. mgr. 200. gr. laga nr. 85/1936. Þetta gerði héraðs- dómari ekki. Verður því að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og málsmeðferð frá og með 14. april 1962 og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og uppsögu dóms af nýju. Rétt er, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og málsmeðferð frá og með 14. april 1962 eiga að vera ómerk, og er málinu vísað 348 heim í hérað til löglegrar meðferðar og uppsögu dóms af nýju. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 18. apríl 1962. Mál þetta, sem dómtekið var 14. þ. m., hefur Blikksmiðjan Grettir, Brautarholti 24 í Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 27, júlí 1960, gegn Franz Andersen endur- skoðanda og Jóhanni Anton Bjarnasyni málarameistara, báðum hér í Reykjavík, til greiðslu skuldar in solidum að fjárhæð kr. 9.348.11 ásamt 7% ársvöxtum frá 31. marz 1960 til greiðslu- dags og málskostnaðar að skaðlausu. Stefndu hafa krafizt algerrar sýknu af kröfulið stefnanda um kr. 4.185.44, en sýknu að svo stöddu af kröfuliðnum um kr. 5.162.67. Þá krefjast þeir og málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati dómsins. Stefnandi kveður hina umstefndu skuld vera fyrir vinnu og efni við að setja þakrennur og setja loftleiðslur í hús stefndu að Laugarásvegi 1 í Reykjavík. Hafi verk þessi verið unnin að beiðni stefndu í desember 1958, desember 1959 og janúar 1960. Séu þau samkvæmt tveim reikningum, öðrum varðandi loft- leiðslurnar að fjárhæð kr. 5.162.67, en hinum varðandi renn- urnar að fjárhæð kr. 4.185.44. Hafi stefndu eigi fengizt til að greiða fjárhæðir þessar. Stefndu byggja sýknukröfu sína, að því er varðar reikninginn að fjárhæð kr. 4.185.44, á því, að þar sé um að ræða úrbætur á verki stefnanda, er hann áður hafði unnið og fengið að fullu greitt, Þessar úrbætur hafi og ekki reynzt fullkomlega unnar og sé verkið enn mjög gallað. Hina reikningsfjárhæðina, kr. 5.162.67, telja stefndu sér eigi skylt að greiða fyrr en hinu síð- astnefnda verki hafi verið skilað gallalausu. Einnig telja þeir þá reikningsfjárhæð of háa. Stefndu hafa á engan hátt fært sönnur að fullyrðingum sín- um. Ber því að taka kröfur stefnanda til greina að öllu leyti, enda hafa þeir lagt fram reikninga fyrir framangreindum kröfum. Málskostnaður ákveðst kr. 2.000.00. Emil Ágústsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Franz Andersen og Jóhann Anton Bjarnason, 349 greiði annar fyrir báða og báðir fyrir annan stefnandan- um, Blikksmiðjunni Gretti, kr. 9.348.11 með 7% ársvöxt- um frá 31. marz 1960 til greiðsludags og kr. 2.000.00 í máls- kostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum, Miðvikudaginn 22. mai 1963. Nr. 79/1961. Olíusalan h/f (Björgvin Sigurðsson hdl.) gegn Ísól h/f (Sveinn Haukur Valdimarsson hdl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason, Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðsson og Lárus Jóhannesson og prófessor Theo- dór B. Líndal. Um réttarvernd simnefnis gagnvart firma. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur, að fengnu áfrýjunarleyfi 17. apríl 1961, skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 24. s. m. Krefst hann þess: Að stefnda verði dæmt óheimilt að nota sem nafn á félagi sínu eða með nokkrum öðrum hætti sem auðkenni fyrir sig orðið Ísól eða eftirlíkingar af því nafni. Að stefnda verði, að viðlögðum dagsektum til áfrýjanda, eigi undir kr. 1000.00 fyrir hvern dag, sem liður frá upp- sögu dóms í máli þessu, unz fullnægt er dóminum af stefnda hálfu, dæmt að láta afmá úr hlutafélagsskrá sem nafn á félagi sínu orðið Ísól. Að stefnda verði dæmt að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur og áfrýjanda verði dæmt að greiða honum máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Eftir uppsögu hins áfrýjaða dóms hafa ýmis ný gögn verið lögð fyrir Hæstarétt. 350 Samkvæmt skýrslum var Olíusalan h/f, áfrýjandi máls þessa, stofnsett 1949, og er starfsemi hans: Innflutningur og sala á olíu og kemiskum vörum. Hinn 6. júlí 1949 lét áfrýjandi skrá hjá ritsímanum símnefnið Isol, og hefur simnefni þetta síðan verið prentað í símaskrá Landssíma Íslands. Áfrýjandi kveðst jafnan nota simnefnið sem undir- skrift á símskeyti, er hann sendir frá sér bæði til innlendra og erlendra aðilja. Erlendir aðiljar noti það jafnan á sím- skeytum til hans og íslenzkir aðiljar oftast nær. Hinn 6. maí 1959 var stofnað í Reykjavík hlutafélag, sem hlaut nafnið Ísól h/f og var skráð í hlutafélagsskrá með því nafni. „Tilgangur þess er að reka iðju og aðra skylda atvinnu, eftir því sem hluthafafundur ákveður, og svo lána- starfsemi.“ Hinn 19. júní 1961 tilkynnti stefndi til hluta- félagsskrár, að hann hefði samþykkt „að færa út tilgang félagsins með því að reka heild- og smásöluverzlun“. Samkvæmt gögnum, sem lögð hafa verið fyrir Hæsta- rétt, hefur borið á því, að skeyti, sem send höfðu verið stefnda, voru borin áfrýjanda frá Landssíma Íslands. Áfrýjandi telur starfsheiti stefnda ekki eiga rétt á sér gegnt sér. Eigi er í ljós leitt, að starfsemi áfrýjanda eða varningur gangi undir starfsauðkenninu Ísól meðal kaupu- nauta hans, kaupsýslumanna, fésýslumanna eða almennings. Að svo vöxnu máli þykir það eitt, að áfrýjandi notar orð Þetta sem símnefni hvorki veita honum samkvæmt 9. gr. laga nr. 84/1933 né öðrum lögum heimild til að banna stefnda að nefnast Ísól h/f. Með þessum rökum og athugasemdum ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Eftir þessum atvikum er rétt, að málskostnaður í Hæsta- rétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður í Hæstarétti fellur niður. öl Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 21. nóvember 1960. Mál þetta, sem dómtekið var 3. þ. m., hefur Olíusalan h/f, hér í bæ, höfðað fyrir sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur með stefnu, útgefinni 27. október f. á, gegn stjórn Ísól h/f, hér í bænum, þeim Gunnari H. Bjarnasyni, Vesturvallagötu 1, formanni, Ás- geiri Ásgeirssyni, Nökkvavogi 30 og Sophusi Jörgen Nielsen, Álfheimum 68, öllum hér í bænum, fyrir hönd félagsins. Málavextir eru þessir: Hinn 6. júlí 1949 tók stefnandi upp og fékk skrásett fyrir sig hjá ritsímanum símnefnið Isol, og hefur þetta orð síðan verið prentað í símaskrá Landssíma Íslands og stefnandi notað það sem símnefni. Hinn 6. maí 1959 var stofnað hér í bænum hlutafélag undir nafninu Ísól h/f og síðan skrásett í hluta- félagaskrá með því nafni, sbr. auglýsingu í 53. tölubl. 53. árg. Lögbirtingablaðsins, sem út kom 16. júní 1959. Stefnandi telur, að með upptöku og skrásetningu símnefnisins Ísol hafi hann eignazt það nafn sem heiti á fyrirtæki sínu og þar með óðlazt einkarétt á því heiti. Af því leiði, að engum öðrum sé heimilt að nota nafnið, hvorki sem firmanafn á hluta: félagi né með neinum öðrum hætti. Fari því notkun stefnanda á nafninu í bága við ákvæði 10. gr. laga um verzlunarskrár, firmu og prókúruumboð nr. 42 frá 13. nóvember 1903 og ákvæði 9. gr. laga um varnir gegn ólögmætum verzlunarháttum nr. 84 frá 19. júní 1933. Telur hann einsætt, að mjög megi ugga um það, að félögunum verði blandað saman af viðskiptamönnum þeirra, meðan stefndi noti umrætt nafn, enda sé það kunnugt, að menn riti á símskeyti ýmist símnefni viðtakanda eða fuilt nafn hans. Af þessu tilefni hefur stefnandi höfðað mál þetta og gert eftirfarandi dómkröfur: Að stefnda verði dæmt óheimilt að nota sem nafn á félagi sínu eða með nokkrum öðrum hætti sem auðkenni fyrir sig orðið Ísól eða eftirlíkingu á því. Að stefndi verði að viðlögðum dagsektum, eigi undir kr. 1.000.00 fyrir hvern dag, sem líður frá uppsögu dóms í máli þessu, unz fullnægt er dóminum af stefnda hálfu, dæmdur til að láta afmá úr hlutafélagaskrá sem nafn á félagi sínu orðið Ísól. Að stefndi verði dæmdur til að greiða honum allan kostnað sakarinnar eftir mati dómsins. Þá hefur stefnandi tilkynnt skrásetningarstjóranum í Reykja- vík, Kristjáni Kristjánssyni borgarfógeta, hér í bænum, máls- 352 sókn þessa í því skyni, að hann veiti honum stuðning í málinu og gæti hagsmuna sinna, en borgarfógeti hefur hvorki sótt þing né sækja látið. Stefndi hefur krafizt algerrar sýknu af öllum kröfum stefn- anda og málskostnaðar úr hendi hans eftir mati dómsins. Sér- staklega mótmælir stefndi dagsektakröfu stefnanda og telur fjár- hæð þeirra mjög úr hófi. Þá bendir hann á, að ekki geti staðizt, að þær falli á, fyrr en að aðfararfresti liðnum. Stefndi hefur viðurkennt, að stefnandi hafi fengið orðið Ísól eða Isol skrásett sem símnefni og telur, að með því hafi komizt á samningur milli Landssíma Íslands og stefnanda um það, að hann geti sent skeyti eða tekið við skeytum, þar sem orð þetta sé notað í stað heitis hans samkvæmt hlutafélagaskrá Reykja- víkur. Reisir stefndi kröfu sína um sýknu á því, að slík skrá- setning veiti aðeins einkarétt til orðsins sem símnefnis, en enga frekari vernd. Þá bendir stefndi á, að firmanafn hans sé ekki orðið Ísól eitt heldur Ísól h/f, og heldur því fram, að taka og skrásetning heitisins Ísól h/f brjóti hvorki í bága við ákvæði 10. gr. firma- laganna né 9. gr. laga um varnir gegn óréttmætum verzlunar- háttum. Telur hann, að orðið „verzlunarmerki“ í 9. gr. síðar- nefndra laga taki aðeins til „grafiskra“ merkja, en ekki til orða svo sem símnefna. Enn heldur stefndi því fram, að engin hætta sé á, að villzt verði á hlutafélögunum eða skeytum til þeirra, þrátt fyrir notkun félaganna á umræddu orði Isól. Gera verði ráð fyrir, að rit- síminn fylgi þeirri reglu, að láta bera skeyti, sem stíluð séu á nafn, sem sé skrásett símnefni, til þess aðilja, sem símnefnið sé skrásett fyrir. Ef skeyti bæri þannig orðið Isol eitt sem áritun, myndi það vera borið til stefnanda. Bæri skeyti hins vegar áritunina Ísól h/f, myndi það borið til sín. Í þessu samnandi bendir stefndi á, að þeir aðiljarnir stundi mismunandi starfsemi. Hann ræki „iðju og aðra starfsemi, eftir því sem hluthafa- fundur ákveður, svo og lánastarsemi“, Hins vegar muni starf- semi stefnanda einungis vera innflutningur olíuvara og ef til vill kyndingartækja. Þessi meginmunur á starfsemi aðiljanna valdi því að sjálfsögðu, að enn síður sé hætta á, að villzt verði á þeim og skeytum til þeirra. Loks staðhæfir stefndi, að frá því að hann hóf starfsemi sína hafi aldrei komið fyrir, svo að honum sé kunnugt, að villzt hafi verið á skeytum hans og stefnanda. 353 Skráning símnefnisins ISOL og notkun þess byggist á sam- komulagi stefnanda og Landssíma Íslands. Slíkur samningur, einn út af fyrir sig, veitir stefnanda ekki neinn einkarétt til notkunar þess orðs, enda er það kunnugt, að hér á landi er sama orð notað sem símnefni af fleirum en einum aðilja og það jafnvel í sama byggðarlagi. Til þess að geta öðlazt einka- rétt til símnefnis sem verzlunareinkennis virðist fleira þurfa að koma til en einhliða samningur símnotanda og Landssímans, t. d. að símnefnið sé það sama og firmanafnið (sbr. Borgarfell — Borgarfell h/f, Poltrade — Poltrade) eða að símnefnið bendi á einhvern hátt til firmanafnsins (sbr. Ísafold — Ísafoldarprent- smiðja, Lilla — Nærfatagerðin Lilla) eða að símnefnið sé jafn- framt notað sem vörumerki (sbr. Shell — Shell h/f, VÍR — Vinnufatagerð Íslands h/f), eða loks, að símnefnið sé þekkt af almenningi eða í viðkomandi verzlunar- eða starfsgrein sem stytt nafni á firmanu (sbr. Eimskip — Eimskipafélag Íslands h/f, KRON — Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis). Í slíkum tilvikum er fyllilega eðlilegt að gera ráð fyrir, að almenningur setji símnefnið í beint samband við firmun sjálf og af þeim ástæðum um ruglingshættu að ræða, sem verndar eigi að njóta lögum samkvæmt. Nafn hins stefnda hlutafélags er gerólíkt nafni félags stefn- anda, ISOL bendir á engan hátt á nokkurt samband við nafn stefnanda, Olíusalan h/f, eða starfsemi hans. Ekki er heldur komið fram í málinu, að stefnandi hafi notað eða skráð orðið ISOL sem vörumerki eða firmaauðkenni í sambandi við starf- semi sína né heldur notað orð þetta gagnvart almenningi til þess að aðgreina firma sitt frá öðrum firmum, eða vekja at- hygli á starfsemi sinni með þessu merki. Stefnandi virðist því ekki hafa neitt annað til þess að tryggja rétt sinn til þessa merkis en að fá það skráð sem símnefni og notað það eingöngu á þann hátt. Hvað snertir firmanafn stefnda ÍSÓL og notkun þess nafns virðist því ekki vera um að ræða neina hættu á því, að almenn- ingur setji það nafn í samband við firmanafn stefnanda eða starfsemi hans. Ekki er heldur fram komið í málinu, að þeir, sem í sömu starfsgrein starfa og stefnandi, þekki starfsemi stefnanda undir verzlunarauðkenninu ISOL og að af þeim sök- um sé hætta á ruglingi í viðskiptum aðilja. Eftir því, sem fyrir liggur í málinu, verður því raun réttri ekki gert ráð fyrir ann- arri hættu á ruglingi vegna notkunar beggja aðilja málsins á 23 354 orðinu ISOL en þeirri, að Landssími Íslands eða starfsmenn hans kunni að rugla saman símskeytum aðilja. Getur þetta að sjálfsögðu orðið til nokkurra óþæginda fyrir aðilja málsins, ef fyrir kæmi, en þar sem slík mistök snerta eingöngu aðiljana sjálfa, en koma ekki fram gagnvart almenningi, þá verða slík mistök eða ruglingur milli fyrirtækjanna sjálfra innbyrðis ekki talin samkeppnisréttarlegs eðlis og snertir því ekki ákvæði laga um varnir gegn Óóréttmætum verzlunarháttum. Þá er viður- kennt af aðiljum málsins, að slíkur ruglingur á afgreiðslu sím- skeyta hafi ekki komið fyrir og af bréfi ritsímastjórans í Reykja- vík, dags. 2. nóv. 1960, sem fyrir liggur í málinu, virðist mega ráða, að hætta á ruglingi eða mistökum af þessu tagi sé óveruleg. Að lokum er á það að líta, að tilgangur stefnanda er „inn- flutningur olíuvara og önnur skyld starfsemi svo og lánastarf- semi“, en tilgangur stefnda „að reka iðnað og aðra skylda starf- semi, eftir því, sem hluthafafundur ákveður“. Verður að álíta, að þessar staðreyndir dragi úr væntanlegum mistökum af Þessu tagi. Samkvæmt framanskráðu verður ekki talið, að stefnandi hafi öðlazt einkarétt til heitisins ISOL, sem útiloki rétt stefnda til að nota það nafn í firmanafni sínu, enda verður ekki séð, að notkun stefnda á því nafni fari í bága við ákvæði laga nr. 84 19. júní 1933 um varnir gegn Óréttmætum verzlunarháttum né heldur 10. gr. laga um verzlunarskrár, firmu og prókúru- umboð nr. 42 18. nóv. 1903. Ber því að sýkna stefnda af kröf- um stefnanda í máli þessu, en eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður, Einar Arnalds borgardómari kvað upp dóm þenna, ásamt með- dómsmönnunum Jóhanni Ólafssyni forstjóra og Sigurgeir Sigur- jónssyni hrl. Dómsorð: Stefndi, Ísól h/f, á að vera sýkn af kröfum stefnanda, Olíusölunnar h/f, í máli þessu. Málskostnaður falli niður. 355 Mánudaginn 27. mai 1963. Nr. 67/1962. Ágúst Sigurðsson (Magnús Thorlacius hrl.) gegn Agli Skúla Ingibergssyni og Hlíf Sigurjónsdóttur (Ragnar Jónsson hrl.) og til réttargæzlu Guðbjörgu Guðmundsdóttur (Sigurður Baldursson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason, Gizur Bergsteinsson og Lárus Jóhannesson, Logi Einarsson yfirsakadómari og Theo- dór B. Líndal prófessor. Sýknað af skaðabótakröfu vegna sölu húss. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 4. maí 1962 og gert þær réttarkröfur, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefndu í máli þessu og að stefndu, Egill Skúli og Hlíf, verði dæmd til að greiða honum óskipt málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu, Egill Skúli Ingibergsson og Hlíf Sigurjónsdóttir, krefjast þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og að þeim verði dæmdur málskostnaður fyrir Hæstarétti úr hendi áfryjanda. Stefnda Guðbjörg Guðmundsdóttir, sem aðeins var stefnt til réttargæzlu, tekur undir kröfu áfrýjanda að öðru leyti en því, að hún krefst málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi hans og hinna stefndu Egils Skúla og Hlífar. Eftir uppkvaðningu héraðsdóms hefur yfirmat farið fram á eign þeirri, sem um ræðir í málinu. Nýjar aðiljayfir- heyrslur og vitnaleiðslur hafa farið fram og ýms ný skjöl verið lögð fram í Hæstarétti. Meðal hinna nýju skjala er bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 22. apríl 1963. til lögmanns áfrýjanda, er hljóðar svo: „Bréfi yðar, dags. 13. f. m., um ytra byrði herbúðar nr. 7 í Bústaðahverfi, er svarað á þessa leið: 356 Vegna fyrirætlana um skipulag til frambúðar á Foss- vogssvæðinu, mun borgarstjórn leggja á það ríka áherzlu, að þessi herbúð (nr. 7) og aðrar þar í grennd verði fjar- lægðar í náinni framtíð án greiðslu neinskonar bóta úr borgarsjóði. Að hinu leytinu mun borgarstjórn ekki gera kröfu um neinar bótagreiðslur sem eigandi ytra byrðis margnefndr- ar herbúðar, nr. 7. Geir Hallgrímsson.“ Eins og tekið er fram í héraðsdómi, er í máli þessu að ræða um sölu á lóðarréttindalausum bragga, sem undir hælinn var lagt, hve lengi fengi að standa á landi þvi, sem hann hafði verið reistur á. Að vísu virðist ytri byrðingur bragga þess, sem í mál- inu greinir, hafa verið seldur eftir orðalagi afsalsins frá 15. júlí 1958. Hins vegar er ekki í ljós leitt, eins og söl- unni og aðstæðum í sambandi við hana var háttað, að þessi heimildarskortur áfrýjanda hafi bakað hinum stefndu nokk- urt fjártjón, sem áfrýjandi ber ábyrgð á, því að þau hafa haft leigulaus afnot byrðings þess, sem bærinn er talinn eiga, og verða ekki krafin um gjald fyrir hann, þegar flytja ber braggann burt af lóðinni, sbr. framanskráð bréf borg- arstjóra. Það verður því að sýkna áfrýjanda af kröfum hinna stefndu, Egils Skúla og Hlífar, í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Ekki þykja standa efni til að taka málskostnaðarkröfu réttargæzlustefnda til greina. Dómsorð: Áfrýjandi, Ágúst Sigurðsson, á að vera sýkn af kröf- um hinna stefndu, Egils Skúla Ingibergssonar og Hlif- ar Sigurjónsdóttur, í máli þessu. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. 357 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 10. febrúar 1962. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 29. f. m., hefur Egill Skúli Ingibergsson, til heimilis við Mjólkárvirkjunina í Vestur- Ísafjarðarsýslu, fyrir sína hönd og erfingja hjónanna Ingibergs Jónssonar og Margrétar Guðlaugar Þorsteinsdóttur höfðað fyrir bæjarþinginu gegn Ágúst Sigurðssyni, Drápuhlíð 48, hér í bæ, með stefnu, útgefinni hinn 25. október 1960. Hafa stefnendu“ gert þær dómkröfur, að stefndi verði dæmdur til að greiða þeim skaðabætur að fjárhæð kr. 35.200.00 ásamt 6% ársvöxt- um af þeirri fjárhæð frá 15. júlí 1958 til 22. febrúar 1960 og 10% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags svo og máls- kostnað samkvæmt gjaldskrá Lögmannsfélags Íslands, þar með talinn matskostnaður, kr. 3.473.00. Stefndi hefur krafizt sýknu af kröfum stefnenda og máls- kostnaðar úr hendi þeirra að mati dómarans. Með stefnu, útgefinni 3. janúar 1961, var Guðbjörgu Guð- mundsdóttur, Laugavegi 67 B, hér í bæ, stefnt inn í málið af hálfu stefnda til réttargæzlu og samkvæmt 52. gr. laga nr. 85 frá 1936. Engar kröfur eru gerðar á hendur réttargæzlustefndu, en hún hefur krafizt málskostnaðar in soliðum úr hendi stefnenda og stefnda. Málavextir eru þessir: Með bréfi, dags. 9. ágúst 1945, bauð Sölunefnd setuliðseigna Reykjavíkurbæ forkaupsrétt að ýmsum herskálahverfum hér í bæ, þar á meðal hverfinu Camp by Town við Bústaðaveg. Með bréfi bæjaryfirvalda til Sölunefndar setuliðseigna, dags. 17. ágúst 1945, var því lýst yfir, að bæjarráð hefði heimilað bæjarsjóði að yfirtaka herskálahverfi þessi, þar á meðal Camp by Town. Í herskálahverfi þessu ráðstafaði húsaleigunefnd síðan hálfum steinskúr við Bústaðaveg til Jóns Páls Ingibergssonar samkvæmt yfirlýsingu, dags. 12. ágúst 1946. Samkvæmt yfirlýsingu þessari afhenti húsaleigunefnd Jóni Páli húsnæði þetta til íbúðar gegn ófrávíkjanlegri skuldbindingu hans um nokkur atriði, og skyldi afnotum hans af skúrnum lokið þegar í stað, ef hann breytti frá þeim. Ákvæðin um skilyrði þessi hljóða svo: „1. Ég skuldbind mig til að rýma húsnæðið með 7 daga fyrir- vara og án uppsagnar, ef og þegar nefndin krefst þess. 2. Ég skuldbind mig til að fara vel með hið leigða húsnæði og bæta að fullu skemmdir, sem á því kynnu að verða af mínum völdum eða fólks á mínum vegum. Sérstaklega ber 358 mér að fara varlega með ljós og eld. Heimilt skal mér að lagfæra húsnæðið á minn kostnað, þ. á m. setja í það skil- rúm. Þó skulu slíkar aðgerðir vera framkvæmdar þannig, að auðið sé að fjarlægja þær aftur án skemmda á hús- næðinu. 3. Ég lofa að greiða leigu fyrir afnot húsnæðisins, ef þess verður krafizt, og fer þá um upphæð leigunnar eftir mati nefndarinnar. 4. Ljós og upphitun annast ég á minn kostnað svo og hreins- un, bæði á húsnæðinu og því húsnæði, sem ég kynni að hafa til sameiginlegra afnota með öðrum að tiltölu við aðra afnotahafa. Slíkt sameiginlegt húsnæði skuldbind ég mig einnig til að fara vel með á allan hátt, og er mér óheimilt að hreyfa úr stað nokkurn þann hlut, er finnast kynni í slíku húsnæði. 5. Óheimilt skal mér að hleypa öðrum inn í húsnæðið en þeim, er greinir hér að ofan, enda er afnotarétti mínum sam- stundis lokið og ég brýt í bág við þetta atriði. 6. Hvenær, sem ég kynni að rýma húsnæðið, skuldbind ég mig til og lofa að skila því í ekki verra ástandi, en ég tók við því.“ Með skuldbindingu Jóns Páls Ingibergssonar, dags. 16. desem- ber 1948, voru afnot hans af greindu húsnæði framlengd. Sam- kvæmt afsali, dags. 15. júní 1951, seldi Jón Páll Guðbjörgu Guð- mundsdóttur húseign sína, „sem nefnd er nr. 7 við Bústaða- hverfi við Bústaðaveg“, eins og segir í afsalinu. Afsal þetta hljóðar svo: „Ég undirritaður, Jón P. Ingibergsson, nú til heimilis að Bú- staðahverfi nr. 7 við Bústaðaveg, Reykjavík, geri með þessu bréfi mínu kunnugt: að ég sel og afsala til frú Guðbjargar Guð- mundsdóttur, nú til heimilis að Brávallagötu 26, Reykjavík, til fullrar eignar og umráða húseign minni, sem er nefnd nr. '", Bústaðahverfi við Bústaðaveg, Reykjavík. Eign þessi er 2 her- bergi, eldhús, þvottahús og geymsla. Hús þetta er án lóðarsamnings frá Reykjavíkurbæ, og er kaupanda kunnugt um að líta ber á hina hérseldu íbúð sem bráðabirgðahúsnæði, og er húsnæðið í því ástandi, sem kaupandi hefur kynnt sér og sætt sig við, utan að ég skal ganga frá á minn kostnað fyrir 1. ágúst næstk. að telja að setja þéttilag á norðurvegg íbúðarinnar og skal það gert svo vel, að engin rakahætta stafi frá honum. Ennfremur skal olíukyndingartæki vera í forsvaranlegu lagi, og skal við- 359 gerð vera kaupanda að kostnaðarlausu. Umsamið kaupverð, kr. 35.000.00 — þrjátíu og fimm þúsund krónur — er mér að fullu greitt í dag við undirskrift þessa afsals. Eignin eða íbúðin er seld, eins og ég hefi hana átt og eignazt. Kaupandi haldi kaupi sínu til laga, en ég svara til vanheim- ildar.“ Samkvæmt afsali, dags. 25. maí 1955, seldi Guðbjörg Guð- mundsdóttir Ágúst Sigurðssyni, stefnda í máli þessu, „íbúðar- bragga úr hlöðnum steini við Bústaðaveg 7 í Reykjavík“. Afsal þetta hljóðar svo: „Ég undirrituð, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Bústaðavegi 7, Reykjavík, sel hér með og afsala hr. Ágúst Sigurðssyni, Baróns- stig 30, Reykjavík, til fullrar eignar og umráða íbúðarbragga úr hlöðnum steini við Bústaðaveg 7 í Reykjavík. Í bragganum eru tvö herbergi, eldhús, þvottaherbergi og geymsla. Kaupverð kr. 60.000.00 — sextíu þúsund krónur — greiðist við undirskrift þessa samnings. Bragginn skal vera laus til íbúðar 28. þ. m. Bragginn selst kvaðalaust. Bragginn selst í því ástandi, sem hann nú er í og kaupandi hefur kynnt sér og sætt sig við. Bragginn selst með eldavél og rafmagnsþvottapotti. Til staðfestu er nafn mitt og votta.“ Samkvæmt afsali, dags. 15. júlí 1958, seldi Ágúst Sigurðsson stefnanda máls þessa, Agli Skúla Ingibergssyni og föður hans, Ingibergi Jónssyni, eign sína í „húsinu nr. 7 við Bústaðaveg“. Í afsali þessu segir meðal annars svo: „Eg undirritaður, Ágúst Sigurðsson, Bústaðahverfi 7, Reykja- vík, sel hér með og afsala í hendur Egils Skúla Ingibergssyni, Shellveg 8 B, og Ingiberg Jónssyni, Drápuhlíð 48, báðum í Reykja- vík, eign minni í húsinu nr. 7 við Bústaðahverfi í Reykjavík samkvæmt nánari skilmálum þessa bréfs. Hið selda er sem hér segir: Húseignin Bústaðavegur 7 í Reykjavík ásamt öllu múr- og naglföstu, sem eigninni fylgir og fylgja ber. Engin föst lóðarréttindi fylgja húseigninni. Eignin er seld í því ástandi, sem hún er nú í, og hefur kaup- andi kynnt sér hana rækilega og metið gilt að öllu leyti. Kaupverðið er kr. 140.000.00 — eitt hundrað og fjörutíu þús- und krónur. 360 Kaupverðið er að fullu greitt, m. a. með því að kaupandi hefur tekið að sér eftirtaldar áhvílandi skuldir, en veðbókar- vottorð hefur legið frammi við kaupin: Engar. Kaupin miðast við 14. júní 1958, hvað snertir arð og lögskil af eigninni og tekur kaupandi þá við hinu selda. Heldur hann kaupi sínu til laga, en ég svara til vanheimildar. Uppgjör vaxta af áhvílandi lánum og skatta og skyldna eign- arinnar svo og stimplun og þinglestur skjala vegna eignaskipta þessara hefur farið fram millum aðilja. Fasteignarmat hins selda er kr. ...... og greiðir kaupandi stimpil- og þinglýsingargjöld af skjali þessu.“ Hinn 29. ágúst 1958 ritaði lögmaður sá, sem gengið hafði frá síðastgreindu afsali, bæjarráði Reykjavíkur bréf og fór þess á leit, að bæjarráð veitti heimild sína til sölunnar. Í svari bæjar- ráðs var tekið fram, að umrætt hús hefði komizt í eigu Reykja- víkurbæjar og ókunnugt væri, hvaða eignarheimild Ágúst Sig- urðsson hefði fyrir húsinu. Ekki væri því hægt að taka málið til afgreiðslu fyrr en frekari upplýsingar og skýringar hefðu verið látnar í té. Þessi sami lögmaður ritaði réttargæzlustefndu bréf hinn 3. október 1958 og tilkynnti henni þetta svar bæjar- ráðs og óskaði þess jafnframt, að hún gerði grein fyrir eignar- heimild sinni, svo hægt væri að ganga frá löglegri eignarheimild til þeirra, sem keyptu eignina af stefnda í máli þessu. Hinn 25. júlí 1959 ritaði umboðsmaður stefnenda stefnda bréf og tjáði honum að eign sú, sem hann hefði selt stefnandanum Agli Skúla og föður hans væri ekki finnanleg í afsals- og veðmálabókum Reykjavíkur, en Reykjavíkurbær teldi sér eignarrétt að húsinu. Lýsti umboðsmaður stefnenda yfir því, að hann rifti kaupun- um fyrir hönd umbjóðenda sinna, þar sem stefnda virtist bresta heimild til sölunnar. Skoraði hann jafnframt á stefnda að leita samninga um endurgreiðslu kaupverðs og greiðslu skaðabóta. Hinn 22. apríl 1960 fór umboðsmaður stefnenda þess á leit við borgardómarann í Reykjavík, að dómkvaddir yrðu tveir menn til að „meta þann verðmismun, sem er á eigninni, eins og henni er lýst í afsali og eins og hún er raunverulega samkvæmt bréfi borgarstjóra“. Í matsbeiðninni segir einnig svo: „Á eigninni er viðbygging og kemur ekki fram í bréfi borgarstjóra, hvort hún er talin eign bæjarins eða ekki. Er þess því beiðzt, að matið taki til beggja tilvika, ef ágreiningur rís um það við matið.“ Hinn 26. apríl 1960 dómkvaddi síðan borgardómarinn í Reykjavík þá Ein- 361 ar Sveinsson múrarameistara og Tómas Vigfússon húsasmíða- meistara til að framkvæma hið umbeðna mat. Í matsgerð mats- mannanna, sem dagsett er hinn 21. maí 1960, segir meðal ann- ars svo! „Lagt var fram við matsgerð: 1. Uppdráttur af húsinu eftir Egil Skúla Ingibergsson, dags. 19/4 1960. 2. Afsalsbréf fyrir húseignninni, undirritað af Ágústi Sigurðs- syni 15. júlí 1958. 3. Svarbréf frá borgarstjóranum í Reykjavík, dags. 8/8 1958, undirritað af Gunnlaugi Péturssyni til Guðlaugs og Einars Gunn- ars Einarssona, hdl. Húsið nr. 7 við Bústaðaveg er braggabygging frá hernáms- árunum og er steinbygging, gólf steypt, veggir hlaðnir eða steypt- ir og þakið steypt. Íbúðin er 42.4 m? að stærð og er tvö her- bergi, eldhús og gangur, einnig tilheyrir íbúðinni sér þvottahús og kyndiklefi með sturtutækjum, sem er í áframhaldi af bygg- ingunni, þótt ekki sé innangengt í það. Útveggir og loft er ein- angrað og klætt að innan með masonite eða trétexi. Milliveggir eru úr timbri og þilplötum. Í eldhúsi er allgóð innrétting með stálvaski og rafmagnseldavél. Íbúðin er öll máluð og linoleum- dúkur á gólfum. Upphitun er olíukynt miðstöð og eru fjórir ofnar í húsinu. Í framangreindu afsalsskjali stendur: „Engin föst lóðarréttindi fylgja húseigninni.“ Við húsið er timburskúr, sem hefur verið byggður seinna en húsið. Hann er að flatarmáli 20.6 mé. Í honum er ein stofa, snyrtiklefi með handlaug og vatnssalerni og forstofa fyrir alla íbúðina. Að utan er búið að draga múr í vírnet á veggi, en frágangi er ekki lokið. Þakið hefur einnig verið múrað, en það lekur ennþá og sjást merki þess á dúk, sem er á stofugólfinu. Gólfið í skúrnum er steypt. Þrír miðstöðvarofnar eru í skúrnum og veggir og loft málað. Ragnar Jónsson hrl. óskaði eftir, að fulltrúar Reykjavíkur- bæjar gerðu grein fyrir, hvað það væri, sem Reykjavíkurbær gerði kröfu til að væri hans af eigninni. Sveinn Ragnarsson hdl. taldi bæjarsjóð Reykjavíkur eiga ytra byrði steinhússins, en innréttingu ætti bæjarsjóður ekki og held- ur ekki viðbyggingu. Samkvæmt ofanrituðu teljum við, að okkur beri: 362 1. Að segja okkar álit á því, hvort söluverð eignarinnar hafi verið eðlilegt og teljum við, að svo hafi verið á þeim tíma. 2. að meta, hvað húsið hafi kostað fokhelt, nánar tiltekið það, sem Reykjavíkurbær er talinn eiga. Okkur reiknast til, að árið 1958 hafi það kostað .............000..... kr. 32.000.00 3. að meta frágang og innangerð hússins, Þegar það var selt, það metum við á .... — 64.200.00 4. Viðbygginguna (skúrinn) metum við á ... — 38.300.00 5. Afnotaréttur af þvottahúsinu á .......... — 5.500.00 Samtals kr. 140.000.00 — Eitt hundrað og fjörutíu þúsund krónur 00/100. Vísitöluhækkun síðan salan fór fram er 11%.“ Er ekki náðist samkomlag um lausn málsins, höfðuðu stefn- endur mál þetta. Það er fram komið, að Ingibergur Jónsson var látinn, er mál þetta var höfðað, svo og kona hans, Margrét Guðlaug Þor- steinsdóttir, er setið hafði í óskiptu búi eftir hann, og að einu erfingjar hjónanna eru stefnendur málsins, þau Egill Skúli og hálfsystir hans, Hlíf Sigurjónsdóttir. Fer Egill Skúli með mál þetta af hálfu þeirra beggja. Stefnendur reisa kröfur sínar í málinu á því, að stefndi hafi afsalað kaupendunum meiru en hann hafi haft heimild til, þar sem Reykjavíkurbær sé eigandi ytra byrðis hluta húseignarinnar. Krefjast stefnendur því þess, að stefnda verði gert að greiða þeim skaðabætur, er nemi andvirði þess hluta eignarinnar, sem stefndi ekki átti. Fjárhæð dómkröfu sinnar byggja stefnendur á mati hinna dómkvöddu matsmanna. Stefndi reisir sýknukröfu sína á því, að hann hafi ekki selt kaupendum meira en sína eign í umræðdu húsi, eins og fram komi í afsali, enda hafi stefnandinn vitað eða honum hafi mátt vera ljóst, að stefndi átti ekki ytra byrði hússins, Þá er því og haldið fram af hálfu stefnda, að stefnandi hafi ekki orðið fyrir neinu tjóni. Stefnandi hafi fengið alger og endurgjalds- laus afnot ytra byrðis hússins og á meðan húsið, sem sé lóðar- réttindalaust, eins og fram komi í afsali, fái að standa, hafi stefnandi þessi afnot. Hitt sé ljóst, að ef byggingayfirvöld krefj- ast þess, að húsið verði flutt á brott, þá geti stefnandi ekki flutt með sér steinsteypu þá, sem húsið er byggt úr. Samkvæmt þessu hafi stefnandi fengið allt það, sem hann gat vænzt. Af hálfu stefnda er því og haldið fram, að hinir dómkvöddu mats- 363 menn hafi farið út fyrir umboð sitt og að niðurstaða matsgerð- arinnar sé röng. Matsmennirnir hafi ekki verið dómkvaddir til að segja álit sitt um, hvort söluverð eignarinnar hafi verið eðli- legt, heldur hver sé verðmismunur á eigninni samkvæmt afsali og samkvæmt bréfi borgarstjórans í Reykjavík, sem vísað er til hér að framan. Verðmismunur þessi sé þó byggður á röngum forsendum, þar sem andvirði ytra byrðisins sé ekki innifalið í kaupverðinu, eins og berlega komi fram af fasteignamati og bruna- bótamati. Af hálfu stefnda hefur því að lokum verið haldið fram, að kvartanir stefnanda, sem fyrst hafi komið fram í mats- beiðninni, hafi komið of seint fram, sbr. 54. og 58. gr. lausafjár- kaupalaganna. Af hálfu réttargæzlustefnda er því haldið fram, að hún hafi aðeins selt sömu réttindi og hún hafi keypt. Að öðru leyti hefur af hálfu réttargæzlusfefnda verið tekið undir sömu rök og máls- ástæður og hafðar hafa verið upp af hálfu stefnda. Við munnlegan flutning málsins var því lýst yfir af hálfu stefnda og réttargæzlustefnda, að ekki sé vefengt, að Reykja- víkurbær sé löglegur eigandi ytra byrðis húss þess, sem fjallað er um í málinu. Samkvæmt vottorði skrifstofu Fasteignamats Reykjavíkur, dags. 29. apríl 1960, var fasteignamat hússins þá kr. 36.000.00. Samkvæmt vottorðum Húsatrygginga Reykjavíkur var bruna- bótamat hússins kr. 189.100.00 efitr mati framkvæmdu hinn 15. desember 1957, kr. 228.500.00 í maímánuði 1960 og kr. 262.- 800.00 í janúarmánuði 1961. Í málinu er fram komið vottorð borgarfógetans í Reykjavík, svohljóðandi: „Samkvæmt beiðni vottast, að eign, talin nr. 7 við Bústaða- veg (Bústaðahverfi 7) finnst ekki í skrá yfir afsals- og veð- málabækur Reykjavíkur. Um sérstaka þinglýsta eignarheimild, þinglýstar veðskuldir eða kvaðir virðist því ekki að ræða, að því er eign þessa varðar.“ Stefnandi málsins, Egill Skúli Ingibergsson, hefur skýrt svo frá, að hann hafi verið á förum úr bænum, er gengið var frá afsalinu fyrir húsinu til þeirra feðganna. Hann kveður það fyrsta, sem hann hafi vitað um, að ekki var allt með felldu varðandi þetta mál, hafi verið það, að faðir hans hafi ekki fengið afsalið þinglýst. Þá kveðst hann hafa rætt um þetta við lög- fræðing þann, sem frá afsalinu gekk, og hafi hann lofað að koma þessu í lag. Stefnandi kveðst sjálfur aldrei hafa átt tal 364 um þetta við stefnda, og hann kveður sér ekki kunnugt um, að bótakröfu hafi verið hreyft fyrr en með matsgerð þeirri, sem liggur fyrir í málinu. Stefndi, Ágúst Sigurðsson, hefur komið fyrir dóm og skýrt svo frá, að hann hafi ekki veitt lögfræðingi þeim, sem frá um- ræddu afsali gekk, sérstakt umboð til að selja umrædda hús- eign, en hann kveður þetta hafa komið af sjálfu sér í sambandi við eignaskipti á húseign þessari og rishæð hússins nr. 48 við Drápuhlíð. Stefndi kveður það fyrsta, sem hann man að kvart- að hafi verið út af sölu hússins, hafa verið í sambandi við mat það, sem stefnandi lét framkvæma. Hann kveður þó lögfræðing þann, sem frá afsalinu gekk, hafa talað um það við sig einu sinni eða tvisvar, að einhver vandkvæði væru á því að fá afsalið þinglesið. Stefndi kveður sér ókunnugt um bréf þau, sem lög- fræðingurinn skrifaði bæjarráði og réttargæzlustefndu, og aldrei kveður hann það hafa borizt í tal með þeim að gera réttargæzlu- stefndu ábyrga fyrir vanheimild. Af hálfu stefnda hefur því verið mótmælt, að lögmaður sá, sem frá afsalinu gekk, hafi haft umboð stefnda til að rita bæjar- ráði og réttargæzlustefndu bréf þau, sem vikið er að hér að framan. Matsmaðurinn Einar Sveinsson hefur komið fyrir dóm og stað- fest matsgerðina. Jafnframt hefur hann skýrt svo frá, að hann telji ekkert verðmæti vera í ytra byrði hússins til brottflutnings. Matsmaðurinn Tómas Vigfússon hefur komið fyrir dóm og staðfest matsgerðina. Hann hefur jafnframt skýrt svo frá, að hann telji það mjög lítils virði til niðurrifs, sem Reykjavíkur- bær á af eigninni, Það er ágreiningslaust í málinu, að ytra byrði þess hluta húss- ins, sem var byggður á stríðsárunum af setuliði því, er hér dvaldist, hafi, er kaupin gerðust og sé nú eign Reykjavíkur- bæjar. Ósannað er, að kaupendum hafi verið kunnugt um þennan eignarrétt Reykjavíkurbæjar og ekki verður á það fallizt með varnaraðiljum, að kaupendunum hafi mátt vera þetta kunnugt. Við kaupin var þetta ytra byrði ekki undanskilið. Verður því að telja, að þá hafi verið við það miðað, að kaupendur væru að kaupa alla hina umræddu húseign, þar með talið þetta ytra byrði, án lóðarréttinda þó, og að kaupverðið hafi verið við þetta miðað. Samkvæmt því, sem rakið hefur verið, er ljóst, að við kaupin hafi verið fyrir hendi vanheimild stefnda, að því er varðar ytra byrði hússins, sem bakar stefnda skaðabótaskyldu 365 gagnvart sóknaraðiljum, enda verður ekki fallizt á það með stefndu, að af hálfu kaupenda hafi verið kvartað of seint undan vanefndum þessum. Sóknaraðiljar byggja fjárhæð skaðabótakröfu sinnar, kr. 32.- 000.00, á mati hinna dómkvöddu matsmanna. Sú varnarástæða stefndu, að matsmennirnir hafi farið út fyrir umboð scitt, verð- ur ekki tekin til greina, enda var ytra byrðið ekki undanskilið við kaupin, eins og áður er rakið. Ekki verður séð, að neinir aðrir gallar séu á matinu, er valdi því, að það verði ekki lagt til grundvallar í málinu. Eins og áður er rakið, urðu kaupendur ekki eigendur ytra byrðis hinnar upphaflegu byggingar. Við mat á tjóni kaupenda þykir verða að miða við verðmæti eign- arinnar, eins og hún var, er kaupin voru gerð og þykir ekki eiga að skipta máli í því sambandi gagnvart stefnda, þótt kaup- endur hafi til þessa haft endurgjaldslaus afnot af ytra byrð- inu, enda er það ekki á valdi stefnda að ráða neinu um það. Samkvæmt mati hinna dómkvöddu matsmanna kostaði ytra byrðið, eign Reykjavíkurbæjar í umræddri húseign, kr. 32.000.00, er kaupin voru gerð og hefur þeirri niðurstöðu matsmanna ekki verið hnekkt. Verður því að telja, að tjón kaupenda nemi þeirri fjárhæð. Samkvæmt þessu verður stefndi, Ágúst Sigurðsson, dæmdur til að greiða sóknaraðiljum kr. 32.000.00 ásamt vöxtum, er reikn- ast 6% frá 15. júlí 1958 til 22. febrúar 1960, 10% frá þeim degi til 29. desember s. á. og 8% frá þeim degi til greiðsludags. Þá ber og að dæma stefnda til að greiða sóknaraðiljum máls- kostnað, sem ákveðst kr. 7.800.00, þar með talinn matskostnaður. Málskostnaðarkrafa réttargæzlustefnda verður ekki tekin til greina. Guðmundur Jónsson, settur borgardómari, kvað upp dóm þenn- an ásamt meðdómsmönnunum Birni Rögnvaldssyni húsasmiða- meistara og Ögmundi Jónssyni verkfræðingi. Dómsorð: Stefndi, Ágúst Sigurðsson, greiði sóknaraðiljum, Agli Skúla Ingibergssyni fyrir sína hönd og Hlífar Sigurjónsdóttur, kr. 32.000.00 ásamt 6% Áársvöxtum frá 15. júlí 1958 til 22. febrúar 1960, 10% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desem- ber s. á. og 8% ársvöxtum fá þeim degi til greiðsludags og kr. 7.800.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 366 Mánudaginn 27. mai 1963. Nr. 119/1962. Sigurður Eiríksson (Jóhannes Lárusson hdl.) Segn bæjarstjóranum á Akureyri f, h. bæjarsjóðs (Friðrik Magnússon hrl.). og bæjarfógetanum á Akureyri (enginn). Dómendur: hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason, Gizur Bergsteinsson, og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Ármann Snævarr og Theodór B. Líndal. Ágreiningur um starfskjör lögreglumanns. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 18. september 1962. Eru dómkröfur hans þessar: 1. Að viðurkennt verði með dómi, að áfrýjanda beri aðeins að vinna 44 klst. á viku hverri að lögreglustörfum og að með þeirri vinnu sé fullnægt þeirri vinnuskyldu hans, sem honum beri föst laun fyrir. 2. Aðallega að stefnda bæjarstjóra f. h. bæjarsjóðs Akur- eyrar verði dæmt að greiða kr. 36.110.40 með 7% ársvöxt- um frá 1. nóvember 1961 til greiðsludags; fil vara, að dæmt verði, að hann eigi rétt á leyfi frá störfum með fullum launum jafnlangan tíma og samsvari 4 klst. á vinnuviku tímabilið 1. nóvember 1957 til 31. október 1961, þ. e. 751 klst. Þá krefst áfrýjandi og málskostnaðar úr hendi stefndu í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi, bæjarstjórinn á Akureyri f. h. bæjarsjóðs, krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar úr hendi áfrýjanda fyrir Hæstarétti, Stefndi bæjarfógetinn á Akureyri hefur hvorki sótt þing í héraði né fyrir Hæstarétti, og er honum þó löglega stefnt. Málið hefur verið flutt munnlega hér fyrir dómi samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 47. gr. laga nr. 57/1962. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fram í Hæstarétti. 1. Áfrýjandi var skipaður lögregluþjónn á Akureyri frá 367 og með 15. april 1950, og fór um kaup hans og kjör eftir samþykktum, sem þá giltu um slíka starfsmenn bæjarins. Viðurkennt er, að vinnuvika lögregluþjóna á Akureyri hafi þá og síðan numið 48 klst. Samkvæmt 5. gr. launasam- Þþykktar fyrir fasta starfsmenn Akureyrarkaupstaðar frá 3. febrúar 1953 var svo kveðið á, að lögregluþjónar þar skyldu hafa „sama kaup og kjör, sem þeir hafa nú, en breytast á hverjum tíma í samræmi við kaup ogkjör starfsbræðra þeirra, sem taka laun sín hjá Reykjavikurbæ“. Samhljóða ákvæði er í 5. gr. samþykktar um þetta efni frá 3. júlí 1956. Í reglugerðum um starfskjör lögreglumanna í Reykjavik er og hefur lengi verið kveðið á um 48 klst. vinnuviku. Eins og rakið er í héraðsdómi, hefur hins vegar sá háttur verið á hafður í Reykjavík frá því á árinu 1948, að tiltek- inn fjöldi lögreglumanna, sem er á næturverði, fær aðra hverja nótt til skiptis leyfi til stytts varðtíma og með sama hætti þeir lögreglumenn, sem eiga að vera á verði árla morguns. Hefur þetta leitt til þess, að vinnuvika hvers lög- reglumanns í Reykjavík hefur nefnt tímabil stytzt um 4 klst. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð gögn, er sýna, á hverju þessi háttur um styttan starfstíma lögreglumanna í Reykja- vík er reistur. Með bréfi dómsmálaráðherra 16. júni 1948 var lögreglustjóranum í Reykjavík veitt „heimild til að gefa tilteknum fjölda lögreglumanna frí á síðari hluta næt- urvaktar“, þegar hann teldi, „að löggæzlan í bænum ryrist eigi um of við það, enda haldist vinnuskylda lögregluþjón- anna hin sama og áður, ef á þarf að halda“. Bæjarráð og bæjarstjórn Reykjavíkur samþykktu því næst að sinu leyti í júní og júlí 1948 tilgreinda breytingu á vinnutíma lög- reglumanna í Reykjavík, að því er miða verður við með sömu skilyrðum og greinir í bréfi dómsmálaráðherra. Stefndi bæjarfógeti Akureyrar hefur eigi, þrátt fyrir til- mæli lögreglumanna þar, talið sér fært að taka upp þessa starfstilhögun af ástæðum, sem greindar eru í héraðsdómi. Ljóst er af því, sem rakið hefur verið, að sá háttur um styttan vinnutíma lögreglumanna í Reykjavík, er viðgengizt 368 hefur um árabil, helgast af því mati lögreglustjórans þar, að slíkt sé réttlætanlegt eftir aðstæðum í Reykjavík, en óhaggað hefur samt staðið og stendur enn ákvæði kjara- samþykkta um skyldu lögreglumanna þar til 48 klst. vinnu- viku, „ef á þarf að halda“. Að svo vöxnu máli og þar sem aðstæðum í Reykjavík og á Akureyri er ólíkt háttað í þess- um efnum, telst framangreind breyting á starfstíma lög- reglumanna í Reykjavík ekki vera þess eðlis, að stefndu verði með dómi skyldaðir til að taka hana upp. Ber því að sýkna stefndu af fyrri lið dómkrafna áfrýjanda. 2. Kröfur áfrýjanda samkvæmt 2. lið — aðal- og vara- krafa — verða að skoðast sem skaðabótakröfur. Þótt áfrýjandi hafi orðið af hlunnindum, sem lögreglu- menn í Reykjavík hafa notið um tíma, verður ekki talið með vísan til þess, er greinir í 1 að framan, að stefndi bæjarstjóri f. h. bæjarsjóðs Akureyrar hafi vanefnt framan- greind ákvæði launasamþykkta fyrir fasta starfsmenn Akur- eyrarkaupstaðar með þeim hætti, að fullnægt sé skilyrðum til að leggja á hann skaðabótaskyldu af því efni. Er þess og að geta, að viðurkennt er, að lögreglumenn í Reykjavik fá aldrei framangreind leyfi sin bætt fé. Aðalkrafa áfrýj- anda samkvæmt þessum lið verður því ekki tekin til greina og þá ekki heldur varakrafa hans um sama efni. Úrslit málsins verða því þau, að staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um sýknu stefndu, en eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Stefndu, bæjarstjórinn á Akureyri f. h. bæjarsjóðs og bæjarfógetinn á Akureyri, eiga að vera sýknir af kröfum áfrýjanda, Sigurðar Eiríkssonar, í máli þessu. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. 369 Sératkvæði hæstaréttardómaranna Gizurar Bergsteinssonar og Jónatans Hallvarðssonar. Áfrýjandi var ráðinn lögreglumaður á Akureyri hinn 2. marz 1950 frá og með 15. apríl s. á. Hinn 3. febrúar 1953 var gerð launasamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað. Segir þar í 5. gr. að „yfirlögregluþjónn, varðstjóri og lögregluþjónn hafi sama kaup og kjör, sem þeir hafa nú, en breytist á hverjum tíma í samræmi við kaup og kjör starfsbræðra þeirra, sem taka laun sin hjá Reykjavíkurbæ“. Með 5. gr. launasamþykktar Akureyrarbæjar frá 3. júlí 1956 var enn kveðið svo á, „að yfirlögregluþjónn, varðstjóri, lögreglu- Þjónar, varaslökkviliðsstjóri og brunaverðir hafi sama kaup og kjör, sem þeir hafa nú, en breytist á hverjum tíma í samræmi við kaup og kjör starfsbræðra þeirra, sem taka laun sin hjá Reykkjavíkurbæ“. Samkvæmt 1. gr. reglugerðar um starfskjör fastra starfsmanna Reykjavíkurbæjar frá 7. marz 1957 er vikulegur vinnutími ýmissa starfsmanna, þ. á m. lögreglumanna, 48 klukkustundir. Með bréfi, dags. 16. júní 1948, veitti dómsmálaráðherra fyrir sitt leyti lögreglu- stjóranum í Reykjavík heimild til að gefa tilteknum fjölda lögreglumanna frí á síðari hluta næturvaktar, þegar lög- reglustjóri telur, að löggæzlan í bænum rýrist eigi um of við það, enda haldist vinnuskylda lögreglumanna hin sama og áður, ef á þarf að halda. Bæjarráð féllst hinn 18. júní 1948 á „breytingar þær, sem um getur“ í bréfi dómsmála- ráðherra. Sama gerði bæjarstjórn Reykjavíkur hinn 2. júlí 1948. Samkvæmt bréfi Lögreglufélags Reykjavíkur, dags. 28. nóvember 1961, varð það síðan að samkomulagi milli lögreglustjórans í Reykjavík og Lögreglufélags Reykjavík- ur, að fyrst um sinn yrði gefið frí frá 03.00 aðra hverja nótt vissri tölu vakthafandi lögreglumanna og að viss tala lögreglumanna þyrfti ekki að mæta á morgunvakt fyrr en kl. 0.7 í stað 0.6. Hefur þetta haldizt siðan. Áskilið var, að ef viðkomandi lögreglumenn sætu ekki fengið umrætt fri sökum anna, komi ekki kaupgreiðsla í staðinn. Þá sjaldan það hefur komið fyrir, að þessi frí hafi þurft 24 370 að falla niður, hefur það verið látið óátalið, að varðstjór- arnir gæfu viðkomandi jafnlangt fri í staðinn við hentugt tækifæri. Vinnutími lögreglumanna í Reykjavík er nú 44 klst.“ Telja verður, að regla sú, sem felst í bréfi dómsmála- ráðherra 16. júní 1948, staðfest var í bæjarráði Reykja- víkur hinn 18. júní s. á. og bæjarstjórn Reykjavíkur hinn 2. júlí s. á., sé stjórnskipulega gild. Samkvæmt 5. gr. nefndar launasamþykktar fyrir Akur- eyrarbæ frá 3. júlí 1956 ber að veita áfrýjanda sama kaup og kjör sem starfsbræðrum hans, er laun taka hjá Reykja- víkurbæ. Þetta ákvæði hefur verið brotið, með því að vinnu- vika lögreglumanna í Reykjavík hefur um fimmtán ára skeið verið í framkvæmd 44 klukkustundir, en vinnuvika áfrýjanda 48 klukkustundir, frá því hann tók til starfa. En með því að samkomulag lögreglustjórans í Reykjavik og Lögreglufélags Reykjavíkur er uppsegjanlegt af hendi lögreglustjóra, verður áfrýjanda eigi dæmdur réttur til 44 stunda vinnuviku fram í tímann. Ber því að sýkna stefndu af þeirri kröfu hans. Hins vegar verður hlutur áfrýjanda fyrir borð borinn, sé honum eigi bætt það fé, að vinnuvika hans hefur verið 48 klukkustundir, en vinnuvika lögreglumanna í Reykja- vík, sem hann á samkvæmt 5. gr. launasamþykktar Akur- eyrarkaupstaðar að setjast á bekk með, 44 klukkustundir Í reynd árum saman. Inntak samkomulags lögreglustjórans í Reykjavík og Lögreglufélags Reykjavíkur, sem bæjarstjórn Akureyrar- bæjar hefur skuldbundið sig til að hlíta, er það, að lögreglu- menn eiga almennt, meðan samkomulagið gildir, rétt til, að vinnuvika þeirra sé eigi lengri en 44 stundir, þótt þeir séu skyldir að vinna í annatilvikum 48 stundir á viku án sérstaks kaups. Með sama hætti mátti leggja á áfrýjanda vinnu allt að 48 klukkustundum, er sérstakar annir voru, en annars eigi að staðaldri yfir 44 klukkustundir nema segn bótum. Samkvæmt þessu ber að dæma stefnda bæjar- stjóra Akureyrarbæjar f. h. bæjarsjóðs til að greiða áfrýj- 371 anda fébætur fyrir aukið starf á tímabili því, sem um er að tefla. og þykja þær hæfilega ákveðnar kr. 16.000.00 ásamt vöxtum, eins og krafizt er. Rétt er, að stefndi bæjarstjóri Akureyrar f. h. bæjarsjóðs greiði áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 12.000.00, en að öðru leyti fellur máls- kostnaður niður. Dómsorð: Stefndi, bæjarfógetinn á Akureyri, á að vera sýkn af kröf- um áfrýjanda, Sigurðar Eiríkssonar, í máli þessu, og fellur málskostnaður niður, að því er hann varðar. Stefndi bæjarstjóri Akureyrarbæjar f. h. bæjarsjóðs greiði áfrýjanda, Sigurði Eiríkssyni, kr. 16.000.00 ásamt 7% árs- vöxtum frá 1. nóvember 1961 til greiðsludags og kr. 12.000.00, málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti að viðlagðri að- för að lögum. Dómur bæjarþings Akureyrar 15. ágúst 1962. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 9. ágúst s.l., höfðaði Sigurður Eiríksson lögregluþjónn, Helgamagrastræti 51, hér í bæ, fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 28. október 1961, gegn bæjarsjóði Akureyrar og bæjarfógetanum á Akureyri til viðurkenningar á lengd vinnuviku og vinnulaunum. Í stefnu sundurliðar stefnandi kröfur sínar þannig: 1) Að viðurkenndur verði réttur stefnanda til 44 klst. vinnuviku. 2) Að viðurkenndur verði réttur stefnanda til greiðslu úr hendi stefnda á meintri yfirvinnu af áðurgreindum ástæðum frá og með 1. nóvember 1957 að telja og skuli hún greidd með því tímakaupi, sem á hverjum tíma gilti, að viðbættu 50% álagi. Að svo stöddu er krafizt 38.000.00 króna greiðslu frá 1. nóvember 1957 til 1. nóvember 1961, að viðbættum hæstu lögleyfðu vöxtum af greiðslum þessum frá gjalddaga hverr- ar einstakrar til greiðsludags. 3) Verði krafa samkvæmt 2. tölulið hér á undan ekki tekin til greina, er þess krafizt, að viðurkenndur verði réttur stefnanda til að fá frí frá störfum á fullum launum jafn- langan tíma og yfirvinnunni nemur samkvæmt næsta lið 372 hér á undan eða sem svarar 4 klst. fyrir hverja vinnuviku frá 1. nóvember 1957. Í réttarhaldi 6. júlí s.l. ákvað stefnandi kröfu sína undir lið 2 kr. 36.110.48, sbr. dskj. nr. 16. Stefnandi beinir framangreindum kröfum að stefnda, bæjarsjóði Akureyrar, en á hendur bæjarfógetanum á Akureyri beinir hann kröfum undir liðum 1 og 3 hér að framan. Þá gerir stefnandi kröfu um málskostnað sér til handa. Stefndi, bæjarsjóður Akureyrar, krefst sýknu af öllum kröf- um stefnanda og málskostnaður úr hendi hans. Til vara krefst hann stórlegrar lækkunar á stefnukröfunni að mati dómara. Stefndi, bæjarfógetinn á Akureyri, hefur hvorki sótt sjálfur þing né látið sækja þing í máli þessu, og er það því skriflega flutt, að því er hann varðar. Með úrskurði, uppkveðnum 30. okt. 1961, vék hinn reglulegi dómari sæti í málinu, og með bréfi Dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins, dags. 30. nóv. 1961, var Ragnar Steinbergsson hdl., Akureyri, skipaður setudómari í málinu. Málavextir kveður stefnandi vera þá, að hann hafi um mörg s.l. ár starfað sem fastráðinn lögregluþjónn hjá Akureyrarbæ. Vikulegan vinnutíma sinn kveður hann hafa verið ákveðinn 48 klst. af hinum stefndu í málinu. Í 5. gr. launasamþykktar Akur- eyrarkaupstaðar frá 3. júní 1956 kveður hann vera það ákvæði, að lögregluþjónar „hafi sama kaup og kjör, sem þeir hafa nú, en breytist á hverjum tíma í samræmi við kaup og kjör starfs- bræðra þeirra, sem taka laun sín hjá Reykjavíkurbæ.“ Telur stefnandi, að ekki sé vafi á því, að „kjör“ samkvæmt 3. gr. launasamþykktarinnar taki til lengdar vinnutímans. Jafnframt telur hann sig hafa heimildir fyrir því, að vikulegur vinnutími lögregluþjóna hjá Reykjavíkurborg sé í reynd aðeins 44 klst. vinnuvika, eins og tíðkast í Reykjavík hjá lögregluþjónum, sem vinna vaktavinnu. Stefnandi heldur því fram, að vinni lögregluþjónar í Reykja- vík meira en 44 klst. á viku, fái þeir frí í staðinn jafnlangan tíma. Stefndi, bæjarsjóður Akureyrar, gerir þannig grein fyrir máli sínu: Stefnandi gegnir starfi sem bæjarlögreglumaður á Akureyri. Hann sé opinber starfsmaður, sem sé ráðinn og settur í stöð- una samkvæmt ákvæðum 17. gr. laga nr. 22 frá 1883 um bæjar- stjórn á Akureyri. Samkvæmt því taki hann laun eftir gildandi 373 launasamþykkt Akureyrarkaupstaðar, sem sett er af þar til bæru stjórnvaldi, þ. e. bæjarstjórn Akureyrar. Fari því um kaup hans og kjör eftir 5. gr. launasamþykktarinnar, sbr. 8. gr. og 9. gr., sbr. einnig samþykktir Reykjavíkurbæjar um launakjör lögregluþjóna og vikulegan vinnutíma lögregluþjóna í Reykjavík. Samkvæmt þessu sé ákveðið, að vinnutími lögregluþjóna skuli vera 48 klst. á viku. Launaupphæð sé miðuð við þá vinnuskyldu á viku. Þá sé greitt 133% álag á vinnu, sem unnin er á næturvarðtíma. Kaup- upphæð og álag sé miðað við, að sú vinnuskylda sé innt af hendi. Þá verði kjörum, sem ákveðin eru í lögum eða opinberum launasamþykktum, settum af réttum stjórnvöldum ríkis eða sveitarfélaga, ekki breytt að lögum af öðrum en því stjórn- valdi, sem þau mál bera undir að lögum. Kjörin séu þannig háð reglum opinbers réttar, en ekki einkamálaréttar. Telur bæjar- sjóður Akureyrar, að samkvæmt launasamþykkt Reykjavíkur sé 48 klst. vinnuvika hjá lögregluþjónum í Reykjavík, og sé það rétt, að lögregluþjónar þar fái 4 klst. frí á viku, þá sé þar um framkvæmdaatriði að ræða hjá varðstjórum Reykjavíkur- lögreglunnar, sem fái ekki breytt ákvæðum reglugerðar Reykja- víkur um 48 klst. vinnuviku og skuldbindi á engan hátt bæjar- stjórn Akureyrar til að taka upp þann sið. Bæjarstjórn Akur- eyrar sé óbundin af ráðstöfunum yfirmanna Reykjavíkurlögregl- unnar, þar sem þeir séu ekki bærir til að gera breytingar á launa- og starfskjörum lögreglumanna, svo að skuldbindandi sé fyrir þau stjórnvöld, sem að lögum setji menn í störfin og setja regl- ur um kaup þeirra og kjör. Umboðsmenn aðilja hafa lagt fram nokkur skjöl máli sínu til stuðnings, og skulu þau rakin eftir því, sem ástæða þykir til. Í 5. gr. launasamþykktar Akureyrar frá 3. júlí 1956, sbr. dskj. nr. 5, segir m. a., að yfirlögregluþjónn, varðstjóri, lögreglu- þjónar ...... hafi sama kaup og kjör sem þeir hafa nú, en breytist á hverjum tíma í samræmi við kaup og kjör starfs- bræðra þeirra, sem taka laun sín hjá Reykjavíkurbæ. Í 8. gr. sömu samþykktar segir, að haga skuli vinnu starfs- manna í hverjum flokki sem næst því, sem verið hefur hin síðustu ár. Fyrir vinnu, sem unnin er utan venjulegs vinnutíma, skal veita frí í vinnutíma, ef því verður við komið, ella greiða samkvæmt kauptaxta í hverri starfsgrein. Í reglugerð um starfskjör fastra starfsmanna Reykjavíkur- bæjar, samþykktri 6. desember 1956 og "7. febrúar 1957 segir í 1. gr. 3. tl., að vikulegur vinnutími lögregluþjóna í Reykjavík 374 skuli vera 48 klst. Reglugerð þessi gildir frá 1. janúar 1956, sbr. dskj. nr. 14. Skal nú athugað, hvort þessu ákvæði framangreindrar reglu- gerðar Reykjavíkurbæjar hafi verið breytt þannig, að skuld- bindandi sé fyrir stefndu í máli þessu. Á fylgiblaði með dskj. nr. 5 segir lögreglustjórinn í Reykjavík í bréfi til bæjarfógetans á Akureyri, að „vikulegur vinnutími lögregluþjóna hér við embætti skuli vera 48 klst. Unnið sé í 3 vöktum á sólarhring frá kl. 6 til 12.30, frá 12.30 til 20 og frá kl. 20 til 6. Þó er varðstjórum heimilt að gefa tilteknum fjölda lögregluþjóna frí síðari hluta næturvaktar, þegar talið er, að löggæzlan í bænum rýrist eigi um of við það, enda haldist vinnuskylda lögregluþjóna hin sama og áður, ef á þarf að halda. Er venja, að lögregluþjónar á næturvakt hætti störfum kl. 3 aðra hverja nótt til skiptis og lögregluþjónar á morgunvakt hætti annan hvern dag kl. 7, þannig að hálf vaktin er að störf- um síðari hluta nætur, frá kl. 3 til 6, og hálf morgunvaktin frá kl. 6 til kl. 7. Er skipt um vaktir hálfsmánaðarlega. Þá eru nokkrir lögregluþjónar á fastri dagvakt.“ Á dskj. nr. 6 kemur bæjarfógetinn á Akureyri á framfæri við bæjarráð Akureyrar þeirri málaleitun lögregluþjónanna á Akureyri, að vinnutími þeirra verði styttur sem svarar til 4 klst. á viku, en tekur jafnframt fram, að hann sjái enga mögu- leika á að framkvæma þessa styttingu, nema bætt sé við mann- afla í þessu skyni, en það láti nærri, að þetta svari til starfs eins manns. Á dskj. nr. 8 segir m. a. „Bæjarráð (Akureyrar) telur það framkvæmdaratriði og hefur ekkert við það að at- huga, ef löggæzla bæjarins rýrist ekki við það og það hefur ekki í för með sér aukakostnað, að tilteknum fjölda lögreglu- Þjóna sé gefið frí seinni hluta næturvaktar, enda haldist vinnu- skylda lögregluþjóna sú sama og áður, ef á þarf að halda. Fram- angreind afstaða bæjarráðs er byggð á upplýsingum lögreglu- stjórans í Reykjavík um vinnutíma og vinnuskyldur lögreglu- þjóna þar.“ Í bréfi bæjarfógetans á Akureyri, dskj. nr. 9, er tekið fram, að ekki sé unnt að uppfylla skilyrði bæjarráðs fyrir styttingu vinnutímans, þar sem einungis tveir menn séu á verði seinni hluta nætur, og augljóst sé, að þeim verði ekki, öðrum eða báð- um, gefið frí án þess að rýra löggæzluna, nema því aðeins að fjölgað verði a.m.k, um einn löggæzlumann. Í bréfi lögreglufélags Reykjavíkur, dskj. nr. 11, segir svo m.a.: 375 „Samkvæmt bréfi Dómsmálaráðuneytisins frá 1948 var lögreglu- stjóra veitt heimild til að gefa tilteknum fjölda lögreglumanna frí á síðari hluta næturvaktar, þegar hann telur löggæzluna í bænum ekki rýrna um of við það. Var bréfið lagt fyrir bæjar- ráð og fékk þar samþykki. Varð svo samkomulag milli Sigurjóns Sigurðssonar lögreglustjóra og Lögreglufélagsins, að fyrst um sinn yrði gefið frí frá kl. 03 aðra hverja nótt vissri tölu vakt- hafandi lögreglumanna og að viss tala lögreglumanna þyrfti ekki að mæta á morgunvakt fyrr en kl. 07 í stað 06. Hefur þetta haldizt síðan. Áskilið var, að ef viðkomandi lögreglumenn gætu ekki fengið umrætt frí sökum anna, komi ekki kaupgreiðsla í staðinn. Þá sjaldan það hefur komið fyrir, að þessi frí hafi þurft að fella niður, hefur það verið látið óátalið, að varðstjórarnir gæfu viðkomandi jafnlangt frí í staðinn við hentugt tækifæri. Vinnutími lögreglumanna í Reykjavík er nú 44 klst. — — Að áliti réttarins veltur úrlausn á 1. lið kröfu stefnanda á því, hvort vinnuvika lögregluþjóna í Reykjavík sé 48 klst. eða 44 klst. Samkvæmt dskj. nr. 17 er stefnandi þessa máls ráðinn lög- regluþjónn á Akureyri hinn 2. marz 1950. Þá er vinnuvika lög- regluþjóna á Akureyri 48 klst. Hinn 3. júlí 1956 er samþykkt í bæjarstjórn Akureyrar launasamþykkt fyrir fasta starfsmenn Akureyrar og þar segir í 8. gr., eins og áður er rakið, að vinnu- tíma starfsmanna í hverjum flokki skuli hagað sem næst því, er verið hefur hin síðustu ár. Varð hún því áfram 48 klst. á viku hjá lögregluþjónum. Þar að auki segir í 5. gr. samþykktar- innar, að kaup og kjör lögregluþjóna skuli vera, eins og þau eru nú, en breytast á hverjum tíma í samræmi við kaup og kjör starfsbræðra þeirra í Reykjavík, sbr. dskj. nr. 13. Samkvæmt 17. gr. laga nr. 22 frá 1883 um bæjarstjórn á Ák- ureyri setur bæjarstjórnin lögregluþjóna eftir tillögu bæjarfó- geta, en hann getur veitt þeim lausn án samþykkis bæjarfull- trúanna. Og í samþykkt um stjórn bæjarmála í Akureyrarkaup- stað nr. 88 frá 1946, 2. gr. 3. tl, er mælt svo fyrir, að bæjar- stjórn ákveði laun fastra starfsmanna bæjarins. Samskonar ákvæði er að finna um borgarstjórn Reykjavíkur í tilskipun frá 20. apríl 1872, 17. gr., sbr. 31. gr. Með tilvísun til þessa er ljóst, að kaup og kjör stefnanda og annarra bæjarlögregluþjóna á Akureyri og í Reykjavík lúta regl- um opinbers réttar. Verður dómarinn að fallast á það með stefnda, bæjarsjóði Akureyrar, að kjörum, sem ákveðin eru í e“ 376 opinberum launasamþykktum, settum af réttum stjórnvöldum sveitarfélaga, verði ekki breytt að lögum af öðrum en því stjórnvaldi, sem þau mál bera undir að lögum. Í þessu tilfelli bæjarstjórnum Akureyrar og Reykjavíkur. Eins og áður greinir, segir í reglugerð um starfskjör fastra starfsmanna Reykjavíkurbæjar, 1. gr. 3. tl, að vikulegur vinnu- tími lögregluþjóna í Reykjavík sé 48 klst. Sama skoðun kemur fram hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, sbr. dskj. nr. 5, sem rakið var hér að framan. Dómarinn lítur svo á, að heimild sú, sem Dómsmálaráðu- neytið veitti lögreglustjóranum í Reykjavík til að gefa tiltekn- um fjölda lögregluþjóna frí á næturvakt og morgunvakt, sbr. dskj. nr. 5 og 10, sé ekki kjarabreyting í merkingu 5. gr. launa- samþykktar fyrir fasta starfsmenn Akureyrarbæjar, enda segir berum orðum á dskj. nr. 5, að vinnuskyldan, þ. e. 48 klst. haldist óbreytt, ef á þarf að halda. Og samkvæmt dskj. nr. 11 var beinlínis áskilið, að væri ekki hægt að gefa frí vegna anna, skuli engin kaupgreiðsla koma í staðinn. Verður að teljast ólík- legt, að um þetta atriði hefði verið samið, ef lögregluþjónar hefðu átt að fá vinnutímann styttan í 44 klst., þar sem hægt væri þá að láta þá vinna kauplaust 4 klst. á viku. Bæjarstjórn Reykjavíkur virðist heldur ekki hafa skoðað þessa heimild sem kjarabreytingu, því að áðurnefnd reglugerð um kjör fastra starfsmanna Reykjavíkurbæjar er samþykkt af bæjar- stjórn 6. desember 1956 og 7. febrúar 1957 og mælir fyrir um 48 klst. vinnuviku, þrátt fyrir að umrædd vaktafrí virðist hafa tíðkazt frá árinu 1948. Dómarinn álítur, að ákvæði 5. gr. launasamþykktar fyrir fasta starfsmenn Akureyrarbæjar um, að lögregluþjónar skuli hafa sama kaup og kjör sem starfsbræður þeirra, sem taka laun sín hjá Reykjavíkurbæ, vísi til kaups og kjara, sem borgarstjórn Reykjavíkur hefur ákveðið og birt hafa verið í þar til gerðum samþykktum. Með hliðsjón af því, sem nú hefur verið rakið, telur dómar- inn, að vinnutími lögregluþjóna í Reykjavík sé 48 klst. á viku. Samkvæmt því verður talið, að stefnandi eigi ekki rétt á, að vinnuvika hans verði stytt í 44 klst., og verður því að sýkna stefnda af þeirri kröfu hans. Dómarinn telur, að úrlausn á kröfu stefnanda undir liðum 2 og 3 í stefnu velti á úrslitum 1. liðs kröfunnar, þar sem hann getur hvorki átt rétt til kaups fyrir yfirvinnu samkvæmt 2. 377 lið eða frís fyrir yfirvinnu samkvæmt 3. lið, ef kröfu hans um 44 klst. vinnuviku er hafnað. Verður því að sýkna stefnda, bæjarsjóð Akueyrar, af 2. lið kröfunnar og báða hina stefndu af 3. lið kröfunnar. Umboðsmaður stefnanda upplýsti í munnlegum flutningi máls- ins, að ekki væri gerð krafa um, að vaktaskipun yrði hin sama á Akureyri og í Reykjavík. Jafnframt var upplýst, að mál þetta væri prófmál af hálfu lögregluþjónanna á Akureyri, þannig að mun meiri hagsmunir væru hér á bak við en fram kæmi í máli þessu. Með tilliti til niðurstöðu dómsins þykir rétt, að stefnandi greiði stefnda, bæjarsjóði Akureyrar, málskostnað, sem telst hæfilega metinn kr. 3.000.00. Málskostnaður gagnvart stefnda, bæjarfó- getanum á Akureyri, fellur niður. Ragnar Steinbergsson hdl., setudómari, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, bæjarsjóður Akureyrar og bæjarfógetinn á Akur- eyri, eiga að vera sýknir af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Málskostnaður gagnvart stefnda, bæjarfógetanum á Akur- eyri, fellur niður, en stefnandi greiði stefnda, bæjarsjóði Akureyrar, kr. 3.000.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 378 Miðvikudaginn 29. maí 1963. Nr. 64/1962. Atli Þorbergsson (Jón N. Sigurðsson hrl.) Segn Bjarna Pálssyni (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason. Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðsson og Lárus Jóhannesson og prófessor Theo- dór B. Líndal. Skaðabætur vegna galla á húsi. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi, sem skotið hefur máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 3. maí 1962, krefst sýknu og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostn- aðar hér fyrir dómi af áfrýjanda. Þegar áfrýjandi seldi stefnda hluta húseignarinnar nr. 41 við Stórholt í Reykjavík, var á húsinu leyndur galli og olli leka í íbúð þeirri, er í hlut stefnda kom. Áfrýjanda var kunnugt um galla þenna, en lét hans þó eigi getið við stefnda, svo sannað sé. Þar sem leki þessi spillti íbúðinni, hlaut stefndi að láta framkvæma nauðsynlega viðgerð á húsinu án atbeina sameigenda sinna, sem töldu sér „óskylt að taka nokkurn þátt í greiðslu til lagfæringar á þessum galla“. Samkvæmt þessu og rökum héraðsdóms að öðru leyti verður áfrýjanda dæmt að bæta tjón stefnda óskipt án tillits til þess, hvort áfrýjandi á af því efni framkröfu eða ekki. Áfrýjandi fékk eftir uppsögu héraðsdóms dómkvadda tvo sérfróða menn til að framkvæma athugun á reikning- um um kostnað stefnda „og gefa skriflega skýrslu um, að hve miklu leyti þeir nái til endurbóta umfram viðgerð á gallanum“. Matsgerð hinna dómkvöddu manna var lögð fyrir Hæstarétt, en því jafnframt lýst, að áfrýjandi sætti sig við niðurstöðu yfirmatsgerðar þeirrar, er í héraðsdómi getur. Verður yfirmatsgerðin því lögð til grundvallar, að því er varðar fjárhæð viðgerðarkostnaðar. Bætur stefnda 379 til handa fyrir afnotamissi húsnæðis þykja hæfilega metn- ar í héraðsdómi. Með skirskotun til þess, sem nú var rakið, ber að stað- festa héraðsdóminn. Rétt er, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 5.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Atli Þorbergsson, greiði stefnda, Bjarna Pálssyni, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 5.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 9. marz 1962. Mál þetta, sem tekið var til dóms 21. f. m., hefur Bjarni Páls: son, Stórholti 43, hér í borg, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 29. apríl 1961, gegn Atla Þorbergssyni, Snorra- braut 35, hér í borg, til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 57.- 900.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 6. janúar 1959 til 22. febrúar 1960 og 10% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desember 1960, en 8% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsluðags, auk málskostn- aðar að skaðlausu, þar með talinn matskostnað. Stefnandi hefur stefnt Ágústi Sesselíussyni, Stórholti 43, hér í borg, og Ólafi Ólafssyni, sama stað, til að gæta réttar síns í málinu. Stefnandi hefur engar kröfur gert á hendur réttargæzlu- stefndu. Þeir hafa látið sækja dómbþing í málinu og skýrt sjónar- mið sín, en engar kröfur gert í málinu. Dómkröfur aðalstefnda eru nú þessar: aðallega að honum verði dæmd sýkna og að stefnanda verði dæmt að greiða honum málskostnað að skaðlausu. til vara, að honum verði aðeins dæmt að greiða stefnanda kr. 12.532.30 með 7T% ársvöxtum frá útgáfudegi stefnu til greiðslu- dags og að málskostnaður verði felldur niður. til þrautavara að honum verði aðeins dæmt að greiða stefn- anda bætur samkvæmt mati dómsins, þó eigi hærri en kr. 25.064.59, með 7% ársvöxtum frá útgáfudegi stefnu til greiðslu- dags og að málskostnaður verði felldur niður. Með stefnu, birtri 10. október 1961, hefur aðalstefndi, Atli 380 Þorbergsson, stefnt Sigfúsi Sigurðssyni, Selvogsgrunni 12, hér í borg, til að gæta réttar síns í málinu. Af hálfu réttargæzlu- stefnda Sigfúsar hefur ekki verið sótt þing í málinu, og er hon- um þó löglega birt stefnan. Engar kröfur eru gerðar á hendur réttargæzlustefnda Sigfúsi. Málavextir eru þessir: Með kaupsamningi, dagsettum 29. nóv- ember 1958, keypti stefnandi af aðalstefnda hluta af fasteign- inni Stórholt 43, þ. e. efri hæð ásamt óinnréttuðu risi o. fl. Sam- kvæmt kaupsamningnum átti hið selda að afhendast 18. desem- ber 1958. Afsal var gefið út til stefnanda 6. janúar 1959. Stefn- andi flutti í húsið á milli jóla og nýárs 1958. Skömmu síðar fór að bera á leka í íbúð stefnanda. Mat og yfirmat fóru fram vegna galla þessa, og er bótakrafa stefnanda miðuð við niður- stöðu yfirmatsins, kr. 47.900.00, og auk þess krefur hann aðal- stefnda um greiðslu á kr. 10.000.00 í bætur fyrir óþægindi og afnotamissi, Fjárhæðir þessar samanlagðar nema kr. 57.900.00, sem kemur heim við stefnukröfuna. Stefnandi hafði með stefnu, birtri 5. september 1959, áður höfðað mál gegn aðalstefnda til greiðslu skaðabóta samkvæmt framangreindu yfirmati. Því máli var með dómi bæjarþings Reykjavíkur 11. nóvember 1960 vísað frá. Var frávísunardómur sá staðfestur með dómi Hæstaréttar 19. desember 1960. Í undirmatsgerðinni, sem er dagsett 20. marz 1959, er tekið fram, að skoðun hafi farið fram þann 19. sama mánaðar. Auk þess segir svo: „Við skoðun kom í ljós, að vatn hefur víða komið inn á efstu loftplötu meðfram þakskeggi, og stafar það af því, að á húsinu eru steyptar þakrennur, sem eru það háar, að ef þær stíflast, svo sem af snjókrapa eða öðru, sem sé niðurföll stíflist, svo rennurnar verða fullar af vatni, þá rennur vatnið inn á plöt- una, af því að innri brún rennanna er ekki hærri en sú ytri. Við sáum greinilega, að það mikið vatn hefur komið inn á loftplötuna, að það hefur farið niður úr henni á nokkrum stöðum. Til þess að bæta úr þessu teljum við að brjóta verði steypurenn- urnar af og setja í þeirra stað járnrennur. Kostnað við verk þetta ásamt því að mála loft þau í íbúðinni, er skemmzt hafa vegna leka, teljum við hæfilega metinn á kr. 15.420.00.“ Yfirmatsgerð er dagsett 11. ágúst 1959. Þar er m. a. svo frá greint: „Málið er risið út af því, að leki hefur komið fram með þak- 381 brún hússins nr. 43 við Stórholt. Hefur vatn runnið inn á loft- plötuna og niður um sprungur í henni. Undirmatsmenn komust að þeirri niðurstöðu, að steyptar þak- rennur á húsinu væru svo háar, að vatn rynni úr þeim inn á loftplötuna, ef rennurnar eða niðurfallsrörin stífluðust. Töldu þeir nauðsynlegt að brjóta rennurnar niður og setja járnrennur í þeirra stað. Yfirmatsmenn fóru tvívegis á vettvang, 16. og 17. júlí s.l. .... Við fyrri skoðun kom í ljós, að fúi var kominn í syllu og sumar sperrurnar. Báðu matsmenn um, að stykki yrði tekið úr syllunni og opnað út undir þakskeggið þannig, að allur umbúnaður kæmi í ljós. Var þessu lokið, er matsmenn komu á vettvang öðru sinni. Mátti þá greinilega sjá, hvernig gengið hafði verið frá við bygg- ingu hússins. Botn þakrennunnar var mjög lítið lægri en loft- platan. Þegar loftplatan var steypt, hafa engar ráðstafanir verið gerðar til að þétta milli hennar og sillunnar. Sillan hefur verið lögð ofan á harðnaða steypuna og steypu rennt utan við hana á milli sperra, eftir að neðsta þakborðið var neglt á. Þessi steypa hefur átt að varna vatni að komast inn á loftið, en hefur sýni- lega ekki náð tilgangi sínum, enda brotnaði hún mjög hrein- lega frá loftplötunni. Engin einangrun var ofan á loftplötunni, þegar yfirmatsmenn skoðuðu húsið. Fyrri eigandi hússins, Atli Þorbergsson, kvaðst hafa fjarlægt einangrunina, enda hefði hún verið orðin rennvot og gagnslaus. Yfirmatsmenn eru sammála undirmatsmönnum um, að nauð- synlegt sé að brjóta niður steyptu þakrennuna og setja járn- rennu í staðinn til þess að koma í veg fyrir frekari skemmdir á húsinu. Teljum við kostnað við það verk ásamt málningu innan- húss hæfilega metinn hjá undirmatsmönnum. Auk þess er svo óhjákvæmilegt að endurnýja sylluna undir þakinu og gera við þær sperrur, sem fúi er kominn í. Þá þarf að setja einangrun meðfram syllunni, ca. 1 m inn á loftið. Kostnað við þessar framkvæmdir allar, að rennuskiptingunni og málningu meðtalinni, metum við á kr. 47.900.00.“ Yfirmatsmenn hafa komið fyrir dóm og staðfest matsgerðina. Stefnandi hefur komið fyrir dóm og meðal annars staðhæft, að aðalstefndi hafi ekki fært í tal við hann leka í íbúðinni, Þegar hann skoðaði hana. Telur stefnandi, að nýbúið hafi verið að mála íbúðia, þegar hann skoðaði hana, og af þeim sökum hafi merki um leka ekki verið sýnileg. Um síðastgreint atriði 382 kveðst stefnandi ekki hafa annað að styðjast en álit sitt á útliti málningarinnar. Telur hann þó augljóst, að herbergin hafi verið máluð, eftir að leka hafði síðast gætt í herbergjunum. Eignar- hlutann kveðst stefnandi hafa keypt fyrir milligöngu fasteigna- sölu Vagns E. Jónssonar og hafi sölumaður fasteignasölunnar, Ingólfur Jónsson, ekki minnzt á, að leka gætti í íbúðinni. Strax þegar hann varð var við lekann kveðst stefnandi hafa farið á fasteignasöluna og krafizt þess, að kaupunum yrði rift og hann fengi endurgreidda peninga þá, sem hann hafði greitt. Þegar loks náðist í aðalstefnda til viðræðna um málið, hafi aðalstefndi ekki talið sig geta orðið við óskum stefnanda, þar sem hann væri búinn að festa fé sitt annarsstaðar. Í samtali þessu hafi aðalstefndi viðurkennt, að lekans hefði orðið vart í íbúðinni, á meðan hann bjó þar. Stefnandi kveðst hafa leitað til sameig- enda sinna um þátttöku í viðgerðarkostnaði. Í fyrstu hafi þeir ekki viljað gefa endanlegt svar, en síðar neitað allri þátttöku. Kveðst stefnandi því hafa beint kröfum sínum að aðalstefnda. Stefnandi kveðst ekki hafa getað notað aðalstofuna, hornher- bergið, frá því mánuði eftir að hann flutti inn í íbúðina, í fyrstu vegna leka og því næst vegna hættu á leka allt fram á vor 1960. Eftir það kvaðst hann ekki hafa notað stofuna, þar sem hann taldi ekki rétt að farga sönnunargögnum um ástand stof- unnar með því að mála hana og gera hana íbúðarhæfa. Aðalstefndi hefur skýrt svo frá fyrir dómi, að hann geti ekki staðhæft neitt um það, hvort hann minntist á leka í íbúðinni við stefnanda, er kaup voru gerð. Minnir aðalstefnda, að leka hafi fyrst orðið vart í íbúðinni fyrsta veturinn, sem hann bjó í henni 1955—'56. Kvaðst hann hafa stundað sjómennsku á því tímabili, sem hann bjó í íbúðinni, og þess vegna hafi kona hans fylgzt betur með ástandi hússins. Minnir aðalstefnda, að það hafi verið á öðru árinu, sem hann bjó í búðinni, að hann tók á brott sag, sem átti að vera til einangrunar við þakskegg á háaloftinu, Fannst aðalstefnda sagið vera rakt og svo fúlt, að nauðsynlegt væri að fjarlægja það af loftinu. Eftir það kveðst hann hafa múrað innan í þakkverkina að sunnanverðu. Þennan múr hafi hann sett til þess að varna því, að vatn kæmist með þakskegginu inn á loftplötuna. Þetta hafi þó ekki dugað og hafi hann því slegið niðurfallsrör frá rennunni burt og við það hafi vatn, sem í rennuna kom, átt greiðari aðgang niður úr renn- unni. Minnir aðalstefnda, að niðurfallsrörið hafi hann slegið 383 niður í maí 1958, en með því taldi hann sig hafa útilokað, að vatn rynni niður plötuna og þar með útilokað lekann. Eiginkona aðalstefnda, Þórhildur Hallgrímsdóttir, hefur skýrt svo frá fyrir dómi, að hún hafi orðið vör við leka í íbúðinni lítillega fyrsta veturinn, sem hún bjó í íbúðinni, þ. e. veturinn 1955—'56, en meira hafi borið á leka veturinn eftir. Hvergi hafi hún þó orðið vör við leka nema í hornstofunni. Hafi lekinn komið niður um loftið um sprungu. Lekið hafi þá í dropatali. Síðasta veturinn, sem hún bjó í íbúðinni, veturinn 1957—'58, kveðst hún ekki hafa orðið vör við leka. Taldi hún, að um rangminni væri að ræða hjá aðalstefnda í skýrslu hans, þar sem hann minnti, að hann hefði slegið niðurfallsrörið niður í maí 1958. Mættu minnir fastlega, að Atli hafi múrað innan í þak- kverkina að sunnanverðu haustið 1956, en slegið rennuna niður vorið 1957. Hún kveður raka eða slaga ekki hafa gætt í íbúðinni á meðan hún bjó í henni. Einungis hefði verið um nefndan leka að ræða. Mest hafi borið á honum í eitt skipti miðveturinn, sem hún bjó þar, Hafi þá gert asahláku eftir mikla snjókomu. Vorið 1957 hafi báðar stofurnar verið málaðar. Réttargæzlustefndi Ólafur Ólafsson hefur skýrt svo frá fyrir dómi, að neðri hæð hússins Stórhoilts 43 hafi hann keypt árið 1954, að því er hann minnir. Ekki kveðst hann hafa orðið var við leka í húsinu eða um það heyrt fyrr en stefnandi málsins var fluttur í húsið. Réttargæzlustefndi Ágúst Sesselíusson hefur skýrt svo frá fyrir dómi, að hafi hann hafi flutzt í kjallaraíbúðina, sem hann er eigandi að, árið 1951. Ekki hafi leka gætt í íbúð hans. Það fyrsta, sem hann hafi heyrt um lekann, hafi verið hjá eiginkonu hans. Hún hafi minnzt á það, að leka hefði gætt á efri hæð hússins, en þær upplýsingar hefði hún fengið hjá eiginkonu aðalstefnda. Ekkert kveðst hann hafa rætt um leka þennan við aðalstefnda á meðan aðalstefndi bjó í húsinu, og engin áskorun eða tilmæli hafi komið frá aðalstefnda um þátttöku í viðgerð á lekanum. Hvorugur réttargæzlustefndu man, hvenær aðalstefndi sló nið- ur niðurfallsrörið. Vitnið Ingólfur Jónsson sölumaður hefur skýrt svo frá, að það hafi haft milligöngu um sölu íbúðarinnar til stefnanda. Vagn E. Jónsson hdl. hafi þó sjálfur gert kaupsamning og afsals- bréf. Ekki kveðst vitnið minnast þess, að leki í íbúðinni hafi 384 borið á góma í samtölum um söluna og vitnið kveðst ekki hafa vitað um lekann. Vitnið skoðaði íbúðina, þegar aðalstefndi fól fasteignasölunni að annast um sölutilraunir. Vitnið sá einnig um sölu á íbúðinni til aðalstefnda, þegar hann keypti íbúðina. Fram hefur verið lagt í málinu vottorð Stefáns Sigmunds- sonar húsasmiðs, dagsett 3. júní 1961, svohljóðandi: „Sumarið 1960 kom herra Bjarni Pálsson til mín undirritaðs og bað mig að taka að mér viðgerð á þaki á húsinu Stórholti 43 eða sjá um það, sem ég og gerði. Hinn 22. júlí var byrjað á vinnupöllum, sem voru reistir um húsið á þrjá vegu. Var svo haldið áfram með verkið stig af stigi. Neðri röð af asbest- plötum sprett af og 5 neðstu borðin rifin burtu. Kom þá í ljós, að sylla, sem var 3"%X4", var fúin og flestar sperrur fúnar að neðan og var það sagað burtu og endurnýjað á viðeigandi hátt og með löglegum samskeytum. Festingar á þaki og syllum endur- bættar eftir þörfum. Þakrennur, sem voru steinsteyptar, voru brotnar niður inn að miðju og kantur pússaður, en þak framlengt, sem því brotna nam, og járnþakrennur settar í staðinn. Öll gömul steypa, sem var á milli sperra svo og steypa innan við syllu, var brotin burtu, enda verið sett til að varna leka, en sýnilega verið til skemmda og myndað fúa. Steypt var aftur upp milli sperra, en aðeins utan við syllu. Þakbrún var klædd með 1" borðum og pappa, rennubönd sett. Þakasbest það, sem var á þakinu, reyndist ónothæft, enda ekki hægt að rífa það án skemmda, enda of stutt vegna breytinga á þaki, og ekki sams konar efni til. Þakið var því næst klætt með bárujárni og kúlu- kjöl. Fyrir voru þrír þakgluggar á þakinu, sem voru úr tré, mikið skemmdir, enda ekki ætlaðir fyrir bárujárn, og voru því endurnýjaðir úr galvaniseruðu járni. Niðurföll frá þak- rennu voru sett á tveim stöðum samkvæmt tillögu matsmanna. Burðarstóll var settur undir þakið í ca. 1 m fjarlægð frá syllu, enda nauðsynlegt vegna áður gerðrar skerðingar á þaksperrum. Einangrun var sett á þakplötur utan við burðarstól, ca. 6 cm gosullarlag. Að verki loknu voru vinnupallar rifnir niður og fjarlægðir, svo og annað úrgangsefni. Verkið var frekar sein- legt í framkvæmd, vegna þess hvað lítið var hægt að taka fyrir Í einu, svo verja mætti húsið skemmdum. Allt var þetta gert eftir beztu þekkingu, eins og nauðsynlegt þótti og í samræmi við byggingarsamþykkt Reykjavíkur.“ Vitnið Stefán Sigmundsson hefur fyrir dómi skýrt svo frá, að rétt sé frá greint í skýrslunni. Þá skýrði vitnið svo frá, að með því að 385 steypa að innanverðu í syllukverkina hafi á sínum tíma verið reynt að koma í veg fyrir lekann. Telur vitnið, að aðgerð þessi hafi ekki orðið til neinna bóta. Hún hafi beinlínis orðið til þess 2 að vatn sat þeim mun meira á syllunni. Skaðabótaskyldu aðalstefnda byggir stefnandi á því, að á íbúðinni hafi verið gallar þess eðlis, að hann hafi ekki getað við venjulega skoðun séð þá og hann hafi enga hugmynd um þá haft, þegar hann keypti eignarhlutann. Hafi því hér verið um leyndan galla að ræða. Fram sé komið í málinu, að aðal- stefndi hafi um gallann vitað. Hann hafi þrátt fyrir það leynt stefnanda gallanum. Beri aðalstefndi því alla ábyrgð á tjóni því, er stefnandi varð fyrir vegna hins leynda galla. Við hinn munnlega málflutning var því og haldið fram af stefnanda hálfu, að aðalstefndi hafi með því að leyna göllunum blekkt stefnanda um ástand íbúðarinnar, Vegna þessara svika eigi aðalstefndi einnig að bera alla ábyrgð á tjóni stefnanda vegna gallanna. Kröfu sína um sýknu hefur aðalstefndi stutt þeim rökum Í fyrsta lagi, að ekki hafi verið um neina galla á íbúðinni að ræða, þar sem komazt hafi mátt hjá lekanum með því að gæta þess ætíð, að niðurföll stífluðust ekki. Ef dómurinn teldi, að hér væri um galla á íbúðinni að ræða, þá er af hálfu aðal- stefnda byggð sýkna á því, að stefnanda hafi verið kunnugt um gallana, bæði af því að aðalstefndi hafi sagt stefnanda frá göll- unum og auk þess hafi stefnandi keypt eignina í því ástandi, sem hún var í, og tekið við henni athugasemdalaust, eftir að hann hafði skoðað hana. Ekki hafi því verið um leynda galla að ræða og geti hann því ekki nú krafizt skaðabóta vegna þess- ara galla. Varakröfu sína styður aðalstefndi þeim rökum, að hann hafi aðeins selt stefnanda 50% húseignarinnar Stórholt 43, þar á meðal 50% í óskiptri sameign í húseigninni. Þar sem aðalstefndi átti aðeins 50% þessa óskipta hluta á móti öðrum eigendum húseignarinnar, seldi hann stefnanda aðeins eign sína í þessum hluta með öllum þeim réttindum og skyldum, er þeim eignarhluta fylgdi. Nú sé því haldið fram af stefnanda, að gallar þeir, sem hann krefur skaðabóta fyrir, hafi verið á þaki, sem sé í óskiptri sameign, og þar sem aðalstefndi seldi stefnanda aðeins sinn hluta í þeirri óskiptu sameign, þá geti stefnandi ekki krafið aðalstefnda um viðgerðarkostnað á þeirri óskiptu sam- eign, nema að þeim hluta, sem aðalstefndi átti og seldi, þ. e. 50%. Þegar aðalstefndi seldi stefnanda, hafi hann að sjálfsögðu selt honum allan þann rétt, er hann átti gagnvart sameigend- 25 386 um sínum að húsinu, að því er varðar skyldu þeirra til við- halds og viðgerðar á óskiptilegri sameign. Hafi stefnandi því átt að snúa sér að sameigendum sínum og krefja þá um greiðslu helmings viðgerðarkostnaðar á hinni óskiptu sameign og geti stefnandi því aldrei átt meiri kröfu á hendur aðalstefnda heldur en sem svarar því, er aðalstefnda hefði borið skylda til að leggja fram til viðgerðar og viðhalds á hinni óskiptu sameign meðan hann var eigandi hinnar seldu eignar, þ. e. 50% af við- serðarkostnaði. Í því sambandi sé rétt að minna á það, að mats- menn telji að nokkuð fé þurfi til þess að bæta úr skemmdum, er orðið hafa á hinni úrskiptilegu eign, er aðalstefndi seldi stefn- anda, þ. e. íbúðinni sjálfri, vegna lekans. Skemmd sú, sem varð á íbúðinni vegna lekans, sé bein afleiðing af göllum, sem taldir séu hafa verið á hinni óskiptu sameign. Viðgerð á íbúðinni falli því sam- kvæmt lögum nr. 19/1959 undir viðgerðarkostnað á hinni óskiptu sameign og eigi því að deilast á alla eigendur hússins eftir eignar- hlutföllum. Aðalstefndi hefur mótmælt framlögðum reikning- um stefnanda yfir viðgerðarkostnaðinn sem röngum og allt of háum. Telur hann, að viðgerðarkostnaðurinn nemi að réttu lagi ekki hærri fjárhæð en kr. 25.064.59. 50% af því séu kr. 12.532.30 og kemur sú fjárhæð heim við varakröfuna. Ef ekki verður fallizt á framangreindar kröfur, hefur aðalstefndi sett fram Þrautavarakröfur um það, að dómurinn meti tjónið vegna gall- anna. Telur aðalstefndi, að fjárhæð þess mats eigi ekki að fara fram úr kr. 25.064.59. Af hálfu stefnanda hefur öllum þessum varnarástæðum verið mótmælt sem röngum og þýðingarlausum. Í því sambandi hefur stefnandi á það bent, að aðalstefndi hafi einn verið seljandi eignarhlutans. Aðalstefndi beri ábyrgð á því, að hið selda sé gallalaust gagnvart stefnanda, en ekki meðeigendur aðalstefnda. Þá hafi lekinn aðeins orðið stefnanda til tjóns, en ekki öðrum eigendum hússins. Dómurinn lítur svo á, að nefnd íbúð hafi verið verulega göll- uð, er stefnandi keypti hana. Aðalstefndi hefur hvorki sannað, að hann hafi gert stefnanda grein fyrir þessum annmörkum á íbúðinni, þegar hann seldi honum hana, né að stefnanda hafi verið gallarnir ljósir eða mátt vera það, þegar hann tók ákvörð- un um kaupin. Fallast verður því á það með stefnanda, að hér hafi verið um leynda galla að ræða, og beri aðalstefndi, sem ekki hefur sannað, að hann hafi tilkynnt stefnanda um gallana, fé- bótaábyrgð gagnvart stefnanda á öllu því tjóni, sem stefnandi 387 hefur beðið vegna þeirra, enda komi ákvæði laga nr. 19/1959 ekki í veg fyrir það. Er þá næst að athuga tjón stefnanda. Eins og áður er rakið, gerir stefnandi kröfur til þess, að niðurstaða yfirmatsins verði lögð til grundvallar við ákvörðun tjóns hans, að viðbættum hin- um áætluðu kr. 10.000.00 fyrir óþægindi og afnotamissi af horn- stofunni. Dómendur fóru á vettvang 24. f. m. Var viðgerð þá að fullu lokið, að undanskildu því, að ekki var búið að tengja niðurföll við lokræsi og ekkert hafði verið málað. Stefnandi hefur lagt fram reikninga yfir kostnað þann, sem hann hefur haft til lagfæringar á húsinu. Fram er komið, að jafnhliða úrbót- um á nefndum göllum, hefur stefnandi látið gera breytingar á húsinu, sem eru göllunum óháðar. Er eigi unnt af hinum fram- lögðu reikningum að sérgreina að öllu leyti, hve miklu hefur verið kostað til þessara breytinga. Dómendur hafa kynnt sér allar aðstæður, meðal annars með skoðun á vettvangi. Með tilliti til allra gagna málsins, þar á meðal hinna framlögðu reikn- inga, þykir, eins og á stendur, rétt að leggja yfirmatið til grund- vallar í máli þessu, að því er varðar viðgerðarkostnaðinn. Verð- ur krafa stefnenda að þessu leyti því tekin til greina. Telja verð- ur, að stefnandi hafi leitt í ljós, að hann hafi orðið fyrir nokkr- um afnotamissi af hornstofu íbúðarinnar. Þykja bætur til stefn- anda vegna afnotamissisins hæfilega ákveðnar kr. 2.000.00. Úrslit málsins verða þá þau, að aðalstefnda verður dæmt að greiða stefnanda kr. 49.900.00 (47.900.00 - 2.000.00) ásamt 6% ársvöxtum frá 6. janúar 1959 til 22. febrúar 1960, 9% ársvöxt- um frá þeim degi til 29. desember 1960 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Eftir þessum úrslitum ber aðalstefnda að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 11.000.00, og er matskostnaður þar með talinn. Bjarni K. Bjarnason borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómendunum Ögmundi Jónssyni verkfræðingi og Tóm- asi Vigfússyni húsasmíðameistara. Dómsorð: Aðalstefndi, Atli Þorbergsson, greiði stefnanda, Bjarna Pálssyni, kr. 49.900.00 með 6% ársvöxtum frá 6. janúar 1959 til 22. febrúar 1960, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 29. des. 1960 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 11.000.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirt- ingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 388 Þriðjudaginn 4. júní 1963. Nr. 3/1963. Bjarni Bjarnason gegn Gjaldheimtunni í Reykjavík. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Bjarni Bjarnason, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Þriðjudaginn 4. júni 1963. Nr. 46/1963. Gísli Fr. Johnsen gegn Vélsmiðjunni Völundi h.f. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Gísli Fr. Johnsen, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 389 Þriðjudaginn 4. júní 1963. Nr. 59/1963. Sigrún Á. Magnúsdóttir gegn Antoni Högnasyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfryýjandi, Sigrún Á. Magnúsdóttir, er eigi sækir dóm- þing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkis- sjóðs, ef hún vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Þriðjudaginn 4. júní 1963. Nr. 71/1963. Jóhannes Sigurðsson og Þorgrímur Guðjónsson gegn Hafsteini Sigurjónssyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, Jóhannes Sigurðsson og Þorgrímur Guðjóns- son, er eigi sækja dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef þeir vilja fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 390 Miðvikudaginn 5. júní 1963. Nr. 36/1963. Ákæruvaldið (Saksóknari ríkisins Valdimar Stefánsson) Segn Sigurði Arnbjörnssyni (Kristján Eiríksson hrl). Dómendur: hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason, Jónatan Hallvarðsson, Lárus Jóhannesson og Þórður Eyjólfsson og Einar Arnalds yfir- borgardómari. Fjársvik. Dómur Hæstaréttar. Brot ákærða eru í héraðsdómi rétt færð til refsiákvæða. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi tvö ár. Að öðru leyti ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Ákærða ber að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinn- ar, þar á meðal saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 5.000.00, og málflutningslaun verjanda síns fyrir Hæstarétti, kr. 5.000.00. Dómsorð: Ákærði, Sigurður Arnbjörnsson, sæti fangelsi tvö ár. Að öðru leyti á hinn áfrýjaði dómur að vera óraskaður. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 5000.00, og mál- flutningslaun verjanda síns í Hæstarétti, Kristjáns Ei- ríkssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 5.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 13. febrúar 1963. Árið 1963, miðvikudaginn 13. febrúar, var á dómþingi saka- dóms Reykjavíkur, sem haldið var á Fríkirkjuvegi 11 af Þórði Björnssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 586/ 1963: Ákæruvaldið gegn Sigurði Arnbjörnssyni, sem tekið var til dóms 29. f. m. Með ákæru saksóknara ríkisins, dags. 19. júní s.l., er opinbert 391 mál höfðað á hendur Sigurði Arnbjörnssyni, til heimilis á Týs- götu 5, hér í borg, „fyrir að beita Christian Christiansen, kaup- mann, Klömbrum, svikum hinn 7. apríl 1962, með því að koma til hans í Kjötbúð Norðurmýrar í Reykjavík og segjast ætla að greiða honum 400.00 króna lán, sem hann (Sigurður) hafði fyrr um daginn fengið hjá honum gegn handveði í úri sínu, taka svo úrið og hlaupast á brott með það án greiðslu skuldar- innar, þegar Christiansen hafði lagt það á afgreiðsluborðið í til- efni af viðskiptum þessum. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.“ Ennfremur er með ákæru saksóknara, dags. 11. f. m., opin- bert mál höfðað á hendur sama Sigurði Arnbjörnssyni „fyrir svik og skjalafals, svo sem hér segir: I. Að fara föstudaginn "7. desember 1962 síðdegis í Gler- augnaverzlun Ingólfs S. Gíslasonar, Skólavörðustíg 5 í Reykja- vík, og blekkja afgreiðslumanninn þar til að selja sér án stað- greiðslu sjónauka, sem kostaði kr. 4106.00, með því að segjast vera stýrimaður á m/s Hvassafelli, sem væri á förum þá um kvöldið, og með öðrum ósannindum. Il. Að blekkja Agnar Breiðfjörð framkvæmdastjóra, Lauga- leigi 27 í Reykjavík, sunnudaginn 9. desember 1962, til að lána sér kr. 410.00, með því að segjast vera Jón Bjarnason, flugmað- ur hjá Loftleiðum og með öðrum ósannindum. Framkvæmda- stjórinn lét ákærða fá nefnda upphæð í tékka, E. nr. 35853 á hlaupareikning nr. 604 í Iðnaðarbanka Íslands h/f, stíluðum á Jón Bjarnason, og framseldi ákærði tékkann, með því að rita Það nafn á bakhlið hans. Tékkann notaði ákærði til greiðslu andvirðis vara í verzluninni Ísbjörg, Laugavegi 72 í Reykjavík, og fékk mismun vöruandvirðisins og tékkafjárhæðarinnar greidd- an í peningum. HI. Að blekkja hjónin Guðnýju Þórðardóttur og Svein Guð- jónsson, Hátúni 4 í Reykjavík, sunnudaginn 9. desember 1962 upp úr hádegi til að lána sér kr. 500.00, með því að segjast vera Gunnar, flugmaður hjá Loftleiðum, og með öðrum ósann- indum. IV. Að blekkja Jón Brynjólfsson verkfræðing, Bárugötu 20 í Reykjavík, sunnudaginn 9. desember 1962, þegar þeir hittust í Múlakaffi í Reykjavík, til að lána sér kr. 500.00, með því að segjast vera Jón, flugstjóri hjá Loftleiðum (Björnsson, Guð- björnsson, Guðbergsson) og með ýmsum öðrum ósannindum. 392 V. Að blekkja Önnu Svanhildi Daníelsdóttir húsfreyju, Leifs- götu 30 í Reykjavík mánudaginn 10. desember 1962 síðdegis, til að lána sér kr. 220.00, með því að segjast vera Finnbogi Thors flugmaður og með ýmsum öðrum ósannindum. VI. Að fara til Tryggva Björnssonar, yfirverkstjóra hjá Har- aldi Böðvarssyni ér Co. á Akranesi, aðfaranótt sunnudagsins 16. desember 1962 og segjast hafa fyrir nokkrum árum verið skip- stjóri á einum báta fyrirtækisins, þekkja Harald Böðvarsson útgerðarmann mæta vel og vera þarna kominn í vinnu sam- kvæmt símtali við hann, sem hefði lofað honum herbergi og greiðslu ökugjalds með leigubifreið. Á þessum forsendum greiddi yfirverkstjórinn fyrir ákærða ökugjald, kr. 1000.00, hóteldvöl, kr. 292.00, og kr. 50.00 upp í væntanlegt kaup, en ákærði kom aldrei til vinnu og var öll framangreind saga hans ósönn, að því undanskildu, að útgerðarmaðurinn hafði lofað ákærða vinnu hjá sér. VII. Að blekkja Samúel Guðmundsson sjómann, Suðurgötu 17 á Akranesi, sunnudaginn 16. desember 1962 síðdegis til að lána sér kr. 325.00, með því að segjast vera Jón Kristjánsson, skipstjóri á m/b Freyju. VIII. Að blekkja hjónin Aldísi Jónsdóttur og Björn Lárus- son, Sunnubraut 12 á Akranesi, sunnudaginn 16. desember 1962, til að lána sér kr. 400.00, með því að segjast vera Jón Kjartans- son skipstjóri og með öðrum ósannindum. IX. Að blekkja hjónin Guðrúnu Jóhannesdóttur og Jón Pét- ursson, Vesturgötu 77 á Akranesi, að kvöldi sunnudagsins 16. desember 1962, til að lána sér kr. 1000.00, með því að segjast vera á m/b Höfrungi og bróðir Páls yfirlæknis Gíslasonar og með öðrum ósannindum. Atferli ákærða, sem greint er í framanskráðum ákæruliðum 1—IX., þykir varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og auk þess þykir atferlið, sem greint er í ákærulið Il, varða við 155. gr. sömu laga.“ Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu skaðabóta og greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 7. marz 1929 á Hvammstanga, og hefur, svo kunnugt sé, sætt eftirtöld- um kærum og refsingum: 1945 18/10 í Húnavatnssýslu: Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölæði. 1948 30/7 í Reykjavík: Sátt, 75 kr. sekt fyrir ölvun á al- mannafæri. 1947 3/6 1948 6/4 1948 28/8 — 18/9 — 20/9 1949 2/2 1950 28/1 — 1/9 1952 15/3 — 12/5 1952 29/11 1953 22/5 1954 4/6 393 í Húnavatnssýslu: Dómur aukaréttar, 15 daga varð- hald, skilorðsbundið í 3 ár, og 100 kr. sekt fyrir brot gegn KXKV. kafla hegningarlaganna og 18. gr. laga nr. 33/1935. í Húnavatnssýslu: Dómur sama réttar, 3 mánaða fangelsi, sviptur kosningarétti og kjörgengi fyrir brot gegn 244. gr. með hliðsjón af 245. gr. hegn- ingarlaganna. í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun á al- mannafæri. í Reykjavík: Dómur aukaréttar, 10 mánaða fangelsi, sviptur kosningarétti og kjörgengi fyrir þjófnað og áfengislagabrot. í Reykjavík: Sátt, 500 kr. sekt fyrir brot gegn 111. gr. 2. mgr. hegningarlaganna. í Reykjavík: Dómur aukaréttar, 4 mánaða fangelsi, sviptur kosningarétti og kjörgengi fyrir brot gegn 244. gr. hegningarlaganna. í Keflavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir brot á áfengis- lögum. í Reykjavík: Dómur: 8 mánaða fangelsi, sviptur kosn- ingarétti og kjörgengi fyrir brot gegn 244., 245. og 248. gr. hegningarlaganna. Skaðabætur kr, 1079.50 í sama máli. í Reykjavík: Dómur: 6 mánaða fangelsi, sviptur kosn- ingarétti og kjörgengi fyrir brot á 244. og 248. gr. hegningarlaganna. í Reykjavík: Sátt, 75 kr. sekt fyrir brot á 18. gr. áfengislaga. í Reykjavík: Dómur: 8 mánaða fangelsi, sviptur kosningarétti og kjörgengi og sviptur rétti til að öðlast ökuskírteini ævilangt fyrir brot á 244. og 248. gr, hegningarlaga, áfengislögum og bifreiða- lögum. í Reykjavík: Dómur: 8 mánaða fangelsi, sviptur kosningarétti og kjörgengi fyrir brot á 248. gr. hegn- ingarlaganna. í Reykjavík: Dómur: 3 mánaða fangelsi, sviptur kosningarétti og kjörgengi fyrir brot á 248. gr. hegn- ingarlaganna. 394 — 26/9 á Keflavíkurflugvelli: Sátt, 500 kr. sekt fyrir toll- lagabrot. 1956 7/2 í Reykjavík: Dómur: 4 mánaða fangelsi, sviptur kosningarétti og kjörgengi fyrir brot á 244. gr. hegn- ingarlaganna. Staðfestur í Hæstarétti 14/3 1956. — 15/9 í Reykjavík: Dómur: 8 mánaða fangelsi, sviptur kosningarétti og kjörgengi fyrir brot á 244. gr. og 248. gr. hegningarlaganna. — 23/11 í Reykjavík: Dómur Hæstaréttar: 1 árs fangelsi, annað óbreytt. — 14/12 í Reykjavík: Dómur: 18 mánaða fangelsi, sviptur kosningarétti og kjörgengi fyrir brot á 248. og 245. gr. hegningarlaganna. 1958 6/2 í Reykjavík: Dómur: 15 mánaða fangelsi, sviptur kosningarrétti og kjörgengi fyrir brot á 155. og 248. gr. hegningarlaganna. 1959 30/10 í Reykjavík: Dómur: 12 mánaða fangelsi, sviptur kosningarétti og kjörgengi fyrir brot á 248. gr. hegn- ingarlaganna. 1962 23/3 í Reykjavík: Dómur: Fangelsi í 10 mánuði fyrir brot gegn 248. gr. hegningarlaganna. — 30/3 í Reykjavík: Sátt, 300 kr. sekt fyrir ölvun. — 5/4 í Reykjavík: Sátt, 200 sekt fyrir ölvun. Samkvæmt eigin játningu og því, sem með öðrum hætti er upplýst í málinu, eru málavextir þessir: I. Um kl. 11 laugardaginn 7. apríl s.l. kom ákærði inn í Kjöt- búð Norðurmýrar hér í borg og bað kaupmanninn, Christian Christiansen, Klömbrum við Rauðarárstíg, um að lána honum kr. 400.00. Gat ákærði þess um leið, að kona sín verzlaði þarna ávallt, en það var tilbúningur og var hann ókvæntur á þeim tíma. Ákærði tók fram úr sitt og bauð kaupmanninum það að handveði til kl. 14 sama dag, en þá ætlaði hann að endurgreiða honum lánið. Kaupmaðurinn trúði orðum ákærða og lánaði hon- um kr. 400.00. Um kl. 14 kom ákærði aftur í verzlunina og sagði kaupmanninum, að hann ætlaði sér að endurgreiða lánið. Náði kaupmaðurinn þá í úrið og setti það á borðið. Greip ákærði úrið og hljóp með það á brott úr verzluninni, án þess að endur- greiða lánið. 395 II. Föstudaginn 7. desember s.l. var ákærði peningalaus hér í borginni. Fór hann þá inn í gleraugnaverzlun Ingólfs S. Gísla- sonar á Skólavörðustíg 5 og var Bergsteinn Stefánsson gler- augnasérfræðingur, Stigahlíð 36, hér í borg, við afgreiðslu þar. Ákærði kvaðst vera 1. stýrimaður á m/s Hvassafelli og þurfa að kaupa sjónauka, áður en hann færi út á sjó þá um kvöldið. Kvaðst hann að vísu hafa lélegan sjónauka um borð í skipinu og þar eð hann hefði áður lent í vandræðum af þeim ástæðum, þyrði hann ekki annað en að vera með sjónauka, sem væri „garenteraður“. Óskaði hann eftir því að fá í verzluninni Jena sjónauka, 7X50 mm, sem kostaði kr. 4.106.00, og kvað móður sína, Gunnþórunni Sigurðardóttur, mundu greiða verð hans um miðjan mánuðinn, Var þetta allt tilbúningur hjá ákærða, nema nafn móður hans, sagður í því skyni að blekkja Bergstein. Hann trúði orðum ákærða og lét hann fá greindan sjónauka, og kvitt- aði ákærði fyrir móttöku hans með nafni sínu. Sama kvöld seldi ákærði sjónaukann Þórhalli Guðlaugssyni, Traðarkotssundi 3, hér í borg, á kr. 1.800.00 og eyddi síðan peningunum í áfengiskaup og bifreiðaakstur. Sjónaukanum hefur nú verið skilað í gleraugnaverzlunina og hefur fyrrgreindur Bergsteinn endurgreitt Þórhalli nefndar kr. 1.800.00. III. Sunnudaginn 9. desember s.l. var ákærði peningalaus hér í borginni. Knúði hann þá dyra hjá Agnari Guðmundssyni Breið- fjörð framkvæmdastjóra, Laugateigi 27, og hitti hann. Kvaðst ákærði heita Jón Bjarnason og vera flugmaður hjá Loftleiðum. Bað hann Agnar Guðmundsson um að lána honum kr. 410.00, sem hann hefði verið búinn að lofa að greiða manni þann sama dag. Kvaðst hann að vísu eiga peninga heima hjá sér, en ekki geta farið þangað vegna þess að hann væri að skilja við konu sína, sem hefði verið honum ótrú, en lánið gæti hann endurgreitt strax næsta morgun. Voru þetta allt ósannindi hjá honum og sögð í því skyni að afla fjárins. Agnar Guðmundsson trúði orðum ákærða og lét hann fá nefnda fjárhæð í tékka, gefnum út á hlaupareikning nr. 604 í Iðnaðarbanka Íslands h.f. til handa Jóni Bjarnasyni. Ákærði seldi síðan tékkann Rakel Loftsdóttur, Njálsgötu 12, 396 hér í borg, sem rak þá verzlunina Ísbjörg á Laugavegi 72, og falsaði um leið nafnið Jón Bjarnason sem framseljanda hans. Ákærði kveðst engan sérstakan Jón Bjarnason hafa haft í huga og kveðst hann ekki hafa reynt að breyta rithönd sinni við ritun þess nafns. Ákærði greiddi andvirði vara með tékkanum og fékk mismuninn á verði þeirra og tékkafjárhæðinni greiddan í reiðufé, en man ekki, hver sá mismunur var. Hann notaði bæði varninginn og reiðuféð í eigin þágu. Rakel Loftsdóttir fékk tékkan ekki greiddan í bankanum, því að Agnar Guðmundsson hafði fengið eftirþanka og tilkynnt bankanum að innleysa ekki tékkann. Kærði Rakel þá málið til lögreglunnar og sama dag greiddi Agnar Guðmundsson henni tékkafjárhæðina. IV. Skömmu eftir hádegi sunnudaginn 9. desember s.l. skorti ákærða fé hér í borginni. Knúði hann þá dyra á 1. hæð í Há- túni 4, þar sem hjónin Sveinn Guðjónsson og Guðný Þórðar- dóttir bjuggu. Þau voru heima og gaf ákærði sig á tal við þau. Kvaðst hann heita Gunnar og vera flugmaður hjá Loftleiðum. Jafnframt kvaðst hann vera að skilja við konu sína og því farið að drekka og ekki geta flogið af þeim sökum. Kvaðst hann þurfa að greiða eitthvað, en nefndi ekki hvað það var, og hefði hann ekki peninga til þess. Spurði hann Svein að því, hvort hann gæti lánað honum kr. 500.00, sem hann skyldi endurgreiða kl. 18 sama dag. Var þetta allt tilbúningur hjá ákærða og sagður í því skyni að afla fjárins. Sveinn kvaðst ekki hafa peninga og vísaði ákærða á Guðnýju. Hún trúði orðum ákærða og lánaði honum fyrrgreinda fjárhæð, sem hann eyddi síðan í áfengiskaup og bifreiðaakstur. V. Sunnudaginn 9. desember s.1. fór ákærði inn í Múlakaffi, hér í borg, og skorti þá fé. Gaf hann sig þar á tal við Jón Brynj- ólfsson verkfræðing, Bárugötu 20, hér í borg, og kvaðst heita Jón Björnsson og vera flugstjóri hjá Loftleiðum. Síðar kom ákærði að borði Jóns og sagði honum sína raunasögu. Kvað hann konu sína hafa svikið sig þá um kvöldið og væri hún nú farin burt með öðrum manni, sem væri róni. Kvaðst hann hafa á fjórða hundrað þúsund krónur í árstekjur, og eiga heima 397 í eigin húsi, Ægissíðu 74, en eigi að síður væri hann óham- ingjusamur maður vegna konunnar. Hann kvaðst eiga börn og vera einkum Órólegur þeirra vegna. Spurði hann Jón að því, hvort hann vissi um nokkurn, sem vildi taka börn fyrir 250 þúsund króna meðlag á ári. Kvaðst hann vera í öngum sínum og hefði hann tekið eina af þremur skammbyssum úr flugvél- inni og væri hann með hana fullhlaðna í vasanum. Fór hann síðan burt frá borði Jóns, en kom aftur að nokkurri stundu liðinni. Kvaðst hann þá hafa látið konu eina, sem ynni í veit- ingastaðnum, fá byssuna, en bifreiðarstjóra magasínin, og hefði hann gert þetta fyrir orð Jóns. Þessi og fleiri ósannindi sagði ákærði honum í því skyni að hafa fé út úr honum. Bað ákærði, sem kvaðst nú heita Jón Guðbjörnsson og enn síðar Jón Guð- bergsson, hann um að lána honum kr. 500.00 fyrir bifreið, sem stóð þarna fyrir utan. Jón færðist í fyrstu undan því, en féllst þó á það að lokum, þar sem hann sá aumur á ákærða. Ritaði Jón síðan svohljóðandi skuldaryfirlýsingu: „Ég undirritaður, Jón Guðbergsson, flugstjóri hjá Loftleiðum, tek hér með að láni kr. 410.00, sem greiðast 10. des. '62.“ Ákærði ritaði nafnið Jón Bergs. undir yfirlýsinguna og afhenti Jóni. Jafnframt varð úr, að Jón veitti honum kr. 500.00 að láni. Ákærði þakkaði Jóni síðan með fögrum orðum hans miklu huggun og hjálp og kvaðst að lokum biðja guð að hjálpa sér til að forða því, að hann gerði nokkra vitleysu í sambandi við konumissinn. Ákærði hvarf því næst á brott í leigubifreið sinni og eyddi fyrrgreind- um kr. 500.00 í bifreiðaakstur og áfengiskaup. VI. Eftir hádegi mánudaginn 10. desember s.l. var ákærði pen- ingalaus hér í borginni. Knúði hann þá dyra hjá Önnu Svan- hildi Daníelsdóttur á Leifsgötu 30, og var hún heima. Kvaðst ákærði heita Finnbogi Thors og vera flugmaður. Einnig sagði hann, að maður hennar, sem var ekki heima, þekkti hann og hefði hann komið áður heim til þeirra. Voru þetta ósannindi og sögð í því skyni að hafa fé út úr henni. Ákærði bað hana um að lána sér kr. 220.00, en hún kvaðst ekki vera vön að lána peninga og spurði, hvaða tryggingu hún hefði fyrir því, að hann endurgreiddi lánið. Hann kvað hana hafa orð hans fyrir því, og væri hann ekki vanur að svíkja fólk og kvaðst mundu koma aftur með peningana kl. 18 til 19 um kvöldið. Hún trúði honum og lánaði honum kr. 220.00. Jafnframt bað hún hann 398 um veð, og fór hann þá úr jakka sínum og afhenti henni. Ákærði eyddi síðan peningunum í óreglu. VII. Laust eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags 16. desember s.l. kom ákærði í leigubifreið til Akraness úr Reykjavík. Hitti hann þegar að máli Tryggva Björnsson, yfirverkstjóra hjá fyrirtæk- inu Haraldi Böðvarssyni ér Co., til heimilis á Höfðabraut 6, og kvaðst vera kominn til vinnu samkvæmt símtali við Harald Böðvarsson og hefði hann lofað honum herbergi og að greiða fyrir hann leigu bifreiðarinnar. Jafnframt kvaðst ákærði hafa verið skipstjóri á einum af bátum Haraldar fyrir nokkrum árum og þekkja hann mæta vel. Var þetta allt tilbúningur hjá ákærða, nema það, að Haraldur hafði lofað honum vinnu hjá sér, og ennfremur kveður ákærði, að Haraldur hafi lofað honum „fyrir- greiðslu um leigubifreiðina“. Tryggvi trúði orðum ákærða og greiddi fyrir hann bifreiðaleiguna, kr. 1000.00, og kom honum fyrir á Hótel Akranesi. Sagði hann honum svo að mæta til vinnu eftir kl. 8 næsta morgun. Ákærði gerði það, en kvaðst þá vera slæmur í handlegg og bað um frí til að fara til læknis. Fékk hann fríið og kom síðan aldrei til vinnu. Hafði Tryggvi þá greitt honum kr. 50.00 upp í væntanlegt kaup, en hótelreikn- ingur ákærða, sem áðurgreint fyrirtæki greiddi, nam kr. 292.00. VIII. Fram kemur í VII. kafla, að ákærði fékk frí frá vinnu til að fara til læknis vegna þess að hann kvaðst vera slæmur í hand- legg. Á leiðinni þangað kveðst hann hafa hitt einhvern sjó- mann, sem hafi gefið honum áfengi. Hafi þeir drukkið saman um hálfa flösku, og að því loknu hafi hann munað ógreinilega eftir sér. Hann hafi síðan farið til læknisins og þaðan niður í frystihús Haraldar Böðvarssonar ér (Co. Þar hitti hann um kl. 13.30 Samúel Guðmundsson sjómann, Suðurgötu 17, Akranesi, og gaf sig á tal við hann. Kvaðst hann heita Jón Kristjánsson og vera skipstjóri á m/b Freyju. Þá kvaðst hann vera meiddur á handlegg og slæmur í höfði og bað hann Samúel um að lána honum kr. 320.00 fyrir lyfjum, sem hann þyrfti að leysa út, og myndi hann endurgreiða lánið kl. 15.30 sama dag. Varð úr, að Samúel lánaði honum kr. 325.00, sem hann eyddi í eigin þágu. IX. Sama dag og um getur í VIII. kafla fór ákærði að Sunnu- 399 braut 12 á Akranesi og spurði þann, sem kom þar til dyra, hverir byggju í húsinu og í næsta húsi. Var honum sagt, að uppi á lofti á Sunnubraut 12 byggi gamall maður, að nafni Björn Lárusson. Fór ákærði þá upp á loftið og hitti Björn þar. Heilsaði ákærði honum með nafni og mjög innilega og kvaðst vera skipstjóri og heita Jón Kjartansson. Jafnframt skýrði ákærði honum frá því, að hann væri hér í einkabifreið sinni, sem kona hans æki. Kvaðst hann vera peningalaus og bað Björn um að lána honum kr. 310,00, en kvaðst eiga peninga í Borgarnesi og fengi hann þá næsta dag. Sagðist hann vera búinn að eyða kr. 7.000.00 frá því að hann hefði farið frá Reykjavík, aðallega til jólagjafa. Björn féllst á að veita honum lánið, en hann var með kr. 400.00, og varð úr, að hann lánaði ákærða þá fjárhæð. Lofaði ákærði að endurgreiða Birni lánsupphæðina næsta dag. X. Klukkan að ganga 21 að kvöldi sama dags og um getur í VIli— IX. kafla fór ákærði að Vesturgötu 77 á Akranesi og knúði dyra hjá hjónunum Jóni Péturssyni og Guðrúnu Jóhannes- dóttur, sem þar bjuggu. Guðrún kom til dyra og gekk ákærði þá óboðinn inn í stofu. Spurði hann fyrst eftir Jóni, en þegar Guðrún hafði sagt honum, að hann væri eigi heima, kvaðst ákærði hafa ætlað að biðja hann um peningalán og bað Guð- rúnu um 350 króna lán. Kvaðst ákærði vera bróðir Páls Gísla- sonar yfirlæknis og vera að festa sér íbúð hér með aðstoð hans. Einnig kvaðst hann vera á m/b Höfrungi. Guðrún var treg til að veita honum lánið, en þó varð úr, að hún sótti peninga- buddu sína, sem í voru kr. 1.200.00, þar af einn eitt þúsund króna seðill. Bað ákærði eindregið um kr. 1.000.00, þegar hann sá seðilinn. Lét hún loks undan og afhenti honum þá fjárhæð að láni. Fór hann við svo búið út og svaraði Guðrúnu ekki, Þegar hún ítrekaði við hann að endurgreiða henni lánið fljótt. Ákærði hefur hvorki endurgreitt nefndar kr. 1.000.00 né aðrar þær fjárhæðir, sem hann fékk samkvæmt því, sem að framan er rakið, nema kr. 220.00 Önnu Svanhildi Daníelsdóttur. XI. Verknaður sá, sem ákærði er ákærður fyrir í ákæru, dags. 19. júní s.l. og hann er uppvís að, sbr. I. kafla hér að framan, þykir varða við 250, gr. 1. mgr, 2. tl. almennra hegningarlaga nr 19, 12. febrúar 1940 og með tilvísun til 118. gr. 3. mgr. laga 400 nr 82, 21. ágúst 1961 um meðferð opinberra mála, verður hon- um gerð refsing samkvæmt þeirri grein. Þá hefur ákærði með atferli sínu, sem rakið er í Il, IV. og VI—X. kafla hér að framan, gerzt brotlegur gegn 248. gr. hegningarlaganna og með atferli sínu, sem lýst er í Ill. kafla hér að framan, hefur hann brotið gegn 155. gr. og 248. gr. sömu laga. Loks þykir atferli ákærða, sem rakið er í V. kafla hér að framan, varða við 248. gr. hegningarlaganna, eins og í ákæru, dags. 11. f. m. segir, og þar að auki við 155. gr. sömu laga, en ákærða verður ekki gerð refsing samkvæmt þeirri grein, þar eð hann er ekki ákærð- ur fyrir að hafa gerzt brotlegur gegn henni. Refsingu ákærða ber að meta með hliðsjón af 77. gr. 1. mgr. og með sérstöku tilliti til 72. gr. hegningarlaganna. Þykir refs- ing hans samkvæmt því og að öðru leyti með tilvísun til mála- vaxta, eins og þeir hafa verið raktir hér að framan, hæfilega ákveðin fangelsi í 20 mánuði. Ákærði hefur setið í gæzluvarðhaldi síðan 17. desember s.l. Samkvæmt 76. gr. hegningarlaganna ber þessi varðhaldsvist hans að koma með fullri dagatölu refsingu hans til frádráttar. Eftirtaldar fébótakröfur hana komið fram á hendur ákærða í málinu: 1. Frá Christian Christiansen kr. 400.00, sbr. I. kafla. 2. Frá Agnari Guðmundssyni Breiðfjörð kr. 410.00, sbr. III. kafla. 3. Frá Guðnýju Þórðardóttur kr. 500.00, sbr. IV. kafla. 4. Frá Jóni Brynjólfssyni kr. 500.00, sbr. V. kafla. 5. Frá Haraldi Böðvarssyni ér Co. samtals kr. 1.342.00, sbr. VII. kafla. 6. Frá Samúel Guðmundssyni kr. 325.00, sbr. VIII. kafla. 7. Frá Birni Lárussyni kr. 400.00, sbr. IX. kafla. 8. Frá Guðrúnu Jóhannesdóttur kr. 1.000.00, sbr. X. kafla. Ákærði hefur ýmist samþykkt bótakröfur þessar eða ekki andmælt þeim, og verða þær teknar til greina að öllu leyti. Ákærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar. Dómsorð: Ákærði sæti fangelsi í 20 mánuði, Gæzluvarðhaldsvist ákærða síðan 17. desember 1962 komi með fullri dagatölu refsingu hans til frádráttar. Ákærði greiði 1) Christian Christiansen kr. 400.00, 2) Agn- 401 ari Guðmundssyni Breiðfjörð kr. 410.00, 3) Guðnýju Þórðar- dóttur kr. 500.00, 4) Jóni Brynjólfssyni kr. 500.00, 5) Har- aldi Böðvarssyni ér (Co. kr. 1.342.00, 6) Samúel Guðmunds- syni kr. 325.00, 7) Birni Lárussyni kr. 400.00 og Guðrúnu Jóhannesdóttur kr. 1.000.00. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Miðvikudaginn 5. júní 1963. Nr. 18/1963. Ákæruvaldið (Saksóknari ríkisins Valdimar Stefánsson) segn Sturlu Eiríkssyni (Ragnar Jónsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason. Lárus Jóhannesson og Þórður Eyjólísson og prófessorarnir Ármann Snævarr og Magnús Þ. Torfason. Áfengis- og umferðarlagabrot. Dómur Hæstaréttar. Skúli Thorarensen, fulltrúi bæjarfógetans í Kópavogi, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Eftir uppkvaðningu dómsins hefur framhaldsrannsókn farið fram, ný vitni hafa verið leidd og lögregluþjónarnir Páll Lárusson Rist og Gunnar Randversson hafa gefið fram- haldsskýrslur og staðfest framburði sína með eiði. Eins og í héraðsdómi greinir, fundust í blóði ákærða re- ducerandi efni, er samsvara 2,10%, af alkóhóli, er blóð var tekið úr honum, eftir að lögreglumennirnir höfðu komið að honum sofandi í bifreið hans utan vegarins skammt sunnan Lónsbrúar, en þangað höfðu lögreglumennirnir farið til að aðgæta bifreið hans eftir ábendingu Jóhannesar Reykjalins Kristjánssonar, en ekki Snorra Kristjánssonar bróður hans, eins og segir í hinum áfrýjaða dómi. Með gögnum þeim, sem fram eru komin í málinu, verð- 26 402 ur að telja í ljós leitt, að ákærði hafi verið með áfengis- áhrifum, er hann ók bifreið sinni í umrætt skipti, enda verður ekki tekið mark á breytingum ákærða á framburði hans um vinnautn sína 15. ágúst 1962 í sakadómi Kópa- vogs 12. október 1962 frá þvi, sem hann bar í sakadómi Akureyrar 16. ágúst s. á. Hefur hann með þvi brotið gegn lagaákvæðum þeim, sem greind eru í ákæruskjali. Ákærði hefur tvisvar áður verið dæmdur fyrir að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis, síðast með dómi saka- dóms Reykjavíkur 20. júlí 1959 til greiðslu kr. 2500.00 sekt- ar, og var hann þá um leið sviptur ökuleyfi í 10 mánuði. Refsing ákærða fyrir framangreint atferli þykir hæfi- lega ákveðin 15 daga varðhald. Þá ber og að svipta hann Ökuleyfi ævilangt. Eftir þessum úrslitum ber að dæma ákærða til að greiða allan kostnað sakarinnar, bæði í héraði og fyrir Hæsta- rétti, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 2500.00, og laun verjanda hans í héraði og fyrir Hæstarétti, sam- tals kr. 4000.00. Dómsorð: Ákærði, Sturla Eiríksson, sæti varðhaldi í 15 daga. Hann er sviptur ökuleyfi ævilangt. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar í héraði og fyrir Hæstarétti, þar með talin saksóknarlaun í ríkis- sjóð, kr. 2500.00, og laun verjanda hans í héraði og fyrir Hæstarétti, Ragnars hæstaréttarlögmanns Jóns- sonar, kr. 4000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Kópavogs 7. desember 1962. Mál þetta, sem dómtekið var 26. október s.l, er höfðað af ákæruvalds hálfu og saksóknara ríkisins á hendur Sturlu Eiríks- syni útvarpsvirkja, Birkihvammi 13, Kópavogi, fæddum 28. októ- ber 1922 í Reykjavík, fyrir að hafa aðfaranótt fimmtudags 16. 403 ágúst s.l. undir áhrifum áfengis ekið bifreið Y 500 frá bifreiða- stæði við Heimavist Menntaskólans á Akureyri, unz ákærði ók út af þjóðvegi skammt sunnan Lónsbrúar. Telst þetta varða við 2, sbr. 4. mgr. 25. gr., sbr. 80. gr. um- ferðarlaga nr. 26/1958 og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengis- laga nr. 58/1954. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til öku- leyfissviptingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga og til greiðslu alls sakarkosnaðar. Ákærði, Sturla Eiríksson, fæddist 28. október 1922 í Reykjavík. Ákærði hefur sætt kærum og refsingum, sem hér segir: 1938 13/8 Reykjavík. Undir rannsókn út af ökuóhappi, ekki talin ástæða til málssóknar. 1953 19/8 Akureyri. Dómur, 1000 kr. sekt, sviptur ökuleyfi í 6 mánuði fyrir brot á bifreiða- og umferðarlögum. 1959 20/7 Reykjavík. Dómur, 2500 kr. sekt, sviptur ökuleyíi í 10 mánuði fyrir brot á áfengis- og umferðarlögum. Málavextir eru þeir, að fimmtudagsnótt 16. ágúst um kl. 5.30 kom á lögreglustöð Akureyrar Snorri Kristjánsson, bóndi á Hellu, og tilkynnti, að bifreið Y 500 hefði verið ekið út af veg- inum skammt sunnan Lónsbrúar í Eyjafirði og að ökumaður mundi vera athugaverður. Lögreglumenn, Páll Rist og Gunnar Randversson, fóru á vett- vang, og var þá einn maður í bifreið Y 500 sofandi fram á stýrið og sýnilega ölvaður. Hann var vakinn og kvaðst heita Sturla Eiríksson, Birkihvammi 13 í Kópavogi. Sturla, ákærði í máli þessu, var fluttur á lögreglustöð, þar sem varðlæknir Baldur Jónsson tók úr honum blóðsýnishorn, merkt BX 320. Þar sem ákærði gat litla grein gert fyrir ferðum sínum vegna ölvunar, var hann settur í fangahús um stundarsakir. Í bifreið Y 500 fannst ásamt öðrum farangri nokkuð af áfengi. Þar sem ekki reyndist hægt að ná bifreið Y500 nema með dráttartæki, sem ekki var við hendina, var henni læst. Ekki virtist bifreiðin skemmd, en hún mun hafa farið um 20 m út fyrir veginn. Vitnið Páll Lárusson Rist kveðst hafa séð bifreið Y 500 um 10 metra fyrir utan veg og hafi henni verið ekið þar um 20 metra. Vitnið spurði ákærða, sem var sýnilega undir áfengisáhrifum, hvort hann hefði ekið bifreiðinni út af og kvað hann já við því. Vitnið segir, að þar sem bifreiðin hafi farið 404 út af, séu mót nýs og gamals vegar og hafi bifreiðin farið út af á milli þeirra, Þar hafi bifreiðina verið föst í leir og mold og hjólin í kafi. Vitnið Gunnar Randversson segir, að bifreið Y 500 hafi farið út af á gatnamótum; þar er 35—45“ horn milli nýs og gamals vegar. Á nýja veginum er lítil beygja, sem byrjar örlítið norðan við gatnamótin og endar rétt sunnan við gatnamótin. Ákærði hafi verið sofandi í bifreiðinni. Það hafi vakið ákærða og séð greinileg áfengisáhrif á honum. Vitnið kveðst hafa spurt ákærða, hvort hann hafi verið einn í bifreiðinni og kvað hann já við því. Ýmis farangur hafi verið í bifreiðinni, aftursæti fullt, áfengi í tösku og fleira í framsæti. Ákærði kveðst hafa verið gestur á Heimavist Menntaskólans. Milli kl. 14 og 15 hafi hann byrjað að neyta víns í herbergi sínu. Í fyrstu kvaðst hann hafa drukkið M úr 3-pela Vodka- flösku, en breytti framburði sínum við aðra yfirheyrslu og kvaðst þá hafa drukkið eitt glas af blandi af vatni og vodka. Eftir þetta kveðst ákærði hafa sofnað strax og sofið til kl. 9 um kvöldið. Þá fór ákærði að týgja sig af stað og ók bifreið sinni áleiðis til Skjaldarvíkur um kl. 10. Þá kveðst ákærði ekki hafa fundið á sér nein áfengisáhrif og einskis áfengis neytt eftir að hann vaknaði. Ákærða fannst akst- urinn ganga vel, en þoka var og myrkur. Ekki er ákærða ljóst, hvernig það atvikaðist, að bifreið hans lenti út af veginum, en hann kveðst óljóslega hafa orðið var við, að bifreiðin stóð föst og hann ákveðið að bíða eftir hjálp til þess að losa bifreiðina og koma henni á veginn aftur. Ákærði kveður ferðalag þetta allt mjög óljóst í minni sínu. Hann kveður slíkt minnisleysi hafa nokkrum sinnum komið fyrir sig. Það hafi gerzt, að nokkrum sinnum hafi hann misst minni um það, að gerzt hafi rétt áður en hann varð ölvaður. Í þetta sinn hafi ákærði orðið ölvaður af víni, sem hann drakk eftir að bifreiðin stóð föst. Þá drakk hann úr sömu flösku og hann drakk úr á hótelinu. Áfengismagn í blóði sínu telur hann mætti stafa af því, sem hann drakk eftir að bifreið hans festist, og því eftir að hann ók bifreiðinni í umrætt skipti. Við alkóhólrannsókn fundust reducerandi efni, er samsvara 2,10%, af alkóhóli. Í máli þessu hefur eigi tekizt að upplýsa ástand ákærða, er hann lagði af stað og við stjórn bifreiðar Y 500 í umrætt sinn. Gegn neitun ákærða þykir því eigi sannað, að hann hafi undir 405 áhrifum áfengis ekið bifreið Y 500 frá Heimavist Menntaskóla Akreyrar áleiðis til Skjaldarvíkur fimmtudagsnótt 16. ágúst 1962, unz bifreiðin fór út af vegi á mótum gamals og nýs vegar í nánd við Lónsbrú á vesturströnd Eyjafjarðar í Eyjafjarðarsýslu. Ber því að sýkna ákærða af ákæru ákæruvaldsins í máli þessu. Ríkissjóður greiði allan málskostnað í máli þessu, þar með talin málflutningslaun skipaðs verjanda, er þykja hæfilega ákveð- in kr, 1.500.00. Dómsorð: Ákærði, Sturla Eiríksson, skal vera sýkn af kröfum ákæru- valdsins í máli þessu. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda, Ragnars Jónssonar hæsta- réttarlögmanns, kr.1.500.00 alls. Föstudaginn 7. júní 1963. Nr. 48/1963. Ákæruvaldið (Saksóknari ríkisins Valdimar Stefánsson) gegn Guðmundi Geirssyni (Guðmundur Pétursson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason. Jónatan Hallvarðsson, Lárus Jóhannesson og Þórður Eyjólfsson og prófesssor Magnús Þ. Torfason. Áfengis- og umferðarlagabrot. Dómur Hæstaréttar. Jón S. Magnússon, fulltrúi sýslumannsins í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, hefur kveðið upp héraðsdóminn. Með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann að öðru leyti en því, að svipting ökuleyfis telst hæfilega ákveðin 6 mánuðir alls og frestur til greiðslu sektar verði 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin 406 saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 2.500.00, og laun verjanda sins, kr. 2.500.00. Dómsorð: Ákærði, Guðmundur Geirsson, greiði 1500 króna sekt í ríkissjóð, og komi varðhald 10 daga í stað sekt- ar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði er sviptur ökuleyfi í 6 mánuði. Ákærði greiði kostnað sakarinnar í héraði og fyrir Hæstarétti, þar með talin saksóknarlaun fyrir Hæsta- rétti í ríkissjóð, kr. 2.500.00, og laun verjanda síns fyrir Hæstarétti, Guðmundar Péturssonar hæstaréttar- lögmanns, kr. 2.500.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur Snæfellsness- og Hnappadalssýslu 29. desember 1962. Mál þetta, sem dómtekið var þann 14. þ. m., hefur af ákæru- valdsins hálfu verið höfðað fyrir sakadómi Snæfellsness- og Hnappadalssýslu gegn Guðmundi Geirssyni sjómanni, Laugarbraut 9, Akranesi, en dveljandi vegna atvinnu sinnar í Ólafsvík, með ákæruskjali, útgefnu af saksóknara ríkisins þann 27. nóv. 1962, fyrir að hafa ekið aðfaranótt sunnudagsins 20. ágúst 1961 undir áhrifum áfengis bifreiðinni P 69 frá samkomuhúsinu Ölver í Leirár- og Melahreppi, unz hann ók henni út af veginum við Laxá í Leirársveit, þar sem löggæzlumenn handtóku hann um kl. 0400. Þykir þetta atferli ákærða varða við 2. sbr. 3. mgr. 25. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 26/1958 og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengislaga nr. 58/1954. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til öku- leyfissviptingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði, sem fæddur er 2. marz 1920 á Akranesi, hefur áður sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1935 1/2 Akranes. Sátt, 6 kr. sekt og 4 kr. skaðabætur fyrir brot á lögreglusamþykkt. 407 1926 7/5 S.-H. Sátt, 150 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. Málavextir eru þeir, að rétt fyrir kl. 0400 sunnudaginn 20. ágúst 1961 ók vörubifreiðin P 69 á vegmerki og út af þjóðveg- inum í Leirársveit í Borgarfirði rétt við brúna yfir Laxá. Ákærði ók bifreiðinni og var einn í henni. Í sama mund bar þar að löggæzlumenn í bifreið. Sýndist þeim ákærði vera undir áhrif- um áfengis og fóru með hann til Akraness, þar sem tekið var úr honum blóðsýnishorn til alkóhólákvörðunar. Ákærði skýrir svo frá, að á dansleik í Ölver um nóttina og kvöldið áður hafi hann drukkið ca. 7—8 flöskur af bjór og pils- ner, hvorttveggja venjulegt Egilsöl, og neitar eindregið að hafa drukkið nokkuð annað. Segir hann, að akstursóhappið hafi stafað af því að rúðuþurrka bifreiðarinnar hafi farið úr sambandi og kveðst hann hafa litið af veginum, er hann var að reyna að koma henni í samband. Í sama mund hafi hann orðið var við bifreið löggæzlumannanna hinum megin við brúna. Hafi sér þá orðið ljóst, að hann yrði að stöðva bifreið sína til þess að hleypa bifreið löggæzlumannanna fram hjá, en í fátinu, sem á hann kom við þetta, hafi hann misst stjórn á bifreiðinni og hún lent út af veginum. Pétur Albertsson löggæzlumaður, sem var í bifreiðinni, er kom á slysstað í þann mund, er ákærði ók út af, skýrir svo frá, að hann hafi ekki beinlínis séð áfengisáhrif á ákærða umrætt sinn, en kveðst strax hafa fengið grun um áfengisneyzlu hjá honum vegna framkomu hans. Löggæzlumaðurinn kveðst hafa spurt ákærða, hvort hann hefði neytt víns, en því hafi ákærði svarað svo, að víns hefði hann ekki neytt, en drukkið nokkra bjóra. Kristján Finnsson löggæzlumaður kom á vettvang í sömu bifreið og Pétur Albertsson löggæzlumaður. Hann kveðst strax hafa fengið grun um, að ákærði væri undir áfengisáhrifum. Segir hann, að akstur ákærða hafi verið óskiljanlegur, þar sem vegurinn á slysstað væri beinn og góður og engin sýnileg ástæða til ákeyrslu. Þá segir hann, að ákærði hafi verið þreytulegur og þvældur að sjá og dauflegur, en ekki hafi sézt á göngulagi hans, að hann væri undir áfengisáhrifum; þó hafi framkoma ákærða og útlit svo og akstursóhappið allt verið með þeim blæ, að hann telji sennilegt, að ákærði hafi verið undir áfengis- áhrifum. Alkóhólrannsókn á blóðsýnishorni því, sem tekið var úr ákærða nóttina, sem umferðarslysið skeði, leiddi í ljós reducerandi efni 408 í því, sem samsvara 1.01%, af alkóhóli. Með tilliti til þeirrar niðurstöðu og framburða löggæzlumannanna, sem raktir hafa verið hér að framan, verður að teljast sannað, þrátt fyrir fram- burð ákærða sjálfs, að ákærði hafi verið undir þeim áfengis- áhrifum við akstur bifreiðarinnar P 69 aðfaranótt sunnudagsins 20. ágúst 1961, að hann hafi ekki getað stjórnað henni örugglega. Brot ákærða er réttilega fært til refsiákvæða í ákæruskjali og þykir refsing hans hæfilega ákveðin 1500 króna sekt til ríkis- sjóðs, og komi 10 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan fjögra vikna frá birtingu dóms þessa. Samkvæmt 81. gr. umferðarlaga nr. 26/1958 og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga nr. 58/1954 þykir rétt að svipta ákærða ökuleyfi bifreiðarstjóra í þrjá mánuði frá birtingu dómsins, og frestar áfrýjun ekki framkvæmd dóms að þessu leyti. Ákærði greiði sakarkostnað allan. Dómsorð: Ákærði, Guðmundur Geirsson, greiði 1500 króna sekt til ríkissjóðs, og komi 10 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan fjögra vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði er frá birtingu dóms þessa sviptur ökuleyfi bif- reiðarstjóra í þrjá mánuði, og frestar áfrýjun ekki fram- kvæmd dómsins að þessu leyti. Ákærði greiði allan kostnað af málinu. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 409 Föstudaginn 7. júní 1963. Nr. 37/1963. Ákæruvaldið (Saksóknari ríkisins Valdimar Stefánsson) gegn Gunnari Karli Þorgeirssyni (Árni Stefánsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason, Jónatan Hallvarðsson, Lárus Jóhannesson og Þórður Eyjólfsson og prófesssor Magnús Þ. Torfason. Áfengis- og umferðarlagabrot. Dómur Hæstaréttar. I. Samkvæmt gögnum þeim, sem rakin eru í héraðsdómi, er sannað, að ákærði var með áhrifum áfengis við stjórn bifreiðar hinn 26. nóvember 1962, en hann hafði með dómi 7. febrúar 1961 verið sviptur ökuréttindum þrjú ár. Varðar sú háttsemi ákærða við 2. og 3. mgr. 25. gr. og 1. mgr. 27. gr. sbr. 80. gr. laga nr. 26/1958, 1. mgr. 24. gr. sbr. 43. gr. laga nr. 58/1954 og 1. og 3. mgr. 47. gr. sbr. 111. gr. lögreglusamþykktar fyrir Keflavíkurkaupstað nr. 121/1953. II. Eins og í héraðsdómi greinir, er ákærði samkvæmt kær- um lögreglumanna sakaður um fimm ölvunarbrot á tíma- bilinu frá 14. april 1962 til 1. júlí s. á. Óhæfilegur dráttur varð á því, að kærur þessar væru teknar til meðferðar í héraðsdómi. Kom ákærði eigi fyrir dóm af þessu efni fyrr en 27. nóvember 1962, og lögreglumenn þeir, er hlut áttu að máli, voru loks kvaddir vættis í desembermánuði 1962. Voru þau próf öll mjög ófullkomin og andstæð lögum. Ákærði og lögreglumenn voru hvorki prófaðir nægilega skilmerkilega né sjálfstætt, heldur virðast kærur lögreglu- mannanna hafa verið til sýnis í dóminum, en þeir og ákærði einungis gert við þær almennar athugasemdir. Brýtur þessi meðferð máls í bága við 73., 75. og 77. gr. laga nr. 82/1961. 410 Lögreglumennirnir voru eigi heitfestir, svo sem boðið er í 100. gr. laga nr. 82/1961, en er þeir komu fyrir dóm af nýju eftir uppsögu héraðsdóms til nánari prófunar og heit- festingar, var sakarefni sumum þeirra með öllu úr minni liðið. Þá voru ákærði, sem neitaði sakargiftum, og lögreglu- mennirnir ekki samprófaðir, svo sem skylt var, sbr. 3. mgr. 102. gr. laga nr. 82/1961. Vætti lögreglumanna verður að svo vöxnu máli eigi metið ákærða til áfellis og honum því dæmd sýkna, að því er greind sakaratriði varðar. III. Refsing ákærða er hæfilega ákveðin varðhald 25 daga. Þá ber samkvæmt 81. gr. laga nr. 26/1958 að svipta ákærða ævilangt réttindum til að stjórna bifreið. Eftir úrslitum málsins og samkvæmt 2. mgr. 141. gr. laga nr. 82/1961 er rétt, að sakarkostnaður greiðist að hálfu úr ríkissjóði og að hálfu af ákærða, þar með talin sak- sóknarlaun fyrir Hæstarétti, kr. 4.000.00. og laun verjanda ákærða fyrir Hæstarétti, kr. 4.000.00. Dómsorð: Ákærði, Gunnar Karl Þorgeirsson, sæti varðhaldi 25 daga. Hann er ævilangt sviptur rétti til bifreiðarstjórnar. Sakarkostnaður greiðist að hálfu úr ríkissjóði og að hálfu af ákærða, þar með talin saksóknarlaun fyrir Hæstarétti, kr. 4.000.00, og laun verjanda ákærða fyrir Hæstarétti, Árna Stefánsonar hæstaréttarlögmanns, kr. 4.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Keflavíkur 31. janúar 1963. Mál þetta var þingfest og dómtekið 21. janúar 1963 hér í sakadómi. Með ákæruskjali saksóknara ríkisins, útgefnu 4. janúar 1963, (ártalið er misritað á skjalið) er Gunnar Karl Þorgeirsson sjó- maður, Hafnargötu "71, hér í bæ, ákærður fyrir að hafa: 411 I. aðfaranótt mánudagsins 26. nóvember 1962 undir áhrifum áfengis og sviptur ökuréttindum ekið bifreiðinni Ö 52 heiman að frá Hafnargötu um götur í Keflavík, unz lögreglumenn stöðvuðu akstur ákærða um kl. 03.55 á hafnarsvæðinu. II. verið áberandi og hneykslanlega ölvaður: 1. laugarðagskvöldið 14. apríl 1962 um kl. 20:35 á matstof- unni Vík í Keflavík. 2. aðfaranótt miðvikudagsins 2. maí 1962 um kl. 01:00 og að- faranótt sunnudagsins 1. júlí 1962 um kl. 02:25 í Ungmenna- félagshúsinu í Keflavík. 3. miðvikudaginn 2. maí 1962 um kl. 15:35 á Smárabar við Tjarnargötu. 4. aðfaranótt fimmtudagsins 28. júní 1962 um kl. 02:20 á hafnarsvæðinu. Telst brot það, er í I. lið ákærunnar greinir, varða við 2., sbr. 3. mgr. 25. gr. og 1. mgr. 27. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 26/1958, 1 mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengislaga nr. 58/1954 og 1. og 3. mgr. 47. gr, sbr. 111 gr. lögreglusamþykktar fyrir Kefla- víkurkaupstað nr. 121/1953, en brot þau, er í Il. lið greinir, við 21. gr., sbr. 44. gr. áfengislaga og 6 gr. og 1. mgr. 82. gr., sbr. 111. gr. lögreglusamþykktar fyrir Keflavíkurkaupstað. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til svipt- ingar á rétti til að öðlast ökuleyfi samkvæmt 81. gr. umferðar- laga og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði er á lögaldri sakamanna, fæddur 25. marz 1940 í Grindavík, og hefur sætt ákæru og refsingu, sem hér segir: 1959 28/7 á Siglufirði: Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun. 1961 2/2 í Keflavík: Dómur: 12 daga varðhald, sviptur öku- leyfi í 3 ár fyrir brot á hegningar-, áfengis. og um- ferðarlögum. 1961 1/3 í Keflavík: Sátt, 300 kr. sekt fyrir ölvun og óspektir. 1962 8/2 í Keflavík: Uppvís að brotum gegn 244. gr. hegn- ingarlaga. Ákæru frestað skilorðsbundið í 2 ár frá 12.2. 1962. Bréf dómsmálaráðuneytisins 8.2. 1962. — 23/8 í Reykjavík: Áminning fyrir ölvun. I. Málsatvik skulu nú rakin: Seinni part nóvembermánaðar 1962 var togarinn Gylfi frá Patreksfirði að koma úr söluför til Þýzkalands. Ákærði í máli þessu var skipverji á togaranum og að eigin sögn drakk hann mikið áfengi í heimsiglingunni. Til Keflavíkur kom ákærði árla 412 sunnudagsmorguns 25. nóvember ásamt meðal annarra Guðfinni nokkrum Erlendssyni, kunningja sínum. Ákærði fór heim til sín og svaf fram á hádegi. Vitnið Guðfinnur var gestur mætta fram eftir degi og sátu þeir að bjórdrykkju, og telur ákærði sig hafa drukkið þarna 3—4 áfenga bjóra. Eftir að hafa farið í kvikmyndahús um kvöldið, fóru þeir aftur heim til ákærða og kom þá þangað Baldur nokkur Hjálmtýsson og skömmu seinna Jón nokkur Söring, leigubílstjóri. Þeir settust að drykkju með hinum og var nú einnig drukkinn Genever. Ákærði heldur staðfastlega fram, að hann hafi ekkert drukkið eftir kvik- myndahúsferðina og styðja vitnin þann framburð. Til tals kom þarna að aka bíl Jóns út að Reykjanesvita, og segir ákærði, að hann hafi ekki viljað láta þá hina aka bílnum, en Jón þá beðið sig um að aka, en vitnið Guðfinnur segir ákærða hafa boðizt til að aka. Vitnið Jón segir, að honum hafi verið allsendis ókunn- ugt um ölvunarástand ákærða og að hann hafði ekki ökurétt- indi, og styður vitnið Guðfinnur þann framburð ásamt ákærða. Ákærði vildi ekki aka út að Reykjanesvita, en ók í þess stað um bæinn, meðal annars að Bifreiðastöð Keflavíkur, og bættist þar í hópinn Ingvar Georg Ormsson, og var sá einnig ölvaður. Ákærði ók nú niður að höfn, en þar veittu lögregluþjónar akstri hans athygli og stöðvuðu hann, þar sem þeim var kunnugt um, að hann hafði verið sviptur ökuréttindum með dómi og þar sem þeim virtist hann vera undir áfengisáhrifum, færðu þeir hann til rannsóknar hjá lækni. Niðurstaða rannsóknarinnar sýndi 1.17%, útfallsefna í blóði ákærða. Il. Er framangreint mál var tekið til rannsóknar, ætlaði dómarinn að sekta ákærða með sátt í réttinum fyrir fyrri hneykslanlega ölvun hans á almannafæri. Ákærði hafnaði þá sáttum og hafði orð um, að framlagðar lögregluskýrslur um ölvun hans á almannafæri væru nánast rangar. Lögregluþjónar þeir, sem skýrslurnar gáfu, og þeir, sem með þeim voru í hverju einstöku tilviki, voru því látnir staðfesta skýrslurnar fyrir rétti og eru þessi ölvunarbrot, sem hér segir: 1) 14. apríl 1962 var beðið um aðstoð lögreglunnar á matstof- una Vík hér í bæ vegna ákærða, sem þar var ölvaður. Tveir lögregluþjónar fóru á staðinn og fjarlægðu hann þaðan og fluttu í fangageymslu. 2) 2. maí 1962 var beðið um aðstoð lögreglunnar að Smárabar hér í bæ vegna nokkurra ölvaðra manna, er þar voru. Tveir 413 lögregluþjónar fóru á staðinn og fjarlægðu ákærða þaðan ásamt fleirum og fluttu hann í fangageymslu. 3) 2. maí var beðið um lögreglu að Ungmennafélagshúsinu hér í bæ. Þrír lögregluþjónar fóru að sinna þessu og fjarlægðu ákærða ölvaðan og fullan mótþróa og fluttu í fangageymslu. 4) 28. júní 1962 flutti lögregla Keflavíkurflugvallar tvo ölvaða menn á lögregluvarðstofuna í Keflavík og var annar þeirra ákærði í máli þessu. Mennirnir höfðu verið til óþurftar á hafnarsvæðinu. Ákærði var settur í fangageymslu. 5) 1. júlí 1962 að afloknum dansleik í Ungmennafélagshúsinu hér í bæ fjarlægðu þrír lögregluþjónar nokkra ölvaða menn úr húsinu og var ákærði einn þeirra. Hann var settur í fangageymslu. Svo sem nú er sagt, hefur sannazt ýmist með játningu ákærða eða á annan hátt, að hann hafi I. aðfaranótt mánudagsins 26. nóvember 1962 undir áhrif- um áfengis og sviptur ökuréttindum ekið bifreiðinni Ö 52 heim- an að frá Hafnargötu um götur í Keflavík, unz lögreglumenn stöðvuðu akstur ákærða um kl. 03.55 á hafnarsvæðinu. II. verið áberandi og hneykslanlega ölvaður: 1. laugardagskvöldið 14. apríl 1962 um kl. 20:35 á matstof- unni Vík í Keflavík. 2. aðfaranótt miðvikudagsins 2. maí 1962 um kl. 01:00 og aðfaranótt sunnudagsins 1. júlí 1962 um kl. 02:25 í Ungmenna- félagshúsinu í Keflavík. 3. miðvikudaginn 2. maí 1962 um kl. 15:35 á Smárabar við Tjarnargötu. 4. aðfaranótt fimmtudagsins 28. júní 1962 um kl. 02:20 á hafnarsvæðinu. Telst brot það, er í I. lið ákærunnar greinir, varða við 2., sbr. 3. mgr. 25. gr. og 1. mgr. 27. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 26/1958, 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengislaga nr. 58/1954 og 1. og 3. mgr. 47. gr., sbr. 111. gr. lögreglusamþykktar fyrir Keflavíkurkaupstað nr. 121/1953, en brot þau, er í Il. lið greinir, við 21. gr., sbr. 44. gr. áfengislaga og 6. gr. og 1. mgr. 82. gr., sbr. 111. gr. lögreglusamþykktar fyrir Keflavíkurkaupstað. Með framangreindri háttsemi sinni hefur ákærði unnið sér til refsingar, sem hæfilega ákveðst kr. 3.000.00 sekt til Menn- ingarsjóðs, og komi 12 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá dómsbirtingu. 414 Þá ber og samkvæmt kröfu ákæruvaldsins að svipta ákærða ökuréttindum með dómi, en svo sem áður er á drepið og sést í framlögðu sakavottorði, var hann sviptur ökuréttindum til 17. janúar 1963. Hæfileg ökuleyfissvipting nú telst 6 mánuðir frá 17. janúar 1963 að telja. Samkvæmt niðurstöðum málsins ber að dæma ákærða til að greiða allan kostnað sakar þessarar. Hákon Heimir Kristjónsson kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, Gunnar Karl Þorgeirsson, greiði kr. 3.000.00 í sekt til Menningarsjóðs, og komi 12 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Ákærði skal sviptur ökuréttindum í sex mánuði frá 17. janúar að telja. Hann skal og greiða allan málskostnað sakar þessarar. Föstudaginn 7. júní 1963. Nr. 70/1963. Sjóvátryggingarfélag Íslands h/f Segn Gunnari M. Steinsen. Dómendur: hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason, Jónatan Hallvarðsson, Lárus Jóhannesson og Þórður Eyjólfsson og prófessor Ármann Snævarr. Frávísun endurheimtukröfu. Kærumál. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 11. maí þ. á., sem barst Hæstarétti 22. s. m., hefur sóknaraðili kært til Hæstaréttar frávisunardóm, sem upp var kveðinn á bæjarþingi Reykjavíkur 7. s. m. í máli sóknaraðilja gegn varnaraðilja. Krefst sóknaraðili þess, að hinum kærða dómi verði hrundið og lagt verði fyrir hér- aðsdómara að dæma málið að efni til. Þá krefst hann og kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðilja. 415 Varnaraðili krefst þess, að hinn kærði dómur verði stað- festur, að því er varðar frávísun málsins frá héraðsdómi og að honum verði dæmdur málskostnaður í héraði svo og kærumálskostnaður úr hendi sóknaraðilja. Með skirskotun til forsendna hins kærða dóms ber að staðfesta hann. Rétt er, að sóknaraðili greiði varnaraðilja kærumálskostn- að, er ákveðst kr. 1000.00. Dómsorð: Hinn kærði dómur á að vera óraskaður. Sóknaraðili, Sjóvátryggingarfélag Íslands h/f, greiði varnaraðilja, Gunnari M. Steinsen, kr. 1000.00 í kæru- málskostnað að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 7. maí 1963. Mál þetta, sem tekið var til dóms í gær, hefur Sjóvátrygg- ingarfélag Íslands h/f höfðað fyrir bæjarþinginu með sáttakæru, birtri hinn 18. marz 1961, gegn Gunnari Steinsen, Bólstaðahlíð 14, hér í borg, til endurgreiðslu greiddra skaðabóta að fjárhæð kr. 1.573.38 með 7% ársvöxtum frá 9. september 1960 til greiðslu- dags og til greiðslu málskostnaðar að skaðlausu að mati dóm- arans. Við munnlegan málflutning lækkaði stefnandi höfuðstól stefnukröfunnar í kr. 1373.38. Af hálfu stefnda eru þær dómkröfur gerðar aðallega, að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda og honum dæmdur máls- kostnaður úr hendi stefnanda að mati dómarans, en til vara að fjárhæð stefnukröfunnar verði lækkuð og málskostnaður verði látinn niður falla. Málavextir eru þeir, að um kl. 14.30 laugardaginn 23. janúar 1960 ók stefndi í bifreið sinni, R 11108, austur Nesveg. Er hann var staddur á móts við húsið nr. 60 við þá götu, hljóp telpan Rós Linda Jósepsdóttir, þriggja ára gömul, í veg fyrir bifreið- ina. Telpan varð ekki fyrir neinum verulegum meiðslum. Bif- reiðin lenti síðan á girðingu við húsið nr. 60 við Nesveg, og munu nokkrar skemmdir hafa orðið á henni og trjám í garð. inum við húsið. Er umræddur atburður varð, var ís á veginum og því hálka. Bifreið stefnda var ekki með snjókeðjur. Bifreiðin 416 R11108 var tryggð hjá stefnanda og bætti hann eiganda hússins nr. 60 við Nesveg tjón það, sem hann varð fyrir við umræddan atburð. Hefur stefnandi síðan höfðað mál þetta til endurheimtu skaðabóta þessara. Stefnandi reisir kröfu sína í málinu á því, að stefndi hafi valdið tjóni á girðingu og gróðri við húsið nr. 60 við Nesveg af stórkostlegu gáleysi. Beri honum því samkvæmt 73. gr. laga nr. 26/1958 að endurgreiða bætur þær, sem stefnandi hafi orðið að greiða af þessum sökum. Af hálfu stefnda er því mótmælt, að hann hafi valdið tjóni með stórkostlegu gáleysi. Er því haldið fram, að stefndi hafi þvert á móti með snarræði sínu afstýrt yfirvofandi lemstrun á ómálga barni, sem í óvitaskap hafi verið statt í bráðri hættu á fjölfarinni götu. Eins og fram er komið, reisir stefnandi endurkröfurétt sinn á ákvæði 73. gr. laga nr. 26/1958. Fram er komið, að ekki hefur verið gætt ákvæða 76. gr. sömu laga um beitingu endurkröfu- réttar þess, sem stefnandi telur sig eiga á hendur stefnda. Á þessu stigi þykir því ekki verða lagður dómur á mál þetta. Verður málinu því sjálfkrafa vísað frá dómi. Eftir öllum at- vikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Guðmundur Jónsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Máli þessu er sjálfkrafa vísað frá dómi. Málskostnaður fellur niður. 417 Miðvikudaginn 19. júni 1963. Nr. 39/1963. Magnús Gíslason, Kristján Egilsson og Þorsteinn Sigurðsson (Jón Hjaltason hdl.) gegn Sjóvátryggingarfélagi Íslands h/f (Örn Clausen hdl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Endurheimtukrafa. Vátryggingarsamningur. Dómur Hæstaréttar. Freymóður Þorsteinsson, fulltrúi bæjarfógetans í Vest- mannaeyjum, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Áfrýjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 27. marz 1963, að fengnu áfrýjunarleyfi 20. s. m. Gera þeir þessar kröfur: I. Í aðalsök í héraði: Það er krafa þeirra Kristjáns Egils- sonar og Þorsteins Sigurðssonar og aðalkrafa Magnúsar Gíslasonar, að þeim verði aðeins gert að greiða stefnda vangoldið vátryggingariðgjald, kr. 880.00, en dæmd sýkna af öðrum kröfum hans, enda verði stefnda gert að greiða þeim málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Magnús Gíslason krefst þess til vara, að honum verði aðeins dæmt að greiða stefnda hluta af kröfum hans eftir mati dómsins og málskostnaður þá felldur niður, að því er til hans tekur. II. Í gagnsök í héraði: Hér krefjast áfrýjendur þess, að stefnda verði dæmt að greiða þeim sameiginlega, en til vara Kristjáni Egilssyni einum, kr. 32.142.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. nóvember 1958 til 22. febrúar 1960, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desember 1960 og 7% árs- vöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Svo krefjast áfrýj- endur og málskostnaðar í gagnsökinni úr hendi stefnda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar úr hendi áfrýjenda fyrir Hæstarétti. Í máli þessu hafa ýmis ný gögn verið lögð fram í Hæstarétti. I. Aðalsök í héraði. 27 418 Þegar ökuslys það, sem í málinu greinir, bar að hönd- um hinn 18. maí 1958, var Kristján Egilsson einn skráður eigandi bifreiðarinnar V 261 (siðar R 9081). Hafði hann tryggt bifreiðina skyldutryggingu hjá stefnda samkvæmt þágildandi 36. gr. laga nr. 23/1941, sbr. lög nr. 7/1952. Var vátryggingarskirteinið gefið út 11. desember 1957 og skráð á nafn Kristjáns eins. Bifreiðin var þó í sameign áfrýj- endanna þriggja, og áttu þeir hana að % hluta hver. Krist- ján kveðst hafa farið þess á leit við umboðsmann stefnda i Vestmannaeyjum hinn 10. maí 1958, að trygging bifreið- arinnar yrði skráð á nöfn allra sameigendanna, og er þvi ekki andmælt af hálfu stefnda. Hefur stefndi og reist kröf- ur sínar í aðalsök í héraði á því, að áfrýjendur hafi verið sameigendur að bifreiðinni með framangreindum hætti. Verður því lagt til grundvallar við úrlausn máls þessa, að áfrýjendur hafi sameiginlega verið tryggingartakar. Krafa stefnda á hendur áfrýjendum er í tveimur liðum: A. Krafa um vátryggingariðgjald fyrrgreindrar bifreiðar tímabilið 1. maí 1958 til 1. mai 1959 .....0.020020 0 kr. 880.00 B. Framkrafa vegna greiðslu á bótum fyrir tjón og mat á tjóni, sem hlauzt af áakstri bifreiðarinnar V 261 á Þifreiðina V1 og steinvegg við Heiðarveg ............... — 13.753./5 Kr. 14.633.75 Um A. Áfrýjendur hafa viðurkennt réttmæti þessa kröfuliðar, en andmælt vaxtahæðinni. Verður áfrýjendum gert að greiða in solidum samkvæmt þessu kr. 880.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. ágúst 1958 til 22. febrúar 1960, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desember 1960 og 7% árs- vöxtum frá þeim degi til greiðsludagss. Úm B, Fallast má á það með héraðsdómara, að Magnús Gíslason hafi átt sök á ökuslysinu með stórkostlegu gáleysi. Ber honum því samkvæmt 8. málsgr. fyrrnefndrar 56. gr. laga nr. 23/1941, sbr. lög nr. 7/1952, að greiða stefnda kröfu þá, sem hér ræðir um, kr. 13.753.75, ásamt vöxtum, 419 sem ákveðast með sama hætti og vextir af kröfulið A. Í mál- inu hafa ekki verið leidd rök að því, að áfrýjendurnir Krist- ján og Þorsteinn hafi af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi orðið samsekir Magnúsi um ökuslysið. Á stefndi því ekki kröfurétt á hendur þeim samkvæmt greindum lagaákvæð- um. Samkvæmt því ber að sýkna þá af þessum kröfulið. II. Gagnsök í héraði. Hinn 18. mai 1958 var bifreiðin V 261 í húftryggingu hjá stefnda fyrir allt að kr. 70.000.00 tjóni samkvæmt vá- tryggingarskirteini, dags. 11. desember 1957, sem skráð var á nafn Kristjáns Egilssonar. Óumdeilt er, að tjón á bÞif- reiðinni V 261 hafi numið kr. 32.142.00, og er það fjárhæð sú, sem áfrýjendur krefja stefnda um í þessum þætti málsins. Samkvæmt a-lið 10. gr. húftryggingarskilmálanna skulu „skemmdir af ásettu ráði eða sakir stórkostlegrar óvar- kárni“ vera undanskildar ábyrgð stefnda. Ákvæðið ber að skýra svo, að sá vátryggingartaki, sem valdur er að tjóni með framangreindum hætti, hafi firrt sig rétti til bóta. Á Magnús Gíslason samkvæmt því ekki rétt á húftrvgg- ingarbótum, að því er tekur til hans eignarhluta af bif- reiðinni. Þeir Kristján og Þorsteinn, sem einnig ber að telja tryggingartaka, svo sem fyrr var getið, hafa hins vegar ekki fyrirgert rétti til bóta samkvæmt umræddu vátrvgg- ingarskilyrði. Og ekki verður talið, að önnur vátryggingar- skilyrði né lagareglur standi bótarétti þeirra í vegi. Sam- kvæmt þessu á stefndi að vera sýkn af kröfum Magnúsar Gíslasonar í gagnsök í héraði, en dæma ber hann til að greiða þeim Kristjáni og Þorsteini % hluta af kr. 32.112.00, þ. e. kr. 21.428.00, ásamt vöxtum, eins og krafizt er. Málskostnaður í aðalsök og gagnsök í héraði og svo fyrir Hæstarétti ákveðst þannig: Áfrýjandi Magnús Gíslason greiði stefnda málskostnað, samtals kr. 6.000.00. Stefndi greiði áfrýjendunum Kristjáni Egilssyni og Þor- steini Sigurðssyni málskostnað, samtals kr. 6000.00. 420 Dómsorð: Í aðalsök í héraði greiði áfrýjendur, Magnús Gísla- son, Kristján Egilsson og Þorsteinn Sigurðsson, in solid- um stefnda, Sjóvátryggingarfélagi Íslands h/f, kr. 880.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. ágúst 1958 til 22. febrúar 1960, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desember 1960 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Svo greiði og áfrýjandi Magnús Gíslason stefnda kr. 13.753.75 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. ágúst 1958 til 22. febrúar 1960, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desember 1960 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Í gagnsök í héraði skal stefndi vera sýkn af kröfu áfrýjanda Magnúsar Gíslasonar, en greiði áfrýjendun- um Kristjáni Egilssyni og Þorsteini Sigurðssyni kr. 21.428.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. nóvember 1958 til 22. febrúar 1960, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desember 1960 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Áfrýjandi Magnús Gíslason greiði stefnda málskostn- að í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 6000.00. Stefndi greiði áfrýjendum Kristjáni Egilssyni og Þor- steini Sigurðssyni málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti, samtals kr. 6000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Vestmannaeyja 30. nóvember 1962. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 23. þ. m., er höfðað fyrir bæjarþingi Vestmannaeyja af Benedikt Sigurjónssyni hrl., Reykja- vík f. h. Sjóvátryggingafélags Íslands h.f., Reykjavík, með stefnu, útgefinni 15. janúar 1962, birtri 20. janúar og 12. febrúar s. á., á hendur fyrrverandi eigendum bifreiðarinnar V 261, þeim Magn- 421 úsi Gíslasyni, Vestmannabraut 60, Kristjáni Egilssyni, Hólagötu 19, og Þorsteini Sigurðssyni, Bárugötu 11, öllum í Vestmanna- eyjum, til endurheimtu á greiðslum, er stefnandi innti af hendi sem ábyrgðarvátryggjandi bifreiðarinnar og gegn núverandi eig- anda, Reyni Hjörleifssyni, Suðurlandsbraut 72, Reykjavík, til að þola viðurkenningu á lögveðrétti í bifreiðinni. Stefnandi gerði í upphafi þær réttarkröfur, að stefndu yrðu in solidum dæmdir til að greiða kr. 14.633.75, auk 6% ársvaxta frá 1. ágúst 1958 til 22. febrúar 1960, en frá þeim tíma 11% til 29. desember 1960, en 9% frá þeim degi til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu eftir mati réttarins. Ennfremur krafð- ist hann lögveðs í bifreiðinni R 9081, áður V 261, fyrir öllum tildæmdum kröfum. Undir rekstri málsins féll aðalstefnandi frá lögveðskröfunni og breytti vaxtakröfunum, og urðu kröfur hans að lokum á þá leið, að stefndu yrðu in soliðum dæmdir til að greiða honum kr. 14.633.75 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. ágúst 1958 til 22. febrúar 1960, en frá þeim degi 10% ársvextir til 29. desember 1960, en 8% ársvextir frá þeim degi til greiðsludags og máls- kostnað að skaðlausu eftir mati réttarins. Aðalstefndu létu mæta í málinu og gerðu þær réttarkröfur, að þeir yrðu algerlega sýknaðir af öllum kröfum stefnanda gegn greiðslu á kr. 880.00, umkröfðu vátryggingariðgjaldi, og verði þeim tildæmdur hæfilegur málskostnaður úr hendi stefnanda eftir mati réttarins. Með stefnu, útgefinni 27. febrúar s.l, höfðuðu aðalstefndu Sgagnsök í málinu til heimtu á viðgerðarkostnaði á bifreiðinni V 261, sem var kaskó-tryggð hjá aðalstefnanda. Gerðu þeir þær réttarkröfur, að gagnstefndi yrði dæmdur til að greiða þeim kr. 32.142.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. nóvember 1958 til 29. febrúar 1960, 10% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desember 1960 og 8% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, auk alls máls- kostnaðar að skaðlausu, þar með talin full málfærsluþóknun fyrir dóminum. Að því marki, sem þeir kynnu að verða dæmdir til að greiða aðalstefnanda í aðalsök, kröfðust þeir skuldajafn- aðar, en sjálfstæðs dóms að öðru leyti. Gagnstefndi krafðist algerrar sýknu í gagnsökinni af öllum kröfum gagnstefnenda svo og hæfilegs málskostnaðar úr þeirra hendi eftir mati rétt- arins. Mál þetta hefur áður verið fyrir bæjarþingi Vestmannaeyja og gekk í því dómur 10. desember 1960. Sá dómur var ómerktur 422 í Hæstarétti 15. nóvember 1961 vegna þess, að einn hinna aðal- stefndu, Kristján Egilsson, var ófjárráða, er undirréttardómur- inn var kveðinn upp. Í desember 1957 keyptu aðalstefndu fólksbifreiðina Ö 370, og var hún skráð af Bifreiðaeftirliti ríkisins í Reykjavík þann 10. desember á nafn aðalstefnda Kristjáns Egilssonar með umdæmis- tölunni V 261. Skráningunni var breytt 19. maí 1958 og allir aðalstefndu skrifaðir fyrir bifreiðinni og taldir sameigendur frá byrjun samkvæmt yfirlýsingu þeirra. Bifreiðin var í ábyrgðar- tryggingu hjá aðalstefnanda, og var aðalstefndi Kristján Egils- son talinn vátryggingartaki, minnsta kosti fyrst um sinn. Hann kveðst hafa farið fram á við umboðsmann aðalstefnanda í Vest- mannaeyjum þegar hinn 10. maí 1958, að allir eigendur bif- reiðarinnar yrðu skráðir við trygginguna. Allir voru aðalstefndu ófjárráða, er þeir eignuðust bifreiðina, og einnig þegar þeir at- burðir gerðust, er mál þetta er risið af og nú verður lýst. En ekki hefur því verið haldið fram, að kaupin á bifreiðinni hafi gengið fyrir sig án samþykkis lögráðamanna, og enginn hinna aðalstefndu hefur sett fram varnarástæður eða haft uppi kröfur, hvorki í þessu máli né í hinu fyrra, er reistar voru á fjárræðis- skorti þeirra. Hinn 18. maí 1958, um kl. 23.15, ók meðstefndi Magnús Gísla- son bifreið þeirra félaga upp Heiðaveg í Vestmannaeyjum. Í framsæti hjá honum sat meðstefndi Kristján Egilsson, en í aftur- sæti voru tvær stúlkur og karlmaður. Rétt á undan fór bifreiðin V 170. Báðar voru bifreiðarnar á miklum hraða. Lögreglubif- reiðin V1 kom þá austan Hásteinsveg, og er hún kom inn á satnamótin, þar sem Hásteinsvegur og Heiðavegur skerast, varð bifreiðarstjórinn var við V 170. Snarhemlaði hann þá bifreið- ina, en V170 hægði ekki ferðina, heldur þaut áfram um meter framan við lögreglubifreiðina. Er V170 var kominn fram hjá, gaf bifreiðarstjórinn á lögreglubifreiðinni upp fóthemlana og seig bifreiðin áfram. Í sama bili sá hann bifreið aðalstefndu, V 261, nálgast á mikilli ferð. Steig hann þá strax á fóthemlana og nam bifreiðin þegar staðar. Í sömu andrá lenti V 261 á lög- reglubifreiðinni hægra megin að framan. V 261 hélt þó áfram ferð sinni, enda sagði meðstefndi, að fát hefði komið á sig við ákeyrsluna og hafi hann stigið á benzíngjöfina, í stað þess að stíga á fóthemlana. Fór bifreiðin í stórum sveigum og með ofsahraða suður Heiðaveginn og sveigði að lokum til vinstri og rakst á steinvegg fyrir framan húsið Heiðaveg 27, braut 423 hann og nam þar staðar. Snéri hún þá í norðaustur eða allt að því til sömu áttar, sem hún kom úr. Kvaðst meðstefndi enn hafa stigið á benzíngjöfina, er bifreiðin nam staðar við stein- vegginn, Opinber rannsókn var haldin út af ákeyrslunni og akstri með- stefnda. Hann kvaðst ekki hafa komið auga á lögreglubifreiðina, fyrr en hann ók á hana og hafi honum því ekki gefizt tóm til að hemla. Hann kvaðst þá hafa verið á 30 mílna hraða, en síðan hafi hraðinn aukizt. Á líka lund var framburður þeirra, er með honum voru í bifreiðinni. Önnur vitni, er voru áhorf- endur að ákeyrslunni, töldu hins vegar, að hraðinn hefði verið miklu meiri, og sum þeirra gerðu ráð fyrir, að hraðinn hefði ekki verið undir 80—90 km, miðað við klukkustund. Ökumað- urinn á V 170 kvað þá meðstefnda hafa verið í eltingaleik og hefði meðstefndi verið að reyna að ná honum. Þessu var and- mælt af meðstefnda. Að lokinni rannsókn var höfðað opinbert mál gegn honum og með dómi, uppkveðnum 9. nóvember 1959, var hann fundinn sekur um of hraðan og ógætilegan akstur og dæmdur í 2000 kr. sekt fyrir brot á bifreiðalögum og umferðarlögum og sviptur ökuréttindum í 2 mánuði. Bifreið aðalstefndu, V 261, skemmdist mikið við árekstrana og sérstaklega við ákeyrsluna á steinvegginn. Einnig varð lögreglubifreiðin fyrir talsverðum skemmdum. Um aðalsök. Bifreið aðalstefndu var í ábyrgðartryggingu hjá aðalstefnanda og varð hann að greiða bætur fyrir tjón, sem hlauzt af akstri bifreiðarinnar í umrætt sinn. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum greiddi hann af þessum sökum eftirfarandi fjárhæðir: 1. Skemmdir á lögreglubifreiðinni V1 samkvæmt viðgerðarreikningum .............00.00.0.... kr. 11.018.75 2. Skemmdir á steinvegg við Heiðaveg 27 sam- kvæmt mati — 2.485.00 3. Kostnaður við mat ...........0.0000. 00... — 250.00 Kr. 13.753.75 Aðalstefnandi telur, að ökumaður bifreiðarinnar, meðstefndi Magnús Gíslason, hafi valdið tjóninu með stórkostlegu gáleysi. Beri honum því svo og sameigendum hans að bifreiðinni, með- stefndu í máli þessu, að endurgreiða þær fjárhæðir, sem aðal- stefnandi innti af hendi. Vitnar hann í því sambandi til vá- tryggingaskilyrða tryggingaskírteinis svo og 25. gr. laga nr. 424 20/1954, 36. gr. bifreiðalaga nr. 23/1941, sbr. nú umferðarlög nr. 26/1958, svo og auglýsingar Samgöngumálaráðuneytisins frá 25/10 1929. Ennfremur kveður hann aðalstefndu skulda vegna bifreiðarinnar iðgjald af ábyrgðartryggingu fyrir tímabilið 1. maí 1958 til 1. maí 1959, er nemi kr. 880.00. Nefndar fjárhæðir, kr. 13.753.75 og kr. 880.00, eða alls kr. 14.633.75, eru stefnu- kröfur málsins. Aðalstefndu viðurkenna, að iðgjald af ábyrgðartryggingu, kr. 880.00, sé ógreitt, og það sé þeim skylt að greiða. Öðru máli gegni um hinar kröfur aðalstefnanda. Telja þeir, að um endur- kröfurétt tryggingarfélags á hendur eigendum bifreiðar geti ekki verið að ræða, nema því aðeins að allir eigendurnir séu valdir að tjóninu. Af þeirri ástæðu sé engin heimild til að krefja alla brjá meðeigendur að bifreiðinni um endurgreiðslu, þar eð aðeins einn þeirra, stefndi Magnús Gíslason, hafi ekið bifreiðinni og borið ábyrgð á akstri hennar. Ef um endurkröfurétt væri að ræða, ætti að beina þeirri kröfu eingöngu að honum. En því væri heldur ekki til að dreifa, að stefnandi ætti endurkröfurétt á hendur Magnúsi Gíslassyni, þar eð akstri hans hafi ekki verið þann veg háttað, að það skapi rétt til endurkröfu. Hann hafi ekki átt sök á árekstrinum við lögreglubifreiðina nema að litlu leyti. Aðalsökin hafi verið hjá ökumanni þeirrar bifreiðar, sem hafi ekið af stað á fjölförnum krossgötum, án þess að ganga úr skugga um, að hætta stafi af umferð og án þess að hafa tilskilin ljós uppi. Réttarrannsóknin út af ákeyrslunni gefur ekki heimild til að álykta, að sökin hafi legið hjá ökumanni lögreglubifreiðarinnar. Bifreiðin hafði verið hemluð, og rannsóknin benti til, að hún hefði staðið kyrr, er ákeyrslan átti sér stað. Veður var bjart, en farið að bregða birtu og höfðu stöðuljós bifreiðarinnar verið tendruð, eftir því sem ökumaðurinn sagði, og var þeirri frásögn ekki hnekkt með vitnisburðum annarra, þótt framburðir með- stefndu Magnúsar og Kristjáns og eins farþega þeirra hafi gengið í aðra átt. Ökumaður lögreglubifreiðarinnar sætti engri áminningu frá ákæruvaldsins hálfu fyrir akstur sinn í umrætt sinn, en þessu var öðruvísi farið um meðstefnda Magnús Gísla- son, sem var ákærður og dæmdur fyrir brot á 26. gr. 2., 4. mgr. og 27. gr. 1. mgr. bifreiðalaga nr. 23/1941 og 2. gr., á. gr. 3. mgr. og 7. gr. 1. mgr. umferðarlaga nr. 24/1941, sbr. tilsvar- andi ákvæði í umferðarlögum nr. 26/1958. Dóminum var ekki áfrýjað og ber að hafa hliðsjón af forsendum hans og niður- 425 stöðu við úrlausn þessa máls. Í dóminum er meðstefndi Magnús m. a. sakfelldur fyrir að aka með hröðum og tillitslausum akstri á lögreglubifreiðina, er hann hafði á vinstri hönd. Átti hann Þar af leiðandi sök á skemmdum, sem urðu á lögreglubifreið- inni við ákeyrsluna, og verður ekki fallizt á, með tilvísun til ofanritaðs, að um sök hafi einnig verið að ræða hjá ökumanni lögreglubifreiðarinnar, þannig að bótakröfur vegna skemmdanna hafi átt að sæta frádrætti af þeim sökum. Samkvæmt 9. gr. vátryggingarskilyrða í tryggingaskírteini bif- reiðarinnar getur stefnandi krafizt endurgreiðslu á tjónbótum „hjá vátryggingartaka eða öðrum vátryggðum, ef tjónið hefur orðið ...... af ásettu ráði eða sakir stórkostlegrar óvarkárni““. Og í 26. gr. 7. mgr. bifreiðalaga nr. 23/1941 er tryggingarfélagi veittur „endurbótakröfuréttur á hendur tryggingartaka, hafi hann valdið tjóninu af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi“. Endur- kröfuréttinum fylgir lögveð í bifreiðinni og er tryggingartaka bannað að kaupa tryggingu gegn endurkröfunni. Svipuð ákvæði eru Í 73. gr. núgildandi laga nr. 26/1958, er komu til fram- kvæmda 1. júlí 1958, en þó með þeirri breytingu, að þar er ekki minnzt á lögveð í bifreiðinni, og fram tekið, að vátrygg- ingarfélag hafi endurkröfurétt „á hendur hverjum þeim, sem valdið hefur slysi eða tjóni“ með ofangreindum hætti. Er ákeyrslan átti sér stað, sem mál þetta er risið af, voru allir hinir stefndu eigendur bifreiðarinnar og voru þar af leiðandi jafnframt aðiljar að hinni lögboðnu ábyrgðartryggingu. Verður ekki talið skipta neinu máli fyrir úrslit þessa máls, þótt ið- gjaldakvittun fyrir tryggingartímabilið, sem hófst 1. maí 1958, hafi einungis hljóðað á nafn stefnda Kristjáns Egilssonar. Gengið er frá kvittun þessari í Reykjavík á þeim tíma, er stefndi Krist- ján var einn skráður eigandi bifreiðarinnar. Líta verður því á alla hina stefndu sem tryggingartaka á þeim tíma, sem hér skiptir máli. Samkvæmt því sem áður segir um akstur stefnda Magn- úsar Gíslasonar og niðurstöður dómsins í máli ákæruvaldsins gegn honum, eru skilyrði fyrir endurkröfurétti, að því er hann varðar, fyrir hendi samkvæmt tryggingarskilmálum og ákvæð- um bifreiðarlaga. En endurkröfurétturinn nær lengra. Heimilt virðist að skýra tilvitnað ákvæði tryggingarskilmála svo og ákvæði gildandi laga meðal annars á þá leið, að endurkröfu- réttur sé fyrir hendi gegn öllum tryggingartökum sömu bif- reiðar eða öllum sameigendum sömu bifreiðar, ef einhver þeirra hefur valdið tjóni eða slysi með ásetningi eða stórkostlegu gá- 426 leysi. Með tilliti til þýðingar endurkröfuréttarins eða þess hlut- verks, sem hann á að gegna, og með hliðsjón af hinni víðtæku ábyrgð bifreiðaeigenda samkvæmt 35. gr. bifreiðalaga, nú 69. gr. umferðarlaga, þykir bera að leggja þann skilning til grund- vallar. Af því leiðir, að endurkröfuréttur verður viðurkenndur gegn öllum hinum stefndu. Samkvæmt þessu verða kröfur stefnanda í aðalsök að öllu leyti teknar til greina. Rétt þykir einnig að ákveða, að stefndu greiði stefnanda máls- kostnað, og verður hann ákveðinn í einu lagi fyrir aðalsök og gagnsök. Um gagnsök. Bifreið gagnstefnenda, V 261, var kaskótryggð hjá gagnstefnda, er slysið átti sér stað, sem að framan getur. Eins og þar segir, skemmdist bifreiðin mikið við ákeyrsluna á lögreglubifreiðina og sérstaklega við ákeyrsluna á steinvegginn hjá Heiðaveg 27. Segja gagnstefnendur, að kostnaður við viðgerð á skemmdun- um hafi numið kr. 32.142.00 og hafa lagt fram kvittaða reikn- inga fyrir svo að segja allri þeirri fjárhæð. Telja gegnstefn- endur, að gagnstefnda beri samkvæmt ákvæðum tryggingar- skírteinisins að greiða upphæðina, og er það stefnukrafa málsins. Gagnstefndi reisir kröfu sína um sýknu á sömu málsástæðum og fram koma frá hans hendi í aðalsök. Skemmdirnar á bif- reiðinni hafi hlotizt af vítaverðum akstri og hafi gagnstefnendur misst rétt til vátryggingarfjárins samkvæmt ákvæðum í trygg- ingarskírteini, er hafi stoð í lögum. Vitnaði hann í því sam- bandi til 18. gr. 2. mgr. laga nr. 20/1954 og 73. gr. umferðarlaga. Í 10. grein alið tryggingarskilmála í kaskótryggingarskírteini bifreiðarinnar er fram tekið, að skemmdir af ásettu ráði eða sakir stórkostlegrar óvarkárni séu undanþegnar ábyrgð gagn- stefnda. Ákvæði þetta er gilt að lögum gagnvart vátryggingar- tökum. Samkvæmt því, sem hér að framan er rakið varðandi akstur bifreiðarinnar, verður að telja, að skilyrði séu fyrir hendi til þess að beita þessu ákvæði og ekki sé ástæða til að dæma gagnstefnda til að greiða bætur að hluta samkvæmt heimild í 18. gr. 2. mgr. laga nr. 20/1954. Leiðir þetta til þess, að gagn- stefndi verður sýknaður að öllu leyti í gagnsök. Rétt þykir að ákveða, að í gagnsök og aðalsök skuli aðal- stefndu og gagnstefnendur greiða aðalstefnanda og gagnstefnda kr. 2.500.00 í málskostnað. 427 Dómsorð: Gagnstefndi, Sjóvátryggingarfélag Íslands h.f., skal vera sýkn af öllum kröfum gagnstefnenda, Magnúsar Gíslasonar, Kristjáns Egilssonar og Þorsteins Sigurðssonar, í gagnsök. Í aðalsök greiði aðalstefndu, Magnús Gíslason, Kristján Egilsson og Þorsteinn Sigurðsson in soliðum aðalstefnanda, Sjóvátryggingarfélagi Íslands h.f., kr. 14.633.75, ásamt 6% ársvöxtum frá 1. ágúst 1958 til 22. febrúar 1960, en frá þeim degi 10% ársvöxtum til 29. desember 1960, en 8% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Aðalstefndu og gagnstefnendur greiði aðalstefnanda og gagnstefnda kr. 2.500.00 í málskostnað. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá birtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 19. júni 1963. Nr. 180/1962. A (Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl.) segn B (Egill Sigurgeirsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Barnsfaðernismál. Dómur Hæstaréttar. Afrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 11. desember 1962. Krefst hann þess aðallega, að hann verði sýknaður af kröfum stefndu í máli þessu og að honum verði dæmdur málskostnaður úr hendi hennar í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann þess, að hann verði aðeins dæmdur meðlagsskyldur með sveinbarni hennar, fæddu 1. júní 1960 og að málskostnaður verði felldur nið- ur í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefnda, sem fengið hefur gjafvörn í máli þessu fyrir Hæstarétti, krefst þess aðallega, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og henni dæmdur málskostnaður fyrir Hæstarétti, 428 eins og málið væri ekki gjafvarnarmál, en til vara, að henni verði dæmdur fyllingareiður og að um málskostnað fari, eins og segir í aðalkröfunni. Áfrýjandi hefur kannazt við að hafa haft samfarir við stefndu á tíma, sem upplýst er, að gat verið getnaðartími sveinbarns þess, sem hún ól 1. júní 1960. Stefnda hefur hins vegar staðfasllega neitað því að hafa haft samfarir við nokkurn annan karlmann en áfrýjanda á mögulegum getn- aðartíma barnsins, og hefur þessari staðhæfingu hennar ekki verið hnekkt. Blóðrannsókn sú, er fram fór, útilokar ekki áfrýjanda frá því að vera faðir barnsins. Ber því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm að öðru leyti en því, að um málskostnað fer, svo sem síðar greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður að öðru leyti en því, að málssóknarlaun skipaðs talsmanns stefndu fyrir héraðsdómi, Loga Einarssonar héraðs- dómslögmanns, ákveðast kr. 2500.00, og laun skipaðs talsmanns stefndu fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, Egils hæstaréttarlögmanns #Sigurgeirssonar, samtals kr. 6000.00, greiðist úr rikissjóði. Áfrýjandi, A, greiði kr. 8600.00 í málskostnað, sem renni í rikissjóð. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Akraness 11. október 1962. Hinn 1. júní 1960 ól sóknaraðili, B, ógift stúlka, óskilgetið sveinbarn, sem samkvæmt vottorði Þuríðar Guðnadóttur ljós- móður, Akranesi, var við fæðingu fullburða, heilbrigt og rétt skapað, 4000 gr á þyngd og 53 cm að lengd. Föður barnsins hefur sóknaraðili lýst A, en hann hefur ekki viljað kannast við faðernið. Hefur sóknaraðili því höfðað mál þetta gegn honum og kraf- izt þess, að hann verði dæmdur faðir barnsins, skyldaður til að 429 greiða meðlag með því frá fæðingu þess til fullnaðs 16 ára ald- urs þess, fæðingarstyrk og tryggingargjald hennar fyrir árið 1960 samkvæmt yfirvaldsúrskurði. Þá er af hálfu sóknaraðilja krafizt málskostnaðar að mati réttarins, svo sem málið væri eigi gjafsóknarmál. Er sérstaklega krafizt málsóknarlauna til handa Loga Einarssyni hdl., sem var talsmaður sóknaraðilja í málinu framan af. Til vara hefur sóknaraðili krafizt fyllingareiðs. Varnaraðili hefur krafizt sýknu og málskostnaðar að mati réttarins, þar með talin hæfileg málsvarnarlaun til talsmanns hans, Guðmundar Ingva Sigurðssonar. Sóknaraðili hefur skýrt svo frá, að hún hafi fyrst kynnzt varnaraðilja í ágústmánuði 1959. Seint í þeim mánuði kveðst sóknaraðili eitt sinn hafa farið með varnaraðilja heim til hans þá komið fram yfir miðnætti. Segir sóknaraðili, að þau hafi þá haft samfarir saman í herbergi varnaraðilja og telur hún, að samfarirnar hafi verið fullkomnar, enda hafi hvorugt þeirra haft verjur. Ekki hefur hún getað gert nánari grein fyrir því, hvaða dag eða sólarhring mánaðarins þau höfðu þessar sam- farir, en telur, að það hafi verið í miðri viku, en ekki á laugar- eða sunnudegi. Kvaðst hún hafa vitað, að varnaraðili var þá 19 ára gamall, en 20 ára varð hann í næsta mánuði, 2. september. Sóknaraðili kveðst hafa sagt varnaraðilja frá því í febrúar- mánuði 1960, að hún gengi með barn hans og hafi hann þá ekki mótmælt því, heldur brugðizt vel við og sagt að hún skyldi engar áhyggjur hafa af því og myndi hann ekki bregðast skyld- um sínum í því efni. Varnaraðili hefur skýrt svo frá, að laugardaginn 3. október 1959 hafi hann farið á dansleik að Logalandi í Reykholtsdal. Á dansleik þessum var einnig sóknaraðili. Að dansleiknum lokn- um, eftir að þau voru aftur komin til bæjarins, fylgdist hún með varnaraðilja heim til hans að — — — — og fór inn með honum. Var þá komið nokkuð fram yfir miðnætti. Segir varnar- aðili, að þar hafi þau haft samfarir í herbergi hans á neðri hæð hússins. Segir hann, að samfarirnar hafi verið fullkomnar Þannig, að hvorugt þeirra notaði getnaðarverjur og kveðst hann ekki hafa gætt neinnar varúðar við samfarirnar að öðru leyti. Fullyrðir varnaraðili, að þau hafi aðeins haft samfarir í þetta eina skipti, en hvorki fyrr né síðar. Kveðst hann muna örugg- lega tímann, sem samfarirnar áttu sér stað, því að kunningjar hans af Akranesi hafi rétt verið farnir suður í vélstjóraskól- 430 ann, en hann byrjaði 1. október. Þá kveðst varnaraðili hafa verið fjarverandi úr bænum í sumarfríi frá föstudagskvöldi 21. ágúst 1959 ásamt H og kærustu hans, S, og hafi þau verið fjar- verandi úr bænum í rétta viku. Næsta dag eftir að þau komu heim kveðst varnaraðili hafa farið í bíl sínum inn í Hvalfjörð með H, og voru þeir þar fram á nótt aðfaranótt sunnudags 30. ágúst. Varnaraðili telur útilokað, að hann geti verið faðir um- rædds barns, þar sem það er fætt fullburða samkvæmt vott- orði ljósmóður, en meðgöngutíminn tæpir 8 mánuðir, miðað við getnað 4. október 1959. s Við samprófun í réttarhaldi þann 27 júlí héldu báðir aðiljar fast við fyrri framburð um það, hvenær samfarirnar höfðu átt sér stað. Hins vegar voru þau sammála um, að þau hefðu að- eins einu sinni haft samfarir saman. Fullyrti þá varnaraðili, að hann hafi farið í sumarfrí sitt 20. ágúst 1959, en eigi að kvöldi 21. ágúst. Sóknaraðili hélt fast við þann framburð sinn, að samfarirnar hafi átt sér stað „seint í ágústmánuði“ 1959, og taldi hún tíma- ákvörðun þessa ná yfir tímann frá 20. til loka mánaðarins. Vararaðili viðurkenndi, að sóknaraðili hafi seint í janúar eða febrúar 1960 skýrt frá því, að hún væri ófrísk og að hann væri faðir barns þess, er hún gengi með. Kveðst varnaraðili þá hafa sagt, að hann mundi ekki bregðast skyldu sinni, ef hann ætti barnið. Telur hann, að sóknaraðili hafi sagt í þetta skipti, að hún væri búin að ganga með í tæpa þrjá mánuði. Telur sóknar- aðili, að varnaraðili hafi spurt um þetta, en kannast ekki við, að hún tjáði sig um það. Allmargt vitna hefur borið, að aðiljar málsins hafi verið stödd á áðurnefndum dansleik að Logalandi í Reykholtsdal laug- ardagskvöldið 3. október 1959. Komu vitni þessi fyrir dóm þann 7. september 1960. Aðalsteinn Aðalsteinsson verzlunarmaður, Sunnubraut 15, Akranesi, kvaðst hafa verið staddur á dansleik að Logalandi í Reykholtsdal laugardagskvöldið 3. október 1959,0og hafi þau sóknaraðili og varnaraðili bæði verið stödd þar. Sagði vitnið, að þau hafi farið heim af dansleiknum í sama bílnum og virtist vitninu fara vel á með þeim. Sýndi vitnið réttinum dagbók sína, þar sem bókað er um ferð þess að Logalandi í umrætt sinn og að það hafi séð sóknaraðilja og varnaraðilja þar. Vitnið H — — — —, kveðst hafa verið statt á umræddum dansleik að Logalandi laugardagskvölidið 3. október 1959. Taldi 431 vitnið, að hann hafi séð bæði sóknaraðilja og varnaraðilja á dansleiknum. Minntist vitnið þess, að varnaraðili hafi komið Þar inn í bíl vitnisins og þá haft orð á því, að hann ætlaði að „Vera með“ sóknaraðilja. Síðar lét varnaraðili þau orð falla við vitnið, að hann hefði „verið með“ sóknaraðilja um nóttina eftir áðurnefndan dansleik að Logalandi í Reykholtsdal laugar- dagskvöldið 3. október 1959. Í réttarhaldi þann 17. desember segir þó vitnið, að það muni ekki örugglega, hvort það sá sóknar- aðilja á téðum dansleik. Kveðst vitnið muna það fyrir víst, að téður dansleikur var laugardagskvöldið 3. október 1959. Vitnið Georg Einarsson netagerðarmaður, Melteig 16B, Akranesi, kvaðst hafa verið á dansleik að Logalandi í Reykholtsdal laugardags- kvöldið 3. október 1959. Kvaðst vitnið hafa séð sóknaraðilja og varnaraðilja þar. Sá það, að þau dönsuðu að minnsta kosti einu sinni saman „vangadans“ á téðum dansleik. Kvaðst vitnið hafa orðið þeim samferða til Akraness af dansleiknum. Komu þau við að Hömrum í Reykholtsdal. Fóru þeir þar inn, vitnið og bifreiðarstjórinn, en sóknaraðili og varnaraðili urðu eftir ein í bifreiðinni. Er til Akraness kom, minnir vitnið, að þau hafi farið út úr bifreiðinni bæði við verzlunina Andvara á Kirkjubraut. Vitnið Guðlaugur Ketilsson vélstjóri, Kirkjubraut 6, Akranesi, kveðst hafa verið á dansleik að Logalandi, Reykholtsdal, og telur, að það hafi örugglega verið þann 3. október 1959. Sá vitnið varnaraðilja þar, en ekki mundi það, hvort sóknaraðili var þar einnig Vitnið Guðmundur Sigurjónsson prentari, Kirkjubraut 6, Akra- nesi, kveðst hafa verið statt á dansleik að Logalandi laugar- dagskvöldið í byrjun októbermánaðar 1959, og sá vitnið þar bæði sóknaraðilja og varnaraðilja. Viðhafði varnaraðili þá þau orð við vitnið, að hann ætlaði að „reyna við“ sóknaraðilja. Næsta dag spurði vitnið varnaraðilja nánar út í þetta, og sagði varnar- aðili þá, að hann hafi verið með sóknaraðilja nóttina áður. Gagnvart þessum vitnaframburði og fullyrðingu varnaraðilja um meint samskipti þeirra á téðum dansleik hefur sóknaraðili fullyrt, að hún hafi alls ekki verið á þessum tiltekna dans- leik að Logalandi og á því tímabili stödd í Ólafsvík á Snæ- fellsnesi. Hefur hún haldið því fram, að hún hafi farið frá Ólafs- vík 5. október í áælunarbíl með viðkomu í Borgarnesi. Ætlaði hún að heimsækja þar G, en hún var þá ekki heima. Lagði sóknaraðili fram vottorð af því tilefni þess efnis, að hún hafi verið stödd í Ólafsvík frá 30. september til 7. október 1959. 432 Er það vottorð undirritað 20. ágúst 1960 af R — — — — og XK — — — —. Komu þær fyrir dóm 28. október 1960. Vitnið X kveðst hafa verið á heimili móður sinnar á Akranesi, J, — — — —, dagana 3.—5. október 1959. Segir hún, að sóknaraðili hafi þá eigi verið þar og var vitninu sagt, að sóknaraðili væri stödd í Ólafsvík. Gat vitnið eigi borið frekar um dvöl sóknar- aðilja í Ólafsvík. Vitnið R reyndist ekki vita neitt um dvöl sóknaraðilja í Ólafs- vík. Hafði vitnið heyrt móður sína, X, hafa orð á því, eftir að hún kom frá Akranesi í byrjun októbermánaðar 1959, að sókn- araðili hafi þá ekki verið heima, heldur vestur í Ólafsvík eða einhversstaðar fyrir vestan. Þann 23. nóvember mætti fyrir dómi Þ — — ——. Upplýsti vitnið, að það hafi verið um skeið í Borgarnesi haustið 1959 hjá móður sinni, G. Minnist vitnið þess, að mánudaginn næstan á undan 10. október um haustið (5. október) hafi tvær stúlkur komið heim til móður vitnisins og spurðu eftir henni, en hún var þá ekki heima. Er vitnið fór að spyrjast fyrir um það hjá bróður sínum, hverjar þessar stúlkur mundu hafa verið, gizk- aði hann á, að þarna gæti sóknaraðili hafa verið á ferð, en sóknaraðili er kunnug fólki vitnisins í Borgarnesi. Vitnið 2 — — — —, er mætti fyrir dómi þann 17. desem- ber 1960, kvaðst minnast þess, að það hafi farið til Ólafsvíkur með sóknaraðilja síðast í september 1959. Í Ólafsvík dvöldu þær til mánudagsins 5. október, að sögn vitnisins, fóru þá með áætlunarbíl og höfðu viðkomu í Borgarnesi. Þar fór vitnið með sóknaraðilja í heimsókn til einhverrar konu, sem sóknaraðili þekkti, en hún reyndist þá ekki vera heima. Næstu nótt gistu þær stöllur að Höfn í Mela- og Leirárhreppi, en daginn eftir fór sóknaraðili til Akraness. Vitnið upplýsir, að meðan þær dvöldu í Ólafsvík, hafi þær búið í herbergi Guðmundar Geirssonar — — —. Sagði vitnið, að meðan þær dvöldu í Ólafsvík hafi þær einu sinni farið út á Sand, en alls ekki á dansleik að Logalandi eða í Borgarfirði. Meðan vitnið og sóknaraðili voru saman í Ólfsvík, skildu þær aldrei og sváfu í sama rúmi og brást það aldrei. Guðmundur Geirsson sjómaður, Laugarbraut 9, Akranesi, mætti í máli þessu sem vitni 12. apríl 1961. Kvaðst vitnið minnast þess, að sóknaraðili og áðurnefnd 2 — — hafi komið til Ólafsvíkur um haustið 1959 „um réttirnar“ eða „Í réttavikunni“, að vitnið minnti, en vitnið dvaldi þá í Ólafs- 433 vík. Ekki mundi vitnið Örugglega, hvaða daga þær dvöldu í Ólafsvík, en taldi hins vegar öruggt, að þær hafi ekki haft þar viðdvöl nema eina eða tvær nætur. Taldi vitnið sig vita þetta, af því að það lánaði þeim herbergi sitt, á meðan þær dvöldu í Ólafsvík í umrætt sinn, þar sem þær hafi ekki haft í önnur hús að venda. Sjálft kvaðst vitnið á meðan hafa sofið um borð í báti sínum, Baldri, AK 115. Herbergið, sem vitnið lánaði sóknar- aðilja og Z, sagði vitnið vera í húsi Leós Guðbrandssonar. Vitn- ið minnist þess, að það hafi leyft sóknaraðilja að taka út skó í verzlun í Ólafsvík, meðan á dvöl hennar stóð þar, á nafn báts þess, Baldurs, AK 115, og taldi, að það hafi verið daginn eftir að sóknaraðili kom til Ólafsvíkur. Sýndi hann í réttinum kvitt- un, dags. 26/9 1959, fyrir móttöku á kr. 211.00 frá Kaupfélag- inu Dagsbrún, Ólafsvík, til Theódórs Guðmundssonar, en undir- ritaða af sóknaraðilja, sbr. dskj. nr. 17. Vitnið taldi útilokað, að sóknaraðili hafi dvalið í Ólafsvík til 5. október. Miðað við dagsetningu nefndrar kvittunar taldi vitnið, að sóknaraðili hafi farið frá Ólafsvík bann 27. september 1959. Taldi það öruggt, að sóknaraðili hafi eigi dvalið lengur í Ólafsvík en þessa tvo daga, og eigi haft þar annan næturstað en herbergi vitnisins. Vitnið Leó Guðbrandsson, Brautarholti 4, Ólafsvík, mætti fyrir rétti í máli þessu 9. maí 1961. Fullyrti vitnið, að tvær stúlkur hafi fengið að dveljast í húsi hans haustið 1959 sam- kvæmt beiðni Guðmundar Geirssonar. Var það á réttardaginn um haustið, sem þær komu, og fullyrti vitnið, að þær hefðu eigi dvalizt lengur í húsi hans en tvær nætur. Vitnið Maríus Theódór Guðmundsson, Ólafsvík, mætti í máli þessu 25. maí 1961. Vitnið kvaðst minnast þess, að hann hafi haustið 1959 sótt tvær stúlkur, Z og sóknaraðilja, þar sem þær voru staddar á Fróðárheiði. Ekki mundi vitnið, hvenær hausts- ins þær dvöldust í Ólafsvík, en á öðrum degi fékk hann sím- skeyti heiman frá sóknaraðilja þess efnis, að stúlkurnar ættu að fara heim strax. Fullyrti vitnið, að þær hafi eigi dvalið lengur í Ólafsvík en tvo daga. Að lokinni dvöl þeirra í Ólafs- vík ók vitnið þeim að Vegamótum í Miklaholtshreppi. Svo sem áður greinir, hefur varnaraðili haldið því fram, að hann hafi farið í ferðalag þann 20. ágúst 1959 með þeim H, sem áður er nefndur, og unnustu hans, S— ——. Vitnið H hefur staðfest þann framburð varnaraðilja. Þó segir það, að þau hafi farið aðfaranótt 21. ágúst í ferðalagið og komið 28 434 aftur aðfaranótt 29. ágúst sama ár. Mundi vitnið ekki fyrir víst, hvort það var hinn 29. ágúst, að þeir, hann og varnaraðili, fóru inn í Hvalfjörð, sem hann taldi þó líklegra, eða helgina þar á eftir. Sagði hann, að þeir hafi dvalið þar fram á aðfara- nótt sunnudagsins 30. ágúst. S telur, að þau hafi lagt af stað í sumarfríið norður á land seinni hluta dags á föstudag um 20. ágúst. Hafi þau verið viku í ferðalaginu og komið aftur aðfaranótt laugardags 29. ágúst. Taldi vitnið sér vera kunnugt um það, að H fór morguninn eftir inn í Hvalfjörð og kom þaðan aftur um kvöldið. Sóknaraðili hefur stöðugt haldið því fram, að samfarir hennar og varnaraðilja hafi átt sér stað seinni hluta ágústmánaðar 1959. Hún hefur ávallt andmælt því, að hún hafi verið á dansleik að Logalandi í Reykholtsdal laugardagskvöldið 3. október 1959. Hins vegar hefur hún viðurkennt að hafa verið á dansleik þar einu sinni einhvern tíma um haustið 1959 og hitt þá varnar- aðilja og orðið honum samferða heim, en þá hafi þau ekki haft samfarir saman. Varnaraðili hefur haldið því fram, að sóknaraðili hafi haft samfarir við fleiri karlmenn, sem gætu verið hugsanlegir feður barnsins, en sóknaraðili hefur algerlega synjað fyrir það að hafa haft mök við nokkurn annan mann en varnaraðilja á mögu- legum getnaðartíma barnsins. Er ekkert fram komið í málinu, sem styður þessa fullyrðingu varnaraðilja. Sóknaraðili hefur fullyrt, að hún hafi síðast haft á klæðum fyrir barnsburðinn um miðjan ágústmánuð. Leitað var álits Torfa Bjarnasonar héraðslæknis um það, hvort mögulegt væri, að barnið gæti verið getið við samfarir máls- aðilja, sem átt hafi sér stað 4. október 1959, miðað við að byggt sé á umsögn sóknaraðilja um klæðaföll hennar. Í álitsgerð læknisins, dags. 3. október 1961, segir svo! „Tíðir kvenna geta fallið niður af ýmsum ástæðum öðrum en þeim að konan verði barnshafandi svo sem við veikindi eða við breyttar aðstæður. Egglos verður venjulega 7—14 dögum eftir að tíðir byrja, en getur þó orðið á öðrum tímum og getur einnig orðið, þó tíðir falli niður.“ Ef gert væri ráð fyrir, að tíðir hefðu fallið niður hjá máls- aðilja eftir miðjan ágúst 1959, vegna þess að hún var barns- hafandi, ætti getnaður að hafa orðið 22. til 29. ágúst, miðað við, að egglos hafi verið á þeim tíma, sem algengast er. Barn, 435 sem getið er á þessum tíma, myndi eftir venjulegum (eðlileg- an) meðgöngutíma fæðast í síðustu viku maí 1960. Áður hafði verið leitað álits héraðslæknis um það almennt, hvort barnið, sem fætt er 1. júní 1960, geti verið ávöxtur sam- fara aðilja, sem átt hafi sér stað aðfaranótt 4. október 1959. Í vottorði læknisins, dags. 9. september 1960, segir svo: „Venjulegur meðgöngutími fullburða barns er talinn vera 271 dagur með 11 daga misvísun til eða frá. Meðgöngutími fullburða barns getur þó verið mjög misjafnlega langur, eða frá 240—-320 dagar. Barn það, er hér um ræðir, er samkvæmt vottorði ljós- móður fullburða fætt og bendir lengd þess og þyngd til þess að ekki hafi vantað þar á. (Barnið var 53 em langt og vó 4000 gr). Þar sem barnið er fætt 1. júní 1960, er samkvæmt framan- sögðu mögulegur getnaðartími þess frá 16. júlí—5. október 1959. En sennilegasti getnaðartími, miðað við meðalmeðgöngutíma og fullburða barn, væri frá 24. ágúst—15. september. Það verður því að teljast möguleiki á, að barn það, er hér um ræðir, sé ávöxtur samfara, sem átt hafa sér stað aðfara- nótt 4. október 1959, en með tilliti til þroska barnsins við fæð- ingu er það að mínu áliti ósennilegt.“ Óskað var álitsgerðar læknaráðs varðandi mál þetta um eftir- farandi atriði: „1. Hver er meðgöngutími fullburða barns? 2. Var umrætt barn fullburða? 3. Hver er sennilegasti getnaðartími barnsins? d. Getur barn það, sem sóknaraðili ól í júní 1960, verið ávöxt- ur samfara, sem átt hafa sér stað 4. október 1959?“ Niðurstaða úrskurðar læknaráðs var á þessa leið: „Ad. 1. Fullburða börn geta fæðzt eftir mjög mislangan með- göngutíma og má meta líkurnar um lengd meðgöngu- tíma nokkuð eftir stærð barnsins (sbr. svar við 3.). Ad. 2. Samkvæmt heimildum ljósmóður um lengd og þyngd barnsins hefur svo verið. Ad. 3. Sennilegast er, að barn með umræddum Þroskamerkj- um hafi ekki verið getið fyrr en um miðjan júlí og ekki síðar en síðari hluta september 1959. Ad. 4. Ólíklegt er, að svo sé, en ekki útilokað.“ Hinn 5. júlí 1960 voru blóðflokkar málsaðilja og barnsins rannsakaðir í Rannsóknarstofu Háskólans. Reyndust þeir vera: 436 Aðalflokkur Undirfl CD E c Sóknaraðili ............ Oo 4 — - Barnið ................ Oo 4 — - Varnaraðili ............ A, TH — - Samkvæmt þessari rannsókn er ekki unnt að útiloka varnar- aðilja frá faðerninu. Eins og fram er komið, er aðalvörn varnaraðilja, að barn það, er hér um ræðir, geti eigi verið ávöxtur samfara aðilja aðfara- nótt 4. október 1959. Í annan stað hefur varnaraðili sýnt fram á, að hann hafi verið fjarverandi frá Akranesi mestan hluta þess tímabils, sem sóknaraðili telur, að samfarirnar hafi átt sér stað, þ. e. frá 20. ágúst 1959 til loka þess mánaðar. Þá fær sú fullyrðing sóknaraðilja, að hún hafi dvalið í Ólafsvík nokkra daga til 5. október 1959 vart staðizt og öll líkindi benda til þess, að hún hafi verið stödd á margnefndum dansleik að Logalandi í Reykholtsdal þann 3. október 1959 og hitt þar varnnaraðilja. Rétturinn lítur þó svo á, að það sé hér þyngst á metunum og afgerandi, að aðiljar eru á einu máli um það, að þau hafi haft á mögulegum getnaðartíma barnsins fullkomnar samfarir. Blóð- rannsókn útilokar eigi varnaraðilja frá faðerninu og eigi það heldur, þótt byggt sé á fullyrðingu hans um, hvenær samfar- irnar hafi átt sér stað. Sóknaraðili hefur staðfastlega haldið því fram, að enginn annar en varnaraðili geti komið til greina sem faðir barnsins, og ekkert er fram komið í málinu, sem styður fullyrðingar varnaraðilja um hið gagnstæða. Með skírskotun til þess, sem hér er rakið, ber að dæma varnaraðilja föður barns þess, er sóknaraðili ól hinn 1. júní 1960, og skal hann greiða meðlag með því frá fæðingu þess til fullnaðs 16 ára aldurs þess, fæðingarstyrk og tryggingariðgjald sóknaraðilja fyrir árið 1960, allt samkvæmt yfirvaldsúrskurði. Samkvæmt þessari niðurstöðu ber að dæma varnaraðilja til greiðslu alls málskostnaðar. Kostnaður, sem embættið hefur lagt út vegna máls þessa, nemur kr. 100.00. Logi Einarsson hdl. var talsmaður sóknaraðilja framan af málinu, og þykir þóknun hon- um til handa hæfilega ákveiðin kr. 1.500.00, en þóknun til Egils Sigurgeirssonar hrl. er var talsmaður sóknaraðilja síðan, þykja hæfilega ákveðin kr. 2.000.00, Samkvæmt 215. gr. laga nr. 85/ 1936 ber að leggja málssóknarlaun út af ríkisfé. Málskostnaður nemur því samtals kr. 3.600.00, sem varnaraðilja ber að greiða, og rennur hann til ríkissjóðs. Haraldur Jónasson, fulltrúi bæjarfógeta, kvað upp dóm þennan. 437 Dómsorð: Varnaraðili, A, skal teljast faðir að barni því, sem sóknar- aðili, B, ól 1. júní 1960. Skal varnaraðili greiða meðlag með barninu, fæðingarstyrk og tryggingariðgjald sóknar- aðilja fyrir árið 1960, allt samkvæmt yfirvaldsúrskurði. Málssóknarlaun til skipaðra talsmanna sóknaraðilja ákveð- ast kr. 1.500.00 til Loga Einarssonar hdl. og kr. 2.000.00 til Egils Sigurgeirssonar hrl. Varnaraðili greiði kr. 3.600.00 í málskostnað, er renni til ríkissjóðs. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 19. júní 1963. Nr. 170/1962. Steinunn Sveinsdóttir (Ólafur Þorgrímsson hrl.) gegn Skúla Sveinssyni (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.) Ágústu Ágústsdóttur, Guðmundi Ágústssyni og Pétri Snæland (enginn). og Skúli Sveinsson (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.) gegn Steinunni Sveinsdóttur (Ólafur Þorgrímsson hrl.), Ágústu Ágústsdóttur, Guðmundi Ágústssyni og Pétri Snæland (enginn). Dómendur: hæstaréttardómararnir Lárus Jóhannesson, Gizur Bergsteinsson. Jónatan Hallvarðsson og Þórður Eyólfsson og prófessor Theodór B. Líndal Erfðir. Ættleiðing. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Kristján Kristjánsson, borgarfógeti í Reykjavík, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Aðaláfrýjandi, Steinunn Sveinsdóttir, hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 30. nóvember 1962. Gerir hún þessar kröfur: 438 Aðalkröfur: A. Að ættleiðingin frá 18. apríl 1925 verði metin gild og hún talin eiga lögerfðarétt eftir kjörforeldra sína, hjónin Svein M. Hjartarson og Steinunni Sigurðar- dóttur. B. Að erfðaskrá greindra kjörforeldra hennar frá 25. maí 1923 verði aðeins metin gild um 74 hluta eigna þeirra, sem skipt verði milli bréferfingja, eins og erfðaskráin seg- ir til um. Varakröfur: A. Að um erfðir á búshelmingi Sveins M. Hjartarsonar fari eftir ákvæðum fyrrgreindrar erfðaskár. B. Að hún verði ein talin erfingi að % hlutum búshelm- ings Steinunnar Sigurðardóttur, en að % hluta greinds bús- helmings verði skipt eftir ákvæðum erfðaskrárinnar. Loks krefst aðaláfryjandi málskostnaðar úr hendi gagn- áfrýjanda, Skúla Sveinssonar, í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi, Skúli Sveinsson, hefur áfrýjað málinu með stefnu 28, desember 1962. Eru kröfur hans þessar: Aðalkröfur: A. Að við skipti á dánar- og félagsbúi hjón- anna Sveins M. Hjartarsonar og Steinunnar Sigurðardótt- ur verði viðurkenndur lögerfðaréttur hans eftir föður sinn, Svein, þannig að 3%4 hlutum af búshelmingi Sveins verði skipt að jöfnu milli hans og aðaláfrýjanda, Steinunnar Sveinsdóttur, og að gild verði metin erfðaskrá nefndra hjóna Írá 25. maí 1923, að því er tekur til ráðstöfunar á 14 hluta af búshelmingi Sveins. B. Að umrædd erfðaskrá verði metin gild við skipti á búshelmingi Steinunnar Sigurðardóttur, að því er varðar ráðstöfun á % hluta búhelmingsins. Varakrafa: Að hinn áfrýjaði úrskurður verði staðfestur, að undanteknu málskostnaðarákvæði hans. Þrautavarakröfur: A. Að greind erfðaskrá verði metin gild, að því er tekur til ráðstöfunar Sveins M. Hjartarson- ar á búshelmingi sínum. B. Að erfðaskráin verði einnig metin gild, að því er tekur til ráðstöfunar á % hluta búshelmings Steinunnar Sigurðardóttur. Þá krefst sagnáfrýjandi og málskostnaðar í héraði og 439 fyrir Hæstarétti úr hendi aðaláfrýjanda, ef einhver af fram- angreindum kröfum hans verður tekin til greina. Hin stefndu, Ágústa Ágústsdóttir, Guðmundur Ágústsson og Pétur Snæland, lýstu yfir því í héraði, að þau mundu ekki láta málið til sín taka. Þau hafa ekki komið fyrir Hæstarétt og enginn af þeirra hendi, þó að þeim hafi verið löglega stefnt. Verður málið dæmt, að því er þau varðar, eftir framlögðum skilríkjum. Lögð hafa verið fram ný skjöl í Hæstarétti. Í hinum áfrýjaða úrskurði er málavöxtum lýst, og er þar m. a. tekin upp í heild erfðaskrá sú, sem í málinu greinir, og svo þau atriði ættleiðingarbréfsins, sem máli skipta. Í ættleiðingarbréfinu, dags. 18. april 1925, er réttur hjón- anna Sveins og Steinunnar til að ráðstafa eignum sinum með erfðaskrá látinn haldast óskertur, þrátt fyrir ættleið- inguna, og var það heimilt að lögum þeim, sem þá giltu, sbr. konungsúrskurði 13. desember 1815 og 23. desember 1864. Verður þetta ákvæði ættleiðingarbréfsins ekki skýrt svo þröngt, að það taki aðeins til síðari erfðaráðstafana. Er þá athugunarefni, hvort í ættleiðingargerningnum felist afturköllun á ákvæðum erfðaskrárinnar að öllu eða ein- hverju leyti. Þegar ættleiðingin fór fram, voru liðin tæp- lega tvö ár, frá því að erfðaskráin var gerð. Samkvæmt erfðaskránni skyldu arf taka að jöfnu eftir lát beggja hjón- anna fjögur systrabörn Steinunnar Sigurðardóttur, sem öll voru í fóstri á heimili hjónanna, og svo gagnáfrýjandi, Skúli, sem Sveinn M. Hjartarson hafði eignazt árið 1905, áður en hann gekk í hjónaband, og viðurkennt faðerni að. Var Skúli öðru hvoru á heimili hjónanna frá þriggja ára aldri, en fluttist alfarinn til þeirra um tvítugsaldur. Stein- unni Sveinsdóttur tóku hjónin í fóstur, er hún var á öðru ári, en þá höfðu þau verið í hjónabandi um sex ára skeið, án þess að verða lifserfingja auðið. Hin fósturbörnin, Ágústu, Guðmund og Pétur, tóku þau nokkrum árum sið- ar, og er því lýst, að tilefni þess hafi verið erfiður fjár- hagur framfærenda barnanna. Voru fósturbörn þessi þá enn á barnsaldri. Ekkert bendir til þess, að hugarfar hjón- 440 anna til Skúla og fósturbarnanna Ágústu, Guðmundar og Péturs hafi breyzt börnunum í óhag á árunum 1923— 1925 né heldur síðar. Þrátt fyrir ættleiðinguna var erfðaskráin alla tíð varðveitt í sama umslagi og ættleiðingarbréfið. Erfða- skráin geymdi ýmis ákvæði, sbr. sérstaklega 5. og 6. gr. hennar, sem ætla má, að hjónin hefðu viljað kveða á um í nýjum gerningi, ef þau hefðu haft í huga að fella erfða- skrána úr gildi að meira eða minna leyti. Samkvæmt þvi, sem hér hefur verið rakið, verður ekki talið, að erfða- skráin hafi fallið úr gildi í heild eða að hluta, þegar ætt- leiðingin fór fram. Erfðaskráin frá 25. maí 1923 er sameiginleg og gagn- kvæm erfðaskrá hjónanna. Samkvæmt henni skyldi það hjónanna, er lengur lifði, erfa allar eigur þess, sem fyrr andaðist, en eftir lát þess, sem lengur lifði, skyldu eign- irnar renna til þeirra fimm nafngreindu aðilja, sem áður getur. Þegar Sveinn M. Hjartarson andaðist hinn 8. nóvem- ber 1944, tók ekkjan Steinunn við öllum arfi eftir hann, eins og hún hafði rétt til eftir erfðaskránni. Árið 1945 fékk hún leyfi skiptaráðanda til að sitja í óskiptu búi með kjör- dóttur sinni, Steinunni Sveinsdóttur, sem þá var ekki enn orðinn skylduerfingi hennar að lögum. En ekki raskar sú ráðstöfun hennar réttarstöðu annarra bréferfingja, með því að hún var bundin af erfðaákvörðunum Sveins M. Hjartar- sonar, að minnsta kosti að því er tók til hans búshelmings. Samkvæmt 18. og 20. gr. erfðalaga nr. 42/1949, sem gengu í gildi 1. júlí það ár, urðu kjörbörn skylduerfingjar kjör- foreldra að % hlutum arfs eftir þau. Rís þá spurning um, hvaða áhrif greind fyrirmæli erfðalaganna hafi haft á ákvæði erfðaskrárinnar. Það er ljóst, að við gildistöku erfða- laganna 1949 varð Steinunn Sveinsdóttir skylduerfingi kjör- móður sinnar, Steinunnar Sigurðardóttur. Á hún því sam- kvæmt hinum tilfærðu ákvæðum laganna rétt til 34 hluta af búshelmingi kjörmóður sinnar. Telja má að vísu, að arfur eftir Svein M. Hjartarson, að því er varðar aðra bréf- erfingja hans en eiginkonuna, hafi ekki fallið fyrr en við andlát Steinunnar Sigurðardóttur hinn 13. ágúst 1961, en 441 þar sem svo segir í 2. málsgr. 34. gr. laga nr. 42/1949, að hafi arfleiðandi andazt fyrir gildistöku laganna, skuli eldri lagaákvæði halda gildi um erfð eftir hann, þá er fyrir það girt, að Steinunn Sveinsdóttir hafi orðið skylduerfingi að búshelmingi hans. Um rétt hennar til arfs, að því er tekur til búshelmings Sveins og % hluta af búshelmingi Steinunnar kjörmóður hennar, fer samkvæmt framansögðu eftir ákvæðum erfðaskrárinnar. Með 2. og 20. gr. laga nr. 42/1949 var óskilgetnum börn- um, fæddum fyrir 27. október 1922, veittur erfðaréttur eftir föður, og þau gerð að skylduerfingjum hans. Reisir gagn- áfrýjandi, Skúli, aðalkröfu sina á því, að hann hafi við gildistöku nefndra laga orðið skylduerfingi föður sins, þar sem arfur eftir hann hafi ekki fallið fyrr en við andlát Steinunnar Sigurðardóttur. Með skírskotun til áðurgreindra ákvæða 2. málsgr. 34. gr. laga nr. 42/1949 er ekki unnt að fallast á kröfu þessa. Niðurstaða málsins verður samkvæmt framansögðu sú, að teknar verða til greina varakröfur aðaláfrýjanda og þrautavarakröfur gagnáfrýjanda, en kröfur þessar eru sama efnis. Skal búshelmingi Sveins M. Hjartarsonar og % hluta af búshelmingi Steinunnar Sigurðardóttur skipt í fimm jafna hluti milli erfingjanna Steinunnar Sveinsdóttur, Skúla Sveinssonar, Ágústu Ágústsdóttur, Guðmundar Ágústssonar og Péturs Snælands, en % hlutar af búshelmingi Stein- unnar Sigurðardóttur renni til Steinunnar Sveinsdóttur einnar. Eftir atvikum er rétt, að málskostnaður bæði í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Búshelmingi Sveins M. Hjartarsonar og % hluta af búshelmingi Steinunnar Sigurðardóttur skal skipt í fimm jafna hluti milli erfingjanna Steinunnar Sveins- dóttur, Skúla Sveinssonar, Ágústu Ágústdóttur, Guð- mundar Ágústssonar og Péturs Snælands, en % hlutar 442 af búshelmingi Steinunnar Sigurðardóttur renni til Steinunnar Sveinsdóttur einnar. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Sératkvæði Lárusar Jóhannessonar hæstaréttardómara. Um réttarkröfur og aðstöðu þeirra málsaðilja, sem ekki hafa mætt í Hæstarétti, vísast til atkvæðis meiri hluta dómenda. Svo sem segir í hinum áfrýjaða skiptaréttarúrskurði, sengu hjónin Sveinn M. Hjartarson bakarameistari, f. 16. apríl 1885, og kona hans, Steinunn Sigurðardóttir, f. 20. marz 1887, í hjónaband árið 1906. (Hjónavígsluleyfisbréf þeirra er út gefið 15. ágúst 1906). Eftir því sem upplýst er í málinu, var Steinunn þá barn- laus, en Sveinn hafði eignazt son utan hjónabands 28. nóv ember 1905. Er það gagnáfrýjandi máls þessa, Skúli Sveins- son lögregluþjónn. Ekki er upplýst í máli þessu, að Sveinn hafi skilgert þennan son sinn eða veitt honum önnur rétt- indi en þau, sem leiða af sameiginlegri arfleiðsluskrá hjón- anna frá 25. maí 1923, sem síðar getur. Hjónin Sveinn og Steinunn eignuðust ekki saman lifandi afkvæmi, Aðaláfrýjandi, sem er systurdóttir Steinunnar Sigurðar- dóttur, er fædd 1. febrúar 1911. Hún var tekin til fósturs af hjónunum Sveini og Steinunni, þegar hún var á 2. ári og var á vegum þeirra upp frá því. Gagnáfrýjandi, Skúli Sveinsson, segist „hafa hafzt að meira og minna leyti við á heimili Steinunnar og Sveins frá 3ja ára aldri, en ekki alveg flutzt þangað fyrr en hann var um tvítugt“. Guðmundur Ágústsson og Ágústa Ágústsdóttir, sem eru systkini aðaláfrýjanda Steinunnar, voru tekin til fósturs á heimili Sveins og Steinunnar, er móðir þeirra hafði látizt úr inflúenzunni 1918, og sama er að segja um Pétur Snæ- land, sem einnig var systursonur Steinunnar Sigurðardóttur. 445 Í arfleiðsluskránni frá 25. maí 1923 eru þau Steinunn, Ágústa, Guðmundur og Pétur talin fósturbörn hjónanna, en Skúli Sveinsson ekki. Hinn 25. maí 1923 gerðu hjónin Sveinn Hjartarson og Steinunn Sigurðardóttir arfleiðsluskrá þá, sem tekin er orð- rétt upp í hinn áfrýjaða skiptaréttarúrskurð og vísað hefur verið til hér að framan. Hinn 18. apríl 1925 er aftur á móti gefið út svohljóðandi leyfi „til að ættleiða stúlkuna Steinunni Ágústsdóttur“. „Vér Christian hinn tíundi o. s. frv. Gjörum kunnugt: Að þar sem hjónin Sveinn M. Hjartarson, bakarameistari í Reykjavík, og kona hans, Steinunn Sigurðardóttir, hafa þegnlega borið upp fyrir Oss, að það sé ósk þeirra, að systurdóttir konunnar og fósturdóttir þeirra, Steinunn Ágústsdóttir, dóttir hjónanna Ingigerðar Sigurðardóttur og Ágústs Guðmundssonar, f. á Ísafirði 1. febrúar 1911, megi skoðast sem þeirra eigið barn, viljum Vér samkvæmt þegn- legri umsókn og beiðni allramildilegast leyfa, að téð stúlku- barn megi í einu sem öllu skoðast sem skilgetin dóttir nefndra hjóna, Sveins M. Hjartarsonar og Steinunnar Sig- urðardóttur, að hún taki nafn Sveins Hjartarsonar fyrir föðurnafn og nefnist Steinunn Sveinsdóttir, að hún taki arf eftir þau hjón, sem væri hún skilgetin dóttir þeirra, þó þannig, að þetta Vort allrahæsta leyfisbréf sé eigi því til fyrirstöðu, að ættleiðendur ráðstafi eignum sinum með arf- leiðsluskrá, eins og þeim sýnist, né því, að það hjónanna, sem lengur lifir, sitji í óskiptu búi eftir hitt. Eins og þetta Vort allrahæsta leyfisbréf eigi veitir ætt- leiðingnum erfðarétt eftir ættmenni ættleiðenda, þannig missir og eigi ættleiðingurinn erfðarétt eftir ættmenni sín. Um ættleiðinguna ber ættleiðendum að láta rita athuga- semd í hlutaðeigandi kirkjubók ....“ Ekki hefur beiðni hjónanna Sveins og Steinunnar um ættleiðinguna fundizt í skjölum Dómsmálaráðuneytisins eftir því sem ráðuneytið skýrir frá í bréfum til lögmanns aðal- áfrýjanda, dags. 23. okt. 1962, en „jafnframt tekur ráðu- neytið fram, að í öllum ættleiðingarleyfisbréfum frá þeim 444 tíma er það ákvæði, að ættleiðendum sé heimilt þrátt fyrir ættleiðinguna að ráðstafa eignum sínum með erfðaskrá, eins og ættleiðingin hefði ekki átt sér stað, án tillits til þess hvort þess væri óskað í beiðninni.“ Með þessum ættleiðingargerningi var gerbreytt réttarstöðu hjónanna Sveins og Steinunnar hvors til annars og aðstöðu barnanna bæði gagnvart þeim og innbyrðis, þar sem einu barnanna er veitt sérstaða fram yfir hin með því að ætt- leiða það og veita því aðstöðu lögerfingja. Að vísu var opin leið fyrir ættleiðendurna til þess að breyta þessu aftur með erfðaskrárákvæði, en þá leið hafa þau ekki notfært sér. Sveinn M. Hjartarson andaðist 8. nóvember 1944, og verð- ur það að teljast í samræmi við það, sem að framan er ritað, að 8. janúar 1945 óskar frú Steinunn leyfis til setu í óskiptu búi eftir hann „með kjördóttur okkar, Steinunni Sveins- dóttur, en við hjónin áttum engin börn saman“, en ekki að yfirtaka bú sem einkaerfingi samkvæmt arfleiðsluskránni. Með bréfi skiptaráðandans í Reykjavík 11. janúar 1945 var henni veitt „leyfi til setu í óskiptu búi eftir mann yðar, Svein M. Hjartarson bakarameistara, sem andaðist 8. nóv- ember síðastliðinn, með kjördóttur yðar, Steinunni Sveins- dóttur, sem með áritun sinni á beiðnina hefur samþykkt þessa ráðstöfun“. Telja verður, að erfðafall eftir Svein sál. Hjartarson eigi að miðast við andlát hans 8. nóv. 1944 og hafi Steinunn Sveinsdóttir þá verið orðinn erfingi hans sem skilgetið barn væri, þar eð hann gerði engar gagnstæðar ráðstafanir í þeim efnum, eftir að ættleiðingarbréfið var gefið út. Erfða- réttur eftirlifandi ekkju hans, Steinunnar Sigurðardóttur, eftir hann fellur niður vegna þess, að félagsbúi þeirra var ekki skipt, fyrr en að henni látinni, sbr. 69. gr. laga nr. 20/ 1923. Af þessum ástæðum kemur gagnáfrýjandi, Skúli Sveinsson, ekki til greina sem lögerfingi eftir föður sinn. Spurningin um það, hvort erfðaskráin frá 25. maí 1923 skuli gild, að því er tekur til 4 hluta af skuldlausum eign- um hjónanna Sveins og Steinunnar, kemur ekki til sér- 445 stakrar athugunar, þar sem þeir málsaðiljar, sem ágrein- ing hafa vakið, eru sammála um, að svo skuli vera, og það er til hags fyrir hina stefndu bréferfingja. Niðurstaða min í máli þessu verður því sú, að fella beri hinn áfrýjaða skiptaréttarúrskurð úr gildi og ákveða, að Steinunn Sveinsdóttir skuli teljast lögerfingi að % hlut- um af skuldlausum eignum dánar- og félagsbús hjónanna Sveins M. Hjartarsonar og Steinunnar Sigurðardóttur, en 1 hluti skuldlausra eigna búsins skuli skiptast jafnt á milli bréferfingjanna Steinunnar Sveinsdóttur, Skúla Sveins- sonar, Guðmundar Ágústssonar, Ágústu Ágústsdóttur og Péturs Snælands. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður bæði í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð mitt er því svohljóðandi: Hinn áfrýjaði skiptaréttarúrskurður er úr gildi felldur. Dánar- og félagsbúi hjónanna Sveins M. Hjartarsonar og Steinunnar Sigurðardóttur skal skipt þannig, að aðaláfrýj- andi, Steinunn Sveinsdóttir, skal teljast erfingi að % hlut- um af skuldlausum eignum búsins, en %4 hluti þeirra skipt- ast að jöfnu á milli bréferfingjanna Steinunnar Sveinsdótt- ur, Skúla Sveinssonar, Guðmundar Ágústssonar, Ágústu Ágústsdóttur og Péturs Snælands. | Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Úrskurður skiptaréttar Reykjavíkur 21. nóvember 1962. Af hálfu sóknaraðilja máls þessa, Skúla Sveinssonar lögreglu- varðstjóra, Flókagötu 67, hefur þess verið krafizt aðallega a) að við skipti á dánar- og félagsbúi hjónanna Sveins Hjartarsonar og Steinunnar Sigurðardóttur verði viðurkenndur lögerfðaréttur hans eftir föður hans, Svein Hjartarson, þannig að % hlutar af búshelmingi Sveins komi til skipta að jöfnu milli hans og varnaraðilja, Steinunnar Sveinsdótur, og að metin verði gild arfleiðsluskrá Sveins Hjartarsonar og Steinunnar Sigurðardótt- ur, gerð hinn 25. maí 1923, að því er varðar ráðstöfun á %M hluta af búshelmingi Sveins, ogb) að við skipti á búshelmingi Steinunnar Sigurðardóttur verði nefnd arfleiðsluskrá gild metin, að því er varðar ráðstöfun á 14 hluta þess búshelmings. Til 446 vara eru þær réttarkröfur gerðar, að a) framanskráð arfleiðslu- skrá verði metin fullgild ráðstöfun Sveins Hjartarsonar á hans búshelmingi og b) að arfleiðsluskráin verði tekin gild, að því er snertir ráðstöfun á % hluta búshelmings Steinunnar og sóknar- aðili taki arf samkvæmt henni. Sóknaraðili krefst þess, að varnaraðili verði úrskurðuð til að greiða sér málskostnað. Varnaraðili, Steinunn Sveinsdóttir, Bræðraborgarstíg 1, hefur krafizt þess, að hún ein verði viðurkennd lögerfingi hjónanna Steinunnar Sigurðardóttur og Sveins Hjartarsonar og arfleiðslu- skrá þeirra verði aðeins talin gild, að því er taki til 14 hluta eigna þeirra, sem þá verði skipt í 5 staði, svo sem efni skrár- innar segir til. Hún krefst þess, að sóknaraðilja verði gert að greiða sér málskostnað. Mál þetta var tekið til úrskurðar, að loknum munnlegum flutningi, sem fór fram hinn 30. október s.l. Þau Sveinn Hjartarson bakarameistari, fæddur 16. apríl 1885, og Steinunn Sigurðardóttir, fædd 20. marz 1887, munu hafa gengið að eigast á árinu 1908. Sjá hér rskj. 6 og 7 svo og rskj. 8 í þessu máli. Það liggur fyrir í málinu, að þessum hjónum fæddist ekki afkvæmi. En Sveinn Hjartarson hafði eignazt son utan hjóna- bands, Skúla, sem nú er sóknaraðili máls þessa og er fæðdur 28. nóvember 1905. Hann mun hafa dvalizt á heimili Sveins við og við frá 3 ára aldri, en ekki flutzt þangað alfarið fyrr en um tvítugsaldur. Hinn 25. maí 1923 gera þau Steinunn Sigurðardóttir og Sveinn Hjartarson arfleiðsluskrá. Hefur skrá þessi verið lögð fram í skiptaréttarmáli þessu sem rskj. nr. 4 og er í heild á þessa leið: „Við undirrituð hjón, jeg Sveinn Hjartarson bakarameistari og jeg Steinunn Sigurðardóttir, til heimilis á Bræðraborgarstíg 1, sem ekki eigum neina arfgenga lífserfingja á lífi, gerum hjermeð svohljóðandi arfleiðsluskrá: 1. gr. — Hvort okkar, sem lifir hitt, skal erfa það, er fyrr andast, að öllum eftirlátnum eignum þess, föstum og lausum, hverju nafni sem nefnast. 2. gr. — Ef okkur skyldi verða lífserfingja auðið saman, skal þó fara um erfðir eftir okkur eftir almennum fyrirmælum laga. Sama er ef hjúskap okkar skyldi verða slitið í lifanda lífi okkar beggja eða við skilnað að borði og sæng. 3. gr. — Eftir lát þess okkar, er lengur lifir, skal búinu skipt, 447 eins og það þá er, án þess að til greina sé tekinn vöxtur þess eða þurrður eftir lát þess, er fyrr andaðist, í 5 parta jafna milli Skúla Sveinssonar (óskilgetins sonar míns, Sveins Hjartarsonar) og fósturbarna okkar 4, þeirra Steinunnar Einarsdóttur, Ágústu Einarsdóttur, Guðmundar Einarssonar og Pjeturs Snælands. Ef eitthvað af erfingjum þessum andast á undan því okkar, sem síðar deyr, gengur partur þess eða þeirra til hinna eftirlifandi erfingja samkvæmt þessari arfleiðsluskrá. 4, gr. — Nú kvongast eða giftist það okkar, er lengur lifir, eftir lát hins, og skal búshelmingi hins látna þá skipt, eins og segir í 3. gr., áður en sá ráðahagur tekst. Af búshelmingi þess- um hefur þó það, sem eftir lifir, heimild til að taka erfðahluta lögum samkvæmt. 5. gr. — Ef Margrjet Magnúsdóttir, móðir mín, Steinunnar Sigurðardóttur, og tengdamóðir mín, Sveins Hjartarsonar, lifir okkur bæði, er erfingjum þeim, sem nefndir eru í 3. gr., skylt að annast hana og veita henni sómasamlegt framfæri, meðan hún lifir, og er það skilyrði fyrir arftökunni. 6. gr. — Ef foreldrar mínir, Sveins Hjartarsonar, þau Hjörtur Jónsson og Margrét Sveinsdóttir, að okkur hjónum látnum, skyldu, að áliti skiptaráðandans hjer í bænum, annað hvort eða bæði, þurfa hjálpar, er erfingjum þeim, sem nefndir eru í 3. gr. skylt að láta þau eða það þeirra, sem þá kann að lifa, fá eftir mati skiptaráðanda allt að 500 kr. á ári til uppihalds sjer. 7. gr. — Ekki má það, er lengur lifir, ráðstafa með arfleiðslu- skrá eða dánargjafagjörningi eignum sínum, er það fær sam- kvæmt arfleiðsluskrá þessari þannig, að það komi að nokkru leyti í bága við rjettindi erfingjanna, sem nefndir eru í 3. gr. 8. gr. — Arfleiðsluskrá þessari getur hvorugt okkar rift án samþykkis hins. Þó getur það okkar, sem lengur lifir, breytt henni, að því er snertir þann helming eignanna, sem til kunna að vera við lát þess og því tilheyrir. 9. gr. — Af arfleiðsluskrá þessari eru gerð 2 samrit og eru bæði jafngild. 10. gr. — Undir arfleiðsluskrá þessa ritum við nöfn okkar með fullu ráði og frjálsum vilja í viðurvist notarii publici. Reykjavík, 25. maí 1923. Sveinn M. Hjartarson. Steinunn Sigurðardótttir. Að þetta sé rétt eftirrit af frumriti, sem samtímis er undir- ritað í viðurvist minni, vottast notarialiter. 448 Notarius publicus í Reykjavík, 25. maí 1923. Lárus Jóhannesson ftr. Bæjarfógetinn í Reykjavík. Gjald: kr. 1,00 Stimpill: — 0,50 Samtals kr. 1,50 — ein króna og fimmtíu — Greitt. L. Jóh.“ Hér vísast einnig til endurrits af notarialbók Reykjavíkur þess- ari arfleiðsluskrá viðvíkjandi, sjá rskj, nr. 14. — Í þessu sam- bandi er rétt að geta þess, að Margrét Magnúsdóttir, sem um getur í 5. grein arfleiðsluskrárinnar, andaðist á árinu 1939, en þau Hjörtur og Margrét Sveinsdóttir, sem nefnd eru í 6. grein, önduðust bæði á árinu 1940. Hinn 18. apríl 1925 er gefið út leyfisbréf handa þessum hjón- um, Sveini M. Hjartarsyni og Steinunni Sigurðardóttur, til þess að ættleiða Steinunni Á gústsðóttur, fædda 1. febrúar 1911, en hennar er getið sem fósturdóttur í arfleiðsluskránni á rskj. 4 og hún þar rituð Steinunn Einarsdóttir, en nafn föður hennar var Einar Ágúst Guðmundsson. Í leyfisbréfinu segir, að leyft sé, að Steinunn Ágústsdóttir „megi í einu sem öllu skoðast sem skilgetin dóttir nefndra hjóna, Sveins M. Hjartarsonar og Stein- unnar Sigurðardóttur, að hún taki nafn Sveins Hjartarsonar fyrir föðurnafn og nefnist Steinunn Sveinsdóttir, að hún taki arf eftir þau hjón, sem væri hún skilgetin dóttir þeirra, þó þannig að þetta Vort allrahæsta leyfisbrjef sje eigi því til fyrir- stöðu, að ættleiðendur ráðstafi eignum sínum með arfleiðslu- skrá, eins og þeim sýnist, nje því, að það hjónanna, er lengur lifir, sitji í óskiptu búi eftir hitt.“ Leyfisbréf þetta hefur verið lagt fram í málinu sem rskj. nr. 5. Hér skal þess getið, að umboðsmaður varnaraðilja máls þessa mun hafa óskað þess við dómsmálaráðuneytið, að honum yrði látið í té endurrit af beiðni þeirra hjóna Sveins og Steinunnar um ættleiðingu. Viðvíkjandi þessu hefur ráðuneytið vottað á bréfi, dags. 23. okt. s.l., að umrædd beiðni finnist ekki að svo stöddu í vörzlum ráðuneytisins. Jafnframt er því lýst yfir, að Í öllum ættleiðingarleyfisbréfum frá þessum tíma sé ákvæði um, að ættleiðanda sé heimilt þrátt fyrir ættleiðinguna að ráð- stafa eignum sínum með arfleiðsluskrá, eins og ættleiðingin 449 hefði ekki átt sér stað, án tillits til þess, hvort þess væri óskað í beiðninni. Sveinn Hjartarson andaðist hinn 8. nóvember 1944. Ekkja hans, Steinunn Sigurðardóttir, ritar borgarfógetanum í Reykja- vík hinn 8. janúar 1945, og biður leyfis til setu í óskiptu búi eftir hann. Bréf hennar hefur verið lagt fram í málinu sem rskj. 9, og er á þessa leið: „Reykjavík, 8. jan. 1945. Ég undirrituð bið hér með um leyfi til þess að fá að sitja Í óskiptu búi eftir mann minn, Svein M. Hjartarson bakarameist- ara, sem andaðist 8. nóv. 1944, með kjördóttur okkar, Steinunni Sveinsdóttur, en við hjónin áttum engin börn saman. Virðingarfyllst, Steinunn Sigurðardótttir (sign) Bræðrab.st. 1. Samþykk ofanrituðu: Steinunn Sveinsdóttir (sign) Bræðraborgarstíg 1. Borgarfógetinn í Reykjavík.“ Þessu bréfi svarar borgarfógeti hinn 11. janúar 1945, þannig: „Reykjavík, 11. janúar 1945. Samkvæmt skriflegri beiðni yðar í bréfi, dags. 8. þ. m., veitist yður hér með leyfi til setu í óskiptu búi eftir mann yðar, Svein M. Hjartarson bakarameistara, sem andaðist 8. nóvember síð- astliðinn, með kjördóttur yðar, Steinunni Sveinsdóttur, sem með áritun sinni á beiðnina hefir samþykkt þessa ráðstöfun. Kr. Kristjánssson (sign) L.S. Frú Steinunn Sigurðardóttir, Bræðraborgarstíg 1.“ Hinn 13. ágúst 1961 lézt Steinunn Sigurðardóttir. Uppskrift á eignum búsins fór fram hinn 28. maí 1962, sjá rskj. nr. 13. Um leið var ákveðið, að bú þetta skyldi tekið til opinberra skipta. Á skiptafundi í búi þessu hinn 19. júní s.l. lýsti Þorvaldur Lúðvíksson hrl. því yfir f. h. Skúla Sveinssonar, að hann gerði kröfur til arfs úr búinu, aðallega sem lögerfingi Sveins, og til vara samkvæmt arfleiðsluskrá hinna látnu frá 25. maí 1923. Ólafur Þorgrímsson hrl. var mættur á skiptafundinum f. h. Stein- unnar Sveinsdóttur og lýsti því yfir, að hann mótmælti aðal- kröfu Skúla Sveinssonar, en geti eftir atvikum samþykkt gildi arfleiðsluskrárinnar frá 25. maí 1923, þó aðeins að samkomulag næðist um skipti á þeim grundvelli. Á skiptafundi hinn 25. júní 29 450 var mætt af hálfu ofangreindra aðilja „ og voru umboðsmenn þeirra sammála um, að ekki gæti orðið samkomulag um skipti á eignum búsins, þar sem ágreiningur væri milli kjördóttur- innar Steinunnar og Skúla Sveinssonar, óskilgetins sonar Sveins Hjartarsonar. Þá var ákveðið, að mál út af þessu atriði yrði flutt sérstaklega fyrir skiptaréttinum. Er það mál hér til úr- skurðar. Verður hér gerð grein fyrir öðrum gögnum málsins, áður en farið verður út í rökstuðning aðiljanna fyrir framkomnum rétt- arkröfum. Í máli þessu liggur fyrir bókuð yfirlýsing fósturbarna Stein- unnar Sigurðardóttur og Sveins Hjartarsonar, þeirra Guðmund- ar Ágústssonar, Péturs Snælands og Ágústu Ágústsdóttur, að Þau muni ekki láta skiptaréttarmál þetta til sín taka. Þau hafa öll mætt í máli þessu, og hafa framburðir þeirra verið teknir gildir sem staðfestir. Pétur Snæland, Túngötu 38, skýrir svo frá, að hann hafi aldrei heyrt minnzt á arfleiðsluskrá fósturforeldra sinna fyrr en eftir lát Sveins. Þá hafi Steinunn minnzt á arfleiðsluskrá, en hann segist ekki muna, hvenær né af hvaða tilefni og aldrei hafi hann séð skrá þessa. Guðmundur Ágústsson, Vesturgötu 46, segir, að sér sé ekki kunnugt, að þau fósturforeldrar hans hafi gert arfleiðsluskrá eftir að varnaraðili máls þessa var ættleidd, en hann kveðst hafa vitað um að arfleiðsluskrá lægi fyrir og hafi Steinunn Sigurðar- dóttir látið að því liggja, t. d. er Pétur Snæland fékk lóð við Vesturgötu, en þá hafi hún sagt við mann sinn, að Pétur hefði fengið sitt eða allt að því. Guðmundur segist aldrei hafa heyrt fósturforeldra sína minnast á það, að varnaraðili máls þessa ætti að vera neitt rétthærri en fósturbörnin. Hann segist hafa heyrt, að Steinunn hafi færzt undan að selja sumarbústað, er hún átti, þar eð slíkt færi í bág við arfleiðsluna samkvæmt skránni. Fósturdóttir þeirra Sveins og Steinunnar, Ágústa Ágústsdóttir, Grenimel 1, segir, að sér hafi fundizt, að Steinunn hafi ætlazt til þess að varnaraðili nyti ættleiðingarinnar, en Ágústa segist nú ekki geta sagt til um það, á hverju hún byggi eða hafi byggt bessa skoðun. Maður Ágústu, Ástmundur Guðmundsson, tekur mjög í sama streng að þessu leyti og hann segir, að kona sín hafi sagt, að hún hefði á tilfinningunni, að Steinunn Sveinsdóttir hefði alltaf 451 haft sérstöðu meðal fósturbarnanna. Eftir að hún flutti með manni sínum í húsið Bræðraborgarstíg 1, hafi þær nöfnur hatt sameiginlegt húshald að Sveini Hjartarsyni látnum. Steinunn Sigurðardóttir hafi þá vikið úr íbúð sinni fyrir þeim hjónum og gefið þeim veðleyfi í húsinu, og er eitt sinn kom til tals, að þau flyttu á brott úr húsinu, hafi Steinunn gert allt sem hún mátti til þess að koma í veg fyrir það. Ástmundur segist halda, að Steinunn hafi verið ættleidd í tilefni af fermingu hennar. Þá segir Ástmundur, að Steinunn Sigurðardóttir hafi alltaf geymt erfðaskrána og ættleiðingarbréfið í sama umslagi, og segir hann að sér hafi fundizt hún líta á þessi 2 skjöl sem helga dóma, sem í engu mátti frá breyta, og að þau geymdu síðasta sameiginlegan vilja hennar og Sveins. Þessa viðhorfs hafi mjög sætt hjá Steinunni í sambandi við ýmiss konar ráðstafanir, sem gera þurfti. Ástmundur getur þess, að bráðlega eftir dauða Sveins hafi Steinunn sýnt sér bæði þessi skjöl, en hann kveðst ekki muna af hvaða tilefni. En nú hafi svo til borið, annað hvort á árinu 1955 eða 1956, að dóttir Steinunnar Sveinsdótur hafi gengið að eiga mann einn, sem var við iðnnám hér í bæ. Steinunn Sig- urðardóttir hafi haft dálæti á þessum manni, hafi hún t. d. fengið þeim húsnæði um tíma og hlúð að þeim á ýmsan hátt, en hagur þeirra hafi verið erfiður. Ástmundur kveðst nú hafa örvað Steinunni til að hjálpa þessum hjónum áleiðis að veru- legu gagni, enda væri hún búin að gera vel við fósturbörn sín, og hafi Steinunn þá beðið hann að fara með áminnzt 2 skjöl, arfleiðsluskána og ættleiðingarleyfið, á fund borgarfógeta til Þess að afla álits hans um það, hve mikla ráðstöfunarheimild hún hefði yfir eignum sínum. Þar hafi hann fengið að vita, hve miklu ekkja, sem situr í óskiptu búi, almennt mætti ráðstafa, en að öðru leyti hafi honum verið bent á að leita til málfærslu- manns um þetta atriði allt. Segist Ástmundur hafa farið eftir þessu, en síðan hætt að skipta sér af þessu málefni. Sóknaraðili gerir eftirfarandi grein fyrir réttarkröfum sínum: Fyrst og fremst bendir hann á, að í 1. grein þeirrar sam- eiginlegu og gagnkvæmu arfleiðsluskrár, er þau Steinunn Sig- urðardóttir og Sveinn Hjartarson gerðu hinn 25. maí 1923, sé þess getið, að þau eigi ekki arfsenga lífserfingja á lífi, en þá- gildandi landslög hafi staðið til þess, að óskilgetið barn hafi því aðeins erft föður sinn, að það væri í heiminn borið eftir 1. nóvember 1922. Þessum hjónum hafi því verið frjálst að ráð- 452 stafa eignum sínum að vild með arfleiðsluskrá á þessum tíma. Nú hafi þau á árinu 1925 ættleitt eitt fósturbarna sinna, Stein- unni, varnaraðilja máls þessa, með leyfi yfirvalda, og í leyfis- bréfinu standi, að Steinunn taki arf eftir þau sem skilgetin dóttir þeirra, en þeim hjónum þó áskilinn allur réttur til að ráðstafa eignum sínum að vild þrátt fyrir ættleiðinguna með arfleiðslu- skrá. Þannig sé það vel ljóst, að ættleiðingin raski í engu atriði þeirri arfleiðsluskrá, sem þau höfðu þá nýverið gert. Þessi arf- leiðsluskrá sé að auki í löglegu formi og notarialiter staðfest. Hún hafi heldur ekki verið afturkölluð eða henni breytt og síður en svo liggi neitt fyrir, sem bendi til vilja til breytinga eða afturköllunar. Þvert á móti hafi skráin verið mjög vandlega geymd ásamt ættleiðingarbréfinu, og það út af fyrir sig sýni, að hjónin og Steinunn sjálf að Sveini látnum hafi ætlazt til þess og lagt á það áherzlu, að eftir henni skyldi fara. Þannig hafi sú arfleiðsla, sem stofnað hafi verið til hinn 25. maí 1923, verið í fullu gildi, er dauða Sveins bar að höndum hinn 8. nóvember 1944. Þá hafi erfðatilskipunin frá 1850 enn verið í gildi, en samkvæmt henni hafi aðiljar máls þessa ekki verið skylduerfingjar, heldur aðeins erfðaskrárerfingjar. Nú hafi þessi arfleiðsluskrá verið sameiginleg og gagnkvæm og þar af leiðandi hafi ekki mátt skipta dánarbúi Sveins að svo komnu máli, sem sé: arfur eftir Svein Hjartarson hafi ekki fallið fyrr en að Steinunni konu hans látinni, en dánardægur hennar var 13. ágúst 1961. Þá hafi lög nr. 42 frá 1949 verið komin í gildi, og beri nú að skipta þessu dánarbúi samkvæmt þeim lögum. Samkvæmt 2. og 18. grein nefndra laga séu aðiljar máls þessa skylduerfingjar Sveins Hjartarsonar. En þess sé jafnframt að gæta, að sá, sem skylduerfingja eigi á lífi, megi ekki ráðstafa nema % hluta eigna sinna með arfleiðsluskrá, og sé skráin því aðeins gild, að því er varðar % hluta af búshelmingi hvors hjón- anna um sig. Ef svo yrði litið á, að um meðferð búshelmings Sveins Hjartar- sonar skyldu gilda lög þau, sem í gildi voru við andlát hans, og sóknaraðili þannig ekki haft lögerfðarétt, þá hafi varnaraðili verið undanskilinn rétti skylduerfingja í ættleiðingarleyfinu. Í þessu falli yrði að líta svo á, að Sveinn Hjartarson hefði engan skylduerfingja átt, er hann féll frá, og hafi því haft algert frjáls- ræði til arfleiðslugernings. Þessi er rökstuðningur sóknaraðiljans fyrir varakröfu hans. Í sreinargerð sinni hafði varnaraðili Steinunn Sveinsdóttir 453 uppi bæði aðalkröfu og varakröfu. Var aðalkrafan á þá leið, að varnaraðili yrði viðurkenndur einkaerfingi hjónanna Sveins Hjartarsonar og Steinunnar Sigurðardóttur og að arfleiðsluskráin frá 25. maí 1923 yrði talin fallin úr gildi. Varakrafa var aftur á móti sú, sem nú er ein gerð af varnaraðilja hálfu, að hún verði ein talin lögerfingi þessara hjóna og arfleiðsluskráin aðeins talin gild, að því er taki til %4 hluta eignanna, sem þannig verði skipt í 5 staði, eins og texti skrárinnar stendur til. Kröfugerð varnar- aðilja er rökstudd á þessa leið: Fyrst og fremst er vísað til 2. greinar umræddrar arfleiðslu- skrár, en þar segir eins og að framan er getið, að eignist arfleið- endur lífserfingja, sem hér hljóti að merkja lögerfingja, þá skuli fara um arf eftir þau eftir almennum fyrirmælum laga. Nú hafi þau tæpum 2 árum eftir gerð skrárinnar ættleitt varnaraðilja, og hafi þá jafnframt verið ákveðið, að hún skyldi taka arf eftir kjörforeldrana sem skilgetin dóttir þeirra. Hér skipti engu máli, Þótt í leyfisbréfinu sé að finna áskilnað um frjálsan arfleiðslu- rétt, þrátt fyrir ættleiðsluna, því þennan rétt hafi þau hjónin aldrei notað sér, og hér sé aðeins ákvæði, sem öll slík leyfis- bréf hafi haft að seyma. Þau hafi heldur ekki haft minnstu ástæðu til að afturkalla arfleiðsluskrá þá, sem þau höfðu gert, því að 2. grein sömu skrár hafi gefið þeim fulla ástæðu til að treysta því, að ættleiðingin hefði með öllu fellt skrána úr gildi án nokkurs frekari tilverknaðar at þeirra hálfu. Einnig sé á það að líta, að í ættleiðingunni felist svo ein- dreginn arfleiðsluvilji, að öldungis megi jafna til viljayfirlýs- ingar í arfleiðsluskrá. Þessi arfleiðsluvilji hafi komið fram síð- ar en arfleiðsluskráin sjálf, og beri því að fara eftir þessari yngri ráðstöfun, að því leyti sem hún gengur í berhögg við hina eldri. Hér verði ekki komizt fram hjá þeirri staðreynd, að hin látnu hjón hafi viljað setja varnaraðilja sem einkaeringja sinn, en jafnframt sé þess að sæta, að þeim hafi samkvæmt erfðatilskipuninni frá 1850 verið frjálst að ráðstafa M hluta eignanna til annarra en lögerfingjans. Enn vísar varnaraðili til þess, að erfðatilskipunin hafi verið í gildi, þá er Sveinn Hjartarson lézt á árinu 1944. Þar af leiði, að sóknaraðili, sem er óskilgetinn sonur Sveins, hafi engan lög- erfðarétt átt eftir föður sinn. Hann hafi aðeins verið erfðaskrár- erfingi að tiltölulegum hluta %M eignanna. Arfur eftir Svein Hjartarson hafi að sjálfsögðu fallið þegar við andlát hans, enda Þótt búskipti hafi frestazt um sinn vegna búsetu ekkju hans. 454 Þar sem hér er um skipti á dánarbúi að ræða, verður ekki hjá því komizt að ákveða um erfðarétt aðilja svo sem telja má réttast, án tillits til kröfugerða aðiljanna. Eins og fram er komið, hafa hin látnu hjón, Sveinn M. Hjart- arson og Steinunn Sigurðardóttir, gert arfleiðsluskrá hinn 25. maí 1923 um eignir sínar að þeim báðum látnum. Ættleiðingar- leyfisbréfið, sem gefið er út hinn 18. apríl 1925, kveður svo á, að þau hafi þrátt fyrir ættleiðinguna fullan ráðstöfunarrétt yfir eignum íbúsins eftir sinn dag. Það er komið fram í málinu, að umgetin skrá hafi verið geymd óbreytt, og verður því að telja, að það hafi verið vilji hjónanna, að hún gilti um eignir þeirra eftir þeirra dag þrátt fyrir ættleiðinguna, enda er að öðru leyti ekkert fram komið í málinu, sem til þess bendi, að ætlun þeirra hafi verið að gera breytingu á arfleiðsluskránni varnaraðilja í vil. Sóknaraðili, Skúli Sveinsson, sem fæddur er 28. nóvember 1905, var óskilgetinn sonur Sveins M. Hjartarsonar, og var því ekki samkvæmt þágildandi lögum skylduerfingi föður síns, er hann féll frá, og ósannað er, að hann hafi verið skilgerður sam- kvæmt lögum nr. 46 frá 1921. Það þykir ljóst af 34. grein laga nr. 42/1949, að eldri laga- ákvæði gildi um erfðarétt eftir látinn mann, enda þótt eftirlif- andi maki hafi fengið leyfi til setu í óskiptu búi. Samkvæmt því, sem hér segir, verður búi þessu skipt þannig, að erfingjarnir Skúli Sveinsson, Steinunn Sveinsdóttir, Ágústa Ágústsdóttir, Guðmundur Ágústsson og Pétur Snæland fá hver um sig % hluta af eignum búsins. Málskostnaður í skiptaréttarmáli þessu fellur niður. Því úrskurðast: Dánar- og félagsbúi hjónanna Sveins M. Hjartarsonar og Steinunnar Sigurðardóttur skal skipta þannig, að erfingj- arnir Skúli Sveinsson, Steinunn Sveinsdóttir, Ágústa Ágústs- dóttir, Guðmundur Ágústsson og Pétur Snæland fá hver um sig 7 hluta af eignum búsins. Málskostnaður fellur niður. 455 Mánudaginn 24. júní 1963. Nr. 169/1962. Gunnar Ásgeirsson (sjálfur) segn Áka Jakobssyni (Magnús Thorlacius hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Vísan máls frá Hæstarétti. Dómur Hæstaréttar. Máli þessu var skotið til Hæstaréttar með stefnu 29. nóv- ember 1962 til þingfestingar 1. febrúar 1963, er því var með samkomulagi aðilja frestað til fyrsta þingdags júnímán- aðar 1963. Er málið var þá tekið fyrir, vildi áfrýjandi fresta því til fyrsta þingdags í október næstkomandi. Stefndi, sem andmælti þeirri frestun málsins, krafðist frávísunar þess og ómaksbóta úr hendi áfrýjanda. Áfrýjandi hefur fyrir Hæstarétti lýst því, að hann hafi áfrýjað héraðsdómi, vegna þess að hann telji sig eiga skaða- bótakröfu á hendur stefnda, en engri vörn hefur hann hreyft, er koma megi við í víxilmáli, sbr. 208. gr. laga nr. 85/1936. Samkvæmt þessu ber að vísa málinu frá Hæsta- rétti og dæma áfrýjanda til að greiða stefnda ómaksbætur, kr. 1.200.00. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Áfrýjandi, Gunnar Ásgeirsson, greiði stefnda, Áka Jakobssyni, ómaksbætur, kr. 1.200.00, að viðlagðri að- för að lögum, 456 Mánudaginn 24. júní 1963. Nr. 171/1962. Kristinn Guðnason (Ólafur Þorgrímsson hrl.) gegn Kjartani Sigurðssyni (Gunnlaugur Þórðarson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason, Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðsson og Þórður Eyjólfsson og prófessor Magnús Þ. Torfason. Þóknun fyrir arkitektsstörf. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 30. nóvember 1962, að fengnu áfrýjunarleyfi 8. s. m. Krefst hann aðallega sýknu af kröfum stefnda gegn greiðslu kr. 12.000.00, til vara gegn greiðslu annarrar fjárhæðar lægri en kr. 24.000.00. Þá krefst hann og málskostnaðar úr hendi stefnda í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostn- aðar í Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Ný málsgögn hafa verið lögð fram í Hæstarétti. Áfrýjandi sneri sér til stefnda, sem er arkitekt að mennt og atvinnu, með beiðni um teiknistörf vegna húss þess, sem áfrýjandi hugðist reisa. Ósannað er, að svo hafi sam- izt með aðiljum, að stefndi skyldi einungis vinna að til- teknum minni háttar breytingum á fyrri teikningum, sem byggingarnefnd Reykjavíkur hafði synjað samþykkis. Og þar sem ekki verður talið, að endurgjald það, sem stefndi krefur áfrýjanda um fyrir arkitektsstörf þau, er hann innti af höndum, sé óeðlilega hátt, ber að taka dómkröfur hans til greina og staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Eftir atvikum þykir rétt, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 3.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. 457 Áfrýjandi, Kristinn Guðnason, greiði stefnda, Kjart- ani Sigurðssyni, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 3.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 8. marz 1961. Mál þetta, sem dómtekið var 24. f. m., hefur Kjartan Sig- urðsson arkitekt, Hagamel 38, hér í bæ, höfðað fyrir bæjar- þingi Reykjavíkur með stefnu, birtri 10. september 1959, gegn Kristni Guðnasyni kaupmanni, Klapparstíg 27, hér í bæ, til greiðslu á kr. 24.000.00 ásamt vöxtum frá 1. október 1956 og málskostnaði að skaðlausu. Stefndi hefur krafizt þess að verða sýknaður af kröfum stefn- anda gegn greiðslu á kr. 12.000.00, vaxtalaust og að málskostn- aður verði látinn niður falla. Dómurinn hefur árangurslaust reynt að sætta aðiljana. Málavextir eru svofelldir: Árið 1956 fékk stefndi í máli þessu byrjunarfjárfestingarleyfi fyrir húsbyggingu á lóð sinni nr. 25 við Klapparstíg, hér í bæ. Stefndi hafði fengið Arinbjörn Þorkelsson trésmíðameistara til þess að gera teikningu að hinu fyrirhugaða húsi, er átti að vera skrifstofu- og íbúðarhús með verzlunum á fyrstu hæð. Arinbjörn gerði teikningu að húsinu, er lögð var fyrir bygg- ingarnefnd Reykjavíkur, en nefndin synjaði að heimila byggingu hússins samkvæmt þeirri teikningu. Er hér var komið, hafði grunnur hússins þegar verið grafinn, og vildi stefndi því koma byggingarframkvæmdum áleiðis, en þar sem hann vanhagaði um teikningu, er byggingarnefnd myndi samþykkja, gat hann ekki hafzt að. Kveðst stefndi nú hafa verið í vanda staddur. Hinn 30. ágúst 1956 kveðst hann hafa verið staddur á skrifstofu byggingar- fulltrúa Reykjavíkur og rætt um þetta mál við skrifstofustjóra stofnunarinnar og spurt hann, hvernig unnt væri að leysa málið. Hafi skrifstofustjórinn þá bent stefnda á Kjartan Sigurðsson, byggingaeftirlitsmann hjá byggingafulltrúa Reykjavíkur, stefn- andann í máli þessu, og sagt við stefnda, að þarna væri mað- urinn, er leyst gæti vanda hans. Kveður stefndi stefnanda þegar hafa verið fúsan til að taka verkið að sér, og varð það að sam- 458 komulagi með þeim, að stefnandi tæki að sér að teikna húsið. Stefndi kveður, að er liðnar voru um þrjár vikur frá því að stefnandi tók að sér teikningu hússins, hafi hann komið með „skissu“ af því til stefnda og sýnt honum. Stefndi kvaðst ekki hafa fellt sig við útlit hússins, eins og stefnandi gerði ráð fyrir því á tillöguteikningu sinni; sérstak- lega kvaðst stefndi hafa verið óánægður með það, að stefnandi hafði teiknað grunnflöt byggingarinnar þannig, að vesturhorn hennar var nokkuð inndregið, en með því hafi hin dýra bygg- ingarlóð ekki nýtzt eins vel og unnt var. Þá þótti stefnda teiknilaun þau, er stefnandi krafðist, of há. Slitnaði því upp úr samningum aðiljanna, og sagði stefndi stefn- anda, að hann skyldi ekki vinna meira að teikningunni, en bauðst til að greiða stefnanda kr. 12.000.00 fyrir ómak hans. Stefnandi neitaði að taka við svo lágri upphæð sem fullnaðar- greiðslu fyrir verk sitt og krafðist þess, að stefndi greiddi hon- um kr. 24.000.00 fyrir tillöguteikninguna, sbr. 5. flokk taxta Arkitektafélags Íslands. Það aftók stefndi með öllu. Kvaðst stefn- andi þá hafa boðizt til að lækka upphæðina niður í kr. 18.000.00 Segn staðgreiðslu, en stefndi hafi hafnað því boði og haldið fast við 12 þúsund króna boð sitt. Kjartan Sigurðsson arkitekt, stefnandi málsins, hefur komið fyrir dóminn og skýrt svo frá, að hann hafi orðið að gera tillögu- teikningar sínar alveg frá grunni og hafi ekkert getað byggt á teikningum Arinbjarnar Þorkelssonar, þar sem þær hafi ekki verið samþykktar af bygginganefnd á sínum tíma. Stefnandi kvaðst þegar hafa hafizt handa eftir fund þeirra stefnda hjá byggingafulltrúa og unnið mjög ötullega af teikningunum og oft langt fram á nótt. Hafi stefndi iðulega komið til sín meðan á verkinu stóð og fylgzt með því. Skömmu eftir fyrsta október 1956 segir stefnandi stefnda hafa komið til sín og spurt, hvað teikningarnar myndu kosta. Kvaðst stefnandi þá hafa sagt hon- um, að fullunnar aðalteikningar, samþykktar af bygginganefnd, myndu kosta kr. 76.800.00, en tillöguuppdrættir hins vegar kr. 28.800.00. Hafi þá stefndi talið þetta of hátt og sagzt mundu geta fengið mann til að vinna verk þetta fyrir kr. 15.000.00. Hafi stefndi því næst stöðvað verkið. Kveðst stefnandi þá hafa farið fram á, að hann greiddi sér kr. 24.000.00 fyrir hið unna verk. Kveðst stefnandi hafa staðið í miklu þófi við stefnda út af þókn- uninni og boðizt til þess að lækka hana niður í kr. 18.000.00, ef stefndi greiddi strax. 459 Vitnið Kjartan Reynir Jóhannson hefur skýrt svo frá, að hann hafi verið starfsmaður í verzlun stefnda frá árinu 1955 til 1958, en tekur fram, að umræðd húsbygging hafi ekki verið í hans verkahring og hafi hann því lítið fylgzt með henni og viðskipt- um aðilja máls þessa. Hann kveðst tvívegis hafa farið með stefnda í vinnustofu stefnanda og hafi stefnandi þá verið við smíðar í bæði skiptin, en teikningarnar hafi hins vegar legið frammi í herbergi í þess- ari sömu íbúð. Vitnið tekur fram, að í bæði skiptin hafi þeir stefndi komið til stefnanda utan venjulegs vinnutíma. Vitnið kveður aðiljana stöku sinnum hafa rætt mál þetta í herbergi, er hann vann í, og hafi því virzt af þeim samtölum, að stefndi væri óánægður með útlit húsins, einkum hornið, og einnig hafi aðiljum ekki komið saman um greiðsluupphæð og megi það ef til vill hafa verið þyngra á metunum, þar sem það hafi verið meira rætt í viðurvist sinni. Stefndi, Kristinn Guðnason kaupmaður, hefur komið fyrir dóminn og skýrt svo frá, að hann hafi verið óánægður með horn hússins, þegar hann sá teikningar stefnanda. Hann kveður þennan ágreining hafa verið allmikið ræddan, en stefnandi hafi haldið fast við teikningar sínar og ekki komið fram með neinar breytingartillögur. Ekki kvaðst mætti minnast þess, að stefnandi hafi boðizt til að lækka kröfu sína niður í kr. 18.000.00. Stefnandi byggir stefnukröfu sína á því, að hann hafi gert tillöguuppdrátt að húsbyggingu fyrir stefnda samkvæmt hans óskum, og beri stefnda því að greiða sér (stefnanda) laun fyrir þá vinnu eftir þeim taxta, er gildi um þess konar verk, en það sé 5. flokkur í taxta Arkitektafélags Íslands. Þá krafðist stefn- andi þess og við munnlegan flutning málsins, að sér yrðu dæmdir hæstu löglegir bankavextir af stefnufjárhæðinni frá 1. október 1956 til greiðsludags. Stefndi reisir réttarkröfur sínar á því, að stefnandi hafi að- eins átt að bæta úr þeim göllum, er byggingarnefnd taldi vera á teikningum Arinbjarnar Þorkelssonar. Hafi stefnandi því getað byggt á teikningum Arinbjarnar, hvað undirbúningsvinnu og mælingar snerti og sparað sér með því tíma og fyrirhöfn. Kveður stefndi þetta sjást ljóslega, er teikningar á dskj. nr. 2—11 séu bornar saman við teikningar Arinbjarnar á dskj. nr. 15—20. Þá kveðst stefndi aldrei hafa getað fallizt á þá lausn stefnanda að mynda „dautt“ horn á húsinu til vesturs út að Klapparstíg, en gernýta ekki hina dýru byggingarlóð, sbr. dskj. nr. 4. 460 Af þessum ástæðum kveður stefndi, að hafi Þegar slitnað upp úr viðskiptum sínum við stefnanda og hafi stefnandi þá í mesta lagi unnið að teikningunum í eina viku í hjáverkum, þar eð hann hafi verið fastur starfsmaður bæjarins á þessum tíma og auk þess önnum kafinn við innréttingu eigin íbúðar. Af framangreindum ástæðum kveðst stefndi hafa talið jafnvel ofborgað að greiða stefnanda kr. 12.000.00 fyrir ómakið og hafi hann því neitað að greiða stefnanda þá upphæð, er hann fór fram á. Það er ósannað gegn eindregnum andmælum stefnanda, að hann hafi ekki unnið að teikningunum nema í einu viku í hjá- verkum. Ekkert er fram komið í málinu um Það, að stefnandi hafi sam- ið við stefnda að teikna oftnefnda byggingu undir taxta þeim, er Arkitektafélag Íslands hefur sett um þess konar verk, né heldur að stefndi hafi haft réttmæta ástæðu til að ætla, að stefn- andi myndi vinna verkið undir taxta. Það er álit hinna sérfróðu meðdómenda, að stefnandi hafi ekki byggt teikningar sínar á teikningum þeim, er Arinbjörn Þorkelsson hafði áður gert að húsinu, þar eð útlitsteikningar hvors um sig séu gerólíkar og grunnteikningar þeirra Arinbjörns og stefnanda séu ekki líkari en stærð byggingarlóðarinnar og lögun gefi tilefni til. Af því, sem nú hefur verið rakið, þykir verða að taka stefnu- kröfuna til greina að fullu og dæma stefnda til að greiða stefn- anda kr. 24.000.00. Krafa um vexti kom fram í stefnu, en vaxta- fótur var ekki ákveðinn fyrr en við munnlegan málflutning. Þykir því ekki unnt að dæma hærri vexti en 6% frá þeim degi, er í stefnu greinir, til greiðsludags. Eftir þessum úrslitum ber stefnda að greiða stefnanda kr. 3.650.00 í málskostnað. Magnús Thoroddsen, fulltrúi borgardómara, kvað upp dóm Þenna ásamt meðdómsmönnunum Herði Bjarnasyni húsameistara ríkisins og Ögmundi Jónssyni verkfræðingi. Dómsorð: Stefndi, Kristinn Guðnason, greiði stefnanda, Kjartani Sig- urðssyni, kr. 24.000.00 með 6% ársvöxtum frá 1. október 1956, auk málskostnaðar, er ákveðst kr. 3.650.00. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 461 Þriðjudaginn 25. júní 1963. Nr. 66/1963. Gísli G. Ísleifsson f. h. Burwood Fishing Co. Ltd., eiganda togarans Milwood, A 472 (Gísli G. Ísleifsson hrl.) gegn valdstjórninni (Saksóknari ríkisins Valdimar Stefánsson). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Um hald á togara. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Kærandi skaut úrskurði sakadóms Reykjavikur 20. maí þ. á. samdægurs til Hæstaréttar. Hæstarétti bárust því næst eftirrit dómsrannsóknar og skriflegar athugasemdir frá sak- sóknara ríkisins og málflutningsmanni kæranda, dags. 22. og 27. maí þ. á. Við könnun á sakargögnum þessum kom í ljós, að tiltekin dómskjöl vantaði í endurrit frá sakadómi og málið var þess eðlis, að rétt var, að það yrði flutt munn- lega fyrir Hæstarétti samkvæmt 2. mgr. 31. gr. laga nr. 57/1962. Hæstiréttur ákvað því 30. maí þ. á., að málsskjöl þessi skyldu lögð fyrir dóminn og málið yrði, eftir nauð- synlegan undirbúning, flutt munnlega. Jafnframt var af hálfu Hæstaréttar bent á, að í samræmi við dómvenju í málum af þessu tagi þyrfti að afla útsetningar og álits skólastjóra Stýrimannaskólans um staðarákvarðanir stjórn- armanna varðskipanna Óðins og Þórs í máli þessu. Við munnlegan málflutning, sem fram fór í Hæstarétti 19. þ. m., voru málsgögn þessi og nokkur fleiri lögð fyrir dóminn. Af hálfu kæranda er þess krafizt, að hald það, sem lagt hefur verið á togarann Milwood, verði fellt niður gegn bankatryggingu að mati héraðsdóms fyrir öllum greiðsl- um, sem John Smith skipstjóra kunni að verða dæmt að greiða. Þá krefst kærandi og kærumálskostnaðar úr ríkis- sjóði. Saksóknari ríkisins krefst þess, að hinn kærði úrskurð- 462 ur verði staðfestur og kæranda dæmt að greiða kærumáls- kostnað í ríkissjóð. I. Aðdraganda máls þessa er ekki lýst nema að litlu leyti í hinum kærða úrskurði. Verður því ekki komizt hjá að rekja málsatvik í meginatriðum, og þykir í því skyni rétt að taka upp orðrétta skýrslu skipherrans á varðskipinu Óðni, dags. 1. maí þ. á., en skýrslu þessa hefur skipherr- ann og þeir af skipshöfn hans, sem hlut áttu að máli, stað- fest með eiði. Skýrslan er svohljóðandi: „Laugardaginn 27. april 1963 gerði varðskipið tilraun til að taka fastan togarann Milwood, A 472, frá Aberdeen, sem var að taka inn vörpu sína innan fiskveiðitakmark- anna út af Skaftárós. Skipstjóri John Smith. Nánari atvik voru sem hér segir: Laugardaginn 27. apríl 1963 var varðskipið á vesturleið i Meðallandsbug. Í ratsjá varðskipsins sást allmikið af skip- um um og innan við 6 sjómílna takmörkin út af Meðal- landssandi. Ekki voru tök á því að greina hvers konar skip hér var um að ræða vegna slæms skyggnis. Kl. 0515 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun við hlið togarans Avon-River, A 660: Skarðsfjöruviti miðaðist í réttv. 2779, fjarlægð 7.3 sjóm., er gefur stað togarans um 6 sjómílna fiskveiðitakmörkin, jafnframt sást þá annar togari með berum augum norðvestur frá staðnum og stefn- an sett þangað. KI. 0520 var komið að togaranum Milwood, A 472, sem lét reka og var að innbyrða stjórnborðsvörpu. Var eftirfarandi staðarákvörðun gerð við hlið togarans: Skarðs- fjöruviti miðaðist í réttv. 2719, fjarlægð 6.5 sjóm., dýpi 145 metrar. Gefur þetta stað togarans um 1.25 sjóm. innan 6 sjómilna fiskveiðitakmarkanna. Var strax kallað til tog- arans með hátalara varðskipsins að hreyfa sig ekki, því að bátur myndi verða sendur yfir til hans. Maður veifaði i brúarglugga togarans og þótti sýnt, að kallið hefði skilizt. Kl. 0523 var duflið sett út við hlið togarans og um sama 463 leyti sást mikið af fiski í kringum togarann og vörpupok- inn lá fráskorinn í sjó. Kl. 0526 setti togarinn á ferð og sigldi á duflið. Síðar kom í ljós, að tilraun togarans til að sigla niður duflið hafði mistekizt. Kl. 0527 var skotið lausu skoti að togaranum og eftir- för hafin. Kl. 0528 var flautað stöðvunarmerkið K með flautu varð- skipsins. Kl. 0529 var stöðvunarmerkið K sett upp. Jafnframt var byrjað að kalla á togarann í talstöð varðskipsins, en hann svaraði ekki og hélt flótta sinum áfram. Var nú siglt samhliða togaranum, en togarinn var á bakborða. Skömmu síðar beygði togarinn lítilsháttar í bak- borða, síðan hart í stjórnborða og virtist, að með sömu ferð og skipin héldu, myndi togarinn lenda á bakborðs- hlið varðskipsins. Voru vélar varðskipsins stöðvaðar og sið- an settar á fulla ferð aftur á til að reyna að forðast árekst- ur. Ekki varð vart við, að togarinn gæfi nein lögskipuð merki, áður en hann beygði. Kl. 0535 var skotið lausu skoti að brú togarans, og á sömu stundu skeður áreksturinn við hann, þannig að þegar brú togarans er komin á móts við stefni varðskipsins, beygir togarinn í bakborða. Lenti borðstokkur og bátaþilfarshorn togarans rétt aftan við aftari stjórnborðsgálga á stefni varð- skipsins. Voru þá vélar varðskipsins stöðvaðar og skemmdir athugaðar. Kom í ljós, að tvö göt höfðu komið á stefni varð- skipsins. Hið efra gat var um 1 meter fyrir ofan aðalþil- far skipsins í geymslurúmi, hið neðra var í stafnhylki skips- ins, rúman meter ofan við sjólínu. Þegar skipið hjó, rann sjór inn í stafnhylkið, eftir að sett var á ferð, en vindur og sjór voru á móti. Dælur skipsins voru hafðar á þvi hylki til að létta þrýsting á því. Efra gatið var þétt til bráða- birgða og vatnsheldri hurð lokað. Kl. 0541 var eftirförinni haldið áfram. Kl. 0604 var skotið lausu skoti, en árangurslaust. Allan tímann var alltaf öðru hvoru kallað í talstöð varðskipsins, 464 ýmist á 2182 kc. og 2226 kc. og reynt að hafa samband við togarann, en hann svaraði aldrei. Kl. 0625 var sent skeyti til landhelgisgæzlunnar í Reykja- vík og spurt, hvort ekki mætti skjóta föstu skoti á tog- arann. Kl. 0708 kom svar um að skjóta ekki á togarann að svo stöddu. Kl. 0807 kom skeyti frá Landhelgisgæzlunni um að setja upp alþjóðamerkjaflöggin OL, sem táknar „stöðvið eða ég skýt á yður“. Aðalstefnur skipanna tveggja voru frá 115? til 1309 r/v. Var síðan haldið áfram við hlið togarans. Barst þá einnig upplýsing frá Landhelgisgæzlunni, að brezka herskipið Pal- liser færi frá Reykjavík kl. 1100 og væri æskilegt, að það fengi tækifæri til að reyna hvað það gæti, t. d. með radiósambandi við togarann, Ennfremur var Geir G. Zoéga, umboðsmaður brezku togaranna í Reykjavík, að reyna að ná sambandi við útgerðarmann Milwoods. Kl. 1250 var Palliser í skeyti gefinn staður og stefna varðskipsins og togarans svo og, að ógerningur væri að fá hann til að svara neinu kalli. Var um leið spurt, hvort herskipið gæti stöðvað hann, áður en varðskipið yrði að grípa til annarra ráða. KI. 1335 barst svar við þessu skeyti frá Palliser, þar sem sagt var, að honum hefði ennþá ekki tekizt að fá Mil- wood til að svara kalli sínu og bað um, að beðið yrði með harðhentari aðferðir til að stöðva skipið, þar sem hann efaðist ekki um, að hægt yrði að leysa þetta mál, er hann kæmi á staðinn, og hann hefði eins og við áhuga á því, að alþjóðalög væru í heiðri höfð. Þegar Hms. Palliser fór að nálgast, heyrðist, að hann kallaði oft í togarann Milwood, án þess að hann svar- aði, en loksins þegar hann svaraði, heyrðist, að skipherra Mms. Palliser lagði mjög að skipstjóranum að snúa við á móti sér eða að stöðva, en skipstjóri Milwood neitaði algerlega öllum slíkum tilmælum. KI. 1725 var sent skeyti til Landhelgisgæzlunnar í Reykja- 465 vík, svohljóðandi: „Sé ekki ástæðu til að halda þessari eftir- för áfram, ef ekki á að gera eitthvað meira. Svar óskast.“ KI. 1818 barst skeyti frá Landhelgisgæzlunni, sem var sent áfram til brezka herskipsins Hms. Palliser. Var það svohljóðandi: „As we intend to stop the trawler and have him obey our orders to go to an Icelandic port, please tell him this is important as fhis pursuit can not go on much longer.“ KI. 1908 sneri togarinn Milwood í átt til Hms. Palliser. Snéri þá varðskipið einnig við og fylgdist með togaran- um í átt til Hms. Palliser í stefnu 277? réttvísandi. Voru skipin þá stödd réttvísandi 1579, fjarlægð 128 sjóm, frá Vestra-Horni. KI. 1950 Þirtist togarinn Juniper, A 540, og virtist hann hafa elt skipin. Snéri hann við og hélt sér á milli togar- ans Milwoods og varðskipsins. Kl. 2210 var Landhelgisgæzlunni skýrt frá þessu og sam- kvæmt beiðni hennar var Palliser þá sent eftirfarandi skeyti: „Á British trawler is steaming here close alongside Mil- wood stop Please ask him to leave as Milwood is under arrest and this other trawler has evidently nothing to do here.“ Ekki varð vart við, að Palliser sendi þetta til tog- arans, Kl. 2340 hittu skipin Hms. Palliser, sem snéri við og hélt í vesturátt eftir skipunum. Veður, þegar komið var að togaranum um morguninn: Austan 7, sjór austan 4 og súld. Veður í eftirförinni var frá austan 5 til suðvestan 4—6, sjór frá ASA 4 til SV 3-A, skúrir. Sunnudaginn 28. april kl. 0148 voru skipin stöðvuð vegna vélarbilunar togarans Juniper. Var þá ákveðið að bíða átekta til kl. 0600 vegna veðurs til að skipherra Pallisers gæti farið milli togarans og varðskipsins. Kl. 0600 fór skipherra Pallisers og siglingafræðingur herskipsins um Þborð í Milwood til viðræðna við skip- stjóra togarans. Nokkru seinna fóru varðskipsmenn á 30 466 gúmmiíbát í áttina til togarans og hugðust sækja skipherra Pallisers, en er gúmmíbáturinn var kominn nokkuð á leið, setti togarinn á ferð og sneru varðskipsmenn þá til baka. Komu þá boð frá Palliser um, að skipstjóri tog- arans hefði haldið, að varðskipsmenn hefðu ætlað að ráð- ast til uppgöngu í togarann, en óskaði jafnframt þess, að gúmmíbátur varðskipsins yrði látinn sækja skipherra Pal lisers, þó með því skilyrði, að aðeins 2 menn yrðu í bátnum. Kl. 0750 var skipherrann sóttur til viðræðna við skip- herra varðskipsins. Honum var gert ljóst, að hér eftir yrði notað vald til að færa togarann til íslenzkrar hafnar. Hunt skipherra lýsti því yfir, að ógerningur myndi að fá skip- stjóra togarans til að fara í íslenzka höfn, þrátt fyrir það þó hann fengi fyrirmæli frá eigendum togarans til að gera það. Hann hefði gert skipstjóra togarans það ljóst, að til alvarlegra átaka gæti komið og hann stofnaði lífi skips- hafnar sinnar í hættu með þessu framferði. Togaraskip- stjórinn hefði þá óskað eftir því, að skipshöfnin yrði flutt yfir í Palliser og hann yrði einn eftir í togaranum og sigldi honum til Skotlands. Hunt skipherra kvaðst hafa ákveðið að verða við þessari beiðni hans. Honum var þá bent á, að mjög mikil hætta væri að skilja svona mann eftir einan í skipinu. Það væri ekki gott að vita, hverju hann gæti tekið upp á, eins og hugarástandi hans væri háttað. Eftir nokkrar umræður varð það loks að samkomu- lagi, að Hunt skipherra léti skipið í okkar hendur með eftirfarandi aðferð: Hunt skipherra ætlaði að vera með tvo vélstjóra frá Palliser um borð í togaranum, flytja skipshöfnina alla nema skipstjórann yfir í Palliser og um leið og skips- höfnin væri komin yfir, kæmu varðskipsmenn og yfir- tækju skipið. Ætlaði Hunt skipherra ásamt vélstjórum sin- unm að varna skipstjóra togarans að setja vélina í gang, á meðan varðskipsmenn kæmust um borð. Hunt skipherra var einnig búinn að segja, að færi svo, að fleiri af skips- 467 höfninni vildu vera eftir um borð, myndi hann sjálfur taka skipið fast. Hann fullyrti, að þetta gæti ekki mistekizt. Þessi áætlun fór nú fram, eins og ráð var fyrir gert, að öðru leyti en því, að þegar varðskipsmenn komu um borð í togarann, var skipstjóri hans nýfarinn um borð í togar- ann Juniper með aðstoð Hunt skipherra og á bát frá Palliser, en Juniper hélt strax áleiðis til Skotlands. Þeg- ar Hunt skipherra kom um borð í varðskipið eftir þetta, var þessum aðgerðum hans harðlega mótmælt, einnig var honum fengin eftirfarandi skrifleg orðsending: „I demand that you hand over to us the skipper of Milwood at once or take him with you to an Icelandic port.“ Hunt skipherra talaði nú við brezka ambassadorinn í Reykjavík og skýrði honum frá málavöxtum. Hann bað ambassadorinn um að hafa samband við útgerðarmann tos- arans Juniper og biðja þá um að snúa togaranum við til Reykjavíkur. Lofaði ambassadorinn þessu. Kl. 1838 var haldið á fullri ferð á eftir Juniper, einnig hélt Palliser á eftir Juniper., Um kl. 1900 héldu varðskipsmenn, 3 hásetar, 1. vélstjóri undir stjórn Leons Carlssonar 2. stýrimanns með togar- ann Milwood til Reykjavíkur samkvæmt fyrirmælum skip- herra v/s Óðins. Einnig voru í togarnum 3 yfirmenn og 5 undirmenn frá Palliser svo og 2 hásetar togarans, er vildu ekki yfirgefa togarann. Kl. 2055 hafði Palliser tekizt að fá togarann Juniper til að snúa við, og héldu skipin í norðvestur átt. KI. 2309 stöðvaði Palliser og sendi bát yfir að Juniper. Síðan tilkynnti Palliser, að skipstjórinn á Milwood hefði verið fluttur um borð í herskipið. Kl. 2322 var ferðinni haldið áfram. Veður á sunnudag var kul SV 4—8, sjór SV 3—4, skýjað. Mánudaginn 29. april kl. 0015 var Landhelgisgæzlunni i Reykjavík tilkynnt um flutning skipstjórans á Milwood úr Juniper. Kl. 0137 tilkynnti Palliser, að hann ætlaði til Milwood til að taka menn sína. 468 Kl. 1200 kom Palliser að togaranum Milwood í réttvís- andi 285? frá Geirfuglaskeri, fjarlægð 18 sjómílur. Setti hann út gúmmíbjörgunarbát, sem herskipsmenn voru sóttir í, en þrír vélstjórar togarans fluttir um borð í Milwood. Kl. 1237 kom Óðinn að togaranum og sendi tvo menn til viðbótar í hann. Kl. 1310 hélt Milwood áfram til Reykjavíkur, en Pal- liser snéri við og hélt í austurátt. Var landhelgisgæzl- unni tilkynnt um atburði þessa og um kl. 1340 fékk Óðinn fyrirmæli frá Landhelgisgæzlunni um að halda áfram til Reykjavíkur og kl. 2234 batt varðskipið landfestar við Ing- ólfsgarð í Reykjavík og stuttu síðar lagðist togarinn Mil- wood utan á Óðinn. Veður á mánudag var kul V 6, talsverður sjór, skýjað. Það skal tekið fram, að þegar skipherra Pallisers var um borð í Óðni, var honum boðið að athuga stað duflsins, sem lagt hafði verið út við hlið togarans undan Meðallandssandi. Í ljós hafði komið, að duflið hafði allan tímann verið á sama stað. Ætlaði hann að gera það, en aldrei varð neitt úr þvi. Staðarákvarðanirnar voru gerðar af 1. og 2. stýrimanni undir umsjón skipherra. Við mælingarnar voru notuð Sperry ratsjá og Sperry gyro áttaviti. Laugardaginn 27. apríl var gyro áttavitinn athugaður á eftirfarandi hátt með Sperry ratsjá varðskipsins: Lómagnúpur, fjarlægð 22.0 sjóm. Eiríksnef á Ingólfshöfða, fjarlægð 15.2 sjóm. og miðast þá Eiríksnefið réttvísandi 05295, og sýnir það áttavitann vera réttan. Lausi fjarlægðarhringurinn var borinn sam- an við föstu fjarlægðarhringina og reyndist vera réttur.“ Hinn 28. apríl 1963 kl. 1118 gerðu yfirmenn varðskips- ins Þórs eftirgreinda staðarákvörðun við dufl það, sem Óðinsmenn höfðu sett út hjá togaranum Milwood dag- inn áður: „Skarðsfjöruviti r/v 26895, fjarlægð 6.4 sjómilur. Dýpi: 138 metrar.“ 469 Fimm af skipverjum togarans Milwood, er komu með skipinu til Reykjavíkur, hafa gefið skýrslur fyrir saka- dómi. Í skýrslu þriggja skipverjanna er ekkert, er veru- legu máli skipti um sakaratriði. Hásetinn Robert MecIntosh Duff hefur hins vegar borið sem vitni og staðfest þá skýrslu með eiði, að hann hafi verið á þilfari við vinnu sina, er varðskipið kom að togaranum. Þá hafi verið að innbyrða stjórnborðsvörpu togarans, „en þegar varðskipið kom að honum, var höggvið á veiðarfærin og pokinn skorinn frá. Var þetta gert að skipun skipstjóra, en hvers vegna veit vitnið ekki“. Hásetinn George Stephen hefur með eiðfestu vætti borið með sama hætti um þessi atriði. Vitni þetta kveðst einnig „hafa séð, að dufl var sett út frá varðskipinu um 200—250 vards frá stjórnborðshlið togarans“. Vitnið kveðst því næst hafa farið upp í stýrishús togarans og hafi skipstjórinn þá verið einn við stýri. Segir vitnið, að siglt hafi verið „beina stefnu“, en í hverja átt veit vitnið ekki. Það segir togarann ekkert hafa beygt, er árekstur varð við varðskipið. Og í síðari skýrslu lýsti vitnið því, að varð- skipinu hefði verið „beygt í veg fyrir togarann“. Þá er og þess að geta, að loftskeytamaður og fyrsti stýri- maður varðskipsins Óðins hafa báðir borið og staðfest með eiði, að þeir hafi að kvöldi þess 28. apríl s.l. heyrt í tal- stöð varðskipsins, að einhver „Mr. Wood í Skotlandi“ hafi þá krafizt þess af skipherra herskipsins Pallisers að skip- stjórinn á Milwood yrði þegar í stað fluttur aftur um borð i togarann Juniper og að hann sigldi síðan beina leið til Skotlands. Nefndur Wood kom að eigin ósk fyrir sakadóm Reykjvíkur og gaf þar skýrslu. Skýrði hann m. a. frá því, að hann væri hluthafi, stjórnarformaður og aðalforstjóri Burwood Fishing Co. Ltd., sem væri fjölskyldufyrirtæki hans. Í nefndri dómsskýrslu Woods felst og viðurkenning á því, sem loftskeytamaður og fyrsti stýrimaður varðskips- ins Óðins báru og áður er rakið, þ. e. að hann hafi nefni sinn skipað svo fyrir að láta „flytja Smith skipstjóra úr Palliser yfir í Juniper og láta þann togara síðan hraða sér heim til Aberdeen“. 470 I. Meðal hinna nýju gagna, sem lögð hafa verið fyrir Hæsta- rétt, er álitsgerð skólastjóra Stýrimannaskólans og mörk- un hans á sjóuppdrátt. Samkvæmt mælingum skólastjór- ans var staður varðskipsins Óðins við hlið togarans Mil- wood kl. 0520 þann 27. apríl þ. á. um 1.2—1.3 sjómíla innan sex sjómílna fiskveiðimarkanna. Staður dufls þess, er áður greinir og stjórnarmenn varðskipsins Þórs mældu kl. 11.18 hinn 28. apríl þ. á., reyndist samkvæmt athugun skólastjórans vera um 1.4—1.5 sjómíla innan sex sjó- milna fiskveiðimarkanna. Telur skólastjórinn, að munur á staðsetningum þessum geti stafað af því, að duflið hafi rekið smávegis á tímabilinu frá því að það var sett út og þar til Þórsmenn mældu stað þess. Þá hefur og verið lagt fram í málinu endurrit ákæru- skjals, sem saksóknari ríkisins gaf út 18. þ. m. Samkvæmt skjalinu ákærist John Smith, skipstjóri á togaranum Mil- wood fyrir að hafa gerzt sekur um fiskveiðibrot samkvæmt 2. gr. reglugerðar nr. 3 11. marz 1961 um fiskveiðiland- helgi Íslands, sbr. lög nr. 44 5. april 1948 og lög nr. 33 19. júní 1922, sbr. ennfremur 1. mgr. 1. gr. laga nr. 5 18. maí 1920 um bann gegn botnvörpuveiðum, sbr. 1. gr. laga nr, 6 17. febrúar 1959 um breytingu á þeim lögum, með því að vera á botnvörpuveiðum á nefndum togara í Meðal- landsbug árla morguns, um kl. 0520, laugardaginn 27. april 1963 innan fiskveiðilandhelgi Íslands, eins og hún er ákveðin i 1. gr. fyrrnefndrar reglugerðar nr. 3/1961 og innan við svæði það milli sex og tólf sjómilna fiskveiðilögsögu, sem um ræðir í 3. gr. IV. í auglýsingu nr. 4 11. marz 1961, sbr. 6. gr. nefndrar reglugerðar nr. 3/1961. Þá ákærist nefndur skipstjóri ennfremur fyrir að hafa um kl. 0535 sama dag, meðan varðskipið Óðinn veitti tog- aranum Milwood, A 472, eftirför og sigldi samhliða hon- um frá vettvangi fiskveiðibrotsins í því skyni að færa tog- arann og skipstjóra hans til hafnar, serzt sekur um að sigla togaranum þannig að varðskipinu með stefnubreyt- 471 ingum, án tilskilinna merkjagjafa, að árekstur varð ekki umflúinn og skemmdir hlutust af á báðum skipunum. Þykir þetta varða við 261. gr. siglingalaga nr. 56/1914 og 220. gr. 4. mgr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940“. Ákærist nefndur skipstjóri „til að sæta refsingu samkvæmt 7. gr. reglugerðar nr. 3/1961, sbr. 3. gr. laga nr. 44/1948 og 1. gr. laga nr. 81/1952 um breytingu á þeim lögum, sbr. enn- fremur 3. gr. laga nr. 5/1920 og 1. gr. laga nr. 5/1951 um breytingu á þeim lögum og ennfremur samkvæmt nefnd- um ákvæðum siglingalaga og hegningarlaga til að sæta upptöku veiðarfæra nefnds togara og andvirði afla hans, sem seldur var hinn 6. maí 1963, og til greiðslu alls sakar- kostnaðar“. Ennfremur er þess krafizt, að ákærði verði dæmdur til að greiða Landhelgisgæzlunni „bætur fyrir tjón það, sem varð á varðskipinu Óðni við áðurnefndan árekst- ur, kr. 120.700.00, ásamt 8% ársvöxtum frá 27. apríl 1963 til greiðsludags og kr. 7507.00 vegna kostnaðar við mat tjónsins“. Samkvæmt áritun yfirsakadómara á ákæruskjalið er John Smith stefnt fyrir sakadóm Reykjavíkur 2. september n.k. til sakar að svara og dóm að þola samkvæmt framan- greindri ákæru. Saksóknari ríkisins lýsti því fyrir Hæsta- rétti, að gerðar yrðu ráðstafanir til að fá ákæruskjalið birt fyrir nefndum skipstjóra. III. Samkvæmt lokaákvæði 1. gr. laga nr. 5/1951 um breyt- ing á lögum nr. 5/1920 um bann gegn botnvörpuveiðum má leggja löghald á skip, sem notað hefur verið til ólög- legra botnvörpuveiða við Ísland, og selja það síðan, að undangengnu fjárnámi, til lúkningar sektum á hendur skip- stjórnarmanni svo og málskostnaði, sbr. og auglýsingu um fullgildingu Evrópuráðssamnings um verndun mannrétt- inda og mannfrelsis nr, 11/1954, fylgiskjal II, 1. gr. in fine. Samkvæmt áralangri dómvenju hefur þetta verið fram- kvæmt þannig, að héraðsdómur sá, er haft hefur slík mál 472 til meðferðar, hefur lagt hald á skipið og haldið þvi, þar til dómur hefur gengið í héraði. Þá hefur héraðsdómur að jafnaði sleppt skipinu gegn hæfilegri tryggingu. Þegar litið er til þessa og að eigi verður að svo stöddu séð fyrir um lyktir sakamáls þess, sem samkvæmt framan- sögðu hefur verið höfðað gegn skipstjóra togarans Mil- wood, svo og þess, að eigi er loku fyrir það skotið, að tog- arinn, sem ber sýnileg merki framangreinds árekstrar, kunni, eins og saksóknari ríkisins og rannsóknardómur telja, enn að hafa sönnunargildi í málinu, sbr. 1. mgr. 48. gr. laga nr. 82/1961, þá þykir á þessu stigi málsins rétt að heimila héraðsdómi að halda togaranum enn um sinn. Eftir mála- vöxtum, eins og þeir hafa verið raktir hér að framan, telst Þó eigi rétt, að heimild þessi haldist án nýrrar dómsákvörð- unar lengur en til 5. september 1963. Kærumálskostnaður fellur niður. Dómsorð: Héraðsdómi er heimilt að hafa togarann Milwood. A 472, í haldi til 5. september 1968. Kærumálskostnaður fellur niður. Sératkvæði Gizurar Bergsteinssonar hæstaréttardómara. Um kröfur í máli þessu, málefnalýsingu og efni nýrra gagna, sem lögð hafa verið fyrir Hæstarétt, er vísað til at- kvæðis meiri hluta dómenda. Svo sem rakið er í hinum kærða úrskurði, hafa verið gerðar af hendi kæranda ítrekaðar tilraunir til að fá b/v Milwood leystan hér úr haldi. Hefur yfirsakadómari jafnan synjað þess, síðast með hinum kærða úrskurði. Athugaefni er, hvort skilyrði séu að íslenzkum lögum til að halda b/v Milwood lengur en nú er orðið hér í höfn. Samkvæmt 43. gr. laga nr. 82/1961 um meðferð opin- berra mála skal leggja hald á muni, sem 1. ætla má, að hafi sönnunargildi í opinberu máli, 2. aflað hefur verið á refsiverðan hátt eða 473 3. ætla má, að þeir verði gerðir upptækir. Um 1. Þá er togarar eru teknir fyrir ætluð fiskveiðibrot, er þeim við venjulegar aðstæður haldið, meðan málið er prófað og dæmt af héraðsdómi. Stendur þá haldið einungis fáa daga. Að héraðsdómi gengnum er togurum sleppt gegn tryggingu, enda þótt oft fram fari ýtarleg framhalds- rannsókn, áður en dómur gengur í Hæstarétti. Mál ákæru- valdsins gegn John Smith hefur eigi verið leitt til lykta sökum undankomu hans. Hefur b/v Milwood legið í Reykja- vikurhöfn frá því síðast í apríl. Tækifæri hefur verið allan þennan tíma til að skoða hann í krók og kring, m. a. bæði fyrir málflytjendur og dómendur í héraði, taka myndir af skemmdum á honum o. s. frv. Dómkvaddir menn hafa kannað ratsjártæki hans. Dómkvaddir menn hafa og rann- sakað skemmdir þær, sem urðu á honum við áreksturinn við varðskipið Óðin, og metið viðgerðarkostnað. Að því er varðar ætlað fiskveiðibrot John Smiths skipstjóra, er megin- sönnunargagnið framburður varðskipsmanna og mælingar þær, sem þeir gerðu, þá er þeir komu að togaranum 27. apríl s.l., en afli togarans hefur verið seldur og andvirðið lagt í greiðslugevmslu. Gegn því, sem nú var sagt, hefur eigi verið sýnt fram á, að efni séu til að halda togaranum áfram af sönnunarástæðum. Um 2. Skilyrði það, sem hér greinir, kemur eigi til álila í máli þessu. Um 3. Lög nr. 5/1920, sbr. lög nr. 5/1951, kveða á um upptöku afla og veiðarfæra togara, sem er notaður til ólög- legra fiskveiða í landhelgi, en eigi um upptöku togarans sjálfs. Skilyrði upptöku hlutar samkvæmt 1. mgr. 69. gr. laga nr. 19/1940 er, að eigandi hans hafi verið við brotið riðinn. Þessu er eigi til að dreifa af hendi eigenda b/v Milwood, að því er áreksturinn varðar, svo séð verði, enda hefur sak- sóknari eigi gert kröfu um upptöku togarans. Verður hald togarans því eigi reist á heimild til upptöku hans. Eigi er í íslenzkum lögum heimild til að beita haldi á togaranum í því skyni að þvinga ákærða John Smith til þess að koma fyrir dóm á Íslandi. 474 Með 3. gr. og 5. gr. laga nr. 5/1920, sbr. lög nr. 5/1951, er mæld refsing á hendur skipstjóra, sem staðinn er að botnvörpuveiðum í landhelgi. „Leggja má löghald á skipið og selja það, að undangengnu fjárnámi, til lúkningar sekt- um samkvæmt þessari grein og kostnaði“. Hér er rétt að geta þess, að orðin löghald og kyrrsetning tákna það sama í íslenzku lagamáli. Ber því að beita almennum reglum um kyrrsetningu til fyllingar ákvæðinu. Með 144. gr. laga nr. 82/1961 er kveðið á um kyrrsetningu fjármuna í opin- berum málum til tryggingar málskostnaði, skaðabótum og eignartöku, ef því er að skipta. Segir þar m. a., að um fram- kvæmd og þýðingu kyrrsetningar fari sem um kyrrsetn- ingu fjármuna almennt, þó með þeim undantekningum, að beiðandi kyrrsetningar þarf eigi að setja tryggingu, stað- festingarmál þarf eigi að höfða og að ábyrgð á kyrrsetn- ingu fer eftir almennum skaðabótareglum. Samkvæmt þessu gildir um slíka tryggingu 13. gr. laga nr. 18/1949 um kyrr- setningu og lögbann, en þar segir: „Nú er nægileg trygg- ing sett fyrir greiðslu kröfu með vöxtum til áætlaðs sreiðslu- dags eða gjalddaga, ef krafa er ekki fallin í gjalddaga, og kostnaði, og má kyrrsetning þá ekki fram fara, enda skal fella hana niður, jafnskjótt sem nægileg trygging kann síð- ar að verða sett. Um mat tryggingar fer samkvæmt 12. gr. s.l.“, þ. e., fógeti framkvæmir það. Samkvæmt 144. gr. laga nr. 82/1961 framkvæmir dómari kyrrsetningu, ef hann hef- ur jafnframt fógetavald, en lætur að öðrum kosti fógeta framkvæma hana. Framangreind ákvæði taka til máls þessa. Niðurstaðan er því sú, að leysa ber úr haldi b/v Mil- wood. A 472, frá Aberdeen, gegn því, að kærandi setji þá fétryggingu, sem bær dómari samkvæmt 144. gr. laga nr. 82/1961 metur fullnæga og gilda fyrir hvers konar greiðsl- um, svo sem fésektum, skaðabótum og kostnaði, er leiða kann af athæfi því, sem John Smith, skipstjóri á nefndum togara, er saksóttur fyrir með ákæru saksóknara, dags. 18. júní 1963. Eftir atvikum er rétt, að kærumálskostnaður falli niður. 475 Dómsorð: Leysa ber úr haldi b/v Milwood, A 472, gegn því, að kær- andi, Gísli Ísleifsson f. h. Burwood Fishing Company Ltd., Aberdeen, setji þá fétryggingu, sem bær dómari samkvæmt 144. gr. laga nr. 82/1961 metur fullnæga og gilda fyrir hvers- konar greiðslum, svo sem fésektum, skaðabótum og kostn- aði, sem leiða kann af athæfi því, sem John Smith, skip- stjóri á b/v Milwood, A 472, er saksóttur fyrir með ákæru saksóknara ríkisins, dags. 18. júní 1963. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 20. maí 1963. Ár 1963, mánudaginn 20. maí, var úrskurður þessi kveðinn upp í sakadómi Reykjavíkur af Loga Einarssyni yfirsakadómara og meðdómsmönnunum Halldóri Gíslasyni og Hannesi Pálssyni, skipstjórum. Árla morguns laugardagsins 27. f. m. kom varðskipið Óðinn að togaranum Milwood, A 472, frá Aberdeen, í Meðallandsbug, þar sem hann var að veiðum. Af hálfu yfirmanna varðskipsins, skip- herra og 1. og 2. stýrimanns voru framkvæmdar mælingar á stað togarans, og reyndist hann að sögn þeirra samkvæmt mæl- ingum þessum um 1.25 sjómílu innan 6 sjómílna fiskveiðitak- markanna. Gerðar voru árangurslausar tilraunir til þess að togaraskip- stjórinn, John Smith, hefði samband við varðskipsmenn og að hann fylgdi þeim til íslenzkrar hafnar, en hann komst undan í brezka herskipinu Palliser. Togaranum var aftur á móti siglt hingað til Reykjavíkur. Kom hann hingað á mánudagskvöldið 29. f. m., og hefur verið haldið hér í höfninni síðan, enda hefur nefndur skipstjóri hans enn eigi komið hingað til lands, en rann- sókn máls þessa hófst hér í sakadómi þriðjudaginn 30. f. m. Í lok þinghalds föstudaginn 3. þ. m. var eftirfarandi bókað samkvæmt ósk Gísla G. Ísleifssonar hrl. vegna eigenda togarans: „Þar sem kyrrsetning hefur ekki, svo að kunnugt sé, verið framkvæmd á togaranum Milwood, A 472, er þess krafizt af eigendum hans, Burwood Fishing Co. Ltd., Aberdeen, að tog- arinn verði afhentur umboðsmanni þeirra, Geir Zoéga, Vestur- götu 10, hér í borg, til umráða.“ Í þinghaldi laugardaginn 4. þ. m. var að ósk Hallvarðs Ein- varðssonar, fulltrúa saksóknara ríkisins, gerð eftirfarandi bókun: 476 „Þar sem rannsókn málsins stendur enn yfir og skipið er að lögveði fyrir væntanlegri sekt og afli og veiðarfæri kunna að verða gerð upptæk, er framkominni kröfu af hálfu eigenda togarans um afhendingu á togaranum mótmælt og þess krafizt, að rannsókn málsins verði haldið áfram.“ Í beinu framhaldi af þessu var eftirfarandi bókað að ósk Gísla G. Ísleifssonar hrl.: „Þar sem ráð virðist gert fyrir því í 172. gr. laga nr. 82/1961, að úrskurður sé kveðinn upp um hald á munum, er þess krafizt, að úrskurður verði kveðinn upp um atriðið. Jafnframt er tekið fram, að eigendur togarans Milwood, A 472, eru reiðubúnir til þess að setja bankatryggingu eftir mati dómsins fyrir öllum þeim greiðslum, er hugsanlega kynnu að verða dæmdar á hend- ur John Smith, skipstjóra á togaranum Milwood, A 472, gegn afhendingu togarans.“ Í sama þinghaldi, laugardaginn 4. þ. m., ákvað dómurinn með bókun, að togaranum skyldi haldið hér í höfninni fyrst um sinn, meðan rannsókn málsins stæði yfir og þar til annað yrði ákveðið, sbr. 43. gr. laga nr. 82/1961 um meðferð opinberra mála. Er ákvörðun þessi hafði verið lesin upp í dóminum, var svo- hljóðandi bókun gerð að ósk Gísla G. Ísleifssonar hrl.: „Því er lýst yfir af eigendum togarans Milwood, A 472, að ekki verði kærð til Hæstaréttar bókun dómsins um hald á tog- aranum, sem gerð var í sakadómi Reykjavíkur í dag. Jafn- framt er þess óskað, að dómurinn taki, svo fljótt sem unnt er, ákvörðun um það, hvort eigendum togarans verði leyft að setja bankatryggingu gegn afhendingu togarans, sbr. bókun í þing- haldi í dag.“ Þriðjudaginn 7. þ. m. sótti þinghald í rannsókn máls þessa að eigin ósk einn af eigendum greinds útgerðarfyrirtækis, John Wood, til heimilis 18 Gordondale Road í Aberdeen, þar sem hann kvaðst telja, að um einhvern misskilning væri að ræða. Hann væri eigandi togarans og óskaði eftir að fá skipið í sínar hendur sem fyrst, enda hefði það verið hér lengi og lega þess kostaði um 200 sterlingspund á dag og ef lengur drægist að fá skipið, myndi hann örugglega verða að hætta starfsemi sinni. Af hálfu saksóknara rkisins var þessari kröfu þegar mót- mælt í sama þinghaldi og þess krafizt, að togarinn yrði enn um sinn hafður í haldi, sbr. greinda bókun dómsins laugardag- inn 4. þ. m. 477 Í þinghaldi mánudaginn 13. þ. m. lagði Gísli G. Ísleifsson hrl. fram dskj. nr. 13, skriflega kröfugerð þá, er nú greinir: „Með bókun sakadóms Reykjavíkur 4. þ. m. var hald lagt a togarann Milwood, A 472, samkvæmt 43. gr. laga nr. 82/1961 fyrst um sinn, meðan rannsókn málsins stæði yfir og þar til öðru vísi yrði ákveðið. Þar sem rannsókn var nýbyrjuð, þótti eigi ástæða til að kæra bókun þessa, einnig af þeirri ástæðu, að tekið var fram, að haldið skyldi standa, þar til öðruvísi yrði ákveðið. Nú er rannsókn máls þessa lokið að mestu og hefur togar- inn ekki lengur sönnunargildi í málinu, þar sem ratsjá hans hefur verið skoðuð, skemmdir á honum metnar, skrásetningar- skjöl hans eru fram komin og afli seldur. Samkvæmt 43. gr. laga nr. 82/1961 þarf eitthvert eftirtalinna skilyrða að vera fyrir hendi til þess að mun verði haldið: 1. Ætla má, að munurinn hafi sönnunargildi í opinberu máli. 2. Hans hafi verið aflað á refsiverðan hátt. 3. Að hann verði gerður upptækur. Ekkert skilyrða þessara á lengur við um togarann Milwood, A 472, sjálfan, og er því gerð krafa um það, að ákveðið verði að nýju, hvort haldið skuli lengur standa. Tilboð um tryggingu, sett fram í virðulegum dómi 4. þ. m., stendur að sjálfsögðu enn, og verði hald á togarann fellt niður, er þess farið á leit, að veiðarfærum togarans verði ekki haldið sem munum, er gera má upptæka, heldur verði einnig leyft að setja tryggingu fyrir matsverði þeirra.“ Í beinu framhaldi af kröfugerð þessari gerði Jón Thors, full- trúi saksóknara ríkisins, eftirfarandi kröfu af hálfu ákæru- valds: „Þar sem rannsókn máls þessa er eigi lokið og skipstjóri togarans Milwood, A 472, hefur eigi enn mætt fyrir dómi vegna máls þessa, er þess sem fyrr krafizt, að nefndur togari verði enn um sinn hafður í haldi samkvæmt bókun hins virðulega dóms frá 4. þ. m.“ Í þinghaldi mánudaginn 6. þ. m. kvaddi dómurinn þrjá óvil- halla kunnáttumenn til að skoða ratsjá og áttavita varðskipsins Óðins svo og sömu tæki togarans Milwood, A 472, og láta dóm- inum í té skýrslu um þá skoðun og ástand tækja þessara. Hinir dómkvöddu menn luku athugunum sínum sama dag og lögðu þá fram skýrslu sína um athuganir þessar, dskj. nr. 4. 478 Um afla togarans var gerð eftirfarandi bókun í þinghaldi mánudaginn 6. þ. m.: „Þar sem hætta er á, að afli togarans Milwood, A 472, liggi undir skemmdum, ef hann verður öllu lengur látinn vera í tog- aranum, þykir dóminum rétt að koma honum í verð, með því að selja aflann, en andvirði hans verður lagt inn í banka. Er umboðsmaður eigenda togarans samþykkur þessu, og verður því reynt að selja aflann nú í dag eða svo fljótt sem kostur er.“ Afli togarans var síðan seldur 6. þ. m. og andvirði hans, að frádregnum kostnaði, kr. 26.050.97, lagt inn í sparisjóðsbók við Landsbanka Íslands. Vegna framangreindrar kröfugerðar Gísla G. Ísleifssonar hrl. í þinghaldi mánudaginn 13. þ. m., dskj. nr. 13, f. h. eigenda tog- arans var í þinghaldi 14. þ. m. bókað, svo sem nú greinir: „Dómurinn vísar til bókunar sinnar, sem gerð var í þinghaldi 4. þ. m., þar sem í stórum dráttum var greint frá töku togar- ans Milwood, A 472, frá Aberdeen, og ákveðið, að honum skyldi haldið hér fyrst um sinn, meðan rannsókn máls þessa stæði yfir og þar til annað yrði ákveðið. Skipstjóri togarans, John Smith, hefur enn ekki komið hér fyrir dóm, þótt utanríkisráðherra Íslands hafi í orðsendingu 4. Þ. m. til ambassadors Bretlands mótmælt undankomu skipstjór- ans og krafizt þess, að hann yrði framseldur íslenzkum yfir- völdum, en greindri orðsendingu hefur brezka stjórnin enn ekki svarað samkvæmt bréfi utanríkisráðuneytisins til dómsins, dskj. nr. 15, dags. í gær, þar eð hún væri að athuga alla málavexti. Er því með öllu óvíst enn, hvort kærði, John Smith, skipstjóri togarans, komi hér fyrir dóm. Þrátt fyrir það, að boðin hafi verið fram trygging gegn af- hendingu togarans og veiðarfæra hans, sbr. dskj. nr. 13, og bókun þessa efnis í þinghaldi 4. þ. m., þykir dóminum ekki ástæða til að svo stöddu að breyta ákvörðun sinni frá 4. þ. m. um hald á togaranum og ákveður, að honum svo og veiðar- færum hans skuli haldið hér fyrst um sinn, meðan rannsókn- inni er ekki lokið og þar til annað verður ákveðið, sbr. 43. gr. laga nr. 82/1961 um meðferð opinberra mála.“ Hinn 17. þ. m. afhenti utanríkisráðherra Bretlands ambassa- dor Íslands í London orðsendingu út af máli þessu. Hefur orð- sending þessi verið lögð fram sem dskj. nr. 21 og þýðing henn- ar á íslenzku sem dskj. nr. 22. Þess skal getið, að áður en skipstjóri togarans Milwood, A 472, 479 John Smith, komst undan í brezka herskipinu Palliser, lét skip- herra þess flytja hann yfir í skozka togarann Juniper, sem þá var staddur nærri varðskipinu Óðni og togaranum Milwood, en togarinn Juniper er einnig eign útgerðarfyrirtækisins Bur- wood Fishing Co. Ltd. Í síðastgreindri orðsendingu, dskj. nr. 21 og 22, segir m. a., að Hunt skipherra brezka herskipsins hafi komizt að þeirri niðurstöðu, „að framferði og hugarástand Smith skipstjóra væri þannig, að eina leiðin til þess að koma í veg fyrir, að Smith skipstjóri stofnaði lífi sínu í hættu væri að flytja hann yfir í togarann Juniper. Hunt skipstjóri tók þessa ákvörðun í þeirri traustu trú, að Juniper mundi verða skipað að fara undir eins til Reykjavíkur og að hann mundi fara þangað. Hann varð mjög undrandi og leiður, þegar eigendur Junipers neituðu að skipa Juniper að fara til Reykjavíkur.“ Ennfremur segir svo m. a. í orðsendingu þessari: „Brezku ríkisstjórninni þykir leitt, að Smith skipstjóri skyldi komast hjá handtöku á þennan hátt og harmar það atvik mjög. Brezka ríkisstjórnin tekur einnig á sig fulla ábyrgð á athöfnum H.M.S. Palliser dagana 27. og 28. apríl. Þótt brezka ríkisstjórnin verði að gera fyrirvara um efnis- hlið og lagarök málsins, hefur hún við ýmis tækifæri ráðlagt eigendum Milwood að telja Smith skipstjóra á að lúta íslenzkri lögsögu. Stjórnin er enn í þeirri von, að hann muni fallast á slíkt.“ Með vísun til síðastgreindrar bókunar dómsins í þinghaldi 14. þ. m. svo og að öðru leyti til málavaxta, eins og að framan getur, telur dómurinn rétt, að togaranum Milwood, A 472, frá Aberdeen svo og veiðarfærum hans skuli enn um sinn haldið hér í Reykjavíkurhöfn, meðan rannsókn máls þessa er ekki lokið og þar til annað verður ákveðið, sbr. 43. gr. laga nr. 82/ 1961 um meðferð opinberra mála. Ályktarorð: Togaranum Milwood, A 472, frá Aberdeen, skal enn um sinn haldið hér í Reykjavíkurhöfn, meðan rannsókn máls þessa er ekki lokið og þar til annað verður ákveðið. 480 Föstudaginn 28. júní 1963. Nr. 155/1962. Skipaútgerð ríkisins (Ingólfur Jónsson hrl.) Segn Ólafi Þorgrímssyni (sjálfur). Dómendur: hæstaréttardómararnir Árni Tryggvason, Jónatan Hallvarðsson, Þórður Eyjólfsson og prófessorarnir Ármann Snævarr og Magnús Þ. Torfason. Ágreiningur um málflutningsþóknun. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 12. nóvember 1962. Krefst hann þess aðallega, að stefnda verði dæmt að greiða kr. 103.918.64, til vara kr. 79.590.49, ásamt 6% ársvöxtum frá 13. april 1955 til greiðslu- dags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst aðallega sýknu af kröfum áfrýjanda, til vara, að dómkröfur áfrýjanda verði lækkaðar verulega. Þá krefst hann og málskostnaðar í Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Með dómi Hæstaréttar 30. október 1959 var ómerktur fyrri héraðsdómur og málsmeðferð í ágreiningsmáli aðilja máls þessa um sama sakarefni og hér er til úrlausnar, og byggðist ómerkingardómurinn á margs háttar vanreifun af hálfu áfrýjanda um kröfugerð á hendur stefnda. Í máli því, sem áfrýjandi hefur höfðað af nýju og hér er til úrlausnar, er að vísu að nokkru um bætt í þessum efnum, en þó er enn, eins og getið er í héraðsdómi, ýmsu áfátt um æskilega málsreifun af áfrýjanda hálfu. Ekki þykir þó alveg næg ástæða til ómerkingar dóms og máls- meðferðar af nýju af þessum sökum. I. Dómkröfur áfrýjanda samkvæmt 1. og II. kafla héraðsdóms. A. Eftir því sem helzt má ráða af greinargerð áfrýj- anda í héraði og málflutningi af hans hálfu hér fyrir dómi. 481 eru dómkröfur hans á hendur stefnda samkvæmt I. og Il. kafla héraðsdóms á því reistar, að stefndi hafi eigi staðið honum skil á innheimtu fé, er samsvarar ofreiknuðum maál- flutningslaunum í fimm tilteknum málum samkvæmt úr- skurðum stjórnar Lögmannafélags Íslands. Stefndi hefur hér fyrir dómi eins og í héraði m. a. byggt sýknukröfu sína á því, að allar hugsanlegar kröfur áfrýj- anda á hendur sér vegna nefndra skipta aðiljanna séu niður fallnar annað hvort fyrir fyrningu eða vegna tómlætis af hendi áfrýjanda. Að því er varðar fyrningu, skal þetta tekið fram: Stefndi var ráðinn málflutningsmaður áfrýjanda tíma- bilið 17. apríl 1942 til 17. april 1947, og áttu málsaðiljar af þessu tilefni allmikil og, að því er telja verður, sam- felld viðskipti. Starfi stefnda samkvæmt samningnum Í þágu áfrýjanda lauk þó eigi fyrr en með úrslitum svo- nefnds Rolf Jarls-máls í Hæstarétti 19. marz 1948, og end- anlegur reikningur stefnda fyrir þessi störf hans er dag- settur 17. október 1950. Upphafleg stefna til héraðsdóms er birt stefnda 13. april 1955. Þess er hins vegar að geta, að áður hafði áfrýjandi lagt fyrir stjórn Lögmannafélags Íslands til úrlausnar ákvörðun um málflutningslaun stefnda i áðurnefndum fimm málum, en þau eru þessi: 1. Svonefnt Persier-mál, sbr. héraðsdóm 1I,1. Dómur Hæstaréttar gekk 3. marz 1943. Stefndi sendi áfrýjanda reikning vegna málflutningsins 27. september 1944. Áfrýj- andi lagði ágreininginn um fjárhæð málflutningslaunanna hinn 6. september 1945 fyrir stjórn Lögmannafélags Ís- lands, sem felldi úrskurð í málinu 18. desember s. á. 2. Svonefnt Wirta-mál, sbr. héraðsdóm 1,2. Dómur Hæstaréttar gekk 22. apríl 1942. Stefndi sendi áfrýjanda málskostnaðarreikning 25. september 1944. Áfrýjandi lagði ágreininginn hinn 2. desember 1946 fyrir stjórn Lögmanna- félags Íslands, sem felldi úrskurð í málinu 20. ágúst 1947. 3. Svonefnd Þingeyjarmál, sbr. héraðsdóm, 1,3. Dómur Hæstaréttar gekk 4. júní 1947. Stefndi sendi áfrýjanda máls- kostnaðarreikning 1. ágúst s. á. Hinn 22. desember 1950 3l 482 lagði áfrýjandi ágreininginn fyrir stjórn Lögmannafélags Ís- lands, sem felldi úrskurð í málunum 25. og 26. nóvem- ber 1951. 4. Svonefnt Sæfinnsmál, sbr. héraðsdóm 1I,4. Dómur Hæstaréttar gekk 18. desember 1943. Stefndi sendi áfrýj- anda málskostnaðarreikning 4. apríl 1946. Hinn 14. júní 1951 lagði áfrýjandi ágreininginn fyrir stjórn Lögmanna- félags Íslands, sem felldi úrskurð í málinu 13. júlí 1952. 5. Svonefnt Rolf Jarls-mál, sbr. héraðsdóm 1,5. Dóm- ur Hæstaréttar gekk 19. marz 1948. Stefndi sendi áfrýjanda endanlegan málskostnaðarreikning 17. október 1950. Hinn 14. júní 1951 lagði áfrýjandi ágreininginn fyrir stjórn Lög- mannafélag Íslands, sem felldi úrskurð í málinu 13. júní 1952. Úrskurðir stjórnar Lögmannafélagsins um endurgjald fyrir málflutningsstörf, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 61/1942, og sætt geta kæru til Hæstaréttar samkvæmt 4. mgr. sömu greinar, verða að teljast dómsathafnir. Með því að leggja framangreind ágreiningsmál fyrir stjórn Lögmannafélags- ins telst áfrýjandi hafa slitið fyrningu, sbr. 1. mgr. 1. gr. og 11. gr. laga nr. 14/1905. Jafnvel þótt talið yrði, að kröf- ur áfrýjanda fyrndust eftir ákvæðum fyrningarlaga, eru þær því samkvæmt framansögðu eigi niður fallnar fyrir fyrningu. Þegar litið er til þess, sem að framan er rakið um tima- mörk, afstöðu stefnda sem málflutningsmanns í þágu áfrýj- anda um árabil samkvæmt sérstökum samningi svo og þeirra mótmælabréfa áfrýjanda, er fyrir liggja frá nefndu tímabili, þykja heldur ekki næg efni til að telja kröfur áfryj- anda á hendur stefnda niður fallnar vegna tómlætis. B.1. Stefndi neytti eigi heimildar 4. mgr. 8. gr. laga nr. 61/1942 til að kæra til Hæstaréttar úrskurði stjórnar Lög- mannafélags Íslands í ágreiningsmálum aðilja. Þrátt fyrir þetta telst stefndi geta í áfryjunarmáli þessu haft uppi þær varnarástæður, sem að geta komizt samkvæmt dóm- skapareglum. 2. Hér fyrir dómi hefur stefndi fyrst og fremst reist sýknukröfu sína á því, að samkvæmt samningi hans og 483 ráðherra þess, sem hlut átti að máli, hafi hann verið ráð- inn til að vera „málfærslumaður Skipaútgerðarinnar og lögfræðilegur ráðunautur“ um fimm ára tímabil frá 17. april 1942 að telja, án þess að áskilið væri, að honum bæri lægri þóknun fyrir málflutningsstörf í hverju dómsmáli en lágmarksgjaldskrá Lögmannafélags Íslands kvæði á um. Skirskotar stefndi í þessu efni til bréfs ráðuneytisins til áfrýjanda 17. apríl 1942 svo og vottorðs þáverandi ráð- herra, sem ekki hefur verið hnekkt, en þar segir, að stefndi hafi verið ráðinn málflutningsmaður áfrýjanda „með þeim kjörum“, að hann tæki „fyrir málflutning eftir taxta mál- flutningsmannafélagsins, en reiknaði sér hins vegar ekki sérstaka þóknun fyrir viðtöl eða almenn lögfræðileg leið- beiningarsstörf, er Skipaútgerð ríkisins leitaði til hans um“. Telur stefndi, að til þessa sérsamnings hafi ekki verið nægilega litið við úrlausn ágreiningsmála aðilja hjá stjórn Lögmannafélags Íslands. Það verður að vísu ekki fyllilega ráðið af úrskurðum þeim, sem um er að tefla, hvort stefndi hafi haft uppi nefnda málsástæðu fyrir stjórn Lögmannafélagsins. Ekki er heldur nægjanlega ljóst, hversu þessu hefur verið háttað fyrir héraðsdómi. Víst er hins vegar, að hér fyrir dómi hefur því eigi verið andmælt, að málsástæða þessi komist að. Verður hún því tekin hér til úrlausnar ásamt öðrum þeim málsástæðum, sem ótvírætt hafa verið uppi hafðar. 3. Við úrlausn á því, hvort stefndi teljist eiga rétt til þeirra málflutningslauna, er hann hefur krafizt, verður samkvæmt gögnum málsins við það að miða, að hann um framangreint samningstímabil hafi mátt reikna sér laun samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélagsins á hverjum tíma, þ.e.a.s. nema aðiljar teljist sérstaklega hafa á annað fallizt. a. Lokareikningur stefnda til áfrýjanda, dags. 17. októ- ber 1950, hefst með svohljóðandi færslu: „Pr: Saldó yðar skv. reikningi 25/1 1949 69.369.32.“ Á hinum tilvitnaða reikningi frá áfrýjanda til stefnda 25. janúar 1949 eru m. a. þessar færslur: „An: Samkv. uppgjöri v/Wirta 78.072.42. 484 Pro: Málfærslulaun í Persiermálinu 50.250.55.“ Með færslu fyrra liðsins, þrátt fyrir áðurgreindan úr- skurð stjórnar Lögmannafélagsins um þetta efni 20. ágúst 1947, telst áfrýjandi hafa samþykkt kröfu stefnda um mál- flutningslaun vegna téðs máls, og ber því að sýkna stefnda af þessum lið dómkrafna áfrýjanda. Að því er snertir síðari liðinn, verður á hinn bóginn að telja, að stefndi hafi með framangreindri færslu á reikn- ingi sínum 17. október 1950 fallizt á nefnda færslu áfrýj- anda vegna Persier-málsins, en ljóst er, að þar er miðað við þá 15000 króna lækkun á málflutningslaunum til stefnda, sem stjórn Lögmannafélagsins ákvað með úrskurði sínum 18. desember 1945. Ber þvi að taka til greina kröfu áfrýj- anda af þessu efni, þ. e. kr. 15.000.00. b. Kröfur áfrýjanda vegna svonefndra Þingeyjar-Sæ- finns- og Rolf Jarls-mála, sem stefndi getur eigi talizt hafa á fallizt, verða þá teknar til úrlausnar samkvæmt þeim sjónarmiðum, sem getið er í upphafi þessa kafla. Ekki þykir næg ástæða til að lækka laun stefnda vegna starfa hans í tveim fyrrtöldu málunum, og ber því að sýkna hann af kröfum áfrýjanda af því efni. Eftir atvik- um þykir hins vegar bera að lækka laun stefnda í svonefndu Rolf Jarls-máli um kr. 20.000.00, og ber því að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda þá fjárhæð. Il. Dómkröfur áfrýjanda samkvæmt III. kafla héraðsdóms. Samkvæmt bréfum áfrýjanda til stefnda 1. og 30. nóv- ember 1946 og síðar má að vísu ætla, að áfrýjandi hafi þá haft ástæðu til að telja, að stefndi hefði tekið að sér innheimtu nefndrar kröfu. Hins vegar er ósannað gegn mótmælum stefnda í þessu efni, að þetta hafi orðið fyrr. Þar sem krafa áfrýjanda vegna aðstoðar við v/s Sæfinn var þá fyrnd, sbr. 4. tl. 251. gr. laga nr. 56/1914, verður skaðabótakrafa áfrýjanda á hendur stefnda af þessu tilefni eigi tekin til greina. 485 TIl. Samkvæmt því, sem rakið hefur verið, á stefndi að greiða áfrýjanda kr. 15.000.00 - kr. 20.000.00, þ. e. samtals kr. 35.000.00, að frádregnum kr. 14.819.57, sbr. stefnu til hér- aðsdóms 19. apríl 1960 og héraðsdómsskjal nr. 24 í máli Þessu. Mismuninn, kr. 20.180.43, ber að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda ásamt vöxtum, eins og krafizt er. Eftir atvikum er rétt, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Víta ber ófullnægjandi flutning máls þessa, þ. á m. óvand- aða ágripsgerð. Dómsorð: Stefndi, Ólafur Þorgrímsson, greiði áfrýjanda, Skipa- úrgerðar ríkisins, kr. 20.180.43 með 6% ársvöxtum frá 13. april 1955 til greiðsludags. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði prófessors Ármanns Snævars og prófessors Magnúsar Þ. Torfasonar. Um kröfur aðilja og málavexti vísast til atkvæðis meiri hluta dómenda. I. Dómkröfur áfrýjanda samkvæmt 1. og TI. kafla hér- aðsdóms. Af málflutningi áfrýjanda verður það helzt ráðið, að kröfur hans séu á því reistar, að stefndi hafi eigi gert næs skil á því fé, er hann vegna lögmannsstarfa sinna innheimti fyrir áfrýjanda. Þær kröfur fyrnast á 4 árum samkvæmt 1. tl. 3. gr. laga nr. 14/1905. Fyrningarfrestur á kröfum Þessum hófst eigi síðar en 19. marz 1948, er störfum stefnda fyrir áfrýjanda lauk. Stefndi færði á yfirlitsreikningi, dags. 486 17. október 1950, skuld við áfrýjanda, að fjárhæð kr. 69.- 369.32 samkvæmt yfirlitsreikningi hins síðarnefnda, dags. 25. jan. 1949, enda þótt hann teldi sig eiga gagnkröfur á áfrýjanda, er námu hærri fjárhæð. Með þessu viðurkenndi stefndi nægilega framangreinda skuld við áfrýjanda og sleit þannig fyrningu. Áfrýjandi heimti ekki kröfur sínar með lögsókn, fyrr en með dómstefnu, birtri 13. apríl 1955. Voru þá kröfur þær, sem hann kann að hafa átt á stefnda, allar fyrndar, enda sleit það eigi fyrningu þeirra, þótt áfrýj- andi legði málflutningslaunakröfur stefnda undir úrskurð stjórnar Lögmannafélags Íslands með þeim hætti, sem rakið er í atkvæði meiri hluta dómenda, þegar af þeirri ástæðu, að þeim aðgerðum verður eigi jafnað til lögsóknar samkvæmt 11. og 13. gr. laga nr. 14/1905. Ber því að sýkna stefnda af kröfum áfrýjanda í þessum þætti málsins. II. Dómkröfur áfrýjanda samkvæmt II. kafla héraðs- dóms. Við erum sammála meiri hluta dómenda um úrlausn þessa þáttar málsins. II. Við erum ennfremur sammála vitum þeim, er grein- ir í atkvæði meiri hluta dómenda. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð okkar verður á þessa leið: Stefndi, Ólafur Þorgrímsson, skal vera sýkn af kröfum áfrýjanda, Skipaútgerðar ríkisins, í máli þessu. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 24. október 1962. Mál þetta, sem dómtekið var 3. þ. m., hefur Guðjón Teitsson forstjóri fyrir hönd Skipaútgerðar ríkisins höfðað fyrir sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur með stefnu, útgefinni 19. apríl 1960, segn Ólafi Þorgrímssyni hæstaréttarlögmanni, hér í borg, til greiðslu á kr. 103.940.63 með 6% ársvöxtum frá 13. apríl 1955 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu eða eftir mati dómsins. Til vara er krafizt greiðslu á kr. 79.612.48 með 6% ársvöxtum frá 13. apríl 1955 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu eða eftir mati dómsins. 487 Við munnlegan flutning málsins lækkaði stefnandi fjárhæð aðalkröfu og varakröfu um kr. 21.99, en hélt fast við stefnu. kröfurnar að öðru leyti. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda, en til vara stórlegrar lækkunar á dómkröfunum. Í báðum tilfellum krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda eftir mati dómsins. Málavextir eru þessir: Stefndi hafði um nokkurt skeið lögfræðistörf með höndum fyrir stefnanda. Var stefndi ráðinn af ráðherra málfærslumaður og lögfræðilegur ráðunautur stefnanda frá 17. apríl 1942 um næstu 5 ár, en mun áður hafa tekið að sér einhver lögfræði- störf fyrir stefnanda, m. a. flutning svonefnds „Persier-máls“, sem síðar verður vikið að. Starfsemi stefnda sem lögmanns stefnanda mun hafa lokið með flutningi svonefnds „Rolf Jarls- máls“ fyrir Hæstarétti í marz 1948. Ráðningarbréf stefnda hefur eigi verið lagt fram í málinu, en samkvæmt bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til stefnanda, dagsett 17. apríl 1942, hefur það verið svohljóðandi: „Þar sem Búnaðarbanki Íslands telur sér um megn að annast allan málflutning og lögfræðistörf fyrir Skipaútgerð ríkisins jafnhliða sínum eigin lögfræðistörfum, en nauðsyn þykir hins vegar bera til, að útgerðin hafi fastráðinn málfærslumann til þess að gæta réttar síns við málflutning og samningagerðir og veita yfirleitt alla lögfræðilega aðstoð og upplýsingar, þá eruð þér hér með, herra hæstaréttarmálafærslumaður, í samráði við forstjóra Skipaútgerðar ríkisins, ráðinn málfærslumaður Skipa- útgerðarinnar og lögfræðilegur ráðunautur um næstu fimm ár frá deginum í dag að telja. Til þess er ætlazt, að þér látið afgreiðslu allra mála Skipa- útgerðar ríkisins ganga fyrir öðrum málum, eftir því sem við verður komið og að Skipaútgerðin eigi ávallt aðgang að skrif- stofu yðar með allar nauðsynlegar upplýsingar og aðstoð“. Í málinu hefur eigi annað komið fram um ráðningarkjör stefnda en bréf samgöngumálaráðherra, dags. 9. maí 1952, en þar segir, að stefndi hafi verið „ráðinn málfærslumaður Skipaútgerðar ríkisins með þeim kjörum, að hann taki fyrir málflutning eftir taxta málflutningsmannafélagsins, en reiknaði sér hins vegar ekki sérstaka þóknun fyrir viðtöl eða almenn lögfræðileg leið- beiningarstörf, er Skipaútgerð ríkisins leitaði til hans um.“ Stefndi mun hafa haft þann hátt á að ákveða sjálfur mál- færslulaun sér til handa fyrir flutning hinna einstöku mála og 488 taka greiðslu á málfærslulaununum undir sjálfum sér af fé, er hann hafði innheimt fyrir stefnanda. Síðar sendi hann svo stefn- anda skilagreinir um viðskiptin. Stefnandi telur, að stefndi hafi reiknað sér og tekið of há mál- færslulaun í nokkrum tilteknum málum og eftir að honum höfðu borizt skilagreinar frá stefnda, mótmælti hann sem of háum málflutninglaunum þeim, sem stefndi hafði reiknað sér í mál- um þessum, en stefndi taldi málfærslulaunin hins vegar ekki of hátt reiknuð. Síðar lagði stefnandi ágreiningsefni þessi undir úrskurð stjórnar Lögmannafélags Íslands samkvæmt heimild í 8. gr. laga nr. 61/1942, og með úrskurðum stjórnarinnar voru málfærslulaun stefnda ákveðin lægri en hann hafði reiknað sér. Er meginhluti stefnukröfunnar endurheimta úr hendi stefnda á meintum ofteknum málfærslulaunum. Auk þess telur stefnandi, að stefndi hafi með vangæzlu látið ónýtast fyrir fyrningu kröfu vegna v/b Sæfinns, er honum var falin til innheimtu. Telur stefn- andi stefnda bera ábyrgð á kröfu þessari. Loks reiknar stefn- andi sér vexti af meintu innstæðufé sínu hjá stefnda. Með stefnu, birtri fyrir stefnda 13. apríl 1955, höfðaði stefn- andi mál gegn stefnda. Var málið þingfest 16. apríl 1955 og rekið sem sjó- og verzlunardómsmál nr. 26/1955. Stefnukröfur í máli þessu voru, eins og í máli því, sem hér liggur fyrir til úrlausnar, aðallega endurheimta vegna meintra oftekinna mál- færslulauna svo og krafa vegna meintrar vangæzlu stefnda í sambandi við kröfu vegna v/b Sæfinns og loks vaxtakrafa. Dómur gekk í málinu í héraði 8. marz 1957. Stefnandi skaut málinu til Hæstaréttar með stefnu 22. maí 1957. Dómur féll í Hæstarétti 30, október 1959 á þá lund, að ógilt var málsmeð- ferð og dómur í héraði og málinu í heild vísað frá héraðsdómi, með þeim röksemdum, að málið hefði af hálfu stefnanda verið tekið upp í héraði með þeim hætti, sem mjög bryti í bága við fyrirmæli laga nr. 85/1936 um skýran og greiðan málflutning. Var í dómi Hæstaréttar bent á þau atriði í málatilbúnaði og rekstri málsins, sem áfátt þótti. Stefnandi hefur nú tekið málið upp af nýju gegn stefnda. Hefur stefnandi að mestu bætt um það, er áfátt þótti samkvæmt áðurnefndum dómi Hæstaréttar. Þó ber að athuga eftirfarandi: Stefnandi hefur lagt fram í málinu „endurskoðaðan reikning“ um viðskipti sín við stefnda, dskj. nr. 5. Hefur löggiltur endur- skoðandi vottað, að viðskiptareikningur þessi sé í samræmi við viðskiptareikning stefnda í bókum Skipaútgerðar ríkisins, sem 489 nái yfir árin 1941—1952, að öðru leyti en því, að vextir þeir, sem tilfærðir eru á viðskiptareikningnum, hafi ekki verið færðir á viðskiptareikninginn í bókum stefnanda. Ljóst verður að telja, að viðskiptareikningur þessi sé ekki tekinn upp eftir bókhaldi, sem fært hafi verið um leið og viðskiptin hafa gerzt. Auk þess er viðskiptareikningur þessi ekki í samræmi við reikninga, sem stefnandi hefur áður lagt fram. Gefur viðskiptareikningur þessi því ófullnægjandi upplýsingar um þau atriði í skiptum aðilja, sem dóminum er ætlað að veita úrlausn um. Úr þessu hefur ekki verið bætt, þrátt fyrir ábendingu í dómi Hæstaréttar frá 30. okt. 1959. Dómurinn lítur svo á, að eigi sé samt ástæða til að vísa málinu ex officio frá dómi af þessum sökum. Í samræmi við yfirlit, sem stefnandi hefur lagt fram á dskj 24, má sundurliða kröfur hans þannig: I. Oftekin málfærslulaun samkvæmt úrskurðum stjórnar Lögmannafélags Íslands: 1. Í Persier-Máli ........00000 00... kr. 15.000.00 2. - Wirta-máli ........000000 0000... — 4.369.73 3. - Þingeyjarmálum ......0.00000. 0... — 3.301.00 4. - Sæfinnsmáli .......00000 000... — 11.151.25 5. - Rolf Jarlsmáli ........000000... 0... — 45.341.23 Samtals kr. 79.163.21 II. Vaxtakrafa ........0.0.0.0.0.0.0.0 nn. — 15.252.00 III. Skaðabætur vegna fyrningar á kröfu vegna v/s Sæfinns ásamt vöxtum ......00000.... — 24.323.00 Eru samtals kr. 118.738.21 2 Til frádráttar telur stefnandi vegna tilfærslu á reikningi kr. 14.819.57, og kemur þá fram upphæð sú, sem krafizt er, kr. 103.918.64. Stefndi styður sýknukröfu sína í fyrsta lagi þeim rökum, að hann hafi verið ráðinn til málflutningsstarfsins af ráðherra, en ekki af stefnanda. Falli því allar ákvarðanir og samningar um ráðningarsamning sinn undir ráðuneytið og sé stefnandi því ekki réttur aðili að málinu. Fram er komið í málinu, að stefndi var ráðinn til starfsins af ráðherra. Hins vegar átti stefndi bein skipti við stefnanda út af málflutningsstörfunum og gerði stefnanda skil á innheimtufé að frádregnum málfærslulaunum og kostnaði. Er stefnandi því 490 réttur aðili að málinu og verður því umrædd sýknuástæða ekki tekin til greina. Verða nú einstakir liðir stefnukröfunnar teknir til athugunar. Um Í almennt. Stefndi hefur mótmælt því, að úrskurðir stjórn- ar Lögmannafélags Íslands í málum þeim, sem undir þessum lið eru talin, séu bindandi fyrir hann, þar sem niðurstöður úr- skurðanna hefðu átt að byggjast á atriðum, sem nefnd stjórn mátti ekki dæma um. Í málinu hafa verið lagðir fram úrskurðir stjórnar Lögmanna- félags Íslands í öllum greindum málum. Verður ekki séð, að stjórnin hafi farið út fyrir valdsvið sitt í úrskurðum sínum og beri því að leggja þá til grundvallar um það, hver séu hætfi- leg málflutningslaun til stefnda í hverju einstöku máli, ef talið yrði, að stefnandi ætti rétt til endurheimtu úr hendi stefnda á ofteknum málflutningslaunum, enda hefur stefndi ekki neytt heimildar í 4. mgr. 8. gr. laga nr. 61/1942 til að kæra úrskurð- ina til Hæstaréttar. Þá styður stefndi kröfu sína um sýknu af kröfuliðunum 1—5 þeim rökum, að endurkröfuréttur samkvæmt liðum þessum, ef um hann hefði verið að ræða, sé annaðhvort fallinn niður beint fyrir fyrningu eða þá vegna aðgerðaleysis. Stefnandi hefur mótmælt þessum sýknuástæðum stefnda. Bend- ir hann í því sambandi á, að ekki sé um venjulega endurkröfu að ræða, þar sem stefndi hafi með einhliða gerningi ákveðið sér málfærslulaun og tekið greiðslur undir sjálfum sér án sam- þykkis Skipaútgeðarinnar og einnig notað innheimt fé frá öðr- um málum til þess að greiða sér launin, Þessu hafi stefnandi mótmælt strax og hann hefði haft færi á og síðan skotið ágrein- ingnum til stjórnar Lögmannafélags Íslands, og væru úrskurðir hennar bindandi sem undirréttardómar, þar sem þeim hefði eigi verið áfrýjað. Eftir að úrskurðir stjórnar Lögmannafélags Íslands hefðu fallið, hefðu síðan verið gerðar ítrekaðar tilraunir til sætta í málinu utan réttar og því ekki verið gripið til máls- sóknar fyrr en raun ber vitni. Um 1. Í marzmánuði 1941 fól stefnandi stefnda að innheimta laun fyrir það, að varðskipið Ægir hafði bjargað e/s Persier, sem strandað hafði á Kötlutöngum á Mýrdalssandi hinn 28. febrúar sama árs. Með stefnu, útgefinni 26. júní 1941, höfðaði stefndi Í. h. stefnanda mál fyrir sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur gegn Trolle ér Rothe h/f vegna eigenda og vátryggjenda e/s Persier, 491 skips og farms. Krafðist hann greiðslu á kr. 1.937.755,00 auk vaxta og málskostnaðar. Með dómi sjó- og verzlunardómsins 10. marz 1942 var stefnda, Trolle é. Rothe h/f vegna eigenda og vátrygggjenda e/s Persier, gert að greiða stefnanda, Skipaútgerð ríkisins, kr. 1.000.000.00 með 5% ársvöxtum frá 26. júní til greiðsludags og kr. 20.000.00 í málskostnað. Máli þessu var skotið til Hæstaréttar, og stefnandi, Skipaútgerð ríkisins, gagn- áfrýjaði, en krafðist nú aðeins kr. 1.288.750.00, þar sem aðiljar höfðu orðið ásáttir um, að björgunarlaun vegna bifreiða, er bjargað hafði verið úr e/s Persier, skyldu ekki ákveðin í því máli, heldur á annan hátt. Málinu lyktaði með dómi Hæstaréttar 3. marz 1943, er skyldaði aðaláfrýjanda til að greiða Skipa- útgerð ríkisins kr. 500.000.00 með 5% ársvöxtum frá 26. júní 1941 til greiðsludags og kr. 17.000.00 í málskostnað fyrir báð- um réttum. Hinn 27. september 1944 virðist stefnandi hafa veitt viðtöku reikningi frá stefnda fyrir flutning málsins fyrir báðum dómum, að fjárhæð kr. 65.000.00. Af því tilefni ritaði stefnandi stefnda bréf, dags. 7. okt. s. á., og mæltist þar til, að stefndi lækkaði reikning sinn niður í kr. 25.000.00. Stefndi sendi mál þetta til stjórnar Lögmannafélags Íslands 23. október 1944, og var það borið undir stefnanda, en þar sem stefnandi beiddist álits félagsstjórnarinnar í bréfi, dags. 27. des- ember sama árs, þótti henni rétt að senda málið til gjaldskrár- nefndar félagsins. Lét nefnd sú í té álit sitt 10. júlí 1945 og taldi hún reikning stefnda ekki ósanngjarnan. Áliti þessu vildi stefnandi ekki una og bar ágreininginn undir stjórn félagsins með bréfi 6. september 1945. Með úrskurði, uppkveðnum 18. desem- ber 1945, ákvað stjórnin hæfilega þóknun til stefnda fyrir flutn- ing Persier-málsins kr. 50.000.00. Einn stjórnarmanna greiddi sér- atkvæði um þóknunina og taldi hana hæfilega kr. 64.749.45. Hinn 16. apríl 1946 ritaði stefnandi stefnda bréf, þar sem hann tjáði stefnda, að dómsmálaráðuneytið sætti sig við úr- skurðinn í Persier-málinu og kvaðst vænta þess að fá þegar reikningsskil frá stefnda vegna málsins. Fjárhæðin, sem stefnandi endurkrefur samkvæmt þessum lið, er mismunurinn á hinni úrskurðuðu málflutningsþóknun til stefnda og þóknun þeirri, er stefndi hafði reiknað sér, eða kr. 15.000.00. Eigi verður séð, að stefnandi hafi haft uppi neinar raunhæfar aðgerðir til endurheimtunnar frá því að hann ritaði stefnda 492 bréfið frá 16. apríl 1946 og þar til hann höfðaði fyrrgreint mál gegn stefnda með stefnu birtri 13. apríl 1955 eða í tæp 9 ár. Verður því að telja, að stefnandi hafi sýnt slíkt tómlæti, að hann hafi fyrir aðgerðarleysi firrt sig rétti til frekari greiðslu úr hendi stefnda en hann hafi þegar fengið vegna umrædds máls. Verður kröfuliður þessi því ekki tekinn til greina. Um 2. Hinn 24. janúar 1941 strandaði e/s Wirta í Skerjafirði við Reykjavík. Var ýmsum varningi bjargað úr skipinu og tóku m. a. þátt í þessari starfsemi nokkur skip á vegum stefnanda. Stefnda var falið að taka að sér flutning væntanlegs máls út af björgunarlaununum og höfðaði hann mál með stefnu, útgef- inni 12. marz 1941 til greiðslu björgunarlauna að fjárhæð kr. 257.184.60 auk vaxta og málskostnaðar. Var Skipaútgerðinni dæmd í héraði ein heildarupphæð, kr. 130.000.00, auk 5% árs- vaxta frá 12. marz 1941 til greiðsludags og kr. 4.500.00 í máls- kostnað. Af hálfu eigenda og vátryggjenda e/s Wirta var dóm- inum skotið til Hæstaréttar, sem ómerkti dóm undirréttar og vísaði málinu heim í hérað til löglegrar dómsálagningar að nýju. Dómur gekk í héraði hinn 30. janúar 1942 með sömu niður- stöðu og í fyrra skiptið. Dómi þessum var einnig áfrýjað til Hæstaréttar af hálfu eigenda og vátryggjenda e/s Wirta með stefnu 2. marz 1942, og var honum gagnáfrýjað með stefnu 12. marz 1942. Gerði Skipaútgerðin í Hæstarétti sömu kröfur og Í héraði. Dómur gekk í málinu í Hæstarétti 22. apríl 1942, og voru Skipaútgerð ríkisins dæmd björgunarlaun í einu lagi fyrir 6 tiltekin skip kr. 115.000.00, auk vaxta og kr. 6.500.00 í máls- kostnað fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Eftir að stefndi hafði fengið dóm þennan, innheimti hann hina tildæmdu fjárhæð og fékk löggiltan endurskoðanda til að skipta björgunarlaununum Í uppgjöri sínu reiknaði stefndi sér kr. 19.369.73 samtals í út- lögð gjöld og þóknun fyrir málflutninginn. Samkvæmt endur- riti af bréfum frá stefnanda til stefnda, dags. 9. febrúar og 27. júní 1944, krefur stefnandi stefnda um reikningsskil vegna björg- unarlauna fyrir farminn úr Wirta. Eftir endurriti af bréfi til stefnda, dags. 9. okt. 1944, viðurkennir stefnandi að hafa mót- tekið bréf frá stefnda, dags. 25. september 1944, ásamt reikn- ingi yfir björgunarlaunin, Þá viðurkennir stefnandi í bréfi þessu, að áður hafi hann fengið ódagsett uppgjör á björgunarlaunun- um og málskostnaði, þar sem málskostnaðurinn sé talinn kr. 19.369.73. Í bréfinu telur stefnandi, að stefndi hafi reiknað sér 493 svo há málflutningslaun, að ekki verði við unað og kveðst vænta svars stefnda varðandi lækkun á þeim. Eigi verður séð, að stefndi hafi svarað tilmælum stefnanda í bréfinu frá 9. október 1944 um lækkun málfærslulaunanna, og með bréfi, dags. 2. desember 1946, til stjórnar Lögmannafélags Íslands óskaði stefnandi úrskurðar félagsstjórnarinnar um ágrein- inginn. Að undangengnum munnlegum málflutingi aðilja, tók fé- lagið ágreininginn til úrskurðar 24. júlí 1954 og með úrskurði, uppkveðnum 20. ágúst s. á., ákvað hún þóknun stefnda fyrir störf hans í Wirta-málinu kr. 15.000.00. Fjárhæðin, sem stefnandi endurkrefur samkvæmt þessum lið, er mismunurinn á hinni úrskurðuðu málflutningsþóknun til stefnda og þóknun þeirri, er stefndi hafði reiknað sér, eða kr. 4.369.73. Eigi verður séð, að stefnandi hafi haft uppi neinar raunhæfar aðgerðir til að innheimta þennan mismun frá því úrskurður stjórnar Lögmannafélags Íslands var kveðinn upp og þar til stefnandi höfðaði áðurgreint mál gegn stefnda með stefnu, birtri 13. apríl 1955. Hefur stefnandi þannig, eftir því sem fram hefur komið, látið líða rúmlega 2 ár frá því hann kvartaði við stefnda yfir fjárhæð málfærslulaunanna og þar til hann leitaði úrskurð- ar stjórnar Lögmannafélagsins og síðan rúmlega 7% ár frá upp- kvaðningu úrskurðarins og þar til stefna var birt í fyrrgreindu máli. Verður að telja, að stefnandi hafi með þessari háttsemi sýnt slíkt tómlæti, að hann hafi með aðgerðarleysi firrt sig rétti til frekari greiðslu úr hendi stefnda en hann hefur þegar fengið vegna umrædds máls. Kröfuliður þessi verður því ekki tekinn til greina. Um 23. Hinn 24. apríl 1945 varð árekstur í Reykjavíkurhöfn milli skips stefnanda, m/s Esju, og v/b Þingeyjar. Við áreksturinn urðu svo miklar skemmdir á vélbátnum, að hann var talinn óbætandi. Greiddu því vátryggjendur bátsins eigendum hans vátryggingarfjárhæðina, sem nam, að frádregnum 10% í eigin áhættu, kr. 87.300.00. Samkvæmt mati dómkvaddra manna var verðmæti bátsins fyrir áreksturinn talið hafa verið kr. 156.800.00. Út af atviki þessu voru höfðuð tvö dómsmál á hendur stefn- anda, annað af vátryggjendum Þingeyjar og hitt af eigendum hennar. Flutti stefndi bæði þessi mál. Nam stefnukrafan í máli vátryggjenda kr. 71.375.00, auk vaxta og málskostnaðar. Í dómi sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur, sem féll 22. júní 1946, var 494 m/s Esja talin bera % hluta sakar á árekstrinum og stefnandi dæmdur til að greiða % hluta dómkröfunnar, auk vaxta og kr. 3.000.00 í málskostnað. Máli þessu var áfrýjað, en áfrýjunin síðar felld niður. Í máli eigenda v/b Þingeyjar nam stefnukraf- an kr. 79.500.00. Með dómi sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur, er gekk 16. maí 1946, var stefnandi einnig dæmdur til að greiða % hluta stefnukröfunnar. Þessu máli var áfrýjað og taldi Hæsti- réttur m/s Esju eiga að bera % sakar af árekstrinum og dæmdi stefnanda til að greiða % hluta dómkröfunnar eða kr. 47.700.00, auk vaxta og kr. 3.500.00 í málskostnað fyrir báðum dómum. Að fenginni þessari niðurstöðu Hæstaréttar varð samkomulag um það milli vátryggjenda Þingeyjar og stefnanda að leggja sakarskiptingu Hæstaréttar til grundvallar í máli þessara aðilja, og eftir því bar stefnanda að greiða vátryggjendum 3% hluta kröfu þeirra, auk vaxta og málskostnaðar, eins og ákveðið var í héraðsdómi. Stefnandi reiknaði sér kr. 5000.00 í málflutningslaun fyrir flutning máls vátryggjenda á hendur stefnanda og kr. 10.000.00 fyrir flutning hins málsins eða samtals kr. 15.000.00. Sendi stefndi stefnanda reikning fyrir flutning máls eigendanna hinn 1. ágúst 1947 og á reikningi til stefnanda, dags. 17. okt. 1950, kemur fram málflutningskostnaður stefnda í báðum málunum. Ekki verður séð, að stefnandi hafi gert sérstakar athugasemdir út af málskostnaðarreikningi stefnda frá 1. ágúst 1947, fyrr en hann með bréfi til stjórnar Lögmannafélags Íslands, dags. 22. desem- ber 1950, kvartar yfir því, að þóknun sú, sem stefnandi hafi áskilið sér fyrir flutning umræddra mála, sé of há og óskar úrskurðar stjórnarinnar um ágreininginn, Með úrskurðum, upp- kveðnum 25. nóvember 1951, ákvað stjórnin þóknun stefnda fyrir flutning máls vátryggjenda Þingeyjar kr. 3.500.00 og fyrir flutning máls eigenda hennar kr. 8.500.00 eða samtals kr. 12. 000.00. Telur stefnandi, að stefndi hafi ofreiknað sér kr. 3.301.00 fyrir flutning umræddra mála, sem er fjárhæð endurkröfu stefn- anda á hendur stefnda samkvæmt lið þessum. Svo sem áður kemur fram, lét stefnandi 3 ár og rúma fjóra mánuði líða, án þess að séð verði, að hann hafi gert athuga- semdir við reikning stefnda fyrir flutning máls eigenda Þing- eyjar. Þá verður heldur ekki séð, að stefnandi hafi haft uppi neinar raunhæfar aðgerðir til heimtu hinnar ofteknu málflutn- 495 ingsþóknunar úr hendi stefnda frá því úrskurðir stjórnar Lög- mannafélagsins gengu og þar til hann höfðaði áðurgreint mál á hendur stefnda með stefnu birtri 13. apríl 1955 eða í rúmlega 3 ár og 4 mánuði. Verður því að telja, að stefnandi hafi með tómlæti firrt sig rétti til frekari greiðslu úr hendi stefnda en hann hefur þegar fengið vegna umræddra mála. Krafa stefnanda undir þessum lið verður því ekki tekin til greina. Um 4. Hinn 29. apríl 1943 brotnaði skrúfuöxull í v/b Sæfinni, þar sem það var statt 223 sjómílur í suðaustur frá Vestmannaeyj- um. Kom varðskipið Ægir á vettvang og dró síðan Sæfinn til Vestmannaeyja og þangað var komið 2. maí s. á. Taldi stefnandi, að hjálp sú, er Ægir veitti Sæfinni í umrætt skipti, væri björgun í skilningi siglingalaganna og var höfðað mál fyrir sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur á hendur eiganda Sæfinns til greiðslu björgunarlauna að fjárhæð kr. 155.000.00, auk vaxta og málskostnaðar. Eigandi Sæfinns krafðist þess, að málinu yrði vísað frá dómi og stefnandi dæmdur til að greiða honum hæfilegan málskostnað. Munnlegur málflutningur fór fram um frávísunarkröfuna og var henni hrundið með úrskurði sjó- og verzlunarðdómsins. Úrskurð þennan kærði eigandi Sæ- finns til Hæstaréttar og var kærumálið einnig flutt munnlega þar. Með dómi Hæstaréttar, uppkveðnum 18. desember 1943, var úrskurði sjó- og verzlunardómsins hrundið og málinu vísað frá héraðsdómi. Þá var stefnandi dæmdur til að greiða eiganda Sæfinns kr. 600.00 í málskostnað fyrir báðum dómum. Stefndi flutti mál þetta af hálfu stefnanda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti og reiknaði sér kr. 13.550.00 í þóknun fyrir málflutninginn. Sendi hann stefnanda málskostnaðarreikning 5. apríl 1946. Með bréfi, dags. 17. október s. á., mótmælti stefn- andi málskostnaðarreikningnum sem allt of háum. Þau mót- mæli tók stefndi ekki til greina og á reikningi til stefnanda, dags. 17. okt. 1950, tilfærir stefndi málskostnaðinn óbreyttan frá því sem áður var. Með bréfi til stjórnar Lögmannafélags Íslands, dags. 14. júní 1951, leitar stefnandi úrskurðar stjórnar- innar um hæfilega þóknun til stefnda fyrir málflutninginn. Að undangengnum munnlegum málflutningi 24. maí 1952 ákvað stjórnin með úrskurði, uppkveðnum 13. júní s. á., þóknun stefnda fyrir málflutninginn kr. 2.500.00. 496 Telur stefnandi, að stefndi hafi ofreiknað sér kr. 11.151.25 fyrir flutning máls þessa, og er það sú fjárhæð, sem stefnandi krefur stefnda um undir lið þessum. Frá því að stefnandi mótmælti málskostnaðarreikningi stefnda og þar til hann leitaði úrskurðar stjórnar Lögmannafélags Ís- lands liðu 4 ár og tæpir 8 mánuðir, án þess að séð verði, að stefnandi hafi haft uppi nokkrar raunhæfar aðgerðir til þess að fá stefnda til að lækka málflutningsþóknun sína eða endur- greiða það, sem stefnandi taldi hann hafa oftekið. Og eftir að úrskurður Lögmannafélagsins var kveðinn upp og þar til stefn- andi höfðaði áðurnefnt mál gegn stefnda með stefnu birtri 13. apríl 1955 eða í 2 ár og 10 mánuði, sést ekki að stefnandi hafi gert neinar raunhæfar ráðstafanir til þess að heimta hina of- teknu málflufningsþóknun úr hendi stefnda. Verður að líta svo á, að stefnandi hafi sýnt svo mikið tómlæti í heild, að hann hafi með aðgerðaleysi firrt sig rétti til að heimta hina meintu ofteknu málfærsluþóknun úr hendi stefnda. Umræddur kröfu- liður verður því ekki tekinn til greina. Um 5. Hinn 30. marz 1943 var norska skipið Rolf Jarl statt á Eyja- firði nálægt Hrólfsskeri, er stýri þess brotnaði. Sendi skipið út neyðarmerki og bað um hjálp. Skip stefnanda, Súðin, var stödd við Hrísey, heyrði neyðarkallið og fór hinu nauðstadda skipi til aðstoðar. Kl. 7.30 síðdegis þennan dag hafði tekizt að koma á dráttarsambandi milli skipanna, og hélt Súðin af stað með Rolf Jarl í eftirdragi, en kl. 7.48 slitnaði dráttartaugin. Viðbúnaður var þá hafður til þess að koma annarri dráttar- taug í skipið, en er skipverjar á Rolf Jarl voru inntir eftir því, hvort þeir vildu frekari hjálp, höfnuðu þeir henni, enda var þá annað skip komið á vettvang og búið að koma dráttartaug í Rolf Jarl. Hvarf Súðin þá frá við svo búið, en Rolf Jarl komst til hafnar með aðstoð annars aðilja. Eftir að Rolf Jarl var kominn í höfn á Akureyri, lét stefn- andi gera löghald í skipinu til tryggingar væntanlegum björg- unarlaunum. Var skipinu bönnuð brottför frá Akureyri, fyrr en sett hafði verið full trygging fyrir björgunarkröfunni. Höfð- aði stefnandi síðan mál til greiðslu björgunarlauna að fjárhæð kr. 739.868.98, auk vaxta og málskostnaðar. Úrslit máls þessa urðu þau, bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, að stefnanda voru dæmdar kr. 4.000.00 í bætur fyrir tjón, er Súðin varð fyrir 497 vegna björgunartilraunar sinnar, en málskostnaður var felld- ur niður. Hinn 5. apríl 1946 sendi stefndi stefnanda reikning fyrir mál- flutninginn í héraði að fjárhæð kr. 28.196.69, og með bréfi 17. október sama ár mótmælti stefnandi málskostnaðarreikningn- um sem hreinni fjarstæðu. Á reikningi, dags. 17. október 1950, frá stefnda til stefnanda eru málflutningslaunin fyrir báðum dómum, að meðtöldum kostnaði, tilfærð með kr. 57.341.23. Með bréfi til stjórnar Lögmannafélags Íslands, dags. 14. júní 1951, leitaði stefnandi úrskurðar stjórnar félagsins um hæfilega þókn- un til stefnda fyrir málflutninginn. Að undangengnum munn- legum málflutningi 24. maí 1952 ákvað stjórnin með úrskurði uppkveðnum 13. júní s. á. þóknun stefnda fyrir málflutning- inn kr. 12.000.00. Telur stefnandi, að stefndi hafi ofreiknað sér kr. 45.341.23 fyrir flutning máls þessa, og er það kröfufjárhæðin undir lið þessum. Frá því að stefnandi mótmælti reikningi stefnda fyrir flutn- ing málsins í héraði og þar til að hann leitaði úrskurðar stjórnar Lögmannafélags Íslands liðu 4 ár og tæpir 8 mánuðir, án þess að séð verði að stefnandi hafi gert neinar raunhæfar ráðstaf- anir til þess að fá stefnda til að lækka málflutningsþóknun sína eða endurgreiða það, sem stefnandi taldi hann hafa oftekið. Og eftir að úrskurður stjórnar Lögmannafélagsins var kveðinn upp og þar til stefnandi höfðaði áðurgreint mál gegn stefnda með stefnu birtri 13. apríl 1955 eða í 2 ár og 10 mánuði, verð- ur eigi séð, að stefnandi hafi haft uppi nokkrar raunhæfar að- gerðir til þess að heimta hina ofteknu málflutningsþóknun úr hendi stefnda. Verður því að telja. að stefnandi hafi sýnt svo mikið tómlæti í heild, að hann hafi með aðgerðaleysi firrt sig rétti til að heimta hina meintu ofteknu málflutningsþóknun frá stefnda. Verður kröfuliður þessi því eigi tekinn til greina. Um II. Með þeim úrlausnum á kröfum stefnanda, sem að framan eru raktar, er fallinn grundvöllur undan vaxtakröfu stefnanda af meintu innstæðufé hjá stefnda vegna oftekinna málflutnings- launa, og verður hún því ekki tekin til greina. Um 111. Kröfuna undir þessum lið reisir stefnandi á því, að stefnda hafi sem málflutningsmanni hans borið skylda til þess að inn- 32 498 heimta beinan kostnað vegna v/s Ægis vegna aðstoðar þess við v/s Sæfinn og um er rætt í lið 4 hér að framan, Hafi stefn- andi talið sjálfsagt, að stefndi innheimti þóknun þessa, enda hafi stefndi haft undir höndum öll skjöl málsins. Þá bendi fjöldi bréfa til þess, að stefnandi hafi falið stefnda innheimt- una. Þeim bréfum hafi stefndi ekki svarað, og telur stefnandi sig því hafa haft ástæðu til að líta svo á, að stefndi hefði tekið innheimtuna að sér. Hins vegar hafi komið í ljós, að stefndi hafi ekkert gert til að innheimta kröfuna, heldur látið hana fyrnast í höndum sér. Telur stefnandi sig eiga rétt á skaða- bótum úr hendi stefnda, sem nemi fjárhæð kröfunnar með vöxt- um, en að frádregnum málfærslulaunum til stefnda, kr. 2.500.00, eða samtals kr. 24.323.00. Stefndi styður sýknukröfu sína af þessum kröfulið þeim rök- m, að hann hafi aldrei tekið innheimtu þessa að sér, enda hafi það ekki verið í verkahring hans sem lögmanns stefnanda að innheimta kröfu þessa. Hafi hér í rauninni verið um uppgjör að ræða, sem skrifstofustjóri stefnanda hafi átt að annast. Mót- mælir stefndi því að skjöl málsins hafi verið í sinni vörzlu. Þau hafi verið í vörzlum réttarins svo og í leiðarbók Ægis, og hafi stefnandi átt að hafa haft að þeim greiðan aðgang. Gegn mótmælum stefnda verður eigi talið sannað, að umrædd innheimta hafi fallið undir starf hans sem lögmanns stefnanda. Þá er og ósannað, að stefndi hafi tekið innheimtuna sérstaklega að sér. Verður því umrædd skaðabótakrafa eigi tekin til greina. Samkvæmt framansögðu verða úrslit máls þessa þau, að stefndi á að vera sýkn af öllum kröfum stefnanda. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Gaukur Jörundsson, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm Þennan ásamt meðdómsmönnunum dr. Jóhannesi Nordal banka- stjóra og Ragnari Jónssyni hrl. Dómsorð: Stefndi, Ólafur Þorgrímsson, á að vera sýkn af kröfum stefnanda, Skipaútgerðar ríkisins, í máli þessu. Málskostnaður falli niður. 499 Þriðjudaginn 1. október 1963. Nr. 111/1962. Snæbjörn Sigurðsson (Páll Líndal hrl.) gegn Margréti Sigurðardóttur, Ragnari Davíðssyni, Aðalsteinu Magnúsdóttur, Gísla Björnssyni Agli Halldórssyni og Ingólfi Gunnarssyni (Friðrik Magnússon hrl.) og gagnsök. Dómendur: hæstaréttardómararnir Lárus Jóhannesson, Árni Tryggvason og Gizur Bergsteinsson, prófessor Ármann Snævarr og Þórður Björnsson sakadómari. Landamerkjamál. Afmörkun umferðarspildu milli jarða. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 6. september 1962 og gert þessar dómkröfur: Aðalkrafa: I. Að mörk umferðarsvæðis þess, sem jörðinni Grund er dæmt til úthaga síns og vatnsbóls með dómi Hæstaréttar 25. október 1961, verði ákveðin þannig: A. Að austurtakmörk umferðarsvæðisins verði girðing, sem nú stendur á vesturmörkum svokallaðs kúahólfs (nátt- haga) við (Grundarlæk. B. Að öðru leyti verði landamerkjadómi falið að afmarka umferðarsvæðið („ganginn“), eftir því sem hentugast er eigendum Grundar til umferðar, bæði miðað við þau not, sem nú eiga sér stað, og með hliðsjón af því, að lagður verði bilvegur eftir umferðarsvæðinu að úthög- um jarðarinnar. Il. Að hrundið verði kröfum um umferðarrétt Holts- sels og Miðhúsa um svæðið, nema að því er tekur til um- ferðar að sýsluvegi, svo og að hrundið verði kröfum um rétt þeirra til þess að hafa hlið að umferðarsvæðinu. Ill! Að gagnáfrýjendum verði dæmt að greiða óskipt allan kostnað að málinu bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. sf „de A eð “ Fyrir Finna stela landi 3 fölmar Skýring ar: ún - Graslendi Melar . Oir$in 2 ——— Eir ing tráföld í. Girkinger staði gamalt. Skurður a Lækur == Meti kvarði Í:15 . Á I. Hus . % Gamalt grj iser ur Fleq . s. s 70 Vegur Rott Bótastóðir Skóqereitur Lína er syair Kröfur ei - Áhur "Ss (959 Ek 4 sn Bkuragn % 1600 (Sjá dóm Hæstarétt- bg ld 17. ar bls. 502—-504.) Ka fa Hrati af Grundartorfu Breytt lega umferðasvaðis færð inn á uppáráttina með bláum lit. Gert eftir beiðni Hæstaréttar. Akureyri, 28. sept. 1963. k tána St 1 -bætarverkfræingur- 25 ARNA sæ RS 502 Varakrafa: Að allt umferðarsvæðið verði afmarkað, svo sem i 1, B segir. Að kveðið verði á um, hversu víðtækur umferðarréttur Holtssels og Miðhúsa skuli vera, ef þeim jörðum verð- ur dæmdur slíkur réttur, og Að málskostnaður verði felldur niður í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjendur hafa áfrýjað málinu með stefnu 1. októ- ber 1962 og krafizt þess, að ákvæði hins áfrýjaða dóms um landamerki og umferðarrétt verði staðfest og að aðaláfrýj- anda verði dæmt að greiða allan kostnað í málinu bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Með tilstuðlan forráðamanna fyrir Grund var girðing sett upp milli Grundar og Holts 1932 eða 1933 eftir marka- línu, sem talin var vera sem næst hinum raunverulegu landamerkjum milli jarðanna. Stóð sú girðing um áratug. Árið 1948 var ný girðing sett upp eftir sömu eða næstum sömu markalinu með samkvæði þeirra, sem í hlut áttu. Hafa eigendur Grundar viðurkennt í verki nytjar Holtsmanna af landi Holts-megin við girðingarnar. Með nefndum athöfnum Grundarmanna hefur aðaláfrýj- andi verið firrtur rétti til að véfengja markalinu þá, sem girðingarnar sköpuðu sem landamerkjalínur, En eigi verð- ur talið, að eigendur Grundar hafi með vilja eða í verki fyrirlátið eignarráð að umferðarbraut yfir þrætulandið til úthaga sins, enda er slík braut þeim augljós nauðþurft. Með framangreindum athugasemdum ber að staðfesta ákvæði héraðsdóms um landamerki milli Grundar og Holts. Umferðarsvæði Grundar Í og II til úthaga, 20 faðma breitt, afmarkast þannig:*) Suðurmörk svæðisins er lína, dregin úr punkti í fjall- girðingu, 20 faðma suður frá túngirðingu Miðhúsa. Ligg- ur línan síðan samsíða þeirri girðingu að fjárrétt. Þaðan er línan dregin í punkt 20 föðmum sunnan við punkt 7.30 metra sunnan nefndrar túngirðingar við austurhlið fjár- réttar og síðan beint áfram, þar til hún sker línu, sem er *) Sjá uppdrátt bls. 500—501. 503 framhald til vesturs af túngirðingu Holtssels að norðan. Síðan fylgir línan þeirri túngirðingu austur í norðaustur hornstaur hennar. Hefur Jón Geir Ágústsson hinn 21. sept- ember 1963 dregið framangreinda línu á uppdrátt, gerðan af Inga Garðari Sigurðssyni hinn 31. maí 1959 og 6. júní 1960. Því næst er suðurmarkalínan dregin úr staur, aust- an nefnds norðaustur-hornstaurs túngirðingar Holtssels, og er staur þessi merktur sem nr. 1 hinn 28. september 1963 af Stefáni Stefánssyni bæjarverkfræðingi á uppdrátt Inga Garðars Sigurðssonar. Liggur línan síðan 30 metra í beinu framhaldi af girðingu Holtssels að norðan í punkt, merkt- an nr. 2 á siðastnefndum uppdrætti. Úr þeim brotpunkti i beina stefnu í norðaustur hornstaur girðingar, merktan nr. 3 á sama uppdrætti. Frá þeim staur er línan dregin í punkt nr. 4 á uppdrættinum, sem er í norðurbrún jarðfasts bjargs. Frá síðastnefndum punkti er bein lina dregin í norð- vestur hornstaur Kálfagrundargirðingar, merktan nr. 5 á uppdrættinum. Norðurmörk umferðarsvæðisins eru sam- hliða suðurmörkum þess, 20 föðmum norðar. Aðaláfrýjanda ber réttur til að athafna sig við vatnsból það, sem merkt er nr. 6 á uppdrættinum. Býlin Miðhús, Holtssel og Holt skulu hafa þann um- ferðarrétt ásamt hliðum, sem í héraðsdómi segir, um fram- angreint umferðarsvæði með þeim skyldum, er slíkum rétti fylgja að lögum. Málskostnaður greiðist þannig: Eigendur Grundar Il og eigendur Grundar Í og Holts greiða að 14 hvor kostnað embættis sýslumannsins í Eyja- fjaðarsýslu, kr. 11.000.00, og þóknun dómsmanna, kr. 15.- 000.00, en eigendur Miðhúsa og Holtssels að % hvor. Ann- ar málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Ákvæði héraðsdóms um landamerki Grundar og Holts skal vera óraskað. Grund I og Il fylgja eignarráð yfir umferðarsvæði, 20 faðma breiðu, frá Grundarhliði í fjallsgirðingu að 504 heimalandi jarðanna, afmörkuðu, eins og að framan segir. Ákvæðum landamerkjadómsins um umferðarrétt býl- anna Miðhúsa, Holtssels og Holts ásamt hliðum skal vera óraskað. Eigendur Grundar II og eigendur Grundar I og Holts greiði að % hvor kostnað embættis sýslumannsins í Eyjafjarðarsýslu, kr. 11.000.00, og þóknun dómsmanna, kr. 15.000.00, en eigendur Miðhúsa og Holtssels að % hvor. Að öðru leyti fellur málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti niður. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur landamerjadóms Eyjafjarðarsýslu 9. júlí 1962. Mál þetta, sem endanlega var tekið til dóms 5. þ. m., var dæmt í þessum rétti 27. júní 1960. Þeim dómi var síðan áfrýjað til Hæstaréttar og gekk dómur í því þar 25. október 1961. Í þeim dómi er ályktað, að rétt sé að dæma eigendum Grundar I og Il sameign að umferðarsvæði að úthaga og vatnsbóli, og skuli breidd umferðarsvæðisins vera 20 faðmar. Síðan segir: „Þar sem það ber undir landamerkjadóm að setja niður merki fyrir umferðarsvæðið, verður að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu heim til löglegrar meðferðar, þ. á m. um væntanlegan um- ferðarrétt hjáleigna til umferðarsvæðisins, og dómsálagningar af nýju.“ Að öðru leyti er ekki kveðið beint á um efni málsins, en síðar verður vikið nánar að ályktunum dómsins. Málið var síðan tekið upp af nýju fyrir þessum dómi 7. maí s.l., og hefur síðan verið sótt og varið af nýju og ný gögn verið lögð fram, þar á meðal öll þau gögn, er aflað var fyrir Hæstarétti, eftir að dómur gekk í héraði. Einnig hefur verið gengið á merki af nýju. Var málið síðan lagt í dóm af nýju, eins og að framan greinir. I. Mál þetta var upphaflega tekið fyrir hér fyrir dómi 16. októ- ber 1958 eftir skriflegri beiðni Aðalsteinu Magnúsdóttur og Ragn- ars Davíðssonar, umráðamanna Grundar I, Holts og hálflendn- 505 anna í Holtseli og Miðhúsum, allra í Hrafnagilshreppi, Snæbjarnar Sigurðssonar, eiganda Grundar II í sama hreppi og Ketils S. Guðjónssonar, eiganda Finnastaða í sama hreppi. Í bréfinu segir: „að þar sem hvergi er finnanleg nein merkjalýsing milli jarða okkar né heldur beinlínis fyrir jarðirnar gagnvart ná- grannajörðunum'““, þá er þess óskað, að málið sé fyrir tekið til sáttaumleitunar og meðferðar samkvæmt II. kafla landamerkja- laga. Samkvæmt kvaðningu valdsmanns komu framangreindir aðiljar, þ. e. Gísli Björnsson og Ragnar Davíðsson, eiginmenn Aðalsteinu Magnúsdóttur og Margrétar Sigurðardóttur, þing- lýstra eigenda Grundar I, Holts og hálflendnanna Holtsels og Miðhúsa, Snæbjörn Sigurðsson, eigandi Grundar II, Helgi Schiöth, eigandi Hólshúsa, Ingólfur Gunnarsson, eigandi hálf- lendunnar í Miðhúsum, Egill Halldórsson, eigandi hálflendunnar í Holtseli, Ketill S. Guðjónsson, eigandi Finnastaða, en framan- greindar jarðir eru í svokallaðri Grundartorfu, nema Finnastaðir, eða a.m.k. hefur sú jörð eigi talizt til hjáleigna aðaljarðarinnar. Enn fremur voru kvaddir*til þessa réttarhalds eigendur Espi- hóls, Dvergsstaða, Möðrufells og Torfna, en allar eru jarðir þess- ar í Hrafnagilshreppi. Í þessu réttarhaldi voru gerðar sáttir um merki eftirgreindra jarða: Grundar I og II annars vegar og Espi- hóls hins vegar, Dvergsstaða annars vegar og Hólshúsa og Grund- ar Í og II hins vegar, Grundartorfu og Finnastaða annars vegar og Möðrufells og Torfna hins vegar. Þá var gerð sátt um merki Finnastaða annars vegar og Holts, Holtsels og Miðhúsa hins vegar og Hólshúsa og Grundar Í og II. Hins vegar náðust ekki sættir milli Snæbjarnar Sigurðssonar, eiganda Grundar Il annars vegar og hins vegar eiganda Holts, sem nú hefur verið lögð undir Grund I, Holtsels og Miðhúsa, og fjallar mál þetta því, eins og það liggur nú fyrir, um landamerki Grund- ar Í og II annars vegar, þar sem þeirri jörð er eigi skipt að fullu, og hins vegar jarðanna Holts, Holtsels og Miðhúsa. Í réttarhaldi í málinu 18. nóvember 1958 úrskurðaði dómur- inn, að uppdráttur yrði gerður af þrætusvæðinu, og var hann gerður og lagður fram sem dskj. nr. 19. Í réttarhaldi 18. maí s.l. ákvað dómurinn að fela sama manni og gert hafði uppdráttinn á dskj. nr. 19, Inga Garðari Sigurðs- syni ræktunarráðunaut, að setja inn á kortið línur, er sýni kröf- ur aðilja og ýms fleiri atriði, og var það gert og kortið lagt fram sem nr. 49 í málinu. Upphaflega voru gerðar kröfur í máli þessu varðandi beiti- 506 land ofan svokallaðrar fjallsgirðingar, en með samkomulagi aðilja í rétti 30, október 1958 var ákveðið að takmarka mál þetta við lönd jarðanna neðan þessarar girðingar, eins og hún er nú. Að sjálfsögðu verður ekki í máli þessu heldur fjallað um þau merki, er réttir aðiljar hafa gert sátt um í málinu eða lýst sig algerlega sammála, heldur aðeins þau atriði, er ágreiningur er um og merkt hefur verið inn á uppdráttinn á dskj. nr. 49 með þeim breytingum, er síðar hafa verið gerðar. Á uppdrætti Þessum hafa kröfulínur Snæbjarnar Sigurðssonar, eiganda Grund- ar II, gagnvart Miðhúsum, Holtseli og Holti verið merktar með rauðum línum, kröfur eigenda Miðhúsa og Holtsels með græn- um línum og kröfur eigenda Holts með bláum línum. Eins og kröfum og málsgögnum er háttað, þykir hagkvæmast að taka fyrst til úrlausnar merki jarðanna Holtsels og Miðhúsa hvorrar Segn annarri og gagnvart Grund, en síðan merki Holts. II. Landamerki Holtssels og Miðhúsa gagnvart hvort öðru og gagnvart Grund. Í kröfugerð Snæbjarnar Sigurðssonar gagnvart Holtsseli segir svo: „Landamerki Holtssels verði ákveðin þannig, að norðan (móti Grund): Samkvæmt úttektargerð á girðingarhluta Holts- sels í fjallsgirðingunni, sem er hin eina heimild, sem til er um breidd Holtsselsspildunnar frá norðri til suðurs, verði mældir 194 fm. frá Finnastaðamerkjum til norðurs eftir hinu upphaf- lega girðingarstæði fjallsgirðingarinnar. Frá þeim punkti, sem mæling þessi endar, verði markalína fyrir norðurkanti Holtssels- lands dregin til austurs í norðvesturhorn girðingar þeirrar, er samkvæmt framansögðu umlykur Holtsland. Virðist enda liggja í augum uppi, að merki beggja þessara hjáleigna standast á, þar sem hér var upphaflega aðeins um eina hjáleigu að ræða, sem sé Holt, sem Holtssel var síðan byggt út úr sem % hluti heild- arinnar, Þetta kemur og næsta vel heim við grjótgarð þann, sem fyrir 60 árum var hlaðinn norðan við bæinn í Holtsseli til þess að verjast ágangi af búpeningi frá Grund, sem daglega var rekinn vestur spildu þá af Grundarlandi, sem liggur næst norðan við land téðra hjáleigna. Breidd þessarar viðbótar mun koma vel heim við þá 194 fm., sem að ofan greinir, og sannar þetta enn betur fyrr téða kröfu um breidd Holtsselslands og markalínu Holtssels gagnvart Grund.“ 507 Í kröfugerð Snæbjarnar Sigurðssonar gagnvart Miðhúsum segir svo: „Eftir því sem bezt er vitað, var vesturkantur Grundar- lands á þessu svæði (milli Grundartúns og fjallgirðingar) 100 fm. frá norðri til suðurs, mælt eftir fjallgirðingunni milli Holts- selsspildunnar, er áður greinir, og lands Miðhúsa. Kemur þetta mjög vel heim við orðalag téðrar úttektargerðar (frá 21/10 1920) og staðhætti, þar sem Grundarhlið á fjallsgirðingunni er um 80 fm. norðar á girðingunni en girðingarhorn Holtssels sam- kvæmt því, sem það á að vera, sbr. framanritaðan kafla um Holtssel. Þannig hefði Grund átt rétt til, að suðurmörk Mið- húsalands við fjallsgirðinguna teldust 20 fm. norðan Grundarhliðs, sem enn stendur óhreyft á sama stað og það var í upphafi. En nú er svo komið, að þessi 20 fm. breiða spilda milli fjallsgirð- ingarinnar og nýja sýsluvegarins er orðin ræktuð og afgirt tún frá Miðhúsum. Sennilega hefur þessi túngirðing Miðhúsa verið sett niður með leyfi Grundarbænda. Með tilliti til þessa og þar sem hér er um mjóa ræmu að ræða, vil ég ekki gera kröfu til, að á þessu svæði verði þrengt að Miðhúsum. En austan við sýslu- veginn niður að kúahólfsgirðingu Grundar krefst ég þess, að merki milli Grundar og Miðhúsa verði lína dregin eftir stefn- unni milli punkts í fjallgirðingu 20 fm. norðan Grundarhliðs og norðvesturhorns girðingarinnar utan um téð kúakólf, sem að mestu liggur að Hólshúsalandi.“ Í réttarhaldi 14. september 1959 ákvarðaði Snæbjörn Sigurðs- son þessa kröfu sína nánar þannig, að túngirðing Miðhúsa, eins og hún liggur. (austur) frá réttinni og framhald þeirrar girð- ingar niður að sýsluvegi, verði merki, og hefur sú lína verið sett inn á uppdráttinn. Þá krafðist Snæbjörn Sigurðsson máls- kostnaðar eftir framlögðum reikningi eða mati dómsins. Eftir endurupptöku málsins gerði umboðsmaður sóknaraðilja svohljóðandi kröfu: „Eins og greinargerð á dskj. nr. 68 ber með sér, gerir umbjóðandi minn kröfu til, að svæði það kringum Grundarlæk, sem um áratugi hefur verið notað fyrir kúahólf sameiginlega fyrir Grund I og II, verði talið Grundarland, en ekki eign Holts, það er fyrst fyrir vestan það land, sem til greina kemur að afmarka sem umferðarland samkvæmt dómi Hæstaréttar. Umbjóðandi minn felur dómendum að afmarka þann gang, er í hæstaréttardóminum greinir, samkvæmt beztu hagnýtingar- sjónarmiðum, einkum með bílvegalagningu til fjallsins fyrir augum. Eigi felur þetta þó í sér fráfall frá áfrýjun.“ Jafnframt 508 hefur sóknaraðili í greinargerð sinni lýst því yfir, að hann héldi fast við gerðar kröfur og krafðist þess, að öllum málskostnaði yrði jafnað niður á andstæðinga sína. Kröfur eigenda Miðhúsa, eins og þær lágu endanlega fyrir, Þegar málið var tekið til dóms í fyrra sinnið, sbr. dskj. nr. 6 og 49, voru þær, að að sunnan liggi merkin úr miðju Grundar- hliði í girðingunni fyrir sameiginlegu landi Grundartorfunnar í klofinn stein á Hliðhól, þaðan í barð við suðvesturhorn fjár- réttarinnar. Síðan ráði bein lína í miðjan Gunnumel austur í Holtsgirðingu. Þeir mótmæltu því, að milli jarðanna Miðhúsa og Holtssels sé ca 100 fm breið landsspilda frá fjallsgirðingu að Grundartúni, sem sé óskipt sameign eigenda Grundar. Hins vegar hefur umboðsmaður hálflendunnar í Miðhúsum, Jónas G. Rafnar, lýst því yfir, að viðurkenndur væri umferðarréttur Grundar og Holts um syðsta hluta landsins til nytja hins óskipta lands í fjallinu, hvort heldur væri til beitar eða annarra löglegra tíðkan- legra afnota, svo sem verið hafi frá fornu fari. Kröfur eigenda Holtssels til norðurs, það er eins og þær voru endanlega, er málið var tekið til dóms í fyrra sinnið, sbr. dskj. nr. 7 og 49, voru þessar: Að norðan liggja merkin úr miðju Grundarhliði í klofinn stein á Hliðhól og þaðan í barð við suð- vesturhorn fjárréttarinnar. Síðan ræður bein lína um miðjan Gunnumel austur í Holtsgirðingu. Er þessi krafa algerlega í samræmi við kröfu eigenda Miðhúsa á þessu svæði. Þeir mót- mæltu því einnig, að það hafi við nokkuð að styðjast í kröfu Snæbjarnar Sigurðssonar, að ca. 100 fm breið landsspilda sé milli Holtslands og Miðhúsa, en hins vegar hefur Jónas G. Rafnar, umboðsmaður hálflendunnar í Holtsseli, lýst því yfir, að eig- endur Grundar og Holts eigi umferðarrétt um nyrzta hluta landsins til nytja hins óskipta beitilands í fjallinu, hvort heldur væri til beitar eða annarra löglegra tíðkanlegra afnota, svo sem verið hafi frá fornu fari. Þá hefur umboðsmaður eigenda Grund- ar Í, sem jafnframt eru eigendur hálflendnanna í Holtsseli og Miðhúsum, lýst því yfir að skjólstæðingar hans stæði eigi að kröfugerð Snæbjarnar Sigurðssonar varðandi þessar jarðir, en að þeir telji þau merki rétt, er gerð hafa verið af eigendum jarð- anna og að framan er lýst. Þá hefur hann tekið fram, að sam- kvæmt fasteignamati frá 1940 séu merki allra þessara jarða talin ágreiningslaus. Þá hefur Jónas G. Rafnar, umboðsmaður hálflendnanna í 509 Holtsseli og Miðhúsum, véfengt, að Snæbjörn Sigurðsson geti á eindæmi sitt haft uppi kröfur um merki gagnvart landsspildu, sem hann vill telja óskipt land Grundar, án þess að þeir, er þá væru sameigendur hans, hefðu samstöðu með honum um kröf- urnar. Í réttarhaldi 16. júní 1960 lýsti Jónas G. Rafnar því yfir, að hann skoðaði þetta ekki sem frávísunarkröfu, en áskildi sér allan rétt að öðru leyti, er fælist í 46. gr. einkamálalaga og við flutning málsins krafðist hann þess, að hér væri farið eftir því ákvæði téðrar lagagreinar, að ef yfirlýsingar þeirra er eiga óskipt réttindi séu ósamrýmanlegar, þá skuli sú yfirlýsing, sem gagnaðilja sé hagkvæmari, lögð til grundvallar. Bæði eigendur Holtssels og Miðhúsa gerðu kröfur um málskostnað sér til handa úr hendi Snæbjarnar Sigurðssonar eftir reikningi eða mati dómsins. Eftir upptöku málsins eftir heimvísunina gerður eigendur Grundar I og Holts eftirfarandi kröfur um legu umferðarsvæðis- ins, er um getur í hæstaréttardóminum: Suðurtakmörk umferðarsvæðisins. Úr punkti, er liggur 20 faðma sunnan við þann stað, er áður var suðausturhorn skógræktargirðingarinnar (í suðurhlið núver- andi girðingar, fjarlægðin mælist eftir beinni línu þaðan, miðað í norðvesturhorn Kálfagrundargirðingar) verði dregin merkjalína til vesturs í syðri hliðstólpana í hliðinu á girðingunni, sem liggur fyrir landi Holts að vestan. Norðurmörk umferðarsvæðisins. Austast ráði skógræktargirðingin merkjum til vesturs frá þeim stað, er áður var suðausturhorn hennar (í suðurhlið núverandi girðingar) upp í suðvesturhorn girðingarinnar, þaðan gagnvart landi Holts vestan skógarreitsins ráði bein lína vestur í Holts- girðingu í punkt 20 faðma fyrir norðan syðri hliðstólpana í hlið- ingu á girðingunni. Að öðru leyti voru ítrekaðar gerðar kröfur um merki Holts gagnvart landi Grundar I og Grundar II, sbr. dskj. nr. 4 og bók- un í þinghaldi landamerkjadómsins þann 30. október 1958 og haldið fast við þær. Þá er þess krafizt, að viðurkenndur verði óskoraður réttur Holts til umferðar um allt það umferðarsvæði, sem afmarkað verður sem sameign Grundar I og Grundar 11, bæði til sameignarbeitilands allra jarðanna í Grundartorfu í óskiptu landi ofan fjallsgirðingarinnar svo og óskoraður réttur Holts til umferðar um svæðið til sýsluvegar og þjóðvegar og 510 réttur til afnota af hliðum að umferðarsvæðinu svo og til hliða frá landi Holts að svæðinu beggja megin. Loks er krafizt máls- kostnaðar úr hendi eigenda Grundar II að mati dómsins. Þá hafa eigendur jarðanna Grundar I, Miðhúsa og Holtssels gert eftirfarandi kröfu um legu umferðarsvæðisins til fjallsins: Suðurmörk umferðarsvæðisins gagnvart Holtsseli: Frá syðri hliðstólpa í hliðinu á Holtsgirðingu, sem liggur í línu við norðurhlið túngirðingar Holtssels austan sýsluvegar, ráði túngirðing Holtssels mörkum vestur að sýsluvegi. Vestan sýsluvegar ráði túngirðing Holtssels mörkum vestur að sýslu- vegi. Vestan sýsluvegar upp í fjallsgirðingu ráði mörkum lína dregin jafnhliða (parallelt) suðurhlið túngirðingar Miðhúsa 20 föðmum sunnan við túngirðinguna. Norðurtakmörk umferðarsvæðisins gagnvart landi Miðhúsa: Úr punkti í Holtsgirðingu 20 faðma norðan við syðri hliðstólp- ann Í hliðinu á Holtsgirðingu, sem liggur í línu við norðurhlið túngirðingar Holtssels, austan sýsluvegar, ráði merkjum bein lína í syðsta hornið á austurhlið túngirðingar Miðhúsa, þaðan ráði suðurhlið túngirðingar Miðhúsa merkjum vestur í fjalls- girðingu. Þá er þess krafizt, að báðum jörðunum Holtsseli og Miðhús- um verði viðurkenndur óskoraður umferðarréttur um allt það umferðarsvæði, sem afmarkað verður sem sameign Grundar 1 og II, bæði til sameignarbeitilands allra jarða í Grundartorfu í óskiptu landi ofan fjallgirðingar svo og óskoraður réttur jörð- unum til handa til umferðar um svæðið til sýsluvegar og þjóð- vegar og réttur til afnota af hliðinu á umferðarsvæðinu og til að hafa hlið frá löndum jarðanna að því. Aðiljar þessir hafa lagt fram uppdrátt af kröfum sínum um staðsetningu gangsins, sbr. dskj. nr. 71, Þeir krefjast þess, að suðurhlið nefnds gangs verði landamerki Holtssels að norðan, en suðurhlið þess verði landamerki Miðhúsa að sunnan. Að öðru leyti eru ítrekaðar áðurgerðar kröfur um landamerki Holtssels og Miðhúsa, sbr. dskj. nr. 7 og nr. 6, og víðtækari eignarrétti Grundar I og Grundar II á þrætusvæðinu, sem hinu 20 faðma breiða umferðarsvæði til úthaga nemur, er algerlega mótmælt. Verður nú vikið nánar að gögnum hvors deiluaðilja um sig, að því er þetta svæði snertir, en þar er annars vegar Snæbjörn Sigurðsson, eigandi Grundar II, og hins vegar eigendur Holts- 511 sels og Miðhúsa, þar sem kröfur þeirra eru samhljóða. Fyrst verður því vikið að rökfærslum Snæbjarnar Sigurðssonar. Í greinargerð umboðsmanns Snæbjarnar Sigurðssonar er fyrst og fremst vitnað til kröfugerðarinnar á dskj. nr. 2, sem að fram- an er tekin upp að mestu orðrétt. Samkvæmt orðalagi kröfu- gerðarinnar byggir Snæbjörn Sigurðsson kröfur sínar um, að Grund tilheyri ca 100 fm. breið spilda frá svonefndri fjallsgirð- ingu niður að Grundartúni, fyrst og fremst á þar nefndri „út- tektargerð“ og því atriði, að uppfærsla fjallsgirðingarinnar fyrir Holtselslandi 1940 sé í samræmi við hana. Nefnd „úttektar- gerð“ á fjallsgirðingunni hefur verið lögð fram í málinu á dskij. nr. 12. Í upphafi þessa skjals segir, að úttektarmenn Hrafnagils- hrepps séu mættir að Grund til þess að mæla upp og skipta vörzlugirðingu þeirri, sem lögð var 1908 fyrir ofan bæina frá Finnastaðaá og út að Dvergsstaðamerkjum og þaðan til fjalls. Og í öðru lagi til þess að meta til peningaverðs efri helming Þvergirðingarinnar og í þriðja lagi að gera álit á þann hluta girðingarinnar, sem tilheyrir Finnastöðum. Þá segir í skjalinu, að girðing þessi liggi út og suður með álmunni niður að Dvergs- staðagirðingunni, en þetta er sú sama girðing og nefnd er venju- lega í máli þessu „fjallsgirðing“, en hún er talin vera samkvæmt úttektargerðinni 1204 fm., en þvergirðing frá henni við Dvergs- staðamerki til fjalls 1284 fm., allri langgirðingunni og hálfri þvergirðingunni eða samtals 1846 fm., er skiptast þannig á milli jarðanna: Finnastaðir 324 fm., Holtssel 194 fm., Holt 180 fm., Miðhús 198 fm., Hólshús 324 fm. og Grund 626 fm. Þá segir svo í matsgerðinni: Þeir 324 fm. sem við höfum úthlutað Finna- stöðum, liggja allir fyrir landi jarðarinnar út að Holtsselsmerkj- um, þá tekur við Holtsselsgirðing 194 fm. Þar næst fyrir utan er Grundargirðing 164 fm., og að auki 462 fm. af þvergirðingunni ofan til af neðri helming hennar eða alls 626 faðmar. Norðan við Grundargirðingu tekur við Miðhúsagirðing fyrir nokkrum hluta jarðarinnar, 198 fm. á lengd. Þá Hólshúsagirð- ing út að merkjum og niður að Dvergsstaðagirðingu alls 324 fm. Holtsgirðing er neðsti hluti þvergirðingarinnar frá langgirðing- unni upp að þeim hluta, sem tilheyrir Grund. Af því að Holt á ekkert land að langgirðingunni og hefur ekkert hlið á henni, verður að áskilja ábúanda rétt til að nota Grundarhliðið eftir þörfum. Telur eigandi Grundar II, að augljóst sé, þegar þessir liðir ö12 úttektargerðarinnar séu athugaðir í samhengi, að Holtssel hafi átt að sjá um girðinguna fyrir þessu landi öllu og sýni það, að landsskák þessi hafi ekki verið breiðari, þ. e. 194 fm. Þá telur sami aðili það mjög styrkja þessa skoðun sína, að þegar fram fór upp- færsla á landi Holtssels, sem gerð var með ráði eigenda Grundar um 1940, hafi hún miðazt við sama stað til norðurs og enda- mörk hluta Holtsselslands af girðingunni samkvæmt úttektinni. Stefna línunnar gagnvart Holtsseli til austurs frá nefndum stað í fjallsgirðingunni virðist eigandi Grundar II byggja aðal- lega á því, að merki beggja hjáleiganna, er hér eiga hlut að, þ. e. Holtssels og Holts, standist á, þar sem upphaflega hafi þetta verið eins og sama hjáleigan, og á hann þar að sjálfsögðu við merki Holts, eins og hann hefur gert kröfu um þau í máli þessu, og loks kveður hann þessa línu koma næsta vel heim við grjótgarð þann, sem fyrir 60 árum hafi verið hlaðinn norðan við bæinn í Holtsseli til þess að verjast ágangi af búpeningi frá Grund, sem daglega hafi verið rekinn eftir spildu þar fyrir norðan. Að því er varðar suðurmerki Miðhúsa á þessu svæði vestan sýsluvegar, byggir Snæbjörn Sigurðsson kröfu sína á því, að þar sé túngirðingin, sem sennilega hafi verið sett með sam- þykki Grundarbænda, en varðandi merki austan vegarins byggir hann á hinni nefndu matsgerð, þ. e. endapunktar línunnar til vesturs sé 20 m norðan við Grundarhlið svonefnt, og er þetta byggt á því, að Grundarspildan sé 100 fm., en Grundarhliðið sé 80 fm. norðan við hluta Holtssels og hafi Miðhúsamerki því upphaflega verið 20 fm. norðan við hliðið. Varðandi hinn enda þessarar línu eða stefnu hennar hafi ekki verið færð nein sér- stök rök nema þá það, að tilgreint er, að Hólshúsaland byrji Þar fyrir norðan. Samkvæmt kröfu þessari er nefnd spilda um 300 m neðst (austast). Þá hefur umboðsmaður Snæbjörns Sigurðssonar fært fram sem rök fyrir kröfu sinni, að í Grundartorfunni tilheyri allt land höfuðjörðinni, sem ekki hefur verið úrskipt, og beri þeim, er halda vilja öðru fram, að sanna sitt mál fullkomlega. Þá kveður hann ljóst af skiptagerningum, að Holtsselsmenn og Miðhúsa hafi ekki átt rétt til að fara um Grundarhlið og hefur bent á, að aðalvatnsból Grundar sé á hinni tilgreindu landsspildu. Hins vegar telur hann lítt á því að byggja, þótt hjáleigubændur reyttu slægjur hingað og þangað, þar á meðal í þessari spildu, enda sé upplýst, að þeir hafi heyjað á landi, sem enginn haldi fram, að tilheyri hjáleigunum, s, s. í fjallinu og við sundlaugina. 513 Umboðsmenn eigenda Holtssels og Miðhúsa, svo og Holts og Grundar Í hafa mótmælt því, að nokkur skák sé milli Holtssels og Miðhúsalanda, er tilheyrði Grundarjörðinni, og telja, að merki þau, er þeir gert kröfu til á þessu svæði og að framan eru rakin, hafi verið haldin svo frá fornu fari. Þeir hafa mótmælt matsgerðinni á dskj. nr. 12 sem býðingar- lausri fyrir mál þetta, þar sem þar væri ekki um nein landamerki að ræða og ekkert á þau minnzt, heldur hafi þar verið aðeins að skipta eignarrétti og viðhaldi á þar greindri girðingu og hafa í því sambandi bent á, að ef af líkum megi ráða, þá hafi þar frekar verið farið eftir fasteignamati jarðanna en því, hvernig merki jarðanna voru, er að girðingunni lágu, enda hafi ekki verið hægt að miða við þetta síðastnefnda atriði almennt, þar sem sumar jarðirnar hafi ekki átt neitt land að girðingunni. Eigendur Miðhúsa og Holtssels hafa ekki getað lagt fram nein skjalleg gögn varðandi kröfur sínar, en byggja þær aðallega á vottorðum og vitnisburðum kunnugra manna. Nokkrir menn, er meira og minna eru kunnugir á þessu svæði eða hafa verið síðustu áratugina, hafa verið leiddir sem vitni í málinu, og verður nú rakið það úr skýrslum þeirra, að því er þetta svæði varðar, sem máli þykir skipta. Vitnið Þórður Jóhannesson á Espihóli, 65 ára, sem átti heima í Miðhúsum í Hrafnagilshreppi í 31 ár frá 1908— 1939, lengst af hjá föður sínum, hefur borið eftirfarandi: Um landamerki milli Miðhúsa og Holtssels sagði vitnið, að þau hafi verið ofan frá miðað við svokallað Grundarhlið, því næst í klofinn stein, sem var í halla nokkru austar, síðan um göturnar rétt sunnan við réttina, sem nú er, og því næst austur í svokallaðan Gunnu- mel og síðan áfram beint austur að Holtsmerkjum. Hann sagði og, að engjar þessara jarða hafi legið saman í mýrar- sundi ofan við núverandi fjárrétt og hafi verið hiklaust slegið bar á merki frá hvorri hliðinni sem var, enda hafi landamerki þar verið glögg. Ekki sagðist vitnið vita til, að Grund ætti neina landsspildu þarna upp eftir, en hún hafi haft þarna umferðar- rétt. Vitnið kveðst hafa vitneskju sína um téð merki frá föður sínum, en hann hafi aftur fengið þessa vitneskju frá fyrirrenn- ara sínum á jörðinni, eins og alltaf hafi verið. Þá skýrði vitnið frá því, að hið svokallaða Grundarhlið hafi verið notað af Grundarmönnum, Holtsmönnum og einnig Holts- selsmönnum, enda hafi verið greiðara og jafnvel styttra að fara þá leið, það er fyrir Holtsmenn, en að eigin hliði. 33 öl4 Um skiptingu fjallsgirðingarinnar sagði vitnið, að hún hafi ekki átt að miðast við aðliggjandi land varðandi Miðhús, en vissi ekki, hvort svo hafi verið annarsstaðar við girðinguna. Þessi vitnisburður var tekinn gildur sem eiðfestur, en mótmælt efnislega af Snæbirni Sigurðssyni. Hannes Jónsson, síðast til heimilis að Árgerði í Eyjafirði, sagð- ur fæddur 31/10 1873 og sagður heimilisfastur í Holtsseli frá ii ára aldri til 31 árs aldurs, hefur gefið svohljóðandi vottorð. sbr. dskj. nr. 15: „Ég undirritaður Hannes Jónsson, Árgerði, lýsi því hér með yfir, að ég hef aldrei heyrt það nefnt, að Grund í Hrafnagils- hreppi ætti land á milli jarðanna Miðhúss og Holtssels í sama hreppi. Þá vil ég enn fremur lýsa yfir, að ég vann við að hlaða vörzlugarð á milli Holtssels og Miðhúsa og var hann hlaðinn allur í Holtsselslandi og ekkert hlaðinn á neinum landamerkj- um, én aðeins sem vörzlugarður fyrir Holtsselstún. Landamerkin illi Holtssels og Miðhúss heyrði ég nefnd frá Grundarhliði að fan og í Gunnumel að neðan.“ ) Umboðsmaður Snæbjörns Sigurðssonar mótmælti þessu vott- orði, en eigi varð því við komið, að vottorðs sefandi mætti í rétti, sm hann hafði dáið í millitíðinni. Hins vegar hafa tvö vitni, Benedikt Júlíusson, bóndi í Hvassa- felli, og Magnús Stefánsson, Árgerði, sem báðir höfðu ritað á vott- orðið sem vitundarvottar, staðfest það fyrir dómi, að það hafi verið undirritað af Hannesi heitnum Jónssyni í þeirra viður- vist og þeir undirritað það sem vitundarvottar. Benedikt kvaðst hafa stílað vottorðið samkvæmt beiðni og fyrirsögn Hannesar jálfs, og að það hafi verði algerlega efnislega samkvæmt hans = > nm framsetningu. Hólmgeir Þorsteinsson, fyrrv. bóndi á Hrafnagili, 75 ára, hefur borið eftirfarandi: Hann skýrir svo frá, að hann hafi búið á Grund árin 1923 til 1929. Áður hafði vitnið starfað við verzlun Magnúsar Sigurðssonar á Grund árin 1909— 1916, og þar áður hafið hann verið þar kaupamaður og nemandi í unglingaskóla. Vitnið gaf þá yfirlýsingu, að það hefði aldrei heyrt getið um það, að Grund ætti ákveðna spildu lands milli Miðhúsa og Holts- sels austan fjallsgirðingarinnar. Hitt kvaðst vitninu vera kunnugt um, að talinn hafi verið óskoraður réttur Grundarbænda að nota götuna frá Grund til rekstrar búfjár til fjalls gegnum svo- kallað Grundarhlið. Þá skýrði vitnið frá því að gefnu tilefni, að það vissi ekki um, að eigendur Grundar hafi úthlutað marg- 155 öl5 nefndum hjáleigum landi með ákveðnum merkjum, en tók fram að hjáleigurnar hafi haft ákveðið land og merki fyrir landi sínu, en hann kvaðst aldrei hafa gengið á þessi merki og hafi honum ekki verið vel kunnugt um, hvar þau voru. Ekki kvaðst vitnið heldur vita um, hversu gömul þessi merki væru, en þau hafi a.m.k. verið frá því að hann vissi til. Ekki kvaðst vitnið vita til, að nefndar hjáleigur hafi haft nokkrar slægjur við svonefnda Grundargötu og ekki heldur, að þeir fengju slægjur í Grundar- landi, þó kvaðst vitnið vita til, að Holtsbændur hafi slegið eitt- hvað ofan fjallsgirðingar. Aldrei kvaðst vitnið hafa heyrt getið um úttektargerðina, sbr. dskj. nr. 12, né heldur að þessi skipt- ing girðingarinnar hafi átt að vera grundvöllur að skiptingu landsins neðan girðingar. Vitnisburðurinn var tekinn gildur sem eiðfestur væri, en mót- mælt af Snæbirni Sigurðssyni. Vitnið Valdimar Antonsson, sem bjó á Grund árin 1920—-1923, hefur gefið samhljóða yfirlýsingu og Hólmgeir Þorsteinsson og greind er í upphafi skýrslu hans, varðandi spildu milli Holtssels og Miðhúsa og umferðarrétt Grundar um svokallað Grundarhlið. Um dskj. nr. 12, girðingarúttektina, sagði vitnið, að það hefði ekki fylgzt með samningu hennar, það muni Magnús Sigurðsson, sem hafi verið eigandi allrar jarðarinnar og ábúandi að % henn- ar, hafa séð um, enda hafi þetta verið gert í sambandi við sölu Magnúsar á girðingunni til viðkomandi bænda og kvaðst vitnið aldrei fyrr hafa séð þetta skjal. Vitnið kvaðst að gefnu tilefni ekki hafa vitað um það sérstaklega, að býlunum væri úthlutað sérstöku landi og kvaðst ekki vita til, að nefnd úttektargerð á fjallsgirðingunni hafi verið liður í slíkri landskiptingu eða að hún hafi byggzt á eldri skiptingu landsins. Ekki kvaðst vitni Þetta vita neitt um skipti landsins milli býlanna vestan þjóð- vegarins og þau hafi ekki sjálf nytjað þar neitt land. Ekki vissi vitnið til, að bændur á þessum býlum hefðu neinar slægjur við Grundargötu og vissi eigi til, að Grund ætti neina landsspildu á því svæði upp að fjallsgirðingunni og kvaðst aldrei hafa heyrt talað um neina eignarheimild á spildu, þar sem göturnar lágu. Vitnið vann eið að framburði sínum vegna andmæla umboðs- manns Snæbjarnar Sigurðssonar við framburð þess. Þá hefur Magnús Aðalsteinsson, lögregluþjónn í Reykjavík, fyrrv, eigandi Grundar Il og fyrirrennari Snæbjarnar Sigurðs- sonar þar, borið vitni í málinu. físnn hafði ekki heyrt því haldið fram, að Grund ætti neina öl6 landsspildðu milli landa Holtssels og Miðhúsa fyrr en nú fyrir skömmu, og kvaðst aldrei fyrr hafa heyrt annað en lönd Holts- sels og Miðhúsa lægju saman. Þá sagði vitnið, að girt hafi verið ágreiningslaust milli Holtssels og Miðhúsa, að því er hann bezt vissi. Vitnið kvað sér annars ekki vera kunn merkin milli þess- ara jarða og kvað vel mega vera, að ekki hafi verið girt ná- kvæmlega á merkjunum. Hann minnir, að þessi girðing hafi verið sett um 1930 og vissi ekki til, að henni hafi nokkurn tíma verið breytt síðan. Varðandi það atriði, hvort dskj. nr. 12 „mats- úttektargerðin“, hefði þýðingu við ákvörðun landamerkja milli jarða þeirra, sem þar um getur, neitaði vitnið því og kvað þetta eingöngu vera viðkomandi eignarrétti á girðingunni og viðhaldi á henni. Vitnið kvað sér ekki kunnugt um, að neinn ágrein- ingur hafi verið um landamerki þessara jarða. Vitnið tók fram, að það hefði orðað afsölin fyrir jörðinni þannig, að þar seldi hann eignarhluta sinn ótiltekið. Egill Halldórsson bóndi, Holtsseli, sem kom þangað 1931, hef- ur borið, að hann hefði upplýsingar um merki Holtssels og Mið- húsa, eins og þær koma fram í kröfugerðinni frá Eggert Jóns- syni, bónda í Holtsseli, tengdaföður sínum, Jóhannesi, bónda í Miðhúsum, föður Þórðar Jóhannessonar, er að framan er greind- ur, og Hannesi Jónssyni í Árgerði, og tók fram, að sá fyrst- nefndi og sá síðastnefndi hafi báðir verið dánir, er þetta mál kom til. Hins vegar sagði hann, að hann hefði ekki fengið neinar upplýsingar um merki jarðarinnar, er hann keypti hálflenduna af Magnúsi Aðalsteinssyni, og kvaðst hafa talið, að enginn ágrein- ingur væri um merkin og honum hafi þá verið kunn merki þau, er hann gerir nú kröfu um og bæði Magnús Aðalsteinsson og Hólmgeir Þorsteinsson hafi talið merkin vera þannig. Þá hefur hann borið, að hætt muni hafa verið að nota Holtsselshliðið á fjallsgirðingunni fyrir 23 árum og Grundarhliðið eingöngu verið notað síðan, enda hafi verið álitið frá upphafi, að þetta væri að nokkru leyti sameiginlegt hlið, þar sem kýrnar hafi alla tíð verið reknar um Grundarhliðið. Þá kvað hann girðingu, sem sé fyrir sunnan Gunnumel, hafa verið setta upp fyrir meir en áratug og hafi sú girðing og girðing frá Miðhúsum komið saman og verið hlið á, og hafi svo verið þar til sýsluvegurinn hafi kom- ið. Þá kvað hann girðinguna hafa verið setta upp utan um tveggja dagslátta nýrækt norðvestur af grjótgarðinum, sbr. upp- dráttinn, og hafi síðan verið sett girðing frá henni í Miðhúsa- öl7 girðingu 1934 eða 1935. Þessa síðastnefndu girðingu kvað hann hafa verið tekna niður 1958. Egill kvaðst aldrei hafa beðið Grundarbændur um leyfi, þegar hann girti út í Miðhúsaland, enda taldi hann sig ekki hafa þurft þess og þeir hafi aldrei am- azt við því fyrr en Snæbjörn Sigurðsson 1958. Ingólfur Gunnarsson, bóndi í Miðhúsum, sem hefur búið þar síðan 1941, hefur borið eftirfarandi: Hann kvað heimildarmann sinn um merkin vera Þórð Jóhannesson og einnig hafi hann stuðzt við, hvernig landið var nytjað frá jörðinni og nefndi þar til, að slegið hafi verið á sundunum fyrir ofan fjárréttina á merki til móts við Holtsselsbóndann og hafi þau verið þau sömu og hann hafi gert kröfu til í máli þessu og einnig hafi verið slegið norður og vestur af Gunnumel, og loks sagði hann, að fyrir um það bil 25 árum hafi verið gerð sáðslétta austur af Gunnumel og jafnan hafi verið borið á hana, en hún hafi aðal- lega verið notuð til kúabeitar síðustu árin, Hann sagði, að blettir þessir hafi verið slegnir árlega og einnig hafi landið á hinni umdeildu skák verið nytjað til beitar að því er virtist frá Mið- húsum. Þá sagði Ingólfur, að girðing, sem Egill setti sunnan við Gunnumel, hafi ekki náð alveg í Miðhúsagirðinguna, heldur hafi verið þar opið sund, en tók fram, að túngirðing Miðhúsa hafi áður legið þar um, sem nú sé suðausturhorn réttarinnar, samhliða núverandi túngirðingu niður undir þar sem sýsluveg- urinn sé nú, og hafi sundið þarna á milli því verið mjórra en það er nú, sbr. uppdráttinn. Framburður Ingólfs um girðingu nýræktar og þaðan út í Miðhúsagirðingu er samhljóða við fram- burð Egils Halldórssonar um það. Þá sagði Ingólfur, að Egill hafi lagt þvergirðingu neðan (austan) við réttina út í Miðhúsa- girðingu, eftir að sýsluvegurinn kom. Hlið var á báðum þver- girðingunum. Þær vitnaskýrslur, er nú hefur verið að vikið, lágu allar fyrir. er dómur var uppkveðinn í þessum rétti upphaflega. Nú verður vikið að skýrslum vitna, er leidd voru, meðan málið var fyrir Hæstarétti, að því leyti er þýðingu hafa. Guðlaug Jónasdóttir, sem bjó með manni sínum Þórhalli Ant- onssyni á Grund 1923—24 og 1929—35, bar eftirfarandi: Hún kvaðst alltaf hafa litið svo á, að umferðarsvæðið eftir svonefnd- um Grundargötum og um Grundarhlið í fjallsgirðingunni „til- heyrði sjálfri heimajörðinni“, en býlin Holtssel og Miðhús hafi um þær mundir haft hvort sitt hlið á fjallsgirðingunni. Aðspurð ðið kvaðst hún ekki geta sagt um, hvort umferðarspildan hafi „til- heyrt“ heimajörðinni einni eða, hvort hún hafi verið sameign hennar og býlanna. Tryggvi Jónatansson bóndi, Litla-Hamri, en hann og sóknar- aðili Snæbjörn Sigurðsson eru systrasynir, hefur borið fram, að hann hafi frá því vorið 1927 og til hausts 1928 verið ráðs- maður hjá Margréti Sigurðardóttur á Grund, og síðan hafi hann tímum saman eða samtals 2—3 ár verið starfandi að Grund og Hólshúsum. Auk þessa hafi hann verið í umferðavinnu við plægingar í Grundartorfu. Laust fyrir 1930 kvaðst Tryggvi hafa plægt sundur túnauka hjá Eggert heitnum Jónssyni í Holtsseli, norðanvert við túnið, Hafi Eggert þá getið þess, að hann væri eiginlega ekki viss um, hve langt hann mætti rækta til norð- urs, þar sem honum væru ekki kunn merki milli Holtssels og Grundarspildunnar, sem notuð hafi verið til reksturs til og frá Grund upp til fjallsins. Kari Guðmundsson, Þingvallastræti 12, Akureyri, kveðst hafa átt heima í Hólshúsum frá 5—25 ára aldurs. Hann telur, að svæði það, sem búsmalinn var tekinn um frá Grund, Grundargötur, hafi „tilheyrt“ Grund og hafi þeir, sem á jörðunum bjuggu, sagt honum bað og nefnir sérstaklega sem heimildarmann Júlíus Ólafsson, bónda á Hólshúsum, er hann var uppalinn hjá. Svo sem fram kemur af því, er að framan greinir, byggir Snæ- björn Sigurðsson kröfur sínar um ganginn milli Holtssels og Miðhúsalands á matsgerð úttektarmannanna, dskj. nr. 12, auk nokkurra annarra atriða, svo sem Grundargötu, vatnsbóli, upp- færslu Holtsselsgirðingar o. s. frv. Í skjali þessu er ekki tekið Íram, að hinn úthlutaði girðingarhluti sé allur fyrir landi við- komandi jarðar, nema Finnastöðum, og ljóst er, að girðingar tilheyrandi Miðhúsum og Holti eru ekki afmarkaðar eftir lönd- um þeirra, enda ekki hægt við þá síðarnefndu. Tvö vitni hafa borið um gildi þessa skjals, Valdimar Antons- son og Magnús Aðalsteinsson, eins og áður greinir, og hefur hvorugur kannazt við, að skipting girðingarinnar hafi miðazt við skiptingu landsins neðan við girðinguna. Hins vegar hefur ekkert vitni borið um þetta atriði í gagnstæða átt. Þegar á þetta er litið og þess jafnframt gætt, að matsgerðin gæti aldrei bent til nema eins punkts, yrði aldrei hægt að byggja neinar línur á því einu saman og þá ekki merki heldur. Ekki verður heldur talið, að önnur rök Snæbjarnar Sigurðssonar séu nægileg stoð undir kröfur hans. ol Í hæstaréttardóminum segir svo: „Úttektargerð sú á vörzlu- girðingu, sem framkvæmd var 29. október 1920 og aðaláfrýjandi ber fyrir sig, getur eigi ráðið úrslitum. Vætti þau, sem rakin voru, geta ekki heldur skorið úr, en líta ber þó til þeirra um það, hverjar landsnytjar hafa verið á þrætusvæðinu. Ósennilegt er og Ósannað, að eigendur höfuðbýlisins Grundar hafi svipt sig með vilja eða í verki eignarráðum að umferðarsvæði til út- haga og vatnsbóls, og fá landsnytjar gagnáfrýjanda eigi svipt eigendur Grundar eignarráðum til hæfilegrar umferðarbrautar. Er því rétt að dæma aðaláfrýjanda sameign með Grund Í að slíku umferðarsvæði, en með hliðsjón af því, hvernig landsnytj- um hefur verið háttað, þykir breidd umferðarsvæðisins rétti- lega ákveðin 20 faðmar. Þar sem það ber undir landamerkja- dóm að setja niður merki fyrir umferðarsvæðið, verður að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu heim til löglegrar meðferðar, þ. á m. um væntanlegan umferðarrétt hjáleigna til umferðarsvæðisins, og dómsálagningar að nýju.“ Með tilvísun til þessa og þess, er greinir í kafla III hér á eftir um merki Holts gagnvart Grund, þykir bera að dæma eigend- um Grundar Í og Il sameiginleg eignarráð að umferðarsvæði frá Grundarhliði á fjallsgirðingu að heimalandi 20 faðma breiða, sem hér segir: Frá fjallsgirðingu úr punkti 20 föðmum suður frá túngirðingu Miðhúsa og síðan samsíða þeirri girðingu að fjárrétt, þaðan í punkt 20 föðmum sunnan við punkt 7.30 m sunnan nefndrar túngirðingar við austurkant fjárréttar og síðan beint áfram, þar til hún sker línu, sem er framhald til vesturs af túngirðingu Holtssels að norðan, síðan fylgir línan þeirri girðingu austur í hornstaur hennar (í norðausturhorni), þaðan í punkt 15 m sunnan við vatnsból Grundar, því næst í punkt 20 faðma suður frá suðvesturhorni skógræktargirðingar og síðan lína samsíða suðurhlið skógræktarareits í 20 faðma fjarlægð niður að línu, sem dregin er úr norðvesturhorni „Kálfagrundar“ í suðausturhorn gömlu skógargirðingarinnar. Norðurkantur um- ferðarsvæðisins er lína, sem dregin er samsíða suðurkanti 20 föðmum norðar. Suðurmörk þessa svæðis skulu jafnframt vera landamerki milli Holtssels og Grundar (spildunnar) og norður- mörk þess landamerki Miðhúsa gagnvart Grundarlandi allt niður að Holtsgirðingu, sbr. kafla III hér á eftir, en þaðan og austur úr eru hliðar spildunnar landamerki merki Grundar gagnvart Holti, að línunni við skógræktarreitinn undanskilinni. Býlin Mið- hús og Holtssel skulu hafa óskoraðan umferðarrétt um umferðar- 520 spilduna vestan sýsluvegar og rétt til að hafa eitt hlið á girð- ingunni hvor við sitt land. Býlið Holt hefur óskoraðan umferðar- rétt um alla umferðarspilduna og til að hafa hlið á henni við land sitt bæði að norðan og sunnan og rétt til umferðar um hlið á henni. III. Um landamerki Holts. Upphaflega var krafa Snæbjarnar Sigurðssonar sú gagnvart Holti, að sú jörð héldi landi því, sem þar er afgirt og hafi lengi verið, sbr. dskj. nr. 2, og gaf hann síðar þá skýringu á þessu, að þar væri átt við núverandi túngirðingu. Síðar gerði Snæ- björn þá breytingu á kröfu sinni, að auk þess fylgdi Holti land það ræktað og óræktað, sem er í suður frá Holtstúni að Finna- staðaá, milli Finnastaða og Árbæjar að vestan og nýræktar Grundar II að austan, norður að höllunum, og enn síðar skil- greindi hann þá kröfu sína þannig, að höllin byrjuðu við holts- endann, þar fyrir norðan skyldi túngirðing Holts ráða. Hann kveður „höllin“ austan við túnið í Holti aldrei hafa verið lögð undir Holt, þar á meðal heimaskógræktareiturinn, sem eigendur Grundar I hafa lagt undir sig, að eigendum Grundar II for- spurðum. Þá kveður hann vitað og viðurkennt af öllum, að svonefnd Kálfagrund, sem er á þessu svæði, hafi aldrei verið lögð undir Holt. Krafa eigenda Holts um merki þeirrar jarðar, voru sem hér greinir: Að vestan ræður girðing frá Finnastaðaá, að sunnan norður á móts við norðvesturhorn skógræktargirðingarinnar. Þaðan bein lína til austurs í norðvesturhornið á skógræktargirð- ingunni. Síðan ráða vestur og suðurhlið skógræktargirðingar- innar merkjum, eins og girðingin liggur frá norðvesturhorni hennar á þann stað, er áður var suðvesturhorn skógræktargirð- ingarinnar (í suðurhlið núverandi girðingar). Þaðan bein lína í norðvesturhorn Kálfagrundargirðingar. Síðan ráða vestur og suðurhliðar girðingarinnar um Kálfagrundina merkjum í suð- austurhorn hennar. Þaðan rækur merkjum að austan núver- andi girðing allt suður að Finnastaðaá. Að sunnan ræður Finna- staðaá merkjum. Um kröfur aðilja varðandi þetta svæði eftir upptöku málsins af nýju vísast til kafla II hér að framan. Engin skrifleg skilríki finnast um merki milli Grundar og Holts frekar en annarra býla í Grundartorfu, og eru aðalgögnin, 521 sem hafa komið fram um þetta, vitnisburðir kunnugra manna og girðingar þær, sem nú eru á þessu svæði eða upplýst er um að verið hafi á þessu svæði og önnur kennileiti, sem upplýst er um. Samkvæmt uppdrættinum, er fyrir liggur í málinu og at- hugun dómsins á vettvangi, er nú girðing á þeim línum, er greindar eru í kröfum eigenda Holts, að undantekinni línunni frá skógræktarreit að svokallaðri Kálfagrund. Hins vegar er Kálfagrund alveg afgirt og sömuleiðis heimaskógræktarreitur sunnar í höllunum. Verður nú vikið að skýrslum vitna, er fyrir liggja. Axel Jóhannsson bóndi, Torfum, hefur gefið eftirfarandi skýrslu: Í vottorði hans á dskj. nr. 9 segir svo: „Ég undirritaður bjó í Holti í Hrafnagilshreppui árin 1930— 1935. Landamerki jarðar- innar voru ágreiningslaus að sunnan, vestan og norðan, en sam- komulag varð milli mín og eigenda Grundar, að ég setti girð- ingu úr suðausturhorni Kálfagrundar, suður með holtinu, allt suður að Finnastaðaá, einnig setti ég girðingu úr norðvesturhorni Kálfagrundar norður í suðausturhorn skógargirðingarinnar. Þá vil ég geta þess, að ég heyjaði lækjargilið upp undan Grund niður að þjóðvegi, áður en girðingin var sett, og varði það og spilduna vestan skógargirðingarinnar fyrir ágangi búfjár frá Grund og einnig heyjaði ég í skógarreitnum sjálfum, sem tal- inn var vera að einhverju leyti í Holtslandi.“ Nánar hefur vitnið lýst landamerkjum Holts þannig að vestan og norðan, að syðst hafi það legið að Finnastaðalandi, þar fyrir norðan að Miðhúsa- mó og hafi mörkin þar verið svipuð eins og girðing sé nú, en síðan hafa merkin verið svolítið ofar við lækinn en þar sem girðingin sé nú, en sagði, að sér hefði ekki verið vel kunnugt um merkin nyrzt á þessu svæði, en áréttaði, að Holt mundi hafa átt svæði vestan við skógræktargirðinguna og bæjargilið og tók fram, að fyrrverandi bóndi í Holti, Sigurjón Þorkelsson, hafi sagt sér þetta og einnig hafi sami maður sagt vitninu, að vest- asti hluti skógarreitsins hafi tilheyrt Holti. Jafnframt tók vitnið fram, að ábúendur Grundar og eigendur hafi látið það átölu- laust, að hann hefði slægjur og varnir gegn ágangi búfjár á framangreindu svæði. Hins vegar sagði vitnið, að Grundarbænd- ur hafi haft óhindraðan umferðarrétt um þetta svæði og hafi þar verið hlið á girðingunni, eftir að hún kom upp. Varðandi girðinguna suður með holtinu og suður að Finnastaðaá, sem það minnti, að það hefði sett upp 1932—-33, bar vitnið, að það hefði sjálft átt frumkvæðið að setningu hennar, enda kostaði hann SJ ni hana að öllu leyti. Þegar vitnið kom í Holt, var þar engin tún- girðing og hafi þá verið stöðugur ágangur búfjár, svo að naum- ast hafi verið búandi þar, án þess að girða, og hafi hann þá ráðizt í það. Hins vegar sagði vitnið, að þáverandi umráðamenn Grundar, þeir Júlíus Ólafsson í Hólshúsum og Hólmgeir Þor- steinsson, hafi ráðið þar mestu. Í sambandi við betta sagði vitnið, að Júlíus hafi lagt áherzlu á að hafa girðinguna sem næst túninu í Holti, einkum hafi hann viljað teygja hana upp við syðri enda holtsins, til að Grund missti ekki af góðu 'beiti- landi, sem hann taldi vera þar. Ekki sagði vitnið, að girðingin hafi verið sett eftir neinum kennileitum eða merkjum, gerðum af mannahöndum. Vitnið sagði, að sér hefði verið ókunnugt um merkin að austan, en eins og áður segir hafi girðingin verið sett niður í samráði við umráðamenn Grundar og sagði, að ekki hafi verið talað um, að girðingin væri landamerki, en sagði, að í framkvæmdinni hafi hún verið höfð sem merki, þar sem hann hafi hætt að nytja land neðan girðingar, nema hluta af svo- kölluðum Kotavelli neðan vegar og Grundarbændur hafi eftir þetta ekki nytjað neitt landið ofan girðingar. Jón Kristjánsson, fyrrv. bóndi í Holti, hefur gefið svofellda yfirlýsingu: „Þegar ég undirritaður bjó í Holti á árunum 1935 til 1940, var enginn ágreiningur um landamerki Holts. Landið liggur að landi Finnastaða, Holtssels og Miðhúsa að vestan norð- ur á móts við norðvesturhorn skógargirðingarinnar og þaðan niður í skógarhorn. Að norðan réði vestur og suðurhliðar skógar- girðingarinnar niður í horn að sunnan. Að austan var girðing úr suðausturhorni skógargirðingarinnar bein lína í norðvestur. horn Kálfagrundar suður með henni og niður í horn á henni að suðaustan og þar suður með holtinu til Finnastaðaár. Þess skal getið, að á hverju sumri heyjaði ég gilið og spilduna vestan við skóginn.“ Þá sagði vitnið, að þegar það hafi komið að Holti, hafi allt landið verið afgirt nema að vestan, að undanteknu Finnastaða- landi. Sjálft gitti vitnið nokkuð af túninu, en ekki að fullu. Um kennimerki að vestan sagði vitnið, að gróf hafi verið sunnan og ofan við gömlu húsin og hafi svo merkin legið þaðan norður eftir og hafi verið frekar mjó spilda vestan við lækinn og hafi hann slegið hana og norður með skógargirðingunni að vestan auk gilsins. Honum var sagt, að girðingin að austan réði merkjum. Vitnið kvaðst hafa haft upplýsingarnar um merkin frá ábúendum Holtssels og Miðhúsa og fyrirrennara sínum í ðáð Holti. Þá kvaðst vitnið að gefnu tilefni ekki hafa orðið fyrir miklum ágangi með heyskap í bæjargilinu og spildunni vestan skógarreitsins. Varðandi þá spurningu, hvort vitnið gæti fullyrt um, að framangreind merki hafi verið annað og meira en slægju- merki í óskiptu landi, sagðist vitnið ekki geta það, en sagðist hafa litið svo á, að það hefði haft fulla ábúð á þessu landi og hefði einn rétt til að nytja það. Vitnið Steinþór Sigurjónsson, til heimilis á Akureyri, 67 ára, hefur gefið svofellda yfirlýsingu, sbr. dskj. nr. 8: „Þegar ég undirritaður átti heima í Holti í Hrafnagilshreppi á árunum 1892— 1930, var enginn ágreiningur um landamerki Holts. Landið liggur að landi Finnastaða, Holtssels og Miðhúsa að vestan norð- ur á móts við norðvesturhorn skógargirðingarinnar og þaðan niður í skógarhorn. Að norðan réði vestur- og suðurhlið skógar- girðingarinnar niður í horn að sunnan. Að austan var þá engin girðing, en ágreiningur var enginn um merki á því svæði frá skógargirðingunni suður að Finnastaðaá. Á hverju sumri var gilið niður að skógarhorni heyjað frá Holti og sum árin var einnig heyjað í skógargirðingunni.“ Þá skýrði vitnið svo frá, að í þess tíð í Holti hafi merkin verið vel merkt gagnvart Finna- stöðum með grjótvörðum og einnig hafi verið eitthvað merkt með steinum norður fyrir Miðhúsamó og nyrzt, nálægt því á móts við norðvesturhorn skógargirðingarinnar, hafi verið ofur- lítil lág eða gryfja, sem slegið hafi verið að. Ekki kvaðst vitnið hafa séð girðinguna, sem nú er á þessum slóðum, svo vel, að það geti sagt, hvort hún væri á merkjunum. Um merkin að austan sagðist vitnið eigi hafa vitað; það hafi slegið Bæjarlækjar- gilið niður jafnt neðra skógarhorni og lágina sunnan við Kálfa- grund og einnig bletti sunnan í holtinu. Þá sagði vitni þetta að gefnu tilefni, að enginn maður hefði skýrt fyrir því merki Holts, en sagði, að við nytjun slægna hafi þeir miðað við það land, sem þeir töldu sig hafa full umráð yfir, og sagði, að talið hafi verið, að land það, sem var innan þeirra merkja, er það hefur tilgreint, hafi tilheyrt Holti að öllu leyti. Varðandi notkun Grundarbænda á lægðinni norður af Holti (gilinu) og landinu þar vestur til fjallsgirðingar, sagði vitnið, að búfénaður frá Grund hafi verið rekinn um þetta svæði, hestar og kýr, en fé aðallega á vorin og tók fram, að fráfærur hafi verið hættar á Grund, þegar hann man eftir. Þá sagði vitnið, að einhver ágangur af fé hafi verið að austanverðu, en það hafi aðallega verið að vetrinum, svo að enginn ágreiningur hafi verið þar um. 524 Magnús Sigurjónsson húsgagnabólstrari, Ægisgötu 2, Akureyri, fæddur 1898, hefur gefið eftirfarandi skýrslu: Hann kveðst hafa verið heimilisfastur í Holti hjá föður sínum frá fæðingu til 1930, en skýrði jafnframt frá því, að eftir að hann varð fulltíða, hafi hann leitað annað til vinnu á sumrin. Um rekstur á búfé frá Grund sagði vitnið, að hann hefði verið um gilið norðanvert og upp hjá svokölluðum Gunnumel sunnan megin og þaðan sem næst beint af auga að Grundarhliði. Þá sagði vitnið, að frá Holti hafi verið heyjað í gilinu; þó hafi aðalslægjan verið þar, sem gilinu sleppir vestan við skógræktarreitinn og stundum inni í reitnum, þó hafi þarna ekki verið slegið nema sum árin. Einnig segir vitnið, að frá Holti hafi verið slegið í höllunum og lágum í brekkunni sunnan við Kálfagrund, en sagði, að það hafi þó aðallega verið ein læna sunnan við grundirnar og hafi Grundar- bændur séð um, að kýr gengi þar ekki Þegar heyskapur var þar. Þá sagði vitnið, að kýrnar frá Grund hafi verið hafðar við Helgu- hól og suður af Kálfagrund og stundum suður með brekkunni, en sagði, að þær hafi ekki mikið verið hafðar Þarna og ekki amazt við þeim frá Holti. Kvað vitnið beit þessa hafa verið á ýmsum tímum árs, m. a. um sláttinn, en stuggað hafi verið við kúnum niður fyrir höllin, er þær nálguðust túnið, sem var ógirt. Vitnið sagði, að búfé frá Grund hafi ekki að staðaldri verið rekið á síðastnefnd svæði, en það hafi komið fyrir. Varðandi bað, hvort slegið hafi verið að einhverjum merkjum í Holti að vestan og norðan, sagði vitnið, að einhverjir steinar hafi verið sem merki gagnvart Holtsseli og gagnvart Miðhúsum hafi hann munað eftir einhverri lægð eða halli, en að norðan hafi verið farið að óræktarhalli og sagði, að sig minnti að ekki hafi verið farið eins langt norður og móts við norðvesturhorn skógargirð- ingarinnar. Vitnið Guðrún Þóra Jónsdóttir, 51 árs gömul, sem fædd er á Grund og var þar að mestu til 1930, hefur borið eftirfarandi: Vitnið sagði, að Holtsfólkið hafi heyjað í gilinu, Þá sagði vitnið, sem m. a. hafði með vörzlu kúnna á Grund að gera, að kýrnar þaðan hafi verið hafðar í girðingu suður af túninu og einnig hafi þær stundum verið neðst í gilinu og með brautinni suður af Kálfagrund. Þær hafi ekki mátt vera upp í höllunum vegna þess að þau hafi verið nytjuð frá hinum bæjunum. Þá sagði vitnið, að kýrnar hafi stundum verið vaktaðar norðan við Helgu- hól og hafi þess verið gætt, að þær færu ekki upp í gilið og tók 525 fram, að Magnús Sigurðsson hafi ekki viljað hafa kýrnar upp í gilinu eða vestan skógarreitsins. Þá verður getið þess helzta, er vitnið Hólmgeir Þorsteinsson, er að framan greinir, hefur borið um þetta svæði, en hann mætti tvisvar. Í fyrra framburði sínum sagði hann, að hann mundi eftir því, að bóndinn í Holti hafi slegið bæjarlækjargilið og svæðið upp af skógarreitnum. Þá skýrði vitnið frá því, að það hafi heyrt talað um það, að þegar upphaflegi skógarreiturinn hafi verið úrskiptur um aldamótin, þá hafi fyrst verið talað um, að hann næði aðeins að Holtslandi, en það hafi ekki þótt nægilegt og hafi verið farið lengra vestur, þ. e. í Holtsland, og hafi þar verið svolítill hálfdeygjublettur, er eigi var nothæfur til skóg- ræktar, og muni Holtsbændur hafa heyjað á honum. Í skýrslu á dskj. nr. 39 og síðar í rétti gerði vitni þetta nánari grein fyrir atvikum að setningu girðingar Axels Jóhannssonar og fleira varðandi Holtsland. Tildrögin voru þau, að Axel tjáði vitninu sem umboðsmanni dætra Magnúsar heitins Sigurðssonar, er áttu hluta af Grundartorfu, að hann teldi sig tilneyddan að girða Holtsland að austan til að hindra ágang búfjár. Hólmgeir ákvað svo girðingarstæðið ásamt Júlíusi Ólafssyni í Hólshús- um, fjárhaldsmanni Magnúsar Aðalsteinssonar, er átti hinn hluta jarðarinnar. Fyrst var að athuga, hvar merki jarðanna væru á þessum stað, sagði Hólmgeir, en þeir höfðu ekkert skjallegt í höndunum þeim til glöggvunar, og hefur Hólmgeir sagt, að þarna hafi ekki verið til nein nákvæm merki að hans áliti og Júlíus hafi heldur ekki virzt vita um nein nákvæm merki. Hins vegar sagði hann, að það hefði mótazt fast í sinni vitund, að merkin væru rétt við brekkuræturnar og eftir þeim beinlínis suður í Finnastaðaá og rök hans væru þessi: Hann hafði allt frá sumr- inu 1905 horft á, að Holtsbóndinn sló lág nokkra framan í brekk- unni sunnan við svonefnda Kálfagrund og allt niður í brekku- rótina. Einnig sló hann smábletti framan í brekkunni suður að svonefndum Holtsenda og svo þar fyrir sunnan, sem slægt þótti, og var þetta gert alla tíð, sem vitnið vissi til, átölulaust af Grundarbónda. Þá gerðu ungir menn í Grundarplássi sundpoll Þarna suður undir Finnastaðaá 1909, og kvað vitnið þá hafa fengið leyfi Holtsbónda til þeirra framkvæmda, og hafi hann veitt leyfið. Þá sagði vitnið, að í þriðja lagi hafi Júlíus Ólafsson talið merkin við brekkuræturnar, og þótti vitninu það mikil stoð, þar sem Júlíus hafi verið þarna miklu kunnugri um þess- 526 ar slóðir. Þessa merkjalínu sagði hann, að þeir hafi svo lagt til grundvallar ákvörðun girðingarstæðisins, en þeim kom saman um, að ófært væri að setja girðinguna nákvæmlega, þar sem þeir töldu merkin vera, það er við brekkuræturnar, vegna snjó- þyngsla, og vildi vitnið, að hún væri nokkrum metrum austar, en Júlíus vildi, að hún væri vestar. Samkomulag varð svo un bað milli þeirra, að girðing yrði sett nokkrum metrum austar norðan til, en til að jafna það væri hún lögð nokkru vestar sunnan til. Þá segir orðrétt (úr dskj. nr. 39): „Það skal fram tekið, að báðum okkur Júlíusi var það fullljóst, að hér vorum við ekki að dæma um nú og endanleg landamerki, heldur sam- kvæmt ósk ábúanda Holts að ákveða girðingarstæði, sem þó væri sem allra næst hinum raunverulegu merkjum, eins og við töldum þau réttust vera og okkur fullkunnugst um, að haldin höfðu verið langa tíð. Frávíkin frá hinum réttu merkjum voru gerð af hagkvæmisástæðum, eins og fram kemur hér á undan, og mismunurinn jafnaður þannig, að í framkvæmd og afnota- gildi væri á hvorug ð, Grundar eða Holts.“ Ekki vissi Hólmgeir annað en nefnd girðing hefði alitaf st síðan hún var sett, en upplýst er, að hún var tekin niður eftir um 10 ár, Varðandi það, hvort vitnið teldi, að núverandi girð- ing væri á sama stað og sú eldri, sagði vitnið, að þegar það kom á vettvang haustið 1959 í réttarhaldi í máli þessu, hafi eigi verið farið lengra en suður að Holtsendanum og sagðist álíta, að þangað væri núverandi girðing á sama stað og kvaðsi hafa talið víst, að þannig væri einnig með syðri hlutann, þót hafi ekki athugað það eins vel. Um þessi merki hefur Snæbjörn Sigurðsson, einn aðili þessa máls, borið eftirfarandi: Þegar hann keypti, fékk hann engar upplý an réttinn ge singar um merki og ekki hafi heldur verið neitt rætt um merkin milli hans og Ragnars Davíðssonar, þegar hann seldi eigendum Grundar I sinn helming í Holti. Þá skýrði hann frá því, að girðing Axels Jóhannssonar hafi verið tekin niður, eftir að hún hafi verið búin að standa um tíu ár og hafi verið búið að því, er hann kom að Grund. Síðan kvað hann Ra agnar Davíðs- son hafa gert skógarreitinn austan Holts og sett upp aftur girð- inguna sunnan Kálfagrundar og suður úr og telur, að þetta hati verið sama árið og hann kom að Grund, 1948, og sagði að sam- vinna hafi verið með þeim Ragnari um þetta og hafi Ragnar gert girðinguna suður á móts við Holtsenda eða að hliði, sem er á girðingunni, sem sé sunnan skáa, sem sé á girðingunni, 5 ö2/ sbr. uppdráttinn, en sjálfur hafi hann gert núverandi girðingu þaðan og suður úr og hafi hann nýrækt þar austan við (í landi Grundar II). Þá tók Snæbjörn fram, að hann teldi að núver- andi girðing suður af skógarreitnum sé ekki í girðingarstæði Axels og telur, að girðing Axels hafi verið vestar, sérstaklega sunnan til, að því er hann minnti. Hann sagði, að nokkrar vír- slitrur hafi verið eftir af girðingu Axels, þegar hann girti. Snæ- björn neitaði, að hann hafi talið, að með þessari girðingu væri verið að gera landamerkjagirðingu. Hins vegar kannast Snæ- björn Sigurðsson við, að eigendur Holts hafi einir haft umráð og afnot af landinu í brekkunni neðan við túnið í Holti, síðan hann seldi helming jarðarinnar. Ragnar Davíðsson, bóndi á Grund, hefur skýrt svo frá: Hann hafði engin skrifleg gögn að sty t við við samningu kröfu- gerðarinnar varðandi landamerki Holts í máli þessu, en stuðzt við þær girðingar, er voru, er hann kom að Grund 1937, og kvað þær þá hafa verið eins og nú, sbr. uppdráttinn á dskj. nr. 19, að því undanskildu, að hann hafi sið niður girðingu úr norðvesturhorni Kálfagrundar í suðausturhorn upphaflega skógræktarreitsins og hafi sá hluti girðingarinnar eins og hún öll verið úr S5-földum götunni sunnan við reitinn. og hlið hafi verið á i heldur verið komin girðing frá norðvesturhorni skógarreitsins suður í Holts- selsgirðingu. Hann kvaðst ekki hafa fengið aðrar upplýsingar um merki í Holti, er hann kom að Grund. en að girðingin ætti að ráða. Þá skýrði Ragnar frá því, að hann og Magnús Aðal- steinsson hafi, meðan þeir voru báðir á Grund, sett girðingu tvíþætta úr norðausturhorni Kálfagrundar norður að Hólshúsa- landi og tók fram, að þá hafi eigi verið búið að stækka skóg- ræktarreitinn til austurs. Ragnar kvaðst ailtaf, síðan hann kom að Grund 1937, hafa litið svo á, að girðingarnar austan við Holt væru merkjagirðingar milli þeirra jarða og Grundar. Við saman- burð við Snæbjörn Sigurðsson kannaðist Ragnar við, að girðing Axels hafi verið tekin niður og telur, að það hafi verið 1940 1941, en kannaðist jafnframt við að hafa sett hana upp aftur og minnti, að hann hafi sjálfur sett hana alla leið suður ir, en viðurkenndi, að rétt gæti verið, að Snæbjörn hafi sett upp syðri hluta hennar. Ragnar kvaðst hafa sett girðinguna upp á sama stað og hún hafi verið og tók fram, að greinileg merki hafi verið eftir frá girðingunni, holur og grjót, og kvaðst álíta, að syðri hlutinn hafi líka verið settur í sama stað. Hann sagði, 528 að girðing þessi hafi verið sett upp fyrsta árið, sem Snæbjörn var á Grund, það er 1948, og hafi hún verið sett aftur vegna eigendaskiptanna á Holti. Ragnar kvað girðinguna utan um litla skógarreitinn sunnan Holts hafa verið gerða eftir að síðastnefnd girðing var aftur sett upp, en Snæbjörn Sigurðsson telur það hafa verið gert um svipað leyti. Ragnar kvaðst hafa litið svo á síðan 1937, að girðingin austan við Holt væri merkjagirðing. Þá kvað Ragnar, að eigendur Holts hafi einir nytjað landið í brekkunni neðan við túnið í Holti, eftir að makaskipti fóru fram 5. nóvember 1947, óátalið af eigendum Grundar II. 18. maí 1960 gaf Axel Jóhannsson aftur skýrslu í sambandi við, að hann athugaði vettvang af nýju ásamt dómurunum. Í þessu réttarhaldi kom það fram, að vitnið vissi ekkert um, að hans girðing austan Holts hafi nokkurn tíma verið tekin niður og sett upp aftur. Þá kvaðst vitnið nú hafa séð Það, að núver- andi girðing sunnan við Kálfagrundina liggi vestar heldur en hans girðing lá, og telur, að það sé suður á móts við það, sem holtið gengur lengst til austurs. Þaðan og suður á móts við suður- enda holtsins taldi hann, að núverandi girðing gæti verið á sama stað og hans, en þaðan hafi hans girðing stefnt meira til vesturs og sagðist muna glöggt, að hún hafi endað austast við gamla stekkinn suður undir ánni, sem athugaður hafi verið í dag og sé greinilegur, og kvaðst ekki geta tiltekið þetta nánar. Vitnið minnti, að hans girðing suður af ánni hafi verið sem næst beint áframhald af girðingunni, eins og hún var austast við holts- endann. Eftir að fyrri dómurinn gekk í máli þessu og meðan það var fyrir Hæstarétti, voru meðal annars leiddir sem vitni í máli þessu Tryggvi J ónatansson og Guðmundur Guðmundsson. Tryggvi hefur | á Grund, hafi hann beitt fé í brúnirnar suður af Kálfagrund- inni fyrir neðan Holtstúnið og vorið 1928 hafi hann beitt sauðfé norður fyrir lækinn vestur af skógargirðingunni og hafi eigi verið við því amazt. Guðmundur Guðmundsson tjáist hafa verið vinnumaður á Grund 1928—29. Hafi þá Jón heitinn Tómasson, sem verið hafi um áratugi ráðsmaður og fjármaður Magnúsar Sigurðssonar, sagt, að landið fyrir vestan brautina og allt upp á brekkubrún (að túnjaðri Holts) væri eign Grundar og svo áfram suður að 529 Finnastaðaá í beinu framhaldi. Kveðst Guðmundur hafa beitt Þetta land að nokkru. Í máli þessu liggur fyrir kaupsamningur og afsal, þegar Snæ. björn Sigurðsson kaupir % Grund og %% Holt o.fl. af Magnúsi Aðal- steinssyni, sbr. dskj. nr. 22, dags. 26/9 1947, og einnig samning- ur, þar sem Snæbjörn Sigurðsson selur Ragnari Davíðssyni og Aðalsteinu, stjúpdóttur hans, % Holt, dags. 5. nóv. 1947, dskj. nr. 25. Í hvorugum þessum gerningi er neitt minnzt á landamerki téðra jarða og ekki er heldur neitt minnzt á landamerki í öðr- um afsalsgerningum viðkomandi Grundartorfu og fram hafa verið lagðir í máli þessu og ekki finnast önnur skrifleg gögn um deilumál þetta, og verður því að styðjast við önnur gögn, en þau eru fyrst og fremst skýrslur kunnugra manna og girð- ingar, er nú er og verið hafa á þessu svæði á undanförnum ára- tugum, eftir því sem upplýst er. Eins og að framan greinir, eru kröfur eigenda Holts í máli þessu miðaðar við núverandi girðingar, sbr. dskj. nr. 19 og 49. Samkvæmt framburðum Hólmgeirs Þorsteinssonar og Axels Jó- hannssonar, er báðir eru glöggir og skýrir menn, verður eigi séð annað en svonefnd girðing Axels hafi verið sett 1932 eða 1933, eins og verið væri að setja merkjagirðingu, að vísu ekki alls staðar nákvæmlega þar, sem merki voru talin vera, en með litlum frávikum frá því og þannig, að á hvorugan aðiljann væri hallað. Þessi girðing stóð svo nálægt einum áratug, og verður ekki annað séð, enda haldið fram af Axel Jóhannssyni, en að Grundarbændur hafi alveg útilokazt frá að nytja landið vestan girðingarinnar og öfugt. Þá er upplýst, að girðing var sett aftur upp á þessum sömu stöðum 1948, sem telja verður, að liggi svo nálægt því sem hin fyrri girðing, að sá mismunur, sem þar kann á að vera, verður naumast talinn hafa þýðingu, enda hefur Snæbjörn Sigurðsson viðurkennt syðri hluta girðingarinnar sem merki, en rök hafa einkum komið fram fyrir tilfærslu girðing- arinnar á þeim kafla. Þá er upplýst, að þessi síðari girðing var sett upp með ráði og tilstuðlan Snæbjarnar Sigurðssonar og að uppsetning girðingarinnar hafi farið fram eftir að Snæbjörn var búinn að selja sinn hluta í Holti. Aldrei hefur Snæbjörn Sigurðsson heldur, síðan þessi girðing var sett upp, gengið eftir að fá að nytja landið vestan nefndrar girðingar og eigi amazt við einkaafnotum Holtseigenda af því, svo að vitað sé. Jafnframt ber á það að líta, að samkvæmt skýrslum flestra vitnanna virð- 34 530 ist landið innan þessara marka hafa verið aðallega nytjað frá Holti, einnig áður en nefnd girðing var sett upp, meðan þar var búið sjálfstætt. Þegar á þetta er litið og það, að nefnd girðing hefur nú verið nær þrjá áratugi á sömu slóðum, að undanteknum nokkrum árum, virðist eðlilegast og hagkvæmast, að hún teljist merki jarðanna. Með tilvísun til þessa þykir rétt að taka til greina að fullu kröfur eigenda Holts um landamerki Holts að austan frá skógræktargirðingu suður að Finnastaðaá. Með tilvísun til framburðar framangreindra vitna um nytjun landsins í svoköll- uðum höllum, í bæjarlækjargili og vestan við skógarreitinn og með tilvísun til þess, að eigi er deilt um merki gagnvart skóg- ræktarreitnum (þeim stærri) og að samkomulag er milli eig- enda Holts annars vegar og Holtssels, Miðhúsa og Hólshúsa hins vegar um merki milli jarða þeirra, þykir eiga að taka upphaf- lega kröfu eigenda Holts um landamerki jarðarinnar til greina, að undantekinni umferðarspildunni, er greinir í kafla nr. Il hér að framan. Rétt þykir, að málskostnaður greiðist þannig, að eigendur Grundar I og II greiði, að hálfu hvor aðili, útlagðan og ógreidd- an kostnað embættis sýslumannsins í Eyjafjarðarsýslu, kr. 11.- 000.00, svo og þóknun til dómsmanna í sömu hlutföllum, er ákveðst samtals kr. 15.000.00. Annar málskostnaður falli niður. Dóminn kváðu upp Sigurður M. Helgason, formaður dómsins, með meðdómsmönnunum Elíasi Tómassyni og Guðmundi Blöndal. Dómsorð: Grund I og II tilheyra sameiginlega eignarráð að land- spildu frá Grundarhliði á fjallsgirðingu að heimalandi jarð- anna 20 faðma breiðri, er liggur þannig: Suðurhlið spild- unnar er dregin þannig: Frá fjallsgirðingu úr punkti 20 faðma suður frá túngirðingu Miðhúsa og liggur línan síðan samsíða þeirri girðingu að fjárrétt, þaðan í punkt 20 föðm- um sunnan við punkt 7.30 m sunnan nefndrar túngirðingar við austurkant fjárréttar og síðan beint áfram, þar til hún sker línu, sem er framhald til vesturs af túngirðingu Holts- sels að norðan, síðan fylgir línan þeirri girðingu austur í hornstaur hennar (í norðausturhorni), þaðan í punkt 1.5 m sunnan við vatnsból Grundar, þar næst í punkt 20 faðma suður frá suðvesturhorni skógræktargirðingarinnar og síðan lína samsíða suðurhlið þeirrar girðingar í 20 faðma fjar- öðl lægð niður að línu, sem dregin er beint úr norðvesturhorni „Kálfagrundar“ í suðausturhorn gömlu skógræktargirðingar- innar. Norðurhlið spildunnar er lína, sem dregin er samsíða suðurhliðinni 20 föðmum norðar. Suðurmörk þessa svæðis skulu vera landamerki milli Holtssels og Grundar Í og Il (spildunnar) og norðurmörk þess landamerki Miðhúsa gagn- vart Grundarlandi allt niður að Holtsgirðingu, en þaðan og austur úr eru hliðar spildunnar landamerki Holtslands gagnvart Grund (spildunni), að línunni við skógarreitinn undantekinni. Býlin Miðhús og Holtssel skulu hafa óskor- aðan umferðarrétt um umferðarspildu þessa vestan sýslu- vegar til þess vegar og Grundarhliðs og til að hafa eitt hlið á girðingunni, hvor við sitt land. Býlið Holt á óskor- aðan umferðarrétt um alla umferðarspilduna og til að hafa hlið á henni við land sitt bæði norðan og sunnan og rétt til umferðar um hlið á henni. Að undantekinni umferðar- spildunni til fjalls, skulu landamerki Holts vera sem hér segir: Að vestan ræður girðing frá Finnastaðaá að sunnan norður á móts við norðvestur-horn skógargirðingar, þaðan bein lína til austurs í norðvesturhorn skógræktargirðingar, síðan ráði vestur og suðurhliðar skógræktargirðingar merkj- um, eins og girðingin liggur frá norðvestur-horni hennar í þann stað, er áður var suðausturhorn skógræktargirðing- arinnar (í suðurhlið núverandi girðingar), þaðan bein lína í norðvesturhorn „Kálfagrundar“, síðan ráða vestur- og suðurhliðar girðingarinnar um „Kálfagrundina“ merkjum í suðausturhorni hennar. Þaðan ræður merkjum að austan núverandi girðing allt suður að Finnastaðaá. Að sunnan ræð- ur Finnastaðaá merkjum, allt sbr. bláar línur á dskj. nr. 49. Eigendur Grundar I og II greiði, að hálfu hvor aðili, út- lagðan og ógreiddan kostnað af málinu hjá sýslumanni Eyja- fjarðarsýslu, kr. 11.000.00, og þóknun til dómsmanna, kr. 15.000.00, í sömu hlutföllum. Að öðru leyti falli málskostn- aður niður. Dóminum má fullnægja með aðför að lögum. 592 Miðvikudaginn 2. október 1963. Nr. 75/1963. Matthías Einarsson gegn Sigmari Péturrsyni og til réttargæzlu Pétri Einarssyni og h/f Pétri Einarssyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður, Áfrýjandi, Matthias Einarsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Miðvikudaginn 2. október 1963. Nr. 78/1963. Stefán A. Guðjónsson gegn Gjaldheimtunni í Reykjavík. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Stefán Á. Guðjónsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 503 Miðvikudaginn 2. október 1963. Nr. 119/1963. Björn Björnsson gegn Hraðfrystihúsinu Ís h/f. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Björn Björnsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Miðvikudaginn 2. október 1963. Nr. 120/1963. Geir Stefánsson Segn Hraðfrystihúsinu Ís h/f. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Geir Stefánsson, er eigi sækir dómþing í máli Þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 534 Miðvikudaginn 2. október 1963. Nr. 91/1963. Gunnar Ásgeirsson segn Áka Jakobssyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Gunnar Ásgeirsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hann stefnda, Áka Jakobssyni, sem sótt hef- ur dómþing og krafizt ómaksþóknunar, kr. 500.00 í ómaks- bætur að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 4. október 1963. Nr. 84/1963. Ewald Ellert Berndsen gegn Valdstjórninni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason og Gizur Bergsteinsson, Einar Arnalds yfirborgardómari og Magnús Þ. Torfason prófessor. Ákvörðun um skipun verjanda. Kærumál. Dómur Hæstaréttar. Sóknaraðili hefur með kæru 19. júní 1963 kært til Hæsta- réttar samkvæmt 4. tölulið 172. gr. laga nr. 82/1961 ákvörð- un Halldórs Þorbjörnssonar, sakadómara í Reykjavík, um skipun verjanda sóknaraðilja til handa í fjárræðissvipting- armáli, sem rekið er gegn sóknaraðilja í sakadómi Reykja- vikur. Samkvæmt gögnum málsins hafði sóknaraðili áður verið ö3ð sviptur sjálfræði og Kristján Eiríksson hæstaréttarlögmað- ur verið skipaður lögráðamaður hans. Er rannsókn hófst i fjárræðissviptingarmálinu, æskti sóknaraðili þess, að Guð- laugur Einarsson héraðsdómslögmaður yrði skipaður réttar- sæzlumaður hans og verjandi, ef til málshöfðunar kæmi. Lögráðamaður sóknaraðilja, Kristján Eiríksson, andmælti því, að Guðlaugur Einarsson yrði skipaður til þessa starfa. Með bréfi, dags. 7. júni 1963, skipaði sakadómari Guðmund Pétursson hæstaréttarlögmann verjanda sóknaraðilja, og var sú ákvörðun tilkynnt sóknaraðilja hinn 19. s. m. Kærði hann þá ákvörðunina, svo sem að framan segir, og gerir þær kröfur fyrir Hæstarétti, að ákvörðunin verði felld úr gildi, en lagt fyrir sakadómara að skipa honum Guðlaug Einars- son fyrir verjanda. Með skirskotun til ákvæða 1. málsgr. 81. gr. laga nr. 82/ 1961 ber að staðfesta ákvörðun héraðsdómara. Dómsorð: Hin kærða ákvörðun á að vera óröskuð. Þriðjudaginn 8. október 1963. Nr. 176/1962. Ákæruvaldið (Saksóknari ríkisins Valdimar Stefánsson) gegn Arthur Wood Bruce (Gísli G. Ísleifsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason og Gizur Bergsteinsson, prófessor Magnús Þ. Torfason og Einar Arnalds yfirborgardómari. Kveðið á um framhaldsrannsókn. Dómur Hæstaréttar. Áður en dómur gengur í máli þessu í Hæstarétti, er rétt, að þrír dómkvaddir sérfróðir menn kanni og marki á sjó- uppdrátt, eftir því sem kostur er: 536 1. Stað b/v Lincoln City, GY 464, þá er varðskipið Ægir sendi honum ljósmerki um að staðnæmast kl. 18.02 hinn 30. október 1962. 2. Stað togarans, þá er hann hóf veiðar nefndan dag, og sé staðurinn fundinn með samanburði á framburði skip- stjórans og vélstjórans á togaranum við mælingar varð- skipsmanna á varðskipinu Ægi. Við rannsóknina ber, sökunaut í hag, að taka tillit til þeirr- ar hugsanlegu skekkju á ratsjá varðskipsins, sem viður- kennd er af framleiðanda hennar. Ályktarorð: Yfirsakadómara Reykjavíkur ber að framkvæma framangreinda dómkvaðningu. Þriðjudaginn 8. október 1963. Nr. 175/1962. Ákæruvaldið (Saksóknari ríkisins Valdimar Stefánsson) segn Roy Belcher (Gísli G. Ísleifsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason og Gizur Bergsteinson, prófessor Magnús Þ. Torfason og Einar Arnalds yfirborgardómari. Kveðið á um framhaldsrannsókn. Úrskurður Hæstaréttar. Áður en dómur gengur í máli þessu í Hæstarétti, er rétt, að þrír dómkvaddir sérfróðir menn kanni og marki á sjó- uppdrátt, eftir því sem kostur er, stað b/v Dragoon, FD 60, er hann hóf veiðar hinn 13. október 1962, og sé staðurinn fundinn með samanburði á framburði skipstjóra, loftskeyta- manns og vélstjóra á togaranum við mælingar varðskips- manna á varðskipinu Óðni. Við rannsóknina ber, sökunaut í öð7 hag, að taka tillit til þeirrar hugsanlegu skekkju á ratsjá varðskipsins, sem viðurkennd er af framleiðendum hennar. Þá ber hinum dómkvöddu mönnum að láta í té rök- stutt álit um, hvort siglingahraði togarans á þeim tima, er varðskipsmenn framkvæmdu mælingar sinar, samrýmist því, að togarinn hafi þá verið að veiðum. Ályktarorð: Yfirsakadómara Reykjavíkur ber að framkvæma framangreinda dómkvaðningu. Miðvikudaginn 9. október 1963. Nr. 102/1963. Áki Jakobsson (Magnús Thorlacius hrl.) gegn Gunnari Ásgeirssyni (enginn). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason og Gizur Bergsteinsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Víxilmál. Staðfesting löghaldsgerðar. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur með stefnu 9. ágúst 1963, að fengnu áfrýjunarleyfi 25. júlí 1963, skotið til Hæstaréttar dómi bæjarþings Reykjavíkur, uppkveðnum 13. nóvember 1962. Krefst hann þess, að héraðsdómurinn verði staðfestur og að stefnda verði dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Stefndi hefur ekki komið fyrir dóm við fyrirtöku máls þessa, og er honum þó löglega stefnt. Hefur málið verið flutt skriflega samkvæmt heimild í 2. málsgr. 47. gr. laga nr. 57/1962 og er dæmt eftir framlögðum skilríkjum. Með því að engir þeir gallar eru á hinum áfrýjaða dómi, er standi í vegi fyrir staðfestingarkröfu áfrýjanda, ber að taka hana til greina. 538 Stefndi hafði áfrýjað umræddum bæjarþingsdómi með stefnu 15. júlí 1963, en ekki framfylgt þeirri stefnu. Hefur hann með þessum hætti gefið áfrýjanda ástæðu til málskots- ins, og verður því að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 8000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Stefndi, Gunnar Ásgeirsson, greiði áfrýjanda, Áka Jakobssyni, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 8000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 13. nóvember 1962. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 7. þ. m., hefur Áki Jakobs- son hæstaréttarlögmaður, hér í borg, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri hinn 20. október s.l, gegn Gunnari Ásgeirs- syni stórkaupmanni, Bárugötu 18, hér í borg, til greiðslu víxils að fjárhæð kr. 87.250.00 með 9% ársvöxtum frá 1. október 1961 til greiðsludags, 14% fjárhæðarinnar í þóknun, kr. 2.051.00 í lög- haldskostnað auk málskostnaðar að skaðlausu. Þá hefur stefnandi krafizt staðfestingar á löghaldi, er hann með löghaldsgerðum dagana 17. og 18. október s.l. lét leggja á eftirtalda muni í eigu stefnda: Stálskrifborð, útvarpstæki, skrifborðsstól, 2 borðstofustóla, útvarpsborð, málverk úr Þjórsár- dal, málverk frá Þingvöllum, 487 dúsin eyrnalokka, 1008 stk. tölur, 64 bréf af palliettum, 264 stk. leikfimisbolir, 34 dús. barna- vasaklútar, slaufur metnar á kr. 21.500.00 og 500 pör af eyrna- lokkum. Stefnandi kveður hina umstefndu skuld vera samkvæmt víxli að fjárhæð kr. 87.250.00, útgefnum af sér hinn 1. ágúst 1961 og samþykktum af stefnda til greiðslu í Útvegsbankanum hinn 1. október 1961. Stefndi hefur sótt þing, en engum þeim andmælum hreyft, sem komið verði að í máli þessu, sem er víxilmál. Verða kröfur stefnanda því teknar til greina, þ. á m. krafa hans um staðfest- ingu á framangreindu löghaldi. Guðmundur Jónsson borgardómari kvað upp dóm þennan. 539 Málskostnaður ákveðst kr. 12.000.00, þar með talinn löghalds- kostnaður. Dómsorð: Framangreint löghald er staðfest. Stefndi, Gunnar Ásgeirsson, greiði stefnanda, Áka Jakobs- syni, kr. 87.250.00 með 9% ársvöxtum frá 1. október 1961 til greiðsludags, "2% fjárhæðarinnar í þóknun og kr. 12.- 000.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 14. október 1963. Nr. 62/1963. Ákæruvaldið (Saksóknari ríkisins Valdimar Stefánsson) segn Sveini Sveinssyni (Gísli G. Ísleifsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason og Gizur Bergsteinsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Brot á ákvæðum lögreglusamþykktar um lokun veitingastofu. Dómur Hæstaréttar. Ákærði hefur kannazt við, að sumarið 1962 hafi veit- ingastað hans að Geithálsi ekki verið lokað kl. 11 að kvöldi, heldur haldið opnum fram eftir nóttu. Kemur þetta einnig heim við skýrslur vitna, sem komu að Geithálsi að nóttu til hinn 5. og 8. september 1962. Í 30. gr. lögreglusam- þykktar fyrir Kjósarsýslu nr. 146/1941 er svo fyrir mælt, að almennir veitingastaðir og samkomustaðir skuli vera lokaðir frá kl. 11 að kvöldi til kl. 6 að morgni. Að visu er í sömu grein heimilað að selja ferðamönnum greiða á hvaða tíma sem er, en það verður að teljast hreint undan- tekningarákvæði, sem ekki veitir heimild til að halda veit- 540 ingastað opnum fyrir almenning eftir hinn lögmælta lok- unartíma. Ákærði hefur því gerzt sekur við ákvæði nefndr- ar 30. gr, og varðar það hann refsingu eftir 42. gr. lög- reglusamþykktarinnar, sbr. lög nr. 14/1948. Þykir refsingin hæfilega ákveðin 2000 króna sekt til hreppssjóðs Mosfells- hrepps, og komi 7 daga varðhald í stað sektarinnar, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Staðfesta ber málskostnaðarákvæði hins áfrýjaða dóms. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun fyrir Hæstarétti, kr. 4000.00, sem renni í ríkissjóð, og laun skipaðs verjanda hans fyrir sama rétti, sem ákveðast kr. 4000.00. Dómsorð: Ákærði, Sveinn Sveinsson, greiði kr. 2000.00 sekt til hreppssjóðs Mosfellshrepps, og komi 7 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sakarkostn- aðar í héraði á að vera óraskað. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun fyrir Hæstarétti í ríkissjóð, kr. 4000.00, og laun verjanda síns fyrir Hæstarétti, Gísla hæstaréttarlögmanns Ísleifssonar, kr. 4000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakarláms Gullbringu- og Kjósarsýslu 27, marz 1963. Ár 1963, miðvikudaginn 27. marz, var í sakadómi Gullbringu- og Kjósarýslu, sem haldinn var í skrifstofu embættisins af Gunn- ari Sæmundssyni, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 113/1963: Ákæruvaldið gegn Sveini Sveinssyni. Mál þetta, sem dómtekið var 20. þ. m., er með ákæru sak- sóknara ríkisins, dags. 11. þ. m., höfðað gegn Sveini Sveinssyni veitingamanni, Skúlagötu 74, Reykjavík, fyrir að hafa sumarið og haustið 1962 haft veitingastað sinn að Geithálsi í Mosfells- öd1 sveit í Kjósarsýslu, opinn aðkomufólki og selt þar veitingar hverjum, sem þess óskaði, að næturlagi, eftir klukkan 23.00 og iðulega allt fram til klukkan 04.00. Telst þetta varða við 30. gr., sbr. 1. mgr. 42. gr. lögreglu- samþykktar fyrir Kjósarsýslu nr. 146/1941, sbr. lög nr. 107/1939. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði er sakhæfur, fæddur 12. júní 1908 að Gillastöðum í Reykhólahreppi í Austur-Barðastrandarsýslu og hefur áður sætt eftirtöldum kærum og refsingum, svo kunnugt sé: 1941 3/1 í Reykjavík: Áminning fyrir brot á reglugerð ni. 127/1937, 1. og 4. gr. 1949 25/11 í Rvík: Áminning fyrir ólöglegt bifreiðastæði. 1950 17/1 Rvík: Áminning fyrir ólöglegt bifreiðastæði. — 30/4 Rvík: Sátt, 30 kr. sekt fyrir ólöglegt bifreiðastæði. — 15/11 Rvík: Sátt, 50 kr. sekt fyrir brot gegn 1. mgr. 27. gr. bifreiðalaga. 1951 11/4 Rvík: Sátt, 75 kr. sekt fyrir brot gegn bifreiða- og umferðarlögum. 1952 12/11 Rvík: Sátt, 75 kr. sekt fyrir brot gegn 1. mgr. 27. gr. bifreiðalaga. 1954 10/3 Rvík: Sátt, 75 kr. sekt fyrir brot á 7. gr. umferðarlaga. 1956 20/1 Rvík: Sátt, 100 kr. sekt fyrir brot á 27. gr. bif- reiðalaga. 1957 10/9 Rvík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir brot á umferðarlögum. 1958 13/6 Rvík: Áminning fyrir brot á 27. gr. bifreiðalaga. 1960 23/8 Rvík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir óskoðaða bifreið. 1962 9/11 Rvík: Sátt, 300 kr. sekt fyrir umferðarslys. Málavextir eru þessir: Sumarið 1959 byrjaði ákærði í máli þessu að starfrækja benzín- afgreiðslu að Geithálsi í Mosfellshreppi og hefur síðan starfrækt hana yfir sumartímann. Samkvæmt frásögn hans sjálfs hér fyrir dómi var starfsemin til húsa í örlitlum skúr fyrsta sumarið og verzlaði hann þar lítils háttar með pylsur og sælgæti, jafn- hliða benzínsölunni. Annað sumarið kvað hann starfsemina hafa verið með líku sniði, en húsrými kvaðst hann þá hafa aukið. Sumarið 1961 kvaðst hann enn hafa stækkað húsnæðið í sam- ráði við Hestamannafélagið Fák, sem hafði þá á leigu gamla húsið á Geithálsi, og lét hita þar kaffi um helgar fyrir félags- menn, en ákærði og kona hans tóku við þeirri þjónustu gegn ákveðnu gjaldi fyrir manninn. Ákærði fékk þá veitingaleyfi, og 542 er það útgefið hinn 28. júlí 1961. Ákærði kvað þó vart hafa verið um aðra veitingasölu að ræða það sumar en til Fáksfélaga. Vorið 1962 kvað ákærði það svo fyrst hafa orðið, að þarna var almenn veitingasala. Kvað hann þau hjónin þá hafa selt þarna auk öls, tóbaks og sælgætis, kaffi, smurt brauð, svið og pylsur. Ákærði kvað aðsókn hafa farið vaxandi, og hefðu þau hjón þá tekið að hafa opið fram yfir miðnætti samkvæmt ákvæði 30. gr. lögreglusamþykktar Kjósarsýslu, sem heimilar að selja ferðamönnum beina eftir venjulegan lokunartíma veitingastaða. Þessu kvað ákærði þau svo hafa haldið áfram fram í september, að tekið var að loka kl. 22.00 á kvöldin í samráði við sýslu- mann. Ákærði kvað leigubílstjóra úr Reykjavík hafa komið þarna allmikið að næturlagi að fá sér hressingu, hefðu þeir þá komið margir saman í bíl og hefðu ýmsir þeirra verið þarna fastagestir. Eiginkona ákærða, Anna Halldóra Guðjónsdóttir, sem aðal- lega virðist hafa staðið fyrir greiðasölunni, hefur skýrt frá atvikum mjög á sama veg og ákærði. Hún kveðst í júlímánuði 1962 hafa ákveðið vegna margendurtekinna óska ferðafólks að gera tilraun með að hafa opið til klukkan 02.00 um nætur á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum, en til kl. 04.00 á föstudögum, laugardögum og sunnudögum, en óákveðið var, hvor lokunartíminn skyldi hafður á fimmtudögum. Kvað frúin þetta hafa orðið mjög vinsælt hjá ferðafólki og hafi hún eftir 1 viku reynslutíma ákveðið að halda þessu áfram. Hurð í dyrum veit- ingastofunnar kvaðst frúin jafnan hafa læsta um nætur, en hleypt gestum inn jafnóðum og þeir komu. Þetta kvaðst hún hafa gert til að geta fylgzt með, að ölvaðir menn kæmu ekki barna inn. Með framburði þeirra ákærða og konu hans er sannað, að ákærði hafði s.l. sumar veitingasölu sína opna fram yfir þann tíma, sem lögmætur er í 30. gr. lögreglusamþykktar Kjósar- sýslu, og kemur því hér aðeins til álita, hvort fallast megi á skilning ákærða á undantekningarákvæði greinarinnar, sem lýst er í framburði hans hér á undan. Umrætt undantekningarákvæði tekur aðeins til ferðamanna. Ekki er dómaranum um það kunnugt, að það hugtak hafi verið sérstaklega skilgreint af fræðimönnum um íslenzkt mál, en ljóst er, að ekki verða allir, sem bregða sér að heiman, taldir ferðamenn. Við ákvörðun á því, hvort maður teljist ferðamaður eða ekki, virðist rétt að hafa í huga, hve langan tíma hann þarf 543 til fararinnar, hvort hann er fótgangandi eða notar hraðskreitt samgöngutæki, og loks vegalengd þá, sem farin er. Um gesti þá, er þágu beina á Geithálsi, er fátt upplýst í rann- sókn málsins. Þó hefur ákærði sjálfur upplýst, að meðal fasta- gesta á staðnum eftir kl. 23.00 voru leigubílstjórar úr Reykja- vík, sem komu þarna nokkrir saman í bifreiðum, neyttu veit- inga, en virðast síðan hafa snúið aftur til Reykjavíkur. Frá Lækjartorgi í Reykjavík að Geithálsi er talin 13 km leið, og virðist hóflega áætlað, að hún sé yfirleitt farin á 1 stundar- fjórðungi í bifreið. Þegar þessi atriði eru virt sem heild, getur dómarinn ekki fallizt á það sjónarmið ákærða að telja um- rædda leigubílstjóra ferðamenn í skilningi 30. gr. lögreglusam- þykktar fyrir Kjósarsýslu nr. 146/1941 og þykir því ákærði hafa gerzt brotlegur við nefnt ákvæði, sbr. 1. mgr. 42. gr. sömu sam- þykktar og lög nr. 107/1935. Refsing ákærða þykir samkvæmt framansögðu hæfilega ákveð- in 800.00 króna sekt til sýslusjóðs Kjósarsýslu, og skal 4 daga varðhald koma í stað sektarinnar, sé hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Gísla G. Ísleifsson- ar hrl. sem þykja hæfilega ákveðin krónur 1.800.00. Málið hefur verið rekið vítalaust. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Sveinn Sveinsson, greiði 800.00 króna sekt til sýslusjóðs Kjósarsýslu, og skal 4 daga varðhald koma í stað sektarinnar, sé hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin máls- varnarlaun skipaðs verjanda hans, Gísla G. Ísleifssonar hrl., kr. 1800.00. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 544 Miðvikudaginn 16. október 1963. Nr. 83/1963. Ákæruvaldið (Saksóknari ríkisins Valdimar Stefánsson) gegn Kristjáni Gústafssyni (Guðjón Steingrímsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason og Gizur Bergsteinsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Fiskveiðibrot. Dómur Hæstaréttar. Freymóður Þorsteinsson, bæjarfógeti í Vestmannaeyjum, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm ásamt samdómsmönn- unum Páli Þorbjarnarsyni og Þorsteini Jónssyni. Af hálfu ákærða hefur þess verið krafizt fyrir Hæstaétti, að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur, sökum þess að hér- aðsdómari hafi ekki leiðbeint ákærða um skipun verjanda, sbr. einkum 2. tl. 2. málsgr. 80. gr. laga nr. 82/1961. Þar sem ákvæði 3. mgr. 80. gr. áttu við um sök ákærða, þykir héraðsdómari ekki hafa haft slíka ástæðu til að leita um- sagnar ákærða um ráðningu verjanda, að ómerkja beri héraðsdóminn, þó að hann léti það undan falla, sbr. ákvæði 81. gr. nefndra laga. Eftir uppsögu héraðsdóms hefur Jónas Sigurðsson, skóla- stjóri Stýrimannaskólans, markað á sjóuppdrátt stað v/b Sævalds, SU 2, samkvæmt mælingum leiguflugvélar Land- helgisgæzlunnar (TF-BAA) hinn 2. febrúar 1963, kl. 15.48. Reyndist staður bátsins „skemmst um 7.0“ sm innan 1? milna markanna samkvæmt 1. gr. reglugerðar nr. 3/19861. Var staður bátsins á svæði, sem greinir í C-lið reglugerðar nr, 87/1958, sbr. lög nr. 44/1948 og 3. gr. reglugerðar nr. 3/1961, en þar eru botnvörpuveiðar bannaðar innan 12 mílna markanna á tímabilinu frá 1. janúar til 15. maí. Ákærði hefur borið það fyrir sig, að hann hafi talið sig vera á svæði, 545 sem um getur í 3. tl. (iv) í auglýsingu nr. 4/1961, en hvort- tveggja er, að skip hans var utan þess svæðis og að tog- veiðar eru þar aðeins leyfðar á tímabilinu marz til júlí. Samkvæmt framansögðu hefur ákærði gerzt sekur við lagaákvæði þau, sem í ákæruskjali greinir, og telst refsing hans hæfilega ákveðin í héraðsdómi, enda er gullgengi ís- lenzkrar krónu óbreytt, frá því að héraðsdómur gekk. Ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm að öðru leyti en því, að greiðslufrestur sektar ákveðst 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Ákærða ber að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinn- ar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 5000.00, og málflutningslaun verjanda, kr. 5000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður að öðru en því, að frestur til greiðslu sektar verði 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Ákærði, Kristján Gústafsson, greiði áfrýjunarkostn- að sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 5000.00, og laun verjanda sins í Hæstarétti, Guðjóns Steingrímssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 5000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Vestmannaeyja 6. febrúar 1963. Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er af ákæruvaldsins hálfu með ákæruskjali, útg. af bæjarfógetanum í Vestmannaeyjum í dag, höfðað gegn Kristjáni Gústafssyni, skipstjóra á m.b. Sæ- valdi, SU 2, til heimilis að Höfða á Hornafirði, fyrir að hafa gerzt sekur um fiskveiðabrot samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 5/1920 um bann gegn botnvörpuveiðum, sbr. 1. gr. laga nr. 6/1959, með því að hafa verið á togveiðum á m.b. Sævaldi, SU 2, laugardaginn 2. febrúar s.l. um eftirmiðdaginn austur af Ingólfshöfða innan við fiskiveiðilandhelgi Íslands samkvæmt 1. gr. reglugerðar nr. 3/1961, sbr. reglugerð nr. 4/1961. Ákærist hann til refsingar samkvæmt 7. gr. reglugerðar nr. 3/1961, sbr. 35 546 3. gr. laga nr. 44/1948 og 1. gr. laga nr. 81/1952, sbr. 3. og 5. gr. laga nr. 5/1920 og 1. gr. laga nr. 5/1951 og til að sæta upptöku afla og veiðarfæra nefnds togbáts og til greiðslu sakar- kostnaðar, Ákærði, Kristján Gústafsson, er fæddur 12. maí 1921 á Djúpa- vogi, og hefur, svo kunnugt sé, sætt eftirfarandi kærum og refs- ingum: 1963 1/2 Dómur í Vestmannaeyjum, 20.000 kr. sekt í Land- helgissjóð og afli og veiðarfæri m.b. Sævalds, SU 2, ger upptæk fyrir brot gegn 1. sbr. 3. gr. laga nr. 5/1920. Í skýrslu skipherrans á varðskipinu Óðni segir m. a. á þessa leið: „Laugardaginn 2. febrúar um kl. 1600, er varðskipið var statt skammt vestur af Ingólfshöfða, kom orðsending frá leiguflugvél Landhelgisgæzlunnar um, að hún hefði staðsett m/b Sævald, SU 2, að meintum ólöglegum veiðum innan fiskveiðitakmark- anna austur af Ingólfshöfða. Var þegar sett á fulla ferð að bátn- um og komið að honum kl. 1706. Staðarákvörðun við bátinn: Ingólfshöfðaviti r/v 2709, fjarlægð 7,4 sjóm., dýpi 89 metrar. Kl. 1717 kom skipstjóri bátsins um borð, og var honum til- kynnt, að leiguflugvél Ladhelgisgæzlunnar hefði staðið hann að meintum ólöglegum veiðum innan fiskveiðitakmarkanna á þessum slóðum. Viðurkenndi hann brot sitt þegar. Skipstjóri áleit sig hafa verið í fiskveiðihólfinu austur af Ing- ólfshöfða, er hann hélt vera opið til botnvörpuveiða. Honum var síðan tilkynnt að halda til Vestmannaeyja til frekari rannsóknar á máli hans. Er komið var um borð í bátinn, lá varpan óbúlkuð á þilfari og ennfremur dálítið af flatfiski. Veður: NV — 2, sjór — 1, léttskýjað.“ Skipherrann á Óðni svo og þriðji stýrimaður varðskipsins stað- festu skýrslu þessa fyrir réttinum. Garðar Pálsson skipherra gaf einnig skýrslu, og segir þar svo: Laugardaginn 2. febrúar kl. 1300 lagði leiguflugvél (TF— BAA) á vegum Landhelgisgæzlunnar af stað frá Reykjavíkur- flugvelli, Flogið var yfir Hellisheiði og síðan austur með landi allt að Tvískerjum. Kl. 1547, er flugvélin var stödd vestan við Tvísker á heim- leið, sást grunsamlegur bátur. KI. 1548 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun yfir vélbátn- 547 um SU 2, sem hélt austlæga stefnu og togaði með stjórnborðs- vörpu í sjó. Ingólfshöfði, S kantur > 759 45 Rákartindur o ko Tvísker > 32'59 Þetta gefur stað bátsins um 7.2 sjóm. innan 12 mílna mark- anna austan við Ingólfshöfða. Kl. 1554 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun yfir bátnum, sem var að hífa vörpuna inn: Rákartindur , Tvísker > 320 51 Þetta gefur stað bátsins um 7.2 sjóm. innan 12 mílna markanna. Kl. 1555 innbyrðir báturinn netið. Kl. 1557 er báturinn búinn að setja á ferð og heldur vestlæga stefnu. Flugvélin yfirgaf nú staðinn og hélt vestur með landi áleiðis til Reykjavíkur. Kl. 1615 var haft samband við varðskipið Óðin, sem sagðist skyldu færa bátinn til hafnar. Mælingar voru gerðar með sextöntum af Garðari Pálssyni skipherra og Birni Jónssyni stýrimanni, en Guðjón Jónsson flug- stjóri ritaði athuganirnar niður. Flughæð um 600 fet, flughraði um 90 sjómílur. Veður: Vestan 15 hnútar, skýjað loft, gott skyggni.“ Garðar Pálsson skipherra svo og Björn Jónsson stýrimaður og Guðjón Benedikt Jónsson flugstjóri mættu allir í sakadómi Reykjvíkur á sunnudag og staðfestu allir skýrslu þessa með eiði. Er ákærði mætti hér fyrir réttinum, véfengdi hann ekki skýrsl- ur þessar að neinu leyti, hvorki skýrslu skipherrans á Óðni né skýrslu Garðars Pálssonar skipherra. Viðurkenndi hann að hafa verið að togveiðum á þeim stað, sem í skýrslum þessum greinir. Hins vegar kvaðst hann hafa haldið, að hann væri í hólfinu austur af Ingólfshöfða, er opnast fyrir Breta 1. marz, en þar kvaðst hann hafa haldið, að Íslendingar mættu fiska alveg eins og í hólfinu vestan við Ingólfshöfða. Hann hafði um borð brezkt sjókort, þar sem bæði hólfin voru sýnd og taldi hann sig hafa vitað, að Íslendingum væri heimilt að fiska í vestara hólfinu, og þar eð eystra hólfið var merkt á sama hátt á kortinu, dró. 548 hann af því þá ályktun, að Íslenzkum skipum væri þar einnig heimil veiði. Er komið var að honum, var bátur hans um 2 sjóm. vestan við eystra hólfið samkvæmt mælingum áhafnar flugvélarinnar. Þótti honum sennilegt eða lét sér koma til hugar, að straumar kynnu að hafa orðið þess valdandi, að athuganir hans sjálfs um stað bátsins reyndust ekki réttar. Með játningu ákærða og ofangreindum framburðum starfs- manna Landhelgisgæzlunnar er sannað, að ákærði var að ólög- legum togveiðum innan fiskveiðitakmarkanna, og hefur þar með bakað sér refsingu samkvæmt tilvitnuðum lagaákvæðum. Gullgengi íslenzkrar krónu er nú á þá leið, að 100 gullkrónur jafngilda 1951.09 seðlakrónum. Samkvæmt skipaskrá er m.b. Sævaldur, SU 2, að stærð 53 rúmlestir brúttó. Eins og áður segir, var ákærði dæmdur fyrir samskonar brot hinn 1. þ. m. Ber að hafa það í huga við ákvörðun refsingar hans, og þykir ekki heimilt að líta svo á, að misskilningur hans um hin friðlýstu svæði geti talizt afsakanlegur. Samkvæmt tilvitnuðum lagaákvæðum þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin varðhald í tvo mánuði og ennfremur greiði hann kr. 20.000.00 í sekt í Landhelgissjóð Íslands, og komi sex vikna varðhald í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Allur afli og veiðarfæri um borð í mb. Sævaldi, SU 2, og þar með taldir dragstrengir, skal gerður upptækur og renni andvirðið í Landhelgissjóð Íslands. Ákærði greiði allan sakarkostnað. Dómsorð: Ákærði, Kristján Gústafsson, sæti varðhaldi í 2 mánuði. Hann greiði einnig kr. 20.000.00 í sekt í Landhelgissjóð Ís- lands, og komi 6 vikna varðhald í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Allur afli og veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir um borð í m.b. Sævaldi, SU 2, eru gerð upptæk, og rennur andvirðið í Landhelgissjóð Íslands. Ákærði greiði allan sakarkostnað. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 549 Föstudaginn 18. október 1963. Nr. 131/1962 Hreppsnefnd Hjaltastaðahrepps f. h. hreppsins (Árni Stefánsson hrl.) gegn Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund og gagnsök (Magnús Thorlacius hr|.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason og Gizur Bergsteinsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Framfærslumál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi, sem fengið hefur gjafsókn fyrir Hæstarétti, hefur skotið málinu til dómsins með stefnu 2. október 1962, að fengnu áfrýjunarleyfi 24. september s. á. Krefst hann sýknu af kröfum gagnáfrýjanda og málskostnaðar úr hendi hans í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Gagnáfrýjandi, sem fengið hefur gjafvörn hér fyrir dómi, hefur áfrýjað málinu með stefnu 22. marz 1963, að fengnu áfrýjunarleyfi 18. s. m. Krefst hann þess aðallega, að aðal- áfrýjanda verði dæmt að greiða kr. 15.790.00 með 6% árs- vöxtum frá 12. nóvember 1956 til 22. febrúar 1960, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desember 1960 og 7% árs- vöxtum frá þeim degi til greiðsludags auk málskostnaðar i héraði og fyrir Hæstarétti, eins og málið væri eigi gjaf- varnarmál. Til vara krefst gagnáfrýjandi þess, að héraðs- dómur verði staðfestur og aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða málskostnað hér fyrir dómi, eins og málið væri eigi gjafvarnarmál. Óvéfengt er, að Friðfinnur Runólfsson, fæddur 11. febrú- ar 1881, átti framfærslurétt í Hjaltastaðahreppi á þeim tima, sem dómkröfur gagnáfrýjanda taka til, þ. e. um tímabilið 1. apríl 1955 til 1. október 1956. Samkvæmt gögnum málsins leitaði Friðfinnur sumarið 1954 til hreppsnefndar Hjaltastaðahrepps, sem mun gegna 550 skyldum framfærslunefndar samkvæmt 33. gr. laga nr. 80/ 1947, og óskaði atbeina nefndarinnar til að útvega honum vist á elliheimili ásamt ábyrgð á greiðslu vistgjalds. Óhnekkt er þeirri skýrslu oddvita hreppsnefndar, að beiðni þessari hafi verið synjað, en að samkomulagi hafi orðið, að Frið- finnur færi til ársvistar að nafngreindum bæ í hreppnum samkvæmt þeim kjörum, sem lýst er í héraðsdómi. Skömmu eftir að Friðfinnur var þangað kominn, í október 1954, fluttist hann þaðan til elliheimilis gagnáfrýjanda í Hvera- gerði. Er ósannað, að aðrir en Friðfinnur eða ættingjar hans hafi staðið að þeim vistaskiptum. Nokkra fyrstu mánuði dvalar sinnar á elliheimilinu virð- ist Friðfinnur hafa greitt vistgjald sitt þar af eigin fé og ellilífeyri. Hins vegar er vangoldið vistgjald um tímabil Það. er eftir fór og dómkröfur gagnáfrýjanda taka til. Samkvæmt framfærslulögum á framfærslunefnd almennt ákvörðunarrétt um, hvernig framfærslustyrk er hagað, þ. á m. um vistun styrkþega. Aðaláfrýjandi hafði útvegað Frið- finni Runólfssyni tiltekna vist haustið 1954, án þess að hann bæri sig undan þeirri ráðstöfun, sbr. 2. mgr. 29. gr. laga nr. 80/1947. Aðaláfrýjanda er því óskylt að greiða gjald fyrir vist á elliheimili, sem Friðfinnur eða ættingjar hans ákváðu á eindæmi sitt, enda ósannað, að heilsu hans hafi á þessum tíma verið þannig háttað, að honum hafi verið svo. brýn nauðsyn slíkrar vistar, að eigi hafi mátt bíða aðgerða framfærslunefndar, sbr. 37. gr. og 2. mgr. 30. gr. laga nr. 80/1947. Ber því að sýkna aðaláfrýyjanda af dómkröfum gagnáfrýjanda. Eftir atvikum verður málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti látinn niður falla. Málflutningslaun talsmanna málsaðilja greiðist úr ríkis- sjóði, kr. 6.000.00 til talsmanns aðaláfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti og kr. 3.500.00 til talsmanns gagnáfrýjanda i Hæstarétti. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, hreppsnefnd Hjaltastaðahrepps f. h. öðl hreppsins, á að vera sýkn af kröfum gagnáfrýjanda, Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, í máli þessu. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Úr ríkissjóði greiðist málflutningslaun talsmanna að- ilja, kr. 6000.00 til hæstaréttarlögmanns Árna Stefáns- sonar og kr. 3.500.00 til hæstaréttarlögmanns Magnúsar Thorlacius. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 18. apríl 1982. Mál þetta, sem dómtekið var 4. þ. m., hefur Elli- og hjúkr- unarheimilið Grund í Reykjavík höfðað fyrir bæjarþinginu með utanréttarstefnu, birtri 10. desember 1956, gegn Hjaltastaða- hreppi í Norður-Múlasýslu til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 15.700.000 með 6% ársvöxtum frá 12. nóvember 1956 til greiðslu- dags og málskostnað að skaðlausu. Við munnlegan flutning málsins gerði stefnandi þá kröfu, að því er varðar hæð vaxta, að frá 12. nóvember 1956 til 22. febrúar 1960 verði þeir dæmdir 6%, 9% frá þeim degi til 29. desember 1960 og 7% frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi hefur krafizt sýknu af dómkröfum stefnanda og máls- kostnaðar, eins og málið væri eigi gjafvarnarmál, en hann hefur fengið gjafvörn, sbr. bréf dómsmálaráðuneytisins, dags. 22. febrúar s.l. Krafa stefnanda er vistgjald fyrir Friðfinn Runólfsson á heimili stefnanda fyrir tímabilið 1. apríl 1955 til 1. október 1956. Run- ólfur þessi vistaðist á heimili stefnanda um haustið 1954, Greiddi hann sjálfur vistgjald sitt fyrir fyrstu mánuðina, meðan hann hafði til þess efni, en frá framangreindum tíma hefur hann ekkert greitt. Ættmenni, sem lögskylt er að framfæra hann, á hann engin á lífi, og er krafa stefnanda því gerð á hendur stefnda sem er framfærslusveit hans. Frá því 1. október 1956 hefur stefndi greitt fyrir Friðfinn vistgjaldið. Stefndi styður sýknukröfu sína þeim rökum, að ósannað sé, að Friðfinnur Runólfsson hafi verið orðinn framfærsluþurfi á Þeim tíma, er stefnandi krefur vistgjald frá, og einnig að stefn- andi hafi ekki fengið ábyrgð hreppsins til greiðslu vistgjaldsins. Haustið 1954 hafi Friðfinnur Runólfsson snúið sér til hrepps- 552 nefndarinnar og óskað eftir því, að hreppsnefndin útvegaði sér vist helzt á elliheimili og óskað eftir því jafnframt, að hrepps- nefndin ábyrgðist dvalarkostnað sinn þar. Ennfremur hafi hann skýrt frá því, að hann ætti ekki aðrar eignir en kr. 15.000.00, sem væri innstæða hjá Kaupfélagi Borgarfjarðar. Hreppsnefndin hafi ekki viljað fallast á að veita honum ábyrgð fyrir dvalar- kostnaði á elliheimili. Hafi síðar orðið að samkomulagi með hreppsnefndinni og Friðfinni, að hann færi í ársvist að Kóreks- stöðum í Hjaltastaðahreppi og skyldi dvalarkostnaðurinn vera kr. 20.00 á dag. Auk þess skyldi Friðfinnur greiða þar kr. 350.00 í ársleigu fyrir herbergi. Skömmu eftir að Friðfinnur flutti að Kóreksstöðum, hafi hann riftað vist sinni þar og vistazt á heimili stefnanda í Hveragerði fyrir milligöngu ættfólks sins í Reykjavík. Telur stefndi þurfamanni algerlega óheimilt að ráðstafa sér á elliheimili eða í aðra vist á kostnað þess hreppsfélags, sem Þþurfamaðurinn er heimilisfastur í. Friðfinni hefði af hrepps- nefndinni verið útvegaður góður dvalarstaður og hefði hann þar verið áfram, hefði hann ekki orðið sveitarstyrksþurfi, fyrr en allnokkru síðar en raun varð á. Það liggur ekki fyrir í málinu, hvert fæðingarár Friðfinns Runólfssonar er. Hins vegar kemur fram í skjölum í málinu, að um gamalmenni sé að ræða og ennfremur, að honum hafi verið farin að förlast heilsa. Það verður ekki talið óeðlilegt, að slík gamalmenni vistist á elliheimili, þar sem að því er búið á þann hátt, sem æskilegastur er, og án þess að af slíkri dvöl leiði óeðlilega hár kostnaður, en til beggja þessara atriða verður að telja heimili stefnanda taka fullt tillit. Með vísan til þessa þykir bera að telja stefnda ábyrgan á greiðslu vistgjaldsins fyrir Friðfinn á heimili stefnanda að því leyti, sem hann var ekki sjálfur til þess fær, sbr. 13. gr. laga nr. 80 frá 1947. Frið- finnur greiddi sjálfur vistgjald sitt í upphafi, en frá því í apríl- mánuði 1955 hefur hann ekkert af því greitt. Verður því að telja, að hann hafi þá orðið framfærslustyrksþurfi. Stefndi viðurkennir, að Friðfinnur eigi framfærslusveit í hreppi sínum. Ber því að taka kröfu stefnanda í málinu til greina. Hæð vaxta þykir þó bera að miða við kröfu í stefnu, þar sem stefndi hefur ekki samþykkt kröfur stefnanda um hækkun þeirra við hinn munnlega málflutning. Þá ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda málskostnað, og þykir hann hæfilega ákveðinn kr. 2.700.00. öðð Málsvarnarlaun skipaðs talsmanns stefnda, Árna Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 2.350.00, greiðist úr ríkissjóði. Emil Ágústsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Hjaltastaðahreppur í Norður-Múlasýslu, greiði stefnanda, Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, kr. 15.790.00 með 6% ársvöxtum frá 12. nóvember 1956 til greiðsludags og kr. 2.700.00 í málskostnað. Málsvarnarlaun skipaðs talsmanns stefnda, hæstaréttar- lögmanns Árna Stefánssonar, kr. 2.350.00, greiðast úr ríkis- sjóði. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lög- birtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 23. október 1963. Nr. 144/1962. Birgir Hákon Valdimarsson (Jón Bjarnason hrl.) gegn Rafmagnsstjóranum í Reykjavík f. h. Rafmagnsveitu Reykjavíkur (Guttormur Erlendsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason og Gizur Bergsteinsson og prófessorarnir Ármann Snævarr og Theo- dór B. Líndal. Mál til endurheimtu tryggingarfjár. Krafa um miska- og skaðabætur. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 25. október 1962. Eru kröfur hans þessar: 1. Að stefnda verði dæmt, að viðlögðum 100 króna dag- sektum, er renni til áfrýjanda, að endurgreiða inn í spari- sjóðsbók áfrýjanda í Útvegsbanka Íslands, hér í borg, nr. 19364, tryggingarfé áfrýjanda, kr. 3000.00, auk 6% ársvaxta öð4 af fjárhæðinni frá úttektardegi, 5. júlí 1958, til greiðslu- dags. 2. Að stefnda verði gert að greiða áfrýjanda miska- og skaðabætur, að fjárhæð kr. 25.000.00, með 6% ársvöxtum frá 10. júlí 1958 til greiðsludags. 3. Að stefnda verði dæmt að greiða áfrýjanda máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Hinn 15. september 1954 veitti stefndi áfrýjanda sam- kvæmt umsókn hans leyfi til að leggja rafmagnslagnir í húsin nr. 54, 56 og 58 við Hjarðarhaga í Reykjavík. Tók áfrýjandi þar með á sig gagnvart stefnda verkábyrgð sam- kvæmt löggildingarskilyrðum rafmagnsvirkja á orkusvæði Rafmagnsveitu Reykjavíkur frá 28. september 1951 og reglugerð um raforkuvirki nr. 61/1933, sbr. einkum 148. og 144. gr. hennar. Er reglugerðin sett samkvæmt lögum um raforkuvirki nr. 83/1932, en í stað þeirra laga eru nú komin raforkulög nr. 12/1946, og hefur reglugerðarákvæð- ið stoð í 20. gr. þeirra. Því fer fjarri, að áfrýjandi hafi verið leystur undan framangreindri verkábyrgð, þó að hann hafi hinn 5. nóvember 1956 tjáð forstöðumanni innlagningar- deildar stefnda munnlega, að tiltekinn rafvirki mundi ljúka verkinu og forstöðumaðurinn ritaði um það athugasemd á umsóknar- og leyfisskjal áfrýjanda. Hafði stefndi bæði rétt og skyldu til að bæta úr þeim frámunalega og hættulega vanbúnaði í verkinu, sem kom í ljós við athugun eftirlits- manna. Var stefnda og heimilt að nota tryggingarféð til að bæta úr göllunum. Með þessum athugasemdum og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Rétt er, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 6000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Birgir Hákon Valdimarsson, greiði stefnda, ððð rafmagnsstjóranum í Reykjavík f. h. Rafmagnsveitu Reykjavíkur, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 6000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 26. júlí 1962. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 20. f. m., hefur Birgir H. Valdimarsson, nú til heimilis í Vancouver, Kanada, áður til heimilis að Tjarnarstíg "7, Seltjarnarnesi, höfðað fyrir bæjar- þinginu með stefnu, útgefinni 9. október 1958, gegn Steingrími Jónssyni rafmagnsstjóra fyrir hönd Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Gerir stefnandi þær dómkröfur í stefnu: að stefnda verði, að viðlögðum 100 króna dagsektum, er renni til stefnanda, dæmt að endurgreiða inn í sparisjóðsbók stefnanda í Útvegsbanka Ís- lands, hér í bæ, nr. 19364, tryggingarfé stefnanda, kr. 3.000.00, auk 6% ársvaxta af fjárhæðinni frá úttektardegi, 5. júlí 1958, til greiðsludags, að stefnda verði gert að greiða stefnanda miska- og skaðabætur að fjárhæð kr. 25.000.00 með 6% ársvöxtum frá 10. júlí 1958 til greiðsludags sem bætur fyrir miska og tjón af þeim álitshnekki, er hann hafi fengið við það, að rafmagns- stjóri lagði til við bæjarráð með bréfi hinn 10. júlí 1958, að stefnandi yrði sviptur löggildingu sem rafmagnsvirki og að stefnda verði gert að greiða stefnanda málskostnað að mati dómsins. Við munnlegan flutning málsins var sú breyting gerð á vaxta- kröfum stefnanda, að krafizt var 6% ársvaxta af kr. 3.000.00 frá 5. júlí 1958 til 22. febrúar 1960, 9% ársvaxta frá þeim degi til 29. desember s. á. og 7% ársvaxta frá þeim degi til greiðslu- dags, en af kr. 25.000.00 var krafizt 6% ársvaxta frá 10. júlí 1958 til 22. febrúar 1960, 10% ársvaxta frá þeim degi til 29. desember s. á., og 8% ársvaxta frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi hefur krafizt sýknu af kröfum stefnanda og málskostn- aðar úr hendi hans. Af hálfu stefnda er breyting stefnanda á vaxtakröfum ekki samþykkt. Málavextir eru þessir: Hinn 1. marz 1954 afhenti stefnandi Rafmagnsveitu Reykja- víkur sparisjóðsbók nr. 19364 við Útvegsbanka Íslands með innstæðu, er nam kr. 3.000.00, sem tryggingu fyrir því, að hann uppfyllti skyldur sínar sem löggiltur rafmagnsvirki hér í bæ, og mun löggilding hans þar með hafa tekið gildi. Hinn 14. sept- ember 1954 sótti stefnandi um leyfi Rafmagnsveitu Reykjavíkur 596 til að legggja raflagnir í hús Byggingarsamvinnufélags prentara nr. 54, 56 og 58 við Hjarðarhaga hér í bænum. Daginn eftir var stefnanda veitt leyfið, en samkvæmt því skyldu lagnirnar að öllu leyti gerðar samkvæmt reglum um rafmagnslagnir í Reykjavík. Stefnandi hafði stofnað firmað Rafleiðir s.f. ásamt Tryggva Arasyni, en samkvæmt tilkynningu, dags. 7. apríl 1956, gekk stefnandi úr firmanu þann dag, en Tryggvi rak firmað eftir það einn og á eigin ábyrgð undir nafninu Rafleiðir. Til- kynning þessi birtist í Lögbirtingablaðinu, er út kom hinn 21. apríl 1956. Hinn 14. júní 1956 sótti Tryggvi um löggildingu sem rafmagnsvirki við lágspennuveitur hér í bænum. Á fundi bæjarráðs Reykjavíkur hinn 29. s. m. var samþykkt að veita Tryggva löggildinguna samkvæmt þeim skilyrðum, er þá giltu eða sett kynnu að verða. Var Tryggva tjáð með bréfi hinn 30. s. m., að löggildingarbréfið yrði gefið út, er hann hefði undir- ritað lögákveðin skilyrði hjá rafmagnsstjóra og sett tiltekið veð (tryggingu). Tryggvi setti umrætt veð hinn 5. nóvember 1956. Við athugun, sem starfsmenn Rafmagnsveitu Reykjavíkur gerðu á raflögn hússins nr. 54 við Hjarðarhaga hinn 2. nóvember 1956, fundu þeir ýmislegt, er þeir töldu brot á reglugerð Rafmagns- veitu Reykjavíkur, reglugerð um raforkuvirki svo og brot á löggildingarskilyrðum rafmagnsvirkja. Með bréfi, dags. hinn 7. nóvember 1956, kærði rafmagnsstjóri af þessu tilefni þá stefn- anda og greindan Tryggva, aðallega báða, en til vara stefnanda, þar sem rafmagnsstjóri taldi hann bera ábyrgð á lögninni, fyrir brot á reglugerð Rafmagnsveitu Reykjavíkur, reglugerð raf- magnseftirlits ríkisins um raforkuvirki og löggildingarskilyrð- um rafmagnsvirkja. Í sakadómi Reykjavíkur lauk máli stefn- anda hinn 31, s. m. með áminningu, en Tryggva Arasyni var hinn 21. s. m. gert að greiða kr. 1000.00 í sekt til ríkissjóðs. Hinn 8. janúar 1958 ritaði Rafmagnsveita Reykjavíkur Tryggva Arasyni bréf varðandi úrbætur, sem farið var fram á að gerðar yrðu á raflögnum húsanna nr. 54, 56 og 58 við Hjarðarhaga. Hinn 12. febrúar 1958 ritaði Rafmagnsveita Reykjavíkur svefn- anda svohljóðandi bréf varðandi „raflögn að Hjarðarhaga 54, 55 og 56“: „Við höfum farið þess á leit við Tryggva Arason, löggiltan rafvirkjameistara, að hann lyki þessu verki, svo og lyki við úrbætur, er vér fórum fram á að gerðar yrðu, þegar tengt var, en þessu hefur ekki verið lokið enn, þrátt fyrir rýmilegan frest, er vér gáfum honum. 557 Þann 5. nóv. 1956 tjáið þér oss munnlega hér á skrifstofu Innlagningadeildar, að þér væruð hættur félagsskap, er þér hefð- uð verið í við Tryggva Arason, og þar með, að Tryggvi tæki við m. a. þessu verki. Þar eð hér er um ákvæðisvinnu að ræða og þér undirritið samninginn við byggingafélagið, tilkynnum vér yður hér með að vér munum láta ljúka þessu verki á yðar og Tryggva kostn- að, þ. e. greiða kostnaðinn af tryggingarfé yðar beggja, að svo miklu leyti sem það hrekkur til.“ Með bréfi, dags. hinn 3. júlí 1958, tilkynnti Rafmagnsveita Reykjavíkur stefnanda, að samkvæmt 16. gr. löggildingarskil- yrða rafmagnsvirkja hefði tryggingarfé hans verið tekið til að greiða kostnað við að ljúka raflögn samkvæmt athugasemdum, gerðum, er tengingar fóru fram í húsunum nr. 54—58 við Hjarðar- haga, eign Byggingarfélags prentara. Var jafnframt tekið fram, að samkvæmt hinni tilvitnuðu grein löggildingarskilyrðanna bæri stefnanda að hækka tryggingarféð aftur upp í kr. 3000.00 áður en liðnir væru þrír dagar, að öðrum kosti félli löggilding hans niður. Með bréfi, dags. hinn 18. júlí 1958, var af hálfu stefnanda töku tryggingarfjárins mótmælt, þar sem stefnandi teldi sig hvorki hafa brotið 12. né 13. gr. löggildingarskilyrðanna. Var því jafnframt mótmælt, að heimilt væri að fella löggildingu stefnanda niður. Var stefnanda áskilinn réttur til bóta úr hendi Rafmagnsveitu Reykjavíkur fyrir tjón og álitsspöll, er hann kynni að bíða vegna aðgerða hennar í málinu. Hinn 18. júlí 1958 birtist í einu dagblaða bæjarins frétt þess efnis, að sam- kvæmt tilmælum rafmagnsstjóra hefði bæjarráð Reykjavíkur svipt Trygga Arason löggildingu til að standa fyrir raflögnum á veitusvæðinu vegna brots á löggildingarskilyrðum. Jafnframt var tekið fram, að rafmagnsstjóri hefði gert sams konar til- lögu varðandi Birgi Valdimarsson rafvirkja, en bæjarráð hefði frestað að taka afstöðu til hennar. Þrátt fyrir misræmi það, sem fram kemur í sumum skjölum málsins um götunúmer húsa þeirra, sem fjallað er um, hefur ekki komið fram ágreiningur um, að það hafi verið húsin nr. 54, 56 og 58 við Hjarðarhaga, sem stefnandi hafi fengið leyfi til að leggja raflagnir í, að það hafi verið raflagnir í þessum húsum, sem athugasemdir starfsmanna Rafmagnsveitu Reykja- víkur hafi beinzt að og að það hafi verið til lúkningar þessum raflögnum, sem tryggingarfé stefnanda var tekið. 558 Stefnandi hefur skýrt svo frá fyrir dómi, að hann hafi til- kynnt Rafmagnsveitu Reykjavíkur um slit félags þeirra Tryggva Arasonar og að Tryggvi tæki við óloknum verkefnum og skuld- bindingum þeirra. Ekki kveðst hann þó muna, hvenær hann tilkynnt þetta. Einnig kveður hann eigendum umræddra húsa hafa verið tilkynnt þetta og samþykki þeirra fengið fyrir því, að Tryggvi tæki einn við framkvæmdum við húsin. Stefnandi kveður hvorki starfsmenn Rafmagnsveitu Reykjavíkur né eig- endur húsanna hafa hreyft neinum athugasemdum við þess- ari breytingu. Er stefnandi hætti afskiptum af raflögnum í húsunum, kveður hann að mestu hafa verið lokið við að ganga frá „undir stein“, en eitthvað kveður hann hafa verið skemmra á veg komið með framkvæmdir í risi og kjallara. Hann kveður sér kunnugt um, að eitthvað hafi skemmzt af rafmagnsrörum vegna þess að brjóta hafi þurft upp, en hann kveður þá Tryggva hafa lagfært þau rör, sem þeim hafi verið sagt frá. Stefnandi kveður engar aðrar tengingar hafa verið framkvæmdar á sín- um vegum en tengingar á vinnuljósum og miðstöð. Vitnið Sigurður P. J. Jakobsson, forstöðumaður innlagningar- deildar Rafmagnsveitu Reykjavíkur, hefur skýrt svo frá, að það hafi fyrst verið hinn 5. nóvember 1956, sem það vissi um félagsskap þeirra stefnanda og Tryggva Arasonar. Það kveðst sjálft hafa fært eftirfarandi áritanir á umsóknir stefnanda fyrir ramagnslagnir í umrædd hús: „5/11 "58. Tryggvi Arason lýkur þessu verki.“ Vitnið kveður áritanir þessar gerðar samkvæmt upplýsingum stefnanda máls þessa. Vitnið kveðst ekki hafa gert athugasemdir við breytingu þá, sem áritanir þessar gefa til kynna, aðra en þá, að það kveðst hafa borið það undir stefnanda, að hann aðstoðaði Tryggva við að ljúka verkinu. Vitnið kveðst hafa álitið, að Tryggvi væri mannfár. Það kveður stefnanda hafa talið, að hann mætti ekki gera það, því þá skapaði hann sér ábyrgð gagnvart Rafmagnsveitu Reykjavíkur, sem hann taldi sig eftir þetta lausan við. Vitnið kveður stefnanda ekki hafa tilkynnt neitt í sambandi við hús þessi, nema tengingu vinnuljósa. Vitnið Tryggvi Arason hefur skýrt svo frá, að það hafi tekið við verki stefnanda við raflagnir í húsunum nr. 54, 56 og 58 við Hjarðarhaga. Telur vitnið, að stefnandi hafi eingöngu unnið við lagningu röra, ísetningu dósa og ídrátt fyrir vinnuljós. Vitnið kveður sig hafa hlotið að tilkynna Rafmagnsveitu Reykjavíkur, að það tæki við verkinu af stefnanda, en ekki kveðst það hafa öð9 undirritað umsókn um heimild til að framkvæma verkið, eins og stefnandi hefði gert. Vitnið kveðst hafa tilkynnt lúkningu hinna ýmsu stiga verksins, þ. e. hverja íbúð fyrir sig, enda kveður það ekkj venju að tilkynna lúkningu verksins í heild. Vitnið kveður sig og stefnanda í upphafi hafa haft með sér félag um framkvæmd verksins og telur Öruggt, að þeir hafi báðir undirritað samning um við húsbyggjendur um það. Það kveður þá síðan hafa slitið þesu félagi á árinu 1956 og eftir það hafi það farið að afla sér gagna til að öðlast löggildingu sem rafvirkjameistari. Telur vitnið, að það hafi greitt þrjú þús- und króna tryggingu um leið og það afhenti gögnin til Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Vitnið kveður stefnanda ekki hafa komið nálægt framkvæmd verksins eftir að þeir félagarnir slitu félagi sínu. Það kveður þá félagana hafa haft á hendi fram- kvæmdir við ýms fleiri hús, sem það hafi svo tekið að sér á sama hátt og hér um ræðir. Stefnandi reisir kröfur sínar í málinu á því, að hann hafi hvorki brotið 12. né 13. gr. löggildingarskilyrða rafmagnsvirkja á orkuveitusvæði Rafmagnsveitu Reykjavíkur og hafi því verið óheimilt að skerða tryggingarfé hans til að bæta úr göllum þeim, sem urðu á verkinu. Af sömu ástæðu hafi verið óheimilt að fella niður löggildingu hans. Er því haldið fram, að tillaga rafmagnsstjórans í Reykjavík um að svipta stefnanda löggild- ingu hafi hlotið allmikla útbreiðslu, m. a. hafi hún birzt í dag- blaðinu Þjóðviljanum, og sé ljóst, að tillagan hafi bakað stefn- anda álitshnekki og fjártjón. Þá er því haldið fram af hálfu stefnanda, að þrátt fyrir það, þótt dagsetningar áritana þeirra, sem Sigurður P. J. Jakobsson færði inn á umsóknir stefnanda til umræðdra raflagna, séu rangar, þá feli þær það í sér, að Rafmagnsveita Reykjavíkur hafi leyst stefnanda undan ábyrgð á framkvæmd verksins. Þá er því og haldið fram, að það hafi ekki verið fyrr en á árinu 1958, sem stefnandi hafi fengið vitn- eskju um, að eitthvað væri athugavert við raflagnir í umrædd- um húsum. Ljóst sé því, að svo langur dráttur hafi orðið á þvi, að lagfæringar væru gerðar, að krafa sú, sem Rafmagnsveita Reykjavíkur kunni að hafa átt á hendur stefnanda, hafi verið fyrnd. Sýknukrafa stefnda er byggð á því, að uppdrættir að raflögn- um í húsin nr. 54, 56 og 58 við Hjarðarhaga hafi verið sam- Þþykktir fyrir stefnanda sem löggiltan rafvirkja. Fram til 5. nóvember 1956 hafi verið unnið að raflögnum í húsunum á 560 ábyrgð stefnanda sem löggilts rafvirkjameistara og hafi á þessu tímabili komið í ljós stórfelldir gallar á verkinu, sem meistari beri ábyrgð á. Rafmagnsveita Reykjavíkur hafi orðið að taka tryggingarfé stefnanda til að bæta úr göllum þessum. Er því haldið fram af hálfu stefnda, að engu máli skipti, hvenær þeir stefnandi og Tryggvi Arason hafi slitið félagi sínu, þar sem stefnandi hafi persónulega fengið leyfi Rafmagnsveitu Reykja- víkur til að leggja umræddar raflagnir, Af sömu ástæðu er því haldið fram, að tilkynning stefnanda um, að Tryggvi væri tek- inn við verkinu, hafi ekki leyst hann undan ábyrgð á raflögn- um í umrædd hús, enda hafi það aldrei verið samþykkt af Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Er því haldið fram, að stefnandi hafi verið ábyrgur rafvirkjameistari fyrir verkinu, þar til því var lokið. Fram er komið, að stefnandi sótti einn um leyfi Rafmagns- veitu Reykjavíkur til að leggja raflagnir í umrædd hús. Leyfi þetta var honum veitt einum. Samkvæmt 144. gr. reglugerðar nr. 61/1933 ber löggiltur rafvirki ábyrgð á því, að verk þau, er hann tókst á hendur, séu vel af hendi leyst og fullnægi öll- um þeim kröfum, sem gerðar eru í gildandi lögum, reglugerð- um og reglum um raforkuvirki á hverjum tíma. Samkvæmt niðurlagi 11. gr. laga nr. 83/1932 verður eigi talið, að ákvæði 13. gr. löggildingarskilyrðanna haggi þessari ábyrgð. Það er ljóst, að stefnandi hefur með aðgerðum sínum viljað leysa sig undan ábyrgð á framkvæmd verksins. Það verður að telja fram kom- ið, að ágallar þeir á verkinu, sem tryggingarfé stefnanda var notað til að bæta úr, hafa komið fram á þeim hluta verksins, sem framkvæmdur var eftir að kæra rafmagnsstjórans á hendur stefnanda og vitninu Tryggva kom fram hinn 7. nóvember 1956. Ekki hefur það verið véfengt af hálfu stefnanda, að gallar þessir hafi verið á verkinu. Ekki verður talið, að einhliða tilkynning stefnanda til Rafmagnsveitu Reykjavíkur um, að Tryggvi Ara- son tæki við framkvæmdum verksins hafi leyst stefnanda undan ábyrgð hans sem löggilts rafvirkjameistara, enda er ekki í ljós leitt, að Tryggvi hafi á ótvíræðan hátt tekið að sér skuldbind- ingar stefnanda að þessu leyti gagnvart Rafmagnsveitu Reykja- víkur. Verður ekki talið, að áritanir Þær, sem Sigurður P. J. Jakobsson færði á umsóknir stefnanda hafi sjálfstætt gildi að Þessu leyti. Samkvæmt þessu verður að telja, að Rafmagnsveitu Reykjavíkur hafi verið heimilt að taka tryggingarfé stefnanda z til að greiða kostnað við lagfæringar á raflögnum í umrædd- 561 um húsum. Verður Rafmagnsveita Reykjavíkur því ekki talin bótaskyld, þótt rafmagnsstjóri hafi lagt til við bæjarráð Reykja- vikur, að stefnandi yrði sviptur löggildingu sinni sem rafvirki, er hann greiddi ekki á ný tryggingarfé samkvæmt 16. gr. lög- gildingarskilyrðanna. Samkvæmt því, sem rakið hefur verið, verður stefndi sýkn- aður af kröfum stefnanda, en rétt þykir, að málskostnaður falli niður. Guðmundur Jónsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, rafmagnsstjórinn í Reykjavík f. h. Rafmagnsveitu Reykjavíkur, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Birgis H. Valdimarssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Föstudaginn 25. október 1963. Nr. 73/1963. Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs (Jón Skaftason hrl.) gegn Aðalheiði Friðriksdóttur (Guðlaugur Einarsson hdl.). og gagnsök. Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason og Gizur Bergsteinsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 31. maí 1963, að fengnu áfrýjunarleyfi 24. s. m. Krefst hann aðallega sýknu af kröfum gagnáfrýjanda og máls- kostnaðar úr hendi hans í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann skiptingar sakar og lækkunar á dómkröf- um gagnáfrýjanda, enda verði þá málskostnaður fyrir báð- um dómum látinn falla niður. 36 562 Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 9. ágúst 1963, að fengnu áfrýjunarleyfi 7. s. m. Krefst hann þess, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 208.087.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 22. desember 1959 til 22. febrúar 1960, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desember 1960 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Svo krefst hann og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi aðaláfrýjanda. Með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Rétt er, að aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda málskostn- að fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 10.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Aðaláfrýjandi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði sagnáfrýjanda, Aðalheiði Friðriksdóttur, málkostnað fyrir Hæstarétti, kr. 10.000.00. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 30. nóvember 1962. Mál þetta, sem dómtekið var 27. þ. m., hefur Aðalheiður Frið- riksdóttir, frú, Keflavík, höfðað fyrir bæjarþingi með utan- réttarstefnu, birtri 3. október 1961, á hendur fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 208.087.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 22. desember 1959 til 22. febrúar 1960, 10% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desember s. á. og 8% árs- vöxtum frá þeim degi til greiðsludags svo og til greiðslu máls- kostnaðar að mati dómsins. Stefndi hefur aðallega krafizt sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hans hendi að mati dómsins, en til vara verulegrar lækkunar á dómkröfunum og að málskostnaður falli niður. Málsatvik eru þau, að stefnandi starfaði í þvottahúsi hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Hinn 22. desember 1959 vann hún við að pressa tau í þar til gerðum vélum. Með henni við það starf vann Ragnheiður nokkur Ólafsdóttir. Atvikaðist það þá svo, að Ragnheiður studdi á takka þá, sem stjórna pressunni, en á sama tíma var stefnandi með báða handleggi í pressunni. 563 Hlaut hún af þessu mikil brunasár á höndum og framhand- leggjum. Engin sérstök rannsókn var látin fram fara vegna slyss þessa, en hinn 21. marz 1960 gaf stefnandi skýrslu fyrir lögregluytir- völdum á Keflavíkurflugvelli. Þar skýrði hún svo frá málsat- vikum, að hún hafi verið að vinna við pressu þá, sem slysið varð við. Pressu þessari væri þannig stjórnað, að styðja þyrfti á tvo takka, sinn með hvorri hendi. Hafi hún ein verið að vinna við pressuna, en nálægt sér hafi unnið framangreind Ragn- heiður, Kvaðst stefnandi hafa áður verið búin að vara Ragnheiði við því að koma við þá pressu, sem stefnandi var við, þar sem Ragnheiður hafi verið nýbyrjuð að vinna þarna og því lítið þekkt á pressurnar. Þó hafi það þannig atvikazt, að Ragn- heiður hafi stutt á takka þeirrar pressu, er stefnandi vann við, í þeim tilgangi að flýta fyrir. Þetta hafi leitt til þess, að stefn- andi lenti með handleggina inn í pressuna, sem var glóandi heit. Lögregluyfirvöldin hlutuðust til um að afla frekari upplýs- inga um slysið og þá sérstaklega að fá skýrslu Ragnheiðar Ólafs- dóttur, Kom í ljós, að hún hafði farið til Bandaríkjanna í febrú- armánuði 1960 til langdvalar. Hefur ekki náðzt til hennar í þess- um tilgangi, þrátt fyrir aðgerðir aðilja málsins í þá átt. Hinn 25. marz 1960 fór starfsmaður Öryggiseftirlits ríkisins á vettvang. Tók hann skýrslu af Katli Eyjólfssyni, verkstjóra í þvottahúsinu, sem lýsti málsatvikum þannig, að Ragnheiður hafi unnið við pressu þá, sem slysið varð við, en stefnandi hafi unnið við aðra pressu. Ketill kvaðst ekki vita af hvaða ástæðu stefnandi var við pressu þá, sem slysið varð við, en kvað oft verða að fara með stykki á milli pressanna, þar sem press- urnar séu af ólíkri gerð og fyrir komi þau atvik, að ekki sé hægt að pressa stykkin í hvaða pressu sem er. Hér fyrir dómi skýrði stefnandi svo frá, að Ragnheiður hafi verið að vinna við pressu þá, sem slysið skeði við, en hún (stefn- andi) hafi komið með stykki til að þurrka það í þeirri pressu. Hún kvað það ekki hafa verið borið undir verkstjóra, þótt starfsstúlkur hafi þurft að færa sig á milli pressanna, og hann ekki bannað slíkt. Ketill Eyjólfsson kvað fyrir dómi, að það hafi verið daglegur vani, að stúlkur færi á milli pressanna, og að það hafi engar athugasemdir verið við það gerðar. Í málinu liggja fyrir myndir af vettvangi. Er hér um að ræða Þressu-samstæðu, tvær til hvorrar hliðar og ein við enda þeirra, 564 þannig að samstæðan er U-laga. Varð slysið við aðra hliðar- pressuna. Stefnandi byggir kröfur sínar í málinu á því, að orsök slyss- ins verði einvörðungu rakin til gáleysis af hálfu Ragnheiðar Ólafsdóttur, með því að styðja á takka þá, sem pressunni stjórna, er stefnandi var með báða handleggi inni í pressunni, en stefndi beri, sbr. lög nr. 110 frá 1951, fébótaábyrgð á tjóni því, er hún varð fyrir vegna slyssins. Stefndi styður sýknukröfu sína þeim rökum, að stefnandi eigi sjálf alla sök á slysinu. Hún hafi ekki verið að starfa við pressu þá, sem slysið skeði við, heldur margnefnd Ragnheiður. Stefnandi hafi farið að skipta sér af verki hennar, án þess að henni hafi komið það nokkuð við. Bendir stefndi á það, hve óstöðugar skýrslur stefnanda hafa verið um aðdraganda slyss- ins, en það rýri mjög sönnunargildi þeirra. Varakrafan er byggð á þvi, að fjárhæðir í dómkröfum stefnanda séu allt of háar. Eins og rakið er hér að framan, hefur eigi tekizt að fá vætti þess eina sjónarvotts, sem að umræddu slysi var. Látið var undir höfuð leggjast að hlutast til um rannsókn út af því í tæka tíð, sbr. 26. gr. laga nr. 23/1952. Brestur því mjög á skýrleik um nákvæman aðdraganda að slysinu, en af því verður stefndi að bera hallann. Stefnandi hefur haldið því fram, að hún hafi verið að vinna að sínu verkefni í margnefndri pressu, er slysið skeði. Er og upplýst, að alvanalegt hafi verið, að starfsstúlkur hafi notað fleiri en eina pressu jöfnum höndum. Ljóst er, að Ragnheiður Ólafsdóttir studdi á takka þá, sem stjórna press- unni, meðan stefnandi var með handleggi sína inni í henni, og verður orsök slyssins rakin til þeirrar vangæzlu hennar. Að Þessu athuguðu og þar sem eigi verður talið, að stefnandi hafi sýnt af sér þá vangæzlu í framkvæmd starfs síns, að efni séu til að skipta sök í málinu, ber að leggja á stefnda, sbr. 12. gr. laga nr. 110/1951, óskoraða fébótaábyrgð á tjóni því, er stefn- andi beið. Stefnandi hefur sundurliðað kröfu sína þannig: 1. Örorkubætur ........0.0...00 0... kr. 131.687.00 2. Ferðakostnaður, lækniskostnaður, lyf o. fl... — 2.000.00 3. Útreikningur örorkutjóns og örorkumats .... — 1.400.00 4. Bætur fyrir lýti, óþægindi og röskun á stöðu og högum .........0000.0. 0. — '"73.000.00 Samtals kr. 208.087.00 565 Um 1. Stefnandi var flutt í sjúkrahúsið í Keflavík strax eftir slysið, þar sem hún dvaldist til 27. febrúar 1960, og síðan aftur frá 15. marz til 22. s. m. 1960. Í vottorði Páls Sigurðssonar, læknis, dags. 18. apríl 1961, er læknisaðgerðum á meiðslum stefnanda lýst svo, að um hafi verið að ræða 3. gráðu bruna handarbaks- megin á báðum framhandleggjum og höndum. Á sjúkrahúsinu hafi verið gerður húðflutningur og síðan plastisk aðgerð á húð um vinstri olnboga vegna herpings. Nokkur ígerð muni hafa komizt í sárin og þau gróið seint. Stefnandi var skoðuð af Páli lækni Sigurðssyni, sem jafn- framt mat örorku hennar hinn 11. apríl 1961. Í framangreindu vottorði sínu hefur læknirinn það eftir stefnanda, að hún hafi verið óvinnufær að mestu þar til í ágúst 1960. Hún sé hús- móðir, 53 ára gömul, hafi unnið að jafnaði áður utan heimilis, en eftir slysið hafi hún ekki getað stundað neina slíka vinnu. Ennfremur hefur læknirinn eftir henni lýsingu á þáverandi óþægindum hennar þannig: „Verkir og stirðleiki í brunaðrun- um. Kláði sækir á þau við hitabreytingar og töluverð vanlíðan. Kvartar einnig um stirðleika í liðum, einkum í liðum vinstri handleggs, öxl, olnboga. úlnlið og fingurliðum. Hún telur, að nokkuð vilji bera á því, að hún þoli illa bleytu og þá hrúðri örin, enda þótt ekki detti sár á.“ Læknirinn lýsir síðan meiðsl- um stefnanda, og er sú lýsing þannig: „Handlimir. Hægri hand- limur: Ör á handarbaki og handarbaksmegin á framhandlegs, örið nær frá miðhnúa löngutangar og er ca. 18 cm langt. Örið er ca. 4—5 em breitt á handarbaki og handlegg. Allt örið er nokkuð þykkt og um úlnliðinn vottar fyrir öræxli. Höndin krepp- ist eðlilega. Hreyfingar í olnboga og öxl eðlilegar. Vinstri handlimur: Nokkur stirðleiki í vinstri öxl, það vant- ar 15—20? á fulla lyftingu, og snúningshreyfing er dálítið minnk- uð, en ekki svo að hái við nokkur störf. Það vantar 10% upp á fulla réttingu í olnbogalið, en beygja er eðlileg. Ör er á handarbaki og upp eftir framhandlegg á neðsta þriðj- ung handarbaksmegin, en á efri % lófamegin upp í olnbogabót. Örið er tvískipt, neðra örið er 10 em langt og 4 cm breitt, en 3 em þar fyrir ofan kemur annað ör, ca 18 cm langt, og nær það upp fyrir oinbogabót, lófamegin. Þetta ör er mjög breitt, 8—9 cm, þar sem það er breiðast. Nokkrir áberandi örhryggir í efra örinu, einkum í olnbogabótinni, og hefur þar sýnilega verið gerð plastisk aðgerð. Í fremra Örinu er mikið bykkildi 566 um úlnliðinn og nálgast það að vera öræxli eins og hægra megin. Efra örið allt er miklu mýkra, en þó eru húðkantarnir allþykkir. Vinstri höndin er nokkuð stirð, það vantar 1% cm til að langatöng, baugfingur og litlifingur nái lófa, þegar slasaða reynir að kreppa hnefann, en vísifingur nær lófa uppi á tenar en rúllast inn í lófann. Snerti- og sársaukaskyn er eðlilegt á hönd og fingrum. Húð til húðflutnings hefur verið tekin af báðum lærum fram- an og utanvert, en þau ör eru grunn og ekki til óþæginda.“ Metur læknirinn örorku stefnanda vegna slyssins þannig: Í 4 mánuði 100% -2 — 15% -6 — 50% -6 — 25% og síðan varanlega örorku 15%. Hinn 27. maí (sic) var atvinnutjón stefnanda vegna örorkunnar reiknað út af Guðjóni Hansen, tryggingafræðingi. Samkvæmt skattframtölum hafa vinnutekjur stefnanda starfsárin 1957 til 1959 verið þessar: Árið 1957 kr. 32.411.02, árið 1958 kr. 35.356.55 og árið 1959 kr. 17.900.55. Tryggingafræðingurinn getur þess, að hann hafi umreiknað tekjur þessar til kauplags, eins og það hefur verið frá slysdegi til þess, er útreikningurinn var gerð- ur, og reiknast honum umreiknaðar meðaltekjur, miðað við breytingar á taxta verkakvenna, nema kr 30.255.00 umrædd þrjú starfsár, Um útreikning varðandi það atriði að meta til fjár heimilisstörf húsmóður, virðist tryggingafræðingnum eðlilegt að miða við kaup ráðskvenna á heimilum. Kveðst hann hafa fengið þær upplýsingar hjá Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar, að al- gengt sé, að slíkum ráðskonum sé boðið kr. 1.500.00 til kr. 2.000.00 á mánuði í kaup auk fæðis og húsnæðis, en tryggingafræðingur- inn tekur fram, að ráðningarstofan annist yfirleitt ekki samn- ingagerð og hefur því ekki áreiðanlega vitneskju um ráðningar- kjör. Getur hann þess, að kaupið fari eftir ýmsum aðstæð- um, m. a. stærð fjölskyldunnar. Í heimili stefnanda eru 5 manns, auk hjónanna, þrír uppkomnir synir. Samkvæmt skattmati er fæði reiknað kr. 21.00 á dag, en húsnæði kr. 1.500.00 á ári. Telur tryggingafræðingurinn hér augljóslega um lágt mat að ræða, sem haldizt hefur óbreytt í nokkur ár. Miðað við þessar tölur verða árstekjur ráðskonu kr. 27.165.00 til kr. 33.165.00, en tryggingafræðingurinn telur að gera megi ráð fyrir, að raun- verulega séu þær milli 30 og 40 þúsund krónur. Út frá framan- 567 greindum atriðum reiknar tryggingafræðingurinn verðmæti tap- aðra vinnutekna stefnanda á slysdegi í tvennu lagi, annars veg- ar vegna heimilisstarfa, miðað við 35.0000.00 kr. ráðskonutekj- ur á ári (a), og hins vegar vegna vinnu utan heimilis (b). Er útreikningurinn þannig: a) vegna tímabundinnar örorku ............... kr. 27.826.00 — varanlegrar örorku ............00.0... — 42.805.00 Samtals kr. 70.631.00 b) vegna tímabundinnar örorku ............... — 24.054.00 — varanlegrar Örorku ...........000.... — 37.002.00 Samtals kr. 61.056.00 Reiknað er með 6% töflum um starfsorkulíkur, samræmdum eftirlifendatöflum íslenzkra kvenna 1941— 1950. Tryggingafræð- ingurinn getur þess í sambandi við slíka skiptingu, að það hljóti að vera matsatriði, að hve miklu leyti vinna utan heimilis valdi lækkun á hinum reiknuðu tekjum fyrir heimilisstörf. Lækkar útreikningur þess liðs hlutfallslega, ef ráðskonutekjur eru lækk- aðar, Byggir stefnandi þennan kröfulið sinn á útreikningi trygginga- fræðingsins, en ekkert tillit hefur verið tekið til greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins vegna slyssins. Fram er komið í mál- inu, að stefnandi hefur þegar fengið greidda dagpeninga og ör- orkubætur frá þeirri stofnun, samtals að fjárhæð kr. 32.249.20. Með hliðsjón af því, sem hér að framan er rakið og öðru því, sem hér skiptir máli, þykir hæfilegt að taka kröfulið þennan til greina með kr. 65.000.00. Hafa þá verið dregnar frá greiðsl- ur þær, sem stefnandi samkvæmt framansögðu hefur fengið frá Tryggingastofnun ríkisins. Um 2. og 3. Stefndi hefur ekki mótmælt fjárhæðum þessarra kröfuliða, sem verða því teknar til greina að öllu leyti. Um 4. Stefndi hefur mótmælt fjárhæð þessa kröfuliðs sem allt of hárri. Þegar það er virt, sem hér að framan er lýst um meiðsl stefn- anda og afleiðingar þeirra, þykir hæfilegt að taka kröfulið þenn- an til greina með kr. 45.000.00. Samkvæmt framansögðu nemur því tjón stefnanda vegna slyss- ins samtals kr. 113.400.00 (65.000.00 - 2.000.00 -} 1.400.00 45.000.00), og verður stefndi dæmdur til að greiða þá fjárhæð 568 með vöxtum, eins og krafizt er, með þeirri breytingu, að hæð þeirra lækkar úr 7% í 6%, úr 10% í 9% og úr 8% í 7%. Eftir þessum málalokum ber að dæma stefnda itl að greiða stefnanda málskostnað, sem ákveðst kr. 12.500.00. Emil Ágústsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði stefn- anda, Aðalheiði Friðriksdóttur, kr. 113.400.00 með 6% árs- vöxtum frá 22. desember 1959 til 22. febrúar 1960, 9% árs- vöxtum frá þeim degi til 29. desember s. á. og 7% árs- vöxtum frá þeim degi til greiðsludags svo og kr. 12.500.00 í málskostnað allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 28. október 1963. Er Nr. 169/1960. Þóra Sigfúsdóttir f. h. dánarbús Jóns Haraldssonar (Benedikt Sigurjónsson hrl.) gegn Glúmi Hólmgeirssyni (Ragnar Steinbergsson hdl.). og gagnsök. Dómendur: hæstarétterdómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason og Gizur Bergsteinsson, prófessor Ármann Snævarr og Þórður Björnsson sakadómari. Landamerkjamál. Ágreiningur um beitarréttindi. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 30. september 1960 og gert þessar dómkröfur: Að merki Einarsstaða og Vallakots séu ákveðin þannig: Bein lína frá girðingu þeirri, sem skiptir engjum Valla- kots og Einarsstaða austan við móinn í 16 metra fjarlægð frá landamerkjum Glaumbæjar, miðað við 569 rétt horn, síðan áfram vestur yfir móinn í sömu fjar- lægð frá landamerkjum Glaumbæjar, þangað sem mæt- ast mór og grund í punkti, sem er í 16 metra fjar- lægð frá landamerkjum Glaumbæjar, miðað við rétt horn. Frá þessum punkti séu landamerkin til suðurs, þar sem mætast mór og grund, í norðausturhorn Valla- kotstjarnar, síðan ráði tjarnarbakkinn til suðurs og því næst merki þau, sem tilgreind eru í landamerkja- skrá Einarsstaða frá 5. mai 1890. Að aðaláfrýjanda verði dæmd sýkna af kröfu gagnáfrýj- anda um, að Vallakot eigi óskipt beitiland með Einars- stöðum vestur í Fljótsheiði í Einarsstaðalandi og að aðaláfrýjanda verði dæmdur málskostnaður úr hendi sagnáfrýjanda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfryjað málinu með stefnu 28. nóv- ember 1960, að fengnu áfrýjunarleyfi 11. s. m. Gerir hann þessar dómkröfur: Aðalkrafa: Að dæmt verði, að girðing sú, sem Jón Haraldsson lét setja upp á mólendinu milli Vallakots og Einarsstaða árið 1929, skuli teljast landamerkjagirðing og að viðurkennd- ur verði eignarréttur Vallakots að mólendinu vestan og norðan girðingarinnar. Að staðfestur verði dómur landamerkjadóms um, að Vallakot eigi óskipt beitiland með Einarsstöðum vestur í Fljótsheiði í Einarsstaðalandi. Varakrafa: Að allt mólendið austan Vallakots, sunnan landamerkja Glaumbæjar, verði dæmt óskipt beitiland Vallakots og Ein- arsstaða í sameign. Þrautavarakrafa: Að staðfestur verði dómur landamerkjadóms um merki milli jarðanna yfir mólendið í 92 metra fjarlægð frá Glaum- bæjarmerkjum. Loks krefst gagnáfrýjandi málskostnaðar úr hendi aðal- áfrýjanda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. 570 I. Jörðin Vallakot í Reykdælahreppi, Suður-Þingeyjarsýslu, var frá fornu fari hjáleiga frá Einarsstöðum í sama hreppi, en hefur fyrr á tímum gengið undan heimajörðinni. Hinn 11. janúar 1839 seldi studiosus Halldór Sivertsen, Úlfsstöð- um, Loðmundarfirði, Friðriki konungi VI. hjáleiguna með makaskiptaafsali. Síðar komst Vallakot í tölu þjóðjarða. Talið er, að Haraldur Sigurjónsson, sem kvæntur var Ás- rúnu Jónsdóttur, hafi hinn 8. marz 1883 fest kaup á % Einarsstaða. Haraldur Sigurjónsson eignaðist síðar meir, að því er virðist 1904, hjáleiguna Vallakot í makaskiptum fyrir eign- ina Part, sem er hluti jarðarinnar Halldórsstaða. Harald- ur Sigurjónsson andaðist 1906. Kona hans, Ásrún Jóns- dóttir, sat síðan í óskiptu búi, unz hún andaðist í júnimán- uði 1919. Búskipti drógust, vegna þess að 14 Einarsstaða voru þá í eigu Árna Jakobssonar, Hólum. Lokaskiptn fóru fram hinn 4. nóvember 1922. Við arfskiptin hlutu stúlk- urnar Ásrún og Ragnhildur, dætur Einars Guðmundssonar og Önnu Haraldsdóttur, sem var önduð, hjáleiguna Valla- kot, en Einarsstaðir féllu í hlut Einars og Jóns Haralds- sona. Jón fór með fyrirsvar þeirrar jarðar. Jarðakaupa- sjóður keypti jörðina á árinu 1938, en seldi hana aftur Jóni Haraldssyni 27. maí 1942. Hinn 30. janúar 1899 var Hólmgeiri Þorsteinssyni byggð Jörðin Vallakot. Síðar tók gagnáfrýjandi við ábúð jarðar- innar. Hinn 6. desember 1945 afsöluðu þær Ásrún og Ragn- hildur syni Hólmgeirs, gagnáfrýjanda máls þessa, jörðinni fyrir kr. 16.000.00 kaupverð. II. Árni Jónsson tilraunastjóri hefur mælt mólendi það, sem í máli þessu greinir, og hefur skjal hans um mælinguna verði lagt fram í Hæstarétti. Samkvæmt því er: 1. Allur mórinn frá Einarsstaðatúngirðingu að norðan og norður að Glaumbæjarmörkum og afmarkað af engja- mörkum að austan og vestan alls um 40.6 ha. 571 2. Land norðan hinnar gömlu girðingar frá 1929, mið- að við beina línu á girðingunni vestur í engjamörk, alls um 12.2 ha. 3. Stærð mólendis vestan gömlu girðingarinnar norður að þvergirðingunni að norðan að engjamörkum (sbr. 2) og suður að girðingunni í tanganum, alls um 3.1 ha. 4. Hin 92 metra breiða spilda samkvæmt héraðsdómi, alls 7.0 ha. Samkvæmt „Nýrri jarðabók fyrir Ísland“ frá 1861 er fast- eignamat á Vallakoti 15 hundruð, Einarsstöðum 55 hundruð og Lásgerði, annarri hjáleigu frá Einarsstöðum, 10 hundruð. Samkvæmt fasteignabók 1921 er jarðardýrleiki Vallakots 19 hundruð og Einarsstaða 81 hundrað, og í fasteignamati 1942 er Vallakot talið 28 hundruð, en Einarsstaðir með Glaumbæjarseli 104 hundruð. TIl. Í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns segir svo: „Vallakot, hjáleiga byggð fyrir manna minni skammt fyrir utan staðartúnið“, þ. e. Einarsstaða, „afdeild einasta að túni og engjum“. Haraldur Sigurjónsson, þá eigandi Ein- arstaða og faðir Jóns Haraldssonar og þeirra systkina, rit- aði 23. febrúar 1886 sýslunefnd Suður-Þingeyjarsýslu brét og fór þess á leit að fá Vallakot í makaskiptum fyrir bænda- eignina Halldórsstaðapart. Í bréfi hans segir: „Þar eð þjóð- eignin Vallakot liggur í landi eignar- og ábúðarjarðar minn- ar, Einarsstaða í Reykjadal, og milli jarðanna er óskipt land og ekki er mögulegt að setja hentug landamerki milli þessara jarða, þar að auki Vallakot hjáleiga frá Einars- stöðum, og eftir minni meiningu ólöglega seld undan heimajörðinni, þá óska ég að fá skipti á Vallakoti og Hall- dórsstaðaparti í sömu sveit, sem að sínu leyti eins er hjá- leiga þjóðjarðarinnar Halldórsstaða, þó að hún sé bónda- eign og hljóti að hafa óskipt land saman við Halldórs- staði“. Í landamerkjabréfi fyrir Einarsstaði frá 5. maí 1890 segir um Vallakot, að „yfir móinn ræður merkjalina milli Vallakots og Glaumbæjar“. Síðar segir: „Vallakot á ítak 572 til beitar fyrir búfé sitt vestur í Fljótsheiði í Einarsstaða- landi“. Í matsgerð þeirra Benedikts hreppstjóra Jónssonar á Auðnum og Jakobs bónda Sigurjónssonar á Hólum frá 7. júní 1899 segir, að bæði þjóðjörðin Vallakot og bænda- eignin Partur séu hjáleigur í óskiptu landi heimajarða. Í gerðabók fasteignamatsnefndar Suður-Þingeyjarsýslu frá 1917—18 segir: „Vallakot“ .... „Jörðin hefur óskipt beiti- land við Einarsstaði, en tún og engi afskipt. Þau skiptamerki finnast eigi þinglesin“. Fasteignamatsmenn, sem störfuðu að jarðamatinu í Suður-Þingeyjarsýslu 1930, hafa látið svo mælt í skjali um matið: „Vallakot“ .... „Beitilandið er óskipt við Einarsstaði“. Vitnin Jósep Kristjánsson, Ólafur Aðalgeirsson, Kristján Jónsson, Aðalsteinn Jónsson og Sæ- mundur Jónsson hafa, svo sem í héraðsdómi greinir, borið, að hið umdeilda mólendi hafi verið notað sem sameigin- legt beitiland Einarsstaða og Vallakots, áður en girðing var sett upp 1929. Vitnið Jósep Kristjánsson kveður, að nyræti hluti mólendisins hafi í daglegu tali verið nefndur Vallakots- mór. Af gögnum þeim, sem rakin hafa verið hér að framan, má draga þá ályktun, að Vallakot hafi átt óskipt beitiland með Einarsstöðum í því hlutfalli, er jarðamat segir til um, og fær notkun orðsins „tak“ í landamerkjaskrá Einars- staða eigi hrundið hinum skýru gögnum um þetta. Athugaefni er nú, hvort skipting hafi farið fram á hinu óskipta beitilandi Einarsstaða og Vallakots við skiptin á dánarbúi þeirra Haralds Sigurjónssonar og Ásrúnar Jóns- dóttur hinn 4. nóvember 1922. Þar segir, að jörðin Valla- kot í Reykdælahreppi skuli ganga til systranna Ásrúnar og Ragnhildar „sem eign upp í móðurarf, laus allra veð- banda og skulda og með þeim gæðum og gögnum, sem jörð Þessari nú fylgja, og skal jörðin frá þessum degi vera eign þeirra, en úr veðböndum, sem á henni hvíla, skal hún vera laus í fardögum 1923“. Síðar segir: „Það er og samkomu- lag, að til Vallakots gangi lítill skiki af mónum, sem ligg- ur austan við Vallakot að landamerkjum Glaumbæjar, svo að Vallakot eigi frían aðgang að engjum eftir nánari merkj- ð73 um, sem ákveður Jón bóndi Haraldsson, Einarsstöðum, og meðráðamaður barnanna, sem eftir ósk föðurins er hér með skipaður Ólafur Aðalgeirsson, bóndi á Stóru-Laug- um“. Ákvæðið, að Vallakot gangi til systranna „með þeim gæðum og gögnum, sem jörð þessari nú fylgja,“, er and- stætt þeirri túlkun, að taka hafi átt undan Vallakoti land, sem það átti fyrir í óskiptu með Einarsstöðum. Samræmi fæst í ákvæði skiptagerningsins sin á milli og við gögn þau, er áður voru rakin um óskipt beitiland Ein- arsstaða og Vallakots, ef ákvæðið um umræddan skika er skilið þannig, að honum hafi átt að bæta við hið úrskipta land Vallakots, en beitiland skyldi að öðru vera óskipt áfram milli jarðanna. Ákvæði skiptagerningsins um skikann voru eigi birt. Gagnáfrýjandi kveðst ekkert um ákvæði skiptagerningsins um skikann hafa vitað fyrr en 1953, er deilur aðilja hófust. Ólafur Aðalgeirsson kveður, að sér hafi eigi verið tilkynnt ákvæði skiptagerningsins um skikann. Á árinu 1929 snéri Jón heitinn Haraldsson sér til Ólafs Aðalgeirssonar, fjárhaldsmanns þeirra Ásrúnar og Ragn- hildar, og kvaðst vilja girða yfir mólendið, Kveður Ólafur hann hafa spurt sig, hvort systurnar Ásrún og Ragnhildur vildu taka þátt í kostnaði af girðingunni, en Ólafur kveðst hafa neitað þvi. Hins vegar útnefndi Ólafur Jósep Kristjáns- son til að vera í sinn stað og f. h. systranna við uppsetn- ingu girðingarinnar. Ólafur segir, „að samkomulag hafi orð- ið milli sín og Jóns Haraldssonar um það, að girðing sú, sem gerð yrði á þeim merkjum, sem þeir Jósep ákváðu yfir móinn, skyldi standa, meðan vitnið væri fjárhaldsmaður dætranna, og að Vallakot skyldi hafa landið fyrir norðan girðingu“. Síðar kveðst Ólafur hafa orðað það við Jón, „að Vallakot fengið landið norðan girðingarinnar að fullu“, en að því vildi Jón ekki ganga. Jón Haraldsson lýsti því í bréfi til sýslumannsins í Þingeyjarsýslu, dags. 10. april 1954, að hann hafi boðið „Ólafi Aðalgeirssyni sem meðráðamanni eiganda Vallakots og Hólmgeiri Þorsteinssyni sem ábú- anda þeirrar jarðar að hafa fulltrúa, sem vottað gæti það, ö74 að girðingin gengi hvergi á Vallakotsland“. Jósep Kristjáns- son segir í vottorði, dags. 21. desember 1953, sem hann stað- festi fyrir dómi, að Ólafur Aðalgeirsson hafi beðið hann að mæta f. h. eigenda Vallakots „við að ákveða legu girð- ingar, sem eigandi og ábúandi Einarsstaða, Jón Haralds- son, hafði fyrirhugað að gera milli jarðanna frá Reykja- dalsá í samgirðinguna vestan við bæinn“. Enn segir í vott- orðinu: „Urðum við ásáttir um stað fyrir girðinguna á món- um, sem var talinn óskipt beitiland jarðanna. Annars stað- ar var farið eftir viðurkenndum engjamerkjum. Girðingin var lögð, eins og við ákváðum, og leit ég þannig á, að með Þessu væru jafnframt ákveðin landamerki milli Finarsstaða og Vallakots á nefndu svæði“. Fyrir dómi bætti Jósep við m. a., að hann „hafi vitað um, að landið væri óskipt og að“ hann „teldi, að girðingin ætti að standa til lengri frambúðar, og hafi því litið svo á, að Einarsstaðir mundu ekki krefjast meira lands“. Stærð mólendis þess, sem varð utan girðingar Jóns Har- aldssonar og um er deilt í máli þessu, er alls um 15.3 ha, svo sem áður er rakið. Girðingin stóð síðan samfellt til árs- ins 1951--1953, en hrörnaði eftir því sem hún eltist, svo sem í héraðsdómi segir. Gagnáfrýjandi fullyrðir, að hann hafi allan tímann, sem girðingin stóð, talið auðsætt og vafa- laust, að hún væri landamerkjagirðing milli jarðanna, enda Einarsstaðamenn eigi notað landið norðan hennar. Haustið 1953 hófu Einarsstaðamenn að brjóta móinn, sem verið hafði norðan girðingarinnar, til ræktunar, en gagn- áfrýjandi véfengdi rétt þeirra til þess. Það verður eigi fundin skynsamleg ástæða fyrir því, að Jón Haraldsson hafi skilið nokkurn hluta lands þess, sem hann taldi Einarsstöðum utan girðingarinnar, er hann setti hana upp 1929 til að verjast ágangi búfjár á lönd sín. Vætti Jóseps Kristjánssonar, sem var í fyrirsvari fyrir eig- endur Vallakots og telja verður fullgilt vitni, styður og ein- dregið þá ályktun, að mólendið utan girðingarinnar hafi átt að falla í hlut Vallakots. Vallakotsmenn nytjuðu mó- lendið utan girðingarinnar til beitar óátalið yfir 20 ár. Glaumia; árla Í rún Graslendi Mýri Lyngmr Melur Kirkjugarður Gróðurmörk - Bórn ot 75 Gagnáfrýjandi keypti Vallakot 1945 í rökstuddu trausti á því, að mólendið utan girðingarinnar væri Vallakotsland og innifalið í kaupunum. Aðaláfrýjandi hefur því með framkomu Jóns Haraldssonar, fyrrum eiganda og umráða- manns Einarsstaða, verið firrtur rétti til að véfengja eignar- rétt gagnáfrýjanda á hinni umdeildu landspildu, og verða landamerkin ákveðin samkvæmt því. IV. Með skírskotun til gagna þeirra um óskipt beitiland Ein- arsstaða og Vallakots, sem að framan eru rakin, og svo forsendna héraðsdóms þykir rétt að staðfesta ákvæði hans um, að Vallakot eigi óskipt beitiland í sameign með Einars- stöðum vestur í Fljótsheiði í því hlutfalli, sem jarðamat segir til um. V. !ftir atvikum er rétt, að aðaláfrýjandi greiði laun og ferðakostnað samdómenda í héraði, samtals kr. 14.000.00, en að öðru leyti falli málskostnaður í héraði og fyrir Hæsta- rétti niður. Dómsorð: Landamerki Einarsstaða og Vallakots skulu liggja eftir stæði girðingar þeirrar, sem Jón Haraldsson lét setja upp á mólendinu milli Vallakots og Einarsstaða árið 1929, að þvergirðingu við Vallakotstjörn, sbr. hér- aðsdómsskjal nr. 22, og er dómhelgaður eignarréttur eiganda Vallakots að mólendinu vestan girðingarstæð- isins og norðan þess að landamerkjum Glaumbæjar. Eigandi Vallakots á óskipt beitiland með Einarsstöð- um í Fljótsheiði í sameign með Einarsstöðum í því hlutfalli, er rétt jarðamat segir til um. Aðaláfrýjandi, Þóra Sigfúsdóttir f. h. dánarbús Jóns Haraldssonar, greiði laun og ferðakostnað samdómenda 576 i héraði, samtals kr. 14.000.00, en að öðru leyti fellur málskostnaður niður. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur landamerkjadóms Þingeyjarsýslu 2. júlí 1960. Mál þetta, sem fyrst var dómtekið þann 1. febrúar 1960, er upphafega höfðað fyrir dómþingi Suður-Þingeyjarsýsu með stefnu, útgefinni af Glúmi Hólmgeirssyni bónda og eiganda jarðarinnar Vallakots í Reykjadalshreppi, gegn eiganda jarðarinnar Ein- arsstaða í sama hreppi, Þóru Sigfúsdóttur f. h. dánarbús Jóns Haraldsonar, til viðurkenningar á eignarrétti yfir landskika, sem renna skyldi til Vallakots samkvæmt ákvörðun skiptafundar í dánarbúi Ásrúnar Jónsdóttur 4. nóvember 1992. Ennfremur til viðurkenningar á því, að Vallakot eigi óskipt beitiland með Einarsstöðum vestur í Fljótsheiði í Einarsstaða- landi. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda eftir mati réttarins. Stefndi krefst algerrar sýknu af öllum kröfum stefnanda og að sér verði dæmdur málskostnaður eftir mati réttarins. Með úrskurði, uppkveðnum 15. október 1958 í aukadómþingi Suður-Þingeyjarsýslu, vék hann reglulegi dómari, Jóhann Skafta- son sæti vegna skyldleika við konu stefnanda málsins. Með sím- skeyti 11/12 1958 var Kristján Jónsson, lögfræðingur á Akur- eyri, skipaður setudómari í málinu. Á aukadómþingi Suður-Þing- eyjarsýslu 16. maí 1959 var ákveðið með samþykki beggja máls- aðilja að flytja málið fyrir landamerkjadómi Þingeyjarsýslu. Er málsaðiljar höfðu rutt dóminn, var hann þannig skipaður, auk dómsformanns, Kristjáns Jónssonar: Árni Jónsson tilrauna- stjóri, Akureyri, og Sigurður M. Helgason lögfræðingur, Ak- ureyri. Á sama dómþingi gengu dómendur ásamt umboðsmönnum málsaðilja á hið umdeilda land, skoðuðu það og báru uppdrátt á dskj. nr. 22 saman við kennileiti á landinu. Við munnlegan málflutning lagði umboðsmaður stefnda fram sem dskj. nr. 34 með samþykki umboðsmanns stefnanda bygg- ingabréf til Jóns Jónssonar fyrir % hluta jarðarinnar Einars- staðir, undirritað 1. september 1950 af Jóni Haraldssyni. Jón Jónsson kom óstefndur fyrir rétt og óskaði þess, að réttar síns yrði gætt í málinu, en umboðsmaður stefnanda lýsti yfir, að 577 hann gerði engar sérstakar réttarkröfur á hendur Jóni Jónssyni. Við munnlegan málflutning setti umboðsmaður stefnanda fram kröfur sínar þannig: A. Að girðing sú, sem Jón Haraldsson lét setja upp á mónum árið 1929, verði talin landamerkjagirðing og að viðurkennd- ur verði eignarréttur Vallakots á mónum norðan girðingar- innar að landamerkjum Glaumbæjar. Til vara, að allur mór- inn austan Vallakots verði dæmdur óskipt beitiland Valla- kots og Einarsstaða í sameign. B. Að viðurkennt verði með dómi, að Vallakot eigi óskipt beiti- land með Einarsstöðum vestur í Fljótsheiði í Einarsstaða- landi. Ennfremur, að sér verði dæmdur málskostnaður. Umboðsmaður stefnda mótmælti varakröfu stefnanda sem of seint fram kominni og óskýrri og krafðist sýknu af öllum kröf- um stefnanda. Með úrskurði, uppkveðnum 12. febrúar 1960, ákvað dómur- inn að taka málið upp aftur og afla frekari gagna. Síðan hafa ný gögn verið lögð fram, vitni yfirheyrð og dómendur og um- boðsmenn þeirra gengið á ný á vettvang. Málið var svo tekið til dóms 24. júní 1960, að afloknum munn- legum málflutningi. Í málflutningnum krafðist málflutningsmaður stefndu, að dóm- urinn ákvæði landamerki á mónum með hliðsjón af skiptagerð- inni frá 1922. Umboðsmaður sóknaraðilja hreyfði engum mót- mælum gegn þessari kröfu. Skal nú vikið að kröfum stefnanda og þykir þá rétt að taka fyrst til meðferðar aðalkröfu stefnanda um landamerkjagirð- ingu á viðarmónum og þá málsástæðu, að stefnandi hafi unnið hefð á hinu umdeilda landi. Þar næst varakröfu stefnanda um, að allur viðarmórinn austan Vallakots verði dæmdur óskipt beitiland jarðanna í sameign og svo að lokum kröfu stefnanda um óskipt beitiland vestur í Fljótsheiði í Einarsstaðalandi. Krafan um landamerkjagirðinguna : Kröfu sína um hluta af viðarmónum byggir stefnandi fyrst og fremst á því, að mónum hafi verið skipt á milli jarðanna Vallakots og Einarsstaða með girðingu, sem sett var upp 1929 eftir ákvæði í skiptagerningi frá árinu 1922. Verða nú rakin rök hans fyrir þeirri staðhæfingu. Í skiptarétti Þingeyjarsýslu 4. nóvember 1922 í dánarbúi Ás- rúnar Jónsdóttur, Einarsstöðum, var gert samkomulag um arf dótturdætra arfleiðanda, barnanna Ásrúnar og Ragnhildar Ein- 37 578 arsdætra, en móðir þeirra var þá látin. Var sáttin þess efnis, að jörðin Vallakot í Reykdælahreppi, laus allra veðbanda og skulda, og með þeim gögnum og gæðum, sem henni fylgja, komi sem eign þessara stúlkna upp í móðurarf. Síðan segir orðrétt, sbr. dsj. nr. 6: „Það er og samkomulag, að til Vallakots gangi lítill skiki af mónum, sem liggur austan við Vallakot að landamerkj- um Glaumbæjar, svo að Vallakot eigi frían aðgang að engjum eftir nánari merkjum, sem ákveður Jón bóndi Haraldsson á Einarsstöðum og meðráðamaður barnanna, sem. eftir ósk föður- ins er hér með skipaður Ólafur Aðalgeirsson bóndi, Stóru- Laugum.“ Undir þessa skiptagerð rita auk sýslumanns Einar Guðmunds- son, faðir áðurgreindra stúlkna, og Jón Haraldsson á Einars- stöðum fyrir sig og aðra erfingja. Stefndi heldur því fram, að aldrei hafi þessi skiptagerð verið framkvæmd, að því er varðar skikann af mónum. Hins vegar er upplýst í málinu, að á árinu 1929 lét Jón heitinn Haralds- son á Einarsstöðum setja upp girðingu á sinn kostnað frá þjóð- veginum norðan og vestan Einarssaða á merkjum Vallakots og Einarsstaða sunnan við Vallakotstjörn. Eftir það norður með tjörninni, en þó ekki á merkjum, þar sem tjarnarbakkinn ræð- ur merkjunum, og síðan austur yfir móinn, eins og sýnt er á dskj. nr. 22, alla leið niður í Reykjadalsá. Stefnandi heldur því fram, að girðing þessi hafi verið sett upp sem landamerkjagirðing milli Vallakots og Einarsstaða og með því hafi verið fullnægt framangreindri skiptagerð. Land það, sem var norðan megin girðingarinnar, er viðarmó- lendi allstórt eða ca. 11 ha, auk þess er fyrir vestan girðing- una viðarmór og malarholt, ca. 3 ha að stærð. Vestan til á svæðinu, norðan girðingarstæðisins, hefur verið brotið land til nýræktar handa nýbýlinu Valagili, eign Jóns Jónssonar, en samkvæmt dskj. nr. 34 hafði Jón Haraldsson út- hlutað nýbýli þessu landi um 20 ha að stærð eftir nánari mörk- um, sem þar eru tilgreind. Þegar deila sú hófst, sem mál þetta er risið af, féllu frekari framkvæmdir niður. Stefnandi heldur því fram, að sneið sú, sem girðingin afmark- aði, geti vel samrýmzt ákvæðum skiptagerningsins og bendir á, að mjótt vegarstæði, eins og stefndi telur að hér hafi verið átt við, hefði aldrei verið kallað „lítill skiki af mónum“, held- ur landræma eða vegarstæði, og ef um slíkt hefði verið að ræða, hefði breiddin verið ákveðin strax. Hann telur, að orðin: 579 „svo að Vallakot eigi frían aðgang að engjum“ verði að skýra með það í huga, að Vallakot hafði þá þegar frían aðgang og frjálsan umferðarrétt yfir móinn eftir gömlum engjavegi og að eina skynsamlega skýringin á þessu sáttaskilyrði sé því sú, að hér hafi átt að sameina tún og engjar Vallakots. Þetta hafi verið mikils virði fyrir Vallakot, en lítil fórn fyrir Einarsstaði, enda hafi þá ekki verið runnin upp sú mikla rækt- unaröld, sem nú er, og svæði þetta legið fjarst Einarsstöðum og jafnan verið beitt af ábúendum Vallakots. Stefndi hefur eindregið neitað því, að nokkur landamerki hafi verið ákveðin með girðingunni frá 1929. Hún staðhæfir, að Ein- arsstaðir eigi allan viðarmóinn, sem hér er deilt um, en Vallakot eigi aðeins takmarkaðan rétt til umferðar um hann. Sérstaklega hefur hún vísað til bréfs Jóns Haraldssonar, sbr. dskj. nr. 19, en það er greinargerð hans um þessa landamerkjaþrætu, dags. 23. júní 1957. Þar segir hann, að landamerkjaskrá Einarsstaða hafi verið lögð til grundvallar við skiptagerðina á dskj. nr. 6. Kveðst hann hafa tekið við Vallakoti með Þeim ummerkjum, sem til- greind séu í merkjaskránni, og hafi jörðin verið afhent árið 1922 með þeim sömu ummerkjum að öðru en því, að lofað hafi verið að leggja til „hina umtöluðu sneið út við Glaumbæjarmerki til umferðar“. Þá segir hann í sama bréfi, að hann hafi fyrir nokkrum ár- um gert girðingu, algerlega á sinn kostnað, til þess að verja tún sitt og engjar, en þar sem hún hafi þurft að liggja nærri og jafnvel alveg á skráðum merkjum Vallakots og Einarsstaða og nágrenni ekki gott á milli heimilanna, hafi hann leitað lið- sinnis óviðkomandi manna, sem færu með honum á fyrirhugað girðingarstæði og gætu staðfest með samanburði á landamerkja- skrá og fyrirhuguðu girðingarstæði, að hvergi væri á Vallakot gengið. Ekki hafi verið skrifaður einn stafur í sambandi við þessa girðingu um landamerki jarðanna né heldur farið fram á framlag frá eigendum Vallakots. Ekki hafi heldur verið farið fram á viðhald af hálfu Vallakotsmanna. Þá hefur stefnda bent á, að land það, sem varð norðan megin girðingar, hafi verið óhæfilega mikið, miðað við orðalag skipta- gerðinnar og sé m. a. farið langt suður fyrir engjamörk jarð- anna, sem eru austan við móinn. Skulu nú raktir framburðir vitna í sambandi við hina um- deildu girðingu: 580 Vitnið Jósep Kristjánsson, sem var við að ákveða girðingar- stæðið samkvæmt beiðni Ólafs Aðalgeirssonar, hefur borið, að hann hafi litið svo á, að verið væri að ákveða landamerki milli jarðanna, er girðingarstæðið var ákveðið. Vitnið byggði þá skoð- un sína á því, að það hafi vitað, að landið var óskipt og litið svo á, að girðingin ætti að standa til frambúðar og Einarsstaðir myndu því ekki krefjast meira lands. Ekki segist vitnið minnast þess, að það hafi verið sérstaklega til þess kvatt að framkvæma landskipti og ekkert hafi verið skrásett í sambandi við girðingar- stæðið. Þá segist vitnið ekki minnast þess, að landamerkjaskrá Einarsstaða væri höfð til hliðsjónar, er girðingarstæðið var ákveðið. Vitnið Ólafur Aðalgeirsson, sem var fjárhaldsmaður systr- anna, Ásrúnar og Ragnhildar, eigenda Vallakots, hefur borið það, að sér hafi ekki verið kunnugt um, að á skiptafundi 4. nóvember 1922 hafi hann ásamt Jóni Haraldssyni átt að ákveða, að Vallakot skyldi fá lítinn skika af mónum eftir merkjum, sem hann og Jón Haraldsson ákvæðu, fyrr en búið var að selja Glúmi Hólmgeirssyni Vallakot, enda hafi hann ekki verið kvadd- ur á þann fund. Hann hefur skýrt svo frá atvikum, er girðingin var sett upp árið 1929: Hann segist upphaflega hafa færzt undan því að taka að sér fjárhald eigenda Vallakots vegna þess, að sér hafi fundizt svo óákveðið, hvaða land fylgdi Vallakoti, en það sem réði því, að hann tók við fjárhaldi systranna hafi verið það, að Jón Har- aldsson og Einar Guðmundsson hafi sagt sér, að hann skilaði aðeins því, sem hann tæki við. Jón Haraldsson hafi síðar komið að máli við sig og beðið sig að ákveða með honum girðingar- stæði yfir móinn. Sér hafi verið kunnugt um, að Jón hefði ekki verið búinn að tala við ábúanda Vallakots um girðingarstæðið og hafi hann óskað eftir, að hann gerði það. Vitnið kveðst telja, að Jón hefði orðið við þessum tilmælum. Eftir þetta kveðst vitnið hafa færzt undan því að ákveða girðingarstæðið með Jóni, þar sem hann var ókunnugur staðháttum, en ábúandi Vallakots við hendina. Jón óskaði þá eftir, að vitnið útvegaði einhvern í stað- inn fyrir sig og varð þá ofannefndur Jósep Kristjánsson fyrir valinu. Vitnið skýrir svo frá, að samkomulag hafi orðið milli sín og Jóns Haraldssonar um, að girðing sú, sem þeir Jósep ákvæðu, skyldi standa á meðan hann væri fjárhaldsmaður systr- anna og að Vallakot skyldi hafa landið fyrir norðan hana. Síðar kveðst mætti hafa orðað það við Jón, að Vallakot fengi landið 581 norðan girðingar að fullu, en það vildi Jón ekki samþykkja. Vitnið kveðst þá hafa fallizt á, að þetta ástand skyldi vara, á meðan hann væri fjárhaldsmaður systranna, enda hafi hann þá ekki vitað, að sér hafi verið falið að úthluta Vallakoti áður- nefndum landskika. Ekki segir vitnið, að neitt skriflegt sam- komulag hafi verið um þetta gert eða neitt talað um, hvað við tæki, þegar vitnið hætti að vera fjárhaldsmaður systranna. Áður en girðingarstæðið var ákveðið, segir vitnið, að Jón Har- aldsson hafi orðað það við sig, hvort systurnar vildu taka þátt í kostnaðinum við girðinguna, en vitnið kveðst hafa neitað því og bent á, að ábúanda Vallakots bæri að gera það. Síðan hafi ekki frekar verið á þetta minnzt. Ekki segir vitnið, að minnzt hafi verið á landamerki Einarsstaða, þegar rætt var um girð- inguna. Vitnið kveðst líta svo á, að girðingin hafi verið sett til að verjast ágangi báðum megin frá. Vitnið og Jón sál. Haraldsson voru systrasynir. Vitnið Jón Stefánsson á Öndólfsstöðum kveðst hafa orðið var við, er girðingin var sett upp á mónum 1929, og kveðst hafa álitið, að hún ætti að vera landamerkjagirðing milli Einarsstaða og Vallakots, en ekki gat vitnið leitt nein rök að þeirri skoðun sinni. Vitnið Aðalsteinn Jónsson kveðst hafa álitið, að girðingin væri sett upp til að hafa aðhald að fénaði og verja land Einars- staða, en byggir það álit sitt aðeins á sínum eigin hugmyndum um tilgang girðingarinnar. Frekari upplýsinga um tilgang sirðingarinnar hefur ekki tek- izt að afla með vitnaframburði. Skiptaráðandinn í Þingeyjarsýslu, Júlíus Havstein, hefur kom- ið fyrir dóm í málinu og borið það, að hann hafi gildar ástæður til að ætla, að skiki sá, sem eftir samkomulaginu frá 4. nóvem- ber 1922 hafi átt að renna til Vallakots, hafi aðeins átt að vera til umferðar ofan að engjunum. Þeir tveir menn, sem voru með Jósep við að ákveða girðingar- stæðið, Jakob Stefánsson fyrir Einarsstaði og Stefán Jónsson fyrir Vallakot, eru báðir dánir. Stefndi heldur því fram, að girðingin hafi fyrst og fremst verið til hagræðis fyrir Einarsstaði, þar sem hún varði tún, engi og beitiland fyrir ágangi frá öllum bæjum norðan girðingarinnar. Þegar staðhættir eru skoðaðir, virðist þessi skoðun stefnda hafa við rök að styðjast, þar sem mórinn var algerlega opinn, 582 þar til girðingin var gerð á mörkum Glaumbæjar árið 1951, sbr. dskj. 22. Upplýst er, að hvorki ábúandi né eigendur Vallakots tóku neinn þátt í uppsetningu eða viðhaldskostnaði þessarar girð- ingar. Þá er það heldur ekki upplýst, að stefnandi hafi hreyft nein- um mótmælum, þegar farið var að taka niður girðinguna árið 1951. Það er fyrst, er Einarsstaðamenn hefja ræktun á hinu um- deilda svæði, að deilur þær hefjast, sem mál þetta er risið af. Bendir þetta óneitanlega til þess, að nokkur óvissa hafi ríkt um tilgang girðingarinnar frá hendi Vallakotsmanna, enda ekki upplýst, að eigendur jarðanna hafi nokkurn tíma rætt um það mál sín á milli, hvorki er girðingin var sett upp né síðar. Eins eg málum hefur nú verið lýst, verður að leggja fram- burð Ólafs Aðalgeirssonar til grundvallar um tilgang girðingar- innar, þar sem hann er sá eini af núlifandi mönnum, sem vitað er, að hafi rætt þetta mál sérstaklega við Jón Haraldsson. Sam- kvæmt framburði hans er girðingin gerð til þess að verjast ágangi búfjár báðum megin frá. Síðar hafi hann reynt að koma því til leiðar, að Vallakot fengi landið norðan megin girðingar- innar og yrði hún þá landamerkjagirðing. Þetta hafi Jón Har- aldsson ekki viljað fallast á og samkomulag orðið um, að hún skyldi standa um takmarkaðan tíma. Þótt girðingin hafi staðið lengur en ráð virðist hafa verið fyrir gert, veitir það eitt gegn eindregnum mótmælum stefndu ekki nægar líkur fyrir því, að henni hafi síðar verið ætlað að verða landamerkjagirðing. Samkvæmt því, sem nú hefur verið sagt, brestur stefnanda rök fyrir þessari kröfu sinni, enda óupplýst, að neitt hafi verið um tilgang girðingarinnar skjalfest. Verður þessi málsástæða hans því ekki tekin til greina. Málsástæður sínar um, að landið á mónum norðan girðingar- innar frá 1929 sé fallið undir Vallakot fyrir hefð, byggir stefn- andi á því, að öllum skilyrðum til hefðar sé fullnægt. Hann kveður eigendur Vallakots hafa staðið í þeirri trú, að skikinn norðan girðingarinnar hafi verið lagður undir Vallakot sem fram- kvæmd skiptagerningsins frá 1922. Girðingin hafi staðið óslitið frá árinu 1929 til árs 1951 eða hefðartímann fullan. Með girð- ingunni hafi Einarsstaðamenn verið útilokaðir frá notkun lands- ins norðan við, en hins vegar hafi þarna legið opið land Valla- 583 kots að austan og vestan og hafi Vallakotsmenn allan þennan tíma notað land þetta einir. Stefnda hefur eindregið mótmælt því, að stefnandi hafi unnið hefð á nefndri landspildu, þar sem girðingin hafi ekki verið gripheld nema fyrstu árin. Árið 1940 hafi verið gerð þvergirð- ing út í Vallakotstjörn og myndaðist þá hólf utan við girðing- una, sem notað var til þess að geyma í lambfé á nóttum, og hafi féð oft verið rekið úr þessu hólfi norður fyrir girðinguna. Ekki hafi verið amazt neitt við því af hálfu Vallakots. Skal nú fyrst vikið að gerð girðingarinnar og rakinn fram- burður vitna um upphaflega gerð hennar og endingu. Glúmur Hólmgeirsson segir, að girðingin hafi verið fjárheld fyrstu árin, en hún hafi stundum legið niðri á vorin vegna snjóa, en allt um það hafi verið að henni mikil vörn, þar til hún var rifin. Sonur stefndu, Sigfús Jónsson, segir, að girðingin hafi verið úr 5 strengja vírneti og einn vírstrengur yfir sumstaðar. Hann telur, að girðingin hafi ekki verið vönduð né vel við haldið, m. a. vegna þess að faðir hans hafi sett hana upp einn og haldið henni við, en þá hafði hann ekki verið vel efnum búinn. Girð- ingin hafi ekki verið gripheld nema 3—4 ár og strax hafi fé farið yfir hana á vetrum, þegar snjóa gerði. Vitni þau, sem leidd hafa verið og eitthvað geta um þetta borið, telja, að girðingin hafi verið gripheld fyrstu árin, en er frá leið, hafi henni verið illa við haldið og hún þá legið niðri, einkanlega á vorin. Eitt vitni hefur borið það, að lengra hafi verið milli staura í henni en venjulegri túngirðingu. Enginn hefur haldið því fram, að girðingin hafi verið fullkomlega gripheld allan þann tíma, er hún stóð. Ekki er upplýst, að eigendur Vallakots hafi notað móinn norðan girðingar til annars en beitar, hvorki rækt- að hann né gert þar nein mannvirki, og eins og fyrr greinir, var mórinn opinn til norðurs, þar til Glaumbæjargirðingin var gerð 1951, en efni úr girðingunni yfir móinn var notað í þá girðingu. Ekki verður því séð, að not Vallakots af þeim hluta mósins, sem var norðan girðingar, hafi í neinu breytzt við tilkomu henn- ar. Bendir þetta ekki til þess, að þeir hafi talið þennan hluta mósins sína eign eða notað hann sem slíkan. sérstaklega þegar þess er gætt, í hve mikilli þörf Vallakot er fyrir ræktanlegt land. Með hliðsjón af því, að óupplýst er, að hin umdeilda girð- ing hafi verið gripheld nema tiltölulega stuttan tíma svo og 584 því, að not Vallakots af landinu hafa einungis verið takmörk- uð við beit, verður ekki séð, að fullnægt sé eignarhefðarskil- yrðum, og verður því þessi málsástæða stefnanda ekki tekin til greina. Þá er eftir varakrafa stefnanda um, að mórinn austan Valla- kots verði dæmdur óskipt beitiland Vallakots og Einarsstaða í sameigu. Kröfu þessa hefur stefnandi áréttað með framhalds- stefnu, dags. 23. júní s.l. Reykjadalur í Suður-Þingeyjarsýslu gengur suður af Aðaldal og liggur að meginstefnu frá norðri til suðurs. Hann er all- breiður norðan til, allt til miðs, en klofnar þá um svonefnda Myýraröxl í tvo dali, Reykjadal austar og Seljadal vestar. Nyrzt í dalnum, á mörkum hans að Aðaldal, er Vestmannavatn, og nær brekkna á milli, nema hvað lítil láglendisræma er meðfram því undir vesturbrekkum. Suður af Vestmannavatni og allt suð- ur að Einarsstöðum, sem er nær miðjum dal, gengur mólendi mikið, vaxið lyngi og fjalldrapa. Eftir dalbotninum rennur Reykjadalsá austan mólendis þessa og eru bakka-engjar víðast beggja megin ár, en austan hennar aflíðandi brekkufótur, allgróinn, þar sem austurbæjaröð dalsins gengur norður. Vestan mólendisins eru víðast sléttar grundir, misbreiðar, milli þess og heiðarinnar vestan dals, og stendur þar vesturbæjaröð, norðan Einarsstaða, nema hvað Helgastaðir standa austur í mólendinu eða þó öllu heldur í valllendisvirki, sem teygir sig vestur í mólendið frá bakka-engjum árinnar. Frá því 1906 hafa eftirgreindir bæir haft samgirðingu um tún sín og engjar: Halldórsstaðir og Öndólfsstaðir austan ár, talið norðan frá, og Breiðamýri, Einarsstaðir, Vallakot, Glaumbær, Hamar og Helgastaðir vestan ár, talið sunnan frá. Þannig hefur mólendið í dalbotninum lent að meginhluta innan samgirðing- arinnar, kringlunnar, er svo var nefnd. Í reglugerð um viðhald samgirðingarinnar segir, að hver land- seti hafi aðalumsjón með viðhaldi hennar meðfram sínu landi. Mórinn innan þessarar samgirðingar var einkum notaður til vor- og haustbeitar og e.t.v. til einhvers hrísrifs. Kröfuna um sameiginlegt beitiland byggir stefnandi einkum á eftirgreindum atriðum: Í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns segir svo: „.... Vallakot, hjáleiga, byggð fyrir manna minni, skammt fyrir utan staðartúnið, (Einarsstaða) afdeild ein- asta að túni og engjum“, sbr. dskj. nr. 4. 585 Í skýrslu tilheyrandi jarðamati 1930 segir svo um Vallakot: „beitilandið er óskipt við Einarsstaði““. Í bréfi stefnanda, Glúms Hólmgeirssonar, til Jóns Haralds- sonar á Einarsstöðum, dags. 21/10 1953, sbr. dskj. nr. 9, segir svo: Til stuðnings mótmælum gegn því að Einarsstaðamenn hefji jarðvinnslu á hinum umdeilda mó út við Glaumbæjarmerki. „Mórinn hefur alltaf, það sem ég hef haft spurnir af, verið notaður til beitar jafnt af Vallakoti og Einarsstöðum, eins og annað óskipt land.“ Virðist það benda til, að Vallakot hafi verið talið eiga tilkall til hluta af mónum, eins og annars sameigin- legs beitilands. Stefnda hefur ákveðið mótmælt þessari kröfu stefnanda og talið, að Vallakot ætti aðeins umferðarrétt um mó- inn og beitarítak í Fljótsheiði, sem ekki hafi verið lýst lögum samkvæmt og sé því niður fallið. Í byggingarbréfi fyrir Vallakot frá 14/1 1899, sbr. dskj. nr. 3, segir: „Að norðan ræður bein lína úr Grundarlækjargili í vallar- garðinn sunnan við túnið í Glaumbæ, þá bein lína um lítinn melhól á mónum, beina stefnu í heygarð þann, er stendur á garð- inum, er liggur ofan völlinn í Glaumbæ, þá bein stefna til Reykjadalsár. Að austan ræður Reykjadalsá, suður gegnt ný- byggðum flóðgarði yzt í Einarsstaðanesi, þá bein lína um flóð- garð þann í vörðu á viðarmónum vestan við nesið. Vestan við móinn er merkjalína, þar sem mætast mór og grund.“ Í landamerkjaskrá Einarsstaða frá 1890, sbr. dskj. nr. 24, segir svo um þessi merki: „Að norðan ræður bein stefna austur úr Reykjadalsá um nýbyggðan flóðgarð nyrzt í Einarsstaðanesi í vörðu á viðarmónum vestan við nesið. Yfir móinn ræður merkjalína milli Vallarkots og Glaumbæjar, þá í suður, þar sem mætast mór og grund.“ Merkjalýsingar þessar eru samhljóða, að svo miklu leyti, sem þær varða það sama, nema það, að í merkjaskrá Einarsstaða er setningin: „Yfir móinn ræður merkjalína milli Vallakots og Glaumbæjar.“ Dómurinn lítur þó svo á, að hér sé ekki um ósam- ræmi að ræða, enda er það sameiginlegt með báðum bréfun- um, að Vallakot, en ekki Einarsstaðir er aðili að merkjunum gegnt Glaumbæ. Þar sem fyrr greinda bréfið er byggingarbréf fyrir Vallakot og þar sem talað er um merki í því, á það því að sjálfsögðu við þá jörð. Í síðarnefnda bréfinu segir beinlínis, að yfir móinn ráði merkjalínu milli Vallakots og Glaumbæjar. Bendir þetta orðalag eindregið til þess, að Vallakot hafi átt að- 586 ild að viðarmónum. Einnig bendir skiptagerðin, þótt ónákvæm sé, til þess sama. Skulu nú raktir framburðir vitna varðandi þetta atriði: Vitnið Jósep Kristjánsson hefur borið það, að allur mórinn hafi verið notaður sem sameiginlegt beitiland Einarsstaða og Vallakots. Vitnið Ólafur Aðalgeirsson hefur borið, að síðan hann man fyrst eftir sér, hafi mórinn verið notaður til beitar frá báðum bæjunum. Bæði þessi vitni eru aldraðir nágranna- bændur við Einarsstaði og hafa alið allan sinn aldur í Reykjadal. Vitnið Kristján Jónsson hefur borið, að áður en girðingin frá 1929 var sett upp, hafi mórinn verið notaður sameiginlega, þ. e. búfé hafi getað runnið hindrunarlaust um hann. Vitnið Aðalsteinn Jónsson segir, að mórinn hafi verið notaður jöfnum höndum frá báðum bæjunum og engin mörk verið á hon- um, sem aðgreindu not jarðanna hvorrar fyrir sig, önnur en ofangreind girðing. Vitnið Sæmundur Jónsson hefur borið, að frá bví hann man fyrst eftir, hafi mórinn verið notaður af báðum bæjunum. Áður en girðingin var sett 1929, hafi búfé runnið um hann hindr- unarlaust. Í úttektargerð frá 1899 er talað um, að báðar jarðirnar, Partur og Vallakot, séu hjáleigur í óskiptu landi Þargreindra heimajarða. Í skýrslu varðandi fasteignamatið 1930 er sagt, að beitiland Vallakots sé óskipt við Einarsstaði. Samkvæmt „Nýrri jarðabók fyrir Ísland“ frá 1861 er Vallakot talið 15 hundruð, en Einars- staðir 55 hundruð, en í fasteignamati jarðanna frá 1942 er land- verð Vallakots 28 hundruð, en Einarsstaða með Glaumbæjarseli 104 hundruð. Á þessu sést, að verðgildi landsins helzt hlutfallslega óbreytt. Þetta tiltölulega háa fasteignamat Vallakots frá 1861 bendir ekki til þess, að landverð Vallakots hafi eingöngu verið miðað við tún og engjar án beitarréttinda. Við síðari fasteignamöt gætir meira ræktaðs lands, og verður því ekki eins mikið upp úr Þeim lagt. Í gerðabók fasteignamatsnefndar Suður-Þingeyjarsýslu, dskj. nr. 39, segir í matsgerð um Vallakot frá 1917: „Jörðin hefur óskipt beitiland við Einarsstaði, en tún og engi afskipt.“ Þegar allt þetta er virt og þá alveg sérstaklega hin tilvitn- uðu orð jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalíns svo og fylgiskjöl með síðari fasteignamötum, lítur rétturinn svo á, að hinn umdeildi mór hafi verið sameiginlegt beitiland jarðanna öð7 Einarsstaða og Vallakots frá ómunatíð og fram til ársins 1922, að eigendur jarðanna koma sér saman um einhvers konar skipti á mónum á skiptafundi Suður-Þingeyjarsýslu 4. nóvember þ. á., sem þó aldrei var gengið eftir, að framkvæmt væri. Um það atriði eru upplýsingar allar mjög óljósar. Við vitna- leiðslu upplýstist, að fjárhaldsmanni þáverandi eigenda Valla- kots var ekki kunnugt um samkomulagið á fundinum fyrr en eftir að búið var að selja stefnanda Vallakot. Stefnandi máls þessa kveðst ekki hafa vitað um efni sam- komulagsins fyrr en árið 1953. Aðilja greinir mjög á um, hvernig skilja beri efni þessa sam- komulags, eins og áður hefur verið vikið að. Stefnandi heldur því ákveðið fram, að hinn umræddi skiki hafi átt að bætast við hið úrskipta land Vallakots, en stefndi heldur því hins vegar fram, að skikinn hafi átt að vera til umferðar að engjum Valla- kots austan við móinn. Í bréfi Jóns Haraldssonar til stefnanda, dags. 9. júlí 1956, dskj. nr. 14, lýsir Jón Haraldsson því yfir, að hann afhendi Vallakot til eignar 10 metra breiða sneið af Einarsstaðamó norðan við Glaumbæjarmerki frá þjóðvegi austur að Vallakotsengi og telji sig með því hafa fullnægt ákvæði samkomulagsins frá skipta- fundinum frá 4. nóvember 1922. Bendir þetta ásamt fleiru, sem fram hefur komið í málinu til þess, að báðir málsaðiljar telji þetta samkomulag bindandi fyrir jarðirnar. Með hliðsjón af því, sem nú hefur verið sagt, telur rétturinn, að ekki verði fram hjá því gengið, að samkomulag hafi verið gert um skiptingu mósins á umræddum skiptafundi, þótt nú sé deilt um, hvernig beri að skilja það. Þykir því varhugavert gegn eindregnum mótmælum stefndu að telja nægileg rök að því leidd, að mórinn sé nú óskipt beitiland í sameign Einarsstaða og Vallakots og verður þessi krafa því ekki tekin til greina. Kemur þá að varakröfu stefnda um það, að dómurinn ákveði landamerki á mónum með hliðsjón af skiptafundinum 1922. Kröfu þessa setti málflutningsmaður stefnda fram í síðari ræðu sinni í munnlegum málflutningi. Málflutningsmaður stefnanda var inntur eftir viðhorfi hans til kröfunnar, og lýsti hann yfir, að hann hreyfði engum mót- mælum gegn henni. Þar sem krafa þessi var ekki sett fram fyrr en í munnlegum málflutningi, var ekki unnt að leita form- lega sátta, en þar sem engin mótmæli komu fram, þykir ekki tilefni til að vísa henni frá af þeim sökum. Ekki þykir heldur 588 vera tilefni til að vísa þessari kröfu frá vegna þess, að hún sé of seint fram komin, þar sem verulegur hluti málsmeðferðar hefur snúizt um efni og framkvæmd þessarar skiptagerðar, þar sem stefnandi byggir aðalkröfu sína á henni og skoða má efni þessarar kröfu fólgna í aðalkröfu stefndu, en skemur gengið heldur en í aðalkröfu. Þar sem fyrir liggur í málinu nákvæmur uppdráttur af deilu- landinu og dómendur hafa tvívegis gengið á vettvang, verður að telja dóminn hæfan til að taka kröfu þessa til meðferðar. Þegar samkomulag það, sem gert var á fundinum 4. nóvem- ber 1922 er virt, og sem áður hefur verið rakið efnislega, verð- ur engin önnur eðlileg skýring á því fundin en sú, að með því hafi átt að úthluta Vallakoti til endanlegrar eignar hluta af mónum. Þótt orðalag samkomulagsins, „að til Vallakots gangi lítill skiki af mónum“ sé ónákvæmt, þykir það samt sem áður ekki vera því til fyrirstöðu, að landamerki séu ákveðin af merkja- dómi, eftir því sem staðhættir eru til og eðlilegt og sanngjarnt má telja, þar sem ekki eru möguleikar á, að aðiljar þeir, sem neindir eru í skiptafundargerðinni, geti gert það hér eftir. Með hliðsjón af öllu því, sem nú hefur verið frá greint, þykir dóminum eðlilegt og hagkvæmt, að merkin milli Einarsstaða og Vallakots á hinum umdeilda mó séu, sem hér segir: Bein lína dregin frá suð-vesturhorni girðingarinnar, sem skiptir engjum Vallakots og Einarsstaða austan við móinn og er í 92 metra fjarlægð frá landamerkjagirðingu Glaumbæjar, miðað við hornrétta línu á hana, vestur yfir móinn bangað, sem mætast mór og grund, í punkti, sem er í 92 m fjarlægð frá Glaumbæjar- girðingunni, miðað við rétt horn. Frá þeim punkti ræður lína til suðurs, þar sem mætast mór og grund í norðausturhorn Valla- kotstjarnar. Síðan ræður tjarnarbakkinn í suður og úr því merki, eins og þau eru tilgreind í landamerkjaskrá Einarsstaða, sbr. dómskjal nr. 24. Beitiland í Fljótsheiði. Í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er sagt, að Vallakot sé „hjáleiga, byggð fyrir manna minni, skammt fyrir utan staðartúnið á Einarsstöðum, afdeild einasta að túni og engjum“. Samkvæmt landamerkjaskrá Einarsstaða, dags. 5/5 1890, er tekið fram, að Vallakot eigi ítak til beitar fyrir búfé sitt vest- ur í Fljótsheiði í Einarsstaðalandi, 589 Árið 1899 fær Hólmgeir Þorsteinsson byggingarbréf fyrir Valla- koti, sem dagsett er 17/1 s. á. Í því er tekið fram, að Vallakot eigi óskipt beitiland fyrir búfé sitt vestur í Fljótsheiði í Einars- staðalandi. Stefnandi heldur því fram, að Vallakot eigi sam- kvæmt áðurgreindu byggingarbréfi óskipt beitiland í sameign með Einarsstöðum vestur í Fljótsheiði. Þessari skoðun hefur stefndi eindregið mótmælt og heldur fram, að samkvæmt landa- merkjaskrá Einarsstaða sé hér aðeins um beitarítak að ræða, sem ekki hafi verið lýst að lögum og sé því niður fallið. Stefnandi rökstyður þessa kröfu sína á því, að ábúandi Valla- kots hafi bæði fyrr og nú notað beitilandið sem vafalausa eign ásamt Einarsstöðum. Hann hafi haft þar mótekju og torfskurð og heyjað þar sum ár, þegar litlar og lélegar engjar Vallakots brugðust. Það hafi allt verið óátalið af eigendum Einarsstaða. Þá hefur hann bent á, að jarðirnar Kvígindisdalur og Skógasel, sem byggðar voru úr Einarsstaðalandi, eins og Vallakot, hafi báðar hlotið úrskipt beitiland, sem áður var í óskiptri sameign. Skulu nú raktir framburðir vitna um þetta atriði svo og önn- ur skjöl málsins, er um það fjalla: Vitnið Jósep Kristjánsson segir, að beitilandið í heiðinni hafi jafnan verið notað sameiginlega af báðum bæjunum, svo lengi sem hann man eftir. Vitnið Ólafur Aðalgeirsson kveðst hafa heyrt talað um, að Vallakot ætti beit í Einarsstaðalandi, en ekki kveðst hann geta sagt um, hvort það væri beitarítak eða sameiginlegt beitiland. Kveðst hann aðeins hafa heyrt talað um sameiginlega beit. Vitnið Kristján Jónsson kveðst ekki vita annað en að beiti- landið sé og hafi verið óskipt. Hann kveðst hafa heyrt, að Valla- kot ætti beitarítak vestur í heiðinni, en báðir bæirnir hafi beitt í heiðinni frá því hann fyrst man eftir. Vitnið Jón Stefánsson kveðst vita til, að Vallakot og Einars- staðir hafi rekið fé sitt í heiðina, en ekki vita um rétt hvors um sig til heiðalandsins. Vitnið Aðalsteinn Jónsson kveðst vita til, að bæði Vallakot og Einarsstaðir hafi notað og beitt Fljótsheiði bæði að vetri og sumri. Vitnið kveðst hafa heyrt talað um sameiginlegt beiti- land í heiðinni milli bæjanna. Þá segir vitnið einnig, að sig minni, að Vallakot hafi tekið mó í heiðinni. Vitnið Sæmundur Jónsson kveðst hafa heyrt, að óskipt beitiland væri milli Valla- kots og Einarsstaða í Fljótsheiði, en ekki kveðst hann sjálfur hafa fylgzt með því, hvernig landið var notað af bæjunum. Þá 590 kveðst vitnið minnast þess, að Vallakotsmenn hafi a. m. k. eitt sinn slegið uppi í heiðinni, en ekki man hann eftir því, að Valla- kot hefði þar mótekju. Í gerðabók fasteignamats Suður-Þingeyjarsýslu frá 1918 segir, að Vallakot hafi óskipt beitiland við Einarsstaði, ennfremur að beitiland sé rúmt til heiðarinnar og sumarhagar þar góðir fyrir all- an búfénað. Hvergi er minnzt á, að um ítaksrétt sé að ræða. Í lýsingu jarðarinnar Einarsstaða í sömu bók, er hvergi minnzt á, að Vallakot eigi beitarítak í heiðinni. Í úttektargerð frá 7. júní 1899 viðkomandi bændaeigninni Parti og þjóðjörðinni Vallakot segir, að báðar jarðirnar séu hjáleigur í óskiptu landi heimajarðanna. Ekki er þar minnzt á, að Valla- kot eigi beitarítak í Fljótsheiði. Þá er í skýrslu varðandi jarða- matið 1930 tekið fram, að Vallakot eigi óskipt beitiland við Einarsstaði, Ennfremur segir í skýrslu varðandi sama jarðamat, sem gerð er og undirrituð af Jóni Haraldssyni, að engar jarðir eigi ítök í landi jarðarinnar Einarsstaðir. Samkvæmt ofangreindum vitnaframburði, þar sem aldraðir og þaulkunnugir menn í sveitinni bera það, að beitilandið vest- ur í heiðinni hafi verið notað sameiginlega af báðum jörðun- um og með tilvísun til ofangreindra skjala og þá sérstaklega til dskj., nr. 25, þar sem Jón Haraldsson, eigandi Einarsstaða, lýsir því yfir, að engar jarðir eigi ítök í landi Einarsstaða, lítur rétt- urinn svo á, að nægileg rök séu að því leidd, að beitiland vestur í Fljótsheiði í Einarsstaðalandi sé óskipt í sameign Vallakots og Einarsstaða og ber því að taka þessa kröfu stefnanda til greina. Eftir atvikum þykir rétt, að málsaðiljar greiði meðdómendum þóknun og ferðakostnað að hálfu hvor, er þykir hæfilega ákveð- inn kr. 7000.00 til hvors. Að öðru leyti falli málskostnaður niður. Við munnlegan flutning málsins óskaði sonur stefnda, Sigfús Jónsson, eftir að taka til máls. Viðhafði hann þá þau orð um málflutningsmann sóknaraðilja, að hann hefði beitt rangfærzl- um og blekkingum í málflutningnum og kvaðst vilja víta hann fyrir meiðandi ummæli um látinn föður sinn. Málflutningsmað- ur sóknaraðilja krafðist þess, að Sigfús yrði dæmdur í réttarfars- sekt fyrir ofangreind ummæli. Ekki verður talið, að Sigfús Jóns- son hafi leitt rök að þessum ummælum, en þar sem um er að ræða ólögfróðan mann og mál þetta viðkvæmt, þykir ekki ástæða til að dæma hann í réttarfarssekt. ö91 Dómsorð: Landamerki Einarsstaða og Vallakots á hinu umdeilda svæði skulu vera, sem hér segir: Bein lína, dregin frá suðvesturhorni girðingarinnar, sem skiptir engjum Vallakots og Einarsstaða austan við framan- greindan mó og er í 92 m fjarlægð frá landamerkjagirðingu Glaumbæjar, miðað við hornrétta línu á hana, vestur yfir móinn þangað sem mætast mór og grund í punkti, sem er í 92 m fjarlægð frá Glaumbæjargirðingu, miðað við rétt horn, Frá þeim punkti ræður lína til suðurs, þar sem mæt- ast mór og grund í norðausturhorn Vallakotstjarnar. Síðan ræður tjarnarbakkinn í suður og úr því merki, eins og þau eru tilgreind í landamerkjaskrá Einarsstaða, sbr. dskj. nr. 24. Vallakot á óskipt beitiland í sameign með Einarsstöðum vestur í Fljótsheiði í Einarsstaðalandi. Málsaðiljar greiði meðdómendum þóknun og ferðakostnað að hálfu hvor, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 7000.00 til hvors. Að öðru leyti falli málskostnaður niður, Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga að viðlagðri aðför að lögum. 592 Mánudaginn 28. október 1963. Nr. 95/1963. Ákæruvaldið (Saksóknari ríkisins Valdimar Stefánsson) gegn Birni Gústafssyni og Kristjáni Gústafssyni (Guðjón Steingrímsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason og Gizur Bergsteinsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Fiskveiðibrot o. fl. Dómur Hæstaréttar. Freymóður Þorsteinsson, bæjarfógeti í Vestmannaeyjum, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm ásamt samdómsmönn- unum Einar Guðmundsson skipstjóra og Páli Þorbjörns- syni skipstjóra. Eftir uppsögu héraðsdóms hefur Jónas Sigurðsson, skóla- stjóri Stýrimannaskólans, markað á sjóuppdrátt eftirtalda staði v/b Sævalds, SU 2, hinn 11. febrúar 1963, og reynd- ust þeir vera fyrir innan fjögurra sjómilna fiskveiðimörk- in, svo sem nú verður sagt, þá er tillit er tekið ákærða í vil til þeirrar hugsanlegu fjarlægðarskekkju, er framleið- endur ratsjártækisins í Þór telja, að geti komið fram við mælingar með því, þá er það er í lagi: Kl. 23.17 um 1,4 sm — 2331 — 16 — — 2347 — 12 — — 2357 — 09 — Samkvæmt gögnum, sem lögð hafa verið fyrir Hæsta rétt, er ákærði Kristján Gústafsson eigandi v/b Sævalds, SU2, ásamt Alfreð Gústafssyni. Hafa þeir átt vélbátinn frá því 12. janúar 1959. Alfreð kveðst eigi hafa haft afskipti af útgerð bátsins frá þvi vorið 1962. Samkvæmt skýrslu sýslumannsins í Suður-Múlasýslu var afskráð af vélbátn- 593 um 7. september 1962 og var eigi skráð á hann frá þeim tima til 11. febrúar 1963, er hann var staðinn að veiðum. Kristján Gústafsson hafði, frá því afskiptum Alfreðs lauk, haft umráð v/b Sævalds, SU2. Hann hafði áður haft skipstjórn á vélbátnum og hafði einn skipsstjóraréttindi þeirra manna, er á bátnum voru í fiskiförinni 11. febrú- ar 1963. Hann getur því eigi skotið sér undan skipstjóra- ábyrgð á lögbrotum þeim, sem framin voru með og í fiski- róðrinum og rakin eru í töluliðum II í ákæruskjalinu. Ákærði Björn Gústafsson hafði stýrimannsréttindi, þá er brot þau voru drýgð, sem ákært er fyrir. Að sjálfs hans sögn og vætti annarra manna á v/b Sævaldi, SU 2, hafði ákærði Björn á hendi stjórn vélbáts þessa í fiskiróðrinum 11. febrúar 1963. Hann hefur því, þrátt fyrir það að hann var eigi lögskráður á bátinn, tekið á sig ábyrgð á brotum á lögum þeim, sem talin eru í III. tölulið ákæruskjals, og þar sem hann var eigi lögskráður skipverji á bátnum, hef- ur hann unnið til refsingar samkvæmt 4. gr. laga nr. 5/1920. Með skirskotun til þess, sem nú var rakið, forsendna héraðsdóms og svo þess, að gullgengi íslenzkrar krónu er óbreytt frá því héraðsdómur gekk, ber að staðfesta ákvæði héraðsdómsins um refsingu ákærðu, réttindasviptingu þeirra og eignaupptöku, en dæma ber ákærða Björn Gústafsson auk þess í kr. 15.000.00 sekt til Landhelgissjóðs Íslands, er afplánist með varðhaldi í 4 vikur, ef hún greiðist eigi innan greiðslufrests, en hann ákveðst 4 vikur frá birtingu dóms þessa, að því er varðar fésekt hvors hinna ákærðu. Ákærðu greiði óskipt allan kostnað sakarinnar bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, þar með talin saksóknarlaun í rikissjóð, kr. 7000.00, og laun verjanda síns í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 15.000.00. Það er aðfinnsluvert, að héraðsdómari veitti viðtöku utan dóms varnarskjali fyrir ákærðu. Dómsorð: Ákvæði hins áfrýjaða dóms um refsingu ákærðu, Björns Gústafssonar og Kristjáns Gústafssonar, rétt- 38 594 indasviptingu þeirra og eignaupptöku eiga að vera óröskuð. Greiðslufrestur sektar hvors hinna ákærðu ákveðst 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Ákærði Björn Gústafsson sæti þar að auki kr. 15.000.00 sekt í Landhelgissjóð Íslands, sem afplánist með varð- haldi í 4 vikur, ef hún greiðist eigi innan greiðslufrests. Ákærðu greiði allan kostnað sakarinnar bæði í hér- aði og fyrir Hæstarétti, þar með talin málssóknarlaun í ríkissjóð, kr. 7000.00, og laun verjanda sins í hér- aði og fyrir Hæstarétti, Guðjóns Steingrímssonar hæsta- réttarlögmanns, kr. 15.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Vestmannaeyja 22. maí 1963. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 3. maí s.l, er af ákæru- valdsins hálfu höfðað gegn sjómönnunum Birni Gústafssyni, Ásbyrgi á Djúpavogi, og Kristjáni Gústafssyni, Höfða, Horna- firði, með ákæruskjali, útgefnu af saksóknara ríkisins 18. febr- úar og 26. febrúar s.l., fyrir eftirfarandi: I. II. Fyrir að hafa gerzt sekir um fiskveiðibrot, með því að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 12. febrúar 1963 nokkru fyrir miðnætti verið að botnvörpuveiðum úti af Kötlutanga á togbátnum m.b. Sævaldi, SU 2, innan 4 mílna markalínu samkvæmt 1. mgr. 1. gr, reglugerðar nr. 87 1958, sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 87 1958, sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 3 1961 um fiskveiðilandhelgi Íslands, sbr. 1. gr. laga nr. 44 1948. Telst þetta varða við 1. mgr. 1. gr. sbr. 3. gr., 4. gr. og 5. gr. laga um bann gegn botnvörpuveiðum nr. 5/1920, sbr. 1. gr. laga 82/1952 og nr. 6/1959 og 1. gr. laga nr. 5/1951 um breytingar á þeim lögum, sbr. 3. gr. laga nr. 44/1948, sbr. 1. gr. laga nr. 81/1952 um breytingu á þeim lögum. Fyrir að hafa lagt togveiðibátnum m/b Sævaldi, SU 2, úr höfn frá Vestmannaeyjum að kveldi sunnudagsins 10. febrú- ar 1963 í veiðiferð, án þess að sjá um, að þeir eða nokkrir skipsmanna væru lögskráðir í skipsrúm. 595 Telst þetta varða við 1. mgr. 2. gr. 1. tölulið 4. gr., 6. gr. sbr. 15. gr. og 25. gr. laga um lögskráningu sjómanna nr. 63/1961. III. Fyrir að hafa lagt togbátnum m.b. Sævaldi, SU 2, úr höfn í fyrrgreindri veiðiferð, án þess að til væri gilt haffæris- skírteini fyrir bátnum, án þess að nokkur önnur lögboðin skipsskjöl væru um borð, svo sem þjóðernis- og skrásetn- ingarskírteini, skipshafnarskrá og eftirlitsbók, svo og án nothæfrar radíótalstöðvar, þar sem hún hafði verið inn- sigluð vegna skulda. Telst þetta brot varða við F- og G.liði 31. gr. sbr. 58. gr. og 60. gr. laga um eftirlit með skipum nr. 50/1959, sbr. 32. gr., 254. gr. og 1. mgr. 255. gr. siglingarlaga nr. 56/1914, sbr. lög nr, 40/1930. Þess er krafizt, að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafizt, að ákærðu verði sviptir réttindum, ákærði Björn stýrimannsréttindum, ákærði Kristján vélstjóra-, stýrimanns- og skipstjóraréttindum samkvæmt 2. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 6. gr. laga nr. 31/1961 og fyrrgreinda 60. gr. laga nr. 50/1959. Loks er þess krafizt, að ákærðu verði dæmdir til að sæta upptöku afla og veiðarfæra nefnds togbáts að meðtöldum dragstrengjum. Ákærði Björn Gústafsson er fæddur á Djúpavogi 11. apríl 1926 og hefur hvorki sætt ákæru né refsingu, svo kunnugt sé. Ákærði Kristján Gústafsson er fæddur á Djúpavogi 12. maí 1921 og hefur sætt eftirfarandi kærum og refsingum, báðum í Vestmannaeyjum: 1963 1/2 Dómur: 20.000 kr. sekt fyrir brot á 1. gr. sbr. 3. gr. laga nr. 5/1920. Afli og veiðarfæri m.b. Sævaldar, SU 2, gerð upptæk. 1963 2/2 Dómur: 2 mánaða varðhald og 20.000 kr. sekt fyrir brot á 1. gr, sbr. 3. gr. og 5. gr. laga nr. 5/1920. Afli og veiðarfæri mb. Sævaldar, SU 2, gerð upptæk. I. Mánudaginn 11. febrúar 1963 var varðskipið Þór á vesturleið út af Mýrdalssandi. Mældist þá bátur, er virtist vera á tog- veiðum innan fiskveiðimarkanna út af Kötlutanga. Í skýrslu skipherrans, dags. 12. febrúar sl., er atvikum lýst á þessa leið: „Kl. 23.17 mældist Drangurinn við Hjörleifshöfða r.v. 329“ 596 fjarl. 4,3 sml, báturinn r.v. 270,5* fjarl. 4,9 sml., og gefur það stað bátsins um 1,5 sml. innan 4 sjómílna fiskveiðitakmark- anna á þessum stað. Kl. 2331 mældist Drangurinn r.v. 004“ fjarl. 3,75 sml., bát- urinn r.v. 275,5“ fjarl. 2,2 sml. sem gefur stað bátsins um 1,7 sml. innan fiskveiðitakmarkanna. Kl. 2346 sást, að báturinn togaði með stb.vörpu í sjó. Kl. 2347 mældist Drangurinn r.v. 036“ fjarl. 4.8 sml. í kjölfari bátsins. KI. 2348 sást, að báturinn var m.b. Sævaldur, SU 2, og var þá gefið stöðvunarmerki þrisvar sinnum með flautu skipsins, en báturinn stöðvaði ekki. KI. 2354 var kallað yfir til Sævalds og honum skipað að stoppa. Hann stoppaði kl. 2355 og fór að hífa inn vörpuna. Kl. 2357 var mælt við bátinn. Drangurinn r.v. 034“ fjarl. 5,1 sml. Gefur það stað bátsins um 1,0 sml. innan fiskveiðitakmark- anna. KI. 0002 12. febrúar fór 2. stýrimaður yfir í Sævald. Var skipstjóra bátsins, Birni Gústafssyni, fæddum 11. apríl 1926, til heimilis á Djúpavogi, gerð grein fyrir broti sínu og honum sagt að halda til Vestmannaeyja. Gerði hann það. Afli bátsins var ca. Í tonn. Athuganir gerðar af 1. og 2. stýrimanni undir yfirstjórn skip- herra með Sperry ratsjá og Sperry áttavita. Vindur var breytilegur 3 vindstig, dálítill sjór, skýjað.“ Skipherra varðskipsins mætti fyrir réttinum og kvað skýrslu þessa rétta í öllum greinum. Fyrsti, annar og þriðji stýrimaður varðskipsins mættu einnig fyrir réttinum. Kváðu þeir skýrsluna rétta um allt það, er þeir gætu borið um. Fyrsti og annar stýri- maður unnu við að taka staðarákvarðanir undir umsjón skip- herra og þriðji stýrimaður ritaði þær niður og vann við út- setningu á kort. Hann kvaðst hafa séð, að Sævaldur var að togveiðum, sá hann fyrst vírana og síðan sá hann vörpuna koma upp. Allir stýrimennirnir unnu eið að framburði sínum. Ákærði Björn Gústafsson kvaðst ekki véfengja staðarákvarð- anir varðskipsins og viðurkenndi, að báturinn hafi verið á tog- veiðum, er varðskipið bar að. Hins vegar kvaðst hann ekki hafa gert sér grein fyrir, að þeir væru innan markanna. Ákærði Kristján Gústafsson viðurkenndi, að m.b. Sævaldur hefði verið að togveiðum, er varðskipið kom. Aftur á móti kvaðst hann véfengja staðarákvarðanir varðskipsmanna. Kvaðst hann hafa legið fyrir, en farið upp, þegar verið var að taka 597 inn vörpuna. Kvaðst hann þá hafa miðað vitann á Dyrhólaey og hafi hann miðazt NV 1/2 N misvísandi, en dýpi hafi verið 46 faðmar. Fleiri miðanir tók hann ekki. Myrkur var yfir og ekki unnt að miða við nein kennileiti á landi. Ratsjá höfðu þeir ekki. Taldi ákærði Kristján, að sínar athuganir hefðu leitt í ljós, að Sævaldur hefði verið allmiklu dýpra en staðarákvarð- anir varðskipsins sýni. Ekki verður talið, að andmæli ákærða Kristjáns hnekki að neinu leyti staðarákvörðunum varðskipsmanna. Þeir höfðu full- komnari tæki og betri skilyrði til að ákveða stað bátsins með öruggri vissu. Þykir bera að leggja framburð skipherra og eið- festa framburði stýrimanna að öllu leyti til grundvallar, bæði um staðarákvarðanir og annað. Leiðir það til þess, að telja verður sannað, að Sævaldur hafi verið að ólöglegum togveiðum í umrætt sinn. Eins og fram kemur í skýrslu skipherra varðskipsins, taldi hann að ákærði Björn Gústafsson hefði verið skipstjóri á bátn- um. Var þetta byggt á upplýsingum hinna ákærðu. Hinu sama héldu báðir hinir ákærðu fram, er þeir mættu fyrir réttinum. Ákærði Kristján var skipstjórinn, áður en þessi róður hófst, og hafði hlotið refsidðóma fyrir fiskveiðibrot í báðum næstu róðrum á undan. Er þessi róður hófst, segja hinir ákærðu, að það hafi orðið að samkomulagi milli þeirra, að ákærði Björn færi með skipstjórnina. Kvaðst Björn hafa farið með stjórn skipsins að öllu leyti; hann var við stýrið, réð hvar kasta skyldi og hvar skyldi togað, og stjórnaði mannskap á skipinu. Fram- burður ákærða Kristjáns var þessu samhljóða. Kvaðst hann ekkert hafa fylgzt með togveiðunum í þessari veiðiferð og hefði ákærði Björn haft allan veg og vanda af þeim. Sjálfur kvaðst hann hafa verið lasinn og svo að segja allan síðasta daginn, þann dag er varðskipið kom, hefði hann legið fyrir og aðeins komið upp, meðan verið var að taka inn vörpuna. Allir aðrir skipverjar gáfu skýrslu fyrir réttinum og stað- festu þær með eiði eða drengskaparheiti. Var framburður þeirra mjög á sömu lund og framburður hinna ákærðu. Allir kváðu þeir ákærða Björn hafa farið með stjórn skipsins, en ákærði Kristján hefði unnið á þilfari. Enginn þeirra kvaðst hafa orðið þess var, að Kristján hefði verið lasinn, en einn þeirra taldi þó, að hann hefði ekkert sofið í veiðiferðinni og annar kvað hann stundum hafa verið í koju. Eins og síðar verður nánar vikið að, var enginn skipverja 598 lögskráður á bátinn. Umskráning fór því ekki fram, áður en róður þessi hófst. Áður hafði ákærði Kristján farið með skip- stjórn bátsins, en ákærði Björn verið stýrimaður. Báðir höfðu þeir réttindi til þeirra starfa, ákærði Kristján hafði skip- stjóraskírteini hið meira á fiskiskipi, en ákærði Björn 120 rúm- lesta stýrimannsskírteini. Er varðskipið kom með bátinn til Vestmannaeyja í umrætt sinn, var af hálfu þess opinbera lagt bann við, að báturinn léti úr höfn fyrr en lögskráning hefði farið fram. Lögskráning fór fram 21. febrúar og var ákærði Kristján skipstjórinn, en ákærði Björn stýrimaður. Þegar litið er til þeirra upplýsinga, sem nú hefur verið greint frá, undanfarandi og eftirfarandi skipstjórnar ákærða Kristjáns, veru hans á skipinu í umræddum róðri og vanhæfi ákærða Björns til þess að gegna skipstjórn, þá verður ekki talið, að ákærði Kristján hafi getað leyst sig frá ábyrgð skipstjóra með því einu að fela ákærða Birni stjórn skipsins. Verður því litið svo á, að ákærði Kristján hafi verið hinn raunverulegi skip- stjóri, þrátt fyrir samkomulag hinna ákærðu innbyrðis. Jafn- fram hafi ákærði Björn verið stýrimaður, eins og áður. Ábyrgð á fiskveiðibrotinu hvílir því á herðum ákærða Kristjáns og hon- um einum, þar sem ákærði Björn er sem stýrimaður undan- þeginn ábyrgð samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laga nr. 5/1920. Ákærði Björn verður því sýknaður af þessum lið ákærunnar. Samkvæmt því, sem nú hefur verið tekið fram, hefur ákærði Kristján gerzt brotlegur við þau ákvæði, sem greinir í 1. lið ákæruskjalsins, að undanskilinni 4. gr. laga nr. 5/1920. Hins vegar þykir ekki heimilt samkvæmt fyrirliggjandi upplýsing- um að líta svo á, að brot hans hafi verið framið af ásettu ráði. Verður honum því ekki dæmd refsivist samkvæmt 5. grein sömu laga. II. Við réttarrannsóknina út af fiskveiðibrotinu, sem nú hefur verið lýst, kom í ljós, að engin skipsskjöl voru um borð, hvorki þjóðernisskírteini, eftirlitsbók, haffærisskírteini, dagbók né skips- hafnarskrá. Jafnframt viðurkenndi ákærði Kristján, að engin lögskráning hefði farið fram á þessu ári og skipið hefði ekki gilt haffærisskírteini. Sagði hann, að síðast hefði báturinn feng- ið haffærisskírteini vorið 1961, sem gilti til ársloka 1962. Engir þeirra, sem á bátnum voru, höfðu verið lögskráðir, en þó höfðu sumir þeirra komið í skipsrúm um haustið. Upplýst er, að bát- 599 urinn var tekinn í slipp í Vestmannaeyjum í maí 1962 og voru þá framkvæmdar ýmsar viðgerðir og endurbætur, 29. júní 1962 fór fram skoðun á bátnum á Hornafirði og var þá búnaður í lagi og ekki er annað kunnugt en sama hafi verið að segja um vél og bol skipsins. Eftir það var báturinn gerður út á botn- vörpuveiðar. Voru þær veiðar stundaðar um sumarið og fram á haust. Fyrir jólin var báturinn gerður út á upsaveiðar í Faxa- flóa, en ekkert fiskaðist, og ákvað því ákærði Kristján að fara af nýju á botnvörpuveiðar. Aldrei var lögskráð á bátinn á Þessu tímabili. Upp úr áramótunum sigldi ákærði bátnum aust- ur á Hornafjörð. Þar tóku þeir troll um borð og héldu á botn- vörpuveiðar að kvöldi þess 14. janúar. Fóru þeir vestur á bóg- inn og toguðu á Breiðamerkurdýpi, síðan vestur á Vík og loks út af Alviðruhömrum, þar festu þeir trollið, rifu það og misstu annan hlerann. Var þá haldið til Vestmannaeyja til þess að fá gert við trollið. Komu þeir til Eyja 16. janúar. Trollið reyndist ónýtt og fengu þeir annað. Í Vestmannaeyjum voru þeir um kyrrt í 4 eða 5 daga og fóru þá á veiðar. Héldu þeir austur að Ingólfshöfða og voru þar að veiðum einn dag. Gerði þá vont veður og var þá aftur farið til Vestmannaeyja og legið þar um kyrrt vegna brælu í nokkra daga. Síðan var aftur farið á veiðar og hélt ákærði nú austur að Tvískerjum. Þar var hann tekinn af varðskipinu Óðni við botnvörpuveiðar innan leyfðra fiskveiði- marka þann 30. janúar. Var farið með ákærða til Vestmanna- evja og hlaut hann þar dóm hinn 1. febrúar fyrir brot sitt. Eftir uppkvaðningu dómsins fór hann aftur á veiðar, og daginn eftir, 2. febrúar, kom varðskipið Óðinn að honum við ólöglegar botnvörpuveiðar út af Ingólfshöfða. Enn var báturinn fluttur til Vestmannaeyja og 6. febrúar hlaut ákærði refsidóm fyrir brot sitt. Hafði ákærði þar með verið dæmdur tvisvar með 5 daga millibili fyrir brot á fiskveiðalöggjöfinni. Meðan rannsókn síðara brotsins stóð yfir eða þann 4. febrúar, innsiglaði Lands- síminn talstöðvartæki bátsins vegna skuldar. Ákærði taldi skuld- ina ekki rétta og reyndi að fá lokuninni létt af, en það tókst ekki. Lét hann svo úr höfn með innsiglaða talstöð þann 10. febrúar. Daginn eftir var hann tekinn af varðskipinu Þór við ólöglegar botnvörpuveiðar út af Kötlutanga, eins og áður er rakið. Að tilhlutan réttarins framkvæmdu skipaeftirlitsmenn þann 13. febrúar skoðun á bátnum, bol, vél og búnaði. Sú varð niður- staða þeirra, að ekki væri ástæða til að gera kröfu til endur- bóta á bol skipsins, en úr ýmsu þyrfti að bæta í vélarrúmi. 600 Var það gert næstu daga, þannig að 16. febrúar taldi vélaeftir- litsmaðurinn, að vélar og búnaður í vélarrúmi væri í góðu lagi, þótt raunar vanti ýmsa tilskilda varahluti í vél, sem ekki væri unnt að fá hér á landi. Búnaði skipsins reyndist áfátt. Áður er þess getið, að engin lögboðin skipsskjöl voru um borð. Fokku- segl þurfti að endurbæta og önnur segl voru ekki fyrir hendi. Línubyssa og skotlínur voru í ólagi og virtust hafa legið í raka eða bleytu. Þá vantaði línur við bjarghringana og ljósbaujur á annan þeirra. Aðeins einn gúmmíbjörgunarbátur, átta manna, var um borð. Útgerðin hófst þegar handa til þess að bæta úr því, sem áfátt var. Skipsskjöl voru send frá Hornafirði til Vest- mannaeyja. Segl voru lagfærð svo og útbúnaður við bjarghringi og nýr björgunarbátur pantaður, sömu stærðar og sá, sem fyrir var. Línubyssa reyndist hins vegar ekki fáanleg og ekkert, sem til hennar heyrði. Að nokkrum dögum liðnum töldu skipaeftir- litsmenn, að bætt hefði verið úr því, sem áfátt var, svo að viðunandi gat talizt, og mæltu með haffærisskírteini. Hinn 20. febrúar var svo útgefið í Vestmannaeyjum haffæriskírteini handa bátnum. Eins og áður er getið, hefur ákærði Kristján skipstjórarétt- indi. Var skipstjóraskírteini honum til handa útgefið á Eski- firði 24. maí 1949 og veitti honum rétt til að fara með skip- stjórn á íslenzku fiskiskipi af hvaða stærð sem væri, bæði í utan- og innanlandssiglingum. Hann kvaðst einnig hafa verið á mótornámskeiði í Vestmannaeyjum haustið 1941 og lokið þar hinu minna mótorvélstjóraprófi Fiskifélags Íslands. Verður geng- ið út frá, að þetta sé rétt. Á árinu 1942 kvaðst hann hafa fengið vélstjóraskírteini og þá væntanlega 50 ha. vélstjóraskírteini eða 150 ha. undirvélstjóraskírteini. Skírteininu kvaðst hann hafa glatað og hefur ekki tekizt að upplýsa nánar, hvenær hann kann að hafa fengið skírteini þetta. Ákærði Björn fékk stýrimanns- skírteini á Eskifirði 3. október 1960 samkvæmt lögum nr. 30/ 1957, er veitti honum rétt til að vera stýrimaður í innanlands- siglingum á fiskiskipi allt að 120 rúmlestum. Skipstjóraskír- teini hafði hann ekki fengið, en taldi sig þó hafa nægan siglinga- tíma. Að ákærða Kristjáni undanskildum hafði enginn skip- verja á Sævaldi nokkur vélstjóraréttindi. Starfi fyrsta vélstjóra á bátnum gegndi um skeið maður úr Hafnarfirði, en án réttinda. Hann gekk úr skipsrúmi, er báturinn hafði verið tekinn í annað sinn. Annar vélstjóri var Baldur Sigurlásson úr Vestmannaeyj- um. Hann var einnig án réttinda. Hvorugur þessara manna 601 hafði fengið undanþágur frá ráðuneyinu til þess að gegna vél- stjórn á bátnum. Að sögn ákærða Kristjáns var Baldur Sigur- lásson vélstjóri bátsins í veiðiferðinni, sem rætt er um hér að framan undir ll. Hinn 20. febrúar veitti samgöngumálaráðuneytið tveimur skip- verjum á bátnum tímabundnar undanþágur til þess að gegna störfum I. og II. vélstjóra. Annar þeirra var Baldur Sigurlás- son og mátti hann vera annar vélstjóri. Daginn eftir, þann 21. febrúar, var lögskráð á bátinn. Lágu þá fyrir ráðuneytisundan- þágur handa vélstjórunum, gilt haffærisskírteini, tryggingu sjó- manna komið í lag, og önnur skilyrði fyrir lögskráningu upp- fyllt. Ákærði Kristján var skipstjóri, en ákærði Björn stýrimað- ur, eins og áður segir. M.b. Sævaldur er að stærð 53 rúmlestir brúttó og er skrá- settur sem fiskiskip. Óheimilt er að leggja honum úr höfn eða gera hann út á veiðar, án þess að gæta fyrirmæla laga um lögskráningu sjómanna. Framanritað ber með sér, að þeim fyrir- mælum var ekki fylgt. Samkvæmt 6. gr. laga nr. 63/1961 ber skipstjóra að sjá um, að skipverjar séu lögskráðir, en eins og áður getur, var ákærði Kristján skipstjóri bátsins. Hann hefur því gerzt brotlegur við 2. gr. 1. og 2. tölulið 4. gr. 6. gr. sbr. 15. gr. laga nr. 63/1961 og unnið til refsingar samkvæmt 25. gr. þeirra laga. Upplýst er, að m.b. Sævaldur lét úr höfn og var látinn ganga á veiðar án löglegrar áhafnar og án þess að hafa fengið gilt haffærisskírteini, án skoðunar, án fyrirskipaðra skipsskjala og með innsiglaða talstöð. Öll þau lagaákvæði, sem tilgreind eru í ákæruskjali, varðandi þennan lið ákærunnar, III. lið, hafa þar af leiðandi verið brotin. Báðir hinir ákærðu bera ábyrgð á þessum brotum og hafa unnið til refsingar samkvæmt tilvitn- uðum lagaákvæðum. Samkvæmt 46. gr. laga nr. 50/1959 fer siglingadómur með refsi- mál út af brotum á þeim lögum. Þriðji liður ákæruskjalsins ræðir að mestu leyti um slík brot. Með tilvísun til 6. gr. laga nr. 82/1961 virðist þó fá staðizt, að dómur gangi hér einnig um þessi brot, enda hefur krafa um frávísun ekki verið sett fram af hálfu hinna ákærðu. Ill. Hins og þegar er fram tekið, hefur ákærði Kristján Gústafs- son unnið til refsingar fyrir það brot, sem rætt er um hér að 602 framan undir 1. Með tilliti til stærðar m.b. Sævaldar, SÚ 2, og núverandi gullgengis íslenzkrar krónu (100 gullkrónur = 1951.06 seðlakrónur) og samkvæmt tilvitnuðum lagaákvæðum þykir refs- ing hans hæfilega ákveðin 30.000 kr. sekt í Landhelgissjóð Ís- lands, sem greiðist innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms bessa, ella sæti ákærði varðhaldi í 8 vikur. Svo þykir og bera að gera upptækan afla og veiðarfæri, þar með talda dragstrengi um borð í m.b. Sævaldi, SU 2, og renni andvirðið í Landhelgissjóð Íslands. Fyrir brot þau, sem rætt er um undir 11, hér að framan, og í 11. og Ill. lið ákæru, þykir refsing ákærða Kristjáns Gústafs- sonar samkvæmt tilvitnuðum lagaákvæðum hæfilega ákveðin 30 daga varðhald. Fyrir brot þau, sem rætt er um í III. lið ákæru, og sam- kvæmt tilvitnuðum lagaákvæðum þykir refsing ákærða Björns Gústafssonar hæfilega ákveðin varðhald í 15 daga. Ekki þykir heimilt að svipta hina ákærðu réttindum sam- kvæmt 2. mgr. 68. gr. hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 6. gr. laga nr. 31/1961. En samkvæmt 60 gr. laga nr. 50/1959 þykir bera að svipta ákærða Kristján Gústafsson skipstjóra-, stýrimanns- og og vélstjóraréttindum í 6 mánuði, en ákærða Björn Gústafs- son stýrimannsréttindum í 3 mánuði. Ákærðu greiði in solidðum málsvarnarlaun til skipaðs verj- anda síns, Guðjóns Steingrímssonar hrl, sem þykja hæfilega ákveðin kr. 8.000.00, Allan annan kostnað sakarinnar greiði ákærði Kristján að %4 hlutum, en ákærði Björn að 74 hluta. Dómsuppsaga hefur dregizt vegna anna dómsformanns. Dómsorð: Ákærði Kristján Gústafsson greiði kr. 30.000.00 í sekt í Landhelgissjóð Íslands innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa, en sæti ella varðhaldi í 8 vikur. Ákærði Kristján sæti einnig varðhaldi í 30 daga, en ákærði Björn Gústafsson sæti varðhaldi í 15 daga. Ákærði Kristján er sviptur skipstjóra-, stýrimanns- og vélstjóraréttindum í 6 mánuði, en ákærði Björn Gústafsson stýrimannsréttindum í 3 mánuði. Allur afli og veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir um borð í m.b. Sævaldi SU 2, eru ger upptæk, og rennur and- virðið í Landhelgissjóð Íslands. Ákærðu greiði in soliðum kr. 8000.00 í málsvarnararlaun 603 til skipaðs verjanda síns, Guðjóns Steingrímssoar hrl. Allan annan kostnað sakarinnar greiði ákærði Kristján að % hlut- um, en ákærði Björn að %% hluta. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Mánudaginn 28. október 1963. Nr. 25/1963. Eiríkur Gíslason (Sveinbjörn Jónsson hrl.) gegn Júpiter h/f (Guðmundur Ásmundsson hrl.) og gagnsök. Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason og Gizur Bergsteinsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 5. marz 1963, að fengnu áfrýjunarleyfi 20. febrúar s. á. Krefst hann þess, að gagnáfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 188.967.95 ásamt 6% ársvöxtum frá 18. janúar 1959 til 22. febrúar 1960, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desember 1960 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Hann krefst og málskostnaðar úr hendi gagnáfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti. Loks krefst hann þess, að honum verði dæmdur sjóveðréttur í b/v Úranusi, RE 343, til tryggingar dæmdum fjárhæðum. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 6. marz 1963. Krefst hann aðallega sýknu af kröfum aðaláfrýj- anda og málskostnaðar úr hendi hans í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann, að dæmdar fjárhæðir í héraði verði lækkaðar og að aðaláfrýjanda verði gert að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. K. G. Guðmundsson tryggingafræðingur hefur hinn 9. október 1963 gert nýja áætlun um atvinnutjón aðaláfryj- 604 anda af slysinu með hliðsjón af breytingum, sem orðið hafa á kaupgjaldi, frá því að gerður var áætlunarreikningur hans hinn 6. janúar 1961, og hefur hann nú reiknað verð- mæti áætlaðs vinnutjóns með 7% ársvöxtum. Er niður- staða hans sú, að miðað við slysdag nemi atvinnutjónið kr. 195.849.00. Málavöxtum er rækilega lýst í héraðsdómi. Það hefur komið fram, að Þegar slysið bar að höndum, hafði ekki verið strengd líflína frá vindu skipsins fram fyrir siglu, svo sem þó hefði átt að vera samkvæmt árs- tíma og siglingaleið skipsins, enda hafði veðurfar og sjó- lag veitt sérstakt tilefni til þess, að slíkur öryggisbúnaður væri hafður. Ætla má, að líflína hefði gert för aðaláfryj- anda fram eftir skipinu öruggari. Þegar 1. stýrimaður á b/v Úranusi kom fyrir dóm í héraði í máli þessu, lýsti hann því, að um nóttina, er slys- ið varð, hafi verið ágjöf á skipið og „þá gengið yfir líkir sjóir, eins og sá, er kom yfir skipið, er stefnandi slasað- ist“. Aðaláfrýjandi hafði tjáð stýrimanninum frá fyrirhug- aðri för sinni fram eftir skipinu, og átti stýrimaðurinn þá við framangreindar aðstæður að haga siglingu skipsins með tilliti til þess, hafa sérstaka gát á för hans og velja fyrir hann lag, eftir því sem fremst var kostur, en ekki verður talið, að stýrimaðurinn hafi gætt þessa nægilega. Aðaláfrýjandi var vanur sjómaður og vissi því, hvernig hann átti að haga för sinni við þær aðstæður, sem fyrir hendi voru. Það verður því að meta honum það til mik- illar óvarkárni að fara fram eftir skipinu boðsborðsmegin, með því að vindur og sjór stóðu á bakborðskinnung skips- ins. Braut þessi hegðun hans í bága við viðteknar venjur. Þegar litið er til málavaxta samkvæmt því, sem að fram- an er rakið, þykir rétt, að aðaláfrýjandi beri tjón sitt, sem hæfilega er metið í héraðsdómi, að % hlutum sjálfur, en að gagnáfrýjandi bæti honum það að % hlutum. Verður gagnáfrýjanda því dæmt að greiða aðaláfryjanda % hluta af kr. 145.000.00, þ. e. kr. 58.000.00 ásamt vöxtum, svo sem krafizt er. Þá ber gagnáfrýjanda og að greiða aðal- 605 áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, og telst hann hæfilega ákveðinn samtals kr. 17.000.00. Hefur aðal- áfrýjandi sjóveðrétt í b/v Úranusi fyrir fjárhæðum þessum. Dómsorð: Gagnáfrýjandi, Júpiter h/f, greiði aðaláfrýjanda, Ei- ríki Gíslasyni, kr. 58.000.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 18. janúar 1959 til 22. febrúar 1960, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desember 1960 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og samtals kr. 17.000.00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Á aðaláfrýj- andi sjóveðrétt í b/v Úranusi, RE 343, til tryggingar fjárhæðum þessum. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 15. september 1962. Mál þetta, sem dómtekið var í dag, höfðaði Eiríkur Kr. Gísla- sori sjómaður, Leifsgötu 23 í Reykjavík, fyrir sjó- og verzlunar- dómi Reykjavíkur með stefnu, útgefinni 13. janúar 1961, gegn Tryggva Ófeigssyni f. h. Júpiters h/f í Reykjavík til greiðslu á kr. 236.231.00 með 6% ársvöxtum frá 18. janúar 1959 til 22. febrúar 1960, 10% ársvöxtum frá þeim degi til 31. desember 1960, og 8% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags svo og til greiðslu málskostnaðar að mati dómsins. Jafnframt krafðist hann sjóveðréttar í b/v Úranusi, RE 343, til tryggingar kröfum sínum. Við munnlegan flutning málsins lækkaði stefnandi fjárhæð kröfu sinnar í kr. 188.967.95 með 6% ársvöxtum frá 18. janúar 1959 til 22. febrúar 1960, 9% ársvöxtum frá þeim degi til des- ember 1960 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Að öðru leyti hélt hann við gerðar kröfur í stefnu. Þá hefur stefnandi stefnt vátryggjanda framangreinds skips, Samvinnutryggingum, til réttargæzlu í málinu, en engar sjálf- stæðar kröfur gert á hendur þeim. Réttargæzlustefndi hefur heldur ekki gert neinar kröfur gegn stefnanda. Stefndi hefur aðallega krafizt sýknu af öllum kröfum stefn- 606 anda og málskostnaðar úr hans hendi, en til vara, að kröfur stefnanda verði stórlega lækkaðar og málskostnaður verði lát- inn falla niður. Málavextir eru þeir, að hinn 18. janúar 1959 var b/v Úranus á leið til Reykjavíkur frá Nýfundnalandsmiðum. Var stefnandi háseti á skipinu. Hafði hann verið á verði á stjórnpalli að kvöldi hinn 17. janúar til skömmu eftir miðnætti. Er stefnandi hafði lokið verði, fór hann fyrst í matsal, sem er aftan til á skipinu. Síðan ætlaði hann til klefa síns, en hásetaklefar eru staðsettir fremst í skipinu. Á leið sinni frá matsal kom hann við á stjórn- palli og lét skipstjórnarmann vita um ferð sína fram eftir skip- inu, Er hann var kominn nálægt miðri leið fram þilfarið, reið sjór yfir skipið, og varð stefnandi fyrir ólaginu. Lenti hann við það á þilfarspolla með þeim afleiðingum, að hann lærbrotnaði. Sjóferðapróf fóru ekki fram vegna slyss þessa, en stefnandi og vitni komu fyrir dóm undir rekstri málsins. Stefnandi kvaðst hafa verið á stýrisverði um kvöldið 17. og fram yfir miðnætti þess 18. janúar. Kvaðst hann minna, að hann hafi stýrt stefnu eitthvað nálægt norðaustri. Kvað hann sjóa þá hafa gengið yfir skipið og hafi þeir komið á það stjórn- borðsmegin, um forgálgann. Er hann hafi farið af verði, hafi hann farið í matsal skipverja, sem er aftan til á skipinu. Þaðan hafi hann síðan farið áleiðis til klefa síns, fremst í skipinu. Á Þeirri leið hafi hann komið við í stjórnpalli, látið varðhafandi stýrimann vita um þá ferð sína og óskað eftir því, að ljós yrði kveikt á þilfari, meðan hann færi fram það. Hann kveðst ekki hafa óskað eftir því, að hægt yrði á ferð skipsins, meðan hann færi fram þilfarið. Stefnandi kvað ljós hafa verið kveikt, og hafi hann gengið frá stjórnpalli og fram þilfarið bakboðsmegin. Er hann hafi verið kominn á mitt fordekkið, hafi sjór skollið á skipið og hafi hann komið á bað stjórnborðsmegin frá um forgálgann. Hann kvaðst hafa fundið hnykkinn, er sjórinn kom á skipið. Hafi hann þá gripið um togvírinn, en hann kvaðst hafa gengið meðfram honum ettir þilfarinu. Stýrimaður sá, er á verði var á stjórnpalli, er slysið skeði, hefur skýrt svo frá, að stefnandi hafi komið við á stjórnpalli og látið vita af því, að hann ætlaði fram til hásetaklefanna. Kvaðst stýrimaður hafa kveikt ljós á ljóskastara skipsins og beint því fram á þilfarið. Hann kvað það ekki hafa borizt í tal með þeim stefnanda og honum, að hægt yrði á ferð skipsins, meðan stefnandi færi fram þilfarið. Stefnandi hafi síðan farið 607 fram þilfarið bakborðsmegin, en það hafi verið kulborðið í um- rætt skipti. Vitnið kvaðst ekki hafa séð áður, að stefnandi hafi ætlað að fara bakborðsmegin fram bþilfarið, það kveðst ekki hafa séð hann, fyrr en hann hafi verið kominn fram fyrir tog- vinduna. Kvaðst stýrimaður hafa séð frá stjórnpalli, er sjórinn kom yfir skipið og lenti á stefnanda, og hafi sjórinn komið inn á skipið bakborðsmegin, við forgálgann. Stýrimaður kvað skipverja hafa fyrirmæli um að fara hléborðsmegin, er þeir fari fram eftir þilfari, en hann kvaðst ekki muna, hvort stefn- anda hafi verið sagt það í þetta skipti. Stýrimaður kvað það vera venju, er skipverjar fari fram í skipið, að þeir fari „keis- inn“ fram að stjórnpalli og láti þar vita af sér, svo sem stefn- andi hafi gert. Síðan velji skipverjar sér sjálfir tíma, þegar lag komi, til að skjótast fram eftir skipinu. Sé sjór hins vegar slæmur, þá sé þeim sagt úr stjórnpalli, hvenær lag sé, enda sjáist slíkt betur þaðan en af þilfari. Vitnið kvað sjó hafa verið miklu minni þennan dag en daginn áður, en það hafi þó alltaf verið einhver ágjöf og þá gengið yfir líkir sjóar og sá, er kom yfir skipið, er stefnandi slasaðist. Sagði stýrimaður það venju að hægja á ferð skipsins, þegar menn fari á milli, ef sjóar eru stórir, en ekki þegar „slampandi“ er, eins og verið hafi í um- rætt skipti. Stýrimaður kvað enga líflínu hafa verið strengda að hásetaklefum, en hann kvað togvíra hafa verið strengda frá togvindunni og fram í siglupollann, strengdir í sinni venjulegu hæð. Háseti sá, er við stýrið var í umrætt skipti, hefur borið það, að vindur hafi staðið á bakborðskinnung skipisns, en það kvaðst ekki muna, hvaða stefnu hann hafi stýrt. Kvað hann sjóinn hafa komið á skipið fyrir aftan bakborðs forgálga. Hafi sjór þessi verið skarpur straumhnútur, sem hafi spunnið sig alveg upp við síðu skipsins. Kvað hásetinn veður hafa verið þannig í um- rætt skipti, að það hafi verið skarpar hryðjur, en lygnt á milli. Hann kvaðst hafa komið á vörð kl. 0.30 og þá tekið við stýri af stefnanda. Hann kvað lítið hafa verið um það, að skipið tæki á sig sjó, áður en slysið varð. Eftir að slysið var orðið, hafi skipinu verið andæft, meðan verið var að koma stefnanda aftur í skipið. Er búið hafi verið að því, hafi verið sett á fulla ferð aftur. Og er stefna hafi verið tekin á ný, hafi smáskvetta komið á skipið og fyllt bakborðsganginn. Háseti kvað stýrimann hafa gefið stefnanda ljós með ljóskastara fram á þilfarið, en ljóskast- arinn hafi verið stjórnborðsmegin á stjórnpalli. Hafi stýrimaður 608 haft hendi á ljóskastaranum og horft á eftir stefnanda. Háset- inn kvað stefnanda hafa staðið uppi á siglupollanum, bakborðs- megin, er slysið skeði. Í málinu liggur fyrir útdráttur úr leiðarbók skipsins frá því kl. 04.00 laugardaginn 17. janúar og fram yfir það, er slysið varð. Er þar lýst stefnu, vindátt, veðri og sjólagi. Allan þann tíma er stefna skipsins A t N og vindur ANA, að undanskilinni skráningu kl. 12.00 á laugardaginn. Veðurhæð er í byrjun skráð 10 stig og sjór er skráður talsverður. Síðar er veðurhæð skráð lækkandi smám saman og kl. 02.00 sunnudaginn 18. janúar, rétt eftir slysið, er hún skráð 5 stig. Sjór er skráður talsverður fram til kl. 12.00 hinn 17. janúar, síðan sjóminna kl. 16.00 þann sama dag, en eftir það er sjólagi ekki lýst. Skráningum þessum hefur ekki verið mótmælt. Stefnandi byggir kröfur sínar í málinu á því, að orsök slyss- ins verði eingöngu rakin til óaðgæzlu skipstjórnarmanns, en á því beri eigandi skipsins fébótaábyrgð samkvæmt 13. gr. sigl- ingalaga. Stefnandi hafi látið skipstjórnarmann vita af því, að hann ætlaði fram þilfarið, og hafi honum því borið að gera þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar hafi mátt teljast til að koma í veg fyrir það, að slys yrði. Hefði slíkt mátt gerast með því að draga úr ferð skipsins, meðan stefnandi færi fram þilfarið svo og með því að leiðbeina stefnanda um lag. Þá hafi og eigi verið nein líflína fram skipið, sem nauðsynlegt hafi mátt telja. Jafnvel þótt eigi verði talið, að skipstjórnarmaður hafi sýnt af sér óaðgæzlu, telur stefnandi eiganda skipsins bera fébóta- ábyrgð á slysinu sem útgerðarmaður skipsins. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því, að orsök slyssins verði eingöngu rakin til vangæzlu stefnanda sjálfs. Hann hafi farið fram þilfarið kulborðsmegin í stað þeirrar sjálfsögðu venju sjó- manna að fara þeim megin eftir skipinu, sem hlé er. Eftir þeim upplýsingum, sem fyrir liggja um siglingu skipsins og vindátt, hefur kulborðið verið á bakborða, en það hafi einmitt verið þeim megin, er stefnandi fór fram þilfarið. Þá verði og eigi séð, að veður eða sjólag hafi verið það slæmt í þann mund, er slysið skeði, að ástæða hafi verið til að draga úr ferð skips- ins, meðan stefnandi fór fram á þilfarið, enda virðist stefnandi eigi hafa talið ástæðu til að biðja um, að slíkt yrði gert, er hann lét vita um ferð sína. Varakrafa stefnda er byggð á því, að jafnvel þótt einhver sök að slysinu verði talin eiga rætur að rekja til vangæzlu af 609 hálfu skipstjórnarmanns, þá eigi stefnandi jafnframt mikla sök sjálfur, Einnig er varakrafan byggð á því, að fjárkrafa stefn- anda sé allt of há. Hér að framan hefur verið lýst, hvernig veður og sjólag var síðasta sólarhringinn fyrir slysið. Hefur hvorttveggja verið slæmt í fyrstu, en gengið niður, er frá leið. Í framburðum stefn- anda og framangreinds stýrimanns kemur fram, að sjór hafi af og til gengið yfir skipið. Verður að telja, að við slíkar að- stæður hafi skipstjórnarmanni borið að gæta sérstakrar varúðar, er hann vissi um mannaferðir á þilfari. Stefnandi lét skipstjórn- armann vita af ferð sinni fram þilfarið. Gerði skipstjórnarmað- urinn hvorki að haga siglingu skipsins með tilliti til þeirrar ferðar stefnanda né heldur leiðbeindi hann honum á ferð hans, en telja verður, að rík ástæða hafi verið til slíks, þar sem betur mátti fylgjast með sjólagi frá stjórnpalli en af þilfari svo og þar sem náttmyrkur var á. Að Þessu athuguðu verður að telja, að orsök slyssins megi rekja til framangreindrar vangæzlu skip- stjórnarmannsins, en á henni ber stefndi fébótaábyrgð gagn- vart stefnanda. Á hinn bóginn verður að telja, að stefnandi hafi einnig átt nokkra sök á slysinu. Það er að vísu eigi nægi- lega sannað í málinu, á hvora hlið skipsins sjór sá kom, er stefnandi varð fyrir, en samkvæmt framangreindum útdrætti úr leiðarbók skipsins um siglingarstefnu og vindátt, hefur vind- ur staðið um 11 gráður á bakborð þess. Stefnandi hafði sjálfur verið við stýri skipsins nokkurn tíma fyrir slysið. Mátti honum því vera ljóst sem vönum sjómanni, hver hætta því var sam- fara að fara þannig fram þilfarið sem hann gerði. Þykir með hliðsjón af atvikum öllum hæfilegt að skipta svo tjóni því, er stefnandi telst hafa beðið, að stefndi bæti honum % hluta þess. Kröfu sína í málinu sundurliðar stefnandi bannig: 1. Bætur fyrir atvinnutjón og örorku ........ kr. 176.231.00 2. Bætur fyrir þjáningu, önnur óþægindi og lýti — 60.000.00 Samtals kr. 236.231.00 Það er komið fram í málinu, að stefnandi hefur fengið greidda dagpeninga og örorkubætur frá Tryggingastofnun ríkisins vegna slyssins, samtals að fjárhæð kr. 47.263.05. Við munnlegan mál- flutning lækkaði stefnandi kröfu sína, sem þeirri fjárhæð nem- ur, eða í kr. 188.967.95. Um 1. Þegar eftir slysið var búið um stefnanda um borð í skipinu, 39 610 en það var fjarri landi. Komst stefnandi ekki í sjúkrahús fyrr en 2 til 3 dögum eftir slysið, en þá var hann lagður í Landa- kotsspítalann í Reykjavík. Í vottorði Páls Sigurðssonar læknis, dags. 19. nóvember 1960, er meiðslum stefnanda lýst svo, að hægri lærleggur hafi brotnað. Í sjúkrahúsinu hafi brotið verið sett saman með togi, en ekki hafi tekizt að ná því fyllilega í skorður, þannig að ganglimurinn hafi stytzt og snúizt nokkuð. Eftir að stefnandi fór af sjúkrahúsinu, hafði hann fótavist, en gekk við hækjur og haltur. Honum fór fram smám saman og í marz 1960 byrjaði hann létta vinnu á vörulager. Í framangreindu vottorði Páls Sigurðssonar læknis er tekið upp vottorð prófessors Snorra Hallgrímssonar, dags. 3. marz 1960, um meiðsli stefnanda, og segir þar á þessa leið: „Eiríkur er mjög haltur á hægra fæti og vísar fóturinn um 60? út á við. Hann notar staf. Allmikil sveigja út á við er á hægri lærlegg. Stytting á hægri ganglim mælist 8 cm. Þá mæl- ist rýrnun á hægri kálfa 1 cm og rýrnun á hægra læri 3 cm. Mikil hreyfingartruflun er í hægri mjaðmarlið, og eru hreyf- ingar í mjaðmarliðnum, eins og hér segir: Beyging hægri að 60* vinstri að 60“ Abduction — 100 — 459 Aðdduction — 500 — 45? Innrotation — 450 — 20* Útrotation — 90 — 45? Röntgenskoðun á h. mjöðm og lærlegg 11.12. 59 sýnir gróið brot á efri enda h. lærleggs. Lærleggurinn hefur auðsýnilega verið mölbrotinn (fractura comminuta) og hefur lærleggurinn brotnað í sundur nokkru fyrir neðan lærhnútuna, en auk þess hefur efra stykkið klofnað að minnsta kosti í þrennt, þannig að trochanter minor hefur fylgt einu brotinu, meiri hluti tro- chanter major, ásamt collum og caput öðru, en því þriðja hluti úr trochanter major ásamt vænum flaska úr leggnum. Mikil missmíð er á brotstaðnum. Stór beinflaski skagar nokkuð inn á við. Allveruleg sveigja út á við er á lærleggnum nokkru fyrir neðan mjaðmarhnútuna og veldur þessi sveigja varus- stellingu á lærleggshálsinum, þannig að trochanter major skagar 1% cm upp fyrir efri brún acetabulum. Hornið milli lærleggs og lærleggsháls er vart meira en 90“. Bæklunin er aðallega fólgin í eftirfarandi: 1. Stytting á h. ganglim og nemur styttingin 8 cm. 2. Stellingaskekkja á h. lærleggshálsi, og veldur sú skekkja 611 verulegri hindrun í mjaðmarlið og má búast við því, að hún orsaki með tímanum óeðlilegt slit á liðnum. 3. Snúningsskekkja á h. lærlegg, þannig að h. fótur vísar um 60“ út á við við gang og um 45“ vantar upp á, að hægt sé að snúa tám beint fram. Útilokað er, að Eiríkur geti tekið upp fyrri störf sem sjó- maður. Þá er hann einnig ófær til erfiðisvinnu og til allrar vinnu, sem krefst verulegs sangs eða lyftinga.“ Páll læknir Sigurðsson mat örorku stefnanda, sem skoðaður var af lækninum hinn 14. október 1960. Í framangreindu vott- orði læknisins segir svo: „Hér er um að ræða 65 ára gamlan sjómann, sem slasast við störf sín fyrir tæpum tveim árum og fær slæmt brot á hægri lærlegg. Brotið greri með nokkurri styttingu og skekkju, svo að vegna meiðslis síns er maðurinn ófær til erfiðisvinnu og getur alls ekki stundað sjómennsku meir, Hann lá á sjúkrahúsi nærri 6 mánuði eftir slysið og var síðan alveg óvinnufær, þar til að hann byrjaði í marzmánuði 1960 við vinnu á vörulager.“ Metur læknirinn örorku stefnanda Þannig: Í 8 mánuði .... 100% - 4 mánuði .... 75% - 6 mánuði .... 50% og síðan varanleg örorka 40%,. Hinn 6. janúar 1961 var atvinnutjón stefnanda vegna örork- unnar reiknað út af K. G. Guðmundssyni tryggingafræðingi. Sam- kvæmt skattframtölum stefnanda voru atvinnutekjur hans næstu ár fyrir slysið þessar: Árið 1955 kr. 44.132.58, árið 1956 kr. 54.589.00, árið 1957 kr. 49.667.00, árið 1958 kr. 60.768.00 og árið 1959 kr. 7.163.63. Getur tryggingafræðingurinn þess, að á fram- talinu 1956 sé talið til frádráttar hlífðarföt á sjó í 150 daga. Næsta ár virðist hann eingöngu hafa unnið í landi. 1957 er hann 710 daga á sjó og 1958 200 daga. Hann hefur ýmist verið á mótorbátum eða togurum, þegar hann hefur verið á sjó. Öll árin er hann skráður félagsmaður í Verkamannafélaginu Dags- brún. Virðist tryggingafræðingnum stefnandi hafa aflað rúm- lega 70% af tekjum sínum næstu fjögur árin fyrir slysið með vinnu í landi, Kveður tryggingafræðingurinn vinnutekjur sjó- manna hafa verið á þessum árum að nokkru háðar vísitölu- breytingum eins og kaup verkamanna. Telur tryggingafræðing- urinn því eðlilegast að reikna áætlun um vinnutekjur fram í tímann út frá vinnutekjum stefnanda 1955— 1958, eins og ein- 612 göngu hefði verið um verkamannatekjur að ræða. Áætlar hinn sérfróði maður vinnutekjutap stefnanda vegna örorkunnar mið- að við slysdag kr. 176.231.00. Er sú áætlun gerð með þeim hætti að taka á hverjum tíma jafnmarga hundraðshluta af áætluðum vinnutekjum, eins og öÖrorkan er metin. Útreikningurinn er byggður á 6% vöxtum p. a., dánarlíkum íslenzkra karlmanna samkvæmt reynslu áranna 1941—-1950 fyrir missi starfsorku í lifanda lífi. Þessi liður í dómkröfur stefnanda er byggður á framangreind- um útreikingi tryggingafræðingsins. Með hliðsjón af því, sem að framan er rakið, og öðru því, sem hér skiptir máli, þykir hæfilegt að taka kröfulið þennan til greina með kr. 95.000.00. Hafa þá verið dregnar frá greiðsl- ur þær, sem stefnandi samkvæmt framansögðu hefur fengið frá Tryggingastofnun ríkisins. Um 2. Þegar það er virt, sem hér að framan er lýst um meiðsli stefn- anda, þykir hæfilegt að taka kröfulið þennan til greina með kr. 50.000.00. Samkvæmt framansögðu telst tjón stefnanda af völdum slyss- ins nema kr. 145.000.00 (95.000.00 - 50.000.00). Af því ber stefnda að bæta honum % hluta eða kr. 108.750.00, og verður hann dæmdur til að greiða þá fjárhæð ásamt vöxtum, eins og krafizt hefur verið. Þá ber að viðurkenna sjóveðrétt stefnanda í b/v Úranusi, RE 343, til tryggingar fjárhæðum þessum. Eftir þessum málalokum ber að dæma stefnda til að greiða málskostnað til stefnanda, sem ákveðst kr. 12.000.00. Emil Ágústsson borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómendunum Jónasi Jónassyni og Jóni Sigurðssyni, skip- stjórum. Dómsorð: Stefndi, Tryggvi Ófeigsson f. h. Júpiters h/f, greiði stefn- anda, Eiríki Kr. Gíslasyni, kr. 108.750.00 með 6% ársvöxt- um frá 18. janúar 1959 til 22. febrúar 1960, 9% ársvöxt- um frá þeim degi til 29. desember s. á. og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 12.000.00 í málskostn- að. Á stefnandi sjóveðrétt í b/v Úranusi, RE 343, til trygg- ingar fjárhæðum þessum. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 613 Mánudaginn 28. október 1963. Nr. 158/1962. Jóhanna Bjarnadóttir og Jónas Jónsson (Páll S. Pálsson hrl.) gegn Guðrúnu Kristjánsdóttur (Ingi R. Helgason hdl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason og Gizur Bergsteinsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Ómerking fógetaúrskurðar og málsmeðferðar. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjendur hafa, að fengnu áfrýjunarleyfi 9. nóvember 1962, skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 14. s. m. Krefjast þau þess, að hinum áfrýjaða úrskurði verði hrund- ið, leyfð framkvæmd gerðar þeirrar, sem krafizt var fyrir fógetadómi, og stefndi dæmd til greiðslu málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar í Hæstarétti úr hendi áfrýjenda. Krafa áfrýjenda fyrir fógetadómi var á þá lund, að tré- girðing, sem stefndi hér fyrir dómi hafði látið setja á mörk- um lóðanna nr. 34 við Baldursgötu og nr. 14 við Þórsgötu, hér í borg, yrði tekin niður með fógetagerð. Með svonefndu „afsalsbréfi“, dags. 12. júní 1945, veitti þáverandi eigandi húseignarinnar nr. 34 við Baldursgötu stefndu Jóhönnu gegn endurgjaldi gangrétt um norður- hluta leigulóðar sinnar. Í gerningi þessum segir m. a.: „Þessi sangkvöð hvílir ávallt á húseigninni nr. 34 við Baldurs- götu“ svo og að gangréttindin skuli „hér eftir vera eftir- gjaldslaus og óuppsegjanleg“. Ekki eru ljós gögn um af- stöðu leigusala samkvæmt lóðarleigusamningnum, Reykja- vikurborgar, gagnvart kvaðargerningi þessum, en honum fylgdi uppdráttur, er sýndi umferðarganginn, og greindi, að hann væri 92 cm á breidd. Þegar fyrir fógetadómi greindi aðilja á um, hvoru megin lóðamarka umrædd girðing 614 lægi, enda taldi og fógeti, að þetta málsatriði væri van- reifað. Að því er ráða má af uppdráttum þeim, sem mælinga- ntaðurinn Sigurhjörtur Pálmason hefur gert eftir upp- kvaðningu úrskurðar fógeta, svo og vætti hans þeim til skýringar, leikur vafi á um, hver séu rétt lóðamörk á svæði þvi, sem um er að tefla. Að svo vöxnu máli og atvikum að öðru leyti þykir ágreiningsmál aðilja bera undir fast- eignadóm samkvæmt lögum nr. 35/1914, sbr. TI. kafla laga nr. 41/1919. Verður því að ómerkja hinn áfrýjaða úrskurð og meðferð málsins fyrir fógetadómi. Eftir þessum úrslitum verður áfrýjendum dæmt að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, er ákveðst kr. 1500.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður svo og meðferð máls þessa fyrir fógetadómi eiga að vera ómerk. Áfrýjendur, Jóhanna Bjarnadóttir og Jónas Jónsson, greiði stefnda, Guðrúnu Kristjánsdóttur, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 1500.00, að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður fógetadóáms Reykjavíkur 1. ágúst 1962. Gerðarbeiðandi, Jóhanna Bjarnadóttir, Þórsgötu 14, Rvík, hefur krafizt þess, að trégirðing, sem gerðarþoli, Guðrún Kristjáns- dóttir, hefur látið setja upp á mörkum lóðanna Baldursgötu 34 og Þórsgötu 14, verði tekin niður með útburðargerð. Gerðar- beiðandi krefst þess, að gerðarþola verði gert að greiða sér máls- kostnað. Gerðarþoli, Guðrún Kristjánsdóttir, Baldursgötu 34, hefur mót- mælt því, að útburðargerðin nái fram að ganga, og hún hefur krafizt þess, að gerðarbeiðanda verði gert að greiða málskostnað. Mál þetta var tekið til úrskurðar að loknum munnlegum flutn- ingi, sem fram fór hinn 12. júní s.). Gerðarbeiðandi Jóhanna Bjarnadóttir er samkvæmt kaupmála, dags. 14. maí 1926, skrásettum 15. maí s. á., eigandi húseignar- innar Þórsgötu 14 hér í bæ, sjá rskj. nr. 15. Fyrri eigandi þess- arar húseignar var eiginmaður gerðarbeiðanda, Jónas Jónsson, og 615 Jón Bjarnason. Þeir afsala Þorvaldi Ólafssyni hinn 8. septem- ber 1923 lóðarréttindum að þessari lóð að hálfu, sjá rskj. nr. 7. Hinn 12. júní 1945 afsalar svo nefndur Þorvaldur Ólafsson Jó- hönnu Bjarnadóttur, gerðarbeiðanda máls þessa, orðrétt tiltekið „gangréttindum um norðurhluta leigulóðar nr. 34 við Baldurs- götu, hér í bænum, frá Baldursgötu inn á baklóð húseignar- innar nr. 14 við Þórsgötu hér í bænum“. — Þetta afsalsbréf hefur verið lagt fram í málinu sem rskj. nr. 3, og hefur því verið athugasemdalaust þinglýst hinn 8. febrúar 1946. Þorvaldur Ólafsson selur fasteignina 34 við Baldursgötu Elísa- betu Guðmundsdóttur, sjá rskj. 8, og er afsalinu þinglýst með athugasemd um gangréttindakvöð. Elísabet Guðmundsdóttir selur síðan eignina Guðmundi Gíslasyni, sjá rskj. 17, Guðmundur Gísla- son selur aftur Einari Rísberg, sjá rskj. 16, en Einar selur Guð- rúnu Kristjánsdóttur, gerðarþola máls þessa, þessa fasteign hinn 15. ágúst 1952, sjá rskj. nr. 12, — Á rskj. 17, 16 og 18 er getið um, að kaupendum sé kunn kvöð um gangréttindi, sem hvíli á meðfylgjandi húslóð. Sú álma hússins Þórsgötu 14, sem snýr að Baldursgötu, mun vera byggð fast að lóðarmörkum við Baldursgötu 34. Er milli Þessara húsa sund, sem gerðarþoli segir, að sé frá 87 til 91 cm á breidd, og hefur hún látið leggja fram rissuppdrátt af þessari afstöðu sem fylgiskjal með greinargerð sinni. Hefur þeirri frá- sögn gerðarþola ekki verið sérstaklega mótmælt. Ekki verður heldur séð eftir því, sem fyrir liggur í málinu, að ágreiningur hafi upp komið um breidd þessa gangstíss. Nú hefur gerðarþoli fyrir nokkru látið setja upp girðingu á lóðarmörkum, er áminnztu húsasundi sleppir, lága trégirðingu og er á henni hlið inn á baklóð Þórsgötu 14, fast upp við þá álmu, sem byggð er meðfram Baldursgötu. Gerðarbeiðandi telur sig órétti beitta með þessari girðingu og heldur því fram, að gerðarþoli hafi látið setja hana upp án allrar heimildar. Staðhæfir hún, að girðing þessi hindri frjálsan að- gang inn á baklóð Þórsgötu 14 og girðingarstólparnir standi að auki inni á þeirri lóð. Af þessu atferli gerðarþola stafi hinn mesti bagi, með því að sorphreinsunarmenn geti ekki komizt þessa leið til að tæma sorp- tunnur hússins Þórsötu 14, og vísar gerðarbeiðandi hér til bréfa á rskj. 4 og 5. Þar er á rskj. 4 bréf til sorphreinsunardðeildar- innar, umkvörtun vegna þess að tunnur hafi ekki verið tæmdar um tíma, og á rskj. 5 er svarbréf deildarstjóra, þar sem hann 616 segir menn sína ekki ná að tæma tunnurnar vegna margum- ræddrar girðingar. Gerðarþoli staðhæfir, að girðingarstólparnir standi alfarið inni á lóð Baldursgötu 34 og að öðru leyti muni málarekstur út af ágreiningi um kvaðir á lóðum í Reykjavík heyra undir merkja- dóm. Hér sé og að því að gæta, að ósamræmi sé nokkurt í heim- ildarskjölum um báðar þessar fasteignir, sbr. það að í sinni tíð hafi Jónas Jónsson afsalað Þorvaldi Ólafssyni hálfri þáverandi lóð Þórsgötu 14, sjá rskj. nr. 7, en öll lóðin hafi verið 260 m?, og því 2 130 m? partar, ef skipt hafi verið að hálfu. En Þor- valdur hafi afsalað aðeins 101.8 ma? til Elísabetar Guðmunds- dóttur, og sá fermetrafjöldi sé svo óbreyttur í öllum síðari af- salsskjölum um Baldursgötu 34. Að öðru leyti segir gerðarþoli, að þegar rskj. nr. 3 ræði um „gangréttindi“, sjá og önnur skjöl málsins, felist ekki þar í rétt- ur til annars og frekara en að ganga megi um spilduna, sem kvöðin hvíli á. Gangréttindi séu þrengri en almenn umferðar- réttindi, sem taki til farartækja og þess háttar og rétthafi gang- réttinda myndi ekki geta farið um gangstíg á reiðhjóli, bíl eða með trillur fyrir óskutunnur, nema samkvæmt leyfi kvaðar- Þola varðandi slíka tiltekna umferð. Ekki sé um það að ræða, að gangréttindi heimili almenn athafnaréttindi á spildunni, t. d. að geyma þar varning eða hluti, og í stuttu máli megi þau ekki skerða réttindi kvaðarþolans umfram það, sem leiði af eðlilegri göngu um landspilduna, og kvaðarþoli megi hafa þar í frammi allar þær athafnir sem honum sýnist, aðeins ef þær hindri ekki gangrétt kvaðarhafa. Í þessu ljósi séð segist gerðarþoli viðurkenna gangréttindi gerðarbeiðanda inn á baklóð hins síðarnefnda. Gerðarbeiðandi hafi hins vegar misskilið aðstöðuna og ætli sér miklu víðtækari rétt, sem gerðarþoli segist ekki á neinn hátt skyld að fella sig við. Gerðarbeiðandi hafi fyrst og fremst látið fara um gangstig- inn með öskutunnur og ýmsan varning, Ennfremur hafi gerðar- beiðandi byggt í óleyfi byggingaryfirvalda skúr á baklóð Þórs- götu 14, og þannig bókstaflega byggt öskutunnum sínum út af baklóðinni og flutt tunnurnar þá inn á gangstíginn, og hafi þær þar staðið til óþrifa og óþæginda mestu. Vitnar gerðarþoli í í þessu efni til vottorða fyrrverandi leigjenda o. fl., sjá rskj. 9, 10, 13 og 14, en ekki þykir full ástæða til að rekja efni þessara vottorða, en til þeirra vísast. Gerðarþoli segist nú hafa skorað á gerðarbeiðanda að flytja tunnurnar af gangstígnum, og er því 617 var ekki sinnt, segist gerðarþoli hafa látið stjaka tunnunum frá og setja upp girðinguna. En þessi girðing sé þannig úr garði gerð, að gangréttindin séu ekki skert, þar sem gerðarbeiðandi eigi greiðan aðgang að baklóðinuni um hlið á girðingunni. Aðilja hefur m. a. greint á um það, hvoru megin lóðarmarka girðingarstólparnir standi. Enginn uppdráttur, gerður af opin- berum þar til bærum aðiljum, liggur fyrir Í málinu, er skeri úr um þetta. Rissuppdráttur sá, sem gerðarbeiðandi hefur lagt fram sem fylgiskjal með afsalinu á rskj. 3, tekur engan vafa af í þessu efni, og er honum mótmælt sem býðingarlausum af gerðarþola. Önnur málsskjöl skera heldur ekki úr um greini- leg lóðamörk. Þegar af þeirri ástæðu, hve þetta atriði er van- reifað hér fyrir réttinum, verður það ekki talið notandi grund- völlur fyrir útburðargerð á girðingunni. Hlið það, sem er á hinni umdeildu girðingu, veitir gerðar- beiðanda og fólki á hennar vegum greiðan aðgang að baklóð Þórsgötu 14 og ekki virðist þar neitt þrengra um vik en þar, sem stígurinn liggur í sundinu milli húsanna. Hefur gerðar- beiðandi ekki sýnt fram á það, að gangréttindin, sem rskj. nr. 3 færi henni, innifeli annan rétt en til venjulegrar umferðar fót- gangandi fólks, og í öllu falli verður ekki litið svo á, að þessi kvöð veiti gerðarbeiðanda rétt til að fá öskutunnunum eða öÖðr- um munum stöðu á gangstígnum. Útburðarbeiðni gerðarbeiðanda virðist þannig ekki hafa við rök að styðjast og er synjað um hana. Rétt þykir, að gerðar- beiðandi greiði gerðarþola kr. 1500.00 í málskostnað. Því úrskurðast: Umbeðin útburðargerð skal ekki fara fram. Gerðarbeiðandi greiði gerðarþola kr. 1500.00 í málskostn- að innan 15 daga frá birtingu úrskurðar þessa að við- lagðri aðför að lögum. 618 Föstudaginn 1. nóvember 1963. Nr. 8/1962. Helga Þorsteinsdóttir f. h. Árna Björnssonar (Magnús Óskarsson hdl.) gegn Jóni Sigurðssyni (Enginn) og fjármálaráðherra f. h., ríkissjóðs (Sveinn H. Valdimarsson hdl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason og Gizur Bergsteinsson og Prófessorarnir Ármann Snævarr og Theo- dór B. Líndal. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Af hálfu áfrýjanda, Árna Björnssonar, hefur eiginkona hans, Helga Þorsteinsdóttir, skotið máli Þessu til Hæsta- réttar með stefnu 25, janúar 1962. Í stefnunni er tekið fram, að málinu sé áfrýjað, að því er varði alla hina stefndu í héraði, þá Jón Sigurðsson, Svein Einarsson og fjármála- ráðherra f. h. ríkissjóðs. Stefna þessi var hins vegar Þirt fjármálaráðherra einum. Með framhaldsstefnu 29. desem- ber 1962, að fengnu áfrýjunarleyfi 6. s. m., er málinu skot- ið til Hæstaréttar af hálfu áfrýjanda, að því er tekur til stefnda Jóns Sigurðssonar. Áfrýjandi hefur fengið gjaf- sókn fyrir Hæstarétti, takmarkaða við Það, að kostnaður ríkissjóðs af henni fari ekki fram úr kr. 20.000.00. Hér fyrir dómi gerir áfrýjandi þær kröfur, að stefndu Jóni Sigurðssyni og fjármálaráðherra f. h. rikissjóðs verði dæmt in solidum til að greiða honum kr. 1.218.515.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 14. júní 1952 til greiðsludags og málskostn- að í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og málið væri ekki sjafsóknarmál. Stefndi fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs krefst aðallega staðfestingar hins áfrýjaða dóms, að því er til hans tekur, en fil vara lækkunar á kröfufjárhæðum áfrýjanda og að honum verði ekki dæmt að greiða neinar fjárhæðir in solid- 619 um með stefnda Jóni Sigurðssyni. Svo krefst hann og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Stefndi Jón Sigurðsson gagnáfrýjaði af sinni hálfu með stefnu 16. maí 1963, að fengnu áfrýjunarleyfi 26. apríl s. á. Gagnsökin var þingfest hinn 4. júní 1963 og sameinuð aðal- sökinni. Þegar málið var tekið fyrir til flutnings hinn 29. október s.l., kom enginn fyrir dóm af hálfu Jóns Sigurðs- sonar. Féll gagnsökin þá niður, án þess að nokkrar kröf- ur væru uppi hafðar í henni. Hefur málið verið flutt munn- lega í Hæstarétti, og verður það, að því er tekur til stefnda Jóns Sigurðssonar, dæmt eftir framlögðum skilriíkjum. Með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta ákvæði hans um sýknu stefnda fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs af kröfum áfrýjanda. Koma þá til athugunar kröfur áfrýjanda á hendur stefnda Jóni Sigurðssyni. Guðjón Hansen cand. act. hefur hinn 24. október 1963 gert nýja áætlun um atvinnutjón áfrýjanda með hliðsjón af breytingum á kaupgjaldi o. fl., sem orðið hafa, eftir að hann gerði áætlun þá, dags. 25. janúar 1959, sem greinir í héraðsdómi. Í hinum nýja áætlunarreikningi er miðað við 7% ársvexti. Eru niðurstöðutölur nú þessar: Ef miðað er við tekjur samkvæmt A-lið áætlunarinnar frá 1959, nemur atvinnutjónið kr. 1.087.382.00, en sé miðað við tekjur sam- kvæmt B-lið, nemur tjónið kr. 908.981.00. Þessar tölur hvor um sig lækka þó um kr. 70.775.00 vegna verðmætis þess lífeyris, sem reiknað er með, að aðaláfrýjandi fái um- fram það, sem hann hefði mátt gera ráð fyrir að fá, ef hann hefði ekki orðið fyrir áverka þeim, sem um ræðir í málinu. Samkvæmt málavöxtum og með hliðsjón af hinum nýja áætlunarreikningi þykja örorkubætur, sbr. 1. kröfulið í hér- aði, hæfilega ákveðnar kr. 700.000.00. Bætur samkvæmt 2. og 3. kröfulið í héraði teljast hæfilega ákveðnar í héraðs- dómi, samtals kr. 200.000.00. Ber stefnda Jóni Sigurðssyni að greiða áfrýjanda samkvæmt þessu kr. 900.000.00 ásamt vöxtum, eins og dæmt er í héraði. Ákvæði héraðsdóms, að því leyti sem honum er áfrýj- 620 að, um málskostnað í héraði og talsmannslaun má staðfesta. Að því er tekur til sakar áfrýjanda og stefnda fjármála- ráðherra f. h. ríkissjóðs, telst rétt, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dæma ber stefnda Jón Sigurðsson til að greiða áfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 40.000.00, en þar af renni í ríkissjóð kr. 20.000.00. Málflutningslaun talsmanns áfrýjanda fyrir Hæstarétti, kr. 20.000.00, greiðist úr ríkissjóði. Dómsorð: Stefndi fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs á að vera sýkn af kröfum áfrýjanda, Helgu Þorsteinsdóttur f. h. Árna Björnssonar, í máli þessu. Stefndi Jón Sigurðsson greiði áfrýjanda, kr. 900.- 000.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 9. apríl 1955 til greiðslu- dags. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað og talsmanns- laun eiga að vera óröskuð. Að því er varðar sök áfrýj- anda og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, fellur máls- kostnaður í Hæstarétti niður. Stefndi Jón Sigurðsson greiði áfrýjanda málskostnað í Hæstarétti, kr. 40.000.00, en þar af renni í ríkissjóð kr. 20.000.00. Málflutnings- laun talsmanns áfrýjanda fyrir Hæstarétti, Magnúsar Óskarssonar héraðsdómslögmanns, kr. 20.000.00, greið- úr ríkissjóði. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að. lögum, Dómur bæjarþings Reykjavíkur 14. desember 1961. Mál þetta, sem dómtekið var 28. f. m., hefur Árni Björnsson tónskáld, Mjóuhlíð 10, hér í bæ, höfðað með stefnu, útgefinni 14. marz 1959, að fengnu gjafsóknarleyfi, gegn þeim Jóni Sig- urðssyni, Sandgerði, Raufarhöfn, Norður-Þingeyjarsýslu, Sveini Einarssyni, Hringbraut 73, hér í bæ, og fjármálaráðherra f. h. 621 ríkissjóðs til greiðslu in solidum á skaðabótum að fjárhæð kr. 1.218.515.00, ásamt 6% ársvöxtum frá 14. júní 1952 til greiðslu- dags og málskostnaðar að skaðlausu, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Stefndi Jón Sigurðsson hefur hvorki sótt þing né látið sækja þing og hefur engar varnir haft uppi í málinu. Stefndi Sveinn Einarsson hefur krafizt algerrar sýknu af öll- um kröfum stefnanda og hæfilegs málskostnaðar úr hans hendi að mati dómarans. Stefndi fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs hefur krafizt algerr- ar sýknu af öllum kröfum stefnanda og hæfilegs málskostnaðar úr hans hendi að mati dómarans. Málavextir eru svofelldir: Kl. 4.55 aðfaranótt laugardagsins 14. júní 1952 var símleiðis beðið um lögregluaðstoð að Bjargarstíg vegna ölvaðra manna, er þar væru á götunni. Lögregluþjónarnir Þórður Benediktsson og Finnbogi Sigurðsson fóru á staðinn. Þar voru fyrir á götunni þrír ölvaðir menn, þeir stefndu í máli þessu, Jón Sigurðsson og Sveinn Einarsson ásamt Tómasi Albertssyni prentara. Stefnandi máls þessa, Árni Björnsson, lá þarna meðvitundarlaus á götunni. Hann hafði nokkurn áverka á höfði. Töldu lögreglumennirnir, að meðvitundarleysi hans stafaði af ofurölvun. Var honum lyft inn í lögreglubifreiðina, hann lagður á gólf hennar og síðan ekið til lögreglustöðvarinnar. Þar var Árni borinn inn og er ekki ljóst, hvort hann var borinn inn á börum eða á annan hátt. Á lögreglustöðinni var mönnum þessum haldið nokkra hríð, en sleppt að svo búnu, Árni, sem enn var meðvitundarlaus, var borinn á börum út í lögreglubifreið og ekið heim. Lögregluvarð- stjórinn Magnús Sigurðsson heldur því fram, að hringt hafi verið á læknavarðstofuna eftir lækni, en hann hafi ekki verið viðstaddur. Samkvæmt vætti lögreglumanna virðast lítil ölvunarmerki hafa verið á stefnda Sveini, en nokkur á Jóni. Næsta dag eftir hádegi hóf rannsóknarlögreglan rannsókn í máli þessu, en þá var komið í ljós, að Árni mundi alvarlega slas- aður, enda enn meðvitundarlaus, og Tómas rúmliggjandi. Var þá þegar náð í báða hina stefndu, þá Jón og Svein, og þeir settir í hald að lokinni yfirheyrslu, en daginn eftir voru þeir úrskurð- aðir í gæzluvarðhald. Verður nú rakið það, sem fram hefur komið um atburði þá, er áttu sér stað á Bjargarstíg umrædda nótt. Til frásagnar um þá eru stefndu Jón og Sveinn ásamt Tómasi Albertssyni. Enn- 622 fremur nokkur vitni, er þó sáu ekki upphaf þess, er þarna gerðist. Um Árna er það að segja, að af honum varð ekki tekin skýrsla, sbr. það, sem síðar verður rakið um meiðsli hans. Að kvöldi hins 13. júní var í húsi Tónlistarfélagsins, Þrúð- vangi við Laufásveg, haldin gleði nokkur fyrir þýzka tónlistar- menn, er verið höfðu í heimsókn hér, en voru á förum næsta morgun. Þarna voru staddir þeir Tómas Albertsson og stefnandi máls þessa. Var þarna ölteiti, og kveðst Tómas hafa komizt undir áfengisáhrif og er minni hans næsta slitrótt um atburði nætur- innar. Þetta sama kvöld höfðu stefndu, Jón og Sveinn, setið að drykkju um borð í Lagarfossi. Fóru þeir þaðan einhvern tíma alllöngu eftir miðnætti og skildu við samferðafólk sitt, að því er virðist utan við Miðstræti 10, en þar bjuggu þeir á þessum tíma. Þeir hafa báðir skýrt svo frá, að skömmu síðar hafi þeir af hendingu lent í samsætinu í Þrúðvangi. Hafi þeir gengið fram hjá húsinu og hitt Jón Magnús Pétursson píanóleikara þar fyrir utan. Hafi hann verið mjög drukkinn og boðið þeim að líta inn. Ekki hafa þeir stefndu, Jón og Sveinn, getað gefið neina skýr- ingu á því, hvað þeir voru að vilja niður á Laufásveg. Jón Magn- ús kveðst ekki minnast þess, að hann byði neinum þarna inn, en tekur fram, að hann hafi verið drukkinn og muni lítt hvað gerðist. Stefndi Sveinn kveðst í hófinu hafa gefið sig á tal við stefnanda, er hann hafi kannazt lítið eitt við, og hafi þeir Jón Sigurðsson og hann fylgzt síðan burt með stefnanda, eftir að þeir stefndu höfðu verið beðnir að hafa sig á brott. Jón segir einnig, að hann hafi fylgzt með stefnanda burt. Björn Ólafsson fiðluleikari, er sá um hóf þetta, kveðst minnast þess, að hann hafi beðið einhverja óviðkomandi menn að fara á brott nokkru áður en hófinu var slitið, en það var klukkan að ganga 5. Tómas sagði í fyrstu, að hann hefði farið úr Þrúðvangi í fylgd með stefnanda, en kvaðst ekki síðar geta um það sagt, enda fær sú frásögn hans ekki staðizt, sbr. það, sem síðar getur. Stefndu Jón og Sveinn segja nú, að þeir hafi gengið ásamt stefnanda frá Þrúðvangi og hafi það atvikazt svo, að leið þeirra hafi legið heim til stefndu í Miðstræti 10. Þar inni hafi Þeir setið nokkra stund. Hafði stefnandi meðferðis fiðlu eins Þjóð- verjans svo og tvö brauðföt eða diska. Stefndu segja, að meðan þeir stóðu við heima, hafi þeir eitthvað verið að fikta við fiðl- una. Framburður stefndu styrkist af vætti Guðrúnar Jóns- dóttur saumakonu, er bjó í Miðstræti 10, 2. hæð, beint yfir 623 herbergi stefndu, en hún segist hafa vaknað einhvern tíma um- rædda nótt við hávært mannamál og hlátur í herbergi stefndu. Virtist henni einhverjir eða einhver vera í fylgd með stefndu, og hún kvaðst hafa heyrt einhver óvenjuleg hljóð, er hún telur að hafi stafað frá hljóðfæri. Stefndu héldu nú burt með Árna. Höfðu þeir áður, að sögn Sveins, boðið honum gistingu, því að þeir töldu hann ofurölva, en hann þekktist eigi það boð. Þeir héldu út á Skálholtsstíg og upp þá götu og áfram Bjargarstíginn. Einhvers staðar á þessari leið hittu þeir Tómas Albertsson. Gerast nú þeir atburðir, sem eru þungamiðja málsins, og er ýmislegt óljóst um þá. Verður að rekja hér einstaka framburði. Tómas Albertsson skýrði, sem fyrr segir, fyrst svo frá, að hann hafi verið á ferð með Árna, er þeir Jón og Sveinn hafi orðið á vegi þeirra. Hefðu þeir farið að glettast við þá félaga, og kveðst Tómas muna, að annar hafi tekið af honum hattinn. Síð- an hafi hann verið sleginn af einhverjum, og muni hann síðan ekki eftir sér um stund, en er hann hafi raknað við aftur, hafi hann séð Árna liggja á götunni meðvitundarlausan og hafi ein- hver verið að stumra yfir honum. Síðan hafi komið lögreglu- bifreið og hann, Árni og tveir aðrir menn verið fluttir á lög- reglustöðina. Þar hafi hann komizt að raun um, að kr. 220.00 voru horfnar úr veski hans. Ekki gat Tómas gert sér fulla grein fyrir því, hvort þeir, sem fluttir voru með honum á lögreglu- stöðina, voru hinir sömu og ráðizt höfðu á hann og Árna. Er framburður Tómasar nokkuð óljós og ber með sér, að hann man óglöggt atburði næturinnar, Stefndi Jón ber mjög við minnisleysi. Hann skýrði í upphafi svo frá, að er þeir þrír gengu frá Miðstræti 10, hafi Sveinn leitt Árna, og að því er hann minni, haldið á fiðlunni. Þegar Tómas hafi slegizt í hópinn, kveðst Jón hafa farið að glettast við hann, meðal annars slegið af honum hattinn. Út úr þessu hafi komið til illinda meðal þeirra, og kveðst Jón hafa barið hann eitthvað á móti. Taldi hann sig þó ekki muna til, að Tómas félli til jarðar. Jón kvaðst hafa séð það til Árna og Sveins, að Sveinn hafi sleppt taki, er hann hafði á Árna, og hafi Árni þá fallið á götuna, en Sveinn síðan farið að stumra yfir honum og beðið síðan einhvern vegfaranda að hringja til lögreglunnar. Öllu neitaði Jón um peningatöku af Tómasi Albertssyni. Stefndi Sveinn skýrði í upphafi frá á svipaðan hátt, kvað þá félaga hafa leitt Árna, en er Tómas hafi hitt þá hafi komið 624 til einhverra ryskinga meðal þeirra. Kveðst Sveinn síðan hafa ætlað að skakka leikinn og sleppt Árna, en Árni hafi þá fallið á götuna. Fullyrti Sveinn þá, að hvorki hann né Jón hefði blak- að hið minnsta við Árna. Kveðst Sveinn síðan hafa farið að stumra yfir Árna. Sveinn kvaðst hafa beðið mann, er komið hafi þarna að, að hringja til lögreglunnar og beðið unz lögreglu- þjónar komu á vettvang. Fyrir sakadómi 19. júní 1952 breytti Sveinn framburði sínum. Hann skýrði nú svo frá, að til viðureignar hafi komið milli Jóns og Tómasar, og telur hann Jón muni hafa átt upptök að henni, þótt ekki hafi hann fylgzt vel með í fyrstu. Hann minnist þess, að Jón kallaði: „Sláðu þá, Sveinn.“ Hafi þeir Tómas og Jón þá verið rétt hjá þeim Árna. Sveinn kveðst nú hafa sleppt Árna, og þá hafi Jón ruðzt á milli þeirra, patandi með hendurnar út í loftið. Í þeim svifum hafi Árni fallið til jarðar. Ekki kvaðst Sveinn þó beinlínis hafa séð Jón slá Árna, en hræddur kvaðst hann þó um, að svo hafi verið. Í síðari yfirheyrslum lýsir Sveinn því, að hann telji, að Árni hljóti að hafa orðið fyrir höggi eða hrindingu, miðað við það, hve langt hann kastaðist út á götuna. Og sé ekki öðrum til að dreifa en Jóni að hafa veitzt Þannig að Árna. Sjálfur hefur Sveinn ætíð haldið fast við það, að hann hafi hvorugan þeirra Árna eða Tómas slegið eða beitt ofbeldi á annan hátt. Hinn 19. júní játaði Sveinn einnig peningatöku þeirra félaga af Tómasi. Nánar skýrði hann svo frá, að er Árni var fallinn, hafi Jón snúið sér að Tómasi og slegið hann niður, en dröslað honum síðan að bifreið, er staðið hafi þar nærri. Er Tómas hafi raknað við og tekið að reisa sig upp, hafi Jón slegið hann aftur og hafi Tómas dasazt, en þó ekki virzt falla í rot með öllu. Þá segir Sveinn, að sér hafi dottið í hug að ná af honum peningum og sagt sem svo: „Eigum við ekki að ræna hann?“ eða eittthvað á þá leið, og hafi Jón játað því. Kveðst Sveinn hafa að því búnu farið í vasa Tómasar, tekið veski hans og úr því peninga þá, er í því voru, og stungið á sig, en veskinu aftur í vasa Tómasar. Hafi hann svo tekið að stumra yfir Árna og reynt; að hlúa að honum. Sveinn sagði, að hugmyndin um peningatökuna hafi fyrst komið til, er Jón var búinn að slá Tómas niður. Skilur hann ekki, hvað hafi komið yfir sig, enda hafi sig ekki skort fé. Eftir að Sveinn hafði breytt framburði sínum, og er gengið var á Jón, hvarf hann að nokkru leyti frá fyrra framburði. Kvaðst hann nú muna, að hann hafi slegið Tómas niður. Hann 625 játaði og, að Sveinn hefði stungið upp á að taka peninga af Tómasi og kvaðst hafa samþykkt það. Hefði Sveinn síðan tekið upp veski Tómasar, en ekki kvaðst Jón hafa séð, hvað Sveinn tók úr því. Ekki viðurkenndi Jón nokkru sinni, að hann hefði slegið Árna né hrundið, en hefur þó ekki fortekið, að svo kunni að hafa verið, en minnið sé óljóst. Sjónarvottar eru nokkrir að atburði þessum. Þó er það svo, að enginn þeirra hefur séð, er Árni féll í götuna. Verða nú rakin vætti þeirra: Árni Þór Jónsson póstafgreiðslumaður, 32 ára að aldri, var á leið norður Óðinsgötu og varð litið vestur Bjargarstíg, er hann fór yfir gatnamótin, Sá hann þá fjóra menn á götunni. Einn lá á götunni. Skammt frá var einn mannanna að berja annan, og sló maðurinn hann aftur. Fjórði maðurinn var bar nær, en hafðist ekki að. Árni Þór staldraði lítið eitt við, en skundaði síðan til lögreglustöðvarinnar og skýrði frá því, hvers hann hefði orðið vísari. Fór hann síðan til vinnu sinnar og kveðst hafa komið þangað nákvæmlega kl. 5 (samkvæmt stimpilklukku). Vitnið Einar Jóhann Einarsson, 53 ára að aldri, gekk vestur Bjargarstíg nálægt kl. 5. Sá hann, hvar maður lá á norður- helmingi götunnar og annar var að stumra yfir honum og þurrka framan úr honum. Sunnan megin á götunni voru tveir menn, báðir ölvaðir. Var annar eitthvað meiddur í andliti og blóð á frakka hans. Menn þessir voru að stæla um, hvor hefði byrjað. Einar Jóhann hélt för sinni áfram, án þess að skipta sér af mönnum þessum. Vitnið Sverrir Ragnar Bjarnason bréfberi, Bjargarstíg 6, 25 ára að aldri, vaknaði umrædda nótt á að gizka milli kl. 4,30 og 5 við einhver köll á götunni fyrir utan og heyrðist honum kall- að nafnið Jón. Sverrir Ragnar leit út um glugga og sá, að maður lá, að því er virtist alveg meðvitundarlaus, þvers um á nyrðri helmingi akbrautarinnar, Annar maður hafði legið sunnan til á götunni og verið að kalla eitthvað. Tveir menn hafi staðið þarna nærri og hafi annar síðan gengið að þeim, sem var að æpa, og virzt þagga niður í honum og loks hafi hann dregið manninn upp að húsinu og reynt að vefja frakka mannsins um höfuð honum. Síðan hafi hann fært sig frá manninum. Sá, sem lá, hafi þá risið upp, og hafi verið meiddur í andliti að sjá og hafi hann rétt á eftir gengið vestur eftir götunni ásamt þeim, sem verið hafði að þagga niður í honum. Sá, sem eftir varð, 40 626 hafi tekið að stumra yfir þeim, er meðvitundarlaus var, og þurrk- að framan úr honum með vasaklút. Þeir tveir, er gengið höfðu frá, hafi síðan komið aftur og lögreglan síðan komið á vettvang. Vitnið Kristólína Þorleifsdóttir, 53 ára að aldri, er býr á efri hæð hússins nr. 7 við Bjargarstíg, kvaðst hafa vaknað við hávaða af götunni og litið út um glugga. Þá hafi hún séð, að maður lá þar á grúfu á götunni og vissu fætur hans að gangstétt, en höfuðið út á götu. Var maður yfir honum, lyfti honum upp og þerrði enni hans með vasaklút. Hinum megin á götunni lá ann- ar maður, og var hann að kalla. Hjá honum var maður, sem virtist vera að reyna að kæfa köll hans, með því að setja frakka mannsins fyrir munn honum. Þessir tveir síðarnefndu gengu síðan saman eitthvað burt, eftir að sá, sem legið hafði, var stað- inn upp. Þeir komu til baka um svipað leyti og lögreglubifreiðin kom. Kristólína segir, að henni hafi heyrzt korra í hinum með- vitundarlausa manni. Vitnið Jón Kristinn Halldórsson vélstjóri, 25 ára að aldri, býr á sömu hæð og Kristólína. Mun hann hafa litið út um sama leyti og hún, og eru framburðir þeirra mjög líkir. Kveðst Jón Kristinn hafa séð tvo menn liggja á götunni og auk þeirra voru þar tveir aðrir menn. Var annar þeirra að reyna að þagga niður í þeim, er lá að sunnanverðu á götunni, með því að vefja frakka hans um höfuð honum. Síðan stóð maðurinn upp og fór eitt- hvað frá um stund ásamt þeim, sem verið hafði að þagga niður í honum. Kom nú að vegfarandi og spurði þann, er var að stumra yfir þeim meðvitundarlausa, hvort hann ætti ekki að hringja til lögreglu, og féllst maðurinn á það. Maðurinn fór burt, en kom rétt strax aftur og kvaðst ekki hafa náð í síma, en hann færi nú að sækja lögreglu. Þeir, er farið höfðu burt, komu nú aftur og skömmu síðar lögreglubifreið. Vitnið Sigríður Erla Guðmundsdóttir, 19 ára að aldri, og Guð- rún Lára Guðmundsdóttir, 15 ára að aldri, búa á 1. hæð á Bjarg- arstíg 7. Vöknuðu þær báðar, Sigríður Erla nokkru fyrr. Hún heyrði kallað á hjálp og leit þá út. Er framburður hennar í sam- ræmi við framburði Kristólínu og Jóns Kristins, sbr. að framan. Virðist hún hafa litið út um sama leyti og þau. Hún kveðst hafa séð einn mannanna vera að þagga niður í öðrum, er lá sunnan megin götunnar. Þá hafi einn mannanna, er verið hafi í svört- um frakka — og kemur sú lýsing heim við það, sem upplýst er um fatnað stefnda Sveins — farið í vasa þess, er lá í göt- uni og var að kalla, og leitaði eitthvað í þeim, en ekki sá hún, 627 hvort hann tók neitt. Þessi maður fór því næst að þeim, er lá meðvitundarlaus á norðurhelmingi götunnar, og þurrkaði enni hans með klút og reisti hann upp til hálfs um leið. Hinn með- vitundarlausa mann segir Sigríður Erla hafa legið á götunni, beint utan við gluggann á herbergi hennar. Þegar vitnið Guðrún Lára leit út, var maður að þurrka framan úr hinum meðvit- undarlausa, og heyrðist henni korra í manninum. Hinu megin götunnar lá maður eða sat upp við hús, og annar var að þagga niður í honum, með því að halda fyrir munninn á honum. Hann fór einnig í vasa mannsins án þess að taka þar nokkuð, svo að hún sæi. Þá kvaðst Sigríður Erla hafa heyrt, að einhver mann- anna sagði: „Eigum við ekki að draga þá inn í port og fara“ og „ef lögreglan kemur, segjum við bara, að þeir hafi ráðizt á okkur,“ en hver þetta mælti, er henni ekki ljóst. Hún segir, að sá, er sat yfir meðvitundarlausa manninum, hafi tekið upp sígarettu og stungið upp í sig, en farið að því búnu í vasa hins meðvitundarlausa, en ekki sá hún þó manninn taka þar neitt. Vitnið Ingveldur Einarsdóttir, 26 ára að aldri, og Robert Free- land Gestsson málari, 28 ára að aldri, búa í kjallara hússins nr. 5 við Bjargarstíg. Ingveldur vaknaði kl. ca. 4.45 við hávaða og leit út um glugga. Hún sá, að maður lá á götunni fyrir utan og var að reyna að rísa upp, en annar var yfir honum og varn- aði honum þess. Hann skreið þá yfir götuna. Þar kom að maður í svörtum frakka og virtist ætla að reisa manninn við, en hinn varnaði honum þess. Maðurinn í svarta frakkanum fór nú burt, en kom rétt strax aftur, tók undir hendina á þeim, er lá, og tók veski eða vasabók úr bakvasa mannsins og lét það síðan aftur í brjóstvasa hans. Sá, sem lá á götunni, fór nú að kalla upp aftur, en sá, er fyrst hafði átt í átökum við hann, reyndi að þagga niður í honum með því að halda frakka hans fyrir vitum hans. Síðan sagði hann manninum að standa upp, og gerði hann það, og gengu þessir tveir nú báðir vestur götuna. Ingveld- ur fór nú og leit út um annan glugga á íbúðinni og sá hún þá, hvar maður lá á götunni nokkru austur, en til hans hafði hún ekki séð úr hinum glugganum, Sá, sem var í svörtum frakka, var hjá manninum og hélt honum að nokkru leyti uppi. Meðan þessu fór fram, hafði Róbert Freeland klæðzt, eftir að hann hafði litið snöggvast út um gluggann. Fór hann út og sá meðvitundar- lausan mann, sem lá í götunni fram undan sundinu milli hús- anna nr. ð og 7, og var maður dökkklæddur að þurrka framan úr honum. Robert hringdi dyrabjöllu á húsinu til að ná í síma, 628 en ekki var anzað. Hann fór þá inn til sín til að klæðast betur. Kveðst hann þá hafa heyrt, að einn mannanna hafði orð á því við þann, er var hjá hinum meðvitundarlausa, að þeir skyldu fara burt. Robert fór út aftur. Voru tveir mannanna þá að ganga vestur götuna, en meðvitundarlausi maðurinn var á sama stað og hinn yfir honum, Heyrði Robert korr í hinum meðvitundar- lausa, Robert segir, að maðurinn, sem hjá honum var, hafi sagt, að hinir tveir hefðu orðið ósáttir og farið að fljúgast á, og við það hefði þessi maður fallið í götuna. Maðurinn var samþykkur því, að náð væri í lögreglu, og bað Robert nú stúlku, er kom út í glugga á neðri hæð hússins nr. 5, að hringja til lögreglu. Nokkru síðar kom lögreglubifreið eftir Bergstaðastræti, en var beygt upp Bjargarstíg, og fór Robert þá af stað á lögreglu- stöðina. Vitnið Sigurður Örn Einarsson, 16 ára að aldri, kveðst hafa heyrt hávaða og spark utan af götunni, en hann býr í hornhúsinu á mótum Bergstaðastrætis og Bjargarstígs, nr. 24 við Bergstaða- stræti. Hann kvaðst hafa heyrt dynk. Þegar Sigurður leit út, sá hann, að eigin sögn, fjóra menn. Einn lá hreyfingarlaus á grúfu á götunni, en tveir voru að berja hinn fjórða, er lá utan í lítilli bifreið, er stóð norðan megin á götunni. Annar árásarmann- anna, er var klæddur dökkum frakka, hætti þó fljótt barsmíð- um, en hinn, er var í ljósum frakka, hélt áfram, unz maðurinn féll í götuna, og hélt jafnvel áfram að slá hann eftir það. Sig- urður fór nú frá til þess að hringja til lögreglu, en því næst aftur að sama glugga og áður. Þá var maðurinn í svarta frakk- anum farinn að stumra yfir þeim, er lá í öngviti, og þerra enni hans með klút. Sá, sem barinn hafði verið, lá á götunni og kall- aði á hjálp. Sá, sem hafði slegið hann, hafði orð á því við hinn dökkklædda, hvort þeir ættu ekki að hafa sig burt, en hinn vildi það ekki. Maðurinn í ljósleita frakkanum spurði þá, hvað þeir ættu að gera, ef lögreglan kæmi, og sagði hinn, að þeir skyldu þá segja, að ráðizt hefði verið á þá. Þá sá Sigurður, að ljós- klæddi maðurinn gekk vestur Bjargarstíg svo og sá, er hann hafði verið að slá. Sigurður kvaðst hafa séð, að sá í dökka frakk- anum stakk upp í sig sígarettu, og eftir það fór hann í vasa hins meðvitundarlausa, líkt og hann væri að leita eftir eldspýt- um, en ekkert sá Sigurður hann taka. Vitnið Ólafur Markússon kennari, er verið hafði á hófinu í Þrúðvangi, kveðst að loknu hófinu hafa gengið niður í miðbæ, en síðan suður að Þrúðvangi á ný. Hafi Tómas þá komið á móti 629 sér sunnan götuna, verið æstur og Í uppnámi og sagt, að hann hefði orðið fyrir árás og að Árni lægi uppi í götunni og bað hann Ólaf að fara á lögreglustöðina. Ólafur féllst á það, og skildi með þeim. Þegar Ólafur kom á lögreglustöðina, hafði lögregl- unni þegar verið gert viðvart. Ólafur segir, að Tómas hafi verið blár og bólginn um munninn, er þeir hittust. Framburður þeirra vitna, er rakinn hefur verið hér að framan, var gefinn í sakadómi Reykjavíkur seinni hluta júnímánaðar 1952. Hins vegar var þá látið undir höfuð leggjast að heitfesta vitni þessi. Það var fyrst gert seinni hluta janúarmánaðar 1955, eftir að refsimáli á hendur beim stefndu Jóni Sigurðssyni og Sveini Einarssyni út af framangreindum atburðum hafði verið áfrýjað til Hæstaréttar. Þá staðfestu vitnin Tómas Albertsson, Einar Jóhann Einarsson, Guðrún Lára Guðmundsdóttir, Árni Þór Jónsson, Jón Kristinn Halldórsson, Robert Freeland Gestsson, Kristólína Þorleifsdóttir og Sverrir Ragnar Bjarnason framburði sína með eiði. Vitnið Sigurður Örn Einarsson var þá ennfremur samprófað við stefnda Svein Einarsson, Hefur vitnið haldið fast við framburð sinn í höfuðdráttum, en kveðst þó ekki beinlínis geta sagt um, hvort maður sá, er síðar reyndist stefndi Sveinn Einarsson, hafi barið Tómas Albertsson, en sér hafi virzt hann veitast að honum. Staðfesti vitni þetta einnig framburð sinn með eiði. Loks hafa vitnin Sigríður Erla Guðmundsdóttir og Ingveldur Einarsdóttir verið samprófuð, og töldu þær sig báðar hafa reynt að skýra samvizkusamlega frá atvikum, en mundu nú atvik óljósar en þá. Unnu þær báðar eið að framburði sínum. Eins og fyrr er frá greint, voru það lögregluþjónarnir Finn- bogi Sigurðsson og Þórður Benediktsson, er komu á vettvang Í lögreglubifreið og fluttu mennina niður á lögreglustöð. Finnbogi Sigurðsson hefur skýrt svo frá í sakadómi 20. janúar 1953, að þegar hann hafi komið á vettvang, hafi Árni legið á götunni, en annar maður hafi verið að stumra yfir honum og setið með hann í fanginu, að því er vitnið minnti. Hafi Árni verið meðvitundarlaus og virtist vitninu það stafa af ölvun, enda hafi ekki sézt á honum aðrir áverkar en skráma á enni. Vitnið segir, að maður sá, er setið hafi undir Árna, hafi verið lítt drukkinn, og virtist vitninu hann láta sér mjög annt um Árna. Vitnið mundi ekki, hvort Árni var strax látinn á börur, er hann var fluttur á lögreglustöðina, en minnir hins vegar, að hann hafi verið borinn á börum inn á lögreglustöðina. 630 Hinn 29. janúar 1954 var nefndur Finnbogi enn yfirheyrður í sakadómi út af framangreindum atburðum, en þá mundi hann ekki, hvernig Árni hafði verið látinn inn í lögreglubifreiðina þarna á staðnum. Finnbogi kvaðst hafa ekið lögreglubifreiðinni í umrætt sinn, og minnir hann, að Árni hafi verið fluttur inn á lögreglustöðina á börum, en mundi ekki fyrir víst, hverjir það hefðu gert. Heim af stöðinni hafi Árni verið fluttur á börum. Vitnið kveður ekkert hafa komið fyrir á leiðinni, er það telji, að hafi getað valdið meiðslum á Árna, enda taldið vitnið, að Árni hefði ekki sætt illri eða óviðeigandi meðferð af hálfu lög- reglumannanna að neinu leyti. Þórður Benediktsson hefur skýrt svo frá í sakadómi hinn 23. júní 1952, að Árni hafi legið í götunni að norðanverðu, er vitnið kom á vettvang. Hafi þeir Jón og Sveinn verið yfir honum og hafi þeir lyft honum upp og borið hann inn í lögreglubifreið- ina með aðstoð lögreglunnar. Virtist vitninu þeir Jón og Sveinn vera félagar Árna, enda hafi þeir látið sér mjög annt um hann. Vitnið segir, að er inn í bílinn kom, hafi Árni verið færður úr frakk- anum og kjóljakkanum, en fötin hafi verið fráflakandi og losara- leg á honum, er verið var að bera hann inn. Vitnið sagði, að Árni hafi virzt meðvitundarlaus og taldi vitnið það stafa af ölvun, enda hafi hann ekki haft nema lítils háttar hrufl á enni. Vitnið kvaðst ekki hafa haft afskipti af máli þessu á lögreglustöðinni. Hinn 29. janúar 1954 var nefndur Þórður enn yfirheyrður í sakadómi út af framangreindum atburðum, og skýrði hann þá svo frá, að þeir Jón og Sveinn hefðu lyft Árna upp og lagt hann á gólf lögreglubifreiðarinnar og kveðst vitnið hafa að- stoðað þá við þetta. Kveður vitnið þá hafa farið vel að þessu og útilokað sé, að Árni hafi orðið fyrir neinu hnjaski út af því. Ekki kvaðst vitnið muna nú orðið, hvort Árni var færður úr jakkanum þarna inni í bifreiðinni. Vitnið kvaðst hafa verið aftur í ifreiðinni á lögreglustöðina, og hafi ekkert frásagnarvert gerzt á þeirri leið. Er á lögreglustöðina kom, hafi Árni verið borinn inn, en vitnið kveðst ekki hafa gert það og man ekki hverjir það gerðu. Vitnið taldi útilokað með öllu, að Árni hefði hlotið nokkra ákomu, meðan það var nærstatt honum. Magnús Sigurðsson lögregluvarðstjóri, er var á verði, er framan- greindir atburðir gerðust, hefur skýrt svo frá í sakadómi, að Árni hafi verið borinn inn á lögreglustöðina og lagður þar á bekk. Hafi hann verið algerlega meðvitundarlaus og virzt sofa. Vitnið kvað þá stefndu Svein og Jón hafa sagt þeim þarna á 631 lögreglustöðinni, að þeir hefðu verið á leið heiman frá sér ásamt Árna og leitt hann á milli sín, en hann hefði dottið í götuna, er þeir slepptu á honum takinu. Áverka kveður vitnið ekki hafa verið á honum, utan minni háttar flumbru á enni. Vitnið segir, að Árni hafi verið frakkalaus, er komið var með hann á lög- reglustöðina, og minnir, að hann hafi ekki verið í jakka, en hann hefði verið í kjólfötum. Vitnið segir, að sér hafi þótt viss- ara, ef tök væru á, að láta lækni líta á Árna, og hafi verið reynt að ná í lækni á læknavarðstofunni, en þar hafi enginn læknir verið við. Vitnið kvaðst hafa vitað, að eigi þýddi að reyna að fá spítalavist, því að það hefði þá áður um nóttina reynzt árang- urslaust að koma manni nokkrum á spítala. Þótti vitninu því réttast að láta flytja Árna heim, úr því sem komið var, og kveðst hafa mælt svo fyrir, að hann skyldi fluttur heim á bör- um. Kveðst vitnið hafa hringt til konu Árna og sagt henni, að Árni væri þar og mundi mjög drukkinn og hvort ekki væri í lagi að koma með hann heim, Vitnið segir, að álit þess á ástandi Árna hafi verið það, að hann væri ofurölvi, en þó gæti verið, að um eitthvað annað og alvarlegra væri að ræða. Kvaðst vitnið því hafa beðið þá menn, er fluttu Árna heim, að benda konu hans á að ná til læknis. Guðmundur Sigurgeirsson lögreglumaður hefur skýrt svo frá í sakadómi, að hann hafi ásamt lögreglumönnunum Trausta Eyj- ólfssyni og Finnboga Sigurðssyni flutt Árna heim til sín í um- rætt sinn að boði varðstjóra. Það hafi verið fyrir þá lagt að flytja hann á sjúkrabörum og var það gert, bæði út í bifreiðina og inn til hans. Vitnið kvaðst muna, að á enni Árna hafi verið fleiður rúmlega tveggja krónupenings stórt, en ekki hafi blætt úr því. Aðrir áverkar hafi ekki verið sjáanlegir á Árna, enda hafi eigi verið annað að sjá en hann væri í svefni. Telur vitnið, að þeir lögreglumennirnir hafi farið eins gætilega með Árna og hægt var. Hafi þeir hjálpað konu Árna að færa hann að ein- hverju leyti úr fötunum, og einhver þeirra hafi haft orð á því við hana, að bezt væri að ná í lækni. Þá hafi þeir ennfremur sagt henni frá því, sem þeir vissu um það, sem komið hafði fyrir, og minnti vitnið, að Finnbogi hefði helzt orð fyrir þeim. Vitnið segir, að er það og Trausti hafi komið út úr húsinu aftur, hafi þeir rætt um það sín á milli, hvort það tæki því fyrir þá að fara heim, en vakt þeirra var lokið kl. 6. Hafi þeim þótt fullsnemmt að fara heim, þar sem 20 mínútur eða meira hafi verið eftir af varðtímanum. Finnbogi hafi verið dálítið seinni út 632 úr húsinu, en þeir, en þegar hann kom út, hafi það orðið úr, að hann færi með bílinn niður á lögreglustöð, en þeir Trausti hafi gengið hvor til síns heima. Minnti vitnið fastlega, að klukkuna vantaði 12 mínútur í 6, er það kom heim til sín að Barmahlíð 46, en vitnið segir, að þeir félagar hafi verið búnir að dvelja þó nokkra stund inni í húsi Árna, áður en þeir fóru þaðan. Trausti Eyjólfsson lögreglumaður hefur skýrt svo frá í saka- dómi, að hann hafi ásamt lögreglumönnunum Finnboga Sigurðs- syni og Guðmundi Sigurgeirssyni flutt Árna heim af lögreglu- stöðinni að boði varðstjóra. Hafi þeir borið hann með mikilli varkárni á börum út í bifreiðina og einnig inn til hans. Þar hafi þeir aðstoðað konu Árna að afklæða hann. Hafi Árni virzt sofa djúpum svefni. Ekki hafi aðrir áverkar verið á honum en smáskeina á enni. Skýrsla Trausta, eftir að hann kom út úr húsi Árna, er efnislega samhljóða skýrslu Guðmundar Sigurgeirs- sonar, er rakin hefur verið hér að ofan. Helga Þorsteinsdóttir, eiginkona Árna, hefur skýrt svo frá hér fyrir dóminum, að lögreglan hafi flutt Árna heim um 6- leytið framangreindan morgun. Hafi þeir þá aðeins sagt henni, að Árni hefði dottið úti á götu og vissara væri að ná í lækni. Með því að Helga taldi mjög erfitt að ná í lækni á læknavarð- stofunni á þessum tíma sólarhrings og þar eð hún taldi mögu- leika á að ná í heimilislækninn, Grím Magnússon, kvaðst hún hafa reynt að ná í hann um kl. 8 um morguninn, en hann hafi þá verið farinn í sjúkravitjun. Síðar um morguninn komst Helga í samband við Bjarna Bjarnason lækni. Skal nú greint frá líkamsáverkum þeim, er Árni varð fyrir: Bjarni Bjarnason læknir vitjaði Árna Björnssonar á heimili hans skömmu eftir hádegi 14. júní Hann var þá í djúpu með- vitundarleysi. Hann hafði fleiður á enni vinstra megin, tveggja- krónupenings stórt, hann og bólginn á báðum kinnum, undir kinn- beinum og neðan til á þeim, og á hægri kinn sáust 2 litlir, blóð- hlaupnir blettir. Síðara hluta dags var Árni fluttur á spítala; hann var þá sljór og gat ekkert sagt, en virtist þó vita af sér. Virtist hann alveg lamaður hægra megin. Samkvæmt vottorði spítalans hafði hann fleiður á enni, en ekki aðra áverka á andliti, en innanfótar á kálfum og hnjám beggja fóta voru marblettir. Hann lá á Landspítalanum, unz hann var fluttur til Kaupmanna- hafnar og lagður inn á neurokirurgisku deild ríkispítalans þar og opereraður. Segir svo í vottorði Gríms Magnússonar læknis, dags. 31. janúar 1953: 633 „ccc. Fannst þá subduralt hæmatom báðum megin. Sjúkling- urinn lá á spítala í Kaupmannahöfn þar til 1. október og var þá farinn að ganga dálítið og tala einföldustu setningar, skildi hann þá talsvert af einfaldasta viðtali. Hins vegar var hann mjög minnislítill og gerði sér litla grein fyrir umhverfi sínu. Eftir að Árni kom heim 1. október s.l., hefur honum farið lítið eitt fram í líkamsstyrk og andlegum hæfileikum. Hugsanalíif hans og minni er þó mjög fátæklegt. Hann man ekki stundinni leng- ur, hvaða mánuður er eða dagur, man ekki nöfn kunningja sinna, þekkir ekki bókstafi og getur auðvitað ekki lesið neitt. Þetta er aðeins lítið brot af öllu því, sem Árna er áfátt um, en nóg til að sýna, að hann er ósjálfbjarga eins og barn. Fram- farir síðustu mánuðina hafa verið mjög litlar og líkur fyrir, að Árni nái aftur sínum fyrri sálargáfum, eru engar. Öl líkindi benda til þess, að Árni verði að verulegu leyti ósjálfbjarga upp frá þessu, þótt enn þá geti verið von nokkurra smávægilegra framfara.“ Samkvæmt vottorði Úlfars Þórðarsonar læknis hefur Árni misst sjón á vinstra auga. Segir svo Í vottorðinu meðal annars: „ Í peripheri sjást einkum nasalt einstaka æðar (venur og arteríur). Ef reynt er að fylgja þessum æðum inn að opticus, hverfa þær fljótlega sýnum og liggur yfir þeim hula, sem er mjög þétt, þannig að ekki sézt allra minnsti vottur um æðar eða nervus opticus. Þessi hula er þétt í sér og nær, að því er virðist, yfir á allt aðalsvæði retina líkt og skjöldur, sem er þynnstur í röndum og bungar fram um miðjuna. (Hér er senni- lega um organiserað exudat og coagel að ræða). Framan við þennan massa virðist corpus vitreum vera nokkuð frítt við blóð- detritus eða aðrar leifar af hæmorrhagium. Sjón á auganu er ljósskynjun framan við augað.“ Í sakadómi hinn 26. júní 1952 lýsti Bjarni læknir Bjarnason yfir því áliti, að áverkar Árna gætu ekki verið afleiðingar af falli í götuna einu saman og taldi hann mjög líklegt, að áverk- arnir stöfuðu af hnefahöggi. Þá var málið lagt fyrir Læknaráð hinn 3. október 1952 og spurt, hvaða ályktanir yrðu dregnar af sögnum þeim, er fyrir lægju um meiðsli Árna Björnssonar um það, hvernig meiðslin væru til komin og sérstaklega, hvort líkur væru til, að hann hefði orðið fyrir höggi, sparki eða annarri ákomu, áður en hann féll á götuna. Ályktun Læknaráðs er svohljóðandi: „Af þeim gögnum, sem fyrir liggja, einkum vottorði Bjarna 634 Bjarnasonar, starfandi læknis í Reykjavík, virðist mega ráða, að Árni Björnsson hafi fengið áverka efst á enni vinstra megin og á báðar kinnar. Af sjúkdómseinkennum mannsins má ráða, að hann hafi fengið mar á heilann vinstra megin, sem orsakar máttleysi og málleysi. Við mænuvökvarannsókn í Landspítalanum fannst ferskt blóð, sem sýnir, að blætt hefur undir línu heilahimnunnar, eins og jafnan á sér stað við mar á yfirborði heilans. Ennfremur blæddi á vinstra auga strax eftir áfallið. Marið á vinstra heilahveli hefur sennilega hlotizt af áverka þeim, sem merki sáust um efst á enninu vinstra megin, Ummerki þau, sem fundust í taugasjúkdómadeild Ríkisspítal- ans í Kaupmannahöfn við aðgerð Þar, og sýndu, að blætt hafði undir heilabasti yfir báðum heilahvelum, hafa sennilega ágerzt smám saman frá fallinu, því að slíkar blæðingar gerast venju- lega á löngum tíma, er blóð síast hægt út úr smáæðum, sem rifnað hafa við áverkann. Eins og fyrr getur, sbr. vottorð Bjarna Bjarnasonar læknis, voru þessi einkenni um ytri áverka sýnileg daginn eftir að Árni Björnsson slasaðist: 1. Fleiður efst á enni, vinstra megin. 2. Bólga á báðum kinnum undir kinnbeinum og neðan til á Þeim og hægri kinn tveir litlir, blóðhlaupnir blettir. Það virðist ekki mögulegt, að þau áverkaeinkenni, sem talin eru undir 2. tölulið, hafi getað stafað af einu falli í götuna, en aftur á móti vel af hnefahöggum. Verður því að álíta sennilegt, að hann hafi hlotið þau, áður en hann féll. Að því er varðar fleiðrið á enninu, hefur það getað orsakazt á brennan hátt: 1. Af árekstri eða falli, t. d. á húsvegg eða annað hliðstætt. 2. Af höggi með hörðum, sléttum hlut. 3. Af falli á götuna. Þess er ekki getið, að sandkorn eða götuóhreinindi hafi verið í fleiðrinu efst á enni, en þessa hefði mátt vænta, ef það hefði stafað af falli í götuna.“ Í sakadómi 26. júní 1952 staðfesti Bjarni Bjarnason læknir framangreint vottorð sitt og ítrekaði aðspurður það álit sitt, að úitlokað væri, að stefnandi hefði fengið áverka þessa við það eitt að detta, enda hafi hann ekki verið neitt meiddur á nefi. Taldi Bjarni áverka stefnanda hafa verið slíka, að mjög líklegt væri, að þeir stöfuðu af því, að hann hefði fengið hnefahögg. 635 Samkvæmt vottorði Gríms Magnússonar læknis, dags. 18. nóv- ember 1954, hafði heilsufar Árna þá tekið þessum breytingum, frá því að sami læknir gaf vottorð það, sem rakið hefur verið hér að framan, dags. 31. janúar 1953: „Árni á nú auðveldara með allar hreyfingar, getur gengið staf- laust og ratar talsvert um bæinn, svo að hann getur farið út án umsjár. Hann man nokkru betur nöfn og atburði en áður og áttar sig á tímatalinu. Hann kann hvorki að lesa né skrifa, en þekkir alla stafi og getur stautað einföldustu orð. Skilningur hans og hugsun nær ekki út fyrir það allra einfaldasta og fram- koma hans líkist mest framkomu 2—3 ára barns. Af þessu er ljóst, að framför hefur verið mjög lítil, einkum á andlega sviðinu, og er Árni því nálega jafnósjálfbjarga og áður. Engar líkur eru til þess, að Árni nái bata, sem neinu nemur fram yfir þetta, en talsverðar líkur á, að alvarleg eftir- köst eigi eftir að koma fram, t. d. flogaveiki.“ Hinn 4. marz 1955 vottar sami læknir, að heilsufar Árna megi heita „alveg óbreytt“, frá því að hann skrifaði síðasta vottorð, „hvorki miðað í átt til bata og ekki heldur versnað.“ Sama dag vottar Úlfar Þórðarson augnlæknir á þessa leið um sjón Árna: „Undirritaður hefur undanfarin ár fylgzt með sjón Árna Björns- sonar píanóleikara, Mjóuhlíð 10, og get vottað, að sjón hans er í öllum aðalatriðum sú sama og ég vottaði þ. 7/5 1953, sem sé sjón á vinstra auga, (sem er hið skaddaða), einungis ljósskynjun fyrir framan augað, sem er, að augað skynjar ljós fyrir framan aug- að í ca. 20 em fjarlægð, en ekki handahreyfingar í sömu fjarlægð.“ Þá hefur og verið lagt fram í málinu vottorð Gríms læknis Magnússonar, dags. 25/11 1958. Í upphafi vottorðsins er sjúkra- saga Árna rakin stuttlega, síðan segir svo: „cc... Árni missti bæði mál og vit og hefur hvorugt náð sér nema að litlu leyti, einkum er öllum skilningi hans ábótavant. Auðvitað er hann með öllu óvinnufær. Engin líkindi eru til neinna verulegra framfara héðan af.“ Bergþór Smári, sérfræðingur í lyflækningum, hefur skoðað Árna og metið örorku hans. Vottorð, sem dagsett er 2. des. 1958, hefst á því, að læknirinn rekur sjúkrasögu Árna, síðan segir svo: „Slasaði mætti til viðtals og skoðunar hjá undirrituðum 27. nóv. 1958. Hann hefur ekkert getað unnið síðan hann meiddist. Hann virðist skilja sæmilega það, sem við hann er talað, og getur svarað einföldum spurningum. Man, hvað hann heitir o. 636 s. Írv., en er annars minnissljór. Getur mjög lítið lesið, stautar eins og illa læst barn. Málfar virðist stirt og orðaforði mjög lítill, Blindur á vinstra auga. Blóðþrýstingur 150/80. Hlustun á hjarta og lungum eðlileg. Kraftar í útlimum eru sæmilega góðir, sinaviðbrögð eðlileg. Koordination er ekki góð í hægri fótlim, en annars sæmileg. Niðurstaða: Slasaði varð fyrir miklum höfuðáverka í júní 1952, blæddi undir heilahimnur báðum megin og í vinstra auga. Missti bæði mál og vit, og hefur hvorugt komið aftur nema að litlu leyti. Auk þess blindur á öðru auga, Slasaði verður að teljast alger öryrki, því að tæplega er hægt að hugsa sér, að hann geti unnið neitt starf, eins og komið er fyrir honum, og verður að teljast vonlaust um verulegan bata úr þessu. Þykir varanleg örorka hans af völdum ofangreindra áverka hæfilega metin: 100%.“ Með dómkvaðningu borgardómara hinn 25. febrúar 1960 voru dr. med. Bjarni Jónsson og Kjartan R. Guðmundsson, sérfræð- ingur í taugasjúkdómum, kvaddir til að segja álit sitt á því, „hvort meðferð lögreglunnar á Árna Björnssyni aðfaranótt 14. júní 1952 hafi átt þátt í því, að afleiðingar slyssins urðu þær, að hann varð 100% öryrki, og ef svo er, þá á hvern hátt og að hve miklu leyti.“ Álitsgerð læknanna, sbr. dskj. nr. 15, er dags. 18. marz 1960 og hljóðar svo, að loknum inngangsorðum: „Við höfum lesið skjöl málsins, sem okkur voru send, og auk þess fengið til yfirlestrar sjúkraskrá Árna Björnssonar á hand- læknisdeild Landspítalans, en þar lá hann frá 14.6—11.7. 1952. Við höfum einnig talað við lögmenn þá, sem flytja málið fyrir dómi, og höfðu þeir engu við að bæta málsskjölin. Af þessum gögnum fáum við ekki séð, að meðferð lögregl- unnar eigi þátt í því, hverjar urðu afleiðingar slyssins. Mar það á heilahveli og blæðing sú undir heilabast, sem sjl. fékk, eru afleiðingar af miklum áverka, en ekki verður það séð af gögnum málsins, að hann hafi orðið fyrir áverka meðan hann var í vörzlu lögreglunnar. Ekki verður heldur ályktað, að önnur meðferð hefði verið tekin upp, þótt hann hefði strax komizt undir læknishendi eða í sjúkrahús.“ Báðir ofangreindir læknar staðfestu álitsgerð þessa á dóm- 637 þingi í bæjarþingi Reykjavíkur hinn 18. maí 1960 og kváðu hana gerða eftir beztu samvizku og þekkingu. Í sama þinghaldi voru lagðar fyrir læknana eftirfarandi spurn- ingar, sbr. dskj. nr. 17: 1. spurning: Telur vitnið, að forsvaranlegt hafi verið af lögregluþjónunum að leggja stefnanda, eins og hann var á sig kominn á slysstað, á bert gólf lögreglubifreiðarinnar og flytja hann þannig í lög- reglustöðina? 2. spurning: Telur vitnið útilokað, að meiðsli stefnanda hafi aukizt við meðferð þá, er hann sætti í flutningi fyrst af slysstað á lögreglu- stöðina og síðan þaðan heim til sín? Dr. med. Bjarni Jónsson svaraði spurningunum þannig: 1. „Ég tel æskilegast, að slasaðir menn séu ætíð fluttir í sjúkra- bíl af þeim mönnum, sem vanir eru sjúkraflutningum.“ 2. „Það er ekki hægt að útiloka, að flutningur eins og þessi geti orsakað áverka á heila, en til þess þarf farartækið að verða fyrir miklum hristingi eða árekstri, og ekkert er í skjölum málsins, sem bendir á, að það hafi komið fyrir. Það er einungis sagt í málsskjölum, að ekið hafi verið niður á lögreglustöð, og þess ekki getið, að götur hafi verið með óvenjulegum hætti eða nokkuð komið fyrir á ferðalaginu. Sé það rétt með farið, tel ég, að áverkinn hafi ekki aukizt við þennan flutning.“ Kjartan R. Guðmundsson læknir svaraði spurningunum þannig: 1. „Ég tel, að æskilegra hefði verið að leggja hann á sjúkrabörur.“ 2. „Mjög ósennilegt tel ég, að meiðslin hafi aukizt við flutn- inginn.““ Með úrskurði, uppkveðnum á bæjarþingi Reykjavíkur hinn 8. september 1960, var mál þetta lagt fyrir Læknaráð og þess beiðzt, að ráðið léti í ljós álit sitt á eftirfarandi atriðum: 1. „Fellst Læknaráð á álitsgerð læknanna dr. med. Bjarna Jóns- sonar og Kjartans R. Guðmundssonar á dskj. nr. 15 svo og svör þeirra við spurningunum á dskj. nr. 17, er þeir létu uppi fyrir dómi hinn 18. maí 1960.“ 2. „Ef Læknaráð fellst ekki á framangreinda álitsgerð, er óskað úrskurðar um það, á hvern hátt og að hve miklu leyti með- ferð sú, er stefnandi sætti af hendi lögreglunnar aðfaranótt 14. júní 1952, eigi þátt í þeirri varanlegu örorku, sem hann telst hafa beðið þá nótt.“ 638 Úrskurður Læknaráðs, sem dagsettur er 31. desember 1960, var á þá lund, að ráðið féllst á álitsgerð ofanritaðra lækna á dskj. nr. 15 svo og svör þau við spurningunum á dskj. nr. 17, er þeir gáfu á dómþingi hinn 18. maí 1960 og rakin hafa verið hér að framan. Verður nú lítillega vikið að refsimáli, er höfðað var á hendur þeim Jóni Sigurðssyni og Sveini Einarssyni vegna framangreindra atburða, en með ákæruskjali, útgefnu af dómsmálaráðherra hinn 17. desember 1953, voru þeir ákærðir fyrir að hafa gerzt sekir um: „1) Að því er Jón varðar, rán og líkamsárás samkvæmt 252. gr. almennra hegningarlaga nr. 19 frá 1940 og 218. gr. sömu laga, en til vara hlutdeild í gripdeild eða þjófnaði sam- kvæmt 245. gr. almennra hegningarlaga eða 244, gr. sömu laga, sbr. 22. gr. sömu laga, og líkamsárás samkvæmt 218. gr. sömu laga og 2), að því er Svein varðar, rán samkvæmt 252. gr. almennra hegningarlaga nr. 19 frá 1940, en til vara gripdeild eða þjófnað samkvæmt 245. gr. eða 244. gr, sömu laga, með því 1), að því er Jón varðar, að ráðast aðfaranótt 14. júní 1952 á Tómas Albertsson og Árna Björnsson á Bjargarstíg í Reykjavík og berja þá báða þannig, að Tómas féll í rot, en Árni hlaut mjög stórvægileg meiðsli, og samþykkja síðan, að meðákærður Sveinn tæki peninga, kr. 220.00, sem Tómas hafði í fórum sín- um, er hann lá í roti á götunni, og 2), að því er Svein varðar, að taka peninga, kr. 220.00, af Tómasi Albertssyni, þar sem hann lá í götunni, eftir að meðákærði Jón hafði barið hann í framangreint skipti.“ Hinn 11. marz 1955 var kveðinn upp Hæstaréttardómur í máli þessu, þar sem báðum hinum ákærðu var dæmd refsing. Í for- sendum dóms þessa segir m. a. á þessa leið: „Þá kemur til athugunar, hvort sannað telst, að ákærði Jón Sigurðsson sé valdur að hinum stórkostlegu meiðslum, sem Árni Björnsson tónskáld hlaut í umrætt skipti. Telja verður ljóst af vottorði Bjarna læknis Bjarnasonar, sem greint er frá í héraðs- dómi, svo og þegar litið er til innri áverka og hinna miklu blæð- inga, sem Árni hlaut, að hann hefur orðið fyrir miklum högg- um á andlit, sem sennilegast hafa verið greidd honum með krepptum hnefa, enda styðst það við álit Læknaráðs. Að ein- hverju leyti kunna áverkar hans að stafa af hörðu falli, sem leitt hafi af árásinni. Eftir því sem leitt er í ljós um feril Árna umrædda nótt, getur engum öðrum verið til að dreifa um árás- ina en ákærðu í máli þessu. Þegar nú litið er til aðfara ákærða 639 Jóns gagnvart Tómasi Albertssyni í sömu andrá og Árna var veittur áverki svo mikill, að hann féll meðvitundarlaus til jarðar, stillilega framkomu ákærða Sveins að vætti vitna, þess fram- burðar hans, að ákærði Jón hafi undið sér að Árna og hafi sér virzt hann slá hann, enda hafi hann kastazt út af gangstéttinni og loks þegar virt er sú játning ákærða Jóns, „að vera megi, að hann hafi slegið Árna“, og að hann geti „vel trúað því, að hann hafi lagt eitthvað til hans“, þykir ekki varhugavert að telja nægjanlega í ljós leitt, að það hafi verið ákærði Jón, en ekki ákærði Sveinn, sem greiddi Árna Björnssyni högg þau, er hinir miklu áverkar hans stafa beint eða óbeinlínis af. Árás þessi á Árna, sem ekki gat borið hönd fyrir höfuð sér og var því varnarlaus með öllu, var gerð án nokkurra saka af hans hálfu.“ Stefnandi byggir stefnukröfu sína gagnvart stefnda Jóni Sig- urðssyni á því, að með framangreindri líkamsárás á stefnanda, aðfaranótt 14. júní 1952, sem hann var talinn sannur að í dómi Hæstaréttar, uppkveðnum 11. marz 1955, hafi hann valdið stefn- anda gífurlegu heilsutjóni, sem hann beri að sjálfsögðu fébóta- ábyrgð á. Kröfu sína gagnvart stefnda Sveini Einarssyni byggir stefn- andi á því, að hann sé skaðabótaskyldur fyrir hlutdeild í árás- inni á stefnanda, með því að aðhafast ekkert til að koma í veg fyrir hana eða koma stefnanda til hjálpar, eftir að Jón Sigurðs- son hafi verið tekinn að misþyrma honum né heldur kalla á aðstoð. Að lokum telur stefnandi, að ríkissjóður sé einnig skaðabóta- skyldur gagnvart honum vegna heilsutjóns hans. Lögreglan hafi farið með hann sem Öldauðan mann. Látið árásarmennina bera hann inn í lögreglubifreiðina og leggja hann hart á gólf hennar, án þess að hafa nokkuð teppi eða annað þess háttar undir honum. Þá hafi lögreglan eigi veitt honum nokkra aðhlynningu eða hjúkr- un. Lögregluþjónarnir muni ekki, hvort hann hafi verið fluttur inn á lögreglustöðina á börum eða á annan hátt. Enginn læknir hafi verið fenginn til að líta á stefnanda, meðan hann dvaldi á lögreglustöðinni. Þessa meðferð lögreglunnar telur stefnandi hafa verið ófor- svaranlega með öllu og álítur, að hún hafi stuðlað að því, hversu alvarlegar afleiðingar árásarinnar urðu. Á þessum yfirsjónum lögreglunnar beri ríkissjóður að sjálfsögðu fébótaábyrgð. Að endingu hefur stefnandi mótmælt matsgerð þeirra dr. med. 640 Bjarna Jónssonar og Kjartans R. Guðmundssonar læknis á dskj. nr. 15 sem rangri svo og úrskurði Læknaráðs á dskj. nr. 19. Af hálfu stefnda Jóns Sigurðssonar hafa engar varnir komið fram í málinu. Stefndi Sveinn Einarsson reisir sýknukröfu sína á því í fyrsta lagi, að stefnandi hafi hlotið framangreinda áverka með þeim hætti, að stefndi Sveinn hafi engin tök haft á að afstýra þar neinu, sbr. dóm Hæstaréttar frá 11. marz 1955. Í öðru lagi kveður stefndi það sannað með lögfullri sönnun, að hann hafi gert allt, sem hann gat til að hlynna að stefnanda eftir árásina, og í samráði við hann hafi verið hringt á lögregl- una og hún beðin um aðstoð. Þessu til áréttingar vitnar stefndi í framburði þeirra vitna, er borið hafa um atburði þessa og raktir hafa verið hér að framan. Stefndi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, byggir sýknukröfu sína á því, að það sé alrangt, að rekja megi örorku stefnanda til meðferðar lögreglunnar á honum, heldur sé það þvert á móti álit Bjarna Bjarnasonar læknis svo og Læknaráðs, sbr. fyrri úr- skurði þess, að stefnandi hafi hlotið örkumlin af hnefahöggum, áður en hann féll í götuna. Kröfum sínum til frekari stuðnings vitnar stefndi einnig í matsgerð læknanna, þeirra dr. med. Bjarna Jónssonar og Kjart- ans R. Guðmundssonar á dskj. nr. 15, sem Læknaráð staðfesti, sbr. síðari úrskurð þess, uppkveðinn 31. desember 1960, en gögn þessi hafa öll verið rakin hér að framan. Af því, sem nú hefur verið setið, telur stefndi það ljóst, að heilsutjón stefnanda sé árásarmönnunum einum að kenna. Þá mótmælir stefndi því sem röngu og ósönnuðu, að farið hafi verið harkalega eða gálauslega með stefnanda, meðan hann var í vörzlum lögreglunnar. Hann telur það hafa verið eðllilegt að leggja stefnanda á gólf lögreglubifreiðarinnar, eins og á stóð, þar eð ætla hafi mátt, að hann væri beinbrotinn, en í slíkum tilfellum sé ætíð varlegast að láta menn liggja á sem sléttust- um fleti. Á lögreglustöðinni hafi varðstjórinn árangurslaust reynt að ná í lækni, meðan stefnandi dvaldi þar, sem stefndi telur að hafi eigi verið lengur en í 15 mínútur. Síðan hafi hann verið fluttur heim af lögreglumönnum, er segjast hafa farið mjög varlega með hann og ráðlagt eiginkonu hans að sækja lækni. Hins vegar hafi eiginkonu stefnanda ekki gengið betur að ná í lækni en varðstjóranum, því að fyrsti læknir, 641 er skoðað hafi stefnanda eftir slysið, hafi verið Bjarni Bjarnason, er vitjað hafi stefnanda á heimili hans skömmu eftir hádegi daginn eftir árásina. En síðan hafi liðið 5—6 stundir, þar til stefnandi hafi verið fluttur á spítala. Virðist þetta benda til, að erfitt hafi verið að ná í spítalarúm eða að hvorki læknirinn né eiginkona stefnanda hafi talið meiðsli hans svo alvarleg, sem raun hafi orðið á. Af öllu því, sem nú hefur verið rakið, telur stefndi fjármála- ráðherra það ljóst, að lögreglunni verði á engan hátt kennt um meiðsli stefnanda eða afleiðingar þeirra, hvorki af þeim ástæð- um að stefnandi hafi hlotið harkalega meðferð af hennar hálfu né heldur, að hún hafi sýnt af sér nokkurt gáleysi í meðförum á honum. Með hliðsjón af dómi Hæstaréttar, uppkveðnum 11. marz 1955, og getið hefur verið hér að framan, verður að telja sannað sam- kvæmt 1. mgr. 196. gr. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði, sbr. 2. mgr. 168. gr. laga nr, 27/1951 um meðferð opin- berra mála, að stefndi Jón Sigurðsson hafi veitt stefnanda þá áverka, er leiddu til hins gífurlega heilsutjóns hans. Verður hann því dæmdur til að bæta stefnanda allt það tjón, er hann hefur orðið fyrir vegna líkamsárásarinnar. Eigi er sannað, að stefndi Sveinn Einarsson hafi veitzt að stefnanda í umrætt sinn. Telja verður, af því sem í ljós er leitt um árásina, að hún hafi orðið með það snöggum hætti, að Sveinn hafi eigi verið þess umkominn að afstýra henni. Ekki verður heldur séð, að Sveinn hafi aðhafzt nokkuð það gagnvart stefn- anda eftir árásina, er baka eigi honum bótaskyldu — þvert á móti virðist hann hafa veitt stefnanda þá aðhlynningu, er föng voru á og eigi viljað yfirgefa hann þarna á staðnum, sbr. fram- burð Sigurðar Arnar Einarssonar, heldur viljað láta ná í lög- regluna til að fjalla um mál þetta, sbr. framburð Roberts Free- lands Gestssonar. Þegar það er virt, sem nú hefur verið rakið, þykir verða að sýkna stefnda Svein Einarsson af kröfum stefnanda í máli þessu. Með tilliti til vottorðs Bjarna Bjarnasonar læknis, matsgerðar læknanna, þeirra dr. med. Bjarna Jónssonar og Kjartans R. Guð- mundssonar svo og beggja læknaráðsúrskurðanna þykir ekki talið sannað, að meðferð lögreglunnar á stefnanda hafi átt þátt í heilsutjóni hans. Ber því að sýkna stefnda fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs af kröfum stefnanda í málinu. Stefnandi hefur sundurliðað stefnukröfu sína þannig: 41 1. Örorkutjón .......000000 00. kr. 718.515.00 2. Bætur fyrir þjáningar og lýti ...... — 250.000.00 3. Bætur fyrir röskun á stöðu og högum — 250.000.00 Samtals kr. 1.218.515.00 Fjárhæð þessi kemur heim við stefnufjárhæðina. Verða nú hinir einstöku liðir stefnukröfunnar teknir til athugunar. Um 1. lið. Guðjón Hansen tryggingafræðingur hefur reiknað út örorku- tjón stefnanda á grundvelli framangreinds örorkumats Bergþórs Smára læknis. Í útreikningi tryggingafræðingsins, sem dagsettur er 23. janúar 1959, er stefnandi sagður fæddur 23. desember 1905 og hefur því verið 46 ára að aldri, er hann slasaðist. Tryggingafræðingurinn lætur þess getið, að nokkur vafi geti leikið á, hvað telja beri til vinnutekna stefnanda, en séu dregnar frá launum hans samkvæmt skattframtali greiðslur frá Stefi og listamannastyrkur úr ríkissjóði, hafi vinnutekjur hans samkvæmt skattframtali verið sem hér segir starfsárin 1950— 1953: Ár 1950 20.00.0000. kr. 34.738.67 — 1951 20... — 40.076.71 — 1952 2000... — 39.907.50 — 1953 2..0000 — 19.150.88 Árin 1954—1957 hefur stefnandi ekki haft tekjur, sem talizt geti til vinnutekna. Launagreiðendur ofangreind ár hafa verið Ríkisútvarpið, Þjóð- leikhúsið, Sinfóníuhljómsveitin, Tónlistarskólinn o. fl. Samkvæmt upplýsingum, er tryggingafræðingurinn hefur aflað sér, hafa orðið miklar breytingar á kjörum manna, er vinna sömu störf og stefn- andi vann, á árunum 1950— 1958. Verðmæti tapaðra vinnutekna hefur tryggingafræðingurinn reiknað út á eftirfarandi tvo vegu: A. Vinnutekjur fyrir ákveðin störf. Stefnandi hafði verið fastur leikari í Sinfóníuhljómsveitinni, en síðan hafa orðið breytingar á skipulagi hennar, launakjörum og starfi. Meðlimir hennar taka nú laun samkvæmt 9. flokki launalaga, sem námu kr. 64.185.00 árið 1958. Ef gert er ráð fyrir, að stefnandi hefði ennfremur haldið áfram störfum hjá Tónlistar- skólanum og Lúðrasveit Reykjavíkur, hefði hann árið 1958 fengið kr. 17.850.00 fyrir þau störf. Sé gert ráð fyrir, að önnur auka- störf hefðu fallið niður með auknum föstum störfum, hefðu vinnutekjur hans alls numið kr. 82.035.00 árið 1958, þ. e. 27.81% meira en laun samkvæmt 9. flokki launalaga. Miðað við þetta 643 hlutfall frá slysdegi og til frambúðar, reiknast tryggingafræð- ingnum verðmæti tapaðra vinnutekna nema frá slysdegi kr. 892.272.00. Er þá gert ráð fyrir starfi til 70 ára aldurs, hefðu starfskraftar enzt. B. Vinnutekjur 1950 og 1951. Ef vinnutekjur áranna 1950 og 1951 eru umreiknaðar með tilliti til breytinga, er orðið hafa á launum samkvæmt 9. flokki launalaga, en meðalvinnutekjur þessara tveggja ára voru 13.88% hærri en þau laun, reiknast tryggingafræðingnum verðmæti tap- aðra vinnutekna nema á slysdegi kr. 795.024.00. C. Verðmæti lífeyris. Stefnandi var í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og hefði öðl- azt þar lífeyrisrétt, ef honum hefðu enzt starfskraftar. Á móti kemur, að honum hefur verið greiddur barnalífeyrir úr sjóðnum, nýtur nú örorkulífeyris almannatrygginga og iðgjöld til lífeyris- sjóðs hafa fallið niður. Verðmæti örorku- og barnalífeyris, sem stefnandi nýtur, reikn- ast tfryggingafræðingnum nema á slysdegi: Örorkulífeyrir ........ kr. 121.222.00 Barnalífeyrir ......... — 61.264.00 Alls kr. 182.486.00 Verðmæti elli-, örorku-, ekkju- og barnalífeyris, sem lífeyris- sjóðurinn gat vænzt að þurfa að greiða, að frádregnum iðgjöld- um, reiknast tryggingafræðingnum nema á slysdegi: Elli- og örorkulífeyrir .. kr. 64.023.00 Ekkju- og barnalífeyrir — 38.500.00 Frá dragast iðgjöld .... — 27.925.00 Alls kr. 74.598.00 Verðmæti þess, er stefnandi fær, er því kr. 107.888.00 um- fram það, er hann hefði mátt gera ráð fyrir að fá, ef starfs- kraftar hans hefðu enzt. D. Greiðslur frá Stefi. Eins og tekið hefur verið fram hér að framan, hefur ekki verið tekið tillit til greiðslna, er stefnandi hefur fengið frá Stefi fyrir flutning tónverka hans, enda er hér um að ræða tekjur af störfum, sem unnin hafa verið áður. Hins vegar verður 644 að gera ráð fyrir, að slysið hafi valdið honum missi frambúðar- tekna af þessari iðju, þar eð hann verði ekki framar fær um að semja tónverk. Um þetta atriði telur tryggingafræðingur- inn sér ekki fært að gera neina áætlun. E. Niðurstaða. Tryggingafræðingurinn getur þess, að hér að framan hafi verið miðað við þágildandi vísitölu (202 stig), en vegna óvissu þeirrar, er ríki um kauplag næstu mánuði, hefur hann hér á eftir dregið saman yfirlit um verðmæti vinnutekna og lífeyris, annars vegar miðað við vísitölu 202 stig, en hins vegar miðað við vísitölu 175 stig (lífeyrir almannatrygginga og barnalífeyrir miðast þó við vísitölu 185 stig), svo sem gert var ráð fyrir í frumvarpi ríkisstjórnarinnar, er þá lá fyrir Alþingi. Reiknast trygginga- fræðingnum þá niðurstaðan verða, sem hér segir, miðað við slysdag: A. Vinnutekjur reiknaðar samkvæmt A-lið: Vísitala 202 Vísitala 175 Verðmæti tapaðra vinnutekna .. kr. 892.272.00 kr. 819.613.00 Frádráttur vegna lífeyris ..... — 107.888.00 — 101.098.00 Alls kr. 784.384.00 kr. 718.515.00 B. Vinnutekjur reiknaðar samkvæmt B-lið: Vísitala 202 Vísitala 175 Verðmæti tapaðra vinnutekna .. kr. 795.024.00 kr. 730.284.00 Frádráttur vegna lífeyris ..... — 107.888.00 — 101.098.00 Alls kr. 687.136.00 kr. 629.186.00 Tryggingafræðingurinn tekur fram, að í útreikningi þessum hafi hann ekki tekið tillit til dagpeninga, er stefnandi kunni að hafa fengið frá Tryggingastofnun ríkisins fyrst eftir slysið. Önnur atriði í reikningsgrundvellinum en þau, er nú hafa verið rakin, eru, að reiknað er með 6% töflum, lífrentu- og aktif- töflum, samræmdum eftir lifendatöflum íslenzkra karla árin 1941 — 1950. Þegar þess er gætt, að bætur þessar eru undanþegnar tekju- skatti og tekjuútsvari og þess, að vextir eru nú almennt hærri hér á landi en tryggingafræðingurinn hefur reiknað með, þykir rétt að lækka útreikning hans nokkuð. En við ákvörðun bóta samkvæmt þessum lið ber jafnframt að hafa í huga, að á tíma- bili því, sem liðið er frá því að útreikingur þessi var gerður, 645 hafa orðið tvær gengisfellingar á hinni íslenzku krónu svo og almenn launahækkun. Þegar það er virt, sem nú hefur verið rakið og önnur atriði höfð í huga, er hér skipta máli, þykja bætur samkvæmt þessum lið hæfilega metnar kr. 650.000.00. Um 2. og 3. lið. Hér að framan hefur meiðslum stefnanda verið lýst og sjúkra- saga hans verið rakin eftir þeim gögnum, er fyrir liggja. Auk þess hefur stefnandi komið til viðtals við dómarann. Ljóst er, að stefnandi hefur orðið fyrir mjög alvarlegri röskun á stöðu og högum vegna skerðingar á andlegri hæfni og persónuleika fyrir utan hina líkamlegu áverka. Þegar virt er það, sem nú hefur verið rakið, þykja bætur til stefnanda fyrir þessa kröfuliði hæfilega metnar kr. 200.000.00. Úrslit málsins verða þá samkvæmt framansögðu þau, að stefndi Jón Sigurðsson verður dæmdur til að greiða stefnanda kr. 850.- 000.00 (þ. e. kr. 650.000.00 - kr. 200.000.00) með 6% ársvöxt- um, sem reiknast frá 9. apríl 1955, þar sem vextir frá fyrri tíma voru fyrndir, er málið var höfðað 9. apríl 1959, sbr. 2. t.13. gr. laga nr. 14/1905. Samkvæmt þessum málalokum verður stefndi Jón Sigurðs- son dæmdur til að greiða málskostnað, er þykir hæfilega ákveð- inn kr. 48.649.50, er renni í ríkissjóð, en útlagður kostnaður samkvæmt reikningi, lögðum fram af talsmanni stefnanda, Þor- valdi hæstaréttarlögmanni Lúðvíkssyni, hefur numið kr. 8.499.50, þar við bætist þingfestingarkostnaður kr. 150.00. Málflutningslaun Þorvalds hæstaréttarlögmanns Lúðvíkssonar, kr. 40.000.00 og útlagður kostnaður, kr. 8.499.50, greiðist úr ríkissjóði. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður gagnvart stefndu, Sveini Einarssyni og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, falli niður. Einar Arnalds borgardómari kvað upp þennan dóm. Dómsorð: Stefndu Sveinn Einarsson og fjármálaráðherra f, h. ríkis- sjóðs eiga að vera sýknir af kröfum stefnanda, Árna Björns- sonar, í máli þessu, en málskostnaður falli niður. Stefndi Jón Sigurðsson greiði stefnanda, Árna Björnssyni, kr. 850.000.00 með 6% ársvöxtum frá 9. apríl 1955 til greiðslu- dags og málskostnað, kr. 48.649.50, sem renni í ríkissjóð. Málflutningslaun Þorvalds hæstaréttarlögmanns Lúðvíks- 646 sonar, talsmanns stefnanda, kr. 40.000.00, og útlagður kostn- aður, kr. 8.499.50, greiðist úr ríkissjóði. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 1. nóvember 1963. Nr. 99/1962. Sveinbjörn Jónsson f. h. Penning Leendert vegna Neerlandia, eiganda v/s Nisse frá Rotterdam (Sveinbjörn Jónsson hrl.) gegn Jónasi Rafnar f. h. eiganda v/s Asks, KE 11, (Páll S. Pálsson hrl.) og Benedikt Sigurjónssyni f. h. eigenda v/s Þor- steins, ÞH 285, (Benedikt Sigurjónsson hrl.) og gagnsakir Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason og Gizur Bergsteinsson og prófessorarnir Ármann Snævarr og Theo- dór B. Líndal. Björgunarlaunamál, Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 26. júlí 1962. Gerir hann þær kröfur, að dæmd- ar fjárhæðir verði lækkaðar, að málskostnaður í héraði verði látinn falla niður, en að gagnáfrýjendum verði gert að greiða honum in solidum málskostnað í Hæstarétti. Gagnáfrýjandi Jónas Rafnar f. h. eiganda v/s Asks, KE 11, hefur áfrýjað málinu með stefnu 29. nóvember 1969, að fengnu áfrýjunarleyfi 12. s. m. Krefst hann þess aðallega, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 912.- 000.00 ásamt 9% ársvöxtum frá 21. ágúst 1960 til 29. des- 647 ember 1960 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðslu- dags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Hann krefst og þess, að honum verði dæmdur sjóveðréttur í v/s Nisse til tryggingar dæmdum fjárhæðum. Til vara krefst hann staðfestingar hins áfrýjaða dóms, að því er til hans tekur, og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi aðal- áfrýjanda. Gagnáfrýjandi Benedikt Sigurjónsson f. h. eiganda v/s Þorsteins, ÞH 285, hefur áfrýjað málinu með stefnu 20. apríl 1963, að fengnu áfrýjunareyfi 16. þ. m. Það er aðal- krafa hans, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða hon- um kr. 342.000.00 ásamt 9% ársvöxtum frá 21. ágúst 1960 til 29. desember 1960 oð 7% ársvöxtum frá þeim degi il greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Þá krefst hann þess og, að honum verði dæmdur sjóveð- réttur í v/s Nisse til tryggingar dæmdum fjárhæðum. Til vara krefst hann staðfestingar hins áfrýjaða dóms, að því er hann varðar, og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi aðaláfryjanda. Með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Rétt er, að aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda máls- kostnað fyrir Hæstarétti þannig: Gagnáfrýjanda Jónasi Rafnar f. h. eiganda v/s Asks, KE 11, kr. 20.000.00, og gagn- áfrýjanda Benedikt Sigurjónssyni f. h. eigenda v/s Þor- steins, ÞH 885, kr. 8000.00. Eiga gagnáfrýjendur sjóveð- rétt í v/s Nisse fyrir fjárhæðum þessum. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Aðaláfrýjandi, Sveinbjörn Jónsson f. h. Penning Leen- dert vegna Neerlandia, eiganda v/s Nisse frá Rotterdam, greiði gagnáfrýjanda Jónasi Rafnar Í. h. eiganda v/s Asks, RE 11, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 20.000.00, og gagnáfrýjanda Benedikt Sigurjónssyni f. h. eigenda 648 v/s Þorsteins, ÞH 285, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 8000.00. Eiga gagnáfrýjendur sjóveðrétt í v/s Nisse fyrir dæmdum málskostnaði í Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 30. apríl 1962. Mál þetta, sem dómtekið var í dag, hafa Jónas G. Rafnar hdl., Akureyri, f. h. Einars Sigurðssonar útgerðarmanns, Reykja- vík, eiganda Asks, KE 11, og Kristján Jónsson lögfræðingur, Akureyri, f. h. Guðmundar Friðrikssonar o. fl, Raufarhöfn, eig- enda m/s Þorsteins, ÞH 285, höfðað fyrir sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur með stefnu, útgefinni 8. febrúar 1961, gegn Svein- birni Jónssyni hrl., Reykjavík, f. h. Penning Leendert, skipstjóra á m/s Nisse frá Rotterdam, vegna eigenda m/s Nisse N.V. Neer- landia, Rotterdam til greiðslu björgunarlauna og fyrir tjón og kostnað í sambandi við björgunarstarfið, kr. 1.140.000.00 í heild, en í tilteknum hlutföllum til hvors aðilja um sig, auk 10% árs. vaxta af upphæðinni frá 21. ágúst 1960 til greiðsludags og máls- kostnaðar, einnig til hvors aðilja um sig, eftir framlögðum reikn- ingi eða mati dómsins. Krafizt er viðurkenningar á sjóveðrétti í m/s Nisse með öllum búnaði og brennsluolíu, er í skipinu var, til tryggingar þeim upphæðum, sem tildæmdar kunna að verða. Þá hafa stefnendur stefnt Trolle 8 Rothe h/f, hér í borg, vegna vátryggjenda m/s Nisse, Amsterdam Exchange, Amster- dam, Holland. til réttargæzlu. Undir rekstri málsins hefur kröfugerð verið breytt þannig, að umboðsmaður eiganda Asks, KE 11, krefst 10% vaxta af björg- unarlaunum, kr. 1.140.000.00, frá 21. ágúst 1960 til greiðsluðags. Stefndi hefur krafizt þess, að stefnukrafan verði lækkuð að mati dómsins og hvor aðilja látinn bera sinn kostnað. Málavextir eru sem hér segir: Laust eftir miðnætti 21. ágúst 1960 strandaði m/s Nisse frá Rotterdam, 640 þungalestir (dead weight ton) að stærð, við Ás- mundarstaðaeyjar út af Melrakkasléttu. Skipið var á leið frá Raufarhöfn til Akureyrar og var tómt að öðru leyti en því, að það var með kjölfestu (ballast), 170 tonn, sem var sjór í botn- tönkum skipsins. Skipstjóri sendi strax út neyðarkall og gerði 649 síðan tilraunir til að ná skipinu út með eigin vélarafli, en án árangurs. Um kl. 3 kom m/b Þorsteinn, ÞH 285, á strandstaðinn, en hann hélt þangað hinu nauðstadda skipi til aðstoðar samkvæmt beiðni Raufarhafnarradios. Litlu síðar eða um kl. 3.30 kom m/s Askur, KE 11, á vettvang. Skipstjóri hins strandaða skips óskaði eftir aðstoð, og hófu skipverjar á m/b Þorsteini og m/s Ask þegar björgunaraðgerðir. Lagði m/b Þorsteinn að hinu strandaða skipi og tók á móti dráttarvír, sem hann síðan flutti um borð í m/s Ask, sem vegna grynninga komst ekki nær hinu strandaða skipi en það, að um 100 faðmar voru á milli þess og m/s Asks. Gekk greiðlega að festa dráttarvírinn í m/s Ask, en er hann tók í, slitnaði vírinn fljótlega. Sótti þá m/b Þorsteinn gildari vír, sem m/s Nisse lagði til, og var hann festur á milli skipanna. Vegna þess, hve lágsjávað var, tók m/s Askur ekki með fullu vélarafli í vírinn, enda var talið vonlítið að ná skipinu út fyrr en sjór félli að. Hélt síðan m/s Askur m/s Nisse upp í sjó og vind á meðan var að falla að. Kl. 9.45 sveigði skipstjóri m/s Asks skip- ið til suðurs og jók vélaraflið til hins ýtrasta. Skekktist þá skipið til og rann út af skerinu. Var þá um 1 klst. til flóðs. Þegar skipið var laust, fór hafnsögumaðurinn um borð að beiðni skipstjórans, en m/s Askur dró skipið inn á ytri höfnina á Raufarhöfn, en þá taldi skipstjórinn á m/s Nisse óþarft að draga það lengra, þar sem stýri og skrúfa voru virk, og var skipinu lagt að bryggju hjálparlaust. Á meðan framangreindum aðgerðum stóð, var austanátt, 4—5 vindstig. Skipstjórinn á m/s Nisse, Penning Leendert, segir, að þegar skip hans varð fast, hafi stefnið vísað út frá grynningunum. Segir hann botnlagið á strandstaðnum hafa verið grjót, en hann hafi ekki séð nákvæmlega, hve mikið grjót það var. Stýrimaðurinn á m/s Nisse, Pieter Weltevreden, kveðst hafa séð steina undir skipinu á strandstaðnum og hafi það staðið fast, en hreyfzt lítils háttar. Telur hann, að skipið hafi aðallega staðið fast á steini undir stjórnborðshliðarljóskerinu. Ekki kveðst hann hafa tekið eftir klöppum á bakborða, en segir, að brotið hafi ca 50 metrum fyrir aftan skipið, en ekki hafi brotið við skips- hliðina. Skipstjórinn á m/b Þorsteini, Önundur Kristjánsson, lýsir að- stæðum á strandstaðnum þannig, að sér hafi virzt skipið liggja 650 með bakborðssíðu að klöpp, er náði allt fram að bóg bakborðs- megin, og hallaðist skipið á stjórnborða. Framan við skipið, bak- borðsmegin, hafi verið sker, sem braut á, og hafi þetta brot að sjá verið um bakborðsbóg skipsins. Stefni skipsins hafi vísað í austur-norðaustur. Skipstjórinn á m/s Ask, Angantýr Guðmundsson, segir hið strandaða skip hafa staðið mjög illa, þó meira að aftan, í stór- grýttri fjöru. Stýrimaðurinn á m/s Ask, Þorsteinn Þorsteinsson, kveðst hafa séð brjóta stjórnborðsmegin fram undir mitt hið strandaða skip og kveður ókyrrt hafa verið við hlið þess á strandstaðnum. Telur hann, að mjög grunnt hafi verið undir skipinu við fjöru og kveðst hann hafa séð á skrúfublaðið upp úr sjónum. Jón Einarsson verkstjóri, Raufarhöfn, einn eigenda m/b Þor- steins, sem fór á strandstaðinn með m/b Þorsteini, skýrir svo frá, að þegar komið var að skipinu hafi verið mikið útfall og afturhluti skipsins það mikið úr sjó, að skrúfan hafi sézt. Hafi stefni skipsins vísað norðan við austur. Töluvert mikil kviku- kreppa hafi verið við skipið og brotið með skipshlið fram fyrir stjórnpall. Hafi dýpi verið meira stjórnborðsmegin, en bakborðs- megin hafi skipið virzt liggja við flúð eða kletta og um. fjöruna hafi sézt móta fyrir þara fram fyrir mitt skip bakborðsmegin og ca 100— 150 faðma út frá bakbborðsbóg skipsins hafi brotið á grunni og hafi grunnið virzt ná þar skáhallt út. Botnlag undir skipinu hafi verið stórgrýtt og misdýpi. Ólafur Ágústsson hafnsögumaður, Raufarhöfn, skýrir svo frá, að þegar komið var að hinu strandaða skipi, hafi það hallazt á stjórnborða og brotið fram undir mitt skip báðum megin. Stefna strandaða skipsins var að hans hyggju eitthvað suður fyrir austur. Mjög grunnt var undir skipinu, þegar komið var að því, og tók hann eftir því, að þarinn nam sem næst við kjöl m/b Þorsteins. Virtist Ólafi afturendi strandaða skipsins fastur og segir það ekki hafa höggvið mikið, en hreyfing þess hafi aukizt eftir því sem sjór hækkaði og á tímabili hafi vindur og kvika aukizt, en hægt aftur með flóðinu. Telur hann vindstyrk hafa verið um 4 vindstig og hafa komizt mest í rúm 5 vindstig. Guðmundur Haraldsson, vélstjóri á m/s Ask, kveðst hafa verið mikið uppi og fylgzt með aðgerðum og kveðst hann telja, að um fullkomna björgun sé að ræða. Allir framangreindir skipverjar á m/s Aski og m/b Þorsteini telja það vera útilokað, að m/s Nisse hefði getað losað sig af 651 strandstaðnum með eigin vélarafli eða án utanaðkomandi hjálp- ar vegna þess, að vindur stóð beint upp í fjöruna og hefði óhjá- kvæmilega slegið skipinu flötu og borið það lengra upp í fjör- una, er sjór hækkaði, en m/s Askur hafi komið í veg fyrir þetta með því að halda við skipið. Telja þeir því, að um fullkomna björgun hafi verið að ræða. Skipstjórarnir á m/s Aski og m/b Þorsteini telja báðir, að þeir hafi lagt skip sín í hættu á strandstaðnum. Segja þeir, að alger samvinna hafi verið milli þeirra um björgunaraðgerðir, og eru þeir sammála um, að björgun hafi verið óframkvæman- leg fyrir m/s Ask án hjálpar m/b Þorsteins. Skipstjóri, stýrimaður og I. vélstjóri á m/s Nisse hafa allir látið í ljós það álit sitt, að skipið hefði getað losað sig af strand- staðnum af eigin rammleik án utanaðkomandi hjálpar, annað- hvort með eigin vélarafli á flóðinu eða með hjálp varpakkera, sem flytja hefði mátt með björgunarbátum skipsins, ásamt drátt- arvír, nægilega langt frá því. Telur skipstjórinn, að skaðinn kynni hins vegar að hafa orðið meiri, ef hann hefði ekki leitað aðstoðar. Með matsgerð, sem fram fór 22. ágúst 1960, var m/s Nisse metið til verðs á 5.7 milljónir íslenzkra króna, þar með talin brennsluolía sú, sem í skipinu var. Stefnendur reisa kröfur sínar á því, að hér hafi verið um full- komna björgun að ræða. Telja þeir útilokað, að skipið hefði náð sér á flot af eftirgreindum ástæðum: Þegar sjór hefði fallið að, myndi framendi skipsins hafa borizt upp á grynningar. Jafn- vel þótt framendi skipsins hefði ekkert hreyfzt, sem þó megi telja óhugsandi, hefði skipið lent á skeri, sem var bakborðsmegin, rétt um bóg skipsins, strax við fyrstu hreyfingu. Þá verði að teljast útilokað, að hægt hefði verið að breyta stefnu skipsins með því að leggja stýrinu í stjórnborða og láta vélina vinna áfram, þar sem steinn sá, sem undir stjórnborðshliðinni var, hefði komið í veg fyrir það. Ekki verði heldur rök að því leidd, að hægt hefði verið að koma út léttbát skipsins, taka í hann varpakkeri með nægilega löngum vír og róa honum frá skip- inu í hæfilega fjarlægð frá því. Til þess hafi hvorki verið nægi- legt dýpi við skipshliðina, né báturinn nógu stór. Ennfremur hafi verið svo mikil ókyrrð við skipshliðina að slík tilraun hefði verið dæmd til að misheppnast. Stefndi reisir hins vegar kröfur sínar á því, að hér hafi ein- göngu verið um létta aðstoð að ræða, en ekki björgun. Telur 652 hann, að m/s Nisse hefði verið komið Það vel á flot um flóð, að það hefði komizt út af eigin vélarafli, og til þess að rétta skipið þannig, að það gæti siglt út, eins og það gerði, er m/s Askur tók í það, hefði eigi þurft annað en að koma út varp- akkerum og dráttarvír á þann hátt, er skipstjóri m/s Nisse hafi lýst í framburði sínum. Á sama hátt hefði skipshöfn m/s Nisse getað haldið skipinu frá að flatreka upp að grynningum, áður en það flaut. Auk framanritaðs reisir stefndi og lækkunar- kröfu sína á því, að matsupphæð m/s Nisse sé allt of há, miðað við verðgildi skipsins, því að samkvæmt matsgerð, framkvæmdri í Hollandi hinn 21. desember 1960 af kunnáttumönnum, sé skipið þar metið á 300.000 hollenzk gyllini. Mótmælir hann því stefnu- kröfunni sem of hárri, jafnvel þó að talið yrði, að um björgun hafi verið að ræða. Umboðsmaður eiganda m/s Asks, KE I, hefur f. h. umbjóð- anda síns gert kröfu til 46 hluta tildæmdra björgunarlauna og að sömu hlutföll ráði við skiptingu málskostnaðar. Styður hann þessa kröfu sína þeim rökum, að það hafi verið m/s Askur, sem náði hinu strandaða skipi af skerinu með vélarafli sínu og dró það áleiðis til Raufarhafnar, og áður en skipið komst á flot, hafi m/s Askur haldið því upp í sjó og vind og forðað því Þannig frá því að brotna. Milli m/s Asks og hins strandaða skips hafi ekki verið nema um 100 faðmar og dýpið þar um 1 meter og því ljóst, að skipið hafi verið lagt í verulega hættu við björg- unarstarfið, Þá hafi m/s Askur lagt til dráttartaug, sem skevtt var við taugina frá hinu strandaða skipi. M/s Askur sé 80 rúm- lestir að stærð með 360 ha. vél og skipið sé virt til vátryggingar árið 1960 á kr. 3.074.500.00. Áhöfn skipsins, sem þátt hafi tekið í björgunarstarfinu, hafi verið 11 menn. Umboðsmaður eigenda m/b Þorsteins, ÞH 285, hefur f. h. um- bjóðenda sinna krafizt helmings björgunarlauna og sama hlut- falls í skiptingunni, að því er varðar málskostnað. Rökstyður hann kröfur sínar með því, að m/b Þorsteinn hafi verið lagður í mikla hættu við björgunina og meiri hættu en m/s Askur, sem hélt sig nokkuð frá hinu strandaða skipi, en m/b Þorsteinn hafi farið í gegnum brimgarðinn og svo til alveg að hinu strandaða skipi. Enda sé viðurkennt af báðum þeim aðiljum, sem að björg- uninni unnu, að m/s Askur hefði ekki án aðstoðar m/b Þor- steins getað bjargað hinu strandaða skipi. Telur og umboðsmað- ur eigenda m/b Þorsteins, að fjöldi skipverja á hvoru skipi um 653 sig, sem að björguninni vann, skipti ekki verulegu máli í þessu sambandi, heldur fyrst og fremst hvern hlut þau áttu að björg- uninni hvort um sig og hversu mikla hættu þau lögðu sig Í, en á m/b Þorsteini var aðeins skipstjórinn, Önundur Kristjáns- son, auk þeirra Jóns Einarssonar verkstjóra og Ólafs Ágústs- sonar hafnsögumanns, sem fóru með honum. M/b Þorsteinn, ÞH 285, er 18 rúmlestir brúttó að stærð og samkvæmt vottorði Vél- bátatryggingar Eyjafjarðar, sem lagt hefur verið fram í málinu, dags. 22/9 1961, er hann nettótryggður hjá nefndu tryggingar- félagi fyrir kr. 495.900.00. Skipið m/s Nisse frá Rotterdam var strandað, þegar m/b Þor- steinn og m/s Askur komu að því. Eins og aðstæðum hefur verið lýst á strandstað, þar sem um var að ræða miklar grynningar og stórgrýttan botn og að sker var framan til við skipið bak- borðsmegin, sem braut á, svo og með tilvísan til framburða vitna að öðru leyti, sem að björgunarstörfum unnu eða fóru á strandstaðinn, verður, þrátt fyrir staðhæfingar skipverja á m/s Nisse, að telja óvíst og raunar ósennilegt, að skipið hefði af eigin rammleik náð sér á flot, þar sem ætla má samkvæmt þeirri vindátt, sem var, er skipið strandaði, að framendi þess hefði borizt lengra upp á grynningarnar, þegar sjór féll að. En samkvæmt vottorði Veðurstofunnar í Reykjavík, sem lagt hefur verið fram í málinu, hefur veðurhæð þarna komizt mest í 5 vind- stig á þeim sólarhring, sem skipið strandaði. Ekki verða heldur rök að því leidd, að hægt hefði verið að koma út léttbát skips- ins, taka í hann varpakkeri með nægilega löngum vír og róa honum frá skipinu í hæfilega fjarlægð frá því, þar sem grynn- ingar voru miklar við skipið og ókyrrð við skipshliðina. Enda segir um þetta meðal annars í álitsgerð Gunnars Bergsteins- sonar sjómælingamanns, sem lögð hefur verið fram í málinu, að til þess að slík ráðstöfun gæti komið að haldi, þurfi hald- botn að vera góður, svo að akkerið nái góðri festu. En sennilega hafi verið þarna um að ræða grýttan botn og lélega festu. Samkvæmt framanrituðu var umrædd hjálp m/b Þorsteins og m/s Asks til handa hinu strandaða skipi björgun, en ekki aðstoð. Svo sem áður getur, hafa dómkvaddir matsmenn virt m/s Nisse ásamt brennsluolíu þeirri, sem í skipinu var, á kr. 5.700.- 000.00. Hefur stefndi mótmælt matsverði þessu sem allt of háu z og vitnað í því sambandi í matsgerð, framkvæmda í Hollandi 654 21. desember 1960. En þar sem virðingargerð hinna dómkvöddu matsmanna hefur ekki verið hnekkt, verður að leggja hana til grundvallar um verðmæti hinna björguðu hagsmuna. Umrædd björgun var fremur auðveld, enda tókst hún full- komlega. Skipstjóra og stýrimanni á m/s Nisse svo og öðrum, sem um það máttu bera, kemur saman um, að björgunin hafi verið framkvæmd með verklægni og hyggindum af hálfu björg- unarmanna. Hið strandaða skip var í hættu. Einnig verður að telja, að björgunarmenn hafi stofnað skipum sínum í hættu við björgunarstarfið, en björgunin tók stuttan tíma (um 9 klst. sjálf björgunin). Þegar framangreind atriði eru virt, svo og öll málsatvik, sem rakin eru hér að framan, þykja björgunarlaun til stefnenda í heild hæfilega ákveðin kr. 450.000.00, er skiptist þannig, að 10% upphæðarinnar falli í hlut eiganda m/s Asks, KE 11, en 30% hennar í hlut eigenda m/b Þorsteins, ÞH 285. Ber að dæma stefnda til að greiða stefnendum björgunarlaunin með 9% ársvöxtum frá 21. ágúst 1960 til 29. desember 1960 og með 8% ársvöxtum fá þeim degi til greiðsludags og málskostnað, er þykir hæfilega ákveðinn í heild kr. 79.500.00, en skiptist þannig milli stefnenda, að eigandi m/s Asks, KE 11, fái kr. 70.000.00, þar í innifaldir útlagðir kostnaðarliðir þeir, sem tilgreindir eru á dómsskj. nr. 11, en eigendur m/b Þorsteins, ÞH 285, fái kr. 9.500.00. Þá ber og að viðurkenna sjóveðrétt stefnenda í skip- inu m/s Nisse til tryggingar dæmdum fjárhæðum. Einar Arnalds yfirborgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómsmönnunum Jóni Sigurðssyni skipstjóra og Hallgrími Jónssyni vélstjóra. Dómsorð: Stefndi, Sveinbjörn Jónsson hrl., f. h. Penning Leendert vegna N.V. Neerlandia, eiganda m/s Nisse, Rotterdam, greiði Jónasi Rafnar hdl., f, h. eiganda m/s Asks, KEI1I1, kr. 315.000.00 ásamt 9% ársvöxtum frá 21. ágúst 1960 til 29. desmber 1960, en 8% frá þeim degi til greiðsludags og kr. 70.000.00 í málskostnað. Ennfremur greiði stefndi Kristjáni Jónssyni lögfræðingi f. h. eigenda m/b Þorsteins, ÞH 285, kr. 135.000.00 ásamt 9% ársvöxtum frá 21. ágúst 1960 til 29. desember 1960, en 8% frá þeim degi til greiðsludags og kr. 9.500.00 í máls- kostnað. 655 Framangreindur sjóveðréttur í m/s Nisse er viðurkenndur. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 6. nóvember 1963. Nr. 2/1962. Ingvar S. Ingvarsson (Gústaf A. Sveinsson hrl.) gegn Guðmundi Péturssyni f. h. Poul Rousseau (Guðmundur Pétursson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson og Gizur Bergsteinsson og prófessorarnir Ármann Snævarr, Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Skuldamál. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu '9. janúar 1962, að fengnu áfrýjunarleyfi 29. desem- ber 1961. Krefst hann þess aðallega, að héraðsdómurinn verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar, en að öðrum kosti verði málinu frestað í Hæsta- rétti og lagt fyrir héraðsdóm að veita aðiljum færi á að afla frekari gagna. Til vara krefst hann sýknu af kröf- um stefnda. Loks krefst hann, að stefnda verði dæmt að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, hvernig sem málið fer. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann, enda hefur vaxtatíma ekki verið and- mælt sérstaklega. Rétt er, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 1500.00. Það er aðfinnsluvert, að af hálfu stefnda hefur ekki verið 656 gætt nægilega ákvæða 105. og 114. sbr. 116. gr. laga nr. 85/1936, en ekki þykir næg ástæða að láta galla þessa varða ómerkingu héraðsdómsins. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Ingvar S. Ingvarsson, greiði stefnda, Guð- mundi Péturssyni f. h. Poul Rousseau, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 1500.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði Gizurar Bergsteinssonar hæstaréttardómara. Áfrýjandi var framkvæmdastjóri Glersteypunnar h/f, þá er atvik máls þessa gerðust. Dagana 13.—27. janúar 1954 var hann staddur í Belgíu í viðskiptaerindum við starfsstofnun P. Rousseau, er Glersteypan h/f átti kaup við. Greiddi P. Rousseau og málflutningsmaður þar, Caluwaert, f. h. P. Rousseau honum belgiska franka 15.000.00, og kvittaði áfrýjandi fyrir viðtöku Þeirra. Guðmundur Pét- ursson hrl. sækir nú í máli þessu fyrir hönd P. Rousseau áfrýjanda til endurgreiðslu í belgiskum frönkum 8000.00, sem sé ógreiddur hluti nefndrar fjárhæðar, en hún hafi verið einkalán P. Rousseau til áfrýjanda. Í aðiljaskýrslu sinni fyrir dómi hefur áfrýjandi staðhæft, að hinir 15.000.00 belgisku frankar hafi verið greiddir upp í viðskipti starfs- stofnunar P. Rousseau og Glersteypunnar h/f, en erindi hennar hafi hann í greindri ferð rekið við firmað P. Rous- Sseau. Hann hafi heldur ekki endurgreitt úr sjálfs sín hendi belgiska franka 7000.00, eins og hæstaréttarmálflutnings- maðurinn heldur fram. Fyrir héraðsdómi krafðist áfrýj- andi, sem gaf þar aðiljaskýrslu, að þeir P. Rousseau og Caluwaert kæmu fyrir dóm í heimalandi sínu og tjáðu sig 657 um sakarefnið. Eigi var samt gerður reki að þessu, þrátt fyrir það þótt tekinn væri frestur í því skyni. Lagði héraðs- dómari loks eftir mikinn drátt málsins af hendi aðilja dóm á það, svo vanreifað sem rakið var. Er mál þetta var flutt í Hæstarétti, veitti dómurinn að- iljum samkvæmt 120. gr. laga nr. 85/1936 kost á því að bæta úr vanreifun þess og afla skýrslna þeirra P. Rousseau og Caluwaert. Hinn stefndi hæstaréttarlögmaður neitaði að verða við þessari áskorun. Taldi hann skýrslusöfnun of kostnaðarsama, en um litla fjárhæð væri í málinu að tefla. Þar sem málið hafði þannig í héraði verið rekið andstætt 105., 114., 115. og 116. gr. laga nr. 85/1936 og eigi var tekin til greina áskorun Hæstaréttar samkvæmt 120. gr. sömu lasa um að ráða bót á hinum ófullkomna málflutningi, vildi minni hluti Hæstaréttar ómerkja héraðsdóm og visa málinu frá undirrétti. Nú hefur minni hlutinn verið borinn atkvæðum um þetta efni, og verður hann því að dæma málið efnislega, eins og það er í pottinn búið, sbr. 192. gr. laga nr. 85/1936. Áfrýjandi kveðst hafa tekið við fjárhæð þeirri, sem deilt er um í málinu, upp í viðskipti starfsstofnunar P. Rousseau við Glersteypuna h/f. Þessi málsástæða áfrýjanda stangast við þá staðreynd, að hann kvittaði fyrir fjárhæðina í sjálfs sín nafni, en eigi nafni Glersteypunnar h/f. Samkvæmt þessu ber að taka kröfu stefnda um endurgreiðslu fjárhæðarinn- aa til greina. Svo sem sagt var, hefur af hendi stefnda litt verið sinnt ákvæðum IX. kafla laga nr. 85/1936 við flutning máls þessa. Ber því samkvæmt undirstöðurökum XI. kafla laganna að fella málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti niður. Dómsorð: Áfrýjandi, Ingvar S. Ingvarsson, greiði stefnda, Guðmundi Péturssyni f. h. Poul Rousseau, belgiska franka 8000.00 með 6% ársvöxtum frá 1. febrúar 1954 til greiðsludags. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 42 658 Dómur bæjarþing Reykjavíkur 23. maí 1961. Mál þetta, sem dómtekið var 17. þ. m., hefur Guðmundur Pét- ursson hrl., Reykjavík, f. h. Poul Rousseau, Lodelinsart, Belgíu, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 28/2 1957, gegn Ingvari S. Ingvarssyni, Efstasundi 49, Reykjavík, til greiðslu skuldar að fjárhæð belgískir frankar 8.000.00, auk 6% ársvaxta frá 1/2 1954 til greiðsludags og málskostnaðar. Stefndi hefur krafizt sýknu og málskostnaðar. Stefnandi skýrir svo frá málavöxtum, að hin umstefnda skuld sé eftirstöðvar af láni, sem stefnandi hafi veitt stefnda, þegar stefndi dvaldi í Belgíu. Hafi lánið upphaflega numið belgískum frönkum 15.000.00, en sé nú að eftirstöðvum belgískir frankar 8.000.00. Stefnandi hefur lagt fram í málinu sem dskj. nr. 3 kvittanir, þar sem stefndi viðurkennir að hafa samtals tekið á móti belg- ískum frönkum 15.000.00 frá hr. Poul Rousseau. Stefndi skýrir hins vegar svo frá málavöxtum, að í nóvember- mánuði 1953 hafi firmað P. Rousseau, Lodelinsart, Belgíu, af- greitt vörur til Glersteypunnar h.f. Hafi vörur þessar verið keyptar á ákveðnu f.o.b. verði í Antwerpen, en belgískt flutn- ingafyrirtæki hafi annazt pökkun og útskipun varanna fyrir firma P. Rousseau. Af þessum sökum hafi lagzt töluverður auka- kostnaður á vörurnar, sem orðið hafi að greiða, áður en vörurnar hafi fengizt afhentar hér á Íslandi. Flutningafyrirtækið hafi gert þetta samkvæmt fyrirmælum firma P. Rousseau. Af þessum sökum hafi lagzt töluverður auka- kostnaður á framangreindar vörur, sem firma P. Rousseau hafi átt að greiða. Þegar stefndi hafi síðar dvalið í Belgíu vegna viðskipta Gler- steypunnar h.f. við firma P. Rousseau, hafi firma P. Rousseau viðurkennt, að framangreind eftirkrafa hafi verið lögð á vöru- sendinguna, sem fyrr er getið, og bæri því að endurgreiða kostn- aðinn. Síðan hafi firma P. Rousseau endurgreitt stefnda nokkurn hluta þessa kostnaðar eða samtals belgíska franka 15.000.00, sem hann hafi gefið skriflega staðfestingu fyrir, sem sé kvitt- anirnar á dskj. nr. 3. Kvittanir þessar hafi átt að vera bráða- birgðakvittanir samkvæmt umtali, þegar stefndi undirritaði þær, og hafi Poul Rousseau þá lofað að gera fullkomið reiknings- yfirlit yfir þennan þátt viðskipta hans við Glersteypuna h.f. Stefndi kveðst alls ekki hafa endurgreitt Poul Rousseau per- sónulega belgíska franka "7.000.00. 659 Stefndi hefur viðurkennt að hafa tekið á móti þeim belgísk- um frönkum 15.000.00, sem um getur á dskj. nr. 3, og telur sig hafa gert það í janúar 1954. Stefndi hefur kvittað fyrir móttöku fjárhæðar þessarar í sínu eigin nafni, en ekki Glersteypunnar h.f., og ekki hefur stefndi fært neitt það fram í máli þessu, sem renni stoðum undir þá staðhæfingu hans, að hann hafi tekið á móti fyrrgreindri fjár- hæð f. h. Glersteypunnar h.f. Ber því að taka kröfu stefnanda til greina. Málskostnaður ákveðst kr. 1400.00. Einar Oddsson, fulltrúi borgardómara, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Ingvar S. Ingvarsson, greiði stefnanda, Guðmundi Péturssyni f. h. Poul Rousseau, belgíska franka 8.000.00 með 6% ársvöxtum frá 1/2 1954 til greiðsludags og kr. 1400.00 í málskostnað. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 8. nóvember 1963. Nr. 72/1963. Sigurður Ingimundarson (Þorvaldur Þórarinsson hrl.) segn Oddfríði Ingólfsdóttur (Kristján Eiríksson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson og Gizur Bergsteinsson og prófessorarnir Ármann Snævarr, Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Útburðarmaál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 24. maí 1963 og krefst þess, að stefndi verði borinn út úr verzlunarhúsnæði því, sem hún notar í húsinu nr. 2 660 við Álfheima, og að henni verði dæmt að greiða honum málskostnað fyrir fógetadómi og Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði stað- festur og að áfrýjanda verði dæmt að greiða henni máls- kostnað fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Áfrýjandi seldi með leigusamningi, gerðum í desember 1959, Kristófer heitnum Eggertssyni á leigu húsnæði, um 30 fermetra, fyrir sælgætisverzlun í austurenda hússins nr. 2 við Álfheima. Í leigusamningnum segir m. a.: „Leigan er umsamin kr. 2000.00 — tvö þúsund krónur — á mánuði og greiðist hinn fyrsta dag hvers mánaðar fyrirfram. Hið leigða húsnæði er leigt í því ástandi, sem það er nú i, að undanteknu því, er hér greinir“ .... „Leigutaki sér um á sinn kostnað og lýkur við að öðru leyti frágang hins leigða, svo sem málningu, raflagnir o. s. frv. Skal öll sú vinna vera óaðfinnanleg, enda verður allt það, sem leigutaki lætur gera fyrir húsnæðið, eign leigu- sala án endurgjalds, að leigutímanum loknum, en innrétt- ingar, svo sem búðarborð, hillur og þess háttar, verður að sjálfsögðu eign leigutaka.“ Ennfremur segir þar: „Eigi er leigutaka heimilt framsal leigusamnings þessa án samþykkis leigusala.“ Kristófer heitinn Eggertsson, sem hafði verzlunarleyfi, rak frá 1. febrúar 1960 sælgætisverzlun í húsnæðinu, unz hann lézt 16. nóvember 1961, tæpra 69 ára að aldri. Stefndi, Oddfríður Ingólfsdóttir, sem fædd er 1908 og er systir konu áfrýjanda, kveðst frá upphafi hafa annazt rekstur verzlunarinnar að öllu leyti, keypt inn búðarvarning, ráðið afgreiðslufólk o. þ. h. Að Kristófer Eggertssyni önduðum, taldi stefndi, að hún ætti rétt til leigu húsnæðisins samkvæmt leigumálanum til 1. febrúar 1965. Áfrýjandi kvittaði í fyrstu fyrirvara- laust fyrir leigugreiðslum. En með bréfi, dags. 22. nóvem- ber 1962, mótmælti hann leigurétti stefnda. Krafðist hann brottrýmingar hennar 1. marz 1963 og til vara 1. júní 1963. Útburðar krafðist hann síðan hinn 4. marz 1963. 661 Kristófer heitinn Eggertsson tók húsnæði það, sem í máli þessu greinir, á leigu til að skapa sér og konu sinni lífsviður- væri. Hann fullgerði húsnæðið á sinn kostnað og tryggði það til fimm ára. Allar aðstæður bera því vott, að það hafi verið forsenda leigumálans af hendi Kristófers Eggertssonar, sú er áfrýjandi mátti greina, að kona Kristófers, stefndi, sem stundaði starfsreksturinn með honum, skyldi hafa rétt til að halda honum áfram út hinn fastákveðna leigutíma, þótt Kristófer félli frá, enda brýtur bann leigumálans við fram- sali leiguréttarins eigi gegn nefndri forsendu. Fyrirvara- laus kvittun áfrýjanda á leigu úr hendi stefnda, að Kristó- fer látnum, styður og tilvist samningsforsendunnar. Er af þessum sökum réti að staðfesta úrskurð fógeta. Eftir atvikum er rétt, að málskostnaður í Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Úrskurði fógeta skal eigi raskað. Málskostnaður í Hæstarétti fellur niður. Úrskurður fógetadóms Reykjavíkur 10, apríl 1963. Gerðarbeiðandi, Sigurður Ingimundarson, Álfheimum 4, hefur krafizt þess, að gerðarþoli, Oddfríður Ingólfsdóttir, verði borin út úr verzlunarhúsnæði, sem hún hefur haft til afnota í húsinu nr. 2 við Álfheima. Hann hefur og krafizt málskostnaðar úr hendi gerðarþola. Gerðarþoli, Oddfríður Ingólfsdóttir, Álfheimum 3, hefur mót- mælt framgangi hinnar umbeðnu útburðargerðar og jafnframt krafizt þess, að gerðarbeiðandi verði úrskurðaður til þess að borga sér málskostnað. Var mál þetta tekið til úrskurðar, að loknum munnlegum flutningi, sem fór fram hinn 4. þ. mán. Þorsteinn Thorarensen, settur borgarfógeti, hefur kveðið úrskurðinn upp. Leigusamningur gerðarbeiðanda, Sigurðar Ingimundarsonar, við Kristófer Eggertsson, gerður í desember 1959, hefur verið lagður fram í málinu sem rskj. nr. 2. Tekur Kristófer Eggertsson á leigu húsnæði fyrir sælgætisverzlun í austurenda hússins Álf- heima 2, og hefur slík verzlun síðan verið rekin þar. Leigutími 662 er sagður hefjast hinn 1. febrúar 1960 og ljúka hinn 1. febrúar 1965. Leiga skal greiðast 1. hvers mánaðar fyrirfram, og er mán- aðarleigan kr. 2.000.00. Tekið er fram, að framsal leigusamn- ings sé óheimilt án samþykkis leigusala. Vísast að öðru leyti til rskj. nr. 2. Kristófer Eggertsson andaðist hinn 16. nóvember 1961. Í máli þessu hefur verið lögð fram erfðafjárskýrsla í dánarbúi hans, dagsett 5. nóvember 1962, sjá rskj. nr, 8. Ekki er þar getið um nefnda sælgætisverzlun. Í réttinum hefur verið sýndur kaupmáli Kristófers Eggerts- sonar og konu hans Oddfríðar Ingólfsdóttur. Hann er gerður 25. maí 1940, fyrir hjúskap þeirra. Þar er svo ákveðið, að innan- stokksmunir, þá fyrir hendi og síðar til komnir, skuli vera sér- eign Oddfríðar, enn fremur allt það, sem hún kynni að vinna sér inn með sératvinnu sinni. Gerðarbeiðandi ritar fógetarétti Reykjavíkur hinn 4. marz s.l! og krefst útburðar. Hann heldur því fram, að við andlát Kristófers Eggertssonar hafi leigusamningurinn á rskj. 2 fallið úr gildi. Ekkja Kristófers, gerðarþolinn Oddfríður Ingólfsdóttir, hafi alls engan rétt til þess að ganga inn í aðildir þær, sem samningurinn veitir leigutaka, enda sé skýrum stöfum þannig á kveðið, að framsal leigusamnings sé óheimilt. Í þessu sambandi skipti engu máli, þótt gerðarþoli hafi getað rekið verzlun í skjóli verzlunarleyfis síns látna eiginmanns. Hann segist ekki hafa amazt við því, að gerðarþoli héldi verzl- uninni áfram í þessu húsnæði, meðan verið væri að ganga frá skiptum í dánarbúi Kristófers og viðræður hafi á þeim tíma farið fram við gerðarþola um það, hvort hún óskaði að gera leigusamning um húsnæðið, en hún hafi ekki sagt af eða á um það, fyrr en skiptum var lokið, en þá hafi hún lýst því yfir, að hún teldi sig eiga þann leigurétt, sem manni hennar hafi verið veittur á sínum tíma. Gerðarbeiðandi segist nú hafa neitað að taka við húsaleigu fyrir nóvember 1962, unz svo hafði verið um hnútana búið, að hann taldi sér það óhætt, og vísar gerðar- beiðandi þar til bréfs, sem hann lét skrifa gerðarþola 22. nóvem- ber 1962. Er endurrit þess bréfs lagt fram í málinu sem rskj. nr, 7. Þar er minnt á það ákvæði leigusamnings, að framsal leigu- réttar sé ekki heimilt án samþykkis leigusala og sé leigusamn- ingur um húsnæðið því úr gildi fallinn. Til vara er leigusamn- ingi þessum sagt upp, þannig að húsnæðið skuli rýma hinn 1. marz 1963 og til vara hinn 1. júní 1963. 663 Gerðarbeiðandi rökstyður útburðarkröfu sína, svo sem að framan er lýst. Gerðarþoli heldur því aftur á móti fram, að enda þótt leigu- samningur um húsnæðið hafi verið gerður við mann hennar, Kristófer Eggertsson, þá hafi gerðarbeiðandi samþykkt hana sem aðilja leiguréttar með aðgerðarleysi um margra mánaða skeið. Sérstaklega vísar gerðarþoli til fyrirvaralausra kvittana, sem hún hefur látið leggja fram, sjá rskj. 9—-23 incl. Þessar kvittanir hljóða um mánaðarlegar leigugreiðslur frá og með 1. október 1961 til og með 1. febrúar 1963 og eru athugasemdalaust undir- ritaðar af gerðarbeiðanda, Sigurði Ingimundarsyni. Því er haldið fram af gerðarþola hálfu, að hún hafi haft fulla ástæðu til að treysta því, að gerðarbeiðandi, sem er mágur hennar, myndi ekki hafa hug á að slíta þessu leigusambandi. Þess sé líka að gæta, að honum hafi alla tíð verið það vel kunnugt, að það hafi verið hún, en ekki Kristófer, sem hafi rekið verzlunina, enda þótt hans væri verzlunarleyfið og að leigusamningur hljóðaði á hans nafn. Gerðarbeiðandi segir, að sér hafi alltaf skilizt, að það hafi verið Kristófer, sem hafi rekið þessa verzlun, meðan hans naut við, og mótmælir þeirri staðhæfingu, að sér hafi verið annað kunnugt. Það verður ekki komizt hjá því að fallast á það með gerðar- þola, að hún hafi getað notað sér þann rétt, sem leigusamning- urinn hafði veitt manni hennar sem leigutaka, og verður ekki litið svo á, að hér hafi verið um að ræða framsal leiguréttar, sem óheimilt sé samkvæmt leigusamningnum. Gerðarþoli mátti þar að auki vænta þess, er gerðarbeiðandi hafði mánuðum saman gefið henni fyrirvaralausar kvittanir fyrir húsaleigu, að hann myndi ekki síðar bera það fram, að hún hefði ekki rétt til að nota húsnæðið, en ósannað er, að hann hafi borið fram munnlegan fyrirvara hér að lútandi. Er því synjað um hina umbeðnu gerð, en rétt má telja, að málskostnaður falli niður. Því úrskurðast: Gerð þessi fer ekki fram. Málskostnaður fellur niður. 664 Laugardaginn 9. nóvember 1963. Nr. 52/1963. Númi s.f. og Hálogaland h/f (Páll S. Pálsson hrl.) Segn Magnúsi Pálssyni (Jón Skaftason hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson og Gizur Bergsteinsson, prófessorarnir Ármann Snævarr og Magnús Þ. Torfason og Logi Einarsson víirsakadómari. Ómerking héraðsdóms. Dómur Hæstaréttar. Áfryjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 23. april 1963. Krefjast þeir sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar úr hendi hans í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Með afsalsbréfi, dags. 15. júlí 1958, selja og afsala áfrýj- endur stefnda, Magnúsi Pálssyni, íbúð í húsinu nr. 4 við Ljósheima í Reykjavík. Í afsalsbréfinu segir m. a.: „Íbúðin selst fullgerð að utan og innan, og hefur kaup- andi kynnt sér ástand hennar og sætt sig við að öllu leyti. Ennfremur skal stigahús fullgert með handriði, málningu, dúkum og raflögn. Kjallari skal vera svo frágenginn: Sameiginlegur gang- ur skal vera aðskilinn með 7 cm þykkum vikurplötum, og skulu þeir veggir, er að gangi vita, vera grófmúrhúðaðir. Út- veggir á þvottahúsi skulu vera einangraðir og grófmúrhúð- aðir, og skulu seljendur ráða gerð einangrunar. Þvottahús og sameiginlegur gangur skal vera hvitkalkað. Það skal tekið fram, að þeir veggir í kjallara, sem eru steyptir, skulu ekki múrhúðaðir. Geymslur skulu aðskildar með timburrimlum, sem seljendur sjái um uppsetningu á. . Eignin skal vera fullgerð til afnota fyrir kaupanda eigi siðar en hinn 15. júlí n.k.“ Af gögnum málsins má ráða, að lokið hafi verið við að 665 steypa húsið upp vorið 1958. Þar sem á afsalsdegi 15. júli 1958 er talið, að seljendur eigi eftir að vinna þau verk, sem í afsali greinir, og að þeir skuli hafa lokið því fyrir „15. júlí n.k.“, bendir orðalagið til, að þar sé átt við 15. júlí 1959. Í héraðsstefnu, dags. 3. mai 1961, er svo að orði kom- izt m. a. „Krafa um skaðabætur þessar er til komin vegna íbúðar- kaupa stefnanda af stefndum, en stefnandi keypti í júlímán- uði 1958 fjögurra herbergja íbúð af stefndum í fjölbýlis- húsinu nr. 4 við Ljósheima. Afsal fyrir umræddri íbúð var útgefið hinn 15. júlí 1959. Samkvæmt afsalinu skyldi íbúðin þá vera fullgerð. Stefnandi flutti inn í ibúðina um mán- aðamótin ágúst og september .... Nokkru eftir að stefn- andi flutti inn í íbúðina, fór að bera á ýmsum göllum. Milli- veggir sprungu, skápar sigu o. s. frv.“ Í greinargerð stefnanda í héraði segir hins vegar svo: „Stefnandi fékk afsal fyrir íbúð sinni þann 15. júlí 1958. í afsalinu var tekið fram, að íbúðin sé fullgerð til afnota fyrir kaupanda þann 15. júlí 1958. Stefnandi flutti í ibúð- ina um mánaðamótin ágúst/september s. á. . Skömmu eftir að stefnandi flutti í íbúðina, komu fram gallar á henni.“ Fyrir Hæstarétti eru lögmenn aðilja sammála um, að þrátt fyrir hið tilfærða orðalag afsalsbréfsins og héraðs- stefnu, sé hið rétta í málinu það, sem segir í greinargerð stefnanda í héraði, þ. e. að stefndi, Magnús Pálsson, hafi flutzt í íbúðina nær fullgerða um mánaðamótin ágúst og september 1958, og hafi umræddar sprungur i veggjum komið í ljós skömmu síðar. Nú hefur hið villandi orðalag afsalsins og hin ranga tilgreining í héraðsstefnu leitt til þess, að héraðsdómur hefur lagt til grundvallar í málinu, að stefndi hafi ekki flutzt í íbúðina fyrr en um mánaða- mótin ágúst og september 1959, og að galla hafi ekki orð- ið vart fyrr en eftir þann tíma. Og þar sem þessi villa um málsatvik hefur haft áhrif á rök héraðsdóms fyrir úrlausn sakarinnar, þá verður ekki hjá því komizt að ómerkja hinn 666 áfrýjaða dóm og vísa málinu heim í hérað til meðferðar og dómsálagningar af nýju. Ber þá og að veita aðiljum kost á að afla gagna um, hvort efni í veggjum íbúðarinn- ar hafi verið áfátt, og svo annarra Sagna, sem þeir telja, að máli geti skipt. Rétt er, að málskostnaður í Hæstarétti falli niður, Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur er felldur úr gildi, og er mál- inu vísað heim í hérað til meðferðar samkvæmt fram- ansögðu og dómsálagningar af nýju. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 20. febrúar 1963. Mál þetta, sem dómtekið var 14. febrúar s.l., hefur Magnús Pálsson tollvörður, Ljósheimum (4, Reykjavík, höfðað fyrir bæjar- þinginu með stefnu, birtri 3. maí 1961, gegn Einari Magnússyni húsasmíðameistara, Ljósheimum 4, Reykjavík, f. h. Núma s.f., og Sigfúsi Bjarnasyni forstjóra, Víðimel 66, Reykjavík f. h. Há- logalands h.f., til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 32.800.00, auk 10% ársvaxta af kr. 7.800.00 frá 1. ágúst 1960 til 29. des- ember s. á, og 8% ársvaxta af sömu fjárhæð frá þeim degi til stefnudags, en 8% ársvaxta af kr. 32.800.00 frá þeim degi til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Stefndu hafa kraf- izt algerrar sýknu af öllum kröfum stefnanda svo og þess, að þeim verði dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda. Málavextir eru þessir: Með afsali, dagsettu 15. júlí 1958, eignaðist stefnandi íbúð á 1. hæð hússins að Ljósheimum 4 í Reykjavík. Samkvæmt af- salinu skyldi íbúðin vera fullgerð til afnota fyrir eigandann eigi síðar en 15. júlí 1959. Stefnandi fluttist inn í íbúðina um mánaðamót ágúst/september 1959, en skömmu síðar tóku milli- veggir tveir í eldhúsi að springa, fastir skápar að losna frá lofti og gólfi og skekkjast, svo að hurðir stóðust ekki á. Eru skápar þessir í eldhúsi og gangi sitt hvorum megin við annan vegginn, sem sprunginn er. Stefnandi kvartaði yfir þessu, en án árangurs. Voru þá matsmenn dómkvaddir 11. maí 1960 til að meta kostn- 667 að við úrbætur á göllum þessum, og er matsgerð þeirra dagsett 12. júní 1960. Meta þeir kostnað þennan á kr. 7.800.00. Þá hefur og farið fram útlitsbreyting á húsinu nr. 6 við Ljós- heima, en þetta hús er áfast við hús nr. 4. Þar hefur og innrétt- ingu verið breytt frá upphaflegri teikningu. Þegar stefndu sinntu ekki kvörtunum stefnanda, höfðaði hann mál þetta, svo sem að framan er greint. Stefnandi sundurliðar kröfur sínar þannig: 1. Kostnaður vegna galla á íbúðinni samkvæmt mati dómkvaddra manna .......0000000.00.. kr. 7.800.00 2. Skaðabætur vegna breytinga á húsinu nr. 6 við Ljósheima ........20002 0... — 25.000.00 Samtals kr. 32.800.00 Síðari lið dómkröfunnar hefur verið vísað frá vegna vanreif- unar með dómi, uppkveðnum í dag, og hafa lögmenn aðilja lýst því yfir í þinghaldi í dag, að þeir muni ekki kæra þann dóm til Hæstaréttar. Fyrri lið bótakröfu sinnar styður stefnandi þeim rökum, að galla þá, sem á íbúðinni hafi verið, megi rekja til vansmíða stefndu, en gallar þessir hafa verið leyndir, enda fyrst komið í ljós nokkru eftir að hann hafði flutzt inn í íbúðina. Stefndu hafa hins vegar haldið því fram, að veggsprungurnar í íbúðinni og það, sem þeim fylgdi, verði ekki á neinn hátt rakið til smíðagalla. Hefur hann því til stuðnings vitnað í fram- burð matsmanna fyrir dómi svo og matsgerð þeirra. Hér sé um algengt fyrirbæri að ræða, þótt farið sé eftir ströngustu bygg- ingarreglum. Verður nú fjallað um fyrri lið kröfunnar. Samkvæmt upplýsingum frá byggingarfulltrúanum í Reykja- vík var efsta loftplata hússins tekin út 20. maí 1958, og hefur þá verið nær lokið við að steypa húsið upp, en stefnandi flyzt inn í húsið um mánaðamót ágúst/september 1959, eins og áður greinir, og nokkru síðar koma sprungurnar Í ljós. Í matsgerð þeirri, sem áður hefur verið nefnd, lýsa matsmenn þeirri skoðun sinni, að sprungurnar í veggjunum og misgengi skáphurðanna orsakist aðallega af svignun gólfplötunnar, en sprungur í hlöðnum skilveggjum séu algeng fyrirbæri hérlendis og erlendis. Í byggingarsamþykkt Reykjavíkur séu ekki ákvæði um það, hver svignun megi mest vera í steyptum loftplötum, 668 en í flestum stöðlum (normum) séu bein eða óbein ákvæði um það, hver svignunin megi vera mest miðað við styttra haf plötu. Hlaðnir veggir séu mjög viðkvæmir fyrir sigi og í ljós hafi komið, að þeir springi við svignun, sem annars telst leyfi- leg. Steinsteyptar plötur haldi lengi áfram að svigna, en svignun bessarar plötu sé að mestu leyti lokið. Fyrir dómi hafa mats- menn lýst því yfir, að ekki hafi verið um sannanleg vansmíði að ræða í umræddri íbúð. Dómurinn hefur farið á vettvang og skoðað umræddar sprung- ur, en viðgerð hefur enn ekki farið fram á þeim. Hins vegar hafa skápar og hurðir nú verið lagfærðar. Upplýst er, að nær eitt og hálft ár líður frá því að húsið var „fullsteypt“, þar til sprungurnar í hlöðnu veggina koma fram, en það er skoðun hinna sérfróðu meðdómenda, að ef svignun plötunnar væri aðalorsök skemmdanna, hefðu sprungurnar átt að koma fyrr í ljós. Orsök þess, að í veggina koma stærri sprungur en algengt er, megi að nokkru leyti rekja til efnis í veggjunum. Þar muni hafa orðið meiri samdráttur en algengt sé, en svignun plötunnar hafi að sjálfsögðu einnig haft áhrif á spennuna í veggjunum. Orsök þess, að meiri skemmdir urðu á íbúðinni vegna sprung- inna veggja en algengt er í nýbyggðum íbúðarhúsum, verður að rekja til galla við smíði hússins og samkvæmt því verður að telja stefndu bótaskylda gagnvart stefnanda. Allan kostnað við viðgerðir, þar með talinn kostnað við flutn- inga í íbúðina og óþægindi, hafa matsmenn metið á kr. 7.800.00, eins og fyrr er greint, Þessari fjárhæð hefur ekki verið mót- mælt sem of hárri, og er það einnig skoðun dómsins, að hún sé ekki of há, ekki sízt þegar hafðar eru í huga verð- og launa- hækkanir frá 12. júní 1960 fram á Þennan dag. Ber því að taka þennan lið bótakröfunnar til greina. Vextir ákveðast 7% og rétt þykir að miða upphafstíma þeirra við 1. ágúst 1960, eins og krafizt hefur veri,ð. Málskostnaður, þar á meðal matskostnaður, þykir hæfilega ákveðinn kr. 5.000.00. Sigurður Líndal, fulltrúi yfirborgardómara, hefur kveðið upp dóm þennan ásamt meðdómsmönnunum Einari Kristjánssyni byggingameistara og Finnboga R. Þorvaldssyni prófessor. Dómsorð: Stefndu, Númi s.f. og Hálogaland h.f., greiði stefnanda, 669 Magnúsi Pálssyni, kr. 7.800.00 með 7% ársvöxtum frá 1. ágúst 1960 til greiðsludags og kr. 5.000.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 27. nóvember 1963. Nr. 147/1963. Haraldarbúð h/f gegn E. Th. Mathiesen h/f Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason, Giz- ur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessor Theo- dór B. Líndal. Kærður frávísunardómur. Dómur Hæstaréttar. Sóknaraðili hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 25. f. m., er barst dóminum 5. þ. m. Hann gerir þær dómkröfur, aðallega að hinn kærði dómur verði úr gildi felldur og frávísunarkrafa varnaraðilja eigi til greina tekin, en til vara, að meðferð aðalmálsins á bæjarþingi verði ómerkt frá þingfestingardegi, 21. marz 1963, og kveðið verði á um löglega meðferð þess frá þeim tíma. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðilja. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða dóms og kærumálskostnaðar af sóknaraðilja. Með skírskotun til forsendna hins kærða dóms ber að staðfesta hann. Sóknaraðili greiði varnaraðilja kærumálskostnað, kr. 1.500.00. Dómsorð: Hinn kærði dómur á að vera óraskaður. Sóknaraðili, Haraldarbúð h/f, greiði varnaraðilja, E. 670 Th. Mathiesen h/f, kærumálskostnað, kr. 1500.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 15. október 1963. Mál þetta, sem tekið var til dóms eða úrskurðar 14. þ. m. vegna frávísunarkröfu stefnda, hefur Jón Bjarnason, Reykjavík, höfðað í. h, Haraldarbúðar h.f., hér í borg, með stefnu birtri 11. marz 1963 gegn E. Th. Mathiesen h/f, Reykjavík, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 15.843.00 með 8% ársvöxtum frá 1. maí 1961 til greiðsludags auk málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt gjald- skrá LM.F.Í. Stefndi hefur gert eftirfarandi dómkröfur: „a) að málinu verði vísað frá dómi, þar eð ég tel tvímælalaust, að mál þetta heyri undir sjó- og verzlunardóm. Auk þess krefst ég málskostnaðar úr hendi stefnanda. b) til vara er þess krafizt, að fallizt hinn virðulegi dómur ekki á aðalkröfur mínar, að stefndi verði sýknaður af kröf- um stefnanda og honum dæmdur málskostnaður.“ Jón Bjarnason hæstaréttarlögmaður, stjórnarformaður stefn- anda, hefur skýrt svo frá málavöxtum, að síðari hluta ársins 1960 hafi stefnanda verið sagt upp húsnæði því, er hann hafði á leigu fyrir verzlun sína í Austurstræti og um mánaðamótin október/ nóvember 1960 hafi verzlunin verið lögð niður. Stefnandi átti þá einhverjar vörubirgðir, og sneri Jón Bjarna- son sér því til nokkurra fyrirtækja, er selt höfðu stefnanda vörur, og spurðist fyrir um það, hvort þau vildu taka til baka vörur, sem Óseldar voru, þegar verzlunin hætti störfum. Eitt af þessum fyrirtækjum var stefndi í máli þessu. Kveðst Jón Bjarnason hafa átt tal við framkvæmdastjóra stefnda og innt hann eftir því, hvort hann vildi ekki taka til baka nokkrar tylftir af sundbolum, er keyptir höfðu verið hjá stefnda. Kveður Jón Bjarnason framkvæmdastjórann hafa verið reiðubúinn til þess, en úr þessum viðskiptum hafi þá eigi orðið, með því að sundbolir þessir hafi verið falaðir af öðru fyrirtæki og seldir með samþykki stefnda. Skömmu síðar kveðst Jón Bjarnason hafa hitt nefndan fram- kvæmdastjóra aftur og spurt hann þá, hvort hann í stað sund- bolanna vildi ekki taka aftur herra-hálsbindi af svonefndri „Mata- dor“-gerð. Hafi framkvæmdastjórinn þá spurt að því, hvort nokkuð sæist á bindunum, og ef svo væri ekki, skyldi hann taka 671 þau til baka. Framkvæmdastjórinn hefur mótmælt því, að hann hafi lofað að taka hálsbindin til baka í þeim skilningi, að hann hafi keypt þau aftur af stefnanda, heldur hafi hann einungis lofað að reyna að selja þau fyrir stefnanda í umboðssölu. Í ásbyrjun 1961 kveður Jón Bjarnason stefnda hafa verið send 249 stk. af bindum þessum ásamt nótu yfir verð þeirra. Reikn- ingur hafi nú verið sendur nokkrum sinnum til stefnda, en hann hafi ekki fengizt greiddur og framkvæmdastjórinn borið því við, að stefndi hefði ekki keypt umrædd bindi, heldur tekið þau í umboðssölu, Þar eð allar tilraunir til að fá nefndan reikning greiddan hafi reynzt árangurslausar, kveðst Jón Bjarnason hafa ritað stefnda kröfubréf, dags. 9. apríl 1962 og krafið hann um greiðslu fyrir 14. s. m. Hinn 12. apríl 1962 fór framkvæmdastjóri stefnda við þriðja mann á skrifstofu Jóns Bjarnasonar og vildi skila honum aftur nefndum bindum. Tók Jón það eigi í mál, og fóru mennirnir við svo búið og tóku bindin með sér. Hinn 12. marz 1963 fór framkvæmdastjóri stefnda enn við þriðja mann með hálsbindin á skrifstofu Jóns Bjarnasonar. Var Jón þá eigi við, svo að mennirnir skildu bindin eftir hjá Kristjáni Flygering, er skrifstofu hafði í sama húsi, og báðu hann að koma þeim til Jóns Bjarnasonar, sem hann og gerði. Í bréfi til stefnda, dags. sama dag, sem atburður þessi gerðist, mótmælir Jón Bjarnason enn að veita hálsbindunum viðtöku, skorar á stefnda að láta fjarlægja þau og telur sig enga ábyrgð á beim bera. Stefndi byggir frávísunarkröfu sína á því, að samkvæmt 200. gr. 2. tl. laga nr. 85/1936 hafi borið að stefna máli þessu fyrir sjó- og verzlunardóm, þar sem hér sé um að ræða mál út af verzlunarskiptum kaupmanna sín á milli. Stefnandi hefur krafizt þess, að frávísunarkröfunni verði hrund- ið og stefnda gert að greiða honum hæfilegan málskostnað í þess- um þætti málsins. Þessa kröfu sína styður stefnandi þeim rök- um, að bæjarþingsdómari geti jafnan kvatt til sérfróða menn til dómsstarfa, ef honum þykir þess þörf og sé það því alls ekki óhjákvæmileg nauðsyn að reka mál sem þetta fyrir sjó- og verzlunardómi. Í XVI. kafla laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í hér- aði eru ákvæði um sjó- og verzlunardómsmál. Þar segir m. a. svo í 200. gr. laganna: „Sjó- og verzlunardómur fer með og 672 dæmir þessi mál:,,........ 2. Mál út af verzlunarskiptum kaup- manna sín á milli ...... , enda virðist dómara þörf sérþekk. ingar til að fara með og dæma málið.“ Mál það, sem hér er um fjallað, er sprottið af verzlunarvið- skiptum kaupmanna sín á milli, og með því að þörf er meðdóm- enda, sérfróðra í verzlunarvenjum um viðskipti þau, sem hér hafa farið fram, ber að reka mál þetta fyrir sjó- og verzlunardómi. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, og með hliðsjón af 5. mgr. 200, gr. einkamálalaganna ber því vegna kröfu stefnda að vísa máli þessu frá bæjarþingi Reykjavíkur. Eftir þessum málalyktum verður stefnanda samkvæmt 1. mgr. 180. gr. laga nr. 85/1936 gert að gjalda stefnda málskostnað, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 750.00. Magnús Thoroddsen, settur borgardómari, kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá bæjarþingi Reykjavíkur. Stefnandi, Haraldarbúð h/f, gjaldi stefnda, E. Th. Mathie- sen h/f, kr. 750.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirt- ingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 2. desember 1963. Nr. 17/1963. Áki Jakobsson segn Krananum h/f. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Áki Jakobsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 673 Mánudaginn 2. desember 1963. Nr. 120/1963. Geir Stefánsson gegn Hraðfrystihúsinu Ís h/f. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Geir Stefánsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hann stefnda, Hraðfrystihúsinu Ís h/f, sem hefur sótt dómþing og krafizt ómaksbóta, kr. 500.00 í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. 43 674 Laugardaginn 14. desember 1963. Nr. 104/1962. Ákæruvaldið (Saksóknari ríkisins Valdimar Stefánsson) gegn Hauki Hvannberg (Benedikt Sigurjónsson hrl.) Jóhanni Gunnari Stefánssyni, Helga Þorsteinssyni, Ástþóri Matthíassyni, Jakob Frímannssyni, Karvel Ögmundssyni (Guðmundur Ásmundsson hrl.) og Vilhjálmi Þór (Sveinbjörn Jónsson hrl.), Hinu íslenzka steinolíuhlutafélagi og Olíufélaginu h/f (Guðmundur Ásmundsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason og Gizur Bergsteinsson, Einar Arnalds yfirborgardómari og Magnús Þ. Torfason prófessor. Fjárdráttur. Röng skýrslugerð. Brot gegn ákvæðum laga um tollheimtu og tolleftirlit, innflutnings- og gjaldeyrismál og um bókhald. Fyrning sakar. Dómur Hæstaréttar. Einn hinna ákærðu í máli þessu, Skúli Thorarensen, hef- ur látizt, eftir að héraðsdómur gekk. Er saksókn fallin niður, að því er til hans tekur. Eftir að héraðsdómur gekk, hafa verið háð framhalds- próf og nýrra sakargagna aflað. Hið íslenzka steinolíuhlutafélag er dótturfélag Olíufélags- ins h/f. Félögin hafa með höndum innflutning og sölu á olíuvörum, og er starfsskiptingu þeirra um verzlunarrekst- urinn og tengslum þeirra að öðru leyti rækilega lýst í hér- aðsdómi. Á því tímabili, sem ákæra í máli þessu tekur til, hafði 675 hver hinna ákærðu á hendi fyrirsvar fyrir bæði félögin, svo sem hér segir: Vilhjálmur Þór var stjórnarformaður Olíufélagsins h/f frá því á árinu 1946 og stjórnarformaður Hins íslenzka stein- olíuhlutafélags frá því á árinu 1948. Gegndi hann stjórnar- formennsku í báðum félögunum til ársloka 1954, en þá sekk hann úr stjórn þeirra beggja. Helgi Þorsteinsson var kjörinn stjórnarformaður Hins islenzka steinolíuhlutafélags samkvæmt tilkynningu til hluta- félagaskrár, dags. 6. maí 1955, og stjórnarformaður Olíu- félagsins h/f samkvæmt tilkynningu til hlutafélagaskrár, dags. 10. maí 1955. Hefur hann síðan gegnt stjórnarfor- mennsku í báðum félögunum. Þeir Ástþór Matthíasson, Jakob Frímannsson og Karvel Ögmundsson voru kjörnir í stjórn Olíufélagsins h/f árið 1946 og í stjórn Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hinn 25. júní 1951. Hafa þeir Jakob og Karvel átt sæti í stjórn beggja félaganna síðan, en Ástþór gekk úr stjórn beggja félag- anna í júnímánuði 1959. Haukur Hvannberg var ráðinn framkvæmdastjóri Hins íslenzka steinolíuhlutafélags 9. júní 1948. Með bréfi, dags. 18. desember 1958, sagði hann upp starfi þessu, og kom uppsögnin til framkvæmda um mánaðamótin marz og april 1959. Hafði Haukur jafnframt prókúruumboð fyrir félagið. Hann hafði einnig prókúruumboð fyrir Olíufélagið h/f frá 26. september 1947 til 15. marz 1949 og aftur frá 29. maí 1952 og eftir það þann tíma, sem ákæra máls þessa nær til. Jóhann Gunnar Stefánsson var framkvæmdastjóri Olíu- félagsins h/f frá 29. maí 1952 og hafði prókúruumboð fyrir það. Nýr framkvæmdastjóri var ráðinn hinn 4. apríl 1959. Jóhann Gunnar hafði einnig prókúruumboð (ásamt Hauki Hvannberg) fyrir Hið íslenzka steinolíuhlutafélag frá 29. mai 1952. Skýrsla lögreglumanna um frumrannsókn í máli þessu er dagsett 26. nóvember 1958 og tekin í heild upp í hinn áfrýjaða dóm. Með umboðsskrá, dags. 27. nóvember 1958, skipaði utanríkisráðherra, sem þá fór með dómsmálastjórn 676 og ákæruvald á Keflavíkurflugvelli, sbr. lög nr. 106/1954, Gunnar Helgason lögreglustjórafulltrúa „til þess sem um- boðsdómara að halda áfram og ljúka réttarrannsókn á starf- semi Hins íslenzka steinolíuhlutafélags á Keflavikurflugvelli vegna ætlaðra brota gegn lögum nr. 68 frá 1956 um toll- heimtu og tolleftirlit og lögum nr. 88 frá 1953 um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála, fjárfestingarmála o. fl., svo og til þess að kveða upp dóm í málinu.“ Réttarrannsókn hófst hinn 16. desember 1958 og var fram haldið eftir það. Með viðbótarumboðsskrá, gefinni út af utanríkisráðherra hinn 20. april 1959, fékk Gunnar Helga- son umboðsdómari löggildingu „til þess einnig að rannsaka starfsemi Olíufélagsins h/f á Keflavikurflugvelli ásamt starf- semi Hins íslenzka steinolíuhlutafélags vegna ætlaðra brota beggja félaganna gegn lögum um tollheimtu og tolleftirlit, lögum um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála, fjárfest- ingarmála o. fl. og öðrum þeim lögum, sem rannsókn máls- ins kann að gefa tilefni til og ætla má, að brotin hafi verið, svo og til þess að kveða upp dóm í málinu“. Enn gaf utanríkisráðherra út nýja umboðsskrá hinn 8. ágúst 1959. Eru þeir Gunnar Helgason og Guðmundur Ingvi Sigurðsson þá skipaðir „í dóm til þess að halda áfram og ljúka rannsókn á starfsemi Hins íslenzka steinoliuhlutafé- lags og Olíufélagsins h/f á Keflavíkurflugvelli og allt það, sem varðar viðskipti nefndra félaga við varnarlið Banda- ríkjanna hér á landi, að því er varðar brot, sem framin kunna að hafa verið á varnarsvæðunum, og að þeirri rann- sókn lokinni að kveða upp dóm í málinu.“ Hinn sama dag, 8. ágúst 1959, skipaði dómsmálaráðherra fyrrgreinda umboðsdómara „í dóm til þess að halda áfram og ljúka rannsókn á starfsemi Hins íslenzka steinolíuhluta- félags og Olíufélagsins h/f, að því er varðar viðskipti nefndra félaga við varnarlið Bandaríkjanna hér á landi fyrir gildistöku laga nr. 106 17. desember 1954, og að því er varðar starfsemi félaga þessara utan varnarsvæða eftir gildistöku laga nr. 106 17. desember 1954, svo og að því er varðar starfsemi félaga þessara að öðru leyti, eftir þvi 677 sem ástæða þykir til og kveða síðan upp dóm í málinu, ef til málshöfðunar kemur.“ Verður þá vikið að einstökum ákæruatriðum og um það fylgt niðurröðun í ákæruskjali og héraðsdómi. I. Ákæra á hendur Hauki Hvannberg fyrir brot á 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Athafnir þær, sem ákærða Hauki eru gefnar að sök í Þessum þætti málsins, eru framdar á árunum 1952—1958. Þar sem hér er um að tefla framhaldandi röð samkynja fjárdráttarathafna, verður ekki talið, að sök hafi verið að neinu leyti fyrnd, að því er til þeirra tekur, þegar réttar- rannsókn hófst á hendur ákærða. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að stað- festa þá niðurstöðu hans, að athafnir þær, sem greinir í 1—-4. og 735. tölulið þessa ákæruþáttar varði við 247. gr. laga nr. 19/1940. Um 5. tölulið, Ekki er sannað, að ákærði hafi fengið meira af þeirri vörusendingu, sem í lið þessum greinir, en hann hefur sjálfur kannazt við, þ. e. að verðmæti $ 274.36. Varð- ar þessi fjárdráttur við fyrrnefnda 247. gr. Um 6. tölulið. (Gegn neitun ákærða eru ekki leiddar að því sönnur, að hann hafi dregið sér vöru þá, sem í þess- um lið greinir. Ber því að sýkna hann af þessu ákæruatriði. Um 36. tölulið. Ákærði hefur viðurkennt, að hann hafi tekið við nokkru af staðgreiðslum þeim, sem hér greinir, en fjárhæð þeirra hefur ekki verið leidd í ljós, svo að ör- uggt sé, Ekki eru staðsreiðslur þessar skráðar í sjóðbók Hins íslenzka steinolíuhlutafélags, og verður að telja, að ákærði hafi dregið sér þær. Varðar þessi verknaður við 247. gr. 11. A. Ákæra á hendur Hauki Hvannberg fyrir brot á 146. gr. laga nr. 19/1940 og 1. málsgr, 38. gr. laga nr. 68/1956. Ákærða Hauki er gefið að sök misferli í sambandi við 678 innflutning á vörum þeim, sem getið er í 124. tölulið þessa þáttar. Með skirskotun til forsendna héraðsdóms hefur hann með innflutningi þessum gerzt sekur við 1. málsgr. 38. gr. laga nr. 68/1956. Röng skrifleg tilgreining til yfir- valda um innflytjanda vörunnar varðar ákærða Hauk refs- ingu samkvæmt 147. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 118. gr. laga nr. 82/1961. B. Ákæra á hendur Jóhanni Gunnari Stefánssyni, Helga Þorsteinssyni, Ástþóri Matthíassyni, Jakob Frímannssyni vg Karvel Ögmundssyni fyrir brot á 146. gr. laga nr. 19/1940 og 1. málsgr. 38. gr. laga nr. 68/1956. Ákærðu er gefin sök á innflutningi vöru þeirrar, sem get- ið er í 123. lið þessa þáttar. Með skirskotun til þeirra raka, sem greinir í Í hér að framan, verður sök á hendur þeim ekki talin fyrnd. Ekkert er fram komið, sem bendi til þess, að ákærðu hafi átt þátt í rangri tilgreiningu um innflytjanda vörunnar. Ber því að dæma þeim syýknu af ákæru um brot á 146. gr. Ákærðu fóru allir með fyrirsvar fyrir Olíufélagið h/f og Hið íslenzka steinoliuhlutafélag. Verður því að gera þær kröfur til þeirra, að þeir hefðu eftirlit með rekstri félag- anna í meginefnum. Hinn ólöglegi innflutningur fór fram að staðaldri um langan tíma. Er því sýnt, að skort hefur á eftirlit af þeirra hendi. Verða þeir því að bera refsiábyrgð samkvæmt 1. málsgr. 38. gr. laga nr. 68/1956. III. A. Ákæra á hendur Hauki Hvannberg, Jóhanni Gunnari Stef- ánssyni, Helga Þorsteinssyni, Ástþóri Matthíassyni, Jakob Frímannssyni og Karvel Ögmundssyni fyrir brot á 4. gr. sbr. 11. gr. laga nr. 88/1953, sbr. nú 4. gr. sbr. 12. gr. laga nr. 30/1960 og 15. gr. sbr. 27. gr. reglugerðar nr. 212/1953, sbr. nú 17. gr. sbr. 24. gr. reglugerðar nr. 79/1960. Samkvæmt A-lið 1, hefur verið vanrækt að skýra sjald- eyrisyfirvöldum frá gjaldeyristekjum, að fjárhæð $ 12.678.- 171.51. En þess ber að geta, að allur þessi gjaldeyrir var 679 notaður til greiðslu á innfluttum olíuvörum, sem auðsætt er, að gjaldeyrisyfirvöld hefðu heimilað, ef til þeirra hefði verið leitað. Um A-lið 2—5 er það að segja, að vanrækt hefur verið að telja fram gjaldeyri, eins og í héraðsdómi greinir, þó með þeirri athugasemd, að í A-lið 3 ákæru- skjals er greind fjárhæðin £ 17.325-10-0 og er hún því lögð til grundvallar dóminum. Með nokkurn hluta gjaldeyris þess, sem greinir í A-lið 3—5, hefur ákærði Haukur misfarið, svo sem nánar segir í héraðsdómi. Með framangreindri vanrækslu um gjaldeyrisskil hefur ákærði Haukur gerzt sekur við þær lagagreinar, sem hér er ákært fyrir. Þá ber og með skírskotun til þeirra raka, sem greinir um fyrningu og eftirlitsleysi í 1. og II. kafla hér að framan, að sakfella aðra ákærða fyrirsvarsmenn samkvæmt þessum kærulið. B. Ákæra á hendur Hauki Hvannberg, Jóhanni Gunnari Stef- ánssyni og Vilhjálmi Þór fyrir brot á 4. gr. sbr. 11. gr. laga nr. 88/1953, sbr. nú 4. gr. sbr. 12. gr. laga nr. 30/1960 og 15. gr. sbr. 27. gr. reglugerðar nr, 212/1953, sbr. nú 17. gr. sbr. 24. gr. reglugerðar nr, 79/1960. 1. Ákærði Vilhjálmur Þór. Að fyrirlagi ákærða Vilhjálms ritaði ákærði Jóhann Gunn- ar Esso Export Corporation í New York hinn 16. septem- ber 1954 og lagði fyrir. að greiða skyldi $145.000.00 úr reikningi Olíufélagsins h/f nr. 6078 inn á reikning þess hjá Sambandi íslenzkra samvinnufélaga í New York. Hagnýtti Samband íslenzkra samvinnufélaga sér fé þetta til vöru- kaupa og endurgreiddi Olíufélaginu h/f féð í þrennu lagi á árinu 1956, svo sem nánar er rakið í héraðsdómi. Ákærði Vilhjálmur hafði ekki leyfi gjaldeyrisyfirvalda til ráðstöf- unar þessarar, og varðaði hún við 4. sbr. 11. gr. laga nr. 88/1953. Eins og fyrr hefur verið getið, gekk ákærði Vil- hjálmur úr stjórn Olíufélagsins h/f um áramótin 1954 og 1955 og lét þá af störfum hjá félaginu. Ber að telja fyrn- ingarfrest sakar hans frá þeim tíma, og þar sem refsing 680 hefði ekki orðið hærri en fésektir, var sök fyrnd samkvæmt lögjöfnun frá 1. tölulið 81. gr. laga nr. 19/1940 um ára- mótin 1956 og 1957. Ber því að sýkna hann af framan- greindri ákæru. 2. Ákærði Jóhann Gunnar Stefánsson. Svo sem í héraðsdómi greinir, fór ákærði Jóhann Gunn- ar með fyrirsvar í Olíufélaginu h/f fram til þess, er rann- sókn hófst á hendur honum í máli þessu. Ráðstöfun sú, sem hér ræðir um, var einn þáttur í framhaldandi gjald- eyrisvanskilum af hendi félagsins. Er sök hans því ekki fyrnd. Varðar brot hans við þau refsiákvæði, sem í ákæru- skjali greinir. 3. Ákærði Haukur Hvannberg. Ákærði Haukur Hvannberg stóð ekki upphaflega að um- ræddri gjaldeyrisráðstöfun, en honum varð um hana kunn- ugt árið 1955. Reit hann þá gjaldeyriseftirlitinu bréf, dags. 28. október 1955, þar sem rangt er skýrt frá um gjaldeyri Þenna. Eftir að gjaldeyririnn hafði verið endurgreiddur Olíu- félaginu h/f, gerði ákærði Haukur gjaldeyriseftirlitinu skil með bréfi, dags. 25. febrúar 1957. Framangreind röng frá- sögn í nefndu bréfi til sjaldeyrisyfirvalda, dags. 28. októ- ber 1955, varðar ákærða Hauk við 147. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 118. gr. laga nr. 82/1961, og vanræksla hans um gjald- eyrisskil varðar við þau önnur ákvæði, sem í ákæruskjali greinir. C. Ákæra á hendur Hauki Hvannberg fyrir brot á 146. gr. laga nr. 19/1940 og 4. gr. sbr. 11. gr. laga nr. 88/1953, sbr. nú 4. gr. sbr. 12. gr. laga nr. 30/1960 og 15. gr. sbr. 27. gr. reglugerðar nr. 212/1953, sbr. nú 17. gr. sbr. 24. gr. reglu- gerðar nr. 79/1960. Með skirskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta niðurstöður hans um þenna ákærulið, þó með þeirri breyt- ingu, að í stað 146. gr. laga nr, 19/1940 komi 147. gr. sömu laga, sbr. 118. gr. laga nr. 82/1961. 681 D. Ákæra á hendur Hauki Hvannberg fyrir brot á 4. gr. sbr. 11. gr. laga nr. 88/1953, sbr. nú 4. gr. sbr. 12. gr. laga nr. 30/1960 og 15. gr. sbr. 27. gr. reglugerðar nr. 212/1953, sbr. nú 17. gr. sbr. 24. gr. reglugerðar nr. 79/1960. Með skirskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta niðurstöðu hans um þennan ákærulið. IV. Í 9. tölulið þessa kafla er brot ákærða Hauks fært í hér- aðsdómi undir 158. gr. laga nr. 19/1940, en á undir 262. gr. sömu laga, svo sem í ákæruskjali greinir. Um 10. tölulið athugast, að ekki þykir nægilega leitt í ljós, hverri fjár- hæð hafi numið staðgreiðslur þær, sem hér ræðir um. Með þessum athugasemdum þykir mega staðfesta IX. kafla hér- aðsdómsins um bókhaldsbrot. Viðurlög. Refsing ákærða Hauks Hvannbergs þykir hæfilega ákveð- in í héraðsdómi fangelsi 4 ár. Refsing ákærða Jóhanns Gunnars Stefánssonar er ákveðin sekt kr. 200.000.00, sem renni í ríkissjóð, og komi í stað sektar varðhald 9 mánuði, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Refsing ákærða Helga Þorsteinssonar er ákveðin sekt til ríkissjóðs, kr. 100.000.00, og komi í stað sektar varðhald 5 mánuði, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Refsing ákærðu Ástþórs Matthiassoar, Jakobs Frímanns- sonar og Karvels Ögmundssonar, hvers um sig, ákveðst seki kr. 75.000.00 til ríkissjóðs, og komi varðhald 4 mán- uði í stað sektar hvers þeirra, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um upptöku fjárhæða ber að staðfesta. Ákærða Hauki ber að endurgreiða Hinu íslenzka stein- olíuhlutafélagi fé það, sem hann hefur dregið sér, sbr. Í hér að framan. Samkvæmt 1. — d. — 24. Samkvæmt 2. — 3. — 5. — 7. — 8. — 9. — 10 — 11. — 12. — 13. — 14. — 15. — 16. — 17. — 18. — 19. — 20. — 21. — 22. — 23. — 24. — 25. — 26. — 27. — 28. — 29. — 30. #0... 00... 0... sr kr. 21.800.00 — 26.112.00 se — 17.656.50 Samtals kr. 65.568.50 se $ 1.028.80 sr - 139.98 - 274.36 sr - 19.42 se - 61.05 se - 590.24 se — 17.042.00 se - 51.90 se - 411.84 se - 196.00 se — 1.960.17 se - 268.42 se — 15.000.00 sr — 4.500.00 —- 5.560.00 — 1.400.00 — 18.530.65 — 12.855.65 sr - 1.555.28 - 947.18 - 3.341.81 se —- 24.385.00 se - 138.60 sr - 52.76 se - 3.157.82 se - 244.62 se — 18.000.00 Samtals $ 131.773.55 Samkvæmt31. lð ............ £ 286-10-0 — 32. — — 104-18-7 — 33. — —4.956—8-0 — BA. — — 2.156-18-6 — 35. — —8.574-16-7 Samtals £11.079-11-8 Framangreindar fjráhæðir ber ákærða Hauki að greiða ásamt 7% ársvöxtum frá 9. marz 1962 til greiðsludags. Sakarkostnaður. Málsvarnarlaun verjanda ákærða Vilhjálms Þórs í hér- aði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 50.000.00, greiðist úr ríkissjóði. Ákærði Haukur Hvannberg greiði verjanda sínum í hér- aði og fyrir Hæstarétti málsvarnarlaun samtals kr. 130.000.00. Ákærðu Jóhann Gunnar Stefánsson, Helgi Þorsteinsson, Ástþór Matthíasson, Jakob Frímannsson og Karvel Ögmunds- son greiði in solidum verjanda sínum í héraði og fyrir Hæstarétti málsvarnarlaun samtals kr. 100.000.00. Allur annar kostnaður sakarinnar í héraði og fyrir Hæsta- rétti, þar með talin saksóknarlaun í héraði, kr. 80.000.00, og saksóknarlaun fyrir Hæstarétti til ríkissjóðs, kr. 100.- 000.00, greiðist þannig: Ákærði Haukur Hvannberg greiði %, hluta, en ákærðu Jóhann Gunnar, Helgi, Ástþór, Jakob og Karvel greiði óskipt 34, hluta. Dómsorð: Ákærði Vilhjálmur Þór á að vera sýkn af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Ákvæði héraðsdóms um refsingu ákærða Hauks Hvannbergs á að vera óraskað. Ákærði Jóhann Gunnar Stefánsson greiði kr. 200.- 684 000.00 sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald 9 mán- uði í stað sektar, ef hún verður ekki greidd, áður en liðnar eru 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Ákærði Helgi Þorsteinsson greiði kr. 100.000.00 sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald 5 mánuði í stað sektar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærðu Ástþór Matthíasson, Jakob Frímannsson og Karvel Ögmundsson greiði hver kr. 75.000.00 sekt til ríkissjóðs og komi varðhald 4 mánuði í stað sektar hvers þeirra, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa, Ákvæði héraðsdóms um upptöku fjárhæða staðfestast. Ákærði Haukur Hvannberg greiði Hinu íslenzka stein- olíuhlutafélagi h/f kr. 65.568.50, $131.773.55 og £11.- 079-11-8 ásamt 7% ársvöxtum af hverri fjárhæð frá 9. marz 1962 til greiðsludags. Málsvarnarlaun verjanda ákærða Vilhjálms Þórs í héraði og fyrir Hæstarétti, Sveinbjörns Jónssonar hæsta- réttarlögmanns, kr. 50.000.00, greiðist úr ríkissjóði. Ákærði Haukur Hvannberg greiði málsvarnarlaun verjanda síns í héraði og fyrir Hæstarétti, Benedikts Sigurjónssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 130.000.00. Ákærðu Jóhann Gunnar Stefánsson, Helgi Þorsteins- son, Ástþór Matthíasson, Jakob Frímannsson og Karvel Ögmundsson greiði óskipt málsvarnarlaun verjanda síns í héraði og fyrir Hæstarétti, Guðmundar Ásmundsson- ar hæstaréttarlögmanns, kr. 100.000.00. Allan annan sakarkostnað, Þar með talin saksóknar- laun í héraði Ragnars Jónssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 80.000.00 og saksóknarlaun fyrir Hæstarétti til ríkis- sjóðs, kr. 100.000.00, greiði ákærði Haukur Hvannberg 685 að %, hlutum og ákærðu Jóhann Gunnar Stefánsson, Helgi Þorsteinsson, Ástþór Matthíasson, Jakob Fri- mannsson og Karvel Ögmundsson óskipt að %o hlutum. Dóminum Þber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 26. júní 1962. r Ár 1962, þriðjudaginn 26. júní, var í sakadómi Reykjavíkur, sem haldinn var á Fríkirkjuvegi ll af Gunnari Helgasyni og Guðmundi Ingva Sigurðssyni, dómurum samkvæmt sérstakri um- boðsskrá, kveðinn upp dómur í málinu nr. 3106—-3115/1962: Ákæruvaldið gegn Hauki Hvannberg, Jóhanni Gunnari Stefáns- syni, Helga Þorsteinssyni, Skúla Thorarensen, Ástþóri Matthías- syni, Jakobi Frímannssyni, Karvel Ögmundssyni, Vilhjálmi Þór, stjórn Olíufélagsins h.f., sem skipuð er ákærðu Helga Þorsteins- syni, Skúla Thorarensen, Jakob Frímannssyni, Karvel Ögmunds- syni og Ólafi Tryggva Einarssyni og stjórn Hins íslenzka stein- olíufélags, sem skipuð er sömu mönnum og stjórn Olíufélagss- ins h.f. Mál þetta var tekið til dóms 5. júní s.l. Málið er með ákæruskjali, dags. 9. marz 1962, höfðað gegn: 1. Hauki Hvannberg lögfræðingi, Kleppsvegi 6, Reykjavík; Jóhanni Gunnari Stefánssyni framkvæmdastjóra, Sjafnar- götu 8, Reykjavík; 3. Helga Þorsteinssyni framkvæmdastjóra, Skaftahlíð 30, Reykjavík; 4. Skúla Thorarensen framkvæmdastjóra, Fjólugötu 11, Rvík; 5. Ástþór Matthíassyni lögfræðingi, Gnoðarvogi 20, Reykjavík; 6. Jakob Frímannssyni framkvæmdastjóra, Þingvallastræti 2, Akureyri; 7. Karvel Ögmundssyni framkvæmdastjóra, Ytri-Njarðvík, 8. Vilhjálmi Þór bankastjóra, Hofsvallagötu 1, Reykjavík, til refsingar fyrir brot þau, sem talin eru í ákæru þessari, svo og til málskostnaðargreiðslu,; 9. stjórn Olíufélagsins h/f (Helga Þorsteinssyni, Skúla Thor- arensen, Jakob Frímannssyni, Karvel Ögmundssyni og Ólafi Tryggva Einarssyni, Strandgötu 25 í Hafnarfirði), og 10. stjórn Hins íslenzka steinolíuhlutafélags (sem skipuð er sömu mönnum og stjórn Olíufélagsins h/f) til þess f. h. félag- 1. 10. 686 anna að sæta upptöku samkvæmt V. kafla ákæru þessarar, sbr. II. kafla. I. kafli. Fjárdráttur. Ákærða Hauki Hvannberg er gefið að sök, að hann hafi dregið sér af eignum Olíufélagsins h/f og Hins íslenzka steinolíuhluta- félags (hér eftir nefnt HÍS) eftirtaldar fjárhæðir: a) $ 835.36, er greiddir voru í maí 1955 úr reikningi Olíufélagsins h/f hjá Esso Export Corpora- tion, New York, nr. 6076, fyrir kynditæki, er ákærði flutti inn og notaði í hús sitt, og b) kr. 8.164.92, er félagið greiddi í flutningsgjald og að- $ $ ($ $ $ flutningsgjöld af tæki þessu, 1.028.80, (þ. e. $ 917.43 35.70 75.67), greiddir Í maí og júní 1955 úr reikningi HÍS nr. 4138 hjá Esso Export Corporation (hér eftir nefnd- ur reikningur 4138) fyrir krossvið, eikarlista og festingar, er ákærði notaði í hús sitt, 139.98, greiddir í júlí 1955 úr reikningi 4138 fyrir gólfflísar (linotile flooring), er ákærði not- aði í hús sitt, 1.600.00) — jafnvirði $ 1.600.00 í íslenzkum krónum (sennilega kr. 26.112.00), þ. e. endurgreiðslu á $ 1.600.00, er ákærði hafði látið greiða Helga Þorsteinssyni í júlí 1955 úr reikn- ingi 4138, 757.34, greiddir í september 1955 úr reikningi 4138 fyrir múrsteina, er ákærði notaði í hús sitt, 267.12 (þ. e. $ 259.20 4 4.71 3.21), greiddir í nóvember 1955 úr reikningi 4138 fyrir síma, er ákærði notaði í hús sitt, 79.42, greiddir í febrúar 1956 úr reikningi 4138 fyrir kjöt, er ákærði flutti inn til eigin þarfa, 61.05, greiddir í marz 1956 úr reikningi 4138 fyrir kjöt, er ákærði flutti inn til eigin þarfa, 590.24, greiddir í marz 1956 úr reikningi 4138 fyrir kæliskáp, er ákærði flutti inn til eigin þarfa, $ 17.042.00, greiddir í apríl 1957 úr reikningi 4138 og notaðir að miklu leyti til flugvélakaupa fyrir Björn Pálsson, sem aftur endurgreiddi ákærða flugvélaverðið. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. $ 51.90, $ 411.84, $ 196.00, $ 1.960.17, $ 10.000.00, $ 15.000.00, $ 4.500.00, $ 5.560.00, $ 1.400.00, $ 46.875.65, $ 12.855.65, $ 1.555.28, $ 947.18 687 greiddir í júlí 1957 úr reikningi 4138 fyrir blindflugsútbúnað, er ákærði notaði til gjafar, greiddir í september 1957 úr reikningi 4138 fyrir kjöt, er ákærði flutti inn til eigin þarfa, greiddir í júlí 1958 úr reikningi 4138 fyrir sjónauka, sem ákærði notaði til gjafar, greiddir 10. ágúst 1956 til Norsk Esso úr reikningi 4138, en síðar notaðir til að greiða andvirði á glugga í hús ákærða, greiddir 27. október 1958 úr reikningi 4138 inn á reikning ákærða hjá General American éæ Dominion Export Corporation, York. greiddir 10. júní 1955 úr reikningi Olíufé- lagsins h/f hjá Federation of Icelandic Co- operative Societies, New York, (hér eftir nefnt Federation) til General American ér Dominion Export Corp., til greiðslu á flug- vél fyrir Björn Pálsson, en endurgreiddir af honum til ákærða á tímabilinu frá júlí 1957 til apríl 1958, greiddir að tilhlutun ákærða 8. sept. 1952 úr reikningi HÍS hjá Federation til Joseph Knight, greiddir ákærða 24. nóvember 1952 úr reikn- ingi HÍS hjá Federation, greiddir að tilhlutun ákærða 12. desember 1952 til Walter F. Norton, greiddir ákærða 1. júní 1953 úr reikningi HÍS hjá Federation, greiddir að tilhlutun ákærða 16. marz 1954 úr reikningi HÍS hjá Federation inn á reikn- ing ákærða hjá Butler, Herrick é. Marshall, New York, greiddir að tilhlutun ákærða 1. júlí 1954 úr reikningi HÍS hjá Federation fyrir bíl handa J. C. Bailey, sem síðar endurgreiddi ákærða fjárhæðina, (Þ. e. $ 884.68 - 49.00 -| 8.00 -|- 5.50), greidd- ir 27, janúar, 24. febrúar, 24. maí og 12. des- ember 1955 úr reikningi HÍS hjá Federation New 688 fyrir hreinlætistæki, er ákærði notaði í hús sitt, 24. a) $ 3.341.81, greiddir 14. febrúar 1955 úr reikningi HÍS 25. 26. 27. 28. 29. 30. 3l. 32. 33. 34. hjá Federation fyrir vörum í hitakerfi, er ákærði notaði í hús sitt, b) kr. 12.358.40, greiddar af HÍS í aðflutningsgjöld af vör- um þessum, c) — 5.298.10, greiddar af HÍS í farmgjald af vörum þessum, $ 24.385.00, greiddir að hlutun ákærða 3. marz 1955 úr reikningi HÍS hjá Federation inn á reikning ákærða hjá Butler, Herrick ér Marshall, $ 138.60 (þ. e. $ 126.10 - 12.50), greiddir 2. og 3. marz 1955 úr reikningi HÍS hjá Federation fyrir kjöt, sem ákærði flutti inn til eigin þarfa, $ 52.76, greiddir 14. apríl 1955 úr reikningi HÍS hjá Federation fyrir kjöt, sem ákærði flutti inn til eigin þarfa, $ (3.157.82, greiddir að tilhlutun ákærða 30. ágúst 1955 úr reikningi HÍS hjá Federation fyrir bíl handa J. C. Bailey, sem síðar endurgreiddi ákærða fjárhæðina, $ 244.62, greiddir 3. desember 1955 úr reikningi HÍS hjá Federation fyrir vatnsdælu, er ákærði notaði í hús sitt, $ 18.000.00, greiddir að tilhlutun ákærða 3. desember 1956 úr reikningi HÍS hjá Federation inn á reikning ákærða hjá Butler, Herrick éc Mar- shall, £ 286-10-00, greidd 26. nóvember 1954 úr reikningi HÍS hjá Esso Export Limited, London, til Aug. Hellmers ér Sons Ltd. fyrir áfengi, sem ákærði flutti inn til eigin þarfa, £ 104-18-07, greidd 4. janúar 1955 úr reikningi HÍS hjá Esso Export Ltd., London, til Aug. Hell- mers ér Sons Ltd. fyrir áfengi, er ákærði flutti inn í eigin þarfir, £ 4.956-08-00, greidd ákærða úr reikningi HÍS hjá Esso Export Ltd., London. 5. september 1955, £ 2.156-18-06, greidd ákærða úr reikningi HÍS hjá Esso Export Ltd., London, 21. nóvember 1957, 689 35. £ 3.574-16-07, greidd ákærða úr reikningi HÍS Esso Ex- port Ltd., London, 3. september 1958, 36. $ 5.056.93, af staðgreiðslum á flugvélabenzíni og olíu á Keflavíkurflugvelli á tímabilinu "7. febrúar 1956 til 20. september 1958 (Sbr. III. kafla D. og IV. kafla 10). Brot þau, sem talin eru í þessum kafla ákærunnar, teljast öll varða við 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. kafli. Ólöglegur innflutningur vara. Ákærðu Hauki Hvannberg, Jóhanni Gunnari Stefánssyni, Helga Þorsteinssyni, Skúla Thorarensen, Ástþór Matthíassyni, Jakob Frímannssyni og Karvel Ögmundssyni er gefið að sök, að Olíu- félagið h/f og HÍS hafi flutt inn eftirtaldar vörur (1—23) með þeim hætti, að á innflutningsskilríkjum var viðtakandi vörunnar tilgreindur varnarlið Bandaríkja Norður-Ameríku á Íslandi: I. Hlutar í síur (filter parts). 1 kassi, innfluttur með m/s Trölla- fossi 15. desember 1956, viðtakandi (consignee) tilgreindur á farmskírteini Iceland Air Defense Force, innflytjandi á tollinnflutningsskýrslu sömuleiðis talinn Iceland Air De- fense Force, 2. Flot í vatnsskiljur (control valve floats), 1 ks., innfluttur með flugvél 9. janúar 1957, viðtakandi á farmskírteini og innflytjandi á tollinnflutningsskýrslu tilgreindur Iceland Air Defense Force, 3. Olíuslanga og stállokur (1 ctn. rubber hose, 1 cs steel valves), innflutt með m/s Tröllafossi 29. janúar 1957, viðtakandi á farmskírteini og innflytjandi á tollinnflutningsskýrslu til- greindur Iceland Air Defense Force, 4. Hlutar í benzín- og vatnsskiljur (industrial regulator parts), 1 ks., innfluttur með flugvél 12. marz 1957, innflytjandi tilgreindur á tollinnflutningsskýrslu Iceland Air Defense Force og skýrslan árituð „Tollfrj. skv. varnars.““ ð. Koparlokuhlutar, 1 ks. (brass valve parts), og bílavarahlutar (truck replacement parts), 1 ks., innfluttir með m/s Lagar- fossi 23. marz 1957, viðtakandi í farmskírteini og innflytj- andi í tollinnflutningsskýrslu tilgreindur Iceland Air De- fense Force, 6. Stálhringir, 1 ks., innfluttir með flugvél 15. maí 1957, við- takandi í farmskírteini og innflytjandi í tollinnflutnings- skýrslu tilgreindur Iceland Air Defense Force, 44 10. 11. 12. 13. 14. 15. 690 Hlutar í áfyllingarbíl (refueller truck hose reel parts), Í ks., innfluttur með m/s Goðafossi 21. júní 1957, viðtakandi í farmskírteini og innflytjandi í tollinnflutningsskýrslu til- greindur Iceland Air Defense Force, Tengihlutar fyrir áfyllingarbíl (refueller truck grounding reel parts), 1 ks., innfluttur með m/s Tröllafossi 31. ágúst 1957, viðtakandi á farmskírteini og innflytjandi á tollinn- flutningsskýrslu tilgreindur Iceland Air Defense Force, Hlutar í benzínafgreiðslutæki (petroleum loading machinery parts), 1 ks. innfluttur með m/s Goðafossi 16. október 1958, viðtakandi á farmskírteini tilgreindur Iceland Air Defense Force, innflytjandi á tollinnflutningsskýrslu tilgreindur IA. D.F. Ísvarnarefni (gasoline antifreeze á. additive), 33 ks., og bílafrostlögur, 151 ks., innflutt með m/s Tröllafossi 12. febrúar 1958, viðtakandi á farmskiírteini tilgreindur Iceland Air Defense Force, innflytjandi á tollinnflutningsskýrslu tilgreindur Olíufélagið h/f með athugasemd um, að vör- urnar séu allar fluttar inn fyrir Iceland Air Defense Force. Koparpíputengingar (brass pipe fittings), 1 ks., innfluttur með m/s Jökulfelli 19. apríl 1958, viðtakandi á farmskírteini tilgreindur Iceland Air Defense Force, Olíuslöngur, 10 ks., 5 pk., og tengur (wrenches), 1 pk., inn- fluttar með m/s Jökulfelli 19. apríl 1958, viðtakandi á farm- skírteini tilgreindur Iceland Air Defense Force, Bifreiðavarahlutir, 1 ks., og olíudæluhlutir, 1 ks., innfluttir með m/s Tröllafossi 5. maí 1958, viðtakandi á farmskiírteini og innflytjandi á tollinnflutningsskýrslu tilgreindur Iceland Air Defense Force, Mælar (meters), 1 ks., hlutar í vatnseimingartæki (water purification apparatus parts), 2 ks., vítissódi, 1 tunna, dælu- hlutar (centrifugal pump parts), 1 ks., vélahlutar (gasoline engine parts), 2 ks., og plastmálning og þynnir, 1 ks., inn- fluttir með m/s Goðafossi 31. maí 1958, viðtakandi á farm- skirteini og innflytjandi á tollinnflutningsskýrslu tilgreindur Iceland Air Defense Force. (Ath.: Varan afgreidd tollfrjáls 11. júlí 1958, innflutningsleyfi veitt fyrir vatnseimingartæk- inu samkvæmt umsókn, dags. 6. apríl 1959, og aðflutnings- gjöld af vörunni greidd í júlí 1959). Kveikjuhlutar (automotive ignition), 1 ks., innfluttir með 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 691 flugvél 16. júní 1958, viðtakandi á farmskírteini tilgreind- ur Iceland Air Defense Force, Hlutar í afgreiðslubyssur (nozzle parts), 1 ks., og síur og varahlutar (filter and parts), 2 ks., innfluttir með m/s Tröllafossi 7. júlí 1958, viðtakandi á farmskírteini og inn- flytjandi á tollinnflutningsskýrslu tilgreindur Iceland Air Defense Force, Hlutar í síur (industrial non revolving filter parts) 8 ks., innfluttir með flugvél í júlí 1958, viðtakandi á farmskírteini og innflytjandi á tollinnflutningsskýrslu tilgreindur Iceland Air Defense Force, Hlutar í síur, 2 ks., innfluttir með flugvél í júlí 1958, viðtak- andi á farmskírteini og innflytjandi á tollinnflutningsskýrslu tilgreindur Iceland Air Defense Force, Járnpíputengingar (iron pipe fittings), 1 ks., hlutar í áfyll- ingartæki (petroleum loading equipment parts), 1 ks., inn- flutt með m/s Goðafossi 18. júlí 1958, viðtakandi á farm- skírteini og innflytjandi á tollinnflutningsskýrslu tilgreindur Iceland Air Defense Force, Hlutar í síur, 4 ks., innfluttir með flugvél 24. júlí 1958, við- takandi á farmskírteini tilgreindur Iceland Air Defense Force, Húfar á stiga (canvas bumpers), 1 ks., innfluttar með m/s Tröllafossi 13. ágúst 1959, viðtakandi á farmskírteini til- greindur Iceland Air Defense Force. (Tollinnflutningsskýrsla skýrsla, útg. 30. des. 1958, á nafn Olíufélagsins h/f, varan kölluð þar „varahlutir í benzíndælur“), aðflutningsgjöld greidd 28. janúar 1959, Bifreiðavarahlutir, 22 stk. (20 loose rear springs, 2 cases commercial motor chassis parts), innfluttir með m/s Reykja- fossi 11. nóvember 1958, viðtakandi á farmskírteini til- greindur Iceland Air Defense Force, (Ath.: Sótt um inn- flutningsleyfi 12. janúar 1959, leyfi veitt 20. janúar, toll- innflutningsskýrsla útgefin á nafn Olíufélagsins h/f 2. febrú- ar og aðflutningsgjöld greidd 6. ágúst 1959), Bifreiðavarahlutir (autoparts), 1 ks., innfluttir með m/s Fjallfossi í desember 1958, viðtakandi á farmskírteini til- greindur Iceland Air Defense Force. (Tollinnflutningsskýrsla útgefin á nafn Olíufélagsins h/f 2. febrúar 1959, aðflutn- ingsgjöld greidd 18. júní 1959). Ákærða Hauki Hvannberg er gefið að sök: að hann hafi í bréfi til fjármálaráðuneytisins, dags. 24. júní 692 1958, skýrt ranglega svo frá, að benzínafgreiðslubíll, sem HÍS hafði keypt í Bandaríkjunum, væri fenginn til leigu frá Esso Export Corporation 1—1% ár svo og látið tilgreina ranglega í tollinnflutningsskýrslu leigu fyrir tækið, $ 2000.00, og fengið aðflutningsgjöld reiknuð samkvæmt því. (Ath.: Innflutningsleyfi fengið fyrir bílnum 1959 og aðflutnings- gjöld greidd þá). Brot þau, sem talin hafa verið í þessum kafla ákærunnar, 1—24, teljast öll varða við 146. gr. almennra hegningarlaga og 1. mgr. 38. gr. laga nr. 68/1956 um tollheimtu og tolleftirlit. III. kafli. Brot varðandi gjaldeyrisskil. A. Ákærðu Hauki Hvannberg, Jóhanni Gunnari Stefánssyni, Helga Þorsteinssyni, Skúla Thorarensen, Ástþór Matthíassyni, Jakob Frímannssyni og Karvel Ögmundssyni er gefið að sök, 1.'að þeir hafi vanrækt að skýra gjaldeyrisyfirvöldum frá gjald- eyristekjum Olíufélagsins h/f, er færðar voru á viðskipta- reikning félagsins nr. 6079 hjá Esso Export Corporation, New York, frá júní 1955 til júní 1959 og staðið þannig eigi skil á gjaldeyristekjum að fjárhæð samtals $12.678.171.51. '2. að þeir hafi vanrækt að skýra gjaldeyrisyfirvöldum frá tekj- um Hins íslenzka steinolíuhlutafélags, sem færðar voru í við- skiptareikning félagsins nr. 4137 hjá Esso Export Corporation á árunum 1952 til 1958, og staðið þannig eigi skil á gjald- eyristekjum að fjárhæð $ 409.748.10, er sundurliðast þannig: a) Árið 1952: Fært til tekna á reikningi 4137 ...... $ 2.501.556.13 Til frádráttar: Umboðslaun o. fl. ...... $ 44.198.08 Fært á reikning 6076 .. $2.394.510.12 $2.438.708.20 Vanskil 1952 $ 62.847.93 b) Árið 1953: Fært til tekna á reikningi 4137 ...... $3.664.534.78 Til frádráttar: Umboðslaun o. fl. ...... $ 46.226.70 Fært á reikning 6076 .. $3.561.959.75 $3.608.186.45 Vanskil 1953 $ 56.348.33 c) d) e) f) g) 693 Árið 1954: Fært til tekna á reikningi 4137 ...... $ 5.589.625.56 Til frádráttar: Umboðslaun o. fl. ...... $ 82.948.69 Fært á reikning 6076 .. $5.433.612.97 $5.516.561.66 Vanskil 1954 $ 73.063.90 Árið 1955: Fært til tekna á reikningi 4137 ...... $ 4.215.421.67 Til frádráttar: Umboðslaun o. fl. ...... $ 67.072.20 Fært á reikning 6076 .. $4.056.755.26 — $4.123.827.46 Vanskil 1955 $ 91.594.21 Árið 1956: Fært til tekna á reikningi 4137 ...... $ 2.488.842.45 Til frádráttar: Umboðslaun o. fl. ...... $ 17.429.55 Fært á reikning 6075 .. $ 60.792.98 Fært á reikning 6076 .. $2.361.939.25 —$2.440.061.78 Vanskil 1956 $ 48.780.67 Árið 1957: Fært til tekna á reikningi 4137 ...... $ 1.886.146.15 Til frádráttar: Umboðslaun o. fl. ...... $ 31.746.60 Fært á reikning 6075 .. $ 135.719.60 Fært á reikning 6076 .. $1.695.087.39 $1.862.553.59 Vanskil 1957 $ 23.592.56 Árið 1958: Fært til tekna á reikningi 4137 ...... $ 1.788.818.01 Til frádráttar: Umboðslaun o. fl. ...... $ 4.253.66 Fært á reikning 6075 .. $ 363.808.16 Fært á reikning 6076 .. $1.367.235.69 $1.735.297.51 Vanskil 1958 $ 53.520.50 694 3. að þeir hafi vanrækt að skýra gjaldeyrisyfirvöldum frá tekj- um HÍS af olíusölum til erlendra skipa hérlendis og af um- boðslaunum vegna olíusölu til íslenzkra skipa erlendis, sem færðar voru til tekna á viðskiptareikning félagsins hjá The British Mexican Petroleum Company Ltd., London, og staðið þannig ekki skil á gjaldeyristekjum að fjárhæð £ 17.325-01-10, þ. e.: Innstæða á reikningnum í ársbyrjun 1954 ., £ 18.775-01-10 Fært til tekna á reikninginn 1954—-1958 .. £ 9.168-08-02 £ 27.775-10-00 = skilað í Landsbankann 1954 .. £ 10.450-00-00 Vanskil £ 17.325-10-00 4. að þeir hafi vanrækt að skýra gjaldeyrisyfirvöldum frá tekj- um HÍS af olíusölu til erlendra skipa hérlendis og af um- boðslaunum vegna olíusölu til íslenzkra skipa erlendis, sem færðar voru á viðskiptareikning félagsins hjá Esso Export Limited, London, frá 1. september 1954 til ársloka 1958, og staðið þannig ekki skil á gjaldeyristekjum að fjárhæð £ 1.533-08—-07, þ. e.: Tekjur af olísölu og umboðslaun (netto) .. £ 74.119-13-08 = skilað í Landsbankann .. £ 66.586-05-01 Vanskil £ 7.533-08-07 5. að þeir hafi vanrækt að standa gjaldeyrisyfirvöldum skil á £ 4.140-03-05 af þeim tekjum, sem HÍS hafði af benzín- sölu til Swissair, Air France og Royal Canadian Air Force á árunum 1954—1958 og færðar voru á viðskiptareikning félagsins hjá Esso Petroleum Company Limited, London, þ. e.: Tekjur af sölu til nefndra aðilja ........ £ 19.479-12-00 —- skil gerð fyrir .. £ 15.339-08-07 Vanskil £ 4.140-03-05 Brot þau, sem talin hafa verið undir 1—5 hér að framan, telj- ast varða við 4. gr. sbr. 11. gr. laga nr. 88/1953 um skipan inn- flutnings- og gjaldeyrismála o fl., sbr. nú 4. gr. sbr. 12. gr. laga 695 nr. 30/1960 og 15. gr. sbr. 27. gr. reglugerðar nr. 212/1953, sbr. nú 17. gr., sbr. 25 gr. reglugerðar nr. 79/1960. Að því er varðar ákærða Helga Þorsteinsson tekur ákæran aðeins til vanskila eftir 2. júní 1955. 1. Ákærðu Hauki Hvannberg, Jóhanni Gunnari Stefánssyni og Vilhjálmi Þór er gefið að sök, að þeir hafi á árinu 1954 ráðstafað $ 145.000.00 af innstæðu Olíufélagsins h/f á reikn- ingi þess nr, 6078 hjá Esso Export Corporation, New York, til Federation of Iceland Co-operative Societies, New York, til þess að síðastnefnt fyrirtæki hefði féð til ráðstöfunar til vörukaupa og ekki leitað leyfis gjaldeyrisyfirvalda til ráðstöfunar þessarar og ekki gert gjaldeyrisyfirvöldum grein fyrir þessum gjaldeyristekjum Olíufélagsins h/f fyrr en 25. febrúar 1957, eftir að Federation hafði (á árinu 1956) skilað fjárhæðinni til baka inn á áðurnefndan reikning nr. 6078. Brot þetta telst varða við 4. gr. sbr. 11. gr. laga nr. 88/1953, sbr. nú 4. gr. sbr. 12. gr. laga nr. 30/1960 og 15. gr. sbr. 27. gr. reglu- gerðar nr. 212/1953, sbr. nú 17. gr., sbr. 25. gr. reglugerðar nr. 79/1960. 2. Ákærða Hauki Hvannberg er gefið að sök, að hann hafi í bréfi til gjaldeyriseftirlitsins (Einvarðs Hallvarðssonar), dags. 28. október 1955, skýrt svo frá, að ógreiddir væru $ 145.000.00 af tekjum Olíufélagsins h/f fyrir leigu olíu- geyma, þótt fjárhæð þessi hefði raunverulega verið greidd inn á reikning nr. 6078 (sbr. 1 hér næst á undan) þegar á árinu 1954. Brot þetta telst varða við 146. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. C. Ákærða Hauki Hvannberg er gefið að sök, að hann hafi vanrækt að standa gjaldeyrisyfirvöldum skil á $37.461.54 af gjaldeyristekjum Olíufélagsins h/f vegna leigu á olíu- geymum í Hvalfirði fyrir 5 ára tímabil frá 1. janúar 1957 og skýrt svo frá í skilagrein til gjaldeyriseftlirlitsins, dags. 25. febrúar 1957, að umræddar leigutekjur hefðu numið $186.538.46 í stað $ 224.000.00, svo sem raun var á. Brot þessi teljast varða við 146. gr. almennra hegningar- laga nr. 19/1940 og 4. gr. sbr. 11. gr. laga nr. 88/1953, sbr. nú 4. gr., sbr. 12. gr. laga nr. 30/1960 og 15. gr., sbr. 27. gr. reglu- 696 gerðar nr. 212/1953, sbr. nú 17. gr., sbr. 25. gr. reglugerðar nr. 79/1960. D. Ákærða Hauki Hvannberg er gefið að sök, að hann hafi vanrækt að standa gjaldeyrisyfirvöldum skil á $5.056.93 af gjaldeyristekjum HÍS af staðgreiðslum á flugvélabenzíni og olíu á Keflavíkurflugvelli á tímabilinu 7. febrúar 1956 til 20. september 1958. (Sbr. 36. lið I. kafla og 10. lið IV. kafla Þessarar ákæru). Brot þetta telst varða við 4. gr., sbr. 11. gr. laga nr. 88/1953, sbr. nú 4. gr., sbr. 12, gr. laga 30/1960 og 15. gr., sbr. 27. gr, reglugerðar nr. 212/1953, sbr. nú 17. gr., sbr. 25. gr. reglugerð- ar nr. 79/1960. IV. kafli. Bókhaldsbrot. 1. Ákærðu Hauki Hvannberg, Jóhanni Gunnari Stefánssyni, Helga Þorsteinssyni, Skúla Thorarensen, Ástþór Matthías- syni, Jakob Frímannssyni og Karvel Ögmundssyni er gefið að sök, að þeir hafi vanrækt að láta færa í bókhaldi Olíu- félagsins h/f þau viðskipti, er færð voru á viðskiptareikn- ing félagsins nr. 6079 hjá Esso Export Corporation, New York, frá júní 1955 til júní 1959. Brot þetta telst varða við 262. sr. almennra hegningarlaga og 7. gr., sbr. 19. og 20. gr. laga nr. 62/1938 um bókhald. 2. Ákærðu Hauki Hvannberg og Jóhanni Gunnari Stefánssyni er gefið að sök, að þeir hafi vanrækt að láta færa á við- skiptareikning Federation of Iceland Co-operative Societies, New York, hjá Olíufélaginu h/f þau viðskipti, sem færð voru á viðskiptareikning Olíufélagsins h/f hjá Federation á árunum 1953— 1956. Brot þetta telst varða við 262. gr. almennra hegningarlaga og 7. gr., sbr. 19. og 20. gr. laga nr. 62/1938. 3. Ákærða Hauki Hvannberg er gefið að sök, að hann hafi a) vanrækt að láta færa í bókhaldi Hins íslenzka steinolíu- hlutafélags allar greiðslur, sem færðar voru af viðskipta- reikningi félagsins nr. 4137 hjá Esso Corporation inn á viðskiptareikning félagsins nr. 4138 frá júní 1953 til ársloka 1958, b) vanrækt að láta að öðru leyti færa í bókhaldi HÍS þau 697 viðskipti, sem áðurnefndur reikningur nr. 4138 ber með sér, c) látið eftir júní 1953 rangfæra að staðaldri í bókhald HÍS greiðslur frá Bandaríkjastjórn, sem færðar voru í áður- nefndan reikning nr. 4137 þeim mun lægri, sem svarar til fjárhæða þeirra, er færðar voru inn á reikning nr. 4138, d) látið rangfæra í bókhald HÍS eftirtaldar færslur úr við- skiptareikningi nr. 4137, sem allar höfðu í raun réttri runnið inn á viðskiptareikning HÍS hjá Federation: 1952 30/4 $ 1.800.00 (talin greiðsla á „fuel inspection“) — 9/8 $ 2.250.00 (talin greiðsla á „fuel inspection“) — 25/9 $ 5.091.64 (talin greiðsla á flutningsgjaldi) — 7/10 $ 1.375.27 (talin greiðsla á „fuel inspection“) — 8/12 $ 4.374.27 (talin greiðsla á flutningsgjaldi) 1953 3/6 $10.800.00 (talin greiðsla á „fuel inspektion“) 1954 11/6 $10.800.00 (taldir að hálfu greiddir til Met- Hamilton, fskj. vantar fyrir helmingi) 1955 24/2 $10.800.00 (taldir að hálfu greiddir til MS. H.B.). Brot þau, er greinir undir a) og b), teljast varða við 262. gr. almennra hegningarlaga og 7. gr., sbr. 19. og 20. gr. laga nr. 62/1938, en þau, sem talin eru undir c) og d), teljast varða við 158. gr. almennra hegningarlaga og nefnd ákvæði laga nr. 62/1938. 4. Ákærða Hauki Hvannberg er gefið að sök, að hann hafi vanrækt að láta færa á viðskiptareikning Federation of Ice- land Co-operative Societies hjá HÍS eftirtaldar færslur: Debetfærslur: 1950, 28. júlí .......... $ 1.078.16 1951, 26. okt. .......... $ 367.69 — 26. des. .......... $ 496.15 1952, 21. jan. .......... $ 439.93 — 7. marz ......... $ 3.480.32 — 30. apríl ......... $ 1.800.00 — 9. júlí .......... $ 2.250.00 — 25. sept. ......... $ 5.091.64 — 7. Okt... $ 1.375.27 — 8. des. 20... $ 4.374.27 1953, 5. febr, ......... $ 9.322.22 — 2. júní .......... $ 28.345.00 3. Júní .......... $ 10.800.00 28. okt, .......... $ 528.47 1l. marz ......... $ 10.800.00 30. apríl ......... $ 2.463.70 31. ágúst ......... $ 625.72 16. sept. ......... $ 1.041.61 29. okt. .......... $ 2.882.92 8. des. .„......... $ 29.00 24. febr........... $ 20.800.00 2. marz ......... $ 3.341.81 28. júní .......... $ 0.33 13. nóv. .......... $ 18.803.82 8. apríl ......... $ 244.62 16. apríl ......... $ 8.392.67 16. júlí .......... $ 306.37 26. nóv. .......... $ 229.86 Kreditfærslur: 26. júlí .......... $ 2.078.16 30. júní .......... $ 437.44 31. okt. .......... $ 247.19 31. des. .......... $ 372.23 SÁ. $ 67.70 SLÁ $ 3.54 21. jan, „......... $ 1.000.00 31. marz ......... $ 127.95 3. apríl ......... $ 1.103.42 21. maí .......... $ 1.251.67 1. júlí .......... $ 1.550.00 3l. júlí .......... $ 251.60 8. sept. .......... $ 4.500.00 25. — $ 1.398.00 30. — $ 60.00 28. okt. .......... $ 2.254.42 31. — $ 32.32 24. NÓV. .......... $ 5.560.00 21. des. .......... $ 1.400.00 1. júní .......... $ 46.875.65 2. júlí .......... $ 40.00 19. okt. .......... $ 950.00 10. nóv. .......... $ 8.10 1954, 16. marz ......... $ 12.855.65 — 1. júlí .......... $ 1.555.28 1955, 27. jan. .......... $ 884.68 — 14. febr. ......... $ 3.341.81 — 24. — $ 49.00 — 2. marz ......... $ 126.10 — 3. — $ 24.385.00 — 4. — $ 12.50 — 14. apríl ......... $ 52.76 — 15. — $ 279.00 — 24. maí .......... $ 8.00 — 30. ágúst ......... $ 3.157.82 — 12. des. .......... $ 5.50 1956, 2. febr........... $ 17.00 — 30. júní .......... $ 206.53 — 3. des. 2... $ 18.000.00 — SS 0. $ 244.62 1957. 11. nóv. .......... $ 220.77 1958, T.jan. .......... $ 1.059.89 — 31. marz ......... $ 7.42 — 16. apríl ......... $ 2.328.43 — 8. sept. .......... $ 3.29 — 8. okt. „0... . 13.27 — 19. NÓV. ....0.0.0.... $ 120.55 — 31. des .......... $ 9.61 Brot þessi teljast varða við 262. gr. almennra hegningarlaga og 7. gr., sbr. 19. og 20. gr. laga nr. 62/1938. 5. Ákærðu Hauki Hvannberg og Jóhanni Gunnari Stefánssyni er gefið að sök, að þeir hafi vanrækt að láta færa í bók- hald Olíufélagsins h/f a) færslu á $145.000.00 1. október 1954 úr reikningi félags- ins nr. 6078 hjá Esso Export Corporation til Federation of Iceland Co-operative Societies, b) færslur á $40.000.00 3. apríl 1956, $ 40.000.00 24. ágúst 1956 og $65.000.00 21. desember 1956 frá Federation inn á reikning Olíufélagsins h/f nr. 6078 hjá Esso Ex- port Corp. (sbr. III. B kafla þessarar ákæru). Brot þessi teljast varða við 262. gr. almennra hegningarlaga og 7. gr., sbr. 19. og 20. gr. laga nr. 62/1938. 6. Ákærða Hauki Hvannberg er gefið að sök, að hann hafi 700 látið færa í viðskiptareikning Esso Export Corporation í bókhaldi Olíufélagsins h/f 31. desember 1956 fyrirfram greidda geymaleigu $186.538.47, í stað $ 224.000.00, sem var hin raunverulega greiðsla. Brot þetta telst varða við 158. gr. almennra hegningarlaga og 7. gr., sbr. 19. og 20. gr. laga nr. 62/1938. 7. Ákærða Hauki Hvannberg er gefið að sök, að hann hafi van- rækt að láta færa í bókhald HÍS viðskiptareikning The British Mexican Petroleum Company Ltd. eftir árslok 1954. Brot þetta telst varða við 262. gr. almennra hegningarlaga og 7. gr., sbr. 19. og 20. gr. laga nr. 69/1938. 8. Ákærða Hauki Hvannberg er gefið að sök, að hann hafi van- rækt að láta færa í bókhald HÍS eða látið rangfæra þar árin 1954— 1958 viðskipti félagsins við Esso Export Limited, London, svo sem hér greinir: a) Vanrækt yfirleitt að láta bókfæra umboðslaun til HÍS af olíusölum til íslenzkra skipa erlendis, b) Vanrækt að láta færa í reikning Esso Export Ltd. eftir- taldar 23 kreditfærslur: 1954, 26. nóv. ...... £ 286—10-00 1955, 4. jan. ...... £ 104-18—-07 — 5. apríl ..... £ 29—-19-02 — 16. maí ...... £ 100—00-00 — 17. ágúst ..... £ 200—-00-00 — 81. — ...... £ 80—00-00 — 5. sept. ..... £ 4.956-08-00 — 26. — ...... £ 10-00-04 — 17. okt. ...... £ 10.000-00-00 1956, 10. apríl ..... £ 100-00-00 — 29. maí ...... £ 2.000-00-00 — 13. júní...... £ 400—00—00 — 3. sept. ...... £ 400—00-00 — 30. nóv, ...... £ 4—00—09 1957, 31. ágúst ..... £ 75-00-00 — 21. nóv....... £ 200—-00-00 — S.ð. £ 2.156-18-06 1958, 28. apríl ..... £ 100—00-00 — 30. — ...... £ 409—11-00 — 20. maí ...... £ 50—-00-00 — 22. júlí ...... £ 80-14-03 1958, 3. sept. ..... £ 3.574-16-07 — 30. — £ 195-16-04 c) Látið rangfæra á reikning Esso Export Ltd. eftirtaldar kreditfærslur, sem taldar eru vera fyrir umboðslaun af flugvélabenzíni: 1955, 1. jan. £ 2.987-17-02 („„commission“) — 31. des. £ 2.055-03-11 („commission“) 1956, 31. des. £ 3.778-13-03 (,„,„mutualization-fee“) 1957, 31. des. £ 3.979-14-06 („,„mutualization cost“) Brot þau, sem talin eru undir a) og b), teljast varða við 262. gr. almennra hegningarlaga og 7. gr., sbr. 19. og 20. gr laga nr. 62/1938, en þau, sem talin eru undir c), teljast varða við 158. gr. almennra hegningarlaga og nefnd ákvæði laga nr. 62/1938. 9. Ákærða Hauki Hvannberg er gefið að sök, að hann hafi látið rangfæra 31. desember 1957 í reikning Esso Petroleum Company Ltd. hjá HÍS kreditfærslu £ 1.664-00-10, sem talin er fyrir umboðslaun af olíusölu til flugvéla. Brot þetta telst varða við 262. gr. almennra hegningarlaga og 7. gr., sbr. 19. og 20. gr laga nr. 62/1938. 10 Ákærða Hauki Hvannberg er gefið að sök, að hann hafi eigi látið færa í bókhaldi HÍS tekjur af staðgreiddu flugvéla- benzíni og olíu á tímabilinu 7. febrúar 1956 til 20. septem- ber 1958, að fjárhæð samtals $ 5.056.93. (Sbr. I. kafla 36. og III. kafla D í ákæru þessari). Brot þetta telst varða við 262 gr. almennra hegningarlaga og 6. gr., sbr. 19. og 20. gr. laga nr. 62/1938. V. kafli. Dómkröfur. Þess er krafizt, að ákærðu Haukur Hvannberg, Jóhann Gunn- ar Stefánsson, Helgi Þorsteinsson, Skúli Thorarensen, Ástþór Matthíasson, Jakob Frímannsson, Karvel Ögmundsson og Vil- hjálmur Þór verði dæmdir til refsingar samkvæmt framangreind- um refsiákvæðum og til greiðslu alls sakarkostnaðar samkvæmt 141. og 142. gr. laga nr. 82/1961. Þá er þess krafizt, að stjórn Olíufélagsins h/f verði f. h. fé- lagsins dæmd samkvæmt 4. mgr. 38. gr. laga nr. 68/1956 til þess að sæta upptöku ríkissjóði til handa á andvirði vöru þeirrar, sem tilgreind er í 10. lið II. kafla þessarar ákæru, kr. 29.240.00. Einnig er þess krafizt, að stjórn Hins íslenzka steinolíuhluta- 102 félags verði f. h. félagsins dæmd samkvæmt 4. mgr. 38. gr. laga nr. 68/1956 til þess að sæta upptöku ríkissjóði til handa á and- virði vara þeirra, sem tilgreindar eru í 1—-9., 11.— 13. og 15 —20. lið II. kafla ákæru þessarar, samtals kr. 251.586.00. Dæma skal í málinu um fjárkröfur, sem uppi kunna að vera hafðar samkvæmt 145. gr. laga nr. 82/1961. Ákærði Haukur er fæddur 22. júlí 1921 í Reykjavík. Hann hefur sætt kærum og refsingum, sem hér segir: 1952 20/12 Reykjavík. Dómur: 30.000 kr. sekt fyrir brot gegn 15. og 20., sbr. 22, gr. laga nr. 70/1947, sbr. 4. og 7. sbr. 19 gr, laga nr. 25/1950, sbr. tilkynningu verð- lagsstjóra nr, 3-og-7/1950. 1955 28/4 Reykjavík. Dómur Hæstaréttar: Sýknaður. 1961 18/10 Reykjavík. Dómur: 10 daga varðhald og svipting ökuskírteinis í eitt ár fyrir brot á umferðarlögum og áfengislögum. Auk þess hefur hann fjórum sinnum hlotið sektir, frá kr. 50.00 til kr. 100.00 hvert sinn, og tvær áminningar fyrir brot á um- ferðarlöggjöfinni. Ákærði Jóhann Gunnar Stefánsson er fæddur 21. júlí 1908 á Hvammstanga. Hann hefur sætt kærum og refsingum, sem hér segir: 1952 20/12 Reykjavík, Dómur: 10.000 kr. sekt fyrir brot á 146. gr. hegningarlaga, sbr. 22. gr. laga nr. 70/1947, sbr. 19. gr. laga nr, 35/1950. 1955 28/4 Reykjavík. Dómur Hæstaréttar í málinu nr. 4179/ 1952, 20.000 kr. sekt fyrir áðurgreind brot. 1959 19/5 Reykjavík. Sátt, 15.000 kr. sekt fyrir brot á 8. gr. laga nr. 88/1953. Auk þess hefur hann sætt tveimur áminningum og þrívegis verið sektaður fyrir brot á umferðarlöggjöfinni, kr. 50.00 hvert sinn. Ákærði Helgi Þorsteinsson er fæddur 6. október 1906 á Seyðis- firði. Hann hefur tvívegis verið sektaður fyrir brot á umferðar- löggjöfinni, kr. 50.00 hvort sinn. Ákærði Skúli Thorarensen er fæddur 29. marz 1892 á Kirkju- bæ á Rangárvöllum. Hann hefur sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1926 30/4 Reykjavík. Dómur Hæstaréttar: 1 mánaðar einfalt fangelsi fyrir brot gegn 136. gr. 1. lið, 135. gr., sbr. 49. gr. og 144. gr. allar sbr. við 145. gr. hinna al- mennu hegningarlaga frá 1869. 703 Auk þess hefur hann átta sinnum verið sektaður fyrir brot á umferðarlögum, kr. 50.00 til kr. 300.00 hvert sinn, auk fimm áminninga fyrir brot á sömu lögum. Þá hefur hann verið sekt- aður um kr. 5.00 fyrir brot á lögum nr. 18/1901. Ákærði Ástþór Matthíasson er fæddur 29. nóvember 1899 á Seyðisfirði. Hann hefur fimm sinnum verið sektaður, frá kr. 50.00 til kr. 250.000 hvert sinn, fyrir brot á áfengislögum, um- ferðarlögum og lögum nr. 64/1930, 16. gr. Auk þess hefur hann fengið tvær áminningar fyrir brot á lögreglu- og heilbrigðis- samþykkt. Ákærði Jakob Frímannsson er fæddur 7. október 1899 á Akur- eyri. Hinn 24. apríl 1946 var hann dæmdur á Akureyri í kr. 100.00 sekt fyrir brot á 234. og 235. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði Karvel Ögmundsson er fæddur 30. september 1903 í Beruvík í Breiðavíkurhreppi. Hann hefur þrívegis hlotið sekt fyrir brot á umferðarlöggjöfinni, kr. 20.00 til kr. 100.00 hvert sinn, auk einnar áminningar. Ákærði Vilhjálmur Þór er fæddur 1. september 1899 á Æsu- stöðum í Saurbæjarhreppi. Hann hefur eigi áður sætt ákæru né refsingu, svo kunnugt sé. Málavextir eru þeir, er nú skal greina: 1. Með skýrslu, dags. 26. nóvember 1958, létu þeir Kristján Pét- ursson lögregluvarðstjóri og Guðjón Valdimarsson lögreglumað- ur, Keflavíkurflugvelli, lögreglustjóranum á Keflavíkurflugvelli í té niðurstöður athugana og rannsóknar, sem lögreglumennirnir höfðu þá að undanförnu framkvæmt á starfsemi og viðskiptum „Esso við varnarliðið á Keflavíkurflugvelli o. fl.“. Skýrslan hljóðar á þessa leið: I. Olíugeymslusvæði Esso á vegum varnarliðsins í „Nichol“-hverfi á Keflavíkurflugvelli. 1. Eins og kunnugt er, eru tankar þeir og allur útbúnaður sá, sem upp hefur verið komið á svæði þessu, allt eign varnarliðs Bandaríkja Norður-Ameríku á Keflavíkurflugvelli, og hefur þessu verið komið þarna upp til hagræðis og vegna nauðsynlegrar starfsemi í sambandi við alla starfsemi varnarliðsins, að því er tekur til notkunar, dreifingar og birgðasöfnunar varnarliðsins á olíum og benzíni. Er hér ýmist um að ræða birgðasöfnun 704 vegna notkunar á tæki varnarliðsins alls konar, svo sem bif- reiðir, þungavinnuvélar, flugvélar og hvers konar önnur afl- knúin tæki. Svo og er hér um að ræða birgðasöfnun á hráolíu til upphitunar o. fl. Það er vitað mál, að olíustöð þessi var byggð af hinum amerísku verktökum, þá er byggingarframkvæmdir byrjuðu, svo að segja í byrjun þess tímabils, er varnarliðið fyrst kom hingað til lands. Hefur það æ verið vitað mál, að olíustöð þessi og birgðastöð væri eign ameríska ríkisins. 2. Af lið 1 leiðir það, að dreifing af birgðum þeim, sem geymdar eru á ofangreindu svæði, er eingöngu ætluð til notk- unar fyrir varnarliðið og þá aðilja, sem hafa með höndum starfsemi, svo sem alls konar byggingarstarfsemi, í umboði þess og samkvæmt sérstaklega gerðum samningum. Rannsókn okkar hefur hins vegar leitt í ljós, að hér er um að ræða herfilega mis- notkun ESSÓ á greindri olíustöð. Hefur félagið dreift olíu til upphitunar af tönkum á svæði þessu til innlendra íslenzkra aðilja og selt olíuna fullu verði, sem um tollaðan varning væri að ræða. Sem dæmi um þetta atriði leyfum við okkur að benda á, að okkur er kunnugt um að til skamms tíma hefur hráolía sú, sem seld hefur verið og sett á olíutankana við embættis- mannahús íslenzka ríkisins í Grænási, verið tekin af olíutönk- unum í „Nichol“-hverfi. Svo og hefur olía verið tekin af sama stað og seld sem tollaður varningur öðrum aðiljum á Keflavíkur- flugvelli, svo sem Byggi h.f, Verklegum framkvæmdum h.f., Sölunefnd varnarliðseigna o. fl. aðiljum hér á flugvellinum. 3. Eins og vitað er, eru beinar olíuleiðslur neðanjarðar frá „Nichol“-hverfi til Keflavíkurhafnar og þaðan á tank Olíusam- lags Keflavíkur, Samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum, er við höfum aflað okkur, hefur til skamms tíma olía úr tönkum í greindu hverfi verið látin renna niður á tanka Olíusamlagsins í Keflavík. 4. Eins og kunnugt er, hefur Olíufélagið h.f. olíu- og benzín- tanka á Hvaleyrarholti við Hafnarfjörð. Olíum og benzíni, sem flutt er til landsins til afnota síðar meir fyrir þarfir varnar- liðsins, er dælt þarna inn á greinda tanka. Skilst okkur, að þangað sé dælt hráolíu, flugvélabenzíni og bifreiðabenzíni, en þar eru einnig fyrir í sömu tönkum aðrar birgðir greinds félags, sem ætlaðar eru til almennrar neyzlu á markaði innanlands, eða með öðrum orðum er þarna blandað saman innfluttum birgð- um, er fara skulu til varnarliðsins, við aðrar birgðir til notkunar z og neyzlu á innanlandsmarkaði. Þetta síðastnefnda atriði hefur 705 P.O.L. foringi varnarliðsins, Maj. C. McLaughlin, staðfest í sam- tali við undirritaða, er fram fór mánudaginn 24. þ. m. í aðal- stöðum O.S.I. (Office of Special Investigation USAF), rann- sóknarlögreglu varnarliðsins hér á Keflavíkurflugvelli. 5. Þá er og alkunna, að Olíufélagið h.f., en ESSÓ, Hið ís- lenzka steinolíuhlutafélag, er eins konar dótturfyrirtæki þess, hefur yfir að ráða tönkum í Hvalfirði, Er okkur tjáð af framan- greindum foringja varnarliðsins, er með olíur og benzín hefur að gera fyrir varnarliðið hér á flugvellinum, að varnarliðið hafi yfir að ráða í Hvalfirði 8 tönkum, þar sem geymdar séu stöð- ugar birgðir til afnota fyrir varnarliðið, bæði flugvélabenzín og JP-eldsneyti (kerosene) fyrir þrýstiloftsflugvélar (orustuþot- ur) varnarliðsins. Ennfremur hefur sami foringi varnarliðsins tjáð okkur, að í Hvalfirði séu 4 nothæfir tankar þar, sem séu í umsjá Olíufélagsins h.f. eða ESSÓ, og sé nefndum foringja með öllu ókunnugt um það, hvort birgðir séu þar geymdar eða til hverrar notkunar þær birgðir eru ætlaðar, ef um birgðir er bar fyrir hendi að ræða. 6. Framangreindur P.O.L.-foringi tjáði okkur undirrituðum það ennfremur í ofangreindu samtali, að olíur og benzín, sem flutt væru til „Nichol“-hverfisins til notkunar síðar í þarfir og vegna hinnar margháttuðu starfsemi varnarliðsins á flugvell inum, væri flutt með eftirtöldum skipum til Keflavíkur og þaðan dælt inn á tankana í greindu hverfi: Litla Fellið, Þyrill, Skelj- ungur og um tíma hefði einnig verið notað til flutninga þessara olíuflutningaskip ameríska flotans „YOG“, en það skip væri nú ekki lengur notað til greindra flutninga. Olíum og benzíninu til handa varnarliðinu væri dælt á skip þessi ýmist í Hvalfirði eða Hafnarfirði, en þau önnuðust jafnframt dreifingu á olíum og benzíni til radarstöðvanna úti á landi fyrir varnarliðið, jafn- framt því sem þau flytja fyrir ESSO birgðir á hina ýmsu staði úti á landi, þar sem ESSO hefur olíu- og benzíntanka. 7. Fyrir um það bil 2—3 vikum síðan var okkur tjáð eftir öruggum heimildum, að dælt hefði verið frá olíuskipi í Keflavík um 30 þús. gallonum af rússnesku bílabenzíni á tank í „Nichol“- hverfi. Er okkur kunnugt um, að fyrir tank þessum hafi verið nokkuð magn af amerísku benczíni. Hafi síðan benzíni þessu verið dreift á benzínáfyllingarstaði varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og benzín þetta selt sem amerískt benzín fyrir dollara og á því verði, sem um væri að ræða samningsbundna tegund af benzíni með tilliti til tilskilins „octeina“-fjölda og um getur í samningi 45 706 z þeim, sem er í millum varnarliðsins og ESSÓ um olíudreifing- una hér á Keflavíkurflugvelli. 8. Í gær, þann 25. nóvember 1958, keypti annar okkar hjá benzínafgreiðslustöð ESSÓ við gamla sjóhersflugvélaskýlið hér á flugvellinum 1 kassa af ATLAS frosttlegi, og voru þetta 6 gallon. Gallonið var selt á kr. 144.00, en það er rétt útsöluverð samkvæmt ákvæðum íslenzkrar verðgæzlulöggjafar, eftir því sem bezt er vitað. Frostlög þennan flutti ESSO inn til landsins með m/s Tröllafossi í febrúarmánuði s.l., og var frostlögur þessi allur afhentur af vöruafgreiðslu Eimskipafélags Íslands h.f. þann 17.2 og 18.2. 1958. „Consignee“ eða viðtakandi vöru þessarar samkvæmt „Keflavík Airport Manifest nr. 5“ var Iceland Air Defense Force og sendandi Esso Export Oil Co. í U.S.A. Það skal tekið fram, að á ofangreindu farmskírteini var nafn Olíu- félagsins h.f., en ekki ESSÓ hér á Íslandi, og ennfremur skal þess getið, að nafn Olíufélagsins h.f. er á kassa þeim, sem keypt- ur var, og sömuleiðis skammstafanir viðtakandi á Íslandi I A.D.F. Til sönnunar þessu látum við hér fylgja með ljósmyndað afrit af reikningi þeim, er við fengum vegna kaupa á ofangreindum frostlegi, samt. að upph. kr. 864.00. Til frekari skýringar á því, að rannsókn okkar varðandi uppruna frostlögs þessa hafi við rök að styðjast, skal þess getið, að fyrir fulltingi hr. tollgæzlu- stjóra Unnsteins Beck í Reykjavík léði hann okkur aðgang að farmskírteini þessu og munum við fá það í hendur síðan í þágu áframhaldandi rannsóknar þessa máls, svo og munum við fá í hendur öll farmskírteini vegna innflutnings ESSÓ og Olíu- félagsins h.f. á vegum varnarliðsins fyrir árin 1957 og 1958. Þá skal þess að lokum getið, að greint farmskírteini var stimplað af P.O.L. foringja varnarliðsins, sem að framan er nefndur, og þess getið, að varnarsamningur sá, er framskírteinið greindi, væri innfluttur vegna þarfa og til notkunar fyrir varnarliðið. Undir yfirlýsingu þessa ritaði og sami foringi með eiginhandar- undirskrift sinni. 9. Þá er okkur ennfremur kunnugt um, að s.l. sumar hafi verið flutt frá „Nichol“-hverfi til Reykjavíkur mikið magn af „white spiritus“, en varningur þessi var upphaflega fluttur inn til landsins til notkunar fyrir Hedrick Grove, þá er það félag var staðsett hér á landi við bygginga- og verktakastarfsemi fyrir Corps of Engineers US Army. 10. Okkur hefur ennfremur verið tjáð af áreiðanlegum heim- ildum, að vikulega undanfarin ár hafi verið flutt benzín frá 707 „Nichol“hverfi, nr. 88, flugvélabenzín til Reykjavíkur til notk- unar við flugskólann Þyt og vegna starfrækslu sjúkraflugvélar Björns Pálssonar. P.O.L. foringi varnarliðsins tjáði okkur í ofan- greindu samtali okkar við hann, að eftir því sem hann bezt vissi, fyrirfyndist ekki annars staðar en hér á flugvellinum síð- astnefnd tegund flugvélabenzíns. 11. Ofangreindar upplýsingar eru byggðar á mjög nákvæm- um athugunum, gerðum af okkur að undanförnu, og er ofangreint hið helzta, sem okkur þótti rétt að tilkynna yður, herra lög- reglustjóri, um að svo stöddu máli. Ýmsar frekari upplýsingar höfum við hins vegar aflað okkur og erum ekki enn hins vegar búnir að vinna úr, þannig að hægt sé að setja það á þessu stigi í skýrsluform. Haldið er áfram að afla gagna og frekari sannana á breiðum grundvelli varðandi alla starfsemi og viðskipti Esso hér á flugvellinum við varnarliðið, allt frá fyrstu tíð til þessa dags.“ Með bréfi utanríkisráðuneytisins, dags. 27. nóvember 1958, en utanríkisráðherra hafði, eins og kunnugt er, dómsmálastörf á hendi á varnarsvæðunum um þetta leyti, var Gunnar Helgason, þáverandi fulltrúi lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli, skip- aður .... „til þess sem umboðsdómari að halda áfram og ljúka réttarrannsókn á starfsemi Hins íslenzka steinolíuhlutafélags á Keflavíkurflugvelli vegna ætlaðra brota gegn lögum nr. 68 frá 1956 um tollheimtu og tolleftirlit og lögum nr. 88 frá 1953 um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála, fjárfestingarmála o. fl., svo og til þess að kveða upp dóm í málinu. Umboðsdómaranum er heimilt að halda dómþing hvar sem vera skal á landinu.“ Dómsrannsókn, reist á grundvelli skýrslu lögsreglumannanna Kristjáns Péturssonar og Guðjóns Valdimarssonar, hófst 16. des- ember 1958. Var henni haldið sleitulaust áfram. M. a. er þingað 7. janúar 1959 vegna skýrslu, sem fyrrnefndur Guðjón Valdi- marsson hafði gert um för sína á varnarsvæðið í Hvalfirði til athugunar á olíuvörubirgðunum, sem þar voru geymdar fyrir varnarliðið. Rannsóknin beindist m. a. að miklu leyti í fyrstu að hvers kyns innflutningi í nafn varnarliðsins, hvort varnar- liðið væri eigandi vörunnar eða varan væri flutt inn vegna Þarfa varnarliðsins. Þar sem þessi rannsókn leiddi í ljós, að á innflutningspappírum yfir vörur, sem komu í nafni varnarliðs- ins, kom ýmist fyrir nafn Hins Íslenzka steinolíuhlutafélags eða Olíufélagsins h.f., þótti réttara að víkka enn út umboð Gunnars 708 Helgasonar. Var það gert með umboðsskrá, dags. 20. apríl 1959. Var honum falið að rannsaka einnig starfsemi Olíufélagsins h.f. á Keflavíkurflugvelli vegna ætlaðra brota félagsins á innflutn- ings- og gjaldeyrislöggjöfinni svo og öðrum lögum, sem rann- sóknin kynni að gefa tilefni til. Með umboðsskrám dóms- og utanríkismálaráðuneytisins, dags. 8. ágúst 1959, var umboð Gunnars Helgasonar enn fært út og jafnframt skipaður annar rannsóknardómari í málinu að auki, Guðmundur Ingvi Sigurðsson, er þá var fulltrúi sakadómarans í Reykjavík. Var rannsóknardómurum þessum falið að rannsaka starfsemi félaganna, ekki aðeins að því er varðaði varnarliðs- viðskiptin, heldur einnig starfsemi félaganna að öðru leyti, eftir því sem ástæða þykir til, og kveða síðan upp dóm í málinu, ef til málshöfðunar kæmi. Gunnar Helgason hafði notið aðstoðar löggilts endurskoðanda við rannsókn málsins, en sá óskaði þess í ágúst 1959, að hann yrði leystur frá störfum sakir annríkis við önnur störf. Í hans stað var dómkvaddur Ragnar Ólafsson, löggiltur endurskoðandi og hæstaréttarlögmaður. Var það 26. ágúst 1959. Var endur- skoðandanum falið fyrst og fremst að fara yfir bókhaldsgögn Olíufélagsins h.f. og og Hins íslenzka steinolíuhlutafélags h.f. til könnunar á hugsanlegum lögbrotum af hálfu félaganna. Var endurskoðandinn að öðru leyti dómurunum til aðstoðar um sér- fræðileg atriði á sviði bókfærslu. Endurskoðandinn skilaði einni aðalskýrslu, auk fimm smærri skýrslna um athuganir á einstök- um atriðum. Aðalskýrslan er dagsett 18. nóvember 1960. Er mjög stuðzt við skýrslu endurskoðandans við samning dóms þessa. Aðiljar máls þessa fengu að sjálfsögðu skýrslu endurskoðand- ans til athugunar. Ekki komu fram neinar athugasemdir um hana af hálfu ákærðu að öðru leyti en því, að í sambandi við gjaldeyrisvanskila-þáttinn breyttust tölur nokkuð, sem gerð verð- ur grein fyrir síðar. Í desember 1960 var rannsókn málsins send ákæruvaldinu til umsagnar, þ. e. dómsmála- og utanríkisráðuneytunum. Eftir að embætti saksóknara var stofnað, fékk saksóknari málið til meðferðar, þ. e. í júlí 1961. Að beiðni saksóknara fór fram fram- haldsrannsókn í málinu í desember 1961. Ákæran í máli þessu er gefin út 9. marz 1962, svo sem fyrr getur. Ákærði Haukur Hvannberg dvaldi á sjúkrahúsum frá septem- ber 1959 og fram í ársbyrjun 1961. Málavextir eru þeir, er nú skal greina: 109 II. Árið 1946 var stofnað hér í borg hlutafélag, sem nefnt var Olíufélagið h.f. Svo sem nafnið ber með sér, rekur félag þetta verzlun með olíuvörur. Skömmu síðar eignaðist Olíufélagið h.f. mikinn meirihluta hlutafjáruppphæðar fyrirtækisins Hins ís- lenzka steinolíuhlutafélags, sem hafði þá starfað hér allmörg undanfarin ár og rekið ýmis konar viðskipti með olíuvörur. Eftir þetta voru félög þessi rekin í nánum tengslum hvort við annað. Fyrstu stjórn Olíufélagsins h.f. skipuðu ákærðu Vilhjálmur Þór sem formaður, Ástþór Matthíasson, Jakob Frímannsson, Kar- vel Ögmundsson og Skúli Thorarensen. Þann 4. febrúar 1955 er skráð í firmaskrá, að ákærður Vilhjálmur Þór hafi gengið úr stjórninni. Í hans stað kom Egill Thorarensen, kaupfélagsstjóri á Selfossi, sem nú er látinn. Skúli Thorarensen var stjórnarfor- maður. Þann 2. júní 1955 gekk fyrrnefndur Egill Thorarensen úr stjórninni, en í hans stað kom ákærði Helgi Þorsteinsson, sem jafnframt tók við starfi stjórnarformanns. Ákærði Ástþór Matthíasson gekk úr stjórninni 30. júní 1959. Í hans stað kom Ólafur Tryggvi Einarsson, sem ákærður er í ákæruskjali sem stjórnarmaður. Eftir að Olíufélagið h.f. eignaðist meiri hluta hlutafjár Hins íslenzka steinolíuhlutafélags, svo sem fyrr greinir, var kjörin þar ný stjórn 9. júní 1948. Stjórn þessa skipuðu ákærðu Vil- hjálmur Þór, Skúli Thorarensen, Ólafur Tryggvi Einarsson, svo og Valdimar Hansen fulltrúi, Hrefnugötu 3, og Lárus Fjeldsted hrl., Mávahlíð 4, báðir í Reykjavík. Ný stjórn var kjörin 25/6 1951: Ákærðu Vilhjálmur Þór, Ástþór Matthíasson, Jakob Frí- mannsson, Karvel Ögmundsson og Skúli Thorarensen. Þann 1. janúar 1955 gekk ákærði Vilhjálmur Þór úr stjórninni. Í hans stað kom fyrrnefndur Egill Thorarensen. Formaður varð Skúli Thorarensen. Síðan í júní 1955 hefur stjórn Hins íslenzka stein- olíuhlutafélags verið skipuð sömum mönnum og skipað hafa stjórn Olíufélagsins h.f., frá sama tíma, sbr. það, sem áður segir um það atriði. Ákærði Ástþór gekk úr stjórninni 30. júní 1959. Í hans stað kom ákærði Ólafur Tryggvi Einarsson. Ákærði Hauk- ur Hvannberg fékk prókúruumboð fyrir Olíufélagið h.f. 26/9 1947. Prókúran var afturkölluð 15/3 1949. Ákærða Hauki var veitt prókúran aftur 29/5 1952, og hefur hún ekki verið form- lega afturkölluð síðan. Ákærði Haukur varð framkvæmdarstjóri með prókúruumboði 710 fyrir Hið íslenzka steinolíuhlutafélag 9. júní 1948, og hefur pró- kúran ekki verið afturkölluð formlega síðan. Rétt er að geta þess, að ákærði Haukur lét af störfum hjá Olíufélaginu h.f. og Hinu íslenzka steinolíuhlutafélagi í apríl 1959, er annar maður var ráðinn sem aðalframkvæmdastjóri beggja félaganna. Ákærði Jóhann Gunnar Stefánsson hefur haft prókúru samfellt fyrir Olíufélagið h.f, og Hið íslenzka steinolíuhlutafélag síðan 29/5 1952, Ákærði Jóhann Gunnar er og hefur verið framkvæmda- stjóri Olíufélagsins h.f. allan þann tíma, sem ákæran nær til. Ákærði Haukur Hvannberg réðist til Olíufélagsins h.f. árið 1947, en það ár varð hann lögfræðingur. Ákærði Jóhann Gunnar hafði verið starfsmaður Hins íslenzka steinolíuhlutafélags um árabil, er hann réðist 1. janúar 1947 sem skrifstofustjóri til Olíufélags- ins h.f. Hann varð framkvæmdastjóri Olíufélagsins h.f. árið 1952. Um aðra ákærðu er þetta að segja: Þeir eru allir þekktir menn í heimi viðskipta og fjármála hér á landi og margir þeirra haft mikil umsvif og veitt stórum viðskiptafyrirtækjum forstöðu um lengri tíma. Ákærðu eiga því allir að vera æfðir fjármála- menn. III. Árið 1946 fékk Olíufélagið h.f. umboð fyrir olíuvörufram- leiðslu bandaríska fyrirtækisins Esso Standard Oil. Var samn- ingurinn gerður til 10 ára og að þeim tíma liðnum framlengdur. Útflutningsfyrirtæki Esso Standard Oil, Esso Export Corporation, New York, hefur séð um viðskiptin við Olíufélagið h.f. Hið íslenzka steinolíuhlutafélag hefur síðan á árinu 1949 annazt sölu á olíuvörum til þeirra erlendu aðilja, sem haft hafa aðset- ur á Keflavíkurflugvelli, fyrst fyrirtækjanna Lockheed Aircraft Overseas Corporation og Metcalfe Hamilton Kansas City Bridge Companies, og síðar til varnarliðsins og erlendra verktaka á vegum þess, en varnarliðið kom til landsins 1951. Samkvæmt 9. tl, 8. gr. viðbætisins um réttarstöðu liðs Bandaríkjanna og eignir þeirra við varnarsamninginn frá 15. maí 1951, sbr. lög nr. 110/ 1951, á varnarliðið að fá tollfrjálst eldsneyti, olíu og smurnings- olíu til afnota fyrir opinber ökutæki, flugvélar og skip liðs Banda- ríkjanna og verktaka þeirra, sem eigi eru Íslenzkir þegnar. Bandaríkjastjórn (Innkaupastofnun Bandaríkjahers fyrir olíu- vörur) hafði þann hátt á að leita tilboða um sölu á olívörum til liðssveita Bandaríkjanna víðsvegar um heiminn. Esso Export Corporation hefur náð samningnum, að því er til liðssveitanna 11 á Íslandi tekur, allan þann tíma, sem varnarliðið hefur verið hér, nema eitt árið, er Shell sá um söluna á smurningsolíu. Esso Export Corporation framseldi Hinu íslenzka steinolíuhlutafélagi samninginn. Að sjálfsögðu voru varnarliðinu aðeins seldar Esso olíuvörur. Hið íslenzka steinolíuhlutafélag hefur einnig annazt sölu eldsneytis og annarra olíuvara til flugvéla, sem um Kefla- víkurflugvöll fara. IV. Eins og fyrr greinir, hefur verið náið samband milli Olíufé- lagsins h.f. og Hins íslenzka steinolíuhlutafélags um allan rekst- ur. Áður hefur verið greint frá því, að Olíufélagið h.f. eigi Hið íslenzka steinolíuhlutafélag. Félögin verzla með samskonar vörur. Sömu menn skipa stjórnir beggja félaganna. Framkvæmdastjór- arnir, ákærðu Haukur Hvannberg og Jóhann Gunnar, hafa hvor um sig prókúru fyrir bæði félögin. Eftir að ákærði Haukur hvarf frá félögunum, var skipaður aðalframkvæmdastjóri fyrir bæði félögin. Starfsfólk er að miklu leyti hið sama. Þann- ig er t. d. yfirbókarinn sá sami fyrir bæði félögin. Forstöðu- maður söludeildar Olíufélagsins h.f. hélt bókhaldið yfir dollara- viðskipti Hins íslenzka steinolíuhlutafélags og jafnframt gerði hann gjaldeyrisskil til gjaldeyriseftirlitsins fyrir bæði félögin. Voru skil þessi sameiginleg fyrir bæði félögin, án þess að sundur- greint væri sérstaklega, hvað væru tekjur Hins Íslenzka steinolíu- hlutafélags og hvað tekjur Olíufélagsins h.f. Var í gjaldeyris- skilum þessum ár hvert öllum dollaratekjum félaganna steypt saman undir einn lið, er bar heitið: Sala á Keflavíkurflugvelli 1/1—31/12 19.... Starfsmenn félaganna virðast á stundum a.m.k. hafa ritað undir bréf, umsóknir og þess háttar, sitt á hvað í nafni Olíu- félagsins h.f. eða Hins íslenzka steinolíuhlutafélags, sbr. t. d. það, sem síðar greinir frá í innflutningskafla máls þessa, VII. kafla, lið nr. 14 og 21 til 24. Í reyndinni virðist samstarf þessara tveggja félaga hafa verið slíkt, að hér hafi verið um að ræða eitt og hið sama fyrirtæki, sem rekið væri í tveim deildum, en að formi til tvö félög. Í stórum dráttum voru dregnar upp eftirfarandi línur um skiptingu starfsins milli félaganna: 1. Olíufélagið h.f, annast innflutning á öllum olíuvörum, sem félögin selja hér á landi, bæði innlendum aðiljum og erlendum. 2. Olíufélagið h.f. annast bókhald Hins íslenzka steinolíuhluta- 712 félags og fjárgreiðslur fyrir það, eftir fyrirmælum framkvæmda- stjóra þess og lætur því í té starfslið, eftir því sem við verður komið. 3. Hið íslenzka steinolíuhlutafélag annast að öllu leyti um viðskiptin á Keflavíkurflugvelli. 4. Hið íslenzka steinolíuhlutafélag annast sölu á olíuvörum til erlendra skipa, íslenzkra togara og stærri erlendra skipa, hvort sem viðskiptin fara fram hér á landi eða erlendis. 5. Hið íslenzka steinolíuhlutafélag annast eldsneytissölu í Reykjavík og Hafnarfirði, rekstur benzín- og smurningsstöðva í Reykjavík. 6. Hið íslenzka steinolíuhlutafélag sér sjálft um innheimtu á reikningum vegna sölu á olíuvörum á Keflavíkurflugvelli. V. Til glöggvunar á því, sem rakið verður síðar í sambandi við hina einstöku þætti ákærunnar, þykir rétt að gera hér nokkra grein fyrir viðskiptareikningum Hins íslenzka steinolíuhlutafé- lags og Olíufélagsins h.f, í Ameríku og Englandi svo og við- skiptareikningum á nafni ákærða Hauks Hvannbergs, sem rann- sóknin leiddi í ljós, að hann hefði átt í Ameríku. Viðskiptareikningur nr. 4137. Hið íslenzka steinolíuhlutafélag hefur viðskiptareikning hjá Esso Export Corporation, sem merktur er 4137. Á tekjuhlið reikningsins var fyrst og fremst fært bað, sem innheimt var hjá varnarliðinu fyrir seldar olíuvörur á Keflavíkurflugvelli, en Esso Export Corporation sá um þessa innheimtu. Þá kom á reikning þenna tekjumegin það, sem kom inn fyrir seldar olíu- vörur til erlendra flugvéla, auk ýmissa annarra tekna, sem óþarft er að rekja nánar. Fylgiskjöl yfir reikninginn voru fyrir hendi yfir tímabilið 1952— 1958. Athugaði endurskoðandinn þau og bar saman við afrit reikningsins. Árið 1952 var fært til tekna á reikningi þessum samtals $ 2.501.556.13, árið 1953 $ 3.664.534.78, árið 1954 $ 5.589.625.56, árið 1955 $ 4.215.421.67, árið 1956 $ 2.488.842.45, árið 1957 $ 1.886.146.15 og árið 1958 $ 1.788.818.01. Gjaldamegin var fært það, sem látið var renna inn á aðra reikninga á nafni Olíufélagsins h.f. og Hins íslenzka steinolíu- hlutafélags hjá Esso Export Corporation. Einnig rann fé inn á 113 reikning Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá skrifstofu Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga í New York. Þá var nokkru fé varið til vörukaupa og til greiðslu umboðslauna og annars kostnaðar til Esso Export Corporation. Að dómi starfsmanna Hins íslenzka steinolíuhlutafélags var reikningur þessi, nr. 4137, innheimtureikningur eða „samansöfn- unar-reikningur“. Gjaldeyriseftirlitið vissi um reikning þenna, en hafði ekki séð yfirlit yfir hann, enda virðist það ekki hafa gert tilraun til að fá að sjá yfirlit um inn- og útborganir á hann. Var því sagt, er það spurðist fyrir um reikninginn, að hann hann væri aðeins innheimtureikningur og um hver mánaðamót væri reikningurinn tæmdur og innstæðan færð yfir á reikninga Olíufélagsins h.f. Það var mjög þýðingarmikið atriði að koma í veg fyrir, að gjaldeyriseftirlitið fengi að sjá yfirlit yfir reikn- ing nr. 4137, þar sem þá hefði það fengið upplýsingar um reikn- ing nr. 4138, sbr. nánar hér á eftir, og þar með að engu gert það kerfi, sem upp var komið í sambandi við reikning 4138. Reikningi 4137 var lokað í maí 1959. Viðskiptareikningur nr. 4138. Í júní 1953 var opnaður reikningur hjá Esso Export Corpora- tion á nafni Hins íslenzka steinolíuhlutafélags, sem merktur var 4138. Í fyrstu þrættu þeir starfsmenn Hins íslenzka steinolíu- hlutafélags, sem yfirheyrðir voru um reikninginn, fyrir að vita nokkuð um reikninginn. Rannsóknin upplýsti þetta um reikninginn: Að beiðni ákærða Hauks Hvannbergs og að undangengnum viðræðum við Esso Export Corporation var reikningur þessi (Special Account) opnaður í því skyni að verja því, sem lagt skyldi inn á hann, einvörðungu til kaupa á tækjum vegna við- skipta Hins íslenzka steinolíuhlutafélags á Keflavíkurflugvelli. Forráðamenn Esso Export Corporation hafa staðhæft, að ákærði Haukur Hvannberg hafi einn af hálfu Hins íslenzka steinolíu- hlutafélags tekið þátt í viðræðum um stofnun reikningsins. Ákærði Haukur minntist þess ekki, að hann hefði borið undir stjórnarmenn Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hugmyndina um opnun reikningsins eða að öðru leyti rætt reikning þenna við þá hvorki fyrr né síðar. Stjórnarmenn skýrðu allir frá því, að þeir hefðu ekki haft hugmynd um opnun reiknings þessa eða tilvist, sbr. þó nánar síðar. Gögn málsins benda til þess, að Esso Export Corporation hafi sent ákærða Vilhjálmi Þór afrit af 714 bréfi til ákærða Hauks Hvannbergs, þar sem ákærða Hauki er tilkynnt, að Esso Export Corporation hafi orðið við beiðni ákærða Hauks um opnun reikningsins. Ákærði Vilhjálmur þrætti fyrir að hafa fengið bréf þetta í hendur. Inn á reikning þennan var fært mánaðarlega frá júní 1953 til maí 1957 og aftur frá júlí 1958 til desember 1958 $ 4.000.00 eða alls $216.000.00. Auk þessara mánaðargreiðslna var fært tekjumegin á reikninginn $ 2.867.76 í nóvember 1955. Tekju- megin var því alls fært $218.867.76. Kom öll þessi fjárhæð af reikningi 4137. Til baka var fært inn á reikning 4137 á tíma- bilinu 1956— 1959 $42.678.56. Netto var því fært af reikningi 4137 samtals $ 176.189.20. Auk þess var fært til tekna á tíma- bilinu 1954— 1958 samtals $ 480.68. Voru þetta afslættir og leið- réttingar á á vörureikningum, sem skuldfærðar voru á reikning 4138. Loks var í janúar 1959 fært frá fyrirtækinu General Am- erican ér Dominion Export Corporation $ 6.698.81, sbr. nánar síðar. Alls var því til ráðstöfunar úr reikningi 4138 $ 183.368.69, sem var ráðstafað þannig: Til vörukaupa .........0..0.0 0 $138.583.17 Hótelreikningur og risna vegna ákærða Hauks Hvannbergs .................... $ 11.077.86 Hótelreikningur og ferðakostnaður vegna ANNAFTA ........... 0 $ 2.733.34 Úttekt ákærða Hauks Hvannbergs ....... $ 15.335.72 Greiðslur til annarra ................... $ 15.638.60 Sá háttur var á hafður um innheimtuna fyrir dollaraviðskiptin, eftir að reikningur 4138 kom til sögunnar, að útbúnir voru tveir reikningar yfir hverja mánaðarlega innheimtu. Annar reikning- urinn var $4000.00 lægri en hinn. Gekk sá til bókhalds félags- ins. Hinn fór til Esso Corporation, sem innheimti hann og lagði inn á reikning 4137, en af Þeim reikningi gengu þessir mán- aðarlegu $ 4000.00 inn á reikning 4138, eins og fyrr segir. Reikn- ingur 4138 var leyndur reikningur. Hans var að sjálfsögðu ekki setið í bókhaldi Hins íslenzka steinolíuhlutafélags, og gjaldeyris- eftirlitið hafði ekki hugmynd um hann, enda var því ekki send skilagrein yfir hann eða einstakar færslur á honum, Viðskiptareikningi 4138 var lokað í febrúar 1959. Olíufélagið h.f. átti nokkra viðskiptareikninga hjá Esso Export Corporation. 715 Viðskiptareikningur 6075. Í apríl 1956 var opnaður reikningur, sem merktur var 6075 og kallaður „Lube account“. Til skuldar á reikning þenna voru færðir reikningur yfir smurningsolíur keyptar hjá fyrirtækinu Penola í New York. Ástæðulaust er að rekja þetta nánar, enda allt með felldu um reikning þenna, bæði bókhaldslega og gjald- eyrisskilalega séð. Viðskiptareikningur nr. 6076. Olíufélagið h.f. hefur viðskiptareikning hjá Esso Export Corpo- ration, sem merktur er 6076. Þessi reikningur virðist hafa verið opnaður, er viðskipti þessara tveggja félaga hófust. Til athug- unar við rannsókn málsins voru afrit reikningsins frá ársbyrjun 1953 til ársloka 1958, ásamt fylgiskjölum. Til tekna á reikningi þessum voru færðar þær fjárhæðir, sem komu af reikningi 4137, sbr. það, sem áður segir um þetta atriði, auk ýmissa innborgana annarra. Árið 1953 og 1954 voru allar olíuvörur, sem Olíufé- lagið h.f. keypti hjá Esso Export Corporation, greiddar af þess- um reikningi. Breyting varð á þessu 1955, sbr. síðar, og 1956, sbr. hér að framan um reikning 6075, sem það ár var opnaður. Auk þess voru ýmsar fleiri vörur greiddar af reikningnum og nokkuð af peningum var flutt heim. Til að veita nokkra hugmynd um umfang þeirra viðskipta, sem getið er á reikning þessum, skal greint frá eftirfarandi úr skýrslu endurskoðandans: Þessar fjárhæðir voru færðar til tekna ár hvert: Frá reikningi 4137 Aðrar innborganir Samtals 1953 ....... $3.561.959.75 $1.224.774.31 $ 4.786.734.06 1954 ....... $5.433.612.97 $ 31.079.88 $5.464.692.85 1955 ....... $ 4.056.755.26 $ 3.738.30 $ 4.060.493.56 1956 ....... $ 2.361.839.25 $ 5.530.38 $ 2.367.369.63 1957 ....... $ 1.695.087.39 $ 196.462.50 $ 1.891.549.89 1958 ....... $ 1.367.235.69 $ 88.595.14 $ 1.455.830.83 Frá reikningi 6075 1958 ....... $ 56.393.79 $ 18.532.884.10 $1.550.180.51 $ 20.083.064.61 Frá reikningi 6076 var fært reikning 6075 árin 1956— 1958 samtals $ 59.098.60. 716 Í ársbyrjun 1953 skuldaði Olíufélagið h.f. Esso Export Corpora- tion á þessum reikningi $ 1.078.932.55. Um áramótin 1958/1959 átti Olíufélagið h.f. inni á reikningum $ 1.973.68. Á þessum 6 árum hafa því verið skuldfærðir á reikningnum samtals $ 18.- 943.059.78. Aðrar innborganir á reikningi þessum voru aðallega ávísanir héðan að heiman. Fyrir mitt ár 1955 voru allar olíuvörur, sem Olíufélagið h.f. keypti hjá Esso Export Corporation, greiddar af reikningi þess- um. Um mitt ár 1955 varð breyting á, sbr. síðar um viðskipta- reikning 6079, og hér að framan hefur verið gerð grein fyrir breytingu þeirri, sem leiddi af opnun reiknings 6075 árið 1956. Auk þess voru ýmsar fleiri vörur greiddar af reikningi 6076 og nokkuð af peningum var flutt heim. Viðskiptareikningur 6076 var reglulega lagður fyrir gjaldeyris- eftirlitið og samþykktur af því. Viðskiptareikningur 6078. Í september 1950 var opnaður viðskiptareikningur á nafni Olíufélagsins h.f, hjá Esso Export Corporation, merktur 6078. Á reikning þenna voru færðar til tekna leigutekjur Olíufélagsins h.f. af olíugeymum í Hvalfirði. Með leigusamningi, dags. 1. júlí 1950, tók bandaríski flotinn 8 olíugeyma, hvern að stærð 35.000 tunnur, á leigu. Leigusamningurinn var framlengdur árlega. Skyldi leigan greiðast fyrirfram fyrir 8 ár eða til 30. júní 1958. Leigan fyrir tímabilið var $215.000.10, auk þess $1.00 á ári í framlengingargjald. Leigan fyrir þetta tímabil nam því samtals $215.007.10. Var fyrirframgreiðslan greidd inn á reikning 6078 á árunum 1950 og 1951. 1. júlí 1958 var leigan hækkuð í $12.- 240.00 á mánuði og greidd mánaðarlega. Til ársloka 1958 skyldi leigan því vera $ 73.440.00. Samkvæmt samningi, dagsettum 28. febrúar 1951, voru 14 olíugeymar, hver að stærð 10.000 tunnur, leigðir bandaríska flotanum frá 1. marz 1951 til 28. febrúar 1957. Leigan fyrir þetta tímabil var $ 210.000.00. Helmingur var greiddur fyrirfram, en afgangurinn með $1.544.10 á mánuði í 68 mánuði, 1. júlí 1951 til 28. febrúar 1957. 1. marz 1955 var bætt við tveimur geym- um og greitt fyrir þá mánaðarlega til 28. febrúar 1957 $ 389.00 eða samtals $9.336.00. Frá 1. marz 1957 til 30. júní 1957 var mánaðarleiga fyrir þessa 16 olíugeyma $ 4.000.00 á mánuði eða alls $16.000.00. 1. júlí 1957 hækkaði leigan í $'7.225.00 á mán- uði og auk þess skyldi greiða $1.00 á ári í framlengingargjald 117 og skyldi því leigugreiðslan vera til ársloka 1958 samtals $ 131.- 051.00. Samtals skyldi leigugreiðslan fyrir þessa olíugeyma vera til ársloka 1958 alls $365.387.00. Ákærði Vilhjálmur Þór gerði samninga þessa fyrir hönd Olíu- félagsins h.f. Enn var gerður samningur 29. júní 1955 og þá leigðir 8 olíu- seymar til 5 ára. Leigan, $224.000.00, skyldi öll greiðast inn fyrir árslok 1956. Í árslok 1958 hafði verið greitt í tekjur af öllum geymunum inn á reikninginn samtals $ 761.041.90. Auk þess var fært til tekna innborganir tímabilið 1953—1957 samtals $ 26.426.89, þann- ig, að til ráðstöfunar á reikningnum voru samtals $ 787.468.79. Gjaldeyri þessum var ráðstafað þannig: Til vörukaupa fóru .......00000000.0... $ 269.632.15 Gjaldeyrir seldur Landsbanka Íslands ... $421.132.31 Greitt í reikninga Olíufélagsins h. f. og Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá skrifstofu Sambands íslenzkra samvinnu- félaga í New York ..........0..000.0.. $ 37.461.54 $ 787.468.79 Ekki hafði gjaldeyriseftirlitið hugmynd um tilvist reiknings þessa fyrr en árið 1955, er það fékk vitneskju um, að Olíufélagið h.f. ætti olíugeyma í Hvalfirði, sem það leigði varnarliðinu og hefði af því gjaldeyristekjur. Forráðamenn Olíufélagsins h.f. höfðu ekki fundið hvöt hjá sér til að gera gjaldeyriseftirlitinu skil á þessum gjaldeyristekjum. Gjaldeyriseftirlitið gerði ráð- stafanir til þess að félagið gerði skil. Gerði Olíufélagið h.f. gjald- eyriseftirlitinu grein fyrir leigutekjunum og ráðstöfunum á þeim frá byrjun með bréfi, dags. 28. október 1955. Yfirlit um inn- og útborganir á reikningi þessum fékk gjaldeyriseftirlitið fyrst árið 1957 og þá yfir árið 1956. Eldri yfirlit fékk gjaldeyriseftir- litið ekki fyrr en við rannsókn máls þessa. Viðskiptareikningur 6079. Innkaupsverð og flutningskostnaður olíuvara, sem fluttar voru inn samkvæmt samningum við varnarliðið, var skuldfært í fyrstu á reikning 6076, sem áður getur. Í júní 1955 var breytt til þannig, að innkaupsverð og flutningskostnaður var fært til skuldar hjá Esso Export Corporation á reikning Olíufélagsins 718 h.f., sem merktur var 6079. Til tekna á þennan reikning var fært innkaupsverð, flutningskostnaður svo og vátryggingarkostn- aður olíuvara, sem seldar voru varnarliðinu á Keflavíkurflus- velli, jafnóðum og andvirði þeirra innheimtist. Var innheimtan framkvæmd þannig, að söluverð olíuvara, sem seldar voru varn- arliðinu, var fært á tvo reikninga. Á annan var færð fjárhæð, sem svaraði til innkaupsverðs, flutningskostnaðar og vátrygging- ar, en brúttó-álagningin var færð á hinn reikninginn. Reikning- arnir voru sendir til Esso Export Corporation, sem sameinaði þá og innheimti hjá aðalstöðvum varnarliðsins í Bandaríkjunum. Fyrri reikningurinn var færður til tekna á reikningi nr. 6079, en seinni, álagningin, var færður til tekna hjá Esso Export Cor- Þoration á reikning nr. 4137, sem áður er minnzt á. Ákærði Haukur Hvannberg taldi ástæðuna til stofnunar reiknings þessa vera þá, að fyrri hluta árs 1955 hafi Olíufélaginu h.f, og Hinu íslenzka steinolíuhlutafélagi boðizt 3 ára samningur um sölu á olíuvörum til varnarliðsins, ef félögin gætu afgreitt olíuvör- urnar við nægjanlega hagstæðu verði fyrir varnarliðið. Í samn- ingaviðræðum milli Esso Export Corporation og ákærða Hauks annars Vegar og innkaupastofnun hersins hins vegar, kom það fram, að einn kostnaðarliðurinn væri veltuútsvar af olíuvörunni, sem Hið íslenzka steinolíuhlutafélag kæmi til að afgreiða sam- kvæmt væntanlegum samningi. Forráðamenn varnarliðsins héldu því fram, að samkvæmt ákvæðum varnarsamningsins væri varn- arliðið undanþegið greiðslu opinberra gjalda og því ætti veitu- útsvarið ekki að hafa áhrif á verð olíuvörunnar til varnarliðsins. Til að missa ekki af samningum var ákveðið að skilja að vöru- verð og afgreiðslukostnað, með því að afgreiðsluþóknunin rynni til Hins íslenzka steinolíuhlutafélags, en vöruverðið, þ. e. cif.- verðið, rynni til Esso Export Corporation, eftir því sem afgreiðsl- ur færu fram. Ekki minntist ákærði Haukur þess, að hann hafi látið einstaka stjórnarmenn Olíufélagsins h.f. eða Hins íslenzka steinolíuhlutafélags vita um þetta fyrirkomulag. Samkvæmt framburði framkvæmdastjóra Olíufélagsins h.f., ákærða Jóhanns Gunnars, var sá háttur hafður á um söluna til varnarliðsins, að Esso Export Corporation lánaði Olíufélaginu h.f. andvirði olíuvörunnar, sem flutt var inn vegna varnarliðsins. Olíufélagið h.f. greiddi Esso Export Corporation með því að senda fyrirtækinu reikninga yfir sölurnar til varnarliðsins. Olíu- Varan, sem ætluð var varnarliðinu, var flutt inn á ábyrgð Olíu- félagsins h.f, Hvorki reiknings 6079 né færslna, sem færðar 719 voru á hann, var getið í bókum Olíufélagsins h.f. Ákærði Haukur hélt því fram, að Olíufélagið h.f. ætti ekki birgðirnar. Hann taldi reikninginn 6079 ekkert launungarmál, enda vissu starfsmenn félaganna um hann. Reikningnum var, að undirlagi núverandi aðalframkvæmdastjóra Olíufélagsins h.f. og Hins íslenzka stein- olíuhlutafélags, lokað um mitt árð 1959 og frá sama tíma tekið til að bóka birgðirnar, ætlaðar varnarliðinu, sem eign Olíufé- lagsins h.f. Gjaldeyriseftirlitinu var ekki gerð skilagrein um reikninginn né færslur á hann. Reikningur Olíufélagsins h.f, hjá skrifstofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga í New York. Olíufélagið h.f. átti viðskiptareikning hjá skrifstofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga í New York. Árið 1952 voru færðir til tekna á reikningi þessum $67.141.17, sem komu af geyma- leigureikningum 6078. Í desember 1954 voru endurgreiddir $ 7.898.38 inn á reikning 6078. Afgangurinn var greiddur Sam- bandi íslenzkra samvinnufélaga 11. nóvember 1956. Voru doll- arar þessi notaðir til greiðslu á geymastáli og samþykktir þannig af gjaldeyriseftirlitinu. Í ágúst 1954 voru greiddar inn á reikninginn $ 200.000.00 frá Esso Export Corporation og voru skuldfærðir á reikning 6076. Fjárhæð þessari var skilað Landsbanka Íslands í september 1954. 1. október 1954 greiðdi Esso Export Corporation $ 145.000.00 inn á reikninginn og skuldfærði þá á reikningi 6078. Þessi fjár- hæð var endurgreidd til Esso Export Corporation í þrennu lagi: 3. apríl 1956 $ 40.000.00, 24. ágúst 1956 $ 40.000.00 og 21. des- ember 1956 $ 65.000.00. 13 nóvember 1956 greiddi Esso Export Corporation $ 18.657.72 inn á reikninginn, sem skuldfært er í október 1956 á reikningi 6078, ásamt greiðslu inn á reikning Hins íslenzka steinolíuhluta- félags hjá skrifstofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga í New York, samtals $37.461.54, sbr. nánar síðar. Hinn 10. júní 1955 greiddi skrifstofa Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga í New York $15.000.00 til fyrirtækisins General American £r Dominion Export Corporation í New York, sbr. síðar, og skuldfærði reikninginn um þessa fjárhæð. Ennfremur greiddi skrifstofan til Sambands íslenzkra samvinnufélaga $3.657.72 og skuldfærði á reikningnum. Var framangreind inn- borgun Esso Export Corporation, að fjárhæð $18.657.72, til greiðslu á þessum fjárhæðum. 120 Í bókum Olíufélagsins h.f. er reikningur á nafni skrifstofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga í New York, og eru færðar á hann nokkrar færslur á árin 1953 og 1958. Engar af þeim færsl- um, sem færðar eru hjá skrifstofu Sambands íslenzkra samvinnu- félaga í New York á reikning Olíufélagsins h.f. eru á þeim reikningi. Reikningur H.Í.S. hjá skrifstofu SÍS. í New York. Hið íslenzkra steinolíuhlutafélag hefur átt reikning hjá skrif- stofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga í New York. Reikn- ingur þessi var athugaður og náði athugunin yfir tímabilið 1949 til 1958. Ekki tókst að fá fylgiskjöl með öllum færslum, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir. Þannig fengust engin fylgiskjöl með færslum ársins 1953. Innborganir á reikning þenna voru ávís- anir, sem Hið íslenzka steinolíuhlutafélag sendi skrifstofu Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga í New York og innborganir frá Esso Export Corporation, sem ekki var hægt að sjá, að skuld- færðar hefðu verið á viðskiptareikning Hins íslenzka steinolíu- hlutafélags hjá Esso Export Corporation hvorki nr. 4137 né 4138. Þá runnu inn á reikninginn fjárhæðir af reikningi nr. 4137 og nr. 6078. Loks greiddi ákærði Haukur Hvannberg í einu lagi $ 28.345.00 (2. júní 1953). Í bókum Hins íslenzka steinolíuhlutafélags er viðskiptareikn- ingur á nafni skrifstofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga í New York. Reikningur þessi er opnaður 1949 og byrjar á sömu færslu og viðskiptareikningur Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá skrifstofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga í New York. Á reikninginn eru færðar nokkrar sömu færslur, sem færðar eru á reikningi Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá skrifstofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga í New York. Verður síðar gerð nánari grein fyrir þessu. Til glöggvunar skal tekið fram, að samkvæmt skýrslu endur- skoðandans var alls greitt inn á reikninginn: a) Ýmsar innborganir ................... $ 41.680.67 b) Innborgað af Hauki Hvannberg ...... $ 28.345.00 c) Frá reikningi 4137 hjá Esso .......... $ 73.588.62 d) Frá reikningi 6078 hjá Esso .......... $ 18.803.82 Samtals $162.418.11 121 Ýmsar innborganir voru aðallega ávísanir, sem H.Í.S. hafði sent skrifstofu SÍS. í New York. Gjaldeyriseftirlitið fékk ekki yfirlit yfir reikning þennan. Reikningur HÍ.S. hjá The British Mexican Petroleum C. Ltd. Hið íslenzka steinolíuhlutafélag hafði viðskiptareikning hjá fyrirtækinu The British Mexican Petroleum Company Ltd. í London. Á reikninginn voru eignfærðar úttektir erlendra skipa á Íslandi og umboðslaun af úttektum íslenzkra skipa erlendis. Skuldfært var á reikningum yfirfærslur til Landsbanka Íslands svo og ýmsar ráðstafanir af hálfu Hins íslenzka steinolíhluta- félags. Síðla árs 1954 breyttist hlutverk reiknings þessa þannig, að inn á reikninginn voru aðeins færð umboðslaun af úttektum íslenzkra skipa á smurningsolíum erlendis (Bretlandseyjum). Í lok hvers mánaðar var inneignin á reikningunum færð yfir á annan reikning, sem Hið íslenzka steinolíuhlutafélag átti hjá fyrirtækiu Esso Export Ltd. í London. Rannsóknin á reikningn- um hjá The British Mexican Petroleum Company, Ltd. náði til tímabilsins 1954— 1958, en ekki fékkst yfirlit yfir reikninginn fyrir árið 1954. Þó var fyrir hendi afrit af hluta af yfirlitsreikn- ingi. Samkvæmt því afriti virðast viðskiptin, sem færð hafa verið á reikninginn, samtals hafa numið £ 86.190-15-09. Til tekna á þeim hluta reikningsins, sem fyrir hendi var, voru færð samtals £ 9.168-08-02. Til skuldar á reikninginn voru færð £ 27.943-10-0. Í árslok 1958 var reikningurinn sléttur. Eftir þessu að dæma virðist inneign í ársbyrjn 1954 hafa numið £ 18.775-01-10. Eftir árið 1954 er sára lítið fært til tekna á reikninginn ár hvert. Af reikningi þessum var fært til Lands- banka Íslands árið 1954 £ 10.450-0-0. Hinn 11. marz 1954 var fært til skrifstofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga í Leith £ 6.500-0-0, sem var skyndilán. Inn á reikning Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá Esso Export Ltd., London, voru færð £ 8.058-1-3. Þá greiddi ákærði Haukur Hvannberg £ 2000-0-0 árið 1954 í leigugjald fyrir veiðiaðstöðu í Langá á Mýrum, en ákærði hafði tekið ána á leigu fyrir Hið íslenzka steinolíuhluta- félag. Þá námu ýmsar aðrar greiðslur tæpum £ 1000-0-0, t. d. til ákærða Hauks og fleiri starfsmanna Olíufélagsins h.f. og Hins Íslenzka steinolíuhlutafélags. Gjaldeyrisskil voru eigi gerð yfir reikning þenna. Viðskiptareikningi The British Mexican Petroleum Company hjá Hinu íslenzka steinolíuhlutafélagi var lokað í árslok 1954. 46 122 Reikningur H.Í.S. hjá Esso Export Ltd., London. 1. september 1954 var opnaður viðskiptareikiningur á nafni Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá fyrirtækinu Esso Export Limited í London. Til tekna á reikning þenna voru færð umboðs- laun af olíusölu til íslenzkra skipa erlendis og olíusölur til er- lendra skipa hérlendis. Auk þess voru færðar til tekna greiðslur frá fyrirtækjunum British Mexican Petroleum Company, London, Esso Petroleum Company, Ltd., London, og skrifstofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga í Leith. Til tekna á reikninginn voru færð árin 1954 til 1958 alls £ 103.985-6-9. Megni af þessu fé var skilað til Landsbanka Íslands. Af reikningi þessum er talið, að ákærða Hauki Hvannberg hafi verið greidd £ 11.901-14-10. Auk þess runnu smærri fjárhæðir til ýmissa aðilja, aðallega starfsmanna Olíufélagsins h.f. og Hins íslenzka steinolíuhlutafé- lags. Af þessum reikningi voru greidd £ 12.000-0-0 sem leigu- gjald fyrir Langá. Í bókum Hins íslenzka steinolíuhlutafélags er viðskiptareikningur á nafni Esso Export Company Ltd., Lon- don. Þessi reikningur er ekki í fullu samræmi við yfirlitsreikn- ing Esso Export Company, Ltd. yfir viðskiptareikning Hins ís- lenzka steinolíuhlutafélags hjá því. Gjaldeyrisskil um viðskipti Hins íslenzka steinolíuhlutafélags við Esso Export Corporation Ltd. voru ekki gerð, að öðru leyti en því, að gjaldeyriseftirlitinu var látin í té skrá yfir kaup er- lendra skipa á olíuvörum fyrir árin 1957 og 1958. Reikningur H.Í.S. hjá Esso Petroleum Company, Ltd. Hið íslenzka steinolíuhlutafélag hafði viðskiptareikning hjá fyrirtækinu Esso Petroleum Company, Ltd., London. Til tekna í reikning þenna var fært afgreiðslugjald frá Shell Petroleum Company Ltd. og greiðslur fyrir eldsneyti, selt erlendum flug- vélum á Keflavíkurflugvelli svo og nokkrar aðrar innborganir. Til rannsóknar fékkst yfirlitsreikningur yfir tímabilið 1955 til 1958, en fylgiskjöl fyrirfundust ekki. Í ársbyrjun 1955 var inn- eignin £ 5.239-16-3. Í árslok 1958 hafði komið inn á reikning- inn samtals £ 176.879-13-1. Megninu af tekjunum, sem runnu inn á reikninginn, var skilað Landsbanka Íslands. Í bókum Hins íslenzka steinolíuhlutafélags var reikningur á nafni Esso Petro- leum Company, Ltd., London. Gjaldeyriseftirlitinu var gerð skilagrein, sbr. þó síðar í kafl- anum um Íbrot varðandi gjaldeyrisskil. 123 Viðskiptareikningur Hauks Hvannbergs hjá bankanum Morgan Guaranty Trust Company, New York. Fram kom við rannsókn málsins, að ákærði Haukur ætti banka- reikning hjá ofangreindum banka í New York. Reikningur þessi er opnaður 26. júlí 1951. Nam innborgunin þenna dag $ 18.542.28. Ákærði Haukur, sem þrætti í fyrstu fyrir að eiga bankareikning erlendis, þóttist ekki muna, hvaðan honum komu þessir doll- arar, sem hann opnaði reikninginn með. Upplýstist það aldrei. Kreditmegin er fært á reikninginn samtals $ 136.189.17. Reikn- ingi þessum er lokað í febrúar 1959 og stóðu þá inni á reikn- ingnum $19.363.46, sem lagt var inn á bankareikning í Sviss (Union Bank of Switzerland). Taldi ákærði Haukur sig ekki hafa ráðstöfunarrétt yfir þessum dollurum, sem fóru inn á þenna svissneska bankareikning. Reikningur Hauks Hvannbergs hjá verðbréfasölufyrirtækinu Butler, Herrick ér Marshall, New York. Ákærði Haukur opnaði reikning hjá ofangreindu verðbréfa- sölufyrirtæki 17. marz 1954 með því að leggja þar inn $ 12.855.65. Enn lagði hann inn 3. marz 1955 $24.385.00 og 21. desember 1956 $18.000.00. Síðar segir, hvaðan ákærða Hauki komu þessir dollarar. Ákærða Hauki var endurgreitt 3. marz 1955 $ 4.385.00 og 21. desember 1956 $ 8.000.00. Á tímabilinu frá 23. marz 1954 til 16. maí 1958 voru verðbréf keypt fyrir ákærða Hauk, sem námu alls $'74.018.93. Á tímabilinu frá 31. október 1954 til 3. febrúar 1959 seldi fyrirtækið verðbréf fyrir reikning ákærða Hauks fyrir upphæð, sem nam $ 91.544.00. Ákærði Haukur lét loka reikningi sínum í marz 1959. Hafði hann þá áður látið senda megnið af innstæðunni til fyrrnefnds banka í Sviss. Nam þessi fjárhæð $ 60.758.85. Var þetta um mánaðamótin janúar/febrúar 1959. Reikningsnúmerið, sem fjárhæðin var lögð inn á, er 96460. Ekki þóttist ákærði Haukur hafa ráðstöfunarrétt yfir fé þessu. Reynt var að afla upplýsingar um reikning þenna eftir „diplo- matiskum““ leiðum, en reyndist ókleift. Reikningur Hauks Hvannbergs hjá General American éz Dominion Export Corporation, New York. 14. nóvember 1958 var opnaður viðskiptareikningur á nafni ákærða Hauks Hvannbergs hjá fyrirtækinu General American ér Dominion Export Corporation í New York, en eigandi fyrir- tækis þessa er íslenzkur maður. Var dag þenna greitt af Esso Export Corporation inn á reikninginn $10.000.00, sem skuld- “2 1 færðir voru á reikning Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá Esso Export Corporation nr. 4138. 2. desember 1958 voru tvær ávísanir frá amerísku flugfélagi, samtals að fjárhæð $ 788.65, lagðar inn á reikninginn. Í janúar 1959 greiddi Esso Export Cor- poration $3.138.77 inn á reikninginn, sem skuldfært var á reikn- ingi 6076 hjá Esso Export Corporation. Í febrúar 1959 voru $ 2000.00 í ferðatékkum eignfært á reikninginn og 14. október 1959 voru greiddir $ 2000.00 inn á reikninginn, en þessir $ 2000.00 var endurgreiðsla láns, sem ákærði Haukur hafði veitt manni nokkrum tæpu ári áður og tekið þá út af reikningi þessum. Eru þessir $ 2000.00 skuldfærðir á reikningnum 14. nóvember 1958. Alls var greitt inn á reikninginn $17.927.42. 19.janúar 1959 var tekið út af reikningnum $ 3.096.98 og lagt inn á reikning 4137. 26. janúar 1959 var tekið út $ 6.698.81, og fært til tekna á reikningi 4138 og 6. febrúar 1959 eru teknir út $3.138.77 og færðir til tekna á reikningi 4137. Auk þessa eru svo minni háttar ráðstafanir, sem óþarft er að rekja, en eftir að fyrrnefndir $2000.00 voru greiddir inn á reikninginn 14. október 1959 nam inneignin á reikningnum $2.724.44. Þessa innstæðu afhenti ákærði Haukur Hinu íslenzka steinolíuhluta- félagi 3. janúar 1961. Ákærði Haukur hélt því fram, að Hið íslenzka steinolíuhluta- félag ætti reikninginn, og það væri fyrir mistök, að reikning- urinn væri á sínu nafni. Ekki fékk þessi staðhæfing ákærða stoð hjá fyrirsvarsmanni General American ér Dominion Ex- port Corporation. Þessa reiknings var ekki getið í bókum Hins íslenzka steinolíuhlutafélags. VI. Fjárdráttur. 1. Upplýst er í málinu samkvæmt framburði Árna Þorsteins- sonar, starfsmanns Olíufélagsins h.f., fyrir dómi 10. desember 1959, að ákærði Haukur Hvannberg hafi beðið Árna munnlega á sínum tíma að panta olíukyndingartæki í fyrirhugaða starfs- mannabyggingu HÍS á Keflavíkurflugvelli. Árni útbjó pöntunar- bréf fyrir tæki þessu og er það dagsett 22. október 1954. Af gögnum málsins sést, að olíukyndingartæki þetta kostaði $ 835.36, og er pantað frá bandaríska fyrirtækinu Gilbert ér Barker Manufacturing Company. Í reikningum Olíufélagsins h.f. 7. júní 1955 er olíukyndingartæki þetta skuldfært HÍS fyrir kr. 21.800.00. Ennfremur sést af gögnum málsins, að samkvæmt 125 viðskiptareikningi Olíufélagsins h.f. nr. 6076 hjá Esso Export Cor- poration, New York, hefur í maímánuði 1955 upphæðin $ 835.36 verið skuldfærð á nefndum reikningi eða sem svarar ísl. kr. 13.635.08, miðað við þáverandi gengi Íslenzkrar krónu gagnvart dollara. Þegar olíukyndingartækið kom til landsins, spurði Árni ákærða Hauk, hvort ekki mætti senda tækið suður á Keflavíkurflugvöll. Ákærði Haukur taldi ekki tímabært að senda það suður eftir og bað Árna að koma tækinu fyrir til geymslu í geymsluhús- næði HÍS við Amtmannsstíg hér í borg. Eftir það segist Árni ekki vita, hver hafi orðið afdrif þessa olíukyndingartækis. Ákærði Haukur Hvannberg var fyrst fyrir dómi spurður um olíukyndingartæki þetta 7. desember 1959. Kvaðst hann þá ekkert vita um tæki þetta. 17. desember 1959 var ákærði Haukur aftur spurður um olíukyndingartæki þetta fyrir dómi. Svaraði hann þá, að umrætt tæki sé í húsi hans að Ægisstíðu 82 hér í borg, og hafi hann fengið tækið að gjöf sem hlunnindi frá Olíufélag- inu hf. Hann man ekki, hvernig það var til komið, að hann fékk tæki þetta endurgjaldslaust, og engum frekari stoðum hefur hann getað rennt undir þessa staðhæfingu sína. Þvert á móti hefur ákærði Jóhann Gunnar Stefánsson borið fyrir dómi 27. júní 1960, að hann kannist ekki við, að ákærði Haukur hafi fengið olíukyndingartæki þetta að gjöf. Segist ákærði Jóhann Gunnar ekki vita til þess, að gjafir sem þessar hafi verið gefnar starfsmönnum HÍS eða Olíufélagsins h.f., og eftir því sem hann viti bezt, hafi slíkt aldrei tíðkazt. Með framburðum þeim, sem að framan eru raktir, og með skírskotun til þeirra gagna í málinu, sem að ofan er vísað til, þykir nægilega sannað, að ákærði Haukur Hvannberg hafi dregið sér úr sjóðum Olíufélagsins h.f. andvirði nefnds olíukyndingar- tækis, að upphæð $ 835.36, og flutningsgjald og aðflutningsgjöld af olíukyndingartækinu, að upphæð kr. 8.164.92. Með vísan til þess, sem að ofan er rakið, er því brot þetta réttilega heimfært undir 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Gögn málsins geyma upplýsingar um, að í maímánuði 1955 er reikningur nr. 4138 skuldfærður fyrir upphæðinni $ 917.43 og $35.70, og í júnímánuði s. á. fyrir $'75.67. Um miðjan júní 1955 kom til landsins frá Bandaríkjunum sending af krossviði, eikarlistum og festingum. Samkvæmt farm- 126 skírteini er viðtakandi vörunnar varnarliðið (Iceland Air Defense Force) og sendandi Esso Export Corporation. Fyrir dómi 13. maí 1959 var ákærði Haukur Hvannberg fyrst spurður um vörusendingu þessa. Gefur hann þá skýringu á vöru- innflutningi þessum, að hann geri ráð fyrir, að vörur þessar hafi allar farið í afgreiðslustöð HÍS á Keflavíkurflugvelli, sem hafi verið í smíðum um þessar mundir, en byggingu stöðvarinnar hafi verið lokið snemma árs 1956. Knútur Hoiriis, starfsmaður HÍS á Keflavíkurflugvelli, er fyrir dómi spurður um vörusendingu þessa fyrst 15. október 1959. Vissi hann ekki til, að krossviður hafi verið notaður í byggingu HÍS á Keflavíkurflugvelli og kannaðist hann ekki við þann kross- við, er hér um ræðir, eða annað það, sem tilgreint er á farm- skírteininu varðandi vörusendingu þessa. Ákærði Haukur Hvannberg er aftur spurður um vörusend- ingu þessa fyrir dómi 27. júlí 1960. Neitaði hann þá, að hann vissi um, hvernig á þessum krossviði stæði, sem hér um ræðir. Knútur Hoiriis ítrekaði fyrri framburð sinn fyrir dómi aftur 22. ágúst 1960, Hann fullyrti, að enginn krossviður hefði farið í smurstöð HÍS á Keflavíkurflugvelli og um engan innflutning á krossviði hefði verið að ræða vegna byggingar stöðvar- innar. Felix Þorsteinsson, er var byggingameistari við byggingu húss ákærða Hauks Hvannbergs að Ægissíðu 82 hér í borg, upplýsti fyrir dómi 22. nóvember 1960. að krossviðarklæðning væri í borð- stofu í húsi ákærða Hauks Hvannbergs að Ægissíðu 82, hér í borg. Hafi krossviður þessi komið tilsniðinn til uppsetningar. Enn- fremur fullyrti vitnið, að krossviður þessi væri ekki unninn hér- lendis. Ákærði Haukur Hvannberg er enn fyrir dómi 25. nóvember 1960 spurður um innflutning þennan. Hélt hann fast við fyrri framburð sinn og neitaði því, að umrædd vörusending hefði farið í hús sitt að Ægissíðu 82, hér í borg. Fyrir dómi 29. nóvember 1960 er Ólafur Stefánsson, starfs- maður HÍS, yfirheyrður varðandi þennan vöruinnflutning. Upp- lýsti þá Ólafur, að hann hefði samkvæmt fyrirmælum ákærða Hauks Hvannbergs ekið krossviði þeim, sem hér um ræðir, beina leið í hús ákærða Hauks að Ægissíðu 82 og varan hefði aldrei verið send suður á Keflavíkurflugvöll. Ákærða Hauki Hvannberg er fyrir dómi 1. desember 1960 kynntur framburður Ólafs Stefnássonar. Kvaðst ákærði Haukur 127 hvorki geta játað framburð Ólafs Stefánssonar réttan né mót- mælt honum sem röngum. Með framburðum þeim, sem raktir eru hér að framan og sam- kvæmt þeim gögnum málsins, sem til er vísað, svo og með framburði ákærða Hauks Hvannbergs sjálfs í málinu, þykir nægjanlega sannað, að ákærði Haukur hafi dregið sér úr sjóði HÍS andvirði krossviðs, eikarlista og festinga samtals að fjár- hæð $ 1.028.80. Með vísan til þess, sem að framan er rakið, er því brot þetta réttilega heimfært undir 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 3. Af viðskiptareikningi nr. 4138 sést, að í júlímánuði 1953 er upphæðin $139.98 skuldfærð á reikningnum. Í ágústmánuði 1955 kom til landsins vörusending af góltflís- um (Linotile Flooring). Samkvæmt farmskírteini er viðtakandi vörunnar varnarliðið og sendandi Esso Export Corporation. Fyrir dómi 13. maí 1959 var ákærði Haukur Hvannberg spurður um vöruflutning þennan. Gaf hann sömu skýringu á innflutn- ingi þessum og hann gaf varðandi lið 2 hér að ofan. Knútur Hoiriis er fyrir dómi spurður um vörusendingu þessa 15. október 1959. Veit hann ekki til, að gólfflísar hafi verið not- aðar í byggingu HÍS á Keflavíkurflugvelli. Fyrir dómi er ákærði Haukur Hvannberg aftur spurður um vöruinnflutning þennan 27.7. 1960. Kannaðist hann þá ekkert við þessar gólfflísar og neitaði því, að þær hefðu farið í hús sitt að Ægissíðu 82, hér í borg. 22. ágúst 1960 ítrekar Knútur Hoiriis fyrri framburð sinn fyrir dómi. Ákærði Haukur Hvannberg ítrekar fyrir dómi 25. nóvember 1960 fyrri framburð sinn og neitaði því, að umræddar gólfflísar hefðu farið í hús sitt að Ægissíðu 82, hér í borg. Ólafur Stefánsson, starfsmaður HÍS, var yfirheyrður fyrir dómi 29. nóvember 1960 um vöruinnflutning. Gaf hann sömu skýringu á innflutningi þessum og um getur hér að ofan, sbr. liður 2. Ákærða Hauki Hvannberg var fyrir dómi 1. desember 1960 kynntur framburður Ólafs Stefánssonar. Kvaðst ákærði Haukur hvorki geta játað framburð Ólafs Stefánssonar réttan né mót- mælt honum sem röngum. Með framburðum þeim, sem raktir eru hér að framan, svo og með vísan til fyrirliggjandi gagna í málinu svo og með fram- 728 burði ákærða Hauks Hvannbergs sjálfs þykir nægjanlega sann- að, að ákærði Haukur hafi dregið sér úr sjóði HÍS andvirði gólf- flísa að upphæð $ 139.98. Með vísan til þess, sem að framan er rakið, er því brot þetta réttilega heimfært undir 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 4. Gögn málsins geyma upplýsingar um, að á reikningi nr. 4137 hjá Esso Export Corporation, New York, er upphæðin $1.600.00 skuldfærð í júnímánuði 1955. Sama upphæð er eign- færð á sama reikningi í desember 1955. Á reikningi HÍS nr. 4138 hjá Esso Export Corporation er upphæð þessi, $ 1.600.00, endanlega skuldfærð í desember 1955. Upphæð þessi, $ 1.600.00, er talin jafngilda ísl. kr. 26.112.00. Ákærði Haukur Hvannberg hefur fyrir dómi 27. júlí 1960 gefið þá skýringu á fjárráðstöfun þessari, að hann hafi útvegað ákærða Helga Þorsteinssyni $1.600.00. Dollarana hafi ákærði Helgi Þorsteinsson greitt á réttu gengi. Fyrir andvirði dollar- ann segist ákærði Haukur hafa keypt vínföng, er hann notaði til risnu fyrir HÍS. Ákærði Helgi Þorsteinsson bar fyrir dómi 18. ágúst 1960, að Í júnímánuði 1955 hafi hann leitað til ákærða Hauks Hvannbergs og falazt eftir kaupum á $1.600.00, sem hann taldi, að ákærði Haukur hefði átt persónulega. Ákærði Helgi greiddi ákærða Hauki fyrir þessa $ 1.600.00 í íslenzkum krónum, miðað við þá- verandi skráð gengi. Guðni Hannesson kom fyrir dóm 19. ágúst 1960. Staðfesti Guðni það, að hann minntist þess, að ákærði Haukur hafi komið til sín og beðið sig að reikna út andvirði $ 1.600.00 í íslenzkum krónum. Að ofan eru rakin atriði þau, er liggja til grundvallar þessari fjárráðstöfun. Ákærði Haukur heldur því fram, að hann hafi varið andvirði þessara $1.600.00 til risnu fyrir HÍS. Ákærði Haukur hefur hins vegar ekki getað lagt fram neina reikninga til sönnunar slíkum útgjöldum í þágu HÍS og ekki benda gögn málsins til þess, að fyrirfundizt hafi neinir reikningar í bókhaldi HÍS fyrir risnu, sem svarar upphæð $ 1.600.00 eða ísl. kr. 26.112.00. Með vísan til þess, sem fram er komið í málinu, þykir nægi- lega sannað, að með atferli sínu hafi ákærði dregið sér úr sjóði HÍS kr. 26.112.00, og er brot þetta réttilega heimfært undir 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 129 5. Í september 1955 er upphæðin $ 757.34 skuldfærð á reikn- ingi nr. 4138. Í september 1955 kom til landsins frá Bandaríkjunum vöru- sending af múrsteinum, og var viðtakandi vörusendingar þessar- ar varnarliðið (Iceland Air Defense Force). Varan var keypt hjá bandaríska fyrirtækinu The Mosaic Tile Company, New York. Vörureikningur frá greindu fyrirtæki sýnir, að vörusending þessi hefur kostað $ '757.34, en við tollafgreiðslu sendingarinnar var framvísað reikningi að upphæð $274.36 í september 1955, og varan tollafgreidd miðað við þá upphæð. Ákærði Haukur Hvannberg gaf fyrir dómi 7. desember 1959 þá skýringu á innflutningi þessum, að fyrir einhver mistök hafi múrsteinasending þessi komið til landsins í nafni varnarliðsins. HSÍ noti mikið af múrsteini í miðstöðarkatla, sem HÍS og Olíu- félagið hafi til sölu. Knútur Hoiriis lýsti því yfir fyrir dómi 22. desember 1959, að hann kannaðist ekkert við þennan innflutning. Ákærði Haukur Hvannberg er aftur spurður um þennan inn- flutning fyrir dómi 27. júlí 1960. Gaf ákærði Haukur nú þá skýr- ingu á þessum innflutningi, að múrsteinarnir hafi verið pantaðir í sambandi við byggingu smurstöðvar HÍS á Keflavíkurflugvelli. Ákærði Haukur ákvað að fá hluta af sendingu þessari í hús sitt að Ægisgötu 82, og fékk hann reikning að vestan fyrir sínum hluta, að fjárhæð $ 274.36, og var sá reikningur lagður fram með tollinnflutningsskýrslunni við tollafgreiðslu sendingarinnar. Fyrir mistök var öll sendingin tollafgreidd út á reikninginn að fjárhæð $ 274.36. Fyrir dómi 28. júlí 1960 ítrekar ákærði Haukur framburð sinn frá deginum áður. Enn ítrekar ákærði Haukur fyrri framburð sinn fyrir dómi 9. ágúst 1960 þess efnis, að hann hai fengið sendan reikninginn að fjárhæð $ 274.36 frá Esso Ex- port Corporation, New York, og hafi hann beðið greint félag að gera sérstakan reikning yfir sinn hluta í sendingu múr- steinanna. Fyrir dómi 18. ágúst 1960 skýrði Sigurður Fjeldsted, starfs- maður HÍS, svo frá, að hann kannaðist ekki við innflutning þann, er hér um ræðir. á vegum HÍS. Knútur Hoiriis er fyrir dómi 22. ágúst 1960 aftur spurður um innflutning þennan. Upplýsti hann þá, að veggflísar hefðu verið settar í smurstöðina á Keflavíkurflupgvelli. Hafi hann ekki vitað betur en þær hafi verið keyptar í Reykjavík. Hann ítrekaði, að hann kannaðist ekki við vörusendingu þá, er hér um ræðir. 130 Að framan hafa verið raktir þeir framburðir, er snerta þennan þátt. Upplýst er, að upphæðinni $ 757.34 hafi verið varið til kaupa á múrsteini. Ákærða Hauki hefur eigi tekizt að færa sönnur fyrir því, að hluti af sendingu þessari hafi farið til HÍS til nota í sambandi við byggingu miðstöðvarkatla. Hefur ákærði Haukur ekki getað undir prófun málsins rennt stoðum undir þá staðhæfingu sína. Verður því að ætla, að sending þessi hafi alls ekki verið keypt í þágu HÍS. Með vísan til alls þess, sem fram er komið í málinu, þykir nægilega sannað, að ákærði Haukur Hvannberg hafi dregið sér úr sjóði HÍS andvirði múrsteina, að upphæð $ 757.34, og með skírskotun til þess, er að framan er rakið, þykir brot þetta rétti- lega heimfært undir 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 6. Upplýst er í málinu, að upphæðirnar $259.20, $4.71 og $3.21 eru skuldfærðar á reikningi HÍS nr. 4138 í nóvember 1955. Gögn málsins geyma upplýsingar um, að upphæðum þess- um, samtals $267.12, hafi verið varið til greiðslu á símum, er Esso Export Corporation annaðist um innkaup á fyrir HÍS. Ekki er upplýst í málinu, hvenær vörusending þessi kom til landsins, en talið líklegt, að aðflutningsgjöld hafi ekki verið greidd af vörusendingu þessari. Ákærði Haukur Hvannberg er spurður um síma þessa fyrir dómi 27. júlí 1960, og upplýsti hann þá, að símar þessir hafi verið pantaðir til uppsetningar í dæluhús HÍS á Keflavíkurflug- velli. Ekki vissi ákærði Haukur, hvort símar þessir hefðu verið settir upp. Knútur Hoiriis er fyrir dómi spurður um síma þessa 22. ágúst 1960. Upplýsti hann, að sími væri í dæluhúsunum á Keflavíkur- flugvelli, sem væru þrjú. Hafi varnarliðið séð um uppsetningu símans og eigi það dæluhúsin. Var síminn lagður í dæluhúsin 1953 eða 1954. Séu símar þessir venjulegir svartir veggsímar. HÍS greiði afnotagjaldið af símunum. Kannaðist Knútur Hoiriis ekki við sendingu þá, sem hér er um ræða. Með skírskotun til framburðar Knúts Hoiriis, fær framburður ákærða Hauks ekki staðizt. Ákærði Haukur hefur ekki getað gert grein fyrir, í hvaða skyni símar þessir hafi verið keyptir. Telur dómurinn, að nægilega sannað sé, að símar þessir hafi ekki verið keyptir í þágu HÍS eða Olíufélagsins h.f. og sé því hér um að ræða fjárdrátt af hálfu ákærða, sem varðar við 247. gr. hegningarlaga. 731 7. Á reikningi HÍS nr. 4138 er upphæðin $79.42 skuldfærð á nefndum reikningi í febrúar 1956. Upplýst er, að greiðsla þessi er fyrir kjöt. Valgarður J. Ólafsson, starfsmaður skrifstofu sís í New York á þessum tíma, hefur upplýst fyrir dómi 14. júlí 1960, að hann muni eftir einni eða tveimur greiðslum fyrir kjöt, sem keypt var fyrir ákærða Hauk Hvannberg og skrifstofa HÍS annaðist um og greitt var fyrir af reikningum HÍS og Olíufélags- ins hjá skrifstofu SÍS í New York. Ákærði Haukur Hvannberg upplýsti fyrir dómi 27. júlí 1960, að kjötsending þessi hafi komið til landsins og standi í sambandi við veizlu, sem haldin var varnarliðsmönnum heima hjá ákærða. Ennfremur upplýsti ákærði Haukur fyrir dómi 28. júlí 1960, að kjötinnflutningurinn sé vegna risnu þeirrar, er hann hélt uppi í þágu HÍS. Ákærði Helgi Þorsteinsson upplýsti fyrir dómi 24. nóvember 1960, að ákærði Haukur hafi ekki haft heimild stjórna HÍS og Olíufélagsins h.f. til að greiða kjöt og því um líkt af innstæðum HÍS erlendis til risnu fyrir viðskiptavini félaganna á Keflavíkur- flugvelli. Engar sönnur hefur ákærði leitt að því, að kjötinnflutningur þessi standi í sambandi við risnu eða veizlur handa varnarliðs- mönnum á Keflavíkurflugvelli. Þegar þetta er virt í ljósi fram- burðar ákærða Helga Þorsteinssonar, þykir nægilega sannað, að Haukur hafi dregið sér úr sjóði HÍS andvirði ofangreinds kjöt- innflutnings, að fjárhæð $ 79.42. Með vísan til þess, sem að ofan er rakið, þykir brot þetta réttilega heimfært undir 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 8. Á reikningi HÍS nr. 4138 er upphæðin $61.05 skuldfærð á nefndum reikningi í marz 1956. Með vísan til þess, sem rakið er um samskonar brot í lið 7 hér að framan, þykir nægjanlega sannað, að ákærði Haukur Hvannberg hafi dregið sér úr sjóði HÍS andvirði þessa kjötinn- flutnings, að fjárhæð $61.05, og er brot þetta réttilega heim- fært undir 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 9. Á reikningi HÍS nr. 4138 hjá Esso Export Corporation er upphæðin $590.24 skuldfærð á nefndum reikningi Í marz 1956, og samkvæmt gögnum málsins er fjárhæð þessari varið til greiðslu á kæliskáp. Ákærði Haukur Hvannberg bar fyrir dómi 27. júlí 1960, að 132 hann hefði sjálfur fengið kæliskáp þennan og sé hann í húsi ákærða að Ægissíðu 82, hér í borg. Hann mundi ekki, hvort hann hafði heimild yfirmanna sinna fyrir ráðstöfun þessari. Ákærði Helgi Þorsteinsson er fyrir dómi spurður um fjárráð- stöfun þessa 18. ágúst 1960. Upplýsti ákærði Helgi, að ákærði Haukur hefði aldrei fengið heimild hjá sér til kaupa á þessum kæliskáp. Ákærða Hauki er kynntur framburður ákærða Helga Þorsteinssonar frá 18. ágúst 1960 fyrir dómi 25. nóvember 1980, og gerði ákærði Haukur ekki athugasemd við framburð ákærða Helga Þorsteinssonar. Með framburðum þeim, sem að ofan eru raktir, þykir nægjan- lega sannað, að ákærði Haukur hafi dregið sér úr sjóði HÍS andvirði kæliskápsins, að fjárhæð $ 590.24, og er brotið réttilega heimfært undir 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 10. Rannsókn málsins leiddi í ljós, að upphæðin $ 17.042.00 var skuldfærð á reikningi nr. 4138 í apríl 1957. Greiðsla þessi stóð í sambandi við kaup á Cessna- -flugvél fyrir Björn Pálsson flugmann, Reykjavík, en flugvél, sem Björn átti, hafði farizt á Íslandi á árinu 1957. Flugvél Björns Pálssonar var vátryggð hjá tryggingarfyrir- tækinu Trygging h.f., hér í borg, sem svo aftur endurtryggði flugvélina í dollurum hjá ensku tryggingafyrirtæki. Ákærði Haukur Hvannberg hefur skýrt frá því, að hann hafi haft milligöngu um kaup á þessari flugvél fyrir Björn Pálsson. Að beiðni ákærða Hauks greiddi Esso Export Corporation ofan- greinda fjárhæð til fyrirtækisins Thor Solberg Aviation Com- pany, Sommerville, New Jersey, Bandaríkjum Norður-Ameríku, en það fyrirtæki var seljandi greindrar flugvélar. Nam söluverðið $ 15.250.00. Flugvélin kom svo til Íslands í maímánuði 1957. Tryggingarféð fyrir flugvélina nam $ 15.320.00, og var sú fjár- hæð greidd af hinu enska endurtryggingafyrirtæki til Hannesar Kjartanssonar í apríl 1957. Hannes Kjartansson hefur skýrt frá því, að upphæð þessa hafi hann lagt inn á bankareikning Karls Eiríkssonar flugmanns, Reykjavík, við Chase Manhattan Bank, New York. Karl Eiríksson skýrði frá því, að hann hafi endurgreitt ákærða Hauki Hvannberg upphæð þessa, $15.320.00, með ávísun, er hann gaf út á bankareikning sinn hjá Chase Manhattan Bank, og er sá framburður Karls staðfestur af ákærða Hauki fyrir dómi 27. júlí 1960. Í maí 1957 er upphæðin $14.620.00 lögð inn á 133 bankareikning ákærða Hauks hjá Morgan Guaranty Trust Com- pany, New York. Fyrir dómi 7. október 1960 var ákærði Haukur spurður um þessa innborgun inn á reikninginn. Hélt ákærði Haukur, að fjárhæð þessi stæði í sambandi við tryggingarfé, sem Björn Pálsson fékk fyrir flugvél sína, er fórst Í Grundarfirði öndvert ár 1957. Svo sem rakið er hér að framan, er ljóst, að flugvél Björns Pálssonar, er fórst öndvert ár 1957, hefur upprunalega verið greidd með fjárráðstöfuninni á $ 17.042. 00 af reikningi HÍS nr. 4138. Þá er og upplýst, að sama fjárhæð hefur ekki verið endur- greidd inn á reikning þennan. Ákærði Haukur Hvannberg er enn fyrir dómi 27. júlí 1960 spurður um ráðstöfunina á $ 17.042.00. Gaf hann þá skýringu á greiðslu þessari, að hann hefði notað upphæðina sem hagsmunafé fyrir HÍS fyrir vestan. Ákærði Haukur Hvannberg gerði grein fyrir því fyrir dómi 12. janúar 1960, hvað átt væri við með orðinu hagsmunafé. Með því væri átt við fjárráðstafanir til að tryggja viskiptahagsmuni Hins íslenzka steinolíuhlutafélags og Olíufélagsins h.f. vegna olíuviðskiptanna á Keflavíkurflugvelli. Hagsmunafé hafi verið varið til að ná betri samningum. Ákærði Haukur vildi ekki nota orðið mútupeninga um þessar fjárráðstafanir, heldur hagsmunafé. Hann neitaði að svara þeirri spurningu, hvort hann hefði borið fé á hérlenda menn í því skyni að ná hagkvæmum samningsviðskiptum fyrir Hið íslenzka steinolíuhlutafélag og Olíufélagið h.f. Ákærði Helgi Þorsteinsson lýsti því yfir í dómi 19. febrúar 1960, að hann vissi ekki til, að Hið íslenzka steinolíuhlutafélag eða Olíufélagið hafi þurft að greiða fé fyrir lögfræðilega eða aðra sérfræðilega aðstoð vegna samninganna um olíuviðskiptin á Keflavíkurflugvelli. Þá vissi hann ekki til, að mútum hafi verið beitt til að tryggja Hinu Íslenzka steinolíuhlutafélagi og Olíufélaginu h.f. viðskiptin á Keflavíkurflugvelli. Knútur Hoiriis lýsti því yfir sama dag fyrir dómi, að hann hefði ekki heyrt talað um, að Hið íslenzka steinolíuhlutafélag eða Olíufélagið h.f. hafi þurft að beita mútum til þess að ná samningum um olíu- viðskiptin á Keflavíkurflugvelli. Ákærði Vilhjálmur Þór lýsti því yfir fyrir dómi 5. febrúar 1960, að sér vitandi hafi ekki verið beitt mútum af hálfu Hins íslenzka steinolíuhlutafélags og Olíufélagsins h.f. til þess að ná samningum á Keflavíkurflugvelli og hann kvaðst aldrei hafa 134 verið þátttakandi á því að bera fé á menn til að ná viðskiptum einnar tegundar eða annarar. Guðni Hannesson, starfsmaður Olíufélagsins h.f., lýsti því yfir fyrir dómi 22. febrúar 1960, að hann vissi ekki til þess, að Hið íslenzka steinolíuhlutafélag eða Olíufélagið h.f. hafi þurft að greiða fyrir lögfræðilega aðstoð erlendis vegna samninganna um olíuviðskipti á Keflavíkurflugvelli, enda hafi hvergi komið neitt fram um slíkt í reikningum félaganna. Hann veit ekki til þess, að félögin hafi þurft að beita mútum til þess að halda viðskiptum á Keflavíkurflugvelli. Ákærði Haukur Hvannberg hefur eigi fært neinar líkur fyrir því, að hann hafi þurft að beita mútum og að þessir $ 17.042.00 hafi verið mútufé. Sama er að segja um önnur þau tilvik, sem ákærði Haukur Hvannberg kveðst hafa varið fjármunum Hins íslenzka steinolíuhlutafélags í sama skyni. Fyrrverandi stjórnar- formenn Hins íslenzka steinolíuhlutafélags og núverandi, þeir ákærðu Vilhjálmur Þór og Helgi Þorsteinsson, hafa báðir lýst því yfir, að þeim sé ekki kunnugt um, að nauðsyn hafi borið til að beita mútum til að tryggja viðskiptahagsmuni Hins íslenzka steinolíuhlutafélags og Olíufélagsins h.f. Með skírskotun til þeirra framburða, er að framan eru raktir og til annarra gagna málsins, þykir nægjanlega sannað, að ákærði Haukur Hvannberg hafi dregið sér úr sjóði Hins íslenzka stein- olíuhlutafélags $ 17.042.00, og er brot þetta réttilega heimfært undir 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 11. Í júlí 1957 er upphæðin $51.90 skuldfærð á reikningi nr. 4138, og er upphæð þessi vegna kaupa á blindflugsútbúnaði. Ákærði Haukur Hvannberg upplýsti fyrir dómi 97. júlí 1960, að upphæð þessi, $51.90, væri vegna kaupa á blindflugsútbún- aði til æfinga. Hefði hann keypt útbúnað þennan fyrir Björn Pálsson flugmann og gefið honum Þetta. Björn Pálsson staðfesti fyrir dómi 19. desember 1961, að ákærði Haukur Hvannberg hefði gefið sér blindflugsútbúnað Þennan og það, án þess að hann hefði beðið ákærða Hauk um Þetta. Ekki verður séð, að ákærði Haukur Hvannberg hafi haft heim- ild til þess að gefa einstökum mönnum gjafir og greiða þær af innstæðum Hins íslenzka steinolíuhlutafélags. Þegar þetta er virt í ljósi þeirrar staðreyndar, að ákærði Haukur Hvannberg ráð- stafaði heimildarlaust oft og tíðum meiri og minni fjárhæðum úr sjóðum Hins íslenzka steinolíuhlutafélags, verður að telja, að 735 hér sé um ólöglega fjárráðstöfun að ræða, sem hann ekki hafði heimild til að ráðstafa úr sjóðum Hins íslenzka steinolíuhluta- félags. Með vísan til þess, sem að ofan er sagt, verður að telja það nægjanlega sannað, að Haukur Hvannberg hafi dregið sér framan- greinda fjárhæð, $51.90, úr sjóði Hins íslenzka steinolíuhluta- félags, og er brot þetta réttilega heimfært undir 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 12. Upplýst er í rannsókn málsins, að upphæðin $411.84, er skuldfærð á reikningi nr. 4138 í september 1997. Með vísan til kafla VI, lið 7, hér að ofan, þykir nægjanlega sannað, að ákærði Haukur Hvannberg hafi dregið sér úr sjóði Hins íslenzka steinolíuhlutafélags andvirði kjötinnflutnings þessa og er brot þetta réttilega heimfært undir 247. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940. 13. Upphæðin $196.00 er skuldfærð á reikningi nr. 4138 í júlí 1958, og er þetta greiðsla fyrir sjónauka. Ákærði Haukur Hvannberg gaf þá skýringu fyrir dómi 27. júlí 1960 á greiðslu þessari, að hér væri um að ræða andvirði sjónauka, er keyptur hefði verið til að gefa liðsforingja á Kefla- víkurflugvelli vegna samneytis liðsforingjans við Hið íslenzka steinolíuhlutafélag. Ákærði Haukur Hvannberg vildi ekki nafn. greina mann þennan, en hann hafi ekki verið olíubirgða-yfirmaður og hafi hann verið leystur út með gjöf þessari, þegar hann hvarf af landi brott. Ákærði Haukur Hvannberg hefur eigi rennt nægum stoðum undir þá staðhæfingu sína, að hér hafi verið um gjöf að ræða, og auk þess vildi ákærði Haukur ekki nafngreina þiggjanda gjafarinnar. Þegar þessi framburður ákærða Hauks er virtur í ljósi annarra sannaðra fjárðráttaratriða af hálfu ákærða Hauks, þar sem svipað stóð á um, og með tilliti til þess, að komið hefur fram, að ákærði Haukur hafði ekki heimild til slíkra gjafa, er greitt var fyrir af fé félagsins, þykir nægjanlega sannað, að ákærði Haukur Hvannberg hafi með atferli sínu dregið sér úr sjóði Hins Íslenzka steinolíuhlutafélags andvirði þessa sjónauka, að fjárhæð $ 196.00, og er brot þetta réttilega heimfært undir 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 14. Fjárhæðin $1.960.17 er skuldfærð á reikningi nr. 4138 í ágúst 1956. 136 Ákærði Haukur er fyrst fyrir dómi 27. júlí 1960 spurður um fjárráðstöfun þessa. Gaf ákærði Haukur þá skýringu, að hér væri um að ræða greiðslu, sem varið var fyrir tilstilli manna frá norska Esso til að auka viðskipti við norsk síldveiðiskip hér við land og hafi viðleitnin til aukningar þessara viðskipta borið ágætan árangur. Ákærði Haukur ákvað Þetta upp á eigin spýtur og hafði ekki samráð um þetta við stjórnarmenn. Guðni Hannesson upplýsti fyrir dómi 19. ágúst 1960, að um þær mundir, er ofangreind fjárhæð var skuldfærð á reikningi 4138, hafi komið frá Norske Esso 2 debetnótur, samtals að fjár- hæð 14.000.00 norskar krónur. Hann kannaðist ekkert við þessar debetnótur, svo að hann bar þær undir ákærða Hauk, sem tjáði honum, að hér væri um að ræða bráðabirgðaráðstöfun og greiðsla myndi koma á móti þessu og þetta ætti ekki að færast í bókhald Hins íslenzka steinolíuhlutfélags. Ákærði Haukur var aftur spurður um fjárráðstöfun þessa fyrir dómi 25. nóvember 1960. Viðurkenndi hann þá, að hann hefði notað þessa $1.960.17 til að greiða fyrir málaðan glugga, er hann keypti í Noregi, og fór þessi gluggi í hús ákærða Hauks. Ekki lá fyrir samþykki stjórnar Hins íslenzka steinolíuhluta- félags fyrir fjárráðstöfun þessari. Þykir nægjanlega sannað með vísan til framburða þeirra, sem að ofan eru raktir, að ákærði Haukur hafi dregið sér fjárhæðina $1.960.17 úr sjóði Hins ís- lenzka steinolíuhlutafélags. Varðar athæfi þetta við 247. gr. hegningarlaga. 15. Í málinu er upplýst, að $10.000.00 eru skuldfærðir á reikningi nr. 4138 í nóvember 1958, og er færsla þessi bókfærð 14. nóvember 1958 hjá Esso Export Corporation. Sama dag er opnaður reikningur með þessari innborgun hjá fyrirtækinu General American 8: Dominion Export Corporation, New York. Ákærði Haukur hefur fyrir dómi 14. desembe 1959 skýrt svo frá, að Hið íslenzka steinolíuhlutafélag hafi ákveðið að eiga viðskipti við General American ér Dominion Export Corporation. Þess vegna var opnaður þessi reikningur hjá fyrirtækinu með $ 10.000.00 innleggi. Ákærði Haukur vildi ekki skýra nánar, í hverju þessi viðskipti áttu að vera fólgin. Fyrir dómi 17. desember 1959 lýsti ákærði Haukur því yfir, að enginn af starfsmönnum Hins íslenzka steinolíuhlutafélags nema hann hafi vitað um opnun reiknings félagsins hjá General 131 American éc Dominion Export Corporation. Stjórn félagsins vissi heldur ekki um opnun þessa reiknings. Ákærði Haukur er aftur fyrir dómi 27. júlí 1960 spurður um þessa greiðslu á $10.000.00 til General American á Dominion Export Corporation. Hélt hann þá fast við fyrri framburð. Fyrir mistök hafi reikningurinn hljóðað á nafn Hauks, en hefði átt að vera á nafni HÍS. Samkvæmt upplýsingum forráðamanns General American ér Dominion Export Corporation í bréfi til utanríkisráðuneytisins, dags. 23. nóvember 1959, opnaði fyrirtækið reikning 14. nóvem- ber 1958 á nafni Hauks Hvannbergss. Er tekið fram í bréfinu, að fyrirtæki þetta hafi aldrei haft nein viðskipti við Hið íslenzka steinolíuhlutafélag eða Olíufé- lagið h.f. Ennfremur staðfestir forráðamaður þessa sama fyrir- tækis það í bréfi til Hins íslenzka steinolíuhlutafélags, dags. 11. febrúar 1960, að umræddur reikningur hjá General American ér Dominion Export Corporation hafi verið opnaður 14. nóvem- ber 1958 í nafni ákærða Hauks, en ekki í nafni Hins íslenzka steinolíuhlutafélags. Reiknings þessa er ekki getið í bókhaldi HÍS eða Olíufélagsins h.f. Með skírskotun til þess, sem áður segir í kafla V, um reikning ákærða Hauks Hvannbergs hjá General American ér Dominion Export Corporation og samkvæmt þeim upplýsingum, sem rakt- ar eru hér að framan, þykir nægilega sannað, að ákærði Haukur hafi dregið sér fyrrnefnda $ 10.000.00. Varðar það við 247. gr. hegningarlaga. 16. Eins og fram kemur í kafla V hér að framan, hafði Olíu- félagið h.f. reikning hjá skrifstofu Sambands íslenzkra samvinnu- félaga í New York. 10. júní 1955 eru $15.000.00 skuldfærðir á reikningi þessum, og upphæðin greidd til General American ér Dominion Export Corporation, New York samkvæmt bréfi, dags. 6. júní 1955, frá ákærða Hauki til skrifstofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga, New York. Ákærði Haukur hefur fyrir dómi 11. desember 1959 skýrt svo frá, að hann hafi verið einn af stofnendum flugfélagsins Vængir h.f. Auk framlags síns í félaginu hafi hann útvegað félaginu skyndilán, að upphæð $15.000.00, frá Federation of Iceland Co-operative Societies (Sambandi íslenzkra samvinnunfélaga). Var engin trygging áskilin fyrir láninu og engir vextir greiddir. Endurgreiðsla lánsins átti að fara fram eftir hentugleikum Vængja. Björn Pálsson flugmaður yfirtók lánið og endurgreiddi 47 738 það smámsaman. Fræddi ákærði Haukur dóminn á því, að sér væri kunnugt um þessa yfirtöku Björns á láninu og jafnframt, að Björn hefði endurgreitt allt lánið inn til skrifstofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga í New York. Karl Eiríksson, forstöðumaður Flugskólans Þyts, staðfesti fyrir dómi 2. desember 1959, að ákærði Haukur Hvannberg hefði útvegað lán, að fjárhæð $ 15.000.00, í sambandi við flugvéla- kaup Vængja h.f. í Bandaríkjunum. Lán þetta hefði Björn Páls- son yfirtekið árið 1956 og allar greiðslur af láni þessu hefðu farið um hendur fyrirtækisins General American ér Dominion Export Corporation með yfirfærslum gegnum gjaldeyrisbanka hér og allar slíkar greiðslur hefðu nú þegar verið inntar af hendi. Björn Pálsson staðfesti fyrir rétti 7. desember 1959, að hann hefði keypt Cessna flugvél af Vængjum h.f. árið 1956 og yfir- tekið þá lán, að fjárhæð $ 15.000.00, er hann smám saman greiddi til General American ér Dominion Export Corporation með gjald- eyrisyfirfærslum gegnum Landsbankann út á gjaldeyrisleyfi, er hann hafði fengið árið 1955 og látið renna til Vængja h.f., en við kaup sín á Cessna-vélinni frá Vængjum h.f. fékk hann leyfi þetta aftur. Björn lauk við endurgreiðslu lánsins, að upphæð $15.000.00, fyrri hluta ársins 1958. Björn vissi ekki, hver var raunverulegur eigandi lánsins á þessum $ 15.000.00. Ákærði Haukur lýsti því yfir fyrir dómi 21. desember 1959, að hann gæti ekki skýrt neitt frekar frá endurgreiðslu á fimmtán Þúsund dollara láninu til skrifstofu Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga í New York. Fyrir dómi 12. janúar 1960 lýsti ákærði Haukur því yfir, að þessir $ 15.000.00, sem Björn Pálsson yfirtók og greiddi smám saman, hafi allir farið í kostnað vegna samningsgerðarinnar út af olíuviðskiptunum á Keflavíkurflugvelli, sbr. það, sem segir um notkun á hagsmunafé undir lið 10 hér að framan. Í sama réttarhaldi hélt ákærði Haukur því fram, að hann hefði tekið út þessa $15.000.00, sem Björn Pálsson fékk lánaða árið 1956, í einu lagi hjá General American ér Dominion Export Corporation. Hann mundi ekki, hvenær hann tók út þessa pen- inga, en hélt að það hefði verið vorið 1958. Björn Pálsson hefur fyrir dómi 22. janúar 1960 upplýst, að endurgreiðsla sín á þessum $ 15.000.00 hafi farið þannig fram, að hann hafi fengið keyptar ávísanir hjá Landsbanka Íslands og þær allar verið stílaðar á General American ér Dominion Ex- port Corporation. Alls voru ávísanir þessar 5, 2 þeirra sendi 139 Björn Pálsson sjálfur vestur um haf, en hinar 3 afhenti hann ákærða Hauki. Björn upplýsti ennfremur, að hann hafi vitað, að ákærði Haukur hafi útvegað lánið á $15.000.00, og því hafi sér borið að endurgreiða ákærða Hauki lánið. Ekki hafði hann hugmynd um, hvað ákærði Haukur gerði við þessa dollara. Fyrir dómi 29. júlí 1960 hélt ákærði Haukur fast við það, að Þessa $15.000.00 hefði hann notað sem hagsmunafé fyrir Hið íslenzka steinolíuhlutafélag og Olíufélagið h.f. Hann endurgreiddi þessa $ 15.000.00 á árinu 1956 með þeim dollurum, sem teknir voru af geymaleigureikningi Olíufélagsins h.f. nr. 6078 hjá Esso Export Corporation, og eru þessir $ 15.000.00 innifaldir í $37.461.54, sem skuldfærðir eru á nefndum reikningi í október 1956, en af þessari uppphæð voru $18.657.72 eign- færðir á reikningi Olíufélagsins h.f. hjá skrifstofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga, New York í nóvember s. á. Þessi framburður ákærða Hauks kemur heim við gögn málsins og framburð fyrirsvarsmanns Sambands íslenzkra samvinnufélaga fyrir dómi 14. desember 1959. Upplýst er í málinu, að Björn Pálsson hefur keypt dollara- ávísanir hjá Landsbanka Íslands til endurgreiðslu á láninu á þessum $ 15.000.00 sem hér segir: 9. júlí 1957 ávísun að upphæð ....... $ 2.000.00 16. sept. 1957 ávísun að upphæð ...... $ 2.000.00 27. nóv. 1957 ávísun að upphæð ...... $ 2.000.00 20. jan. 1958 ávísun að upphæð ...... $5.971.75 1. apríl 1958 ávísun að upphæð ...... $3.029.00 Samtals $ 15.000.75 Eins og fyrr er tekið fram, voru allar þessar ávísanir stílaðar á General American á Dominion Export Corporation. Fyrirsvarsmaður fyrirtækisins hefur upplýst, að hann hafi af þessari fjárhæð lagt í janúar 1958 $ 6.000.00 inn á bankareikn- ing ákærða Hauks hjá Morgan Guaranty Trust Company, New York. Fyrir dómi 7. október 1960 eru innborganir á árinu 1958 á bankareikning ákærða Hauks hjá Morgan Guaranty Trust Com- pany að fjárhæð $5.971.75, $ 6.000.00 og $3.029.00 bornar undir ákærða Hauk, sem upplýsti þá, að hér væri um að ræða greiðslur frá Birni Pálssyni vegna flugvélakaupa hans. Hér að framan hefur verið rakin saga þessa láns á $ 15.000.00 740 af reikningi Olíufélagsins h.f. hjá skrifstofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga í New York, hvernig endurgreiðslunni var hag- að og hvernig upphæð þessi hefur verið færð á milli reikninga. Með skírskotun til alls þessa er sannað, að ákærði Haukur hafi dregið sér $15.000.00 úr sjóðum félaganna, og verður að fallast á það með ákæruvaldinu, að fjárdrátturinn hafi verið framinn þegar árið 1955. Þessu til styrktar má benda á, að ekki var því haldið fram af hálfu ákærða Hauks, að hann hefði haft heimild yfirmanna sinna til „lánveitingarinnar“ 1955, enda var ekkert bókað um þetta hér heima í bókum félaganna. Athæfið, sem að framan greinir, varðar ákærða Hauk refs- ingu samkvæmt 247. gr. hegningarlaga. 17. Í kafla V hér að framan er minnzt á reikning Hins ís- lenzka steinolíuhlutafélags hjá skrifstofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga í New York. 8. september 1952 eru $4.500.00 skuldfærðir á nefndum reikningi sem greiðsla til Joseph Knight. Ákærði Haukur skýrði frá því fyrir dómi 28. júlí 1960, að fjárhæðin $ 4.500 væri hagsmunafé, er hann hafi látið greiða vissum aðiljum vestan hafs í hagsmunaskyni fyrir Hið íslenzka steinolíuhlutafélag. Hafi Joseph Knight verið undirtylla hjá Esso Export Corporation, sem bar féð til rétts aðilja. Ekki vildi ákærði Haukur nafngreina mútuþegann. Fyrir atbeina lögfræðings í New York, Dudley B. Bonsal, sem dómurinn fól að afla ýmissa upplýsinga í Ameríku, fengust þær upplýsingar frá Joseph Knight, sem er starfsmaður Esso Ex- port Corporation, að ákærði Haukur hefði beðið hann árið 1952 að veita viðtöku $ 4.500.00 og leggja inn á reikning, sem Joseph Knight átti hjá banka á Long Island í New York. Þegar Joseph Knight fékk peningana, í formi ávísunar frá skrifstofu S.Í.S. í New York, lagði hann ávísunina inn á bankareikning sinn. Nokkru síðar bað ákærði Haukur hann um að leggja fjárhæðina inn á reikning sinn hjá Guaranty Trust Company í New York, sem Joseph Knight gerði. Skýrsla Joseph Knight um, að hann hefði lagt fjárhæðina inn á bankareikning ákærða Hauks, kom heim við reikningsyfirlitið yfir bankareikning ákærða Hauks, sem dómurinn fékk í hendur. Er ákærða Hauki var kynnt það, sem hér er að framan rakið, ítrekaði hann fyrri framburð um, að hann hefði notað fé þetta til mútugjafa, en einhver snurða hafi hlaupið á þráðinn þannig, að Joseph Knight endurgreiddi dollarana inn á bankareikning 741 ákærða Hauks, en ákærði Haukur vildi meina, að hann hefði iðulega ávísað á bankareikning sinn, er hann greiddi erlendum mönnum fé í þágu hagsmuna Hins íslenzka steinolíuhlutafélaps. Með skírskotun til þess, sem rakið hefur verið hér að framan, telur dómurinn nægilega sannað, að ákærði Haukur hafi dregið sér umræðda $4.500.00 úr sjóðum HÍS, og varðar það atferli við 247. gr. hegningarlaga. 18. Á reikningi Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá skrif- stofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga í New York, sbr. V. kafli hér að framan, er upphæðin $5.560.00 skuldfærð á nefnd- um reikningi 24. nóvember 1952. Á reikningsyfirliti yfir bankareikning ákærða Hauks hjá Mor- gan Guaranty Trust Company, New York, er upphæð þessi eign- færð 26. nóvember 1952. Ákærði Haukur hefur fyrir dómi 28. júlí 1960 skýrt svo frá, að dollaraupphæð þessi, $5.560.00, sé hagsmunafjárgreiðsla fyrir Hið íslenzka steinolíuhlutafélag fyrir vestan. Með vísan til þess, sem sagt hefur verið hér að framan um hagsmunafjárgreiðslur, sbr. lið 10, þykir nægjanlega sannað, að ákærði Haukur hafi dregið sér úr sjóði Hins íslenzka steinolíu- hlutafélags $5.560.00, og er brot þetta réttilega heimfært undir 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 19. 12. desember 1952 er á reikningi Hins íslenzka steinolíu- hlutafélags hjá skrifstofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga, New York, upphæðin $ 1.400.00 skuldfærð á nefndum reikningi. Ákærði Haukur gerði fyrir dómi 28. júlí 1960 þá grein fyrir fjárráðstöfun þessari, að hér væri um að ræða hagsmunafjár- greiðslu, er hefði verið greidd inn til fyrirtækisins Walter F. Norton Co., Inc., New York. Af gögnum málsins sést, að Walter Norton hefur kvittað fyrir móttöku á þessum $1.400.00 hjá skrifstofu Sambands Íslenzkra samvinnufélaga, New York. Dudley B. Bonsal, lögfræðingur í New York, var að beiðni dómsins beðinn um að rannsaka fjárgreiðslu þessa. Hann fann ekki fyrrgreindan aðilja, Walter Norton, og gat því ekkert frekar upplýst um þessa greiðslu. Ákærði Haukur hefur, sem að ofan greinir, skýrt fjárráðstöfun þessa sem hagsmunafjárgreiðslu. Með vísan til þeirra röksemda, sem færðar eru undir lið 10 hér að framan, verður að telja, að 142 ákærði Haukur Hvannberg hafi ekki haft heimild til þessarar fjárráðstöfunar og gildir því það sama um þessa hagsmunafjár- greiðslu sem aðrar. Samkvæmt þessu þykir nægjanlega sannað, að ákærði Haukur hafi dregið sér úr sjóði Hins íslenzka steinolíuhlutafélags $ 1.400.00, og varðar það við 247. gr. hegningarlaga. 20. Hinn 1. júní 1953 er upphæðin $46.875.65 skuldfærð á reikningi Hins Íslenzka steinolíuhlutafélags hjá skrifstofu Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga í New York. Af reikningsútskrift yfir bankareikning ákærða Hauks Hvann- bergs hjá Morgan Guaranty Trust Company, New York, sést, að sama dag er upphæðin $ 46.875.65 eignfærð á nefndum banka- reikningi. Ákærði Haukur hefur fyrir dómi 28. júlí 1960 skýrt svo frá, að hann hafi tekið nefnda fjárhæð $ 46.875.65 til notkunar sem hagsmunafé fyrir Hið íslenzka steinolíuhlutafélag fyrir vestan. Þegar til kom, þurfti hann ekki á allri upphæðinni að halda, svo að daginn eftir skilaði hann inn á reikninginn $ 28.345.00, eins og reikningsyfirlitið ber með sér. Þennan framburð sinn ítrekaði svo ákærði Haukur fyrir dómi 7. október 1960 og 20. desember 1961. Reikningsyfirlit yfir reikning Hins íslenzka steinolíuhlutafé- lags hjá skrifstofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga í New York ber með sér, að ákærði Haukur borgaði inn til skrifstof- unnar 2. júní 1953 $28.345.00, og er sú upphæð eignfærð á nefndum reikningi. Hins vegar verður ekki séð neitt samband á milli þessarar innborgunar og fjárhæðarinnar $ 46.875.65, sem eignfærð var á bankareikningi ákærða hjá Morgan Guaranty Trust Company, New York, því að ekki sést á reikningsútskrift af bankareikn- ingnum, að $ 28.345.00 séu skuldfærðir þar. Fram er komið í málinu, að ákærði Haukur Hvannberg hefur viðurkennt, að tilgangurinn með úttektinni á þessum $ 46.875.65 hafi verið að verja þeim peningum sem hagsmunagreiðslum fyrir Hið íslenzka steinolíuhlutafélag fyrir vestan. Einnig er fram komið í málinu, að ákærði Haukur hafði ekki heimild af hálfu forráðamanna Hins íslenzka steinolíuhlutafélags og Olíufélagsins h.f. til að verja fé félaganna til hagsmunafjárgreiðslna, og vís- ast um það til þess, sem segir um þetta atriði undir 10. lið hér að framan. 143 Ekki gat ákærði Haukur upplýst, hvaðan honum komu þeir $ 28.345.00, sem hann endurgreiddi inn á reikning HÍS hjá skrif- stofu SÍS í New York. Með vísan til þess, sem rakið er hér að framan, verður að telja nægilega sannað, að ákærði Haukur hafi dregið sér úr sjóði Hins íslenzka steinolíuhlutafélags $ 46.875.65 með því að láta færa nefnda fjárhæð yfir á bankareikning sinn hjá Morgan Gua- ranty Trust Company 1. júní 1953. Varðar þetta athæfi við 247. gr. hegningarlaga. 21. Á reikningi Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá skrif- stofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga í New York eru $12.855.65 skuldfærðir 16. marz 1954. Var fjárhæð þessi greidd fyrirtækinu Butler, Herrick ér Marshall, New York. Upplýst er í málinu, að Butler, Herrick ér Marshall sé verð- bréfasölufyrirtæki, og hefur ákærði Haukur gefið þær skýringar fyrir dómi, að greiðsla þessi sé hagsmunafjárgreiðsla fyrir Hið íselnzka steinolíuhlutafélag. Ákærði Haukur gaf fyrst þá skýr- ingu á fyrirtækinu, að það væri lögfræðifirma, er aðstoðað hefði við samningagerðir fyrir vestan í þágu Hins íslenzka steinolíu- hlutafélags og Olíufélagsins h.f. vegna viðskiptanna á Kefla- víkurflugvelli. Síðar breytti ákærði framburði sínum að þessu leyti. Áður hefur verið gerð grein fyrir reikningi ákærða Hauks hjá fyrirtækinu Butler, Herrick ér Marshall í kafla V. Hér að framan undir lið 10 er gefin skýring á hagsmunafjár- greiðslum ákærða Hauks. Með skírskotun til þess, sem rakið er hér að framan, þykir nægjanlega sannað, að ákærði Haukur hafi dregið sér $ 12.855.65 úr sjóði Hins íslenzka steinolíuhlutafélags, og er brot þetta rétti- lega heimfært undir 247. gr, almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 22. 1. júlí 1954 er upphæðin $1.555.28 skuldfærð á reikningi Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá skrifstofu Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga í New York. Gögn málsins geyma upplýsingar um, að nefnd upphæð er vegna greiðslu á bifreið fyrir Col. J. C. Bailey, yfirmann í varn- arliðinu á Keflavíkurflugvelli, og að bifreið þessi hafi verið send til Íslands. Ákærði Haukur hefur fyrir dómi 28. júlí 1960 gefið þá skýr- ingu á þessari greiðslu, að hann hafi lánað upphæðina Col. J. C. Bailey til kaupa á bifreið og endurgreiddi J. C. Bailey 744 að nokkrum tíma liðnum andvirði bifreiðarinnar í dollurum, en ákærði Haukur mundi ekki, hvort hann fékk greiðsl- una hér heima eða erlendis. Ákærði Haukur segist hafa notað greiðslu þessa í þágu Hins íslenzka steinolíuhlutafélags, þ. e. í almennar þarfir félagsins, en frekar gat ákærði Haukur ekki tjáð sig um þetta. Með vísan til þess, sem segir almennt hér að framan undir lið 10 um greiðslur á hagsmunafé, verður að telja nægilega sann- að, að ákærði Haukur hafi dregið sér úr sjóði Hins íslenzka stein- olíuhlutafélags, $1.555.28, og er brot þetta réttilega heimfært undir 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 23. Á viðskiptareikningi Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá skrifstofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga í New York eru þessar upphæðir skuldfærðar árið 1955: $884.68 27. janúar, $ 49.00 24. febrúar, $8.00 24. maí og $5.50 12. desember, eða samtals $ 947.18. Greiðsla þessi er vegna hreinlætistækja, og gaf ákærði Haukur þá skýringu fyrir dómi 17. júlí 1959, að hreinlætistæki þessi hefðu verið flutt inn vegna benzínafgreiðslustöðvar Hins íslenzka steinolíuhlutafélags á Keflavíkurflugvelli. Vörur þessar komu til landsins í maí og júní 1955 með skip- unum Prominent og Arnarfelli og var viðtakandi vörunnar sam- kvæmt farmskírteinunum varnarliðið (Iceland Air Defense Force). Fyrir dómi 28. júlí 1960 er ákærði Haukur aftur spurður um vöruinnflutning þennan. Skýrði hann þá svo frá, að ofangreind fjárhæð væri vegna hreinlætistækja, er fóru í hús hans. Hann minntist þess ekki, að hann hafi fengið heimild yfirmanna sinna til þessarar ráðstöfunar á dollurunum og ekki endurgreiddi ákærði Haukur þessa dollara til Hins íslenzka steinolíuhlutafélags. Ólafur Stefánsson, starfsmaður Hins íslenzka steinolíuhluta- félags, skýrði frá því fyrir dómi 29. nóvember, að ákærði Haukur hefði gefið sér fyrirmæli um að flytja hreinlætistæki þessi beina leið í hús ákærða Hauks að Ægissíðu 82, hér í borg, og vísast um þetta til þess, sem segir um sams konar tilvik undir lið 2 hér að framan. Sama tilvísun gildir um framburð ákærða Hauks, er framburður Ólafs Stefánssonar var borinn undir ákærða Hauk. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, þykir nægjanlega sannað, að ákærði Haukur Hvannberg hafi dregið sér úr sjóði 145 Hins íslenzka steinolíuhlutafélags $ 947.18, og er brot þetta rétti- lega heimfært undir 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 24. Á viðskiptareikningi Hins íslsenzka steinolíuhlutafélags hjá skrifstofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga í New York er upphæðin $3.341.81 skuldfærð í janúar 1955. Sama upphæð er skuldfærð í febrúarmánuði s. á. á reikningi nr. 4137 hjá Esso Export Corporation og endanlega eignfærð hjá reikningi Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá skrifstofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga í New Vork í marzmánuði s. á. Ofangreind upphæð, $3.341.81, er greiðsla fyrir efni í hita- lögn, er keypt var hjá fyrirtækinu The Trane Company í Banda- ríkjunum, og kom vara þessi til landsins með Tröllafossi í júní 1955 og er viðtakandi vörunnar samkvæmt farmskírteini Hið íslenzka steinolíuhlutafélag. Fyrirsvarsmaður fyrirtækisins Einarsson fr Pálsson h.f., hér í borg, hefur fyrir dómi 27. maí 1960 skýrt svo frá, að hann hafi teiknað hitalögn í hús ákærða Hauks Hvannbergs að Ægis- síðu 82, hér í borg. Hafi fyrirtæki hans einnig pantað hitunar- tæki í hús ákærða Hauks Hvannbergs hjá fyrirtækinu The Trane Company. Ákærða Hauki var fyrir dómi 28. júlí 1960 kynntur fram- burður fyrirsvarsmanns fyrirtækisins Einarsson 8r Pálsson, sem að ofan getur. Skýrði ákærði Haukur þá svo frá, að hluti af þessari sendingu, sem um er að ræða, hafi verið notaður í hit- unarkerfi húss ákærða, en hann vissi ekki, hversu stór hluti sendingarinnar það var. Ekki minntist ákærði þess, að hann hefði fengið heimild yfirmanna sinna til þessarar ráðstöfunar og ekki endurgreiddi ákærði Haukur í dollurum til Hins Íslenzka steinolíuhlutafélags þann hluta af verði hitunartækjanna, er Í hús hans fór. Tollur var greiddur af sendingu þessari úr sjóðum Hins íslenzka steinolíuhlutafélags. Þá skýrði ákærði Haukur frá því „ að sá hluti sendingarinnar, sem ekki fór í hús hans, hefði farið á „lager“ Hins Íslenzka steinolíuhlutafélags í Reykjavík og suður á Keflavíkurflugvöll. Fyrir dómi 22. ágúst 1960 staðhæfði Knútur Hoiriis, starfs- maður Hins íslenzka steinolíuhlutafélags á Keflavíkurflusvelli, að félagið hefði aldrei fengið hluta af þessari sendingu, sem hér um ræðir, á „lager“ suður eftir, enda hefði félagið ekkert með það að gera. Fyrirsvarsmaður fyrirtækisins Einarsson ér Pálsson h.f. kom 746 aftur fyrir dóm 1. september 1960 og upplýsti, að hann vissi ekki betur en öll sendingin hefði farið í hús ákærða Hauks Hvann- bergs, en verið gæti, að einhver afgangur hefði orðið, enda venja að panta heldur ríflega. Hélt hann, að hafi einhver af- gangur orðið, muni hann hafa farið til fyrirtækisins Geislahit- unar h.f. en það fyrirtæki sá um uppsetningu á hitalögnum í hús ákærða Hauks. Fyrirsvarsmaður Geislahitunar h.f. upplýsti fyrir dómi 22. nóvember 1960, að fyrirtækið hefði séð um uppsetningu á hita- tækjum í húsi ákærða Hauks að Ægissíðu 82. Einhver afgangur hafi orðið á ofnum og stillikrönum, og keypti fyrirtækið afgangs- efni þetta fyrir kr. 10.000.00, sem skuldajafnað var við reikning fyrirtækisins vegna vinnu við hús ákærða Hauks. Ákærða Hauki voru fyrir dómi 25. nóvember 1960 kynntir þeir framburðir, er að ofan getur, þeirra Knúts Hoiriis, fyrir- svarsmanna Einarsson ér Pálsson h.f. og Geislahitunar h.f., en hann lýsti því þá yfir, að hann héldi fast við fyrri framburð sinn. Endurskoðandi málsins kannaði í bókhaldi Hins íslenzka stein- olíuhlutafélags, hvort greiðsla tolla og aðflutningsgjalda og flutn- ingsgjald af vörusendingu þessari hefði verið innt af hendi úr sjóði félagsins og reyndist svo vera. Reyndist upphæð greiðslu tolla og aðflutningsgjalda vera kr. 12.358.40 og flutningsgjald kr. 5.298.10. Með vísan til þess, sem að framan er rakið, þykir mega telja nægjanlega sannað, að ákærði Haukur hafi dregið sér úr sjóði Hins íslenzka steinolíuhlutafélags andvirði hitunartækja að fjár- hæð $3.341.81, er fór í hús ákærða að Ægissíðu 82, hér í borg, og toll- og aðflutningsgjöld af vörusendingu þessari að fjárhæð kr. 12.358.40 og flutningsgjald af sendingu þessari að fjárhæð kr. 5.298.10. Eru brot þessi réttilega heimfærð undir 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 25. Á viðskiptareikningi Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá skrifstofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga, New York, eru 3. marz 1955 skuldfærðir $ 24.385.00. Er hér um að ræða greiðslu til verðbréfafyrirtækisins Butler, Herrick ér Marshall, New York. Hér er um að ræða sams konar fjárgreiðslu og um er rætt Í 21. lið hér að framan. Með vísan til þess, sem rakið er í lið 10 og lið 21 hér að fram- an, þykir nægjanlega sannað, að ákærði Haukur hafi dregið sér 747 úr sjóði Hins íslenzka steinolíuhlutafélags $ 24.385.00, og er brot þetta réttilega heimfært undir 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 26. Á viðskiptareikningi Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá skrifstofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga, New York, eru $126.10 skuldfærðir 2. marz 1955 og $12.50 4. marz 1955. Samkvæmt gögnum málsins er upphæðin $126.10 greiðsla til kjötfyrirtækis, J. J. Cox, og greiðsla á $12.50 kostnaður vegna þessara kjötkaupa. Með vísan til þess, sem sagt er hér að framan undir lið ", sbr. lið 8 hér að framan, þykir nægjanlega sannað, að ákærði Haukur hafi dregið sér andvirði þessa kjöts, að fjárhæð $ 138.60, úr sjóði Hins íslenzka steinolíuhlutafélags, og er brot þetta rétti- lega heimfært undir 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 27. Á viðskiptareikningi Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá skrifstofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga í New York eru 14. apríl 1955 $52.76 skuldfærðir á nefndum reikningi og til- greint í reikningnum, að upphæð þessi sé vegna kjötinnkaupa fyrir ákærða Hauk. Með vísan til þess, sem sagt er hér að framan undir lið 7, lið 8 og lið 26, þykir nægjanlega sannað, að ákærði Haukur hafi dregið sér úr sjóði Hins íslenzka steinolíuhlutafélags and- virði þessa kjöts að fjárhæð $52.76, og er brot þetta réttilega heimfært undir 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 28. Á viðskiptareikningi Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá skrifstofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga, New York, eru skuldfærðir 30. ágúst 1955 $3.157.82. Upplýst er í málinu, að greiðsla þessi er fyrir Buick bifreið fyrir Col. J. C. Bailey, er var afhent honum í Bandaríkjunum og pöntuð gegnum Samband íslenzkra samvinnufélaga, en áður hefur verið minnzt á Bailey þenna, sbr. lið 22 hér að framan. Ákærði Haukur skýrði svo frá fyrir dómi 28. júlí 1960, að hann hefði lagt út fyrir Buick bifreið til handa Col. J. C. Bailey, sem fengið hefði hana afhenta í Bandaríkjunum. Með þessu segist ákærði Haukur hafa verið að gera J. C. Bailey greiða, því að kaupverð bifreiðarinnar hafi á þennan hátt orðið lægra en frá bifreiðasölum í Bandaríkjunum. J. C. Bailey endurgreiddi ákærða Hauki lánið fyrir vestan, en hann notaði þessa dollara sem hags- nunafé fyrir Hið Íslenzka steinolíuhlutafélag fyrir vestan. 148 Með vísan til þess, sem segir hér að framan almennt undir lið 10 sbr. lið 22 um greiðslur á hagsmunafé, verður að telja nægilega sannað, að ákærði Haukur hafi dregið sér úr sjóði Hins Íslenzka steinolíuhlutafélags $3.157.82, og er brot þetta rétti- lega heimfært undir 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 29. Á viðskiptareikningi Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá skrifstofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga í New York eru $244.62 skuldfærðir á reikningnum í desember 1956, og sama upphæð síðan eignfærð á reikningnum 8. apríl 1957. Upplýst er af gögnum málsins, að greiðsla þessi fór til fyrir- tækisins Jacuzzi Bros. í Bandaríkjunum og er vegna pöntunar á vatnsdælu. Ákærði Haukur hefur fyrir dómi 1. febrúar 1960 skýrt svo frá, að skrifstofa Sambands íslenzkra samvinnufélaga í New York hafi á stundum annazt innkaup á ýmsum vörum fyrir vestan fyrir Hið íslenzka steinolíuhlutafélag. Greiðslan til Jacuzzi Bros. hafi varðað kaup á dælu og hafi yfirfærsla fengizt fyrir kaup- verðinu og greiðslan send inn á reikning Hins íslenzka steinolíu- hlutafélags hjá skrifstofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga í New York, eins og reikningurinn beri með sér. Fyrir dómi 28, júlí 1960 er ákærði Haukur aftur spurður um greiðslu þessa. Upplýsti hann þá, að greiðsla þessi væri fyrir vatnsdælu, er fór í hús hans. Hann mundi ekki, hvort hann eða Hið íslenzka steinolíuhlutafélag hefði greitt toll af vöru þessari. Ennfremur upplýsti ákærði Haukur, að hann teldi að endurgreiðsla upphæðarinnar $ 244.62 hefði verið gerð með tékka, keyptum af Landsbanka Íslands, og hefði Hið íslenzka steinolíu- hlutafélag greitt þennan tékka. Upplýst er í málinu, að hvorki skuldfærslan á árinu 1956 eða eignarfærslan á þessum $244.62 er færð í bókhald Hins ís. lenzka steinolíuhlutafélags. Með eigin játningu ákærða Hauks og með tilliti til framburð- ar hans að öðru leyti og annars þess, sem að framan er rakið, er nægilega sannað, að ákærði Haukur hafi dregið sér andvirði framangreindrar vatnsdælu, að fjárhæð $244.62, úr sjóði Hins Íslenzka steinolíuhlutafélags, og er brot þetta réttilega heimfært undir 247, gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 30. Á viðskiptareikningi Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá skrifstofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga í New York eru $18.000.00 skuldfærðir á nefndum reikningi 3, desember 1956. 749 Greiðsla þessi rann til fyrirtækisins Butler, Herrick ér Marshall, New York, sem áður er minnzt á. Fé þetta kom af geymaleigu- reikningnum. Hér er um að ræða sams konar fjárgreiðslu og um er rætt Í 21. og 25. lið hér að framan. Með vísan til þess, sem fyrr er rakið undir lið 10, sbr. lið 21 og 25 hér að framan, þykir nægjanlega sannað, að ákærði Haukur hafi dregið sér úr sjóði Hins íslenzka steinolíuhlutafélags $18.- 000.00, og er brot þetta réttilega heimfært undir 247. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19/1940. 31. Hér að framan í kafla V er gerð grein fyrir viðskipta- reikningi Hins Íslenzka steinolíuhlutafélags hjá Esso Export Ltd., London. Gögn málsins geyma upplýsingar um, að £ 286-10—0 eru skuld- færð á nefndum reikningi 26. nóvember 1954, og er hér um að ræða greiðslu á áfengi til fyrirtækisins Aug. Hellmers ér Sons Ltd. Ákærði Haukur gerði fyrir dómi 16. september 1960 grein fyrir þessari fjárráðstöfun. Var hér um ráðstöfun að ræða vegna kaupa á áfengi, sem ákærði Haukur notaði til risnu fyrir varnar- liðsmenn á Keflavíkurflugvelli. Hann hafði ekki sérstaka heimild stjórnar Hins íslenzka steinolíuhlutafélags til þessara kaupa, en hann hafði almenna heimild til risnu, sem var á engan hátt tak- mörkuð. Áfengisinnflutningur þessi kom inn til landsins í nafni varnarliðsins eða á nafni einstakra varnarliðsmanna. Framburður ákærða Hauks hér að framan var borinn undir ákærða Vilhjálm Þór, fyrrverandi stjórnarformann Hins íslenzka steinolíuhlutafélags, fyrir dómi 25. nóvember 1960, sem lýsti því yfir, að ákærði Haukur hefði ekki haft sína heimild til út- gjalda þessara, sem hér er um að ræða. Með vísan til þess, sem að ofan er rakið, og með tilliti til þess, sem fram er komið hér að framan undir lið 7 um fjárráðstafanir til risnu af hálfu ákærða Hauks, þykir nægjanlega sannað, að ákærði Haukur Hvannberg hafi dregið sér úr sjóði Hins íslenzka steinolíuhlutafélags £ 286-10-0, og er brot þetta réttilega heim- fært undir 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 32. 4. janúar 1955 eru £ 104-18-07 skuldfærð á reikningi Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá Esso Export Ltd. Upplýst er í málinu, að upphæð þessi, £ 104-18-07, er vegna áfengiskaupa hjá fyrirtækinu Aug. Hellmers éz Sons Ltd. 750 Með vísan til liðs 31, hér að framan, þar sem hér er um að ræða sams konar fjárráðstöfun, og sama gildir um þessa sem hina fyrri, nægir að vísa til þessa liðar, og þykir nægjanlega sannað, að ákærði Haukur hafi dregið sér úr sjóði Hins íslenzka steinolíuhlutafélags umrædda fjárhæð, £ 104-18-7, og er brot þetta réttilega heimfært undir 247. gr. almennra hegningarlaga nr, 19/1940. 33. 5. september 1955 eru £4.956-08-0 skuldfærð á viðskipta- reikningi Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá Esso Export Ltd., London. Ákærði Haukur hefur fyrir dómi 16. september 1960 gert þá grein fyrir fjárráðstöfun þessari, að þetta væri framlag Hins Íslenzka steinolíuhlutafélags til risnu vegna söluferðar félagsins í sambandi við viðskipti félagsins við erlendar flugvélar, sem lendingar höfðu á Keflavíkurflugvelli, og hafi þetta verið gert í sambandi við svokallaðar Farnborough-flugsýningar, sem haldn- ar eru árlega haust hvert í Englandi. Hafi hann boðið með sér á sýningarnar í nafni Hins íslenzka steinolíuhlutafélags háttsett- um varnarliðsmönnum af Keflavíkurflugvelli og greiddi allan kostnað fyrir þá í Englandi. Einnig kveðst ákærði Haukur hafa greitt hluta af kostnaði Esso-fyrirtækjanna, sem höfðu þarna sýningu á framleiðsluvörum sínum og héldu jafnframt uppi áróðri til eflingar sölu framleiðsluvara sinna. Ákærði Haukur segist ekki minnast þess, að hann hafi borið undir stjórn Hins íslenzka steinolíuhlutafélags eða Olíufélagsins h.f. þessa ráðstöfun á gjaldeyrinum í sambandi við Farnborough- sýningar þessar og hann vissi ekki, hvort stjórnarmenn félag- anna hafi haft vitneskju um þessar ráðstafanir, a.m.k. ekki form- lega vitneskju. Guðni Hannesson, starfsmaður Hins íslenzka steinolíuhlutafé- lags og Olíufélagsins h.f., lýsti því yfir fyrir dómi 17. septem- be 1960, að sér vitanlega hafi Hið íslenzka steinolíuhlutafélag aldrei þurft að greiða eitt eða annað í sambandi við Farnborough- flugvélasýningarnar. Fyrir dómi 24. september 1960 upplýsti ákærði Haukur, að hann hefði fengið kvittanir vegna útgjalda Hins íslenzka stein- olíuhlutafélags við Farnborough-flugvélasýningarnar, en hann hefði ekki hirt um að taka þær með sér heim og hafi hann því engar kvittanir yfir þessi útgjöld. Ákærði Helgi Þorsteinsson lýsti því yfir fyrir dómi 24. nóvem- 751 ber 1960, að hann kannaðist ekkert við, að Hið íslenzka steinolíu- hlutafélag hafi þurft að hafa útgjöld vegna þessara Farnborough- flugvélasýninga. Ekki var greiðsla þessi færð í bókum HÍS hér heima. Með vísan til þess, sem að framan er rakið varðandi þessa ráðstöfun á £ 4.956-08-0, og með sérstöku tilliti til, að ákærði Haukur hefur ekki haft neina heimild frá stjórnum félaganna til þessarar fjárráðstöfunar og ekki getað lagt fram neinar kvitt- anir eða skilríki fyrir, að hér hafi raunverulega verið um að ræða greiðslu vegna hagsmuna Hins íslenzka steinolíuhlutafélags eða Olíufélagsins h.f., verður að telja nægjanlega sannað, að með þessu hafi ákærði Haukur dregið sér úr sjóði Hins íslenzka stein- olíuhlutafélags £ 4.956-08-0, og er brot þetta réttilega heim- fært undir 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 34. Á reikningi Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá Esso Export Ltd., London, eru skuldfærð £ 2.156-18-06 21. nóvem- ber 1957. Ákærði Haukur hefur gefið sömu skýringu á fjárráðstöfun þessari og rakin er undir lið 33 hér að framan, og með vísan til þessa liðs þykir nægjanlega sannað, að með fjárráðstöfun þess- ari hafi ákærði Haukur dregið sér úr sjóði Hins íslenzka stein- olíuhlutafélags £ 2.156-18-6, og er brot þetta réttilega heim- fært undir 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 35. 3. september 1958 eru £ 3.574-16-07 skuldfærð á við- skiptareikningi Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá Esso Export Ltd., London. Ákærði Haukur hefur gefið sömu skýringu á fjárráðstöfun þessari og rakin er undir liðum 34 og 33 hér að framan. Sam- kvæmt því þykir nægjanlega sannað, að ákærði Haukur hafi með fjárráðstöfun þessari dregið sér úr sjóði Hins íslenzka stein- olíuhlutafélags £ 3.574-16-7, og er brot þetta réttilega heimfært undir 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 36. Gögn málsins geyma upplýsingar um, að á stundum seldi Hið íslenzka steinolíuhlutafélag eldsneyti og aðrar olíuvörur til flugvéla á Keflavíkurflugvelli gegn staðgreiðslu. Fyrrnefndur Knútur Hoirris hafði þann hátt á, er selt var gegn staðgreiðslu, að útbúin var nóta í fimmriti, kaupandinn fékk eitt og stundum tvö, en hin eintökin voru afhent skrifstofu 152 HÍS í Reykjavík ásamt staðgreiðslunum. Auk þess var hver stað- greiðsla skráð í réttri tímaröð í þar til gerða bók, sem Knútur hélt. Var það oftast, að Knútur afhenti ákærða Hauki stað- greiðslurnar. Á stundum tók Guðni Hannesson við þessum greiðslum. Ákærði Haukur kannaðist við það að hafa móttekið staðgreiðsl- ur frá Knúti Hoiriis, svo sem Knútur hafði skýrt frá. Taldi ákærði Haukur, að staðgreiðslurnar væru ýmist notaðar til greiðslu á ferðakostnaði ákærða Hauks eða annarra starfsmanna HÍS eða að staðgreiðslurnar væru sendar til innborgunar á við- skiptareikning 4137. Ákærði Haukur sagði, að þegar hann hefði fengið staðgreiðslur í hendur ásamt fylginótunum, hefði hann látið peningana liggja í lokuðum umslögum í peningaskápum félaganna, þar til á þeim þurfti að halda. Ákærði Haukur mundi ekki, hvað hann gerði við nóturnar. Ákærði Haukur kannaðist við að hafa á stundum tekið við staðgreiðslum frá Guðna Hannes- syni. Guðni Hannesson skýrði frá því, að í þeim tilfellum, sem hann veitti viðtöku staðgreiðslum, sem reyndar kom sárasjaldan fyrir, fékk hann þau fyrirmæli frá ákærða Hauki Hvannberg að setja dollarana í umslag og afhenda þá gjaldkera félaganna til geymslu. Guðna vitanlega voru þessar staðgreiðslur, sem hann fékk í hendur, ekki bókaðar hjá HÍS sem tekjur. Dómurinn fékk í hendur staðgreiðslubækurnar yfir tímabilið janúar 1956 til ársloka 1958. Staðgreiðslubækur frá því fyrir 1956 fundust ekki. Knútur Hoiriis tók saman upp úr þessum bókum lista yfir selt flugvélaeldsneyti og annað gegn staðgreiðslu. Endurskoðandi málsins fékk síðan þetta til athugunar og skil- aði sérstakri skýrslu um þessi atriði, dagsett 4. febrúar 1960. Athugunin gekk út á það að staðreyna, hvort staðgreiðslur, sem Knútur Hoiriis hafði fært í bækur sínar, fyndust færðar í bók- haldi Hins íslenzka steinolíuhlutafélags. Samanlögð fjárupphæð staðgreiðslna þeirra, er Knútur Hoiriis hafði fært í bækur sínar árin 1956 til 1958, nam $7.017.33. Af þessari fjárhæð fann endurskoðandinn Örugglega í bókum Hins íslenzka steinolíuhlutafélags $ 593.94 og upphæðir, sem gátu verið innifaldar í bókuðum staðgreiðslum, þannig að samtals námu allar þessar upphæðir $ 1.960.40, Endurskoðandinn staðhæfði því, að í bókum HÍS hafi því örugglega ekki fundizt færslur fyrir $ 7.017.33 — $1.960.40, eða $5.056.93, sem taldar eru í stað- greiðslubókum Knúts Hoiriis. Ákærði Haukur hefur ekki getað gefið fullnægjandi skýringu 153 á ráðstöfunum sínum á staðgreiðslum, sem hann hefur viður- kennt að hafa fengið í hendur. Hann hefur ekki getað sýnt neinar kvittanir fyrir útgjöldum í í þágu félaganna og ekkert er fært í bókum þeirra að þessu leyti. Með skírskotun til alls þess, sem nú hefur verið rakið, og þess, að sannað er í málinu, að ákærði Haukur hefur gert sig sekan margsinnis um fjárdrátt úr sjóðum félaganna, verður að telja fram komna nægilega sönnun fyrir því, að ákærði Haukur hafi dregið sér $5.056.93 af staðgreiðslum Hins íslenzka steinolíuhlutafélags, og er brot þetta réttilega heimfært undir 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. VII. Ólöglegur innflutningur. Áður en ákæruliðirnir í kafla þessum eru vegnir og metnir, þykir rétt að taka afstöðu til þess, að hér eru ákærðu, auk framkvæmdastjóranna, stjórnir Olíufélagsins h.f. og Hins íslenzka steinolíuhlutafélags, þ. e. ákærðu Helgi Þorsteinsson, Skúli Thor- arensen, Ástþór Matthíasson, Jakob Frímannsson og Karvel Ög- mundsson. Það skal strax tekið fram, að rannsóknin hefur leitt nægilega í ljós, að á vegum þessara tveggja félaga og fyrir atbeina ákærða Hauks Hvannbergs var komið upp sérstökum kerfum í sambandi við viðskipti þau, sem félögin áttu við varnarliðið, kerfum, sem í eðli sínu voru ólögleg. Er hér fyrst og fremst átt við stofnun reiknings 4138, sem fyrr getur. Skipulagt var undanskot gjald- eyris, svo tugum þúsunda dollara skipti. Var fé þessu aðallega varið til kaupa á tækjum, sem flutt voru inn í nafni varnarliðs ins, og þar með sluppu félögin við að greiða lögboðin aðflutnings- gjöld. Skylt er að geta þess, að tæki þessi voru svo til einvörð- ungu keypt vegna viðskiptanna á Keflavíkurflugvelli. Ennfrem- ur er skylt að geta þess, að vegna ákvæða í varnarsamningnum um tollfrelsi til handa varnarliðinu og verktaka á þeirra veg- um og sakir þess, hvernig þessu hefur verið beitt í framkvæmd- inni, er trúlegt, að félögin hefðu getað flutt inn tollfrjáls ýmis konar efni og tæki vegna viðskiptanna við varnarliðið, er fram liðu stundir. Ákærði Haukur freistaði þess árið 1952 að fá slíkt tollfrelsi handa Hinu íslenzka steinolíuhlutafélagi, en fékk ekki jákvætt svar. Virðist ekki hafa verið reynt að sækja aftur um undanþágu frá greiðslu aðflutningsgjalda af varningi, ætluðum varnarliðinu. 48 754 Þrátt fyrir að ekki fékkst jákvætt svar frá fjármálaráðuneyt- inu um undanþáguna, var allt að einu hafizt handa um innflutn- ing, og sá Esso Export Corporation um að útbúa fylgiskjölin með sendingunum samkvæmt beiðni frá félögunum hér heima. Var þessu hagað þannig, að um leið og félögin gerðu pöntun var tekið fram, að varan (umbúðirnar) skyldi vera merkt varn- arliðinu sem viðtakanda, innflutningspappírar (fylgigögn með vörunni) stíluð á nafn varnarliðsins (Iceland Air Defense Force, oft skammstaðað I.A.D.F.), en innflutningspappírar allir sendir til skrifstofu félaganna í Sambandshúsinu, Reykjavík, og var þá gjarnan undirstrikað í pöntunarbréfunum, að varan skyldi sett á nafn varnarliðsins. Jafnframt var tekið fram í þessum pöntunar- bréfum, af hvaða reikningi eða reikningum varan skyldi greidd, sem oftast var reikningur 4138, (Þessu til sönnunar er t. d. dskj. nr. 46 í aðalrannsókn með fylgiskjölum). Þegar nú slík sending kom til landsins, sáu einhverjir starfs- menn félaganna um að fá uppáskrift þar til bærra varnarliðs- manna á farmskiírteinin. Var í fórum varnarliðsins stimpill, þar sem greypt hafði verið yfirlýsing þess efnis, að varan væri ein- vörðungu flutt inn í landið vegna þarfa varnarliðisns eða í þess þágu eða einstakra varnarliðsmanna. Stimpill með samskonar yfirlýsingu fannst við húsleit í stöðvum félaganna á Keflavíkur- flugvelli. Fékkst aldrei skýring á, hvers vegna stimpill þessi væri þar kominn. Með þessari uppáskrift varnarliðsmanna átti allt að vera tryggt gegn misferli að dómi tollgæzlunnar á Keflavíkurflugvelli og virðist svo sem að þessi uppáskrift væri sú eina trygging, sem látin var duga gegn því, að ekki ætti misnotkun sér stað í sam- bandi við innflutning í nafni varnarliðsins. Þegar uppáskriftin var fengin, lá varan á lausu gagnvart tollgæzlunni. Rannsókn málsins náði m. a. til slíks innflutnings á vegum félaganna aftur til ársins 1951. Voru talsverð brögð að slíkum innflutningi, aðallega árin 1953—1955. Eins og ákæran ber með sér, hefur þó aðeins verið ákært út af innflutningi síðustu tvö árin fyrir upphaf dómsrannsóknar málsins. Stofnun viðskiptareiknings 6079, sem Olíufélagið h.f. átti hjá Esso Export Corporation og áður hefur verið greint frá, er annað dæmi um þau viðskiptakerfi, sem félögin komu á fót og voru í tengslum við varnarliðsviðskiptin. Enn má nefna vanræksl- una á því að standa skil á gjaldeyristekjum af leigu olíugeym- anna í Hvalfirði. Þá má nefna vanræksluna á að gera grein 155 fyrir viðskiptareikningi 4137 og sterlingspundareikningunum að nokkru. Þessi viðskiptakerfi eða viðskiptahættir voru enn við lýði, er rannsókn málsins hófst, en svo virðist, að rannsóknin hafi leitt til þess, að sumir þættirnir lögðust strax niður, svo sem innflutningur í nafni varnarliðsins, og var þá raunar sótt um innflutningsleyfi fyrir varningi, er komið hafði í nafni varnar- liðsins, sem túlka má sem viðurkenningu þess, að forráðamönn- um félagsins var ljóst, að þessi innflutningsháttur gat ekki verið löglegur, og var því um að ræða afturhvarf frá fullfrömdu broti, sbr. liður 14 og 21 til 24 hér á eftir. Aðrir viðskiptahættir voru afteknir á árinu 1959, svo sem þegar er fram komið í sambandi við greinargerðina hér að framan um viðskiptareikn- ingana. Það er ekki of djúpt tekið í árinni að segja, að þessir viðskiptahættir hafi ríkt um árabil hjá félögunum og orðið bæði eðlilegur og gildur þáttur í daglegum rekstri félaganna. Einstakir starfsmenn félaganna vissu að sjálfsögðu um þessa viðskiptahætti. Ákærði Haukur bar fyrir rétti, eins og áður getur, að reikningurinn 6079 hefði ekki verið neitt leyndarmál. Ákærði Haukur, sem undir rannsókn bar mjög við minnisleysi, kvaðst ekki muna, hvort hann hefði borið undir stjórn eða for- menn félaganna þessi viðskiptakerfi. Ákærði Jóhann Gunnar tefánsson virðist ekki hafa verið beinn þátttakandi í því að koma þessum kerfum upp, þótt hann stöðu sinnar vegna, bæði sem framkvæmdastjóri Olíufélagsins h.f. og prókúruhafi fyrir Hið íslenzka steinolíuhlutafélag, hafi ekki getað komizt hjá að vita um þetta. Ekki hafa stjórnir félaganna, hvorki formenn né einstakir stjórnarmenn, viljað við það kannast, að þeir hafi átt hlut að máli um viðskiptahætti þá, sem tíðkaðir voru af hálfu félag- anna og að ofan greinir, þrátt fyrir það, að þessir hættir voru tíðkaðir jafnlengi og viðskiptin, sem þróuðust í skjóli þessara viðskiptahátta, jafn umfangsmikil og raun bar vitni. Það er trúlegt, að viðskiptin við varnarliðið hafi leitt til aukinna við- skipta, sem aftur buðu heim ýmsum nýjum vandamálum, er ekki urðu leyst af framkvæmdastjórunum upp á eigin spýtur. Áður getur þess, að ákærða Vilhjálmi Þór hafi verið tilkynnt bréf- lega um opnun reiknings 4138. Hann hefur að vísu ekki viljað við það kannast, að hann hafi fengið slíkt bréf. Þá hefur ákærði Vilhjálmur Þór skýrt frá því, að hann hafi í upphafi samið um geymaleiguna í Hvalfirði, eins og áður segir. Komið er fram í málinu, að ákærði Vilhjálmur Þór spurðist fyrir um það árið 756 1954 hjá ákærða Jóhanni Gunnari, hvort ekki væru til „lausir peningar“ á reikningi fyrir vestan, sem Olíufélagið h.f. gæti lánað Sambandi íslenzkra samvinnufélaga, er leiddi til þess, að Sam- bandið fékk að láni $145.000.00 hjá Olíufélaginu. Þá var og þetta sama ár leitað til Hins íslenzka steinolíuhlutafélags og Olíufélagsins h.f. um lán á erlendum gjaldeyri vegna skipa- kaupa Sambands íslenzkra samvinnufélaga og Olíufélagsins, er leiddi til þess, að HÍS lánaði um tíma £ 11.500.00. Það er því trúlegt, að leitað hafi verið vel í gjaldeyrisreikningum félag- anna, en ákærði Vilhjálmur Þór var á þessu tímabili forstjóri Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Þá skal þess getið, að Hið íslenzka steinolíuhlutafélag tók laxveiðiána Langá á Mýrum á leigu árið 1954 og greiddi á því ári og næstu tveimur árum samtals £ 14.000-0-0 í leigu fyrir tímabilið 1954 til 1967. Að vísu var ákærði Haukur að verki, en með heimild stjórnar um að taka ána á leigu, þótt hann minntist ekki að hafa rætt það við stjórnarmenn og viti ekki, hvort þeir hafi haft vitneskju um, að leigan væri greidd í erlendum gjaldeyri. Vorið 1957 fór fram rannsókn á rekstri Hins Íslenzka steinolíu- hlutafélags. Var rannókn þessi gerð að undirlagi ákærða Helga Þorsteinssonar og mun tilefnið hafa verið, að honum hafi blöskr- að fjárbruðl ákærða Hauks Hvannbergs, eftir framburði hans sjálfs að dæma. Þá fyrst fékk Helgi að vita um þá viðskipta- hætti Hins íslenzka steinolíuhlutafélags og Olíufélagsins h.f., sem raktir hafa verið hér að framan og stjórnir félaganna eru sóttar til ábyrgðar á í máli þessu, þ. e. reikning 4138 og tækja- innflutning í nafni varnarliðsins. Ákærði Helgi lét stöðva inn- borganirnar inn á reikning 4138 og virti ákærði Haukur það í heilt ár, en hóf aftur að láta greiða mánaðarlega $ 4000.00 inn á reikninginn sumarið 1958. Var þessu undanskoti hætt, er rann- sóknin hófst, og þeir dollarar, sem undan var skotið árið 1958, að fjárhæð $ 24.000.00, skilað aftur inn á reikning 4137. Var það í janúar 1959. Þá hefur ákærði Helgi skýrt frá því, að hann hafi engu orðið nær um hið rétta eðli innflutningsins í nafni varnarliðsins. Segist hafa trúað þeirri skýringu ákærða Hauks, að Esso Export Corporation ætti tækin, sem inn væru flutt, og $ 4000.00 væru umboðslaun til Esso Export Corporation til að standa straum af eða fyrir að leggja til afgreiðslutæki til varn- arliðsviðskiptanna. Þrátt fyrir þessar upplýsingar ákærða Hauks, sem ákærði Helgi segist hafa trúað, lét hann stöðva innborgan- irnar á reikningi 4138. Ekki fann ákærði Helgi hvöt hjá sér 751 til að segja öðrum stjórnarmönnum frá þessari rannsókn sinni og er óupplýst, hvort hún hafi leitt eitthvað frekar í ljós um- fram það, sem nú hefur verið rakið. Þó fékk ákærði Skúli Thor- arensen veður af rannsókninni, eftir að hún var um garð gengin. Með skírskotun til alls þess, sem rakið er hér að framan, er það með ólíkindum miklum, að stjórnarmenn hafi ekki vitað um þá gildu þætti í rekstri félaganna, sem að ofan greinir og varða undanskot gjaldeyris, innflutning í nafni varnarliðsins, reikninginn 6079 og þau gjaldeyrisvanskil, er af þessu leiddi, sérstaklega þegar horft er til þess, að ætla verður, að hér eigi hlut að máli þaulæfðir og glöggir fésýslumenn, Engu að síður verður að telja, að ekki sé komin fram alveg lögfull sönnun þess, að stjórnarmenn hafi lagt þarna á ráðin eða vitað betur en þeir hafa sjálfir greint frá. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi, að nokkrir stjórnarmenn eiga heima úti á landi og allir höfðu stjórnarmenn að aðalstarfi önnur, umfangsmikil störf. Fundar- gerðabækur beggja félaganna voru kannaðar. Náði könnunin til tímabilsins 1951— 1959. Ekki fannst neitt, er horfði til upplýs- inga í málinu. Stjónarfundir ásamt aðalfundi voru haldnir frá tvisvar til átta sinnum ár hvert. Bæði félögin eru rekin sem hlutafélög, en hlutafélagaforminu fylgir mjög takmörkuð skuldaábyrgð, svo sem kunnugt er. Um ábyrgð og skyldur stjórna í hlutafélagi segir í 32. gr. laga nr. 77/1921 um hlutafélög: „Félagsstjórn fer með málefni félagsins milli hluthafafunda. Hún ræður framkvæmdastjóra, einn eða fleiri, hefur umsjón með rekstri atvinnunnar, gerir reikningsskil og skuldbindur félagið, allt samkvæmt lögum og samþykktum félagsins“. Í samþykktum Olíufélagsins h.f., 18. gr., er talað um, að stjórnin hafi almenna umsjón með rekstri fé- lagsins og fjárhag þess og í 18. gr. samþykkta Hins íslenzka steinolíuhlutafélags segir, að félagsstjórn hafi þau réttindi og skyldur, er íslenzk lög mæla fyrir um. Í 4. mgr. 18. gr. samþykkta Olíufélagsins h.f. er talað um, að framkvæmdastjóri skuli jafnan leita úrskurðar stjórnarinnar um mikilsverð málefni, sem félagið varðar. Í 18. gr. samþykkta Hins íslenzka steinolíuhlutafélags segir, að forstjóri (þ. e. fram- kvæmdastjóri) félagsins sjái um daglegan rekstur félagsins og hafi á hendi allar framkvæmdir fyrir félagið, sem ekki heyra undir félagsfundi eða félagsstjórn samkvæmt Íslenzkum lögum eða samþykktum félagsins. Að dómi ákærða Vilhjálms Þórs, er það hlutverk stjórnar 758 hlutafélags að leggja meginlínur um rekstur félagsins og að dómi ákærða Helga er það hlutverk stjórnarformanns og stjórnar hlutafélags að leggja í megindráttum línurnar um rekstur fé- lagsins. Ekki eigi að ráðast í fjárfestingar eða stærri fram- kvæmdir nema að ráði félagsstjórnar. Stjórnin og formaður eigi að fylgjast með rekstri félagsins, eftir því sem kostur er. Með skírskotun til alls þess, sem nú hefur verið rakið, verður að gera þá kröfu til stjórnarmanna, að þeir afli sér vitneskju um rekstur félaganna í aðaidráttum, sbr. í þessu sambandi dóm Hæstaréttar í XVIII. bindi, bls. 81, andstætt dómi Hæstaréttar í KIX. bindi, bis. 106, en með samanburði á þessum tveim dóm- ura fæst glögg mynd af skoðun Hæstaréttar í þessum sökum, og virðist ákæru vera hagað í samræmi við það. Stjórnarmönnum Hins íslenzka steinolíuhlutafélags og Olíu- félagsins h. f. átti að vera kunnugt um þá viðskiptahætti félap- anna, sem tíðkaðir voru um lengri tíma og að staðaldri. Verður því að telja þá ábyrga jafnframt framkvæmdastjórunum. Fengnir voru tveir menn frá tollendurskoðun og tollgæzlu ríkisins til að yfirfara innflutninginn í nafni varnarliðsins, þeir Sigurjón Ágústsson fulltrúi og Ögmundur Guðmundsson yfirtoll- vörður. Skiluðu þeir skýrslu um athugun sína, dags. 3. septem- ber 1960, þar sem m. a. fylgdi útreikningur á tollverði og að- ílutningsgjöldum, gjöldum af svonefndum bátagjaldeyrisvörum og leyfisgjöldum. Náði könnun þessara manna aftur til ársins 1952. Toilverð þeirra vörusendinga, sem rannsókn þeirra náði til, nam samtals kr. 3.400.309.00, aðflutningsgjöld kr. 1.156.272.00, B-skírteinisgjöld kr. 353.924.00 og leyfisgjöld kr. 13.996.00. Svo sem áður segir, var aðeins ákært út af innflutningi félaganna síðustu tvö árin fyrir upphaf dómsrannsóknar málsins. Verða nú einstakir ákæruliðir kafla þessa athugaðir: 1. Með m.s. Tröllafossi, sem kom til Reykjavíkur 15. desem- ber 1956, kom vörusending frá Ameríku: 1 kassi með svonefnd- um síu-hlutum (filter-parts)., Hlutir þessir voru ætlaðir í benzín- afgreiðslubíla Hins íslenzka steinolíuhlutafélags á Keflavíkur- flugvelli. Verðmæti sendingarinnar var að innkaupsverði $ 435.56. Kom greiðslan fyrir vörukaup þessi af reikningi 4138. Sending þessi kom á farmskirteini, útgefnu í New York 15. nóvember 1961. Var varnarliðið talið viðtakandi vörunnar, og á tollinn- ílutningsskýrslu, sem dagsett er 30. nóvember 1956, eða áður en varan kom til landsins, var varnarliðið talið innflytjandi. 759 Tollinnflutningsskýrsla þessi er vélrituð, án undirskriftar, nema skrifað var nafn Olíufélagsins h.f. Farmskírteinið var stimplað með yfirlýsingu þess efnis, að varan væri innflutt í þágu varnar- liðsins og uppáskrifuð af varnarliðsmanni. Samkvæmt tollseðli, er venju samkvæmt fylgdi vörunni frá Reykjavík til Kefla- víkurflugvallar, var varan sótt til tollgæzlunnar 17. janúar 1957. Til þess að tollgæzlan í Reykjavík sleppti vörunni lausri, þurfti að sýna farmskírteinið með uppáskrift varnarliðsins og tollinn- flutningsskýrsluna. Tollur var enginn greiddur. Samkvæmt mati matsmanna tveggja frá tollendurskoðuninni og tollgæzlunni, sem að framan greinir, nam tollverð vörusendingar þessarar kr. 7.174,00 og aðflutningsgjöld því kr. 2.514.00 og leyfisgjald kr. 64.00. Vara þessi var ekki eign varnarliðsins, heldur eign Hins ís- lenzka steinolíuhlutafélags og greidd af innstæðum félagsins hjá Esso Export Corporation. Viðtakandi vörunnar var Hið íslenzka steinolíuhlutafélag, sem jafnframt var innflytjandi, enda gáfu þar til bærir varnarliðsmenn þá yfirlýsingu fyrir dómi, að þessi félög, Olíufélagið h.f. og Hið íslenzka steinolíuhlutafélag, hefðu ekkert umboð til að gera pantanir í nafni varnarliðsins eða gefa yfirlýsingu í nafni varnarliðsins, en þeir könnuðust ekki við varninginn, sem þessi félög höfðu flutt inn á nafni varnarliðs- ins sem eign varnarliðsins. Höfðu menn þessir verið fengnir til að yfirfara farmskírteinin, sem báru það með sér, að varan hefði verið flutt inn í nafni varnarliðsins, en ætla mátti, að greidd hefði verið af innstæðum félaganna fyrir vestan. Það, sem nú hefur verið sagt, á einnig við liði 224 hér á eftir, og því ekki hirt um að endurtaka þetta, er gerð verður grein fyrir þessum ákæruliðum. Samkvæmt ofanskráðu verður talið sannað, að umrædd vara hafi verið flutt inn í landið í því skyni að sleppa við að greiða lögboðin aðflutningsgjöld af henni og hafi varnarliðið vísvitandi verið ranglega talinn viðtakandi og innflytjandi. 2. Hinn 9. janúar 1957 kom með flugvél frá Ameríku einn kassi með flotum í vatnsskiljur (control valve floats). Viðtak- andi á farmskírteini var talinn varnarliðið og á tollinnflutnings- skýrslu, dags. 24. janúar 1957, var varnarliðið talið innflytjandi. Var skýrsla þessi undirrituð af einum starfsmanni Hins íslenzka steinolíuhlutafélags á Keflavíkurflugvelli. Verðmæti sendingar- innar var $196.67 og kom greiðslan fyrir vöruna af reikningi 760 4138. Tollverðið var metið kr. 3.210.00 og aðflutningsgjöld sam- kvæmt því kr. 1.614.00 og leyfisgjald kr. 20.00. 3. Með m.s. Tröllafossi, sem kom til Reykjavíkur 29. janúar 1957, kom einn kassi með olíuslöngum og stállokum. Á framskír- teini var varnarliðið skráður viðtakandi og á tollinnflutnings- skýrslu, dags. 5.2. 1957, var varnarliðið skráður innflytjandi. Skýrslan var undirrituð af einum starfsmanni Hins íslenzka steinolíuhlutafélags. Verðmæti vörunnar var $591.38, greitt úr reikningi 4138, og tollverðið var talið kr. 9.749.00. Aöflutnings- gjöld samkvæmt því voru talin nema kr. 11.905.00. á. Með flugvél, sem kom frá Ameríku til landsins 12. marz 1957, kom sending, merkt varnarliðinu sem viðtakanda á farm- skírteininu. Í sendingu þessari voru hlutar í benzín- og vatns- skiljur, Verðmæti vörunnar var $137.45 og kom greiðslan af reikningi 4138. Á innflutningsskýrslu, dags. 5. apríl 1957, sem undirrituð er af verkstjóra Hins íslenzka steinolíuhlutafélags á Keflavíkurflugvelli, er varnarliðið talið innflytjandi, og á skýrsl- unni stendur, að varan sé tollfrjáls samkvæmt varnarsamn- ingnum. Starfsmenn tollendurskoðunarinnar mátu sendinguna til toll- verðs á kr. 2255.00. Aðflutningsgjaldið hefði átt að vera kr. 1124.00 og leyfisgjald kr. 15.00. 5. Með ms. Lagarfossi, sem kom til landsins 23. marz 1957, kom sending merkt varnarliðinu á farmskírteini. Var þetta einn kassi, er innihélt koparlokuhluta og bílavarahluta. Verðmæti vörunnar var $ 257.31 og var greitt af reikningi 4138. Á toll- innflutningsskýrslu er varnarliðið skráður innflyjandi. Er skýrsl- an dagsett 10. apríl 1957 og undirrituð af einum starfsmanni Olíufélagsins h.f. Tollverð sendingar þessarar átti að vera kr. 4.240.00 og aðflutningsgjöldin samkvæmt því kr. 5.238.00. Að sögn voru varahlutir þessir fluttir inn vegna benzínaf- greiðslubíla Hins íslenzka steinolíuhlutafélags á Keflavíkur- flugvelli. 6. 15. apríl 1957 kom með flugvél til landsins einn kassi, sem innihélt stálhringi. Á farmskírteini var viðtakandi greindur varn- arliðið. Ekki upplýstist af hvaða viðskiptareikningi félaganna fyrir vestan vara þessi hafði verið greidd. Tollverðið var metið kr. 305.00. Aöðflutningsgjald kr. 100.00 og leyfisgjald kr. 1.00. 761 Á toliinnflutningsskýrslunni var varnarliðið skráður innflytj- andi. Tollinnflutningsskýrslan er dagsett 26. apríl 1957 og undir- rituð af einum verkstjóra Hins íslenzka steinolíuhlutafélags á Keflavíkurflugvelli. Á skýrslunni stendur, að varan sé tollfrjáls samkvæmt varnarsamningi. 7. Með m.s. Goðafossi frá Ameríku 21. júní 1957 kom send- ing, einn kassi, merktur á farmskírteini varnarliðinu sem við- takanda. Í kassanum voru hlutar í áfyllingarbíl, þ. e. vegna ben- sínafgreiðslubíls Hins íslenzka steinolíuhlutafélags á Keflavíkur- flugvelli. Verðmæti sendingarinnar að innkaupsverði nam $227.59 og var greiðslan innt af hendi úr reikningi 4138. Tollverðið hefði átt að nema kr. 3.747.00 og aðflutningsgjald kr. 2.059.00 og leyfis- gjald kr. 35.00. Á tollinnflutningsskýrslu var varnarliðið skráður innflytjandi. Skýrslan er dagsett 21. júní 1957 og er gefin út í nafni varnar- liðsins af einum starfsmanni Olíufélagsins h.f. 8. Með m.s. Tröllafossi, sem kom til landsins 31. ágúst 1957, kom einn kassi, sem á farmskírteini var merktur varnarliðinu sem viðtakanda. Í kassa þessum voru tengihlutar fyrir benzín- afgreiðslubíla Hins íslenzka steinolíuhlutafélags á Keflavíkur- flugvelli. Innkaupsverð nam $344.30. Greiðslan kom af reikn- ingi 4138. Tollverðið hefði átt að vera kr. 5.657.00, aðflutnings- gjalld kr. 3.103.00 og leyfisgjald kr. 53.00. Tollinnflutningsskýrsl- an með sendingu þessari er dagsett 4. október 1957. Þar er skráð, að varnarliðið sé innflytjandi. Skýrslan er óundirrituð. 9. Með m.s. Goðafossi 16. október 1957 kom kassi, sem á farmskírteini var merktur varnarliðinu sem viðtakanda. Í kassa þessum voru hlutar í benzínafgreiðslutæki. Innkaupsverð nam $ 288.26 og var greitt af reikningi 4138. Tollverðið hefði átt að nema kr. 4753.00, aðflutningsgjald kr. 2608.00 og leyfisgjald kr. 45.00. Á tollinnflutningsskýrslunni, sem dagsett er 18.10. 1957, er varnarliðið talið innflytjandi. Skýrslan er gefin út í nafni varnarliðsins og undirrituð af einum starfsmanni Olíufélagsins h.f. og Hins íslenzka steinolíuhlutafélags. 10. Með m.s. Tröllafossi, sem kom til landsins 12. febrúar 1958, kom sending, sem á farmskírteini var merkt varnarliðinu 162 með viðtakanda. Voru þetta 33 kassar af ísvarnarefni og Í51 kassi af bílafrostlegi. Eftir tollseðli að dæma, sem fylgdi vör. unni úr Reykjavík til Keflavíkurflusvallar, hafa kassarnir af ís- varnarefni verið 32 og því virðist einum of mikið í lagt í ákæru að þessu leyti. Innkaupsverð sendingarinnar allrar nam $ 1517.22. Kom greiðslan fyrir sendingu þessa úr hinum almenna reikningi Olíufélagsins h.f. hjá Esso Export Corporation, 6076. Tollverðið hefði átt að vera kr. 29.240.00 og aðflutningsgjöld kr. 51.499.00. Á tollinnflutningsskýrslunni, sem dagsett er 13. febrúar 1958 og gefin er út af Olíufélaginu h.f., er þess getið, að innflytjandinn sé Olíufélagið h.f., en að vörurnar séu fluttar inn fyrir varnar- liðið. Á tollseðli þeim, sem að framan greinir, segir, að varan sé merkt varnarliðinu. Upplýst er, að varan var greidd af Olíufélaginu h.f. og því eign þess, að hún var flutt inn í nafn varnarliðsins, að telja verður til að sleppa við greiðslu aðflutningsgjalda, enda voru engin aðflutningsgjöld greidd. Þá upplýstu fyrirsvarmenn varnar- liðsins, að varnarliðið hefði ekki gert pöntun á þessari vöru- sendingu hjá Olíufélaginu h.f., en þessir fyrirsvarsmenn varnar- liðsins fengu til athugunar öll farmskírteini árin 1952/1958, sem Þóttu athugaverð. 11. Með m.s. Jökulfelli, sem kom til landsins 19. apríl 1958, kom einn kassi, merktur á farmskírteini varnarliðinu sem við- takanda. Í kassa þessum voru koparpíputengingar, ætlaðar í ben- zínafgreiðslubíla Hins íslenzka steinolíuhlutafélags á Keflavíkur- flugvelli. Innkaupsverð vörunnar nam $ 104.76, og var greitt úr reikningi 4138. Tollverðið hefði numið kr. 1.726.00 og aðflutnings- gjald kr. 932.00. Á tollinnflutningsskýrslu, ódagsettri og óundir- ritaðri, er varnarliðið skráður innflytjandi. 12. Með m.s. Jökulfelli í sömu ferð og getur undir lið 9 kom önnur sending, merkt á farmskírteini varnarliðinu sem viðtak- anda. Voru í sendingu þessari 10 kassar og 5 pakkar af olíu- slöngum og einn pakki af töngum. Innkaupsverð nam $ 2984.88 og var greitt úr reikningi 4138. Tollverðið hefði átt að vera kr. 50.661.00 og aðflutningsgjöld 35.771.00. Á tollinnflutningsskýrslu, sem er Ódagsett og óundirrituð, er varnarliðið skráður innflytj- andi. Vara þessi var flutt inn vegna benzínafgreiðslubíla Hins ís- lenzka steinolíuhlutafélags á Keflavíkurflugvelli. 763 13. Með m.s. Tröllafossi 5. maí 1958 komu til landsins 2 kass- ar með bifreiðavarahlutum og olíudæluhlutum. Á farmskírteini var varnarliðið skráður viðtakandi vörunnar. Verðmæti send- ingarinnar að innkaupsverði nam $ 1196.80. Tollverðið hefði orðið kr. 19.687.00, aðflutningsgjöld kr. 12.118.00 og leyfisgjald kr. 172.00. Tollinnflutningsskýrslan er dagsett 4. júní 1958. Er varnar- liðið skráður innflytjandi. Skýrslan er gefin út í nafni varnar- liðsins af einum starfsmanni Olíufélagsins h.f. og Hins íslenzka steinolíuhlutafélags. 14. Með ms. Goðafossi 31. maí 1958 kom til landsins eftir- farandi varningur, sem á farmskírteini var merktur varnarlið- inu: 1 kassi mælar, 2 kassar af hlutum í vatnseimingartæki, 1 tunna af vítissóda, 1 kassi vélahlutar og 1 kassi með plast- málningu og þynni. Innkaupsverð vörunnar nam samtals $ 7.642.69 og voru $ 6.973.14 greiddir af reikningi 4137 og $ 669.55 greiddir af reikningi 4138. Tollverð vörunnar hefði átt að vera kr. 192.- 548.00. Aðflutningsgjöld kr. 45.473.00. Tollinnflutningsskýrslan yfir vörusendingu þessa er dagsett 21. júní 1958. Varnarliðið er talinn innflytjandi. Skýrslan er gefin út í nafni varnarliðsins og undirritar hana starfsmaður Olíufélagsins h.f. Eftir að rannsókn þessi hófst eða í apríl 1959 sótti Olíufé- lagið h.f. um innflutningsleyfi fyrir vatnseimingartæki (þ. e. það, sem nefnt er hér að framan hlutar í vatnseimingartæki (water purification apparatus parts). Var slíkt leyfi veitt og aðflutnings- gjöld greidd í júlí 1959. Þarf ekki að rekja benna hluta málsins nánar, þar sem ákæran nær aðeins til innflutningsins. 15. Með flugvél, sem kom til landsins 16. júní 1958, kom kassi merktur á farmskírteini varnarliðinu sem viðtakanda. í kassa þessum voru kveikjuhlutar, þ. e. varahlutir í benzínaf- greiðslubíla Hins íslenzka steinolíuhlutafélags á Keflavíkurflug- velli. Innkaupsverð nam $103.12. Kom greiðslan af reikningi 4138. Á tollinnflutningsskýrslu er varnarliðið talið innflytjandi. Skýrslan er dagsett 25. júní 1958 og er óundirrituð. Tollverðið hefði átt að vera kr. 2.654.00 og aðflutningsgjöld kr. 2.110.00. Þess skal getið, að í tollverðinu er reiknað með 55% yfirfærslu- gjaldi. 764 16. Með m.s. Tröllafossi 7. júlí 1958 komu 3 kassar, sem á farmskírteini voru merktir varnarliðinu sem viðtakanda. Í köss- um þessum voru hlutar í afgreiðslubyssur og síur. Var varn- ingur þessi fluttur inn vegna viðhalds benzínafgreiðslubíla og benzínafgreiðslu-neðanjarðarkerfis Hins íslenzka steinolíuhluta- félags á Keflavíkurflugvelli. Innkaupsverð nam $379.04 og var bæði greitt af reikningi 4137 og 4138. Tollverðið hefði átt að vera kr. 9.578.00 og aðflutningsgjöld kr. 2278.00, og er þá 55% yfirfærslugjaldið ekki innifalið í tollverðinu. Hefði það numið kr. 3.253.00, Leyfisgjaldið hefði orðið kr. 59.00. Í tollinnflutn- ingsskýrslu, sem dagsett er 14. júlí 1958 og gefin út í nafni Varnarliðsins, er varnarliðið talinn innflytjandi. Skýrsluna undir- ritaði einn starfsmanna Olíufélagsins h.f. 17. Með flugvél, sem kom til landsins í júlí 1958, komu 8 kassar, merktir á farmskírteini varnarliðinu sem viðtakanda. Í kössum þessum voru hlutar í síur. Innkaupsverðið var $ 1560.07 og var greitt bæði úr reikningi 4137 og 4138. Tollverðið hefði átt að vera kr. 39.578.00, aðflutningsgjöld kr. 9.370.00, leyfis- gjald kr. 201.00 og 55% yfirfærslugjald kr. 14.044.00. Tollinn- flutningsskýrslan er dagsett 6. ágúst 1958 og segir bar, að inn- flytjandinn sé varnarliðið. Skýrslan er gefin út af Olíufélaginu h.f. Vara þessi var pöntuð til að nota í benzínafgreiðslubíla Hins íslenzka steinolíuhlutafélags á Keflavíkurflugvelli. 18. Í júlí 1958 kom með flugvél önnur sending af sams konar vöru og getur um í lið 17 hér að framan. Var varan í 2 kössum. Í farmskírteini var varnarliðið skráður viðtakandi. Innkaupsverð nam $502.32. Var það greitt bæði af reikningi 4137 og 4138. Tollverðið hefði numið kr. 12.707.00, aðflutningsgjöld kr. 3.024.00, leyfisgjald kr. 53.00 og 55% yfirfærslugjaldið kr. 4.509.00. Tollinnflutningsskýrslan er dagsett 31. júlí 1958. Á henni er varnarliðið skráður innflytjandi. Olíufélagið hefur gefið út skýrsl- una og tekið fram á henni, að vörurnar eigi að fara til Kefla- víkurflugvallar. 19. Með m.s. Goðafossi, er kom til landsins 18. júlí 1958, kom 1 kassi, sem merktur var á farmskírteini varnarliðinu sem viðtakanda. Í kassa þessum voru járnpíputengingar og hlutar í benzínáfyllingartæki. Innkaupsverð vörunnar var $926.76. Var greitt af reikningi 4138 og 4137. Tollverðið var reiknað úr kr. 165 23.564.00, aðflutningsgjöld kr. 5.568.00, leyfisgjald kr. 150.00 og 55% yfirfærslugjald kr. 8.227.00. Tollinnflutningsskýrslan er dagsett 30. júlí 1958. Er innflytjandinn skráður varnarliðið. Út- gefandi hefur fyrst verið skráður varnarliðið (vélritað), en svo hefur verið skrifað, að Olíufélagið h.f. væri útgefandi. 20. Með flugvél, sem kom til landsins 24. júlí 1958, komu 4 kassar merktir á farmskírteini varnarliðinu sem viðtakanda. Í kössum þessum voru síu-hlutar, sbr. hér að framan liður 17 og 18. Innkaupsverð vörunnar nam $ 1995.99. Var varan greidd bæði af reikningi 4137 og 4138. Tollverðið hefði átt að vera kr. 50.- 341.00. Aðflutningsgjöld kr. 11.921.00. Leyfisgjald kr. 281.00 og 55% yfirfærslugjald kr. 17.863.00. Tollinnflutningsskýrslan er dags. 1. október 1958. Er varnarliðið merktur innflytjandi. Þess er getið, að varan sé tollfrjáls samkvæmt varnarsamningnum. Skýrslan er óundirrituð. 21. Með ms. Tröllafossi 13. ágúst 1958 kom 1 kassi, sem á farmskírteini var merktur varnarliðinu sem móttakanda. Í kassa þessum voru hlífar til að setja á stiga, sem munu notaðir, þegar verið er að dæla eldsneyti á flugvélar (canvas bumpers). Inn- kaupsverð nam $30.00 og var greitt úr reikningi 4138. Tollinn- flutningsskýrslan er gefin út 30. desember 1958, og er hún gefin út af Olíufélaginu h.f. og Olíufélagið h.f. talinn innflytjandi. Tollur var greiddur. Telja verður, að um þennan innflutning gegni sama máli og annan innflutning, sem eins stóð á um og fluttur var inn í nafni varnarliðsins og að framan hefur verið rakinn. Það athugast, að kaupverð vörunnar er greitt af leyni- reikningi Hins Íslenzka steinolíuhlutafélags, 4138, sem var fyrst og fremst stofnaður vegna tækjainnflutnings til Keflavíkurflug- vallar. Telja verður, að greiðsla aðflutningsgjaldsins eigi því rót sína að rekja til þess, að dómsrannsókn málsins var hafin nokkru áður. 22. Með m.s. Reykjafossi 11. nóvember 1958 komu til lands- ins 22 kassar af bifreiðavarahlutum í „Leyland“-bifreiðar, sem Olíufélagið h.f. og Hið íslenzka steinolíhlutafélag nota til flutn- ings á benzíni og olíum á Keflavíkurflugvelli og víðar. Bifreiðir þessar eru enskrar gerðar og varahlutasending þessi því ensk. Á farmskírteini var varnarliðið merktur viðtakandi vörunnar. Pöntun þessi var gerð af verkstjóra Hins íslenzka steinolíuhluta- 166 félags á Keflavíkurflugvelli. Pöntunina sendi hann til skrifstofu félaganna í Reykjavík, sem sá um að senda hana áleiðis til Enpg- lands. Meðal gagna varðandi pöntun þessa var miði, þar sem tekið var fram, að á farmskírteini ætti að skrá varnarliðið sem viðtakanda, en senda frumrit farmskírteinis til skrifstofu Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga, Reykjavík. Reikning yfir pönt- unina átti að stíla á Samband íslenzkra samvinnufélaga, Reykja- vík, en senda pro forma reikning til skrifstofu Sambandsins í Leith, er myndi annast greiðslu. Starfsmenn félaganna, er inntir voru eftir, hverju það sætti, að vara þessi hefði komið inn í nafni varnarliðsins, sögðust ekki vita það. Ákærði Haukur taldi, að um einhver mistök væri að ræða. Svo sem margsinnis hefur verið tekið fram áður, hófst dóms- rannsókn málsins 16. desember 1958. Olíufélagið h.f. sótti um innflutningsleyfi fyrir vörusendingu þessari 12. janúar 1959 og fékk leyfið. Var tollverðið kr. 163.848.00 og aðflutningsgjöld kr. 130.567.00. Var tollurinn greiddur 6. ágúst 1959. Telja verður, að dómsrannsókn hafi ráðið því, að aðflutnings- gjöld voru greidd. Varan var raunverulega komin inn í landið á röngum innflutn- ingspappírum og þar með var lagabrotið fullframið. 23. Með m.s. Fjallfossi, sem kom til landsins í desember 1957, kom 1 kassi með bifreiðavarahlutum. Á farmskírteini var kassi þessi merktur varnarliðinu sem viðtakanda. Varahlutir Þessir voru í Leyland-bíla þá, sem að framan greinir undir lið 22. Um þessa sendingu gegndi nákvæmlega sama máli og sending- una, sem getur undir lið 22. Var þetta smá-sending. Tollverðið var kr. 901.00 og tollurinn kr. 716.00. Var hann greiddur, að fengnu innflutningsleyfi, 18. júní 1959. Vísast að öðru leyti til þess, sem segir í lið 22 hér að framan um refsinæmi innflutn- ings þessa. 24. Gögn málsins geyma upplýsingar um, að ákærði Haukur hati látið Hið íslenzka steinolíuhlutafélag festa kaup á benzín- afgreiðslubíl í Bandaríkjunum sumarið 1958. Var andvirði bif- reiðar þessarar, að fjárhæð $ 10.492.74, greitt af reikningi 4137 í júlí 1958. Ákærði Haukur ritaði fyrir hönd Hins íslenzka stein- olíuhlutafélags bréf til fjármálaráðuneytisins, sem dagsett er 24. júní 1958 og hljóðar svo: „Vér viljum hér með staðfesta samtal það, er hr. Haukur 167 Hvannberg hefur átt við hr. ráðuneytisstjóra Sigtrygg Klemens- son í dag. Eins og fram kom í ofangreindu samtali, hafa ýms flugfélög í hyggju að fljúga nýrri gerð flugvéla, þrýstiloftsflugvéla, um Keflavíkurflugvöll í sumar. Flugvélar þessar eru af nýrri gerð, sem áður er óreynd, og er ætlunin að nota Keflavíkurflugvöll sem millilendingarstað í fyrstu. Áætlað er, að flugvélar þessar hafi til að byrja með aðeins lendingar hér í 1—1% ár, meðan á reynslutíma stendur. Til þess að hægt sé að afgreiða eldsneyti til þessara flugvéla, er nauðsynlegt að flytja inn sérstök afgreiðslutæki. Umboðs- menn vorir í New York, Esso Export Corporation, hafa fallizt á að lána oss þessi tæki um ofangreint tímabil, þar sem vér höfum ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að eignast þau sjálfir. Það skal tekið fram, að allar greiðslur í sambandi við þessar afgreiðslur greiðast í dollurum, svo sem andvirði eldsneytis, áfallinn kostnaður svo og tollar og flugvallarskattur og önnur tilfallandi gjöld. Vér viljum hér með óska umsagnar hátivirts ; ráðuneytis um, hvort oss er heimilt að taka við tækjunum að láni og hvernig innflutningi á þeim skal hagað. Eins og áður um getur, er ætl- unin að hafa þessi tæki að láni, meðan á reynsluflugi stendur og skila þeim síðan til New York.“ Undanfari bréfs þessa var sá, að ákærði Haukur átti viðræður við Esso Export Corporation í júní 1958 um nauðsyn þess að fá tæki til Keflavíkurflugvallar til afgreiðslu á þotueldsneyti. Virtist tæki þetta þurfa að vera komið til landsins fyrir júlí 1958, en í júlí var búizt við, að þoturnar byrjuðu að lenda á Keflavíkurflugvelli. Af bréfi, dags. 4. júní 1958, frá Esso Export Corporation til Hins íslenzka steinolíuhlutafélags, kemur fram, að Esso Export Corporation hafi með aðstoð Esso Standard Oil fest kaup á af- greiðslubifreið í þessu skyni. er tæki 2800 gallon. Jafnframt var tekið fram, að í samræmi við fyrri umræður myndi kostnaður vegna bifreiðarkaupa þessara skuldfærður á viðskiptareikningi Hins íslenzka steinolíuhlutafélags, 4137, og var það gert í júlí 1958, eins og fyrr greinir. Fjármálaráðuneytið svaraði fyrrgreindu bréfi Hins íslenzka steinolíuhlutafélags með bréfi, dags. 3. júlí 1958: „Með bréfi, dags. 24. f. m., spyrjist þér fyrir um tollmeðferð afgreiðslutækja, sem umboðsmaður yðar í New York, Esso Ex- 168 port Corporation, ætlar að lána yður vegna komu þrýstilofts- flugvéla af nýrri gerð, þar sem ætlunin er að nota eigi Kefla- víkurflugvöll sem millilendingarstað, meðan á reynslu bessara véla stendur í 1—1% ár. Lagaheimild brestur til að sleppa þessum afgreiðslutækjum við aðflutningsgjöld. Hins vegar fellst ráðuneytið á það með hliðsjón af ákvæðum þrliðs 3. gr. tollskrárlaga, að þau gjöld, sem miðuð eru við verðmæti, þ. e. verðtollur, tollstöðva- og byggingasjóðsgjald, söluskattur og yfirfærslugjald, verði aðeins tekin af leigu tækjanna og yfirfærslugjald því aðeins, að gleigan sé greidd. Séu tækin lánuð endurgjaldslaust, verður leigan metin til tolls, og er þess óskað, að þér látið tollyfirvöldunum í té þær upplýsingar, sem þau kunna að óska eftir í sambandi við mats- gerðina. Skilyrði fyrir þessari ívilnun í gjöldum er, að tækin verði flutt út þegar að reynslutímanum loknum og í síðasta lagi inn- an 1% árs frá innflutningsdegi.“ Hið íslenzka steinolíuhlutafélag sótti síðan um innflutnings- leyfi fyrir bifreiðinni og fékk það í samræmi við framangreint bréf ráðuneytisins. Bíllinn kom til landsins 7. júlí 1958. Í toll- innflutningsskýrslu, sem Olíufélagið h.f. gaf út og dagsett er 14. júlí 1958, er leigan tilgreind $ 2.000.00. Aðflutningsgjöldin voru reiknuð út í samræmi við það og námu kr. 22.854.00. Síðar eða 19. marz 1959 sótti Olíufélagið h.f. um innflutn- ingsleyfi fyrir bifreiðinni, þar sem það var látið heita, að félagið vegna breyttra afgreiðsluhátta hefði Þörf fyrir að kaupa bif- reiðina. Leyfið fékkst og námu aðflutningsgjöldin kr. 80.891.00. Áður hefur verið skýrt frá því, að meðal gagna dómsins sé yfirlýsing frá Esso Export Corporation um, að fyrirtækið eigi ekki og hafi aldrei átt eignir á Íslandi. Ákærði Haukur hélt hins vegar fast við það fyrir dómi, að bifreiðin hefði upphaflega verið fengin að láni, og er honum var bent á í Þinghaldi 7. desem- ber 1959, að bifreiðin hefði verið greidd af innstæðu Hins ís- lenzka steinolíuhlutafélags hjá Esso Export Corporation, taldi hann sig ekki hafa vitað það, fyrr en dómurinn benti honum á það. Með skírskotun til alls þess, sem rakið er hér að framan, telur dómurinn nægilega sannað, að ákærði Haukkur hafi með bréfi sínu til fjármálaráðuneytisins, dags. 24. júní 1948, skýrt rang- lega frá því, að benzínafgreiðslubíllinn væri fenginn að láni, 769 svo og að hann hafi látið tilgreina ranglega í tollinnflutnings- skýrslunni frá 14. júlí 1958, að leigugjaldið væri $ 2.000.00. Athafnir þær, sem taldar eru upp í lið 1—23 hér að framan varða allar við 146. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr. 38. gr. laga nr. 68/1956 um tollheimtu og tolleftirlit, og með skírskotun til þess, sem segir í inngangi að þessum kafla um innflutninginn, bera þessir ákærðu ábyrgð á brotum þessum Haukur, Jóhann Gunnar, Helgi, Skúli, Ástþór, Jakob og Karvel. Að því er tekur til þess, sem greinir frá í lið 24 hér að fram- an, ber ákærði Haukur í samræmi við ákæru einn ábyrgð á því athæfi og varðar þetta hann refsingu samkvæmt 146. gr. hegningarlaga og 1. mgr. 38. gr. laga nr. 68/1956. VIII. Brot varðandi gjaldeyrisskil, Augljós er þjóðfélagsleg nauðsyn þess, að erlendum gjald- eyri, sem aflað er, sé skilað gjaldeyrisbönkunum til ráðstöfun- ar, enda hefur löggjafinn látið sig miklu varða, að staðið sé skíl á gjaldeyri og bindur þá ekki kröfuna um gjaldeyrisskil við þann gjaldeyri, sem inn kemur fyrir seldar útflutningsaf- urðir og þjónustu einvörðungu, heldur gerir mun rýmri kröfur. Vanræksla á að gera skil á gjaldeyri, sem aflað hefur verið, er ástandsbrot. Almannavaldið hefur áframhaldandi hagsmuna að gæta, að skyldunni til að gera skil sé fullnægt. Þetta leiðir til þess, að slíkt brot getur ekki byrjað að fyrnast fyrr en full- nægt sé skyldunni með því að gera skilagrein til gjaldeyriseftir- litsins fyrir gjaldeyrinum. Brotið er því fólgið í því, að ekki er skilað þeim gjaldeyri, sem aflað er, eða gerð rétt grein fyrir honum á annan hátt. Hið íslenzka steinolíuhlutafélag hefur gert gjaldeyrisskil einu sinni á ári og Olíufélagið h.f. ársfjórðungslega. Um hver ára- mót voru þessar skýrslur Olíufélagsins h.f. teknar saman og gerð grein fyrir þeim til gjaldeyriseftirlitsins ásamt greinargerð- inni fyrir tekjum Hins íslenzka steinolíuhlutafélags. Voru skýrslur þessar á sama blaðinu og ekki sundurgreint, hvað væri tekjur Olíufélagsins h.f. og hvað tekjur Hins íslenzka steinolíuhlutafé- lags af viðskiptunum við varnarliðið, heldur allt saman gert upp undir heitinu: Sala (og afgreiðslulaun) á Keflavíkurflugvelli. Sýnir þetta eitt með öðru, hversu nátengd félögin voru um allt samstarf, Gjaldeyrisskilalega séð voru þau eitt og hið sama í þessum árlegu skýrslum til gjaldeyriseftirlitsins. 49 710 Skýrslan til gjaldeyriseftirlitsins var þeirra eigið uppgjör. Gögn fylgdu yfir allar ráðstafanir, sem félögin gerðu á gjald- eyrinum. Yfirlit um inn- og útborganir fylgdu uppgjörunum, þ. e. yfir þá reikninga, sem á annað borð voru sýndir gjald- eyriseftirlitinu. Á stundum voru þessir yfirlit (“statement'") að- eins vélrituð blöð og látið þá heita, að félögin mættu ekki sjá af frumyfirlitum, að sögn forstöðumanns gjaldeyriseftirlitsins. Einnig kom fyrir, að gjaldeyriseftirlitið fékk alls ekki að sjá yfirlit. Fyrir árið 1957 höfðu félögin almennt leyfi til kaupa á þeim vörum, sem voru á frílista, þ. e. án sérstaks leyfis innflutnings- skrifstofunnar, en með samþykki bankanna. Varningur, sem fluttur var inn í nafni varnarliðsins, hvort sem um olíuvörur eða annað var að ræða, var fluttur inn án innflutningsleyfa. Frá ársbyrjun 1957 þurftu félögin að fá leyfi innflutningsskrifstof- unnar fyrir hverri ráðstöfun á gjaldeyri. Hið íslenzka steinolíuhlutafélag gerði sérstök skil á gjaldeyris- tekjum af viðskiptum við aðra en varnarliðið. Var um að ræða einstaklinga í liði Bandaríkjanna hér. Tekjur af farþegafluginu voru sameinaðar tekjum vegna varn- arliðsins og gerðar upp með þeim. Verða nú einstakir ákæruliðir kafla þessa athugaðir: A. 1. Áður hefur verið greint frá birgðareikningi Olíufélagsins h.f. hjá Esso Export Corporation, merktur 6079. Fyrirsvarsmenn Olíufélagsins h.f. töldu, að eftir mitt ár 1955 hefði Esso Export Corporation átt olíubirgðirnar, sem Olíufélagið h.f. flutti inn og ætlaðar voru varnarliðinu. Var það ákærði Haukur, sem stað- hæfði þetta. Formaður stjórnarinnar, ákærði Helgi Þorsteinsson, taldi og hið sama, en bar ákærða Hauk fyrir sig. Ákærði Jóhann Gunnar Stefánsson skýrði hins vegar frá því, að sá háttur hafi verið á hafður um sölu olíuvara til varnarliðsins, að Esso Export Corporation láni Olíufélaginu h.f. andvirði olíuvörunnar, sem inn er flutt vegna varnarliðsins, en síðan borgar Olíufélagið h.f. Esso Export Corporation fyrir olíuvöruna með því að senda Esso Export Corporation reikninga yfir sölurnar til varnarliðsins. Olíuna kvað hann flutta inn á ábyrgð Olíufélagsins h.f. Í mál- inu kom fram yfirlýsing frá einum af forráðamönnum Esso Ex- port Corporation þess efnis, að Esso Export Corporation ætti ekki og hefði ekki átt neinar eignir á Íslandi. Það hefur þegar "A verið skýrt frá því, að nú sé sá háttur hafður á að bóka birgð- irnar eign Olíufélagsins h.f. Dómurinn telur nægilega upplýst, að Olíufélagið hafi átt birgð- irnar allan þann tíma, sem reikningur nr. 6079 var við lýði. Upplýst er, að gjaldeyriseftirlitinu var ekki gerð grein fyrir þeim gjaldeyrisviðskiptum, sem getið var á reikningnum, að fjárhæð $13.029.730.04, að frádregnum $351.558.53, sem var innstæða á reikningnum, er reikningi þessum var lokað 30. júní 1959, það er að segja viðskiptum, sem námu að fjárhæð $12.678.171.51. Hafa ákærðu Haukur og Jóhann Gunnar með þessu athæfi gerzt brotlegir við 2. mgr. 4. gr. laga nr. 88/1953 um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála, fjárfestingarmála o. fl., sbr. nú 4. gr., sbr. 12. gr. laga nr. 30/1960 um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála o. fl. og 15. gr., sbr. 27. gr. reglugerðar nr. 212/ 1953, sbr. nú 17. gr, sbr. 24. gr. reglugerðar nr. 79/1960 um sama efni, og með skírskotun til þess, sem segir í kafla VII hér að framan um ábyrgð stjórnar verður að telja, að ákærðu Helgi Þorsteinsson, Skúli Thorarensen, Ástþór Matthíasson, Jakob Frí- mannsson og Karvel Ögmundsson hafi gerzt brotlegir við sömu lagaákvæði og meðákærðu Haukur Hvannberg og Jóhann Gunnar. 2. Viðskiptareikningur Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá Esso Export Corporation, nr. 4137, var eins og áður segir al- mennur innheimtu-reikningur. Inn á reikning þenna komu árlega mest um 5.5 millj. dollara og minnst um 1.8 millj. dollara tíma- bilið 1952 til 1958. Staðið var skil á langmestum hluta þessara tekna til gjaldeyriseftirlitsins með framvísun reiknings 6076, svo sem fyrr greinir. Eins og ákæran ber með sér, er sótt til sakar vegna vanskila á $409.748.10 fyrir öll árin 1952 til 1958. Við munnlegan flutning málsins lækkaði sækjandi fjárhæðina niður í $291.202.97. Mun þessi breyting stafa af því, að þess hafi ekki verið gætt að taka tillit til greinargerða Hins íslenzka steinolíuhlutafélags um ráðstafanir á gjaldeyri, en eins og fyrr segir voru gerð árleg skil á hluta gjaldeyristekna Hins íslenzka steinolíuhlutafélags. Það hefur ekki verið tekið tillit til ráðstaf- ana félagsins árin 1952— 1958 á gjaldeyri, sem nemur samtals $118.545.13, Stór hluti þessa gjaldeyris, er eigi voru gerð skil á samkvæmt framansögðu, er það, sem rann árlega inn á reikn- ing 4138. Þá kemur og til sá hluti, sem rann inn á reikning Hins ís- lenzka steinolíuhlutafélags hjá skrifstofu Sambands íslenzkra 712 samvinnufélaga í New York. Þá er einnig innifalið í þessu ýmsar greiðslur aðrar, svo sem ferðakostnaður ýmissa, þar með taldir ákærði Haukur og ákærði Helgi Þorsteinsson, tryggingargreiðsl- ur o. fl. Svo sem áður segir, var gjaldeyriseftirlitinu aldrei sýndur reikningur 4137 og hafði Hið Íslenzka steinolíuhlutafélag ærna ástæðu til að koma í veg fyrir, að gjaldeyriseftirlitið fengi að sjá reikninginn, Með framangreindu athæfi þykja ákærðu Haukur, Jóhann Gunnar, Skúli Thorarensen, Jakob Frímannsson, Ástþór Matthías- son, Karvel Ögmundsson og ákærði Helgi Þorsteinsson, að því er varðar vanskil eftir 2. júní 1955, er hann kom í stjórnina, hafa brotið gegn 4. gr., sbr. 11. gr. laga nr. 88/1953, sbr. nú 4. gr., sbr. 12. gr. laga nr. 30/1960 og 15. gr., sbr. 27. gr. reglu- gerðar nr. 212/1953, sbr. nú 17. gr., sbr. 24. gr. reglugerðar nr. 79/1960. 3. Áður hefur verið gerð grein fyrir hlutverki viðskiptareikn- ings Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá British Mexican Pet- roleum Company Ltd., London. Gjaldeyrisskil yfir reikning þenna voru alls ekki gerð. Tekjurnar, sem inn á reikning þenna runnu, voru sem hér segir, og er þá byggt á skýrslu endurskoðandans: Í ársbyrjun 1954 var innstæðan ..... £ 18.775-01-10 Fært til tekna 1954—1958 .......... £ 9.168-08—-02 Samtals £ 27.943-10-00 Landsbanka Íslands voru afhent 14 1954 £ 10.450-00-00 Vanskil nema því samtals .......... £ 17.493-10-00 Samkvæmt þessu hafa ekki verið gerð skil fyrir nefndri fjár- hæð, £ 17.493-10-00. Segja má, að ákærði Haukur Hvannberg beri fyrst og fremst ábyrgð á þessum vanskilum, þar sem um er að ræða reikning Hins íslenzka steinolíuhlutafélags, en með skírskotun til þess, sem áður segir um hin nánu tengsl félaganna, ábyrgð stjórnar á meginþáttum í rekstri félaganna og að ákærði Jóhann Gunnar var prókúruhafi fyrir Hið íslenzka steinolíuhlutafélag, og þar af leiðandi hlaut að vita um reikning þenna, þykja ákærðu Hauk- ur, Jóhann Gunnar, Skúli, Ástþór, Jakob og Karvel hafa brotið 713 gegn 4. gr., sbr. 11. gr. laga nr, 88/1953, sbr. 4. gr., sbr. 12. gr. laga nr. 30/1960 og 15. gr., sbr. 27. gr, reglugerðar nr. 212/ 1953, sbr. nú 17. gr., sbr. 24. gr. reglugerðar nr. 79/1960. Ákærði Helgi Þorsteinsson þykir hafa brotið nefnd lagaákvæði, að því er tekur til vanskila eftir 2. júní 1955. Nema þessi vanskil, eftir að ákærði Helgi kom inn í stjórnina, um £ 800-0-0 til 900-0-0. 4. Hið íslenzka steinolíuhlutafélag á viðskiptareikning hjá fyrirtækinu Esso Export Ltd., London, svo sem áður hefur verið gerð grein fyrir. Af skýrslu endurskoðandans verður ráðið, að gjaldeyrisskil voru eigi gerð um viðskipti Hins íslenzka steinolíu- hlutafélags við Esso Export Ltd. Frá því að reikningurinn var opnaður 1. september 1954 til ársloka 1958 komu inn á reikning- inn fyrir umboðslaun af olíu og fyrir olíusölur alls £ 74.792-09-05. Af þessari fjárhæð var skilað í Landsbanka Íslands £ 66.586—05-01. Ennfremur var Esso Export Ltd. greidd umboðslaun, að fjárhæð £ 672—-15-09. Vanskilin námu því samkvæmt þessu £ 7.533-08-07. Með skírskotun til þess, sem segir undir lið 3 hér að framan um ábyrgð ákærðu Hauks, Jóhanns Gunnars, Skúla, Ástþórs, Jakobs, Karvels og Helga þykja þeir hafa brotið gegn 4. gr., sbr. 11. gr. laga nr, 88/1953, sbr. nú 4. gr., sbr. 12. gr. laga nr. 30/1960, og 15. gr., sbr. 27. gr. reglugerðar nr. 212/1953, sbr. nú 17. gr., sbr. 24. gr, reglugerðar nr. 79/1960. 5. Áður hefur verið gerð grein fyrir viðskiptareikningi Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá Esso Petroleum Company Ltd., London, og þeim tekjum, sem inn á reikninginn komu. Gjald- eyriseftirlitinu voru gerð skil um reikning þenna. Samkvæmt skýrslu endurskoðandans hefur þó verið vanrækt að gera skil fyrir hluta af gjaldeyristekjum: Árin 1954—1958 taldi Hið ís- lenzka steinolíuhlutafélag tekjur af eldsneyti til þessara aðilja: Swissair, Air France og Royal Canadian Air Force vera £ 15.339 -08—07, en voru í raun og veru yfir sama tímabil £ 19.479-12-00. Vanskilin nema því £ 4.140-03-05. Með skírskotun til þess, sem áður segir um ábyrgð ákærðu Hauks, Jóhanns Gunnars, Helga, Skúla, Ástþórs, Jakobs og Kar- vels þykja nefndir menn með framangreindum vanskilum hafa brotið gegn 4. gr., sbr. 11. gr. laga nr. 88/1953, sbr. nú 4. gr., sbr. 12. gr. laga nr. 30/1960, og 15. gr., sbr. 27. gr. reglugerðar nr. 212/1953, sbr. nú 17. gr., sbr. 24. gr. reglugerðar nr. 79/1960. 74 B. Í og 2. Áður hefur verið gerð grein fyrir hlutverki við- skiptareiknings 6078, svonefnds geymaleigureiknings Olíufélags- ins h. f. hjá Esso Export Corporation. Undir rekstri málsins var gerð húsleit í skrifstofum Hins íslenzka steinolíuhlutafélags og Olíufélagsins h.f. að gögnum, er mættu verða til upplýsingar í málinu. Lagt var hald á mikinn fjölda skjala. M. a. fannst bar yfirlit um reikning Olíufélagsins h.f. hjá skrifstofu Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga í New York svo og ýms gögn varðandi reikninginn. Hefur áður verið gerð grein fyrir þessum reikningi. Með bréfi, dags. 16. september 1954, bað ákærði Jóhann Gunnar Esso Export Corporation um að greiða inn á reikning Olíufé- lagsins h.f. hjá skrifstofu Sambandsins í New York $ 145.000.00 af geymaleigureikningnum 6078. Stóðu þá inni á reikningnum $ 146.284.07. Geymaleigureikningurinn og reikningur Olíufélagsins h.f. hjá skrifstofu Sambandsins í New York bera með sér, að þetta hafi verið gert. Reikningur 6078 er skuldfærður í september 1954 um þessa 145 þúsund dollara og 1. október 1954 er reikning- urinn hjá skrifstofu Sambandsins í New York eignfærður um þessa sömu fjárhæð. Ákærði Jóhann Gunnar skýrði frá því, að ákærði Vilhjálmur Þór hafi nokkru áður en þetta varð beðið sig að sjá um, að $145.000.00 væru færðir frá Esso Export Cor- Þoration til skrifstofu Sambandsins í New York. Hafi hann gert þetta með bréfinu, sem að ofan getur. Ákærði Jóhann Gunnar kvaðst hafa vitað það, að þessi ráðstöfun hafi staðið í sambandi við einhvern innflutning á vegum Sambandsins. Er ákærði Vil- hjálmur Þór var í fyrstu inntur eftir þesum $ 145.000.00 í þing- haldi, kannaðist hann ekki við ráðstöfunina á þessum $ 145.000.00. Eftir að ákærða Vilhjálmi Þór hafði verið kynntur framburð- ur ákærða Jóhanns Gunnars, eins og að ofan greinir, kvað hann sig ráma í, að hann hefði spurt ákærða Jóhann Gunnar, hvort Olíufélagið h.f. hefði ekki lausa peninga fyrir vestan, sem það gæti séð af til bráðabirgða og út af þessu hafi komið, að Olíu- félagið h.f. lét færa þessa $ 145.000.00 af innstæðu sinni fyrir vestan og leggja inn á reikning sinn hjá Sambandinu í New York. Sagði ákærði Vilhjálmur Þór, að með þessari ráðstöfun hafi vakað fyrir sér að halda almennum vörukaupum og inn- flutningi til Íslands að vestan eðlilegum, en á þessum tíma ársins, þ. e. haustið, væri mikil þörf fyrir kornvörur, fóðurbæti og = 115 aðrar venjulegar vörur. Viðurkennt var af ákærða Vilhjálmi Þór, að ekki hefði verið sótt um leyfi íslenzkra gjaldeyrisyfir- valda um ráðstöfunina. Sagði ákærði Vilhjálmur Þór það ætlun sína, að þessi ráðstöfun væri aðeins bráðabirgðaráðstöfun til nokkurra vikna eða mánaða og síðan yrðu peningarnir fluttir heim. Ákærði Vilhjálmur Þór bar þessa ráðstöfun ekki undir sam- stjórnarmenn sína hjá Olíufélaginu h.f. Það hefur að vísu ekki þýðingu, er meta skal, hvort ráðstöf- unin á $145.000.00 hafi verið brot á gjaldeyrislögunum eða ekki, í hvaða skyni ráðstöfunin var gerð. Rannsóknin beindist lítillega að þessu og kom fram í framburði framkvæmdarstjóra véladeildar Sambandsins, að hann hafi, er það varð ljóst árið 1954, að til stæði að rýmka um bifreiðainnflutninginn til lands- ins, ákveðið, til að örva sölu á þeim bifreiðum, sem Samband- ið hefur umboð fyrir, að fá lánsfé til kaupa á bílum, með það fyrir augum að geta veitt væntanlegum kaupendum lán til allt að 18 mánaða. Ræddi framkvæmdastjórinn þessa hugmynd sína við ákærða Vilhjálm Þór, forstjóra Sambands íslenzkra samvinnufélaga, er féllst á hugmyndina og útvegaði lánið. Ekki vissi framkvæmdastjórinn, hversu hátt lánið var né tilhögun þess var að öðru leyti, né hvar það var fengið. Hann minntist þess, að ákærði Jóhann Gunnar hefði eitt sinn sagt sér, að Sam- bandið hefði fengið lán hjá Olíufélaginu h.f. til bifreiðakaupa. Framkvæmdastjórinn hóf síðan bifreiðainnflutninginn, án þess að fyrir lægju gjaldeyris- og innflutningsleyfi. Sá skrifstofa Sam- bandsins í New York um að greiða bílana, a.m.k. þá, sem keyptir voru í Ameríku. Ákærða Vilhjálm Þór rámaði í, að hann hefði útvegað lán í Þessu skyni, en mundi annars ekki neitt nánar um það. Áður er greint frá því, sem ákærði Jóhann Gunnar hefur borið um þetta. Ekkert hefur komið fram í málinu um, að ákærði Haukur Hvannberg hafi átt hér hlut að máli, enda hefur hann neitað því. Það er upplýst, að ákærði Haukur er ekki á landinu, þegar bréfið til Esso Export Corporation frá 16. september 1954 er ritað, sbr. hér að framan. Starfsmaður í skrifstofu Sambandsins í New York var yfir- heyrður um þessa 145 þúsund dollara. Mundi hann, að þessir 145 þúsund dollarar voru lagðir inn í reikning Sambands ís lenzkra samvinnufélaga hjá First National City Bank í New York. Hann mundi og, að um þessar mundir, haustið 1954, jukust 716 bifreiðakaup Sambandsins stórlega. Greiðsla fyrir bílana kom af innstæðu Sambandsins hjá fyrrnefndum banka. Ráðstöfunin á $ 145.000.00, án samþykkis gjaldeyrisyfirvalda, leiddi til þess, að vanrækt var að gera gjaldeyrisyfirvöldum skil á þessari fjárhæð. Varðar þessi háttsemi við 4. gr., sbr. 11. gr. laga nr. 88/1953, sbr. nú 4. gr., sbr. 12. gr. laga nr. 30/1960 og 15. gr., sbr. 27. gr. reglugerðar nr. 212/1953, sbr. nú 17. gr., sbr. 24. gr reglugerðar nr. 79/1960. Eins og rakið hefur verið hér að framan, er ljóst, að ákærðu Vilhjálmur Þór og Jóhann Gunnar bera ábyrgð á því, að þess- um $145.000.00 var ráðstafað ólöglega. Ósannað er, að ákærði Haukur hafi verið þar beinn þátttak- andi. en þar sem hér er um að ræða ástandsbrot, Hið íslenzka steinolíuhlutafélag annaðist dollaraviðskiptin svokölluðu, ákærði Haukur er prókúruhafi fyrir Olíufélagið h.f., í hans hlut kom að gera grein fyrir þessari ráðstöfun síðar og vegna hina nánu tengsla félaganna, ber hann einnig ábyrgð á, að vanrækt var að gera gjaldeyriseftirlitinu grein fyrir þessum $ 145.000.00, enda var ákærði Haukur mjög handgenginn gjaldeyrisreikningum félaganna, bæði reikningi Olíufélagsins hjá skrifstofu Sambands- ins í New York og geymaleigureikningum, sem og öðrum reikn- ingum. Ákærði Haukur hefur því gerzt brotlegur við sömu laga- og reglugerðarákvæði og ákærðu Vilhjálmur Þór og Jóhann Gunnar. Vert er að vekja athygli á, að ákærðu Jóhann Gunnar og Hauk- ur voru undirmenn ákærða Vilhjálms Þór og því sökin þyngst hjá ákærða Vilhjálmi Þór að þessu leyti. Svo sem áður greinir, lét ákærði Vilhjálmur Þór af formennsku- störfum í stjórn Olíufélagsins h.f. um áramótin 1954/1955. Þá gerðist hann einn af bankastjórum Landsbanka Íslands og jafn- framt sem slíkur einn af yfirmönnum gjaldeyriseftirlitsins, sem er í höndum bankans. Áður hefur verið skýrt frá því, að gjaldeyriseftirlitið hafi ekki komizt að því fyrr en á árinu 1955, að Olíufélagið h.f. ætti geym- ana í Hvalfirði og hefði gjaldeyristekjur af þeim. Ekki mundu forstöðumenn eftirlitsins, hvernig þeím barst vitneskja um geymaleigutekjurnar. Er eftirlitið kallaði eftir skilagrein, reit ákærði Haukur í nafni Olíufélagsins h.f. gjaldeyriseftirlitinu bréf, sem dagsett er 28. október 1955. Bréfinu fylgdi vélritað yfirlit um tekjur og gjöld vegna geyma- 7 leigunnar í Hvalfirði, samandregið, en frum-yfirlit yfir reikning 6078 fylgdi ekki. Í bréfinu segir m. a. á þessa leið: „Þá hafa oss ekki verið færðir til tekna hjá Esso Export Corporation $ 145.000.00, en þá upphæð fáum vér í reikning þennan strax og olíugeymarnir í Hvalfirði hafa verið afhentir til afnota, sem væntanlega verður í lok þessa árs eða byrjun ársins 1956. Um- rædda $ 145.000.00 höfum vér hins vegar fært sem tekjur í bók- haldi voru.“ Ákærði Haukur segist ekki hafa haft hugmynd um ráðstöfun- ina á þessum $ 145.000.00, eins og fyrr getur, og hafi hann ekki fengið vitneskju um þetta fyrr en eftir að hann reit bréfið til gjaldeyriseftirlitsins. Síðar á árinu 1953, er hann komst að hinu sanna, kveðst hann hafa gengið fram í því að innheimta doll- arana hjá Sambandinu. Ekki sá ákærði Haukur ástæðu til að leiðrétta bréfið til gjaldeyriseftirlitsins, eftir að hann þóttist hafa komizt að hinu sanna. Ekki mundi ákærði Haukur hvernig hann fékk vitneskju um ráðstöfunina á þessum 145 þúsund doll- urum. Fins og áður er skýrt frá, er það komið fram í málinu, að þegar í september 1954 hafi verið ráðstafað þessum 145 þúsund dollurum. Það er útilokað, að ákærði Haukur Hvannbergi hafi ekki vitað um þessa ráðstöfun, a.m.k. hlýtur hann að hafa vitað um hana, er hann reit bréfið til gjaldeyriseftirlitsins. Ástæðan til þess, að hann reit bréfið, var einfaldlega sú, að gjaldeyris- eftirlitið kallaði eftir skilagrein yfir geymaleigutekjurnar. Þá hafði verið ráðstafað þessum $ 145.000.00, án leyfis gjald- eyrisyfirvalda, og þar sem Sambandið hafði ekki endurgreitt lánið, var ekki hægt að gefa rétta skýrslu um gjaldeyristekj- urnar. Ákærði Haukur gat ekki látið ganga frá uppgjöri til gjaldeyriseftirlitsins öðruvísi en að stuðzt væri við yfirlit um inn- og útborganir, og yfirlitið bar það glögglega með sér, að $ 145.000.00 höfðu verið skuldfærðar á reikningnum. Ákærða Hauki hlaut því að vera ljóst, áður en hann reit bréfið, að búið var að greiða Olíufélaginu h.f. þessa $ 145.000.00, sem hann sagði gjaldeyriseftirlitinu að væru ógreiddir. Ákærði Haukur hefur því gefið vísvitandi ranga skýrslu til opinbers stjórnvalds. Ákærði Haukur hefur því með háttsemi þeirri, sem nú hefur verið lýst, gerzt brotlegur við 146. gr. almennra hegningarlaga. Sambandið endurgreiddi Olíufélaginu h.f. þessa $ 145.000.00 í þrennu lagi árið 1956, sem hér segir: 3. apríl $ 40.000.00, 24. ágúst $ 40.000.00 og 21. desember $ 65.000.00. Með bréfi Olíu- 718 félagsins h.f., dags. 25. febrúar 1957, undirritað af ákærða Hauki Hvannberg, var gjaldeyrisettirlitinu gerð grein fyrir því, að $145.000.00 hefðu verið innborgaðir og var vitnað í bréfið frá 28/10 1955. Þegar ákærði Vilhjálmur Þór hvarf úr starfi sem formaður stjórnar Olíufélagsins h.f., virðist hann ekki hafa gert neinar ráðstafanir til þess, að Samband íslenzkra samvinnufélaga endur- greiddi dollaralánið, svo að unnt væri fyrir Olíufélagið h.f. að gera skil að þessu leyti. Þótt ákærði Vilhjálmur Þór hverfi úr stjórn Olíufélagsins h.f., helzt skilaskyldan og því stendur brotið áfram. Það getur því ekki leyst hann undan refsiábyrgð á broti þessu, að hann hvarf úr stjórn félagsins um áramótin 1954/1955. Forráðamenn Olíufélagsins h.f. og Hins íslenzka steinolíuhluta- félags virðast ekki fá áhuga á að krefja Samband íslenzkra sam- vinnufélaga um endurgreiðslu á láninu fyrr en eftir að gjaldeyris- eftirlitið fékk veður af seymaleigutekjunum og krafði um skil. Þess vegna varð að vinna frest, meðan verið væri að fá lánið endurgreitt og varð því að gefa ranga skýrslu til gjaldeyris- eftirlitsins í þessu skyni. Hreyfa mætti því, hvort brot ákærðu að þessu leyti væri ekki fyrnt, þar eð in concreto myndi það aðeins varða sektum, sbr. ákvæði 2. tl. 81. gr. hegningarlaga per analogiam: Hér er um að ræða ráðstöfun á dollurum Olíufélagsins h.f. og formlega séð a.m.k. hafi ekki dómsrannsóknin beinzt að starfsemi þess félags fyrr en í apríl 1959, er viðbótarumboðsskrá Gunnars Helga- sonar var gefin út og lögð fram á dómþingi. Brotið hafi því, miðað við tveggja ára fyrningarfrest, fyrnzt 25. febrúar 1959, en þá voru tvö ár liðin frá því, að Olíufélagið h.f. gerði rétt skil á $ 145.000.00, sbr. það, sem að framan segir. Gegn þessu stendur: Dómsrannsókn máls þessa hófst 16. desember 1958. Rannsóknin beindist ekki einvörðungu gegn Hinu íslenzka steinolíuhlutaté- lagi. Hún beindist gegn ætlaðri ólöglegri starfsemi, sem fram fór fyrst og fremst í nafni Hins íslenzka steinolíuhlutafélags í sambandi við varnarliðsviðskiptin, en var þó ekki eingöngu tengd nafni Hins íslenzka steinolíuhlutafélags, sbr. það, sem segir í skýrslu lögreglumannanna Kristjáns Péturssonar og Guð- jóns Valdimarssonar, er rakin var í upphafi I. kafla dóms þessa, undir liðum 5, 6 og 8. Þar kemur fram, að rannsóknin beindist að olíugeymunum í Hvalfirði og frostlögurinn, sem um getur í lið 8, var tengdur nafni Olíufélagsins h.f. 19 Samkvæmt frásögn aðalbókara Olíufélagsins h.f. og Hins ís- lenzka steinolíuhlutafélags, sem var einn og sami maðurinn, var dollarabókhaldið svonefnda í höndum Hins íslenzka steinolíu- hlutafélags, enda var það í samræmi við starfskipta-fyrirkomu- lagið á milli félaganna og áður er greint frá, sbr. kafla IV hér að framan, en þar greinir einnig frá hinum nánu tengslum félag- anna. Áður segir, að gjaldeyrisskilalega séð hafi félögin verið eitt og hið sama. Rannsókn, sem framkvæma skyldi á varnarliðs- viðskiptum Hins íslenzka steinolíuhlutafélags, hlaut að ná þegar í upphafi til Olíufélagsins h.f., og öfugt, enda var þetta stað- reyndin, sbr. skýrsla löggæzlumannanna hér að framan. Með skírskotun til alls þess, sem nú hefur verið rakið, telur dómurinn útilokað, að um fyrnt brot geti verið að ræða, að því er varðar vanræksluna á að gera skil vegna $145.000.00, þar eð skil voru eigi gerð fyrr en með greinargerðinni frá 25. febrúar 1957. C. Samkvæmt samningi, dagsettum 29. júní 1955, um leigu á seymum í Hvalfirði, fékk Olíufélagið h.f. greiðda fyrirfram í leigugjald $ 224.000.00. Var öll leigan greidd á árinu 1956. Í uppgjöri Olíufélagsins h.f. til gjaldeyriseftirlitsins, dags. 25. febrúar 1957, segir ákærði Haukur, að þetta leigugjald hafi numið $186.538.46. Með þessu skaut ákærði Haukur undan $37.461.54 og er það viðurkennt af ákærða Hauki, að vísu eftir talsverða tregðu. Hluti þessarar fjárhæðar var, að undir- lagi ákærða Hauks lagður inn á reikning Olíufélagsins h.f. hjá skrifstofu Sambandsins í New York eða $ 18.657.72. Var það í október 1956. Afganginn, $ 18.803.82, lét ákærði Haukur leggja inn á reikning Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá skrifstofu Sambandsins í New York í sama mánuði. Um hvað varð um þessa dollara, er vísað til þess, sem segir Í kafla VI, um fjár- dráttinn, lið 16 og lið 30. Með framangreindu atferli hefur ákærði Haukur brotið gegn 146. gr. hegningarlaga og 4. gr. sbr. ll. gr. laga nr. 88/1953, sbr. nú 4. gr., sbr. 12. gr. laga nr. 30/1960 og 15. gr., sbr. 27. gr. reglugerðar nr. 212/1953, sbr. nú 17. gr., sbr. 24. gr. reglu- gerðar nr. 79/1960. D. Áður hefur verið gert grein fyrir staðgreiðslunum, sbr. kafla VI, liður 36. Gjaldeyriseftirlitinu var ekki gerð grein fyrir þess- 780 um tekjum. Með þessu hefur ákærði Haukur brotið segn 4. gr., sbr. 11. gr. laga nr. 88/1953, sbr. nú 4. gr., sbr. 12. gr. laga nr. 30/1960 og 15 gr, sbr. 27. gr. reglugerðar nr. 212/1953, sbr. nú 17. gr., sbr. 24. gr. reglugerðar nr. 79/1960. IX. Bókhaldsbrot. 1. Áður er gerð grein fyrir viðskiptareikningi Olíufélagsins h.f. nr. 6079 hjá Esso Export Corporation. Hinn dómkvaddi endurskoðandi málsins, Ragnar Ólafsson, segir í skýrslu sinni, að hvorki reiknings 6079 né færslna, sem færðar voru á hann, sé getið í bókum Olíufélagsins h.f. Stóð Þetta ástand frá stofnun reikningsins árið 1955 fram á árið 1959, er tekið var til að bóka birgðirnar hjá Olíufélaginu h.f. Er þetta allt rakið áður. Um ábyrgð stjórnar Olíufélagsins h.f. vísast til þess, sem segir í kafla VII um ábyrgð stjórnarinnar. Þar eð viðskiptanna, sem um reikn- ing 6079 fóru, var ekki getið í bókum Olíufélagsins h.f., hafa ákærðu Haukur Hvannberg, Jóhann Gunnar, Helgi Þorsteinsson, Skúli Thorarensen, Ástþór Matthíasson, Jakob Frímannsson og Karvel Ögmundsson gerzt brotlegir við 7. gr., sbr. 19. gr. laga nr. 62/1938 um bókhald og 262. gr. hegningarlaga. 2. Í skýrslu endurskoðandans greinir frá því, að í bókum Olíufélagsins h.f. sé reikningur á nafni skrifstofu Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga í New York. Voru færðar nokkrar færsl- ur á hann árin 1953 og 1958. Engar af þeim færslum, sem færðar voru á reikningi Olíufélagsins h.f. hjá skrifstfofu Sambandsins í New York og áður hefur verið gerð grein fyrir, eru færðar á þenna reikning skrifstofunnar hjá Olíufélaginu h.f. Svo sem áður er komið fram, hafði ákærði Haukur nokkur afskipti af reikningi Olíufélass- ins h.f. hjá skrifstofunni og því bar honum, ásamt ákærða Jóhanni Gunnari, að sjá um, að færslurnar, sem getið var á reikningn- um, væru færðar á reikningi skrifstofu Sambandsins hjá Olíu- félaginu h.f. Með þessari vanrækslu hefur ákærði Haukur og ákærði Jóhann Gunnar brotið gegn 7. gr., sbr. 19. gr. laga nr. 62/1938 og 262. gr. hegningarlaga. 3.a ogb. Í skýrslu endurskoðandans er gerð grein fyrir færsl- um þeim, sem færðar voru af viðskiptareikningi Hins íslenzka steinolíuhlutafélags, 4137, hjá Esso Export Corporation, inn á reikning 4138 hjá sama fyrirtæki. Ekki er færslna þessara getið 781 í bókhaldi Hins íslenzka steinolíuhlutafélags. Þá eru ekki færð í bókhald Hins íslenzka steinolíuhlutafélags þau viðskipti, sem reikningur 4138 ber með sér, svo sem kaupin á tækjunum vegna Keflavíkurflugvallarviðskiptanna o. s. frv. Er þetta allt rakið áður. Ákærði Haukur var hér að verki og ber hann því ábyrgð á, að vanrækt var að færa þessi viðskipti. Með þessu atferli hefur ákærði Haukur brotið gegn 262. gr. hegningarlaga og 7. gr., sbr. 19. gr. laga nr. 62/1938. c) Áður getur um það, hvernig farið var að því að skjóta undan þessum $ 4.000.00, er mánaðarlega runnu inn á reikning 4138: Útbúnir voru tveir reikningar vegna dollaraviðskiptanna við varnarliðið yfir hverja mánaðarlega innheimtu. Var annar $ 4.000.00 lægri en hinn. Þessi lægri reikningur gekk til bók- halds Hins íslenzka steinolíuhlutafélags. Hinn fór til Esso Export Corporation, er innheimti hann, lagði inn á reikning 4137 og af þeim reikningi færði síðan yfir á 4138. Með þessum hætti var bókhald Hins íslenzka steinolíuhluta- félags vísvitandi rangfært að staðaldri frá júní 1953, til að blekkja með í lögskiptum. Var þetta gert samkvæmt fyrirlagi ákærða Hauks Hvannbergs. Með þessari háttsemi hefur ákærði Haukur brotið gegn 158. gr. almennra hegningarlaga og 7. gr., sbr. 19. gr. laga nr. 62/ 1938. d) Í skýrslu endurskoðandans greinir frá því, að á árunum 1952 til 1955 hafi verið færðar í bókhald Hins íslenzka steinolíu- hlutafélags átta greiðslur, samtals að fjárhæð $ 47.291.18. Sam- kvæmt fyrirlagi ákærða Hauks Hvannbergs voru greiðslur þessar ýmist látnar heita flutningsgjald, greiðsla fyrir skoðun á elds- neyti (“fuel-inspection") eða greiðslur til amerískra verktaka á Keflavíkurflugvelli (Metcalf Hamilton—Smith—Beck). Ekki voru neinar kvittanir til fyrir greiðslum þessum, enda er það viðurkennt af ákærða Hauki, að það sem raunverulega átti sér stað, var, að greiðslur þessar voru settar inn á reikning Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá skrifstofu Sambandsins í New York, þaðan sem peningar voru teknir út eftir þörfum í því skyni að bera fé á menn. Hefur áður verið gerð grein fyrir þess- ari frásögn ákærða Hauks um „hagsmunafé“ í kaflanum um fjárdráttinn. Hér hefur vísvitandi verið rangfært bókhaldið til að blekkja með í lögskiptum og hefur ákærði Haukur því gerzt brotlegur við 158 gr. hegningarlaga og 7. gr., sbr. 19. gr. laga nr. 62/1938. 182 á. Eins og ákæruskjalið greinir undir þessum lið, er ákærða Hauki gefið að sök að hafa vanrækt að láta færa í viðskipta- reikning skrifstofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga í New York hjá Hinu íslenzka steinolíuhlutafélagi fjöldann allan af færslum. Þessi ákæruliður er byggður á athugunum endurskoðandans í málinu. Áður hefur verið greint frá því, að í bókum Hins ís- lenzka steinolíuhlutafélags væri reikningur á nafni skrifstofu Sambands íslenzkra samvinnufélaga í New York. Reikningur þessi var opnaður 1949 og byrjaði á sömu færslu og reikningur Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá skrifstofu Sambandsins í New York. Debet-færslurnar, sem vanrækt var að færa í bókum Hins íslenzka steinolíuhlutafélags, en gengið höfðu um reikn- inginn í New York, námu samtals $139.711.55 fyrir tímabilið 1950 til 1958. Fjöldi þessara færslna var 28. Á sama tíma voru færðar færsl- ur, sem námu samtals $ 22.706.56. Kredit-færslurnar, sem vanrækt var að færa yfir sama tíma- bilið, voru að fjölda til 48 og námu samtals $ 140.513.93, en færsl- ur, sem bæði voru færðar á reikninginn hjá Hinu íslenzka stein- olíuhlutafélagi og skrifstofu Sambandsins í New York, námu á sama tíma $9.573.04. Þessi vanræksla ákærða Hauks varðar við 269. gr. hegningar- laga og 7. gr., sbr. 19. gr. laga nr. 62/1938. 5. a og b) Áður hefur verið gerð grein fyrir ráðstöfuninni á þeim $ 145.000.00, sem Olíufélagið h.f. var látið lána Sambandi íslenzkra samvinnufélaga. Samkvæmt skýrslu endurskoðandans hefur verið vanrækt að bóka í bókhaldi Olíufélagsins h.f, þetta lán til Sambandsins árið 1954 og ennfremur þegar lánið var endurgreitt í þrennu lagi árið 1956. Ákærða Jóhanni Gunnari sem framkvæmdarstjóra Olíufélagsins h.f. og ákærða Hauki sem prókúruhafa fyrir Olíufélagið h.f. og framkvæmdastjóra Hins íslenzka steinolíuhlutafélags, sem hafði með dollaraviðskiptin að gera fyrir bæði félögin, bar að sjá um, að færslur þessar væru færðar. Þessi vanræksla varðar því ákærðu refsingu samkvæmt 262. gr. hegningarlaga og 7. gr., sbr. 19. gr. laga nr. 62/1938. 6. Í gjaldeyrisvanskilaþætti máls þessa greinir frá því, að ákærði Haukur hafi skotið undan gjaldeyrisskilum hluta af þeim $ 224.000.00, sem Olíufélagið h.f. fékk greidda í geymaleigu árið 183 1956. Nam fjárhæð þessi, sem undan var skotið, $37.461.54. Í samræmi við þetta var fært í bókhaldi Olíufélagsins h.f. á við- skiptareikningi Esso Export Corporation, að greitt hefði verið $184.538.47, í stað $ 224.000.00. Varðar þessi vísvitandi rangfærsla ákærða Hauk refsingu sam- kvæmt 158. gr. hegningarlaga og 7. gr., sbr. 19. gr. laga nr. 62/ 1938. 7. Áður hefur verið gerð grein fyrir viðskiptareikningi Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá fyrirtækinu British Mexican Petroleum Company Ltd., Englandi. Eftir árið 1954 voru aðeins umboðslaun færð til tekna á reikningi þessum og námu óveru- legum fjárhæðum hvert. Samtals námu færslur þessar árin 1955 til 1958 £ 870-12-03. Viðskiptareikningi British Mexican Petro- ieum Company hjá Hinu íslenzka steinolíuhlutafélagi var lokað í árslok 1954, þrátt fyrir að haldið var áfram að færa umboðs- laun inn á reikning Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá British Mexican Petroleum Company. Ákærði Haukur ber ábyrgð sem framkvæmdarstjóri Hins Íslenzka steinolíuhlutafélags á þessari bókhaldsóreiðu og varðar þessi vanræksla við 262. gr. hegningar- laga og 7. gr., sbr. 19. gr. laga nr. 62/1938. 8. a og b) Áður greinir frá reikningi Hins íslenzka steinolíu- hlutafélags hjá fyrirtækinu Esso Export Company Ltd. Í bók- um Hins íslenzka steinolíuhlutafélags er viðskiptareikningur á nafni Esso Export Company, Ltd. Þessi reikningur var ekki í fullu samræmi við yfirlitsreikning Hins íslenzka steinolíuhluta- félags hjá hinu erlenda fyrirtæki. Segir endurskoðandinn í skýrslu sinni, að vanrækt hafi yfirleitt verið að færa umboðslaun Hins íslenzóa steinolíuhlutafélags af sölum til íslenzkra skipa erlendis á árunum 1954 til 1958. Af skýrslu endurskoðandans verður ráðið, að vanrækt hafi verið á sama tímabili að færa 23 kredit-færslur, sem námu sam- tals £ 25.520-13-6. Ákærði Haukur, sem er framkvæmdastjóri Hins íslenzka stein- olíuhlutafélags, ber ábyrgð á, að vanrækt hefur verið að færa þessar einstöku greiðslur undir a og b hér að framan og varðar þessi vanræksla við 262. gr. hegningalaga og 7. gr., sbr. 19. gr. laga nr. 62/1938. c) Af skýrslu endurskoðandans verður ráðið, að fjórar færsl- z ur hafi verið færðar til tekna á reikningi Esso Export Ltd. hjá 784 Hinu íslenzka steinolíuhlutafélagi á árunum 1955 til 1957, en ekki verið færðar á reikningi Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá Esso Export, Ltd. Kredit-færslur þessar eru þær, sem hér segir: 1955, 1/1. £ 2.987-17-02 (“commission'?) 1955, 31/12. £ 2.055-03-11 (“commission) 1956, 31/12. £ 3.778-13-03 (“mutualization-fee'') 1957, 31/12. £ 3.979-14-06 (“mutualization-cost'). Samtals gerir þetta £ 12.801-08-10. Færslur þessar eru færðar eftir bókhaldsgögnum, svokölluð- um kredit-nótum yfir umboðslaun, útbúnum hér heima, sam- kvæmt fyrirlagi ákærða Hauks Hvannbergs, en ekki lágu fyrir neinar kvittanir eða viðurkenningar frá Esso Export Ltd. Guðni Hannesson, starfsmaður félaganna, upplýsti, að umboðslaun hafi verið greidd af útvegun viðskipta, fyrst til þess erlends aðilja, er viðskiptin útvegaði, og hafði þá Esso Export Corporation í New York milligöngu um greiðslu umboðslaunanna og síðar til Esso Export Corporation beint, er þá fékk umboðslaunin ( “com- mission" og “mutualization-fee") óskipt, en bar þá jafnframt allan kostnað við útvegun viðskiptanna. Ákærði Haukur sagðist ekkert muna um þessar færslur. Með vísan til alls þess, sem að framan er rakið, sérstaklega til þess, að færslur þessar sjást ekki á reikningi Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá Esso Ex- port Ltd.og að ákærði Haukur hafði dregið sér fé af reikningi Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá Esso Export Ltd., sbr. liður 31—35 í kafla VI um fjárdráttinn, og hefur því að öllum líkindum verið að jafna reikninginn með þessum færslum, þykir nægilega sannað, að hér hafi ákærði Haukur látið rangfæra framangreindar færslur í því skyni að blekkja með því í lög- skiptum. Með þessu atferli hefur hann brotið gegn "7. gr., sbr. 19. gr. laga nr. 62/1938 og 158. gr. almennra hegningarlaga. 9. Í skýrslu endurskoðandans er þess getið, að í bókum Hins Íslenzka steinolíuhlutafélags sé reikningur á nafni fyrirtækisins Esso Petroleum Company. Áður hefur verið gerð grein fyrir reikningi Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá Esso Petroleum Company. Endurskoðandinn lætur þess getið, að fjárhæðin £ 1.664-0-10 sé færð Esso Petroleum Company til tekna 31. desember 1955. Þessi færsla er ekki færð á reikn- 185 ing Hins íslenzka steinolíuhlutafélags hjá Esso Petroleum Com- pany. Samkvæmt færsluskjali er greiðsla þessi talin umboðs- laun vegna sölu á eldsneyti til farþega-flugvéla árið 1955. Um umboðslaunin er það sama að segja og að ofan getur undir lið 8 c). Ákærði Haukur mundi ekkert um þetta að segja. Með skírskotun til þess, sem að framan segir undir lið 8 c), verður talið nægilega sannað, að hér hafi ákærði Haukur látið rangfæra þessa kredit-færslu í því skyni að blekkja með í lögskiptum. Þykir hann hafa brotið gegn 7. gr., sbr. 19. gr. laga nr. 62/1938 og 158. gr. hegningarlaga. 10. Áður hefur verið gerð grein fyrir staðgreiðslu fyrir elds- neyti, selt á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt skýrslu endurskoð- andans voru staðgreiðslur á árunum 1956 til 1958, að fjárhæð samtals $5.056.00, hvorki færðar í bókhaldi Olíufélagsins h.f. né Hins íslenzka steinolíuhlutafélags. Áður hefur verið gerð grein fyrir, hvernig ákærði Haukur misfór með staðgreiðslurnar. Hann ber því ábyrgð á, að vanrækt hefur verið að láta bóka stað- greiðslurnar í bókhaldi félaganna. Varðar vanræksla þessi við 262. gr. hegningarlaga og 6. gr., sbr. 19. gr. laga nr. 62/1932. X. Með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og af því, að ákærði Haukur er aðalmaðurinn við svo til öll brot, sem ákært hefur verið út af, og samkvæmt 146. gr., 158. gr., 247. gr. og 262. gr. hegningarlaga, 1. mgr. 38. gr. laga nr. 68/ 1956, 11. gr laga nr. 88/1953, sbr nú 12. gr. laga nr. 30/1960, 27. gr. reglugerðar nr. 212/1953, sbr. nú 24. gr. reglugerðar nr. 79/1960, og 19. gr. laga nr. 62/1938 þykir refsing ákærða Hauks hæfilega ákveðin fangelsi 4 ár. Með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og samkvæmt 146. gr. og 262. gr. sömu laga, 1. mgr. 38. gr. laga nr. 68/1956, 11. gr. laga nr. 88/1953, sbr. nú 12. gr. laga nr. 30/1960, 27. gr. reglugerðar nr. 212/1953, sbr. nú 24. gr. reglu- gerðar nr. 79/1960, og 19. gr. laga nr. 62/1938, þykir refsing ákærða Jóhanns Gunnars hæfilega ákveðin nr. 250.000.00 í sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald 12 mánuði í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Með hliðsjón af 77. gr. hegningarlaga og samkvæmt 146. gr. og 262. gr. hegningarlaga, 1. mgr. 38. gr. laga nr. 68/1956, 11. gr. laga nr. 88/1953, sbr. nú 12. gr. laga nr. 30/1960, 27. gr. 50 186 reglugerðar nr. 212/1953, sbr. nú 24. gr. reglugerðar nr. 79/1960, og 19. gr. laga nr. 62/1938, þykir refsing ákærðu Helga Þor- steinssonar, Skúla Thorarensen, Ástþórs Matthíassonar, Jakobs Frímannssonar og Karvels Ögmundssonar hvers um sig hætfi- lega ákveðin kr. 100.000.00 í sekt til ríkissjóðs, og komi varð- hald 7 mánuði fyrir hverja sekt, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Samkvæmt 11. gr. laga nr. 88/1953, sbr. nú 12. gr. laga nr. 30/1960 og 27. gr. reglugerðar nr. 212/1953, sbr. nú 24. gr. reglu- gerðar nr. 79/1960, og með hliðsjón af 77. gr. hegningarlaga og því, að bætt var fyrir brotið, þótt seint væri og segja megi að ekki væri fyrir tilstilli ákærða Vilhjálms Þórs, þykir refsing hans hæfilega ákveðin kr. 40.000.00 í sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald 3 mánuði í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Í ákæru er gerð krafa um upptöku andvirði flestra þeirra vörusendinga, sem um getur í Il, kafla ákærunnar (VII. kafla dóms þessa). Það hefur þegar verið gerð grein fyrir því, að vöru- sendingar þessar voru fluttar ólöglega inn í landið. Jafnframt hefur verið gerð grein fyrir verðmæti vörunnar hingað kom- innar (andvirði, tollverð). Í 10. lið VII. kafla dóms þessa segir frá því, að Olíufélagið h.f. hafi átt ísvarnarefni það og frostlög, sem kom til landsins ólöglega 12. febrúar 1958. Tollverð þess- arar vöru nam kr. 29.240.00. Með heimild í 4. mgr. 38. gr. laga nr. 68/1956 þykir rétt að dæma stjórn Olíufélagsins h.f., þá ákærðu Helga Þorsteinsson, Skúla Thorarensen, Jakob Frímansson, Karvel Ögmundsson og Ólaf Tryggva Einarsson fyrir hönd Olíufélagsins h.f. til að sæta upptöku á kr. 29.240.00 til ríkissjóðs ásamt 7"% ársvöxtum frá 16. desember 1938, er dómsrannsókn málsins hófst, til greiðslu- dags. Í VII. kafla dóms þessa, lið 1—9, 11—13 og 15—20, greinir ennfremur frá ólöglegum innflutningi vara, sem Hið íslenzka steinolíuhlutafélag átti. Samanlagt andvirði vörusendinga þess- ara nam kr. 251.586.00. Með heimild í 4. mgr. 38. gr. laga nr. 68/1956 þykir rétt að dæma stjórn Hins íslenzka steinolíuhlutafélags, þá ákærðu Helga, Skúla, Jakob, Karvel og Ólaf Tryggva fyrir hönd Hins íslenzka steinolíuhlutafélags til að sæta upptöku á kr. 251.586.00 til ríkis- sjóðs ásamt 7% í ársvexti frá 16. desember 1958 til greiðslu- dags. 181 Fram hefur komið í málinu skaðabótakrafa á hendur ákærða Hauki Hvannberg. Krafa þessi er sett fram af Hinu íslenzka steinolíuhlutafélagi. Með bréfi, dags. 24. apríl 1962, til dómsins tilkynnir talsmaður félagsins, að þar sem fjárdráttur, sem ákærða Hauki er gefinn að sök í ákæru, hafi að langmestu leyti beinzt að eigum Hins íslenzka steinolíuhlutalélags, hafi Olíufé- lagið h.f. framselt því félagi rétt sinn til að krefja ákærða Hauk um endurgreiðslu þess fjár, er hann hefur dregið sér frá Oliu- félaginu h.f. Í samræmi við þetta var endanleg krafa Hins íslenzka stein- olíuhlutafélags sú, að ákærði Haukur yrði dæmdur til að greiða félaginu þessar fjárhæðir: 1. $178.092.52, 2. £ 11.079-11-08, 3. kr. 25.821.42. Endurgreiðslufjárhæðin er byggð á fjárdráttar-ákæruliðunum. Fyrirvari er gerður um, að ef dómurinn teldi, að ákærði Haukur hefði skilað félögunum einhverju af því fé, sem hann teldist hafa dregið sér, lækkaði krafan að sama skapi. Þá var tekið fram, að ef ekki yrði talið unnt að dæma kröfuna með öðrum hætti en í íslenzkum krónum, var því haldið fram, að krafan vegna fjárdráttarins í dollurum yrði reiknuð eftir gildandi kaup- gengi fram til 28. maí 1958, kr. 16.26 fyrir hvern dollar. Var því og haldið fram, að dollarafjárdrátturinn, sem framinn væri eftir 29. maí 1958, hafi farið fram af því fé, sem inn kom fyrir sölu til varnarliðsins, þannig að 29. gr. laga nr. 33/1958 hafi tekið til þess gjaldeyris. Fjárdrátturinn í sterlingspundum er reiknaður með kaupgengí kr. 45.55 fyrir hvert sterlingspund, að því er varðar 31—-34. lið fjárdráttarákærunnar, samtals £ 7.504-15-01, en með kaupgengi kr. 70.6025 að því er varðar 35. lið fjárdráttarákærunnar, £ 3.574-16-07. Loks var gerð krafa um 7% ársvexti af dæmdum fjárhæðum frá 9. marz 1962, sem er útgáfudagur ákærunnar í málinu. Með skírskotun til liða 1—3, 5—-30 og 35 í fjárdráttarkaflan- um nr. VI hér að framan, er talið sannað, að ákærði Haukur hafi dregið sér fé af eignum Hins íslenzka steinolíuhlutafélags og Olíufélagsins h.f., sem nemur $176.492.52. Af þessari fjár- hæð endurgreiddi ákærði Haukur í júní 1953, eins og fram kemur í lið 20 í kafla VI hér að framan $28345.00 og eftir að , rannsókn málsins hófst í janúar 1959, endurgreiddi hann af 188 reikningi sínum hjá General American á Dominion Export Cor- poration $3096.98, er hann lét renna inn á reikning 4137, $ 6.698.81, sem hann lét eignfæra á reikning 4138, og loks með bréfi, dags. 3. janúar 1961, sendi hann eftirstöðvarnar á reikn- ingi sínum hjá General American ér Dominion Export Corpora- tion, $2724.44, í formi tékka til Hins íslenzka steinolíuhluta- félags. Samtals hefur þá ákærði Haukur endurgreitt $ 40.865.23. Samkvæmt þessu á þá Hið íslenzka steinolíuhlutafélag kröfu á hendur ákærða Hauki, sem nemur samtals $ 135.627.29. Eins og fram kemur af liðum 1, b., 4, 24, b og c., í fjár- dráttarkaflanum, nr. VI, hér að framan, hefur ákærði Haukur verið sekur fundinn um fjárdrátt, sem nemur kr. 51.933.42. Ekki hefur ákærði Haukur skilað nokkru af fjárhæð þessari. Hið ís- lenzka steinolíuhlutafélag á því kröfur á hendur ákærða, sem nemur kr. 51.933.42. Af liðum 31—35 í fjárdráttarkaflanum, nr. VI, hér að framan, verður ráðið, að ákærði Haukur hafi dregið sér sterlingspund úr sjóðum félaganna, er nemur fjárhæð £ 11.079-11-08. Ekki hefur ákærði Haukur endurgreitt neitt af þessari fjárhæð. Hið íslenzka steinolíuhlutafélag á því fjárkröfu á hendur ákærða Hauki, sem nemur nefndri fjárhæð, £ 11.079-11-08. Með skírskotun til þess, sem að framan er rakið, ber að dæma ákærða Hauk til að greiða Hinu íslenzka steinolíuhlutafélagi $135.627.29. kr. 51.933.42 og £ 11.079-11-08 ásamt 7% ársvöxt- um frá 9. marz 1962 til greiðsluðags. Dæma ber ákærðu til að greiða allan sakarkostnað Þannig: Ákærði Haukur greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Bene- dikts Sigurjónssonar hrl., er þykja hæfilega ákveðin kr. 65.- 000.00. Ákærðu Jóhann Gunnar, Helgi, Skúli, Ástþór, Jakob og Kar- vel greiði in soliðum þóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar Ásmundssonar hrl., er þykja hæfilega ákveðin kr. 55.000.00. Ákærði Vilhjálmur Þór greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Sveinbjarnar Jónssonar hrl, er þykja hæfilega ákveðin kr. 25.000.00. Allan annan kostnað sakarinnar, þar með talin Þóknun skipaðs sækjanda, Ragnars Jónssonar hrl, er þykja hæfilega ákveðin kr. 80.000.00, ber hinum ákærðu að greiða þannig: Ákærði Hauk- ur greiði 540 hluta kostnaðarins, ákærði Jóhann Gunnar greiði 789 %0, ákærðu Helgi, Skúli, Ástþór, Jakob og Karvel greiði in solid- um *%o og ákærði Vilhjálmur Þór '%o hluta. Dómsorð: Ákærði Haukur Hvannberg sæti fangelsi 4 ár. Ákærði Jóhann Gunnar Stefánsson greiði kr. 250.000.00 í sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald 12 mánuði í stað sekt- arinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærðu Helgi Þorsteinsson, Skúli Thorarensen, Ástþór Matthíasson, Jakob Frímannsson og Karvel Ögmundsson greiði hver um sig kr. 100.000.00 í sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald 7 mánuði í stað hverrar sektar, verði sektirnar eigi greiðdar innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði Vilhjálmur Þór greiði kr. 40.000.00 í sekt til ríkis- sjóðs, og komi varðhald 3 mánuði í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Stjórn Olíufélagsins h.f. greiði f. h. félagsins kr. 29.240,00 í ríkissjóð ásamt 7% ársvöxtum frá 16 desember 1958 til greiðsludags. Stjórn Hins íslenzka steinolíuhlutafélags greiði f. h. fé- lagsins kr. 251.586.00 í ríkissjóð ásamt 7T% ársvöxtum frá 16. desember 1958 til greiðsludags. Ákærði Haukur Hvannberg greiði Hinu íslenzka stein- olíuhlutafélagi $ 135.627.29, kr. 51.933.42 og £ 11.079-11-08 ásamt 7% ársvöxtum frá 9 marz 1962 til greiðsludags. Ákærði Haukur Hvannberg greiði skipuðum verjanda sín- um, Benedikt Sigurjónssyni hrl., málsvarnarlaun, að fjár- hæð kr. 65.000.00. Ákærðu Jóhann Gunnar Stefánsson, Helgi Þorsteinsson, Skúli Thorarensen, Ástþór Matthíasson, Jakob Frímannsson og Karvel Ögmundsson greiði in soliðum málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðmundar Ásmundssonar hrl., að fjárhæð kr. 55.000.00. Ákærði, Vilhjálmur Þór, greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Sveinbjarnar Jónssonar hrl., að fjárhæð kr. 25.000.00. Ákærðu greiði einnig annan kostnað af sökinni, þar með talin málssóknarlaun skipaðs sækjanda, Ragnars Jónssonar hrl., að fjárhæð kr. 80.000.00, þannig: Ákærði Haukur greiði 540 hluta kostnaðarins, ákærði Jó- 190 hann Gunnar %o hluta, ákærðu Helgi, Skúli, Ástþór, Jakob og Karvel greiði in solidum %o hluta og ákærði Vilhjálmur Mo hluta. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum.