Hæstaréttardómar. Útgefandi: Hæstiréttur. KLV. árgangur. 1964 Miðvikudaginn 8. janúar 1964. Nr. 155/1963. Gjaldheimtan í Reykjavík gegn Hallbirni Þórarinssyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Gjaldheimtan í Reykjavík, er eigi sækir dóm- þing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkis- sjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Föstudaginn 10. janúar 1964. Nr. 1/1963. — Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) segn Guðbergi Ingvari Guðmundssyni (Egill Sigurgeirsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason, Giz- ur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessor Ár- mann Snævarr. Ólögleg meðferð á fundnu fé. Dómur Hæstaréttar. Máli þessu er áfrýjað, eingöngu að því er varðar ákærða Guðberg Ingvar Guðmundsson. Atferli ákærða er lýst í 2 héraðsdómi og þar réttilega talið varða við 246. gr. laga nr. 19/1940. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi 30 daga, og skal hún vera skilorðsbundin, svo sem ákveðið er i héraðsdómi. Staðfesta ber ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostn- að, að því er tekur til ákærða Guðbergs Ingvars. Hann skal og greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun fyrir Hæstarétti, er renni í ríkissjóð, kr. 3000.00, og málsvarnarlaun verjanda síns þar, kr. 3000.00. Dómsorð: Ákærði, Guðbergur Ingvar Guðmundsson, sæti fang- elsi 30 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar, og niður skal hún falla eftir 3 ár frá uppsögu dóms þessa, ef ákærði heldur almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað, að því er tekur til ákærða Guðbergs Ingvars, eiga að vera óröskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakar- innar, þar með talin saksóknarlaun fyrir Hæstarétti, kr. 3000.00, er renni í ríkissjóð, og málsvarnarlaun verj- anda sins, Egils Sigurgeirssonar hæstaréttarlögmanns. kr. 3000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 29. júní 1962. Ár 1962, föstudaginn 29. júní, var á dómþingi sakadóms Reykja- víkur, sem háð var á Fríkirkjuvegi 11 af Halldóri Þorbjörns- syni sakadómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 3403—3404/ 1962: Ákæruvaldið gegn Guðbergi Ingvari Guðmundssyni og Sigurði Kristjáni Hjaltested, sem tekið var til dóms sama dag. Mál þetta er höfðað með ákæru, útgefinni 3. ágúst 1961, gegn Guðbergi Ingvari Guðmundssyni verkamanni, Suðurlandsbraut 35, hér í borg, fæddum 28. júní 1905 í Reykjavík, og Sigurði Kristjáni Hjaltested bónda, Vatnsenda, fæddum 11. júní 1916 í Reykjavík. Guðbergur Ingvar er ákærður fyrir brot gegn 244. ð gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, til vara fyrir brot gegn 246. gr. sömu laga, en Sigurður Kristján er ákærður fyrir brot gegn 254. og 253. gr. sömu laga. Ákærði Guðbergur Ingvar Guðmundsson þykir hafa gerzt brot- legur með því að hirða og slá eign sinni á tvo pakka, sem hann sá detta á hafnarbakkanum í Reykjavík úr vatnspípum, sem verið var að skipa upp úr m/s Gullfossi eitt sinn á síðastliðn- um vetri, en í pökkum þessum voru hátt á annað hundrað pen- ingar (10 rúblna peningar, samkvæmt áletrun á þá slegnir 1903 og 1904). Reyndist sá peninganna, sem Atvinnudeild háskólans rannsakaði sem sýnishorn, vera 8.5 gr. að þyngd og úr 16 karata gulli, Ákærði Sigurður Kristján Hjaltested þykir hafa gerzt brot- legur með því að nota sér vanþekkingu meðákærða Guðbergs Ingvars Guðmundssonar á verðmæti nefndra gullpeninga til að fá hann í lok síðastliðins maímánaðar til að selja sér 129 þeirra fyrir 200.00 krónur alls, vitandi með hverjum hætti meðákærði var að peningunum kominn. Þess er krafizt, að ákærðu verði dæmdir til refsingar, greiðslu skaðabóta, ef krafizt verður, og greiðslu alls sakarkostnaðar. Enn fremur er þess krafizt, að upptækir verði gerðir ríkissjóði til handa samkvæm! 69. gr., 1. mgr. 3. tl., almennra hegningar- laga þeir nefndu gullpeningar, sem eru í vörzlu lögreglunnar, og sá ábati, sem ákærðu hafa haft af brotum sínum. Verða nú raktir málavexir. Í tilefni af grein í dagblaðinu Þjóðviljanum hinn 6. júní 1961, er fjallaði um, að rússneskir gullpeningar væru boðnir til sölu hér í borg, hóf rannsóknarlögreglan rannsókn, er leiddi í ljós, að ýmsir gullsmiðir og fleiri höfðu fengið tilboð um kaup á slíkum peningum. Var slóð peninga þessara rakin til ákærðu í máli bessu. Ákærði Guðbergur skýrði svo frá, að hann hefði verið að vinna að uppskipun úr m/s Gullfossi. Meðal þeirra vara, er upp var skipað, var mikið af alls konar rörum. Guð- bergur kveðst hafa séð, er verið var að lyfta upp rörum, að tveir litlir pakkar hafi hrotið úr einu rörinu og fallið niður á ból- verkið við skipshliðina. Kveðst hann hafa tekið annan pakkann og gætt í hann og séð eitthvað, sem glytti í, í pakkanum. Þá hafi hann einnig tekið hinn pakkann, og farið með báða heim til sín, að lokinni vinnu. Hann hafi séð, að í pakkanum voru gylltir peningar, að hann heldur um 80 stk. í hvorum pakka. Hann kveðst ekki hafa gert sér grein fyrir, að hér væri um 4 verðmæta peninga að ræða. Hann hafi svo sagt meðákærða Sigurði Kristjánssyni frá peningunum og hvernig hann væri að Þeim kominn og gefið Sigurði 3 eða 4 peninga. Einhverjum fleirum hafi hann gefið peninga, 1—4 í senn, en getur ekki nafngreint nema Óskar Björnsson, Suðurlandsbraut 34, er fengið hafi 4 peninga. Ákærði Guðbergur Ingvar segir, að Sigurður hafi síðar, hinn 28. maí, falað af honum peningana, og kveðst hann síðan hafa selt Sigurði það, sem eftir var, fyrir 200 kr. Sigurður hafi látið, svo sem peningarnir mundu ekki vera mikils virði. Ákærði Guðbergur Ingvar hefur við meðferð málsins haldið fast við framangreinda frásögn um það, hvernig hann hafi komizt yfir peningana, og verður að leggja þá frásögn hans til grund- vallar, Hins vegar er ljóst, að peningarnir voru fleiri en Guð- bergur taldi í fyrstu, enda kom í ljós, að miklu af þeim hafði verið stolið af honum, svo sem síðar verður rakið. Ákærði Sigurður Kristján segir, að Guðbergur Ingvar hafi sagt honum frá peningum, sem hann hefði hirt við uppskipun. Fékk Sigurður sýnishorn af peningunum hjá Guðbergi. Hann segist síðar hafa keypt á annað hundrað peninga af Guðbergi fyrir 200 kr. Á því stigi hafi hann ekki gert sér grein fyrir, um hve mikil verðmæti hafi verið að tefla, en eftir það hafi hann látið rannsaka pening í Atvinnudeild háskólans og fengið sann- reynt, að gullinnihald peninganna væri 68% (16 karöt). Eftir því sem næst verður komizt, hefur ákærði Sigurður feng- ið í hendur 133 stykki af umræddum peningum, og ráðstafaði hann þeim, svo sem hér greinir: 1. Hann afhenti Jóni Kornelíusi Jónssyni skartgripasala 125 peninga og fékk fyrir 10 þúsund krónur. Ákærði segist hafa selt peningana, en Jón segir, að hann hafi tekið þá að veði fyrir 10 þúsund kr., er hann hafi lánað ákærða. Jón skilaði rann- sóknarlögreglunni hinum 125 peningum. 2. Ákærði Sigurður kom í gullsmíðastofu Hreins Jóhanns- sonar og Halldórs Kristinssonar og fékk þá til að prófa einn pening, og að skilnaði gaf hann þeim 2 peninga hvorum. Smíð- aði Halldór úr sínum peningum, en Hreinn skilaði sínum tveim- ur við rannsókn málsins. 3. Ákærði Sigurður skilaði við rannsókn málsins 2 peningum. 4. Atvinnudeild háskólans fékk til rannsóknar 1 pening heil- an og 1 skertan, og skilaði hún rannsóknarlögreglunni heila pen- ingnum, Ð Ljóst er, að ákærði Guðbergur hefur haft undir höndum a.m.k. 50 peninga auk þeirra, er ákærði Sigurður fékk hjá honum: 1. Óskar Björnsson, sem fyrr er nefndur, fékk að eigin sögn hjá ákærða 3 gullpeninga að gjöf. Skilaði hann rannsóknarlög- reglunni einum, en telur hina hafa týnzt. 2. Rannsóknin leiddi í ljós, að piltur einn á 14. ári fór ein- hverju sinni inn í skála þann, sem ákærði Guðbergur býr í, en hann mun hafa verið ólæstur, og tók þar talsvert af peningum í heimildarleysi og sló eign sinni á þá. Kveður pilturinn pening- ana hafa verið í bréfpoka, sem legið hafi á gólfinu. Peningarnir hafi verið 47 að tölu. Hann seldi ekkert af peningunum, en er hann fór í sveit skömmu síðar, gaf hann bróður sínum pening- ana. Áður hafði hann sagt foreldrum sínum, að hann hefði fundið peningana á Arnarhólstúni. Bræður piltsins, sem eru ófjárráða, fengu föður sinn til að undirrita nokkurs konar leyfi til að ráð- stafa peningunum, og ráðstöfuðu þeir fénu svo þannig: a. Steinþór Sæmundsson gullsmiður keypti fyrst einn pen- ing fyrir 300 kr. og eftir það 30 peninga fyrir alls 9000 kr. Fyrsta peninginn hafði Steinþór notað til að prófa, en skilaði rann- sóknarlögreglunni hinum 30. b. Sigmundur Kristinn Ágústsson kaupmaður, Grettisgötu 30, keypti 3 peninga og greiddi fyrir 900 kr. (Þar af 300 kr. í frí- merkjum). Hann skilaði peningunum. c. Guðmundur Jóhannes Andrésson gullsmiður, Laugavegi 50, keypti 4 peninga og lét af hendi fyrir vörur ca. 1200 kr. Guð- mundur skilaði peningunum. Fékk hann til baka vörur þær, er hann hafði látið af hendi fyrir þá, en að vísu skemmdar, að því leyti, að búið var að grafa á gripina. d. Guðni Þórðarson gullsmiður, sem vinnur hjá Guðmundi Jóhannesi Andréssyni, keypti 3 peninga og greiddi þá með vör- um. Hann skilaði peningunum, en fékk aftur vörurnar. e. Móðir pilts þess, sem tók peningana, skilaði 6 peningum, sem ekki var búið að ráðstafa. Samkvæmt þessu hafa það verið a.m.k. 47 peningar, sem pilt- urinn tók frá ákærða Guðbergi Ingvari, og hafa 46 komizt í vörzlur dómsins. Þá skal þess getið, að af fé því, er piltarnir fengu fyrir peningana, hefur dómurinn fengið í hendur 1750 kr., er afhentar munu þeim, sem fyrir tjóni urðu af völdum Þeirra. Ekki virðist ákærði Guðbergur Ingvar hafa veitt því neina athygli, er peningunum var stolið frá honum. Meðferð hans á 6 fénu bendir mjög til þess, að hann hafi ekki gert sér neina grein fyrir, hvers virði þeir voru. Peningar þeir, sem hér er um að ræða, en af þeim eru nú 177 í vörzlu dómsins, bera á framhlið áletrunina: 10 rublei 1903 s., en á bakhlið er mynd Nikulásar II keisara og áletrunin: B. M. Nikolai II Imperator — I Samodjerzhets vseross. Eins og fyrr greinir, reyndist gullinnihaldið 68% (16 karöt). Allt er á huldu um það, hvaðan peningar þessir eru eða með hverjum hætti þeir komust í áðurnefnd rör. Fengust engar upp- lýsingar um það þrátt fyrir eftirgrennslanir í Danmörku og Sví- þjóð. Lögreglan í Stokkhólmi skýrir þó frá því, að tollyfirvöld þar hafi vorið 1961 haft með höndum könnun á smygli á 800 rússneskum gullpeningum, yfirleitt að verðgildi 10 rúblur, og hafi hafzt upp á peningum þessum og hald verið lagt á þá. Talið sé, að peningarnir hafi komið frá Belgíu. Þeir séu falsaðir, gullinnihald 16—17 karöt í stað 22—23 karata. Virðist vera Þarna um sams konar peninga að ræða og mál þetta snýst um. Er þá komið að því að taka afstöðu til ákæruatriða í máli þessu. Þáttur Guðbergs Ingvars Guðmundssonar. Svo sem fyrr getur, verður að leggja til grundvallar þann framburð ákærða Guðbergs Ingvars, að hann hafi tekið pen- ingapakkana, eftir að hann sá þá af hendingu falla út úr pípu eða pípum, sem verið var að skipa upp úr m/s Gullfossi, og slegið síðan eign sinni á þá. Ljóst er, að með þessu hefur Guðbergur Ingvar framið auðgunarbrot, en álitamál kann að vera, hvort um þjófnað eða ólögmæta meðferð fundins fjár er að ræða. Dómurinn telur, að líta verði svo á, að verðmætin hafi verið vörzlulaus í skilningi refsiréttar. Sá, sem kom pökkunum fyrir í pípunum, hafi verið búinn að svipta sig möguleikunum á að taka þá þar aftur. Og ekki eru neinar sönnur á, að farmflytj- andinn eða viðtakandinn hafi haft neitt með peningana að gera. Samkvæmt þessu verður brot Guðbergs Ingvars heimfært undir 246. gr. almennra hegningarlaga. Hann hefur ekki fyrr sætt neinum kærum eða refsingum, nema nokkrum smásektum, flest- um fyrir ölvun. Hann virðist lítt hafa gert sér grein fyrir, um hver verðmæti hér var að tefla. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi 60 daga, en rétt er, að frestað verði fullnustu refsingarinnar, og falli hún niður eftir 3 ár frá uppkvaðningu dóms þessa, ef ákærði heldur almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 29/1955. 7 Þáttur Sigurðar Kristjáns Hjaltesteds. Sannað er, að ákærði Sigurður Kristján tók við peningunum af Guðbergi Ingvari, þótt honum væri kunnugt um, að Guð- bergur Ingvar hafði öðlazt þá með auðgunarbroti, og hefur hann með því gerzt sekur um brot gegn 254. gr. almennra hegn- ingarlaga. Ákærði Sigurður Kristján keypti yfir 130 gullpeninga fyrir 200 kr. af ákærða Guðbergi Ingvari, en raunverulegt verðmæti þeirra hefur verið nokkrir tugir þúsunda kr. (sbr. það, að gull- smiðir keyptu peningana yfirleitt fyrir 300 kr. stk., og sam- kvæmt því hefðu 130 peningar numið að verðmæti kr. 39.000.00). Ákærðu greinir nokkuð á um það, hvernig kaupin komu til. Guðbergur Ingvar segir, að Sigurður hafi falað af sér peningana, en Sigurður segir, að Guðbergur hafi beðið sig um lán, og hafi hann verið ragur við að lána honum, en stungið upp á því að kaupa af honum peningana í staðinn. Greinir ákærðu á að þessu leyti. Sigurður segist ekki hafa vitað um verðmæti peninganna á þeim tíma, er hann tók við þeim. Sú frásögn hans er studd af framburði Guðbergs, sem telur sig hafa afhent peningana 28. maí, en Sigurður fór með pening til rannsóknar í atvinnudeild- ina hinn 29. sama mánaðar. Eftir atvikum verður ekki talið fyllilega sannað, að Sigurður Kristján hafi gert sér þá grein fyrir verðmæti peninganna og þar með þeim mismun, sem var á því og endurgjaldi því, sem hann innti af hendi, sem er skil- yrði þess, að honum verði refsað fyrir brot gegn 253. gr. hegn- ingarlaga. Verður að sýkna hann af ákæru að því leyti. Sigurður hefur ekki fyrr sætt kæru né refsingu, nema hvað hann hefur verið einu sinni dæmdur í 1000 króna sekt fyrir áfengis- og bifreiðalagabrot. Refsing Sigurðar Kristjáns fyrir brot hans gegn 254. gr. hegningarlaga þykir hæfilega ákveðin fangelsi 4 mánuði. Rétt þykir, að frestað verði fullnustu refsingarinnar, og falli hún niður eftir 3 ár frá uppkvaðningu dómsins, ef ákærði heldur almennt skilorð 57. gr. hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955, svo og hið sérstaka skilorð 6. tl. sömu greinar, Þ. e. greiði bætur þær, sem dómur þessi kveður á um, sbr. hér á eftir, Kröfur um upptöku og skaðabætur. Upptökukrafa ákæruvaldsins er tvíþætt: a) krafa um upp- töku gullpeninga þeirra, sem lögreglan hefur lagt hald á, b) sá ábati, er ákærðu hafa haft af brotum sínum. 8 Um a): Allir peningar þeir, sem eru í vörzlu dómsins, voru í vörzlu annarra en ákærðu, (að undanskildum 2 peningum, sem Sigurður Kristján skilaði), Virðast allir, nema ákærðu, hafa verið að peningunum komnir í góðri trú. Upptakan kemur því fyrst og fremst niður á þessum aðiljum. Þeir eru ekki samkvæmt ákærunni varnaraðiljar í máli þessu, en við dómsmeðferð máls- ins hefur þeim öllum verið gefinn kostur á að tjá sig um upp- tökukröfuna. Jón Kornelíus Jónsson, sem afhenda varð 125 peninga, mót- mælir upptökukröfunni og krefst þess, að sér verði afhentir pen- ingarnir aftur. Verði krafan um upptöku hins vegar tekin til greina, verði ákærði Sigurður Kristján dæmdur til að greiða honum kr. 10.000.00. Hreinn Melsted Jóhannsson, sem skilaði 2 peningum, er hann hafði þegið að gjöf frá Sigurði, gerir engar kröfur í málinu. Sama er að segja um Óskar Björnsson, sem skilaði einum pening. Þeir Steinþór Sæmundsson (lét af hendi 30 peninga), Sig- mundur Kristinn Ágústsson (3 peninga), Guðmundur Jóhannes Andrésson (4 peninga) og Guðni Þórðarson (3 peninga) mót- mæla allir, að upptökukrafan nái fram að ganga, og krefjast þeir peninganna. Af hálfu Steinþórs og Guðmundar er bent á ákvæði 69. gr. laga nr. 19/1940 um forgang til andvirðis hinna upptæku vara, ef upptaka verði dæmd. Samkvæmt 3. tl. 69. gr. hegningarlaga má gera upptæka „muni eða ávinning, sem aflað hefur verið með broti og enginn á lög- legt tilkall til“. Ljóst er, að peningar þeir, sem upptöku er kraf- izt á í málinu, eru munir, sem aflað hefur verið með broti. Um „löglegt tilkall“ annarra til þeirra, er það að segja, að pening- arnir verða að vísu að teljast háðir eignarrétti. En sá réttur er þó alls óljós og eftir atvikum ekki líklegt, að nokkru sinni komi til þess, að raunverulegur eigandi reki réttar síns, og þykir því rétt að taka upptökukröfu þessa til greina. Þess er að gæta, að eigandi mundi, ef til kæmi, geta, þrátt fyrir upptökuna, krafizt peninganna eða andvirðis þeirra frá ríkissjóði. Samkvæmt þessari niðurstöðu verður afstaða tekin til bóta- kröfu Jóns Kornelíusar Jónssonar á hendur ákærða Sigurði Krist- jáni, og er ljóst, að taka ber hana til greina að öllu leyti, enda er henni eigi mótmælt af hálfu ákærða. Máli þessu er svo háttað, að þeir Steinþór Sæmundsson, Sig- mundur Kristinn Ágústsson og Guðmundur Jóhannes Andrésson hafa ekki átt þess kost að koma að bótakröfum vegna tjóns þess, 9 er þeir urðu fyrir af því, að hald var lagt á peningana. Hins vegar er rétt í dómi þessum að áskilja þeim forgang að and- virði hinna upptæku muna, hverjum í hlutfalli við það magn, er hann varð að afhenda, til tryggingar bóta fyrir tjón það, sem þeir urðu fyrir, enda fáist bætur ekki með öðrum hætti. Sams konar forgangsrétt á Jón Kornelíus Jónsson, að því er varðar kröfu hans. Um b): Krafizt er, að upptækur sé ger ábati, sem ákærðu hafa haft af brotum sínum. Ekki er tilgreind fjárhæð né krafan skýrð að öðru leyti. Fullnægir ákæran að þessu leyti eigi ákvæð- um 115. gr. laga nr. 82/1961, og verður kröfunni því vísað frá. Þess er að gæta, að ekki verður séð, að ákærðu hafi haft neinn ávinning af brotum sínum, nema þann, er aðrir eiga tilkall til, eða fellur undir upptöku muna, sbr. hér að framan. Sakarkostnaður. Dæma ber ákærða Guðberg Ingvar Guðmundsson til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Egils Sigurgeirssonar hæsta- réttarlögmanns, kr. 2500.00, og ákærða Sigurð Kristján til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Högna Jónssonar héraðs- dómslögmanns, kr. 2500.00. Annan sakarkostnað ber að dæma ákærðu til að greiða in solidum. Dómsorð: Ákærði Guðbergur Ingvar Guðmundsson sæti fangelsi 60 daga. Fresta skal fullnustu refsingar hans, og falli hún niður eftir 3 ár frá uppkvaðningu dóms þessa, ef ákærði heldur almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði Sigurður Kristján Hjaltested sæti fangelsi 4 mán- uði. Fresta skal fullnustu refsingar hans, og falli hún niður eftir 3 ár frá uppkvaðningu dóms þessa, ef ákærði heldur almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955, svo og hið sérstaka skilorð 6. töluliðar sömu greinar. Ákærði Sigurður Kristján Hjaltested greiði Jóni Korne- líusi Jónssyni kr. 10.000.00. Upptækir skulu ríkissjóði til handa 177 gullpeningar, sem nú eru í vörzlu dómsins. Jóni Kornelíusi Jónssyni, Steinþóri Sæmundssyni, Sigmundi Kristni Ágústssyni og Guðmundi Jóhannesi Andréssyni er hverjum um sig áskilinn forgangur að andvirði þeirra peninga, sem þeir létu af hendi, er hald var lagt á peningana, að svo miklu leyti sem bætur fást 10 ekki á annan hátt fyrir tjón það, sem þeir hafa orðið fyrir. Ákærði Guðbergur Ingvar Guðmundsson greiði 2500.00 kr. í málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Egils Sigurgeirs- sonar hæstaréttarlögmanns, og ákærði Sigurður Kristján Hjaltested kr. 2500.00 til skipaðs verjanda síns, Högna Jóns- sonar héraðsdómslögmanns. Annan sakarkostnað greiði ákærðu in solidum. Dóminum skal fulnægja með aðför að lögum. Mánudaginn 13. janúar 1964. Nr. 176/1962. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) Segn Arthur Wood Bruce (Gísli G. Ísleifsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason, Giz- ur Bergsteinsson og Magnús Þ. Torfason prófessor og Einar Arn- alds yfirborgardómari. Ákæra um fiskveiðabrot. Alþjóðalög. Ómerking og frávísun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta var flutt upphaflega fyrir Hæstarétti hinn 6. febrúar 1963. Er málflutningur var kominn mjög áleiðis, var bent á það af hendi dómsins, að eigi væri fyllilega ljóst, hvort skip ákærða, Lincoln City, GY 464, hefði verið innan fiskveiðimarka, er varðskipsmenn sendu því stöðvunarmerk- ið K með ljósmorsi kl. 1802 hinn 30. október 1962, en verj- andi ákærða hafði eigi varið ákærða á þessum grundvelli. Var því málinu frestað til könnunar að þessu leyti. Er málið kom öðru sinni til meðferðar í Hæstarétti 4. október 1963, var enn eigi fullkannað um stað togarans kl. 1802 hinn 30. október 1962. Kvað Hæstiréttur því hinn 8. s. m. upp úr- skurð um að dómkveðja skyldi þrjá sérfróða menn til m. a. að kanna og marka á sjóuppdrátt stað b/v Lincoln City, 11 GY 464, þá er varðskipið Ægir sendi honum ljósmerki um að staðnæmast kl. 1802 hinn 30. október 1962. Í úrskurð- inum segir og, að við rannsókn skuli sökunaut í hag taka tillit til þeirrar hugsanlegu skekkju á ratsjá varðskipsins, sem viðurkennd er af framleiðanda hennar. Hinn 1íl. október 1963 dómkvaddi yfirsakadómarinn í Reykjavík kennara við Stýrimannaskólann, þá Benedikt Alfonsson og Karl Guðmundsson, og Zophonias Pálsson mælingaverk- fræðing til að framkvæma verkið. Hinir dómkvöddu menn kváðu upp álitsgerð sína hinn 4. nóvember 1963. Í skýrslu þeirra segir: „Allir staðir, sem við höfum sett út á meðfylgjandi sjókort, hafa verið fundnir samkvæmt mælingum varðskipsmanna, nema staðir merktir „x“ og „„y“. Mælingarnar hafa verið leiðréttar þannig: Fjarlægðir auknar um 2% og miðanir færðar um 1? til hægri, hvort tveggja togaranum í hag, en þetta eru þær skekkjur, sem viðurkenndar eru af framleiðendum ratsjár varðskipsins. Staður togarans kl. 1802, „y“, sem er 0.4 sml. fyrir utan fiskveiðitakmörkin, er fenginn með því að gera ráð fyrir, að togarinn sigli með jöfnum hraða beina stefnu milli staða „e“ og „f“.“ Hinn 18. nóvember 1963 komu hinir dómkvöddu menn fyrir sakadóm Reykjavíkur og staðfestu álitsgerðina og svo mörkun sína á sjóuppdrátt með eiði. Samkvæmt framanskráðu verður við það að miða, að togari ákærða hafi verið kominn út fyrir fiskveiðimörkin, þá er varðskipsmenn gáfu honum merki um að nema staðar. Afstaða ríkja á alþjóðaráðstefnunni í Genf 1958 um réttar- reglur á úthafinu og aðdragandi þeirra reglna, sem þau féllust á þar um eftirför eftir erlendum skipum úr land- helgi út á úthafið, þykir veita vitneskju um, að meginþorri ríkja telji eftir ráðstefnuna þá meginreglu gilda í skiptum ríkja, að taka erlends skips á úthafinu fyrir brot á íisk- veiðilögsjöf ríkis sé m. a. háð því skilyrði, að skipinu hafi verið gefið stöðvunarmerki, meðan það var innan fiskveiði- markanna, og að það sé tekið eftir óslitna eftirför, sem þannig hefst. Verður því að miða við, að hér sé um að 12 tefla alþjóðareglu, sem Ísland verði að hlíta. Nefndu skil- yrði var eigi fullnægt, að því er ákærða varðar. Brestur ís- lenzka dómstóla þannig að svo stöddu lögsöguvald til að leggja dóm á það, hvort ákærði hafi framið það brot, sem ákæruvaldið sækir hann í máli þessu til refsingar fyrir. Verður því að ómerkja hinn áfryýjaða dóm og vísa málinu frá dómstólum. Eftir þessum úrslitum ber að dæma á hendur ríkissjóði allan kostnað málsins bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, þar með talin málflutningslaun verjanda ákærða í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 20.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera ómerkur, og er mál- inu vísað frá dómstólum. Allan kostnað sakarinnar skal greiða úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda í hér- aði og fyrir Hæstarétti, Gísla Ísleifssonar hæstaréttar- lögmanns, samtals kr. 20.000.00. Dómur sakadóms Ísafjarðar 2. nóvember 1962. Ár 1962, föstudaginn 2. nóvember, var í sakadómi Ísafjarðar, sem haldinn var í bæjarfógetaskrifstofunni af Jóh. Gunnari Ólafs- syni bæjarfógeta með meðdómsmönnunum Rögnvaldi Jónssyni fyrrverandi skipstjóra og Páli Pálssyni skipstjóra, kveðinn upp dómur í máli þessu, sem dómtekið var í dag eftir munnlegan flutning. Ákærður er Arthur Wood Bruce, skipstjóri á togaranum Lin- coln City, GY 464, frá Grimsby, fyrir að hafa gerzt sekur um fiskveiðibrot samkvæmt 2. gr. reglugerðar nr. 3 11. marz 1961 um fiskveiðilandhelgi Íslands, sbr. lög nr. 44 5. apríl 1948 og lög nr. 33 19. júní 1922, sbr. enn fremur 1. mgr. 1. gr. laga nr. 5 18. maí 1920 um bann gegn botnvörpuveiðum, sbr. 1. gr. laga nr. 6 17. febrúar 1959 um breyting á þeim lögum, með því að vera á nefndum togara að botnvörpuveiðum út af Dýrafirði Þriðjudaginn 30. október 1962 innan fiskveiðilandhelgi Íslands, eins og hún er ákveðin í 1. gr. fyrrnefndrar reglugerðar nr. 3/ 13 1961. Í ákæruskjali er þess krafizt, að ákærði sæti refsingu sam- kvæmt "7. gr. reglugerðar nr. 3/1961, sbr. 3. gr. laga nr. 44/1948 og 1. gr. laga nr. 81/1952 um breytingu á þeim lögum, sbr. enn fremur 3. gr. laga nr. 5/1920 og 1. gr. laga nr. 5/1951 um breyt- ingu á þeim lögum, og til þess að sæta upptöku afla og veiðar- færa nefnds togara og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði, Arthur Wood Bruce, er kominn yfir lögaldur saka- manna, er fæddur 23. september 1919 í Buckie, Skotlandi. Ákærði var hinn 20. júlí 1955 dæmdur í sakadómi Akureyrar í 74.000.00 kr. sekt til Landhelgissjóðs Íslands fyrir landhelgisbrot, og var sá dómur staðfestur í Hæstarétti 3. febrúar 1956. Að öðru leyti hefur hann hvorki sætt ákæru né refsingu hérlendis, svo kunn- ugt sé. Málavextir eru sem hér segir: Þriðjudaginn 30. október 1962 var varðskipið Ægir statt í mynni Dýrafjarðar, og sást þá skip í ratsjánni innan fiskveiði- takmarkanna. Haldið var af stað í átt til skipsins, og kl. 1707 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun, sem merkt er 1 á dskj. 2: Skagi — fjarlægð 2.2 sjómílur, Hafnarnes — fjarlægð 3.7 sjómílur, en fjarlægð í skip réttvísandi 283“ 9.6 sjómílur, og gefur það stað skipsins 2.9 sjómílur innan fiskveiðitakmarkanna, auðkennd- an Í á dskj. nr. 2. Kl. 1720 var staðarákvörðun endurtekin, og var niðurstaða þessi: Skagi — fjarlægð 3.1 sjómíla, Hafnarnes — fjarlægð 5.8 sjómílur, en skip í r/v 277“ í 7.9 sjómílna fjarlægð, staður II á dskj. 2, en það gefur stað skipsins um 2.6 sjómílur innan fiskveiðitak- markanna. Kl. 1733 gerði varðskipið enn staðarákvörðun: Skagi — fjarlægð 5.9 sjómílur, Hafnarnes — fjarlægð 8.0 sjómílur, en skipið í 5.6 sjómílna fjarlægð. Kl. 1746 var enn gerð staðarákvörðun um borð í varðskipinu: Kópanes — fjarlægð 12.9 sjómílur, Barði (suðurkantur) fjarlægð 8.4 sjómílur, æn skipið í 3.8 sjómílna fjarlægð í r/v 282“. Þetta gefur stað skipsins um 1.5 sjómílur innan fiskveiðitakmarkanna, auðkennd- an IV á dskj. nr. 2. Kl. 1757 var staðarákvörðun endurtekin af varðskipinu: Kópanes — fjarlægð 13.6 sjómílur, 14 Barði (suðurkantur) — fjarlægð 10.4 sjómílur, og skipið í 25 sjómílna fjarlægð í r/v 294“, en það gefur stað skipsins um 0.2 sjómílur innan fiskveiðitakmarkanna, auðkennd- ur V á dskj. nr. 2. Kl. 1802 sendi varðskipið með ljósmorse stöðvunarmerki K, og kl. 1808 var skotið lausu skoti. KI. 1814 kom varðskipið að skipinu, og var það togarinn Lin- coln City, GY 464, og var hann að toga með stjórnborðsvörpu. Stöðvunarmerki var gefið með hljóðpípu varðskipsins, og kl. 1816 var sett út ljósdufl við togarann, og samtímis gerð eftir- farandi staðarákvörðun: Kópanes — fjarlægð 16.5 sjómílur, Barði (suðurkantur) — fjarlægð 13.5 sjómílur, en þetta gefur stað duflsins 0.7 sjómílur utan fiskveiðitakmark- anna, og er hann auðkenndur á dskj. nr. 2 með rauðum hring og orðinu „Bauja“. Kl. 1818 stöðvar togarinn og fer að draga inn vörpuna, en kl. 1834 fara varðskipsmenn á bát yfir í togar- ann. Skipstjórinn á b/v Lincoln City, Arthur Wood Bruce frá Grimsby, kom um borð í varðskipið. Ekkert hafði hann að at- huga við mælingu varðskipsins, en sagði sína ratsjá bilaða. Sagði hann, að annar togari hefði staðsett sig, áður en hann fór að kasta vörpu, en hann hefði verið nýbúinn að því, þegar hann var stöðvaður. 2. vélstjóri á b/v Lincoln City var sóttur, og skýrði hann varðskipsmönnum frá því, að togarinn hefði farið frá Dýrafirði um kl. 6 að enskum tíma, en sjálfur hefði hann komið á vörð kl. 6.30 e. h. Um kl. 7.10 hefði verið stanzað og vörpu kastað um kl. 7.30, og er alls staðar átt við enskan sumar- tíma. Vélstjóri sagði snúningshraða skrúfu 88 á mínútu, og væri þá ganghraði skipsins um 3.5 sjómílur, þegar togað væri. Þessar upplýsingar voru skráðar, svo vélstjóri sá og í viðurvist skip- herra, 1. og 2. stýrimanns á varðskipinu. Síðan var þetta út- skýrt fyrir vélstjóranum, og kvað hann rétt með farið. Á dskj. nr. 1 er þess getið, að 3. stýrimaður varðskipsins hafi séð tíma- tölur þær, sem nefndar voru, skráðar á töflu í vélarrúmi togar- ans. Stýrimaður togarans gat litlar upplýsingar gefið, en taldi togtíma um 5 mínútur, áður en varðskipið kom að togaranum. Loftskeytamaður togarans vissi og fátt, en hélt, að farið hefði verið frá Dýrafirði um kl. 6.00 og siglt í 1 til 1% tíma, þar til vörpu var kastað. Aðspurður kvaðst skipstjóri b/v Lincoln City hvorki hafa séð ljósmorse varðskipsins né heyrt stöðvunarskot þess. Skipstjórinn óskaði, að nærstaddur togari fengi að mæla 15 stað ljósduflsins, og var það leyft. Skipstjóranum var síðan til- kynnt, að hann yrði færður til hafnar, og þar næst var hann fluttur yfir í sitt skip. Þegar sigla átti af stað kl. 2130, neitaði skipstjóri að hreyfa skip sitt, fyrr en brezkt herskip væri komið á staðinn. Skipstjóra var bent á, að herskipið gæti komið til hafnar, en þýðingarlaust að bíða þess, því þegar hér var komið, var ljósdufl varðskipsins sýnilega orðið laust. Er það síðan var tekið upp, virtist sem skorið hefði verið á duflstrenginn. Ekki vildi skipstjórinn þó hlíta þessu né heldur að skipverjar hans sigldu togaranum til hafnar. Lauk þessu svo, að 2. stýrimaður varðskipsins tók við stjórn togarans, en 4. vélstjóri varðskips- ins og 3. stýrimaður önnuðust vélgæzlu um borð í togaranum, og var þá haldið til hafnar. Samanburður var gerður á klukkum varðskipsins og togar- ans, og varð hann þannig: Varðskipsklukka .............. 1927 Klukka togarans í brú ....... 2132 Klukka togarans í vél ........ 2124 eða 8 mínútum á eftir klukku í stjórnpalli. Staðarákvarðanir varðskipsins voru gerðar með Decca ratsjá og seguláttavita. Veður var norðan 4, sjór 3, skýjað. Framanritaðar málavaxtalýsingar eru samkvæmt dskj. 1, skýrslu skipherrans á varðskipinu Ægi, og dskj. 2, uppdrætti með staðarákvörðunum, en þær gerðu skipherra, 1., 2. og 3. stýrimaður varðskipsins. Þeir hafa allir komið fyrir rétt og unnið eið að framburðum síum og telja allir, að dskj. 1 og 2 séu rétt og sannleikanum samkvæm, að því er þeir bezt viti. Öll þessi vitni tóku fram, að þeir hefðu fyrst séð, að togarinn var að veiðum, er varðskipið kom að honum, enda var að sögn skipherra tekið að bregða birtu. Skipherra kvað lítið rek hafa verið á skipunum, enda komið að togaranum rétt um fallaskipti, aðeins norðanstraumur, en vindur á norðan. Skipherra taldi líklegt, að duflstrengur varðskipsins hefði verið skorinn, enda Þþverkubbaður, og kynni strengurinn að hafa lent í togvörpu, en þarna voru 8—10 togarar að veiðum, og að ætlun skipherr- ans flestir brezkir. Skipherra og 2. stýrimaður varðskipsins segja, að vélstjóri b/v Lincoln City hafi ekkert nefnt, að neitt væri að vél togarans. Enginn stýrimannanna á varðskipinu veitti at- hygli, hvernig straumur var, og 1. og 3. stýrimaður tóku ekki eftir, í hvaða átt varðskipið sigldi, er það fór að duflinu, en 3. 16 stýrimaður tók fram, að hann hefði þá verið um borð í togar- anum. Vitnið Ernest Walker, 2. vélstjóri á b/v Lincoln City, hefur komið fyrir dóm og staðfest framburð sinn þar. Vætti þessa vitnis er nokkuð á reiki um tímaákvarðanir, og segir vitnið, að Það hafi verið dálítið ruglað, er það kom um borð í varðskipið. Eftir því, sem næst verður komizt, eru tímaákvarðanir vitnis- ins þessar: Togarinn er á siglingu á fullri ferð frá kl. 6.00 til kl. 7.10. Alveg stöðvað kl. 7.30, og kastað botnvörpu kl. 8.00. Alltaf er átt við brezkan sumartíma, og vitnið kvað, að alltaf gæti skeikað 5 mínútum til eða frá. Auk þess er um þetta farið eftir klukku í vélarrúmi togarans, en hún var ekki rétt að sögn vitnisins, sbr. dskj. nr. 1 in fine. Vitnið Ernest Walker sagði, að ganghraði b/v Lincoln City muni hafa verið um 10 sjómílur, miðað við klukkustund, sé veður gott, en að þessu sinni hafi verið nokkur alda. Toghraði sé 3 til 3% sjómíla og snúningshraði skrúfu þá 88 snúningar á mínútu. Þetta vitni, 2. vélstjóri togarans, er eina vitnið, sem borið getur um stað- reyndir af eigin athugun, að því er tíma snertir. 1. vélstjóri togarans ber, að hann hafi farið af verði kl. 6.30 til 6.45—50 að enskum sumartíma, og veit alls ekkert um klukku, þegar stöðvað var. 1. stýrimaður togarans bar, að hann hefði ekkert vitað, hvað klukku leið, þegar kastað var. Hásetinn John Robert Gittens bar, að hann hafi ekki vitað, hvað klukkan var, þegar stanzað var til þess að kasta, en gizkar á, að það muni hafa verið rétt fyrir kl. 8.00 að enskum sumartíma. Bátsmaður tog- arans, Arnold Lambley, bar þó og staðfesti með eiði, að hann hefði verið kallaður út til þess að kasta botnvörpu togarans um kl. 7.45, og hafi þá veiðarfæri verið bundin upp, bobbingar festir og toghlerar. Að framburði ákærða verður síðar vikið. Samanburður á framburði 2. vélstjóra togarans og því, sem eftir honum er haft í dskj. 1, þannig: Framburður: Dskj. 1: Lagt af stað ...... kl. 6.00 6.00 (1600) Siglt til ........... — '7.10 Stóðvað ........... — 17.30 7.10 (1710) Kastað ............ — 8.00 7.30 (1730) Í dskj. 1 segir, að 3. stýrimaður varðskipsins hafi séð á vél- arrúmstöflu togarans tölur þær, sem í dskj. 1 greinir, en í fram- burði vélstjórans eru tölurnar 4. Talan 8 er til hliðar. Þessi 17 breyting vélstjórans á tímaákvörðunum er athugunarverð, þegar þess er gætt, að vélstjórinn bar í réttinum, að kastað hafi verið á sama tíma og bátsmaður togarans og ákærðu segja. Má í þessu sambandi benda á það, að sé gengið út frá upplýsingum vél- stjórans í dskj. 1, hefur verið togað frá því um kl. 7.30 (1730) til kl. 1814, er varðskipið kom að togaranum, eða um 40—50 mínútur. Toghraði b/v Lincoln City er, að fengnum upplýsing- um 2. vélstjóra, 3 til 3% sjómíla, en að sögn ákærða um 3 sjó- mílur. Ákærði gerði sjálfur engar staðarákvarðanir, og ekki véfengir hann mælingar varðskipsmanna út af fyrir sig. Frásögn ákærða um það, sem aðrir sögðu honum um stað togarans, er þýðingar- laus fyrir málið, þar sem þeir aðiljar hafa ekki komið fyrir dóm. Ákærði kvaðst hafa lokið við að kasta um kl. 8.10 að enskum sumartíma, kl. 1810 íslenzkur tími, og togað 20 mínútur, þegar varðskipið kom að b/v Lincoln City. Hefði þá klukka togarans átt að vera um 8.30. Ákærði benti á það, að mælingu enskra togara á stað duflsins, er varðskipið setti út, beri ekki saman við mælingu varðskipsins. Samkvæmt mælingu togaranna hafi duflið verið % til % “cables" utan fiskveiðitakmarkanna eða 0.50 til 0.75 sjómílur utan línu. Togstefna skipsins var NNA., að sögn ákærða, og ekki þvert á landhelgislínuna, en þrátt fyrir það ætti b/v Lincoln City að hafa verið fyrir innan línu, þegar hann kastaði vörpu, ef hann hefur togað í 20 mínútur með 3 sjómílna hraða. Sú vegalengd er um 1 sjómíla eða 10 “cables". Reyndar gæti duflið hafa verið laust, er togararnir mældu stað þess, og hafi það lent í botnvörpu, kann það að hafa dregizt úr stað. Varðskipið staðsetur duflið 0.7 sjómílur utan landhelgis- línu, og miðað við þann tíma og stað og togtíma og toghraða b/v Lincoln City, ætti togarinn að hafa verið innan landhelgis- línu, þegar byrjað var að toga, og það enda þótt tímaákvörðun ákærða og hin leiðrétta tímaákvörðun 2. vélstjóra togarans væru lagðar til grundvallar. Ákærði fullyrti, að enginn fiskur hefði verið í vörpunni, er hún var innbyrt, en hefði átt að vera nokk- ur eftir aflabrögðum á þessum slóðum, ef togað hefði verið, eins lengi og ráðgert er í dskj. 1 eða frá kl. 1730 til kl. 1814. En ákærði segir þó sjálfur, að höfuðlína hafi verið slitin og aftur- vængur vörpunnar rifinn. Ákærði segir, að hann hafi vitað um varðskipið á Dýrafirði, og hefði því verið heimskulegt að kasta vörpu innan fiskveiði- takmarkanna. 2 18 Ákærði gat ekki sjálfur gert staðarákvörðun og bað annað skip (Royal Marine) að staðsetja b/v Lincoln City. Verjandi ákærða krafðist algerrar sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins og að sakarkostnaður væri lagður á ríkissjóð og honum dæmd hæfileg málsvarnarlaun. Ákærði hefur skýrt frá því fyrir dóminum, að tekið hafi 15 mínútur að kasta botnvörpunni að þessu sinni og síðan hafi verið togað í 20 mínútur eða liðið samtals 35 mínútur, þar til togarinn var stöðvaður. Samkvæmt staðarákvörðun brezks tog- ara, sem var þarna á sömu slóðum, kvaðst ákærði hafa byrjað að kasta um 1.1 sjómílu fyrir utan fiskveiðitakmörkin, og er sá staður fjær landi en þar sem togarinn var stöðvaður. Sam- kvæmt staðarákvörðunum varðskipsmanna nr. V — 0.2 sjómílur innan við fiskveiðitakmörkin, — og „Bauja“, — 0.7 sjómílur utan fiskveiðitakmarkanna, og öðrum athugunum þeirra var togarinn 19 mínútur að sigla á milli þessara staða. Augljóst er af því, að á því tímabili hefur ekki unnizt tími til að kasta vörp- unni og toga í 20 mínútur. Af framansögðu er ljóst, að skýrsla ákærða hlýtur að vera röng og að hann hefur kastað fyrr en hann heldur fram og innan fiskveiðitakmarkanna. Í máli þessu ber að leggja til grundvallar eiðfestar skýrslur og staðsetningar varðskipsins Ægis. B/v Lincoln City sást að vísu ekki með veiðarfæri úti, þ. e. að veiðum, innan landhelgistakmarkanna, en líkur fyrir því eru svo miklar, að telja verður nægilega sannað, að svo hafi verið og að togarinn hafi verið samkvæmt því, er segir í dskj. nr. 1, að ólöglegum fiskveiðum á tímabilinu kl. 1746 til 1757 þriðju- daginn 30. október 1962 og mest 1.5 sjómílur innan hinna ís- lenzku fiskveiðitakmarka. Varðar þessi verknaður við þau laga- ákvæði, sem talin eru í ákæru. Ítrekunaráhrif brots ákærða samkvæmt hæstaréttardómi 3. febrúar 1956 eru fyrnd. Samkvæmt þeim refsiákvæðum, sem talin eru í ákæru, og með tilliti til stærðar togarans, 407.30 brúttósmálestir, og núverandi gildis íslenzkrar krónu þykir refs- ing ákærða hæfilega ákveðin kr. 230.000.00 sekt til Landhelgis- sjóðs Íslands, og komi 8 mánaða varðhald í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Auk þess skulu allur afli og veiðarfæri, þar með taldir drag- strengir, b/v Lincoln City, GY 464, vera upptæk handa Land- helgissjóði Íslands. Ákærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar 19 með talin málsvarnarlaun verjanda síns, Gísla G. Ísleifssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 8000.00. Dómsorð: Ákærði, Arthur Wood Bruce, greiði kr. 230.000.00 sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi 8 mánaða varðhald í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Allur afli og veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir, tog- arans Lincoln City, GY 464, skulu vera upptæk til handa Landhelgissjóði Íslands. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin máls- varnarlaun verjanda síns, Gísla G. Ísleifssonar hæstaréttar- lögmanns, kr. 8000.00. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Föstudaginn 17. janúar 1964. Nr. 174/1962. Sveinn Gunnarsson (Benedikt Sigurjónsson hrl.) gegn Mjólkursamsölunni (Guðmundur Ásmundsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Jónatan Hallvarðsson og Árni Tryggva- son og prófessorarnir Ármann Snævarr, Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Bifreiðar. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 5. desember 1962, að fengnu áfrýjunarleyfi 22. nóv- ember s. á., og gert þær dómkröfur, að stefnda verði dæmt að greiða honum kr. 164.582.58 ásamt ársvöxtum, 6% frá 3. marz 1956 til 22. febrúar 1960, 9% frá þeim degi til 29. desember s. á. og síðan 7% til greiðsludags. Þá krefst áfryj- 20 andi og málskostnaðar af stefnda í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnað- ar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Fram er komið, að Tryggingastofnun ríkisins hefur greitt áfrýjanda örorkubætur, kr. 24.810.00, en það er samkomu- lag aðilja, að hér fyrir dómi skuli eigi við úrlausn málsins litið til þeirra bóta. Með þessari athugasemd ber að stað- festa héraðsdóminn, sem eigi hefur verið gagnáfrýjað. Rétt er, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 27, júní 1962. Mál þetta, sem dómtekið var 12. þ. m., hefur Sveinn Gunnars: son læknir, Óðinsgötu 1, hér í borg, höfðað með stefnu, útgef- inni 8. nóvember 1960, gegn Mjólkursamsölunni, hér í borg, til greiðslu skaðabóta, að fjárhæð kr. 256.451.87, með 6% ársvöxt- um frá 3. marz 1956 til 21. febrúar 1960 og 10% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags auk málskostnaðar að mati rétt- arins. Stefndi hefur krafizt algerrar sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hans hendi, en til vara hefur stefndi krafizt þess, að sök verði skipt í máli þessu og stefnukrafan verði stór- lega lækkuð, enda verði málskostnaður þá látinn niður falla. Samvinnutryggingum hefur verið stefnt til réttargæzlu í máli þessu, en síðargreindur mjólkurflutningabíll, R 6202, var tryggð- ur hjá því félagi. Engar kröfur eru gerðar á hendur réttargæzlu- stefnda, og hann hefur heldur engar kröfur gert. Við munnlegan flutning málsins breytti stefnandi vaxtakröfu sinni á þá lund, að hann krafðist 6% ársvaxta frá 3. marz 1956 til 22. febrúar 1960, en 9% ársvaxta frá þeim degi til 29. desem- ber s. á. og 7% ársvaxta frá þeim degi til greiðsludags. Að öðru leyti hélt stefnandi fast við sínar fyrri kröfur. Málavextir eru svofelldir: Um kl. 10 að morgni hins 3. marz 1956 varð árekstur á gatna- mótum Rauðarárstígs og Flókagötu milli bifreiðanna R 6202 og 21 R 3422. Bifreiðinni R 6202, sem var mjólkurflutningabíll af Chev- roletgerð í eigu stefnda, var ekið suður Rauðarárstíg, en bif- reiðinni R 3422, fólksbifreið af Moskvitchgerð, eign stefnanda og ekið af honum í umrætt sinn, var á leið austur Flókagötu. Gatan, sem áreksturinn varð á, var malbikuð, en snjór var á og færi því hált. Bifreiðin R 6202 var með snjókeðjum á aftur- hjólum, en R 3422 var keðjulaus. Lögreglumenn komu þegar á vettvang eftir slysið og gerðu uppdrátt af staðháttum, Samkvæmt þeim uppdrætti, sbr. dskj. nr. 4, sem ökumenn beggja bifreiða kveða réttan, hefur fram- endi bifreiðarinnar R 6202 rekizt á vinstri hlið bifreiðarinnar R 3422 og ýtt henni u.þ.b. 4 metra til hliðar, áður en bifreiðarn- ar stöðvuðust. Var þá bifreiðin R3422 komin alveg yfir á hægri vegarhelming Flókagötu og framendi R 6202 komin nokkuð yfir miðju götunnar. Samkvæmt uppdrættinum voru hemlaför R 6202 8 metra löng, en hemlaför R3422 6 metra löng. Við árekstur- inn kastaðist stefnandi til inni í bifreið sinni og hlaut brot á vinstri síðu, en skemmdir á bifreiðunum urðu þær, að lugtar- rammi á R 6202 beyglaðist, en vinstri hlið bifreiðarinnar R 3422 lagðist inn. Engir sjónarvottar voru að slysi þessu, en ökumenn beggja bifreiðanna hafa komið fyrir rannsóknarlögreglu Reykjavíkur og skýrt frá aðdraganda að árekstrinum. Stefnandi hefur skýrt svo frá hjá rannsóknarlögreglunni, að hann hafi ekið á rólegri ferð að gatnamótunum og ekki yfir hámarkshraða innanbæjar, enda hafi hann þekkt þessi gatna- mót mætavel og vitað, að þau væru aðgæzluverð. Er hann hafi komið með framenda bifreiðarinnar inn á gatnamótin, kvaðst hann hafa séð til ferða stórs bíls, er honum virtist vera í u.þ.b. 20—30 metra fjarlægð frá gatnamótunum, og hafi hann því talið hættulaust að aka áfram. En í því er hann hafi verið kom- inn út á mið gatnamótin, kveðst hann hafa séð bíl þenna stefna þvert á bíl sinn og hafi honum verið ekið á talsverðri ferð og því borið miklu fljótar að en hann hafði reiknað með. Stefn- andi kvaðst þá hafa hemlað og reynt að víkja undan til hægri, en það hafi engum togum skipt, að bifreið þessi hafi skollið á vinstri hlið bifreiðar sinnar og ýtt henni í þá stöðu, er upp- drátturinn sýni. Gunnar Einarsson, Ökumaður bifreiðarinnar R 6202, hefur skýrt rannsóknarlögreglunni svo frá, að fyrir áreksturinn hafi hann stöðvað bifreiðina á Rauðarárstíg á móts við húsið nr. 3 við 22 Háteigsveg til að losa þar mjólk. Að því loknu hafi hann ekið af stað aftur og hafi ekki verið kominn yfir ca. 30 km hraða, er hann kom að gatnamótum Flókagötu. Hafi hann þá séð til ferða R 3422, er hafi komið honum á hægri hönd, og virtist honum bifreiðinni vera ekið nokkuð hratt. Er hann hafi séð, að ökumaður bifreiðarinnar R 3422 ætlaði ekki að stöðva, kveðst hann strax hafa hemlað með fullu átaki, en bifreiðin, sem hafi verið með fullu hlassi, hafi verið þung og runnið því áfram, þar til áreksturinn varð. Stefnandi styður stefnukröfu sína þeim rökum, að bifreiðinni R 6202 hafi verið ekið með óhæfilega miklum hraða í umrætt sinn, er glögglega megi sjá á hemlaförum bifreiðarinnar, sem verið hafi u.þ.b. 9—10 metrar, og þar af hafi hún rekið R 3422 á undan sér síðustu 3—4 metrana. Stefnandi hafi að vísu átt vikskyldu á umræddum gatnamótum fyrir R6202, en þegar litið sé til allra atvika á slysstaðnum, verði honum allt að einu ekki gefin sök á því, hvernig fór, þar sem hinn óhæfilegi hraði bifreiðarinnar R 6202 hafi orsakað slysið, og beri því að leggja fulla fébóta- ábyrgð á eiganda R 6202 vegna áreksturs þessa. Stefndi reisir sýknukröfu sína á því, að stefnandi eigi alla sök á slysi þessu með því að gegna eigi vikskyldu sinni þarna á gatnamótum gagnvart R 6202. Auk þess hafi bifreið stefnanda verið keðjulaus í umrætt sinn, þrátt fyrir snjó og hálku. Þá mót- mælir stefndi því, að bifreiðinni R 6202 hafi verið ekið óhæfilega hratt í umrætt sinn, þar sem hún hafi verið tekin af stað í aðeins um það bil 2—3 bíllengda fjarlægð frá árekstursstaðnum og hafi því að öllum líkindum ekki getað verið búin að ná meira en 25 km hraða á klukkustund á þessum stutta spöl, enda hafi hér verið um þunga bifreið að ræða. Þá bendir stefndi á, að hin 6 metra löngu hemlaför bifreiðarinnar R 3422 gefi það til kynna, að bif- reiðin, sem hafi verið ekið aðeins upp í móti, hafi verið á meira en lögleyfðum hámarkshraða í umrætt sinn, og það fái ekki staðizt hjá stefnanda, að bifreiðin R 6202 hafi verið í u.þ.b. 20 —30 metra fjarlægð frá gatnamótunum, er stefnandi kom að þeim, því að þá hefði R6202 þurft að vera komin á fljúgandi ferð á þeim stað, er hann hafi lagt upp af, til þess að ná að rekast á bifreið stefnanda. Samkvæmt þessu, sem nú hefur verið rakið, virðist stefnda ljóst, að öll sök og til vara meginhluti sakar hljóti að hvíla á stefnanda sjálfum vegna ógætilegs aksturs hans. Bifreiðarnar virðist bera að gatnamótunum á sömu stundu, en stefnandi líti 23 augnabliki of seint til vinstri til þess að ná því að stöðva bif- reiðina, svo sem honum hafi borið skylda til. Þegar hann hafi séð, að í óefni var komið, stígi hann á hemlana, þótt bíllinn sé keðjulaus, í stað þess að aka óhindrað áfram og reyna þannig að forða árekstri. Þegar virt eru atvik að slysinu og hugað er að afstöðumynd af vettvangi, virðist allt benda til, að bifreiðin R 6202 hafi verið komin mun nær gatnamótunum en stefnandi hefur skýrt frá, þá hann ók inn á Rauðarárstíg. Allt að einu gegnir stefnandi ekki vikskyldu sinni gagnvart R 6202, heldur ekur hann bifreið sinni, keðjulausri, þvert í veg fyrir R6202 við framangreindar aðstæður, og á hann því meginsök á árekstrinum með þessu gálauslega og ólögmæta ökulagi sínu. Á hinn bóginn þykir öku- maður bifreiðarinnar R 6202 einnig eiga nokkra sök á slysi þessu með of hröðum akstri sínum, miðað við aðstæður, svo sem séð verður af hemlaförum bifreiðarinnar á uppdrættinum. Þegar virt er það, sem nú hefur verið rakið, þykir rétt, að stefndi bæti stefnanda tjónið að M hluta, en stefnandi beri sjálf- ur tjón sitt að % hlutum. Stefnandi hefur sundurliðað stefnukröfuna þannig: 1. Atvinnutjón ..........2.00.0 00. vn kr. 189.578.00 2. Bætur fyrir þjáningar og röskun á stöðu og högum ........20.2000 00 — 60.000.00 3. Viðgerðarkostnaður á bifreiðinni R3422 .... — 5.023.87 4. Greiðsla fyrir Örorkumat, læknisvottorð og örorkutjónsútreikninga ..................... — 1.850.00 Samtals kr. 256.451.87 Fjárhæð þessi kemur heim við stefnufjárhæðina. Verða nú hinir einstöku liðir stefnukröfunnar teknir til athugunar. Um 1. lið. Fyrst eftir slysið kveðst stefnandi hafa verið fluttur á sjúkra- stofu Bláa bandsins, þar sem hann var þá yfirlæknir, en síðan hafa verið fluttur heim til sín. Hinn 8/3 1956 var framkvæmd röntgenskoðun á stefnanda á St. Jósefsspítalanum í Reykjavík. Í vottorði frá spítalanum, varð- andi skoðun þessa, segir svo: „Costa VI. vinstra megin er þver- z brotin úti í síðunni, nokkuð aftan til. Engin veruleg dislocatio 24 er á brotstaðnum. Ekki er grunlaust um fractur í costa VII. aftan til, en ekki sést það með vissu. R. diag.: Fract. costae VI. sin. (et VII.?).“ Stefnanda leið illa í meiðslinu og fékk því Karl Jónsson lækni til að setja á sig plástur. Nefndur læknir hefur gefið vottorð, dags. 12/3 1956, svohljóðandi: „Við rannsókn í dag finnst brot á 6. rifi vinstra megin aftur við hrygginn og ennfremur á ". rifi á miðri síðu. Vöðvarnir í bakinu eru mikið marðir kringum brotstaðinn.““ Stefnandi lá síðan heima, að mestu rúmfastur, um þriggja vikna skeið. Hann hresstist vel við leguna og bjóst við, að sér myndi batna fljótt úr því, en var þó mjög taugaslappur fyrst á eftir. Fljótlega fór að bera á verkjum í síðunni, þegar frá leið, einkum þó verkjum uppi á milli herðablaða. Átti hann því mjög erfitt með vinnu. Síðan fór að bera á dofa og seiðingsverk fram- an- og utanvert á vinstra læri allt niður undir hné. Einnig urðu þvaglát tíðari en hann átti vanda til. Af þessum sökum fór stefn- andi til Kjartans Guðmundssonar, sérfræðings í taugasjúkdóm- um, til rannsóknar hinn 12/7 og 19/8 1957. Í vottorði læknis- ins, dags. 22. ágúst 1957, segir m. a. á þessa leið: „Við skoðun finnst: 1) Eymsli á v. síðu neðan við herða- blað. Ennfremur eymsli á ca. 7T—10. brjósthryggjarlið. 2) Ca. lófastór blettur með húðskynstruflunum framan á v. læri. Yzt er hyperæsthesi = algesi, en í miðjunni hyper- æsthesi algesi. 3) Vibrationsskyn er greinilega minna á v. fæti. Það finnst ekkert annað neurologiskt. Einkum eru reflex- ar eðlilegir, engar rýrnanir eða minnkun á krafti, engin truflun á stjórn útlima og ilreflexar eru eðlilegir. Álit: Sjúklingur er álitinn hafa traumatiskan raðikulitis sem beina afleiðingu eftir slysið. Minnkað vibrationsskyn, verkir og húðskynstruflanir á læri og ev. truflanir á þvag- látum benda og á, að hann muni hafa fengið létta kontusion á mænu. Það er erfitt að segja ákveðið um batahorfur, en það er álit mitt, að þær séu sæmilegar og fysiotherapi ætti að hafa góð áhrif.“ Hinn 18. september 1957 skoðaði Þórarinn Sveinsson læknir stefnanda og mat örorku hans af völdum slyssins. Í vottorði læknisins, dags. 6. október 1957, getur hann þess, að röntgen- myndir þær, er teknar voru af brjósti stefnanda hinn 8/3 1956, 25 finnist eigi, og hafi hann því afráðið að láta taka nýjar röntgen- myndir af honum. Röntgenlýsingin er dagsett 20. september 1957 og hljóðar svo: „Á costa 7T—10 v. megin medialt sjást ójöfnur í rifjum væntanlega eftir fyrri fractur. Á profilmynd sést, að Th. 12 er 3 mm lægri að framan en næsti corpus fyrir ofan og dálítið fleygmyndaður. Skoðunin gæti því bent á compression. Ójöfnur eru á liðbrúnum Th. 11 og 12. R. diagn.: Sequ. fract. costarum. Sequ. compressiones corpus Th. 1272.“ Síðan segir svo í framangreindu vottorði Þórarins Sveinssonar: „Skoðun: Mjög hraustlegur maður og vel byggður. Á höfði var ekkert sérstakt að sjá. Sjón og heyrn eru eðlileg. Blóðþrýstingurinn mældist 135/80. Hjartahljóð eru regluleg og hrein. Við þuklun á baki voru nokkur eymsli uppi á milli herðablaða v. megin við hrygginn. Voru vöðvarnir þar að finna strengðari en hægra megin. Hreyfingar voru eðlilegar, en ekki til fulls án óþæginda. Útlimir voru eðlilegir að sjá, nema vottur um rýrnun virðist vera á lærvöðvunum ofan hnéliðs, og munar ca. 10 em ofan hnéliðs um 2—1 cm hvað lærvöðvar eru rýrari v. megin en hægra. Kraftar góðir, en húðskyn ekki prófað. Vís- ast í því efni til vottorðs sérfræðingsins. Ályktun: Um er að ræða meiðsli, er urðu við bílslys. Þau voru brot á 4 rifjum v. megin (710. rif). Eru þau að sjá vel gróin, en greinilega sjást brotamótin. Auk þessa er útlit fyrir, að 12. brjóstliðurinn hafi pressazt lítillega saman við áverkann (um 3 mm). Einkenni eru leiðslutruflanir í blöðru og niður Í v. læri frá þessu eða mari á mænu við áverkann. Örorka vegna þessa slyss telst hæfilega metin: Fyrir 1 mánuð fyrst eftir slysið .... 100% örorka — 1 — þar á eftir ......... 85% — Hm GO A A | | | | co > S | Úr því má telja, að 15% örorka sé hæfilegt mat. Er þá gert ráð fyrir nokkrum kalkbreytingum á liðbrúnum í nánd við brotið, sem oft vill verða, svo og óþægindum öðrum frá því. 26 Hins vegar er gert ráð fyrir, að blöðruertingin muni lagast með tímanum.“ Frá 11. marz til 21. apríl 1959 lá stefnandi á Landakotsspít- alanum. Í ódagsettu, óstaðfestu endurriti af læknisvottorði Karls Sig. Jónassonar, sérfræðings í handlækningum, segir svo um rannsóknina þar: „e=.. Diagnosis: Fract. Corp. vertebrae lumbalis Í og einnig corpus vertebrae thoracalis IX comprimeraður. Brjóstliðir eru með miklum gigtarbreytingum frá VII— XII. lið. Enn fremur Thoracal liðir XI, KII dálítið fleygmyndaðir, eins og eftir fyrri brot. Líðan sjúklingsins var mjög slæm í byrjun, en var tölu- vert betri við brottför. Var ráðlagt áframhaldandi rúmlega heima.“ Hinn 9. marz 1959 vitjaði Ólafur Jensson læknir stefnanda. Í vottorði læknisins, dags. 14. ágúst 1959, segir svo að loknum inngangsorðum: „Að sögn aðstandenda hafði Sveinn fengið flogakóst. Við skoð- un reynist púls, hjartastarfsemi og öndun eðlileg. Litarháttur eðlilegur. Engir kippir eða stífleiki { útlimum. Sensorium: Sjúklingur er meðvitundarlítill (semicomatös). Við mikla eggjun tekst að fá fram einsatkvæðis svör og smá Þrugl, en sjúklingur er óðar dottinn út af í svefn.“ Hinn 1. október 1959 skoðaði Snorri Hallgrímsson prófessor stefnanda. Í vottorði læknisins, dags. sama dag, segir á þessa leið: „Við skoðun í dag kemur eftirfarandi í ljós: Gengur frekar álútur. Nokkur kyphosa er á hryggnum á mótum brjósts og lenda- liða. Hreyfing í hryggnum er nokkru minni en eðlilegt er og allar hreyfingar sárar. Hann á t. d. nokkuð erfitt með að klæða sig í sokka og skó. Þá eru bankeymsli á neðstu brjóstliðum og efstu lendaliðum. Lasequepróf er neikvætt beggja megin, en framan á v. læri neðanverðu er sársauka og tilfinningaskyn minnkað. Þá er nokk- ur rýrnun á vastus lateralis, Á röntgenmyndum, sem teknar voru 20/9 1957, sjást gróin brot aftan til á 7., 8., 9. og 10. rifi vinstra megin. Þá er XII. brjóstliður fleygmyndaður, þannig að hæð liðbolsins að framan er mun minni en hæð hans aftan til og um 6 mm lægri en hæð næsta liðbols fyrir neðan og um 3 mm minni en hæð næsta liðbols fyrir ofan. Líklegt þykir, að hér sé um að ræða afleiðingu af þrýstings- 21 broti á XII. brjóstlið. Auk þess sjást slitbreytingar (arthrosis) á liðbrúnum, en þær munu hafa verið til staðar fyrir slysið. Röntgenmyndir, teknar 19/2 1959, sýna sömu breytingar og að ofan er lýst, en auk þess sést, að slitbreytingar (osteophylar) á liðbrúnum XI. og XII. brjóstliðs hafa aukizt verulega, og bendir það einnig til þess, að um brot hafi verið að ræða. Hér er um að ræða 60 ára gamlan mann, sem fyrir 3 árum hlaut meiri háttar meiðsli, brot á fjórum rifjum og að minnsta kosti einum hryggjarlið. Brotið á hryggjarliðnum mun hafa valdið auknu sliti (arthrosis) á aðliggjandi liðum. Verkirnir og skyntruflunin framan til í v. læri benda til rótarsköddunar, sem ekki er ólíkleg afleiðing hryggbrotsins.“ Í október 1959 skoðaði Bergþór Smári læknir stefnanda og endurmat örorku hans. Í vottorði læknisins, dags. 23. október 1959, segir m. a. svo: „Hann hefur stöðugan verk í baki á mótum brjóst- og lenda- liða og einnig niður eftir vinstra læri að framan. Versna verk- irnir við alla áreynslu. Hafa óþægindin sízt batnað upp á síð- kastið, og telur slasaði sig alveg ófæran til nokkurrar verulegrar áreynslu. Skoðun í október 1959: Talsverð sveigja (kyphosa) er á hryggn- um á mörkum brjóst- og lendaliða, og hreyfingar í hryggnum eru minni en eðlilegt er, og hreyfingarnar eru sárar. Einnig eru bakeymsli á neðstu brjóstliðum og efstu lendaliðum. Nokkur rýrnun er á lærvöðva vinstra megin.“ Síðan vitnar læknirinn í framangreint vottorð Snorra Hall- grímssonar prófessors og endar vottorð sitt þannig: „Varanleg örorka af völdum ofangreinds slyss telst hæfilega metin 30%.“ Í málinu liggur fyrir vottorð Röntgendeildar Landspítalans, undirritað af H. L., svohljóðandi: „Regio: 2/5 ?60 columna. — HL/gk. Léttar hliðarsveigjur í col. thoraco-lumbalis, og vottar fyrir torsio samfara því. Th. IX. er talsvert comprimeraður, mælist 1.8 cm að hæð að framan og 2 cm að aftan, miðað við 2.5 cm þykkt á næsta lið fyrir ofan og neðan. L I er einnig talsvert comprimeraður og fleygaður, mæl- ist 2.2 cm að framan og 2.8 cm að aftan, miðað við 3.2 cm að framan og 3.5 cm að aftan á næsta lið fyrir neðan. Auk þess létt compression á Th. XI og XII, en þeir liðir reyndust létt comprimeraðir við síðustu skoðun, 19/2 ?'59. 28 En á hinum tveim liðunum, Th. IX og LI, er um nýtt brot að ræða. Nokkrar osteoarthrotiskar breytingar er að sjá á hryggjar- liðum, einkum mið- og neðri thoracalliðum, en hins vegar ekki teljandi osteofytamyndanir í lendasúlu. Hins vegar eru hryggjarliðir létt úrkalkaðir, einkum thoracalliðir. R. diagn.: Fractura corpores Th. IX et L 1. Seq. compres- siones Th. XI og XII. Osteoarthrosis columnæ thoracalis. Halisteresis 1, gr.“ Hinn 1. marz 1961 gaf Björgvin Finnsson læknir stefnanda vottorð, en hann var þá til meðferðar hjá lækninum vegna afleiðinga bílslyssins. Í vottorði þessu segir m. a. svo: „Aðalkvartanir nú: — Verkur í miðju baki, geislandi út í vinstri síðu, verkur og stirðleiki í vinstri öxl og handlegg. Verkur ofan til við vinstra hné. Segist eiga mjög erfitt með gang bæði vegna nefndra verkja og svima. Ob: — Kyphose í col. thoracal. aukin. Indirecte og directe eymsli eru neðan til í col. thoracal. Hersli og eymsli í paravert. vöðvum í thoracal-hlutanum. Hreyfing í col. thoracalis all- takmörkuð. Vinstri öxl: — Hreyfingar eru hindraðar og sárar, einkum rotation upp á við, en þar vantar ca. 45? upp á fulla rotation. Þéttur, aumur vefur í axlarregioninni. Vefurinn ofan til við vinstra hné er smáhnökróttur og aum- ur. Hreyfingar í vinstra hné virðast lítið hindraðar, en sár- ar, og stöðugir verkir í hnénu, ofan til og lateralt (utan). Prognosis dubia.“ Esra Pétursson, trúnaðarlæknir Samvinnutrygginga, var feng- inn til að láta upp álit sitt um læknisfræðilega hlið máls þessa og meta örorku stefnanda af völdum margnefnds slyss. Álits- gerð læknisins, sem dagsett er 22. maí 1961, hefst á því, að hann vitnar í vottorð þau, er rakin hafa verið hér að framan, en síðan segir svo í álitsgerðinni: „Læknum ber ekki saman um, hversu miklir né heldur hvar áverkar eru, sem slasaði er talinn hafa hlotið við slysið 3. marz 1956. Telja sumir, að jafnvel geti verið 4 hryggjarliðir, Th. IX, XI, XIl og LI, sem hafi brotnað, samanber ódagsett vottorð, sennilega gefið í maí 1959, Karls Sig. Jónassonar læknis, en aðrir, þar á meðal prófessor Snorri Hallgrímsson, að aðeins sé um brot á einum lið, XII, að ræða, þó hugsazt geti, að fleiri hafi 29 brotnað, samanber vottorð hans, dags. 23/10 1959, bls. 2: „að minnsta kosti einn hryggjarlið“. Á röntgenmynd, tekinni þann 8/3 1956, kom í ljós, að 6. og 7. rif vinstra megin voru brotin. Þær röntgenmyndir, sem sú lýsing er af, fundust ekki, og fyrst á röntgenmyndum, teknum 20/9 1957, sjást ójöfnur v. megin medialt í rifjum, væntanlega eftir fyrri fracturur á costa 7— 10. Þá fyrst er líka talað um það, að aðeins einn liður, Th. XII, sé 3 mm lægri að framan en næsti corpus fyrir ofan og dálítið fleygmyndaður. Slitbreyt- ingar (orthrosis osteophytar) munu hafa verið til staðar fyrir slysið. ÁLYKTUN: Í rauninni eru því ekki fyrir hendi röntgenmyndir, yngri en 18% mánuði eftir slysið, sem sýna brot á hryggjarliðum, né heldur á rifjum 7—10. Aðeins röntgenumsögn frá 8/3 1956 fyrir- finnst, en í henni er talað um brot á 6. og "7. rifi, en ekki minnzt á hryggjarliði, að því er bezt verður séð. Verða því ofangreindir áverkar vart allir raktir til slyssins með nokkurri vissu, og gætu þeir hafa hlotizt af síðari áverk- um, sem slasaði kann að hafa orðið fyrir, svo sem við floga- köst þau, er um getur í vottorði Ólafs Jenssonar læknis, dags. 14. ágúst 1959, svohljóðandi: „Það vottast hér, að undirritaður kom í vitjun til Sveins Gunn- arssonar læknis, Óðinsgötu 1, Reykjavík, þann 9. marz 1959. Að sögn aðstandenda hafði Sveinn fengið flogaköst. Við skoð- un reyndist púls, hjartastarfsemi og öndun eðlileg. Litarháttur eðlilegur. Engir kippir eða stífleiki í útlimum. Sensorium: Sjúklingur er meðvitundarlítill (semi-comatös). Við mikla eggjun tekst að fá fram einsatkvæðissvör og smá þrugl, en sjúklingurinn er óðar dottinn út af í svefn.“ Í umsögn Röntgendeildar Landspítalans, varðandi hryggmynd- ir, teknar af slasaða þann 2/5 1960, segir meðal annars: „En á hinum tveim liðunum, Th. IX, og LI, er um nýtt brot að ræða.“ Hverjar sem orsakirnar kunna að vera, er það ótvírætt, að slasaði hefur nú töluverða örorku, sem ég tel hæfilega metna á 25%, miðað við ofangreindar upplýsingar. Í svo flóknu ágreiningsmáli sem þessu, virðist mér eðlilegt að vísa því til Læknaráðs til úrskurðar.“ 30 Með úrskurði, uppkveðnum á bæjarþinginu hinn 4. ágúst 1961, var málinu vísað til Læknaráðs og leitað álits þess um eftir- talin atriði: „l“ Hvort ætla megi, að Sveinn Gunnarsson hafi hlotið varanlega örorku af slysi því, er hann varð fyrir hinn 3. marz 1956. 2“ Verði svo talið, hver sé þá hæfilega metin varanleg örorka hans, þá sem telja megi sennilega afleiðingu af slysi þessu.“ Læknaráð hefur skilað ýtarlegri álitsgerð í málinu, dags. 19. október 1961. Í upphafi álitsgerðarinnar er málavöxtum lýst stuttlega, og síðan eru læknisvottorð málsins rækilega rakin. Að því búnu segir svo í álitsgerðinni: „Ad. 1. Samkvæmt vottorði Karls Jónassonar, dags. 12. marz 1956, fannst „brot á 6. rifi vinstra megin aftur við hrygginn og enn fremur á 7. rifi á miðri síðu. Vöðvarnir á bakinu eru mikið marðir kringum brotstaðinn.“ Á röntgenmynd, sem tekin er 20. september 1957, sjást ójöfn- ur á rifjum, væntanlega eftir fyrri fractur. Breytingar sjást þá á 12. brjóstlið, sem gætu bent á þrýstingsbrot á liðbolnum, þótt ekki sé víst, að þessar breytingar eigi rót sína að rekja til slyss- ins. Ekki liggja fyrir neinar röntgenmyndir frá tímanum rétt eftir slysið, en á mynd, sem sögð er hafa verið tekin 8. marz 1956, er sagt, að sézt hafi brot á 6. og 7. rifi. Ekki er þar getið um breytingar á neinum hryggjarlið. Ólíklegt er, að varanleg örorka hefði hlotizt af brotunum á 6. ok 7. rifi. Hins vegar er sennilegt, að Örorka geti hlotizt af breyting- unum á 12. brjóstlið. Síðan koma svo fram brot á öðrum hryggjarliðum, sem ekkert hafði sézt á áður. Kemur það fyrst fram í ódagsettu afriti af greinargerð um veru stefnanda á St. Jósefsspítala í Reykjavík frá 11. marz — 21. apríl 1959. Þar er m. a. lýst brotum á IX. brjóstlið og I. lendalið. Að vísu má draga í efa heimildargildi þessa afrits, sem skrifað er á pappír stefnanda og óstaðfest, en einnig liggur fyrir skýrsla frá Röntgendeild Lsp., dags. 2. maí 1960, sem staðfestir þessar breytingar. Verða breytingar þessar því naumast færðar á reikning slyss- ins, en gætu stafað af seinni áverka, sem ekki er getið í skjöl- um málsins. Í því sambandi má geta um vottorð Ólafs Jens- sonar, dags. 14. ágúst 1959, sem finnur stefnanda hálfmeðvit- öl undarlausan 9. marz 1959 og fær þær upplýsingar hjá aðstand- endum, að hann hafi fengið flogaköst. Hins vegar er ekki ólíklegt, að breytingarnar á 12. brjóstlið hafi átt rót sína að rekja til slyssins 3. marz 1956. Ad. 2. Að þessu athuguðu, telur Læknaráð hæfilegt að meta varanlega örorku stefnanda vegna slyssins 3. marz 1956 15%.“ Í málinu hafa verið lagðir fram 3 útreikningar á atvinnutjóni stefnanda og gerðir af Guðjóni Hansen tryggingafræðingi. Einn útreikningurinn er miðaður við 15% varanlega örorku og laun héraðslækna í strjálbýlustu og erfiðustu héruðunum (þ. e. VI. flokkur launalaga), en eigi er reiknað með aukatekjum, er læknar þessir kunna að hafa. Annar útreikningur er miðaður við sömu varanlegu örorku- prósentu og tekjur stefnanda samkvæmt skattframtölum hans árin 1954—-57. Þriðji útreikningurinn er miðaður við 30% varan- lega örorku og sömu tekjur og gert er í fyrsta útreikningnum (þ.e.a.s. launum skv. VI. flokki launalaga). Kröfugerð stefnanda samkvæmt þessum lið er byggð á síðast- talda útreikningnum. Þar er að vísu miðað við hærri varanlega örorkuprósentu af völdum slyssins en Læknaráð hefur metið stefnanda, en stefnandi telur þenna útreikning samt eðlilegasta viðmiðunargrundvöll kröfugerðar sinnar vegna hinnar gífurlegu hækkunar, er orðið hafi á launum lækna upp á síðkastið, enda telur stefnandi sig hvenær sem er hafa haft möguleika til að fá starf sem héraðslæknir í slíkum héruðum, sem miðað er við í útreikningi þessum. Stefndi hefur mótmælt því, að bætur til stefnanda samkvæmt þessum kröfulið verði ákvarðaðar á öðrum grundvelli en sam- kvæmt skattframtölum stefnanda og þeirri varanlegu öÖrorku- prósentu, er Læknaráð hefur metið honum. Fallast má á það með stefnda, að eigi er fært að ákvarða stefn- anda bætur samkvæmt þessum lið á öðrum grundvelli en fram- töldum launatekjum stefnanda og þeirri varanlegu örorkuprós- entu, er Læknaráð hefur metið stefnanda. Verður nú vikið nánar að þeim útreikningi tryggingafræð- ingsins, sem byggður er á þessum forsendum. Samkvæmt útreikningi þessum, sem dagsettur er 25. septem- ber 1958, er stefnandi talinn fæddur 17. maí 1899, og hefur hann því verið 56 ára að aldri, er slysið varð. Árin 1954— 1957 telur stefnandi fram til skatts eftirfarandi tekjur: ð2 Tekjur samkvæmt Ár rekstrarreikningi kr. Laun kr. Alls kr. 1954 ...... 11.524.50 11.524.50 1955 ...... 25.845.00 6.000.00 31.845.00 1956 ...... 35.124.95 6.000.00 41.124.95 1957 ...... 44.367.70 8.000.00 52.367.70 Þessar tekjur umreiknar tryggingafræðingurinn með tilliti til þeirra breytinga, er orðið hafa á launum ríkisstarfsmanna í VI. flokki launalaga, þar sem stefnandi hafi amk. nokkurn hluta þessa tímabils verið fastráðinn hjá Bláa bandinu. Þannig um- reiknað telst honum meðalvinnutekjur stefnanda þessi fjögur ár nema kr. 40.170.00 í júlí 1958. Síðan reiknar tryggingafræð- ingurinn út atvinnutjón stefnanda, miðað við örorkuna, eins og hún er metin á hverjum tíma, og telst honum þá verðmæti tap- aðra vinnutekna nema á slysdegi sem hér segir: A) Vegna tímabundinnar örorku ...... kr. 15.264.00 B) Vegna varanlegrar örorku ......... — 40.199.00 Alls kr. 55.463.00 Önnur atriði í reikningsgrundvellinum en nú hafa verið rakin eru þau, að reiknað er með 6% aktíftöflum, samræmdum eftir- lifendatöflum íslenzkra karla árin 1941— 1950. Þá hefur einnig verið lagður fram í málinu útreikningur nefnds tryggingafræðings, dags. 24. júní s.l. Útreikningur þessi er byggður á sömu forsendum og sá, er rakinn hefur verið hér að framan, að öðru leyti en því, að reiknað er með 7% töflum og vinnutekjum stefnanda, miðað við núgildandi kauplag. Þannig reiknað, telst tryggingafræðingnum verðmæti tapaðra vinnutekna stefnanda á slysdegi nema sem hér segir: a) Vegna tímabundinnar örorku fyrstu 13 mánuði eftir slysið ................ kr. 15.191.00 b) Vegna varanlegrar örorku .......... — 42.053.00 Samtals kr. 57.244.00 Stefndi hefur krafizt þess, að útreikningur tryggingafræðings- ins verði lækkaður við ákvörðun bóta samkvæmt þessum lið með tilliti til þess, að bætur þessar eru skattfrjálsar, og vegna 33 þess hagræðis, er stefnandi hafi af því að fá bætur þessar greidd- ar Í einu lagi. Þegar framangreind atriði eru virt og lækkunarröksemdir stefnda eru hafðar í huga, þykir rétt að taka þenna kröfulið til greina með kr. 50.000.00. Um 2. lið. Hér að framan hefur meiðslum stefnanda verið lýst og sjúkra- saga hans rakin eftir þeim gögnum, er fyrir liggja. Þegar það er virt, sem þar greinir, og önnur þau atriði höfð í huga, er hér skipta máli, þykja bætur samkvæmt þessum lið hæfilega ákveðn- ar kr. 30.000.00. Um 3. og 4. lið. Kröfuliðir þessir hafa ekki sætt tölulegum andmælum, og verða þeir því teknir til greina að öllu leyti. Úrslit málsins verða þá þau, að stefndi verður dæmdur til að greiða stefnanda kr. 21.718.46, þ. e. %4 (kr. 50.000.00 | 30.000.00 - 5.023.87 - 1.850.00). Eftir þessum málalokum verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 3.400.00. Magnús Thoroddsen, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm Þenna. Dómsorð: Stefndi, Mjólkursamsalan í Reykjavík, greiði stefnanda, Sveini Gunnarssyni, kr. 21.718.46 auk 6% ársvaxta frá 3. marz 1956 til 22. febrúar 1960, en 9% ársvexti frá þeim degi til 29. desember s. á. og 7% ársvexti frá þeim degi til greiðsludags, ásamt kr. 3.400.00 í málskostnað. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 34 Föstudaginn 17. janúar 1964. Nr. 74/1963. Unnur A. Jónsdóttir (Gunnar M. Guðmundsson hrl.) gegn Magnúsi Thorlacius persónulega (sjálfur) og Magnúsi Thorlacius f. h. Ryszard Gorka, til vara Ryszard Gorka, persónulega (enginn) Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason, Giz- ur Bergsteinson og Jónatan Hallvarðsson og prófessor Theo- dór B. Líndal. Kærumál. Fráviísun. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 21. maí 1963 hefur sóknaraðili skotið til Hæsta- réttar dómi bæjarþings Reykjavíkur 9. s. m., þar sem vís- að var frá dómi þeim þáttum bæjarþingsmálsins nr. 979/ 1962, sem snertir varnaraðilja kærumáls þessa. Eftir að skjöl málsins höfðu borizt Hæstarétti ásamt greinargerðum sóknaraðilja og varnaraðiljans Magnúsar Thorlacius, en þau ein hafa sótt eða látið sækja dómþing í málinu, ákvað dómurinn, að kærumálið skyldi flutt munn- lega, sbr. 33. gr. laga nr. 57/1962. Fór munnlegur mál- flutningur fram 13. þ. m. Dómkröfur sóknaraðilja eru þær, að hinn kærði dómur verði úr gildi felldur og lagt verði fyrir héraðsdómara að dæma málið að efni til. Þá krefst hún og málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðiljans in solidum. Varnaraðili Magnús Thorlacius krefst þess aðallega, að kærumálinu verði vísað frá Hæstarétti, fil vara, að bæjar- þingsmálinu verði í heild vísað frá héraðsdómi, og fil þrauta- vara, að hinn kærði dómur verði staðfestur, Hvernig sem málið fer, krefst hann kærumálskostnaðar úr hendi sóknar- aðilja. 35 I Aðalkröfu sína um vísun kærumálsins frá Hæstarétti byggir varnaraðili Magnús Thorlacius á því, að lögmaður sóknaraðilja hafi, án samráðs við sig, gert ágrip dómskjala til afnota við munnlegan málflutning hér fyrir dómi, enda hafi og ýmsu verið þar úr sleppt. Er það að vísu svo og ámælisvert, að ekki hefur verið gætt ákvæða 42. gr. laga nr.5o7/1962 að þessu leyti, en ekki þykir þó alveg næg ástæða til að visa kærumálinu frá Hæstarétti af þessum sökum, enda var að mestu úr bætt á seinustu stundu. TN. Varakrafa varnaraðiljans Magnúsar Thorlacius er á því reist, að almennir dómstólar „eigi ekki lögsögu yfir skipta- ráðanda f. h. þrotabús“, Sú úrlausn héraðsdómara að synja frávisunar, að því er snertir skiptaráðandann í Reykjavík f. h. þrotabús Finnboga Kjartanssonar, hefur eigi verið kærð af hálfu skiptaráðanda. Þykir þetta atriði því eigi koma til álita í kærumáli þessu. 1. A. Kröfur sóknaraðilja á hendur Ryszard Gorka, þ. e. aðal- lega gegn Magnúsi Thorlacius f. h. Ryszard Gorka, til vara gegn Ryszard Gorka persónulega. Af ástæðum þeim, er greinir í hinum kærða dómi, ber að staðfesta úrlausn dómara um frávísun máls og máls- kostnað sagnvart Ryszard Gorka. Kærumálskostnaður fellur niður, að því er hann snertir. B. Kröfur sóknaraðilja á hendur Magnúsi Thorlacius per- sónulega, þ. e. krafa um dómsviðurkenningu á rétti til fjárnáms í tryggingarfé fyrir bótafjárhæð samkvæmt væntanlegum dómi og 100.000 króna málskostnaði sam- kvæmt dómi Hæstaréttar 9. maí 1962 og krafa um greiðslu vaxta, eins og nánar greinir í héraðsdómi, auk málskostnaðar. Telja verður, að það beri undir hinn almenna dómstól borgardómara í Reykjavík að veita efnislega úrlausn á fram- 36 angreindri kröfu sóknaraðilja um viðurkenningardóm. Krafa sóknaraðilja um greiðslu vaxta úr hendi varnaraðilj- ans Magnúsar Thorlacius er ekki vanreifuð í þeim skiln- ingi, að frávísun varði. Frávísunarástæða sú, sem greind er í 4. lið í héraðsdómi, hefur ekki við rök að styðjast, þegar litið er til kröfugerðar sóknaraðilja. Og þar sem fall- ast má á rök héraðsdómara fyrir því, að öðrum frávísunar- ástæðum varnaraðilja (5—6) er hrundið, ber að fella hinn kærða dóm úr gildi, að því er varnaraðilja Magnús Thor- lacius varðar, og visa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og efnisdóms að þessu leyti. Eftir atvikum verður kærumálskostnaður þó einnig látinn niður falla gagnvart varnaraðilja Magnúsi Thorlacius. Það athugast, að héraðsdómari hefur andstætt lokaákvæði 194. gr. laga nr. 85/1936 látið þess ógetið í þingbók, hvort aðiljar eða umboðsmenn þeirra hafi verið viðstaddir dóms- uppsögu. Dómsorð: Hinn kærði dómur á að vera óraskaður, að því er varðar Ryszard Gorka. Að öðru leyti er dómurinn úr gildi felldur, og vísast málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og efnis- dóms um kröfur sóknaraðilja, Unnar A. Jónsdóttur, á hendur varnaraðilja Magnúsi Thorlacius persónulega. Kærumálskostnaður fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 9. maí 1963. Mál þetta, sem tekið var til dóms eða úrskurðar 18. apríl s.l., hefur Unnur A. Jónsdóttir, Hamrahlíð 27, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 1. ágúst 1962, gegn Magnúsi Thorlacius hæstaréttarlögmanni, Reykjavík, f. h. Rys- zard Gorka frá Warzawa í Póllandi, til vara Ryszard Gorka sjálf- um, og skiptaráðandanum í Reykjavík f. h. þrotabús Finnboga Kjartanssonar til greiðslu in solidðum á kr. 100.000.00 í bætur vegna kyrrsetningar á eignum stefnanda og Finnboga Kjartans- sonar, framkvæmdrar 13. og 29, júní 1957, og eftirfarandi máls- ð7 sóknar auk kr. 100.000.00 málskostnaðar samkvæmt hæstaréttar- dómi í málinu nr. 90/1961: Unnur A. Jónsdóttir gegn Magnúsi Thorlacius f. h. Ryszard Gorka o. fl., og að Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður persónulega og f. h. Ryszard Gorka, til vara Ryszard Gorka persónulega, verði dæmdir in solidum til að viðurkenna rétt stefnanda til að gera fjárnám til sölu við uppboð í eigin sýningarvíxli Magnúsar Thorlacius, er gefinn var út hinn 13. júlí 1957, að fjárhæð kr. 100.000.00, til tryggingar afleiðingum kyrrsetningargerðar, framkvæmdrar af borgarfóget- anum í Reykjavík á eignarhluta Finnboga Kjartanssonar í hús- eigninni nr. 54 við Háteigsveg hér í borg, og eftirfarandi máls- sóknar, til að nota andvirði víxilsins til greiðslu á málskostn- aði, að fjárhæð kr. 100.000.00, samkvæmt dómi Hæstaréttar í málinu nr. 90/1961: Unnur A. Jónsdóttir gegn Magnúsi Thor- lacius f, h. Ryszard Gorka svo og til greiðslu bótafjárskuldar þeirrar, er stefnanda kann að verða ákveðin með dómi í þessu máli, auk framangreinds málskostnaðar samkvæmt dómi Hæsta- réttar, hvoru tveggja auk vaxta og kostnaðar, allt að því leyti sem andvirði víxilsins kann að hrökkva til. Þá kveðst stefnandi munu krefjast þess, að stefndi, Magnús Thorlacius f. h. Rys- zarð Gorka, til vara Ryszard Gorka sjálfur, og skiptaráðandinn í Reykjavík f. h. þrotabús Finnboga Kjartanssonar verði dæmdir in solidum til að greiða 7% ársvexti af þeirri fjárhæð, er dæmd kann að verða stefnanda með dómi í þessu máli, auk framan- greinds kr. 100.000.00 málskostnaðar, og Magnús Thorlacius per- sónulega og aðrir framangreindir aðiljar verði dæmdir in solid- um til að greiða sömu vexti af nefndum kr. 100.000.00 sam- kvæmt dómi Hæstaréttar, hvort tveggja frá stefnudegi til greiðslu- dags. Loks kveðst stefnandi, Unnur, krefjast þess, að stefndu verði in soliðum dæmdir til að greiða sér málskostnað í máli þessu að mati réttarins. Stefndi, Magnús Thorlacius, hefur krafizt þess, aðallega að máli þessu verði vísað frá dómi, en til vara, að hann verði sýkn- aður af öllum kröfum stefnanda. Þá hefur hann og krafizt máls- kostnaðar úr hendi stefnanda að skaðlausu, hvernig sem málið fer. Stefnandi hefur krafizt þess, að framkominni frávísunarkröfu verði hrundið og honum dæmdur málskostnaður að skaðlausu í þessum þætti málsins. Munnlegur málflutningur hefur farið fram um frávísunar- kröfu þessa. 38 Stefnandi kveður málavexti vera sem hér segir: „Stefnandi og Finnbogi Kjartansson stórkaupmaður, hér í bæ, sem höfðu gengið í hjónaband árið 1945, skildu að borði og sæng með leyfisbréfi borgardómarans í Reykjavík, dags. 20. júlí 1957. Með bréfi til borgarfógetans í Reykjavík, dags. 10. s. m., hafði Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður f. h. Ryszard Gorka frá Warszawa beiðzt kyrrsetningar á eignum Finnboga Kijartans- sonar til tryggingar skuld, að fjárhæð 44.000.00 bandaríkjadoll- arar með 6% ársvöxtum frá 31. desember 1950, eins og nánar var greint í bréfi hæstaréttarlögmannsins og síðar í stefnum, til greiðsludags auk alls kostnaðar við gerðina og eftirfarandi staðfestingarmál, fjárnám og uppboð, ef til kæmi. Kyrrsetning var síðan framkvæmd hinn 13. júlí 1957 í eignar- hluta þeirra hjóna, stefnanda og Finnboga Kjartanssonar, í hús- inu nr. 54 við Háteigsveg hér í bæ. Hinn 29. s. m. var kyrrsetn- ingunni haldið áfram og þá kyrrsettir nokkrir innanstokksmunir í skrifstofu Finnboga til tryggingar sömu skuld. Við kyrrsetningu 13. júlí, sem framkvæmd var í húseign þeirra hjóna, var hvorugt þeirra mætt og enginn að þeirra tilstuðlan fyrir þeirra hönd, en að tilhlutun fógeta mætti Úrsúla Gunn- Þórsdóttir af þeirra hálfu. Aðspurð kvaðst hún eigi greiða fyrir gerðarþola og kvað sér ókunnugt um eignir hans. Framhald kyrrsetningarinnar hinn 29. s. m. fór í fyrstu fram í skrifstofu Finnboga Kjartanssonar í húsinu nr. 12 við Austur- stræti hér í bæ. Finnbogi Kjartansson var þar eigi staddur, en af hans hálfu mætti bróðir hans, Jóhann Kjartansson, er kvaðst eigi geta greitt skuldina, en vísaði á til kyrrsetningar nokkra innanstokksmuni í skrifstofunni, sem fógeti kyrrsetti. Því næst var rétturinn fluttur í skrifstofu fógeta, og mætti stefnandi þar og með henni Kristinn Gunnarsson hæstaréttarlögmaður. Mót- mælti Kristinn löghaldskröfum sem röngum. Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður höfðaði síðan mál til staðfestingar kyrrsetningargerðinni fyrir bæjarþingi Reykjavík- ur með tveimur stefnum, dags. 18. og 30. júlí 1957. Mál þetta var tekið fyrir á bæjarþingi Reykjavíkur hinn 3. september 1957. Við þá fyrirtekt málsins mætti Finnbogi Kjart- ansson ekki eða neinn af hans hálfu, en af hálfu frú Unnar mætti málflutningsmaður og beiddist frests í málinu. Er málið kom næst fyrir rétt hinn 27. september, mætti Finnbogi sjálfur, viðurkenndi hann þá skuldina að fullu og kvað umboðsmann 39 frú Unnar enga heimild hafa haft til að æskja frests í málinu á sínum vegum. Stefnandi þessa máls hafði ritað skiptaráðandanum í Reykja- vík bréf hinn 2. september 1957, þar sem hún beiddist þess, að bú þeirra hjóna yrði tekið til opinberra skipta. Hinn 16. september 1957 var haldinn skiptafundur í búi þeirra hjóna. Þar mætti Kristinn Gunnarsson hæstaréttarlögmaður fyrir frú Unni, en Finnbogi Kjartansson var sjálfur mættur. Upp- lýstu mættu þar og þá, að fyrir bæjarþingi Reykjavíkur væri rekið mál gegn Finnboga Kjartanssyni, að fjárhæð 44.000.00 doll- arar. Umboðsmaður frúarinnar mótmælti kröfunni sem rangri, en Finnbogi kvað hana rétta. Sjálfsagt þótti að heimila konunni að ganga inn í málið og halda uppi vörnum í því, enda greiddi hún þann aukakostnað, sem af andmælum hennar kynni að leiða. Stefnanda þessa máls kom þessi skuld mjög á óvart. Hún taldi sig þekkja til manns þess, er taldi sig vera eigandi skuldarinnar, Ryszard Gorka í Warszawa. Hann hafði haft nokkur kynni af þeim hjónum á undanförnum árum, og hafði frúnni verið með öllu ókunnugt, að hann hefði nokkurn tíma talið til skuldar hjá Finnboga. Finnbogi hafði og aldrei talið skuld þessa fram á ár- legum framtölum sínum til tekju- og eignaskatts. Frúin taldi því rétt að ganga inn í málið sem meðalgöngustefnandi, til þess að koma fram vefengingum sínum gegn kröfunni. Höfðaði hún síðan meðalgöngumál á hendur skuldareiganda og eiginmanni sínum, Finnboga Kjartanssyni. Meðalgöngustefnan er dagsett 20. september 1957, en málið var tekið fyrir á bæjarþingi Reykja- víkur hinn 24. s. m. Stefnandi krafðist frávísunar meðalgöngumálsins, en þeirri kröfu var hrundið með úrskurði bæjarþings, dags. 19. maí 1958, sem var staðfestur með dómi Hæstaréttar, dags. 23. júní s. á. Frú Unnur gekk því inn í málið sem meðalgöngustefnandi og krafðist sýknu og málskostnaðar. Hinn 10. maí 1961 var kveð- inn upp dómur á bæjarþingi Reykjavíkur í málinu á þá leið, að kyrrsetningargerðir stefnanda voru staðfestar og aðalstefndi, Finnbogi Kjartansson, dæmdur til að greiða aðalstefnanda fjár- hæð þá, er hann hafði krafizt, ásamt vöxtum, eins og krafizt var, og kr. 48.000.00 í málskostnað. Kröfur meðalgöngustefn- anda, frú Unnar A. Jónsdóttur, voru ekki teknar til greina, en málskostnaður í meðalgöngusök felldur niður. 40 Frú Unnur áfrýjaði dómi þessum til Hæstaréttar með stefnu, dags. 10. maí 1961. Honum var og gagnáfrýjað af hálfu aðalstefnanda. Dómur Hæstaréttar var kveðinn upp hinn 9. maí þ. á., og féll hann á þá leið, að hinn áfrýjaði dómur og málsmeðferð ætti að vera ómerk og málinu vísað frá héraðsdómi. Gagnáfrýjandi, Magnús Thorlacius f. h. Ryszard Gorka, skyldi greiða aðaláfrýj- anda, Unni A. Jónsdóttur, málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti, samtals kr. 100.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Frú Unnur Jónsdóttir telur sig hafa haft mjög mikil óþæg- indi, skapraun, fyrirhöfn, áhyggjur og fjártjón af framangreind- um kyrrsetningum og málssókn. Vill frúin benda á í því sam- bandi m. a., að hún hafi verið neydd til að afla sér mjög dýrrar lögfræðilegrar aðstoðar úti í Póllandi, þar til Ryszard Gorka loks viðurkenndi eðli hinnar sérstæðu kröfugerðar hans á hend- ur Finnboga Kjartanssyni og frú Unni konu hans. Hún bendir enn fremur á, að hin risavaxna fjárkrafa, sem Magnús Thorlacius f. h. Ryszard Gorka gerði á hendur eigin- manni hennar, hafi valdið algerri ringulreið á fjármálum Finn- boga og þar af leiðandi hennar. Lánardrottnar Finnboga urðu að sjálfsögðu varir við kyrrsetningargerðina í húseign þeirra hjóna og hröðuðu þess vegna innheimtuframkvæmdum, þ. á m. lögtökum og fjárnámum í fasteigninni. Kom þar að lokum, að bú Finnboga var tekið til opinberra gjaldþrotaskipta hinn 20. nóvember 1961. Vegna hins fjármálalega öngþveitis, er frúin telur, að skapazt hafi vegna kröfugerðar Ryszard Gorka, vanrækti Finnbogi greiðsl- ur til frúarinnar, svo sem meðlög o. fl. Varð hún einnig á þann veg fyrir stórkostlegu fjártjóni. Frúin bjó í húseign þeirra hjóna, og olli hin mikla óvissa í fjármálunum henni miklum óþægindum, kvíða og andlegum þján- ingum. Hún varð að hrökklast úr húsinu, eftir að kaupandi þess á nauðungaruppboði, er fram fór á því haustið 1961, hafði beiðzt útburðar á henni úr íbúðinni. Frú Unnur mun gera nánari grein fyrir málavöxtum við rekstur máls þessa. Frúin kveðst hafa vænzt þess, að sér yrði heimilað að leita fullnægju í tryggingu þeirri, er sett var fyrir afleiðingum kyrr- setningarinnar, fyrir þeim kr. 100.000.00, er henni voru dæmdar úr hendi gagnáfrýjanda af Hæstarétti. Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður, er setti trygginguna að tilhlutan fógeta, hefur á hinn bóginn að sögn borgarfógeta 41 neitað að samþykkja, að frúnni verði afhentur tryggingarvíxill- inn eða að greiða hann, og hún kveður sér því nauðsyn að höfða mál til viðurkenningar á heimild sinni til að gera fjárnám Í nefndum víxli til sölu við opinbert uppboð til greiðslu á máls- kostnaðarkröfu sinni og öðrum þeim fjárhæðum, er henni kunna að verða dæmdar úr hendi réttra viðkomenda vegna þráttnefndrar kyrrsetningar og eftirfarandi málssóknar, að því leyti sem trygg- ingin hrekkur til. Hún geymir sér og allan rétt til að gera frek- ari kröfur til bóta samkvæmt almennum skaðabótareglum gegn öllum þeim, er kunna að hafa stutt að kröfugerð Ryszard Gorka og framkvæmd hennar á einn eða annan veg. Stefndi reisir frávísunarkröfu sína á eftirfarandi röksemdum: 1) Að hann hafi ekkert umboð, hvorki „mandatar“umboð né nokkurt annað umboð, til að flytja mál þetta, nema fyrir sjálfan sig. Stefna á hendur sér f. h. Ryszard Gorka sé því einber lögleysa. Þá sé stefnan heldur ekki löglega birt fyrir Ryszard Gorka sjálfum, og sé því auðsætt, að vísa verði mál- inu frá dómi ex officio, að því er hann varðar. 2) Að mestur hluti kröfunnar, að því er Ryszard Gorka varðar, sé res judicata. Hann hafi þegar með hæstaréttardómi verið dæmdur til að greiða stefnanda kr. 100.000.00 í málskostnað. Honum verði ekki dæmt að greiða það í annað sinn. Þetta sé því lögleysa og varði líka frávísun ex officio að þessu leyti. 3) Að kröfugerð stefnanda á hendur þrotabúi Finnboga Kjart- anssonar virðist og vera lögleysa, sbr. lög nr. 3/1878, 33., 35. og 81. gr., enda innköllunarfrestur útrunninn, þegar stefna var gefin út. Verði því eigi komizt hjá að vísa málinu frá dómi ex officio, að því er þrotabú Finnboga Kjartanssonar varði. 4) Að dómkrafa um uppboðsandvirði, sem enginn veit, hvert verður, til ýmissa hluta sé óákveðin, og beri því að vísa henni frá dómi. 5) Að stefnandi sé ekki réttur aðili að kröfum um miskabætur í máli þessu, þar sem hún hafi ekki verið gerðarþoli, sbr. 24. gr. laga nr. 18/1949. En geti dómurinn ekki fallizt á, að stefn- andi eigi enga aðild í málinu, þá geti aðild hennar þó aldrei orðið meiri en samaðild, óskipt sakaraðild með Finnboga Kjartanssyni, því að vitaskuld sé aðild Finnboga persónuleg krafa hans og þrotabúi hans algerlega óviðkomandi. Nú sé það hvort tveggja, að Finnbogi taki engan þátt í málshöfðun þessari, enda hafi hann samþykkt löghaldið, og svo hitt, að 42 honum sé eigi veittur kostur á að svara til sakar. Virðist því af þessari ástæðu rétt að vísa máli þessu frá dómi samkvæmt 46. gr. laga nr. 85/1936. 6) Að víxill sá, sem krafizt er viðurkenningar á rétti til fjár- náms í, sé fyrndur og verðlaus, og virðist slík krafa ekki vera dómtæk. Beri því einnig af þeirri ástæðu að vísa máli þessu frá dómi. 7) Að krafa stefnanda um greiðslu úr hendi stefnda á vöxtum af málskostnaði samkvæmt hæstaréttardómnum sé algerlega vanreifuð, enda sé þess ekki krafizt, að stefnda verði per- sónulega dæmt að greiða þennan málskostnað. Sé með öllu órökstutt, hvers vegna stefndi ætti að greiða þessa vexti. Beri því einnig að vísa þessari kröfu frá dómi. Svo sem fram kemur í stefnu, er kröfugerð stefnanda aðal- lega tvíþætt. Annars vegar krafa um miskabætur vegna löghalds 13. og 29. júlí 1957, kr. 100.000.00, og hins vegar krafa um viður- kenningardóm á rétti stefnanda til að gera fjárnám til sölu við uppboð í eigin sýningarvíxli Magnúsar Thorlacius, er gefinn var út hinn 13. júlí 1957, að fjárhæð kr. 100.000.00, til trygg- ingar afleiðingum kyrrsetningargerðar, framkvæmdrar af borgar- fógetanum í Reykjavík í eignarhluta Finnboga Kjartanssonar í húseigninni nr. 54 við Háteigsveg, o. s. frv. Um hina síðarnefndu kröfu er það að segja, að hún heyrir undir fógetadóminn, og ber því að vísa henni frá þessum dómi ex officio. Að því er fyrrnefndu kröfuna varðar, þ. e. bótakröfuna, þá hefur stefna ekki verið birt Ryszard Gorka sjálfum í máli þessu, svo gilt sé að lögum. Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður, sem stefnt er í máli þessu f. h. Ryszard Gorka, hefur eindregið mótmælt því, að hann hefði nokkurt umboð sem lögmaður hans í máli þessu. Þykir gegn þeirri staðhæfingu lögmannsins ekki unnt að líta svo á, að hann hafi slíkt umboð, enda þótt hann hafi haft það í öðru máli, sem Ryszard Gorka rak gegn Finnboga Kjartanssyni út af skuld, að fjárhæð $ 44.000.00, svo sem gögn málsins bera með sér. Þykir eðlilegt að líta svo á, að umboð Magnúsar Thorlacius sem lögmanns Ryszard Gorka hafi fallið niður, er því máli lauk með frávísunardómi Hæstaréttar 9. maí 1962. . Ber því einnig vísa kröfu þessari frá dómi ex officio, að því er Ryszard Gorka varðar. Að því er varðar frávísunarkröfu stefnda Magnúsar Thorlacius 43 undir tölulið 3) að framan, ber þess að gæta, að hér er um að ræða atriði, er varðar efnishlið málsins, og verður því ekki tekin afstaða til þess í þessum hluta málsins. Um frávísunarkröfu stefnda Magnúsar Thorlacius undir tölu- lið 5 að framan þess efnis, að stefnandi sé ekki réttur aðili að kröfum um miskabætur í máli þessu, þar sem hún hafi ekki verið gerðarþoli, sbr. 24. gr. laga nr. 18/1949, ber þess einnig að gæta, að hér er um að ræða efnisatriði, sem ekki verður því tekin afstaða til í þessum hluta málsins. Hitt atriðið undir sama tölulið, þ. e. að aðild stefnanda geti aldrei orðið meira en samaðild, óskipt sakaraðild með Finnboga Kjartanssyni o. s. frv., þykir ekki unnt að fallast á, þar sem stefnandi á í þessum málarekstri af því, að hún telur m. a. fyrr- verandi eiginmann sinn, Finnboga Kjartansson, hafa gengið of nærri hagsmunum sínum, sbr. atvikalýsingu máls þessa og undan- genginn málarekstur. Geta þau því ekki átt samaðild samkvæmt 46. gr. einkamálalaga í máli þessu. Verður því ekki litið svo á, að stefnandi hafi brotið í bága við nefnt lagaákvæði með máls- höfðun þessari, þannig að frávísun málsins varði. Krafa um vaxtagreiðslu úr hendi stefnda Magnúsar Thorla- cius af málskostnaði samkvæmt hæstaréttardómi í málinu nr. 90/1961: Unnur A. Jónsdóttir gegn Magnúsi Thorlacius f. h. Rys- zard Gorka er algerlega vanreifuð, og ber því að vísa henni frá dómi ex officio. Samkvæmt framanrituðu verða því úrslit málsins þau, að mál- inu verður vísað frá dómi ex officio, að því er Ryszard Gorka og Magnús Thorlacius varðar. Eftir þessum úrslitum er rétt, að stefnandi greiði stefnda Magn- úsi Thorlacius málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 2.000.00, en að málskostnaður gagnvart Ryszard Gorka falli niður. Valgarður Kristjánsson borgardómari kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá dómi ex officio, að því er Ryszard Gorka og Magnús Thorlacius varðar. Stefnandi, Unnur A. Jónsdóttir, greiði stefnda Magnúsi Thorlacius kr. 2.000.00 í málskostnað innan 15 daga frá lög- birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Málskostnaður gagnvart Ryszard Gorka fellur niður. 44 Miðvikudaginn 22. janúar 1964. Nr. 175/1962. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) segn Roy Belcher (Gísli Ísleifsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason og Gizur Bergsteinsson og prófessor Magnús Þ. Torfason og Einar Arnalds yfirborgardómari. Ákæra um fiskveiðabrot. Alþjóðalög. Ómerking héraðsdóms og vísun máls frá dómstólum. Dómur Hæstaréttar. Samkvæmt úrskurði Hæstaréttar, upp kveðnum 8. októ- ber 1963, dómkvaddi yfirsakadómarinn í Reykjavík hinn 11. s. m. kennara við Stýrimannaskólann, þá Benedikt Al- fonsson og Karl Guðmundsson, og Zophonias Pálsson mæl- ingaverkfræðing til að kanna og marka á sjóuppdrátt, eftir því sem kostur sé, stað b/v Dragoon, FD 60, þá er hann hóf veiðar hinn 13. október 1962. Í álitsgerð hinna dóm- kvöddu manna, dags. 18. nóvember 1963, segir m. a.: „Við höfum markað inn á meðfylgjandi sjóuppdrátt stað togarans samkvæmt mælingum varðskipsmanna kl. 2318, 2323, 2335, 2342, 2351, 0008, 0036, og er við útsetningu tekið tillit til hugsanlegrar skekkju á ratsjá varðskipsins, sem viðurkennd er af framleiðanda hennar sökunaut í has, en það er * 2% af mældum fjarlægðum og = 0.65 gráður í miðunum samkvæmt upplýsingum umboðsmanns Ottós B. Arnar. Með þessu móti fást staðir togarans sem hér segir: Kl. 2318, staður a, 1.1 sml. innan fiskveiðitakmarkanna, kl. 2323, staður b, sem er 0.8 sml. innan við fiskveiðitakmörk- in, kl. 2335, staður ce, sem er 0.1 sml. fyrir utan fiskveiði- mörkin, kl. 2342, staður d, sem er 0.7 sml. utan fiskveiði- markanna, kl. 2351, staður e, sem er 15 sml. utan fisk- 45 veiðimarkanna, kl. 0008, staður f, sem er 2.1 sml. utan fiskveiðimarkanna, og 0036, staður g, sem er 3.5 sml. utan fiskveiðimarkanna. Þess skal getið, að fjarlægðir þessar eru miðaðar við fisk- veiðitakmarkalínuna, eins og hún er dregin á sjókort nr. 41“. Í skýrslu skipherrans á varðskipinu Óðni, dags. 14. októ- ber 1962, um töku nefnds togara segir: „Togaranum hafði verið gefið stöðvunarmerki af og til með ljósmorsi.“ Í saka- dómi Reykjavíkur 7. febrúar 1963 ber Þórarinn Björnsson, skipherra á varðskipinu Óðni, „að fyrsta stöðvunarmerkið til togarans hafi verið gefið eftir kl. 2323 eða 2335, en hve mörgum mínútum nákvæmlega eftir þessar tímaákvarð- anir fyrsta stöðvunarmerkið var gefið, getur vitnið ekki sagt um, en minnir endilega, að það hafi verið gefið milli kl. 2323 til 2335“. Á sama dómbþingi segir Helgi Hallvarðs- son, 1. stýrimaður á varðskipinu Óðni: „Eins og ég sagði, minnir mig, að 1. stöðvunarmerki hafi verið gefið, eftir að lokið hafði verið við að gera 2. staðarákvörðun. Nánar um það, hvenær 1. stöðvunarmerkið var gefið, get ég ekki sefið upplýsingar um“. Þá kveður Einar Karlsson, 2. stýri- maður á varðskipinu Óðni, á téðu dómþingi „sig minna, að byrjað hafi verið að gefa togaranum stöðvunarmerki milli 2. og 3. staðarákvörðunar togarans“. Loks segist Reynir Eyjólfsson, 3. stýrimaður á varðskipinu Óðni, „ekki muna, hvenær fyrsta stöðvunarmerkið var gefið, en gerir ráð fyrir, að það hafi verið gert, er lokið var við að gera 2. ákvörðun um togarann, en merki voru stanælaust gefin, meðan á eftirförinni stóð“. Vætti varðskipsmanna er eigi tvímælalaust, og er því eigi fram komin sönnun fyrir því, að togari ákærða hafi verið innan fiskveiðimarka, þá er honum var gefið stöðv- unarmerki. Taka togarans utan fiskveiðimarka veitir eigi, að svo búnu, að þjóðarétti íslenzkum dómstólum dómsögu- vald í máli ákærða. Samkvæmt þessu verður að ómerkja héraðsdóminn og vísa málinu frá dómstólum. Eftir þessum úrslitum ber að leggja allan kostnað sak- 46 arinnar bæði í héraði og fyrir Hæstarétti á rikissjóð, þar með talin málsvarnarlaun verjanda í héraði og fyrir Hæsta- rétti, sem ákveðst samtals kr. 20.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera ómerkur, og er mál- inu vísað frá dómstólum. Allur kostnaður af sökinni greiðist úr ríkissjóði, þar , með talin málsvarnarlaun verjanda ákærða í héraði og fyrir Hæstarétti, Gísla Ísleifssonar hæstaréttarlög- manns, kr, 20.000.00. Dómur sakadóms Ísafjarðar 16. október 1969. Ár 1962, þriðjudaginn 16. október, var í sakadómi Ísafjarðar, sem haldinn var í bæjarfógetaskrifstofunni á Ísafirði af Jóh. Gunnari Ólafssyni bæjarfógeta með meðdómsmönnunum Rögn- valdi Jónssyni fyrrverandi skipstjóra og Páli Pálssyni skipstjóra, kveðinn upp dómur í máli þessu, sem dómtekið var 15. október s.l. Ákærður er Roy Belcher, skipstjóri á brezka botnvörpungnum Dragoon, FD 60, frá Fleetwood í Englandi, fyrir það aðallega að hafa gerzt sekur um fiskveiðibrot samkvæmt 2. gr. reglugerðar nr. 3 11. marz 1961 um fiskveiðilandhelgi Íslands sbr. lög nr. 44 5. apríl 1948 og lög nr. 33 19. júní 1922, sbr. enn fremur Í. mgr. 1. gr. laga nr. 5 18. maí 1920 um bann gegn botnvörpu- veiðum, sbr. 1. gr. laga nr. 6 17. febrúar 1959 um breytingu á Þeim lögum, með því að hafa verið að botnvörpuveiðum á nefnd- um togara sunnudaginn 14. október 1962 upp úr miðnættinu út af Kópanesi innan fiskveiðilandhelgi Íslands, eins og hún er ákveðin í 1. gr. fyrrnefndrar reglugerðar nr. 3/1961. Til vara ákærist hann fyrir ólöglegan útbúnað veiðarfæra togarans á framan- greindum stað og tíma samkvæmt 4. gr. nefndrar reglugerðar nr. 3/1961 sbr. nefnd lög nr. 44/1948 og 2. gr. nefndra laga nr. 5/1920 sbr. 2. gr. nefndra laga nr. 6/1959. Í ákæruskjali ákær- ist ákærði til þess að sæta refsingu samkvæmt 7. gr, reglu- gerðar nr. 3/1961 sbr. 3. gr. laga nr. 44/1948 og 1. gr. laga nr. 81/1952 um breytingu á þeim lögum, sbr. enn fremur 3. gr. laga nr. 5/1920 og 1. gr. laga nr. 5/1951 um breytingu á þeim lög- um, til að sæta upptöku afla og veiðarfæra nefnds togara og 47 til greiðslu alls sakarkostnaðar, Ákærði, Roy Belcher, er kom- inn yfir lögaldur sakamanna, samkvæmt eigin upplýsingum fædd- ur 23.3. 1922 í Fleetwood. Hann hefur hvorki sætt ákæru né refsingu fyrr, svo kunnugt sé. Verjandi ákærða hefur aðallega krafizt sýknu af aðalkröfu ákæruvaldsins og að aðeins vara- krafan nái fram að ganga, þó þannig að ekki verði gerð upptæk afli og veiðarfæri. Þá krafðist verjandi þess, að málskostnaður væri greiddur úr ríkissjóði, þar með talin hæfileg málflutnings- laun sér til handa. Málavextir eru þessir: Laugardaginn 13. október 1962 var varðskipið Óðinn á norðurleið út af Kópanesi. Sást þá skip, sem virtist vera að ólöglegum veiðum. Var þá gerð á því eftir- farandi staðarákvörðun kl. 2318: Blakkur, fjarlægð 9.1 sjómílur, Tálkni, fjarlægð 8.6 sjómílur, Miðaðist togarinn þá í r.v. 330“.5, fjarlægð 10.9 sjómílur. Gaf það stað hans um 1.4 sjómílur inn- an fiskveiðitakmarkanna á þessum slóðum. Önnur staðarákvörð- un var gerð kl. 2323: Blakkur, fjarlægð 9.8 sjómílur. Sléttanes, fjarlægð 9.8 sjómílur, Tálkni fjarlægð 9.6 sjómílur. Togarinn miðaðist þá í r.v. 3279.5, fjarlægð 9.8 sjómílur. Samkvæmt þeirri mælingu var staður togarans 1.2 sjómílur innan fiskveiðitak- markanna. Þriðja staðarákvörðunin fór fram kl. 2335: Slétta- nes, fjarlægð 10.5 sjómílur. Blakkur, fjarlægð 12.3 sjómílur. Þá miðaðist togarinn í r.v. 325“, fjarlægð 7.1 sjómílur. Gefur þessi mæling stað hans 0.5 sjómílur innan fiskveiðitakmark- anna. Fjórða staðarákvörðunin fór fram kl. 2342: Sléttanes, fjar- lægð 11.6 sjómílur. Blakkur, fjarlægð 14.1 sjómílur. Fjallaskagi, fjarlægð 15.2 sjómílur, Þá miðaðist togarinn í r.v. 325“, fjar- lægð 5.6 sjómílur, er gefur stað hans 0.2 sjómílur utan fisk- veiðitakmarkanna. Fimmta staðarákvörðunin fór fram kl. 23.51: Fjallaskagi, fjarlægð 15.8 sjómílur. Kópanes, fjarlægð 9.8 sjó- mílur, Blakkur 16.4 sjómílur. Þá miðaðist togarinn í r.v. 324*.5, fjarlægð 3.65 sjómílur. Gefur það stað togarans um 1.0 sjómílur utan fiskveiðitakmarkanna. Kl. 0002 14. október sást í ljósum, að togarinn var með stjórnborðsvörpu í sjó. Sjötta staðarákvörð- un var framkvæmd kl. 0008, er komið var að togaranum, sem reyndist vera Dragoon, FD 60, skipstjóri Roy Belcher, ákærði í máli þessu. Mælingar voru þessar: Kópanes, fjarlægð 14.0 sjó- mílur. Blakkur, fjarlægð 20.0 sjómílur. Skagaviti, fjarlægð 17.6 sjómílur. Svalvogar, fjarlægð 16.7 sjómílur. Dýpi mældist 79 m. Gaf þessi mæling stað togarans um 1.5 sjómílur utan fiskveiði- takmarkanna. Sjöunda staðarákvörðunin fór síðan fram kl. 0036, 48 er togarinn hafði stanzað og byrjað að hala inn vörpuna: Kópa- nes, fjarlægð 15.2 sjómílur, Barði, fjarlægð 19.0 sjómílur, Blakk- ur, fjarlægð 20.4 sjómílur, dýpi 70 m. Togaranum höfðu verið gefin stöðvunarmerki af og til með ljósmorse. Þegar varðskipið kom á hlið við togarann, var kallað yfir í hátalara varðskipsins til skipstjórans og honum fyrirskipað að nema staðar og draga vörpuna upp, en hann neitaði því og hélt áfram veiðum, þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli. Var þá kl. 0026 skotið lausu skoti að togaranum og stöðvunarfyrirmæli ítrekuð. Kl. 0036 kallaði togara- skipstjórinn yfir til varðskipsins og kvaðst mundu fara eftir fyrir- mælum þess, og stanzaði hann síðan. Var nú 3. stýrimaður varð- skipsins ásamt þremur hásetum sendur yfir í togarann og skip- stjórinn sóttur til yfirheyrslu um borð í varðskipinu. Við þá yfirheyrslu neitaði ákærði ekki staðarákvörðun varðskipsmanna, en neitaði að hafa kastað vörpunni fyrr en utan landhelgi. Hann skýrði frá því, að loftskeytamaðurinn hefði verið með sér í brúnni, er vörpunni var kastað. Kvaðst ákærði hafa kastað vörp- unni um kl. 2330 eftir brezkum sumartíma, sem er 1 klukku- stund á undan íslenzkum tíma. Voru klukkur skipanna bornar saman af 3. stýrimanni varðskipsins. Loftskeytamaður og báðir vélstjórar togarans voru nú sóttir um borð og yfirheyrðir. Loft- skeytamaðurinn sagði, að vörpunni hefði verið kastað um eða eftir kl. 2330 (skv. ísl. tíma 2230), en báðir vélstjórarnir héldu því hins vegar fram, að kastað hefði verið um kl. 0030 (2330 skv. ísl. tíma). Fyrir dómi leiðrétti ákærði tímaákvörðun sína og kvaðst hafa átt við Greenwich-meðaltíma. Bátsmaður togarans, sem stjórnaði ferð hans suður með Vestfjörðum frá Aðalvík, kvaðst hafa kallað á skipstjóra klukkan um það bil 0015 samkvæmt brezkum sumar- tíma (2315 skv. ísl. tíma), en síðan farið á þilfar og undirbúið það, að vörpunni væri kastað. Tímaákvarðanir skipstjóra og bátsmanns eru eftir ágizkun, en samkvæmt framburði ákærða, bátsmanns og skýrslu vélstjóranna virðist vörpunni hafa verið kastað um það bil kl. 2330 eftir íslenzkum tíma. Í skýrslu varðskipsmanna segir, að staðarákvörðun 1 sé gerð kl. 2318 eftir Íslenzkum tíma og togarinn þá að reikningi varð- skipsmanna um 1.4 sjómílur innan fiskveiðitakmarkanna. Kl. 2330 er togarinn 1.2 sjómílur innan fiskveiðitakmarkanna, og í kærunni á dskj. nr. 1 segir, að eftir það sé útilokað, að vörpu togarans hafi verið kastað, þar eð togarinn hafi ekki stöðv- að ferð sína fyrr en kl. 0036. Sé litið á staðhæfingu togaramanna 49 um tímann, þegar botnvörpu var kastað kl. 2330 að Íslenzkum tíma, og hins vegar á skýrsluna á dskjl. nr. 1, sem telur, að vörpunni hafi í síðasta lagi verið kastað kl. 2330, þá kemur fram ágreiningur tíma, sem ekki varð samræmdur. Ákærði bar það, að hann hefði gert staðarákvörðun um kl. 2320 (ísl. tími), og hafi hann þá verið 11.6 sjómílur frá Kópa- nesi og 16 sjómílur frá yztu tánni á Skaga. Sú staðarákvörðun gefur stað togarans milli staðarákvarðananna 1 og 2, er varð- skipsmenn hafa merkt á dskj. nr. 2. Ákærði kvaðst ekki hafa látið kasta botnvörpu, er hann hafði gert þessa staðarákvörðun, heldur hafi hann siglt út og stanzað skipið kl. 2330 (ísl. tími) og þá kastað vörpunni. Þá hafi staður skipsins verið 17 sjó- mílur frá Skaga og 13 sjómílur frá Kópanesi, en það er utan hinna Íslenzku fiskveiðitakmarka. Um þetta atriði bar bátsmaður- inn, að hann hefði litið í ratsjána kl. 2315 (ísl. tíma), þegar hann kallaði í skipstjórann, og hafði skipið þá verið 12 sjómílur und- an Kópanesi. Í stórum dráttum er framburður ákærða að öðru leyti á þessa leið: Hann kvaðst hafa komið á skipi sínu frá stað um 15 sjó- mílur NNA frá Aðalvík og sofið og stýrimaður einnig sofið, en bátsmaður farið með stjórn skipsins. Hann sá af fyrri staðar- ákvörðun sinni, að skipið var innan við fiskveiðitakmörkin, og sigldi því út fyrir, áður en hann kastaði vörpunni. Það hafi ekki tekið nema 4—-5 mínútur, enda hafði bátsmaður verið búinn að undirbúa kastið með því að láta hlera út fyrir borðstokk og bobbingana á borðstokkinn, Hann kveðst hafa látið út um 200 faðma af vírum. Toghraði skipsins var um 3 sjómílur. Varpan var ekki komin inn í togarann, er hann fór yfir í varðskipið, og engan fisk sá hann, þegar hann kom aftur. Hann kvaðst engin ljósmerki hafa séð frá varðskipinu, enda hefði það siglt á eftir skipi sínu. Hann kvaðst ekki hafa talið sér skylt að stanza, er varðskipið krafðist þess, vegna þess að hann taldi sig vera á rúmsjó. Ákærði tók fram, að skip hans hefði ekki getað siglt samkvæmt staðarákvörðunum varðskipsmanna nr. I— VII á dskij. nr. 2 með þeim toghraða, sem það hafi, og hljóti þær því að vera rangar. Ákærði skýrði frá því, að siglt hefði verið frá Aðalvík kl. um 5.30 eftir brezkum tíma (1830 ísl. tíma), og hefði skipið farið með hér um bil 11 sjómílna hraða, miðað við klukkustund. Vegalengdin að Kópanesi hefði verið um 60—65 sjómílur. Stefnan hefði verið VSV og siglt utan landhelgi, en bátsmaður hefði breytt stefnu 4 50 í átt til lands, og vegalengdin því orðið meiri en ella, Þegar ákærða var bent á, að vegalengdin frá Aðalvík að Kópanesi væri óeðli- lega löng samkvæmt skýrslu hans, breytti ákærði framburði sínum svo, að skipið hefði verið 15 sjómílur NNA af Aðalvík, en ekki NNV, eins og hann hafði upphaflega sagt. Ákærði hélt fast við framburð sinn fyrir dóminum og neitaði að hafa verið að veiðum innan fiskveiðitakmarkanna. Á hinn bóginn viður- kenndi hann að hafa haft ólöglegan útbúnað veiðarfæra, en báts- maður hefði án sinna fyrirmæla látið hlera út fyrir borðstokk og bobbinga á borðstokkinn. Vitnið Stanley Remblance, 1. vélstjóri á b/v Dragoon, kom á vörð kl. 5.30 að brezkum sumartíma og var á verði til kl. 2330 samkvæmt íslenzkum tíma. Hann skýrði frá því, að dregið hefði verið úr hraða skipsins um kl. 2315 eftir íslenzkum tíma og síðan hægt meira á ferð og loks alveg stöðvað. Hafi þetta tekið um 10 mínútur alls. Vitnið taldi, að stöðvað hefði verið til þess að kasta botnvörpunni, og kvað 2. vélstjóra hafa sagt sér, að því hefði verið lokið um kl. 1245 eftir Íslenzkum tíma, en þá var vitnið farið af verði. Vitnið kvað sér ókunnugt um toghraða skipsins, en togað sé með 82—84 snúningshraða á vél. Vitnið Christopher Bird, loftskeytamaður á b/v Dragoon, var á verði á siglingunni frá Aðalvík og sagði, að stöðvað hefði verið um kl. 1130 eftir Greenwich-meðaltíma til þess að kasta vörpunni, og hefði hann verið í klefa sínum, meðan það var gert. Hann kvaðst engin ljósmerki hafa séð frá varðskipinu. Vitnið Gilbert Sahoop, 2. vélstjóri á b/v Dragoon, kom á vörð kl. 0030 eftir íslenzkum tíma, sunnudaginn 14. október. Vitnið kvaðst ekkert vita um stað skipsins þá, en nokkrum mínútum eftir kl. 0030 hafi verið dregið úr hraða skipsins, síðan stöðvað í nokkrar mínútur og svo sett á fulla ferð aftur, þar til kl. um 0045 (ísl. tíma), en úr því var vélin látin ganga 82—84 snún- inga á mínútu. Gekk vélin með þeim hraða, þangað til varðskipið stöðvaði togarann. Þessi þrjú vitni staðfestu vætti sitt með eiði. Bátsmaður tog- arans, Kenneth Wrigh, gaf svofellda skýrslu: Hann kvaðst hafa stjórnað b/v Dragoon frá Aðalvík, og hafi Dinn háseti verið með honum á stjórnpalli. Var siglt í um það bil 6 klukkustundir, unz hann kallaði á skipstjórann kl. 2315 (ísl. tími). Ekki sá vitnið skipstjóra gera ratsjármælingar. Fór hann þegar á þilfar og tók að undirbúa að kastað yrði botnvörpu. Þegar allt var tilbúið, hlerar komnir út fyrir borðstokk og bobb- öl ingar á borðstokk, sagði skipstjóri honum að hætta við að kasta, en skipun gaf svo skipstjóri um að kasta kl. 2345 samkvæmt Íslenzkum tíma eða um það bil, og tók það 3—4 mínútur. Togað var 20—30 mínútur og gefnir út 175 faðmar af togvír, en það gæti þó skeikað 15—-25 föðmum til eða frá. Á að gizka ein karfa af fiski var í vörpunni. Ekki sá bátsmaður varðskipið, fyrr en það beindi kastljósum sínum að togaranum. Toghraði botnvörp- ungsins er um 3 sjómílur. Bátsmaður sagði, að ákærði hefði ekki gefið sér sérstök fyrirmæli um að undirbúa kast í þessu tilfelli, en þetta væri í hans verkahring, og því hafi hann fram- kvæmt það, Bátsmaður sagði, að ákærði hefði gefið fyrirmæli um, að kallað yrði á sig, þegar skipið kæmi á þessar slóðir. Hann fullyrti, að skipið hefði ekki verið innan landhelgislínunnar. Vitnið staðfesti vætti sitt með eiði. Þórarinn Björnsson, skip- herra á Óðni, staðfesti í dóminum skýrsluna á dskj. nr. 1 og gaf að öðru leyti svofellda skýrslu: Á meðan landhelgisdeilan stóð yfir, kvaðst hann oft hafa mælt toghraða botnvörpunga með því að sigla varðskipinu samsíða þeim, og mældist toghrað- inn ýmist 4.2—4.5 sjómílur á svipuðum slóðum og þetta skip var nú. Skipherrann tók og fram, að það væri mjög algengt og hafi komið fyrir hér við land, að togarar, sem væru að flýta sér út fyrir fiskveiðitakmörkin, slökuðu á öðrum togvírnum, og næðu þá miklu meiri hraða en áður. Þetta hefði meðal annars komið fram í álitsgerð, sem gefin var út af Haagdómstólnum í tilefni af Red Crusader-málinu. Dómurum hefði verið fullkunn- ugt um þetta fyrirbæri. Skipherra kvaðst ekki hafa séð veiðarfæri togarans, fyrr en komið var rétt að honum, sökum þess að myrkt var af nóttu, og að mestu hefði sézt aftan á togarann, er siglt var á eftir honum. Skipherrann staðfesti vætti sitt með eiði. Þrír stýrimenn varð- skipsins komu fyrir dóm og staðfestu vætti sitt með eiði (dskj. nr. 1). Þeir skýrðu frá því, að þeir hefðu í sameiningu unnið að dskj. nr. 1—2. Þeir kváðust fyrst hafa séð, að togarinn var úti með botnvörpu, er skammt var á milli skipanna og togarinn var lýstur upp með kastljósum. Hér að framan hefur verið rakið það, sem fram hefur komið í málinu í helztu atriðum. Um tímaákvarðanir skipverja á b/v Dragoon er það að segja, að þær eru ekki nákvæmar, og getur að sögn þeirra sjálfra munað þar nokkrum mínútum til eða frá, en það þýðir í raun og veru, að tímaákvarðanir varðskipsmanna geta vel staðizt í 52 samræmi við þær. Fyrsti vélstjóri togarans bar t. d., að dregið hafi verið úr hraða og skipið stöðvað á tímabilinu kl. 2315 eftir Íslenzkum tíma til kl. 2325 eða um það bil. Varðskipsmenn segja tímann kl. 2318 til 2323, sem togarinn hljóti að hafa verið að kasta vörpunni. Um það er ákærði einn til frásagnar, hvenær vörpunni var kastað, nema hvað bátsmaður togarans skýrði frá því, að hann hefði litið í ratsjá togarans, um það leyti sem hann fór af stjórnpalli, og hefði skipið þá verið 12 sjómílur út af Kópanesi. Ákærði gerði staðarákvörðun skömmu síðar, og reyndist skipið þá vera 11.6 sjómílur frá Kópanesi, eða nær landi en báts- maður taldi. Framburður ákærða um siglingu skipsins frá Aðalvík er tor- tryggilegur. Hann er kallaður á stjórnpall um kl. 2315 eftir ís- lenzkum tíma. Samkvæmt staðarákvörðun hans sjálfs er skipið þá statt innan landhelgistakmarkanna. Þá sigldi hann því út fyrir takmörkin, að sjálfs hans sögn, með fullri ferð (11 sjóm.) og kastar vörpunni um stundarfjórðungi síðar. Væri þetta rétt, hlyti togarinn að hafa verið mun utar heldur en hann var, þegar varðskipið kom að honum kl. 0008 (skv. ísl. tíma), því að tog- arinn hefur þá siglt í 50 mínútur, þar af 15 mínútur með full- um hraða, en það er um 2.6 sjómílur. Hins vegar er öll vega- lengdin frá stað 1 á dskj. nr. 2 að stað 6 á sama dskj. 2.9 sjó- mílur samkvæmt því, sem segir í dskj. nr. 1 (frá 1.4 sjóm. inn- an landhelgistakmarkanna að 1.5 sjóm. utan þeirra). Sama niður- staða verður með því að líta á vegalengdina, 2.9 sjómílur, og tímalengdina frá því að varðskipið staðsetur togarann fyrst og þar til það kemur að honum með veiðarfæri í sjó kl. 0008, en það eru 50 mínútur (kl. 2318 til 0008). Gefur þetta 3.48 sjómílna hraða á klukkustund, en að sögn ákærða var toghraði b/v Dra- goon um 3 sjómílur á klukkustund. Munar því litlu, að skipið hafi verið á toghraða allan þann tíma, sem það var að fara á milli staða 1 og 6 á dskj. nr. 2, og næsta ósennilegt að það hafi farið með fullum hraða eða 11 sjómílur á 15 mínútum af 50 mín- útna siglingatíma, jafnvel þótt gert sé ráð fyrir, að skipið hafi verið stöðvað, meðan kastað var. Þó þess sé gætt, að milli staðar 1—2 á dskj. nr. 2 lagði togarinn lykkju á leið sína, svo að öll vegalengdin milli staða 1—6 á sama dskj. verður sem næst 3.15 sjómílur, virðist það ekki valda mikilli breytingu. Það er augljóst af flóðtöflum, að vesturfall hefur verið, þegar ákærði kvaðst hafa kastað vörpunni, en ekki austurfall, eins og hann hefur haldið fram, og virðist dóminum, að það hafi torveld- öð að möguleika á því að kasta vörpunni á króklausri siglingu. Dóminum virðist grunsamlega stutt sú tímalengd, sem ákærði og bátsmaður halda fram, að farið hafi til að kasta vörpunni. Til grundvallar niðurstöðu í máli þessu verða lagðar eiðfestar skýrslur og staðsetningar varðskipsins Óðins. Togarinn sást að vísu ekki með veiðarfæri úti, þ. e. ekki að veiðum innan fisk- veiðitakmarkanna, en líkur fyrir því, að b/v Dragoon hafi verið að veiðum í Íslenzkri landhelgi að þessu sinni, eru svo miklar, að telja verður nægilega sannað, að svo hafi verið, og að tog- arinn hafi samkvæmt því, er segir á dskj. nr. 1, verið að ólög- legum fiskveiðum á tímabilinu frá kl. 2318 til um kl. 2340 hinn 13. október 1962 og mest 1.4 sjómílur innan við hin íslenzku fiskveiðitakmörk. Varðar þessi verknaður við þau lagaákvæði, sem talin eru í ákæru. Samkvæmt þeim refsiákvæðum, sem þar eru talin og áður eru rakin, og með tilliti til stærðar togarans, 522.44 brúttósmálestir, og núverandi gullgildis íslenzkrar krónu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin kr. 230.000.00 í sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi 8 mánaða varðhald í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu þessa dóms. Auk þess skulu allur afli og veiðarfæri, þar með taldir drag- strengir, togarans Dragoon, FD 60, vera upptæk handa Land- helgissjóði Íslands. Ákærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns, Gísla Ísleifssonar hæstaréttar- lögmanns, kr. 8.000.00. Dómsorð: Ákærði, Roy Belcher, greiði kr. 230.000.00 sekt til Land- helgissjóðs Íslands, og komi 8 mánaða varðhald í stað sektar- innar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Allur afli og veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir, tog- arans Dragoon, FD 60, skulu vera upptæk til handa Land- helgissjóði Íslands. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin máls- varnarlaun verjanda síns, hæstaréttarlögmanns Gísla Ísleifs- sonar, kr. 8.000.00. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. 54 Miðvikudaginn 22. janúar 1964. Nr. 129/1963. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Guðlaugi Jónssyni Jónatanssyni (Gunnar M. Guðmundsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason, Giz- ur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessor Magnús Þ. Torfason. Bifreiðar, Brot gegn umferðarlögum og áfengislögum. Dómur Hæstaréttar. Hákon Heimir Kristjónsson, fulltrúi bæjarfógeta í Kefla- vik, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Í ákæruskjali er þess ekki krafizt, að ákærði verði svipt- ur sétti til að öðlast ökuleyfi. Með þessari athugasemd og að Öðru leyti með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í Hæstarétti, kr. 4000.00, er renni í ríkis- sjóð, og málsvarnarlaun verjanda síns þar, kr. 4000.00. Það athugast, að ekki verður séð, að lögreglumaður sá, sem í upphafi rannsóknar yfirheyrði ákærða um framferði hans, hafi gætt reglna 1. málsgr. 40. gr. laga nr. 82/1961. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Guðlaugur Jónsson Jónatansson, greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknar- laun í Hæstarétti, kr. 4000.00, er renni í ríkissjóð, og málsvarnarlaun verjanda sins þar, Gunnars M. Guð- mundssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 4000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. öoð Dómur sakadóms Keflavíkur 21. ágúst 1963. Ár 1963, miðvikudaginn 21. ágúst, var í sakadómi Keflavík- ur, sem haldinn var af fulltrúa bæjarfógeta, kveðinn upp dóm- ur í sakadómsmálinu: Ákæruvaldið gegn Guðlaugi Jónssyni Jónatanssyni. Mál þetta var þingfest og dómtekið í fyrradag. Með ákæruskjali saksóknara ríkisins, útgefnu 29. maí 1963, er Guðlaugur Jónsson Jónatansson bílaviðgerðarmaður, Berghól- um, Hólmsbergi í Gerðahreppi, ákærður fyrir að hafa tvívegis undir áhrifum áfengis og sviptur réttindum til að öðlast öku- leyfi ekið bifreið í Keflavík og nágrenni: 1. að morgni sunnudagsins 13. janúar 1963 bifreiðinni G 2278 víðsvegar um Keflavík, til Sandgerðis og þaðan til baka að Borgarvegi 20 í Ytri-Njarðvík. 2. síðdegis sama dag bifreiðinni K 611 frá Garðavegi 8 í Kefla- vík og þangað aftur eftir að hafa ekið bifreiðinni til Sand- gerðis svo og fyrir að hafa neytt áfengis við aksturinn. Teljast brot ákærða varða við 1. og 2. mgr. sbr. 4. mgr. 25. gr. og 1. mgr. 27. gr. sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 26/1958, sbr. 1. mgr. 24. gr. og 45. gr. áfengislaga nr. 58/1954. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til öku- leyfissviptingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði er á lögaldri sakamanna, fæddur 21. marz 1934 á Eyri í Grýtubakkahreppi, Suður-Þingeyjarsýslu. Hann hefur, svo kunn- ugt sé, sætt eftirtöldum kærum og refsingum: 1957 21/3 á Keflavíkurflugvelli: Áminning fyrir tolllagabrot. — 2/5 á Keflavíkurflugvelli: Sátt, 350 kr. sekt fyrir brot á bifreiðalögum og tolllögum. — 18/5 á Keflavíkurflugvelli: Sátt, 500 kr. sekt fyrir brot á 6. mgr. 17. gr, bifreiðalaga. — 24/5 á Keflavíkurflugvelli: Sátt, 500 kr. sekt fyrir toll- lagabrot. 1959 16/4 í Hafnarfirði: Dómur: Fangelsi í 5 mánuði, sviptur ökuleyfi í 3 ár frá 22/11 1958, sviptur kosningarrétti og kjörgengi fyrir brot á áfengis- og umferðarlög- um og 244. gr. og 259. gr. hegningarlaga. 1961 29/9 í Keflavík: Sátt, 490 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. — 22/11 í Keflavík: Dómur: 50 daga varðhald, sviptur rétt- 56 indum til ökuskírteinis ævilangt fyrir brot á 257. gr. hegningarlaga, 7. gr. áfengislaga, 2. mgr. 25. gr. og 1. mgr. 27. gr. umferðarlaga o. fl. Greiði skaðabæt- ur kr. 3926.85. 1962 2/2 í Keflavík: Dómur: 10 daga varðhald sem hegningar- auki fyrir að aka bifreið ölvaður og án réttinda. — 12/3 í Keflavík: Áminning fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. Málavextir skulu nú raktir: Síðdegis sunnudaginn 13. janúar 1963 bárust lögreglunni í Keflavík upplýsingar um ferðir bifreiðarinnar K 611 í Sandgerði og að líkur væru til, að ökumaður hennar væri ölvaður. Hafin var leit að bifreiðinni og eiganda hennar, vitninu Helga Þór Sigurðssyni frá Skagafirði, og fannst hann brátt að Garðavegi 8 hér í bæ, en þar býr hann vegna atvinnu sinnar hér. Heigi virtist ölvaður og var færður til blóðrannsóknar og á lögreglu- stöðina. Vitnið kvaðst nokkru áður hafa verið staddur í Sandgerði í bíl sínum, en ekki hafa ekið honum, heldur hafi ákærði í máli þessu gert það. Þá var og talið, að vitnið Guðmundur Sigur- berg Stefánsson, frá Skagafirði, hefði einnig verið í bílnum. Var nú hafin leit að mönnum þessum, og fundust þeir sofandi í verbúðum nokkrum í Sandgerði, og voru báðir ölvaðir. Ákærði var handtekinn og fluttur í blóðrannsókn og síðan á lögreglustöðina, en vitninu Guðmundi Sigurberg, sem átti að róa um kvöldið, en hann var vélamaður á m/s Dúx, var leyft að sofa áfram. Rannsókn á blóði úr ákærða sýndi 2.06%, úrfallsefni. Ákærði skýrði lögreglumönnum svo frá, að hann hefði þá síð- astliðna nótt hitt þá vitnin Helga og Guðmund og að með þeim hefði og verið vitnið Guðmundur Sverrir Runólfsson leigubíl- stjóri, Borgarvegi 20, Njarðvíkurhreppi, og þeir hafi allir verið ölvaðir. Vitnið Ingimundur Pétursson leigubílstjóri, Njarðvíkur- hreppi, hefði ekið þeim öllum heim til ákærða, þar hefðu þeir haldið drykkjunni áfram nokkuð, síðan gengið að Bifreiðastöð Keflavíkur. Þaðan hafi vitnið Guðmundur Sverrir ekið þeim heim til sín í bíl sínum G 2278. Þar hafi vitnið Guðmundur Sverrir orðið eftir, en kona hans ekið hinum heim til vitnisins Helga, og ákærði síðan ekið þeim í bílnum K 611 til Sandgerðis. Vitnið Matthías Karlsson, Berghólum, en hjá honum hefur ákærði herbergi á leigu, bar, að er ákærði kom heim um nótt- ina ásamt gestum sínum, hafi hann verið ölvaður, svo og gest- irnir, 57 Vitnið Ingimundur Pétursson leigubílstjóri bar, að ákærði hafi verið ölvaður, er hann ók honum heim til hans, svo og þeir, sem með honum voru. Vitnið Ragnhildur Rögnvaldsdóttir, Garðavegi 3, bar, að vitnið Helgi Þór hefði komið heim á hádegi umræddan sunnudag ölv- aður og einhverjir gestir með honum og síðan farið brott á bíln- um K 611. Ekki sá vitnið, hver ók bílnum. Vitnið Kjartan Þórðarson, leigubílstjóri hér í bæ, bar, að síð- degis umræðdan sunnudag hafi vitnið Helgi beðið sig um að aka tveimur mönnum til Sandgerðis heiman að frá sér. Menn þessir hafi setið í bíl vitnisins Helga og sá stærri hafi setið undir stýri bílsins. Ekki treysti vitnið sér til að segja til um ástand hans. Hinn maðurinn hafi verið vélamaður á m/b Dux og með áfengi á ölflösku og drukkið tvisvar af henni á leiðinni. Vitnið Guðmundur Sigurberg bar, að umræddan laugardag hafi vitnið Helgi Þór komið til sín um borð í m/b Dux í Sand- gerðishöfn og verið ölvaður. Vitnið Helgi hafi verið með leigubíl og í honum tveir menn. Varð það úr, að vitnið og vitnið Helgi Þór fóru á dansleik í Samkomuhúsi Sandgerðis, og varð vitnið ölvað þar. Eftir dansleikinn létu þeir aka sér víðsvegar um Kefla- víkurbæ á leigubíl, og minnir vitnið, að þeir hafi farið heim til ákærða, en telur sig ekki muna atvik eftir það, og hafi hann sofnað. Mætti telur sig næst muna, að ákærði hafi ekið þeim heim til Helga, en þaðan hafi þeir ákærði farið í leigubíl út í Sand- gerði. Ekki treystir vitni þetta sér til að muna, hvort ákærði var ölvaður við aksturinn. Vitnið Heiðmundur Ottósson, Sandgerði, bar, að vitnið Guð- mundur Sigurberg hefði komið til sín umrædda helgi ásamt öðrum mönnum, og þeir verið í bíl, sem ákærði hafi ekið. Ekki treysti vitnið sér til að votta um ástand ákærða. Vitnið Helgi Þór neitaði eindregið fyrir rétti að hafa sjálfur ekið undir áhrifum áfengis umrædda helgi, og bar fyrir rétti, að ákærði, sem hafi verið ölvaður, hefði ekið bíl vitnisins Guð- mundar Sverris frá Bifreiðastöð Keflavíkur víðs vegar um Kefla- vík og nágrenni og endanlega heim til vitnisins Guðmundar Sverris, en vitnið Guðmundur Sverrir hafi ekki ekið. Enn fremur hafi ákærði ölvaður ekið bíl þessa vitnis heiman frá því út í Sand- gerði og til baka aftur. Ekki kvaðst vitni þetta hafa beðið ákærða um að aka og ekki reynt að koma í veg fyrir það, og ekki hafi því verið kunnugt um, að ákærði var sviptur ökuréttindum. Vitnið Guðmundur Sverrir neitaði eindregið fyrir rétti að 58 hafa sjálfur ekið undir áhrifum áfengis umrædda helgi og bar fyrir réttinum, að ákærði hefði ekið bíl þessa vitnis frá Bifreiða- stöð Keflavíkur og heim til vitnisins. Ekki þóttist vitni þetta hafa séð ákærða drekka áfengi og ekki vita, hvort hann var ölvaður, og enn fremur að hann hafi ekki vitað, að ákærði var ökurétt- indalaus. Vitni þetta kvað ákærða hafa boðizt til að aka bíl vitnisins. Ákærði viðurkenndi fyrir rétti, að hafa verið að áfengisdrykkju umrædda helgi ásamt vitnunum Helga Þór, Guðmundi Sverri og Guðmundi Sigurberg og að hafa ekið bíl vitnisins Guðmund- ar Sverris frá Bifreiðastöð Keflavíkur heim til eiganda bílsins. Ákærði bar, að vitnið Guðmundur Sverrir hefði beðið sig um að aka, þótt þeir hefðu þá skömmu áður verið að áfengisdrykkju saman. Þá játaði ákærði og að hafa ekið bíl vitnisins Helga Þórs heiman frá honum út í Sandgerði og til baka aftur. Vitnin hafi beðið sig um að aka og hann gert það í hugsunarleysi, og hafi hann drukkið áfengi við akstur þessa bíls. Ákærði kvaðst síðan hafa farið í leigubíl ásamt vitninu Guð- mundi Sigurberg út í Sandgerði og dáið skömmu síðar áfengis- dauða, og næst muni hann eftir sér í lögreglubílnum, er hann var handtekinn. Með bréfi, dagsettu 29. maí s.l., heimilaði saksóknari ríkisins, að þáttum vitnanna Guðmundar Sverris og Helga Þórs yrði lokið með réttarsátt, enda greiddu þeir hæfilegar sektir auk sakarkostnaðar, og var það gert í júní s.l. Svo sem nú er rakið, er sannað með játningu ákærða og öðr- um gögnum, að hann undir áhrifum áfengis og sviptur réttind- um til að öðlast ökuleyfi 1) ók bifreiðinni G 2278 að morgni sunnudagsins 13. janúar 1963 víðs vegar um Kefavík og nágrenni, og 2) ók bifreiðinni K61l1l síðdegis sama dag frá Garðavegi 8 í Keflavík og þangað aftur, eftir að hafa ekið bifreiðinni til Sandgerðis, og að hann hafi neytt áfengis við akstur þeirrar z bifreiðar, svo sem í ákæru segir. Með þessu atferli hefur ákærði gerzt brotlegur við 1. og 2. mgr. sbr. 4. mgr. 25. gr. og 1. mgr. 27. sbr. 80. gr. umferðar- laga nr. 26/1958 og 1. mgr. 24. gr. og 45. gr. áfengislaga nr. 59 58/1954 og unnið sér til refsingar, sem með tilliti til fyrri af- brota ákærða þykir hæfileg 40 daga varðhald. Jafnframt því að krefjast refsingar, krefst ákæruvaldið öku- leyfissviptingar, en með tilliti til þess að 22/11 1961 var ákærði með dómi sviptur réttinum til að öðlast ókuleyfi ævilangt, þykir ekki ástæða til að taka afstöðu til þessa atriðis í ákærunni í dómi þessum. Dómsorð: Ákærði, Guðlaugur Jónsson Jónatansson, sæti 40 daga varðhaldi. Hann greiði allan kostnað sakar þessarar. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Miðvikudaginn 22. janúar 1964. Nr. 118/1963. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Halldóri Þráni Sigfússyni (Ingi R. Helgason hdl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason, Giz- ur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessor Ár- mann Snævarr. Ákæra um brot gegn iðnlöggjöf. Dómur Hæstaréttar. Héraðsdómur vísaði réttilega frá dómi þeim hluta ákær- unnar á hendur ákærða, sem laut að starfsemi hans á tíma- bilinu frá 1. janúar til 19. júní 1961. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta ákvæði hans um sýknu ákærða af kröfum ákæru- valdsins, að því er tekur til starfsemi hans í desember- mánuði 1961. Á það má fallast með héraðsdómi, að ákærði hafi með starfrækslu sinni þann tíma, sem hann hafði Guðjón Mýrdal Valtýsson í þjónustu sinni, gerzt sekur við 14. gr. laga nr. 18/1927, sbr. lög nr. 105/1936, 2. gr., sbr. 60 og 1. tölulið 2. málsgr. 27. gr. laga nr. 18/1927, sbr. 15. gr. laga nr. 105/1936. En með skírskotun til raka héraðsdóms- ins ber að staðfesta þá úrlausn hans, að refsing ákærða fyrir þá háttsemi falli niður. Staðfesta ber einnig það ákvæði hins áfrýjaða dóms, að ákærði skuli vera sýkn af kröfu ákæruvaldsins um sviptingu iðnréttinda. Í héraðsdómi er lýst aðdraganda að broti ákærða. Eins og honum var háttað, þykir rétt að leggja á ríkissjóð allan kostnað sakarinnar bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, þar með talin laun verjanda ákærða í héraði og hér fyrir dómi, sem eru ákveðin samtals kr. 10.000.00. Dómsorð: Refsing ákærða, Halldórs Þráins Sigfússonar, falli niður. Hann skal vera sýkn af kröfu ákæruvaldsins um sviptingu iðnréttinda. Sakarkostnaður allur, bæði í héraði og fyrir Hæsta- rétti, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun verjanda ákærða í héraði og fyrir Hæstarétti, Inga BR. Helgasonar héraðsdómslögmanns, samtals kr. 10.000.00. Dómur sakadóms Reykjavíkur 24. maí 1963. Ár 1963, 24. maí, var í sakadómi Reykjavíkur, sem haldinn var á Fríkirkjuvegi 11, kveðinn upp dómur í málinu nr. 2326/ 1963: Ákæruvaldið gegn Halldóri Þráni Sigfússyni, sem tekið var til dóms 10. sama mánaðar. Með ákæru saksóknara ríkisins, dags. 30. desember 1961, er opinbert mál höfðað gegn Halldóri Þráni Sigfússyni rakara, Eski- hlíð 10 A, hér í borg, „fyrir brot á 1. mgr. 14. gr. sbr. 27. gr. laga um iðju og iðnað nr. 18/1927, sbr. 2. gr. laga nr. 105/1936. Þykir ákærði hafa gerzt brotlegur við téð lagaákvæði með því að hafa starfrækt rakarastofu að Langholtsvegi 130 í Reykja- vík síðan um síðustu áramót án þess að hafa til þess tilskilin meistararéttindi. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til rétt- indamissis samkvæmt 27. gr. laga nr. 18/1927, sbr. 15. gr. laga nr. 105/1936, og til greiðslu alls sakarkostnaðar.“ 61 Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 12. septem- ber 1937 í Reykjavík, og hefur, svo kunnugt sé, sætt eftirtöld- um kærum og refsingum: 1957 10/10 í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir ökuhraða. 1961 4/4 í Rvík: Sátt, 100 kr. sekt fyrir brot á umferðarlögum. — 16/6 í Rvík: Sátt, 500 kr. sekt fyrir brot á iðnlöggjöfinni. Samkvæmt framburði ákærða og öðrum gögnum málsins eru málavextir þessir: I. Hinn 18. október 1958 fékk ákærði Halldór Þráinn Sigfússon útgefið sveinsbréf í rakaraiðn hjá lögreglustjóranum í Reykjavík. Frá þeim tíma og þar til í árslok 1960 stundaði hann aðra vinnu en rakarastörf, en þó kom það fyrir endrum og eins, að hann rakaði eða klippti kunningja sína heima hjá sér. Með samningi, dags. 7. desember 1960, keypti ákærði rakara- stofu á Langholtsvegi 130, hér í borg, af Ágúst Bent Bjarna- syni, Skipholti 28, hér í borg, fyrir kr. 70.000.00. Stofan var í leiguhúsnæði, og gekk ákærði inn í leigusamning Ágústs Bents um húsnæðið. Var það eitt herbergi auk geymslu og salernis og húsaleigan, kr. 800.00 á mánuði, greidd mánaðarlega fyrir- fram. Ákærði hóf vinnu á rakarastofunni í ársbyrjun 1961 og vann þar einn síns liðs fyrst í stað. Með bréfi Rakarameistarafélags Reykjavíkur, dags. 14. apríl 1961, kærði það ákærða til sakadóms fyrir að hafa brotið iðn- löggjöfina með því að reka rakarastofu á Langholtsvegi 130, án þess að hann eða annar starfsmaður á stofunni hefði meistara- réttindi í iðninni. Að lögreglurannsókn lokinni, var málið með bréfi, dags. 18. maí sama ár, sent Dómsmálaráðuneytinu til fyrir- sagnar, sem sendi það Iðnráði Reykjavíkur til umsagnar. Í um- sögn ráðsins, dags. 7. júní sama ár, til ráðuneytisins segir m. a.: „Samkvæmt skýrslu lögreglunnar hefur téður Halldór ekki meist- araréttindi í rakaraiðn. Samkvæmt ákvæðum laga um iðju og iðnað má aðeins sá, sem hefur meistararéttindi, reka iðnað. Þar sem kærði uppfyllir ekki ákvæði laganna um meistararétt- indi, og ekki verður um deilt, að hér sé um iðnrekstur að ræða, telur iðnráðsstjórn kæruna á rökum reista“. Með bréfi ráðu- neytisins til sakaðóms, dags. 12. júní sama ár, tók það fram, að það væri samþykkt því, að málinu væri lokið með dómsátt, þannig að ákærði greiddi hæfilega sekt fyrir brot gegn 1. mgr. 14. gr. sbr. 27. gr. laga um iðju og iðnað nr. 18/1927, sbr. lög nr. 105/ 62 1936. Hinn 19. sama mánaðar samþykkti ákærði í sakadómi Reykjavíkur, sem haldinn var af Jóni A. Ólafssyni fulltrúa yfir- sakadómara, að greiða kr. 500.00 í sekt til ríkissjóðs fyrir 26. sama mánaðar til að sleppa við málssókn út af broti gegn nefnd- um lagagreinum. Jafnframt var tekið fram, að brotið hefði ítrekunarverkun á síðari brot, sbr. 71. gr. almennra hegningar- laga nr. 19/1940. Greiddi ákærði sektina 23. sama mánaðar. Með bréfi, dags. 28. júní sama ár, kærði Rakarameistarafélag Reykjavíkur ákærða á ný til sakadóms fyrir ítrekað brot á iðnlög- gjöfinni með því að halda áfram rekstri rakarastofu sinnar og ráða í sína þjónustu réttindalausan mann, Guðjón Valtýsson Mýrdal að nafni. Ákærði kveðst hafa haldið, að maður þessi væri full- gildur meistari í rakaraiðn, enda rekið rakarastofu um margra ára skeið, og hafi ákærði ráðið hann til sín, eingöngu af því að hann hélt, að með því yrði bætt fyrir háttsemi þá, sem hann hafði fengið sekt fyrir. Við nánari athugun kveður ákærði, að það geti vel verið rétt, að Guðjón Valtýsson hafi byrjað að starfa hjá honum í maímánuði eða nokkru áður en ákærði fékk sekt- ina, og hafi Guðjón Valtýsson verið búinn að vinna hjá honum í þó nokkurn tíma, þegar ákærði mætti hjá lögreglunni 12. júlí sama ár út af hinni nýju kæru rakarameistarafélagsins. Skýrði ákærði þá lögreglunni frá því, að Guðjón Valtýsson myndi hafa rétt til að fá meistarabréf í rakaraiðn, og hefði hann þegar sótt um það, en ekki verið búið að afgreiða það ennþá, en hann gerði ráð fyrir, að það yrði á næstunni. Var málið, að rannsókn lögreglu lokinni, sent með bréfi, dags. 14. júlí sama ár, til fyrirsagnar saksóknara ríkisins, sem sendi það Iðnráði Reykjavíkur til umsagnar. Í umsögn ráðsins, dags. 9. ágúst sama ár, til saksóknara segir m. a.: „ec... Tekur Hall- dór rakarastofu á Langholtsvegi 130 án þess að hafa meistara- réttindi í iðninni og hefur ekki mann í þjónustu sinni með þeim réttindum. Iðnráðsstjórn telur slíkt skýlaust brot á iðnlöggjöf- inni.“ Með bréfi saksóknara, dags. 26. ágúst sama ár, til saka- dóms lýsti hann því yfir, að samþykkt væri „að máli þessu verði lokið með réttarsátt, enda samþykki nefndur Halldór að greiða hæfilega sekt. Þykir brot hans varða við 1. mgr. 14. gr. sbr. 27. gr. laga um iðju og iðnað nr. 18/1927, sbr. lög nr. 105/ 1936.“ Með bréfi rakarameistarafélagsins, dags. 20. september sama ár, til sakadóms, ítrekaði það enn kæru sína á hendur ákærða fyrir brot á iðnlöggjöfinni. Var sú kæra, að lögreglurannsókn 63 lokinni, send með bréfi, dags. 12. október sama ár, saksóknara til ákvörðunar. Með bréfi, dags. 24. október sama ár, endursendi sakadómur saksóknara skjöl út af meintu iðnlagabroti ákærða, og segir Í bréfinu, að það sé gert „með skírskotun til viðtals við“ saksóknara. Með ákæru, dags. 30. desember sama ár, var svo opinbert mál höfðað gegn ákærða, eins og áður greinir. Hinn 3. apríl 1962 var málið þingfest og ákærði yfirheyrður í sakadómi af Jóni A. Ólafssyni fulltrúa, en að því loknu fékk Þórður Björns- son sakadómari málið til meðferðar. Með bréfi, dags. 17. sama mánaðar, var Ingi R. Helgason héraðsdómslögmaður skipaður verjandi ákærða, og með bréfi, dags. 4. maí sama ár, óskaði verjandi eftir því, að framhaldsrannsókn færi fram um nokkur atriði. Einnig hafði dómari frumkvæði að frekari rannsókn máls- ins. Varð allmikill dráttur á framhaldsrannsókn þessari, einkum vegna fjarveru verjanda, og lauk rannsókninni ekki fyrr en 6. f. m. Voru þá meðdómendur skipaðir í málinu og það tekið til dóms 10. þ. m., eins og áður segir. Ákærði kveður, að í nóvember 1961 hafi formaður Iðnráðs Reykjavíkur ráðlagt honum að loka rakarastofunni, og hafi hann þá lokað henni um þriggja vikna skeið. Hafi þá ekki enn verið búið að ganga endanlega frá formlegri viðurkenningu Guðjóns Mýrðals sem rakarameistara. Ákærði kveðst hafa opnað stofuna aftur í desember sama ár og unnið þar einn til áramóta og þar til snemma á árinu 1962, er hann hafði ráðið til sín fullgildan meistara, Ingvar Vilhjálmsson að nafni. Ákærði kveðst ekki hafa fært bókhald fyrir rakarastofu sína árið 1961, og hafi fjárskuldbindingar hans vegna hennar á þess- um tíma ekki verið aðrar en greiðsla húsaleigunnar og mánaðar- launa Guðjóns Valtýssonar. Hann kveðst hafa tekið sama verð og tíðkaðist á öðrum rakarastofum í borginni á þessum tíma. Hann kveðst ekki hafa tilkynnt kaup sín á rakarastofunni til firmaskrár og aldrei auglýst stofuna í blöðum eða útvarpi eða vakið athygli á henni í símaskrá, enda hafi ekki verið sími þar. Á hinn bóginn fjarlægði hann ekki dökkmálaða stafi úr ein- angrunarplasti, 25 cm háa, sem mynduðu orðið RAKARASTOFA og voru ofarlega í glugga stofunnar, svo og skilti, sem var uppi á staur fyrir framan stofuna og á stóð orðið RAKARI, en fyrri eigandi hennar, Ágúst Bent Bjarnason, hafði sett hvort tveggja upp. Guðjón Valtýsson Mýrdal, nú til heimilis í heilsuhælinu í 64 Hveragerði, réðst árið 1926 sem rakara- og hárskeranemi til Jó- hannesar Mortensens rakarameistara, Laugavegi 11, hér í borg, og var nemi til ársins 1930 og vann síðan áfram hjá honum til 1932. Síðan hefur hann unnið hjá ýmsum rakarameisturum, að fráteknum árunum 1935— 1937, þegar hann rak eigin rakara- stofur hér í borginni og vann þá einn þar. Hann kveður, að þegar hann hóf nám, hafi engin próf verið tekin og engin bréf veitt, en þegar rakara- og hárskerastarf hafi verið gert að iðn og iðn- skólanám og próf áskilið, hafi þeir, er höfðu áður unnið við starfið, öðlazt réttindi sem rakarar og hárskerar án þess að fá nokkur skilríki fyrir því. Hann hafi því alltaf litið svo á, að hann hefði full meistararéttindi í iðninni. Guðjón Valtýsson kveður, að einhvern tíma á árinu 1961 hafi ákærði skýrt honum frá því, að formaður rakarameistarafélags- ins hefði kært hann fyrir brot á iðnlögjöfinni með því að stunda rakaraiðn á eigin stofu. Hafi ákærði beðið hann um að koma í vinnu á stofuna, til þess að meistari væri þar, og hann orðið við því. Guðjón Valtýsson kveðst hafa verið búinn að vinna þar aðeins öÖrstuttan tíma, þegar formaður áðurgreinds félags hitti hann að máli og hélt því fram, að hann hefði ekki full meist- araréttindi í rakaraiðn. Honum hafi komið þetta á óvart, þar sem hann hafði ekki heyrt það fyrr, að bornar væru brigður á meistararéttindi hans. Varð þetta til þess, að hann ritaði iðnaðarmálaráðuneytinu bréf, dags. 2. júní 1961, þar sem hann óskaði þess, að honum yrði veitt meistararéttindi í hárskeraiðn. Erindi þetta var sent Iðn- ráði Reykjavíkur til umsagnar, og í bréfi þess, dags. 20. júlí sama ár, segir m. a.: „Eins og fram kemur í gögnum, sem er- indinu fylgja og ekki verða vefengd, hefur Guðjón starfað að iðninni síðan 1926, fyrst við nám hjá Jóhannesi Mortensen í 4 ár og síðan unnið sjálfstætt eða hjá öðrum. Réttur Guðjóns til meistarabréfs virðist því ótvíræður, og leggur Iðnráð með er- indinu.“ Með bréfi iðnaðarmálaráðuneytisins, dags. 14. septem- ber sama ár, heimilaði það Guðjóni Valtýssyni að leysa meistara- bréf í hárskeraiðn, og fékk hann slíkt bréf útgefið hjá lögreglu- stjóranum í Reykjavík 8. marz 1962. Hann kveðst hafa unnið hjá ákærða, þar til hann lokaði rakarastofunni í nóvember 1961. Kristján Jóhannesson, rakarameistari og formaður stjórnar Rakarameistarafélags Reykjavíkur nú á þriðja ár, Dalbraut 1, hér í borg, kveður, að sér sé ekki kunnugt um, að félagið eða stjórn þess hafi fyrir árið 1961 amazt við því, að Guðjón Val- 65 týsson ynni einn eða hjá öðrum að rakaraiðn hér í borginni, enda hafi þá eigi annað verið vitað en að hann hefði full meistara- réttindi í iðninni. Að ósk skipaðs verjanda ákærða hafa eftirtaldar spurningar verið lagðar fyrir Iðnráð Reykjavíkur: 1. Má iðnsveinn vinna sjálfstætt (þ. e. ekki undir stjórn meistara) í iðn sinni, að loknu sveinsprófi? 2. Ef svo er, með hverjum hætti getur rakarasveinn unnið sjálfstætt í sinni iðn? Iðnráð hefur með bréfi, dags. 14. marz s.l., til dómsins, svarað þessum spurningum þannig: „Spurningar þær, sem óskað er eftir að Iðnráð svari, eru varðandi 17. gr. laga nr. 18/1927. Það virðist augljóst, svo ekki verði um deilt, hvað vakað hafi fyrir löggjafanum með orðalagi 17. gr. Með þessari grein er slegið föstu, að stytzti biðtími frá sveinsprófi, þar til hlutaðeig- andi á rétt á að leysa meistarabréf, sé þriggja ára vinna við iðnina sjálfstætt og undir stjórn meistara. Iðnráð lítur svo á, að hlutaðeigandi sveinn þurfi að vinna helm- ing biðtímans samtals undir stjórn meistara til þess að eiga rétt á að leysa meistarabréf. Spurning Il er um það, „með hvaða hætti rakarasveinn geti unnið sjálfstætt“. Sem svar við þessari spurningu vill Iðnráð benda á, að rak- arasveinn getur á margan hátt unnið sjálfstætt, t. d. með því að raka menn í heimahúsum, á spítölum o. s. frv., og er slík þjónusta mjög hliðstæð því, sem hinar ýmsu iðnir gera. Iðnráð væntir þess, að ofanrituð svör verði talin fullnægj- andi.“ Þá hefur dómurinn aflað hjá Atvinnumálaráðuneytinu stað- festra afrita af tveimur bréfum frá árinu 1938. Er annað bréf Landssambands iðnaðarmanna, dags. 31. marz það ár, til Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytisins, og segir þar á þessa leið: „Með bréfi, dags. 15. þ. m., hefur hið háa ráðuneyti óskað umsagnar Landssambands iðnaðarmanna um hjálagt erindi lög- reglustjórans í Reykjavík, viðvíkjandi réttindum nýsveina til þess að vinna að iðn sinni án umsjónar meistara. Stjórn Landssambands iðnaðarmanna hefur ávallt litið svo á, að öllum iðnaðarmönnum væri heimilt að stunda iðn sína, hvar sem væri, án eftirlits eða íhlutunar annarra, nema þar sem sér- stök lög eða reglugerðir mæla öðruvísi fyrir, eins og er um lög- 5 66 gildingu rafmagnseftirlitsins, bæjarstjórna o. fl., og svo undir eftirliti, þar sem það á við. Samkvæmt 2. gr. laga nr. 105 frá 1936 má enginn reka iðnað, nema meistari í iðninni hafi þar alla verkstjórn á hendi, og í 1. gr. sömu laga er skilgreint, að sá reki iðnað, sem ber fjárhagslega ábyrgð á rekstrinum. Á hinn bóginn vantar skilgreiningu á því, hvort rétt sé að tala um iðn- rekstur, þar sem ekki er um neinn aðkeyptan vinnukraft að ræða, og hlutaðeigandi iðnaðarmaður aðeins vinnur fyrir aðra og hefur því mjög litlar eða engar fjárhagslegar skuldbindingar gagnvart þeim eða öðrum. Stjórn Landssambands iðnaðarmanna lítur svo á, að þar sem svo stendur á, komi slík iðnaðarvinna ekki í bága við framannefnd lagaákvæði, og hún telur víst, að það hafi aldrei verið tilætlunin með nefndum lögum að hindra það, að sveinar, er e.t.v. ekki gátu fengið atvinnu hjá meistara í iðn sinni, mættu ekki stunda iðnina með því að vinna að henni upp á eigin spýtur út af fyrir sig. Hinu verða dómstólarnir að skera úr, hvort slíkum sveinum er óheimilt að leigja sér vinnu- stað og áhöld í félagi, og treystum vér oss ekki til þess að láta uppi neitt álit um það.“ Hitt bréfið er frá Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytinu og undirritað af ráðherra, dags. 8. apríl fyrrgreint ár, til lögreglu- stjórans í Reykjavík. Segir þar svo: „Með skírskotun til bréfs yðar, herra lögreglustjóri, dags. 9. f. m., um réttindi nýsveina til þess að vinna að iðn sinni án umsjónar meistara, skal yður hér með tjáð, að ráðuneytið hefur óskað umsagnar Landssambands iðnaðarmanna um þetta mál, og sendist yður hér með afrit af svarbréfi þess, dags. 31. f. m. Jafnframt skal það tekið fram, að ráðuneytið er samdóma áliti landssambandsins, sem fram kemur í téðu bréfi.“ II. Rannsókn málsins hefur einnig beinzt að starfsferli nokkurra annarra sveina en ákærða og réttindaveitingum þeim til handa, ef sjá mætti af því framkvæmd iðnlöggjafar um ákæruefni. Verður nú rakið það helzta, sem fram hefur komið hér að lútandi. Birkir Þór Gunnarsson, rakari og formaður Rakarasveinafélags Reykjavíkur nú um tveggja ára skeið, Dunhaga 11, hér í borg, hefur borið það, að ekki séu mikil brögð að því, að rakarasvein- ar vinni sjálfstætt, þ. e. ekki undir stjórn meistara. Honum vitanlega sé það nú aðeins einn sveinn, en árið 1961 muni þeir hafa verið tveir auk ákærða og fyrrgreinds Ágústs Bents, sem 67 seldi honum rakarastofuna. Þessir sveinar allir hafi stundað iðn sína með því að hafa opna stofu án meistara. Ágúst Bent Bjarnason kveðst hafa tekið sveinspróf í rakara- iðn árið 1956 eða þar um bil og unnið síðan um tíma á rakara- stofum. Um mitt ár 1959 hafi hann sett á fót eigin rakarastofu á Langholtsvegi 130 (eða 126— 130), en þar hafði ekki verið rak- arastofa áður. Hann kveðst hafa unnið einn í stofunni og selt hana ákærða í desember 1960, eins og fyrr greinir. Hann kveður, að allan þann tíma, er hann hafði stofuna opna, hafi rakara- meistarar eða félagssamtök þeirra aldrei amazt við henni, þó að í hóp þeirra væri vitað, að hann hafði ekki meistararéttindi, og meira að segja hafi honum verið leyfð innganga í Rakara- meistarafélag Reykjavíkur. Stjórn félagsins hefur tekið fram, að lög þess hafi um langan tíma verið á þann veg, að hver sá, er var eigandi og rak rakarastofu hér í borg, gat gerzt meðlim- ur félagsins, án tillits til þess hvort hann hafði iðnréttindi, t. d. ekkja látins rakarameistara, en nú hafi lögunum verið breytt að þessu leyti. Páll Ólafur Kjartansson rakarameistari, Hólavallagötu 11, hér í borg, sem var formaður Rakarameistarafélags Reykjavíkur á árunum 1957—1961, hefur borið það, að honum hafi verið kunn- ugt um stofnun og rekstur rakarastofu Ágústs Bents, en hefur hvorki viljað svara því játandi né neitandi, að hann hafi vitað, að hann hafði ekki meistararéttindi, þegar hann opnaði stofuna. Hann kveðst heldur ekki muna það, hvenær hann fékk fyrst vitneskju um það, að Ágúst Bent hafði ekki meistararéttindi, en þó sé öruggt, að honum hafi verið það ljóst, þegar Ágúst Bent talaði við hann um, að hann hefði í hyggju að selja ákærða rakarastofuna, en þá hafi hann varað hann við því að gera það, þar eð ákærði hafði ekki meistararéttindi. Þá telur Páll Ólafur, að Rakarameistarafélag Reykjavíkur hafi ekki amazt við eða kært Ágúst Bent fyrir að starfrækja rakarastofu sína, og hafi hann verið tekinn inn í félagið, meðan hann starfrækti hana. Einar Ómar Eyjólfsson rakarameistari, Miðtúni 17, hér í borg, kveðst hafa tekið sveinspróf í rakaraiðn árið 1959 og að því loknu haldið áfram að vinna hjá meistara sínum Runólfi Eiríks- syni, Hafnarstræti 8, hér í borg, í 2 ár og 2 mánuði, en eftir það opnað sína eigin rakarastofu í Álfheimum 31, þar sem hann hafi unnið síðan og alltaf einn síns liðs. Hann sótti um meist- araréttindi, þegar liðin voru 3 ár frá sveinsprófinu, og fylgdu umsókninni tvö vottorð, annað frá rakarastofu Runólfs Eiríks- 68 sonar um, að hann (Einar Ómar) hefði unnið sem sveinn þar frá 14. ágúst 1959 til 20. september 1961, og hitt frá Birki Þ. Gunnarssyni, formanni Sveinafélags rakara, um, að Einar Ómar hefði „starfað við sína rakarastofu frá og með 23/9 1961 til dags- ins í dag“, þ. e. 16. október 1962. Þann sama dag var meistara- bréf Einars Ómars útgefið af lögreglustjóranum í Reykjavík. Með kæru, dags. 28. september 1961, kærði Rakarameistarafélag Reykjavíkur Einar Ómar fyrir að reka fyrrgreinda rakarastofu, þótt hann hefði ekki tilskilin réttindi, og lauk málinu með sátt, 500 króna sektargreiðslu fyrir iðnlagabrot, í sakadómi Reykja- víkur. Hallgrímur Birgir Þorsteinsson rakarameistari, Hátúni 6, hér í borg, kveðst hafa orðið sveinn í rakaraiðn 9. júní 1959 og unnið á þremur rakarastofum frá þeim tíma til 3. ágúst 1960. Þá hafi hann sett á fót eigin rakarastofu á Laugavegi 128, hér í borg, og unnið þar einn síns liðs frá 4. ágúst 1960 og fram í júlí 1961, en tekið þá í þjónustu sína rakarameistara og haft þá síðan á stofunni til ársloka 1962. Hann sótti um meistara- réttindi, þegar 3 ár voru liðin frá sveinsprófinu, og fylgdu um- sókninni framangreindar upplýsingar um starf hans, þó þannig að einn rakarameistari vottaði, að Hallgrímur Birgir hefði unnið undir stjórn hans sem sveinn frá 14. júní 1961. Umsóknin var send Iðnráði Reykjavíkur til umsagnar, og í umsögn þess, dags. 12. júní 1962, segir m. a.: „Hallgrímur lauk sveinsprófi 9. júní 1959 og hefur unnið samfleytt að iðninni síðan, sjálfstætt og undir stjórn meistara. Iðnráðsstjórn mælir því með því, að um- beðið meistarabréf verði gefið út.“ Tveimur dögum síðar var meistarabréf hans útgefið af lögreglustjóranum í Reykjavík. Hallgrímur Birgir kveður, að meðan hann vann einn á rakara- stofu sinni, hafi verið skilti á húsveggnum fyrir utan hana, sem á stóð: „Rakarastofa Hallgríms Þorsteinssonar. Dömu- og herra- klippingar“, og hafi hann tekið af viðskiptavinum sama gjald og gert var á öðrum rakarastofum borgarinnar. Lárus Bjarnfreðsson, Tjarnargötu 10 Á, hér í borg, sem hef- ur verið formaður félags sveina í málaraiðn, hér í borg, Málara- félags Reykjavíkur, hefur einnig borið vitni í málinu. Hann kveður, að það hafi verið og sé mjög algengt, að málarasveinar vinni sjálfstætt, þ. e. ekki undir stjórn meistara, í iðn sinni, og hafi þeir talið sér það vera heimilt, á meðan þeir ynnu að iðninni sem einstaklingar, þ. e. hefðu eigi aðra menn í vinnu. Hafi þeir þá tekið sama kaup og nemur útseldri vinnu málara- 69 meistara. Hann kveður einnig, að komið hafi fyrir í kjarasamn- ingum málarasveina og málarameistara, að sveinar hafi skuld- bundið sig til að vinna ekki einir og sjálfstætt í iðninni á samn- ingstímabilinu. III. Kemur þá til athugunar, hvort ákærði hefur gerzt sekur um háttsemi þá og brot gegn lagagreinum þeim, er í ákæru getur. A) Hinn 19. júní 1961 samþykkti ákærði í sakadómi að greiða 500 króna sekt fyrir iðnlagabrot með því að starfrækja rakara- stofu á Langholtsvegi 130 án meistararéttinda. Var þá upplýst, að hann hafði haft stofuna opna frá byrjun þessa árs, og verður að telja, að sektin hafi verið fyrir að starfrækja stofuna frá þeim tíma og til þess dags, er dómssáttin var gerð. Ákærði greiddi síðan sektina 23. sama mánaðar. Í ákæru máls þessa, dags. 30. desember 1961, er ákærði ákærður fyrir „að hafa starf- rækt rakarastofu að Langholtsvegi 130 í Reykjavík síðan um síðustu áramót án þess að hafa til þess tilskilin meistararéttindi“, og merkir þá orðalagið „síðan um síðustu áramót“ tímabilið frá 1. janúar 1961 til 30. desember sama ár. Er því ákæruefnið, að því er lýtur að starfrækslu ákærða á stofunni frá 1. janúar til 19. júní, útkljáð í dómi að efni til, og ber að vísa þessum hluta ákærunnar frá dómi samkvæmt 168. gr., 2. mgr., laga nr. 82 21. ágúst 1961 sbr. 196. gr., 2. mgr., laga nr. 85 23. júní 1936 per analogiam. B) Ákærði er ákærður fyrir að hafa gerzt brotlegur gegn 14. gr., 1. mgr., laga nr. 18/1927, sbr. 2. gr. 1. mgr. laga nr. 105/1936, en hún hljóðar svo: „Enginn, hvorki stofnun né ein- staklingur, má reka iðnað, nema meistari í iðninni hafi þar alla verkstjórn á hendi“, en samkvæmt 13. gr. laga nr. 18/1927 sbr. 1. gr., 2. mgr., laga nr. 105/1936 rekur sá iðnað, „sem ber fjárhagslega ábyrgð á iðnrekstrinum“. Úrlausnarefnið er því að meta, hvort ákærði verður talinn „reka iðnað“ í merkingu lag- anna með starfrækslu rakarastofu sinnar. Þykir rétt að greina á milli þess, er ákærði vann einn á rak- arastofu sinni, annars vegar og þess, er hann hafði Guðjón Val- týsson Mýrdal í þjónustu sinni, hins vegar. Verður fyrra tíma- bilið metið hér í B) lið, en seinna tímabilið í C) lið. Það er ekki upplýst, hvaða dag Guðjón Valtýsson hóf vinnu hjá ákærða, en framburður hins fyrrnefnda og bréf hans til iðnaðarmálaráðuneytisins svo og endanlegur framburður ákærða 70 þykja sýna, að það hefur verið fyrir 2. júní 1961 eða að minnsta kosti 17 dögum áður en ákærði gékk inn á dómssáttina. Vann Guðjón Valtýsson síðan hjá honum, þar til hann lokaði rakara- stofunni í nóvember sama ár. Samkvæmt þessu og framburði ákærða hefur hann frá dómssáttardegi, 19. júní 1961, til loka- dags ákæru, 30. desember sama ár, starfað aðeins í desember einn á stofunni, Íönráð Reykjavíkur segir í umsögn sinni frá 7. júní 1961 um starírækslu ákærða á rakarastofu sinni, að „ekki verður um deilt, að hér sé um iðnrekstur að ræða“, og í umsögn sinni frá 9. ágúst sama ár, að hún sé „skýlaust brot á iðnlöggjöfinni“. Mörg atriði þykja þó styðja aðra niðurstöðu, og eru þau þessi: 1. Orðalag nefndra lagagreina sýnist fyrst og fremst eiga við það, þegar fleiri en einn maður vinna að iðnaði, en ekki við það, þegar aðeins einn maður starfar að honum. 2. Flutningsmaður frumvarps þess til laga, sem urðu lög nr. 105/1936, lýsti tilgangi þess í ræðu á Alþingi svo: „Tilgang- ur frv. er ...... tvenns konar: Í fyrsta lagi að tryggja það, að iðnaðarvinna sé unnin af iðnaðarmönnum, til þess að þeir, sem hafa lært þessi verk, fái að vinna við þau, og í öðru lagi, að þeir, sem þurfa að láta vinna þessi verk, fái þau unnin af kunnáttumönnum.“ (Alþt. 1936, B, dálkur 1426). 3. Ef tilgangur löggjafarvaldsins hefði verið að stíga það skref að banna sveini að stunda iðn sína einn síns liðs í atvinnu- skyni, má ætla, að það hefði verið tekið skýrt fram í lögun- um, og styður 17. gr. laga nr. 18/1927, sbr. 5. gr. laga nr. 105/ 1936, það. 4. Stjórn Landssambands iðnaðarmanna telur í umsögn sinni, dags. 31. marz 1938, að það hafi „aldrei verið tilætlunin með nefndum lögum að hindra það, að sveinar, er e.t.v. ekki gátu fengið atvinnu hjá meistara í iðn sinni, mættu ekki stunda iðnina með því að vinna að henni upp á eigin spýtur út af fyrir sig.“ 5. Stjórn Landssambands iðnaðarmanna lítur svo á í sömu umsögn, að „þar sem ekki er um neinn aðkeyptan vinnukratt að ræða og hlutaðeigandi iðnaðarmaður aðeins vinnur fyrir aðra og hefur því mjög litlar eða engar fjárhagslegar skuldbind- ingar gagnvart þeim eða öðrum“ .... „komi slík iðnaðarvinna ekki í bága við framannefnd lagaákvæði ....“. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið hefur í bréfi, dags. 8. 7 apríl 1938 og undirrituðu af ráðherra, tekið fram, að það sé „samdóma áliti Landssambandsins“ í 4. og 5. lið. Framkvæmd lagaákvæða þeirra, sem ákærði er kærður fyrir að hafa brotið, þykir ekki hafa verið á þann veg, að ráðið geti úrslitum máls þessa honum í óhag. Þá er það grundvallarregla um sönnun sakar í íslenzkum rétti, að ef vafi leikur á því, hvort ákærður maður hefur framið refsi- vert brot, ber að velja þann kostinn, sem honum er hagstæð- ari, sbr. 108. gr. laga nr. 82/1961. Samkvæmt því, sem nú var sagt, og að öðru leyti með til. vísun til málavaxta, eins og þeir hafa verið raktir hér að fram- an, svo og með skírskotun til 69. gr. stjórnarskrárinnar frá 17. júní 1944 þykja ekki vera næg rök til þess að telja, að ákærði hafi með starfrækslu rakarastofu sinnar einn síns liðs gerzt sekur um brot gegn lagagreinum þeim, sem Í ákæru getur, og ber því að sýkna hann af ákæru ákæruvalds, að því er þá starf- rækslu varðar. C) Guðjón Mýrdal hafði ekki fengið útgefið meistarabréf í rakaraiðn, áður en eða meðan hann starfaði hjá ákærða, líklega frá maí til nóvember 1961, og var ákærða kunnugt um það, að hann hafði ekki slíkt bréf, þegar lögreglan yfirheyrði ákærða 12. júlí sama ár. Ákærði hafði ekki meistararéttindi í rakaraiðn, og var honum því óheimilt að ráða Guðjón Mýrdal til sín og hafa hann í starfi á rakarastofu sinni. Varðar sú hátt- semi ákærða við 14. gr. laga nr. 18/1927 um iðju og iðnað, sbr. 2. gr., 1. mgr., laga nr. 105/1936. Hins vegar réð ákærði Guðjón Mýrdal til sín, að því er ætla verður, eingöngu vegna framkominnar kæru á hendur honum fyrir að starfrækja rakarastofu án meistararéttinda, og taldi hann, að úr því væri bætt með ráðningu Guðjóns Mýrdals, þar eð hann væri rakarameistari. Hafði ákærði og réttmæta ástæðu til að ætla, að svo væri, enda virðist Guðjón Valtýsson hafa sjálfur verið sannfærður um það, að hann væri fullgildur rak- arameistari, og það hafði heldur aldrei verið vefengt, svo vitað sé, fyrr en eftir að hann réðst til ákærða. Einnig má telja upp- lýst, að Guðjón Mýrdal hafði ótvíræðan rétt til þess að fá meist- arabréf í rakaraiðn, og gat ákærði því vænzt þess, að hann fengi útgefið slíkt bréf þá og þegar, eftir að hann hafði sótt um það. Samkvæmt þessu og með hliðsjón af málavöxtum öll- um, svo og með tilliti til 74. gr., 2. mgr., sbr. 1. mgr., 3. tölu- lið, almennra hegningarlaga nr. 19/1940, þykir rétt að ákveða, 12 að ákærða verði eigi gerð refsing samkvæmt 27. gr. laga nr. 18/ 1927 sbr. 15. gr. laga nr. 105/1936 fyrir áðurnefnda háttsemi sína. Ákærði verður eigi sviptur réttindum samkvæmt 27. gr. laga nr. 18/1927, sbr. 15. gr. laga nr. 105/1936. Samkvæmt þessum málalokum og heimild í 141. gr., Í. mgr, laga nr. 82/1961, þykir rétt að skipta greiðslu sakarkostnaðar. Ber ákærða að greiða einn þriðja hluta og ríkissjóði tvo þriðju hluta alls kostnaðar sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Inga R. Helgasonar héraðsdómslög- manns, kr. 5.000.00. Allmikill dráttur hefur orðið á máli þessu, og þykir grein hafa verið gerð fyrir honum hér að framan. Dóm þenna kveða upp Þórður Björnsson sakadómari og með- dómendurnir Bragi Hannesson héraðsdómslögmaður og Sveinn Björnsson iðnaðarverkfræðingur. Dómsorð: Ákærða, Halldóri Þráni Sigfússyni, verður eigi gerð refs- ing í máli þessu. Ákærði verður eigi sviptur iðnréttindum sínum. Ákærði greiði einn þriðja hluta og ríkissjóður tvo þriðju hluta alls kostnaðar sakarinnar, þar með talin málsvarnar- laun skipaðs verjanda ákærða, Inga R. Helgasonar héraðs- dómslögmanns, kr. 5.000.00. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. 73 Föstudaginn 24. janúar 1964. Nr. 143/1962. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og Skipshöfn b/v Maí, GK 346, gegn Bæjarútgerð Reykjavíkur og Samtryggingu íslenzkra botnvörpunga til réttargæzlu. Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason, Giz- ur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessor Ár- mann Snævarr. Um öflun gagna. Úrskurður Hæstaréttar. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð ný sögn, þar á meðal skýrsla um viðgerðir, sem framkvæmdar voru í St. John's á b/v Skúla Magnússyni í októbermánuði 1960, dags. 17. desember 1962, og álitsgerðir Erlings Þorkelssonar, skipa- og vélaeftirlitsmanns, dags. 30. april 1963 og 10. desem- ber s. á. Áður en dómur gengur í máli þessu, þykir rétt sam- kvæmt 120. gr. laga nr. 85/1986 að veita aðiljum kost á að afla álits þriggja dómkvaddra sérkunnáttumanna um: 1. Hvort unnt var á hafi úti um borð í b/v Skúla Magn- ússyni við aðstæður, er þar voru, eftir að dæluhreyflar reyndust óvirkir hinn 3. október 1960, a) að framkvæma viðgerð á þeim hreyflum og b) að breyta öðrum hreyflum, þannig að þeir yrðu not- hæfir í stað hinna biluðu hreyfla. 2. Hve langan tíma, ef því var að skipta, hefði tekið greind viðgerð annars vegar og breytingar hins vegar? 3. Hvort eldsneyti mátti dæla án viðgerðar bilaðra hreyfla eða breytingar á öðrum hreyflum og þá með hverjum hætti. 4. Hvort b/v Skúli Magnússon mátti, þegar gögn máls 74 og atvik öll eru virt, komast hjálparlaust í höfn eftir áfall það, er í héraðsdómi greinir. Þá er aðiljum rétt að afla annarra gagna, eftir því sem efni verða til. Ályktarorð: Aðiljum veitist kostur á að afla gagna, er að fram- an greinir. Miðvikudaginn 29. janúar 1964. Nr. 148/1963. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum f. h. hafnarsjóðs (Jón Hjaltason hrl.) segn Marcel Lambregt, eiganda og útgerðarmanni b/v Marie Rosette, 0 285, og til réttargæzlu vátryggjanda og ábyrgðarvátryggjanda togarans (Ágúst Fjeldsted hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason, Giz- ur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessor Theodór B. Líndal Kærumál. Varnarþing. Dómur Hæstaréttar. Freymóður Þorsteinsson, bæjarfógeti í Vestmannaeyjum, og samdómendurnir Páll Þorbjörnsson og Martin Tómas- son hafa kveðið upp hinn kærða dóm. Sóknaraðili hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 4. nóvember 1963, sem barst dóminum 8. s. m., og krafizt þess, að hinn kærði dómur verði úr gildi felldur, málinu verði vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og efnisdóms og varnaraðilja verði dæmt að greiða honum kærumálskostnað, Mál þetta hefur verið flutt munnlega fyrir Hæstarétti samkvæmt 2. mgr. 31. gr. laga nr. 57/1962 um Hæstarétt. 75 Í máli þessu er varnaraðili sóttur til greiðslu skaðabóta fyrir tjón, sem hlauzt á hafnargarðinum í Vestmannaeyj- um í janúar 1961 af völdum togara hans, b/v Marie José Rosette, 0 285. Mál þetta ber samkvæmt eðli sínu og undir- stöðurðkum 84. gr. laga nr. 85/1936 undir sjó- og verzl- unardóm Vestmannaeyja. Ber því að fella hinn kærða dóm úr gildi og vísa málinu heim í hérað til löglegrar með- ferðar og uppsögu dóms. Eftir þessum úrslitum ber að dæma varnaraðilja til að greiða sóknaraðilja kærumálskostnað, sem ákveðst kr. 6000.00. Dómsorð: Hinn kærði dómur er úr gildi felldur, og er málinu visað heim í hérað til löglegrar meðferðar og uppsögu dóms. Varnaraðili, Marcel Lambregt, greiði sóknaraðilja, bæjarstjóra Vestmannaeyja f. h. hafnarsjóðs, kæru- málskostnað, kr. 6000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur sjó- og verzlunardóms Vestmannaeyja 22. október 1963. Mál þetta, sem tekið var undir úrskurð eða dóm þann 5. þ. m., er höfðað fyrir sjó- og verzlunardómi Vestmannaeyja af Guð- laugi Gíslasyni bæjarstjóra f. h. hafnarsjóðs Vestmannaeyja með stefnu, útgefinni 22. október 1962, birtri í Lögbirtingablaðinu, sem útgefið var 10. október 1962, einnig birtri í Ostende 11. desember og í Englandi í febrúar og marz 1963, á hendur eig- anda og útgerðarmanni belgíska togarans Marie José Rosette, 0285, Marcel Lambregt, Dr. Ed. Morcauxlaan 147, Ostende, Belgíu, til greiðslu skaðabóta vegna skemmda af völdum nefnds togara á nyrðri hafnargarðinum í Vestmannaeyjum í janúar 1961, að fjárhæð kr. 2.900.000.00, ásamt 8% ársvöxtum frá 15. janúar 1961 til greiðsludags, matskostnaðar samkvæmt reikningi, kr. 8.301.00, auk alls málskostnaðar að skaðlausu, þar með talin full málfærslulaun fyrir dóminum samkvæmt taxta Lögmannafélags Íslands. Einnig var stefnt til réttargæzlu vátryggjendum nefnds togara, Onderlinge Verzekeringsmaatschappij, “DE STER?" S. W. V. Pastoor Pypestraat nr. 1 Ostende, Belgíu, og ábyrgðar- 76 tryggjendum togarans, The Shipowners Protection ér Indemnity Association Ltd., Lloyds Avenue, London, E.C.3., Englandi. Mætt var í málinu af hálfu hinna stefndu og þessar réttar- kröfur gerðar: Af hálfu stefnda Marcel Lambregt: Aðallega að málinu verði vísað frá dómi og honum dæmdur ríflegur málskostnaður. Tíl vara, að hann verði algerlega sýknaður af öllum kröfum stefnanda í málinu og honum dæmdur málskostnaður að mati dómsins. Til þrautavara, að stefnukrafan verði lækkuð verulega að mati dómsins og málskostnaður verði felldur niður. Af hálfu réttar- gæzlustefndu, vátryggingarfélagsins “DE STER? og vátryggingar- félagsins The Shipowners Protection £ Indemnity Association Ltd., að þeim verði dæmdur ríflegur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati dómsins. Umboðsmaður hinna stefndu telur, að óheimilt sé að reka mál þetta fyrir Íslenzkum dómstólum, þar eð stefndi Marcel Lambregt sé belgískur ríkisborgari og eigi ekki heimilisfang hér á landi. Íslenzkir dómstólar séu því ekki bærir að dæma í einkamálum á hendur honum. Vísar hann í því sambandi til 66. gr. einkamálalaganna. Stefnandi telur aftur á móti, að sam- kvæmt heimild 84. gr. einkamálalaganna megi reka málið hér, og andmælti þar af leiðandi kröfunni um frávísun. Þetta atriði var sótt og varið þann 5. þ. m. og síðan lagt undir úrskurð eða dóm þann dag. Belgíski togarinn Marie José Rosette, 0 285, var tekinn við ólöglegar togveiðar út af Ingólfshöfða að morgni hins 9. janúar 1961 og var fluttur til Vestmannaeyja. Þar hlaut skipstjórinn dóm daginn eftir, hinn 10. janúar. Er trygging hafði verið sett fyrir sekt og öðrum greiðslum samkvæmt dóminum, lét tog- arinn úr höfn. Var þá klukkan 2130 á þriðjudag, hinn 10. janúar. Vindur var ASA, um 9— 10 vindstig, og allmikill sjór. Hafn- sögumaður var um borð, er siglt var út innri höfnina, en hann yfirgaf skipið innan við hafnarmynnið. Kvaðst hann hafa bent skip- stjóra á að taka stefnuna SA, er hann væri kominn út úr hafnar- mynninu. Togarinn var á hálfri ferð, um 5—6 sjómílna ferð, er hafnsögumaðurinn fór frá borði. Togarinn hélt áfram ferð sinni, og í hafnarmynninu var ferðin aukin upp í %. Samtímis var reynt að beygja til stjórnborða, en togarinn lét ekki að stjórn, heldur féll til bakborða. Var þá ferðin enn aukin og 71 stýrið tekið hart til stjórnborða. En alveg í sömu svifum rekst stefni togarans í bergið á Heimakletti, og var höggið mikið. Var þá sett full ferð aftur á bak, en við það snerist togarinn, og afturendi hans slóst í bergið. Var það einnig mikið högg, og lyftist þá stýrisvélin upp frá þilfarinu. Við það varð stýri tog- arans óvirkt. Síðan barst togarinn undan vindi og sjó í áttina til hafnarinnar og strandaði að lokum við nyrðri hafnargarðinn. Hjálp barst úr landi, og voru skipverjar dregnir í land í björg- unarstól. Engu var þá bjargað úr skipinu, nema skipsskjölum, sem skipstjórinn tók með sér í land. Á fimmtudaginn 12. janúar á fjörunni fór hafnarvörður um borð í togarann ásamt skipstjóra og fjórum skipverjum, Lá þá togarinn utan á nyrðri hafnargarðinum, og að sögn hafnar- varðar var skipið þá farið að laska steypuna utan í garðinum, en ekki nema lítillega. Upp úr þessu fer skipstjóri og skipshöfn burt úr Eyjum. Varðskipinu Þór var falið að reyna að bjarga togaranum, en ekki liggur fyrir, hver átti þar hlut að. Veður var óhagstætt, og gafst ekki færi á að hefja björgunartilraunir vegna sjógangs. Skipherra varðskipsins fór um borð á laugar- dagsmorgni, þann 14. janúar, og var þá togarinn farinn að skemma garðinn talsvert. Var þá kominn skápur inn í garðinn að neðan. Á sunnudagsmorgni, þann 15. janúar, fór verkfræðingur frá vita- og hafnarmálaskrifstofunni um borð svo og bæjarverkfræðing- urinn í Vestmannaeyjum. Höfðu skemmdir á garðinum þá enn aukizt. Togarinn sneri þá stefni í garðinn og lá skáhallt út frá honum. Tvö eða þrjú ker í undirstöðu garðsins voru brotin og steypuflái utan á kerunum, Hafði þar myndazt stór hellir og mikið grjót skolazt burt úr kjarna garðsins. Báðir verkfræð- ingarnir töldu, að togarinn mundi halda áfram að skemma garð- inn, ef hann yrði ekki fjarlægður, og bæjarverkfræðingurinn áleit, að þótt togarinn yrði fjarlægður, myndi brim halda áfram að skemma garðinn, ef ekkert yrði gert. Bæjarstjórinn í Vest- mannaeyjum óskaði nú eftir, að sjópróf færi fram út af skemmd- um á garðinum og skrifaði jafnframt Geir H. Zoega, Kirkjuteig 25 í Reykjavík, svohljóðandi bréf, dags. 15. janúar 1961: „Togarinn Marie Jose Rosette, 0 285, hefur brotið skarð í norður hafnargarðinn í Vestmannaeyjum og valdið stórtjóni. Hafnarnefnd Vestmannaeyja gerir kröfur á hendur eigendum og vátryggjendum skipsins um greiðslu fullra skaðabóta fyrir tjón það, sem þegar er orðið og kann að verða af völdum skips- ins. Jafnframt óskast samráð við yður sem umboðsmann eig- 18 enda og vátryggjenda um aðgerðir til að forða tjóni, sem yfir- vofandi er. Sjópróf verður kl. 10 í fyrramálið.“ Sjópróf fór fram daginn eftir. Kom þá meðal annars í ljós, að við athugun þá um morguninn og daginn áður reyndist tog- arinn mikið brotinn. Helmingur af stefninu eða þar um bil var farið, og skápar voru í stjórnborðssíðu, og sjór féll þar inn. Skipherra varðskipsins Þórs upplýsti, að varðskipið hefði átt að gera tilraun til að bjarga togaranum, og hefði tilætlunin verið að dæla upp úr honum, en veður hefði aldrei gefizt til þess. Togaranum var ekki bjargað. Brotnaði hann niður utan á garðinum og hvarf í hafið. Skemmdir á garðinum urðu miklar. Um vorið 1961 framkvæmdu dómkvaddir matsmenn mat á skemmdunum, og varð niðurstaða þeirra, að viðgerð myndi kosta kr. 2.900.000.00, og er það stefnukrafa málsins. Stefnandi lítur svo á, að strand togarans við hafnargarðinn megi rekja til bilunar í skipinu sjálfu, og komi því ekki til ábyrgðar af þeim sökum. Hins vegar hafi tjónið á hafnargarð- inum ekki orsakazt af strandinu, heldur af því, að flak skipsins er látið liggja kyrrt á strandstað. Hafi eiganda togarans eða eftir atvikum vátryggjendum verið skylt að sjá um, að flakið yrði fjarlægt, svo að ekki hlytist af því tjón á mannvirkjum. Þetta hafi stefndi látið undir höfuð leggjast og þar með gert sig sekan um réttarbrot, er baki honum skaðabótaábyrgð. Mál til heimtu skaðabótanna sé heimilt að sækja hér á landi sam- kvæmt reglunni um réttarbrotavarnarþing í 84. gr. einkamála- laganna. Umboðsmaður stefndu telur hins vegar, að ekkert réttar- brot hafi verið framið, þar eð veður og sjógangur hafi orðið þess valdandi, að ekki voru tök á að fjarlægja togarann frá strand- stað. Varnarþingsregla 84. gr. einkamálalaganna eigi þar af leiðandi ekki við hér. Svo hefur hann og bent á, að hvorki stefn- andi né Atvinnumálaráðuneytið, sbr. 30. gr. laga nr. 42/1926, hafi gert neitt til að forða tjóninu, en báðum þessum aðiljum hafi borið skylda til að gera ráðstafanir í þá átt, eftir því sem kostur var á. Stefndi er erlendur ríkisborgari og á heimili erlendis og var hvorki búsettur hér né dvaldist hér, er málið var höfðað. Sama er að segja um réttargæzlustefndu. Stefndi varð því ekki lög- sóttur hér á landi, nema því aðeins að sérstök heimild væri til. Stefnandi hefur talið, að sú heimild sé fyrir hendi í 84. gr. einkamálalaganna. Líta verður svo á, að ekki verði stuðzt við þá grein í máli gegn stefnda, nema nokkrar líkur verði að því 79 leiddar, að réttarbrot hafi verið framið. Málið hefur tvisvar komið fyrir réttinn og allmiklar upplýsingar og gögn liggja fyrir. Af þeim verður þó ekki ráðið eða gert sennilegt, svo við- unandi sé, að réttarbrot hafi átt sér stað. Samkvæmt þessu verð- ur málinu vísað frá réttinum. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Upp- saga dómsins hefur dregizt vegna lasleika og einnig vegna fjar- veru eins dómarans úr bænum um skeið. Dómsorð: Máli þessu vísast frá réttinum. Málskostnaður fellur niður. Föstudaginn 31. janúar 1964. Nr. 31/1963. Sigurður Sigurjónsson (Ingi Ingimundarson hrl.) gegn Þuríði Magnúsdóttur og gagnsök (Sveinn Haukur Valdimarsson hdl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason, Giz- ur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessor Ármann Snævarr. Lögbann við byggingu bilskúrs á lóð fjölbýlishúss. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 13. marz 1963. Krefst hann sýknu af kröfum gagnáfrýjanda og málskostnaðar úr hendi hans í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 22. marz 1963. Krefst hún þess, að héraðsdómur verði staðfestur að öðru leyti en því, að málskostnaðarkrafa hennar í héraði verði tekin til greina. Svo krefst hún og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi aðaláfryjanda. Eftir uppsögu héraðsdóms hefur Haukur Pétursson múr- 80 arameistari, Austurbrún 39 í Reykjavík, komið fyrir dóm sem vitni og borið það, að árið 1960, að því er hann minnir, hafi Ágúst Ólafsson, sem í málinu greinir, oftar en einu sinni haft á orði, í áheyrn aðaláfryjanda og vitnisins, að aðaláfrýjandi „gæti byggt bilskúr á þeim stað, sem hann hefur nú hafið byggingu bílskúrs“. Ágúst Ólafsson hefur sem vitni mótmælt þessum framburði Hauks. Kveðst hann „aldrei hafa viðhaft þau orð, hvorki við Sigurð Sigurjóns- son né Hauk Pétursson, að Sigurður mætti byggja bilskúr nokkurs staðar á lóðinni“. Gegn andmælum Ágústs er vætti Hauks Péturssonar ósannað, og getur það því þegar af þeirri ástæðu ekki haft áhrif á úrlausn máls þessa. Í sameignarsamningi Ágústs Ólafssonar og aðaláfrýjanda, Sigurðar Sigurjónssonar, dags. 30. nóvember 1960, um „vesturenda húseigsnarinnar nr. 37 við Austurbrún“ voru eignarhlutföll ákveðin þannig, að Ágúst fékk 60.52 hundr- aðshluta og aðaláfrýjandi 39.48 hundraðshluta. Þá er um það samið, að Ágúst eignist með öllum réttindum bilskúr í smíðum á lóðinni, en aðaláfrýjanda eru ekki áskilin nein bilskúrsréttindi. Einnig er tekið fram í samningnum: „Enn fremur eiga aðiljar leigurétt á lóð hússins í sömu hlutföll- um og að framan greinir“, Samningur þessi var þinglesinn 16. desember 1960. Með kaupsamningi, dags. 26. april 1961, og afsalsbréfi, dags. 15. ágúst 1961, seldi Ágúst Ólafsson gagnáfrýjanda, Þuriði Magnúsdóttur, íbúð í kjallara hússins nr. 37 við Austurbrún. Skyldi hinn seldi eignarhluti teljast 23.37 hundr- aðshlutar „allrar syðri húseignarinnar“, þ. e. þeirrar hús- eignar, sem framangreindur sameignarsamningur gilti um. Í kaupsamningnum og afsalsbréfinu segir m. a.: „Hinu selda fylgir hlutdeild í sameiginlegum leigulóðarréttindum“. Þá er þess einnig getið í báðum skjölunum, að kaupandi (þ. e. gagnáfrýjandi) hafi kynnt sér sameignarsamninginn frá 30. nóvember 1960 og samþykki að ganga inn í rétt- indi og skyldur samkvæmt honum. Af hálfu gagnáfrýjanda er því lýst, án þess að andmælum hafi sætt, að henni hafi ekki, þegar kaup fóru fram, verið sýnd önnur teikning af s1 húsinu en sú, sem gerð var árið 1956, en þar er ekki gert ráð fyrir neinum byggingum á því svæði, sem aðiljar deila nú um. Samkvæmt framansögðu hefur gagnáfrýjandi öðlazt hlut- fallslegan rétt yfir lóðarhluta þeim, sem aðaláfrýjandi vill nú taka til einkanota sér til handa. Þar sem þessi réttur sagnáfrýjanda á stoð í samningsgerð aðaláfrýjanda við Ágúst Ólafsson, þá leiðir af því samkvæmt ákvæðum 2. gr. laga nr. 19/1959, að ákvæði 1. málsgr. 10. gr. sömu laga eiga ekki við um réttarsamband aðilja vegna sameignar að húseigninni nr. 37 við Austurbrún. Og þar sem ekki eru heldur fyrir hendi aðrar ástæður, sem geri gagnáfrýjanda skylt að hlíta bilskúrsbyggingu aðaláfrýjanda, þá ber að staðfesta ákvæði hins áfrýjaða dóms um lögmæti lögbanns- ins og verkskyldu aðaláfryjanda, þó með þeirri breytingu, að frestur til að ljúka verkinu skal vera 3 mánuðir frá birtingu dóms þessa, og að dagsektir skulu, ef til kemur, renna til gagnáfrýjanda. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í héraði falli niður, en að aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda málskostn- að fyrir Hæstarétti, kr. 5000.00. Dómsorð: Staðfest er lögbann það, sem í málinu greinir. Aðaláfryjanda, Sigurði Sigurjónssyni, ber að færa i fyrra horf það rask, sem hann hefur gert á lóðinni nr. 37 við Austurbrún í Reykjavík, innan þriggja mán- aða frá birtingu dóms þessa, að viðlögðum 100 króna dagsektum, sem renni til gagnáfrýjanda, Þuríðar Magn- úsdóttur. Málskostnaður í héraði fellur niður. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 5000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 82 Sératkvæði Gizurar Bergsteinssonar hæstaréttardómara. Hinn 30. nóvember 1960 gerðu þeir Ágúst Ólafsson og aðaláfrýjandi sameignarsamning um „vesturenda húseignar- innar nr. 37 við Austurbrún“ í Reykjavík, sem þeir höfðu reist saman. Þessi svonefndi vesturendi er sjálfstætt hús, tvær íbúðir og kjallari, en sambyggt öðru sams konar húsi. Samkvæmt sameignarsamningnum skyldi eignarhluti Ágústs Ólafssonar í húsinu vera 60.52%, þ. e. öll neðri hæð, íbúð í kjallara, og fjögur geymsluherbergi í kjallara, en eignar- hluti aðaláfrýjanda, 39.48%, þ. e. efri hæð og tvö geymslu- herbergi í kjallara. Þá skyldu sameigendur eiga saman í nefndum hlutföllum þvottaherbergi, ganga, miðstöðvarklefa og svo aðra hluta hússins, sem sameiginlegir eru samkvæmt venjulegum reglum, og eiga enn fremur í sömu hlutföll- um „leigurétt á lóð hússins“. Bílskúr, sem var í smíðum norðan við bæði húsin, skyldi falla í hlut Ágústs Ólafssonar með öllum réttindum. Í samræmi við ákvæði 1. mgr. 9. gr. laga nr. 19/1959 um sameign fjölbýlishúsa segir í samn- ingnum: „Hvorum okkar er óleyfilegt að byggja ofan á eða við húsið án samþykkis hins“. Enn segir í samningn- um: „Að öðru leyti gilda venjulegar reglur um sameign um sameign þessa“. Verður þetta ákvæði eigi skýrt á annan veg en þann, að hin almennu ákvæði 1. mgr. 10. gr. nefndra laga um sameign fjölbýlishúsa taki til skipta aðilja, enda er hvergi í samningnum að finna bann, beinum orðum eða óbeinum, við því, að aðaláfrýjandi megi reisa Þbilskúr á lóðinni. Hvorum sameiganda var áskilinn forkaupsréttur til eignarhluta hins, ef hann vildi selja. Sameignarsamn- ingnum var þinglýst hinn 16. desember 1960. Með yfirlýs- ingu 15. april 1961, er þinglýst var 10. maí s. á., hafnaði aðaláfrýjandi forkaupsrétti sínum til neðri hæðar og bÞíl- skúrs. Að svo búnu seldi Ágúst Ólafsson Magnúsi Þorvalds- syni hinn 24. s. m. þær eignir. Með kaupsamningi 26. apríl 1961 og afsali 15. ágúst s. á. seldi Ágúst gagnáfrýjanda kjall- araíbúð hússins ásamt tveimur geymslum. Skyldi hinu selda fylgja hlutdeild í sameiginlegum lóðarréttindum, sameigin- 83 legu þvottahúsi og miðstöðvarklefa. Taldist eignarhluti gagn- áfrýjanda vera 23.37% hússins. Með áritun á afsalið hafnaði aðaláfrýjandi forkaupsrétti til eignar þessarar. Hinn 9. nóvember 1961 samþykkti byggingarnefnd Reykia- víkur teikningu af bílskúr, sem aðaláfrýjandi hugðist reisa í suðausturhorni lóðarinar nr. 37 við Austurbrún, og hinn 20. júní 1962 hóf hann að grafa þar fyrir grunni bílskúrs. Að kröfu gagnáfrýjanda lagði borgarfógetinn í Reykjavík hinn 3. júlí 1962 lögbann við byggingu bilskúrsins gegn kr. 25.000.00 tryggingu af hendi hennar. Er mál þetta rekið til staðfestingar lögbanninu. Aðaláfrýjandi telur sig hafa rétt til að reisa bilskúrinn samkvæmt 1. mgr. 10. gr. laga nr. 19/1959 um sameign fjölbýlishúsa, en þar segir, að réttur til byggingar bílskúrs á lóð fjölbýlishúss fari eftir eignarhlutföllum í fjölbýlis- húsinu, þannig að sá íbúðareigandi gengur fyrir, sem á stærri eignarhluta. Séu tveir eða fleiri jafnir, ræður hlut- kesti. Hann bendir réttilega á, að lögin taki til þeirra bil- skúra við hús hvert, sem eðlilegt er þar að byggja og yfir- völd leyfa. Nefnd lög taka samkvæmt 1. gr. sinni yfir hvert það hús, sem í eru tvær eða fleiri íbúðir, hvort heldur er á eignarlóð eða lóð, þar sem ibúðareigendur hafa sameigin- legan og hlutfallslegan lóðarrétt. Í sameignarsamningi þeirra Ágústs Ólafssonar og aðaláfrýjanda, sem þinglýst var og gagnáfrýjandi gekk inn í, var ekkert bann við því, að aðal- áfrýjandi reisti bílskúr á lóðinni. Þar var þvert á móti svo kveðið á: „Að öðru leyti gilda venjulegar reglur um sameign um sameign þessa“. Þetta samningsákvæði, skilið eðlilegum skilningi eftir orðum sínum, vísar beinlínis m.a. til 1. mgr.10. gr. laga nr. 19/1959 um sameign fjölbylishúsa. Það fer því fjarri, að sameigendur hafi samið sig undan ákvæðum Í. mgr. 10. gr. laganna, svo sem þeim var heimilt samkvæmt 2. gr. þeirra. Þá leysti traust það, sem teikning hússins vakti með gagnáfrýjanda, hana eigi undan að hlíta stjórn- skipulega gildum lögum. Verður nú athugaefni, hvort 1. mgr. 10. gr. laga nr. 19/1959 sé samþýðanleg 67. gr. stjórn- arskrár Íslands nr. 33/1944. Því verður eigi á móti mælt, 84 að þeir sameigendur fjölbýlishúsa, er verða að vikja fyrir öðrum um bilskúrsréttindi gegn vilja sinum samkvæmt 10. gr. laganna, fá hlut sinn skertan. Það er hins vegar megin- regla og fullir lögstafir, að lög, sett af löggjafarvaldinu, skal eigi úr gildi fella af dómstólum, ef skýra má þau þannig, að þau samþýðist stjórnarskránni. Ákvæði 1. mgr. 10. gr. laga nr. 19/1959, skýrð í samræmi við undirstöðu- rök stjórnarskrárinnar um eignarnám, leiða til þess, að gagnáfrýjandi, sem myndi bíða nokkra rýrð á eign sinni við hinn fyrirhugaða bílskúr, þurfi eigi að hlíta honum, nema henni sé bætt fullum bótum samkvæmt mati dóm- kvaddra manna, ef eigi semst öðruvísi, öll sú verðrýrnun, sem verður á eignarhluta hennar í húsinu við bilskúrinn. Aðaláfryjandi bauð gagnáfrýjanda eigi fullar bætur, áður en hann hóf undirbúning á lóðinni að byggingu Þbílskúrsins. Voru aðgerðir hans því ólögmætar. Samkvæmt þessu var lögbannið löglega álagt, og ber að staðfesta það. Jarðrask á lóðinni ber aðaláfrýjanda að lagfæra, svo fremi hann eigi áður fullnægir lagaskilyrðum til að byggja Þilskúrinn, að viðlögðum 100 króna dagsektum, er renni til gagnáfrýj- anda, og skal fullnægingarfrestur skyldunnar vera 3 mán- uðir frá birtingu dóms þessa. Eftir þessum úrslitum ber að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda málskostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst samtals kr. 7000.00. Dómsorð: Lögbann fógeta er staðfest. Aðaláfrýjanda, Sigurði Sigurjónssyni, ber, svo fremi hann eigi býður gagnáfrýjanda, Þuríði Magnúsdóttur, fullar fé- bætur vegna fyrirhugaðs bilskúrs, að lagfæra jarðrask sitt á lóðinni nr. 37 við Austurbrún í Reykjavík, að viðlögðum 100 króna dagsektum, er renni til gagnáfrýjanda, og er full- nægingarfrestur skyldunnar 3 mánuðir frá birtingu dóms þessa. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 7000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 85 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 26. janúar 1963. Mál þetta, sem tekið var til dóms 11. þ. m., hefur Þuríður Magnúsdóttir, Austurbrún 37, Reykjavík, höfðað með stefnu, útgefinni 9. júní 1962, gegn Sigurði Sigurjónssyni, Austurbrún 37, Reykjavík, og gert þær dómkröfur, að staðfest verði lögbann það, er borgarfógetinn í Reykjavík lagði hinn 6. júlí 1962 við framkvæmdum stefnda við byggingu bílskúrs á lóðinni nr. 37 við Austurbrún, Reykjavík, að stefndi verði skyldaður til að færa í fyrra lag það rask, er hann hefur þegar sert á lóðinni, að viðlögðum kr. 100.00 dagsektum eða annarri upphæð að mati dómsins, og stefnda verði gert að greiða henni fullan máls- kostnað að mati dómsins. Stefndi hefur krafizt algerrar sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda í máli þessu svo og lögbannsmálinu að mati réttarins. Málavextir eru þessir: Í ágústmánuði 1956 gerðu þeir G. Andrésson og Ól. Guttorms- son teikningu að húsinu nr. 37 við Austurbrún, hér í borg. Sam- kvæmt teikningunni er hús þetta sambygging tveggja sjálf- stæðra húsa, sem hvort um sig er tvær íbúðarhæðir og kjall- ari. Teikning þessi sýndi tvo bílskúra í norðvestur horni lóðar- innar, einn fyrir hvern húshelming. Lóð þessi er hornlóð, er veit til vesturs út að Austurbrún, en að Hólsvegi til suðurs. Hinn 18. febrúar 1958 gerði Reykjavíkurborg lóðarleigusamn- ing um alla ofangreinda fasteign (bæði húsin) við þá Þórð Hjartarson, Óskar Sigurðsson, Ágúst Ólafsson og stefnda. Hús það, sem stóð sunnar á lóðinni (nær Hólsvegi) og hér skiptir fyrst og fremst máli, var reist af þeim Ágúst Ólafssyni og stefnda. Hinn 30. nóvember 1960 gerðu þeir Ágúst og stefndi með sér sameignarsamning um húsið, er þinglýst var 16. desember 1960. Í samningi þessum er kveðið svo á, að stefndi eigi alla efri hæð hússins ásamt geymslurými í kjallara .og hlutfallsleg sameigin- leg réttindi, þ. e. 39.48% hússins, en Ágúst tilheyri öll neðri hæð hússins, öll íbúðarhæð í kjallara, hlutfallsleg sameiginleg rétt- indi og bílskúr í smíðum á lóðinni, þ. e. 60.52% hússins. Í sam- eignarsamningnum segir enn fremur, að hvor aðili eigi forkaups- rétt að hluta hins, vilji hann selja, og auk þess, að aðiljum sé óleyfilegt að byggja ofan á eða við húsið án samþykkis hins. Ágúst seldi síðan sína eign í tvennu lagi, þ. e. annars vegar neðri hæðina ásamt bílskúrnum og hins vegar stefnanda kjall- 86 araíbúðina, og féll stefndi frá forkaupsrétti sínum í báðum til- fellunum. Stefnandi kveðst hafa samið um kaup á íbúð sinni um vorið 1961 og tekið við henni 14. maí s. á., enda þótt hún hafi eigi fengið afsal fyrir henni fyrr en 15. ágúst 1961. Við kaupin og síðar kveðst stefnandi einungis hafa séð teikningu þá af húsinu, er gerð var í ágústmánuði 1956 og aðeins gerir ráð fyrir tveim- ur bílskúrum í norðvestur horni lóðarinnar. Seint um haustið 1961 kveðst stefnandi fyrst hafa heyrt ávæning um þá ætlun stefnda að byggja bílskúr á suðaustur horni lóðarinnar, og í maí 1962 kveður hún stefnda hafa tjáð sér þessa fyrirætlun sína og sýnt sér teikningu, þar að lútandi, samþykkta af byggingarnefnd Reykjavíkur 9. nóvember 1961. Stefnandi kveðst strax hafa mótmælt þessari fyrirætlun stefnda, en 20. júní 1962 braut stefndi niður vegg lóðarinnar og hóf að grafa fyrir grunni hins fyrirhugaða bílskúrs 23. s. m. Með úrskurði, uppkveðnum í fógetarétti Reykjavíkur 3. júlí 1962, fékk stefnandi lagt lögbann við ofangreindri bílskúrsbygg- ingu stefnda á lóðinni gegn kr. 25.000.00 bankatryggingu. Stefnandi byggir stefnukröfur sínar á því, að stefndi hafi bæði í sameignarsamningnum frá 30. nóvember 1960 og við höfnun forkaupsréttarins afsalað sér þeim rétti, er hann kynni að hafa átt til bílskúrs við hús þetta, enda sé bílskúr vissulega ekki óaðskiljanlegur hluti íbúðar á neinn hátt, og hefði stefnda því verið í lófa lagið að krefjast forkaupsréttar að bílskúrnum á sínum tíma. Er stefnandi keypti kjallaraíbúð sína, kveður hún, að sér hafi einungis verið sýnd teikning, er gerði ráð fyrir þeim tveimur bílskúrum, er staðsettir eru á norðvestur horni lóðarinnar. Stefndi geti því ekki nú byggt þriðja bílskúrinn á lóðinni, þar sem það myndi skerða rétt stefnanda sem íbúðareiganda og leiguaðilja að lóðinni svo mjög, að slíkt bryti í bága við 67. gr. stjórnar- skrárinnar um friðhelgi eignarréttarins. Í fyrsta lagi sakir þess, að bygging skúrsins myndi rýra nota- og verðgildi íbúðarinn- ar, í öðru lagi myndi hún minnka leik- og hvíldarsvæði stefn- anda og barna hennar og annars heimilisfólks á lóðinni, en stefnandi hafi af henni full leigulóðarafnot ásamt fimm öðrum eigendum alls hússins, í þriðja lagi myndi þrengjast nokkuð að inngangi í íbúð stefnanda við tilkomu skúrsins, í fjórða lagi myndi skúrinn skyggja nokkuð á sól í íbúðinni, í fimmta lagi 87 myndi skúrinn taka fyrir allt útsýni úr íbúð stefnanda, sem sé óvenjulegur og skemmtilegur kostur við íbúð þessa, þar sem hér sé um jarðhæð að ræða, í sjötta lagi kveður stefnandi það alkunna staðreynd hér í borg, að bílskúrar séu gjarnan notaðir fyrir lagera, verzlun eða jafnvel iðnað, og geti hún því alveg eins átt von á því, einkum þar sem stefndi eigi engan bíl. Af því, sem nú hefur verið rakið, telur stefnandi það aug- ljóst mál, að stefndi hafi engan sjálfstæðan rétt gagnvart með- eigendum sínum að húsinu til að byggja nefndan bílskúr þrátt fyrir ákvæði 10. gr. laga nr. 19 frá 1959 og samþykki byggingar- nefndar Reykjavíkur, heldur verði hann einnig að hafa sam- bykki meðeigenda sinna til framkvæmdanna, sbr. 1. mgr. 9. gr. og Í. mgr. 11. gr. ofannefndra laga, er hún telur styðja þenna skilning, og enn fremur það ákvæði fyrrnefnds sameignarsamn- ings, að stefndi skuli leita samþykkis meðeiganda síns til að byggja ofan á eða við húsið. Stefndi styður sýknukröfu sína þeim rökum, að hér sé um venjulega leigulóð frá Reykjavíkurborg að ræða, er stefnandi hafi einungis takmarkaðan afnotarétt að, og mótmælir stefndi því, að 67. gr. stjórnarskrárinnar eigi hér við. Lög nr. 19/1959 heimili byggingu bílskúra á lóðum. Sama geri byggingarsam- þykkt fyrir Reykjavík frá 1945, sbr. 6. gr., 4. tl. Skipulagsyfir- völd ákveði, hvort leyfa skuli bílskúrsbyggingar á tiltekinni lóð, og ákveði bílskúrnum stað og útlit í samræmi við gildandi bygg- ingarsamþykkt. Stefnandi hafi ekki sýnt fram á, að staðsetning eða stærð hins fyrirhugaða bílskúrs samkvæmt hinni samþykktu teikningu brjóti í bága við byggingarsamþykkt, og þar sem stefndi sé eigandi stærstu íbúðar hússins af þeim, sem ekki hafi bilskúr, eigi hann réttinn til að byggja bílskúr á lóðinni sam- kvæmt 10. gr. laga nr. 19/1959, enda mótmælir stefndi því, að samþykki annarra sameigenda hússins skipti hér nokkru máli, þar sem slíkur áskilnaður sé eigi gerður í lögum nr. 19/1959 eða öðrum lagaboðum. En auk þess hafi stefnandi mátt vita, er hún keypti íbúð sína, að bifreiðageymsla kynni að verða byggð á lóðinni, þar eð það sé algild regla, að hverri íbúð fylgi einn bílskúr, svo framarlega sem byggingaryfirvöld telji skilyrði vera fyrir hendi og veiti leyfi. Þá andmælir stefndi því sem hreinni fjarstæðu, að höfnun hans á forkaupsrétti neðri hæðar hússins skipti nokkru máli hér, þar sem forkaupsréttarheimildinni hafi verið Þannig hátt- 88 að, að hún hafi eigi náð til bílskúrsins eins, heldur allrar hæð- arinnar ásamt öllu, er henni fylgdi, þ. á m. fullgerðum bílskúr. Þaðan af síður telur stefndi sig hafa afsalað sér nokkrum þeim rétti, er hann átti að lögum, við gerð sameignarsamningsins. Að endingu hefur stefndi bent á, að eigi hafi verið sýnt fram á, að hagsmunir stefnanda af því, að bílskúrinn verði ekki byggð- ur, séu ríkari en hagsmunir hans af því að byggja og eiga bíl- skúr á lóðinni. Eins og þegar er rakið, voru aðeins tveir bílskúrar á lóðinni nr. 37 við Austurbrún, er stefnandi festi kaup á kjallaraíbúð sinni. Ekkert er fram komið í málinu um það, að hún hafi þá vitað eða mátt vita, að hinn þriðji yrði síðar reistur á þeim stað, sem nú er fyrirhugað, þ. e. í 3.30 m fjarlægð frá stofuhlið íbúðar hennar, sem dómarinn hefur sannreynt með vettvangsgöngu, að er Óeðlileg og óvenjuleg nýting lóðarinnar gagnvart stefn- anda. Er stefnandi keypti íbúð sína, öðlaðist hún um leið óbeinan eignarrétt að leigulóðarréttindum hússins, eins og þau voru við kaupin. Þessi óbeini eignarréttur skapar talsverðan hluta af verðmæti eignarinnar. Verðmæti þessi eru vernduð af 67. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, er fjallar um frið- helgi eignarréttar. Yrði bílskúrinn byggður á hinum fyrirhugaða stað, myndi bað hafa í för með sér rýrnun á hinni vernduðu eign stefnanda, og þar sem hún hefur andmælt byggingu skúrsins á þessum stað, verður lögbannskrafa hennar staðfest, enda breytir samþykki byggingaryfirvalda og ákvæði 1. mgr. 10. gr. laga nr. 19/1959 um sameign í fjölbýlishúsum engu hér um. Þá ber stefnda að færa í fyrra lag það rask, er hann hefur gert á lóðinni nr. 37 við Austurbrún innan þriggja mánaða frá birtingu dóms þessa að viðlögðum dagsektum, að fjárhæð kr. 100.00. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Magnús Thoroddsen, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Framangreint lögbann er staðfest. Stefnda, Sigurði Sigur- jónssyni, ber að færa í fyrra lag það rask, er hann hefur gert á lóðinni nr. 37 við Austurbrún í Reykjavík innan 89 þriggja mánaða frá birtingu dóms þessa að viðlögðum dag- sektum, að fjárhæð kr. 100.00. Málskostnaður fellur niður. Úrskurður fógetadóms Reykjavíkur 3. júlí 1962. Gerðarbeiðandi, Þuríður Magnúsdóttir, Austurbrún 37, hefur krafizt þess, að lögbann verði lagt við því, að gerðarþoli, Sig- urður Sigurjónsson, s. st., haldi áfram bílskúrsbyggingu, sem hann hefur byrjað á lóð hússins Austurbrúnar 37. Gerðarbeið- andi krefst málflutningslauna í fógetamáli þessu. Gerðarþoli hefur krafizt þess, að synjað verði um lögbanns- gerðina, og einnig hefur hann krafizt málsvarnarlauna sér til handa. Mál þetta var tekið fyrir hinn 28. júní s.l. Umboðsmaður gerðarbeiðanda setti þá þegar sem lögbannstryggingu samkvæmt 27. grein sbr. 12. grein laga nr. 18 frá 1949 25 þúsund króna bankatryggingu, og fékk gerðarþoli frest í málinu gegn því að stöðva verkið að sinni til hins 2. þessa mánaðar. Þá kom fram greinargerð af hans hálfu, og var málið síðan lagt í úrskurð. Húsið nr. 37 við Austurbrún skiptist í tvo hluta, norður- og suðurhelming. Gerðarbeiðandi, Þuríður Magnúsdóttir, er eigandi kjallaraíbúðar, en gerðarþoli, Sigurður Sigurjónsson, er eigandi íbúðar á 2. hæð, hvort tveggja í suðurhlutanum. Hefur gerðar- þoli hafið byggingu bílskúrs sunnanvert við húsið með innkeyrslu frá Hólsvegi og mun hafa fengið leyfi byggingaryfirvalda til þeirra aðgerða. Gerðarbeiðandi fer þess á leit, að þessar byggingarfram- kvæmdir verði stöðvaðar með lögbanni, og segir svo frá mála- vöxtum af sinni hálfu, að þá er hún keypti eignarhluta sinn Í húsinu, hafi verið til staðar uppdráttur, sem sýnt hafi 2 bílskúra alls á lóðinni, hvorn ætlaðan sínum húshelmingi, en báðum hafi verið ætlaður staður í norðvesturhluta lóðarinnar. Þá sé frá því að greina, að gerðarþoli og Ágúst nokkur Ólafsson hafi byggt suðurhluta þessa húss saman, og í þinglýstum eignarskiptasamn- ingi þeirra, dags. 30. nóvember 1960, sé því slegið föstu, að bílskúr húshlutans sé eign Ágústs. Nú hafi Ágúst Ólafsson selt sinn eignarhluta, og gerðarþoli um leið fallið frá forkaupsrétti sínum, þar með að bílskúrnum. Gerðarbeiðandi telur ekki skipta máli um réttarsamband sitt og gerðarþola, hér að lútandi, þótt 90 gerðarþoli hafi fengið leyfi byggingaryfirvalda til þessara fram- kvæmda. Gerðarþoli segir svo frá, að þá er þeir Ágúst Ólafsson byggðu húshelminginn, hafi Ágúst lagt til lóðina undir húsið, og segist hann aldrei hafa átt kost á þeim bílskúr, sem Ágúst hafi svo látið fylgja sinni hæð, og það hafi ekki komið til greina að skilja þenna bílskúr frá íbúðinni, er hún var seld. En með tilliti til laga nr. 19 frá 1959 telur gerðarþoli sig eiga skýlausan rétt til að fá bílskúr á lóðinni, og nú hafi byggingarnefnd ákveðið þessum bílskúr stað með samþykki sínu á teikningu, sem raunar hafi legið fyrir, þá er gerðarbeiðandi keypti kjallaraíbúðina, og sem henni hafi verið vel kunnugt um. Telur gerðarþoli, að gerðar- beiðandi fari með rangt mál í lögbannsbeiðni sinni. Ekki þykir ástæða til þess, eftir því sem fyrir liggur í máli Þessu, að synja beiðni gerðarbeiðanda um lögbannsgerð þessa. Verður lögbannið lagt á á ábyrgð hennar. Þykir hún hafa sett nægilega lögbannstryggingu, og hefur gerðarþoli ekki hreyft athugasemdum að því leyti. Rétt þykir, að málflutningslaun verði látin falla niður. Því úrskurðast: Lögbannsgerð þessi skal fara fram á ábyrgð gerðarbeið- anda gegn 25 þúsund króna tryggingu þeirri, sem hún hef- ur þegar sett. Málflutningslaun falla niður. Lögbannsgerð fógetadóms Reykjavíkur 6. júlí 1962. Mættur er fyrir gerðarbeiðanda Sveinn Valdimarsson héraðs- dómslögmaður. Vilborg Jónsdóttir, kona gerðarþola, er mætt. Samkvæmt kröfu Sveins H. Valdimarssonar og í samræmi við úrskurð í málinu, lýsti fógeti yfir lögbanni við því, að gerðar- þoli, Sigurður Sigurjónsson, haldi áfram eða láti halda áfram bílskúrsbyggingu þeirri, er hann hefur byrjað á á lóð hússins Austurbrúnar 37. Fógeti skýrði þýðingu lögbannsins fyrir mættri. 91 Föstudaginn 31. janúar 1964. Nr. 81/1963. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Braga Eyjólfssyni (Gunnar M. Guðmundsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason, Giz- ur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessor Ármann Snævarr. Bifreiðar. Ákæra um brot gegn umferðarlögum og áfengislögum. Dómur Hæstaréttar. Ný gögn, sem mál þetta varða, hafa verið lögð fram í Hæstarétti. Föstudaginn 19. október 1962, eftir kl. 6 að kvöldi, hóf ákærði áfengisdrykkju ásamt þremur félögum sinum, eins og í héraðsdómi greinir. Kl. 7 um kvöldið hættu þeir drykkjunni og slitu félagsskapnum um sinn, og kveðst ákærði þá hafa fundið á sér áhrif áfengis. Síðar um kvöld- ið hittust þeir aftur, svo sem rakið er í héraðsdómi, en um áfengisneyzlu ákærða eftir það og þangað til hann tók að aka bifreið, væntanlega milli kl. 2 og 3 um nóttina, er lítið í ljós leitt, sem henda megi reiður á, að því undan- teknu, að ákærði kveðst hafa sopið einu sinni á vínblöndu, að því er virðist milli kl. 12 og 1 um nóttina. Eftir það gekk ákærði frá vegamótum Hafnavegar og Stapafells- vegar til Keflavíkur, en stytzta leið þar á milli er 4.5 km. Eftir það hóf hann aksturinn. Er ósannað, að hann hafi þá fundið á sér áhrif áfengis, og ber því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Eftir þessum úrslitum ber að greiða allan áfrýjunarkostn- að sakarinnar úr ríkissjóði, þar með talin laun verjanda ákærða fyrir Hæstarétti, sem eru ákveðin kr. 3500.00. 92 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfryjunarkostnaður sakarinnar skal greiddur úr ríkis- sjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða fyrir Hæstarétti, Gunnars M. Guðmundssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 3500.00. Dómur sakadóms Keflavíkur 24. apríl 1963. Ár 1963, miðvikudaginn 24. apríl, var í sakadómi Keflavíkur, sem haldinn var í skrifstofu embættisins af fulltrúa bæjarfógeta, kveðinn upp dómur í sakamálinu: Ákæruvaldið gegn Braga Eyjólfssyni. Mál þetta var þingfest og dómtekið fyrr í dag. Með ákæruskjali saksóknara ríkisins, útgefnu 18. marz 1963, er opinbert mál höfðað gegn Braga Eyjólfssyni iðnnema, Aðal- götu 14, hér í bæ, fyrir að aka aðfaranótt laugardagsins 20. október 1962 í beinu framhaldi af neyzlu áfengis og undir áhrif- um þess bifreiðinni Ö 83 að heiman frá Aðalgötu 14 að mótum Hafnavegar og Stapafellsvegar, en þaðan til baka til Keflavíkur. Telst þetta varða við 1. og 2. mgr. 25. gr. sbr. 80. gr. um- ferðarlaga nr. 26/1958 og 1. mgr. 24. gr. sbr. 45. gr. áfengis- laga nr. 58/1954. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til öku- leyfissviptingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og Í. mgr. 24. gr. áfengislaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði er á sakhæfisaldri, fæddur 12/3 1945 í Keflavík, og hefur ekki áður, svo vitað sé, verið kærður eða hlotið refsingu. Málsatvik skulu nú rakin: Um kl. 0040 aðfaranótt laugardagsins 20. október 1962 veittu lögregluþjónar, sem voru á eftirlitsferð um Hafnaveg, athygli bifreið, er stóð á veginum nálægt Stapafelli. Í bifreiðinni voru Ólafur Ingi Sveinsson og Sveinbjörn Guðmundsson, báðir frá Keflavík, og sat Ólafur undir stýri bifreiðarinnar, en bifreiðin var í eigu Sveinbjörns. Aðspurður kvaðst Ólafur ekki hafa ökuréttindi, en að hann hefði ekið bifreiðinni að þessum stað að beiðni Sveinbjörns, en hann væri ölvaður. Lögregluþjónarnir handtóku báða mennina og færðu Sveinbjörn til alkóhólrannsóknar. Ekkert kom fram í rannsókn málsins, sem styddi grun um, 93 að Sveinbjörn hefði ekið bifreiðinni í umrætt sinn, og heimilaði saksóknari ríkisins, að þessum þætti málsins yrði lokið gagn- vart nefndum mönnum með því, að þeir greiddu hæfilegar sektir. Meðan á rannsókn á framangreindum þætti stóð, barst rann- sóknardómara tilkynning um, að brotizt hefði verið þessa sömu nótt inn í birgðageymslu Sölunefndar varnarliðseigna í Seaweed- hverfi á Keflavíkurflugvallarsvæðinu, m. ö. o. tiltölulega skammt frá þeim stað, er þeir Sveinbjörn voru handteknir. Er frekar var gengið á þá félaga, kom fram, að þeir höfðu fyrr um nóttina ekið ásamt Þór Sverrissyni, Arnóri Guðmunds- syni, báðum frá Keflavík, og ákærða í máli þessu að fyrrnefnd- um stað á Hafnaveginum, og hafði Ólafur ekið, en allir hinir höfðu verið við skál, þó Arnór minnst, að því er Ólafur ætlaði. Ferðin var gagngert ráðin til að stela einhverju fémætu úr nefndum vöruskemmum. Þeir ákærði, Arnór og Þór gengu síðan inn á flugvallarsvæðið, en þeir Ólafur og Sveinbjörn héldu í bílnum til baka til Keflavíkur. Áður hafði þó verið tiltekinn viss tími, þegar þeir skyldu sækja þremenningana aftur. Voru tvímenningarnir þeirra erinda, er lögreglan handtók þá. Það er nú af þremenningunum að segja, að eftir að hafa látið greipar sópa um skemmur sölunefndarinnar, fluttu þeir þýfið að Hafnaveginum og biðu þeirra Ólafs og Sveinbjörns, en er þeim tók að leiðast biðin, lagði ákærði af stað fótgangandi heim til sín til Keflavíkur og tók þar bíl föður síns og ók honum til baka. Þeir óku þýfinu síðan heim til ákærða. Með bréfi, dags. 18. marz s.l., tilkynnti saksóknari ríkisins embættinu þá ákvörðun sína, að fresta öllum frekari aðgerðum í framangreindu þjófnaðarmáli skilorðsbundið, en hins vegar skyldi höfða opinbert mál á hendur ákærða fyrir að hafa ekið bíl föður síns ölvaður í umrætt sinn. Svo sem sjá má af málsskjölum, beindist lögreglu- og dóms- rannsókn einkum að því að upplýsa sem bezt þjófnaðarmálið, en fylgifiskar þess, svo sem meintur ölvunarakstur ákærða, sátu frekar á hakanum, og var ákærði til dæmis ekki færður til blóð- töku vegna alkóhólrannsóknar. Verður nú rakið, hvað sjá má af málsskjölum um nefndan meintan ölvunarakstur. Vitnið Ólafur segir þá Sveinbjörn hafa farið heim til vitn- isins Þórs um tíuleytið nefnt kvöld, og hafi þeir hinir og þar á meðal ákærði þá verið við skál og Arnór minnst, að því er vitninu virtist, en vitni þetta var hið eina, sem ekki drakk áfengi. 94 Vitnið Sveinbjörn skýrði í aðalatriðum eins frá og vitnið Ólafur og var þó spurt sjálfstætt, Vitni þetta segist sjálft hafa byrjað að neyta áfengis ásamt vinnufélögum sínum (væntan- lega þeim ákærða, Þór og Arnóri) um sexleytið umrætt kvöld á vinnustað þeirra, um það leyti er vinnu lauk, og hafi þeir bæði drukkið brennivín og vodka. Vitni þessu virtist þeir allir vera með áfengisáhrifum um kl. 7 um kvöldið, er vitnið skildist við þá hina. Er vitni þetta kom heim til Þórs ásamt vitninu Ólati, virtist því allir þar vera sýnilega undir áfengisáhrifum, væntanlega einnig ákærði, án þess hans sé sérstaklega getið. Vitnið Gunnar H. Valdimarsson lögregluþjónn getur þess í skýrslu sinni til lögreglustjóra, að ákærði muni hafa verið ölv- aður í umrætt sinn. Ekki sést þó beinlínis á skýrslum, á hverju vitni þetta byggir þetta álit sitt. Vitnið Arnór segir vitnin Sveinbjörn og Þór ásamt ákærða hafa drukkið áfengi, að vinnu lokinni umrætt kvöld, til kl. 19 og drukkið saman úr einni brennivínsflösku, en þá hafi hver haldið heim til sín. Síðan hafi þeir allir hitzt heima hjá Þór síðar um kvöldið. Vitni þetta segir þá hafa haft meðferðis, er þeir fóru í þjófnaðarleiðangurinn, eina áfengisflösku og drukkið af henni á leiðinni að flugvallargirðingunni, en síðan hafi hann og vitnið Þór lokið úr flöskunni. Vitnið telur þá alla hafa fundið til áfengisáhrifa af drykkjunni, en þó muni hafa verið runnið af ákærða, er hann fór til að sækja bifreið föður síns. Ákærða sagðist við dómsrannsókn málsins eins frá og vitninu Arnóri, og var hann þó spurður sjálfstætt, og sagði aðspurður, að hann hefði ekki fundið til áfengisáhrifa við akstur sinn um nóttina og að hann hefði einskis áfengis neytt, eftir að hann fór úr bifreið þeirra Ólafs og Sveinbjörns, en hins vegar hefði hann fundið til áfengisáhrifa ettir drykkjuna fyrr um kvöldið. Vitnið Þór greindi frá atburðum mjög á sömu lund og vitnið Arnór og ákærði. Hann kvaðst þó minnast þess greinilega að hafa séð ákærða drekka af stút áfengisflöskunnar, þá er þeir voru að flytja þýfið úr vöruskemmunum að Hafnaveginum. Vitni þetta og ákærði voru samprófaðir um þetta ágreinings- atriði, og náðist ekki samræmi, en vitnið ítrekaði, að hann minnt- ist þessa greinilega, og tók fram, að þetta hefði gerzt, er þeir höfðu lokið við að flytja þýfið að Hafnaveginum og biðu þeirra Ólafs og Sveinbjörns. Nánar um þetta segir vitni þetta, að hann og vitnið Arnór hafi verið að snapsa sig, og hafi ákærði þá einnig viljað fá sopa, en þeir hinir lagzt gegn því, þar eð hugs- 95 anlegt væri, að ákærði þyrfti sjálfur að aka síðar um nóttina, eins og raun varð á, en ákærði hafi í engu sinnt tilmælum þeirra og fengið sér sopa úr flöskunni. Vitnið Arnór kom nú aftur fyrir rétt, og kvaðst hann greini- lega minnast þeirra orðaskipta, sem vitnið Þór vísaði til, og staðfesti, að hann hefði séð ákærða fá sér sopa úr áfengisflösk- unni. Ákærði var nú samprófaður með vitni þessu og játaði þá að hafa fengið sér einn sopa í umrætt skipti, og hafi þetta verið vodka, blandað með gosdrykk. Svo sem nú er rakið, er sannað með játningu ákærða og fram- burði vitna, að hann gerðist ölvaður að kvöldi dags 19. október 1962 og fann þá til áfengisáhrifa og hélt áfengisdrykkju áfram fram eftir nóttu, í það minnsta fram undir miðnætti, og drakk eftir miðnætti aðfaranótt 20. október 1962 í það minnsta einn sopa af áfengisblöndu og ók í framhaldi af þessu nokkru síðar um nóttina bifreið föður síns, Ö 83, að heiman frá sér að mót- um Hafna- og Stapafellsvega og þaðan til baka til Keflavíkur. Gegn mótmælum ákærða er þó ekki sannað, að hann hafi við umgetinn akstur fundið til áfengisáhrifa, enda engin vitni borið berlega um það atriði ákærða í óhag. Þá er heldur ekki upplýst, hversu mikið alkóhól var í blóði ákærða við umræddan akstur, og þar sem allan vafa um það atriði verður að meta ákærða í vil, þykir ekki unnt að sakfella í máli þessu, og ber því vegna skorts á sönnunum að sýkna ákærða af ákæru ákæruvaldsins. Þess má geta, að lögreglustjóri svipti ákærða ökuréttindum til bráðabirgða 27. marz s.l, og er sú ökuréttindasvipting hér með felld úr gildi. Samkvæmt þessari dómsniðurstöðu ber ríkissjóði að greiða allan kostnað sakar þessarar, þar með talin málsvarnarlaun skip- aðs verjanda, Tómasar Tómassonar héraðsdómslögmanns, sem hæfileg ákveðast kr. 1.500.00. Hákon Heimir Kristjánsson kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Ákærði, Bragi Eyjólfsson, skal sýkn af ákæru ákæruvalds- ins í máli þessu. Ríkissjóður greiði kostnað sakar þessarar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda, Tómasar Tómassonar hér- aðsdómslögmanns, sem hæfileg ákveðast kr. 1.500.00. 96 Föstudaginn 31. janúar 1964. Nr. 114/1962. Einar Olgeirsson (Ragnar Ólafsson hrl.) gegn Eyjólfi Konráði Jónssyni og gagnsök (Guðmundur Pétursson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason, Giz- ur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessor Ármann Snævarr. Meiðyrði. Miskabætur. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 11. september 1962. Krefst hann sýknu af öll- um kröfum gagnáfrýjanda og málskostnaðar úr hendi hans i héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 1. októ- ber 1962. Hann gerir þessar dómkröfur: 1. Að ummæli þau, sem stefnt var fyrir í héraði, verði dæmd ómerk, 2. Að aðaláfrýjanda verði dæmd refsing fyrir ummælin. 3. Að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða hæfilega fjár- hæð til þess að standast kostnað af birtingu dómsfor- sendna og dómsorðs í dagblöðum. 4. Að aðaláfrýjandi verði dæmdur til greiðslu miskabóta, kr. 100.000.00. Að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Í ummælum þeim, sem stefnt er út af, felst aðdróttun, sem varðar við 235. gr. laga nr. 19/1940. Koma þá til at- hugunar kröfur gagnáfrýjanda. Um 1. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um ómerkingu ummælanna. Um 2. Refsing aðaláfrýjanda fyrir ummælin telst hæfi- lega ákveðin kr. 5000.00 sekt til ríkissjóðs, og komi varð- hald 20 daga í stað sektarinnar, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. ot 97 Um 3. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um, að aðal- áfrýjandi greiði gagnáfrýjanda kr. 500.00 í birtingarkostnað. Um 4. Miskabætur til gagnáfrýjanda úr hendi aðaláfrýj- anda þykja hæfilega ákveðnar kr. 12.000.00. Um 5. Eftir úrslitum málsins er rétt, að aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæsla- rétti, og ákveðst hann samtals kr. 6000.00. Dómsorð: Staðfest er ákvæði héraðsdóms um ómerkingu um- mæla. Aðaláfrýjandi, Einar Olgeirsson, greiði 5000 króna sekt í ríkissjóð, en sæti 20 daga varðhaldi, verði sektin ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda, Eyjólfi Konráði Jónssyni, kr. 500.00 til að standast kostnað af birtingu dómsforsendna og dómsorðs í dagblöðum. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda miskabætur, kr. 12.000.00. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 6000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 20. júní 1962. Mál þetta, sem tekið var til dóms 13. þ. m., hefur Eyjólfur Konráð Jónsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hér í borg, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 1. júní 1961, gegn Ein- ari Olgeirssyni alþingismanni, Hrefnugötu 2, hér í borg. Tildrög málsins eru þau, að í dagblaðinu Þjóðviljanum, sem út kom laugardaginn 13. maí 1961, birtist ávarp með yfirskrift- inni: „ÍSLENDINGAR, ÞAÐ ER HÆTTA Á FERГ. Höfundur ávarpsins er tilgreindur Einar Olgeirsson. Viður- kennt er, að stefndi sé höfundur ávarpsins. Í ávarpi þessu heldur stefndi því m. a. fram, að fundafrelsi almennings hér á landi sé í hættu fyrir árásum uppæsts fasistaskríls, sem hafi hleypt upp fundum verkalýðsfélaga og ráðizt á fundarhús þeirra, en 7 98 undirrót þeirrar óaldar séu skipulögð níð. og æsingaskrif Morg- unblaðsins og annarra stjórnarblaða gegn kommúnismanum. Þá séu líkur til þess, að sakir æsingaskrifa Morgunblaðsins, sem sé áhrifamikið blað, muni þróunin beinast til ofbeldisárása og bar- daga, sem endað geti með ósköpum. Því næst skýtur greinar- höfundur fram eftirfarandi setningu: „Það er ekki lengra frá Eykon til Eichmann en frá Göbbels til Gyðingamorða.“ Stefnandi telur vafalaust, að með orðinu Eykon, sem sé stytt- ing úr Ey(jólfur) Kon(ráð), sé við hann átt. Af hálfu stefnda er einnig viðurkennt, að um stefnanda sé rætt í setningunni. Ávarpið allt kveður stefnandi geyma ýmiss konar rangfærslur og meiðandi ummæli, þar sem gefið sé í skyn, að ritstjórar Morg- unblaðsins eggi til ofbeldisárása. Í hinni tilvitnuðu setningu felist hins vegar aðdróttun um það, að hann líkist Eichmann, sem nýlega hafi verið dæmdur til dauða af dómstól í Ísrael fyrir að hafa látið myrða miljónir Gyðinga. Aðdróttun þessi, sem sé sett fram gegn betri vitund, sé mjög móðgandi, ærumeið- andi og til þess fallin að skerða starfsheiður stefnanda, sem með ummælunum sé settur á bekk með mönnum, sem almennt séu taldir mestu níðingar mannkynsins. Stefnandi gerir eftirfarandi dómkröfur: 1. að hin tilvitnaða setning verði dæmd dauð og ómerk sam- kvæmt 1. mgr. 241. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. að stefndi verði dæmdur til refsingar samkvæmt 236. gr. sömu laga, en til vara samkvæmt 235. gr. eða 234. gr. laganna. 3. að stefnda verði dæmt að greiða stefnanda hæfilega fjár- hæð til þess að standast kostnað við birtingu dómsforsendna og dómsorðs í dagblöðum samkvæmt 2. mgr. 241. gr. nefndra laga. 4. að stefnda verði dæmt að greiða stefnanda kr. 100.000.00 í miskabætur samkvæmt 264. gr. hegningarlaganna. 5. að stefnda verði dæmt að greiða stefnanda málskostnað að mati dómarans. Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda að skaðlausu. Kröfu sína um sýknu styður stefndi þeim rökum, að með hinni tilvitnuðu setningu hafi hann ekki verið að líkja stefnanda við Eichmann, heldur aðstöðu hans sem áróðursritstjóra við Morgun- blaðið við aðstöðu Göbbels sem áróðursstjóra þýzka nazistaflokks- ins, svo sem fram komi við lestur greinarinnar í heild. Slík sam- 99 líking á aðstöðu geti ekki verið meiðandi, hvað þá refsiverð. Hin tilvitnaða setning sé líkingamál, sem falli í stuðla, og sá, sem fylgzt hafi með heimsviðburðum síðustu áratugi og skilur mælt mál, gangi þess ekki dulinn, að hér sé átt við áróður annars vegar og framkvæmd þeirrar stefnu, sem áróðurinn boðar, hins vegar. Göbbels sálugi hafi stjórnað á sínum tíma áróðri þýzka nazistaflokksins gegn kommúnistum og Gyðingum, og allir viti, hvernig sá áróður var framkvæmdur í verki. Stefnandi sé einn af ritstjórum stærsta dagblaðs á Íslandi, Morgunblaðsins, en það blað hafi undanfarna áratugi haldið uppi linnulausum níð- skrifum um kommúnista, bæði áður en stefnandi kom að blað- inu og síðan. Nefnd skrif Morgunblaðsins eigi sinn þátt í því, að hópur unglinga hafi látið æsa sig til skrílsláta á útifundum Samtaka hernámsandstæðinga vorið 1961 og til árása á hús Sósíalistaflokksins við Tjarnargötu 20 og bústað ambassadors Sovétríkjanna við Túngötu 7. maí 1961, og að þessir atburðir geti verið upphaf alvarlegri tíðinda, verði ekki spyrnt við fót- um. Um áratuga skeið hafi öðru hverju birzt um stefnda, sem sé formaður Sósíalistaflokksins, nafnlausar níðgreinar í Morgunblaðinu, þar sem honum hafi verið valin öll helztu hrak- yrði íslenzkrar tungu. Ákvæði 16. gr. laga nr. 57/1956 komi nú í veg fyrir, að hægt sé að draga rétta menn til ábyrgðar fyrir skrif þessi. Ábyrgðarmaður Morgunblaðsins hafi um langt skeið verið Valtýr Stefánsson, sem um undanfarin ár hafi átt við vanheilsu að stríða og því að mestu eða öllu hættur að skrifa í blaðið og skipta sér af efni þess. Raunverulega muni því efni Morgun- blaðsins valið og ritað í skjóli Valtýs af öðrum tilgreindum rit- stjórum þess, en stefnandi sé einn þeirra. Verði hin umstefnda setning talin ærumeiðandi fyrir stefnanda, hljóti vegna aðstöðu stefnanda að verða að beita ákvæðum 239. gr. hegningarlaga við álagningu dóms í máli þessu. Þá bendir stefndi á, að stefn- andi hafi valið sér það starf, sem hann gegni við Morgunblaðið, og verði því ekki séð, að það geti verið ærumeiðandi, móðgandi né borið fram gegn betri vitund að benda á þá aðstöðu og ábyrgð, sem starfi stefnanda fylgi, og sýna með dæmum, til hvers misnotkun þessarar aðstöðu geti leitt. Með þessum rökum hefur stefndi mótmælt öllum kröfum stefnanda. Um 1 og 2. Það er alkunna, að útlendingar þeir, sem nefndir eru í hinni umstefndu setningu, hafa víða um lönd verið taldir hvað mestir 100 ógæfumenn síðari tíma. Í setningunni er stefnandi við þá bendl- aður. Með því að stuðla setninguna, verður hún áhrifameiri. Við lestur ávarpsins í heild, liggur sá skilnnigur, sem stefndi vill leggja í setninguna, ekki beint við. Telja verður því, að setningin, eins og hún er sett fram, sé mjög meiðandi fyrir stefn- anda, og í því sambandi skiptir ekki máli, hvort heldur stefn- andi er borinn saman við Göbbels eða Eichmann eða aðstöðu stefnanda er líkt við aðstöðu Göbbels. Ummælin, sem stefndi hefur ekki réttlætt, varða við 235. gr. hinna almennu hegn- ingarlaga nr. 19/1940, en eins og á stendur, verður brotið ekki heimfært undir 236. gr. laganna. Stefndi hefur ekki sýnt fram á, að 239. gr. hegningarlaganna eigi við í tilviki þessu. Þykir refsing stefnda hæfilega ákveðin 2000 króna sekt í ríkissjóð, og komi varðhald í 6 daga í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan aðfararfrests í máli þessu. Þá ber samkvæmt 1. mgr. 241. gr. hegningarlaganna að ómerkja hin umstefndu um- mæli. Um 4. Til stuðnings kröfu sinni um miskabætur hefur stefnandi á það bent, að hin umstefndu ummæli séu miklu alvarlegri en menn eigi að venjast í almennri blaðagrein. Þessi persónulega árás hljóti að vera gerð í þeim tilgangi að skaða starfsheiður stefnanda sem ritstjóra Morgunblaðsins. Öll rök hnígi því í þá átt, að taka eigi kröfu hans um miskabætur til greina. Upp- hæð bótanna liggi þó að sjálfsögðu undir mati dómsins. Stefndi telur engan grundvöll vera fyrir miskabótum, enda hafi stefnandi ekki sannað né gert tilraun til að sanna neitt tjón vegna ummælanna. Fallast má á það með stefnanda, að hann eigi rétt á miska- bótum. Eins og málavöxtum er háttað, þykja þær hæfilega ákveðnar kr. 8.000.00. Um 3 og 5. Samkvæmt 2. mgr. 241. gr. hegningarlaganna þykir bera að dæma stefnda til að greiða stefnanda kostnað við birtingu for- sendna og niðurstöðu dóms þessa í opinberu blaði. Þykir sá kostnaður hæfilega ákveðinn kr. 500.00. Eftir þessum úrslitum ber stefnda að greiða stefnanda máls- kostnað, sem ákveðst kr. 2.300.00. Bjarni K. Bjarnason borgardómari kvað upp dóm þenna. 101 Dómsorð: Framangreind ummæli skulu vera ómerk. Stefndi, Einar Olgeirsson, greiði 2.000.00 króna sekt í ríkissjóð, og komi varðhald 6 daga í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan aðfararfrests í málinu. Stefndi greiði stefnanda, Eyjólfi Konráði Jónssyni, kr. 8.000.00 í miskabætur og kr. 500.00 í birtingarkostnað sam- kvæmt framansögðu og kr. 2.300.00 í málskostnað. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 3. febrúar 1964. Nr. 60/1963. Eyjólfur Þorsteinsson, Tómas Magnússon, Jón Hjörleifsson, Ísleifur Gizurarson, Björn Gizurarson, Kristján Magnússon og Þorsteinn Jónsson gegn Sigurði Jónssyni 08 Óskari Guðnasyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, Eyjólfur Þorsteinsson, Tómas Magnússon, Jón Hjörleifsson, Ísleifur Gizurarson, Björn Gizurarson, Kristján Magnússon og Þorsteinn Jónsson, er eigi hafa sótt dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald í ríkis- sjóð, ef þeir vilja fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 102 Mánudaginn 3. febrúar 1964. Nr. 106/1963. Helgi Benediktsson gegn Framkvæmdabanka Íslands. Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Helgi Benediktsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald í ríkissjóð, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Hann greiði einnig stefnda, Framkvæmdabanka Íslands, sem hefur sótt dómþing og krafizt ómaksbóta, kr. 1.000.00 í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 3. febrúar 1964. Nr. 160/1963. Sigurður Jónsson og Óskar Guðnason gegn Eyjólfi Þorsteinssyni, Tómasi Magnússyni, Jóni Hjörleifssyni, Ísleifi Gizurarsyni, Birni Gizurarsyni, Kristjáni Magnússyni og Þorsteini Jónsssyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, Sigurður Jónsson og Óskar Guðnason, er 103 eigi sækja dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 úti- vistargjald í ríkissjóð, ef þeir vilja fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Mánudaginn 3. febrúar 1964. Nr. 6/1964. — Jón Tómasson gegn Póst- og símamálastjórninni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Jón Tómasson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Mánudaginn 3. febrúar 1964. Nr. 11/1964. Póst- og símamálastjórnin Ssegn Jóni Tómassyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Póst- og símamálastjórnin, er eigi sækir dóm- þing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald í ríkis- sjóð, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 104 Föstudaginn 7. febrúar 1964. Nr. 15/1964. Ákæruvaldið Segn Gísla Kárasyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason, Giz- ur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessor Ármann Snævarr. Kærumál. Frávísunardómur úr gildi felldur. Dómur Hæstaréttar. Saksóknari ríkisins, sem fékk dómsgerðir sakadóms í hendur hinn 30. desember 1963, hefur með kæru hinn 31. s. m. skotið máli þessu til Hæstaréttar samkvæmt heimild i 3. tölulið 171. gr. laga nr. 82/1961, og bárust dóminum skjöl málsins hinn 23. janúar s.1. Krefst sóknaraðili þess, að hinum kærða frávísunardómi verði hrundið, að málinu verði vísað heim í hérað til uppsögu efnisdóms og að ákærða verði dæmt að greiða kostnað kærumálsins. Af hendi ákærða hafa dóminum eigi borizt kröfur né greinargerð. Mál þetta er, eins og í héraðsdómi greinir, höfðað með ákæru saksóknara ríkisins 20. marz 1963 segn ákærða fyrir að hafa annazt fólksflutninga með bifreið, er rúmar 32 farþega, án þess að hafa til þess sérleyfi ríkisstjórnar, sbr. upphafsák væði 1. mgr. 1. gr. laga nr. 42/1956 og 1. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 82/1956, og taka niðurlagsákvæði nefndra lagaboða um úrskurð ráðherra eigi til sakarefnis. Þegar af Þeirri ástæðu verður hinn kærði frávísunardómur úr gildi íelldur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar með- ferðar og uppsögu efnisdóms. Dómsorð: Hinn kærði dómur er úr gildi felldur. Er málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og uppsögu dóms um sakarefni. 105 Dómur sakadóms Reykjavíkur 18. október 1963. Ár 1963, föstudaginn 18. október, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í skrifstofu dómsins af Ármanni Kristinssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmáli nr. 6387/1963: Ákæruvaldið gegn Gísla Kárasyni, sem tekið var til dóms samdægurs. Málið er með ákæruskjali, dagsettu 20. marz 1963, höfðað gegn ákærða, Gísla Kárasyni bifreiðarstjóra, Mávahlíð 29, Reykja- vík, fyrir að hafa frá 15. nóvember 1962 flutt daglega 5 daga vikunnar nokkra starfsmenn á Keflavíkurflugvelli frá Reykjavík að morgni til Keflavíkurflugvallar og til baka til Reykjavíkur síðdegis í bifreið sinni P 301, sem er 32 farþega bifreið, og tekið gjald, að upphæð kr. 44.00, fyrir hvern farþega fyrir ferðina fram og til baka milli nefndra staða án þess að hafa sérleyfi frá ríkisstjórninni til slíkra fólksflutninga. Telst þetta varða við 1. mgr. 1. gr. sbr. 9. gr. laga um skipu- lag á fólksflutningum með bifreiðum nr. 42/1956 og 1. mgr. 1. gr. sbr. 1. mgr. 8. gr., sbr. 22. gr. reglugerðar um sama efni nr. 82/1956. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar Ákærði er fæddur 2, febrúar 1914 í Dældarkoti, Helgafells- sveit, Snæfellsnessýslu. Samkvæmt sakaskrá ríkisins hefur ákærði hvorki hlotið ákæru né refsingu. Málavextir eru þessir: Hinn 23. nóvember 1962 kærðu sérleyfishafar á leiðinni milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar ákærða fyrir að hafa nokkru fyrr hafið reglubundnar ferðir 5 daga vikunnar á nefndri leið með 32 farþega fólksflutningabifreið, P301. Töldu sérleyfishafar, að með háttsemi þessari hefði ákærði freklega brotið „sérleyfis- lögin“ og kröfðust þess, að ferðir hans yrðu tafarlaust stöðvaðar, en ekki kærðu þeir ákærða til refsingar, Nefndri kæru var beint til Póst- og símamálastjórnar. Lét sú stofnun taka skýrslu af ákærða, en sendi málið síðan sakadómi Reykjavíkur og fór þess á leit, að rannsakað yrði, hvort ferðir þær, sem um ræddi í kær- unni, væru þess eðlis, að þær brytu í bága við lög nr. 42/1956. Var þess óskað, að málið yrði að lokinni rannsókn sent Póst- og símamálastjórn. Hinn 29. desember 1962 yfirheyrði rannsóknarlögreglan ákærða. Greindi hann svo frá, að hann hefði þá um nokkurt skeið unnið 106 við benzínafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli og jafnframt haft undir höndum bifreiðina P 301, sem gerð væri fyrir 32 faþega. Bifreið þessa sagði ákærði vera eign Bifreiðastöðvar Stykkishólms, en hann væri einn af eigendum stöðvarinnar. Hinn 15. nóvember 1962 kvað ákærði, að svo hefði um samizt milli hans og ferða- félagsins „Nýtt ferðafélag starfsmanna á Keflavíkurflugvelli“, að hann tæki að sér að flytja félagsmenn þess, sem hann taldi að væru 15, kvölds og morgna fimm daga í viku hverri á milli vinnustaða þeirra og heimila. Sagði ákærði fargjald hvers félags- manns 44 krónur á akstursdegi, sem hann krefði þó ekki beint af hverjum farþega, en umboðsmaður félagsins gerði upp við hann daglega. Taldi ákærði, að þessi starfsemi bryti ekki í bága við lög nr. 42/1956. Einn félagsmanna nefnds ferðafélags, Jón Arn- grímsson skrifstofustjóri, var yfirheyrður hjá rannsóknarlögreglu. Var frásögn hans samhljóða framburði ákærða, nema hvað hann taldi félagsmenn 16 talsins. Jón Arngrímsson tók fram, að starfs- menn á Keflavíkurflugvelli hefðu a. m. k. tvö önnur ferðafélög, með svipuðu sniði og hér væri um að ræða. Taldi hann, að um mikla tímaeyðslu og aukakostnað starfsmanna yrði að ræða, þyrftu þeir að ferðast með áætlunarferðum sérleyfishafa, sem ekki flyttu þá að og frá heimilum og vinnustöðum, svo sem ákærði gerði. Að lokinni lögreglurannsókn, mun mál þetta hafa verið sent saksóknara ríkisins, sem höfðaði opinbert mál á hendur ákærða með ákæruskjali, dagsettu 20. marz 1963 og fyrr er rakið. Áður en mál þetta var tekið til dómsrannsóknar, krafðist skip- aður verjandi ákærða þess, að því yrði vísað frá dómi. Var frá- vísunarkrafan á því byggð, að flutningur ákærða á starfsmönn- um milli heimila og vinnustaða félli ekki undir skýrgreiningu laga nr. 42/1956 og reglugerðar nr. 82/1956 um fólksflutninga með bifreiðum, sem sérleyfis eða hópferðaleyfis þyrfti til, þar sem ekki væri um auglýstar ferðir að ræða, fastar ferðir eða áætlunarferðir fyrir almenning, né einstök sæti seld í ferð. Taldi verjandi með vísan til niðurlagsákvæðis 1. mgr. 1. gr. laga nr. 42/1956, að um væri að ræða skýrgreiningu eða matsatriði, sem félli ekki undir lögsögu þessa dómstóls, en lyti úrskurðarvaldi „æðsta stjórnarvalds þjóðarinnar í samgöngumálum“. Af ákæruvaldsins hálfu var frávísunarkröfunni mótmælt og þess krafizt, að henni yrði hrundið. Var mótmælakrafan á því byggð, að úrskurðarvald ráðherra næði einasta til bifreiða, sem rúmuðu 3—8 farþega, og því til stuðnings m. a. skírskotað til þróunar laganna og umræðna á Alþingi. Enn fremur var vitnað 107 til dóms Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 130/1958: Ákæru- valdið gegn Ragnari Jónssyni, en ekki verður séð, að frávísunar- krafa hafi komið fram í því máli. Í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 42/1956 er skýrgreint, hvað teljast skuli áætlunarferðir „í lögum þessum“. Í beinu framhaldi af því segir: „Nú verður ágreiningur um, hvað skuli telja fastar ferðir eða áætlunarferðir, og sker þá ráðherra úr.“ Háttsemi ákærða er samkvæmt ákæruskjali m. a. talin varða við 8. gr. reglugerðar nr. 82/1956, en þar er lagt bann við, að aðrir en sér- leyfishafar haldi uppi fólksflutningum á sérleyfisleið eða kafla úr henni „eftir föstum áætlunum“, nema að hafa til þess undan- þágu frá ráðherra samkvæmt 4. gr. sömu reglugerðar. Í saka- máli gegn ákærða þykir varhugavert að skýra ákvæði 1. mgr. 1. gr. laga nr. 42/1956 svo þröngt og ákærða í óhag, að ferðir þær, sem ákært er vegna og hann telur sjálfur hvorki vera fastar ferðir né áætlunarferðir, hljóti að vera undanþegnar úrskurðarvaldi ráðherra samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 42/ 1956 og ákærði þannig firrtur rétti til að leita slíks úrskurðar. Úrskurður ráðherra liggur ekki fyrir, og ber því að svo vöxnu máli að vísa máli þessu frá dómi. Dæma ber ríkissjóð til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin laun skipaðs verjanda ákærða, Inga R. Helgasonar héraðs- dómslögmanns, krónur 2.000.00. Dómsorð: Framangreindu máli vísast frá sakadðómi Reykjavíkur. Allur kostnaður málsins, þar með talin málsvarnarlaun Inga R. Helgasonar héraðsdómslögmanns, skipaðs verjanda ákærða, kr. 2.000.00, greiðist úr ríkissjóði. 108 Föstudaginn 7. febrúar 1964. Nr. 28/1963. Bjarnfríður Pálsdóttir (Ingólfur Jónsson hrl.) gegn Teiti Guðmundssyni (Þorvaldur Þórarinsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Skaðabótamál. Gallar á seldri húseign. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 12. marz 1963 og gert þessar dómkröfur: 1. Að stefnda verði dæmt að greiða honum aðallega kr. 119.695.09 ásamt 8% ársvöxtum af kr. 45.930.00 frá 19. júní 1961 og af kr. 73.765.09 frá 3. janúar 1968 til greiðsludags, en til vara kr. 67.600.00 ásamt 8% árs- vöxtum frá 3. janúar 1962 til greiðsludags. 2. Að staðfest verði löghaldsgerð, er í héraðsdómi greinir og framkvæmd var 1. febrúar 1962. 3. Að stefnda verði dæmt að greiða honum málskostnað i héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskosin- aðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Nýrra sagna hefur verið aflað eftir uppsögu héraðsdóms. Kristján Eiríksson hæstaréttarlögmaður hefur vottað og staðfest fyrir dómi, að er afsal hinnar seldu fasteignar var undirritað í skrifstofu hans, hafi borið á góma, að iðnhýsið læki. Hafi Kristján Júlíusson, umboðsmaður áfrýjanda, kveðið sér um það kunnugt, og mundi hann ekki hreyfa neinum kröfum af því efni, enda hefði stefndi staðhæft, „að hann hefði gert við lekastaðinn“. Um aðra lekastaði kvað hæstaréttarlögmaðurinn eigi hafa verið rætt í sinni áheyrn. Þá kvað hæstaréttarlögmaðurinn sölumann sinn, 109 er sýndi umboðsmanni áfrýjanda eignina, hafa getið þess, „að sézt hefðu lekastaðir á iðnaðarhúsinu, þar sem það kemur að íveruhúsinu“, en þetta kæmi ekki að sök, þar sem stefndi „hefði látið bæta úr þessu“. Össur Sigurvinsson húsasmíðameistari segir svo í vott- orði 17. september 1963: „Ég sá 1961 um viðgerð á íbúðarhúsinu og iðnaðarhús- inu á lóðinni nr. 3 við Barónsstíg í Reykjavik fyrir frú Bjarnfríði Pálsdóttur, Vesturgötu 22. Ég vann sjálfur við að rífa þökin af húsinu. Við fyrstu sýn var ekki hægt að sjá skemmdir á þökunum, og það lá ekki ljóst fyrir, að þökin væru lek, vegna þess að þau voru vandlega máluð. En við sérstaka athugun og með því að skafa málninguna burt, mátti sjá, að í göt á þökunum hefði verið klesst kitti og málað mjög vel yfir.“ Fyrir dómi kvað hann hafa verið kittað „i samskeytin, þar sem bárujárnið kemur í múrvegg“, en eigi hafi hann „tekið eftir, að kíttað hafi verið í þakið á fleiri stöðum“, en þakjárnið hafi verið svo ryðbrunnið, að hann hafi talið það óhæft til endurnotkunar eftir viðgerð þaksins. Sigurður Sigurðsson húsasmíðameistari kveðst samkvæmt beiðni Kristjáns Júlíussonar hafa skoðað þök umræddra húsa, áður en þau voru rifin, og í vottorði Sigurðar 17. september s.l., er hann hefur staðfest fyrir dómi, segir svo um þetta efni: „Með því að líta á þökin úr stiga við þak- brún sáust ekki skemmdir á þökunum, svo ég fór upp á þökin og gekk um þau. En það var ekki auðvelt að sjá, að þökin væru lek, vegna þess að þau voru vandlega máluð. En við nánari athugun kom í ljós, að í göt á þökunum hafði verið vel smurt kitti og málað kunnáttusamlega yfir. Kom þetta skýrt í ljós, þegar málningin var skafin af.“ Eigi er í ljós leitt, að stefndi hafi blekkt áfrýjanda eða umboðsmann hennar í sambandi við kaup fasteignar þeirr- ar, sem um er að tefla. Með þessari athugasemd og skir- skotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum verður áfrýjanda dæmt að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 10.000.00. 110 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Bjarnfríður Pálsdóttir, greiði stefnda, Teiti Guðmundssyni, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 10.- 000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 1. febrúar 1963. Mál þetta, sem dómtekið var 17. janúar s.l., hefur Bjarnfríður Pálsdóttir, Vesturgötu 22, Reykjavík, höfðað með stefnu, útgef- inni 19. júní 1961, gegn Teiti Guðmundssyni málara, Flókagötu 6, hér í borg, til greiðslu skaðabóta, að fjárhæð kr. 45.930.00, auk 8% ársvaxta frá útgáfudegi stefnu til greiðsludags, og máls- kostnaðar að skaðlausu, þar með talinn mats- og löghaldskostn- aður. Þá krafðist stefnandi enn fremur staðfestingar löghalds í bif- reiðinni R 3841, sem gert var í fógetarétti Reykjavíkur 13. júní 1961. Með framhaldsstefnu, birtri 6. febrúar 1962, framhaldsstefndi stefnandi stefnda til greiðslu skaðabóta, að fjárhæð kr. 73.765.09, auk 8% ársvaxta frá 3. janúar 1962 til greiðsludags og máls- kostnaðar að skaðlausu, þar með talinn yfirmats- og löghalds- kostnaður. Enn fremur krafðist stefnandi staðfestingar löghalds- gerðar, dags. 1. febrúar 1962. Loks krafðist stefnandi þess, að frumsök og framhaldssök yrðu sameinaðar fyrir bæjarþinginu og stefnda yrði gert að greiða alls í báðum sökum kr. 119.695.09 auk málskostnaðar. Stefndi hefur krafizt þess að verða sýknaður af öllum kröf- um stefnanda í báðum sökum og löghöldin verði bæði úr gildi felld. Þá hefur stefndi og krafizt málskostnaðar í báðum sök- um að mati réttarins. Frumsök og framhaldssök hafa verið sameinaðar í máli þessu. Reynt hefur verið að koma á sátt í málinu, en sú viðleitni hefur eigi borið árangur. Málavextir eru þessir: Hinn 26. nóvember 1960 keypti stefnandi fasteignina nr. 3 við Barónsstíg, hér í borg, af stefnda. Undir kaupsamninginn ritaði fyrir hönd stefnanda samkvæmt sérstöku umboði Kristján Júlíusson, sambýlismaður hennar. Í kaupsamningi þessum segir m. a. á þessa leið: 111 „1. Seljandi lofar að selja og kaupandi lofar að kaupa fast- eignina nr. 3 við Barónsstíg í Reykjavík, sem er nánar til- greint skáli, er stendur framanvert á lóð hinnar seldu eign- ar, svo og íveruhús á baklóð og verkstæðishús á baklóð og lóð sú, er framangreindar eignir standa á. 2. Umsamið kaupverð er kr. 575.000.00 — fimm hundruð sjö- tíu og fimm þúsund krónur 00/100, er kaupandi greiðir, svo sem hér segir: a. Við undirskrift kaupsamnings .......... kr. 200.000.00 b. Þann 1. júní 1961 .................... — 200.000.00 c. Þann 2. janúar 1962 .................. — 175.000.00 Kr. 575.000.00 3. Ofangreindar eignir seljast í því ástandi, sem þær nú eru í og kaupandi hefur kynnt sér og sætt sig við.“ Hinn 6. janúar 1961 var stefnanda gefið afsal fyrir fasteign- inni og þar tekið fram, að hér væri um eignarlóð að ræða. Um áramótin 1960/61 tók stefnandi við eigninni og seldi þá íbúðar- og verkstæðishúsið á leigu. Skömmu síðar varð vart við leka á þökum húsa þessara, og leiddi hann til þess, að leigj- andinn fór úr húsnæðinu í aprílmánuði 1961. Vegna leka þessa fór stefnandi þess á leit við borgardómar- ann í Reykjavík með bréfi, dags. 15. apríl 1961, að hann dóm- kveddi matsmenn til þess að meta viðgerðarkostnað á húsunum, þökum, raflögnum, málningu svo og leigutekjutap, þar sem leigjandinn hafi orðið að yfirgefa húsnæðið vegna lekans. Hinn 19. apríl 1961 voru þeir húsasmíðameistararnir Björn Rögnvaldsson og Magnús Vigfússon dómkvaddir til að fram- kvæma hið umbeðna mat. Í matsgerð þeirra, sem dagsett er 12/5 1961, segir svo, að loknum inngangsorðum: „Við skoðun kom í ljós, að þak á íbúðarhúsinu er mjög lélegt og hefur lekið, bárujárn ónýtt og nokkur fúi kominn í þakklæðn- ingu og sperrur. Í rúmi milli lofts og þaks er ófullkomin loftræsting, þakklæðn- ing að neðan rennblaut. Taka þarf bárujárnið af þaki hússins, endurbæta þakklæðningu og sperrur, leggja síðan pappa og báru- járn á þakið, ganga frá bárujárni í steinvegg á venjulegan hátt. Vatn hefur komizt í loft í stofu í suðurenda hússins, sömu- leiðis í svefnherbergisloft í norðurenda hússins, loft eru timburklædd, strigaklædd með álímdum pappír, nokkur fúi er 112 kominn í timburklæðningu, þarf því að taka niður úr loftunum, endurbæta klæðningu, striga, pappírsleggja og mála, vatn hefur komið niður með reykpípum, málning hefur skemmzt og pappír bilað, þarf því að endurbæta þann hluta herbergjanna, er skemmzt hafa. Þak á iðnaðarhúsinu er mjög lélegt, klætt með asbestplötum, pappa og 1" þakklæðningu, neðan á sperrur er klætt með ma- sonítplötum, þakið lekur og nokkur fúi kominn í þakklæðn- ingu, sperruviðir að mestu leyti nýtilegir. Matsmenn telja, að taka þurfi asbestplöturnar af þakinu, endurbæta þakklæðningu, leggja síðan pappa og bárujárn, frá- gengið á venjulegan hátt. Athuga þarf raflögn í báðum húsunum vegna vatns, er komið hefur í lögnina. Í matsbeiðninni er óskað mats á leigutekjutapi, við skoðun var upplýst, að leigjandinn hefði flutt úr íbúðinni þann 23. apríl 1961 vegna vatnsleka frá þaki hússins, matsmenn hafa ákveðið leigutap húseiganda frá 23. apríl 1961 til 1. júlí sama ár, en þá telja matsmenn, að íbúðin ætti að vera komin í leigufært ástand að nýju, leigan sé ákveðin samkvæmt gildandi lögum um húsaleigu. Samkvæmt matsbeiðninni höfum við metið kostnað við endurbætur á húseigninni nr. 3 við Barónsstíg á krónur 35.- 930.00.“ Hinn 13. júní 1961 lagði borgarfógetinn í Reykjavík að beiðni stefnanda löghald á bifreið stefnda, R 3841, til tryggingar greiðslu matsfjárhæðarinnar, kr. 35.930.00, leigutaps frá 23. apríl 1961 til þess tíma, er húsnæðið yrði komið í leiguhæft ástand, auk alls kostnaðar, áfallins og áfallandi við gerðina, eftirfarandi staðfestingarmál, fjárnám og uppboð, ef til kæmi, allt á ábyrgð stefnanda. Til tryggingar gerðinni var lagður fram víxill í fógeta- réttinum, að fjárhæð kr. 12.000.00, útgefinn af stefnanda, en samþykktur af lögmanni hennar, Högna Jónssyni héraðsdóms- lögmanni. Stefna í staðfestingarmáli þessu var birt fyrir lögmanni stefnda 19. júní 1961. Var þar krafizt greiðslu á fyrrnefndri matsfjárhæð, að viðbættum kr. 10.000.00, sem er áætlunarfjárhæð stefnanda á leigutekjutapi sínu. Með bréfi, dags. 12. júní 1961, fór stefnandi þess á leit við borgardómarann í Reykjavík, að hann dómkveddi þrjá óvil- halla yfirmatsmenn til að meta til fjár viðgerðarkostnað á hús- 113 inu vegna lekans svo og leigutekjutap á sama hátt og farið var fram á í undirmatsbeiðninni. Til þess að framkvæma yfirmatið, dómkvaddi borgardómar- inn 20. s. m. þá Einar B. Kristjánsson húsasmíðameistara, Ólaf Jensson verkfræðing og Tómas Vigfússon húsasmíðameistara. Yfirmatsgerð þeirra er dagsett 18. ágúst 1961 og hljóðar svo, að loknum inngangsorðum: „A. Svo sem fram kemur í undirmatsgerð, hafa orðið veru- legar skemmdir á þaki hússins vegna leka. Bárujárn á íbúðar- húsinu var ónýtt og fúi kominn í alla þakviði. Sperrurnar voru ónýtar af fúa og sömuleiðis ytri klæðning og spónaeinangrun, en klæðning að neðan ónýt að nokkru leyti. Á iðnaðarhúsinu voru sperrur ónýtar, sömuleiðis ytri klæðn- ing og asbestklæðning, en masonítplötur að innanverðu nýtilegar. Efniskostnað við viðgerð á þökunum metum við á kr. 38.200.00 og vinnu kr. 17.200.00 eða samtals kr. 55.400.00. B. Raflögn í íbúðarhúsinu þurfti að endurnýja að verulegu leyti, þar eð pípur og loftdósir voru ónýtar. Teljum við kostn- að við lagfæringu á raflögninni hæfilegan á kr. 5.000.00. C. Auk þess, sem að framan getur um skemmdir á þaki og raflögn, mátti sjá skemmdir á veggklæðningu innan á norður- gafli íbúðarhússins. Veggurinn var ekki rofinn, og er því ekki unnt að segja, hve miklar skemmdir eru eða hvort þær stafa af leka á þakinu. Viðgerðarkostnaður af þessum skemmdum verður því ekki metinn. D. Óskað er mats á leigutapi frá 23. apríl s.l, er leigutaki varð að yfirgefa húsnæðið, og til þess tíma, er ætla megi að við- gerð sé lokið og húsnæðið leiguhæft á ný. Teljum við hæfilegt að meta leigu fyrir húsnæðið á kr. 1.700.00 pr. mánuð og reikn- ast frá 23. apríl til 1. september þ. á., eða alls kr. 7.200.00.“ Stefnandi lét nú framkvæma viðgerð á þökum verkstæðis- og íbúðarhússins, lagfæra raflagnir og gera við húsið að innan, þar sem lekinn hafði valdið spjöllum. Samkvæmt framlögðum reikn- ingum nam efni og vinna við viðgerðir þessar samtals kr. 109. 695.09. Hinn 2. janúar 1962 skyldi stefnandi greiða stefnda vixil, að fjárhæð kr. 100.000.00, en víxill þessi var afborgun af fasteign þeirri, er hér er um fjallað. Stefndi var eigandi víxils þessa, en hafði sett hann til innheimtu í Iðnaðarbanka Íslands h/f og enn fremur að handveði fyrir skuld sinni við bankann, að fjárhæð kr. 6.000.00. 8 114 Hinn 3. janúar 1962 lagði lögmaður stefnanda fram greiðslu víxilsins í bankanum, en óskaði þess jafnframt, að borgarfógetinn legði löghald á kr. 80.000.00 auk 8% ársvaxta frá 3/1 1962 til greiðsludags auk málskostnaðar samkvæmt taxta LM.F.Í. og fyrir öðrum kostnaði við löghaldið og eftirfarandi innheimtu- aðgerðir. Fógetarétturinn var settur sama dag, upphaflega á Flóka- götu 6, hér í borg, heimili stefnda, en þar sem enginn var þar staddur til að gefa upplýsingar um eignir stefnda, var rétturinn fluttur í Iðnaðarbankann samkvæmt kröfu lögmanns stefnanda. Enginn var þar mættur af hálfu stefnda. Lagði fógetinn þar löghald á víxilgreiðsluna, kr. 100.000.00, en lögmaður stefnanda lagði fram sem löghaldstryggingu sýningarvíxil, að fjárhæð kr. 35.000.00, útgefinn af Högna Jónssyni, en samþykktan af Krist- jáni Júlíussyni. Löghaldi þessu var eigi fylgt eftir með staðfestingarmáli lög- um samkvæmt, og hinn 11. janúar 1962 var fógetaréttur haid- inn á nýjan leik í Iðnaðarbankanum. Högni Jónsson héraðsdóms- lögmaður, lögmaður stefnanda, var mættur í réttinum, en af hálfu stefnda var þar enginn mættur. Lögmaður stefnanda ósk- aði þess, að löghaldsgerðin frá 3. s. m. yrði endurupptekin og löghald yrði aftur lagt á fyrrgreinda fjárhæð fyrir sömu kröf- um og gegn sömu löghaldstryggingu. Fógetinn varð við ósk lög- mannsins og endurtók fyrri löghaldsgerðina. Löghaldsgerð þessari var heldur eigi haldið til laga með stað- festingarmáli, og var löghaldsgerðin enn endurtekin að ósk lög- manns stefnanda hinn 1. febrúar 1962, á sama hátt og lýst hef- ur verið hér að framan. Þeirri löghaldsgerð var fylgt eftir með staðfestingarmáli því, er höfðað var með framhaldsstefnu, birtri 6. febrúar 1962, svo sem greint hefur verið frá hér að framan. Við vitnaleiðslur hér á bæjarþinginu skýrði stefndi m. a. svo frá, að dag nokkurn haustið 1960 hafi Kristján Júlíusson smið- ur komið að máli við stefnda og konu hans og falazt eftir fast- eign þeirra að Barónsstíg 3. Í fyled með honum hafi verið Ólafur Ásgeirsson, sölumaður á lögfræðiskrifstofu Áka Jakobssonar og Kristjáns Eiríkssonar, en því fyrirtæki hafði verið falið að selja eignina, ef viðunandi tilboð fengist. Hafi Kristján skoðað eignina vel og vandlega, íbúðarhúsnæðið, vinnustofuna, sýningarskálann og enn fremur lóðamörk. Kristján hafi tekið fram, að hann væri smiður og ætlaði að nota vinnustofuna í sambandi við atvinnu- 115 rekstur sinn, en búa sjálfur í íbúðarhúsnæðinu, Stefndi kvað sig minna, að íbúðarhúsið hafi verið málað að innan einhvern tíma í júlímánuði 1960, sennilega seinni partinn, enda hafi það verið venja sín, eftir að hinar fljótvirku málningar komu til sög- unnar, að mála íbúðina u.þ.b. árlega í stað þess að hreingera hana. Stefndi kveðst hafa skýrt Kristjáni frá ástandi húsanna, og hafi hann virzt ánægður með það. Ekki kvað stefndi það hafa verið rætt við þessa skoðun, að þökin lækju, en hins vegar hafi eigi verið hægt að leyna því, þar sem rakablettir hafi sézt neð- an á lofti verkstæðisins og meðfram skorsteini í íbúðarhúsinu, enda hafi aldrei verið ætlunin að leyna þessu atriði. Sama dag sem skoðun fór fram, kveður stefndi Ólaf Ásgeirs- son hafa skýrt frá því, að Kristján vildi kaupa fasteignina fyrir kr. 500.000.00 og greiða þegar kr. 200.000.00, en eftirstöðvarnar innan eins árs. Þessu tilboði hafnaði stefndi, enda kveður hann hér hafa verið um að ræða eign, að fasteignamati kr. 122.100.00, en algengt sé að fimm- eða sexfalda fasteignamat í þessum borgarhluta. En auk þess hafi sér verið tjáð, að lóðin óbyggð væri seljanleg fyrir allt að kr. 480.000.00, en þar að auki hafi verið á henni nýr sýningarskáli, íbúðarhús og verkstæði. Hafi málið nú legið í þagnargildi í nokkra daga, en seint Í nóvember 1960 hafi Kristján Eiríksson hæstaréttarlögmaður kom- ið einn síns liðs á fund þeirra hjóna, og hafi þá orðið að ráði, að þau létu eignina fala fyrir kr. 575.000.00 gegn staðgreiðslu, eða því sem næst. Að þessu gagntilboði hafi Kristján Júlíusson gengið skilyrðislaust. En er kaupsamningur hafi verið undirritaður, hafi Kristján Júlíusson eindregið óskað eftir því, að eignin yrði sett á nafn sambýliskonu sinnar, stefnanda í máli þessu. Stefndi kvaðst ekkert hafa haft við þetta að athuga, enda hafi Kristján sýnt skriflegt umboð sér til handa og kjörin að öllu leyti hin um- sömdu. Við undirskrift kaupsamningsins kveður stefndi Kristján Júlí- usson hafa spurt að því sérstaklega, hvort húsin lækju, og kveðst stefndi hafa játað því. Hafi Kristján Júlíusson þá sagt orðrétt: „Það er allt í lagi, ég hef nóg þéttiefni.“ Vitni að þessu hafi m. a. verið Kristján Eiríksson hæstaréttarlögmaður, er þá hafi skotið inn í þessum orðum: „Hann verður nú ekki lengi að laga það, hann nafni.“ Sigríður Ólafsdóttir, eiginkona stefnda, hefur komið fyrir dóm- inn og skýrt efnislega frá á sama veg og stefndi hér að ofan. 116 Kristján Eiríksson lögmaður hefur skýrt svo frá, að hann hafi skoðað margnefnda fasteign með stefnda og gengið með honum um húsin. Kvaðst hann þá eigi hafa tekið eftir neinum um- merkjum þess, að íbúðarhúsið læki, og kvaðst ekki minnast þess, að stefndi hefði minnzt á það við sig. Hins vegar hafi verið minnzt á það við undirskrift afsalsins, að verkstæðishúsið læki, og hafi Kristján Júlíusson þá sagt, að sér væri kunnugt um það, og myndi engum kröfum hreyfa út af því. Aftur á móti kvaðst hann ekki muna til þess, að það hafi borið á góma, að íbúðarhúsið læki. Ekki mundi vitnið að greina nákvæmlega frá því, hvernig orð féllu um þetta efni, en kvað þau kunna að hafa fallið eitt- hvað á þá leið, sem greint er innan gæsalappa í framburði stefnda hér að framan. Ólafur Ásgeirsson sölumaður hefur skýrt svo frá, að hann hafi farið með Kristján Júlíusson á sínum tíma að Barónsstíg 3 til að sýna honum fasteignina. Hafi stefndi tekið þar á móti þeim til að sýna þeim húsin. Hafi hann þá getið þess, að lekið hefði, Þar sem iðnaðarhúsið (verkstæðið) tengist íbúðarhúsinu, en tekið fram, að hann teldi sig nú vera búinn að þétta það. Að öðru leyti kvaðst vitnið ekki minnast þess, að stefndi hefði minnzt á leka við Kristján Júlíusson, en hins vegar bent á sprungur í veggjum íbúðarhússins. Vitnið kvað þá hafa skoðað húsin að innan í þessari ferð. Hafi íbúðarhúsið þá verið nýmálað að innan og litið vel út. Hafi eigi verið unnt að sjá nein merki um leka inni í því. Kristján Júlíusson, umboðsmaður stefnanda, hefur komið hér fyrir dóminn og skýrt svo frá, að hann hafi farið ásamt Ólafi Ásgeirssyni sölumanni til að skoða fasteignina. Hafi hann þá litið lauslega á húsin að utan og innan, en eigi farið upp á þökin til að skoða þau. Við skoðun þessa kvaðst hann hafa tekið eftir lekastað neðan á þaksamskeytum inni, þar sem iðnaðarhús (verk- stæðishús) og íbúðarhús koma saman. Kvaðst hann hafa haft orð á því við stefnda, og hafi hann þá svarað, að þar hefði lekið, en nú myndi vera búið að gera við það, og aðspurður hafi stefndi eigi talið, að húsin lækju annars staðar. Við skoðun hafi íbúðin litið sæmilega út og auðsjáanlega verið nýmáluð. Kvaðst vitnið hvorki hafa tekið eftir rakablettum í henni né slaga, og kvað stefnda aldrei hafa minnzt á það, áður en kaupin voru gerð, að íbúðarhúsnæðið læki. Stefndi og Kristján Júlíusson voru samprófaðir, en samræmi 117 náðist eigi í framburðum þeirra, og hélt hvor fast við sinn framburð. Við munnlegan flutning málsins féll stefnandi frá kröfu sinni um staðfestingu á löghaldi því, er gert var í bifreið stefnda, R 3841, hinn 13. júní 1961. Stefnandi styður dómkröfu sína þeim rökum, að hér sé um að ræða leynda galla á húsnæðinu, en á þeim hljóti stefndi að bera fébótaábyrgð. Stefndi reisir sýknukröfu sína á því, að hér hafi eigi verið um leynda galla að ræða, þar sem umboðsmaður kaupanda hafi vitað, að hverju hann gekk. Það hafi verið tekið fram ber- um orðum bæði í kaupsamningi og afsali um fasteignina, að hún seldist í þáverandi ástandi, sem kaupandi hafi kynnt sér og sætt sig við. Umboðsmaður stefnanda hafi undirritað þessa yfirlýsingu, og sé hún því bindandi fyrir stefnanda sjálfan. Viðurkennt er, að umboðsmaður stefnanda hafi veitt athygli lekastað, þar sem iðnaðarhúsið tengist íbúðarhúsinu. Þetta gaf umboðsmanninum, sem var smiður, tilefni til að athuga þökin nánar, þar sem hér var bersýnilega um sömul hús að ræða, og því viðbúið, að þau væru farin að ganga úr sér. Enda verður ekki séð, að með því sé farið of strangt í sakirnar um skoðunar- skyldu, þar sem dómendur hafa sannreynt með vettvangsgöngu, að skaðunaraðstaðan var góð. Þar sem umboðsmaðurinn gætti þessa ekki, og telja verður, að honum hefði eigi getað dulizt ástandið við venjulega skoðun, ber að sýkna stefnda af kröfum stefnanda og fella úr gildi lög- haldsgerð þá, er lögð var hinn Í. febrúar 1962 á kr. 100.000.00, er stefndi átti í Iðnaðabanka Íslands h/f. Eftir þessum málalyktum verður stefnandi dæmdur til að greiða stefnda málskostnað, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 5.000.00. Magnús Thoroddsen, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm þenna ásamt meðdómendunum Kristni R. Sigurjónssyni trésmíða- meistara og Ögmundi Jónssyni verkfræðingi. Dómsorð: Stefndi, Teitur Guðmundsson, á að vera sýkn af kröfum stefnanda, Bjarnfríðar Pálsdóttur, í máli þessu. Framangreind löghaldsgerð er felld úr gildi. Stefndi greiði stefnda kr. 5.000.00 í málskostnað innan 118 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Löghaldsgerð fógetadóms Reykjavíkur 1. febrúar 1962. Mættur er í réttinum Högni Jónsson héraðsdómslögmaður fyrir gerðarbeiðanda. Hann óskar þess, að gerð þessi verði endurupp- tekin og löghald lagt á 100 þúsund kr. upphæð, sem geymd sé hér í bankanum, en greidd var til bankans af honum f. h. Bjarn- fríðar Pálsdóttur hinn 3. janúar s.l sem greiðsla á víxilskuld, sem bankinn hafði til innheimtu f. h. Teits Guðmundssonar. Hafði verið gert löghald í peningum þessum fyrir kr. 80.000.00 ásamt 8% ársvöxtum frá 3/1 1962 til greiðsludags, málskostn- aði og kostnaði við löghaldið og eftirfarandi innheimtuaðgerðir, og óskar Högni Jónsson Þess, að löghaldsgerðin verði endurtekin fyrir sömu kröfum og í sömu fjármunum, þar eð staðfestingar- mál hafi ekki verið höfðað vegna óviðráðanlegra atvika. Löghaldstrygging var sett, er gerðin var fyrst framkvæmd hinn 3. janúar s.l. At hálfu bankans er viðstaddur Jón Sigtryggsson skrifstofu- stjóri. Hann segir, að peningar þeir, sem að framan getur, séu í vörzI- um bankans og gerðarþoli sé eigandi þeirra, og endurtekur hann fyrri yfirlýsingu um handveðrétt bankans fyrir 6000.00 kr. skuld gerðarþola. Fógeti lýsti löghaldi í 100 þúsund krónum í peningum, sem Iðnaðarbankinn geymir f. h. gerðarþola. Fógeti skýrði þýðingu löghaldsins fyrir mættum. 119 Föstudaginn 7. febrúar 1964. Nr. 56/1963. Ragnar Jóhannesson (Árni Gunnlaugsson hrl.) gegn Tryggingum og fasteignum s/f (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason, Giz- ur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessor Ármann Snævarr. Ómerking og heimvísun. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 30. apríl 1963. Krefst hann sýknu af dómkröfum stefnda og málskostnaðar úr hendi hans í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar af áfrýjanda fyrir Hæstarétti. Eftir uppsögu héraðsdóms hafa ný skjöl verið lögð fram, vitni leidd og aðiljaskýrslur teknar. Mál þetta var höfðað í héraði af stefnda hér fyrir dómi með stefnu 17. febrúar 1960 til heimtu sölulauna úr hendi áfrýjanda. Af hans hálfu var í upphafi sótt þing og grein- argerð lögð fram, þar sem krafizt var sýknu og málskostn- aðar og dómkröfur þessar m. a. á því reistar, að áfrýj- andi hefði aldrei falið stefnda sölu á vélbáti þeim, er í mál- inu greinir. Eftir árangurslausa sáttatilraun af hálfu hér- aðsdómara og ákvörðun um munnlegan málflutning voru umboðsmönnum aðilja tvisvar sinnum veittir sameiginlegir frestir til öflunar gagna. Er málið var næst til meðferðar fyrir dómi 19. mai 1960, hafði engra nýrra gagna verið aflað, enginn sótt þing af hálfu áfrýjanda, en málið samt andstætt ákvæðum 2. mgr. 118. gr. laga nr. 85/1936 dóm- tekið að kröfu stefnda hér fyrir dómi. Að því búnu, var málið látið hvíla án nokkurrar afgreiðslu af hálfu héraðs- 120 dómara í nærfellt þrjú ár. Ber að vita harðlega þenna drátt, sem á engan hátt hefur verið réttlættur. Hinn 31. janúar 1963 er málið loks tekið fyrir á ný. Sótti umboðsmaður stefnda hér fyrir dómi þá þing og óskaði þess, að málið yrði endurupptekið. Af hálfu áfrýjanda kom enginn fyrir dóm. Héraðsdómari samþykkti endurupptök- una og tók málið af nýju til dóms, eftir að umboðsmaður stefnda hafði lagt fram sókn og vottorð frá Tómasi Jó- hannessyni, er keypti áðurgreindan bát af áfrýjanda, en þar greinir Tómas frá því, að hann hafi skoðað nefndan bát eftir tilvísun stefnda hér fyrir dómi og hjá honum hafi hann fengið vitneskju um verð bátsins og annað, er kaupin snerti. Í hinum áfrýjaða dómi, sem upp var kveðinn 9. febrúar 1963, er m. a. að engu getið dómkrafna áfrýjanda né rök- stuðnings fyrir þeim, málsatvikum litt lýst og ekkert minnzt á þá sérstæðu málsmeðferð, sem að framan er rakin. Gagna þeirra, er umboðsmaður stefnda hér fyrir dómi lagði fram við framangreinda endurupptöku málsins, er og að engu getið. Þessi samning dóms brýtur svo stórlega í bága við fyrirmæli 193. gr. laga nr. 85/1936, að ómerkja ber hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar. Eftir atvikum verður málskostnaður í Hæstarétti látinn niður falla, Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera ómerkur, og visast málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar. Málskostnaður í Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 9. febrúar 1963. Mál þetta, sem dómtekið var 31. f. m., hefur firmað Trygg- ingar og fasteignir, Austurstræti 10, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 17. febrúar 1961, gegn Ragn- ari Jóhannessyni, Melholti 6, Hafnarfirði, til greiðslu skuldar, að fjárhæð kr. 22.000.00, með 6% ársvöxtum frá 3. febrúar 1960 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. 121 Hina umstefndu skuld kveður stefnandi vera sölulaun á v/b Kristbjörgu, GK 45, er stefndi hafi selt Tómasi Jóhannessyni, Kaplaskjólsvegi 37, Reykjavík, fyrir milligöngu stefnanda. Hafi sala þessi fram farið 2. janúar 1960. Stefndi hefur látið sækja þing, en engum rökstuddum and- mælum hreyft gegn dómkröfum stefnanda. Þar sem þær eru í samræmi við framlögð skjöl og skilríki, verða þær teknar til greina. Málskostnaður ákveðst kr. 3.000.00. Sigurður Líndal, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Stefndi, Ragnar Jóhannesson, greiði stefnanda, Trygging- um og fasteignum, kr. 22.000.00 með 6% ársvöxtum frá 3. febrúar 1960 til greiðsludags og kr. 3.000.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri að- för að lögum. 122 Mánudaginn 10. febrúar 1964. Nr. 96/1962. Tollstjórinn í Reykjavík f. h. ríkissjóðs (Benedikt Sigurjónsson hrl.) segn Dánarbúi Soffíu E. Haraldsdóttur og gagnsök (Gústaf A. Sveinsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson og Jónatan Hallvarðs- son og Ármann Snævarr prófessor, Emil Ágústsson borgardóm- ari og Bjarni K. Bjarnason borgardómari. Lögtaksmál. Ómerking og heimvísun. Dómur Hæstaréttar. Halldór S. Rafnar, fulltrúi borgarfógetans í Reykjavík, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Eftir uppkvaðningu fógetaúrskurðarins hefur gerðarþoli í héraði, Soffía E. Haraldsdóttir, látizt, en dánarbú hennar tekið við aðild málsins. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 20. júlí 1962, að fengnu áfrýjunarleyfi 7. s. m. Krefst hann þess, að dæmt verði heimilt að gera lögtak í eign- um gagnáfrýjanda til tryggingar skatti á stóreignir sam- kvæmt lögum nr. 44/1957, að fjárhæð kr. 223.559.00, auk dráttarvaxta 6% ár hvert frá 16. ágúst 1958 til 31. janúar 1959 og 12% ár hvert frá þeim degi til greiðsludags. Svo krefst hann og málskostnaðar úr hendi gagnáfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 27. ágúst 1962, að fengnu áfrýjunarleyfi 17. s. m. Krefst hann þess aðallega, að hinn áfrýjaði úrskurður og meðferð málsins í héraði verði ómerkt og málinu vísað frá héraðsdómi. Til vara krefst hann þess, að synjað verði um framkvæmd lög- taksgerðar í heild, en til þrautavara, að lögtak verði ekki heimilað fyrir hærri fjárhæð en kr. 9.864.00. Þá krefst hann og málskostnaðar af aðaláfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti. 123 Athugun á meðferð máls þessa í héraði og dómsúrlausn hefur leitt í ljós það, sem hér segir: 1. Samkvæmt Þbeiðni aðaláfrýjanda var hinn 5. ágúst 1960 tekið fyrir í fógetadómi Reykjavíkur að framkvæma lögtak hjá gerðarþola í héraði til tryggingar stóreignaskatti, að fjárhæð kr. 89.486.00. Kom þá fram, að gerðarþoli mundi taka til varnar, og var honum veittur frestur til greinargerðar. Af hálfu aðaláfrýjanda var hvorki þá né síðar í rekstri málsins fram að munnlegum flutningi þess gerð grein fyrir því, með hverjum hætti eða af hvaða skattayfirvöldum þessi fjárhæð skattsins hafði verið ákveð- in, en af nýju skjali, sem aðaláfrýjandi hefur lagt fyrir Hæstarétt, má sjá, að skattfjárhæðin, kr. 89.486.00, er reist á úrskurði Ríkisskattanefndar frá 21. nóvember 1959. Í þinghaldi 15. desember 1960 hækkaði aðaláfrýjandi lögtakskröfuna upp í kr. 223.559.00. Var þá jafnframt lögð fram greinargerð af hans hendi. Er því lýst þar, að gerðar- þola hafi verið „tilkynnt um skatt þennan hinn 15. febrúar 1958“, Einnig segir í greinargerðinni: „Fjárhæð skatts gerð- arþola hefur verið úrskurðuð af skattyfirvöldum lögum samkvæmt og þar tekið tillit til dóma þeirra, er gengið hafa um skatt þennan.“ Að öðru leyti veitir greinargerðin enga fræðslu um álagningu skattsins, og ekki er þar gerð nein grein fyrir hækkun hans úr kr. 89.486.00 í kr. 223.559.00. Af hálfu gerðarþola var lögð fram greinargerð í þing- haldi 24, apríl 1961. Þess var krafizt, að synjað yrði um framkvæmd lögtaks eða lögtakskrafan lækkuð. Í greinar- gerðinni telur gerðarþoli fjárhæð lögtakskröfunnar vera kr. 89.486.00, og er því svo að sjá, að hann hafi ekki veitt athygli hækkun þeirri, sem aðaláfrýjandi gerði á kröf- unni hinn 15. desember 1960, enda víkur gerðarþoli ekkert að þeirri hækkun í greinargerðinni. Eftir þetta veitti dómari aðiljum sameiginlegan frest til sagnaðflunar og síðar framhaldsfresti í sama skyni, en ekki kvað hann þá á um það, eins og fyrir er mælt í 109. gr. sbr. 223. gr. laga nr. 85/1936, hvort flytja skyldi málið munnlega eða skriflega. 124 Hinn 4. október 1961 lagði aðaláfrýjandi fram í fógeta- dómi héraðsdómsskjölin nr, 14— 18. Er skjal nr. 15 ákvörð- un Ríkisskattanefndar frá 21. október 1960 um nýjan út- reikning á stóreignaskatti gerðarþola. Af því skjali og skjali nr. 16 má sjá, að hækkunin á skattinum úr kr. 89.- 486.00 í kr. 223.559.00 stafar af breyttri afstöðu Rikisskatta- nefndar til fyrirframgreiðslu gerðarþola á árinu 1956 upp í arf barna hennar með hliðsjón af dómi, sem gengið hafði í Hæstarétti hinn 7. desember 1959. Hin framlögðu skjöl nr. 14— 18, veita hins vegar ekki fullnægjandi fræðslu um upphaflega álagningu skattsins og breytingar þær, sem hann sætti síðar af hendi skattayfirvalda, tilefni þeirra breytinga og rök fyrir þeim. Í málinu hefðu átt að koma fram eigi siðar en með greinargerð aðaláfrýjanda 15. desember 1960, þ. e. áður en greinargerð af hálfu gerðarþola kom til sögu, fullkomin afrit af stóreignaskattsframtali gerðarþola, upp- haflegri skattálagningu, kærum gerðarþola til skattstjóra og Ríkisskattanefndar og úrskurðum þeirra um breytingar á skattinum. Málatilbúnaður af hálfu aðaláfrýjanda fullnægir því ekki fyrirmælum 105. gr. sbr. 223. gr. laga nr. 85/1936. 2. Eins og fyrr var getið, var af hálfu gerðarþola lögð fram greinargerð í fógetadómi hinn 24. apríl 1961. Í grein- argerðinni, sem er 43 vélritaðar síður í dómsgerðaágripinu, setur gerðarþoli fram málsástæður fyrir kröfu sinni um synjun lögtaksgerðar og reifar þær. En langmestur hluti greinargerðarinnar hefur að geyma skriflegan málflutning, eins og tíðkaðist, áður en sett voru lög nr. 85/1936. Þar er einnig á nokkrum stöðum vísað til ummæla, sem um- boðsmanni aðaláfrýjanda eru eignuð, og þau gagnrýnd, en slík ummæli hafa ekki komið fram frá hans hendi í þessu máli. Í þinghaldi 11. október 1961 lýstu lögmenn aðilja yfir því, að gagnasöfnun væri lokið. Höfðu þá alls verið lögð fram 18 skjöl. Fógeti lét þess getið, að dagur til munnlegs flutnings málsins yrði ákveðinn síðar. Fór munnlegur flutn- ingur fram hinn 12. marz 1962. Í því þinghaldi lagði lög- maður gerðarþola fram 34 skjöl (nr. 19—-52), þar af 21 125 skjal, eftir að lögmennirnir höfðu lokið fyrri sóknar- og varnarræðum sínum. Sum þessara skjala voru sönnunar- gögn Í merkingu Á. kafla laga nr. 85/1936, en mörg þeirra hafa aðeins að geyma skriflegan málflutning, að því leyti sem efni þeirra kemur máli þessu við. Hafði lögmaður gerðarþola víða í greinargerð sinni vísað til þessa skriflega málflutnings í skjölum, sem aðrir voru höfundar að, en nú voru lögð fram. Eitt hinna framlögðu gagna, héraðsdóms- skjal nr. 30, er safn sjálfstæðra dómsskjala, 35 að tölu, sem sögð eru vera úr tilteknu bæjarþingsmáli, sem gerðar- þoli í héraði stóð ekki að. Úr safni þessu (nr. 30) eru 110 vélritaðar síður teknar upp í dómsgerðaágrip í Hæstarétti. Samkvæmt 111. gr. laga nr. 85/1936, sbr. 223. gr. þeirra, ber aðiljum að leggja fyrir dómara frumrit eða eftirrit þeirra gagna, sem aflað hefur verið, svo fljótt sem verða má, áður en munnlegur málflutningur hefst. Lögmaður gerðarþola gætti ekki þessara fyrirmæla um sönnunargögn þau, sem hér ræðir um og að máttu komast í málinu. Að því er varðar gögn þau, sem einungis hafa að geyma skrif- legan málflutning eða eru málinu óviðkomandi, þá er fram- lagning þeirra brýnt og mjög vitavert brot á ákvæðum 106. gr. sbr. 105. gr. og 223. gr. laga nr. 85/1936. Það er og ámælisvert, að fógeti skyldi veita skjali nr. 30 viðtöku, eins og það var úr garði gert. 3. Um úrlausn héraðsdómara á sakarefninu er þetta at- hugavert: Ekki verður séð, að hann hafi kannað, hvort ákvæði um málskotsfrest í 10. gr. laga nr. 44/1957, sbr. 23. gr. reglugerðar nr. 95/1957, kynnu að standa kröfum aðilja í vegi. Eins og fyrr var getið, hækkaði aðaláfrýjandi lögtakskröfuna, meðan á rekstri málsins stóð, úr kr. 89.456.00 í kr. 223.559.00. Um hækkun þessa segir héraðsdómari að- eins, að hann álíti hana „álagða samkv. starfsreglum Ríkis- skattanefndar, sem fá ekki staðizt samkvæmt ákvæðum laga nr. 44/1957“. Skortir hér algerlega greinargerð dóm- ara um greindar álagningarreglur og rökstuðning um, í hvaða atriðum og að hverju leyti hann telji álagninguna ekki geta samrýmzæt ákvæðum laga nr. 44/1957. Er niður- 126 staða dómarans sú, að lögtak skuli framkvæmt fyrir fjár- hæð þeirri, kr. 89.456.00, sem greind var í hinni upphaf- legu lögtaksbeiðni. Hér brestur einnig rökstuðning fyrir þvi, að þessi álagning samkvæmt úrskurði Ríkisskattanefnd- ar frá 21. nóvember 1959 sé í samræmi við réttar laga- reglur. Til að leysa úr því, þurfti að kanna, hvort grunn- skattseign og arfahluli gerðarþola væru löglega ákvörðuð í úrskurðinum frá 21. nóvember 1959. Og þar sem sá úr- skurður hafði ekki verið lagður fram í málinu, átti dómari að krefja lögmann aðaláfrýjanda um framlagningu hans. Eins og hér hefur verið rakið, hefur héraðsdómari ekki gætt nægilega ákvæða 190. gr. og 193. gr. sbr. 223. gr. laga nr. 85/1936. 4. Þar sem meðferð málsins og dómsúrlausn er svo áfátt sem að framan er lýst, verður að ómerkja hinn áfrýj- aða úrskurð og meðferð málsins frá og með þinghaldi 15. desember 1960 og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og uppkvaðningar úrskurðar af nýju. Eftir atvikum er rétt, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður og meðferð málsins frá og með þinghaldi 15. desember 1960 eiga að vera ómerk, og vísast málinu heim í hérað til löglegrar meðferð- ar og uppkvaðningar úrskurðar af nýju. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Úrskurður fógetadóms Reykjavíkur 2. apríl 1962. Í þessu máli krefst gerðarbeiðandi, tollstjórinn í Reykjavík f. h. ríkissjóðs, þess, að hið umbeðna lögtak verði látið fara fram hjá gerðarþola, frú Soffíu E. Haraldsdóttur, Tjarnargötu 36, til tryggingar vangoldnum stóreignaskatti, samtals að upphæð kr. 223.559.00 (v. d/b kr. 76.597.00 og sjálfrar sín kr. 148.762.00) auk dráttarvaxta, 6% p.a. frá 16. ágúst 1958 til 31. janúar 1959 og 12% p.a. frá þeim degi til greiðsludags svo og öllum kostn- aði við gerð þessa og eftirfarandi uppboð, ef til kemur. Þá krefst 127 hann þess enn fremur, að sér verði úrskurðaður málskostnaður úr hendi gerðarþola að mati réttarins. Gerðarþoli gerir hins vegar þær réttarkröfur, aðallega, að synjað verði um framgang hinnar umbeðnu lögtaksgerðar, en til vara, að lögtak verði aðeins leyft fyrir kr. 9.864.00, og til brautavara, að lögtak verði eigi leyft fyrir hærri upphæð en kr. 89.653.00. Hversu sem málið fer, krefst hann þess, að gerðar- beiðanda, tollstjóranum í Reykjavík f. h. ríkissjóðs, verði gert að greiða sér kostnað sakarinnar að mati réttarins. Málið var þingfest hinn 5. ágúst 1960, og hefur síðan verið sótt og varið hér fyrir réttinum, og var það tekið til úrskurðar hinn 12. f. m., að afloknum munnlegum málflutningi. Almennur lögtaksúrskurður fyrir stóreignaskatti í Reykjavík var kveðinn upp hinn 28. apríl 1959 og birtur í dagblöðum bæjarins. Í byrjun ágústmánaðar 1960 krafðist tollstjórinn í Reykjavík f. h. ríkissjóðs lögtaks hjá öllum þeim gjaldendum, er vangold- inn áttu skatt sinn á stóreignir samkvæmt lögum nr. 44/1957, og voru þá þingfest 286 slík mál hér fyrir fógetaréttinum. Veitt- ur var frestur í öllum þessum málum með fullu samþykki gerðar- beiðanda, aðallega þar sem hvergi nærri var svo komið mál- um, að endanlegar tölur um skattfjárhæðir greiðenda lægju fyrir af hendi skattstofunnar í Reykjavík, enda hefur orðið að endurreikna skatt þenna oftsinnis, aðallega vegna úrskurða þeirra og dóma, er um hann hafa gengið. Mál þessi höfðu flest samflot í fyrstu, en skiptust síðan í flokka með nokkurri sérstöðu. Hefur nú öllum þessum málum verið lokið með sætt (greiðslu sam- kvæmt ákvæðum laga nr. 44/1957) eða lögtaki hjá gerðarþola, nema tveimur, sem krafizt er úrskurðar í, og er mál þetta ann- að þeirra. Skýrir ofanritað, ef til vill að nokkru, hversu háttað er um frest í máli þessu. Við álagningu skatts samkvæmt lögum um skatt á stóreignir nr. 44/1957 var gerðarþola í máli þessu, frú Soffíu E. Haralds- dóttur, Tjarnargötu 36, gert að greiða kr. 252.214.00. Þessa álagningu færði skattstjórinn niður í kr. 250.859.00. Gerðarþoli vildi ekki una þessari skattálagningu og fékk hana með kæru færða niður í kr. 89.486.00, og er það sú upphæð, sem krafizt er lögtaks fyrir, er tollstjórinn hefst handa um inn- heimtu skattsins. Gerðarþoli situr í óskiptu búi eftir látinn eiginmann sinn, Svein M. Sveinsson, sem andaðist þann 23.11. 1951. 128 Með bréfi, dags. 21. nóvember 1959, er gerðarþola tilkynntur úrskurður Ríkisskattanefndar um skiptingu eigna dánar- og fé- lagsbús hennar og Sveins M. Sveinssonar til skatts á stóreignir samkvæmt reglum erfðalaga. Samkvæmt þessum úrskurði var skipting þannig: Soffía E, Haraldsdóttir .......... búshluti 50.00000% Sama ......0.00 00 arfshluti 16.08815% 66.08815% Bréfarfur ...........02000 0. 5.78685% 4 börn (hvert 7.031354X4) .............. 28.12500% Samtals 100.00000 Erfingjar fengu: Af grunn- Af hlutafé skattseign (matsverð) Samtals Soffía Haraldsdóttir Búshelmingur kr. 1.189.649.00 Arfahluti ..... — 382.785.00 Samtals kr.1.572.434.00 2.732.246.00 kr.4.304.680.00 Bréfarfur ...... kr. 137.686.00 239.244.00 — 376.930.00 (Hvert barn) ... — (167.294.00) (290.664.00) — (457.958.00) Fjögur börn .... — 669.176.00 1.162.656.00 — 1.831.832.00 Mismunur vegna skipta .. 2.00 134.00 — 136.00 Samtals kr. 2.379.298.00 4.134.280.00 kr.6.513.578.00 Samkvæmt ákvæðum síðustu mgr. 4. gr. laga nr. 44/1957 var þá með eignum búsins talin fyrirframgreiðsla upp í arf á árinu 1956, hlutabréf í Klappareigninni h/f, að nafnverði kr. 12 þús., til hvers fjögurra barna gerðarþola eða samtals kr. 48 þús. Bréf þessi voru metin á 3975%, þ. e. alls kr. 1.908.000.00 eða að hluta hvers barns kr. 47'7.000.00. z Ríkisskattanefnd leit svo á, að samkvæmt venju væri hinn fyrirframgreiddi arfur af hinum fallna arfi, sbr. bréf hennar, dags. 21. júlí 1960. Þar sem hinn fyrirfram greiddi arfur sé kr. 19.042.00 hærri en nemur innistandandi föðurarfi, lítur Ríkis- skattanefnd svo á, að sú upphæð væri fyrirfram greiddur móður- arfur. 129 Með bréfi 21. október 1960 tilkynnti Ríkisskattanefnd gerðar- Þola, að vegna þess að hin fyrirframgreiddu hlutabréf væru hlutfallslega meira en erfingjum bar af hlutabréfum búsins í nefndu félagi, að skipting eignarhlutfalla hafi verið reiknuð að nýju (sbr. rskj. 15), síðan (15.11. 1960) er gerðarþola tilkynnt, að skattur á stóreignir, sem henni sé gert að greiða vegna sjálfr- ar sín, hækki í kr. 146.962.00 (úr kr. 28.447.00) og skattur sá, sem henni sé gert að greiða vegna dánarbúsins, hækki í kr. 76.- 597.00 (úr kr. 61.039.00) eða samtals allur skatturinn í kr. 223.- 559.00, og við það stendur enn, er mál þetta er tekið til úr- skurðar. Umboðsmaður gerðarbeiðanda mótmælir því, að í lögtaksmáli sé hægt að koma fram öllum þeim miklu efnisvörnum, sem fram séu komnar í máli þessu, og vísar til 12. og 13. gr. laga nr. 29/1885 um lögtak og 8. og 11. gr. sömu laga. Sé um efnis- varnir að ræða í lögtaksmáli, þá skal bera þær undir hina al- mennu dómstóla, að lögtaksmáli loknu, enda sé sérstök ástæða til þess að koma í veg fyrir málþóf og tafir í slíkum lögtaks- málum sem skattinnheimtumálum. Með lögunum sé verið að veita lögtaksbeiðanda greiða og auðvelda leið til þess að tryggja kröfu sína. Mótmælum gegn framgangi lögtaksgerðarinnar verði ekki komið að, meðan á gerð standi, nema um lögtaksaðferð- ina og heimild til lögtaksheimtu. Þetta staðfesti enn fremur ákvæði 10. gr. laga nr. 44/1957, sbr. 23. gr. reglugerðar nr. 95/ 1957 um heimild skattgreiðanda og fjármálaráðherra til þess að skjóta til dómstólanna úrskurði Ríkisskattanefndar um deilu- atriði vegna álags skatts á stóreignir í ennþá ríkari mæli, að efnisvörnum verði ekki við komið í máli þessu. Til vara kveðst hann þó muni ræða efnisvarnir gerðarþola. Lög nr, 44/1957 um skatt á stóreignir séu sett á formlega stjórnskipulegan hátt og brjóti í heild ekki í bága við 67. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 né neinar aðrar greinar hennar. Um heildarlagagildi þeirra sé enginn vafi, enda hafi Hæsti réttur dæmt eftir lögunum. Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna frá 10. desember 1948 hafi ekkert lagagildi á Íslandi og geti engu áorkað um lög- mæti íslenzkra laga, þótt Íslenzka ríkið gæti, ef til vill, orðið brotlegt við hana sem samningsaðili með setningu slíkra laga. Þá hefur deilan um lögmæti laganna verið lögð fyrir nefnd þá, sem ákveði, hvaða mál skuli tekin til dóms hjá Mannréttinda- dómstól Evrópu, en hún hafi úrskurðað hinn 20/12 1960, að 9 130 hvert ríki skyldi frjálst um tilhögun skattheimtu sinnar, og deilan um lögmæti laga nr. 44/1957 því ekki tekin fyrir. Það breytir engu um lagagildi skatts á stóreignir, þótt hann sé ekki færður á fjárlög. Fjárlögin séu að ýmsu leyti ófull- komin, og mikið fé, sem ríkið ráðstafar, sé aldrei á þau fært. Ef um galla sé að ræða á ríkisbókhaldi, gæti það talizt brot af hálfu ráðherra, en aldrei valdið ógildi laganna. Þá hafi Hæstiréttur þegar staðfest, að hér sé ekki um eigna- upptöku að ræða, heldur venjulega skattálagningu. Þau ákvæði 9. gr. laga nr. 44/1957, að skattur á stóreignir skuli renna að %% hluta til veðdeildar Búnaðarbanka Íslands og að % hlutum til Byggingarsjóðs ríkisins, valdi í engu ógildi skattálagningarinnar, hér sé um tvær ríkisstofnanir að ræða. Ríkisvaldið leggi skattinn á, innheimti hann og verji honum fyrirfram til ákveðinna þarfa. Þarna sé aðeins verið að binda ráðstöfunarrétt framkvæmdavaldsins um ráðstöfun skattfjár. Þá hafi og Hæstiréttur staðfest lögmæti 9. gr. laga nr. 44/1957 með dómi sínum frá 29. nóvember 1958 og fleiri dómum. Þá hafi Hæstiréttur enn fremur (29. nóvember 1958) ekki talið þá mismunun félagsforma, sem í lögunum felst, geta valdið ógildi þeirra. Reglur þær, sem notaðar hafa verið til að finna sannvirði hlutabréfa, séu aðeins verklagsreglur Ríkisskattanefndar, en gæti á engan hátt valdið ógildi laganna. Hann telur ekkert fram komið í máli þessu, sem valdi ógildi laganna í heild, né skatt- álagningar samkvæmt þeim. Þá mótmælir umboðsmaður gerðarbeiðanda öllum framkomn- um fasteignamötum, bréfum húsaleigunefnda og öðrum skjölum og útreikningum, viðvíkjandi verðmæti fasteigna, sem máli þessu algerlega óviðkomandi. Sér í lagi mótmælir hann álitsgerð um lóðaverð í Reykjavík (rskj. 31), þar sé einungis um fullyrð- ingar semjanda að ræða, en ekki óyggjandi rök, enda segi semj- andi sjálfur á bls. 1, að gagnaöflun um það mál sé mjög erfið og að hér sé ekki um endanlega afgreiðslu málsins af hans hálfu að ræða. Auk þess sé um engar lóðir í eigu gerðarþola að ræða, sem sérstaklega hafi verið hækkaðar í verði af matsnefndum. Enn fremur sé þess að geta, að mat fasteigna hér á landi hafi alltaf verið miðað við söluverðmæti, en aldrei við tekjuöflunar- möguleika (rentabilitet) þeirra. Húsaleigulög hér á landi séu úrelt og óraunhæf, enda hafi þau engin áhrif á verð fasteigna. Skattalækkun Fjármálaráðuneytisins vegna íþróttahúss Jóns Þor- 131 steinssonar sé skatteftirgjöf ráðherra vegna einstaks afbrigðilegs tilfellis, en þar sé ekki um neinar breytingar á almennum mats- og álagningarreglum laganna að ræða. Þá hefur umboðsmaður gerðarbeiðanda vísað til úrskurðar Ríkisskattanefndar (rskj. 14) um, að samkvæmt þeim venjum, sem skapazt hafi, skuli líta svo á, að fyrirframgreiddur arfur sé af þeim arfi, sem þegar sé fall- inn. Um reglur þær, sem síðan séu notaðar til ákvörðunar skatt- álagningarinnar, þegar tillit sé tekið til fyrirframgreiðslunnar, sé eins og með allar skattálagningar, þær séu matsatriði. Þá lýsti hann öll gögn þau, er vörðuðu hlutabréfaeign gerðar- þola í Samkomuhúsi Vestmannaeyja h/f, máli þessu óviðkom- andi, þar sem að í máli þessu sé ekki krafizt lögtaks fyrir stór- eignaskatti vegna þeirrar hlutabréfaeignar. Umboðsmaður gerðarþola mótmælir því eindregið sem rang- túlkun á lögum nr. 29/1885, að ekki verði öllum þeim efnisvörn- um, sem hann hafi fram sett í málinu, við komið. Það sé um tvær leiðir að ræða til að skjóta úrskurðum Ríkisskattanefndar til dómstólanna, sem báðar leiði til lokadóms Hæstaréttar. Þá sé mjög vafasamt, að málsskotsfrestur sá, sem um ræðir í 10. gr. laga nr. 44/1957, sbr. 23. gr. reglugerðar nr. 95/1957, sé ennþá liðinn, þar sem fjölmörg „stóreignaskattsmál“ séu ennþá fyrir dómstólunum óútkljáð, og geti úrslit þeirra valdið ennþá einum umreikningi skattsins, sbr. nú síðast dóm bæjarþings Reykjavíkur frá 8. febrúar s.l. um stórfellda lækkun á mats- verði hlutabréfa í Eimskipafélagi Íslands h/f. Þá hafi það ekki í för með sér missi réttar til þess að bera fram efnisvarnir Í málum samkvæmt 10. gr. laga nr. 44/1957, þótt málið sé ekki hafið, áður en umræddur 3 mánaða frestur sé útrunninn. Ekki geti talizt neinn vafi á því, að lög um skatt á stóreignir nr. 44/1957 brjóti í bága við stjórnarskrána svo og mannréttinda- yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 10. desember 1958 og loks við mannréttindasáttmála Evrópuráðsins frá 4. nóvember 1950 og lokabókun við hann frá 20, marz 1952, sbr. auglýsingu nr. 11 9. febrúar 1954. Hæstiréttur hafi ógilt með dómum sínum 29. nóvember 1958 og 7. desember 1959 mjög þýðingarmikil ákvæði í lögum nr. 44/1957, enda þótt hann afnæmi ekki lögin í heild. Umboðsmaður gerðarþola hélt því fram, enda þótt segja mætti, að lög nr. 44/1957 hafi verið sett á stjórnskipulegan hátt sam- kvæmt 44. og 45. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, þá hafi samt meðferð frumvarpsins á Alþingi brotið í bága við 1. mgr. 27. 132 gr. laga nr, 115/1936 um þingsköp Alþingis. Frumvarpið hafi raunverulega falið í sér breytingar á stjórnarskránni, án þess að þeirra væri getið í heiti frumvarpsins. Hafi því forseta þing- deildar, sem um það fjallaði, borið að vísa því frá. Þetta hafi ekki verið gert, og ekki hafi heldur verið rofið þing og efnt til nýrra kosninga samkvæmt 79. gr. stjórnarskrárinnar og lögin síðan lögð fyrir Alþingi á ný. Séu lög nr. 44/1957 því eigi gild og skattálagning samkvæmt þeim markleysa. Hann heldur því fram, að skattstigi laga nr. 44/1957 sé svo hár, að eigi verði talið, að um skatt sé að ræða, heldur sé hér verið að framkvæma upptöku á eignum skattþegna þeirra, sem skattskyldir séu taldir samkvæmt lögunum. Þetta verði aug- ljóst, þegar þess sé gætt, að samkvæmt 5. gr. laganna geti skatt- urinn numið allt að 25% af þeim eignum skattþegns, sem hon- um er gert að greiða skatt af. Með þessu fari löggjafinn út fyrir öll mörk þess, að um skatt geti verið að ræða, en skattar megi ekki verða hærri en svo, að þeir verði greiddir af tekjum skattþegnsins á einu ári. Ella sé ekki um skatt að ræða. Þetta verði enn ljósara, þegar haft sé í huga, að lagður hafi verið stór- eignaskattur svokallaður á eignir manna með lögum nr. 22/1950, og hafi margir þeirra gjaldenda, sem skattlagðir séu samkvæmt lögum nr, 44/1957 og einnig voru skattlagðir 1950, aðeins lokið greiðslu á þriðjungi þess skatts. Þessi svokallaða skattálagning samkvæmt lögum nr. 44/1957 sé því hrein eignaupptaka, sem brjóti algerlega í bága við 67. gr. stjórnarskrárinnar um frið- helgi eignarréttarins, og sé reyndar líka andstæð 69. gr. hennar, þar sem segja megi, að hún feli einnig í sér ólögmæt höft á atvinnufrelsi manna. Eignaupptaka sem þessi verði ekki heldur réttlætt samkvæmt þeim réttarreglum, sem almennt gildi um upp- töku eigna og byggðar séu á því, að brot hafi verið framið, þar sem ekkert slíkt hafi átt sér stað af hálfu gerðarþola. Þegar nú þannig sé ástatt, að álögur þær eða svonefndur skattur, sem lög nr. 44/1957 geri ráð fyrir, geti hvorki talizt skattur né lög: mæt upptaka eigna (confiscatio), hljóti skattálagning samkvæmt nefndum lögum að dæmast markleysa ein. Umboðsmaður gerðarþola benti enn á það máli sínu til stuðn- ings, að samkvæmt 42. gr. stjórnarskrárinnar skuli leggja fyrir Alþingi frumvarp til fjárlaga, sem feli í sér greinargerð um tekjur og gjöld ríkisins, enda megi ekki samkvæmt 41. gr. stjórn- arskrárinnar greiða neitt gjald úr ríkissjóði, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum. Nú verði eigi séð, að 133 skattur af stóreignum samkvæmt lögum nr. 44/1957 sé talinn til tekna á fjárlögum, né heldur séu greiðslur til þeirra aðilja, veðdeildar Búnaðarbankans og Byggingarsjóðs ríkisins, sem skatt- urinn rennur til samkvæmt 9. gr. laganna, færðar til gjalda á fjár- eða fjáraukalögum. Þetta sé ágalli af löggjafans hálfu, og sýni það eitt með öðru, að ekki sé í reynd um lögmætan skatt að ræða, sem stjórnarvöld afli ríkissjóði til úrbóta á fjárhags- kerfi ríkisins, enda eigi þetta gjald, svo sem nefnd 9. gr. mæli fyrir um, að renna til ákveðinna stofnana, en ekki í ríkissjóð. Komi þar enn í ljós, að gjaldið geti ekki verið skattur í þess orðs réttu merkingu, því að skattur sé almennt gjald til ríkisins til þess að standa straum af stjórn landsins og kosta það skipu- lag, sem halda verði uppi í því skyni. Umboðsmaður gerðarþola kvað það enn fremur stuðla að ógildi laganna, að skattþegnum landsins sé stórlega mismunað með ákvæðum laganna. Þetta komi fram í því, að margir stærsiu skattþegnar landsins séu alveg undanþegnir skatti, þar sem skatt- gjaldið sé einungis lagt á einstaklinga, en ekki félög, sem eigi þó mörg miklu meiri eignir en nokkur einstakur maður hér- lendur. Upphaflega hafi skatturinn verið lagður á 609 einstakl- inga, þar af 94 konur, flestar ekkjur, en vegna allra þeirra miklu breytinga, sem orðið hafa, er dómstólar hafi ógilt ákvæði lag- anna eitt af öðru, hafi skattskyldir stóreignaskattgreiðendur að- eins verið orðnir 303 í desember s.l., og allar líkur bendi ti þess, að þeim komi enn til með að fækka. Við fyrstu álagningu hafi skatturinn numið réttum 136 milljónum króna, en sé nú nálægt 66 milljónum. Auk þessara atriða bendir hann á ákvæði "7. gr. laganna, sem leggi á félög ábyrgð á greiðslu þess skatts, sem einstökum félags- mönnum sé gert að greiða vegna eignar sinnar í félögum. Með þessu ákvæði sé lögð á einn aðilja ábyrgð á skatti annars aðilja, án þess þau tengsl séu milli þeirra, sem réttlæti slíka reglu, og verði þetta þeim mun fráleitara, sem félögin séu ekki skatt- skyld sjálf eða beri sjálfstæða skattskyldu samkvæmt öðrum ákvæðum laganna. Umboðsmaður gerðarþola telur höfuðgalla á lögum nr. 44/ 1957, að eignamatsreglur 2. gr. laganna geti auðveldlega leitt til þess, að eignir verði ofmetnar til skatts, auk þess sem gjald- endum sé mjög mismunað með ákvæði 1. tölul. 2. gr. um 20% frádrátt frá matsverði húsa þeirra, sem þar séu nefnd. Hér verði allir skattþegnar að eiga sama rétt. Sömu rök gildi og um ákvæði 134 3. gr. sömu laga, er undanþiggja sparifjárinnstæður o. fl. skatti og valdi því, að mismunandi skattreglur gildi fyrir einstaklinga eftir því, hver eign þeirra sé, Að þessu sama hnigi og ákvæði 4. gr. Umboðsmaður gerðarþola hélt því fram, að matsreglur 2. gr. laga nr. 44/1957 sköpuðu svo mikið misrétti og misræmi, að það eitt væri nægilegt til þess að valda ólögmæti allrar skatt- álagningarinnar. Fyrst og fremst séu það reglurnar um mat á fasteignum, en fasteignir skyldu til skattálagningar metnar samkvæmt lögum nr. 33/1955, er gengu í gildi hinn 1. maí 1957 og virkuðu því aftur fyrir sig, er farið skyldi eftir þeim um skattmat fasteigna hinn 31/12 1956. Skattmat til stóreignaskatts ætti að byggjast á lögum um fasteignamat nr. 77/1945. Þá taldi hann algers handahófs gæta um lóðamat og einkum um hækkanir lóðamatsnefnda. Vísaði hann máli sínu til stuðnings til álits- gerðar um, „Hvort fullkomið samræmi sé í lóðaverði í Reykja- vík, eins og það er eftir hækkanir landsnefndar, sem starfaði samkvæmt lögum nr. 33/1955, og úrskurði yfirmatsnefndar á kærum vegna þeirra hækkana“, sbr. rskj. 31 og meðfylgjandi uppdrátt, rskj. 52. Kvað hann álitsgerð þessa samda af þeim manni, sem nú væri allra manna kunnugastur um verð lóða og fasteigna í Reykjavík, og taldi hann sanna, að algers handahófs hefði gætt um lóðamatið. Þá kvaðst hann ekki hafa haft aðgang að gerðabókum eða öðrum gögnum matsnefndanna og því ekki seta nánar skýrt, hvernig þeir hefðu fengið þessar niðurstöður sínar. Taldi hann sig sanna það með framlagningu fyrrnefndrar álitsgerðar og öðrum skjölum, varðandi fasteignamat, að þar gætti slíks misræmis og handahófs, að ónýta beri allar þær matsgerðir, sem lagðar væru til grundvallar um verðmæti fast- eigna stóreignaskattsgreiðenda í Reykjavík, og þar með lögin sjálf og alla skattálagninguna. Hæstiréttur gæti breytt sínum dómspraksis um gildi laga nr. 44/1957 um skatt á stóreignir, ef hann yrði sannfærður um hið gagnstæða. Þá taldi hann sig sanna, að hámarksverð á hlutabréfum í Samkomuhúsi Vest- mannaeyja væri nafnverð þeirra. Umboðsmaður gerðarþola ræddi þá um hina umdeildu fyrir- framgreiðslu upp í arf til barna gerðarþola. Full heimild væri til hennar, sbr. 13. gr. erfðalaga nr. 42/1949. Hún hefði farið fram 15. desember 1956 og því fyrir þann tíma, 31/12 1956, er eignir þeirra, sem gert væri að greiða stóreignaskatt, skyldu miðast við, sbr. hæstaréttardóm "7. desember 1959. Þá taldi hann 135 arfláta hafa ótvíræðan rétt til þess að ákveða það sjálfur, hvort hann greiddi af sínum hluta búsins eða hinum fallna föðurarfi, en fyrir lægi í málinu ótvíræð yfirlýsing hans um, að hann hefði greitt hinn fyrirframgreidda arf af sínum búshluta. Með lögum nr. 44/1957 um skatt á stóreignir var ákveðið að leggja sérstakan skatt á ýmsa gjaldendur, sem féllu undir viss ákvæði laganna. Allir þeir einstaklingar, sem áttu meira en eina miljón króna í hreinni eign, skyldu greiða skatt þenna, og geyma lögin ýmis fyrirmæli um það, hvernig sá skattstofn skuli fundinn. Ein af þeim, sem gert var að greiða skatt þenna, var gerðarþoli í máli þessu, frú Soffía E. Haraldsdóttir, Tjarnargötu 36, hér í bæ, og var henni upphaflega gert að greiða kr. 252.- 214.00. Er fram komið í máli þessu, að hún hefur á ýmsan hátt reynt að hnekkja skattálagningu þessari með kærum til skatt- stjórans í Reykjavík og síðan með kærum til Ríkisskattanefndar. Hefur skattálagning hennar tekið miklum breytingum á tíma- bilinu, ýmist til lækkunar eða hækkunar, en nemur nú, er úr- skurður þessi er upp kveðinn, kr. 223.559.00, þar af vegna dánar- bús látins eiginmanns hennar, Sveins M. Sveinssonar, kr. 76.597.00 og vegna hennar sjálfrar kr. 146.762.00. Gerðarþoli neytir ekki þess réttar síns samkvæmt 10. gr., 1. mgr., laga nr. 44/1957, sbr. 23. gr., 3. mgr., reglugerðar nr. 95/ 1957, að skjóta úrskurði Ríkisskattanefndar til dómstólanna innan þriggja mánaða frá uppkvaðningu úrskurðar Ríkisskattanefndar. Ekki fær rétturinn séð, að við það hafi hún misst neinn rétt til þess að bera fyrir sig varnir um lögmæti skattálagningar- innar, enda ekki allir úrskurðir Ríkisskattanefndar gengnir, þeg- ar tollstjórinn í Reykjavík f. h. ríkissjóðs hefst handa um inn- heimtu skattsins með kröfu sinni um lögtaksgerð fógetaréttarins. Gildi laga nr. 44/1957 varð þegar frá setningu þeirra mjög umdeilt, bæði einstakra ákvæða laganna og laganna í heild. Hafa þegar gengið dómar í nokkrum málum um þessi atriði. Hæstiréttur hefur ógilt ýmis ákvæði laganna, en ekki talið ástæðu til að ógilda þau í heild. Ekki fær rétturinn séð, að neitt það hafi komið fram í máli þessu, sem ótvírætt geti valdið ógildi laganna og þar með skattálagningar samkvæmt þeim. Verður aðalkrafa gerðarþola því ekki tekin til greina. Mat lóða og fasteigna. Þótt því hafi verið haldið fram í málinu, að misræmis gæti um lóðamat í Reykjavík, liggur ekkert fyrir um það, hvernig matsnefndir hafi komizt að niðurstöðum sínum um matsfjár- 136 hæðir, og fær rétturinn ekki séð, að neitt hafi komið fram í málinu, sem ótvírætt valdi ógildi fasteigna- og lóðamats sam- kvæmt reglum laga nr. 44/1957 og þar með skattálagningar- innar samkvæmt þeim. Útreikningur skattsins, byggður á öðr- um reglum um mat en í lögum nr. 44/1957 er fyrir mælt, hefur enga stoð í lögum. Varakrafa gerðarþola verður því ekki tekin til greina. Hinn fyrirfram greiddi arfur. Með dómi Hæstaréttar 7/12 1959 er því slegið föstu, að lög- lega og kvaðalaust fyrirfram greiddur arfur á árinu 1956 skuli ekki talinn með eignum arflátans, þegar þær eru metnar til stóreignaskatts. Ekki verður séð af gögnum málsins, að afhending gerðarþola á hlutabréfum í Klappareigninni h/f til fjögurra barna sinna hafi verið neinum skilyrðum bundin. Hvert barn fær að nafn- verði hlutabréf, að upphæð kr. 12.000. 00, eða samtals því greitt úr búinu upp í fyrirfram greiddan arf hlutabréf, að nafnvertði kr. 48.000.00. Afhending fór fram hinn 15. desember 1956, og verða hluta- bréf þessi þá kvaðalaust eign arftakanna Bergljótar, Haralds, Leifs og Sveins, sem öll eru börn gerðarþola og látins eigin- manns hennar, Sveins M. Sveinssonar, Engum mótmælum hefur verið hreyft um lögmæti arfsafhendingarinnar undir rekstri máls þessa. Rétturinn verður að líta svo á, að gerðarþoli, sem situr í óskiptu búi, hafi haft heimild til að afhenda hvern þann hluta eigna búsins, sem hún sjálf óskaði, upp í fyrirfram greiddan arf, enda hafi hún fullt frjálsræði til hvaða ráðstafana um með- ferð fjármuna búsins, svo fremi að bær brjóti ekki í bága við lög almennt. Jafnframt verður rétturinn að líta svo á, að lög- lega og kvaðalaust fyrirfram greiddur arfur sé ekki lengur eign arfláta né félags- og dánarbús þess, sem hún situr í. Verður því að telja, að hinn fyrirfram greiddi arfur sé í máli þessu alveg óviðkomandi gerðarþola og dánar- og félagsbúi því, sem hún situr í, er reiknaður er stóreignaskattur gerðarþola, miðað við hreina eign 31/12 1956, og skipti það engu máli, hvert andlag hins fyrirfram greidda arfs sé (fasteign, hlutabréf, peningar o. s. frv.). Rétturinn lítur svo á, að ákvæði 3. mgr. 4. gr. laga nr. 44/ 1957 um, að eignum dánarbús skuli skipt á erfingja samkvæmt reglum erfðalaga, eigi ekki við um hinn fyrirfram greidda arf, 137 þar sem hann er ekki eign arfláta og því alveg óviðkomandi álagningu stóreignaskatts á hann. Hlutabréfin ber aðeins að draga frá grunnskattsseign félags- og dánarbús arfláta á nafnverði, eins og skattstofan hefur gert og lög nr. 44/1957 ákveða. Hér verður að líta svo á, að hinn fyrirfram greiddi arfur hafi verið greiddur af búinu í heild, en hér sé hvorki um sérstakan móður- eða föðurarf að ræða, enda skiptir það ekki máli í þessu máli, þar sem hér er aðeins um þann stóreignaskatt að ræða, sem lagður er á gerðarþola persónulega, þ.e.a.s. grunnskatt eigna hans. Þetta hefur skattstofan gert, er hún dregur nafnverð hlutabréfanna frá búinu í heild, þegar hún reiknar út grunnskattseign félags- og dánarbúsins. Rétturinn verður að líta svo á, að þrautavarakrafa gerðarþola verði ekki tekin til greina, þar sem hún er byggð á útreikning- um, sem byggðir eru á þeirri forsendu við útreikning skatt- álagningarinnar, að tekið er tillit til matsverðs hlutabréfa þeirra, sem þegar eru greidd fyrirfram í arf, eins og þau eru metin til stóreignaskattsálagningar við útreikning skatts gerðarþola samkvæmt álagningarreglum Ríkisskattanefndar, þ. e. ákvæð- um 3. mgr. 4. gr. laga nr. 44/1957. Þegar lögtaks er fyrst krafizt í máli þessu hinn 5. ágúst 1960, er hinn vangoldni stóreignaskattur að upphæð kr. 89.486.00. Sá skattur er þannig fundinn: Grunnskattseign gerðarþola er kr. 1.189.649.00, arfahluti kr. 382.785.00 eða samtals kr. 1.572.- 434.00, þar af reiknast henni sjálfri 15% af kr. 189.649.00 eða skattur kr. 28.447.00, síðan er hlutur hennar í dánarbúinu, þ.e.a.s. 15% af kr. 310.351.00, skattur kr. 46.552.65, og 20% af kr. 72.434.00 eða skattur kr. 14.486.80, samtals kr. 61.039.00, eða samtals skattur sá, sem lagður er á hana sjálfa og dánarbúið, alls að upphæð kr. 89.486.00. Rétturinn verður að líta svo á, að álagning þessi sé í sam- ræmi við ákvæði laga nr. 44/1957. Viðbót þá á stóreignaskatt, sem Ríkisskattanefnd gerir gerðar- þola síðan undir rekstri málsins að greiða, þ. e. kr. 118.515.00 vegna sín og kr. 15.558.00 vegna dánarbúsins, álítur rétturinn álagða samkvæmt starfsreglum Ríkisskattanefndar, sem fái ekki staðizt samkvæmt ákvæðum laga nr. 44/1957, og skattinn því ekki lögtakshæfan. Krafa gerðarþola um lögtak fyrir samtals kr. 223.559.00 verður því ekki tekin til greina. Í þessu máli er ekki krafizt lögtaks fyrir stóreignaskatti þeim, sem lagður er á gerðarþola vegna hlutabréfaeignar hennar í 138 Samkomuhúsi Vestmannaeyja, frekar en annarra eigna hennar í hlutabréfum. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, verður niðurstaða réttarins sú, að rétt þykir að leyfa lögtak fyrir kr. 89.486.00 á ábyrgð gerðarbeiðanda auk umkrafinna dráttarvaxta. Eftir at- vikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Því úrskurðast: Lögtak skal fram fara fyrir kr. 89.486.00 á ábyrgð gerð- arbeiðanda auk dráttarvaxta, 6% paa. frá 16/8 1958 til 31/1 1959 og 12% p.a. frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaður falli niður. Mánudaginn 10. febrúar 1964. Nr. 93/1963. Ólafur B. Jónasson (Gunnar M. Guðmundsson hrl.) Segn Erlingi Ólafssyni (Þorvaldur Þórarinsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason, Giz- ur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessor Ármann Snævarr. Bifreiðar. Skaðabætur. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 24. júlí 1963, að fengnu áfrýjunarleyfi samkvæmt 16. gr. laga nr. 57/1962. Krefst hann sýknu af kröf- um stefnda og málskostnaðar úr hans hendi í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur og áfrýjanda dæmt að greiða honum málskostnað í Hæstarétti. Með vísan til raka héraðsdóms má fallast á, að nægjan- lega sé sannað, að frá bifreið áfrýjanda hafi komið steinn sá, er í málinu greinir. 139 Bifreiðir málsaðilja rákust ekki á, þegar atvik það gerð- ist, sem lýst er í héraðsdómi. Ákvæði 68. gr. umferðarlaga nr. 26/1958 tekur því ekki til þessa tilviks samkvæmt orð- anna hljóðan. Þau rök, sem ætla má að Hegi tl grund- vallar lagaákvæði þessu og látin eru leiða til þess, að beitt er hinni almennu skaðabótareglu, eiga ekki nema öðr- um þræði við um steinkast af völdum bifreiða, er steinn lendir á annarri bifreið á ferð, en að mestu leyti eiga hér við sömu sjónarmið og þau, sem búa að baki bótareglum 67. gr. umferðarlaga. Þykir því ekki unnt að beita 68. gr. umferðarlaga með rýmkandi lögskýringu eða lögjöfnun um tjón það, er um ræðir í máli þessu. Með þessum athugasemdum ber að staðfesta hinn áfrýj- aða dóm. Samkvæmt þessum úrslitum verður áfrýjanda dæmt að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, er ákveðst kr. 3.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Ólafur B. Jónasson, greiði stefnda, Erlingi Ólafssyni, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 3.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði Gizurar Bergsteinssonar hæstaréttardómara. Hinn 19. júlí 1959 ók stefndi bifreið sinni, R 8878, austur Suðurlandsbraut. Um sama leyti ók áfrýjandi bifreið sinni, R 6944, vestur sömu braut. Bifreiðarnar fóru hvor fram hjá hinni rétt hjá Baldurshaga, og hrökk þá að sögn stefnda og farþega í bifreið hans steinvala í framrúðu á bifreið stefnda, vinstra megin, og braut hana. Ætla verður, eftir aðstæðum, að steinninn hafi flogið undan bifreið áfrýj- anda og að um hreina óhappatilviljun hafi verið að tefla, þar sem áfrýjandi ók, að því er séð verður, gætilega og löglega. 140 Af 68. gr. umferðarlaga nr. 26/1958 leiðir, að eigandi öku- tækis ber eigi skaðabótaábyrgð, þá er ökutæki hans lendir af óhappatilviljun og án sakar stjórnanda þess í árekstri við annað ökutæki og veldur tjóni á því. Til grundvallar þessu ákvæði eru þau rök, að ökutæki í notkun stofni hvert öðru í mikla hættu. Í þessa áhættu leggur eigandi ökutæki sitt, þá er hann hefur það í notkun. Það sé því óeðlilegt, að eigendur ökutækja beri hver gegnt öðrum skaðabóta- ábyrgð vegna tjóns, sem eitt ökutæki veldur öðru, nema gáleysi stjórnanda eða umráðanda þess sé til að dreifa. Það er ljóst, að þessi undirstöðurök 68. gr. eiga, eigi síður en um árekstur, við um það atvik, er steinn þeytist af óhappatilviljun og án sakar stjórnanda ökutækis frá því á annað ökutæki. Lögskýra skal ákvæði laga þannig, að sam- ræmi fáist og gersamlega eðlislík tilvik hliti, eftir því sem kostur er, sömu lagareglu. Samkvæmt þessum meginstöf- um þykir sá einn kostur vera fyrir hendi að heimfæra undir ákvæði 68. gr., en eigi undir hina algeru ábyrgðar- reglu 67. gr., það tilvik, er steinn flýgur undan einu öku- tæki og á annað ökutæki og veldur tjóni á því. Í tilviki því, sem í máli þessu greinir, bendir ekkert til þess, að áfrýjandi hafi með ógætni valdið steinflugi því, er olli tjóni á bifreið stefnda. Það brestur því lagaheimild til að dæma skaðabætur á hendur áfrýjanda, og ber að sýkna hann af kröfum stefnda. Eftir atvikum þykir málskostnaður í héraði og fyrir Hæsta- rétti mega falla niður. Dómsorð: Áfrýjandi, Ólafur B. Jónasson, á að vera sýkn af kröf- um stefnda, Erlings Ólafssonar, í máli þessu. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 25. maí 1963. Mál þetta, sem dómtekið var 13. þ. m., hefur Erlingur Ólafs- son, nú til heimilis að Rauðalæk 4 í Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 29. júní 1961, gegn Ólafi B. Jónassyni, Sólheimum 20 í Reykjavík, til greiðslu skuldar, að 141 fjárhæð kr. 4.927.00, ásamt 8% ársvöxtum frá 19. júlí 1959 til greiðsludags og málskostnaðar að mati dómarans. Stefndi hefur krafizt algerrar sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hans hendi að mati dómarans. Vátryggingafélaginu h/f í Reykjavík hefur verið stefnt til réttargæzlu. Engar sjálfstæðar kröfur hafa verið gerðar á hend- ur félaginu, og það hefur og ekki haft uppi kröfur í málinu. Stefnandi lýsir málsatvikum á þá leið, að hann hafi ekið bif- reið sinni R 8878 sunnudaginn 19. júlí 1959 milli klukkan 1515 og 1530 austur Suðurlandsveg. Rétt hjá Baldurshaga hafi hann mætt Volkswagen-bifreiðinni R 6944, sem var á vesturleið. Í því er bifreiðarnar hafi mætzt, hafi steinn hrokkið undan hjóli R 6944 og lent á framrúðu bifreiðar stefnanda með þeim afleið- ingum, að hún brotnaði. Stefndi hafi ekki viljað við atvik þetta kannast og hefur neitað frekari afskiptum af því tilefni og með því neytt stefnanda til málssóknar þessarar. Stefnandi hefur skýrt svo frá fyrir dómi, að hann hafi ekið bifreið sinni austur Suðurlandsveginn á um 60 km hraða, miðað við klukkustund. Í þann mund, er bifreiðarnar hafi mætzt, hafi steinn hrokkið í framrúðu bifreiðar hans vinstra megin og brotið hana, Hafi steinninn komið frá hægri hlið og farið yfir vélarhlífina. Hafi hann séð steininn á vélarhlífinni, eftir að hann hafði farið í rúðuna, og hafi hann síðan runnið af vélar- hlífinni og niður á veginn. Steinninn hafi verið eins og lítið hænu- egg á stærð við örverpi. Hljóti steinninn að hafa hrokkið undan hjóli R 6944, enda hafi hann séð svif steinsins, í því er hann hafi skollið á rúðunni. Engin ónnur mannaferð hafi verið þarna samtímis. Er bifreiðarnar hafi mætzt, hafi hann þekkt stefnda undir stýri hennar, enda hafi hann vitað um margra ára skeið, hver stefndi væri. R 6944 hafi verið ekið áfram án þess að stöðva. Hafi hann því snúið bifreið sinni við og veitt R6944 eftirför. Á afleggjara, sem liggur niður að Elliðavatni, hafi hann náð R 6944 og fengið stefnda til að nema staðar. Hafi hann skýrt honum frá atvikum. Stefndi hafi ekki viljað við það kannast að eiga sök á rúðubrotinu, og hafi þeir hætt orðræðum við svo búið. Stefnandi kvaðst helzt telja, að steinninn hafi hrokkið undan framhjóli R 6944, en kvaðst þó ekki geta um það fullyrt, hvort steinninn hafi komið undan framhjóli eða afturhjóli R 6944. Stefnandi kvað R 6944 hafa verið ekið um það bil á 40 til 50 km hraða, miðað við klukkustund, er bifreiðarnar hafi mætzt. Hann kvað vinstri handar stýri vera í bifreið sinni. 142 Vitnið Arnþrúður Þ. Eiríksdóttir, eiginkona stefnanda, en unnusta hans, er hér um ræddur atburður skeði, kvaðst hafa setið í framsæti R 8878 hægra megin. Kvaðst hún hafa snúið sér til vinstri og verið að tala við farþega þá, sem setið hafi aftur í bifreiðinni. Kvaðst vitnið hafa séð, að brestur kom í fram- rúðuna, og einnig hafi það heyrt smell. Taldi vitnið, að smellurinn hafi heyrzt, um leið og bresturinn kom í rúðuna, en ekki kvaðst vitnið hafa séð neitt koma í rúðuna. Sagði vitnið, að er atburð- ur þessi hafi átt sér stað, hafi þau mætt Volkswagen-bifreið, og hafi hún verið sú eina bifreið, sem nálæg var. Hafi bifreið þessi verið einhvern veginn gráleit, blágrá eða grængrá. Vitnið Stefanía Sigurðardóttir, er var farþegi í aftursæti R 8878, kvaðst hafa séð eins og skugga bera fyrir, og síðan hafi rúðan brotnað. Ekki kvaðst vitnið muna, hvort það hafi heyrt nokkurt hljóð, um leið og þetta hafi skeð. Er atburður þessi hafi skeð, hafi aðeins ein bifreið verið nálæg á veginum, en vitnið mundi ekki, hver afstaða þeirrar bifreiðar hafi verið til R 8878. Vitnið kvað bifreið þá, er stefnandi hafi veitt eftirför og síðan stöðv- að, hafa verið hina sömu og nálæg var, er rúðan brotnaði. Þriðji farþeginn í bifreið stefnanda, Hildigunnur Magnúsdóttir, var látin, er vitnayfirheyrslur fóru fram í málinu, en á skýrslu stefnanda um atburðinn, sem fyrir liggur í málinu, hafði Hildi- gunnur vottað, að rétt væri frá skýrt hjá stefnanda um at- burðinn. Stefndi hefur skýrt svo frá fyrir dómi, að hann hafi ekið bifreið sinni umræddan sunnudagseftirmiðdag eftir Suðurlands- vegi. Hafi hann verið að aka sér til skemmtunar í nágrenni bæjarins, og hafi hann ekið eftir Suðurlandsvegi ofan úr Heið- mörk áleiðis til Reykjavíkur. Hafi hann beygt út af veginum við Rauðalæk og hugðist aka gegnum sumarbústaðahverfið við Elliða- vatn. Hafi stefnandi þá komið akandi, og þar sem hann hafi virzt hafa erindi við sig, hafi hann stöðvað bifreið sína. Hafi stefnandi þá komið og skýrt frá því, að steinn hafi hrokkið í framrúðu bifreiðar hans frá bifreið stefnda. Hafi sér komið þetta algerlega á óvart, enda hafi hann ekki vitað til þess, að hafa mætt bifreið stefnanda né að steinn hafi hrokkið frá bifreið sinni. Þar sem hann hafi talið sér óhapp stefnanda óviðkom- andi, hafi hann ekki frekari orðaskipti átt við stefnanda, en ekið á brott. Stefndi kvað bifreið sína hafa verið Volkswagen- bifreið, og hafi hún á þessum tíma verið blásanseruð á lit. Stefnandi byggir kröfu sína á því, að stefndi beri fébóta- 143 ábyrgð á tjóni því, er hann varð fyrir, samkvæmt ákvæðum 67. gr. umferðarlaga nr. 26 frá 1958. Stefndi styður sýknukröfu sína þeim rökum í fyrsta lagi, að ósannað sé með öllu, að steinn sá, sem orsakaði rúðubrotið á bifreið stefnanda, hafi hrokkið undan hjóli bifreiðar hans. Í annan stað styður hann sýknukröfu sína þeim rökum, að jafn- vel þótt talið yrði sannað eða gert nægilega sennilegt með lík- um, að tjón stefnanda hafi stafað af bifreið hans, þá bresti allt að einu skilyrði til að fella á stefnda fébótaábyrgð af þeim sök- um. Tjónið hefði þá hlotizt við þær aðstæður, að tvær bifreiðar voru að mætast, en tjón, sem á annarri hvorri bifreiðinni verði undir þeim kringumstæðum, falli utan sviðs hinnar sérstöku ábyrgðarreglu í 67. gr. umferðarlaga, en af því leiði, að skilyrði fébótaábyrgðar séu, að tjónþoli sanni sök á þann, sem hann sækir til bóta. Slíka sök hafi stefnandi ekki sannað. Stefndi hefur viðurkennt að hafa ekið bifreið sinni í átt til Reykjavíkur á umræddum slóðum greindan sunnudagseftirmið- dag, þótt hann minnist þess ekki að hafa mætt bifreið stefnanda. Af skýrslu stefnanda og vitna þykir hins vegar verða talið sann- að, að það hafi verið bifreið stefnda, sem mætti bifreið stefn- anda, þegar margnefndur atburður skeði. Því er eigi mótmælt af hálfu stefnda, að steinn hafi hrokkið í rúðuna á bifreið stefnanda og brotið hana. Það liggur hins vegar eigi fullkomlega ljóst fyrir, hvaðan steinninn kom. Vitnin hafa ekki getað um það borið, og stefnandi aðeins, að hann hafi séð hann koma frá hægri hlið og yfir vélarhlífina. Talið verður sannað með framburði stefnanda og vitnanna, að ein- göngu bifreið stefnda hafi verið nálæg, er atburðurinn skeði, og að þær hafi þá verið að mætast. Þegar það er virt og með tilliti til þess, að yfirgnæfandi líkur eru fyrir því, að steinninn hafi fremur hrokkið frá bifreið stefnda, heldur en frá bifreið stæfnanda, þykir bera að leggja það til grundvallar dómi í mál- inu. Ber því að leggja á stefnda fébótaábyrgð á tjóni því, sem stefnandi varð fyrir af þessum sökum, samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 67. gr. umferðarlaga nr. 26 frá 1958, enda verður eigi talið, að önnur ákvæði laganna um fébótaábyrgð eigi við um atvikið. Stefndi hefur ekki mótmælt fjárhæð stefnukröfunnar, og verður hún því að fullu tekin til greina ásamt vöxtum, sem ákveðast 6% frá 19. júlí 1959 til 22. febrúar 1960, 8% frá þeim degi til 29. desember s. á. og 7% frá þeim degi til greiðsludags. 144 Samkvæmt þessari niðurstöðu, ber stefnda að greiða stefn- anda málskostnað, er hæfilegur ákveðst kr. 1.500.00. Emil Ágústsson borgardómari kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Stefndi, Ólafur B. Jónasson, greiði stefnanda, Erlingi Ólafssyni, kr. 4.927.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 19. júlí 1959 til 22. febrúar 1960, 8% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desember s. á. og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðslu- dags svo og kr. 1.500.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 17. febrúar 1964. Nr. 150/1963. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Barry William Green (Gísli G. Ísleifsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason, Giz- ur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessor Theodór B. Líndal. Fiskveiðibrot. Dómur Hæstaréttar. Eftir uppsögu héraðsdóms hefur Jónas Sigurðsson, skóla- stjóri Stýrimannaskólans, markað á sjóuppdrátt eftirtalda staði togara ákærða 5. júní 1963, og reyndust þeir vera fyrir innan 6 sm fiskveiðimörkin, svo sem hér segir: Kl. 1308 um 2.5—2.6 sm, — 115 — 20 21 — — 1321 — 19 sm, — 1330 — 09 — Staður varðskipsins og togarans kl. 1349 reyndist sam- 145 kvæmt mörkun skólastjórans vera um Í.3 sm utan 6 sm fiskveiðimarkanna. Ákærði lýsti því fyrir skipherra varðskipsins, 1. stýri- manni varðskipsins og sjómælingamanni á varðskipinu, að hann hefði tekið inn botnvörpuna kl. 1315. Síðar vildi ákærði ganga frá yfirlýsingunni. Skipherrann kveðst hafa greint skýrt gegnum sjónauka, að vörpupokinn var dreg- inn inn í togarann kl. 1322. Þá bera 3. stýrimaður varð- skipsins, háseti á því og nefndur sjómælingamaður, að þeir hafi gegnum sjónauka séð vörpupokann dreginn upp. Enn bera 1. og 2. stýrimaður varðskipsins og hásetar, sem fóru yfir í togarann, að veiðarfæri hans hafi verið rennblaut og ýsa á þilfari með lifsmarki. Samkvæmt framburði vél- stjórans á togaranum hafði togarinn haft til umráða 10 mínútur, frá þvi botnvarpa hans festist í botni og til þess tima, er fyrsta mæling varðskipsins var gerð. Bendir þessi skýrsla til, að varpan hafi festst í botni innan 6 sm fisk- veiðimarkanna, þar sem með ólíkindum er, að togarinn hafi siglt 2.5—-2.6 sm inn fyrir fiskveiðimörkin á þessum 10 mínútum. Með skírskotun til framanskráðra athugana, verður að telja sannað, að ákærði hafi hinn 5. júní 1963 gerzt sek- ur um botnvörpuveiðar innan 6 sm fiskveiðimarkanna, og ber að refsa honum samkvæmt lagaboðum þeim, er í ákæru greinir, enda stendur tímaákvörðun ákærunnar þessari nið- urstöðu eigi í vegi, sbr. 3. mgr. 118. gr. laga nr. 82/1961. Að þessu athuguðu og með tilliti til þess, að 1951.09 pappirs- krónur jafngilda nú 100 gullkrónum, þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin kr. 260.000.00 sekt til Landhelgissjóðs Ís- lands, og komi varðhald 8 mánuði í stað sektar, ef hún verður eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um upptöku og málskostnað eiga að vera óröskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 10.000.00, og laun verjanda sins fyrir Hæstarétti, kr. 10.000.00. 10 146 Dómsorð: Ákærði, Barry William Green, greiði kr. 260.000.00 sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi varðhald 8 mánuði í stað sektar, ef hún greiðist eigi innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um upptöku og málskostnað eiga að vera óröskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 10.000.00, og laun verjanda síns fyrir Hæstarétti, Gísla Ísleifs- sonar hæstaréttarlögmanns, kr. 10.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Suður-Múlasýslu 8. júní 1963. Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er af ákæruvaldsins hálfu höfðað með ákæru, útgefinni í dag, á hendur ákærða, Barry William Green, til heimilis að 28 Cambridge Road, Grimsby, Englandi, skipstjóra á brezka togaranum Northern Sky, GY 427, fyrir að hafa gerzt sekur um fiskveiðabrot samkvæmt 2. gr. reglu- gerðar nr. 3 frá 11. marz 1961 um fiskveiðilandhelgi Íslands, sbr. lög nr. 44 5. apríl 1948 og lög nr. 33 19. júní 1922, sbr. enn fremur 1. mgr. 1. gr. laga nr. 5 18 maí 1920 um bann gegn botnvörpuveiðum sbr. 1. gr. laga nr. 6 17. febrúar 1959 um breyt- ingu á þeim lögum, með því að vera að botnvörpuveiðum á nefnd- um togara í Lónsbugt miðvikudaginn 5. júní 1963 á tímabilinu kl. 1230 til kl. 1305 innan fiskveiðilandhelgi Íslands, eins og hún er ákveðin í 1. gr. fyrrnefndrar reglugerðar nr. 3/1961, og inn- an við svæði það milli sex og tólf sjómílna fiskveiðilögsögu, sem um ræðir í 3. gr. (IV) í auglýsingu nr. 4 11. marz 1961 sbr. 6. gr. nefndrar reglugerðar nr. 3/1961. Til vara ákærist nefndur skipstjóri fyrir ólöglegan umbúnað veiðarfæra togarans á framan- greindum stað og tíma samkvæmt 4. gr. nefndrar reglugerðar nr. 3/1961, sbr. nefnd lög nr. 44/1948 og 2. gr. nefndra laga nr. 5/1920 sbr. 2. gr, nefndra laga nr. 6/1959. Ákærist því nefndur Barry William Green til að sæta refsingu samkvæmt 7. gr. reglugerðar nr. 3/1961, sbr. 3. gr. laga nr. 44/1948 og 1. gr. laga nr. 81/1952 um breytingu á þeim lögum, sbr. enn frem- 147 ur 3. gr. laga nr. 5/1920 og 1. gr. laga nr. 5/1951 um breytingu á þeim lögum, til að sæta upptöku afla og veiðarfæra nefnds togara og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, samkvæmt gefn- um skýrslum fæðdur í Grimsby hinn 21/5 1936, og hefur ekki, svo vitað sé, sætt kæru eða refsingu hér á landi. Málavextir eru þeir, samkvæmt skýrslu skipherrans á v/s Óðni, dags. 5. júní 1963, að þann dag tók varðskipið brezka togarann Northern Sky, GY 427, skipstjóri Barry William Green, að ólög- legum veiðum í Lónsbugt, og eru nánari atvik sem hér segir, samkvæmt skýrslu skipherra. Kl. 1305 hinn 5. júní 1963, er skipið var statt við sjómælingar út af Hvítingum, sást togari innan línu í Lónsbugt, og stefndi hann út frá landi. Kl. 1308 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun: Klifatindur > 91938' Hvalsnesviti 2931 Búlandstindur Skipið r/v 22595, fjarlægð 9.95 sjómílur. Þetta gefur stað togarans um 2.5 sjómílur innan 6 sjómílna markanna. Kl. 1314 sett upp stöðvunarmerki (K). Kl. 1315 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun: Klifatindur > 3647 Hvalsnesviti 69914' Búlandstindur 2 Skipið réttvísandi 2239, fjarlægð 8.0 sjómílur. Þetta gefur stað togarans um 2.0 sjómílur innan sex sjómílna markanna. Kl. 1316 sést, að togarinn beygir upp að landinu til stjórnborða. Kl. 1321 er gerð eftirfarandi staðarákvörðun: Klifatindur Hvalsnesviti Búlandstindur > 5745“ > 48928 Skipið réttvísandi 2239, fjarlægð 6.2 sjómílur. Þetta gefur stað togarans um 1.95 sjómílur innan sex sjó- mílna markanna. Kl. 1322 sést, að togarinn hífir pokann inn fyrir. Kl. 1323 sést, 148 að togarinn snýr til bakborða og heldur út frá landi með fullri ferð, og sást þá mikið fuglager í kringum togarann. Kl. 1328 sent stöðvunarmerki með ljósmorsi. Kl. 1330 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun: Klifatindur Hvalsnesviti Búlandstindur > 8025 > 2237 Skipið réttvísandi 215?, fjarlægð 3.9 sjómílur. Þetta gefur stað togarans um 0.8 sjómílur innan sex sjómílna markanna. KI. 1330 laust skot. Kl. 1334 sést, að menn um borð í togaranum eru að vinna við vörpuna, og sást, að híft var upp net í formastur togarans. Kl. 1335 laust skot. Kl. 1337 gefið stöðvunarmerki með skipsflautu. KI. 1340 laust skot og stöðvunarmerki með skipsflautu. Kl. 1341 virðist togarinn vera að stöðva. Kl. 1346 komið að togaranum Northern Sky, GY 427, veiðar- færi voru öll innbyrðis og menn að vinna við Þau á þilfari. Kl. 1349 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun við hlið tog- arans: Hvalsnes, fjarlægð 10.0 sjómílur. Stokksnes, fjarlægð 12.1 sjómíla. Dýpi 142 metrar. Þetta gefur stað togarans um 1.3 sjómílur utan 6 sjómílna markanna. Kl. 1350 settur út bátur, og fóru fyrsti og annar stýrimaður skipsins ásamt þremur hásetum um borð í togar- ann. Þegar um borð í togarann kom, sást, að menn voru að vinnu við vörpuna, og var hún blaut. Einnig var ýsa í netinu, nýveidd, að því er virtist. Þá benti 1. stýrimaður varðskipsins togaraskip- stjóranum á, að sjór læki af báðum vírtromlum togarans, en skipstjóri togarans kvað það geta stafað frá sjóslöngunni (donkey pump). Kl. 1358 kom 1. stýrimaður varðskipsins með togara- skipstjórann yfir í varðskipið til viðræðna við skipherra þess, en hinir varðskipsmenn urðu eftir um borð í togaranum. Togara- skipstjórinn kvaðst ekki hafa verið að toga á fyrrgreindum stað. Er hann var spurður, hvenær hann hefði síðast híft vörpu sína úr sjó, svaraði hann því, að það hefði verið kl. 1315 G.m.t. Hon- um var bent á, að sést hefði frá varðskipinu, er hann hífði upp vörpupokann. Hann svaraði því til, að hann hefði verið undir 149 sól að sjá frá varðskipinu, og mundi þess vegna ekki hafa verið möguleiki til að sjá það frá varðskipinu. Honum var bent á, að mörg vitni hefðu séð þetta, en hann neitaði eftir sem áður að hafa verið að veiðum. Það skal tekið fram, að um það leyti sem togarinn sást taka inn pokann, miðaðist togarinn réttvísandi 2239, en rétt miðun sólarinnar var þá 1889 samkvæmt azimuttöflu. Skömmu eftir töku togarans var sperryáttaviti og radar athugaðir með C.C.U. (Chart Comparison Unit), og reyndust þeir réttir. Fyrir hverja radarmælingu voru lausu og föstu fjarlægðarhringir ratsjár- innar bornir saman, reyndist lausi fjarlægðarhringurinn sýna 0.1 sjómílu of mikið, og var það leiðrétt, er mæling var gerð. Athuganir voru gerðar með sextant, ratsjá og gíróáttavita, og athuguðu þeir, sem mælingu gerðu með sextöntum, aflestur hvor hjá öðrum. Allar mælingar voru gerðar undir umsjá skipherra. Togaraskipstjóranum var tilkynnt, að farið yrði með hann til íslenzkrar hafnar til rannsóknar í máli hans. Samþykkti hann það, en óskaði jafnframt eftir því, að farið yrði til Eskifjarðar. KI. 1410 var skipstjórinn fluttur um borð í togarann og einn af Þremur hásetum varðskipsins, sem um borð í togaranum voru, fluttur yfir í varðskipið. í KI. 1420 var haldið af stað til Eskifjarðar. Kl. 2020 var komið til Eskifjarðar. Veður var Al, samsvarandi sjór, léttskýjað, skyggni gott. Fyrir dóminum hafa vitnin skipherra, 1., 2. og 3. stýrimaður v/s Óðins staðfest skýrslu skipherra, svo og hafa vitnin Árni Valdimarsson og Róbert Dan Jensson sjómælingamenn, Andrés Bertelsen, Guðmundur Hallvarðsson og Sigurður Bergmann, há- setar á v/s Óðni, borið um og staðfest einstök atriði, sem skýrsl- an fjallar um. Vitnið Þórarinn Björnsson, skipherra á v/s Óðni, skýrir svo frá, að varðskipið lá við eyjuna Vigur aðfaranótt 5. júní, og eftir kl. 8 f, h. var höfð stöðug gát á togaranum, sem reyndist vera Northern Sky, GY 427, en hann var eini togarinn, sem sást um þetta leyti. Togarinn togaði þá stöðugt meðfram 6 sjó- mílna takmarkalínunni, en hélt sig þó utan við, á meðan varð- skipsmenn sáu til hans. Um eða rétt fyrir hádegi hélt varð- skipið austur fyrir Papey til sjómælinga, og hvarf þá togarinn úr augsýn um stund. Á austurleið sigldi varðskipið á 15 mílna ferð og sneri við, þegar varðskipið var beint út af Papey, og sigldi með sömu ferð til baka einni mílu dýpra. Síðan voru at- 150 vik, eins og í skýrslu skipherra greinir. Vitnið getur þess, að hann sá sjálfur í sjónauka, þegar togarinn sneri á bakborða og hélt út frá landi með fullri ferð, og tók sérstaklega eftir, að mikið fuglager var í kringum togarann. Einnig sá vitnið sjálft og á sama hátt, þegar vörpupokinn var tekinn inn í togarann kl. 1322. Loks getur vitnið þess, að hann heyrði sjálfur skip- stjóra togarans skýra frá því, að hann hefði síðast híft inn vörp- una kl. 1315 G.m.t., enda skýrði togaraskipstjórinn skipherran- um sjálfur frá því, aðspurður af honum. Vitnið segir skilyrði hafa verið, eins og bezt varð á kosið, til þess að athuga með sjónauka, hvað fram fór um borð í togaranum, og var langt frá því, að sólskin truflaði það, enda sólarstefna 35“ suðaustan við stefnu á togarann. Vitnið segir enn fremur, að eftir að komið var að togaranum, hefði hvorki skipstjóri hans né skipshöfn sýnt nokkurn mótþróa. Togaraskipstjóranum voru sýndar mælingar varðskipsmanna, og gerði hann engar athugasemdir við þær. Vitnið Bjarni Ólafur Helgason 1. stýrimaður skýrir m. a. svo frá, að hann hafi farið um borð í togarann ásamt 2. stýrimanni og þremur hásetum. Þegar um borð í togarann kom, sá hann menn að vinnu við netjabætingar á þilfari, Glaðasólskin var og mikill hiti, en veiðarfærin voru greinilega rennandi blaut, eins og þau væru nýdregin úr sjó. Sjór lak úr báðum „víratroml- um“ í dropatali, og var spilgrindin greinilega blaut. Rétt aftan við brúarhornið sá vitnið ýsu í netinu, og virtist hún vera alveg nýveidd, enda glansandi, en í sólskini, slíku sem þarna var, fer glansinn mjög fljótt af að sögn vitnisins. Enn fremur staðfesti vitnið, að hann setti staðarákvarðanir út í framlagt sjókort undir umsjón skipherra. Vitnið Jón Þór Karlsson, 2. stýrimaður á v/s Óðni, skýrir svo frá, að það fór ásamt 1. stýrimanni og þremur hásetum um borð í togarann, Sá vitnið, að verið var að vinna við bætingu á net- inu, sem var blautt. Voru vírar frá togspilinu í gálgana blautir, og var bleyta undir togspilinu og á þilfari. Vitnið sá eina ýsu, sem lá inni í netinu, með lífsmarki. Markaði vitnið það af, að kippir voru í ýsunni, og var hún ferskleg að sjá. Skipstjóri og skipshöfn togarans sýndu fulla kurteisi og engan mótþróa, eftir að komið var um borð í togarann. Vitnið var ásamt 2 hásetum af v/s Óðni um borð í togaranum á leið til Eskifjarðar, og bar ekkert sérstakt til tíðinda. Vitnið tók ekki þátt í staðarákvörð- un, sem gerð var við hlið togarans kl. 1349. Aðspurt skýrir vitnið frá, að hann hafi ásamt Pálma Ingólfssyni, loftskeytamanni varð- 151 skipsins, gert samanburð á föstu og lausu hringum ratsjárinnar, og hafi vitnið leiðrétt mælingar í samræmi við það. Vitnið Kristinn Jóhann Árnason, 3. stýrimaður á v/s Óðni, skýrir svo frá, að hann fylgdist með ferðum togarans og gerð- um skipverja hans í sjónauka, milli þess að hann gerði sextant- mælingar. Sá hann, að net var híft upp í gils eða bómu á for- mastri togarans og látið síga niður á þilfarið. Álítur vitnið, að verið hafi verið að innbyrða pokann, en vitnið hefur verið starf- andi togarasjómaður. Gerðist þetta, áður en sextantmælingunum lauk, Rétt á eftir sneri togarinn frá landi, og sást þá fuglager í kringum togarann, og telur vitnið það bera vott um, að æti frá togaranum hafi verið í sjónum. Réttargæzlumaður kærða óskaði eftir, að eftirfarandi spurning yrði lögð fyrir vitnið: „Get- ur vitnið fullyrt, að það hafi verið pokinn, sem hífður var upp?“ Vitnið svaraði þessu neitandi og vísar jafnframt til framan- skráðs framburðar síns. Vitnið skýrir enn fremur svo frá að- spurt, að togarinn hafi alls ekki verið undir sól að sjá frá varð- skipinu, en bjart hafi verið og skyggni gott, svo að tiltölulega auðvelt var að fylgjast með því, sem gerðist um borð í togar- anum, eftir því sem sjónaukafæri leyfði. Vitnið Árni E. Valdimarsson sjómælingamaður segir m. a., að eftir að togarinn fór að sigla út frá landinu, sá hann greinilega net híft upp af framþilfari togarans. Gerðist það, áður en vitnið fór að byssu varðskipsins. Vitnið Andrés Bertelsen, háseti á v/s Óðni, skýrir svo frá um töku togarans „Northern Sky“, að hann hafi séð pokan tekinn inn á togaranum. Gerðist það, áður en farið var að skjóta að honum, en eftir að aðgerðir til togaratökunnar hófust. Vitnið kveðst hafa séð þetta í einum af sjónaukum varðskipsins, og sá vitnið, þegar pokann bar upp fyrir lunninguna. Vitnið kveðst ekki geta sagt um, hvort pokinn kom upp úr sjónum eða af þil- fari. Hékk pokinn nokkra stund í gilsinum, og sá vitnið, að hann var kúlumyndaður, og tekur sérstaklega fram, að það er „fullvisst“ um hið síðastnefnda, og kveðst hafa séð það greini- lega í sjónauka. Vitnið Guðmundur Hallvarðsson, háseti á v/s Óðni, skýrir svo frá m. a., að hann hafi verið einn þeirra háseta, sem fóru um borð í togarann, er hann var tekinn. Kveðst hann hafa geng- ið fram eftir togaraþilfarinu, er hann kom um borð ásamt 2. stýri- manni varðskipsins. Vitnið kvaðst hafa þreifað á togvírum, er lágu fram eftir þilfarinu bakborðsmegin, og voru þeir greinilega 152 sjóblautir. Sá vitnið sjó leka úr vírunum á báðum tromlum tog- spilsins. Var blautt þilfarið stjórnborðsmegin, en bakborðsmegin þurrt, nema að því leyti sem lekið hafði úr vírunum. Þegar vitnið síðar hélt aftur eftir skipinu, kom hann auga á ýsu inni í neti á þilfari stjórnborðmegin á móts við togspilið. Var ýsan með lífsmarki, og markaði vitnið það af því, að uggar hennar hreyfðust og munnur hennar opnaðist öðru hvoru á sama hátt og fisks, sem er að kafna. Eftir að vitnið kom upp á brúarvæns, leit það niður og sá, að bobbingar voru blautir, þar sem sól hafði ekki náð að skína á þá. Þeir, sem í sól voru, voru hins vegar þurrir að sjá. Ekki kveðst vitnið treysta sér til að bera um, hvort bobbingar hafi verið ryðgaðir. Hlerum veitti vitnið ekki sérstaka athygli. Vitnið Sigurður Bergmann, háseti á v/s Óðni, skýrir svo frá, að hann hafi verið einn af þremur hásetum, sem fóru um borð í „Northern Sky“. Verkefni hans var að standa vörð í ganginum stjórnborðsmegin og gæta fangalínu gúmbátsins frá varðskipinu. Vitnið kveðst hafa séð bobbingana á togaranum í ganginum og fram eftir. Tók hann eftir, að bobbingar voru blautir, nema þrír öftustu bobbingarnir, sem sól skein á. Vitnið kveðst ekki hafa tekið eftir ryði á bobbingunum. Aðspurður kveðst hann ekki hafa séð marggreinda ýsu sjálfur, nema álengdar, en heyrt samskipsmenn sína segja við tökuna um borð í togaran- um, að hún væri lifandi. Virtist vitninu, er hann sá ýsuna í hönd- um félaga sinna, að hún vera gljáandi. Aðspurt kveðst vitnið ekki hafa séð dauðan fisk á floti í kringum togarann. Bjarni Ólafur Helgason, 1. stýrimaður á v/s Óðni, kom aftur fyrir dóminn og skýrir þá m. a. svo frá, að á leiðinni frá stjórn- palli togarans, um það bil sem þeir voru að fara frá borði eftir viðræður þeirra um hina blautu togvíra og lifandi ýsu, sbr. fyrri framburð vitnisins, benti ákærði vitninu á bobbinga togarans. Kveður vitnið greinilegt, að bobbingarnir voru fægðir, en hins vegar var aðeins farin að myndast smávægileg ryðmyndun, Þar sem sólin skein á þá. Bobbingar þeir, sem vitnið skoðaði, voru á móts við spilgrindina eða um „forkvart“ vörpunnar. Af fyrri reynslu veit vitnið af eigin raun, að mjög fljótt fellur á bobbinga, sérstaklega í glaðasólskini, eins og þarna var um að ræða. En vitnið er reyndur togarasjómaður. Fellur á bobbinga a.m.k. innan klukkutíma, að áliti vitnisins. Vitnið Albert Hollington, 1. stýrimaður á brezka togaranum „Northern Sky“, GY 427, skýrir svo frá, er hann var spurður 153 að fyrir dóminum, hvenær varpa togarans hefði síðast verið dregin úr sjó: Hann hafi verið að borða og fann þá, að skipið festist. Hann heyrði, að vélsíminn hringdi, og fór þá upp á þil- far, án þess að ljúka snæðingi. Hann kveðst ekki geta sagt ná- kvæmlega um tímann, en það gæti hafa gerzt kl. kortér fyrir eitt, tuttugu mínútum fyrir eða tíu mínútum fyrir, en þó senni- legast kortéri fyrir. Vitnið kveðst ekki geta upplýst um stöðu skipsins þá. Hann hefði verið í brúnni frá kl. 12 — hálf eitt. Honum hefði verið sagt að halda kompásstefnu VSV. Aðspurt segir vitnið, að togarinn hafi verið að toga þenna hálftíma, sem hann var á vakt. Vitnið er spurt, hvort hann viti til, að skip- stjóri hafi gert staðarákvörðun, á meðan vitnið dvaldi á stjórn- palli frá kl. 12 til hálf eitt. Segir vitnið, að skipstjórinn hafi komið upp tuttugu mínútur yfir tólf, og þeir hafi farið að rabba saman, og vitnið hafi sagt við skipstjórann, að nú væru Þeir búnir að missa sjónar af v/s Óðni í 14 mílna fjarlægð, en hann kveður skipstjórann aldrei hafa litið í ratsjána. Samkvæmt ósk réttargæzlumanns kærða var vitnið spurt, hvort mögulegt væri, að skipstjóri hafi litið í ratsjána án þess að vitnið tæki eftir. Svaraði vitnið, að hann gæti hafa gert bað, en hann sá hann ekki gera það. Vitnið segir, að ekki hafi tekið mjög langan tíma að losa vörpuna úr botni eftir festuna og ná henni inn fyrir, enda festan verið smávægileg og stuttir vírar úti og enginn fiskur í vörpunni. Aðspurt segir vitnið, að veiðarfæri hafi strax verið tekin inn og byrjað að „stíma“. Hlerar voru teknir inn. Þegar vitnið er spurt, hvers vegna hlerarnir hafi verið teknir inn í sléttum sjó, segir það, að þeir hafi ætlað í langt „stím“, og það sé þá regla á brezkum togurum að taka hlerana inn. Vitnið Robert Walter Winter, bátsmaður á brezka togaranum „Northern Sky“, GY 427, er spurt, hvort það viti, hvenær varpa togarans hafi verið síðast dregin inn. Hann kveðst ekki geta sagt nákvæmlega um, hvað klukkan var. Hann hafi verið búinn að ljúka snæðingi, og hann sé fljótur að borða, og fór hann þá upp á þilfar og á vakt, sem hefst klukkan hálf eitt. Þegar varp- an festist í botni, fór hann að togspilinu og gerði eðlilegar ráðstafanir vegna festunnar, en stuttu síðar kom 1. stýrimaður og leysti hann af. Vitnið álítur það taka 15—20 mínútur að taka inn öll veiðarfæri. Segir vitnið, að allt hafi verið tekið inn, þ. á m. hlerar, eftir að losað hefði verið eftir festuna. Togaramenn hafi híft pokann upp í gils þegar í stað, ekkert hafi verið í hon- um og hann því þegar látinn falla niður. Vitnið segir það reglu 154 að taka hlera inn, þegar ætlunin sé að fara í langt „stím“, og vegna þess að hlerar voru teknir inn í þetta skipti, ályktar vitnið, að þeir hafi ætlað í langt „stím“ í þetta sinn. Eftir að veiðarfæri höfðu verið tekin inn eftir festuna, fór hann að gera við netið. Ekki kveðst hann hafa orðið var við, að skipið væri stanzað, eftir að farið var að „stíma“, unz togarinn var stöðv- aður af varðskipinu. Vitnið Arthur Henry Brown, yfirvélstjóri á brezka togaran- um „Northern Sky“, GY 427, skýrir svo frá, að hann haldi véla- dagbók. Segist hann ekki skrá skipanir, er hann fær í gegnum vélsíma, en hins vegar, hversu margar stundir daglega þeir fiski, „stími“ eða liggi um kyrrt. Þegar vitnið var spurt, hvort hann muni, hvað gerðist frá kl. 12 til ki. 2 hinn 5. júní, segist hann hafa farið á vakt kl. hálf eitt, og u.þ.b. tuttugu mínútum fyrir eitt hafi þeir fest vörpuna í botni, síðan híft, og u.þ.b. stundar- fjórðungi fyrir eitt byrjuðu þeir að stíma. Aðspurt segir vitnið, að togarinn hafi stanzað u.þ.b. 5 mínútum fyrir eitt. Vitnið kveðst vita með vissu, að aftur var sett á fulla ferð kortér yfir eitt. Næst hafi skipið stanzað, er v/s Óðinn kom að þeim, en vitnið kveðst ekki vita nákvæmlega, hvenær það var, en gæti e.t.v. hafa verið nálægt stundarfjórðungi fyrir tvö. Allir vitnisburðir voru staðfestir með eiði, Ákærði neitar að hafa verið að togveiðum innan fiskveiðitakmarkanna. Hann skýrir svo frá fyrir dóminum um ferðir skips síns í veiðiferð Þessari og sérstaklega eftir kl. 0800 s.1. miðvikudag 5. júní 1963, að hann hafi verið að veiðum 3 til 4 tíundu hluta (3-4/10) úr mílu utan fiskveiðimarkanna og stundum aðeins utar, á svæð- inu milli Eystra- og Vestra Horns. Veiði var ekki mikil. Þeir héldu áfram til kl. 1230— 1300 G.m.t., en þá festist varpan í botni mjög nálægt kl. 1245, og hífðu þeir hana upp, og var enginn fiskur í henni, og ákvað hann þá að halda í átt að Stokksnesi. Eftir fáeinar mínútur skipti hann um skoðun og hélt í átt til Papeyjar. Þá ákvað hann að stanza og bíða eftir aflaskýrslu (kvóta) frá öðrum brezkum togurum, sem voru að veiðum lengra úti, en hún átti að koma kl. 1315. Nokkru síðar heldur hann áfram ferð sinni í suð-suðausturátt. Hann hvarf úr brúnni niður á þilfar til að athuga, hvernig gengi með að bæta netið, síðan til loftskeytamannsins til að gæta að, hvort aflaskýrslan væri komin. Síðan fer ákærði aftur upp í brú, og kom þá maður af þilfari hlaupandi upp í brú og sagði, að verið væri að skjóta. Þá stöðvaði ákærði togarann. Aðspurður um, hvað ákærði hefði 155 vitað um ferðir varðskipsinis þanna dag, kveðst ákærði hafa fylgzt með ferðum þess s.1. 18 klukkustundir, áður en hann var tekinn, að fráskildum einum stundarfjórðungi, en þó kveðst hann hafa séð ógreinilega til skipsins í ratsjánni þann stundarfjórð- ung, sem var u.þ.b. kl. 1220. Hann áleit þá, að varðskipið hefði verið um 5 mílur frá Papey, en eyna sá hann þó ekki. Ákærði kveðst hafa lagt úr höfn í Grimsby 30. maí 1963 og hafið fisk- veiðar á sunnudagsmorgun 2. júní s.l. á djúpmiðum út af Hval- bak, og hefði engan afla fengið úr 23 togum, svo að hann hélt til Lónsbugtarsvæðis og var þar að togveiðum síðan. Var afli orðinn um 300 kítt, er hann var tekinn, að helmingi ýsa, en annars þorskur. Ákærða er sýnt sjókort á dskj. 2. Kveðst ákærði ekki geta mótmælt staðarákvörðunum þeim, sem færðar eru inn á kortið, né tímasetningu, en tekur fram, að síðustu staðar- ákvörðun beri saman við sínar mælingar. Er ákærði er spurður, hvort hann hafi gert staðarákvörðun, þegar varpan festist í botni, svaraði hann neitandi, Hann kveðst vera vanur að gera staðar- ákvarðanir öðru hverju, venjulega með h.u.b. 15 mínútna fresti, og enn oftar, jafnvel með 5 mínútna fresti, þegar varðskip eru Í nánd. Hann kveðst álíta togarann hafa verið fyrir utan fisk- veiðitakmörkin, þegar varpan festist, en getur ekki sagt til um, hversu langt utan markanna. Ákærði kveður festuna ekki hafa verið stórvægilega, enda hafi hann ekki bókað hana hjá sér. Ákærði gerir m. a. þessar athugasemdir við skýrslu landhelgis- gæzlunnar: Að ekki skyldi tekið fram í skýrslu skipherrans, að ákærði benti 1. stýrimanni varðskipsins á, að bobbingar og hlerar voru ryðgaðir, er 1. stýrimaður kom um borð í togar- ann, en stýrimaður hafi engu svarað. Ákærði gerir ráð fyrir, að varðskipið hafi verið á fullri ferð, er það stefndi að sér, og spyr, hvernig varðskipsmenn geti, þegar varðskipið heldur á móti fullri sól, séð, hvort verið sé að hala poka inn eða hífa hann til, Tekur ákærði fram, að nálega 5 sekúndur taki að hífa inn pokann. Enn spyr ákærði, hvers vegna varðskipsmenn hafi ekki fært staðarákvarðanir togarans inn á kortið fyrr, þar sem hann segist þess fullviss, að varðskipsmenn hafi fylgzt með hon- um í 18 stundir, á sama hátt og hann fylgdist með ferðum varð- skipsins. Dómurinn skýrði ákærða frá, að varðskipið hafi verið að sjómælingum, og m. a. 4 yfirmenn skipsins þurfi að sinna þeim störfum. Auk þess kom þetta fram m. a. í framburði ákærða: Þegar 156 ákærði kom um borð í varðskipið, kveðst hann hafa svarað spurningu um, hvenær hann hafi síðast tekið inn vörpu sína, á þá leið, að það hafi verið milli kl. 1300 og 1315. Nú tekur hann fram, að svo geti ekki hafa verið. Gizkar hann á, að það muni hafa verið fyrr. Kveðst ákærði hafa haft um annað að hugsa en klukkuna, þegar hann tók vörpuna inn. Hugur hans hafi allur beinzt að fiskveiðunum, og síðar hafi hann fengið áhyggjur af, hvað Óðinn vildi sér, og því ekki sinnt að sæta að, hvað klukkunni liði. Í tilefni af þessum athugasemdum spurði dóm- urinn, hve langur tími hafi liðið frá því, að botnvarpan festist, og þangað til hún var komin um borð, og svarar kærði því til, að það muni hafa verið á að gizka 10—15 mínútur. Ákærði er spurður, hvort hann hafi verið að yfirhala veiðarfæri tog- arans á þeim tíma, sem staðarákvarðanir varðskipsins nr. 1—4 voru gerðar. Viðurkennir ákærði, að svo hafi verið, en kveðst ekki geta neitað, að mælingarnar séu réttar, og ekki heldur samþykkt það, þar sem hann gerði ekki staðarákvarðanir sjálfur. Ákærða er ljóst, að lögbrot er að vinna að veiðarfærum innan fiskveiðimarkanna. Aðspurður segist ákærði ekki hafa látið vilj- andi vinna að veiðarfærum togarans innan markanna, en van- rækt að gera staðarákvarðanir. Síðast hafi fiskur verið látinn í lestina kl. 1230 5. júní 1963. Sá afli var innbyrtur kl. 1130 sama dag og var u.þ.b. 25 körfur, svo til allt ýsa. Síðan hafi verið kastað u.þ.b. kl. 1145 og togað um klukkutíma, unz varp- an festist í botni. Kveðst ákærði þess fullviss, að aðeins 2—3 fiskar hafi verið í vörpunni. Daginn áður kveður hann þá hafa fengið 2—3 körfur eftir þriggja tíma tog. Ákærði er spurður, hvort hann hafi verið algerlega fullviss um, að hann hafi verið utan fiskveiðitakmarkanna, þegar botn- varpan festist. Ákærði segist hafa verið eins viss um það og hann mögulega getið verið, og gat hann þess, að Óðinn hafi farið framhjá þeim u.þ.b. kl. 1000 um morguninn, og ekkert skipt sér af honum, en þá hafi hann togað nákvæmlega sömu rútu (,,stretch“). Ákærði kveðst hafa tekið síðustu staðar- ákvörðun, áður en hann festist, u.þ.b. 20 mínútur yfir 1200, og kveður hann sig þá hafa verið 8.4 sjómílur frá Eystra-Horni (Hvalsnesvita) og 12.2 sjómílur frá norðausturhorni Brimness á Vestra-Horni. Var þetta síðasta mæling, sem hann minnist að hafa tekið, áður en togarinn var tekinn af v/s Óðni. Hann kveðst ekki vita nákvæmlega um hraða togarans í síðasta togi, en venjulega sé hraðinn um 3—3% sjómíla, og togaði hann þá 157 í vestlæga átt. Hámarkshraða togarans kveður ákærði vera í bezta veðri 12—127% sjómíla. Ákærði óskar að taka fram, að hann hafi ekki beðið HMS „Keppel“, herskip brezka flotans, sem var þarna nálægt, um aðstoð, þar sem hann taldi sig ekki þurfa á henni að halda. Aðspurður kvaðst hann hafa haft sam- band við herskipið, þ. e. HMS. „Keppel“, og óskað eftir því, að það héldi sig í nálægð. Ákærði kveðst aðspurður hafa látið hefja viðgerð á netinu, eftir að það hafi festst í botni, strax og híft hafði verið inn á eftir. Með vísun til framanskráðra vitnisburða og gagna telur dómurinn eftirfarandi sannað um málavexti: Með skýrslum og staðarákvörðunum varðskipsmanna, sem ekki er mótmælt af ákærða, er sannað, að togarinn var amk. 25 sjómílur fyrir innan fiskveiðitakmörkin kl. 1305 nefndan dag. Ákærði viðurkennir lokamælingu varðskipsins kl. 1349 beint. Með vætti vitna og viðurkenningu ákærða er sannað, að kl. 1305 var togarinn með veiðarfæri óbúlkuð og að skipverjar voru að vinna við viðgerð þeirra. Með skýrslu ákærða og vætti vitna af áhöfn togarans er sannað, að togarinn var að veiðum, unz botnvarpan festist í botni, en samkvæmt skýrslu vélstjóra togarans, sem er ákærða hagstæð- ust af framkomnum skýrslum, var það kl. 1240. Samkvæmt skýrslu sama vitnis, sem einnig er ákærða hagstæðust að þessu leyti, tók 5 mínútur að taka veiðarfærin inn eftir festuna. Samkvæmt skýrslu ákærða var sigling hans þannig eftir fest- una, að hann ákvað að halda í átt að Stokksnesi. Eftir fáeinar mínútur skipti hann um skoðun og hélt í átt til Papeyjar. Þá ákvað hann að stanza og bíða eftir aflaskýrslu. Nokkru síðar heldur hann áfram ferð sinni, unz hann stanzaði eftir boði Óðins. Samkvæmt skýrslu vélstjórans voru vélar stöðvaðar í ca. 20 mínútur á þessu tímabili. Þannig er sannað, að amk. 15—25 mínútur fóru í hringsól og stöðvun, eftir að veiðarfærin náðust upp. Kl. 1305 sást togarinn á leið frá landi, og þremur mínút- um síðar mældist hann 2.5 sjómílur innan fiskveiðitakmarkanna. Ákærði hefur enga mælingu gefið upp á þessu tímabili, aðeins eina eftir minni, sem hann tók um það bil 20 mínútur yfir 1200 og sýndi togarann rétt utan við fiskveiðitakmörkin. Stýrimaður togarans, sem þá var í brúnni, var að rabba við ákærða, en sá ekki, að hann liti í ratsjána, þótt hann ekki neiti því, að hugs- anlegt sé, að ákærði hafi litið í hana, þótt stýrimaður hafi ekki séð það. Tímaákvarðanir ákærða virðast allmjög á reiki, en öll vitni frá togaranum miða tíma festunnar við matmálstíma, og 158 er því hægt að treysta þeim að því leyti, sem að framan er gert. Með vísan til framanskráðs, telur dómurinn sannað, að togar- inn var innan fiskveiðitakmarkanna, er umrædd festa varð, því að útilokað er, að skipið, sem hefur 12% sjómílna hámarkshraða við beztu skilyrði, hafi á 5 mínútum getað komizt inn fyrir stað 1 í sjókortinu, snúið þar við og verið kominn á útleið að nefnd- um stað, hafi það verið utan fiskveiðitakmarkanna, er festan varð. Með vætti vitna er sannað, að a.m.k. einn fiskur (ýsa) með lífsmarki fannst í togaranum eftir kl. 1350, og auk þess viður- kenndi ákærði, að 1—2 eða 2—3 fiskar veiddust í þessu togi, sem festan varð Í. Með vísan til þessa telur dómurinn sannað, að ákærði hafi gerzt sekur um fullframið brot á þeim ákvæðum, sem talin eru í aðalkröfu ákærunnar. Verjandi ákærða hefur lagt á það áherzlu, að varðskipsmenn hafi ekki séð til fiskveiða ákærða og að alla sönnun skorti um það atriði. Hann krafðist sýknu hans af öllum kröfum ákæruvaldsins, en til vara lægstu lögleyfðrar refsingar honum til handa og loks hæfilegra málsvarnarlauna sér til handa eftir mati dómsins. Með vísun til framanskráðs, er ekki unnt að taka sýknukröfu til greina. Með vísun til ákvæða þeirra, sem talin eru í ákær- unni, þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin með tilliti til stærð- ar togarans, sem er 620.43 brúttólestir, og núverandi gullgildis íslenzkrar krónu kr. 250.000.00 sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi átta mánaða varðhald í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Auk þess skulu afli og veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir, togarans Northern Sky, GY 427, vera upptæk til handa Land- helgissjóði Íslands. Ákærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun til handa skipuðum verjanda hans, Gísla G. Ísleifssyni hæstaréttarlögmanni, kr. 5000.00. Dóm þenna kváðu upp Axel V. Tulinius sýslumaður og með- dómsmennirnir Árni Halldórsson og Vöggur Jónsson skipstjórar. Dómsorð: Ákærði, Barry William Green, greiði kr. 250.000.00 í sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi varðhald í 8 mánuði 159 í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Allur afli og veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir, tog- arans Northern Sky, GY 427, skulu vera upptæk til handa Landhelgissjóði Íslands. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Gísla G. Ísleifs- sonar hæstaréttarlögmanns, kr. 5000.00. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Föstudaginn 21. febrúar 1964. Nr. 54/1963. Samlag skreiðarframleiðenda (Axel Einarsson hdl.) Segn Tollstjóranum í Reykjavík f. h. ríkissjóðs (Ármann Jónsson hdl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason, Giz- ur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessor Theodór B. Líndal. Tekju- og eignarskattur. Lögtak. Dómur Hæstaréttar. Sigurður Grímsson, settur borgarfógeti í Reykjavík, hef- ur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 23. april 1963 og krafizt þess, að úrskurður fógeta verði felldur úr gildi, synjað um framkvæmd lögtaksgerðar og stefnda gert að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Í úrskurði fógeta er lýst í aðalatriðum starfsemi áfrýj- anda og skipulagi. Er það með þeim hætti, að telja verður samlag þetta félag í skilningi c-liðs 3. gr. laga nr. 46/1954, 160 sbr. 15. gr. sömu laga, en lagaákvæði þessi voru í gildi, Þegar fram fór skattálagning sú, sem í málinu greinir. Ekki setur áfrýjandi heldur talizt vera í hópi þeirra félaga, sem voru undanþegin skattskyldu samkvæmt 4. gr. sbr. 16. gr. nefndra laga. Áfrýjandi hafði ekki lokið ársreikningum vegna starf- semi sinnar á árinu 1959 fyrr en 24. nóvember 1960, og voru ársreikningarnir sendir Rikisskattanefnd hinn 9. jan- úar 1961. Í árslok 1959, sbr. 13. og 21. gr. laga nr. 46/1954, hafði áfrýjandi í sinum vörzlum og til eigin ráðstöfunar samkvæmt samþykktum sínum fé það, sem honum var gert skylt að greiða skatt af. Samkvæmt framanskráðu og að öðru leyti með skirskotun til forsendna fógetaúrskurðar- ins var skattálagningin lögmæt, og ber að staðfesta ákvæði hans um framkvæmd lögtaks. Málskostnaðarákvæði hins áfryjaða úrskurðar er staðfest. Rétt er samkvæmt úrslitum málsins, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, og er hann ákveðinn kr. 4000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Samlag skreiðarframleiðenda, greiði stefnda, tollstjóranum í Reykjavík f. h. ríkissjóðs, máls- kostnað fyrir Hæstarétti, kr. 4000.00, að viðlagðri að- för að lögum. Úrskurður fógetadóms Reykjavíkur 8. apríl 1963. Samkvæmt skattreikningi nr. 40363/1961 er gerðarþola, Sam- lagi skreiðarframleiðenda, hér í borg, talið til skuldar eftirstöðv- ar skatta fyrir árið 1960, að fjárhæð kr. 21.039.00. Þar eð gerðar- þoli hefur eigi greitt eftirstöðvar þessar, hefur tollstjórinn í Reykjavík f. h. ríkissjóðs krafizt þess, að lögtak verði látið fara fram í eignum gerðarþola til tryggingar framangreindri kröfu ásamt 12% dráttarvöxtum p.a. frá 1. janúar 1962 til greiðsludags svo og öllum kostnaði við framkvæmd lögtaksgerð- 161 arinnar og eftirfarandi uppboð, ef til kemur, svo og málskostn- aði að mati réttarins. Umboðsmaður gerðarþola hefur mótmælt framangreindri skatt- kröfu sem og öðrum kröfum gerðarbeiðanda í málinu og gert þær kröfur, að synjað verði um framgang hinnar umbeðnu lög- taksgerðar og að gerðarþola verði úrskurðaður málskostnaður úr hendi gerðarbeiðanda að mati réttarins. Mótmæli sín og kröfur hefur umboðsmaður gerðarþola í megin- atriðum reist á því, að félag gerðarþola sé þannig í eðli sínu samkvæmt starfstilhögun og tilgangi, svo sem lög félagsins beri með sér, að félagið geti engar tekjur haft og ekkert eignazt, og af því leiði, að enginn skattstofn sé eða hafi verið fyrir hendi, er á yrði lagður skattur að réttum lögum. Hefur umboðs- maður gerðarþola stutt þessa skoðun sína þeim rökum í grein- argerð sinni og við munnlegan flutning málsins með tilvísun til framlagðra málsgagna, að félag gerðarþola sé stofnað af ýmsum skreiðarframleiðendum hér á landi í þeim tilgangi að selja skreið- arframleiðslu félagsmanna á erlendum markaði með hagkvæm- ustu kjörum og beita sér fyrir vöruvöndun meðal félagsmanna (2. gr. félagslaganna), að það fé, sem fáist fyrir þá skreið, sem samlagið selur á erlendum markaði fyrir þátttakendur (3. gr. félagslaga), greiðist hverjum framleiðanda í réttu hlutfalli við selda framleiðslu, en hins vegar sé samlaginu veitt heimild til að halda eftir nokkrum hluta af andvirði selds fisks til að stand- ast reksturskostnað og til verðjöfnunar eftir á (8. gr. félags- laga), þó ekki meiru en 10% af fobandvirði fisksins, nema sam- þykki löglegs félagsfundar komi til, og að innan félagsins sé sér- stakur sjóður, er nefnist séreignarsjóður (9. gr. félagslaga). Í sjóð þenna renni /4% af fobandvirði selds fisks. Séreignarsjóður sé eign félagsmanna og skiptist milli þeirra í réttu hlutfalli við útflutningsverðmæti hvers eins og færist á sérstakan reikning hvers félaga. Séreignarsjóður standi sem lán félagsmanna til S.S.F. (þ. e. félags gerðarþola), og megi verja honum til rekstr- ar S.S.F., markaðsleita og annarra ráðstafana í þarfir félagsins eftir ákvörðun stjórnar félagsins. Ársvextir af séreignarsjóði skuli vera 6% p.a. og færast hverjum félagsmanni til tekna á sér- eignarsjóðsreikningi hans. Séreignarsjóður falli til útborgunar til félagsmanns, 3 árum eftir að hann sé hættur að vera félagi eða við félagsslit. Þó sé félagsstjórninni heimilt að greiða inn- eignir úr séreignarsjóði fyrr, ef sérstakar ástæður mæla með því að dómi félagsstjórnar. Telur umboðsmaður gerðarþola ljóst 1l 162 af framangreindu svo og framlögðum skýrslum gerðarþola á rskj. nr. 18, 20 og 22 og af skrám yfir greiðslur í séreignarsjóð, rskj. nr. 19, 21 og 23, að gerðarþoli sem slíkur hafi engar tekjur og að séreignarsjóður sé eign félagsmanna, og aukning sjóðsins frá ári til árs geti því eigi talizt tekjur gerðarþola. Sama máli gegni um verðjöfnunargreiðslurnar. Þær séu eign hinna ein- stöku félagsmanna, en eigi gerðarþola. Hverjum einstökum fé- laga beri því að greiða hverju sinni tekjuskatt af sínum hlut í aukningu séreignarsjóðs og eignarskatt af eign sinni í verð- jöfunarsjóði, en eigi gerðarþola. Þetta hafi og skattayfirvöldin viðurkennt áður, því að það hafi eigi fyrr en á árinu 1960 orðið breyting í þessu efni. Þá hafi Ríkisskattanefnd í úrskurði sínum 4. nóvember 1961 (rskj. nr. 14) talið skattskyldar tekjur gerðar- Þola á starfsárinu 1959 þessar: Aukning séreignarsjóðs ............... kr. 135.662.00 Óráðstafað samkvæmt reikningi fyrir starfsárið 1959 .........0.00000000. — 234.77 Samtals kr. 135.896.77 Samkvæmt þessum sama úrskurði sé skattskyld eign gerðar- þola talin vera kr. 1.695.738.43, er sundurliðast þannig: Heildarverðjöfnuður fyrir árið 1959 .. kr. 1.103.821.40 Séreignarsjóður ............0000002.. — 590.726.85 Óráðstafað ...........0.00..000 0... — 1.190.18 Samtals kr. 1.695.738.43 Hefur umboðsmaður gerðarþola haldið því fram, að þessi úr- skurður Ríkisskattanefndar sé algerlega á misskilningi byggður, enda eigi ákvæði það í reglugerð nr. 147/1955 (5. mgr. G.liðs 27. gr.), sem nefndin vitnar til í úrskurði sínum, eigi stoð í lög- um, og þó að löglegt væri, beri eigi að skilja það á þann hátt, sem nefndin hafi gert. Það sé ljóst af 9. gr. félagslaganna, að séreignarsjóður sé eign félagsmanna, enda hafi hann jafnan verið færður á sérstakan reikning hvers félagsmanns. Sundur- liðun þessi hafi ávallt verið gerð á sama hátt, sbr. rskj. 19, 21 og 23, og skattstjórnarvöldunum jafnan verið kunnugt um þá sundurliðun. Umrædd fjárhæð sé ekkert annað en hluti af raun- verulegu söluandvirði skreiðar, sem félagsmenn því eigi, og beri 163 þeim að sjálfsögðu að telja þá fjárhæð fram í framtölum sín- um sem hvern annan brúttóhagnað. Sama máli gegni um eignar- skattinn, Hann sé lagður á heildarverðjöfnun fyrir ár 1959 og séreignarsjóð, en verðjöfnunargreiðslur og séreignarsjóður séu eign hinna einstöku félagsmanna, en eigi gerðarþola. Hinum ein- stöku félagsmönnum beri því að greiða eignarskattinn, hverjum af sinni eign, en eigi gerðarþola. Af lögum félags gerðarþola, skipulagi þess og reikningum, sem aldrei hafi verið vefengdir, sé sýnt, að gerðarþoli hafi engar tekjur og eigi engar eignir og beri því hvorki að greiða tekju- né eignarskatt. Annað mundi leiða til tvenns: Annars vegar til óhjákvæmilegrar tvísköttunar og hins vegar til þess, að eign eins félagsmanns yrði notuð til að skattleggja annan, en hvort tveggja væri ólöglegt. Þá hefur umboðsmaður gerðarþola bent á úrskurð Ríkisskatta- nefndar 18. ágúst 1959 (rskj. nr. 24), þar sem nefndin telji gerðarþola algerlega skattfrjálsan, og kveðst hann eigi vita til, að nein ákvæði hafi verið í lög leidd, er geti hafa valdið breyt- ingu í því efni. Enn fremur hefur nefndur umboðsmaður vísað til úrskurðar fógetaréttar Reykjavíkur frá 10. nóvember 1961 (rskj. nr. 31), er hann telur, að fjalli um mál sama eðlis og það, er hér liggur fyrir. Þá hefur umboðsmaður gerðarþola tekið Það fram, að enda þótt gerðarþoli hafi greitt nokkurn tekju- skatt síðan ár 1960, þá hafi það jafnan verið gert með mótmæl- um, enda ríkt eftir greiðslu gengið af hálfu skattheimtunnar. Umboðsmaður gerðarbeiðanda hefur í greinargerð sinni og við munnlegan flutning málsins mótmælt sjónarmiði og kröfum gerðarþola og rakið málsatriðin frá sjónarmiði umbjóðanda síns, meðal annars hvers vegna og með hverjum hætti skattálagningin á gerðarþola átti sér stað. Hefur nefndur umboðsmaður gerðar- beiðanda í þessu sambandi bent á, að þar eð gerðarþoli hafi eigi talið fram til skatts á tilskildum tíma og hann eigi fengið frest til framtals, þá hafi honum, eins og skattalög gera ráð fyrir, verið áætlaðar tekjur, kr. 100.000.00 (rskj. nr. 3), og skattar, að fjárhæð kr. 35.208.00 (rskj. nr. 4). Fyrir hina almennu skatt- álagningu hafi skattstofunni eigi borizt annað en samlagningar- miði um rekstrarkostnað til mannahalds og tilkynning vegna húsabyggingar útfyllt með orðinu: Ekkert (rskj. nr. 5 og 6). Gerðarþoli hafi kært tekjuskattinn til skattstjóra 1. september 1960 (rskj. nr. 7) og borið því við, að ársreikningar væru enn eigi samdir, Skattstjóri hafi úrskurðað (rskj. nr. 8), að tekju- skattur skyldi óbreyttur standa. Þá hafi gerðarþoli kært til yfir- 164 skattanefndar (rskj. nr. 9), og hún úrskurðað, að skattur skyldi óbreyttur (rskj. nr. 10), ársuppgjör hafi vantað. Enn hafi verið kært til Ríkisskattanefndar (rskj. nr. 11) og ársreikningar sendir (rskj. nr. 12), en framtal hafi borizt áður (rskj. nr. 13). Hafi Ríkisskattanefnd þá úrskurðað (rskj. nr. 14), að tekjuskattur skyldi hækka úr kr. 25.250.00 í kr. 34.301.00, mismunur kr. 9.051.00, og eignarskattur, sem enginn hafi verið lagður á gerðar- þola upphaflega, skyldi vera kr. 11.988.00, eða hækkun sam- tals kr. 21.039.00. Gerðarþoli hafi greitt fyrirvaralaust gjöld þau, kr. 35.208.00, sem skattstjóri hafði lagt á hann, þar af kr. 24.372.00 í septembermánuði 1960 fyrir manntalsþing og eftir- stöðvarnar, kr, 10.836.00, 16. nóvember sama ár. Það séu því framangreindir skattviðaukar, sem mál þetta snúist um. Um- boðsmaður gerðarbeiðanda hefur haldið því eindregið fram, að skattskylda gerðarþola sé ótvíræð samkvæmt 3. sbr. 4. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt og greiðsluskyldan að sjálfsögðu einnig. Varðandi tekjuskattinn, hefur umboðsmaður gerðarbeið- anda tekið það fram, að skattálagningin hafi verið byggð á því, hversu á stóð um tekjur og eignir, sem lágu hjá gerðarþola um áramót 1959/60, en þá hafi eigi verið búið að gera upp við ein- staka félagsmenn gerðarþola, og það eigi verið gert fyrr en löngu síðar. Uppgjöri séreignarsjóðs hafi eigi verið lokið fyrr en 5. nóvember 1962 (rskj. nr. 21), eða tæpum tveimur árum eftir að eigendur hans, samlagsmeðlimirnir, áttu að telja fram til skatts, og þeir því eigi getað talið fram þessa tekjuaukningu sína Í séreignarsjóði, enda skiptingin á séreignarsjóði aldrei send skattayfirvöldunum. Það hafi því vegna fyrirmæla skatta- laganna um framtöl, uppgjör á tekjum og vörzlur þeirra um áramót verið óhjákvæmilegt fyrir skattayfirvöldin að leggja tekjuskatt á samlagið, þ. e. gerðarþola, vegna aukningar sér- eignarsjóðs, en eigi félagsmenn, enda kom eigi við það fram nein tvísköttun, eins og umboðsmaður gerðarþola hafi haldið fram í greinargerð sinni, sbr. síðustu mgr. 53. gr. reglugerðar nr. 147/ 1955. Sama og um aukningu séreignarsjóðs gildir einnig um óráð- stafaðar tekjur, kr. 234.77, sem inni hafi staðið hjá gerðarþola um áramót 1959/60. Þá hefur umboðsmaður gerðarbeiðanda bent á það, að Ríkisskattanefnd hafi með bréfi, dags. 19. októ- ber 1961 (rskj. nr. 32), spurzt fyrir um það hjá gerðarþola, hve mikilli fjárhæð hafi verið úthlutað til félagsmeðlima við uppgjör fyrir rekstrarárið 1959, hvenær og hvernig úthlutunin hafi farið fram o. s. frv., en Ríkisskattanefnd ekkert svar fengið. Hafi 165 þannig hvorki verið gerð grein fyrir eigendum að aukningunni á séreignarsjóði á árinu 1959 né eigendum að óráðstöfuðum tekj- um, sem tilgreindar hafi verið á efnahagsreikningi gerðarþola fyrir umrætt tekjuár. Um álagningu eignarskatts hefur nefndur umboðsmaður tekið það fram, að því hafi verið eins varið um heildarverðjöfnunina fyrir ár 1959, séreignarsjóðinn og Óóráðstafaða eign um áramót 1959/60 og um aukningu séreignarsjóðs 1959 og óráðstafaðar tekjur á því ári, að fé þetta hafi verið óskipt í vörzlum gerðar- þola um áramót 1959/60, og gerðarþola því borið að greiða skatt af því fé fyrir ár 1960. Hefur umboðsmaður gerðarbeiðanda í þessu sambandi til viðbótar við ákvæði 53. gr. reglugerðar nr. 147/1955 vísað til ákvæðis G-liðs 27, gr. sömu reglugerðar. Meðal annars af álagningarástæðum hafi orðið að fara eftir þessu ákvæði G.liðs 27. gr. nefndrar reglugerðar, þar eð einstakir félagsmenn gerðarþola hafi eigi getað talið fram á tilsettum tíma verðjöfn- unina fyrir árið 1959, hlutdeild sína í séreignarsjóðnum né óráð- stafaðri eign, þar eð uppgjör á þessum eignarliðum hafi eigi legið fyrir um áramót 1959/60 og ekki fyrr en löngu síðar. Aðiljar hafa lagt málið undir úrskurð réttarins. Samkvæmt því, sem hér að framan hefur verið greint um efni þessa máls og sjónarmið aðilja, kemur hér fyrst til álita, hvort félag gerðarþola hafi um skipulag, tilgang og starfstil- högun verið með þeim hætti, að því yrði eigi gert að greiða skatta að lögum, og ef svo væri, hvort skattfrelsi gerðarþola hafi verið svo algert, að þau atvik hefðu eigi getað komið til, að skattlegging á gerðarþola hafi verið rétt og nauðsynleg, og ef slík atvik hafi reynzt fyrir hendi, þá hvort skattayfirvöldun- um hafi verið heimilt að áætla gerðarþola tekjur og eignir og skattleggja hann samkvæmt því, svo sem gert hefur verið. Umboðsmaður gerðarþola hefur haldið því fram og vísað í því efni til laga félags gerðarþola, að gerðarþoli hafi eigi sam- kvæmt eðli sínu, starfstilhögun og tilgangi getað haft neinar tekjur né eignazt neitt, og af því leiði, að enginn gjaldstofn hafi verið fyrir hendi, er á yrði lagður skattur. Á þetta sjónarmið nefnds umboðsmanns getur rétturinn að vísu fallizt, svo langt sem það nær, en hins vegar lítur rétturinn svo á, að skattfrelsi gerðarþola hafi eigi verið og sé eigi fortakslaust fremur en ann- arra slíkra félaga, þar eð slíku skattfrelsi séu að áliti réttarins sett viss takmörk, sem orðuð eru í G-lið i.f. 27. gr. reglugerðar nr. 147/1955 um tekjuskatt og eignarskatt, en þar segir: 166 „Þeir, sem endurgreiðslurnar fá, skulu hins vegar ekki telja þær til tekna fyrr en á því ári, sem endurgreiðslurnar fara fram, eða þær eru færðar á viðskiptareikning viðkomandi. Meðan endurgreiðslum er ekki lokið, skulu endurgreiðendur telja sér þær til eignar.“ Nú er það ljóst af því, sem fram hefur komið í málinu, að gerðarþoli lauk eigi uppgjöri sínu á séreignarsjóði fyrir það ár, sem hér ræðir um, fyrr en 5. nóvember 1962, eða tæpum tveimur árum eftir að eigendur hefðu átt að telja fram til skatts, og að þeir gátu því eigi talið fram á tilskildum tíma séreignar- sjóðsaukninguna að sínum hluta. Sama er og um heildarverð- jöfnunina fyrir ár 1959, séreignarsjóðinn og Óráðstafaða eign um áramót 1959/60, að fé þetta var óskipt í vörzlum gerðar- þola um þau áramót. Einstakir félagsmenn gerðarþola gátu því eigi talið fram á tilskildum tíma verðjöfnunina fyrir ár 1959, hlutdeild sína í séreignarsjóði né í óráðstafaðri eign fyrir það ár, þar eð uppgjör á þessum eignarliðum lá eigi fyrir um ára- mót 1959/60 og eigi fyrr en löngu síðar, enda þótt lög félags gerðarþola mæli svo fyrir, að aðalfundur félagsins skuli haldinn eigi síðar en í nóvember ár hvert (10. gr.) og að fyrir aðalfund skuli lagðir til úrskurðar endurskoðaðir reikningar samlagsins fyrir næsta ár á undan (12. gr.). Rétturinn lítur svo á, að af framangreindum ástæðum hafi gerðarþoli orðið skattskyldur fyrir umrætt ár samkvæmt áðurgreindu ákvæði í G.lið if. 27. gr. reglugerðar nr. 147/1955 og skattar þeir, sem hér ræðir um, hafi því réttilega verið á gerðarþola lagðir. Umboðsmaður gerðar- þola hefur að vísu haldið því fram, að fyrrgreint ákvæði 27. gr. nefíndrar reglugerðar eigi ekki stoð í lögum, og að enda þótt svo væri, þá beri eigi að skilja ákvæðið svo sem Ríkisskatta- nefnd hafi gert í úrskurði sínum frá 4. nóvember 1961. Á þetta sjónarmið umboðsmanns gerðarþola getur rétturinn eigi fallizt. Enn fremur hefur nefndur umboðsmaður gerðarþola vísað til og lagt áherzlu á úrskurð Ríkisskattanefndar frá 18. ágúst 1959 (rskj. nr. 24), en rétturinn lítur svo á, að úrskurður sá hafi eigi verið bindandi fyrir nefndina síðar, enda lagaákvæði það, sem úrskurðurinn var reistur á, fallið úr gildi um áramót 1959/60 með lögum nr. 40/1959, 4. gr. i.f., og tók því eigi til skatta fyrir ár 1960. Þá vill rétturinn taka það fram, að forsendur fyrir úrskurði fógetaréttar Reykjavíkur frá 10. nóvember 1961 eru eigi sambærilegar efni þessa máls, enda kröfur gerðarbeið- anda í því máli reistar á öðrum atriðum. Hvað það atriði varð- 167 ar, er umboðsmaður gerðarþola hefur haldið fram, að skatt- lagning á gerðarþola leiddi til tvenns: ótvíræðrar tvísköttunar og þess, að eignir eins samlagsmanns væru notaðar til að skatt- leggja annan, skal tekið fram, að um fyrra tilvikið er hér eigi að ræða, þar eð á hvern einstakan samlagsmann hefur eigi verið lagður skattur vegna þeirra gjaldstofna, sem álagningin á gerðar- þola fyrir umrætt ár byggist á, en hvað síðara tilvikið varðar, þá er það að vísu hugsanlegt, en þá gerðarþola um að saka, en það ætti að vera hægt að jafna milli samlagsmanna við end- anlegt uppgjör á séreignarsjóði og heildarverðjöfnun. Hvað það atriði varðar, að skattayfirvöldin áætluðu gerðarþola skatta fyrir umrætt ár, þá var það heimilt samkvæmt ákvæðum 35. gr. laga nr. 46/1954, þar eð gerðarþoli taldi eigi fram til skatts á tilskild- um tíma og hafði eigi fengið frest til framtals. Samkvæmt þessu þykir verða að leyfa framgang hinnar um- beðnu lögtaksgerðar á ábyrgð gerðarbeiðanda. Eftir atvikum þykir rétt að láta málskostnað falla niður. Því úrskurðast: Hin umbeðna lögtaksgerð á fram að ganga á ábyrgð gerð- arbeiðanda. Málskostnaður fellur niður. Föstudaginn 21. febrúar 1964. Nr. 188/1962. Hulda H. Ólafsdóttir (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.) Segn Keili h/f (Jón N. Sigurðsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Gizur Bergsteinsson, Árni Tryggvason og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Theodór B. Líndal og Magnús Þ. Torfason. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur, að fengnu áfrýjunarleyfi 5. desember 1962, skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 29. s. m. og fengið gjafsókn fyrir Hæstarétti. 168 Dómkröfur áfrýjanda eru, að stefnda verði dæmt að greiða honum kr. 530.210.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 18. desember 1950 til greiðsludags og svo málskostnað í hér- aði og fyrir Hæstarétti, eins og málið væri eigi gjafsókn- armál. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostn- aðar fyrir Hæstarétti. Héraðsdómur er staðfestur með skírskotun til forsendna hans. Rétt er, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Málflutningslaun talsmanns áfrýjanda fyrir Hæstarétti, kr. 10.000.00, greiðist úr ríkissjóði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Málflutningslaun hins skipaða talsmanns áfrýjanda fyrir Hæstarétti, Þorvalds Lúðvíkssonar hæstaréttar- lögmanns, kr. 10.000.00, greiðist úr ríkissjóði. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 11. maí 1962. Mál þetta, sem dómtekið var 2. þ. m., hefur Hulda H. Ólafs- dóttir, Bræðraborgarstíg 4, hér í borg, höfðað vegna sjálfrar sín og f. h. ófjárráða dóttur sinnar, Auðar Kolbrúnar, gegn vél- smiðjunni Keili h/f, hér í borg, með stefnu, útgefinni 8. nóvem- ber 1958, til greiðslu skaðabóta, að fjárhæð alls kr. 540.560.00, auk 6% ársvaxta frá 18, desember 1950 til greiðsludags og máls- kostnaðar að skaðlausu. Stefndi hefur aðallega krafizt þess, að verða algerlega sýkn- aður af öllum kröfum stefnanda og honum verði tildlæmdur hæfi- legur malskostnaður úr hennar hendi, en til vara hefur stefndi krafizt þess, að kröfur stefnanda verði stórlega lækkaðar og málskostnaður verði látinn niður falla. Við munnlegan flutning málsins lækkaði stefnandi stefnu- kröfuna niður í kr. 530.210.00, en hélt fast við kröfur sínar að öðru leyti. , Málavextir eru þeir, að eiginmaður stefnanda, Sigurjón Stein- dórsson vélvirki, er var flokkstjóri stefnda í vélsmiðju hans við Elliðaárvog, vann í desember 1950 að því að setja upp eim- 169 ketil, er framleiðir eim til hitunarkerfis vélsmiðjunnar. Hinn 18. desember var Sigurjón búinn að koma einum loftblásara fyrir af fjórum, er áttu að vera á hitunarkerfinu. Um morgun- inn var hann að reyna hitunarkerfið og kynti ketilinn til að gefa hita á þenna eina loftblásara, en eimframleiðsla ketilsins var of mikil á þenna eina blásara, þótt stillt væri á minnstu brennslu, og varð því eftir nokkra stund að slökkva á katlin- um aftur. Þegar eimurinn var fallinn aftur, eftir u.þ.b. 15—20 mínútur, ætlaði Sigurjón að kveikja eld í katlinum á ný. Að sögn sjónar- votta gerði hann þetta þannig, að hann setti fyrst loftblásara kynditækisins í gang, opnaði síðan fyrir olíuinnrennslið og bar kveikikyndil inn í eldhólfið um gat neðarlega framan á katl- inum. Varð þá það mikil sprenging í katlinum, að sóthurðirnar fram- an á honum slengdust upp, og slóst önnur þeirra í höfuð Sigur- jóns, er stóð hálfboginn fyrir framan ketilinn, af slíku afli, að hann kastaðist aftur á bak í gólfið. Sigurjón var Þegar fluttur á Landspítalann eftir slysið, þar sem hann lézt um kvöldið af völdum meiðslanna. Vitnið Guðmundur Jónasson, starfsmaður stefnda, hefur skýrt svo frá í lögreglurétti Reykjavíkur 12. janúar 1951, að það hafi verið statt inni í kyndiklefanum og staðið til hliðar við ketilinn, er sprengingin varð. Vitnið kvaðst hafa fylgzt með Sigurjóni, er hann kveikti upp í katlinum, án þess þó að veita því sér- staka athygli. Hafi Sigurjón fyrst sett blásarann í gang, síðan skrúfað frá olíunni og tekið kyndilinn, en gengið illa að opna lokuna, er var fyrir gati því, er kyndlinum skyldi stungið inn um, og hélt vitnið, að Sigurjón hefði aldrei komið kyndlinum að „spíssinum“, Sökum þess að dálítil stund hafi liðið, frá því að Sigurjón skrúfaði frá olíunni og þar til hann hafi getað opnað lokuna nægilega til að koma kyndlinum að „spíssinum“, hafi myndazt of mikil hleðsla. Er kviknað hafi síðan í svo miklu magni, hafi það verið nægilegt til að framkalla eins mikla spreng- ingu og raun hafi á orðið. Er ketill þessi hafi komið fyrst á vélaverkstæðið, kveður vitnið, að það hafi verið hægt að opna lokuna alveg, en vitninu var nær að halda, eins og það orðaði það, að Sigurjón hafi fest lokuna sjálfur, þar eð hann hafi haft orð á því, að eigi logaði eins vel, ef hún væri hálflaus í. Vitnið áleit, að mistökin lægju í því, að ekki hefði verið hægt að opna lokuna nóg, svo að hægt 170 væri að koma kyndlinum greiðlega að „spíssinum“, þegar kveikt væri upp. Vitnið Ólafur Ragnar Jakobsson hefur skýrt svo frá í lög- reglurétti Reykjavíkur 12. janúar 1951, að það hafi verið statt í dyrum ketilhússins á leið inn í það, er sprengingin varð. Um vinnubrögð Sigurjóns við tendrun á katlinum og slysið sjálft skýrði vitnið frá efnislega á sama veg og vitnið Guðmundur Jónasson hér að framan. Nokkru fyrir slysið kvaðst vitnið hafa heyrt einhverja starfs- menn í vélsmiðjunni hafa haft orð á því, að „spíssinn“ á katlin- um væri ekki nægilega öruggur, því að hann læki olíu, þótt skrúfað væri fyrir hann. Vitnið áleit, að Sigurjón hefði verið heldur seinn að bera kyndilinn að „spíssinum“, þar eð honum hafi sennilega gengið eitthvað illa að opna lokuna inn í eldhólfið, því að hún hafi virzt eitthvað stirð. Högni Gunnarsson, framkvæmdastjóri stefnda, hefur skýrt svo frá í lögreglurétti Reykjavíkur framangreindan dag, að hann hafi verið staddur á skrifstofu sinni, er sprengingin varð, og hafi húsið hristst við hana. Hann kvað ketilinn hafa verið keypt- an u.þ.b. hálfum mánuði fyrir slysið í vélsmiðjunni Héðni, og vissi vitnið ekki annað en að ketillinn hafi verið nýr. Segja megi, að ketillinn hafi verið í uppsetningu, er sprengingin varð, og hafi Sigurjón séð um uppsetninguna. Næstu daga á undan slysinu hafi hann verið að reyna ketil- inn, koma fyrir hitablásurum o. fl. í sambandi við upphitunina. Hafi Sigurjón verið búinn að vinna í Keili í nokkur ár og þaul- vanur að eiga við katla, enda hafi hann verið vélvirki að iðn. Vitnið kvað Sigurjón hafa kynt ketilinn um morguninn, en fundizt þrýstingurinn orðinn of mikill og því slökkt á katlinum. Litlu seinna hafi hann viljað kveikja upp aftur, en þá ekki gætt þess að láta blásarann ganga fyrst um sinn til að hreinsa burt allt eldfimt loft, sem hljóti að hafa verið í katlinum eftir kynd- inguna fyrr um morguninn. Um leið og hann hafi sett blásar- ann af stað, hafi hann skrúfað frá olíunni, sem kviknað hafi í annað hvort við að falla á hvítglóandi heitan steininn í katl- inum eða þegar hann hafi borið kyndilinn að. En þetta taldi vitnið orsakir sprengingarinnar. Vitninu var ekki kunnugt um, að vart hefði orðið nokkurra galla á katlinum, og hafi hann verið notaður, eftir að gert hafi verið við hann skömmu eftir spreng- inguna, og reynzt prýðilega. Þá tók vitnið fram, að verið væri 17 nú að smíða keðjur fyrir sóthurðirnar að ráði Vélsmiðjunnar Héðins. Annars hafi átt að vera tryggilega frá lokun þeirra gengið, en þar eð slys þetta hafi einu sinni orðið, kvaðst vitnið hafa viljað láta ganga eins tryggilega frá öllu og framast væri kostur. Þá hefur verið lögð fram álitsgerð verksmiðjuskoðunarstjóra, Þ, Runólfssonar, dags. 8. janúar 1951, er athugaði staðhætti á slysstað eftir slysið. Í álitsgerð þessari segir m. a. á þessa leið: „Orsök slyssins tel ég þá, að of langt hafi liðið frá því opnað var fyrir olíuna, þar til kyndillinn var borinn að henni, en að á þessu tímabili hafi olían streymt inn í eldholið, sem var heitt frá fyrri kyndingu, eimazt þar og myndað sprengifima blöndu. Þegar kyndillinn var svo borinn að, eftir að blanda þessi hafði haft tíma til þess að myndast, varð sprenging. Við sprenginguna rifnaði reykhólfið frá aftanverðum katlin- um, reykpípan rifnaði úr sambandi við reykháfinn og sóthurðirn- ar framan á katlinum slóust upp. Telja má öruggt, að önnur hurðin, sem er úr steypujárni og allþung, hafi lent á höfði Sigur- jóns, eftir stellingum þeim, sem ætla má að hann hafi verið í, Þegar hann bar kyndilinn að olíubunu brennarans.“ Eftir að máli þessu hafði verið stefnt fyrir bæjarþingið, fóru fram í því frekari vitnaleiðslur. Þórður Runólfsson staðfesti þá fyrrnefnda álitsgerð sína og gat þess, að Öryggiseftirlit ríkisins leyfði eigi notkun stöðvikeðja á sóthurðum þess konar katla, er fjallað er um í máli þessu, enda áleit hann slíka notk- un þeirra stórvarasama. Vitnið kvað spjaldlokuna fyrir kveiki- kyndilinn ekki hafa verið athugaða, og gat það því eigi sagt um, hvort hún hafi verið laus. Þá kom Högni Gunnarsson, forstjóri stefnda, einnig fyrir dóminn og staðfesti skýrslu sína fyrir lögreglurétti Reykjavíkur 8. janúar 1951, svo langt sem hún nær, en bætti jafnframt við, að morguninn, sem slysið varð, hafi orðið tvær minni háttar sprengingar í katlinum, áður en þriðja sprengingin varð, er olli banaslysinu. Kvaðst Högni í bæði fyrri skiptin hafa farið til Sigurjóns og harðbannað honum að kveikja aftur upp í katl- inum, fyrr en hann væri orðinn nægilega kaldur, en Sigurjón eigi sinnt þeim fyrirmælum og sagt Högna ekkert vit hafa á þessu. Högni sagði ástæðuna fyrir því, að hann hefði eigi getið þessa á lögregluskýrslu sinni, hafa verið þá, að slys þetta hefði fengið mjög á sig, og hann, eins og á stóð, illa treyst sér til að hafa uppi neins konar ásakanir þá, en aðeins skýrt frá eins hlut- 172 laust og sér hafi verið unnt og ekki viðhaft fleiri orð en hann þá taldi nauðsynleg. Hins vegar taldi hann nú nauðsynlegt að gera fyllri grein fyrir þessu, eftir að til málshöfðunar hefur komið. Við munnlegan flutning málsins sundurliðaði stefnandi dóm- kröfur sínar þannig: 1. Dánarbætur vegna Huldu H. Ólafsdóttur .... kr. 370.121.00 2. Bætur fyrir röskun á stöðu og högum Huldu H. Ólafsdóttur .............0.0..... — 85.000.00 Mínus ein greiðsla frá Tryggingastofnun rík- isins til Huldu H. Ólafsdóttur, að fjárhæð kr. 10.350.00. Verður bótakrafan því alls vegna Huldu H. Ólafsdóttur .........00000.000 0. — 444.771.00 3. Dánarbætur vegna Auðar Kolbrúnar ...... — 35.439.00 4. Bætur fyrir röskun á stöðu og högum Auðar Kolbrúnar ................00 0000. — 50.000.00 Dómkröfur mæðgnanna nema því samtals kr. 530.210.00 Stefnandi byggir dómkröfur sínar á því, að eigi hafi verið nægilega tryggilega gengið frá öryggisútbúnaði ketilsins, bæði vegna þess, að öryggiskeðjur hafi vantað á sóthurðir hans, svo og vegna þess, að erfitt hafi verið að komast með kveikikynd- ilinn að „spíssinum“, sökum þess að spjaldlokan á katlinum hafi eigi verið í lagi, og beri stefndi því fébótaábyrgð á tjóni því, er hlauzt af slysinu. Auk þess hefur stefnandi bent á máli sínu til frekari árétt- ingar, að stefndi annist atvinnurekstur, sem ætíð hljóti að hafa í för með sér hættu fyrir starfsmenn hans, og eigi stefndi bví að bera ábyrgð á því tjóni, er starfsmenn hans verði fyrir við starf sitt samkvæmt reglum skaðabótaréttarins um hættulegan atvinnurekstur. Að endingu hefur stefnandi mótmælt framburði Högna Gunn- arssonar hér fyrir bæjarþinginu sem röngum, að því leyti sem hann er í ósamræmi við fyrri framburð hans fyrir lögreglurétti Reykjavíkur, og jafnframt bent á, að Þórður Runólfsson öryggis- málastjóri sé meðeigandi í Keili h/f. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því, að hann beri ekki fébótaábyrgð á slysi þessu, þar sem það verði eigi rakið til neinna 173 ástæðna eða orsaka, er honum verði um kennt, heldur hafi það eingöngu stafað af aðgæzluskorti og mistökum Sigurjóns sjálfs. Sigurjón hafi í heimildarleysi og á sitt eindæmi breytt læsingu spjaldlokunnar svo og þverbrotið fyrirmæli Högna Gunnarssonar um að kveikja ekki aftur upp í katlinum, fyrr en hann væri orðinn nægilega kaldur. Þá hefur stefndi andmælt því, að hér hafi verið um hættu- legt starf að ræða, enda hafi Sigurjón verið vélvirki að iðn og þaulkunnugur meðferð slíkra katla, sem hér um ræðir. Að endingu hefur stefndi haldið því fram, að jafnvel þótt hann hafi í upphafi borið einhverja fébótaábyrgð á slysi þessu, þá sé hún nú löngu fallin niður sakir tómlætis stefnanda, þar eð kröfum vegna slyssins hafi eigi verið hreyft fyrr en á ár- inu 1958. Eins og þegar er tekið fram, var Sigurjón vélvirki að iðn og flokksstjóri hjá stefnda. Er slysið varð, var hann að setja upp margnefnt hitunartæki. Ekki er í ljós leitt, að hann hafi tekið við skipunum um fram- kvæmd þess verks frá nokkrum starfsmanni stefnda, heldur unnið að uppsetningunni algerlega á sitt eindæmi, og með tilliti til menntunar hans, verður að gera ráð fyrir því, að hann hafi mátt gera sér grein fyrir þeim hugsanlegu hættum, er kynnu að vera starfi þessu samfara, og hegða sér í samræmi við það. Á því virðist hins vegar hafa orðið misbrestur, því að sjónar- vottum kemur saman um, að nokkur tími hafi liðið, frá því að Sigurjón skrúfaði frá olíunni og þar til hann setti kveiki- kyndilinn inn í eldhólf ketilsins, og skiptir hér ekki máli, að því er bótaskyldu varðar, hvort stirðleiki spjaldlokunnar hefur valdið, þar eð Sigurjóni bar að sjálfsögðu að stilla festingu henn- ar þannig, að hann ætti greiðan aðgang með kyndilinn inn í eld- hólfið. Þegar þetta er haft í huga, og þess er enn fremur gætt, að ekki er sannað, að framangreind tæki hafi verið haldin neinum þeim göllum, er leiði til fébótaábyrgðar stefnda á slysi þessu, enda verður stefnda ekki legið það á hálsi, þótt sóthurðir ket- ilsins hafi eigi verið búnar stöðvitækjum, þá þykir verða að sýkna hann af kröfum stefnanda í málinu. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Úrslit málsins verða þá þau, að sýkna ber stefnda af kröfum stefnanda í máli þessu, en málskostnaður er felldur niður. Magnús Thoroddsen, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm 174 þenna ásamt meðdómendunum Guðmundi Björnssyni verkfræð- ingi og Hallgrími Jónsyni vélstjóra. Dómsorð: Stefndi, vélsmiðjan Keilir h/f, á að vera sýkn af kröfum stefnanda, Huldu H. Ólafsdóttur, vegna sín persónulega og f. h. ófjárráða dóttur sinnar, Auðar Kolbrúnar, í máli þessu, en málskostnaður fellur niður. Mánudaginn 24. febrúar 1964. Nr. 142/1963. Haraldur Jóhannsson (Þorvaldur Þórarinsson hrl.) Segn Ástu Hansen (Lúðvík Gizurarson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Ármann Snævarr. Húsaleiga. Útburðarmál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 24. október 1963. Krefst hann þess, að stefndi verði með fógetagerð borinn út úr íbúð áfrýjanda að Sólheim- um 23 í Reykjavík. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi stefnda í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar í Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða úrskurðar ber að staðfesta hann. Áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 3.500.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Haraldur Jóhannsson, greiði stefnda, Ástu 175 Hansen, kr. 3.500.00 í málskostnað í Hæstarétti að við- lagðri aðför að lögum. Úrskurður fógetadóms Reykjavíkur 9. október 1963. Gerðarbeiðandi, Haraldur Jóhannsson hagfræðingur, Lindar- götu 10, hér í borg, hefur krafizt þess, að gerðarþoli, Ásta Han- sen, verði borin út úr húsnæði því, sem hún hefur haft til af- nota í húsinu nr. 23 við Sólheima, hér í borg. Gerðarbeiðandi hefur krafizt málskostnaðar úr hendi gerðarþola. Gerðarþoli hefur mótmælt því, að útburðargerð þessi nái fram að ganga. Hún hefur krafizt þess, að gerðarbeiðandi verði úr- skurðaður til þess að greiða sér málskostnað. Mál þetta var tekið til úrskurðar hinn "7, þ. mán. Í máli þessu liggur fyrir sem rskj. nr. 2 húsaleigusamningur aðiljanna, dagsettur 27, júlí 1962. Þar leigir gerðarbeiðandi, Har- aldur Jóhannsson, gerðarþola, Ástu Hansen, húsnæði í húsinu nr. 23 við Sólheima. Nánar tiltekið er þetta húsnæði 4 her- bergi, eldhús og bað á 11. hæð í austurálmu hússins. Leigutími er fastákveðinn, hefst 1. ágúst 1962 og er lokið án uppsagnar hinn 1. ágúst 1963. Húsaleiga, kr. 3.200 á mánuði, skal borgast mánaðarlega fyrirfram 1. hvers mánaðar. Leigutaki skyldi sjálf borga rafmagns- og hitakostnað sinn. Ekki þykir ástæða til þess að rekja nánar efni samningsins. Gerðarbeiðandi leggur á það megináherzlu í útlistun máls síns, að samkvæmt brýnum ákvæðum samningsins á rskj. nr. 2, hafi gerðarþoli engan rétt haft til þess að hafast við í hinu leigða húsnæði eftir 1. ágúst s.l. Hann skýrir svo frá, að hann hafi dvalizt erlendis á s.l. vetri og allt til miðs júlímánaðar þessa árs. Hafi sér nú borizt orðsending frá gerðarþola, þar sem hún segist hafa í hyggju að flytja búferlum til Ameríku, en hún er gift Ameríkumanni, Griffith Scobie, og óskar eftir að fá heimild til framleigu, ef þessu yrði að skipta. Síðar hafi hún ritað sér bréf og óskað þess, að leisumálinn yrði framlengdur. Gerðar- beiðandi segir, að þá er honum barst þetta bréf, hafi hann haft í hyggju að bjóða hingað til lands erlendu fólki í ágústmánuði og hýsa það í hér um ræddri íbúð, meðan það dveldist hér- lendis. Þessi ráðagerð hafi breytzt um 10. júlí, fáeinum dögum áður en hann hafi komið heim til Íslands. Nú hafi hann hringt til gerðarþola og tjáð henni, að hún mætti hafast við í íbúðinni 176 einn mánuð í viðbót, meðan hún væri að afla sér annars hús- næðis, en ekki gefið svör við tilmælum hennar um frekara dvalarleyfi, kæmi þar margt til álita, og ekki hefði hann hugs- að sér að endurnýja leigusamninginn. Við þetta hafi nú setið allt til þess seint í ágúst, að hann minnir 23. þess mánaðar, að hann gaf gerðarþola leyfi til þess að nota húsnæðið til 26. sept- ember. Útburðarkrafan byggist nú á því, að gerðarþoli hafi alls eng- an rétt til þess að hafast við í húsnæðinu, að liðnum 26. sept- ember s.l, og er útburðarbeiðni dagsett sama dag. Gerðarþoli mótmælir því, að útburður nái fram að ganga. Hún skýrir svo frá, að þá er gerðarbeiðandi hafi farið til út- landa í byrjun yfirstandandi árs, hafi hann sett Einar Halldórs- son lögregluþjón til þess að innheimta leigu fyrir íbúðina, allt til þess að hann kom sjálfur heim. Gerðarþoli segist eitt sinn nú í sumar hafa spurt Einar, hvort hún fengi að hafa íbúðina áfram á leigu eftir 1. ágúst s.l, ef hún þyrfti á henni að halda, og Einar hafi talið, að ekkert væri því til fyrirstöðu, en vera mætti, að gerðarbeiðandi vildi samt hækka húsaleigu eitthvað. Sama hafi Einar sagt við húsvörðinn, Sæmund Pálsson. Gerðar- þoli kveðst nú hafa skrifað gerðarbeiðanda bréf í júlímánuði s.l. út af sama atriði, en ekki fengið svar við því, en er gerðarbeið- andi var kominn til landsins, hafi hann sagt, að hún fengi að vera áfram í íbúðinni gegn nokkuð hækkaðri húsaleigu. Nú hafi gerðarbeiðandi sótt húsaleiguna fyrir ágústmánuð hinn 2. sama mánaðar, og segist gerðarþoli þá hafa innt hann eftir því, hve mikla leigu hún skyldi greiða framvegis. Gerðar- beiðandi hafi sagzt mundu koma síðar til þess að ræða það mál. Hún segist hafa fengið allsendis fyrirvaralausa kvittun fyrir ágústleigunni, og sér hafi verið það ljóst, að leigusamband þeirra ætti að standa áfram, máske gegn hækkaðri leigu. Því segist gerðarþoli hafa orðið öldungis hissa, er gerðarbeið- andi hafi hinn 22. ágúst sl. spurt hana formálalaust, hvort hún gæti farið úr íbúðinni 10. september. Aftur hafi hann átt tal við sig 30. ágúst og ítrekað, að hún skyldi rýma, þar eð hann þyrfti hærri húsaleigu og fyrirframgreiðslu fyrir íbúð- ina, en þó látið svo um mælt, að hún skyldi bíða til 1. október, er nánar mætti ræða um endurnýjun leigusamnings, upphæð leigunnar og fyrirframgreiðslu, Síðar hafi hann tvisvar komið með fólk til þess að sýna því íbúðina, og í annað skiptið sagt, að stjórn húsfélagsins vildi losna við gerðarþola úr íbúðinni, 177 með því að hún hefði 7 börn í heimili, og gæti munnlegt sam- komulag þeirra um framhaldsleigu því ekki staðizt. Gerðarþoli rökstyður kröfur sínar í málinu með því, að gerð- arbeiðandi hafi með fyrirvaralausri viðtöku húsaleigu fyrir ágústmánuð og aðgerðaleysi um nokkurn tíma þar á eftir stað- fest þá sannfæringu hennar, byggða á ummælum hans sjálfs og umboðsmanns hans, að hún mundi fá framlengingu leigu- málans. Hún segist líta svo á, að með þessari leiguviðtöku hafi komizt á með þeim aðiljunum leigumáli, að vísu óskjalfestur, en órjúfanlegur, nema með 3ja mánaða uppsögn, miðað við flutningsdag. Gerðarþoli hefur lagt fram kvittun fyrir ágústleigunni sem rskj. nr. 5, enn fremur kvittanir Búnaðarbanka Íslands fyrir depositionum húsaleigu fyrir september og október 1963, rskj. nr. 6 og 7. Gerðarbeiðandi mótmælir greinargerð gerðarþola í hverri grein sem rangri. Einar Halldórsson lögregluþjónn, Kambsvegi 4, hefur mætt sem vitni í máli þessu, og hefur framburður hans verið tekinn gildur sem staðfestur væri. Hann segist hafa tekið við húsaleigu frá gerðarþola frá og með s.l, áramótum til og með júlí s.l. Hann segir, að eitt sinn á s.l. sumri, máske í júní s.l., hafi gerðar- þoli ámálgað við sig, hvort hún myndi mega hafast við í íbúð- inni, að liðnum 1. ágúst, og kveðst hann hafa svarað því til, að um þetta réði hann engu, en sér vitanlega mundi ekkert því til fyrirstöðu, þó skyldi hún skrifa gerðarbeiðanda sjálfum þar að lútandi. Ekki kveðst Einar minnast þess, að þetta atriði hafi oftar borið á góma þeirra á milli. Einar kannast við að hafa átt tal við húsvörðinn, Sæmund Pálsson, í eitt skipti, líkast til rétt áður en gerðarbeiðandi kom heim frá Bretlandi, og mun Þá hafa borizt í tal, hvort gerðarþoli yrði þar áfram búandi eftir 1. ágúst. Einar minnist þess nú ekki, að hafa tekið eins sterkt til orða og Sæmundur heldur fram, viðvíkjandi atriði þessu, enda hafi sannleikurinn verið sá, að hann hafi ekkert um þetta vitað og engu um það ráðið. Húsvörður húseignarinnar Sólheima 23, Sæmundur Pálsson, hefur mætt sem vitni í málinu, og hefur framburður hans verið tekinn gildur sem staðfestur væri, Skýrir Sæmundur svo frá, að Einar Halldórsson lögregluþjónn, sem um tíma var umboðs- maður gerðarbeiðanda við móttöku leigu, hafi sagt sér, að hann vissi ekki betur en að gerðarþoli yrði áfram í íbúðinni eftir 12 178 1. ágúst s.1. Ekki kveðst hann muna með vissu, hvenær þeir áttu þetta tal, en það muni hafa verið í júlí frekar en í ágúst, og heldur Sæmundur helzt, að Einar hafi þá verið að greiða tryggingargjald vegna íbúðar gerðarbeiðanda. Helgi P. Briem, fyrrverandi ambassador, en hann er formaður húsfélagsins Sólheima 23, hefur mætt sem vitni og skýrt svo frá, að gerðarbeiðandi hafi sagt sér um það bil í byrjun ágúst- mánaðar s.l., að gerðarþoli mundi verða á brott úr húsinu um 10. september. Sumarið 1962 kveðst Helgi hafa talað við gerðar- beiðanda og sagt honum, að fólk með 7 börn hefði flutt inn í íbúð hans, og væri þetta óhyggilegt, þar eð íbúðin er á 11. hæð hússins. Enn fremur hafi hann vakið athygli gerðarbeið- anda á því, að öll leigusala í húsinu væri óheimil, nema með samþykki hússtjórnar. Helga minnir, að gerðarbeiðandi hafi svarað því til, að honum hefði verið ókunnugt um síðastnefnda reglu. Helgi kveðst aldrei hafa átt orðastað við gerðarþola fyrr en nú í yfirstandandi mánuði. Leigusamningur aðiljanna skyldi falla úr gildi 1. ágúst s.l. án uppsagnar, Verður að telja, að með viðtöku leigu fyrir ágúst- mánuð, án fyrirvara svo séð verði, hafi gerðarbeiðandi gefið gerð- arþola alla ástæðu til þess að ætla, að hann heimilaði henni setu í íbúðinni áfram, en fram hefur komið í málinu, að gerðar- þoli hafi leitazt við að fá framlengingu leigumála. Verður ekki komizt hjá að telja, að með aðiljum hafi þannig stofnazt nýr leigumáli, að vísu óskjalfestur, sem sé undirorpinn almennum reglum um slíkar gerðir. Þannig verður neitað um framgang útburðar. Rétt þykir, að gerðarbeiðandi greiði gerðarþola kr. 1.500.00 í málskostnað. Þorsteinn S. Thorarensen borgarfógeti kvað upp úrskurð þenna. Því úrskurðast: Útburðargerð þessi fer ekki fram. Gerðarbeiðandi greiði gerðarþola kr. 1.500.00 í málskostn- að innan 15 daga frá birtingu úrskurðar þessa að viðlagðri aðför að lögum. 179 Mánudaginn 24. febrúar 1964. Nr. 16/1963. Dánar-og félagsbú Eyjólfs Guðmundssonar og Arnþrúðar Guðjónsdóttur og Guðmundur og Sigurður Eyjólfssynir (Egill Sigurgeirsson hrl.) gegn Kristjáni Bjarnasyni (Sigurður Ólason hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Ármann Snævarr og Magnús Þ. Torfason. Vanhæfi yfirlandskiptamanns. Yfirlandskiptagerð úr gildi felld. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 15. febrúar 1963. Krefjast þeir sýknu af kröfum stefnda í málinu og málskostnaðar úr hendi hans í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og að áfrýjendum verði dæmt að greiða honum óskipt málskostn- að fyrir Hæstarétti. Að fyrirlagi Hæstaréttar í dómi 23. maí 1960 framkvæmdi yfirlandskiptanefnd ný landskipti með landskiptagerð 26. júli 1960. Stefndi hefur haldið því fram, að einn yfirland- skiptamannanna, Kjartan L. Markússon, hafi ritað grein þá, er birtist í dagblaðinu Tímanum hinn 21. ágúst 1960, og er efni hennar rakið í héraðsdómi, að því er hér skiptir máli. Með vætti Óskars Jónssonar, sem greint er í héraðsdómi, hefur stefndi fært veigamiklar líkur að því, að Kjartani sé rétt eignuð grein þessi. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir af hendi stefnda hefur Kjartan færzt undan að gefa hrein og glögg svör við því, hvort hann sé höfundur greinarinnar. Að svo vöxnu máli og þar sem ummæli í greininni eru þess eðlis, að þau samrýmast ekki starfi hlutlauss yfirland- skiptamanns, þá ber þegar af þeirri ástæðu að staðfesta 180 niðurstöðu hins áfrýjaða dóms. Er þá jafnframt samkvæmt 141. gr. laga nr. 85/1936 lagt fyrir hinn reglulega héraðs- dómara að skipa yfirlandskiptamann í stað Kjartans L. Markússonar. Ber yfirlandskiptanefnd þannig skipaðri að framkvæma yfirlandskipti. Eftir þessum úrslitum er rétt, að áfrýjendur greiði óskipt stefnda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem er ákveðinn samtals kr. 13.000.00. Dómsorð: Óraskað á að vera það ákvæði hins áfrýjaða dóms, að yfirlandskiptagerð frá 26. júlí 1960 sé úr gildi felld. Áfrýjendur, dánar- og félagsbú Eyjólfs Guðmunds- sonar og Arnþrúðar Guðjónsdóttur og Guðmundur og Sigurður Eyjólfssynir, greiði óskipt stefnda, Kristjáni Bjarnasyni, málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 13.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur aukadóms Skaftafellssýslu 5. janúar 1963. Mál þetta, sem dómtekið var 3. þ. m. er höfðað fyrir auka- dómþinginu með stefnu, útgefinni 23. marz 1961, af Kristjáni Bjarnasyni, eiganda og ábúanda Norður-Hvols í Dyrhólahreppi, gegn ábúendum Suður-Hvols í sama hreppi, þeim Guðmundi Eyjólfssyni og Sigurði Eyjólfssyni, og Arnþrúði Guðjónsdóttur f. h. dánar- og félagsbús síns og Eyjólfs heitins Guðmundssonar. Stefndi Arnþrúður hefur látizt eftir þingfestingu málsins, og breytist þá heiti málsins í samræmi við það. Stefnandi gerði þær dómkröfur, „að hin svokölluðu framhalds- yfirlandskipti frá 26. júlí 1960 verði ógild metin eða þeim verði rift og hrundið og að stefndu verði in solidum dæmd til greiðslu hæfilegs málskostnaðar eftir mati réttarins“. Stefndu gera þær dómkröfur, að þau verði algerlega sýknuð af kröfum stefnanda og þeim dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati dómsins. Stefnandi byggir kröfur sínar á því, að ekki hafi verið um nein framhaldsskipti að ræða, heldur ný skipti, enda hafi yfir- landskiptin frá 1952 verið úr gildi felld í dómi Hæstaréttar. 181 „Yfirskiptamennirnir“ hafi enga dómkvaðningu haft til að fram- kvæma ný skipti og hafi þeir því verið umboðslausir til þess starfa. Séu því „skipti“ þeirra markleysa. Þá telur hann, að jafnvel þótt dómkvaðningar hefði ekki þurft, hafi skiptamennirnir allt að einu verið óhæfir til starfans vegna a) fyrri afskipta af mál- inu, þ, á m. sérstaklega fyrri málaferlum, b) þess að einn skipta- manna hafi á óvenjulegan hátt gerzt ber að óvild gagnvart stefn- anda og með því dæmt sjálfan sig og þar með skiptanefndina úr leik í þessu máli, og loks c) séu „skiptin“ að efni til á þann veg, að þau beri með sér fulla sönnun um, að skiptamenn hafi ekki verið óhlutdrægir í starfinu. Þá hefur hann haldið því fram, að jafnvel þótt ekkert yrði talið athugavert við compe- tence og habilitet skiptamanna, þá séu skiptin greinilega rang- lát í verulegum atriðum og þannig á röngum forsendum byggð. Auk þess hefur stefnandi haldið því fram við munnlegan flutn- ing málsins, að komið hafi endanlega í ljós, að einn „skiptamað- urinn“, Kjartan L. Markússon, hafi með vísvitandi undanbrögð- um komið sér hjá því að inna af hendi brýna lagaskyldu, til- heyrandi því starfi hans sem opinbers trúnaðarmanns, að hann telur, og þar með auglýst sig sem óhæfan í starfinu og verkið því ómerkt frá upphafi, hvaða afstöðu sem rétturinn annars tæki til blaðaskrifa hans í sambandi við skiptin. Þá kvað hann einnig í munnlegum flutningi málsins annan „skiptamann“, Guðlaug Jónsson, hafa auglýst óhæfi sitt sem skiptamanns með því að framkvæma skiptin á allsendis röngum og ólöglegum forsend- um, þar sem hann hafi skilið starfið svo, að hann og þeir fé- lagar hefðu bindandi fyrirmæli um að taka ekki við neinum mótmælum eða athugasemdum frá öðrum aðiljanum, og gildi þetta þá jafnframt um alla hina skiptamennina, þar sem þeir bókuðu, að þeir væru „sammála“ um þessa starfshætti, en allt þetta valdi ásamt fleiru algerri ómerkingu margnefndrar „skiptagerðar“. Stefndu rökstyðja sýknukröfu sína í fyrsta lagi með því, að kröfur út af framangreindri yfirlandskiptagerð séu fyrndar, þar sem meira en 6 mánuðir hafi verið liðnir frá þeim degi, sem skiptin fóru fram á, sbr. 5. gr. laga nr. 46 frá 1941. Þessari málsástæðu hafa stefndu fallið frá á síðara stigi málsins. Þá telja þeir í öðru lagi, að lögum samkvæmt hafi sömu yfirland- skiptamönnum og framkvæmdu skiptin 1952 borið að framkvæma skipti þau, er Hæstiréttur fyrirskipaði með dómi, uppkveðnum 23. maí 1960. Telja þeir þetta og koma beint fram í dómi rétt- arins, sbr. málsgreinina „...... og leggja fyrir yfirlandskipta- 182 menn að taka skiptin upp af nýju samkvæmt því, sem að fram- an var rakið“. Vegna kröfu stefnanda um ógildingu, vegna þess að einn yfirlandskiptamanna hafi gert sig óhæfan til starfa, hefur lögmaður stefndu tekið sérstaklega fram í munnlegum málflutn- ingi og lagt á það áherzlu, að meiri hluti landskiptanefndar ráði úrslitum í landskiptum. Benti hann á 4. gr. laga nr. 46/1941 í því sambandi. Samkvæmt því taldi hann engu máli skipta fyrir gildi yfirlandskiptanna, „jafnvel þótt forföll Kjartans Leifs Mark- ússonar yrðu ekki metin gild“. Málavextir eru þeir, að með dómi Hæstaréttar, uppkveðnum 23. maí 1960, eru landskipti yfirlandskiptanefndar frá 10. maí 1952 á landi Hvols í Dyrhólahreppi úr gildi felld, og segir í dómsorði Hæstaréttar, að yfirlandskiptamönnum beri að fram- kvæma skiptin samkvæmt því, er að framan greinir. Í forsend- um þessa hæstaréttardóms segir meðal annars svo: „Þar sem bein krafa hefur komið fram um skiptingu á nefndum svæðum og þau verða ekki undanskilin skiptum samkvæmt ákvæðum landskiptalaga nr. 46/1941, sbr. einkum 3. og 13. gr. þeirra, þá ber að framkvæma skiptingu þeirra. Ákveða má þó aðiljum umferðarrétt, eftir því sem nauðsyn þykir til bera. Með því að óvíst er, hvort unnt sé að framkvæma hagkvæm og réttlát skipti á svæðum þessum án þess að hagga að einhverju leyti þegar framkvæmdum skiptum, þá verður ekki hjá því komizt, að fella yfirlandskiptagerðina frá 10. maí 1952 úr gildi og leggja fyrir yfirlandskiptamenn að taka skiptin upp af nýju samkvæmt því, sem að framan var rakið“. Hinn 29. apríl 1952 voru á aukadómþingi Skaftafellssýslu dóm- kvaddir eftirtaldir menn til þess sem yfirmatsmenn að fram- kvæma skipti á Hvolsjörðum í Dyrhólahreppi samkvæmt land- skiptalögum: Gísli Skaftason bóndi, Lækjarbakka, Guðlaugur Jónsson pakkhúsmaður, Vík, Kjartan L. Markússon búfræðing- ur, Suður-Hvammi, Páll Pálsson bóndi, Litlu-Heiði, og Björn Bjarnarson, ráðunautur í Reykjavík, sem oddamaður skipta- nefndarinnar. Menn þessir framkvæmdu yfirlandskipti þau, sem felld voru úr gildi með framangreindum dómi Hæstaréttar. Hinir sömu menn komu aftur saman að Hvoli hinn 25. júlí 1960 til þess að framkvæma ný yfirlandskipti í samræmi við ákvæði framangreinds hæstaréttardóms. Er yfirlandskiptagerð, dagsett 26. júlí 1960, undirrituð af öllum framangreindum yfirlandskipta- mönnum. Þegar yfirlandskiptamennirnir komu að Hvoli til þess að framkvæma yfirlandskipti, kveðast þeir hafa haft samband 183 við Kristján Bjarnason, eiganda Hvols II, á heimili hans, en hann hafi afhent formanni skiptanefndar í votta viðurvist fjög- ur bréf, þar sem hann m. a. mótmælir því, að þessir landskipta- menn framkvæmi frekari skipti á Hvolsjörðum. Í yfirlandskipta- gerðinni segir, að skiptanefndin hafi verið sammála um að hafa Þau mótmæli að engu, en hefja þegar framkvæmd skiptanna og ljúka þeim samkvæmt fyrirskipunum Hæstaréttar. Í bréfi stefnanda til sýslumanns Skaftafellssýslu, dags. 23. júlí 1960 (dskj. nr. 15), mótmælir hann því, að hinir sömu menn, sem voru við yfirlandskipti á Hvoli, komi aftur að yfirlandskiptum. Rök fyrir mótmælum sínum kveður hann vera þau, að þeir fram- kvæmdu ekki skiptin svo, að þau gætu staðizt, heldur fóru eftir óskum og kröfum Suður-Hvolsmanna. Telur hann skiptamenn hafa berlega sýnt afstöðu sína til málanna með vottorðum þeim, er þeir hafi lagt fram við málareksturinn í heild Suður-Hvoli til framdráttar. Í bréfinu heldur hann því einnig fram, að þeir hafi játað fyrir rétti, að þeir hafi ekki sökum vanheilsu getað farið um landið til athugunar, og sízt muni þeir betur haldnir af vanheilsu sinni nú. Stefnandi hefur undir rekstri málsins fært fram nokkur gögn fyrir þeirri staðhæfingu sinni, að einn yfirlandskiptamanna hafi á óvenjulegan hátt gerzt ber að óvild gagnvart stefnanda og með því dæmt sjálfan sig úr leik. Á dskj. nr. 4 er vottorð Sveins Skorra Höskuldssonar, þá starfsmanns Tímans, dags. 14. september 1960, svohljóðandi: „Hér með skal tekið fram, að ritstj. Tímans hefur sagt mér, sérstaklega aðspurður, að „Mýr- dælingur“ sá, er fyrir skömmu skrifaði grein í blaðið um land- skiptamál í Mýrdal, héti Kjartan, en mundi ekki hvers son.“ Vottorð þetta, sem lögmaður stefndu hefur mótmælt, er óstað- fest. Vottorðsgjafi, Sveinn Skorri Höskuldsson, var fluttur bú- ferlum úr landi, áður en hann kæmi fyrir dóm. Þá hefur hann leitt sem vitni í málinu út af þessu atriði Óskar Jónsson, fyrr- verandi alþingismann, nú fulltrúa, Kirkjuvegi 26 á Selfossi, og hefur Óskar staðfest framburð sinn með eiði. Samkvæmt vott- orði þessa vitnis á dskj. nr. 26 kveðst það hafa á skrifstofu dag- blaðsins Tímans í Reykjavík séð frumrit af grein, er birtist í blaðinu sunnudaginn 21. ágúst 1960 undir nafninu: „Þess skal getið, sem gert er“, en grein þessi bar undirskriftina „Mýrdæl- ingur“. Á vottorðinu segir, að frumritið hafi verið ritað með hendi Kjartans L. Markússonar, Suður-Hvammi í Mýrdal, enda fylgdi með bréf, undirritað af honum. Er vitnið kom fyrir dóm, 184 staðfesti það vottorð sitt og kvaðst aðspurt þekkja rithönd Kjart- ans Leifs Markússonar mjög vel, en auk þess hafi fylgt bréf, ritað af Kjartani Leifi sjálfum, er vitnið sá frumrit greinar- innar á ritstjórnarskrifstofu Tímans. Andrés Kristjánsson, rit- stjóri Tímans, hefur verið leiddur sem vitni í máli þessu. Hann kvaðst muna eftir grein, sem birzt hafi í Tímanum um svo- kölluð Hvolsmál, en ekki muna um efni greinarinnar. Aðspurt kvaðst þetta vitni ekki muna, hvort það hefði borið þessa grein undir Óskar Jónsson, fyrrverandi alþingismann, en kvaðst muna, að það hafi borið greinar undir Óskar, þótt það muni ekki, hvaða einstakar greinar það hafi verið. Vitnið gaf þá skýringu, að það sé venja, að ritstjóri beri greinar, sem eru nafnlausar eða undir dulnefnum, undir kunnuga menn til að vita, hvort óhætt og rétt sé að birta greinarnar. Sé því vel líklegt, að það hafi borið grein þessa undir Óskar J ónsson, fyrrverandi alþingis- mann, þótt það muni það ekki. Með stefnu, útgefinni 25. ágúst 1962, stefndi stefnandi máls þessa Kjartani Leifi Markússyni til þess að mæta til vitnaleiðslu þriðjudaginn 4. september 1962 í þinghúsi Dyrhólahrepps að Litla Hvammi. Hið stefnda vitni mætti ekki, en lögmaður stefndu í málinu lagði fram vottorð, dags. í Vík 4. september 1962, undirskrifað af Haraldi Jóns- syni, svohljóðandi: „Kjartan L. Markússon, Vík, er svo illa hald- inn af asthma-kasti, að hann þolir ekki réttarhald.“ Hinn 6. nóvember 1962 ritaði lögmaður stefnanda Kjartani Leifi Markús- syni svohljóðandi bréf: „Þar sem þér hafið (vegna veikinda- forfalla) enn ekki mætt í ofangreindu máli, þrátt fyrir áskoranir og vitnastefnu, þar að lútandi, og heldur ekki ennþá tjáð yður um, hvort þér hafið skrifað grein þá í dbl. „Tímann“ undir dul- nefninu „Mýrdælingur“, sem fjallar um landskiptamálin á Hvoli og mjög kemur við sögu í máli því, er nú stendur yfir, þá vil ég hér með skora á yður með stefnuvottum að senda dóminum eða formanni hans, Sigurgeiri Jónssyni bæjarfógeta, annað hvort beint eða um hendur málflutningsmanns yðar, afdráttarlausa umsögn um þetta atriði af eða á. Málið kemur fyrir á skrifstofu bæjarfógetans í Kópavogi hinn 15. þ. m. Afrit af bréfi þessu er sent hr. hrl. Agli Sigurgeirssyni. Virðingarfyllst, Sig. Ólason.“ Bréf þetta er birt Kjartani Leifi Markússyni með stefnuvottum Hvammshrepps hinn 10. nóvember 1962. Í þing. haldi í málinu hinn 15. nóvember 1962 lagði lögmaður stefndu fram (dskj. nr. 35) símskeyti til sín frá Kjartani Leifi Markús- syni, dags. 13. nóvember 1962, sent frá Vík, svohljóðandi: „Hef 185 skrifað eina grein í Tímann um völfuleiðið á Felli. Ekki annað. Kjartan L. Markússon.“ Lögmaður stefnanda mótmælti sím- skeyti þessu þá í þinghaldinu sem röngu, og með bréfi, dagsettu sama dag, til lögmanns stefndu, mótmælti hann því einnig sem óstaðfestu og ómerku utanréttarplaggi. En í bréfinu tók hann fram, að hann mótmælti ekki símskeytinu sem óstaðfestu sem slíku, heldur efni þess. Lögmaður stefndu hefur ítrekað mót- mælt því, að Kjartan Leifur Markússon hafi skrifað umdeilda Tímagrein, svo og hefur hann mótmælt öllu, sem stefnandi hafi lagt fram því til sönnunar. Yfirlandskiptamennirnir Björn Bjarnarson, Guðlaugur Gunnar Jónsson, Páll Pálsson og Gísli Skaftason hafa allir komið fyrir dóm og svarað þar spurningum, er fyrir þá hafa verið lagðar um yfirlandskiptin og yfirlandskiptagerðina. Yfirlandskiptamönn- um þessum fjórum hefur öllum verið sýnt afrit yfirlandskipta- gerðarinnar á dskj. nr. 3, og hafa þeir allir kannazt við hana. Vitnisburðir þriggja þeirra hafa verið teknir gildir sem stað- festir væru, en framburði vitnisins Guðlaugs Jónssonar var mót- mælt af lögmanni stefnanda sem óstaðfestum, Hefur Guðlaugur unnið eið að framburði sínum. Hinn 7. desember 1962 stefnir stefnandi máls þessa Kjartani Leifi Markússyni að nýju til þess að mæta sem vitni í sambandi við mál þetta á þingstað Hvamms- hrepps í Vík miðvikudaginn 12. desember 1962, kl. 4, og var stefna þessi birt af stefnuvottum 10. desember 1962. Hið stefnda vitni mætti ekki, en dómari málsins vildi gefa vitninu kost á, að hann héldi dómþing á heimili vitnisins. Fór því settur sýslu- maður Skaftafellssýslu, Sigurður Briem Jónsson, heim til Kjart- ans Leifs Markússonar og gaf honum kost á vitnayfirheyrslu á heimili hans. Hefur settur sýslumaður gefið svohljóðandi vott- orð um för sína á heimili Kjartans Leifs (dskj. nr. 40): „Sam- kvæmt beiðni Sigurgeirs Jónssonar umboðsdómara fór ég und- irritaður ásamt Ásgeiri Pálssyni hreppstjóra, Framnesi, heim til Kjartans Leifs Markússonar að Eyrarlandi í Vík í Mýrdal með þau skilaboð frá umboðsdómara, að hann vildi gefa vitn- inu kost á að yfirheyra það í heimahúsum, ef það ætti óhægt um að mæta á þingstað Hvammshrepps, enda væri aðeins um eina spurningu að ræða, og ekki yrðu aðrir viðstaddir en dóm- ari og vottar, Svaraði vitnið því neitandi og afhenti mér læknis- vottorð. Vík í Mýrdal, 12. desember 1962. Sig. Briem Jónsson.“ Læknisvottorð það, sem greinir í vottorði þessu, er svohljóðandi (dskj. nr. 38): „Kjartan Leifur Markússon, f. 8/4 '95, til heim- 186 ilis í Vík í Mýrdal, er að mínu áliti ekki fær um að mæta fyrir rétti af heilsufarsástæðum. Vigfús Magnússon héraðsl.“ Í tilefni af vottorði þessu mætti vottorðsgjafi, Vigfús Magnússon, settur héraðslæknir í Víkurhéraði, óstefndur sem vitni í málinu hinn 14. desember 1962. Samkvæmt ósk lögmanns stefnanda voru þess- ar vitnaspurningar lagðar fyrir vitnið: „1) Ber að skilja þau ummæli í vottorði læknisins, dskj. 38, að Kjartan Leifur Markús- son sé ekki fær að mæta í rétti þargreindan dag, á þá leið, að hann sé ekki ferðafær á þingstað til yfirheyrslu? 2) Telur lækn- irinn hins vegar, að Kjartan Leifur myndi hafa getað, hvað heilsufar snertir, svarað dómara á heimili sínu eða úr rúmi sínu, enda sé gengið út frá alls einni spurningu og að engir væru viðstaddir, nema dómari og réttarvottar? Sig. Ólason.“ Framan- greindum vitnaspurningum svaraði vitnið Vigfús Magnússon báð- um játandi. Vitnið gaf þá skýringu, að það hafi búizt við langri yfirheyrslu og ekki talið Kjartan Leif Markússon færan um að bola langdregið réttarhald. Vitnið kvað aðalsjúkdóm hans vera lungnaþembu (emphysema pulmonum), sem oft þjái gamla bænd- ur. Vitnið kvað Kjartan Leif vera algeran öryrkja vegna lungna- sjúkdómsins. Þá tók vitnið fram, að það hefði verið settur hér- aðslæknir í 2% mánuð og viti ekki til þess, að Kjartan Leifur hafi á því tímabili farið nema tvisvar út úr húsi, þar af í ann- að skiptið til sín. Með stefnu, útgefinni 14. desember 1962 (dskj. nr. 48), stefnir stefnandi máls þessa enn á ný Kjartani Leifi til að mæta fyrir aukadómþingi Skaftafellssýslu sem vitni hinn 2. janúar 1963, kl. 15, á þingstað Hvammshrepps. Í stefnu þess- ari, sem birt var af stefnuvottum 29. desember 1962, segir m. a.: „Að ég er tilneyddur, eftir tvær undanfarnar árangurslausar tilraunir, að stefna herra Kjartani Leifi Markússyni, Vík í Mýr- dal, til vitnayfirheyrslu í aukadómsmálinu: Kristján Bjarnason gegn Guðmundi og Sigurði Eyjólfssonum o. fl., enda hefur auka- dómurinn úrskurðað, að reynt skuli til þrautar að fá fram vætti hans í málinu. En téður Kjartan Leifur var á sínum tíma dóm- kvaddur til þess að leysa tiltekið opinbert trúnaðarstarf af hendi, en hefur hins vegar komið sér hjá því að mæta fyrir rétti af því tilefni, og það jafnvel þótt dómarinn hafi boðizt til að taka skýrslu af honum á heimili hans. Tel ég forföll Kjartans Leifs undanbrögð ein, enda hefur hann heldur ekki fengizt til að svara tiltekinni spurningu, varðandi málið, sem lögð var fyrir hann um hendur stefnuvotta. Áskil ég mér þess vegna óskertan rétt á hendur téðum Kjartani Leifi út af þessu öllu, bæði um viður- 187 lög fyrir undanbrögð samkvæmt 131. gr. laga nr. 85/1936, sem og til þess að nota undanfærslu hans sem málsástæðu í auka- dómsmálinu, eftir því sem við á og þurfa þykir.“ Ekki mætti Kjartan Leifur í þinghaldi þessu, en lögmaður stefndu lagði fram bréf eða vottorð frá Ólafi Björnssyni héraðslækni, þar sem hann segist hafa skoðað Kjartan Leif fyrir tæpum tveimur árum, og hafi hann þá verið í status asthmaticus og sýnilega aðþrengdur. Í vottorði þessu kemur fram, að læknirinn hefur aðeins haft þessi einu afskipti af sjúklingi þessum fyrir tæpum tveimur árum, og segir meðal annars um það í vottorðinu: „Yfir- leitt voru þessi einu afskipti mín af þessum sjúklingi of skamm- vinn, til að ég gæti gert mér glögga grein fyrir heilsufari hans almennt ....“ Í þinghaldi þessu hinn 2. janúar 1963 lét lög- maður stefndu bóka eftir sér: „Ég hef farið á fund Kjartans L. Markússonar, og hefur hann fallizt á, að dómendur kæmu þrír til fundar við hann, þar sem hann er rúmliggjandi. Hins vegar telji hann sig hafa lögleg veikindaforföll frá því að mæta í al- mennu þinghaldi.“ Dómstjórinn bókaði þá, að gefnu tilefni frá lögmönnum aðilja, að dómurinn sé sammála um að samþykkja, að þingið verði flutt af þingstað á heimili vitnis, ef vitnið sendi dóminum um það skriflega beiðni, en annars ekki. Var gefinn einnar klukkustundar frestur til þess, að vitnið gæti sent dóm- inum beiðni um flutning þinghaldsins á heimili þess, ef það ósk- aði þess. Að liðinni 114 klukkustund, barst dómstjóranum svo- fellt bréf frá Kjartani Leifi Markússyni: „Jeg undirritaður Kjart- an L. Markússon í Vík get fallizt á, að dómendur í Hvolsmáli komi heim til mín, ef þeir telja það nauðsynlegt málsins vegna, og spyrji mig um það, sem þeir telja miklu varða. — Jeg er liggjandi sjúklingur og frábið mig því, að rjettur sje settur á heimili mínu. — Vík 2/1 1963 — Kjartan L. Markússon.“ Eftir móttöku þessa bréfs var gerð svofelld bókun í þingbókina: „Dóm- urinn er sammála um, að ekki sé efni til neinna athugasemda í tilefni af bréfi Kjartans L. Markússonar á dksj. nr. 53, þar sem hann banni þinghald á heimili sínu.“ Lögmaður stefndu hefur mjög eindregið mótmælt tilraunum til þess að fá vitni þetta fyrir dóm, og í greinargerð í sambandi við kæru til Hæsta- réttar út af úrskurði aukadómbþingsins frá 13. desember 1962 um framhaldsgagnaöflun, þar sem aðiljum er m. a. gefinn kost- ur á að reyna til þrautar að fá Kjartan Leif fyrir dóm sem vitni, segir hann, að ekki verði annað séð en að sækja hafi átt mann Þenna heim að honum sjúkum og nauðugum, og jafnframt er 188 látið að því liggja, að með aðgerðum dómsins sé manni þessum búin hætta á líftjóni. Lagt hefur verið fram í málinu á dskj. nr. 31 bréf Egils Sig- urgeirssonar hæstaréttarlögmanns, dags. 27. maí 1960, svohljóð- andi: „Hr. ráðunautur Björn Bjarnarson, Reykjavík. — Jafn- framt því að senda yður, herra ráðunautur, sem oddamanni yfir- landskiptanefndar hjálagt endurrit af dómi Hæstaréttar í máli Kristjáns Bjarnasonar, Norður-Hvoli, gegn eigendum Suður-Hvols, leyfi ég mér að beiðast þess, að framkvæmd verði skipti þau hið fyrsta, sem Hæstiréttur fyrirskipar. — Virðingarfyllst, Egill Sigurgeirsson.“ Í eiðfestum framburði vitnisins Guðlaugs Gunn- ars Jónssonar á aukadómþinginu hinn 2. janúar 1963 segir m. a. svo: „Lögmaður stefnanda óskar borið undir vitnið sérstak- lega þau ummæli í skiptagerðinni, að landskiptamenn hafi verið sammála um að hafa að engu mótmæli Kristjáns Bjarnasonar. Vitnið skýrir frá því, að Jón heitinn Kjartansson sýslumaður hafi talað við það í síma og sagt því, að nú ætti það að fram- kvæma yfirlandskipti á Hvoli með sömu mönnum og fyrr, og hafi vitnið því talið sig hafa fengið skipun um að vinna þetta verk. Þess vegna hafi það talið, að ekki bæri að taka til greina nein mótmæli gegn því, og bæri því að hafa þau að engu. Lög- maður stefndu óskar vitnið spurt, hvort það hafi sótt landskipta- bókina og hver hafi þá afhent hana. Vitnið kveðst hafa sótt bókina, og sýslumaður Jón Kjartansson hafi afhent hana. Lög- maður stefnanda óskar vitnið spurt, hvort því hafi ekki þótt ástæða til að fá skriflegt skjal frá sýslumanni um þetta, en ekki aðeins munnlega beiðni. Vitnið svarar: „Hafði ekki Björn Bjarn- arson bréf um það?“ Þá óskar sami lögmaður vitnið spurt, eftir beiðni hvors málsaðilja þessi síðari yfirlandskipti hafi verið fram- kvæmd. Vitnið kveðst halda, að Kristján Bjarnason hafi beðið um þessi skipti. Að gefnu tilefni frá lögmanni stefnda, bætir vitnið því við, að það sé ekki á því hreina með þetta ....“ Lögmaður stefnanda hefur við munnlegan flutning málsins lagt nokkuð upp úr þessum framburði vitnisins Guðlaugs Jóns- sonar, svo sem að framan er rakið. Í grein þeirri í dagblaðinu Tímanum, sem haldið er fram, að einn yfirlandskiptamanna, Kjartan Leifur Markússon, hafi ritað, segir m. a. svo: ,„.... Mál þetta höfðaði Kristján Bjarnason bóndi á Norður-Hvoli í Mýrdal gegn sambýlismanni sínum, Guð- mundi Eyjólfssyni. Var tilefnið, að árið 1951 voru framkvæmd landskipti á Hvoli eftir beiðni þeirra Hvols-bænda. Kristján var 189 óánægður með skiptin og krafðist yfirlandskipta. Voru þau fram- kvæmd af 5 mönnum, eins og lög mæla fyrir, og var Björn Bjarnarson ráðunautur formaður skiptanefndar. Þrátt fyrir það, þó matsmenn gerðu allt, sem þeim var unnt, til að skiptin yrðu hagkvæm Kristjáni, var hann enn óánægður, og gat skipta- mönnum ekki dulizt, að hann yrði aldrei ánægður með jöfn og réttlát skipti ....“ ,.... Með dómi Hæstaréttar kemur ótví- rætt í ljós, sem raunar flestir hér eystra vissu frá upphafi, að mál þetta var höfðað án nokkurs tilefnis, og dómsmálaráðherra hefur hent það slys, að veita manni gjafsókn til að höfða og reka mál, þó enginn skynsamlegur grundvöllur væri til að byggja málaferlin á. — Bjarni Benediktsson hefur af fljótfærni trúað ósannindum Kristjáns Bjarnasonar og meðhjálpurum hans um landskiptin, að matsmenn hefðu verið hlutdrægir og að hann væri svo afskiptur, að óunandi væri við að búa. En að sjálf- sögðu hefði ráðherrann ekki átt að fara eingöngu eftir einhliða áróðri, heldur afla sér upplýsinga hjá greinargóðum og kunn- ugum mönnum hér eystra um skiptin. Mundi hann þá hafa fengið aðra sögu að heyra og sannari en þá, sem Kristján lét bera honum ....“ „Er raunalegt að vita, ef sjálfur dómsmála- ráðherrann lætur það slys henda sig að veita mönnum 'Íbrautar- gengi, sem halda uppi tilefnislausum ófriði og málaferlum. Mýrdælingur.“ Svo sem fram kemur af því, sem rakið hefur verið hér að framan úr grein „Mýrdælings“, sem birtist í dagblaðinu Tím- anum sunnudaginn 21. ágúst 1960, lýsir greinin þeirri afstöðu greinarhöfundar til annars aðilja máls þessa og landskipta þeirra, sem framkvæmd voru af yfirlandskiptamönnum hinn 26. júlí 1960, að valda mundi vanhæfi dómara, matsmanns eða skipta- manns í því máli, ef hann væri höfundur greinarinnar, hefði haft afskipti af samningu hennar eða komið henni á framfæri. Með eiðfestum framburði Óskars Jónssonar, stuðdum öðrum rök- um, þykja líkur færðar fyrir afskiptum yfirlandskiptamannsins Kjartans Leifs Markússonar af grein þessari. Hefur framkoma Kjartans Leifs undir rekstri máls þessa, svo sem síðar verður vikið að, sízt dregið úr þeim líkum. Þrátt fyrir þessar líkur, verð- ur ekki talið, að sannaður hafi verið með lögfullri sönnun at- beini Kjartans Leifs að greininni. Verður vanhæfi hans til starf- ans því ekki byggt á þeirri málsástæðu. Kemur þá til álita sú staðhæfing lögmanns stefnanda, að Kjart- an Leifur Markússon hafi með hátterni sínu, þ. á m. vísvitandi 190 undanbrögðum frá því að inna af hendi brýna lagaskyldu, til- heyrandi starfi hans sem opinbers trúnaðarmanns, sannað van- hæfi sitt til starfans og þar með gert verkið ómerkt frá upphafi. Í dómkvaðningu (dskj. nr. 51) eru bar tilgreindir menn dóm- kvaddir til þess að framkvæma skipti á Hvolsjörðum í Dyrhóla- hreppi samkvæmt landskiptalögum. Í niðurlagi dómkvaðningar- innar segir, að þeir skuli vera reiðubúnir að staðfesta skipta- gerðina, ef krafizt verði. Í dómkvaðningunni segir, að hinir dóm- kvöddu menn séu kvaddir til að framkvæma yfirmat, og er það í samræmi við upphafsákvæði 6. gr. laga nr. 46/1941. Sam- kvæmt því orðalagi dómkvaðningar og lagagreinar þykir verða að telja reglur laga nr. 85/1936 gilda um þau atriði, varðandi matsnefndina, sem lög nr. 46 frá 1941 ekki tilgreina sérstak- lega, eftir því sem við getur átt. Samkvæmt ákvæðum X. kafla laga nr. 85/ 1936 og dómvenju eru svör matsmanna við spurn- ingum, sem varða matsgerð, einn hluti matsgerðarinnar, en auk þess er matsmanni einnig skylt að svara hverri þeirri spurn- ingu, sem honum væri skylt að svara, ef hann væri vitni í máli. Svo sem að framan er rakið, hefur einn yfirlandskiptamanna þeirra, sem framkvæmdu hin umdeildu yfirlandskipti á Hvoli 26. júlí 1960, ekki fengizt til að koma fyrir dóm sem vitni í máli Þessu, þrátt fyrir 3 stefnur þar um og tilboð dómstjórans um að halda vitnayfirheyrslu á heimili hans, ef hann kysi það og ætti óhægt um að fara að heiman. Kemur þá til álita, hvort hann hafi haft lögleg forföll. Vottorð Haralds Jónssonar á dskj. nr, 25 segir aðeins til um heilsufar hans hinn 4. september 1962, um að hann þoli ekki réttarhald þann dag vegna asthmakasts, sem hann er þá talinn hafa verið í, Vottorð Vigfúsar Magnús- sonar héraðslæknis á dskj. nr. 38 og framburður vottorðsgjafa í aukadómþingi 14. desember 1962 segja, að Kjartan Leifur hafi hinn 11. desember 1962 verið ófær um að fara út úr húsi til réttarhalds, og að hann þyldi ekki langdregið réttarhald, en að hann væri fær um stutt réttarhald í heimahúsum til að svara einni spurningu. Neitun Kjartans Leifs á að bera vitni í mál- inu hinn 2. janúar 1963 er ekki studd neinum gögnum um for- föll á þeim tíma. Vottorð Ólafs Björnssonar læknis (dskj. nr. 53) um eina sjúkravitjun tveimur árum fyrr hefur auðvitað enga þýðingu í því sambandi. Verður að telja, að margnefndur yfirlandskiptamaður, Kjartan Leifur Magnússon, hafi ekki sannað lögmæt forföll til að neita að koma fyrir dóm út af yfirmatsgerð hans, nema hinn 4. sept- 191 ember 1962, er hann samkvæmt læknisvottorði var í asthmakasti. Eins og að framan er rakið, svaraði sami yfirlandskiptamaður ekki spurningu lögmanns stefnanda, er hann lagði fyrir hann með stefnuvottum, um, hvort hann hefði ritað framangreinda grein í Tímann, heldur sendi hann lögmanni stefndu, sem hann virðist telja lögmann sinn, símskeyti um skrif sín um allt annað efni. Var þó spurning lögmanns stefnanda svo ljós, að hún varð ekki misskilin. Þykir mega fallast á það með stefnanda, að með þessum viðbrögðum hafi yfirlandskiptamaður þessi haft í frammi undanbrögð. Ekki verður samkvæmt framansögðu talið, að Kjartan Leifur Markússon hafi innt af hendi skyldur sínar sem yfirlandskipta- maður samkvæmt dómkvaðningu aukadómþings Skaftafellssýslu 29. apríl 1952, en yfirmatsgerð (yfirlandskiptagerð) þeirri, sem hann tók þátt í, hefur verið mótmælt sem óstaðfestri. Með þeirri vanrækslu og framkomu sinni að öðru leyti undir rekstri dóms- máls út af yfirlandskiptunum telst Kjartan Leifur Markússon hafa sýnt slíkt vanhæfi til að inna af hendi hlutlaust það trún- aðarstarf, sem honum var falið með fyrrgreindri dómkvaðningu, að varða beri óhæfi hans til starfans, sbr. 141. gr. laga nr. 85/ 1936. Samkvæmt almennum reglum um fjölskipuð stjórnvöld, dóma og aðrar fjölskipaðar réttarfarslegar stofnanir, t. d. matsnefndir, veldur vanhæfi eins ógildi athafna, sem gerðar hafa verið með þátttöku hans, jafnt þótt atkvæði hans geti engum úrslitum ráðið í atkvæðagreiðslu. Samkvæmt því, sem rakið hefur verið hér að framan, þykir bera að fella úr gildi yfirlandskiptagerð þá frá 26. júlí 1960 um skipti á landi Hvols í Dyrhólahreppi, sem afrit er af á dskj. nr. 3 í málinu. Samkvæmt þessari niðurstöðu ber að dæma stefndu in soliðum til að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveð- inn kr, 10.000.00. Dóm þenna hafa kveðið upp Sigurgeir Jónsson, dómari sam- kvæmt umboðsskrá, og samdómendurnir Rögnvaldur Guðjónsson og Kristinn Jónsson. Dómsorð: Yfirlandskiptagerð frá 26. júlí 1960 um skipti á landi Hvols í Dyrhólahreppi er úr gildi felld. Stefndu, dánar- og félagsbú Eyjólfs Guðmundssonar og 192 Arnþrúðar Guðjónsdóttur og Guðmundur og Sigurður Eyj- ólfssynir, greiði stefnanda in solidum kr. 10.000.00 í máls- kostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dómsins að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 24. febrúar 1964. Nr. 19/1963. Landssími Íslands (Sveinbjörn Jónsson hrl.) gegn Magnúsi Magnússyni (Benedikt Sigurjónsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Ármann Snævarr og Theodór B. Líndal. Yfirvinnukaup verkfræðings. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 23. febrúar 1963, að fengnu áfrýjunarleyfi 13. s. m. Hann krefst sýknu og málskostnaðar í héraði og hér fyrir dómi úr hendi stefnda, Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnað- ar fyrir Hæstarétti af áfrýjanda. Með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 5.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Landssími Íslands, greiði stefnda, Magnúsi Magnússyni, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 5.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. 193 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 18. september 1962. Mál þetta, sem dómtekið var 13. þ. m., hefur Magnús Magnús- son verkfræðingur, Þinghólsbraut 50, Kópavogi, höfðað með stefnu, útgefinni 4. janúar 1960, gegn Landssíma Íslands til greiðslu vangoldinna launa fyrir yfirvinnu, að fjárhæð kr. 16.- 603.48 með 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1959 til greiðsludags og málskostnaðar að mati dómarans. Stefndi hefur krafizt sýknu og málskostnaðar úr hendi stefn- anda að mati réttarins. Samkomulag er með aðiljum að ganga fram hjá sáttanefnd í máli þessu, og eigi hefur tekizt að koma á sátt með aðiljun- um hér fyrir dóminum. Málavexti kveður stefnandi þá, að með samningi, dags. 11. júní 1956, hafi hann ráðizt til starfa hjá stefnda til 31. desem- ber 1958. Samkvæmt ráðningarsamningnum hafi vinnutími hans verið ákveðinn 38 stundir á viku. Þá hafi einnig verið ákveðið Í samningnum, að hann ynni 260 stundir í aukavinnu á ári gegn umsaminni greiðslu. Laun fyrir þessa vinnu hafi hann fengið greidd. Hins vegar hafi það orðið svo, að hann hafi orðið að vinna oft mun lengri tíma en tilskilið hafi verið, og hafi honum þá verið greitt sérstaklega fyrir þá vinnu, sbr. dskj. nr. 9 og 10. En er hann hafi krafið um greiðslu fyrir yfirvinnu þá, er hann hafi unnið á tímabilinu frá 1. september 1957 til 31. desember 1958, sem var eftir upplýsingum frá skýrsludeild Landssímans samkvæmt aflesningu stimpilkorta stefnanda 2187 klst., hafi honum verið neitað um greiðslu. Þar sem samningstilraunir hafi engan árangur borið, hafi hann neyðzt til að höfða mál þetta og gera þær dómkröfur, er að framan getur. Að því er varðar greiðsluna fyrir yfirvinnuna, þá reiknar stefnandi tímakaupið samkvæmt ákvæðum 4. gr. kjarasamnings Stéttarfélags verkfræðinga frá 25. júní 1957, sbr. dskj. nr. 8. Stefnandi hefur komið fyrir dóminn og skýrt m. a. svo frá, að bæjarsímastjóri hafi ætíð óskað eftir þeirri yfirvinnu, er hér er krafin greiðsla fyrir. Yfirleitt hafi hér verið um verkefni að ræða, er eigi hafi verið kleift að vinna, nema eftir venjulegan vinnutíma, svo sem mælingar á línum, er hafi verið í notkun, eða að orðið hafi að halda þeim áfram tafarlaust, svo sem mæl- ingar á línubilunum, til þess að truflanir á símaþjónustunni yrðu sem minnstar. Stundum hafi verið ógerningur að segja fyrir um, hve langan tíma tæki að leysa þessi verkefni, þar eð 13 194 það hafi fyrst verið eftir nokkurt undirbúningsstarf, að unnt hafi verið að gera sér ljóst, hve umfangsmiklar mælingar þyrfti að framkvæma. Kvaðst stefnandi iðulega hafa rekið sig á, að bæjarsímastjóri vanmæti þann tíma í upphafi, er þyrfti til að leysa slík verkefni. Stefnandi kveður það einnig hafa komið fyrir, að bæjarsíma- stjóri ynni með honum að lausn þessara verkefna, og nefndi sem dæmi mælingar á milliheyrslu í stöðvarlínunum milli sjálfvirku miðstöðvarinnar í Landssímahúsinu og Grensásmiðstöðvarinnar. Þá hafi það einnig komið fyrir æði oft, að bæjarsímastjóri kallaði stefnanda á sinn fund, í þann mund er vinnutíma hans hafi verið að ljúka eða verið nýlokið, til þess að ræða við hann ýmisleg mál í sambandi við tæknileg verkefni í allt að klukkustund eða lengur. Stefnandi kveður verkefni þau, er hann hafi unnið umfram tilskilinn vinnutíma, hafa verið þessi: a) Mælingar á stöðvarlínum og línubúnaði vegna milliheyrslu í stöðvarlínum og óeðlilegri deyfingu í línubúnaði, er mældist í talsambandinu gegnum Grensásstöðina. b) Mælingar á biluðum símalínum. Stefnandi tók fram, að bæjarsímastjóri hefði ekki falið honum Þetta verk sjálfur, heldur látið Sigurð Guðmundsson, aðstoðar- línuverkstjóra hjá Bæjarsíma Reykjavíkur, skila því til hans, að hann yrði að leysa þetta mál. Skilaboð þessi kveðst hann hafa fengið í byrjun október 1957, og hafi hann þá verið óviðbúinn að taka að sér slíkar mælingar, enda ekkert mælitæki haft til umráða til slíkra starfa. Síðan kvaðst stefnandi hafa annazt allar mælingar af þessu tagi hjá Bæjarsíma Reykjavíkur, meðan hann starfaði þar, og telur hann mestan hluta aukavinnu sinnar hafa verið unninn við þessar mælingar. c) Vinna við samningu áætlana, efnispantana o. fl, er ljúka þurfti fyrir tilskilinn tíma. Stefnandi kveður bæjarsímastjóra fá ársfjórðungslega skýrslu frá skýrsludeildinni um starfstíma hvers undirmanns síns, sem stimplar á stimpilkort, svo að honum hafi tæplega getað verið ókunnugt um aukavinnu stefnanda, enda hafi það verið svo, að í bæði skiptin, sem bæjarsímastjóri hafi samþykkt greiðslu fyrir vinnu, sem stefnandi hafi unnið umfram tilskilinn vinnutíma á árunum 1956 og 1957, þá hafi hún verið reiknuð út samkvæmt skýrslum skýrsludeildarinnar og þær lagðar til grundvallar, eins og gert sé í þessu máli. Nokkrir af samstarfsmönnum stefnanda hafa komið hér fyrir 195 dóminn og skýrt svo frá, að þeir hafi unnið með stefnanda eftir venjulegan vinnutíma, t. d. við milliheyrsluprófanir á jarðsíma- streng milli stöðva, deyfingarmælingum á verkstæði sjálfvirku stöðvarinnar og mælingu á jarðsímabilunum. Þá hefur Sigurður Guðmundsson, verkstjóri frá Bæjarsíma Reykjavíkur, staðfest þann framburð stefnanda, að bæjarsímastjóri hafi beðið sig að skila því til stefnanda, að hann ætti að annast mælingar á jarðsíma- bilunum. Mundi Sigurður eftir því, að hafa unnið með stefnanda við slíkar mælingar eftir venjulegan vinnutíma. Bjarni Forberg, bæjarsímastjóri í Reykjavík, hefur komið fyrir dóminn og kannazt við, að stefnandi hafi unnið aukavinnu. Á árunum 1956—-57 hafi verið mikil vinna hjá bæjarsímanum vegna stækkunar sjálfvirku stöðvarinnar, einkum á árinu 1957, og hafi stefnanda verið greidd þóknun fyrir aukavinnu þau árin. Við ákvörðun fjárhæðarinnar hafi verið höfð hliðsjón af stimpilkort- um stefnanda. En á árinu 1958 hafi verið reynt að koma aukavinnunni niður, og kvaðst hann hafa óskað eftir því við alla starfsmenn sína, þar á meðal stefnanda, að aukavinnan yrði sem allra minnst, og hafi aukavinnulaun þá lækkað um helming. Hann kannaðist þó við að hafa unnið með stefnanda að mæl- ingum á milliheyrslu í stöðvarlínum milli sjálfvirku miðstöðvar- innar í Landssímahúsinu og Grensásmiðstöðvarinnar. Þá kvaðst hann oft hafa rætt tæknileg atriði við stefnanda eftir vinnutíma. Þá kannaðist hann við, að stefnandi hefði unnið þau störf, sem getið er undir a) og b) liðum í framburði stefnanda hér að framan, en kvað verk þau, er getið er undir c) lið í framburði stefnanda, hafa verið unnin á árunum 1956— 1957, og kannaðist ekki við, að þau hefðu verið unnin neitt að ráði eftir þann tíma, en tók fram, að hér hefði verið um trúnaðarstörf að ræða, er stefnandi hafi haft mjög frjálsar hendur um, hvernig hann hags- aði, þar á meðal vinnutíma. Stefnandi byggir stefnukröfu sína á því, að hér sé um að ræða yfirvinnu, er unnin hafi verið með samþykki yfirmanns síns eða fullri vitneskju hans til að ljúka ákveðnum verkum á til- settum tíma. Þessu til frekari áréttingar bendir stefnandi á, að á árunum 1956 og 1957 hafi stefndi greitt honum fyrir sams konar yfirvinnu, útreiknaða á sama grundvelli og í þessu máli, og fær stefnandi því eigi skilið, hvernig stefndi getur nú rök- stutt, að honum beri eigi að greiða fyrir yfirvinnu þessa. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því, að ósannað sé í mál- 196 inu, að stefnandi hafi unnið þá yfirvinnu, er hann krefur launa fyrir, enda telur hann það enga sönnun, þótt stimpilklukkan sýni þar greindan yfirtíma. Hún sýni aðeins, hvenær stimplað sé, en ekki, að unnið hafi verið þann tíma, sem fram yfir er eðlilegan vinnutíma. Í annan stað byggir stefndi sýknukröfu sína á því, að stefnanda hafi brostið samþykki yfirmanns síns til að vinna yfirvinnuna samkvæmt 2. gr. og c-lið 3. gr. ráðn- ingarsamnings stefnanda á dskj. nr. 7, en samkvæmt síðast- nefndu ákvæði greiðist aðeins fyrir aukavinnu, hafi hennar verið óskað af yfirmanni, sbr. og 5. mgr. 4. gr. kjarasamnings milli Stéttarfélags verkfræðinga og vinnuveitenda á dskj. nr. 8. Samkvæmt framburði bæjarsímastjóra, er rakinn hefur verið hér að framan, hafði hann ýmist óskað eftir því, að stefnandi ynni yfirvinnu umfram samningsbundinn vinnutíma eða haft um það vitneskju. Með framburðum samstarfsmanna stefnanda verður að telja sannað, að hann hefur unnið yfirvinnu fram yfir það, sem ráð var fyrir gert í ráðningarsamningi hans. Hins vegar er ljóst, að aflesning stimpilkorta er eigi óyggjandi mælikvarði á þá vinnu, sem innt er af hendi, en þar sem sá háttur hafði verið á hafður í fyrri lögskiptum málsaðilja, að hafa stimpilkort stefnanda til hliðsjónar við ákvörðun auka- þóknunar til hans fyrir yfirvinnu, þá mátti hann reikna með, að svo yrði gert áfram. Verður krafa stefnanda því tekin til greina óbreytt, enda virðast yfirvinnutímar hans ekki vera óeðli- lega margir, miðað við allt tímabilið, sem hér er krafizt greiðslu fyrir, Úrslit málsins verða þá þau, að stefndi verður dæmdur til að greiða stefnanda kr. 16.603.48 auk vaxta, eins og krafizt hef- ur verið í stefnu. Eftir þessum málalokum verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 2.700.00. Magnús Thoroddsen, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm Þenna. Dómsorð: Stefndi, Landssími Íslands, greiði stefnanda, Magnúsi Magnússyni, kr. 16.603.48 með 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1959 til greiðsludags og kr. 2.700.00 í málskostnað. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 197 Mánudaginn 24. febrúar 1964. Nr. 76/1963. Jón Einarsson (Gunnar Jónsson hdl.) Segn Jóhannesi Oddssyni og gagnsök (Magnús Thorlacius hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason, Giz- ur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessor Theodór B. Líndal. Víxilréttur. Málflutningur. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 10. júní 1963 og krafizt þess, að honum verði dæmd sýkna og gagnáfrýjanda verði dæmt að greiða hon- um málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 12. júni 1963 og krafizt þess, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 8.873.33 með 9% ársvöxtum af kr. 100.000.00 frá 1. júní 1962 til 8. s. m. og 7% ársvöxtum af kr. 8.873.33 frá þeim degi til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Hinn 1. júní 1961 gekk gagnáfrýjandi úr fyrirtæki, sem aðiljar máls þessa höfðu rekið saman í Reykjavik. Við lúkning viðskiptanna samdist svo með þeim, að aðaláfrýj- andi, sem hélt áfram rekstrinum, skyldi gefa út til handa sagnáfrýjanda eins árs vixil, að fjárhæð kr. 100.000.00. Þeir tóku vixileyðublað frá Iðnaðarbanka Íslands, gert fyrir víxil til eigin ráðstöfunar, fylltu það með dagsetningunni 1. júní 1961, fjárhæð kr. 100.000.00 og gjalddaga 1. júni 1962. Undir orðið „samþykkur“ ritaði aðaláfryjandi, Jón Ein- arsson, nafn sitt. Hann ritaði einnig nafn sitt af misgán- ingi eða vanþekkingu á þann stað á víxileyðublaðinu, þar sem nafn útgefanda á að standa. Af sams konar mistök- um ritaði gagnáfrýjandi, Jóhannes Oddsson, nafn sitt í víxil- 198 ávarpið. Lögfræðingur gagnáfrýjanda benti honum á mis- tökin, áður en til máls kom út af vixlinum. Strikaði gagn- áfrýjandi þá nafn aðaláfrýjanda út sem útgefanda og rit- aði nafn sitt sem útgefanda í þess stað. Jafnframt strikaði hann út nafn sitt í víxilávarpinu og ritaði þar nafn aðal- áfrýjanda. Fyrir neðan ritaði hann: „Leiðrétt af mér, Jó- hannes Oddsson.“ Þar sem tilætlun aðilja var, að aðaláfrýj- andi gerðist víxilskuldari gagnáfrýjanda, og leiðréttingin var nauðsynleg, til að gagnáfryjandi gæti hagnýtt vixilinn, var honum heimilt að framkvæma leiðréttinguna, og ber að meta skjalið gildan vixil. Svo sem heimilt er samkvæmt 4. gr. víxillaga nr. 93/ 1933, var letraður á áminnztum víxli skildaginn: „Víxill- inn greiðist í Iðnaðarbanka Íslands h.f., Reykjavík.“ Gagn- áfrýjandi sýndi eigi, svo sem boðið er í 38. gr. sbr. 4. gr. laganna, vixilinn til greiðslu í Iðnaðarbanka Íslands dag- ana 1., 2. eða 4. júní 1962 né lét hann sanna greiðslufall í bankanum með afsagnargerð dagana 2. eða 4. s. m. sam- kvæmt 3. mgr. 44. gr. og 91. gr. if. sömu laga. Var aðal- áfrýjanda því rétt að koma víxilfjárhæðinni til geymslu á kostnað og ábyrgð sagnáfrýjanda samkvæmt 42. gr. lag- anna. Fjárhæð víxilsins lagði aðaláfrýjandi hinn 5. júni 1962 inn í Landsbanka Íslands á nafn gagnáfrýjanda, og var umboðsmanni gagnáfrýjanda hinn 6. s. m. afhent kvittun fyrir innborgun geymslufjárins. Veitti umboðsmaðurinn fjárhæðinni viðtöku hinn 8. s. m., en gerði fyrirvara í kvitt- un sinni. Samkvæmt því, sem rakið hefur verið, hafa eigi orðið vanskil á greiðslu víxilfjárhæðarinnar, og hefur því krafa, sein reist er á slíkum vanskilum, eigi við lög að styðjast. Í greinargerð sinni í héraði krafðist umboðsmaður aðal- áfrýjanda þess, að umbjóðandi hans yrði „aðeins dæmd- ur til að greiða 9% ársvexti af kr. 100.000.00 frá 1. júní til 8. júní '62, %4% þóknun af sömu upphæð, kr. 333.33, og stimpilgjald, kr. 1440.00, eða samtals kr. 1773.33, vaxta- laust“. Við munnlegan flutning málsins í héraði breytti 199 umboðsmaður aðaláfryjanda kröfu sinni, og krafist hann nú algerrar sýknu. Héraðsdómari ákvað, að hin breytta krafa skyldi koma til álita. Hér fyrir dómi hefur umboðs- maður gagnáfrýjanda til vara krafizt þess, að aðaláfrýj- andi verði dæmdur samkvæmt viðurkenningu umboðsmanns sins í greinargerðinni. Viðurkenning umboðsmanns aðal- áfrýjanda í greinargerðinni stafaði af þeim misskilningi hans, að víxillinn væri í vanskilum, og svo af ónógri at- hugun hans á lagareglum þeim, er málefnið vörðuðu. Eins og atvikum málsins er háttað og með hliðsjón af grund- vallarsjónarmiðum 45. gr. laga nr. 57/1962, þykir rétt að taka leiðréttingu á kröfugerðinni til greina. Verður niðurstaðan því sú, að sýykna ber aðaláfrýjanda af kröfum gagnáfrýjanda í málinu, en vegna mistaka mál- flutningsmanns aðaláfrýjanda er málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti felldur niður. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Jón Einarsson, á að vera sýkn af kröfum gagnáfrýjanda, Jóhannesar Oddssonar, í málinu. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Sératkvæði prófessors Theodórs B. Líndals. Ég fellst á rök meiri hluta dómsins, varðandi kröfu gagn- áfrýjanda um innheimtulaun. Hins vegar tel ég eigi efni til þess að víkja til hliðar upphaflegri kröfugerð umboðs- manns aðaláfrýjanda í héraði, er telja verður aðaláfrýj- anda bundinn af. Úrslit málsins tel ég því eiga að vera þau, að aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda 9% ársvexti af kr. 100.000.00 frá 1. júní til 8. júní 1962, þóknun kr. 333.33 og stimpilgjald kr. 1440.00. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað í héraði þykir mega staðfesta. 200 Gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda málskostnað í Hæsta- rétti, kr. 3.000.00. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Jón Einarsson, greiði gagnáfrýjanda, Jó- hannesi Oddssyni, 9% ársvexti af kr. 100.000.00 frá 1. júní til 8. júní 1962, þóknun kr. 333.33 og stimpilgjald kr. 1440.00. Hvor aðilja ber sinn kostnað málsins í héraði, en máls- kostnað í Hæstarétti greiði gagnáfrýjandi aðaláfrýjanda með kr. 3.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 29. marz 1963. Mál þetta, sem dómtekið var 20. þ. m., hefur Jóhannes Odds- son, Vesturgötu 57, hér í borg, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 7. júní 1962, gegn Jóni Einarssyni, Sólheimum 16, hér í borg, til greiðslu skuldar, að fjárhæð kr. 8.873.33, ásamt 9% ársvöxtum af kr. 100.000.00 frá 1. júní 1962 til 8. s. m. og 1% ársvöxtum af kr, 8.873.33 frá þeim degi til greiðsludags auk málskostnaðar að skaðlausu. Stefndi hefur krafizt þess að verða sýknaður af kröfum stefn- anda að öðru leyti en því, að hann verði aðeins dæmdur til að greiða 9% ársvexti af kr. 100.000.00 frá 1. til 8. júní 1962, 14% í þóknun af sömu fjárhæð, kr. 333.33, og kr. 1.440.00 í stimpil- gjald, eða samtals kr. 1.773.33 vaxtalaust. Þá krefst stefndi þess enn fremur, að stefnandi verði dæmdur til að greiða ríflegan málskostnað að mati dómsins. Reynt hefur verið að sætta aðilja, en sú viðleitni hefur eigi borið árangur. Málavextir eru þeir, að málsaðiljar ráku um nokkurra ára skeið saman fyrirtækið Glersalan og speglagerðin við Laufás- veg, hér í borg. Hinn 1. júní 1961 gekk stefnandi út úr fyrir. tækinu, en stefndi hélt áfram rekstri þess. Við sameignarslitin gaf stefnandi út víxil, að fjárhæð kr. 100.000.00, er stefndi sam- þykkti til greiðslu í Iðnaðarbanka Íslands h/f hinn 1. júní 1962. Fékk stefnandi víxil þenna sem greiðslu á inneign sinni í fyrir- tækinu, Ekkert var rætt um vexti af víxlinum við þetta tæki- færi. En einum eða tveimur dögum fyrir gjalddaga víxilsins kveðst stefnandi hafa óskað eftir því í símtali við stefnda, að 201 hann greiddi vexti af víxlinum frá útgáfudegi, enda kveðst stefnandi hafa litið svo á, að hér væri um raunverulegt lán að ræða. Í símtali þessu hafi stefndi fyrst neitað að greiða vexti, en fallizt á það síðar í símtalinu, enda kveðst stefnandi þá hafa verið búinn að lýsa því yfir, að hann myndi fara með víxilinn í banka til innheimtu, ef stefndi greiddi ekki vexti. Fyrir há- degi 1. júní 1962 kveðst stefnandi hafa farið með víxilinn á verkstæðið til stefnda, er hafi þá eigi haft peninga til reiðu og óskað þess, að stefndi kæmi síðar um eftirmiðdaginn. Um kl. 4 sama dag fór stefnandi aftur á fund stefnda með víxilinn og óskaði þess, að hann yrði greiddur ásamt vöxtum, sem ekki hafi verið fullrætt um, hve háir yrðu. Hafi stefndi þá eigi viljað greiða, nema gegn því að stefnandi skrifaði undir skjal, viðvíkj- andi úttekt sinni hjá fyrirtækinu, en það féllst stefnandi ekki á. Stefnandi kveður stefnda nú hafa lýst því yfir, að hann væri eigi skyldugur til að greiða vexti af víxlinum. Kveðst stefnandi þá hafa óskað eftir því að fá eingöngu víxilfjárhæðina greidda, enda kveðst stefnandi þá hafa verið reiðubúinn að afhenda víx- ilinn gegn því að fá kr. 100.000.00 í peningum, en með því að stefndi hafi hafnað greiðsluáskorun þessari, kveðst stefnandi hafa farið við svo búið. Stefndi kvaðst ekki hafa sýnt stefnda víxilinn í þau skipti, er hann hafi fundið stefnda að máli 1. júní 1962. Stefnandi kveðst aldrei hafa farið með víxilinn í Iðnaðarbank- ann til innheimtu (þar sem hann var vistaður), en hinn 4. júní 1962 afhenti hann Magnúsi Thorlacius hæstaréttarlögmanni víx- ilinn til innheimtu. Sama dag sendi hæstaréttarlögmaðurinn stefnda svohljóðandi innheimtubréf: „Jóhannes Oddsson, Vestur- götu 57, hér í borg, hefur falið mér að innheimta kröfu á hend- ur yður, að fjárhæð kr. 100.000.00, auk vaxta og kostnaðar. Er því mælzt til þess, að þér komið hér á skrifstofuna til viðtals fyrir 7. þ. m., svo að sætzt geti orðið á þessi mál.“ Hinn 6. júní 1962 kom Gunnar Jónsson héraðsdómslögmaður, umboðsmaður stefnda, til Magnúsar hæstaréttarlögmanns, og afhenti honum kvittun Landsbanka Íslands fyrir innborgun seymslufjár, að upphæð kr. 100.000.00, í sparisjóðsbók nr. 106190. Magnús krafði Gunnar einnig um greiðslu kostnaðar, en hann synjaði, með því að greiðsla hefði verið boðin fram á gjalddaga. Stefndi hefur skýrt svo frá, að hinn 18. apríl 1962 hafi hann hitt stefnanda og þá boðið honum að gera upp við hann víx- ilinn, eða hvenær sem hann vildi, en stefnandi hafi þá afþakkað 202 Það. Stefnandi hafi síðan komið til hans 1. júní s. á. og viljað fá víxilinn greiddan. Stefndi kvaðst þá hafa beðið stefnanda að gefa sér kvittun fyrir Peningum, er hann hefði áður mót- tekið frá stefnda í sambandi við slit á framangreindu sameignar- fyrirtæki þeirra. Því hafi stefnandi neitað og viljað fá greidda vexti af víxlinum í eitt ár frá útgáfudegi hans. Stefndi kveðst að sjálfsögðu hafa neitað að greiða þessa vexti, og því hafi greiðsla eigi farið fram, enda hafi stefnandi haldið fast við vaxtakröfu sína. Er þeir skildu, kveðst stefndi hafa spurt stefn- anda, hvort hann ætlaði að fara í hart með þetta, en stefnandi hafi þá neitað því og sagzt ætla að fara heim og ræða þetta við konu sína, en myndi svo koma aftur til viðræðna við stefnda. Þegar stefnandi hafi komið í síðara skiptið hinn 1. júní, kveðst stefndi hafa verið reiðubúinn að greiða honum víxilfjárhæð- ina, en stefnandi hafi hins vegar haldið fast við kröfu sína um vexti, en á það kvaðst stefndi eigi hafa viljað fallast og sagt í því sambandi: „Ég borga þér þessa upphæð og ekki krónu meira,“ og kveðst stefndi þar hafa átt við víxilfjárhæðina. Er stefnandi hafi eigi verið kominn aftur hinn 4. júní 1962, kveður stefndi sér hafa dottið í hug, að hann ætlaði að láta víxil- inn í innheimtu. Hafi kona stefnda því haft samband við hæsta- réttarlögmann nokkurn hér í borg og spurt hann um það, hvernig við ætti að bregðast, þegar neitað væri að veita peningagreiðsl- um viðtöku. Hafi lögmaður þessi þá viljað vita, hvar víxillinn væri vistaður, og honum verið tjáð, að það væri í Iðnaðarbanka Íslands h/f. Að fyrirsögn lögmanns þessa greiddi eiginkona stefnda víxilfjárhæðina á nafn stefnanda í nefndan banka hinn 4. júní 1962. Strax morguninn eftir, hinn 5. júní, er Iðnaðar- bankinn var opnaður, kveðst stefndi hafa farið Þangað og hitt þar að máli Ástvald nokkurn Magnússon, er hafi rætt mál þetta við lögfræðing bankans, sem hafi ráðlagt að leggja fjár- hæðina í Landsbankann. Tók stefndi fjárhæðina því út úr Iðn- aðarbankanum og lagði hana inn í Landsbankann á nafn stefn- anda þenna sama morgun. Þegar stefndi kom heim til sín til há- degisverðar, kl. rúmlega 12, hafði honum borizt framangreint innheimtubréf Magnúsar hæstaréttarlögmanns Thorlacius, sem hann opnaði og kynnti sér. Við samprófun aðilja hér fyrir dóminum hélt stefndi fast við það, að hann hefði boðizt til að greiða stefnanda kr. 100.000.00 í umrætt sinn, en hann eigi viljað taka við fjárhæðinni, nema stefndi greiddi jafnframt vexti. 203 Stefnandi hélt einnig fast við framburð sinn hér að framan. Stefnandi styður stefnukröfu sína þeim rökum, að stefndi hafi eigi viljað greiða víxilinn, nema stefnandi skrifaði fyrst undir sérstaka yfirlýsingu, óviðkomandi víxlinum, en stefnandi neitaði að undirrita yfirlýsingu þessa, þar sem hann taldi hana ranga. Stefndi hafi þá eigi viljað greiða víxilinn og engar ráðstafanir gert í því efni, hvorki boðið fram greiðslu í verki né deponerað fénu í Landsbanka Íslands sem geymslufé, fyrr en daginn eftir að stefnandi hafði afhent víxilinn til innheimtu og látið krefja stefnda um greiðslu. Í greinargerð sinni gerði stefndi þær dómkröfur, er raktar voru í upphafi dómsins, og rökstuddi þær með því, að greiða hefði átt víxilinn í Iðnaðarbankanum, en víxillinn hafi hvorki verið þar 1. júní, 2., 3. eða 4. júní 1962, og kveðst stefndi ekk- ert hafa vitað, hvar víxillinn var niður kominn þessa daga. Sam- kvæmt víxillögum eigi víxilskuldari rétt á að greiða víxil 2 næstu virka daga eftir gjalddaga. Nú hafi 1. júní verið föstudagur, 2. júní laugarðagur, 3. júní sunnudagur, og síðasti dagurinn, sem stefndi hafi því haft til að greiða víxilinn, hafi verið mánudag- urinn 4. júní, en þá hafi víxillinn verið kominn í innheimtu til Magnúsar Thorlacius hæstaréttarlögmanns. Eftir þessu telur stefndi ljóst, að sér beri eigi að greiða nein innheimtulaun af nefndum víxli, hins vegar kvaðst stefndi ávallt hafa verið reiðu- búinn til að greiða stefnanda víxilinn, stimpilgjaldið, víxilþókn- unina og vextina, jafnvel þótt vafasamt sé, að honum beri að greiða tvo hina síðast nefndu liði. Við munnlegan flutning málsins breytti stefndi dómkröfum sínum á þá lund, að hann krefst nú algerrar sýknu og málskostn- aðar úr hendi stefnanda. Stefnandi hefur mótmælt sýknukröfunni sem of seint fram kominni. Eins og málatilbúnaði stefnanda var farið, verða mótmæli hans gegn því að sýknukrafa stefnda komist að í málinu, ekki tekin til greina. Sýknukröfu sína styður stefndi þeim rökum, að í afriti því, er lögmaður stefnanda hafi afhent honum við þingfestingu máls- ins, hafi stefnandi verið sagður útgefandi, en stefndi samþykkj- andi og greiðandi. Við yfirheyrslur í málinu hafi lögmaður stefnda hins vegar fyrst séð frumrit víxilsins og þá tekið eftir því, að upphaflega hafi víxillinn verið gefinn út og samþykktur 204 af stefnda, en stefnanda getið í meginmáli hans sem greiðanda. Þessu hafi stefnandi breytt á þann veg, er getið sé á afriti víx- ilsins, á skrifstofu lögmanns síns án leyfis eða samþykkis stefnda. Telur stefndi af þessum ástæðum, að plagg þetta sé eigi víxill, heldur venjuleg skuldarviðurkenning, og beri því að sýkna sig af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Ekki verður fallizt á það með stefnda, að plagg þetta sé eigi víxill, enda er hér fullnægt formskilyrðum 1. gr. víxillaga nr. 93/1933. Það var í upphafi vilji stefnda, er hann skrifaði á víx- ilinn, að takast á herðar víxilskyldu samþykkjanda, er hann hefur nú fullnægt að nokkru leyti, og breyta leiðréttingar stefn- anda á víxlinum engu um þá skyldu stefnda, sbr. 69. gr. nefndra laga. Stefnandi sýndi aldrei víxilinn til greiðslu, sbr. 38. gr. víxil- laga, og verður stefndi því eigi dæmdur til að greiða vexti af víxilfjárhæðinni frá gjalddaga til greiðsludags. En samkvæmt 72. gr., 4. mgr., sbr. 44. gr., 3. mgr., leiðir þetta þó eigi til greiðslu- frests fyrir stefnda, þar eð eigi þurfti að afsegja víxilinn gagn- vart honum, sbr. 53. gr. Stefnda bar því til þess að losa sig úr ábyrgð gagnvart stefn- anda að deponera greiðslunni á þann hátt, sem fyrir er mælt í 42. gr. Þar sem stefndi gætti þessa ekki, þykir eigi verða hjá því komizt samkvæmf 48. gr. að dæma hann til greiðslu inn- heimtulauna svo og 74% þóknunar af víxilfjárhæðinni. Að því er fjárhæð stimpilgjaldsins varðar, er ljóst, að í því er innifalin 5-föld stimpilsekt. Sektina ber stefnda ekki að greiða, heldur einungis hið venjulega stimpilgjald víxla, sem af þessum víxli er kr. 240.00, enda er það á ábyrgð stefnanda, að víxillinn var eigi stimplaður innan lögmælts frests samkvæmt 12. sr. stimpillaga nr. 75/1921. Úrslit málsins verða þá þau, að stefndi verður dæmdur til að greiða stefnanda kr. 7.673.33 (þ. e. 7.100.00 -} 333.33 -| 240.00) með 7% ársvöxtum frá 8. júní 1962 til greiðsludags. Eftir at- vikum þykir rétt, að málskostnaður í þessu máli falli niður. Magnús Thoroddsen, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm benna. Dómsorð: Stefndi, Jón Einarsson, greiði stefnanda, Jóhannesi Odds- syni, kr. 7.673.33 með 7% ársvöxtum frá 8. júní 1962 til greiðsludags, en málskostnaður fellur niður. 205 Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 2. marz 1963. Nr. 3/1964. Örn Herbertsson gegn Lisibet Gestsdóttur. Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Örn Herbertsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hann stefnda, sem hefur sótt dómþing og krafizt ómaksbóta, kr. 500.00 í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 2. marz 1964. Nr. 80/1962. Ákæruvaldið gegn Charles Alfred Grimmer. Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason, Giz- ur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessor Ármann Snævarr. Um öflun gagna. Úrskurður Hæstaréttar. Áður en dómur Hæstaréttar gengur í máli þessu, ber héraðsdómi að dómkveðja þrjá sérkunnáttumenn, er: 206 1. Framkvæmi mælingu dýpis, þar sem dufli frá varð- skipinu Þór var lagt í kjölfar togarans Ben Lui, A715, kl. 0446 hinn 18. apríl 1962, og taki sú mæling til nokk- urs svæðis umhverfis stað duflsins samkvæmt staðar- ákvörðun skipstjórnarmanna varðskipsins. 2. Marki á sjóuppdrátt staðarákvarðanir varðskipsins Þórs og ákærða, þær er í málinu greinir, og sé ákærða í hag tekið tillit til þeirrar hugsanlegu skekkju í niðurstöð- um mælingar- og miðunartækja, sem viðurkennd er af framleiðendum þeirra. 3. Láti í té rökstudda álitsgerð um nákvæmni og öryg greindra staðarákvarðana, þar á meðal og sérstaklega að því er varðar ákvörðun kennileita, sem miðuð voru og mælt var til. Þá er rétt, að héraðsdómur rannsaki önnur atriði og afli frekari gagna, eftir því sem efni verða til. gi Ályktarorð: Héraðsdómi ber að hlutast til um og framkvæma rannsókn, eins og að framan greinir. Miðvikudaginn 4. marz 1964. Nr. 63/1963. Sigurður Teitsson (Benedikt Sigurjónsson hrl.) gegn Gunnari Elíassyni (Guðmundur Ásmundsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason, Giz- ur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessor Ármann Snævarr. Bifreiðar, Skaðabætur. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 16. maí 1963. Krefst hann þess, að stefnda verði dæmt 207 að greiða kr. 6.167.50 ásamt 7% ársvöxtum frá 19. októ- ber 1961 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar í Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Stefndi átti að sjálfs sín sögn daglega leið um gatnasvæði Það, sem um er að tefla, og hlaut því að þekkja aðstæður á þessum slóðum. Þegar til þessa er litið svo og þess, að skyggni var slæmt, er stefndi beygði bifreið sinni af Miklu- braut suður Stakkahlíð, þykir hann ekki hafa gætt fyllstu varúðar í akstri, sbr. b, c og n-liði 49. gr. laga nr. 26/1958, og því eiga að bæta áfrýjanda tjón hans að hluta. Samkvæmt rökum þeim, er greinir í héraðsdómi, telst áfrýjandi hins vegar eiga meginsök á árekstrinum. Eins og atvikum er háttað, verður stefnda dæmt að bæta áfrýjanda tjón hans að % hluta. Óvefengt er, að tjón áfrýj- anda hafi numið kr. 6.167.50, og ber stefnda því að greiða áfrýjanda kr. 1.541.88 með vöxtum, eins og krafizt er. Rétt þykir, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Stefndi, Gunnar Eliasson, greiði áfrýjanda, Sigurði Teitssyni, kr. 1.541.88 með 7% ársvöxtum frá 19. októ- ber 1961 til greiðsludags. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 21. febrúar 1963. Mál þetta, sem tekið var til dóms 15. þ. m., hefur Sigurður Teitsson, Garðastræti 21, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 19. marz 1962, gegn Gunnari Elíassyni, Barmahlíð 53, Reykjavík, til greiðslu skaðabóta, að fjárhæð kr. 6.167.50, auk 7% ársvaxta frá 19. október 1961 til greiðsludags og málskostnaðar að mati réttarins. 208 Stefndi krefst aðallega sýknu og að honum verði dæmdur máls- kostnaður að skaðlausu úr hendi stefnanda. Til vara krefst stefndi, að stefnukrafan verði stórlega lækkuð og málskostnaður þá lát- inn niður falla. Samvinnutryggingum hefur verið stefnt til réttargæzlu í mál- inu, en engar kröfur eru gerðar á hendur þeim, og þær hafa engar sjálfstæðar kröfur gert. Málsatvik eru þessi: Hinn 21. október 1961 var unnið að gatnagerð á syðri ak- braut Miklubrautar austan Stakkahlíðar. Komið hafði verið fyrir a.m.k. einum „búkka“ með rauðu blossaljósi á syðri akbraut- inni við mót Miklubrautar og Stakkahlíðar. Tvístefnuakstur hafði verið tekinn upp á nyrðri brautinni, og hefur af hálfu stefnda í máli þessu verið haldið fram, að skilti hafi verið við nyrðri akbrautina, þar sem tekið hafi verið fram, að á brautinni væri tvístefnuakstur. Hefur það eigi verið vefengt af stefnanda. Var eigi ætlazt til, að almenn umferð yrði um syðri brautina, en einhver umferð mun hafa verið þar vegna ökutækja í sambandi við gatnagerðina. Stefnandi kveðst hafa unnið þarna við gatnagerðina, og um kl. 1900 áðurnefndan dag kveðst hann, er hann hafi verið að koma frá vinnu sinni, hafa ekið bifreið sinni, R2189, vestur syðri akbrautina með 25—30 km hraða. Við gatnamót Stakka- hlíðar og Miklubrautar kveðst hann hafa stoppað fyrir bifreið, er komið hafi akandi austur Miklubraut og beygt til hægri. Síðan kveðst hann hafa ekið áfram. Hafi þá bifreiðinni R 10559 verið ekið austur Miklubraut og hún aðeins hægt ferð sína við áðurnefnd gatnamót, en síðan tekið beygju hiklaust og í veg fyrir bifreið sína, og hafi sér ekki tekizt að forða árekstri. Bifreiðin R 10559 var eign stefnda, sem ók henni í umrætt skipti. Hann skýrir svo frá, að hann hafi í umrætt sinn ekið austur Miklubraut. Þegar hann hafi komið að gatnamótum Miklu- brautar og Stakkahlíðar, kveðst stefndi hafa ekið mjög hægt, eða með ferð fótgangandi manns, og síðan beygt til hægri, þar sem hann hafi ætlað suður Stakkahlíð. Hann kveðst hafa séð til ferða bifreiðar, sem komið hafi á móti honum norður Stakka- hlíð, og hafi athygli hans beinzt að bifreið þessari. Hann kveðst hafa verið kominn út á syðri akbraut Miklubrautar, er hann hafi séð til ferða R 2189, sem komið hafi á lítilli ferð. Hann kveðst hafa hemlað, en er bifreið hans hafi verið rétt að stöðv- ast, hafi áreksturinn orðið. 209 Samkvæmt skýrslu lögreglunnar var þoka á, er áreksturinn varð, en rafmagnslýsing á staðnum góð. Yfirborð vegarins þarna hafi verið malbikað, en blautt. Stefnandi byggir kröfur sínar á því, að stefndi eigi alla sök á árekstrinum, þar sem hann hafi eigi gætt umferðar eftir syðri akbraut Miklubrautar. Hafi það verið freklegt umferðarbrot af hans hendi, þar sem um aðalbraut hafi verið að ræða. Telur stefnandi, að þrátt fyrir „búkkann“ á syðri akbrautinni og tví stefnuaksturinn á hinni nyrðri, hafi syðri brautinni ekki verið lokað, enda hafi „búkkinn“ með rauða blossaljósinu ekki verið lokunarmerki. Umferð hafi aðeins verið skipt á akbrautirnar. Hafi hin nyrðri átt að vera fyrir almenna umferð, en hin syðri fyrir umferð vegna gatnagerðarinnar. Megi af þessu ljóst vera, að eigi hafi staðið til að afnema aðalbrautarrétt syðri akbrautar Miklubrautar. Stefndi styður aðalkröfu sína þeim rökum, að syðri akbraut Miklubrautar hafi verið lokuð fyrir umferð, enda hafi búkkinn með rauða blossaljósinu og tvístefnuaksturinn á nyrðri braut- inni ekki getað þýtt annað. Verði samkvæmt því að telja, að syðri akbraut Miklubrautar hafi ekki verið vegur í merkingu umferðarlaga nr. 26/1958, sbr. 2. gr. laganna. Af því leiði, að 13. mgr. 48. gr. umferðarlaganna verði ekki beitt. Hins vegar hafi stefnanda borið skilyrðislaus biðskylda samkvæmt 5. mgr. 48. gr. nefndra laga. Kveðst stefndi hafa ekið hægt, en hiklaust, yfir á syðri akbrautina í trausti þess, að stefnandi gætti bið- skyldu sinnar. Varakröfu sína byggir stefndi á því, að stefnandi eigi að minnsta kosti meginhluta sakar á árekstrinum. Ágreiningslaust er í máli þessu, að syðri akbraut Miklubraut- ar var á umræddum stað, þegar slysið varð, lokuð fyrir almennri umferð, enda hafði verið tekinn upp tvístefnuakstur á nyrðri akbrautinni. Þar sem aðstæðum var svo háttað, verður að telja, að stefnanda hafi borið biðskylda gagnvart stefnda samkvæmt meginreglu þeirri, er fram kemur í 5. mgr. 48. gr. sbr. 2. mgr. 2. gr. laga nr. 26/1958. Bar stefnanda og skylda til að sýna fyllstu aðgæzlu, þar sem honum var kunnugt um aðstæður allar, m. a. að tvístefnuakstur hafði verið tekinn upp á nyrðri akbraut- inni, og mátti hann því búast við, að þeir, sem ækju Miklu- braut og beygðu inn í Stakkahlíð, myndu eigi gera ráð fyrir, að umferð væri um syðri akbrautina. Þar sem eigi hefur verið leitt í ljós, að stefndi hafi hagað akstri bifreiðar sinnar óvar- 14 210 lega, ber samkvæmt framansögðu að leggja alla sök á árekst- inum á stefnanda. Úrslit máls þessa verða því þau, að stefndi á að vera sýkn af kröfum stefnanda, en eftir atvikum þykir rétt, að málskostn- aður falli niður, Gaukur Jörundsson, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm Þenna. Dómsorð: Stefndi, Gunnar Elíasson, á að vera sýkn af kröfum stefn- anda, Sigurðar Teitssonar, í máli þessu. Málskostnaður falli niður. Nr. 178/1962. Lögheimili. Föstudaginn 6. marz 1964. Oddviti Djúpárhrepps f. h. hreppsins (Egill Sigurgeirsson hrl.) gegn Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund (Magnús Thorlacius hrl.) og Borgarstjóranum í Reykjavík f.h. borgarsjóðs (Tómas Jónsson hrl.) og Elli- og hjúkrunarheimilið Grund gegn Oddvita Djúpárhrepps f. h. hreppsins, Borgarstjóranum í Reykjavík f. h. borgarsjóðs og Katrínu Helgadóttur (enginn). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason, Giz- ur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessor Ármann Snævarr. Frávísun aðalsakar frá Hæstarétti. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 7. desember 1962. Hefur hann fengið gjafsókn hér 211 fyrir dómi. Krefst hann þess, að honum verði dæmd sýkna, að lögheimili Katrínar Helgadóttur verði talið í Reykjavík frá 1. marz 1954 og að gagnáfrýjanda og stefnda verði dæmt að greiða honum málskostnað í Hæstarétti, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 14. janúar 1963. Hefur hann fengið gjafsókn fyrir Hæstarétti. Krefst hann þess, aðallega að hinn áfrýjaði úrskurður verði staðfestur, en til vara, að lögheimili meðstefnda Katrínar Helgadóttur verði talið í Djúpárhreppi. Loks krefst hann málskostnaðar úr hendi aðaláfrýjanda fyrir Hæstarétti, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Stefndi, Borgarstjórinn í Reykjavík f. h. borgarsjóðs, krefst þess, að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur og aðal- áfrýjanda og gagnáfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Mál þetta varðar réttindi Katrínar Helgadóttur, og bindur efnisdómur hana. Aðaláfrýjandi hefur eigi stefnt henni fyrir Hæstarétt, og hvorki hún sjálf né nokkur fyrir hennar hönd komið fyrir Hæstarétt. Ber því að vísa aðalsök máls þessa frá Hæstarétti. Samkvæmt kröfu gagnáfrýjanda, Elli- og hjúkrunarhein- ilisins Grundar, ber að staðfesta hinn áfrýjaða úrskurð, enda má fallast á forsendur hans og niðurstöðu. Eftir atvikum er rétt, að málskostnaður í Hæstarétti falli niður. Gjafsóknarkostnaður aðaláfrýjanda og gagnáfrýjanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun talsmanns aðal- áfrýjanda og laun talsmanns gagnáfrýjanda, kr. 3.500.00 til hvors. Dómsorð: Aðalsök máls þessa er vísað frá Hæstarétti. Í gagnsök er hinn áfrýjaði úrskurður staðfestur. Málskostnaður í Hæstarétti fellur niður. Greiða ber úr ríkissjóði gjafsóknarkostnað aðaláfr;}- anda, oddvita Djúpárhrepps f. h. hreppsins, og gjaf- 212 sóknarkostnað gagnáfrýjanda, Elli- og hjúkrunarheim- ilísins Grundar, þar með talin laun talsmanns aðal- áfrýjanda, Egils Sigurgeirssonar hæstaréttarlögmanns, og laun talsmanns gagnáfrýjanda, Magnúsar Thorla- cius hæstaréttarlögmanns, kr. 3.500.00 til hvors. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 31. október 1962. Ár 1962, miðvikudaginn 31. október, var í sakadómi Reykja- víkur, sem haldinn var af Ólafi Þorlákssyni, kveðinn upp úr- skurður um lögheimili Katrínar Helgadóttur, fæddrar 20. ágúst 1878, vistkonu á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Málavextir eru þessir: Með bréfi borgardómarans í Reykjavík, dags. 6. janúar 1961, var sakadómaranum í Reykjavík framsend beiðni Magnúsar Thor- lacius hæstaréttarlögmanns, þess efnis, að samkvæmt lögum nr. 35 frá 1960, 14. gr., 3. mgr., yrði kveðinn upp úrskurður um lögheimili Katrínar Helgadóttur frá Unhóli, Djúpárhreppi, Rang- árvallasýslu, vegna bæjarþingsmálsins nr. 288 frá 1957: Elli- og hjúkrunarheimilið Grund gegn Djúpárhreppi og Reykjavíkurbæ. Við rannsókn málsins hefur eftirfarandi komið fram: Katrín Helgadóttir er fædd 20. ágúst 1878, foreldrar Helgi Guð- mundsson og Katrín Eyjólfsdóttir, Unhól, Djúpárhreppi, Rangár- vallasýslu. Fyrir dómi hefur Katrín Helgadóttir skýrt svo frá, að hún hafi alið mestallan aldur sinn í Djúpárhreppi, eða þar til hún flutti aðsetur sitt úr greindum hreppi 1. marz 1954, þá frá bænum Vesturholtum og að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, hér í borg. Í vottorði Hagstofu Íslands segir m. a.: „Katrín Helgadóttir er skráð í þjóðskránni í Vesturholtum, Djúpárhreppi, Rangár- vallasýslu, frá stofnun þjóðskrárinnar 16/10 1952 til 1/3 1954, að hún er talin flytja lögheimili sitt að Hringbraut 50 (Elli- heimilið Grund), Reykjavík.“ Í greinargerð Djúpárhrepps í máli þessu hefur oddviti nefnds hrepps lagt fram vottorð frá Hagstofu Íslands, þar sem ítrekað er, að Katrín Helgadóttir hafi við stofnun þjóðskrárinnar 16/10 1952 verið skráð að Vesturholtum, Djúpárhreppi, til 1/3 1954, að hún er talin flytjast að Hringbraut 50, hér í borg. Fyrir dóm hefur komið sem vitni Garðar Sigfússon, skrifstofu- maður á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Vitnið hefur skýrt 213 svo frá, að Katrín Helgadóttir hafi komið á elliheimilið 1. marz 1954 og samkvæmt upplýsingum Katrínar frá Djúpárhreppi, Rangárvallasýslu. Samkvæmt því, sem rakið hefur verið hér að framan, þykir sannað, að Katrín Helgadóttir hafi flutt aðsetur sitt hinn Í. marz 1954 úr Djúpárhreppi frá bænum Vesturholtum, eftir dvöl þar a.m.k. frá októbermánuði 1952, og setzt að sem vistkona á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, Hringbraut 50, hér í borg. Þykir vottorð Ólafs Guðjónssonar bónda, Vesturholtum, þess efnis, að Katrín Helgadóttir hafi flutt aðsetur sitt frá Vestur- holtum 20. janúar 1954 ekki geta breytt þeirri niðurstöðu, enda barst þjóðskránni ekki tilkynning um þann flutning, er í vott- orðinu getur um. Samkvæmt 3. mgr. 2. gr. laga nr. 35 frá 30. maí 1960 ur lög- heimili veldur vistráðning, m. a. á elliheimili, eigi breytingu á lögheimili, dveljist viðkomandi aðili þar eingöngu eða aðallega til lækninga eða til heilsubótar. Við komuna á Elli. og hjúkrunarheimilið Grund er Katrín Helgadóttir 75 ára að aldri, og samkvæmt eigin framburði þang- að komin í þeim tilgangi að eyða þar síðustu ævidögum við gott viðurværi. Þykir dvöl Katrínar Helgadóttur á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund falla undir 3. mgr. 2. gr. fyrrnefndra laga, og ber því að úrskurða lögheimili hennar að bænum Vestur- holtum í Djúpárhreppi, Rangárvallasýslu. Dregizt hefur að kveða upp úrskurð þenna sökum mikilla anna við dóminn. Ályktarorð: Lögheimili Katrínar Helgadóttur er að bænum Vestur- holtum, Djúpárhreppi, Rangárvallasýslu. 214 Mánudaginn 9. marz 1964. Nr. 21/1964. Áki Jakobsson gegn Gunnari Ásgeirssyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Ármann Snævarr og Theodór B. Líndal. Frestbeiðni synjað. Úrskurður Hæstaréttar. Hinn 2. nóvember 1963 fór fram fjárnámsgerð í eignum steinda samkvæmt dómi bæjarþings Reykjavíkur í máli áfrýjanda segn stefnda. Stefndi áfrýjaði fjárnámsgerðinni með stefnu 27. janúar 1964 til þingfestingar 6. apríl s. á. Áfrýjandi gagnáfrýjaði málinu með stefnu 2. janúar 1964 til þingfestingar 3. febrúar 1964. Er málið kom þá fyrir dóm, fékk áfrýjandi frest til 2. marz 1964. Þann dag var málið tekið fyrir í Hæstarétti, og æskti stefndi þá eftir fresti til 6. apríl 1964, en áfrýjandi synjaði um frestinn. Þar sem stefndi hefur ekki fært fram nein haldbær rök fyrir frestbeiðni sinni, verður hún ekki tekin til greina. Ályktarorð: Frestur sá, sem um er beðið, verður ekki veittur. 215 Mánudaginn 9. marz 1964. Nr. 22/1964. Áki Jakobsson gegn Gunnari Ásgeirssyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Ármann Snævarr og Theodór B. Líndal. Frestbeiðni synjað. Úrskurður Hæstaréttar. Hinn 6. og 8. nóvember 1963 fór fram fjárnámsgerð í eignum stefnda samkvæmt dómi Hæstaréttar í máli áfrýj- anda gegn stefnda. Stefndi áfrýjaði fjárnámsgerðinni með stefnu 27. janúar 1964 til þingfestingar 6. april s. á. Áfrýj- andi gagnáfrýjaði málinu með stefnu 31. janúar 1964 til þingfestingar 3. febrúar 1964. Er málið kom þá fyrir dóm, fékk áfrýjandi frest til 2. marz 1964. Þann dag var málið tekið fyrir í Hæstarétti, og æskti stefndi þá eftir fresti til 6. apríl 1964, en áfrýjandi synjaði um frestinn. Þar sem stefndi hefur ekki fært fram nein haldbær rök fyrir frest- beiðni sinni, verður hún ekki tekin til greina. Ályktarorð: Frestur sá, sem um er beðið, verður ekki veittur. 216 Mánudaginn 9. marz 1964. Nr. 23/1964. Áki Jakobsson segn Gunnari Ásgeirssyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Ármann Snævarr og Theodór B. Líndal. Frestbeiðni synjað. Úrskurður Hæstaréttar. Hinn 8. nóvember 1963 fór fram fjárnámsgerð í eignum stefnda samkvæmt tveimur dómum Hæstaréttar í málum áfrýjanda gegn stefnda. Stefndi áfrýjaði fjárnámsgerðinni með stefnu 27. janúar 1964 til þingfestingar 6. april s. á. Áfrýjandi gagnáfrýjaði málinu með stefnu 31. janúar 1964 til þingfestingar 3. febrúar 1964. Er málið kom þá fyrir dóm, fékk áfrýjandi frest til 2. marz 1964. Þann dag var málið tekið fyrir í Hæstarétti, og æskti stefndi þá eftir fresti til 6. april 1964, en áfrýjandi synjaði um frestinn. Þar sem stefndi hefur ekki fært fram nein haldbær rök fyrir frestbeiðni sinni, verður hún ekki tekin til greina. Ályktarorð: Frestur sá, sem um er beðið, verður ekki veittur. 217 Mánudaginn 9. marz 1964. Nr. 31/1964. Landsbanki Íslands gegn Sigurbirni Eiríkssyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Ármann Snævarr og Theodór B. Líndal. Frávísunarkröfu hrundið. Úrskurður Hæstaréttar. Á bæjarþingi Reykjavíkur var stefnda hinn 2. október 1963 dæmt að greiða áfrýjanda kr. 1.925.000.00 ásamt vöxt- um og málskostnaði, og var dómur bæjarþings birtur stefnda hinn 7. s. m. Áfrýjandi hófst síðan handa um fullnustu dómsins, og var fjárnám gert í ýmsum eignum stefnda að kröfu áfrýjanda. Hinn 31. október 1963 tók Björn Sveinbjörnsson, settur sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu, í fógetadómi fyrir beiðni áfrýjanda í bréfi 29. s. m. um, „að haldið verði áfram fjárnámi í eignum“ stefnda „til tryggingar fjárnámskröfunum“, þeim er að framan greinir, Stefndi kom fyrir dóminn og vísaði á til fjárnáms nokkra lausafjármuni og svo jörðina Álfsnes í Kjalarneshreppi „með öllum gögnum og gæðum, er hann kveðst eiga, þótt ekki sé þinglýst eignarheimild“ hans. Lýsti fógeti fjárnámi í eignum þessum til tryggingar kröfum áfrýjanda. Á uppboðsþingi Gullbringu- og Kjósarsýslu, er háð var að Álfsnesi hinn 14. febrúar 1964, var fyrir tekið, m. a. samkvæmt kröfu áfrýjanda, „að halda nauðungar- uppboð á jörðinni Álfsnesi, sem talin er eign“ stefnda. Stefndi sýndi þá á þinginu áfrýjunarleyfi og áfrýjunar- stefnu, er út hafði verið gefin sama dag, þar sem hann áfrýjar til Hæstaréttar fjárnámsgerð þeirri frá 31. október 1963, er áður greinir, og var þingfestingardagur þess áfrýj- unarmáls í stefnunni ákveðinn 1. maí 1964. Að sögn áfrýj- anda var umboðsmanni hans á þinginu fengið í hendur endurrit áfrýjunarstefnunnar, og lýsti umboðsmaðurinn þegar gagnáfrýjun á fjárnámsgerðinni af hendi áfrýjanda. 218 Nauðungaruppboðinu var því næst frestað. Áfrýjandi skaut fjárnámsgerðinni síðan til Hæstaréttar með stefnu 18. f. m. til þingfestingar 2. þ. m. án þess að fá áfrýjunarleyfi sam- kvæmt 2. mgr. 20. gr. laga nr. 57/1962, enda skirskotaði hann í áfrýjunarstefnu sinni til ákvæða 3. mgr. sömu laga- greinar um heimild til gagnáfrýjunar máls. Er áfrýjunar- mál þetta hafði verið þingfest í Hæstarétti greindan das, fór umboðsmaður áfrýjanda þess á leit, að málinu yrði „frestað til flutnings eftir nánari ákvörðun réttarins“. Um- boðsmaður stefnda krafðist hins vegar frávísunar málsins frá Hæstarétti og málskostnaðar úr hendi áfrýjanda. Kröfu sína um frávísun styður stefndi þeim rökum, að á áfrýjuninni séu þeir annmarkar, 1) að nöfn „stefnenda, framkvæmdastjóra Landsbanka Íslands, eru eigi tilgreind i stefnunni“, svo sem skylt sé að lögum, og 2) að „sér- staks áfrýjunarleyfis hefur eigi verið aflað“. Um 1. Í áfrýjunarstefnunni tjá „framkvæmdastjórar Landsbanka Íslands í Reykjavík“ sig þurfa „fyrir hönd Landsbanka Íslands að gagnáfrýja“ málinu til Hæstaréttar. Þykir áfrýjandi með þessum hætti nægilega greindur, sbr. 2. tl, 2. mgr. 34. gr. laga nr. 57/1962. Um 2. Stefndi sýndi á uppboðsþingi hinn 14. f. m. og kynnti með þeim hætti, er áður greinir, áfrýjunarstefnu af sinni hendi. Þó að áfrýjunarfrestur samkvæmt 1. mgr. 20. gr. laga nr. 57/1962 væri þá liðinn, mátti áfrýjandi eftir ákvæðum 3. mgr. sömu lagagreinar gagnáfrýja málinu á næstu þremur vikum án sérstaks áfrýjunarleyfis. Áfrýjunar- stefna áfrýjanda var gefin út 18. f. m., svo sem getið var, og birt stefnda 24. s. m. Er því fullnægt skilyrðum laga til áfrýjunar máls þessa án sérstaks áfrýjunarleyfis. Samkvæmt því, sem nú var rakið, eru haldlaus rök þau, er stefndi hefur flutt fram til stuðnings kröfu sinni um frávísun, og verður henni því ekki sinnt. Ályktarorð: Framangreind frávísunarkrafa verður ekki tekin til greina. 219 Föstudaginn 13. marz 1964. Nr. 30/1963. Bjarni Pálsson (Kristján Eiríksson hrl.) gegn Haraldi Böðvarssyni ér Co. (Guðmundur Ásmundsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Ármann Snævarr og Theodór B. Líndal. Kaup og sala. Krafa um söluþóknun. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 12. marz 1963, að fengnu áfrýjunarleyfi 20. febrúar s. á. Krefst hann þess, að stefnda verði dæmt að greiða hon- um kr. 166.727.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 10. nóvember 1961 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Fyrir Hæstarétti hefur áfrýjandi borið fram þá máls- ástæðu, að stefndi hafi við kaup sín á vél þeirri, er í málinu getur, lofað að greiða auk kaupverðs allan annan kostnað „við kaup þessi samkvæmt reglum verðlagsstjóra“, en verð- lagsreglur þær, sem þá voru í gildi, nr. 2 frá 1960 hafi heimilað álagningu, „5% að viðbættum 313.00 kr“. Af hálfu stefnda hefur málsástæðu þessari verið andmælt sem of seint fram kominni, og þar sem hún var ekki höfð uppi í héraði, eru þegar af þeirri ástæðu ekki efni til að sinna henni hér fyrir dómi. Áfrýjandi var söluumboðsmaður Skandiaverken Aktiebo- lag, Lysekil, og var samningurinn um vélarkaupin milli fyrir- tækis þessa og stefnda gerður fyrir milligöngu hans. Áfrýjandi var ekki sjálfur aðili að samningi þessum, og verður ekki ráðið af gögnum málsins, að stofnazt hafi nokkurt það rétt- arsamband milli hans og stefnda, sem renni stoðum undir 220 kröfur þær, sem hann gerir á hendur stefnda í máli þessu. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Rétt þykir, að áfryjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, og er hann ákveðinn kr. 5.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Bjarni Pálsson, greiði stefnda, Haraldi Böðvarssyni á Co., málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 5.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 16. ágúst 1962. Mál þetta, sem tekið var til dóms í dag, hefur Bjarni Pálsson, umboðsverzlun, hér í bæ, höfðað fyrir sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur með stefnu, útgefinni 10. nóvember 1961, gegn Har- aldi Böðvarssyni ér Co., Akranesi, til greiðslu kröfu, að fjárhæð kr. 166.727.00, með 8% ársvögxtum frá útgáfudegi stefnu til greiðsludags og málskostnaðar að mati dómsins. Stefndi hefur gert þær dómkröfur aðallega, að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda, en til vara, að honum verði að- eins gert að greiða þann beina útlagða kostnað, sem stefnandi hefur haft af sölutilraunum sínum. Málavextir eru þessir: Í ársbyrjun 1960 seldi stefnandi fyrir hönd A/B Skandia- verken í Lysekil, en hann er umboðsmaður þess fyrirtækis hér á landi, stefnda vél í fiskibát. Voru kaup þessi staðfest með bréfi, sem stefnandi ritaði stefnda hinn 15. janúar 1960, svo- hljóðandi: „Ég staðfesti hér með samtal vort í gær, þar sem þér ákveðið að kaupa af Skandiaverken, Lysekil, eina 380 hestafla bátavél af gerðinni F35T-5MA. Allt, sem vélinni fylgir, er upptalið í með- fylgjandi lista, dags. 16. júní 1959. Kaupverð vélarinnar er sv. kr. 143.000.00 (eitt hundrað fjöru- tíu og þrjú þúsund) f.o.b. Gautaborg. Viðbætist allur annar kostnaður við kaup þessi samkvæmt reglum verðlagsstjóra. Að öðru leyti vísast hér með til „condition of sale“ um ábyrgð á vélinni o., s. frv. Kaupandi og seljandi hafi samvinnu um útvegun nauðsyn- 221 legra leyfa og yfirfærslu gjaldeyris í þessu sambandi, og verði vélin að fullu greidd eigi síðar en 15. apríl 1960. Fyrirfram- greiðsla (með víxlum) á nokkrum hluta andvirðis vélarinnar fari fram eftir nánara samkomulagi. Vélin er væntanleg til lands- ins í febrúar n.k. Þegar vélin er komin til Akraness, ábyrgist kaupandi að hafa hana í nauðsynlegum tryggingum. Við niðursetningu vélarinn- ar leggi Skandiaverken til vélvirkja til leiðbeiningar og prufu- keyslu kaupanda að kostnaðarlausu, að undanteknu því, að kaup- andi sjái vélvirkjanum fyrir ókeypis húsnæði og fæði, meðan hann dvelur á Akranesi. Þó má starfstími þessi ekki vera yfir 3 vikur, og skal höfð um þetta atriði nánari samvinna, en gert er ráð fyrir, að verkið fari fram í maí—júní n.k. Með kæru þakklæti í von um áframhaldandi viðskipti. Virðingarfyllst Bjarni Pálsson. Samþykkur ofanrituðu. S. H. Böðvarsson.“ Kom vélin síðan til landsins með m/s Gullfossi í febrúarmán- uði 1960. Hinn 4. apríl 1960 ritaði stefnandi fyrirtækinu bréf og skýrði því frá samtali, sem Sturlaugur Böðvarsson hafði átt við hann. Hefði komið fram í samtali þessu, að stefndi ætti í miklum erfiðleikum með handbært lausafé vegna gengislækk- unar, og mundi hann ekki geta staðið við samning þeirra aðilj- anna. Hefði Sturlaugur nú lagt til, að greiðslur færu fram á eftirfarandi hátt: 20% kaupverðsins yrðu greidd 15.—30. apríl 1960, 80% á fjórum árum með árlegum afborgunum og vöxtum, eins og tíðkast í sænskum bönkum. Gengið yrði frá bankaábyrgð í Reykjavík. Skrifaður yrði annar reikningur fyrir vélinni, og sá 5% afsláttur, sem lofað var, yrði dreginn frá tilboðsverðinu, s. kr. 143.000.00. Í símskeyti til stefnanda hinn 12. apríl sam- þykkti fyrirtækið þessa breytingu á greiðsluskilmálum, ef gengið yrði frá bankaábyrgð þegar í stað og allur vaxtakostnaður greidd- ur af stefnda. Hinn 14. apríl sendi fyrirtækið stefnanda enn sím- skeyti, er hljóðar svo í þýðingu löggilts skjalaþýðanda: „Banki okkar stingur upp á greiðslu 30% út í hönd, 70% með sex víxlum með bankaábyrgð Útvegsbanka Íslands, fyrsti í gjalddaga 15/10 og hinir á 6 mánaða fresti vextir 8% stop fjögurra ára gjald- frestur gerir nauðsynlega útflutningslánsábyrgð viðbótarkostn- aður 2% stop. Símið fyrirmæli.“ 222 Í bréfi, sem fyrirtækið ritaði stefnanda þenna sama dag, eru skeytasendingar þessar staðfestar og gerð nánari grein fyrir til- lögunni í síðara skeytinu, Stefndi tjáði nú stefnanda í símskeyti hinn 27, apríl, að óvíst væri, hvort hann mundi notfæra sér þessa lánsmöguleika, og að hann vildi ekki segja um það fyrr en í ágústmánuði. Hinn 21. júní ritaði stefndi fyrirtækinu bréf, sem hljóðar svo í þýðingu löggilts skjalaþýðanda: „Við höfum móttekið bréf yðar, dags. 9. júní 1960. Vélin í einum af minni bátum okkar bilaði s.l. vetur. Umboðsmaður yðar, herra Bjarni Pálsson, kom til okkar og bauð okkur þessa vél yðar til afhendingar strax, þar eð vél þessi var þegar á leiðinni og átti að vera til sýnis í Vélstjóraskólanum í Reykjavík. Samkvæmt mælingum umboðsmanns yðar var pláss í véla- rúmi báts okkar fyrir þessa vél, en við komumst að því seinna, að svo var ekki, og þurftum við þess vegna að taka minni vél. Við höfum lofað að kaupa vélina, þegar við þörfnumst annarr- ar, sem gæti orðið bráðlega. Vélin er vel geymd hér á Akranesi. Ef þér gætuð selt hana fljótlega einhverjum öðrum, væri það í lagi af okkar hálfu. Við gætum þá fengið aðra vél seinna, þeg- ar við þyrftum á vél að halda, ef þetta hentaði yður betur. Við höfum upplýsingar um það, að þessi vélategund sé góð og þær séu áreiðanlegar.“ Hinn 24. október ritaði stefnandi stefnda bréf og tjáði hon- um, að þar sem seljandinn óskaði eftir að fá mál þetta leitt til lykta strax, væri það ákveðin krafa sín, að greiðslan yrði innt af hendi eða viðunandi samningar gerðir þegar í stað og eigi síðar en hinn 10. nóvember. Í janúarmánuði 1961 mun fyrirtækið hafa sent fulltrúa sinn hingað til lands til viðræðna við fyrir- svarsmann stefnda. Hinn 28. janúar 1961 ritar stefndi þessum fulltrúa fyrirtækisins bréf til staðfestingar á samtali, er þeir hefðu átt þann sama dag. Er bréf þetta svohljóðandi í þýðingu löggilts skjalaþýðanda: „Vér staðfestum hér með samtal vort í dag. 1. Vér föllumst á að reyna að fá og láta yður í té bankaábyrgð fyrir Skandiavél yðar, sem er hér á Akranesi, og eigi síðar en 1. maí 1961. 2. Greiðsla % hluta heildarupphæðarinnar mun fara fram um 1. október 1961, og 7 hluti heildarupphæðarinnar skal greiðast á næstu þremur árum. 223 3. Vextir munu verða 7% á ári og reiknast frá því, að vélin hefur verið sett í bát og greiðast eftir á. 4. Scandia mun sjá fyrir upsetningarmanni oss að kostnaðar- lausu.“ Með bréfi til stefnda, dags. hinn 10. febrúar, staðfesti fyrir- tækið samkomulag þetta um greiðsluskilmála. Er bréf þetta svo- hljóðandi: „Við víkjum aftur að samtali milli yðar, umboðsmanns okkar í Reykjavík, herra Bjarna Pálssonar, og starfsmanns okkar, herra S. I. Holmquist og staðfestum hér með eftirfarandi, varðandi ofan- greinda SCANDIA fjórgengisdieselvél, sem þér pöntuðuð 15. janúar 1960 og nú er geymd af yður. Vélin er geymd í vörugeymslu yðar, þér hafið annazt um vá- tryggingu á heildarandvirðinu, og þér eruð þar að auki ábyrgir fyrir því, að vélin ekki skemmist (ryð, í textanum stendur „roast“. Út úr því fæst ekki skynsamleg merking, og gizkar þýðandi á, að átt hafi að standa „rust“ og hefur þýtt þannig) vegna hita- breytinga og þvíumlíkt. Greiðsla fyrir vélina á að fara fram í samræmi við bréf yðar 20. janúar 1961 og símskeyti yðar 1. febrúar 1961 á þann hátt, að bankaábyrgð og samþykki sé af- hent okkur 1. maí 1961, og verðið þér frá þeim degi skuldaðir fyrir venjulegum bankavöxtum. Þann 1. október 1961 ber að greiða % kaupverðsins og gefa út nýjan samþykktan víxil fyrir eftirstöðvunum. Þessi samþykkti víxill greiðist að fullu á þriggja (3) ára tímabili og endurnýjast á þessu tímabili á 6 mánaða fresti. Kaupverðið er í samræmi við það, sem sagt er í samningi yðar 15. janúar 1960, sænskar kr. 143.000.00 FOB Gautaborg, er gildir, að frádregnum 5% og að viðbættum vaxtakostnaði, eins og að ofan greinir. Nýr vörureikningur mun koma í stað reiknings okkar nr. 29237 frá 23. janúar 1960, þar eð vextirnir munu breytast vegna nýrra greiðslutímabila. Hvað viðvíkur vélamanni til að setja niður vélina, þá tökum við að okkur kostnaðinn við ferðalag til Íslands og til baka, dagpeninga fyrir 7 daga, að viðbættum ferðadögum (2 dagar og tvær nætur), dagpeninga eftir gildandi sænskum samning- um og laun vélamanna í 8 vinnustundir á virkum dögum í 7 vinnudaga, Viðbótarkostnaður greiðist af yður. Okkur þætti vænt um að fá þegar í stað staðfestingu yðar á framangreindum atriðum.“ 224 Fyrirtækið áréttaði síðan þetta samkomulag með bréfi, dags. hinn 3. maí, um leið og það sendi tvo reikninga yfir viðskiptin. Hinn 7. júní ritaði fyrirtækið stefnda bréf. Var þar tekið fram, að stefndi hefði ekki enn sent víxil þann, sem samið hafði verið um, og ekkert hefði heyrzt frá honum. Óskaði fyrirtækið eftir, að stefndi skýrði frá því fyrir lok mánaðarins, hvort nokkuð væri ógreinilegt í samkomulagi þeirra og þá hvað það væri. Þremur síðastgreindum bréfum fyrirtækisins mun stefndi ekki hafa svarað, því að hinn 20. júní ritar fyrirtækið stefnda bréf og Óskar eftir svari við bréfum þessum í síðasta lagi hinn 30. júní. Er tekið fram í bréfi þessu, að svo kunni að fara, að fyrir- tækið verði að lokum knúið til að lögsækja stefnda. Þessu bréfi svaraði stefndi með bréfi, dags. hinn 4. júlí. Í bréfi þessu er fyrir- tækinu tjáð, að sjávarútvegur landsmanna eigi við mikla erfið- leika að stríða sökum skorts á rekstursfé. Á síðastliðnu hausti hafi Alþingi samþykkt lög um nýjar lánveitingar til sjávarút- vegsins. Kveðst stefndi hafa verið að reyna að láta lán þessi ná til vélar þeirrar, sem hér um ræðir, en kveður endanlegri ákvörðun um þetta hafa verið frestað mörgum sinnum. Kveðst hann þó síðar í mánuðinum búast við endanlegri ákvörðun. Hinn 11. ágúst ritaði fyrirtækið stefnda bréf, sem hljóðar svo í þýð- ingu löggilts skjalaþýðanda: „Vér vísum til fyrri bréfaskipta um ofangreindan mótor svo og samningaviðræðna í sambandi við heimsókn fulltrúa vors, S. I, Holmquists, til Íslands. Þar eð samningaviðræður vorar við yður, varðandi þetta mál, virðast ekki geta leitt til neinnar jákvæðrar niðurstöðu, höfum vér ákveðið, að taka mótorinn aftur hið fyrsta. Vér erum þó fúsir að veita frest til að ganga frá greiðslunni til og með 31. ágúst 1961. Mótorinn hefur nú verið yður tiltækur í eitt og hálft ár, án þess að þér, — þrátt fyrir undirritaðan kaupsamn- ing við umboðsmann vorn, — hafið uppfyllt skuldbindingar yðar. Eins og þér munuð skilja, brýtur þetta í bága við allar venju- legar viðskiptareglur og hefur í för með sér sérlega mikinn kostn- að og vaxtatap fyrir oss. Þetta tjón eykst með hverjum degi, sem líður, og vér neyðumst þess vegna til þess að setja yður þá úrslitakosti, að ganga frá greiðslunni í síðasta lagi ofannefnd- an mánaðardag. Berist oss ekki fullnaðarsvar frá yður fyrir þann tíma, hljótum vér að taka mótorinn aftur. Ef þér kynnuð að óska þess að kaupa mótor til afgreiðslu síðar, skulum vér gjarnan gera yður hæfilegt tilboð um nýjan mótor. 225 Ef svo færi, að eigi væri hægt að ganga frá greiðslunni fyrir mótorinn, sem hér um ræðir, vonum vér, að þér séuð fúsir að hjálpa persónulega til þess, að mótorinn verði endursendur hið fyrsta til Svíþjóðar.“ Í bréfi til stefnanda þenna sama dag skýrði fyrirtækið honum frá þeirri ákvörðun að taka vélina aftur, ef ekki væri hægt að fá málið til lykta leitt fyrir lok mánaðarins. Var stefnanda tjáð, að við frekari samningaumleitanir ætti hann ekki að gefa stefnda frekari tækifæri til að draga lokaákvörðun á langinn og stæði óhögguð sú ákvörðun, að endanlegt svar fengist eigi síðar en inn 31. ágúst, ella skyldi vélin send aftur til Svíþjóðar. Í sím- skeyti til fyrirtækisins hinn 15. ágúst samþykkti stefndi að senda vélina aftur samkvæmt því, sem fram kom í bréfi fyrirtækisins frá 11. ágúst. Þessu skeyti svaraði fyrirtækið með símskeyti hinn 18. ágúst og óskaði eftir, að vélin yrði endursend. Fyrirtækið og stefndi áttu nú skeytaskipti um vátryggingu vélarinnar og um ágreining út af greiðslu flutningskostnaðar, en hinn 12. októ- ber sendi stefndi fyrirtækinu símskeyti, er hljóðar svo í þýðingu löggilts skjalaþýðanda: „Vér vísum til skeytis yðar dagsett í dag. Vér munum gefa Eimskip fyrirmæli um að afturkalla eftirkröfuna, svo framar- lega sem þér staðfestið, að viðskiptum þessum sé þar með lokið og að hvorugur aðili hafi neina kröfu á hinn.“ Símskeyti þessu svaraði fyrirtækið hinn 14. október með sím- skeyti, er hljóðar svo í þýðingu löggilts skjalaþýðanda: „Svo fram- arlega sem vélin er óskemmd, erum vér fúsir til þess að líta svo á, að viðskiptunum sé lokið, ef þér gefið Eimskip fyrirmæli um að afturkalla eftirkröfu þeirra, að upphæð kr. 6.607.19. Gerið svo vel að svara með skeyti.“ Í símskeyti til fyrirtækisins hinn 14. október kvaðst stefndi hafa gefið Eimskipafélagi Íslands fyrirmæli um að afturkalla framangreinda eftirkröfu, Hinn 21. ágúst 1961 hafði lögmaður stefnanda ritað stefnda bréf, þar sem sett var fram krafa um bætur vegna vanefnda stefnda á hinum upphaflega kaupsamn- ingi. Var stefnda tjáð, að skaðabótakrafan næmi útlögðum kostn- aði stefnanda, 5% sölulaunum og miskabótum. Í svarbréfi stefnda, dags. hinn 28. ágúst, er vísað til síðustu skeytaskipta hans og fyrirtækisins. Jafnframt er tekið fram í bréfinu, að stefndi telji sig ekki skulda stefnanda neitt, þar sem hann hafi ekki samið við stefnanda um nein umboðslaun, enda sé það algild regla, að vélaframleiðendur greiði sjálfir umboðsmönnum sínum umboðs- 15 226 laun. Kröfur sínar í málinu hefur stefnandi sundurliðað þannig: 1. 5% umboðslaun af sænskum kr. 143.000.00 .... kr. 59.620.00 2. Vátryggingarreikn. Almennra Trygginga h/f.. — 7.108.00 3. Miskabætur og óbeint tjón ................. — 100.000.00 Kr. 166.728.00 Stefnandi reisir kröfur sínar í máli þessu á því, að fullgild- ur kaupsamningur hafi stofnazt um umrædda vél, og þótt fyrir- tækið kjósi heldur að taka vélina aftur í stað þess að halda kaupunum til streitu upp á stefnda með málshöfðun, þá eigi hann, þ. e. stefnandi, rétt á bótum úr hendi stefnda vegna samnings- rofa hans. Er því haldið fram, að stefndi hafi aldrei reynt að fá bankaábyrgð þá, sem gert hafi verið ráð fyrir, og að stefndi hafi svikið samninga sína við fyrirtækið. Að því er varðar kröfu stefnanda um 5% sölulaun, er því haldið fram af hans hálfu, að hann hafi haft mikinn beinan kostnað við tilraunir til að fá stefnda til að standa við gerða samninga. Ef af kaupunum hefði orðið, hefði stefnandi fengið sölulaun sín, en hefði sjálfur orðið að bera kostnað þenna. Fari svo, að krafa stefnanda um sölulaun verði ekki tekin til greina, hefur stefnandi áskilið sér rétt til að höfða sérstakt mál til heimtu kostnaðar þess, sem hann hefur haft af máli þessu í heild. Stefnandi kveðst hafa vátryggt umrædda vél hjá Almennum Tryggingum h/f og því bera ábyrgð á greiðslu iðgjaldsins, en stefndi hafi verið ófáanlegur til að greiða það. Að því er varðar kröfu stefnanda um miskabætur, er því haldið fram, að hann hafi orðið fyrir miklum miska og óbeinu tjóni. Umboð stefnanda fyrir Skandiaverken A/B hafi verið nýtt hér á landi, og hafi stefnandi verið búinn að leggja mikla vinnu og mikinn kostnað við að koma því á fót. Vél sú, sem hér um ræðir, hafi verið fyrsta bátavélin, sem komið hafi hingað frá Þessari verksmiðju. Margir væntanlegir kaupendur hafi vitað um vél þessa og beðið eftir að sjá hana, en lyktir bær, sem orðið hafi á viðskiptum þessum og séu eingöngu sök stefnda, séu fallnar til að skapa ótrú á vélum verksmiðjunnar, algerlega að ófyrir- synju. Þá hafi stefndi í bréfi sínu til fyrirtækisins hinn 21. júní 1960 reynt að svipta stefnanda trausti fyrirtækis þess, sem falið hafði honum umboðið, með ásökun, sem sé alröng. z Stefndi reisir kröfur sínar í málinu á því, að viðskiptum hans 227 og fyrirtækisins hafi að fullu verið lokið með því, að fyrirtækið hafi tekið vélina aftur, en hann greitt kostnað við sendingu henn- ar til Svíþjóðar, og eigi hvorugur aðili, kaupandi eða seljandi, kröfu á hendur hinum. Er því haldið fram, að stefndi hafi aldrei tekið á sig gagnvart stefnanda máls þessa neina skyldu til að greiða honum umboðslaun, enda hafi stefnanda borið að fá þau greidd hjá fyrirtækinu Skandiaverken A/B. Þá er því mótmælt af hálfu stefnda, að honum beri að greiða kostnað við tryggingu vélarinnar hjá Almennum Tryggingum h/f, sem stefnandi hafi beðið um. Ekki virðist hafa verið beðið um tryggingu þessa fyrr en í marzmánuði, en vélin hafi komið til landsins í febrúarmánuði. Auk þess hafi stefndi sjálfur tryggt vélina hjá Tryggingamið- stöðinni h/f hér í bænum. Þá er því mótmælt af hálfu stefnda, að hann hafi valdið stefnanda nokkrum miska með þessum við- skiptum, enda sé það algeng verzlunartízka, að kaup gangi til baka með fullu samkomulagi aðilja, eins og hér hafi verið um að ræða. Það er ljóst af samningi þeim, sem gerður var hinn 15. janúar 1960, að fyrirtækið Skandiaverken A/B var seljandi umræddrar vélar og að stefnandi hefur gagnvart stefnda komið fram sem umboðsmaður þess fyrirtækis. Kaupverð vélarinnar var í upp- hafi ákveðið sænskar kr. 143.000.00 f.o.b. Gautaborg, og er ágrein- ingslaust, að umboðslaun stefnanda, sem í þessu tilviki skyldu vera 5%, hafi verið innifalin í þeirri fjárhæð, Það kemur að vísu fram, að auk kaupverðsins skyldi stefndi greiða allan kostn- að við kaupin samkvæmt reglum verðlagsstjóra, en ekki byggir stefnandi kröfur sínar í málinu á þessu atriði samningsins. Í málinu er ekkert, sem gefur til kynna, að stefndi hafi sérstak- lega gagnvart stefnanda skuldbundið sig til að greiða umrædd umboðslaun. Eftir því, sem fram er komið í máli þessu, lauk þessum viðskiptum stefnda og fyrirtækisins með því, að kaupin gengu til baka. Er ekki komið fram, að fyrirtækið hafi gert gagn- vart stefnda neinn fyrirvara, að því er varðar umboðslaun stefn- anda. Samkvæmt þessu verður að telja, að stefnandi eigi ekki sjálfstæðan rétt á hendur stefnda til heimtu umboðslauna sinna vegna þessara viðskipta fyrirtækisins og stefnda. Verður krafa stefnanda um umboðslaun því ekki tekin til greina. Samkvæmt samningi þeim, sem gerður var um kaupin hinn 15. janúar 1960, var umrædd vél seld „frítt á skipsfjöl“ í Gauta- borg. Bar kaupanda (stefnda) því sjálfum að sjá um að tryggja vélina á ferð hennar hingað til lands. Ekkert er komið fram um 228 það, að stefndi hafi falið stefnanda að taka tryggingu þessa. Gegn eindregnum andmælum af hálfu stefnda verður kröfu- liður þessi því ekki tekinn til greina. Það er ljóst, að stefnandi hefur beitt aðstöðu sinni til þess, að viðskipti þessi yrðu til lykta leidd með sem hagstæðustum kjörum fyrir stefnda. Ekki er heldur að efa, að viðskipti þessi, ef af þeim hefði orðið, hefðu haft mikla þýðingu fyrir aðstöðu hans sem umboðsmanns fyrirtækisins. Þrátt fyrir það þykir stefn- andi ekki hafa rennt slíkum stoðum undir kröfu sína um miska- bætur og óbeint tjón, að unnt sé að taka hana til greina. Samkvæmt því, sem rakið hefur verið, verður stefndi sýkn- aður af kröfum stefnanda, en rétt þykir, að málskostnaður falli niður. Guðmundur Jónsson borgardómari kvað upp dóm þenna ásamt meðdómendunum Árna Árnasyni kaupmanni og Jóhanni Ólafs- syni forstjóra. Dómsorð: Stefndi, Haraldur Böðvarsson ér Co., skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Bjarna Pálssonar, umboðsverzlunar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. 229 Föstudaginn 13. marz 1964. Nr. 41/1963. Kristinn Guðbrandsson (Magnús Óskarsson hdl.) gegn Bergi Lárussyni, Einari Guðmundssyni, Hall- dóri Davíðssyni, Halldóri Hávarðssyni, Helga Pálssyni, Júlíusi Lárussyni, Magnúsi Páls- syni, Magnúsi Sigurðssyni, Páli Þorgilssvni, Siggeiri Lárussyni og Vilhjálmi Eyjólfssyni og gagnsök (Björgvin Sigurðsson hdl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Ármann Snævarr og Theodór B. Líndal. Skuldamál. Umboð. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 29. marz 1963. Krefst hann sýknu af kröfum gagn- áfrýjenda í málinu og málskostnaður úr hendi þeirra Í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjendur hafa áfrýjað málinu með stefnu 8. mai 1963. Krefjast þeir þess, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur að öðru leyti en því, að aðaláfrýjanda verði enn frem- ur dæmt að greiða þeim vexti, 6% á ári af kr. 14.417.86 frá 19. júlí 1951 til 29. nóvember 1951 og af kr. 132.275.00 frá þeim degi til 22. febrúar 1960, 9% ársvexti af sömu fjárhæð frá þeim degi til 29. desember 1960 og 7% árs- vexti frá þeim degi til greiðsludags, og svo málskostn- að í héraði. Þeir krefjast einnig málskostnaðar fyrir Hæsta- rétti úr hendi aðaláfrýjanda. Í máli þessu krefja gagnáfrýjendur aðaláfryjanda um greiðslu á eftirfarandi fjárhæðum: 1. 1%, hlutum af kr. 150.000.00, þ. e. ... kr. 117.857.14 2. 1%, hlutum af kr. 18.350.00, þ. e. 2... — 14.417.86 Samtals kr. 132.275.00 230 Um 1. Atvikum málsins, að því er þenna kröfulið varð- ar, er rækilega lýst í héraðsdómi. Aðaláfrýjandi hefur ekki leitt sönnur að því, að hann ásamt Guðmundi Kolka hafi á árinu 1951 keypt togarann Jón Steingrímsson af þáver- andi eigendum hans. Þvert á móti benda atvik, m. a. um- boðið frá 21. nóvember 1951, eindregið til þess, að þeir hafi ekki verið eigendur togarans. Verður því að leggja til grundvallar, að þeir aðaláfrýjandi og Guðmundur Kolka hafi aðeins fengið umboð eigenda til að selja togarann úr landi sem brotajárn. Þá hefur aðaláfrýjandi ekki heldur fært sönnur á, að hann og Guðmundur Kolka hafi verið búnir að gera bindandi samning við nokkurn ákveðinn aðilja um sölu togarans, þegar dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur gekk hinn 19. nóvember 1951, en sá dómur leiddi til þess, að hætt var við fyrirhugaða sölu togarans úr landi. Með þessum athugasemdum og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að stað- festa niðurstöðu hans um Þenna kröfulið. Um 2. Með leigusamningi, dags. 18. júlí 1951, sem lagð- ur hefur verið fram í Hæstarétti, tóku þeir aðaláfrýjandi og Guðmundur Kolka ásamt tveimur öðrum nafngreindum mönnum togarann Jón Steingrímsson á leigu sumarsild- veiðitimann 1951. Samkvæmt gögnum málsins og málflutn- ingi lánuðu eigendur togarans leigutökum þá til útgerðar- innar kr. 18.350.00, og kvittuðu Þeir aðaláfrýjandi og Guð- mundur Kolka fyrir viðtöku þeirrar f járhæðar hinn 19. júlí 1951. Hefur aðaláfrýjandi ekki sannað, að skuld þessi sé greidd eða upp gefin. Fyrir Hæstarétti hefur aðaláfrýjandi haft uppi þá málsástæðu til vara, að samkvæmt ákvæðum 14. gr. siglingalaga nr. 56/1914 hafi hann aðeins orðið ábyrg- ur fyrir greiðslu 74 hluta skuldar þessarar. En þar sem hér var ekki um að tefla félagsútgerð eigenda togarans, heldur aðal- áfrýjanda, sem var eigandi %, hluta togarans, og þriggja annarra manna, sem ekki voru sameigendur að togaranum, þá þykja ákvæði nefndrar 14. gr. ekki eiga hér við. Sam- kvæmt framansögðu ber einnig að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms um þenna kröfulið. 231 Í gagnáfrýjunarstefnu er ekki krafizt breytingar á ákvæð- um héraðsdóms um vexti. Verður niðurstaða héraðsdóms um þá því staðfest. Fallast má á það með héraðsdómi, að málskostnaður í héraði falli niður. Rétt þykir, að aðaláfrýjandi greiði gagn- áfrýjendum málskostnað í Hæstarétti, og telst hann eftir atvikum hæfilega ákveðinn kr. 5.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Aðaláfrýjandi, Kristinn Guðbrandsson, greiði gagn- áfrýjendum, Bergi Lárussyni, Einari Guðmundssyni, Halldóri Davíðssyni, Halldóri Hávarðssyni, Helga Páls- syni, Júlíusi Lárussyni, Magnúsi Pálssyni, Magnúsi Sig- urðssyni, Páli Þorgilssyni, Siggeiri Lárussyni og Vil- hjálmi Eyjólfssyni, málskostnað í Hæstarétti, kr. 5.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 9. febrúar 1963. Mál þetta, sem tekið var til dóms 8. þ. m. er höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu 4. október 1960 af þeim Bergi Lárus- syni, Einari Guðmundssyni og Halldóri Davíðssyni, öllum í Reykja- vík, Halldóri Hávarðssyni, Efri-Fljótum í Meðallandi, Helga Páls- syni, Kópavogi, Júlíusi Lárussyni, Kópavogi, Magnúsi Pálssyni, Syðri Steinsmýri í Meðallandi, Magnúsi Sigurðssyni, Kópavogi, Páli Þorgilssyni, Reykjavík, Siggeiri Lárussyni, Kirkjubæjar- klaustri, og Vilhjálmi Eyjólfssyni, Hnausum í Meðallandi, gegn Kristni Guðbrandssyni framkvæmdastjóra, Efstasundi 23, Reykjavík. Stefnendur gera þær dómkröfur, að stefndi verði dæmdur til að greiða þeim kr. 132.275.00 með 6% ársvöxtum af kr. 14.417.86 frá 19. júlí 1951 til 29. nóvember 1951 og af kr. 132.275.00 frá þeim degi til 22. febrúar 1960, með 9% ársvöxtum af sömu fjárhæð frá þeim degi til 29. desember 1960 og 7% ársvöxtum 232 frá þeim degi til greiðsludags svo og málskostnað eftir mati dómsins. Stefndi gerir þær dómkröfur aðallega, að hann verði algerlega sýknaður af kröfum stefnenda í málinu og dæmdur málskostn- aður úr hendi þeirra eftir mati dómsins. Til vara gerir hann kröfur um, að stefnufjárhæðin verði lækkuð verulega og máls. kostnaður verði þá látinn falla niður, Stefnendur skýra svo frá málavöxtum, að hinn 1. maí 1947 hafi strandað á Fljótafjöru í Meðallandi þýzkur togari, Barmen. Hafi það verið stálskip, smíðað í Aberdeen 1906. Skipinu hafi verið bjargað aftur á flot seint í júní 1947 af stefnendum ásamt Ágúst Jónssyni vélstjóra, Reykjavík, og Guðmundi Bjarnasyni, Kópavogi, svo og hinum stefnda, Kristni Guðbrandssyni. Ettir nokkrar samningaumleitanir um laun fyrir björgun skipsins hafi það orðið úr, að vátryggjandi afhenti björgunarmönnum skipið sem greiðslu á fullum björgunarlaunum, enda hafi björgunarmenn ekki goldið meira fé fyrir skipið. Skipinu hafi þeir siglt til Vest- mannaeyja og síðan til Reykjavíkur. Allur kostnaður hafi verið upp gerður jafnharðan og jafnað niður á hina nýju eigendur og goldinn þegar. Skipið hafi Þeir fengið, afsalað með öllu lausafé, veiðarfærum, kolum og öðru tilheyrandi. Skipið hafi þeir skírt upp og kallað Jón Steingrímsson, RE 231. Nokkrar tilraunir hafi verið gerðar um útgerð skipsins á veiðar, m. a. sumurin 1950 og 1951. Af þessum tilraunum hafi eigendur ekkert haft, nema tapið eitt. Nóttina 2. ágúst 1950 varð árekstur með skipinu og v/b Þor- steini, AK, eign Ásmundar h/f á Akranesi. Sökk Þorsteinn á skammri stundu, en mannbjörg varð. H/f Ásmundur höfðaði af þessu efni mál á hendur eigendum Jóns Steingrímssonar, og gekk um þetta efni dómur í sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur 19. nóvember 1951 með þeirri niðurstöðu, að eigendur Jóns Stein- grímssonar voru dæmdir til að greiða h/f Ásmundi kr. 489.056.67 með 6% ársvöxtum frá 2. ágúst 1950 til greiðsludags og kr. 18.- 000.00 í málskostnað, og var h/f Ásmundi dæmt sjóveð í Jóni Steingrímssyni fyrir téðum kröfum. Nokkru áður en þetta varð, kveða stefnendur, að þeir hafi gefið hinum stefnda, Kristni Guðbrandssyni, og Guðmundi Kolka framkvæmdastjóra, Sindra við Nesveg í Reykjavík, umboð til að selja fyrir þá botnvörpunginn Jón Steingrímsson sem brota- járn, og hafi verðið mátt fara niður í kr. 250.000.00. Umboð betta hafi verið skjalfest, en nú finnist hvorki frumrit þess né 233 afrit. Stefndi og Guðmundur Kolka hafi tjáð sig hafa samið um sölu á Jóni Steingrímssyni sem brotajárni til Belgíu. Við þessa sölu hafi verið hætt, þegar bótadómur h/f Ásmundar féll, eins og áður segir, 19. nóvember 1951. Hafi þeir félagar, stefndi og Guðmundur Kolka, þá fengið umboð eigenda Jóns Steingríms- sonar til að ganga frá umræddum tjónbótum. Umboð þetta hafi verið svohljóðandi: „Vér undirritaðir eigendur b/v Jóns Steingrímssonar gefum hér með hr. Kristni Guðbrandssyni og hr. Guðmundi Kolka fullt og ótakmarkað umboð til að ganga frá tjóni, er varð 2. ágúst 1950, er Jón Steingímsson og m/s Þorsteinn rákust á. Reykjavík, 21. nóvember 1951“. Botnvörpungurinn Jón Steingrímsson hafi á þessum tíma verið tryggður hjá Almennum Tryggingum h/f. Að samkomulagi hafi orðið, að Almennar Tryggingar h/f greiddu fyrir Jón Steingríms- son kr. 400.000.00, og hafi stefndi og Guðmundur Kolka tekið við fé þessu þannig, að félagið hafi greitt þeim: 21. nóvember 1951 ..........0..%%.... kr. 200.000.00 22. nóvember 1951 .........000.000... — 50.000.00 29. nóvember 1951 ........00000000.0.. — 150.000.00 Kr. 400.000.00 Skipið Jón Steingrímsson hafi síðan verið afhent Ásmundi h/f sem fullar bætur samkvæmt dóminum frá 19. nóvember 1951. Stefnendur telja ekki vafasamt, að fé það, kr. 400.000.00, sem þeir stefndi og Guðmundur Kolka tóku við, hafi verið eign eig- enda botnvörpungsins Jóns Steingrímssonar. Af umræddri upp- hæð hafi þeir stefndi og Guðmundur Kolka gert skil í pening- um og á annan hátt á kr. 250.000.00. Mismuninn, kr. 150.000.00, hafi þeir reynzt ófáanlegir til að greiða. Meðan tilraunir stóðu yfir um að gera út skipið Jón Stein- grímsson á fiskveiðar, kveða stefnendur, að eigendur skipsins hafi lánað þeim stefnda og Guðmundi Kolka kr. 18.350.00 í pen- ingum, sem þeir hafi gefið svofellda kvittun fyrir: „Við undirritaðir viðurkennum hér með móttöku peninga v. b/v Jón Steingrímsson, kr. 18.350.00 — átján þúsund þrjú hundr- uð og fimmtíu krónur. Reykjavík, 19/7 ?51. Guðm. P. Kolka. Kristinn Guðbrandsson.“ 234 Stefndi og Guðmundur Kolka hafa síðar haldið því fram, að eigendur skipsins hefðu gefið þeim eftir fé þetta í sambandi við útgerð skipsins, en þessu neiti stefnendur sem algerlega til- hæfulausu. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, telja stefnendur þá stefnda, Kristin Guðbrandsson, og Guðmund Kolka hafa skuldað þeim af söluverði skipsins ............ kr. 150.000.00 og lánið frá 19. júlí 1951 .................... — 18.350.00 Samtals kr. 168.350.00 Telja stefnendur hiklaust, að eigendur skipsins eigi þessa kröfu á hendur hinum stefnda, Kristni Guðbrandssyni. Í málssókninni taki ekki þátt Ágúst Jónsson, Guðmundur Bjarnason og að sjálf- sögðu ekki stefndi sjálfur. Telja stefnendur því, að af ofan- greindri fjárhæð, kr. 168.350.00, eigi þeir !%4, þ. e. kr. 132.275.00, en sú fjárhæð komi heim við dómkröfurnar. Kröfu sína um sýknu styður stefndi þeim rökum. að hann ásamt Guðmundi Kolka hafi haft heimild til þess að selja skipið Jón Steingrímsson fyrir kr. 250.000.00, og hafi stefnendur ekki átt rétt á greiðslu hærra kaupverðs en það. Upplýst sé í málinu, að eigendur skipsins hafi falið stefnda og Guðmundi Kolka að selja skipið. Deilan sé einungis um það, hvort þeir hafi átt að borga eigendum meira en 250.000.00 krónur, ef selt yrði fyrir hærra verð. Þeir hafi samið um sölu á skipinu í brotajárn, en áður en skipið kæmist í hendur kaupenda, hafi það valdið sjó- tjóni með því að sökkva m/b Þorsteini. Það hafi leitt til þess, að skipið hafi verið fastsett í Reykjavík um það leyti, sem það átti að fara til brotajárnskaupendanna. Til þess að firra sig bóta- kröfu af hálfu brotajárnskaupendanna kveðst stefndi hafa í sam- ráði við Guðmund Kolka tekið það ráð að kaupa annað skip, b/v Haukanes, og senda kaupendunum það í stað Jóns Steingríms- sonar, Hafi þetta auðvitað ekki síður verið gert til hagsbóta fyrir eigendur Jóns Steingrímssonar en stefnda og Guðmund Kolka, því að tjónið hafi hlotið að koma niður á eigendunum að lokum. Kostnaðurinn við þessi skipaskipti hafi numið kr. 150.000.00, þ. e. mismuninum á þeim 400.000.00 krónum, sem greiddar voru fyrir skipið af Almennum Tryggingum h/f, og þeim kr. 250.000.00, sem eigendur fengu í sínar hendur. Kostnaður þessi sundurlið- ast þannig: 235 1. Kaupverð Haukaness £6000-0-0 .... kr. 274.200.00 2. Kostnaður við drátt út ............ — "73.851.20 3. Kostnaður vegna manna .......... — 3.600.00 Trygging £250-0-0 á 45/70 plús 1% .. — 11.908.51 Kol í b/v Jóni Steingrímssyni, ca. 15 tonn — 9.000.00 Lögfræðikostnaður vegna skiptanna ... — 3.000.00 Kostnaður við að gera sjóklárt ........ — 12.000.00 Leyfisgjald ............2.... 000 —- 2.960.75 Greiðsla til hafnarsjóðs .............. — 9.158.85 Samtals kr. 399.679.31 Frá dragast — 250.000.00 Kr. 149.679.31 Telur stefndi augljóst mál, að þessi útgjöld hljóti að eiga að koma til frádráttar endanlegu verði til skipta, ef stefndi og Guðmundur Kolka verði taldir umboðsmenn. Þá heldur stefndi því einnig fram, að hann og Guðmundur Kolka hafi keypt b/v Jón Steingrímsson fyrir £5000-0-0. Ef svo yrði litið á, þá hafi stefnendur einnig sitt með 250.000.00 króna uppgjörinu. Stefndi kveður peningana, kr. 18.350.00, sem hann tók við, ekki vera lán til sín, heldur hafi sú fjárhæð verið notuð til út- gerðar skipsins, sem þá hafi verið í eigu sumra af stefnendum að minnsta kosti. Kvittunin ber það einnig með sér, að ekki hafi verið um lán til stefnda og Guðmundar Kolka að ræða. Krefst stefndi algerrar sýknu einnig af þessum lið. Þá bendir stefndi á það, að hann sé aðeins annar aðili þessa máls. Honum geti ekki borið að greiða meira en helming stefnu- kröfunnar í mesta lagi, ef hann verði talinn eiga að greiða nokk- uð. Gerir stefndi því þá kröfu, að hann verði ekki dæmdur til að greiða meira en helming þess, sem stefnendur kunna að verða taldir eiga rétt á úr hendi stefnda og dánarbús Guðmund. ar Kolka. Við hinn munnlega málflutning studdi stefndi kröfu sína um sýknu jafnframt þeim rökum, að stefnendur hefðu sýnt af sér slíkt tómlæti, að af þeim sökum beri að sýkna hann af kröfum stefnenda. Þá mótmælti hann vaxtakröfu stefnenda, bæði að því er varðar vaxtahæð og upphafstíma. Af hálfu stefnenda er því fastlega neitað, að stefndi og Guð- 236 mundur Kolka hafi keypt skipið, enda finnist ekki stafur í gögn- um málsins, sem bendi til þess, fyrir utan óljósar skýrslur stefnda og Guðmundar Kolka. Engin sala hafi farið fram, held- ur aðeins tjónsuppgjör, sem leyst hafi verið með því að afhenda Ásmundi h/f skipið kvaðalaust. Umboð stefnda og Guðmundar Kolka til þess að selja skipið fyrir verð, sem mætti fara allt niður í kr. 250.000.00, hafi ekki verið þess efnis, að stefndi og Guðmundur Kolka hafi átt að eignast þann hluta söluverðsins, sem fengist umfram kr. 250.000.00. Auk þess hafi umboð þetta fallið niður, um leið og umboðið frá 21. nóvember 1951 var gefið út. Þá mótmæla stefnendur kostnaðinum, kr. 149.679.31, sem röngum, ósönnuðum og málinu óviðkomandi. Að því er aðild stefnda varðar, hafa stefnendur bent á, að það hafi verið refsivert af stefnda og Guðmundi Kolka að skila eigendum b/v Jóns Steingrímssonar ekki þeim 150.000.00 krón- um, sem krafið sé um í máli þessu. Af þessu leiði, að stefndi og Guðmundur Kolka hafi verið ábyrgir in solidum til að greiða stefnendum þessa peninga, og af þessum sökum hafi jafnan verið heimilt að stefna stefnda einum sér til greiðslu skuldarinnar. Auk þess sé á það að líta, að Guðmundur Kolka hafi látizt 23. marz 1957. Innköllun skulda dánarbús hans hafi verið gefin út, og hafi síðasta innköllun verið auglýst 9. október 1957. Þegar mál þetta var höfðað, hafi innköllunarfrestur því löngu verið liðinn. Með bréfi, dagsettu 17. nóvember 1953, til sakadómarans í Reykjavík kærðu eigendur b/v Jóns Steingrímssonar, aðrir en stefndi, þá Guðmund Kolka og stefnda og kröfðust opinberrar rannsóknar vegna afskipta þeirra af sölu skipsins og uppgjöri. Hófst réttarrannsókn í málinu 26. ágúst 1954, og var síðast þing- að í málinu 22. marz 1956, en með bréfi Dómsmálaráðuneytis- ins, dagsettu 23. júlí 1956, tók ráðuneytið fram, að það fyrir- skipaði ekki frekari aðgerðir í máli þessu af hálfu hins opinbera. Guðmundur Kolka kom fyrir sakadóm 17. nóvember 1953 og gaf þá meðal annars svofellda skýrslu: „Áður en skipið var gert út á síld 1951, komu fram sjóveðs- kröfur á skipið frá síldarútgerðinni árið áður. Varð það til þess, að eigendur skipsins tóku rekstrarlán ...... Voru sjóveðskröf- urnar á skipinu hreinsaðar, og urðu þá eftir af rekstrarláninu um 18.350.00 kr., sem kærðu fengu til útgerðar skipsins. Gáfu þeir kvittun fyrir þeirri fjárhæð. ... Kærði tekur fram, að nokkru síðar hafi verið gert munnlegt samkomulag um skuld þessa milli 237 kærða og þriggja af eigendum skipsins, þeirra Bergs Lárusson- ar, Helga Pálssonar og Júlíusar Lárussonar. Samkvæmt sam- komulaginu áttu fyrrgreindar kr. 18.350.00 að falla niður gegn því, að kröfur, sem kærðu áttu á hendur eigendum skipsins, m. a. vegna greiðslu á fyrrgreindum viðgerðarkostnaði skipsins, féllu niður. Eftir síldarútgerðina sumarið 1951 lá skipið í Reykja- víkurhöfn í hálfgerðu reiðileysi, og greiddu kærðu hafnar- og vátryggingargjöld af skipinu. Um haustið 1951 samdist svo um milli kærðu og eigenda skipsins, að kærðu keyptu skipið fyrir 5 þúsund sterlingspund. Skyldi kaupverðið greiðast að fullu, er skipið færi úr Reykjavíkurhöfn. Var skriflegt samkomulag gert um kaupin, en kærði kveðst nú ekki hafa það við höndina. Kærðu höfðu í hyggju að selja skipið til útlanda sem brotajárn. Á þess- um tíma gerðu þeir samkomulag við eigendur annars togara, Baldurs, um, að þeir skyldu selja skipin sem brotajárn til að fá hærra verð fyrir þau. Voru samningar gerðir um þetta svo og um sölu skipanna til manna í Belgíu. Á seinustu stundu frétti kærði um dóminn (frá 19. nóv. 1951), og hafði hann ekki áður haft hugmynd um þessi málaferli. Kærðu töluðu þá við Júlíus Lárusson og Helga Pálsson um málið, gáfu þeir Júlíus og Helgi kærðu fullt og ótakmarkað umboð til að ganga frá tjóni því, sem dómurinn fjallaði um .... Jafnframt var við þetta tæki- færi ákveðið milli kærðu og Júlíusar og Helga, að kærðu gerðu upp við Almennar Tryggingar .... Enn fremur, að kaupverð skipsins skyldi hækkað úr 5 þúsund sterlingspundum í 250.000.00 krónur, en mismunurinn skyldi fara til kærðu til að bæta kostn- að og tjón, sem þeir urðu fyrir vegna dómsins .... Enn fremur varð samkomulag um það, að kærðu keyptu togarann Haukanes frá Hafnarfirði til að selja til Belgíu í stað togarans Jóns Stein- grímssonar og með því losa fyrri eigendur síðarnefnda togarans við óhjákvæmileg málaferli út af því, að ekki myndi verða unnt að uppfylla þegar gerða samninga um sölu skipsins. Ekkert af þessu var gert skriflegt, að undanteknu fyrrgreindu umboði. Kærðu leystu síðan veðbönd af b/v Jóni Steingrímssyni og sömdu við Almennar Tryggingar um dómkröfuna .... Þá greiddu þeir Jóhanni Steinasyni lögfræðingi fyrir hönd eigenda skipsins kaupverð skipsins, kr. 250.000.00, og var fjárhæðin bæði greidd í reiðufé og með greiðslu áhvílandi skulda á skipinu. Gaf Jó- hann kærðu fullnaðarkvittun fyrir greiðslu greindra 250.000.00 kr., og er kvittunin í fórum kærða. Strax eftir að þetta hafði gerzt, afhentu kærðu h/f Ásmundi, sem átti dómkröfuna 238 b/v Jón Steingrímsson, sem þá var haftalaus og kvaðalaus. Jafn- framt féllst hinn belgíski kaupandi á það að taka við togaran- um Haukanesi í stað togarans Jóns Steingrímssonar, og var þannig öllum samningum fullnægt.“ Stefndi gaf skýrslu í sakadómi 12. ágúst 1955. Segir þar með- al annars: „.... Sumarið 1951 gerðu þeir kærði og Guðmundur Kolka ásamt Jóni Erlendssyni og Halldóri Björnssyni skipið út á síld- veiðar, en þá voru komnar fram sjóveðkröfur á skipið frá síldar- útgerðinni árið áður. Var því tekið rekstrarlánið .... og sjó- veðskröfurnar greiddar. Eftir urðu þá af láninu til beinnar út- gerðar skipsins um kr. 18.350.00, og gáfu þeir kærði og Guð- mundur Kolka kvittun fyrir þeirri fjárhæð .... Síðar gerðu þeir kærði og Guðmundur munnlegt samkomulag við hina skips- eigendurna, að fyrrgreint lán yrði látið falla niður gegn því, að kröfur, sem þeir kærði og Guðmundur áttu á þá vegna út- lagðs viðgerðarkostnaðar skipsins, féllu niður, Eftir síldarút- gerðina sumarið 1951 var skipinu lagt, en þeir Guðmundur og kærði greiddu tryggingu og hafnargjöld af skipinu. Um haustið gerðu þeir Guðmundur og kærði skriflegt samkomulag við hina eigendur skipsins. Minnir kærða fastlega, að samkomulagið hafi verið fólgið í því, að þeir Guðmundur keyptu skipið og kaup- verðið væri £5.000-0-0. Sérstaklega aðspurður, minnir kærða það fastlega, að þetta hafi ekki verið umboð til þeirra Guðmund- ar til að selja skipið fyrir £5.000-0-0, heldur hafi hér verið um að ræða hreina sölu skipsins. Ætlan þeirra Guðmundar var að selja skipið sem brotajárn í Belgíu, og voru þeir þá meira að segja búnir að fá verðtilboð, að fjárhæð £ 6.500-0-0 í skipið. Kærði heldur, að hann geti áreiðanlega fundið áðurgreint skrif- legt samkomulag í skjölum sínum, og kveðst nú gera gangskör að því að hafa upp á því. Áður en skipið fór héðan af landi brott, fréttu þeir Guðmundur um dóminn (19. nóv. 1951), en kærði hafði ekki áður haft hugmynd um þau málaferli. Þeir kærði og Guðmundur fengu þá hjá hinum eigendum skipsins fullt og ótakmarkað umboð til að gera upp dómkröfurnar .... Enn fremur var ákveðið að hækka fyrrgreinda fjárhæð, £5.000-0-0, í kr. 250.000.00, og skyldi mismunurinn vera fyrir þann kostnað og tjón, sem þeir Guðmundur og kærði urðu fyrir vegna fyrrgreinds dóms. Enn fremur var samkomulag við hina erlendu kaupendur um, að þeir Guðmundur og kærði keyptu togarann Haukanes frá Hafnarfirði, og létu hann í staðinn fyrir 239 b/v Jón Steingrímsson, Þeir Guðmundur og kærði leystu síðan veðbönd af b/v Jóni Steingrímssyni og sömdu um greiðslur á dómkröfum fyrrgreinds dóms. Greiddu þeir Jóhanni Steinasyni lögfræðingi fyrir hönd hinna fyrri eigenda skipsins greindar kr. 250.000.00, og var sú fjárhæð greidd að nokkru í reiðufé, en að mestu leyti með greiðslu áhvílandi skulda á skipinu. Síðan af- hentu þeir Guðmundur og kærði b/v Jón Steingrímsson kvaða- lausan h/f Ásmundi, sem átti fyrrgreinda dómkröfu ....“ Stefnandinn Helgi Pálsson kom fyrir sakadóm 23. september 1955 og skýrði meðal annars svo frá, að á árinu 1951 hafi eig- endur b/v Jóns Steingrímssonar afráðið að selja skipið, og hafi þeir gert skriflegan samning við stefnda og Guðmund Kolka. Ýtarlega aðspurður, kvaðst Helgi halda, að efni samningsins hafi verið það, að stefndi og Kristinn fengu umboð til að selja skipið, en ekki það, að þeir keyptu sjálfir skipið. Ekki mundi hann, hvort tiltekið var í samningnum eða hvort nokkuð var rætt um það milli þeirra, sem samninginn gerðu, hve hátt verð skipsins átti að vera. Mundi hann enga tölu í því sambandi eða annað í því sambandi. Kvaðst hann ekki hafa gert annað við samn- ingsgerðina en að rita nafn sitt undir samninginn. Hann kvað Berg Lárusson aðallega hafa séð um samningsgerðina fyrir eig- endur skipsins. Ekki gat hann sagt um, hvar hinn skriflegi samn- ingur var niður kominn eða hvort hann undirritaði fleiri en eitt eintak af honum. Hann kvað sér alveg ókunnugt um það munnlega samkomulag, sem stefndi og Guðmundur Kolka báru fyrir sig fyrir sakadómi, að gert hefði verið um 18.350.00 króna lánið. Stefnandinn Bergur Lárusson gaf skýrslu fyrir sakadómi 22. marz 1956 og skýrði þá m. a. svo frá, að haustið 1951 hafi eig- endur b/v Jóns Steingrímssonar gert skriflegan samning við stefnda og Guðmund Kolka, þar sem hinum síðarnefndu var falið með samningi að selja skipið sem brotajárn, og hafi um- talað söluverð verið kr. 250.000.00. Greiðsla skyldi fara fram með tryggingu í banka, um leið og skipstjóri dráttarbáts veitti skipinu viðtöku í Reykjavíkurhöfn. Samningur þessi hafi verið skriflegur, og kvaðst hann ekki vita annað en að Ólafur Þor- grímsson hæstaréttarlögmaður hefði eitt eintak af honum í fór- um sínum, en sjálfur kvaðst Bergur ekki hafa eintak af honum. Sérstaklega aðspurður kvað Bergur ekki hafa verið um að ræða sölu skipsins til stefnda og Guðmundar Kolka, heldur aðeins Þeim falið að selja skipið sem brotajárn fyrir kr. 250.000.00. 240 Ekki mundi hann til þess, að nokkuð væri tiltekið í samningn- um eða viðræðum samningsaðilja, hvernig færi, ef söluverð skips- ins yrði hærra en kr. 250.000.00, þ. e. hvor aðili skyldi njóta þess, ef tækist að selja skipið fyrir meira en 250.000.00 krónur. Nánar aðspurður um framangreindar 250.000.00 krónur, kvaðst hann ekki muna til þess, að verð skipsins væri ákveðið annað, ef það væri selt sem brotajárn, þannig mundi hann ekki til þess, að talað væri um 5000 sterlingspunda söluverð skipsins. Af fyrr- greindri sölu skipsins kvað hann ekki hafa getað orðið vegna ásiglingarkröfunnar, sem á skipið kom. Stefnda og Guðmundi Kolka hafi verið veitt umboð til að semja um kröfu þessa við Almennar Tryggingar h/f, þar sem skipið var tryggt. Síðar hafi eigendur skipsins fengið upplýsingar um það frá Almennum Tryggingum h/f, að þeir hefðu selt skipið fyrir um 400.000.00 krónur. Þá kvað hann aldrei hafa verið orðað við hann að fella niður 18.350.00 króna lánið, og væri það ennþá ógreitt. Vitnið Jóhann Steinason héraðsdómslögmaður gaf skýrslu í sakadómi 16. ágúst 1955 og skýrði þá m. a. svo frá, að það hefði verið lögfræðingur eigenda b/v Jóns Steingrímssonar frá árinu 1950 til síðla hausts 1951. Kvað það sér kunnugt um, að stefndi og Guðmundur Kolka hefðu fengið skipið til ráðstöfunar, lík- lega í september eða október 1951. Tók vitnið við greiðslum frá þeim fyrir skipið fyrir hönd annarra eigenda þess. Vitnið minnist þess, að það tók við tékka, að fjárhæð kr. 126.853.43, frá Þeim Guðmundi Kolka og stefnda, en við öðrum peningum tók það ekki. Vitnið rengir það ekki, að verðmæti það, er það tók við hjá stefnda og Guðmundi Kolka fyrir hönd annarra eigenda b/v Jóns Steingrímssonar, hafi numið kr. 250.000.00. Hins vegar kveðst vitnið ekki geta borið um samninga stefnda og Guð- mundar Kolka við aðra eigendur skipsins, þ. e. hvort kærðu keyptu skipið eða aðeins fengu það í umboðssölu. Þá kveðst vitnið heldur ekki geta borið um samninga stefnda og Guðmundar Kolka við Almennar Tryggingar h/f út af b/v Jóni Steingrímssyni. Vitnið kveðst hafa gert eigendum b/v Jóns Steingrímssonar grein fyrir andvirði fyrrgreinds tékka, að fjárhæð kr. 126.853.43, og hafi eigendurnir ekki verið óánægðir með þá greinargerð. Um 1. Þegar gögn málsins eru virt, sérstaklega umboðið frá 21, nóv- ember 1951, þá þykir stefndi eigi hafa sannað, að hann og Guð- 241 mundur Kolka hafi keypt b/v Jón Steingrímsson af stefnend- um. Kemur sú varnarástæða honum því ekki að haldi. Eins og áður er rakið, hefur hið skriflega skjal, sem stefn- endur halda fram, að hafi verið umboð til stefnda og Guðmundar Kolka til að selja skipið sem brotajárn fyrir verð, sem mátti fara niður í kr. 250.000.00, ekki komið í leitirnar. Verður því ekki við það stuðzt við skýringu á lögskiptum aðiljanna. Um efni skjalsins eru því ekki fyrir hendi önnur gögn en óljósar skýrslur aðiljanna. Umboðið frá 21. nóvember gefur ekki til kynna neitt um það, að stefndi og Guðmundur Kolka hafi haft heimild til að ganga frá tjóninu á þann hátt, að ef þeir fengju meira en kr. 250.000.00 fyrir skipið við tjónsuppgjörið, þá ætti mismunurinn að koma í þeirra hlut. Þegar þetta er virt svo og önnur gögn málsins, þykir stefndi ekki hafa sannað, að hann og Guðmundur Kolka hafi fengið skipið til ráðstöfunar með þessum hætti. Stefnendur hafa mótmælt kostnaðinum, kr. 149.- 679.31, sem röngum og ósönnuðum. Stefndi hefur ekki lagt fram nein gögn til stuðnings þeim kostnaði. Gegn andmælum stefn- enda er því tjón þetta ósannað. Viðurkennt er af stefnda, að hann og Guðmundur Kolka hafi tekið við kr. 400.000.00 frá vá- tryggjanda skipsins, Almennum Tryggingum h/f, til greiðslu á dómi Ásmundar h/f. Stefnendur hafa viðurkennt, að gerð hafi verið skil á kr. 250.000.00 af framangreindri fjárhæð. Verður krafa stefnenda um það, að stefndi standi þeim skil á mismun- inum, kr. 150.000.00, að tiltölu við eignarhluta þeirra í skip- inu því tekin til greina, enda þykir stefndi, eins og atvikum er háttað, bera ábyrgð á greiðslu allrar skuldarinnar. Þá þykja stefnendur ekki hafa sýnt af sér slíkt tómlæti, að krafa þeirra sé af þeim sökum niður fallin. Um 2. Stefndi hefur viðurkennt, að hann og Guðmundur Kolka hafi tekið á móti peningum, að fjárhæð kr. 18.350.00, úr hendi eig- enda skipsins. Stefndi hefur hins vegar ekki sannað, að skuld þessi sé greidd eða að stefnendur hafi gefið hana eftir. Með skírskotun til þessa svo og þess, sem segir um kröfulið 1 ín fine, verður þessi kröfuliður einnig tekinn til greina. Samkvæmt þessu verður stefndi dæmdur til að greiða stefn- endum ÍMi af kr. 168.350.00 (150.000.00 - 18.350.00), þ. e. kr. 132.275.00 16 242 Eftir atvikum þykir rétt að taka kröfu stefnenda um vexti til greina frá birtingardegi stefnu 4. október 1960. Þá þykir eftir atvikum rétt, að málskostnaður falli niður. Bjarni K. Bjarnason borgardómari kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Stefndi, Kristinn Guðbrandsson, greiði stefnendum, Bergi Lárussyni, Einari Guðmundssyni, Halldóri Davíðssyni, Hall- dóri Hávarðssyni, Helga Pálssyni, Júlíusi Lárussyni, Magnúsi Pálssyni, Magnúsi Sigurðssyni, Páli Þorgilssyni, Siggeiri Lár- ussyni og Vilhjálmi Eyjólfssyni, kr. 132.275.00 með 9% árs- vöxtum frá 4. október 1960 til 29. desember 1960 og 7"% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaður fellur niður. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lög- birtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 13. marz 1964. Nr. 99/1963. Guðrún Sæmundsdóttir og Högni Jónsson (Högni Jónsson hdl.) Segn Ragnari Jónssyni (sjálfur). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Ármann Snævarr og Magnús Þ. Torfason. Víxilmál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjendur, Guðrún Sæmundsdóttir og sonur hennar, Högni Jónsson héraðsdómslögmaður, hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 31. júlí 1963 og krafizt þess, að þeim verði dæmd sýkna og að stefnda verði dæmt að greiða Þeim málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að héraðsdómurinn verði staðfestur 243 og að áfrýjendum verði dæmt að greiða honum málskostn- að fyrir Hæstarétti. Áfrýjendur reisa vörn sína á því, að stefndi sé eigi réttur aðili máls þessa. Handhöfn stefnda á víxli þeim, sem í máli þessu greinir, er til komin fyrir eyðuframsal til innheimtu. Honum er því rétt í sjálfs sín nafni að innheimta víxilinn. Samkvæmt þessu ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjendur til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 5.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjendur, Guðrún Sæmundsdóttir og Högni Jóns- son, greiði stefnda, Ragnari Jónssyni, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 5.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 25. maí 1963. Mál þetta, sem tekið var til dóms 17. maí s.l. að loknum munn- legum málflutningi, hefur Ragnar Jónsson hæstaréttarlögmaður, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 14. febrúar 1962, gegn Guðrúnu Sæmundsdóttur, Reykjavíkurvegi 29, og Högna Jónssyni héraðsdómslögmanni, Kirkjuhvoli, báðum í Reykjavík, til greiðslu víxilskuldar, að fjárhæð kr. 25.000.00, samkvæmt víxli, útgefnum 25. september 1961 af Guðrúnu Sæ- mundsdóttur og samþykktum af Högna Jónssyni til greiðslu í Útvegsbanka Íslands, Reykjavík, 20. desember 1961, en á víxli þessum, sem afsagður var sökum greiðslufalls 22. desember 1961, eru útgefandi og Páll S. Dalmar ábekingar. Hefur stefnandi krafizt þess, að stefndu verði in soliðum dæmd til að greiða fjárhæð víxilsins, kr. 25.000.00, ásamt 9% ársvöxt- um frá 20. desember 1961 til greiðsludags, "2% víxilfjárhæðar- innar í þóknun, kr. 121.00 í afsagnarkostnað og fullan málskostn- að samkvæmt taxta L.M.F.Í. Stefndu hafa krafizt sýknu af kröfum stefnanda og að þeim verði tildæmdur hæfilegur málskostnaður úr hendi hans. Stefndu reisa sýknukröfu sína á því, að stefnandi sé ekki eig- 244 andi víxilsins, sem stefnt er út af, og því ekki réttur aðili Þessa máls. Við munnlegan flutning málsins gerði lögmaður hinna stefndu þá varakröfu, sem ekki var mótmælt af stefnanda að kæmi fram, að hvernig sem málið fari að öðru leyti, verði Guðrún Sæmunds- dóttir sýknuð af öllum kröfum stefnanda, þar sem víxillinn muni ekki hafa komið í Útvegsbanka Íslands. Sé því afsögn víxilsins ógild gagnvart nefndri Guðrúnu, og hún því fallin út úr málinu sem víxilskuldari. Eins og kemur fram af sögnum málsins, sbr. dómsskj. nr. 8, er stefnandi sjálfur ekki eigandi víxilkröfunnar, sem stefnt er út af í máli þessu. Hins vegar hefur því ekki verið haldið fram af hálfu hinna stefndu, að stefnandi sé ranglega að víxlinum kominn, heldur aðeins því, að hann sé ekki réttur aðili að mál- inu, þar sem hann sé ekki eigandi víxilsins, eins og áður greinir. Samkvæmt ið. gr. víxillaga nr. 93/1933 og vottorði á dóms- skj. nr. 8 í máli þessu er stefnandi réttur víxilhafi, þ. e. hann hefur fengið víxilinn framseldan frá eiganda hans til innheimtu. Hefur hann því öll þau réttindi, sem víxillinn veitir samkvæmt 18. gr. víxillaga, þar á meðal að innheimta fjárhæðina og kvitta fyrir greiðslu hennar. Er stefnandi því réttur aðili víxilmálsins. Þess ber og að gæta, að stefndu leysast jafnt frá víxilskuld- bindingu sinni, hvort heldur þau greiða stefnanda eða hinum raunverulega eiganda, enda hafa ekki neinar þær varnir komið fram af hálfu stefndu, sem þau gætu komið að gagnvart eig- anda víxilkröfunnar, en ekki stefnanda. Varðandi varakröfu lögmanns hinna stefndu um sýknu ti! handa Guðrúnu Sæmundsdóttur í máli þessu, vegna þess að a!- sögn víxilsins hafi ekki gildi gagnvart henni, svo sem að framan greinir, þykir nægja að benda á, að greiðslustaður víxilsins er í Útvegsbanka Íslands og að fyrir liggur notarialvottorð um afsögn hans þar, sem ekki hefur verið hnekkt. Verður því nefnt notarial- vottorð talið full sönnun þess, að lögmæt afsagnargerð hafi farið fram, sbr, 2. mgr. 153. gr. og 158. gr. laga nr. 85/1936. Eru samkvæmt þessu ekki efni til að taka varakröfu lögmanns hinna stefndu til greina. Samkvæmt framanrituðu verða því úrslit málsins þau, að kröf- ur stefnanda verða teknar til greina að öllu leyti. Ber eftir þessari niðurstöðu að dæma stefndu til að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 3.800.00. Valgarður Kristjánsson borgardómari kvað upp dóm þenna. 245 Dómsorð: Stefndu, Guðrún Sæmundsdóttir og Högni Jónsson, greiði bæði fyrir annað og annað fyrir bæði stefnanda, Ragnari Jónssyni, kr. 25.000.00 með 9% ársvöxtum frá 20. desem- ber 1961 til greiðsludags, .2% fjárhæðarinnar í þóknun, kr. 121.00 í afsagnarkostnað og kr. 3.800.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 18. marz 1964. Nr. 31/1964. Landsbanki Íslands gegn Sigurbirni Eiríkssyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Ármann Snævarr og Magnús Þ. Torfason. Frestur veittur. Úrskurður Hæstaréttar. Þegar mál þetta var tekið fyrir í Hæstarétti 10. marz 1964, gerði stefndi kröfu til, að honum yrði veittur frest- ur til 1. maí 1964, svo að unnt yrði að sameina mál þetta málinu nr. 33/1964. Af hálfu áfrýjanda var frestveitingu til 1. maí andmælt og þess krafizt, að málinu yrði frestað til flutnings samkvæmt 47. gr. laga nr. 57/1962, enda hafði áfrýjandi þá fullnægt skilyrðum nefndrar greinar um fram- lagningu ágrips og greinargerðar. Tók Hæstiréttur málið til úrskurðar um þetta efni, og hafa aðiljar sent honum greinargerðir fyrir kröfum sínum. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar til stað- festingar fjárnámi, er gert var í eignum stefnda hinn öl. október 1963 samkvæmt dómi bæjarþings Reykjavíkur, er upp var kveðinn 2. október 1963 í máli áfrýjanda gegn stefnda. Stefndi hefur með áfrýjunarstefnu 21. febrúar 1964, að fengnu áfrýjunarleyfi sama dag, áfrýjað til Hæsta- réttar til þingfestingar 1. maí 1961 fyrrgreindum bæjar- 246 þingsdómi ásamt fjárnámsgerðum, sem fram hafa farið samkvæmt dóminum, þar á meðal fjárnámsgerðinni frá 31. október 1963. Þar sem áfrýjandi hefur ekki áfrýjað bæj- arþingsdóminum með skemmri fresti en til 1. maí, og ekki verður dæmt um fjárnámsgerðina sérstaklega, eins og hér stendur á, þá verður stefnda veittur frestur sá, sem hann hefur óskað. Ályktarorð: Máli þessu er frestað til 1. maí 1964. Miðvikudaginn 18. marz 1964. Nr. 36/1964. X gegn K og Y. Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Ármann Snævarr og Magnús Þ. Torfason. Kærumál. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Sóknaraðili hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 26. febrúar 1964. Barst málið Hæstarétti 28. s. m. Lagaheimild brestur til kæru máls þessa til Hæstaréttar, sbr. 21. gr. laga nr. 57/1962. Ber því að vísa málinu frá Hæstarétti og dæma sóknaraðilja til að greiða varnaraðilja K samkvæmt kröfu hennar kærumálskostnað fyrir Hæsta- rétti, kr. 1.000.00. Frá varnaraðilja Y hafa Hæstarétti ekki borizt greinargerð eða kröfur. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Sóknaraðili, X, greiði varnaraðilja K kærumálskostn- að fyrir Hæstarétti, kr. 1.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. 247 Úrskurður bæjarþings Reykjavíkur 13. febrúar 1964. Ár 1964, fimmtudaginn 13. febrúar, var á bæjarþingi Reykja- víkur, sem háð var í Borgartúni 7 af Halldóri Þorbjörnssyni kveðinn upp úrskurður þessi. Hinn 22. maí 1963 höfðaði K, ...., hér í borg, mál gegn X, .., ...., Og gerði þær kröfur, að. hann yrði dæmdur faðir óskilgetins meybarns, sem hún ól 18. ágúst 1962. Þessari kröfu mótmælir varnaraðili. Á bæjarþinginu hinn 10. þ. m., er mál þetta var fyrir tekið, krafðist umboðsmaður varnaraðilja, Gísli Ísleifsson hæstaréttar- lögmaður, þess, að Y ...., ...., yrði dreginn inn í málið sem varnaraðili. Var krafan þegar tekin til úrskurðar. Í málinu eru málsaðiljar þar sammála um, að þau hafi átt vingott saman í október—desember 1961, þ. e. á hugsanlegum og lík- legum getnaðartíma barns þess, sem málið er risið af, og haft öðru hvoru samfarir saman á þessu tímabili. Varnaraðili heldur því fram, að sóknaraðili muni einnig á þessu tímabili hafa haft samfarir við áðurnefndan Ý. Skal nú rakið, hvað fram hefur komið um samband sóknaraðilja og Y. Y og sóknaraðili eru sammála um, að með þeim hafi verið náin kynni og þau haft samfarir saman fyrri hluta árs 1961 eða fram til þess tíma, er sóknaraðili fór úr landi, en hún dvald- ist erlendis um sumarið. Þau hafi ekki haft samfarir saman á hugsanlegum getnaðartíma barnsins. Vitnið A, föðurbróðir Y, segist hafa vitað um samband Y og sóknaraðilja, en það samband hafi virzt slitna einhvern tíma á árinu 1961, og hafi allt virzt með felldu um hjónaband Y, a.m.k. frá því í október og fram yfir jól, en þá hafi fljótlega borið á því, að Y og sóknaraðili höfðu á ný tekið upp samband á milli sín. Haustið 1962 hafi slitnað upp úr hjónabandi Ý, og hafi or- sök þess verið sú, að vitnið hafi komið að sóknaraðilja og Y fá- klæddum saman uppi í rúmi á heimili Ý. Vitnið B, sem starfaði með sóknaraðilja í revýusýningu í sept- ember—-desember 1961, segir, að í fyrri hluta desember hafi hún heyrt, að sóknaraðili væri á ný farin að vera með ÝY, en vitninu var kunnugt um fyrra samband þeirra. Ekki sá vitnið Y og sóknaraðilja saman á umræddum tíma né getur tilgreint heimildir að því, að þau hafi þá verið í þingum saman. Vitnið C, eiginkona Y, segir, að henni hafi verið kunnugt um, að kunnleikar voru með manni hennar og sóknaraðilja, en kveðst 248 ekkert geta um það sagt, hve náið samband þeirra hafi verið. Vitnið mótmælir því, sem varnaraðili hafði haldið fram, að það hafi sagzt hafa komið að sóknaraðilja og Y saman í rúmi. Vitnið D bjó á árinu 1961 á .... og kveðst hafa flutzt þaðan fyrri hluta októbermánaðar, en samkvæmt aðseturstilkynningu D flutti hann þaðan 30. september. Hann segir, að síðustu mán- uðina, sem hann bjó þarna, hafi það komið fyrir, að sóknaraðili og Y hafi komið saman til hans og gist þar saman. Þetta hafi síðast gerzt í október snemma. Um vætti þetta segir sóknar- aðili, að þetta hafi verið, áður en hún fór utan í júní 1961, en aldrei komið fyrir eftir að hún kom út aftur um mánaðamót ágúst—septémber. Samkvæmt 3. mgr. 211. gr. laga nr. 85/1936 skal stefna öll- um þeim mönnum sem varnaraðiljum í barnsfaðernismáli, sem „víst má þykja eða líklegt“ að haft hafi samfarir við barns- móður á hugsanlegum getnaðartíma barns. Að sjálfsögðu nægir ekki krafa varnaraðilja ein eða staðhæfing hans um, að tiltekinn maður hafi legið með barnsmóður, til þess að sá verði dreginn sem Varnaraðili inn í barnsfaðernismál, Kröfu sína verður hann að styðja gögnum eða slík gögn að hafa komið fram með öðr- um hætti. Í máli því, sem hér er til Úrlausnar, er að vísu leitt í ljós, að sóknaraðili og Y hafa átt vingott hvort við annað, en um það, hvort þau hafi átt mök saman á hugsanlegum getnaðartíma barns sóknaraðilja, en hann er talinn frá 23. september til 22. desem- ber 1962, hafa ekki komið fram önnur gögn auk fullyrðingar varnaraðilja en framburður D, sem telur sóknaraðilja hafa sæng- að með Y á .... snemma í október 1961. Samkvæmt þessu þykir varnaraðili ekki hafa fært þær líkur að kynferðismökum milli sóknaraðilja og Y á tímabilinu 23. september til 22. desem- ber 1962, að fært sé að draga hann inn í málið sem varnar- aðilja. Verður því kröfu varnaraðilja í þá átt hrundið. Þess skal getið, að varnaraðili bar eigi fram kröfu sína fyrr en á því dómþingi, er flytja skyldi fram vörn í málinu. Því úrskurðast: Krafa X um, að Y verði dreginn sem varnaraðili inn í málið: K gegn X, verður ekki tekin til greina. 249 Miðvikudaginn 18. marz 1964. Nr. 87/1963. Bjarni Bjarnason (sjálfur) gegn Gjaldheimtunni í Reykjavík (Guðmundur Vignir Jósefsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Ármann Snævarr og Magnús Þ. Torfason Lögtak til heimtu þinggjalda. Dómur Hæstaréttar. Hinn 17. nóvember 1962 var framkvæmt lögtak hjá áfrýj- anda samkvæmt beiðni stefnda til tryggingar opinberum gjöldum, sem talin voru nema kr. 35.486.00 auk vaxta og kostnaðar. Áfrýjandi skaut lögtaksgerð þessari til Hæsta- réttar með stefnu 11. janúar 1963, en er málið skyldi tekið fyrir í Hæstarétti hinn 4. júní 1963, kom áfrýjandi ekki fyrir dóm, og féll málið þá niður, sbr. 39. gr. laga nr. 57/ 1962. Áfrýjandi skaut málinu af nýju til Hæstaréttar sam- kvæmt heimild í 36. gr. greindra laga með stefnu 3. júlí 1963. Krefst hann þess, að hin áfrýjaða lögtaksgerð verði felld úr gildi og að stefnda verði dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að lögtaksgerðin verði staðfest fyrir kr. 31.905.00 og að honum verði dæmdur málskostnaður úr hendi áfrýjanda fyrir Hæstarétti. Árið 1962 námu opinber gjöld, sem áfryjanda var gert að greiða og stefnda bar að innheimta, sbr. lög nr. 68/1962 og reglugerð nr. 95/1962, samtals kr. 35.810.00. Áfrýjanda var sendur gjaldheimtuseðill, þar sem nákvæmlega er greint, hverri fjárhæð hin einstöku skattgjöld námu. Þá er þess getið á seðlinum, að áfrýjandi hafi þegar goldið kr. 324.00, og nemi eftirstöðvar hinn 15.ágúst 1962 kr.35.486.00. Enn segir á seðlinum, að eftirstöðvarnar beri áfryjanda að greiða þannig: Kr. 8.876.00 hinn 1. september og síðan kr. 8.870.00 hinn 1. dag hvers mánaðar tímabilið október—-desember 1962. 250 Loks greinir á einum stað á seðlinum: „Gjöld samtals 3581“. Kveður stefndi hér vera um ritvillu að ræða. Hafi tölu- stafurinn „0“ fallið niður, en talan eigi að vera „35810“. Eftir að áfrýjanda barst gjaldseðillinn, sendi hann stefnda tékkávísun, kr. 3.581.00, ásamt svohljóðandi bréfi, dags. 14. september 1962: „Hér með leyfi ég mér að senda yður tékka á Lands- banka Íslands, útibúið að Laugavegi 77, að fjárhæð kr. 3.581.00 — þrjú þúsund fimm hundruð áttatíu og ein króna, sem fullnaðargreiðslu á kröfu yðar samkvæmt gjaldheimtu- seðli 1962, merktum nafnnúmeri 1203 570. Viðeigandi kvittun óskast við tækifæri.“ Stefndi tók við tékkávísun þeirri, sem bréfinu fylgdi, og sendi nýja kvittun ásamt svohljóðandi bréfi, dags. 18. sept- ember 1962, er áfrýjandi veitti viðtöku á pósthúsinu í Reykja- vik 19. s. m.: „Hjálagt fylgir kvittun fyrir kr. 3.581.00, er þér hafið í dag greitt upp í gjöld yðar, skv. gjaldheimtuseðli 1962. Eftirstöðvar af gjöldum yðar 1962 samkvæmt seðlinum og samsvarandi reikningi hér í stofnuninni eru nú kr. 31.905.00“. Næst gerðist það, að hinn 17. nóvember 1962 fór fram lögtaksgerð hjá áfrýjanda samkvæmt beiðni stefnda, og var lögtak gert í bifreið áfrýjanda, R 4645, til tryggingar opinberum gjöldum 1962, sem þá eru talin að fjárhæð kr. 35.486.00 auk dráttarvaxta og kostnaðar. Kveður stefndi þau mistök hafa orðið, að láðst hafi að draga frá gjöldun- um á gjaldheimtuseðli þeim, er fógeti fékk í hendur, fram- angreinda greiðslu, kr. 3.581.00. Krefst stefndi nú, að lög- taksgerðin verði staðfest, að því er tekur til eftirstöðva, kr. 31.905.00, auk vaxta og kostnaðar. Áfrýjandi reisir kröfu sína um ógildingu lögtaksgerðar- innar á því, að þar sem hann hafi tekið fram í bréfi sínu frá 14. september 1962, að fjárhæð sú, er hann sendi, kr. 3.581.00, væri fullnaðargreiðsla á kröfum samkvæmt gjald- heimtuseðlinum, þá hafi stefndi með viðtöku fjárhæðar- innar firrt sig rétti til frekari greiðslu. Á þetta verður engan 251 veginn fallizt. Áfrýjanda var vitanlega ljóst, þrátt fyrir fyrrgreinda talnavillu á einum stað á gjaldheimtuseðlin- um, hverri fjárhæð opinber gjöld hans námu samtals, og gat hann ekki vænzt þess, að hann væri leystur undan frek- ari greiðslu, þó að stefndi veitti umræddri fjárhæð, kr. 3.581.00 viðtöku, auk þess sem stefndi hafði ekki heimild til að gefa honum upp neinn hluta af opinberum gjöldum hans. Ber því að staðfesta hina áfrýjuðu lögtaksgerð fyrir kr. 31.905.00 auk dráttarvaxta og kostnaðar. Áfrýjanda ber að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti, og er hann ákveðinn kr. 3.500.00. Dómsorð: Hin áfrýjaða lögtaksgerð er staðfest, að því er tek- ur til kr. 31.905.00 auk vaxta og kostnaðar. Áfrýjandi, Bjarni Bjarnason, greiði stefnda, Gjald- heimtunni í Reykjavik, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 3.500.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Lögtagsgerð fógetadóms Reykjavíkur 17. nóvember 1962. Ár 1962, föstudaginn 17. nóvember, var fógetaréttur Reykja- víkur settur að Túngötu 16 og haldinn af fulltrúa borgarfógeta, Gísla Símonarsyni, með undirrituðum vottum. Fyrir var tekið: Beiðni Gjaldheimtunnar í Reykjavík um að gera lögtak hjá Bjarna Bjarnasyni fyrir: Opinberum gjöldum samkvæmt gjaldheimtuseðli nr. 1203 570 1962 ..........eeeese rr kr. 35.486.00 Samtals kr. 35.486.00 auk dráttarvaxta og kostnaðar við gerð þessa og eftirfarandi uppboð, ef til kemur. Til staðar er í réttinum beiðni um lögtakið ásamt tilheyrandi 252 gjaldseðlum, þingm. nr. 1—2, en lögtaksúrskurður var kveðinn upp þann 19/9 1962 og birtur í dagblöðunum. Var þá bent á, skrifað upp og virt: Bifreiðin R. 4645. Mánudaginn 23. marz 1964. Nr. 21/1964. Áki Jakobsson (Magnús Thorlacius hrl.) Segn Gunnari Ásgeirssyni (sjálfur). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Fjárnámsgerð staðfest. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 31. janúar 1964. Krefst hann þess, að hin áfrýjaða fjárnámsgerð verði staðfest og stefnda dæmt að greiða máls- kostnað í Hæstarétti. Stefndi hefur sótt dómþing, en eigi haft uppi neinar kröf- ur né borið fram andmæli gegn lögmæti fjárnámsgerðar- innar. Með því að engir gallar eru á hinni áfrýjuðu dómsathöfn, ber að taka kröfu áfrýjanda um staðfestingu hennar til greina. Stefndi hafði áfrýjað fjárnámsgerðinni af sinni hálfu, áður en áfrýjandi tók út áfrýjunarstefnu sina. Hafði áfrýj- andi því ástæðu til að bera hina áfrýjuðu dómsathöfn undir Hæstarétt. Ber því að dæma stefnda til að greiða áfryj- anda málskostnað, sem eftir atvikum málsins þykir hæfilega ákveðinn kr. 2000.00. Dómsorð: Hin áfrýjaða fjárnámsgerð staðfestist. Stefndi, Gunnar Ásgeirsson, greiði áfrýjanda, Áka 253 Jakobssyni, kr. 2000.00 í málskostnað í Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Fjárnámsgerð fógetadóms Reykjavíkur 2. nóvember 1963. Ár 1963, laugardaginn 2. nóvember, var fógetaréttur Reykja- víkur settur að Skólavörðustíg 12 og haldinn þar af fulltrúa borgarfógeta, Viggó Tryggvasyni, með undirrituðum vottum. Fyrir var tekið: Málið A-1508/1962: Áki Jakobsson gegn Gunnari Ásgeirssyni. Fógeti leggur fram nr. 1 gerðarbeiðni, nr. 2 birtan dóm bæjar- þings Reykjavíkur, nr. 2745/1962. Nr. 1. Fylgir í eftirriti. Nr. 2. Fylgir í frumriti. Fyrir gerðarbeiðanda mætir Jóhann Steinason héraðsdómslög- maður vegna Magnúsar Thorlacius hæstaréttarlögmanns og krefst fjárnáms fyrir kr. 87.250.00 með 9% ársvöxtum frá 1/10 1961 til greiðsludags, !4% í þóknun, kr. 12.000.00 í málskostnað sam- kvæmt gjaldskrá LMFÍ, kostnaði við gerðina og eftirfarandi uppboðs/innheirntugerðir, allt á ábyrgð gerðarbeiðanda. (rerðarþoli er mættur. Áminntur um sannsögli kveðst hann ekki seta greitt. Samkvæmt kröfu umboðsmanns gerðarbeiðanda og ábendingu mætts 1) ti fógeti yfir fjárnámi í stálskrifborði, útvarpstæki, skrif- borðsstól, 2 borðstofustólum, útvarpsborði, málverki úr Þjórsárdal, málverki fiá Þingvöllum, 487 dúsínum eyrnalokka, 1008 tölum, 64 bréfum af pallíettum, 264 leikfimisbolum, 34 dús. barnavasa- klútum, slaufum, metnum á kr. 21.500.00, og 500 pörum af eyrna- lokkum. Fógeti skýrði þýðingu gerðarinnar, Gerðinni lokið. 254 Mánudaginn 23. marz 1964. Nr. 22/1964. Áki Jakobsson (Magnús Thorlacius hrl.) Segn Gunnari Ásgeirssyni (sjálfur). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Fjárnámsgerð staðfest. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 31. janúar 1964. Krefst hann þess, að hin áfrýjaða fjárnámsgerð verði staðfest og stefnda dæmt að greiða máls- kostnað í Hæstarétti. Stefndi hefur sótt dómþing, en eigi haft uppi neinar kröf- ur né borið fram andmæli gegn lögmæti fjárnámsgerðar- innar. Með því að engir gallar eru á hinni áfrýjuðu dómsathöfn, ber að taka kröfu áfrýjanda um staðfestingu hennar til greina. Stefndi hafði áfrýjað fjárnámsgerðinni af sinni hálfu, áður en áfrýjandi tók út áfrýjunarstefnu sína. Hafði áfrýj- andi því ástæðu til að bera hina áfryjuðu dómsathöfn undir Hæstarétt. Ber því að dæma stefnda til að greiða áfrýj- anda málskostnað, sem eftir atvikum málsins þykir hæfilega ákveðinn kr. 2000.00. Dómsorð: Hin áfrýjaða fjárnámsgerð staðfestist. Stefndi, Gunnar Ásgeirsson, greiði áfrýjanda, Áka Jakobssyni, kr. 2000.00 í málskostnað í Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Fjárnámsgerð fógetadóms Reykjavíkur 6. og 8. nóvember 1963. Ár 1963, miðvikudaginn 6. nóvember, var fógetaréttur Reykja- víkur settur á Skólavörðustíg 12 og haldinn þar af Þorsteini Thorarensen borgarfógeta með undirrituðum vottum. 255 Fyrir var tekið: Málið A-1298/1963: Áki Jakobsson gegn Gunnari Ásgeirssyni. Fógeti leggur fram nr. 1 gerðarbeiðni, nr. 2 dóm Hæstaréttar nr. 169/1962. Nr. 1. Fylgir með í eftirriti. Nr, 2, Fylgir með í frumriti. Jóhann Steinason héraðsdómslögmaður mætir fyrir gerðarbeið- anda vegna Magnúsar Thorlacius hæstaréttarlögmanns og krefst fjárnáms fyrir kr. 1200.00 auk kostnaðar við fjárnám og uppboð. Gunnar Ásgeirsson er mættur. Hann kveðst ekki borga skuldina. Gerðarþoli bendir á til fjárnáms 1) silkiborðapartí, nánast að verðmæti kr. 10.000.00, 2) pennapartí, ca. kr. 8000.00, og 3) beltapartí, ca kr. 8000.00. Mættu eru sammála um, að virðing fari fram á munum þess- um, og lofar gerðarþoli að færa munina hingað á skrifstofuna á morgun, en máli þessu er að öðru leyti frestað þar til föstudag- inn n.k., kl. 3.30 e. h. Málinu frestað. Ár 1963, föstudaginn 8. nóvember, var fógetaréttur Reykja- víkur setur á Skólavörðustíg 12 og haldinn þar af Þorsteini Thorarensen borgarfógeta með undirrituðum vottum. Fyrir var tekið: Málið A-1298/1963: Áki Jakobsson gegn Gunn- ari Ásgeirssyni. Málið var síðast fyrir rétti 6. þ. m. Jóhann Steinason héraðsdómslögmaður mætir fyrir gerðarbeið- anda, en gerðarþoli mætir sjálfur. Hann hefur meðferðis til ábendingar til fjárnáms 480 stk. penna, og var vörupartí þetta metið á kr. 2.500.00. Fógeti lýsti yfir fjárnámi í vörupartíi þessu, og verður það í vörzlum fógeta til mánudags n.k. Málinu lokið. 256 Mánudaginn 23. marz 1964. Nr. 23/1964. Áki Jakobsson (Magnús Thorlacius hrl.) segn Gunnari Ásgeirssyni (sjálfur). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Fjárnámsgerð staðfest. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 31. janúar 1964. Krefst hann þess, að hin áfrýjaða fjárnámsgerð verði staðfest og stefnda dæmt að greiða máls- kostnað í Hæstarétti. Stefndi hefur sótt dómþing, en eigi haft uppi neinar kröf- ur né borið fram andmæli gegn lögmæti fjárnámsgerðar- innar. Með því að engir gallar eru á hinni áfrýjuðu dómsathöfn, ber að taka kröfu áfrýjanda um staðfestingu hennar til greina. Stefndi hafði áfryjað fjárnámsgerðinni af sinni hálfu, áður en áfrýjandi tók út áfrýjunarstefnu sina. Hafði áfrýj- andi því ástæðu til að bera hina áfrýjuðu dómsathöfn undir Hæstarétt. Ber því að dæma stefnda til að greiða áfrýj- anda málskostnað, sem eftir atvikum málsins þykir hæfilega ákveðinn kr. 2000.00. Dómsorð: Hin áfryjaða fjárnámsgerð staðfestist. Stefndi, Gunnar Ásgeirsson, greiði áfrýjanda, Áka Jakobssyni, kr. 2000.00 í málskostnað í Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Fjárnámsgerð fógetadóms Reykjavíkur 6. og 8. nóvember 1963. Ár 1963, miðvikudaginn 6. nóvember, var fógetaréttur Reykja- víkur settur á Skólavörðustíg 12 og haldinn þar af Þorsteini Thorarensen borgarfógeta með undirrituðum vottum. 257 Fyrir var tekið: Málið A-1297/1963: Áki Jakobsson gegn Gunn- ari Ásgeirssyni. Fógeti leggur fram nr. 1 gerðarbeiðni, nr. 2 dóm Hæstaréttar, nr. 91/1963, og nr. 3 dóm Hæstaréttar, nr. 102/1963. Nr. 1. Fylgir með í eftirriti. Nr. 2 og 3. Fylgja með í frumriti. Jóhann Steinason héraðsdómslögmaður mætir fyrir gerðarbeið- anda vegna Magnúsar Thorlacius hæstaréttarlögmanns og krefst fjárnáms fyrir kr. 8.530.00 auk kostnaðar við fjárnám og uppboð. Gunnar Ásgeirsson er mættur. Hann segist ekki borga skuld- ina. Hann bendir á til fjárnáms lóðirnar 32, 34 og 36 í Ytri- Njarðvík, Jóhann Steinason mótmælir því, að gerðarþoli eigi nokkur ítök í þessum lóðum, og embættisbækur Gullbringu- og Kjósar- sýslu beri slíkt ekki með sér. Hann krefst þess, að gerðarþoli bendi fyrst á lausafé til fjárnáms, áður en fasteignir verði skrif- aðar upp. Fógeti skorar á gerðarþola að benda á til fjárnáms lausafjár- muni hér í umdæminu. Gerðarþoli bendir á til fjárnáms 1) silkiborðapartí, nánast að verðmæti kr. 10.000.00, 2) pennapartí, ca kr. 8.000.00, og 3) beltapartí, ca kr. 8.000.00. Mættir eru sammála um, að virðing fari fram á munum þess- um, og lofar gerðarþoli að færa munina hingað á skrifstofuna á morgun, en máli þessu er að öðru leyti frestað þar til föstu- dag n.k., til 3.30 e. h. Málinu frestað. Ár 1963, föstudaginn 8. nóvember, var fógetaréttur Reykja- víkur settur á Skólavörðustíg 12 og haldinn þar af Þorsteini Thorarensen borgarfógeta með undirrituðum vottum. Fyrir var tekið: Málið A-1297/1963: Áki Jakobsson gegn Gunnari Ásgeirssyni. Málið var síðast fyrir rétti 6. þ. m. Fyrir gerðarbeiðanda mætir Jóhann Steinason héraðsdómslög- maður, Gerðarþoli er mættur. Hann hefur meðferðis og bendir á til fjárnáms eftirfarandi varning: 1. 624 stk. nælur 2.234 — — 3. 53 — — 17 258 4. 243 — armbönd 5. 14 — úrarmbönd. Vörur þessar hafa verið metnar þannig: Nr. 1 kr. 4.400.00 — 2 — 1.700.00 — 3 — 500.00 — 4 — 3.300.00 — 5 — 450.00 Samtals kr. 10.350.00 z Fógeti lýsti yfir fjárnámi í varningi þessum, og verða þessar vörur í vörzlum fógeta til n.k. mánudags á hádegi, en þá verða þær fengnar gerðarbeiðanda. Mánudaginn 23. marz 1964. Nr. 65/1963. Már Frímannsson (Páll S. Pálsson hrl.) segn Nordisk Kamfabrik Aktieselskab (Ágúst Fjeldsted hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Evjólísson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Ármann Snævarr og Magnús Þ. Torfason. Kaup og sala. Dómur Hæstaréttar. Héraðsdóminn hefur uppkveðið Freymóður Þorsteinsson bæjarfógeti og samdómendurnir Ágúst Bjarnason kaup- maður og Þórhallur Jónsson verkfræðingur. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 22. maí 1963 og krafizt þess, að honum verði dæmd sýkna og stefnda verði dæmt að greiða honum málskostn- að í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- 259 festur og áfrýjanda verði dæmt að greiða honum máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi sneri sér til Magnúsar Ólafssonar kaupmiðlara í október 1960 og pantaði netjakúlur frá stefnda. Kveðst áfrýjandi hafa tekið það fram, að netjakúlurnar skyldu sendar sem fyrst með skipum h/f Eimskipafélags Íslands frá Danmörku, þar sem við það sparast aukafarmgjald fyrir vöruna frá Reykjavík til Vestmannaeyja. Magnús Ólafs- son tilkynnti áfrýjanda í bréfi 7. nóvember 1960, að hann hefði pantað netjakúlurnar og að þær myndu koma með v/s Tungufossi, sem lagt hefði af stað frá Kaupmannahöfn 5. s. m. Þær voru samt eigi sendar með þessu skipi, heldur með v/s Henrik Danica. Úr hinu síðarnefnda skipi var Þeim skipað upp í Reykjavík, og þaðan voru þær sendar til Vestmannaeyja með v/s Herjólfi. Þá er til kom, vildi áfrýjandi eigi leysa út fylgiskjöl vörusendingarinnar, sem send höfðu verið útibúi Útvegsbanka Íslands í Vestmanna- eyjum, nema dregið yrði frá kröfum á hendur hon- um aukafarmgjald fyrir vöruna til Vestmannaeyja. Kveðst hann hafa tilkynnt Magnúsi Ólafssyni þetta rétt eftir ára- mótin 1960—-1961 og oftar síðar á vetrarvertið. Hafi Magnús Ólafsson lofað að greiða hið ofkrafða farmgjald og senda greiðsluna til bankans í Vestmannaeyjum. Magnús Ólafs- son og starfsmaður á skrifstofu hans vilja eigi kannast við, að áfrýjandi hafi sett það skilyrði, að netjakúlurnar skyldi flytja með skipum Eimskipafélags Íslands. Hins vegar kveðst Magnús Ólafsson hafa, er áfrýjandi kvartaði í janúar eða febrúar 1961, boðizt til að greiða helming aukafarmgjalds- ins og tilkynna bankanum í Vestmannaeyjum, að heimilt væri að draga þá fjárhæð frá, er áfrýjandi leysti út netja- kúlurnar. Jafnframt kvaðst hann hafa lofað því að vinna að því, að stefndi og Sameinaða eimskipafélagið greiddu hinn helming aukafarmgjaldsins. Kveður Magnús Ólafsson áfrýjanda hafa gengið að þessu. Áfrýjandi kom síðan öðru hverju í bankann í Vestmannaeyjum á vetrarvertíðinni og spurðist fyrir, hvort nokkur greiðsla væri komin frá Magn- úsi Ólafssyni, en án árangurs. Í lok vetrarvertíðar kveðst 260 áfrýjandi svo hafa tilkynnt bankanum, að hann myndi eigi leysa netjakúlurnar út. Haustið 1961 kemst stefndi loks að því, hvernig málið stóð. Ritaði hann þá áfrýjanda hinn 27. nóvember 1961 og tjáði honum, að hann og Magnús Ólafsson myndu greiða aukafarmgjaldið fyrir netjakúlurn- ar frá Reykjavík til Vestmannaeyja, d. kr. 797.74. Gat áfrýjandi því, er hér var komið, fengið að leysa netjakúl- urnar út með þeim kjörum, sem hann gerði upphaflega kröfu til. Áfrýjandi svaraði bréfi stefnda með bréfi 5. des- ember 1961. Hafnaði hann tilboði stefnda, kvaðst hafa rift kaupin og keypt netjakúlur annars staðar. Að athuguðum aðstæðum málsins og atvikum þykir verða að miða við það, að áfrýjandi hafi sett það skilyrði, þá er hann samdi um kaupin við Magnús Ólafsson, að netjakúl- urnar skyldi senda með skipum Eimskipafélags Íslands frá Kaupmannahöfn til Vestmannaeyja og spara með því auka- kostnað. Magnús Ólafsson efndi eigi það heit, sem hann sjálfur kveðst hafa gefið áfrýjanda um að gera ráðstafanir til að draga aukafarmgjaldið frá innheimtukröfunni á hend- ur honum. Þá er stefndi skarst í leikinn og bauð áfrýjanda þau kjör, sem hann upphaflega gerði kröfu til, var drátt- urinn á því að veita áfrýjanda umráð vörunnar gegn skyld- ugri greiðslu af hans hendi orðinn svo langur, að honum var heimil riftun kaupsins. Samkvæmt þessu ber því að sýkna hann af kröfum stefnda í málinu. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst samtals kr. 6000.00. Dómsorð: Áfrýjandi, Már Frímannsson, á að vera sýkn af kröf- um stefnda, Nordisk Kamfabrik Aktieselskab, í máli þessu. Stefndi greiði áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 6.000.00, að viðlagðri að- för að lögum. 261 Dómur bæjarþings Vestmannaeyja 7. marz 1963. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 15. þ. m., er höfðað fyrir bæjarþingi Vestmannaeyja með stefnu, útgefinni 15. desember 1961, af Friðþjófi G. Johnsen héraðsdómslögmanni í Vestmanna- eyjum f. h. Nordisk Kamfabrik A/S, Vordingborg, Danmörku, birtri 18. desember 1961, á hendur Má Frímannssyni kaupmanni, Valhöll, Vestmannaeyjum, til greiðslu á fimm vörusendingum af Nokalon-netjakúlum, sem komu til Vestmannaeyja 23. nóv- ember 1960 og eru enn óinnleystar. Stefnandi gerir þær réttarkröfur, að stefndi verði dæmdur til að greiða andvirði vörusendinganna, d. kr. 12.785.71 ásamt 8% ársvöxtum frá 1. desember 1960 til greiðsludags gegn af- hendingu farmskírteina og annarra innflutningsskjala og til greiðslu málskostnaðar að skaðlausu. Stefndi mætti í málinu og gerði þær réttarkröfur, að hann yrði algerlega sýknaður af öllum kröfum stefnanda og honum tildæmdur ríflegur málskostnaður úr hendi stefnanda eftir mati réttarins. Stefnandi skýrir svo frá, að haustið 1960 hafi umboðsmaður sinn hér á landi, Magnús Ó. Ólafsson, stórkaupmaður í Reykja- vík, sent honum pöntun um Nokalon-netjakúlur, er sendast skyldu til stefnda. Pöntunin var afgreidd og skipt niður í 5 vörusendingar, og komu þær allar til Íslands 19. nóvember 1960, og frá Reykjavík voru þær sendar með Herjólfi til Vestmanna- eyja 23. nóvember s. á. Varan var seld fob Kaupmannahöfn, og nam andvirðið samtals d. kr. 12.785.71. Stefndi innleysti ekki vöruna og sinnti engum áskorunum í þá átt, og liggur varan enn á afgreiðslu í Vestmannaeyjum. Stefnandi hefur því höfðað mál þetta til þess að fá stefnda dæmdan til að greiða vöruna, og eru kröfur hans sem áður greinir. Stefndi kveðst hafa átt nokkur viðskipti við Magnús Ólafsson á undanförnum árum og pantað hjá honum Nokalon netjakúlur, sem framleiddar eru hjá stefnanda. Hafi hann jafnan pantað 350—-500 stk. í hvert sinn. Í október 1960 kvaðst hann hafa pant- að hjá Magnúsi um 500 stk. af sömu netjakúlutegundum. Er hann gaf aðiljaskýrslu fyrir rétti, kvaðst hann þó ekki geta sagt um með vissu, hversu mikið hann pantaði. En hann fullyrti, að hann hefði tekið fram og sett það skilyrði, er hann gerði pöntun sína, að varan yrði send með skipum Eimskipafélags Íslands frá Danmörku til Reykjavíkur, og hafi Magnús lofað þessu. Ástæðan 262 var sú, að Eimskip skilar vörum, er það flytur frá útlöndum, heim til kaupanda, hvar sem er á landinu, án sérstaks auka- gjalds. Stefndi kvaðst enn fremur hafa óskað eftir, að vörurnar kæmu sem fyrst. Nokkru síðar kvaðst stefndi hafa fengið bréf frá Magnúsi, dags. 7. nóvember 1960, og var þar fram tekið, að kúlurnar hefðu verið sendar með Tungufossi 5. nóvember. Bréf þetta liggur fyrir í málinu. Er þar rætt um fimm vöru- sendingar, en magn ekki tilgreint. Vörurnar voru hins vegar ekki með Tungufossi né neinu af skipum Eimskips, heldur með v/s Henrik Danica, sem er eitt af skipum Sameinaða gufuskipa- félagsins. Vörunum var skipað upp í Reykjavík og síðan sendar með Herjólfi til Vestmannaeyja, eins og fyrr segir. Stefndi kveðst hafa verið fjarverandi, er vörurnar komu til Vestmannaeyja, en er hann kom heim og varð þess vísari, að um meira magn var að ræða en hann ætlaðist til, um 1500 stk. í stað 500, og að þær hefðu ekki komið með Eimskip og á þær hefði fallið flutningskostnaður frá Reykjavík til Vestmannaeyja, kvaðst hann strax hafa hringt Magnús upp og tilkynnt honum, að hann tæki ekki við kúlunum með þessum skilmálum. Telur hann, að þetta hafi verið upp úr áramótunum 1960—1961. Hafi þá Magnús boðizt til að greiða aukafragtina og lofað að senda hana daginn eftir. En þessi greiðsla kom aldrei. Í janúar eða febrúar 1961 kvaðst stefndi hafa farið til Reykjavíkur og hitt Magnús á skrif- stofu hans. Kvaðst hann þá hafa endurtekið, að hann myndi ekki leysa út kúlurnar, nema því aðeins að mismunurinn á farmgjaldinu yrði greiddur, þar eð breytt hafi verið þvert ofan í fyrirmæli sín. Hafi þá Magnús ávítað skrifstofumenn sína fyrir að taka ekki glöggt fram í pöntuninni, að vörurnar ættu að sendast með Eimskip, og sagt, að svona mistök mættu ekki koma fyrir aftur. Jafnframt hafi Magnús lofað að greiða um- ræddan mismun, og myndi hann senda greiðsluna til Útvegs- banka Íslands í Vestmannaeyjum. Eftir þetta, er stefndi var kominn heim, kveðst hann oft hafa komið í Útvegsbankann í Vestmannaeyjum og spurzt fyrir um, hvort nokkur greiðsla hefði borizt frá Magnúsi upp í flutningskostnaðinn. Fékk hann jafnan sama svarið, að engin greiðsla væri komin. Síðan kveðst stefndi hafa hringt til Magnúsar og spurt hann, hvort hann ætlaði ekki að greiða, eins og hann hefði lofað. Sagðist þá Magnús vera að vinna að því, að Sameinaða gufuskipafélagið greiddi hluta af farmgjaldinu. Kveðst þá stefndi enn hafa sagt Magnúsi, að hann innleysti ekki kúlurnar, nema því aðeins að Magnús greiddi 263 allan aukakostnað á fragtinni. Vertíðinni lauk þó, án þess Magnús gerði nokkur skil, og kvaðst stefndi þá hafa tilkynnt bankan- um, að hann myndi ekki leysa út kúlurnar. Í nóvember 1961 kveðst hann svo hafa fengið bréf frá stefnanda, þar sem hon- um var tilkynnt, að stefnandi myndi sjá um greiðslu á flutnings- kostnaði vörunnar frá Reykjavík til Vestmannaeyja. En bréf þetta hafi komið nokkuð seint, því að þá kvaðst stefndi hafa verið búinn að rifta kaupunum fyrir mörgum mánuðum og hefði tryggt sér kúlur annars staðar frá. Stefndi heldur því fram, að vörurnar hefðu ekki orðið sam- keppnisfærar, ef á þær hefði verið lagður flutningskostnaður- inn frá Reykjavík til Vestmanneyja, og álagningin svo lág, 12% —15%, að ekki komi til mála, að hann beri þann aukakostnað sjálfur. Allt þetta hafi Magnúsi Ó. Ólafssyni átt að vera ljóst. Magnús Ó. Ólafsson gaf fyrst skriflega skýrslu og mætti síðan fyrir rétti. Skýrði hann svo frá, að um 22. október 1960 hafi stefndi pantað Nokalon netjakúlur með fyrstu ferð frá Kaup- mannahöfn. Fyrsta ferð var þá með Tungufossi, en þegar til kom, gat hann ekki tekið þær til flutnings, og komu þær því með Henrik Danica. Ekki kvaðst Magnús minnast þess, að stefndi hefði sett það skilyrði, að vörurnar yrðu fluttar með Eimskip, en hins vegar hafi hann tekið greinilega fram, að vegna mikilla flutninga í desember, væri betra að fá þær í fyrra lagi. Hann kveðst þegar hafa sent stefnanda eftirrit af pöntunarseðlinum, en þar var magnið tilgreint, en engir skilmálar. Stefndi hafi engar athugasemdir gert við pöntunina. Síðan gerðist það í janú- ar/febrúar 1961, að stefndi hringdi og kvartaði yfir, að auka- kostnaður legðist á vörurnar. Kvaðst Magnús þá strax hafa boðizt til að greiða helming kostnaðarins, og mundi hann tilkynna bank- anum í Vestmannaeyjum, að heimilt væri að draga þá upphæð frá, er stefndi innleysti kúlurnar. Jafnframt kvaðst hann hafa lofað að vinna að því, að stefnandi og Sameinaða greiddu hinn helminginn. Hafi þá stefndi samþykkt að ganga frá innheimt. unni á þessum grundvelli, Síðan kveðst Magnús hafa hringt upp Jóhannes Tómasson, starfsmann Útvegsbankans í Vestmannaeyj- um, sem hefur með höndum erlendar innheimtur fyrir bankann, og sagt honum frá samkomulaginu við stefnda, og hafi Jóhannes lofað að hringja til hans, er stefndi innleysti kúlurnar. Stefndi hafi aftur á móti aldrei innleyst þær, og er Magnús spurðist fyrir um innheimtuna hjá bankanum, hafi honum verið sagt, að Már hafi svarað illu einu til, er rætt var um innlausn á kúl- 264 unum. En fyrst í nóvember 1961 hafi stefndi neitað að innleysa vörurnar, eftir að innheimtan var búin að liggja í óreiðu í eitt ár. Kveðst þá Magnús hafa skrifað stefnanda og tilkynnt honum, hvernig komið væri, enda hafi stefnandi vitað alla málavexti. Við frásögn Magnúsar hafði stefndi auk þess, sem áður er rakið, það að athuga, að Magnús færi ekki með rétt mál, er hann héldi því fram, að hann hefði sent honum afrit af pöntunarseðlinum. Þetta afrit kveðst stefndi aldrei hafa fengið. Einn af starfsmönnum heildverzlunar Magnúsar Ó. Ólafsson- ar, Óskar Pétursson, var leiddur sem vitni. Kvaðst hann hafa Verið viðstaddur, er stefndi gerði pöntun sína í október 1960. Kvað hann stefnda hafa pantað munnlega 1500 kringlóttar netja- kúlur og auk þess eitthvert magn af sporðskjulöguðum netja- kúlum. Hafi stefndi lagt á það áherzlu að fá kúlurnar sem fyrst, Þannig að hann fengi þær í nóvember, en hins vegar hafi stefndi ekki minnzt á, að kúlurnar yrðu fluttar með Eimskip. Annar starfsmaður Magnúsar, Hörður F. Finnsson, bar einnig vitni. Hann kvaðst hafa verið í öðru herbergi, er stefndi gerði pöntun sína, og hafi því ekki heyrt, hvað stefnda og Magnúsi fór á milli. Hins vegar hafi Magnús afhent honum bók, þar sem hann hafði skrifað niður pöntun stefnda. Að hann minnti, stóð Þar Kamfabrik og nafn stefnda. Síðan pöntunin sjálf um 1700 kúlur og skipt niður í 5 vörusendingar, þar fyrir neðan hafi staðið steamer í nóvember. Jóhannes Tómasson bankaritari bar vitni í málinu. Hann sagði, að Magnús Ó. Ólafsson hafi hringt til hans og haft á orði, að hann myndi taka einhvern þátt í flutningskostnaði á Nókalon netjakúlum, sem rætt er um í máli þessu. Hins vegar bárust aldrei neinir peningar frá honum, og hvorki fór hann fram á, að hann yrði skuldaður fyrir flutningskostnaði að einhverju leyti, né að hluti af flutningskostnaðinum yrði dreginn frá því, sem stefndi skyldi greiða. Hann minntist þess, að í febrúar og marz 1961 hafði stefndi komið nokkrum sinnum í útibú Útvegsbank- ans í Vestmannaeyjum og spurzt fyrir um, hvort greiðsla hefði borizt frá Magnúsi upp í flutningskostnaðinn. Þessum fyrirspurn- um hafi jafnan verið svarað neitandi, þar eð engin greiðsla hafði borizt. Eins og áður er að vikið, skrifaði stefnandi bréf til stefnda í í nóvember 1961. Endurrit bréfsins liggur fyrir og er dagsett 21. nóvember 1961. Þar er tekið fram, að stefnandi hafi þá fyrir skömmu fengið að vita, hvaða ástæður stefndi bæri fyrir sig, 265 er hann færðist undan að innleysa vörurnar. Kvaðst þá stefn- andi í því skyni að fá enda bundinn á mál þetta með friðsam- legum hætti hafa gengizt í og komið til leiðar, að Sameinaða gufuskipafélagið veitti afslátt á flutningsgjaldi frá Kaupmanna- höfn til Reykjavíkur, en orðið hafi að samkomulagi milli sín og Magnúsar Ó. Ólafssonar, að þeir greiddu í sameiningu flutn- ingskostnaðinn frá Reykjavík til Vestmannaeyja, sem næmi sem svarar d. kr. 797.74. Hefði hann jafnframt gefið bankanum í Vestmannaeyjum fyrirmæli um að draga þá upphæð frá faktúru- verðinu. Kvaðst stefnandi vænta, að nú ætti ekki lengur að vera neitt því til fyrirstöðu, að stefndi innleysti vöruna. Stefndi svaraði með bréfi, dags. 5. desember 1961, og liggur það fyrir í eftirriti Segir þar, að samið hefði verið um, að vör- urnar yrðu fluttar með Eimskip, en þrátt fyrir það hafi vör- urnar verið sendar með Sameinaða gufuskipafélaginu, er hafi leitt af sér aukinn flutningskostnað um allt að kr. 5.000.00. Síðan hefði umboðsmaður stefnanda, Magnús Ó. Ólafsson, lofað að greiða þessa fjárhæð, en greiðsla hefði brugðizt með öllu frá hans hendi. Nú væri svo komið, að hann hefði ekki lengur þörf fyrir vöruna, því að hann hefði tryggt sér netjakúlur annars staðar. Kæmi því tilboð stefnanda of seint. Hins vegar bauðst stefndi til að taka við vörunum í umboðssölu og með banka- tryggingu. Því tilboði hans var hafnað af stefnanda. Páll Þorbjörnsson kaupmaður mætti sem vitni og gaf skýrslu. Hann sagði m. a., að álagningin á netjakúlur væri svo lág, að útilokað væri að selja þær, ef borga þyrfti tvöfalda fragt. Eins og fyrr segir, hélt stefndi því fram í upphafi, að vöru- sendingarnar hafi verið stærri eða meiri en hann hefði pantað, en síðar varð framburður hans óákveðinn um þetta atriði, og ljóst er, að þegar til kom, vildi stefndi taka við öllum vörusend- ingunum, eins og þær voru, en raunar með tilteknum skilyrðum. Verður því gengið út frá, að stefndi hafi pantað eða að minnsta kosti samþykkt það magn, sem fram kemur í reikningi stefnanda. Stefndi kveðst, eins og áður getur, hafa sett það skilyrði, er hann gerði pöntun sína, að vörurnar yrðu fluttar með skipum Eimskipafélags Íslands, en hvorki Magnús Ó. Ólafsson né starfs- maður hans, sem var viðstaddur, kváðust hafa veitt því athygli. Magnús Ó. Ólafsson hefur einnig bent á, að á pöntunarseðlinum sé hvergi rætt um flutning með ákveðnum skipum, en eftirrit af pöntunarseðlinum hafi stefndi fengið og ekki hreyft neinum andmælum. Stefndi segir hins vegar, að eftirritið hafi aldrei borizt 266 í sínar hendur, og er ósannað, að hann hafi fengið það til at- hugunar, fyrr en eftir að málssókn þessi hófst. Ekki er heldur sannað, að stefndi hafi haft á orði umrætt skilyrði, er hann Þantaði vörurnar, En alkunnugt er, að Eimskipafélag Íslands veitir viðskiptamönnum úti á landi betri kjör um flutninga en Sameinaða gufuskipafélagið, og þeim, sem við verzlun fást, ætti að vera kunnugt um, að verzlunarálagning er lítil á netjakúl- um. Magnúsi Ó. Ólafssyni mátti því vera ljóst, að það skipti stefnda allmiklu máli fjárhagslega, að fá vörurnar með skipum Eimskipafélagsins, og telja verður, að honum hafi verið skylt að sjá um, að flutningi varanna yrði hagað með hagkvæmum hætti fyrir stefnda. Að sjálfsögðu bar stefnda að hreyfa and- mælum, eins fljótt og tök voru á, en alllangur tími leið, frá því vörurnar komu til Vestmannaeyja og þar til stefndi hafði uppi athugasemdir sínar. Kveður stefndi ástæðuna hafa verið þá, að hann hafi verið fjarverandi, er vörurnar komu, og hefur það ekki verið vefengt. Svo mun og bréf Magnúsar Ó. Ólafssonar, er hann skrifaði stefnda 7. nóvember 1960, hafa orðið til þess, að stefndi hafi gengið út frá því sem vísu, að vörurnar hefðu verið fluttar með skipum Eimskipafélagsins. Fyrst þegar komið var fram yfir áramótin 1960— 1961, hringir stefndi til Magnúsar og á síðan tal við hann á skrifstofu hans í Reykjavík, að því er virðist í febrúarmánuði. Stefndi kvaðst í bæði skiptin hafa tekið fram, að hann tæki ekki við vörunum með þeim skilmál- um, að hann greiddi allan flutningskostnaðinn. Ekki riftaði hann þó kaupunum, og af því, sem fyrir liggur, verður ekki annað ráðið en samkomulag hafi komizt á milli Þeirra. Ekki eru þeir sammála um, hvernig því samkomulagi var háttað. Stefndi kveð- ur Magnús Ó. Ólafsson hafa lofað að greiða mismuninn á flutn- ingsgjöldunum, eða alla aukafragtina, og myndi hann senda greiðsluna til Útvegsbankans í Vestmannaeyjum. Magnús kveðst hins vegar hafa lofað að greiða helming, og myndi hann heimila Útvegsbankanum í Vestmannaeyjum að draga þá fjárhæð frá andvirði varanna. Jafnframt hafi hann lofað að vinna að því, að stefnandi og Sameinaða greiddu hinn helminginn. Er stefndi hringdi Magnús upp síðar um veturinn, segir hann, að tal Magn- úsar hafi hnigið í þessa átt. Ekki hófst Magnús handa til efnda á loforðinu, sem hann sjálfur kveðst hafa gefið. Enga greiðslu sendi hann til Útvegsbankans í Vestmannaeyjum, og ekki gaf hann bankanum heimild til að lækka andvirði varanna. Ekki leitaði hann heldur eftir fyrst um sinn að fá stefnanda til þess 267 að taka þátt í aukakostnaðinum. Leið svo öll vertíðin. Samkvæmt því, sem Jóhannes Tómasson upplýsir, kom stefndi öðru hverju í bankann í febrúar og marz og spurðist fyrir um, hvort nokkur greiðsla væri komin frá Magnúsi, en fékk jafnan neikvætt svar. Í lok vertíðar kveðst stefndi svo hafa tilkynnt bankanum, að hann myndi ekki leysa út vörurnar. Engin gögn liggja fyrir, er sýna fram á, að þetta sé rétt, og sjálfur kveðst Magnús ekki hafa fengið tilkynningu um riftun kaupsins. Þó viðurkennir hann að hafa fengið þær upplýsingar í bankanum, er hann spurð- ist fyrir um innlausn varanna, „að stefndi svaraði illu einu til“. Leið síðan fram á haustið 1961, án þess að neitt gerðist. Þá fyrst fær stefnandi vitneskju um, hvernig málinu var háttað, og hvað stefndi beri fyrir sig. Hófst hann þegar handa til þess að leysa málið. Skrifaði hann stefnda bréf hinn 27. nóvember 1961 á þá leið, sem hér að framan er skýrt frá. Verður stefn- andi þar fyllilega við öllum kröfum stefnda og býður honum þau kjör, er stefndi hafði jafnan farið fram á. Stefndi hafnaði nú boðinu og kvaðst hafa þegar rift kaupunum og tryggt sér netjakúlur annars staðar frá, eins og fram kemur í bréfi hans frá 5. desember 1961. Magnús Ó. Ólafsson segir hins vegar, að fyrst með þessu bréfi hafi stefndi neitað að innleysa vörurnar. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, liggja ekki fyrir viðunandi sannanir, sem sýni fram á, að stefndi hafi sett fram kröfu um riftun kaupsins fyrr en með bréfi sínu 5. desember 1961, en þá var málum komið í það horf, að honum stóð til boða að fá vörurnar með þeim kjörum, sem hann hafði jafnan óskað eftir og taldi sig eiga rétt til. Ósannað er, eins og áður getur, að hann hafi tilkynnt Útvegsbankanum hér, að hann myndi ekki innleysa vörurnar, og því síður, að Magnúsi Ó. Ólafssyni hafi borizt tilkynning um riftun kaupsins, en til hans eða stefn- anda átti stefndi að snúa sér, ef hann vildi ganga frá kaupun- um. Telja verður því, að fyrir aðgerðaleysi hafi stefndi verið búinn að glata rétti til þess að rifta kaupunum, er honum barst bréf stefnanda. Andvirði varanna nemur d. kr. 12.785.71, en frá ber að draga d. kr. 797.74, er stefnandi gekkst inn á að greiða með bréfi sínu 27. nóvember 1961 og sem stefndi taldi sig eiga heimtingu á. Mismunurinn nemur d. kr. 11.987.97, og verður stefndi gegn afhendingu farmskírteina og annarra inn- flutningsskjala dæmdur til að greiða þá fjárhæð ásamt vöxtum, eins og krafizt er. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. 268 Uppsaga dómsins hefur dregizt vegna anna dómsformanns við afgreiðslu landhelgismá!a, sjóprófa og daglegrar afgreiðslu og auk þess vegna fjarveru annars meðdómandans, er fór til Reykjavíkur hinn 28. f. m. og kom fyrst í morgun aftur. Dómsorð: Stefndi, Már Frímannsson, greiði stefnanda, Friðþjófi G. Johnsen héraðsdómslögmanni vegna Nordisk Kamfabrik A/S gegn afhendingu farmskírteina og annarra innflutningsskjala d. kr. 11.987.97 ásamt 8% ársvöxtum frá 1. desember 1960 til greiðsludags. Málskostnaður fellur niður. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Þriðjudaginn 24. marz 1964. Nr. 163/1962. Geislahitun h/f (Tómas Árnason hdl.) gegn Valdimar Vigfússyni (Einar Viðar hdl.) og Ólafi Pálssyni (Sveinbjörn Jónsson hrl.) og gagnsök. Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Skaðabótamaál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 21. nóvember 1962 og krafizt sýknu af kröfum gagn- áfrýjanda Valdimars Vigfússonar og svo málskostnaðar úr hendi hans í héraði og fyrir Hæstarétti. Aðaláfrýjandi stefndi og gagnáfrýjanda Ólafi Pálssyni fyrir Hæstarétt, en gerði engar kröfur á hendur honum. Gagnáfrýjandi Ólafur Pálsson hefur áfrýjað málinu af 269 sinni hendi með stefnu 6. desember 1962. Hann krefst sýknu, málskostnaðar í héraði af sagnáfrýjanda Valdimar Vigfússyni og að nefndum sagnáfrýjanda og aðaláfrýjanda verði in solidum dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi Valdimar Vigfússon hefur að fengnu áfrýj- unarleyfi 23. janúar 1963 skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 25. s. m. Með bréfi dómsmálaráðherra 7. júni 1965 var honum veitt gjafsókn hér fyrir dómi. Hann krefst þess, að aðaláfrýjanda og gagnáfrýjanda Ólafi Pálssyni verði dæmt að greiða honum in solidum kr. 272.775.30 ásamt 6% ársvöxtum frá 22. maí 1959 til 22. febrúar 1960, 10% árs- vöxtum frá þeim degi til 29. desember 1960 og 8% árs- vöxtum frá þeim degi til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og málið væri ekki gjaf- sóknarmál. Aðaláfrýjandi hafði með höndum pípulagnir í húsinu nr. 3 við Vatnsstíg í Reykjavík og í sambandi við það niður- brot reykháfs í því húsi. Reykháfur þessi stóð í gegnum tvær efri hæðir hússins og var í horni milli bakveggjar hússins og innveggjar, sem báðir eru steyptir. Var reyk- háfurinn hlaðinn úr múrsteinum og óbundinn við veggi. Hann var húðaður, og varð því eigi séð fyrirfram, að hann var hlaðinn. Hinn 21. maí 1959 snéri Jóhann Pálsson, framkvæmda- stjóri Geislahitunar h/f, sér til gagnáfrýjanda Ólafs Páls- sonar og beiddist þess, að hann tæki að sér að brjóta niður nefndan reykháf. Um þetta segir Jóhann Pálsson: „Ólafur kvaðst ekki geta látið gera þetta í dagvinnu og ekki hafa ráð á mannskapnum eftir vinnutíma, en þó gæti verið, að þeir vildu gera þetta sjálfir, enda vanir að vinna án tilsagnar. Væri þá bezt, að Geislahitun h/f greiddi þeim fyrir verkið og að hann hefði ekki önnur afskipti af því en að lána verk- færi. Ólafur kvaðst svo skyldi ræða þetta við mennina, sem hann og gerði.“ Gagnáfrýjandi Ólafur Pálsson spurði því næst tvo starfs- menn sina, þá Gunnar Helga Pálsson og sagnáfrýjanda 270 Valdimar Vigfússon, hvort þeir vildu vinna að niðurbroti reykháfsins í næturvinnu fyrir Geislahitun h/f. Voru þeir fúsir til þess. Útvegaði gagnáfrýjandi Ólafur Pálsson þrýsti- loftstæki til verksins. Hinn 22, maí, kl. 2000, komu gagn- áfrýjandi Ólafur Pálsson, gagnáfrýjandi Valdimar Vigfús- son og Gunnar Helgi Pálsson í húsið nr. 3 við Vatnsstíg. Kveður gagnáfrýjandi Valdimar Vigfússon, að gagnáfryj- andi Ólafur Pálsson hafi falið honum og Gunnari Helga Páls- syni að brjóta niður reykháfinn á annarri hæð hússins. Skyldu þeir vinna verkið með loftbor og hafi gagnáfrýj- andi Ólafur Pálsson sagt þeim „að byrja út frá sprungu ofan við sótopið“. Síðan hafi gagnáfrýjandi Ólafur Pálsson horfið af staðnum. Gagnáfrýjandi Valdimar Vigfússon segir þetta um tildrög verksins: „Ég var ekki beðinn að vinna Þetta verk fyrir Geislahitun h/f, heldur aðeins beðinn að mæta til vinnu á umræddum stað og vissi því ekki betur en að ég væri að vinna fyrir Ólaf. Það var ekki aðeins és, sem Ólafur boðaði til vinnu um kvöldið, heldur einnig Gunnar Pálsson ásamt öðrum verkamanni“. Enn segir Sagnáfrýjandi Valdimar Vigfússon: „Það var Ólafur, sem sagði okkur til um verkið, enda var aldrei talað um, að annar verkstjóri kæmi á staðinn“. Gagnáfrýjandi Valdimar Vigfússon „kveðst ekki hafa vitað, fyrir hvern verkið var unnið að Vatnsstis 3 um kvöldið, sem slysið skeði. Segist mætti hafa verið að vinna í Landspítalanum ásamt (Gunnari Pálssyni um daginn. Hafi Ólafur Pálsson þá beðið þá að koma til vinnu að Vatnsstíg 3 eftir kvöldmat. Kveðst mætti ekki minnast þess, að Ólafur hafi minnzt á það, að það verk væri unnið fyrir aðra aðilja en hann, né heldur hafi hann minnzt á það, um hvers konar verk væri að ræða, Kveðst mætti ekki muna, hvernig orð féllu að þessu leyti. Mætti segir, að Ólafur hafi þá um kvöldið sefið þeim Gunnari fyrirmæli um, hvað gera skyldi, og jafnframt, að þeir skyldu byrja á sprungu í skorsteini við sótopið. Mætti segir, að ekki hafi það verið nefnt af hálfu Ólafs, að sérstök hætta kynni að vera samfara verkinu, og ekki hafi hann heldur minnzt á það, að skorsteinninn væri hlaðinn“. 211 Gunnar Helgi Pálsson segir um tildrög verksins, að hann og gagnáfrýjandi Valdimar Vigfússon hafi verið að vinna við niðurbrot í Landspítalanum nefndan dag og „að Ólafur Pálsson hafi þá um eftirmiðdaginn spurt vitnið, hvort það vildi vinna verk við niðurbrot fyrir Geislahitun h/f að Vatns- stíg 3 þá um kvöldið“. Síðar bar vitni þetta, „að Ólafur Pálsson hafi bent þeim á að bora ætti skorsteininn og eitt- hvað fleira og að fjarlægja ætti skorsteininn. Síðan hafi Ólafur farið á brott“. Að svo búnu tóku þeir Gunnar Helgi Pálsson og gagn- áfryjandi Valdimar Vigfússon til starfa, og um það segir nefndur gasnáfrýjandi: „Hófum við verkið með stórum, þungum bor, og þurfti okkur báða til að valda honum. Er við höfðum brotið reykháfinn næstum þvert yfir, skiptum við, og Gunnar tók minni bor, en ég fór að moka frá. Rétt í þann mund hrapaði reykháfurinn, og tókst mér ekki að forða mér undan honum. því að ég féll um ofn, sem lá á gólfinu. Fékk ég því reykháfinn á vinstri fótlegg, og or- sakaði það brotið“. Vitnið Gunnar Helgi Pálsson kveðst „muna, að það hafi verið við borinn, er slysið skeði“, en hann „kveðst ekki muna, hve lengi þeir hafi borað, en telur þá hafa verið ný- byrjaða“. Hann „segist hafa tekið eftir því, að skorsteinn- inn var hlaðinn, um svipað leyti og hann hrundi“. Slys það, sem hér er um að tefla, varð vegna vangæzlu við framkvæmd verksins. Leitt er í ljós, að Gunnar Helgi Pálsson var vanur slíku verki. Hann stjórnaði bornum og hélt borun áfram án öryggisráðstafana, eftir að hann varð þess var, að reykháfurinn var hlaðinn. Hann á því megin- sök á slysinu. En gagnáfrýjandi, sem einnig vissi, að reyk- háfurinn var hlaðinn og hvað boruninni leið, sýndi og nokkurt gáleysi. Er þá athugunarefni, hver beri ábyrgð á afleiðingum slyssins. Þeir Gunnar Helgi Pálsson og gagnáfrýjandi Valdimar Vigfússon voru báðir starfsmenn gagnáfryjanda Ólafs Páls- sonar. Hann réð þá til verksins og sagði þeim, „hvað stæði 272 til að gera, brjóta niður skorsteininn“, fór með þeim á staðinn og benti þeim á verkefnið. Gagnáfrýjandi Valdimar Vigfússon mátti því treysta því, að þeir væru að vinna verkið á vegum húsbónda þeirra, Ólafs Pálssonar. Þykir hann því bera ábyrgð á mistökum Gunnars Heiga Pálssonar gegnt gagnáfrýjanda Valdimar Vigfússyni. Er hæfilegt, að gagn- áfrýjandi Ólafur Pálsson bæti tjón af slysinu að tveimur þriðju hlutum. Fyrirsvarsmenn aðaláfrýjanda, Geislahitunar h/f, sömdu eigi um verkið við Gunnar Helga Pálsson og sagnáfrýjanda Valdimar Vigfússon né stjórnuðu framkvæmd verksins. Er því eigi fyrir hendi það réttarsamband, er veiti sagnáfryj- anda Valdimar Vigfússyni rétt til bóta úr hendi aðaláfrýj- anda, Geislahitunar h/f. Verður því að sýkna aðaláfrýjanda af kröfum gagnáfrýjanda Valdimars Vigfússonar. Hins veg- ar verður að leggja þann skilning í skýrslu Jóhanns Páls- sonar framkvæmdastjóra aðaláfrýjanda, sem að framan er rakin, að Geislahitun h/f hafi tekið á sig ábyrgð á fram- kvæmd verksins gegnt gagnáfrýjanda Ólafi Pálssyni. En eins og málið hefur verið lagt fyrir dómstóla, verður dóms- orði eigi lokið á skipti aðaláfrýjanda og gagnáfrýjanda Ólafs Pálssonar. Fyrir Hæstarétt hefur verið lagt bréf Páls Sigurðssonar tryggingayfirlæknis 14. ágúst 1963, þar sem hann lýsir því, að hann telji ekki ástæðu til að breyta mati því á örorku Sagnáfrýjanda Valdimars Vigfússonar, er hann framkvæmdi 23. febrúar 1961 og getið er í héraðsdómi. Þá hefur og verið lögð fram ný áætlun Þóris Bergssonar tryggingafræðings um atvinnutjón greinds gagnáfrýjanda, miðuð við hækkuð laun, en sama reikningsgrundvöll sem áður. Samkvæmt þessari áætlun, sem dagsett er 13, marz 1964, nemur heildartjón þetta kr. 278.779.00. Fjárhæð tjónbóta til handa gagnáfrýjanda Valdimar Vig- fússyni þykir hæfilega ákveðin í héraðsdómi. Verður gagn- áfrýjanda Ólafi Pálssyni því dæmt að greiða gasnáfryj- anda Valdimar Vigfússsyni kr. 114.666.67 ásamt vöxtum, eins og síðar segir, 213 Málskostnaður í máli aðaláfrýjanda og gagnáfrýjanda Valdimars Vigfússonar á að falla niður. Gagnáfrýjandi Ólafur Pálsson greiði gagnáfrýjanda Valdi- mar Vigfússyni málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 30.000.00. Þar af hljóti talsmaður gagnáfrýj- anda Valdimars Vigfússonar í héraði og fyrir Hæstarétti kr. 25.000.00. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Geislahitun h/f, á að vera sýkn af kröfum gagnáfrýjanda Valdimars Vigfússonar, en máls- kostnaður í máli þeirra fellur niður. Gagnáfrýjandi Ólafur Pálsson greiði gagnáfrýjanda Valdimar Vigfússyni kr. 114.666.67 ásamt 6% ársvöxt- um frá 22. maí 1959 til 22. febrúar 1960, 9% ársvöxt- um frá þeim degi til 29. desember 1960 og 7% árs- vöxtum frá þeim degi til greiðsludags og svo máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 30.000.00, en þar af hljóti talsmaður hans í héraði og fyrir Hæstarétti, Einar Viðar héraðsdómslögmaður, kr. 25.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reyjavíkur 6. september 1962. Mál þetta, sem dómtekið var 6. þ. m., hefur Valdimar Vigfús- son, Laufásvegi 20, hér í bors, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 7/6 1961, gegn Ólafi Pálssyni, Kleifarvegi 8, hér í borg, og Geislahitun h/1 ár í borg, aðallega til greiðslu in solidðdum á skað: „ 272.775.30, ásamt 6% árs- vöxtum frá 22/5 , 1959 en 10% ársvöxtum frá þeim degi til 29/12 s. á, og síðan 87 til greiðsluðdags auk málskostnaða ekki gjafsóknarmál, en til vara h ársvöxtum frá beim degi skaðlausu, eins og r stefnandi krafizt þess, að öðrum hvorum framangreindum aðilja verði gert að greiða hon- ö um ofangreindar bætur. 274 Stefndi Ólafur Pálsson hefur krafizt þess, að verða sýknaður og stefnandi dæmdur til að greiða honum málskostnað að mati réttarins. Stefndi Geislahitun h/f hefur aðallega krafizt þess að verða algerlega sýknaður af kröfum stefnanda og honum dæmdur máls. kostnaður úr hendi stefnanda að mati réttarins, en til vara hefur hann krafizt lækkunar á kröfum stefnanda, enda verði málskostn- aður þá látinn niður falla. Tryggingu h/f, Reykjavík, hefur verið stefnt til réttargæzlu í málinu, en engar kröfur hafa verið gerðar á hendur réttar- gæzlustefnda, og hann hefur heldur engar kröfur gert. Málavextir eru svofelldir: Á öndverðu árinu 1959 vann stefnandi sem verkamaður hjá stefnda Ólafi Pálssyni byggingameistara við ýmis verk, er Ólafur hafði þá með höndum, þar á meðal niðurbrot á veggjum í Land- spítalanum. Stefndi Geislahitun h/f hafði þá einnig undir hönd- um einhver verk þar í byggingunni. Hinn 22. maí 1959 kom Jóhann Pálsson, forsvarsmaður Geisla- hitunar h/f, að máli við Ólaf Pálsson og falaðist eftir því við hann, að hann annaðist um að láta brjóta niður reykháf í hús- inu nr. 3 við Vatnsstíg, hér í borg S, Vegna yfirstandandi breyt- inga á pípulögn hússins, er Geislahitun h/f hafði tekið að sér að annast. Ólafur kvaðst ekki geta látið vinna verk þetta í dag- vinnu og eigi hafa ráð yfir mannskapnum eftir vinnutíma, en hins vegar gæti verið, að þeir vildu vinna betta sjálfir eftir vinnutíma, enda væru þeir vanir Þess konar vinnu. Stefnandi hefur þó mótmælt því, að hann hafi verið vanur loftborum, en hins vegar hafi hann eitthvað unnið með rafmagnsmúrbor. Samkvæmt beiðni Jóhanns færði Ólafur þetta í tal við tvo starfsmenn sína, þá stefnanda og Gunnar Pálsson, er var slík- um störfum vanur. Ólafur kveðst hafa getið þess við mennina, að verk þetta skyldi vinna fyrir Geislahitun h/f, og kvaðst Gunnar minnast þess, en stefnanda rak hins vegar ekki minni til þessara ummæla Ólafs og kvaðst ekki hafa vitað annað en hér væri um að ræða verk á vegum Ólafs Pálssonar. Bæði stefn- andi og Gunnar féllust á að vinna verkið í næturvinnu, en þar eð þeir vissu eigi, hvar í húsinu verkið skyldi vinna, en Ólafi var um það kunnugt, var ákveðið, að hann hitti þá fyrir utan húsið kl. 20 þá um kvöldið. Ólafur mun síðan hafa útvegað loft- pressubíl hjá Reykjavíkurhöfn til framkvæmda verksins, Á hinum tilsetta tíma hittust þeir síðan við húsið, og Ólafur 275 benti þeim á, hvað stæði til, að gert yrði, en kveðst hins vegar engin fyrirmæli hafa gefið þeim um það, hvernig vinna ætti verkið. Síðan hvarf Ólafur af staðnum, enda taldi hann verk þetta sér óviðkomandi. Er þeir Ólafur, Gunnar og stefnandi komu á staðinn, var þar fyrir strafsmaður Geislahitunar h/f, að nafni Guðmundur Sigurjón Magnússon. Hafði Jóhann Páls- son beðið Guðmund þenna að leiðbeina þeim stefnanda og Gunn- ari um það, hvar bora ætti, og var Guðmundur búinn að merkja með krít á reykháfinn, þar sem gatið átti að vera, en fyrirmæli um framkvæmd verksins gaf Guðmundur engin, að öðru leyti en því að hann kvað sig ráma í það að hafa sagt þeim, að ekki stæði til að brjóta allan reykháfinn, en þeir hafi spurt um það. Axel Smith, verkstjóri Geislahitunar h/f, er kom á vettvang, eftir að Gunnar og stefnandi voru byrjaðir á verkinu, gaf þeim heldur engin fyrirmæli um framkvæmd þess. Reykháfur þessi var í horni, er myndaðist milli útveggjarins á bakhlið hússins og innveggjar, sem báðir voru steyptir. Sjálfur var reykháfurinn hlaðinn úr múrsteinum, óbundinn við veggina, og náði í gegnum tvær efri hæðir hússins, en það var á 2. hæð- inni, sem bora átti gatið gegnum hann. Reykháfurinn var púss- aður að utan, og var því eigi unnt að sjá, að hann var hlaðinn, en verksummerki eftir á bentu til, að hleðsla hans hefði farið fram, eftir að byggingu hússins var lokið, þar sem málað var bak við hann. Ekki var þeim Gunnari og stefnanda skýrt frá því, að reykháfurinn væri hlaðinn, áður en þeir hófu verkið, enda var starfsmönnum Geislahitunar h/f ókunnugt um það sem og Ólafi Pálssyni. Þeir Gunnar og stefnandi tóku nú til við að koma slöngum í samband við loftborinn og starfa að öðrum undirbúningi, áður en verkið gæti hafizt. Að þeim undirbúningi loknum, sem stefnandi telur, að tekið hafi u.þ.b. 15-20 mínútur, hófu þeir að bora með stórum þungum loftbor í reykháfinn að neðan, í báðar hliðar hans, er vissu út í herbergið. Stjórnaði Gunnar bornum, en stefnandi hélt við hann. Er þeir höfðu borað gegnum pússningarlagið, sáu þeir, að reykháfurinn var hlaðinn úr múr- steinum, en stefnandi kveðst ekki hafa ímyndað sér annað en hann væri múrfastur við vegginn, og hafi engin orð fallið um það atriði milli hans og Gunnars. Héldu þeir því áfram að bora, og þá þeir höfðu brotið reykháfinn næstum þvert yfir, kveður stefn- andi Gunnar hafa tekið minni bor og haldið einn áfram að bora með honum, en sjálfur fór stefnandi að moka múrbrotunum frá reykháfnum. Rétt á eftir hrundi allur reykháfurinn í beina línu út frá horninu. Stefnandi, sem stóð þar beint fyrir framan við moksturinn, reyndi að forða sér, en datt þá um miðstöðvar- ofn, er lá þarna á gólfinu rétt hjá reykháfnum, og lenti reyk- háfurinn þá á vinstra fæti honum og braut hann illa. Hins vegar tókst Gunnari að skjóta sér undan. Geislahitun h/f færði vinnu þeirra Gunnars og stefnanda inn á vinnuskýrslur hjá sér og greiddi beim vinnulaun, er Ólafur Pálsson mun hafa séð um að koma til þeirra. Hins vegar var ekki um neinar greiðslur að ræða frá Geislahitun h/f til Ólais Pálssonar vegna ómaks hans í sambandi við verk Þetta. Stefnandi styður stefnukröfur sínar þeim rökum, að hann hafi enga sök átt á slysi þessu, og hljóti því annað hvort Ólafur Pálsson eða Geislahitun h/f eða báðir þessir aðiljar solidariskt að bera fulla fébótaábyrgð á tjóni því, er hann varð fyrir vegna slyssins. Stefndi Ólafur Pálsson reisir sýknukröfu sína á því, að verk þetta hafi verið honum algerlega óviðkomandi. Hann hafi ein- ungis útvegað menn til að vinna það fyrir þrábeiðni Jóhanns Pálssonar og sýnt þeim, hvar reykháfurinn var, en verkið hafi verið unnið í þágu Geislahitunar h/f, og það fyrirtæki hafi greitt mönnunum vinnulaun, og geti hann því með engu móti talizt bera fébótaábyrgð á slysi því, er varð við framkvæmd verksins. Í annan stað bendir þessi stefndi á það, að reykháfurinn hafi staðið í horni á milli útveggjar og skil lrúmsveggjar, og hafi því mönnum þeim, er verkið unnu, mátt vera það ljóst, hvernig reyk- háfurinn myndi falla, ef hann hryndi, og því getað staðið þannig að verki sínu, að engin hætta stafaði af því, þótt hann félli. Ef báðir mennirnir hefðu staðið til hliðar við reykháfinn, annar við útvegginn, en hinn við skilrúmsvegginn, hefði aldrei neitt slys orðið. Ógætni mannanna í þessu falli virðist því svo auðsæ og stórkostleg, að eigi seti verið um sök hjá öðrum að ræða en þeim sjálfum, enda hafi þeir verið vanir slíkum verkum og því hlotið að sjá, úr hvaða átt hættan gat stafað. Stefnandi geti því sjálfum sér um kennt, hvernig fór, og sé það þess vegna hrein fjarstæða, að Ólafur Pálsson sé bótaskyldur gagnvart hon- um vegna slyssins. Steindi Geislahitun h/f byggir sýknukröfu sína á því, að hann beri ekki fébótaábyrgð á tjóni þvi, er stefnandi varð fyrir vegna yss þessa, þar eð þeir Gunnar og stefnandi hafi byrjað á verk- ö > sly inu, áður en verkstjóri Geislahitunar h/f kom á staðinn. Þeir 271 hafi við vinnutilhögun farið eftir fyrirmælum Ólafs Pálssonar eða eigin ákvörðun, en á slíku geti Geislahitun h/f enga ábyrgð borið. Þá telur þessi stefndi það hafa verið mjög óvarlegt hjá mönn- unum að brjóta reykháfinn svo neðarlega, þar sem þeir hljóti strax að hafa séð, að reykháfurinn var hlaðinn, og því hætta á, að hann hryndi, er hann hefði verið brotinn sundur. Hvernig sem á mál þetta verði litið að öðru leyti, þá telur þessi stefndi það ljóst, að stefnandi eigi sjálfur sök á því, hvernig fór, og verði því að bera tjón sitt sjálfur. Af því, sem rakið hefur verið hér að framan, er ljóst, að verk þetta var unnið í þágu Geislahitunar h/f og á hennar kostnað og ábyrgð. Þeir stefnandi og Gunnar voru því eigi í þjónustu Ólafs Pálssonar, er slysið vildi til, og ber því að sýkna hann af kröfum stefnanda í máli þessu, en eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður gagnvart honum. Samkvæmt framburði Jóhanns Pálssonar hafði hann beðið Guðmund Sigurjón Magnússon, starfsmann Geislahitunar h/i. að leiðbeina þeim Gunnari og stefnanda um það, hvar bora ætti. Var Guðmundur þessi búinn að merkja með krít á reykháfinn, þar sem gatið átti að koma, en beinar leiðbeiningar um fram- kvæmd verksins mun hann ekki hafa gefið. Ekki gaf Axel Smith, verkstjóri Geislahitunar h/f, heldur neinar leiðbeiningar um framkvæmd þess, þegar hann kom á staðinn, er þeir stefnandi og Gunnar höfðu hafið verkið. Af þessu verður ekki annað séð en verkstjórn af hálfu Geislahitunar h/f hafi verið mjög áfátt svo og aðstæður á vinnustað, þar sem ofn var látinn liggja á gólfinu rétt hjá þeim stað, sem verkið var unnið. Verður af þess- um sökum að telja, að Geislahitun h/f beri fébótaábyrgð á slysi þessu. ykir stefnandi einnig eiga nokkra sök á slysi sínu sjálfur með því að halda áfram vinnu við reykháfinn án nokk- urra öryggisráðstafana, eftir að þeir Gunnar urðu þess vísari, að hann var hlaðinn, en það var starfsmönnum Geislahitunar h/f ókunnugt um. Þegar það er virt, sem nú hefur verið rakið, þykir rétt, að stefndi Geislahitun h/f bæti stefnanda tjón hans að % hlutum, en stefnandi beri sjálfur tjón sitt að % hluta. Stefnandi hefur sundurliðað stefnukröfu sína þannig: 1 Hins vegar Þ 1. Örorkutjón ......0000 00 . kr. 237.461.00 2. Þjáningabætur ......00.000 0000... — 80.000.00 278 3. Kostnaður við örorkumat .......... kr. 750.00 4. Kostnaður við útreikning á öÖrorkutjóni — 1.000.00 5. Læknisvottorð ..........0........ — 250.00 Alls kr. 319.461.00 Frá þessari fjárhæð dregur stefnandi greiðslu frá Tryggingastofnun ríkisins kr. 46.685.70 Eftir standa þá samtals kr. 272.775.30 og kemur sú fjárhæð heim við stefnukröfuna. Verður nú vikið að hinum einstöku liðum stefnukröfunnar. Um 1. lið. tefnandi var fluttur á Slysavarðstofuna strax ettir slysið, en þaðan var farið með hann á handlæknisdeild Landspítalans sama kvöldið. Við komuna þangað hefur dr. med. Friðrik Einarsson lýst meiðslum stefnanda þannig, sbr. vottorð læknisins, dags. 21/7 1959: „sr... Við skoðun fannst opið fótbrot á v. fæti nokkuð ofan við ökla, og var sárið óhreint. Strax eftir komuna var gert að brotinu með skurðaðgerð. Sjúklingurinn liggur á handlæknisdeild Landspítalans. Vegna þess, hversu sárin voru óhrein, hefur hlaupið bólga og ígerð í fót- inn, sem mun tefja mjög fyrir bata.“ Hinn 23. febrúar mat Páll Sigurðsson læknir örorku stefnda af völdum slyssins. Í upphafi mats síns vitnar læknirinn í vott- orð prófessors Snorra Hallgrímssonar, dags. 18. janúar, en þar segir svo um meiðslið: „ „Opið brot á vinstri crus og mjög mikil sköddun á mjúkum vefjum, Leggurinn hefur kramizt undan þungum steini. Brotið er alveg laust, og standa beinendarnir út úr sárinu. Vöðvarnir framan til og á utanverðum leggnum á brotsvæðinu eru kramdir í sundur, og húðin er sundurtætt á lófastóru svæði utan til á leggnum. Framan á sköflungnum og innanvert er húðin tætt frá fasciunni og fitan undir húðinni kramin í sundur. Nokkrar stærri og minni beinflísar liggja á víð og dreif um vöðvatætl- urnar. Sæmileg blóðrás virðist vera í fætinum, og virðist ekki vera um meiri háttar sköddun á taugum að ræða, nema hvað 279 húðtaugar eru farnar í sundur og fremri greinarnar á nervus perineus.“ Á Landspítalanum var gert að sárunum, brotið fest með Kúnt- schernagla. Húðin var léleg, og kom drep og infection í sárið eftir aðgerðina. Brotið greri seint, og var það ekki talið að fullu gróið fyrr en 19/12 1959. Maðurinn útskrifaðist þann dag af Landspítalanum með göngugips. Húðin var ekki heil framan á leggnum og opinn fistill, en lítil útferð. Sá fistill hélzt opinn þar til í nóvember 1960. Mikill bjúgur sótti á fótinn, fyrst eftir að slasaði fór á fætur, og notaði hann zinklímsumbúðir mestan hluta ársins 1960. Hann var óvinnufær alveg þar til á miðju sumri 1960 og hefur síðan unnið létta vinnu. Hann kom til eftirlits 5/1 1961. Hann kveðst nú vinna hjá Vatnsveitu Reykjavíkur. Kvartar hann aðallega nú um, að hann þreytist fljótt í vinstri kálfa og ökla við göngu og stöður og fái þrautaverki í allan gangliminn. Stundum verkur á kvöldin og nóttunni eftir áreynslu. Kvartar um stirðleika í vinstri ökla og heiti, ef hann þreytist. Skoðun: Rýrnun mælist Í em á vinstra læri, 15 cm yfir patella og 2 em á þykkasta svæði vinstri kálfa. Ör er á innanverðum mjóalegg, og þar er dæld á krónustóru svæði, enn fremur ör eftir skurðaðgerð framan á mjóaleggnum. Neðri hluti þess örs er nokkuð breiður, inndreginn og fastvaxinn við beinið. Mjói- leggurinn sjálfur mælist % cm gildari en hægra megin, og er nokkur bjúgur í leggnum. Engin stytting er á vinstri ganglim. Mikill stirðleiki er í ökla og fótliðum vinstri fótar. Fóturinn stendur í léttum varus, en í meðalstöðu, hvað snertir hjarar- liðinn. Að kalla engin aktiv hreyfing í öklaliðnum, en pass ivt er 10—15“ plantarhreyfing. Hreyfing í hné og mjöðm eðlileg. Röntgenskoðun var gerð á Landspítalanum 19/12 1960, og segir þar svo: „Vel gróin fractur í vinstri crus á mótum mið- og neðri þriði- ungs og í mjög góðum situs á tibia. Það er mikil sclerosa á þessu svæði og beinið nokkuð gildnað. Mergholið er lítið. Fracturan í vinstri fibula er einnig gróin í góðum situs.“ Ályktun: Hér er um að ræða 46 ára gamlan verkamann, sem slasast við vinnu sína og fær opið brot á vinstri fótlegg, og við slysið verður mikil sköddun á vöðvum á vinstri kálfa. Bein- brotið hefur gróið vel, en vöðvarnir hafa laskazt varanlega, svo 280 að vegna brotsins hefur maðurinn hlotið stirðnun í vinstri ökla- lið að miklu leyti og minnkaðan kraft í vinstra fæti. Hann var algerlega óvinnufær vegna meiðslisins í 1 ár, en hefur síðan unnið létta vinnu. Af Þessum sökum þá hefur mað- urinn hlotið varanlega örorku, sem telst hæfilega metin svo: Í 12 mánuði .... 100% örorka - 6 — ... 50% — - 6 — ... 25% — og síðan varanleg örorka 20%.“ Á grundvelli Þessa örorkumats hefur Þórir Bergsson trygg- ingafræðingur reiknað út atvinnutjón stefnanda, annars vegar miðað við tekjur stefnanda næstu Þrjú árin fyrir slysið, um- reiknað samkvæmt breytingum á kjörum sjómanna á fiskiskip- um, en stefnandi hafði að langmestu leyti fengizt við sjómennsku fyrir slysið, en hins vegar hefur tryggingafræðingurinn miðað við vinnutekjur stefnanda næstu þrjú árin fyrir slysið, umreikn- aðar samkvæmt taxta Dagsbrúnar fyrir almenna verkamanna- vinnu. Við ákvörðun bóta samkvæmt þessum lið þykir rétt að leggja síðari útreikninginn til grundvallar, þar eð stefnandi vann verka- mannavinnu, er slysið vildi til, og tók laun sem slíkur. í útreikningi tryggingafræðingsins er stefnandi sagður fæddur 12. nóvember 1914 og hefur því verið 44 ára að aldri, er slysið vildi til Samkvæmt staðfestum afritum af skattaframtölum stetn- anda árin 1956—-1959 hafa tekjur hans verið sem hér segir: 1956 ........ kr. 64.491.00 1957 ........ — 59.578.00 1958 ........ — 58.780.00 1959 ........ — 28.227.00 Síðan umreiknar tryggingafræðingurinn vinnutekjur stefnanda Þrjú síðustu heilu almanaksárin fyrir slysið samkvæmt breyt- ingum á taxta Dagsbrúnar fyrir almenna verkamannavinnu og gerir ráð fyrir, að vinnutekjutapið sé á hverjum tíma sami hundraðshluti af áætluðum tekjum og orkumissirinn er metinn. Þannig reiknað fær tryggingafræðingurinn út þessar tölur yfir áætlaðar vinnutekjur stefnanda og áætlað vinnutekjutap: 281 Áætlaðar Áætlað vinnutekjur vinnutekjutap 1. árið eftir slysið ...... kr. 70.730.00 kr. 70.730.00 2 — — sr — 70.730.00 — 26.524.00 3. — — — — '11.319.00 — 14.264.00 síðan árlega .......... — 84.480.00 — 16.896.00 Verðmæti hins áætlaða vinnutekjutaps stefnanda reiknast tryggingafræðingnum þá nema á slysdegi sem hér segir: miðað við 6% miðað við 7% Vegna tímabundinnar örorku .. kr. 92.455.00 kr. 91.873.00 Vegna varanlegrar örorku .... — 167.122.00 — 150.543.00 Samtals kr. 259.277.00 kr. 242.416.00 Önnur atriði í reikningsgrundvellinum en þau, er nú hafa verið rakin, eru, að miðað er við dánarlíkur íslenzkra karla samkvæmt reynslu áranna 1941—50 og líkur fyrir missi starfsorku í lifanda lífi samkvæmt sænskri reynslu. Stefnandi hefur mótmælt þessum kröfulið sem allt of háum og krafizt þess, að hann yrði lækkaður, m. a. með tilliti til þess, að bætur þessar eru undanbegnar tekjuskatti og tekjuúisvari, svo og vegna þess, að vextir hér á landi séu nú almennt hærri en tryggingafræðingurinn hefur reiknað með. Þegar framangreind atriði eru virt og lækkunarröksemdir stefnda eru hafðar í huga, þykja bætur samkvæmt þessum lið hæfilega metnar kr. 140.000.00, og hafa þá verið dregnar frá bætur þær, er hann hefur þegar fengið greiddar frá Trygginga- stofnun ríkisins vegna slyssins. Um 2. lið. Stefndi hefur mótmælt þessum kröfulið sem allt of háum. Hér að framan hefur meiðslum stefnanda verið lýst og sjúkra- saga hans rakin eftir þeim gögnum, er fyrir liggja. Þegar virt er það, sem þar greinir, þykja bætur samkvæmt þessum lið hæfilega ákveðnar kr. 30.000.00. Um 3.—ð. lið. Þessir kröfuliðir hafa eigi sætt tölulegum andmælum, og verða þeir því teknir til greina að fullu. Úrslit málsins verða þá þau, að stefndi verður dæmdur til 282 að greiða stefnanda kr. 114.666.67, þ. e. % (140.000.00 - 30.000.00 = 750.00 1000.00 - 250.00), auk vaxta, er þykja hæfilega ákveðnir 6% ársvextir frá 22. maí 1959 til 22. febrúar 1960, en 9% ársvextir frá þeim degi til 29. desember s. á. og 7% árs- vextir frá þeim degi til greiðsludags. Eftir þessum málalokum verður stefnda Geislahitun h/f gert að greiða stefnanda málskostnað, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 12.500.00, og ber skipuðum talsmanni stefnanda, Einari Viðar héraðsdómslögmanni, kr. 11.800.00 af málskostnaðinum í málflutn- ingslaun, Einar Arnalds yfirborgardómari kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Stefndi Geislahitun h/f greiði stefnanda, Valdimar Vig- fússyni, kr. 114.666.67 auk 6% ársvaxta frá 22. maí 1959 til 22. febrúar 1960, en 9% ársvexti frá þeim degi til 29. desember s. á. og 7% ársvexti frá þeim degi til greiðslu- dags, og kr. 12.500.00 í málskostnað. Ber skipuðum talsmanni stefnanda, Einari Viðar héraðsdómslögmanni, kr. 11.800.00 af málskostnaðinum í málflutningslaun. Stefndi Ólafur Pálsson á að vera sýkn af kröfum stefn- anda, en málskostnaður gagnvart honum fellur niður. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 6. apríl 1964. Nr. 16/1964. Gunnar Ásgeirsson gegn Áka Jakobssyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður, Áfrýjandi, Gunnar Ásgeirsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 283 Mánudaginn 6. april 1964. Nr. 17/1964. Gunnar Ásgeirsson segn Áka Jakobssyni. Útivistardómur, Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Gunnar Ásgeirsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Mánudaginn 6. april 1964. Nr. 18/1964. Gunnar Ásgeirsson gegn Áka Jakobssyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Gunnar Ásgeirsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 281 Mánudaginn 6. april 1964. Nr. 41/1964. Ragnar Þórðarson gegn Jóni Þórarinssyni og Sigurbirni Eiríkssyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Ragnar Þórðarson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Mánudaginn 6. apríl 1964. Nr. 32/1962. Snæbjörn Sigurðsson (Páll Líndal hrl.) gegn Katli Guðjónssyni, Óttari Ketilssyni (Benedikt Sigurjónsson hrl.), Agli Halldórssyni, Helga Schiöth (Páll S. Páisson hrl.), Margréti Sigurðardóttur og Aðalsteinu Magnúsdóttur (Friðrik Magnússon hrl.). Dómendur: . hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason, Giz- ur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og Þórður Björnsson sakadómari. Landamerkjamál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 19. marz 1962, að fengnu áfrýjunarleyfi 15. s. m. Krefst hann þess, „að merki milli Finnastaða og Grundar ofan fjallsgirðingar verði viðurkennd bein lína frá merkjum Finnastaða og Holtsels vestur í svonefndan Stakaklett, en 285 þaðan bein lína í áttina að Finnastaðaá við vesturenda Gljúfursins, en merki þessi eru synd á uppdrætti, sem lagð- ur hefur verið fram í málinu, dómskj. 25“. Svo. krefst hann og þess, að stefndu verði in solidum dæmdir til að greiða allan málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu Ketill Guðjónsson og Óttar Ketilsson krefjast aðallega, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og að áfrýjanda verði dæmt að greiða þeim málskostnað fyrir Hæstarétti. Til vara krefjast þeir þess, „að verði dæmt, að merki Finnastaða og annarra jarða í Grundartorfu séu bein lína frá merkjum Finnastaða og Holtsels vestur í Staka- klett, þá verði dæmt, að merkjalinan áfram sé bein fram- lenging af þessari línu allt upp í fjallsbrún, og teljist allt land sunnan þeirrar línu til Finnastaða og Árbæjar, þar með Finnastaðadalur“, Þá gera þeir kröfu til, ef varakraf- an verður tekin til greina, að áfrýjanda verði dæmt að greiða þeim málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu Egill Halldórsson, Helgi Schiöth, Margrét Sig- urðardóttir og Aðalsteina Magnúsdóttir krefjast staðfest- ingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæsta- rétti úr hendi áfrýjanda. Jarðir þær, sem mál þetta varðar, eru Grund Í og Grund Il (hálflendur), Hólshús, Miðhús, Holtsel, Holt (nú í eyði), Finnastaðir og Árbær. Aðiljar málsins eru eigendur að jörðum þessum eða jarðarhlutum með þeim hætti, sem frá er greint í héraðsdómi. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalins og í Nýrri jarðabók fyrir Ísland, sem staðfest var 1861, eru Finna- staðir taldir sjálfstætt býli, en Hólshús, Miðhús, Holtsel og Holt „partar“ úr Grund eða hjáleigur hennar. Árbær er nýbýli úr Finnastaðalandi, sem tl var stofnað árið 1952. Í fjallshliðinni vestan framangreindra jarða og fyrir þeim frá norðri til suðurs er svonefnd fjallsgirðing., Austan henn- ar er heimalöndum jarðanna skipt. Ágreiningur sá, sem úr þarf að skera í þessu máli, varðar land vestan girðing- arinnar. Landamerkjaskrá, er greini merki milli Grundartorfu og 286 Finnastaða, hefur ekki komið fram í málinu. Mun engin slík merkjasetning hafa farið fram samkvæmt lögum nr. 5/1882 og ekki heldur samkvæmt lögum nr. 41/1919. Í málinu hafa verið lögð fram nokkur gögn frá eldri tímum, en hvergi er þar vikið að landamerkjum milli umræddra jarða. Finnastaðir voru komnir í eign Grundarkirkju árið 1318. Benda máldagar kirkjunnar og önnur gögn til þess, að þeir hafi eftir það haldizt í eign kirkjunnar. Og enn eru Finnastaðir taldir heyra kirkjunni til, er áfrýjandi og stefndu Margrét Sigurðardóttir og Aðalsteina Magnúsdóttir seldu sem eigendur bændakirkjunnar stefnda Katli Guðjónssyni Jörðina árið 1950. Hafa Finnastaðir þannig um meira en 6 alda skeið verið undir umráðum eiganda Grundartorf- unnar. Sú staðreynd, að Finnastaðir voru sjálfstætt lögbyli, en töldust ekki til hjáleigna Grundar, veitir líkur fyrir því, að jörðin hafi í öndverðu haft sjálfstæð landamerki, meðal annars gagnvart Grundartorfunni, en ekki er þó sannað, að svo hafi verið. Áfrýjandi var heimilismaður á Grund á árunum 19288— 1933, en hafði jafnframt búskap í Hólshúsum frá 1930. Árið 1933 fluttist hann að Hólshúsum og bjó þar til vors 1948, en þá fluttist hann að Grund og hóf búskap þar. Kveðst hann á þessum tíma hafa litið svo á, „að fjallið ofan girðingar væri sameiginlegt land allra býlanna“. Hafi fjall- lendið ofan girðingar „verið notað til beitar fyrir allar skepnur af öllum býlunum í Grundartorfu og Finnastöð- um, nema hvað kýrnar frá Grund hafi ekki verið reknar uppeftir á þessu tímabili“. Síðar komst áfrýjandi á þá skoðun, að í gildi mundu vera sérstök landamerki ofan girðingar milli Finnastaða og Grundartorfunnar, þ. e. Grundar og framangreindra fornra hjáleigna hennar. Af því leiddi, að Finnastaðir ættu ekki neitt sameiginlegt beitiland með Grundartorfujörð- um. Telur áfrýjandi landamerkin liggja um svonefndan Stakaklett, sem er í fjallshlíðinni vestan girðingar, en merki milli Finnastaða og Holtsels stefna á klett þenna. Þá álykt- 287 ar áfrýjandi, að markalínan hafi legið áfram úr Staka- kletti suður á við að Finnastaðaá við vesturenda Gljúfurs- ins. Eru kröfur áfrýjanda í samræmi við þessa skoðun hans. Öll vitni, sem í máli þessu hafa borið um notkun lands vestan fjallsgirðingarinnar, eru á einu máli um það, að í þeirra tíð, svo lengi sem þau viti til, hafi þar verið sam- beit Finnastaða og Grundartorfujarða. Nokkur vitni hafa borið, eins og rakið er í héraðsdómi, að þau hafi heyrt því fleygt, að fyrr á tímum hafi landamerki Finnastaða og Grund- artorfujarða legið um Stakaklett eða að honum. Ekki vissu vitnin, á hvaða tíma þessi landamerki hefðu átt að gilda eða hversu langt sé liðið síðan þau voru haldin. Eru munn- mæli þessi ekki neinum gögnum studd í málinu. Í ritgerð Júlíusar Ólafssonar frá 1936 um örnefni í Grund- arlandi segir, að Einstaki klettur (Stakiklettur) hafi til forna skipt löndum milli Finnastaða og Grundartorfunnar. Ekki greinir höfundurinn frá neinum heimildum fyrir þessu. Á öðrum stað í ritgerðinni kemst höfundurinn svo að orði: „Innan þessara takmarka er jörðin Finnastaðir, sem er eign Grundarkirkju og hefur aldrei verið talin hjáleiga, sbr. jarðamat af 1. apr. 1861, þó hún eigi sameiginlegan bit- haga með hinum jörðunum, síðan Magnús heitinn Sigurðs- son eignaðist torfuna“. Af þessu má ráða, að höfundi hafi verið kunnugt um sameiginlega beit Finnastaða og Grund- artorfujarða, frá því að Magnús Sigurðsson eignaðist Grund- artorfuna á árunum 1888 og 1889, en ekki er heimilt að gagnálykta af þessu orðalagi höfundar á þá leið, að hon- um hafi verið kunnugt um, að landið hafi verið nytjað með öðrum hætti fyrir þann tíma, sbr. og fyrrgreind um- mæli hans, að Einstaki klettur hafi „til forna“ skipt lönd- um á þessu svæði. Engin haldbær gögn eða rök eru fram komin fyrir þeirri staðhæfingu áfrýjanda, að bein lína frá Stakakletti að Finna- staðaá við vesturenda Gljúfursins sé eða hafi verið landa- merki milli Finnastaða og Grundartorfu. Þar sem áfrýjandi hefur ekki samkvæmt framansögðu fært sönnur á staðhæfingar sínar um landamerki, ber að 288 staðfesta hinn áfrýjaða dóm um sýknu stefndu til handa af kröfum hans. Svo þykir og mega staðfesta ákvæði dóms- ins um málskostnað og kostnað af störfum landamerkja- dómsins. Eftir þessum úrslitum ber áfrýjanda að greiða stefndu málskostnað fyrir Hæstarétti, sem hér segir: Katli Guðjóns- syni og Óttari Ketilssyni sameiginlega kr. 8000.00, Agli Hall- dórssyni og Helga Schiöth sameiginlega kr. 8000.00 og Mar- gréti Sigurðardóttur og Aðalsteinu Magnúsdóttur sameigin- lega kr. 8000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Snæbjörn Sigurðsson, greiði stefndu máls- kostnað fyrir Hæstarétti þannig: Katli Guðjónssyni og Óttari Ketilssyni sameiginlega kr. 8000.00, Agli Halldórs- syni og Helga Schiöth sameiginlega kr. 8000.00 og Mar- gréti Sigurðardóttur og Aðalsteinu Magnúsdóttur sam- eiginlega kr. 8000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur landamerkjadóms Eyjafjarðarsýslu 16. október 1961. Mál þetta var þingfest 14. apríl s.1. og tekið til dóms 6. þ. m., eftir að sagnasöfnun og munnlegur málflutningur hafði farið fram. Mál þetta er þannig til komið, að með bréfi, dags. 6. janúar s.l., til sýslumannsins í Eyjafjarðarsýslu fer Björn Halldórsson héraðsdómslögmaður f. h, Snæbjarnar Sigurðssonar, eiganda hálfrar Grundar eða Grundar 11, þess á leit, „að fyrir verði tekið án tafar landamerkjamál milli Grundar og Finnastaða vestan fjallsgirðingar, enda er land Finnastaða neðan þeirrar girðingar Þegar afmarkað í sátt í merkjadómi hinn 30. október 1958, sem fylgir hér með í endurriti“, eins og í bréfinu greinir. Þá er í beiðninni vísað til þess, er fram sé komið um þetta í yfirstand- andi eignardómsmáli um landið vestan fÍjallsgirðingarinnar, en Það mál var höfðað af sóknaraðilja þessa máls gegn öðrum aðilj- 289 um þessa máls á s.l. ári og var úrskurðað í aukadómi Eyja- fjarðarsýslu 19. maí s.l., að það hvíldi, á meðan mál þetta yrði leitt til lykta. Þá segir einnig svo í beiðninni: „Eru þegar fram komin gögn fyrir tilvist merkja milli Finnastaða og Grundar á áminnztu svæði. Leiðir það enda af sjálfu sér, að Finnastaðir hafi átt sín ákveðin merki, jafnt ofan (vestan) girðingarinnar, sem lögð var 1908, eins og neðan við hana, því vissulega var girðing þessi sett án tillits til merkja Finnastaða, sem alltaf hefur verið sjálfstæð jörð, eign kirkjunnar á Grund lengst af á liðnum öldum.“ Þegar fyrst var þingað í málinu að Hrafnagili 14. apríl s.l., kvaddi sýslumaður eftirfarandi aðilja fyrir dóm ásamt máls- höfðanda: Ketil Guðjónsson, eiganda Finnastaða, Óttar Ketils- son, eiganda Árbæjar, nýbýlis úr Finnastaðalandi, Margréti Sig- urðardóttur og Aðalsteinu Magnúsdóttur, eigendur hálfrar Grund- ar eða Grundar 1, Holts, sem eigi er lengur búið á sjálfstætt, og hálflendnanna í Holtseli og Miðhúsum, Egil Halldórsson, eig- anda að hálflendunum í Holtseli og Miðhúsum og Helga Schiöth, eiganda Hólshúsa. Hafa allir þessir aðiljar látið mæta í mál- inu, enda eiga þeir allir lögmætra hagsmuna að gæta, og gert kröfur og í flestum greinum tekið sameiginlega afstöðu innbyrðis, en andstæða málshöfðanda, Snæbirni Sigurðssyni, og verða þeir hér eftir nefndir varnaraðiljar málsins. Í réttarhaldi því, er að framan greinir, þ. e. við þingfestingu málsins, gerði Snæbjörn Sigurðsson svohljóðandi kröfur um, að merki milli Finnastaða og Grundar ofan fjallsgirðingar verði: „Bein lína frá merkjum Finnastaða og Holtsels vestur í svokall- aðan Stakaklett, þaðan bein lína í áttina að Finnastaðaá við vesturenda Gljúfursins.“ Í tengslum við þessa kröfugerð lét mál- flutningsmaður sóknaraðilja bóka eftirfarandi: Merkjakrafa þessi er gerð með tilliti til þeirrar vitneskju, sem fengin er um Stakaklett sem merki. Út frá því, að Stakiklettur er aðeins nefnd- ur sem merki, tel ég mega álykta, að Finnastaðir eigi hvorki norður fyrir hann né vestur. Sóknaraðili hefur einnig krafizt, að sér yrði dæmdur málskostnaður úr hendi varnaraðilja. Málflytjendur varnaraðilja, Guðmundur Skaftason héraðsdóms- lögmaður vegna eigenda Finnastaða, Árbæjar og Hólshúsa, Frið- rik Magnússon héraðsdómslögmaður vegna eigenda Grundar 1, Holts og hálflendnanna í Holtseli og Miðhúsum og Ragnar Stein- bergsson héraðsdómslögmaður vegna hálflendnanna í Holtseli og Miðhúsum, hafa allir mótmælt kröfum sóknaraðilja um sér- 19 290 stök landamerki gagnvart Finnastöðum og Árbæ á landinu ofan Íjallsgirðingar, þar sem þau eru engin til, og kröfðust þess, að málinu væri vísað frá dómi, þar sem sóknaraðili, Snæbjörn Sig- urðsson, sem eigandi aðeins hálfrar Grundar, væri ekki bær til að höfða þetta mál, sbr. 46. gr. einkamálalaganna. Yrði frávís- unarkrafan ekki tekin til greina, kröfðust varnaraðiljar sýknu. Þá hafa þeir allir krafizt sér til handa málskostnaðar úr hendi sóknaraðilja eftir mati dómsins. Frávísunarkrafan var tekin fyrir sérstaklega og kveðinn upp úrskurður um hana, eftir að sókn og vörn hafði farið fram um hana 19. maí s.l., og féll hann á þá leið, að frávísunarkröfunni var hrundið. Síðar undir rekstri málsins gerði Guðmundur Skaftason hér- aðsdómslögmaður svohljóðandi varakröfu fyrir hönd eigenda Finnastaða og Ábæjar: Ef til þess kemur, að sú krafa merkja- dómsbeiðanda verði tekin til greina, að sett verði merki milli Finnastaða og annarra jarða í Grundartorfu sem bein lína frá merkjum Finnastaða og Holtsels vestur í svokallaðan Staka- klett, geri ég þá varakröfu f. h. umbjóðanda míns, að umrædd merkjalína verði framlengd beina stefnu um Stakaklett til vesturs og allt upp á fjallsbrún, og teljist þar með allt land sunnan nefndrar línu til Finnastaða, þar á meðal Finnastaðaðalur. Allir aðrir aðiljar málsins andmæltu þessari varakröfu, og náðust eigi sættir um hana. Miðvikudaginn 21. júní s.l. gengu dómendur á vettvang og athuguðu hann ásamt aðiljum málsins og málflytjendum þeirra og vitnum í sambandi við þinghald í málinu að Finnastöðum þann dag, og í því sama þinghaldi úrskurðaði dómurinn, að sókn- araðili léti gera og leggja fram uppdrátt af deilusvæðinu, og hefur hann verið lagður fram á dskj. nr. 35. Þá þykir rétt að geta Þess, að eins og fram kemur af skjöl- um þessa máls, að í eignardómsmáli, sem sóknaraðili þessa máls höfðaði með stefnu, útgefinni 20. maí 1960, fyrir aukarétti Eyja- fjarðarsýslu og enn er óútkljáð fyrir dóminum, gerði hann undir rekstri málsins svipaða kröfu um sérstök merki gagnvart Finna- stöðum (og Árbæ) og hann hefur gert í þessu máli, en þeirri kröfu var vísað frá aukarétti, og var þá stofnað til þessa máls. Engar skrár eru til um merki á svæðinu ofan fjallsgirðingar. Hins vegar hefur sóknaraðili leitazt við að sanna mál sitt með öðrum gögnum, en varnaraðiljar fært fram gagnrök gegn þeim, og verður nú rakið það, er fram er komið í málinu: Á dskj. nr. 27, sem er bréf frá biskupi, dags. 1. marz 1950, 291 sem mun hafa verið skrifað í sambandi við væntanlega sölu á Finnastöðum, segir, að samkvæmt fornum máldögum, eru Grund- arkirkju í Eyjafirði taldir Finnastaðir. Segir svo um þetta meðal annars: 1. Í máldaga Auðunar biskups frá 1318: Hún (Þ. e. Grundarkirkja) á land allt að Finnastöðum (D.I. II. bls. 452). 9. Í kirknatali Jóns biskups Vilhjálmssonar um 1429: Hún (þ. e. Grundarkirkja) á land á Finnastöðum (D.1. IV. bls. 378). 3. Í máldaga Ólafs biskups Rögnvaldssonar um 1461: Hún (þ. e. Grundarkirkja) á land allt á Finnastöðum (D.1. I. bls. 314). Eins og sést af þessu, er hér alls staðar talað um land allt á Finnastöðum án frekari skilgreiningar á því, og geta þessar heimildir eigi skorið úr um það, sem deilt er um Í þessu máli. Á dskj. nr. 31 og 32 eru endurrit úr dagbók séra Skúla Þor- lákssonar, 17. dl. 255, 4 t 55. bls. og 56. bls. með vitnisburðum tveggja manna, Jóns Magnússonar og Þorsteins Þórarinssonar, bæði frá 1631, þar sem þeir votta, að Grund í Eyjafirði eigi „alla landareign ið efra til fiallz uti. midia Skipalág“, og var það kennileiti talið á merkjum Grundar gagnvart Stórhóli (Espi- hóli). Vottorðum þessum báðum hefur verið mótmælt af varnar- aðiljum sem þýðingarlausum, þar sem sóknaraðili hefur eigi getað gert grein fyrir, hvaða menn þetta séu eða tilefni vottorðanna. Verður því tæplega mikið á þessu byggt í máli þessu, enda virð- is hér hafa verið um að ræða deilu um landamerki gagn- vart Stórhóli annars vegar og Grund eða Grundartorfu hins vegar. Svipuðu máli virðist gegna um dóm úr dómsmálabók Vaðla- þings, sbr. dskj. nr. 5, að þar er fjallað um merki Grundartorfu gagnvart Möðrufelli, en sker eigi úr um eign á landi eða merki norðan þeirra marka. Samkvæmt jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns eru Finnastaðir sjálfstæð jörð, metin til dýrleika XI hdr. Eigandi er talinn Grundarkirkja. Í jarðamati 1849 segir um Finnastaði, sbr. dskj. nr. 30: Búfjár- hagar í betra lagi að útrými og gæðum og vetrarbeit nokkur. Eigi er þar getið um, að búfjárhagar séu sameiginlegir við aðrar jarðir, eins og yfirleitt er þar tekið fram um hjáleigur Grundar. Á dskj. nr. 19, ritgerð Júlíusar Ólafssonar, fyrrverandi bónda í Hólshúsum, frá 1936 um örnefni í Grundarlandi í Eyjafirði segir svo: „Suður af dalnum er Einstaki klettur, sem til forna skipti löndum milli Finnastaða og Grundartorfu, því Finnastaðir voru séreign Grundarkirkju.“ 292 Í málinu liggja fyrir skýrslur nokkurra vitna, varðandi merki Finnastaða gagnvart Grundarlandi á þessu svæði. Valdimar Antonsson, fyrrverandi bóndi á Finnastöðum og upp- alinn þar, einnig bóndi á Grund um 3ja ára skeið, hefur borið það, að hann hafi heyrt föður sinn tala um, að Finnastaðir hafi átt til forna land út að Stakakletti, og sagðist hafa heyrt, að þá hafi verið hærra mat á landinu. Jafnframt sagðist hann halda, að þegar hann hafi átt þar heima, hafi ekki verið litið svo á, að þessi landamerki giltu, og kvaðst hann hafa álitið, að Finna- staðir ættu sameiginlegt beitiland með Grund ofan fjallsgirð- ingar, en Finnastaðir ættu ekki rétt til neinnar ákveðinnar land- spildu þar. Valdimar mun fæddur 1893. Vitnið Jón Antonsson, bróðir Valdimars, er að framan er nefndur, 70 ára að aldri, fæðdur og uppalinn á Finnastöðum, óslitið hjá foreldrum sínum þar til 1910 og aftur 1913—19, hefur borið eftirfarandi: Varðandi merki Finnastaða ofan fjallsgirð- ingar, sagði vitnið, að faðir þess, sem hafi búið að Finnastöðum í 30 ár frá 1888, hafi sagt, að hann hafi heyrt, að merkin væru úr gildragi, sem skipti engjum milli Finnastaða og Holtsels og Þaðan beina stefnu í svonefndan Stakaklett, en síðan hafi línan átt að vera óbrotin til fjalls. Ekki kvað vitnið þessi merki hafa verið haldin, eftir að það mundi til, og taldi, að það hafi aldrei verið í tíð föður þess, en allan tímann, sem hann vissi til, hafi landið ofan fjallsgirðingar verið notað sameiginlega til beitar af býlunum í Grundartorfu og Finnastöðum. Einnig sagði vitnið, að faðir þess og Holtselsmenn hafi stund- ur slegið ofan fjallsgirðingar án nokkurs samráðs við aðra, þar sem hverjum bezt þótti, og hafi ekki verið farið þar eftir neinni línu um Stakaklett. Ekki kvaðst vitnið vita neitt um, hvernig faðir þess hafi fengið hugmyndina um línu um Staka- klett, Vitnið Magnús Sigurjónsson, húsgagnabólstrari á Akureyri, 63 ára, sem uppalinn er í Holti í Hrafnagilshreppi og átti þar heima fram yfir þrítugt, hefur gefið tvö vottorð í málinu, sbr. dskj. nr. 6 og 24, og mætt sem vitni. Segir þar, að hann hafi heyrt talað um það í æsku, að Finnastaðir ættu land í Staka- klett svonefndan. Hins vegar hafði hann ekki heyrt talað um neina línu frá Stakakletti til Finnastaðaár. Ekki kvaðst vitnið Seta greint, hjá hverjum hann hafði heyrt talað um nefnda línu í Stakaklett, og kvaðst hafa heyrt það af tali manna og vissi ekki um neinar skráðar heimildir þar um. Ekki kvaðst vitnið 293 vita um, hvort þetta hafi verið talin gildandi merki á þess tíð í Hrafnagilshreppi. Vitnið Karl Friðriksson, fætt 1906, er átti heima á Finnastöð- um frá 1906 til 1920 og var þar hjá foreldrum framangreindra vitna, Valdimars og Jóns, hefur gefið vottorð í málinu og borið vitni. Segir vitnið, að það hafi heyrt, að land Finnastaða hafi hvorki legið norðan Stakakletts né vestan, „þ.e.a.s. línan hafi legið eftir stefnu girðingarinnar vestur í þennan klett og þaðan sem beinast suður í Finnastaðaá“. Um heimildir fyrir þessu sagði vitnið, að það hefði heyrt fósturföður sinn segja þetta. Í skýrslu sinni fyrir dómi kvaðst vitnið ekki geta gert grein fyrir, að línan hefði verið með stefnu girðingarinnar, enda kvaðst það ekki muna eftir neinni girðingu milli Holtsels og Finna- staða. Af skýrslu vitnisins virðist beit og aðrar nytjar landsins ofan fjallsgirðingarinnar hafa verið sameiginlegar frá jörðunum. Hólmgeir Þorsteinsson, fyrrverandi bóndi á Hrafnagili, sem var fyrst á Grund að mestu 1905—1916 og síðan bóndi frá 1925 —29, hefur borið eftirfarandi: Hann hafði heyrt, að í gamla daga hafi landamerki milli Finnastaða og Holtsels verið um svo- kallaðan Stakaklett, og kveðst hafa fengið þá hugmynd, að línan til klettsins hafi legið frá engjamerkjum Holtsels og Finnastaða, ekki kveðst hann hafa heyrt talað um aðra línu frá Stakakletti, en kveðst hafa fengið þá hugmynd, að línan hafi legið áfram í beina línu til fjalls. Þá segir vitnið, að það hafi aldrei orðið þess vart, að lína þessi væri haldin, meðan það var á Grund eða síð- an, heldur hafi landið, þ. e. ofan fjallsgirðingar, verið notað sam- eiginlega af öllum býlunum. Varnaraðiljar hafa í dómskjali nr. 9—14 lagt fram endurrit úr gerðabók fasteignamats Eyjafjarðarsýslu með matsgerðum um allar jarðirnar í Grundartorfu ásamt Finnastöðum frá 1917. Er þar tekið fram um Grund, Finnastaði og þrjár af fyrrverandi hjáleigum, að búfjárhagar séu sameiginlegir við hinar jarðirn- ar í Grundartorfu og samgirðing fyrir ofan tún og engi, en um. Hólshús er ekki tekið beint fram um sambeit, en tekið fram um sameiginlega fjallsgirðingu um beitilandið. Þá er tekið fram í mati Grundar, að helmingur fjallsgirðingarinnar, sem er talin um 5700 m, tilheyri Grund, en hinn helmingurinn hjáleigunum, og verður að ætla, að Finnastaðir séu þar með taldir, sbr. það, er sagt er um samgirðingu í mati Finnastaða. Þá hafa varnaraðiljar lagt fram endurrit af afsölum eigenda Grundarkirkju (og Grundar) fyrir Finnastöðum og skrá um 294 landamerki nýbýlisins Árbæjar. Í afsölunum er ekki minnzt á beiti- land Finnastaða eða landamerki þess, en í merkjalýsingu Árbæjar er sagt, að ofan fjallsgirðingar eigi Árbær óskipt beitiland með öll- um öðrum býlum í Grundarplássi. Er skjal þetta m.a. undirritað af eigendum Grundar I, en sóknaraðili þessa máls, Snæbjörn Sig- urðsson, sem þá var orðinn eigandi að hálfri Grund, virðist ekki hafa verið þar til kvaddur, enda kveðst hann ekkert hafa um Þetta skjal vitað, fyrr en mál þetta var risið. Loks hafa varnar- aðiljar lagt fram endurrit af stefnu sóknaraðilja þessa máls í fjallmálinu, er að framan greinir, og skírskotað til þess í mál- flutningi sínum, þar sem sóknaraðili gerir kröfu um viðurkenn- ingu á eignarrétti sínum sem eiganda hálfrar Grundar að helm- ingi svonefnds Grundarfjalls. En þar er tekið fram, að með því sé átt við allt land vestan svonefndrar fjallsgirðingar. Þá liggja fyrir aðiljaskýrslur fimm af varnaraðiljum þessa máls, Ragnars Davíðssonar, eiginmanns Margrétar Sigurðardóttur, Ketils Guðjónssonar, Egils Halldórssonar, Gísla Björnssonar, eigin- manns Aðalsteinu Magnúsdóttur, og Helga Schiöths, og hafa þeir aðiljar borið, að notkun fjalllendisins hafi verið sameiginleg frá öllum jörðunum í Grundartorfu og án nokkurra takmarkana fyrir neina af jörðunum eða sérréttinda fyrir aðra og að þeir hafi aldrei heyrt talað um merki milli Grundar og Finnastaða á þessu svæði. Sama hefur vitnið Ingólfur Gunnarsson, fyrrverandi bóndi í Miðhúsum og þá eigandi hálfrar jarðarinnar, borið. Sóknaraðili þessa máls, Snæbjörn Sigurðsson, hefur einnig borið, að landið ofan fjallsgirðingar hafi verið notað til beitar fyrir skepnur af öllum býlum í Grundartorfu og Finnastöðum og að engar reglur hafi gilt um notkun landsins. Eins og sést af gögnum málsins, sem nú hafa verið rakin, er ljóst, að sóknaraðilja hefur ekki tekizt að sanna, að til séu sér- stök landamerki fyrir hina fornu Finnastaði í svokölluðu Grundar- fjalli. Hin fornu skjöl, sem tilgreind eru, skera þar ekki úr, og skýrslur vitna og önnur gögn um merki um Stakaklett eða Ein- staka klett eru svo óljós, að á þeim verður ekki byggt. Vera má, að merki hafi í eina tíð verið um þetta kennileiti, en hvort tveggja er, að það er ósannað, og ljóst er, að þau merki hafa að minnsta kosti ekki verið haldin í síðastliðin 70—80 ár. Varnaraðiljar hafa hins vegar fært sterk rök fyrir því, að engin landamerki séu til á þessu svæði og hafi ekki verið haldin um langt árabil eða svo lengi, sem menn muna, og sú hafi einnig 295 verið skoðun sóknaraðilja allt fram undir það, er hann höfðar þetta mál. Ber því að taka kröfu varnaraðilja um sýknu af kröf- um sóknaraðilja til greina, Eftir þessa niðurstöðu kemur vara- krafa Finnastaða og Árbæjar ekki til álita. Rétt þykir að dæma sóknaraðilja til að greiða varnaraðiljum málskostnað, og þykir hann hæfilegur sem hér segir: Til Guðmundar Skaftasonar fyrir hönd Ketils Guðjónssonar og Óttars Ketilssonar kr. 5.500.00, Ragnars Steinbergssonar hér- aðsdómslögmanns fyrir hönd Egils Halldórssonar og Helga Schiöths kr. 4.000.00 og Friðriks Magnússonar héraðsdómslög- manns f. h. Margrétar Sigurðardóttur og Aðalsteinu Magnúsdótt- ur kr. 4.000.00. Kostnaður við dóminn ákveðst kr. 6.000.00, þóknun til dóm- enda og ferðakostnaður, og þykir rétt að dæma sóknáraðilja til að greiða hann. Dóminn kváðu upp Sigurður M. Helgason, settur sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Akureyri, ásamt meðdóms- mönnunum Árna Jónssyni tilraunastjóra og Guðmundi Benedikts- syni yfirverkstjóra. Dómsorð: Varnaraðiljar, Ketill Guðjónsson, Óttar Ketilsson, Egill Halldórsson, Helgi Schiöth, Margrét Sigurðardóttir og Aðal- steina Magnúsdóttir, skulu sýknuð af kröfum sóknaraðilja, Snæbjarnar Sigurðssonar, í máli þessu. Sóknaraðili greiði varnaraðiljum málskostnað þannig: Guð- mundi Skaftasyni héraðsdómslögmanni f. h. Ketils Guðjóns- sonar og Óttars Ketilssonar kr. 5.500.00, Ragnari Steinbergs- syni héraðsdómslögmanni f. h. Egils Halldórssonar og Helga Schiöths kr. 4.000.00, Friðriki Magnússyni héraðsdómslög- manni fyrir hönd Margrétar Sigurðardóttur og Aðalsteinu Magnúsdóttur kr. 4.000.00. Kostnað við dóminn, kr. 6.000.00, greiði sóknaraðili, Snæ- björn Sigurðsson. Dóminum má fullnægja með aðför að lögum, að því er varðar málskostnað og kostnað við dóminn, innan 15 daga frá birtingu hans. 296 Miðvikudaginn 8. apríl 1964. Nr. 132/19638. Kaupfélag Skagfirðinga (Guðmundur Ásmundsson hrl.) Segn Bæjarstjóranum á Sauðárkróki f. h. bæjar- sjóðs (Guttormur Erlendsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason, Giz- ur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og Einar Arnalds yfirborgardómari. Útsvarsmál. Endurgreiðsla. Dómur Hæstaréttar. Guðbrandur Ísberg, skipaður setudómari í máli þessu, hefur kveðið upp héraðsdóminn. Áfrýjandi hefur skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 3. október 1963. Krefst hann þess, að stefnda verði dæmt að greiða honum kr. 360.672.00 ásamt 6% ársvöxtum af kr. 71.689.00 frá 10. febrúar 1960 til 22. febrúar s. á., en 10% ársvöxtum frá 22. febrúar 1960 til 15. október s. á., 10% ársvöxtum af kr. 157.672.00 frá 15. október 1960 til 28. desember s. á., en 8% ársvöxtum af sömu fjárhæð frá 28. desember 1960 til 3. október 1961 og af kr. 360.672.00 frá þeim degi til greiðsludags. Svo krefst hann og máls- kostnaðar úr hendi stefnda í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar af áfrýjanda fyrir Hæstarétti. Á fundi niðurjöfnunarnefndar Sauðárkróks hinn 11. ágúst 1960 var ákveðið, að niðurjöfnun útsvara í kaupstaðnum fyrir árið 1960 skyldi hagað eftir álagningarreglum „kaup- staðaskala útsvarslaganna“, þ. e. 6. gr. laga nr. 43/1960, sem gengið höfðu í gildi hinn 9. júní s. á. Samþykkt var, að útsvar af veltu í verzlun og iðnaði skyldi vera 114%. Nefndin ákvað enn fremur, „að komi til þess, að hægt sé að lækka útsvör, er lagt hefur verið á skv. ofangreindum reglum, komi sú lækkun eingöngu á útsvör einstaklinga, en ekki veltugjöld“, 297 Hinn 13. ágúst 1960 hafði nefndin lokið niðurjöfnun út- svara. Var þá jafnframt ákveðið, að útsvör skyldu lækkuð um 38% frá útsvarsstiga. Álagning útsvars á áfrýjanda fór fram með þessum hætti: A. Tekjuútsvar. 1. Gjaldstofn samkvæmt framtali ........ kr. 94.054.27 2. Hækkun vegna offærðs frádráttar sam- vinnuskatts á rekstrarreikningi ......... — 11.847.00 Gjaldstofn til álagningar kr. 105.901.27 Samkvæmt þessu nam tekjuútsvar, sbr. 6. gr., a,2, laga nr. 43/1960 ............. kr. 24.300.00 B. Veltuútsvar. Í framtali áfrýjanda var heildarvelta hans árið 1959 talin kr. 27.408.312.64. Nefndin lagði framtalið óbreytt til grundvallar veltuútsvarinu, og nam það, miðað við 1% af veltunni ......00000 000... kr. 411.100.00 Samtals nam útsvarið kr. 435.400.00 Ekki var í þetta sinn lagt neitt eignarútsvar á áfrýjanda. Útsvarsálagningin var tilkynnt áfrýjanda og þess látið getið, að gjaldandi, sem skuldlaus sé við bæjarsjóð 15. október, fái 10% afslátt af útsvari sinu. Áfrýjandi kærði útsvar þetta til niðurjöfnunarnefndar hinn 1. september 1960 og krafðist lækkunar þess af eftir- greindum ástæðum. 1. Áfrýjandi taldi, að lækka bæri útsvarið um 38%, þar sem útsvör sumra útsvarsaðilja hefðu verið lækkuð þann- ig, en slík lækkun ekki látin ná til útsvars hans. Sé þessi aðferð óheimil samkvæmt ákvæðum 11. gr. laga nr. 43/1960. 2. Þá telur áfrýjandi, að óheimilt hafi verið að hækka gjaldstofn tekjuútsvarsins vegna framangreinds frádráttar á samvinnuskatti. 3. Loks kvartar áfrýjandi undan því, að við ákvörðun 298 veltuútsvars hafi sami hundraðshluti verið lagður á alla vörusölu án tillits til tegundar vörunnar, en ekki gerir hann nánari grein fyrir þessu né tölulegri lækkun útsvars af þeim sökum. Ekki verður séð, að niðurjöfnunarnefndin hafi að sinni úrskurðað kæru áfrýjanda samkvæmt 1. málsgr. 22. gr. laga nr. 66/1945 né heldur tilkynnt honum samkvæmt 2. málsgr. sömu greinar, að kæru hans yrði ekki sinnt. En hinn 17. desember 1960 tilkynnti formaður niðurjöfnunar- nefndar áfrýjanda með tilvísun til útsvarskærunnar frá 1. september, að hann hefði falið nafngreindum endurskoð- anda að athuga ýmis atriði í bókhaldi áfrýjanda. Skýrsla endurskoðandans um bókhaldsathugunina er dag- sett 26. desember 1960. Taldi hann, að framtali áfrýjanda væri áfátt í ýmsum greinum. Með hliðsjón af skýrslu þess- ari tók niðurjöfnunarnefnd útsvarsálagningu á áfrýjanda til meðferðar af nýju hinn 30. desember 1960. Ákvað hún, að álagningarstofnar til útsvars áfrýjanda skyldu taldir þannig: A. Gjaldstofn tekjuútsvars ............. kr. 1.457.681.57 B. Gjaldstofn veltuútsvars .„............ — 29.273.954.88 C. Gjaldstofn eignarútsvars ........... — 2.444.424.52 Samkvæmt þessu var útsvar áfrýjanda ákveðið: A. Tekjuútsvar, að frádreginni 38% lækkun kr. 266.500.00 B. Veltuútsvar ......................... — 439.100.00 C. Eignarútsvar, að frádreginni 38% lækkun — 20.600.00 Útsvar lagt á í desember 1960, samtals kr. 726.200.00 Áfrýjanda var tilkynnt þessi breyting á útsvari hans með bréfi, dags. 31. desember 1960. Hinn 10. janúar 1961 kærði áfrýjandi útsvarið til niðurjöfnunarnefndar. Krafðist hann 1) að felld yrði niður hækkun sú, sem serð var á útsvar- inu í desember 1960, og 2) að lækkuð yrði útsvarsfjárhæð samkvæmt aðalniðurjöfnun í ágúst 1960, svo sem hann hafði áður gert kröfu til. Niðurjöfnunarnefndin úrskurðaði á fundi 23. janúar 1961, að útsvarið skyldi standa óbreytt. Næst kærði áfrýjandi útsvarið til yfirskattanefndar hinn 299 25. janúar 1961. Á fundi 21. febrúar 1961 úrskurðaði yfir- skattanefndin gjaldstofna útsvarsins þannig: A. Gjaldstofn tekjuútsvars var lækkaður í kr. 1.000.630.95 B. Gjaldstofn veltuútsvars skyldi óbreyttur — 29.273.954.88 C. Gjaldstofn eignarútsvars var lækkaðurí -— 1.989.373.90 Samkvæmt þessu ákvað yfirskatta- nefndin útsvarið þannig: A. Tekjuútsvar, að frádregnum 38% .... kr. 181.527.00 B. Veltuútsvar .......20000000 00. — 439.100.00 C. Eignarútsvar, að frádregnum 38% .... — 17.773.00 Samtals kr. 638.400.00 Áfrýjandi skaut úrskurði yfirskattanefndar til Ríkisskatta- nefndar, en hún staðfesti hann að niðurstöðu til. Nemur hækkun sú, sem gerð var á útsvari áfrýjanda eftir aðal- niðurjöfnun í ágúst 1960, kr. 203.000.00. Frá útsvari áfrýjanda ...........00.... kr. 638.400.00 dregst afsláttur vegna greiðslu 14. október 1960, 10% af kr. 435.400.00 .....00000.. — 43.540.00 Eftir verða kr. 594.860.00 Þessa fjárhæð hefur áfrýjandi greitt þannig: 1. Hinn 14. október 1960 kr. 391.860.00 9. Hinn 3. október 1961 — 203.000.00 kr. 594.860.00 Í máli þessu telur áfrýjandi, að honum beri aðeins að greiða veltuútsvar, og megi hámark þess ekki fara fram úr 2% af kr. 27.408.312.64, sbr. síðustu málsgr. 6. gr. laga nr. 43/1960, en þannig reiknað yrði útsvarið kr. 548.166.00 Þar frá beri að draga 38% ......0.00.... — 208.303.00 Kr. 339.863.00 Einnig beri að draga þar frá afslátt, 10% .. — 33.986.00 Rétt útsvarsálagning að ætlan áfrýjanda kr. 305.877.00 300 Krafa áfrýjanda í málinu er þannig til orðin: I. Krafa um endurgreiðslu samvinnuskatts, sem á var lagður fyrir rekstrarárið 1959 og greiddur 10. febrúar 1960 ......... kr. 71.689.00 Il. Krafa um endurgreiðslu á ofgreiddu útsvari, þ. e. kr. 594.860.00 = kr. 305. 877.00 0. — 288.983.00 Samtals kr. 360.672.00 Um 1. Í upphafsákvæði og 2. og 3. tölulið 38. gr. laga um sam- vinnufélög nr. 36/1921 var svo fyrir mælt, að þangað til Sagngerð endurskoðun á löggjöfinni um tekjur sveitar- og bæjarsjóða hefði farið fram, skyldu samvinnufélög greiða til þeirra útsvör af arði, sem leiðir af skiptum við utan- félagsmenn, eftir sömu reglum og kaupmenn á staðnum, og skatt, allt að 2% af virðingarverði þeirra húsa, sem fé- lagið notar við starfrækslu sína. Þessi ákvæði voru síðar tekin óbreytt upp í 41. gr. laga um samvinnufélög nr. 46/ 1937, sbr. og 6. gr. A, 11,2 útsvarslaga nr. 66/1945. Það er engum vafa bundið, að fyrirmælin um húsaskattinn (samvinnuskattinn) hafi verið sett til að bæta sveitar- og bæjarfélögum upp að nokkru, að samvinnufélögin voru laus við að greiða þeim útsvar af arði, sem leiddi af skipt- um við félagsmenn. Var skatturinn í eðli sínu útsvarsgreiðsla til sveitar- og bæjarfélaga. Með lögum nr. 43/1960, sem tóku gildi 9. júní s. á., eins og fyrr var getið, var gerð ný skipan á gjaldskyldu samvinnufélaga til sveitar- og bæjar- sjóða. Meðal annars voru ákvæði 3. töluliðs 41. gr. laga nr. 46/1937 um samvinnuskatt felld úr gildi, en samvinnu- félögum gert að greiða útsvar af veltu með sama hætti og öðrum gjaldendum. Svo sem fyrr var greint, nam skattur áfrýjanda sam- kvæmt 3. tölulið 41. gr. laga nr. 46/1937 fyrir rekstrarárið 1959 kr. 71.689.00, og galt áfrýjandi hann hinn 10. febrúar 1960. Vegna tilkomu laga nr. 43/1960 var einnig lagt al- mennt veltuútsvar á áfrýjanda fyrir sama rekstrarár. Telur 301 áfrýjandi slíka tvöfalda gjaldálagningu til bæjarsjóðs af sama rekstri hafa verið óheimila. Í lögum nr. 43/1960 er að vísu ekki berum orðum tekin afstaða til þessa mál- efnis, en ekki er ástæða að ætla, að tilgangur löggjafans hafi verið, að samvinnufélög greiddu fyrir eitt einstakt ár bæði samvinnuskatt og veltuútsvar, svo sem að framan greinir. Verður að skýra lögin þannig, samkvæmt tildrög- um þeirra og eðli málsins, að leggja hafi átt veltuútsvar á félögin árið 1960, en að samvinnuskattur vegna rekstrarins árið 1959 félli þá niður, ef hann var ógoldinn, en væri ella dreginn frá útsvarsfjárhæð. Af hálfu stefnda hefur því verið haldið fram, að þar sem greiðsla á samvinnuskatti áfrýj- anda hafi verið fyrirvaralaus, þá sé ekki skylt að endur- greiða hann. En þegar af þeirri ástæðu, að engin efni voru til hinn 10. febrúar 1960 að binda greiðsluna neinum fyrir- vara og réttur áfrýjanda til að fá skattinn dreginn frá út- svari kom ekki til sögu fyrr en með setningu laga nr. 43/ 1960, þá verður þessum mótbárum stefnda ekki sinnt. Um TI. 1. Áfrýjandi heldur fram, að fella beri niður með öllu hækkun þá, kr. 203.000.00, sem skattanefndir gerðu á út- svari hans eftir aðalniðurjöfnun í ágúst 1960, með því að niðurjöfnunarnefnd hafi ekki gætt fyrirmæla í 1. málsgr. 22. gr. laga nr. 66/1945 um að tilkynna honum fyrirhug- aða hækkun, áður en hún var framkvæmd. Af hálfu stefnda er því borið við, að hækkunin hafi verið ákveðin samkvæmt heimild í 2. tölulið 25. gr. nefndra laga, en þar sé ekki getið neinnar tilkynningarskyldu. Auk þess hafi áfrýjandi mátt ráða af bókhaldsathugun þeirri, sem fram fór á vegum niðurjöfnunarnefndar í desember 1960, að nefndin hefði i hyggju að taka útsvarsálagninguna til nýrrar meðferðar. Telja verður það hafa verið meginreglu í útsvarslögunum nr. 66/1945, sbr. og nú síðustu málsgr. 42. gr. laga nr. 69/ 1962, að skylt sé að gera aðilja viðvart, áður en framtali hans er breytt honum í óhag og honum veitt færi á að skýra málið frá sínu sjónarmiði og bera fram ný gögn, ef svo ber undir, sbr. ákvæði 5. gr.. 18. gr. og 22. gr. laga nr. 302 66/1945. Skiptir þetta gjaldþegn miklu máli, þar sem óhæg- ari er aðstaða hans til að fá þegar ákveðið útsvar lækkað en að koma í veg fyrir of háa álagningu með skýringu á framtali sínu. Niðurjöfnunarnefnd gætti ekki þessarar skyldu um tilkynningu, og ber því að telja umrædda hækkun á útsvari úfrýjanda ógilda. 2. Kemur þá til athugunar útsvarsálagningin í ágúst 1960 og mótbárur þær, sem áfrýjandi hefur uppi Í sam- bandi við hana. A. Tekjuútsvar. Tekjur samkvæmt framtali áfrýjanda námu .............. kr. 94.054.27 Áfrýjandi taldi til frádráttar tekjum árs- ins 1959 kr. 59.139.00 vegna greidds sam- vinnuskatts 1960. Þar sem áfrýjandi fær heimild til að draga skattinn í heild frá út- svari 1960, þá verður frádráttur hans frá tekjum ekki jafnframt leyfður. Hækkar gjaldstofninn því um ................. — 59.139.00 Gjaldstofn tekjuútsvars samtals kr. 153.193.27 Tekjuútsvar af fjárhæð þessari samkvæmt 6. gr., a,2, laga nr. 43/1960, að frádregnum 38%, verður kr. 23.844.00. B. Veltuútsvar. Áfrýjandi taldi fram heildarveltu til álagningar kr. 27.408.312.64. Niðurjöfnunarnefnd ákvað veltuútsvar 114% af þessum gjaldstofni, en synjaði áfrýj- anda um 38% lækkun á þessum hluta útsvarsins. Telur stefndi, að heimilt hafi verið eftir 8. gr. laga nr. 43/1960 að ákveða veltuútsvarið 214% af sjaldstofni, með því að sá hundraðshluti hafi verið lagður á sams konar veltu árið 1959. Nú hafi álagning aðeins verið ákveðin 11 %, og hafi áfrýjandi því notið lækkunar á veltuútsvari sínu sem svari til 38%. Á þetta verður ekki fallizt. Samkvæmt síðustu málsgr. 6. gr. laganna mátti álagning á þá veltu, sem hér ræðir um, ekki fara fram úr 2%, og takmarkast það ákvæði ekki af reglum 8. gr. Áfrýjandi átti eftir 11. gr. laganna rétt til sömu lækkunar á veltuútsvari sínu sem almennt var veitt á tekjuútsvari og eignarútsvari. Þykir því bera að taka til 303 greina kröfu áfrýjanda um, að veltuútsvar hans verði ákveð- ið 2% af gjaldstofni, en síðan lækkað um 38%. Nemur fjár- hæð veltuútsvars þannig reiknað kr. 339.863.00. Samkvæmt framansögðu. nemur tekjuútsvar og veltu- útsvar áfrýjanda samtals, sbr. og 12. gr. laga nr. 43/1960 ....200000n 0 kr. 363.700.00 Frá dregst 10% afsláttur af kr. 363.700.00 — 36.370.00 Útsvar, sem áfrýjanda ber að greiða ..... kr. 327.330.00 Áfrýjandi hefur greitt samvinnuskatt, kr. 71.689.00, og útsvar, kr. 594.860.00, samtals kr. 666.549.00 Þegar frá eru dregnar ................ — 327.330.00 kemur fram, að áfrýjandi hefur ofgreitt .. kr. 339.219.00 Ber stefnda samkvæmt 27. gr. laga nr. 66/1945, sbr. nú 58. gr. laga nr. 69/1962, að endurgreiða áfrýjanda þá fjár- hæð ásamt vöxtum, eins og í dómsorði greinir. Rétt þykir, eins og atvikum málsins er háttað, að málskostnaður í hér- aði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Stefndi, bæjarstjórinn á Sauðárkróki f. h. bæjarsjóðs, greiði áfrýjanda, Kaupfélagi Skagfirðinga, kr. 339.219.00 ásamt 9% ársvöxtum af kr. 143.389.00 frá 15. október 1960 til 29. desember s. á., 7% ársvöxtum frá þeim degi til 3. október 1961 og 7% ársvöxtum af kr. 339.- 219.00 frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur aukadóms Sauðárkróks 17. ágúst 1963. Mál þetta, sem var þingfest 8. þ. m. og tekið til dóms sama dag eftir árangurslausa sáttatilraun og munnlegan málflutning, 304 er höfðað af Kaupfélagi Skagfirðinga gegn bæjarstjóranum á Sauðárkróki f. h. bæjarsjóðs. Upprunalega var málið höfðað og þingfest 23. október 1961 og dómur upp kveðinn í því 11. júlí 1962, en síðan áfrýjað af stefnanda til Hæstaréttar og heimvísunardómur uppkveðinn þar 8. maí 1963, en um tilefni heimvísunarinnar segir svo Í for- sendum dómsins: „Meðal málsástæðna, sem áfrýjandi hafði uppi í héraði til rökstuðnings kröfum sínum á hendur stefnda, voru þær, að eignarútsvar hefði ólöglega verið lagt á áfrýjanda, m. a. vegna þess að slíkt útsvar yrði eigi lagt á samvinnufélag, svo og að þess hefði ekki verið gætt við álagningu tekjuútsvars á áfrýj- anda, að einungis mætti miða við tekjur af skiptum utanfélags- manna, og var í því efni vísað til 1. mgr. 13. gr. laga nr. 43/1960. Héraðsdómari hefur andstætt ákvæðum 1983. gr. laga nr. 85/ 1936 látið beggja þessara málsástæðna ógetið í dómi sínum og þá ekki heldur tekið afstöðu til þeirra. Verður af Þessum sök- um að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu heim til lög- legrar meðferðar og uppsögu dóms af nýju.“ Varðandi hina fyrrgreindu heimvísunarástæðu, álagningu eign- arútsvars, vísast til laga nr. 43/1960, 6. gr. 2 b. Þar segir ber- um orðum, að af hreinum eignum félaga greiðist Þargreindur hluti af hverju þúsundi í eignarskatt. Samvinnufélögin eru þar ekki undanskilin, og ber þeim því sem öðrum félögum að greiða eignarskatt. Um hið síðara atriðið, álagningu teknaútsvars á samvinnu- félög, verður rætt síðar í sambandi við kröfur stefnanda. Stefnandi gerir þær dómkröfur, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum kr. 360.672.00 ásamt 9% ársvöxtum af kr. 71.689.00 frá 10. febrúar 1960 til 15. október s. á. og af kr. 157.672.00 frá 15. október 1960 til 28. desember s. á. en 7% ársvöxtum af sömu fjárhæð frá 28. desember 1960 til 3. október 1961 og af kr. 360.672.00 frá 3. október 1961 til greiðsludags. Enn fremur krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda eftir mati héraðsdómsins. Aðaldómkrafa stefnanda skiptist þannig: Kr. 288.983.00, sem hann telur of hátt álagt útsvar, en af því voru kr. 203.000.00 greiddar með fyrirvara, og samvinnu- skattur kr. 71.689.00, álagður í árslok 1959 samkvæmt þágild- andi lögum, greiddur fyrirvaralaust af stefnanda 10. febrúar 1960 og færður til útgjalda í ársreikningi félagsins fyrir árið 305 1959. Heimildin til álagningar samvinnuskatts féll úr gildi með setningu laga nr. 43/1960, er öðluðust gildi 9. júní s. á. Í þeim lögum er ekki að finna heimild til þess, að þau yrðu látin gilda aftur fyrir sig, hvað sem um sanngirnistillit mætti segja í því sambandi. Er því eigi unnt að taka endurgreiðslukröfu stefn- anda til greina, að því er þenna lið varðar. Varðandi hækkun hins upprunalega álagða útsvars, aukaniður- jöfnun niðurjöfnunarnefndar á stefnanda, hefur hann andmælt því, að sú niðurjöfnun hafi verið lögleg, sökum þess að hún hafi ekki verið tilkynnt honum fyrirfram og honum þannig gefinn kostur þess að gefa nauðsynlegar skýringar. Stefndi hefur aftur á móti haldið því fram, að álagningu útsvars samkvæmt 1. mgr. 25. gr. laga nr. 66/1945 þurfi alls ekki að tilkynna þann veg, sem stefnandi gerir ráð fyrir. Nokkur vafi gæti leikið á um þetta atriði, en hitt er augljóst, að stefnanda stóð opin leið að tilkynna stefnda þegar í stað þessa skoðun sína og um leið neit- un þess að greiða útsvarið og gefa honum þann veg tækifæri og tilefni til þess að láta fara fram lögtak á útsvarinu þá þegar á sinn kostnað og fá þann veg áfrýjunarhæfan úrskurð í málinu. Þetta gerði hann ekki. Í þess stað áfrýjaði hann úrskurði niður- jöfnunarnefndar til yfirskattanefndar og síðan til Ríkisskatta- nefndar, sem virðist lítt eða ekki samrýmanlegt hinum fram- bornu mótmælum. Loks liggur það fyrir í málinu, að eftir að stefnandi sendi niðurjöfnunarnefnd útsvarskæru sína, fer fram ýtarleg endurskoðun á öllu bókhaldi hans, framkvæmd af lög- giltum endurskoðanda, sem að sjálfsögðu tekur á móti öllum þeim upplýsingum, er stefnandi óskaði að koma að. Þessi endur- skoðun, sem gerð var að tilhlutun stefnda, var ákveðin bending um það, að allir álagningarstofnar útsvarsins yrðu teknir til nýrrar athugunar. Og samkvæmt skýrslu endurskoðandans, sem stefnandi fékk í hendur, gat hann tæpast verið í vafa um, að um einhverja hækkun yrði að ræða, svo sem og varð. Þá hafði stefnandi og ótakmarkað svigrúm til þess að koma að öllum þeim upplýsingum og athugasemdum, er hann óskaði, er um málið var fjallað síðar í yfirskattanefnd og Ríkisskattanefnd. Að öllu þessu athuguðu, þykir eigi fært að taka þessi formmótmæli stefn- anda til greina. Þá hefur stefnandi og hreyft þeim formmótmælum, að niður- jöfnunarnefnd hafi við aðalniðurjöfnun útsvara 1960 jafnað niður svo hárri upphæð, sem hún frekast mátti, og því sé aukaniður- jöfnunin (þ. e. hækkun útsvarsins) markleysa. Af hendi stefnda 20 306 er því haldið fram, að þessi skoðun fái ekki staðizt, að því er varðar aukaniðurjöfnun, sem fer fram svo og svo löngu eftir aðalniðurjöfnun. Fallast verður á, að slík ákvæði, ef fyrir hendi væru, gerðu augljóslega alla aukaniðurjöfnun óraunhæfa, og er því eigi unnt að taka þessi mótmæli stefnanda til greina. Þá telur stefnandi, að hann hefði átt að fá, en ekki fengið, 38% afslátt af veltuútsvari hans, svo sem aðrir hafi fengið af tekna- og eignaútsvörum, miðað við útreikning samkvæmt lög- leyfðum niðurjöfnunarskala, og í annan stað, að ekki geti komið til greina hærra útsvar af útsvarsskyldri veltu hans en 2%. Samkvæmt upplýsingum, sem fyrir liggja í málinu, lagði niður- jöfnunarnefnd Sauðárkróks 2M% útsvar á veltu á árinu 1959. Samkvæmt 3. mgr. 8. gr. laga nr. 43/1960 mátti útsvar á veltu nema sama hundraðshluta, miðað við tegund gjaldstofns, sem hann var á hverjum stað 1959. Hér er um undantekningarákvæði að ræða, sem virðist aðeins muni gilda fyrir árið 1960, þó að það sé eigi tekið fram berum orðum. Samkvæmt þessu ákvæði gat niðurjöfnunarnefnd lagt á 2%4% veltuútsvar 1960. En er niðurjöfnunarnefnd hafði reiknað út leyfilega álagningu, varð henni ljóst, að miðað við áætluð útgjöld væri henni óhætt að lækka álagninguna um 38%. Í stað þess að framkvæma þá lækkun hjá öllum gjaldendum, einnig hjá félögum, og þá miðað við óbreytt veltuútsvar ársins 1959, ákvað nefndin að lækka veltu- útsvör félaga niður í 17%%, en sú lækkun nam sem næst 38%. Um leið var svo ákveðið, að á veltuútsvörum félaga skyldi eng- inn frádráttur eiga sér stað. Þó að þetta hafi verið óþörf og næsta óeðlileg umsvif, verður ekki séð, að gengið hafi verið á hlut félaganna með þessum aðgerðum, svo fremi að heimilt hafi verið að ákveða veltuútsvar félaga 2) %, en það telur rétturinn sig verða að fallast á, að hafi verið. Endurgreiðslukrafa stefn- anda, sem að verulegu leyti er byggð á umræddri forsendu, verð- ur því eigi tekin til greina að þessu leyti. Stefnandi telur, að óheimilt hafi verið að leggja veltuútsvar á sölu mjólkurbúðar, sem rekin er af honum og sem gaf tals- verðan arð. Af hendi stefnda er bent á, að hér sé um smásölu- verzlun að ræða, sem ekki falli undir 1. mgr. 8. gr. laga nr. 43/ 1960. Rétturinn telur eigi unnt að komast hjá að fallast á þá skoðun. Hlutverk sláturhúsa er að breyta lifandi dýrum í seljan- lega vöru, kjöt, skinn o. s. frv., m.ö.o. að annast fyrsta stig breyt- ingar hráefnis í seljanlega vöru. Á sama hátt er í mjólkursam- lögunum úr mjólk framleiðenda unnin gerilsneydd neyzlumjólk, 307 þurrmjólk, smjör, skyr o.s.frv., og öll þessi framleiðsla eða mestöll er svo afhent í umboðssölu eða smásölu á sama hátt og fram- leiðsla sláturhúsanna. Sé varan seld í smásölu, skapast nýtt viðhorf með hækkuðu verði (smásöluverði) og um leið útsvarsskylda. Mun og hæpið, að nokkurn tíma sé um raunverulegt heildsöluverð gerilsneyddr- ar neyzlumjólkur að ræða, heldur fastákveðið smásöluverð, sem færa verður verulega niður við afhendingu til mjólkurbúða, er afgreiða mjólkina til neytenda. Endurgreiðslukrafa stefnanda á þessum forsendum verður því ekki tekin til greina. Þá telur stefnandi, að ekki hafi verið heimilt að leggja veltu- útsvar á skipaafgreiðslu, er hann hefur með höndum, en þar var um verulega veltu að ræða og verulegar tekjur. Byggir hann þessa skoðun sína meðfram á því, að mest af þessari veltu hafi stafað af viðskiptum stefnanda sjálfs, og því nánast um færsluatriði að ræða. Á þetta verður ekki fallizt. Virðist augljóst, að slíkur rekstur í höndum einstaklings, sem ekki hefði annan rekstur með höndum, er blandazt gæti saman við, væri veltuútsvarsskyldur. Koma þá til greina allar tekjur fyrirtækisins annars vegar, væntanlega samkvæmt fastri gjald- skrá, er gilti jafnt fyrir alla, en hins vegar útgjöld þess og ágóði af rekstrinum samkvæmt uppgjöri í árslok. Eðlismunur slíkrar starfsemi í höndum einstaklings og í höndum félags er enginn sjáanlegur með tilliti til veltuútsvars, og verður endur- greiðslukrafa stefnanda á hér umræddri forsendu því eigi tekin til greina. Þá byggir stefnandi endurgreiðslukröfu sína meðfram á því, að honum hafi verið ranglega gert að greiða veltuútsvar af veltu Olíufélagsins h/f, sem hann hefur söluumboð fyrir á Sauðár- króki, og heldur því jafnvel fram, að félagið muni sjálft greiða slíkt úsvar á öðrum vettvangi af veltu sinni, án þess þó að færa rök að því, svo sem með því að leggja fram vottorð um það, sem hefði átt að vera auðvelt. Í 4. mgr. c-liðs 6. gr. laga nr. 43/ 1960 er olíuverzlun talin veltuútsvarsskyld, og má sú álagning nema allt að 3%. Hér ber því að sama brunni sem áður. Endur- greiðslukröfu stefnanda á hérnefndri forsendu er ekki unnt að taka til greina. Þá kemur til álita sá hluti endurgreiðslukröfu stefnanda, er byggður er á því, að of hátt útsvar sé reiknað af þeim kr. 600.000.00, er endanlega var bætt við tekjur stefnanda vegna óeðlilega mikillar niðurfærslu birgða (40%) í framtali kaup- 308 félagsins í árslok 1959. Telur stefnandi, að af þeirri upphæð yrði ekki með réttu lagt teknaútsvar nema á 16.53% þeirrar upphæðar, þ. e, þann hluta, er jafngilti utanfélagsmannavið- skiptum kaupfélagsins, svo sem félagið telur þau vera, og vitnar í því efni til 13. gr. laga nr. 43/1960, en þar segir svo: „Sam- vinnufélög greiða útsvar af skiptum sínum, jafnt við félagsmenn sem utanfélagsmenn, eftir sömu reglum sem kaupmenn sama staðar, þó ekki af arði af viðskiptum félagsmanna.“ Þetta virðist bera að skilja svo, að ekki megi leggja útsvar á þann hluta tekna samvinnufélags, sem greiddur er félagsmönnum í árslok sem arður eða lagður til hliðar til útborgunar til þeirra og það þá raunverulega gert. Ef leggja ætti víðari arðsfrádráttarheimild Í greinina, þá virðist hún vera í mótsögn við sjálfa sig. Það virðist þó ekki skipta máli í þessu sambandi, hvernig greinin er skilin, þar sem hér er alls ekki um venjulegan tekjulið að ræða. Reikningum ársins 1959 var lokið og útborgun arðs til félagsmanna fyrir það ár, og í mótmælum stefnanda gegn lækk- un birgðaliðsins felst óbein yfirlýsing um það, að af hinum um- ræddu 600.000.00 krónum beri félagsmönnum enginn arður, og engin yfirlýsing hefur komið fram um það, að rétta eigi eftir á hlut félagsmanna með aukaarðsúthlutun. Í reikningum félagsins er niðurfærsluupphæðin falin í birgðum og ekkert fram komið, sem bendi til, að á því verði nokkur breyting. Niðurjöfnunar- nefnd, yfirskattanefnd og Ríkisskattanefnd virðast hafa litið svo á, að þessi sérstaki, umræddi teknaliður félli ekki undir ákvæði 13. gr. laga nr. 43/1960, að því er snertir ákvæðið um arð af fé- lagsmannaviðskiptum, og rétturinn telur sig verða að fallast á það sjónarmið þeirra. Hér kemur og einnig til álita, að á það hefur verið lögð áherzla af stefnanda, að um teknaundanskot í framtali kaupfélagsins hafi ekki verið að ræða, því að framtalið fyrir árið 1959 hafi verið samið með sama hætti sem undan- farin ár og legið fyrir til athugunar á sama hátt og áður, án þess að gerðar hafi verið við það teljandi athugasemdir fyrr en nú. Af þessu má aftur draga þá ályktun, að undanfarin ár hafi einnig fallið undan útsvarsálagningu ýmsir verulegir tekju- liðir, svo sem tekjur af skipaafgreiðslu o. fl. Hafa þær tekjur, sem þannig hafa sloppið undan álagningu útsvars, gengið beint inn í rekstur félagsins og eru þar enn, m.a. í birgðum þess. Af þeim ástæðum, sem hér hafa verið raktar, telur rétturinn sér ekki fært að taka endurgreiðslukröfu stefnanda til greina, byggt á skírskotun hans til 13, gr. laga nr. 43/1960. 309 Loks virðist vera í endurgreiðslukröfu stefnanda fólgin krafa um 10% afföll af þeim kr. 203.000.00, er hann greiddi með fyrir- vara. Yfirskattanefnd og Ríkisskattanefnd hafa ekki talið ástæðu til að taka tillit til þessa atriðis. Og þar sem hér er um ólög- bundið atriði að ræða, telur rétturinn það liggja utan síns verk- sviðs að taka afstöðu til þess. Samkvæmt framansögðu telur rétturinn ekki fært að taka hina umstefndu endurgreiðslukröfu til greina að neinu leyti, og ber því að sýkna stefnda, bæjarstjórann á Sauðárkróki f. h. bæjar- sjóðs, af öllum kröfum stefnanda í máli þessu, en dæma stefn- anda samkvæmt þessum úrslitum til þess að greiða málskostnað, sem eftir atvikum þykir hæfilega ákveðinn kr. 8.000.00. Dómsorð: Stefndi, bæjarstjórinn á Sauðárkróki f. h. bæjarsjóðs, á að vera sýkn af kröfum stefnanda, Kaupfélags Skagfirð- inga, í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda kr. 8.000.00 í málskostnað. Dóminum ber að fullnægja undir aðför að lögum, Föstudaginn 10. apríl 1964. Nr. 77/1963. Gjaldheimtan í Reykjavík (Tómas Jónsson hrl.) gegn Sjómannadagsráði f. h. Laugarásbíós (Magnús Thorlacius hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason. Giz- ur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og Ármann Snævarr prófessor. Lögtaksmál. Aðstöðugjald. Dómur Hæstaréttar. Sigurður Grímsson borgarfógeti hefur kveðið upp hinn áfryjaða úrskurð. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 11. júní 310 1963. Hér fyrir dómi krefst áfrýjandi Þess, að hinn áfrýj- aði úrskurður verði úr gildi felldur og að lagt verði fyrir fógeta að framkvæma lögtak í eignum stefnda, þó ein- ungis til tryggingar aðstöðugjaldi, að fjárhæð kr. 41.300.00. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda. Stefndi krefst staðfestingar fógetaúrskurðarins, að því er tekur til aðstöðugjalds, og að áfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað hér fyrir dómi. Rekstur kvikmyndahúss til tekjuöflunar elliheimili er eigi sá eðlisþáttur í starfrækslu slíkrar stofnunar, að hann megi eftir ákvæðum 2. mgr. 8. gr. laga nr. 69/1962 telja undanþeginn aðstöðugjaldi samkvæmt TIL kafla laganna. Ber því að fella úr gildi hinn áfrýjaða úrskurð og leggja fyrir fógeta að framkvæma lögtak það, sem krafizt er. Eftir þessum úrslitum er rétt, að stefndi greiði áfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 4.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður er úr gildi felldur, og á fógeti að framkvæma lögtak það, sem krafizt er. Stefndi, Sjómannadagsráð f. h. Laugarásbíós, greiði áfrýjanda, Gjaldheimtunni í Reykjavík, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 4.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður fógetadóms Reykjavíkur 21. apríl 1963. Gerðarþola, Laugarásbíói, hér í borg, var gert að greiða hér opinber gjöld fyrir ár 1962 samkvæmt gjaldseðli nr. 517490, að fjárhæð samtals kr. 54.047.00, er sundurliðast þannig: Slysatryggingagjald .................... kr. 819.00 Lífeyristryggingagjald .................. — 9.594.00 Atvinnuleysistryggingagjald ............ — 2.334.00 Aðstöðugjald ..........0........0.. — 41.300.00 Upp í gjöld þessi hefur gerðarþoli greitt með fyrirvara kr. 819.00 og kr. 9.594.00, eða samtals kr. 10.413.00, og enn fremur öll 26. febrúar s.l. kr. 2.334.00, einnig með fyrirvara. Standa þá eftir ógreiddar kr, 41.300.00. Gerðarbeiðandi hefur krafizt úr- skurðar réttarins um gjaldskyldu gerðarþola, að því er varðar öll framangreind gjöld, samtals kr. 54.047.00, og lögtaks í eign- um gerðarþola til tryggingar hinum umkröfðu gjöldum ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. Umboðsmaður gerðarþola hefur mótmælt framangreindum kröfum gerðarbeiðanda og gert þær kröfur, að synjað verði um framgang hinnar umbeðnu lögtaksgerðar og að gerðarbeið- anda verði gert að greiða umbjóðanda sínum, Sjómannadags- ráði, málskostnað að skaðlausu. Mótmæli sín og kröfur hefur umboðsmaður gerðarþola í greinar- gerð sinni og við munnlegan flutning málsins reist meðal ann- ars á því, að gerðarþoli, svonefnt Laugarásbíó, sé eigi til sem sjálfstæður skattþegn. Eins og framlögð skjöl málsins sýni (rskj. nr. 7), hafi Sjómannadagsráð sótt á sínum tíma um leyfi borgar- stjórnar til kvikmyndasýningar Í salarkynnum Hrafnistu, Dvalar- heimilis aldraðra sjómanna, og verið veitt það leyfi, en síðar hafi Sjómannadagsráð reist með leyfi borgarstjórnar sérstakt samkomu- og kvikmyndahús. Leyfi borgarstjórnar til handa Sjó- mannaðagsráði til kvikmyndasýninga hafi verið veitt 29. marz 1954, og hafi borgarstjóri tilkynnt það Sjómannadagsráði með bréfi, dags. daginn eftir (rskj. nr. 8). Samkvæmt þessu leyii hafi Sjómannadagsráð stofnað þenna kvikmyndahúsrekstur, og hafi það jafnan annazt reksturinn síðan. Sjómannadagsráð reki því kvikmyndahúsið, svonefnt Laugarásbíó, og standi algerlega undir rekstri þess. Hagnaður af rekstrinum renni til Sjómanna- dagsráðs, þ. e. Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, ef um hagnað sé að ræða, og Sjómannadagsráð verði að greiða tap á rekstrin- um, ef því sé að skipta (sbr. rskj, nr. 9). Af þessu sé ljóst, að kvikmyndahúsrekstur Sjómannadagsráðs sé eigi sem gróðafyrir- tæki einstakra manna, heldur renni hagnaður af honum, ef nokk- ur sé, beinlínis til elliheimilis sjómanna, Hrafnistu, og verði þannig til þess að lækka vistgjöld þar. Það sé og vitað, að hinn raunverulegi gerðarþoli þessa máls, Hrafnista, sé elliheimili og því undanþegið aðstöðugjaldi samkvæmt lögum nr. 69/1962, 8. gr., 2. mgr. Um önnur gjöld, sem lögð hafa verið á gerðarþola samkvæmt framangreindum gjaldseðli, hefur umboðsmaður gerðarþola tekið fram, að hann telji vafasamt, að álagning slysatryggingaiðgjalds, kr. 819.00, samkvæmt 43. gr. laga nr. 24/1956 og lífeyristrygg- 312 ingaiðgjalds, kr. 9.594.00, samkvæmt 29. gr. sömu laga fái staðizt að lögum, enda hafi Sjómannadagsráð greitt gjöld þessi með fyrirvara, Þá hafi og verið lagt á gerðarþola atvinnuleysistrygg- ingagjald, kr. 2.334.00, samkvæmt lögum nr. 29/1956, 5. gr., en þar eð fólk það, sem gerðarþoli hafi í þjónustu sinni, sé skrif- stofufólk og sýningarmenn, er heyri undir 4. gr., 3. mgr., in fine sömu laga, þá fái þessi álagning eigi staðizt að lögum. Af framan- greindum ástæðum beri því að synja um framgang hinnar um- beðnu lögtaksgerðar. Umboðsmaður gerðarbeiðanda hefur í greinargerð sinni og við munnlegan flutning málsins mótmælt framangreindum kröfum og sjónarmiðum umboðsmanns gerðarþola. Hefur hann haldið því fram, að enda þótt enginn ágreiningur sé um það, að fjár- söfnunarstarfsemi Sjómannadagsráðs svo og bygging og rekstur Dvalarheimilis aldraðra sjómanna sé og eigi að vera undanþegið aðstöðugjaldi, enda hafi bað notið styrks úr borgarsjóði, þá leiði eigi af því eftir atvikum, að kvikmyndasýningar, sælgætissala 0. s. frv., sem að hlutarins eðli séu aðstöðugjaldsskyldar, eigi að vera undanþegin aðstöðugjaldsgreiðslum við það eitt, að Sjó- mannadagsráð eða D.A.S. hafi stofnað til rekstursins. Þetta fyrir- tæki Sjómannadagsráðs sé eigi í eðli sínu þannig, að það eo ipso hljóti að njóta þess skattfrelsis, sem D.A.S. nýtur samkvæmt 8. gr., 2. mgr., laga nr. 69/1962 um tekjustofna sveitarfélaga, sbr. 5. gr., 3. lið, reglugerðar nr. 81/1962 um aðstöðugjald, enda haldi hann því eindregið fram, að Laugarásbíó njóti eigi þessa skattfrelsis og sé því aðstöðugjaldsskylt og skattskylt sem önnur slík fyriræki, og gjöld þau, sem hér sé um að ræða, hafi því réttilega verið á gerðarþola lögð. Hins vegar sé enginn ágrein- ingur um sjálfa fjárhæðina, enda sé aðstöðugjaldið lagt á eftir framtali gerðarþola og miðað við vissan hundraðshluta rekstrar- útgjalda samkvæmt 9. gr. laga nr. 69/1962. Beri því að leyfa framgang hinnar umbeðnu lögtaksgerðar. Aðiljar lögðu málið undir úrskurð réttarins. Svo sem að framan greinir, hefur umboðsmaður gerðarþola gert þær kröfur í málinu, að synjað verði um framgang hinnar umbeðnu lögtaksgerðar af þeim ástæðum, að gerðarþoli sé eigi sjálfstæður skattþegn, heldur sé fyrirtækið rekið af Sjómanna- dagsráði sem þáttur í starfi þess til fjáröflunar til Hrafnistu, Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, enda renni hagnaður sá, er kunni að verða af rekstri Laugarásbíós, allur til dvalarheim- ilisins og Sjómannadagsráðs eða dvalarheimilið beri þann halla, 313 sem verða kunni af rekstrinum, sbr. rskj. nr. 9, og þar eð hér sé um elliheimili að ræða, þá leiði af því, að gerðarþoli, svo- nefnt Laugarásbíó, sé undanþeginn aðstöðugjaldi samkvæmt 8. gr., 2. mgr., laga nr. 69/1962 um tekjustofna sveitarfélaga, og einnig verði að telja vafasamt, að heimilt hafi verið að leggja á gerðar- þola slysatryggingaiðgjald og lífeyristryggingaiðgjald, og að at- vinnuleysistryggingagjaldið fái eigi staðizt að lögum. Umboðsmaður gerðarbeiðanda hefur hins vegar haldið því fram, að enda þótt enginn ágreiningur sé um það, að fjársöfnunar- starfsemi Sjómannaðagsráðs svo og bygging og rekstur Dvalar- heimilis aldraðra sjómanna séu eigi aðstöðugjaldsskyld að lög- um, þá sé fyrirtækið Laugarásbíó eigi þess eðlis, að það njóti sama skattfrelsis og dvalarheimilið, og enda þótt dvalarheimilið reki fyrirtækið Laugarásbíó sé það því aðstöðugjaldsskylt og skattskylt sem önnur slík fyriræki. Á þetta sjónarmið umboðsmanns gerðarbeiðanda getur réttur- inn eigi fallizt. Það er upplýst í máli þessu, að Laugarásbíó er rekið af Sjómannadðagsráði, enda leyfið til kvikmyndasýninga veitt Sjómannadagsráði, sbr. rskj. 8, og enn fremur er það upp- lýst, sbr. rskj. nr. 10, að hagnaður af rekstri kvikmyndahússins, ef nokkur er, rennur til Sjómannadagsráðs eða dvalarheimilisins og að Sjómannadagsráð ber hallann af rekstrinum, ef svo ber undir, sbr. rskj, nr. 9. Laugarásbíó er því að áliti réttarins í þeim tengslum við Dvalarheimili aldraðra sjómanna, að líta verður á það sem þátt í fjáröflunarstarfsemi Sjómannadagsráðs eða dvalar- heimilisins og að það falli því undir undantekningarákvæði 8. gr., 2. mgr., laga nr. 69/1962 um tekjustofna sveitarfélaga. Þá lítur rétturinn svo á, að eigi hafi verið heimilt að lögum að leggja á gerðarþola eftir atvikum atvinnuleysistryggingagjald, þar eð upplýst er í málinu, að fólk það, sem gerðarþoli hefur í þjónustu sinni, er skrifstofufólk og sýningarmenn, sem eigi taka laun sín samkvæmt kjarasamningi verkalýðsfélags eða samkvæmt gild- andi launataxta verkalýðsfélags, sbr. 4. gr., 2. mgr., laga nr. 29/ 1956 um atvinnuleysistryggingar. Hins vegar lítur rétturinn svo á, að gerðarþola beri að greiða umkrafið lífeyristryggingaiðgjald samkvæmt 24. gr., d-lið, laga nr. 24/1956, sbr. 32. gr., 1. mgr. sömu laga. Samkvæmt þessu þykir rétt að sýkna gerðarþola af kröfum gerðarbeiðanda um aðstöðugjald, kr. 41.300.00, og enn fremur sýkna hann af kröfunni um atvinnuleysistryggingagjald, kr. 2.334.00. Hins vegar ber gerðarþola að greiða umkrafið líf- eyristryggingaiðgjald, kr. 9.594.00, og slysatryggingaiðgjald, kr. öld 819.00, sem hann þegar hefur greitt með fyrirvara, og fellur sá fyrirvari því niður. Eftir atvikum þykir rétt að fella niður máls- kostnað. Því úrskurðast: Gerðarþoli skal sýkn af kröfum gerðarbeiðanda um að- stöðugjald, kr. 41.300.00, svo og af kröfu gerðarbeiðanda um atvinnuleysistryggingagjald, kr. 2.334.00. Hins vegar er hann gjaldskyldur, að því er varðar umkrafin lífeyris- tryggingaiðgjald, kr. 9.594.00, og slysatryggingaiðsjald, kr. 819.00, og fellur fyrirvari gerðarþola um þær greiðslur því niður. Málskostnaður fellur niður. Föstudaginn 10. apríl 1964. Nr. 82/1963. Ingólfur Guðmundsson (Páll S. Pálsson hrl.) segn Gjaldheimtunni í Reykjavík (Guðmundur Vignir Jósefsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Ármann Snævarr og Magnús Þ. Torfason. Skattamál. Lögtak. Dómur Hæstaréttar. Sigurður Grímsson borgarfógeti hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð, Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 19. júní 1963 og krafizt þess, að hinum áfrýjaða úr- skurði verði hrundið, synjað verði lögtaks og stefnda verði dæmt að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði stað- 315 festur og áfrýjanda verði dæmt að greiða honum máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Með bréfi 8. desember 1961 krafði skattstjórinn í Reykja- vík áfrýjanda, sem stundaði húsbyggingar, skýringar á því, að hagnaður hans af sölu íbúða árið 1960 virtist vera „óeðli- lega lítill“. Fyrirsvarsmaður áfrýjanda svaraði þessu bréfi hinn 15. s. m. Skattstjóri taldi skýringu fyrirsvarsmanns- ins eigi fullnægjandi og áætlaði því tekjur áfrýjanda á ár- inu 1960 kr. 100.000.00 umfram þær kr. 139.622.95, sem voru skírar tekjur samkvæmt framtali hans. Hækkaði skatt- stjóri skatta áfrýjanda í samræmi við þetta. Með aukaniður- jöfnun samkvæmt 2. tl. 25. gr. laga nr. 66/1945 um útsvör hækkaði niðurjöfnunarnefnd útsvar áfrýjanda árið 1961 samkvæmt tekjuáætlun skattstjóra úr kr. 40.600.00 í kr. 67.000.00, þ. e. um kr. 26.400.00. Áfrýjanda var tilkynnt hækkunin með bréfi 30. desember 1961. Hann kærði hinn 15. janúar 1962, en niðurjöfnunarnefnd tók kæru hans eigi til greina. Kæra áfrýjanda til yfirskattanefndar og Bíkisskatta- nefndar fórst fyrir í tæka tíð. Með áskorun sinni hinn 8. desember 1961 fullnægði skatt- stjóri ákvæði 35. gr. laga nr. 46/1954 um tekjuskatt og eignarskatt. Tekjuáætlun skattstjóra og aukaniðurjöfnunin á hendur áfrýjanda eru innan löglegra starfsmarka skatta- yfirvalda þessara og eigi svo óhóflegar, að dómstólum sé rétt að grípa fram fyrir hendur skattayfirvaldanna af þeim sökum. Samkvæmt því, sem nú var rakið, og að öðru með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða úrskurðar, ber að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 3000.00. Dómsorð: Hinum áfrýjaða úrskurði ber eigi að raska. Áfrýjandi, Ingólfur (Guðmundsson, greiði stefnda, Gjaldheimtunni í Reykjavík, kr. 3000.00, málskostnað fyrir Hæstarétti, að viðlagðri aðför að lögum. 316 Úrskurður fógetadóms Reykjavíkur 20. maí 1963. Gerðarþola, Ingólfi Guðmundssyni, Laugarásvegi 41, hér í borg, var við aðalniðurjöfnun útsvara fyrir árið 1961 gert að greiða borgarsjóði Reykjavíkur kr. 40.600.00, en síðar var útsvarið hækk- að í kr. 67.000.00 samkvæmt bréfi niðurjöfnunarnefndar, dags. 30. desember 1961. Gerðarþoli greiddi að fullu hina uppruna- legu útsvarsupphæð þann 17. desember 1961, en hækkunina, kr. 26.400.00, hefur gerðarþoli neitað að greiða. Hefur því gjald- heimtustjórinn f. h. Gjaldheimtunnar í Reykjavík krafizt þess, að lögtak verði látið fara fram í eignum gerðarþola til trygg- ingar framangreindri útsvarskröfu, kr. 26.400.00, auk dráttar- vaxta og kostnaðar. Umboðsmaður gerðarþola hefur mótmælt framangreindri út- svarskröfu og gert þær kröfur í málinu, að synjað verði um framgang hinnar umbeðnu lögtaksgerðar og að gerðarþola verði úrskurðaður hæfilegur málskostnaður úr hendi gerðarbeiðanda. Málavextir eru þessir: Samkvæmt framtali gerðarþola árið 1961 voru hreinar árs- tekjur hans árið 1960 kr. 139.622.95, en hrein eign pr. 31. desem- ber 1960 kr. 634.219.65, og var honum gert að greiða útsvar samkvæmt því, kr. 40.600.00. Skattayfirvöldunum mun hafa þótt framtaldar tekjur gerðarþola óeðlilega lágar, einkum ve- fengt þann lið framtals hans og meðfylgjandi rekstrar- og efna- hagsreiknings, er varðar söluhagnað af átta íbúðum í húsinu nr. 18 við Stóragerði, sem talinn er að hluta gerðarþola samtals kr. 42.755.00. Lagði skattstjórinn fyrir gerðarþola með bréfi, dags. 8, desember 1961, samkvæmt 35. gr. laga nr. 46/1954 um tekjuskatt og eignarskatt, að gera nánari grein fyrir framtöld- um hagnaði af sölu íbúða, er „Virðist vera óeðlilega lítill“ (rskj. nr. 5), og setur gerðarþola frest til svars til 15. desember 1961. Endurskoðandi gerðarþola svaraði þessari fyrirspurn skattstjóra með bréfi, dags. 15. desember, þar sem áréttað er það, sem áður var greint í framtalinu, að gerðarþoli hafi selt 80.2% af hús- eigninni nr. 1 við Eikjuvog og hagnazt á þeirri sölu um kr. 47.181.00. Þá hafi gerðarþoli selt ásamt meðeigendum sínum tveimur átta íbúðir í húsinu nr. 18 við Stóragerði, og hafi þeir hagnazt á þeim sölum sameiginlega um kr. 128.271.77, eða um kr. 16.033.97 pr. íbúð (sbr. rskj. nr. 4, 17 og 18). Hafi þá verið búið að reikna í kostnaðarverði íbúðanna laun til allra eigend- anna svo og afslátt, sem tveir af íbúðakaupendunum höfðu feng- 317 ið, samtals kr. 25.000.00, vegna þess að þeir hefðu greitt kaup- verðið fyrr en þeim hafi borið, en um það atriði hafi verið gerður fyrirvari í kaupsamningnum. Af þessum ástæðum geti gerðarþoli ekki fallizt á þá skoðun skattstjóra, að umræddur söluhagnaður hafi verið óeðlilega lítill, ekki sízt þegar á það er litið, að við gengisfellinguna hafi allt byggingarefni hækkað, án þess að íbúðarverð hækkaði, heldur hafi það staðið í stað eða jafnvel lækkað vegna sölutregðu. Þá hafi gerðarþoli og vegna rekstrarfjárskorts orðið að selja flestar eða allar íbúðirnar, áður en bygging þeirra hófst eða í byrjun byggingar, og láta kaup- endur greiða inn á þær, jafnóðum og byggingu þeirra hafi þok- að áfram. Þessar framangreindu skýringar endurskoðanda gerðarþola töldu skattayfirvöldin eigi fullnægjandi, enda munu þau hafa ritað á framangreint bréf endurskoðandans (rskj. nr. 6) svohljóð- andi athugasemdir: „Framtalinn hagnaður er eins og af einni íbúð eða rúmlega það“ og enn fremur: „Laun við íbúðarbygg- ingar er ekki hægt að kalla hagnað“. Voru gerðarþola því sam- kvæmt 35. gr. laga nr. 46/1954 um tekjuskatt og eignarskatt áætlaðar kr. 100.000.00 viðbótartekjur og skattar gerðarþola hækkaðir í samræmi við það og einnig útsvar hans við auka- niðurjöfnun um kr. 26.400.00, sem áður greinir, og tilkynnti niður- jöfnunarnefnd gerðarþola hækkunina með bréfi, dags. 30. des- ember 1961 (rskj. nr. 7). Gerðarþoli vildi eigi una þessari tekjuhækkun skattayfirvald- anna og þar af leiðandi útsvarshækkun og kærði álagninguna til niðurjöfnunarnefndar með bréfi, dags. 15. janúar 1962 (rskj. nr. 9), Bar sú kæra engan árangur (sbr. rskj. nr. 11). Gerðar- þoli kærði eigi í tæka tíð til yfirskattanefndar úrskurð niður- jöfnunarnefndar um, að útsvarshækkunin skyldi óbreytt standa, og hefur endurskoðandi gerðarþola fært þá ástæðu fyrir því, að niðurjöfnunarnefnd sem og skattstjóri hafi eigi sent honum, heldur beint til gerðarþola, úrskurði sína, og því hafi honum eigi verið kunnugt um úrskurðinn, fyrr en löngu eftir að þeir voru sendir. Kveðst umboðsmaður gerðarþola þegar hafa átt tal um þetta við einn nefndarmann yfirskattanefndar og óskað eftir því, að nefndin tæki við kæru, þó að seint væri, en nefndar- maðurinn hefði talið öll tormerki á því, þar eð nefndin væri hætt fundum um skeið. Hins vegar hefði nefndarmaðurinn bent á, að reynandi væri að skrifa Ríkisskattanefnd. Það hafi endur- skoðandi gerðarþola gert, en Ríkisskattanefnd synjað um breyt- ðl8 ingu á sköttum og útsvari gerðarþola á þeim forsendum, að eigi hafi verið kært til yfirskattanefndar (sbr. rskj. nr. 13, 14 og 15). Hafi endurskoðandinn þá kært til yfirskattanefndar (rskj. nr. 16), en nú er synjað, þar eð kæran væri of seint komin fram. Hafi málið þá enn farið til Ríkisskattanefndar, er aftur hafi synj- að um breytingu. Með skírskotun til framanritaðs hefur umboðsmaður gerðar- þola mótmælt umræddri tekjuáætlun og útsvarshækkun sem röngum og ólögmætum, og hefur hann í því efni vísað til dóms í bæjarþingsmáli frá 30. apríl 1960, sem hann telur hliðstætt máli þessu. Hefur hann og haldið því fram, að allar skattanefndir hafi fengið málið í hendur og fjallað um það, svo að öllum forms- atriðum hafi að því leyti verið fullnægt, enda hafi töfin, sem varð á kærunni til yfirskattanefndar, einvörðungu verið sök nið- urjöfnunarnefndar og skattstofunnar, Samkvæmt 35. gr. laga nr. 46/1954 um tekjuskatt og eignarskatt sé skattanefnd heimilt að leiðrétta einstaka liði framtals, ef þeir séu í ósamræmi við gildandi lög og fyrirmæli. Sama gildi og um önnur atriði, ef telja megi, að óyggjandi upplýsingar séu fyrir hendi, en þá skuli Sera aðilja aðvart um slíkar breytingar á framtölum. Sé fram- talsskýrsla ófullnægjandi, óglögg eða tortryggileg, geti nefndin skorað á framteljanda að láta í té skýringar þær og sannanir fyrir framtali, er hún telur vanta. Í því tilviki aðeins, að skatta- nefnd fái eigi fullnægjandi skilríki fyrir framtalinu innan áskor- unarfrestsins, heimilast henni að áætla tekjur og eignir fram- teljanda eftir beztu vitund. Þessum reglum hafi skattayfirvöldin í þessu tilfelli eigi fylgt, og sé því umrædd tekjuáætlun með eftirfarandi skatta- og útsvarshækkun lögleysa. Skýringin, sem skattstofan hafi beiðzt af gerðarþola, hafi, að því er virðist, verið á því, hvort eða hvers vegna hagnaður af sölu íbúða virðist vera óeðlilega lítill. Spurningin sé óákveðin og lítt skiljanleg. Þarna sé eigi beðið um skýringar á framtali, því að eigi séu vefengdir einn eða annar liður á framtalinu, né reksturs- og efnahags- reikningunum, sem því fylgdu, heldur sé gerðarþoli beðinn skýr- inga á því, hvers vegna hann græddi ekki meira á atvinnu- rekstri sínum en raun ber vitni. Að þessu leyti fullnægi fyrir- spurnin engan veginn áskorunarheimild 35. gr. laga nr. 46/1954, en telja verði, að það ákvæði gildi um útsvarið per analogiam. Gerðarþoli hafi þó svarað á þá lund, að benda á hagnað af sölu 80.2% húseignar, kr. 47.181.00, og af sölu annarrar húseignar, kr. 128.000.00, jafnvel þegar búið hefði verið að reikna seljend- 319 um fullt kaup við bygginguna og kaupendum afslátt, kr. 25.000.00. Annað hefði gerðarþoli eigi getað gert. Hann hefði eigi vitað annað en að svar sitt væri fullnægjandi, enda hefði honum aldrei verið gert aðvart um, að svo væri eigi, sem skattayfirvöldunum hefði þó borið skylda til, svo að hann gæti gefið nánari skýr- ingar. Þá hefur umboðsmaður gerðarþola tekið það fram, að ef svo kynni að verða litið á, að mál þetta falli eigi undir ákvörð- un dómsins, vegna þess að hér sé aðeins um ágreining um út- svarsupphæð að ræða, þá mótmæli hann þeirri skoðun, því að málið snúist fyrst og fremst um það, hvort réttra reglna hafi verið gætt um umrædda útsvarsálagningu, og það heyri tvímæla- laust undir dómstóla. Umboðsmaður gerðarbeiðanda hefur í greinargerð sinni og við munnlegan flutning málsins mótmælt framangreindum kröfum og sjónarmiði umboðsmanns gerðarþola. Hefur hann lagt áherzlu á, að kjarni málsins sé sá, hvort skattayfirvöldunum hafi verið heimilt að lögum, eins og á stóð, að gera þá breytingu á framtali gerðarþola fyrir árið 1960 að bæta kr. 100.000.00 við framtaldar tekjur hans það ár og hvort niðurjöfnunarnefnd hafi í sam- ræmi við það haft heimild til að leggja á gerðarþola umrætt viðbótarútsvar. Hefur umboðsmaður gerðarbeiðanda haldið því fram, að til þessa hafi skattstjóri og niðurjöfnunarnefnd haft fulla heimild að lögum, og hefur hann í því efni vísað til ákvæðis 2. tölul. 25. gr. laga nr. 66/1945 um útsvör, en þar segi (um þá, sem leggja skal útsvar á við aukaniðurjöfnun): „2. Er að vísu voru teknir á aðalskrá, en síðar hefur orðið víst um, að framtöl þeirra til skatts voru að verulegu leyti ófullnægjandi eða aðrar upplýsingar um hagi þeirra“. Í lögum þessum sé hvergi að finna ákvæði algerlega hliðstæð þeim, sem séu í 35. gr. laga nr. 46/1954 um heimild álagningaryfirvalda til breytinga á framtölum og tilkynningar í því sambandi. Hins vegar fjalli 35. gr. nefndra laga um framtöl almennt, og þar eð niðurjöfn- unarnefnd byggi útsvarsálagningu á framtölum, sem skattstofan hafi yfirfarið, verði að líta svo á, að þessar reglur gildi einnig um breytingar á útsvarsupphæðum, sem byggðar eru á breytt. um framtölum. Það fari eigi milli mála, að af hálfu skatt- stofunnar hafi fyrirmæla 35. gr. skattalaganna frá 1954 verið fyllilega gætt. Skattstofan hafi bréflega tilkynnt gerðarþola, hvað í framtali hans hún telji tortryggilegt, og óskað skýringa hans. Gerðarþoli hafi svarað bréfi skattstofunnar, en hún eigi talið upplýsingar hans fullnægjandi, og því hafi hún breytt fram- 320 tali gerðarþola til hækkunar. Síðan hafi verið lagður á gerðarþola viðbótarskattur og viðbótarútsvar í samræmi við hið breytta framtal. Þetta hafi verið tilkynnt gerðarþola og honum jafnframt bent á, að hann ætti þess kost að kæra innan tiltekins tíma. Dómur sá, er umboðsmaður gerðarþola hafi lagt fram í málinu, styðji á engan hátt málstað gerðarþola, þar eð niðurstaða dóm- arans í máli því sé reist á því fyrst og fremst, að skattayfirvöldin hafi vanrækt að krefja gjaldandann um skýringar og skýrslur, varðandi tekjur hans, svo sem boðið sé í 35. gr. skattalaganna. Í máli því, sem hér liggi fyrir, hafi hins vegar fyrirmælum nefndrar lagagreinar um þetta verið fullnægt, svo að eigi verði um villzt, sbr. rskj. nr. 5. Svar það, sem skattstofan hafi fengið frá gerðarþola (rskj. nr. 6), geti á engan hátt talizt fullnægj- andi, því að þar komi ekkert nýtt fram, aðeins vísað til fram- talsins, sem skattstofan hafi vitanlega haft í höndum, og endur- tekið það, sem þar hafði komið fram. Engin bókhaldsgögn hafi verið lögð fram til sönnunar framtalinu, og hefði þó verið ástæða til þess og það gerðarþola innan handar, þegar í ljós var komið, að framtalið þótti tortryggilegt. Enginn stafur sé fyrir því í 35. gr. skattalaganna, að skattanefnd sé skylt að tilkynna framtelj- endum sérstaklega, ef hún telur svör þeirra eigi góð og gild. Hún geti því gert sínar áætlanir án slíkra tilkynninga, en gjald- andinn eigi þess kost að kæra til skattayfirvaldanna slíkar áætl- anir og koma fram með sínar athugasemdir. Það hljóti að vera innan valdsviðs skattstjóra eða skattayfirvalda, en eigi dómstóla, að meta, hvort skýringar framteljanda geti talizt fullnægjandi eða eigi. Ef svo væri eigi, væru dómstólarnir komnir inn á verk- svið hinna almennu skattayfirvalda, en til þess hafi löggjafinn vissulega eigi ætlazt. Hvað viðvíkur umræddri tekjuhækkun, þá hefur umboðsmaður gerðarbeiðanda haldið því fram, að hún hafi verið eðlileg, þar eð það liggi í augum uppi, að hagnaður sá, kr. 128.271.77, af sölu átta íbúða, sem gerðarþoli hafi talið fram, sé grunsamlega lítill, ekki meiri en hægt sé nú á tímum að hafa af sölu einnar íbúðar. Af hálfu gerðarþola sé því haldið fram, að hagnaðurinn hafi eigi orðið meiri en þetta, meðal ann- ars vegna þess að búið hafi verið að reikna í kostnaðarverði íbúðanna laun til allra eigendanna. Þetta skipti vitanlega eigi máli, þar eð launagreiðslurnar hafi verið komnar inn í kostnaðar- verð íbúðanna, og hafi það því engu breytt um eðlilegan hagn- að af sölunni. Með skírskotun til framanritaðs hefur umboðsmaður gerðar- 321 beiðanda ítrekað kröfu sína um, að hin umbeðna lögtaksgerð verði leyfð. Aðiljar hafa lagt málið undir úrskurð réttarins. Eins og af framanskráðu sést, er enginn ágreiningur um það í máli þessu, að framangreind útsvarsfjárhæð sé rétt samkvæmt útsvarsstiga og að fjárhæð sú, er um ræðir, sé tilkomin vegna framangreindrar tekjuhækkunar skattayfirvaldanna. Mál þetta snýst því eigi um útsvarsupphæðina sjálfa, heldur um það, hvort skattayfirvöldin hafi farið að lögum um tekjuhækkunina, þ. e. sætt þeirra fyrirmæla, sem sett eru í 35. gr. laga nr. 46/1954, en það atriði á undir dómstóla. Umboðsmaður gerðarþola hefur haldið því fram, að skatta- yfirvöldin hafi eigi gætt fyrirmæla 35. gr. skattalaganna, þar eð þau hafi eigi tilkynnt gerðarþola, að þau teldu skýringar hans á framtalinu eigi fullnægjandi, eins og beim hafi borið skylda til. Enn fremur hafi það verið sök skattstofunnar og niðurjöfnunarnefndar, að eigi var kært í tæka tíð til yfirskatta- nefndar, þar eð skattstofan og niðurjöfnunarnefnd hafi eigi sent svarbréf sín við kæru gerðarþola til endurskoðanda hans, heldur beint til gerðarþola, og því hafi endurskoðandinn eigi fengið vitneskju um svarbréfin, fyrr en löngu eftir að þau hafi verið send. Umboðsmaður gerðarbeiðanda hefur hins vegar haldið því fram, að skattayfirvöldin hafi haft fulla heimild að lögum til, eins og á stóð, að breyta framtali geðarþola til hækkunar, svo sem gert var, og að niðurjöfnunarnefnd hafi jafnframt verið heimilt að leggja á gerðarþola viðbótarútsvar Í samræmi við tekjuhækkunina, enda hafi í þessu bæði skattayfirvöld og niður- jöfnunarnefnd fyllilega gætt fyrirmæla 35. gr. laga nr. 46/1954 um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. og 2. tölulið 25. gr. laga nr. 66/1945 um útsvör. Svo sem að framan greinir, vefengdi skattstjóri framtal gerðar- þola, að því er varðaði hagnað hans af sölu átta íbúa, taldi hann óeðlilega lítinn. Skoraði skattstjóri á gerðarþola með bréfi að skýra þenna lið framtalsins og efnahags- og rekstursreiknings, sem framtalinu fylgdi. Gerðarþoli sendi í tæka tíð svar við þess- ari áskorun skattstjóra, en þar eð hann taldi skýringar gerðar- þola eigi fullnægjandi, voru gerðarþola áætlaðar umræddar við- bótartekjur, er leiddi til hækkunar skatts og útsvars Í samræmi við tekjuhækkunina. Í 35. gr. laga nr. 46/1954 segir meðal ann- ars svo! „Nú er framtalsskýrsla, eða einstakir liðir hennar, ófullnægj- 21 322 andi, óglögg eða tortryggileg, eða nefndin telur þurfa nánari skýringar á einhverju atriði, og skal hún þá skora á framteljanda að láta í té skýringar þær og sannanir, er hún telur vanta, innan ákveðins tíma, og er hann skyldur að verða við áskorun nefndarinnar. Fái skattanefnd eigi fullnægjandi skil- ríki fyrir framtalinu innan þess tíma, er hún hefur tiltekið, skal hún áætla tekjur hans og eignir eftir beztu vitund.“ Samkvæmt lagagrein þessari ber skattanefnd engin skylda til að tilkynna framteljanda sérstaklega, að hún telji eigi skýr- ingar hans fullnægjandi, og er því samkvæmt því, sem rakið er hér að framan, ljóst að áliti réttarins, að skattayfirvöldin og niðurjöfnunarnefndin hafa við tekjuáætlunina svo og við ákvörðun viðbótarútsvarsins gætt fyrirmæla framangreindrar lagagreinar og því verið innan löglegra marka við framangreind- ar ákvarðanir, enda verður hin tilvitnaða lagagrein eigi skilin á annan veg en að það sé innan valdsviðs skattayfirvaldanna að meta, hvort skýringar framteljanda séu fullnægjandi eða eigi. Hins vegar getur rétturinn eigi fallizt á þá skoðun umboðsmanns gerðarþola, að skattstofan og niðurjöfnunarnefnd hafi átt sök á því, að gerðarþoli kærði eigi hækkunina til yfirskattanefndar í tæka tíð, enda var svar niðurjöfnunarnefndar við kæru gerðar- þola sent honum sjálfum sem réttum aðilja, og verður að telja Það mistök hans að koma því eigi í hendur endurskoðanda síns það fljótt, að hann gæti kært til yfirskattanefndar í tæka tíð, enda kærufrestur tiltekinn í svarbréfi niðurjöfnunarnefndar (rskj. nr. 11). Það virðist líka svo sem tilkynningar skattstofunnar og niðurjöfnunarnefndar um hækkun skatts og útsvars (rskj. nr. 7 og 8) hafi komizt í hendur endurskoðanda hans í tæka tíð, enda þótt þær væru sendar beint til gerðarþola. Með skírskotun til framanritaðs lítur rétturinn svo á, að um- rædd framtalsbreyting til hækkunar og þar af leiðandi útsvars- hækkun hafi verið gerð í samræmi við gildandi lög og reglur, og því beri að leyfa framgang hinnar umbeðnu lögtaksgerðar á ábyrgð gerðarbeiðanda. Ettir atvikum þykir rétt að láta máls- kostnað falla niður. Því úrskurðast: Hin umbeðna lögtaksgerð á fram að ganga á ábyrgð gerðar- beiðanda. Málskostnaður fellur niður. 323 Miðvikudaginn 15. apríl 1964. Nr. 136/1963. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Þórarni Hinrikssyni (Árni Guðjónsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason, Giz- ur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og Ármann Snævarr prófessor. Áfengislagabrot. Dómur Hæstaréttar. Framhaldspróf, sem háð hafa verið eftir uppsögu héraðs- dóms, hafa ekki leitt neitt nýtt í ljós, sem áhrif geti haft á úrlausn máls þessa. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann, þó með þeirri breyt- ingu, að frestur til greiðslu sektar er ákveðinn 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun, er renni í ríkissjóð, kr. 4000.00, og laun verjanda sins, kr. 4000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óbreyttur að öðru leyti en því, að frestur til greiðslu sektar verði 4 vik- ur frá birtingu dóms þessa. Ákærði, Þórarinn Hinriksson, greiði allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkis- sjóð, kr. 4000.00, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Árna Guðjónssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 4000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 20. maí 1963. Ár 1963, mánudaginn 20. maí, var á dómþingi sakadóms Reykja- víkur, sem háð var í skrifstofu dómsins af Ármanni Kristins- 324 syni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmáli nr. 3002/ 1963: Ákæruvaldið gegn Þórarni Hinrikssyni, sem tekið var til dóms 13. þ. m. Málið er með ákæruskjali, dagsettu 24. janúar 1963, höfðað gegn ákærða, Þórarni Hinrikssyni leigubifreiðarstjóra, Bergþóru- götu 15 A, Reykjavík, fyrir áfengislagabrot samkvæmt 4. mgr. sbr. 3. mgr. 19. gr. sbr. 2. mgr. 42. gr. áfengislaga nr. 58/1954. Þykir ákærði hafa gerzt brotlegur við framangreind lagaákvæði með því að hafa haft meðferðis í leigubifreiðinni R9109, öku- maður Jón Óskar Jóhannsson, 12 flöskur af áfengi, en áfengi þetta, sem lögreglumenn tóku í bifreiðinni á Snorrabraut í Reykjavík laugardagsmorguninn 7. júlí 1962, um kl. 1035, þykir ákærði hafa ætlað til sölu. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til að sæta upptöku áfengisins samkvæmt 2. mgr. if. 42. gr. áfengis- laga og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði er fæddur 7. september 1991 að Ölvisholti, Holta- hreppi, Rangárvallasýslu. Sakavottorð hans hljóðar svo: 1940 23/7 í Hafnarfirði: Sátt, 50 kr. sekt og 29.13 í skaða- bætur vegna ölvunar og óspekta. 1944 28/12 í Hafnarfirði: Sátt, 200 kr. sekt fyrir ölvun og árás. 1953 16/4 í Reykjavík: Sátt, 75 kr. sekt fyrir brot á 18. gr. áfengislaga. — 22/6 í Rvík: Sátt, 100 kr. sekt fyrir brot á 18. gr. áfeng- islaga. -- 18/7 í Rvík: Áminning fyrir ónæði og illindi. 1954 27/1 í Rvík: Dómur: 3000 kr. sekt fyrir áfengissölu. 1955 17/8 í Rvík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1957 26/11 í Rvík: Áminning fyrir óskoðaða bifreið. 1958 11/8 í Rvík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1961 4/2 í Rvík: Sátt, 5000 kr. sekt fyrir brot gegn 18. og 19. gr. áfengislaga. 1961 9/3 í Rvík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun. 1961 23/12 í Rvík: Áminning fyrir brot á 232. gr. hegningarlaga. 1962 18/3 í Rvík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun. — 12/11 í Rvík: Sátt, 500 kr. sekt fyrir ölvun. Málsatvik eru þessi: Laugarðaginn 7. júlí 1962, klukkan um 1030, voru tveir lög- reglumenn á eftirlitsferð um Snorrabraut hér í borg. Veittu þeir því þá athygli, að ökumaður leigubifreiðarinnar R 9109, er þeir báru kennsl á, kom með kassa áfengis úr áfengisverzlun ríkisins 325 og lét í farangursgeymslu bifreiðar sinnar. Í bifreiðinni sat ákærði í máli þessu, en lögreglumennirnir þekktu hann sem öku- mann á bifreiðastöðinni Hreyfli hér í borg. Lögreglumennirnir gáfu sig á tal við hina tvo menn, og bar þeim saman um, að ákærði væri eigandi áfengiskassans, en í honum voru 12 flöskur af brennivíni, að söluverði samtals krónur 2.280.00. Skýrði ákærði lögreglumönnunum svo frá, að hann hefði í huga að drekka áfengi þetta sjálfur og ætlaði í réttir þá um helgina. Við yfirheyrslur hjá rannsóknarlögreglu sem og fyrir dómi var frásögn ákærða hin sama um fyrirhugaða notkun áfengisins. Kvaðst hann hafa verið á förum í réttir, enda verið eigandi 17 kinda, og þá hugsað sér að neyta áfengisins og veita kunningj- um sínum. Tók ákærði fram í því sambandi, að ýmsir kunn- ingjar sínir hefðu hjálpað sér við rúningar á sumrin og aðstoðað sig á annan hátt við kindurnar, en vegna lömunar væri hann 75—80% öryrki til erfiðisvinnu. Ákærði greindi svo frá á dóm- þingi hinn 7. nóvember 1962, að hann hefði ekið leigubifreið til mannflutninga s.l. tæp 16 ár og haft allsæmilegar tekjur af þeim starfa sínum. Ákærða var gefinn kostur á að ljúka máli þessu með dómsátt, en hafnaði þeim málalokum. Með vísan til dóms Hæstaréttar Íslands, sem upp var kveðinn hinn 22. febrúar 1961 í máli ákæruvaldsins gegn Þorsteini Skúla- syni, verður að telja, að löggæzlumennirnir hafi greint sinn haft rökstuddan grun um, að áfengið í nefndri bifreið hafi verið ætlað til ólöglegrar sölu. Svo sem sakavottorð ákærða ber með sér, hefur hann á árinu 1954 hlotið sektardóm fyrir áfengissölu, sem og hinn 4. febrúar 1961 samþykkt 5000 króna sektargreiðslu fyrir bot gegn 18. og 19. gr. áfengislaga. Með hliðsjón af því m. a. verður ekki talið, að ákærði hafi í máli þessu fært að því nægilega sterkar líkur, að áfengi það, sem tekið var úr vörzlum hans hinn "7. júlí 1962, hafi ekki verið ætlað til sölu. Samkvæmt 2. mgr. 42. gr. áfengislaga nr. 58/1954 ber að ákvarða sekt hans kr. 22.800.00 til Menningarsjóðs, en vararefsing þykir hæfilega ákveðin varðhald 50 daga. Svo sem krafizt er í ákæruskjali, ber samkvæmt 2. mgr. i.f. 42. gr. áfengislaga að gera upptækt til handa ríkissjóði áfengi bað, er málinu fylgir. Loks ber að dæma ákærða til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Árna Guð- jónssonar hæstaréttarlögmanns, krónur 2.500.00. 326 Dómsorð: Ákærði, Þórarinn Hinriksson, greiði 22.800.00 króna sekt til Menningarsjóðs, en sæti varðhaldi 50 daga, verði sektin eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dómsins. Upptækt er til handa ríkissjóði áfengi það, er málinu fylgir. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, Árna Guðjónssonar hæsta- réttarlögmanns, krónur 2.500.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Miðvikudaginn 15. april 1964. Nr. 145/1963. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) Segn Ingólfi Guðmundssyni (Egill Sigurgeirsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason, Giz- ur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessor Ármann Snævarr. Ákæra um brot gegn umferðarlögum og áfengislögum. Dómur Hæstaréttar. Ákærði ók bifreið sinni Ford-Zephyr, R 8644, frá Ölfusá áleiðis til Reykjavíkur síðdegis hinn 6. september 1962. Neðan við efstu brekkuna í Kömbum tók bifreiðin að hrökkl- ast á veginum. Skipti það engum togum, að ákærði missti stjórn á henni, og steyptist hún út af veginum vinstra megin, miðað við akstursstefnu hennar, fór eina veltu og stöðvaðist síðan á hjólunum. Skemmdist bifreiðin mikið. Ákærði varð vitaskuld fyrir miklu hnjaski. Kveðst hann hafa m. a. fengið mikið höfuðhögg og verið ringlaður eftir áfallið, en hlaut eigi stórmeiðsl. Tvær bifreiðar voru efst í Kömbum á niðurleið, og urðu bifreiðastjórarnir á þeim vitni að óförum ákærða. Stöðv- uðu vitni þessi bifreiðar sína og áttu tal við ákærða. Virtist 327 þeim hann vera með áfengisáhrifum, og annar bifreiðar- stjórinn segist hafa fundið áfengisþef af honum. Bifreið, sem var á leið til Reykjavíkur, kom á vettvang, eftir að bíll ákærða valt. Veitti Þbifreiðastjórinn á henni ákærða far til Reykjavíkur. Telur vitni þetta ákærða hafa verið „mjög ruglaðan og eins og vankaðan“. Segir vitnið, að framkoma ákærða hafi verið nokkuð undarleg, en eigi treystist vitnið til að fullyrða, hvort þetta stafaði af áfengisáhrifum eða truflun eftir áfallið. Engan áfengisþef fann vitnið af vit- um ákærða, en hins vegar bjórlykt af honum, enda virtist klæðnaður hans blautur af bjór, er á hann hafði skvetzt. Telja má víst, að ákærði hafi verið stórlega miður sin eftir þann yfirvofandi lífsháska, sem hann lenti þarna í, og að framkoma hans hafi mótazt af því. Vera má og, að skynjun bifreiðastjóranna tveggja, sem töldu sig sjá á ákærða áfengisáhrif, hafi markazt nokkuð af þessari áfalls- truflun ákærða. Það brestur því sönnun fyrir því, að ákærði hafi í umrætt skipti ekið með áfengisáhrifum, þeim er refsiverð séu samkvæmt 2. mgr. 25. gr. sbr. 80. gr. laga nr. 26/1958 og 24. gr. sbr. 45. gr. laga nr. 58/1954. Sjónarvottar hafa eigi borið það gegn ákærða, að hann hafi ekið tiltakanlega hratt í umrætt skipti. Ákærði telur sig hafa ekið í öðru ganghraðastigi og með 30—-40 km hraða, miðað við klukkustund, enda vinni bifreiðin bezt á þeim hraða. Billinn hafi þarna í brekkunni lent á ósléttum og hnökrótt- um vegi og henzt til og frá. Kveðst ákærði þá hafa „fært“ sig „til vinstri á veginum“, en lent þá í lausamöl og misst stjórn á bifreiðinni. Þessari frásögn ákærða, sem olli eigi öðrum vegfarendum tjóni, um aðdraganda ófaranna hefur eigi verið hnekkt. Er því eigi sönnuð á hendur ákærða vangæzla við akstur, sú er varði við 1. mgr. 37. gr. sbr. 80. gr. laga nr. 26/1958. Loks er eigi, eins og á stendur, efni til að ákveða ákærða refsingu eftir 2. mgr. 41. gr. sbr. 80. gr. laga nr. 26/1958, þótt hann léti undan falla að tilkynna lögreglu ófarir sinar, sem bitnuðu einungis á honum sjálfum og eign hans. Samkvæmt framanrituðu ber að sýkna ákærða af kröf- 328 um ákæruvaldsins í máli þessu og dæma á hendur rikis- sjóði allan kostnað sakarinnar, þar með talin laun verjanda ákærða í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 7000.00. Dómsorð: Ákærði, Ingólfur Guðmundsson, á að vera sýkn af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Greiða ber úr ríkissjóði allan kostnað sakarinnar, þar með talin laun verjanda ákærða í héraði og fyrir Hæstarétti, Egils Sigurgeirssonar hæstaréttarlögmanns, samtals kr. 7000.00. Dómur sakadóms Reykjavíkur 8. ágúst 1963. Ár 1963, fimmtudaginn 8. ágúst, var í sakadómi Reykjavíkur, sem haldinn var í skrifstofu dómsins af Gunnlaugi Briem saka- dómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 3860/1963: Ákæru- valdið gegn Ingólfi Guðmundssyni, sem dómtekið var 26. f, m. Málið er höfðað samkvæmt ákæru, dagsettri 18. marz s.l., gegn Ingólfi Guðmundssyni húsasmíðameistara, Laugarásvegi 41, hér í borg, fyrir að vera undir áhrifum áfengis við akstur bif- reiðarinnar R 8644 á Suðurlandsvegi um Kamba síðdegis fimmtu- daginn 6. september 1962, fyrir gáleysislegan akstur efst í Kömb- um, þar sem ákærði missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleið- ingum, að hún lenti út af veginum og valt, svo og fyrir að fara þrátt fyrir það þaðan brott án þess að tilkynna slysið lögreglu né gera aðrar lögmæltar ráðstafanir. Telst þetta varða við 2. mgr. 25. gr., 1. mgr. 37. gr. og 1. og 2. mgr. 41. gr. sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 26/1958 og Í. mgr. 24. gr. sbr. 45 gr. áfengislaga nr. 58/1954. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til öku- leyfissviptingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 23. júní 1910 í Reykjavík. Sakavottorð hans er svohljóðandi: 1940 1/11 Reykjavík: Sátt, 5 kr. sekt fyrir akstur á ljóslausu reiðhjóli, 1943 28/7 Rvík:Sátt, 20 kr. sekt fyrir brot á reglum um ein- stefnuakstur. 929 1947 1/9 Rvík: Sátt, 40 kr. sekt fyrir ólöglegt bifreiðarstæði. 1948 20/3 Rvík: Áminning fyrir óleyfilegt bifreiðarstæði. 1949 6/12 Rvík: Sátt, 50 kr. sekt fyrir rangstefnuakstur bif- reiðar. 1952 6/10 Rvík: Áminning fyrir bifreiðalagabrot. 1953 29/3 Rvík: Sátt, 100 kr. sekt fyrir brot á 18. gr. áfengis- laga. 1958 27/6 Rvík: Sátt, 50 kr. sekt fyrir ólöglegt bifreiðarstæði. 1959 14/4 Rvík: Áminning fyrir óskoðaða bifreið. — 11/9 Rvík: Sátt, 300 kr. sekt fyrir óskoðaða bifreið. 1961 4/5 Rvík: Dómur: 3000 kr. sekt, sviptur ökuleyfi í 6 mánuði fyrir brot á áfengis- og umferðarlögum. Málavextir eru þessir: Fimmtudaginn 6. september 1962, kl. 1800, kom Björgvin Guð- laugsson, til heimilis að Lynghaga í Hvolhreppi í Rangárvalla- sýslu, á lögregluvarðstofuna á Selfossi og skýrði frá því, að hann hefði nokkru áður verið á leið niður Kamba og séð þá hvar bifreið, sem kom á móti honum, lenti út af veginum neðanvert við efstu brekkuna í Kömbum og valt. Björgvin taldi, að öku- maðurinn, sem hann hélt, að hefði verið einn í bifreiðinni, hefði sloppið ómeiddur, en bifreiðin hefði skemmzt mikið við veltuna. Hann kvaðst og telja, að ökumaðurinn hefði verið ölvaður, þung- ölvaður, eins og hann tók til orða. Björgvin skýrði enn fremur frá því, að hann hefði rætt við ökumanninn og beðið hann að koma með sér, en til þess hefði hann ekki verið fáanlegur og farið á brott í fólksbifreið, sem bar að á leið til Reykjavíkur. Jón Ingibergur Guðmundsson, lögregluþjónn á Selfossi, er hafði með höndum rannsókn slyssins fyrir austan, tilkynnti lög- reglunni í Reykjavík um slysið og hélt svo á slysstaðinn. Var hann kominn þangað kl. 1820. Umrædd bifreið, sem var með skrásetningarmerkið R 8644, er af Ford-Zephyr tegund. Hún hafði, eins og áður greinir, verið á leið upp Kamba, og neðanvert við efstu brekkuna þar, þar sem vegurinn sveigir lítið eitt til hægri, hafði hún eftir ummerkjum að dæma runnið til á veg- inum á 20 metra svæði, lent út á vegarbrún og rekizt þar á gulmálaðan staur, sem er til viðvörunar, og brotið hann. Að því búnu hafði bifreiðin farið út af veginum, sem þarna er 2—3 metra hár, farið eina veltu og stöðvazt á hjólunum utan vegarins. Nefndur lögreglumaður telur ósennilegt, að lausamöl á vinstri vegarbrún hafi valdið því, að bifreiðin fór út af veginum. 330 Bifreiðin var mikið skemmd eftir slysið. Var yfirbygging henn- ar sveigð til vinstri, beygluð og kýtt og rúður brotnar. Farangursgeymsla bifreiðarinnar og dyr voru opnar. Að sögn lögreglumannsins var veikan áfengisþef að finna í bifreiðinni, en ekki kveðst hann hafa orðið Þess var, þrátt fyrir athuganir, að áfengi hafi hellzt niður við veltuna, en um þetta væri þó ekki hægt að segja með vissu. Kveður nefndur lög- reglumaður eftir farangrinum í bifreiðinni að dæma hafa mátt ætla, að ökumaður hennar hafi verið að koma úr veiðiferð. Þeir, sem lögreglan hitti fyrir á staðnum, vissu ekki deili á öku- manni bifreiðarinnar. Við athugun á bifreiðinni virtust stjórntæki, þ. e. stýri og hemlar, vera í góðu lagi, og loft var í öllum hjólbörðum á henni. Þar sem ökumaður bifreiðarinnar R 8644 hafði hvorki hlut- azt til um, að lögreglunni í Árnessýslu né lögreglunni í Reykja- vík væri tilkynnt um slysið, sendi lögreglan í Reykjavík krana- bifreið til að sækja bifreiðina R 8644. Kom hún á staðinn, á meðan Jón Ingibergur var þar. Nokkru eftir að nefnd kranabifreið kom á staðinn, kom krana- bifreið frá Vöku hér í borg og með henni Ívar Ingólfsson, Lang- holtsvegi 85, hér í borg. Kvaðst hann eiga að sækja bifreiðina fyrir eiganda hennar, Ingólf Guðmundsson, Laugarásvegi 41, föður sinn, sem hefði verið með bifreiðina, þegar hún valt. Nú væri hann í rusli út af þessu, eins og hann komst að orði, og hefði því ekki getað farið sjálfur til að sækja bifreiðina. Jón Ingibergur kveðst hafa bent Ívari á, að þegar hann hitti föður sinn, ætti hann að segja honum að hafa þegar samband við lögregluna í Reykjavík út af slysinu. Kvaðst Ívar mundu gera þetta. Lögreglan í Reykjavík hóf um kvöldið leit að eiganda bifreið- arinnar R 8644, Ingólfi Guðmundssyni, ákærða í máli þessu, en fann hann ekki. Kemur ekki fram, að lögregla hafi haft tal af ákærða, fyrr en hann var yfirheyrður síðdegis hinn 21. septem- ber hjá rannsóknarlögreglunni. Vitnið Björgvin Guðlaugsson, er að framan greinir, kveðst hafa verið að koma frá Reykjavík og verið á leið austur á Hvols- völl umræddan dag á bifreiðinni L 27. Þegar vitnið kom á Kambabrún um kl. 1720 —1730 og var um það bil að byrja að aka niður efstu brekkuna í Kömbum, kvaðst það hafa tekið eftir bifreið, er kom á móti því og var í um það bil 100 metra öðl fjarlægð. Rétt á undan bifreið vitnisins var „trukk“-bifreið, eins og síðar mun rakið. Vitnið kveður nú engum togum hafa skipt, að á sama andar- taki og það tók eftir bifreiðinni, sem kom á móti því, hafi henni verið ekið út af í beygjunni, sem er hér um bil efst í Kömb- um. Telur vitnið, að ökumaður bifreiðarinnar hafi ekki tekið eftir beygjunni, sem liggur til hægri og því lent beint út af vegin- um. Bifreiðinni hvolfdi strax, fór eina veltu, en staðnæmdist síðan á hjólunum. Vitnið stöðvaði bifreið sína, strax og það kom þangað sem bifreiðin hafði oltið, og gekk út á vegarbrúnina í áttina að henni. Gerði ökumaður „trukk“-bifreiðarinnar slíkt hið sama, og var hann aðeins á undan vitninu. Vitnið taldi, að orðið hefði stórslys, og ætlaði að halda að bifreiðinni, en um leið kveður það ökumanninn hafa komið út úr henni og gengið hálfboginn í áttina að vegarbrúninni. Virtist hann lítið eða ekkert meiddur. Ökumaðurinn kom nú til þeirra, þar sem þeir stóðu á vegar- brúninni, og sagði: „Kippið mér upp á veginn, piltar, ég veit ekki, hvað ég gæti gert fyrir ykkur, ef þið gerðuð það. Ég hef tapað réttindunum einu sinni áður, og það væri voðalegt, ef ég tapaði þeim einu sinni aftur.“ Vitnið kveður þá hafa tjáð öku- manninum, er virtist vera undir áhrifum áfengis, að hvorki væri til þess aðstaða eða heimild. Vitnið kvaðst hins vegar hafa boðið honum að aka honum til læknis, en hann sagðist þurfa að komast strax til Reykjavíkur. Rétt í þann mund, er orðaskipti þessi áttu sér stað, kveður vitnið bifreið hafa komið upp Kamba. Nam ökumaður hennar staðar hjá þeim, og fékk nefndur maður far með henni á brott af staðnum. Áður en hann hélt á brott, kveðst vitnið hafa séð, að hann tók pappakassa úr farangursgeymslu bifreiðarinnar. Kassinn var opinn, og sá vitnið, að í honum voru útlendar bjórdósir. Þegar nefndur ökumaður var farinn á brott, kveðst vitnið hafa farið ásamt stjórnanda „trukk“-bifreiðarinnar að bifreið- inni, sem ekið var út af, og aðgætt hana nánar. Vitnið sá, að skrásetningarmerki bifreiðarinnar var R 8644. Bifreiðin virtist vera töluvert mikið skemmd. Fyrir utan hana var dálítið af lauslegu dóti, sem dottið hafði út úr henni, m. a. nokkrir pen- ingaseðlar, og var það allt sett aftur inn í bifreiðina. Ítrekað aðspurt kveður vitnið sér hafa virzt ökumaður bif- reiðarinnar R 8644 örugglega vera undir áhrifum áfengis. Kveð- 332 ur það hann hafa verið öran, rauðan í andliti, augu hans fljót- andi, Vitnið tók þó fram, að það vildi ekki fullyrða, að um áfengisáhrif hafi verið ræða, gæti verið, að ökumaður hafi fengið snert af taugaáfalli. Vitnið kveðst þó muna örugglega, að vín- þef lagði af vitum ökumanns bifreiðarinnar R 8644. Í sambandi við fyrri framburð sinn í máli þessu hjá lögreglu tók vitnið fram, að e.t.v. væri Það of sterkt að orði kveðið, að ökumaður bifreiðarinnar R 8644 hafi verið þungölvaður eða áberandi ölvaður. Kveðst vitnið reyndar ekki minnast þess að hafa kveðið svo sterkt að orði við lögregluna á Selfossi, en þó seti það vel hafa verið. Vitnið Ævar Guðbjörn Gunnlaugsson bifreiðarstjóri, Álfheim- um 68, hér í borg, kveðst umræddan dag hafa verið á leið austur Suðurlandsveg á bifreiðinni R.2991. Þegar vitnið var statt um kl. 1700 í efstu brekkunni í Kömbum og komið niður undir fyrstu beygjuna á leiðinni niður, kveðst það hafa veitt athygli bifreið, sem kom á móti því. Bifreiðinni var ekið nokkuð greitt, og Þegar hún kom í nefnda beygju, náði ökumaður ekki beygjunni og missti vald á bifreiðinni. Lenti hún út í vinstri vegarbrún, fór út af veginum, valt eina veltu og staðnæmdist á hjólum utan vegarins. Vitnið nam staðar, fór út úr bifreið sinni og gekk út á vegarbrúnina. Kom bá ökumaður bifreiðarinnar, sem bar skrásetningarmerkið R 8644, út úr bifreiðinni og gekk upp á veginn. Rétt í því kom ökumaður bifreiðarinnar L27 út á vegarbrúnina. Ökumaður R 8644 bað vitnið og ökumann L 27 að draga bifreið sína upp á veginn, en þeir vildu ekki eiga við það, enda taldi vitnið, að ökumaður R 8644 mundi vera með áhrifum áfengis. Benti öll framkoma og fas ökumannsins til þess, að svo væri. Var hann fölur og sljólegur útlits. Vitnið kom ekki það nærri ökumanninum, að það hefði aðstöðu til að kanna, hvort áfengislykt legði frá vitum hans. Ökumaður bifreiðarinnar R 8644 skýrði frá því, að hann hefði misst ökuleyfið áður og mætti ekki missa það aftur, því að þá yrði það ævilangt. Hann vildi, að bifreið sín yrði þegar dregin upp á veginn, eins og áður greinir, áður en lögreglan kynni að koma á vettvang, en honum stóð sýnilega beygur af lög- reglu. Rétt í þessu kom leigubifreiðin Y 546, er var á leið til Reykja- víkur, á vettvang. Fór ökumaður R 8644 í henni á brott af staðn- um. Áður en hann fór á brott, fór hann í farangursgeymslu bif- 333 reiðarinnar og tók þaðan pappakassa, sem í var eitthvað af er- lendum bjórdósum. Vitnið ítrekaði þann framburð sinn, að það efist ekki um það, að ökumaður bifreiðarinnar R 8644 hafi verið með áhrifum áfengis í umrætt skipti. Vitnið Baldvin Einar Skúlason leigubifreiðarstjóri, Digranes- vegi 24, Kópavogi, kveðst hafa verið að fara upp Kamba á leið til Reykjavíkur umræddan dag á bifreið sinni Y 546. Þegar það kom að efstu beygjunni á nefndum vegi, veitti það athygli þrem- ur mönnum, sem stóðu á vegarbrúninni, og veifaði einn þeirra til vitnisins. Á staðnum voru tvær stórar þungaflutningabifreið- ar og þriðja bifreiðin, sem stóð fyrir neðan veginn á hjólum. Vitninu virtist bifreið þessari hafa verið ekið út af, án þess að hún ylti, því að engin dæld var á þaki hennar. Vitnið nam stað- ar, og kom maður sá, sem veifað hafði til þess, að bifreiðinni og átti tal við hann gegnum opinn glugga. Hann spurði, hvort hann gæti fengið far með bifreiðinni til Reykjavíkur. Vitnið kvað svo vera. Maðurinn steig inn í bifreiðina og fór þar að þreifa á jakka sínum. Hann sagðist hafa týnt veski sínu og bað vitnið um að bíða, á meðan hann færi að bifreið sinni og leitaði að því. Vitnið beið á meðan í bifreið sinni, en mennirnir stóðu áfram á vegarbrúninni og ræðdu ekki við vitnið. Maðurinn kom nú aftur inn í bifreið vitnisins og hafði þá fundið veskið. Hann kom með kassa með nokkrum útlendum bjórdósum í og lagði hann í aftursætið. Sjálfur settist hann í framsætið, og ók vitnið með hann þessu næst til Reykjavíkur. Þar var farið að nýbyggingu í Mýrahverfi. Þar fór maðurinn úr bifreiðinni og hafði tal af tveimur ungum mönnum, sem vitnið telur, að hafi verið synir hans. Maðurinn kom nú aftur inn í bifreið vitnisins, og ók vitnið með hann vestur á Framnesveg að húsinu nr. 19, 21 eða 23, en síðan ók það honum að Eikjuvogi 1. Þar fór mað- urinn inn og dvaldist þar nokkra stund, en að því búnu ók vitnið honum að Hrísateigi 18. Þar fór maðurinn úr bifreiðinni og inn í húsið, og eftir góða stund kom út annar maður og greiddi ökugjaldið. Hjá rannsóknarlögreglunni skýrði vitnið frá ástandi mannsins á þessa leið: „Ég gat ekki séð nein ölvunareinkenni á manni þessum, en virtist hann óstyrkur og hálfringlaður. Hann var með stóra kúlu á enninu, sem hann sagðist hafa fengið, þegar bif- reið hans lenti út af veginum.“ .... „Ég fann enga áfengislykt 334 leggja frá vitum manns þess, er kom upp í bíl minn, en hann drakk einn bjór á leiðinni í bæinn. Hann minntist ekkert á lög- regluna við mig, og vissi ég ekki um bað, hvort hann var búinn að tilkynna óhapp þetta.“ Fyrir dómi skýrði vitnið frá á þessa leið: „ Vitnið kveður mann þennan (sem það þekkir ekki, og sagði hann vitninu aldrei til nafns), hafa verið mjög ruglaðan og eins og vankaðan. Þetta taldi vitnið strax vera afleiðingu af akstri mannsins, enda hafði maðurinn ekið út af á mjög varhugaverðum stað (Kambavegin- um). Ekki fann vitnið áfengisþef af manninum, en það fann bjórlykt af honum öllum, og er hann kom með bjórkassann, var hann allur blautur, og skildist mætta, að bjórdósir hefðu sprungið eða opnar bjórdósir hefðu hellzt um, svo að föt mannsins og hann sjálfur hefðu blotnað af bjórnum. Á leiðinni byrjaði maðurinn strax að drekka úr bjórðós, og lánaði vitnið honum skrúfjárn til þess að reka gat á dósina. Maðurinn drakk á leiðinni eina eða tvær dósir í viðbót. Vitnið kveðst hvorki geta fullyrt, að maður þessi hafi verið undir áhrifum áfengis eða ekki. Framkoma mannsins var nokkuð undarleg, en vitnið treystir sér ekki til að dæma um, hvort svo var vegna ölvunar eða höfuðhöggs og sjokks vegna slyssins.“ Vitnið kveður manninn hafa haft orð á því á leiðinni að aust- an, að bifreið sín hefði lent út af veginum í lausamöl og hann misst stjórn á henni. Hann var með stóra kúlu á enni og kvart- aði mjög mikið um höfuðverk. Maðurinn hafði aldrei orð á því við vitnið, að lögreglan mætti ekki ná í sig, og hann nefndi ekki heldur, að hann hefði verið tekinn ölvaður við akstur áður, enda kom ekkert slíkt. til. Ákærði, Ingólfur Guðmundsson, hefur skýrt frá því, að hann hafi farið í veiðiferð austur að Ölfusá á bifreið sinni R 8644 umræddan dag. Ákærði var einn síns liðs. Hann lagði af stað laust fyrir kl. 0900 um morguninn. Á leiðinni austur kom hann við í Litlu kaffistofunni í Svínahrauni og keypti þar nesti, en ók því næst austur að Ölfusá. Ákærði kveðst hafa verið við veiðarnar fyrst hjá Auðsholts- hjáleigu, en síðan í Kaldaðarneslandi. Ákærði lagði af stað áleiðis til Reykjavíkur kl. 1600 —1700 um daginn. Ákærði hafði meðferðis í bifreið sinni nokkrar dósir af dönskum bjór, en man ekki, hve þær voru margar. Annað áfengi hafði ákærði ekki meðferðis. Umræddar bjórdósir voru fyrir í bifreiðinni, og tók ákærði þær ekkert sérstaklega með 335 í ferðalagið. Ákærði neitar að hafa drukkið nokkuð af bjórn- um né heldur öðru áfengi og kveðst hafa verið vel fyrir kall- aður að öðru leyti. Þegar ákærði kom upp í efstu brekkuna í Kömbunum, var vegurinn þar mjög ósléttur vegna svokallaðra þvottabretta. Bifreið ákærða var létt og kastaðist til af þeim sökum. Færði ákærði sig þá til vinstri á veginum, en þá lentu vinstri hjól út af hon- um í lausamöl með þeim afleiðingum, að hann missti stjórn á bifreiðinni, og fór hún út af veginum. Bifreiðin fór eina veltu og kom niður á hjólin utan vegarins. Ákærði telur, að bifreiðin hafi verið í öðrum gír og á um 30—40 km hraða, þegar slys- ið varð. Ákærði kveðst hafa fengið mikið höfuðhögg við veltuna og muna óljóst, hvað fram fór á slysstaðnum eftir slysið. Ákærði man það, að einhverjir menn komu á staðinn, og minnir hann, að hann hafi beðið þá að hjálpa sér, en þeir neitað því. Ákærði man ekki eftir því, að meira hafi farið á milli sín og mannanna á slysstaðnum. Skömmu eftir slysið kom leigubifreið á vettvang, og fékk ákærði far með henni til Reykjavíkur. Áður en ákærði fór á brott, tók hann bjórdósirnar með sér og einnig veski sitt, sem dottið hafði úr vasa hans. Það hvarflaði ekki að ákærða að kalla lögregluna á staðinn, enda taldi hann þess ekki þörf, þar sem eingöngu var um eigna- tjón að ræða á bifreið hans sjálfs. Ákærði tilkynnti lögreglunni ekki um slysið, eftir að hann kom til Reykjavíkur. Sonur ákærða sendi kranabíl austur til þess að sækja bifreiðina. Ákærða voru kynntir framburðir vitnanna þriggja, er komu á staðinn eftir slysið. Mótmælti hann þeim, að svo miklu leyti sem þeir færu í bága við sinn framburð. Ákærði ítrekaði, að hann hefði einskis áfengis neytt umræddan dag. Ólína Valgerður Sigvaldadóttir, Ásvallagötu 55, hér í borg, er rekur Litlu kaffistofuna í Svínahrauni, hefur borið vitni í máli þessu. Kveður vitnið ákærða hafa komið oft í veitingastof- una. M. a. kveður það hann hafa komið þangað fyrri hluta dags 6. september í fyrra. Vitnið kveðst muna greinilega, að ákærði kom umræddan dag, vegna þess að það heyrði daginn eftir, að hann hefði lent í umferðarslysi í Kömbum. Ákærði keypti í umrætt skipti einn sviðakjamma og 2—3 pilsn- era hjá vitninu. Hann hafði þar skamma viðdvöl og hélt á brott. Ákærði var einn síns liðs í umrætt skipti. 336 Vitnið gat ekki merkt nein einkenni í fari ákærða, sem bentu til þess, að hann hefði neytt áfengis. Með framburði vitnanna Björgvins Guðlaugssonar og Ævars Guðbjörns Gunnlaugssonar um, að ákærði hafi verið með áhrif- um áfengis í umrætt skipti, ummælum þeim, sem vitni þessi hafa borið, að ákærði hafi haft við þau á slysstaðnum um, að hann hafi misst ökuleyfi áður og mætti ekki missa það aftur, undanfærslu ákærða á að tilkynna lögreglunni um slysið og ótta hans við, að lögreglan hefði afskipti af því, sem m. a. kemur fram í því, að hann fer fram á Það, að bifreið hans verði þegar dregin upp á veginn og að hann hraðar sér brott af staðnum og virðist láta það sitja í fyrirrúmi að hafa með sér bjórdósirnar, sem voru í bifreiðinni, akstri ákærða, þegar slysið varð, svo og öðru, sem fram er komið í máli Þessu, þá þykir sannað þrátt fyrir neitun ákærða, að hann hafi verið undir áhrifum áfengis við aksturinn í umrætt skipti. Þá þykir sannað með framburði nefndra vitna og ummerkjum á slysstaðnum, að ákærði hafi ekki sýnt nægilega aðgæzlu í akstri, er leiddi til þess, að bifreið hans lenti út af veginum og valt. Loks er sannað, að ákærði vanrækti að tilkynna lögreglunni um slysið, eins og áður greinir, og gera aðrar lögmæltar ráð- stafanir út af því. Ákærði hefur með þessu atferli sínu orðið brotlegur gegn 2. mgr. 25. gr, 1. mgr. 37. gr. og 1. og 2. mgr. 41. gr. sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 26/1958 og 1. mgr. 24. gr. sbr. 45. gr. áfengis- laga nr. 58/1954. Með því að um ítrekað brot ákærða gegn áfengis- og umferðar- lögum er að ræða, þykir refsing hans hæfilega ákveðin 15 daga varðhald. Af framangreindri ástæðu ber samkvæmt 81. gr. umferðar. laga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga að svipta ákærða ökuleyfi ævilangt frá birtingu dóms þessa. Ákærða ber að dæma til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Egils Sigur- geirssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 2.000.00. Rannsókn í máli þessu fór fram í sakadómi Reykjavíkur, Kópa- vogs og Rangárvallasýslu, áður en dómarinn fékk það í hendur hinn 20, marz s.l. 337 Dómsorð: Ákærði, Ingólfur Guðmundsson, sæti varðhaldi 15 daga. Ákærði skal frá birtingu dóms þessa sviptur ökuleyfi ævilangt. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin máls- varnarlaun til skipaðs verjanda síns, Egils Sigurgeirssonar, kr. 2.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Miðvikudaginn 15. april 1964. Nr. 20/1963. Jón Ellert Jónsson (Ragnar Ólafsson hrl.) segn Tollstjóranum í Reykjavík f. h. ríkissjóðs (Hermann Jónsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Ármann Snævarr og Magnús Þ. Torfason. Skattamál. Dómur Hæstaréttar. Sigurður Grímsson, fulltrúi borgarfógeta í Reykjavík, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 28. febrúar 1963, að fengnu áfrýjunarleyfi 20. s. m. Krefst hann þess, að hinum áfrýjaða úrskurði verið hrund- ið og að synjað verði um framkvæmd lögtaks. Hann krefst og málskostnaðar úr hendi stefnda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar á úrskurði fógeta og máls- kostnaðar af áfrýjanda fyrir Hæstarétti. Atvikum málsins er lýst í hinum áfrýjaða úrskurði. Af hálfu stefnda hafa ekki verið færðar sönnur á það, að áfrýj- andi hafi byggt umrædda íbúð, sem hann bjó í á Rauða- læk 69, í atvinnurekstri sínum eða til að selja hana aftur 22 338 með hagnaði. Og þar sem hann byggði sér aðra íbúð til eigin afnota innan 2 ára frá söludegi, og fasteignamat þeirr- ar íbúðar var hærra en hinnar seldu, þá var ekki heimilt samkvæmt 2. málsgr. e-liðs 7. gr. laga nr. 46/1954 að gera honum að greiða tekjuskatt af söluhagnaðinum. Ber því að fella hinn áfrýjaða úrskurð úr gildi og synja um fram- kvæmd lögtaks. Rétt er, að stefndi greiði áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 8000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður er felldur úr gildi, og skal lögtak ekki framkvæmt. Stefndi, tollstjórinn í Reykjavík f. h. ríkissjóðs, greiði áfrýjanda, Jóni Ellert Jónssyni, málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 8000.00. Úrskurður fógetadóms Reykjavíkur 3. desember 1962. Á skattreikningi fyrir ár 1961 var gerðarþola, Jóni Ellert Jóns- syni, Rauðagerði 14, hér í borg, gert að greiða í þinggjöld kr. 29.539.00, er síðar, eftir að lögtaks var beiðzt, voru lækkuð í kr. 25.550.00. Enn fremur var gerðarþola á skattreikningi fyrir sama ár gert að greiða kr. 21.291.00, sem var skattahækkun vegna árs- ins 1959, og er þetta samtals kr. 46.841.00. Undir meðferð þessa máls eða 27. júní og 7. ágúst 1962 greiddi gerðarþoli þinggjöldin frá gjaldárinu 1961, kr. 25.550.00, og lækkaði þá lögtakskrafan enn um þá fjárhæð eða úr kr. 46.841.00 í kr. 21.291.00, sem nemur skattahækkuninni vegna ársins 1959. Þar eð gerðarþoli hefur eigi greitt fjárhæð þessa, hefur tollstjórinn í Reykjavík f. h. ríkissjóðs krafizt þess, að lögtak verði gert í eignum gerðar- Þola til tryggingar framangreindri Þinggjaldakröfu, kr. 21.291.00, ásamt 6% dráttarvöxtum pa. af þeirri fjárhæð frá 4. janúar til 31. desember 1961 og 12% p.a. frá þeim degi til greiðsludags og að honum verði úrskurðaður málskostnaður úr hendi gerðar- þola samkvæmt gjaldskrá LM.F.Í. Umboðsmaður gerðarþola hefur mótmælt framangreindri þing- gjaldskröfu og gert þær kröfur í málinu, að synjað verði um framgang hinnar umbeðnu lögtaksgerðar og að gerðarþola verði 339 úrskurðaður málskostnaður úr hendi gerðarbeiðanda að mati réttarins. Mótmæli sín og kröfur reisir gerðarþoli á því, að tekjuskatts- hækkun sú, sem hér ræðir um, hafi verið lögð á hagnað, kr. 73.613.00, er hann hafi haft af sölu íbúðar, sem hann átti og bjó í, að Rauðalæk 69, en andvirði þeirrar íbúðar hafi hann þegar lagt í byggingu íbúðar þeirrar, sem hann nú búi í að Rauðagerði 14. Hann hafi því eigi verið skattskyldur vegna hagnaðar af þessari sölu, sbr. 2. mgr., e-lið, 7. gr. laga nr. 46/ 1954. Kveður umboðsmaður gerðarþola, að hann (gerðarþoli) hafi lengst af búið í leiguíbúð, en að hann hafi árið 1955 ásamt öðr- um keypt húsgrunn að Rauðalæk 69. Hafi þeir sameigendurnir reist þar hús að hálfu hvor. Kveður nefndur umboðsmaður, að gerðarþoli hafi flutt í sinn hluta hússins sumarið 1957. Hafi hann, meðan hann bjó í leiguíbúð, oft sótt um lóðarréttindi, en lóðina hafi hann eigi fengið fyrr en veturinn 1957— 1958. Hafi honum þá ásamt tengdaföður sínum verið úthlutað lóðinni nr. 14 við Rauðagerði. Til þess að notfæra sér þessi lóðarréttindi hafi hann tekið til við húsbyggingu á lóðinni, en sakir fjárskorts hafi hann orðið að selja íbúð sína að Rauðalæk 69, og hafi hann lagt andvirðið í bygginguna að Rauðagerði 14, og í það hús hafi hann flutt, í hliðstæða íbúð, árið 1959. Þar hafi hann búið síðan og enga ráðstöfun gert til að flytja þaðan. Kveður umboðs- maður gerðarþola, að íbúðin að Rauðalæk 69 sé að fasteignamati kr. 97.615.00, en íbúðin að Rauðagerði 14 kr. 105.698.00. Þá hef- ur umboðsmaður gerðarþola látið þess getið, að gerðarþoli hafi verið leigubílstjóri að atvinnu, en að hann hafi misst bílstjóra- réttindi í eitt ár haustið 1958, og hafi það orðið til þess, að hann hafi snúið sér að byggingaframkvæmdum „fyrir alvöru“ og haft þær með höndum meira og minna síðan. Með skírskotun til framangreindrar málsútlistunar hefur umboðsmaður gerðarþola haldið því fram, að gerðarþoli hafi að sínum hluta selt húsið nr. 69 að Rauðalæk til þess að eignast íbúð fyrir sig, og hið sama gildi um byggingu hans að Rauðagerði 14. Sé því engin ástæða til að ætla, að íbúðir þessar hafi verið byggðar í þeim tilgangi að selja þær, enda sé það alvanalegt, að slíkar fram- kvæmdir eigi sér stað, án þess að hagnaður af íbúðaskiptum í því sambandi sé skattlagður. Beri því að undanskilja tekju- skatti umræðdan hagnað hans af sölu eigin íbúðar að Rauða- læk 69 samkvæmt 2. mgr., ellið, 7. gr. tekjuskattslaganna nr. 340 46/1954, og skipti þá eigi máli, þótt gerðarþoli hafi, eftir að hann missti bílstjóraréttindin, aðallega haft atvinnu af húsbygg- ingum og sölu húsa, enda hafi hann greitt fullan tekjuskatt af þeim hagnaði, sem hann hafi haft af því. Hefur umboðsmaður gerðarþola þessu til stuðnings vísað til dóms í málinu nr. 1131/ 1956, uppkveðins í bæjarþingi Reykjavíkur 4. maí 1957 (rskj. mr. 23). Samkvæmt framangreindu beri því að synja um fram- gang hinnar umbeðnu lögtaksgerðar. Umboðsmaður gerðarbeiðanda hefur í greinargerð sinni og við munnlegan flutning málsins mótmælt sjónarmiði og kröfum gerðarþola og rakið efni málsins frá sjónarmiði umbjóðanda síns. Hefur hann bent á, að í árslok 1955, sama ár og gerðarþoli hóf byggingu hússins nr. 69 við Rauðalæk, hafi byggingarkostnaður hans við húsið verið orðinn um kr. 108.000.00, þar af eigin vinna kr. 10.800.00. Árið eftir, 1956, hafi gerðarþoli haldið byggingunni áfram, og sé byggingarkostnaður við lok þess árs um kr. 299.- 000.00, og eigin vinna það ár kr. 5.400.00. Á næsta ári, 1957, telji gerðarþoli, að hann hafi búið í húsinu í 8 mánuði á því ári. Samkvæmt húsbyggingarskýrslu og framtali fyrir síðastnefnt ár (rskj. nr. 13) telji gerðarþoli húsnæðið vera 10 herbergi og 2 eldhús eða 53.5% alls hússins, Muni þetta því hafa verið tvær íbúðir, er hann hafi haft í byggingu á þessum tíma. Á sama framtali getur gerðarþoli þess, að hann hafi selt 44.86% af sín- um hluta hússins, og hafi hann hagnazt á þeirri sölu um kr. 20.264.00 fyrir utan alla eigin vinnu, en hún hafi numið frá upphafi til þess, er hér var komið, kr. 16.200.00. Árið 1958 sé lagt í umrædda íbúð gerðarþola kr. 126.894.00 auk eigin vinnu hans, kr. 13.860.00, eða samtals kr. 140.754.00, og þá sé kostn- aðarverðið komið upp í kr. 426.387.00. Hinn 17. desember það ár (1958) selji gerðarþoli svo íbúð þessa fyrir kr. 500.000.00, og sé því hagnaður af þeirri sölu kr. 73.613.00 fyrir utan alla eigin vinnu gerðarþola. Þá hefur umboðsmaður gerðarbeiðanda bent á það, að á þessu sama ári (1958) og gerðarþoli sé að vinna að framhaldssmíði á þessari íbúð sinni að Rauðalæk 69, hafi hann byrjað á byggingu hússins nr. 14 við Rauðagerði, og við árslok 1958, eða um sama leyti og gerðarþoli seldi íbúðina að Rauðalæk 69, hafi hann verið búinn að leggja í þessa húsbygg- ingu að Rauðagerði 14 kr. 272.000.00. Hafi gerðarþoli þannig verið með bæði húsin í byggingu að nokkru leyti samtímis. Í húsinu Rauðagerði 14 kveður nefndur umboðsmaður gerðarbeiðanda, að vera muni 3 íbúðir (sbr. rskj. nr. 14). Þegar á næsta ári, 1959, 341 hafi gerðarþoli selt tvær íbúðir þar, en þriðju íbúðina, sem talin er vera 41% af öllu húsinu, hafi gerðarþoli þá átt eftir, og í hana flytji hann á því ári. Hagnað af sölu hinna tveggja íbúða telji gerðarþoli hafa numið kr. 70.521.00, þar með talin vinna hans sjálfs. Á sama ári, 1959, hafi gerðarþoli hafizt handa um byggingu hússins nr. 22—24 við Ásgarð. Á árinu 1960 hafi gerðar- þoli selt húsnæði í því húsi fyrir sölubúðir til fimm tiltekinna aðilja, og hafi þá átt sjálfur eftir fjórar íbúðir á 3. hæð hússins með tilheyrandi geymslum og öðrum þægindum í kjallara húss- ins, og auk þess eigi hann þá sérstakt afmarkað húsrými í kjall- ara (rskj. nr. 15). Af því, sem hér hefur verið rakið, telur um- boðsmaður gerðarbeiðanda ljóst, að gerðarþoli hafi haft með höndum verulegan atvinnurekstur við að byggja og selja hús. Hér skipti því meginmáli, hvenær telja beri, að sá atvinnuvegur hans hefjist. Hefur umboðsmaður gerðarbeiðanda í þessu sam- bandi til glöggvunar bent á eftirfarandi í byggingarstarfsemi gerðarþola: Rauðilækur 69: Árið 1955 er byggingin hafin. Gerðarþoli á helming hússins (rskj. nr. 11). Árið 1957 seld ein íbúð (44.86%) af eignarhluta gerðarþola með hagnaði (rskj. nr. 13). Árið 1958 seld önnur íbúð (55.14%) með hagnaði kr. 73.613.00 (rskj. nr. 5). Rauðagerði 14: Árið 1958 gefur gerðarþoli upp fyrsta framlag í húsið, kr. 272.271.80 (rskj. nr. 5). Árið 1959 seldar 2 íbúðir (23% og 36%) með hagnaði (rskj. nr. 14). Ásgarður 22—24 (íbúðar- og verzlunarhús): Árið 1959 gefur gerðarþoli upp fyrsta framlag í húsið, kr. 52.084.00 (rskj. nr. 14). Árið 1960 selt húsnæði fyrir 5 sölubúðir til 5 verzlunarfyrir- tækja. Gerðarþoli á þá eftir óseldar 4 íbúðir og enn fremur sér- stakt húsrými í kjallara (rskj. nr. 15). Með skírskotun til framanritaðs hefur umboðsmaður gerðar- beiðanda haldið því fram, að hagnaður sá, kr. 73.613.00, sem gerðarþoli hafði af sölu eignarhluta hans í Rauðalæk 69 árið 1958 (rskj. nr. 5), hafi tvímælalaust verið skattskyldur sam- kvæmt 1. málslið 1. mgr. e.liðs 7. gr. laga nr. 46/1954, sbr. 2. mgr. e-liðs sömu lagagreinar, og samkvæmt tilsvarandi ákvæði í 15. gr. sbr. 12. gr. reglugerðar nr. 174/1955 og að umrædd tekjuskattshækkun hafi því verið fyllilega lögmæt, enda hafi skattstjóri, yfirskattanefnd og Ríkisskattanefnd úrskurðað, að tekjuskattshækkunin skyldi óbreytt standa. Þá hefur umboðs- maður gerðarbeiðanda mótmælt þeirri skoðun umboðsmanns gerð- arþola, að bæjarþingsdómur sá í máli Þorsteins Jónssonar, sem 342 að framan greinir, styðji málstað gerðarþola, þar eð mál það sé eigi hliðstætt þessu máli. Því að Þorsteinn hafi átt íbúð þá, sem deilan um skattskyldu stóð um, lengur en fimm ár, og eigi hati verið talið, að hann hafi eignazt íbúðina í því skyni að selja hana aftur með hagnaði. Beri því að öllu athuguðu að leyfa framgang hinnar umbeðnu lögtaksgerðar. Aðiljar hafa lagt atriðið undir úrskurð réttarins. Svo sem að framan greinir, hefur umboðsmaður gerðarþola gert þær kröfur í málinu, að synjað verði um framgang hinnar umbeðnu lögtaksgerðar, á þeim forsendum, að tekjuskattshækk- un sú, sem hér ræðir um, hafi verið lögð á hagnað, kr. 73.613.00, er gerðarþoli hafi haft af sölu íbúðar, sem hann átti og bjó í, að Rauðalæk 69, en andvirði þeirrar íbúðar hafi hann þegar lagt í byggingu íbúðar þeirrar, sem hann nú búi í, að Rauða- gerði 14. Hann hafi því eigi verið skattskyldur vegna hagnaðar af þessari sölu, sbr. 2. mgr. e-liðs 7. gr. laga nr. 46/1954. Umboðsmaður gerðarbeiðanda hefur hins vegar haldið því fram, að gerðarþoli hafi reist húsið að Rauðalæk 69 að sínum hluta í því skyni að selja það með hagnaði og að hann hafi haft byggingu og sölu húsa að atvinnu, er hann í desembermánuði 1958 seldi íbúðina í húsinu með þeim hagnaði, kr. 73.613.00, sem hér ræðir um, og hafi sá hagnaður verið skattskyldur sam- kvæmt ákvæðum 1. málsliðs 1. mgr. e-liðs 7. gr. laga nr. 46/1954, sbr. 2. mgr. e-liðs sömu lagagreinar, og samkvæmt tilsvarandi ákvæði í 15. gr. sbr. 12. gr. reglugerðar nr. 147/1955. Samkvæmt efni máls þessa, sem að framan greinir, skiptir hér meginmáli að áliti réttarins, hvenær telja beri, að hefjist sá atvinnurekstur gerðarþola að byggja og selja hús, sem viður- kennt er í málinu, að hann hafi stundað undanfarin ár Samkvæmt gögnum þeim, sem fyrir liggja í málinu, er það upplýst, að gerðarþoli hefst handa um byggingu hússins nr. 69 við Rauðalæk á árinu 1955, en húsið er að hans hluta 10 her- bergi og 2 eldhús. Hann selur á árinu 1957 tæpan helming eignar- hluta síns með hagnaði og árið eftir hinn helminginn með þeim hagnaði, sem skatthækkuninni olli, sem hér er deilt um. Jafn- framt hefur gerðarþoli í smíðum um sama leyti húsið nr. 14 við Rauðagerði. Árið 1959 selur gerðarþoli í því húsi 2 íbúðir og hefst á sama ári handa um byggingu þriðja hússins, nr. 22—24 við Ásgarð, sem er allmikið hús. Árið eftir, 1960, selur hann húsnæði í því húsi fyrir 5 sölubúðir og á þá óseldar í því 4 íbúðir auk sérstaks húsrýmis í kjallara hússins. Samkvæmt 343 þessum byggingarferli gerðarþola telur rétturinn rík rök hníga að því, að hann hafi reist húsið nr. 69 við Rauðalæk að sínum hluta (10 herbergi og 2 eldhús) í því skyni að selja það með hagnaði og að atvinnurekstur hans við byggingu og sölu húsa, sem hann síðan stundar áfram, svo sem gögn málsins bera með sér, hefjist við byggingu hússins að Rauðalæk 69. Breytir engu í því efni að áliti réttarins, að hann bjó í íbúð sinni í húsinu, er sala á henni fór fram, né að hann flutti þá í íbúð í húsi sínu nr. 14 við Rauðagerði. Verður því að fallast á það sjónarmið um- boðsmanns gerðarbeiðanda, að umræddur söluhagnaður gerðar- þola hafi verið skattskyldur samkvæmt 1. málslið 1. mgr. e-liðs 7. gr. laga nr. 46/1954, en þar segir svo um skattskyldan sölu- hagnað af fasteign (og lausafé): „Ágóði af sölu á fast- eign eða lausafé, enda þótt salan falli ekki undir atvinnu- rekstur skattgreiðanda, ef ætla má, að hann hafi keypt eign- ina eða öðlazt hana á annan hátt í því skyni að selja hana aftur með ágóða, eða hún hafi verið Í eign hans skemur en 5 ár, ef um fasteign er að ræða, en annars skemur en 3 ár,“ og enn fremur samkvæmt 2. mgr. e-liðs sömu lagagreinar, þar sem ræðir um ýmis atvik, þar sem ágóði af sölu fasteigna sé undanþegin skattskyldu, en þar segir svo: „.... Undanþága þessi nær þó ekki til neinnar sölu, þar sem telja má, að um atvinnurekstur sé að ræða eða að eignarinnar hafi verið aflað til að selja hana með hagnaði ....“, og einnig samkvæmt ákvæði 15. gr. sbr. 12. gr. reglugerðar nr. 147/1955. Samkvæmt þessu lítur rétturinn svo á, að umrædd skatta- hækkun hafi verið lögmæt, og að því beri að leyfa framgang hinnar umbeðnu lögtaksgerðar til tryggingar framangreindri skattkröfu gerðarbeiðanda, að fjárhæð kr. 21.291.00, ásamt 6% dráttarvöxtum p.a. af þeirri fjárhæð frá 4. janúar til 31. des- ember 1961 og 12% p.a. frá þeim degi til greiðsluðags, allt á ábyrgð gerðarbeiðanda. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður sé niður felldur. Því úrskurðast: Hin umbeðna lögaksgerð á fram að ganga fyrir kr. 21.291.00 ásamt 6% dráttarvöxtum p. a. af þeirri fjárhæð frá 4. jan- úar til 31. desember 1961 og 12% Þp.a. frá þeim degi til greiðsludags, allt á ábyrgð gerðarbeiðanda. Málskostnaður falli niður. 344 Mánudaginn 20. apríl 1964. Nr. 117/1963. Sigurður Árnason (Páll S. Pálsson hrl.) Segn Jóni Árnasyni (Ragnar Ólafsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Ármann Snævarr og og Magnús Þ. Torfason. Synjað um framkvæmd innsetningargerðar. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 3. september 1963. Krefst hann þess, að hinum áfrýj- aða úrskurði verði hrundið og að lagt verði fyrir fógeta að framkvæma innsetningargerð þá, sem hann gerði kröfu um í héraði. Svo krefst hann og málskostnaðar úr hendi stefnda í héraði og hér fyrir dómi. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Málavöxtum er lýst í úrskurði fógeta, en til glöggvunar verða þeir raktir hér í aðalatriðum. Aðiljar málsins, þeir Jón Árnason og Sigurður Árnason, voru sameigendur að jörðinni Sámsstöðum III í F ljótshlíðar- hreppi, sem einnig er í gögnum málsins nefnd Vestur- Sámsstaðir. Samkvæmt bókun hreppsnefndar Fljótshlíðar- hrepps á fundi 13. janúar 1982 hafði stefndi, Jón, farið þess á leit í bréfi, dags 15. nóvember 1961, að hreppsnefndin heimilaði honum „að girða yfir gömlu heimreiðina að Vestur-Sámsstöðum, þar sem hún liggur yfir tún hans“. Á nefndum fundi tók hreppsnefndin sér frest til að „kynna sér allar ástæður nánar“, og má ætla, að hún hafi veitt aðiljum færi á að gera grein fyrir málinu, þó að ekki sjá- ist það af fundargerðum. Á fundi hreppsnefndarinnar hinn 11. júní 1962 var samþykkt að veita umbeðið leyfi. Aðiljar málsins urðu sammála um að láta fram fara landskipti á jörð sinni, Vestur-Sámsstöðum. Hinn 30. júlí 345 1962 kvaddi sýslumaður Rangárvallasýslu þrjá menn til að framkvæma landskiptin. Er landskiptagerð þeirra dag- sett 3. ágúst 1962, og hefur henni ekki verið skotið til yfir- mats, sbr. 5. gr. laga nr. 46/1941. Samkvæmt framangreindu leyfi hreppsnefndar girti stefndi fyrir umrædda heimreið. Lögmaður áfrýjanda æskti þess þá í bréfi til hreppsnefndar Fljótshlíðarhrepps, dags. 19. október 1962, að nefndin tæki málið til yfirvegunar að nýju og felldi samþykktina frá 11. júni 1962 úr gildi. Kvað hann áfrýjanda að öðrum kosti mundu leita aðstoðar dóm- stóla til að fá veginn opnaðan. Hreppsnefndin synjaði þess- ari málaleitun á fundi sínum hinn 28. október 1962. Í bréfi lögmanns áfrýjanda til vegamálastjóra, dags. 8. nóvember 1962, var þess æskt með tilvísun til 40. gr. vega- laga nr. 34/1947, að vegamálastjóri felldi úr gildi samþykkt hreppsnefndarinnar frá 11. júní 1962 og gerði stefnda skylt að hafa hlið á umræddri girðingu yfir veginn. Vegamála- stjóri felldi úrskurð um málið og tilkynnti hann hrepps- nefnd Fljótshlíðarhrepps í bréfi, dags. 15. febrúar 1963. Er niðurstaða úrskurðarins á þessa leið: „.... téður úr- skurður hreppsnefndar Fljótshlíðarhrepps frá 11. júní 1962 er hér með úr gildi felldur. Ber hreppsnefnd Fljótshliðar- hrepps að sjá svo um, að téður vegur verði opnaður á ný“. Hreppsnefndin lét síðan opna veginn, en stefndi lokaði hon- um að nýju með girðingu. Með bréfi til sýslumannsins Í Rangárvallasýslu, dags. 13. júní 1963, æskti áfrýjandi þess, að girðingin yrði fjarlægð með fógetavaldi. Við framangreint málskot áfrýjanda til vegamálastjóra er þetta að athuga: Í vegalögum nr. 34/1947 eru ákvæði 1. og 2. málsgr. 40. gr. á þessa leið: „Nú liggur vegur eða stígur eða götutroðningur yfir land manns og telst eigi til neins vegaflokks, og er landeiganda þá heimilt að gera girðingu yfir þann veg, með hliði á fyrir veginum, en eigi má hann loka hliðinu né með öðru móti hindra umferð um þann veg, nema hreppsnefnd leyfi. Nú neitar hreppsnefnd um slíkt leyfi, og má þá leggja 346 málið undir úrskurð vegamálastjóra. Vegamálastjóri skal úrskurða, ef ósamkomulag er um viðhald eða endurbætur slíks vegar.“ Í girðingalögum nr. 24/1952 eru svofelld ákvæði í 16. gr. „Nú liggur vegur eða stígur eða vetrarleið (akbraut) yfir land manns, og telst eigi til neins vegaflokks, og er landeiganda þá heimilt að gera girðingu yfir þann veg með hliði fyrir veginum, en eigi má hann hindra umferð um þann veg, nema hreppsnefnd leyfi. Neiti hreppsnefnd um slíkt leyfi, má skjóta málinu til hlutaðeigandi sýslunefnd- ar, er leggur á það endanlegan úrskurð.“ Eins og sjá má, taka hin tilfærðu ákvæði vegalaganna frá 1947 og girðingalaga frá 1952 hvor tveggja til „heim- reiðar“ þeirrar, sem í máli þessu greinir og ekki telst til neins vegaflokks. Girðingalögin frá 1952 leystu af hólmi eldri girðingalög nr. 66/1913, en í þeim lögum var ekkert ákvæði, sem svaraði til 2. málsliðs 16. gr. laga nr. 24/1952. Hefur sá málsliður verið settur sem nýmæli í lögin, en að öðru leyti er nefnd 16. gr. mjög sniðin eftir 40. gr. laga nr. 94/1947. Og þar sem girðingalögin voru yngri, bar eftir Þeim að fara. Samkvæmt því átti að skjóta samþykkt hrepps- nefndar til sýslunefndar, en ekki vegamálastjóra. Getur úrskurður vegamálastjóra þegar af þeirri ástæðu ekki ráð- ið neinu um úrslit máls þessa, og skiptir ekki máli, þó að aftur hafi orðið breyting á þessu með 79. gr. vegalaga nr. 71/1963. Í máli þessu er ekki þörf slíkra bráðabirgðaaðgerða, að innsetningargerð verði heimiluð, án þess að kveðið sé á um efnislegan rétt aðilja. Í kröfu áfrýjanda og málflutn- ingi felst, að hann eigi að einhverju leyti umferðarrétt um land það, sem við landskiptin féll í hlut stefnda. Land- skiptagerðin er ekki nægilega glögg um umferðarrétt aðilja á því svæði, sem hér er um að tefla. Ber því nauðsyn til að krefja landskiptamenn umsagnar um umferðarákvæði landskiptagerðarinnar eða vættis fyrir dómi til skýringar á þeim, ef því er að skipta. Og þar sem ágreiningur aðilja snýst um það, hvort umferðarkvöð til handa áfrýjanda 347 hvíli á úrskiptu landi stefnda, ætti að reka mál til úrlausn- ar honum fyrir vettvangsdómi samkvæmt 16. gr. laga nr. 41/1919. Samkvæmt framansögðu verður krafa áfrýjanda ekki tekin til greina. Rétt er, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 3.500.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Sigurður Árnason, greiði stefnda, Jóni Árnasyni, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 3500.00, að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður fógetadóms Rangárvallasýslu 27. júlí 1963. Ár 1963, laugardaginn 27. júlí, var í fógetarétti Rangárvalla- sýslu, sem haldinn var í skrifstofu embættisins á Hvolsvelli af fulltrúa sýslumanns, Þórhalli Einarssyni, kveðinn upp í fógeta- réttarmálinu nr. 3/1963: Sigurður Árnason, Sámsstöðum, Fljóts- hlíð (Sámsstaðir III, vesturbær 2) gegn Jóni Árnasyni, Sáms- stöðum í Fljótshlíð (Sámsstaðir III, vesturbær 1) svohljóðandi úrskurður: Mál þetta var tekið til úrskurðar eftir munnlegan málflutn- ing og gagnasöfnun hinn 1. júlí s.l, en uppkvaðning úrskurðar hefur dregizt sökum mikils annríkis við embættið. Af hálfu gerðarbeiðanda, Sigurðar Árnasonar bónda, Sáms- stöðum III (vesturbær 2), Fljótshlíð, hafa þær dómkröfur verið gerðar, að girðing, sem gerðarþoli, Jón Árnason bóndi, Sámsstöð- um III (vesturbær 1), Fljótshlíð, hefur lagt yfir heimreið að Vestur-Sámsstöðum, verði rifin niður með fógetavaldi og gerðar- þoli verði látinn greiða allan kostnað af gerðinni. Af hálfu gerðarþola er þess krafizt, að synjað verði um hina umbeðnu fógetagerð og að gerðarbeiðandi greiði gerðarþola hæfilegan málskostnað. Málavextir eru þeir, að með bréfi, dags. 15. nóvember 1961, til hreppsnefndar Fljótshlíðarhrepps biður gerðarþoli, Jón Árna- son, um leyfi hreppsnefndarinnar til þess að girða yfir gömlu heimreiðina að Vestur-Sámsstöðum, þar sem hún liggur yfir tún 348 hans, nánar tiltekið í stefnu norðvestur, skammt neðan við gripa- hús hans. Á fundi hreppsnefndar Fljótshlíðarhrepps 11. júní 1962 var samþykkt að veita umbeðið leyfi, en á fundi hreppsnefnd- arinnar 28. október 1962 er samþykkt að hafna kröfu Páls S. Pálssonar hæstaréttarlögmanns f. h. gerðarbeiðanda, Sigurðar Árnasonar, þeirri að umrætt leyfi verði afturkallað. Með bréfi til vegamálastjóra, dags. 8. nóvember 1962, fer Páll S. Pálsson hæstaréttarlögmaður f. h. gerðarbeiðanda fram á það, að felldur verði niður úrskurður hreppsnefndar Fljótshlíðar- hrepps frá 11. júní 1962. Að fenginni umsögn Samgöngumálaráðuneytisins leggur svo Vvegamálastjóri fyrir hreppsnefnd Fljóshlíðarhrepps í bréfi, dags. 15. febrúar 1963, að sjá svo um, að umræddur vegur verði opn- aður á ný, og var það gert nokkru seinna að tilstuðlan hrepps- nefndar, En nú hefur gerðarþoli lokað Þessari leið að nýju með girð- ingu, og hefur því Páll S. Pálsson hæstréttarlögmaður f. h. gerðar- beiðanda með bréfi, dags. 13. júní 1963, til sýslumanns Rangár- vallasýslu farið þess á leit, að girðing þessi verði rifin niður og fjarlægð með fógetavaldi. Í fógetarétti Rangárvallasýslu, er haldinn var samdægurs eða 13. júní 1963 að Vestur-Sámsstöðum, var bréf þetta tekið fyrir og lagt fram sem rskj. nr. 1, en mættir voru fulltrúi umboðs- manns gerðarbeiðanda, Knútur Bruun héraðsdómslögmaður, svo og gerðarbeiðandi og gerðarþoli. Að ósk gerðarþola var frestur veittur til öflunar gagna og framlagningar greinargerðar. Síðan var málið tekið fyrir að nýju 1. júlí 1963 og þann dag tekið til úrskurðar, að loknum munnlegum málflutningi og gagnasöfnun. Til stuðnings kröfu sinni, er af hálfu gerðarbeiðada m. a. bent á, að samkvæmt rskj. nr. 8, úrskurði vegamálastjóra, er hrundið leyfi því, er hreppsnefnd Fljótshlíðarhrepps veitti gerðarþola 11. júní 1962, og auk þess sé umrædd heimreið sameign gerðar- beiðanda og gerðarþola samkvæmt skiptagerð frá 3/8 1962, rskj. nr. 9. Þetta tvennt ásamt rökum, er fram koma í gögn- um málsins, réttlæti kröfu gerðarbeiðanda. Gerðarþoli rökstyður kröfur sínar sérstaklega með því, að ekki liggi fyrir í málinu aðfararheimild, sem heimili fógeta- gerðina. Samkvæmt íslenzkum lögum og dómvenju geti fógeta. gerð, sem hér er farið fram á, því að eins verið leyfð, að áður hafi verið skorið úr ágreiningi aðilja með dómi, að úrskurður 349 vegamálastjóra sé ekki aðfararhæfur og að vegamálastjóri hafi ekkert úrskurðarvald í máli þessu, það sé skýrt tekið fram í 40. gr. vegalaga nr. 34/1947 sbr. og lög nr. 24/1952, 13. gr., að því aðeins sé hægt að skjóta úrskurði hreppsnefndar til úrskurð- ar vegamálastjóra, að hreppsnefnd hafi synjað um leyfi. Þá er og bent á, að gerðarþoli hafi fullan rétt á að girða með landi sínu, og er vísað til áðurnefndrar skiptagerðar frá 3/8 1962. Þeirri kröfu, sem gerð er af hálfu gerðarþola, að synja beri um framgang fógetagerðarinnar af þeirri ástæðu, að eigi liggi fyrir í málinu aðfararheimild, telur rétturinn að beri að hafna. Það er álit réttarins, að málsatvik séu þess eðlis, að hin um- beðna fógetagerð mætti fram fara, þótt eigi liggi að baki henni aðfararheimild, að skilyrðum uppfylltum, þ.e.a.s. ef réttur gerðar- beiðanda teldist glöggur eða ótvíræður. Á hinn bóginn fellst rétturinn á þá skoðun af hálfu gerðar- Þola, að úrskurður vegamálastjóra sé ekki aðfararheimild, því samkvæmt 1. gr. aðfararlaga nr. 19/1887 má aðför gera eftir úrskurðum, uppkveðnum af lóglegum dómstólum í ríkinu. Í 4. gr. sömu laga er að vísu gert ráð fyrir, að aðför megi gera samkvæmt úrskurðum, uppkveðnum af yfirvaldi, er vald hafi til að kveða upp aðfararhæfa úrskurði, en að áliti réttarins er því eigi til að dreifa í þessu tilfelli. Þá verður að fallast á þá skoðun af háflu gerðarþola, að vegamálastjóri hefði átt að leita umsagnar gerðarþola, áður en hann kvað upp úrskurð sinn, dags. 15. febrúar 1963. Af hálfu gerðarbeiðanda er vísað til skiptagerðar frá 8. ágúst 1962, á að vera 3. ágúst 1962, og sagt, að umdeild heimreið sé sameign gerðarbeiðanda og gerðarþola. Í umræddri landskipta- gerð er talað um, að umferð um traðir til efra túnhliðs sé heimil báðum ábúendum eftir þörfum, þ.e.a.s. gerðarbeiðanda og gerðar- bola, svo og að gömlu bæjarbyggingunum, en eigi nánar til- greint, hvert umræddar traðir ná, hvernig þær takmarkast eða hvernig þær liggja. Samkvæmt áðurnefndri landskiptagerð frá 3. ágúst 1962 eru landamerki milli jarða deiluaðilja skýrt ákveðin, enda ekki um þau deilt, heldur er deiluatriðið varðandi rétt til umferðar gerðar- beiðanda til handa eftir vegarspotta, er nú samkvæmt áður- nefndri landskiptagerð liggur yfir land gerðarþola. Gerðarþoli hefur nú girt fyrir þenna vegarspotta eftir mörk- um, ákveðnum í landskiptagerðinni, á stað, hvar handan eru greinilegar traðir að áliti réttarins, en ætlað gerðarbeiðanda 350 aðra leið opna til upprekstrar búfjár að efra túnhliði og að gömlu bæjarbyggingunum eftir framannefndum tröðum, er liggja frá þeim stað, er gerðarþoli hefur lokað og að framan hefur verið nefndur. Í máli þessu hefur það fram komið, að gerðarbeiðandi telur umdeildan vegarspotta teljast til traða þeirra, er framannefnd landskiptagerð tilgreinir, en því verið mótmælt af gerðarþola og því fram haldið, að tilgreindar traðir nái aðeins að þeim stað, Þar sem umdeildum vegarspotta hefur verið lokað. Rétturinn telur samkvæmt því, sem er að framan rakið, að eigi sé nægilega ljóst, að hinn umdeildi vegarspotti teljist til traða þeirra, sem landskiptagerðin kveður nánar á um, hvernig notast skuli af aðiljum máls. Réttur gerðarbeiðanda til um- ferðar um vegarspottann er þannig ekki svo ótvíræður, að byggj- ast megi á innsetningargerð. Verður því að hafna kröfu gerðarbeiðanda og synja um fram- gang umbeðinnar fógetagerðar. Málskostnaður falli niður. Því úrskurðast: Umbeðin fógetagerð skal eigi ná fram að ganga. Mánudaginn 20. april 1964. Nr. 97/1963. Skiptaráðandinn í Reykjavík f. h. dánarbús Gunnlaugs B. Melsteðs (Haukur Jónsson hrl.) Segn Guðmundi Óskari Þorleifssyni (Jón N. Sigurðsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur með stefnu 31. júlí 1963, að fengnu áfryýj- unarleyfi 5. s. m., skotið máli þessu til Hæstaréttar, að ððl því er varðar dánarbú Gunnlaugs B. Melsteðs. Krefst hann þess, að málinu verði vísað frá héraðsdómi, að því er greint dánarbú snertir, og að stefnda verði dæmt að greiða hon- um málskostnað hér fyrir dómi. Stefndi krefst þess, að frávísunarkröfunni verði hrundið og að áfrýjanda verði gert að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Þegar mál þetta var höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, birtri 1. nóvember 1962, var dánarbú Gunn- laugs B. Melsteðs undir opinberum skiptum hjá skiptaráð- anda Reykjavíkur. Er því lyst hér fyrir dómi, að búið sé skuldaviðsöngubú og að skipti fari fram eftir ákvæðum 4. og 5. kapitula skiptalaga nr. 3/1878. Einnig er frá því skýrt, að skiptaráðandi hafi gefið út innköllun til skuld- heimtumanna hinn 21. apríl 1962, að innköllunin hafi verið birt með lögboðnum hætti, að innköllunarfrestur hafi verið liðinn hinn 8. september 1962 og að kröfu stefnda hafi verið lýst í búið hinn 16. október 1962. Eftir það höfðaði stefndi mál þetta fyrir bæjarþinginu á hendur skiptaráð- anda fyrir hönd dánarbúsins, svo sem að framan greinir. Hvorki er í 4. né 5. kapitula laga nr. 3/1878 né annars staðar í þeim lögum né öðrum réttarákvæðum heimild til að stefna skiptaráðanda fyrir hönd dánarbús fyrir almenna dómstóla, þegar svo stendur á um Þbúskipti og kröfur á hendur búi, sem að framan greinir. Ber því að vísa mál- inu sjálfkrafa frá bæjarþingi Reykjavíkur, að því leyti sem því er áfrýjað. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir Hæsta- rétti falli niður. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá héraðsdómi. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 29. nóvember 1962. Mál þetta, sem dómtekið var 15. nóvember s.l., er höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 1/11 1962, af Guðmundi Óskari 352 Þorleifssyni, Rauðarárstíg 3, Reykjavík, gegn dánarbúi Gunn- laugs B. Melsteðs, Rauðarárstíg 3, Reykjavík, og Jóni Magnús- syni stórkaupmanni, Austurstræti 12, Reykjavík, til greiðslu víxils, að fjárhæð kr. 40.000.00, útgefins 28/12 1960 af stefnda Jóni og samþykkts af Gunnlaugi B. Melsteð til greiðslu í Útvegs- bankanum hér í bæ 30. nóvember 1961, en á víxli þessum, sem fallið var frá afsögn á 28/11 1961, er stefndi Jón Magnússon ábekingur. Hefur stefnandi krafizt þess, að stefndu verði in solidum dæmd til að greiða fjárhæð víxilsins, kr. 40.000.00, með 9% ársvöxtum frá gjalddaga hans 30. nóvember 1961 til greiðslu- dags, "3% fjárhæðarinnar í þóknun, kr. 576.00 í stimpilkostn- að og málskostnað að skaðlausu. Stefndu hafa látið sækja þing, en ekki hreyft andmælum við stefnukröfunum. Verða þær því teknar til greina að öllu leyti. Málskostnaður ákveðst kr. 5.300.00. Valgarður Kristjánsson, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Stefndu, dánarbú Gunnlaugs B. Melsteðs og Jón Magnús- son, greiði báðir fyrir annan og annar fyrir báða stefn- anda, Guðmundi Óskari Þorleifssyni, kr. 40.000.00 með 9% ársvöxtum frá 30. nóvember 1961 til greiðsludags, “M% fjárhæðarinnar í þóknun, kr. 576.00 í stimpilkostnað og kr. 5.300.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. 353 Mánudaginn 20. april 1964. Nr. 98/1963. Skiptaráðandinn í Reykjavík f. h. dánarbús Gunnlaugs B. Melsteðs (Haukur Jónsson hrl.) gegn Guðmundi Óskari Þorleifssyni (Jón N. Sigurðsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur með stefnu 31. júlí 1963, að fengnu áfrýj- unarleyfi 5. s. m., skotið máli þessu til Hæstaréttar, að því er varðar dánarbú Gunnlaugs B. Melsteðs. Krefst hann þess, að málinu verði vísað frá héraðsdómi, að því er greint dánarbú snertir, og að stefnda verði dæmt að greiða hon- um málskostnað hér fyrir dómi. Stefndi krefst þess, að frávísunarkröfunni verði hrundið og að áfrýjanda verði gert að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Þegar mál þetta var höfðað fyrir bæjarþingi Reykja- víkur með stefnu, birtri 1. nóvember 1962, var dánarbú Gunnlaugs B. Melsteðs undir opinberum skiptum hjá skipta- ráðanda Reykjavíkur. Er því lýst hér fyrir dómi, að búið sé skuldaviðgöngubú og að skipti fari fram eftir ákvæðum 4. og 5. kapítula skiptalaga nr. 3/1878. Einnig er frá þvi skýrt, að skiptaráðandi hafi gefið út innköllun til skuld- heimtumanna hinn 21. april 1962, og að innköllunin hafi verið birt með lögboðnum hætti, að innköllunarfrestur hafi verið liðinn 8. september 1962 og að kröfu stefnda hafi verið lýst í búið hinn 16. október 1962. Eftir það höfðaði stefndi mál þetta fyrir bæjarþinginu á hendur skiptaráð- anda fyrir hönd dánarbúsins, svo sem að framan greinir. Hvorki er í 4. né 5. kapítula laga nr. 3/1878 né annars 23 354 staðar í þeim lögum né í öðrum réttarákvæðum heimild til að stefna skiptaráðanda fyrir hönd dánarbús fyrir al- menna dómstóla, þegar svo stendur á um búskipti og kröf- ur á hendur búi, sem að framan greinir. Ber því að vísa málinu sjálfkrafa frá bæjarþingi Reykjavíkur, að því leyti sem því er áfrýjað. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir Hæsta- rétti falli niður. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá héraðsdómi. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 29. nóvember 1962. Mál þetta, sem dómtekið var 15. nóvember s.l., er höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 1/11 1962, af Guðmundi Óskari Þorleifssyni, Rauðarárstíg 3, Reykjavík, gegn dánarbúi Gunnlaugs B. Melsteðs, Rauðarárstíg 3, Reykjavík, og Jóni Magn- ússyni stórkaupmanni, Austurstræti 12, Reykjavík, til greiðslu víxils, að fjárhæð krónur 35.000.00, útgefins 1/12 1959 af stefnda Jóni og samþykkts af Gunnlaugi B. Melsteð til greiðslu í Út- vegsbankanum hér í bæ 30. nóvember 1961, en á víxli þessum, sem fallið var frá afsögn á 28/11 1961, er stefndi Jón Magnús- son ábekingur. Hefur stefnandi krafizt þess, að stefndu verði in solidum dæmd til að greiða fjárhæð víxilsins, kr. 35.000.00, með 9% ársvöxtum frá gjalddaga hans 30. nóvember 1961 til greiðslu- dags, /3% fjárhæðarinnar í þóknun, kr. 504.00 í stimpilkostnað og málskostnað að skaðlausu. Stefndu hafa látið sækja þing, en ekki hreyft andmælum við stefnukröfunum, Verða þær því teknar til greina að öllu leyti. Málskostnaður ákveðst kr. 4.700.00. Valgarður Kristjánsson, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Stefndu, dánarbú Gunnlaugs B. Melsteðs og Jón Magnús- son, greiði báðir fyrir annan og annar fyrir báða stefnanda, Guðmundi Óskari Þorleifssyni, kr. 35.000.00 með 9% árs- 355 vöxtum frá 30. nóvember 1961 til greiðsluðags, "“3% fjár- hæðarinnar í þóknun, kr. 504.00 í stimpilkostnað og kr. 4.700.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 22. april 1964. Nr. 138/1963. K (Páll S. Pálsson hrl.) segn M (Ingi R. Helgason hdl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Um blóðrannsókn í barnsfaðernismáli. Úrskurður Hæstaréttar. Áður en dómur er lagður á mál þetta í Hæstarétti, þykir rétt, að blóð sé af nýju tekið úr stefnda og úrtakið síðan rannsakað með hliðsjón af dómkröfum áfrýjanda í máli þessu. Er lagt fyrir héraðsdómara að hlutast til um, að framan- greind rannsókn verði framkvæmd. Ályktarorð: Héraðsdómara ber að annast aðgerðir þær, er að framan greinir. 356 Miðvikudaginn 22. apríl 1964. Nr. 77/1961. K (Páll S. Pálsson hrl.) gegn M (Áki Jakobsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfa- son og Theodór B. Líndal. Barnsfaðernismál. Ómerking og heimvísun. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur, að fengnu gjafsóknarleyfi 22, marz 1961 og áfrýjunarleyfi 14. april 1961, skotið máli þessu til Hæsta- réttar með stefnu 19. april 1961. Hún krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur, málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og stefnda dæmt að greiða máls- kostnað, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnað- ar úr ríkissjóði. Í hinum áfrýjaða dómi greinir skýrslur aðilja og önnur gögn í héraði, en þau verða þó til glöggvunar rakin hér að nokkru ásamt nýjum málsgögnum, er fram hafa komið. Á bæjarþingi Vestmannaeyja 14. ágúst 1959 lýsti áfrýj- andi N bifreiðarstjóra föður meybarns þess, er hún ól hinn 11. júlí 1959, og krafðist höfðunar barnsfaðernismáls gegn honum. Er N kom fyrir dóm hinn 24. ágúst 1959, játaði hann samförum við áfrýjanda öðru hverju um fjögurra mánaða skeið síðari hluta árs 1958, þ. e. mánuðina júní til október, að báðum meðtöldum. Hann gekkst þó ekki við faðerninu og krafðist blóðrannsóknar, enda taldi hann annan mann hafa haft mök við áfrýjanda á getnaðartíma barnsins. Níels prófessor Dungal framkvæmdi síðan rann- sókn á blóði áfrýjanda, barns hennar og N, og segir svo Í skýrslu prófessorsins 16. október 1959: „Niðurstaðan varð þessi: Jð7 Aðalfl. Undirfl. CD E ec Kl... oO N tt Barn, f. 11/7 59 ... OO N 4 N, f. 23/4 736 2..... O N rr Samkvæmt þessari rannsókn getur N ekki verið faðir barnsins.“ Því næst framkvæmdi prófessor Niels Dungal rannsókn á blóði stefnda, og um þá rannsókn segir svo í skýrslu pró- fessorsins 18. nóvember 1959: „Niðurstaðan varð þessi: Aðalfl. Undirfl CD E c M, f. 19/5 30 ...... Oo MN Samkvæmt þessari rannsókn er eigi unnt að útiloka M frá faðerni barnsins, sem fæddist 11/7 '59.“ Þá fór af nýju fram rannsókn á blóðflokkum áfrýjanda og barns hennar, og framkvæmdi þá rannsókn Ólafur deild- arlæknir Bjarnason. Segir svo í skýrslu hans 11. júni 1960: „Niðurstaðan varð þessi: Aðalfl. Undirfl. CD E ec Rr Oo N Þr Barn K............ O N 4 Niðurstaða rannsóknarinnar er því samhljóða niðurstöðu af rannsókn próf. Níelsar Dungals, sem hann framkvæmdi 22/9 1959.“ Hinn 14. júní 1960 kom áfrýjandi fyrir bæjarþing Reykja- víkur og krafðist höfðunar barnsfaðernismáls á hendur stefnda, sem hún kvaðst hafa haft samfarir við „fyrst lík- lega einhvern tíma um miðjan nóvember 1958 og síðan öðru hverju fram undir jól“, enda væri engum öðrum til að dreifa, úr því að N taldist samkvæmt blóðrannsókn, sem henni var birt, útilokaður frá faðerni. Jafnframt lýsti hún því, að hún gerði ekki kröfu til, að málinu yrði haldið áfram gegn N, og var það mál fellt niður. Er stefndi kom fyrir dóm hinn 8. september 1960, synj- aði hann fyrir faðerni barnsins, en játaði hins vegar að hafa 358 haft samfarir við áfrýjanda, fyrsta sinn 23. nóvember „eða í allra fyrsta lagi 16. nóvember 1958“ og siðan „nokkr- um sinnum næstu vikur“. Hinn 17. ágúst 1961 rituðu lögmenn aðilja yfirsakadóm- aranum í Reykjavík og fóru þess á leit, að hann hlutaðist til um, að fram færi „á nýjan leik blóðrannsókn á N til endurskoðunar á vottorði Rannsóknarstofu háskólans, dags. 16. okt. 1959, með það fyrir augum að sannreyna enn, hvort blóðflokkun N útiloki hann frá faðerni“, og er það krafa lögmanna, að sú rannsókn verði framkvæmd „af annarri stofnun en Rannsóknarstofu háskólans“. Með bréfi 30. ágúst 1961 tjáði héraðsdómari lögmönnum, að eigi þætti fært að verða við téðum tilmælum þeirra, enda ekki „kunn- ugt um neina stofnun hér á landi aðra en Bannsóknarstofu háskólans, er tekið geti að sér blóðflokkarannsóknir“. Lög- maður áfrýjanda bar þessi málalok undir Hæstarétt með bréfi 30. nóvember 1961, og með úrskurði 4. apríl 1962 lagði Hæstiréttur fyrir héraðsdómara m. a. að hlutast til um töku blóðs af nýju úr aðiljum þessa máls, barni áfrýj- anda og N og sendingu blóðúrtakanna „til hæfs erlends sér- fræðings, sem beðinn sé álits um, hvað ráða megi um fað- erni barnsins af þeim“. Samkvæmt skýrslu héraðsdómara 14. marz 1964 neitaði N blóðtöku, og kom greint ákvæði úrskurðarins því ekki til framkvæmda. Að tilhlutan lög- manns áfrýjanda framkvæmdi Valtýr læknir Bjarnason, forstöðumaður Blóðbankans í Reykjavík, hins vegar rann- sókn á blóðflokkum barnsins. Varð niðurstaða hans önnur en Rannsóknarstofu háskólans, og miðað við hana annars vegar og hins vegar niðurstöðu rannsóknarstofunnar um blóðflokka N, var eigi unnt að útiloka hann frá faðerni barnsins. Er lögmaður áfrýjanda hafði skýrt Hæstarétti frá greindri rannsókn, var þeim Niels prófessor Dungal og Valtý lækni Bjarnasyni falið að taka atriði þetta sameigin- lega til nánari rannsóknar, og er skýrsla þeirra um þá rannsókn, dags. 11. maí 1963, á þessa leið: „Samkvæmt beiðni Hæstaréttar höfum við undirritaðir sameiginlega gert blóðrannsókn í barnsfaðernismáli K, en 359 við höfðum hvor í sínu lagi gert blóðrannsóknir í þessu máli, og bar þeim saman að öðru leyti en því, að annar okkar fann c í blóði barnsins, B, f. 11/7 1959, en hinn ekki. Þar sem úrslit málsins ultu einmitt á þessu atriði, hvort c væri í blóði barnsins, tókum við að okkur að rannsaka þetta atriði sérstaklega. Þessi rannsókn fór fram í gær í Blóðbankanum, og varð niðurstaðan þessi: Við fyrstu rannsókn, þar sem rannsakað var fyrir c á gleri með venjulegu móti, fékkst engin greinileg svörun fyrir c, og samkvæmt þeirri rannsókn var blóðið c =. En með því að setja blóðkorn barnsins í AB-serum með anti-c og lesa af eftir 30 minútur, kom greinilega svörun fyrir c, og verður barnið því að teljast c í. Niðurstaðan af blóðrannsókn í barnsfaðernismáli K vegna B verður þá þessi: Aðalfl. Undirfl CD E c K, f. 24/5 732 ...... O N tt = B, f. 11/7 59 ...... O N 4 N O N rr M, f. 15/5 730 ...... O MN L= Samkvæmt þessari rannsókn verður þá hvorki unnt að útiloka N né M frá faðerni barnsins B. Það skal að lokum tekið fram, að þegar blóðrannsóknir í máli þessu voru gerðar hér fyrst, þann 22/9 1959 og 10/6 1960, var ekki farið að nota þá aðferð að rannsaka c í AB- serum. Sú aðferð hefur verið notuð s.l. hálft annað ár og er nú ávallt notuð hér í öllum tilfellum, þar sem c finnst ekki, þegar mikið veltur á því, hvort það sé til staðar eða ekki.“ Samkvæmt álitsgerð Karls A. Maríussonar héraðslæknis 10. október 1960 gæti barn áfrýjanda „hafa orðið til á tímabilinu 6. ágúst 1958 til 13. nóvember 1958. Hins vegar virðist sennilegasti tíminn vera um eða eftir miðjan októ- ber 1958“. Hinn 30. nóvember 1961 fór lögmaður áfrýj- anda þess á leit, að Hæstiréttur hlutaðist til um, að Lækna- ráð léti í té álitsgerð um getnaðartíma barnsins, og með 360 úrskurði 10. janúar 1962 kvað dómurinn á um, að ráðið segði álit sitt á því, hvort hugsanlegt væri, að barn áfrýj- anda „sé getið 23. nóvember 1958“. Álitsgerð Læknaráðs um þetta efni hefur verið lögð fyrir Hæstarétt, og er álvkt- un ráðsins á þessa leið: „Hugsanlegt er, en mjög ósenni- legt, að barn áfrýjanda sé getið 23. nóvember 1958“. Áfrýjandi hefur staðfastlega lýst þeirri sannfæringu sinni, að N sé faðir barns hennar, og féll hún frá málssókn gegn honum einungis vegna niðurstöðu blóðrannsóknar, er síðar reyndist röng. Að svo vöxnu máli og með skírskotun til þess, sem rakið hefur verið, þykir eiga að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og visa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar. Ber samkvæmt 3. mgr. 211. gr. laga nr. 85/ 1936 að stefna þeim N og stefnda báðum saman til að svara til sakar í máli þessu, og er rétt, að ný rannsókn fari fram á blóði N. Málskostnaður fyrir Hæstarétti þykir eiga að falla niður. Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningslaun talsmanns hennar fyrir Hæsta- rétti, kr. 15.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera ómerkur, og er mál- inu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, K, greiðist úr ríkis- sjóði, þar með talin laun talsmanns hennar fyrir Hæsta- rétti, Páls S. Pálssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 15.- 000.00. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 15. desember 1960. Ár 1960, fimmtudaginn 15. desember, var á bæjarþingi Reykja- víkur, sem háð var að Fríkirkjuvegi 11 af Halldóri Þorbjörns- syni, kveðinn upp dómur í barnsfaðernismálinu nr. 23/1960: K gegn M, sem tekið var til dóms sama dag. Hinn 11. júlí 1959 ól K, ...., fædd 24. marz 1932, óskilgetið 36l meybarn, 52 cm að lengd og 4000 gr. að þyngd. Hún lýsti í fyrstu föður að barninu N bílstjóra, .. „ hér í borg, og höfð. aði mál á hendur honum til þess að hann yrði dæmdur faðir að barninu, en féil frá málssókn, er blóðflokkarannsókn leiddi í ljós, að hann gat ekki verið faðir barnsins. Hinn 14. júní s.l. höfðaði hún svo mál þetta gegn M skurðgröfustjóra, til heimilis að .... Var málið höfðað á varnarþingi hans í Suður-Múla- sýslu, en sent þaðan 30. f. m. með beiðni um, að málið yrði dæmt hér, og hefur varnaraðili samþykkt það, en hann er staddur hér í borg nú. Sóknaraðili krefst þess, að varnaraðili verði dæmdur faðir að ofangreindu barni og skyldaður með úrskurði til að greiða meðlag með því frá fæðingu þess til fullnaðs 16 ára aldurs þess, fæðingarstyrk og tryggingariðgjald fyrir árið 1959. Til vara krefst hún fyllingareiðs. Hún krefst málskostnaðar að mati dómsins. Varnaraðili krefst sýknu og til vara synjunareiðs. Af hans hálfu er ekki krafizt málskostnaðar. Sóknaraðili hefur skýrt svo frá, að sumarið og haustið 1958 hafi hún starfað í mötuneytinu við Efra-Sog. Kynntist hún þar áðurnefndum N. Tókst náið samband með þeim, og höfðu þau öðru hverju samfarir saman um alllangt skeið. Sóknaraðili kveðst síðast hafa haft samfarir við hann 19. október 1958. N segir, að hann hafi hætt vinnu þar eystra um mánaðamót nóvember—desember, og hafi þá verið um það bil hálfur mán- a frá því að upp úr sambandi hans og sóknaraðilja slitn- / Sóknaraðili kveðst hafa haft á klæðum undir lok septem- bar 1958, en síðan ekki fyrr en eftir fæðingu barnsins. Varnar- aðili M vann einnig við Efra-Sog. Kveðst sóknaraðili hafa haft samfarir við hann í fyrsta skipti líklega einhvern tíma um miðjan nóvember 1958 og síðan Öðru hverju fram undir jól. Þau hafi ekki viðhaft neinar varúðarráðstafanir til að hindra getnað, enda hafi hún talið, að hún væri þá orðin barnshafandi af völdum N. En fyrst hann hafi útilokazt frá faðerninu, sé engum til að dreifa um faðernið öðrum en varnaraðilja. Framburður varnaraðilja er í samræmi við skýrslu sóknar- aðilja. Hann kveðst hafa haft nokkrum sinnum samfarir við hana. Fyrstu samfarir þeirra hafi átt sér stað á sunnudegi í nóvembermánuði, að hann telur líklegast hinn 23. nóvember, en ef til vill hinn 16., en fyrr ekki. Sóknaraðili hafi skýrt honum frá því við fyrstu samfarir þeirra, að hún gengi með 362 barni N. Hafi þau því aldrei viðhaft neinar varúðarráðstafanir til að hindra getnað. Blóðflokkarannsókn útilokar varnaraðilja ekki frá faðerninu, en niðurstöður rannsóknarinnar voru sem hér segir: Aðalfl. Undirfl CD E ec Sóknaraðili ........ Oo N 4 — — Barnið ............ O N 4 — = Varnaraðili „....... Oo MN HHH N Oo N SE Samkvæmt álitsgerð héraðslæknisins á Eskifirði er hugsan- legt, að barn það, sem málið er risið af, geti verið getið einhvern tíma á tímabilinu 6. ágúst til 13. nóvember 1958, og er reikn- að þar með 240 dögum sem stytzta hugsanlegum meðgöngutíma. Sennilegasti getnaðartími er um eða eftir miðjan október 1958. Varnaraðili heldur því fram, að fyrstu samfarir hans og sókn- araðilja hafi í fyrsta lagi farið fram hinn 16. nóvember 1958. Ekkert hefur komið fram í málinu, sem sannar eða gerir líklegt, að þau hafi haft samfarir saman 13. nóvember 1958 eða fyrr, enda telur sóknaraðili sjálf fyrstu samfarirnar hafa átt sér stað „um miðjan nóvember“. Aðiljum ber saman um, að sóknaraðili hafi sagt varnaraðilja það strax, að hún væri barnshafandi, og hún segir, að brugðizt hafi tíðir, er hún hafi átt að hafa um 25. október. Samkvæmt þessu þykir verða að sýkna varnar- aðilja af öllum kröfum sóknaraðilja. Samkvæmt 215. gr. laga nr. 85/1936 hefur sóknaraðili gjaf- sókn í máli þessu, og ber því að ákveða, að greiða skuli úr ríkis- sjóði þóknun til skipaðs talsmanns sóknaraðilja, Loga Einars- sonar héraðsdómslögmanns, og ákveðst hún kr. 1200.00. Dómsorð: Varnaraðili, M, skal vera sýkn af kröfum sóknaraðilja, K, í máli þessu. Þóknun til skipaðs talsmanns sóknaraðilja, Loga Einars- sonar héraðsdómslögmanns, kr. 1200.00, greiðist úr ríkissjóði. 363 Föstudaginn 24. april 1964. Nf. 52/1964. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Magnúsi Andréssyni (Þorvaldur Þórarinsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfa- son og Theodór B. Líndal. Ákæra um brot gegn áfengislögum. Dómur Hæstaréttar. Ákærði keypti 12 flöskur af brennivíni í Áfengisverzlun ríkisins hinn 14. apríl 1962. Hann bar þær út úr verzlun- inni og út í bifreiðina G9—L. Kom þá að honum lög- reglumaður og flutti hann á lögreglustöðina og síðan til yfirheyrslu í sakadómi. Ákærði lýsti aðdraganda að áfengis- kaupunum þannig: Faðir hans væri búandi maður í Vatns- dal í Fljótshlíð. Framundan væri fimmtugsafmæli hans hinn 6. maí 1962. Kvaðst ákærði hafa í hyggju að fara austur í Fljótshlíð þá um næstu helgi og jafnvel að dveljast þar fram yfir páska, og vildi hann gleðja föður sinn með þvi að gefa honum áfengi til veitinga í fyrirhugaðri af- mæliveizlu hans. Nokkurn hluta áfengisins kvaðst ákærði ætla til sjálfs sín þarfa. Skýrsla ákærða um vínkaup í tilefni af afmælisveizlu föður sins er eigi ósennileg. Ákærði hafði eigi, er hann var tek- inn, farið þannig með áfengið, að grunsemdir vekti um áfengissölu af hans hendi. Loks hafði ákærði eigi áður orðið uppvís að sölu áfengis eða tilraun til slíkrar sölu. Að svo vöxnu máli þykir rétt að sýkna ákærða af ákæru réttvis- innar í málinu. Eftir þessum úrslitum ber að leggja á ríkissjóð allan kostnað sakarinnar, þar með talin laun verjanda ákærða í héraði, kr. 2.500.00, og laun verjanda hans í Hæstarétti, kr. 4.000.00. 364 Dómsorð: Ákærði, Magnús Andrésson, á að vera sýkn af kröf- um ákæruvaldsins í máli þessu. Allur kostnaður sakarinnar greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun verjanda ákærða í héraði, Gísla Einars- sonar hæstaréttarlögmanns, kr. 2.500.00, og laun verj- anda ákærða í Hæstarétti, Þorvalds Þórarinssonar hæsta- réttarlögmanns, kr, 4.000.00. Dómur sakadóms Reykjavíkur 3. ágúst 1963. Ár 1963, laugardaginn 3. ágúst, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í skrifstofu dómsins af Ármanni Krist- inssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakaðómsmáli nr. 4055/1963: Ákæruvaldið segn Magnúsi Andréssyni, sem tekið var til dóms 19. júlí s.l. Málið er með ákæruskjali, dagsettu 14. nóvember 1962, höfð- að gegn ákærða, Magnúsi Andréssyni verkamanni, til heimilis að Árbakka við rafstöð í Reykjavík, fyrir að hafa, um kl. 1030, laugardaginn 14. apríl 1962 haft meðferðis í bifreiðinni G 9L kassa með 12 flöskum af brennivíni í, en áfengi þetta þykir ákærði hafa ætlað til sölu. Telst þetta varða við 4. mgr. sbr. 3. mgr. 19. gr. sbr. 2. mgr. 42. gr. áfengislaga nr. 58/1954. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til að Þola upptöku umrædds áfengis samkvæmt 2. mgr. if. 42. gr. áfengislaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði er fæddur 7. marz 1936 að Ytri-Hóli, Vestur-Land- eyjum, Rangárvallasýslu. Sakarvottorð hans hljóðar svo: 1959 13/10 Reykjavík: Sátt, 500 kr. sekt fyrir ölvun og óspektir. 1960 16/11 Rvík, Sátt, 150 kr. sekt fyrir brot á 17. gr. um- ferðarlaga. 1961 10/7 Rvík. Sátt, 100 kr. sekt fyrir brot á 4. mgr. 48. gr, umferðarlaga. 1962 14/8 Rvík. Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun. Málsatvik eru þessi: Laugardaginn 14. apríl 1962, um klukkan 1030, varð Grétar Norðfjörð lögreglumaður var við, að ákærði bar kassa úr áfengis- verzluninni við Nýborg við Skúlagötu í bifreiðina G OL. Fékk 365 lögreglumaðurinn leyfi ákærða til að líta í kassann, og reyndust vera í honum 12 flöskur af brennivíni, er lögreglumaðurinn tók í sínar vörzlur. Vitnið Grétar Norðfjörð lögreglumaður skýrði frá því fyrir dómi, að þar sem um svo mikið magn áfengis hefði verið að ræða og vitnið oftsinnis veitt bifreiðinni G OL athygli í akstri um götur borgarinnar, hefði vitnið fengið grun um, að áfengið kynni að vera ætlað til ólöglegrar sölu, en ákærði sagt vitninu, að hann ætlaði áfengið til eigin nota, og ekki talið, að bifreiðin hefði verið í akstri að undanförnu. Ákærði bar fyrir dómi, að hann hefði ætlað áfengið til eigin nota, og kom þá fram með þá skýringu, að hann hefði haft í huga að gefa föður sínum af því, sem fimmtugur yrði 5. maí 1962. Ákærði kvaðst hafa haft um 5 þúsund króna mánaðar- tekjur af sendibifreiðaakstri og vera kvæntur með tvö börn á framfæri sínu. Um hálfum mánuði áður en lögreglan hafði afskipti af honum greint sinn, sagðist hann hafa selt sendibif- reið sína og fengið greiddar upp í andvirði hennar kr. 10 þús- undir, en frá þeim tíma ekki stundað fasta atvinnu. Þenna sama tíma hefði bifreiðin GO9L staðið við heimili hans að mestu ónotuð, en bifreiðin, sagði ákærði, að væri eign bróður síns. Síðar greindi ákærði svo frá á dómþingi, að hann hefði ekið bifreiðinni G9L nokkuð um að degi til, en að kvöldlagi aðeins tvisvar, þá er hann ók til kvikmyndasýninga. Hinn 15. október 1962 var ákærða boðið að ljúka máli þessu með dómsátt, en hann kvaðst ekki geta fallizt á þær málalyktir. Með vísan til dóms Hæstaréttar Íslands, sem upp var kveð- inn hinn 22. febrúar 1961 í máli ákæruvaldsins gegn Þorsteini Skúlasyni, verður að telja, að Grétar Norðfjörð lögreglumaður hafi greint sinn haft rökstuddan grun um, að áfengið í bifreið- inni GOL hafi verið ætlað til ólöglegrar sölu. Þegar litið er til þess annars vegar, um hversu mikið magn er að ræða í máli þessu, og hins vegar ástæðna ákærða og skýringa hans á áfengisvörzlunum, verður ekki talið, að ákærði hafi fært að því nægilega sterkar líkur samkvæmt 19. gr. áfengislaga nr. 58/1954, að áfengi það, sem tekið var úr vörzlum hans hinn 14. apríl 1962, hafi ekki verið ætlað til sölu. Samkvæmt 2. mgr. 42. gr. áfengislaga ber að ákvarða sekt hans kr. 10.200.00 til Menningarsjóðs, sem er fimmfalt söluverð áfengisins, en vara- refsing þykir hæfilega ákveðin varðhald 30 daga. Svo sem krafizt er í ákæruskjali, ber samkvæmt 2. mgr. i.f. 366 42. gr. áfengislaga að gera upptækt til handa ríkissjóði áfengi það, er málinu fylgir. Loks ber að dæma ákærða til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Gísla Ein- arssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 2.500.00. Dómsorð: Ákærði, Magnús Andrésson, greiði kr. 10.200.00 í sekt til Menningarsjóðs, en sæti varðhaldi 30 daga, verði sektin eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dómsins. Upptækt er til handa ríkissjóði áfengismagn það, sem málinu fylgir. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, Gísla Einarssonar hæsta- réttarlögmanns, krónur 2.500.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Mánudaginn 27. apríl 1964. Nr. 96/1963. Ólafur M. Ólafsson (Tómas Árnason hrl.) gegn Útvegsbanka Íslands (Ágúst Fjeldsted hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfa- son og Theodór B. Líndal. Áhætta ábyrgðaraðilja og skuldara láns í erlendri mynt af gengisbreytingu. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli Þessu til Hæstaréttar með stefnu 30. júlí 1963 og krafizt þess, að honum verði dæmd sýkna og stefnda verði dæmt að greiða honum málskostn- að í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur og að áfrýjanda verði dæmt að greiða honum máls- kostnað fyrir Hæstarétti. 367 Með skirskotun til forsendna hins afrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 3.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Ólafur M. Ólafsson, greiði stefnda, Út- vegsbanka Íslands, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 3.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 15. maí 1963. Mál þetta, sem dómtekið var í dag, hefur Útvegsbanki Ís- lands, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgef- inni 26. október 1961, gegn Ólafi M. Ólafssyni útgerðarmanni, Seyðisfirði, til greiðslu skuldar, að fjárhæð kr. 109.057.25, ásamt 7T% ársvöxtum frá 8. febrúar 1960 til 22. sama mánaðar, með 11% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desember 1960 og með 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags svo og til greiðslu málskostnaðar samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Stefndi hefur krafizt sýknu af kröfum stefnanda og máls- kostnaðar úr hendi hans að mati dómarans. Málavextir eru þessir: Stefndi máls þessa hafði keypt fiskibát hjá danskri skipa- smíðastöð, Strandby Skibsværft. Lán til kaupanna hafði hann fengið, meðal annars hjá Fiskveiðasjóði Íslands, að fjárhæð kr. 1.930.000.00. Einnig hafði hann fengið greiðslufrest hjá hinni dönsku skipasmíðastöð á hluta kaupverðsins. Að beiðni stefnda tók stefnandi að sér ábyrgð á skilvísri greiðslu þess láns, dansk- ar kr. 65.598.10, í gjalddaga hinn 7. maí 1959, og danskar kr. 229.506.97 þannig: kr. 60.327.56 hinn 7. ágúst 1959, kr. 58.360.35 hinn 7. febrúar 1960, kr. 56.393.14 hinn 7. ágúst 1960 og kr. 54.425.92 hinn "7. febrúar 1961. Ábyrgðir þessar voru síðan framseldar Frederikshavns Bank A/S. Fiskveiðasjóður Íslands hélt eftir hluta af láni sínu til stefnda, og skyldi sá hluti greið- ast stefnanda, eftir því sem ábyrgðir hans féllu í gjalddaga. Var fjárhæðin við það miðuð, að hún nægði til greiðslu á ábyrgð- unum á því gengi, sem dönsk króna var skráð á, þegar Fisk- 368 veiðasjóður afgreiddi lánið. Með bréfi, dags. 28. janúar 1960, tilkynnti Seðlabankinn stefnanda þá ákvörðun sína í samráði við Viðskiptamálaráðuneytið, að allri gjaldeyrissölu skyldi hætt frá og með venjulegri lokun bankanna Þann dag á því gengi, sem þá var. Þó var leyft að sinna nauðsynlegum yfirfærslu- beiðnum til óhjákvæmilegra greiðslna til útlanda, en gjaldeyris- banka þá skylt að áskilja sér þær tryggingar, er hann metur nægilegar, til þess að slíkar yfirfærslur verði honum greiddar með því nýja gengi, sem ákveðið verði af Alþingi. Hinn 7. febrúar 1960 var gjalddagi á ábyrgð stefnanda gagnvart Frede- rikshavns Bank, svo sem áður segir. Daginn eftir greiddi stefn- andi hina gjaldföllnu fjárhæð, danskar kr. 58.360.35, og sama dag greiddi Fiskveiðasjóður Íslands stefnanda af innstæðu stefnda ísl. kr. 216.661.90, en sú fjárhæð var jafnvirði hinnar dönsku fjárhæðar í íslenzkum krónum, miðað við það gengi, sem þá var skrásett. Hinn 20. febrúar 1960 voru staðfest lög frá Alþingi um efnahagsmál. Samkvæmt 1. gr. þeirra laga var ákveðið gengi íslenzkrar krónu, miðað við erlendan gjaldeyri, en sam- kvæmt því var sölugengi danskrar krónu ákveðið af Seðla- bankanum kr. 551.95 hverjar 100.00 danskar krónur. Í 4. gr. laganna er svo fyrir mælt, að sé bankaábyrgð ekki greidd í Íslenzkum banka fyrr en eftir 28. janúar 1960, eða gjalddagi hennar er eftir þann tíma, þá skuli hún gerð upp á hinu nýja gengi. Þá segir í 2, mgr. 5. gr. laganna, að gengismunur, sem myndazt, þá er banki hefur fyrir gildistöku laganna innt af hendi greiðslu vegna bankaábyrgðar, sem gerð er upp á hinu nýja gengi (sbr. 4. gr. laganna), skuli færðar á reikning, sem 1. mgr. sömu greinar mælir fyrir um, að stofnaður verði, en það er reikningur í Seðlabankanum á nafni ríkissjóðs. Stefn- andi krefur stefnda í þessu máli um gengismun bann, er varð af þessum sökum af greiðslunni, sem greidd var hinn 8. febrú- ar 1960. Stefnandi byggir kröfu sína á því, að hann hafi tekizt á hend- ur skilyrðislausa ábyrgð á umræddri greiðslu á réttum tíma, og hafi hann því orðið að inna hana af hendi. Hins vegar hafi honum eigi verið unnt að gera upp greiðsluna, fyrr en eftir að gengi hafði verið ákveðið, en það hafi eigi verið fyrr en eftir gildistöku hinna nýju laga. Þau hafi ákveðið, að greiðslur sem þær, er hér um ræðir, skyldu gerðar upp á hinu nýja gengi, og því hafi hann orðið að greiða gengismismuninn á reikning ríkissjóðs í Seðlabankanum, svo sem lögin ákváðu. Hann hafi 369 því greitt vegna stefnda samtals kr. 325.719.15, en fengið upp í þá fjárhæð frá Fiskveiðasjóði Íslands aðeins kr. 216.661.90, sem hann hafi kvittað fyrir móttöku á á þá lund, að greiðsl- unni myndi varið til að greiða margnefnda afborgun vegna láns stefnda. Hafi það og verið skilyrði lánveitingar Fiskveiðasjóðs Íslands til stefnda, að sjóðurinn þyrfti eigi að greiða út þann hluta lánsins, sem haldið var eftir við afgreiðslu lánsins, fyrr en jafnóðum og á þeim dögum, sem ábyrgð stefnanda félli í gjalddaga. Stefndi styður sýknukröfu sína þeim rökum í fyrsta lagi, að greiðsla á margnefndri ábyrgð hafi verið gerð upp hinn 8. febrú- ar 1960, Þann dag hafi Fiskveiðasjóður fyrir hans hönd greitt stefnanda andvirði ábyrgðarinnar, sem hafi kvittað fyrir mót- töku fjárhæðarinnar án nokkurs fyrirvara. Stefnandi hafi notað þá fjárhæð samdægurs til kaupa á hinum dönsku krónum. Lögin um efnahagsmál, sem sett hafi verið ellefu dögum síðar, fjalli um óuppgerðar ábyrgðir. Ákvæði þeirra laga taki því ekki til hér umræddrar ábyrgðar. Í annan stað er sýknukrafa stefnda studd þeim rökum, að 4. gr. laganna um efnahagsmál, sem hafi ákvæði um afturvirkni um þrjár vikur, sé ekki samrýmanleg grundvallarreglu íslenzks réttar um það, að lög skuli ekki verka aftur fyrir sig, enda sé slíkt í tilvikum, sem hér um ræðir, gagnstætt ákvæði 67. greinar stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignarréttar. Stefnanda bar því engin skylda til að reikna yfir- færsluna á hinu nýja gengi og færa gengismuninn á sérstakan reikning á nafni ríkissjóðs í Seðlabankanum. Svo sem rakið er hér að framan, tókst stefnandi á hendur ábyrgð á greiðslu hins danska láns stefnda á tilteknum gjald- dögum. Þegar greiðsla sú fór fram, sem hér er deilt út af, var lokað fyrir gjaldeyrisyfirfærslu að ákvörðun Seðlabankans, sem lögum samkvæmt hafði með höndum sölu á erlendum gjald- eyri til viðskiptabanka. Stefnandi hafði þó heimild til yfirfærslu á hér um ræddri greiðslu með því skilyrði, að yfirfærslan yrði greidd á hinu væntanlega nýja gengi. Endanlegt uppgjör á yfir- færslunni gat því eigi farið fram, fyrr en ákvörðun hafði verið tekin um það gengi. Samkvæmt þeim ákvæðum laganna um efnahagsmál, sem hér að framan eru rakin, bar að gera marg- nefnda yfirfærslu upp á gengi því, er lögin ákváðu, og skyldi gengismunur sá, sem myndaðist á þann hátt, miðað við hið eldra gengi, leggjast inn á reikning í Seðlabankanum. Því er ekki mótmælt, að stefnandi hefur orðið að leggja á reikning 24 370 þenna gengismun þann, sem varð á umdeildri yfirfærslu og nemur stefnufjárhæðinni. Og þar sem stefnandi hefur orðið að greiða fjárhæð þessa sem ábyrgðarmaður stefnda, og honum á engan hátt gefin sök á, ber honum sú fjárhæð úr hendi stefnda. Breytir eigi þar um, þótt stefnandi hafi tekið við fjárhæð úr hendi Fiskveiðasjóðs Íslands, sem nam andvirði yfirfærslunnar á hinu eldra gengi, enda veitir hann henni móttöku í því skyni eingöngu, að verja henni til greiðslu á afborgun af láni stefnda. Að þessu athuguðu, ber að taka kröfur stefnanda til greina að öðru leyti en því, að vextir reiknast 9 af hundraði frá 22. febrúar 1960 til 29. desember s. á. og 7 af hundraði frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaður ákveðst kr. 12.000.00. Emil Ágústsson borgardómari kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Stefndi, Ólafur M. Ólafsson, greiði stefnanda, Útvegs- banka Íslands, kr. 109.057.25 með 9% ársvöxtum frá 92. febrúar 1960 til 29. desember 1960 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags svo og kr. 12.000.00 í málskostn- að, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa, að við- lagðri aðför að lögum. Föstudaginn 1. maí 1964. Nr. 28/1964. Sigurbjörn Eiríksson gegn Landsbanka Íslands. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Sigurbjörn Eiríksson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 371 Mánudaginn 4. maí 1964. Nr. 92/1963. Gunnólfur Sigurjónsson (Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl.) gegn Jónasi Guðmundssyni (Ólafur Þorgrímsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Ómerking og heimvísun. Dómur Hæstaréttar. Máli þessu hefur verið skotið til Hæstaréttar með stefnu 16. júlí 1963, að fengnu áfrýjunarleyfi 11. s. m. Í Hæstarétti hefur komið fram, að samdómsmenn í hér- aði, þeir Sigurgestur Guðjónsson og Valdimar Leonhardsson, höfðu verið dómkvaddir hinn 18. maí 1960 til að fram- kvæma mats- og skoðunargerð á bifreiðinni R 7338 í sam- bandi við þann ágreining aðilja, sem málið snýst um. Skoð- uðu þeir bifreiðina hinn 10. júní 1960 og gáfu rannsóknar- lögreglu síðan skýrslu um skoðunina, en ekki luku þeir matsgerð. Gögn um dómkvaðningu komu ekki fram í máli þessu fyrir bæjarþingi Reykjavíkur, og var dómsformanni ekki um hana kunnugt. Þar sem skoðunar- eða matsmaður í máli má ekki eiga dómarasæti í því, sbr. 4. tölulið 36. gr. laga nr. 85/1936, verður að ómerkja málið frá og með þinghaldi 9. febrúar 1963 og svo héraðsdóminn og visa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagn- ingar af nýju. Málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Meðferð málsins frá og með þinghaldi 9. febrúar 1963 og svo héraðsdómurinn eiga að vera ómerk, og 372 er málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsuppsögu af nýju. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 18. marz 1963. Mál þetta, sem dómtekið var 14. þ. m., hefur Jónas Guðmunds- son tollþjónn, Reykjavík, höfðað með stefnu, birtri 27/2 1962, gegn Gunnólfi Sigurjónssyni, Sólvallagötu 45, Reykjavík, aðal- lega til að fá hann dæmdan til að þola riftingu á kaupum á Mercedes-Benz bifreið, árgerð 1955, skrásett sem R 7338, er hann keypti af stefnda 17. febrúar 1960, og til endurgreiðslu á kaup- verði hennar, kr. 140.000.00, þannig að stefnandi fái endur- greiddar í peningum kr. 90.000.00 með 9% ársvöxtum frá 17. febrúar 1960 til greiðsludags, svo og að honum verði afhent að kostnaðarlausu kvittað skuldabréf það, að eftirstöðvum kr. 60.000.00, sem stefnandi gaf út í sambandi við kaup nefndrar bifreiðar. Til vara krefst stefnandi þess að fá greiddar kr. 80.- 000.00 í skaðabætur með 9% vöxtum frá 17. febrúar 1960 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi í báðum tilfellum málskostnaðar úr hendi stefnda að skaðlausu samkvæmt mati réttarins. Stefndi hefur krafizt sýknu og málskostnaðar úr hendi stefn- anda að mati réttarins. Samkomulag er það með málsaðiljum að ganga fram hjá sáttanefnd. Sáttatilraunir hér fyrir dómstólnum hafa eigi borið árangur. Málavextir eru þeir, er nú skal greina: Hinn 9. marz 1959 seldi Sölunefnd varnarliðseigna f. h. Við- skiptamálaráðuneytisins bróður stefnda, Sverri Sigurjónssyni raf- virkja, Sólvallagötu 5, hér í bæ, bifreið af gerðinni Mercedes- Benz 300 frá árinu 1955 á kr. 136.000.00, og hinn 2. maí sama ár var bifreiðin skráð sem R 7338 á nafn Sverris í bifreiða- skrá Reykjavíkur. Vél bifreiðarinnar var úrbrædd, þegar Sverrir festi kaup á henni, og kveður hann, að svo hafi verið á þremur stimpilstanga- legum, en hann hafi ekki orðið var við aðra galla á vélinni. Sverrir fékk Símon Gunnlaugsson Melsted rafvélavirkja, Rauð- arárstíg 3, hér í bæ, til að gera við vél bifreiðarinnar, og að- stoðaði Sverrir hann við viðgerðina. Fór hún fram í bifreiða- 373 skúr við Fornhaga 20 hér í bæ, skömmu eftir að Sverrir eign- aðist bifreiðina. Símon hefur ekki réttindi bifvélavirkja, en rafvélavirkja, og kveðst hann hafa stundað nokkuð í hjáverkum viðgerðir bif- reiða, einkum véla þeirra. Hann kveðst hafa tekið vél fyrr- greindrar bifreiðar í sundur, og hafi þá komið í ljós, að tvær eða þrjár legur hennar voru úrbræddar. Ályktuðu þeir Sverrir, að bifreiðinni hefði verið ekið olíulausri. Kveðst Símon hafa leitað upplýsinga hjá skólabróður sínum, Trausta Þorleifssyni bifvélavirkja, Einholti 7, hér í bæ, sem lært hefur hjá Þóri Jónssyni bifvélavirkja, hér í bæ, um viðgerð vélarinnar og farið til hans með mælingu af sveifarásnum til athugunar á því, hvort myndi þurfa að renna hann. Símon kveðst ekki muna, hvernig orð féllu milli þeirra, þegar þeir ræddu málið, en niður- staðan varð sú, að hann renndi ekki sveifarásinn, heldur þrengdi legurnar. Segir hann, að legurnar hafi verið úrbræddar þannig, að hvítmálmslagið var brætt úr, og undir því var koparlag, og hreinsaði hann það upp og felldi að sveifarásnum, þannig að legan var notuð sem koparlega. Símon kveður, að Trausti hafi ekki skoðað bifreiðina, og hafi hann ekkert fylgzt með við- gerð hans á vél hennar. Trausti Þorleifsson kveðst hafa lært bifvélavirkjun hjá nefnd- um Þóri Jónssyni, og eftir að hann lauk prófi í þeirri grein í júní árið 1959, kveðst hann hafa unnið um nokkurn tíma sem bifvélavirki hjá vélaverkstæði Þóris Jónssonar ér Co. Á þeim tíma hefði fyrrgreindur Símon, sem er kunningi hans, komið til hans og sagt honum frá því, að hann væri að gera við vél úr Mercedes-Benz bifreið, og jafnframt hefði hann sýnt honum legubakka úr bifreið og leitað álits hans um viðgerð á vél þeirri, sem legubakkinn var úr. Kveður Trausti, að lega sú, sem Símon sýndi honum, hafi ekki verið úrbrædd, og hafi hún virzt vera að öllu leyti í lagi. Símon hafi spurt hann að því, hvort hann ætti að hafa leguna lausa eða stífa utan um sveifarásinn, og hafi hann ráðlagt Símon að hafa hana fremur lausa. Trausti kveðst hvorki hafa séð umrædda bifreið né sveifarás hennar. Trausta minnir, að hann hafi atyrt Símon fyrir að vera að „fúska“ við svona viðgerð, þar eð hann væri ekki bifvélavirki, heldur rafvirki, en Símon kveðst ekki minnast þessa. Símon Gunnlaugsson Melsted kveður, að viðgerðin á vél bif- reiðarinnar hafi getað talizt fullnægjandi, og Sverrir Sigurjóns- 374 son kveður, að bifreiðin hafi síðan virzt vera í ágætu lagi og verið í stöðugri notkun. Nokkru fyrir eða um áramótin 1959—-1960 seldi Sverrir bróð- ur sínum, stefnda Gunnólfi Sigurjónssyni, bifreiðina fyrir lið- lega það verð, sem Sverrir hafði keypt bifreiðina á, en sala þessi var ekki tilkynnt til yfirvalda. Stefndi kveður, að bif- reiðin hafi þá verið í góðu lagi. Í febrúar 1960 vildi stefndi selja bifreiðina og sneri sér af því tilefni til Litlu bílasölunnar í Tjarnargötu 5, hér í bæ. Stefn- andi, Jónas Guðmundsson, sá bifreiðina Þar, en hann hafði hug á bifreiðakaupum. Sýndi stefndi honum síðan bifreiðina, og varð úr, að Jónas keypti hana hinn 17. febrúar og fékk afsal fyrir henni, sem Sverrir Sigurjónsson var áður búinn að undir- rita til notkunar fyrir stefnda. Kaupverð bifreiðarinnar var kr. 140.000.00, og greiddi Jónas út í reiðufé kr. 60.000.00, en fyrir eftirstöðvunum, kr. 80.000.00, gaf hann út skuldabréf, að fjár- hæð kr. 90.000.00, sem hann mátti innleysa með kr. 80.000.00, ef hann greiddi það að fullu 5. september 1960. Jónasi og eiginkonu hans, Edith Camillu Guðmundsson, sem aðstoðaði hann við kaup bifreiðarinnar, ber ekki saman við stefnda um atvik að bifreiðarkaupunum, og þykir því gleggst að rekja framburð hvers aðilja sérstaklega. Jónas Guðmundsson og kona hans, Edith Camilla, bera, að þau hafi skoðað bifreiðina hinn 16. febrúar og litizt vel á hana, og hafi Jónas haft orð á því við stefnda, að rétt væri að láta fagmann í bifreiðaverkstæðinu „Ræsi“ líta á vél bifreiðarinnar, en stefndi hafi þá sagt, að þeir í „Ræsi“ myndu bara skemma bifreiðina, enda væri ástæðulaust að láta skoða vél hennar frek- ar, þar eð hún hefði þá skömmu áður verið tekin upp í véla- verkstæði Þóris Jónssonar ér Co., og væri vélin því í ágætu standi. Stefndi hafi enn fremur sagt honum, að ekkert myndi verða úr sölu bifreiðarinnar, ef hún yrði skoðuð í „Ræsi“. Jónas hafi fengið kunningja sinn, Jónas Kjerúlf bifreiðarstjóra, til að reyna bifreiðina í akstri, og eftir þá reynsluferð hafi Kjerúlf talið áhættulaust að kaupa bifreiðina, er þá reyndist í góðu lagi, og þá tekið tillit til þess, að verkstæði Þóris Jónssonar ér Co. hefði yfirfarið vélina. Hinn 17. febrúar, sem var fimmtudagur, hafi Jónas keypt bifreiðina, og hafi stefndi við afhendingu hennar bætt olíu og frostlegi á hana og ekið henni að Lynghaga 4, hér í bæ, þar sem dóttir Jónasar bjó. Síðar í rannsókn málsins hefur Edith Camilla breytt framburði sínum á þann veg, að 3/5 þau hjónin hafi hugleitt bifreiðarkaupin í nokkra daga, eða frá laugardegi til miðvikudags, er bifreiðin hafi verið keypt. Jónas Andrésson Kjerúlf iðnverkamaður, Reykholti í Borgar- firði, reyndi bifreiðina í akstri 16. febrúar 1959 að beiðni Jón- asar Guðmundsson, áður en hann festi kaup á henni, og var þá í bifreiðinni auk stefnda maður að nafni Jón Jónsson. Ók Jónas Andrésson bifreiðinni frá Bræðraborgarstíg vestur á Sel- tjarnarnes og til baka aftur á Hringbraut. Hann kveðst ekkert óeðlilegt hafa fundið við bifreiðina í akstrinum, og virtist hon- um hún „vinna“ á eðlilegan hátt, og hafi hann ekkert séð á vélinni, er hann leit lauslega yfir hana, sem benti til bilunar þar. Þá kveðst Jónas Andrésson muna það fyrir víst, að stefndi hafði á orði í ökuferð þessari, að nýlega hefði verið gert við úrbrædda vél bifreiðarinnar á vélaverkstæði Þóris Jónssonar %. Co. Kveðst Jónas Andrésson, að ökuferðinni lokinni, hafa skýrt Jónasi Guðmundsson frá því, hvað stefndi hafði sagt hon- um um viðgerðina á vél bifreiðarinnar. Jónas Andrésson kveðst hafa hið meira próf bifreiðarstjóra. Jón Jónsson sendibílstjóri, Goðheimum 12, hér í bæ, sem var farþegi í bifreiðinni í fyrrgreindri ökuferð, kveðst ekki hafa orðið var við, að bifreiðin væri á einhvern hátt gölluð. Þá kveðst hann muna fyrir víst, að stefndi hafði það á orði við þetta tæki- færi, að vélaverkstæði Þóris Jónssonar ér Co. hefði þá nýlega tekið upp vél bifreiðarinnar vegna skemmda á legum, eða vegna þess að bifreiðin hefði „slegið úr legum“, eins og stefndi hafi komizt að orði. Stefndi hafi ekki nafngreint mann þann eða menn þá, sem viðgerðina hefðu framkvæmt. Stefndi hefur hins vegar borið það, að hann hafi „komizt í samband“ við Jónas Guðmundsson og konu hans hinn 10. febrúar. Kveðst hann hafa skýrt þeim hjónum frá ástandi bifreiðarinn- ar, eins og það þá væri, þ. e. að hún væri í ágætu lagi. Sverrir bróðir hans hefði keypt bifreiðina hjá Sölunefnd varnarliðs- eigna og að vél bifreiðarinnar hefði þá verið úrbrædd og á hvern hátt hefði verið gert við vélina og hverjir það hefðu fram- kvæmt, þ. e. Sverrir og Símon Melsted, sem báðir voru ófag- lærðir, en þó með einhverri leiðsögn starfsmanns Þóris Jóns- sonar ér Co. Stefndi kveður, að Edith Camilla hafi af þessu tilefni sagt sér, nokkru eftir að til tals kom, að Jónas keypti bifreiðina, að hún hefði haft samband við verkstjóra hjá Þóri Jónssyni ár Co. og spurzt þar fyrir um, hvað kosta myndi að taka upp 376 vél Mercedes Benz bifreiðar, og hafi hún fengið þau svör, að slík viðgerð myndi trúlega kosta 8—10 þúsund krónur. Hafi konan aflað sé þessara upplýsinga í því sambandi, ef viðgerð þeirra Sverris og Símonar á vél bifreiðarinnar reyndist haldlítil. Þá kveður stefndi, að Edith Camilla hafi trúað sér fyrir því, að hún hefði spurzt fyrir um bifreiðina í Ræsi h/f, sem hefur umboð fyrir Mercedes Benz bifreiðar, og enn fremur hafi hún sagt honum, að hún hefði leitað upplýsinga um bifreiðina hjá þeim ráðherra, sem muni hafa haft umráð hennar, áður en hún var seld hjá Sölunefnd varnarliðseigna. Stefndi hefur mótmælt því sem röngu í framburði þeirra hjóna, að hann hafi sagt, að vél bifreiðarinnar hefði verið tekin upp í vélaverkstæði Þóris Jónssonar ér Co., og að ekkert myndi verða úr sölu bifreiðarinnar, ef hún yrði skoðuð í Ræsi, og hefur haldið fast við það, að hann hafi einungis sagt þeim hjónum, að menn þeir, sem hefðu gert við vél bifreiðarinnar, hefðu fengið leiðsögn starfsmanns hjá greindu fyrirtæki, og enn fremur hafi hann boðið hjónunum að láta skoða bifreiðina, svo vel sem þau lysti, fyrir kaupin. Enn fremur hefur stefndi neitað því, að hafa sagt Jónasi Andréssyni, er hann reyndi bifreiðina, að nýlega hefði verið gert við úrbrædda vél hennar á vélaverkstæði Þóris Jónssonar €c Co. eða verkstæði þetta hefði nýlega tekið upp vél hennar, vegna þess að hún hefði „slegið úr legum“. Hins vegar hafi hann sagt Jónasi Andréssyni í þetta skipti, að gert hefði verið við úrbrædda vél bifreiðarinnar í samráði við mann eða menn frá greindu vélaverkstæði. Enn fremur kveðst stefndi hafa skýrt honum og Jóni Jónssyni frá því, hvernig viðgerðin á vélinni hefði verið framkvæmd og af hverjum, þ. e. bróður hans og Símon Melsted. Í þessu sambandi hafi Jónas Andrésson sagt, að honum stæði það ekki svo fyrir þrifum með bilun bifreiðarinnar, að hann gæti ekki ekið henni svo sem í 1—2 ár, en öðru máli gegndi með dóttur Jónasar Guðmundssonar, sem væri viðvan- ingur í bifreiðaakstri. Stefndi hefur haldið fast við það, að ein vika hafi liðið, frá því kaup bifreiðarinnar komust fyrst til tals við þau hjónin og þar til af þeim varð. Jónas Andrésson kveðst ekki muna eftir fyrrgreindum orð- um, sem hann hefur eftir honum eða kveðst hafa sagt honum, og minnist hann þess ekki, að nafn dóttur Jónasar Guðmunds- sonar hafi borið þá á góma, Þá kveðst hann ekki minnast þess, 37! að stefndi nafngreindi menn þá, sem gert hefðu við hina úr- bræddu vél. Þá kveðst Jón Jónsson ekki minnast þess að hafa heyrt Jónas Andrésson segja, að hann gæti sem bezt ekið bifreiðinni í 1—2 ár með þannig vél, en að það væri verra fyrir viðvaning að gera það, og minnist hann þess heldur ekki, að nafn dóttur Jónasar Guðmundssonar hafi borið á góma í þessu sambandi. Jón Haukur Baldvinsson loftskeytamaður, Sólheimum 35, og Leifur Anton Ólafsson aðstoðarmaður, Njarðargötu 33, báðir hér í bæ, svo og Gísli Sigurbjörnsson aðstoðarmaður, Víðihvammi 18, Kópavogi, unnu í Litlu bílasölunni í Tjarnargötu 5 á greind- um tíma. Jón Haukur kveður, að Jónas Guðmundsson og kona hans hafi velt fyrir sér kaupunum á nefndri bifreið í að minnsta kosti eina viku, áður en þau endanlega urðu, og Leif Anton minnir, að nokkrir dagar hafi liðið, frá því að þau hjónin hugleiddu bif- reiðarkaupin og þar til þau voru endanlega gerð. Þá minnir Leif Anton, að kona Jónasar hafi haft á orði að láta skoða bif- reiðina, og Jón Hauk minnir, að bæði kaupandi og seljandi bif- reiðarinnar hafi ákveðið að láta skoða hana í verkstæðinu Ræsi h/f. Gísli Sigurbjörnsson kveðst muna það, að þau hjónin veltu bifreiðarkaupunum fyrir sér í nokkra daga, svo og vita til þess, að konan hafi hringt margoft til Litlu bílasölunnar til að ræða væntanleg kaup á þessari eða öðrum bifreiðum, og hafi hann átt að minnsta kosti tvö símtöl við konuna út af kaupum marg- nefndrar (bifreiðar, áður en af þeim varð. Konan hafi við það tækifæri sagt, að hún hefði leitað upplýsinga um bifreiðina í bifreiðaverkstæðinu Ræsi h/f, og enn fremur kveðst Gísli hafa heyrt eftir samstarfsmönnum sínum, að hún hefði snúið sér til þess ráðherra, sem hafði áður umráð bifreiðarinnar, í sama skyni, og ráðherrann þá vísað henni á Ræsi h/f. Gísli minnist þess ekki, að konan hefði orð á því, að vélaverkstæði Þóris Jóns- sonar ér Co. hefði gert við bifreiðina, Þá kveðst hann ekki hafa vitað, í hvaða ástandi vél bifreiðarinnar var, þegar hún var til sölu í Litlu bílasölunni, og minnist hann þess ekki, að seljandi bifreiðarinnar orðaði það, að vél hennar væri úrbrædd og að gert hefði verið við hana, enda hafi 500 verið á skrá í bif- reiðasölunni og því illgerlegt að muna eftir nokkurri einstakri bifreið, nema sérstaklega hefði staðið á, en hann tekur fram, að hann hefði talið það vera skyldu sína að skýra frá slíku 378 ástandi bifreiðarinnar, hefði honum verið kunnugt um það. Edith Camilla kveðst hins vegar ekki minnast þess að hafa átt símtöl við starfsmenn Litlu bílasölunnar fyrir bifreiðar- kaupin út af þeim eða í annan tíma haft bað á orði við bílasal- ana að láta skoða bifreiðina í Ræsi, en á hinn bóginn hafi hún hringt til þeirra einu sinni eða tvisvar, eftir að þau hjónin lentu Í málaferlum út af kaupum bifreiðarinnar, og þá til að leita upplýsinga um það, hvernig auglýst hafi verið ástand hennar. Þá kveðst hún ekki hafa átt tal við ráðherra um bifreiðina, og engum skýrt frá því, að svo hafi verið. Loks hefur Edith Camilla borið, að bifreiðin hafi skemmzt á bretti og höggvara, eftir að þau hjónin eignuðust hana, og hafi tengdasonur þeirra þá ekið henni. Bæði Jónasi Guðmundssyni og Edith Camillu, konu hans, ber saman um það, að bifreiðin R 7338 var óhreyfð fram til 30. marz eða 1. apríl 1960, að því frátöldu, að kunningi Jónasar ók henni eilítið um götur bæjarins nokkrum dögum eftir kaupin. Hinn 1. apríl var dóttir þeirra hjóna búin að fá ökuréttindi, og fékk móðir hennar þá stefnda til að setja bifreiðina í gang fyrir dóttur sína og skýra fyrir henni notkun hennar í þeim tilvikum, sem með þurfti. Stefndi hefur tekið fram í þessu sambandi, að við sölu bif- reiðarinnar hafi hann skýrt Jónasi Guðmundssyni frá því, að ef bifreiðin væri sett í gang eftir að hafa staðið ónotuð í nokkurn tíma, þyrfti að gæta nokkurrar varúðar, þannig að ræsa bæri vélina, en taka þó kveikjuhamarinn úr fyrst, og fá þannig olíu- þrýstinginn upp í vélina, áður en hún færi í gang. Þannig væri kveikjuhamarinn settur aftur í bifreiðina, eftir að olíuþrýst- ingurinn væri orðinn eðlilegur. Stefndi kveðst ekki hafa gert þessar varúðarráðstafanir, þegar hann setti bifreiðina í gang fyrir dóttur þeirra hjóna, vegna þess að hún hafi sagt honum, að ekki væri langt síðan, að bifreiðinni hefði verið ekið. Kveðst stefndi minnast þess, að hann hafi haft á orði í betta skipti, að einkennilegt hljóð væri í vélinni, og hafi hann sett það í sam- band við hljóðdeyfi bifreiðarinnar. Margnefnd hjón hafa borið það, að dóttir þeirra hafi svo ekið bifreiðinni í fáeina daga um bæinn, en brátt hafi komið í ljós, að gangur vélar bifreiðarinnar var óeðlilegur og einkennileg hljóð í vélinni. Hinn 3. apríl var farið með bifreiðina á bifreiða- verkstæði SÍS. við Hringbraut hér í bæ, og þar var hún í 3 —4 vikur. Kom þar í ljós, að vél bifreiðarinnar var úrbrædd. 379 Edith Camilla sneri sér þá til stefnda, tilkynnti honum, hvern- ig komið væri, og krafðist þess, að kaupin á bifreiðinni gengju til baka. Tók stefndi líklega í það í fyrstu, en er hann hafði skoðað bifreiðina næsta dag, neitaði hann að taka aftur við bif- reiðinni, og kveður hann, að ástæðan hafi verið sú, að bifreiðin hafi þá verið skemmd, t. d. annað frambrettið beyglað og rifið og hitt einnig skemmt við það, að framhurðin hafi skollið á því, svo og annað afturbrettið beyglað og afturhöggvari verið rifinn frá öðrum megin, en þau hjónin neitað að láta gera við skemmdirnar, áður en hann tæki aftur við bifreiðinni. Magnús Sigurjónsson bifvélavirki, verkstæðisformaður á bif- reiðaverkstæði S.Í.S. til heimilis á Rauðarárstíg 9, hér í bæ, kveður, að komið hafi verið með bifreiðina R 7338 þangað til viðgerðar á hljóðkút o. fl, og hafi hann ráðið af ganghljóði bif- reiðarinnar, að vél hennar væri úrbrædd. Kveðst Magnús hafa heyrt á tal seljanda bifreiðarinnar, þ. e, stefnda, og konu eig- anda hennar, þ. e. Edith Camillu, af þessu tilefni. Hafi stefndi sagt við hana, að jafnan þyrfti að snúa vél bifreiðarinnar á viftureiminni, áður en bifreiðin væri sett í gang, eftir að hún hefði staðið óhreyfð einhvern lengri tíma, og virtist Magnúsi sem stefndi kenndi þessu um, að vélin hefði úrbræðzt, og hafi hann í því sambandi vitnað til upplýsingarits, er fylgt hafi bif- reiðinni. Magnús bætir því við, að hann hafi aldrei heyrt getið um slíkar ráðstafanir í sambandi við gangsetningu bifreiða. Grétar Árnason bifvélavirki, verkstjóri á vélaverkstæði Þóris Jónssonar ér Co., til heimilis á Ljósvallagötu 30, hér í bæ, kveðst minnast þess, að einhvern tíma á árinu 1960 hafi kona nokkur, sem talaði með erlendum málhreim, hringt á verkstæðið til hans og spurzt fyrir um það, hvort hann vissi til þess, að vél bifreið- arinnar R 7338 hefði verið tekin upp á verkstæðinu, og skildist honum, að konan væri að spyrjast fyrir um þetta vegna væntan- legra kaupa sinna á bifreið þessari. Grétar tjáði konunni, að svo hefði ekki verið, og kveður hann sér hafa skilizt á henni, að hún hefði þegar leitað upplýsinga um bifreiðina hjá Sigþóri Guðjónssyni hjá bifreiðaverkstæðinu Ræsi h/f og verið þar vísað á verkstæði Þóris Jónssonar éz Co., sem tekur upp og endur- byggir vélar fyrir Ræsi h/f, Nokkru síðar hafi sama kona hringt aftur til hans, og virtist hún þá vera orðin eigandi nefndrar bifreiðar, og kvartaði yfir því, að vél hennar væri úrbrædd eða ónýt. Konan hafi viljað fá upplýsingar um það, hvort einhver verkstæðismanna hjá Þóri Jónssyni ér Co. hefði þá nýverið gert 380 við vél bifreiðarinnar, og kveðst Grétar hafa gefið henni sömu svör og fyrr, að ekki hefði verið gert við vélina á því vélaverk- stæði, og hefði einhver af verkstæðismönnum þar annazt við- gerð á vélinni, þá væri það verkstæðinu óviðkomandi, enda hefði bifreiðin aldrei þangað komið. Edith Camilla hefur borið það, að hún hafi tvisvar sinnum átt símtal við Grétar Árnason, og í bæði skiptin hafi það verið, eftir að Jónas, eiginmaður hennar, keypti bifreiðina R 7338. Fyrra símtalið hafi farið fram í marzmánuði, og hafi tilefnið verið að fá vitneskju um það, hvort vél, sem nýupptekin væri á vélaverkstæði hjá Þóri Jónssyni ér Co., ætti það til að vera mjög þung og erfið í gang, og kveðst hún hafa spurt að þessu vegna þess, hve erfitt hafi verið að fá R 7338 í gang. Grétar hafi veitt henni þær upplýsingar, að vél þessarar bifreiðar hefði ekki verið tekin upp á nefndu verkstæði, en tekið fram, að eigendur eða fyrri eigendur bifreiðarinnar þekktu starfsmann á verkstæðinu. Seinna símtalið hafi farið fram seinni hluta aprílmánaðar. Kveðst Edith Camilla þá hafa verið búin að fá vitneskju um það frá öðru bifreiðaverkstæði, að vél bifreiðar- innar væri úrbrædd, og stefndi tjáð henni, að viðgerð vélar- innar, áður en hann seldi bifreiðina Jónasi, manni hennar, hefði einungis tekið eina kvöldstund. Hafi hún í seinna skiptið hringt í vélaverkstæði Þóris Jónssonar ér Co. til að grennslast fyrir um það, hvort fullnægjandi væri að vinna við vélina eina kvöld- stund, og Grétar þá sagt henni, að svo væri ekki, ef verið væri að taka vélina upp. Unnsteinn Beck tollgæzlustjóri, Hagamel 27, hér í bæ, hefur borið það, að einhvern tíma seinni hluta vetrar árið 1960 hafi Jónas Guðmundsson komið að máli við hann og óskað álits hans á kaupum Mercedes-Benz bifreiðar. Átti Unnsteinn símtal við Sigþór Guðjónsson, verkstjóra í Ræsi h/f, um bifreiðina, og var- aði hann við kaupum á bifreiðinni, vegna þess að hún hefði orðið fyrir vélarbilun, úrbræðslu, þegar hún var ný. Skýrði Unnsteinn síðan Jónasi frá þessu áliti Sigþórs, en Jónas kvaðst þá vera búinn að festa kaup á bifreiðinni. Unnsteinn kveður, að liðið hafi í mesta lagi 1—2 dagar milli samtala hans við Jónas, og sé möguleiki á því, að þau hafi farið fram samdægurs. Í fyrra samtalinu skildist honum á Jónasi, að kaup hans á bifreiðinni stæðu fyrir dyrum, en í seinna samtalinu, að kaup hans, þ. e. Jónasar, á bifreiðinni hefðu þegar farið fram, er þeir töluðust við í fyrra skiptið. 381 Sigþór Guðjónsson, verkstæðisformaður á bifreiðaverkstæðinu Ræsi h/f, Miðtúni 86, hér í bæ, hefur staðfest greindan fram- burð Unnsteins Becks og kveður hann, að Unnsteinn hafi skýrt honum frá því í símtalinu, að Jónas væri að hugleiða að kaupa umrædda bifreið. Fjögur af fyrrgreindum vitnum í málinu, þ. e. bifvélavirkj- arnir Trausti Þorleifsson, Magnús Sigurjónsson, Sigþór Guðjóns- son og Grétar Árnason, hafa látið í ljós álit sitt á viðgerð Sim- onar Gunnlaugssonar Melsteds á vél margnefndrar bifreiðar, eins og hann hefur lýst viðgerðinni í framburði sínum. Trausti og Magnús kveða, að þetta hafi einungis verið bráða- birgðaviðgerð, en ekki upptaka á vélinni, en þá sé alltaf skipt um alla slitfleti. Sigþór kveður, að viðgerð þessi hafi, eftir lýsingunni, verið ófull- nægjandi, enda hefði þurft að skipta um legur og renna sveifar- ás, ef með þyrfti eftir mælingu. Þá kveðst hann ekki kannast við, að það þurfi að snúa vél Mercedes-Benz bifreiðar, áður en hún sé sett raunverulega í gang, og hafi hann, sem starfar Í umboðsverkstæði þeirrar bifreiðategundar, aldrei orðið var við slíkt, enda þótt Þbifreiðir stæðu þar vetrarlangt í geymslu. Grétar kveður, að hér hafi einungis verið um bráðabirgðavið- gerð að ræða, og geti slík viðgerð komið að gagni, ef sveifarás er óskemmdur. Þá kveðst hann ekki kannast við, að það þurfi að snúa vél þessarar bifreiðategundar, áður en vélin sé sett í gang, þó að vélin hafi lengi verið óhreyfð. Hann telur, að kostn- aður við að taka upp vél í bifreið sé ca. 7T—12 þúsund krónur. Grétar Árnason hefur einnig tekið fram, að hann hafi orðið þess var í starfi sínu, að verði eigendaskipti að bifreið, sem hefur verið í lengri tíma í eigu sama manns, og allt þá virzt vera í lagi, hafi oft komið fram fljótlega vélarbilanir, svo sem úrbræðsla. Telur hann, að þetta eigi rót sína að rekja til þess, að aksturslag og meðferð véla sé mjög misjöfn, en þó eigi vél, sem hafi næga smurningu og vatn, ekki að geta brætt úr sér af þessum sökum. Framburðir þeir, sem nú hafa verið raktir, eru samkvæmt skýrslum, gefnum í sakadómi Reykjavíkur á öndverðu árinu 1961, en stefndi og bróðir hans, Sverrir Sigurjónsson, höfðu þá með ákæruskjali, útgefnu í Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 13. desember 1960, verið ákærðir fyrir meint brot gegn 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með bréfi Dómsmálaráðu- neytisins, dags. 12. maí 1961, var fallið frá ákæru á hendur 382 Sverri Sigurjónssyni, en sakamálinu haldið áfram gegn stefnda einum. Dómur í því máli var uppkveðinn í sakaðómi Reykja- víkur hinn 17. október 1961. Samkvæmt þeim dómi var Gunnólfur Sigurjónsson sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins og allur kostnaður sakarinnar lagður á ríkissjóð. Vitnin Jónas Andrésson Kjerúlf, Jón Jónsson, Grétar Árnason, Edith Camilla Guðmundsson og Gísli Sigurbjörnsson hafa stað- fest framburði sína með eiði í sakadómi Reykjavíkur. Hinn 21. febrúar 1963 dómkvaddi Finar Arnalds yfirborgar- dómari þá Finnboga Eyjólfsson bifvélavirkjameistara og Tómas Jónsson bifvélavirkja til að framkvæma skoðunargerð á bifreið- inni R7338, þar sem eftirfarandi atriði komi fram: „a. Hvort mótorinn sé úrbræddur eða of rúmur á legum? b. Ef svo er, hvaða legum, hefur verið gert við þær áður, og þá hvernig, t. d. teknar saman? c. Er sveifarás slitinn eða skemmdur á annan hátt? d. Eru aðrir gallar sjáanlegir á mótornum?“ Skoðunargerð matsmanna er dags. 5. marz s.l. og hljóðar svo, að loknum inngangsorðum: „1. Stimpilstangalegur eru allar meira og minna úrbræddar, utan lega nr. 6, sem er óskemmd. Höfuðlegur eru hins veg- ar Óskemmdar, en dálítið slitnar. 2. Sveifarás er slitinn undir öllum stimpilstangarlegum, eink- um sveif nr. 5, sem er bæði mjög slitin og illa rifin. Undir höfuðlegum er sveifarásinn aftur á móti lítið slitinn. 3. Stimpilstangalegur hafa sýnilega allar verið teknar úr og settar undir þær fólíumþynnur, 003" að þykkt, í þeim til- gangi að þétta þær á sveifarás. En þar sem sveifarás hefur þá verið orðinn ójafnt slitinn (þ. e. „sleginn“), hafa þessar þynnur smátt og smátt losnað undan legunum, þegar farið var að keyra vélina, og fallið niður í olíupönnuna. Höfuð- legur hefur ekki, svo séð verði, verið gert við áður. 4. Aðrir gallar í sambandi við sveifarás og legur vélarinnar eru ekki sjáanlegir, þegar frá er talið, að á höfuðleguklafa nr. 6 er brotið úr öðru gati fyrir stýrispinna, sem skoðunar- menn telja ekki geta valdið neinum skemmdum á vélinni.“ Stefnandi rökstyður dómkröfur sínar með því, að stefndi hafi tjáð honum við kaupin, að bifreiðin væri í góðu standi og vél hennar nýlega uppgerð á vélaverkstæði Þóris Jónssonar 8r Co., er sé viðurkennt að vera hið fullkomnasta sinnar tegundar á landinu. Hafi þessar upplýsingar verið ákvörðunarástæða fyrir 383 kaupunum. En nokkru síðar, þegar í ljós hafi komið, að vél bifreiðarinnar hafi verið „úrbrædd“, kveðst stefnandi hafa kom- izt að því, að fyrrgreindar upplýsingar hafi verið rangar og bifreiðin hafi alls ekki komið inn á verkstæði Þóris Jónssonar ér Co. né menn frá því verkstæði unnið að viðgerð hennar. Samkvæmt þessu telur stefnandi, að hann eigi rétt á annað hvort að rifta kaupunum eða fá greiddar skaðabætur, hvort held- ur væri eftir ákvæðum 42. gr. laga um lausafjárkaup nr. 39/ 1922, 1. og 2. mgr., sbr. 43. gr. sömu laga. Stefndi styður sýknukröfu sína þeim rökum, að hann hafi alls ekki haft svik í frammi, er kaupin gerðust, né leynt stefn- anda neinu, auk þess hafi kona stefnanda víða haldið uppi spurnum um bílinn, áður en hún og stefnandi hafi ákveðið að kaupa. Stefnandi hafi vitað, að stefndi hafi fest kaup á bílnum með „úrbrædda“ vél, en stefndi hefði látið gera við hana. Hafi engu verið leynt í þessu sambandi, og allir möguleikar hafi verið fyrir hendi að kanna allt það, er stefndi hafi upplýst um bílinn, enda hafi það verið rækilega gert. Fengnir hafi verið menn, þaulvanir meðferð bifreiða, til að reynsluaka bifreiðinni, áður en gert hafi verið út um kaupin. Ástæða til þess, að bif- reiðin bilaði, hafi einfaldlega verið sú, að hún hafi verið látin í hendur þeirra, er nýbúnir hafi verið að læra á bíl og því lítt kunnað með bifreiðir að fara. Þá mótmælir stefndi sem rangri þeirri staðhæfingu stefn- anda, að honum hafi verið sagt, að vélin væri uppgerð á véla- verkstæði Þóris Jónssonar éz Co., enda sé þetta hreinn tilbún- ingur af hálfu stefnanda. Sakadómsrannsókn hafi leitt í ljós, að kona stefnanda hafi spurzt fyrir um það hjá nefndu véla- verkstæði, áður en kaupin gerðust, en stefnandi hafi velt þeim fyrir sér í nokkra daga, hvort vélin hefði verið tekin þar upp, og fengið þau svör, að svo væri ekki. Að endingu hefur stefndi við munnlegan flutning málsins and- mælt vaxtakröfu stefnanda sem of hárri. Að áliti hinna sérfróðu meðdómenda, var viðgerð sú, er Símon Gunnlaugsson Melsted framkvæmdi á hreyfli bifreiðarinnar, alls- endis ófullnægjandi og einungis til bráðabirgða, enda sést og á matsgerð þeirri, er rakin hefur verið hér að framan, að end- ing hennar hefur verið næsta lítil. Telja meðdómendur það hér engu skipta, þótt viðvaningar hafi verið látnir aka bifreiðinni Þann tiltölulega skamma tíma, er leið frá kaupunum til þess, er gallarnir fóru að koma í ljós. 384 Hreyfli bifreiðarinnar var því áfátt, er kaupin gerðust, og þar sem telja verður sannað með eiðfestum framburðum þeirra Jóns Jónssonar og Jónasar Andréssonar Kjerúlfs, að stefnandi hafi skýrt svo frá við kaupin, að hreyfill bifreiðarinnar hefði nýlega verið viðgerður á vélaverkstæði Þóris Jónssonar ér Co., þykja kaupin hafa komizt á með svikum stefnda í merkingu 42. gr. laga nr. 39/1922 um lausafjárkaup, enda er það ósannað gegn andstæðum framburði stefnanda og eiginkonu hans, að þau hafi verið búin að fá vitneskju um hið sanna í málinu, þá er kaupin gerðust. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, verður riftunar- krafa stefnanda tekin til greina. Ber stefnda að endurgreiða stefnanda í peningum kr. 90.000.00 ásamt vöxtum, er þykja hæfilega ákveðnir 6% ársvextir frá 17. febrúar 1960 til 22. s. m., 9% ársvextir frá þeim degi til 29. desember s. á. og 7% ársvextir frá þeim degi til greiðsluðags. Þá ber stefnda einnig að afhenda stefnanda að kostnaðarlausu kvittað skuldabréf það, er stefnandi gaf út í sambandi við kaupin, nú að eftirstöðvum kr. 60.000.00. Eftir þessum málalyktum verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 14.750.00. Magnús Thoroddsen, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm þenna ásamt meðdómendunum Sigurgesti Guðjónssyni bifvéla- virkjameistara og Valdimar Leonhardssyni bifvélavirkjameistara. Dómsorð: Framangreind riftunarkrafa stefnandans, Jónasar Guð- mundssonar, er tekin til greina. Stefndi, Gunnólfur Sigur- jónsson, endurgreiði stefnanda í peningum kr. 90.000.00 með 6% ársvöxtum frá 17. febrúar 1960 til 22. s. m., 9% árs- vöxtum frá þeim degi til 29. desember s. á. og 7% árs- vöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi afhendi stefn- anda að kostnaðarlausu kvittað skuldabréf það, er hann gaf út í sambandi við kaupin, nú að eftirstöðvum kr. 60.000.00. Stefndi greiði stefnanda kr. 14.750.00 í málskostnað. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lög- birtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 385 Miðvikudaginn 6. mai 1964. Nr. 147/1962. Ragnar Jónsson (Gunnar Möller hrl.) gegn Samvinnutryggingum (Guðmundur Ásmundsson hr|l.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson oq prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Lögmannsþóknun. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur, að fengnu áfrýjunarleyfi 25. október 1962, skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 29. s. m. Krefst hann þess, að stefnda verði dæmt að greiða honum kr. 8.408.80 ásamt 7% ársvöxtum frá 19. júní 1961 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur og að áfrýjanda verði dæmt að greiða honum máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Starf áfrýjanda, það er hann krefst þóknunar fyrir í máli þessu, var ráðgjöf til tjónþolanda, sagnasöfnun um tjón hennar á heilsu og efnum af völdum slyssins 31. ágúst 1957, kröfugerð á hendur stefnda og aðstoð við lúkning á skuldaskiptum tjónþolanda og stefnda. Þóknun fyrir þetta starf, sem ákvæði 9. gr. gjaldskrár Lögmannafélags Íslands tekur eigi til, er hæfilega ákveðin kr. 7.000.00. Ber að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda fjárhæð þessa með 7% ársvöxtum frá 19. júní 1961 til greiðslu- dags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 7.000.00. Dómsorð: Stefndi, Samvinnutryggingar, greiði áfrýjanda, Ragn- ari Jónssyni, kr. 7.000.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 19. 25 386 júni 1961 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 7.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði prófessors Theódórs B. Líndals. Í máli þessu er aðeins deilt um það, hve mikið stefnda beri að greiða áfrýjanda af því tilefni, sem málið er sprott- ið, en áfrýjandi hefur að þessu leyti tekið við aðild úr hendi tjónþola. Hér verður því ekki úr því skorið, hve mikið málflytj- anda er rétt að krefja skjólstæðing sinn um. Gjaldskrá Lögmannafélags Íslands skiptir því ekki beinu máli. Með þessari athugasemd er ég samþykkur atkvæði meiri- hluta dómenda og dómsorði þeirra. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 6. júní 1962. Mál þetta, sem dómtekið var 25. f. m., hefur Ragnar Jónsson hæstaréttarlögmaður, hér í borg, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 20. júní 1961, gegn Samvinnutryggingum, hér í borg, til greiðslu innheimtulauna, að fjárhæð kr. 8.408.80, ásamt 8% ársvöxtum frá útgáfudegi stefnu, 19. júní 1961, til greiðslu- dags og málskostnaðar að mati dómsins. Málavextir eru þeir, að þann 31. ágúst 1957 varð frú Vivan Svavarsson fyrir bifreið og slasaðist hún nokkuð. Bifreið sú, er frúin varð fyrir, var tryggð hjá stefnda. Frúin fekk stefnanda málsins til að gæta réttar síns vegna slyssins og til að annast um allar framkvæmdir um heimtu bóta. Stefnandi aflaði læknis- vottorða, lét framkvæma örorkumat og reikna út vinnutekjutap. Þann 10. ágúst 1960 gerði stefnandi kröfu til bóta fyrir hönd frúarinnar. Var þeirri bótakröfu beint til stefnda, sem kom fram fyrir hönd tjónvaldsins, svo sem venja er í slíkum tilvik- um. (Gerði stefnandi kröfu til kr. 273.685.00, og var krafan sundurliðuð með tilliti til vinnutekjutaps, bóta vegna væntan- legra aðgerða, þjáningabóta og útlagðs kostnaðar. Jafnframt krafðist stefnandi innheimtulauna samkvæmt taxta Lögmanna- félags Íslands. Þessari kröfu stefnanda svaraði stefndi með bréfi, 387 dags. 15. ágúst s. á. Gerði hann þar grein fyrir afstöðu sinni til hinna ýmsu liða í kröfu stefnanda og sjónarmiðum sínum til slyssins. Gerði hann jafnframt tilboð um greiðslu bóta, að fjárhæð kr. 143.626.99 auk vaxta, og gat þess einnig, að hann væri reiðubúinn að ræða við stefnanda um þóknun eða inn- heimtulaun honum til handa, er svar við tilboðinu lægi fyrir. Þessu tilboði stefnda var tekið, og voru frúnni greiddar bæt- urnar. Ágreiningur varð hins vegar um greiðslu vegna afskipta stefnanda. Aðiljar málsins eru sammála um að reka mál þetta á bann hátt, sem hér er gert, það er að segja lögmaðurinn beint sem stefnandi og þegi launanna og stefndi sem hinn raunverulegi greiðandi þeirra, þótt það sé vegna tjónvaldsins. Stefndi hefur krafizt sýknu af kröfu stefnanda um greiðslu innheimtulauna samkvæmt 9. gr. gjaldskrár Lögmannafélags Ís- lands, en dómur ákveði hins vegar ómakslaun til handa stefn- anda vegna aðstoðar hans við uppgjör bóta til framangreinds tjónþola. Jafnframt krefst hann málskostnaðar úr hendi stefn- anda að skaðlausu. Stefnandi byggir kröfu sína á því, að tjónþoli eigi rétt á því að fá bættan að fullu þann kostnað, sem leiði af aðstoð lög- fræðings. Sé tjónþola og nauðsyn á slíkri aðstoð þegar frá upp- hafi. Lögfræðingurinn starfi eftir gildandi gjaldskrá félags síns. Sú gjaldskrá hafi gengið í gildi vorið 1959 og jafnan verið eftir ákvæðum hennar farið án mótmæla síðan. 9. grein gjaldskrár- innar eigi við í tilfelli því, er hér um ræðir, og er fjárkrafan í samræmi við ákvæði þeirrar greinar. Stefndi byggir kröfu sína í fyrsta lagi á því, að ástæðulítið hafi verið af tjónþola að leita til lögfræðings, fyrr en boð um bætur var komið fram, og þá til að leita álits um það boð. Í öðru lagi telur hann 9. grein gjaldskrár Lögmannafélagsins eigi eiga við í hér um ræddu tilviki. Stefnandi hafi aflað fyrir tjónþola læknisvottorða, örorkumats og útreiknings tekjutjóns, en slíkt er aðeins aðstoðarstörf. Síðan hafi stefnandi sent stefnda bótakröfu. Engin tregða hafi verið af hálfu stefnda að greiða tjónbætur, enda hafi tjónþoli samþykkt tilboð stefnda um þær. Þá byggir stefndi kröfu sína í þriðja lagi á því, að umrædd gjaldskrá sé eingöngu samkvæmt fundarsamþykkt í félagi lög- manna sjálfra, og sé það eina viðurkenningin á henni. Það verður að teljast eðlilegt og rétt af tjónþola að leita að- stoðar lögfræðings eða annars kunnáttumanns við gerð kröfu 388 til bóta. Er og ágreiningslaust með aðiljum, að stefnandi eigi rétt á greiðslu úr hendi stefnda fyrir störf sín í Þágu tjónþola að þessu leyti. Stefnandi setti fram bótakröfuna með bréfi til stefnda, dags. 10. ágúst 1960, án þess þó áður að hafa kannað, hvort eða að hve miklu leyti stefndi myndi greiða bætur. Kröfu Þessari svaraði stefndi með tilboði sínu í bréfi, dags. 15. sama mánaðar, um greiðslu bóta, sem samþykkt var af tjónþola. Þegar þetta er virt, þykir starf stefnanda í hér um ræddu tilviki eigi verða talið innheimta í skilningi 9. greinar gjaldskrár Lög- mannafélags Íslands, og verður krafa hans um þóknun eigi byggð á ákvæðum þeirrar greinar. Þegar tillit er tekið til starfs þess, er stefnandi innti af hendi og lýst er hér að framan, þykir þóknun til hans hæfilega ákveðin kr. 6.000.00. Ber að dæma stefnda til greiðslu þeirrar fjárhæðar með 7% ársvöxtum á tíma- bili því, sem í stefnu er krafizt. Þá ber og að dæma stefnda til greiðslu málskostnaðar, og þykir hann hæfilega ákveðinn kr. 1.550.00. Emil Ágústsson borgardómari kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Stefndi, Samvinnutryggingar, greiði stefnanda, Ragnari Jónssyni, kr. 6.000.00 með 7% ársvöxtum frá 19. júní 1961 til greiðsludags og kr. 1.550.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 389 Föstudaginn 8. maí 1964. Nr. 143/1962. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar (Árni Gunnlaugsson hri.) og Skipshöfn b/v Maí, GK 346 (Eyjólfur Konráð Jónsson hrl.) gegn Bæjarútgerð Reykjavíkur (Einar B. Guðmundsson hrl.) og Samtryggingu íslenzkra botnvörpunga til réttargæzlu (Gunnar Þorsteinsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Ármann Snævarr og Theodór B. Líndal. Dráttaraðstoð. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 26. október 1962, að fengnu áfryjunarleyfi 25. s. m., og krafizt þess, að stefnda verði dæmt að greiða þeim björgunarlaun, kr. 4.300.000.00, ásamt 9% ársvöxtum frá 4. október 1960 til 28. desember 1960 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Þá krefjast áfrýjendur þess og, að þeim verði til tryggingar greindum fjárhæðum dæmdur sjóveð- réttur í b/v Skúla Magnússyni, RE 202. Áfrýjandi Bæjarútgerð Hafnarfjarðar gerir þá varakröfu, að fjárhæð sú, sem í héraði var dæmd fyrir dráttaraðstoð, verði hækkuð, en um vexti, málskostnað og sjóveðrétt fari þá sem í aðalkröfu greinir. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjenda. Réttargæzlustefndi hefur sótt þing og tekið undir kröf- ur stefnda. Ný málsgögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. 390 Hinn 21. nóvember 1962 ritaði Eyjólfur Konráð Jóns- son hæstaréttarlögmaður, umboðsmaður áfrýjanda skips- hafnar b/v Maí, skipasmíðastöð þeirri í St. John's, er ann- aðist viðgerð á dæluhreyflum b/v Skúla Magnússonar, og segir í bréfi hæslaréitarlögmannsins m. a. á þessa leið: „Í máli, sem risið hefur út af hjálp, er togaranum Skúla Magnússyni, RE 202, var veitt til að komast til hafnar, hef- ur því verið haldið fram, að engrar viðgerðar hafi verið þörf á mótorum þessum, aðeins þurft að taka þá í sundur, þurrka þá og hreinsa. Vegna þessa viljum við biðja yður vinsamlegast að upp- lýsa okkur um eftirfarandi: 1. Hvort nauðsynlegt hafi verið að spóla vafninga þessa og vefja upp, og hvort rafmótorarnir hefðu verið gang- færir, án þess að þessi aðgerð færi fram á þeim, ef mótor- arnir hefðu einungis verið teknir sundur, þurrkaðir og hreinsaðir og settir síðan saman aftur. 2. Hvort rafmótorarnir hafi verið „brunnir yfir“ og því nauðsynlegt að spóla upp tvo vafninga og vefja fjóra vafn- inga upp. 3. 2... biðjum við yður að upplýsa okkur um, hvort gufuhreinsun, er fram fór á legum aðalvélar og sveifarási, hafi verið óþörf, að því leyti að nægilegt hefði verið til hreinsunar að hleypa mikilli olíu inn á vélina við gang- setningu og olian hefði hreinsað þessa vélarhluti nægilega vel, til að ekki væri hætta á skemmdum á aðalvél.“ Í svarbréfi skipasmíðastöðvarinnar 17. desember 1962 segir svo: „Bæði eldsneytisdæla og mótorar voru teknir í land og opnaðir vegna skoðunar og hreinsunar, eins og fyrir var lagt .... Er lokið var við að þvo og þurrka, kom í ljós, að keflin voru enn í jarðsambandi, og þurfti að vinda af þeim til frekari athugunar. Tvö kefli voru svo sundurétin, að þau varð að endurnýja. Fjögur önnur kefli voru þrifin og reynd fyrir jörð, og öll keflin, sex að tölu, voru und- in upp. Það er álit okkar, að ekki hefði verið hægt að keyra 391 mótorana án endurnýjunar þessara tveggja kefla og að ofangreind skemmd og jarðsamband vegna raka gerðu það að verkum, að mótorarnir virkuðu ekki. Í sambandi við sveifarásinn og legurnar var sú vinna einnig framkvæmd samkvæmt beiðni, .... öxullegur voru gufuhreinsaðar til að tryggja, að fjarlægja mætti alla stirðn- aða olíu og mengun, sem vatnið í vélarrúminu orsakaði.“ Er Snorri Welding Sigurðsson, 1. vélstjóri á b/v Skúla Magnússyni, kom fyrir sjó- og verzlunardóminn hinn 29. október 1960, bar hann, „að rafmótorarnir hafi verið teknir sundur og hreinsaðir og þurrkaðir í St. John's, en engrar við- gerðar á þeim hafi verið þörf“. Vélstjórinn kom af nýju fyrir dóm hinn 13. apríl 1963. Kvaðst hann eigi hafa verið viðstadd- ur viðgerð rafalanna, sem sendir voru í land í St. John's og komu viðgerðir til baka. Að öðru leyti var vætti vélstjór- ans á þessa leið: „Vitnið segir, að það sé ekki kallað viðgerð, að taka upp og þurrka og hreinsa rafal. Vitnið kveðst hafa spurt mann þann, sem kom með rafalana um borð í skipið, hvort nokk- uð hafi þurft að gera við þá. Það kveður manninn hafa sagt, að aðeins hefði þurft að taka þá upp, þurrka og hreinsa. Vitnið kveður þetta hafa verið rafvirkja frá raf- magnsverkstæðinu. Vitnið segir, að þetta hafi verið tveir rafalar. Vitnið segir, að það hafi spurt mann þenna um það, hvort rafalarnir hefðu verið brunnir. Það kveður manninn hafa svarað þessu neitandi.“ Fram er komin skýrsla Erlings Þorkelssonar, skipa- og vélaeftirlitsmanns, dags. 30. apríl 1963, ásamt uppdrætti af þremur hreyflum um borð í b/v Skúla Magnússyni. Er skýrslan svohljóðandi: „Svo sem umbeðið, fór ég undirritaður um borð í b/v Skúla Magnússon þ. 29. apríl 1963 til þess að athuga og mæla rafmagnsmótora, er til greina kæmi að nota í stað rafmagnsmótora fyrir brennsluolíudælur við kyndingu á eimkatli skipsins. Hjálagt riss sýnir þrjá misstóra rafmagnsmótora. 392 Rafmagnsmótor, merktur „C“, er annar af tveimur raf- magnsmótorum, sem drifur brennsluolíudælur. Rafmagnsmótorar, merktir „A“ og „B“, munu vera þeir tveir rafmagnsmótorar, sem næst standa að lögun, stærð, afli og snúningsfjölda við mótor, merktan „C“. Um þessa mótora, „A“ og „B“, er það að segja, að til þess að hægt sé að nota þá til þess að drífa brennsluoliu- dælurnar, þarf að framkvæma breytingar vegna festingar á undirstöður og vegna festingar tannhjólsins á öxulinn. Þá er annar rafmagnsmótorinn aflminni, og báðir eru rafmagnsmótorarnir snúningshraðari en rafmagnsmótorar brennsluolíudælanna, Olíudæla, 5 til 6.5 HK, sem staðsett er við hliðina á brennsluolíudælunum og notuð er til þess að dæla olíu á milli geyma í skipinu, er útbúin með tengirðri og loku til brennsluolíukerfisins fyrir eimketilinn, þannig að hægt er að nota þessa dælu til þess að kynda með, í tilfelli að hinar báðar brennsluolíudælurnar séu óstarfhæfar. Olíudæla þessi stendur hátt, og er rafmagnsmótor henn- ar ca 1.0 meter frá gólfi.“ Með bréfi 25. nóvember 1963 lögðu umboðsmenn stefnda, Bæjarútgerðar Reykjavíkur, og réttargæzlustefnda, Sam- tryggingar íslenzkra botnvörpunga, hæstaréttarlögmennirnir Einar B. Guðmundsson og Gunnar Þorsteinsson, eftirfarandi spurningar fyrir skipa- og vélaeftirlitsmanninn: „1. Var hægt að framkvæma þær breytingar á möótor- um „Á“ og „B“ sem þér teljið upp í greindri yfirlýsingu yðar, með þeim tækjum, er voru um borð í „Skúla Magn- ússyni“ 2—-4. október 1960, og við þær aðstæður, er þá voru? 2. Ef svo var, hve langan tíma hefði tekið að fram- kvæma þessar breytingar? ð. Var hægt að nota olíudælu þá (5 til 6.5 HK), sem þér nefnið í yfirlýsingu yðar, eina og án nokkurra breyt- inga eða lagfæringar, til þess að kynda með ketil skipsins? á. Gat olíudæla þessi komið alveg í staðinn fyrir þá rafala, sem sendir voru í land til viðgerðar? 393 5. Verði svör yðar við framangreindum spurningum já- kvæð, teljum við, að af svörunum leiði, að „Skúli Magnús- son“ hefði getað náð höfn af eigin rammleik. Er þessi skiln- ingur okkar réttur?“ Spurningum þessum svaraði skipa- og vélaeftirlitsmað- urinn með bréfi 10. desember 1963 á þessa leið: „li. Vér teljum, að hægt hefði verið að framkvæma breytingar á rafmagnsmótorum „A“ og „B“ með þeim tækj- um, sem til voru um borð í b/v Skúla Magnússyni þ. 2. október 1960, og við þær aðstæður, er þá voru, eftir að búið var að stöðva leka niður í skipið og dæla út þeim sjó, sem komið hafði í það. 2. Vér álitum, að tími til þess að framkvæma þessar breytingar hefði orðið um 8 til 14 klst. 3. Já, það var hægt að nota olíudæluna (transfer pump 5—6.5 HK) eina og án nokkurra breytinga til þess að kynda ketil skipsins með. Í því tilfelli hefði verið æskilegt að stilla framhjáhlaupsloka á dælunni (stilling utan á dæl- unni) til þess að fá meiri þrýsting á kyndiolíuna. 4. Vér vitum, að olíudæla þessi getur dælt brennslu- olíu í gegnum sama kyndikerfi og brennsluolíudælur þær, sem rafmótorar voru sendir í land til viðgerðar frá. Þar af leiðir, að hægt er að kynda undir katli með þessari 5—6.5 HK olíudælu. Þess skal þó getið, að þessi 5—6.5 HK olíu- dæla framleiðir ekki eins háan olíuþrysting. Þar af leiðir, að afköst hennar við kyndingu verða ekki eins mikil. 5. Þar sem framangreind svör vor eru jákvæð, þá er það rétt skilið að telja, að b/v Skúli Magnússon hefði átt að geta náð höfn af eigin rammleik, ef annað hvort hefði verið gert: a. Að breyta nothæfum rafmagnsmótorum og nota þá til þess að drífa brennsluolíudælurnar eða b. Að nota olíudæluna (5—6.5 HK), en sú dæla hefur tengileiðslu með loka, tengda við brennsluolíukerfi skips- ins.“ Þá kveðst eftirlitsmaðurinn hafa hinn 9. desember 1963 prófað nefnda oliudælu um borð í togaranum með aðstoð 394 vélstjóra skipsins. Um framkvæmd þeirrar prófunar segir svo í bréfi eftirlitsmannsins: „Þegar komið var niður í kyndistöð skipsins, var b/b brennsluolíudæla í gangi við uppkyndingu og eimþrýsting- ur ketils 185 Ibs. per fertommu. Var Hilmir Guðmundsson vélstjóri beðinn að stöðva kynd- inguna og byrja kyndingu á ný og nú með olíudælunni (5—6.5 HK), en um leið að opna og loka þeim lokum (ventl- um), sem með þurfti. Framkvæmdi Hilmir Guðmundsson þetta verk og byrj- aði að kynda í miðeldholi ketilsins. Síðan kynti hann í öll- um þremur eldholum og síðast í s/b eldholi. Kynding með Þessari olíudælu (5—6.5 HK) mun hafa staðið yfir í ca. 20 mínútur alls með frátöfum á milli. Eimþrýstingur hækk- aði á sama tíma úr 185 í 203 Ibs. per fertommu. Þess skal getið, að brennsluolíuþrýstingur var um 50 lbs. per fertommu, sem er lágt, en ekki stilltum við hann hærri, sáum ekki ástæðu til þess við þessa prófun.“ Hinn 24. janúar 1964 var aðiljum með úrskurði Hæsta- réttar samkvæmt 120. gr. laga nr. 85/1936 veittur kostur á að afla álits þriggja dómkvaddra sérkunnáttumanna um: 1. Hvort unnt var á hafi úti um borð í b/v Skúla Magn- ússyni við aðstæður, er þar voru, eftir að dæluhreyflar reyndust óvirkir hinn 3. október 1960: a) að framkvæma viðgerð á þeim hreyflum, og b) að breyta öðrum hreyflum þannig, að þeir yrðu not- hæfir í stað hinna biluðu hreyfla. 2. Hve langan tíma, ef því var að skipta, hefði tekið greind viðgerð annars vegar og breytingar hins vegar? ð. Hvort eldsneyti mátti dæla án viðgerðar bilaðra hreyfla eða breytingar á öðrum hreyflum og þá með hverj- um hætti. 4. Hvort b/v Skúli Magnússon mátti, þegar gögn máls og atvik öll eru virt, komast hjálparlaust í höfn eftir áfall það, er í héraðsdómi greinir. Til álitsgerðar um greint efni voru hinn 11. febrúar 1964 dómkvaddir af yfirborgardómaranum í Reykjavík þeir And- 395 tés Andrésson vélstjóri, Gunnar Bjarnason vélskólastjóri og Sæmundur Auðunsson skipstjóri. Hafa þeir skilað álits- gerð, dags. 25. marz 1964, og er meginmál hennar á þessa leið: „Laugardaginn 14/3 fórum við í b/v Skúla Magnússon, þar sem hann stendur í slippnum, og athuguðum aðstæð- ur gaumgæfilega. Fimmtudaginn 19. marz gerðum við til- raun í b/v Geir til að prófa, hvort hægt væri að kynda með svonefndri transfer pump, og ef svo væri, þá til að prófa kyndimátt hennar. Tilraun þessi sýndi, að hægt er að kynda með henni, ef eimur er uppi, en útreikningar gefa tilefni til að efa, að kyndimáttur hennar nægi til að reka skipið. Við höfum einnig kynnt okkur málsskjölin, og bera þau með sér, að við viðgerð á dæluhreyflum þyrfti að vinda þá upp, en til þess er engin aðstaða um borð í togaranum Sk. M., og varahlutir eru ekki taldir hafa verið um borð. Við teljum, að tiltölulega auðvelt hefði verið að færa til og breyta ferskvatnsdæluhreyfli. Sama máli gegnir um frystivélamótor, ef þurft hefði með. Við höfum ekki mælt þessa hreyfla, en farið eftir teikningu frá Vélaeftirlit- inu, dags. 30/4 ?63. Tímaáætlunin er vitanlega mat, og höf- um við reynt að taka tillit til erfiðrar aðstöðu. Við teljum, að halda hefði mátt við eim á katlinum með svonefndri transfer pump, eftir að eldsneytishreyflar voru orðnir óstarf- hæfir. Þó skal þess getið, að þetta er mjög afbrigðilegur kyndimáti, og því varla von, að vélstjóranum hugkvæmd- ist það við umrætt skipti. Við prófuðum aftur á móti að snúa vara-hand-dælu fyrir brennsluolíu, og virtist hún vera í lagi. Eim hefði því mátt fá upp með henni. Að ofanrituðu athuguðu, verða svör okkar við spurning- unum eftirfarandi: 1. a) ekki hægt. b) hefði verið framkvæmanlegt. 2. Teljum, að tilfærsla og breyting hefði getað tekið 12—18 klst, sennilega þó minna. Tíminn miðast við, að lokið hefði verið við að ausa, svo að vatn slettist ekki upp fyrir gólfplötur. 396 3. Teljum vafasamt, að eldsneytisdæling án tilfærslu og breytingar á hreyflum hefði nægt til að knýja skipið áfram. Eim teljum við, að hefði mátt ná upp með handdælu. Eins vitanlega með þeim hreyfli, sem komið hefði í stað bilaðs hreyfils við eldsneytisdælu, eftir að þeirri aðgerð var lokið. 4. Teljum, að skipið hefði átt að geta komizt í höfn af eigin rammleik.“ Með skírskotun til gagna þeirra, sem rakin voru, og for- sendna sjó- og verzlunardómsins, ber að staðfesta þá niður- stöðu hans, að hjálp sú, sem veitt var b/v Skúla Magnús- syni, RE 202, verði eigin talin björgun í merkingu 229. gr. siglingalaga nr. 56/1914, sem í gildi voru, þegar hjálpin var veitt. Á því að vera óraskað ákvæði sjó- og verzlunar- dómsins um sýknu stefnda af kröfum áfrýjanda skips- hafnar b/v Mai, GK 346, og kostnaður í héraði og hér fyrir dómi af máli þeirra aðilja þykir eiga að falla niður. Þegar virt eru öll atvik, er líta ber til, þykir þóknun fyrir greinda aðstoð b/v Maí, GK 346, við b/v Skúla Magnús- son, RE 202, hæfilega ákveðin kr. 700.000.00. Ber stefnda að greiða áfrýjanda Bæjarútgerð Hafnarfjarðar þá fjár- hæð ásamt vöxtum, eins og krafizt er, og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 85.000.00. Til trygg- ingar fjárhæðum þessum er samkvæmt 4. tl. 236. gr. sigl- ingalaga nr. 56/1914 sjóveðréttur í b/v Skúla Magnússyni, RE 202. Dómsorð: Stefndi, Bæjarútgerð Reykjavíkur, á að vera sýkn af kröfum áfrýjanda, skipshafnar b/v Maí, GK 346, og falli niður kostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti af máli þeirra aðilja. Stefndi greiði áfrýjanda Bæjarútgerð Hafnarfjarð- ar kr. 700.000.00 ásamt 9% ársvöxtum frá 4. október 1960 til 28. desember 1960 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 85.000.00. Til tryggingar 397 þessum fjárhæðum á áfrýjandi Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar sjóveðrétt í b/v Skúla Magnússyni, RE 202. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 19. júní 1962. Mál þetta, sem dómtekið var í dag, hefur Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar og skipshöfn b/v Maí, GK 346, höfðað fyrir sjó- og verzl- unardómi Reykjavíkur með stefnu, útgefinni 18. apríl 1961, gegn eiganda b/v Skúla Magnússonar, RE 202, Bæjarútgerð Reykjavíkur, til greiðslu björgunarlauna, að fjárhæð kr. 4.300.- 000.00, auk 10% ársvaxta frá 4. október 1960 til 28. desember 1960 og 8% ársvaxta frá þeim degi til greiðsludags og máls- kostnaðar að skaðlausu eftir mati dómsins. Þá er þess krafizt, að viðurkenndur verði sjóveðréttur í b/v Skúla Magnússyni, RE 209, til tryggingar dómkröfunum. Til vara krefjast stefnend- ur, að stefnda verði gert að greiða aðra lægri fjárhæð í björg- unarlaun eftir mati dómsins, en vaxta, málskostnaðar og sjóveð- réttar er krafizt sem í aðalkröfu. Til þrautavara er í stefnu krafizt, að stefnda verði gert að greiða stefnanda Bæjarútgerð Hafnarfjarðar ríflega þóknun fyrir dráttaraðstoð eftir mati dómsins auk vaxta, málskostnaðar og sjóveðréttar á sama hátt sem í aðalkröfu. Stefnendur hafa stefnt til réttargæzlu Samtryggingu íslenzkra botnvörpunga, sem er vátryggjandi b/v Skúla Magnússonar, en hafa ekki gert neinar sjálfstæðar kröfur á hendur réttargæzlu- stefnda. Stefndi hefur krafizt, að stefnukröfurnar verði færðar niður til stórkostlegra muna og vextir lækkaðir í samræmi við gild- andi lög. Réttargæzlustefndi hefur stutt framangreindar kröfur stefnda, en engar sjálfstæðar kröfur gert. Málavextir eru þessir: Um mánaðamótin september—október 1960 var b/v Skúli Magnússon, RE 202, sem er eign Bæjarútgerðar Reykjavíkur, á veiðum á Nýfundnalandsmiðum. Sunnudaginn 2. október sneri skipið heimleiðis með afla sinn, sem var að sögn skipstjóra um 158 tonn. Um kl. 1645 kom sjór á skipið, en ekki olli hann sjáan- legum skemmdum ofan þilja, og hélt skipið óbreyttri ferð og 398 stefnu. Kl. 1750 verður vart við, að óvenjumikill sjór er í vélar- rúmsbotni. Var reynt að dæla sjó úr skipinu með tveimur raf- magnsaustursdælum, en gekk illa. Telur vélstjóri, að það hafi stafað af því, að asbesteinangrun hafi losnað neðan af katli skips- ins og asbestmulningur stíflað austursrásirnar. Var stöðugt haldið áfram að hreinsa síur fyrir austursrásum, en árangur af austri varð lítill, þar eð austursrásir stífluðust, jafnóðum og þær höfðu verið hreinsaðar. Kl. 1900 biður vélstjóri um, að vél skipsins verði stöðvuð, þar eð illa gangi að dæla austri úr vélarrúmi og hætta á, að sjór komist í sveifaráslegur. Þótti þá sýnilegt, að leki mundi vera kominn að skipinu, en dælur höfðu ekki við, þar sem austursrásir stífluðust, jafnóðum og þær höfðu verið hreinsaðar. Var reynt að finna upptök lekans og m. a. athug- aðir botnlokar skipsins, sem reyndust í lagi. Ekki tókst samt að sjá, hvaðan sjórinn kæmi, enda töluverð hreyfing á skipinu. Kl. 2030 var öll skipshöfnin kölluð til starfa við austur, þar eð séð var, að ekki hafðist undan með austursdælunum. Sam- kvæmt leiðarbók Skúla Magnússonar var staður skipsins kl. 2110 49 gr. 23 mínútur norður og 48 gr. 57 mínútur vestur. Um kl. 2140 var haft samband við togarann Maí frá Hafnarfirði og frá því skýrt, hvernig ástatt væri. Varð að samkomulagi með skip- stjórunum, að Maí kæmi Skúla Magnússyni til aðstoðar. Sam- kvæmt leiðarbók b/v Maí var ágizkaður staður skipsins, er þetta gerðist, 51 gr. 53 mínútur nbr. og 51 gr. 53 mínútur vlg. Hélt Maí þegar í stað af fullri ferð til Skúla Magnússonar. Kl. 2200 hafði togarinn Þorsteinn Ingólfsson einnig samband við Skúla Magnússon og bauðst til að bíða, þar til séð yrði, hvort Skúli Magnússon gæti haldið áfram heim, upp á samfylgd yfir hafið. Í leiðarbók Skúla Magnússonar er skráð kl. 2330, að sjór sé þá enn að aukast í vélarrúmi, en samt hægar en áður, veður er þá talið fara batnandi. Í vélardagbók Skúla Magnússonar er skýrt frá því, að um kl. 2400 hafi sjór komizt í rafmagnsmótora við olíubrennaradælur, og hafi þeir verið ógangfærir eftir það. Hafi ketilþrýstingur þá fallið mjög fljótt, því að sjór hafi leikið um Óeinangraðan hluta ketilsins. Skipstjóri og loftskeytamaður á b/v Maí telja, að fyrr hljóti að hafa verið dautt undir katlin- um, þar eð skipstjórinn á b/v Skúla Magnússyni hafi skýrt þeim frá, að svo væri komið, þegar er skipin höfðu fyrst sam- band sín á milli. Mánudaginn 3. október, kl. 0230, er árangur talinn hafa verið farinn að sjást af austri, og kl. 0600 hættir skipshöfn austri, þar sem sjáanlegt var, að dælur höfðu undan. 399 Í leiðarbók Skúla Magnússonar er frá því greint, að kl. 0515 hafi verið haft samband við Þorstein Ingólfsson og honum af- þökkuð biðin, þar sem séð væri, að útilokað væri að nota vél skipsins, því dampur væri fallinn og rafmagnsmótorar fyrir olíudælur óvirkir að svo stöddu. 1. og 2. vélstjóri á b/v Skúla Magnússyni skýra svo frá, að þegar mestur sjór hafi verið í skipinu, hafi hann verið 1—2 fet yfir gólfi kyndirúms, og stýri- maður telur sjó í kyndirúmi hafa numið knéhæð. Skipstjóri skýrir frá því í vélardagbók, að kl. 0715 á mánudagsmorgun hafi sjór verið farinn að lækka nokkuð í vélarrúmi og hreyfing verið minni á skipinu en áður. Hafi þá verið hafin leit að leka í vélarrúmi, og þá komið í ljós, að sjór rynni inn í vélarrúmið um leiðsluganga, sem liggi frá ketilrúmi bakborðsmegin og fram að fiskilestum. Við nánari athugun hafi komið í ljós, að sjór hafi komið inn að ofan, er skipinu hallaði í bakborða. Við at- hugun ofandekks hafi síðan sézt, að loftrör, sem liggi í áður- nefndan gang, hafi verið brotið sundur við þilfarsbrún og sjór runnið þar niður. Var trétappi síðan settur í gatið ofandekks. Var stöðugt haldið áfram að dæla, en sjór virtist samt lítið lækka. Kl. 0830 voru athugaðir mótorarnir við olíubrennara- dælur, og reyndust þeir ógangfærir sökum bleytu og óhreininda. Lét vélstjóri skipstjóra þá vita, hvernig ástatt væri og að ekki væri unnt að komast til hafnar með vél skipsins að svo stöddu. Um mánudagsnóttina heyrðu skipverjar, sem að austri unnu, marr, sem virtist koma frá katli skipsins. Nánari athugun leiddi í ljós, að hreyfing var á katlinum, og marraði í festingum hans við reykuppgang og vélsúgsblásara. Kl. 1000 að morgni mánudagsins 3. október kom b/v Maí að b/v Skúla Magnússyni. Samkvæmt leiðarbók b/v Skúla Magn- ússonar var þá komið sæmilegt veður, NV 2—3, en talsverður sjór. Var þegar hafizt handa um að koma dráttarvírum milli skipanna, og gekk það greiðlega. B/v Maí lagði til dráttarvír- ana, sem voru 3) tomma að gildleika og þriggja mánaða gamlir. Var vírinn hafður tvöfaldur. Var vírinn festur í bakborðsakkeris- keðju á b/v Skúla Magnússyni og gefnir út 3 liðir af keðjunni, en b/v Maí gaf síðan út 300 faðma af hvorum vír. Var lagt af stað til St. John's á Nýfundnalandi um kl. 1130. Staður skip- anna var þá samkvæmt leiðarbók Skúla Magnússonar 49 gr. 25 mínútur norður og 49 gr. 55 mínútur vestur, en Skúla hafði rekið nokkuð um mánudagsnóttina. Í leiðarbók b/v Maí er frá því sagt, að skipstjórarnir á báðum skipunum hafi verið sam- 400 mála um, að drætti Skúla yrði hraðað sem mest vegna hins al- varlega leka. Þessu er mótmælt af skipstjóra á b/v Skúla Magn- ússyni, og kveðst hann ekki minnast þess, að hafa nokkru sinni beðið skipstjórann á b/v Maí að hraða drætti skips hans vegna alvarlegs leka á því. Drátturinn til St. John's gekk vel, og var veður og sjólag fremur gott. Þriðjudagsnóttina hvessti samt á sunnan, vindur 3—5 og talsverður NV sjór. Er skýrt frá því í leiðarbók og vélarbók Skúla, að sjór hafi þá virzt aukast nokkuð í skipinu. Skipstjórinn á Skúla Magnússyni hefur gefið þá skýr- ingu, að það hafi stafað af því, að stíflur hafi losnað við velting skipsins, svo hafi sjórinn í skipinu leitað aftur vegna drátt- arins. B/v Maí dró b/v Skúla Magnússon inn á höfnina í St. John's, en sleppti honum þar. Tók þá dráttarbátur við honum, og var lagzt að bryggju kl. 1130 á þriðjudagsmorguninn. Í St. John's var fengin dæla úr landi til þess að þurausa skipið. 1. og 2. vélstjóri skýra svo frá, að þegar komið hafi verið til St. Johnís, þá hafi sjórinn ekki náð gólfhæð í kyndirúmi. Skip- stjórinn kveðst minnast þess, að hafa farið niður í vélarrúm um kl. 1800 á mánudaginn 3. október, og hafi þá enginn sjór verið á gólfi þess eða kyndirúms. Stýrimaður á Skúla Magnússyni kveðst hafa farið upp úr vélarrúminu kl. 0600 á mánudagsmorg- un, og hafi vatnshæðin í kyndirúminu þá verið um það bil í ökla. Hann kveðst ekki hafa komið niður í vélarrúmið aftur, fyrr en komið var til St. John's, en telur vatnshæð í kyndirúmi þá hafa verði svipaða og þegar hann yfirgaf það. Í skýrslu skoðunar- manna Lloyd's, sem skoðuðu skipið, þegar það kom til St. John's, segir, að vélarrúms- og ketilrúmslensirúm hafi verið undir vatni, að því er hafi numið hálfri gólfhæð. Í St. John's fór fram við- gerð og skoðun á b/v Skúla Magnússyni. Í áðurnefndri skoð- unarskýrslu skoðunarmanna Lloyd's segir, að engin merki um frekari leka hafi fundizt. Í St, John's voru athugaðir rafmót- orarnir við olíubrennaradælur og gert við þá. Í reikningi félags þess, sem viðgerðina annaðist, segir, að mótorarnir hafi verið fluttir á rafmagnsverkstæði og þeir teknir sundur vegna við- gerðar. Vafningar og segulstangir hafi verið þvegin úr hreinu vatni og þurrkuð. Tveir vafningar hafi verið spólaðir upp og fjórir vafðir upp. Neistastraumbreytar hafi verið settir í vél til réttingar og fleygaðir. Allir vafningar og segulstangir hafi verið máluð með einangrunarmálningu. Öll óhreinindi hafi verið fjar- lægð af vafningum og segulstöngum. Burstahöldur hafi verið hreinsaðar. Mótorar hafi síðan verið settir saman á ný, afhentir 401 skipinu, settir á sína staði, tengdir og prófaðir í góðu gangfæru standi. Sóknaraðiljar reisa dómkröfur sínar á því, að hjálp sú, sem b/v Maí veitti b/v Skúla Magnússyni, hafi verið ótvíræð björg- un í merkingu X. kafla siglingarlaganna nr. 56/1914. Skipið hafi verið hjálparvana út á reginhafi með óvirka vél og mikinn sjó í vélarrúmi og þannig verið í bráðri og yfirvofandi hættu, sem engar raunhæfar líkur hafi verið til, að það kæmist úr af eigin rammleik. Ljóst sé, að skipverjum á Skúla Magnússyni hafi ekki tekizt að þurrausa skipið, og ósönnuð sé sú fullyrðing þeirra, að enginn lekastaður hafi fundizt annar en loftrörið, sem vélstjórinn fann um morguninn 3. október. Megi í því sam- bandi benda á, að sjórinn í skipinu minnkaði ekki, enda þótt tappi hefði verið settur í gatið og austri verið haldið áfram með dælum. Þá sé upplýst, að rafmótorar við olíubrennaradælur hafi farið í kaf í sjó og orðið ógangfærir. Engin líkindi séu til þess, að takast hafi mátt að gera þá gangfæra aftur um borð í skipinu, og þótt svo hefði verið, að halda þeim þá gangandi. Ekki verður heldur fallizt á, að önnur raunhæf úrræði hafi verið fyrir hendi í skipinu til þess að gera það gangfært aftur, Þannig að það gæti bjargazt af eigin rammleik til hafnar. Auk þessa megi benda á, að ketill skipsins hafi verið laus og ein- angrun farin af stórum hluta hans, og hafi einnig af þessum ástæðum vofað stórhætta yfir skipinu. Loks hafi sveifarás og legur orðið fyrir skemmdum af salti. Telja sóknaraðiljar hina umkröfðu fjárhæð hæfileg björgunar- laun til þeirra. Benda þeir á í því sambandi, að björgunin hafi verið fullkomin og hafi heppnazt að öllu leyti vel, að björgunin hafi verið unnin af verklagni og atorku, en hafi hins vegar tekið langan tíma og kostað mikla fyrirhöfn vegna hinna miklu vega- lengda. Þá telja stefnendur, að Skúli Magnússon hafi verið í stórkostlegri og yfirvofandi hættu. Þá hafi björgunarmenn stofn- að sér í mikla hættu og björgunarskipið orðið fyrir tilfinnan- legu tjóni beint og óbeint, þar sem skipið hafi tafizt frá veiðum í nærfellt 3 sólarhringa, togvírar þess eyðilagzt, skemmdir orðið á búnaði þess og tilkostnaður við björgunina mikill. Þá verði að líta á það, að b/v Maí hafi verið nýtt og glæsilegt skip með fullkomnum búnaði og því verið vel til björgunar fallið, og verð- mæti þess verið um 40 miljónir króna. Loks beri að taka tillit til verðmætis þess, sem bjargað hafi verið, og sé þá rétt að leggja til grundvallar vátryggingarverð þess, en það sé £ 191.500, 26 402 og taki það til skipsins sjálfs, afla, veiðarfæra og hagsmuna eig- anda af skipinu, en stefnendur telja einsýnt, að meta beri þá til björgunarlauna. Stefndi byggir sýknukröfur sínar fyrst og fremst á því, að ekki hafi verið um björgun að ræða, eins og það hugtak sé skýrt í siglingalögum, heldur einungis aðstoð. B/v Skúli Magn- ússon hafi ekki verið staddur í neyð. Það sé staðreynd, að þegar b/v Maí kom til b/v Skúla Magnússonar að morgni hins 3. október, þá hafi skipshöfn Skúla Magnússonar verið búin að komast fyrir sjórennslið og stöðva það. Þegar svo hafi verið komið, hafi verið auðvelt að þurrausa skipið og hreinsa það og þurrka rafmótora þá, sem drifu olíukyndingardælur skipsins. Það komi einnig fram, að skipstjóri og vélstjóri á Skúla Magnús- syni hafi talið slíka viðgerð framkvæmanlega. Eftir það hefði verið hægt að byrja kyndingu aftur, og megi telja öruggt, að náðst hefði nægur þrýstingur á ketilinn eftir 5—6 stundir til að setja aðalvél skipsins í gang. Einnig hefði mátt nota hand- knúna olíudælu til að kynda undir katlinum, meðan rafmagns- mótorinn hefði verið þurrkaður. Þá hefði mátt tengja rafmagns- mótor frá matvælafrystivél við olíudælurnar og knýja þær með honum. Losið á katlinum hafi heldur ekki verið svo mikið, að ekki hefði mátt kynda undir honum og koma vél skipsins í gang. Þá hafi veður haldizt gott og hægur sjór. Af þessu sé ljóst, að skipið hafi ekki verið statt í neyð. Það, að Maí hafi verið látinn draga Skúla til hafnar, hafi verið eðlileg ráðstöfun, gerð til þess eins að spara tíma og fyrirhöfn. Stefndi mótmælir kröfufjárhæðinni sem allt of hárri, hvernig sem málsúrslit að öðru leyti verði. Stefndi bendir í því sam- bandi á, að húftrygging gefi ekki rétta hugmynd um verðmæti skipsins. Það sé alkunna, að botnvörpuskip sem Skúli Magnús- son hafi að undanförnu hríðfallið í verði, og sé með engu móti hægt að telja verðmæti b/v Skúla Magnússonar meira en 7 milj- ónir króna. Þá telur stefndi, að óheimilt sé að taka nokkurt tillit til húfhagsmunatryggingar við ákvörðun björgunarlauna. Ekki sé heldur hægt að fallast á, að vátryggingarupphæð verði lögð til grundvallar um verðmæti veiðarfæra. Hér verði að miða við raunverulegt verðmæti þeirra, en það hafi verið um ára- mótin 1960—1961 kr. 527.886.50, og megi telja, að verðmætið hafi verið svipað í október. Loks verði einnig að miða við raun- verulegt verð aflans, sem samkvæmt reikningum, sem fram hafi verið lagðir í málinu, hafi selzt fyrir sem svari ísl. kr. 403 91.179.58. Heildarverðmæti Skúla Magnússonar ásamt afla og veiðarfærum hafi því í október 1960 ekki farið fram úr 7.6 miljónum ísl. króna. Þegar litið er á framburð skipsmanna á Skúla Magnússyni um vatnshæð í skipinu á ýmsum tímum og um stöðvun lekans svo og til þess, sem segir í skýrslu skoðunarmanna Lloyð's um þau atriði, þykir verða að leggja til srundvallar þá staðhæfingu stefnda, að ekki hafi verið um annan lekastað að ræða en þann, sem fannst að morgni mánudagsins 3. október og þá var gert við. Sömuleiðis verður að telja, að skipverjar á Skúla Magnús- syni hafi verið farnir að vinna verulega á við austur, um það leyti sem Maí kom til þeirra. Það, að sjór virtist aukast í Skúla Magnússyni, eftir að Maí hafði tekið hann í drátt, verður ekki talið mæla þessu í gegn, þar sem það kann að hafa stafað af því, að við dráttinn hefur Skúli Magnússon lyfzt að framan og sjór þá leitað aftur í skipið. Þegar litið er á það, sem að framan greinir, verður að telja, að auðvelt hefði reynzt fyrir skipshöfnina á Skúla Magnússyni að þurrausa skipið, eftir að lekinn hafði verið stöðvaður, þar eð mannafli til þess hefur verið nógur og einnig til þess að hreinsa ruslið úr skipsbotninum og koma austursdælunum í lag, en þær fá orku sína frá dieselvélunum, sem voru í lagi. Eru hinir sérfróðu meðdómendur á einu máli um þetta efni. Hinir sérfróðu meðdómendur telja, að gallar þeir á rafmagns- mótorunum, sem gert var við samkvæmt reikningi viðgerðar- félagsins í St. John's á Nýfundalandi, hafi ekki verið meiri en svo, að mótorarnir hafi báðir verið vel gangfærir, að því frá- skildu, að nauðsynlegt hafi verið að hreinsa þá og þurrka. Þeir taka sérstaklega fram, að ekkert hafi komið fram, sem bendi til þess, að mótorarnir hafi stöðvazt vegna skammhlaups eða bruna. Verður heldur ekki talið sannað, að svo hafi verið. Hinir sérfróðu meðdómsmenn telja vafalaust, að auðvelt hefði verið að framkvæma nauðsynlega hreinsun og þurrkun um borð í skip- inu, enda hafi raforka verið fyrir hendi og ljós um allt skip, en mótorarnir mjög meðfærilegir, en þeir séu hvor um sig hestafl. Telja þeir, að viðgerð hefði í hæsta lagi tekið 1 sólar- hring. Þá álíta þeir, að sæmilega auðvelt hefði verið að tengja rafmagnsmótor frá matvælakælivél við olíudælur, ef á hefði Þburft að halda. Enda þótt mótor þessi sé nokkru minni, Í hest- afl, þá telja þeir, að hann mundi hafa þolað yfirálag nokkurt, þannig að nota hefði mátt hann til að knýja dælurnar um stund- 404 arsakir. Þá er það álit hinna sérfróðu meðdómenda, að þó að sjór hafi eitthvað skolazt upp yfir sleifarlegin á aðalvél, meðan austurinn var mestur í skipinu, þá hafi það ekki verið hættu- legt. Með ríflegri olíugjöf, um leið og vélin var hreyfð, hefði mátt skola þeim sjó burtu. Loks telja þeir, að ekki hafi verið slíkt los á katlinum, að það hefði gert siglingu ómögulega eða hættulega, enda séu þessir katlar aldrei settir fastir. Skipstjór- inn á b/v Skúla Magnússyni hefur við sjóferðapróf borið, að hann teldi, að mögulegt hefði verið að þurrausa skipið og hreinsa og þurrka rafmótorana. Sömuleiðis hefur 1. vélstjóri á b/v Skúla Magnússyni borið, að hann teldi slíka hreinsun og þurrkun hafa verið mögulega. Þegar litið er til þess, sem að framan greinir, svo og þess, að veður og sjólag hélzt mjög sæmilegt næstu daga á þessum slóðum, sbr. vottorð veðurstofunnar á dskj. nr. 8, og loks, að skipið var statt á rúmsjó fjarri ströndum, svo ekki var hætta á, að það ræki upp, verður ekki talið, að það hafi verið statt í neyð, og telst því hjálpin ekki björgun í merkingu 229. gr. sigl- ingalaganna nr. 56/1914. Þegar ákveða skal laun fyrir aðstoð b/v Maí til handa b/v Skúla Magnússyni, ber að líta á það, að skjótt var brugðið við, að aðstoðin var greiðlega af hendi leyst og unnið að henni með verklagni. Stefnendur hafa á dskj. nr. 18 talið rekstrarkostnað b/v Maí hafa numið um kr. 45.000.00 á dag, en aflatjón togar- ans vegna tafarinnar er áætlað allt að 150 lestum af karfa, sem að verðmæti í höfn hefði verið allt að kr. 310.000.00. Stefndi hefur mótmælt upphæðum þessum sem of háum. B/v Maí tafðist um það bil 3 sólarhringa frá veiðum. Samkvæmt upplýsingum frá stefnanda Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. var afli b/v Maí í umræddri veiðiferð hans alls um 353 tonn og aflaverðmæti kr. 694.519.10. Veiðiferðin er talin hafa staðið yfir frá 26/9—21/10 1960, og skipið hafa verið að veiðum í 11 sólarhringa á nefndu tímabili. Samkvæmt upplýsingum Bæjarútgerðar Reykjavíkur var meðalafli togara hennar á Nýfundnalandsmiðum um þetta leyti 25.640 kg á veiðidag. Í leiðarbók b/v Maí segir, að undizt hafi saman 75—100 faðmar af hvorum dráttarvíranna, og hafi þessi hluti víranna orðið fyrir skemmdum, en stefnendur telja, að hinn hlutinn hafi teygzt við dráttinn. Samkvæmt upplýsing- um Landssambands íslenzkra útvegsmanna kostuðu í október 1980 200 faðmar af nýjum dráttarvír, 3% tomma að gildleika, í heildsölu kr. 17.550.00. Ekki urðu aðrar skemmdir á b/v Maí 405 en að málning aftan við gálgann stjórnboðsmegin skófst og skaddaðist. Þegar litið er til þessa og önnur atvik höfð í huga, þykir þóknun fyrir aðstoðina hæfilega ákveðin kr. 500.000.00. Samkvæmt framansögðu verða því úrslit máls þessa þau, að stefnda, Bæjarútgerð Reykjavíkur, verður gert að greiða stefn- anda Bæjarútgerð Hafnarfjarðar kr. 500.000.00 með 9% ársvöxt- um frá 4. október til 28. desember 1960 og með 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og málskostnað, sem eftir atvikum þykir hæfilega ákveðinn kr. 35.000.00. Stefndi, Bæjarútgerð Reykjavíkur, á hins vegar að vera sýkn af kröfum stefnandans skipshafnar b/v Maí, en rétt þykir, að málskostnaður falli að því leyti niður. Samkvæmt 4. tl. 236. gr. laga nr. 56/1914 á stefnandinn Bæjar- útgerð Hafnarfjarðar sjóveðrétt í b/v Skúla Magnússyni, RE 202, til tryggingar hinum dæmdu fjárhæðum. Einar Arnalds yfirborgarðómari kvað upp dóm þenna ásamt meðdómsmönnunum Hallgrími Jónssyni og Bjarna Jónssyni vél- stjórum. Dómsorð: Stefndi, Bæjarútgerð Reykjavíkur, greiði stefnanda Bæjar- útgerð Hafnarfjarðar kr. 500.000.00 með 9% ársvöxtum frá 4. október 1960 til 28. desember 1960 og með 7% ársvöxt- um frá þeim degi til greiðsludags og kr. 35.000.00 í máls- kostnað. Stefndi, Bæjarútgerð Reykjavíkur, á að vera sýkn af kröf- um stefnandans skipshafnar b/v Maí, GK 346, en máls- kostnaður falli niður. Stefnandi Bæjarútgerð Hafnarfjarðar á sjóveðrétt í b/v Skúla Magnússyni, RE 209, til tryggingar hinum dæmdu fjárhæðum. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 406 Mánudaginn 11. maí 1964. Nr. 122/1963. Dánarbú Sigurðar Skarphéðinssonar (Guðlaugur Einarsson hdl.) gegn Maríu J. Bjarkar, Þórði Bjarkar og Árelíusi Níelssyni f. h. ófjárráða barna hans, Rögn- valds Bjarkar, Sæmundar Kr. Bjarkar og Ingvars H. Bjarkar (Ingi R. Helgason hdl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eviólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Ármann Snævarr og Theodór B. Líndal. Hrundið kröfu um riftun afsalsgernings látins manns. Dómur Hæstaréttar. Eftir að héraðsdómur gekk í máli þessu, hefur stefnandi í héraði, Sigurður Skarphéðinsson, látizt og dánarbú hans tekið við aðild. Þá hafa og eftir uppsögu héraðsdóms þau María J. Bjarkar og Þórður Bjarkar orðið fjárráða og gerzt sjálfstæðir aðiljar við hlið Árelíusar Níelssonar f. h. framangreindra ófjárráða barna sinna. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 14. september 1963. Það er aðalkrafa hans, „að eignarráðstöfun Skarphéðins heitins Þórólfssonar, dags. 2. nóvember 1961, verði riftað með dómi og hún ómerkt að öllu leyti“. Til vara krefst hann þess, „að einungis verði viðurkenndur ráðstöfunarréttur Skarphéðins heitins á %M hluta eigna þeirra, er greinir í áðurgreindu afsali“. Loks krefst áfrýjandi málskostnaðar úr hendi stefndu bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Atvik máls þessa eru rakin í héraðsdómi. Með afsals- Serningnum frá 21. ágúst 1961 varð Skarphéðinn Þórólfs- son bundinn um afhendingu eigna þeirra, er í gerningnum greinir, og með þeim hætti, sem þar segir, enda samþykkti Dómsmálaráðuneytið gerninginn. Afsalið frá 2. nóvember 407 1961 er í öllum atriðum, sem hér skipta máli, aðeins end- urnýjun og staðfesting á hinum fyrra gerningi 21. ágúst 1961. Með afsalsgerningum þessum og þinglýsingu hins síðar dagsetta, að því er afsalaða húseign varðar, svipti Skarphéðinn Þórólfsson sig allri heimild til að ráðstafa greindum eignum með löggerningi. Með þessari athuga- semd ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Rétt er eftir atvikum, að málskostnaður í Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður í Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 5. júlí 1963. Mál þetta, sem tekið var til dóms 15. f. m., hefur Sigurður Skarphéðinsson, Lindargötu 62, Reykjavík, höfðað fyrir bæjar- þinginu með stefnu 16. apríl 1962 gegn séra Árelíusi Níelssyni, Sólheimum 17, Reykjavík, f. h. ófjárráða barna hans, þeirra Maríu J. Bjarkar, Rögnvalds Bjarkar, Sæmundar Kr. Bjarkar, Ingvars H. Bjarkar og fósturbarns hans, Þórðar Bjarkar, öllum til heimilis að Sólheimum 17, Reykjavík, til riftunar og ógild- ingar á „svo kölluðu afsali, dags. 2. nóvember 1962, útg. af Skarphéðni heitnum Þórólfssyni, síðast til heimilis að Sólheim- um í Reykjavík“. Þá krefst stefnandi málskostnaðar samkvæmt mati dómarans. Stefndu krefjast sýknu af kröfum stefnanda og að þeim verði tildæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda eftir mati dóm- arans. Þá hefur stefnandi stefnt skiptaráðandanum í Reykjavík til þess að gæta hagsmuna dánarbús Skarphéðins Þórólfssonar, en engar sjálfstæðar kröfur gert á hendur réttargæzlustefnda. Af hálfu réttargæzlustefnda hefur ekki verið sótt þing. Málavextir eru þessir: Hinn 27. nóvember 1961 lézt í Landakotsspítala, hér í borg, Skarphéðinn Þórólfsson vélstjóri, talinn fæddur 1893. Lagðist hann inn á sjúkrahúsið 11. október sama ár og lá þar til dauða- dags. Var banamein hans krabbamein, sem við skurðaðgerð, sem 408 fór fram á sjúkrahúsinu, kom í ljós, að var svo útbreitt, að ekki var unnt að sjá þá, hvaðan meinið var komið. Skarphéðinn heitinn var tvíkvæntur. Fyrri konunni fylgdi barn, sem er stefnandi máls þessa, og ættleiddi Skarphéðinn barnið (stefnanda). Síðar, er þau hjónin skildu, fór kjörbarnið (stefnandi) með konunni, og var lítið samband milli Skarphéð- ins og þeirra eftir það. Síðan gekk Skarphéðinn að eiga Guðfinnu Þórarinsdóttur, og hélzt það hjónband, unz hún dó 2. júlí 1961. Skarphéðinn var einkaerfingi eftir konu sína og tók í arf eftir hana: 1. Fasteignina Tjarnarstíg 4, Seltjarnarnesi .. kr. 76.400.00 2. Innanstokksmuni o, fl. ................. — 2.000.00 Kr. 78.400.00 Þann 2. nóvember 1961 undirritaði Skarphéðinn heitinn afsal (dómskjal nr. 3). Er það svohljóðandi: „AFSAL. Ég undirritaður, Skarphéðinn Þórólfsson, nú til heimilis að Sólheimum 17 í Reykjavík, ánafna hér með og afsala Þórði Bjarkar, Maríu J. Bjarkar, Rögnvaldi Bjarkar, Sæmundi Kr. Bjarkar og Ingvari H. Bjarkar, börnum og fósturbarni sr. Árelí- usar Níelssonar, Sólheimum 17 í Reykjavík, öllum þeim eign- um, er ég hlaut í arf eftir konu mína, Guðfinnu Þórarinsdótt- ur, að upphæð samkvæmt erfðafjárskýrslu, dags. 31. júlí 1961, fasteignina Tjarnarstígur 4, Seltjarnarnesi ...... kr. 76.400.00 og innanstokksmuni og áhöld .................. — 2.000.00 kr. 78.400.00 Sem endurgjald fyrir eign þessa skuldbinda viðtakendur sig til, ef og meðan þess þarf, að greiða vegna mín, Skarphéðins Þórólfssonar, mánaðarlega framvegis, til Hrafnistu, Dvalarheim- ilis aldraðra sjómanna, dvalarkostnað, sem mér ber að greiða þangað hverju sinni, að frádregnum elli- og örorkustyrk, er ég fæ greiddan og renna skal sjálfkrafa upp í dvalarkostnaðinn. Að öðru leyti er eignin án endurgjalds. Til tryggingar skilvísri greiðslu ofannefnds gjalds til Hrafn- istu, skrifar faðir barnanna og lögráðamaður þeirra, sr. Árelíus Níelsson, nafn sitt undir skjal þetta, fyrir hönd barnanna og einnig sem sjálfskuldarábyrgðarmaður. 409 Lýsi ég því ofannefnda aðilja, Þórð Bjarkar, Maríu J. Bjarkar, Rögnvald Bjarkar, Sæmund Kr. Bjarkar og Ingvar H. Bjarkar, Sólheimum 17 í Reykjavík, rétta og löglega eigendur framan- greindra eigna. Taka þau við eignunum frá og með deginum í dag að telja og greiða af þeim skatta og skyldur. Kaupendum (viðtakendum) eignarinnar er óheimilt að selja hana eða veðsetja, á meðan ég er á lífi, nema með mínu sam- þykki. Rísi mál vegna afsals þessa, má reka það fyrir bæjarþingi Hafnarfjarðar, án þess að leggja þurfi það fyrst til sátta fyrir sáttamenn. Reykjavík, 2. nóvember 1961.“ Á afsal þetta undirritaði séra Árelíus Níelsson svofellda yfir- lýsingu: „Fyrir hönd ofanritaðra barna minna og fósturbarns og einnig sem sjálfskuldarábyrgðarmaður.“ Afsali þessu var þinglýst 3. nóvember 1961. Þann 21. ágúst 1961 undirritaði Skarphéðinn heitinn afsal, sem í meginefnum er samhljóða afsalinu frá 2. nóvember. Í fyrstu málsgrein afsalsins frá 21. ágúst stendur þó „sel hér með og afsala“ í stað „ánafna og afsala“. Í upphafi annarrar málsgreinar eru ekki orðin „ef og meðan“. Og síðari málslið- urinn í annarri málsgrein afsalsins frá 2. nóvember „Að öðru leyti er eignin án endurgjalds“, er ekki í afsalinu frá 21. ágúst. Í greinargerð sinni skýrir lögmaður stefndu, Páll S. Pálsson hæstaréttarlögmaður, svo frá, að um mitt árið 1961 hafi Skarp- héðinn heitinn komið í skrifstofu lögmannsins og tjáð honum þann eindregna vilja sinn að afsala í lifanda lífi öllum þeim eignum, er hann hlaut í arf eftir seinni konu sína, til barna og fósturbarns séra Árelíusar Níelssonar. Hafi orðið úr, að Skarphéðinn heitinn hafi gefið út afsalið frá 21. ágúst. Sam- kvæmt 37. gr. laga nr. 95/1947 hafi þurft samþykki Dóms- málaráðuneytisins til staðfestingar á samningi aðilja. Sú stað- festing hafi dregizt á langinn og ekki borizt lögmanninum fyrr en um mánaðamótin október/nóvember. Hafi því þurft að gefa út nýtt afsal, sem sé eins og hið fyrra að mestu, að öðru leyti en því, að hið síðara afsal breyttist örlítið börnunum í hag, þar eð samkvæmt því þurfi börnin aðeins að greiða kostnað Skarphéðins heitins, ef hann fer á Hrafnistu, og aðeins meðan og ef þess þarf. 410 Lagt hefur verið fram bréf borgarfógetans í Reykjavík til lögmanns stefndu, dagsett 30. október 1961, og er það svo- hljóðandi: „Samkvæmt bréfi Dómsmálaráðuneytisins, dags. 14. þ. m., veit- ist hér með leyfi til, að börn og fósturbarn séra Árelíusar Níels- sonar, þau María J. Bjarkar, Rögnvaldur Bjarkar, Sæmundur Kr. Bjarkar og Ingvar H. Bjarkar, sem öll eru ófjárráða, taki á móti afsali Skarphéðins Þórólfssonar fyrir fasteigninni Tjarnar- stíg 4 í Seltjarnarneshreppi með þeim skilmálum, sem fram eru settir í uppkasti að afsali, sem fylgdi bréfi yðar hingað, dags. 21. ágúst 1961.“ Vottar á afsalinu frá 2. nóvember 1961 eru Árni Erasmusson og Axel Þorsteinsson. Axel Þorsteinsson hefur komið fyrir dóm. Hefur vitnið kann- azt við að hafa skrifað sem vottur á skjalið í Landakotsspítala 2. nóvember 1961. Kveðst vitnið ekki hafa lesið skjalið yfir. Vitnið kvaðst bæði hafa séð Skarphéðinn heitinn og Árna Eras- musson skrifa undir skjalið. Hafi verið auðséð, að Skarphéðinn heitinn hafi átt von á þessu. Hann hafi strax skrifað undir skjalið og beðið vottana að gera það, þegar lögmaður hans kom með það. Vitnið segir, að Skarphéðinn hafi ekki ætíð sagt hið sama um veikindi sín, Stundum hafi hann ekki gert sér háar vonir um bata, en svo talið annað slagið, að sér myndi ef til vill batna, ef hann væri skorinn upp. Hafi hann litið svartast á þetta, þegar hann var þjáðastur, en það hafi einkum verið, eftir að hann hafði reynt að borða. Vitnið kvaðst hafa sagt Skarphéðni, að þetta gæti eflaust batnað, en tæki sinn tíma. Vitnið kveðst aldrei hafa heyrt á Skarphéðni, að hann vissi, hvað að honum gengi. Vitnið kvaðst hafa verið með Skarphéðni á stofu allan tímann, sem Skarphéðinn var á sjúkrahúsinu, og muna eftir tveimur heimsóknum séra Árelíusar Níelssonar. Vitnið kveður Skarphéðin ekki hafa minnzt á það einu orði, að hann vildi afsala eignum sínum til barna séra Árelíusar. Vitnið Tómas A. Jónasson læknir kveðst hafa kynnzt Skarp- héðni heitnum í fyrsta skipti, þegar hann lagðist á Landakots- spítalann í október 1961. Kveður vitnið Ólaf Jónsson lækni hafa lagt hann á sjúkrahúsið. Vitnið telur sig ekki geta vottað, að Skarphéðinn hafi vitað, hvaða sjúkdóm hann gekk með, áður en hann var skorinn upp, enda hafi greiningin ekki verið örugg fyrr. Vitnið segir, að Skarphéðni hafi liðið illa, meðan hann var á Landakoti, og farið hrakandi. Vitnið kveður öruggt, að 411 hann hafi ekki sagt Skarphéðni neitt um, að sjúkdómur hans væri ólæknandi, en kveðst ekki geta sagt um, hvort það hafi komið fram hjá Skarphéðni, að hann sjálfur óttaðist, að svo væri. Vitnið kveður dánarorsök Skarphéðins hafa verið krabba- mein, sem við skurðaðgerð kom í ljós, að var svo útbreitt, að ekki var unnt að sjá þá, hvaðan meinið var komið. Vitnið Richard Thors læknir kveður Tómas A. Jónasson hafa verið lækni Skarphéðins, unz Skarphéðinn var fluttur til vitnis- ins, sem framkvæmdi skömmu síðar uppskurð. Vitnið kveðst ekki hafa haft veruleg afskipti af Skarphéðni, fyrr en fáeinum dögum áður en uppskurðurinn var gerður. Vitnið kvaðst ekki geta haldið, að Skarphéðinn hafi vitað um sjúkdóm sinn, enda hafi læknarnir ekki um hann vitað, fyrr en að uppskurðurinn fór fram, Vitnið bætir því við, að um álit eða grunsemdir lækn- anna hafi Skarphéðinn ekki fengið að vita. Skarphéðinn hafi að sjálfsögðu vitað, að hann var sjúkur, en ekki um eðli sjúk- dómsins. Lagt hefur verið fram í málinu vottorð Sigurjóns Einars- sonar, forstjóra Hrafnistu, dagsett 12. desember 1961, og er Það svohljóðandi: „Samkvæmt beiðni vottast hér með, að hr. Skarphéðinn Þór- ólfsson vélstjóri var um tíma skráður hér sem umsækjandi um vistpláss á Hrafnistu. Síðsumars eða fyrri partinn á síðastliðnu hausti afturkallaði hann umsókn sína og var þá strikaður út af umsækjendalista.“ Þá hefur stefnandi lagt fram álitsgerð prófessors Guðna Jóns- sonar, dags. 28. marz 1963, svohljóðandi: „Samkvæmt tilmælum yðar hef ég athugað allrækilega merk- ingu orðsins að ánafna, svo og sambönd þess við önnur orð, svipaðrar merkingar. Upphaflega merkingin í ánafna (sem í fornu máli heitir nær ávallt að ánefna) er: „að nefna með nafni“ (ánefna e-n til e-s: „kveðja mann til og nefna nafn hans um leið“; lýsingarháttur ánefndur merkir þá: „áminnztur, umræddur“, t. d. í ánefndum peningum, ánefndum jörðum o. s. frv.). Upp úr þessari frummerkingu spretta þær tvær merkingar, sem tíðkazt hafa í þessu orði á seinni öldum. Samkvæmt seðla- safni Orðabókar háskólans er algengasta merkingin frá því á 16. öld og fram á 19. öld: (1) „að ákvarða, ákveða, ætla“ (mörg dæmi allt frá dögum Guðbrands biskups), en snemma á 19. öld eða jafnvel fyrr vinnur á sú merking, sem nú er langalgeng- 412 ust: (2) „að arfleiða“ (tiltekinn mann eða stofnun að tiltek- inni eign). Þessi merkingarbreyting á síðari tímum, að (2) verður miklu algengari en (1), kemur réttilega fram í Orðabók Blöndals, sem þýðir orðið á þessa leið: „ánafna .... 1. (arfleiða að e-u) borttestamentere: á(nafna) e-um e-ð, testamentere en nt. — 2 (ákvarða, ætla) bestemme: (kennara) var ánafnað herbergi í skólahúsinu (ÞTh Lfr. III. 190)“. Fyrri merkingin hjá Blöndal (arfleiðsla) er nú orðin svo alls ráðandi, að þegar menn heyra orðið ánafna, mun þeim naumast koma önnur merking í hug. Sögnin að ánafna er oft og tíðum notuð í sambandi við önnur orð svipaðrar merkingar, t. d. „gefa og ánafna“, „afsala og ánafna“ o. s. frv. Að minni vitund eru þau sett til þess að ákveða nánar, með hvaða hætti ánafnað er, eða jafnvel til frek- ari áherzlu (t. d. „ánafna og arfleiða“, sem er öldungis sömu merkingar). „Gefa og ánafna“ mundi þýða: ánafna með gjöf; „selja og ánafna“: ánafna með sölu eða um leið og selt er (nema selja merki hér: afhenda); „afsala og ánafna“: ánafna og afsala sjálfum sér um leið o. s. frv. Í slíkum orðasamböndum virðist ánafna vera mergurinn málsins.“ Séra Árelíus Níelsson hefur komið fyrir dóm og m. a. skýrt svo frá, að kynni hans af Skarphéðni heitnum hafi sennilega hafizt 1956, er hringt var á hann að nóttu til, og hafi hann oft síðar farið í heimsóknir til hjónanna að beiðni Skarphéðins heitins. Nokkru eftir lát Guðfinnu Þórarinsdóttur hafi Skarp- héðinn komið til dvalar á heimili prestsins. Um nokkurn tíma hafi Skarphéðinn hugsað sér að fara á Hrafnistu, en síðar orðið vongóður um framtíðina og þá ekki talið þess þörf, að minnsta kosti ekki í bráð. Séra Árelíus telur, að Skarphéðinn hafi verið orðinn veikur, er hann kom á heimili hans, en honum hafi aldrei verið sagt um sjúkdóm sinn. Þá kveður séra Árelíus, að sér hafi aldrei verið sagt, hvaða sjúkdóm Skarphéðinn gekk með. Presturinn kveður Skarphéðin hafa farið á bæjarsjúkra- húsið um haustið, en ekki unað sér þar. Kveðst séra Árelíus þá hafa átt tal við hjúkrunarkonu og kandídat eða lækni á bæjarsjúkrahúsinu og skildist á þeim, að erfitt myndi að hjálpa Skarphéðni í veikindum hans. Þá segir hann, að Skarphéðinn hafi oft sagt, að hann gæti farið, hvenær sem væri, því að hann hefði fengið aðkenningu af hjartabilun. Einkum hafi Skarp- 413 héðinn haft orð á þessu sumarið 1961 eftir andlát konu sinnar. Séra Árelíus segir, að Skarphéðinn hafi fyrst sagzt vilja gefa honum Tjarnarstíg 4. Kveðst hann hafa sagt, að það vildi hann ekki, en Skarphéðinn hafi þá sagt, að hann gæti a.m.k. ekki neitað því, að hann gæfi börnunum hans húsið. Séra Árelíus segir, að Skarphéðinn hafi fyrst sagt sér frá kjör- syni sínum daginn, sem Guðfinna dó, og segir Skarphéðin hafa sagt þá strax, að hann kæmi ekki á nokkurn hátt til greina, viðvíkjandi sér eða sínum. Það hafi oftar komið fram, að Skarp- héðinn kærði sig ekki um að hafa samband við kjörson sinn. Séra Árelíus kveður Skarphéðin oft hafa sagt, að hvað sem fyrir kæmi, treysti hann engum nema honum (Árelíusi) og konu hans að sjá um sig. Stefnandi, sem kveðst vera kjörsonur og einkaerfingi Skarp- héðins heitins, styður kröfur sínar um riftun og ógildingu af- salsins þeim rökum, að það sé í senn ólöglegt samkvæmt ákvæð- um gildandi erfðalaga og ákvæðum um arfsal (próventugern- inga) svo og öðrum lagaákvæðum hér að lútandi og eðli máls samkvæmt, enda sé hér um dánargjöf að ræða og arfsalssamn- inga (próventugerning), sem hvort tveggja saman og eitt sér eyðileggi afsalið að lögum, og beri þar af leiðandi að rifta því og ógilda það sagnvart sér sem skylduerfingja Skarphéðins heitins. Stefnandi telur, að skjalið í heild og aðdragandinn að gerð þess bendi ótvírætt til þess, að það sé dánargjöf, sem lúti 32. gr. erfðalaganna nr. 42/1949 og sé því ógild ráðstöfun hins látna. Í því sambandi bendir hann meðal annars á orðið „ánafna“ Í afsalinu, sem gefi einmitt til kynna, að Skarphéðinn hafi verið að ráðstafa eignum sínum eftir dauða sinn, enda beri afsalið með sér að öðru leyti, að það hafi ekki átt að koma til fram- kvæmda að öllu leyti, fyrr en að Skarphéðni látnum, t. d. ákvæðið um það, að börnunum sé óheimilt að selja eða veðsetja eignina, á meðan hann er á lífi, nema með hans samþykki. Þá sé ekkert talað um það, hver eigi að njóta arðs af eigninni, á meðan Skarphéðinn sé á lífi. Ljóst sé, að Skarphéðinn hafi verið sjúkur maður, þegar hann undirritaði afsalið 2. nóvember, og jafn- framt, að hann hafi ekki gengið þess dulinn, að hverju dró í veikindum hans. Þegar við þetta bætist, að Skarphéðinn lét af hendi allar eigur sínar með gerningi þessum, þá verði það ekki skýrt á annan hátt en þann, að með því hafi hann ætlað að tryggja viðtakendum allan arf eftir sig. Hljóti hér því að vera 414 um dánarráðstöfun að ræða, sem falli undir framangreint ákvæði erfðalaganna. Verði hins vegar ekki fallizt á, að um dánargjöf sé að ræða, telur stefnandi ótvírætt, að nefndur gerningur sé arfsalssamn- ingur. Samkvæmt skattframtali Skarphéðins heitins hafi hann ekki átt aðrar eignir en þær, sem um getur í afsalinu, Hafi hann því afsalað öllum eignum sínum, en stefndu tekizt á hendur að greiða dvalarkostnað hans á Hrafnistu, að því leyti sem elli- og örorkustyrkur nægði ekki. Telur stefnandi, að slíkur afsals- gerningur sé ógildur og löglaus gagnvart honum, þar sem hann hafi ekki samþykkt hann. Beri því einnig af þeim sökum að ógilda gerninginn, sbr. konungsúrskurð frá 3. marz 1814. Að lokum heldur stefnandi því fram, að um hreinan mála- myndagerning sé að ræða, sem gerður hafi verið til þess eins að koma í veg fyrir það, að hann sem skylduerfingi nyti arfs síns, en öll framangreind tilvik leiði til sömu niðurstöðu, að rifta beri og ógilda afsalið. Stefndu, sem krefjast sýknu af öllum kröfum stefnanda, halda því fram, að umræddur gerningur sé lífsgjöf, en ekki dánargjöf, Í skilningi 32. gr. erfðalaganna nr. 42/1949, enda séu það lífs- gjafir, sem koma til framkvæmda, áður en gefandi deyr, eða gjafir, sem ætlazt sé til, að komi til framkvæmda, áður en gef- andi deyr. Aðalspurningin sé þá sú, hvað þurfi mikið til þess, að unnt sé að segja, að gerningurinn sé kominn til framkvæmda. Það sé viðurkennd regla, að gefandi þurfi að hafa svipt sig ráðstöfunar- möguleikum í lifanda lífi að verulegu leyti, til þess að unnt sé að ræða um gerning inter vivos. Það sé og viðurkennd regla, að strax við útgáfu afsals teljist aðili hafa svipt sig ráðstöfunar- möguleikum yfir fasteign, ef Þþinglýsing fylgi á eftir. Þinglýsing hafi farið fram daginn eftir útgáfu afsalsins. Það séu því öll skilyrði fyrir gerningi inter vivos fyrir hendi, þ. e. bæði að þing- lýst var í lifanda lífi Skarphéðins heitins og einnig að gangskör var að því gerð að þinglýsa afsalinu. Lögmaður stefndu kveður orðið „ánafna“ í síðara afsalinu ekki eiga við dánargjöf. Það sjáist glöggt á báðum afsölunum svo og á öllum aðdraganda málsins, að aðiljar eigi við gerning inter vivos, enda sé orðið ánafna oft notað um gjafir í lifanda lífi. Orðalag þetta sé frá honum (lögmanninum) komið sem semjanda skjalsins, þar eð Skarphéðinn þóttist sjá fram á, er það var gefið út, að ekkert yrði af dvöl sinni á Hrafnistu, og því væri þetta gjöf, en ekki sala. 415 Stefndu telja fjarri lagi, að nefndur samningur sé próventu- gerningur. Próventugerningur sé í stuttu máli það, að maður afsalar öllu, sem hann á og eignast kann, gegn framfærslu, greiðslu útfararkostnaðar og skulda, sem stofnaðar eru, áður en samningurinn er gerður, Skarphéðinn hafi aldrei afsalað því, sem hann eignast kynni. Þetta skilyrði sé mikilvægt, og það eitt nægi til þess, að skilyrðum um próventugerning sé ekki full- nægt. Próventumaður svipti sig með því möguleikunum til þess að eignast fjármuni alla sína ævi, þannig að erfingjar ættu þess aldrei kost að fá neitt eftir próventumann, og sjálfur gæti hann aldrei eignazt neitt eftir það. Þá megi einnig benda á það, að Skarphéðinn heitinn afsalaði aldrei öllum eignum sínum, heldur aðeins því, sem hann hlaut í arf eftir konu sína, en fram komi í málinu, að Skarphéðinn heitinn hafi átt að fá elli- og örorku- styrk. Ekkert sé heldur á það minnzt í samningnum, að stefndu eigi að greiða allar skuldir, sem á Skarphéðni heitnum hvíldu við gerð samnings. Þá sé ekki heldur neitt minnzt á greiðslu útfararkostnaðar, enda ekki til þess ætlazt fremur en með skuld- irnar, Til frekari áréttingar þessu megi benda á, að ef um pró- ventugerning væri að ræða, hefði Skarphéðinn heitinn ekki mátt kvongast, nema með leyfi hins aðiljans, en aðdragandi samn- ingsins sýni, að ekkert slíkt hafi verið aðiljum í hug. Auk alls þessa megi draga stórlega í efa, að ákvæðin í Jónsbók um pró- ventu séu enn í gildi, þar eð þau fái vart samrýmzt þeirri megin- reglu, að menn megi ráðstafa eignum sínum að vild með gern- ingi inter vivos án tillits til erfingja, sbr. 32. gr. laga nr. 42/1949. Stefndu telja fráleita þá ályktun stefnanda, að mönnum sé ófrjálst að gefa fjármuni sína eða ráðstafa þeim með öðrum hætti til vandalausra, ef það sé gert með því hugarfari, að lög- erfingjar beri minna úr bítum. Vitanlega sé mönnum þetta frjálst. Þá telja stefndu, að ákvæðið í afsalinu, að „viðtakendum eign- arinnar sé óheimilt að selja eða veðsetja hana, á meðan ég er á lífi, nema með mínu samþykki“, sýni aðeins, að gefandann langaði til þess, að eignin héldist sem lengst í eigu viðtakenda og að hann fengi að fylgjast með málinu að þessu leyti. Að lok- um telja stefndu engan vafa vera á því, að þeir hafi fengið fullan afnotarétt af eigninni, og komi það einmitt fram í ákvæð- inu „Taka þau við eignunum frá og með deginum í dag að telja, og greiða af þeim skatta og skyldur“. Því er ómótmælt af stefndu og stutt gögnum, að stefnandi sé kjörsonur Skarphéðins heitins Þórólfssonar og einkaerfingi 416 hans, Þrátt fyrir ítrekaða leit hefur Dómsmálaráðuneytið ekki getað haft upp á skjölum varðandi ættleiðingagerninga á til- teknu árabili, en af hálfu stefnanda er því haldið fram, að ætt- leiðingin hafi einmitt farið fram á þeim tíma. Arfsal er það, þegar maður fær öðrum manni í hendur allar eignir sínar, er hann á eða eignast kann, gegn því, að viðtak- andi framfæri arfsala til dauðadags, kosti útför hans og taki að sér skuldir arfsala, sem stofnaðar eru, áður en samningur er gerður. Afsalið frá 2. nóvember 1961 fullnægir ekki þessum skilyrðum. Verður því eigi fallizt á það með stefnanda, að sá gerningur sé arfsalsgerningur, sem sé ógildanlegur samkvæmt konungsúrskurði frá 3. marz 1814. Kemur þessi málsástæða stefnanda því ekki að haldi. Það er almenn regla íslenzks réttar, að fullveðja mönnum er rétt og heimilt að ráðstafa í lifanda lífi, þannig að bindandi sé, eignum sínum, sem engin sérstök bönd hvíla á. Því er ómótmælt, að Skarphéðinn heitinn Þórólfsson hafi þann 21. ágúst 1961 undirritað afsalið, dómskjal nr. 13, og samkvæmt bréfi borgarfógeta hófst lögmaður Skarphéðins heitins þegar handa um að sækja um nauðsynleg leyfi, og ritaði hann borgar- fógeta sama dag í því sambandi. Borgarfógeti virðist hafa fram- sent erindi lögmannsins Dómsmálaráðuneytinu, en svar þess til borgarfógeta er dagsett 14. október. Þann 30. október ritaði borgarfógeti lögmanni Skarphéðins bréfið á dómskjali nr. 30, og þann 2. nóvember undirritaði Skarphéðinn svo nýtt afsal, sem þinglýst var daginn eftir. Þegar aðdragandinn að gerningn- um frá 2. nóvember 1961 er virtur, þykir varhugavert að slá því föstu, að Skarphéðinn heitinn hafi mátt sjá fyrir, að hverju dró með veikindi hans, þegar gerningurinn var gerður, Gern- ingurinn ber vissulega keim af dánargjöf, sbr. einkum orðin „ánafna“ í samningnum og ákvæðið um það, að viðtakendum sé óheimilt að selja eða veðsetja eignina, nema með samþykki Skarphéðins heitins. Stefnandi þykir þó eigi hafa sannað nægj- anlega, að hér hafi verið um dánarráðstöfun að ræða, sem falli undir ákvæði 32. gr. erfðalaga nr. 42/1949, sbr. nú 54. gr. erfða- laganna nr. 8/1962. Það brestur því heimild til að ógilda nefnda ráðstöfun Skarphéðins heitins, og verða kröfur stefnanda því ekki teknar til greina, en eftir atvikum þykir rétt, að málskostn- aður falli niður. Bjarni K. Bjarnason borgardómari kvað upp dóm þenna. Nr. 417 Dómsorð: Stefndi, Árelíus Níelsson f. h. ófjárráða barna sinna og fósturbarns, Maríu J. Bjarkar, Rögnvalds Bjarkar, Sæmund- ar Kr. Bjarkar, Ingvars H. Bjarkar og Þórðar Bjarkar, á að vera sýkn af kröfum stefnanda í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. 7/1963. Miðvikudaginn 13. maí 1964. Oddviti Reyðarfjarðarhrepps f. h. hreppsins (Einar Viðar hdl.) gegn Garðari Jónassyni, Guðnýju Jónasdóttur, Jónu Jónasdóttur, Ólafi Jónassyni, Ragnari Jónassyni, Sigurlínu Jónasdóttur og Sæ- björgu Jónasdóttur (Björgvin Sigurðsson hdl.) og Jóhann Björnsson (Sveinn Haukur Valdimarsson hrl.) gegn Oddvita Reyðarfjarðarhrepps f. h. hreppsins, Garðari Jónassyni, Guðnýju Jónasdóttur, Jónu Jónasdóttur, Ólafi Jónassyni, Ragnari Jónassyni, Sigurlínu Jónasdóttur og Sæbjörgu Jónasdóttur. Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Ármann Snævarr og Theodór B. Líndal. Námaréttindi. Lögbann. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi, oddviti Reyðarfjarðarhrepps f. h. hrepps- ins, hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 22. janúar 1963 og krafizt þess, að honum verði dæmd sýkna af kröfum stefndu, lögbannið frá 8. ágúst 1960 verði úr 27 418 gildi fellt og honum dæmdur málskostnaður úr hendi þeirra bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu, eigendur Seljateigshjáleigu, krefjast þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða þeim málskostnað fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi, Jóhann Björnsson, eigandi Seljateigs af hluta, hefur hinn 9. maí 1964 fengið áfrýjunarleyfi. Hefur hann haft fyrirsvarsmann við málflutninginn í Hæstarétti með samþykki annarra aðilja. Kveðst hann gera sömu kröf- ur og í héraði. Hann krefst og málskostnaðar fyrir Hæsta- rétti úr hendi stefndu. Í Hæstarétti hafa verið lögð fram skjalgögn um, hverjir eru eigendur Seljateigs og Seljateigshjáleigu. Þykir vöntun héraðsdóms í þessu efni eigi eiga, eins og á stendur, að leiða til ómerkingar hans, sbr. 193. gr. laga nr. 85/1936. Með hinum áfrýjaða dómi er gagnáfrýjanda, Jóhanni Björnssyni, sem eiganda Seljateigs af hluta dæmdur sam- eignarréttur að malarnámi í landi jarðanna Seljateigs og Seljateigshjáleigu. Aðaláfrýjandi hefur eigi stefnt málinu til Hæstaréttar á hendur gagnáfrýjanda, Jóhanni Björnssyni. Kröfur gagn- áfrýjanda, Jóhanns Björnssonar, fyrir Hæstarétti verður, eins og málatilbúnaði er háttað, að skýra svo, að hann krefjist staðfestingar héraðsdóms. Þegar af þessum ástæð- um ber að staðfesta ákvæði héraðsdóms um rétt gagnáfrýj- anda, Jóhanns Björnssonar, til malarnáms í landi jarðanna Seljateigs og Seljateigshjáleigu. Eftir yfirlandskiptin á löndum Seljateigs og Seljateigs- hjáleigu hinn 6. júní 1945 hélzt námuréttur í landi hvorrar tveggja jarðar í óskiptri tiltölulegri sameign allra eigenda jarðanna. Gerningurinn frá 9. nóvember 1949 um maka- skipti á lendunni „Móum“ úr Seljateigshjáleigu og lend- unni „Puntbala“ úr Seljateigi geymir engin ákvæði, sem af verði leitt niðurfall hins gagnkvæma námuréttar, sem aðiljar áttu hver í annars landi. Hafa makaskiptin Þannig eigi hróflað við þessum gagnkvæma rétti. Ber því að stað- festa með dómi, að malarnám í landi jarðanna Seljateigs 419 og Seljateigshjáleigu er í óskiptri sameign allra eigenda nefndra jarða að réttri tiltölu við eignarhluta hvers þeirra í jörðunum með þeim réttindum og skyldum, sem slikri sameign fylgir að lögum. Lögbannið frá 8. ágúst 1860 var réttilega á lagt og stóð, unz fyrirsvarsmaður stefndu felldi það niður 23. nóvember s. á. Um málskostnað fer þannig: Málskostnaður fellur niður, að því er varðar gagnáfrvj- anda Jóhann Björnsson. Aðaláfrýjandi greiði kostnað af héraðsdómi, kr. 4000.00, og kostnað af uppdrætti, kr. 2000.00. Hann greiði og stefndu málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst sam- tals kr. 18.000.00. Dómsorð: Malarnám í landi jarðanna Seljateigs og Seljateigs- hjáleigu er í óskiptri sameign allra eigenda nefndra jarða að réttri tiltölu við eignarhluta hvers þeirra i landi jarðanna með þeim réttindum og skyldum, sem slíkri sameign fylgir að lögum. Lögbannið frá 8. ágúst 1960 var réttilega á lagt, og stóð það, unz fyrirsvarsmaður stefndu felldi það niður 23. nóvember s. á. Málskostnaður fellur niður í máli gagnáfrýjanda, Jóhanns Björnssonar. Aðaláfrýjandi, oddviti Reyðarfjarðarhrepps f. h. hreppsins, greiði kostnað af héraðsdómi, kr. 4000.00, og kostnað af uppdrætti, kr. 2000.00. Hann greiði og stefndu, Garðari Jónassyni, Guðnýju Jónasdóttur, Jónu Jónasdóttur, Ólafi Jónassyni, Ragnari Jónassyni, Sigur- línu Jónasdóttur og Sæbjörgu Jónasdóttur, málskostn- að í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 18.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 420 Dómur vettvangsdóms Suður-Múlasýslu 25. október 1962. Mál þetta, sem dómtekið var 2. þ. m., er af stefnanda, Garð- ari Jónassyni bónda, Seljateigshjáleigu, f. h. eigenda jarðarinnar Seljateigshjáleigu í Reyðarfjarðarhreppi höfðað fyrir vettvangs- dómi Suður-Múlasýslu gegn hreppsnefnd Reyðarfjarðarhrepps f. h, hreppsins með stefnu, útgefinni 11. ágúst 1960 og birtri næsta dag, til staðfestingar á lögbannsgerð, sem fram fór í fógeta- rétti Suður-Múlasýslu þ. 8. ágúst 1960, en þar var lagt lögbann við sandnámi úr svokölluðu Melshorni í landi Seljateigshjá- leigu, svo og til greiðslu málskostnaðar að mati dómsins. Með framhaldsstefnu, útgefinni 3. október 1960, birtri næsta dag, stefnir stefnandi Jóhanni Björnssyni bónda, Seljateigi, sem eiganda jarðarinnar, auk stefnda, hreppsnefndar Reyðarfjarðar- hrepps, og til réttargæzlu bifreiðarstjórunum Stefáni Bjarna- syni, Búðareyri, og Ómari Gústafssyni, Búðareyri. Í framhaldssökinni eru gerðar þessar dómkröfur: að staðfest verði lögbannsgerðin frá 8. ágúst 1960; að rift verði með dómi réttarins yfirskiptum frá 21. septem- ber 1944; að því verði slegið föstu með dómi réttarins, að Seljateigs- hjáleigu fylgi réttur til hvers konar náma, þar á meðal til sands og malarnáms, hvarvetna í landi Seljateigs og Seljateigs- hjáleigu, allt eftir réttum eignarhlutföllum téðra jarða; að óheimilt sé að nota eða ráðstafa sand- og malarnáminu, nema til komi samþykki allra eigenda beggja jarða; enda verði hinum stefndu gert að greiða stefnanda málskostn- að í aðalsök og framhaldssökinni að mati dómsins. Aðalstefndi í málinu, hreppsnefnd Reyðarfjarðarhrepps, gerir þær dómkröfur, að lögbann það, sem lagt var við sandnámi úr Melshorni í Seljateigshjáleigu 8. ágúst, verði fellt úr gildi. Jafnframt, að hún verði sýknuð af kröfum stefnenda að mati dómsins. Af hálfu réttargæzlustefndu hefur aðeins verið mætt einu sinni í málinu, og hafa þeir engar dómkröfur haft uppi. Undir flutningi málsins varð samkomulag um það milli aðilja að skipta sökinni þannig, að dómur verði fyrst uppkveðinn um bær dómkröfur stefnanda, sem lúta að lögbannsgerðinni, og þær kröfur, sem af henni leiða, þ. e. allar dómkröfur stefn- enda, nema kröfuna um, „að rift verði með dómi réttarins yfir- skiptunum frá 21. september 1944“, 421 Eftir að ákveðið var að skipta sökinni, voru af hálfu stefnda Jóhanns Björnssonar, Seljateigi, gerðar þær dómkröfur, að þar sem hann væri ekki sameigandi Reyðarfjarðarhrepps að „Mó- um“, þá ætti hann ekki sameiginlega varnarsök gagnvart stefn- endum í lögbannsmálinu, og er málskostnaðarkröfum á hendur honum því mótmælt algerlega. Af hans hálfu er þess einnig krafizt, að verði lögbannsgerðin staðfest og sameiginlegur réttur allra eigenda Seljateigs og Selja- teigshjáleigu yfir malarnáminu í landinu öllu viðurkenndur, þá verði réttur hans sem eins eigendanna jafnframt viðurkenndur. Af þessu verður í dómi þessum aðeins fjallað um nefndar kröfur og þann hluta málflutningsins, sem að þeim víkur. Málavextir eru þeir, samkvæmt stefnu og greinargerð stefn- enda, að þ. 15. júlí 1960 ritar stefnandi, Garðar Jónasson, sýslu- manni og beiðist, að lögbann verði lagt við sandnámi í Mels- horni í Seljateigslandi, þar sem oddviti Reyðarfjarðarhrepps neitar hlutdeild hans í umræddu sandnámi og leyfir þar sand- töku þrátt fyrir margendurtekin mótmæli hans. Lögbannsgerðin var framkvæmd þ. 8. ágúst 1960. Innan lög- mælts frests var síðan stefnt til staðfestingar lögbanninu fyrir vettvangsdóm Suður-Múlasýslu. Jarðirnar Seljateigur og Seljateigshjáleiga eiga sameiginlegt óskipt útland að miklu leyti. Á landi jarðanna hafa hvað eftir annað farið fram skipti og þá skipt hlutum úr þeim, einkum til ræktunar, Skipti fóru fram 2. september 1936, og er þar tekið fram, að mestur hluti lands vestan Geithúsaár, en fyrir neðan Græna- fell, skuli vera óskipt beitiland beggja jarðanna. Með skiptum 14. júlí 1942 var nokkru af þessu landi skipt þannig, að Selja- teigur átti land, sem takmarkaðist að austan af línu úr miðju Geithúsaárgili í Melshorn og beint framhald í Stuðlaá, neðan Fagradalsbrautar inn að Puntbalalæk, þaðan í næsta símastaur austan Puntbala og framhaldandi beina línu í Stuðlaá. Þetta landssvæði er oft nefnt „Móar“. Seljateigshjáleiga eignaðist landið næst fyrir vestan inn að Skógarhöfðalæk. Þetta landssvæði er oft nefnt „Puntbali“. Við yfirskipti 21, september 1944 snýst eignarhald þessara jarðahluta við, þannig að Seljateigshjáleiga eignaðist „Móa“, en Seljateigur „Puntbala“. Hinn 5/8 1949 rita eigendur Seljateigshjáleigu hreppsnefnd 422 Reyðarfjarðarhrepps og fara þess á leit, að hún hafi makaskipti við þá á landi þannig, að þeir fái svonefndan Puntbala ásamt öðru landi, er Reyðarfjarðarhreppur hlaut undir Grænafelli við landskipti 1944 sunnan Fagradalsvegar. En Reyðarfjarðarhreppur fái í staðinn svonefnda Móa, sem þeim var úthlutað næsta ár. Bréfi þessu svarar hreppsnefndin með bréfi 5. september 1949, og er þar skýrt frá svohljóðandi samþykkt, sem gerð var 31. ágúst sama ár: „Hreppsnefndin samþykkir að hafa landskipti á Puntbalastykki, sem hreppurinn á, og Móastykki, sem Ólafur og Garðar eiga, eru bæði stykkin undir Grænafelli, sunnan Fagradalsvegar. Nán- ari atriði skulu tekin fram í landskiptasamningi, sem gerður verður.“ Landskiptasamningur þessi er lagður fram í málinu og nefnd- ur makaskiptasamningur og svohljóðandi: „Við undirritaðir, eigendur Seljateigshjáleigu, og oddviti Reyð- arfjarðarhrepps fyrir hönd hreppsnefndar Reyðarfjarðarhrepps (en hreppurinn er eigandi að hluta úr Seljateigi) gerum með okkur svofelldan MAKASKIPTASAMNING: Eigendur Seljateigshjáleigu afsala Reyðarfjarðarhreppi land- svæði, sem venjulega er nefnt Móar og er hluti á svæði því, sem um getur í landskiptagerð, dags. 21. sept. 1944, tölul. 5, stafl. C. Mörk svæðisins eru: að utan lína úr mynni Geithúsaárgils í melkoll neðan við Fagradalsbraut, að ofan Fagradalsbraut, að vestan lína úr steini við Puntbalalæk um símastaur í melnum utan við Puntbalann, þaðan í jarðfastan stein á slétta mónum austan við Puntbalann og sjónhending í Stuðlaá, að neðan Stuðlaá. Í staðinn fyrir þetta landsvæði afsalar oddviti Reyðarfjarðar- hrepps eigendum Seljateigshjáleigu landsvæði, sem venjulega er nefnt Puntbali og um getur í fyrrnefndri landskiptagerð, tölul. 5, stafl. D, síðari málsgrein, en þar segir: „Sunnan Fagradalsvegar á Seljateigur land frá nefndum mörk- um Seljateigshjáleigu austan Puntbala að rennu í Fagradalsvegi, sem er upp af Skógarhöfða og sjónhending í foss, sem ber yfir Stuðlabæ.“ Þegar skipti þessi eru um garð gengin, standast að mestu á 423 skógræktarland Reyðarfjarðarhrepps ofan Fagradalsbrautar og land hreppsins neðan brautarinnar. Á nefndum landssvæðum eru höfð slétt skipti, og kemur engin greiðsla á milli. Stimpil- og þinglýsingargjald af skjali þessu má miða við kr. 500.00, þó að eigendur telji löndin varla svo mikils virði.“ Í stefnu og málflutningi leggja stefnendur áherzlu á það, að með þeim landskiptum og skiptasamningum, sem gerðir hafa verið um þessa jarðarparta, hafi ekki verið skipt né samið um námarétt í landinu. Er vitnað í 3. gr. laga nr. 4641941 um landskipti, þar sem segir svo! „Eigi má staðbundin skipti gera á námarétti, þar með talið mótak, veiði í vötnum eða sjó, selveiði, fuglaveiði með háf eða skotum, reka, vergögnum, lóðagjöldum, beitutekjum, þörungum föstum og lausum og fjörubeit, nema skiptin séu það hagkvæm, að á engan eiganda sé hallað, eða samþykki allra eigenda komi til.“ Síðan segja stefnendur á þessa leið: „Alkunnugt er, að engin slík skynsamleg skipti hefði mátt gera á hér umræddum réttindum og hlunnindum jarðanna. Í landi jarðanna er mikið og gott byggingarefni í jörðu. Er þetta sandur um 97% hreinn. Hafa menn notað efni úr námu í land- inu án hörpunar eða þvottar og gefizt vel. Vegagerð ríkisins hefur tekið þar sand um árabil og að vísu eigi goldið fyrir. Síðan 1954 hafa margir aðrir tekið þar sand til bygginga, allir án heimildar og án endurgjalds. Annar eigenda Seljateigs, hin stefnda hreppsnefnd fyrir hönd heppsins, virðist 1959 hafa samið við tvo menn, hina réttargæzlu- stefndu Stefán Bjarnason bifreiðastjóra og Ómar Gústafsson bif- reiðastjóra, báða að Búðareyri, og veitt þeim einkarétt á sand- töku úr sandnámu þeirri, er notuð hefur verið, allt gegn greiðslu á kr. 3.00 fyrir tonnið. Ekki þarf að fjölyrða um það, að þessi samningur hreppsnefnd- arinnar er með öllu heimildarlaus og ólöglegur. Hefur hann aldrei verið borinn undir eigendur Seljateigshjáleigu, hvað þá sam- bykktur af þeim. Segir það sig sjálft, að yfir höfuð er óheimilt að nota eða ráðstafa sandnáminu, nema allir sameigendur sam- þykki, þ. e. eigendur Seljateigs og eigendur Seljateigshjáleigu. Sú sandnáma, sem nú hefur verið notuð, mun samkvæmt maka- skiptabréfi vera í landi Seljateigs, en hins vegar telja stefn- 424. endur sand- og malarnám vera óskipta eign allra jarðeigendanna, svo sem aðrar námur hvar sem er í landi jarðanna. Var því eigendum Seljateigshjáleigu nauðsynlegt að banna það sandnám, sem fram fór heimildarlaust í landinu, og fá stað- fest með dómi lögbannið. Jafnframt er það og einsætt, að nauðsynlegt var að höfða fram- haldssökina til að fá endanlegan dóm fyrir rétti stefnanda í málinu. Að öðru leyti vil ég sérstaklega taka fram eftirfarandi um dómkröfur umbj. míns. Krafa umbj. m. um staðfestingu lög- bannsins frá 8. ágúst 1960 er byggð á því, að hann eigi hlut- fallslegan rétt í malar- og sandnámu Þeirri, er um ræðir í máli þessu, á við stefndu.“ Af hálfu varnaraðilja er í vörninni viðurkennt, að áður en makaskiptasamningurinn frá 1949 var gerður, voru eigendur Seljateigs og Seljateigshjáleigu sameigendur að öllu slíku, sem til er greint í 3. gr. landskiptalaganna, jafnt í „Móum“ og annars staðar í landi jarðanna. Aftur á móti leggja þeir áherzlu á, að með makaskiptasamn- ingnum sé allt sameignarsamband um þá landspildu rofið, og hafi þeir eignazt landspilduna með öllu því, sem á henni er og í, með þeim samningi. Úrslit máls þessa velta á því, hvort þessara sjónarmiða er réttara, og verður það nú virt. Fyrst ber á það að líta, hvort malarnám fellur undir upp- talninguna í 3. gr. landskiptalaganna. Með vísun til orðanna „Eigi má staðbundin skipti gera á námarétti, þar með talið mó- tak ...... “, verður hiklaust að telja, að malarnám falli undir Þau réttindi, sem greinin fjallar um, einkum með tilliti til þeirr- ar skýringar, sem felst í því, að sérstaklega er framtekið, að mótak falli undir námarétt. Næst er að athuga, að varnaraðili hefur viðurkennt, að eftir landskiptin 1944, sem voru yfirskipti, er námaréttur í landi jarð- anna óskiptur enn og sameign allra eigenda beggja jarðanna. Þá er að hugleiða, hvort löggerningnum frá 9. nóvember 1949, sem samkvæmt svarbréfi hreppsnefndar Reyðarfjarðarhrepps er ætlað að verða „landskiptasamningur“, en var nefndur „maka- skiptasamningur'““, hefur breytt þessu ástandi. Þegar virt er orða- lag samningsins, sést, að hann byggir algerlega á undangengn- um landskiptagerðum, einkum yfirskiptum frá 1944. Eini munurinn á gerningi þessum og landskiptum samkvæmt 425 landskiptalögunum er sá, að hann er gerður af aðiljum, beint án milligöngu valdsmanna. Um það leyti, sem gerningurinn frá 9/11 1949 var gerður, var malarnám ekki starfrækt í hinni umdeildu námu, og gátu aðiljar því ekki gert skiptasamning um það. Þeir vissu ekki um námuna og hafa því ekki samþykkt staðbundin skipti á þess- um réttindum, svo sem tilskilið er, að allir sameigendur geri, ef slík skipti eru heimil samkvæmt landskiptalögunum. Auk þess kom ekki til samþykki annars eiganda Seljateigs, Jóhanns Björnssonar, sem krafizt hefur í máli þessu, að sam- eign hans verði virt. Af mati aðiljanna að gerningnum frá 9/4 1949 á verðmæti hinna umsömdu jarðarspildna sést, að ekki hafa þeir talið nein verðmæti þar í jörðu fólgin, þar sem þeir meta hvora spilduna um sig á kr. 500.00, „þó að eigendur telji löndin varla svo mikils virði“. Til þess að gera staðbundin skipti á námarétti og öðrum þeim hlunnindum, sem 3. gr. landskiptalaga fjallar um, þarf annað tveggja að koma til, að skiptin séu það hagkvæm, að á engan eig- anda sé hallað, eða að samþykki allra eigenda komi til. Þegar hefur verið sýnt, að slíkt samþykki er ekki fyrir hendi. Til þess að slík skipti hefðu verið gerð, er frumskilyrði, að þau hefðu verið nefnd í landskiptagerðinni. Þegar af þeirri ástæðu, að svo er ekki, er ljóst, að engin slík skipti hafa farið fram. Að öllu framansögðu virtu, verður að líta svo á, að aðiljarnir hafi ekki með gerningnum frá 9/11 1949 samið um annað en landskiptagerðirnar fjölluðu um og því ekki ráðstafað þeim hlunnindum, sem ekki má gera staðbundin skipti á samkvæmt 3. gr. landskiptalaganna. Á þessum forsendum verður því að staðfesta lögbannsgerðina frá 8/8 1960 og viðurkenna sameign allra eigenda Seljateigs og Seljateigshjáleigu að malarnámi í hinni umdeildu landspildu. Aðiljar hafa gert kröfu til málskostnaðar, svo sem rakið hefur verið. Með tilliti til úrslita málsins þykir verða að dæma hina stefndu hreppsnefnd f. h. hreppsins til greiðslu málskostnaðar. Með tilliti til þess, að í dómi þessum er aðeins fjallað um hluta málsins, eins og stefnendur vildu hafa það með framhalds- stefnu, en um allt það efni, sem lögbannsgerðin gaf tilefni til, verða málskostnaðarkröfur stefnenda ekki teknar til greina að öllu leyti. Málskostnaður til þeirra þykir hæfilega ákveðinn kr. 8.000.00, 426 enda greiði þeir af þeirri fjárhæð kostnað við gerð uppdráttar, kr. 2.000.00, sem gerður var eftir kröfu þeirra. Þá þykir og rétt, að hin stefnda hreppsnefnd greiði kostnað við dóminn, kr. 4.000.00, sem skiptist svo: Til meðdómanda Baldurs Einarssonar 900.00 krónur, til með- dómanda Egils Jónssonar kr. 1.500.00, til meðdómanda Gísla Sigurjónssonar kr. 600.00 og ferðakostnaður dómsformanns kr. 1000.00. Um meðferð málsins er það að segja, að það hefur dregizt nokkuð að ljúka því. Valda því að nokkru þær ástæður, að til þess að spara málsaðiljum kostnað, var með samþykki þeirra ákveðinn skriflegur málflutningur með hliðsjón af einkamála- lögum, sbr. 18. gr. landamerkjalaga. Að nokkru valda ástæður, sem dómsformaður ber ábyrgð á. Dráttur málsins hefur ekki valdið tjóni. Lögbannshafi lýsti yfir í dóminum þ. 23. nóvember 1960, að nytja mætti malarnámuna, meðan á málinu stendur, óhindrað af sér, en um arð af henni mætti fara á grundvelli úrslita máls þessa. Umboðsmaður stefnda lýsti því yfir fyrir dómsformanni þ. 21. marz 1962, að náman yrði nytjuð í trausti áðurnefndrar yfir- lýsingar stefnanda með tilteknum skilyrðum. Enginn aðilja hefur haft uppi bótakröfur vegna dráttarins, og umboðsmenn stefnenda og stefndu lýstu því yfir í dómin- um þ. 8. ágúst 1962, að þeir gerðu engar slíkar kröfur. Annar meðdómenda, sem fyrst tóku þátt í meðferð málsins, Baldur Einarssson bóndi, Sléttu, var á s.1. vori kosinn aðalmaður í hreppsnefnd Reyðarfjarðarhrepps og varð vanhæfur til áfram- haldandi starfa í dóminum. Vék hann því sæti, eftir að hafa setið í dóminum á 9 dóm- þingum. Við tók Gísli Sigurjónsson bóndi, Bakkagerði, eftir tilnefn- ingu og dómruðningu samkvæmt 3. mgr. 9. gr. landamerkja- laga. Hefur hann setið 3 dómþing og tekið þátt í dómsuppkvaðn- ingu. Egill Jónsson vegaverkstjóri hefur tekið þátt í dóminum allt málið. Á grundvelli þessara starfa er þóknun meðdómenda ákveðin. Dómsformaður hefur komið til Reyðarfjarðar á öll dómþingin, og er ferðakostnaður hans ákveðinn með hliðsjón af því. E.t.v. má að því finna, að ekki var úrskurðaður kostnaður jafnharðan eftir hvert dómþing í málinu, en í dómi þessum er kostnaðinum skipt milli aðiljanna þannig, að stefnendur beri 427 kostnað af gerð uppdráttarins, sem gerður var eftir kröfu þeirra og þeir geta reynt að fá endurgreiddan í síðari hluta málsins, en stefndi, hreppsnefnd Reyðarfjarðarhrepps f. h. hreppsins, beri annan kostnað málsins fram að þessu. Dóm þenna kváðu upp Axel V. Tulinius sýslumaður og með- dómendurnir Egill Jónsson vegaverkstjóri og Gísli Sigurjóns- son bóndi. Dómsorð: Hin umstefnda lögbannsgerð frá 8. ágúst 1960 er staðfest. Viðurkennd er sameign allra eigenda Seljateigs og Selja- teigshjáleigu að malarnámi í landi jarðanna að tiltölu við eignarhluta þeirra í jörðunum, og skulu um ráðstöfun á námaréttindum gilda almennar reglur um óskipta sameign. Hin stefnda hreppsnefnd Reyðarfjarðarhrepps f. h. hrepps- ins greiði stefnendum kr. 8.000.00 í málskostnað og kostn- að við dóminn, kr. 4.000.00. Stefnendur greiði kostnað við uppdrátt, kr. 2.000.00. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Lögbannsgerð fógetadóms Suður-Múlasýslu 8. ágúst 1960. Fyrir tekið: Samkvæmt kröfu Garðars Jónassonar, bónda á Seljateigshjáleigu, að leggja lögbann við sandnámi úr svoköll- uðu Melshorni í Seljateigslandi. Fram er lögð skrifleg beiðni um lögbann þetta frá Garðari Jónassyni. Einnig eftirrit af makaskiptagerningi milli eigenda Seljateigshjáleigu og Reyðarfjarðarhrepps .... Gerðarbeiðandi er sjálfur mættur. Fyrir hönd gerðarþola er mættur Marínó Sigurbjörnsson, varaoddviti Reyðarfjarðarhrepps. Umboðsmaður gerðarþola er spurður um álit hans á kröfu gerðar- beiðanda. Umboðsmaður tjáði sig ókunnan málavöxtum, en mót- mæla þó lögbanni og krefjast kr. 30.000.00 — þrjátíu þúsund króna 00/100 — tryggingar fyrir tjóni, er hljótast kynni af gerð- inni. Gerðarbeiðandi samþykkti tryggingarupphæðina og afhenti í réttinum eiginvíxil, að upphæð kr. 30.000.00. Fógeti lýsti því næst yfir í réttinum, að lögbann væri lagt við sandnámi úr svokölluðu Melshorni innan og neðan við Selja- teigshjáleigu. Fógeti áminnti umboðsmann gerðarþola um það að brjóta ekki bannið, þar sem það væri refsivert. Og í því sambandi að tilkynna bílstjórum þeim á Reyðarfirði um lög- 428 bannið, sem tekið hefðu sandnám þetta á leigu af Reyðarfjarðar- hreppi. Fógeti upplýsti gerðarbeiðanda um, að innan einnar viku þyrfti að höfða mál til staðfestingar lögbanninu, ef það ætti ekki að falla úr gildi. Miðvikudaginn 20. maí 1964. Nr. 84/1964. Gísli G. Ísleifsson f. h. John Smith Segn Akæruvaldinu. Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og Ármann Snævarr prófessor og Einar Arnalds yfirborgardómari. Kærumál. Ákæra gegn útlendum togaraskipstjóra um fisk- veiðabrot og brot gegn 261. gr. siglingalaga nr. 56/1914 og 4. mgr. 220. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Akærði hafði eigi komið fyrir dóm hér á landi, en ákæran verið birt honum á heimili hans í Skotlandi réttilega að þess lands lögum. Að svo vöxnu máli og samkvæmt 129. gr. laga nr. 82/1961 varð ákærunni eigi að sinni framfylgt, að því er varðaði greind ákvæði siglingalaga og almennra hegningarlaga. Hins vegar mátti ákæran þegar ganga til dóms, að því er tók til ætlaðs fiskveiðabrots ákærða. Dómur Hæstaréttar. Kærandi hefur samkvæmt heimild í 124. gr. laga nr. 82/ 1961 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 6. marz 1964 og krafizt þess, að hinum kærða úrskurði verði hrund- ið, málinu verði vísað frá dómi og ríkissjóði dæmt að greiða honum málsvarnarlaun í héraði og fyrir Hæstarétti. Saksóknari ríkisins krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og ákærða, John Smith, verði dæmt að greiða allan kostnað af kærumálinu. Svo. sem rakið er í dómi Hæstaréttar 25. júní 1963 og hinum kærða úrskurði, veitti varðskipið Óðinn b/v Mil- wood, Á 472, hinn 27. april 1963 eftirför út úr íslenzkri landhelgi vegna ætlaðs fiskveiðibrots. Varðskipið stöðvaði 429 togarann, eftir langa eftirför á úthafinu, og var honum siglt undir stjórn varðskipsmanna til Reykjavíkur. Var togarinn þar í haldi frá 29. apríl 1963 til síðla í ágúst s. á., er hann var leystur með úrskurði sakadóms Reykjavíkur, uppkveðnum 26. ágúst, gegn bankatryggingu, að fjárhæð kr. 1.200.000.00, fyrir hvers konar greiðslum, svo sem fé- sektum, skaðabótum og kostnaði, sem leiða kynni af athæfi því, er ákærði, John Smith, er saksóttur fyrir með ákæru saksóknara ríkisins, dags. 18. júní 1963. Ákærði komst undan, þá er b/v Milwood var tekinn. Við réttarrannsókn málsins var því eigi unnt að dómprófa ákærða. Að fram farinni rannsókn, gaf saksóknari út ákæru á hendur ákærða. Var honum birt ákæran 20. og 21. ágúst 1963 að heimili hans, Grampion Road 101, Aber- deen, með löglegum hætti að lögum Skotlands. Með skírskotun til rökstuðnings sakadóms verður eigi talið, að eftirför eftir b/v Milwood hafi slitnað. Ákæruatriðin eru tvö: I. Ákærði er saksóttur fyrir að „hafa um kl. 0535“ hinn 27. apríl 1963, „meðan varðskipið Óðinn veitti togaranum Milwood, A 472, eftirför og sigldi samhliða honum frá vett- vangi fiskveiðibrotsins í því skyni að færa togarann og skipstjóra hans til hafnar, gerzt sekur um að sigla togar- anum þannig að varðskipinu með stefnubreytingum án til- skilinna merkjagjafa, að árekstur varð ekki umflúinn, og skemmdir hlutust af á báðum skipunum“. Telur saksókn- ari „þetta varða við 261. gr. siglingalaga nr. 56/1914 og 220. gr., 4. mgr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940“. Hámark refsingar samkvæmt 261. gr. laga nr. 56/1914 er allt að 2 ára fangelsi, sbr. 268. gr. laga nr. 19/1940, og há- mark refsingar samkvæmt 4. mgr. 220. gr. laga nr. 19/ 1940 er allt að 4 ára fangelsi. Meginmáli skiptir, er dæma skal ákæru á hendur sökunaut fyrir brot á þessum refsi- ákvæðum, hvert var hugarfar hans á þeim tíma, er verkn- aður sá var framinn, sem saksótt er fyrir. Hugarfar söku- nauts verður eigi kannað til hlítar í slíku máli sem því, sem hér er til meðferðar, nema með dómprófun á söku- 430 naut sjálfum. Af ákvæði 129. gr. laga nr. 82/1961 þykir mega leiða þá meginreglu, að refsimál skuli svo fremi dæma á hendur sökunaut, sem fjarvistum er, að málið sé örugglega fullrannsakað og sökunaut hafi verið veittur kost- ur á að færa fram vörn og fá verjanda. Þar sem ákærði hefur eigi verið dómprófaður, hefur undirstöðusjónarmið- um 129. gr. eigi verið fullnægt, að því er varðar það ákæru- atriði, sem hér undir Í greinir, þ. e. ætlað brot hans gegn 261. gr. laga nr. 56/1914 og 4. mgr. 220. gr. laga nr. 19/ 1940. Verður því samkvæmt 129. gr. laga nr. 82/1961 að fresta dómtöku málsins um þetta ákæruatriði. Kröfu Landhelgisgæzlunnar á hendur ákærða um skaða- bætur fyrir tjón af völdum árekstrarins ber einungis undir sakadóm í sambandi við refsikröfuna, sbr. 3. mgr. 146. gr. laga nr. 82/1961. Eru því eigi skilyrði til, að sakadómur dæmi skaðabótakröfuna að sinni. Il. Þá er ákærði saksóttur „fyrir að hafa gerzt sekur um fiskveiðibrot samkvæmt 2. gr. reglugerðar nr. 3 11. marz 1961 um fiskveiðilandhelgi Íslands, sbr. lög nr. 44 5. april 1948 og lög nr. 33 19. júní 1922, sbr. enn fremur 1. mgr. 1. gr. laga nr. 5 18. maí 1920 um bann gegn botnvörpu- veiðum, sbr. 1. gr. laga nr. 6 17. febrúar 1959 um breyt- ing á þeim lögum, með því að vera að botnvörpuveiðum á nefndum togara í Meðallandsbug árla morguns, um kl. 0520, laugardaginn 27. apríl 1963, innan fiskveiðilandhelgi Íslands, eins og hún er ákveðin í 1. gr. fyrrnefndrar reglu- gerðar nr. 3/1961, og innan við svæði það milli sex og tólf sjómilna fiskveiðilögsögu, sem um ræðir í 3. gr., IV, í auglýsingu nr. 4 11. marz 1961, sbr. 6. gr. nefndrar reglu- gerðar nr. 3/1961“. Enn segir í ákærunni: „Ákærist því nefndur John Smith til að sæta refsingu samkvæmt 7. gr. reglugerðar nr. 3/1961, sbr. 3. gr. laga nr. 44/1948, og 1. gr. laga nr. 81/1952 um breytingu á þeim lögum, sbr. enn fremur 3. gr. laga nr. 5/1920 og 1. gr. laga nr. 5/1951 um breytingu á þeim lögum, og enn fremur samkvæmt nefnd- um ákvæðum siglingalaga og hegningarlaga til að sæta upp- töku veiðarfæra nefnds togara og andvirðis afla hans, sem 491 seldur var hinn 6. maí 1963, og til greiðslu alls sakarkostn- aðar“. Ætlað brot ákærða gegn fiskveiðilöggjöfinni er hægt að rannsaka að fullu, þótt ákærði, sem eigi hefur sinnt kvaðningu fyrir dóm, sé eigi dómprófaður, enda skipta hugræn atriði hér eigi því máli sem um ákæruatriði það, er í Í að framan getur, og togarinn, sem brotið er talið hafa verið framið með, og siðar fétrygging, sett í hans stað, er aðfararandlag fyrir fésekt, er ákærða kann að verða dæmd, sbr. 3. gr. laga nr. 5/1920. Veita því grundvallar- sjónarmið 129. gr. laga nr. 82/1961 heimild til að taka til dóms ákæruatriði það, sem greinir hér undir II. Upptöku- kröfuna má dæma samkvæmt 3. tl. 129. gr. síðastnefndra laga. Ákvæði hins kærða úrskurðar um málskostnað staðfestast. Bétt er, að kærumálskostnaður falli niður. Dómsorð: Eigi er rétt að taka til dóms að sinni ákæruatriði það, sem greinir í Í að framan. Ákæruatriði það, sem greinir í Il að framan, skal taka til dóms. Ákvæði hins kærða úrskurðar um málskostnað stað- festast. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 6. marz 1964. Ár 1964, föstudaginn 6. marz, var í sakadómi Reykjavíkur, sem haldinn var í skrifstofu dómsins af Loga Einarssyni yfir- sakadómara, kveðinn upp úrskurður í máli ákæruvaldsins gegn John Smith, en mál þetta var tekið til dóms eða úrskurðar hinn 18. f. m. Málsatvik eru þessi: I. Árla morguns laugardaginn 27. apríl s.1. kom varðskipið Óðinn að togaranum Milwood, A 472, frá Aberdeen, þar sem hann var að veiðum í Meðallandsbug, en skipstjóri togarans var ákærði, 432 John Smith. Af hálfu yfirmanna varðskipsins, skipherra og 1. og 2. stýrimanns, voru framkvæmdar mælingar á stað togarans, og reyndist hann að sögn þeirra samkvæmt mælingum þessum um 1.25 sm innan 6 sjómílna fiskveiðitakmarkanna. Gerðar voru árangurslausar tilraunir til þess, að ákærði hefði samband við varðskipsmenn og að hann fylgdi þeim til íslenzkr- ar hafnar, en hann komst undan í brezka herskipinu Palliser, er komið hafði á vettvang, og hefur ákærði aldrei komið fyrir dóm í máli þessu. Togaranum var aftur á móti siglt hingað til Reykjavíkur. Kom hann hingað mánudaginn 29. apríl sl. og var hafður í haldi hér í höfninni þar til hinn 26. ágúst s.l, er haldið var leyst af togaranum gegn £ 10.000-0-0 tryggingu. Hafði ákæruskjal þá verið birt, eins og síðar verður vikið að, en úr- skurður sakaðdóms, uppkveðinn 20. maí s.l. um hald á togar- anum, var kærður til Hæstaréttar. Í Hæstarétti var svo hinn 25. júní s.l. kveðinn upp dómur í kærumáli þessu (nr. 66/1963), og segir svo í dómsorði meiri hluta dómenda Hæstaréttar: „Hér- aðsdómi er heimilt að hafa togarann Milwood, A 472, í haldi til 5. september 1963.“ Um töku togarans og önnur málsatvik greinir nánar frá í skýrslu skipherra varðskipsins, Þórarins Björnssonar, dskj. nr. 2, en hann og greindir stýrimenn þess, Helgi Hallvarðsson og Leon Einar Carlsson, hafa staðfest skýrslu þessa með eiði. Fer skýrslan hér á ettir: „Laugardaginn 27. apríl 1963 gerði varðskipið tilraun til að taka fastan togarann Milwood, A 472, frá Aberdeen, sem var að taka inn vörpu sína innan fiskveiðitakmarkanna út af Skaft- árós. Skipstjóri John Smith. Nánari atvik voru sem hér segir: Laugardaginn 27. apríl 1963 var varðskipið á vesturleið í Meðallandsbug. Í ratsjá varðskipsins sást allmikið af skipum um og innan við 6 sjómílna takmörkin út af Meðallandssandi. Ekki voru tök á því að greina, um hvers konar skip var hér að ræða, vegna slæms skyggnis. KI. 0515 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun við hlið tog- arans AVON-RIVER, A 660: Skarðsfjöruviti miðaðist í réttv. 277*, fjarlægð 7.3 sjóm., er gefur stað togarans um 6 sjómílna fisk- veiðitakmörkin. Jafnframt sást þá annar togari með berum augum norðvestur frá staðnum og stefnan sett þangað. Kl. 0520 var komið að togaranum MILWOOD, A 472, sem lét reka og var að innbyrða stjórnborðsvörpu. Var eftirfarandi 433 staðarákvörðun gerð við hlið togarans: Skarðsfjöruviti miðað- ist í réttv. 2719, fjarlægð 6.5 sjóm., dýpi 145 metrar. Gefur þetta stað togarans um 1.25 sjóm. innan 6 sjómílna fiskveiðitakmark- anna. Var strax kallað til togarans með hátalara varðskipsins að hreyfa sig ekki, því að bátur myndi verða sendur yfir til hans. Maður veifaði í brúarglugga togarans, og þótti sýnt, að kallið hefði skilizt. Kl. 0523 var duflið sett út við hlið togarans, og um sama leyti sást mikið af fiski í kringum togarann, og vörpupokinn lá fráskorinn í sjó. Kl. 0526 setti togarinn á ferð og sigldi á duflið. Síðar kom í ljós, að tilraun togarans til að sigla duflið niður, hafði mistekizt. Kl. 0527 var skotið lausu skoti að togaranum og eftirför hafin. Kl. 0528 var flautað stöðvunarmerkið K með flautu varð- skipsins. Kl. 0529 var stöðvunarmerkið K sett upp. Jafnframt var byrjað að kalla á togarann í talstöð varðskipsins, en hann svar- aði ekki og hélt flótta sínum áfram. Var nú siglt samhliða togaranum, en togarinn var á bakborða. Skömmu síðar beygði togarinn lítils háttar í bakborða, síðan hart í stjórnborða, og virtist, að með sömu ferð og skipin héldu, myndi togarinn lenda á bakborðshlið varðskipsins. Voru vélar varðskipsins stöðvaðar og síðan settar á fulla ferð aftur á til að reyna að forðast árekstur. Ekki varð vart við, að togar- inn gæfi nein lögskipuð merki, áður en hann beygði. Kl. 0535 var skotið lausu skoti að brú togarans, og á sömu stundu skeður áreksturinn við hann, þannig að þegar brú tog- arans er komin á móts við stefni varðskipsins, beygir togarinn í bakborða. Lenti borðstokkur og bátaþilfarshorn togarans rétt aftan við aftari stjórnborðsgálga á stefni varðskipsins. Voru þá vélar varðskipsins stöðvaðar og skemmdir athugaðar. Kom í ljós, að tvö göt höfðu komið á stefni varðskipsins. Hið efra gat var um Í meter fyrir ofan aðalþilfar skipsins í geymslurúmi, hið neðra var í stafnhylki skipsins, rúman meter ofan við sjólínu. Þegar skipið hjó, rann sjór inn í stafnhylkið, eftir að sett var á ferð, en vindur og sjór voru á móti. Dælur skipsins voru hafðar á því hylki til að létta þrýsting á því. Efra gatið var þétt til bráðabirgða og vatnsheldri hurð lokað. Kl. 0541 var eftirförinni haldið áfram. Kl. 0604 var skotið lausu skoti, en árangurslaust. Allan tím- ann var alltaf öðru hvoru kallað í talstöð varðskipsins, ýmist 28 434 á 2182 kc. og 2226 kc., og reynt að hafa samband við togar- ann, en hann svaraði aldrei. Kl. 0625 var sent skeyti til Landhelgisgæzlunnar í Reykjavík og spurt, hvort ekki mætti skjóta föstu skoti á togarann. Kl. 0708 kom svar um að skjóta ekki á togarann að svo stöddu. Kl. 0807 kom skeyti frá Landhelgisgæzlunni um að setja upp alþjóðamerkjaflöggin OL, sem táknar „stöðvið eða ég skýt á yður“. Aðalstefnur skipanna tveggja voru frá 115? til 1309 r/v. Var síðan haldið áfram við hlið togarans. Barst þá einnig upplýsing frá Landhelgisgæzlunni, að brezka herskipið PAL- LISER færi frá Reykjavík kl. 1100, og væri æskilegt, að það fengi tækifæri til að reyna, hvað það gæti, t. d. með radíósam- bandi við togarann. Enn fremur væri Geir Zoéga, umboðsmað- ur brezku togaranna í Reykjavík, að reyna að ná sambandi við útgerðarmann MILWOODS. KI. 1250 var PALLISER í skeyti gefinn staður og stefna varð- skipsins og togarans svo og að ógerningur væri að fá hann til að svara neinu kalli Var um leið spurt, hvort herskipið gæti stöðvað hann, áður en varðskipið yrði að grípa til ann- arra ráða. Kl. 1335 barst svar við skeyti þessu frá PALLISER, þar sem sagt var, að honum hefði ennþá ekki tekizt að fá MILWOOD til að svara kalli sínu, og bað um, að beðið yrði með harð- hentari aðferðir til að stöðva skipið, þar sem hann efaðist ekki um, að hægt yrði að leysa þetta mál, er hann kæmi á staðinn, og hann hefði eins og við áhuga á því, að alþjóðalög væru í heiðri höfð. Þegar HMS. PALLISER fór að nálgast, heyrðist, að hann kall- aði oft í togarann MILWOOD, án þess að hann svaraði, en loks- ins þegar hann svaraði, heyrðist, að skipherra HMS. PALLISER lagði mjög að skipstjóranum að snúa við á móti sér eða að stöðva, en skipstjóri MILWOODS neitaði algerlega öllum slík- um tilmælum. Kl. 1725 var sent skeyti til Landhelgisgæzlunnar í Reykjavík, svohljóðandi: Sé ekki ástæðu til að halda þessari eftirför áfram, ef ekki á að gera eitthvað meira. Svar óskast. Kl. 1818 barst skeyti frá Landhelgisgæzlunni, sem var sent áfram til brezka herskipsins HMS. PALLISER. Var það svo- hljóðandi: As we intend to stop the trawler and have him obey our orders to go to an Icelandic port please tell him this is important as this pursuit can not go on much longer. 435 Kl. 1908 sneri togarinn MILWOOD í átt til HMS. PALLISER. Sneri þá varðskipið einnig við og fylgdist með togaranum í átt til HMS. PALLISER í stefnu 277? réttvísandi. Voru skipin þá stödd réttvísandi 157*, fjarlægð 128 sjómílur frá Vestra-Horni. Kl. 1950 birtist togarinn JUNIPER, A 540, og virtist hafa elt skipin. Sneri hann við og hélt sér á milli togarans MILWOOD og varðskipsins. KI. 2210 var Landhelgisgæzlunni skýrt frá þessu, og samkvæmt beiðni hennar var PALLISER þá sent eftirfarandi skeyti: A British trawler is steaming here close alongside MILWOOD stop Please ask him to leave as MILWOOD is under arrest, and this other trawler has evidently nothing to do here.“ Ekki varð vart við, að PALLISER sendi þetta til togarans. Kl. 2340 hittu skipin HMS. PALLISER, sem sneri við og hélt í vesturátt á eftir skipunum. Veður, þegar komið var að togaranum um morguninn: Aust- an 7, sjór austan 4 og súld. Veður í eftirförinni var frá austan 5 til suðvestan 4—6, sjór frá ASA 4 til SV 3—4, skúrir. Sunnudaginn 28. apríl, kl, 0148, voru skipin stöðvuð vegna vélarbilunar togarans JUNIPER. Var þá ákveðið að bíða átekta til kl. 0600 vegna veðurs, til að skipherra PALLISERS gæti farið milli togarans og varðskipsins. Kl. 0600 fór skipherra PALLISERS og siglingafræðingur her- skipsins um borð í MILWOOD til viðræðna við skipstjóra tog- arans. Nokkru seinna fóru varðskipsmenn á gúmmíbát í átt til togarans og hugðust sækja skipherra PALLISERS, en er gúmmí- báturinn var kominn nokkuð á leið, setti togarinn á ferð, og sneru varðskipsmenn þá til baka. Kom þá boð frá PALLISER um, að skipstjóri togarans hefði haldið, að varðskipsmenn hefðu ætlað að ráðast til uppgöngu í togarann, en óskaði jafnframt þess, að gúmmíbátur varðskipsins yrði látinn sækja skipherra PALLISERS, þó með því skilyrði, að aðeins 2 menn yrðu í bátnum. Kl. 0750 var skipherra sóttur til viðræðna við skipherra varð- skipsins. Honum var gert ljóst, að hér eftir yrði notað vald til að færa togarann til íslenzkrar hafnar. Hunt skipherra lýsti því yfir, að ógerningur myndi að fá skipstjóra togarans til að; fara í Íslenzka höfn, þrátt fyrir það þó hann fengi fyrirmæli frá eigendum togarans til að gera það. Hann hafði gert skip- stjóra togarans það ljóst, að til alvarlegra átaka gæti komið og hann stofnaði lífi skipshafnar sinnar í hættu með þessu fram- 436 ferði. Togaraskipstjórinn hefði þá óskað eftir því, að skipshöfnin yrði flutt yfir í PALLISER og hann yrði einn eftir í togaran- um og sigldi honum til Skotlands. Hunt skipherra kvaðst hafa ákveðið að verða við þessari beiðni hans. Honum var þá bent á, að mjög mikil hætta væri að skilja svona mann eftir einan í skipinu, það væri ekki gott að vita, hverju hann gæti tekið upp á, eins og hugarástandi hans væri háttað. Eftir nokkrar umræður varð það loks að samkomulagi, að Hunt skipherra léti skipið í okkar hendur með eftirfarandi aðferð: Hunt skipherra ætlaði að vera með tvo vélstjóra frá PAL- LISER um borð í togaranum, flytja skipshöfnina alla, nema skipstjórann, yfir í PALLISER, og um leið og skipshöfnin væri komin yfir, kæmu varðskipsmenn og yfirtækju skipið. Ætlaði Hunt skipherra ásamt vélstjórum sínum að varna skipstjóra togarans að setja vélina í gang, á meðan varðskipsmenn kæm- ust um borð. Hunt skipherra var einnig búinn að segja, að færi svo, að fleiri af skipshöfninni vildu vera eftir um borð, myndi hann sjálfur taka skipið fast. Hann fullyrti, að þetta gæti ekki mistekizt. Þessi áætlun fór nú fram, eins og ráð var fyrir gert, að öðru leyti en því, að þegar varðskipsmenn komu um borð í togar- ann, var skipstjóri hans nýfarinn um borð í togarann JUNI PER með aðstoð Hunts skipherra og á báti frá PALLISER, en JUNIPER hélt strax áleiðis til Skotlands. Þegar Hunt skipherra kom um borð í varðskipið eftir þetta, var þessum aðgerðum hans harðlega mótmælt, einnig var honum fengin eftirfarandi skrifleg orðsending: I demand that you hand over to us the skipper of the MILWOOD at once or take him with you to an Icelandic port. Hunt skipherra talaði nú við brezka ambassadorinn í Reykja- vík og skýrði honum frá málavöxtum. Hann bað ambassaðor- inn um að hafa samband við útgerðarmenn togarans JUNI- PER og biðja þá um að snúa togaranum við til Reykja- víkur. Lofaði ambassadorinn þessu. Kl. 1838 var haldið á fullri ferð á eftir JUNIPER, einnig hélt PALLISER á eftir JUNIPER. Um ki. 1900 héldu varðskipsmenn, 3 hásetar, 1 vélstjóri, undir stjórn Leons Carlssonar 2. stýrimanns með togaranum MIL- WOOD til Reykjavíkur samkvæmt fyrirmælum skipherra v/s ÓÐINS. Einnig voru í togaranum 3 yfirmenn og 5 undirmenn 437 frá PALLISER svo og 2 hásetar togarans, er vildu ekki yfir- gefa togarann. KI. 2055 hafði PALLISER tekizt að fá togarann JUNIPER til að snúa við, og héldu öll skipin í norðvesturátt. Kl. 2309 stöðvaði PALLISER og sendi bát yfir að JUNIPER. Síðan tilkynnti PALLISER, að skipstjórinn á MILWOOD hefði verið fluttur um borð í herskipið. Kl. 2322 var ferðinni haldið áfram. Veður á sunnudag var kul til SV 4—6, sjór SV 3—4, skýjað. Mánudaginn 29. apríl, kl.0015, var Landhelgisgæzlunni í Reykja- vík tilkynnt um flutning skipstjórans á MILWOOD úr JUNIPER. Kl. 0137 tilkynnti PALLISER, að hann ætlaði tili MILWOOD til að taka menn sína. Kl. 1200 kom PALLISER að togaranum MILWOOD í rétt- vísandi 285“ frá Geirfuglaskeri, fjarlægð 18 sjómílur. Setti hann út gúmmíbjörgunarbát, sem herskipsmenn voru sóttir í, en þrír vélstjórar togarans fluttir um borð í MILWOOD. Kl. 1237 kom ÓÐINN að togaranum og sendi tvo menn til viðbótar í hann. Kl. 1310 hélt MILWOOD áfram til Reykjavíkur, en PALLI- SER sneri við og hélt í austurátt. Var Landhelgisgæzlunni til- kynnt um atburði þessa, og um kl. 1340 fékk ÓÐINN fyrir- mæli frá Landhelgisgæzlunni um að halda áfram til Reykja- víkur, og kl. 2234 batt varðskipið landfestar við Ingólfsgarð í Reykjavík, og stuttu síðar lagðist togarinn MILWOOD utan á ÓÐINN. Veður á mánudag var kul til V 6, talsverður sjór, skýjað. Það skal tekið fram, að þegar skipherra PALLISER var um borð í ÓÐNI, var honum boðið að athuga stað duflsins, sem lagt hafði verið út við hlið togarans undan Meðallands- sandi. Í ljós hafði komið, að duflið hafði allan tímann verið á sama stað. Ætlaði hann að gera það, en aldrei varð neitt úr því. Staðarákvarðanirnar voru gerðar af 1. og 2. stýrimanni undir umsjón skipherra. Við mælingarnar voru notuð Sperry ratsjá og Sperry gyroáttaviti., Laugardaginn 27. apríl var gyroáttavitinn athugaður á eftir- farandi hátt með Sperry ratsjá varðskipsins. Lómagnúpur fjarlægð 22.00 sjóm. Eiríksnef á Ingólfshöfða, fjarlægð 15.2 sjóm., og miðaðist þá Eiríksnef réttvísandi 052*5, og sýnir það áttavitann vera réttan. 438 Lausi fjarlægðarhringurinn var borinn saman við föstu fjar- lægðarhringina og reyndist vera réttur.“ Hinn 28. apríl s.l., klukkan 1118, kom varðskipið Þór að dufli því, sem sett hafði verið út við togarann, Samkvæmt skýrslu skipherra á v/s Þór, Jóns Jónssonar, og 1. stýrimanns þess, Hrafnkels Guðjónssonar, voru eftirfarandi staðarákvarðanir gerð- ar við duflið, en þeir hafa staðfest skýrslu þessa með eiði: „Skarðsfjöruviti s.v. 26395, fjarlægð 6.4 sjómílur. Dýpi: 138 metrar.“ Skólastjóri Stýrimannaskólans, Jónas Sigurðsson, hefur gefið álitsgerð, dags. 6. júní s.l., um staðarákvarðanir yfirmanna beggja varðskipanna og markað þær á sjóuppdrátt. Fer álitsgerðin orð- rétt hér á eftir: „Samkvæmt beiðni yðar, herra saksóknari ríkisins, hef ég sett út á meðf. sjókort nr. 30 staðarákvarðanir varðskipsins Óðins h. 27. apríl 1963 við töku skozka togarans Milwood, A 472. Enn fremur staðarákvarðanir varðskipsins Þórs h. 28. s. m. við dufl, sem Óðinn setti út við áðurnefndan togara. Í kortinu eru: = staður varðskipsins Óðins kl. 0515 h. 27/4 við hlið togar- ans Avon-River, A 660. Sá staður mældist tæpl. 0.1 sml. innan 6 sml. fiskveiðimarkanna. (Auðk. með grænum lit). B = staður varðskipsins Óðins kl. 0520 h. 27/4 við hlið tog- arans Milwood, A 472. Sá staður mælist um 1.2—1.3 sml. innan 6 sml. fiskveiðimarkanna. Í endurriti úr sakadómsbók Reykja- víkur, bls. 3, er þessi staður talinn um 1.5 sml. innan 6 sml. fiskveiðimarkanna, en þar mun um misritun að ræða, því í skýrslu skipherrans á Óðni, bls. 8, er sami staður gefinn upp 1.25 sml. innan sömu fiskveiðimarka, enda er það í samræmi við staðinn á dskj. nr. 3. C = staður duflsins kl. 1118 h. 28/4 samkv. mælingu varð- skipsins Þórs. Sá staður mælist um 1.4—1.5 sml. innan 6 sml. fiskveiðimarkanna. (Auðk. með rauðum lit). Milli staða B og C eru um 0.3 sml. Gæti sá munur stafað af því, að duflið hefði rekið smávegis á tímabilinu, frá því það var sett út, þar til Þór mældi stað þess um 30 klst. seinna. Þá hef ég einnig sett út staðarákvörðun varðskipsins Óðins h, 27/4 við athugun á Gyroáttavita skipsins, staður X í kortinu. Sá staður var ákveðinn með tveim fjarlægðum, frá Lómagnúpi annars vegar og Eiríksnefi (Ingólfshöfða) hins vegar. Fjarlægð- ina frá Lómagnúpi hef ég sett út frá þeim punkti, sem ég tel líklegast, að komi fram á radarskífu næst miðpunkti skífunnar 439 í þessari fjarlægð. Hins vegar má gera ráð fyrir einhverri óná- kvæmni í þessari fjarlægðarstaðarlínu, þar sem hér er varla um greinilega afmarkaðan punkt að ræða á radarskífunni. Rétt miðun frá stað X til Eiríksnefs (Ingólfshöfða) mælist rúml. 052 á kortinu, og virðist það koma vel heim við miðun- ina á Gyroáttavitann, sem var 0525. Við athugun hinna sér- fróðu manna á Gyroáttavitanum í Reykjavíkurhöfn reyndist hann réttur.“ Þá hefur skólastjórinn og gefið eftirfarandi álitsgerð, dags. 6. júní s.l., um árekstur skipanna: „Varðandi áreksturinn milli varðskipsins Óðins og togarans Milwood, A 472, h, 27. apríl 1963, er varðskipið var að gera tilraun til að taka togarann, að meintum ólöglegum veiðum innan 6 sml. fiskveiðimarkanna, vil ég leyfa mér að taka fram eftirfarandi: Samkvæmt skýrslu skipherrans á varðskipinu Óðni setti tog- arinn á fulla ferð til hafs, er hann hafði skorið frá sér vörpu- pokann, og hélt varðskipið þegar á eftir honum og sigldi síðan samhliða togaranum stjórnborðsmegin við hann. Bendir þetta til þess, að varðskipið hafi verið að sigla togarann uppi, og bar því þá að fara eftir 24. gr. siglingareglnanna. Þótt hér væri um nokkuð óvenjulegar kringumstæður að ræða, leysti það þó ekki varðskipið undan þeirri skyldu að forðast skipið, sem það var að sigla uppi. Samkv. eiðfestum framburði skipherra og 2. stýri- manns varðskipsins, sem telja má að hafi haft góða aðstöðu til að fylgjast með gerðum togarans, skeði áreksturinn með þeim hætti, að togarinn beygði fyrst lítils háttar til bakborða og síðan hart til stjórnborða að varðskipinu. Samkv. 27. gr. siglingareglnanna ber sérhverju skipi að taka fullt tillit til hvers konar hættu, sem siglingum og árekstri skipa er samfara, svo og til allra sérstakra kringumstæðna — þar á meðal hæfni hlutaðeigandi farartækis —, sem af getur leitt, að ekki verði komizt hjá að víkja frá reglunum til að forðast bráða hættu. Samkv. 28. gr. sömu reglna skal og vélskip, sem er laust og tekur eitthvað fyrir, sem reglur þessar heimila eða fyrirskipa, tilkynna það með eimpípunni með hinum sérstöku merkjum, sem tiltekin eru í greininni. Þá er í 29. gr. sömu reglna tekið fram, að ekkert í reglun- um skuli leysa neitt skip, skipstjóra þess eða skipshöfn undan ábyrgð á afleiðingum, ef m. a. vanrækt hefur verið að gæta 440 þeirrar varúðar, sem almenn sjómennska krefst og sérstök at- vik kunna að útheimta. Svo virðist sem togarinn hafi vanrækt að fylgja þessum var- úðarreglum, og ekki verður heldur séð af málsskjölunum, að hann hafi gert neitt til að forða árekstri, en það bar honum að gera samkv. síðari málsgrein 21. gr. siglingareglnanna. Hins vegar virðist varðskipið hafa gert það, sem í þess valdi stóð, úr því sem komið var, til að forða árekstri.“ Þrír skipverjar varðskipsins hafa með eiðfestum framburðum borið á sama veg um árekstur skipanna og yfirmenn þess, skip- herra og stýrimenn, Samkvæmt véladagbók varðskipsins voru stjórnborðsvél þess og bakborðsvél stöðvaðar greindan laugar- dagsmorgun, 27. apríl s.1., klukkan 0536, og settar á fulla ferð aftur á bak. Klukkan 0537 voru báðar vélarnar svo settar á hálfa ferð áfram, en stöðvaðar á sömu mínútunni. Klukkan 0542 voru báðar vélarnar svo settar á hálfa ferð áfram. Tveir af hásetum togarans, Robert McIntosh Duff og George Stephen, hafa með eiðfestum vitnaframburðum borið, að þeir hafi verið við vinnu sína á þilfari, er varðskipið kom að togar- anum, er þá hafi verið að innbyrða stjórnborðsvörpu hans. Að skipun ákærða hafi þá verið höggvið á veiðarfærin og pok- inn skorinn frá trollinu, en togaranum siglt á fullri ferð til hafs. Vitnið Robert McIntosh Duff segir stefnu togarans þá hafa verið SAaS, og kveður það togarann ekki hafa farið í neinar beygjur, heldur haldið beina stefnu, en hvernig áreksturinn varð á milli skipanna, segist vitnið ekki hafa séð, enda þá verið bakborðsmegin á togaranum. Vitnið George Stephen kveðst hafa farið upp í brú togarans, er pokinn hafði verið skorinn frá trollinu, en þá hafi ákærði verið þar einn og við stýrið. Segir það togaranum hafa verið siglt beina stefnu, en í hverja átt, veit það ekki, og að honum hafi ekkert verið beygt, er áreksturinn varð milli skipanna. Loftskeytamaður Grímur Jónsson og 1. stýrimaður varðskips- ins Óðins hafa báðir borið það og staðfest með eiði, að þeir hafi að kvöldi þess 28. apríl s.l. heyrt í talstöð varðskipsins, að einhver „Mr. Wood í Skotlandi“ hafi þá krafizt þess af skip- herra herskipsins Pallisers, að ákærði yrði þegar í stað fluttur aftur um borð í togarann Juniper og að hann sigldi síðan heim á leið til Skotlands. Að eigin ósk kom John Wood, stjórnarformaður og aðalfor- stjóri Burwood Fishing Co. Ltd., en það fyrirtæki á og gerir 441 út togarann Milwood, A 472, fyrir sakadóm Reykjavíkur hinn 7. maí s.l. og gaf þar skýrslu. Segir hann, að um klukkan 1700 sunnudaginn 28. apríl sl. en tímaákvarðanir hans eru allar miðaðar við brezkan sumartíma, hafi náðst samband við brezka herskipið Palliser, og að hann hafi þá átt tal við ákærða og árangurslaust fyrirskipað honum að snúa við og hlýða skipun- um skipherra varðskipsins. Klukkan 1915 nefndan sunnudag kvaðst John Wood hafa fengið þær upplýsingar frá herskipinu Palliser, að ákærði væri kominn um borð í togarann Juniper, sem væri á leið til Aberdeen, en samkvæmt umtali segist John Wood þegar hafa tilkynnt skozka Utanríkisráðuneytinu, hvað gerzt hefði. Skömmu síðar segir hann svo brezka ambassador- inn hér í borg hafa hringt til sín og farið þess á leit, að hann léti togarann Juniper, sem er og eign áðurgreinds fyrirtækis, snúa aftur við til Reykjavíkur. Kveðst John Wood þá hafa spurt, hvort líta bæri á tilmæli þessi sem fyrirmæli, en am- bassadorinn hafi svarað því til, að hann gæti ekki skipað hon- um fyrir verkum. Sams konar boð kveðst John Wood hafa fengið frá Innanríkisráðuneytinu, en þaðan hafi honum og verið tjáð, að málið væri nú komið í hendur brezka Utanríkisráðuneyt- isins og Flotamálaráðuneytisins, og að þaðan væri ekki frétta að vænta næstu 4 klukkustundirnar. John Wood segir, að haft hafi verið samband við Innanríkis- ráðuneytið fyrir milligöngu yfirmanns flotadeildar, sem eftirlit hafi með fiskiskipum, en að afloknu samtalinu við ambassa- dorinn, kveðst John Wood hafa sagt yfirmanni þessum, að hann hefði tjáð brezka ambassadornum, að hann liti svo á, að óslitin eftirför hefði nú verið hafin eftir togaranum Juniper, en hann kveðst ekki hafa getað fallizt á, að báðir togararnir færu til Íslands. Klukkan 9.35 eftir hádegi hinn 28. apríl s.1. kveður John Wood yfirmann flotadeildarinnar, er áður getur, hafa óskað þess, að togarinn Juniper yrði látinn snúa við og sigla til baka í um hálfa klukkustund, og kveðst hann eftir skamma umhugsun hafa veitt leyfi til, að skipið héldi til baka í eina klukkustund. Um 17 mínútum eftir miðnætti sunnudaginn 28. apríl s.l, er John Wood hafði símasamband við herskipið Palliser, kveðst hann hafa tjáð skipherra þess, að togarinn Juniper yrði að snúa aftur til Aberdeen til að ná þar markaði, en þá hefði skipherr- ann sagt! sér, að ákærði væri kominn um borð í herskipið Palli- ser. Þar sem John Wood kveðst hafa talið það einu lausnina 442 til þess að fá togarann Juniper til Aberdeen svo og til að fá einhverja framvindu í málið, segist hann hafa skipað skipherra herskipsins að láta flytja ákærða frá Palliser yfir í togarann Juniper og láta hann síðan fara sem skjótast til Aberdeen, en Þetta kveðst hann telja hafa haft þau áhrif, að Juniper hafi fljótlega lagt af stað til Aberdeen. Hann hafi þó komið degi of seint til markaðarins. Um klukkan 1730 þriðjudagskvöldið 30. apríl s.1. segir John Wood sér hafa borizt tilmæli brezka Utanríkisráðuneytisins um að fara til fundar við ákærða um borð í herskipið Palliser til að reyna að fá hann til að fara með því til Reykjavíkur, áður en það yrði að halda til brezkrar hafnar. Kveðst John Wood hafa orðið við þessum tilmælum og farið ásamt syni sínum með skipi brezka flotans til móts við herskipið og komið um borð í það miðvikudagsmorguninn 1. maí s.l., klukkan 0800. Segir hann þá feðga svo hafa átt tal við ákærða í káetu skip- herra herskipsins, en ekki tekizt að sveigja ákærða. John Wood kveðst síðan hafa rætt við skipherra herskipsins og yfirmann flotadeildarinnar, sem slegizt hafði með í förina, og þeir komizt að þeirri niðurstöðu, að þeir gætu ekki haft frekari áhrif á ákærða. Við svo búið segir John Wood þá hafa farið frá borði, en eftir heimkomu þeirra, hans og ákærða, kveðst hann þrá- faldlega hafa reynt að fá ákærða til að fara til Reykjavíkur, en án árangurs. Mánudaginn 6. maí s.l. kveðst John Wood svo hafa ætlað að fá ákærða til að undirrita skjal þess efnis, að hann samþykkti, að dómur yrði kveðinn upp í máli hans hér á landi, að honum fjarverandi, en ákærði hafi neitað að undirrita slíkt skjal. II. Af hálfu íslenzkra stjórnvalda var undankomu ákærða mót- mælt við brezk stjórnarvöld. Hinn 30. apríl s.1. afhenti brezki sendiherrann hér á landi utanríkisráðherra orðsendingu, “Aide Memorie", sem fer hér á eftir í orðréttri þýðingu: „1. Mér þótti mjög leitt að frétta af atburðinum, varðandi tog- arann Milwood frá Aberdeen og ísl. varðskipið Óðinn. Er þetta langtum alvarlegasta atvikið í sambandi við sambúð okkar um fiskveiðimál, síðan brezk-íslenzka samkomulagið var undirritað hinn 11. marz 1961. Frá þeim tíma hefur sambúð okkar um fisk- veiðimál markazt af umburðarlyndi og sanngirni af hálfu beggja 443 aðilja og haft í för með sér almennt vinsamleg samskipti land- anna á ný, sem mjög var fagnað, og sem hagsmunir okkar og hefðbundin vinátta þarfnast. 2. Rétt er það, að síðan samkomulagið náðist í marzmán- uði 1961, hafa komið fyrir tilfelli, sem leitt hafa til handtöku brezkra skipa. Þar til þetta kom fyrir, hafa þau án undantekn- inga lotið lögsögu íslenzkra dómstóla. Ekki kvörtum við undan því, og vissulega er þetta bezta leiðin til að eiga við slík atvik. Það er einlæg von brezku ríkisstjórnarinnar, að Smith skip- stjóri á Milwood muni einnig fallast á að fara að dæmi félaga sinna. 3. Ég vonast til að geta látið yður vita sem fyrst, hvort hann muni fallast á þetta. En ég vildi segja yður, að hver sem ákvörðun Smiths skipstjóra kann að verða, erum við að rann- saka allar aðstæður í sambandi við þetta leiðinlega atvik, og mun brezki sendiherrann fá fyrirmæli um að halda sambandi við yður. En einnig er rétt að láta yður vita, að brezka ríkis- stjórnin hefur ekki vald til að framselja hann ísl. yfirvöldum gegn eigin vilja hans. Er ég viss um, að þér munuð skilja að- stöðu okkar að þessu leyti. 4. Það óvenjulega hefur gerzt í sambandi við atvik þetta, að togarinn og áhöfn hans hafa farið til Reykjavíkur, en skip- stjórinn ekki. Að því er ég bezt veit, er ekki fordæmi fyrir því. Nokkur málsatvik virðast þurfa athugun, sem tekur óhjákvæmi- lega nokkurn tíma. 5. Herskipið Palliser hefur orðið að snúa aftur til Orkneyja vegna reksturs skipsins. Þegar komið er í brezka höfn, verður Smith skipstjóra frjálst að fara í land. Verið er að athuga, hvort lögsækja megi Smith skipstjóra í brezkum dómstólum fyrir meinta tilraun til að sigla á Óðin.“ Hinn 2. maí 1963 ritaði Dómsmálaráðuneytið Utanríkisráðu- neytinu eftirfarandi bréf: „Með vísun til fyrri viðræðna við Utanríkisráðuneytið, varð- andi atvik í sambandi við töku brezka togarans Milwood, A 472, vegna meints brots gegn fiskveiðilöggjöfinni og jafnframt því að senda hér með skýrslu skipherrans á VS Óðni, dags. 30. f. m., varðandi samkomulag hans við Lt. Commander Hunt, varð- andi framkvæmd á töku togarans, tekur þetta ráðuneyti fram, að ljóst er af skýrslum um mál þetta, að Landhelgisgæzlan hefur frestað ýtrustu valdbeitingu til þess að gefa skipherra Palliser færi á að forða því, að mannhætta skapaðist í sam- 444 bandi við töku togarans, með því að hann tryggði, að hún gæti farið fram átakalaust. Svo sem sjá má af skýrslunni, hefur skip- herra Palliser rofið það samkomulag, sem skipherrarnir gerðu til þess að tryggja þetta, og með því hefur það orðið fyrir hans atbeina, að skipstjóri togarans Milwood hefur komizt undan lögmætri handtöku af hálfu varðskipsmanna. Verður að mót- mæla þessu atferli eindregið við brezku ríkisstjórnina og krefj- ast þess, að hún sjái um, að bætt verði úr þeim mistökum, sem þarna hafa orðið, og komið fram ábyrgð gegn þeim, sem á þeim bera sök.“ Hinn 4. maí s.l, afhenti utanríkisráðherra ambassador Bret- lands hér í borg mótmælaorðsendingu vegna undankomu ákærða. Fer orðsending þessi hér á eftir í íslenzkri þýðingu: „Utanríkisráðuneytið vísar til viðræðna, sem fram hafa farið fyrir hönd ráðuneytisins hinn 27. og 30. apríl við hinn virðulega sendiherra Breta, svo og til orðsendingar, sem sendiherrann af- henti utanríkisráðherra síðastnefndan dag, varðandi atvik, þegar togarinn Milwood frá Aberdeen var tekinn fastur af íslenzka varðskipinu Óðni. Við fyrrgreind tækifæri voru borin fram harðorð og ítrekuð mótmæli fyrir hönd íslenzku ríkisstjórnarinnar vegna atviks þessa og framkomu Smiths, skipstjóra á Milwood, og Hunts, skipherra á herskipinu Palliser. Voru gerðar ákveðnar kröfur um, að Smith skipstjóri yrði færður hingað aftur til aðstoðar við frekari rann- sókn vegna meintra fiskveiða hans innan íslenzku fiskveiði- markanna. Það er rétt, að síðan ensk-íslenzki samningurinn frá 11. marz 1961 var undirritaður, hefur sambandið um fiskveiðar verið gott og framkvæmdir verið í góðum anda með gagnkvæmri virð- ingu og trausti, og ekki sízt vegna þessa lítur íslenzka ríkis- stjórnin mjög alvarlegum augum á ofangreint atvik, sem hún telur, að hafi mjög alvarlegar afleiðingar fyrir vinsamlega sam- búð landanna. Verður ráðuneytið því enn að mótmæla rækilega undan- komu skipstjóra Milwood um borð í herskipið Palliser, og verð- ur að leggja áherzlu á þá kröfu, að honum verði þegar fyrir- skipað að snúa aftur til Íslands til að auðvelda rannsókn máls hans. Enn fremur verður ráðuneytið að taka fram, að íslenzka ríkis- stjórnin er þeirrar skoðunar, að Hunt, skipherra á herskipinu Palliser, hafi í ofangreindu máli hagað sér á mjög ámælisverð- 445 an hátt. Samkvæmt skýrslu Landhelgisgæzlunnar til Dómsmála- ráðuneytisins er ljóst, að íslenzka varðskipið Óðinn beitti ekki valdi í sambandi við handtöku togarans, með því að um það var samið, að Hunt skipherra mundi fá togaraskipstjórann til að hætta ólöglegum mótþróa við varðskipið til að koma í veg fyrir, að notuð yrðu ráð, sem stofnuðu bæði skipi og áhöfn í bráða hættu. Enn fremur skýrði íslenzka Landhelgisgæzlan frá því, að einnig hafi verið um það samið milli skipherra Óðins og Pallisers, að skilja ætti togaraskipstjórann eftir um borð í togaranum, meðan aðrir meðlimir áhafnarinnar yrðu teknir um borð í Pal- liser. Síðan var samkomulag þetta framkvæmt samkvæmt skil- málum þess, en þegar áhöfnin frá Óðni kom um borð í togarann, komst hún að raun um, að togaraskipstjórinn var þar ekki lengur. Hafði hann farið frá borði með aðstoð Hunts skipherra og komizt um borð í annan brezkan togara, Juniper, í bát frá Palliser. Sigldi Juniper þá þegar burt í áttina til Skotlands. Skipherra Óðins mótmælti þegar við Hunt skipherra og tók síðan að veita Juniper eftirför. Þegar Óðinn hafði farið fram úr Juniper, komst togaraskipstjórinn síðar um borð í herskipið Palliser án vitundar skipherra Óðins. Það mun ljóst af því, sem að ofan segir, að Hunt skipherra hefur aðstoðað við undankomu skipstjóra Milwoods, og þannig ber hann ábyrgð á undankomu hans undan löglegri handtöku af hendi hins íslenzka varðskips. Íslenzka ríkisstjórnin leggur sérstaka áherzlu á, að ákvörð- unin um að láta hjá líða að beita löglegu valdi, eins lengi og hægt var, til að stofna ekki lífi og eignum brezkra þegna í voða, var misnotuð af hinum brezka skipherra til að gera meintum glæpamanni kleift að komast undan íslenzkri lögsögu. Þetta skelfilega og ósæmilega brot verður brezka ríkisstjórnin að bæta Íslandi að fullu, og refsa verður þeim, sem ábyrgðina bera.“ Dóminum barst framangreind mótmælaorðsending með bréfi Utanríkisráðuneytisins, dags. 13. maí s.l, en bréf þetta er svo- hljóðandi: „Til upplýsinga fyrir yður tilkynnist hér með, að hinn 4. þ. m. afhenti utanríkisráðherra ambassador Bretlands meðfylgjandi orðsendingu, þar sem mótmælt er undankomu Smiths skipstjóra á togaranum „MILWOOD“, þegar varðskipið „ÓÐINN“ kom að honum við ólöglegar veiðar í landhelgi. Hefur þess verið krafizt, að skipstjórinn verði framseldur Íslenzkum yfirvöldum. 446 Enn fremur hefur verið mótmælt framkomu skipherrans á „HMS. PALLISER“, eins og sjá má í orðsendingunni, og þess krafizt, að þeir, sem ábyrgð bera á gerðum hans, verði látnir svara til saka, eins og lög standa til. Fyrir nokkrum dögum ræddi utanríkisráðherra aftur við am- bassadorinn, sem sagði, að brezka stjórnin væri að athuga alla málavexti, og mundi hún brátt svara orðsendingunni héðan. Fyrir helgina átti svo ambassador Íslands í London tal við brezka utanríkisráðherrann, Lord Home, samkvæmt fyrirmæl- um utanríkisráðherra, og ræddu þeir m. a. um mótmælaorð- sendinguna, og kom í því sambandi hið sama fram um svör af hálfu brezku stjórnarinnar og getið er hér að framan.“ Með bréfi Utanríkisráðuneytisins, dags. 20. maí s.l, barst dóminum orðsending, er utanríkisráðherra Bretlands, Lord Home, hafði afhent ambassador Íslands í London, Henrik Sv. Björns- syni, vegna máls þessa, ásamt íslenzkri þýðingu af orðsendingu þessari, er birt var sem fréttatilkynning frá Utanríkisráðuneyt- inu, og fer fréttatilkynning þessi hér á eftir orðrétt, að því er mál þetta varðar: „Utanríkisráðherra Bretlands leyfir sér hér með að vitna í orðsendingu íslenzku ríkisstjórnarinnar, dags. 4, maí, um atvik það, er varðar Aberdeentogarann Milwood og íslenzka varð- skipið Óðin. Eins og herra E, Heath tók fram í erindi sínu, dags. 30. apríl, til íslenzka utanríkisráðherrans, þótti brezku ríkisstjórninni mjög miður að frétta, að þetta atvik skyldi hafa átt sér stað. Brezka stjórnin lítur mjög alvarlegum augum á málið, eins og íslenzka ríkisstjórnin. Brezka ríkisstjórnin metur það, að skipherrann á Íslenzka varðskipinu Óðni beitti ekki valdi til þess að taka tog- arann fastan. Brezka ríkisstjórnin vill samt sem áður beina at- hygli íslenzku ríkisstjórnarinnar að þeirri staðreynd, að skip- herra á H.M.S. Palliser gerði sitt ýtrasta til þess að tryggja, að Óðinn tæki togarann Milwood fastan með Smith skipstjóra um borð. Það er þessari samvinnu frá brezka sjóhernum að þakka, að togarinn var í rauninni tekinn fastur. Milli þess að áhöfn Milwoods var flutt yfir í H.M.S. Palliser og íslenzku sjóliðarnir komu um borð í togarann Milwood, komst Hunt skipherra að þeirri niðurstöðu, að framferði og hugarástand Smiths skipstjóra væri þannig, að eina leiðin til þess að koma í veg fyrir, að Smith skipstjóri stofnaði lífi sínu í hættu, væri að flytja hann yfir í togarann Juniper. Hunt skipherra tók þessa ákvörðun í 447 þeirri traustu trú, að Juniper mundi verða skipað að fara undir eins til Reykjavíkur, og að hann mundi fara þangað. Hann varð mjög undrandi og leiður, þegar eigendur Juniper neituðu að skipa Juniper að fara til Reykjavíkur. Brezku ríkisstjórninni þykir leitt, að Smith skipstjóri skyldi komast hjá handtöku á þenna hátt og harmar það atvik mjög. Brezka ríkisstjórnin tekur einnig á sig fulla ábyrgð á athöfnum H.M.S. Pallisers dagana 27.—28. apríl. Þótt brezka ríkisstjórnin verði að gera fyrirvara um efnis- hlið og lagarök málsins, hefur hún við ýmis tækifæri ráðlagt eigendum Milwoods að telja Smith skipstjóra á að lúta Íslenzkri lögsögu. Stjórnin er enn í þeirri von, að hann muni fallast á slíkt.“ III. Með bréfi sakadóms Reykjavíkur, dags. 21. maí s.l., var sak- sóknara ríkisins sent til ákvörðunar ásamt málsskjölum endurrit dómsrannsóknar um ætluð brot ákærða John Smiths. Hinn 18. júní 1963 gaf saksóknari ríkisins út ákæruskjal á hendur ákærða og sendi sakadómi það með bréfi, dags. sama dag, en í bréfi brezka sendiráðsins hér í borg, dags. 13. júní s.l., var upplýst um heimilisfang ákærða, fæðingardag hans og fæðingarár svo og um fæðingarstað hans. Í bréfi saksóknara ríkisins er þess krafizt, að rannsókn málsins verði lokið og það síðan tekið til dómsálagningar samkvæmt ákærunni. Þá segir og m. a. svo Í bréfi saksóknara ríkisins: „Er til þess ætlazt, að ákæran ásamt áritun yðar um fyrir- töku málsins verði með atbeina Íslenzkra og brezkra stjórn- valda birt ákærða á lögmætan hátt og að honum verði jafn- framt látið í té afrit af rannsókn málsins í enskri þýðingu.“ Samkvæmt ákæruskjali saksóknara ríkisins ákærist ákærði John Smith, sem var skipstjóri á b/v Milwood, A 472, hinn 27. apríl 1963, til heimilis 101 Grampion Road, Aberdeen, Skot- landi, fæddur 2. júní 1908 í Buckie, Skotlandi, „fyrir að hafa gerzt sekur um fiskveiðibrot samkvæmt 2. gr. reglugerðar nr. 3 11. marz 1961 um fiskveiðilandhelgi Íslands, sbr. lög nr. 44 5. apríl 1948 og lög nr. 33 19. júní 1922, sbr. enn fremur 1. mgr. 1. gr. laga nr. 5 18. maí 1920 um bann gegn botnvörpu- veiðum, sbr, 1. gr. laga nr. 6 17. febrúar 1959 um breytingu á þeim lögum, með því að vera að botnvörpuveiðum á nefndum togara í Meðallandsbug árla morguns, um kl. 0520, laugardaginn 448 27. apríl 1963 innan fiskveiðilandhelgi Íslands, eins og hún er ákveðin í 1. gr. fyrrnefndrar reglugerðar nr. 3/1961, og innan við svæði það milli sex og tólf sjómílna fiskveiðilögsögu, sem um ræðir í 3, gr., IV., í auglýsingu nr. 4 11. marz 1961, sbr. 6. gr. nefndrar reglugerðar nr. 3/1961. Þá ákærist nefndur skipstjóri enn fremur fyrir að hafa, um kl. 0535 sama dag, meðan varðskipið Óðinn veitti togaranum Milwood, A 472, eftirför og sigldi samhliða honum frá vett- vangi fiskveiðibrotsins í því skyni að færa togarann og skip- stjóra hans til hafnar, gerzt sekur um að sigla togaranum þannig að varðskipinu með stefnubreytingum án tilskilinna merkjagjafa, að árekstur varð ekki umflúinn og skemmdir hlutust af á báð- um skipunum. Þykir þetta varða við 261. gr. siglingalaga nr. 56/ 1914 og 220. gr., 4, mgr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærist því nefndur John Smith til að sæta refsingu sam- kvæmt 7. gr. reglugerðar nr. 3/1961, sbr. 3. gr. laga nr. 44/1948, og 1. gr. laga nr. 81/1952 um breytingu á þeim lögum, sbr. enn fremur 3. gr. laga nr. 5/1920 og 1. gr. laga nr, 5/1951 um breyt- ingu á þeim lögum, og enn fremur samkvæmt nefndum ákvæð- um siglingalaga og hegningarlaga til að sæta upptöku veiðar- færa nefnds togara og andvirðis afla hans, sem seldur var hinn 6. maí 1963, og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Enn fremur er þess krafizt, að ákærði verði samkvæmt kröfu Landhelgisgæzlunnar dæmdur til að greiða henni bætur fyrir tjón það, sem varð á varðskipinu Óðni við áðurnefndan árekst- ur, kr. 120.700.00, ásamt 8% ársvöxtum frá 27. apríl 1963 til greiðsludags og kr. 7.507.00 vegna kostnaðar við mat tjónsins.“ Samkvæmt áritun yfirsakadómara á ákæruskjalið, dagsettri 18. júní 1963, var ákærða John Smith stefnt fyrir sakadóm Reykjavíkur í Borgartúni "7, klukkan 2 síðdegis, mánudaginn 2. september 1963 til sakar að svara og dóm að þola samkvæmt framangreindri ákæru. Með bréfi, dags. 12. júlí s.l., sendi sakadómur Reykjavíkur Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í tvíriti og í enskri þýðingu endurrit dómsrannsóknar um ætlað fiskveiði-, siglinga- og hegn- ingarlagabrot ákærða John Smiths ásamt enskri þýðingu frum- skjala málsins og bréfi saksóknara ríkisins, dags. 18. júní s.l. Þá fylgdi einnig bréfi dómsins til ráðuneytisins í enskri þýð- ingu og þríriti ákæran með áritun um þingfestingu málsins. Var þess óskað, að ákæran yrði birt ákærða, honum látið í té endurrit rannsóknar málsins og hann spurður um, hvort hann 449 æskti eftir því, að honum yrði skipaður verjandi, og ef svo væri, að þá tilgreindi hann, hvern hann óskaði skipaðan verjanda sinn, en nauðsynlegt væri, að ákærði veitti verjanda sínum um- beð til að taka við dómsbirtingu, segja til um áfrýjun og taka við birtingu áfrýjunarstefnu og hæstaréttardóms, ef til áfrýjunar kæmi. Það endurrit ákæruskjals, sem birt yrði ákærða, ósk- aðist endursent með áritun um birtingu og ákvörðun ákærða um verjanda og umboð honum til handa. Lögfræðingar íslenzka sendiráðsins í London, Godfrey Warr ár Co., rituðu hinn 1. ágúst s.l. íslenzka ambassaðornum í Lon- don um birtingu ákæru á þessa leið í íslenzkri þýðingu: „Ég þakka fyrir bréf yðar, dags. 31. júlí, og sé, hvað dóms- málaráðherra í Reykjavík hefur að segja. Samkvæmt enskum lögum og vissulega samkvæmt skozkum lögum hafa lögregla og önnur yfirvöld hér á landi ekki við birt- ingu á skjölum, varðandi sakamál, sem koma fyrir í öðrum löndum, að fást. Þannig er það til dæmis, að ef Englendingur, sem búsetu á í Lundúnum, fremur umferðarbrot eða annað brot í Frakklandi, þá senda frönsk yfirvöld tilkynningu um réttar- höld í pósti til Englendingsins að heimilisfangi hans í Lundún- um. Ensk yfirvöld hafa einungis við erlend sakamál að fást, ef beðið er um framsal ákærða frá Englandi til þess lands, þar sem hann á að mæta fyrir dómi. Í því tilfelli mun Innanríkisráðu- nevtið sjá til þess, að viðkomandi maður komi fyrir borgar- dóm, þannig að gerð verði tilskipan um framsal hans og um, að hann verði afhentur lögregluyfirvöldum viðkomandi lands. Samkvæmt skilningi mínum á alþjóðalögum er það megin- regla, að það sé hlutverk hins erlenda dómstóls að fullvissa sig um, (1) að ákærða hafi, hvar sem hann kann að búa, verið réttilega birt málið samkvæmt viðkomandi réttarreglum ásamt stefnu fyrir dómstólnum og (2) að ef málið hefur verið birt og ákærði kemur ekki til dómþings, þá þurfi rétturinn að vera fullviss um, að hann hafi vald til að halda fram yfirheyrslu í málinu, að ákærða fjarstöddum. Þannig er það til dæmis hér á landi, að til eru margar teg- undir lagabrota, sem hægt er að afgreiða, að ákærðum fjarstödd- um, en yfirleitt er ekki hægt að afgreiða það, sem við köllum glæpi, án þess að ákærði sé sjálfur viðstaddur. Til að það, sem fyrr segir, nái til þessa máls, verður íslenzka valdstjórnin að fullvissa sig um, að hún geti sannfært dómar. ann um, að Smith hafi verið tilkynnt réttilega um yfirheyrsl- 29 450 una og, ef hann mætir ekki, að dómarinn hafi nauðsynlega heimild samkvæmt Íslenzkum lögum til að halda dómbþingi áfram, að Smith fjarstöddum. Ég veit ekki, hvað segir í Íslenzkum lögum um málið, og ég er heldur ekki kunnugur þeim lögum Alþingis og Íslendinga, sem Smith er ákærður samkvæmt. En sé tekið tillit til þess, sem gert er í öðrum löndum og sem almennt er viðurkennt, mundi ég hafa ætlað, að svo fremi saksóknari geti sýnt fram á, að Smith hafi fengið réttilega tilkynningu um yfirheyrsluna, þá hafi hann komizt langt á leið að sanna atriði nr. 1. Ef við tökum Frakkland aftur sem dæmi og réttarhöld þessi ættu að fara fram í París, mundi saksóknaranum franska nægja að senda stefnuna í pósti, en helzt í ábyrgðarbréfi, á síðasta heim- ilisfang Smiths, sem um væri vitað. Þér munuð skilja, að það er ekki mitt verk að gefa saksókn- ara í Reykjavík ráðleggingar, og ég vona, að ef að afrit bréfs þessa kemst í hans hendur, þá muni hann ekki telja það óskamm- feilni af minni hálfu að nefna þetta síðasta atriði. En það er þetta. Yfirleitt njóta dómstólar ekki mikillar samúðar þeirra, sem eru beinlínis að komast undan birtingu dómskjala. Enn fremur hafa flestir dómstólar, hvar sem þeir kunna að vera, talsvert vald til að skipa fyrir almennt til þess, að rétt nái fram að ganga. Mér virðist þess vegna, að ef saksóknarinn í Reykjavík er í nokkrum vafa um, hvað hann ætti að gera eða hvað hann ætti ekki að gera, þá ætti hann að beina ex parte tilmælum til dómarans um, hvað honum beri að gera. Þetta er vissulega það, sem gerast mundi hér á landi. Síðan væri dómarans að úrskurða, sem honum fyndist, og að sjálfsögðu með tilliti til þess valds, sem hann hefur.“ Með bréfi Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 24. ágúst 1963, barst dóminum afrit af bréfi Utanríkisráðuneytisins, en bréfi Utanríkisráðuneytisins fylgði samrit.af bréfi sendiráðs Ís- lands í London til þess, dags. 22. ágúst s.l. Í bréfi sendiráðsins segir svo, en í því er rakið efni bréfs brezkra yfirvalda “Foreign Office', dagsett 21. ágúst 1963: „Þrátt fyrir þá skoðun Foreign Office, að erfitt myndi reyn- ast að fá ákæruna á hendur John Smith skipstjóra “Milwood' birta fyrir tilstilli brezkra stjórnvalda, fór svo, að brezk stjórn- völd birtu hinn 20. ágúst s.l. ákæruna fyrir John Smith. Gerðist það með þeim hætti, að embættismaður frá Skotlandsmála- ráðuneytinu (Department of Agriculture and Fisheries for Scot- 451 land í Edinborg, sem er ein af 4 deildum Skotlandsmálaráðu- neytisins) fór frá Edinborg til Aberdeen á fund John Smith, sem neitaði að taka við ákærunni og lýsti því jafnframt yfir, að hann óskaði ekki eftir að fá skipaðan verjanda í málinu. Endursendist hér með ákæran með áritun Skotlandsmálaráðu- neytisins samkvæmt framansögðu. Þá fylgja hér með tvö ljósrit bréfs Foreign Office, dags. 2l. þ. m., þar sem skýrt er frá birtingunni og jafnframt látin í ljós sú von af hálfu brezku ríkisstjórnarinnar, að togarinn “Milwood' verði fljótlega losaður úr haldi. Til viðbótar framanskráðu skal þess getið, sem áður hefur verið skýrt frá í símtölum, að sendiráðið taldi óhjákvæmilegt vegna óvissunnar um, hvort brezk stjórnvöld myndu taka að sér að birta ákæruna, að fela lögfræðingi að annast birtinguna, en brezkir lögfræðingar hafa heimild til stefnubirtinga. Sendi- ráðið hefur rætt það mál mjög ýtarlega við lögfræðing sendi- ráðsins, og fól hann síðan lögfræðingi í Skotlandi að birta ákæruna fyrir John Smith. Verður eintak ákærunnar með því birtingarvottorði einnig sent ráðuneytinu, strax og Það hefur borizt eftir einn eða tvo daga. Sendiráðið telur, að með framangreindum birtingum hafi verið reynt allt, sem hægt er að gera, til að fá ákæruna á hendur John Smith birta hér í Bretlandi.“ Með bréfi Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 29. ágúst s.l., bárust sakadómi fyrir milligöngu Utanríkisráðuneytisins og sendiráðs Íslands í London skjöl, þar sem nánar greinir frá um birtingu ákærunnar, og verður efni þessara skjala nú rakið hér á eftir. Í bréfi lögfræðinga í Glasgow í Skotlandi, dags. 27. ágúst s.l., til lögfræðinga sendiráðs Íslands í London, segir svo í Íslenzkri þýðingu: „Hjálagt sendum við eftirfarandi skjöl: 1. Frumrit og 3 endurrit af yfirlýsingu Arthurs Philips sýslu- embættismanns, Aberdeen, varðandi birtingu skjalanna fyrir John Smith. 2. Frumrit yfirlýsingar Thomas Douglas Watt og 3 endur- rit, sem lýsa því áliti, að skjölin hafi verið réttilega birt John Smith. Eins og við höfum þegar gefið yður í skyn, getum við alls ekki látið í ljósi neina skoðun á því, hvort birting skjalanna hafi farið réttilega fram samkvæmt Íslenzkum lögum, en við 452 erum sannfærðir um, að ef skozkur dómstóll hefði dómsvald til að stefna John Smith fyrir rétt hér á landi, hafi birting skjalanna verið réttilega framkvæmd af Arthur Philip, sem er embættismaður sakadóms Skotlands, með því hann er sýsluemb- ættismaður. Við vonum, að hjálagðar yfirlýsingar nægi hinum íslenzka dómstól til að halda áfram réttarhaldi, að kærða fjarverandi, en hann hefur gefið það fullkomlega í skyn, að hann ætli ekki að gera neitt til að verja málið. Okkur er nauðsynlegt að taka fram, að slík aðför er óbekkt að skozkum lögum.“ Framangreind yfirlýsing Arthurs Philips sýsluembættismanns hljóðar svo í íslenzkri þýðingu: „Ég undirritaður, Arthur Philip sýsluembættismaður, Dee Street 60, Aberdeen, Skotlandi, vinn eið að eftirfarandi: Hinn 21. dag ágústmánaðar 1963 kom ég að Grampion Road 101, Aberdeen, og hitti þar fyrir mann, sem gerði grein fyrir sér sem John Smith, fyrrverandi skipstjóra á togaranum “Mil- wood". Ég birti fyrrgreindum John Smith eftirfarandi skjöl: (a) frumrit stefnu, dags. 18. júní 1963, ásamt ákæruskjali, sem fylgdi með þýðingu á ensku. (b) endurrit á ensku af réttarrannsókn fyrir dómi. {c) dómsskjöl 8, 9, 10 og 17. (d) skrá yfir íslenzka lögmenn. {e) bréf um tilnefningu lögmanns. Fyrrgreindur John Smith neitaði að taka við skjölum þess- um, en þau voru birt honum með því að snerta hann á fram- handlegg með skjölunum, sem síðan voru skilin eftir innan heimilis hans að Grampion Road 101, Aberdeen. Ég tilkynnti fyrrgreindum John Smith um rétt hans til lög- fræðilegra varna, en hann gaf í skyn, að hann hefði ekki áhuga og ætlaði sér alls ekki að leita lögfræðilegrar aðstoðar. Var þetta þannig gert í nærvist Ronalds Forbes sýsluembættis- manns, Dee Street 60, Aberdeen, sem vottar og undirritar skjal þetta.“ Á yfirlýsingu þessa vottar notarius publicus, að hún hafi verið eiðfest hinn 22. ágúst 1963. Þá fer hér á eftir í Íslenzkri þýðingu áðurnefnd yfirlýsing Thomas Douglas Watts: „Ég undirritaður Thomas Douglas Watt, St. Vincent Street 150, Glasgow, Skotlandi, sver eftirfarandi yfirlýsingu: 453 1. Ég er lögmaður og fullgiltur til að stunda lögmannsstörf í Skotlandi. 2. Ég hef lesið yfirlýsingu Arthurs Philips sýsluembættis- manns, Dee Street 60, Aberdeen, Skotlandi, sem hann hefur unnið eið að hinn 22. ágúst 1963, en endurrit hennar er nú birt mér og merkt „D“. 3. Ég er þeirrar skoðunar, að samkvæmt skozkum lögum hafi skjöl þau, sem um ræðir í ofangreindri yfirlýsingu nefnds Arthurs Philips, verið réttilega birt John Smith, fyrrverandi skipstjóra á togaranum “Milwood'", sem á búsetu að 101 Gram- pion Road, Aberdeen, Skotlandi.“ Á þessa yfirlýsingu vottar einnig notarius publicus, að hún hafi verið eiðfest hinn 27. ágúst 1963. Á enska þýðingu ákæruskjals, dskj. nr. III, er ritað vottorð um birtingu ákærunnar, og hljóðar það svo í íslenzkri þýðingu: „íg votta hér með, að í dag heimsótti ég hr. John Smith að 101 Grampion Road, Aberdeen, að hr. Smith neitaði að taka við ofangreindri ákæru og að hann sagði, að hann óskaði ekki eftir að skipa sér verjanda við réttarhöldin, sem halda á í Reykja- vík hinn 2. september 1963. sign. I. L. Sharp Forstöðumaður Landbúnaðar- og sjávar- útvegsskrifstofu Skotlands. 20. ágúst 1963.“ IV. Hinn 2. september 1963 var sakadómsmálið út af ætluðu fisk- veiði- og siglingalaga- og hegningarlagabroti ákærða John Smiths þingfest í sakadómi Reykjavíkur, en með bréfi dómsins, dags. 29. ágúst 1963, var Gísli G. Ísleifsson hæstaréttarlögmaður skip- aður verjandi ákærða. Áður hafði saksóknari ríkisins með bréfi, dags. 22. s. m., fallizt á það, eftir tilmælum dómsins, að sókn og vörn yrði látin fara fram í málinu, og var ákveðið, að mál- flutningur skyldi vera munnlegur, en saksóknari ríkisins til- kynnti dóminum, að embætti hans mundi annazt sókn málsins. Í þinghaldi 2. september 1963, er málið var þingfest, var ákveðið, að flutningur málsins skyldi fara fram þriðjudaginn 29. októ- ber 1963, klukkan 1400, en þá var málflutningi frestað eftir ósk skipaðs verjanda ákærða til fimmtudagsins 7. nóvember 1963, klukkan 1000. Í þinghaldi þann dag krafðist skipaður verjandi Þess, að málinu yrði vísað frá dómi, og lagði fram skriflega 454 greinargerð um frávísunarkröfuna. Var þá ákveðið, að ákvörðun um, hvort eða hvenær málið yrði flutt að efni til, skyldi síðar tekin, er vitað væri, hver afstaða yrði tekin til frávísunarkröf- unnar. Að ósk saksóknara ríkisins var greinargerð skipaðs verj- anda send honum samkvæmt 124, gr. laga nr. 82/1961 um með- ferð opinberra mála með bréfi, dags. 8. nóvember s.l. Saksókn- ari ríkisins sendi síðan dóminum greinargerð um frávísunar- kröfuna, dags. 19. nóvember s.l., þar sem henni er mótmælt og þess krafizt, að henni verði hrundið. Greinargerð þessi barst skipuðum verjanda ákærða, sem síðan lagði fram viðbótar- greinargerð, dags. 15. desember s.l. Var hún send saksóknara ríkisins með bréfi, dags. 30. s. m., en hann mótmælti enn frá- vísunarkröfunni með vísun til greinargerðar sinnar, dags. 19. nóvember s.l. Skipaður verjandi ákærða byggir frávísunarkröfu sína í fyrsta lagi á því, að réttarfar í opinberum málum hér á landi, sbr. lög nr. 82/1961, heimili ekki, að menn séu dæmdir fjarverandi, in absentia, er eins stendur á og í sakadómsmáli því, sem höfð- að hefur verið gegn ákærða John Smith, enda eigi ákvæði 113. gr. sbr. 126. gr. nefndra laga nr. 82/1961 einungis við um smá- vægileg brot, umferðarlagabrot, brot á lögreglusamþykktum og minni háttar hegningarlagabrot. Hér eigi þau ekki við, þar sem þeim verði ekki beitt, ef ætla megi, að brot varði meiru en 3000 króna sekt eða eignaupptöku, en fiskveiðibrot það, sem ákærða er gefið að sök, varði a.m.k. 190.000 króna sekt og sigl- ingalagabrotið og hegningarlagabrotið a.m.k. varðhaldi. Þá segir verjandi svipaða reglu gilda bæði að dönskum og enskum lögum, og vísar í því sambandi til bréfs lögfræðinga sendiráðs Íslands í London, dags. 1. ágúst 1963, er að framan greinir, en af hálfu saksóknara ríkisins er því mótmælt, að lög annarra þjóða geti orkað á úrslit þessa máls. Þá telur skipaður verjandi ákærða ákvæðum 114. gr. sbr. 129. gr. laga nr. 82/1961 eigi verða beitt til þess að réttlæta það, að efnisdómur verði kveðinn upp í sakadómsmálinu gegn ákærða, enda sé dvalarstaður hans kunnur, og hvorki hafi ákæra né kröfur verið birtar í Lögbirtingablaði samkvæmt 117. gr. laganna, auk þess sem ákærði hafi ekki komið fyrir dóm og því eigi játað sig hafa haft alla þá háttsemi, sem hann er borinn. Af hálfu ákæruvalds er frávísunarkröfunni mótmælt, eins og fyrr getur. Í greinargerð saksóknara ríkisins, dags. 19. nóvem- ber s.l., segir, að birting ákærunnar ásamt kvaðningu um að 455 mæta fyrir sakadómi Reykjavíkur virðist í alla staði hafa verið lögmæt bæði að íslenzkum og brezkum lögum. Ekki sé í lögum um meðferð opinberra mála nr. 82/1961 neitt ákvæði, er bjóði, að ákærði skuli koma fyrir dóm til þess að gefa skýrslu eða að hann skuli hafa verið yfirheyrður af lögreglu eða dómara, áður en dæmt sé í refsimáli á hendur honum. Í lögunum séu hins vegar tvö ákvæði, þar sem beinlínis er heimilað að dæma sökunaut fyrir þá hegðun, sem honum er gefin að sök, án þess að hann hafi komið fyrir dóm, þ. e. 126. gr. sbr. 113. gr. og 129. gr. sbr. 117. gr. Um fyrra tilvikið, 126. gr. sbr. 113. gr., segir í greinargerð saksóknara ríkisins, að hér sé um reglu að ræða, sem eigi við um smávægileg mál, þar sem dómari geti að öllu leyti afgreitt málið af sjálfsdáðum, en sýni þó, að unnt sé að ljúka refsimáli með dómi, án þess að ákærði komi fyrir dóm, en þetta styðji það, að sakadómsmálið gegn ákærða verði dæmt að efni til. Um síðara tilvikið, þ. e. 129. gr. sbr. 117. gr. laga nr. 82/ 1961, segir svo í greinargerð saksóknara ríkisins: „Hér er einungis sett skilyrði til varnar því, að dómtekin séu mál á hendur sökunaut, sem óvíst er um, nema því aðeins að nokkuð strangra reglna sé gætt honum til verndar, og í þess- ari grein er ekkert kveðið á um, hvort ákærði þurfi að hafa komið fyrir dóm eða ekki, a.m.k. ekki að því er tvö síðari skil- yrðin varðar (þ. e. 2. og 3. tl. 129. gr.). Enda er það hin al- menna regla, sem kemur fram í 127. gr., 1. mgr., laganna, að dómari tekur mál til dóms, ef ákærði kemur ekki fyrir dóm, þegar þingfesta skal mál, enda standi ekki svo á, sem nánar segir í greininni. Þessi ákvæði eiga við, þegar ekki er um skipaðan verjanda að ræða, en hafi verjandi verið skipaður, virðist eigi skipta máli, hvort ákærði kemur fyrir dóminn sjálfur eða ekki, sbr. t. d. 121., 122. og 131. gr. laganna. Í þessu máli, sem hér er fjallað um, er skipaður verjandi, og skiptir því eigi máli, hvort ákærði mætir við þingfestingu eða ekki. Það eina, sem skipt gæti máli, er, hvort nauðsynlegt sé, að ákærði hafi komið fyrir dóm til yfirheyrslu, áður en mál er dómtekið.““ Skipaður verjandi ákærða fullyrðir aftur á móti í framhalds- greinargerð sinni, að ráð sé gert fyrir því í 121., 122. og 131. gr. laga nr. 82/1961, að ákærði hafi komið fyrir dóm, áður en verjandi er skipaður. Þá segir nánar svo í greinargerð saksóknara ríkisins: 456 „Í 40. gr., 1. mgr., og 77. gr., 2. mgr., er að finna reglur um, að þeim, sem yfirheyrðir eru af lögreglu eða fyrir dómi og grunaðir eru um brot, sé óskylt að svara spurningum, er varða hina meintu refsiverðu hegðun. Það er þannig greinilegt, að framburður sökunauts um sakaratriði þarf ekki að liggja fyrir í máli á hendur honum, til þess að rannsókn þess megi teljast fulllokið, og dæmt verði í því. Það, að ákærði hefur í máli þessu eigi komið fyrir dóm, get- ur því eigi haft neina úrslitaþýðingu, því svo hefði getað farið, að enda þótt hann hefði komið fyrir dóm, þá hefði hann eigi svarað neinum spurningum um málsatvik og rannsókn málsins eigi verið að neinu leyti fyllri en nú er. Af ákæruvaldsins hálfu er því litið svo á, að fjarvist ákærða í máli þessu geti eigi varnað því, að dómur gangi um ákæru- atriðin á hendur honum, og frávísun þess af þeirri ástæðu komi ekki til álita.“ Í framhaldsgreinargerð sinni telur skipaður verjandi ákærða með hliðsjón af 77. gr., 2. mgr, in fine, laga nr. 82/1961 rök- semd saksóknara ríkisins fyrir því, að greinilegt sé, að fram- burður sökunauts um sakaratriði þurfi ekki að liggja fyrir í máli á hendur honum, til þess að rannsókn þess megi teljast fulllokið og dæmt verði í því, þýðingarlausa til að forða frá- vísun málsins, enda hafi þögn sökunauts ákveðna réttarfars- lega þýðingu samkvæmt lagaákvæði þessu. Aðra frávísunarástæðu málsins telur skipaður verjandi leiða af því, að eigi hafi verið um löglega eftirför varðskipsins eftir togaranum að ræða, þar eð eftirförin hafi slitnað við Það, að varðskipið var stöðvað eftir áreksturinn milli skipanna í 6 mín- útur, eins og fram komi í skýrslu Þórarins Björnssonar, skip- herra á v/s Óðni, og er eftirförin hafi hafizt á ný, telur verj- andinn togarann hafa verið kominn yfir sex sjómílna mörkin út á opið haf og undan íslenzkri lögsögu, enda hafi ákærði aldrei undir íslenzka lögsögu komizt. Þessa frávísunarástæðu rökstyður skipaður verjandi ákærða nánar á þann veg, að varðskipið Óðinn hafi verið stöðvað í 6 mínútur eftir áreksturinn milli skipanna, en samkvæmt fram- burði Þórarins Björnssonar skipherra hafi togarinn siglt með 10—11 sjómílna hraða, og samkvæmt framburði Leons Einars Carlssonar, 2. stýrimanns á varðskipinu Óðni, hafi hann siglt með 11 sjómílna hraða, er notuð voru 75% af vélarafli togar- ans. Hann hafi sett á ferð klukkan 0526 laugardagsmorguninn 457 21. apríl s.l. og þá verið 1.25 sjómílur innan fiskveiðitakmark- anna, en níu mínútum síðar, eða klukkan 0535 hafi áreksturinn orðið milli skipanna og varðskipið verið stöðvað. Á þessum níu mínútum hafi togarinn farið 1.65 sjómílur, ef hann hefði allan þann tíma siglt á fullri ferð, en þegar tillit sé tekið til þess, að togarinn var í algerri kyrrstöðu í byrjun og síðan beygt í þeim tilgangi að sigla á duflið, minnki þetta allt nokkuð, svo að ætla megi, að togarinn hafi verið rétt um fiskveiðimörkin, er áreksturinn varð milli skipanna, og þó sennilega fyrir innan þau, er varðskipið var stöðvað í 6 mínútur, en á þeim tíma hafi togarinn farið 1.1 sjómílu og því verið kominn út fyrir sex sjómílna fiskveiðitakmörkin og út á opið haf, er eftirförin hafi hafizt af nýju. Þá segir nánar m. a. svo í greinargerð skipaðs verjanda: „Ég álít því, að um löglega eftirför hafi ekki verið að ræða, fyrst hún slitnaði, en það er viðurkennd regla, um “hot pursuit?, að hún verður að vera “hot and continuous", eða, eins og ég þýði það, „þindarlaus og óslitin“, og kemur reglan fram í 23. gr. samningsins um úthafið, sem gerður var í Genf 1958 og undirritaður var af Íslands hálfu, en þar segir m. a. í laus- legri þýðingu minni „og má því aðeins halda áfram út fyrir landhelgi eða viðbótarbelti, ef eftirförin hefur ekki slitnað“. Um þessa frávísunarástæðu, er skipaður verjandi færir fram máli sínu til stuðnings, segir svo í greinargerð saksóknara ríkisins: „Af ákæruvaldsins hálfu er því haldið fram, að þótt varð- skipið, sem veitti togaranum eftirför, neyddist til að stöðva í sex mínútur vegna árekstursins, þá hafi eftirförin alls ekki slitnað, enda sást togarinn frá varðskipinu, þegar varðskipið tók að sigla aftur, og aðeins var 1.1 sjómíla í milli skipanna í mesta lagi, og togarinn var þá enn a.m.k. 45 sjómílur innan íslenzkrar fiskveiðilögsögu samkvæmt reglugerð nr. 3/1961 um fiskveiðilandhelgi Íslands, 1. gr., sbr. lög nr. 44/1948, sem telst 12 sjómílur frá línu dreginni milli þargreindra grunnlínupunkta. Auglýsing nr. 4/1961 heimilar hins vegar brezkum togurum veiðar á tilteknum svæðum innan fiskveiðilögsögunnar milli 6 og tólf sjómílna markalínu á vissum árstímum, og togarinn var einmitt innan við slíkt undanþágusvæði, þegar varðskipið kom að honum. Samkvæmt 23. gr. samningsins um úthafið, sem gerður var í Genf 1958, en ekki hefur verið fullgiltur af Íslands hálfu, en sem hefur hins vegar tekið gildi milli ríkja, sem full- gilt hafa hann, er heimilt að hefja eftirför í viðbótarbelti (con- 458 tiguous zone), þegar um er að ræða brot á þeim réttindum, sem njóta verndar viðbótarbeltisins. Til frekari stuðnings því, að eftirförin sé í alla staði lögmæt, má benda á, að þegar varð- skipið skýtur lausu skoti að togaranum kl. 0604, er togarinn enn a.m.k. 0.3 sjómílur innan 12 sjómílna fiskveiðimarkanna, það er innan Íslenzkrar fiskveiðilögsögu. Eftirförinni lauk þannig, að varðskipsmenn tóku togarann í sínar vörzlur og færðu hann til hafnar í Reykjavík. Skipstjóri hans, ákærði í máli þessu, strauk hins vegar af skipi sínu, eins og rakið er hér að framan. Af ákæruvaldsins hálfu er því mótmælt, sem skipaður verj- andi heldur fram í frávísunargreinargerð sinni, að ákærði hafi aldrei undir íslenzka lögsögu komizt. Ákærði, sem og skip hans, var undir raunverulegum yfirráðum íslenzkra löggæzlumanna, þótt ákærða tækist að sleppa undan þeim yfirráðum fyrir að- gerðir fulltrúa brezku krúnunnar. Slíkur flótti undan löggæzlumönnum getur ekki varnað því, að mál ákærða verði tekið til meðferðar af íslenzkum dómstóli. Hvort ákærði verði dæmdur án þess að hafa komið fyrir dóm, er hins vegar atriði, sem fjallað er um hér að framan.“ Með bréfi, dagsettu 12. nóvember s.l., fór saksóknari ríkisins þess á leit við Ingólf Þórðarson stýrimannaskólakennara, að hann reiknaði út eftirfarandi atriði, sem tilfærð verða orðrétt hér á eftir, í sambandi við siglingu varðskipsins Óðins og togarans Milwood, A 472, laugardaginn 27. apríl s.l. „1. Hvað eru v/s Óðinn og b/v Milwood, A 472, komnir langt frá baujunni, þegar áreksturinn verður kl. 0525, miðað við 11 sjómílna hraða togarans, og hvað er togarinn þá langt innan eða utan 6 sjómílna fiskveiðimarka? 2. Hvað siglir togarinn langt, miðað við 11 sjómílna hraða, frá kl. 0535 til 0541? 3. Hvað er togarinn kominn langt frá baujunni kl. 0541, miðað við 11 sjómílna hraða, og hve langt utan eða innan 12 sjó- mílna fiskveiðimarka er hann þá? 4. Hvað er togarinn kominn langt frá baujunni kl. 0604, mið- að við 11 sjómílna hraða, og hve langt utan eða innan 12 sjó- mílna fiskveiðimarka er hann þá? Þegar fundinn er staður togarans á framangreindum tímum, miðað við fiskveiðitakmörk, sé miðað við, að hann fari skemmstu vegalengd frá stað duflsins út fyrir fiskveiðitakmarkalínur.“ Í skýrslu Ingólfs Þórðarsonar, dags. 17. nóvember s.l., til 459 fulltrúa saksóknara ríkisins, segir, að hann hafi „sett út á sjó- kort nr. 30 staði þá, sem þér biðjið um, og mælt afstöðu þeirra til 6 og 12 sjómílna fiskveiðimarkanna samkvæmt spurningum yðar og í stefnu, sem er hornrétt á fiskveiðimörkin. Eftirfar- andi útkomur fengust: 1. Togarinn Milwood, A 472, setur á ferð við bauju varð- skipsins Óðins kl, 0526 samkvæmt dskj. nr. 2, og er því 9 mín- útna sigling til kl. 0535, sem gefur 1.65 sjómílna vegalengd, miðað við 11.0 sjómílna hraða. Fjarlægð skipanna frá baujunni er því 1.65 sjómílur kl. 0535, og miðað við fyrrnefnda stefnu, gefur það togarann um 0.4 sjómílur fyrir utan 6 sjómílna fisk- veiðimörkin. 2. Frá kl. 0535 til kl, 0541 er 6 mínútna sigling, miðað við 11.0 sjómílna hraða, fer togarinn á þeim tíma 1.1 sjómílu. 3. Frá kl. 0526 til kl. 0541 er 15 mínútna sigling, og miðað við 11.0 sjómílna hraða, er togarinn þá kominn 2.75 sjómílur frá baujunni og er þá staddur a) 1.5 sjómílur fyrir utan 6 sjó- mílna fiskveiðimörkin, b) 4.5 sjómílur fyrir innan 12 sjómílna fiskveiðimörkin. 4. Frá kl. 0541 til kl. 0604 er 23 mínútna sigling, sem gefur, miðað við 11.0 sjómilna hraða, 4.22 sjómílur, og er þá togar- inn staddur um 0.3 sjómílur fyrir innan 12 sjómílna fiskveiði- mörkin. Stefna sú, sem sett er hornrétt á fiskveiðimörkin, er um 130 r/v, en í skýrslu frá varðskipinu Óðni eiga skipin að hafa haldið 115? til 1309 stefnu r/v, en samkvæmt framburði eins af áhöfn togarans var siglt SAaS, sem er trúlega segulátt og samsvar- ar 1249 r/v. Þó að siglt hafi verið 124? r/v eða 125? r/v, sem er stefna á Sule Skerry, mundu fjarlægðir frá fiskveiðimörkunum breyt- ast hverfandi lítið.“ Í framhaldsgreinargerð sinni kveðst skipaður verjandi ákærða láta dóminn um að meta það, hvort ákærði hafi verið undir raunverulegum yfirráðum íslenzkra löggæzlumanna, eins og hald- ið er fram í greinargerð saksóknara ríkisins, en verjandinn telur þó fjarri lagi, að svo hafi verið, vísar í því sambandi til skýrslu Þórarins Björnssonar skipherra og segir, að þar komi einmitt skýrt fram, að ákærði hafi aldrei komizt undir nokkur yfirráð varðskipsmanna. 460 V. Einn megintilgangur með útgáfu ákæruskjals, sbr. 115. gr. laga nr. 82/1961, og birtingu þess er, að sökunaut megi vera ljóst, hverjum sökum hann er borinn, og hver lagaákvæði hann er talinn hafa gerzt brotlegur við. Í 116. gr. nefndra laga segir m. a., að tilkynningar megi birta á sömu stöðum sem í lögum um meðferð einkamála í héraði nr. 85/1936 greinir, sbr. 95. gr. þeirra laga. Um heimili ákærða var kunnugt, er ákæruskjal var gefið út, og kemur því 117. gr. laga nr. 82/1961 eigi hér til álita, en hún fjallar um birtingu ákæru í Lögbirtingablaði, er óvíst er um þann mann, er kröfur skal á hendur gera, eða dvalarstað hans. Ákæruskjal var, eins og áður er rakið, tvívegis birt ákærða á heimili hans, bæði fyrir tilstilli brezkra stjórn- valda af embættismanni Skotlandsmálaráðuneytis og einnig af sýsluembættismanni, en í báðum tilvikum neitaði ákærði að taka við gögnum málsins, sem voru skilin eftir hjá honum í enskri þýðingu, og lýsti hann því jafnframt yfir, að hann óskaði ekki eftir því, að honum yrði skipaður verjandi. Verður ekki annað séð en ákæruskjalið hafi verið nægilega birt samkvæmt ákvæðum íslenzkra laga. Ákvæði 113. gr. og 114. gr. laga nr. 82/1961 geyma heimild til handa dómara til að höfða mál af sjálfsdáðum án atbeina handhafa ákæruvalds og koma því að þessu leyti eigi til álita, varðandi frávísunarkröfu þá, sem hér er til úrlausnar, enda ákæruskjal gefið út af saksóknara ríkisins. Ákvæði 126. gr. sbr. 113. gr. svo og ákvæði 129. gr. sbr. 117. gr. laga nr. 82/1961 heimila, að mál sé tekið til dóms í ákveðn- um tilvikum og dæmt í því, þótt sökunautur komi ekki fyrir dóm, en ekkert ákvæði er í lögunum, sem bannar í öðrum til- vikum að taka mál til dóms og kveða upp í því dóm að efni til, þar sem sökunautur hefur ekki komið fyrir dóm. Öllum tiltækum ráðum var beitt til þess að fá ákærða til að koma fyrir íslenzkan dómstól, eftir að hann komst undan í tog- aranum Juniper og brezka herskipinu Palliser fyrir tilstilli skipherra þess, og tjá sig um málavexti, en án árangurs. Hefði hann komið fyrir dóm hér á landi, gat hann og neitað að svara spurningum dómara og tjá sig um málavexti, sbr. 2. mgr. 77. gr. laga nr, 82/1961. Þá hefði og eigi verið skylda án óskar hans að skipa honum verjanda, nema ákveðið hefði þá verið, að mál hans skyldi sæta sókn og vörn, sbr. 80. gr. og 130. gr. laga nr. 82/1961, en mjög fátítt mun vera að hafa þann hátt 461 á, er mál út af ætluðum fiskveiðibrotum eru rekin fyrir héraðs- dómi. Virðist mega hafa nokkra hliðsjón af þessu, er afstaða er tekin til frávísunarkröfunnar, en ekki verður annað séð en hagsmuna ákærða hafi verið gætt eftir föngum. Eins og áður greinir, telur skipaður verjandi ákærða hann aldrei hafa komizt undir nein yfirráð íslenzkra löggæzlumanna. Þeir festu að vísu aldrei hendur á honum, enda gripu þeir ekki til þess ráðs að skjóta „föstu skoti“ á togarann, þar eð skip- herra herskipsins Palliser óskaði eftir, að beðið yrði með að stöðva togarann á þann hátt, þar sem hann efaðist ekki um, að unnt yrði að leysa málið, er hann væri kominn á vettvang, þótt reyndin yrði sú, að ákærði komst undan með aðstoð skipherra herskipsins, en frá því að varðskipið kom að togaranum og til þessa, verður ekki annað séð en varðskipsmenn hafi haft ráð ákærða í hendi sér. Ekki verður fallizt á þá skoðun skipaðs verjanda ákærða, að eftirförin eftir togaranum hafi slitnað, er vélar varðskipsins Óð- ins voru stöðvaðar í nokkrar mínútur eftir árekstur skipanna, til að hægt væri að huga að skemmdum á varðskipinu, eins og áður er lýst, sbr. og fyrrgreinda bókun í véladagbók þess, enda voru skipin bæði innan 12 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands, er vélarnar voru stöðvaðar og eins, er þær voru aftur settar í gang og knúðu skipið áfram, sbr. álitsgerð Ingólfs Þórðarsonar stýri- mannaskólakennara, sbr. og 23. gr. í áðurnefndum samningi frá 1958 um úthafið. Þegar það er virt, sem hér undir þessum tölulið V segir, svo og að öðru leyti með vísun til málavaxta, verður frávísunar- krafan eigi til greina tekin. Í greinargerð sinni um frávísunarkröfuna krefst skipaður verj- andi ákærða hæfilegra málsvarnarlauna sér til handa vegna þessa þáttar málsins gegn ákærða. Þykir rétt, að fjallað verði um kröfu þessa í væntanlegum efnisdómi í máli þessu. Ályktarorð: Framkomin frávísunarkrafa er ekki tekin til greina. 462 Miðvikudaginn 20. maí 1964. Nr. 105/1963. Kristín Jósefsdóttir og Þórður Jósefsson (Páll S. Pálsson hrl.) gegn Eggert Ólafssyni (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.) og Ólöfu Áslaugu Ólafsdóttur (Egill Sigurgeirsson hrl.) og Skiptaráðandanum í Reykjavík vegna dánar- bús Matthíasar Ólafs Stefánssonar og Óskar Jósefsdóttur til réttargæzlu og gagnsakir. Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Ármann Snævarr og Theodór B. Líndal. Erfðamál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 26. ágúst 1963. Krefjast þeir þess, „að hinum áfrýjaða úrskurði verði hrundið og að séreign Óskar G. Jós- efsdóttur skv. kaupmála, dagsettum 3. desember 1934, með síðari viðaukum verði talin hluti af dánarbúi hennar og skipt milli erfingja hennar, óviðkomandi erfingjum Matt- híasar Ólafs Stefánssonar“, Þá krefjast aðaláfryjendur einn- ig, að gagnáfrýjendum verði dæmt in solidum að greiða þeim málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi Eggert Ólafsson hefur áfrýjað málinu með stefnu 3. september 1963. Hann krefst þess, „að arfleiðsluskrá, gerð hinn 18. ágúst 1952 af hjónunum Matt- híasi Ólafi Stefánssyni og Ósk Guðrúnu Jósefsdóttur, verði dæmd gild, þannig að allir eftirlátnir munir þeirra hjóna falli undir erfðaskrána, bæði þeir munir, sem voru Í sér- eign og í hjúskapareign“. Svo krefst hann og málskostn- aðar úr hendi aðaláfrýjenda in solidum bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. 463 Gagnáfrýjandi Ólöf Áslaug Ólafsdóttir hefur áfrýjað mál- inu með stefnu 18. september 1963. Krefst hún þess, „að hinn áfrýjaði úrskurður verði staðfestur, enda verði arf- leiðsluskrá Ólafs Stefánssonar og Óskar Jósefsdóttur, dags. 18. ágúst 1952, dæmd gild í hverri grein, þannig að allar eftirlátnar eignir þeirra hjóna falli undir arfleiðsluskrána frá 18. ágúst 1952“, Hún krefst þess einnig, að aðaláfrýj- endum verði dæmt in solidum að greiða henni málskostn- að í héraði og hér fyrir dómi. Aðiljar hafa stefnt skiptaráðandanum í Reykjavík fyrir hönd dánarbús Matthíasar Ólafs Stefánssonar og Óskar Guðrúnar Jósefsdóttur til réttargæzlu fyrir Hæstarétti. Eftir uppsögu hins áfrýjaða úrskurðar hafa verið háðar vitnaleiðslur í málinu og ýmis ný gögn lögð fyrir Hæstarétt. Þau Ólafur Stefánsson, sem svo er að jafnaði nefndur í gögnum málsins, fæddur 4. janúar 1900, og Ósk Guðrún Jósefsdóttir, fædd 18. janúar 1889, gengu í hjónaband hinn 14. nóvember 1929. Samkvæmt kaupmála, er hjónin gerðu með sér 3. desember 1934, og viðaukum við þann kaup- mála, dags. 14. janúar 1941 og 26. október 1946, skyldi húseignin Vesturgata 22 í Reykjavík og tilgreindir innan- stokksmunir og búsgögn vera séreign Óskar. Hinn 18. ágúst 1952 gerðu hjónin með sér sameiginlega og gagnkvæma erfðaskrá, og er hún í heild tekin upp í úrskurð skiptaráð- anda. Ólafur lézt hinn 2. nóvember 1962, en Ósk hinn 25. nóv- ember sama ár. Hefur bú þeirra verið tekið til opinberra skipta. Þau hjónin Ólafur og Ósk eignuðust ekki sameiginlegan lifserfingja. En áður en til hjónabands þeirra var stofn- að, hafði Ólafur eignazt tvö börn utan hjónabands, þau Eggert og Ólöfu Áslaugu, sagnáfrýjendur máls þessa. Er Eggert fæddur 3. september 1924, en Ólöf Áslaug fædd 17. nóvember 1927. Þau eru ekki sammæðra. Í flutningi málsins er talið, að Ólafur hafi gengizt við faðerni Egg- erts, og var Eggert því frá fæðingu skylduerfingi Ólafs, sbr. 36. gr. laga nr. 46/1921 og síðar 17. gr. laga nr. 87/ 1947, 1. gr. laga nr. 42/1949 og 1. gr. laga nr. 8/1962. Sam- 464 kvæmt endurritum úr dómsmálabókum Neskaupstaðar, sem lögð hafa verið fram í Hæstarétti, var faðerni Ólafar Ás- laugar sannað með fyllingareiði móður. Öðlaðist hún því ekki erfðarétt eftir föður sinn fyrr en 28. september 1962, sbr. 1., 57. og 58. gr. laga nr. 8/1962 og áður 36. gr. laga nr. 46/1921, 17. gr. laga nr. 87/1947 og 1. gr. laga nr. 42/1949. Leitt er í ljós í máli þessu, að áður en erfðaskráin var gerð, hafði gasnáfrýjandi Eggert komið oft á heimili föður sins og Óskar og jafnvel dvalizt þar um skeið. Vissi Ósk, að hann var sonur Ólafs. Þá hafa einnig verið leiddar að því líkur, að Ósk hafi verið kunnugt um gagnáfrýjanda Ólöfu Áslaugu og að hún væri dóttir Ólafs. Málsástæður aðaláfrýjenda eru raktar í hinum áfrýj- aða úrskurði. Þeir hafa í fyrsta lagi vísað til þess, að erfða- ráðstöfun Óskar til handa Ólafi hafi ekki verið bundin nein- um takmörkunum að lögum. Hins vegar hafi Ólafur átt skylduerfingja á lifi, þegar erfðaskráin var gerð, þó að þess sé ekki getið í skránni. Ráðstöfun hans á arfi til handa eiginkonu sinni hafi því verið háð takmörkunum, sem leiðir af ákvæðum laga um skylduarf niðja. Sam- kvæmt þessu hafi erðaskráin ekki veitt þeim hjónunum að öllu leyti gagnkvæm réttindi. Telja aðaláfýjendur, að Ósk muni ekki hafa gert sér grein fyrir þessu, og hafi því röng hugmynd um atvik, sem máli skipta, ráðið úrslitum um erfðaráðstöfun hennar. Af þessu leiði, að ógilda beri erfða- skrána samkvæmt 38. gr. laga nr. 8/1962. Á þessa máls- ástæðu verður þó ekki fallizt. Eins og áður getur, var Ósk kunnugt um gagnáfryjanda Eggert, þegar erfðaskráin var gerð, og gekk þess ekki dulin, að hann átti arftökurétt eftir Ólaf. Skiptir því ekki máli í þessu sambandi, þó að Eggerts væri ekki setið í erfðaskránni. Þá er og á það að lita, að samkvæmt erfðaskránni skyldu hálfar eignir að báðum hjónum látnum renna til lögerfingja Ólafs, miðað við arftökurétt á þeim tíma, er andlát hins langlifara bæri að höndum. Bendir ekkert til þess, að Ósk hafi fremur vilj- að láta arfinn renna til útarfa Ólafs en barna hans. Ákvæði 38. gr. erfðalaganna um brostnar forsendur geta því ekki 465 af þessum sökum leitt til ógildingar á erfðaskránni að neinu leyti, Í öðru lagi hafa aðaláfrýjendur haldið því fram, að Ósk hafi staðið að erfðaskránni í þeirri trú, að ákvæði skrár- innar ættu aðeins við um hjúskapareign hjónanna, en næðu ekki til séreignar hennar eftir kaupmálanum frá 3. desem- ber 1934 og fyrrgreindum viðaukum við hann. Ósk hafi afl- að séreignarinnar að mestu leyti sjálf með atvinnurekstri sínum, og muni hún ekki hafa ætlazt til, að séreignin gengi að neinu leyti til lögerfingja Ólafs. Eftir að úskurður skiptaráðanda gekk, hafa komið fyrir dóm vitnin Kristján Júlíusson og Bertha Charlotta Andersen. Kveðast þau hafa verið nákunnug Ósk og orðið þess áskynja af viðtali við hana, að hún hafi álitið, „að séreign hennar komi ekki til skipta handa erfingjum Ólafs“. Þá hefur og vitnið Stein- Þór Stefánsson borið það, „að Ósk hafi sagt við sig, að Eggert mundi erfa Ólaf, en af sinum eignum fengi hann ekkert“, Kveða aðaláfrýjendur, að með gerð kaupmálans og viðauka hans hafi Ósk viljað tryggja lögerfingjum sin- um einum erfðarétt að séreigninni, og þegar litið sé til þess, hvernig eignanna var aflað, og vættis framangreindra vitna, þá beri að skýra ákvæði erfðaskrárinnar þannig, að Þau taki aðeins til hjúskapareigna, en ekki að neinu leyti til séreignar. Í 1. tölulið erfðaskrárinnar segir svo: „Hvort okkar, sem lifir hitt, skal erfa það, er fyrr læzt, að öllum eign- um þess, föstum og lausum, hverju nafni sem nefnast, eins og lög framast heimila“. Þá eru ákvæði 3. töluliðs á þessa leið: „Eftir lát þess okkar, sem lengur Lfir, skal búinu skipt að jöfnu milli lögerfingja okkar eftir almennum fyrir- mælum laga, þannig að miðað sé við erfðaréttindi erfingja hvors um sig, eins og þau eru við andlát þess, sem siðar deyr.“ Orðalag þetta er svo afdráttarlaust, að engum vafa er bundið, að það tekur bæði til hjúskapareigna og sér- eignar. Er óheimilt að skýra ákvæði erfðaskrárinnar með öðrum hætti, þó að Ósk hafi í samtölum látið aðra skoðun uppi. Erfðaskráin var varðveitt óbreytt til dánardags Ósk- 30 466 ar, og standa erfðaráðstafanir hennar, er þar greinir, óhagg- aðar. Samkvæmt þessu verða kröfur aðaláfrýjenda um, að séreign Óskar renni til þeirra einna, ekki teknar til greina. Eins og fyrr var greint, lézt Ólafur hinn 2. nóvember 1962, en Ósk hinn 25. sama mánaðar. Arfur eftir Ólaf féll við andlát hans, og mátti þá bú hans koma til skipta milli Óskar og gagnáfrýjenda eftir fyrirmælum erfðaskrárinnar og ákvæðum laga um skylduarf. Nú hafa sagnáfrýjendur með kröfugerð sinni og yfirlýsingum í málflutningi fallið frá rétti sínum til að fá búi Ólafs skipt sérstaklega, en æskt þess, að búi beggja hjónanna verði skipt sameigin- lega eftir ákvæðum erfðaskrárinnar. Hafa og aðaláfrýj- endur lýst því, að þeir hefðu ekkert við það að athuga, að búskipti fari fram í einu lagi. Og þar sem aðiljar hafa for- ráð á, að búskiptum sé hagað með þessum hætti, ber eftir því að fara. Með skirskotun til þess, sem að framan greinir, ber að staðfesta hinn áfrýjaða úrskurð. Rétt er, að aðaláfrýjendur greiði in solidum gagnáfrýj- endum málskostnað í Hæstarétti, og er hann ákveðinn kr. 20.000.00 til hvors þeirra. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Aðaláfrýjendur, Kristín Jósefsdóttir og Þórður Jósefs- son, greiði in solidum gagnáfrýjanda Eggert Ólafssyni málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 20.000.00, og gagn- áfrýjanda Ólöfu Áslaugu Ólafsdóttur málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 20.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður skiptadóms Reykjavíkur 30. júlí 1963. Sóknaraðili máls þessa Eggert Ólafsson, búsettur Norðurgötu 52, Akureyri, hefur gert þær réttarkröfur, að úrskurðað verði, 467 að arfleiðsluskrá, gerð hinn 18. ágúst 1952 af hjónunum Matt- híasi Ólafi Stefánssyni og Ósk Guðrúnu Jósefsdóttur, sem bjuggu að Vesturgötu 22, hér í borg, verði metin gild í hverri grein, þannig að allir eftirlátnir munir þeirra hjóna falli undir erfða- skrána, bæði þeir munir, sem voru í séreign og hjúskapareign hvors, og að úrskurðað verði, að varnaraðiljar málsins, Þórður Jósefsson og Kristín Jósefsdóttir, skuli in solidum greiða sóknar- aðilja málskostnað. Hinn sóknaraðilinn Ólöf Áslaug Ólafsdóttir, Hólabraut 7 í Hafnarfirði, hefur gert þær réttarkröfur, að úrskurðað verði, að arfleiðsluskrá, dagsett 18. ágúst 1952, sé gild, þannig að allir þeir munir, sem upp eru taldir í kaupmála, dags. 3. desember 1934, með síðari viðaukum, falli undir arfleiðslu þessa. Þá krefst hún þess, að varnaraðiljum, Þórði Jósefssyni og Kristínu Jósefsdóttur, verði in solidum gert að greiða sér málskostnað. Varnaraðilinn Kristín Jósefsdóttir, Barmahlíð 3, hefur krafizt þess, að séreign Óskar G. Jósefsdóttur samkvæmt kaupmála, dagsettum 3. desember 1934, sbr. síðari viðauka, verði skipt milli erfingja hennar, en skuli við skiptin vera óviðkomandi erfingjum Ólafs Stefánssonar, og enn fremur krefst varnaraðili þess, að sóknaraðiljar, Eggert Ólafsson og Ólöf Áslaug Ólafs- dóttir, verði in solidum úrskurðuð til þess að greiða sér máls- kostnað. Síðari varnaraðilinn, Þórður Jósefsson, Blönduósi, hefur kraf- izt þess, að séreign Óskar G. Jósefsdóttur samkvæmt kaupmála frá 3. desember 1934 með síðari viðaukum verði talin hluti af dánarbúi hennar og eigi að falla til lögerfingja hennar, en sé lögerfingjum Ólafs Stefánssonar óviðkomandi. Hann krefst þess, að sóknaraðiljar, Eggert Ólafsson og Ólöf Áslaug Ólafsdóttir, verði in solidum úrskurðuð til að greiða málskostnað. Mál þetta var að lokinni gagnaöflun munnlega flutt hinn 28. júní s.l. og tekið til úrskurðar að loknum flutningi. Hinn 2. nóvember 1962 andaðist hér í borg Matthías Ólafur Stefánsson, Vesturgötu 22. Kona hans, Ósk Guðrún Jósefsdóttir, andaðist hinn 25. nóvember sama árs. Það er komið fram í mál- inu, að þau höfðu gengið í hjónaband hinn 14. nóvember 1929. Uppskrift á eignum dánarbúsins fór fram dagana 5., 7. og 12. desember 1962. Við uppskriftina kom fram fasteignin nr. 22 við Vesturgötu auk innanstokksmuna o. fl. Sjá rskj. nr. 7. Þá kom og fram, að hin látnu hjón höfðu gert með sér kaup- mála hinn 3. desember 1934. Hefur sá kaupmáli verið lagður 468 fram í málinu sem rskj. nr. 5, og segir þar, að allir innan- stokksmunir og húsgögn, sem þau þá áttu og síðar kynnu að eign- ast, skuli vera séreign Óskar G. Jósefsdóttur og óviðkomandi samlánardrottnum þeirra hjóna og sérlánardrottnum Ólafs Stef- ánssonar, eftir því sem lög frekast leyfðu. Eru munir þessir síðan taldir hver fyrir sig. Þessi kaupmáli er tilkynntur og skrá- settur hinn 5. desember 1934. Á sama skjal er skráður viðbótar- kaupmáli, dagsettur 14. janúar 1941, og er þar svo ákveðið, að hálf húseignin nr. 22 við Vesturgötu skuli vera séreign Óskar ásamt meðfylgjandi hálfum lóðarréttindum og öllu meðfylgj- andi svo og leigutekjum af þessum húshelmingi. Þetta kaup- málaákvæði er tilkynnt hinn 16. janúar 1941. Loks hafa hjónin látið skrá á sama skjal viðbótarkaupmála 26. október 1948 og tilkynnt hann hinn 28. sama mánaðar, og þar segir, að hálf hús- eignin Vesturgata 22 með meðfylgjandi hálfri lóð og öllu með- fylgjandi svo og leigutekjur af þessum húshelmingi skuli vera séreign Óskar G. Jósefsdóttur. Þá kom einnig fram við uppskriftina arfleiðsluskrá, er hjón þessi höfðu sameiginlega gert og fengið notarialiter staðfesta hinn 18. ágúst 1952. Arfleiðsluskrá þessi hefur verið lögð fram í máli þessu sem rskj. nr. 6, og er hún á þessa leið: „Við undirrituð hjón, ég Matthías Ólafur Stefánsson vélstjóri og Ósk G. Jósefsdóttir, bæði til heimilis Vesturgötu 22 í Reykja- vík, sem eigum enga sameiginlega lífserfingja, gerum hér með svohljóðandi ARFLEIÐSLUSKRÁ: 1. Hvort okkar, sem lifir hitt, skal erfa það, er fyrr læzt, að öllum eignum þess, föstum og lausum, hverju nafni sem nefnast, eins og lög framast heimila. 2. Verði hjúskap okkar slitið, að báðum lifandi, eða ef við skiljum að borði og sæng, skal þó fara um erfðir eftir okkur samkvæmt lögum. 3. Eftir lát þess okkar, sem lengur lifir, skal búinu skipt að jöfnu milli lögerfingja okkar eftir almennum fyrirmælum laga, þannig að miðað sé við erfðaréttindi erfingja hvors um sig, eins og þau eru við andlát þess, sem síðar deyr. 4. Búinu skal og skipt samkvæmt 3. gr., ef og áður en það, sem lengur lifir, gengur í hjúskap á ný. 5. Það, er lengur lifir, má ekki ráðstafa með arfleiðsluskrá eða dánargjafagerningi eignum þeim, er það fær samkvæmt 469 arfleiðsluskrá þessari, þannig að í bága komi við réttindi erf- ingja þess, er fyrr læzt. 6. Arfleiðsluskrá þessari getur hvorugt okkar rift án sam- Þykkis hins. 7. Arfleiðsluskrá þessa undirritum við í viðurvist notarii publici í Reykjavík, og skal hún innfærð í notarialbókina. Eftir- rit úr bókinni skal hafa sama gildi og frumrit arfleiðsluskrár- innar, ef það skyldi glatast. Reykjavík, 18. ágúst 1952. Matthías Ólafur Stefánsson. Ósk G., Jósefsdóttir. Ár 1952, þriðjudaginn 19. ágúst, var ég undirritaður fulltrúi notarii publici í Reykjavík til staðar í skrifstofu hans í Tjarnar- götu 4, hér í bænum. Komu þar og þá fyrir mig hjónin Matthías Ólafur Stefánsson vélstjóri og Ósk G. Jósefsdóttir, bæði til heimilis að Vesturgötu 22 í Reykjavík, og sönnuðu á sér deili. Lögðu þau fram og undirrituðu í viðurvist minni og notarialvottanna ofanritaða arfleiðsluskrá, sem dags. er 18, ágúst 1952. Gerðu þau það af fúsum og frjálsum vilja og með fullu ráði og kváðu skrána hafa vilja sinn að geyma. Notarialvottar voru þær Dýrleif Árnadóttir og Hebba Her- bertsdóttir, sem báðar starfa hér við embættið. Notarius publicus í Rekkjavík, d.u.s. Þorsteinn Thorarensen, ftr. L.S. Notarialvottar: Dýrleif Árnadóttir, Hebba Herbertsdóttir.“ Við uppskriftina var mætt af hálfu sonar Ólafs Stefánssonar, Eggerts Ólafssonar, Auk Eggerts hafði Ólafur átt dóttur, Ólöfu Áslaugu, en hjónaband þeirra Ólafs og Óskar var barnlaust, svo sem að framan er drepið á. Þá var enn fremur mætt við uppskriftina af hálfu systkina Óskar, þeirra Kristínar Jósefs- dóttur og Þórðar Jósefssonar. Skiptafundir í búinu voru haldnir dagana 14. og 21. febrúar og 7. og 14. marz sl. Á skiptafundinum 7. marz var færð til bókar sú yfirlýsing umboðsmanna þeirra Kristínar Jósefsdóttur og Þórðar Jósefssonar, að þeir teldu, að búinu bæri að skipta þannig, að séreign Óskar samkvæmt kaupmálum, sjá rskj. nr. 5, 470 gengi til lögerfingja hennar, en komi lögerfingjum Ólafs Stefáns- sonar ekki við. Umboðsmaður Ólafar Áslaugar Ólafsdóttur lét það bóka, að hann teldi, að búinu ætti að skipta samkvæmt 3. grein arf- leiðsluskrárinnar á rskj. 6 til helminga milli erfingja hjónanna, enda félli niður erfðaréttur konunnar, sbr. 19. gr., 2. mgr., erfða- laga, og samkvæmt 3. gr. arfleiðsluskrárinnar. Umboðsmaður Eggerts Ólafssonar tók undir þessa skoðun, en vísaði um rökstuðning þar að lútandi til 3. greinar arfleiðslu- skrárinnar. Á skiptafundinum 14. marz var mætt fyrir sömu aðilja. Þá var ákveðið, að sérstakur úrskurður yrði látinn ganga um það, hvort eignir þær, sem taldar eru upp í kaupmála hjónanna með viðaukum, skuli falla undir arfleiðsluskrá þeirra frá 18. ágúst 1952. Sóknaraðilinn Eggert Ólafsson hefur gert grein fyrir máli sínu, svo sem hér greinir: Um er að ræða sameiginlega og gagnkvæma arfleiðsluskrá hjónanna Ólafs og Óskar, sem gerð er í viðurvist notarii publici og að öllu í gildu formi. Þar arfleiða þau hvort annað að öllum eftirlátnum eignum hins, og er það sérstaklega brýnt fram tekið í 1. gr. skrárinnar. Þar segir, að erfðaskráin taki til allra eigna þeirra hjóna, fastra og lausra, og hverju nafni sem nefnast, svo sem lög framast heimila. Skráin geymi alls engan fyrirvara um það, að eign Óskar G. Jósefsdóttur samkvæmt kaupmálanum frá því árið 1934 og síðar eigi að vera undanskilin þessari arf- leiðslu, Slíkan fyrirvara hefði verið nauðsynlegt að setja í skrána, ef til þess hefði verið ætlazt af hálfu arfleiðenda, að séreignin skyldi ekki falla undir arfleiðsluna, því fremur sem arfleiðslu- skráin er yngri gerningur en kaupmálinn og viðaukar við hann. Kröfum systkina Óskar Jósefsdóttur er mótmælt í hverri grein sem röngum. Rökstuðningur fyrir réttarkröfum Ólafar Áslaugar Ólafsdóttur er svipaður og lýst er að framan um kröfur Eggerts Ólafssonar. Ekki sé um það að ræða, að nein takmörkun sé í arfleiðslu- skránni um einstakar eignir arfleiðenda, annars hvors eða beggja, heldur sé orðalagi skrárinnar einmitt beinlínis hagað þannig, að allar eignir hjónanna falli undir arfleiðsluna, sbr. orðalag 1., 3. og 4. greinar. Þar eð einungis annar aðili þessarar arf- leiðslu hafi átt séreign samkvæmt fyrirliggjandi kaupmálum, hefði átt að taka berum orðum fram, ef öllu búinu hefði ekki 471 átt að skipta samkvæmt 4. grein, ef það, sem lengur lifði, skyldi ganga í hjúskap á ný. Megi ætla, að slíkt hefði ekki verið vilji Ólafs. Ef hann hefði nú lifað lengur en kona hans, hefði hann vissulega erft allar eignir hennar, sbr. 1. grein skrárinnar. Samt hefði honum borið að skipta búinu, sbr. 4. grein, ef hann, að konu sinni látinni, hefði viljað kvænast að nýju, og megi ætla, að það hefði verið vilji konunnar. Minnt er á þá tilvísun í 3. grein skrárinnar, sem 4. grein hefur að geyma, og sé með þessu eins ljóst og verða megi, að séreign Óskar eigi að koma til skipta milli erfingja beggja, eftir lát þess, sem lengur lifi. Þórður Jósefsson byggir sínar kröfur í málinu á því, að ljóst sé, að Ósk G. Jósefsdóttir hafi verið í villu um veigamikil at- riði viðvíkjandi arfleiðsluheimild Ólafs Stefánssonar, sem hafi átt skylduerfingja. Í 1. grein skrárinnar, sem kveður svo á, að hvort sem hitt lifir, skuli erfa hið látna að öllum þess eigum, hverju nafni sem nefnist, hefði vissulega átt að geta þess, að Ólafur ætti arfgenga niðja á lífi, og gæti því ekki ráðstafað nema takmörkuðum hluta sinna eigna með arfleiðsluskrá. Sér- staklega hefði verið þörf að seta þessa, ef ætlunin hefði verið sú, að öll séreign Óskar hefði með þessum hætti átt að renna til erfingja Ólafs, yrði honum lengra lífs auðið. Það sé trúlegt, að arfleiðsluskráin hefði verið orðuð á annan veg, ef Ósk hefði ekki staðið í þeirri trú, að bæði hjónin legðu fram að jöfnu til arfleiðslunnar og að bæði stæðu jafnt að vígi til arftöku eftir hitt, hvort sem fyrr létist. Nú hafi svo skipazt, að Ólafur hafi andazt fyrr, og ef sú leið hefði verið farin að skipta búi hans sér á parti, áður en bú Óskar hefði verið til skipta tekið, hefði vitanlega komið í ljós, að hann átti arfgenga niðja á lífi. Þannig hefði arfleiðsluskráin ekki sýnzt vera gagnkvæm. Þess vegna geti það ekki staðizt að skýra arfleiðsluskrána þannig, að allar eignir Óskar, einnig sér- eign, skuli falla til skipta samkvæmt arfleiðsluskránni. Hugs- unin að baki arfleiðsluskránni hljóti að hafa verið sú, að hið sameiginlega bú þessara hjóna félli undir arfleiðsluna, en ekki annað, og komi ekki til mála, að arfleiðslan megi teljast svo yfirgripsmikil, að Ósk verði talin hafa ætlað að svipta lögerf. ingja sína tilkalli til erfða að séreign sinni til hags niðjum Ólafs. Arfleiðsluskráin hafi átt að tryggja hinu lengur lifandi hjóna, að hinu sameiginlega búi þeirra yrði þá fyrst skipt, er bæði væru látin. Í þessu sambandi er vitnað til 38. greinar núgildandi erfða- 472 laga, sem segir, að stafi ákvæði í arfleiðsluskrá af misskilningi hjá arfleiðanda, sé það ógilt, ef telja megi, að röng hugmynd arfleiðanda hafi ráðið úrslitum um efni þess ákvæðis. Með til- liti til þess, sem að framan er útlistað, megi efast um gildi arf- leiðsluskrárinnar í heild, og alls ekki megi fá henni víðtækari áhrif en henni hafi verið ætlað. Eins og að framan segir, fer kröfugerð af hálfu Kristínar Jósefsdóttur saman við réttarkröfur Þórðar Jósefssonar. Greinar- gerð af hennar hálfu gengur að miklu leyti út á að útlista fjár- munaréttarlegar lögfylgjur hjúskapar almennt. En á það er bent, að eignir þær, sem voru í búi hjónanna Ólafs Stefáns- sonar og Óskar G. Jósefsdóttur, hafi fyrst og fremst orðið til vegna starfsemi Óskar, sem hafi um árabil rekið matsölu hér í bæ. Þá er þess getið, að kaupmálar þeir, sem fyrir liggja í málinu, innifeli afdráttarlaust og samstundis framkvæmt eigna- afsal til Óskar, og þar séu eignirnar nákvæmlega tilteknar. Aft- ur á móti sé arfleiðsluskráin almennt orðuð, eins og títt sé um slíka gerninga, og þar ekki getið um neinar ákveðnar eignir. Orðið „bú“ í 3. grein skrárinnar eigi hér einvörðungu við hjú- skapareignir hjónanna, en ekki við séreign konunnar, og er málsútlistun sóknaraðilja að þessu leyti mótmælt sérstaklega sem og í heild. Umboðsmenn sóknaraðilja hafa mótmælt Þeim rökstuðningi af hálfu varnaraðiljanna, sem að framan er rakinn. Lögð hafa verið fram 3 vottorð í máli þessu frá Önnu Björg- úlfsdóttur, Ole Amundsen og Stefáni S. Tryggvasyni, sjá rskj. 8, 9 og 10. Þau ganga út á það, að Ósk G. Jósefsdóttur hafi verið það vel kunnugt, að Ólafur maður hennar átti 2 börn, sóknar- aðilja máls þessa. Að öðru leyti Þykir ekki ástæða til að fara út í vottorð þessi nánar. Þau hafa verið tekin gild sem staðfest væru, en umboðsmenn varnaraðiljanna hafa mótmælt þeim sem röngum og þýðingarlausum. Það liggur fyrir í máli þessu, að hjónin Ósk Guðrún Jósefs- dóttir og Ólafur Stefánsson gerðu með sér kaupmála hinn 3. desember 1934, og síðan hafa þau gert viðbótarkaupmála 14. janúar 1941 og 26. október 1948. Með þessum kaupmálum eru ákveðnar eignir gerðar að séreign konunnar. Síðan gerist það 18. ágúst 1952, að þau gera sameiginlega og gagnkvæma arf- leiðsluskrá. Þar kveða þau svo á, að það þeirra, sem lengur lifir, skal erfa hitt að öllum þess eignum, og að við lát þess, 473 sem þannig hafi tekið allan arf eftir hitt, skuli eignunum skipt að jöfnu milli lögerfingja beggja. Ekki verður talin ástæða til að ætla, að Ósk G. Jósefsdóttur hafi verið ókunnugt um það, að maður hennar, Ólafur, hafi eignazt tvö börn, sóknaraðilja máls þessa, og að hún hafi þannig verið í villu um verulegar staðreyndir, er hún gerði skrána. Má hér og benda á vottorðin á rskj. 8, 9 og 10, og hefur þeim vottorðum ekki verið mótmælt sem óstaðfestum. Þar eð hvort tveggja ber til, að arfleiðsluskráin er síðari gern- ingur en kaupmálarnir og að arfleiðsluskráin getur ekki ann- ars, verður að telja, að allar eignir hjónanna falli undir þessa arfleiðslu, bæði hjúskapareignir og þær eignir, sem gerðar höfðu verið að séreign konunnar. Í samræmi við þetta ber að skipta eignunum milli lögerfingja beggja hjónanna samkvæmt 3. grein arfleiðsluskrárinnar. Rétt þykir, að málskostnaður í skiptaréttarmáli þessu verði látinn falla niður. Kristján Kristjánsson yfirborgarfógeti kvað upp þenna úr- skurð. Hefur uppkvaðning dregizt vegna annríkis við embættið. Því úrskurðast: Eftirlátnar eignir hjónanna Matthíasar Ólafs Stefánssonar og Óskar Guðrúnar Jósefsdóttur skulu skiptast Þannig: Helmingur eignanna renni til lögerfingja Matthíasar Ólafs Stefánssonar, en hinn helmingurinn til lögerfingja Óskar Guðrúnar Jósefsdóttur. Málskostnaður fellur niður. 474. Miðvikudaginn 20. maí 1964. 1 Nr. 40/1963. Óskar Guðlaugsson (Axel Kristjánsson hdl.) og Haraldur Sigurðsson (Gunnar Guðmundsson hrl.) segn Árna Árnasyni og Sigríði Sæmundsdóttur og gagnsök (Stefán Pétursson hdl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Byggingargallar á húsi. Skaðabótamál. Löghald. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi Óskar Guðlaugsson hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 28. marz 1963 og krafizt þess, að honum verði dæmd sýkna af kröfum gagnáfrýjenda, að löghald í eignarhluta hans í húsinu nr. 13 við Karfavog í Reykjavík, er í héraðsdómi getur, verið fellt úr gildi og að gagnáfrýjendum verði dæmt að greiða honum máls- kostnað í héraði og hér fyrir dómi. Aðaláfrýjandi Haraldur Sigurðsson hefur fengið áfrýj- unarleyfi 19. júlí 1963 og áfrýjað málinu með stefnu 24. s. m. Hann krefst sýknu og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstrétti af gagnáfrýjendum. Gagnáfrýjendur, sem veitt hefur verið gjafsókn hér fyrir dómi, hafa áfrýjað málinu af sinni hendi með stefnu 2. april 1963. Þeir gera þær dómkröfur, að löghald það, er að framan greinir, verði staðfest, að aðaláfrýjendum verði dæmt að greiða þeim kr. 248.997.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 24. febrúar 1961 til greiðsludags og málskostnað í hér- aði og fyrir Hæstarétti. 475 Í greinargerð lögmanns gagnáfrýjenda fyrir Hæstarétti, sbr. 44. gr. laga nr. 57/1962, segir hann kröfugerð þeirra „grundvallast á dómi bæjarþings Reykjavíkur í málinu Jóna G. Stefánsdóttir gegn Árna Árnasyni, sem upp var kveðinn þann 26. ágúst 1959 og staðfestur var í Hæstarétti þann 24. júní 1960“. Eins og í héraðsdómi er rakið, áfrýj- aði gagnáfrýjandi Árni Árnason greindum héraðsdómi með stefnu 25. nóvember 1959, og Jóna G. Stefánsdóttir gagn- áfrýjaði honum með stefnu 28. marz 1960. Árni Árna- son framfylgdi eigi áfrýjun málsins af sinni hendi. Var það því dæmt í Hæstarétti 24. júní 1960 eftir framlögðum skjölum og héraðsdómur staðfestur að kröfu Jónu G. Stefáns- dóttur án könnunar einstakra efnisatriða. Eru aðaláfrýj- endur eigi bundnir af niðurstöðum greindra dóma. Málavöxtum er rækilega lyst í forsendum hins áfrýj- aða dóms. Hér fyrir dómi hafa gagnáfrýjendur sundurliðað kröf- ur sínar á sama hátt sem í héraði. Um 1. kröfulið gagnáfrýjenda. Með skírskotun til raka héraðsdóms ber að staðfesta ákvæði hans um þenna kröfulið að öðru en því, að eftir atvikum þykir hæfilegt, að aðaláfrýjendur greiði gagnáfryj- endum óskipt kr. 50.000.00 og aðaláfrýjandi Óskar Guð- laugsson einn kr. 15.000.00 ásamt vöxtum, eins og kraf- izt er. Um 2., 3., 4. og 5. kröfulið gagnáfrýjenda. Málaferli Jónu G. Stefánsdóttur og gagnáfrýjanda Árna Árnasonar, er í héraðsdómi greinir, sbr. 2., 3. og 5. kröfu- lið, áttu að nokkru rót sína að rekja til vanefnda hans sjálfs á því ákvæði í kaupsamningi þeirra frá 7. nóvember 1955, að hann lyki smíði hússins nr. 32 við Sogaveg í Reykjavík. Þá er og óvíst, hverjar hefðu orðið lyktir greinds dóms- máls, hefði Árni Árnason fylgt fram áfrýjun þess af sinni hendi. Síðastgreind rök eiga og við 4. kröfulið gagnáfryj- enda. Að svo vöxnu máli verður aðaláfrýjendum dæmd sýkna af öllum greindum kröfuliðum gagnáfrýjenda. Um 6. kröfulið gagnáfrýjenda. 476 Með skirskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta niðurstöðu hans, að því er þenna kröfulið varðar. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað og staðfestingu lög- haldsgerðar eiga að vera óröskuð. Málskostnaður fyrir Hæstarétti þykir eiga að falla niður. Gjafsóknarkostnaður gagnáfrýjenda fyrir Hæstarétti greið- ist úr ríkissjóði, þar með talin laun talsmanns gagnáfrýj- enda, kr. 12.000.00. Dómsorð: Framangreint löghald er staðfest. Aðaláfrýjendur, Óskar Guðlaugsson og Haraldur Sig- urðsson, greiði gasnáfrýjendum, Árna Árnasyni og Sig- ríði Sæmundsdóttur, óskipt kr. 50.000.00 og Óskar Guð- laugsson einn kr. 15.000.00 með 7% ársvöxtum frá 24. febrúar 1961 til greiðsludass. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað á að vera óraskað, Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Gjafsóknarkostnaður gagnáfrýjenda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun talsmanns þeirra, Stefáns Péturssonar héraðsdómslögmanns, kr. 12.000.00. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 7. janúar 1963. Mál þetta, sem tekið var til dóms 4. þ. m., hafa Árni Árna- son bifreiðarstjóri, Brekkulæk 1, hér í borg, og Sigríður Sæ- mundsdóttir, s. st., höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 28. febrúar 1961, gegn Óskari Guðlaugssyni verkstjóra, Karfa- vogi 13, og Haraldi Sigurðssyni múrarameistara, Njálsgötu 90, hér í borg. Eru dómkröfur stefnenda nú þær aðallega, að stefndu verði dæmdir til að greiða stefnendum in solidum kr. 248.997.00 ásamt 477 7% ársvöxtum frá 24. febrúar 1961 til greiðsludags auk máls- kostnaðar að skaðlausu, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Enn fremur að stefndi Óskar verði dæmdur til að Þola stað- festingu á löghaldi, sem hinn 24. febrúar 1961 var lagt á kjall- araíbúð hans að Karfavogi 13 til tryggingar framangreindum kröfum. Til vara krefjast stefnendur þess, að stefndu verði dæmdir til að greiða stefnendum in soliðum lægri bætur að mati dóms- ins ásamt vöxtum og málskostnaði, eins og fyrr greinir, svo og að löghaldið verði staðfest. Stefnendur hafa fengið gjafsókn Í málinu með bréfi Dómsmálaráðuneytisins, dagsettu 26. maí 1961. Stefndi Óskar Guðlaugsson krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnenda, löghald verði fellt niður og að stefnendur verði dæmdir til að greiða honum málskostnað að skaðlausu, en til vara, að stefnukrafan verði lækkuð og málskostnaður verði látinn falla niður. Stefndi Haraldur Sigurðsson krefst sýknu af öllum kröfum stefnenda og málskostnaðar úr þeirra hendi að skaðlausu. Málavextir eru þessir: Á árinu 1953 hóf stefndi Óskar Guðlaugsson byggingu húss að Sogavegi 32. Teikning að húsinu liggur frammi í málinu. Samkvæmt henni er húsið tvær hæðir og geymsluris, um 57.31 fermetrar að grunnfleti og að rúmmáli um 366 rúmmetrar. Var teikningin með áorðnum breytingum samþykkt á fundi bygg- ingarnefndar Reykjavíkur þann 8. janúar 1953. Byggingarmeist- ararnir Sigurður Bragi Stefánsson húsasmíðameistari og stefndi Haraldur Sigurðsson múrarameistari árituðu bækur byggingar- fulltrúa sem meistarar hússins. Stefndi Óskar Guðlaugsson kveðst sjálfur hafa unnið mikið að smíði hússins auk aðstoðarmanna, sem verið hafi óiðnlærðir. Kveðst hann sjálfur hafa grafið fyrir veggjum á venjulegan hátt og jafnað síðan húsgrunninn með venjulegri steypumöl. Þar ofan á kveðst hann hafa sett 20—25 cm þykkt lag af rauða- möl og steypt síðan plötu hússins ofan á þetta undirlag. Út- veggir hússins voru hlaðnir. Kveðst hann hafa keypt hleðslu- steinana, svonefnda Arcoholsteina (L-steina), af Gunnari nokkr- um Guðmundssyni. Kveðst hann síðan sjálfur hafa hlaðið stein- unum, en kveður stefnda Harald Sigurðsson hafa múrhúðað húsið að utan og innan og hlaðið milliveggi. Auk þess kveður hann stefnda Harald hafa verið við og haft á hendi umsjón, þegar verið var að steypa. Ekki voru útveggir einangraðir sér- 478 staklega, heldur var hleðslusteinninn látinn nægja sem ein- angrun. Hann kveður vegginn milli þvottahúss og gangs 1. hæð- ar vera steyptan svo og vegginn milli eldhúss og anddyris og áframhald þess veggjar. Yfir þeim þrem hurðum, sem á vegg þessum eru, kveður hann vera steypta bita, styrkta með járnum. Á milli eldhúss og stofu kveður hann vera steyptan loftbita, en kveður bitann steyptan á útvegginn, án þess að hann hvíli á sérstakri burðarsúlu. Vegginn milli þessara herbergja kveður hann hlaðinn. Þá kveður hann vegg milli gangs og stofu vera steyptan, svo og stiga. Ekki kveður hann neinar steyptar súlur vera í útveggjum hússins. Hann kveðst sjálfur hafa tekið ákvörð- un um einangrun bak við ofna og kveðst hafa fyllt sem nemur holrúminu milli hleðslusteinanna með vikri og bruna ásamt sementi. Lag þetta kveður hann hafa verið um 12—15 em á þykkt og kveður einangrað þannig alls staðar, þar sem ofnar standa við útveggi. Hann kveðst sjálfur hafa lagt miðstöð í húsið án leiðbeiningar pípulagningarmanna, enda vanur því starfi sem vélsmiður. Kveðst hann einnig sjálfur hafa ákveðið að breyta staðsetningu miðstöðvarofna frá því, sem ákveðið hafi verið á teikningu, og setja ofnana undir glugga. Miðstöðvarrör kveðst hann hafa lagt án sérstakrar einangrunar í holrúm bygs- ingarsteinsins í útveggjum hússins. Í júnímánuði 1955 seldi stefndi Óskar Guðlaugsson stefnand- anum Árna Árnasyni húseignina, og var söluverðið kr. 230.000.00. Í afsalsbréfinu, sem lagt hefur verið fram í málinu og dagsett er 25. júní 1955, er hinni seldu eign lýst þannig: „cc... íbúðarhús í smíðum, ásamt leigulóðarréttindum. Ofangreind fasteign er seld í því ástandi, sem hún er nú, enda hefur kaupandi kynnt sér það og samþykkir hér með að öllu leyti.“ Ágreiningslaust er með aðiljum, að búið hafi verið að múr- húða húsið að utan og innan (grófhúða), en ekki hafi verið búið að fínhúða að innan né leggja í gólf, þegar Árni Árnason keypti það. Miðstöð fylgdi, og búið var að leggja fyrir raf- magni, en ekki var búið að draga í rafþræði. Búið var að ganga frá járnklæðningu á þaki, að því er virðist. Eftir að Árni Árnason hafði fest kaup á húsinu, hófst hann handa um að fullgera það. Um haustið flutti hann inn á efri hæð hússins, þar sem ekki var fullgengið frá þeirri neðri. Brátt kveðst hann hafa séð, að með kaupum þessum hafi hann reist sér of mikla fjárhagslega byrði, þar sem margt hafi reynzt dýr- 479 ara en hann hafði áætlað, og hafi það einnig komið til, að kona hans, Sigríður Sæmundsdóttir, meðstefnandi í málinu, hafi illa Þolað stigagang vegna fótaveiki. Hafi það orðið til þess, að hann hafi ákveðið að selja húsið. Með kaupsamningi, dagsettum "7. nóvember 1955, seldi Árni Árnason því húsið konu, að nafni Jóna G. Stefánsdóttir. Var söluverðið kr. 400.000.00. Með kaupsamningnum skuldbatt Árni Árnason sig til á sinn kostnað að fullgera að öllu leyti það, sem eftir var að ganga frá innan húss, þar á meðal að ljúka við málun, dúkleggja það, sem eftir var, útbúa baðherbergi með setubaðkeri á efri hæð, setja handrið á stiga og fleira. Þann 19. nóvember 1955 flutti Jóna G. Stefánsdóttir í neðri hæð hússins ásamt fjölskyldu sinni, Er hún hafði búið í hús- inu um tveggja vikna skeið, kvartaði hún við Árna Árnason og fasteignasala þann, sem gekk frá kaupunum, um mikinn raka í húsinu. Taldi hún þetta ekki geta eingöngu stafað af því, að húsið væri nýtt og ófullgert. Óskaði hún þess, að kaupin gengju til baka. Árni Árnason kvaðst þá hvorki vilja né geta orðið við þeim tilmælum. Í febrúar 1956 fékk Jóna G. Stefánsdóttir dómkvadda mats- menn til að meta, hvað kosta myndi að ljúka við og endurbæta múrverk í húsinu, ljúka dúklagningu og tréverki, ljúka við að ganga frá efsta lofti hússins, eins og venja er í slíkum húsum, meta, hvað kosta myndi handrið úr málmi svo og hvað gera þyrfti fleira, til þess að húsið yrði talið fullgert að öllu leyti, og hve mikið það myndi kosta. Niðurstaða matsmannanna, þeirra Einars Kristjánssonar húsasmíðameistara og Einars Jóhannssonar múrarameistara, varð sú, að kosta myndi kr. 11.120.00 að fram- kvæma atriði þessi. Hinn 20. febrúar 1956 fékk Jóna G. Stefánsdóttir dómkvadda matsmenn til að meta, hvað kosta mundi að fullmála húsið. Í matsgerð matsmanna, þeirra Jóns E. Ágústssonar og Ottós Guðmundssonar, segir, að kostnaður við endurmálun vegna við- gerðar og úrbóta mundi nema kr. 6693.22. Hinn 8. marz 1956 fékk Jóna G. Stefánsdóttir enn dómkvadda matsmenn til að meta ýmis atriði, varðandi miðstöðvarkerfi hússins og fleira. Í matsgerð matsmannanna, þeirra Óskars Smiths og Sighvats Einarssonar pípulagningameistara, segir m. a.: „1. Miðstöðvarlögn er að verulegu leyti öðruvísi en teikning sýnir, hvað staðsetningu á ofnum og pípum snertir. Sam- kvæmt teikningu á ketilhús að vera grafið niður um 90 480 cm, en er aðeins grafið niður um 60 cm. Þetta hefur tals- verða þýðingu, hvað hitun á neðri hæð snertir. Hins vegar skaðar það þó ekki eins mikið vegna þess, að lögninni hefur verið breytt í svokallaða yfirhitun, sem við teljum, að sé mun betri við þessar aðstæður. Ketillinn er tengdur við aðalstofn með 2", en aðalstofn er 24", Þetta teljum við ekki til skaða fyrir upphitun hússins. Samkvæmt teikningu er hægt að setja ofna í innri forstofu bæði uppi og niðri. En okkar álit er, að heppilegra sé að hafa 1 ofn á neðri hæð, sem myndi hafa eins mikinn hita- flöt og báðir ofnarnir til samans. Efni og vinna í þetta myndi kosta kr. 1.139.00. Eitt þúsund eitt hundrað þrjátíu og níu krónur. Í herbergi á efri hæð, sem er á milli stigauppgangs og baðherbergis (nr. 8 á teikningu), við metum, að ofn ásamt nauðsynlegum pípum, fittings og vinnu, kosti kr. 1.060.00. Eitt þúsund og sextíu krónur. Ofnarnir eru sem hér segir í herbergi: Nr. 1. 2.77 ferm. á að vera samkv. teikningu .. 1.30 ferm. — 2. Enginn ofn, á að vera samkv. teikningu .. 0.70 — — 3. 2.77 ferm. á að vera samkv. teikningu .. 2.60 — — 4. 3.32 ferm. á að vera samkv. teikningu .. 3.80 — — >. 4.40 ferm. á að vera samkv, teikningu .. 6.60 — — 6. Enginn ofn, á að vera samkv. teikningu .. 2.10 — — '. Enginn ofn, á að vera samkv. teikningu .. 230 — — 8. Enginn ofn, á að vera samkv. teikningu .. 3.10 — — 9. 2.77 ferm. á að vera samkv. teikningu .. 1.00 — — 10. 2.77 ferm. á að vera samkv. teikningu .. 3.20 — — 11. 3.56 ferm. á að vera samkv. teikningu .. 4.40 — — 12. 5.58 ferm. á að vera samkv. teikningu .. 6.90 — 27.94 ferm. 38.00 ferm. Einnig vantar alla ofnkrana í húsið. Sjá nánar lið 5. Það mun þurfa að taka 4 ofna, sem standa við útveggi, frá og einangra á bak við þá. Í herbergi nr. 5 þarf að setja nýjan ofn, því að ekki er hægt að stækka þann, sem fyrir er. Samkvæmt teikningu þarf sá ofn að vera 2.2 ferm. að hitafleti. Einangrun bak við ofna getur ekki talizt verð- rýrnun á húsinu, Breytingu á ofnum samkvæmt lið 4 og nýjan ofn í herbergi nr. 5 metum við hæfilega á kr. 4.135.00. Fjögur þúsund eitt hundrað þrjátíu og fimm krónur. Þar 10. 11. 481 með taldir ofnkranar á alla ofna í húsinu, vinna og efni vegna pípulagninga. Einangrun á veggjum og málning er ekki talið með. Að okkar áliti er miðstöðvarketill staðsettur þar, sem minnst fer fyrir honum í ketilhúsi. En öryggistæki, krana, grugg- kúlu og tilheyrandi fittings vantar. Við metum, að það ásamt vinnu kosti kr. 345.00. Þrjú hundruð fjörutíu og fimm. Við hjuggum á 2 stöðum í útvegg og skoðuðum leiðslur þar, og voru þær óeinangraðar. En þar sem leiðslurnar liggja djúpt í veggjum, er mjög kostnaðarsamt að einangra þær. Bætur vegna þessa galla treystum við okkur ekki til að meta. Við metum hins vegar einangrun á hitaleiðslum, þar sem hægt er að komast að þeim, í ketilhúsi og á háa- lofti á kr. 1.940.00. Eitt þúsund níu hundruð og fjörutíu krónur, þar með talið efni og vinna. Baðvatnsgeymi ásamt nauðsynlegum leiðslum og vinnu met- um við á kr. 2.900.00. Tvö þúsund og níu hundruð krónur. Í baðherbergi er búið að leggja að handlaug og setja hana upp. Einnig á að heita, að búið sé að leggja að salerni og baðkeri að nokkru leyti, en tækin vantar. Allar leiðslur að þessum 3 tækjum, það er handlaug, W.C. og baðkeri, eru algerlega ónothæfar og því nauðsynlegt að leggja þetta allt að nýju og fjarlægja þær leiðslur, sem fyrir eru. Kostn- að við þetta metum við á kr. 5.520.00. Fimm þúsund fimm hundruð og tuttugu krónur. Ketillinn er 2.5 ferm, samkvæmt upplýsingum frá Olíuverzl- un Íslands, sem seldi Árna Árnasyni ketilinn. En samkvæmt teikningu á hann að vera 2.7 ferm. Efni og vinnu við að skipta um ketil, metum við á kr. 1.150.00. Ellefu hundruð og fimmtíu krónur. Ofn í eldhúsi hitnar vel, þar sem hann er, en hann kemur ekki að fullum notum, þar sem hann er að nokkru leyti inni í skáp og mun þar að auki vera of lítill. Nauðsyn- legt væri að setja nýjan ofn undir gluggann. Við metum efni og vinnu við það á kr. 860.00. Átta hundruð og sex- tíu krónur.“ Jóna G. Stefánsdóttir lét því næst framkvæma rannsókn á byggingarsteini þeim, sem notaður hafði verið við byggingu hússins. Í niðurstöðu Atvinnudeildar háskólans, sem framkvæmdi rannsókn þessa, segir svo: „Sýnishornin, sem bárust, voru tveir steinar, annar úr sand- 31 482 steypu, en hinn úr léttsteypu (gjall og vikur), og eru þeir sýndir í vegghleðslu á meðf. rissmynd. Þyngd sandsteinsins reyndist 12.52 kg., en gjallsteinsins 5.60 kg. Samsvarandi rúmþyngdir steinanna reyndust 1.62 og 0.72 og steypurúmþyngdir 2.06 og 0.95. Hliðstæðar varmaleiðslutöl- ur (220 C) fyrir steypurnar voru áætlaðar 1.1 og 0.15. Hlaðinn veggur úr þessum steinum er, eins og meðf. rissmynd sýnir, mjög miseinangraður. Meðalkólnunartala þessa veggjar reynist eftir reikningsaðferð BAES (sænska Byggnadsstyrelsens Anvisningar till Byggnadstadgan 1950) vera 1.29. Frávik frá þess- ari meðaltölu eru þó mikil. Þannig er kólnunartala hluta B (sjá rissmynd) 1.82, en hluta D aðeins 0.58. Í byggingarsamþykkt fyrir Reykjavík eru gerðar þær kröfur, að kólnunartala útveggja skuli eigi vera hærri en 1.0, og sést af framanskráðu, að umrædd vegghleðsla fullnægir ekki þessu atriði byggingarsamþykktarinnar. Burðarþol sandsteinsins reyndist 60 kg/cm?, en gjallsteinsins aðeins 9.6 kg/em?.“ Jóna G. Stefánsdóttir fékk dómkvadda matsmenn til að meta, hvert hefði verið eðlilegt söluverð hússins, miðað við nóvember 1955. Í sambandi við mat þetta kynntu matsmennirnir Einar Sveinsson múrarameistari og Tómas Vigfússon húsasmíðameist- ari sér hinar fyrri matsgerðir og skýrslu Atvinnudeildar há- skólans. Í niðurlagi matsgerðarinnar (dómskjal nr. 22) er svo frá greint: „Mat okkar á hæfilegu söluverði hússins miðast við það, að möt þau, er fram hafa farið vegna þess, sem ógert er, og gall- aðrar vinnuframkvæmdar, verði bætt, eins og mötin benda til. Með hliðsjón af byggingarmáta hússins og ástandi þess met- um við eðlilegt söluverð hússins í nóvember 1955 kr. 320.000.00.“ Þann 19. júlí 1956 höfðaði Jóna G. Stefánsdóttir mál gegn Árna Árnasyni og krafðist m. a. riftunar á húsakaupunum, endurgreiðslu á greiddu kaupverði, skaðabóta, vaxta og máls- kostnaðar. Síðar stefndi hún Haraldi Sigurðssyni inn í málið, en sakaukamál það var fellt niður síðar. Þann 26. ágúst 1959 var kveðinn upp dómur í héraði í máli Jónu G. Stefánsdóttur gegn Árna Árnasyni. Í forsendum dóms- ins segir m. a.! „Það er fram komið, að byggingarnefnd Reykjavíkur hefur synjað um viðurkenningu á byggingarsteini þeim, sem húsið nr. 32 við Sogaveg er byggt úr, sem nothæfu byggingarefni 483 hér í bænum. Var synjun þessi byggð á því, að rannsóknir sýndu, að steinn þessi fullnægði ekki ákvæðum byggingarsam- þykktar Reykjavíkur um burðarþol og einangrunargildi, svo sem einnig kemur fram í niðurstöðum Atvinnudeildar háskól- ans hér að framan. Verður því samkvæmt þessu að telja hús þetta þegar af þessum sökum haldið verulegum leyndum göllum. Ekki er fram komið, hvernig það mátti verða, að húsið var byggt úr þessum byggingarsteini, og ekki verður talið í ljós leitt, að stefnda hafi verið gallar þessir kunnir. Hins vegar þykir vera um slíka galla að ræða, sem stefndi sem seljandi hússins beri ábyrgð á gagnvart stefnanda, enda verður ekki talið fram komið, að stefnanda hafi verið ljós gerð byggingar- steinsins og eiginleikar hans. Samkvæmt þessu verður að telja, að húsið nr. 32 við Soga- veg sé haldið svo verulegum göllum, að heimila beri stefnanda af þeim sökum að rifta kaupsamningi aðiljanna frá 7. nóvem- ber 1955. Verður aðalkrafa stefnanda um riftun því tekin til greina.“ Með dómi þessum var Árna Árnasyni dæmt að endurgreiða Jónu G. Stefánsdóttur það, sem hún hafði greitt honum upp í húsverðið, og auk þess kr. 80.000.00 í skaðabætur og kr. 27.- 000.00 í málskostnað. Í forsendum dómsins er gerð svofelld grein fyrir bótum þessum: „Það er alkunna, að veruleg hækkun hefur orðið á byggingar- kostnaði húsa og söluverði nýrra og nýlegra húsa hér í bæn- um, frá því er aðiljar gerðu samning sinn. Þykir því stefnandi eiga rétt á skaðabótum úr hendi stefnda af þessum sökum. Með tilliti til þess, sem komið er fram í málinu, þykja bætur þessar hæfilega ákveðnar kr. 80.000.00.“ Þann 14. október 1959 lét Jóna G. Stefánsdóttir gera fjárnám í húsinu Sogaveg 32 til tryggingar greiðslu á dómskuldinni. Með áfrýjunarstefnu, útgefinni 25. nóvember 1959, áfrýjaði Árni Árnason framangreindum dómi og fjárnámi til Hæstaréttar. Jóna G. Stefánsdóttir gagnáfrýjaði málinu með gagnáfrýjunar- stefnu, útgefinni 28. marz 1960. Þann 24. júní 1960 staðfesti Hæstiréttur hinn áfrýjaða héraðs- dóm og fjárnámsgerð og dæmdi Árna Árnason til að greiða Jónu GG. Stefánsdóttur kr. 9.000.00 í málskostnað. Í dómi Hæstaréttar segir m. a.: „Stefndi hefur ekki komið fyrir dóm við fyrirtöku máls þessa, og er honum þó löglega stefnt. Hefur málið því verið flutt skrif- 484 lega samkvæmt 1. tölulið 38. gr. laga nr. 112/1935 og dæmt eftir framlögðum skjölum. Með því að engir þeir gallar eru á hinum áfrýjuðu dóms- athöfnum, er standi í vegi fyrir kröfum áfrýjanda, ber að taka þær til greina. Stefndi hafði áfrýjað greindum dómsathöfnum með stefnu 25. nóvember 1959, en ekki framfylgt þeirri stefnu. Hefur hann með þessum hætti gefið áfrýjanda ástæðu til málskotsins, og verður því að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 9.000.00.“ Samkvæmt kröfu Jónu G. Stefánsdóttur fór fram nauðungar- uppboð á húsinu Sogavegur 32. Varð hún hæstbjóðandi á upp- boðinu með kr. 320.000.00, og fékk uppboðsafsal út gefið 21. júlí 1960, en húsið fékk hún sér útlagt sem ófullnægðum veð- hafa. Árni Árnason kveðst ekki hafa greitt Jónu G. Stefáns- dóttur neitt upp í dómskuldina, eftir að umrætt uppboð fór fram. Kveðst Árni Árnason vera eignalaus, þar sem hann hafi misst allar eignir sínar við uppboðið, nema innanstokksmuni, sem kona hans, Sigríður Sæmundsdóttir, meðstefnandi í málinu, hafi fengið í sinn hlut, er þau skildu að borði og sæng. Sam- kvæmt yfirliti, sem lagt hefur verið fram í málinu frá Jónu G. Stefánsdóttur, þá telur hún, að skuld Árna Árnasonar við sig nemi kr. 149.845.34, og eru þá vextir reiknaðir þar með til 21. júlí 1960. Fram hafa verið lögð í málinu tvö bréf frá byggingarfulltrú- anum í Reykjavík. Bréf þessi, sem dagsett eru 5. júní 1956 og 13. september 1957, eru svohljóðandi: „Við athugun, sem fram hefur farið á húseigninni nr. 32 við Sogaveg, hefur komið í ljós, að útveggir eru hlaðnir úr svoköll- uðum Arco-holsteini með veggþykkt 31 em. Þann 13. júní 1953 barst byggingarnefnd Reykjavíkur bréf frá hr. Gunnari Guðmundssyni, Nökkvavogi 42, þar sem hann fer fram á að fá steininn viðurkenndan sem byggingarefni í smáhús. Á fundi byggingarnefndar þann 25. júní s. á. var beiðn- inni frestað vegna ófullnægjandi rannsókna á steininum, saman- ber rannsókn Atvinnudeildar háskólans nr. 50/671 frá 29. júní 1950. Arco-holsteinninn hefur aldrei fengið viðurkenningu bygg- ingarnefndar sem nothæft byggingarefni í Reykjavík, en nefndin gaf þó leyfi til að byggt yrði eitt hús, Nökkvavogur 42, sem til- raunahús, þó með einangrun útveggja. Með tilvísun til niðurstöðu rannsóknar Atvinnudeildar há- 485 skólans frá 6. apríl þ. á., viðvíkjandi húseigninni nr. 32 við Sogaveg, sem er tvílyft hús og sem áður er getið, er byggt af Arco-holsteini, getur byggingarfulltrúi ekki fallizt á, að steinn- inn uppfylli kröfur byggingarsamþykktar Reykjavíkur. Að endingu skal þess getið, að þegar smáíbúðahverfið í Soga- mýrinni var byggt, var vegna tilslakana á kröfum byggingar- samþykktarinnar í þessu hverfi fenginn sérstakur eftirlitsmað- ur byggjendum til leiðbeininga.“ Hitt bréfið hljóðar svo: „Sem svar við fyrirspurn yðar frá 7. þ. m., varðandi hvaða almennar undanþágur frá byggingarsamþykkt Reykjavíkur leyfð- ar hafi verið við byggingu húsa í smáíbúðahverfi, skal eftir- farandi tekið fram. Frá upphafi var hverfið hugsað þannig, að það yrði fyrst og fremst byggt með eigin vinnu byggjendanna, og væri þá farið eins vægt í kröfur byggingarsamþykktarinn- ar, eins og hægt væri, bæði hvað snerti útlit, frágang og efni, til þess að húsin yrðu sem ódýrust í byggingu. Aðalundanþágur, sem leyfðar voru, voru þessar: Veggjaþykkt í útveggjum steyptra húsa var leyfð 18 cm í stað 21, og mið- stöð og þvottahús voru leyfð í einu herbergi. Auk þess leyfði byggingarnefnd, að tveggja hæða hús væru hlaðin með steyptu lofti milli hæða. Í öllum aðalatriðum áttu húsin þó að vera byggð samkvæmt byggingarsamþykkt Reykjavíkur, enda settur sérstakur eftirlitsmaður frá byggingarfulltrúa í hverfið til að sjá um það og vera byggjendunum til leiðbeiningar.“ Vitnið Kjartan Theodór Sigurðsson arkitekt, starfsmaður bygg- ingarfulltrúans í Reykjavík, sem hafði með mál Þetta að gera af hálfu byggingarfulltrúa, hefur skýrt svo frá, að Arinbjörn Þorkelsson hafi verið skipaður sérstakur eftirlitsmaður með bygg- ingum í hinu svonefnda „smáíbúðahverti“. Kveður vitnið eftir- litsmenn byggingarfulltrúa fylgjast með því, úr hvaða efni hús séu byggð. Vitnið kveður þess jafnan getið í umsóknum hús- byggjenda, úr hvaða efni byggja eigi, en umsóknir þessar séu lagðar fyrir byggingarnefnd til samþykktar. Starfsmenn bygg- ingarfulltrúans fylgist síðan með því, hvort byggingarefni sé notað á réttan hátt í hverju einstöku tilviki. Vitnið kveður burðarþol Arco-holsteinsins vera mjög lítið samkvæmt skýrsl- um Atvinnudeildar Háskóla Íslands. Er það álit vitnisins, enda kveður það það einnig vera álit byggingarnefndarinnar, að bygg. ingarsteinn þessi uppfylli ekki kröfur byggingarsamþykktar Reykjavíkur um burðarþol og einangrun í húsum, sem eru ein 486 hæð, og þá þeim mun síður í húsum, sem eru tvær hæðir. Kveð- ur vitnið þá miðað við, að hinir hlöðnu veggir séu burðarveggir. Vitnið kveður byggingarnefndina yfirleitt ekki hafa leyft bygg- ingu tveggja hæða húsa úr holsteini. Þá kveður vitnið það vera skyldu að leggja járnbita eða steypubita úr járnbentri stein- steypu yfir gluggaop í húsum, sem hlaðin eru úr holsteini. Fram hefur verið lagt í málinu vottorð byggingarfulltrúa, svohljóðandi: „Samkvæmt bókum byggingarfulltrúa fóru úttektir fram sem hér segir á húsinu á lóðinni nr. 32 við Sogaveg: 29/6 1953, botn (borholur, dýpt frá jörð 2.80 m) útt. af Arin- birni Þorkelssyni. 4/5 1953, vottorð um byggingarstig, útt. af Kjartani Ólafssyni. '23/7 1953, skolp (sera betur), útt. af Kjartani Ólafssyni. 24/7 1953, skolp, útt. af Kjartani Ólafssyni. 25/7 1953, vottorð um byggingarstig (gólfplata), útt. af Kjart- ani Ólafssyni. 6/8 1954, 1. loft, útt. af Kjartani Ólafssyni. 13/9 1954, þak og bitalag (ath. skorstein) útt. af Arinbirni Þor- kelssyni. 7/10 1954, vottorð um fokhelt, útt. af Arinbirni Þorkelssyni. júní 1955, innihúðun lokið, útt. af Gunngeiri Péturssyni. 5/9 1955, vottorð um, að húsið sé tekið til afnota, útt. af Gunn- geiri Péturssyni.“ Vitnið Arinbjörn Þorkelsson kom fyrir dóm 13. júní 1957 og gaf þá svofellda skýrslu: „Vitnið kveðst hafa verið eftirlitsmaður með byggingum húsa í hinu svokallaða smáíbúðahverfi ásamt Kjartani Ólafssyni múr- arameistara .... Vitnið segir, að þeir Kjartan hafi á þessu tíma- bili haft bækistöð í skúrbyggingu í hverfinu. Á árinu 1954 hafi þeir flutt bækistöð sína í skrifstofu byggingarfulltrúa, og kveðst vitnið eftir það hafa gegnt almennu eftirlitsstarfi hér og þar um bæinn án þess að gæta sérstaklega um smáíbúðahverfið. Vitnið segir, að starf þeirra hafi aðallega verið fólgið í því að taka út botna, skolpræsi, járn í loftum og þök. Auk þess hafi þeir fylgzt með því, hvort húsin voru byggð eftir teikn- ingum og í samræmi við byggingarsamþykkt Reykjavíkur. Vitn- ið segir, að byggjendum hafi verið veitt undanþága frá bygg- ingarsamþykkt um gildleika sperra. Þá hafi þeir fengið leyfi til að hlaða tveggja hæða hús úr vikurholsteini. Vitnið segir, að það sé föst venja, að eftirlitsmenn fari ekki á byggingarstað, 487 nema þeir séu til þess kvaddir af viðkomandi trésmíða- eða múr- arameisturum. Sú undantekning var þó gerð í smáíbúðahverf- inu, að eftirlitsmenn komu eftir tilkalli eigenda. Vitnið kveðst ekki muna eftir fleiri undanþágum frá byggingarsamþykktinni en getið hefur verið hér að framan. Vitnið segir, að þeir hafi skráð allar úttektir í vasabækur sínar, sem þeir síðan afhentu byggingarfulltrúa, og voru úttektirnar skráðar í dagbók, sem haldin er á skrifstofu hans. Vitnið segir, að byggingarfulltrúi hafi lagt fyrir þá að leið- beina eigendum, ef þeir óskuðu þess. Ekki kveðst vitnið neitt muna, viðvíkjandi úttekt eða eftirliti hússins Sogavegi 32. Vitnið segir, að byggingarfulltrúi hafi gefið eftirlitsmönnum fyrirmæli um að veita fyrrgreindar undanþágur. Vitnið segir, að mestar deilur hafi verði um það, hvort leyfa ætti að hlaða tveggja hæða hús.“ Vitni þetta kom aftur fyrir dóm 6. marz 1962. Eigi þykja ástæð- ur til að rekja efni vættis vitnisins í því þinghaldi að öðru leyti en því, að vitnið taldi sig hafa leyft að húsið væri hlaðið úr Arco-holsteininum. Á dómskjali nr. 24 hefur verið lögð fram skýrsla stefnda Haralds, dagsett 21. febrúar 1962, svohljóðandi: „Ég undirritaður, Haraldur Sigurðsson múrarameistari, vil hér með gefa eftirfarandi skýrslu: Þegar Óskar Guðlaugsson hafði ákveðið að reisa hús sitt, Soga- veg 32, fór hann fram á það við mig, að ég skrifaði upp á teikn- inguna sem múrari. Það var ákveðið, að húsið skyldi hlaðið úr steyptum steini. Óskar hafði komið auga á stein, sem hon- um leizt vel á að nota í húsið, Ég kannaðist ekkert við Þenna stein, og sagði ég Óskari, að ég gæti ekki mælt með steini, sem ég þekkti ekki. Hins vegar benti ég honum á að útvega sér sams konar stein og var í húsi því, er ég hafði þá nýlokið við að byggja í smáíbúðahverfinu fyrir tengdaföður hans. Óskar hafði unnið nokkuð í þessu húsi. Við Óskar gerðum með okkur þann samning, sem var munnlegur, um byggingu hússins, sem hér fer á eftir í höfuðdráttum, en samningurinn var miðaður við að gera húsið fokhelt. Samkomulag okkar Óskars var á þessa leið: Samið var um, að Óskar legði til og bæri ábyrgð á öllu því efni, sem kæmi til með að verða notað í fyrirhugað hús. Enn fremur var um það samið, að Óskar annaðist allar mannaráðn- ingar til verksins, bæri ábyrgð á greiðslu vinnulauna svo og 488 annan kostnað, sem er því samfara að hafa menn í vinnu. Gengið var þá út frá, að engin greiðsla kæmi til mín vegna umsjónar með efni eða mannahaldi. Ég tók hins vegar að mér að sjá um múrvinnuna, sem var aðallega fólgin í blöndun stein- steypu, járnlögn og skólplögn. Auk þess leiðbeindi ég Óskari í sambandi við hleðslu hússins, en það verk vann hann, að því er mér er bezt kunnugt, að mestu leyti sjálfur. Við Óskar sömd- um enn fremur um það, að hann greiddi mér 1000.00 kr. fyrir starf mitt við að gera húsið fokhelt. Eftir að húsið var fokhelt, hafði Óskar fengið leyfi byggingar- yfirvaldanna til þess að múrhúða húsið sjálfur. Einnig hafði hann heimild til þess að fela það öðrum eftir eigin ósk. Seinna sömdum við Óskar um, að ég tæki það verk að mér. Allt það verk, sem hér er um að ræða, var tekið út af starfsmönnum byggingarfulltrúa, þeim Arinbirni Þorkelssyni og Kjartani Ólafs- syni. Var verkið tekið út lið fyrir lið, eftir því sem byggingunni miðaði áfram, án þess að nokkur athugasemd væri gerð, hvorki að því er viðkom efni eða vinnu. Þegar Óskar Guðlaugsson hafði flutt steininn á byggingarstað, og áður en byrjað var að hlaða, kallaði ég á Arinbjörn Þorkelsson til þess að líta á grunn- inn og sagði honum, eins og var, að ég kannaðist ekki við þenna stein, sem Óskar hafði valið í húsið. Arinbjörn athugaði stein- inn og sagði mér, að Sigurður Pétursson, þáverandi byggingar- fulltrúi, hefði ekki mótmælt þessum steini sem fullgildu bygg- ingarefni í smáíbúðahverfinu, og tók Arinbjörn steininn út. Í þessu sambandi má geta þess, að þegar ofangreint hús var í smíðum, var verið að byggja hús úr sams konar steini við Mel- gerði 12, og var það hús komið lengra áleiðis. Ég talaði við eig- anda þess húss, og sagði hann mér, að hann hefði hlaðið hús sitt sjálfur, og hefði það verið tekið út af byggingarfulltrúa án athugasemda. Í máli því, sem hér er um að ræða, er talað um lausa raf- magnstöflu og gallað hitakerfi í húsinu. Í því sambandi vil ég taka það fram, að þegar húsið var hlaðið, voru engin innskot gerð í útveggi fyrir miðstöðvarofna, enda ekki sýnt á uppdrætti. Það mun hafa verið ætlazt til, að miðstöðvarofnar væru settir við innveggi í þessari gerð húsa. Hins vegar var sú breyting gerð, að ofnarnir voru hafðir við útveggi og í því sambandi gerð innskot í þá. Við það sköpuðust ný vandamál. Það er í málinu vikið að því, að Óeinangrað rör hafi verið, þar sem engin rör eiga að vera, og einnig er vikið að einangrun á bak við 489 ofna, þar sem engir miðstöðvarofnar eigi að vera. Ég hafði ekk- ert með raflagnir eða hitalagnir að gera og átti heldur enga hlutdeild í þeim breytingum, sem tilheyrðu þessum iðnum, og eru þessi verk mér með öllu óviðkomandi. Það má vel vera, að menn hafi ekki gert sér nægilega grein fyrir þeim undanþágum og hlunnindum, sem bæjarfélagið veitti þeim, sem byggðu í smáíbúðahverfinu. Menn máttu ekki ein- ungis ákveða, hvaða efni þeir notuðu í húsin, steypu, stein eða timbur, heldur höfðu þeir heimild til þess að steypa steininn sjálfir í hús sín, og notfærðu margir sér það. Sú skylda hlýtur að hvíla á herðum þeirra manna, sem eiga og selja slík undan- þáguhús, að skýra rétt og samvizkusamlega frá öllu því, sem húsin varða, enda sérstök ástæða til þess, þar sem svo margar undanþágur voru veittar í þessu hverfi, sem voru gerðar til þess að létta mönnum að byggja hús sín, þannig að þau yrðu sem ódýrust, og lágu til þess af hálfu bæjarfélagsins vafalaust gildar ástæður.“ Stefndi Haraldur hefur staðfest þessa skýrslu fyrir dómi. Jafn- framt skýrði hann frá því, að hann hefði ekki neitt vitað um umsókn Gunnars Guðmundssonar eða rannsókn Háskólans, þegar hann vann að byggingu hússins Sogavegur 32. Kröfur sínar í málinu byggja stefnendur á því, að Árni Árna- son hafi keypt húsið nr. 32 við Sogaveg af stefnda Óskari Guð- laugssyni í góðri trú um það, að húsið væri gallalaust. Fram séu komnar sönnur fyrir því, að húsið hafi verið haldið stór- kostlegum leyndum göllum, þegar það var afhent, Þessir leyndu gallar hafi þó ekki komið í ljós, fyrr en Árni Árnason hafði selt húsið Jónu G. Stefánsdóttur. Vegna hinna leyndu galla hafi Árni Árnason orðið að sæta riftun á kaupsamningi hans og Jónu G. Stefánsdóttur og greiða henni skaðabætur og málskostnað. Af þessu hafi hann orðið fyrir miklu tjóni. Stefndi Óskar Guð- laugsson, sem byggði húsið sjálfur að mestu, og stefndi Harald- ur Sigurðsson, sem var múrarameistari við húsið, hafi átt að sjá svo um, að byggingin væri reist í samræmi við byggingar- samþykkt Reykjavíkur. Á því hafi hins vegar orðið misbrestur, Þar sem húsið sé byggt úr algerlega ólöglegu efni, og auk þess hafi miðstöðvarkerfið reynzt stórgallað. Samkvæmt almennum skaðabótareglum og byggingarsamþykkt Reykjavíkur beri stefndu því in soliðum ábyrgð á öllu því tjóni, sem stefnendur hafa orðið fyrir vegna gallanna, svo og afleiðingum þeirra. Tjón sitt sundurliða stefnendur þannig: 490 1. Mismunur á söluverði hússins, kr. 400.000.00, og verði því, kr. 320.000.00, er boðið var í húsið á nauðungaruppboðinu, er fram fór samkvæmt kröfu Jónu G. Stefánsdóttur .......000..0... kr. 80.000.00 2. Málskostnaður, er Árni Árnason var dæmdur til að greiða Jónu í héraði og Hæstarétti .... — 36.000.00 3. Kostnaður vegna flutnings málsins fyrir hér- aðsdómi og Hæstarétti ...........00000.0... — 11.000.00 4. Skaðabætur, er Árni Árnason var dæmdur til að greiða Jónu ........0000000 0000... — 80.000.00 5. Kostnaður við fjárnám og uppboð .......... — 9.797.00 6. Húsaleigukostnaður ........0.0.0.0000 00... — 32.200.00 Kr. 248.997.00 Stefnendur fengu skilnað að borði og sæng með leyfisbréfi, dagsettu 15. júlí 1960. Við skilnaðinn kveða þau samkomulag hafa orðið um það, að þau skiptu til helminga með sér skaða- bótum, sem vinnast kynnu úr hendi stefndu vegna galla hússins. Af þessum sökum séu þau sameigendur að kröfu þeirri, sem mál- ið fjallar um, og komi því bæði fram sem stefnendur. Hefur aðild stefnenda ekki mætt andmælum. Til stuðnings kröfum sínum hefur stefndi Óskar Guðlaugsson haldið því fram, að hann hafi ekki dulið Árna Árnason neins um ástand hússins við söluna og skýrt honum samvizkusam- lega frá því, hvernig byggingu hússins var hagað, þ. á m. hvern- ig margumræddur steinn væri byggður. Árni Árnason hefði því getað leitað sér upplýsinga um steininn og gæði hans. Það hafi hann ekki gert, og með því hafi hann tekið á sig áhættuna af því, hvernig steinninn reyndist. Að því er varðar lagningu mið- stöðvarröra, þá geti ekki talizt neitt óvenjulegt eða óeðlilegt við það að leggja rörin Óeinangruð í einangrunarhólf útveggj- anna. Annars megi Árni Árnason sjálfum sér um kenna það tjón, sem hann varð fyrir, þar sem hann hafi látið undir höfuð leggjast að verða strax við kröfu Jónu G. Stefánsdóttur um, að kaupin gengju til baka. Ef hann hefði gert það, þá hefði hann ekki bakað sér þau óþægindi og tjón, sem raun varð á. En allt það tjón, sem stefnendur krefji um bætur fyrir í máli þessu, kveður stefndi Óskar sér því óviðkomandi og mótmælir öllum kröfu- liðum stefnenda sem röngum og ósönnuðum. Að því er varðar 1. kröfulið, þá bendir hann á, að ekki hafi verið búið að full- 491 gera húsið, þegar það var selt á uppboðinu, sbr. möt þau, sem fram höfðu farið, og kaupsamning Árna og Jónu. Þá sé upp- boðsverðið kr. 90.000.00 hærra en söluverð til Árna Árnasonar. Hafi Árni því engan halla borið, enda kveðst Óskar ekki eiga að bera ábyrgð á því, þótt Árni kynni að missa eitthvað af ágóða sínum. Kröfu stefnenda um málskostnað telur hann sér alveg óviðkomandi. Þar hafi verið um að ræða Þþarflaus mála- ferli, og auk þess hafi hann ekki verið aðili þess máls. Varð- andi 4. kröfuliðinn, þá leggur stefndi Óskar áherzlu á, að Árni Árnason hafi átt að verða við riftunarkröfu Jónu strax, og með því hefðu þessar skaðabætur ekki komið til Auk þess mót- mælir hann þessum skaðabótum sem röngum og allt of fjarlæg- um, til þess að hann eigi að greiða þær. Kröfuliðum 1—5 hefur hann einnig mótmælt á þeim grundvelli, að stefnendur hafi ekki sannað, að þau hafi greitt nokkuð af Þeim kröfum. Kröfum stefnenda fyrir greidda húsaleigu á tímabilinu febrúar 1959 til ársloka 1961 mótmælir hann sem hreinum fjarstæðum. Kröfu sína um sýknu rökstyður stefndi Haraldur Sigurðsson á eftirfarandi hátt: Húsið Sogavegur 32 sé í hinu svokallaða smáíbúðahverfi. Hverfi þetta hafi verið byggt upp með það fyrir augum, að húsin gætu orðið sem ódýrust og að húseig- endur gætu sem mest unnið við húsin sjálfir. Í því sambandi hafi verið slakað að ýmsu leyti á kröfum byggingarsamþykkt- ar Reykjavíkur. Í samræmi við Þetta hafi verið leyft, að það hús, sem hér um ræðir, yrði hlaðið úr holsteini, sem Óskar Guð- laugsson útvegaði og hlóð sjálfur. Þann 7. október 1954 hafi húsið verið tekið út sem fokhelt, án þess að nokkrar athuga- semdir hafi verið gerðar af hálfu byggingaryfirvalda Reykja- víkur, Úttektir á húsinu beri það með sér, að starfsmenn bygg- ingarfulltrúa álitu allt með felldu með byggingu hússins. Ef eitt- hvað hafi skort á, að húsið fullnægði skilyrðum byggingarsam- þykktar Reykjavíkur, þá sé það annað hvort af því, að undan- bágur hafi verið veittar frá byggingarsamþykktinni eða að mis- tök hafi átt sér stað hjá starfsmönnum byggingarfulltrúa. Telur stefndi Haraldur sig því lausan allra mála og að bótaábyrgð gagnvart honum verði ekki byggð á því, að húsið sé ekki byggt Í samræmi við byggingarsamþykkt Reykjavíkur, þar sem bygg- ingarvöldin hafi lagt samþykki sitt á gerðir hans í þessu efni. Stefnandi ætti því að réttu lagi að beina kröfum sínum gegn Reykjavíkurbæ, ef hann telji sig hafa kröfu að gera út af því, að ekki hafi verið fylgt ákvæðum byggingarsamþykktarinnar 492 um hleðslu hússins. Þá telur stefndi Haraldur, að bótaábyrgð hans verði heldur ekki reist á almennum bótareglum, þar sem ekki sé um að ræða sök af hans hálfu. Hann hafi reynt að fá Óskar Guðlaugsson ofan af því að nota steininn, sem var óreynd- ur, en þegar það heppnaðist ekki, hafi hann leitað til eftirlits- manns byggingarfulltrúans, sem hafi samþykkt að láta hlaða úr steininum. Þá sé á það að líta, að vafasamt sé að láta múr- arameistara bera ábyrgð á efnisgæðum, þar sem þeir séu ekki sérfræðingar. Að því er varðar 1. kröfulið stefnenda, þá bendir stefndi Haraldur á það, að kaupverðið hafi aðeins verið kr. 230.- 000.00. Ósannað sé, að stefnendur hafi orðið fyrir tapi á því að selja húsið fyrir kr. 320.000.00, eins og það var, þegar upp- boðið fór fram, sbr. það, að ýmislegu var ólokið innan húss. Þá hafi fleiri gallar verið á húsinu en varðandi burðarþol og einangrunargildi. Hitaleiðslur hafi t. d. verið óeinangraðar í veggjum, og sé það að sjálfsögðu óviðunandi, en á því kveðst stefndi Haraldur enga ábyrgð bera. Ef þessi liður verði tekinn að einhverju leyti til greina, þá beri að sjálfsögðu að draga frá kostnað við það, sem eftir var að gera við húsið samkvæmt samningum við Jónu G. Stefánsdóttur. Málskostnaðarkröfum er algerlega mótmælt af stefnda Haraldi sem röngum og óvið- komandi honum. Skaðabótakröfu samkvæmt kröfulið 5 kveður hann ranga, allt of fjarlæga, ósannaða og sér algerlega óvið- komandi, en bendir jafnframt á, að Árni Árnason hafi notið verðhækkunar á húsinu Sogavegi 32 í sama hlutfalli og almenn- ar verðhækkanir, þegar kaupunum var riftað. Húsaleigukröfu samkvæmt 6. lið er mótmælt sem rangri, ósannaðri og óviðkom- andi máli þessu. Kröfuliðum nr. 2, 4 og 5 mótmælir hann einnig á þeim grundvelli, að stefnendur hafi ekki sannað, að þau hafi greitt þær fjárhæðir. Verða nú einstakir kröfuliðir teknir til athugunar. Um 1. Eins og sönnunarreglum er háttað, verður að líta svo á, að nægjanlega sé í ljós leitt, að hleðslusteinn sá, sem notaður var við byggingu margnefnds húss, hafi ekki uppfyllt þær kröfur, sem byggingarsamþykkt Reykjavíkur frá 1. október 1945 gerir um burðarþol og einangrunarhæfi byggingarefnis. Í sambandi við fébótaábyrgð stefndu, þykir ekki skipta máli, þótt eftirlits- maður byggingarfulltrúa hafi gefið samþykki sitt til, að hlaðið yrði úr steininum. Þá er ekki heldur í ljós leitt, að um slíkar tilslakanir á byggingarsamþykktinni hafi almennt verið að ræða 493 við byggingu húsa í „Smáíbúðahverfinu“, að þær réttlæti hina umræddu galla á múrsmíði hússins. Einnig þykir í ljós leitt, að miðstöðvarkerfi hússins hafi ver- ið gallað. Ósannað er, að Árni Árnason hafi vitað eða mátt vita um galla þessa, þegar hann festi kaup á húsinu. Ber stefndi Óskar Guðlaugsson, sem húsið reisti, því fébótaábyrgð á tjóni Árna Árnasonar vegna þessara leyndu galla. Í málinu liggur fyrir áðurgreint mat Einars Sveinssonar og Tómasar Vigfússonar, þar sem þeir telja eðlilegt söluverð húss- ins í nóvember 1955, miðað við byggingarmáta þess, hafa verið kr. 320.000.00. Er þá miðað við, að gerðar yrðu endurbætur og lagfæringar í samræmi við þau þrjú möt, sem greint hefur ver- ið frá áður. Af gögnum málsins verður eigi séð, að söluverð hússins, kr. 400.000.00, til Jónu G. Stefánsdóttur, hafi verið óeðlilegt. Þykir því, eins og á stendur, verða að leggja til grund- vallar í máli þessu, að það verð hafi í nóvember 1955 verið gangverð á húsinu ógölluðu og fullfrágengnu á almennum mark- aði. Fullnaðarendurbætur á húsinu hafa ekki farið fram, enda naumast framkvæmanlegar vegna byggingarmáta hússins. Eins og málið liggur fyrir, þykir því verða að miða bætur til stefn- enda úr hendi stefnda Óskars Guðlaugssonar samkvæmt þessum lið við mismun á söluverði hússins án galla, kr. 400.000.00, og matsverðinu, kr. 320.000.00, þ. e. kr. 80.000.00. Hins vegar verð- ur krafa stefnda Óskars um Það, að þessi liður verði lækkaður um fjárhæð, sem samsvarar kostnaði við það, sem eftir var að gera við húsið samkvæmt samningi Árna Árnasonar við Jónu G. Stefánsdóttur, ekki tekin til greina, þar sem mat þeirra Einars Sveinssonar og Tómasar Vigfússonar þykir verða að skýra Þannig, að þeir meti hina leyndu galla á kr. 80.000.00. Verður kröfuliður þessi því tekinn til greina að fullu, að því er stefnda Óskar varðar. Stefndi Haraldur Sigurðsson áritaði bækur byggingarfulltrúa sem múrarameistari hússins og hafði eftirlit með múrsmíði þess. Samkvæmt ákvæðum byggingarsamþykktar Reykjavíkur tók hann með því á sig ábyrgð á, að múrsmíði hússins yrði vel af hendi leyst og í samræmi við kröfur byggingarsamþykktar- innar. Í almennum viðskiptum eiga menn að geta treyst því, að hús, sem byggð eru í borginni, uppfylli þær kröfur, sem byggingarsamþykkt hvers tíma segir fyrir um. Stefndi Harald- ur Sigurðsson lét viðgangast, að húsið væri byggt úr efni, sem 494 hvorki uppfyllti skilyrði byggingarsamþykktarinnar um burðar- þol né einangrunarhæfi. Sökum þessarar vanrækslu verður að telja, að hann beri einnig fébótaábyrgð á tjóni Árna Árnasonar vegna síðast greindra galla in soliðum með stefnda Óskari Guð- laugssyni, en stefndi Haraldur verður ekki talinn bera neina ábyrgð á hinu gallaða miðstöðvarkerfi. Ekki hafa komið fram örugg gögn um, hverjar séu hæfilegar bætur vegna leyndra galla á miðstöðvarkerfinu. Með hliðsjón af atvikum öllum þykir hæfilegt að meta bætur þær, er stefndi Haraldur ber fébóta- ábyrgð á samkvæmt þessum kröfulið, á kr. 65.000.00. Um 2. Kröfu sína samkvæmt þessum lið sundurliða stefnendur þannig: a. Málskostnaður í héraði .................... kr. 27.000.00 b. Málskostnaður í Hæstarétti ................ — 9.000.00 Kr. 36.000.00 Stefnendur hafa ekki sannað, að þau hafi greitt Jónu G. Stef- ánsdóttur málskostnað þenna. Ber því þegar af þeirri ástæðu að sýkna stefndu að svo stöddu af málskostnaðarkröfunni í héraði. Árni Árnason áfrýjaði máli sínu gegn Jónu G. Stefánsdóttur til Hæstaréttar, en sótti eigi dómþing þar, þegar til átti að taka. Að svo vöxnu máli, er ekki ástæða til að taka til greina kröfu stefnenda um málskostnað í Hæstarétti. Verður stefndu því dæmd sýkna af málskostaðarkröfunni í Hæstarétti, kr. 9.000.00. Um 8. Kröfu sína samkvæmt þessum lið sundurliða stefnendur þannig: a. Málflutningslaun, er Árni Árnason greiddi lög- manni sínum fyrir flutning máls Jónu G. Stef- ánsdóttur fyrir héraðsdómi ................. kr. 8.000.00 b. Málflutningslaun, er Árni Árnason greiddi lög- manni sínum fyrir undirbúning málsins fyrir Hæstarétti —- 3.000.00 Kr. 11.000.00 Þegar hinir leyndu gallar komu í ljós á húsinu, var Árna Árnasyni nauðsynlegt að leita sér lögfræðilegrar aðstoðar. Gallar hússins voru sérstæðir og verulegir. Að svo vöxnu máli, þykir rétt að taka til greina kröfu stefnenda, kr. 8.000.00, samkvæmt þessum lið, er stefndu ber að greiða stefnendum in solidum. 495 Með skírskotun til þeirra raka, sem rakin hafa verið hér að framan um kröfulið 2b, verður stefndu dæmd sýkna af kostn- aðinum, kr. 3.000.00, við áfrýjun máls Árna Árnasonar gegn Jónu G. Stefánsdóttur. Um 4. Stefnendur hafa ekki sannað, að þau hafi greitt skaðabætur, kr. 80.000.00, samkvæmt þessum lið. Ber því þegar af þeim ástæðum að sýkna stefndu að svo stöddu af greiðslu þeirra. Um 5. Stefnendur hafa ekki leitt í ljós, að þau hafi greitt fjárnáms- og uppboðskostnað samkvæmt þessum kröfulið. Verða stefndu því þegar af þeirri ástæðu sýknaðir að svo stöddu af þessum kröfulið. Um 6. Til stuðnings þessum kröfulið hafa stefnendur lagt fram húsa- leigukvittanir til Árna Árnasonar fyrir mánuðina febrúar, marz, apríl og maí 1959, ágúst, september, október og nóvember 1960, júní, júlí, september, október, nóvember og desember 1961, sam- tals að fjárhæð kr. 32.200.00. Telja stefnendur, að þessi fjár- hæð nemi því tjóni, sem Árni Árnason hafi orðið fyrir við það að geta ekki búið í eigin húsnæði. Hann hafi haft í hyggju að kaupa sér íbúð, eftir að hann hafði selt Jónu G. Stefánsdóttur margnefnt hús. Af því hafi ekki getað orðið vegna þess tjóns, sem hann varð fyrir vegna gallanna á húsinu. Gegn andmælum stefndu þykja stefnendur ekki hafa fært rök að því, að þau geti heimt fjárhæð þessa úr hendi stefndu. Verður hún því ekki tekin til greina. Úrslit málsins verða þá þau, að stefnda Óskari Guðlaugssyni ber að greiða stefnendum kr. 15.000.00 með vöxtum, eins og krafizt hefur verið. Þá greiði stefndu, Óskar Guðlaugsson og Haraldur Sigurðsson, in solidum stefnendum kr. 73.000.00 ásamt þeim vöxtum, sem krafizt er, svo og málskostnað, sem eftir at- vikum þykir hæfilega ákveðinn kr. 8.500.00. Ber skipuðum tals- manni stefnenda, Magnúsi Fr. Árnasyni hæstaréttarlögmanni, kr. 8.000.00 af þeirri fjárhæð í málflutningslaun. Löghaldi, sem stefnendur létu leggja á kjallaraíbúð stefnda Óskars að Karfavogi 13 hinn 24. febrúar 1961 er rétt til laga 496 haldið, og ber því að staðfesta það til tryggingar tildæmdum fjárhæðum. Bjarni K. Bjarnason borgardómari kvað upp dóm þennna ásamt meðdómendunum Benedikt Sigurjónssyni hæstaréttarlögmanni og Ólafi Jenssyni verkfræðingi. Dómsorð: Framangreint löghald er staðfest. Stefndi Óskar Guðlaugsson greiði stefnendum, Árna Árna- syni og Sigríði Sæmundsdóttur, kr. 15.000.00 með 7% árs- vöxtum frá 24. febrúar 1961 til greiðsludags. Þá greiði stefndu, Óskar Guðlaugsson og Haraldur Sig- urðsson, in soliðum stefnendum kr. 73.000.00 með 7% árs- vöxtum frá 24. febrúar 1961 til greiðsludags og kr. 8.500.00 í málskostnað. Ber skipuðum talsmanni stefnenda, Magnúsi Fr. Árnasyni hæstaréttarlögmanni, kr. 8.000.00 þar af í málssóknarlaun. Stefndu skulu vera sýknir af þeim kröfum stefnenda, sem um ræðir í kröfuliðum 2b, 3b og 6; og þeir skulu vera sýknir að svo stöddu af kröfuliðum 2a, 4 og %. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lög- birtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Löghaldsgerð fógetadóms Reykjavíkur 24. febrúar 1961. Fyrir gerðarbeiðanda mætir Magnús Árnason héraðsdómslög- maður og krefst löghalds fyrir kr. 270.797.00, 8% ársvöxtum frá 24/2 1961 til greiðsludags auk kostnaðar við löghald, stað- festingarmál, fjárnám og uppboð. Hann afhendir réttinum sem löghaldstryggingu sparisjóðsbók nr. 36520 við Búnaðarbanka Íslands með innstæðu í dag kr. 28.322.55. Gerðarþoli á hér heima. Hann er ekki mættur, en kona hans Guðrún Sveinsdóttir. Hún segist ekki greiða skuldina. Samkvæmt kröfu umboðsmanns gerðarbeiðanda lýsti fógeti yfir löghaldi í eignarhluta Óskars Guðlaugssonar í Karfavogi 13 (kjallaraíbúð) og skýrði þýðingu þess fyrir mættri. 497 Föstudaginn 22. maí 1964. Nr. 8/1963. Laugavegur 105 h/f (Gústaf A. Sveinsson hrl.) Ssegn Gísla Gíslasyni (Jón N. Sigurðsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 23. janúar 1963. Krefst hann sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar úr hendi hans í héraði og hér fyrir dómi. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Sigurður Hallvarðsson húsvörður og Svanur Skærings- son pípulagningameistari eru sammála um, að þeir hafi orðið samferða brott af vinnustað á 4. hæð hússins nr. 105 við Laugaveg, þegar vinnu pipulagningamanna lauk þar laugardaginn 15. marz 1958. Kveður Sigurður, að pipu- lagningamennirnir hafi áður um daginn „sett texplötu ofan á vaskinn, svo að mulningur félli ekki ofan í hann“. En Þegar hann kom á staðinn daginn eftir til að athuga vatns- rennslið, „hafi texplatan verið sporðreist og mikill muln- ingur í vaskinum, svo að hann var stíflaður, og rann vatn- ið viðstöðulaust úr kalda krananum“. Telja verður, að bæði pipulagningameistarinn og húsvörðurinn hafi sýnt af sér vangæzlu í starfi með þeim viðskilnaði á vinnustað, sem hér var getið, og má rekja tjón stefnda til þeirrar hátt- semi þeirra, jafnvel þó að fleiri orsökum hefði verið til að dreifa, Og þar sem húsvörðurinn var starfsmaður áfrýj- anda, ber áfrýjandi fébótaábyrgð á tjóninu. Með þessari athugasemd ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm. 32 498 Rétt er, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 6.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Laugavegur 105 h/f, greiði stefnda, Gísla Gíslasyni, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 6.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 10. nóvember 1962. Mál þetta, sem dómtekið var 25. október 1962, hefur Gísli Gíslason, Flókagötu 23, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 26/2 1959, gegn húseigninni Laugavegur 105 h/f, Reykjavík, til greiðslu skaðabóta, að fjárhæð kr. 8.104.00, með 6% ársvöxtum frá 1/1 1959 til greiðsludags og málskostn- aðar að skaðlausu. Stefndi hefur aðallega krafizt sýknu og málskostnaðar, en til vara lækkunar á dómkröfum stefnanda. Stefnandi skýrir svo frá málavöxtum, að sunnudaginn 16. marz 1958 hafi þess orðið vart í húseigninni nr. 114 við Hverfisgötu hér í borg, sem sé eign stefnanda, að vatn hafi seytlað gegnum brunagafl á austurhluta hússins og inn í íbúðir þess. Við eftirgrennslan hafi komið í ljós, að vatn þetta hafi komið frá húsinu nr. 105 við Laugaveg, sem sé eign stefnda, og muni það hafa orsakazt af því, að á 4. hæð þess húss hafi vatn bunað úr tveimur krönum í stíflaða vaska. Hafi vatnið síðan brotizt í gegnum vesturgafl þess húss, sem liggur þétt að brunagafli húss- ins nr. 114 við Hverfisgötu. Þegar bilið milli brunagaflanna hafi verið orðið fullt, hafi vatnið brotizt í gegnum brunagafl hússins nr. 114 við Hverfis- götu og inn í íbúðir þar. Allmikið tjón hafi orðið í íbúðum húss- ins, dúkar hafi losnað af gólfum, málning í lofti orðið fyrir skemmdum og raflagnir eyðilagzt að nokkru leyti. Í beiðni um útnefningu matsmanna hefur stefnandi haldið því fram, að tjón þetta muni hafa orsakazt af því, að iðnaðar- menn, sem voru að vinna í húsinu nr. 105 við Laugaveg laugar- daginn 15. marz 1958, eða aðrir, sem um það hús gengu, hafi gleymt að skrúfa fyrir kranana, sem fyrr er frá skýrt. 499 Samkvæmt beiðni stefnanda voru dómkvaddir 2 matsmenn hinn 9/4 1958, þeir Einar B. Kristjánsson húsasmíðameistari og Ólafur Ólafsson veggfóðrarameistari, til að meta til fjár, hvað kosta myndi að gera við skemmdir, sem urðu þann 16. marz 1958 í húseign stefnanda að Hverfisgötu 114 af völdum vatns, sem kom- izt hafi inn í húsið frá húseigninni nr. 105 við Laugaveg. Matsmennirnir skiluðu matsgerð, dagsettri 30/4 1958. Í matsgerðinni segir, að vatn hafi komizt inn um brandvegsg, sem áfastur sé við húseignina nr. 105 við Laugaveg, og það svo mikið og víða, að dúkur á gólfum í þremur herbergjum hafi losnað og skemmzt, einnig lítils háttar í rishæð. Málning hafi einnig skemmzt á tveimur herbergjum svo mikið, að þau verði að málast upp, veggir og loft í öðru, en aðeins veggir í hinu. Raflögn í tveimur herbergjum hafi skemmzt, svo draga verði víra úr og setja nýja í staðinn samkvæmt mælingu Rafmagns- veitu Reykjavíkur, dagsettri 19. marz 1958. Matsmennirnir meta tjón vegna framangreindra skemmda á kr. 5.104.00. Matsmennirnir hafa báðir komið fyrir dóm og staðfest matið. Stefnandi sundurliðar kröfu sína þannig: 1. Tjón vegna skemmda samkvæmt mati kr. 5.104.00 2. Bætur fyrir óþægindi ............... — 3.000.00 Samtals kr. 8.104.00 Stefndi heldur því fram sýknukröfu sinni til stuðnings, að brotizt hafi verið inn í læst húsnæði, sem hafi staðið autt og óleigt í húsinu nr. 105 við Laugaveg um þessar mundir, og þeir, sem það gerðu, hafi skrúfað frá vatninu. Lögreglunni hafi ekki tekizt að upplýsa, hverjir það gerðu, og beri stefnandi því enga ábyrgð á tjóni, sem innbrotsþjófar hafi valdið. Til vara hefur stefndi mótmælt kröfum stefnanda sem of háum og krafizt lækkunar á þeim. Stefnandi málsins hefur komið fyrir dóm og skýrt þar svo frá, að leigjandi hans á Hverfisgötu 114 hafi tilkynnt honum vatnsrennslið. Hafi stefnandi þá brugðið við og verið kominn á staðinn kl. 4.30 sunnudaginn 16. marz 1958. Hafi hann þá haft samband við Jón Sveinsson, formann stjórnar stefnda. Hafi þeir tekið stiga og skyggnzt inn á 3. hæð hússins nr. 105 við Laugaveg og séð, að vatn streymdi gegnum loftið ofan af 4. hæð. Jón Sveinsson hafi ekki haft lykla og heldur ekki haft tíma til að ná í húsvörðinn, sem bjó inni í smáíbúðahverfi. 500 Stefnandi hafi því sótt húsvörðinn, og hafi þeir farið inn á 4. hæð, en þar hafi vatn runnið úr tveimur krönum í þvottaskál, sem hafi verið stífluð með sandi og möl, sem sýnilega hafi fallið í hana við það, að rauf eða gat hafi verið höggvið á loftið fyrir ofan vaskinn, en þvottaskálin hafi verið full af þessum muln- ingi, og vatnið flætt út úr henni, þegar búið hafi verið að skrúfa fyrir kranana. Stefnandi skýrir svo frá, að húsvörðurinn hafi opnað gang- inn að 3. og 4. hæð með lyklum, en ekki hafi verið þess nein ummerki, að brotizt hafi verið inn á 4. hæðina. Gluggar hafi verið heilir og hurðin lokuð, en nokkuð hafi séð á öllum körm- um í húsinu. Stefnandi kveðst síðan hafa hringt á lögregluna til að sýna henni vegsummerki. Vitnið Svanur Skæringsson pípulagningarmeistari skýrir svo frá, að hann hafi verið að vinna við húsið nr. 105 við Lauga- veg laugardaginn 15. marz 1958, bæði fyrir og eftir hádegi, ásamt tveimur starfsmönnum sínum, Jóni Gíslasyni og Guð- mundi Hermannssyni, og auk þess hafi húsvörðurinn, Sigurður Hallvarðsson, einnig mætt á staðnum eftir hádegið og verið þar, bæði þegar verkið hófst og eins þegar því lauk og auk þess eitthvað þar á milli. Skömmu eftir hádegið hafi verið tekin sundur vatnsleiðsla í salerni á 4. hæð, settur tappi í og vatninu hleypt á aftur, en síðari hluta dagsins hafi þeir unnið við að rífa niður miðstöðvarrör á 4. hæð, þar sem vatnið rann síðan út um. Um kvöldið, þegar vinnu lauk, hafi þeir yfirgefið 4. hæðina, eftir að búið hafi verið að aðgæta sérstaklega, að allt hafi verið í lagi. Daginn eftir hafi hann verið kallaður á staðinn, og hafi Guð- mundur Hermannsson verið með honum. Kveðst vitnið þá hafa veitt því athygli, að smekklás, sem hafi verið á innri hurðinni á 4. hæð daginn áður, hafi verið rifinn af ásamt stykki úr hurð- inni, og hafi smekklásinn ásamt brennivínsflösku og sítron- flösku legið á gólfinu. Hafi hann þá sent Guðmund Hermanns- son og látið hann hringja á lögregluna. Tveir lögreglumenn hafi komið, og hafi hann bent þeim sérstaklega á smekklásinn og flöskurnar. Vitnið Sigurður Hallvarðsson húsvörður hefur skýrt svo frá, að stefnandi hafi sótt hann umræddan dag. Hafi hann, þ. e. Sigurður, opnað útidyr hússins með lykli. Hafi þeir síðan gengið upp á 4. hæð og opnað ytri hurð þeirrar hæðar með smekklás- 501 lykli, og hafi þeir síðan átt greiðan inngang að vaskinum, vegna þess að innri hurðin hafi verið opin og búið að sprengja smekk- lásinn af henni. Vitnið skýrir einnig svo frá, að daginn áður hafi pípulagningamenn unnið að því að breyta miðstöðvarlögn á 5. hæð, og hafi þeir af þeim sökum þurft að brjóta gat fyrir ofan vaskinn og sett texplötu ofan á hann, til þess að muln- ingur félli ekki niður í vaskinn. Þegar vitnið hafi komið ásamt stefnanda á staðinn, hafi texplatan verið sporðreist og mikill mulningur í vaskinum, svo að hann var stíflaður, en vatn hafi runnið viðstöðulaust úr kalda krananum. Vitnið kveður Svan Skæringsson hafa bent því á, að smekk- láslykillinn hafi verið rifinn af hurðinni, og hafi vitnið séð smekklásinn liggja á gólfinu auk tómrar áfengisflösku. Vitnið skýrir enn fremur frá því, að það hafi komið á staðinn fyrir hádegi daginn áður og skrúfað fyrir aðrennsli að umræðdum krana með því að skrúfa fyrir krana í kjallara, en skömmu síðar hafi það skrúfað frá þeim krana aftur. Vitnið kveðst hafa orðið samferða pípulagningamönnunum út úr húsinu, þegar þeir hættu vinnu, og hafi þá hurðum verið skellt, en ekki fylgdist vitnið með því, hve fast þær lokuðust. Vitnið Guðmundur Jóhannsson lögregluþjónn skýrir svo frá, að hann hafi verið sendur frá lögreglustöðinni milli kl. 7 og 8 um kvöldið 16. marz 1958 til að athuga verksummerki í húsinu nr. 114 við Hverfisgötu og Laugavegi 105, en með honum hafi verið Torfi Jónsson lögreglumaður, Vitnið kveðst hafa farið undir leiðsögn stefnanda og annars manns, sem hann taldi vera húsvörð á Laugavegi 105, í það hús og á 3. eða 4. hæð, að því er vitnið minnir, og hafi þar þá allt verið flæðandi í vatni, en ekki hafi verið minnzt á hvorki af húsverðinum né öðrum, að brot- izt hafi verið inn, og ekki minnist vitnið að hafa séð þess nein merki. Vitnið Torfi Jónsson, sem fór á staðinn með framangreind- um lögregluþjóni, skýrir svo frá, að þeir hafi farið ásamt eig- anda Hverfisgötu 114 inn í herbergi eða lítinn sal að Lauga- vegi 105 á 3. eða 4. hæð, og hafi gólfið verið á floti í vatni, en ekki hafi verið minnzt á það við lögreslumennina, að brotizt hafði verið inn í umrætt húsnæði, og ekki minnist vitnið að hafa séð þess nokkur merki. Lagt hefur verið fram í málinu dskj. nr. 8, skýrsla rannsóknar- lögreglunnar í Reykjavík. Í skýrslunni segir, að sunnudaginn 16/3 1958 hafi verið hringt 502 á lögreglustöðina frá Hverfisgötu 114 og lögreglan beðin að koma þangað. Lögregluþjónn sá, er sinnti kallinu, skýrir svo frá í skýrslunni, að hann hafi farið þangað ásamt lögregluþjóni nr. 54. Á fjórðu hæð hússins hafi verið sprengd upp hurð og farið inn í mannlausan sal. Þar hafi verið skrúfað frá vatns- hana og vatnið látið renna niður, en niðurfallið ekki tekið við öllu vatninu, svo mjög mikið hafi farið á gólfið. Þarna hafi 3 menn verið að þurrka vatnið af gólfinu, og hafi þeir haldið, að vatn hafi komizt inn í næsta hús og næstu hæð fyrir neðan. Ekki hafa lögregluþjónar þeir, er í skýrslu þessari greinir, komið fyrir dóm í málinu þrátt fyrir gagnaöflunarúrskurð þess efnis. Þá hefur skýrslunni verið mótmælt af hálfu stefnanda. Ágreiningslaust er, að skemmdirnar á íbúð stefnanda urðu af völdum vatns, sem flæddi út úr þvottaskál í húseign stefnda nr. 105 við Laugaveg. Með tilliti til framburða vitnanna, sem raktir hafa verið hér að framan, verður ekki talið, að stefndi afi fært rök fyrir þeirri staðhæfingu sinni, að innbrotsþjófar hafi skrúfað frá vatninu. Eins og að framan greinir, bera þeir það stefnandi og vitnið Sigurður Hallvarðsson, að þvottaskálin hafi verið stífluð af sandi og möl, og hefur því ekki verið mótmælt af hálfu stefnda. Orsök tjónsins, sem mál þetta er risið út af, verður því rakin til atburða, er gerðust í húseign stefnda, og telja verður, eins og málinu er háttað, að stefndi beri ábyrgð á. Það er álit rétt- arins, að bótakrafa stefnanda sé ekki of há, og verður hún því samkvæmt framanskráðu tekin til greina að öllu leyti. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að stefndi greiði stefnanda málskostnað, er telst hæfilega metinn kr. 3.000.00. Einar Oddsson, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm þenna ásamt meðdómsmönnunum Óskari Smith og Einari Sveinssyni. Dómsorð: Stefndi, Húseignin Laugavegur 105 h/f, greiði stefnanda, Gísla Gíslasyni, kr. 8.104.00 með 6% ársvöxtum frá 1/1 1959 til greiðsludags og kr. 3.000.00 í málskostnað. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 503 Mánudaginn 25. maí 1964. Nr. 140/1963. Oddviti Reykdælahrepps f. h. hreppsins og Oddviti Aðaldælahrepps f. h. hreppsins (Friðrik Magnússon hrl.) gegn Landbúnaðarráðherra f. h. Kirkjujarðasjóðs (Hafsteinn Sigurðsson hdl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og Ármann Snævarr prófessor og Logi Einarsson yfirsakadómari. Kristfé. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 18. október 1963. Eru kröfur þeirra þessar: „Að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið. Að stefndi, land- búnaðarráðherra f. h. Kirkjujarðasjóðs, verði dæmdur til viðurkenningar og greiðslu á árlegri afgjaldsskyldukvöð af hinni fornu kirkjujörð Geitafelli í Aðaldælahreppi, Suður- Þingeyjarsýslu, svo nefndu „Geitafellsómagameðlagi“, er greiða beri með árlegri peningagreiðslu fyrir hvert far- dagaár, er jafngildi 144 álnum á landsvísu eftir verðlags- skrár meðalverði, %; hluta til Reykdælahrepps og %s hluta til Aðaldælahrepps, svo og til greiðslu áfallinna, van- goldinna greiðslna fyrir fardagaárin 1958— 1960, að upp- hæð samtals kr. 6245.28 — sex þúsund tvö hundruð fjöru- tíu og fimm krónur ?%,g9 — þar af %; hluta, kr. 3330.82, til Reykdælahrepps og %s hluta, kr. 2914.46, til Aðaladæla- hrepps auk 8% ársvaxta af upphæðunum frá 1. júní 1960 til greiðsludags.“ Þá krefjast áfrýjendur málskostnaðar úr hendi stefnda í héraði og hér fyrir dómi, eins og málið væri ekki gjaf- sóknarmál, en þeir hafa fengið gjafsókn fyrir Hæstarétti með bréfi dómsmálaráðherra 1. april 1964. Stefndi krefst staðfestingar hins áfryjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjenda. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fram í Hæstarétti. 504 Með hæstaréttardómi 25. janúar 1878, sem staðfesti að niðurstöðu til landsyfirréttardóm frá 1. júní 1874, var sókn- arprestinum í Grenjaðarstaðarprestakalli dæmt skylt að greiða til fátækrasjóðs Helgastaðahrepps fyrir fardagaárin 186/— 1874 árlega 144 álnir á landsvísu eða í peningum eftir hvers árs verðlagsskrár meðalverði allra meðalverða. Er niðurstaða dómanna á því reist, að samkvæmt fornum máldögum Grenjaðarstaðarkirkju hvíli á henni árleg af- gjaldsskylda, 144 álnir á landsvísu, til fátækrasjóðs Helga- staðahrepps. Meðal annars er vísað til máldagabókar Péturs biskups 1394, sbr. erindisbréf handa biskupum 1. júlí 1746, en í máldagabók þessari segir um kirkju á Grenjaðarstað: „Hér skal og vera þriggja marka kristfjár ómagi og stend- ur fyrir Geitafell.“ Í máli því, sem hér er til meðferðar, ber að leggja hæstaréttardóminn frá 1878 til grundvallar um það, að þá hafi framangreind afgjaldsskylda til handa Helgastaðahreppi hvílt á Grenjaðarstaðarprestakalli. Helgastaðahreppi var með stjórnarráðstöfun 28. desem- ber 1893 skipt í tvö sveitarfélög, Reykdælahrepp og Aðal- dælahrepp. Skyldi eignum og skuldum Helgastaðahrepps skipt milli hinna nýju hreppa þannig, að í hluta Reykdælahrepps komi %;s, en í hluta Aðaldælahrepps %s. Með lögum um laun sóknarpresta nr. 46/1907 var komið á nýrri skipan um eignir og tekjur lénskirkna. Samkvæmt 8. gr. laganna og með þeim undantekningum, sem þar get- ur, var hreppstjórum falið að innheimta eftirgjöld kirkju- jarða, og samkvæmt 24. gr. laganna skyldu eftirgjöldin renna í Prestlaunasjóð. Að því er Grenjaðarstaðarprestakall varðar, kom þessi skipan til framkvæmda árið 1911, þegar þar urðu prestaskipti, sbr. 26. gr. laganna. Þá var og með 15. gr. laga um sölu kirkjujarða nr. 50/1907 ákveðið, að andvirði seldra kirkjujarða og itaka skyldi renna í Kirkju- jarðasjóð, og þangað skyldi einnig leggja peningaeign prestakalla. Fram til 1911 var sóknarprestur að Grenjaðarstað í fyrir- svari um að fullnægja umræddri afgjaldsskyldu til hrepp- anna, en þá fluttist fyrirsvarið til Stjórnarráðsins vegna 505 sjóða þeirra, sem tekjur af kirkjujörðum og andvirði seldra jarða rann til samkvæmt framangreindum lögum frá 1907. Kirkjujarðasjóður seldi Geitafell árið 1916, og féll andvirði Jarðarinnar til hans. Ekki var áskilið af hálfu Kirkjujarða- sjóðs með samþykki fyrirsvarsmanna Reykdælahrepps og Aðaldælahrepps, að kaupandi að Geitafelli tækist afgjalds- skylduna á hendur, og fór því engin lögmæt skuldskeyting fram, þegar sú jörð varð seld. Leiðir þetta til þess, að skyld- an hvilir áfram á stefnda. Samkvæmt því, sem að framan er rakið, verður stefnda dæmt að greiða Reykdælahreppi kr. 3330.82 og Aðaldæla- hreppi kr. 2914.46. Þá ber stefnda og að greiða 7% árs- vexti af greindum fjárhæðum frá 1. júní 1960 til greiðslu- dags. Málflutningslaun talsmanns áfrýjenda í héraði og fyrir Hæstarétti eru ákveðin samtals kr. 22.000.00. Ber rikissjóði að greiða þau og svo allan annan gjafsóknarkostnað áfrýj- enda í héraði og fyrir Hæstarétti. Að öðru leyti falli máls- kostnaður niður. Dómsorð: Stefndi, landbúnaðarráðherra f. h. Kirkjujarðasjóðs, greiði áfrýjanda oddvita Reykdælahrepps f. h. hrepps- ins kr. 3330.82 ásamt 7% ársvöxtum frá 1. júní 1960 til greiðsludags. Þá greiði stefndi og áfrýjanda odd- vita Aðaldælahrepps f. h. hreppsins kr. 2914.46 ásamt 170 ársvöxtum frá 1. júní 1960 til greiðsludags. Ríkissjóður greiði allan gjafsóknarkostnað áfrýjenda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, þar með talin málflutn- ingslaun talsmanns áfrýjenda í héraði og fyrir Hæsta- rétti, Friðriks Magnússonar hæstaréttarlögmanns, sam- tals kr. 22.000.00. Að öðru leyti fellur málskostnaður niður. 506 Dómur aukadóms Þingeyjarsýslu 1. ágúst 1963. Ár 1963, fimmtudaginn 1. ágúst, kl. 9, var á aukadómþingi Þingeyjarsýslu, sem haldið var í skrifstofu embættisins í Húsa- vík af Jóhanni Skaptasyni sýslumanni, kveðinn upp dómur Í málinu nr. 6/1961: Hreppsnefndir Aðaldæla- og Reykdælahrepps gegn landbúnaðarráðherra f. h. Kirkjujarðasjóðs. Mál þetta, sem tekið var til dóms 24. júlí, hafa oddvitarnir Bjartmar Guðmundsson, Sandi, f. h. hreppsnefndar Aðaldæla- hrepps í Suður-Þingeyjarsýslu og Áskell Sigurjónsson, Laugafelli, f. h. hreppsnefndar Reykdælahrepps í sömu sýslu höfðað fyrir aukadómþingi Þingeyjarsýslu með stefnu, útgefinni 30. maí 1961, gegn landbúnaðarráðherra f. h. Kirkjujarðasjóðs til viður- kenningar á afgjaldsskyldu Kirkjujarðasjóðs af hinni fornu kirkjujörð Geitafelli, nú í Aðaldælahreppi, áður í Helgastaða- hreppi, þ. e. til greiðslu hins svonefnda „Geitafellsómagameð- lags“, og til greiðslu vangoldinna, gjaldfallinna árgreiðslna með- lagsins fardagaárin 1958, 1959 og 1960. Afgjaldsgreiðslan er virt á 144 álnir á landsvísu, og skiptist hún milli hreppanna þannig, að Reykdælahreppur á %s hluta greiðslunnar, en Aðaldælahreppur "%s hluta. Samkvæmt stefnunni gera stefnendurnir þær kröfur fyrir dómi, að stefndi, landbúnaðarráðherra f. h. Kirkjujarðasjóðs, verði dæmur til viðurkenningar og greiðslu á árlegri afgjaldsskyldu- kvöð af hinni fornu kirkjujörð Geitafelli í Aðaldælahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu, svonefndu „Geitafellsómagameðlagi“, er greiða beri með árlegri peningagreiðslu fyrir hvert fardagaár, er jafngildi 144 álnum á landsvísu eftir verðlagsskrármeðalverði, %s hluta til Reykdælahrepps og "%ís hluta til Aðaldælahrepps, svo og til greiðslu áfallinna vangoldinna greiðslna fyrir fardaga- árin 1958— 1960, að upphæð samtals samkvæmt framansögðu kr. 6.670.08 — sex þúsund sex hundruð og sjötíu krónur %oo —, þar af %s hluta, kr. 3.357.38, til Reykdælahrepps og %s hluta, kr. 3.112.70, til Aðaldælahrepps, auk 8% ársvaxta af upphæð- unum frá 1. júní 1960 til greiðsludags og málskostnaðar eftir framlögðum reikningi eða mati dómarans. Síðar lækkuðu stefnendur kröfu sína lítils háttar vegna reikn- ingsskekkju, og voru endanlegar fjárkröfur þeirra þannig: 507 Fardagaár Hluti Reykdælahrepps Hluti Aðaldælahrepps 1957—1958 .......... kr. 991.49 kr. 867.55 1958— 1959 .......... — 1.121.28 — 981.12 1959— 1960 .......... — 1.218.05 — 1.065.79 Kr. 3.330.82 Kr. 2.914.46 an greinir. Stefndi hefur krafizt sýknu og málskostnaðar eftir mati rétt- arins. Róta máls þessa er langt að leita. Er það sprottið af máls- greinum í gömlum máldögum, sem geta um eignir kirkna og kvaðir á eignunum. Því er haldið fram, að samkvæmt máldögunum hafi hvílt á kirkjujörðinni Geitafelli sú kvöð, að sá, er nyti afgjalds henn- ar, þ. e. Grenjaðarstaðarprestur, ætti að halda þriggja marka ómaga. Þegar séra Jón Jónsson tók við Grenjaðarstað árið 1827, krafð- ist hreppstjórnin þess, að hann framfleytti á tekjum sínum af staðnum einum veizlumanni kvengildum og einum þriggja marka ómaga, auk ómaga tvær vikur um jól og sjö vikur á lönguföstu. Krafan byggðist á ákvæðum aldagamalla máldaga. Prestur taldi sér óskylt að verða við kröfum hreppstjóranna, en deilunni lauk með sætt 1830. Gengst presturinn undir að greiða Helgastaðahreppi árlega rúmlega 164 álnir, en á móti skyldi aukaútsvar prests einungis vera 50% af því, sem ella hefði átt að vera. Prestur stóð að sjálfsögðu við sættina. Hann andaðist 1866. Tók þá við brauðinu Magnús sonur hans, maður um sextugt, sem verið hafði aðstoðarprestur föður síns síðustu 12 árin. Hann neitaði að greiða fátækraframfærslufram- lagið, sem faðir hans hafði samið um að greiða. Var kröfunni þá stefnt til dóms, og lauk deilunni með hæstaréttardómi 1878, sem gerði presti að greiða 144 álnir á ári til Helgastaðahrepps. Mun sú fjárhæð hafa verið greidd árlega Helgastaðahreppi af Grenjaðarstaðarpresti, unz hreppnum var skipt í tvö hrepps- félög 1896, og síðan stefnendum þessa máls til 1911, eða prest- ur hafa haldið ómaga á heimili sínu. Árið 1911 tók Kirkjujarðasjóður við kirkjujörðum Grenjaðar- 508 staðar, og var hreppstjórum þá falið að greiða framlagið af eftir- gjaldi afréttarlandsins Þeistareykja. Löngu áður hafði prest- urinn á Grenjaðarstað samið við hreppsnefnd Helgastaðahrepps um það, að hreppurinn notaði afréttarlandið, og að eftirgjaldið skyldi vera jafnt Geitafellsómagameðlaginu. Síðan 1911 greiddu svo hreppstjórarnir meðlagið af jarðar- afgjöldum, fyrst af afgjaldi Þeistareykja, en eftir að hrepp- arnir (stefnendur) keyptu afréttarlandið 1915, af öðrum jarðar- afgjöldum, að því leyti sem þau hrukku til heima fyrir, en mis- muninn greiddi sýslumaður af gjöldum úr öðrum hreppum, ef tekjur af jörðum í heimahreppi hreppstjóra hrukku ekki til, stundum þó úr prestlaunasjóði hreppsins. Gekk það svo til 1958. Þá nægðu afgjöld 13 ríkisjarða í Aðaldælahreppi og Reykdælahreppi vart fyrir Geitafellsómagameðlaginu, og þá neit- aði Stjórnarráðið (Dómsmálaráðuneytið) algerlega að halda áfram greiðslunum og taldi skyldu til þess niður fallna. Oddvitar hreppanna vildu ekki sætta sig við þessa ákvörðun ráðuneytisins og höfðuðu því mál þetta. Stefnendur vísa til þess kröfu sinni til stuðnings, að meðlagið hafi jafnan verið greitt hreppssjóði síðan 1830 eða ómaga hafi verið framfleytt á því heima hjá Grenjaðarstaðarpresti, greiðslu- skyldan sé staðfest með hæstaréttardómi frá 1878 og sé „Geita- fellsómagameðlagið“ síðan einn af föstum tekjuliðum hrepp- anna, sem stöðugt sé reiknað með og fjárhagsleg afkoma hrepp- anna hvíli á meðal annars. Jafnframt er því haldið fram, að ekkert það hafi gerzt á um- liðnum árum, síðan hæstaréttardómurinn gekk, sem breytt hafi getað greiðsluskyldunni. Verjandinn hefur vefengt það. að afgjaldsskyldukvöð hafi hvílt réttilega á Geitafelli á umliðnum árum, en jafnframt haldið því fram, að hafi svo verið, þá hafi kvöðin verið bundin við sjálfa jörðina og fylgt henni við eigendaskipti. Jörðin hafi verið seld ábúanda 1916, og þá hafi Kirkjujarðasjóður losnað undan greiðsluskyldunni, hafi hún á annað borð verið fyrir hendi, því að jörðin hafi verið seld, svo sem allar ríkisjarðir, sem seldar voru um það leyti, með áhvílandi kvöðum og skyld- um. Hafi greiðsluskyldan því, ef nokkur var, hvílt á einstaki- ingum til ársins 1938, er ríkið keypti jörðina á ný, en síðan flutzt yfir á núverandi eiganda, er hann keypti jörðina 1952. Það er að vísu rétt, að venja er að selja jarðir með áhvíl- andi kvöðum, en afsalsbréfið frá 1916 hefur ekki fyrirfund- 509 izt og því ekki verið fram lagt í máli þessu. Auk þess virðist „Geitafellsómagameðlagið“ hafa í framkvæmdinni verið í svo lausu sambandi við Geitafell, að vafasamt er, að kaupanda væri ljóst, að það teldist hvíla á jörðinni, enda hann sjálfsagt aldrei verið um það krafinn, þar sem Kirkjujarðasjóður hélt áfram að inna það af hendi þrátt fyrir söluna. Árið 1952 er jörðin seld til að verða ættaróðal, og kæmi þá vart til greina að láta hvíla á henni afgjaldskvöð, sem næmi allt að tvítugföldu af- gjaldi, miðað við afgjald erfðaleigujarða og landverð jarðar- innar eitt. Þar sem Kirkjujarðasjóður hélt áfram að greiða afgjalds- kvöðina umyrðalaust árlega, eftir að jörðin Geitafell var seld 1916, verður að líta svo á, að hann hafi talið sig eiga að standa undir afgjaldskvöðinni, meðan hún væri við lýði. Stefndi verður því ekki sýknaður á þeim grundvelli, að hann hafi leyst sig undan greiðsluskyldunni við sölu Geitafells. Varnaraðilinn hefur til vara haldið því fram, að afgjalds- kvöðin væri niður fallin vegna breyttra þjóðfélagshátta og að meðlagsgreiðslur þær, sem fram til ársins 1958 fóru fram til stefnenda, svari ekki upphaflegum tilgangi þess, sem stofnaði til meðlagskvaðarinnar. Til hennar hafi verið stofnað í því skyni að bæta úr neyð bágstaddra, en hreint ekki til að skapa hreppsfélögum tekjustofn og létta þannig gjöld hreppsbúa. Hafi því kvöðin átt að falla niður, þegar hún hætti að þjóna þess- um tilgangi, og í síðasta lagi þegar farið var að greiða veru- legan hluta framfærslukostnaðar af ríkisfé. Þessu sjónarmiði er mótmælt af stefnendum. Þetta sjónarmið kom til álita, er málið var fyrir dómstólum á fyrri öld, og sýknaði héraðsdómur Grenjaðarstaðarprest á þeim grundvelli. Hins vegar var þetta sjónarmið hvorki talið valda sýknu fyrir Landsyfirdómi né Hæstarétti, sem báðir töldu kvöð- ina í gildi, en á ólíkum forsendum. Komu því fram við mála- reksturinn þrjú ólík sjónarmið dómstólanna um tilveru afgjalds- kvaðarinnar. Talið er, að fyrsta heimild fyrir „Geitafellsómagameðlaginu“ sé í Auðunnarmáldaga frá 1318, „(c. kirkjan á) reka með öllum fríðendum á Sandi, er Guðmundur gaf Eyjólfsson, þá er Ísleifur hélt stað, þá skal hafa Geitafellsland er við tekur og þriggja marka ómaga.“ Í Péturs biskups máldaga frá 1394 segir: „Hjer skal vera 3 marka kristfjárómagi og stendur fyrir Geitafell.“ 510 Sigurðarregistur telur þessar kvaðir á eignum Grenjaðar- staðar: „Á þessu fé eiga að vera prestar tveir, veizlumaður kven- gildur, einn þriggja marka ómagi, einn annar fátækur maður um föstutíma 7 vikur, annar um jól 13 daga.“ Framangreindur landsyfirréttardómur taldi kvöðina vera við lýði, fyrst sannað væri, að hún hefði löglega til orðið, og skipti ekki máli, þótt hún hefði ekki verið efnd um aldir. Hæstiréttur taldi hins vegar nauðsynlegt, að skyldan hefði ver- ið viðurkennd og efnd á undanförnum öldum, og áleit, að svo hefði verið, og væri hún því við lýði, er dómur gekk. Stefndi í máli þessu hefur látið viðurkenndan fræðimann rann- saka eftir fornum skjölum uppruna og viðhald „Geitafellsómaga- kvaðarinnar“, og liggur árangur af starfi hans og umsögn fyrir á dómsskjölum máls þessa nr, 21 og 22. Af skýrslum hans er helzt að ráða, að allt sé á huldu um uppruna kvaðarinnar og efndir á meðlagsskyldunni. Óljóst sé, hvort föstu ómagarnir á Grenjaðarstað hafi átt að vera tveir eða bara einn, þ. e. að orðalagið kvengildur ómagi og þriggja marka ómagi, sem sé hið sama, hafi valdið því, að Sigurðar- registur hafi gert úr tvo ómaga Í stað eins. Hann ályktar um framkvæmdina: „Það virðist svo, að það fé, sem fylgir Grenjaðarstað og ætlað var til framfærslu, hafi horfið til sérstakrar framfærslu kennimanna og stúdenta.“ Prestarnir hafa í yfirlitum um tekjur og gjöld embættis síns talið ómagaframfærsluskyldu til gjalda, en hvergi eru sönnur fyrir því, að hún hafi raunverulega verið innt af hendi. Og af bréfi séra Magnúsar Jónssonar frá tímum málaferlanna virðist augljóst, að hún hafi ekki verið innt af hendi til hreppsins um ómunatíð, áður en faðir hans var krafinn um fullnustu hennar, er hann tók við embætti. En vafalaust hafa prestarnir jafnan talið sér skylt að veita gestum og gangandi fyrirgreiðslu og lík- lega oft haft á staðnum fólk, sem þeir hafa getað reiknað með sem Ómaga að þeirrar tíðar hætti. Hreppstjórarnir kröfðu séra Jón Jónsson um allt það fátækra- framfæri, sem Sigurðarregistur frá 1569 getur um, að hvíli á Grenjaðarstað, en svo virðist, að við sættina hafi þeir slegið af og „Geitafellsómagameðlagið“ eitt hafi orðið eftir sem kvöð á eignum staðarins. Prestur virðist hafa gengizt nauðugur undir kvöð þessa, og þegar sonur hans, séra Magnús, greindur, reynd- ur og roskinn maður, tekur við embættinu eftir föður sinn, þver- neitar hann að undirgangast kvöðina án dóms. Undirstrikar það öll afstöðu þeirra feðga í máli þessu. Séra Magnús tapaði málinu endanlega fyrir Hæstarétti. Varð að sjálfsögðu að sitja við svo búið á þeim tíma. Síðan hæstaréttardómurinn gekk, líða 80 ár, unz Dómsmála- ráðuneytið ákvað að hætta að greiða „Geitafellsómagameðlagið“. Hefð vinnst ekki á afgjaldsskyldum, og nægir því ekki til rétt- lætingar kvaðarinnar að vísa til þess, að hún hafi verið innt af hendi um langt árabil. Það virðist fullkomlega eðlilegt og rétt að leita á ný álits dóm- stóla um það, hvort kvöðin sé enn við lýði, þrátt fyrir breyt- ingar þjóðfélagshátta liðinna 80 ára. Sækjandi hefur í greinargerð á dómsskjali nr. 15 bent á það, að lagður hafi verið fram höfuðstóll, er gaf tekjur til að standa straum af kvöðinni. Má vera, að í upphafi hafi svo verið. En er aldir liðu, virðist sá höfuðstóll stundum hafa borið lítinn eða engan ávöxt, t. d. Þegar jörðin Geitafell var í eyði, svo sem stundum virðist hafa verið fyrr á öldum, og 1958 er ósamræmið orðið það mikið, að „Geitafellsómagameðlagið“ var um það bil tvítugfalt afgjald Geitafellslands, miðað við erfðaábúð. Verður dómurinn að telja, að á hverjum tíma verði að vera skynsamlegt hlutfall milli tekna af eign og afgjaldskvaða. Komi því vart til mála, að afgjaldskvöð geti að jafnaði verið hærri en arður af eigninni, sem hún hvílir á, hvað þá tvítugfaldur arðurinn. Höfuðstóll sá, sem hér er lagður fram, er fasteign. Ætlazt er til, að arður af henni standi um aldur og ævi undir kvöðinni. Rís þá spurning um það, hvort nútíma þjóðfélag geti viður- kennt, að menn, sem dóu fyrir mörg hundruð árum, hafi raun- verulega enn ráðstöfunarrétt á arði fasteignar, sem þeir töld- ust eiga í jarðvist sinni. Væri svo, væri hægt að binda um ald- ur og ævi arð þeirra fasteigna, sem komandi kynslóðir eiga að hafa uppeldi sitt af. Lítur dómurinn svo á, að ekki sé skylt að fara í þessu efni lengur að fyrirmælum, sem orðin eru mörg hundruð ára gömul. Áður fyrr var talið skylt að virða slík fyrirmæli um aldur og ævi, en réttarþróun nútímans hefur gengið í þá átt að losa síðari kynslóðir við slík fyrirmæli liðinna kynslóða, sbr. sem dæmi síðustu málsgrein 50, gr. erfðalaga nr. 8 frá 14. marz 1962, svohljóðandi: „Kvöð á arfi fellur niður í síðasta lagi við andlát erfingja.“ Sbr. enn fremur ákvæði 2. mgr. sömu gr. um 512 heimild ráðherra til að fella niður kvöð af arfi, ef sannað er, að ástæður, sem lágu til grundvallar kvöðinni, eru ekki framar fyrir hendi. Sálugjafir áttu sízt að leggja byrðar á kirkjur, þær áttu að efla staðinn að auði og velmegun, þótt þær ættu stundum jafn- framt að þjóna öðrum tilgangi, svo sem hér virðist hafa verið. Á þeim tíma, sem kvöðin var á lögð, var ekki af þjóðfélags- ins hálfu séð jafnvel fyrir afkomu snauðra og vesælla sem nú er gert. Framfærslan hvíldi að mestu á ættingjum, og það jafn- vel fjarskyldum, og hefur vafalaust oft farið í handaskolum. Stofnandi hér umræddrar kvaðar ætlaði að tryggja einum bág- stöddum á hverjum tíma skjól og framfæri í faðmi kirkjunnar. Hann hefur vafalaust ekki verið að hugsa um að létta fram- færsluþunganum af hinum velmegandi. Nú á tímum, þegar þjóðfélagið hefur með löggjöf tryggt aí- komu lítilmagnans með opinberri framfærslu á föstum tekju- stofnum, virðist ástæðulaust að halda lengur í úrelt fyrir- komulag fyrri alda, enda virðist meðlagið ekki lengur bæta úr sárri neyð hinna snauðu, heldur létta byrði þeirra, sem góða afkomu hafa, útsvarsgreiðendanna. Kvaðir sem þessi virðast yfirleitt löngu niður fallnar í þjóðfélaginu, en þessi hefur af hreinni tilviljun verið endurvakin, svo sem að framan greinir. Eftir að fátækraframfærslan færðist aðallega á hreppana, var eðlilegt að þeir tækju við þeim aukatekjum, sem til féllu í framfærsluskyni, en eftir að stór hluti fátækraframfærslunnar hefur flutzt yfir á ríkið og Tryggingastofnun ríkisins, verður að telja viðhorf þessara mála það mikið breytt, að full ástæða sé til, að hér um rædd kvöð falli niður. Vegna breyttra þjóðfélags- hátta er hún orðin úrelt. Því ber að sýkna stefnda af kröfum stefnenda í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Þóknun sækjanda og verjanda ákveðst kr. 7.700.00 til hvors. Sækjendum var veitt gjafsókn. Því dæmist rétt vera: Stefndi, landbúnaðarráðherra f. h. Kirkjujarðasjóðs, á að vera sýkn af kröfum stefnendanna í máli þessu. Málskostnaður fellur niður, en þóknun málflytjenda ákveðst kr. 7.700.00 til hvors. 513 Miðvikudaginn 27. maí 1964. Nr. 139/1963. Samgöngumálaráðherra og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs (Kristinn Gunnarsson hrl.) gegn Ísleifi Gissurarsyni og gagnsök (Sigurður Baldursson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Skaðabótamál. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjendur, sem skotið hafa máli þessu til Hæsta- réttar með stefnu 15. október 1963, að fengnu áfrýjunar- leyfi 14. s. m., krefjast sýknu og málskostnaðar af gagn- áfrýjanda í héraði og hér fyrir dómi. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu af sinni hendi með stefnu 24. október 1963, sbr. 3. mgr. 20. gr. laga nr. 57/ 1962, og gert þær dómkröfur, að aðaláfrýjendum verði sert að greiða honum kr. 231.886.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 18. janúar 1961 til greiðsludags og svo málskostnað í hér- aði og fyrir Hæstarétti. Þegar litið er til atvika að slysi því, sem mál þetta er af risið og rækilega er lýst í héraðsdómi, þykir gagnáfrýj- andi eiga að bera tjón sitt að % hluta sjálfur, en aðal- áfrýjendur bæta það að % hlutum. Fyrir Hæstarétt hefur verið lagt vottorð Árna læknis Björnssonar, dags. 21. maí 1964, þar sem örorka gagnáfrýj- anda telst ekki hafa breytzt, frá því orka hans var met- in 29. júni 1961. Þá hefur og verið lögð fram áætlun Guð- jóns Hansens tryggingafræðings, dags. 9. maí 1964, um atvinnutjón gagnáfrýjanda, þar sem miðað er við /% árs- vexti og litið til kauphækkana, eftir að fyrri áætlun var serð. Eftir hinni nýju áætlun nemur tjón gagnáfrýjanda kr. 204.841.00, þegar frá hefur verið dregin greiðsla Trygg- ingastofnunar ríkisins, er í héraðsdómi getur. Með hliðsjón 33 öld af því, sem nú var rakið, og skirskotun til forsendna hér- aðsdóms að öðru leyti, þykir mega staðfesta mat hans á kröfuliðum gagnáfrýjanda. Samkvæmt þessu verður aðaláfrýjendum dæmt að greiða gagnáfrýjanda kr. 108.030.00 ásamt vöxtum, eins og í hér- aðsdómi greinir, og málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti, samtals kr. 25.000.00. Dómsorð: Aðaláfrýjendur, samgöngumálaráðherra og fjármála- ráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði gagnáfrýjanda, Ísleifi Gissurarsyni, kr. 108.030.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 18. janúar 1961 til greiðsludags og málskostnað í hér- aði og fyrir Hæstarétti, kr. 25.000.00. Sératkvæði Gizurar Bergsteinssonar hæstaréttardómara og Magnúsar Þ. Torfasonar prófessors. Gagnáfrýjandi er lærður járnsmiður. Seint á árinu 1957 réðst hann á vélaverkstæði áhaldahúss Vegagerðar rikis- ins til járnsmíði, en tók, er frá leið, að vinna einnig að viðgerðum bifreiða og véla. Frá 1. janúar 1960 gerðist hann nemi í bifvélavirkjun á verkstæðinu. Í janúar 1961 var til viðgerðar á bifvélaverkstæðinu ljósavél, sem var eign Vegagerðar ríkisins. Var vélin tekin sundur og sett saman aftur. Hinn 18. janúar 1961 var gagnáfrýjandi og Magni Guðmundsson bifvélavirki að ljúka við viðgerð á ljósavélinni. Voru þeir að reyna að finna orsakir lítils háttar sangtruflunar. Var gagnáfryjandi að stilla „magnetuna“, en Magni að stilla blöndunginn. Var vélin í gangi, meðan þeir höfðust þetta að. Hugðist gagnáfrýjandi festa fremri skrúfboltann, er heldur „magnetunni“ fastri. Var skrúf- bolti þessi mjög nærri viftu ljósavélarinnar, og var mjög Þröngt og erfitt að komast að skrúfboltanum. Lykill, sem gagnáfrýjandi herti á boltanum með, hrökk nú skyndi- lega af honum með þeim afleiðingum, að vinstri hönd gagn- áfrýjanda lenti í spaða viftunnar, sem snarsnerist, og þrir fingur handarinnar sködduðust. Við mat á ábyrgð á slysi því, sem gagnáfrýjandi varð fyrir, ber að lita á tvennt: Verkstjórinn við viðgerð vél- arinnar átti að gæta þess, að öryggishlif sú, sem virðist hafa verið um viftu ljósavélarinnar fyrir viðgerðina, væri sett á, áður en tekið væri að vinna við vélina í gangi. Hins vegar mátti gagnáfrýjanda, sem fengið hafði reynslu í við- gerð véla, vera ljóst, að festing skrúfboltans inni í þrengsl- unum alveg við viftuspaðann á fleygiferð var stórkostleg háskaathöfn. Að öllum aðstæðum athuguðum, er rétt að leggja ábyrgð á slysinu að hálfu á gagnáfrýjanda sjálfan og að hálfu á starfsdrottin hans. Ber aðaláfrýjendum því að bæta gagnáfrýjanda tjón hans að hálfu. Fallast má á mat og reikning meiri hluta dómenda á tjóni gagnáfrýjanda. Nemur það samkvæmt því kr. 162.- 045.00. Ber að dæma aðaláfrýjendur til að greiða gagn- áfrýjanda helming þeirrar fjárhæðar, þ. e. kr. 81.023.00, ásamt 7% ársvöxtum frá 18. janúar 1961 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst samtals kr. 20.000.00. Dómsorð: Aðaláfrýjendur, samgöngumálaráðherra og fjármálaráð- herra f. h. ríkissjóðs, greiði gagnáfrýjanda, Ísleifi Giss- urarsyni, kr. 81.023.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 18. jan- úar 1961 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 20.000.00. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 5. júlí 1963. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 25. f. m., hefur Ísleifur Gissurarson, Bugðulæk 13, hér í borg, höfðað fyrir bæjarþing- inu með stefnu, útgefinni hinn 29. nóvember 1961, gegn sam- göngumálaráðherra og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs til greiðslu. skaðabóta, að fjárhæð kr. 186.915.00, með 8% ársvöxtum frá 18. janúar 1961 til greiðsludags og málskostnaðar að mati dómsins. Við munnlegan flutning málsins var sú breyting gerð á dóm- kröfum stefnanda, að krafizt var, að stefndu verði gert að greiða ö16 í skaðabætur kr. 206.945.00 auk vaxta og málskostnaðar sem fyrr. Af hálfu stefndu var samþykkt, að þessi breyting verði gerð á dómkröfunum án framhaldsstefnu. Af hálfu stefndu eru þær dómkröfur gerðar aðallega, að þeir verði sýknaðir af kröfum stefnanda og þeim dæmdur málskostnaður úr hendi hans að mati dómsins, en til vara, að fjárhæð skaðabótakröfu stefnanda verði lækkuð verulega. Málavextir eru þeir, að er stefnandi var að vinna við að stilla magnetu í ljósavél í áhaldahúsi Vegagerðar ríkisins hér í borg hinn 18. janúar 1961, þar sem hann var starfsmaður, varð hann fyrir því slysi, að vinstri hönd hans hrökk í viftu vélar- innar, sem var í gangi, og sködduðust við það fjórir fingur handarinnar. Er umræddur atburður varð, var stefnandi nem- andi í bifvélavirkjun. Ekki munu fyrirsvarsmenn Vegagerðar ríkisins hafa tilkynnt slys þetta Öryggiseftirliti ríkisins, en að frumkvæði lögmanns stefnanda fór fram lögreglurannsókn út af slysinu. Í því sambandi gáfu stefnandi og samstarfsmaður hans, Magni Ebenezer Guðmundsson, skýrslu fyrir rannsóknar- lögreglunni hér í borg hinn 27. marz 1961. Stefnandi hefur skýrt svo frá, að er umræddur atburður varð, hafi hann ásamt Magna Guðmundssyni bifvélavirkja verið að ljúka við viðgerð á ljósavél í eigu Vegagerðar ríkisins. Kveðst stefnandi hafa verið að stilla magnetu vélarinnar. Hann kveður umrædda ljósavél vera af gerðinni Continental og vera á stærð við vél í jeppabifreið. Vélina kveður hann vera með svonefndri magnetkveikju, sem sé fremst á hægri hlið vélarinnar. Þegar stilla eigi kveikjuna, verði að setja vélina í gang og hafa hana í gangi, á meðan unnið sé við að fá samræmi í gang vélarinn- ar. Kveður stefnandi stillinguna fara fram með þeim hætti, að eftir að magnetunni hafi verið komið fyrir á sínum stað og hún fest að nokkru leyti, þá sé henni snúið til, jafnframt því sem hlustað sé eftir gangi vélarinnar, þar til heyrist, að hann sé orðinn eðlilegur. Þá sé magnetan fest með tveimur boltum, öðrum framan á henni en hinum aftan á henni. Stefnandi kveð. ur það hafa verið, er hann var að festa fremri boltann með svonefndum stjörnulykli, að lykillinn skrapp af boltanum, en það varð til þess, að vinstri höndin, sem hann hélt lyklinum með, hrökk í viftuspaða vélarinnar. Stefnandi kveðst ekki vera Örvhentur, þótt hann hafi notað vinstri höndina til að herða boltann. Það hafi einungis staðið svo á, að auðveldara hafi verið að nota vinstri höndina við þetta, enda sé hægri hönd- 517 in, sem hélt um magnetuna, næmari fyrir stillingar. Ekki kveðst stefnandi geta lýst nánar, hvernig slys þetta hafi orðið. Ekki kveður hann sér vitanlega neitt athugavert hafa verið við lykil þann, sem hann hafi notað. Stefnandi hefur skýrt svo frá, að stjörnulykill sá, sem hann hafi notað, hafi verið opinn í annan endann, og hafi hann notað opna endann til að skrúfa boltann, en haldið um hinn endann. Stefnandi kveður sér ekki hafa verið kunnugt um neinn leiðarvísi, er sýndi framkvæmd verks þess, er hann vann við. Ekki kveður hann sig minnast þess, að sér hafi verið sýnd ákveðin handtök við framkvæmd verksins. Stefnandi kveður þetta hafa verið í fyrsta sinn, sem hann hafi unnið við slíka vél, sem hér um ræðir. Vitnið Magni Ebenezer Guðmundsson hefur skýrt svo frá, að hann hafi verið að vinna með stefnanda, er umrætt slys varð, og hafi þeir báðir verið að vinna við að stilla umrædda ljósavél. Hann kveður þá hafa verið að ljúka við viðgerð vél- arinnar og verið að reyna að finna orsakir fyrir lítils háttar gangtruflun. Hafi stefnandi verið að vinna við að stilla magnet- una, en sjálfur kveðst Magni hafa verið að stilla blöndunginn. Vitnið kveðst hafa verið statt alveg hjá stefnanda, er slysið varð, en það kveðst ekki hafa séð, hvernig það atvikaðist, og því ekki geta sagt um það. Hins vegar kveðst vitnið hafa vitað, að stefnandi lenti með höndina í viftu vélarinnar, því verks- ummerkin hafi verið augljós, bæði á hendi stefnanda svo og á viftunni, því hún hafi beyglazt við þetta. Ekki kveðst vitnið geta sagt um, hvaða lykil stefnandi hafi notað við verkið. Ekki kveðst það hafa vitað til, að neinn lélegur stjörnulykill væri notaður við verkið. Vitnið kveður stefnanda ekki hafa aðstoðað við að taka vélina í sundur. Hann hafi fyrst komið að verkinu, er byrjað var að setja vélina saman. Vitnið kveður sér ekki kunnugt um, hvort stefnandi hafi fyrir slysið unnið við sams konar vélar og hér um ræðir. Er umrætt slys varð, kveðst vitnið hafa unnið sem sveinn í bifvélavirkjun hjá Vegagerð ríkisins. Ekki kveður hann sér hafa verið falið sérstaklega að leiðbeina stefnanda, en hins vegar kveður vitnið það koma fyrir, að hann hafi sagt nem- um til, ef hann hafi séð ástæðu til þess. Vitnið hefur neitað því að hafa sagt Kristjáni Guðmundssyni yfirverkstjóra, að stefnandi hefði hjálpað því við að taka vélina í sundur. Vitnið kveðst ekki muna eftir leiðarvísi með umræddri ljósavél, er sýnt hafi framkvæmd verks þess, sem þeir unnu við. Ekki hefur öls vitnið treyst sér til að fullyrða, hvort það hafi sýnt stefnanda ákveðin handtök við verk það, sem stefnandi vann við, eða ekki. Valdimar Leonhardsson, yfirverkstjóri véladeildar áhaldahúss Vegagerðar ríkisins, hefur skýrt svo frá fyrir dómi, að undir stjórn þess séu tveir undirverkstjórar hjá véladeildinni. Auk þess hafi Magni Guðmundsson verið nokkurs konar forystumað- ur á verkstæðinu, þótt hann hafi ekki verið formlegur verk- stjóri. Hann kveður Magna vera útlærðan bifvélavirkja, og hafi hann átt að leiðbeina stefnanda, enda veljist nemar í bifvéla- virkjun til Magna. Valdimar kveður stefnanda í upphafi hafa verið ráðinn sem járnsmið til áhaldahússins, þar til námssamn- ingur hans við bifvélavirkjun hafi verið gerður, en hins vegar sé það svo, að þar sem öll verk fyrir sama aðilja séu unnin á einum stað, þá grípi menn iðulega inn í verk, sem ekki séu í þeirra fagi. Valdimar kveður stefnanda sjálfan hafa farið fram á, að gerður yrði við hann námssamningur í bifvélavirkjun. Kveðst Valdimar vera meistari stefnanda. Valdimar kveður það vera ýmist, að hlífar séu fyrir viftum á vélum sem þessari eða ekki. Kristján Guðmundsson, yfirverkstjóri við áhaldahús Vega- gerðar ríkisins, hefur skýrt svo frá fyrir dómi, að stefnandi hafi seint á árinu 1957 verið ráðinn á vélaverkstæðið, og hafi hann þá verið útlærður járnsmiður. Hann kveður það hafa verið umtalað við ráðninguna, að stefnandi ynni sérstaklega við suðu, en hann hafi jafnframt unnið við bifreiða- og vélaviðgerðir, og er frá leið meira við þau störf að eigin ósk. Við alla vinnu þessa hafi stefnandi fengið full laun lærðs iðnaðarmanns. Í lok ársins 1959 kveður Kristján stefnanda hafa óskað eftir að gerast nemi í bifvélavirkjun, Hann kveður Vegagerð ríkisins ekki hafa haft hag af þessu, en hins vegar hafi verið litið svo á, að stefnanda væri með þessu greiði gerður, og á þetta hafi verið fallizt. Hinn 1. janúar 1960 hafi svo sérstakur námssamningur verið gerður við stefnanda. Námstíminn hafi verið styttur í tvö ár samkvæmt venju um nám iðnaðarmanns í skyldri iðngrein. Skyldi stefnandi kosta nám sitt í iðnskóla sjálfur, en taka hæsta kaup vélamanns eftir gjaldskrá Verkamannafélagsins Dags- brúnar, þ. e. taka sama kaup og áður. Skyldi stefnandi njóta starfstíma síns í iðninni og talinn fullgildur starfsmaður, en Vegagerð ríkisins ekki hafa útlát vegna námsins utan verk- stæðisins. Kristján telur frumorsök slyssins þá, að nethlífin hafi ekki verið sett fyrir viftuspaðann aftur, eins og átt hafi að gera. ö19 Þá telur Kristján slysið einnig hafa orsakazt af því, að stefn- andi hafi unnið með hendurnar í kross yfir rafkveikjunni. Loks telur Kristján það eina af orsökum slyssins, að stefnandi hafi notað rangan lykil við verkið. Hann hafi notað stjörnulykil í stað opins lykils. Kristján kveður Magna hafa sagt sér, að hann, þ. e. Magni, og stefnandi hefðu hjálpazt að við að taka í sundur vél þá, er slysið varð við. Strax eftir að þeir stefnandi og Magni Ebenezer Guðmunds- son höfðu gefið skýrslur sínar fyrir rannsóknarlögreglunni, eins og áður segir, fór Ingólfur Þorsteinsson yfirvarðstjóri á vett- vang og skoðaði umrædda ljósavél. Við þá athugun kveður Ing- ólfur hafa komið í ljós, að skrúfbolti sá, sem stefnandi telur sig hafa verið að skrúfa, þegar slysið varð, hafi verið óslitinn og gallalaus, að því er bezt varð séð. Hins vegar kveður Ing- ólfur það hafa komið í ljós, að nú var komin vönduð hlíf fyrir umrædda viftu. Kveðst Ingólfur telja hlíf þessa, þegar hún er á sínum stað, fullkomið öryggi fyrir því, að slys í nokkurri líkingu við það, sem hér um ræðir, geti orðið. Ingólfur kveður Magna hafa staðfest það þarna á staðnum, að hlíf þessa hafi þeir vinnufélagarnir, þ. e. Magni og stefnandi, ekki verið búnir að setja á sinn stað, þegar slysið varð, og hafi viftan því verið óvarin. Ingólfur kveður umræddan skrúfbolta vera mjög nálægt viftunni, og því hafi stafað nokkur hætta af því að festa skrúf- boltann án þess að setja hlífina fyrir viftuna. Ingólfur kveður hvorki Magna né stefnanda hafa minnzt á umrædda hlíf, er þeir gáfu skýrslur sínar fyrir rannsóknarlögreglunni. Í málinu hefur verið lagt fram vottorð Vilbergs Helgasonar öryggiseftirlitsmanns. Í vottorði þessu segir Vilberg eftir að hafa athugað stillibolta rafsegulkveikju í rafstöðvarsamstæðu, þar sem hún stóð á verkstæði Vegagerðar ríkisns, að staðsetn- ing boltans sé þannig, að útilokað sé, að komið verði við stjörnu- lykli. Hins vegar verði auðveldlega komið við opnum fastalykli. Stefnandi reisir kröfur sínar í málinu á því, að orsök slyssins hafi fyrst og fremst verið sú, að hlíf sú, sem vera átti fyrir viftu vélarinnar, hafi ekki verið sett á sinn stað, áður en farið var að stilla gang vélarinnar, enda hefði slysið ekki orðið, ef það hefði verið gert. Óforsvaranlegt hafi því verið að láta hefja vinnu við það verk, áður en hlífin hafi verið sett á sinn stað. Er því haldið fram, að hér hafi verið um að ræða skort á ör- yggisútbúnaði, og beri stefndu því ábyrgð á tjóni stefnanda eftir reglum um ábyrgð vinnuveitanda á tjóni starfsmanna 520 sinna, enda lúti Vegagerð ríkisins stjórn Samgöngumálaráðu- neytisins og sé kostnaður við starfsemi hennar greiddur úr ríkis- sjóði. Er á það bent í þessu sambandi, að stefnandi hafi verið nemi í bifvélavirkjun, er slysið varð, og hafi unnið undir stjórn lærðs bifvélavirkja, sem átt hefði að sjá um, að umrædd hlíf væri sett á sinn stað, áður en verkið væri hafið. Í þessu sam- bandi er því eindregið mótmælt af hálfu stefnanda, að hann hafi vitað um hlífina. Þá er því og haldið fram af hálfu stefn- anda, að umræddum bifvélavirkja hafi borið að leiðbeina stefn- anda, ef aðferð hans við framkvæmd verksins var röng. Er því mótmælt af hálfu stefnanda, að hann hafi hagað sér ógæti- lega við framkvæmd verksins og að hann eigi að bera nokkra sök á slysinu. Sýknukrafa stefndu er byggð á því, að stefnanda hafi hlotið að vera kunnugt um, að hlíf skyldi vera um viftu vélarinnar og að hann hefði sjálfur átt að gæta þess að setja hlífina á sinn stað, enda hefði það skapað fullt öryggi við framkvæmd verksins án þess að torvelda það. Þá er því haldið fram af hálfu stefndu, að stefnandi hafi beitt hættulegum vinnubrögðum við verkið með því að vinna með hendurnar í kross, þ. e. með vinstri höndina nær viftunni, og auk þess hafi hann notað rang- an lykil við verkið. Þá er sýknukrafa stefndu studd þeim rök- um, að stefnandi hafi, er slysið varð, verið vanur iðnaðarmaður, vanur vélum, m. a. bifvélum, og talinn jafnoki þeirra, sem lokið höfðu námi í bifvélavirkjun, og hafi því ekki borið nauðsyn til að leiðbeina honum við framkvæmd verksins, sem verið hafi liður í daglegum og venjulegum störfum. Er á það bent af hálfu stefndu, að námstími stefnanda við bifvélavirkjun hafi verið styttur með tilliti til fyrra iðnnáms og reynslu. Að því er varðar varakröfu stefndu, þá er því haldið fram, að stefnandi hafi sýnt af sér slíkt gáleysi, að hann verði sjálfur að bera verulegan hluta tjóns síns. Dómurinn hefur skoðað umrædda ljósavél. Ekki er fram komið, að fyrirsvarsmenn áhaldahúss Vega- gerðar ríkisins hafi hlutazt til um, að slys þetta væri tilkynnt Öryggiseftirliti ríkisins, svo sem þeim þó bar samkvæmt ákvæði 1. mgr. 26. gr. laga nr. 23/1952 um öryggisráðstafanir á vinnu- stöðum. Þykir því verða að leggja á stefndu sönnunarbyrði um þau vafaatriði, sem ætla má, að slík rannsókn, sem fram: kvæmd hefði verið þegar í stað, hefði varpað ljósi á. Í greinargerð stefndu er að því vikið, að leiðarvísir hafi fylgt 521 umræddri vél, er sýnt hafi framkvæmd verks þess, er hér um ræðir. Undir rekstri málsins var því lýst yfir af hálfu stefndu, að leiðarvísir þessi finnist nú ekki, en jafnframt er því haldið fram af þeirra hálfu, að leiðarvísir þessi hafi verið til, er um- ræddur atburður varð. Það er fram komið, að umræddri ljósavél fylgir öryggishlíf, sem umlykur viftuspaða vélarinnar. Var hlíf þessi á sínum stað, er dómurinn skoðaði vélina. Hlíf þessi hafði ekki verið sett á sinn stað, er stefnandi vann verk það, sem að framan er lýst og hann slasaðist við. Hlíf þessi var síðar sett á sinn stað, eins og fram er komið. Þeim starfsmanni Vegagerðar ríkisins, sem stjórnað hafði samsetningu vélarinnar, bar að sjá um, að ör- yggishlíf þessi væri sett á sinn stað, áður en vélin væri sett í gang að nýju. Verður að telja, að hér hafi verið um að ræða skort á öryggisútbúnaði við verk það, sem stefnandi framkvæmdi, og að hann hafi verið meginorsök slyss stefnanda. Það verður í þessu sambandi að telja ósannað, eftir því sem rakið hefur verið, að stefnandi hafi vitað eða mátt vita um umrædda öryggis- hlíf utan um viftuspaðann. Þá er og á það að líta, að stefnandi vann að stillingu ljósavélarinnar í samvinnu við bifvélavirkja. Það er viðurkennt, að stefnandi hafi verið starfsmaður Vega- gerðar ríkisins, er slysið varð, og að hún lúti stjórn Samgöngu- málaráðuneytisins og að kostnaður við hana sé greiddur úr ríkis- sjóði. Verða stefndu því að verulegu leyti að bæta stefnanda tjón hans, sem orðið hefur af vangæzlu aðilja, er þeir bera ábyrgð á. Það er ósannað, að stefnanda hafi verið leiðbeint sérstaklega um framkvæmd verks þess, sem hann vann, er slysið varð, en þó kemur fram, að stefnanda var ljóst, í hverju verkið var fólgið. Er stefnandi framkvæmdi verk þetta, þurfti hann að vera með vinstri höndina mjög nærri viftuspaðanum. Stefnandi var á þessum tíma lærður iðnaðarmaður, járnsmiður, og hafði auk þess að baki sér eins árs nám af tveggja ára námstíma sem bif- vélavirki. Mátti hann því gera sér ljóst, að hann þyrfti að fram- kvæma verkið af mikilli aðgæzlu og nákvæmni og gæta þess sérstaklega, að lykillinn skryppi ekki af boltanum. Það er að vísu ósannað, að stefnandi hafi notað rangan lykil við fram- kvæmd verksins og að hann hafi unnið með hendurnar í kross, en þegar virt er lýsing hans á framkvæmd verksins, þá verður þó að telja, að hann hafi ekki sýnt þá aðgæzlu, sem við mátti búast af honum. Þykir hann því verða að bera tjón sitt að 522 nokkru leyti sjálfur. Eftir öllum atvikum þykir rétt, að stefndu bæti stefnanda að #%4 hlutum, en stefnandi verði sjálfur að bera 15 hluta tjónsins. Stefnandi hefur sundurliðað fjárhæð hinnar endanlegu dóm- kröfu sinnar þannig: 1. Örorkutjón samkvæmt útreikningi .. kr. 179.900.00 2. Bætur fyrir þjáningar, lýti og annað ófjárhagslegt tjón ...........0..... — 25.000.00 3. Læknisvottorð ...........00..0.. — 250.00 4. Örorkumat .........00 000... — 700.00 5. Útreikningur örorku .............. — 1.000.00 6. Annar útlagður kostnaður ......... — 95.00 Kr. 206.945.00 Verða nú einstakir liðir dómkröfunnar athugaðir og afstaða tekin til þeirra. Um 1. Þegar eftir slysið var stefnandi fluttur á Slysavarðstofu Reykja- vikur, en þaðan beint í handlækningadeild Landspítalans, þar sem hann dvaldist til 21. janúar 1961. Í vottorði Árna Björnssonar læknis, dags. hinn 30. maí 1961, en Árni stundaði stefnanda, eftir að hann kom heim af Landspítalanum, segir svo: „Vottorð fyrir Ísleif Gissurarson, f. 22.8. 1928, til heimilis að Bugðulæk 13, Reykjavík, sem lagður var inn á handlæknis- deild Landspítalans 18.1. '61 vegna áverka á vinstri hendi, er hann hafði að sögn hlotið við vinnu við ljósavél. Við komu er ástandi lýst þannig: Mjög miklir áverkar eru á vinstri hendi. Stórt sár ofan og utan á þumalfingri, og er nær- læga þumalfingurskjúkan þverbrotin um miðju og fremri hluti brotsins klofinn eftir endilöngu og opið inn í liðinn. Allstórt sár er innanvert á vísifingri og miðköggull brotinn um miðju, og loks er klofið upp í fremsta köggul löngutangar. Gert var að sárunum og brotin sett. Sárin voru alllengi að gróa, en sjúkl. útskrifaðist af spítalanum 21.1. ?61. Ástand er nú þannig, að brotin eru gróin og sömuleiðis sárin. Fremri liður þumalfingurs er stífur í 15% horni, og mun verða það. Vísifingurliðir eru mjög stirðir, og stafar sá stirðleiki af örherzli ofan á fingrinum, sem hindrar það, að sjúkl. geti rétt úr honum. Vísifingur er enn fremur rýr. Ekki er hægt að segja, að svo stöddu, hvort nokkrar breytingar muni verða á þessu, en ekki eru miklar líkur til, að frekari skurðaðgerðir geti hjálpað. Loks er ör fremst á löngutöng, sem veldur nokkrum óþægind- urn, en truflar þó ekki hreyfingar fingursins. Slasaði hefur ekki unnið neitt fram að þessu, og því er erfitt að segja um, hversu mikið afleiðingarnar af slysinu muni baga hann við vinnu, en búast má við, að það verði talsvert.“ Páll Sigurðsson tryggingayfirlæknir hefur skoðað stefnanda og metið örorku hans vegna slyssins. Í matsgerð læknisins, sem dagsett er hinn 30. júní 1961, segir m. a. svo: „Hinn 29. júní 1961 mætti slasaði hjá mér undirrituðum til viðtals og skoðunar vegna slyssins 18. jan. 1961 og afleiðinga þess. Frásögn hans um nánari atvik að slysinu er í samræmi við það, sem áður segir um það efni í þessari greinargerð, og vís- ast til þess. Ísleifur kveðst þegar eftir slysið hafa verið fluttur í Slysa- varðstofu Reykjavíkur, en þaðan beint í handlækningadeild Land- spítalans, og þar hafi hann dvalizt til 21. jan. 1961, en farið þá heim til sín. Hann segist ekkert hafa unnið, sem heitið geti, fram að mánaðamótum maí—júní 1961. Í byrjun júní 1961 kveðst hann hafa hafið vinnu á sama stað og hann vann, áður en hann slasaðist. Hinn 29. júní 1961. Skoðun. Ísleifur er frekar hár vexti, hraustlegur útlits, en nokkuð grannholda. Hann kemur mjög vel fram og svarar öll- um spurningum ljóst og skilmerkilega. Almenn skoðun: Hlustun á lungum leiddi ekkert óeðlilegt í ljós. Hlustun á hjarta, Það reyndist starfa reglulega = púls 74. Hijartatónar hreinir. Blóðþrýstingur 120/60. Helztu kvartanir Ísleifs eru stirðleiki og dofi í þumalfingri, vísifingri og löngutöng vinstri handar. Auk þess tilfinningar- leysi og kulsækni. Ísleifur er rétthentur. Vinstri hönd. Skoðun. Þumalfingur: Millikjúknaliðurinn er staurliður í 159 beygju. Liðurinn milli efri kjúku og I. miðhandarbeins er mjög stirður. Á fingrinum er vel gróið ör, sem nær frá nögl og upp yfir miðja miðkjúku. Nöglin er margtætt og klofin. Snerti- og sársauka- skyn á góm og lófamegin upp undir millikjúknaliðinn er minnkað. Vísifingur: Á honum er bogadregið ör, sem nær upp í II. mið- 524 handarbein. Það er 5 cm langt. Ytri millikjúknaliðurinn er staur- liður að mestu í ca 35 beygju. Efri millikjúknaliður má heita staurliður í fullri réttingu. Snerti- og sársaukaskyn er minnk- að á fingrinum, einkum gómnum. Mjög er dregið úr fingrinum, sérstaklega yzt. Langatöng: Ytri millikjúknaliðurinn er staurliður í ca. 25“ beygju. Snerti- og sársaukaskyn á gómnum er minnkað. Ályktun: Ísleifur hefur við slysið 18. jan. 1961 hlotið alvarleg meiðsli á þumalfingri, vísifingri og löngutöng vinstri handar með þeim afleiðingum, að á þeim eru áberandi missmíði, sem einkum lýsa sér sem staurliðir og minnkað snerti- og sársauka- skyn, auk þess sem skekkjur og rýrnun er á kjúkum. Með því að enginn vafi getur leikið á því, að þessi missmíð, sem tví- mælalaust verður að telja beinar afleiðingar slyssins 18. jan. 1961, hljóti að há slasaða við ýmis störf í framtíðinni, verður ekki hjá því komizt að áætla Ísleifi örorku, þar á meðal fram- tíðarörorku, vegna slyssins 18. jan. 1961 og afleiðinga þess. Örorka, þar á meðal framtíðarðrorka, vegna slyssins 18. jan. 1961 og afleiðinga þess þykir hæfilega metin, svo sem hér segir: Frá slysdegi til 31/1 1961 ...... 100% — 1/2'61 til 31/3 61 ........ 80% — 1/4 '61 — 30/4 '61 ........ 60% — 1/5 '61 — 31/5 '61 ........ 40% — 1/6 '61 — 30/6 '61 ........ 20% — 1/7 ?61, framtíðarörorka: 15%. Lögð hafa verið fram skattframtöl stefnanda fyrir árin 1959 — 1961, og samkvæmt þeim hafa vinnutekjur hans verið sem hér segir: Árið 1958 kr. 74.646.03, árið 1959 kr. 84.739.91 og árið 1960 kr. 69.634.76. Hinn 15. ágúst 1961 var áætlað atvinnutjón stefnanda, mið- að við framangreint örorkumat, reiknað af Guðjóni Hansen tryggingafræðingi. Um útreikninginn og grundvöll hans segir tryggingafræðingurinn svo: „samkvæmt örorkumati Páls Sigurðssonar, fyrrv. trygginga- yfirlæknkis, dags. 30. júní 1961, varð Ísleifur Gissurarson, Bugðu- læk 13, Reykjavík, fyrir slysi 18. janúar 1961. Telur læknirinn Ísleif hafa orðið fyrir orkutapi af völdum slyssins og metur það þannig: 525 Frá slysdegi til 31/1 1961 ...... 100% — 1/2 61 til 31/3 '61 ........ 80% — 1/4 '61 — 30/4 '61 ........ 60% — 1/5 61 — 31/5 '61 ........ 40% — 1/6 '61 — 30/6 '61 ........ 20% og síðan til frambúðar ........ 15%. Ísleifur er sagður fæddur 22. ágúst 1928 og hefur samkvæmt því verið 32 ára að aldri, er hann slasaðist. Samkvæmt stað- festum afritum skattframtala fyrir starfsárin 1958—1960 hafa vinnutekjur hans þau ár verið sem hér segir: Árið 1958 ............ kr. 74.646.03 — 1959 ............ — 84.739.91 — 1960 ............ — 69.634.76 Ofangreindar vinnutekjur eru nær eingöngu laun frá Vega- gerð ríkisins. Samkvæmt upplýsingum, er ég hef fengið hjá Vegagerðinni, er Ísleifur útlærður járnsmiður, en stundar nú nám í bifvélavirkjun. Meðan á námstímanum stendur, fær hann kaup, sem er aðeins lítið eitt lægra en kaup fullgildra iðnaðarmanna og nemur nú kr. 28.32 á tímann í dagvinnu, enda virðast ofangreindar tekjur vera svipaðar því, sem algengt er meðal iðnaðarmanna. Samkvæmt upplýsingum yðar lýkur náms- tímanum 1. janúar 1962. Vinnutekjur áranna 1958— 1960 hef ég umreiknað til kaup- lags, eins og það hefur verið frá slysdegi til þessa, með tilliti til breytinga, sem orðið hafa á dagvinnutaxta þeim, sem kaup Ísleifs miðast við. Auk þess hef ég gert ráð fyrir, að árstekjur hækki tvívegis í framtíðinni, þ. e. a) 1. janúar 1962, er námi lýkur, og í stað tímakaups, kr. 28.32, í dagvinnu kemur viku- kaup, kr. 1.310.00, en við það áætla ég, að árstekjur hækki um 3.75%, og b) 1. júní 1962, er kaup á að hækka um 4% sam- kvæmt núgildandi kjarasamningum. Umreiknaðar meðalárstekj- ur reiknast mér þá vera sem hér segir: Frá slysdegi til júníloka 1961 .... kr. 75.720.00 Í júlí—desember 1961 ............. — 84.259.00 - janúar—maí 1962 ................ — 87.419.00 og eftir þann tíma ................ — 90.916.00 526 Á þeim grundvelli, er hér hefur verið lýst, reiknast mér verð- mæti tapaðra vinnutekna á slysdegi nema: Vegna tímabundinnar örorku frá slysdegi til 31/5 1961 ...........20000 000 nn kr. 19.566.00 Vegna varanlegrar örorku eftir þann tíma ..... — 181.916.00 Samtals kr. 201.482.00 Hér hefur ekki verið tekið tillit til greiðslna Tryggingastofn- unar ríkisins vegna slyssins, en samkvæmt upplýsingum yðar hafa þær numið samtals kr. 41.612.00 (þ. e. dagpen. 2/2—30/5 1961, kr. 10.856.00, og eingreiðsla örorkubóta, kr. 30.756.00). Séu þessar greiðslur dregnar frá verðmæti tapaðra vinnutekna, verður niðurstaða sem hér segir: Verðmæti tapaðra vinnutekna á slysdegi ...... kr. 201.482.00 Frá dragast bótagreiðslur Tryggingastofn. ríkisins — 41.612.00 Mismunur kr. 159.870.00 Reiknað er með 6% töflum um starfsorkulíkur, samræmd- um eftirlifendatöflum íslenzkra karla 1941— 1950.“ Kröfu sína samkvæmt þessum lið byggir stefnandi á framan- greindu örorkumati tryggingayfirlæknisins og útreikningi trygg- ingafræðingsins á verðmæti tapaðra vinnutekna. Af hálfu stefndu hefur kröfum stefnanda verið mótmælt í heild sem of háum, en ekki hafa örorkumatið og útreikningur tryggingafræðingsins sætt sérstökum andmælum. Í þessu sam- bandi hefur verið á það bent af hálfu stefndu, að vafasamt sé, að stefnandi hafi orðið fyrir slíku tjóni, sem hér er haldið fram. Stefnandi hafi fengið greitt kaup fyrir tólf daga eftir slysið bæði fyrir dagvinnu og fasta eftirvinnu, alls kr. 3.301.56, og auk þess hafi hann fengið fullt kaup, þegar er hann hafi byrjað að vinna aftur hinn 18. maí 1961, en vinnu þessari hafi hann haldið áfram. Hann hafi síðan lokið námi sínu á tilteknum tíma og hafi frá lokum ársins 1961 fengið greitt kaup bifvéla- virkja með 10% álagi, en það muni vera hæsta kaup, sem tíðkist hjá sveinum í bifvélavirkjun. Ekki sé útlit fyrir annað en stefn- andi verði áfram við vinnu á vélaverkstæði Vegagerðar ríkisins og vinni þar fyrir óskertu kaupi í starfsgrein sinni. Þegar virt ö2/ er það, sem hér hefur verið rakið, svo og annað það, sem máli þykir skipta í þessu efni, þá þykir tjón stefnanda samkvæmt þessum lið hæfilega ákveðið kr. 140.000.00, og hafa þá verið dregnar frá bætur, sem stefnandi hefur fengið greiddar frá Tryggingastofnun ríkisins. Um 2. Af hálfu stefndu hefur þessum kröfulið verið mótmælt sem of háum. Með hliðsjón af því, sem rakið hefur verið um slysið og sjúkra- sögu stefnanda, þykja bætur samkvæmt þessum lið hæfilega ákveðnar kr. 20.000.00. Um 3—6. Af hálfu stefndu hafa liðir þessir ekki sætt sérstökum and- mælum, og þar sem þeir eru studdir framlögðum gögnum, þá verða þeir teknir til greina að fullu. Samkvæmt þessu telst tjón stefnanda nema kr. 162.045.00 (140.000.00 - 20.000.00 = 700.00 1.000.00 - 95.00). Verður stefndu gert að greiða stefnanda %5 hluta þeirrar fjárhæðar eða kr. 129.636.00 með vöxtum, er reiknast 7% frá 18. janúar 1961 til greiðsludags, svo og málskostnað, sem ákveðst kr. 13.400.00, þar með talinn kostnaður við akstur á vettvang, kr. 180.00. (Guðmundur Jónsson borgardómari kvað upp dóm þenna ásamt Hallgrími Jónssyni vélstjóra og Sigurgesti Guðjónssyni bifvéla- virkja. Dómsorð: Stefndu, samgöngumálaráðherra og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði stefnanda, Ísleifi Gissurarsyni, kr. 129.- 636.00 með 7T% ársvöxtum frá 18. janúar 1961 til greiðslu- dags og kr. 13.400.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 528 Miðvikudaginn 27. mai 1964. Nr. 134/1963. Ragnar Halldórsson (Guðlaugur Einarsson hrl.) segn Þórólfi Beck Sveinbjörnssyni (Ragnar Jónsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðs- son og prófessorarnir Ármann Snævarr og Theódór B. Líndal og Logi Einarsson yfirsakadómari. Slit sameignar með sölu hennar á uppboði. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 4. október 1963 og krafizt þess, að hinum áfrýjaða úrskurði verði hrundið, synjað verði um uppboð á fasteign þeirri, er í málinu greinir, og að stefnda verði dæmt að greiða honum málskostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar úr hendi áfrýjanda fyrir Hæstarétti. Með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða úskurðar ber að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum er rétt að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 23.000.00. Dómsorð: Hinum áfrýjaða úrskurði skal vera óraskað. Áfrýjandi, Ragnar Halldórsson, greiði stefnda, Þór- ólfi Beck Sveinbjörnssyni, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 23.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 529 Úrskurður uppboðsdóms Reykjavíkur 3. október 1963. Uppboðsbeiðandi, Þórólfur Beck Sveinbjarnarson, Smiðjustíg 10, hér í borg, hefur gert þær réttarkröfur í máli þessu, að fast- eignin nr. 10 við Smiðjustíg, sem er í óskiptri sameign hans og Ragnars Halldórssonar, Smiðjustíg 10, Helgu Ragnarsdóttur, s. st., og Svönu Ragnarsdóttur, Austurbrún 2, verði seld á opin- beru uppboði til slita á sameign, að uppboðsauglýsing verði Þegar í stað gefin út og að uppboðsþolar verði úrskurðaðir til þess að greiða honum málflutningslaun vegna uppboðsmáls þessa. Uppboðsþolarnir, Ragnar Halldórsson og fjárhaldsmaður upp- boðsþolans Helgu Ragnarsdóttur, Tómas Ó. Jóhannsson, Njarðar- götu 47, f. h. hennar, hafa gert þær réttarkröfur, að synjað verði um framgang hinnar umbeðnu uppboðsgerðar og að upp- boðsbeiðanda verði gert að greiða málskostnað. Uppboðsþolinn Svana Ragnarsdóttir hefur lýst því yfir í rétt- inum, að hún láti þessa deilu sameigenda sinna afskiptalausa og geri engar réttarkröfur. Mál þetta var tekið til úrskurðar að loknum munnlegum flutningi, sem fram fór 12. sept. s.l. Hefur uppkvaðning úr- skurðar þessa dregizt vegna annríkis við embættið. Samkvæmt afsals- og veðmálabókum Reykjavíkur er fasteign- in nr. 10 við Smiðjustíg, hér í borg, eign Þórólfs Becks Svein- bjarnarsonar að % hluta, Ragnars Halldórssonar að %s, Svönu Ragnarsdóttur að %2 og Helgu Ragnarsdóttur að 32. Þessi eignarhlutföll eru ekki bundin við ákveðna hluta fast- eignarinnar. Eignarheimildir aðiljanna hafa verið lagðar fram í málinu. Uppboðsþolinn Ragnar Halldórsson eignast þessa fasteign, hús og mannvirki, svo og lóð, talda 816.5 m“, hinn 23. október 1937, sjá rskj. nr. 20. Hann selur hinn 30. desember 1944, sjá afsal á rskj. 2, uppboðsbeiðanda, Þórólfi Beck Sveinbjarnarsyni, hálfa húseignina Smiðjustíg 10 ásamt hálfri meðfylgjandi eignarlóð og öllum mannvirkjum að hálfu svo og öllu, sem eigninni fylgir og fylgja ber að hálfu. Skyldi uppboðsbeiðandi greiða áhvíl- andi skuldir að hálfu, og arður af eigninni skiptast milli aðilja að jöfnu og gjöld greiðast að sama skapi að jöfnu. Þá er ákvæði um það, að samþykki beggja skuli til koma, til þess að eignin verði seld eða veðsett. Hinn 31. maí 1955 urðu ofannefndir sameigendur ásáttir um Það, að hvorum aðilja skyldi heimilt án samþykkis hins að 34 530 selja eða veðsetja sinn eignarhelming að hinni óskiptu sameign. Vísast hér til rskj. nr. 2 og nr. 26. Það er upplýst í málinu, að þær Svana og Helga, dætur Ragn- ars Halldórssonar, urðu hinn 11. febrúar 1959 eigendur að sam- tals 682 hluta nefndrar fasteignar við arf eftir móður þeirra. Uppboðsbeiðni er dagsett 12. september 1962. Segir uppboðs- beiðandi, að hann hafi um mörg ár reynt að selja eignarhluta sinn að Smiðjustíg 10, en þó að vísu ekki auglýst hann til sölu. Svo hagi til, að byggingar á lóðinni séu tiltölulega miklu minna virði en lóðin, sem sé afstöðu og stærðar vegna mjög verðmæt og útgengileg fyrir byggingu stórhýsis. Hann vísar hér að lútandi til nokkurra skjala, sem hafa verið lögð fram í máli þessu. Í bréfi til húsameistara ríkisins, dagsettu 14. september 1960, segja þeir Ragnar Halldórsson og Þórólfur Beck, að sem svar við bréfi húsameistara, viðvíkjandi hugsanlegum kaupum á eign- inni Smiðjustíg 10, geri þeir tilboð um að selja eignina fyrir kr. 1.800.000.00 og tjá sig reiðubúna til viðtals og samninga þegar í stað. Bréf þetta er lagt fram í málinu sem rskj. nr. 6. Þórólfur Beck skrifar húsameistara ríkisins bréf hinn 19. októ- ber 1960 og vísar þar til tilboðsins á rskj. 6. Hann gerir húsa- meistara kauptilboð um eignarhluta sinn, sem sé helmingur eignarinnar allrar, fyrir kr. 850.000.00 og með því móti, að útborgun við afsal yrði kr. 400.000.00, en afgangurinn greiddist á næstu 5 árum með jöfnum afborgunum, og vextir skyldu verða tíðkanlegir útlánsvextir á hverjum tíma. Þetta bréf er lagt fram í málinu sem rskj. 8. Þá liggur fyrir í máli þessu sem rskj. nr 7 bréf Björns Rögn- valdssonar, starfsmanns húsameistara ríkisins, til uppboðsbeið- anda, Þórólfs Becks, dagsett 29. október 1960. Segir þar, að í framhaldi af undanfarandi viðræðum um sölu á fasteigninni Smiðjustíg 10 geri hann með þessu bréfi tilboð í eignina alla, kr. 1.650.000.00, með 800.000.00 kr. útborgun, en eftirstöðvar greið- ist á næstu 10 árum ásamt gildandi vöxtum á hverjum tíma. Tekið er fram, að tilboð þetta sé ekki bindandi, fyrr en Fjár- málaráðuneytið og ríkisstjórn hafi samþykkt það. Loks segir í bréfi þessu, að samhljóða bréf sé sent Ragnari Halldórssyni. Uppboðsbeiðandi segist nú líta svo á, að um sé að kenna upp- boðsþolum, sérstaklega Ragnari Halldórssyni, að ekki var unnt að sinna þessu tilboði, sem hann kveðst telja mjög álitlegt. Hann segist nú hafa gripið til þess ráðs, en að vísu algerlega utan lagaskyldu, að bjóða sameigendum sínum, uppboðsþolum öðl máls þessa, sameiginlega eða hverjum fyrir sig, eignarhluta hans í umræddri fasteign fyrir kr. 600.000.00, sem skyldu staðgreiðast, og um leið væri lokið öllum atriðum þeirra á milli, varðandi fasteignina. Þetta tilboð setur uppboðsbeiðandi fram í bréfi, dagsettu 10. júní 1962, framlögðu í máli þessu sem rskj. 9, en í bréfinu segir, að samhljóða bréf séu þá samtímis send öllum sarmeigendum uppboðsbeiðanda. Í bréfinu segir, að tilboðið standi í 4 vikur frá dagsetningu þess, og ef sala hafi ekki tekizt á grundvelli tilboðsins, muni uppboðs verða beiðzt til sameignar- slíta, en um leið tekið fram, að tilboðsverðið sé ekki bindandi, ef um verði að ræða sölu á eigninni á annan hátt. Fyrir liggur sem rskj. nr. 10 í máli þessu bréf hlutafélagsins Glerslípun og Speglagerð til uppboðsbeiðanda Þórólfs Becks, og er bréfið dagsett 24. september 1962. Þar er sett fram kaup- tilboð í fasteignina Smiðjustíg 10 fyrir kr. 1.600.000.00, og verði kaupverðið greitt eftir samkomulagi, en áhvílandi skuldir á eign- inni dragist frá tilboðsupphæðinni, enda verði þær yfirteknar af kaupanda. Í bréfinu er þess getið, að samhljóða tilboð hafi verið sent öllum eigendum þessarar fasteignar. Ekki getur bréf- ið um frest til samþykkis. Þá hefur uppboðsbeiðandi lagt fram endurrit tveggja bréfa, eru bæði dagsett 28. september 1962 og lögð fram sem rskj. nr. 11 og 12, og er svo að sjá, að allir sameigendur margumræddr- ar fasteignar hafi staðið að bréfum þessum. Er annað bréfið, rskj. 11, stílað til Fjármálaráðuneytisins, og er þar vísað til bréfs Björns Rögnvaldssonar á rskj. 7 og spurzt fyrir um, hvort ráðuneytið hafi enn hug á að festa kaup á eigninni á grund- velli hins fyrra tilboðs eða endurnýjaðs tilboðs. Ekki verður séð eftir gögnum máls þessa, að ráðuneytið hafi svarað þessu bréfi. Hitt bréfið, rskj. 12, er stílað til Reykjavíkurborgar og ritað í umboði allra sameigendanna og svo frá skýrt, að þeir hafi hug á að selja þessa fasteign, og er nú spurzt fyrir um Það, hvort borgarráð hafi áhuga á að kaupa eignina f. h. Reykja- víkurborgar. Þessu bréfi svarar borgarlögmaður hinn 15. októ- ber, sjá rskj. nr. 13, og hafnar f., h. borgarinnar þessu tilboði. Uppboðsbeiðandi segist nú sjá þann kost vænstan að krefjast þess, að fram fari uppboð á nefndri fasteign allri, svo sameign verði slitið. Hann vísar til 20. kapítula kaupabálks Jónsbókar, þar sem fram komi sú lagaregla, að einn sameigandi óskiptrar eignar geti krafizt uppboðssölu á henni til sameignarslita, ef samkomulag hafi ekki náðzt um skipti eða slit á sameign á ann- 532 an hátt. Sé ótvírætt, að hann hafi þenna rétt með tilliti til at- vika allra. Viðvíkjandi því atriði, að fasteign þessi sé óskiptanleg, hefur uppboðsbeiðandi lagt fram uppdrátt að henni, sjá rskj. 15, svo og matsgerð þeirra Ögmundar Jónssonar verkfræðings og Ein- ars Sveinssonar múrarameistara, en þeir voru dómkvaddir hinn 6. maí s.l. af yfirborgardómara til þess að „gefa álitsgerð um, hvort fasteignin Smiðjustígur 10 sé skiptanleg milli sameigenda hennar“ á þann hátt, að hver fái sinn hlut til séreignar, án þess að með því sé verulega skert núverandi notagildi og verðmæti eignarinnar sem heildar. Þeir lýsa staðháttum þannig: Lóð, að stærð 803.0 m“, steinhús ein hæð og kjallari, upphaflega byggst sem verkstæði, en nú 2 íbúðir á hæðinni, og hafa báðar sér- inngang. Einn inngangur í kjallara. Flatarmál hússins er 129.85 m“. Þá er lítill steinbær, 42.86 m“ að flatarmáli, ein hæð og öll undir súð, auk þess 2 útiskúrar, einnar hæðar, annar 18.34', hinn 16.34 m“ að flatarmáli. Matsmenn segja, að þeir telji ekki hægt að skipta byggingum eignarinnar á þann hátt til helminga, að eigendur hvors hluta um sig hafi óskertan afnota- og ráð- stöfunarrétt síns hluta. Sameiginleg afnot vissra hluta og um- gangsréttar væri óumflýjanlegur. Sama máli gegni um hinn óbyggða hluta lóðarinnar, honum yrði ekki skipt án kvaða um umferðarrétt til bygginganna. Þeir telja, að söluverðmæti helm- ings slíkrar eignar sé hlutfallslega minna en verðmæti eignar- innar sem heildar, og ekki komi til greina skipting lóðarinnar einnar, án tillits til núverandi bygginga, með það fyrir augum að byggja síðar á hvorum helmingi fyrir sig. Sjá hér að öðru leyti matsgerðina, sem er lögð fram sem rskj. nr. 4. Uppboðsbeiðandi hefur einnig lagt fram sem rskj. 14 vottorð lóðaskrárritara, sem upplýsir, að hinn 11. janúar 1932 hafi þá- verandi eigandi Smiðjustígs 10, Helgi Helgason, sótt til bæjar- ráðs um skiptingu lóðarinnar, en því erindi hafi verið synjað. Uppboðsþolarnir Ragnar Halldórsson og Helga Ragnarsdóttir, sem tekið hafa til varna í máli þessu, halda því fram, að upp- boðsbeiðandi hafi alls enga heimild til þess að láta uppboðsgerð fara fram. Þau minna á það, að þegar uppboðsbeiðandi fékk afsal fyrir helmingi fasteignar þessarar, hafi verið tekið fram, að samþykki beggja sameignaraðilja þyrfti til þess að mega selja eða veðsetja eignarhlutana. Nú hafi hinn 31. maí 1955 verið gerð sú breyting, að hvorum aðilja um sig hafi verið heimilt 533 gert að selja eða veðsetja sinn eignarhluta án samþykkis hins, og telja þau hér um að ræða verulegt atriði, sem sé: uppboðs- beiðandi eigi hér engan rétt eða ríkari en þann að mega selja eða veðsetja sinn eignarhluta án samþykkis sameigenda. En þessa leið hafi uppboðsbeiðandi ekki farið, og hann hafi heldur ekki boðið sameigendum sínum með lögformlegum hætti að leysa hann út. Uppboðsbeiðandi geti alls ekki byggt neinn rétt á ákvæðum kaupabálks Jónsbókar að þessu leyti. Uppboðsþolar mótmæla matsgerðinni á rskj. 4 sem þýðingarlausri fyrir úrslit máls þessa, þar eð þar sé ekki getið um verðmæti eignarinnar, hvorki sem heildar eða skiptra hluta. Hinn 21. september 1962 skrifaði umboðsmaður uppboðsþol- anna Ragnars og Helgu uppboðsrétti Reykjavíkur og mótmælti því, að fasteign þessi yrði auglýst til uppboðs. Mótmælti hann uppboðsbeiðninni sem ófullnægjandi og órökstuddri og hélt því fram, að auðvelt væri að koma skiptum á eignina milli upp- boðsbeiðanda annars vegar og allra uppboðsþolanna hins vegar. Það verður að telja almenna reglu, að þegar sameign er óskiptanleg eða aðeins verður skiptum á hana komið þannig, að af leiði verulegt tjón fyrir aðilja, megi án samþykkis með- eigenda slíta sameign með uppboðsgerð að kröfu hvers sameis- enda sem er, ef samningar þeirra standa ekki berum orðum til annars og atvik ekki þau, að verulega óhagkvæmt sé að svo komnu, að sala fari fram. Uppboðsþolar þeir, sem til varna hafa tekið í þessu máli, hafa haldið því fram, að uppboðsbeiðandi eigi hér ekki annan rétt eða meiri en þann að mega selja sinn eignarhluta aðeins, óátalið af þeim. En samkvæmt staðháttum og öðrum atvikum, sem fyrir liggja, þar á meðal matsgerð þeirri, sem uppboðsbeiðandi hefur til stofnað og sem ekki hefur verið hrundið, má telja víst, að sá sameigenda, er selja vildi sinn hluta, fengi ekki fyrir hann tiltölulegt verð, miðað við það, ef eignin yrði seld óskipt. Það verður ekki litið svo á, að uppboðsbeiðandi þurfi að sæta slíkri aðferð, sem beinlínis yrði honum til fjártjóns. Verður ekki talið annað fyrir hendi en að láta hina umbeðnu uppboðsgerð ná framgangi á ábyrgð uppboðsbeiðanda, en rétt þykir jafn- framt, að málskostnaður verði látinn falla niður. Kristján Kristjánsson yfirborgarfógeti kvað upp þenna úr- skurð. 534 Því úrskurðast: Umbeðin uppboðsgerð fer fram á ábyrgð uppboðsbeiðanda. Málskostnaður fellur niður. Mánudaginn 1. júní 1964. Nr. 2/1963. Auður Sigurðardóttir gegn Magnúsi Halldórssyni. Mál fellt niður. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Er mál þetta kom fyrir dóm í dag, var krafizt af hálfu áfrýjanda, að málið félli niður. Af hálfu stefnda var sótt dómþing og krafizt ómaksbóta. Samkvæmt þessu fellur mál þetta niður, og þykir rétt að dæma stefnda í ómaksbætur úr hendi áfrýjanda kr. 3.000.00. Dómsorð: Mál þetta fellur niður. Áfrýjandi, Auður Sigurðardóttir, greiði stefnda, Magn- úsi Halldórssyni, kr. 3.000.00 í ómaksbætur að við- lagðri aðför að lögum. 535 Mánudaginn 1. júni 1964. Nr. 74/1964. Olíuverzlun Íslands h/f gegn Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Olíuverzlun Íslands h/f, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Mánudaginn 1. júní 1964. Nr. 92/1964. Svavar Pálsson gegn Pétri Valdimarssyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Svavar Pálsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 536 Miðvikudaginn 3. júní 1964. Nr. 153/1963. Daníel Þórhallsson f. h. eigenda m/s Hring- sjár, SI94 (Einar B. Guðmundsson hrl.) gegn Pétri Sigurðssyni f. h. Landhelgisgæzlu Ís- lands og áhafnar v/s Maríu Júlíu og gagnsök (Ingólfur Jónsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðs- son, prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal og Logi Einarsson yfirsakadómari. Björgun. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 19. nóvember 1963 og krafizt þess, að honum verði einungis dæmt að greiða gagnáfrýjanda kr. 40.000.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 1. júlí 1962 til greiðsludags, að málskostnaður í héraði verði látinn niður falla, en gsagn- áfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 25. nóvember 1963 og krafizt þess, að aðaláfrýj- anda verði dæmt að greiða honum kr. 300.000.00 ásamt 8% ársvöxtum frá 15. júlí 1961 til greiðsludags og svo málskostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Loks krefst hann sjóveðréttar í m/s Hringsjá, ST 94, til tryggingar fram- anskráðum fjárhæðum. Eftir atvikum máls þessa, sem réttilega er lýst í héraðs- dómi, þykja björgunarlaun hæfilega ákveðin kr. 170.000.00. Ber að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda þá fjárhæð ásamt 7% ársvöxtum frá 15. júlí 1961 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti, sem ákveðst kr. 30.000.00. Loks ber að dæma gagnáfrýjanda sjóveðrétt í m/s Hring- sjá, ST94, til tryggingar fjárhæðum þessum. 537 Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Daniel Þórhallsson f. h. eigenda m/s Hringsjár, SI94, greiði gagnáfrýjanda, Pétri Sigurðs- syni f. h. Landhelgisgæzlu Íslands og áhafnar v/s Maríu Júlíu, kr. 170.000.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 15. júlí 1961 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 30.000.00. Gagnáfrýjandi á sjóveðrétt í m/s Hringsjá, SI 94, til tryggingar fjárhæðum þessum. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 5. október 1963. Mál þetta, sem dómtekið var 3. október 1963, hefur Pétur Sigurðsson forstjóri, Reykjavík, f. h. Landhelgisgæzlu Íslands og skipshafnar v/s Maríu Júlíu höfðað hér fyrir dóminum með stefnu, útgefinni 18. júlí 1962, á hendur Daníel Þórhallssyni útgerðarmanni, Siglufirði, f. h. eigenda m/s Hringsjár, SI 94, til greiðslu björgunarlauna, að fjárhæð kr. 300.000.00, ásamt 8% ársvöxtum frá 15. júlí 1961 til greiðsludags og málskostnaðar, Þar á meðal kostnaðar við sjópróf, réttargjalda vegna máls þessa og málflutningslauna eftir gjaldskrá L.M.F.Í. eða mati dómsins. Jafnframt krefst hann sjóveðréttar í m/s Hringsjá, SI 94, til tryggingar kröfum sínum. Almennum Tryggingum hefur verið stefnt til réttargæzlu, en engar kröfur gerðar á hendur þeim. Stefndu krefjast þess, að stefnukröfurnar verði lækkaðar til stórkostlegra muna, vextir aðeins reiknaðir frá 1. júlí 1962 og málskostnaður látinn niður falla. Við munnlegan málflutning var aðiljum gefinn kostur á að taka málið upp og afla frekari gagna, en þeir töldu þess ekki þörf. Málavextir eru þessir: Þriðjudaginn 11. júlí 1961, kl. 1352, var varðskipið María Júlía statt út af Kögri, er m/s Hringsjá, SI 94, kallaði og bað um hjálp. Kvaðst hún vera stödd misvísandi A % S 20.8 sm frá Bjarnarey með nótina í skrúfunni. Varðskipið hélt jafn- 538 skjótt skipinu til hjálpar og kom að því kl. 1509. Höskuldur Skarphéðinsson, 1. stýrimaður varðskipsins, sem jafnframt er kafari, kafaði við m/s Hringsjá og skar nótina úr skrúfunni. Var skipið þá ferðafært, og varðskipið hélt í brott kl. 1550. Stefnendur reisa kröfur sínar á því, að m/s Hringsjá hafi verið bjargarlaus og ekki getað hreyft sig úr stað. Eins og á stóð, hafi hún ekki verið í beinni hættu, en hvenær sem veður versnaði, var hættan komin. Þeir benda á, að froskmaður sá, er kafaði niður og skar nótina úr skrúfu skipsins, hafi lagt sig í lífshættu við verk sitt, og að bátur sá, sem notaður var við köfunina, hafi verið frá varðskipinu og að þrír skipverjar varð- skipsins hafi þurft að aðstoða hann. Þar sem m/s Hringsjá hafi verið algerlega bjargarlaus á reki rúmar tuttugu sjómílur frá landi og enga möguleika haft til þess að ná landi af eigin ramm- leik, sé hér um björgun að ræða í merkingu siglingalaganna. Stefndu reisa kröfur sínar á því, að m/s Hringsjá hafi ekki verið í neinni hættu. Veður hafi verið eins ákjósanlegt og frek- ast var á kosið. Þeir benda einnig á, að tímatöf varðskipsins hafi aðeins verið tvær klukkustundir. Sé því hér um aðstoð að ræða, eins og það hugtak hefur jafnan verið skilgreint. Þá hafa þeir enn fremur bent á, að Hafsteinn Jóhannsson hafi verið með froskmannsútbúnað á vélbátnum Eldingu allan síldartímann og veitt 50—60 vélbátum aðstoð, er þeir höfðu fengið síldarnætur í skrúfurnar. Fyrir aðstoð, er hann veitti þessu sama skipi 16. júlí 1961, hafi hann aðeins tekið kr. 6.750.00. Eins og hér hefur verið skýrt frá, var m/s Hringsjá stödd í 20.8 sm fjarlægð frá Bjarnarey með nótina í skrúfunni, er varð- skipið kom að henni. Ekki höfðu tilraunir skipverja til að losa nótina borið árangur. Að áliti hinna sérfróðu manna í dóminum má telja útilokað, að m/s Hringsjá hefði komizt til lands af eigin rammleik, eins og ástatt var. Samkvæmt dskj. 6 hafði skipið aðeins eitt skut- segl, sem ekki hefði komið að neinu haldi. Því hefur ekki verið hreyft í málinu, að skipverjar á m/s Hringsjá hafi haft nein tæki til þess að skera sjálfir nótina úr skrúfunni. Þegar þessi atvik eru virt, verður að telja, að m/s Hringsjá hafi verið stödd í nauð, þar sem skipið var á reki fyrir vind- um og straumum algerlega bjargarlaust, enda þótt bein hætta hafi ekki verið yfirvofandi, og hjálp sú, sem varðskipið María Júlía veitti, björgun í merkingu siglingalaga. Þegar upphæð björgunarlaunanna er ákveðin, verður einkum 539 að hafa í huga, að veður var gott og töf varðskipsins frá störf- um aðeins tveir klukkutímar. Hins vegar var köfunin við að losa nótina áhættusöm, en tókst giftusamlega. Það er óumdeilt í málinu, að verðmæti það, sem bjargað var, nam kr. 4.380.000.00. Með hliðsjón af þessu svo og því, að hér var um skip að ræða útbúið björgunartækjum, þykja björg- unarlaunin hæfilega ákveðin kr. 200.000.00, og ber að dæma stefndu til að greiða þá upphæð auk 7% ársvaxta frá 16. júlí 1961 til greiðsludags og málskostnað, sem þykir hæfilega ákveð- inn kr. 16.000.00. Þá ber að dæma stefnendum sjóveðrétt í m/s Hringsjá fyrir hinum tildæmdu kröfum. Dóm þenna kvað upp Kristján Jónsson borgardómari ásamt meðdómsmönnunum Jóni Sigurðssyni skipstjóra og Hallgrími Jónssyni velstjóra. Dómsorð: Stefndi, Daníel Þórhallsson f. h. eigenda m/s Hringsjár, SI 94, greiði Pétri Sigurðssyni f. h. Landhelgisgæzlu Íslands og áhafnar v/s Maríu Júlíu kr. 200.000.00 auk 7% árs- vaxta frá 16. júlí 1961 til greiðsludags og kr. 16.000.00 í málskostnað. Stefnandi á sjóveðrétt í m/s Hringsjá, SI94, til trygg- ingar fjárhæðum þessum. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 540 Miðvikudaginn 3. júní 1964. Nr. 107/1963. Helgi Benediktsson (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.) gegn Olíuverzlun Íslands h/f og gagnsök (Magnús Árnason hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðs- son, prófessorarnir Ármann Snævarr og Magnús Þ. Torfason og Logi Einarsson yfirsakadómari. Fjárnám. Greiðslur skuldunauts ganga upp í aðfararhæfa dómskuld hans, sé eigi öðruvísi samið, áður en aðrar kröf- ur lánardrottins á hendur honum verði kvittaðar. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur, að fengnu áfrýjunarleyfi 20. ágúst 1963, skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 27. ágúst s. á. og krafizt þess, „að hin umbeðna gerð nái aðeins fram að ganga til tryggingar dómskuld samkvæmt dómi bæjar- þings Reykjavíkur, uppkveðnum 9. desember 1961, í mál- inu: Olíuverzlun Íslands h/f gegn Helga Benediktssyni, að frádregnum kr. 117.000.00, er greiddar hafa verið upp Í dómskuldina“. Þá hefur hann krafizt málskostnaðar úr hendi gagnáfrýjanda bæði fyrir fógetadómi og Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur, að fengnu áfryjunarleyfi 6. nóvem- ber 1963, áfrýjað málinu til Hæstaréttar með stefnu 28. nóvember s. á. Krefst hann þess, að framkvæmt verði fjár- nám hjá aðaláfrýjanda fyrir dómskuld samkvæmt áminnzt- um bæjarþingsdómi til tryggingar kr. 114.500.00 ásamt 9“ ársvöxtum af kr. 27.000.00 frá 28. febrúar 1961 til 28. marz s. á., af kr. 54.000.00 frá 28. marz 1961 til 28. april s. á., af kr. 82.000.00 frá 28. april 1961 til 28. maí s. á. og af kr. 114.500.00 frá 28. maí 1961 til greiðsludags, %% fjár- hæðarinnar í þóknun, kr. 484.00 í afsagnarkostnað og kr. 10.500.00 í málskostnað í bæjarþingsmálinu og loks fyrir kostnaði af aðförinni í héraði og málskostnaði fyrir Hæsta- rétti. Aðaláfrýjandi lét sækja dómþing í bæjarþingsmáli því, 541 sem er grundvöllur aðfararmáls þessa, en hreyfði engum andmælum gegn dómkröfum gagnáfrýjanda, sem teknar voru til greina í dómi, uppkveðnum 9. desember 1961. Hinn 25. nóvember 1961, meðan bæjarþingsmálið var enn ódæmt, greiddi aðaláfrýjandi án fyrirvara inn í reikning sinn hjá gagnáfrýjanda kr. 27.000.00. Kvittaði gagnáfrýjandi með greiðslu þessari aðrar skuldir aðaláfrýjanda við hann en bæjarþingsmálið tók til. Þar sem dómur í bæjarþingsmál- inu gekk eigi, fyrr en að þessum skuldaskiptum loknum, og aðaláfrýjandi hafði eigi áskilið sér, að greiðslan gengi til lúkningar væntanlegri dómskuld að hluta, þykja eigi vera efni til að taka kröfu hans síðar meir um það til greina. Hinn 25. nóvember 1961 gaf aðaláfrýjandi út til gagn- áfrýjanda ávísun á „sérstakar saltsildaruppbætur“, að fjár- hæð kr. 40.000.00. Landssamband íslenzkra útvegsmanna hefur greitt til gagnáfrýjanda upp í ávísun þessa: 22. desember 1961 ....... kr. 16.557.00 17. maí 1962 ............ — 9.264.60 27. desember 1962 ....... — 5.354.28 Fjárhæðir þessar, samtals — 31.175.88, voru þannig eigi greiddar gagnáfrýjanda, fyrr en að gengn- um bæjarþingsdóminum. Greiðslur skuldunauts til lánar- drottins skulu, sé eigi öðruvísi samið, ganga til kvittunar á lögfullum kröfum lánardrottins, sem aðfararheimild er fengin fyrir, áður en tekið er að kvitta með þeim aðrar kröfur. Leiðir þetta til þess, að þessar fjárhæðir gengu upp í dómskuldina. Með skírskotun til raka hins áfrýjaða úrskurðar er rétt, að greiðsla sú, kr. 50.000.00, sem aðaláfrýjandi innti af hendi hinn 10. janúar 1962, gangi til kvittunar dómskuldinni. Fjárnám í eignum aðaláfrýjanda ber því að gera til trygg- ingar kr. 114.500.00 = kr. 81.175.88, þ. e. kr. 33.324.12, ásamt vöxtum samkvæmt bæjarþingsdóminum, þóknun, afsagnar- kostnaði og málskostnaði samkvæmt sama dómi og svo öðrum lögkostnaði. Málskostnaður fyrir fógetadómi og Hæstarétti fellur niður. 542 Dómsorð: Fjárnámsgerð skal framkvæma til tryggingar greiðslu á kr. 33.324.12 ásamt vöxtum samkvæmt bæjarþings- dómi, uppkveðnum 9. desember 1961, til greiðsludags, þóknun, afsagnarkostnaði og málskostnaði samkvæmt sama dómi og svo öðrum lögkostnaði. Málskostnaður fyrir fógsetadómi og Hæstarétti fell- ur niður. Úrskurður fógetadóms Vestmannaeyja 27. marz 1963. Í máli þessu, sem tekið var til úrskurðar 7. þ. mán., að lokn- um munnlegum málflutningi, hefur gerðarbeiðandi, Magnús Árna- son hæstaréttarlögmaður f. h. Olíuverzlunar Íslands h/f, krafizt þess, að fjárnám verði látið fram fara hjá gerðarþola, Helga Benediktssyni útgerðarmanni, Heiðavegi 20, Vestmannaeyjum, til tryggingar greiðslu skuldar samkvæmt dómi bæjarþings Reykjavíkur frá 9. desember 1961, að upphæð kr. 114.500.00, ásamt 9% ársvöxtum af kr. 27.000.00 frá 28. febrúar 1961 til 28. marz s. á., af kr. 54.000.00 frá 28. marz 1961 til 28. apríl s. á., af kr. 82.000.00 frá 28. apríl 1961 til 28 maí s. á. og af kr. 114.500.00 frá 28. maí 1961 til greiðsludags, kr. 10.500.00 í málskostnað, 4% fjárhæðarinnar í þóknun, kr. 484.00 í af- sagnarkostnað auk alls annars kostnaðar. Gerðarþoli hefur mótmælt framgangi gerðarinnar. Báðir aðiljar hafa hvor um sig krafizt málskostnaðar. Málavextir eru þessir: Með dómi bæjarþings Reykjavíkur, uppkveðnum 9. desember 1961, var gerðarþola gert að greiða gerðarbeiðanda kr. 114.500.00 auk vaxta, málskostnaðar og alls annars kostnaðar. Upphæð þessi var andvirði 4 víxla, að upphæð kr. 27.000.00, kr. 27.000.00, kr. 28.000.00 og kr. 32.500.00, sem allir voru útgefnir af gerðar- beiðanda 28. desember 1960 og samþykktir af gerðarþola til greiðslu í Útvegsbanka Íslands, Vestmannaeyjum, þann 28. febrú- ar 1961, 28. marz 1961, 28. apríl 1961 og 28. maí 1961, en víxl- arnir voru allir afsagðir sökum greiðslufalls. Gerðarþoli lét mæta við fyrirtekt gerðarinnar, og mótmælti umboðsmaður hans fram- gangi hennar á þeim forsendum, að gerðarþoli hefði þegar greitt fjárnámskröfuna að mestu eða öllu leyti. ö43 Grerðarþoli hefur lagt fram í málinu afrit af kvittun, dags. 10. janúar 1962, frá Útvegsbanka Íslands, Vestmannaeyjum, fyrir innborgun, kr. 50.000.00, frá gerðarþola til gerðarbeiðanda. Á kvittun þessa er m. a. skrifað: „Í dag hefur Helgi Benediktsson greitt inn til Olíuverzlunar Íslands 50.000.00 kr.“ Þá hefur gerðar- þoli og lagt fram afrit af bréfi hans til Hreins Pálssonar, for- stjóra gerðarbeiðanda, en bréfið er dagsett sama dag og kvitt- unin. Segir m. a. svo í bréfi þessu: „Í sambandi við 4 vanskila- víxla mína, samtals að fjárhæð kr. 114.500.00, greiddi ég sam- kvæmt kvittun hinn 25. nóvember s.1. kr. 27.000.00 og gaf ávísun á „sérstakar saltsíldaruppbætur“ mér til handa frá s.l. sumri, kr. 40.000.00, sem greiðast fyrir milligöngu L.Í.Ú., eftir því sem sumarsíldinni er afskipað, og var af upphæð þessari greitt 20. f. m. kr. 16.557.00; og hjálagt sendi ég kvittun fyrir kr. 50.000.00, sem ég hefi greitt inn á reikning Olíuverzlunarinnar hjá Útvegsbanka Íslands, Reykjavík, og er ég þá búinn að greiða og ráðstafa samtals kr. 117.000.00 í sambandi við þessi skipti.“ Gerðarþoli hefur og lagt fram kvittun frá gerðarbeiðanda, dags. 25. nóvember 1961, þar sem segir, að gerðarþoli „hafi greitt í reikning sinn kr. 27.000.00.“ Kveður gerðarþoli allar þessar greiðslur hafa átt að ganga upp í greiðslu nefndra 4 víxla, en ekki til greiðslu á öðrum skuldum, sem gerðarþoli var í við gerðarbeiðanda á þessum tíma. Gerðarþoli segir gerðarbeiðanda hafa skuldað víxla þessa á við- skiptareikning gerðarþola, þegar er víxlarnir höfðu verið af- sagðir sökum greiðslufalls. Framangreindar innborganir gerðar- þola hafi gerðarbeiðandi fært gerðarþola til tekna á viðskipta- reikningi í stað þess að láta þær ganga til greiðslu á víxlunum, eins og gerðarþoli kveðst hafa ætlazt til. Umboðsmaður gerðarbeiðanda kveður heildarskuld gerðarþola við gerðarbeiðanda hafa verið kr. 319.431.19, er viðskiptum þeirra lauk 15. marz 1962. Eru þá meðtaldir nefndir 4 víxlar, auk eins víxils, að upphæð 50.000.00 kr., en gerðarbeiðandi hafði tekið dóm fyrir þessum víxilskuldum öllum. Kveður umboðs- maður gerðarbeiðanda hina umræddu víxla vera sjálfstæðar kröfur, sem dómur sé þegar fenginn fyrir, þótt víxlarnir væru fyrst skuldaðir á viðskiptareikning gerðarþola, eftir að þeir féllu í gjalddaga, en síðan afhentir honum til innheimtu. Er því mót- mælt af hálfu gerðarbeiðanda, að gerðarþoli hafi nokkuð greitt upp í dómskuld þá, sem fjárnáms er beiðzt fyrir, enda standi á kvittunum þeim, sem gerðarþoli hafi lagt fram í málinu, að 544 gerðarþoli hafi þann 25. nóvember 1961 „greitt í reikning sinn“ 27.000.00 kr. og hinn 10. janúar 1962 greitt Olíuverzlun Íslands kr. 50.000.00 í gegnum Útvegsbanka Íslands í Vestmannaeyjum. Á þeim tíma, er hér um ræðir, hafi umboðsmaður gerðarbeið- anda ekki haft aðrar kröfur til innheimtu á gerðarþola en um- rædda 4 víxla, sem fjárnáms sé nú beiðzt fyrir. Kveður um- boðsmaður gerðarbeiðanda gerðarþola því hafa borið að snúa sér til hans með greiðslur þessar, hafi ætlun hans verið sú, að þær ættu að ganga upp í víxildóminn. Af hálfu gerðarþola hefur því hins vegar verið haldið fram, að gerðarbeiðanda hafi verið skylt að ráðstafa innborgun gerðar- þola á þann veg, sem gerðarþoli kveðst hafa lagt fyrir, og hafi gerðarbeiðandi með viðtöku á greiðslum gerðarþola athugasemda- laust skuldbundið sig til að hlíta vilja hans í þessu efni. Svo sem að framan greinir, greiddi gerðarþoli 50.000.00 kr. inn á reikning gerðarbeiðanda þann 10. janúar 1962 og tilkynnti honum með bréfi, dags. sama dag, að innborgun þessi ætti að ganga upp í víxilskuldir hans, en það eru þær skuldir, sem nú er beiðzt fjárnáms fyrir. Rétturinn telur, að með því að gerðar- boli lét það þannig ótvírætt í ljós við gerðarbeiðanda, um leið og gerðarþoli innti framangreinda greiðslu af hendi, að hún ætti að ganga upp í víxilskuldir hans, verði gerðarbeiðandi að hlíta þeirri ákvörðun gerðarþola samkvæmt þeirri almennu réttar- reglu, að skuldari ráði að öðru jöfnu, hverjar af fjárkröfum kröfuhafa á hendur honum skuli greiðast af innborgun hans, ef hún nægir ekki til greiðslu á öllum kröfunum. Á hinn bóginn liggur ekkert fyrir um það í málinu, að gerðar- þoli hafi lagt svo fyrir, er hann greiddi innborgun, kr. 27.000.00, þann 25. nóvember 1961, að fé þetta ætti að ganga til greiðslu á víxilskuldum hans, og þar sem telja verður, að eigi slík ákvörð- un um ráðstöfun fjárins að vera bindandi fyrir kröfuhafa, verði hún að tilkynnast honum, um leið og greiðslan er innt af hendi eða innan hæfilegs tíma þar á eftir, verður framangreind krafa gerðarbeiðanda um, að innborgun þessi verði dregin frá fjár- námskröfunni, ekki tekin til greina. Þegar af sömu ástæðum verður sú krafa gerðarþola um, að þær 40.000.00 kr. „vegna sérstakra saltsíldaruppbóta“, sem gerð- arþoli kveðst hafa ávísað gerðarbeiðanda og gerðarþoli krefst, að verði dregnar frá fjárnámskröfunni, ekki tekin til greina. Rétt þykir eftir atvikum, að málskostnaður falli niður. 545 Því úrskurðast: Hin umbeðna gerð skal fram fara til tryggingar greiðslu kr. 64.500.00 auk vaxta, málskostnaðar og alls annars kostn- aðar, allt á ábyrgð gerðarbeiðanda. Málskostnaður fellur niður. Miðvikudaginn 3. júní 1964. Nr. 167/1962. K (Páll S. Pálsson hrl.) gegn M (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Barnsfaðernismál. Dómur Hæstaréttar. Jón S. Magnússon, fulltrúi sýslumanns í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Áfrýjandi hefur að fengnu áfrýjunarleyfi, dags. 27. nóv- ember 1962, og gjafsóknarleyfi, dags. sama dag, áfrýjað máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 29. nóvember 1962. Krefst hún þess aðallega, að stefndi verði dæmdur faðir barns hennar, X, er hún ól 15. júlí 1958, og dæmt skylt að greiða henni fæðingarstyrk, barnsfararkostnað, almennt tryggingariðgjald fyrir árið 1958 og meðlag með barninu frá fæðingu þess til fullnaðs 16 ára aldurs, allt eftir úr- skurði valdsmanns. Til vara krefst áfrýjandi þess, að úr- slit málsins verði látin velta á fyllingareiði hennar. Þá krefst hún og málskostnaðar úr hendi stefnda í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Stefndi krefst aðallega staðfestingar hins áfrýjaða dóms, en til vara, að úrslit málsins verði látin velta á synjunar- 35 546 eiði hans. Þá krefst hann og málskostnaðar fyrir Hæsta- rétti úr hendi áfrýjanda. Eftir uppsögu héraðsdóms hafa verið háð framhaldspróf í málinu og blóðrannsóknir framkvæmdar á áfrýjanda og barni hennar, X. Í héraðsdómi er rakið vætti A, sem var sambýliskona áfrýjanda. T, sem greindur er í framburði hennar, hefur komið fyrir dóm. Kveðst hann hafa dvalizt á .... haustið 1957 og telur sig hafa kynnzt áfrýjanda, en neitar því ákveð- ið, að hann hafi haft samfarir við hana. Í framburði A er þess einnig getið, að haustið 1957 hafi verið kunningsskap- ur með áfrýjanda og R. Dvelst R þessi erlendis, og hefur ekki tekizt að afla skýrslu hans fyrir dómi. Samkvæmt vottorði Rannsóknarstofu háskólans, dags. 28. maí 1959, sem getið er í héraðsdómi, var barn áfrýjanda talið hafa blóðeiginleika As. Eftir að sama rannsóknarstofa hafði framkvæmt blóðrannsókn á foreldrum stefnda, lysti forstöðumaður hennar því í vottorði, dags. 27. október 1959, að öll afkvæmi stefnda hljóti að fá frá honum annað- hvort eiginleikann A, eða Q, en geti ekki fengið As. Geti stefndi því ekki, sé hann rétt feðraður, verið faðir að barni áfrýjanda. Eftir að héraðsdómur gekk, framkvæmdi forstöðumaður Blóðbankans blóðrannsókn á áfrýjanda og barni hennar, X. Samkvæmt vottorði hans, dags. 19. nóvember 1962, varð niðurstaðan þessi: Áfrýjandi ..... O N Rh DC/ce Barnið ....... A MN Rh DC/ce Þar sem framangreindar blóðrannsóknir greindi á um blóðeiginleika barnsins, var að tilhlutan Hæstaréttar látin fara fram ný blóðrannsókn á því, sem framkvæmd var sameiginlega af Niels Dungal, forstöðumanni Rannsóknar- stofu háskólans, og Valtý Bjarnasyni, forstöðumanni Blóð- bankans. Notuðu þeir við rannsóknina þrjár tegundir blóð- vatns frá þremur mismunandi framleiðendum, þ. e. P. H. Andersen í Kaupmannahöfn, Ortho Pharmaceutical Corpora- tion í Bandaríkjunum og Wiener Serum Laboratory í Banda- öd/ ríkjunum. Greina forstöðumennirnir frá niðurstöðum rann- sóknarinnar í bréfum til lögmanns áfrýjanda, dags. 28. maí og 18. júní 1963. Í bréfinu frá 18. júní 1963 segir m.a. „Blóðkorn X gefa ekki svar með Anti-A,-serum .... frá yfirlækni P. H. Andersen í Khöfn .... Með Ortho-ser- um fékkst dauf agglutination í saltvatni, en nokkru greini- legri í eigin-serum. Í serum Wiener fékkst greinilegri ag- glutination í saltvatni og enn greinilegri í eigin-serum“. Þá segir enn fremur í sama bréfi: „Valtýr Bjarnason hall- ast frekar að þeim möguleika, að blóðkorn drengsins, Á, innihaldi eitthvað As, sennilega óþroskað. Niels Dungal telur líklegra, að meira mark sé takandi á danska seruminu, sem var pantað sérstaklega til þessarar rannsóknar og gel- ur ekkert svar fyrir A, — og að drengurinn sé As. Hins vegar telur hann ekki útilokað, að þarna geti verið um eitt- hvað óþroskað A, að ræða.“ Forstöðumaður Blóðbankans hefur í bréfi til lögmanns áfrýjanda, dags. 26. apríl 1964, lýst því, að hann hafi við rannsókn sína hinn 19. nóvember 1962 notað blóðvatn frá Ortho Pharmaceutical Corporation, sem hann telji mjög öruggt. Við hina sameiginlegu rannsókn 28. maí 1963 hafi verið notaðar þær þrjár tegundir blóðvatns, sem fyrr grein- ir, Þá segir í bréfinu: „Í bæði skiptin, sem þessi rannsókn var gerð, gaf sera frá Ortho þá svörun, að barnið væri Á, einnig sera frá Wiener, sem notað var í seinni rannsókn- inni, en sú svörun var enn greinilegri. Í bréfi okkar frá 18.6. 1963 er þannig að orði komizt, að ég hallist frekar að þeim möguleika, að barnið sé A,. Þetta er of óákveðið til orða tekið, því framannefndar rann- sóknir með sera frá Ortho og Wiener gefa þá niðurstöðu, að barnið sé í blóðflokki A,, og verður það þess vegna min niðurstaða.“ Samkvæmt því, sem hér að framan hefur verið rakið, útilokar blóðrannsókn ekki stefnda frá því að geta verið faðir barnsins. Í héraðsdómi er lýst dvöl áfrýjanda og stefnda í íbúð „ccc. að kvöldi 17. nóvember og aðfaranótt 18. nóvember 548 1957. Stefndi neitar því að vísu, að hann hafi þá haft sam- farir við áfrýjanda, en viðurkennir, að þegar þau voru orð- in tvö eftir í íbúðinni, hafi þau verið í sæng saman. Er Þetta til styrktar framburði áfrýjanda. Og þar sem barnið kann tímans vegna samkvæmt ályktun Læknaráðs að hafa verið getið við samfarir í umrætt skipti, ber með skír- skotun til 213. gr. laga nr. 85/1936 að láta úrslit málsins velta á fyllingareiði áfrýjanda. Þegar litið er til þess, að aðeins liðu 239 dagar frá því, að samfundum þeirra áfrýj- anda og stefnda sleit aðfaranótt 18. nóvember 1957 og þar til barnið fæddist fullburða, og svo þess, að leiddur er í ljós kunningsskapur áfrýjanda og N í lok ágúst eða byrj- un september 1957, þá þykir rétt að láta eiðstafinn taka il þess, að áfrýjandi hafi haft samfarir við stefnda einan manna á mögulegum getnaðartíma barnsins fram til 18. nóvember 1957. Samkvæmt framansögðu verða málsúrslit þau, að vinni áfrýjandi á löglegu varnarþingi eið að því innan tveggja mánaða frá birtingu dóms þessa, að hún hafi ekki á tíma- bilinu frá og með 29. ágúst 1957 til og með 18. nóvember 1957 haft holdlegar samfarir við aðra menn en stefnda, Þá skal telja hann föður að barni hennar, X, fæddum 15. júlí 1958, Þá greiði stefndi áfrýjanda fæðingarstyrk, barns- fararkostnað, almennt tryggingariðgjald fyrir árið 1958 og meðlag með barninu frá fæðingu þess til fullnaðs 16 ára aldurs, allt eftir úrskurði valdsmanns. En verði áfrýjanda eiðfall, skal stefndi vera sýkn af kröfum hennar. Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda í héraði, sbr. 215. gr. laga nr. 85/1936, og hér fyrir dómi greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun málflutningsmanns áfrýjanda í Hæstarétti, kr. 18.000.00. Að öðru leyti falli málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti niður. Dómsorð: Vinni áfrýjandi, K, eið að því á löglegu varnar- Þingi innan tveggja mánaða frá birtingu dóms þessa, að hún hafi ekki á tímabilinu frá og með 29. ágúst 549 1957 til og með 18. nóvember 1957 haft holdlegar sam- farir við aðra menn en stefnda, M, þá skal telja hann föður að barni hennar, X, fæddum 15. júlí 1958. Þá skal og stefndi greiða áfrýjanda fæðingarstyrk, barns- fararkostnað, almennt tryggingariðgjald fyrir árið 1958 og meðlag með barninu X frá fæðingu hans til fulin- aðs 16 ára aldurs, allt eftir úrskurði valdsmanns. Verði áfrýjanda eiðfall, skal stefndi vera sýkn af kröfum hennar. Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun málflutningsmanns áfrýjanda fyrir Hæstarétti, Páls S. Pálssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 18.000.00. Að öðru leyti fellur málskostnaður í héraði og fyrir Hæsta- rétti niður. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur aukadóms Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 30. maí 1963. Þann 15. júlí 1958 ól ógift stúlka, K, ...., ...., sóknaraðili máls þessa, óskilgetið sveinbarn, sem samkvæmt vottorði .... ljósmóður var 3500 gr. að þyngd og 50 cm að lengd. Sóknaraðili lýsti föður að barni sínu M. Hann hefur eigi vilj- að kannast við faðernið. Sóknaraðili hefur því höfðað mál þetta gegn varnaraðilja, M, og krafizt þess, að hann verði dæmdur faðir barnsins svo og til að greiða henni fæðingarstyrk, barnsfararkostnað, almennt tryggingariðgjald fyrir árið 1958 og meðlag með barninu frá fæðingu þess til fullnaðs 16 ára aldurs þess, allt eftir úrskurði valdsmanns. Þá hefur sóknaraðili krafizt þess, að varnaraðili verði dæmdur til að greiða allan kostnað málsins. Varnaraðili hefur krafizt sýknu, en til vara, að honum verði dæmdur synjunareiður. Þá hefur varnaraðili krafizt málskostn- aðar úr hendi sóknaraðilja. Sóknaraðili segist hafa þekkt varnaraðilja frá því í byrjun árs 1957. Í nóvember 1957 kveðst hún hafa farið að kvöldi 550 til með vinkonu sinni, A, heim til varnaraðilja, sem þá bjó hjá B Heima hjá varnaraðilja var þá C, ...., og höfðu þeir áfengi um hönd. Neyttu þær stöllur áfengis með þeim félögum, og kveðst sóknaraðili hafa orðið ölvuð um kvöldið. Þegar líða tók á kvöldið, fóru varnaraðili og Á inn í svefnherbergi, og skömmu síðar fór C burtu. Áður hafði sóknaraðilja orðið illt og hafði kastað upp og lagt sig á legubekk í herbergi inn af eldhúsi. Þegar C fór, slökkti hann öll ljós í húsinu. Kveðst sókn- araðili ekki hafa vitað fyrr en varnaraðili stóð yfir henni og spurði, hvort hann ætti ekki að koma með teppi og breiða ofan á hana. Vildi hún þá fara heim, en varnaraðili bað hana að fara inn í annað herbergi, og gerði hún það. Þar lagðist hún fyrir á legubekk, og breiddi varnaraðili yfir hana teppi. Spurði hún þá, hvar A væri, og sagði varnaraðili, að hún væri inni í svefnherbergi. Var þá kveikt ljós í forstofunni, og fór varnar- aðili þá fram. Hann kom aftur eftir góða stund, sagði, að Á væri farin, og bað sóknaraðilja að koma inn í svefnherbergi, en hún kvaðst þá ætla að fara heim. Hefði varnaraðili þá hálf- dregið sig inn í svefnherbergi, en áður höfðu þau verið að kyss- ast. Sóknaraðili settist á hjónarúmið, og varnaraðili ýtti henni upp í, færði hana úr nærbuxunum, þrátt fyrir mótspyrnu af hennar hálfu, afklæddist og hafði síðan samfarir við hana, þó að hún í fyrstu reyndi að koma í veg fyrir það. Telur hún, að varnaraðili hafi fellt sæði til hennar, og segir samfarirnar hafa verið fullkomnar. Sóknaraðili kveðst ekki hafa haft samfarir við nokkurn annan karlmann þetta haust. Hún kveðst ekki muna, hvenær hún hafði síðast á klæðum fyrir 17. nóvember 1957, en segir, að í desem- ber s. á. hafi sig farið að gruna, að ekki væri allt með felldu, þar sem hún fór ekki á „túr“. Þann 8. febrúar næstan á eftir segir hún, að héraðslæknirinn ...... hafi skoðað sig og sagt sér, að hún væri komin á þriðja mánuð. Sóknaraðili hefur viður- kennt, að N nokkur ...... hafi verið hjá sér í herbergi hennar eftir dansleik og fram eftir nóttu. Hafi þau farið undir sæng, hún farið úr pilsi og hann verið á nærklæðum, en þau hafi ekki haft samfarir saman. A, vinkona hennar, sem áður er getið, var ekki heima þessa nótt, en þær bjuggu saman í herbergi. Varnaraðili skýrir svo frá, að umræddir atburðir hafi átt sér stað sunnudagskvöldið 17. eða 24. nóvember 1957, en þenna dag hafi strandferðaskipið Esja komið að norðan .... Hann segir, að sóknaraðili og A, vinkona hennar, hafi komið heim til sín Sðl þetta kvöld. C var þar staddur. Voru þeir með áfengi, og neyttu þau þess öll. Varnaraðili hafði átt vingott við A, og höfðu þau oft haft samfarir saman. Höfðu þau samfarir þetta kvöld í hjóna- herbergi B ...., sem ekki var í bænum um þessar mundir. Sóknaraðili og C voru frammi í eldhúsi, þegar þau Á fóru inn í svefnherbergið. Dvaldist þeim þar í 2—3 tíma. Síðan fylgdi varnaraðili A heim, en þegar hann kom aftur, var C farinn, en sóknaraðili sofandi í herbergi varnaraðilja. Kveðst hann hafa vakið hana, talað við hana góða stund, látið vel að henni og kysst hana, en ekki haft við hana samfarir. Segist hann hafa farið með henni inn í svefnherbergi B, og hafi þau lagt sig í hjónarúmið, en ekki haft samfarir saman. Segir hann, að sér hafi ekki dottið í hug að hafa samfarir við sóknaraðilja þetta kvöld. Síðan hafi sóknaraðili farið heim. Við samprófun um þetta atriði náðist ekki samræmi í fram- burðum aðiljanna. Þá bendir varnaraðili á, að sóknaraðili hafi verið tvær nætur í herbergi R, sem ...... bjó í næsta herbergi við þær ÁA .... Enn fremur, að sóknaraðili hafi verið mikið meðS .... haustið 1957. Kvöld eitt kveðst varnaraðili hafa komið með Á að her- bergi hennar læstu. Hafi sóknaraðili þá verið þar inni með ein- hverjum manni og þau A þá snúið frá. Varnaraðili neitar því eindregið að hafa nokkurn tíma haft samfarir við sóknaraðilja. Vitni hafa komið fyrir dóm í máli þessu. C...... kveðst hafa verið með málsaðiljum í íbúð B ...... sunnudagskvöld eitt í nóvember 1957. Neyttu þau öll áfengis, sem hann hafði fengið með skipsferð þenna dag. Þau voru öll í eldhúsinu, og telur hann sennilegt, að varnaraðili og A hafi farið frá þeim K. Hann kveðst hafa vitað, að varnaraðili og Á voru saman. Segir hann, að annarri stúlkunni, líklega sóknar- aðilja, hafi orðið flökurt og hún kastað upp. A. hafði á leigu herbergi með sóknaraðilja ...... þenna vetur. Segir hún, að varnaraðili hafi oft komið til þeirra í her- bergið, en kveðst ekki vita til þess, að hann og sóknaraðili hafi átt vingott saman eða að þau hafi haft samfarir saman. Sunnu- dag milli 15. og 20. nóvember hafi hún ásamt sóknaraðilja, C og varnaraðilja verið í íbúð B ...... Neyttu þau öll áfengis. Kveðst hún hafa haft samfarir við varnaraðilja þetta kvöld 1 hjónaherbergi B. Um kl. 4 um nóttina fylgdi varnaraðili henni heim, og höfðu þau haft samfarir rétt áður. Hafi sóknaraðili komið heim ekki löngu á eftir sér. Segir vitnið, að sóknaraðili 552 hafi sagt sér eftir hófið ...., að varnaraðili hafi haft samfarir við sig urn kvöldið. Sagði vitnið varnaraðilja frá þessu, en hann neitaði því. Þá segir vitnið, að sóknaraðili hafi sagt sér, að hún hafi farið inn í svefnherbergi með varnaraðilja. Þar hafi hann aðeins snert sig, en hún ekki viljað hafa samfarir við hann. Enn fremur segir vitnið, að sóknaraðili hafi verið með nokkrum mönn- um þetta haust, og nefnir til R, S, T og N. Hafi sóknaraðili verið tvisvar að næturlagi hjá R í október 1957, en R bjó í næsta herbergi við þær stöllur. Kvöld eitt í sama mánuði kveðst vitnið hafa komið seint heim, og var herbergi þeirra þá læst. Sóknaraðili var þar þá inni með T. Er vitnið kom heim síðar um nóttina, var sóknaraðili ein í herberginu. Þá segist vitnið vita til þess, að sóknaraðili hafi oft verið ein heima með S í október þetta haust, og eitt kvöld hafi þau verið ein í herbergi þeirra ...... Vitnið S skýrir svo frá, að hann hafi verið ...... haustið 1957. Hann kveðst þekkja sóknaraðilja, en hann hafi aldrei verið einn með henni í herbergi og aldrei haft holdlegar samfarir við hana. N skýrir svo frá, að hann hafi dvalizt um mánaðarskeið á sumarið 1957 eða frá því í fyrri hluta ágúst og þar til í fyrri hluta september. Hann kveður rétt, sem sóknaraðili segir, að hann hafi farið upp í rúmi með henni og undir sæng, en þau hafi ekki haft samfarir saman. Segir hann, að þetta hafi átt sér stað annaðhvort seinast í ágúst eða byrjun september 1957, skömmu áður en hann fór ...... D, móðir sóknaraðilja, skýrir svo frá, að sóknaraðili hafi sagt sér þann 8. febrúar 1958, að hún væri hrædd um, að hún væri þunguð, og væri það af völdum varnaraðilja. Sama kvöldið fór sóknaraðili til héraðslæknisins og sagði þá móður sinni, að lækn- irinn hefði sagt, að hún væri komin 3 mánuði á leið. E, héraðslæknir ...... , kom heim til sóknaraðilja, rétt eftir að hún fæddi barn sitt 15. júlí 1958. Hann skoðaði barnið og telur, að það hafi verið fullburða, og merkir það bæði á lengd þess og þyngd, líkhár (tanugo) að mestu horfin, andlitið slétt og búttað, „vernix caseosa“ (fita) á húð eðlileg, hárvöxtur eðli- legur og neglur vel fram vaxnar og eistun bæði niðri. F, héraðslæknir ...... , hefur gefið álit um líklegan getnaðar- tíma barnsins. Segir þar: „Samkvæmt skýrslu héraðslæknis ...... má fullvíst telja, að umrætt barn hafi fæðzt fullburða. Líklegastur getnaðartími 553 er 270 dögum áður, eða 17. október 1957. 14 daga til eða frá má telja innan eðlilegra takmarka. Tel, að barnið hafi ekki getað komið undir síðar en á fyrstu dögum nóvembermánaðar 1957. 17. nóvember má með sterk- um líkum telja útilokaðan getnaðartíma barnsins.“ Blóðrannsókn var framkvæmd á málsaðiljum og barni sóknar- aðilja vegna máls þessa, og varð niðurstaðan þessi: Aðalfl. Undirfl C D E ec Sóknaraðili ........... O N Ek Barnið .......0....... A2 MN 4 Varnaraðili ........... A, MN — Samkvæmt þessari niðurstöðu er ekki unnt að útiloka varnar- aðilja frá faðerninu. Enn fremur fór fram rannsókn á blóði foreldra varnaraðilja, og í skýrslu um niðurstöður hennar segir svo: „Í sambandi við barnsfaðernismál, sem lagt hefur verið fyrir Læknaráð, þótti rétt að rannsaka blóð foreldra M, til þess að fá nánari vitneskju um, hvort hann væri A,A,, A,A. eða A;10, þar sem litlar líkur væru til, að hann væri faðirinn, ef marka mátti uppgefinn meðgöngutíma. Komu foreldrar M því hingað samkvæmt beiðni sýslumanns- ins „..... ,„ og var blóð þeirra beggja rannsakað. Niðurstaðan varð þessi: Aðalflokkur: Go GO H HA, M, sonur þessara hjóna, er A,. Samkvæmt þessari rannsókn hlýt- ur hann að vera A, O, en getur ekki verið A, A., því að til þess byrfti faðirinn í þessu tilfelli að vera A.. Öll afkvæmi M hljóta því að fá frá honum annaðhvort eigin- leikann A, eða O, en geta ekki fengið Aa. Svo framarlega sem M er rétt feðraður, getur hann ekki verið faðir barns K.“ Leitað var umsagnar Læknaráðs í málinu, og segir svo Í áliti þess: „Málið er lagt fyrir Læknaráð á þá leið, að beiðzt er álits um, hvort barn það, er um ræðir í máli þessu, fætt 15. júlí 1958, geti verið ávöxtur samfara 17. nóvember 1957. Málið var lagt fyrir réttarmáladeild ráðsins. Afgreiddi deildin 554 málið með ályktun á fundi 22. september s.1, en samkvæmt kröfu eins læknaráðsmanns var málið borið undir Læknaráð í heild. Tók ráðið málið til meðferðar á fundi 9. nóvember 1959 og afgreiddi það í einu hljóði með svofelldri Ályktun: Frá 17. nóvember til 15. júlí eru 240 dagar. Ósennilegt er, að barn með þeim þroskamerkjum, sem hér um ræðir, fæðist eftir svo stuttan meðgöngutíma. Samkvæmt töflu Lindners í Málmey ætti þetta þó að geta komið fyrir í um það bil 4 tilfellum af hundraði.“ Samkvæmt vottorði J skipaafgreiðslumanns ...., var strand- ferðaskipið Esja á .... þann 17. nóvember 1957. Með tilliti til þess, sem hér að framan hefur verið rakið, verð- ur að telja fullsannað, að umgetinn atburður ...... hafi átt sér stað þann 17. nóvember 1957. Þegar framangreind atriði eru virt, að ósannað er gegn neit- un varnaraðilja, að hann hafi nokkurn tíma haft samfarir við sóknaraðilja, og þá ekki þann 17. nóvember 1957, að F héraðs- læknir telur, að barnið geti ekki hafa komið undir síðar en á fyrstu dögum nóvembermánaðar 1957, og telur, að með sterk- um Hkum sé útilokað, að getnaðartími þess geti verið 17. nóv- ember 1957,.að Læknaráð telur ósennilegt, að barn með þeim Þroskamerkjum, sem hér um ræðir, fæðist eftir svo stuttan meðgöngutíma, og að ekkert það hefur komið fram í málinu, er bendir til þess, að varnaraðili sé ekki rétt feðraður, verður niðurstaða dómsins sú, að varnaraðili, M, skal vera sýkn af öll- um kröfum sóknaraðilja í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Dómsorð: Varnaraðili, M, skal vera sýkn af öllum kröfum sóknar- aðilja, K. Málskostnaður falli niður. 5ðð Miðvikudaginn 10. júní 1964. Nr. 90/1964. Oddviti Njarðvíkurhrepps f. h. hreppsins gegn Byggi h/f. Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfa- son og Theodór B. Líndal. Kærumál. Frávisun. Dómur Hæstaréttar. Sóknaraðili hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 1. april 1964 og krafizt þess, að hinn kærði frávis- unardómur verði úr gildi felldur og málinu vísað heim í hérað til dómsálagningar að efni til. Svo krefst hann og kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðilja. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða dóms og kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðilja. Með skírskotun til forsendna hins kærða dóms ber að staðfesta hann. Sóknaraðili greiði varnaraðilja kærumálskostnað, kr. 2000.00. Dómsorð: Hinn kærði dómur á að vera óraskaður. Sóknaraðili, oddviti Njarðvíkurhrepps Í. h. hrepps- ins, greiði varnaraðilja, Byggi h/f, kærumálskostnað, kr. 2000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 21. marz 1964. Mál þetta var höfðað með stefnu, sem birt var 23. júní 1959, af Jóni Ásgeirssyni sveitarstjóra Í. h. Njarðvíkurhrepps í Gull- bringusýslu gegn Byggi h/f, Reykjavík. Mál þetta var tekið til dóms 21. febrúar s.l. Dómkröfur: Af hálfu stefnanda er þess krafizt, að Byggir h/f verði dæmad- ur til að greiða stefnanda útsvar, samtals að fjárhæð kr. 198.- 000.00, með 1% vöxtum á mánuði af kr. 30.000.00 frá 15. júlí til 15. október 1956, — — 60.000.00 frá 15. október 1956 til 15. júlí 1957, — — 93.000.00 frá 15. júlí til 15. október 1957, — — 126.000.00 frá 15. október 1957 til 15. júlí 1958, — — 162.000.00 frá 15. júlí 1958 til 15. október 1958, og — — 198.000.00 frá 15. október 1958 til greiðsludags. Þá er krafizt málskostnaðar að mati dómsins. Af hálfu stefnda er aðallega krafizt sýknu og málskostnaðar. Til vara er krafizt sýknu að svo stöddu, enda verði málskostn- aður þá látinn niður falla. Rekstur málsins: Mál þetta var þingfest 25. júní 1959. Af hálfu stefnanda var þá lögð fram stefna, greinargerð, fógetaréttargerðir og sjö skjöl önnur. Greinargerð af hálfu stefnda var lögð fram 10. septem- ber 1959, og fylgdi henni eitt skjal. Síðan var gagnaöflun haldið áfram og lagt fram skjal af hálfu stefnanda 19. nóvember 1959. Gagnaöflun var lýst lokið 25. október 1962, og var málið tekið til munnlegs flutnings 25. júní 1963. Þá voru enn lögð fram þrjú skjöl. Hinn 13. september 1963 var upp kveðinn í málinu svohljóð- andi úrskurður: „Áður en dómur gengur í máli þessu, ber samkvæmt 120. gr. laga nr. 85/1936 að gefa aðiljum kost á að upplýsa þessi atriði: Hvaða fasteignir, ef einhverjar voru, hafði Byggir h/f til af- nota í Njarðvíkurhreppi á þeim tíma, sem hér skiptir máli, með hverjum hætti hafði félagið ráð yfir Þeim og til hvers voru þær notaðar? Átti Byggir h/f tæki í hreppnum á þessum tíma, og hvar voru þau skrásett, ef um slíkt var að tefla? Annað, sem framanritað kann að gefa tilefni til. Ályktarorð: Aðiljum er gefinn kostur á að afla framantalinna gagna.“ Málið var tekið fyrir á bæjarþinginu 21. febrúar s.l. Þá var af hálfu stefnanda lagt fram vottorð Zóphóníasar Pálssonar skipu- lagsstjóra, uppdráttur, gerður af honum, og eitt annað skjal, en öoð7 af hálfu stefnda aðiljaskýrsla framkvæmdastjóra félagsins. Fram- kvæmdastjórinn kom síðan fyrir dóm, að gefnu tilefni frá dómara. Eftir að málið var dómtekið, sneri dómarinn sér til varnar- máladeildar Utanríkisráðuneytisins og fékk frá deildinni upp- lýsingar í bréfi, sem dagsett er 18. þ. m. Málavextir: Mál þetta er höfðað til innheimtu veltuútsvara fyrir útsvars- árin 1955, 1956 og 1957, sem lögð voru á stefnda í Njarðvíkur- hreppi á gjaldárunum 1956, 1957 og 1958. Útsvör þau, sem á voru lögð 1956 og 1958, voru á sínum tíma felld niður af Ríkis- skattanefnd. Útsvarið, sem á var lagt 1957, hefur hins vegar ekki verið tekið til úrskurðar af Ríkisskattanefnd og ekki held- ur af viðkomandi yfirskattanefnd. Er komið fram í málinu, að útsvarinu var bréflega „mótmælt“ af stefnda, og að lögmaður stefnanda ritaði félaginu af því tilefni svarbréf, dagsett 18. október 1957, þar sem segir m. a., að félagið hafi ekki kært útsvarið. Af hálfu þess er því hins vegar haldið fram, að út- svarið hafi verið kært í fyrrnefndu bréfi félagsins, en þeirri kæru aldrei verið svarað, enda virðist málið aldrei hafa verið úrskurðað í hreppsnefnd Njarðvíkurhrepps. Í stefnu í máli þessu segir m. a.: „.... stefndur hefur á und- anförnum árum, þ. á m. á árunum 1955— 1959, haft atvinnu- rekstur á Keflavíkurflugvelli í Njarðvíkurhreppi og hefur þann atvinnurekstur enn. Hefur félagið þar húsnæði og auglýsir þar starfsemi sína.“ Í greinargerð lögmanns stefnanda segir, að starf- semi stefnda á Keflavíkurflugvelli hafi að mestu verið bygg- ingarstarfsemi. Í fógetagerðum þeim, sem lagðar voru fram, þegar mál þetta var þingfest, er bréf frá sveitarstjóra Njarð- víkurhrepps til lögmanns hreppsfélagsins, dagsett 23. júlí 1957. Þar segir, að stórt auglýsingaskilti sé við aðalveg á Keflavíkur- flugvelli, þar sem standi skráð: „BYGGIR LTD. ér ASSOCIATES Maintenance Contractors TEL 7992 — 6069 — 80161.“ Þá segir í bréfinu, að Byggingarsamvinnufélag Reykjavíkur hafi síma 7992, Byggir h/f í Reykjavík síma 6069, en að sími 80161 sé ekki í símaskrá, en vera megi, að fyrirtækið Verk- legar framkvæmdir hafi þenna síma. Í bréfinu er enn fremur vísað í Lögbirtingablað frá 13. júlí 1957. Þetta blað er að finna 558 í fógetagerðunum. Þar er auglýsing frá varnarmáladeild Utan- ríkisráðuneytisins, þar sem segir, að Byggir h/f sé meðal ís- lenzkra verktaka varnarliðsins. Meðal skjala, sem lögð voru fram við þingfestingu máls þessa, var afrit af bréfi, sem áður er nefnt og lögmaður stefnanda ritaði stefnda 18. október 1957. Þar segir m. a.: „Svo sem kunnugt er, hafið þér undanfarin ár haft útibú í Njarðvíkurhreppi á Keflavíkurflugvelli og rekið Þar umfangsmikinn atvinnurekstur, enda haft þar af miklar tekjur, ef ekki aðaltekjur yðar.“ Þá var enn fremur, þegar mál þetta var þingfest, lagt fram bréf frá sveitarstjóranum í Njarðvíkurhreppi til lögmanns hrepps- ins, dagsett 16. febrúar 1959. Þar segir, að stefndi sé með og hafi verið með „bragga (messa) fyrir mötuneyti sitt ásamt tveimur svefnbröggum, nr. 2316 og 2318 á Keflavíkurflugvelli“. Hinn 25. júní 1963 lagði málflutningsumboðsmaður stefnanda fram uppdrátt af hluta Keflavíkurflugvallar, þar sem mörkuð höfðu verið hreppamörk og staðir, þar sem sveitarstjóri stefn- anda kveður stefnda hafa haft auglýsingaskilti og fasteignir til umráða. Hinn 21. febrúar s.l. var síðan lagt fram vottorð frá Zóphóníasi Pálssyni skipulagsstjóra um hreppamörk Hafna- og Njarðvíkurhreppa og uppdráttur, þar sem sýnd er hreppa- markalínan, þar sem hún liggur um hverfið „Contractors Camp“. Kemur fram á uppdrætti þessum, að skálar, merktir nr. T-2316 og T-2318, eru í Njarðvíkurhreppi. Hér að framan hefur verið rakið allt það, sem fram er komið af hálfu stefnanda og varðar þau atriði, sem upplýsa þarf, svo að efnisdómur verði lagður á mál þetta. Af hálfu stefnda hafa ýmsar yfirlýsingar komið fram um málavexti. Framkvæmdastjóri stefnda hefur skýrt svo frá, að félagið hafi haft með höndum starfsemi á Keflavíkurflugvelli á árun- um 1955— 1957, en hún verið nokkuð breytileg og ekki stöðug. Hafi við og við orðið hlé á, m. a. oft á 2—3 mánaða tíma á veturna, og hafi þá enginn verið þar syðra á vegum Byggis h/f, nema vaktmaður. Starfsemin var að sögn framkvæmda- stjórans víða um völlinn og nágrenni og fólgin í viðhaldi húsa og merkingu brauta. Skýrði hann svo frá, að varnarliðið hefði lagt félaginu til húsnæði og að félagið hefði hvorki átt innrétt- ingar né rúmstæði í húsi þessu. Ekki kvaðst framkvæmdastjór- inn muna númer svefnskála, sem starfsmenn stefnda hefðu haft til afnota, og ekki sagðist hann geta bent á þá á uppdrætti. Hann öð9 kvað stefnda ekki hafa rekið mötuneyti á flugvellinum, en starfs- menn félagsins snætt á vegum bandaríska flughersins. Vörubirgðir kvað hann félagið hafa átt á flugvellinum og handverkfæri, en ekki önnur verkfæri, enda hefðu þau verið tekin á leigu eftir þörfum. Framkvæmdastjórinn sagði, að Bygg- ir h/f hefði enga skrifstofu haft á Keflavíkurflugvelli og að allar kaupgreiðslur hefðu farið fram í Reykjavík. Hann kvað símalínu hafa verið lagða í herskála á flugvellinum, sem félagið hefði haft til afnota. Fram er komið í málinu, að Byggir h/f var skrásett í Reykja- vík 1945. Segir í hlutafélagaskrá borgarinnar, að útibú sé ekkert. Í ýmsum skjölum þessa máls, er komin eru frá stefnda, er því haldið fram, að skrifstofuhald félagsins sé í Reykjavík að öllu leyti og það hafi greitt hér í borg opinber gjöld af allri starf- semi sinni. Af hálfu stefnanda hefur skýrslu framkvæmdastjóra stefnda verið mótmælt sem rangri. Eftir að mál þetta var tekið til dóms 21. febrúar s.l., sneri dómarinn sér til varnarmáladeildar Utanríkismálaráðuneytisins. Hefur borizt bréf frá varnarmáladeildinni, dagsett 18. þ. m., þar sem segir: „Með vísun til samtals við yður, herra borgardómari, hefur ráðuneytið aflað eftirfarandi upplýsinga um afnot fyrirtækis- ins Byggir and Associates af skemmum varnarliðsins á Kefla- víkurflugvell. Hinn 14. marz 1955 var þeim afhent skemma nr. 403. Hinn 12. júlí 1957 var þeim afhent skemma nr. 2339. Hinn 18. febrúar 1958 voru þeim afhentar skemmur nr. 2316 og 2318.“ Samkvæmt uppdráttum þeim, sem liggja frammi í málinu, eru skálar, merktir nr. T2316 og T 2318, í Njarðvíkurhreppi, sem fyrr segir, svo og skáli nr. T 2339. Ekki verður séð af upp- dráttum þessum, hvar skáli nr. 403 er. Álit dómara: Á skortir, að af hálfu stefnanda hafi verið gætt nægilega ákvæða 105. og 114. gr. laga nr. 85/1936. Hefur málið ekki orðið nægilega upplýst þrátt fyrir ábendingu dómara samkvæmt 120. gr. sbr. 115. gr. laganna, og aðrar tilraunir hans til að svo mætti verða, sem gerðar hafa verið í samræmi við fordæmi og á grundvelli meginreglunnar í 115. gr. laganna, hafa ekki borið fullnægjandi árangur. 560 Ekki liggur fyrir í máli þessu, hvort Byggir h/f hafði til af- nota byggingar á Keflavíkurflugvelli allan þann tíma, sem krafið er um útsvar fyrir, hvaða byggingar félagið hafði á hverjum tíma og til hvers þær voru notaðar hver um sig. Sem fyrr er fram komið, er því haldið fram í skjölum, sem lögmaður stefn- anda hefur undirritað, að stefndi hafi haft umfangsmikinn at- vinnurekstur í Njarðvíkurhreppi, að mestu byggingarstarfsemi. Ekki hefur þetta verið rökstutt frekar, en skýrslu framkvæmda- stjóra stefnda um starfsemi félagsins á Keflavíkurflugvelli hefur hins vegar verið mótmælt sem rangri. Þegar af þeirri ástæðu að þessar upplýsingar liggja ekki fyrir, ber að vísa máli þessu frá dómi án kröfu samkvæmt 116. gr. laga nr. 85/1936. Eftir 1. mgr. 180. greinar laganna ber að dæma stefnanda til að greiða stefnda málskostnað, sem þykir vera hæfi- lega ákveðinn kr. 1.500.00. Þór Vilhjálmsson borgardómari kvað upp dóm þenna. Hefur dómsuppsagan dregizt vegna tilrauna dómara til að afla upp- lýsinga um málavexti. Dómsorð: Bæjarþingsmáli nr. 629/1959 er vísað frá bæjarþingi Reykjavíkur. Stefnandi, Njarðvíkurhreppur, greiði stefnda, Byggi h/f, kr. 1.500.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 561 Föstudaginn 12. júní 1964. Nr. 151/1963. Félagsmálaráðuneytið (Ingi R. Helgason hdl.) gegn Sigurleifi Jóhannssyni (Bárður Jakobsson hdl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessor Magnús Þ. Torfason og Logi Einarsson yfirsakadómari. Skipulag kaupstaðar. Lögbann við byggingarframkvæmdum. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 13. nóvember 1963 og krafizt þess, að stefnda verði dæmdar óheimilar byggingarframkvæmdir þær, sem hann hefur hafið á lóðinni nr. 23 við Fjarðarstræti á Ísafirði, að staðfest verði lögbann það, sem lagt var með úrskurði fó- getadóms Ísafjarðar 12. september 1963 við nefndum bygg- ingarframkvæmdum, og loks að stefnda verði dæmt að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði stað- festur og áfrýjanda verði dæmt að greiða honum máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Samkvæmt 14. gr. laga nr. 55/1921 um skipulag kaup- túna og sjávarþorpa, sbr. 4. gr. laga nr. 64/1938, hefur Stjórn- arráðið yfirstjórn skipulagsmála, og fer Félagsmálaráðu- neytið, þ. e. áfrýjandi, með þau mál. Áfrýjandi telur, að líklegur staður fyrir fyrirhugað ráðhús Ísafjarðar sé ein- mitt þar, sem stefndi hefur hafið byggingu húss sins. Var bæjarstjórn Ísafjarðar tilkynnt þessi fyrirætlan skipulags- valda með bréfi skipulagsstjóra 12. nóvember 1948. Hafði bæjarstjórnin eigi ástæðu til að ætla, að Félagsmálaráðu- neytið væri horfið frá nefndri fyrirætlan sinni, er hún veitti stefnda leyfi til að reisa hús á nefndri lóð. Verður að telja, að áfrýjandi hafi, þegar að svo vöxnu máli, samkvæmt grundvallarreglum skipulagslaga heimild til að stöðva bygg- 36 562 ingu húss stefnda, meðan leitt er til lykta, hvort ráðhús skuli reisa á umræddri lóð. Fyrirsvarsmaður áfrýjanda var eigi viðstaddur uppsögu héraðsdóms. Hefur lögbannið því eigi niður fallið, sbr. 2. mgr. 23. gr. laga nr. 18/1949, og ber að staðfesta það. Rétt er, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Stefnda, Sigurleifi Jóhannssyni, eru óheimilar bygg- ingarframkvæmdir þær, sem hann hefur hafið á lóð- inni nr. 23 við Fjarðarstræti á Ísafirði. Lögbann það, sem lagt var 12. september 1963 við nefndum byggingarframkvæmdum, staðfestist. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Ísafjarðar 19. október 1963. Ár 1963, laugardaginn 19. október, var á bæjarþingi Ísafjarð- ar, sem haldið var af Jóh. Gunnari Ólafssyni bæjarfógeta, kveð- inn upp dómur í máli þessu, sem þingfest var 23. september s.l. Mál þetta, sem tekið var til dóms 10. október s.l. eftir munn- legan flutning, hefur Félagsmálaráðuneytið höfðað fyrir bæjar- þinginu með stefnu, útgefinni 17. september s.l., gegn Sigurleifi Jóhannssyni vélsmið, Ísafirði, til staðfestingar á lögbannsgerð, sem fór fram 12. september s.l. Að öðru leyti hefur ráðuneytið gert þær kröfur, að viðurkennt verði með dómi, að stefnda séu óheimilar byggingarframkvæmdir þær, sem hann hefur gert á leigulóð þeirri, sem bæjarráð og bæjarstjórn Ísafjarðar hafa án samþykkis byggingarnefndar Ísafjarðar og gegn eindregnum mótmælum skipulagsnefndar ríkisins heimilað honum að gera á lóðinni nr. 23 við Fjarðar- stræti á Ísafirði. Þá krafðist ráðuneytið málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi hefur gert þær dómkröfur, að hann verði algerlega sýknaður af kröfum stefnanda, að fellt verði niður lögbann það, sem lagt var á framkvæmdir hans við Fjarðarstræti 23 hinn 563 12. september, og að stefnandi verði dæmdur til að greiða hon- um minnst 10 þúsund krónur í málskostnað. Sáttaumleitun reyndist árangurslaus. Málavextir eru þessir: Hinn 26. apríl s.l. sótti stefndi í máli þessu til bæjarstjórnar um leigu á lóðinni nr. 21 við Fjarðarstræti undir íbúðarhús. Var honum fyrst tilkynnt 16. maí s.l., að bæjarráð og bæjar- stjórn hefðu orðið við þessari beiðni hans. Hinn 18. júní s.l. skrifaði hann bæjarstjóra aftur og fór nú fram á lóðina nr. 23 við Fjarðarstræti, og var honum tilkynnt 26. júní s.l., að bæjar- ráð og bæjarstjórn hefðu orðið við þessum tilmælum hans. Á fundi 22. maí s.l. samþykkti byggingarnefnd að mótmæla þessari leyfisveitingu. Voru þessi mótmæli nefndarinnar tekin til umræðu á sameiginlegum fundi bæjarráðs og byggingarnefnd- ar, en þar náðist engin lausn. Með bréfi, dags. 11. júní s.l, sendi byggingarnefnd mál þetta til úrskurðar Félagsmálaráðuneytisins og bar það fyrst og fremst undir ráðuneytið, hvort svæðinu milli Fjarðarstrætis og Austur- vallar skyldi haldið auðu fyrir væntanlegt ráðhús kaupstaðar- ins, eins og byggingarnefnd hafði lagt til, eða að þar ætti að úthluta lóðum undir íbúðarhús, eins og bæjarstjórn hefði sam- þykkt. Í ágústmánuði lagði stefndi fyrir byggingarnefnd uppdrátt af húsi, sem hann hugðist byggja á lóðinni. Hinn 30. ágúst var honum tilkynnt, að bæjarráð hefði sam- kvæmt tillögu minni hluta byggingarnefndar samþykkt að leyfa honum að byggja íbúðarhús á lóðinni eftir teikningunni, sem hann hafði lagt fram. Skömmu síðar hóf stefndi síðan framkvæmdir á lóðinni, en með símskeyti skipulagsstjóra ríkisins, dags. 11. september s.l., var þess óskað, að sett yrði lögbann við frekari framkvæmd- um á lóðinni, sem hafnar væru án tilskilins samþykkis bygs- ingarnefndar Ísafjarðar og gegn eindregnum mótmælum skipu- lagsnefndar ríkisins, unz fyrir lægi úrskurður Félagsmálaráðu- neytisins út af kærumáli byggingarnefndar. Fógeti lagði síðan 12. september s.l. lögbann við framhaldi frekari framkvæmda á lóðinni nr. 23 við Fjarðarstræti, sem stefndi hafði byrjað á byggingarframkvæmdir. Árið 1927 var gerður skipulagsuppdráttur fyrir Ísafjarðar- kaupstað, sem afgreiddur var til Stjórnarráðsins af skipulags- nefnd 8. marz 1927, en staðfestur af Atvinnu- og samgöngumála- 564 ráðuneytinu 16. marz 1927, og er hann enn í gildi, nema hvað á honum hafa verið gerðar smávegis breytingar. Árið 1934 sótti Jón Þ. Ólafsson um byggingarleyfi fyrir hús við Fjarðarstræti, 12X8.5 m að stærð, með gafl að götunni, en þar áttu hús samkvæmt skipulagsuppdrætti að snúa að götunni. Byggingarnefnd fjallaði um þetta mál á fundi 23. marz 1934 og samþykkti þá að mæla með því, að skipulagsuppdrættinum yrði breytt þarna, þannig að húsin á svæðinu frá Aðalstræti að Sundstræti verði byggð með gafli að Fjarðarstræti, þar sem nefndin taldi, að húsin yrðu tæplega byggileg með aðalinngangi móti norðri, aðalvindáttinni, og vegna sjódrifs, sem valda mundi miklum vandkvæðum. Byggingarnefnd fól síðan bæjarstjóra að skrifa Stjórnarráði og óska þessara breytinga. Bæjarstjórn sam- þykkti þessa tillögu byggingarnefndar. Á fundi, sem haldinn var 29. apríl s. á, var síðan lagt fram símskeyti frá skipulags- nefnd, sem hljóðaði svo: Skipulagsnefnd fellst á breytinguna við Fjarðarstræti með hárri girðingu milli húsa. Byggingarnefnd samþykkti síðan að veita Jóni Þ. Ólafssyni byggingarleyfið og einnig bæjarstjórn. Byggði hann síðan á lóð- inni húsið nr. 11 við Fjarðarstræti. Síðan voru samkvæmt þessari skipulagsbreytingu byggð vestan við það húsin nr. 13, 15, 17 og 19. Allt frá því á árinu 1948 hefur skipulagsnefnd ríkisins unnið að endurskoðun á gildandi skipulagsuppdrætti frá 1927, og hefur sú endurskoðun verið gerð í samráði við bæjarstjórn og bygg- ingarnefnd Ísafjarðar. Með bréfi, dags. 12. nóvember 1948, hafði skipulagsstjóri sent tillögur til endurskipulagningar á Ísafjarðarkaupstað. Skipulags- stjóri tók fram í bréfinu, að um lauslegar tillögur væri að ræða sem viðræðugrundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi um skipu- lag bæjarins, og mundi verða unnið frekar úr þeim gögnum, sem fyrir lægju, í samráði við bæjarstjórn. Byggingarnefnd var falið að vinna úr þessum tillögum, og samþykkti hún þær í mörgum atriðum og meðal annars þá til- lögu skipulagsstjóra, að á svæðinu milli Fjarðarstrætis og Austur- vallar yrði ráðhúsi bæjarins ætlaður staður. Þessar tillögur byggingarnefndar komu fyrir bæjarstjórn 27. apríl 1949, og af- greiddi hún þær sem tilkynningu, og voru þær sendar skipu- lagsstjóra. Á árinu 1963 átti bæjarstjóri viðtöl við skipulagsstjóra í síma og skýrði honum frá því, að óskir hefðu komið fram um 565 það í bæjarstjórn að hverfa frá hugmyndinni um ráðhús á þessum stað, en ætla lóðirnar hins vegar undir íbúðarhús. Lofaði skipulagsstjóri að bera þetta undir skipulagsnefnd. Með bréfi, dags. 13. maí 1963, tilkynnti skipulagsstjóri, að skipulagsnefnd legði eindregið til að ætla svæðið áfram fyrir ráðhús. Með bréfi, dags. 29/6 1963, tilkynnti bæjarstjóri síðan skipulagsstjóra, að bæjarstjórn hefði samþykkt að hverfa frá hugmyndinni um ráðhúsbyggingu á svæðinu við Norðurveg og Fjarðarstræti, en byggja þar í þess stað íbúðarhús, eins og skipulagið frá 1927 gerði ráð fyrir. Bæjarstjórn samþykkti síðan að leyfa stefnda að byggja íbúð- arhús á lóðinni nr. 23 við Fjarðarstræti og öðrum manni á lóð- inni nr. 21, en þriðja manninum við Austurveg gegnt þessum húsum, eða úthlutaði þarna þremur byggingarlóðum. Bæjar- stjórn taldi sig gera þetta með fullri heimild. Byggingarnefnd andmælti þessari lóðaúthlutun sem broti á skipulaginu, með því að samþykkt hefði verið sú tillaga skipu- lagsstjóra að ætla þessar lóðir fyrir ráðhús, og 11. júlí 1963 kærði byggingarnefnd málið til Félagsmálaráðuneytisins og krafð- ist úrskurðar. Málið fór síðan til umsagnar skipulagsnefndar og bæjarstjórnar, og 1. október 1963 kvað Félagsmálaráðuneytið, stefnandi í máli þessu, upp úrskurð í þá átt, að byggingarleyfi bæjarstjórnar til stefnda væri ólöglegt, og lagði ráðuneytið fyrir bæjarstjórn að láta fjarlægja þau mannvirki, sem Þegar hefðu verið gerð á lóðinni nr. 23 við Fjarðarstræti. Á meðan þetta kærumál var undir úrskurði, veitti bæjarstjórn 30. ágúst stefnda leyfi til byggingar á lóðinni samkvæmt upp- drætti, sem hann hafði lagt fram. Skipulagsstjóri og ráðuneytisstjóri Félagsmálaráðuneytisins beindu eindregnum tilmælum til bæjarstjórnar, að hún léti ekki hefja framkvæmdir á lóðinni, meðan málið væri í úrskurði, en þegar því var ekki sinnt og framkvæmdir byrjaðar af leyfis- hafa, óskaði skipulagsstjóri, að lögbann væri lagt við frekari framkvæmdum á lóðinni, sem hafnar væru án tilskilins sam- þykkis byggingarnefndar og gegn mótmælum skipulagsnefndar, unz úrskurður lægi fyrir. Lögbann var síðan lagt á 12. septem- ber, eins og áður segir. Daginn eftir að lögbannið var lagt á, kom bæjarstjórn saman og samþykkti að beina þeim eindregnu tilmælum til Félagsmála- ráðuneytisins, að það hlutaðist til um, að skipulagsstjóri aftur- kallaði lögbannsgerðina, með því að bæjarstjórn hefði úthlutað 566 lóðinni samkvæmt gildandi staðfestum skipulagsuppdrætti frá 8. marz 1927 og byggingarleyfi fyrir húsinu hafi verið samþykkt af bæjarstjórn. Þá tók bæjarstjórn fram í samþykktinni, að kæra meiri hluta byggingarnefndar, dags. 11/7 s.l., væri byggð á röngum for- sendum. Stefnandi hefur rökstutt kröfur sínar með þessum hætti: Á því svæði við Fjarðarstræti, sem hús stefnda á að vera, gerir gildandi skipulagsuppdráttur fyrir Ísafjörð ráð fyrir tveggja hæða sambyggingum, nálega 40 m löngum, og hús stefnda er sam- kvæmt teikningu Stefáns Sigurbentssonar tveggja hæða tvíbýlis- hús, 10.8 m að lengd, með sluggum á öllum hliðum, fyrir sundur- lausa byggð, og samrýmist því ekki hinum staðfesta skipulags- uppdrætti. Breytingar þær, sem gerðar voru á uppdrættinum árið 1934, telur stefnandi, að hafi aðeins náð til lóðanna ofan (vestan) við hið forna Aðalstræti, sem lagt var niður með skipulaginu 1927. Hús stefnda sé á því götustæði og vestar. Þá hafi bygg- ingarnefnd 25. marz 1949 samþykkt þá tillögu skipulagsstjóra, að á svæðinu milli Fjarðarstrætis og Austurvallar yrði ráðhúsi bæjarins ætlaður staður. Þessa samþykkt hefði bæjarstjórn af- greitt sem tilkynningu 27. apríl 1949. Samkvæmt skipulagslögum nr. 55/1921 hafi skipulagsnefnd með höndum stjórn skipulagsmála undir yfirstjórn Stjórnarráðs. Samkvæmt 23. gr. sbr. 2. mgr. 9. sr. skipulagslaga beri Stjórnar- ráðinu að grípa í taumana, ef það verður þess vart eða álítur, að skipulagsreglur séu brotnar. Félagsmálaráðuneytið fari nú með skipulagsmál. Húsbygging stefnda geti ekki samrýmzt skipulagsuppdrættin- um, og hefði því með hliðsjón af 23. sbr. 9. gr., 2. mgr., skipu- lagslaga orðið að stöðva framkvæmdir á lóðinni nr. 23 við Fjarð- arstræti og krefjast þess, að þau mannvirki, sem búið væri að reisa, yrðu fjarlægð án tafar. Samkvæmt 4. gr., D.lið, í opnu bréfi um að stofna byggingar- nefnd í kaupstaðnum Ísafirði frá 26. janúar 1866, skal sérhver sá, sem ætlar að byggja hús af nýju ...... , áður en hann byrjar á því, gefa nefndinni það til vitundar og fá skriflegar ákvarð- anir hennar um það, hvort hann megi byggja og eftir hverjum reglum. Þetta leyfi hafi stefndi ekki fengið. Þrátt fyrir synjun byggingarnefndar á byggingarleyfisumsókn stefnda hafi bæjar- stjórn engu að síður upp á sitt eindæmi veitt honum leyfið. 567 Þá hefur stefnandi vitnað til 2. mgr. 9. gr. skipulagslaga, þar sem svo er fyrir mælt, að bæjarstjórn og hreppstjórn skuli skylt að leita umsagnar skipulagsnefndar um öll meiri háttar skipulagsatriði, áður en til framkvæmdar kemur, eftir að ákveðið hefur verið að gera skipulagsuppdrátt. Ef ekki næst samkomu- lag, má ekki byrja á verki, fyrr en úrskurður Stjórnarráðs er fyrir hendi. Endurskoðun á skipulagsuppdrætti Ísafjarðar hafi staðið yfir í 15 ár. Skipulagsnefnd hafi gengið frá tillöguupp- dráttum, sem byggingarnefnd hafi samþykkt í meginatriðum og bæjarstjórn engum athugasemdum hreyft við. Nú hafi bæjar- stjórn hins vegar leyft byggingar, þar sem tillöguuppdrættirnir gera ráð fyrir, að ráðhús kaupstaðarins verði staðsett. Áður en munnlegur flutningur málsins hófst, lagði stefnandi fram úrskurð sinn í deilumáli byggingarnefndar og bæjarstjórn- ar, og undir munnlegum flutningi málsins hélt lögmaður stefn- anda því fram, að úrskurður ráðuneytisins væri endanleg niður- staða máls þessa. Valdsvið ráðuneytisins yrði ekki vefengt, og væri dómaranum Óheimilt að hagga niðurstöðu úrskurðarins. Ráðuneytið hefði ekki afsalað sér úrskurðarvaldi sínu, af því að það neyddist til að fara af stað með lögbannsgerðina. Því hefði verið skylt að sjá um, að stöðvaðar hefðu verið framkvæmdirnar, sem deilt var um, vegna þess að bæjarstjórnin sinnti ekki til- mælum þess um að bíða, meðan málið væri í úrskurði. Þá hélt hann því fram, að húsbygging stefnda væri ekki í samræmi við settar reglur, því að engin breyting hefði verið gerð þar árið 1934 á skipulaginu frá 1927. Einnig hélt hann því fram, að bæjarstjórn hefði ekki heimild til að taka fram fyrir hendur byggingarnefndar, hún þyrfti já- kvæða afstöðu byggingarnefndar, og bæjarráði væri óheimilt að fara með byggingarleyfi. Stefndi rökstuddi kröfur sínar með þeim hætti, að hann hefur haldið því fram, að honum hafi verið veitt óskorað leyfi til byggingar tveggja hæða íbúðarhúss við Fjarðarstræti 23. Tilkynn- ingar um það hefðu honum borizt frá bæjarstjórn, og hafa þær verið lagðar fram í málinu. Hefur hann haldið því fram, að byggingarleyfið sé að öllu leyti fullgilt og löglegt. Hafi lögbann stefnanda engan rétt haft á sér, og beri því að fella það úr gildi. Stefndi fullyrti, að honum hefði ekki borið skylda til þess að fá „skriflegar ákvarðanir“ byggingarnefndar Ísafjarðar um það, hvort hann megi byggja og eftir hverjum reglum. Tilkynning bæjarstjórnar hefði verið nægileg í þeim efnum. Hann hefur 568 haldið því fram, að ákvæði opna bréfsins frá 1866 væri löngu dauður bókstafur og hefði fyrir löngu vikið fyrir yngri lögum og samþykktum. Byggingarnefnd væri nú undirnefnd bæjar- stjórnar, og væri verksvið hennar ákveðið af byggingarsam- þykkt nr. 172 23. ágúst 1943. Í samþykktinni segir, að þegar byggingarnefnd hafi gert tillögur um byggingarumsóknir, skuli málið lagt fyrir bæjarstjórn, sem veitir byggingarleyfið. Bæjar- stjórn ráði, hvort hún fari að tillögum byggingarnefndar. Það séu ekki nema rúmir Þrír mánuðir, síðan stefnandi lýsti því fortakslaust yfir, að stjórn byggingarmála væri í höndum bæjar- stjórnar. Þessi skoðun samrýmist því ekki, að ákvæði opna bréfs- ins frá 26. janúar 1866 séu í gildi. Þá hefur stefndi haldið því fram, að byggingarleyfi til hans sé í samræmi við skipulagsbreytinguna frá 1934. Breytingin hafi náð til húsaskipunar við Fjarðarstræti. Undir munnlegum flutningi málsins hélt lögmaður stefnda því fram, að ályktun skipulagsnefndar um ráðhúslóð hafi aðeins Verið tillaga til bæjarstjórnar. Yfirstjórn byggingarmála væri í höndum bæjarstjórnar, og samþykktir byggingarnefndar væru aðeins tillögur til bæjarstjórnar. Byggingarleyfi stefnda væri því fullkomlega lösmætt. Húsið væri staðsett samkvæmt núgildandi skipulagsuppdrætti frá 1934. Hin löngu 40 m hús samkvæmt skipulaginu frá 1927 væru úr sögunni eins og Aðalstræti, sem lokað hefði verið með skipulaginu frá 1927. Við Fjarðarstræti væri ekki lengur hægt að koma upp húsi vestan hins gamla Aðalstrætis. Öll húsin, nr. 11, 13, 15, 17 og 19, hefðu verið byggð í samræmi við breytinguna frá árinu 1934. Þá hefur hann haldið því fram, að úrskurður stefnanda frá 1. október 1963, dómskj. nr. 24, sé ekki endanleg ákvörðun í mál- inu og að dómarinn þyrfti ekki að taka tillit til hans. Ráðu- neytið væri stefnandi í máli þessu og þá búið að sýkna sig sjálft með úrskurðinum, Enginn mætti úrskurða í sjálfs sín sök. Einnig hefur hann haldið því fram, að mjög hæpið sé, að heimilt væri að beita hér lögjöfnun. Um það verði að vera ótvíræð ákvæði. Eins og mál þetta hefur verið lagt fyrir þenna dómstól, virð- ist dómaranum, að honum beri að meta málsástæður allar og komast að sjálfstæðri niðurstöðu, óbundinn af úrskurði stefn- anda frá 1. október s.l. Málinu hefur verið stefnt hingað til við- urkenningar á því, að stefnda séu óheimilar byggingarfram- kvæmdir á lóðinni nr. 23 við Fjarðarstræti, sem bæjarstjórn 569 hefur leyft honum, og til staðfestingar á lögbanninu frá 12. sept- ember s.l. Niðurstöðum úrskurðarins er hins vegar beint gegn bæjarstjórn, en ekki stefnda í máli þessu. Koma þá til álita málsástæðurnar. Árið 1866 var stofnað til bæjarstjórnar á Ísafirði með reglu- gerð um að gera verzlunarstaðinn Ísafjörð að kaupstað og um stjórn bæjarmálefna þar frá 26. janúar og með opnu bréfi um að stofna byggingarnefnd í kaupstaðnum á Ísafirði frá sama degi. Samkvæmt 16. grein reglugerðarinnar skyldi bæjarstjórn kjósa fjóra menn í nefndina, og áttu tveir þeirra að vera úr hópi bæjarfulltrúanna. Auk þess átti bæjarfógeti samkvæmt 1. grein opna bréfsins að eiga sæti í nefndinni. Samkvæmt ákvæðum opna bréfsins átti byggingarnefndin að starfa sjálfstætt án þess að leggja gerðir sínar fyrir bæjarstjórn til synjunar eða sam- Þykktar, enda átti meiri hluti hennar sæti í bæjarstjórn. Þessi háttur var lengi á hafður. Í 15. grein laga um bæjarstjórn Ísafjarðar nr. 67 frá 14. nóv- ember 1917 segir: Bæjarstjórn ræður byggingarmálefnum bæj- arins, en byggingarnefnd annast framkvæmd þeirra. Í þessari sömu lagagrein er bæjarstjórn heimilað að setja með samþykkt nánari fyrirmæli um byggingarmál bæjarins og leita staðfest- ingar hennar hjá Stjórnarráði. Núgildandi byggingarsamþykkt fyrir Ísafjarðarkaupstað er nr. 172 frá 23. ágúst 1943. Það er meginregla gildandi ákvæða um framkvæmd á bygg- ingarmálum í kaupstaðnum, að byggingarnefnd starfar sem undir- nefnd í bæjarstjórn, og ber að leggja ályktanir hennar undir ákvörðun bæjarstjórnar, sem ræður því með atkvæðamagni, hvort hún samþykkir eða hrindir tillögum byggingarnefndarinnar. (Sjá einkum 3. gr. sbr. 46. gr., 5. lið, byggingarsamþykktarinnar nr. 172/1943). Þessi háttur hefur verið tíðkaður um langt skeið. Þetta munu vera viðteknar reglur víða, sbr. hæstaréttardóm frá 8/4 1936 (Hrd. XVII, 235). Í þeim atriðum reglna opna bréfsins um byggingarnefnd á Ísa- firði frá 26. janúar 1866, sem fara í bága við nýrri ákvæði, verð- ur að líta svo á, að eldri ákvæðin séu fallin úr gildi. Verður að fallast á það með stefnda, að ákvæði 4. gr., D-liðs, opna bréfsins séu ekki lengur í gildi af þessum sökum. Stefnandi hefur haldið því fram, að breyting sú, sem gerð var árið 1934 á skipulaginu frá 1927 við Fjarðarstræti, hafi að- eins náð upp að hinu gamla Aðalstræti, og ofan (vestan) við 570 það hefði áfram gilt sú ákvörðun uppdráttarins, að þar eigi að vera nálega 40 m löng sambygging. Það er að vísu svo, að í beiðni byggingarnefndar og bæjar- stjórnar um breytinguna er miðað við þessa götu, sem lögð hafði verið niður sjö árum áður. En á hinn bóginn er í samþykki skipu- lagsnefndar talað um það, að hún fallist á breytinguna við Fjarð- arstræti, en ekki minnzt á takmörk. Í málinu hefur verið lagð- ur fram uppdráttur skipulagsnefndar, dags. 1931, yfir skipulag við Fjarðarstræti milli Norðurvegar/Sundstrætis. Á uppdrátt- inn hefur verið ritað, sennilega af skipulagsnefnd, að skipulagi við Fjarðarstræti hafi verið breytt þannig, að húsin standi með gafl að Fjarðarstræti o. s. frv. Það virðist því verða að fallast á þá staðhæfingu stefnda, að skipulagsbreytingin frá 1934 hafi náð til þess svæðis, sem bygg- ingarleyfi stefnda er á. Stefnandi hefur haldið því fram, að byggingarnefnd og bæjar- stjórn hafi samþykkt og skipulagsnefnd einnig fyrir sitt leyti, að staðsetja skuli ráðhús bæjarins á því svæði, sem hér er deilt um. Á árinu 1948 sendi skipulagsnefnd til bæjarstjórnar tillögur til breytinga á skipulagsuppdrættinum frá 1927. Bæjarstjóri fól byggingarnefnd að athuga þessar tillögur. Ræddi hún þær á nokkrum fundum og féllst á þær í meginatriðum og þar á meðal tillögu skipulagsnefndarinnar um staðsetningu ráðhúss. Tillögur byggingarnefndar voru síðan 1949 lagðar fyrir bæjarstjórn, og afgreiddi hún þær sem tilkynningu. Það hefur ekki verið skýrt, hvers eðlis slík afgreiðsla er, en hún hefur sennilega villt um fyrir skipulagsnefnd. Bæjarstjórn kvaðst ekki hafa samþykkt tillögur byggingarnefndar og ekki staðið til að samþykkja neitt endanlegt þá, heldur átti að vinna úr þessu sem viðræðugrundvelli, eins og skipulagsnefnd hafði tilkynnt, er hún sendi tillögur sínar. Að vísu sagði bæjarstjóri í bréfi 29. júlí 1949, að frekari ákvarðanir um skipulagið muni verða sendar skipulagsnefnd, eftir því sem þær verða teknar. Eins segir í bréfi bæjarstjórnar, að hún hafi samþykkt að hverfa frá hugmyndinni um ráðhúsbyggingu á svæðinu við Norðurveg og Fjarðarstræti, en byggja þar í þess stað íbúðarhús. Af þessu orðalagi mætti ef til vill draga þá ályktun, að bæjarstjórn hefði áður hallazt að þessari hugmynd um staðsetningu ráðhúss, en bæjarstjórn samþykkti síðar formlega, að á þessu umdeilda svæði skyldi vera íbúðarhús, en ekki ráðhús. Það liggur því fyrir 571 ótvíræð samþykkt um vilja bæjarstjórnar í þessu efni. Það gef- ur hugmyndinni um ráðhúsbyggingu á þessu svæði ekki gildi, þó skipulagsnefnd vegna villandi afgreiðslu bæjarstjórnar hafi haldið, að um samþykkt af hennar hálfu væri að ræða. Samkvæmt framansögðu verður niðurstaða málsins sú, að sýkna ber stefnda af kröfum stefnanda. Í samræmi við þá endalykt málsins ber að fella úr gildi lög- bann það, sem lagt var á 12. september s.l. Eftir þessum úrslitum málsins ber að dæma stefnanda til að greiða stefnda málskostnað, sem þykir eftir atvikum hæfilega ákveðinn 6.000 krónur. Dómsorð: Stefndi, Sigurleifur Jóhannsson, skal vera sýkn af kröf- um stefnanda, Félagsmálaráðuneytisins, í máli þessu. Lögbann það, sem lagt var 12. september 1963 við frekari framkvæmdum stefnda á lóðinni nr. 23 við Fjarðarstræti á Ísafirði, skal úr gildi fellt. Stefnandi greiði stefnda 6.000 krónur í málskostnað. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Lögbannsgerð fógetadóms Ísafjarðar 12. september 1963. Skjöl málsins eru í dóminum. Af hálfu gerðarbeiðanda mætir Jóhann Kárason lögregluþjónn að tilhlutan dómarans. Fógeti tekur fram, að í skjölum málsins sé lóð sú, er hér um ræðir, ýmist talin vera nr. 14, 21 eða 23 við Fjarðarstræti, en rétt nr. sé samkvæmt upplýsingum bæjarstjóra nr. 23. Gerðarþoli, Sigurleifur Jóhannsson, er sjálfur mættur. Sam- kvæmt kröfu skipulagsstjóra ríkisins og á hans ábyrgð lagði fó- geti nú lögbann við framhaldi frekari framkvæmda á lóðinni nr. 23 við Fjarðarstræti á Ísafirði, sem Sigurleifur Jóhannsson hefur byrjað byggingarframkvæmdir á. Brýndi fógeti fyrir gerðarþola, að eigi mætti brjóta lögbann þetta að viðlagðri lagaábyrgð. ð7/2 Föstudaginn 12. júní 1964. Nr. 31/1964. Landsbanki Íslands gegn Sigurbirni Eiríkssyni og gagnsök. Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Ármann Snævarr og Magnús Þ. Torfason. Frestbeiðni synjað. Úrskurður Hæstaréttar. Er mál þetta var tekið fyrir í Hæstarétti hinn 1. þ. m., æskti gagnáfrýjandi frests til októbermánaðar n.k. vegna fyrirhugaðrar gagnaöflunar. Af hendi aðaláfrýjanda var frestveitingu mótmælt, Engin haldbær rök hafa verið færð fyrir frestbeiðni gagn- áfrýjanda, og verður hún því ekki tekin til greina. Ályktarorð: Frestur sá, sem um er beðið, verður ekki veittur. 573 Föstudaginn 12. júni 1964. Nr. 80/1963. Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs (Örn Þór hdl.) gegn Guðmundi Ásbjörnssyni og gagnsök (Magnús Thorlacius hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson, Ármann Snævarr prófessor og Logi Einarsson yfirsakadómari. Skaðabætur vegna banns við eldi sundmarða, sbr. lög nr. 32/1951. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 14. júni 1963, að fengnu áfrýjunarleyfi 12. s. m. Eru kröfur hans þessar: Aðalkrafa: Að honum verði aðeins dæmt að greiða gagn- áfrýjanda kr. 19.460.00 án vaxta, en gagnáfrýjanda gert að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Varakrafa: Að krafa gagnáfrýjanda verði færð niður í kr. 249.460.00 auk vaxta frá 27. júlí 1955, sem miðaðir verði við gildandi útlánsvexti Landsbanka Íslands á hverj- um tíma og málskostnaður verði þá látinn falla niður. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 4. júlí 1963, að fengnu áfrýjunarleyfi 27. júní s. á. Krefst hann þess, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 1.477.456.04 auk 6% ársvaxta frá 31. desember 1955 til 22. febrúar 1960, 9% ársvaxta frá þeim degi til 29. desember 1960 og 7% ársvaxta frá þeim degi til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi reisti sundmarðahús sin og aflaði sér tækja til sundmarðaeldis í réttmætu trausti þess, að honum yrði að lögum veitt heimild til að reka sundmarðabú. Bann það, sem með lögum nr. 32/1951 var lagt við sundmarðaeldi hér á landi, leiddi til þess, að nefnd hús og tæki urðu honum ónothæf eign. Þykir af þessum ástæðum rétt að taka til ö/4 greina kröfu hans um skaðabætur fyrir sundmarðahús, búr og tæki. Sundmarðaeldi var bannað hér á landi sökum hættu þeirr- ar og spjalla, er sundmerðir, er úr haldi sleppa, valda. Að svo vöxnu máli þykja eigi vera efni til að bæta gagnáfrýj- anda atvinnuspjöll vegna banns laganna við sundmarðaeldi. Með þessum athugasemdum ber að staðfesta hinn áfrýj- aða dóm. Rétt er, að aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda málskostn- að í Hæstarétti, sem ákveðst kr. 40.000.00. Dómsorð: Hinum áfrýjaða dómi skal vera óraskað. Aðaláfrýjandi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði gagnáfrýjanda, Guðmundi Ásbjörnssyni, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 40.000.00. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 5. marz 1963. Ár 1963, þriðjudaginn 5. marz, Var eftirfarandi dómur kveð- inn upp á bæjarþingi Reykjavíkur í máli nr. 2668/1960: Guð- mundur Ásbjörnsson gegn fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs. Mál þetta var tekið til dóms 13. febrúar s.l. Það var höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, sem birt var 8. desember 1960. Stefnandi er Guðmundur Ásbjörnsson fisksali, Hlíðarvegi 13, Kópavogi, sem stefnir fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs til greiðslu á skaðabótum fyrir það, að minkaeldi var bannað með lögum. Stefnukrafan er kr. 1.477.456.04. Við munnlegan flutning máls- ins hefur kröfum stefnanda verið breytt, að því er vexti varðar, og er nú krafizt 6% vaxta p.a. frá 31. desember 1955 til 22. febrúar 1960, 9% vaxta p.a. frá þeim degi til 29. desember 1960 og 7% vaxta p.a. frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafizt málskostnaðar að skaðlausu. Kröfum af hálfu stefnda var breytt við munnlegan málflutn- ing með samþykki af hálfu stefnanda, og krefst stefndi nú aðallega sýknu gegn greiðslu á kr. 19.460.00 án vaxta, enda verði stefnanda gert að greiða málskostnað. Til vara er krafizt sýknu gegn greiðslu á kr. 249.460.00 auk vaxta frá 25. júlí 1955, 575 sem miðaðir verði við gildandi útlánsvexti Landsbanka Íslands á hverjum tíma. Málskostnaður verði þá látinn niður falla. Málavextir eru þeir, að stefnandi málsins hafði á sínum tíma minkabú í Kópavogi. Kveðst hann hafa haft þar slíkt bú allt frá árinu 1939. Hann lét gera teikningu af minkahúsi árið 1947. Ljósrit hennar hefur verið lagt fram í málinu, og er á teikning- unni áritun oddvita Seltjarnarneshrepps um, að byggingin sé leyfð, svo og þessi áritun: „Þessi teikning af minkabúrum og minkahúsi, með steyptum gólfum og steyptum sökklum, verður viðurkennd sem lögmæt varzla á minkabúi. 15.10. 1947. H. J. Hólmjárn, ríkisráðunautur í loðdýrarækt.“ Eftir þetta lét stefnandi reisa minkahús, 55X<9%2 m að flatar- máli samkvæmt teikningu. Einnig voru smíðuð búr í húsið, en þó hvorki þá né síðar öll þau búr, sem þar áttu að vera til að húsið væri fullnýtt. Verður nánar að því vikið síðar. Hinn 9. febrúar 1951 staðfesti forseti Íslands lög um breyt- ingu á lögum nr. 112 30. september 1947 um loðdýrarækt. Lögin voru gefin út sem lög nr. 11/1951. Í 5. grein þeirra segir m. a.: „1. mgr. 6. gr. laganna orðist svo: Óheimilt er að reisa ný minkabúr, eftir að lög þessi koma til framkvæmda. Þeim, sem þá eiga löglega umbúin minkabúr, önnur en steinsteypt, er þó heimilt að láta þau standa allt að þrem misserum, en þó aldrei lengur en Búnaðarfélag Íslands telur þau fullgilda vörzlu. Þar sem minkar eru nú geymdir í steinsteyptum húsum, má ala þá áfram í þeim í allt að 5 ár, eftir að lög þessi koma til framkvæmda, sbr. þó 11. gr. laga nr. 56 25. maí 1949.“ Forseti Íslands lét fella meginmál laga nr. 11/1951 inn í lög nr. 112/1947 og gaf þau út sem lög um loðdýrarækt nr. 32/1951. Framanritaðar málsgreinar urðu 2. og 3. mgr. 6. greinar þeirra laga. Minkahús stefnanda var með steinsteyptum grunni, og hélt hann rekstri bús síns þar áfram enn um skeið. Hinn 19. nóvember 1954 ritaði stefnandi Atvinnumálaráðuneytinu bréf, þar sem hann tilkynnir, að hann leggi niður bú sitt fyrir næstu áramót þar á eftir. Jafnframt óskaði hann virðingar á búinu vorið eftir. Með bréfi til sýslumannsins í Gullbringu- og Kjósarsýslu, dagsettu 25. júlí 1955, óskaði lögmaður stefnanda eftir dóm- kvaðningu matsmanna til að meta tjón stefnanda af því, að 576 hann varð lögum samkvæmt að leggja niður bú sitt. „Er ætl- azt til“, segir í matsbeiðninni, „að matsmenn meti til fjár hús þau, er umbj. m. hafði reist á Hlíðarvegi 13, og atvinnutjón það, er hann hefur orðið fyrir, enda er krafizt, að til handa umbj. m. verði metið fullt verð fyrir, að svo var fyrir mælt í lögum, að sundmarðaeldi skyldi bannað.“ Matsmennirnir Björn Konráðsson og Jóhann Jónsson skiluðu matsgerð, dags. 24. október 1955. Niðurstaða þeirra varð sú, að þeir mátu neðanskráð verðmæti þannig: Minkahús ................... kr. 230.000.00 Minkabúr (112) ............ — 8.960.00 Vélar til matreiðslu .......... — 10.000.00 Gömul búr o. fl. ............ — 500.00 Alls kr. 249.460.00 Annað en hér greinir mátu þessir matsmenn ekki. Með bréfi, dags. 28. marz 1956, krafði lögmaður stefnanda stefnda um kr. 249.460.00 auk vaxta og kostnaðar, og 26. apríl var stefnt til greiðslu á þessari fjárhæð með tilteknum vöxtum. Einnig var krafizt málskostnaðar. Í máli þessu (máli nr. 1006/ 1956 fyrir bæjarþingi Reykjavíkur) var í greinargerð krafizt sýknu og málskostnaðar af hálfu stefnda. Meðan málið var rekið, kom þó fram boð um greiðslu á hluta þess, sem stefnandi krafð- ist. Kemur það fram í bréfi Atvinnumálaráðuneytisins til lög- manns stefnanda, sem dagsett er 31. janúar 1957. Þar segir: „Við flutning bæjarþingsmálsins nr. 1006/1956, Guðmundur Ásbjörnsson gegn fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs, sem flutt var fyrir bæjarþingi Reykjavíkur hinn 29. þ. m. gaf um- boðsmaður ríkissjóðs yfirlýsingu um, að ríkissjóður myndi, ef eftir því yrði leitað, greiða þrjá síðustu liði í matsgerð, dags. 24. október 1955, það er þessa liði: Minkabúr (112) .............. kr. 8.960.00 Vélar vegna matreiðslu ........ — 10.000.00 Gömul búr o. fl. ............. — 500.00 Ráðuneytið vill hér með staðfesta þessa yfirlýsingu umboðs- manns ríkissjóðs, að það myndi greiða þessa liði í samræmi við afgreiðslu annarra mála, sem eins hefur staðið á um ........ Bæjarþingsdómur í máli þessu var kveðinn upp 9. apríl 1959. Þar var kröfu stefnanda um bætur fyrir minkahúsið vísað frá ö7/ dómi vegna vanreifunar. Sama niðurstaða varð í Hæstarétti, en málinu var skotið þangað með kæru. Gekk dómur réttarins 4, júní 1959, og segir í dóminum, að ekkert sé vitað um verð- mæti minkahússins, eftir að bannað var að nota það til minka- eldis. Hinn 24. júní s. á. var bæjarþingsmálið nr. 1006/1956 síðan hafið með bókun á bæjarþinginu, og var fallið frá máls- kostnaðarkröfum. Lögmaður stefnanda óskaði eftir þetta á ný mats á tjóni um- bjóðanda síns. Fór það fram, og er matsgerðin þannig: „MATSGERÐ. Samkvæmt dómkvaðningu bæjarfógetans í Kópavogi 6. júlí 1959 höfum við undirritaðir verið kvaddir til að meta til fjár tjón það, sem hr. Guðmundur Ásbjörnsson, Hlíðarvegi 13, Kópa- vogi, varð fyrir, er hann varð að leggja niður sundmarðabú sitt samkvæmt 6. gr. laga nr. 32 8. marz 1951. Samkvæmt matsbeiðninni er okkur falið að meta til fjár: a) Beint tjón Guðmundar Ásbjörnssonar, þ. e. verðmæti, sem farin eru forgörðum eða misst hafa gildi sitt vegna áður- greindra laga, að frádregnum þeim verðmætum, sem eftir kunna að vera. b) Óbeint tjón Guðmundar Ásbjörnssonar, þ. e. misstan ágóða af atvinnu þeirri, er bönnuð var með lögum. Eignir þær, sem um ræðir í a) lið hér að framan, skoðuðum við undirritaðir að viðstöddum Guðmundi Ásbjörnssyni og Þor- varði K. Þorsteinssyni stjórnarráðsfulltrúa. Við höfum gert okkur grein fyrir núverandi verðmæti eignanna til fyrirhug- aðrar notkunar svo og verðmæti þeirra, eftir að sundmarðaeldi var bannað að lögum. I. Sundmarðahús, 9.5X55.0 m = 522.5 m“ og 1250 m“. Umrætt hús teljum við hæfilega metið til fyrirhugaðrar notkunar á kr. 380.000.00. Við höfum athugað möguleika á því að hagnýta umrætt hús til annarra nota en það var ætlað í upphafi, en þar sem gólf hússins er hallandi, lofthæð mjög lítil og aðkeyrslumöguleikar ekki fyrir hendi, sjáum við ekki, að unnt sé að hagnýta húsið. Af framantöldum ástæðum höfum við metið kostnað við að rífa húsið og einnig verðmæti þess efnis, sem úr húsinu kæmi, væri það rifið. Það er álit okkar, að efnið komi til með að greiða kostnað við að rífa og fjarlægja húsið. 37 578 II. 112 stk. sambyggð sundmarðabúr, ca. 1.15 m > 50.00 m. Umrædd sundmarðabúr teljum við hæfilega metin til fyrir- hugaðrar notkunar á kr. 28.900.00. Þar sem búrin eru byggð úr grönnum og stuttum listum og niðurklipptu vírneti, teljum við þau einskis virði til annars en fyrirhugaðrar notkunar. TI. Vélar til fóðurgerðar, þrjár Skandía-fóðurkvarnir, ein Buffalo- fóðurkvörn, tveir rafmótorar, 3 hö. og 5 hö. Framantaldar vélar teljum við hæfilega metnar til fyrirhug- aðrar notkunar á kr. 16.000.00. Af framantöldum vélum teljum við, að koma megi rafmótor- unum í verð, en lítil von til, að selja megi fóðurkvarnirnar. Vélarnar teljum við hæfilega metnar til fjár á kr. 4.000.00. IV. Sundurtekin búr, efnisafgangar til búrgerðar svo og nokkur smáverkfæri. Umrædda efnisafganga o. fl. teljum við hæfilegt að meta til fyrirhugaðrar notkunar á kr. 3.500.00, en teljum þetta einskis virði til annarra nota. Varðandi lið b) um hið óbeina tjón Guðmundar Ásbjörnsson- ar, viljum við taka eftirfarandi fram: Við höfum gert tilraunir til að afla upplýsinga um tekjuvon af umræddum rekstri, en okkur hefur ekki tekizt að afla neinna upplýsinga, sem mat væri byggjandi á. Einnig var ætlun okkar að leggja til grundvallar mati skattframtöl Guðmundar þau ár, sem hann stundaði sundmarðaeldi, þar sem ætla mátti, að af fram- tölunum mætti finna út hugsanlegar tekjur af áframhaldandi rekstri. En þar sem Guðmundur hefur ekki orðið við ósk okkar um að útvega framtölin, þá sjáum við okkur ekki fært að meta umrætt tjón. Niðurstöður mats okkar eru sem hér segir: I. Sundmarðahús ...........000.0... kr. 380.000.00 II. 112 stk. sundmarðabúr .......... — 28.900.00 III. Vélar til fóðurgerðar ............ — 12.000.00 IV. Sundurtekin búr og efnisafgangur .. — 3.500.00 Samtals kr. 424.400.00 ö79 Reykjavík, 29. jan. 1960. Björn Rögnvaldsson. Gunnar Þ. Þorsteinsson.“ Hinn 6. febrúar 1960 ritaði lögmaður stefnanda bæjarfóget- anum í Kópavogi bréf. Segir þar, að stefnandi vilji una matinu frá 29. janúar, svo langt sem það nái. Þá segir, að matsmenn hafi eigi treystst til að meta óbeint tjón stefnanda. „Þetta telur umbjóðandi minn fyrirslátt einn“, segir í bréfinu, „enda hér um að ræða arð af dýrum, sem húsin áttu að fylla eftir eðli- lega fjölgun og breytingu marðarstofnsins úr Standard Yukon sundmerði í platínu sundmörð, svo sem ljóslega verður rakið hér á eftir.“ Er síðan beiðzt dómkvaðningar annarra manna til að meta hið óbeina tjón. Dómkvaðningin fór fram, og er mats- gerð matsmannanna, Péturs Gunnarssonar og Jóhanns Jónas- sonar, dagsett 28. október 1960. Þar er lagður til grundvallar eins árs rekstur búsins með fullri áhöfn, þar sem annar helm- ingur minkanna eru platínu-, en hinn Yukon-minkar. Niður- staða matsmannanna varð sú, að arður af búinu yrði kr. 62.869.34 á ári, og hefur þá m. a. verið reiknað með launakostnaði, kr. 70.000.00. Við þessa matsgerð hefur stefnandi gert ýmsar athugasemdir. Af hálfu stefnda var beiðzt yfirmats á hinu beina tjóni stefn- anda. Það framkvæmdu Einar Sveinsson, Ólafur Jensson og Einar Farestveit, og komust þeir að sömu niðurstöðu og undir- matsmennirnir. Í yfirmatsgerðinni segir m. a.: „Við erum sam- dóma undirmatsmönnum um það, að húsið sé ekki nothæft til annars en minkaeldis vegna byggingarlags, lítillar lofthæðar og mikils gólfhalla. Allar breytingar á því myndu verða mjög dýrar og ólíklegt, að þær yrðu leyfðar nú, þar sem landsvæðið kringum húsið hefur verið skipulagt sem íbúðarhverfi, og fyrir- sjáanlegt er, að húsið verður að víkja fyrir því. Virðist því ekki um annað að ræða en að afskrifa húsið að fullu ....“ Með úrskurði, sem upp var kveðinn 30. október s.l., var stefn- anda gefinn kostur á að upplýsa, hverjar tekjur hans hefðu verið, meðan hann rak minkabú í minkahúsi sínu. Stefnandi kom fyrir dóm 3. nóvember. Í bókun þann dag segir m. a.: „Um tekjur af rekstri minkabúsins í minkahúsunum var aldrei að ræða. Lögin um bann við minkaeldi komu í veg fyrir það. Að vísu var búið að byggja húsin sjálf, nokkru áður en þau lög gengu í gildi. En það vantaði innréttinguna í þau. Það er að segja búrin sjálf undir dýrin. Aðeins 112 búr voru smíðuð af 14—15 hundruðum, sem fyrirhugað var að yrðu í húsunum.“ 580 Þá kveðst stefnandi hafa hætt allri uppbyggingu, þegar frum- varp um bann við minkaeldi kom fram á Alþingi. Hann skýrði nánar ofanskráða bókun með því að segja, að tekjur sínar þessi ár hefði hann haft af fisksölu og að minkarækt sú, sem hann hefði haft með höndum í Kópavogi allt frá 1939, hefði verið aukastarf og tekjur af því ekki verulegar. Rökstuðningur sá, sem komið hefur fram til stuðnings kröfum aðilja, er í aðalatriðum þessi: At hálfu stefnanda er því haldið fram, að hið beina tjón hans, Þ. e. tjón það, sem metið var með matsgerð þeirra Björns Rögn- valdssonar og Gunnars Þ. Þorsteinssonar og yfirmatsgerð síðar, beri stefnda að bæta samkvæmt 67. gr. stjórnarskrár Íslands. Til vara er krafan um bætur vegna þessa tjóns rökstudd með því, að um hafi verið að ræða skerðingu á atvinnufrelsi því, sem tryggt sé með 69. gr. stjórnarskrárinnar. Beri að greiða bætur vegna tjóns, sem leiðir af slíkri skerðingu, þótt um bætur sé ekki mælt í greininni. Verði um bætur vegna skerðingar á atvinnufrelsi að álykta per consequentiam eða per analogiam frá 67. gr. stjórnarskrárinnar. Er því haldið fram, að eðlilegt sé, að sama regla gildi um bætur vegna skerðingar atvinnu- frelsis og vegna eignarnáms, þar sem nákvæmlega sömu laga- rök komi hér til greina. Upphæð bótakröfu stefnanda, að því er varðar það tjón, sem nú hefur verið fjallað um (hið beina tjón), er hin sama og greinir í matsgerð og yfirmatsgerð, kr. 424.400.00. Hið óbeina tjón stefnanda er að hans tali misstur ágóði af því, að atvinna hans, minkarækt, var bönnuð með lögum. Er því haldið fram af hálfu stefnanda, að tjón þetta beri stefnda að bæta samkvæmt 69. sbr. 67. gr. stjórnarskrárinnar, enda sé atvinna manna þeim oft á tímum meira virði fjárhagslega en hlutir. Upphæð bótakröfu stefnanda, að því er þetta tjón varðar, er fundin þannig: Samkvæmt matsgerð þeirra Péturs Gunnars- sonar og Jóhanns Jónassonar hefði arður af minkabúi stefnanda, miðað við fulla áhöfn, sem fyrr greinir, verið kr. 62.869.34 á ári. Stefnandi krefst þessarar fjárhæðar fyrir hvert áranna 1955 — 1958, að báðum meðtöldum. Hins vegar krefst hann kr. 400.- 189.34 fyrir hvort áranna 1959 og 1960, en hefur ekki gert aðrar kröfur. Nýnefnd upphæð, kr. 400.789.34, er, að því er haldið er fram, fundin með því að taka tillit til gengisbreytingarinnar 22. febrúar 1960 samkvæmt lögum nr. 4/1960. Er talið, að þetta öðl beri að gera, að því er varðar afurðir búsins 1959, þar sem sala skinna hafi farið fram, árið eftir að dýrunum hafi verið fargað. Samtals verður krafa vegna þess tjóns, sem hér um ræðir, sam- kvæmt ofansögðu, kr. 1.053.056.04. Með því að leggja við þessa fjárhæð áðurgreindar kr. 424.400.00 vegna hins beina tjóns fæst stefnufjárhæðin, kr. 1.477.456.04. Álit dómarans er þetta: Ekki er unnt að fallast á þá málsástæðu stefnanda, að honum beri bætur eftir 69. gr. stjórnarskrárinnar. Í þeirri grein er ekki tekið fram, að þeir eigi rétt á bótum, sem verða fyrir tjóni vegna skerðingar á atvinnufrelsi. Af því má gagnálykta, að þeim beri ekki bætur á grundvelli þessarar lagagreinar, og styðst sú niðurstaða við samanburð við 67. gr. stjórnarskrárinnar. Að þessu athuguðu þarf að skera úr því, hvort stefnandi eigi heimtingu á bótum samkvæmt 67. gr. stjórnarskrárinnar. Af orð- um greinarinnar einum verður ekki úr því skorið. Grein efnis- lega samhljóða núverandi 67. gr. hefur verið í stjórnarskrám Íslands allt frá 1874, er landið fékk fyrst slík lög, og að efni til verður lagaákvæðið rakið til mannréttindayfirlýsinga 18. aldar og kenninga, sem þær voru byggðar á. Þegar skýra skal ákvæði eins og 67. gr. stjórnarskrárinnar, verður að byggja á þeim hugmyndum um viðkomandi réttarsvið, sem fram koma í lögum, dómum og gerðum stjórnvalda og eru ríkjandi á þeim tíma, þegar beita á ákvæðinu. Svo verður einnig að vera í þessu máli. Samkvæmt íslenzkum rétti verða menn að hlíta því bótalaust í Ýmsum tilvikum, að eignir þeirra séu af þeim teknar, t. d. sem skattgjald, eða takmarkanir gerðar á notkun eigna, t. d. með friðunarákvæðum. Við nánari athugun þess, hvort ákvæðin í 2. og 3. mgr. 6. gr. laga nr. 32/1951 falli undir tilvik þessi, er rétt að fjalla fyrst um kröfu stefnanda um bætur vegna minkahúss, búra og tækja (kr. 424.400.00). Byggja verður á yfirmatsgerð um upphæð tjónsins, enda er það skoðun dómarans, er skoðað hefur minkahús stefnanda, að sú niðurstaða matsmanna sé rétt, að húsið sé ekki til annars nothæft en minkaeldis. Hefur ekki Þótt þörf á að fá sérfróða menn til setu í dómi þessa atriðis vegna. Ekki er fram komið, að sett hafi verið hér á landi lög um bann við atvinnurekstri, þar sem mælt sé jafnframt fyrir um bætur vegna tækja, sem verða verðlaus vegna bannsins. Í lög- um um aðflutningsbann á áfengi nr. 44/1909, 9. gr., segir, að beir, sem leyfi hafa til vínsölu, megi eftir 1. janúar 1915 ekkert 582 selja hér á landi eða láta af hendi með öðrum hætti af vínbirgð- um sínum. Þá segir, að flytja skuli birgðirnar úr landi, áður en 12 mánuðir séu liðnir, ella verði þær eign landssjóðs. Ljóst er, að ekki er gert ráð fyrir bótum, þótt til þessa komi. Í lögunum er ekki vikið að vínsölutækjum. Í nokkrum lögum og reglugerðum um einkasölur segir, hvernig fari um birgðir verzlana af einkasöluvörum, þegar einkasala komist á. Í 6. gr. laga nr. T7/1917 um einkasöluheimild land- stjórnarinnar á steinolíu segir, að í reglugerð skuli kveða á um, „hvernig fara skuli um steinolíubirgðir þær, sem félög eða ein- stakir menn kunna að eiga óseldar, þegar lög þessi koma til framkvæmda, hvort leyft skuli að selja þær, eða hvort þær skuli teknar eignarnámi til handa landssjóði.“ Ekki verður séð, að reglugerð hafi verið sett á grundvelli þessa lagaákvæðis. Í nokkrum reglugerðum er að finna ákvæði um, að einkasölur skuli taka í umboðssölu eða kaupa vörubirgðir af heildsölum, ef samkomulag næst um verð, en ella verði lagt á þær sérstakt gjald (reglugerð nr. 122/1931, 3. gr., nr. 140/1934, 3. gr., nr. 21/1935, 3. gr.), en í reglugerð nr. 40/1935 segir, að birgðir megi selja kvaðalaust. Um birgðir smásala eru sérstök ákvæði í ýmsum þessum reglugerðum, en um þær, eins og birgðir heild- sala, er það svo, að hvergi er gert ráð fyrir, að til þess geti komið, að eigendum verði bannað að fénýta þær. Í reglugerð- um þessum eða lögum, sem þær styðjast við, er hvergi að finna ákvæði, varðandi verzlunartæki, sem verðlaus verða vegna einka- söluákvæðanna. Í V. kafla vatnalaga nr. 15/1923 eru ákvæði um notkun vatns- orku. Er þar heimilað eignarnám gegn bótum á orkuverum og veitum svo og að veita tilteknum verum eða veitum einkarétt til sölu raforku á tilteknum svæðum. Engu að síður er skylt að veita þeim verum eða veitum, sem fyrir kunna að vera, leyfi til að starfa áfram. Sama sjónarmið kemur fram í 2. mgr. 18. gr. raforkulaga nr. 12/1946. Hér hafa verið rakin þau ákvæði í lögum, sem ætla hefði mátt, að helzt gætu gefið upplýsingar um viðhorf löggjafans við því úrlausnarefni, sem fyrir liggur í máli þessu. Lög nr. 44/1909 eru skyldust lögum nr. 32/1951, þar sem í báðum til- vikum er lagt algert bann við ákveðinni atvinnustarfsemi. Þar er gert ráð fyrir, að vínbirgðir, sem óseldar séu á 6 árum, eftir að lögin eru sett, geti orðið eign landssjóðs bótalaust. Vafasamt er, hvaða skoðanir á eignarrétti hér liggja til grundvallar. Ákvæð- 583 ið skyldi ekki koma til framkvæmda, fyrr en löngu eftir að lögin voru sett, eigendur vínbirgða fengu sérstakan ársfrest til að flytja þær úr landi, og vera kann, að sjónarmið, skyld hug- myndum um upptöku eigna, hafi komið til. Þá er þess að geta, að ákvæðið er gamalt, en athuga verður sérstaklega, hvort unnt sé að sjá breytingu á viðhorfi löggjafans síðan. Ákvæði þau um einkasölur og raforkumál, sem að framan eru rakin, eru að því leyti ólík ákvæðunum í lögum nr. 32/ 1951, að ekki er um algert bann við atvinnustarfsemi að ræða, heldur hitt, að tilteknum aðilja er áskilinn einkaréttur til hennar. Þetta virðist gera það ólíklegra en ella, að um bótalausa svipt- ingu eigna geti verið að tefla í þessum tilvikum, enda er hvergi í hinum nefndu ákvæðum gert ráð fyrir, að til slíks geti komið. Í sambandi við mat á viðhorfi löggjafans er að geta umræðna á Alþingi um frumvarp það, sem síðar var samþykkt og stað- fest sem lög nr. 11/1951. Hinn 13. desember 1950 var 2. um- ræða um frumvarpið í efri deild, og lá fyrir álit frá landbún- aðarnefnd. Sagði þá einn nefndarmanna, Þorsteinn Þorsteins- son sýslumaður, m. a.: „Við vildum sumir, að leyfið væri aðeins 3—4 ár, en sættum okkur þó við 5 ár, því að með því væri minkaeigendum gefinn svo langur frestur til að koma þessum fénaði í verð, að ekki mundi vera hægt að sækja ríkissjóð til skaðabóta, þótt minkaeldi yrði, að þeim tíma liðnum, bannað. Hv. 1. þm. N.M. upplýsti, að skaðabæturnar, sem vofðu yfir, ef ráðizt væri í eyðingu aliminkanna nú, gætu numið á 2. miljón króna, og vildi ég því láta þetta koma fram, að við teljum minka- eigendur ekki eiga kröfurétt á hendur ríkissjóði, ef svona verður farið að.“ (Alþ.t. 1950, B, dálkur 549). Tala sú, sem alþingis- maðurinn nefnir, virðist fenginn úr álitsgerð loðdýraræktar- ráðunauts, sem prentað var síðan sem fylgiskjal með nefndar- áliti í neðri deild, en dagsett er 2. desember 1950. (Alþ.t. 1950, A, þingskjal nr. 521). Þar kemur fram, að ráðunauturinn telur sennilegt, að verðmæti minkabúa í landinu sé nálægt tveimur miljónum króna, og telur þá með dýrastofn, búr, hús og áhöld. Af þessu telur hann dýrastofninn 500.000—700.000 kr. virði, svo að alþingismaðurinn hefur bersýnilega með orðum sínum átt við, að ríkissjóður þyrfti ekki að áliti sumra þingmanna vegna hins langa frests að greiða bætur fyrir hús, búr og áhöld. Þessi skoðun var þó ekki almennt ríkjandi á Alþingi, að því er ráða má af ummælum tveggja þingmanna, sem sæti áttu í neðri deild. Annar þeirra, Ásmundur Sigurðsson, átti sæti í öð4 landbúnaðarnefnd. Vitnar hann í fyrrnefnt bréf ráðunautsins og segir, að vitanlega verði að gera ráð fyrir, að það verði að greiða tjónið samkvæmt lögum um eignarnám (Alþ.t. B, d. 552). Annar þingmaður, Jörundur Brynjólfsson, vefengdi tölu ráðu- nautsins, en sagði, að ríkið kæmi til með að greiða bætur sam- kvæmt mati (Alþ.t. B, d. 556). Annað en það, sem hér greinir, liggur ekki fyrir um hugmyndir alþingismanna, þegar lögin voru sett, um það álitaefni, sem hér er til úrlausnar. Þess er áður getið, að af hálfu stefnda hefur því verið lýst yfir, að hann sé umfram lagaskyldu reiðubúinn til að greiða stefnanda kr. 19.460.00, og einnig er áður fram komið, að þetta boð er byggt á fyrstu matsgerð og svarar til matsvirðis minka- búra og véla o. fl. Í 22. gr., XXXIV, í fjárlögum fyrir 1954 segir, að ríkisstjórninni sé heimilt: „Að greiða eigendum minkabúa allt að 250 þús. kr. í bætur vegna niðurlagningar búanna, sbr. lög nr. 11/1951, eftir reglum, sem ríkisstjórnin setur.“ Tillaga um þetta var flutt af meiri hluta fjárveitinganefndar við 2. um- ræðu um frumvarpið, og sagði framsögumaður þessa nefndar- hluta, Magnús Jónsson lögfræðingur, í umræðum um frumvarpið (Alþ.t. 1953, B, d. 396): „Samkvæmt lögum nr. 11/1951 er gert ráð fyrir að leggja niður alla minkarækt í landinu, og er óhjákvæmilegt að greiða eigendum minkabúa einhverjar bætur vegna þessarar löggjafar. Ekki er enn fullljóst, hversu há sú upphæð kann að verða, en lagt er til að heimila ríkisstjórninni að verja allt að 250 þús. kr. í þessu skyni.“ Tillagan um greiðslu- heimild þessa var samþykkt mótatkvæðalaust. Samkvæmt ríkis- reikningi fyrir árið 1954 námu greiðslur samkvæmt þessu heim- ildarákvæði kr. 238.401.35, og er ekki annað fram komið en að fullar bætur hafi verið greiddar fyrir þau bú, búr og tæki, sem talið var, að yrðu verðlaus. Stefnandi í máli þessu fékk ekki bætur, að því er virðist, vegna deilna um það, hvort minka- hús hans hefði orðið verðlaust eða ekki. Á árinu 1952 var fiskveiðilögsagan við Ísland færð út, og urðu þá bátar, sem stundað höfðu dragnóta- og togveiðar, að hætta þeim veiðum. Við það urðu veiðarfæri þau, sem notuð höfðu verið við þessar veiðar, bátaútvegsmönnum verðlaus. Á fjárlögum fyrir árið 1953 segir í 22. gr., V., að ríkisstjórninni sé heimilt: „Að verja allt að 2% milj. kr. til að styrkja báta- útvegsmenn, er undanfarin ár hafa stundað dragnóta- og tog- veiðar, til kaupa á nýjum veiðarfærum til annarra veiðiaðferða. Ríkisstjórnin setur nánari reglur um úthlutun styrkjanna.“ 585 Ákvæði þetta var sett í fjárlög að tillögu fjárveitinganefndar. Framsögumaður nefndarinnar, Gísli Jónsson, skýrði tillöguna m. a. með þessum orðum (Alþ.t. 1952, B, d. 641): „Það er al- veg ljóst, að margir smáútgerðarmenn og bátaútvegsmenn hafa orðið fyrir allmiklu tjóni við það, að landhelgin var færð út og dragnótaveiðin bönnuð svo og togveiðarnar fyrir utan hina gömlu línu eða nálægt hinni gömlu línu. Og þessir menn verða, ef þeir ekki ætla að hætta þessum atvinnuvegi, að taka upp aðrar veiðiaðferðir, og þótti því rétt að gefa ríkisstjórninni heim- ild til þess að verja þessu fé til þeirra bóta, sem hér um ræðir.“ Samkvæmt ríkisreikningi fyrir 1953 námu bæturnar alls kr. 2.915.400.46. Málflutningsumboðsmaður stefnda í máli þessu kveður bæturnar hafa verið miðaðar við hálft matsverð netja, en þó hafi þær ekki farið yfir kr. 25.000.00 á dragnótabát og kr. 35.000.00 á togbát. Hafi þessi síðasta regla leitt til þess, að raunverulega hafi bæturnar numið sem næst 37% af mats- verðinu að meðaltali. Af því, sem nú hefur verið rakið, virðist mega ráða, að sam- eiginlegar, fullmótaðar skoðanir hafi ekki verið meðal alþingis- manna um bótarétt manna vegna þeirra ráðstafana, sem nefnd- ar hafa verið. Svo er að sjá, sem talið hafi verið 1953, er fjár- lög 1954 voru undirbúin, að menn ættu rétt á fullum bótum vegna laganna um bann við minkaeldi. Virðast bótagreiðslur hafa farið fram í samræmi við það álit. Þetta styrkir málstað stefnanda. Hins vegar voru sumir þingmenn annarrar skoðunar 1950—1951, sbr. ummæli Þorsteins Þorsteinssonar, og gengur það gegn málstað stefnanda. Hið sama kemur fram í orðalagi fjár- lagaheimildarinnar til greiðslna vegna breytinga á fiskveiðilög- sögunni. Í því sambandi er þó þess að geta, að orðalag ákvæð- isins er eigi einhlítt til upplýsingar um þau viðhorf löggjafans, sem hér skipta máli. Það var hagsmunamál ríkisins, að bóta- skylda væri ekki berum orðum viðurkennd, og það kann að hafa þýðingu, að til bóta skyldi yfirleitt koma vegna breyting- anna á fiskveiðilögsögunni. Til að fá fyllri mynd af viðhorfum í lögum til þess, hvar draga beri mörk milli bótaskyldrar og ekki bótaskyldrar tak- mörkunar á eignarrétti, er vert að athuga þau lagaákvæði, sem mæla fyrir um, að menn skuli eyðileggja eignir sínar eða láta þær af hendi vegna hættulegra eiginleika eignanna. Í 2. mgr. 15. gr. farsóttalaga nr. 10/1958 segir: „Sé mikl- um umsvifum og erfiðleikum bundið að sótthreinsa lausa muni, 586 má láta brenna þá eða eyða þeim á annan hátt, en skaðabætur skulu greiddar eiganda.“ Í lögum um varnir gegn sýkingu nytja- jurta nr. 1741927, 6. gr., Í. mgr., segir, að verð uppskeru skuli greitt úr ríkissjóði eftir mati, ef ráðuneyti ákveði, að hana skuli eyðileggja. Í lögum nr. 23/1956 um varnir gegn útbreiðslu næmra sauðfjársjúkdóma og útrýmingu þeirra eru ákvæði um bætur, ef slátrun er framkvæmd vegna þess, að fjársótt er talin hafa borizt yfir varnarlínur (23. gr. sbr. 17. gr.), eða ef rannsókn sýnir, að fé er sjúkt eða það er grunað um sýkingu (23. gr.). Eiga slíkar bætur, að því er virðist, að fara eftir almennum sjónarmiðum um eignarnám. Í lögunum eru einnig ákvæði um bætur vegna fjárskipta, og eru þær mismunandi eftir því, hvort um er að ræða skipti á vegum fjárskiptafélags eftir atkvæða- greiðslu eða eftir sérstakri ákvörðun ráðherra. Í fyrra tilvikinu er gert ráð fyrir bótum, sem ákveðnar séu eftir tiltekinni meðal- talsreglu, og verður ekki séð, að bæturnar séu í heild aðrar en vera myndi, ef farið væri eftir almennum sjónarmiðum um eignarnám. Gert er ráð fyrir sams konar bótum í síðara tilvik- inu, en jafnframt tekið fram (42. gr.), að bóta geti orðið krafizt „eftir gildandi lögum um eignarnám“. Í lögum um berklaveiki í nautpeningi nr. 25/1923, 4. £r., segir, að bætur skuli greiða, ef slátrað er vegna sýki þessarar, en jafnframt ákveðið, hvernig þær skuli reikna, og geta þær oft orðið lægri en vera myndi eftir sjónarmiðum um eignarnám. Í framkvæmd hefur ekki verið farið eftir reglum laga þessara, heldur eftir sömu sjónarmiðum og koma fram í lögunum um sauðfjársjúkdóma. Í öllum þeim lögum, sem nú hafa verið nefnd, er ákveðið, að opinberar ákvarð- anir um eyðingu eigna leiði til þess, að bætur séu greiddar, þó að það sé gert vegna almannahagsmuna. Er sýnilega hneigð til að líta á þessar greiðslur, eins og bætur vegna eignarnáms. Önn- ur skoðun en hér hefur verið lýst kemur fram í sóttvarna- lögum nr. 34/1954, en í 42. gr. þeirra segir: „Ríkissjóður greiðir ekki skaðabætur vegna tjóns, er leiða kann af sóttvarnarráðstöf- unum samkvæmt ákvæðum laga þessara.“ Þau lög, sem nú hafa verið rakin, verða höfð til hliðsjónar í máli þessu, vegna þess að þau fjalla um takmarkanir eignarréttar vegna almannahags- muna, en lög nr. 32/1951 eru byggð á skyldum sjónarmiðum. Í lögum eru oft settar annars konar skorður um nýtingu eigna vegna hagsmuna almennings. Þegar um er að ræða al- mennar takmarkanir, sem ná til allra hliðstæðra eigna, er yfir- leitt ekki rætt um bætur í lögum. Hins vegar er yfirleitt mælt öð7 fyrir um bætur, ef um er að tefla ráðstafanir varðandi tilteknar eignir, hvort sem sú ráðstöfun er gerð með lögum eða gert er ráð fyrir því í lögum, að hún geti orðið gerð með stjórnarathöfn. Dæmi um þessi sjónarmið er að finna í ýmsum friðunarlögum, svo sem 8. gr. laga um skógrækt nr. 3/1955, lögum um náttúru- vernd nr. 48/1956, lögum um verndun fornminja nr. 40/1907 svo og í lögum nr. 2141939, nr. 27/1940 og nr. 59/1928. Í lög- um nr. 29/1937 um útrýmingu sels í Húnaósi er mælt fyrir um bætur, og kemur þar fram hliðstætt sjónarmið og hér hefur verið rakið. Í lögum nr. 55/1921 um skipulag kauptúna og sjávarþorpa, 4. kafla, eru ákvæði um eignarnám og skaðabætur. Ákvæðin eru ekki að öllu ljós og dómar um þetta efni ekki margir birtir. En í þeim dómum, sem um er að ræða, gætir þess, að tjón, sem kemur fram í því, að hlutar eigna eru teknir af eigendum eða lóðir gerðar ónothæfar, er bætt (Hrd. VIII, bls. 492), en hins vegar eru ekki dæmdar bætur, þegar aðstaða eigna breytist vegna breytinga á götuskipun (Hrd. XVIII, bls. 412) eða upp- byggingar hverfis samkvæmt skipulagi (Hrd. XIX, bis. 363). Þá hafa verið dæmdar bætur, ef byggingaryfirvöld hafa brotið segn ákvæðum í lögum og samþykktum um afstöðu húsa (Hrd. KKVI, bls. 316). Þau lagaákvæði og dómar, sem nú hafa verið nefnd, sýna, að það er mikilvægt almennt sjónarmið við mat á því, hvort um bótaskyldu sé að ræða, hvort um er að tefla almennar takmark- anir á eignarrétti, sem taka til allra, sem eins stendur á um og ákvæðin efni sínu samkvæmt geta náð til. Eru bætur ekki tald- ar laganauðsyn, þar sem þetta sjónarmið á við. Telja verður, að þetta sjónarmið mæli gegn því, að taka beri kröfu stefnanda í máli þessu til greina. Ákvæði skipulagslaga um bætur, ef eignir eru teknar af mönnum eða gerðar ónothæfar, benda þó til þess, að löggjafinn geri mun á slíkum afleiðingum og verð- breytingum vegna Íbreyttrar aðstöðu með öðrum hætti. Það sjónarmið mælir með þeirri kröfu stefnanda, sem hér er til at- hugunar. Í lögum er stundum heimilað, að einstakir aðiljar hagnýti eignir annarra gegn bótum, ef hagsmunir hinna fyrrnefndu eru taldir mun mikilvægari en hinna síðarnefndu. Kemur þetta m. a. fram í 13. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og í ýmsum ákvæðum vatnalaga nr. 15/1923. Í þessum ákvæðum er mælt fyrir um bætur. Ákvæði laganna um lax- og silungsveiði 588 nr. 53/1957 eru að nokkru þessu skyld. Fyrstu heildarlögin um lax- og silungsveiði voru lög nr. 61/1932. Ástæða þykir vera til að rekja nokkuð aðdragandann að setningu þeirra laga og breytingar þær, sem orðið hafa á lax- og silungsveiðilöggjöfinni síðar, þar sem af þessum atriðum má nokkuð ráða um viðhorf löggjafans til þess, hvar mörkin séu milli þeirra takmarkana á eignarrétti, sem settar verða bótalaust, og þeirra, sem greiða þarf bætur fyrir. Frumvarpið til laganna var fyrst lagt fram á Alþingi 1930, og segir í greinargerð, að það hafi verið „samið með það fyrir aug- um, 1) að bæta kost þeirra, sem sinn hlut hafa borið skarðan frá borði um skiptingu veiðinnar, og 2) að skapa tryggingu fyrir veiðinni, þannig að náttúruauður sá, er fólginn er í veiði- vötnum landsins, verði ekki eyddur með offorsi og rányrkju, heldur geti hann haldizt og aukizt til hagsmuna þjóðinni“. (Alþ.t. 1930, A, skjal nr. 343, sjá bls. 832). Þá kemur fram í greinar- gerðinni, að meðal þeirra, sem samið höfðu frumvarpið, var einn lögfræðingur, Ólafur Lárusson prófessor. Í frumvarpinu er kafli um ófriðun sels (IX. kafli), sem efnislega er eins og XIIl. kafli laga nr. 53/1957. Er Þar byggt á því, að heimilt sé að ófriða selalátur í vissum tilvikum, ef arður af lax- og göngu- silungsveiði er metinn meira en af selveiði, en eigendur lax- og silungsveiði greiði bætur. Er hér um að ræða svipað sjónarmið og kemur fram í vatnalögum. Þá voru í þessu frumvarpi sams konar ákvæði og nú eru í 14. gr. laga nr. 53/1957 um, að lax- veiði í sjó sé bönnuð, nema tillit hafi verið tekið til hennar sérstaklega í fasteignamati. Ekki er í greinargerð að finna skýr- ingar á þessu ákvæði. Ætla mætti, að talið hefði verið, að til bóta hefði getað komið, ef þessi veiði hefði verið bönnuð. Það, sem að öðru leyti verður ráðið af frumvarpinu og greinargerð- inni um viðhorf gagnvart takmörkun eignarréttarins, bendir þó ekki til þess, heldur að hér hafi verið um að ræða tillit til veiði- eigenda umfram lagaskyldu. Við umræður um frumvarpið sagði einn þingmaður, Pétur Ottesen (Alþ.t. 1930, C, dálkur 910), að sér virðist ekki ósanngjarnt að bæta að einhverju, er veiði- tæki til laxveiða í sjó verða verðlaus, og sé það í samræmi við reglur frumvarpsins um bætur fyrir ófriðun sels. Sami þing- maður vildi og bæta þeim jarðeigendum, sem yrðu fyrir veru- legu tjóni vegna takmarkana á dráttarveiði (C, dálkur 912). Frumvarpið fór til nefndar í fyrri deild, en nefndarálit kom ekki fram og engar breytingartillögur við frumvarpið. Á AlI- 589 þingi 1932 var málið rætt mikið. Einn þingmanna, Jónas Þor- bergsson, lagði þá fram (þingskj. nr. 410) breytingartillögu þess efnis, að fullar bætur skyldi greiða, ef laxveiði rýrnaði, sem áhrif hefði haft á ákvörðun um fasteignamatsverð jarðar. Flutn- ingsmaður skýrði sjónarmið sín (Alþ.t. B, 1932, d. 918) og kvaðst telja, að almenn löggjöf geti að vísu rýrt eignir án þess bætur komi fyrir, en það eigi að koma jafnt niður. Í annarri ræðu sagði hann síðan, að hann teldi, að í frumvarpinu væri brotið gegn 63. gr. stjórnarskrárinnar (nú 67. gr.). (B, dálkur 930). Pétur Ottesen hafði áður lýst sig samþykkan tillögunni, og við umræðuna tók einnig til máls um þetta atriði lögfræðingur úr hópi þingmanna, Magnús Guðmundsson. Kvaðst hann telja, að þeir, sem misstu laxveiði við ósa, ættu að fá bætur, eins og þeir, sem misstu selveiði. Komst Magnús m. a. þannig að orði: „Mér finnst ekki hægt að samþ. frv. svo, að ekki geti komið bætur til manna þeirra, er tapa mikilsverðum hlunnindum. Mín réttlætistilfinning segir, að það sé rangt“. (B, d. 934). Fram- sögumaður landbúnaðarnefndar, Steingrímur Steinþórsson, var persónulega á annarri skoðun og lagðist gegn tillögunni. Hann sagði m. a.: „Það er nú almennt orðin venja að vitna í stjórnar- skrána, þegar takmarka skal á einn eða annan hátt rétt manna til þess að fara með náttúrunytjar eftir eigin höfði án þess að taka tillit til, hvernig þeim er haldið við. En ég lít svo á, að það sé ekkert athugavert við það, þótt umráðaréttur einstaklinga sé takmarkaður, þegar það er gert til að vernda hlunnindin og sjá um, að þau komi að betri notum“ (B, d. 936). Þingmaðurinn taldi, að það væri tvennt ólíkt, hvort veiði hyrfi með öllu, eins og vera myndi, þar sem selur yrði ófriðaður, eða ekki, en lax- veiði myndi hvergi hverfa með öllu, heldur væri stefnt að því að auka hana. Svo fór, að breytingartillaga Jónasar Þorbergs- sonar var felld með 17 atkvæðum gegn 11. Við umræður um frumvarpið í efri deild sagði lögfræðingur úr hópi þingmanna, Pétur Magnússon, m. a.: „Ég ympraði að- eins á, og ákvæði 15. gr. gætu verið hæpin, þar sem bannaður er ádráttur í ósum í sjó eða leirum við sjó. Þarna stendur svo á, að tekinn er af mörgum arðberandi veiðiréttur, án þess að nokk- uð komi í staðinn. Veiðieigendur missa með öllu veiði sína og arð af ánni. Þeir geta ekki hagnýtt sér veiðina, nema á þenna eina hátt, en hagsmunir annarra heimta, að þeim sé bönnuð þessi eina veiðiaðferð, sem þeir geta notað. Ég er í vafa um, hvort hægt er að taka þenna veiðirétt af mönnum án endur- 590 gjalds. A.m.k. eiga hlutaðeigendur sanngirniskröfu til þess að fá bætur.“ (Alþ.t., B, d. 972). Á aukaþinginu 1933 bar Pétur Ottesen fram frumvarp um breytingu á lax- og silungsveiðilögum (þingskj. nr. 134). Var þar lagt til, að bætt yrði í lögin ákvæðum, sem væru efnislega eins og 108. gr. laga nr. 53/1957, þ. e. að þeir skyldu fá bætur eftir mati, sem misstu með öllu veiði vegna ákvæða laganna. Í ræðu sagði flutningsmaður (Alþ.t. 1933 (aukaþing), C, bls. 75), að hann teldi unnt að fá slíkar bætur með málssókn, en það myndi hafa í för með sér mikinn kostnað. Atvinnumálaráðherr- ann, Þorsteinn Briem, sagði um tillögu Péturs m. a.:,,.... lög- fræðingur sá, er sæti átti í nefnd þeirri, er undirbjó laxveiði- lögin og er kennari í ábúðarrétti við háskólann, taldi enga ástæðu til þess að veita þeim mönnum, er till. nefnir, rétt til skaðabóta. Ég geri ráð fyrir, að hann hafi gætt þess vel, að þar væri ekki brotið í bága við stjórnarskrá landsins.“ Frumvarpið kom ekki frá nefnd. Á þingunum 1934 og 1935 urðu frumvörp um sams konar breytingu á lögum heldur ekki útrædd. Á þing- inu 1935 urðu miklar umræður um málið. Lögfræðingur úr hópi þingmanna, Eiríkur Einarsson, sagði þá m. a.: „ef veiðieigandi á á annað borð bótarétt, þá á vitanlega að bæta skaðann, hvort sem hlutaðeigandi hefur misst veiði sína með öllu eða hann hefur misst hana að meira eða minna leyti. Þetta er eftir grund- vallarreglum allrar löggjafar sjálfsagt.“ (Alþ.t. 1935, C, d. 839). Þingmaðurinn flutti síðan breytingartillögu í nokkrum liðum, og var fyrsti liðurinn um, að bætur skyldu greiddar í samræmi við þá skoðun, sem fram kemur í ræðu hans. (Þingskjal nr. 791, sbr. nr. 686). Um þetta sagði framsögumaður landbúnaðar- nefndar, Jón Pálmason, m. a.: „Ég tek það fram, að landbúnaðar- nefnd er andvíg þessum brtt. Það hefur gengið svo með þetta mál, að þessi hv. þd. hefur á tveim undanförnum þingum .... samþ. frv., sem strandað hafa í hv. Ed., eftir því sem ég hef komizt næst, fyrir það, að hv. Ed. hefur ekki viljað fallast á þær skaðabætur til einstakra manna, sem frv. þessi hafa falið í sér. Nú er það svo, að þó að ýmislegt megi segja því til rétt- lætingar, að þessi brtt. .... hafi við nokkuð að styðjast, er það nokkurn veginn víst og gerir ennþá líklegra en ella, að þetta frv. nái ekki fram að ganga eða neinar skaðabótakröfur í þessu sambandi. Viðvíkjandi 1. brtt. er það að segja, að mér virðist hver og einn ætti að geta látið sér nægja þær skaðabætur, sem þeim væru metnar. Það er náttúrlega ákaflega erfitt að sanna, 591 hvort veiði hefur rýrnað vegna ákvæða laganna eða af öðrum orsökum. Þessi brtt. er því þannig, að ég sé enga ástæðu til þess, að hún verði samþykkt, og ég held, að enginn í landbúnaðar- nefnd mæli með því, að hún verði samþ. ...... (CC, d. 840—41). Urðu síðan nokkrar orðahnippingar milli þessara tveggja þing- manna. Eiríkur Einarsson ítrekaði, að annaðhvort ættu menn fullan bótarétt á grundvelli 63. gr. stjórnarskrárinnar eða engan rétt á bótum, en Jón Pálmason mótmælti því, að um brot stjórnarskránni væri að tefla. Frumvarpið varð ekki útrætt á þinginu 1935, en 1936 var enn flutt frumvarp um breytingu á lax- og silungsveiðilögunum, þar sem lagt var til, að bætur yrðu greiddar, ef eins stæði á og nú segir í 108. gr. laga nr. 53/ 1957. Eiríkur Einarsson lýsti sömu skoðun og á þinginu árið áður (Alþ.t. 1936, B, d. 665), en flutti ekki breytingartillögu að þessu sinni, og var frumvarpið nú samþykkt og gefið út sem lög nr. 79/1936. Í 4. tl. 16. gr. núgildandi laga um lax- og silungsveiði nr. 53/ 1957 segir, að ráðherra geti í vissum tilvikum bannað veiði eða tilteknar veiðiaðgerðir við ósa. Hefur ákvæði um þetta verið í löggjöfinni allt frá 1932. Árið 1957 var bætt við svohljóðandi ákvæði: „Bann þetta skal standa tiltekinn tíma, og má binda Það því skilorði, að veiðieigendur eða ábúendur greiði bætur Þeim aðilja, sem öðrum fremur missir af veiði vegna slíks banns „...“ Í 20. gr. laga nr. 53/1957 er einnig bótaákvæði, sem ekki var áður í lögum, en þar segir, að ráðherra geti í vissum til- vikum friðað tiltekin svæði í vatni. „Slík friðun er því skilyrði háð, að veiðieigendur eða ábúendur í fiskihverfi greiði bætur þeim aðilja, sem missir verulega eða öðrum fremur af veiði vegna friðunar.“ Friðun þessi var áður heimil bótalaust sam- kvæmt löggjöfinni. Í þessum ákvæðum er byggt á svipuðum sjónarmiðum og í ýmsum ákvæðum vatnalaga og 13. gr. hegn- ingarlaga nr. 19/1940, en í þeim koma fram ný viðhorf, varð- andi lax- og silungsveiði, sem sýna, að breyting hefur orðið á skoðunum á takmörkun eignarréttar. Í 35. gr. laga nr. 53/1957 eru ákvæði um það, hvernig reikna skuli lengd fastrar veiði- vélar og hve langt skuli vera milli slíkra véla, en það fer m. a. eftir lengd þeirra. Í 3. tl. greinarinnar segir: „Nú rýrnar veiði. aðstaða vegna þessa ákvæðis. Þá skal þeim, er í missir, bætt að fullu samkvæmt mati það, sem er fram yfir 30%. Skaða- bætur greiðast að % úr ríkissjóði og að M úr sýslusjóði ....“ Þetta bótaákvæði var ekki í eldri lögum og ekki í frumvarp- mv 592 inu að lögum nr. 53/1957. Frumvarpið var lagt fyrir efri deild, og lagði landbúnaðarnefnd hennar til, að bætur yrðu greiddar, ef rýrnun veiði næmi meiru en helmingi af fyrri veiði (þing- skjal nr. 324). Framsögumaður nefndarinnar, Páll Zóphóníasson, dró í framsöguræðu sinni í efa, að þetta væri rétt, taldi þá veiði, sem tapaðist, oft tiltölulega nýlega til komna, menn því yfir- leitt ekki hafa greitt fyrir hana og því vafamál, hvort menn ættu siðferðilegan rétt til bóta. Kvað hann tillögu nefndarinnar hafa verið gerða með samkomulagi. (Alþ.t. 1956, B, d. 2058). Þessi tillaga var samþykkt. Hins vegar var felld tillaga, sem fram kom, um að samkvæmt þeirri grein, sem er 108. gr. lag- anna, skyldi greiða bætur, ef maður hefði misst veiði að hálfu eða meira. Í neðri deild var frumvarpinu síðan breytt í það horf, sem er í lögunum, að því er 35. gr. varðar. Við núverandi 108. gr. kom fram frá Jóni Pálmasyni breytingartillaga, þar sem gert var ráð fyrir bótum, ef eigandi veiðijarðar, sem átti veiðirétt, áður en lögin komu til framkvæmda, hefði misst hann að nokkru eða öllu vegna ákvæða laganna (þingskjal nr. 524). Í ræðu sagði Jón, að hann teldi óhæfu, að ekki kæmi til bóta, ef menn misstu allt að 99% af veiðinni. Tillaga Jóns var felld með 16 atkvæðum gegn 7. Til leiðbeiningar um viðhorf í löggjöf, varðandi takmarkanir á eignarrétti, má og minna á ákvæði um upptöku eigna, sem varða lagabrot með ýmsum hætti, sbr. 69. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940, ýmis ákvæði í VIII. kafla áfengislaga nr. 58/1954 og, varðandi veiðarfæri og afla, 13. gr. laga nr. 33/ 1922 sbr. 1. gr. laga nr. 31/1948, 3. gr. laga nr. 44/1948, sbr. 1. gr. laga nr. 81/1952, svo og 8. gr. laga nr. 40/1960. Það, sem hér hefur verið rakið um lög og umræður á Alþingi um takmörk eignarréttar, sýnir, að um sum atriði er stefnan ljós. Þannig er heimilt að taka af mönnum bótalaust auk skatta hluti, sem varða afbrot, og að setja almenn friðunarlög, án þess að til bóta komi. Á hinu leytinu er talið í lögum, að menn eigi rétt á bótum, ef um friðun tiltekinna svæða er að ræða eða ef takmörkun á eignarréttinum er byggð á neyðarréttarsjónarmið- um. Þarna á milli eru mörg tilvik, sem óvissa er um. Þegar um er að ræða eignir, sem hafa hættulega eiginleika og mælt er fyrir um eyðingu þeirra, er yfirleitt mælt fyrir um bætur, en þó er í sóttvarnarlögum sagt, að til bóta komi ekki. Um lögin um lax- og silungsveiði hefur viðhorf löggjafans breytzt. Ljóst er, að í upphafi hafa skoðanir lögfræðings þess, sem frumvarpið 593 samdi ásamt fleirum, ráðið stefnunni, nema e.t.v. um bann við laxveiði í sjó. Þessar skoðanir hafa sýnilega byggzt á því, hvort um almennar takmarkanir væri að ræða eða ekki, og hann hef- ur talið, að slíkar takmarkanir væru heimilar, þó að þær leiddu til þess, að mönnum yrði með öllu ógerlegt að fénýta sér veiði- vötn sín og þó að menn hafi áður haft tekjur af vötnunum. Alþingi ákvað loks, fjórum árum eftir að heildarlög um lax- og silungs- veiði voru fyrst sett, að bætur skyldu greiddar, ef menn misstu með öllu veiði sína vegna löggjafarinnar. Umræðurnar um þessi efni sína ljóslega, að hugmyndir þingmanna um lagaskyldu hér að lútandi hafa verið óljósar. Jafnvel þeir lögfræðingar, sem taka til máls, forðast að fullyrða nokkuð um þetta atriði. Á það er hins vegar að líta, að lagabreytingarnar 1936 og 1957 sýna, að löggjafinn hefur viljað veita bætur í fleiri tilvikum en ætlazt var til í upphafi. Þykir verða að hafa hliðsjón af þessari stefnu, þó að ekki verði fullyrt, að hún byggist á ljósum hug- myndum um skyldu samkvæmt stjórnarskránni. Um einstök atriði, varðandi viðhorf löggjafans, er að öðru leyti áður rætt. Auk þess, sem vitað verður um ríkjandi hugmyndir um tak- mörk eignarréttar af þeim gögnum, sem rakin hafa verið, þykir við úrlausn í máli þessu eiga að hafa til hliðsjónar almenn sjón- armið, byggð á eðli máls. Er þess þá að geta, að það mælir með því, að stefnanda verði dæmdar bætur fyrir minkahús, búr og tæki, að hér var um verulegt tjón að ræða, að þeir, sem biðu tjón vegna ákvæða laga um bann við minka- eldi, voru fáir, að minkaeldi var til þess fallið að vera aðalatvinna, að tjón sitt vegna laga nr. 32/1951 getur stefnandi ekki fengið bætt með þeim almennu áhrifum, sem lögunum var ætlað að hafa til hagsbóta fyrir almenning. Hins vegar mælir það gegn því, að stefnanda verði dæmdar bætur, að ekki verði því settar of þröngar skorður, að með löggjöf sé stefnt að umbótum á atvinnuháttum, að bannið gegn minkaeldi var almennt og skyldi þjóna al- mannahagsmunum. Ástæða er til að geta þess, að í 67. gr. stjórnarskrárinnar segir, að engan megi skylda til að láta af hendi eign sína, nema sérstaklega standi á. Telja verður, að þetta taki til þess, er mönn- um er með öllu meinað að nota eignir sínar, eins og er í þessu máli. Er það því ekki atriði, sem orkar á úrslit málsins, að hér 38 594 var ekki um yfirfærslu eignarréttar til ríkisins að ræða, heldur að eignir voru gerðar verðlausar. Styðst þessi niðurstaða við, að fjártjónið er hið sama, hvort heldur er. Þegar allt er virt, sem nú hefur verið rakið, verður að telja, að almenn sjónarmið og hugmyndir þær, sem fram koma í lög- um og dómum, feli í sér sterkari rök með en móti því, að stefn- anda verði dæmdar bætur fyrir minkahús, búr og tæki. Verður þessi hluti kröfu hans því tekinn til greina með kr. 424.400.00, eins og krafizt er. Að því er varðar kröfu stefnanda um bætur fyrir missi hags- vonar (kr. 1.053.056.04) er þessa að geta: Stefnandi hafði ekki fengið sérstakt leyfi eða löggildingu til minkaeldis. Í lögum um loðdýrarækt og loðdýralánadeild nr. 38/ 1937, sbr. lög nr. 94/1940, og lögum um loðdýrarækt nr. 112/ 1947, en lög þessi giltu, meðan stefnandi hafði minkaeldi í Kópa- vogi, segir, að fá skuli sérstakt leyfi til loðdýraræktunar og loð- dýraeldis og að úttekt skuli gerð á loðdýragörðum. Stefnandi hafði ekki slíkt leyfi, og ekki hafði heldur farið fram úttekt á húsi hans og útbúnaði. Hefur því verið haldið fram, að laga- ákvæði þessi hafi ekki verið framkvæmd, og af hálfu stefnda verið tekið fram, að ekki sé byggt á því í málinu, að eftir þeim hafi ekki verið farið, varðandi stefnanda. Hins vegar verður að byggja á því í málinu, að stefnandi hafði ekki fengið sérstök atvinnuréttindi, sem talin verði eign, og verða honum því þegar af þeirri ástæðu ekki dæmdar bætur fyrir missi hagsvonar á grundvelli 67. gr. stjórnarskrárinnar. Það styður þessa niðurstöðu, að í lögum finnast þess dæmi, að munur er á því gerður, hvort um er að ræða tjón á líkam- legum hlutum, sem þegar eru fyrir hendi, og á missi hagnaðar, sbr. 4. tl. 136. gr. vatnalaga nr. 15/1923 svo og 2. mgr. 15. gr. farsóttalaga nr. 10/1958 andstætt 7. mgr. 16. gr. sömu laga. Í sömu átt ganga þeir dómar um tjón af skipulagsaðgerðum, er áður eru nefndir. Þess er loks að geta, sem enn styður fyrrgreinda niðurstöðu, að stefnandi hafði ekki haft tekjur af minkarækt eða eldi, og varð bannið í lögum nr. 32/1951 því ekki til að minnka tekjur hans. Gæti því ekki til þess komið, að honum yrðu dæmdar bætur fyrir röskun á stöðu og högum eftir almennum reglum bótaréttar. Úrslit máls þessa verða því þau, að stefndi verður dæmdur til að greiða stefnanda kr. 424.400.00 auk vaxta, eins og kraf- 595 izt er, þó þannig, að með tilliti til sýknukröfu stefnda verða vextir aðeins reiknaðir frá birtingardegi stefnu, 8. desember 1960, enda hafði fyrri málssókn stefnanda lokið með því, að það mál var hafið. Eftir þessum úrslitum er rétt, að stefndi greiði stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 40.000.00. Þór Vilhjálmsson borgardómari kvað upp dóm þenna. Með- ferð málsins hefur tekið langan tíma vegna anna og þess, að hér er um viðamikið sakarefni að ræða. Dómsorð: Stefndi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði stefnanda, Guðmundi Ásbjörnssyni, kr. 424.400.00 auk 9% vaxta p. a. frá 8. desember 1960 til 29. sama mánaðar og 7% vaxta p. a. frá þeim degi til greiðsludags svo og kr. 40.000.00 í máls- kostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 596 Þriðjudaginn 16. júní 1964. Nr. 55/1963. Verkamannafélagið Dagsbrún (Egill Sigurgeirsson hrl.) gegn Kassagerð Reykjavíkur h/f (Páll S. Pálsson hrl.) og Kassagerð Reykjavíkur h/f gegn Verkamannafélaginu Dagsbrún, Eðvarð Sigurðssyni, Guðmundi J. Guðmunds- syni, Tryggva Emilssyni, Tómasi Sigurþórs- syni, Kristjáni Jóhannessyni, Halldóri Björns- syni og Hannesi M. Stephensen. Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson og Gizur Bergsteinsson og prófessorarnir Ármann Snævarr, Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Valdbeiting verkfallsmanna. Lögbann. Dómur Hæstaréttar. Verkamannafélagið Dagsbrún hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar, að því er til þess tekur, með stefnu 29. april 1963 og krafizt þess, að hinum áfrýjaða dómi verði hrund- ið og að fellt verði úr gildi lögbann það, sem á var lagt hinn 21, júní 1961. Kassagerð Reykjavíkur h/f hefur áfrýjað málinu af sinni hálfu með stefnu 30. apríl 1963 og krafizt staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Hvorki veittu lög um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/ 1938 né önnur réttarákvæði aðaláfrýjanda heimild til þeirr- ar valdbeitingar gegn Kassagerð Reykjavíkur h/f, sem sönn- uð er á hendur honum í máli þessu og lýst er í héraðs- dómi. Með þessari athugasemd ber að staðfesta héraðs- dóminn. 597 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 22. apríl 1963. Mál þetta, sem dómtekið var 26. f. m., hefur Kassagerð Reykja- víkur h/f, hér í borg, höfðað fyrir bæjarþinginu með utanréttar- stefnu, birtri 24. júní 1961, gegn stjórn Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, þeim Eðvarð Sigurðssyni formanni, Litlu-Brekku, Guðmundi J. Guðmundssyni varaformanni, Ljósvallagötu 12, Tryggva Emilssyni ritara, Akurgerði 4, Tómasi Sigurþórssyni gjaldkera, Skipholti 26, Kristjáni Jóhannessyni fjármálaritara, Rauðarárstíg 3, Halldóri Björnssyni meðstjórnanda, Kleppsvegi 24, og Hannesi M. Stephensen meðstjórnanda, Hringbraut 76, öll- um í Reykjavík, persónulega og fyrir hönd Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, in solidum til greiðslu á tjónbótum, að fjárhæð kr. 338.457.14, með 8% ársvöxtum af þeirri fjárhæð frá 21. júní 1961 til greiðsludags svo og til greiðslu málskostnaðar að mati dómarans. Þá krefst stefnandi staðfestingar á lögbanni, uppkveðnu að kröfu hans á hendur stefndu af borgarfógetanum í Reykjavík hinn 21. júní 1961. Stefndu hafa gert þær dómkröfur, að umrædd lögbannsgerð verði felld úr gildi og að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnanda. Jafnframt krefjast þeir málskostnaðar úr hendi stefn- anda að mati dómarans. Til vara gera stefndu þær dómkröfur, að skaðabótakrafa stefnanda verði stórlega lækkuð og að máls- kostnaður verði látinn niður falla. Í þinghaldi 18. febrúar 1963 óskuðu aðiljar eftir því, að sakar- efni yrði skipt, þannig að málið yrði sótt og varið að svo stöddu um staðfestingu lögbannsins eingöngu. Ákvað dómarinn að skipta sakarefninu að þessu leyti, og fór fram munnlegur mál- flutningur um þann hluta málsins hinn 26. f. m. Er dómur þessi því eingöngu um það atriði. Í þessum hluta málsins hefur stefnandi gert þær dómkröfur, að framangreint lögbann verði staðfest, en stefndu hafa krafizt þess, að lögbannið verði fellt úr gildi. Málsatvik eru þessi: Í maí- og júnímánuði 1961 var Verkamannafélagið Dagsbrún í verkfalli við atvinnurekendur. Stefnandi máls þessa rekur iðn- fyrirtæki, og eru starfsmenn þess að mestu eða öllu leyti félass- 598 menn í félagi verksmiðjufólks, Iðju, en það félag var eigi í verkfalli á þessum tíma. Stefnandi hefur verksmiðjur við Skúla- götu og Kleppsveg, hér í borg. Notaði fyrirtækið eigin vörubif- reiðar til flutninga á efnivöru milli verksmiðjustaða þessara. Stefndu töldu ökumenn bifreiðanna tilheyra félagsskap sínum, og á tímabilinu frá 29. maí til 21. júní hindruðu félagsmenn hins stefnda félags, „verkfallsverðir“, að flutningar gætu farið fram með bifreiðunum milli verksmiðjustaða stefnanda. Kom til einhverra átaka í þessu sambandi, og tókst „verkfallsvörðun- um“ að hindra flutninga að einhverju leyti. Hinn 21. júní s. á. fékk stefnandi sett á lögbann við þessum aðgerðum „verkfalls- varðanna“, og er mál þetta höfðað til staðfestingar á því lög- banni svo og til greiðslu skaðabóta vegna þess tjóns, er stefn- andi telur sig hafa orðið fyrir vegna aðgerðanna. Stefnandi styður kröfu sína þeim rökum, að þessar aðgerðir „verkfallsvarðanna“ gegn sér hafi verið algerlega ólögmætar og refsiverðar. Stefnandi hafi ekki verið aðili að verkfalli því, er félag stefnda hafi verið í, og því hafi sér verið heimilt að halda áfram starfrækslu sinni með aðstoð starfsmanna sinna, sem ekki hafi verið í verkfalli. „ Verkfallsverðirnir“, sem hafi haft í frammi aðgerðir sínar í nafni hins stefnda félags, hafi hindrað stefnanda í að starfrækja iðnfyrirtæki sitt á eðlilegan hátt. Hafi þeir haft í frammi ofbeldi, meðal annars ruðzt inn í verksmiðjustað sinn og knúið það fram, að efnivörur, sem þegar voru fluttar þangað, hafi verið settar á bifreiðina aftur og hún flutt út fyrir verksmiðjustaðinn, og eins hindrað Það, að vöru- bifreið með efnivöru hafi komizt inn á verksmiðjustaðinn af götu. Einnig hafi „verkfallsverðirnir“ haft í frammi hótanir um ofbeldi og þannig haft fram stöðvun á notkun vörubifreiðanna. Stefndu reisa kröfu sína á því, að aðgerðir „verkfallsvarð- anna“ hafi í alla staði verið lögmætar. Verkamannafélagið Dags- brún hafi verið í lögmætu verkfalli við atvinnurekendur. Stefn- andi hafi haft í þjónustu sinni félagsmenn í Dagsbrún, sem hafi haft með höndum akstur vörubifreiða hans, en til þeirra hafi verkfall félagsins tekið. Stefnandi hafi ætlað að láta aðra starfs- menn sína annast akstur bifreiðanna, og hafi „verkfallsverð- irnir“ með aðgerðum sínum einungis viljað meina stefnanda Það. 18. gr. laga nr. 80 frá 1938 um stéttarfélög og vinnudeilur bannar stefnanda að stuðla að því að afstýra lögmætri vinnu- stöðvun með aðstoð meðlima annarra stéttarfélaga eða sam- banda, sem að vinnustöðvuninni standa, en Iðja er aðili að Al- 599 þýðusambandi Íslands sem og Verkamannafélagið Dagsbrún. Lög nr. 50 frá 1940 um lögreglumenn, 4. gr., banna lögreglumönn- um að hafa afskipti af verkföllum, en af því ákvæði leiði, að það sé hlutverk þeirra aðilja sjálfra, sem í verkfalli eru, að hafa á hendi réttarvörzlu, að því leyti sem hér átti sér stað. Að- gerðir „verkfallsvarðanna“ hafi því verið algerlega lögmætar og refsilausar, enda hafi saksóknari ríkisisns, sem hafði fengið til meðferðar kæru vegna þeirra, ekki fyrirskipað frekari að- gerðir af hálfu ákæruvaldsins gegn þeim, og slíkri ákvörðun geti borgaralegur dómur eigi breytt. Fyrst við hinn munnlega flutning málsins nú hreyfði lög- maður stefndu því, að ekki hafi verið reynt að sanna, að hindr- anir hafi átt sér stað af hálfu „verkfallsvarðanna“. Í lögbannsmálinu, sem lagt hefur verið fram í þessu máli, lagði stefnandi fram gögn til sönnunar því, að hindranir hafi átt sér stað. Eru þar í fyrsta lagi úrklippur úr dagblöðum borg- arinnar frá umræddum tíma. Í dagblaðinu Vísi frá 14. júní 1961 segir m. a. undir fyrirsögninni „Átök við Kassagerðina í gær“: „Til átaka kom í gær við Kassagerð Reykjavíkur, er verkfalls- verðir Dagsbrúnar reyndu að stöðva tvo bila, sem voru að flytja pappa í verksmiðjuna frá nýju verksmiðjuhúsunum í Klepps- holti. Stóð í þriggja tíma þófi milli forystumanna Kassagerð- arinnar og verkfallsvarða, og var fulltrúi lögreglustjóra ásamt yfirlögregluþjóni kvaddur á vettvang ........ Forsaga málsins er sú, að 29. maí hindraði Dagsbrún keyrslu á efni í Kassagerð- ina. ...... Síðan hafa engir flutningar átt sér stað fyrr en í sær. ...... Er bílarnir komu í Kassagerðina á Skúlagötu, gerðu verkfallsverðir tilraunir til þess að stöðva þá, en þeir sátu ekið inn í portið. Ruddist þá að stór hópur verkfallsvarða undir stjórn Guðmundar J. Guðmundssonar, og gerðu þeir þá kröfu, að bílunum yrði aftur ekið í vörugeymsluna í nýju Kassagerð- inni og affermdir þar. Því var neitað, og gerði Kristján Jóhann, forstjóri Kassagerðarinnar, boð eftir lögreglunni og krafðist þess, að hún kæmi úr húsum sínum verkfallsvörðunum, sem þar ættu ekkert erindi. Stóð í þófi alllengi, og var að síðustu á það sætzt, að aðgerðum skyldi frestað um einn dag. Hurfu verkfallsmenn á brott, en bílunum var ekið út á götuna, þar sem þeir stóðu í nótt undir lögregluvernd.“ Í dagblaðinu Þjóðviljanum frá sama degi, 14. júní 1961, segir undir fyrirsögninni „Kassagerðin reyndi verkfallsbrot“ á þessa leið m. a.: „Kassagerðin lét senda tvo bíla frá nýju húsakynn- 600 unum við Kleppsveg að húsinu við Skúlagötu og Vitastíg. Verk- fallsverðirnir við Kleppsveginn gerðu þegar viðvart, og fór hópur verkfallsvarða á vettvang. Vörubílarnir voru báðir komnir inn í hús og búið að taka tvær pappírsrúllur af öðrum þeirra. Stóð í nokkru þófi, þar til Kassagerðarmenn létu undan síga, og voru rúllurnar tvær aftur settar á vörubílinn og vörubílunum síðan ekið út. Lögreglu- og verkfallsverðir munu síðan sjá um, að bílarnir verði ekki hreyfðir.“ Og í sama dagblaði 16. júní 1961 segir m. a: „Í særmorgun reyndi Kassagerðin enn verkfalls- brot, og var þar stapp á Þriðju klst., þar til annar bíllinn, sem verið var að brjóta með, var lokaður inni, en lögreglan fjar- lægði hinn frá verksmiðjunni, þangað sem hann verður geymdur.“ Í útskrift úr dagbók lögreglunnar í Reykjavík, síðdegisvakt 13. júní 1961, segir svo m. a.: „Kl. 15.30 var lögr. kvödd að Kassagerðinni við Vitastíg vegna verkfallsmáls. .... Tilefni máls þessa var það, að papparúllur höfðu verið fluttar af lagernum við Kleppsveg í verksmiðjuna, og höfðu verkfallsverðir stöðvað affermingu bílanna vegna meints verkfallsbrots. Málið var leyst í bili með því, að bílarnir voru fluttir út úr verksmiðjunni með farminum á og lögregluvörður settur við þá.“ Og í skýrslu lög- reglunnar, dags. 15. júní 1961 og undirritaðri af yfirlögreglu- þjóni, segir m. a.: „Kl. um 9 var hringt á mig undirritaðan frá lögregluvarðstofunni og tilkynnt, að ágreiningur vegna verk- fallsins ætti sér stað við Kassagerð Reykjavíkur við Vitastíg. „22. Ég undirritaður fór þegar á staðinn. Vörubifreið með þremur stórum papparúllum stóð á ská í götunni. Við hana voru nokkrir tugir manna, sem kváðust vera verkfallsverðir, og fáeinir lög- reglumenn, en inni í geymsluhúsinu var önnur vörubifreið með þremur stórum Þapparúllum, og stóð þar hópur manna, sem kváðust vera verkfallsverðir og gerðu kröfu til, að vörubifreiðin yrði færð út úr geymslunni með farminum á. .... Eftir nokk- urt þóf ákvað lögreglufulltrúinn í samráði við mig, að geymslu- húsdyrunum skyldi lokað og bifreið sú, er inni var, skyldi vera þar óhreyfð, en sú bifreið, er úti var, skyldi færð á Vitatorg og lagt þar, og var það gert.“ Af því, sem nú hefur verið rakið, þykir nægilega í ljós leitt, að „verkfallsverðirnir“ hafi á eindæmi sitt haft uppi aðgerðir gegn stefndanda til hindrunar því, að hann gæti notað bifreið. ar sínar. Í þessu máli er bað atriði eigi til úrlausnar, hvort stefnandi hafi brotið gegn ákvæðum laga nr. 80/1938 um stéttarfélög 601 og vinnudeilur, heldur það, hvort „verkfallsverðirnir“ hafi haft lagaheimild til þess að hafa réttarvörzlu í því efni. Eigi verður séð, að 18. gr. laga nr. 80/1938 né heldur 4. gr. laga nr. 50/1940 um lögreglumenn veiti aðiljum að vinnustöðvun rétt til þess að taka í sínar eigin hendur réttarvörzlu. Framangreindar aðgerðir „verkfallsvarðanna“ voru því ólögmæt réttarvarzla af þeirra hálfu. Skiptir í þessu efni eigi máli, þótt ákæruvaldið hafi af sinni hálfu eigi fyrirskipað frekari aðgerðir. Ber því að stað- festa lögbann það, sem sett var við aðgerðum þeirra af borgar- fógetanum í Reykjavík hinn 21. júní 1961. Emil Ágústsson borgardómari kvað upp dóm þenna, en upp- kvaðning hans hefur dregizt nokkuð vegna páskahelgarinnar. Dómsorð: Framangreint lögbann staðfestist. Úrskurður fógetadóms Reykjavíkur 21. júní 1961. Af hálfu gerðarbeiðanda, Kassagerðar Reykjavíkur h/f, hefur þess verið krafizt, að lögbann verði lagt við því, að stjórn Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar, þeir Eðvarð Sigurðsson formaður, Litlu-Brekku, Guðmundur J. Guðmundsson varaformaður, Ljós- vallagötu 12, Tryggvi Emilsson ritari, Akurgerði 4, Tómas Sigur- Þórsson gjaldkeri, Skipholti 26, Kristján Jóhannesson fjármála- ritari, Rauðarárstíg 3, Halldór Björnsson meðstjórnandi, Klepps- vegi 24, og Hannes M. Stephensen meðstjórnandi, Hringbraut 76, persónulega eða í nafni félagsins hindri eða láti aðra félags- menn hindra afgreiðslu, móttöku og flutninga á vörum að og frá verksmiðjuhúsum gerðarbeiðanda við Kleppsveg og að Skúla- götu 26, framkvæmda af starfsmönnum gerðarbeiðanda, sem ekki eru félagsbundnir í launþegasamtökum, sem eiga í verkfalli. Gerðarbeiðandi hefur krafizt málskostnaðar úr hendi gerðar- þola Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Af hálfu gerðarþola er mótmælt framgangi hinnar umbeðnu lögbannsgerðar og þess krafizt aðallega, að lögbannskröfunni verði vísað frá fógetaréttinum, en til vara, að um hana verði synjað. Í báðum tilvikum er málskostnaðar krafizt úr hendi gerðarbeiðanda. En ef fógeti teldi rétt að taka kröfu gerðarbeið- anda um lögbann til greina, er þess krafizt, að gerðarbeiðanda verði gert að setja lögbannstryggingu, kr. 500 þúsund eða aðra upphæð að mati fógeta. 602 Lögbannsbeiðni þessi barst fógetarétti Reykjavíkur hinn 15. þessa mánaðar og er samdægurs tekin fyrir í fógetaréttinum. Að loknum munnlegum flutningi, er fór fram hinn 19. þessa mánaðar, var málið tekið til úrskurðar. Gerðarbeiðandi skýrir þannig frá málavöxtum af sinni hálfu, að það hafi þráfaldlega komið fyrir að undanförnu, að starfs- menn hans, þeir sem annast fermingu, akstur og affermingu flutningabifreiða, hafi verið hindraðir í störfum sínum af mann- söfnuði, sem hafi sagzt vera verkfallsverðir á vegum Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar í verkfalli því, sem nú stendur yfir. Hinn 29. maí s.l. hafi þeir t. d. stöðvað efnivöruflutninga milli verksmiðjuhúsa gerðarbeiðanda við Kleppsveg og að Skúlagötu 26. Daginn eftir hafi enn komið verkfallsverðir, tekið nýlos- aðan vörufarm, hent honum aftur upp á vörubílinn og neytt bílstjórann til þess að aka farminum þangað, sem hann hafði verið tekinn. Fyrir liggur í málinu endurrit bréfs, sem umboðs- maður gerðarbeiðanda ritaði Dagsbrún af þessu tilefni. Hefur bréfið að geyma mótmæli gegn aðförum þessum og áskilnað um hvers konar rétt í því sambandi, og er á endurritinu kvittun starfsmanns Dagsbrúnar um móttöku samrits hinn 12. þ. m., en bréfið er lagt fram sem rskj. nr. 3. Gerðarbeiðandi segir, að þessu bréfi hafi ekki verið svarað. Þá hafi komið til svipaðra atvika dagana 13. og 15. þessa mánaðar við dyr og í porti kassagerðarinnar. Hafi þangað safn- azt mannsöfnuður, sem stjórnað hafi verið af framkvæmdastjóra Dagsbrúnar, haft í frammi hótanir og yfirgang annan og hindr- að störf manna. Er vísað til endurrita af dagbók lögreglunnar í Reykjavík, sjá rskj. nr. 18, en yfirvöld lögreglunnar hafi ekki þótzt geta aðhafzt neitt til að skakka leik þenna, þar eð vera mætti, að slíkt mætti telja afskipti af vinnudeilu. Gerðarbeiðandi hefur lagt fram sem rskj. nr. 7 í máli þessu endurrit bréfs til formanns Félagsdóms, þar sem Félag íslenzkra iðnrekenda kærir Verkamannafélagið Dagsbrún fyrir brot á lög- um um stéttarfélög og vinnudeilur. Þá hefur gerðarbeiðandi og með bréfi sínu til yfirsakadómar- ans í Reykjavík, dags. 19. þ. m., kært aðfarir þessar til refs- ingar, þar eð aðfararmenn hafi gerzt sekir við umferðarlög, almenn hegningarlög og lögreglusamþykkt Reykjavíkur. Endur- rit kærubréfsins hefur verið lagt fram sem rskj. nr. 12 í máli þessu. Ekki liggur fyrir í gögnum málsins, hvaða meðferð erindi þessi hafi fengið. 603 Gerðarbeiðandi telur sannað mál, að Dagsbrún hafi látið stöðva akstur á vegum verksmiðjunnar með valdbeitingu. Sú valdbeit- ing sé algerlega ólögmæt í hverri grein. Er á það bent, að gerð- arbeiðandi sé ekki aðili að Vinnuveitendasambandi Íslands, sem Verkamannafélagið Dagsbrún eigi í kjaradeilu við, og séu gerðar- beiðanda því sakir þessara aðilja óviðkomandi, og úrslit kaup- deilunnar bindi gerðarbeiðanda ekki á neinn veg. Aftur á móti sé gerðarbeiðandi aðili að Félagi íslenzkra iðnrekenda, og starfs- menn hans séu félagar í Iðju, félagi verksmiðjufólks, sem ekki eigi í neinni kjaradeilu. Hafi gerðarbeiðandi alltaf látið þessa starfsmenn sína aka bílum fyrirtækisins eftir hentugleikum hverju sinni og átölulaust af öllum, og deila Dagsbrúnar við vinnuveitendasambandið eigi ekki á neinn hátt að raska þeirri tilhögun. Af hálfu gerðarþola er þessari lögbannskröfu mótmælt sem rangri og órökstuddri og andstæðri lögum. Því er fyrst og fremst haldið fram, að verkfall það, sem Verka- mannafélagið Dagsbrún á nú í, sé löglegt í skilningi laga nr. 80 frá 1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, og hafi engin mótmæli komið fram gegn lögmæti þess út af fyrir sig. Af því leiði fyrst og fremst, að ágreining slíkan sem þenna hafi átt að leggja fyrir Félagsdóm, sbr. 44. grein laganna. Þetta hafi gerðarbeiðandi ekki gert, og er bréfi til formanns Félagsdóms á rskj.nr.7 mótmælt sem algerri markleysu. Með því að krefjast lögbanns sé gerðar- beiðandi að reyna að draga málefni þetta undir hinn almenna dómstól andstætt lögum. Beri þegar af þessari ástæðu að hafna kröfu gerðarbeiðanda með frávísun fógetamálsins. Þá er því í annan stað haldið fram, að þessu lögmæta verk- falli sé af hálfu Dagsbrúnar löglega framfylgt, og séu aðgerðir verkfallsgæzlumanna félagsins gegn gerðarbeiðanda á fullum rökum reistar, en það skilyrði fyrir framgangi lögbanns, að gerðarþoli þess hafi með ólögmætum hætti raskað rétti gerðar- beiðanda, sé ekki fyrir hendi. Lögfylgjur lögmæts verkfalls verði ekki stöðvaðar með lögbanni. Dagsbrún sé eina stéttarfélagið, sem hafi í samningum sínum ákvæði um kaup og kjör við slíka vöruflutninga, sem hér um ræðir, og hafi almennt verið farið eftir því. Aðild Dagsbrúnar til samninga um þessi störf hafi aldrei verið dregin í efa, og sé þess jafnframt að gæta, að Iðja, félag verksmiðjufólks, semji ekki um neina vinnu utan verk- smiðjuveggs. Er gagnstæðum fullyrðingum gerðarbeiðanda, hér að lútandi, mótmælt sem röngum. Í stuttu máli sé hér ekki 604 öðrum samningsaðilja til að dreifa en Dagsbrún, og þurfi ekki að fara mörgum orðum um heimild Dagsbrúnar til þess að semja um vinnu á sínu starfssviði og að knýja þá samninga fram með verkfalli, og geti slíkt verkfall vitanlega snert fleiri aðilja en þá, er það beinist aðallega gegn. Þar eð nú víst sé, að menn þeir, sem gerðarbeiðandi lét starfa að nefndum flutningum, hlíta samningum Dagsbrúnar, sé alls- endis óheimilt að láta félaga í Iðju taka við störfum þeirra, enda hafi Iðja enga samninga um verk þessi, en aftur á móti séu bæði Dagsbrún og Iðja í Alþýðusambandi Íslands. Er vísað til 18. gr. laga nr. 80 frá 1938 um þetta. Annars hefur gerðarþoli látið leggja fram í máli þessu félags- lög sín og vísar sérstaklega til 2. greinar, liða 9 og 10, en þar segir, að tilgangur félagsins sé að skipuleggja innan félagsins m. a. alla þá bifreiðarstjóra, sem aka vöruflutningabifreiðum í þjónustu annarra, og alla verkamenn aðra, sem vinna að hvers konar framleiðslu og flutningastörfum öðrum og ekki taka laun samkvæmt samningum eða samþykktum annarra viðurkenndra verkalýðsfélaga. Sjá rskj. nr. 15. Enn fremur er vitnað í félags- lög Iðju, félags verksmiðjufólks, og bent á ákvæði, sem gefi til kynna, að því félagi sé ætlað að ná til þeirra, sem starfi við tilbúning verksmiðjuvarnings, 1—4. gr. félagslaga, sbr. rskj. nr. 16. Loks er lagt fram í málinu sem rskj. 17 samningur Iðju og Félags íslenzkra iðnrekenda, og er vísað til 22. greinar, þar sem segir, að allt verksmiðjufólk skuli félagsbundið í Iðju. Gerðarbeiðandi hefur lagt fram yfirlýsingu frá Félagi íslenzkra iðnrekenda, dagsetta 19. þ. m., undirritaða af Pétri Sæmundsen. Segir þar, að aldrei muni það hafa verið haft á orði fyrr en nú, að starfssvið félagsmanna í Iðju takmarkaðist við „verksmiðju- vegg“, enda sé sú ekki raun á. Er bent á fyrirkomulag í þess- um efnum hjá ýmsum iðnfyrirtækjum, þar sem framleiðsla fer að meira eða minna leyti fram utan dyra og þar sem um „úti- lagera“ sé að ræða. Þá sé það svo, að útkeyrslumenn margra fyrirtækja séu félagar í Iðju ágreiningslaust af hálfu Dagsbrún- ar, og margir þessara manna hafi útkeyrsluna að aðalstarfi, en aðrir vinni jafnframt almenn störf í verksmiðju. Er yfirlýs- ing þessi lögð fram í málinu sem rskj. nr. 13 og enn fremur í rskj. nr. 19 og þar með áritun Ingimundar Erlendssonar f. h. Iðju á þá leið, að rétt sé frá skýrt í yfirlýsingunni, en þó hafi skrifstofa Iðju ekki upplýsingar um, hvaða sérgreind störf félags- 605 menn hennar vinni, og eigi það að sjálfsögðu einnig við um út- keyrslumenn. Þessari yfirlýsingu svo og áritun Ingimundar Erlendssonar er mótmælt sem rangri og óstaðfestri af hálfu gerðarþola. Því hefur verið haldið fram, að málið heyri undir Félagsdóm, en ekki almennu dómstólana, og bæri því að vísa því frá fógeta- réttinum. Gerðarbeiðandi hefur haldið fram, að hann sé ekki í Vinnu- veitendasambandi Íslands og ekkert af sínu starfsfólki í Dags- brún né í öðru félagi, sem stofnað hafi til verkfalls. Þar sem þessi stafhæfing er ekki afsönnuð, verður ekki séð, að mál þetta falli undir Félagsdóm, og verður því frávísunarkröfu gerðar- þola hrundið. Það er fram komið í málinu, að gerðarþoli hafi látið hindra störf gerðarbeiðanda, og þar sem ekki er útilokað, að aðgerðir þessar kunni að vera ólöglegar og brot á rétti gerðarbeiðanda, þykir verða að leyfa framgang hinnar umbeðnu lögbannsgerðar á ábyrgð gerðarbeiðanda og gegn tryggingu, sem er talin hæfi- lega ákveðin kr. 100 þúsund. Málskostnaðarkröfur aðiljanna verða ekki teknar til greina sérstaklega hér fyrir fógetaréttinum. Því úrskurðast: Umbeðin lögbannsgerð skal fram fara á ábyrgð gerðar- beiðanda og gegn 100 þúsund króna lögbannstryggingu, sem rétturinn tekur gilda. Lögbannsgerð fógetadóms Reykjavíkur 21. júní 1961. Úrskurðurinn var lesinn í réttinum. Var viðstaddur uppkvaðn- inguna Kristján Jóh. Kristjánsson, forstjóri Kassagerðar Reykja- víkur h/f, og með honum Páll S. Pálsson hæstaréttarlögmaður. Egill Sigurgeirsson hæstaréttarlögmaður mætti fyrir gerðarþola. Mættur Kristján Jóh. Kristjánsson afhendir réttinum tékka, að fjárhæð kr. 100.000.00. Lýsti fógeti þá yfir, að hann legði lögbann við því, að stjórn Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, þeir Eðvarð Sigurðsson, Litlu- Brekku, Guðmundur J. Guðmundsson, Ljósvallagötu 12, Tryggvi Emilsson, Akurgerði 4, Tómas Sigurþórsson, Skipholti 26, Krist ján Jóhannesson, Rauðarárstíg 3, Halldór Björnsson, Kleppsvegi 24, og Hannes M. Stephensen, Hringbraut 76, persónulega eða 606 í nafni félagsins, hindri eða láti aðra félagsmenn hindra af- greiðslu, móttöku og flutninga á vörum að og frá verksmiðjuhúsum gerðarbeiðanda við Kleppsveg og að Skúlagötu 26, framkvæmda af starfsmönnum gerðarbeiðanda, sem ekki eru félagsbundnir í launþegasamtökum, sem eiga í verkfalli. Agli Sigurgeirssyni hæstaréttarlögmanni er kunn þýðing lög- bannsins. Hann tekur fram, að úrskurði þessum verði áfrýjað þegar í stað af hálfu gerðarþola. Laugardaginn 20. júní 1964. Nr. 31/1964. Landsbanki Íslands (Guðmundur Pétursson hrl.) sesn Sigurbirni Eiríkssyni og gagnsök (Guðlaugur Einarsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Ármann Snævarr eg Magnús Þ. Torfason. Skuldamál. Fjárnám. Dómur Hæstaréttar. Það er upphaf þessa hæstaréttarmáls, að gagnáfrýjandi, Sigurbjörn Eiríksson, skaut til dómsins með stefnu 14. febrú- ar 1964, að fengnu áfrýjunarleyfi sama dag, fjárnámsgerð, er Björn Sveinbjörnsson, settur sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu, framkvæmdi hinn 31. október 1963, en aðaláfrýjandi, Landsbanki Íslands, gagnáfrýjaði þeirri fjár- námsgerð samkvæmt heimild í 3. mgr. 20. gr. laga nr. 57/ 1962 með stefnu 18. febrúar 1964, sbr. úrskurð Hæstaréttar um ágreining aðilja 9. marz 1964. Samkvæmt áfrýjunar. leyfi 21. febrúar 1964 áfrýjaði gagnáfrýjandi því næst með stefnu sama dag héraðsdómi, fjárnámsgerð, er Þorsteinn 607 Thorarensen, borgarfógeti í Reykjavík, framkvæmdi hinn 22. október 1963, greindri fjárnámsgerð frá 31. október 1963, fjárnámsgerð, er Skúli Thorarensen, fulltrúi bæjarfógetans í Kópavogi, framkvæmdi 21. nóvember 1963, og fjárnáms- gerð, er Þorsteinn Thorarensen borgarfógeti framkvæmdi 17. janúar og 1. febrúar 1964. Aðaláfrýjandi gagnáfrýjaði með stefnu 21. marz 1964, að fengnu áfrýjunarleyfi 20. s. m., héraðsdómi og greindum fjárnámsgerðum, öðrum en fjárnámsgerðinni frá 31. október 1963, er hann hafði áður áfrýjað, eins og að framan greinir, en áfrýjun þeirrar fjár- námsgerðar af hendi gagnáfryjanda samkvæmt stefnu hans 14. febrúar 1964 var felld niður með útivistardómi Hæsta- réttar 1. mai 1964. Hinn 24. september 1963 greiddi gagnáfrýjandi upp í skuld þá, sem mál þetta er af risið, kr. 100.000.00. Þeirrar greiðslu var af vangá eigi getið í málatilbúnaði aðaláfrýj- anda á bæjarþingi. Hins vegar hefur aðaláfrýjandi í fjár- námskröfum sínum dregið fjárhæð þessa frá dómskuld sagnáfrýjanda. Aðaláfrýjandi gerir þær dómkröfur, að hinn áfrýjaði hér- aðsdómur og fjárnámsgerðir verði staðfest að öðru en því, að dæmd fjárhæð í héraði lækki um kr. 100.000.00 vegna greiðslu þeirrar, sem getið var. Þá krefst aðaláfrýjandi málskostnaðar hér fyrir dómi úr hendi gagnáfrýjanda. Gagnáfrýjandi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur, málinu vísað frá héraðsdómi, hinar áfrýjuðu fjárnámsgerðir úr gildi felldar og aðaláfrýjanda dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Eigi eru efni til ómerkingar héraðsdóms eftir kröfu gagn- áfrýjanda. Samkvæmt gögnum málsins ber að taka til greina kröf- ur aðaláfrýjanda. Verður gagnáfrýjanda því dæmt að greiða aðaláfrýjanda kr. 1.825.000.00 með 8% ársvöxtum af kr. 1.025.000.00 frá 19. september 1963 til 20. s. m. af kr. 1.275.000.00 frá þeim degi til 21. s. m., af kr. 1.925.000.00 frá þeim degi til 24. s. m. og af kr. 1.825.000.00 frá þeim degi til greiðsludags og svo kr. 60.000.00 í málskostnað í 608 héraði. Þá ber og að staðfesta hinar áfrýjuðu fjárnáms- gerðir. Gagnáfrýjandi greiði aðaláfryjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 100.000.00. Dómsorð: Gagnáfrýjandi, Sigurbjörn Eiríksson, greiði aðal- áfrýjanda, Landsbanka Íslands, kr. 1.825.000.00 ásamt 8% ársvöxtum af kr. 1.025.000.00 frá 19. september 1963 til 20. s. m., af kr. 1.275.000.00 frá þeim degi til 21. s. m., af kr. 1.925.000.00 frá þeim degi til 24. s. m. og af kr. 1.825.000.00 frá þeim degi til greiðsludags og svo málskostnað í héraði, kr. 60.000.00. Hinar áfrýjuðu fjárnámsgerðir staðfestast. Gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 100.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 2. október 1963. Mál þetta, sem dómtekið var í dag, hefur Landsbanki Íslands, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 28. september, gegn Sigurbirni Eiríkssyni, Spítalastíg 7, Reykjavík, til greiðslu skuldar, að fjárhæð kr. 1.925.000.00, með 9% árs- vöxtum frá útgáfudegi tékkanna til greiðsludags og málskostn- aðar að skaðlausu. Jafnframt er krafizt staðfestingar á löghalds- gerðum, sem framkvæmdar voru 24. september s.l. af borgar- fógetanum í Reykjavík í innréttingum og innbúi í veitingahús- inu Glaumbæ, hlutabréfum í Kaupskip h/f, af bæjarfógetanum í Kópavogi í húseigninni Hlíðarhvammi 9, Kópavogi, og af sýslu- manninum í Gullbringu- og Kjósarsýslu í jarðeigninni Álfsnesi í Mosfellssveit. Hina umstefndu skuld kveður stefnandi vera samkvæmt 6 tékk- um, öllum útgefnum af stefnda þannig: Þann 19. september s.l. tékki E nr. 38973 á hlaupareikning 609 nr. 4403 í Útvegsbanka Íslands ............... kr. 200.000.00 Sama dag tékki E 38970 á hlaupareikning nr. 4403 í Útvegsbanka Íslands ................ — 350.000.00 Sama dag tékki D 2840 á hlaupareikning nr. 55 í Samvinnubanka Íslands ..............00... — 475.000.00 Þann 20. september s.l. tékki D nr. 2841 á hlaupa- reikning nr. 55 í Samvinnubanka Íslands .... — 250.000.00 Þann 21. september s.l. tékki D nr. 2844 á hlaupa- reikning nr. 55 í Samvinnubanka Íslands .... — 200.000.00 Þann 21. september s.l. tékki D nr. 2842 á hlaupa- reikning nr. 55 í Samvinnubanka Íslands .... — 450.000.00 Samtals kr. 1.925.000.00 Tékka þessa hafi stefnandi keypt af stefnda dagana 19.—21. september s.l., en við framvísun í viðkomandi bönkum hafi inn- stæða ekki reynzt vera fyrir hendi. Undir rekstri málsins hefur stefnandi fallið frá kröfum um staðfestingu löghaldsgerða. Stefndi hefur látið sækja þing, en þingsókn fallið niður, án þess að andmælum væri hreyft. Verður því samkvæmt 118. gr. laga nr. 85 frá 1936 að dæma málið eftir framlögðum skjölum og skilríkjum, og þar sem þau eru í samræmi við dómkröfur stefnanda. verða þær teknar til greina. Málskostnaður ákveðst kr. 60.000.00, en vextir ákveðast 8%. Reiknast þeir þannig: Af kr. 1.025.000.00 frá 19. september 1963 til 20. s. m., af kr. 1.275.000.00 frá þ. d. til 21. s. m. og af kr. 1.925.000.00 frá þeim degi til greiðsludags Sigurður Líndal, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm benna. Dómsorð: Stefndi, Sigurbjörn Eiríksson, greiði stefnanda, Landsbanka Íslands, kr. 1.925.000.00 með 8% ársvöxtum af kr. 1.025.- 000.00 frá 19. september 1963 til 20. s. m., af kr. 1.275.000.00 frá þ. d. til 21. s. m. og af kr. 1.925.000.00 frá þ. d. til greiðsludags og kr. 60.000.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 39 610 Fjárnámsgerð fógetadóms Reykjavíkur 22. október 1963. Fógeti leggur fram nr. 1 gerðarbeiðni, nr. 2 birtan dóm bæjar- þings Reykjavíkur nr. 1927/1963 svohljóðandi ...... Fyrir gerðarbeiðanda mætir Stefán Pétursson héraðsdómslög- maður og krefst fjárnáms fyrir kr. 1.925.000.00, 8% ársvöxtum af kr. 1.025.000.00 frá 19/9 1963 til 20/9 1963, af kr. 1.275.000.00 frá 20/9 1963 til 21/9 1963 og af kr. 1.925.000.00 frá 21/9 1963 til greiðsludags, kr. 60.000.00 í málskostnað auk kostnaðar við fjárnám og eftirfarandi uppboð, en að frádregnum kr. 100.000.00. Sigurbjörn Eiríksson, Spítalastíg 7, er mættur. Hann segist ekki borga skuldina, en fellur frá aðfararfresti á dóminum á rskj. 2. Með honum mætir Hjörtur Torfason héraðsdómslögmaður. Eftirfarandi var skrifað upp til fjárnáms: Jarðýta (International 7 9). Stefán Pétursson krefst þess, að fram fari fjárnám í ýmiss konar innanstokksmunum í veitingahúsinu „Glaumbæ“ í Fram- sóknarhúsinu, samkvæmt lista, sem hann leggur fram sem rskj. nr. 3, svohljóðandi: Hjörtur Torfason tekur fram, að gerðarbeiðanda sé kunn- ugt, að á munum þessum hvíli veðréttur fyrir skuld, að upp- hæð kr. 1.700.000.00, samkvæmt ákvæðum samþykkts kaup- tilboðs í eignir þessar. Að auki tekur Hjörtur fram, að Magnús Thorlacius hæsta- réttarlögmaður hafi tjáð sér, að hann óskaði þess, að fjár- námi í munum þessum verði frestað um sinn, máske til þess að hann geti komið fram meðalgöngu f. h. Ragnars Þórðarsonar. Stefán Pétursson fær frest til greinargerðar um þetta at- riði til morguns kl. 1130. Þá voru skrifaðir upp til fjárnáms 30 víxlar, hver að upp- hæð kr. 5.000.00, samþykktir af Guðlaugi Bergmann, Laufás- vegi 16, til greiðslu 3ja dag hvers mánaðar, október 1963 til marz 1966, incl. Enn fremur víxill, að upphæð kr. 30.000.00, samþykktur til greiðslu 29/11 1963 af Heiðari Magnússyni, en útgefinn 29/5 1963 af Ólafi Jónssyni, Oddhól. Loks var skrifuð upp hlutafjárinneign hjá Kaupskip h/f, kr. 450.000.00. Hlutabréf hafa enn ekki verið prentuð, en gerðar- boli segist hafa kvitun fyrir Þessari innborgun. Gerðarþoli segist ekki geta bent á frekari eignir hér í um- dæminu. 611 Fógeti lýsti yfir fjárnámi í jarðýtu, 31 víxli og 450.000.00 króna hlutafjárinneign, sem að ofan getur. Var fallið frá virð- ingu. Víxlarnir verða að svo komnu í vörzlu fógeta. Fógeti skýrði þýðingu fjárnámsins fyrir gerðarþola. Fjárnáminu er lokið hér í umdæminu, en Stefán Pétursson getur þess, að hann muni halda gerðinni áfram í Kópavogi og í Gullbringu- og Kjósarsýslu, þar sem gerðarþoli muni eiga eignir. Fjárnámsgerð fógetadóms Gullbringu- og Kjósarsýslu 31. okt. 1963. Fógeti leggur fram nr. 1 beiðni og nr. 2 endurrit fjárnáms- gerðar .... Gerðarþoli, Sigurbjörn Eiríksson, Spítalastíg 7 í Reykjavík, er sjálfur mættur og samþykkir, að gerðin fari fram hér á skrifstofunni. Fyrir gerðarbeiðanda mætir Stefán Pétursson, lögfræðingur Landsbankans, og krefst þess, að gerðinni verði fram haldið hér, og krefst fjárnáms fyrir dómkröfunni, kr. 1.925.000.00, auk kostn- aðar og vaxta, að frádregnum kr. 100.000.00, sem greitt hefur verið. Gerðarþoli kveðst ekki geta greitt skuldina, en vísar á eftir- talda muni til fjárnáms, er voru skrifaðir upp þannig: 1. 17 kýr í Álfsnesi. 2. Ca. 120 varpendur á sama stað. 3. 16 grísir. 4. 5 gyltur. 5. 12 hross. 6. Snúningsvél. 7. Dráttarvél, International. 8. Sláttuvél. 9. Heyblásari. 10. Dieselmótor. 11. Heyforði sá, sem er í Álfsnesi, ca. 600 hestburðir. 12. Skekta með utanborðsvél. 13. 2 heyvagnar. 14. Fólksbifreið, R 10801. 15. Ca. 250 stykki frystar aliendur. Framangreindir munir eru allir í Álfsnesi á Kjalarnesi. Enn fremur vísar gerðarþoli á til fjárnáms jörðina Álfsnes 612 með öllum gögnum og gæðum, er hann kveðst eiga, þótt ekki sé þinglýst eignarheimild. Fallið frá virðingu. Fógeti lýsti yfir fjárnámi í nefndum eignum, að geymdum betra rétti þriðja manns, til tryggingar fjárnámskröfunni og brýndi þýðingu gerðarinnar fyrir gerðarþola. Fjárnámsgerð fógetadéms Kópavogs 21. nóvember 1963. Fógeti leggur fram nr. 1 gerðarbeiðni, nr. 2 endurrit fjár- náms í Reykjavík, svohljóðandi .... Fyrir gerðarbeiðanda mætir Stefán Pétursson héraðsdómslög- maður og krefst fjárnáms .... fyrir kr. 1.925.000.00 með 8% ársvöxtum frá 19/9 1963 til 20/9 1963, af kr. 1.275.000.00 frá 20/9 1963 til 21/9 1963 og af kr. 1.925.000.00 frá 21/9 1963 til greiðsludags, kr. 60.000.00 í málskostnað, .... kostnaði við gerð- ina og eftirfarandi uppboð, allt á ábyrgð gerðarbeiðanda, en kostnað gerðarþola. Gerðarþoli er ekki viðstaddur, en fyrir hann mætir Ellert Tryggvason, sem er hér. Áminntur um sannsögli, kveðst mætti ekki geta greitt. Samkvæmt kröfu umboðsmanns gerðarbeiðanda og ábendingu mætts lýsti fógeti yfir fjárnámi í eignarhluta gerðarþola í Hlíð- arhvammi 9. Fallið var frá virðingu. Fógeti skýrði þýðingu gerðarinnar og brýndi fyrir mættum að skýra gerðarþola frá fjárnáminu .... Upplesið, játaði rétt bókað. Gerðinni, sem að nokkru reynd- ist árangurslaus, lokið. Fjárnámsgerð fógetadóms Reykjavíkur 17. janúar og 1. febr. 1964. Gerðarþoli er mættur og með honum Hjörtur Torfason hér- aðsdómslögmaður. Gerðarþoli bendir á til fjárnáms húseignina Dalbæ í Blesu- gróf samkvæmt heimild eiganda húseignarinnar, Magnúsar Aðal- steins Magnússonar. Er þetta heimildarskjal lagt fram í málinu sem rskj. nr. 21. Svohljóðandi .... Fógeti mun tilnefna virðingarmenn til að virða húseignina Dalbæ, og er málinu frestað á meðan með samþykki mættra. 613 Fyrir gerðarbeiðanda mætir Stefán Pétursson héraðsdómslög- maður. Gerðarþoli er mættur og með honum Hjörtur Torfason héraðs- dómslögmaður. og lýsti fógeti þar yfir fjárnámi í fasteign þeirri ............ Viðstaddur var Hjörtur Torfason héraðsdómslögmaður fyrir gerð- arþola, og er honum kunn þýðing fjárnámsins. Þá var rétturinn fluttur í húsið Dalbæ í Blesugróf. Fógeti lýsti yfir fjárnámi í húseigninni Dalbæ, og er Hirti Torfasyni héraðsdómslögmanni, umboðsmanni gerðarþola, kunn þýðing þess. Laugardaginn 20. júní 1964. Nr. 104/1964. Málmey h/f gegn Árna Gunnlaugssyni, Emil Eyjólfssyni, Guðmundi Guðmundssyni, Gunnari Gunn- arssyni, Ingimundi Sigurjónssyni, Sigurði Þorsteinssyni og Sæmundi Ágústssyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessorarnir Ármann Snævarr og Magnús Þ. Torfason. Kærumál. Krafa um lausn skips úr vörzlu uppboðshaldara. Dómur Hæstaréttar. Með kæru, er borizt hafði sýslumanninum í Gullbringu- og Kjósarsýslu hinn 10. júní 1964, hefur sóknaraðili kært mál þetta til Hæstaréttar og krafizt þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að bann við afhendingu v/b Málmeyjar, SK7, úr dráttarbraut Drafnar h/f verði af létt. Svo krefst hann og kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðilja in solidum. 614 Varnaraðiljar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurð- ar og kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðilja. Sóknaraðili hefur með því að koma ekki fyrir dóm í héraði í málum varnaraðilja gegn honum og síðan með því að áfrýja dómum í þeim málum og fjárnámsgerðum samkvæmt þeim og krefjast frests til októbermánaðar 1964 valdið því, að fullnaðarlyktir á málum varnaraðilja gegn honum hafa tafizt að óþörfu. Þykir hann því ekki eiga rétt til þess, eins og hér stendur á, að fá v/b Málmey í sínar vörzlur gegn andmælum varnaraðilja, nema hann setji þeim þá tryggingu fyrir dómkröfum þeirra, sem uppboðs- haldari metur hæfilega. Sóknaraðili greiði varnaraðiljum kærumálskostnað, kr. 15.000.00. Dómsorð: Rétt er uppboðshaldara að létta af banni við afhend- ingu v/b Málmeyjar, SK 7, til sóknaraðilja, Málmeyjar h/f, gegn þeirri tryggingu, sem hann metur hæfilega fyrir dómkröfum varnaraðilja, Árna Gunnlaugssonar, Emils Eyjólfssonar, Guðmundar Guðmundssonar, Gunn- ars Gunnarssonar, Ingimundar Sigurjónssonar, Sig- urðar Þorsteinssonar og Sæmundar Ágústssonar. Sóknaraðili greiði varnaraðiljum kærumálskostnað, kr. 15.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður uppboðsdóms Hafnarfjarðar 3. júní 1964. Ár 1964, miðvikudag 3. júní, var í uppboðsrétti Hafnarfjarðar, sem haldinn var á skrifstofu embættisins af Birni Sveinbjörns- son, settum bæjarfógeta, kveðinn upp úrskurður í uppboðsmál- inu: Árni Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður o. fl. gegn Málm- ey h/f, sem tekið var til úrskurðar í gær. Málavextir eru þessir: 615 Með bréfi til bæjarfógetans á Sauðárkróki, dags. 2. maí 1963, krafðist Sparisjóður Sauðárkróks þess, að v/b Málmey, GK", eign Málmeyjar h/f, yrði seldur á nauðungaruppboði til lúkn- ingar veðskuld, að eftirstöðvum kr. 380.000.00, auk vaxta og kostnaðar samkvæmt skuldabréfi, útgefnu 6. nóvember 1962, tryggðu með 6. veðrétti í nefndum vélbáti. Með bréfi, dags. 7. maí 1963, krafðist Fiskveiðasjóður Íslands nauðungaruppboðs á sama vélbáti til lúkningar eftirstöðvum veðskuldar, að upphæð kr. 116.000.00, auk vaxta og kostnaðar samkvæmt skuldabréfi, útgefnu 23. marz 1961, tryggðu með 1. veðrétti í vélbátnum. Var þess óskað, að uppboð yrði haldið í skrifstofu embættisins samkvæmt heimild í 4. mgr. 11. gr. laga nr. 40/1955. Samkvæmt þessu auglýsti bæjarfógetinn nauðungar- uppboð á v/b Málmey, SK, og birtist auglýsing í Lögbirtinga- blaðinu á venjulegan hátt. Var nauðungaruppboðið síðan tekið fyrir í uppboðsrétti Sauð- árkróks, er settur var á skrifstofu embættisins 11. október s.l. Ekki verður séð, að neinar athugasemdir hafi verið gerðar við uppboðsheimildir eða uppboðsskilmála. Uppboðinu var þá með samkomulagi aðilja frestað til 25. október og síðan koll af kolli til 7. marz 1964. Á því tímabili höfðu ýmsir aðiljar krafizt þess að ganga inn í uppboðið samkvæmt ýmsum uppboðsheimildum, þar á meðal Árni Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður fyrir sína hönd og 7 annarra fjárnámshafa samkvæmt jafnmörgum dómum til stað- festingar sjóveðréttarkröfum þeirra. Eru aðiljar þessir og kröfur þeirra auk kostnaðar og vaxta sem hér segir: Ingimundur Sigurjónsson skipstjóri kr. 81.669.47, Sigurður Þorsteinsson stýrimaður kr. 54.846.33, Árni Gunnlaugs- son kr. 54.846.33, Sæmundur Ágústsson kr. 13.711.71, Gunnar Gunnarsson kr. 7.678.00, Guðmundur Guðmundsson kr. 7.177.74, Emil Eyjólfsson kr. 12.677.74 og Þorvaldur Karlsson kr. 9.330.00. Hafði hann lagt fram nefndar uppboðsheimildir á uppboðs- þingi 19. febrúar s.l. Þá höfðu bæði Fiskveiðasjóður Íslands og Sparisjóður Sauðárkróks afturkallað uppboðsbeiðnir sínar. Á uppboðsþingi 7. marz var samþykkt að flytja uppboðið til Hafnarfjarðar, þar sem vélbáturinn var í slipp, og skyldi því lokið við skipið 17. marz kl. 1100 árdegis. Á uppboðsþingi þann dag lagði Guðjón Steingrímsson hæsta- réttarlögmaður, umboðsmaður uppboðsþola, Málmeyjar h/f, fram áfrýjunarstefnur á öllum dómum og fjárnámum nefndra 8 sjó- 616 veðréttarhafa og krafðist frestunar á uppboðinu. Einnig mót- mælti hann framgangi uppboðsins á þessum stað, þar sem það hefði ekki verið auglýst í Lögbirtingablaðinu til sölu á þessum stað. Árni Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður krafðist þess fyrir sína hönd og umbjóðenda sinna, að uppboðið færi fram. Að uppkveðnum úrskurði um þetta efni, var uppboðinu frestað koll af kolli, síðast til 4. september nk. Með bréfi, dags. 9. marz 1964, tilkynnti uppboðshaldarinn í Hafnarfirði Einari Karli Magnússyni, forstjóra Málmeyjar h/f, að hann hefði samkvæmt beiðni bæjarfógetans á Sauðárkróki tekið vélbátinn Málmey í sínar vörzlur, þar sem hann væri í Skipasmíðastöð Drafnar h/f. Væri ástæðan sú, að báturinn ætti að seljast á uppboðinu 17. sama mánaðar. Samkvæmt kröfu Árna Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns tilkynnti uppboðshaldari á uppboðsþinginu 17. marz forstjóra skipasmíðastöðvarinnar með tilvísun til 47. og 49. gr. aðfarar- laga nr. 19/1887, að ekki mætti afhenda v/b Málmey, nema með samþykki uppboðsréttar. Með bréfi, dags. 25. f. m., krafðist Guðjón Steingrímsson hæsta- réttarlögmaður þess fyrir hönd uppboðsþola, að fellt yrði úr gildi fyrrgreint bann við afhendingu vélbátsins, þar sem upp- boðinu hefði verið frestað þar til í september, en uppboðsheim- ildum uppboðsbeiðenda, Árna Gunnlaugssonar og skjólstæðinga hans, áfrýjað. Ágreiningsefni þetta var með hliðsjón af 5. gr. laga nr. 57/1949 um uppboð tekið fyrir í uppboðsrétti og aðilj- um uppboðsmálsins gefinn kostur á að mæta við þinghald og tjá sig um kröfu uppboðsþola. Árni Gunnlaugsson hæstaréttar- lögmaður mótmælti kröfu uppboðsþola fyrir sína hönd og skjól- stæðinga sinna, nema Þorvalds Karlssonar. Aðrir aðiljar máls- ins hafa ekki talið ástæðu til afskipta. Ágreiningsefnið var tekið til úrskurðar, að loknum munnleg- um málflutningi í gær. Kröfur uppboðsþola eru, eins og fyrr segir, þær, að fellt verði úr gildi bann réttarins við afhendingu v/b Málmeyjar. Kröfur uppboðbeiðenda eru bær, að kröfu uppboðsþola verði hrundið. Jafnframt er þess krafizt aðallega, að varzla uppboðs- réttar á v/b Málmey haldi áfram, unz umbeðin uppboðssala fer fram, en til vara, að uppboðshaldari geri nauðsynlegar ráð- stafanir til geymslu skipsins á kostnað uppboðsþola, unz upp- boðssala fer fram, og til þrautavara, að uppboðsbeiðendum, hon- 617 um og fyrrnefndum skjólstæðingum hans, verði fengin varzla skipsins gegn tryggingu, ef úrskurðuð yrði. Báðir aðiljar hafa krafizt málskostnaðar úr hendi hins. Uppboðsþoli styður kröfu sína þeim rökum, að ástæður þær, sem kunna að hafa verið fyrir hendi áður og þá leitt til þess, að réttmætt væri að stöðva skipið, séu ekki lengur til staðar, þar sem uppboðinu hafi verið frestað til september n.k. og upp- boðsheimildum Árna Gunnlaugssonar og skjólstæðinga hans hafi verið áfrýjað og komi ekki fyrir í Hæstarétti fyrr en í október n.k. Hann hefur mótmælt því, að skipið sé nú eða hafi verið í vörzlum uppboðsréttarins. Þá hefur hann og skýrt frá því, að skipið væri tilbúið til humarveiða og búið að ráða á það skip- stjóra og áhöfn. Af hálfu uppboðsbeiðenda er því haldið fram, að sama skylda hvíli á uppboðshaldara nú og þá er vöræzluskiptin voru ákveðin að halda skipinu í vörzlu uppboðsréttar. Uppboðsbeiðendur eigi ekki að þurfa að þola skerðingu á réttarvernd fyrir kröfur sín- ar, þótt réttarleyfi valdi drætti á úrslitum áfrýjunarmála. Hags- munum þeirra væri stefnt í fullkomna tvísýnu, ef skipinu væri sleppt lausu, bæði vegna hættu á skemmdum svo og því, að nýjar sjóveðskröfur gætu fallið á það, sem gengju fyrir kröf- um þeirra. Loks beri að tryggja nærveru skipsins á uppboðsstað. Samkvæmt 49. gr. laga nr. 19/1887 um aðför hefur skuldu- nautur ekki rétt til að hafa í vörzlum sínum lausafé, sem fjár- námi hefur verið tekið, nema skuldunautur setji viðunanlega tryggingu fyrir því, að það varðveitist hjá honum óskert. Trygg- ing hefur ekki verið framboðin af uppþoðsbola, önnur en skipið sjálft. Rétt þykir að taka fram, að telja verður skip lausafé Í þessu sambandi. Fallast verður á þau rök uppboðsbeiðenda, að hagsmunum þeirra geti orðið stefnt í tvísýnu, ef skipinu yrði sleppt lausu. Að vísu eru uppboðsheimildir uppboðsbeiðenda óvirkar fyrst um sinn vegna áfrýjunar, en aðfararveð þeirra hvílir áfram á skipinu. Á það ber að líta, að greiðsludráttur er orðinn mikill á kröfum uppboðsbeiðenda, og uppboði hefur verið frestað fyrir tilstilli uppboðsþola um óvenjulangan tíma. Þykir ekki rétt, að uppboðsbeiðendur þurfi að bera halla af því, framar en nauðsynlegt er. Í niðurlagi 47. gr. aðfararlaganna er kveðið svo á, að fógeta sé skylt að gera nauðsynlegar ráðstafanir til geymslu á fjár- numdum munum á kostnað dómfellda, þegar hvorugur aðilja tekur þá til geymslu. Nú er svo ástatt, að nefndur vélbátur er 618 í slipp hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn h/f, hér í bæ, sem hefur haldsrétt í bátnum vegna viðgerðarkostnaðar o. fil. Verður niðurstaða máls þessa því sú, að krafa uppboðsþola um, að bann við afhendingu bátsins verði úr gildi fellt, verður ekki tekin til greina, og báturinn verður áfram í geymslu hjá skipasmíðastöðinni. Rétt þykir, að málskostnaður falli niður. Því úrskurðast: Krafa uppboðsþola um, að bann við afhendingu v/b Málm- eyjar, SK7, verði fellt niður, verður ekki tekin til greina. Þriðjudaginn 23. júní 1964. Nr. 13/1963. Hreppsnefnd Kolbeinsstaðahrepps f. h. hreppsins (Örn Þór hdl.) gegn Sigurði Sigurbergssyni og dánarbúi Krist- jáns Einarssonar (Stefán Pétursson hdl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðs- son, prófessorarnir Ármann Snævarr og Magnús Þ. Torfason og Einar Arnalds yfirborgardómari. Landamerkjamál. Veiðiréttindi. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 31. janúar 1963 og gert þessar dómkröfur: Aðalkrafa, að landamerki jarðanna Hítardalsvalla og Moldbrekku verði ákveðin þannig: Fjallsbrún Fagraskógar- fjalls ráði ofan í hátind Grettisbælis, og þaðan ráði lína eftir melhrygg, eins og vötnum hallar, niður að Mósteinum ofan- vert við forna ferðamannavaðið við Hítará. Varakrafa, að landamerkjum frá hátindi Grettisbælis að Mósteinum ráði bein lína. Þá verði kveðið á um það í dómi, að eigandi veiðirétt- 619 inda í Hítará fyrir landi Moldbrekku eigi ekki veiðiréttindi lengra upp eftir ánni en móts við greinda Mósteina. Loks krefst hann þess, að stefndu verði dæmt að greiða óskipt málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast þess, að héraðsdómurinn verði staðfest- ur og að áfrýjanda verði dæmt að greiða þeim málskostn- að fyrir Hæstarétti. Jarðirnar Hitardalsvellir og Moldbrekka voru fyrrum kirkjujarðir. Með afsali 4. nóvember 1916, þinglesnu 7. júní 1917, seldi ráðherra Íslands samkvæmt heimild í lögum nr, 50/1907 ábúanda Moldbrekku, Sigurbergi Þ. Sigurðssyni, nefnda jörð. Svo er að orði kveðið í afsalinu, að undan- skilið sölunni sé „vatnsaflið í Kattarfossi í Hitardalsá ásamt afnotarétti lands til hagnýtingar“ þess. Í hinum tilvitnuðu ummælum afsalsins felst fullkomin ráðagerð um það, að Moldbrekka eigi land upp fyrir Kattarfoss. Lögfestur þær, landamerkjaskrár og vætti, sem aðiljar hafa skírskotað til i máli þessu, sýna, að nokkur vafi var, hvar merkin milli kirkjujarðanna Hítardalsvalla og Moldbrekku hafa legið. Er því eigi í ljós leitt, að kaupandi Moldbrekku, Sigurberg- ur Þ. Sigurðsson, hafi vitað eða átt að vita, að afsal ráð- herra tæki af vangá yfir sneið af landi Hítardalsvalla, sem við útgáfu afsalsins frá 4. nóvember 1916 var enn í eigu Kirkjujarðasjóðs og undir yfirstjórn ráðherra. Að svo vöxnu máli þykir nefndur Sigurbergur Þ. Sigurðsson hafa öðlazt eignarrétt að hinu umdeilda landi og veiðirétti. Með afsali 20. október 1920, þinglesnu 4. janúar 1933, seldi Sigurbergur Þ. Sigurðsson þeim Benedikt Sveinssyni alþingisforseta og Ólafi Eyjólfssyni stórkaupmanni „allan veiðirétt í Hítará fyrir Moldbrekkulandi til fullrar eignar og afnota allt frá landamerkjum Brúarhrauns og upp í Katt- arfoss, að honum meðtöldum“. Kynntu þeir Benedikt Sveins- son og Ólafur Eyjólfsson sér áðurgreint afsal ráðherra frá 4. nóvember 1916, áður en þeir festu kaupin. Með afsali 15. maí 1941 afsalaði Benedikt Sveinsson alþingisforseti Kristjáni Einarssyni framkvæmdastjóra „veiðirétti minum í Hitará fyrir öllu Moldbrekkulandi í Kolbeinsstaðahreppi 620 frá neðri landamerkjum Moldbrekku allt upp í Kattarfoss, svo sem ég varð fremst eigandi að samkvæmt þinglýstu afsalsbréfi Sigurbergs Sigurðssonar, fyrrum bónda í Mold- brekku“. Þar sem heimildartaka Sigurbergs Þ. Sigurðssonar á hinu umþráttaða landi stenzt samkvæmt framansögðu, verða heimildir réttartaka hans þegar af þeirri ástæðu eigi ve- fengdar, Samkvæmt þessu ber að staðfesta niðurstöðu hins áfrýj- aða dóms. Eftir þessum úrslitum er rétt, að áfrýjandi greiði stefndu málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 10.000.00. Dómsorð: Hinum áfrýjaða dómi skal vera óraskað. Áfrýjandi, hreppsnefnd Kolbeinsstaðahrepps f. h. hreppsins, greiði stefndu, Sigurði Sigurbergssyni og dánarbúi Kristjáns Einarssonar, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 10.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur landamerkjadóms Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 12. janúar 1963. Mál þetta er höfðað fyrir landamerkjadómi Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu samkvæmt kröfu oddvita Kolbeinsstaðahrepps í bréfi, dags. 10. september 1960, til þess að fá ákveðin landamerki jarðanna Hítardalsvalla og Moldbrekku í Kolbeinsstaðahreppi og í því sambandi skorið úr um takmörk veiðiréttinda þeirra, sem dánarbú Kristjáns Einarssonar á í Hítará fyrir Moldbrekkulandi. Var málið þingfest hinn 11. júní 1962, en áreið gerð á deilu- svæðið hinn 17. ágúst s. á., að framkomnum kröfum og greinar- gerðum allra aðilja. Að lokinni gagnasöfnun og vitnaleiðslum, innfærslum á uppdrætti, sáttaumleitun og munnlegum málflutn- ingi var málið því næst lagt í dóm hinn 30. október 1962. Eftir samkomulagi aðilja og dómsins var málið tekið upp aftur til frekari gagnasöfnunar og því næst flutt á ný og dómtekið hinn 12. janúar 1963. Landamerkjaðdóminn sátu í máli þessu þeir Jón S. Magnússon, fulltrúi sýslumannsins í Snæfellsnes- og Hnappa- 621 dalssýslu, ásamt meðdómendum, þeim Sigurði Ólasyni og Svein- birni Dagfinnssyni, hæstaréttarlögmönnum í Reykjavík. Hafa þeir kveðið upp dóm þenna. Aðiljar máls þessa eru: Kolbeinsstaðahreppur sem eigandi eyðijarðarinnar Hítardalsvalla þar í hreppi, Sigurður Sigurbergs- son, verkamaður í Borgarnesi, sem eigandi jarðarinnar Mold- brekku í sama hreppi og loks dánarbú Kristjáns Einarssonar, forstjóra í Reykjavík, sem eigandi veiðiréttar í Hítará fyrir Mold- brekkulandi. Hafa aðiljar þessir mætt eða látið mæta í málinu og haft uppi eftirfarandi kröfur: Dómkröfur Kolbeinsstaðahrepps vegna Hítarðalsvalla: Að „landamerki Hítardalsvalla og Moldbrekku verði ákveðin þannig: Fjallsbrún Fagraskógarfjalls ræður ofan í hátind Grettisbælis, og þaðan ræður lína eftir melhrygg, eins og vötnum hallar, niður að Mósteinum, ofanvert við forna ferðamannavaðið við Hítará, en til vara, að landamerkjum frá hátindi Grettisbælis að Mósteinum við Hítará ráði bein lína. Viðurkennt verði með dómi réttarins, að eigandi veiðirétt- inda í Hítará fyrir landi Moldbrekku eigi ekki veiðiréttindi í Hítará lengra upp eftir ánni en móts við greinda Mósteina“. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar úr hendi varnaraðilja in solidum, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Dómkröfur eiganda Moldbrekku: „Að landamerki Moldbrekku og Hítardalsvalla verði ákveðin eftir fjallsbrún Fagraskógar- fjalls að Egilsskarði, eftir háhrygg Egilsskarðs sjónhending í hátind Grettisbælis og þaðan sjónhending í Kattarfossbrún“. Þá er krafizt málskostnaðar úr hendi málshefjanda, Kolbeinsstaða- hrepps, eins og málið væri ekki gjafvarnarmál. Dánarbú Kristjáns Einarssonar gerir þær kröfur í málinu: „Aðallega að kröfur Sigurðar Sigurbergssonar verði teknar til greina og lagðar til grundvallar við dóm málsins. Til vara, að viðurkenndur verði eignarréttur dánarbúsins á veiðirétti í Hítará að vestanverðu frá neðri landamerkjum Moldbrekku í Kattar- fossbrún“. Þá er f. h. dánarbúsins krafizt málskostnaðar úr hendi málshefjanda, Kolbeinsstaðahrepps. Dómsmálaráðuneytið hefur veitt Kolbeinsstaðahreppi gjafsókn í máli þessu fyrir allt að 12 þús. króna kostnaði vegna máls- ins, og eiganda Moldbrekku gjafvörn, á sama hátt, takmarkaða við 6 þúsund króna kostnað. Hafa báðir aðiljar krafizt þess, að þeim verði tildæmdur málskostnaður úr ríkissjóði, svo langt sem upphæðir gjafsóknar- og gjafvarnaleyfa hrökkva til. 622 Eins og sjá má, er ekki ágreiningur um merkin úr fjallsbrún Fagraskógarfjalls í hátind Grettisbælis né heldur um staðsetn- ing hans, sem merkt hefur verið af mælingarmanni inn á loft- mynd, sem fram er lögð í málinu (dskj. 45). Frá hátindinum greinir aðilja hins vegar á um merkin, allt niður að Hítará. Hafa aðiljarnir látið kunnáttumann merkja kröfulínurnar inn á fyrrgreinda loftmynd, og er kröfulína Moldbrekku Þar merkt A-A-A, sem einnig er aðalkrafa dánarbúsins. En kröfulína Kol- beinsstaðahrepps er auðkennd B-B-B, en til vara C-C-C á loft- myndinni. III. Svo sem nánar verður rakið hér á eftir, skiptir svokallað Grettisbæli löndum milli téðra jarða, Moldbrekku og Hítardals- valla í Kolbeinsstaðahreppi. Grettisbæli er fjall allmikið, er gengur til suðurs úr Fagraskógarfjalli framanverðu, allt suður að Hítará, sem fellur þvert fyrir bælið, fyrir landi beggja jarð- anna. Er Grettisbæli mestmegnis gróðurlausar sandskriður, en neðst niður við ána eru sums staðar móbergsklettar og berg- myndanir. Hátindur fjallsins mun vera hið eiginlega Grettisbæli, en aðiljar eru sammála um, að fjallið í heild heiti þessu nafni, og er við það miðað í kröfugerðum. Ofanvert við Grettisbæli eru sand- og hraunflákar miklir (Hítarðalsvallaland), og fellur Hítará þar fram af hárri hraunbrún í allmiklum fossi, er Kattar- foss nefnist og kemur mjög við sögu í þessu máli. Ofan að Grettisbæli er svonefndur Bælisdalur, og er árfarvegur þaðan fram í Hítará við Bælið rétt neðan við Kattarfoss. Niður af fossinum er alldjúpur dalur („Grófin“) fyrir suðurenda Grettis- bælis, en neðan við Bælið (Bælistána) er gamalt ferðamanna- vað á Hítará. Rétt ofanvert við vaðið eru móbergsklettar all- miklir, sem haldið er fram í málinu, að heiti Mósteinar, og nokk- uð er að vikið í kröfugerðum og vitnaleiðslum. Sennilegt er, að fjallið Grettisbæli sé bað sama og „Sand- brekka“ í Landnámu, er skipti löndum milli Hítdæla og Kol- beinsstaðamanna, sem áttu „lönd öll millum Kaldár og Hítarár fyrir neðan Sandbrekku“. Er og í Grettissögu getið um þjóð- leið undir fellinu, en bratta „sandbrekku“ .... „fyrir ofan“. Enn fremur segir Sturlunga frá stefnufundum „undir Sand- brekku“, og ber frásögnin það með sér, að örnefni þetta sé við Hítará. Loks benda örnefnin Sandskeið og Sandengi á þessum slóðum til hins sama. 623 Þess má geta, að landi og landkostum skiptir mjög í tvö horn við Grettisbæli eða nánar tiltekið Kattarfossbrún, en þar hækkar landið mjög og verður upp þaðan allólíkt að eðli og kostum heldur en neðan fossins. Hæðalínum og vatnaskilum af Grettisbæli er þannig háttað, að suður af hátindi þess er alllangur melhryggur, er síðar virð- ist klofna neðar eða greinast sundur í aðallega tvo hryggi eða rana, og stefnir annar niður að Hítará, nokkurn veginn um eða ofan við Kattarfoss, en hinn að ánni niður við Mósteina, sem fyrr eru nefndir. Hvor tveggja vatnaskilin liggja þó sums staðar í nokkrum beygjum. Ágreiningurinn í málinu er raunverulega um það, hvernig Grettisbæli skipti löndum milli Moldbrekku og Hítardalsvalla, eða nánar tiltekið, hvorri jörðinni tilheyri landið frá Mósteinum og upp fyrir Kattarfossbrún („Grófin“). Að því er dánarbúið snertir, styður það kröfu Moldbrekku um merki við Kattarfossbrún, en telur sig auk þess eiga sjálfstæðan eignarrétt til veiði á deilusvæðinu upp á fossbrún, hvernig sem úrslit málsins verða, að því er landamerki snertir. Báðar umræddar jarðir, Moldbrekka og Hítardalsvellir, voru áður kirkjujarðir frá Staðarhrauni, en 1916 keypti ábúandi Mold- brekku þá jörð, en Kolbeinsstaðahreppur síðan Hítardalsvelli árið 1923. Veiðiréttur dánarbúsins var keyptur af Moldbrekku- bónda árið 1920, svo sem síðar verður nánar rakið. IV. Í málinu hafa verið lögð fram landamerkjabréf fyrir um- ræddar jarðir, enn fremur útdráttur úr gömlum sóknarlýsing- um, landamerkjabréf prestsetursins Staðarhrauns, afsalsbréf fyrir Moldbrekku og fyrir Hítarðalsvöllum. Hafa mörg vitni komið fyrir dóminn, enn fremur verið lögð fram nokkur vottorð að auki, sem tekin hafa verið gild sem staðfest væru, en hins vegar mótmælt af gagnaðiljum sem röngum og/eða þýðingarlausum. Verða nú gögn þessi og vætti rakin að efni til í stórum dráttum. Í landamerkjabréfi Hítarðalsvalla frá 7. febrúar 1885 segir, að milli Hítardals og Hítardalsvalla ráði Hítará „ofan að Grettis. bæli“, en „milli Hítardalsvalla og Moldbrekku ræður Grettis- bæli“. Bréf þetta er undirritað af þáverandi presti á Staðar- hrauni, sr. Jónasi Guðmundssyni, en aðrir virðast þar ekki hafa undir skrifað. Í landamerkjabréfi fyrir Moldbrekku, dags. sama dag, segir 624 um landamerkin: „Fjallsbrún ræður ofan í Grettisbæli“ og „ofan að Hítará“ .... Bréfið er undirritað af Staðarhraunspresti, en ekki fleirum. Samkvæmt þessu greina merkjabréf jarðanna ekkert um það nánar, hvar eða hvernig landamerkin liggi um Grettisbæli, en þar getur skakkað allmiklu, eða allt frá Mósteinum og upp á Kattarfossbrún. Í landamerkjalýsingu fyrir Staðarhraun, sem gerð var 1923, eftir að landamerkjabækur Mýrasýslu höfðu brunnið það ár, segir, að Staðarhraun eigi land á móti Moldbrekku austan Hít- arár „upp á móts við Grettisbæli“, en á móti Vallalandi „frá Grettisbæli og þar til ofan við Kattarfoss“. Merkjalýsing þessi er undirrituð af Stefáni Jónssyni, þáverandi presti á Staðar- hrauni, og talin samin af honum, en er undirrituð af fyrirsvars- mönnum allra aðligggjandi jarða, nema Moldbrekku. Er þess og ekki getið, að merkjalýsingin sé undirrituð af hálfu Hítardals- valla, en presturinn. mun þó hafa haft forræði jarðarinnar á Þeim tíma, en hún var þá fyrir nokkru komin í eyði. Ekki hefur tekizt að hafa upp á eldri merkjalýsingum fyrir Staðarhraunsland. Hins vegar hefur verið lögð fram í málinu útskrift úr sóknarlýsingu Hítardalssóknar eftir sr. Þorstein Hjálm- arsson í Hítardal frá árinu 1840. Segir þar, að Hítarðalsvellir eigi land „ofan ad Grettisbæli“. Enn fremur segir í sóknarlýs- ingunni m. a. á þessa leið: „Skammt fyrir ofan bælid er í henni (Þ. e. Hítará) stór foss kalladur Kattarfoss“ .... „síðan rennur áin spottakorn í hátt vestur ad bælinu og svo med því ad sunnan- verdu“. Þá segir í sóknarlýsingunni, að alfaravegur liggi yfir Hítará „fyrir nedan Bælistána“. Hefur Hermann Pálsson lektor gert af þessu tilefni fræðilega umsögn eða skýringar, þar sem hann telur téða sóknarlýsingu vera hina einu skjallegu heimild, sem kveði skýrar á um landamerki fyrrgreindra jarða við Hítará heldur en ráðið verði beinlínis af fyrirliggjandi landamerkja- bréfum jarðanna. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að þar sem sr. Þorsteinn hafi talið Kattarfoss liggja nokkuð fyrir ofan Grettisbæli, en Velli hins vegar eiga land ofan að bælinu, þá megi ljóst vera, að fossinn hafi á þeim tíma talizt fyrir Valla- landi. Færir hann ýmis rök að því, að Grettisbæli hafi verið Í landi Valla, og vitnar m. a. í Bjarnar sögu Hítdælakappa. Telur lektorinn sennilegast, að landamerkin hafi legið um Bælistána, en vill þó hins vegar ekkert um það fullyrða. 625 V. Eins og áður er sagt, tilheyrðu báðar umræddar jarðir, Mold- brekka og Hítardalsvellir, áður fyrr Staðarhraunskirkju. Árið 1916 sóttu báðir þáverandi ábúendur jarðanna um kaup á þeim, og fengu meðmæli sýslunefndar, þó með þeirri ábendingu, að Kattarfoss yrði undanskilinn sölunni, án þess þó að fram væri tekið í meðmælunum, hvorri jörðinni hann tilheyrði. Keypti þáverandi Moldbrekkubóndi jörðina þetta ár og fékk fyrir henni afsal ráðherra Íslands, Einars Arnórssonar, dags. 4. nóvember 1916, er var þinglesið á næsta manntalsþingi 7. júní 1917. Af kaupum Hítarðalsvallabónda varð hins vegar ekki, en árið 1923 kaupir Kolbeinsstaðahreppur jörðina með afsali 22. maí það ár, er þinglesið var á manntalsþingi 12. júní 1924. Hefur hrepp- urinn nytjað Vallaland ásamt Hróbjargarstöðum sem afrétt fyrir hreppsbúa. Í afsali ráðherra fyrir Moldbrekku er tekið fram berum orð- um, að undanskilið sé „vatnsaflið í Kattarfossi í Hítardalsá ásamt afnotarétti lands til hagnýtingar hans“. Í afsali fyrir Hítardalsvelli er hins vegar ekkert minnzt á Kattarfoss. Byggja fyrirsvarsmenn Moldbrekku og dánarbúsins mjög á því í mál- inu, að afsöl þessi beri það með sér, að Kattarfoss sé fyrir landi Moldbrekku. Með afsali, dags. 20. október 1920, seldi þáverandi eigandi Moldbrekku, Sigurbergur Sigurðsson, þeim Ólafi Eyjólfssyni stórkaupmanni og Benedikt Sveinssyni alþingismanni allan veiði- rétt í Hítará fyrir Moldbrekkulandi til fullrar eignar og afnota „allt frá landamerkjum Brúarhrauns og upp í Kattarfoss, að honum meðtöldum“. Afsal þetta er þinglesið 4. janúar 1933. Hinn 15. maí 1941 selur Benedikt Sveinsson sama veiðirétt í Hítará frá neðri landamerkjum Moldbrekku og allt upp í Kattar- foss Kristjáni Einarssyni, framkvæmdastjóra í Reykjavík, en sá varnagli var sleginn af hendi seljanda, að kaupandi bjóði eigendum jarðarinnar og hreppsnefnd Kolbeinsstaðahrepps for- kaupsrétt, ef þeir kynnu að vilja neyta hans innan hæfilegs tíma. Mun Kristján sál. Einarsson hafa nytjað eða látið nytja veiði- réttindi fyrir Moldbrekkulandi nokkur undanfarin ár, áður en hann varð formlegur kaupandi að honum, eins og nú var sagt. Ekki kom til þess, að forkaupsréttar yrði neytt, þrátt fyrir munnleg og skrifleg tilboð Kristjáns sál. Einarssonar þar að lútandi. Þá fyrst í þeim bréfaskiptum er hreyft ágreiningi um landamerki Moldbrekku og Valla (Hítardalsvalla) eða nánar 40 626 tiltekið um það, hvorri jörðinni Kattarfoss tilheyrði. Virðist þá hafa komið nokkur hreyfing á það mál, en þess er að geta, að um líkt leyti er farið að hugsa fyrir umbótum á farvegi Hít- arár, til aukinnar fiskgengdar hið efra, og árið 1943 er síðan gerður samningur, þar sem hreppurinn leigir tilteknum manni veiði fyrir Vallalandi og fleiri jarða, gegn því að laxastigi verði gerður í Kattarfossi. Mun að því vikið nánar hér á eftir (VII. kafli). VI. Eins og gögn þau bera með sér, er nú hafa verið rakin, er hvorki getið um Mósteina né Kattarfoss í merkjalýsingunni, né heldur er þar nein ákvæði eða skýringar að finna á því, hvar merkjalínan liggur um Grettisbæli. Virðast þar geta komið til greina fleiri möguleikar. Staðhættir út af fyrir sig veita litla bendingu í þessum efnum, en þó virðist landsháttum helzt skipta um Kattarfossbrún, eins og fyrr segir. Verður nú næst fyrir að athuga, hvernig landamerki milli jarðanna hafa verið talin, virt eða haldin, eftir skýrslum og framburðum kunnugra manna. Hafa eftirtalin vitni komið fyrir dóminn og vætti þeirra tekin gild sem staðfest væru, en hins vegar mótmælt af gagnaðiljum að efni til. Vitnið Ásmundur Sigurjón Guðmundsson skýrir svo frá, að Það hafi flest árin 1929—1939 stundað stangaveiði í Hítará „í Kattarfossi“ og „niður að Grettisbæli að vestanverðu“. Hafi það stundað þessa veiði óátalið af öllum og án þess að fá veiðileyfi, þar sem það hafi talið veiðiréttinn eign Kolbeinsstaðahrepps, enda aldrei greitt neitt fyrir veiðiréttinn. Vitnið kveðst ekki hafa orðið þess vart, að neinir stunduðu veiði á þessu svæði eftir 1939 og ekki á árunum 1929— 1939 aðrir en Helgi bróðir þess og Benjamín Markússon. Það telur Kristján sál. Einars- son aldrei hafa átalið það fyrir veiði þessa, en heyrt, að hann hafi kvartað undan henni við sýslumann. Vitnið kveðst hafa átt sæti í hreppsnefnd Kolbeinsstaðahrepps eitt kjörtímabil, líklega árin 1950— 1954. Vætti þessu er mótmælt sem röngu og vilhöllu. Vitnið Sigurður Árnason bókari, Reykjavík, skýrði svo frá, að það hafi verið uppalið í Kolbeinsstaðahreppi og búsett þar til ársins 1934. Hafi það aldrei heyrt neinn ágreining þar í hreppi um það, að Kattarfoss væri fyrir Moldbrekkulandi, fyrr en nú á síðustu árum og þá aðeins í sambandi við þetta mál. Vitnið er mágur Kristjáns heitins Einarssonar. 627 Framburði þessum var mótmælt sem röngum og vilhöllum. Vitnið Guðmundur Sigurður Benjamínsson kom fyrir dóminn. Vitnið er uppalið á Hróbjargarstöðum, næsta bæ ofan við Hítar- dalsvelli, og var þar til 9 ára aldurs, en þá fluttust foreldrar þess að Völlum, og var það hjá þeim til 11 ára aldurs. Sjálft bjó vitnið sjálfstæðu búi á Hítardalsvöllum árið 1899— 1900. Vitnið skýrir svo frá, að það hafi, er það var unglingur, aldrei heyrt talað um annað en að landamerkin milli Valla og Moldbrekku væru úr tindinum í Grettisbæli í Hítará við Mósteina undir bælinu rétt innan við vaðið, þar sem þjóðleiðin var farin í þá daga. Vitnið kveður sér hafa verið sögð nákvæmlega sömu landa- merki, er hann var ábúandi á Völlum fyrrgreind ár. Hafi það aldrei heyrt á önnur landamerki minnzt, enda hafi það verið talið ótvírætt, að landspildan frá Mósteinum inn í Kattarfoss tilheyrði Vallalandi. Kveðst vitnið alltaf hafa álitið, að Hítardals- vellir ættu hálfan Kattarfoss og niður fyrir fossinn. Hafi gamlir menn og skýrt frá því, að Mósteinar væru í framhaldi af hrygg ofan úr tindi, eins og „vötnum hallar af hryggnum“. Vitnið hefur verið í hreppsnefnd Kolbeinsstaðahrepps þrjú kjörtímabil. Framburði þessum var mótmælt sem röngum og vilhöllum. Þá kom fyrir dóminn sem vitni Kristján Jónsson, bóndi á Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppi. Það kveðst hafa heyrt tal- að um Mósteina við Hítará og enn fremur, að þeir væru á merkj- um Valla og Moldbrekku. Hafi vitnið að vísu ekki haft nægan staðkunnugleik þá til þess að vita, hvar Mósteinar þessir væru. Síðar hafi kunnugir menn sagt honum, að Mósteinar væru mó- bergsklettar þeir, sem eru við Hítará hjá gömlu þjóðleiðinni. Vitnið tekur fram, að Mósteinar séu örnefni, og kannist það ekki við aðra Mósteina en þá, sem nú var sagt. Annars geti hér verið um tvo staði að ræða, enda segir vitnið, að móbergs- steinar séu víða við Hítará, og á svæðinu frá Kattarfossi niður fyrir Bæli séu „aðrir móbergsklettar“, sem „vegna efnis og allrar gerðar gætu líka heitið Mósteinar, og eru þeir beint niður undan Bælishrygg“. Bróðir vitnisins var oddviti í Kolbeinsstaðahreppi frá 1922— 1938, og annar bróðir þess, Sveinbjörn Jónsson á Snorrastöðum, var oddviti hreppsins um árabil. Framburði þessum var mótmælt sem röngum og vilhöllum. Vitnið Teitur Bogason, bóndi á Brúarfossi, kveður sér jafnan hafa verið sögð þessi landamerki milli Hítarðalsvalla og Mold- brekku: „Úr tindi á Grettisbæli, eftir því sem vötnum hallar, 628 í Mósteina, sem eru við vesturbakka Hítarár, skammt fyrir innan þar sem gamla þjóðleiðin lá og ferðamannavaðið var á Hítará.“ Vitnið kveðst oft hafa rætt um landamerki þessi og ýmissa ann- arra jarða við séra Stefán Jónsson, sóknarprest á Staðarhrauni. Enn fremur við Guðmund Benjamínsson á Grund. Kveðst vitnið alveg visst um, að séra Stefán hafi sagt, að landamerkin væru þau, sem nú var greint. Vitnið segir, að þegar Jón Jónsson bjó á Moldbrekku, en hann var næstsíðasti ábúandi þar á undan Sigurbergi Sigurðssyni, föður núverandi eiganda jarðarinnar, „hafi verið talað um að merkin væru í Mósteina þar, sem vötn- um hallar í Grettisbæli“. Framburði þessum var mótmælt sem röngum. Vitnið Jónas Ólafsson kveður Mósteina heita móbergskletta þá, sem eru utanvert við Hítará, fast við vaðið undir Bælinu. Vitnið kveðst hafa búið í Kolbeinsstaðahreppi alla ævi, en geti ekkert upplýst um landamerki Moldbrekku og Valla, og aldrei heyrt Mósteina tengda við landamerki jarðanna. Til séu og aðrir steinar ofan við ána, sem vitnið veit ekki, hvað heita. Enn kom fyrir dóminn Guðjón Þórarinsson, bóndi í Lækjar- bug í Hraunhreppi. Hann kveðst hafa átt heima í Lækjarbug um 70 ára skeið. Hafi hann ávallt heyrt talað um, að landamerki milli Hítarðalsvalla og Moldbrekku „væru í Mósteina, sem eru við Hítará (vesturbakka), skammt fyrir innan þar sem gamla þjóðleiðin lá, og ferðamannavaðið var á Hítará“. Kveðst vitnið m. a. hafa heyrt Sigurð Hallbjörnsson, bónda á Brúarhrauni, segja þessi merki, og hafi þetta nokkrum sinnum borizt í tal. Enn fremur hafi það heyrt Magnús Hallbjörnsson tala um, að framangreind merki væru í Mósteina. Vætti þessu var mótmælt sem röngu. Þá kom fyrir dóminn Guðjón Guðmundsson, bóndi á Svarf- hóli í Hraunhreppi. Vitnið viðurkennir að hafa undirritað landa- merkjalýsingu Staðarhrauns frá 22. janúar 1923, og hafi það gert það einungis sem eigandi Svarfhóls og verið lýsingunni samþykkt, að því er tekur til þeirrar jarðar, en séra Stefán Jóns- son muni hafa samið landamerkjalýsingu þessa. A.m.k. hafi vitnið ekki átt þátt í samningu hennar. Tekur vitnið fram, að Það hafi ekki sérstaklega athugað eða skipt sér af, hvað í merkja- lýsingunni segir, viðkomandi öðrum jörðum en Svarfhóli, enda hafi það ekki talið sig það neinu skipta. Vitnið tekur fram, að það hafi frá fyrstu tíð „heyrt talið, að Staðarhrauni og Mold- brekku bæri lögsaga yfir nefndum fossi“, þ. e. Kattarfossi í Hít- 629 ará. Vitnið kveðst hafa komið að Staðarhrauni árið 1908, þá á 13. aldursári, og verið þar í 14 ár hjá séra Stefáni Jónssyni. Kveðst vitnið hafa heyrt séra Stefán Jónsson og fleiri tala um það, að Kattarfoss væri fyrir Moldbrekkulandi. Þá skýrir vitnið svo frá, að það hafi eitt sinn verið á leið niður með Hítará ásamt Bjarna heitnum Guttormssyni, sem þá bjó á Hróbjargar- stöðum og Hítardalsvöllum, og kveðst vitnið þá hafa spurt hann, hvað Vellir ættu land langt niður eftir, og hafi Bjarni þá sagt sér, að Vellir ættu land niður að Bælisdal. Vitnið kveðst ekki muna, hvenær það hafi fyrst heyrt talað um, að eigendur Hítar- dalsvalla teldu sig eiga Kattarfoss, en telur, að það séu nokkuð mörg ár síðan, og muni það hafa verið eftir að Kolbeinsstaða- hreppur eignaðist Hítardðalsvelli. Vitnið tekur fram, að það þekki ekki örnefnið Mósteina við Hítará og hafi ekki heyrt þeirra getið sem merkja, enda séu mósteinsklettar víða fram með Grettisbæli. Framburði þessum var mótmælt sem röngum og þýðingar- lausum. Vitnið Benjamín Markússon, bóndi í Yztu-Görðum, skýrir svo frá, að það hafi stundað veiði í Hítará allt upp í hylinn undir Kattarfossi á árunum 1930— 1940. Ekki hafi vitnið beðið um leyfi hjá neinum til þessa veiðiskapar og ekki talið sér þör á slíku, þar sem hann taldi svæði þetta tilheyra landi Hítardals- valla, sem voru í eigu hreppsins. Vitnið tekur fram, að það kannist ekki við Mósteina sérstaklega sem merki milli Mold- brekku og Hítardalsvalla, en telur, að mörkin séu úr Bælinu niður í Hítará, þar sem vötnum hallar af Grettisbæli. Vitnið kveðst aldrei hafa hitt neinn frá Moldbrekku í þessum veiði- ferðum, og hafi það þó þurft að ríða fyrir ofan tún Moldbrekku til þess að fara að ánni til veiðanna. Hafi sér aldrei verið bönn- uð veiði þessi né hafi það sætt átölum fyrir hana. Eigandi Moldbrekku, Sigurður Sigurbergsson, hefur gefið aðilja- skýrslu fyrir dóminum. Hann kveðst halda fast við „þann alda- gamla rétt, að Moldbrekka hafi átt Hítará upp að Kattarfossi og land upp að brún Egilsskarðs og svo þaðan í fossinn“. Segir hann, að Bjarni Guttormsson á Hróbjargarstöðum, sem þá bjó einnig á Hítarðalsvöllum, hafi viðurkennt við sig eitthvað um eða eftir 1915, að Moldbrekka ætti ána upp að fossi, enda beðið sig um leyfi til að fá að veiða í fossinum. Mætti kveðst hafa verið 14 ára, þegar hann kom að Moldbrekku og verið þar til fertugs aldurs. Hafi menn á þeim tíma fengið leyfi hjá föður 630 mætta til að veiða í Hítará, og einnig man hann sérstaklega eftir því, að Jón kaupmaður Björnsson frá Bæ hafi fengið leyfi til að veiða í ánni, og hafi mætti vitað til þess, að hann veiddi undir Kattarfossi. Hafi og fleiri fengið leyfi að veiða í ánni hjá föður hans og þá stundað veiði upp að Kattarfossi. Aðspurður kveðst mætti ekki vita til þess, að Ásmundur Guðmundsson eða Benjamín Markússon hafi stundað veiði undir Kattarfossi án leyfis eigenda Moldbrekku, en bætir við, að Arthur Guðmunds- son hafi veitt í Hítará með leyfi föður mætta, en um frekari veiðileyfi geti hann ekki upplýst. Mætti lýsir því yfir, að hann vefengi ekki eignarrétt dánarbús Kristjáns Einarssonar á veiðiréttindum í Hítará. Framburði þessum var mótmælt sem röngum. Fyrrverandi oddviti Kolbeinsstaðahrepps, Sveinbjörn Jónsson, Snorrastöðum, hefur komið fyrir dóminn. Verður framburður hans rakinn síðar, enda fjallar hann ekki um merki jarðanna eða merkjaágreining. Kristján sál. Einarsson skýrir svo frá í bréfi til sýslumanns Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, dags. 9. september 1955, að hann hafi hagnýtt umrætt vatnasvæði (Þ. e. upp í Kattarfoss), æ síðan hann keypti það, og ekki aðrir, svo hann viti til. Hann hafi talið sig kaupa veiðiréttinn samkvæmt „þrem ótvíræðum afsölum“, er beri með sér, að Kattarfoss sé innan marka hans. Kveður hann óhugsandi, að Vellir hafi nokkru sinni átt land- nytjar neðan foss, enda sýni landabréf glögglega, að „klettar, skriður og sandar skipta algerlega öllu graslendi og landnytjum einmitt vestur frá Kattarfossi.“ Eftirtaldir menn hafa gefið vottorð í málinu, en ekki komið sjálfir fyrir dóm. Er vottorðunum öllum mótmælt sem röng- um af mótaðilja hálfu, en hins vegar fallið frá staðfestingu þeirra fyrir dómi. Kristján Guðmundsson frá Hítarnesi skýrir frá því, að þegar Jón Jónsson hafi búið á Moldbrekku, hafi vitnið spurt Guðmund son hans um, hvort Moldbrekka ætti veiðirétt í Kattarfossi, og hafi hann svarað því játandi. Hafi vitninu yfirleitt virzt sami skilningur koma fram í daglegu tali manna á meðal síðan. Loftur Einarsson, Borgarnesi, skýrir svo frá, að þegar hann var í Krossholti í Kolbeinsstaðahreppi á árunum 1922— 1928, hafi sér verið vel kunnugt um álit „allra, er það umgekkst“, að Kattarfoss væri „óumdeilanlega í Moldbrekkulandi“. Vitnið var 631 barn að aldri á þeim tíma, sem til er vitnað, og er vottorðinu mótmælt einnig sem þýðingarlausu. Þórólfur Sigurðsson, Borgarnesi, skýrir svo frá, að hann hafi í ungdæmi sínu heyrt talað um, að Kattarfoss væri í Moldbrekku- landi. Þórður Þórðarson, Reykjavík, skýrir svo frá, að hann hafi dvalizt á Staðarhrauni árin 1905—1916, þá unglingur, og hafi hann aldrei heyrt talað um Mósteina sem landamerki milli Hítardalsvalla og Moldbrekku í Kolbeinsstaðahreppi. Vitnið hef- ur kynnt sér vottorð Guðjóns Guðmundssonar á Svarfhóli, þar sem hann segist „frá fyrstu tíð“ hafa heyrt talið, að „Staðar- hrauni og Moldbrekku bæri lögsaga yfir“ Kattarfossi. Kveðst vitnið alveg sammála því, sem Í vottorði þessu kemur fram. Magnús Hallbjörnsson í Syðri-Skógum vottar, að sér hafi frá því fyrsta, er hann man eftir, verið sagt, að landamerki milli Hítardalsvalla og Moldbrekku væru í Mósteina, þar sem ferða- mannavaðið var á Hítará. Kveðst hann hafa átt heima í Syðri. Skógum í 70 ár, og hafi sér jafnan verið greind þessi landamerki. VII. Augljóst er af vitnaframburðum þessum og vottorðum, að svo mjög ber á milli um þau atriði, sem máli skipta, að ekki verð- ur á þann veg talin nein sönnun fram komin um staðsetningu landamerkja milli Hítardalsvalla og Moldbrekku. Þar sem hvorki merkjalýsingar né vætti kunnugra manna skera úr um þessi atriði, liggur næst fyrir að athuga, hvað ráða megi af öðrum gögnum eða staðreyndum í málinu hvað gert hafi verið eða ógert látið, sem réttaráhrif kynni að hafa. Eins og áður er getið, voru afsalsbréfin fyrir Moldbrekku og Hítardalsvöllum, sem og afsalið fyrir veiðiréttindum Moldbrekku, öll þinglesin á venjulegan hátt, enda þótt dráttur nokkur yrði á binglýsingu hins síðastnefnda skjals. Í skjölum þessum kom fram beint og óbeint, að Kattarfoss tilheyrði Moldbrekkulandi. Ekki er hins vegar vitað, að nokkrar athugasemdir eða mótmæli kæmu fram úr neinni átt til þinglýsingardómara í sambandi við skjöl þessi, hvorki þá né síðar, að undantekinni athugasemd frá þáverandi ábúanda Moldbrekku um atriði, sem hér skiptir ekki beint máli, en segir þó í leiðinni, að „laxveiði í Kattar- fossi“ sé að hálfu „eign Moldbrekku“. Þess má geta, að við þinglýsingu skjals þessa og athugasemdar voru meðal þingvotta þáverandi oddviti Kolbeinsstaðahrepps, Magnús Jónsson, og nú- 632 verandi oddviti hreppsins, Gísli Þórðarson, og hafa þeir undir- ritað þingbókina. Fyrir dóminn kom sem vitni Sveinbjörn Jónsson, bóndi á Snorrastöðum, en hann var oddviti Kolbeinsstaðahrepps frá 1938 til 1942 og 1950 til 1958. En bróðir hans, Magnús sál. Jónsson á Snorrastöðum, hafði verið oddviti hreppsins um langt árabil áður. Vitnið kannaðist við, að Kristján sál. Finarsson hafi boðið hreppnum forkaupsrétt að veiði þeirri fyrir Moldbrekkulandi, sem hann keypti af Benedikt heitnum Sveinssyni árið 1941. Ákveðið hefði verið, að neyta ekki forkaupsréttar, en hins vegar hefði hreppurinn mótmælt því bréflega, að veiðirétturinn næði til Kattarfoss, þar sem sá réttur tilheyrði Hítardalsvöllum og væri eign hreppsins. Samkvæmt afritum úr gerðabók Kolbeinsstaða- hrepps, sem lögð hafa verið fram í dóminum, hefur hrepps- nefndin skrifað sýslumanni Snæfellsnes. og Hnappadalssýslu hinn 6. september 1939 og síðan mörgum sinnum. allt fram á árið 1943 og jafnan farið þess á leit, að úrskurðuð yrðu landamerki milli Hítardalsvalla og Moldbrekku, og er greinilega fram tekið í bréfunum, að hreppurinn telji Kattarfoss tilheyra eignarjörð sinni Hítardalsvöllum. Síðasta bréfið, sem lagt var fram um Þetta efni, er dagsett 14. apríl 1943. Vitnið skýrir enn fremur svo frá, að í framhaldi af bréfaskiptum þessum hafi margsinnis verið leitað eftir því við sýslumanninn, að skorið yrði úr um merki téðra jarða. Ekki hafi þó verið hafizt handa um landmerkjamál, en sýslumaður jafnan lofað að taka málið fyrir. Nokkrum árum síðar segir vitnið, að hreppsnefndin hafi lagt fyrir sig að kæra sýslumann fyrir Dómsmálaráðuneytinu vegna dráttar á málinu. Vitnið kveðst þó ekki hafa viljað gera það, en aftur á móti haft enn samband við sýslumann, sem þá hafi komið suður í Kolbeinsstaðahrepp til þess að athuga aðstæður á deilu- svæðinu. Ekkert hafi þó gerzt frekar í málinu, en einhver sam- töl og íbréfaskriftir átt sér stað áfram næstu ár, en án árangurs. Í bréfi Kristjáns sál. Einarssonar til oddvita, dags. 25. júní 1941, segir hann „réttast, að hreppurinn fengi landamæri þessi úrskurðuð, úr því að hann gerir ágreining um þau“. Með bréfi til sýslumanns, dags. 9. september 1955, fer hann þess á leit, að felldur verði úrskurður um „eignarheimild“ sína að vatnasvæði því, sem afsalið fyrir Moldbrekkuveiði taki til. Að öðru leyti verður ekki séð af því, sem fyrir liggur í mál. inu, að leitað hafi verið til sýslumanns eða annarra opinberra 633 aðilja út af þessum málum, fyrr en oddviti Kolbeinsstaðahrepps skrifar sýslumanni Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu hinn 10. september 1960, og varð það bréf síðan upphaf landamerkja- máls þessa hér fyrir dóminum. Snemma á árinu 1943 gerði Kristján Jóh. Kristjánsson, for- stjóri í Reykjavík, samning við eigendur og umráðamenn jarð- anna Staðarhrauns, Hítardals, Hróbjargarstaða og Hítardðalsvalla, þar sem nefndur Kristján Jóhann tekur að sér að láta gera laxa- stiga í Hítará við Kattarfoss og enn fremur að setja klak í ána fyrir ofan fossinn. Sem endurgjald fyrir þessar framkvæmdir afsöluðu þeir téðum Kristjáni Jóhanni öllum veiðirétti fyrir löndum jarðanna um næstu 15 ár, þó gegn nokkru eftirgjaldi síðustu 5 árin. Ekki verður séð, að forráðamenn Moldbrekku eða Moldubrekkuveiði hafi verið kvaddir til aðildar um samn- ingsgerð þessa. Um haustið þetta sama ár var stofnað og skrásett í Reykjavík „Fiskiræktar- og veiðifélag Efri-Hítarár h.f.“ Var tilgangur þess að gera Kattarfoss laxgengan og reka klak og veiðiskap í Efri- Hítará og Hítarvatni. Aðalforgöngumaður þessarar félagsstofn- unar var fyrrnefndur Kristján Jóhann, en félagsmenn voru fimm talsins, þar á meðal Kristján sál. Einarsson, en ekki átti hann þó sæti í stjórn félagsins. Mun félagið hafa yfirtekið samning Kristjáns Jóhanns, enda lét það og setja laxastiga í fossinn, Staðarhraunsmegin, og fékk til þess nokkurn styrk af opinberu fé. Laxastigi þessi mun hafa ónýtzt strax á næsta vetri, enda lítið orðið úr starfsemi félagsins upp úr því, og er það nú fyrir löngu úr sögunni. Hinn 20. október 1956 hélt hreppsnefnd Kolbeinsstaðahrepps fund með ábúendum Hítardals og Staðarhrauns til þess að skipta leigugjaldi eftir Hítará samkvæmt fyrrgreindum leigusamningi. Var ákveðið, að hreppurinn fengi hálfa leiguna v/Valla og Hró- bjargarstaða, en Hítardalur og Staðarhraun hinn helminginn. Í fundargerðinni er bókað, að leiga þessi sé „einungis miðuð við Kattarfoss og Hítará fyrir innan foss“, hins vegar séu allir þeir, sem að leigusamningnum stóðu, sammála um, að hann hafi aldrei átt að taka til árinnar fyrir neðan Kattarfoss. Ekki voru fyrirsvarsmenn Moldbrekku né veiðiréttar fyrir því landi kvaddir á fund þenna, og ekki er vitað til, að þeir hafi gert kröfu til hlutdeildar í leigugjaldinu þá eða síðar. 634 VIII. Málshefjandi, hreppsnefnd Kolbeinsstaðahrepps, rökstyður kröf- ur sínar með því fyrst og fremst, að landamerkja- og sóknar- lýsingar beri það með sér, að landamerki jarðanna hljóti að vera neðan Kattarfoss, og eftir staðháttum og allri aðstöðu komi ekki önnur merki til greina en vatnaskil Grettisbælis niður í Mósteina. Komi þetta og heim við sögulegar heimildir. Auk þess liggi fyrir þinglesin yfirlýsing sr. Stefáns Jónssonar um merki á þess- um slóðum, en hann hafi verið umráðamaður jarðanna og allra manna kunnugastur um þau efni. Vitnaleiðslur sýni og, að landa- merki hafi verið virt og haldin niður Grettisbæli um Mósteina við ferðamannavaðið á Hítará. Vitni þau, sem öðru haldi fram, séu veigalítil og ekki á þeim að byggja. Veiði hafi og verið stunduð á þessu veiðisvæði á vegum Vallamanna og í skjóli hreppsnefndar, og hafi það engum andmælum sætt. Hins vegar hafi hvorki Moldbrekkumenn né heldur eigendur Moldbrekku- veiði nytjað veiði á þessu svæði né í Kattarfossi. Málshefjandi telur orðalag afsalsbréfsins fyrir Moldbrekku á árinu 1916 byggt á misskilningi eða vangá og veiti ekki eignarheimild fyrir foss- inum. Kaupendur hafi auk þess sýnt það í reynd, að þeir lögðu ekkert upp úr því. Þegar Efri-Hítará var leigð árið 1943, og ákveðið var að gera Kattarfoss laxgengan, var hvorki leitað til eigenda Moldbrekku, né heldur létu þeir sig það nokkru skipta. Hins vegar hafi rétthafi Moldbrekkuveiði, Kristján sál. Einarsson, verið einn af aðalmönnum þessara framkvæmda og gerzt aðili að samningi við forráðamenn Hítardalsvalla um breytingar á foss- inum og þar með viðurkennt, að hann væri ekki innan þess veiðisvæðis, sem afsal veiðiréttarins frá 1920 tók til. Að sjálf- sögðu hafi eigandi Moldbrekku fylgzt með þessum málum, en engum athugasemdum hreyft, og þannig viðurkennt, að Kattar- foss væri ekki fyrir landi Moldbrekku. Væri því fjarstæða að tala um landamerki við Kattarfossbrún. Af þessum ástæðum kæmi heldur ekki til greina nein hefð dánarbúinu til handa á þeim staðarmörkum veiðiréttarins. Þá mótmælir málshefjandi, að hann hafi firrt sig nokkrum rétti fyrir aðgerðaleysi. Ekki hafi gefizt neitt sérstakt tilefni fyrir hann að fara í landa- merkjamál, þar sem ekkert lá fyrir um, að Moldbrekkumenn eða rétthafar Moldbrekkuveiði gerðu yfirleitt kröfu, beint eða óbeint, til landnytja eða veiði á þeim slóðum, sem nú er deilt um. Hins vegar hafi málshefjandi gert allar eðlilegar og lög- legar ráðstafanir að þessu leyti, eftir að ágreiningur var kom- 635 inn upp. Sé það fyrir honum óviðráðanlegar ástæður, að ekki hefur fengizt skorið úr ágreiningi þessum fyrr en nú. Fyrirsvarsmenn Moldbrekku og dánarbús Kristjáns Einars- sonar telja sig munu geta gert ýtrari landamerkjakröfur heldur en Í Kattarfossbrún, þar sem eystri fjallsrani Grettisbælis stefni í Hítará alllangt ofan við fossinn, og sé þar m. a. gömul varða, sem hlaðin muni hafa verið sem merkjavarða. Hins vegar hafi þeir þó ekki viljað ganga lengra í kröfum sínum en svo, að Ör- uggt væri um framgang. Þeir telja landamerki þessi koma bezt heim við merkjalýsingar, staðhætti sem og vætti hinna kunn- ugustu manna. Þeir vefengja skýringar málshefjanda á sóknar- lýsingunni 1840 og merkjabréfi Staðarhrauns, enda sé það ekki undirritað af fyrirsvarsmanni Moldbrekku og tortryggilegt á margan veg. Þeir leggja sérstaka áherzlu á afsalsbréf ráðherra fyrir Moldbrekkulandi 1916, þar sem fram komi, að Kattarfoss tilheyri Moldbrekkulandi. Sýni þetta, að svo hafi verið talið af kunnugum mönnum á þeim tíma, en jafnvel þótt hér hefði verið um ný landamerki að ræða, bar ráðherra fullt vald til slíkrar ráðstöfunar, og verði þar engu um þokað. Auk þess hafi eigandi Moldbrekku sem og rétthafi Moldbrekkuveiði verið Í fullkomlega góðri trú, og þar sem enginn hafi hreyft andmæl- um eða athugasemdum, hvorki við þinglestur eða síðar, verði réttur þeirra ekki vefengdur úr þessu. Þeir telja kærumál hrepps- nefndar mörgum áratugum síðar enga þýðingu hafa í þessu sambandi. Jafnframt heldur dánarbúið því fram, að það hafi, eða fyrirrennari þess, frá upphafi og jafnan hagnýtt veiði í Hítará allt upp að Kattarfossi átölulaust af öðrum, og væri þannig orðið um fullkomna hefð að ræða á veiðimörkum þess- um dánarbúinu til handa. Það telur fráleitt, að Kristján sál. Ein- arsson hafi firrt sig nokkrum rétti, þótt hann hafi tekið þátt í aðgerðum til þess að auka laxgengd á veiðisvæði sínu, enda væri í umræðdum leigusamningi Valla (o. fl. jarða) hvergi gengið út frá, að landamerkin væru fyrir neðan foss. Í því sambandi er bent á af dánarbúsins hálfu, að við uppskiptin á leigugjaldinu hafi hreppsnefndin bókað, að samningurinn hafi aðeins tekið til veiði í og ofan Kattarfoss, enda þótt þar væri beint fram tekið, að hann næði til veiði fyrir öllu Vallalandi. Væri þar með algerlega kippt fótum undan kröfunni um merki niður við Mósteina og kröfugerð málshefjanda þegar af þessari ástæðu fallin um sjálfa sig. 68 > J IX. Eins og að framan er rakið, skera merkjabréf jarðanna ekki úr um landamerki þeirra á millum að öðru leyti en því, að merki liggi um Grettisbæli, sem út af fyrir sig getur samrýmzt kröf- um beggja aðilja. Ekki þykir fært að byggja í þessu máli á landamerkjabréfi Staðarhrauns, eins og því bréfi er háttað, né heldur sóknarlýsingunni frá 1840, enda greina þau skjöl ekki landamerki Moldbrekku og Valla að öðru leyti en því, að gengið virðist út frá, að Kattarfoss hafi verið fyrir Vallalandi. Stað- hættir sætu með nokkrum hætti bent til þess, að merkin lægju um eystri fjallsrana Grettisbælis og hraunbrúnina við Kattar- foss, þótt ekki verði heldur á því byggt í málinu. Vitnaleiðslur hafa, eins og áður segir, ekki leitt til neinnar ákveðinnar niður- stöðu, enda gætir þar mikils ósamræmis. Verður því að leita úrlausnar eftir öðrum leiðum. Í afsali ráðherra Íslands fyrir Moldbrekku frá 1916, sem og óbeint í afsali hans fyrir Hítarðalsvöllum frá 1923, kemur fram ótvírætt, að Kattarfoss sé fyrir landi Moldbrekku og landamærin þar með um Kattarfoss eða ofar. Í afsali fyrir veiðiréttindum Moldbrekku frá 1920 er og beint tekið fram, að jörðin eigi land upp á Kattarfossbrún, og sama er ítrekað í þinglesinni athuga- semd frá 1933. Ekki er í ljós leitt, að afsölin hafi verið röng að þessu leyti eða byggð á röngum forsendum, enda liggur og ekkert fyrir um það, að eigendur Moldbrekku eða Moldbrekku- veiði hafi ekki verið í góðri trú, er þeir tóku við afsölum þess- um. Var og engum athugasemdum hreyft eða mótmælum við þinglestur þessara skjala. Hefðu fyrirsvarsmenn Hítardalsvalla þó haft alveg sérstakt tilefni til slíks, ef þeir hefðu talið hallað réttu máli í sambandi við þinglestur veiðiréttarins 1933 eða í framhaldi af honum. Að vísu leituðu þeir til sýslumanns um fyrirtöku landamerkjamáls, en þó ekki fyrr en alllöngu síðar, eða rúmum 22 árum eftir að afsalið fyrir Moldbrekku var þing- lesið, og þegar þær tilraunir báru ekki árangur, virðist málið enn hafa fallið niður um langt árabil, eða allt fram til 10. sept- ember 1960, er loks var gerður reki að landamerkjamáli því, sem hér er til meðferðar fyrir dóminum, en þá eru liðin 44 ár, síðan gert var afsal það fyrir Moldbrekku, sem hér um ræðir. Samkvæmt þessu verður dómurinn að líta svo á, að umrædd afsöl beri að leggja til grundvallar, þar sem hvorki er sannað, að þau hafi verið röng, né heldur hafa þau verið vefengd innan sennilegs tíma. Ekki verður heldur talið nægilega í ljós leitt, 637 að fyrirsvarsmenn Moldbrekku hafi firrt sig neinum rétti, hvað landamerki snertir, þótt þeir hafi látið afskiptalaust, að tilraun væri gerð til þess að gera Kattarfoss laxgengan, og eftir atvik- um heldur ekki Kristján sál. Einarsson, þó hann hafi að ein- hverju leyti gerzt aðili að þeim samningum, enda greina þeir út af fyrir sig ekkert um merki jarðanna og breyta engu um þau efni. Eftir þessu ber að miða landamerki jarðanna við Kattarfoss- brún, enda eru ekki gerðar kröfur um merki ofar með ánni. Hins vegar er enginn ágreiningur um merkin til fjalls, allt suður á hátind Grettisbælis, sem einnig er óumdeildur. Verður merkja- línan þá eftir sjónhending úr tindinum niður í Kattarfossbrún, eins og áður segir. Rétt þykir, að kostnað við dóminn greiði aðiljar eftir þess- um hlutföllum: Kolbeinsstaðahreppur %, en eigandi Moldbrekku og dánarbúið M hvort. Að öðru leyti fellur málskostnaður niður. Upp í kostnað og talsmannslaun vegna Kolbeinsstaðahrepps greiðast úr ríkissjóði kr. 12.000.00 og á sama hátt vegna Sig- urðar Sigurbergssonar kr. 6.000.00. Dómsorð: Landamerki Hítardalsvalla og Moldbrekku í Kolbeins- staðahreppi skulu vera úr hátindi Grettisbælis sjónhending í Hítará um Kattarfossbrún. Kostnað við dóminn greiða aðiljar þannig: Kolbeinsstaða- hreppur kr. 8.358.50, Sigurður Sigurbergsson kr. 4.179.25 og dánarbú Kristjáns Einarssonar kr. 4.179.25. Að öðru leyti falli málskostnaður niður. Upp í kostnað og talsmannslaun greiðist úr ríkissjóði Páli S. Pálssyni hæstaréttarlögmanni vegna Kolbeinsstaðahrepps kr. 12.000.00 og á sama hátt Guðmundi Péturssyni hæsta- réttarlögmanni vegna Sigurðar Sigurbergssonar kr. 6.000.00. 638 Mánudaginn 29. júní 1964. Nr. 103/1963. Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs (Sigurður Ólason hrl.) gegn Landsbanka Íslands, Ísafirði (Einar B. Guðmundsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðs- son, prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal og Logi Einarsson yfirsakadómari. Veðréttindi. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 10. ágúst 1963 og krafizt þess, að veðréttur stefnda í Fiskiðjuveri Ísfirðings h/f fyrir kr. 2.000.000.00 samkvæmt veðsetningarskjali, dags. 5. september 1960, þoki í veðröð aftur fyrir atvinnubótalán ríkissjóðs, kr. 1.725.000.00, og að stefnda verði dæmt að greiða honum málskostnað bæði i héraði og fyrir Hæstarétti, Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði stað- festur og áfrýjanda verði dæmt að greiða honum máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð nokkur ný gögn. Að til- hlutan Hæstaréttar hefur Ragnar Ólafsson hæstaréttarlög- maður og endurskoðandi framkvæmt könnun á hlaupa- teikningsviðskiptum Ísafirðings h/f við stefnda í því skyni að sannreyna, svo sem kostur er, „hvort og þá hve mikil ný lán eða fyrirgreiðslu Landsbanki Íslands á Ísafirði veitti Ísfirðingi h/f, eftir að ríkissjóður veitti veðleyfi fyrir kr. 2.000.000.00 í september 1960, og hvort þau nýju lán hefðu verið greidd eða að hve miklu leyti þau hefðu verið greidd við gjaldþrot Ísfirðings h/f“. Hinn 2. september 1960 gaf Fjármálaráðuneytið út svo- hljóðandi 639 „Veðleyfi. Með veðbréfum, dags. 3/8 '55, 24/5 '56, 13/3 '57, 15/6 '57 og 22/6 759, var Fiskiðjuver ÍSFIRÐINGS h.f. við Suð- urgötu, Ísafirði, veðsett ríkissjóði til tryggingar atvinnu- bótalánum, samtals að fjárhæð kr. 1.725.000.00. Fjármálaráðuneytið samþykkir fyrir sitt leyti, að á und- an framangreindum atvinnuaukningarlánum megi ÍSFIRÐ- INGUR h.f. veðsetja Landsbanka Íslands, Ísafirði, téða eign til tryggingar láni, að fjárhæð allt að kr. 2.000.000.00, enda lækki jafnframt veðleyfi ríkissjóðs frá 17/12 1959 úr kr. 1.4 milj. í 1.2 milj.“ Ísfirðingur h/f gaf síðan 5. september 1960 út svohljóð- andi „TRYGGINGARBREF (Allsherjarveð). Undirrituð stjórn ÍSFIRÐINGS H.F., Ísafirði, Gjörir kunnugt: Að til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu á skuldum þeim ásamt vöxtum og hvers konar kostnaði, er á þær kann að falla, sem ég nú eða siðar, á hvaða tíma, sem er, stend í við Landsbanka Íslands, úti- búið á Ísafirði, hvort sem það eru víxilskuldir mínar, víxil- ábyrgðir, yfirdráttur á hlaupareikningi eða hvers konar aðrar skuldir við bankann, þar með taldar ábyrgðir, er bankinn hefur tekizt eða kann að takast á hendur mín vegna, að samtaldri fjárhæð allt að kr. 2.000.000.00, — krónur : TVÆR MILJÓNIR — set ég hér með bankanum að veði, sem hér skal talið: Með 7. — sjöunda — veðrétti — og uppfærslurétti fisk- iðjuver fyrirtækisins við Suðurgötu á Ísafirði, öll húsin með öllu múr- og naglföstu og tilheyrandi lóðarréttindum. Enn fremur allar vélar og tæki, hverju nafni, sem nefn- ast, sem fylgja og fylgja ber, allt eins og það verður fram- ast veðsett, næst á eftir upphaflega: 640 kr. 7.800.000.00 til Bíkissjóðs Íslands. — 100.000.00 - Fiskimálasjóðs. — 150.000.00 - Sama. — 1.200.000.00 - Landsbanka Íslands, Ísafirði. — 1.000.000.00 - Ríkissjóðs. samtals. — 10.250.000.00, sem hvíla á eignunum á undan veðsetningu þessari, þ. e. áður en nokkur afborgun hafi farið fram. Hið ofangreinda er veðsett í því ástandi, sem það er nú í eða siðar kann að verða, með hvers konar endurbótum og viðbótum, og eru vátryggingarfjárhæðir hins veðsetta innifaldar í veðsetningunni. Tryggingarbréf þetta gildir, jafnt þótt greiðslufrestur verði veittur einu sinni eða oftar, víxlar framlengdir að meira eða minna leyti með sömu eða öðrum víxilskuldurum, og þar til allt, sem að framan getur, að sé með veði þessu tryggt, er bankanum að fullu greitt. Skuldbind ég mig til að halda hinu veðsetta vátryggðu og láta bankanum í té, hvenær sem hann krefst þess, skil- ríki fyrir því, að svo sé gjört, ella er honum jafnan heim- ilt, en þó aldrei skylt, að vátryggja það á minn kostnað. Standi ég eigi í skilum með greiðslu á ofanskráðu á hverjum tíma, bú mitt verði tekið til skipta sem þrotabú, veðinu eigi haldið vel við, vátryggingargjöld eða önnur skyldugjöld eigi greidd í rétta tíð, fjárnám gert í veðinu, Það selt eða sett á uppboð, þá eru allar þær skuldir, sem með bréfi þessu eru tryggðar, fallnar í gjalddaga án upp- sagnar, og má þá og ávallt, er skuldirnar eru gjaldfallnar, selja veðið á opinberu uppboði samkv. 39. gr. laga nr. 95 frá 1947 og lögum um nauðungaruppboð nr. 57 frá 1949, sbr. lög um veð 4. nóv. 1887, 3. gr., eða gera fjárnám í veðinu án undangengins dóms eða sáttar samkv. 15. gr. laga nr. 29 frá 1885. Rísi mál út af skuldum þessum eða veðsetningu, má reka það fyrir bæjarþingi Ísafjarðar, án undangenginnar sáttaumleitunar fyrir sáttanefnd, samkv. heimild í lögum nr. 85 frá 1936, 17. kafla. 641 Til staðfestu ofanskráðu er nafn mitt, undirritað í viður- vist tveggja tilkvaddra vitundarvotta.“ Veðleyfi Fjármálaráðuneytisins var veitt til styrktar Ís- firðingi h/f, sem var illa staddur fjárhagslega og þarfn- aðist rekstrarfjár, er stefndi gerðist tregur að veita honum. Aðdragandi veðleyfisins og orðalag leiðir til þess skiln- ings, að veðsetning samkvæmt þvi sé einungis fyrir nýju láni og að greiðslur af hendi Ísfirðings h/f vegna fjárafla frá tíma fyrir 2. september 1960 skuli eigi koma til lækk- unar þeirri fjárhæð sem veðtryggð er samkvæmt veðleyf- inu. Er þetta í samræmi við málflutning áfrýjanda. Béttarreglur og skýring veðleyfisins leiða enn fremur til þess, að greiðslur til stefnda vegna fjárafla Ísfirðings h/f eftir 2. september 1960, þær sem eigi gengu til lúkn- ingar sérstakra veðlána eða forgangskrafna, skuli í skipt- um aðilja teljast lækka hlutfallslega öll lán Ísfirðings h/f hjá stefnda og þá einnig lækka ný lán, þó þannig að óveð- tryggð ný lán greiðist niður á undan því láni, sem veð- tryggt er samkvæmt veðleyfinu frá 2. september 1960. Samkvæmt þessu verður niðurstaðan tölulega þannig eftir reikningi endurskoðandans, að ógreidd standa ný lán, að fjárhæð kr. 2.442.292.37. Helzt því veð stefnda fyrir kr. 2.000.000.00 í Fiskiðjuveri Ísfirðings h/f samkvæmt veð- leyfi áfrýjanda 2. september 1960 og tryggingarbréfi 5. s. m. Ber því að staðfesta hinn áfrýjaða úrskurð. Eftir atvikum er rétt, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinum áfrýjaða úrskurði skal vera óraskað. Málskostnaður í Hæstarétti fellur niður. Sératkvæði prófessors Magnúsar Þ. Torfasonar. Ég vísa til atkvæðis meiri hluta dómenda um skýringu á veðleyfi því og tryggingarbréfi, sem í málinu greinir. 41 642 Eftir að Fjármálaráðuneytið saf út veðleyfið, veitti stefndi Ísfirðingi h/f veruleg rekstrarlán á hlaupareikningum nr. 250 og 251. Hlaupareikningur nr. 251 hefur verið greidd- ur að fullu. Lán til Ísfirðings h/f á hlaupareikningi nr. 250 eftir 2. september 1960 námu samtals kr. 4.552.997.98. Ég tel, að greiðslur Ísfirðings h/f inn á reikning þenna vegna sér- stakra veðlána og forgangskrafna eftir 2. september 1960, samtals kr. 1.906.111.44, eigi að ganga upp í hin nýju lán og enn fremur, að andvirði handveða, kr. 1.240.631.71, sé greiðsla á skuldum stofnuðum fyrir 2. september 1960. Hins vegar tel ég, að stefnda hafi verið heimilt að láta allar aðr- ar greiðslur, sem Ísfirðingur h/f hefur greitt inn á reikn- inginn fyrir gjaldþrot sitt, ganga óskiptar upp í elætu skuld- irnar og vexti, enda hafði hvorki Ísfirðingur h/f né áfrýj- andi áskilið annað. Var þó, þegar virtur er aðdragandi að útgáfu veðleyfisins, ástæða til þess, að áfrýjandi kvæði greinilega á um það, ef tilætlun hans var sú, að innborg- anir frá Ísfirðingi h/f yrðu látnar ganga upp í ný lán á undan gömlu skuldinni. Er því skuld Ísfirðings h/f á hlaupa- reikningi nr. 250 vegna lánveitinga stefnda eftir 2. septem- ber 1960 enn kr. 2.646.886.54 (kr. 4.552.997.98 = 1.906.- 111.44). Samkvæmt framanrituðu er ég samþykkur dómsorði meiri hluta dómenda. Sératkvæði prófessors Theodórs B. Líndals. Ísfirðingur h/f rak um árabil togaraútserð og fiskverk- un á Ísafirði, og var stefndi viðskiptabanki félagsins. Sum- arið 1960 var hag félagsins mjög illa komið, og skuldaði það bæði stefnda og öðrum háar upphæðir, er ekki voru tök á að greiða, enda synjaði stefndi félaginu um meiri fjárhagslega fyrirgreiðslu en orðið var. Starf félagsins var mjög mikilsverður þáttur í atvinnu- lífi Ísafjarðar, og var því leitað til ríkisstjórnarinnar um 643 aðstoð. Eftir nokkrar viðræður ákvað ráðherra sá, er þá fór með störf fjármálaráðherra um stund, að veita félag- inu aðstoð með þeim hætti, að ríkissjóður tæki ábyrgð á láni til stutts tíma, að upphæð kr. 1.000.000.00, og veitti enn fremur leyfi til veðsetningar fiskiðjuvers félagsins fyrir allt að kr. 2.000.000.00 láni. Í veðleyfi þessu, sem dagsett er 2. september 1960, segir m. a.: „Fjármálaráðuneytið sam- þykkir fyrir sitt leyti, að á undan framangreindum atvinnu- aukningarlánum megi Ísfirðingur h/f veðsetja Landsbanka Íslands, Ísafirði, téða eign til tryggingar láni, að fjárhæð allt að kr. 2.000.000.00, enda lækki jafnframt veðleyfi ríkis- sjóðs frá 17/12 1959 úr kr. 14 milj. í 1.2 milj.“ Samkvæmt því, sem fram er komið í málinu, verður að telja, að aðstoð þessi hafi verið veitt gegn því skilyrði, að stefndi gengi ekki að félaginu fyrst um sinn, heldur veitti því fjárhagslega fyrirgreiðslu, eftir því sem fært þætti og nauðsyn bæri til. Jafnframt virðist hafa verið gert ráð fyrir því, að hagur félagsins yrði tekinn til rannsóknar, og að henni lokinni yrði tekin ákvörðun um framtíðarstarf þess. Samkvæmt orðalagi veðleyfisins og atvikum öllum í sam- bandi við útgáfu þess, verður að skilja það á þá leið, að veðréttur ríkissjóðs. sá er í veðleyfinu greinir, skyldi að- eins þoka fyrir nýjum lánum, enda verður með engu móti talið eðlilegt, eins og á stóð, að tilætlunin með aðstoð þess- ari hafi verið sú að greiða eldri skuldir félagsins við stefnda. Þetta sjónarmið leiðir til þess að rannsaka þarf, hver ný lán stefndi veitti félaginu eftir 2. september 1960, og hverj- um innborgunum, sem fram fóru eftir þann dag, bar að verja til greiðslu hinna nýju lána. Ragnar Ólafsson löggiltur endurskoðandi hefur reiknað út, hver niðurstaðan verður samkvæmt ofangreindum sjón- armiðum, og er niðurstaða hans þessi: „Skuld eftir 2. september 1960 .. kr. 4.552.997.98 Innborgað .......000000.0.0..... — 1.906.111.44 Kr. 2.646.886.54 644 Innborgað v/reksturs Aðrar eftir 2. september 1960 innborganir Beitufrysting .... kr. 204.724.65 Ísfiskandvirði ... — 400.354.00 Beinaandvirði ... — 120.225.00 Almennar Tryggingar ......... kr. 340.000.00 Fiskandvirði 1960 kr. 508.000.00 Fiskandvirði 1961 — 1.174.447.86 Aðrar innborganir ............ — 40.298.96 Leiðréttingar .................. — 5.522.71 Kr. 2.407.751.51 kr. 385.821.67 9/5 1963 ........ kr. 76.000.00 9/5 1968 ........ — 160.852.57 — — 168.748.60 Viðskiptareikningur ........... — 92.497.43 Kr. 2.644.604.08 — kr. 647.067.70 Lán eftir 2/9 1960: Kr. 2.646.886.54 “= — 2.644.604.08 Kr. 2.282.46 Tölur þessar eru ekki vefengdar af aðiljum né útreikn- ingurinn sjálfur. Samkvæmt ofangreindu ber að fallast á kröfu áfrýj- anda þannig, að veðréttur stefnda í Fiskiðjuveri Ísfirðings h/f samkvæmt tryggingarbréfi h/f Ísfirðings, dagsettu 5. sept. 1960, gangi fyrir veðrétti áfrýjanda samkvæmt veð- bréfum, dags. 3/8 1955, 24/5 1956, 13/3 1957, 15/6 1957 og 22/6 1959, að því er snertir kr. 2282.46. Samkvæmt þessum úrslitum og að öðru leyti með hlið- sjón af því, að eigi var skýrt um búið sem skyldi af hálfu áfrýjanda, þykir rétt, að stefndi greiði áfrýjanda kr. 30.- 000.00 upp í málskostnað. 645 Dómsorð: Veðréttur stefnda, Landsbanka Íslands, Ísafirði, samkvæmt tryggingarbréfi Ísfirðings h/f, dags. 5. september 1960, geng- ur fyrir veðrétti áfrýjanda, fjármálaráðherra f. h. rikis- sjóðs, samkvæmt veðbréfum þeim, sem að framan greinir, að því er snertir kr. 2282.46. Stefndi greiði áfrýjanda kr. 30.000.00 upp í málskostnað fyrir uppboðsrétti og Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður uppboðsdóms Ísafjarðar 2. ágúst 1963. Ár 1963, föstudaginn 2. ágúst, var í uppboðsrétti Ísafjarðar, sem haldinn var í bæjarfógetaskrifstofunni af Jóh. Gunnari Ólafssyni bæjarfógeta, kveðinn upp úrskurður í máli þessu, sem tekið var til úrskurðar 29. júlí s.l. Með sölugerningi, sem fór fram mánudaginn 29. janúar 1962, varð fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs hæstbjóðandi í Fiskiðjuver Ísfirðings h/f, Ísafirði, með boði, að upphæð kr. 13.800.000.00. Umboðsmaður ríkissjóðs gerði kröfu til útlagningar til umbjóð- anda síns sem ófullnægðs veðhafa, ef svo stæði á. Uppboðshald- ari samþykkti þetta boð. Með bréfum, dags. 30. apríl og 10. maí 1962, til uppboðshald- ara, krafðist Fjármálaráðuneytið þess, að tvö nánar tiltekin skuldabréf verði við reikningsskil uppboðsins umreiknuð eftir núverandi gengi á svissneskum frönkum og þýzkum mörkum. Þessu mótmælti Landsbanki Íslands. Um þetta deiluatriði gekk síðan úrskurður uppboðsréttarins 2. júní 1962, sem staðfestur var af Hæstarétti 6. marz s.l. Með bókun í uppboðsrétti 26. marz s.l. (dskj. nr. 89) og síðan nánar í dómskj. nr. 94 gerði umboðsmaður ríkissjóðs þær kröf- ur, að rift verði eða ógild metin veðsetning til Landsbankans frá 3. september 1960, að fjárhæð 2 miljónir króna með 6. veð- rétti í fiskiðjuverinu, enda verði veðleyfi ríkissjóðs frá sama tíma talið niður fallið fyrir rangar og brestandi forsendur, og til vara, að umrædd veðsetning verði einungis metin gild fyrir annarri lægri fjárhæð. Þessum kröfum sínum breytti umboðsmaður ríkissjóðs þó svo, að aðalkrafa hans var hin sama, en varakröfur voru: að um- rædd veðsetning þoki aftur fyrir atvinnubótalánin, kr. 1.725.- 000.00, ásamt 1% af þeim, og að „verði veðsetningin látin halda 646 sæti sínu í veðröð, krefst ég þess, að hún verði einungis metin gild fyrir lægri fjárhæð eftir ákvörðun uppboðsréttarins, enda verði fjárhæðin miðuð við það, sem bankinn hefur sannanlega veitt félaginu sem ný lán, stofnlánaeðlis, frá 1. sept. 1960 til 30. júní 1961“. Þessa síðustu kröfu nefndi umboðsmaður ríkissjóðs Þrautavarakröfu sína. Loks krafðist umboðsmaður ríkissjóðs fulls málskostnaðar úr hendi bankans eftir mati uppboðsréttarins. Í rétti 26. marz s.l. krafðist umboðsmaður Landsbanka Íslands frávísunar á kröfum ríkissjóðs, sökum þess að hann taldi þær of seint fram komnar. Frávísunarkröfu Landsbankans var hrundið með úrskurði 27. marz s.l. Umboðsmaður Landsbankans hefur krafizt algerrar sýknu af kröfum ríkissjóðs í máli þessu svo og málskostnaðar eftir mati réttarins, hver sem úrslit málsins yrðu. Þá hefur umboðsmaður Landsbankans krafizt þess, að máls- ástæður þær, sem gagnaðili setti fram á dskj. nr. 94, verði ekki teknar til álita við dómsálagningu, með því að þær væru of seint fram komnar. Sáttaumleitun reyndist árangurslaus. Að lokinni gagnaöflun fór fram munnlegur flutningur máls- ins 29. júlí s.l, og var það tekið til úrskurðar að því loknu. Málavextir eru í höfuðatriðum þessir: Á árinu 1960 voru fjárhagsvandræði Ísfirðings h/f orðin svo mikil, að fyrir höndum var alger stöðvun á rekstri félagsins. Vildi Landsbanki Íslands vegna skuldasöfnunar hjá honum ekki veita félaginu frekari fyrirgreiðslu. Allur togaraútvegur í land- inu átti þá við mikla fjárhagserfiðleika að stríða, og leitaði ríkis- stjórnin úrræða til þess að koma togaraútgerðinni til aðstoðar. Fyrir milligöngu ríkisstjórnarinnar féllst Landsbankinn á það að veita félaginu rekstrarlán til áframhaldandi reksturs gegn því, að ríkissjóður veitti félaginu veðleyfi til veðsetningar á fisk- iðjuveri þess til tryggingar eldri skuldum og þessum viðskiptum. Um sömu mundir keypti bankinn skuldabréf af Ísfirðingi h/f, að upphæð kr. 1.000.000.00, með ábyrgð ríkissjóðs, og gekk upp- hæðin til greiðslu á kostnaði við flokkun b/v Sólborgar. Veðleyfi ríkissjóðs var síðan gefið út 2. september 1960, og heimilaði eða samþykkti Fjármálaráðuneytið fyrir sitt leyti, að á undan framangreindum atvinnuaukningarlánum (kr. 1.725.- 000.00) megi Ísfirðingur h/f veðsetja Landsbanka Íslands, Ísa- 647 firði, téða eign (fiskiðjuverið) til tryggingar láni, að fjárhæð allt að kr. 2.000.000.00. Stjórn Ísfirðings h/f gaf síðan 5. september 1960 út trygg- ingarbréf til handa Landsbanka Íslands (dskj. nr. 77) og veð- setti með því bankanum fiskiðjuver fyrirtækisins við Suður. götu á Ísafirði með 7. — sjöunda — veðrétti og uppfærslurétti næst á eftir veðskuldum, samtals kr. 10.250.000.00. Samkvæmt veðleyfi ríkissjóðs var lán þetta flutt upp í veðröð og tryggt með 6. veðrétti í eigninni, sbr. veðbókarvottorð, dómskjal nr. 58. Framangreint tryggingarbréf er á prentuðu formi og auðkennt af bankanum sem allsherjarveð. Í texta þess er sagt, að veð- setningin sé „til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu á skuldum þeim, ásamt vöxtum og hvers konar kostnaði, er á þær kann að falla, sem ég nú eða síðar, á hvaða tíma sem er, stend í við Landsbanka Íslands, útibúið á Ísafirði, hvort sem það eru víxilskuldir mínar, víxilábyrgðir, yfirdráttur á hlaupa- reikningi eða hvers konar aðrar skuldir við bankann, þar með taldar ábyrgðir, er bankinn hefur tekið eða kann að takast á hendur mín vegna“ o. s. frv. Aðalkrafa umboðsmanns ríkissjóðs er sú, að veðsetningin verði metin ógild gagnvart útlagningarbeiðanda og veðleyfi ríkissjóðs talið niður fallið. Hefur hann haldið því fram, að allsherjar- veðsetning, eins og þessi, sé naumast lögleg. Hvað sem um slíkar veðsetningar má segja fræðilega, þá verður að skoða þessa veð- setningu með hliðsjón af veðleyfi ríkissjóðs. Í veðleyfinu er sett aðeins eitt skilyrði, en það er, að veðleyfi ríkissjóðs frá 17/12 1959 lækki úr kr. 1.400.000.00 í kr. 1.200.000.00. Að öðru leyti er veðleyfið skilyrðislaust. Orðið lán í tryggingarbréfinu er í eintölu, og samkvæmt trygg- ingarbréfinu frá 5. september 1960 tók Ísfirðingur h/f 2 miljóna króna lán hjá Landsbankanum. Í veðleyfinu eru engin ákvæði um það, að þetta skuli vera nýtt lán eða stofnlánseðlis, eða hvernig ráðstafa skuli þessu lánsfé. Tryggingarbréfið er á prent- uðu formi og í engu frábrugðið því, sem venja mun vera, þegar eins stendur á og hér. Umboðsmaður ríkissjóðs hélt því fram, að bankinn væri að fleygja gömlu skuldadrasli inn undir veð- leyfið. Af yfirliti bankans um viðskipti Ísfirðings h/f á tíma- bilinu 5. september 1960 til 30. júní 1961 sést, að skuldaaukn- ing á tímabilinu hefur numið kr. 2.194.969.33, og virðist því bankinn hafa gert einmitt það, sem til var stofnað með veð- leyfinu, látið Ísfirðingi h/f í té rekstrarfé, en því hafði bankinn 648 neitað, þangað til veðleyfi ríkissjóðs kom til, að hann fengi trygpg- ingu, sem hann taldi viðhlítandi. Það má ef til vill segja, að rétt hafi verið að halda þessu 2ja miljóna láni Ísfirðings h/f aðgreindu í viðskiptareikningum bankans og Ísfirðings h/f, en ekki verður séð, að það geti haft áhrif á úrslit þessa máls. Dóm- arinn fær ekki séð, að veðsetningin brjóti í bága við veðleyfi ríkissjóðs samkvæmt þeim upplýsingum, sem fram hafa komið við flutning málsins. Samkvæmt framansögðu verður að telja, að veðréttur Lands- banka Íslands á Ísafirði samkvæmt tryggingarbréfi, útgefnu 5. september 1960 fyrir 2ja miljóna króna láni, haldi sæti sínu í veðröð, þ. e. 6. veðrétti í Fiskiðjuveri Ísfirðings h/f. Af þess- um ástæðum verða kröfur sækjanda, fjármálaráðherra f. h. ríkis- sjóðs, ekki teknar til greina að neinu leyti. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Ályktarorð: Landsbanki Íslands, útibúið á Ísafirði, skal vera sýkn af kröfum fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs í máli þessu. Veðréttur bankans fyrir 2 miljónum króna samkvæmt trygg- ingarbréfi 5. september 1960 með 6. veðrétti í Fiskiðjuveri Ísfirðings h/f haldist óbreyttur. Málskostnaður falli niður. 649 Mánudaginn 29. júní 1964. Nr. 146/1963. Gústaf A. Sveinsson gegn Kvenfélaginu Hringnum og gagnsök. Dómendur: hæstaréttardómararnir Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðs- son, Einar Arnalds yfirborgardómari, Logi Einarsson yfirsaka- dómari og Theodór B. Líndal prófessor. Kærumál. Málflutningslaun. Dómur Hæstaréttar. Aðalkærandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 1. október 1963 og krafizt þess, að endurgjald fyrir lögmannsstarf hans í þágu gagnkæranda, sem deilt er um og í hinum kærða úrskurði greinir, verði ákveðið kr. 266.- 175.00 og gagnkæranda dæmt að greiða honum kærumáls- kostnað. Gagnkærandi, sem fékk vitneskju um uppsögu hins kærða úrskurðar hinn 20. september 1963, hefur af sinni hendi skotið málinu til Hæstaréttar með kæru 3. október 1963. Hann krefst þess, að nefnt endurgjald verði ákveðið kr. 41.773.00, er hann hefur greitt og aðalkærandi tekið við með fyrirvara. Þá krefst gagnkærandi kærumálskostnaðar. Gert var ágrip dómsgagna, sem eru mjög umfangsmikil, og barst dóminum ágripið með bréfi aðalkæranda, dags. 22. f. m. Málsatvikum er rækilega lýst í hinum kærða úrskurði. Þegar virt er starf aðalkæranda og hagsmunir þeir, sem um var að tefla, þykja málflutningslaun aðalkæranda til handa hæfilega ákveðin kr. 130.000.00. Ber gagnkæranda að greiða aðalkæranda þá fjárhæð, að frádregum kr. 41.- 773.00, þ. e. kr. 88.227.00, og svo kærumálskostnað, kr. 20.000.00. Dómsorð: Gagnkærandi, Kvenfélagið Hringurinn, greiði aðal- kæranda, Gústaf A. Sveinssyni, málflutningslaun, kr. 650 88.227.00, og kærumálskostnað, kr. 20.000.00, að við- lagðri aðför að lögum. Úrskurður stjórnar Lögmannafélags Íslands 17. september 1963. Ár 1963, þriðjudaginn 17. september, kom stjórn Lögmanna- félags Íslands saman á fund í skrifstofu félagsins að Garðastræti 17, hér í borg. Mættir stjórnendur voru: Ágúst Fjeldsted hæstaréttarlögmað- ur, formaður félagsins, Egill Sigurgeirsson hæstaréttarlögmaður, varaformaður félagsins, Jón N. Sigurðsson hæstaréttarlögmaður, gjaldkeri félagsins, Gunnar Jónsson héraðsdómslögmaður, ritari félagsins, og Benedikt Blöndal héraðsdómslögmaður í stað Axels Einarssonar héraðsdómslögmanns, er vikið hafði sæti í málinu. Var þá tekið fyrir ágreiningsmálið: Gústaf A. Sveinsson gegn Kvenfélaginu Hringnum, og í því kveðinn upp svohljóðandi úrskurður: Ágreiningsmál Þetta, sem tekið var til úrskurðar eftir munn- legan málflutning 2. ágúst s.l., hefur Gústaf A. Sveinsson hæsta- réttarlögmaður borið undir stjórn félagsins með bréfi, dags. 3. maí 1963, og hefur sóknaraðili við munnlegan flutning málsins gert eftirgreinda kröfu í málinu: Að laun hans fyrir flutning skiptaréttarmálsins: Kjörbörn og kjörbarnabörn Sigríðar Einarsdóttur og Magnúsar Benjamínsson- ar gegn Kvenfélasinu Hringnum séu samkvæmt lágmarksgjald- skrá Lögmannafélags Íslands rétt reiknuð kr. 266.175.00. Málavextir eru sem hér segir: Magnús Benjamínsson úrsmiður var fæddur 6. febrúar 1853. Að loknu námi í iðn sinni stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki í Reykjavík 21. september 1881. Fyrirtæki þetta rak hann lengi einn, en 1927 tók hann í félag við sig Harald Hagan úrsmið, og ráku þeir saman úrsmíðavinnustofu og verzlun til 1. október 1933, að Haraldur gekk úr félaginu. Þá tók Magnús í félag við sig Hjört R. Björnsson, Ólaf Tryggvason og tengdason sinn, Sverri Sigurðsson, og ráku þessir menn síðan fyrirtækið saman, þar til Magnús andaðist 2. marz 1942. Magnús Benjamínsson kvæntist 8. október 1889 Sigríði Ein- arsdóttur, er fædd var 21. apríl 1872, og lifðu þau saman í hjú- skap, unz Magnús andaðist. Þau Magnús og Sigríður voru barnlaus. Hins vegar tóku þau fósturbörn, fyrst Lilju Antonsdóttur, er andaðist tvítug, og einnig Göl Kristin Eyjólfsson, fæddan 28. nóvember 1894, og Maríu Lárus- dóttur, fædda 5. maí 1910. Hjónin sóttu um ættleiðingu fyrir þau Kristin og Maríu með bréfi til dómsmáladeildar Stjórnar- ráðsins, dags. 27. nóvember 1913. Segir í téðu bréfi, að hjónin óski m. a., að kjörbörnin „öðlist erfðarétt eftir okkur, þó að áskild- um óskertum arfleiðslurétti okkar, eftir því sem okkur þókn- ast“. Ættleiðingarbréf var útgefið 17. desember 1913, og er þar tekið fram, að kjörbörnin „taki arf eftir hjónin, sem væru börnin þeirra eigin skilgetin börn, þó svo, að þetta sé eigi til fyrirstöðu, að ættleiðendur ráðstafi eignum sínum, eins og þeim sýnist með arfleiðsluskrá“. Magnús Benjamínsson átti og rak einn eða með öðrum, eins og áður segir, úrsmíðavinnustofu og verzlun í Reykjavík. Auk þess átti hann á sínum tíma húseignina nr. 23 við Þingholts- stræti í Reykjavík, húseignina nr. 3 við Veltusund í Reykja- vík og húseignina nr. 1 við Ásvallagötu í Reykjavík. Hinn 3l. júlí 1930 seldi Magnús Kristni Magnússyni, kjörsyni sínum, og Gísla Ólafssyni fasteignina nr. 23 við Þingholtsstræti, og er verðið talið kr. 50.000.00. Taka kaupendur að sér greiðslu á skuld við Söfnunarsjóð, að upphæð kr. 10.000.00, greiða í peningum kr. 5.000.00 og gefa út veðskuldabréf til seljanda fyrir eftirstöðv- unum, kr. 35.000.00. Með afsalsbréfi 2. júní 1936 seldi síðan Gísli Kristni sinn helming fasteignarinnar fyrir kr. 25.000.00. Við þau kaup tók Kristinn að sér að greiða skuld, að fjárhæð kr. 24.000.00, og greiðir kr. 1.000.00 í veðdeildarbréfum. Hinn 1. maí 1938 framkvæmdu hjónin Magnús og Sigríður skiptagerning og úthlutuðu þá kjörbörnum sínum Kristni og Maríu eignum fyrirfram upp í arf eftir sig. Í þeirri arfsúthlut- un fær Kristinn afhent kvittað skuldabréf sitt, að eftirstöðvum kr. 27.404.96, og María Magnúsdóttir fær afhenta fasteignina nr. 3B við Veltusund, svo sem nánar er rakið í nefndum lög- gerningi. Eins og áður segir, andaðist Magnús Benjamínsson 2. marz 1942. Sótti Sigríður þá um og fékk leyfi til setu í óskiptu búi hinn 9. apríl 1942 eftir eiginmann sinn, og verður ekki séð, að skipti hafi nokkru sinni farið fram eftir Magnús. Sigríður Einarsdóttir andaðist 3. maí 1956. Uppskrift á eignum dánarbúsins, sem þá var talið eign Sig- ríðar einnar, fór fram hinn 28. júní 1956. Við uppskriftina var mætt af hálfu Kvenfélagsins Hringsins, hér í borg, og einnig voru viðstaddir Sverrir Sigurðsson, eiginmaður Maríu Magnús- 652 dóttur, og kjörsonurinn, Kristinn Magnússon. Við uppskrift þessa komu fram eftirtaldar eignir: Húseignin Ásvallagata 1 með tilheyrandi eignarlóð, að fasteignamati kr. 74.000.00 samtals, enn fremur sparisjóðsbækur, innbú o. fl. Þá kom einnig fram arfleiðsluskrá, undirrituð af Sigríði Ein- arsdóttur og notarialiter staðfest hinn 91. ágúst 1954. Á skrána er ritað samþykki kjörbarna Sigríðar og Magnúsar, þeirra Krist- ins Magnússonar og Maríu Magnúsdóttur, svo og maka þeirra, Guðrúnar Einarsdóttur og Sverris Sigurðssonar, en notarialvott- orðið tekur ekki til þeirra undirskrifta. Arfleiðsluskrá þessi er svohljóðandi: „Ég undirrituð, Sigríður Einarsdóttir, Ásvallagötu 1, Reykja- vík, geri hér með svohljóðandi ARFLEIÐSLUSKRÁ: Að mér látinni, skulu kjörbörn mín og látins eiginmanns míns, Magnúsar Benjamínssonar úrsmíðameistara, þau Kristinn E. Magnússon bakarameistari, Þingholtsstræti 23, og María Magn- úsdóttir frú, Ægissíðu 46, bæði hér í bæ, hljóta hvort eftir mig, kr. 200.000.00 — tvö hundruð Þúsund krónur. Hvert barna ofan- greindra kjörbarna minna, sem lifir mig, skal á sama hátt hljóta kr. 25.000.00 — tuttugu og fimm þúsund krónur. Það, sem af- gangs kann að verða eftirlátinna eigna minna, þegar ofangreind- ar upphæðir hafa verið greiddar af hendi, skal renna til Kven- félagsins Hringsins. Skal með upphæðinni stofna sjóð, er skal heita „Minningarsjóður hjónanna Magnúsar Benjamínssonar úr- smíðameistara og Sigríðar Einarsdóttur“. Fé sjóðsins skal varið til að stuðla að rannsóknum hjartasjúkdóma sérstaklega, leita aðferða til að greina þá og ráða gegn þeim, allt samkvæmt nán- ari ákvörðun stjórnar sjóðsins á hverjum tíma. Stjórn sjóðsins skulu skipa formaður Kvenfélagsins Hringsins og yfirlæknir lyfja-, skurð- og röntgendeilda Landspítalans, þangað til væntanlegt barnasjúkrahús tekur til starfa, en þá skal yfirlæknir þess taka sæti í stjórninni auk framangreindra stjórnenda. Stjórn sjóðsins skal ráða, á hvern hátt eignum hans skuli varið í framangreindu augnamiði. Stjórn sjóðsins skal semja skipulagsskrá fyrir hann og leita staðfestingar Stjórnarráðs Íslands á henni. Með arfleiðsluskrá þessari er arfleiðsluskrá mín, dags. 11. maí 1953, fallin úr gildi. Erfðaskrá þessa undirrita ég í viðurvist notarii publici, skal 653 hún innfærð í notarialbókina og afrit af henni jafngilda frum- ritinu, ef það skyldi glatast. Reykjavík, 21. ágúst 1954. Sigríður Einarsdóttir. Samþykk ofanritaðri arf- leiðsluskrá, Rvík, d.u.s. Kr. Magnússon. María Magnúsdóttir. Guðrún Einarsdóttir. Sverrir Sigurðsson. Ár 1954, laugardaginn 21. ágúst, var ég undirritaður fulltrúi notarii publici í Reykjavík staddur í húsinu nr. 1 við Ásvalla- götu, hér í bænum. Kom þar og þá fyrir mig Sigríður Einars- dóttir, sem hér býr, og sannaði á sér deili. Lagði hún fram og undirritaði í viðurvist minni og notarialvottanna framangreinda arfleiðsluskrá, dagsetta í dag. Gerði hún það af fúsum og frjáls- um vilja og með fullu ráði og kvað skrána hafa vilja sinn að geyma. Notarialvottar voru þeir Sveinbjörn Jónsson hrl. og Sigurð- ur Samúelsson læknir, báðir hér í bænum. Þórhallur Pálsson, ftr. L. S. Gjald: kr. 50.00. — fimmtíu krónur — Greitt. Þ. P. Notarialvottar: Sigurður Samúelsson Sveinbjörn Jónsson.“ Skiptafundir í dánarbúinu voru haldnir dagana 28. júní og 2., 3. og 12. júlí 1956 og 1. ágúst s. á. Á skiptafundi hinn 28. júní var mætt af hálfu Kvenfélagsins Hringsins. Var þá ákveðið að gefa út innköllun til skuldheimtumanna í búinu. Hinn 2. júlí var mætt af hálfu barnaspítalasjóðs Hringsins, og enn fremur af hálfu kjörbarnanna og sú yfirlýsing gefin af lögmanni þeirra, að þau muni að öllu leyti fallast á arfleiðsluskrá Sigríðar, en lögmaður þessi taldi þó réttara, að þau yrðu kölluð fyrir skipta- réttinn til nánari ákvörðunar, þar að lútandi. Á skiptafund- inum 3. júlí var mætt fyrir Kvenfélagið Hringinn, og enn frem- ur var mættur Sverrir Sigurðsson, eiginmaður Maríu, og lög- maður með honum. Frestað var á þessum fundi að taka ákvarð- anir um gildi arfleiðsluskrárinnar. Á skiptafundinum 12. júlí 1956 var mætt af hálfu Kvenfé- 654 lagsins Hringsins, enn fremur var mættur af hálfu kjörbarna og kjörbarnabarna hjónanna Gunnar A. Pálsson hæstaréttarlögmað- ur og lýsti því yfir, að hann vefengdi gildi arfleiðsluskrárinnar. Fékk lögmaðurinn frest til að koma að greinargerð í málinu, og var ákveðið, að um ágreining þenna yrði rekið sérstakt skipta- réttarmál, og var málið síðan sótt og varið fyrir skiptarétti Reykjavíkur. Umboðsmaður sóknaraðilja í skiptaréttarmálinu, Gunnar A. Pálsson hæstaréttarlögmaður, lagði fram greinargerð sína hinn 1. ágúst 1956 og gerði þær kröfur, að arfleiðsluskrá Sigríðar Einarsdóttur, dagsett 21. ágúst 1954, yrði dæmd ógild og að varnaraðilja, Kvenfélaginu Hringnum, Reykjavík, yrði gert að greiða sóknaraðiljum málskostnað í samræmi við lágmarksgjald- skrá LM.F.Í. Kvenfélagið Hringurinn afréð að taka til varna í málinu, og fól stjórn félagsins Gústaf A. Sveinssyni hæstaréttarlögmanni málið til flutnings. Hinn 29. september 1956 skrifaði hann greinar- gerð í málinu og gerði þar þessar dómkröfur: „að arfleiðsluskrá arfleiðanda, Sigríðar Einarsdóttur, dags. 21. ágúst 1954, verði gild metin í öllum atriðum, enda verði sóknaraðiljum, Kristni Magnússyni og Maríu Magnús- dóttur, með úrskurði dómsins gert að greiða umbj. mínum kostnað sakarinnar að mati dómsins.“ Þegar lögmenn aðiljanna skrifuðu þessar greinargerðir, var þeim alveg ókunnugt um það, að Sigríður Einarsdóttir hafði fengið leyfi til setu í óskiptu búi eftir mann sinn, Magnús Benjamínsson, en leyfisbréf þetta er dagsett 9. apríl 1942, og að engin skipti höfðu farið fram eftir Magnús. Í tilefni af hinu nýja viðhorfi í málinu, fengu umboðsmenn aðiljanna að leggja fram framhaldsgreinargerðir í skiptaréttar- málinu. Framhaldsgreinargerð sóknaraðilja, undirrituð af Gunnari A. Pálssyni hæstaréttarlögmanni, er lögð fram í skiptarrétti Reykja- víkur 18. febrúar 1957, og gerir hann þar bessar kröfur: „„Aðallega, að arfleiðsluskrá Sigríðar Einarsdóttur, Ásvallagötu 1, dagsett 21. ágúst 1954, verði dæmd ógild með öllu, þannig að allar eignir dánar- og félagsbús nefndrar Sigríðar og Magnúsar Benjamínssonar renni til barna þeirra hjóna, Kristins og Maríu. Tíl vara, að dánar- og félagsbúinu verði Þannig skipt, að annar helmingur þess renni óskertur til barnanna, Kristins og Maríu, en um hinn helming þess fari svo, að þau Kristinn og María 655 fái þrjá fjórðu hluta hans og þó aldrei minna en kr. 200.000.00 hvort. Af þeim fjórða hluta hérumrædds búshelmings eða minna, sem þá verður eftir, fái barnabörn Sigríðar hvert kr. 25.000.00 eða samtals kr. 100.000.00, en að öðru leyti renni sá hluti til Kvenfélagsins Hringsins til síðargreindrar sjóðstofnunar. Til þrautavara, að dánar- og félagsbúinu verði þannig skipt, að annar helmingur þess renni óskertur til barnanna, Kristins og Maríu, en um hinn fari svo, að þau Kristinn og María fái hvort um sig af honum kr. 200.000.00, barnabörn Sigríðar hvert um sig kr. 25.000.00 eða samtals kr. 100.000.00, en að öðru leyti renni hérumræðddur helmingur dánar- og félagsbúsins til Kven- félagsins Hringsins til síðargreindrar sjóðstofnunar. Enn fremur er þess krafizt, að hrundið verði þeim kröfum varnaraðilja, að í skiptin verði dregin þau verðmæti, er hann krefst umfram það, sem upp var skrifað eftir lát Sigríðar Ein- arsdóttur, þ. e. 1) þau verðmæti, er þeim Maríu og Kristni var úthlutað með skiptagerningi 1. maí 1938 (dskj. 16) sem fyrir- framgreiðdur arfur eftir Magnús Benjamínsson og Sigríði Ein- arsdótur, 2) hluti Kristins Magnússonar Í fyrirtækinu Magnús Benjamínsson ér Co., afhentur honum sem fyrirframgreiðsla upp í arf 6. marz 1949, og 3) hluti Sverris Sigurðssonar í fyrirtæk- inu Magnús Benjamínsson ér Co. Hvernig sem málið fer, er þess krafizt, að varnaraðilja, Kven- félaginu Hringnum, verði gert að greiða sóknaraðiljum fullan málskostnað í samræmi við lágmarksgjaldskrá LM.F.Í., miðað við þau verðmæti, er málið snýst um.“ Framhaldsgreinargerð varnaraðilja, undirrituð af G. A. Sveins- syni hæstaréttarlögmanni, er lögð fram í skiptarétti Reykjavíkur 6. apríl 1957, og gerir hann þar þessar kröfur: „1l) að arfleiðsluskrá arfleiðanda, Sigríðar Einarsdóttur, frá 21. ágúst 1954, verði gild metin í öllum atriðum. II) aðallega, a) að hrundið verði tilkalli kjörbarna Sigríðar Einarsdóttur til arfs eftir Magnús Benjamínsson umfram það fé, sem þeim var úthlutað fyrir andlát hans, og b) að skipt verði sem eftirlátnum eignum Sigríðar Einarsdóttur einnar fjár- hlut þeim, er upp var skrifaður í þessu skyni af skiptarétti Reykjavíkur eftir andlát hennar, en til vara, a) skipt verði sem félagsbúi hjónanna Magn- úsar Benjamínssonar og Sigríðar Einarsdóttur eignum þeim, er upp voru skrifaðar eftir andlát Sigríðar Einarsdóttur ásamt fé því, er kjörbörnum þeirra var úthlutað úr búi hjónanna og síð- 656 an úr búi Sigríðar Einarsdóttur fyrir lát hennar, b) enda verði þá fyrirframgreiðslur til téðra kjörbarna metnar til verðs eftir núverandi verðgildi peninga. III) Hversu sem málið fer, er þess krafizt, að sóknaraðilj- um, kjörbörnum Sigríðar Einarsdóttur og börnum þeirra, verði úrskurðað skylt að greiða varnaraðilja allan kostnað skiptaréttar- máls þessa, bæði í aðalsök og framhaldssök.“ Málflutningur sá, sem nú var hafinn, varð bæði langvinnur og harðvítugur, stóð í um það bil 6 ár, og lauk með munnleg- um flutningi málsins, er stóð í 5 daga. Fór fram mikil gagna- söfnun í málinu og m. a. 62 vitnayfirheyrslur. Verður þessi mál- flutningur ekki frekar rakinn hér. Hinn 23. maí 1963 var kveðinn upp úrskurður í skiptarétti Reykjavíkur í málinu, og segir svo m. a. í forsendum úrskurð- arins: „Svo sem mál þetta liggur fyrir og sérstaklega með vísun til notarialvottorðsins, verður það ekki talið sannað, að Sigríður Einarsdóttir hafi verið ófær til að sera arfleiðsluskrá þá, sem hér um ræðir. Það er heldur ekki sannað í máli þessu, að hún hafi verið beitt áróðri eða þvingun við arfleiðslugerning þenna né verið borin ráðum um efni skrárinnar og tilgang. Verður því að líta svo á, að arfleiðsluskrá þessi sé gild, að því er þetta atriði varðar. Það er ósannað, að þau hjón, Magnús Benjamínsson og Sig- ríður Einarsdóttir, hafi gert sameiginlega og gagnkvæma arf- leiðsluskrá, en hins vegar er það komið fram, að Sigríður hafði fengið leyfi til setu í óskiptu búi hinn 9. apríl 1942 eftir eigin- mann sinn, og verður ekki séð, að skipti hafi nokkru sinni farið fram eftir hann. Af þessu leiðir, að henni var ekki heimilt að ráðstafa búshelmingi Magnúsar með arfleiðsluskrá, nema því aðeins að kjörbörn þeirra hjóna afsöluðu sér tilkalli til þess arfshluta. Eftir orðalagi arfleiðsluskrárinnar verður ekki séð, að kjör- börnin hafi með áritun á hana fallið frá rétti til arfs eftir Magnús Benjamínsson. Verður því að telja, að þeim beri að þessu leyti helmingur nettóeigna úr búi þessu, en nettóeignir eru eignir þær, sem skrifaðar voru upp hinn 28. júní 1956, að frádregnum skuldum, sem á búinu hvíldu, og kostnaði við skiptin. Kröfu varnaraðilja um, að með eignum búsins verði talin þau verðmæti, sem hin látnu hjón höfðu látið af hendi til kjörbarna sinna sem fyrirframgreiddan arf eða á annan hátt, þykir ekki fært að taka 657 til greina, þar eð erfðalög nr. 42 frá 1949, sem hafa ákvæði um þetta að geyma, miða aðeins að fullrétti milli skylduerfingja. Sóknaraðiljar hafa haldið því fram, að Sigríður Einarsdóttir hafi aðeins haft heimild til þess að ráðstafa á hluta eigna sinna, þar eð kjörbörnin hafi verið skylduerfingjar hennar. Í umsókn Magnúsar Benjamínssonar og Sigríðar Einarsdóttur, dagsettri 27. nóvember 1913, þar sem þau beiðast þess að mega ættleiða sóknaraðilja, Maríu og Kristin, áskilja þau sér óskertan arf- leiðslurétt þrátt fyrir ættleiðinguna. Í leyfisbréfi til ættleið- ingarinnar, sem dagsett er hinn 17. desember 1913, rskj. nr. 23, segir meðal annars svo: „.... leyfi til þess, að ofangreind börn megi í einu sem öllu skoða sem skilgetin börn Magnúsar úr- smiðs Benjamínssonar og konu hans, Sigríðar Einarsdóttur, að þau taki upp nafn Magnúsar Benjamínssonar sem föðurnafn og nefnist framvegis Kristinn Magnússon og María Magnúsdóttir og að þau taki arf eftir hjónin sem væru börnin þeirra eigin skilgetin börn, þó svo, að þetta sé eigi því til fyrirstöðu, að ættleiðendur ráðstafi eignum sínum, eins og þeim sýnist með arfleiðsluskrá, né heldur því að það hjónanna, sem lengur lifir, sitji í Óskiptu búi eftir hitt.“ Eigi verður séð, að erfðalög nr. 42 frá 1949 og/eða lög um ættleiðingu nr. 19 frá 1953 hafi fellt úr gildi samningsákvæði það, sem felst í ættleiðingu þessari, og þar sem að auki kemur til nafnritun lögerfingjanna á arfleiðsluskrána frá 21. ágúst 1954, þá verður að telja, að Sigríður Einarsdóttir hafi haft ótakmark- aðan ráðstöfunarrétt á sínum búshelmingi, enda verður ekki fallizt á það, að þessar áritanir séu ógildar samkvæmt almenn- um samningsreglum. Í áminnztri arfleiðsluskrá arfleiðir Sigríður Einarsdóttir kjör- börn sín, Maríu Magnúsdóttur og Kristin Magnússon, hvort um sig að 200 þúsund krónum og auk þess hvert hinna fjögurra kjörbarnabarna að 25 þúsund krónum. Þessi arfleiðsla hefur ekki sætt andmælum, og ber þessum erfingjum því að fá þessar fjár- hæðir greiddar af búshelmingi Sigríðar Einarsdóttur. Samkvæmt þessu fara skipti í dánar- og félagsbúi Magnúsar Benjamínssonar og Sigríðar Einarsdóttur þannig fram: Kjör- dóttirin, María Magnúsdóttir, og dánarbú kjörsonarins, Kristins Magnússonar, fái helming nettóeigna búsins og auk þess af bús- helmingi Sigríðar Einarsdóttur kr. 200 þúsund hvort, og kjör- barnabörnin, Sigríður Kristinsdóttir, Margrét Kristinsdóttir, Magnús Sverrisson og Gunnar Sverrisson, hvert um sig af bús- 42 658 helmingi Sigríðar Einarsdóttur kr. 25 þúsund. Það, sem afgangs verður, skal renna til Kvenfélagsins Hringsins til sjóðstofnunar þeirrar, sem ráðgerð er í arfleiðsluskránni. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður verði látinn falla niður. Því úrskurðast: Eignum dánar- og félagsbús Magnúsar Benjamínssonar og Sig. ríðar Einarsdóttur verður skipt þannig: Kjördóttirin, María Magnúsdóttir, og dánarbú kjörsonarins, Kristins Magnússonar, erfi helming nettóeigna búsins og auk þess 200 þúsund krónur hvort af búshelmingi Sigríðar Einarsdóttur. Kjörbarnabörnin, Sigríður Kristinsdóttir, Margrét Kristins- dóttir, Magnús Sverrisson og Gunnar Sverrisson, erfi 25 þúsund krónur hvert af sama búshelmingi. Það, sem þá verður afgangs, skal falla til Kvenfélagsins Hringsins. Málskostnaður fellur niður.“ Sóknaraðiljar skiptaréttarmálsins ákváðu að áfrýja ekki úr- skurði þessum til Hæstaréttar, og afréð þá stjórn Kvenfélagsins Hringsins að una úrskurðinum af sinni hálfu, en félagsstjórnin hafði um það efni samráð við heilbrigðismálaráðuneytið. Eftir þetta var framhaldið skiptum á téðu dánarbúi, og lauk Þeim á skiptafundi 31. desember 1962. Er úthlutunargerðin sem hér segir: Eignir ................ kr. 2.430.908.15 Skuldir .............0000 0000. — 140.914.72 Hrein eign reyndist þannig ......... kr. 2.289.993.43 og skiptist það fé sem hér segir: Dánarbú Kristins Magnússonar fékk úthlutað ..........0.0000 0000. kr. 772.498.36 María Magnúsdóttir ................ — "12.498.36 Sigríður Kristinsdóttir .............. — 25.000.00 Margrét Kristinsdóttir .............. — 25.000.00 Magnús Sverrisson ................. — 25.000.00 Gunnar Sverrisson ................. — 25.000.00 Kvenfélagið Hringurinn ............ — 644.996.71 Kr. 2.289.983.43 659 Rétt þykir að geta þess, að áður en tekið var til varna í skipta- réttarmálinu af hálfu Kvenfélagsins Hringsins, skrifaði lögmað- ur félagsins heilbrigðismálaráðuneytinu bréf, dags. 11. ágúst 1956, og fór þess á leit, að ráðuneytið féllist á að greiða allan kostn- að félagsins af málinu, að svo miklu leyti, sem hann yrði eigi greiddur af sjóði þeim, sem stofna átti samkvæmt arfleiðslu- skránni. Svar ráðuneytisins er dags. 14. september 1956, og fellst það á, „að greiða allan kostnað nefnds félags af greindu máli, að svo miklu leyti sem hann verður eigi goldinn af sjóði þeim, sem getur í arfleiðsluskrá Sigríðar Einarsdóttur, og kjörbörnum hennar verður eigi gert að greiða.“ Sóknaraðili þessa máls, G. A. Sveinsson hæstaréttarlögmaður, sendi því reikning sinn með bréfi, dags. 23. janúar 1963, til heil- brigðismálaráðuneytisins og fór þess á leit, að ráðuneytið innti greiðsluna af hendi. Svar ráðuneytisins var dags. 11. febrúar 1963, og „tekur ráðuneytið fram, að það telur, að leita beri greiðslu málskostnaðar af sjóðfé því, sem um er fjallað í ofan- greindu erfðamáli“. Skrifaði nú sóknaraðili stjórn Kvenfélagsins Hringsins bréf, dags. 21. febrúar 1963, og fór þess á leit, „að stjórnin hlutist til um, að mér verði goldinn af fé sjóðsins áminnztur reikn- ingur minn, að upphæð kr. 320.458.66.““ Reikning sinn yfir kostnað af ofangreindum búskiptum hefur sóknaraðili sundurliðað þannig: 1) Þóknun fyrir málflutning fyrir skiptarétti .. kr. 261.675.00 2) Mót við vitnaleiðslur ........0.0.0...0.0000... — 15.500.00 3) Útlögð gjöld og vélritun .................. — 10.665.50 4) Flutningur tveggja kærumála fyrir Hæstarétti — 4.000.00 5) Aðstoð við skiptaráðanda, 4% af kr. 715.454.07 — 28.618.16 Kr. 320.458.66 Kvenfélagið Hringurinn sneri sér nú til Guðmundar Ásmunds- sonar hæstaréttarlögmanns og bað hann að athuga reikning sóknaraðilja. Í framhaldi af þessari athugun skrifaði Guðmundur Ásmunds- son hæstaréttarlögmaður sóknaraðilja bréf, dags. 18. apríl 1963, og segir svo í bréfi þessu: „Kvenfélagið Hringurinn mun ekki hreyfa andmælum gegn reikningi yðar, að því er varðar aðra þætti en þóknun fyrir 660 flutning skiptaréttarmálsins: Kjörbörn og kjörbarnabörn Sigríðar Einarsdóttur og Magnúsar Benjamínssonar gegn Kvenfélaginu Hringnum. Tel ég, að hagsmunir félagsins, þeir er í húfi voru í málinu, geti ekki orðið taldir nema meiri fjárhæð en kr. 715.- 454.07. Um rök fyrir þeirri skoðun vísa ég til samtals við yður Í morgun, en þá ræddum við jafnframt um aðra þætti reikn- ings yðar. Samkvæmt framanrituðu féllst Kvenfélagið Hringurinn á að greiða yður þessar fjárhæðir: 1. Þóknun fyrir flutning ofangreinds skipta- réttarmáls .............00.00 00 kr. 41.773.00 2. Mót við vitnaleiðslur ...................... — 15.500.00 3. Útlögð gjöld og vélritun ................... — 10.665.50 4. Flutningur tveggja kærumála í Hæstarétti .. — 4.000.00 5. Aðstoð við skiptaráðanda, 4% af kr. 715.454.07 — 28.618.16 Kr. 100.556.66 Til greiðslu á nefndri fjárhæð sendi ég yður hér með tékka, að fjárhæð kr. 100.523.66, og í reiðufé kr. 33.00. Kvittun yðar fyrir móttöku bréfs þessa og nefndrar greiðslu, að fjárhæð kr. 100.556.66, óskast rituð á samrit bréfs þessa.“ Sóknaraðili veitti svo viðtöku áðurgreindri fjárhæð með fyrir- vara. Mál þetta liggur því þannig fyrir stjórn L.MF.Í. að ágrein- ingur er milli aðiljanna um þóknun sóknaraðilja fyrir flutning skiptaréttarmálsins: Kjörbörn og kjörbarnabörn Magnúsar Benja- mínssonar og Sigríðar Einarsdóttur gegn Kvenfélaginu Hringnum. Telur sóknaraðili, að málflutningslaun sín séu rétt reiknuð kr. 266.175.00 samkvæmt lágmarksgjaldskrá L.M.F.Í., en varnar- aðili telur, að reikna beri málflutningslaunin kr. 41.773.00, en þá fjárhæð hefur hann nú þegar goldið sóknaraðilja. Til grundvallar útreikningi sínum á málflutningslaununum hefur sóknaraðili miðað við eftirtaldar eignir og í því sambandi flutt fram í greinargerð m. a. svofelldan rökstuðning: sd. Fasteignir: Ásvallag. 1 að fm. ............ kr. 370.000.00 Veltusund 3a ......0000000 00. — 259.000.00 Þingholtsstr. 23 .................0.. — 231.000.00 Kr. 860.000.00 661 Uppboðsverð Ásvallag. 1 var kr. 20.000.00 lægra en 6-falt fasteignamat hennar. Reikn- að er með tilsvarandi verði hinna eignanna, Þ. e. 6-földu fasteignamatsverði = fyrir Veltu- sundið kr. 14.000.00 og fyrir Þingholtsstrætið kr. 12.486.00. Með þessu móti eru fasteigna- verðmæti þau, er málflutningurinn stóð um, kr. 860.000.00 x 6 —— (kr. 20.000.00 14.000.00 | 12.486.00) Eða ....0..0000. kr. 5.113.514.00 b. Önnur verðmæti: Sbr. skiptagerðina, innstæður, verðbréf, lausafé — 230.908.15 Fjárhæð sú, er málflutningslaun reiknast af — 5.344.422.15 Málflutningslaun af téðri upphæð nema skv. lágmarksgjald- skrá Lögmannafélags Íslands kr. 266.175.00. Í þessu sambandi er rétt að geta þess, að málið stóð yfir í sex ár, og lögðum við hrl. Gunnar A. Pálsson báðir óhemju vinnu í málið. ........ Enn skal þess getið, að hrl. Gunnar A. Pálsson fékk goldinn sinn reikning þegar í stað og orðalaust, eftir því sem hann hefur tjáð mér.“ Í bréfi, dags. 30. maí 1963, til stjórnar L.M.F.Í. hefur lög- maður varnaraðilja m. a. bent á eftirfarandi atriði: „1. Í niðurlagi skiptaréttarúrskurðarins, sem tekið er upp í bréf Gústafs A. Sveinssonar, bls. 10—13, eru að minni hyggju leidd að því mjög sannfærandi rök, að frú Sigríður Einarsdóttir hafi ekki haft rétt til að ráð- stafa helmingi eigna dánar- og félagsbús hennar og manns hennar, og að með eignum búsins í þessu sambandi beri ekki að telja eignir þær, sem hjónin höfðu látið af hendi við kjörbörn sín, sem fyrirframgreiddan arf eða á annan hátt, heldur aðeins þær eignir, sem upp voru skrifaðar af skiptarétti 28. júní 1956. Til viðbótar því, sem greint er í úrskurðinum um þetta atriði, vil ég benda á orðalag erfðaskrár frú Sig- ríðar 21. ágúst 1954, þar sem talað er um „það, sem af- gangs kann að verða eftirlátinna eigna minna“. Væri að mínu áliti mjög óeðlilegt að taka svo til orða, ef ráðstöfuninni væri ætlað að taka til eigna, sem kjörbörn- unum höfðu verið afhentar fyrir allt að 16 árum. 2. Samkvæmt úthlutunargerð skiptaréttarins námu brúttóeignir dánar- og félagsbúsins kr. 2.430.908.15, og er þá fasteignin or 662 nr. 1 við Ásvallagötu reiknuð á söluverði kr. 2.200.000.00. Búshelmingur frú Sigríðar nam Þannig brúttó kr. 1.215.454.57. Ef frá þeirri upphæð eru dregnir erfðahlutar kjörbarnanna tveggja, samtals kr. 400.000.00, og kjörbarnabarnanna fjögurra, samtals kr. 100.000.00, verður útkoman kr. 715.454.57. Mál- flutningsþóknun, miðuð við þá upphæð, verður samkvæmt gjaldskrá L.M.F.Í. kr. 41.772.72. Ég tel, að þessi reiknings- aðferð sé Gústaf A. Sveinssyni hagstæð, þar sem lögð er til grundvallar upphæð brúttóeigna, en ekki nettóeigna. Ég tel enga ástæðu til að reikna álag á þóknun þá, sem um ræðir í 2. lið hér að ofan, í fyrsta lagi vegna þess að umbjóðandi minn hefur greitt Gústaf A. Sveinssyni að auki þóknun fyrir aðstoð við skiptaráðanda, 4% af kr. 7115.454.57, eða kr. 28.618.16, svo sem hann hefur krafizt og hæst er til tekið í 11. gr. gjaldskrár L.MF.Í. Verður þó að ætla, að afskipti hæstaréttarlögmannsins af málefnum búsins hafi fyrst og fremst verið fólgin í meðferð skiptaréttarins, sbr. Hrd. 1962, bls. 100— 101. Í öðru lagi bendi ég á, að umbj. m. hefur greitt hæsta- réttarlögmanninum sérstaklega fyrir mót við vitnaleiðslur kr. 15.500.00 þrátt fyrir ákvæði 2. málsgr. 8. gr. gjaldskrár LM.FÍ., sem að vísu virðist ekki vera í fullu samræmi við alið 1. málsgr. 1. f. 2. gr. gjaldskrárinnar. Í þriðja lagi vek ég athygli á því, að núgildandi gjaldskrá var samþykkt 19. maí 1959, en verulegur hluti af verki Gústafs A. Sveinssonar var unninn, meðan eldri og lægri gjaldskrá var í gildi. Á bls. 17 í nefndu bréfi getur Gústaf A. Sveinsson hrl. þess, að andstæðingur hans í skiptaréttarmálinu, Gunnar A. Pálsson hrl. hafi fengið sinn reikning greiddan „þegar í stað og orðalaust“. Ég tel, að þetta atriði skipti engu máli um úrlausn þess ágreinings, sem hér liggur fyrir, Þegar af þeirri ástæðu að ekki er upplýst, hvernig nefndur reikn- ingur var úr garði gerður. Það skal að sjálfsögðu ekki vefengt, að þeir hæstaréttar- lögmennirnir hafi lagt mikla vinnu í umrætt mál, enda báðir þekktir að nákvæmni og samvizkusemi í störfum sín- um. Hitt kann ég ekki að dæma um, hvort nauðsynlegt hafi verið, að rekstur málsins tæki 6 ár.“ Við munnlegan flutning málsins færði sóknaraðili það m. a. fram, að málflutningslaun sín mætti einnig reikna þannig: 663 „a) Aðalsök, um gildi arfleiðsluskrár 21/8 '54. Þar snerist málið um hreina eign, sem reyndist vera kr. 2.289.993.43, sem allir töldu vera eign dánarbús Sigríðar. Málflutningslaun þar af skv. taxta kr. 120.500.00. b) Framhaldssök: Verðmæti kr. 5.344.422.15 —— skuldir — 140.914.72 Kr. 5.203.507.43 Málflutingslaun þar af kr. 266.175.00. c) Í uppboðsmálinu gæti mér eigi borið minni þóknun en kr. 116.000.00. Samdráttur af þessu efni: a) kr. 120.500.00 b) — 266.175.00 c) — 116.000.00 Kr. 502.675.00.“ Varnaraðili mótmælti eindregið reikningsaðferð sóknaraðilja og taldi aðalsök og framhaldssök eitt mál, en uppboðsmálið hefði snúizt um það eitt, hvenær hafi átt að selja fasteign dánarbúsins. Skiptaréttarmálið er ákaflega umfangsmikið, t. d. er úrskurður skiptaréttarins 83 bls., og hefur því ekki verið unnt að rekja málið, nema í stórum dráttum, en rétt þykir að lokum að benda sérstaklega á eftirfarandi atriði. Við uppskrift á dánarbúi Sigríðar Einarsdóttur komu strax fram allar eignir búsins, er voru við skiptalok taldar samtals kr. 2.430.908.15. Skuldir reyndust vera samtals kr. 140.914.72. Með margnefndri arfleiðsluskrá hafði Sigríður Einarsdóttir kveðið svo á, að þau Kristinn E. Magnússon og María Magnús- dóttir skyldu hvort um sig hljóta kr. 200.000.00, og hvert barn þessara kjörbarna, sem lifðu arfleiðanda, skyldu á sama hátt hljóta kr. 25.000.00. Við skiptalok námu upphæðir þessar samtals kr. 500.000.00, og var aldrei ágreiningur um það í málinu, að þessar fjárhæðir skyldu inntar af hendi. Það, sem síðar yrði afgangs af eignum Sigríðar, átti svo að renna til Kven- félagsins Hringsins til stofnunar sjóðs þess, sem nánar er lýst í arfleiðsluskránni. Upphaf skiptaréttarmálsins snerist svo um það, sem var meginatriði málsins, hvort arfleiðsluskrá Sigríðar Einarsdóttur, dags. 21. ágúst 1954, skyldi gild metin eða dæmd ógild, eins og sóknaraðili skiptaréttarmálsins krafðist. Að vísu voru dregin 664 inn í skiptaréttarmálið mörg ágreiningsatriði, eins og kröfugerðir aðiljanna í aðalsök og framhaldssök sýna, en þær kröfugerðir hafa verið raktar hér að framan. En þegar málsatvik öll og málavextir í skiptaréttarmálinu eru virt, telur stjórn Lögmannafélagsins, að rétt sé að reikna mál- flutningslaun sóknaraðilja, Gústafs A. Sveinssonar hæstaréttar- lögmanns, með hliðsjón af þeim eignum, sem fyrir hendi voru við upphaf skiptanna og lok þeirra. Eignir þessar voru samtals kr. 2.430.908.15, en til frádráttar koma skuldir búsins, kr. 140.- 914.72, og einnig áðurgreindar kr. 500.000.00, sem aldrei var ágreiningur um, að greiða ætti. Samkvæmt því telur stjórnin rétt að miða málflutningslaun sóknaraðilja við kr. 1.789.993.43. Þá telur stjórnin rétt, að launin séu ákveðin eftir lásmarksgjaldskrá Lögmannafélagsins frá 19. maí 1959, en með hliðsjón af því, hve mál þetta var umfangs- mikið, þykir þóknun sóknaraðilja hæfilega ákveðin kr. 117.- 000.00, og er þá tekið tillit til þess, að sérstök þóknun, að fjár- hæð kr. 15.500.00, hefur þegar verið greidd sóknaraðilja fyrir mót við vitnaleiðslur. Ályktarorð: Þóknun sóknaraðilja, Gústafs A. Sveinssonar hæstaréttar- lögmanns, fyrir flutning ofangreinds skiptaréttarmáls ákveðst kr. 117.000.00, en af þeirri fjárhæð hefur hann þegar fengið greiddar kr. 41.773.00. 665 Mánudaginn 28. september 1964. Nr. 145/1964. Kristján Ágústsson Segn Eiríki Helgasyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Jónatan Hallvarðsson og Logi Einarsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Kærumál. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Sóknaraðili hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 24. júlí 1964 og krafizt þess, að hinn kærði frávis- unardómur verði úr gildi felldur og að varnaraðilja verði dæmt að greiða honum kærumálskostnað. Varnaraðili krefst þess, að ákvæði héraðsdóms um frá- vísun verði staðfest og að sóknaraðilja verði gert að greiða honum málskostnað í héraði svo og kærumálskostnað. Með skírskotun til forsendna hins kærða dóms ber að staðfesta ákvæði hans um frávísun málsins frá héraðsdómi. Varnaraðili hefur ekki kært málskostnaðarákvæði héraðs- dóms, og verður kröfu hans um málskostnað í héraði því ekki sinnt. Rétt er, að sóknaraðili greiði varnaraðilja kærumáls- kostnað, sem er ákveðinn kr. 1.500.00. Dómsorð: Hinn kærði dómur á að vera óraskaður. Sóknaraðili, Kristján Ágústsson, greiði varnaraðilja, Eiríki Helgasyni, kærumálskostnað, kr. 1.500.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 13. júlí 1964. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 22. júní s.l., hefur Kristján Ágústsson, New York, U.S.A., höfðað fyrir bæjarþinginu, að undangenginni árangurslausri sáttatilraun, með stefnu, birtri 27. 666 júní 1963, gegn Eiríki Helgasyni, Laugarásvegi 50, Reykjavík, til greiðslu skuldar, að upphæð kr. 100.000.00, ásamt 8% ársvöxt- um frá 17. nóvember 1960 til greiðsludags og málskostnaði að skaðlausu. Við munnlegan málflutning lækkaði stefnandi kröfu sína um kr. 1.000.00 eða í kr. 99.000.00 ásamt 8% ársvöxtum frá 17. nóv- ember 1960 til greiðsludags og málskostnaði að skaðlausu. Stefndi hefur krafizt sýknu og hæfilegs málskostnaðar úr hendi stefnanda. Í stefnu lýsir stefnandi málavöxtum á þá leið, að hinn 17. september 1960 hafi stefndi tekið að láni hjá stefnanda kr. 100.000.00 í því formi, að stefnandi hafi látið stefnda í té banka- bók með þessari innstæðu, er stefndi hafi lofað að endurgreiða innan tveggja mánaða, þ. e. eigi síðar en 17. nóvember 1960. Ekki hafi stefndi enn staðið við endurgreiðsluloforðið, þrátt fyrir margítrekaðar kröfur stefnanda. Stefnandi málsins hefur komið fyrir dóm til aðiljayfirheyrslu og þar skýrt svo frá, að stefndi hafi tekið að láni hjá honum kr. 100.000.00 17. september 1960. Kvaðst stefnandi þá hafa verið staddur hér á landi í viðskiptaerindum, en hann hafi um Þessar mundir verið búsettur í Bandaríkjunum. Nokkrum dög- um fyrir brottför stefnanda af Íslandi hafi stefndi komið að máli við stefnanda og spurt, hvort hann gæti lánað sér kr. 100.000.00. Kvað stefnandi fyrirtæki, sem hann hafi veitt for- stöðu, og fyrirtæki stefnda, E. Helgason og Co., þá hafa verið byrjuð að eiga viðskipti saman. Jafnframt kvað stefnandi stefnda hafa lagt fast að stefnanda að veita sér lán þetta persónulega. Enn fremur skýrði stefnandi svo frá, að daginn, sem hann fór frá Íslandi, hafi lán þetta enn borið á góma, og hafi hann þá skýrt stefnda frá því, að hann gæti útvegað lánið, þó þannig, að stefndi skuldbindi sig til að leggja peningana inn á spari- sjóðsbók og nota hana sem tryggingu. Hafi stefndi samþykkt þetta. Kvaðst stefnandi hafa verið kominn út á flugvöll og flugvélin hafi verið að því komin að leggja af stað, þá hafi stefndi komið þangað og tekið við kr. 99.000.00, sem stefnandi kvaðst hafa haft með sér. Hafi stefndi haft kvittun tilbúna með sér samkvæmt umtali þeirra málsaðilja og afhent sér hana, en tekið við peningunum á móti. Næst þegar stefnandi kom til Íslands, sagðist hann hafa innt stefnda eftir sparisjóðsbókinni. Hafi stefndi þá óskað þess að fá að hafa bókina áfram, og kvaðst stefnandi hafa samþykkt, 667 að hún stæði áfram um sinn. Ekki kvaðst stefnandi hafa séð bókina né heldur gengið úr skugga um það, hvort féð hafi verið lagt inn í hana. Stefndi í máli þessu hefur einnig komið fyrir dóm til aðilja- yfirheyrslu og þar játað, að hann hafi fengið að láni hjá stefn- anda kr. 100.000.00, og megi vel vera, að lánið hafi verið tekið þann 17. september 1960. Sagði stefndi, að lánið hefði verið veitt þannig, að hann hafi tekið á móti sparisjóðsbók á sparisjóðinn Pundið, og hafi hún verið afhent sér sem trygging, til þess að hann gæti selt víxla á móti. Hafi þeir báðir aðiljar þessa máls farið inn í sparisjóðinn Pundið, og hafi stefnandi lagt kr. 100.- 000.00 inn á umrædda bók. Taldi stefndi öruggt, að bókin hafi verið á nafni stefnanda. Ekki kvaðst stefndi muna, hvað orðið hafi af bókinni eða hver hafi tekið við henni, þegar þeir máls- aðiljar fóru út úr sparisjóðnum aftur. Stefndi tók fram, að spari- sjóðsbókin hafi verið afhent í því skyni, að hún yrði sett sem trygging eða öllu heldur að umrædd fjárhæð hafi verið greidd inn í bókina í því skyni, að hún yrði afhent sparisjóðnum Pundið sem trygging fyrir víxlum, sem þeir málsaðiljar kynnu að selja í umræðdum sparisjóði. Taldi stefndi víst, að trygging þessi hafi verið sett, því víxlar hafi verið keyptir. Stefnandi málsins hefur lagt fram reikningsyfirlit vegna spari- sjóðsreiknings nr. 2170 við sparisjóðinn Pundið, úttektarnótu vegna sama reiknings og vottorð frá sama sparisjóði. Öll þessi gögn lúta að hinu sama, þ. e. að hinn 17. september 1960 hafi stefnandi málsins tekið út af áðurgreindum sparisjóðsreikningi kr. 60.500.00. Enn fremur hefur verið lagt fram vottorð frá Loftleiðum um það, að hinn 17. september 1960 hafi stefnandi farið frá Reykjavík til New York. Ekki verður séð, að gögn þessi sanni neitt um þá fullyrðingu stefnanda, að hann hafi hinn 17. september 1960 lánað stefnda kr. 99.000.00. Þá hefur lögmaður stefnda lagt fram endurrit af skuldarviður- kenningu, en endurrit þetta kvað lögmaðurinn hafa verið afhent sér og hafi lögmaður stefnanda haldið því fram, að afrit þetta væri af skuldarviðurkenningu stefnda, en frumritið kvaðst lög- maðurinn aldrei hafa séð og ekki hafi lögmaður stefnanda viljað leggja afritið fram. Á afriti þessu viðurkennir stefndi, að hafa tekið að láni hjá stefnanda bankabók, sem innihaldi fjármuni, að upphæð kr. 100.000.00. Lögmaður stefnanda kvað frumrit skuldarviðurkenningar þessarar glatað. 668 Þau gögn, sem stefnandi hefur lagt fram eftir þingfestingu málsins, lúta öll að því að sanna framburð stefnanda hér fyrir dómi, en eins og áður er rakið, er töluvert ósamræmi á milli hans og málavaxtalýsingar stefnanda í stefnu og sáttakæru. Framburður stefnda er fremur í samræmi við málavaxtalýs- ingu stefnanda í stefnu, en þó ekki Þannig, að af honum verði séð, hvernig viðskiptum þeirra málsaðiljanna var í raun og veru háttað. Ekki hafa lögmenn aðiljanna lagt fram nein gögn um víxilviðskipti þeirra aðiljanna í umræðdum sparisjóði eða önnur þau gögn, er upplýst gætu mál þetta. Að öllu þessu athuguðu þykir rekstur máls þessa alls brjóta svo mjög í bága við ákvæði laga nr. 85/1936 um skýran mála- tilbúnað, rækilega gagnasöfnun og fullnægjandi reifun máls, að vísa beri því frá dómi ex officio. Rétt þykir, að hvor málsaðili um sig beri sinn kostnað af málinu. Auður Þorbergsdóttir, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Máli þessu er sjálfkrafa vísað frá dómi. Málskostnaður fellur niður. Mánudaginn 28. september 1964. Nr. 144/1964. Arnór Sigurðsson gegn Jóhanni Salberg Guðmundssyni sýslumanni f. h. sýslunefndar Skagafjarðarsýslu og sýslu- sjóðs Skagafjarðarsýslu. Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Einar Arnalds, Jóna- tan Hallvarðsson og Logi Einarsson og prófessor Theodór B. Líndal. Kærumál. Vanhæfi dómara. Ómerking. Dómur Hæstaréttar. Halldór Þ. Jónsson, skipaður setudómari í máli þessu, hefur kveðið upp hinn kærða úrskurð. 669 Sóknaraðili hefur með bókun í þinghaldi 2. september 1964 kært til Hæstaréttar synjun setudómarans um að víkja sæti í máli þessu, Hæstarétti hafa ekki borizt frá honum kröfur né greinargerð, sbr. 23. gr. laga nr. 57/1962. Frá varnaraðilja hafa ekki heldur borizt kröfur né greinargerð. Samkvæmt gögnum málsins hefur Jóhann Salberg Guð- mundsson sýslumaður, sem er fyrirsvarsmaður varnarað- ilja, ritað kvaðningu á héraðsstefnu á hendur sjálfum sér, þingfest málið og tekið við dómskjölum. Í sama þinghaldi kvað hann upp úrskurð um, að hann viki sæti í málinu, en bókaði að því loknu mótmæli af hálfu stefnda í héraði gegn skjölum þeim, er sækjandi hafði lagt fram. Þessi málsmeðferð hins reglulega héraðsdómara brýtur svo í bága við ákvæði 36. gr. laga nr. 85/1936, að ómerkja verð- ur meðferð máls þessa í héraði frá upphafi. Þá skal þess og getið, að setudómarinn, Halldór Þ, Jónsson, mátti ekki fara með málið, eftir að hann var skipaður fulltrúi hins reglulega dómara, sbr. 7. tölulið fyrrnefndrar 36. gr. laga nr. 85/1936. Dómsorð: Meðferð máls þessa í héraði á frá upphafi að vera ómerk, Úrskurður bæjarþings Sauðárkróks, 2. september 1964. Mál þetta er höfðað með stefnu, útgefinni 31. október 1963, af Arnóri Sigurðssyni gegn sýslunefnd Skagafjarðarsýslu, og gerir hann þær kröfur, að ummæli um hann í 8l. atriði sýslu- fundargerðar 1962, sbr. dskj. nr. 6, verði dæmd dauð og ómerk, að stefndi verði dæmdur til greiðslu hæfilegrar fjárhæðar til birtingar dóms í málinu og til greiðslu málskostnaðar. Stefndi hefur krafizt sýknu og málskostnaðar úr hendi stefn- anda. Lögmaður stefnanda í máli þessu hefur nú gert þá kröfu, að settur dómari í málinu víki sæti, og byggir þá kröfu á því, að hann hafi frá 1. ágúst s.l. verið ráðinn fulltrúi við embætti sýslumannsins í Skagafjarðarsýslu og bæjarfógetans á Sauðár- 670 króki, en Jóhann Salberg Guðmundsson sýslumaður sé fyrir- svarsmaður stefnda og eigi aðild að málinu. Setudómarinn hafi verið skipaður til starfans, áður en hann var ráðinn fulltrúi við embættið, en eigi sem slíkur, og megi telja ólíklegt, að hann hefði verið skipaður til starfans, ef hann hefði þá verið full- trúi fyrirsvarsmanns aðilja í málinu og þar með undir hann settur. Hinn reglulegi dómari vék sæti í máli þessu ex officio sam- kvæmt 36. gr., 1. tölulið, laga nr. 85/1936. Núverandi dómari máls þessa var skipaður setudómari í mál- inu hinn 14. apríl 1964, en hinn 1. ágúst s.l. var hann ráðinn fulltrúi við embætti sýslumannsins í Skagafjarðarsýslu og bæjar- fógetans á Sauðárkróki. Í 37. gr., 3. mgr., laga nr. 85/1936 er ákvæði um, að fulltrúi dómara sé án sérstakrar skipunar óhæfur til að vinna þau dóm- arastörf, sem dómari má ekki vinna, sbr. 36. gr. sömu laga. Virðist af því mega álykta, að með sérstakri skipun geti fulltrúi dómara farið með og dæmt slík mál. Engin efni virðast því standa til, að krafa lögmanns stefn- anda sé tekin til greina. Ályktarorð: Kröfu stefnanda er synjað. Setudómara ber ekki að víkja sæti í máli þessu. 671 Föstudaginn 2. október 1964. Nr. 43/1964. Málmey h/f gegn Þorvaldi Karlssyni. Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Málmey h/f, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hann stefnda, Þorvaldi Karlssyni, sem sótt hefur dómþing í málinu og krafizt ómaksbóta, kr. 3.000.00 í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 2. október 1964. Nr. 44/1964. Málmey h/f gegn Árna Gunnlaugssyni. Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Málmey h/f, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hann stefnda, Árna Gunnlaugssyni, sem sótt hefur dómþing í málinu og krafizt ómaksbóta, kr. 3.000.00 í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. 672 Föstudaginn 2. október 1964. Nr. 45/1964. Málmey h/f Segn Ingimundi Sigurjónssyni. Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Málmey h/f, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hann stefnda, Ingimundi Sigurjónssyni, sem sótt hefur dómþing í málinu og krafizt ómaksbóta, kr.3.000.00 í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 2, október 1964. Nr. 46/1964. Málmey h/f gegn Guðmundi Guðmundssyni. Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Málmey h/f, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hann stefnda, Guðmundi Guðmundssyni, sem sótt hefur dómþing í málinu og krafizt ómaksbóta, kr. 3.000.00 í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. 673 Föstudaginn 2. október 1964. Nr. 47/1964. Málmey h/f gegn Gunnari Gunnarssyni, Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Málmey h/f, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hann stefnda, Gunnari Gunnarssyni, sem sótt hefur dómþing í málinu og krafizt ómaksbóta, kr. 3.000.00 í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 2. október 1964. Nr. 48/1964. Málmey h/f gegn Sæmundi Ágústssyni. Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Málmey h/f, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hann stefnda, Sæmundi Ágústssyni, sem sótt hefur dómþing í málinu og krafizt ómaksbóta, kr. 3.000.00 í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. 43 674 Föstudaginn 2, október 1964. Nr. 49/1964. Málmey h/f Segn Emil Eyjólfssyni. Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Málmey h/f, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hann stefnda, Emil Eyjólfssyni, sem sótt hefur dómþing í málinu og krafizt ómaksbóta, kr. 3.000.00 í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 2. október 1964. Nr. 50/1964. Málmey h/f gegn Sigurði Þorsteinssyni. Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Málmey h/f, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hann stefnda, Sigurði Þorsteinssyni, sem sótt hefur dómþing í málinu og krafizt ómaksbóta, kr. 3.000.00 í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. 675 Föstudaginn 2. október 1964. Nr. 83/1964. Stefán Guðmundsson gegn Yfirborgarfógeta Kristjáni Kristjánssyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Stefán Guðmundsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Föstudaginn 2. október 1964. Nr. 105/1964. Pípuverksmiðjan h/f segn H/f Gróttu. Útivistardómur, Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Pípuverksmiðjan h/f, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 676 Föstudaginn 2, október 1964. Nr. 124/1964. Byggingarfélagið Snæfell gegn Valgeiri Davíðssyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Byggingarfélagið Snæfell, er eigi sækir dóm- þing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkis- sjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Föstudaginn 2. október 1964. Nr. 119/1964. Byggingarfélagið Snæfell Segn Steinþóri Marteinssyni. Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Byggingarfélagið Snæfell, er eigi sækir dóm- þing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkis- sjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hann stefnda, Steinþóri Marteinssyni, sem sótt hefur dómþing í málinu og krafizt ómaksbóta, kr. 1.500.00 í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. 677 Föstudaginn 2. október 1964. Nr. 124/1963. Gler £ Listar h/f (Guðlaugur Einarsson hrl.) gegn Jóni Ólafssyni og Benedikt Bogasyni og gagnsök (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Jónatan Hallvarðsson og Logi Einarsson og prófessorarnir Ármann Snævarr og Magnús Þ. Torfason. Víxilmál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 17. september 1963. Krefst hann sýknu af kröf- um gagnáfrýjenda í málinu og málskostnaðar úr hendi þeirra bæði í héraði og hér fyrir dómi. Gagnáfrýjendur hafa áfrýjað málinu með stefnu 29. nóv- ember 1963, að fengnu áfrýjunarleyfi sama dag. Krefjast þeir þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða þeim málskostnað fyrir Hæstarétti. Á víxlum þeim, sem í máli þessu getur, er útgefandi skráður „pr.pr. Rafblik h.f. Jón Ólafsson“. Á bakhlið víxl- anna eru einnig skráð eyðuframsöl með sama hætti. Aðal- áfrýjandi hefur lagt fram vottorð borgarfógetaembættisins i Reykjavík, dass. 1. október 1964, þar sem segir, að hluta- félagið Rafblik hafi ekki verið skrásett í Reykjavík. Telur aðaláfrýjandi, að af þessari ástæðu hafi enginn víxilréttur stofnazt. Með tilvísun til 1. sbr. 7. gr. víxillaga nr. 93/1933, verður ekki á þessa málsástæðu fallizt. Með þessari athuga- semd og að öðru leyti með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Rétt er, að aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjendum máls- kostnað í Hæstarétti, kr. 13.000.00. 678 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Aðaláfrýjandi, Gler £ Listar h/f, greiði gagnáfryýj- endum, Jóni Ólafssyni og Benedikt Bogasyni, málskostn- að í Hæstarétti, kr. 13.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 9. júlí 1963. Mál þetta, sem dómtekið var 29. júní s.l., hafa Jón Ólafsson héraðsdómslögmaður, Laugarnesvegi 110, Reykjavík, og Bene- dikt Bogason verkfræðingur, Selfossi, Árnessýslu, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 16. apríl 1963, gegn Sveini M. Guðmundssyni, Rauðalæk 10, Reykjavík, fyrir hönd hlutafélags- ins „Gler og Listar“, Laugavegi 178, Reykjavík. Eru dómkröfur stefnenda þær, að stefndi verði dæmdur til að greiða þeim and- virði tveggja víxla, að fjárhæð kr. 80.000.00, með 9% ársvöxt- um frá 27. desember 1962 til greiðsludags, “S% fjárhæðarinnar í þóknun, kr. 192.00 í stimpilgjald og málskostnað samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Stefndi hefur gert kröfu um sýknu af öllum kröfum stefn- enda og að þeim verði in solidum gert að greiða málskostnað að skaðlausu. Til vara hefur hann áskilið sér rétt til að höfða skaðabótamál gegn stefnendum. Málavextir eru þessir: Krafa stefnenda er samkvæmt tveimur víxlum, hvorum að fjárhæð kr. 40.000.00. Eru víxlar þessir gefnir út 13. október 1962, en útgefandi er „pr.pr. Rafblik Jón Ólafsson“, sem einnig hefur ábekt víxlana. Samþykkjandi er „Gler og listar h.f., Guðbr. Jörundsson“, og gjalddagi beggja víxlanna er 27. desember 1962. Fallið er frá afsögn víxlanna 29. desember 1962. Víxlarnir skyldu greiddir í Verzlunarbanka Íslands h/f, Reykjavík. Hvorugur víxlanna var greiddur á gjalddaga, og var þá mál þetta höfðað. Stefndi lýsir málavöxtum svo, að í september 1962 hafi orðið að samkomulagi með sér og Rafbliki h/f, að hann keypti nokk. urt magn lampa af Rafbliki h/f. Hafi Rafblik viljað gera um þetta skriflegan kaupsamning, en ekki orðið af því, þar sem hann hefði ekki viljað undirrita uppkast, sem Rafblik h/f hefði lagt fram. Þann 28. september hefði hann samþykkt áður- greinda víxla og fengið kvittun fyrir að hafa greitt kr. 80.000.00 679 upp í væntanleg lampakaup. Löngu síðar hafi Rafblik afhent slatta af lömpum, en þeir hafi reynzt gallaðir, og það svo mjög, að óheimilt hefði verið að selja þá. Hefur stefndi lagt fram vottorð og bréf rafmagnseftirlitsins, þar að lútandi. Um þetta hafi verið kvartað og kaupunum rift. Hafi síðan verið haldið fast við þá kröfu. Stefnendur hafa mótmælt því, að varnir þessar kæmust að, þar sem hér væri um víxilmál að ræða, sbr. 208. gr. laga nr. 85/1936. Stefndi hefur hins vegar haldið því fram, að mótmæli þessi séu of seint fram komin, löngu eftir gagnaöflun samkvæmt 110. gr. laga nr. 85/1936. Hafi lögmaður stefnenda sjálfur sótt þing, þegar því var lýst yfir, að gagnaöflun væri lokið, en þá engum athugasemdum hreyft um það, að varnir þessar gætu ekki kom- izt að í máli þessu. Af hálfu stefnenda hefur því hins vegar verið til svarað, að samkvæmt 1. mgr. 209. gr. laga nr. 85/1936 megi því aðeins koma að vörnum þeim, sem stefndi vilji uppi hafa, að aðiljar séu á það sáttir. Ástæðulaust sé að mótmæla sérstaklega fyrir dómi varnarástæðum, sem ótvíræð lagafyrirmæli hindri, að beitt verði. Mál þetta er þingfest 18. apríl s.l, og fékk stefndi greinar- gerðarfrest til 2. maí og síðan viðbótarfrest til 9. maí. Lagði hann fram þann dag greinargerð á dskj. nr. 4 ásamt 8 fylgi- skjölum. Lögmaður stefnenda sótti sjálfur þetta þing, en hreyfði ekki andmælum við vörn stefnda, og var gagnasöfnun lýst lokið. Málið var síðan munnlega flutt 29. júní og dómtekið sama dag. Beindist málflutningur lögmanna aðilja nær eingöngu að því, hvort varnir stefnda gætu komizt að eða ekki. Mál þetta er höfðað sem víxilmál samkvæmt 17. kafla laga nr. 85/1936. Varnir þær, sem stefndi hefur uppi, eru á því reistar, að lampar þeir, sem hann hafi fengið hjá Rafbliki h/f, hafi verið svo gallaðir, að til riftingar nægi. Slíkar varnir komast ekki að í víxilmáli, sbr. 208. gr. laga nr. 85/1936. Ekki verður talið, að leggja beri 110. gr. laga nr. 85/1936 til grundvallar úrlausn máls þessa, heldur 209. gr. sömu laga. Samkvæmt henni er hægt að koma að vörnum, sem almennt má hafa uppi í einkamálum, „ef aðiljar eru á það sáttir“. Álitaefni er því það, hvort jafna megi þögn lögmanns stefn- enda í þinghaldi 9. maí s.l. við samþykki samkvæmt 209. gr. laga nr. 85/1936, en það metur dómari, sbr. 113. gr. i. f. sömu laga. 680 Stefndi tók til varna, svo sem sagt hefur verið, án þess að samþykki aðilja lægi berum orðum fyrir um það, að málið skyldi rekið sem almennt einkamál. Eins og hér stendur á, verður ekki talið, að í framkomu lögmanns stefnenda í þinghaldi 9. maí felist samþykki, slíkt sem 209. gr. áskilur. Verða því varnir stefnda ekki teknar til álita. Ber samkvæmt þessu að taka kröfu stefn- enda til greina. Málskostnaður ákveðst kr. 9.200.00. Sigurður Líndal, fulltrúi yfirborgardómara, hefur kveðið upp dóm þenna. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Sveinn M. Guðmundsson f. h. Glers og Lista h/f, greiði stefnendum, Jóni Ólafssyni og Benedikt Bogasyni, kr. 80.000.00 með 9% ársvöxtum frá 27. desember 1962 til greiðsludags, Ms% fjárhæðarinnar í þóknun, kr. 192.00 í stimpilgjald og kr. 9.200.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 9. október 1964. Nr. 166/1963. Gunnlaugur Þorláksson (Einar B. Guðmundsson hrl.) Segn Ólafi Finsen (Gunnar Guðmundsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðsson og Logi Einarsson og prófessor Theo- dór B. Líndal. Árekstur bifreiða. Skaðabótamál. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 28. desember 1963 og krafizt þess, að fébótaábyrgð verði skipt á þann hátt, að % hlutar hennar verði felldir á stefnda, en % hluta beri hann sjálfur. Þá krefst áfryjandi málskostnaðar fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. 681 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar úr hendi áfrýjanda fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Með skírskotun til hins áfrýjaða dóms, en af gögnum málsins er ljóst, að bifreiðinni R11 hefur verið ekið allmikið fram yfir löglegan hraða, þykir rétt, að aðiljar beri að jöfnu fébótaábyrgð á tjóni því, er hlauzt af árekstri bifreiðanna. Eftir atvikum er rétt, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Áfrýjandi, Gunnlaugur Þorláksson, og stefndi, Ólaf- ur Finsen, beri að jöfnu fébótaábyrgð á framangreindu tjóni. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Sératkvæði prófessors Theodórs B. Líndals. Áfrýjandi beindi athygli sinni að umferð frá austri um syðri akbraut Hringbrautar, en fylgdist illa með umferð að vestan um nyrðri brautina, þótt honum bæri að hafa nánar gætur á umferð þar. Hins vegar var hraði bifreiðarinnar R 11 óhæfilegur. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með tilvísun til forsendna hins áfrýjaða dóms verður að telja ökumenn beggja bifreiðanna í sök. Þykir hæfilegt, að áfrýj- andi beri % af tjóni því, er stefndi hlaut af bifreiðaárekstri þeim, sem mál þetta fjallar um. Báðir ökumenn óku þannig, að ámælisvert er, og Þykir því rétt, að hvor aðili beri sinn kostnað af áfrýjun málsins. Dómsorð: Áfrýjandi, Gunnlaugur Þorláksson, beri gagnvart stefnda, Ólafi Finsen, fébótabyrgð að %% hlutum tjóns þess, er stefndi hlaut af árekstri bifreiðanna R11 og R 8427 á Hringbraut hér í borg þann 22. maí 1962. Hvor aðilja um sig beri sinn kostnað af áfrýjun málsins. 682 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 19. desember 1963. Mál þetta, sem dómtekið var 12. þ. m., höfðaði Ólafur Fin- sen, forstjóri í Reykjavík, fyrir bæjarþinginu með utanréttar- stefnu, birtri 19. september 1962, gegn Gunnlaugi Þorlákssyni, Bólstaðahlíð í Reykjavík, til greiðslu bóta, að fjárhæð kr. 30. 000.00, með 7% ársvöxtum frá 22. maí 1962 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt gjaldskrá Lögmannafé- lags Íslands. Almennum Tryggingum h/f í Reykjavík hefur verið stefnt til réttargæzlu í málinu, en engar sjálfstæðar kröfur gerðar á hendur félaginu. Stefndi óskaði eftir því þegar í greinargerð sinni, að málið yrði, að svo stöddu, einungis dæmt um skaðabótaskyldu. Stefn- andi lýsti sig þá þegar samþykkan því, að sakarefni yrði skipt að þessu leyti. Dómarinn ákvað því, sbr. 5. mgr. 71. gr. laga nr. 85/1936, að málið yrði sótt og varið, að svo stöddu, um skaðabótaskyldu og dómur á lagður um það atriði eitt sér. Málsatvik eru þau, að um kl. 1900 þriðjudaginn 22. maí 1962 ók Birgir Ágústsson bifreið stefnanda, R 11, austur Hringbraut á hægri akrein. Stefndi ók bifreið sinni, R 8427, frá Laufásvegi yfir nyrðri akbraut Hringbrautar. Þar sem hann ætlaði að aka vestur Hringbrautina, staðnæmdist hann milli eyjanna, sem skilja akbrautirnar, vegna umferðar á syðri akbrautinni, en afturendi bifreiðar hans stóð þá út í nyrðri akbrautina. Varð þá árekstur með bifreiðunum þannig, að R 11 rakst á hægri hlið R 8427. Urðu allmiklar skemmdir á báðum bifreiðunum svo og slys á mönnum, er í þeim voru. Birgir Ágústsson hefur skýrt svo frá atvikum hjá rannsóknar- lögreglunni, að hann hafi ekið á hægri akrein austur Hring- brautina. Hann hafi ekki litið á hraðamæli bifreiðarinnar og því ekki geta gert sér grein fyrir, hver hraði hennar var, en taldi ekki ólíklegt, að hraðinn hafi verið um eða laust yfir 50 km, er hann ók fram úr annarri bifreið rétt vestan við gatna- mót Laufásvegar. Hann kvaðst hafa séð R 8497 koma að Hring- brautinni frá Laufásveginum og að hægt hafi verið á ferð þeirr- ar bifreiðar við gatnamótin. Hafi hann talið víst, að bifreiðinni yrði ekki ekið inn á gatnamótin. Allt í einu hafi hann svo áttað sig á því, að R 8427 var ekið inn í götuna og í veg fyrir bifreið hans. Hafi hann þá hemlað með fullu átaki, en þá hafi verið örstutt orðið á milli bifreiðanna. Birgir kvað sér hafa virzt 683 sleipt á götunni, enda hafi hún verið blaut eftir nýafstaðna rigningu. Stefndi hefur skýrt svo frá, að hann hafi ekið bifreið sinni að Hringbraut frá Laufásvegi. Kvaðst hann hafa orðið að bíða nokkuð við gatnamótin vegna umferðar austur Hringbrautina. Kvaðst hann síðan hafa séð, að gott færi gafst til þess að kom- ast yfir nyrðri akbrautina. Hafi þá ein bifreið nálgazt gatna- mótin á vinstri akrein Hringbrautar, og á eftir henni hafi kom- ið bifreiðar bæði á vinstri og hægri akrein, en hann hafi ekki beint athygli sinni að þeim, enda ekki óttazt þær, svo og hafi hann ekki veitt neinni bifreið athygli, sem ekið var áberandi hratt. Hann kvaðst síðan hafa ekið í fyrsta ganghraðastigi Í meðallagi hratt út á gatnamótin. Hafi hann þá ekki beint frekar athygli sinni til hægri, þar eð hann taldi sig ekki þurfa þess, en beint athyglinni allri að umferðinni á syðri akbraut, en þar var nokkur bifreiðaumferð. Er bifreið hans hafi verið komin með framenda á móts við eyjuna á milli akbrautanna, hafi hann hægt á ferð og ætlað að stöðva bifreiðina fyrir umferðinni vest- ur Hringbrautina. Hann kvaðst þó ekki hafa stöðvað bifreiðina alveg. Hafi hann þá ekki vitað fyrr til en högg mikið kom á bifreiðina. Vitnið Richard Haukur Olsen Felixson kvaðst hafa ekið aust- ur Hringbrautina á vinstri akrein á ca. 30—40 km hraða. Er hann hafi nálgazt gatnamót Laufásvegar, hafi hann séð bifreið ekið örhægt út á Hringbrautina, en ekki hafi hann áður verið búinn að taka eftir bifreiðinni í kyrrstöðu við gatnamótin. Hann kvaðst hafa átt það langt ófarið að bifreið þessari, að hún hafi ekki valdið sér truflun, og hefði hann getað haldið hiklaust áfram aftan við hana. Er hann hafi verið kominn á móts við ljósa- staurinn næst vestan við gatnamótin, hafi hann orðið var við Mercedes-Benz bifreið við hlið bifreiðar sinnar á leið fram úr henni. Hafi þá verið um a.m.k. 2—3 bíllengdir að bifreið þeirri, sem ekið hafði inn á Hringbrautina. Hann kvaðst þegar hafa gert sér ljóst, að hraðinn væri það mikill á Benz-bifreiðinni, að árekstur væri fyrirsjáanlegur. Hafi hin bifreiðin þá verið við það að nema staðar eða alveg verið stöðvuð. Framendi þeirr- ar bifreiðar hafi þá verið kominn á móts við enda eyjarinnar, sem skiptir akbrautum, en afturendi hennar hafi þá verið úti á nyrðri rein akbrautarinnar. Hann kvaðst ekki hafa gert sér grein fyrir því, hvort Benz-bifreiðinni hafi verið hemlað fyrir áreksturinn. Ekki kvaðst hann geta neitt fullyrt um hraða Benz- 684 bifreiðarinnar í kílómetrum, en hraði hennar hafi verið mikill, og hafi hún verið fljót að fara fram úr bifreið hans. Vitnið Ingólfur Guðmundsson, er var farþegi í R 11, hefur skýrt svo frá, að Birgir Ágústsson hafi ætlað að aka vitninu og konu þess að Austurbæjarbíói, en þau hjónin hafi verið að fara þangað á hljómleika. Vitnið kvaðst ekki hafa litið á hraðamæli bifreiðarinnar, en kvaðst ekki hafa tekið eftir því, að Birgir hafi ekið óeðlilega hratt. Hafi sér virzt hann vera á eðlilegum „Hringbrautarhraða“. Er þau hafi nálgazt gatnamótin, var bif- reiðin á hægri akrein. Hafi hann þá séð bifreið ekið hægt inn á Hringbrautina frá Laufásvegi, en enga hættu hafi hann séð stafa frá þeirri bifreið, en séð, að hún hefði auðveldlega komizt yfir akbrautina, ef henni hefði verið ekið hiklaust áfram. Um það bil 2—3 bíllengdir hafi verið á milli bifreiðanna, er hann hafi séð, að hin bifreiðin, R. 8427, var stöðvuð beint framan við R11, þannið að framendi bifreiðarinnar var kominn lítið á móts við eyju milli akbrautanna. Hafi árekstur þá verið óumflýjan- legur. Vitnið Ásta Ingibjörg Þorsteinsdóttir, hinn farþeginn í RI1I1, hefur skýrt svo frá, að henni hafi fundizt bifreiðinni ekið með eðlilegum hraða fyrir áreksturinn og alls ekki fara áberandi hratt. Kvaðst vitnið vera bílhrætt og hefði áreiðanlega tekið eftir því, ef henni hefði verið ekið mjög hratt. Hún kvaðst hafa tekið eftir því, er R 8427 var ekið inn á Hringbrautina, en ekki hafi hún tekið eftir sérstakri hættu þá á árekstri. Síðan hafi R 8427 stöðvazt á miðri götu og lokað alveg götunni fyrir R 11. Bifreiðar hafi verið á vinstri akrein, en R 11 hafi verið ekið á þeirri hægri. Vitnið kvað sér hafa virzt ökumaður R 8427 ekki gæta neitt til hægri, eftir að þeirri bifreið var ekið inn á gatna- mótin. Vitnið Ólafur Þorkell Jónsson kvaðst hafa ekið bifreið sinni vestur Hringbrautina á hægri rein syðri akbrautar. Er hann hafi nálgazt umrædd gatnamót, hafi hann séð Mercedes-Benz bifreið (R 11) koma eftir hægri rein nyrðri akbrautar, og hafi bifreiðinni verið ekið greitt og sjálfsagt hraðar en lög leyfa. Þó hafi honum ekki fundizt bifreiðinni ekið gáleysislega hratt, miðað við aðstæður. R 11 hafi farið fram hjá tveimur bifreiðum, sem ekið var eftir vinstri rein akbrautarinnar. Vitnið kvaðst hafa tekið eftir R 8427, er hún hafi komið suður hallann á Laufás- vegi við Hringbrautina. Kveðst vitnið hafa litið af bifreiðinni, en séð hana aftur á miðri akbraut Hringbrautar, og hafi það verið 685 andartaki fyrir áreksturinn. Hafi bifreiðin þá verið á einhverri hreyfingu áfram, og var svo sem væri hún að víkja til vinstri. Kvaðst vitnið ekki geta fullyrt, hvort bifreiðin hafi stöðvazt, áður en hún kom inn á Hringbrautina, en það hafi þá verið andartak. Taldi vitnið, að R 8427 hefði tvímælalaust átt að bíða við akbraut Hringbrautar, miðað við þá umferð, sem á henni var. Vitnið Kristín Jónsdóttir, farþegi í R 8427, hefur skýrt svo frá, að þeirri bifreið hafi verið ekið frá Laufásvegi út á Hring- brautina, ekið yfir nyrðri akbraut götunnar og stöðvuð á milli akbrautanna. Vitnið kvaðst hafa tekið eftir bifreið, sem ekið var úr vesturátt á nyrðri akrein Hringbrautarinnar, og hafi hún þá séð R 11 ekið úr sömu átt á hægri akrein fram úr fyrrnefndu bifreiðinni. Hafi sér virzt R1l á mikilli ferð, og hafi vitnið þá séð fram á árekstur. Báðar bifreiðarnar voru skoðaðar af bifreiðaeftirlitsmanni eftir áreksturinn. Kom við þá skoðun eigi annað í ljós en að öryggis- og stjórntæki þeirra hefðu verið í fullkomnu lagi. Stefnandi byggir kröfu sína í málinu á því, að stefndi hafi með mjög gálauslegum akstri bifreiðar sinnar einn átt alla sök á árekstrinum, og beri því að leggja á hann óskipta fébóta- ábyrgð á tjóni því, sem af árekstrinum varð. Í fyrsta lagi hafi stefndi ekið inn á aðalbraut án þess að gæta þar biðskyldu sinnar gagnvart umferð um þá götu og með því brotið gegn 3. mgr. 48. gr. umferðarlaga. Í annan stað hafi hann ekki beint athygli sinni að umferð, sem kom austur Hringbrautina, er hann ók inn á gatnamótin. Og í þriðja lagi hafi hann sýnt það glapræði að stöðva bifreið sína þannig, að hluti hennar var á akbrautinni, og með því lokað akbrautinni fyrir R1I1. Stefndi hefur gert þá kröfu í þessum þætti málsins, að fé- bótaábyrgð árekstursins verði skipt þannig, að 2%% hlutar ábyrgð- arinnar falli á stefnanda, en % hlutinn á stefnda. Stefndi byggir þessa kröfu sína á því, að umferðin austur Hringbrautina hafi ekki truflað stefnda í því að aka yfir hana. Ökumaður R1l hafi ekið bifreið sinni of hratt, og einnig hafi hann ekið fram úr annarri bifreið við gatnamótin, en til þessara atriða beggja megi rekja meginorsök þess, að árekstur varð með bifreiðun- um. Hugsanlega meðsök stefnda á árekstrinum megi rekja til þess, að bifreið hans skagaði út í akbraut Hringbrautarinnar, en þess beri þó að gæta, að hann var á ferð, en ekki alveg stöðv- aður, er áreksturinn varð. 686 Dómarinn hefur farið á árekstursstaðinn og kynnt sér stað- hætti þar. Hringbrautin er aðalbraut í merkingu 2. mgr. 48. gr. umferðar- laga nr. 26/1958. Leiðir af því, að farartækjum, sem koma ettir hliðargötum, er að henni liggja, ber að víkja fyrir umferð um hana. Jafnframt er hvorri akbraut skipt í tvær akreinar, og ber því farartækjum á sama hátt að víkja fyrir umferð um báðar akreinar. Af gögnum þeim, sem hér að framan eru rakin, þykir í ljós leitt, að þetta hafi stefndi vanrækt. Jafnframt því þykir stefndi hafa sýnt af sér stórlegt gáleysi með því að koma bifreið sinni eigi svo fyrir milli akbrautanna, að hún hindraði ekki umferð um hana, en til þess hafði hann nægjanlegt rúm, þar sem breidd svæðisins milli akbrautanna er jöfn lengd bif- reiðar hans. Til þessara atvika beggja má rekja meginorsök árekstursins. Á hinn bóginn ber á það að líta, að samkvæmt við- urkenningu ökumanns R 11 og vætti vitna, er um hafa borið, hefur þeirri bifreið verið ekið of hratt, og ökumaður hennar ekki sýnt þá varúð við aksturinn, sem af honum má krefjast, með því að gatan var blaut og hál. Þegar metin er sök hvors ökumanns um sig, þykir hæfilegt að leggja á stefnda 34 hluta ábyrgðar á tjóni því, sem af árekstr- inum hlauzt. Aðiljar hafa ekki krafizt málskostnaðar í þessum hluta máls- ins sérstaklega. Emil Ágústsson borgardómari kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Stefndi, Gunnlaugur Þorláksson, ber gagnvart stefnanda, Ólafi Finsen, fébótaábyrgð á 34 hlutum af tjóni því, sem af framangreindum bifreiðaárekstri hlauzt. 687 Föstudaginn 9. október 1964. Nr. 79/1964. Gjaldheimtan í Reykjavík (Guðmundur Vignir Jósefsson hrl.). gegn Múlalundi í Reykjavík (Ragnar Ólafsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Skattamál. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Sigurður Grímsson borgarfógeti hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 15. apríl 1964. Hann krefst þess, að úrskurður fógeta verði felldur úr gildi, að lagt verði fyrir fógeta að framkvæma lögtak til tryggingar opinberum gjöldum stefnda, álögðum 1961 og 1962, samtals að fjárhæð kr. 96.235.00, auk dráttarvaxta og kostnaðar svo og að hon- um verði dæmdur málskostnaður í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Stefndi krefst þess, aðallega að hinn áfrýjaði úrskurður verði staðfestur, en til vara, að synjað verði um fram- kvæmd lögtaksgerðar gegn greiðslu aðstöðugjalds skattárið 1962, kr. 39.100.00. Þá krefst hann og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Í úrskurði fógeta er lýst starfsemi stefnda. Tilgangur stofnunarinnar er að þjálfa sjúkt fólk og örkumla til hag- nýtrar vinnu. Í því skyni eru öryrkjunum fengin í hendur hæfileg verkefni, og stofnunin hefur á sínum vegum sér- fróða lækna og þjálfunar- og hjúkrunarlið. Rekstur stefnda er því eðlisþáttur í líknarstarfsemi, og verður hann eigi talinn atvinnurekstur í skilningi 4. gr. laga nr. 46/1954, 6. gr. laga nr. 70/1962 og 29. gr. laga nr. 69/1962. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða úrskurðar ber því að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum er rétt, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, er ákveðst kr. 10.000.00. 688 Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Gjaldheimtan í Reykjavík, greiði stefnda, Múlalundi í Reykjavík, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 10.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði Gizurar Bergsteinssonar hæstaréttardómara. Í 4. gr. laga nr. 46/1954 um tekju- og eignarskatt er svo mælt, að undanþegnir öllum tekjuskatti skuli vera ...... félög og stofnanir, „er ekki reka atvinnu eða veitt er skatt- frelsi með sérstökum lögum“. Samkvæmt 15. gr. sömu laga skulu eignarskatt greiða allir hinir sömu, sem skattskyldir eru til tekjuskatts, ef þeir eiga eign eða eignarréttindi, sem skatt ber að greiða af samkvæmt lögum þessum. Með 6. gr. laga nr. 70/1962 um tekjuskatt og eignarskatt eru undan- Þegnir tekju- og eignarskatti „félög og stofnanir, er ekki reka atvinnu eða veitt er skattfrelsi með sérstökum lög- um“. Samkvæmt 8. gr. laga nr. 69/1962 um tekjustofna sveitarfélaga er sveitarstjórnum heimilt að innheimta að- stöðugjald í sveitarsjóð hjá atvinnurekendum og öðrum þeim, sem sjálfstæða atvinnu hafa í sveitarfélaginu. Undanþegnir aðstöðugjaldi eru þeir, sem um ræðir í 29. gr. laganna, og svo skólar, barnahæli, sjúkrahús og elliheimili. Samkvæmt nefndri 29. gr. eru undanþegnir útsvari „félög, sem enga atvinnu reka, svo sem félög til eflingar listum og vis- indum, skemmtifélög, líknarfélög, stjórnmálafélög, trúar- bragðafélög o. fl.“. Í stofnun stefnda er stunduð yfirgripsmikil framleiðsla og gerð margs konar varnings. Vinnur að framleiðslunni fólk, sem er að einhverju leyti miður sín eða fatlað. Nýtur fólkið þarna þjálfunar og tekur kaup. Hinn framleiddi varningur, sem er mikill að verðmæti, er seldur sem hver önnur verzlunarvara. Það er því augljóst og fer eigi milli mála, að stofnun stefnda rekur atvinnu. Hún verður því ekki með nokkru móti talin „ekki reka atvinnu“ eða „enga 689 atvinnu reka“ í skilningi framangreindra laga, en hvers konar atvinnurekstur er skatt- og útvarsskyldur samkvæmt skýlausum orðum þeirra, nema sérlög mæli öðruvísi. Niður- staðan er því sú að taka ber kröfu áfrýjanda um lögtak til greina, fella úrskurð fógeta úr gildi og leggja fyrir hann að framkvæma hið umkrafða lögtak. Eftir atvikum þykir mega láta málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti falla niður. Dómsorð. Hinn áfrýjaði úrskurður er úr gildi felldur, og er lagt fyrir fógeta að framkvæma lögtak það, sem krafizt er. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Úrskurður fógetadóms Reykjavíkur 20. marz 1964. Gerðarþoli, fyrirtækið Múlalundur, hér í borg, sem rekið er á vegum Sambands íslenzkra berklasjúklinga (S.Í.B.S.), er sam- kvæmt gjaldskrá Gjaldheimtunnar í Reykjavík talið skulda opinber gjöld fyrir ár 1961, sem hér segir: Tekjuskatt ......00000000. 0... kr. 37.875.00 Eignarskatt .......0.000000 000... 0... — 1.060.00 eða samtals kr. 38.935.00. Við aðalálagningu 1962 var gerðarþola enn fremur gert að greiða eftirtalin gjöld: Tekjuskatt ......0.0000. 00... kr. 30.300.00 Kirkjugarðsgjald .........0.00.00..... — 237.00 Lífeyristryggingagjald ..............- — 27.360.00 Slysatryggingagjald atvinnurekenda ... — 3.794.00 Atvinnuleysistryggingagjald .......... — 15.234.00 Tekjuútsvar .......00.00. 000... — 19.000.00 Aðstöðugjald ........0.000.... — 27.000.00 samtals kr. 122.925.00, eða alls fyrir bæði árin, 1961 og 1962, kr. 161.860.00. Upp í kröfur þessar greiddi gerðarþoli 15. janúar s.l. kr. 46.388.00, og samsvarar það því, að greitt hafi verið slysa-, líf- eyris- og atvinnuleysistryggingagjöld fyrir ár 1962. Önnur gjöld neitaði gerðarþoli að greiða á þeim forsendum, að hann teldi sig eigi gjaldskyldan, að því er þau gjöld varðar. Stóðu þá eftir 44 690 ógreiddar kr. 115.472.00. Síðar felldu skattayfirvöldin niður álagt tekjuútsvar og kirkjugarðsgjald fyrir ár 1962, samtals kr. 19.237.00. Standa því enn eftir ógreiddar kr. 96.235.00, en sú fjárhæð samsvarar tekjuskatti og eignarskatti fyrir ár 1961, kr. 38.935.00, og tekjuskatti og aðstöðugjaldi fyrir ár 1962, kr. 57.300.00. Hefur gerðarþoli neitað að greiða fjárhæð þessa á sömu forsendum og að framan greinir. Gjaldheimtustjórinn f. h. Gjaldheimtunnar í Reykjavík hefur því krafizt þess, að lögtak verði látið fara fram í eignum gerðarþola til tryggingar framan- greindum kröfum, samtals kr. 96.235.00, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, þar á meðal málskostnaði að mati réttarins. Umboðsmaður gerðarþola hefur mótmælt framangreindum kröfum og gert þær kröfur í málinu aðallega, að synjað verði um framgang hinnar umbeðnu lögtaksgerðar, en til vara, að synjað verði um framgang lögtaksgerðarinnar gegn því, að gerðar- þoli greiði aðstöðugjald fyrir skattárið 1962 í samræmi við árs- reikning gerðarþola 1961, sem fyrir liggur í málinu. Þá hefur umboðsmaður gerðarþola krafizt málskostnaðar að skaðlausu til handa umbjóðanda sínum, að mati réttarins, hver sem úrslit málsins verði. Mótmæli sín og kröfur hefur umboðsmaður gerðarþola í greinargerð sinni og við munnlegan flutning málsins reist á því, að starfsemi gerðarþola sé þess eðlis, að tvímælalaust beri að telja fyrirtækið líknarstofnun, en slíkar stofnanir séu að lög- um undanþegnar sköttum með vissum skilyrðum. Hefur nefnd- ur umboðsmaður í þessu efni vísað til 4. gr. laga nr. 46/1954 um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. 8. gr. reglugerðar nr. 147/1955 um tekjuskatt og eignarskatt, að því er varðar skatta, álagða 1961, og til 6. gr. laga nr. 70/1962 um tekjuskatt og eignarskatt og 8. og 29. gr. laga nr. 69/1962 um tekjustofna sveitarfélaga, að því er varðar álagða skatta 1962, en samkvæmt ákvæðum þess- ara lagagreina séu líknarstofnanir undanþegnar tekjuskatti, eign- arskatti, útsvari og aðstöðugjaldi, og það fari eigi á milli mála, að gerðarþoli sé líknarstofnun í skilningi framangreindra laga. Umrædd stofnun sé rekin af S.Í.B.S. í samráði við Félagsmála- ráðuneytið og undir eftirliti þess, svo sem framlögð reglugerð (rskj. nr. 5) beri með sér. Tilgangur stofnunarinnar sé að veita öryrkjum starf við þeirra hæfi og þjálfa þá svo í starfi, ef mögu- legt er, að þeir geti orðið hlutgengir á almennum vinnumark- aði með tímanum. Múlalundur sé því eigi rekinn til þess að afla SÍBS. fjár né í öðru fjárgróðaskyni, heldur sé stofnunin 691 rekin sem vinnuhæli til þess að skapa öryrkjum möguleika til starfa, og megi því jafna stofnuninni við rekstur sjúkrahúss, t. d. Landakotsspítala, sem sé einkafyrirtæki, en þó eigi rekinn til að skapa ágóða. Það sé því eigi hægt að heimfæra starfsemi gerðarþola undir atvinnurekstur í skilningi fyrrgreindra laga, þar sem talað sé um, að atvinnurekstur, sem skattfjáls félög hafi með höndum, sé skattskyldur, því að þau ákvæði verði að skýra á þann veg, að slíkur atvinnurekstur sé rekinn til framdráttar viðkomandi félögum eða félagsmönnum, en ekki sem sjúkrahús eða öryrkjavinnustofur, eins og Múlalundur sé. Stofnunin njóti einnig opinbers styrks til starfsemi sinnar, auk þess sem SÍBS. leggi henni til fé. Það mætti teljast undarleg ráðstöfun, að hið opinbera skattlegði starfsemi, sem sé hluti af nauðsynlegum sjúkra- og heilbrigðisráðstöfunum, sem ríki og bæjarfélögum beri að halda uppi. Á því byrjunarstigi, sem þessi mál séu, hafi þótt rétt, að S.ÍB.S. vegna reynslu sinnar á þessu sviði héldi þess- ari starfsemi uppi í samráði við opinbera aðilja. Þá sýni og árs- reikningar gerðarþola rekstrarárin 1960 og 1961, að gerðarþoli hefði hvorki átt að fá tekjuskatt, eignarskatt, kirkjugarðsgjald né tekjuútsvar, enda þótt talinn hefði verið skattskyldur. Umboðsmaður gerðarbeiðanda hefur í greinargerð sinni og við munnlegan flutning málsins mótmælt kröfum umboðsmanns gerð- arþola og sjónarmiði hans. Hefur umboðsmaður gerðarbeiðanda haldið því fram, að varðandi álagðan tekjuskatt og eignarskatt fyrir ár 1961, sé það ljóst af 4. gr. laga nr. 46/1954 og 8. gr. reglugerðar nr. 147/1955, að löggjafinn ætlist eigi til að félög eða stofnanir séu undanþegin skattaálagningu, jafnvel þó líknar- félög séu, ef þau reki atvinnu, en það geri gerðarþoli í þessu tilfelli óumdeilanlega. Að því er varði álagninguna 1962, þá komi um tekjuskattinn til álita ákvæði 6. gr. laga nr. 70/1962. Hér beri að sama brunni og í fyrra tilvikinu, að undanþága frá skattskyldu komi því aðeins til greina, að um sé að ræða stofn- anir, sem eigi reki atvinnu eða sé veitt skattfrelsi með sérstök- um lögum, en því sé eigi til að dreifa um gerðarþola. Að því er varði álagt aðstöðugjald, þá vísi umboðsmaður gerðarþola í greinargerð sinni til ákvæða 8. og 29. gr. laga nr. 69/1962 um tekjustofna sveitarfélaga. Í 8. gr. laganna sé um þá, sem undan- þegnir séu aðstöðugjaldi, vísað til 29. gr. sömu laga, en sú grein fjalli um undanþágu frá útsvari (og einnig aðstöðugjaldi, sbr. 8. gr.). Í f-lið þeirrar greinar segi, að undanþegin séu: „Félög, sem enga atvinnu reka, svo sem félög til eflingar listum og vísind- 692 um, skemmtifélög, líknarfélög, stjórnmálafélög, trúarbragðafé- lög o. fl.“. Af ákvæði þessu sé ljóst samkvæmt orðanna hljóðan, að skattfrelsi þar greindra aðilja sé tvímælalaust bundið því skil- yrði, að þeir reki eigi atvinnu, enda þótt segja megi, að um félög eða stofnanir sé að ræða til eflingar listum og vísindum eða séu skemmtifélög eða líknarfélög o. s. frv. Samkvæmt 8. gr. fyrrnefndra laga séu enn fremur undanþegin aðstöðugjaldi: Skól- ar, barnahæli, sjúkrahús, elliheimili, orkuver til almenningsþarfa, sláturhús, mjólkurbú og olíufélög, sem greiði landsútsvar (sbr. enn fremur 5. gr. reglugerðar nr. 81/1962 um aðstöðugjald). Við athugun á greinargerðum, er fylgdu lagaákvæðum þessum, komi heldur ekkert fram, er bendi til þess, að löggjafinn hafi ætlazt til, að slík starfsemi væri undanþegin almennri skatta- álagningu. Þvert á móti verði að sjálfsögðu að skýra öll slík undantekningarákvæði þröngt og heimila eigi undanþágu, nema þar sem svo sé skýrt ákveðið, enda sé í hinum tilvitnuðu laga- fyrirmælum gert ráð fyrir, að slík undantekningarákvæði kunni að verða sett með sérstökum lögum, eins og dæmi séu til um sérstakar stofnanir og fyrirtæki. Ef löggjafinn ætlist til, að slíkar stofnanir eða fyrirtæki sem gerðarþoli eigi að njóta skattfrelsis, þá verði löggjafinn að segja það beinum orðum. Lagðir hafa verið fram í málinu ársreikningar Múlalundar, öryrkjuvinnustofu SÍ.B.S., eins og þeir séu nefndir, er sýni, að hér sé um að ræða umfangsmikinn rekstur atvinnufyrirtækis, sem rekið sé á vegum SÍBS. líknarstofnunar, sem að sjálfsögðu njóti skattfrelsis sjálft, en ekki að því er komi til atvinnureksturs samkvæmt gildandi lögum. Að því er varði upphæð hinna umkröfðu gjalda, þá séu þau áætluð, þar eð gerðarþoli hafi eigi sent framtöl fyrir um- ræðd ár, en um upphæð gjaldanna sé eigi deilt út af fyrir sig í máli þessu, heldur hvort gerðarþoli sé principielt gjaldskyldur æða ekki. Aðiljar hafa lagt málið undir úrskurð réttarins. Svo sem fram kemur í gögnum málsins, eru umkrafin gjöld áætluð á gerðarþola, þar eð hann skilaði eigi framtali til skatts fyrir umrædd ár. Álagningunni hefur þó eigi verið mótmælt sérstaklega af þessum sökum, en hins vegar hefur umboðsmaður gerðarþola mótmælt álagningunni á þeim forsendum, að gerðar- boli sé líknarstofnun og eigi sem slík að njóta skattfrelsis sam- kvæmt ákvæðum 4. gr. laga nr. 46/1954 um tekjuskatt og eignar- skatt, að því er varðar skatta álagða 1961, og ákvæðum 6. gr. laga nr. 70/1962 um tekjuskatt og eignarskatt og 8. og 29. gr. 693 laga nr. 69/1962 um tekjustofna sveitarfélaga, enda sé stofnun geðarþola rekin í þeim tilgangi, sbr. rskj. nr. 5, og með þeim hætti, að starfsemi hennar verði eigi með réttu talin „atvinnu- rekstur“ í skilningi framangreindra lagaákvæða. Umboðsmaður gerðarbeiðanda hefur hins vegar haldið því fram, að enda þótt stofnun gerðarþola sé rekin á vegum SÍB.S., sem sé líknar- stofnun, er að sjálfsögðu njóti sjálft skattfrelsis, þá leiði eigi af því, að gerðarþoli, enda þótt líknarstofnun sé samkvæmt tilgangi sínum, njóti sama skattfrelsis, enda hafi gerðarþoli með höndum umfangsmikinn atvinnurekstur, en samkvæmt framangreindum lagaákvæðum og reglugerðarákvæðum séu líknarfélög eigi skatt- frjáls, ef þau reki atvinnu. Til þess að slík félög eða stofnanir njóti skattfrelsis, verði að koma til bein fyrirmæli löggjafans um það, t. d. með sérstökum lögum, enda séu dæmi til þess um sérstakar stofnanir og fyrirtæki og reyndar gert ráð fyrir þeim möguleika í framangreindum lagaákvæðum. Ágreiningur virðist enginn vera í máli þessu um það, að gerðar- þoli sé líknarstofnun og að starfsemi hans sé í samræmi við þann tilgang hans, sem orðaður er í 3. gr. reglugerðar stofnunar- innar, rskj. nr. 5, en þar segir: „Tilgangur stofnunarinnar er að veita öryrkjum starf við þeirra hæfi 2...“ Er því ljóst, að framangreind ákvæði skattalaganna, laga um tekjustofna sveitar- félaga og reglugerðar taka til gerðarþola. Í 4. gr. laga nr. 46/ 1954 segir svo: „Undanþágu frá öllum tekjuskatti hafa enn fremur sjóðir, félög og stofnanir, er ekki reka atvinnu eða veitt er skattfrelsi með sérstökum lögum“. Í 8. gr. reglugerðar nr. 147/1955 segir: „Eftirtalin félög eru undanþegin tekjuskatti: Félög, sem enga atvinnu reka, sbr. 12. gr., og verja þeim tekj- um, er þau afla sér, til almenningsþarfa, en eigi til hagsbóta með- limum sínum, svo sem vísindafélög, hjúkrunar- og líknarfélög „20. Þá segir svo í 6. gr. laga nr. 710/1962: „Þessir aðiljar eru undanþegnir tekjuskatti og eignarskatti: .... félög og stofnanir, er ekki reka atvinnu eða veitt er skattfrelsi með sérstökum lögum“. Enn fremur segir í 8. gr. laga nr. 69/1962: „Undan- þegnir aðstöðugjaldi eru þeir, sem um ræðir í 29. gr., svo og skólar, barnahæli, sjúkrahús, elliheimili ....“ Og í hinni til- vitnuðu 29. gr. sömu laga segir: „Undanþegnir eru útsvari: . f. Félög, sem enga atvinnu reka, svo sem félög til eflingar listum og vísindum, skemmtifélög, líknarfélög ....“ Þá er í 4. lið 5. gr. reglugerðar nr. 81/1962 um aðstöðugjald hliðstætt ákvæði. 694. Af framangreindum laga- og reglugerðarákvæðum er það ljóst, að líknarfélög sem og önnur félög og stofnanir, sem þar eru til- greind, njóta því aðeins skattfrelsis, að þau „reki ekki atvinnu“. Úrslit þessa máls hljóta því að áliti réttarins að vera undir því komin, hvort starfsemi gerðarþola verður talin „atvinnurekstur“ í skilningi framangreindra laga- og reglugerðarákvæða eða ekki. Það er viðurkennt í máli Þessu, að stofnun gerðarþola sé rekin á vegum S.Í.B.S. og sé eign þess, enda þótt fjármál stofn- unarinnar séu aðskilin öðrum fjármálum sambandsins (sbr. 2. gr. reglugerðar, rskj. nr. 5). Má því með nokkrum rétti líta á gerðarþola sem eins konar hliðargrein af SÍBS. hliðstæða vinnuhælinu Reykjalundi í Mosfellssveit, sem einnig er rekið á vegum SÍLB.S. á sama grundvelli og í sama tilgangi og stofn- un gerðarþola. Báðar þessar stofnanir eru þannig í eðli sínu og tilgangi þjálfunar- og kennslustofnanir, er leitast við að end- urhæfa sjúkt fólk og örkumla til hagnýtrar vinnu, svo að það geti með tímanum orðið, ef vel tekst, hlutgengt á almennum vinnumarkaði, enda munu þeir sjúklingar, sem í þessum stofn- unum starfa og náð hafa sæmilegu þreki og verkkunnáttu, vera látnir víkja þaðan, jafnóðum og aðrir þróttlitlir og vankunn- andi eru teknir í þeirra stað til kennslu og þjálfunar (sbr. rskj. nr. 11). Svo virðist sem starfsemi Reykjalundar hafi aldrei verið talin „atvinnurekstur“ í venjulegri merkingu þess orðs, enda mun stofnuninni aldrei hafa verið gert að greiða opinber gjöld. Að vísu verða þessi skattfríðindi Reykjalundar eigi talin bind- andi, að því er gerðarþola varðar, en hins vegar væri eigi Óóeðli- legt, að hann væri látinn njóta sömu fríðinda. Það liggur í hlut- arins eðli, að til þess að stofnun gerðarþola fái náð tilgangi sín- um að þjálfa sjúka menn og örkumla til vinnu, þá verður hún að fá þeim í hendur hætfileg verkefni. Starfsemi þessi skapar því að sjálfsögðu viss verðmæti eða framleiðslu, er stofnunin að sjálfsögðu kemur í peninga, eftir því sem efni standa til. Hefur það fé, sem þannig hefur aflazt, jafnan gengið til rekst- urs stofnunarinnar, það sem það hefur náð, en stofnunin þó ávallt verið rekin með halla (sbr. rskj. nr. 6 og 7), enda eigi til hennar stofnað í fjárgróðaskyni, svo sem tilgangur henn- ar segir ótvírætt til um. Til þess að mæta rekstrarhallanum legg- ur SÍB.S. stofnuninni til fé, og auk þess hafa byggingarfram- kvæmdir og vélvæðing stofnana S.Í.B.S. um mörg ár notið styrks úr ríkissjóði, kr. 300.000.00 á ári. Þá ber enn fremur að geta þess, að fógetinn hefur fengið þær upplýsingar hjá yfirlækni 695 Reykjalundar, að bæði Reykjalundur og stofnun gerðarþola hafa á sínum vegum sérfróða lækna og þjálfunar- og hjúkrunarlið. Samkvæmt því, sem hér að framan greinir, verður rétturinn að líta svo á, að starfsemi gerðarþola verði eigi talin „atvinnu- rekstur“ í venjulegri merkingu þess orðs eða samkvæmt skiln- ingi hinna framangreindu laga- og reglugerðarákvæða og að hann eigi því að njóta skattfrelsis samkvæmt sömu lagaákvæðum. Hafi því eigi verið heimilt að leggja á gerðarþola umkrafin gjöld. Þykir því verða að synja um framgang hinnar umbeðnu lögtaks- gerðar. Rétt þykir eftir atvikum, að málskostnaður sé látinn falla niður. Því úrskurðast: Hin umbeðna lögtaksgerð á eigi fram að ganga. Málskostnaður fellur niður. Miðvikudaginn 14. október 1964. Nr. 24/1964. Fjöliðjan h/f, Kópavogi (Þorvaldur Þórarinsson hrl.) gegn Fjöliðjunni h/f, Ísafirði, og gagnsök (Gústaf A. Sveinsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Firma hlutafélags. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 3. febrúar 1964, að fengnu áfrýjunarleyfi 21. janú- ar sama árs. Krefst hann sýknu af kröfum sagnáfrýjanda í málinu og málskostnaðar úr hendi hans í héraði og hér fyrir dómi. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 4. febrú- ar 1964. Krefst hann staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi aðaláfrýjanda. 696 Með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Rétt er, að aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda málskostn- að í Hæstarétti, sem ákveðst kr. 10.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Aðaláfrýjandi, Fjöliðjan h/f, Kópavogi, greiði gagn- áfrýjanda, Fjöliðjunni h/f, Ísafirði, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 10.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur sjó- og verzlunardóms Kópavogs 20, júlí 1963. Mál þetta, sem dómtekið var í dag, hefur Marzelíus Bernharðs- son, framkvæmdastjóri á Ísafirði, f. h. Fjöliðjunnar h/f á Ísa- firði, höfðað fyrir sjó- og verzlunardómi Kópavogs með stefnu, útgefinni 9. janúar 1962, gegn stjórn Fjöliðjunnar h/f í Kópa- vogi f. h. félagsins og krafizt þess, að viðurkennt verði, að hinu stefnda félagi og stjórn þess skuli óheimilt að nota nafnið Fjöliðjan eða Fjöliðjan h/f sem nafn fyrir téð félag, að stjórn hins stefnda félags skuli skylt að láta afmá úr firmaskrá og hlutafélagaskrá Kópavogskaupstaðar nafnið Fjöliðjan h/f, allt að viðlögðum dagsektum til stefnanda, eigi undir kr. 100.00 á dag frá hverjum stjórnenda Fjöliðjunnar h/f í Kópavogi, enda verði stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað eftir mati dómsins. Kröfur stefnda við munnlegan málflutning voru þær aðallega, að málinu verði vísað frá dómi, en til vara krefst stefndi sýknu og málskostnaðar eftir mati dómsins. Fari svo, að dómur falli á stefnda, krefst hann frávísunar, að því er varðar stjórnendur félagsins persónulega. Skráningarstjóranum í Kópavogskaupstað, Sigurgeiri Jónssyni bæjarfógeta, hefur verið tilkynnt um málshöfðun þessa með tilvísun til 52. gr. laga nr. 85 93. júní 1936 um meðferð einka- mála í héraði, en engar kröfur eru gerðar á hendur honum, og hann hefur engar kröfur gert. 697 Málavextir eru þessir: Samkvæmt tilkynningu til hlutafélagaskrár Ísafjarðarkaup- staðar, dags. 17. maí 1961, var Fjöliðjan h/f á Ísafirði stofnuð 15. maí 1961. Hlutafélagið var síðan skrásett 14. júní 1961. Er tilgangur félagsins samkvæmt samþykktum þess „framleiðsla og sala á gluggarúðum og öðru úr tvöföldu og þreföldu Secure- einangrunargleri og önnur störf í því sambandi.“ Tilkynning þessa efnis var birt í Lögbirtingablaðinu 24. júní 1961. Hinn 17. júní 1961 var stofnað félagið Fjöliðjan h/f í Kópa- vogi. Það félag var skrásett 16. júlí 1961, og tilkynning um stofnun þess var birt í Lögbirtingablaðinu 19. ágúst 1961. Til- gangur þess félags er samkvæmt samþykktum þess „rekstur vinnu- véla, iðnaður og iðja, þar með talin sandblástur og málmhúðun, járnsmíði hvers konar, verzlun með iðnaðarvörur og annar skyld- ur atvinnurekstur.“ Dómkröfur sínar í máli þessu byggir stefnandi á því, að mjög óhaganlegt sé, að starfandi séu tvö hlutafélög með sama heiti, og hafi það þegar valdið stefnanda óþægindum. Stefnandi telur og notkun hins stefnda félags á nafninu óheimila, enda hafi hann með skráningunni öðlazt einkarétt á téðu nafni. Í þessu sambandi bendir stefnandi á 16. gr. laga nr. 77 27. júní 1921 um hlutafélög, 10. gr. laga nr. 42 13. nóvember 1903 um verzl- unarskrár, firmu og prókúruumboð og 9. gr. laga nr. 84 19. júní 1933 um varnir gegn ólögmætum verzlunarháttum. Enn fremur hefur stefnandi vísað til svonefndrar Parísarsamþykktar um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar, en sú samþykkt hafi öðlazt lagagildi hér á landi með lögum nr. 102 28. desember 1961, sbr. auglýsingu nr. 5 5. júní 1962. Vill stefnandi því ekki sætta sig við nafngift hins stefnda félags né notkun þess á nafn- inu. Af hálfu stefnda hefur því verið lýst yfir, að svo geti að vísu verið, að óhagkvæmt sé, að tvö félög beri sama heiti. Hins vegar hafi stofnendum stefnda algerlega verið ókunnugt um tilveru stefnanda, er hið stefnda félag var stofnað. Starfssvið og tilgangur félaganna sé svo sitt með hvorum hætti, að ekki séu minnstu líkur til, að árekstrar hljótist af eða neins konar óhagræði. Engin lagaákvæði banni félögum í mismunandi hér- uðum eða lögsagnarumdæmum að bera sama heiti. Stefndi hefur og mótmælt því, að samnefni félaganna hafi valdið stefnanda óþægindum. Þá bendir stefndi á, að hér á landi sé fjöldi fyrir- tækja starfandi með sama nafni, og sé yfirleitt ekkert fengizt við þessu, enda óskylt að lögum. Þar að auki sé nafnið réttnefni, 698 þar sem stefndi hafi fjölþætta og fjölbreytta iðju og starfsemi með höndum, en stefnandi fáist aðeins við eitt verkefni á Þröngu sviði, og sé það verkefni hvorki iðnaður né iðja, heldur verzlun. Loks mótmælir stefndi því eindregið, að stefnandi hafi við skrá- setningu öðlazt einkarétt á nafninu Fjöliðjan. Orðið „Fjöliðjan“ vekur ekki hugmynd um neinn sérstakan atvinnurekstur. Verður því að telja, að stefnandi, sem tók orð betta upp sem heiti á hlutafélagi á undan stefnda, hafi öðlazt gagnvart honum lögverndaðan rétt til þess, sbr. 9. gr. laga nr. 84/1933. Samkvæmt þessu ber að taka til greina kröfu stefnanda um það, að stefnda og stjórn þess sé óheimilt að nota nafnið Fjöl- iðjan eða Fjöliðjan h/f sem nafn fyrir téð félag. Enn fremur ber að taka til greina þá kröfu stefnanda, að stjórn stefnda skuli skylt að láta afmá nafnið Fjöliðjan h/f úr hlutafélagaskrá Kópavogskaupstaðar. Hins vegar liggur fyrir í málinu, að um- rætt nafn hefur ekki verið fært til firmaskrár Kópavogskaup- staðar, og verður því að sýkna stefnda af kröfu stefnanda, að því er það atriði stefnukröfunnar varðar. Varðandi kröfur stefn- anda um dagsektir úr hendi stjórnenda stefnda, þá þykir verða að vísa þeirri kröfu ex officio frá dómi, þar sem stjórnendun- um hefur ekki verið stefnt persónulega í máli þessu. Eftir þessum úrslitum er rétt, að stefndi greiði stefnanda máls- kostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 5.000.00. Ólafur W. Stefánsson setubæjarfógeti kvað upp dóm þenna ásamt samdómendunum Jósafat J. Líndal skrifstofustjóra og Ragnari Jónssyni hæstaréttarlögmanni. Dómsorð: Stefnda, stjórn Fjöliðjunnar h/f í Kópavogi, er óheimilt að nota nafnið Fjöliðjan eða Fjöliðjan h/f sem nafn fyrir téð félag, og er stjórninni skylt að láta afmá nafnið Fjöl- iðjan h/f úr hlutafélagaskrá Kópavogskaupstaðar. Stefndi greiði stefnanda, Fjöliðjunni h/f á Ísafirði, kr. 5.000.00 í málskostnað. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga að viðlagðri aðför að lögum. 699 Miðvikudaginn 14. október 1964. Nr. 4/1964. M (Þorvaldur Ari Arason hrl.) gegn K (Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Einar Arnalds, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessor Magnús Þ. Torfason. Barnsfaðernismál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 7. janúar 1964. Krefst hann þess, að honum verði dæmd alger sýkna af kröfum stefnda og málskostnaðar úr hendi hennar í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefst áfrýjandi þess, að honum verði dæmdur synjunareiður í málinu og um málskostnað fari, eins og í aðalkröfu greinir. Stefndi krefst þess, að héraðsdómurinn verði staðfestur og að henni, sem fengið hefur gjafvörn fyrir Hæstarétti, verði dæmdur málskostnaður úr hendi áfrýjanda fyrir Hæstarétti, eins og málið væri eigi gjafvarnarmál. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann að öðru en því, að eiðsfrestur ákveðst tveir mánuðir frá birtingu dóms þessa. Ef stefndi vinnur eiðinn, skal áfrýjandi greiða henni málskostnað fyrir Hæstarétti, er ákveðst kr. 7.000.00, er renni í ríkissjóð. Ef stefndi fellst á eiðnum, greiði hún áfrýjanda kr. 8.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti. Málflutningslaun skipaðs talsmanns stefnda fyrir Hæsta- rétti, kr. 7.000.00, greiðist úr ríkissjóði. Það athugast, að eigi sézt, að ljósmóðir sú, sem tók á móti barni stefnda, hafi spurt hana um faðerni barnsins, eins og boðið er í 214. gr. laga nr. 85/1936. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó svo, að frestur til eiðvinningar er tveir mánuðir frá birtingu 700 dóms þessa, Ef stefndi, K, vinnur eiðinn, skal áfrýj- andi, M, greiða henni málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 7.000.00, sem renni í ríkissjóð. Nú verður stefnda eiðfall, og skal hún þá greiða áfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 8.000.00. Málflutningslaun skipaðs talsmanns stefnda fyrir Hæstarétti, Guðmundar Ingva Sigurðssonar hæstaréttar- lögmanns, kr. 7.000.00, greiðist úr ríkissjóði. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 28. október 1963, Ár 1963, mánudaginn 28. október, var á bæjarþingi Reykja- víkur, sem haldið var í Borgartúni 7 af Loga Einarssyni yfir- sakadómara, kveðinn upp dómur í barnsfaðernismálinu nr. 22/ 1963: K gegn M, sem tekið var til dóms 24. s. m. Hinn 11. febrúar 1962 ól sóknaraðili, K, ógift skrifstofustúlka, hér í borg, sveinbarn, sem enn hefur ekki verið skírt. Föður að barni þessu hefur sóknaraðili lýst M, nemanda, ...., hér í borg, en hann hefur ekki viljað við faðernið kannast. Hefur sóknaraðili því höfðað mál Þetta gegn honum og krafizt þess, að hann verði dæmdur faðir barnsins, til að greiða meðlag með því frá fæðingu þess til fullnaðs 16 ára aldurs þess, fæðingar- styrk og tryggingariðgjald hennar fyrir árið 1962, allt samkvæmt yfirvaldsúrskurði. Þá krefst hún málskostnaðar að skaðlausu. Til vara krefst sóknaraðili fyllingareiðs. Varnaraðili krefst sýknu af öllum kröfum sóknaraðilja og til vara synjunareiðs. Þá krefst hann málskostnaðar að skaðlausu. Vorið og sumarið 1961 var varnaraðili skipverji á m/s Gull- fossi. Um miðjan maímánuð Þetta ár var Gullfoss í Kaupmanna- höfn. Á laugardagskvöldi, hinn 13. maí 1961, að sögn sóknar- aðilja, en varnaraðili segir dagsetningu þessa vel geta verið rétta, hittust þau á skemmtistaðnum Las Vegas í Kaupmannahöfn, en með sóknaraðilja voru Þrjár vinkonur hennar og með varnar- aðilja skipsfélagi hans og herbergisfélagi um borð í Gullfossi, A nemandi, „..., í Hafnarfirði. Um nóttina, aðfaranótt sunnudags- ins 14. maí 1961, fóru þau sóknaraðili og varnaraðili ásamt einni af vinstúlkum hennar, B, .... hér í borg, um borð í m/s 701 Gullfoss og í herbergi varnaraðilja. Þá var Á kominn þangað og háttaður í neðri koju, en sóknaraðili svaf í efri koju. Þær stúlkurnar dvöldust um borð í skipinu um nóttina, en um klukkan sex um morguninn fylgdi varnaraðili B að leigubíl. Er hann kom aftur til herbergis síns í Gullfossi, fóru þau, hann og sóknaraðili, upp í koju hans, og segir hún þau hafa haft þarna saman fullkomnar samfarir, en hann neitar, að svo hafi verið, enda hafi hún ekki viljað þýðast hann. Í önnur skipti kveðst hún ekki hafa haft samfarir við hann. Segir hún ekki öðrum til að dreifa um faðerni barnsins en varnaraðilja, enda hafi hún ekki haft samfarir við nokkurn annan mann en hann á mögulegum getnaðartíma barnsins. Varnaraðili segir A hafa verið vakandi alla nóttina, enda hafi hann ekki getað sofið vegna orðasennu 08 rifrildis milli þeirra sóknaraðilja og varnaraðilja, sem spunnizt hafi af því, að hún hafi ekki viljað þýðast hann, er hann reyndi að hafa við hana samfarir. Vitnið A segir þau málsaðilja ekki hafa farið úr öðrum föt- um en yfirhöfnum, áður en þau fóru upp í kojuna, og ekki kveðst hann heldur hafa orðið var við, að þau færu frekar úr fötum uppi í kojunni, enda segjast þau ekki hafa gert það, nema hvað kjóll hennar hafi verði fráhnepptur að ofan. Á segist ekkert hafa getað sofnað þarna um nóttina vegna háværs samtals þeirra í efri kojunni, en upp í hana kveðst hann ekki hafa séð. Hann kveðst telja mjög lítil líkindi til þess, að þau hafi haft sam- farir þarna saman, þótt hann geti ekkert um það fullyrt, en engin hljóð segist hann hafa greint, sem bentu til þess. Ekki man A til þess, að það bæri beinlínis á góma í tali þeirra, hans og varnaraðilja, daginn eftir, hvort varnaraðili hefði haft líkamleg mök við sóknaraðilja, en eitthvað segir hann varnar- aðilja hafa verið óánægðan með nóttina og lítið látið yfir árangri sínum. Vitnið B segir þær vinkonurnar hafa farið með varnaraðilja í leigubíl frá skemmtistaðnum Las Vegas að m/s Gullfossi, og hafi varnaraðili þá látið vel að sóknaraðilja, en hún virzt taka því vel. Í herbergi varnaraðilja um borð í skipinu kveðst B hafa lagt sig á bekk og sofnað, en er hún vaknaði aftur, segir hún þau sóknaraðilja og varnaraðilja hafa komið ofan úr koju hans, bæði í fötum. Næsta dag, er þær stöllurnar hittust, segir B sóknaraðilja £ hafa verið eitthvað skrítna á svipinn, og er hún spurði hana, 102 hvað þeim varnaraðilja hefði farið á milli um borð í skipinu, segir hún sóknaraðilja hafa tjáð sér, að hún hefði haft sam- farir við varnaraðilja um borð í m/s Gullfossi nóttina áður. Ekki segist B vita til þess, að sóknaraðili hafi haft samfarir við nokkurn annan mann en varnaraðilja. Samkvæmt vottorði C, ljósmóður á Fæðingarheimili Reykja- víkur, var barnið við fæðingu 3530 gr á þyngd og öl cm á lengd. Blóðflokkarannsókn á aðiljum málsins og barninu hefur ekki útilokað varnaraðilja frá faðerninu, en niðurstaða rannsóknar- innar var sem hér segir: Aðalfl. Undirfl. C D ÉE ec Sóknaraðili .......... 0 MN — — — Barnið .............. 0 MN 4 — Varnaraðili .......... Al MN — — Sóknaraðili kveðst síðast hafa haft á klæðum fyrir barnsburð um mánaðamót apríl og maí 1961, en hún segist ætíð hafa haft reglulegar tíðir, 5 til 6 daga í senn á 28 til 30 daga fresti. Leitað var umsagnar borgarlæknisins í Reykjavík um, hvenær barn það, sem mál þetta er risið af, geti verið komið undir, og segir svo í umsögn hans: „Af þyngd barnsins og lengd við fæðingu, sbr. vottorð ljós- móðurinnar, dags. 15.12. 1962, má ráða, að það hafi verið full- burða við fæðingu. Meðal meðgöngutími fullburða barna er tal- inn vera 271 dagur með 11 daga misvísun til eða frá. Samkvæmt því ættu mestar líkur að vera til, að umrætt barn sé getið á tímabilinu 3. til 27. maí 1961. Með hliðsjón af þroska barnsins við fæðingu getur það sam- kvæmt dreifingartöflum dr. Lindners, Málmey, yfir þyngd og lengd nýfæddra barna verið komið undir einhvern tíma á tíma- bilinu 19. marz til 24. júní 1961. Um 87% líkur eru til sam- kvæmt sömu töflum, að barnið sé getið á tímabilinu 16. apríl til 27. maí 1961.“ Eins og að framan getur, neitar varnaraðili því að hafa nokk- urn tíma haft samfarir við sóknaraðilja, sem staðhæfir, að þau hafi í eitt skipti, aðfaranótt sunnudagsins 14. maí 1961, einmitt á þeim tíma, sem mestar líkur eru til þess, að barnið sé getið, haft fullkomnar samfarir saman. Lögfullar sannanir hafa ekki verið færðar fyrir þessu, svo að úrslit máls þessa verða að velta á eiði. Þar sem sóknaraðili telst hafa meiri líkur með sínu 103 máli, en varnaraðili viðurkennir, að þau hafi um miðjan maí- mánuð 1961 farið saman upp Í koju hans í m/s Gullfossi, eins og að framan getur, þykir bera að veita henni eiðsheimild í máli þessu, og verður niðurstaða þess sú, að varnaraðili skuli talinn faðir barnsins, ef sóknaraðili vinnur innan 2 mánaða frá birtingu dóms þessa á löglegu varnarþingi sínu eið að því, að hún hafi hinn 14. maí 1961 haft samfarir við varnaraðilja, og að varnaraðili skuli síðan með úrskurði yfirvalds skyldaður til að greiða meðlag með barninu frá fæðingu þess til fullnaðs 16 ára aldurs þess, fæðingarstyrk og tryggingariðgjald hennar fyrir árið 1962. Þá ber og að dæma varnaraðilja til að greiða málskostnað. Úr ríkissjóði hafa þegar verið lagðar út kr. 1.325.00 vegna máls þessa, en sóknaraðili hefur gjafsókn. Talsmanni sóknaraðilja, Guðmundi Ingva Sigurðssyni hæstaréttarlögmanni, ber og að greiða málssóknarlaun, er ákveðast kr. 3.000.00. Samkvæmt þessu verður varnaraðili dæmdur til að greiða Í málskostnað, ef sóknar- aðili vinnur eiðinn, kr. 4.325.00, er renni í ríkissjóð. Verði sóknaraðilja eiðfall, skal varnaraðili vera sýkn af öll- um kröfum sóknaraðilja, og falli málskostnaður þá niður. Dómsorð: Vinni sóknaraðili, K, innan tveggja mánaða frá birtingu dóms þessa eið að því á löglegu varnarþingi sínu, að hún hafi hinn 14. maí 1961 haft samfarir við varnaraðilja, M, skal hann teljast faðir að sveinbarni því, er hún ól hinn 11. febrúar 1962, og greiða með því samkvæmt úrskurði yfirvalds meðlag frá fæðingu þess til fullnaðs 16 ára ald- urs þess, fæðingarstyrk og tryggingariðgjald hennar fyrir árið 1962. Þá greiði varnaraðili einnig Í málskostnað kr. 4.325.00, sem renni til ríkissjóðs. Verði sóknaraðilja eiðfall, skal varnaraðili sýkn af öllum kröfum sóknaraðilja og málskostnaður falla niður. Dómi þessum skal fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 704 Mánudaginn 19. október 1964. Nr. 55/1964. Gunnar Einarsson og Vátryggingafélagið h/f (Gunnar Guðmundsson hrl.) Segn Esther Edwards Torres og Francisco Muna Torres og gagnsök (Guðmundur Pétursson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Bifreiðar. Skaðabótamál. F rávísun, Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 18. marz 1964. Þeir krefjast aðallega sýknu og máls- kostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti af sagnáfrýjendum, en til vara lækkunar dæmdra fjárhæða og að málskostn- aður falli þá niður. Gagnáfrýjendur, sem hafa áfrýjað málinu af sinni hálfu með stefnu 21. maí 1964, krefjast þess, að aðaláfrýjendum verði dæmt að greiða þeim in solidum kr. 71.700.00 ásamt 8% ársvöxtum frá 31. maí 1963 til greiðsludags, ákvæði héraðsdóms um málskostnað verði staðfest og aðaláfrýj- endum gert að greiða in solidum málskostnað hér fyrir dómi. Bifreiðaárekstur sá, sem mál þetta er af risið, varð hinn 31. maí 1963 á vegamótum Aðalgötu og Túngötu í Kefla- vík, eins og í héraðsdómi greinir, er gagnáfrýjandi Esther Edwards Torres ók bifreiðinni JO 472 inn á vegamótin frá norðri, en aðaláfrýjandi Gunnar Einarsson bifreiðinni Ö 627 frá austri, Túngata var á þessum tíma aðalbraut, og á Vegamótunum í norðurjaðri Aðalgötu við Túngötu austan- verða var umferðarmerki, sett þar af réttum stjórnvöldum, með áletruninni: STANZ — Aðalbraut — STOP, sbr. 29. mgr. 65. gr. og 2. mgr. 66. gr. umferðarlaga nr. 26/1958. 105 Nefndum aðaláfrýjanda bar því skilyrðislaust að stöðva bifreið sína við vegamótin, gæta ýtrustu varúðar, er hann æki af stað aftur, og víkja fyrir umferð um Túngötu, sbr. 2. og 4. mgr. 48. gr. umferðarlaga. Aðaláfrýjandi, sem var með áhrifum áfengis, gætti eigi þessara ökureglna, heldur ók án stöðvunar aðgæzlulaust inn á vegamótin, og varð hann að eigin sögn hinnar bifreiðarinnar ekki „var, fyrr en hann fann höggið af árekstrinum“. Á hinn bóginn er eigi í ljós leitt, að ökumanni JO 472 hafi orðið mistök um stjórn bifreiðar sinnar. Samkvæmt þessu telst aðaláfrýjandi Gunn- ar Einarsson eiga óskipta sök á árekstrinum. Gagnáfrýjendur hafa sundurliðað bótakröfu sína þannig: 1. Bætur vegna skemmda, sem urðu á bifreiðinni JO 472 við áreksturinn samkvæmt mati dóm- kvaddra manna „....0.0..0000 000. kr. 8.600.00 9. Andvirði muna, sem stolið var úr bifreið- inni eftir áreksturinn, einnig samkvæmt mati dómkvaddra manna ......00.00.... — 5.100.00 3. Bætur fyrir afnotamissi bifreiðarinnar J0 472 150 daga .....00000.00 00... — 15.000.00 4. Þjáningabætur gagnáfrýjanda Esther Ed- wards Torres .......000000.. 0... — 25.000.00 5. Læknishjálp og ferðakostnaður ........ — 8.000.00 6. Ýmis kostnaður vegna meiðsla nefnds gagnáfrýjanda, svo sem greiðslur til þjón- ustufólks, og svo bætur fyrir atvinnutjón — 10.000.00 Samtals kr. 71.700.00 Um í. kröfulið. Fjárhæð þessa kröfuliðar sætir ekki and- mælum, og verður hann því tekinn til greina að fullu ......00200 0000 kr. 8.600.00 Um 2. kröfulið. Á það skortir, að í máli þessu hafi verið kannað til hlítar, hvernig háttað var vöræzlu bifreiðarinnar JO 472 eftir áreksturinn. Að svo vöxnu máli, þykir efnis- dómur eigi verða lagður á kröfulið þenna, og ber því að vísa honum frá héraðsdómi. 45 106 Um 3. kröfulið. Bætur samkvæmt þessum kröfulið þykja hæfilega metnar ........... — 5.000.00 Um 4. kröfulið. Fjárhæð þessa kröfuliðar þykir í hóf stillt, og verður hann því tekinn til greina að fullu ................000..... — 25.000.00 Um 5. og 6. kröfulið. Bætur samkvæmt þessum kröfuliðum ákveðast alls .......... — 7.000.00 Samtals kr.45.600.00 er aðaláfrýjendum ber að greiða gagnáfrýjendum in solid- um ásamt 7% ársvöxtum frá 31. maí 1963 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 22.000.00. Dómsorð: Framangreindri kröfu er vísað frá héraðsdómi. Aðaláfrýjendur, Gunnar Einarsson og Vátrygginga- félagið h/f, greiði in solidum gagnáfrýjendum, Esther Edward Torres og Francisco Muna Torres, kr. 45.- 600.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 31. maí 1963 til greiðslu- dags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sam- tals kr. 22.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Keflavíkur 27. Janúar 1964. Mál þetta var þingfest hér á bæjarþingi föstudaginn 1. nóvem- 1963 og er höfðað af stefnendum, hjónunum Torres, með stefnu, útgefinni 25. október 1963, aðallega gegn Gunnari Einarssyni, Sólvallagötu 12, hér í bæ, og Vátryggingafélaginu h/f í Reykja- vík, en til vara gegn bæjarstjóranum í Keflavík, Sveini Jóns- syni, Hátúni 11, hér í bæ, f. h. Keflavíkurkaupstaðar. Fyrir réttinum gera stefnendur þær dómkröfur, að aðalstefndu verði in soliðum dæmdir til að greiða í skaðabætur kr. 71.700.00 með 8% ársvöxtum frá 31. maí 1963 til greiðsludags auk hæfilegs málskostnaðar að mati réttarins. Stefndu krefjast allir, að þeir verði sýknaðir af kröfum stefn- enda, en til vara, að kröfurnar verði stórlega lækkaðar. Í réttarhaldi 2. nóvember úrskurðaði hinn reglulegi dómari, 707 Alfreð Gíslason bæjarfógeti, að þar eð hann ætti sæti í bæjar- stjórn Keflavíkurkaupstaðar og væri forseti hennar og kynni sem slíkur að álitast vilhallur, þætti rétt, að hann viki sæti í málinu ex officio, en engin krafa hafði komið fram um það frá málsaðiljum. 11. nóvember skipaði hið háa ráðuneyti Hákon Heimi Krist- jónsson, fulltrúa bæjarfógeta, til þess sem setudómari í Kefla- vík að fara með og dæma framangreint mál. Mál þetta var tekið til munnlegs málflutnings í réttarhaldi 20. janúar s.l. og dómtekið að málflutningi loknum. Málsatvik verða nú rakin af málsskjölum og öðru því, sem fram hefur komið í málinu. Lögregluskýrslur og sakaðómsrannsókn hafa verið lögð fram í málinu. Þar getur, að föstudaginn 31. maí 1963, kl. 2145, hafi verið tilkynnt á lögregluvarðstofuna í Keflavík, að þá skömmu áður hefði orðið árekstur milli bifreiðanna JO 472 (fólksbifreið) og Ö 627 (tankbifreið) á gatnamótum Túngötu og Aðalgötu. Er lögreglumenn komu á vettvang, var ökumaður tankbifreið- arinnar farinn brott, en vitni kváðu hann hafa verið aðalstefnda Gunnar. Fólksbifreiðinni hafði verið ekið suður Túngötu af meðstefn- anda, Esther Edwards Torres, bandarískri konu, en tankbifreið- inni hafði verið ekið vestur Aðalgötu. Á gatnamótunum höfðu framendar bifreiðanna rekizt saman, og hafði fólksbifreiðin dreg- izt nokkuð með tankbifreiðinni. Yfirborð vegar var malarborið og slétt, bjart var af dagsbirtu og veður þurrt. Hemlaför voru ekki sjáanleg. Sjáanlegar skemmdir á fólksbifreiðinni voru: Vinstri fram- aurhlíf rifin og beygluð, vinstra ljósker brotið, vélarlok beygl- að, framhöggvari brotinn og laus. Á tankbílnum var hægri fram- aurhlíf beygluð, hægri hurð dælduð og rispuð o. fl. Hægra megin Aðalgötu við gatnamót Túngötu, miðað við akst- ursstefnu tankbílsins, var umferðarmerki úreltrar gerðar, þ. e. ferhyrnt, gult spjald með áletruninni: Stanz, aðalbraut, stop. Vitni kváðu Svavar Ingibersson, sjómann úr Keflavík, hafa verið farþega í tankbílnum, en hann var og farinn af vettvangi, er lögreglan kom. Leit var þegar hafin að mönnum þessum. Nokkru fyrir miðnætti kom vitnið Svavar sjálfviljugt á lög- regluvarðstofuna og gaf þá skýringu, að stefndi Gunnar væri 708 hjartaveill. Hefði hann við áreksturinn orðið óttasleginn og hlaupizt á brott, og hefðu þeir orðið viðskila. Vitnið kvað frá- leitt, að hann hefði verið með áfengisáhrifum við aksturinn, þar eð þeir hefðu ekki haft neitt vín um hönd. Vitnið kvaðst hins vegar hafa neytt áfengis, skömmu áður en það gaf sig fram. Er vitnið var spurt nánar um ferðir þess og Gunnars fyrir áreksturinn, neitaði það að svara og kvað það óskylt áreksturs- málinu. Nokkru eftir miðnætti gaf Gunnar sig sjálfviljugur fram við lögregluna. Hann kvaðst fyrr um kvöldið hafa verið að áfengis- drykkju í kyrrstæðri bifreið sinni ásamt vitninu Svavari. Nokkru fyrir áreksturinn kvaðst hann hafa ekið bifreiðinni af stað heim á leið, og á þeirri leið hefði umferðarslysið orðið. Gunnar játaði að hafa hlaupizt á brott af ótta vegna áfengis- neyzlu sinnar, þar eð hann hefði fundið til áfengisáhrifa við aksturinn. Gunnar var fluttur til læknis vegna alkóhólrannsóknar, sem síðar sýndi 1.49%, útfallsefna í blóði hans. Daginn eftir var málinu síðan haldið áfram í sakadómi. Vitnið Svavar kvaðst hafa setið hægra megin í tankbílnum. Þeir Gunn- ar hefðu verið að tala saman og ekki orðið fólksbílsins varir, fyrr en áreksturinn varð. Konan, sem ók fólksbílnum, hefði sagt vitninu, að enginn í þeim bil hefði meiðzt, en þó hefði hann heyrt, að einhver hefði meiðzt á fæti. Meðan vitnið hefði talað við fólkið, hefði Gunnar horfið brott. Vitni þetta bar, að Gunnar hefði ekkert áfengi drukkið fyrir áreksturinn. Gunnar kom þá fyrir rétt og endurtók áður gefna skýrslu sína. Hann kvað fólksbílnum hafa verið ekið hart og á hægri hlið tankbílsins, hann kvaðst hafa setið vinstra megin í tank- bílnum og ekki orðið fólksbílsins var fyrr en við áreksturinn. Vitnið Svavar kom nú aftur fyrir rétt og kvaðst vilja breyta fyrri framburði sínum á þann veg, að hann hefði verið verulega ölvaður, er hann hitti Gunnar, sem hefði ekið honum víðs vegar um Keflavíkurkaupstað tiltekinna erinda. Eftir það hefði Gunnar drukkið með sér úr áfengisflösku í bílnum, og kvaðst vitnið hafa látið það óátalið sökum ölvunar þess. Stefnandi Esther Torres kom fyrir rétt 28. júní s.l. og bar, að hún hefði í umrætt sinn ekið fólksbílnum JO 472 suður Tún- götu. Með henni hefðu verið í bílnum eiginmaður hennar, Fran- 709 cisco Muna Torres, sjóliði í Bandaríkjaher, barn þeirra 7 mán- aða, sem setið hefði í framsæti milli þeirra hjóna, og barn þeirra á 5. ári, sem sat í aftursæti. Frúin kvaðst hafa stanzað við vefnaðarvöruverzlun skömmu norðar á Túngötunni og síðan ekið hægt að gatnamótunum og ekki með yfir 10 mílna hraða, miðað við klukkustund, er hún kom að gatnamótunum. Þegar hún kom að gatnamótunum og var að fara fram hjá húsi á vinstri hönd (þ. e. hornhúsinu), sá hún skyndilega rauðan vörubíl (þ. e. tankbílinn), sem ekið var inn á Túngötuna frúnni á vinstri hönd. Hún kvaðst ekki hafa komið auga á tankbílinn, fyrr en aðeins örfá fet voru milli bifreiðanna. Hún kvaðst þá þegar hafa stigið á fóthemla bílsins, en hann þó runnið áfram eftir það um það bil tvö fet. Hún kvaðst álíta, að tankbifreiðinni hefði verið ekið með sýnu meiri hraða en fólksbifreiðinni eða um það bil 15— 20 mílna hraða. Frúin kvað engum togum hafa skipt, að tankbifreiðin rakst með hægra framhorn á vinstra framhorn fólksbifreiðarinnar og sneri henni við á götunni, eins og sjáist á uppdrætti lögregl- unnar af staðnum. Hún kveður tankbifreiðina hafa haldið áfram í það minnsta 10 metra þvert yfir Túngötu, eftir að hún kom auga á hana. Hún kvaðst hafa talað við mann þann, er hún taldi vera öku- mann tankbifreiðarinnar, og spurt hann, hví hann hefði ekki stöðvað við stöðvunarskyldumerkið, og hann svarað því til, að sér þætti það leitt. Hún kvaðst ekki geta sagt til um ástand mannsins, en hann hefði þó ekki verið ósvipaður því að hafa neytt áfengis. Frúin kvað sér hafa verið kunnugt um stöðvunar- skyldumerkið á Aðalgötunni og talið öruggt, að tankbifreiðin yrði stöðvuð við gatnamótin. Frúin kvaðst hafa skrámazt á fæti og kenna til eymsla í baki, en farþegana hefði ekki sakað. Þá kom stefnandi Francisco Torres fyrir rétt og bar, að tank- bifreiðinni hefði verið ekið með 15—20 mílna hraða, en fólks- bifreiðinni með u.þ.b. 10 mílna hraða. Fjarlægð milli bílanna hefði vart verið meiri en 10 metrar, er hann kom auga á tank- bifreiðina. Stefnandi kvaðst þá strax hafa sagt konu sinni að stanza, en hún hafði þá þegar verið búin að hemla, og fólks- bifreiðin hafi verið fullstönzuð, er áreksturinn varð. Stefnanda virtist stjórnandi tankbifreiðarinnar horfa í aðra 710 átt og ekki veita fólksbifreiðinni athygli, fyrr en kona hans gaf hljóðmerki, en það kvað hann hafa verið, um leið og hún heml- aði. Stefnandi kveður stjórnanda tankbifreiðarinnar hafa kippzt við og reynt að sveigja bílnum frá fólksbifreiðinni, en hægra framhorn tankbifreiðarinnar hafi rekizt í vinstra framhorn fólks- bifreiðarinnar, ýtt framenda hennar til hægri og dregið hana með sér nokkurn spöl, unz tankbifreiðin staðnæmdist uppi á gangstétt, eins og sjáist á uppdrætti lögreglunnar. Stefnandi kveðst þegar hafa farið út úr bifreiðinni og gengið að tankbifreiðinni, og hafi stjórnandi hennar þá enn setið undir stýri hennar, en komið út, og hafi þau hjónin farið að tala við hann. Eftir smástund hafi hann verið horfinn brott af vett- vangi. Stefnandi kveðst hafa fundið áfengisþef af vitum stjórnanda tankbifreiðarinnar, og útlit hans hefði gefið til kynna, að hann hefði neytt áfengis án þess þó að vera ölvaður, hann hefði gert sér fulla grein fyrir því, sem skeð hefði, og látið í ljós hryggð sína yfir því. Stefnandi kvaðst ekki hafa séð neinn í tankbifreiðinni annan en stjórnanda hennar. Við frekari rannsókn í sakadómi bar stefndi Gunnar, að hann hefði í umrætt sinn hagað akstri sínum í samræmi við marg- nefnt umferðarmerki og stöðvað bílinn, er hann kom að gatna- mótunum, en síðan ekið hægt af stað út í Túngötuna. Þá kvað hann fólksbílnum ekki hafa verið hemlað fyrir áreksturinn. Sjálfur hefði hann ekið eins utarlega á sínum vinstra vegar- helmingi og honum var unnt, og fólksbílnum hefði verið ekið á tankbílinn, en ekki öfugt. Ekki kvaðst stefndi hafa heyrt hljóð- merki frá fólksbílnum og ekki hefði hann talað við fólkið úr þeim bíl, því hann kunni ekki enska tungu, en hann hafi gengið að fólksbílnum eftir áreksturinn og stefnandi Francisco þá verið að stíga út úr honum. Vitnið Svavar kom enn fyrir rétt og kvaðst ekki halda, að stefndi Gunnar hefði stöðvað tankbílinn við umferðarmerkið. Vitnið taldi fólksbílnum ekið nokkuð greitt fyrir áreksturinn og markar það af þunga áreksturshöggsins. Frekari rannsókn á þáttum slyss þessa fór fram hér á bæjar- þinginu. 20. nóvember s.l. kom Esther Torres málsaðili fyrir rétt og bar, að hún hefði komið til Íslands 11. apríl s.l. og búið síðan í Kefla- “11 víkurkaupstað fram yfir slysdaginn, og þenna tíma hafi hún ekið meira og minna um Keflavík, en ökuréttindi hafi hún haft undanfarin 11 ár. Enn kvaðst frúin finna til aftan í hálsi, og kvaðst hún ekki geta lyft ungbarni sínu upp án kvala í hálsinum. Þá kvaðst hún og ekki hafa náð fullum mætti í vinstri handlegg, og erfitt sé fyrir hana að rísa upp eftir að hafa lagt sig út af. Frúin kvaðst hafa farið þrisvar til Reykjavíkur til að tala við sérfræðinga og til myndatöku vegna slyssins. Einnig hefði hún farið nokkrum sinnum til Reykjavíkur vegna lögfræðiað- stoðar. Ekki kvaðst hún hafa getað sameinað erindi þessi í ferð- unum. Þá kvaðst frúin hafa orðið að kaupa heimilisaðstoð vegna slyssins, svo sem til þvotta, barnagæzlu, ræstingar o. þ. h., og kvað í því sambandi varnarliðsmenn aðeins hafa aðgang að þvottahúsi hersins, ef þeir búi á Keflavíkurflugvallarsvæðinu. Frúin kvaðst ekki hafa unnið utan heimilis síns hér á landi. Sama dag kom Francisco Torres stefnandi fyrir rétt. Hann bar, að samdægurs eftir áreksturinn hefði hann látið flytja bíl sinn inn á flugvallarsvæðið og síðan haft samband við vitnið Hafstein Magnússon hér í bæ, umboðsmann stefnda Vá- tryggingafélagsins h/f, en hjá því félagi var tankbifreiðin tryggð. Stefnandi kvað vitnið Hafstein hafa komið heim til sín og kynnt sig sem umboðsmann vátryggingafélagsins. Hann hafi ekki boðið bætur fyrir hönd félagsins, en gefið sér upp síma- númer þess í Reykjavík. Þá kvað stefnandi bíl sinn vera hafðan til einkaafnota sinna og fjölskyldu sinnar, ekki notaðan í atvinnuskyni, en samt notaðan til að komast í og úr vinnu. Þá kvaðst hann og borða heima hjá sér og því fara fleiri en eina ferð á dag á vinnustað á Keflavíkurflugvelli. Síðan hann missti afnot bílsins, hafi hann notað leigubíla, því strætisvagnaferðir hafi ekki verið á hent- ugum tíma fyrir sig. Strætisvagnar gangi á klukkutíma fresti, en ekki séu ferðirnar á hentugum tíma fyrir sig, en þær séu ókeypis. Stefnandi kvað ferðir þessar fyrst og fremst ætlaðar íslenzku starfsliði á flugvallarsvæðinu og að vagnarnir stað- næmist ekki alltaf til að taka upp varnarliðsmenn. Þá kvað stefnandi þá reglu gilda, að fjölskyldumenn þurfi að greiða fyrir þvott, þveginn á Keflavíkurflugvelli. Vitnin Sigurður Gíslason og Bóas Valdórsson bifvélavirkja- meistarar staðfestu framlagða matsgerð og lýstu vegsummerkj- 712 um þannig, að sennilegt má telja, að brotizt hafi verið inn í bíl stefnanda og úr honum stolið. Þá kom vitnið Hafsteinn Magnússon fyrir rétt og bar, að hann hefði aldrei verið umboðsmaður stefnda Vátryggingafé- lagsins h/f, en hins vegar hafi vinnuveitandi hans, Magnús Björns- son, eitthvað starfað óformlega á vegum félagsins. Vitnið kvað stefnanda Francisco hafa komið til sín á vinnu- stað og hafi þá verið búinn að frétta einhvers staðar frá, að vitnið hefði að einhverju leyti verið umboðsmaður félagsins. Þetta hafi ekki verið sama dag og slysið varð. Vitnið kvað stefnanda hafa viljað fá tjón sitt bætt, og kvaðst vitnið hafa hringt í vitnið Einar Markússon, skoðunarmann hjá Vátryggingafélaginu h/f, og spurt hann, hvað gera skyldi. Vitnið kvað Einar hafa sagt sér, að ekkert væri hægt að gera Í málinu, fyrr en lögreglurannsóknarskýrslur lægju fyrir. Vitnið kveður stefnandann oft hafa komið að máli við sig vegna þessa, en kvaðst hafa gert honum skiljanlegt, að hann væri ekki í fyrirsvari fyrir tryggingafélagið. Vitnið kveður stefnanda hafa sagzt vilja fá bíl hjá tryggingafélaginu til að fara á til og frá vinnustað, og segist vitnið hafa hringt aftur í Einar skoðunarmann þess vegna og sagt honum m. a., að stefn- andinn væri hræddur um, að úr bílnum yrði stolið, þar sem hann stæði á flugvallarsvæðinu. Vitnið kveður Einar þá hafa sagt sér að sækja bílinn upp á flugvöll og flytja hann að Sprautuverkstæði Suðurnesja við Flugvallarveg, en þar ætti að gera við bílinn, ef það kæmi í hlut tryggingafélagsins. Ekki kvaðst vitnið muna, hvenær það flutti bílinn, en stefndi Vátryggingafélagið h/f gæti upplýst það. Vitnið kvað ekki hafa verið búið að brjótast inn í bílinn, er það flutti hann, og munir þeir, sem stolið var úr honum, hefðu þá verið í honum. Vitnið kvaðst hafa beðið verkstæðisformanninn að annast bílinn. Vitnið Jóhanna Friðriksdóttir, til heimilis í sama húsi og stefn- endur hér í bæ, kom fyrir rétt og bar, að stefnendur hefðu greitt bæði henni og dóttur hennar fyrir veitta húshjálp, þvotta, barna- sæzlu o.þ.u.l., en ekki kvaðst vitnið geta tilgreint fjárhæðir í þessu sambandi. Þá kvaðst vitnið vita til, að stefnendur hefðu einnig látið þvo fyrir sig á Keflavíkurflugvelli, en ekki hvort það hefði 113 verið gegn gjaldi, en þvottar stefnenda séu verulegir, þar eð þau eiga ungbarn. Vitni þetta kvaðst halda, að stefnandi hafi notað strætisvagna til að komast til og frá vinnustað, en þó einnig stöðvarbíla, einkanlega frúin. Eftir að stefnendur hafi misst afnot bílsins, hafi maðurinn ekki komið að jafnaði heim í matmálstíma, áður hefði hann ýmist komið í mat eða ekki. Í síðara þinghaldi kom vitnið Einar Markússon frá Kópavogi fyrir rétt og bar, að vitnið Hafsteinn hefði haft samband við sig tveimur til þremur dögum eftir margnefnt umferðarslys, en þá höfðu engar lögregluskýrslur enn borizt Vátryggingafé- laginu h/f. Vitnið kvað Hafstein hafa spurt sig, hvort ekki mætti gera við bílinn á Sprautuverkstæði Suðurnesja, og kvaðst vitnið hafa samþykkt verkstæðið sem slíkt, en ekki lofað bótaskyldu félags- ins, því ekki væri enn hægt að taka afstöðu í málinu. Þá kvað vitnið sér á þessu stigi málsins hafa verið ókunnugt um, að bíll- inn hefði verið fluttur inn á flugvallarsvæðið. Aðspurt kvað vitnið Vátryggingafélagið h/f hafa átt viðskipti við nefnt bílaverkstæði. Ekki kvaðst vitnið minnast þess, að minnzt hefði verið á, að stefnandi hræddist, að úr bílnum yrði stolið. Aðspurt sagði vitnið, að stundum gæfu vátryggingafélög fyrir- mæli um meðferð bíla, sem gera þyrfti við, áður en lögreglu- skýrslur bærust, en slík fyrirmæli væru alltaf gefin með fyrir- vara, varðandi bótaskyldu félaganna. Jafnvel annist trygginga- félögin stundum alla viðgerð. Vitnið kvað vitnið Hafstein aldrei hafa sér vitanlega verið umboðsmaður Vátryggingafélagsins h/f. Vitnið Einar og Hafsteinn voru samprófuð vegna ágreinings í framburði þeirra, og náðist samræmi ekki í framburðinn. Þar eð sáttaumleitan dómara var árangurslaus, fór fram munn- legur málflutningur í málinu. Tók fyrstur til máls umboðsmaður stefnanda og lýsti kröfum, rakti málsatvik og réttarskjöl. Lagði lögmaðurinn áherzlu á, að stefndi Einar bæri einn sök á umferðarslysinu, hann hefði verið verulega ölvaður við akst- urinn og ekið inn á aðalgötu. Síðan talaði verjandi stefndu, Gunnars og Vátryggingafélags- ins h/f, og taldi sök umferðarslyssins hjá stefnanda frú Torres; lagði áherzlu á, að hún hefði í umrætt sinn ekki verið í um- ferðarrétti og stefndi Gunnar ekki getað forðað slysi. 714 Þá talaði lögmaður stefnda Keflavíkurbæjar og hélt uppi sömu rökum, varðandi sök stefnda Gunnars, og lögmaður sækjanda, en taldi frúna þó hafa verið í nokkurri sök og að skipta bæri tjóninu á milli þeirra. Lögmennirnir töluðu því næst aftur og lögðu málið að svo komnu í dóm. Svo sem nú hefur verið rakið, er ljóst, að stefndi Gunnar á meginþátt í slysi því, sem varð á gatnamótum Aðalgötu og Tún- götu 31. maí s.l. og mál þetta er sprottið af. Ekki verður þó hjá því komizt að telja stefnanda frú Torres bera einnig nokkra sök á því, er hún sér, að eigin sögn, bíl stefnda Gunnars ekki, fyrr en aðeins örfá fet voru á milli bifreiðanna, og rennur bíll- inn áfram lítið eitt, eftir að hún hemlar. Þykir eftir ástæðum rétt að skipta tjóninu Þannig, að stefnendur beri sjálfir fimmt- ung tjóns síns. Verða fjárkröfur stefnenda þá raktar: 1. Viðgerðarkostnaður vegna skemmda á bíl stefnenda sam- kvæmt mati dómkvaddra manna; verður hann tekinn allur til greina með kr. 8.600.00. 2. Viðgerðarkostnaður vegna ætlaðs þjófnaðar úr bílnum. Komið er fram í málinu, að bíllinn var fluttur á bílaverk- stæði í Keflavík, sem stefndi Vátryggingafélagið h/f gat sætt sig við, af þeim eina aðilja hér í bæ, sem það virðist hafa haft samband við vegna slyss þessa. Virðist ljóst, að tryggingafélagið hefur ætlað honum að gæta hagsmuna þess, en hefði ella falið öðrum það verk. Því verður að telja bílinn hafa verið á verk- stæðinu á ábyrgð tryggingarfélagsins, er munum Þeim var stolið úr bílnum, sem kröfuliður þessi getur um. Liður þessi verður tekinn til greina að öllu leyti með kr. 5.100.00. 3. Dagpeningar vegna afnotamissis af bíl stefnenda. Dómarinn fellst ekki á með stefnanda, að hann hafi ekki get- að notað strætisvagnaferðir að og frá vinnustað sínum, og tekur lið þenna til greina með kr. 2000.00. 4. Þjáningabætur til frú Torres. Slys það, sem hér um ræðir, varð 31. maí s.l. 28. júní kem- ur frú Torres fyrir rétt og ber, að hún hafi við áreksturinn skrámazt á fæti og hún kenni til eymsla í baki. 18. ágúst skoðar læknir frúna og kveður vinstra viðbein hennar brotið, en þó nú gróið, og hafi það gróið skakkt saman, Þannig að stytting hafi orðið á beininu, enn fremur séu óeðlileg eymsli yfir háls- liðum hennar, og sjáist sprungur í þvertinda í hálsliðunum, en 115 ekki virðist skekkja í þeim brotum. 23. október er frúin enn skoðuð, og eru hreyfingar í vinstri axlarlið enn sárar og vinstri handleggur ekki fullsterkur. Læknirinn telur frúna munu ná sér alveg, þótt það kunni að taka nokkurn tíma. 20. nóvember kemur frúin fyrir rétt og kveðst enn finna til aftan í hálsi og ekki hafa fengið fullan mátt í handlegginn enn. Dómarinn fellst á, að meiðsli þessi, sem hér getur, stafi af nefndu umferðarslysi og tekur lið þenna til greina með kr. 20.800.00. 5. Læknishjálp og ferðakostnaður. Liður þessi er engum gögnum studdur, en ljóst er þó, að stefnendur hafa orðið fyrir útgjöldum vegna þessa, og þykir hæfilegt að taka liðinn til greina með kr. 1500.00. 6. Ýmislegur kostnaður, svo sem keypt heimilisaðstoð, at- vinnumissir o. fl. Liður þessi er litlum gögnum studdur, og telst hæfilegt að taka hann til greina með kr. 2.000.00. Varastefndi, bæjarsjóður Keflavíkur, skal sýkn af kröfu stefn- enda, enda ber að líta svo á, að aðalbrautarréttur hafi gilt á Túngötu, er umferðarslys það varð, er mál þetta spannst af. Málskostnaður gagnvart varastefnda, bæjarsjóði Keflavíkur, falli niður. Samkvæmt þessu ber að dæma stefndu, Gunnar Einarsson og Vátryggingafélagið h/f, til að greiða stefnendum, herra og frú Torres, in soliðum kr. 32.000.00 auk 8% ársvaxta frá 31. maí 1963 til greiðsludags og kr. 15.000.00 í málskostnað, allt innan fjögurra vikna frá dómsbirtingu. Dómsorð: Stefndu, Gunnar Einarsson og Vátryggingafélagið h/f, skulu in solidum greiða stefnendum, herra og frú Torres, kr. 32.000.00 auk 8% ársvaxta frá 31. maí 1963 til greiðslu- dags og kr. 15.000.00 í málskostnað, allt innan fjögurra vikna frá dómsbirtingu að viðlagðri aðför að lögum. 716 Mánudaginn 19. október 1964. Nr. 185/1962. Bæjarstjórinn á Ísafirði f. h. Ísafjarðar- kaupstaðar (Guðmundur Pétursson hrl.) Segn Guðmundi K. Kjartanssyni (Guðmundur Ásmundsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Eignarhefð. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 27. desember 1962. Krefst hann þess, að Hæstiréttur kveði svo á í dómi, að Ísafjarðarkaupstaður sé löglegur eig- andi lóðarspildu þeirrar, sem Jón Grímsson f. h. Gunnars Guðmundssonar afsalaði stefnda hinn 4. marz 1958 og þing- lýst var hinn 25. s. m., en spildu þessa, sem er á svonefndu Stakkanesi, hafa umboðsmenn aðilja afmarkað á uppdrátt, sem lagður hefur verið fram í Hæstarétti. Enn krefst áfrýj- andi málskostnaðar úr hendi stefnda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur og áfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostn- að fyrir Hæstarétti. Ýmis ný gögn hafa verið lögð fram í Hæstarétti í máli þessu. Samkvæmt undirbúningssamningi sóknarprestsins í Eyrar- og Hólsprestakalli og bæjarstjórnar Ísafjarðar frá 1. febrúar og 7. maí 1870, sem staðfestur var með bréfi kirkju- og kennslustjórnarinnar 19. janúar 1871, fór fram afsal „til kaupstaðarins Ísafjarðar“ á prestsetrinu Eyri og öllu Eyrar- landi „frá Hnífsdals landareign innst inn á Torfnes, fyrir utan Stakkanes, með tilheyrandi húsum, túni og öllum her- legheitum“. Undanskilin sölu þessari var því hjáleigan Stakkanes (Stekkjanes), en í Jarðabók Árna Magnússonar frá 1710 segir, að hún hafi verið byggð í úthögum þá fyrir 717 12 árum. Með samþykki þar til bærra stjórnvalda afsalaði sóknarpresturinn í nefndu prestakalli hinn 1. ágúst 1896 „nefnda hjáleigu Stakkanes eða Stekkjanes til Ísafjarðar- kaupstaðar þannig, að hún með öllum gögnum til lands og sjávar svo og % kúgildi, sem jörðinni fylgir, verði eign kaupstaðarins frá fardögum 1896 að telja“. Afsal þetta barst til þinglýsingar hinn 1. maí 1897, og var því þinglýst hinn 26. júní s. á. Hinn 7. febrúar 1908 samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðar- kaupstaðar að afhenda Búnaðarsambandi Vestfjarða sam- kvæmt beiðni þess „land undir gróðrarstöð til fullrar eign- ar og umráða“ með því skilyrði, að „bærinn eigi forkaups- rétt að landinu eftir mati tveggja óvilhallra dómkvaddra manna, ef það yrði selt síðar meir“. Eigi sézt, að „afhend- ingu“ þessari hafi verið þinglýst. Afhent var landspilda á Stakkanesi. Utanvert við neðri hluta lands þess, sem gróðrarstöðinni var úthlutað, voru frá því a.m.k. 1890 tvö smábýli. Vitnið Magnús Ólafsson segir svo frá: „Lóðin náði að sjó og nokkuð upp fyrir kofana. Að innanverðu munu lóðatak- mörk hafa verið sömu og nú eru, en að utanverðu að læk (Stakkaneslæk), sem rann niður með hól þeim, sem húsin stóðu á, en farveg lækjarins var breytt í það horf, sem nú er, þegar gróðrarstöðin var stækkuð“. Vitni nefna siðastan eiganda að innra býlinu Mikkalínu Friðriksdóttur, en býli hennar er talið hafa lagzt niður nokkru eftir siðustu alda- mót. Á ytra býlinu bjuggu frá því um 1890 hjónin Guð- mundur Gíslason og Halldóra Jóhannesdóttir. Eftir lát Guð- mundar bjó Halldóra þar með börnum þeirra við mikla vanheilsu þeirra, en fluttist þaðan um 1915. Hinn 16. júní 1915 var bókuð svofelld ályktun á fundi bæjarstjórnar Ísa- fjarðar: „Samþykkt að afhenda Búnaðarsambandi Vest- fjarða lóð Halldóru Jóhannesdóttur á Stakkanesi með sömu réttindum og aðra lóð sambandsins“. Eigi séæt, að sam- þykkt þessari hafi verið þinglýst. Þar sem berklaveiki hafði hrjáð fjölskyldu Halldóru J óhannesdóttur, þótti viðurhluta- mikið að láta bæ hennar á Stakkanesi standa, eftir að hún 718 var flutt þaðan. Af þessum sökum samþykkti heilbrigðis- nefnd Ísafjarðarkaupstaðar hinn 27. marz 1916 samkvæmt „erindi frá Sig. Kristjánssyni fyrir hönd Búnaðarsambands Vestfjarða .... að láta brenna bæjarkofa þennan“. Á árinu 1908 fluttist Sigurður Kristjánsson fyrrverandi alþingismaður til Ísafjarðar sem starfsmaður Búnaðarsam- bands Vestfjarða. Hafði búnaðarsambandinu þá verið afhent landsvæði undir gróðrarstöð á hinu svo nefnda Stakkanesi, svo sem áður sagði. Eftir að bæ Halldóru hafði verið eytt af sóttvarnarástæðum, kveðst Sigurður Kristjánsson hafa keypt af henni land það, sem bærinn hafði staðið á og um er deilt í máli þessu, og goldið henni fyrir kr. 300.00. Kveðst Sigurður hafa treyst frásögn hennar um, að hún ætti land- ið, enda eigi verið kunnugt um vefengingu á eignarrétti hennar, Kaupin voru hvorki skjalfest né þeim þinglýst. Svo virðist sem kaupin hafi tekið yfir landspildu þá, sem hin áðurnefndu tvö smábýli höfðu fyrr meir staðið á. Sigurður skýrir enn fremur svo frá, að efsti hluti landspildu þeirrar, er hann keypti, hafi skorizt upp í land gróðrarstöðvarinnar. Hafi hann því látið gróðrarstöðina fá efsta hluta hennar í makaskiptum fyrir Þríhyrnu þá, sem myndaðist með sjón- um norðan við landspildu sína og neðan gróðrarstöðvar- innar. Kveðst Sigurður Kristjánsson síðan hafa sett niður beina girðingu á mörkum gróðrarstöðvarinnar og landspildu sinnar, Hefur vitnið Þórður Guðjón Jónsson staðfest þá frá- sögn. Var þetta að sögn Sigurðar 5-strengja gripheld gadda- virsgirðing, og var henni, að því er hann segir, haldið við allan tímann, sem Sigurður átti landið. Landið kveðst Sig- urður Kristjánsson hafa nytjað lítils háttar til heyskapar, en eigi reist þar byggingar. Sigurður Kristjánsson segist „aldrei hafa heyrt minnzt á“ samþykkt bæjarstjórnar Ísa- fjarðarkaupstaðar frá 16. júní 1915 um að afhenda Bún- aðarsambandi Vestfjarða lóð Halldóru J óhannesdóttur. Hann kveðst eigi hafa verið krafinn um erfðafestugjald, leigu- gjald eða annað slíkt gjald eftir lóðina. Hinn 31. des. 1920 afsalaði „Búnaðarsamband Vestf jarða til Ísafjarðarkaupstaðar Gróðrarstöðinni á Stakkanesi í bæj- 719 arlandi Ísafjarðar ásamt tilheyrandi húsum, lóð og lóðar- réttindum, girðingum og öðrum föstum mannvirkjum, sem fasteignum þessum fylgja, eins og seljandi hefur eignazt þær og nú á þær, og í því ástandi, sem hið selda nú er“. Eigi var Sigurður Kristjánsson krafinn frekar en áður um lóðargjald fyrir landspilduna, eftir að þetta afsal fór fram. Þá er Sigurður Kristjánsson fór frá Ísafirði 1930, kveðst hann hafa selt Ólafi Kárasyni kaupmanni, Ísafirði, land sitt á Stakkanesi. Í fasteignamati því, sem gekk í gildi 1931, var landspildan talin eignarlóð í eigu Sigurðar Kristjánssonar. Í athugasemdum þriggja manna nefndar, er skipuð hafði verið af bæjarstjórn og áliti skilaði 27. marz 1941, er að því fundið, að lóðargjald hafi eigi verið heimt í bæjarsjóð fyrir lóð Ólafs Kárasonar á Stakkanesi, sem í upphafi hafi verið tvær húsmannslóðir, en Ólafur hafi „nú“ selt Eyjólfi Bjarnasyni umrædda lóð. Ekkert virðist samt hafa verið gert þá til heimtu slíks lóðargjalds. Með afsali 21. desember 1944 seldi Eyjólfur Bjarnason bókbindari á Ísafirði Gunnari Guð- mundssyni, verzlunarmanni á Ísafirði, „tún mitt á Stakka- nesi hér með heyhlöðu og fjárhúsi, sem þar stendur, fyrir krónur þrjú þúsund — 3.000.00 krónur“. Afsalið var sent til þinglýsingar. Þinglýsingardómari ritaði hinn 21. desember 1944 á það svohljóðandi athugasemd: „Seljanda brestur þing- lesna eignarheimild“. Hinn 4. marz 1958 afsalaði Jón Grims- son, Ísafirði, f. h. Gunnars Guðmundssonar, Ísafirði, „til Guðmundar Kjartanssonar bankaféhirðis, Mánagötu 2 á Ísafirði, eignarrétti yfir túni mínu á Stakkanesi hér í bæn- um ásamt húsum, girðingum og öðrum mannvirkjum á lóð þessari sem og öðru lauslegu fyrir umsamið kaupverð kr. 30.000.00 .... Hið selda tún selst, eins og Gunnar Guð- mundsson hefur eignazt það samkvæmt afsalsbréfi Eyjólfs Bjarnasonar, bókbindara hér á Ísafirði, dags. 7. okt. 1944.“ Þinglýsingardómari ritaði hinn 25. marz 1958 svohljóðandi athugasemd á afsalið: „Eignarheimild seljanda var þing- lesin með þeirri athugasemd, að seljandi, Eyjólfur Bjarna- son, hafi ekki haft þinglesna eignarheimild“. Vætti benda til þess, að það hafi verið hald manna, þá 120 er Halldóra Jóhannesdóttir bjó á Stakkanesi, að þar væru eignarlóðir. Eigi eru þó leiddar sönnur að eign Halldóru að hinni umdeildu landspildu. Hins vegar stendur óhrakin sú staðhæfing Sigurðar Kristjánssonar, að honum hafi verið ókunnugt um þá ákvörðun bæjarstjórnar Ísafjarðarkaup- staðar frá 16. júní 1915 að afhenda Búnaðarsambandi Vest- fjarða lóð Halldóru Jóhannesdóttur, og ekkert er fram kom- ið, sem bendir til, að hann hafi veitt landspildunni viðtöku f. h. búnaðarsambandsins, en erindið um bæjarbrunann, sem hann man ekki sérstaklega eftir, kveður hann kunni að stafa af óæskilegu nábýli við hús, sem geymdi sýkingar- hættu. Þá er og eigi hnekkt þeirri staðhæfingu Sigurðar Kristjánssonar, að hann hafi, eftir að bænum var eytt, samið við Halldóru Jóhannesdóttur í þeirri trú, að hún ætti land- spilduna. Réttartakar Sigurðar Kristjánssonar studdust við þá meðferð, sem hin umdeilda landspilda hafði sætt, áður en þeir tóku við henni, og skaut það eigi loku fyrir hefðar- hald þeirra, að þeir tóku við henni án formlegrar þingles- innar heimildar. Hefð var unnin, þá er Gunnar Guðmunds- son greiddi lóðarleisu 1953—1957. Verður hefðarréttur hans og réttartaka hans, stefnda í máli þessu, eigi ógiltur með Þeirri greiðslu, sem virðist hafa fram farið fyrir ógætni hans. Samkvæmt því, sem að framan er rakið, hafa for- verar stefnda unnið hefð á landspildu þeirri, sem um er að tefla, sbr. 2. og 3. gr. laga nr. 46/1905. Ber því að stað- festa hinn áfryjaða dóm. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 12.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, bæjarstjórinn á Ísafirði f. h. Ísafjarðar- kaupstaðar, greiði stefnda, Guðmundi K. Kjartanssyni, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 12.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. 121 Dómur bæjarþings Ísafjarðar 29. september 1962. Ár 1962, laugardaginn 29. september, var á bæjarþingi Ísa- fjarðar, sem haldið var í bæjarfógetaskrifstofunni af Jóh. Gunn- ari Ólafssyni bæjarfógeta, kveðinn upp dómur í máli þessu, sem tekið var til dóms 18. september s.l. Mál þetta, sem var þingfest 18. júní s.l., hefur bæjarstjórn Ísafjarðarkaupstaðar höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, út- gefinni 18. júní s.l., gegn Guðmundi K. Kjartanssyni banka- gjaldkera, Mánagötu 2, Ísafirði, til viðurkenningar á eignarrétti kaupstaðarins á landspildu úr landi hjáleigunnar Stakkaness. Dómkröfur stefnanda eru þær, að viðurkennt verði með dómi réttarins, að Ísafjarðarkaupstaður sé löglegur eigandi lóðarspildu þeirrar, sem Guðmundur K. Kjartansson fékk afsalað frá Jóni Grímssyni f. h. Gunnars Guðmundssonar hinn 4. marz 1958 og afsal var þinglesið fyrir 25. marz s. á. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda eftir mati dómsins. Stefndi hefur gert þær dómkröfur, að hann verði al- gerlega sýknaður af kröfum stefnanda og að honum verði dæmd- ur úr hendi stefnanda málskostnaður að skaðlausu eftir mati dómsins. Sáttaumleitun reyndist árangurslaus. Við munnlegan flutning málsins 18. september s.l. kvaðst lög- maður stefnda vilja vekja athygli á því, að dómaranum bæri ex officio að vísa málinu frá dómi, sökum þess að borið hefði að höfða það samkvæmt heimild 220. gr. laga nr. 85/1936 með opinberri stefnu. Á þessa skoðun lögmannsins getur dómarinn ekki fallizt. Málavextir eru þessir: Með afsali, dags. 4. marz 1958, seldi Jón Grímsson málflutn- ingsmaður, Ísafirði, f. h. Gunnars Guðmundssonar stefnda eignar- rétt yfir túni Gunnars á Stakkanesi ásamt húsum, girðingum og öðrum mannvirkjum á lóðinni fyrir umsamið kaupverð, kr. 30.- 000.00. Þetta tún eða landspildu hafði Gunnar Guðmundsson keypt af Eyjólfi Bjarnasyni 7. október 1944. Þegar það afsal var þinglesið, var það gert með þeirri athugasemd, að Eyjólf hefði brostið þinglesna eignarheimild fyrir landinu, og með sömu athuga- semd var afsalið til Guðmundar þinglesið. Að því er haldið hefur verið fram í málinu, keypti Eyjólfur landspilduna af Ólafi Kára- syni kaupmanni, og voru þeir samningar munnlegir. Eins hafði gegnt um fyrri eigendur. Á árunum 1890—1915 bjó Halldóra 46 122 Jóhannesdóttir á Stakkanesi. Með munnlegum gerningi kvaðst Sigurður Kristjánsson hafa eignazt landspilduna frá Halldóru og selt aftur með sama hætti Ólafi Kárasyni. Stakkanes var fyrr- um hjáleiga frá prestsetrinu Eyri í Skutulsfirði. Með afsalsbréfi, dags. 1. ágúst 1896, seldi sóknarpresturinn Ísafjarðarkaupstað hjáleiguna, að fengnum nauðsynlegum leyfum. Hjáleigan var seld með gögnum og gæðum, án þess að nokkuð væri undan- skilið, gegn árlegu gjaldi til sóknarprestsins. Afsal þetta var þinglesið 26. júní 1897. Svo virðist sem á Stakkanesi hafi síðar verið tvær húsmanns- lóðir, og hafði Halldóra Jóhannesdóttir og maður hennar aðra lóðina um alllangt skeið, en um hina lóðina er nokkur óvissa. Búnaðarsamband Vestfjarða sótti til bæjarstjórnar árið 1907 um lóð á Stakkanesi til þess að koma þar upp gróðrarstöð. Sam- þykkti bæjarstjórn 7. febrúar 1908 að afhenda sambandinu til fullrar eignar og umráða lóð eða landspildu úr Stakkanesi, og 16. júní 1915 samþykkti bæjarstjórn að bæta við landið eftir umsókn frá sambandinu, og var því þá afhent húsmannslóð Hall- dóru Jóhannesdóttur, að því er segir í bókum bæjarstjórnar. Bún- aðarsamband Vestfjarða afsalaði síðan aftur til bæjarstjórnar gróðrarstöðinni með öllu tilheyrandi með afsali, dags. 31. des. 1920. Telur stefnandi, að afsalið hafi náð til alls þess lands, sem sam- bandið hafi fengið hjá bæjarstjórn. Sigurður Kristjánsson fyrrverandi alþingismaður var um 1915 starfsmaður búnaðarsambandsins. Hann kvaðst, um svipað leyti og bæjarstjórn telur sig hafa afhent sambandinu lóð Halldóru Jóhannesdóttur, hafa keypt af henni þessa lóð. Afsalið var munn- legt. Sígurður seldi síðan á sama hátt Ólafi Kárasyni kaupmanni lóðina. Hann seldi síðan með munnlegum samningi Eyjólfi Bjarna- syni bókbindara lóðina og líklega fjárhús og hlöðu, sem nú voru á lóðinni. Með afsali, dags. 7. október 1944, seldi Eyjólfur síðan Gunnari Guðmundssyni verzlunarmanni tún sitt á Stakkanesi með heyhlöðu og fjárhúsi fyrir kr. 3.000.00. Þegar afsal þetta, hið fyrsta skriflega um þessa eign, var þinglesið, var það áritað með athugasemd í þá átt, að seljanda brysti þinglesna eignar- heimild. Stefnandi hefur haldið því fram, að Ísafjarðarkaup- staður hafi aldrei, eftir að hann eignaðist Stakkanesið 1896, afsalað neinni lóð eða landspildu úr Stakkaneslandi, að undan- skildum þeim tveimur lóðum, sem búnaðarsambandið fékk 1908 og 1915 og afsalaði síðan aftur til kaupstaðarins 1920. Þeir, sem fyrir eða eftir þenna tíma hafi átt einhvern rétt yfir þessum 123 lóðarspildðum, hafi einungis átt leigu- eða afnotarétt yfir þeim. Þeim hafi því verið óheimilt að selja eða afsala þeim sem sinni eign. Hvorki stefndi né sá, sem hann leiði rétt sinn frá, Gunnar Guðmundsson, geti borið fyrir sig góða trú, þar sem afsöl beggja hafi verið þinglesin með þeirri athugasemd, að seljendur brysti þinglesna eignarheimild. Og víst sé, að Gunnar Guðmundsson hafi verið krafinn um og greitt lóðarleigu á árunum 1953— 1957. Þá hefur stefnandi haldið því fram, að það geti ekki verið rétt hjá Sigurði Kristjánssyni, að hann hafi keypt lóðina af Halldóru Jóhannesdóttur, heldur hafi það verið Búnaðarsamband Vestfjarða. Hitt sé rangminni hjá Sigurði Kristjánssyni og full- yrðing hans um það, að hann hefði keypt lóðina af Halldóru, um svipað leyti og bæjarstjórn afhenti búnaðarsambandinu hana. Allt bendi til, að hann hafi keypt einhver mannvirki af Hall- dóru og fengið afnotarétt af einhverjum lóðarskika hjá búnaðar- sambandinu og það síðan skolazt til í minni hans og hann síðan talið sig eiganda að hvoru tveggja, mannvirkjum og lóð. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því, að eignarhefð hafi unnizt á umræddri landspildu úr landi Stakkaness. Það er upplýst, að á Stakkaneslandi höfðu verið reist tvö húsmannshús um 1890, eða áður en kaupstaðurinn eignaðist Stakkanesið. Ytra húsið byggði eiginmaður Halldóru Jóhannesdóttur, og bjó hún áfram í því eftir lát hans, þangað til 1915 að húsin voru jöfnuð við jörðu. Af þessum sökum hefði því unnizt eignarhefð á landinu Þegar fyrir 1910, sbr. 2. og 3. grein laga nr. 46 10. nóvember 1905. Landspildan hefði gengið kaupum og sölum, ýmist með mann- virkjum eða án þeirra, og hún verið nytjuð án nokkurs samráðs við stefnanda. Hann hefði aldrei krafizt leigu eftir hana, nema árin 1953— 1957. Stefndi hefur haldið því fram, að Búnaðarsam- band Vestfjarða hafi aldrei fengið umráð þessarar lóðar, enda hefði Sigurður samið við það um nokkra breytingu á mörkum með makaskiptum. Samkvæmt uppdrætti á dmskj. nr. 23 sé öll þessi landspilda utan gróðrarstöðvarinnar (girðingar sambandsins). Í málinu hafa verið leidd nokkur vitni. Verður vætti þeirra nú rakið. Sigurður Kristjánsson fyrrverandi alþingismaður skýrði svo frá, að hann hefði flutzt árið 1908 til Ísafjarðar sem starfsmaður Búnaðarsambands Vestfjarða. Þá hafði sambandinu verið afhent landsvæði undir gróðrarstöð á Stakkanesi. Á Stakkanesi neðra bjó um þær mundir ekkjan Halldóra Jóhannesdóttir, og var 724 býli hennar utanvert við neðra hluta gróðrarstöðvarlandsins. Síðar var aukið við land gróðrarstöðvarinnar norður eftir, og umlukti þá land stöðvarinnar býli Halldóru á alla vegu, nema sjávarmegin. Býli hennar var eytt af sóttvarnarástæðum árið 1916, og fluttist hún þá burtu, en Sigurður keypti landið og greiddi við móttöku. Hann kvaðst ekki muna, að kaupin væru skjalfest. Efsti hluti lands þessa skarst upp í land gróðrarstöðvarinnar. Til þess að gera mörkin bein, makaskipti hann við gróðrarstöðina og lét hana hafa efsta hluta lóðar sinnar í skiptum fyrir þríhyrnu, er myndaðist með sjónum norðan við land hans og neðan gróðrar- stöðvarinnar, Vitnið taldi það ekki koma til mála, að bæjarstjórn hefði 16. júní 1915 afhent búnaðarsambandinu lóð Halldóru til viðbótar, því þá hefði hann um það vitað sem forsvarsmaður sambandsins og því ekki keypt af henni landið ári síðar. Hér hljóti því að vera um einhvern rugling að ræða hjá bæjarstjórn. Magnús Ólafsson fyrrverandi prentsmiðjustjóri bar það, að hann minntist, er hann var unglingur nokkru fyrir 1890, að á Stakka- nesi voru tvö smábýli og aðeins mjór gangur á milli kofanna. Í ytri kofanum bjuggu hjónin Guðmundur Gíslason og Halldóra Jóhannesdóttir, en í þeim innri bjó síðar Guðni Jónsson. En nokkru fyrir aldamót var það býli fallið og aðeins tóftirnar eftir. Um aldamót keypti Sigurður A. Kristjánsson innri lóðina, en seldi hana Mikkalínu Friðriksdóttur. Nokkru eftir aldamót, segir Magnús, komast Stakkaneslóðirnar í eign Sigurðar Kristjáns- sonar, síðar alþingismanns, og síðan hafa þær gengið kaupum og sölum og aldrei, að því er hann bezt veit, verið gerðar neinar athugasemdir við þær sölur. Býlin á Stakkanesi telur hann að muni hafa verið byggð, um svipað leyti og lóðir í kaupstaðnum voru afhentar til bygginga og garðræktar án endurgjalds, og ávallt síðan verið taldar eignarlóðir. Þá hafa verið lagðar fram yfirlýsingar Baldvins Jónssonar og Arngríms Fr. Bjarnasonar, amskj. nr. 22 og 23. Þessir menn hafa ekki komið fyrir dóm, enda er annar þeirra dáinn. Þessar yfirlýsingar ganga báðar í þá átt, að Stakkaneslóðirnar hafi almennt verið taldar eignarlóðir. Þórður G. Jónsson kom fyrir dóm, og var vætti hans á þá lund, að honum hafi verið kunnugt um, að Sigurður Kristjánsson hafi á sínum tíma keypt hið neðra Stakkanes af Halldóru Jóhannes- dóttur. Þá hefur Jón Grímsson borið það, að hann muni ekki eftir öðru en að Stakkaneshjón, Guðmundur og Halldóra, væru af 725 öllum talin vera eigendur Stakkaness og að Halldóra hefði selt Sigurði Kristjánssyni Stakkanesið. Í fasteignamati því, sem gekk í gildi 1. janúar 1931, er lóð þessi talin vera eignarlóð í eign Sigurðar Kristjánssonar, en í fasteignamatsbókinni 1957 er hún á hinn bóginn talin vera leigulóð. Árið 1941 fól bæjarstjórn þremur mönnum og þar á meðal Arngrími Fr. Bjarnasyni að athuga um lóðir í bænum samkvæmt fasteignamati því, sem gilda átti 1942— 1952. Nefnd þessi skilaði áliti 27.3. 1941 (dómskj. nr. 18), og gerði hún þá athugasemd um þessa lóð, að hún hafi upphaflega verið tvær húsmannslóðir, en bætt við hana skák að utanverðu. Gjald fyrir húsmannslóðirnar væri kr. 24.00 á ári (12.00 krónur fyrir hvora lóð), en að undanförnu hefði ekkert verið goldið fyrir þessar lóðir í bæjarsjóð. Ekkert var þó frekar aðhafzt af hálfu bæjar- stjórnar í þessu efni, hvað sem valdið hefur. Samkvæmt dómskj. nr. 30 og 29 er ljóst, að 1914 hefur komið til umræðu að láta Halldóru Jóhannesdóttur víkja úr Stakkanes- bænum vegna sýkingarhættu, en börn hennar höfðu sýkzt af berklum. Um þær mundir virðist Halldóra flytja úr bænum eða á næsta ári. Árið 1916 var lagt fram í heilbrigðisnefnd er- indi, dags. 12. 11. 1915, frá Sigurði Kristjánssyni f. h. búnaðar- sambandsins um það, að bæjarstjórn láti brenna Stakkanes- bæinn, og varð heilbrigðisnefnd við þeim tilmælum. Arngrími Fr. Bjarnasyni var falið að annast þá framkvæmd. Í þessari samþykkt heilbrigðisnefndar var ekki minnzt á bætur fyrir bæ- inn. Mætti því, ef til vill, ætla, að bæjarstjórn hefði talið sig eiga hann. Það er vitað, að Stakkanes var fyrrum byggt úr Eyrarlandi og utan kaupstaðarlóðarinnar. Þegar samningar fóru fram um sölu Eyrar til Ísafjarðarkaupstaðar árið 1870, setti bæjarstjórn fram það skilyrði, að prestur skuldbindi sig til þess að búa í kaupstaðnum, og féllzt hann á það, með þeim fyrirvara þó, að hann hefði rétt til að búa á Stakkanesi, þar til að hann væri búinn að útvega sér eða byggja íbúðarhús í kaupstaðnum. Það er ljóst af afsalinu fyrir Eyri, að presturinn hélt eftir hjá- leigunni Stakkanesi og öllu landi Eyrar, sem var fyrir innan Torfnes að landamerkjum Seljalands. Sóknarprestur hafði ekki heimild til að selja neitt úr þessu landi, nema til kæmi sam- þykki sömu aðilja og við sölu Eyrarlands og síðar við sölu Stakka- ness, enda voru leigur af því hluti af tekjum embættisins. Hann hefur því ýmist nytjað þetta land sjálfur eða leigt það öðrum. Samkvæmt jarðatali Johnsens frá 1847 er þannig einn leiguliði 126 á kotinu, sem þá er talið vera 6 hundruð af dýrleika Eyrar og fyrst nefnt 1805. Hins vegar segir í jarðabók Árna Magnússonar frá 1710, að Stekkjanes, hjáleiga af heimastaðnum, hafi verið byggt í úthögum fyrir um 12 árum. Landskuldin var þá 2 vættir í kaupstað, og fyrir eitt leigukúgildi greiddist leiga í smjöri heim til staðarins. Það er upplýst í málinu, að Sigurður Kristjáns- son taldi sig kaupa eignarlóð af Halldóru Jóhannesdóttur á Stakkanesi, og eftirmenn hans töldu sig gera slíkt hið sama. Þeir virðast hafa haft eignarhald á lóðinni hver eftir annan í góðri trú í fullan hefðartíma á tímabilinu 1916— 1944, er fyrsta afsal fyrir Stakkaneslóðinni er Þþinglesið með athugasemd um, að seljanda bresti þinglesna eignarheimild. Umráð stefnda verða að teljast fullnægja skilyrðum 2. sbr. 3. gr. hefðarlaganna nr. 46/1905, og lítur dómarinn svo á, að Þannig hafi verið unnin full eignarhefð á lóð þeirri, sem um er deilt. Ber því að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Dómsorð: Stefndi, Guðmundur K. Kjartansson, á að vera sýkn af kröfum stefnanda, Ísafjarðarkaupstaðar, í máli þessu. Málskostnaður falli niður. Miðvikudaginn 21. október 1964. Nr. 159/1964. Eiríkur Helgason gegn Markúsi B. Þorgeirssyni. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Frávísun máls, sem höfðað var á röngu varnar- þingi. Dómur Hæstaréttar. Sóknaraðili hefur með kæru, dags. 28. september 1964, skotið máli þessu til Hæstaréttar og krafizt þess, að frávís- unardómur bæjarþings Reykjavíkur verði felldur úr gildi og að lagt verði fyrir bæjarþingið að kveða upp efnisdóm 724 í málinu. Svo krefst hann og kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðilja. Frá varnaraðilja hafa Hæstarétti ekki borizt kröfur né greinargerð. Með skírskotun til forsendna hins kærða dóms ber að staðfesta hann. Kærumálskostnaður fellur niður. Dómsorð: Hinn kærði dómur á að vera óraskaður. Kærumálskostnaður fellur niður, Dómur bæjarþings Reykjavíkur 22. september 1964. Mál þetta, sem dómtekið var 3. þ. m., hefur Þorvaldur Ari Arason hæstaréttarlögmaður vegna Eiríks Helgasonar, Stykkis- hólmi, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 31. júlí 1964, gegn Markúsi B. Þorgeirssyni útgerðarmanni, Sunnuvegi 10, Hafn- arfirði, til greiðslu skuldar, að fjárhæð kr. 14.000.00, með 972% ársvöxtum frá 30. nóvember 1961 til greiðsludags og málskostn- aðar að mati dómsins, þó ekki lægri fjárhæð en kr. 3.000.00. Hina umstefndu skuld kveður stefnandi vera samkvæmt upp- haflega samþykktum víxli af stefnda með gjalddaga 30. nóvem- ber 1960. Stefnandi kveðst vera eigandi hinnar umstefndu skuld- ar, og hafi hann aldrei gefið víxilinn út, þannig að víxilréttur hafi ekki myndazt. Skuld þessi sé vegna efniskaupa og vinnu- launa við bát stefnda. Hafi umræddur „víxill“ verið vistaður Í Landsbanka Íslands, Reykjavík. Stefndi hefur hvorki sótt né látið sækja þing, og er honum þó löglega stefnt. Verður því samkvæmt 118. gr. laga nr. 85 frá 1936 að dæma málið eftir framlögðum skjölum og skilríkjum. Eins og að ofan er rakið, er framlagt plagg, sem ritað er á víxil- eyðublað ekki víxill, sbr. 1. og 2. gr. laga nr. 93/1933, og er ekki hægt að nota regluna um varnarþing í víxilmálum, sbr. 3. mgr. 82. gr. laga nr. 85/1936, í þessu máli. Mál þetta hefði því átt að höfða á varnarþingi skuldara ellegar á varnarþingi stefn- anda, sbr. 1. mgr. 82. gr. laga nr. 85/1936, og ber því að vísa máli þessu frá dómi ex officio. Málskostnaður fellur niður. 128 Auður Þorbergsdóttir, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá dómi. Miðvikudaginn 21. október 1964. Nr. 89/1964. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Gunnari Jóhanni Guðbjörnssyni (Ólafur Þorgrímsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Ómerking héraðsdóms vegna galla á rannsókn máls. Dómur Hæstaréttar. Dómprófum í máli þessu er áfátt í ýmsum greinum: 1) Vitnið Þráinn Sigurðsson var aldrei kvatt fyrir dóm til að bera vætti í málinu. 2) Ekkert af vitnum þeim, sem vætti gáfu, voru eiðfest, nema vitnið Guðmundur Marínó Guðjónsson Herberts- son. 3) Ákærði var ekki sjálfstætt yfirheyrður um málavöxtu, er hann fyrst kom fyrir dóm 23. júní 1963, heldur skir- skotaði hann til vættis vitnisins Jóhanns Ingaþórs Ingasonar, en viðurkenndi jafnframt nokkra áfengis- neyzlu, eins og lýst er í héraðsdómi. Ekki var heldur til fulls ráðin bót á þessum annmörkum, þegar hann síðar gaf skýrslu í sakadómi Keflavíkur 17. október svo og 6. nóvember 1963, er honum voru kynnt vætti lögreglumannanna Skúla Thorarensens og Jóhanns Bergs Sveinssonar. 4) Vitnin Þráinn Sigurðsson og Jóhann Ingiþórs Inga- son voru ekki samprófuð um áfengisneyzlu ákærða, eftir 729 að þau hittu hann aftur, er hann hafði yfirgefið bif- reiðina á Njarðargötu, en vætti þeirra að þessu leyti eru ekki á einn veg. Ákærði og vitnið Jóhann Ingiþórs voru ekki heldur samprófuð um þetta atriði. Vegna þessara galla á dómprófum verður að ómerkja héraðsdóminn og vísa málinu heim í hérað til löglegrar með- ferðar og dómsálagningar af nýju. Eftir þessum úrslitum ber að leggja allan áfrýjunarkostn- að sakarinnar á ríkissjóð, þar með talin laun skipaðs verj- anda ákærða fyrir Hæstarétti, kr. 4.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera ómerkur, og er mál- inu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar. Allur áfrýjunarkostnaður sakarinnar greiðist úr ríkis- sjóði, þar með talin laun skipaðs verjanda fyrir Hæsta- rétti, Ólafs Þorgrímssonar hæstaréttarlögmanns, kr. kr. 4.000.00. Dómur sakadóms Keflavíkur 11. marz 1964. Ár 1964, miðvikudaginn 11. marz, var í sakadómi Keflavíkur, sem haldinn var af fulltrúa bæjarfógeta, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu: Ákæruvaldið gegn Gunnari Guðbjörnssyni. Mál þetta var þingfest og dómtekið fimmtudaginn 16. janúar s.l, en sökum mikilla anna við embættið hefur ekki unnizt tími til dóms, og var því málið dómtekið að nýju í dag. Með ákæruskjali, útgefnu af saksóknara ríkisins 8. október 1963, er opinbert mál höfðað gegn Gunnari Jóhanni Guðbjörns- syni, Suðurgötu 6 í Keflavík, fyrir að aka um miðnætti aðfara- nótt laugardagsins 22. júní 1963 undir áhrifum áfengis bifreið- inni Ö 341 frá Sóltúni 2 í Keflavík um götur þar, m. a. að Bif- reiðastöð Keflavíkur við Vatnsnesveg, að Aðalstöðinni við Hafn- argötu og á Njarðargötu, þar sem ákærði yfirgaf bifreið sína. Telst þetta varða við 2. sbr. 3. mgr. 25. gr. sbr. 80. gr. um- ferðarlaga nr. 26/1958 og 1. mgr. 24. gr. sbr. áð. gr. áfengislaga nr. 58/1954. 130 Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til öku- leyfissviptingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði er á lögaldri sakamanna, fæddur 9. nóvember 1944 í Hafnarfirði, og hefur, svo kunnugt sé, sætt eftirtöldum kær- um og refsingum: 1961 13/3 í Keflavík: Áminning fyrir brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkur. 1962 14/6 í Keflavík: Sátt, 290 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. 1962 9/11 í Keflavík: Dómur: 2000 kr. sekt, sviptur ökurétt- indum í 6 mánuði frá 27/9 1962 fyrir brot á áfengis- og umferðarlögum. Málsatvik skulu nú rakin: Um kl. 2325 fyrir miðnætti aðfaranótt sunnudagsins 22. júní 1963 veittu lögreglumenn í eftirlitsferð bifreiðinni Ö 341 athygli á athafnasvæði Bifreiðastöðvar Keflavíkur við Vatnsnesveg. Þar sem bifreið þessi hafði ekki hlotið fullnaðarskoðun þess árs, hafði lögregluþjónn tal af ákærða, sem hann taldi hafa verið ökumann bifreiðarinnar. Um það leyti, sem lögregluþjónninn talaði við ákærða, sá hann vitnin Jóhann Ingaþórs Ingason og Þráin Sigurðsson, bæði úr Keflavík, fara inn í bifreiðina til ákærða. Lögreglan fylgdist með ferðum bifreiðarinnar, og var henni ekið suður Hafnargötu að Aðalstöðinni, en þar hlupu nefnd vitni út úr bifreiðinni, en henni var síðan ekið aftur fyrir hús Aðal- stöðvarinnar, og hvarf bifreiðin þar sjónum lögregluþjónanna. Þeir fundu hana síðan mannlausa á Njarðargötu, en sú gata liggur að athafnasvæði Aðalstöðvarinnar. Þar eð lögreglunni þótti þetta háttalag ákærða og vitnanna grunsamlegt, var vakt sett við bifreiðina og leit hafin að nefnd- um mönnum. Á Hafnargötu mætti lögreglan leigubifreiðinni Ö 65, og voru vitnin í henni. Lögreglan stöðvaði bifreiðina, og fannst ákærði þá einnig í henni, og hafði hann falið sig á gólfi bifreiðarinnar framan aftursætis. Við athugun lögreglu kom í ljós, að bæði vitnið Jóhann og ákærði höfðu drukkið áfengi, og líklegt Þótti, að þeir hefðu báðir ekið, og var því farið með þá kl. 0030 til alkóhólrann- sóknar, sem síðar sýndi 1.01%, útfallsefna í blóði ákærða og 1.26%, í blóði vitnisins. Síðan voru þeir tveir fluttir á lögreglu- 731 varðstofuna til yfirheyrslu, og var ákærði þá með bíllyklana á sér. Ákærði neitaði í fyrstu að hafa ekið bifreiðinni og kvað vitnið Jóhann hafa gert það, en síðar kvaðst hann hafa ekið sjálfur. Vitnið Jóhann kvað ákærða hafa ekið bifreiðinni. Þá kvað vitnið ákærða hafa verið að drekka áfengi nokkru fyrir akst- urinn í leigubifreiðinni R 3879, og hefði vitnið Valur Emilsson verið með þeim þar. Eftir þetta hefðu þeir farið að Sóltúni 2 hér í bæ og tekið þar bifreiðina Ö 341 og ákærði ekið henni að Bifreiðastöð Keflavíkur. Ákærði viðurkenndi að hafa um kl. 1500 drukkið eitt glas af vínblöndu, er hann var að gera við bifreið sína Ö 341. Lögregluvarðstjóri getur þess í skýrslu sinni, að eftir að þeir ákærði og Jóhann höfðu verið færðir í fangaklefa, hefði ákærði reynt að fá vitnið til að taka á sig sök Í máli þessu, en vitnið lítið gefið út á það. Vitnið Þráinn Sigurðsson bar, að hann hefði hitt þá ákærða og vitnið Jóhann um kl. 2200 í leigubifreiðinni R 3879, og hefðu þeir þá verið með hér um bil fulla lítersflösku af geneveráfengi og hefðu þeir neytt lítils áfengis í bifreiðinni, en lokið úr flösk- unni skömmu seinna inni á matstofunni Vík. Vitnið kvað þá alla hafa drukkið úr flöskunni, og eitthvað hefðu þeir gefið öðrum af innihaldi flöskunnar. Um ki. 2300 hefðu þeir síðan farið úr veitingahúsinu og ekið í leigubifreiðinni Ö 33 að Sól- túni 2, en þar átti ákærði bíl sinn Ö 341. Í honum hefðu þeir farið að Bifreiðastöð Keflavíkur, og hefði ákærði ekið. Þar hefði lögreglan síðan haft tal af þeim. Gunnar hefði síðan ekið að Aðalstöðinni og þeir Jóhann farið þar úr bílnum og ákærði ekið brott. 10—15 mínútum síðar hefðu þeir síðan hitt ákærða á Hafnargötu og tekið hann inn í leigubílinn Ö 732, sem þeir voru komnir í Ekki kvað vitnið þá hafa neytt þar áfengis. Nokkru síðar hefðu þeir farið í leigubílinn Ö 65, og kvað vitnið verið geta, að þar hefðu þeir tekið sinn hvern áfengissopann. Vitnið taldi 10—15 mínútur hafa liðið, frá því þeir fóru í bif- reiðina Ö 65, til þess er lögreglan handtók ákærða. Við dómsrannsókn bar vitnið Jóhann, að ákærði hefði fengið sér „einn sjúss“ úr geneverflöskunni, það vitnið sæi, umrætt kvöld, er þeir voru í leigubílnum R 3879 ásamt vitninu Val Emilssyni. Síðar um kvöldið hafi ákærði dreypt lítils háttar á áfengisflöskunni nokkrum sinnum, ekki hafi þó séð vín á hon- um. Á veitingahúsinu Vík hafi ákærði bætt víni á sig, lítils 132 háttar þó, en aðallega drukkið gosdrykk. Vitnið kveður þá síð- an hafa farið í einhverjum bíl að. Sóltúni 2 og ákærði þar tekið bíl sinn og ekið honum að Bifreiðastöð Keflavíkur. Lögreglan hefði komið þangað og fundið að því, að bíllinn væri ekki skoð- aður lögboðinni skoðun bifreiðaeftirlitsins. Ákærði hefði síðan ekið að Aðalstöðinni og þeir Þráinn farið Þar úr bílnum og farið í leigubíl. Eftir alllanga stund hefði ákærði síðan komið í bílinn til þeirra og þá drukkið áfengi með þeim. Þeir hafi því næst farið í annan leigubíl og ekið í honum, unz lögreglan handtók þá ákærða. Þá ber vitni þetta, að ákærði hefði og verið að áfengisdrykkju heima hjá sér um daginn 22. júní s.l, þ. e. dag- inn fyrir handtökuna. Vitni þetta kveðst fúst til að vinna eið að framburði sínum. Ákærði kom fyrir rétt og viðurkenndi að hafa drukkið sem svarar einu glasi af áfengisblöndu á mat- stofunni í Vík, er hann var þar með vitnunum Þráni og Jóhanni. Enn fremur viðurkenndi hann að hafa um kl. 3 síðdegis 22. júní drukkið smálögg af sterku víni. Ekki kvaðst ákærði hafa fundið til áfengisáhrifa við aksturinn. Eitthvað kvaðst ákærði hafa drukkið af áfengi, eftir að hann lagði bílnum á Njarðargötu. Vitnið Valur Emilsson bar í réttinum, að ákærði hefði ekkert áfengi drukkið í leigubílnum, meðan vitnið var þar, svo það sæi, og kveðst vitnið hafa farið úr leigubílnum, u. þ. b. 15 mínútum eftir að ákærði kom í bílinn. Vitnið Valgeir Jónsson leigubílstjóri kvaðst aka leigubílnum Ö33 og kvaðst kannast við ákærða og vitnin Jóhann og Þráin, og hefði hann eitt sinn ekið piltum þessum að Sóltúni 2. Ekki kvaðst vitnið minnast þess, að þeir hefðu þá verið ölvaðir eða haft vín um hönd. Vitnið Karl Sævar Baldvinsson leigubílstjóri kvaðst aka leigu- bílnum R 3879 og kannast við ákærða og vitnin Jóhann, Val og Þráin. Vitnið kvaðst hafa ekið þeim um kl. 9—10 að kvöldi „fyrir nokkru“ frá Smárabar og að veitingahúsinu Vík. Vitnið kvað sig minna, að Þráinn hefði verið ölvaður. Ákærði kom enn fyrir rétt og játaði að hafa ætlað að fá vitnið Jóhann til að taka á sig sök í málinu og gaf þá skýringu, að hann hefði verði hræddur um, að nú færi illa fyrir sér, því hann hefði drukkið áfengi, eftir að hann ók í umrætt sinn, svo sem hann hafi áður borið. Skúli Thorarensen lögregluvarðstjóri kom fyrir rétt og bar undir eiðstilboði, að frumskýrsla sú, er hann gaf lögreglustjóra í málinu, væri sannleikanum samkvæm, og kvaðst vitnið sér- 733 staklega aðspurt minnast þess, að ákærði viðurkenndi fyrir hon- um að hafa um kl. 1500 umræddan dag drukkið eitt glas af áfengisblöndu. Þá kvað vitnið hafa liðið u. þ. b. 20 mínútur, frá því að lögreglan talaði við ákærða hjá Bifreiðastöð Kefla- víkur, til þess er hann var handtekinn. Vitnið Jóhann Sveinsson lögreglumaður kvaðst í réttarhaldi hafa í umrætt sinn verið með vitninu Skúla lögregluvarðstjóra í umferðareftirliti, er þeir gáfu ákærða áminningu fyrir að hafa ekki fært bíl sinn til skoðunar. Vitni þetta kvaðst hafa talað við ákærða við Bifreiðastöð Keflavíkur og ekki veitt neinum ölvunareinkennum á honum athygli, en er hann hafi verið hand- tekinn, hafi sér virzt hann ölvaður. Vitnið kveður um það bil hálfa stund hafa liðið, frá því það sá ákærða hjá Bifreiðastöð Keflavíkur, til þess er hann hefði verið handtekinn. Þá kvaðst vitni þetta hafa heyrt á tal þeirra ákærða og vitnisins Jóhanns, er þeir hefðu verið færðir í fangaklefa, og hefði ákærði þá verið að fá vitnið Jóhann til að taka sök á sig í málinu. Ákærði kom enn fyrir rétt og kvað meira en 20 mínútur hafa liðið, frá því að lögreglan áminnti hann hjá Bifreiðastöð Kefla- víkur, til þess er hann var handtekinn, og getur þess til, að barna hafi liðið þrír stundarfjórðungar. Vitnið Guðmundur Marínó Guðjónsson Herbertsson úr Kefla- vík kom fyrir rétt og vann eið að framburði sínum. Vitnið kvaðst hafa rætt við ákærða, er hann var í umrætt sinn með bíl sinn við Bifreiðastöð Keflavíkur, er lögreglan hafði tal af ákærða. Vitnið kvaðst ekki hafa séð vín á ákærða og ekki fundið áfengis- lykt af honum. Ekki kvaðst vitnið hafa heyrt, hvað lögreglan sagði við ákærða. Svo sem nú er rakið, er sannað með játningu ákærða og á annan hátt, að ákærði ók bílnum Ö341 um miðnætti aðfaranótt laugardagsins 22. júní 1963 frá Sóltúni 2 í Keflavík um götur þar, m. a. Vatnsnesveg, Hafnargötu og Njarðargötu, þótt hann hefði nokkru áður verið að áfengisdrykkju, og telst hann með því hátterni hafa brotið 2. sbr. 3. mgr. 25. gr., sbr. 80. gr. umferðar- laga nr. 26/1958 og 1. mgr. 24. gr. sbr. 45. gr. áfengislaga nr. 58/1954. Þykir ákærði með þessu hafa unnið sér til refsingar, sem með tilliti til þess, að um ítrekað brot hans er að ræða, telst hæfileg 15 daga varðhald. Þá ber og að svipta ákærða ökuréttindum með dómi, og skal ökuréttindasviptingin vara ævilangt frá 23. júní 1963 að telja, 734 en þann dag svipti dómari ákærða ökuréttindum til bráðabirgða. Ákærði greiði allan kostnað sakar þessarar, þar með talin málflutningslaun til skipaðs verjanda síns, hr. Vilhjálms Þór- hallssonar héraðsdómslögmanns, sem hæfileg ákveðast kr. 1.600.00. Hákon Heimir Kristjónsson kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Gunnar Guðbjörnsson sæti fimmtán daga varðhaldi. Hann skal sviptur ævilangt ökuréttindum frá 23. júní 1963 að telja. Hann greiði allan kostnað sakar þessarar, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Vilhjálms Þórhalls- sonar héraðsdómslögmanns, kr. 1.600.00. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Föstudaginn 23. október 1964. Nr. 27/1964. Kristján B. Magnússon (Benedikt Sigurjónsson hrl.) segn Íslenzkum aðalverktökum s/f (Vilhjálmur Árnason hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðsson og Logi Einarsson og prófessor Magnús Þ. Torfason. Samningar, Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur, að fengnu áfrýjunarleyfi 5. febrúar 1964, skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 10. s. m. Gerir hann þær dómkröfur, að stefnda verði dæmt að greiða hon- um kr. 117.920.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 1. ágúst 1959 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að héraðsdómurinn verði staðfestur 735 og að áfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi var á þeim tíma, er máli skipti, samningsbund- inn við herstjórn Bandaríkjanna til einkaflutninga á starfs- liði og farmi á báti sínum Gylli, ÍS 568, frá Ísafirði til Aðal- víkur, þar sem herstjórnin hafði ratsjárstöð í smíðum. Áfrýj- andi annaðist samt einnig mikinn hluta samningstímans flutninga á efnivið á áminnztri leið fyrir stefnda, sem var verktaki við smíð ratsjárstöðvarinnar og hafði samning við herstjórnina um flutning á efni til stöðvarinnar á flutninga- tækjum á sjó, er flugherinn átti eða hafði á leigu. Að vísu var áfrýjanda ekki tilkynnt um nefndan samning herstjórn- arinnar og stefnda, en þar sem áfrýjandi, er bundinn var til einkaflutninga fyrir herstjórnina, annaðist allt að einu skilorðslaust flutninga fyrir stefnda, sem átti rétt á hendur herstjórninni til flutninga á leið þeirri, er um var að tefla, eru eigi efni til að taka kröfu áfrýjanda, gerða eftir á, til greina. Ber því að sýkna stefnda af kröfum áfrýjanda í málinu. Eftir atvikum er rétt, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Stefndi, Íslenzkir aðalverktakar s/f, á að vera sýkn af kröfum áfrýjanda, Kristjáns B. Magnússonar, í máli þessu. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 30. október 1963. Mál þetta, sem dómtekið var 25. þ. m., hefur Kristján B. Magnússon, Suðureyri, Norður-Ísafjarðarsýslu, höfðað fyrir bæj- arþinginu með stefnu, útgefinni 3. marz 1960, gegn Íslenzkum aðalverktökum s/f, Keflavíkurflugvelli, til greiðslu skuldar, að fjárhæð kr. 117.920.00, með 7% ársvöxtum frá 1. ágúst 1959 til greiðsludags auk málskostnaðar samkvæmt lágmarksgjaldskrá LM.F.I. 136 Stefndu hafa krafizt algerrar sýknu af öllum kröfum stefn- anda og málskostnaðar úr hans hendi að mati réttarins. Reynt hefur verið að koma á sáttum í máli þessu, en sú við- leitni hefur eigi borið árangur. Málavextir eru þessir: Hinn 1. janúar 1957 gerði stefnandi samning við flugher bandaríska varnarliðsins hér á landi, þar sem hann tók að sér að annast flutninga með báti sínum Gylli, ÍS 568, á fólki og varningi milli Ísafjarðar og Aðalvíkur, en þar stóð þá yfir bygging radarstöðvar (H-4). Samningur þessi var í gildi til 30. júní 1957, en var síðan framlengdur þrisvar sinn- um, og gilti síðasta framlengingin yfir tímabilið 1. apríl 1959 til 31. desember s. á. Í samningi þessum var í fyrsta kafla undir liðnum þjónusta, er veita skal, svofellt ákvæði: „Til þess að fullnægja kröfum þeim, sem settar eru fram í hinum sérstöku ákvæðum, er með fylgja, skal verktakinn leggja til skip með dugandi áhöfn, er Bandaríkjastjórn hafi einkaafnot af til flutninga á starfsliði og farmi milli Ísafjarðar og Látra (Aðalvíkur) á Íslandi, og sem sé til taks, þegar Bandaríkjastjórn óskar þess. Enn fremur skal verktakinn leggja til bát til þess að flytja starfslið milli skips og lands, fram og aftur.“ Íslenzkir aðalverktakar s/f, stefndi í máli þessu, önnuðust sem verktakar mannvirkjagerðir við radarstöðina í Aðalvík á þessum tíma. Hinn 20. júni 1957 gerðu stefndu samning við verkfræðinga- deild Bandaríkjahers, varðandi framkvæmdir á raðarstöðinni H-4 (Aðalvík). Samningur þessi gilti til 10. júlí 1959. Í honum var m. a. svohljóðandi ákvæði: „Viðaukaskilmálar og skil- yrði ........ - a (5) flutningatæki á sjó við H-4, sem eru í eign flug- hers Bandaríkjanna eða leigð af honum, er verktaka heimilt að nota eftir þörfum og án nokkurs endurgjalds.“ Í júnímánuði 1957 kveður stefnandi verkstjóra stefndu í Aðal- vík, Sigurberg Árnason, hafa komið að máli við sig og krafizt þess í nafni bandaríska flughersins, að stefnandi flytti fólk og varning fyrir stefndu milli Ísafjarðar og Aðalvíkur. Enda þótt stefnandi teldi sig ekki vera skuldbundinn með ofangreindum samningi við flugherinn til þess að annast flutn- inga fyrir aðra aðilja en varnarliðið, kvaðst hann eigi hafa talið rétt, að óathuguðu máli, að neita að verða við kröfu stefndu um flutningana. Kveðst hann hafa annazt alla flutninga fyrir 137 stefndu milli Aðalvíkur og Ísafjarðar yfir eftirtalin tímabil: Frá 20. júní til 13. desember 1957, frá 28. apríl til 11. nóvember 1958 og frá 15. apríl til 11. maí 1959. Stefnufjárhæðin er saman- lagðar endurgjaldskröfur stefnanda á hendur stefndu fyrir flutn- inga þessa, sbr. reikningana á dskj. nr. 2,3 og 4. Áður en samningur sá, er gilti milli stefnanda og flughersins frá 1. apríl til 31. desember 1959, var endurnýjaður, kveðst stefn- andi hafa hafið eftirgrennslanir hjá flughernum um það, hvort hinn síðarnefndi vildi eigi greiða honum viðbótarþóknun fyrir þá þjónustu, er stefnandi hafi orðið að láta stefndu í té á grund- velli ofangreindra samninga, sbr. bréf stefnanda til flughersins (Hq. IADF, Mats, Keflavíkurflugvelli), dags. 1. apríl 1959, en þar segir m. a. svo: „Með tilvísun til endurnýjunar samnings okkar vildi ég biðja yður um að upplýsa mig um mál, sem risið hefur í sambandi við kröfur, sem Ísl. aðalverktakar gerðu til mín um þjónustu s.l. sumar og haust, en þá létu þeir mig flytja farm og starfsfólk milli Ísafjarðar og Látra, Aðalvík, án afgjalds. Að sjálfsögðu vildi ég ekki stofna vinsamlegri samvinnu okkar í hættu, og vona ég, að við séum að öðru leyti mjög ánægðir með hana, en ég ætla mér að láta Ísl. aðalverktaka greiða mér fyrir veitta þjónustu, ef þér eruð ekkert á móti því.“ Bréfi þessu var svarað með bréfi, dags. 3. júní 1959, undir- rituðu af William E. Blanton jr. verktakafulltrúa, höfuðsmanni í flugher Bandaríkjanna. Hér er um að ræða sama mann og þann, sem undirritaði f. h. flughersins endurnýjunarsamninginn við stefnanda, sem gilti frá 1. apríl til 31. desember 1959. Megin- mál bréfs þessa er svohljóðandi: „Ég viðurkenni móttöku bréfs yðar, dags. 1. apríl 1959, varð- andi flutning á starfsmönnum Ísl. aðalverktaka s.l. sumar og haust. Mér þykir leitt, hve lengi hefur dregizt að svara, en bréf yðar var sent á skakkan stað og barst ekki hér í skrifstofuna fyrr en eftir miklar tafir. Flugherinn ræður ekki yfir og varðar ekki um nein viðskipti Ísl. aðalverktaka. Okkur var ókunnugt um þjónustu yðar hjá Ísl. aðalverktökum, og er það eins og vera ber, með tilliti til þess, er fyrr segir. Á grundvelli þeirra fáu staðreynda, sem mér eru kunnar í þessu máli, get ég vissulega ekki séð neina ástæðu til, að þér fylgið ekki eftir kröfu yðar beint á hendur Ísl. aðalverktaka, með því málið varðar enga stofnun Bandaríkjastjórnar.“ 47 738 Í málinu hafa enn fremur verið lögð fram tvö bréf frá flug- her Bandaríkjanna til verkfræðingadeildar hersins, varðandi af- not stefnda af flutningatækjum á sjó við H-4. Fyrra bréfið, sem þýtt er eftir afriti, er dags. 29. ágúst 1957 og hljóðar svo að meginmáli: „sl. Til þess að auðvelda flutninga á efni verktaka við Látra ACE:W stöðina, mun Squadron Commander veita Íslenzkum aðalverktökum afnot af þeim flutningatækjum á sjó, sem flugherinn á eða hefur á leigu. 2. Þegar tæki þessi eru notuð, skyldu Íslenzkir aðalverktakar minntir á, að þeir eru ábyrgir, ef tjón eða skemmdir verða á bátum sökum vanrækslu þeirra. 3. Sameiginleg not af þessum flutningatækjum á sjó eru heim- iluð, til þess að verktakinn þurfi ekki að leigja aðra báta.“ Síðara bréfið er dags. 27. apríl 1960. Þar segir m. a. svo: „1. Með bréfi, dags. 29. ágúst 1957, frá aðalbækistöðvum flug- hersins á Íslandi (IADF) til svæðisforingjans (Area En- gineer) USAED, EO, varðandi afnot verktakans á flutninga- tækjum á sjó, var Íslenzkum aðalverktökum veitt skrifleg heimild til þess að nota þau flutningatæki á sjó, er voru í eign eða leigu flughers Bandaríkjanna, til þess að ljúka við varnarliðsframkvæmdir á H-4. Aðrar skýrslur í þessari skrif- stofu, dagsettar í ágúst 1957, staðfesta, að alla báta, er flug- herinn hafði yfir að ráða við H-4, skyldu aðalverktakar hafa heimild til að nota án nokkurs endurgjalds. 2. Samkomulag þetta var gert með samningi milli Area En- gineer (svæðisforingjans) og aðalbækistöðva flughersins á Íslandi (IADF) til þess að nýta til fulls flutningabáta, sem Bandaríkjastjórn hafði gert sérstakan samning um. 3. Engin samráð voru höfð við þessa skrifstofu um bréfið, dagsett 3. júní 1959, til hr. Magnússonar og undirritað af Captain Blanton.““ Í málinu hefur verið lagt fram vottorð, undirritað af Krist- birni Eydal, dags. 19. september 1960. Þar segir m. a. á þessa leið: „Eitt sinn, er Sigurbergur Árnason, verkstjóri Íslenzkra aðal- verktaka sf. í Aðalvík, krafðist þess, að Kristján B. Magnússon tæki pramma fyrir verktakana í drátt frá Aðalvík til Ísafjarðar á v/s Gylli, IS568, báðu bandarískir starfsmenn flughersins og bandarískra verktaka í Aðalvík mig að túlka það fyrir Kristjáni, að honum bæri ekki nokkur skylda til að annast neina flutn- inga fyrir hina ísl. verktaka. 139 Jafnframt báðu þessir menn mig að túlka það fyrir Kristjáni, að honum væri fullkomlega heimilt að annast slíka flutninga fyrir hina ísl. verktaka, ef hann kærði sig um, og væri honum þá að sjálfsögðu í sjálfsvald sett, hvort hann tæki þóknun fyrir eða ekki.“ Kristbjörn hefur staðfest vottorð þetta fyrir bæjarþingi Ísa- fjarðar 21. nóvember 1960. Jafnframt skýrði vitnið svo frá, að það hefði unnið í Aðalvík frá því á árinu 1955. Minnti vitnið, að atburður sá, sem getið er í vottorðinu, hafi gerzt í júlí eða ágúst 1957. Hafi nöfn og stöður hinna bandarísku starfsmanna flughersins, sem minnzt er á í vottorðinu, verið L/T Thomas B. Schmidt og Raymond Harris, eftirlitsmaður „Corps of Engineers“. Hins vegar mundi vitnið ekki, hverjir hefðu verið hinir banda- rísku verktakar í Aðalvík, né heldur nöfn og stöður hinna banda- rísku starfsmanna bandarískra verktaka, sem talað er um í vott- orðinu. Vitnið gat þess, að ósamkomulag hafi komið upp milli stefn- anda og stefndu, þegar verkstjóri hinna síðarnefndu hafi viljað segja stefnanda fyrir verkum, varðandi ferðir skipsins. Það hafi hvorki stefnandi né L/T Thomas B. Schmidt viljað fallast á. Þess vegna hafi nefndur Schmidt beðið vitnið að annast túlkun þessa, enda hafi hann ekki treyst Sigurbergi Árnasyni til að fara rétt með. Kveður vitnið Thomas Schmidt þá hafa beðið sig að segja stefnanda, að hann væri eigi skyldur samkvæmt samn- ingum að taka við fyrirskipunum frá Sigurbergi Árnasyni. Sigurbergur Árnason, verkstjóri stefndu, hefur komið hér fyrir dóminn 18. apríl 1961 og skýrt svo frá, að það sé rétt, að stefn- andi hafi annazt flutninga þá fyrir stefndu, sem krafið er greiðslu fyrir í máli þessu. Hins vegar kvaðst vitnið ekki minnast þess, að stefnandi hefði nokkurn tíma orðað það, að hann ætti að fá sér- staka greiðslu fyrir þá hjá stefndu, enda hafi jafnan verið litið svo á, að stefndu hefðu afnot þeirra flutningatækja, er flugherinn hefði á leigu. Vitninu var kynnt vottorð Kristbjörns Eydals, sem rakið hefur verið hér að framan, og kannaðist það við atvik það, sem þar er frá greint. Þarna í fjörunni hafi verið saman komnir óbreyttir hermenn og maður með „first Lieutenants“ tign, er séð hafi um flutninga. Ýtarlega aðspurt um atvik þetta, skýrði vitnið svo frá, að það hefði beðið stefnanda að draga pramma til Ísa- fjarðar. En stefnandi hafi færzt undan því og borið við straum- föllum. Kvaðst vitnið ekki muna betur en menn hafi skilið sáttir 740 eftir nokkra rimmu. Ekki minntist vitnið þess, að Schmidt liðs- foringi og Harris eftirlitsmaður hafi viðhaft ummæli þau, sem greind eru í vottorði Kristbjörns Eydals. Taldi vitnið ólíklegt, að svo hafi verið, þar sem yfirmaður Schmidts hafi verið í Aðal- vík, og myndi Schmidt því ekki hafa gefið slíka yfirlýsingu. Stefnandi styður dómkröfur sínar þeim rökum, að hann hafi látið stefndu í té flutningsþjónustu þá, sem hér er krafizt greiðslu fyrir, samkvæmt ósk verkstjóra stefndu. En að sjálfsögðu hafi hann ávallt gætt þess, að flutningur þessi hindraði hann eigi Í að efna samningsskyldur sínar gagnvart flughernum. Enda hafi bandaríski flugherinn eigi ætlazt til þess, að hann léti stefndu í té þjónustu þessa endurgjaldslaust, sbr. bréf flughersins um Þetta atriði, dags. 3. júní 1959, undirritað af William E. Blan- ton jr., manni þeim, er undirritað hafi f. h. flughersins síðasta samninginn við stefnanda. Að endingu telur stefnandi það augljóst, að enda þótt banda- ríski flugherinn hefði viljað, að hann innti af hendi framan- greinda þjónustu við stefndu, þá hafi flugherinn ekki getað skuldbundið hann til að vinna fyrir aðra, nema með sérstöku samþykki stefnanda. Steindu byggja sýknukröfu sína á því, að þeir hafi samkvæmt samningi við verkfræðingadeild Bandaríkjahers f. h. Bandaríkja- stjórnar haft heimild til endurgjaldslausra afnota af flutninga- tækjum á sjó við H-4, sem voru í eigu flughers Bandaríkjanna eða leigð af honum. Samningur þessi hafi tekið yfir tímabilið frá 20. júní 1957 til 10. júlí 1959 eða allan þann tíma, sem kröf- ur stefnanda eru tengdar við. Með samningum þeim, er stefnandi hafi gert við flugher Banda- ríkjanna f. h. Bandaríkjastjórnar, hafi Bandaríkjastjórn verið veitt einkaafnot af skipi stefnanda, er skyldi vera til taks, þegar hinn síðarnefndi óskaði. Samningsákvæði þetta hafi veitt Banda- ríkjastjórn ótakmarkaða heimild til notkunar á skipi stefnanda til flutninga á starfsliði og farmi milli Ísafjarðar og Aðalvíkur. Stefnandi hafi því bundið notkun skips síns svo, að honum hafi verið óheimilt að ráðstafa því án heimildar frá umbjóðanda sínum. Stefndu kveðast ekki hafa komið fram sem leigjendur Gyllis, ÍS568, í umrætt sinn, heldur hafi þeir komið fram sem umboðs- menn verkfræðingadeildar Bandaríkjahers og flughersins sam- kvæmt sérstakri heimild, enda hafi allar þær framkvæmdir, er þeir önnuðust, verið gerðar fyrir flugher Bandaríkjanna. Hafi 741 stefnandi eigi talið, að stefndu hefðu heimild eða umboð til að krefjast flutninga þessara, virðist einhlítt, að honum hafi heldur eigi verið heimilt að annast þá. En með því að veita stefndu þessa þjónustu hafi stefnandi viðurkennt í verki, að sér bæri að annast flutninga þessa fyrir þá, enda hafi stefnandi engum fjárkröfum hreyft á hendur stefndu fyrir flutninga þessa fyrr en seint á árinu 1959, og séu því hugsanlegar fjárkröfur hans löngu niður fallnar sakir tómlætis. Að endingu hafa stefndu mótmælt bréfi flughersins til stefn- anda, dags. 3. júní 1959, undirrituðu af William E. Blanton jr., sem. þýðingarlausu fyrir mál þetta, enda viðurkenni bréfritari, að sér séu einungis kunnar fáar staðreyndir í málinu. Bandaríkjastjórn hafði einkaafnot af m/b Gylli, ÍS568, til flutninga á starfsliði og varningi milli Aðalvíkur og Ísafjarðar þann tíma, sem samningar stefnanda við flugher Bandaríkjanna giltu. Stefndu var síðan veitt hlutdeild í þessum réttindum Bandaríkjastjórnar allt það tímabil, sem reikningar stefnanda ná yfir. Verður ekki fallizt á það með stefnanda, að slíkt réttinda- framsal hafi verið óheimilt án hans samþykkis, þar sem flutn- ingaskyldu hans voru engin takmörk sett í samningum aðiljanna, hvað ferðafjöldann áhrærir, og mátti hann því einu gilda, hvort hann flutti fyrir Bandaríkjastjórn eða aðra aðilja, sem störfuðu í hennar þágu, svo framarlega sem flutningarnir færu fram á hinni samningsbundnu flutningaleið. Ber því að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnanda í máli þessu, enda megna einhliða yfirlýsingar bandarískra starfsmanna ekki að rýra samningsbundinn afnotarétt stefndu á flutninga- tækjum „á sjó við H-4“ greint tímabil. Eftir þessum málalokum verður stefnanda gert að greiða stefndu málskostnað, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 12.000.00. Magnús Thoroddsen, settur borgardómari, kvað upp dóm þenna ásamt meðdómendunum Gunnari Guðjónssyni forstjóra og Ragn- ari Jónssyni hæstaréttarlögmanni. Dómsorð: Stefndu, Íslenzkir aðalverktakar s/f, eiga að vera sýknir af kröfum stefnandans, Kristjáns B. Magnússonar, í máli þessu. Stefnandi greiði stefndu kr. 12.000.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 42 Mánudaginn 26. október 1964. Nr. 42/1963. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) Segn Kristjáni Ágústssyni (Páll S. Pálsson, hrl.), Haraldi Ólafssyni (Einar B. Guðmundsson hrl.) og Eiríki Helgasyni (Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Einar Arnalds, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessor Theodór B. Líndal. Tolllagabrot. Upptaka smyglvarnings. Dómur Hæstaréttar. Með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta ákvæði hans um sýknu til handa ákærða Haraldi Ólafssyni. Um samskipti hinna ákærðu Kristjáns og Eiríks, að þvi er tekur til varnings þess, sem málið snýst um, skal þessa getið: Þeir Eiríkur og Kristján hafa báðir skýrt svo frá, að Eiríkur hafi annazt innkaup á varningnum, þegar hann var á ferð í Bandaríkjunum í októbermánuði 1960. Var varan flutt í vörugeymslu, sem einkafyrirtæki Kristjáns, North American Export Co., hafði aðgang að. Skyldi Kristj- án eða greint fyrirtæki hans sjá um sendingu varningsins til Íslands, þar á meðal annast um að setja hann í umbúðir, merkja hann og flytja til skipaafgreiðslu. Samdi Kristján reikninga um sölu vörunnar frá North American Export Co. til fyrirtækis Eiríks, firmans E. Helgason á Co. í Reykja- vík. Á farmskirteini yfir tvo kassa með varningi, eins og síðar getur, var fyrirtækið North American Export Co. talið sendandi vörunnar. Ákærði Eiríkur lýsti yfir því fyrir dómi hinn 8. febrúar 1961, að ákærði Kristján hefði átt „helm- 143 inginn af sendingunni óskiptri“ og að hann hafi auk þess átt að fá 10% af innkaupsverði vörunnar af hluta Eiriks fyrir að annast sendinguna. Þegar Kristján kom fyrir dóm hinn 18. ágúst 1961, lýsti hann þenna framburð Eiríks rangan. Kvað hann Eirík hafa átt varninginn einan, en hins vegar hafi hann „lagt út í upphafi fyrir vörunum til Eiríks“, en síðar hafi Eiríkur greitt sér vöruna í nóvembermánuði 1960 með tékkávísun frá Útvegsbanka Íslands. Í þinghaldi þessu kvaðst Kristján „hafa átt að fá greidd 10% í umbóðslaun af innkaupsverði vörunnar í Bandaríkjunum frá Eiríki“, en umboðslaun þessi séu þá enn ógreidd. Fyrir dómi 11. september 1961 og 3. janúar 1963 breytti Kristján fram- burði sínum á þá leið, að hann hafi ekki lagt Eiríki til fé til innkaupanna, heldur gengið í ábyrgð gagnvart bandarísku fyrirtækjunum, sem vörurnar voru frá, um skilvísa greiðslu. Auðsætt er af því, sem hér hefur verið rakið, að afskipti ákærða Kristjáns af vörunni voru ekki eingöngu þau að annast sendingu hennar til Íslands, heldur hafði hann einnig meiri hagsmuna að gæta. Í hinum áfrýjaða dómi er því lýst, að umræddur varn- ingur var sendur til Íslands með e/s Lagarfossi í fjórum kössum, en að farmskrá greindi aðeins tvo kassa (farm- skrárnúmer 431). Komið er fram, að hafnarkvittun (Dock Receipt) var gefin fyrir tveimur kössum, og er hún ein- kennd með tölunni 1494. Á kvittunina er einnig skrifað farmskrárnúmerið 431 og rúmmál kassanna, samtals 93.4 rúmfet. Nú er það svo, að á þann kassa, sem í málinu er einkenndur II, er skráð „D R 1494“, og á kassann, sem einkenndur er IV, er einnig skráð talan 1494. Kassarnir nr. HI og IV reyndust við mælingu samtals 90.03 rúmfet, og skeikar þar ekki miklu frá þvi, sem hafnarkvittunin segir um rúmmálið. Hins vegar er samanlagt rúmmál kass- anna nr. Í og Il aðeins 66.58 rúmfet. Það, sem hér hefur verið rakið, bendir eindregið til þess, að bæði hafnarkvitt- unin og farmskrárnúmerið 431 eigi við kassana nr. Ill og IV, og verður það lagt til grundvallar í málinu. Teljast þessir kassar því ekki innfluttir sem smyglvarningur, þó 744 að þyngd þeirra og merking sé ekki í samræmi við tilgrein- ingu á farmskrá, svo sem nánar er lýst í héraðsdómi. Ákærði Eiríkur var staddur í New York, þegar umrædd vara hans var sett í umbúðir og flutt til skips. Það er ljóst af framburði hans fyrir dómi hinn 17. nóvember 1960, að honum var kunnugt um, meðan hann dvaldist í New York, að varan hafði verið sett í fjóra kassa og að farmskirteini hafði ekki verið gert um tvo minni kassana. Þetta kemur einnig heim við framburð ákærða Kristjáns fyrir dómi hinn 8. desember 1960, en þar kveður hann Eirík hafa „fylgzt með því, er vörurnar voru settar í kassana“. Að vísu hafa þeir báðir, Eiríkur og Kristján, breytt þessum skýrslum sínum síðar, en ekkert hefur komið fram, sem hnekki hin- um fyrsta framburði þeirra um þetta efni. Verður að telja ákærða Eirik, sem var innflytjandi vörunnar, eiga aðalsök á misferli því, sem átti sér stað um innflutninginn. En svo sem rakið er í héraðsdómi, átti ákærði Kristján þar einnig sök. Refsikrafa hefur verið gerð á hendur Kristjáni, og er brot hans í héraðsdómi rétt fært til refsiákvæða. Þykir refs- ing hans hæfilega ákveðin sekt, kr. 45.000.00, er renni í ríkissjóð, og komi varðhald 3 mánuði í stað sektar, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði Eiríkur, sem eingöngu hefur verið sóttur til upp- töku, en eigi refsiábyrgðar, skal þola upptöku á varningi þeim, sem var í kössum, auðkenndum nr. Í og Il, en vera sýkn af kröfu um upptöku á varningi í kössum, auðkennd- um nr. 111 og IV. Um sakarkostnað skal fara, sem hér segir: Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Haralds Ólafs- sonar í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 12.000.00, greiðist úr rikissjóði. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Eiríks Helga- sonar í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 16.000.00, skal greiða úr ríkissjóði, þar sem krafa á hendur honum um greiðslu sakarkostnaðar er ekki gerð í ákæruskjali. Ákærði Kristján Ágústsson greiði skipuðum verjanda sín- um í héraði og fyrir Hæstarétti málsvarnarlaun, samtals 145 kr. 20.000.00. Hann greiði og málssóknarlaun fyrir Hæsta- rétti í ríkissjóð, að því er varðar sókn á hendur honum, kr. 8.000.00. Allan annan sakarkostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti greiði ákærði Kristján að % hlutum. Dómsorð: Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sýknu Haralds Ólafs- sonar á að vera óraskað. Málsvarnarlaun skipaðs verj- anda hans í héraði og fyrir Hæstarétti, Einars B. Guð- mundssonar hæstaréttarlögmanns, samtals kr. 12.000.00, greiðist úr ríkissjóði. Ákærði Eiríkur Helgason skal þola upptöku á varn- ingi þeim, sem var í kössum, auðkenndum nr. Í og ll í máli þessu. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans í héraði og fyrir Hæstarétti, Guðmundar Ingva Sig- urðssonar hæstaréttarlögmanns, samtals kr. 16.000.00, greiðist úr ríkissjóði. Ákærði Kristján Ágústsson greiði kr. 45.000.00 sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald 3 mánuði í stað sektar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Hann greiði skipuðum verjanda sínum í hér- aði og fyrir Hæstarétti, Páli S. Pálssyni hæstaréttar- lögmanni, málsvarnarlaun, samtals kr. 20.000.00. Hann greiði einnig saksóknarlaun fyrir Hæstarétti til ríkis- sjóðs, kr. 8.000.00. Loks greiði hann allan annan sakar- kostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti að % hlutum. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 23. febrúar 1963. Ár 1963, laugardaginn 23. febrúar, var í sakadómi Reykjavíkur, sem haldinn var í skrifstofu dómsins að Gunnlaugi Briem saka- dómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 682—684/1963: Ákæru- valdið gegn Kristjáni Ágústssyni, Haraldi Ólafssyni og Eiríki Helgasyni, sem dómtekið var 12. þ. m. 146 Málið er höfðað samkvæmt ákæru, dagsettri 25. október s.l., gegn Kristjáni Ágústssyni heildsala, 30— 18, 79th Street, Jack- son Heights, Long Island, New York, Bandaríkjum Norður-Ame- ríku, Haraldi Ólafssyni, fyrrverandi skipstjóra á m/s Lagarfossi, Kleifarvegi 5, Reykjavík, og Eiríki Helgasyni stórkaupmanni, Laugarásvegi 57, Reykjavík. I. Gegn ákærða Kristjáni Ágústssyni er málið höfðað fyrir brot á 1. mgr. 38. gr. sbr. 2. mgr. 23. gr. laga um tollheimtu og tolleftirlit nr. 68/1956. Þykir ákærði hafa gerzt brotlegur við greind lagaákvæði með því að hafa síðari hluta októbermánaðar 1960, er ákærði sem forstöðumaður North American Export Co. annaðist sendingu á fatnaðarvörum fyrir meðákærða Firík Helgason til E. Helgason éc Co., Reykjavík, Iceland, frá New York með m/s Lagarfossi til Reykjavíkur, ranglega sagt til um þunga, merki og stykkjatal vörusendingarinnar, en ákærði gaf tollfyrirgreiðslumanninum D. J. Ambrosio í New York, sem annaðist útgáfu útflutnings- skjala og farmbréfs, upp þunga vörusendingarinnar sem 500 kíló, eða 500 ensk pund, en þungi varanna ásamt umbúðum reyndist við athugun tollgæzlumanna í Reykjavík vera 703 kíló, og enn fremur gaf ákærði fyrrnefndum tollfyrirgreiðslumanni upp merki vörusendingarinnar sem E. Helgason, Reykjavík, Iceland, og að vörurnar væru j tveimur kössum, en hingað til lands komu umræddar fatnaðarvörur í fjórum kössum með merkinu E. H. Reykjavík, Iceland, í lest m/s Lagarfoss, sem kom til Reykja- víkur frá New York fimmtudaginn 3. nóvember 1960. Il. Gegn ákærða Haraldi Ólafssyni er málið höfðað fyrir brot á 1. mgr. 22. gr. sbr. 42. gr. laga um tollheimtu og tolleftirlit nr. 68/1956, með því að við eftirlit tollgæzlumanna í lest skips ákærða, m/s Lagarfossi, í Reykjavíkurhöfn mánudaginn 7. nóvem- ber 1960 eftir komu skipsins frá New York fimmtudaginn 3. sama mánaðar fundust fjórir kassar með fatnaðarvöru, merktir E. H., Reykjavík, Iceland, að þunga 121, 102, 250 og 230 kíló, samtals 703 kíló, án þess að í farmskrá skipsins væri getið um slíkar vörur með framangreindu merki, þunga og stykkjatölu, en hins vegar var skráð á farmskrá skipsins undir B/L No. 431 tveir kassar Wearing Apparel, sendir af North American Export Co., til E. Helgason ér Co., Reykjavík, Iceland, merktir E. Helga- son, Reykjavík, Iceland, að þyngd 500 ensk pund, og fundust eigi í farmi skipsins kassar, er svöruðu til framangreindrar lýs- ingar, að því er merki snertir. 147 II. Gegn ákærða Eiríki Helgasyni er málið höfðað til að sæta sem eigandi upptöku til ríkissjóðs samkvæmt 4. mgr. 38. gr. laga um tollheimtu og tolleftirlit nr. 68/1956 á fjórum köss- um af fatnaðarvöru, merktum E. H., Reykjavík, Iceland, sem fundust í vörulest m/s Lagarfoss mánudaginn 7. nóvember 1960 og nánar er lýst í II. ákærulið og eigi var getið í farmskrá skipsins. Þess er krafizt, að ákærðu Kristján Ágústsson og Haraldur Ólafsson verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostn- aðar og ákærði Eiríkur Helgason verði dæmdur til að þola upp- töku fjögurra kassa af fatnaðarvöru, sem nánar er lýst í Ill. lið ákærunnar, samkvæmt 4. mgr. 38. gr. laga um tollheimtu og toll- eftirtlit nr. 68/1956. Ákærðu eru allir komnir yfir lögaldur sakamanna. Ákærði Kristján er fæddur 1. júlí 1923 á Brimilsvöllum í Fróðárhreppi. Samkvæmt sakavottorði hefur ákærði á tímanum frá 8/1 1942 — 26/1 1949 í Reykjavík og Hafnarfirði verið sektaður 9 sinn- um fyrir ölvun á almannafæri, þar af 2 sinnum einnig fyrir áflog og óspektir. Nema sektirnar frá 25 kr. upp í 150 kr. Í hvert sinn. Árið 1951, 22/2, var ákærði sektaður um 1200 kr. í Reykja- vík fyrir brot á 1. mgr. 36. gr. laga nr. 63/1937. Árið 1944, 27/6, var ákærði dæmdur í lögreglurétti Reykja- víkur í 10 daga varðhald og sviptur ökuskírteini í 3 mánuði fyrir að stjórna bifreið undir áhrifum áfengis. Árið 1956, 21/11, var ákærði dæmdur í sakadómi Reykjavíkur í 60.000.00 kr. sekt fyrir brot á 1. mgr. 3. gr. laga nr. 88/1953, lögum nr. 63/1933 og 262. gr. hegningarlaga. Árið 1957, 25/11, gekk dómur í Hæstarétti í máli þessu, og var ákærði þá dæmd- ur í 180.000.00 kr. sekt fyrir framangreint brot. Ákærði Haraldur er fæðdur 2. desember 1895 á Ketilseyri í Dýrafirði. Árið 1921, 29/7, og árið 1924, 3/4, var ákærði sektaður Í Reykjavík fyrir bannlagabrot, í annað skiptið 300 kr., en í hitt skiptið 500 kr. 1935, 1/11, og árið 1940, 27/8, var ákærði sektaður í Reykja- vík fyrir brot á tolllögum, í annað skiptið kr. 750.00, en í hitt skiptið kr. 100.00. Þá hefur ákærði hlotið eftirtaldar sektir í Reykjavík: 1940 27/8 5 kr. sekt fyrir brot á lögum nr. 18/1901, 48 1955 11/9 50 kr. sekt fyrir brot á lögum nr. 73/1952 og 1957 13/9 100 kr. sekt fyrir vanrækslu á skoðun bifreiðar. Árið 1961, 7/2, var ákærði dæmdur í Siglingadómi í 3000 kr. sekt og sviptur rétti til skipstjórnar (ekki stýrimennsku) í 3 mán- uði fyrir brot á 15., 16., 27. og 29. gr. sbr. 33. gr. tilskipunar nr. 47/1953 og 261. gr. laga nr. 56/1914. Ákærði Eiríkur er fæddur 25. júní 1927 í Reykjavík. Samkvæmt sakavottorði hefur ákærði á tímabilinu frá 19/2 1947—21/1 1953 verið sektaður í Reykjavík 7 sinnum fyrir ölv- un á almannafæri, og nema sektirnar frá 25—400 kr. í hvert sinn. Þá hefur ákærði á tímabilinu frá 2/2 1955—22/6 1962 verið sektaður 13 sinnum fyrir ýmis umferðarbrot, svo sem ólöglegar bifreiðastöður, ökuhraða og ógætilegan akstur, og nema sekt- irnar frá 50— 1500 kr. hverju sinni. Árið 1952, 15/2, var ákærði kærður fyrir innbrot og þló nað í í íbúð föður síns. Var það mál fellt niður samkvæmt 256. gr., mgr., hegningarlaga. Loks var ákærði 24/11 1953 dæmdur í sakadómi Reykjavíkur í 1200 kr. sekt og sviptur ökuleyfi í 12 mánuði fyrir brot á áfengis- og bifreiðalögum. Málavextir eru þessir: Með bréfi, dagsettu 10. nóvember 1960, kærði tollstjórinn í Reykjavík út af því, að komið hefðu með m/s Lagarfossi, er kom til Reykjavíkur frá New York 3. sama mánaðar, 4 kassar af fatnaðarvörum, einkum barnafatnaði, merktir „E. H, REYKJA- VÍK, ICELAND“. Þegar farið var að athuga farmskrá skipsins, kom í ljós, að merki þetta fannst ekki á henni. Hins vegar voru á farmskránni nr. 431, 2 kassar af fatnaðarvörum (Wearing Ap- Þarel) til „E. Helgason ér Co., Reykjavík, Iceland.“ Á farm- skránni voru kassar þessir sagðir vera merktir E. Helgason, Reykjavík, Iceland, og vera 500 ensk pund að þyngd. Send- andi kassanna samkvæmt farmskránni var fyrirtækið North American Export Co., og var númerið á útflutningsskýrslunni E 2242248. Auk kassa þeirra, er að framan greinir, hafði fyrirtækið North American Export Co. sent til fyrirtækisins E. Helgason ér Co. 1 pappakassa af metravöru úr nælon, og var númer hans á farm- skránni 421. Tollgæzlustjóri kvað kassa þenna hafa komið til skila með réttum ummerkjum, og væri hann því fyrir utan mál þetta. Tollverðirnir Jón Pétur Andrésson og Karl Guðjónsson voru 749 við tollgæzlu í m/s Lagarfossi hinn 7. nóvember, þegar umræddir kassar fundust. Kveðast þeir hafa komið auga á kassana kl. 9—10 að morgni nefnds dags, þegar þeir voru að fylgjast með losun úr III. lest skipsins. Kassarnir voru merktir, eins og áður greinir, „E. H., REYKJAVÍK, ICELAND“, en merki þetta gátu þeir ekki fundið á farmskrá þeirri, sem þeir höfðu meðferðis. Kassarnir voru að sögn tollvarðanna á neðra millidekki Ill. lestar skipsins, þrír á stjórnborðssíðu og einn framan við þilið miðskips. Samkvæmt frásögn Jóns Péturs Andréssonar stóðu þrír kassanna saman með litlu millibili, en sá fjórði þeirra var nokkurn spöl frá þeim framan við þilið miðskips. Að sögn Karls Guðjónssonar stóðu tveir kassanna fast saman og sá þriðji ofan á öðrum þeirra, næstum á sama stað í lestinni og Jón Pétur hefur skýrt frá, að þeir hafi verið. Fjórði kassinn stóð hins vegar nokkurn spöl frá hinum þremur, á sama stað og Jón Pétur hefur skýrt frá. Tollverðirnir kveða affermingu úr m/s Lagarfossi hafa verið búna að standa síðan 3. nóvember, þegar að kössunum kom. Kassarnir voru að sögn Karls Guðjónssonar allir merktir eins með blákrít. Þeir voru af tveimur stærðum, eins og síðar mun rakið. Jón Pétur kveður sér hafa fundizt útlit stærri kassanna með þeim hætti, að þeir þyrftu nánari athugunar við. Að sögn Karls vakti merking kassanna athygli þeirra tollvarðanna og einnig það, að tveir kassanna áttu aðeins að vera til E. Helgason éz Co. sam- kvæmt farmskránni. Kassarnir voru opnaðir í lestinni til athugunar á innihaldi þeirra. Að sögn Karls Guðjónssonar var allur umbúnaður varn- ingsins í þeim óvenjulegur og var talinn þurfa nánari athug- unar við. Kassarnir voru því færðir upp á tollbúð. Samkvæmt farmskránni, en hún er samkvæmt upplýsingum tollgæzlustjóra eina gagnið, sem tollgæzlan fær í hendur sem greinargerð fyrir því, hvað í farminum felst, komu engir kassar fram í farmi m/s Lagarfoss, merktir „E. Helgason ér Co., Reykja- vík, Iceland.“ Tollgæzlan tók margnefnda kassa til rannsóknar, og verður nú rakið það, er kom fram við hana. Til aðgreiningar voru kassarnir samkvæmt skýrslu tollgæzlu- stjóra merktir með rómverskum tölum, og verður þeirri merk- ingu haldið í dómi þessum. Samkvæmt skýrslu tollgæzlustjóra voru kassarnir af tveimur stærðum. Stærri kassarnir, er hafa hlotið merkinguna III og IV, 750 komu fyrst upp úr lestinni. Þeir voru svipaðir að stærð og þyngd og eins að frágangi, t. d. báðir járnbentir, og hið sama var að segja um merkingu þeirra. Merkingin á kössunum var hand- skrifuð með svartkrít, en það kveður tollgæzlustjóri vera frem- ur sjaldgæft um kassa, sem sendir eru af verzlunarfyrirtækjum, þótt slík merking sé að vísu engan veginn eins dæmi. Svipuð vara var í kössunum, eins og síðar mun rakið, og allt benti til þess, að þeir væru samstæðir. Merkingin „E. H., REYKJAVÍK, ICELAND“, var skráð á tvær hliðar allra kassanna samkvæmt upplýsingum frá tæknideild rannsóknarlögreglunnar, er sá um ljósmyndun þeirra. Kassi nr. III vó 250 kg, eða 551 enskt pund. Á hann var skráð auk merkingarinnar „D R 1494, Lagarf., 2, R/Vík“, og sérstæð á öðrum kassanum var talan „488. Rúmmál kassa þessa var 107X327>32" eða 41.48 rúmfet. Samkvæmt upplýsingum toll- gæzlunnar voru í kassa þessum eftirtaldar vörur: Smábarnaföt .................. 240 stk. Barnabuxur úr nælon ........ 999 — Barnasmekkir úr bómull ...... 120 — Barnapeysur úr bómull ....... 348 — Telpukjólar ................... 222 — Smábarnaföt m/húfu ......... 418 — Prjónakjólar ....,.......0...... 294 — Kassi nr. IV vó 230 kg eða 507 ensk pund. Á hann var skráð auk merkingarinnar „1494, 2 R/VÍK, L/FOSS“. Rúmmál kassa þessa var 100%X31947X3734" eða 48.55 rúmfet. Í kassa þess- um voru samkvæmt upplýsingum tollgæzlunnar þessar vörur: Nælon-barnagallar ............ 108 stk. Barnabuxur ................... 719 — Sokkabuxur ................... 595 — Húfur, orlonprjón ............. 576 — Samanlögð brúttóþyngd kassa III og IV er því samkvæmt framansögðu 580 kg eða 1058 ensk pund, og rúmmál þeirra er samanlagt 90.03 rúmfet. Minni kassarnir eða kassar, merktir I og II, fundust í lest. inni að sögn tollgæzlustjóra, eftir að Nr. Ill og IV voru komnir Í vörugeymsluhús og höfðu verið teknir þar til athugunar. Kass- ar þessir virtust samstæðir. Þeir voru líkir að stærð, með svip- uðu innihaldi og frágangur þeirra áþekkur, t. d. var hvorugur 751 kassanna járnbundinn. Merking kassanna var eins, gerð með merkibleki og algengum merkisstöfum. Kassi nr. I vó 121 kg eða 266.7 ensk pund. Á kassa þessum kemur fyrir áletrunin 48-%, skráð með blýanti, og kveður toll- gæzlustjóri hugsanlegt, að hún hafi verið gerð, eftir að kassarnir komu hingað. Þess er getið, að talan 1494 sé ekki á kassa þess- um. Rúmmál kassans er 3970" ><4514">X3314" eða 34.65 rúmfet. Samkvæmt upplýsingum tollgæzlunnar voru í kassa þessum eftir- taldar vörur svo og tómir pappakassar: Nr. 920 Barnakjólar, nælon ......... 24 stk. — 1513 Barnakjólar, nælon ......... 24 — — 803 Barnakjólar, nælon ......... 24 — — 1414 Barnakjólar, nælon ......... 24 — — 1522 Barnakjólar, nælon ......... 19 — — 219 Barnakjólar, nælon ......... 11 — Skriðföt úr bómull ......... 60 — Skriðföt, prjónuð ........... 59 — — 901 Peysur úr bómull .......... 12 — Terry Cap, baðhettur ..........0..... 120 — Tómir pappakassar, áprentaðir ....... 358 — Tómir pappakassar, óáprentaðir ...... 284 — Kassi nr. II vó 102 kg eða 224.8 ensk pund. Hið sama er um kassa þenna að segja og kassa nr. I, að áletrunin 1494 kemur þar ekki fyrir. Á kassa þessum er auk merkingarinnar eftir- farandi áletrun, rækilega yfirstrikuð, en þó læsileg: „Lot 706 435 (Fremsta talan e.t.v. 9) CID 365575 — 1 367 X 364 Col.“ Enn fremur kemur fyrir sérstök og óútstrikuð talan 553, skrif- uð með blýanti. Að því er tollgæzlustjóri segir, kann hér að vera um að ræða áritun, sem gerð hefur verið, eftir að kassarnir komust í hendur tollgæzlunnar hér. Loks er talan 76 skrifuð með merkibleki, að því er virðist. Ekkert innbyrðis samband virðist vera milli þessara tveggja síðastgreindu talnaáletrana og ann- arra áletrana á kassanum. Í upphafi rannsóknar málsins var þessara merkja ekki getið. Kveður tollgæzlustjóri það hafa stafað af því, að þau hafi enga þýðingu gagnvart tollgæzlunni hér. Tollgæzlan geti einungis farið eftir þeim auðkennum, sem koma fram á farmskránni, 152 þegar um það er að tefla, hvort réttilega hafi verið gerð grein fyrir varningi, sem finnst í farmi skipa, enda sé farmskráin eina gagnið, sem tollgæzlan fái í hendur, fyrir því, hvað í farmin- um felist, eins og áður segir. Rúmmál kassa þessa er 3310" ><8014"<54" eða alls 31.93 rúm- fet. Samkvæmt upplýsingum tollgæzlunnar voru í kassa þess- um eftirtaldar vörur og tómir pappakassar: Sokkabuxur ...........0.0...... 73 stk. Barnabuxur úr nælon ......... 252 — Tómir pappakassar ............ 68 — Samanlögð brúttóþyngd kassa I og II eru því 223 kg eða 491.5 ensk pund og rúmmál þeirra alls 66.58 rúmfet. Við athugun á innihaldi kassanna fundust pökkunarlisti (Pack- ing List) með dagsetningunni 10/10 1960 og pökkunarmiði (Pack- king Slip) með dagsetningunni 1/7 1960 til fyrirtækisins North American Export Co. Var pökkunarmiðinn í kassa nr. III. Þá kom fram við athugun á pappakössum, sem voru í köss- unum, að rifið eða skafið hafði verið út af merkimiðum, sem á þá voru límdir, að því er virðist heiti fyrirtækis þess, sem þeir höfðu verið sendir til. Partar af einum slíkum merkimiða fundust í einum kassanna, og þegar þeir höfðu verið settir sam- an (sjá dómskjal nr. 19), kom í ljós, að á miðanum hafði staðið North American Export Co. og heimilisfang fyrirtækisins. Ákærði Kristján og ákærði Eiríkur voru báðir í Bandaríkj- unum, þegar m/s Lagarfoss kom hingað til lands í umrætt skipti, en ákærði Kristján er þar búsettur, eins og áður greinir. Ákærði Eiríkur kom hingað til lands 16. nóvember 1960 sam- kvæmt upplýsingum Útlendingaeftirlitsins. Var hann búinn að vera í Bandaríkjunum síðan 2. október. Enn fremur skýrði Út- lendingaefttirlitið frá því, að hann hefði farið þangað tvisvar áður á árinu. Í fyrra skiptið fór ákærði 27. janúar og kom aftur 1. marz, og síðara skiptið fór ákærði 23. júní og var til 18. ágúst. Daginn eftir að ákærði kom frá Bandaríkjunum eða hinn 17. nóvember, var fyrst þingað í máli þessu. Mætti ákærði þá og gaf skýrslu. Jafnframt lagði hann fram frumrit af farmskírteini yfir margnefndar fatnaðarvörur, og eru þær tilgreindar þar á sama hátt og á farmskránni. Auk þess afhenti ákærði reikninga, dagsetta 24. október 1960, frá fyrirtækinu North American Export Co. til fyrirtækis síns 153 FE. Helgason ér Co. yfir vörusendinguna. Á reikningi þessum er skýrt frá magni, heiti og verði varanna. Leyfi til útflutnings varningsins frá Bandaríkjunum er skráð á reikningana. Síðar kom í ljós, þegar varningurinn í kössunum hafði verið talinn, að vörumagnið í þeim var ekki fyllilega í samræmi við það, er á reikningunum greindi. Var ýmist meira af sumum vöru- tegundum í kössunum en vera átti samkvæmt reikningunum eða þá minna. Samkvæmt framangreindum vörureikningum átti eftirtalinn varningur að vera í sendingunni: Vörureikningur á dskj. nr. 7. 108 stk. Children's Snowsuits (barnagallar) á $2.10 Alls $ 226.80 48 tylftir Children's Caps (barnahúfur, prjónaðar) ........0000000 000... — $9.07 — $435.36 50 tylftir Children's Tights (barnasokka- buxur) ......0000000 0... — $3.10 — $155.00 25 tylftir Children's Panties (barnanær- buxur) ......00000 0000 —- $3.25 — $ 81.25 16 tylftir Children's Panties (barnanær- buxur) .......000000 000 — $3.50 — $ 56.00 21 tylftir Children's Panties (barnanær- buxur) ......0002000 00... — $4.50 — $ 94.50 $ 1048.91 Umbúðir og sending $ 15.00 U.S. $ 1063.91 Samkvæmt talningu tollgæzlumanna vantar 5 stk. af Children's Tights (barnasokkabuxum) í kassana, en að öðru leyti er reikn- ingur þessi yfir vörurnar réttur. Vörureikningur á dskj. nr. 8. 15 tylftir Children's Nylon Dresses (næ- lonkjólar barna) ......000000000.... á $ 6.75 Alls $101.25 4 tylftir Children's Nylon Dresses (næ- lonskírnarkjólar) .......0.00000.... — $12.75 — $ 51.00 41 tylft Children's Creepers Crawlers (smábarnafðt) ........00000...... —- $12.75 — $522.75 14 tylftir Children's Creepers Crawlers 48 (skriðföt) .........0.00 00. —- $ 6.38 — $ 89.32 9 tylftir Children's Creepers Crawlers (skriðföt) .........0000 00 - $ 6.75 — $ 60.75 20 tylftir Children's Panties Sets (barna- buxnasett) ..............0......... — $12.75 — $255.00 50 tylftir Children's Panties Diaper (barnableyjusett) ................. — $ 2.13 — $106.50 32 tylftir Children's Panties (barnanær- buxur) ........0.0 00 — $ 350 — $112.00 27 tylftir Children's Panties (barnanær- buxur) .........000 00 —$ 450 — $121.50 5 tylftir Children's Diaper Set (barna- bleyjusett) ...............0....... — $12.75 — $ 63.75 10 tylftir Children's Bibs (barna- smekkir) .............00. 000. — $ 1.20 — $ 12.00 10 tylftir Children's Sweaters (barna- PEYSUP) „......... —-$ 6.75 — $ 67.50 10 tylftir Children's Sweaters (barna- PEYSUT) .......0.000 0 —-$ 5.45 — $ 5450 $ 1617.79 Pökkun og sending $ 2250 U. S. $ 1640.29 Samkvæmt talningu tollgæzlumannanna vantar 6 stk. af Child- ren's Nylon Dresses (nælonkjólum barna) og 716 stk. af Child- ren's Creepers Crawlers (smábarnafötum), Children's Panties Sets (barnabuxnasettum), Children's Panties Diaper (barna- bleyjusett) í kassana upp á sendinguna, en umfram það, sem á að vera samkvæmt reikningunum, eru 288 stk. Panties (barna- nærbuxur) og 108 stk. Sweaters (barnapeysur). Vörureikningur á dskj. nr. 9. 9 tylftir Children's Creepers (smá- barnaföt, skriðföt) ................ á $12.75 Alls $114.75 10 tylftir Children's Nylon Dresses (nælon barnakjólar) ............. -$ 6.75 — $ 67.50 10 tylftir Ladies" Shower Caps (baðhúf- ur kvenna) .......000000 00 — $ 4.00 — $ 40.00 1 tylft Children's Sweaters (barna- DEYSUF) ......00.0000 00 — $ 6.75 1 tylft Children's Nylon Dresses .... — $ 12.75 U. S. $241.75 Af Children's Creepers (smábarnafötum, skriðfötum) voru í kassanum 11 stk. umfram það, er á vörureikningi greindi, en af Children's Nylon Dresses (nælonkjólum barna) vantaði 6 stk. upp á sendinguna. Vörureikningur á dskj. nr. 10. 11 tylftir Children's Tights (barna- sokkabuxur) ..........0000000 00... á $3.10 $ 34.10 21 tylftir Children's Panties (barna- nærbuxur) ..........20000. 0... — $3.50 $ 73.50 $ 107.60 Af Children's Tights (barnasokkabuxum) vantaði 59 stk. upp á sendinguna. Í vörn Einars B. Guðmundssonar hæstaréttarlögmanns, skip- aðs verjanda ákærða Haralds Ólafssonar, er skýrt frá því, með hvaða hætti vörur eru afgreiddar til skipa, sem flytja þær frá New York til Reykjavíkur. Kveðst lögmaðurinn í örstuttu máli vilja gera grein fyrir þessu, og segir svo í vörn hans um þetta: „Hinn bandaríski sendandi snýr sér til sérstaks firma (For- warder eða Forwarding Agent), sem hann fær vörurnar í hend- ur, og felur því jafnframt að annast útflutnings- og tollafgreiðslu þeirra svo og afhendingu í vörugeymslu á hafnargarði þeim, er skipið, sem vörurnar tekur, leggst að. Að þessu loknu fær af- greiðslufirmað viðurkenningu fyrir afhendingu vörunnar í vöru- geymsluhús, svokallað „Dock Receipt“. Afgreiðslufirmað býr síðan til farmskírteini, fer með það í skipaafgreiðsluna, sem að því er Eimskipafélagið snertir, er Thule Ship Agency í New York, og fær farmskírteinið gefið út gegn afhendingu þessa af- hendingarseðils (Dock Receipt). Skipaafgreiðslan semur síðan farmskrá samkvæmt þeim farmskírteinum, er afgreiðslan hefur gefið út. Farmskráin er afhent skipinu og jafnframt send skips- eiganda (hér Eimskipafélagi Íslands) í flugpósti ásamt afriti af farmskírteinum.“ Dómarinn skrifaði Eimskipafélagi Íslands bréf, dagsett 22. nóvember 1960, skýrði þar frá málavöxtum og fór þess á leit 1568 við félagið, að það kannaði mál þetta. Svarbréf barst frá félaginu 14. desember sama ár, og fylgdu því nokkur skjöl. Í bréfi D. J. Ambrosio, tollfyrirgreiðslumanns í New York, til Thule Ship Agency, Inc., er hefur umboð fyrir Eimskipa- félagið þar, dags. 1. desember, en D. J. Ambrosio hafði á hendi fyrirgreiðslu við útflutning umræddra vara, segir, að þegar nauð- synleg skilríki, þ.e.a.s. hafnarkvittun, tollgæzluskírteini og hleðslu- skírteini vegna skipsins, höfðu verið gefin út, hafi merking til útskipunar verið tilgreind þannig: „E. HELGASON, REYKJA- VÍK, ICELAND“. Seinna hafði North American Export Co. skýrt sér frá því, að kassarnir hafi í rauninni verið merktir: „E. H. REYKJAVÍK 2“. D. J. Ambrosio kveður útflutningsskýrslu til tollyfirvalda, „Shipper's Export Declaration“, hafa verið gefna eftir upplýs- um, sem látnar hafi verið í té í símtali. Loks skýrir D. J. Ambrosio frá því, að sölureikninga yfir send- inguna hafi hann fengið í hendur, eftir að m/s Lagarfoss hafði látið úr höfn. Í útflutningsskýrslunni til tollyfirvalda, „Shipper's Export De- claration“ frá D. J. Ambrosio, dags. 24. október 1960, segir, að varan hafi verið flutt út með m/s Lagarfossi frá bryggju A, Erie Basin í New York. Útflytjandi er North American Export Co., og umboðsmaður þess er D. J. Ambrosio. Endanlegur viðtakandi vörunnar er sagður E. Helgason ér Co., Reykjavík, Iceland, og merking hennar er „E. HELGASON, REYKJAVÍK, ICELAND“. Varan er sögð í tveimur kössum og vera fatnaður, „Wearing Apparel“. Síðan er varan talin upp, gefin upp brúttó og nettó þyngd hennar í enskum pundum og f.o.b. verð í bandarískri höfn. Er þetta á þessa leið: Heiti Brúttóþyngd Nettóþyngd F.o.b.verð „(Children's Clothing — Nylon Snowsuits Dresses ........ 250 200 1bs. $831 „Children's Underwear — Nylon Pajamas — Panties- Tights)“ 150 100 — $775 „(Cotton — Children“s — Pan- ties — Pajamas)“ ......... 50 30 — $600 „Plastic Panties — Children's)“ 15 9 — $ 240 „(Children's Caps — Wool)“ 20 48 dos. $436 „(Children's Sweaters)“ 15 9 lbs. $135 757 Ljósrit af hafnarkvittun liggur fyrir. Hún er dagsett 20. októ- ber 1960, og er númer hennar 1494. Farmskírteinisnúmer er skráð á hana, og er það 431. Samkvæmt hafnarkvittuninni hefur verið tekið á móti á bryggju A, Erie Basin í New York, tveimur kóss- um af fatnaði frá D. J. Ambrosio á vegum North American Ex- port Co. Á sendingin að fara með m/s Lagarfossi til Reykja- víkur. Sendendur segja vöruna hafa vegið 500 ensk pund. Varan er sögð merkt „E. HELGASON, REYKJAVÍK, ICELAND“. Sam- kvæmt hafnarkvittuninni hafa kassarnir verið afhentir á bryggj- unni 21. október, kl. 8.34. Með kassana kom flutningabifreið frá Hertz Corporation, og hafði hún skrásetningarmerkið 155282. Bifreið þessi fór á brott af bryggjunni kl. 1.52 e. h. Á hafnarkvittunina er skráð rúmmál kassanna. Reiknast það Þannig: 1: 6/0, 2/8, 2/8 og 2: 6/0, 3/2, 2/8 eða samtals 93/4 rúmfet. Í bréfi frá Thule Ship Agency, Inc., dagsett 8. desember 1960, segir svo um þetta, að með því að bera saman mál þessi við málin á kössunum muni vera hægt að ganga úr skugga um það, hverjir þeir tveir kassar hafi verið, sem í rauninni hafi verið afhentir heiðarlega sem farmsending. Enn fremur segir í bréfi þessu, að móttökumaðurinn á bryggju A hafi spurt talningarmanninn, sem tók á móti sendingunni, hvort hinir tveir heiðarlega sendu kassar hefðu verið merktir „E. H.“ eða „E. HELGASON“. Því miður hafi talningarmaður- inn ekki munað það með vissu, að því er segir í bréfinu, en sagt, að sig minnti, að kassarnir hefðu verið merktir „E. HELGASON“. Í bréfi þessu segir, að Thule Ship Agency, Inc., hafi og út- vegað sölureikningana yfir vörusendinguna. Að þeim verður ekki vikið hér, enda hafa þeim verið gerð skil hér að framan. Loks segir í margnefndu bréfi, að Thule Ship Agency, Inc., hafi enga tilkynningu fengið frá útflytjendum eða þeim, sem önnuðust sendinguna þeirra vegna, að afhentir hefðu verið fjórir kassar í stað tveggja, þeirra er tilfærðir voru á NY/RVK (b. e. New York til Reykjavíkur) með farmskírteinisnúmerinu 431, og engin tilraun hafi verið gerð til þess að fá farmskírteini vegna tveggja aukakassanna. Farmskírteini fyrir vörusendinguna er nr. 431, og er það út- gefið 26. 10. 1960. Á því stendur, að um fatnaðarvöru sé að ræða í 2 kössum, 500 ensk pund að brúttóþyngd. Móttakandi vörunn- ar er „E. HELGASON, REYKJAVÍK, ICELAND“. Ekki er getið um rúmmál vörunnar á skírteininu. 758 Á afriti farmskírteinis er rúmmál kassanna handskrifað og talið 93/4 rúmfet. Á það eru og skráðir útreikningar á farm- gjaldi fyrir vörusendinguna. Útreikningar þessir reyndust ekki réttir, og mun komið að því síðar. Á miða, sem festur er við afritið, er tilkynning, dagsett 3. nóvember 1960, frá Eimskipa- félaginu. Er þar skorað á viðtakanda að sækja vöruna sem fyrst. Samkvæmt leiðarbók m/s Lagarfoss var lokið lestun í New York í undirlestir III. lestar, þ. e. botnlest og milliþilfar skips- ins, kl. 1200 á hádegi mánudaginn 24. október. Voru þá lagðar frystilúgur í efra milliþilfar og það kælt. Þriðjudaginn 25. októ- ber, kl. 1720, var lokið við lestun í Ill. lest, og skömmu eftir miðnætti aðfaranótt 26. október lagði skipið af stað áleiðis til Reykjavíkur. Mat var látið fram fara á varningi þeim, sem var í marg- nefndum kössum. Undirmat höfðu á hendi þeir Sigurgeir Ás- björnsson tollvörður og Björn Guðmundsson, skrifstofumaður í verðlagningadeild Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Sam- kvæmt matsgerð þeirra reyndist f.o.b.verð varanna það, er nú skal greina: Í kassa nr. 1 $390.24, í kassa nr. II $ 156.40, í kassa nr. III $2.139.76 og í kassa nr. IV $1.928.60. Alls nemur matsverðið $4.615, eða ísl. kr. 175.831.50 með þáverandi gengi. Heildsöluverð vörunnar allrar var talið kr. 535.594.98 og smá- söluverð með 3% söluskatti kr. 677.292.50. Um matið kveðast matsmenn taka fram, að við ákvörðun f.o.b. verðs hafi þeir að mestu leyti stuðzt við verð. og myndlista frá amerísku „magazine“-fyrirtæki og dregið frá þeirra verði um 30%. Enn fremur kveðast þeir hafa í sumum tilvikum haft til hliðsjónar verðlag á sams konar vörum í verzlunum í Reykjavík. Fyrir dómi hafa matsmennirnir skýrt frá því, að ekki hafi verið hægt að styðjast við innkaupareikningana frá ákærða Eiríki, er að framan hafa verið raktir, vegna þess að vörumagn það, er á þeim greinir, hafi ekki í öllum atriðum verið í samræmi við innihald kassanna. Þá virðist verðið á innkaupareikningunum vera óeðlilega lágt í mörgum tilfellum og alls ekki fá staðizt. Varan í kössum nr. I og II var í pappakössum yfirleitt. Hins Vegar var varan í kössum nr. III og IV yfirleitt ekki í smápappa- kössum. Í kassa nr. I voru 642 tómir pappakassar og í kassa nr. í voru þeir 68. Voru kassar þessir bæði lausir og búntaðir. Að því er Sigurgeir Borgfjörð hefur skýrt frá, voru kassarnir 159 af tveimur gerðum og undir ákveðnar vörutegundir, þ.e.a.s. kven- fatnað og smábarnakjóla eða smábarnapeysur. Yfirmat og endurtalning á vörunum voru látin fara fram, og voru þeir Sigmundur Gíslason yfirtollvörður, Jónas Hallgríms- son tollvörður og Sveinn Helgason stórkaupmaður, hér í borg, skipaðir til þessa starfa. Varð niðurstaðan af því þessi: Kassi nr. 1. 10 tylftir Children's Creepers (smábarnaföt), og var það 1 tylft meira en á vörureikningi. 91, — — Children's Nylon Dresses (nælon barnakjólar), og var það %. úr tylft minna en á vörureikningi. 10 — Ladies Shower Caps (baðhúfur kvenna). 1 — Children's Sweaters (barnapeysur). 142 tylftar Children's Nylon Dresses (nælon skírnarkjólar), og var það “2 úr tylft minna en á vörureikningi. Varning þenna mátu yfirmatsmenn á $346.63. Kassi nr. 11. 11 tylftir Children's Tights Yvi (barnasokkabuxur). 7 — Children's Panties 2004 (barnanærbuxur). 7 — Children's Panties 1087 (barnanærbuxur). 7 — Children's Panties 1043 (barnanærbuxur). Við talningu reyndist varningurinn í kassa þessum samhljóða vörureikningi. Viðvíkjandi Children's Tights (sokkabuxum), taka matsmenn fram, að um afsláttar (party) kaup geti verið að ræða. Litir og stærð er ósamvalið. Litasortering bendir til þess, að kaupandi hafi ekki ráðið litum og stærðum. Eins og áður greinir, voru pappaumbúðir (pappakassar) í fram- angreindum kössum, 642 í kassa nr. Í og 68 í kassa nr. II. Telja matsmenn kassana bera með sér, að þeir séu ætlaðir til um- búða um vöruna, og eru þeir því reiknaðir með í matsverðinu. Varninginn í kassa nr. Il mátu matsmenn á $ 186.45. Kassi nr. Il. 27 tylftir Children's Creepers (smábarnaföt, skriðföt). 14 — — Creepers (smábarnaföt, skriðföt). 8 — — Creepers (smábarnaföt, skriðföt). 6 — — Creepers (smábarnaföt, skriðföt). 9 — — Sweaters (Creap. á r.) (barnapeysur). 20 — — Panty Sets (barnabuxnasett). 5 — — Diaper Sets (barnableyjusett). 24 — — Panties nr. 1043 (barnanærbuxur). 32 — — Panties nr. 1087 (barnanærbuxur). 760 27 — — Panties nr. 2004 (barnanærbuxur). 10 — — Bibs (barnasmekkir). 20 — — Sweaters (barnapeysur). 15 — — Nylon Dresses (nælonkjólar barna). 4 — — Nylon Dresses (nælon skírnarkjólar). Af Children's Panties nr. 1043 (barnanærbuxum) var 26 tylft- um minna magn en á vörureikningi. Varningurinn í kassa þessum var metinn á $ 1.995.40. Kassi nr. IV. 108 stk. Children's Snowsuits (barnagallar). 50 tylftir Children's Tights (barnasokkabuxur). 234 — — Panties nr. 1043 (barnanærbuxur). 16 — — Panties nr. 1087 (barnanærbuxur). 21 — — Panties nr. 2004 (barnanærbuxur). 6 — — Caps nr. 246 (barnahúfur, prjónaðar). 6 — — Caps nr. 248 (barnahúfur, prjónaðar). 6 — — Caps nr. 138 (barnahúfur, prjónaðar). 6 — — Caps nr. 100 (barnahúfur, prjónaðar). 6 — -- Caps nr. 735 (barnahúfur, prjónaðar). 6 — — Caps nr. 109 (barnahúfur, prjónaðar). 6 — — Caps nr. 686 (barnahúfur, prjónaðar). 6 — — Caps nr. 934 (barnahúfur, prjónaðar). Af Children's Panties nr. 1043 (barnanærbuxur) var 15 tylft minna magn en á vörureikningi. Um Children's Tights (barna- sokkabuxur) segja matsmenn, að um sömu vöru sé að ræða og í kassa nr. II. Litir og stærðir eru ósamstæð. Varningurinn í kassa þessum var metinn á $1.573.60. Í greinargerð taka yfirmatsmenn fram, að vitanlegt sé, að hægt sé að gera innkaup á vörum í Bandaríkjunum af „export- firmum“ eða fyrir milligöngu þeirra á a.m.k. þrennan hátt: 1) Eftir venjulegum verðlistum frá exportfirmunum, er hafa vöruna á lager. 2) „Exportfirmun“ taka að sér að velja og kaupa vöruna af framleiðendum og sjá um sendinguna fyrir hönd kaupanda. 3) Innflytjendur kaupa beint frá framleiðanda og fá „export. firmu“ til að annast alla fyrirgreiðslu, pökkun og sendingu. Verði þóknun sú, sem „exportfirmun“ taka, mismunandi há eftir því, hver þessara leiða er farin, og geti hún numið frá 5—25%. Matsmenn kveðast hafa haft hliðsjón af ofangreindu við mat sitt á vörunni, auk þess sem þeir hafi kynnt sér smásöluverð á 761 svipuðum vörum í verzlunum hér, og álíti því matsverðið sann- virði vörunnar. Við verðútreikninga kveðast matsmenn hafa tekið alla kostn- aðarliði, sem venja sé að taka og leyfðir séu af verðlagsstjóra. Samkvæmt matinu nam f.o.b. verð alls varningsins, er að framan greinir, kr. 156.289.29, kostnaðarverð nam. kr. 439.061.48, heildsöluverð kr. 478.583.48 alls og smásöluverð með 3% sölu- skatti alls kr. 616.175.33. Ákærði Eiríkur mætti fyrst fyrir dómi 17. nóvember 1960, eða daginn eftir að hann kom heim frá Bandaríkjunum, eins og áður greinir. Ákærði hafði farið þangað 2. október og var búinn að vera þar síðan. Ákærði var fyrir vestan eða nánar tiltekið í New York, á meðan m/s Lagarfoss hafði þar viðkomu Í marg- nefnt skipti. Ákærði hefur skýrt frá því, að ferð þessi hafi verið farin aðal- lega í vezlunarerindum. Ákærði kveðst sjálfur hafa annazt innkaup í New York á varningi þeim, sem var í margnefndum 4 kössum, er komu með m/s Lagarfossi. Varninginn keypti hann hjá einum 5 fyrirtækjum. Varningurinn var sendur til fyrir- tækisins North American Export Co., og átti það að sjá um pökkun á honum og útflutning, m. a. með því að fá útflutn- ingsleyfi. Ákærði var í þinghaldi þessu að því spurður, hvort einhverjir Íslendingar ynnu hjá fyrirtækinu North American Export Co. Kvað ákærði einn Íslending starfa þar, en frá nafni hans vildi hann ekki skýra. Þegar varningurinn var kominn til nefnds fyrirtækis, var ætl- unin að hann yrði settur í tvo stóra kassa. Þegar til kom, reynd- ust kassarnir ekki nógu stórir fyrir allan varninginn, og þar sem búið var að pakka niður í þá, var þeim lokað og þeir sendir út í m/s Lagarfoss. Var búið að útbúa farmskírteini fyrir kass- ana og þeir taldir vera 500 ensk pund að þyngd. Hér var þó um ágizkun eina að ræða að sögn ákærða, eins og venja er. Kass- arnir voru í rauninni helmingi þyngri eða 500 kg., og hefðu átt að vera skráðir þannig. Því, sem eftir var af varningnum, var pakkað niður í tvo minni kassa ásamt tómum pappakössum og þeir sendir út í m/s Lagarfoss á síðustu stundu, áður en skipið fór frá New York. Vegna þess hve tíminn var naumur, var farið með kassana beint út í skipið, án þess að útbúið væri fyrir þá farmskírteini. Sáu bandarískir verkamenn um útskipun á kössunum, en engir 762 Íslendingar komu þar nærri, að ákærði vissi til. Ákærði kveðst hafa gert tilraun til að ganga frá farmskírteini fyrir kassana, en það hafi þá verið of seint og ekki tekizt. Ákærði skýrir frá því, að kassarnir hafi verið merktir hjá North American Export Co. Voru þeir merktir „E. H.“ og síðan númer sett á þá. Ákærði hafði ekki með merkingu að gera. Ákærði lagði fram í þinghaldi þessu farmskírteini og reikn- inga yfir vöruna frá North American Export Co. Ákærði kveðst hafa framvísað reikningunum í Útvegsbankanum til greiðslu, þegar er hann kom hingað til lands, en síðan átti að tollafgreiða vöruna að hans sögn. Í þinghaldi 8. og 10. febrúar 1961 breytti ákærði Eiríkur í verulegum atriðum framburði sínum. Það hafði komið í ljós við frekari rannsókn málsins, eins og áður er rakið, að fram- burður ákærða um það, að minni kassarnir, eða kassar I og II, hefðu verið fluttir út í m/s Lagarfoss á síðustu stundu, áður en skipið lagði af stað frá New York, fékk ekki staðizt. Eins og áður er rakið, stóð í leiðarbókum skipsins, að undirlestum 111. lestar, þar sem kassarnir voru, hefði verið lokað kl. 1200 á hádegi 24. október, en skipið fór ekki frá New York fyrr en skömmu eftir miðnætti aðfaranótt hins 26. Kassarnir, sem voru allir á svipuðum stað, höfðu því verið komnir út í skipið 1% sólarhring áður en það lagði af stað frá New York. Ákærði var beðinn að gefa skýringu á þessu. Skýrði hann þá frá því, að ákærði Kristján hefði skýrt sér frá þessu, en hann ekki vitað um það af eigin raun. Í þessu sambandi bætti ákærði við, að hann hefði ekkert um mál þetta vitað, fyrr en það var skeð hér heima, eins og ákærði orðaði það. Búið var að yfirheyra ákærða Kristján, og var ákærða bent á Það, sem hann segði um þetta. Mótmælti ákærði framburði hans og kvað hann meira og minna rangan. Ákærði kveður ákærða Kristján reka einan framanskráð fyrir- tæki, og hefur hann að sögn ákærða ekkert starfsfólk í sinni þjónustu, nema að bróðir hans mun eitthvað aðstoða hann. Ákærði kveðst ekki vita annað en ákærði Kristján eigi fyrir- tækið einn. Ákærði neitaði að eiga nokkuð í því. Kvað hann það hafa komið til tals, en ekki orðið af því. Ákærði fól North American Export Co. að sjá um útflutning varningsins, og annaðist ákærði Kristján það algerlega, en ákærði hafði sjálfur engin afskipti af því. Ákærði kveðst ekki hafa vitað, hvernig ákærði Kristján hagaði sendingu varanna, og 763 ekki heldur, hvað var í kössunum 4, fyrr en eftir á, þegar birzt höfðu í blöðum hér í borg fréttir um það. Að sögn ákærða leyndi ákærði Kristján hann alveg því, hvernig hann ætlaði að haga sendingu varningsins. Þá skýrði ákærði frá því, að ákærði Kristján hefði átt helm- inginn af sendingunni óskiptri. Átti hann að fá helminginn af ágóðanum af henni hér heima, enda hafði hann að sögn ákærða lagt til helminginn af innkaupsverðinu. Auk þess fékk ákærði Kristján í sinn hlut 10% af hluta ákærða af innkaupsverði vör- unnar fyrir að annast sendingu hennar. Ákærði átti sjálfur að selja vörurnar í sendingunni, og var hann búinn að ráðstafa vörunum meira og minna. Kveðst ákærði hafa ákveðna við- skiptavini, sem hann selji vörur. Mest af barnafatnaðinum í sendingunni átti að fara í verzlunina Valborg hér í borg, en öðru var óráðstafað. Ákærði kveðst ekki vita, hvað vakað hafi fyrir ákærða Kristjáni með því að setja ekki kassana 2 á farmskrá. Kveður ákærði fyrirtæki hans hafa séð um útflutning á vörum fyrir sig frá Bandaríkjunum. Átti ákærði þá einn vörurnar, og var allt með felldu um þær sendingar. Ákærði kveðst ekki geta svarað því, hver kom kössunum um borð í m/s Lagarfoss né hvernig var farið að því, en ákærði Kristján átti að annast það. Ákærði neitaði að hafa átt nokkurn þátt í því. Ákærða var kynnt það, sem ákærði Kristján hafði sagt um þetta, en það mun rakið hér á eftir. Mótmælti ákærði því algerlega. Ákærði veit ekki, hvort kassarnir voru gefnir upp til varðmannsins við hliðið á vöruskemmunum sem útskipun á farmi eða sem afhending til skipverja. Ákærði gat ekki sagt um það, hvers vegna tilraun var ekki gerð til að tryggja sér farmskírteini fyrir kassana tvo, sem ekki voru á skrá. Tók hann fram, að hann væri ókunnugur á svæði því, þar sem íslenzku skipin liggja. Ákærði var ekkert farinn að hyggja að móttöku kassanna hér heima, enda vissi hann ekki, að þeir voru 4 í sendingunni. Ákærði kveður ákærða Kristján hafa útbúið innkaupareikn- ingana á dómskjölum nr. 7—10. Átti ákærði engan þátt í því og getur ekki sagt um það, hvernig á því stendur, að varning- urinn í kössunum var ekki í samræmi við varning þann, er á reikningunum greinir. Ákærði telur, að ákærði Kristján hafi merkt trékassana. Veit ákærði ekki, hvernig á því stendur, að kassarnir eru merktir 164 „E. H., REYKJAVÍK, ICELAND“, en á farmskránni er E. Helga- son ér Co., Reykjavík, Iceland, talinn móttakandi kassanna. Ákærði skýrði frá því, að hann hafi ekki viljað gefa upp nafn ákærða Kristjáns í fyrstu yfirheyrslu, vegna þess að ákærði Kristján hafði áður hlotið dóm hér. Ákærða voru sýndar ljósmyndirnar af merkimiðunum á pappa- kössunum á dómskjali nr. 19. Ákærði kvaðst ekkert geta sagt um það, hvers vegna rifið hafi verið af merkimiðunum á pappa- kössunum né heldur hvenær það hafi gerzt. Ákærði var að því spurður, hver hagnaður hefði orðið af send- ingunni, þegar búið var að greiða af henni aðflutningsgjöld. Ákærði skýrði frá því, að leyfileg álagning hafi verið 9% af vörum þeim, sem í sendingunni voru. Ákærði tók fram, að ákærði Kristján hafi ætlað hingað til lands um svipað leyti og hann, en hafi hætt við ferðina, eftir að rannsókn hófst í málinu. Ákærði mótmælti matsgerð yfirmatsmanna sem allt of hárri. Hann vísaði til reikninga Þeirra, sem lagðir voru fram í mál- inu í upphafi yfir innkaupsverð vörunnar, og kvað þá reikn- inga rétta. Samkvæmt upplýsingum frá Jóni Sigurpálssyni, forstöðumanni Útlendingaeftirlitsins, kom ákærði Kristján hingað til lands 4. desember 1960 og fór aftur af landi brott til Bandaríkjanna 12. janúar 1961. Ákærði Kristján mætti til yfirheyrslu í dómi 8. desember 1960, en síðan var hann yfirheyrður á árunum 1961 og 1963. Í þinghaldinu 8. desember skýrði ákærði frá því, að hann ætti hluta í fyrirtækinu North American Export Co. Síðar breytti hann framburði sínum um þetta og kvaðst eiga fyrir- tækið einn. Fyrirtæki ákærða annast að hans sögn fyrirgreiðslu við útflutning á vörum frá New York. Ákærði kveðst hafa hlotið innflytjandaleyfi í Bandaríkjunum 9. september 1953, en leyfi þessu fylgir leyfi til atvinnurekstrar þar. Fyrirtækið North American Export Co. er stofnað í New York árið 1957, og var ákærði einn stofnandi þess. Ákærði Eirík- ur fór fram á að verða meðeigandi í fyrirtækinu löngu seinna. Á það vildi ákærði ekki fallast, og varð ekki af því. Fyrirtækið var skrásett við stofnun þess, og nokkru síðar var Það skrásett hjá Dunn ér Broadstreet. Gaf firma Þetta fyrirtækinu „goodwill“ og skráði það í firmaskrá sína, sem er til reiðu fyrir öll kaupsýslufyrirtæki í Bandaríkjunum. Í dag er fyrirtækið 765 North American Export Co. skráð hjá nefndu firma „F3“, sem þýðir 10—20 þúsund dollara „goodwill“. Ákærði kveður ákærða Eirík hafa verið staddan í New York í októbermánuði 1960. Ákærði fór þess á leit við fyrirtækið, að það annaðist fyrir sig útflutning á varningi, sem hann hafði keypt á nokkrum stöðum í New York. Varningurinn var sendur fyrirtækinu og látinn í geymslu í vöruskemmu á Long Island í New Vork, sem fyrirtækið hefur aðgang að. Voru vörurnar fluttar beint í skemmurnar, en komu ekki til fyrirtækisins. Varningurinn var að sögn ákærða rúmlega $3000 að verðmæti. Fyrirtækið hafði síðan símasamband við tollfyrirgreiðslufyrir- tækið D. J. Ambrosio, 2—3 dögum áður en vörurnar voru settar niður í kassana, og gaf því upp allan varninginn, nettó þyngd hans og andvirði. Fyrirtækinu var og tilkynnt, að varningurinn ætti að fara í tvo kassa, og var því gefin upp áætluð stærð þeirra, að ákærða minnir. Þó kveður ákærði geta verið, að að- eins hafi verið gefin upp nettóþyngd vörunnar. Í sambandi við þunga vörunnar á farmskírteini, en hún er talin þar 500 ensk pund, skýrði ákærði frá því, að þar sé um misskilning að ræða. Bendir ákærði á, að þegar þyngd þessi hafi verið gefin upp, hafi verið átt við uppgjöfina í 11. gr. í útflutn- ingsskýrslunni á dómskjali nr. 11, þ.e.a.s. áætlaða nettóþyngd vörunnar án umbúða. Í þinghaldi 18. ágúst 1961 bætti ákærði enn við benna fram- burð sinn. Tók hann fram, að áætluð þyngd kassanna tveggja hafi verið gefin upp í síma til fyrirtækisins D. J. Ambrosio, og geti verið, að ákærði hafi gefið þyngdina upp sem kíló, en fyrir- tækið skráð hana sem Ibs. eða ensk pund. Ákærði kveðst hafa talið, að þyngdin skipti ekki neinu máli, þar sem um tilbúinn fatnað var að ræða og rúmmál sé alltaf tekið af þannig send- ingum. Útflutningsskýrsla ákærða var miðuð við útflutning frá Bandaríkjunum og þá venju, sem er hjá Eimskipafélaginu við móttöku vörunnar þar. Fyrirtæki ákærða fékk síðan verkamenn til að setja varninginn niður í kassa fyrir sig, og var ætlunin, að hann færi í tvo kassa, enda var þannig gengið frá skjölunum í upphafi. Kassarnir áttu að merkjast „E. H., Reykjavík, Iceland“. Síðar breytti ákærði framburði sínum um þetta. Ákærði kveður umrædda verkamenn hafa átt að sjá um að merkja kassana samkvæmt upplýsingum frá honum. Ákærði hafði gefið fyrirmæli um að merkja kassana „E. Helgason ér Co., Reykjavík, Iceland“. Hins vegar voru kass- 766 arnir merktir „E. H. Reykjavík, Iceland“. Ákærði kveðst ekki hafa vitað um þetta, fyrr en kassarnir voru komnir hingað til lands, en þá var vakin athygli hans á þessu. Í sambandi við þetta tók ákærði fram, að sér væri óskiljanlegt, hvernig þetta hafi farið fram hjá sér, þegar þetta var bókað og síðar lesið upp. Ákærði skýrði frá því, eins og hér á eftir mun rakið, að þegar hann hafi vitað, að kassarnir voru fleiri en tveir, hafi hann farið niður í vöruskemmurnar og rætt málið við ákærða Eirík. Fór þá ákærði Eiríkur að minnast á „E. H.“ og merki á kössunum. Ákærði kvaðst ekki geta gert grein fyrir mönnum þeim, sem höfðu með höndum pökkunina niður í kassana, þar sem þeir séu hættir þeim starfa. Kveðst ákærði ekki hafa getað hatt upp á þeim, þrátt fyrir eftirgrennslan. Ákærði samdi við mennina um starfann, en ákærði Eiríkur hafði engin afskipti af því. Ákærði skýrði frá því, að ákærði Eiríkur hafi fylgzt með því, er vörurnar voru settar í kassana, og á hann þá sennilega við minni kassana. Mun ákærði Eiríkur, að sögn ákærða, hafa komið á vettvang, er sett hafði verið niður í stærri kassana, þ. e. kassa III og IV, og þeir voru farnir. Var lítill hluti af varningnum eftir í vöruskemmunni auk umbúða, er ekki hafði komizt í kassana. Var þetta sett niður í tvo minni kassa, en hvernig þeir komust út í m/s Lagarfoss, kveðst ákærði ekki vita. Síðar breytti ákærði þessu á þá leið, að það væru getgátur hjá sér, að ákærði Eiríkur hafi fylgzt með því, er sett var niður í kassana. Ákærði var ekki viðstaddur, þegar sett var niður í kassana og gengið frá þeim. Vissi ákærði ekki um það fyrr en eftir á, að varningurinn hafði verið settur niður í 4 kassa. Menn þeir, sem sáu um að setja vörurnar niður í kassana, fluttu þá í skemmur, þar sem tekið er á móti vörum fyrir Eim- skipafélagið í New York. Ákærði hafði engin afskipti af því, er kassarnir voru fluttir út í m/s Lagarfoss, en hann veit ekki, hvort ákærði Eiríkur hafði hönd í bagga með því. Ákærði neit- aði því að hafa skýrt ákærða Eiríki frá útskipuninni á kössun- um, eins og ákærði Eiríkur heldur fram og getið er í framburði hans hér að framan. Ákærði taldi líklegt, að minni kassarnir hafi komizt út í m/s Lagarfoss með þeim hætti, að komið hafi verið með kassana Í hafnarskemmurnar, eftir að vinnu var lokið, og tilkynnt, að Ís- 167 lendingar ættu þá. Hafi síðan verið tekið á móti kössunum og þeir fluttir út í skip í þeirri trú, að einhver skipsmaður væri eigandi þeirra. Ákærði tók fram, að þetta væri aðeins tilgáta hjá sér. Ákærði kveðst ekki hafa vitað um það, að vörurnar höfðu verið settar niður í 4 kassa, fyrr en m/s Lagarfoss var farinn á brott frá New York. Síðar skýrði ákærði frá því, að hann hafi fyrst komizt að þessu, þegar verkamennirnir, sem sáu um að setja niður í kassana, komu til hans til að taka við greiðslu fyrir verkið. Var það nokkrum dögum eftir að m/s Lagarfoss fór frá New York. Þegar ákærði hafði komizt að þessu, kveðst hann hafa rætt málið við ákærða Eirík. Fór ákærði Eiríkur þá að minnast á „E. H.““ og merki á kössunum. Var þetta af því tilefni, að ákærði hafði orð á því í þessu sambandi, að hann yrði að ræða við D. J. Ambrosio og kippa þyrfti þessu í lag með skráninguna á fjölda kassanna. Ákærði átti tal um þetta við D. J. Ambrosio og sömuleiðis ákærði Eiríkur. Var honum sagt, hvernig komið væri. Kvaðst hann ekkert geta gert í málinu, þar sem skipið væri farið. Tjáði hann ákærða, að varan hefði alls ekki getað farið út í skipið, án þess að hún hefði verið sett á einhvers konar pappíra. Ákærði skýrði frá því, að hann hafi í upphafi lagt út fyrir vörunum til ákærða Eiríks, en síðan átti ákærði Eiríkur að greiða honum gegnum banka hér. Síðar skýrði ákærði frá því, að hann hafi ekki lagt út neitt fyrir vörunum, heldur gengið í greiðsluábyrgð fyrir þeim, en samkvæmt því var hann ábyrgur gagnvart bandarísku fyrir- tækjunum, sem vörurnar voru frá, um skilvísa greiðslu. Ákærði kveður þetta vera þá einu aðferð, sem hann hafi notað, eftir að hann fékk „gooðwill“ fyrirtækisins skráð. Ákærði neitaði því, sem Eiríkur hefur skýrt frá, að ákærði hafi átt helminginn af varningnum. Ákærði kveður ákærða Eirík hafa átt varninginn einn, og hafi hann greitt sér fyrir hann seinni partinn í nóvember árið 1960 með tékka frá Útvegs- banka Íslands, að fjárhæð $ 3053.55. Ákærði kveður það hafa verið hlutverk sitt að koma vörun- um á löglegan hátt út úr landinu. Í umboðslaun átti hann að fá greidd frá ákærða Eiríki 10% af innkaupsverði vörunnar Í Bandaríkjunum. Voru þetta einu hagsmunirnir, sem ákærði hafði í sambandi við útflutning varanna. Þegar ákærði var yfir- 768 heyrður 18. ágúst 1961, var ákærði Eiríkur ekki farinn að greiða ákærða þetta. Ákærði kveðst enga skýringu geta gefið á því, hvers vegna rifið hafi verið af merkimiðum kassanna né hvenær það hafi gerzt. Átti ákærði engan þátt í þessu. Í sambandi við yfirmatið á vörunum og talningu á þeim hélt ákærði því fram, að vörumagnið í sendingunni hafi átt að vera, eins og á vörureikningunum á dómskjölunum nr. 71—10 greinir, og sömuleiðis verðmæti vörunnar. Mótmælti ákærði yfirmatinu, að því er verðmætið snertir. Kveður hann mikið af vörunum í sendingunni hafa verið útsöluvörur. Ákærðu voru samprófaðir, en samprófunin bar ekki árangur. Hélt hvor þeirra fast við framburð sinn, og náðist ekki samræmi á milli framburða þeirra. Við samprófunina skýrði ákærði Kristján frá því, að sett hafi verið niður í kassana í skúr, skammt þaðan sem fyrirtæki hans er til húsa, en nánar gat hann ekki skýrt frá því. Ætlaði ákærði að láta dóminum í té götunúmerið, en hefur ekki gert það. Ákærði kveður þetta hafa verið eina skiptið, sem hann skipti við margnefnda pökkunarmenn. Ákærði Kristján skýrði frá því, að ákærði Eiríkur hefði greitt fyrir varninginn með tékka frá Útvegsbanka Íslands, að fjár- hæð $3053.55. Ákærði Eiríkur kveður bað rétt, að hann hafi greitt þessa upphæð, en það hafi verið gert með peningum þeirra beggja. Kveðst ákærði hafa verið með peninga frá ákærða Kristjáni. Ákærði Haraldur Ólafsson var skipstjóri á m/s Lagarfossi í umræddri ferð. Ákærði kveðst ekkert geta sagt um margnefnda kassa til ákærða Eiríks, er komu með skipinu frá New York hingað til lands 3. nóvember 1960. Ákærði kveður stýrimenn skipsins hafa haft umsjón með ferm- ingu þess, en ákærði hafði sjálfur engin afskipti af henni. Ákærði kveðst á engan hátt hafa fylgzt með því, hvað fór út í skipið í umrætt skipti. Kveður hann það vera sér ráðgáta, hvernig hægt sé að koma varningi, sem ekki er á skrá, í vöru- skemmurnar við höfnina, en þaðan er hann fluttur út í skipið. Vitnið Ágúst Jónsson, Kirkjutorgi 6, hér í borg, var 2. stýri. maður á m/s Lagarfossi í umræddri ferð. Vitnið hefur skýrt frá því, að stýrimenn fái lista yfir heildar- magn varnings, sem fer út í skipin í erlendum höfnum, og einnig yfir þyngd og ummál stykkjavarnings (General Cargo). Ekki 769 eru nokkur tök á því að fylgjast með því nákvæmlega, hvað fer út í skipin, þar sem venjulega er verið að lesta í fjórar lestir í einu. Hlutverk stýrimanns er aðallega í því fólgið að sjá um, að varningurinn komist óskemmdur út í skipin og að haganlega sé búið um hann í lestunum. Vitnið kveðst ekkert hafa vitað um kassana til ákærða Eiríks, er merktir voru „E. H., REYKJAVÍK, ICELAND“. Vitnið frétti um kassana síðar. Vitnið getur ekki gert sér grein fyrir því, hvernig kassarnir til ákærða Eiríks, er fram yfir voru það, sem á farmskrá greinir, hafi getað komizt inn í vörugeymsluhúsin við höfnina. Eftir að þangað er komið, er ekki haft nákvæmt eftirlit með því, hverju er skipað út, nema þegar um farm sérstaks eðlis (Special Cargo) er að ræða. Vitnið Jarl Sigurðsson, Freyjugötu 11, hér í borg, sem var 3. stýrimaður á m/s Lagarfossi í umræddri ferð, hefur skýrt frá á sama hátt og vitnið Ágúst Jónsson. Vitnið kveður menn í landi hafa átt að sjá um það, að ekkert færi annað út í skipið en það, sem tilgreint var á skipsskjölunum. Vitnið kveður stýri- menn á engan hátt geta fylgzt með því, hvað fer út í skipin í erlendum höfnum. Þeir fá lista yfir varning þann, sem á að fara með skipinu, og er þá heildarmagnið tilgreint. Þegar um vörur sérstaks eðlis er að ræða, „Special Cargo“, eru þær taldar og fylgzt nákvæmlega með því, hvað fer um borð. Vitnið kveðst ekkert hafa vitað um margnefnda kassa, sem merktir voru „E. H., REYKJAVÍK, ICELAND“, fyrr en það frétti um það síðar, að tollgæzlumenn hefðu fundið þá í skipinu. Vitninu var kynnt frásögn tollgæzlumannanna um fund kass- anna í skipinu og einnig fyrsti framburður ákærða Eiríks. Vitnið staðfesti það, er segir í leiðarbók skipsins um lestun þess og brottför frá New York. Samkvæmt því, er í leiðarbókinni greinir um lokun undirlesta III. lestar, hafa kassarnir verið örugglega komnir út í skipið kl. 1200 á hádegi hinn 24. október 1960. Fær því framburður ákærða Eiríks um, að kassar Í og II hafi farið út í skipið á síðustu stundu, áður en það lagði af stað frá New York, ekki staðizt. Vitnið Guðmundur Jóhann Jónsson, yfirverkstjóri hjá Eimskipa- félagi Íslands, hefur skýrt frá því, að öll sekkjavara, sem kemur með skipum félagsins hingað til lands, sé flutt í vöruskemmur þess við höfnina. Annar varningur er fluttur á bifreiðum, sem ýmist eru frá Eimskipafélaginu eða vörubifreiðastöðinni Þrótti, í skála 49 770 félagsins við Skúlagötu eða Borgartún. Varningurinn, sem kom með m/s Lagarfossi, fór í skálana við Skúlagötu eða Borgartún, að undantekinni sekkjavöru, eins og áður greinir. Varningnum var ekið beint frá skipshlið í vörugeymslurnar. Ekki eru útbúin nein skilríki, sem bifreiðastjórarnir hafa meðferðis og láta kvitta fyrir í umræddum vöruskemmum, þegar þeir afhenda vörurnar. Yfirleitt eru allar vörurnar sendar beint í skálana, að undan- skildu miklu magni af samkynja vöru, svo sem pappír og sekkja- vöru, sem ekið er oft beint til viðtakenda, er síðan gefa kvittun fyrir móttöku. Vitnið kveðst gefa fyrirmæli um bað, hvert varan á að fara, en verkstjórarnir við skipin koma fyrirmælunum áleiðis til bif- reiðastjóranna. Verkstjórarnir eru 3, en stundum grípur einn að auki inn í, en það er mjög sjaldgæft. Um aðra er ekki að ræða að sögn vitnisins, sem hafa þetta með höndum. Vitnið neitaði að hafa haft nokkuð með kassana 4 til ákærða Eiríks að gera og kveðst ekki þekkja ákærða. Í máli þessu var lögð fram dómsrannsókn, sem fór fram sam- kvæmt kæru tollgæzlustjóra, dagsettri 28. september 1961, um það, að starfsmenn Eimskipafélags Íslands hefðu Þrisvar á ár- inu 1961 afhent vörur úr skemmum félagsins við Borgartún án vitundar og leyfis tollgæzlunnar. Voru tvær af vörusendingunum til verzlunarfélags í kauptúni á Suðvesturlandi, og höfðu þær í heild verið afhentar, en ein til heildverzlunar einnar hér í borg, og hafði hluti af henni verið afhentur. Tveir af starfs- mönnum Eimskipafélags Íslands viðurkenndu að hafa leyft af- hendingu vörusendinganna án leyfis tollgæzlunnar. Voru þeir báðir áminntir samkvæmt kröfu saksóknara ríkisins fyrir brot á lögum nr. 68/1956 um tollheimtu og tolleftirlit. Vitnið Erlingur Brynjólfsson, starfsmaður hjá Eimskipafélagi Íslands, Eskihlíð 11, hér í borg, hefur skýrt frá því, að Eim- skipafélagið hafi fengið afrit af farmskírteini yfir kassana til ákærða Eiríks í flugpósti. Vitnið mundi ekki nákvæmlega, hvenær afritið kom, en venjulega koma slík afrit einum til tveimur dög- um áður en skipin koma. Á afrit þetta, sem vitnið sýndi dóm- inum, er skráð, að 2 kassarnir til ákærða Eiríks hafi verið 93.4 rúmfet. Fyrirtækið American Stevedores, Inc., í New York, ann- ast slíkar mælingar fyrir Eimskipafélag Íslands, og kveður vitnið það hafa gefið upp þessa tölu. Sendandinn gefur hins vegar upp þyngd vörunnar. Vitnið kveður farmgjaldið miðað við rúm- mál vörunnar, en ekki þyngd. Afrit af farmskírteininu á dóm- “A skjali nr. 25, kom með m/s Lagarfossi frá New York auk ann- ars afrits. Á afrit þetta er einnig skráð um rúmmál á kössun- um til ákærða Eiríks. Var afritið sent til hans, eins og tilkynn- ingin, sem við það er fest, ber með sér. Vitnið skýrði frá því í sambandi við farmskírteinið á dóm- skjali nr. 6, en á það er ekki skráð rúmmál kassanna til ákærða Eiríks, að rúmmálið sé eiginlega aldrei sett á frumrit farmskír- teinis. Á afriti farmskírteinisins er útreikningur hjá Eimskipafélag- inu á farmgjaldi af vörunni. Var það talið nema kr. 2.475.30. Við það bætist uppskipun, kr. 125.55, og hafnargjald eða tollur, kr. 11.25. Upphæð þessi varð því alls kr. 2.613.10. Þegar þetta var reiknað út, var miðað við $1.17 á rúmfet. Að sögn vitnis- ins reiknaði maður, sem var nýbyrjaður að starfa hjá félaginu og var óvanur, út framangreind gjöld. Vitnið kveður hafa orðið mistök hjá honum við útreikninginn. Hafi átt að miða við taxt- ann, $1.52)% á rúmfet, en ekki $1.17. Breytist þá farmgjaldið þannig, að það hækkar upp í kr. 2.224.05, og verður gjaldið alls kr. 3.360.85. Var tollstjóra og tollendurskoðun send tilkynn- ing, dagsett 2. desember 1960, um breytingu á þessu. Lá tilkynn- ing þessi frammi í dóminum. Í bréfi Unnsteins Becks tollgæzlustjóra, dagsettu 9. þ. m., segir um útreikninga þessa á þessa leið: „Samkvæmt upplýsingum, sem ég hef aflað mér, voru farmgjaldstaxtar fyrir stykkjavöru á þeim tíma, sem í málinu greinir, yfirleitt miðaðir við þunga. Þó hafði farmflytjandi val um, hvort miðað skyldi við þunga eða rúmmál, ef um rúmfreka vöru var að ræða, og var þá að sjálfsögðu farið eftir þeim taxtanum, sem gaf hærra farmgjald. Einstakir vöruflokkar voru þó alltaf reiknaðir eftir rúmmáls- farmgjaldi, og átti það m. a. við um fatnaðarvörur frá Ameríku. Munu hafa verið þrír mismunandi gjaldataxtar, miðað við rúm- málseiningu (fet), $0.90, 1.27 og 1.523, eftir því um hvers konar vöru var að ræða. Um fatnaðarvörur gilti taxtinn $1.523 pr. fet“. Taxtinn $1.17 pr. fet“ virðist hins vegar ekki hafa verið þekktur, eða a.m.k. ekki tekinn í gjaldskrár skipafélaganna. Þegar þessum töxtum var breytt í íslenzkar krónur, var miðað við sérstakt gengi, samþykkt af verðlagseftirlitinu, sem á þess- um tíma var kr. 22.66 fyrir hvern $. Samkvæmt mælingu tollgæzlunnar eru stærri kassarnir (nr. Ill og IV) samtals 90.03 fet? að rúmmáli. Á farmskírteininu 712 er rúmmál þeirra talið 93.4 fet3. Minni kassarnir eru samkvæmt mælingu tollgæzlumanna 66.58 fet3.“ Ákærði Haraldur Ólafsson var, eins og áður greinir, skipstjóri á m/s Lagarfossi í umræddri ferð. Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. sbr. 42. gr. laga um tollheimtu og tolleftirlit nr. 68/1956 ber skipstjóra m. a. að sjá um, að allar vörur, sem koma hingað með skipi og ætlað er að setja á land, séu á farmskrá þess. Að því er nefnda kassa varðar, hefur þessa ekki verið gætt, eins og að framan er rakið. Þótt framangreind lagaákvæði séu Þannig orðuð um þessa ábyrgð skipstjóra, lítur dómurinn svo á, að skýra beri þau á þá leið, að þau séu aðeins til vara. Skuli ekki beita þeim gagn- vart skipstjóra, þegar tekizt hefur að hafa upp á sendanda vöru, sem er utan farmskrár, og eiganda hennar og báðir sæta Íslenzkri lögsögu, en svo er um ákærða Kristján, forstöðumann og eiganda fyrirtækisins North American Export Co., og ákærða Eirík. Ber samkvæmt framansögðu að sýkna ákærða Harald af ákær- unni í máli þessu, enda er ekki fram komið, að hann hafi vitað um né haft nokkra aðstöðu til að fylgjast með því, hvað fór út Í m/s Lagarfoss í New York, á meðan á lestun skipsins stóð þar í framangreint skipti. Samkvæmt því ber að dæma ríkis- sjóð til að greiða skipuðum verjanda ákærða, Einari B. Guð- mundssyni hæstaréttarlögmanni, málsvarnarlaun, er þykja hætfi- lega ákveðin kr. 4.000.00. Eins og nú hefur verið rakið, eru framburðir ákærðu Eiríks og Kristjáns talsvert á reiki um málsatvik, sérstaklega fram- burður ákærða Eiríks. Hefur ákærði Eiríkur breytt framburði sínum í veigamiklum atriðum, á meðan á rannsókn málsins hef- ur staðið. Þá ber ákærðu mikið á milli, og hefur ekki tekizt að ná samræmi í framburðum þeirra. Í framburðum ákærðu kemur fram, að um eina vörusendingu hafi verið að ræða, og er það í samræmi við annað, sem fram hefur komið í máli þessu um það. Við athugun á framburði ákærða Eiríks þykir vera ljóst, að ákærði hafi vitað, að margnefnd vörusending var sett í 4 kassa, enda þótt D. J. Ambrosio tollfyrirgreiðslumanni hafi verið til- kynnt, að þeir væru 2, og að kassarnir allir hafi verið fluttir út í m/s Lagarfoss, án þess að skilríki hafi verið útbúin, nema að því er virðist aðeins fyrir 2 þeirra. Þá kemur og fram í framburði ákærða, að um ágizkun hafi verið að ræða, þegar þyngd kassanna tveggja, þ. e. kassa nr. III 713 og IV, var gefin upp 500 ensk pund. Kassarnir voru raunveru- lega helmingi þyngri að sögn ákærða eða 500 kg. Loks kemur fram hjá ákærða, að hann hafi vitað, að kass- arnir voru merktir „E. H.“. Framburður ákærða Kristjáns styður það og, að ákærði hafi vitað um það, er nú hefur verið rakið. Ákærði Eiríkur breytti að vísu framburði sínum um framan- greind atriði, eins og að framan greinir. Ákærði hefur þó ekki rennt nægilegum stoðum undir það, að breytingarnar hafi við rök að styðjast, og þykir því ekki hægt að taka þær til greina. Fyrirtæki ákærða Kristjáns, North American Export Co., sá um útflutning vörunnar, eins og áður greinir. Að því er fram hefur komið í málinu, á ákærði fyrirtækið einn og starfar að mestu einn við það. Ákærði kveður fyrirtæki sitt hafa gefið D. J. Ambrosio upp, 2 til 3 dögum áður en varan var sett niður í kassana, nettóþyngd og andvirði hennar og einnig tilkynnt honum, að varan ætti að fara í 2 kassa. Hefur ákærði komið með tvær skýringar á því, að kassarnir voru taldir vera 500 ensk pund, eins og að framan greinir. Ákærði kveðst hins vegar ekki hafa verið viðstaddur, er gengið var frá kössunum, og ekki vitað fyrr en eftir á, er m/s Lagarfoss var farinn frá New York, að varan hafði verið sett í 4 kassa. Ákærði kvaðst ekki heldur vita, hvernig kassarnir hafi komizt út í skipið. Síðar bætti ákærði því við, að hann hefði komizt að því, að kassarnir voru 4, nokkrum dögum eftir að m/s Lagarfoss var farinn frá New York, þegar verkamenn- irnir, sem sett höfðu niður í kassana, komu til ákærða til að taka við greiðslu. Framangreindur framburður ákærða þykir hæpinn og ósenni- legur, sérstaklega þegar það er virt, að ákærði á einn fyrirtækið North American Export Co. og virðist starfa þar einn að mestu. Þá gefur framburður ákærða Eiríks það til kynna, að ákærði hafi vitað meira um þetta en hann vill vera láta, sbr. það, að ákærði kveður ákærða Kristján hafa skýrt sér frá tildrögum þess, að kassarnir urðu 4, og eins hvernig þeir komust inn í vöruskemmurnar. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, þykir sannað, að ákærða Kristjáni hafi verið kunnugt um uppgjöfina á þyngd vörunnar og eins að hann hafi vitað, að merking hennar var ekki í samræmi við það, er á skipsskjölum greindi. Enda þótt ákærði hafi ekki viljað viðurkenna að hafa vitað {4 um það, að varan fór frá New York með m/s Lagarfossi í 4 köss- um í stað 2, eins og hann hafði gefið upp, þá viðurkennir hann, að hann hafi komizt að þessu, eftir að m/s Lagarfoss var farinn frá New York. Ákærði og einnig ákærði Eiríkur kveðast hafa gert tilraun til að leiðrétta þetta, en það ekki tekizt. Ekki hafa þeir þó rennt neinum stoðum undir þessi ummæli sín, og er ekk- ert komið fram um það, að þeir hafi aðhafzt neitt í málinu, sem ákærða Kristjáni hefði þó borið skylda til, þar sem fyrir- tæki hans var sendandi vörunnar. Að vísu kemur fram í bréfi D. J. Ambrosio, að ákærði hafi átt tal við hann um, að merkingu vörunnar hafi verið áfátt, en ekki annað. Hins vegar tilkynnir ákærði Thule Ship Agency, Inc., ekkert um þetta, eins og í bréfi þess greinir. Eins og fram kemur í bréfi tollgæzlustjóra, fá tollverðir aðeins í hendur farmskrá við eftirlitsstörf sín í skipum, en ekki önnur skjöl, að því er varninginn varðar. Þegar umrædd vörusending er borin saman við uppgjöfina á vörusendingu nr. 431 á farm- skránni, en um sömu vörusendingu mun vera að ræða, kemur í ljós, að merking kassanna, þyngd þeirra og fjöldi eru ekki í samræmi við það, er á farmskránni greinir. Samkvæmt framansögðu verður að miða við, að farmskráin, sem útbúin er samkvæmt farmskírteinum, sé hin raunverulega uppgjöf til tollgæzlunnar á vörum, sem koma með skipum, enda hafa tollverðir ekki við annað að styðjast, eins og áður greinir. Þá kemur það og fram, þegar varan í kössunum 4 er borin saman við reikninga þá yfir vöruna, sem ákærði Eiríkur afhenti dóminum frá fyrirtækinu North American Export Co., að hún er ekki í samræmi við það, er á reikningunum greinir. Þá er og á það að líta, að á nefndum vörureikningum er varan talin að verðmæti $3.052.64, og samkvæmt framburði ákærða Eiríks framvísaði hann þessum reikningum í Útvegsbankanum til greiðslu þegar, er hann kom heim frá Bandaríkjunum. Við yfirmat er varan hins vegar metin á $4.102.08. Loks kemur það fram, að kassarnir eru merktir með blákrít eða svartkrít, en að sögn tollgæzlustjóra er það fremur fátítt, að kassar, sendir verzlunarfyrirtækjum, séu þannig merktir, en þó ekki eins dæmi. Ákærðu, sérstaklega ákærði Eiríkur, hafa haldið því fram, að skipsskjölin eigi við stærri kassana, þ. e. kassa III og IV, en í þeim er varningur, sem yfirmatsmenn mátu að f.o.b. verði á $3.569.00. Í minni kössunum, nr. Í og II, er hins vegar varn- 715 ingur, sem metinn var að f.o.b. verði á $533.08. Máli sínu til sönnunar hafa ákærðu bent á það, að á kössum nr. IIl og IV sé skráð númerið 1494, sem er það sama og á hafnarkvittuninni frá New York. Einnig benda þeir á það, að rúmmálið á stærri kössunum sé í samræmi við rúmmálið, sem tilgreint er á hafnar- kvittuninni og einnig á afriti farmskírteinis. Gögn þessi voru ekki fyrir hendi, þegar uppskipun úr m/s Lagarfossi fór fram, og höfðu tollverðirnir þau því ekki til að styðjast við við gæzlu sína. Um númerið 1494 á stærri köss- unum tók tollgæzlustjóri fram, að slík merki hafi enga þýðingu gagnvart tollgæzlunni, enda sé farmskráin hið eina, sem toll- gæzlumenn geti farið eftir. Eins og nú hefur verið rakið, brestur mikið á, að umrædd vörusending sé í samræmi við farmskrá, sem þykir verða að miða við uppgjöf vörunnar. Þó þykir mega líta svo á, að merk- ingu á minni kössunum, nr. I og II, sé ekki það áfátt, að telja megi, að farmskráin geti átt við þá, enda kemur þyngd þeirra næstum heim við farmskrána. Ber samkvæmt því að sýkna ákærða Kristján af ákærunni um brot á 1. mgr. 38. gr. sbr. 2. mgr. 23. gr. laga um tollheimtu og tolleftirlit nr. 68/1956, að því er umrædda kassa varðar. Samkvæmt framansögðu ber að sýkna ákærða Eirík af ákær- unni um upptöku á nefndum kössum. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, þykir ákærði Kristj- án hafa orðið brotlegur gegn 1. mgr. 38. sbr. 2. mgr. 23. gr. laga nr. 68/1956 um tollheimtu og tolleftirlit, að því er innflutning kassa nr. Ill og IV varðar. Refsing ákærða Kristjáns þykir hæfilega ákveðin kr. 80.000.00 sekt, er renni til ríkissjóðs, og komi varðhald í 6 mánuði í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærða ber að dæma til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Páls S. Páls- sonar hæstaréttarlögmanns, kr. 5.000.00. Samkvæmt framansögðu ber samkvæmt 4. mgr. 38. gr. laga nr. 68/1956 um tollheimtu og tolleftirlit að dæma ákærða Eirík til að þola upptöku til ríkissjóðs á vörum þeim, sem voru í stærri kössunum, nr. Ill og IV, en þær hafa verið taldar upp hér að framan. Í ákæru er ekki gerð krafa um það, að ákærði Eiríkur verði dæmdur til að greiða málskostnað, og ber því að dæma ríkis- 716 sjóð til að greiða skipuðum verjanda hans, Guðmundi Ingva Sigurðssyni hæstaréttarlögmanni, málsvarnarlaun, er þykja hæfi- lega ákveðin kr. 5.000.00. Í sambandi við drátt þann, sem orðið hefur á máli þessu, vill dómarinn taka fram, að hann sendi það til fyrirsagnar Dóms- málaráðuneytisins með bréfi, dags. 28. marz 1961. Hinn 18. ágúst og 11. september sama ár háði dómarinn framhaldsrannsókn í málinu, og voru endurrit af rannsókninni send saksóknara með bréfi, dags. 14. september 1961. Eins og áður greinir, er ákæra Í málinu dagsett 25. október s.l. Dómsorð: Ákærði Haraldur Ólafsson á að vera sýkn af ákærunni í máli þessu. Málsvarnarlaun til skipaðs verjanda ákærða, Einars B. Guðmundssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 4.000.00, greiðist úr ríkissjóði. Ákærði Kristján Ágústsson greiði 80.000.00 kr. sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald í 6 mánuði í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin máls- varnarlaun til skipaðs verjanda síns, Páls S. Pálssonar hæsta- réttarlögmanns, kr. 5.000.00. Ákærði Eiríkur Helgason skal þola upptöku á varningi þeim, er var í kössum, auðkenndum nr. III og IV hér að framan, en ákærði á að vera sýkn af ákærunni um upptöku á varningi í kössum, auðkenndum nr. Í og Il. Málsvarnarlaun til skipaðs verjanda ákærða, Guðmundar Ingva Sigurðssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 5.000.00, greið- ist úr ríkissjóði. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. 177 Miðvikudaginn 28. október 1964. Nr. 138/1964. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Einari Karlssyni (Örn Clausen hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Einar Arnalds, Gizur Bergstei og Jónat Hallvarð og próf Theodór B. Líndal. Þjófnaður. Bótakrafa. Frávísun. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Máli þessu hefur verið skotið til Hæstaréttar, einungis að því er varðar ákærða Einar Karlsson. Eigi þykir verða fallizt á ákvæði hins áfrýjaða dóms um frávísun fjárkröfu þeirrar, er þar getur, en ekki má tefja refsimálið með heimvísun af þeim sökum, sbr. 145. gr. laga nr. 82/1961. Með þessari athugasemd ber að stað- festa héraðsdóminn, að því leyti sem honum hefur verið áfrýjað. Ákærði Einar Karlsson greiði allan áfrýjunarkostnað sak- arinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 4.000.00, og málflutningslaun verjanda síns, kr. 4.000.00. Dómsorð: Ákvæði héraðsdóms um refsingu ákærða Einars Karls- sonar, frádrátt gæzluvarðhaldstíma hans og greiðslu sakarkostnaðar af hans hendi eiga að vera óröskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 4.000.00, og laun verjanda sins, Arnar Clausens hæstaréttarlögmanns, kr. 4.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. 778 Sératkvæði Gizurar Bergsteinssonar hæstaréttardómara um formhlið málsins. Aðfaranótt sunnudagsins 1. september 1963 braut ákærði rúðu í glugga verzlunarinnar Radiotóna, Laufásvegi 41, og fór þar inn í þeim tilgangi að stela, að því er sannað verð- ur að telja. Vátryggjandi rúðunnar, Samvinnutryggingar, bættu eigandanum hana með kr. 460.00 og serðu síðan með bréfi 8. október 1963 þá kröfu til sakadóms Reykjavíkur, að ákærða yrði með dómi sakadóms í máli ákæruvaldsins á hendur honum dæmt að greiða Samvinnutryggingum tjón sitt. Samkvæmt 145. gr. laga nr. 82/1961 er þriðjamanni, sem hefur beðið tjón af háttsemi þeirri, er sökunautur er borinn, rétt að koma bótakröfu sinni að í refsimáli á hendur sökunaut, og skal dæma hana þar, enda verði hún nægi- lega skýrð án verulegra tafa eða óhagræðis í því máli. Ótvírætt verður að telja, að vátryggingarfélag, sem skyldu sinni samkvæmt hefur bætt tjón af athæfi sökunauts, nýt- ur réttarfarshagræðis þess, er í nefndu ákvæði greinir. Og engin þau tilvik eru fyrir hendi, sem svipti Samvinnutrygg- ingar rétti sínum til að koma að bótakröfu sinni á hendur ákærða í málinu. Bar því sakadómara skýlaus skylda til að leggja dóm á kröfuna. Í þess stað vísaði hann henni frá dómi. Af þessum sökum verður eigi komizt hjá því að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu heim í hér- að til réttrar meðferðar. Eftir þessum úrslitum ber að leggja á ríkissjóð allan áfrýj- unarkostnað sakarinnar, þar með talin laun verjanda fyrir Hæstarétti, kr. 4.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera ómerkur, og er málinu vísað heim í hérað til réttrar meðferðar. Áfrýjunarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun verjanda fyrir Hæstarétti, Arnar Clausens, kr. 4.000.00. Sératkvæði Einars Arnalds hæstaréttardómara. Ég tel refsingu ákærða Einars Karlssonar hæfilega ákveðna 719 fangelsi í 6 mánuði. Að öðru leyti er ég samþykkur at- kvæði meiri hluta dómenda. Dómur sakadóms Reykjavíkur 29. maí 1964. Ár 1964, föstudaginn 29. maí, var á dómþingi sakadóms Reykja- víkur, sem háð var í Borgartúni 7 af Halldóri Þorbjörnssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 3412—-3413/1964: Ákæruvaldið gegn Einari Karlssyni og Hilmari Rúnari Breiðfjörð Jóhannssyni, sem tekið var til dóms 21. þ. m. Mál þetta er höfðað með ákæru, útgefinni 21. desember 1963, gegn 1) Einari Karlssyni iðnverkamanni, nú til heimilis Stýrimannastíg 9, Reykjavík, fæddum 7. marz 1939 í Reykjavík, 2) Hilmari Rúnari Breiðfjörð J óhannssyni bifreiðarstjóra, Grund- arstíg 2A, hér í borg, fæddum 21. marz 1928 í Reykjavík, „fyrir brot þau, er nú verður lýst: I. Gegn ákærða Einari Karlssyni: 1. Að brjótast fimmtudagsnóttina 17. janúar 1963 inn í úra- og skartgripaverzlunina Jóhannes Norðfjörð h/f í Austurstræti 18 í Reykjavík og stela þar 42 úrum, 30 einbaugum úr gulli, 12 gullsnúrum, 26 barnahringum, 5 bindisnælum og 13 pörum af skyrtuhnöppum. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Að brjótast í þjófnaðarskyni mjög ölvaður sunnudagsnóttina 1. september 1963 inn í verzlunina Radíóð-tóna, Laufásvegi 41, Reykjavík. Telst þetta aðallega varða við 244. gr. sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en til vara telst það varða við 21. gr. sbr. 44. gr. áfengislaga nr. 58/1954 og 3. gr. sbr. 96. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur nr. 2/1930. 3. Að stela sunnudagsmorguninn 1. september 1963 frakka úr fatageymslu veitingahússins Glaumbæjar í Reykjavík. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. Gegn ákærða Hilmari Rúnari Breiðfjörð Jóhannssyni er málið höfðað fyrir að flytja á síðastliðnu vori með ákærða Ein- ari Karlssyni nokkuð af þýfinu úr úra- og skartgripaverzlun Jó- hannesar Norðfjörðs h/f, sbr. I., 1, hér að framan, úr felustað í Öskjuhlíð heim til Einars og taka í um fjögur skipti við úr 180 hendi Einars 1 hring, 3 pörum skyrtuhnappa og allt að 15 úr- um, sem hann tók að sér að selja fyrir Einar, og sumpart seldi, en sumpart geymdi eða notfærði sér. Við þessar athafnir var ákærða Hilmari Rúnari Breiðfjörð ljóst, að ákærði Einar hafði stolið mununum. Telst brot ákærða Hilmars Rúnars Breiðfjörðs varða við 254. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafizt, að ákærðu verði dæmdir til refsingar, skaða- bótagreiðslu og greiðslu alls sakarkostnaðar.“ Málavextir eru þessir: 1. Sannað er með framburði ákærða Einars Karlssonar og öðr- um gögnum, að aðfaranótt 17. janúar 1963 fór hann að úra- og skartgripaverzlun Jóhannesar Norðfjörðs h/f í Austurstræti 18, braut þar stóra rúðu í aðaldyrum og fór þar inn og hafði þaðan í brott með sér mikið af úrum og skartgripum. Feng sinn fól ákærði sömu nótt suður í Öskjuhlíð. Alllöngu síðar sótti ákærði nokkuð af fengnum, hringa, ermahnappa og úr, og tók að selja smátt og smátt. Úrin seldi hann með aðstoð ákærða Hilmars Rúnars Breiðfjörðs Jóhannssonar. Þeir hittust fyrst á veitinga- húsi vorið 1963, og sagði ákærði Einar ákærða Hilmari frá úr- unum og hvernig hann væri að þeim kominn. Í þetta skipti keypti Hilmar tvö úr af Einari. Nokkru síðar hittust þeir aftur, og fóru þeir þá saman suður í Öskjuhlíð og sóttu varninginn. Tók nú Hilmar nokkru meira af munum til að selja. Ákærði Einar segir, að ákærði Hilmar hafi í tvö önnur skipti tekið við úrum hjá sér til að selja, og ætlar hann, að samtals hafi ákærði Hilmar þannig tekið við 10—15 úrum, og muni hann hafa greit fyrir úrin um 1500 kr. alls. Ákærði Hilmar segist ekki hafa fengið vitneskju um, að úrin væru stolin, fyrr en í það skipti er ákærðu sóttu úrin suður í Öskjuhlíð. Hann segir, að þá hafi hann tekið við fjórum úrum, hring og 3 pörum af ermahnöpp- um. Ákærði Hilmar minnist þess síðan, að hann hafi einu sinni tekið við úri af ákærða Einari, og ber þeim þannig ekki að öllu saman um málsatvik. Ákærði Hilmar tekur fram, að um Þessar mundir hafi hann verið mjög óreglusamur og muni lítt, hvað gerðist, og vilji því ekki fullyrða, að hann kunni ekki að hafa tekið við meiru en hann man ettir. Samkvæmt því, sem gefið er upp af hálfu verzlunarinnar, voru eftirtaldir munir teknir: 181 41 úr af ýmsum gerðum, verðmæti kr. 79.275.00. 30 pör einbauga úr gulli, verðmæti kr. 25.000.00. 12 gullsnúrur, verðmæti kr. 1.620.00. 13 pör af ermahnöppum, ýmsar gerðir, verðmæti kr. 4.530.00. Verðmæti hins stolna hefur eftir þessu verið samtals kr. 110.- 227.00. Við húsleit, sem fram fór 1. september 1963 í herbergi ákærða Einars, sem þá bjó á Laufásvegi 60, fundust eftirtalin verðmæti: 24 úr, 18 stk. gullhringir, 6 gullsnúrur, 13 pör af skyrtuhnöppum, 5 bindisnælur og 26 barnahringir. Við húsleit, sem gerð var hjá ákærða Hilmari, afhenti ákærði 3 pör af ermahnöppum og eitt par af skyrtuhnöppum, og kona Hilmars afhenti einn hring og úr, er hún bar á sér. Þá afhenti Hilmar við yfirheyrslu eitt úr, sem hann hafði á sér. Loks af- henti einn maður úr, sem ákærði Hilmar hafði gefið honum. Með innbrotinu í verzlun Jóhannesar Norðfjörðs h/f og töku á verðmætum þar, hefur ákærði Einar gerzt brotlegur við 244. gr. almennra hegningarlaga. Með því að aðstoða ákærða Einar við að viðhalda ávinningi af auðgunarbroti og taka sjálfur þátt í þeim ávinningi, hefur ákærði Hilmar brotið gegn 254. gr., 1. mgr. almennra hegn- ingarlaga. Af hálfu Jóhannesar Norðfjörðs var gerð krafa um bætur, að fjárhæð samtals kr. 52.098.00. Ekki hafa ákærðu, þrátt fyrir áskoranir dómsins, greitt neitt af bótum þessum, en krafan hefur verið útkljáð með dómssátt þess efnis, að ákærðu greiði in solid- um kr. 34.123.00, en ákærði Einar einn afganginn. II. Aðfaranótt sunnudagsins 1. september 1963 braut ákærði Ein- ar rúðu í glugga verzlunarinnar Radiótóna, Laufásvegi 41, og fór þar inn. Lögreglunni var tilkynnt um þetta, og er lögreglu- menn komu á staðinn, fundu þeir ákærða sitjandi inni í verzl- uninni. Ekki var hann farinn að taka neitt, en telur þó sennilegt, að sú hafi verið ætlunin, en man annars atvik óljóst fyrir ölv- unar sakir. Líta verður svo á, eftir atvikum, að ákærði hafi brotizt þarna 182 inn í auðgunarskyni, og hefur hann með því brotið gegn 244. gr. sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga. Tjón af brotinu hefur verzlunin fengið bætt frá tryggingar- félagi, sem óskað hefur að fá endurkröfu dæmda í þessu máli. Telja verður að réttarfarshagræði það, sem felst í XVII. kafla laga nr. 82/1961, sé aðeins í þágu þess, sem fyrir tjóni verður, en ekki þeirra, sem kunna að fá slíkar kröfur framseldar. Verð- ur því ekki dæmt um kröfuna í þessu máli. III. Sannað er með framburði ákærða Einars Karlssonar og öðrum gögnum, að sunnudagsmorguninn 1. september 1963 kom hann inn í veitingahúsið Glaumbæ og tók þar að ófrjálsu frakka og hafði á brott með sér, en skömmu síðar var ákærði tekinn skammt frá húsinu og frakkinn tekinn af honum. Svo sem greinir hér að framan undir II hafði ákærði verið tekinn um nóttina vegna innbrots, en ákærði sloppið frá lögreglunni. Með töku frakkans hefur ákærði brotið gegn 244. gr, almennra hegningarlaga. IV. Ákærði Einar Karlsson hefur áður orðið uppvís að auðgunar- broti, og var ákæru á hendur honum fyrir þjófnað frestað skil- orðsbundið í 3 ár frá 18. september 1956. Þá hefur hann Þrisvar sætt sekt fyrir ölvun. Með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða Einars hæfilega ákveðin fangelsi í 8 mánuði. Þar sem ákærði hefur áður verið uppvís að þjófnaði og brot hans nú eru stórfelld, eru ekki skilyrði til þess að skilorðsbinda fulln- ustu refsingarinnar. Ákærði Einar var í gæzluvarðhaldi 2. september til 1. októ- ber 1963, þ. e. 29 daga, og ber samkvæmt 76. gr. hegningarlaga að ákveða, að vist þessi skuli koma refsingu hans til frádráttar. Ákærði Hilmar Rúnar hefur áður á árunum 1945— 1951 verið 6 sinnum dæmdur fyrir auðgunarbrot, síðast 12. júní 1951 í 3 mánaða fangelsi fyrir þjófnað. Eftir það hefur hann aðeins sætt 4 smásektum og hinn 28. febrúar 1961 verið dæmdur í 10 daga varðhald fyrir ölvun við akstur. Refsing þessa ákærða þykir hæfilega ákveðin fangelsi í 3 mánuði. Dæma ber ákærðu til þess að greiða allan kostnað sakarinnar in solidum. 183 Dómsorð: Ákærði Einar Karlsson sæti fangelsi 8 mánuði. Til frá- dráttar komi gæzluvarðhaldsvist hans 29 daga. Ákærði Hilmar Rúnar Breiðfjörð Jóhannsson sæti fangelsi 3 mánuði. Ákærðu greiði in soliðum allan kostnað sakarinnar. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Mánudaginn 2. nóvember 1964. Nr. 100/1963. Sveinn Ólafsson (Einar B. Guðmundsson hrl.) Segn Hauki Péturssyni og gagnsök (Ingi Ingimundarson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðsson og Logi Einarsson og prófessor Theo- dór B. Líndal. Árekstur bifreiða. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 6. ágúst 1963. Krefst hann aðallega sýknu af öllum kröfum gagnáfrýjanda, en til vara, að honum verði eigi gert að greiða hærri fjárhæð en kr. 4.899.59. Þá krefst hann og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi gagnáfrýjanda. Gagnáfrýjandi hefur, að fengnu áfrýjunarleyfi 24. janúar 1964, áfrýjað málinu með stefnu 28. s. m. Krefst hann þess, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 19.597.56 ásamt 6% ársvöxtum frá 2. ágúst 1959 til 22. febrúar 1960, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desember 1960 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Hann krefst og málskostnaðar í héraði og hér fyrir dómi úr hendi aðal- áfrýjanda. Af því, sem fram hefur komið um akstur bifreiðanna og 184 lýst er í héraðsdómi, verður að telja, að rétt hefði verið af aðaláfrýjanda, eins og á stóð, að hægja hraða bifreiðar- innar R5362 með því að skipta aflvél hennar í lægra gir en ekið var í, áður en hann hugðist mæta bifreiðinni R 9695. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með skirskot- un til forsendna hins áfrýjaða dóms þykir rétt að skipta sök að jöfnu milli aðilja málsins og dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda tjónbætur, kr. 9.798.78, ásamt vöxtum, eins og krafizt er. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í héraði og hér fyrir dómi falli niður. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Sveinn Ólafsson, greiði gagnáfrýjanda, Hauki Péturssyni, kr. 9.798.78 ásamt 6% ársvöxtum frá 2. ágúst 1959 til 22. febrúar 1960, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desember 1960 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 4. júlí 1963. Mál þetta var dómtekið í dag. Það var þingfest á bæjarþing- inu 15. desember 1960, en stefna hafði verið gefin út 12. s. m. Stefnandi málsins er Haukur Pétursson múrarameistari, Austur- brún 39, Reykjavík. Hann stefnir Sveini Ólafssyni skrifstofu- manni, Grænuhlíð 7, Reykjavík, til greiðslu skaðabóta, að fjárhæð kr. 19.786.06, auk 6% ársvaxta frá 2. ágúst 1959 til 22. febrúar 1960 og 9% ársvaxta frá þeim degi til greiðsludags. Að auki krefst stefnandi málskostnaðar. Af hálfu stefnda er aðallega krafizt sýknu og málskostnaðar, en til vara lækkunar á fjárhæðum og þess, að málskostnaður verði látinn falla niður. Stefnandi hefur stefnt Almennum Tryggingum h/f til réttar- 785 gæzlu í málinu. Ekki gerir hann kröfur á hendur félaginu, og af þess hálfu eru ekki hafðar uppi kröfur. Málavextir: Síðari hluta dags, sunnudaginn 2. ágúst 1959, varð árekstur á Sogsvegi í Árnessýslu milli Ásgarðs og Ljósafoss. Bifreið- arnar voru: R 9695, fólksbifreið af Pontiac-gerð, ætluð fyrir 4 farþega auk ökumanns. Mesta breidd 1.94 m. Eigandi og ökumaður: stefnandi. Farþegar: Ásta Guðmundsdóttir, kona stefnanda, sat í hægra framsæti hjá honum; Eggert Arnórsson, Bjargarstíg 2, Reykja- vík, sat í aftursæti hægra megin; Skeggi Samúelsson, Skipasundi 68, sat í aftursæti fyrir miðju; Agnar Á. Magnússon, Rauða- læk 61, sat í aftursæti vinstra megin. R 5362, fólksbifreið af gerðinni Opel Record, ætluð fyrir 4 farþega auk ökumanns. Mesta breidd 1.60 m. Bifreið þessi ber nú einkennistöluna R 7414. Farþegar: Guðbjörg Malmquist, kona stefnda, sat í hægra framsæti hjá honum og hélt á barni þeirra 5 mánaða gömlu; Baldur Sigurgeirsson, Skaftahlíð 7, sat í aftur- sæti; Hrönn Jóhannsdóttir, kona hans, sat í aftursæti. Þrjú börn stefnda og konu hans, 6 ára, 5 ára og eins árs, voru hjá Baldri og Hrönn í aftursætinu. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar í Reykjavík hafði stefnandi hið minna ökumannspróf og gilt ökuskírteini. Stefndi hafði hið meira ökumannspróf, en skírteini hans hafði síðast verið endur- nýjað 15. júní 1954. Var það því úr gildi fallið, er árekstur- inn varð. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar, sem ekki hefur verið vefengd, var dagsbirta, heiðskírt veður og þurrt færi. Vegurinn er mal- borinn, þar sem slysið varð, og er ekkert komið fram um, að skemmdir hafi verið á honum. Segir í lögregluskýrslunni, að yfirborð hans hafi verið slétt. Vegurinn er mikið upp hlaðinn á slysstað, enda liggur hann þar yfir gildrag, og er ræsi þar undir veginum. Dómaranum hefur mælzt vegurinn vera 4.75 m á breidd á slysstað. Var ekki mælt alveg að vegbrún, en svo nærri sem haldið gæti bíl. Útskotsmerki eru á veginum á þess- um slóðum. Í báðum áttum frá slysstað verður þó vikið af veginum, áður en að þeim er komið, h.u.b. í 30 m fjarlægð til suðurs, en úr þeirri átt kom bifreið stefnanda, og í h.u.b. 50 m fjarlægð til norðurs, en þaðan kom bifreið stefnda. Lögreglu- skýrsla liggur frammi í málinu. Er í henni uppdráttur, og er breidd vegarins á árekstursstað samkvæmt honum 4.6 m. Sýnt 50 786 er, hvar R 9695 stóð, þegar lögreglan kom á vettvang, en bif- reiðin hafði þá verið færð á útskot í 34 m fjarlægð frá þeim stað, er lögreglan telur líklegan árekstrarstað. Ekkert er fram komið um, að ástand bifreiða hafi getað verið orsök slyssins. Stefnandi gaf skýrslu á skrifstofu rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík 11. ágúst 1959. Var þá bókað eftir honum m. a.: „Er umræddur árekstur skeði, þá ók ég norður Sogsveg áleiðis að Ljósafossi. Er ég kom að umræddu gili, þá ók ég á ca. 30 mílna hraða. Er ég átti eftir ca. 100 metra að útskoti, sem þarna var fyrir framan mig, þá sá ég einnig merkt útskot fyrir framan R 5362. Ég taldi, að ökumaður R5362 ætti að stöðva, þar sem hann kom seinna en ég að útskotinu. Ég hélt áfram og dró úr ferð. Er ég var kominn út á útskotið, sem var mín megin, og er ég hafði ekið fram hjá því, þá sá ég, að R5362 hélt áfram. Ég hemlaði þá bifreiðinni og beitti fullu átaki á hemlana, og var bifreið mín að stöðvast eða stöðvuð, þegar áreksturinn skeði. Ég held, að bifreið mín hafi snúizt inn á veginn, um leið og áreksturinn skeði, en ekki áður eða við hemlunina, þó þori ég ekki að fullyrða um þetta. Áreksturinn varð þannig, að fram- endar bifreiðanna skullu saman. Við ákeyrsluna valt R5362 á vinstri hliðina og fór heila veltu. .... Ég taldi hættu á árekstri, er ég hemlaði bifreið minni, enda kom R 5362 að mér, og ég sá ekki dregið neitt úr ferð R5362 ....“ Stefndi gaf rannsóknarlögreglunni skýrslu sama dag, og var þá m. a. eftir honum bókað: „Er ég nálgaðist umrætt gil og er ég var að komast framhjá útskoti, er var þarna, þá ók ég á ca. 30—40 km hraða. Ég sá þá R 9695, er kom á móti mér. Mér virtist sem stjórnandi R 9695 væri að stöðvast eða vera stöðvaður við útskotið eða afleggjara, sem bifreið þessi var stödd við, er ég sá hana. Ég hélt áfram og dró úr ferð. Ég sá þá, að ökumaður R 9695 hélt áfram, og fannst mér, eins og bifreið þessari væri sveigt inn á veginn. Ég ók þá alveg út á minn vinstri kant eða eins utarlega og ég þorði, og eftir það taldi ég, að bifreiðarnar gætu mætzt þarna, og hélt því áfram. Rétt í því er bifreiðarnar voru að mætast, eða er ca. 2—3 metrar voru á milli þeirra, þá sýndist mér stjórn- andi R 9695 beygja inn á veginn, og í því skeði áreksturinn, sem varð þannig, að hægri framendar bifreiðanna um ca. eitt fet lentu saman. .... Er bifreiðarnar nálguðust hvor aðra, þá fannst mér R 9695 ekið á eðlilegri ferð, en mér fannst bifreiðin 187 ekki vera stöðvuð, eða ég tók ekki eftir því, að svo væri ....“ Að öðru leyti er að geta þessa, sem fram er komið um máls- atvik og þykir geta haft þýðingu. Ökuhraði. Guðbjörg Malmquist, Hrönn Jóhannsdóttir og Bald- ur Sigurgeirsson, sem voru farþegar í R5362, hafa öll gefið skýrslu bæði fyrir rannsóknarlögreglu og bæjarþinginu. Guð- björg skýrði lögreglunni svo frá, að rétt áður en slysið varð, hefði R.5362 verið ekið með um 30 km hraða á klukkustund. Hrönn kvað hraðann hafa verið 30—40 km á klukkustund, en kvað stefnda hafa dregið úr hraðanum. Baldur taldi hraðann hafa verið um 40 km á klukkustund og kvað Svein hafa dregið úr honum. Er Hrönn kom fyrir bæjarþingið 2. nóvember s.l., kvað hún R5362 hafa verið að nema staðar. Stefndi kom fyrir bæjarþingið 30. maí 1961 og kvaðst hafa ekið með 30—40 km hraða á klukkustund, er hann sá R 9695 fyrst, en síðan hafa dregið úr hraðanum. Hann kvaðst hafa verið svo utarlega á vegbrún, að hann hefði ekki þorað að stöðva bifreiðina, enda verið lítill tími til slíks. Farþegar þeir, sem sátu í aftursæti R 9695, hafa allir gefið skýrslur hjá lögreglunni og fyrir bæjarþinginu. Ragnar Á. Magnússon sagði, er hann gaf rannsóknarlögreglunni skýrslu, að hraðinn á R5362 hefði verið mun meiri en hraði R 9695, og kvaðst ekki hafa séð þess nein merki, að dregið væri úr ferð bifreiðarinnar. Fyrir bæjarþingi kvað hann bifreiðina hafa verið á mikilli ferð og sagði áreksturinn hafa verið harðan. Skeggi Samúelsson kvað R 5362 hafa verið á talsverðri ferð og mun meiri en R 9695, en ekki vildi hann geta sér til um hraðann í kíló- metrum á klukkustund. Eggert Arnórsson taldi, að R5362 hefði verið á venjulegri ferð, og kvaðst hafa séð, að ekki var dregið úr hraðanum. Stefnandi sjálfur sagði fyrir bæjarþinginu 30. maí 1961, að hann hefði séð, að R 5362 hélt áfram, án þess að dregið væri úr hraðanum. Ekki kvaðst hann þora að fullyrða um hrað- ann, en sagði, að sér hefði fundizt bifreiðina bera hratt yfir og að hún hefði gefið mikið högg, þegar hún rakst á R9695, enda hefði R5362 tekizt á loft. Áður er rakið það, sem stefnandi sagði hjá rannsóknarlög- reglunni um hraða R 9695. Fyrir bæjarþinginu 30. maí 1961 var m. a. eftir honum bókað: „Mætti kveður, að vera megi, að bifreið sín hafi ekki verið alveg stöðvuð, þegar áreksturinn varð, heldur verið að stöðvast. Mætti kveðst hafa athugað hemlaför bifreiðar sinnar, sem reyndust um 1% fet, jöfn við bæði aftur- 788 hjól. Mætti kveður bifreið sína hafa skekkzt á veginum við högg- ið.“ Þeir þrír farþegar í bifreið stefnanda, sem gefið hafa skýrsl- ur, víkja allir að hraða R 9695. Hjá rannsóknarlögreglunni sagði Ragnar Á. Magnússon, að sér hefði virzt R5362 komin að útskoti sín megin, þegar R 9695 var stödd við útskot sín megin. „Bif- reið okkar var,“ segir í bókun eftir Ragnari, „ekið á eðlilegri ferð eða á ca. 30—35 mílna hraða .... Stjórnandi R 9695 hafði svo stöðvað eða var við að stöðva, er áreksturinn skeði ....“ Fyrir bæjarþinginu sagði Ragnar, að R 9695 hefði verið svo til stöðvuð. Hann kvað bifreiðina hafa kastazt til, þegar árekst- urinn varð, en þó ekki svo, að farþegarnir í aftursætinu hrykkju til. Skeggi Samúelsson sagði, að R 9695 hefði verið ekið hægt og eðlilega á vinstri vegarbrún, áður en áreksturinn varð, en bætti við: „Stjórnandi R 9695 stöðvaði svo, áður en bifreið- arnar mættust. .... Við ákeyrsluna kastaðist R 9695 til hægri að framan, en ekkert aftur á bak, og finnst mér það sanna, að bifreiðin stóð kyrr.“ Eggert Arnórsson hélt því einnig fram, að R 9695 hefði verið stöðvuð, er áreksturinn varð. Honum fannst ákeyrslan væg, því að hann rétt fann fyrir henni. Í skýrslu sinni hjá rannsóknarlögreglunni vék Guðbjörg Malm- quist ekki að hraða R 9695. Hrönn Jóhannsdóttir sagði hins vegar, að henni hefði virzt sem R 9695 stæði kyrr, en síðan hefði hún séð bifreiðina koma á móti R5362 og þá vera ekið hratt. Baldur Sigurgeirsson hélt því fram, að báðar bifreiðarnar hefðu verið á ferð, er áreksturinn varð. Fyrir bæjarþinginu hinn 2. nóvem- ber s.l. sagði Hrönn Jóhannsdóttir, að áreksturinn hefði orðið í bann mund, er R 9695 ók aftur af stað. Næsta bifreið á eftir R 9695 var bifreiðin R 6482, og ók henni Björn Magnússon, Álfheimum 34. Hann gaf fyrst skýrslu hjá rannsóknarlögreglunni 12. ágúst 1959, og var þá m. a. eftir hon- um bókað: „Er umrætt slys skeði, þá ók ég bifreið minni R 6482 norður Sogsveg. Næsta bifreið á undan mér var R 9695. Bifreiðunum hafði báðum verið ekið hægt eða á ca. 30—40 km hraða, enda mikil umferð á veginum. Er umræddur árekstur skeði, þá var ég ca. tveimur til þremur bíllengdum á eftir R 9695. Ég sá, að stjórnandi R 9695 dró mjög úr ferð, rétt áður en áreksturinn skeði, og hann vék vel út á sinn kant. R9695 hafði svo stöðv- að eða næstum stöðvað, og ég var að búa mig undir að stöðva fyrir aftan R 9695, en áður en ég hafði stöðvað, þá sá ég, að ökumaður R 9695 ekur af stað aftur eða heldur áfram og hann 789 beygði inn á veginn, en áður hafði hann verið, eins og áður segir, alveg út á vinstri kantinum. Á sama augnabliki sem ég sá R 9695 beygt inn á veginn, þá skeði áreksturinn .... Ég hafði ekki á nokkurn hátt orðið var við R5362 og vissi ekki um bif- reið þessa, fyrr en ég sá áreksturinn. Áreksturinn var frekar harður og merkilega harður, miðað við hvað R 9695 fór hægt ....“ Björn Magnússon kom fyrir bæjarþingið 2. nóvember s.l. Var þá bókað: „Vitnið er beðið að skýra frá atvikum að árekstrinum. Hann kveður langt um liðið og því erfitt að gera það í smá- atriðum. Han kveðst hafa ekið bifreið sinni næst á eftir R 9695 og segir, að sig minni, að áreksturinn hafi orðið við ræsi eða smá- brú á veginum. Hann kveðst nú litla grein geta gert sér fyrir þessu aðra en þá, að hann sá bifreið Sveins velta út af veginum. Dómarinn spyr vitnið, hvort R 9695 hafi verið stöðvuð, rétt áður en áreksturinn varð. Vitnið kveðst telja, að svo hafi ekki verið. Dómarinn spyr vitnið, hvort R9695 hafi verið sveigt inn á veginn í þann mund, er áreksturinn varð. Ekki kveðst vitnið geta fullyrt neitt um það nú og telur sig eigi hafa fylgzt nákvæmlega með því. Dómari bendir vitninu á, að skýrsla hans fyrir lögreglunni 12/8 1959 sé í verulegu ósamræmi við framburð hans nú. Vitnið ítrekar, að langt sé um liðið frá atburðinum. Bókun eftir vitninu gerð 12/8 1959 er nú lesin. Vitnið ítrekar enn, að hann hafi nú mjög gleymt atvikinu, en telur hina upp- lesnu skýrslu rétta, enda sé hún gerð mjög stuttu eftir atburðinn.“ Staða bifreiðanna á veginum: Í þeim skýrslum aðilja, sem áður hafa verið raktar, kemur fram, að stefndi telur sig hafa ekið, eins utarlega á vinstri vegbrún og við varð komið. Í skýrslu sinni segir stefnandi ekkert um þetta atriði. Hrönn Jóhannsdóttir sagði í skýrslu sinni til lögreglunnar, að stefndi hefði sveigt „alveg út á kantinn vinstra megin“, og hið sama sagði Baldur Sigurgeirsson. Ítrekaði Hrönn þetta fyrir bæjarþinginu. Enginn af þeim farþegum í bifreið stefnanda, sem gefið hafa skýrslur, víkja að stöðu R 5362 á veginum Í þann mund, er áreksturinn varð. Hins vegar var bókað eftir Birni Magnússyni hjá lögreglunni: „Ég sá, að R5362 var alveg út á blábrún á sínum vinstra kanti.“ Það er áður komið fram, að stefndi sagði hjá rannsóknarlög- 790 reglunni, að sér hefði fundizt, eins og bifreið stefnanda væri sveigt inn á veginn í þann mund, er áreksturinn varð. Guð- björg Malmquist sagði, að bifreið stefnanda hefði verið beygt í veg fyrir bifreið stefnda. Hrönn Jóhannsdóttir sagði hjá rann- sóknarlögreglunni: „Ég sá hættuna á árekstrinum, nokkru áður en hann skeði, því að ég sá, að ökumaður R 9695 var alltaf að færast lengra og lengra inn á veginn. Stjórnandi R 9695 ók svo á okkur ....“ Í sömu átt gekk framburður Baldurs Sigurgeirs- sonar hjá lögreglunni. Á bæjarþingi 30. maí 1961 var bókað eftir stefnda: „Mætti segir, að hann hafi veitt því athygli, að R 9695 væri ekið utarlega á veginum frá útskotinu, en síðan snöggsveigt inn á veginn, þegar skammt var milli bílanna, enda gripu Þbifreið- arnar, þegar þær lentu saman, ekki nema fet inn á hvor aðra - Mætti telur, að 3—4 m hafi verið á milli bifreiðanna, þeg- ar R9695 sveigði inn á veginn.“ Hrönn Jóhannsdóttir ítrekaði á bæjarþingi 2. nóvember s.l., að R 9695 hefði fyrst stöðvazt, en síðan verið ekið af stað aftur og þá í veg fyrir R5362. Baldur Sigurgeirsson sagði á bæjar- þingi 3. nóvember, að hann minntist þess, að R 9695 hefði verið sveigt inn á veginn, og taldi einnig, að bifreiðin hefði verið stöðvuð, en síðan ekið af stað aftur. Enginn þeirra, sem var í R 9695 og gaf skýrslu hjá lögregl- unni, gat þess, að bifreiðinni hefði verið sveigt inn á veginn, og er ekki að því atriði vikið í því, sem eftir þeim var bókað. Þegar stefnandi kom fyrir dóm á bæjarþingi 30. maí 1961, sagði hann sem áður getur, að hann hefði ekki haft tíma til að svipta bíl sínum á yztu brún, heldur hefði hann hemlað. Hann kvað ekki rétt, að hann hefði sveigt bifreið sinni inn á veginn rétt fyrir áreksturinn. Þetta ítrekaði hann á bæjarþingi 30. nóvember s.1. Á bæjarþingi 30. maí 1961 neituðu Þeir þrír menn, sem sátu í aftursæti bifreiðar stefnanda og áður hafa verið nefnad- ir, því allir, að þeir hefðu orðið Þess varir, að bifreiðinni hefði verið beygt á þenna hátt. Þess er áður getið, að Björn Magnússon sagði hjá lögregl- unni 12. ágúst 1959, að R 9695 hefði verið beygt inn á veginn í þann mund, er áreksturinn varð, og að hann taldi sig ekki geta fullyrt um þetta atriði, er hann kom fyrir dóm á bæjar- þingi 2. nóvember s.l. Eins og áður er fram komið, fór R5362 út af veginum við áreksturinn og valt síðan heila veltu. Um stöðu R 9695 á veg- 791 inum eftir áreksturinn eru nokkrar skýrslur fram komnar. Stefn- andi sagði hjá rannsóknarlögreglunni, að bifreiðin hefði verið með afturendann alveg út á vinstri vegarbrún, en að framan um eitt fet inni á veginum. Ekki hefur stefnandi borið um þetta atriði á bæjarþinginu. Eggert Arnórsson sagði hjá lögreglunni eftir áreksturinn, að hann hefði séð, er hann kom út úr R 9695, að bifreiðin „stóð aðeins innar á veginum með framendann en afturendann“. Ragnar Á. Magnússon sagði á bæjarþinginu 30. maí 1961, að hann þyrði ekki að segja, hve langt frá vegarbrún afturhjól R 9695 hefðu verið eftir áreksturinn, en „sér hefði virzt fjarlægðin vera eðlileg“. Stefndi eða farþegar í bifreið hans hafa ekkert borið um stöðu R 9695 á veginum eftir áreksturinn. Baldur Sigurgeirsson tók fram hjá rannsóknarlögreglunni, að búið hefði verið að 2 færa bifreiðina til, þegar lögreglan kom á vettvang. Sverrir Þórðarson útbreiðslustjóri, Þórsgötu 12, gaf skýrslu hjá rannsóknarlögreglunni 12. ágúst 1959. Hafði hann komið á vettvang nokkru eftir áreksturinn. Var þá m. a. eftir honum bókað: „Þó að ég gerði engar staðarákvarðanir, varðandi bílana, þá man ég það rétt, að skömmu áður en að bílnum R 9695 var ýtt af árekstursstað út af veginum, var haft á orði af nærstöddum, að ljóst væri, að fyrrgreindur bíll væri vel yfir á vegarhelm- ingi R5362, og sögðust nærstaddir geta borið um það vitni. Þetta tel ég líka rétt og man, að ég einmitt tók eftir því, hve vinstra afturhjól R 9695 var innarlega á veginum.“ Sverrir kom fyrir dóm á bæjarþingi 24. nóvember s.l. og kvaðst muna, að R 9695 var á vegarhelmingi hins bílsins eftir árekst- urinn, en tók fram, að hann hefði ekki gert neinar nákvæmar mælingar á árekstursstað. Í máli þessu hefur verið lögð fram skýrsla, dagsett 16. janúar 1961 og undirrituð af Aðalsteini Jochumssyni, Leifsgötu 23, og Ólafi Pálssyni, Hlíðarhvammi |, Kópavogi. Segjast þeir hafa verið að koma frá Laugarvatni ásamt konum sínum og hafa komið á slysstað skömmu eftir áreksturinn. Síðan segir í skýrslu þessari: „Bifreiðin R 9695 var talsvert inni á veginum, og vísaði fram- endi hennar meira inn á veginn. Við horfðum á, að bifreiðin var færð utar á veginn og síðan ekið afturábak og út af vegin- um til þess að greiða fyrir umferð. Bifreiðin hefði hæglega getað 192 verið talsvert utar á veginum, miðað við stöðu hennar, þegar við komum á slysstað ....“ Þeir Aðalsteinn og Ólafur komu fyrir dóm á bæjarþinginu bæði 2. og 30. nóvember s.l. Hinn 2. nóvember staðfesti Aðal- steinn skýrsluna. Hann sagði, að hægra framhjól R 9695 hefði næstum því verið í hægra hjólfari á veginum, en hægra aftur- hjól hins vegar á milli hjólfaranna, meira til vinstri. Þarna hafi verið harður malarvegur, en laus möl beggja vegna hjólfar- anna og á milli þeirra. Hinn 30. nóvember sagði Aðalsteinn, að bifreiðin hefði stöðvað alla umferð, unz hún var flutt, vegna þess hve innarlega hún hefði verið á veginum. Ólafur Pálsson staðfesti skýrsluna á bæjarþingi 2. nóvember, en kvaðst þá ekki geta sagt, hve langt R 9695 var inni á veginum, enda væri langt um liðið. Hins vegar ítrekaði hann, að bifreiðin hefði getað verið utar. Í málinu hefur verið lagður fram uppdráttur, gerður af lög- reglumanni, sem kom á vettvang. Sem fyrr er fram komið, komu lögreglumenn ekki á slysstað, fyrr en alllöngu eftir að árekst- urinn varð, en í lögregluskýrslu segir, að tilkynning um árekst- urinn hafi borizt kl. 8 um kvöldið. Á uppdráttinn er ritað, að áreksturinn hafi orðið milli kl. 6.30 og 7. Á uppdráttinn er mark- aður sá staður, sem lögreglan telur líklegan árekstrarstað, og er hann sem næst á miðjum veginum. Jafnframt er sýndur vatnsblettur, sem var á veginum og lögreglan telur vera vegna leka úr R 9695. Er þessi blettur einnig á miðjum veginum, en þó virðist jaðar hans vera um 20 cm nær eystri vegbrún (vegar- jaðri þeim, sem R 5362 ók meðfram) en vestari. Stefnanda var sýndur uppdrátturinn hjá rannsóknarlögreglunni, og hafði hann ekkert við hann að athuga, en tók fram, að við áreksturinn hefði vatn runnið úr vatnskassa bifreiðar hans og í poll á veginum. Viðbrögð ökumanna: Að framan er fram komið, að stefnandi kveðst hafa hemlað, rétt áður en áreksturinn varð. Hefur hann borið fyrir bæjarþinginu, að hann hafi stigið á fóthemilinn, en ekki verið búinn að taka í handhemilinn. Þess er áður getið, að stefnandi kveður sig ekki hafa haft tíma til að sveigja bifreið sína út á yztu brún, svo og þess, að hann neitar þeirri staðhæt- ingu stefnda og fleiri sjónarvotta, að hann hafi sveigt inn á veginn, í sama mund og áreksturinn varð. Það er einnig fram komið, að stefndi telur sig hafa dregið úr ferð R5362 og hafa ekið eins utarlega á veginum og unnt var. Jafnframt er fram komið, að farþegar í bifreið hans bera, að hér sé rétt með 193 farið, en stefnandi og farþegar í R 9695 telja, að ekki hafi verið dregið úr hraða bifreiðar stefnda. Einnig er þess áður getið, að stefndi hefur tekið fram, að hann hafi ekki talið unnt að nema staðar, enda til þess lítill tími. Tjón stefnanda: Kröfur þær, sem gerðar eru af hálfu stefn- anda, eru sundurliðaðar þannig: Viðgerðarkostnaður ..........00000000.. kr. 13.406.64 Flutningskostnaður af slysstað ......... --— 778.42 Bifreiðarkostnaður í ca. 7 vikur vegna atvinnu ........00000 0. — 5.601.00 Kr. 19.786.06 Viðgerðar- og flutningskostnaði er ekki mótmælt tölulega, og verða þessir liðir því ekki ræddir frekar. Um bifreiðakostnað- inn hafa verið lagðir fram reikningar. Er frá því skýrt af hálfu stefnanda, að hann hafi, um það leyti er áreksturinn varð, haft í smíðum hús við Stóragerði 28 og þurft að taka leigubifreiðar þess vegna þann tíma, er bifreið hans var á verkstæði eftir áreksturinn. Nemi kostnaður við það alls kr. 5.601.00. Málsástæður og lagarök: Af hálfu stefnanda er því haldið fram, að stefndi eigi alla sök á árekstrinum 2. ágúst 1959. Hann hafi ekki hemlað, heldur ekið áfram á mikilli ferð, en stefnandi hafi hins vegar hemlað og stöðvað eða nær stöðvað bifreið sína. Þá hafi stefnda borið að bíða við útskot, þar sem vegurinn sé þarna mjór og vart meira en 4.20 m sá kafli, sem unnt sé að aka á. Hafi stefndi komið að útskoti á eftir stefnanda. Allt þetta telur stefnandi leiða til þess, að stefnda beri samkvæmt almennum reglum íslenzks bótaréttar að bæta sér allt það tjón, sem hann varð fyrir. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að stefnandi eigi alla sök á árekstrinum. Hann hafi sveigt bifreið sinni inn á veginn, í sama mund og áreksturinn varð, en stefndi hins vegar verið á yztu brún og á litlum hraða. Ljóst sé af uppdrætti og upplýs- ingum um breidd vegar og bifreiðanna og af vætti vitna, að stefnandi hafi verið of fjarri vegarbrún. Þá er því haldið fram, að stefndi hafi fyrr komið að útskoti við árekstursstað. Því er einnig haldið fram, að rétt viðbrögð beggja ökumanna hafi verið að aka hægt, en hemla ekki, þar sem þá hafi verið hætta á, að bifreiðarnar breyttu um stefnu. Allt þetta telur stefndi leiða til þess, að stefnanda beri samkvæmt almennum reglum 794 Íslenzks bótaréttar að bæta sér allt það tjón, sem hann varð fyrir. Kröfu stefnanda um bifreiðakostnað er mótmælt, þar sem íslenzk lög mæli ekki fyrir um bætur fyrir kostnað sem þenna. Varakrafa stefnda er studd þeim rökum, að í engu falli verði talið, að stefndi beri alla sök á árekstrinum. Álit dómara: Sem fyrr greinir, hefur dómari gengið úr skugga um, að breidd vegarins á árekstursstað er 4.75 m, miðað við það, sem yzt verður komizt með bifreið. Samanlögð breidd bif- reiðanna er hins vegar 3.54 m, og gátu þær því erfiðleikalaust mætzt. Af þessum sökum skiptir ekki máli, hvor bifreiðanna fór síðar fram hjá útskoti á veginum. Ekki er ágreiningur um það í málinu, að bifreiðarnar hafi skollið saman að framan á um eins fets bili. Ekki er því mót- mælt, sem stefndi, farþegar í bifreið hans svo og Björn Magnús- son hafa borið, að R5362 hafi verið ekið á yztu brún og á rétt- um vegarhelmingi, enda er það í samræmi við það, sem ráða má af því, að bifreiðin fór út af veginum við áreksturinn. Eftir þessu hefur R 9695 verið um 1.40 m frá vinstri vegjaðri, þegar áreksturinn varð. Þetta kemur að vísu ekki heim við skýrslu stefnanda um stöðu bifreiðar hans á veginum eftir áreksturinn. Um það, hvar á veginum stefnandi ók, þykir eiga að byggja á eftirfarandi atriðum: Því, sem nýnefnt er um það, sem ráðið verður af upplýsing- um um breidd vegarins og bifreiðanna og stöðu R 5362. Framburðum Sverris Þórðarsonar, Aðalsteins Jochumssonar og Ólafs Pálssonar um stöðu R 9695 eftir áreksturinn. Upplýsingum á uppdrætti lögreglunnar um það, hvar vatnið, sem rann af vatnskassa R9695, var á veginum. Því, að R 9695 hefur ekki við áreksturinn kastazt mikið til á veginum, sbr. framburði stefnanda og farþega í bifreið hans og það, sem líklegt er, miðað við hraða og þunga bifreiðanna. Verður að telja, að bifreiðin hafi ekki flutzt til hliðar að aftan. Þau atriði, sem nú hafa verið nefnd, leiða til þess, að byggja verður á því í máli þessu, að stefnandi hafi ekki verið eins utar- lega á sinni vegbrún og honum bar. Þau veita og sterkar líkur fyrir því, að rétt sé, sem stefndi og farþegar í bifreið hans hafa borið, að R 9695 hafi verið beygt inn á veginn í þann mund, er áreksturinn varð. Fullyrðingar þeirra, þar að lútandi, eru í samræmi við skýrslu Björns Magnússoar hjá rannsóknarlögregl- unni 12. ágúst 1959, en hann gat, sem fyrr greinir, ekki staðfest frásögn sína sjálfstætt á bæjarþinginu 2. nóvember s.l. 795 Við mat á því, hvort sannað sé, að stefnandi hafi beygt með þeim hætti, sem greint var, þykir eiga að taka tillit til eftir- farandi atriða: Þess, sem nýnefnt er um vætti Björns Magnússonar á bæjar- þingi. Þess, að það skiptir miklu um sök stefnda, hvort stefnandi ók skyndilega í veg fyrir hann eða hvort unnt var með góðum fyrirvara að gera sér grein fyrir því, hve innarlega á veginum R 9695 var. Skýrsla stefnda og farþega hans hafa minna sönn- unargildi en ella, þegar þær eru honum í hag. Skýrslu stefnanda og farþega í bifreið hans. Þessi atriði leiða til þess, að ekki verður talið sannað, að stefn- andi hafi beygt R 9695 inn á veginn í þann mund, er árekst- urinn varð. Verður því að byggja á því í máli þessu, að stefnandi hafi ekið of innarlega á veginum og ekki vikið í tæka tíð á vinstri vegjaðar. Það er ekki umdeilt í málinu, að stefndi vanrækti að beita hemlum R5362, en telja verður, að honum hafi borið að gera það. Með tilliti til framburðar stefnanda og farþega í bifreið hans svo og skýrslna annarra sjónarvotta, verður að telja sannað, að R 9695 hafi verið á mjög lítilli ferð, en ekki er sannað, að bifreiðin hafi staðið kyrr. Erfitt er að gera sér grein fyrir því, hver hraði R5362 var, en afleiðingar árekstursins og framburðir stefnanda, Skeggja Samúelssonar og Björns Magnússonar veita líkur hér að lútandi. Ljóst er, að R5362 var ekið mun hraðar en R 9695. Hreyfiorka bifreiðanna, er áreksturinn varð, var í réttu hlutfalli við hálfa þyngd bifreiðanna og hraðann í öðru veldi. Hún var m.ö.o. að mestu komin undir hraða R 5362, eins og á stóð, þar sem upplýst er, að sú bifreið fór mun hraðar en R 9695. R 9695 kastaðist lítið eitt til á veginum, og R5362 fór út af vegbrúninni. Sýnir það, að R5362 hefur verið ekið með talsverðum hraða. Þegar það er virt, sem nú hefur verið rakið, þykir verða að telja, að báðir aðiljar eigi sök á árekstri þeim, sem mál þetta er risið af. Þar sem stefndi beitti eigi hemlum bifreiðar sinnar og átti því meiri sök á árekstrinum, þykir hann eiga að bæta stefnanda tjón hans að % hlutum. Þess er að geta, að það verður ekki talið eiga að hafa áhrif á úrslit máls þessa, að stefndi hafði látið undan fallast að endurnýja ökuskírteini sitt. Þess er áður getið, að tveir af þremur liðum þeirrar kröfu, 196 sem er til dóms nú, eru ekki umdeildir. Hins vegar er mótmælt kröfu vegna bifreiðarkostnaðar. Af hálfu stefnanda hafa verið lagðar fram nótur fyrir þeirri upphæð, sem krafið er um. R 9695 virðist eftir framlögðum gögnum hafa verið á verkstæði til 17. september 1959. Nótur fyrir akstur á tímabilinu frá 2. ágúst til 17. september nema alls kr. 5.412.50. Þessi fjárhæð þykir ekki óeðlilega há, og verður hún lögð til grundvallar. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, verður í þessu máli tjón stefnanda talið nema kr. 19.597.56. Af því verður stefnda gert að greiða stefnanda % hluta, eða kr. 13.065.04, auk vaxta, eins og krafizt er, þó þannig, að þeir verði 7% p.a. frá 29. desem- ber 1960 til greiðsluðags. Eftir þessum úrslitum ber stefnda að greiða stefnanda máls- kostnað, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 3.000.00. Þór Vilhjálmsson borgardómari kvað upp dóm Þenna. Dómsorð: Stefndi, Sveinn Ólafsson, greiði stefnanda, Hauki Péturs- syni, kr. 13.065.04 auk 6% ársvaxta frá 2. ágúst 1959 til 22. febrúar 1960, 9% ársvaxta frá þeim degi til 29. desember 1960 og 7% ársvaxta frá þeim degi til greiðsludags og að auki kr. 3.000.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lög- birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 197 Mánudaginn 2. nóvember 1964. Nr. 148/1964. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) segn Jósteini Magnússyni (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Einar Arnalds, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessor Theodór B. Líndal. Skjalafals. Dómur Hæstaréttar. Með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Ákærði greiði árfýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 4.000.00, og laun verjanda sins, kr. 4.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Jósteinn Magnússon, greiði allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun fyrir Hæstarétti í ríkissjóð, kr. 4.000.00, og laun verjanda síns í Hæstarétti, Þorvalds Lúðvíkssonar hæstaréttar- lögmanns, kr. 4.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 9. ágúst 1963. Ár 1963, föstudaginn 9. ágúst, var í sakadómi Reykjavíkur, sem haldinn var í Borgartúni 7 af Þórði Björnssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 3640/ 1963: Ákæruvaldið gegn Jósteini Magnússyni, sem tekið var til dóms sama dag. Með ákæru saksóknara ríkisins, dags. 20. nóvember s.l, er opin- bert mál höfðað á hendur Jósteini Magnússyni, þá atvinnulaus- um og heimilislausum, en nú verkamanni, Kirkjustræti 2, hér 798 í borg „fyrir skjalafals. Þykir hann hafa framið brot þetta með því að selja Búnaðarbanka Íslands hinn 15. desember 1961 10.- 000.00 króna víxil, útgefinn 12. desember 1961 með gjalddaga 12. febrúar 1962, samþykktan af sér, en á víxilinn hafði hann falsað nafn Sveinbjargar Kristinsdóttur, Barmahlíð 11, sem út- gefanda og framseljanda“. Telst brotið varða við 155. gr., 1. mgr. almennra hegningar- laga nr. 19/1940, og er þess krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, greiðslu skaðabóta og greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 26. apríl 1919 í Reykjavík, og hefur, svo kunnugt sé, sætt eftirtöldum kærum og refsingum: 1935 3/12 Reykjavík. Sátt, 10 kr. sekt fyrir brot gegn 50. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur. 1936 9/10 Reykjavík. Kærður fyrir þjófnað. Látið falla niður með tilliti til æsku kærða og þess, að hér var um lítið verðmæti að ræða. 1938 22/10 Reykjavík. Sátt, 25 kr. sekt og 5 kr. skaðabætur fyrir brot gegn 78. gr. lögreglusamþykktar Reykja- víkur. 1942 3/3 Reykjavík. Sátt, 200 kr. sekt fyrir brot á 1. gr. laga nr. 13/1941. 1943 7/5 Reykjavík. Sátt, 200 kr. sekt fyrir óleyfilega áfengis- sölu. 1945 9/11 Reykjavík. Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun og óspekt- ir á almannafæri. 1946 4/2 Reykjavík. Sátt, 20 kr. sekt fyrir brot gegn lögreglu- samþykkt Reykjavíkur. 1946 31/5 Reykjavík. Sátt, 25 kr. sekt fyrir brot gegn 17. gr. áfengislaga. 1946 31/5 Reykjavík. Sátt, 20 kr. sekt fyrir brot gegn lög- reglusamþykkt Reykjavíkur. 1946 18/10 Reykjavík. Sátt, 20 kr. sekt fyrir ólöglegt bifreiðar- stæði. 1946 29/12 Reykjavík. Sátt, 40 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 1947 2/8 Reykjavík. Sátt, 100 kr. sekt fyrir ólöglegt bifreiðar- stæði. 1951 4/7 Reykjavík. Sátt, 100 kr. sekt fyrir ölvun á al- mannafæri. 1952 29/7 Reykjavík. Dómur: Fangelsi 3 mánuði, skilorðsbund- ið í 2 ár, sviptur kosningarrétti og kjörgengi. 199 1953 23/10 Hafnarfjörður. Sátt, 100 kr. sekt fyrir ölvun á al mannafæri. 1960 7/12 Reykjavík. Sátt, 100 kr. sekt fyrir ólöglegt bif- reiðarstæði. 1961 13/3 Reykjavík. Áminning fyrir ólöglegt bifreiðarstæði. 1961 7/7 Reykjavík. Sátt, 300 kr. sekt fyrir brot á 4. mgr. 48. gr. umferðarlaga og 19. og 50. gr. sömu laga. 1962 27/9 Reykjavík. Sátt, 1500 kr. sekt fyrir tékkamisferli o.fl. 1962 17/9 Reykjavík. Sátt, 200 kr. sekt fyrir ölvun. Samkvæmt eigin játningu ákærða og því, sem með öðrum hætti er upplýst í málinu, eru málavextir þessir: Ákærði hefur í nokkur ár þekkt Sveinbjörgu Guðfinnu Krist- insdóttur, frú, Barmahlíð 11, hér í borg, og bjó hann hjá henni um eins árs bil. Árið 1960 ritaði hún að beiðni hans nafn sitt sem útgefandi víxils, sem mun hafa verið að fjárhæð kr. 10. 000.00, en ákærði var samþykkjandi hans. Ákærði gat ekki greitt víxil þenna að fullu, og greiddi hún hluta fjárhæðarinnar. Árið 1961 bað hann hana nokkrum sinnum að rita nafn sitt sem útgefandi á víxla, sem hann væri eða var samþykkjandi á, en hún neitaði því ávallt. Hinn 15. desember 1961 var ákærði fjárþurfi. Hringdi hann þá til Sveinbjargar Guðfinnu og bað hana um að rita nafn sitt sem útgefandi á víxil, að fjárhæð kr. 10.000. 00, sem hann væri samþykkjandi á, en hún neitaði því. Ákærði var í þetta skipti hér í miðborginni með víxileyðublað, og fékk hann mann, sem hann kveðst ekki vita deili á, til að fylla eyðublaðið út á þann veg, að ákærði var talinn samþykkjandi víxils með útgáfudegi 12. desember 1961 og með greiðsludegi 12. febrúar 1962, að fjár- hæð kr. 10.000.00. Ákærði ritaði síðan nafn sitt sem samþykkj- andi víxilsins og falsaði jafnframt nafn nefndrar Sveinbjargar Kristinsdóttur, Barmahlíð 11, sem útgefanda og ábekings víxils- ins. Hann kveðst ekki hafa sérstaklega þekkt rithönd hennar, en þó séð hana oft, og hafi hann ekki reynt að breyta rithönd sinni við fölsunina. Ákærði fór því næst með víxilinn í Búnaðar- banka Íslands og tókst að selja hann þar. Hann notaði andvirðið til greiðslu á eldri skuldum sínum, en að nokkru í drykkju- skaparóreglu. Víxillinn var ekki greiðdur á gjalddaga, og var hann afsagður 14. febrúar f. á. Var síðan af hálfu Búnaðarbankans höfðað mál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur gegn ákærða og Sveinbjörgu Guð- finnu til greiðslu víxilsins. Þau hvorki sóttu né létu sækja þing, 800 og var málið dómtekið 22. september f. á. og kveðinn upp dómur í því 22. sama mánaðar, þar sem stefndu voru dæmd til að greiða bæði fyrir annað og annað fyrir bæði bankanum fjárhæð víxils- ins auk vaxta, þóknunar, afsagnar- og sakarkostnaðar. Á grund- velli dómsins var síðan 25. janúar s.l. fjárnám gert í eign Svein- bjargar Guðfinnu, 1. hæð Barmahlíðar 11, en uppboð hefur eigi farið fram. Sveinbjörg Guðfinna kveðst hafa farið norður á Langanes 7. júní f. á. og eigi komið aftur til Reykjavíkur fyrr en 20. september sama ár, en þá hafi verið heima hjá henni stefna umrædds víxils. Ákærði hefur með framangreindu atferli sínu gerzt brotlegur gegn 155. gr., 1. mgr., almennra hegningarlaga nr. 19 12. febrú- ar 1940. Þykir refsing hans með hliðsjón af fyrri brotum hans hæfilega ákveðin fangelsi í 5 mánuði. Fébótakröfur hafa ekki verið hafðar uppi á hendur ákærða í málinu. Ákærða ber að dæma til að greiða allan kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns Í málinu, Harðar Ólafssonar héraðsdómslögmanns, kr. 1.500.00. Dómsorð: Ákærði, Jósteinn Magnússon, sæti fangelsi í 5 mánuði. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns í málinu, Harðar Ólafs- sonar héraðsdómslögmanns, kr. 1.500.00. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. 801 Mánudaginn 2. nóvember 1964. Nr. 149/1964. Oddur Helgason gegn Dánarbúi Sigurðar Berndsens. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Oddur Helgason, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Mánudaginn 2. nóvember 1964. Nr. 151/1964. Remedia h/f segn Jóni N. Sigurðssyni f. h. Busch ár Co. Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Remedia h/f, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hann stefnda, Jóni N. Sigurðssyni f. h. Busch á Co., sem sótt hefur dómþing í málinu og krafizt ómaksbóta, kr. 3000.00 í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. öl 802 Miðvikudaginn 4. nóvember 1964. Nr. 122/1964. Valdstjórnin (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) Ssegn Guðjóni Jakob Valtýssyni Mýrdal (Sigurður Ólason hrl.) Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Einar Arnalds, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessor Magnús Þ. Torfason. Svipting lögræðis. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Máli þessu, sem réttilega hefur verið rekið og höfðað fyrir sakadómi Reykjavíkur samkvæmt upphafsákvæði og 4. tölu- lið 2. gr. sbr. 1. mgr. 21. gr. laga nr. 82/1961, hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar eftir kröfu varnaraðilja með áfrýj- unarstefnu, dagsettri 3. júní 1964. Samkvæmt sakavottorði, sem lagt hefur verið fram hér fyrir dómi, hefur varnaraðili verið sektaður þrisvar sinn- um fyrir ölvun eftir uppkvaðningu héraðsdóms. Ber að staðfesta héraðsdóminn með þeirri breytingu, að málsvarnar- laun talsmanns varnaraðilja, Sigurðar Ólasonar hæstaréttar- lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin kr. 2.000.00, greið- ist úr ríkissjóði, sbr. 15. gr. laga nr. 95/1947. Varnaraðilja verður dæmt að greiða allan áfrýjunarkostn- að sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun, er renni í ríkis- sjóð, kr. 4.000.00, og laun skipaðs verjanda fyrir Hæsta- rétti, kr. 4.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óbreyttur að öðru leyti en því, að málsvarnarlaun Sigurðar Ólasonar hæsta- réttarlögmanns, kr. 2.000.00, greiðist úr rikissjóði. Varnaraðili, Guðjón Jakob Valtýsson Myýrdal, greiði 803 allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin sak- sóknarlaun í ríkissjóð, kr. 4.000.00, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda sins, Sigurðar Ólasonar hæstaréttar- lögmanns, kr. 4.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Sératkvæði Þórðar Eyjólfssonar hæstaréttardómara um formhlið málsins. Í bréfi til yfirsakadómarans í Reykjavík, dags. 29. febrú- ar 1964, hefur Dómsmálaráðuneytið með skírskotun til 6. töluliðs 7. gr. laga nr. 95/1947 gert kröfu um, að Guðjón Jakob Valtýsson Mýrdal verði sviptur sjálfræði. Samkvæmt greindum lögum átti Dómsmálaráðuneytið sem yfirstjórn- andi þeirra málefna, er að lögráðum lúta, að vera sóknaraðili máls þessa. Um rannsókn málsins og meðferð skyldi fara að hætti opinberra mála samkvæmt 4. tölulið og upphafs- ákvæði 2. gr. laga nr. 82/1961, en þar ræðir ekkert um sakar- aðild. Það var því andstætt greindum lagareglum að höfða mál þetta af hálfu saksóknara ríkisins með útgáfu og birt- ingu opinbers ákæruskjals á hendur Guðjóni. Tel ég, að af þeim sökum beri að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og með- ferð málsins frá og með þinghaldi 8. april 1964. En þar sem sú úrlausn hefur ekki samþykki meiri hluta dómenda, mun ég samkvæmt 53. gr. laga nr. 57/1962 greiða atkvæði um efni málsins. Með skírskotun til forsendna dómsatkvæðis meiri hluta dómenda er ég samþykkur niðurstöðu dómsatkvæðisins. Dómur sakadóms Reykjavíkur 11. apríl 1964. Ár 1964, laugardaginn 11. apríl, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í Borgartúni 7 af Halldóri Þorbjörns- syni sakadómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 2369/1964: Ákæruvaldið gegn Guðjóni Jakob Valtýssyni Mýrdal, sem tekið var til dóms sama dag. Mál þetta er höfðað með ákæru, útgefinni 13. f. m., gegn Guð- 804 jóni Jakob Valtýssyni Mýrdal hárskera, Silfurteigi 6, Reykjavík, fæddum 22. október 1910 á Húsavík, til sviptingar sjálfræðis Vegna ofnautnar áfengis samkvæmt 3. tl. 5. gr. laga nr. 95/1947 og til greiðslu sakarkostnaðar. Ákærði kveðst kannast við, að hann hafi verið ofdrykkjumað- ur og að það megi vera, að sér sé það fyrir beztu að missa sjálf- ræði, þar sem hann þurfi á meðferð að halda sakir drykkju- hneigðar sinnar, en hann kveðst þó vera mótfallinn því, að hann verði sviptur sjálfræði. Þegar ákærði kom fyrir dóm við rann- sókn málsins, hafði hann verið 12 daga í Kleppsspítala, en hann kvaðst þá hafa verið búinn að vera við drykkju rúman mánuð. Ákærði hefur sætzt á greiðslu sekta, sem hér greinir: Árið 1935 ........ 2 sinnum — 1940......... 3 — — 1941 ........ 4 — — 1942 ........ 4 — — 1943 ........ 2 — — 1944 ........ 3 — — 1945 ........ 6 — — 1946 ........ 2 — — 1947 ......., 5 — — 1948 ........ 3 — — 1952 ........ 2 — — 1953 ........ 4 — — 1954 ......., 6 — — 1955 ........ 3 — — 1956 ........ 3 — — 1957 ........ 4 — — 1958 ........ 8 — — 1959 ........ 6 — — 1960 ........ 2 — — 1961 ........ 9 — — 1962 ........ 6 — — 1963 ........ 6 — Samkvæmt vottorði Flókadeildar ríkisspítalanna hefur ákærði síðan á árinu 1955 verið vistaður 16 sinnum í hjúkrunarstöð Bláa bandsins, og er samanlagður dvalartími 482 dagar. Af framangreindum gögnum er ljóst, að ákærði hefur um langt skeið verið ofdrykkjumaður, og hefur hann af þeim sök- um þráfaldlega raskað opinberum hagsmunum. Verður að telja 805 hann óhæfan til að ráða högum sínum, og ber því að taka til greina dómkröfu ákæruvaldsins í máli þessu að öllu leyti. Ákveða ber, að áfrýjun fresti ekki áhrifum dómsins (sbr. 2. mgr. 13. gr. laga nr. 95/1947 og 178. gr. laga nr. 82/1961). Til sakarkostnaðar telst þóknun til skipaðs verjanda ákærða, Sig- urðar Ólasonar hæstaréttarlögmanns, kr. 1250.00. Dómsorð: Ákærði, Guðjón Jakob Valtýsson Mýrdal, skal vera svipt- ur sjálfræði. Áfrýjun frestar ekki framkvæmd dómsins. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Sigurðar Ólasonar hæstaréttarlögmanns, kr. 1250.00. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Föstudaginn 6. nóvember 1964. Nr. 32/1964. Jón Halldór Magnússon (Benedikt Sigurjónsson hrl.) gegn Önnu V. Sigurjónsdóttur og gagnsök (Tómas Árnason hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðsson og Logi Einarsson og prófessor Magnús Þ. Torfason. Bifreiðarslys. Dánarbætur. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 19. febrúar 1964 og gert þær dómkröfur, að honum verði gert að greiða gagnáfrýjanda aðeins kr. 90.000.00 með 7% ársvöxtum frá 26. ágúst 1962 til greiðsludags, að máls- kostnaður í héraði falli niður og gagnáfrýjandi greiði hon- um málskostnað hér fyrir dómi. Gagnáfrýjandi, sem áfrýjað hefur málinu með stefnu $. maí 1964, krefst þess, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða 806 henni kr. 498.289.16 með 8% ársvöxtum frá 26. ágúst 1962 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Eigi er í ljós leitt, að Halldór Gunnar Sigurðsson heitinn hafi verið meðvaldur slyss þess, sem mál þetta er af risið. Með þessari athugasmd og skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber samkvæmt 67. gr. umferðarlaga nr. 26/ 1958 að staðfesta úrlausn hans um ábyrgð á tjóni gagn- áfrýjanda. Fyrir Hæstarétt hefur verið lagður nýr reikningur Þóris Bergssonar tryggingafræðings, dags. 3. nóvember 1964, þar sem hann áætlar tjón gagnáfrýjanda samkvæmt 1. kröfulið hennar í héraði kr. 394.208.00. Er þá miðað við sama tekju- grundvöll sem í fyrri reikningi tryggingafræðingsins, en „nýjar tölur um dánarlikur“. Þegar virtir eru hagir gagnáfrýjanda og allir málavextir, Þykja bætur samkvæmt 1. kröfulið hæfilega metnar kr. 240.000.00 og bætur samkvæmt 2. kröfulið kr. 60.000.00, samtals kr. 300.000.00. Ber aðaláfrýjanda að greiða gagn- áfrýjanda þá fjárhæð, að frádregnum kr. 8.984.84, er í héraðsdómi getur, þ. e. kr. 291.015.16, ásamt 7% ársvöxtum frá 26. ágúst 1962 til greiðsludags og málskostnað í hér- aði og hér fyrir dómi, samtals kr. 65.000.00. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Jón Halldór Magnússon, greiði gagn- áfrýjanda, Önnu V. Sigurjónsdóttur, kr. 291.015.16 ásamt 7% ársvöxtum frá 26. ágúst 1962 til greiðslu- dags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 65.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 11. febrúar 1964. Mál þetta, sem tekið var til dóms 23. janúar s.l., að loknum munnlegum málflutningi, hefur Anna V. Sigurjónsdóttir, Stangar- holti 18, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 807 21. janúar 1963, gegn Jóni Halldóri Magnússyni, Ásgarði 51, Reykjavík, til greiðslu skaðabóta, að upphæð kr. 480.777.00, auk 8% ársvaxta frá 26. ágúst 1962 til greiðsludags svo og máls- kostnaðar að skaðlausu. Við munnlegan flutning málsins hækk- aði stefnandi kröfu sína um miskabætur um kr. 20.000.00, og samþykkti umboðsmaður stefnda, að viðbótarkrafan kæmist að án framhaldsstefnu. Stefndi hefur gert þær dómkröfur, að honum verði aðeins gert að greiða kr. 90.000.00 með 7% ársvöxtum frá 26. ágúst 1962 til greiðsludags og að málskostnaður verði látinn niður falla. Sjóvátryggingarfélagi Íslands h/f hefur verið stefnt til réttar- sæzlu í máli þessu, en bifreið sú, sem hér kemur við sögu og síðar verður getið, R 6853, var vátryggð hjá því félagi. Á hendur réttargæzlustefnda eru ekki gerðar kröfur í málinu, og hann hefur engar kröfur gert. Málsatvik eru þessi: Sunnudaginn 26. ágúst 1962, kl. 0240, var tilkynnt á lögreglu- stöðina, að umferðarslys hefði orðið rétt áður á Grensásvegi við gatnamót Breiðagerðis hér í borg. Tildrög slyssins reyndust hafa verið þau, að stefndi, Jón Halldór Magnússon, hafði ekið bif- reiðinni R 6853 norður Grensásveg. Þegar hann var að koma að nefndum gatnamótum, kom Halldór Gunnar Sigurðsson, Sig- túni 59, hér í borg, fæddur 7. desember 1936, gangandi suður götuna á móti bifreiðinni. Skipti engum togum, að hann lenti fyrir bifreiðinni og barst með henni nokkurn spöl, unz hann féll í götuna. Stefndi ók á brott af slysstaðnum og hélt að bifreiðasíma bif- reiðastöðvarinnar Bæjarleiða við Réttarholtsveg. Nam hann þar staðar og hafði tal af tveimur leigubílstjórum, sem þar voru staddir. Skýrði hann þeim frá slysinu og bað þá að kalla lögreglu og sjúkralið á vettvang. Stefndi bað einnig um að aka sér á slysstaðinn. Fór Halldór Þórðarson leigubifreiðarstjóri, Bústaða- vegi 61, sem stefndi hafði aðallega átt tal við, með ákærða á slysstaðinn. Þegar þangað kom, lá Halldór Gunnar Sigurðsson þar meðvitundarlaus í götunni. Skömmu eftir að stefndi og Hall- dór Þórðarson komu á slysstaðinn, komu lögreglu- og sjúkraliðs- menn á vettvang. Var hinn slasaði fluttur fyrst á lögregluvarð- stofuna, en síðan í Landspítalann, þar sem hann lézt kl. 1400 framangreindan dag. Grunur lék á því, að stefndi væri með áhrifum áfengis. Var hann færður á lögreglustöðina til yfirheyrslu og síðan á Slysa- 808 varðstofuna, þar sem tekið var úr honum blóðsýnishorn til alkó- hólrannsóknar. Við yfirheyrslu hjá lögregluvarðstjóra viðurkenndi stefndi að hafa drukkið 3—4 sjússa af whisky á Hótel Borg á tíman- um frá kl. 2100—2400 um kvöldið. Stefndi kvaðst ekki hafa fundið teljandi til áfengisáhrifa við aksturinn. Að sögn varð- stjóra var ákærði rjóður í andliti, augu hans vot og lítils háttar áfengisþefur af andardrætti hans. Annað mun ekki hafa verið í fari ákærða, sem benti til þess, að hann væri með áhrifum áfengis. Yfirborð vegarins á slysstaðnum er malborið, og er akbrautin þar rúmir 7 metrar á breidd með hörðu slitlagi. Utan akbraut- arinnar eru akfærir vegarkantar, að því er tekið er fram á uppdrætti. Á slysstaðnum voru hemlaför í götunni 32.70 metrar á lengd. Þau byrja um 15 metrum sunnan gatnamótanna, eru í beina stefnu eftir akbrautinni yfir þau 2 metra frá vinstri veg- jaðri, miðað við stefnu bifreiðarinnar, og enda um 8 metrum norðan þeirra. Um 3 metrum sunnar en hemlafðrin enda um miðja vegu milli þeirra og vinstri jaðars akbrautarinnar var blóðblettur í götunni. Samkvæmt uppdrætti hafði Halldór heit- inn legið þar eftir slysið. Að sögn vitna lá hann þversum á veginum á grúfu, og vissi höfuð hans inn á veginn, en fætur á ská út fyrir akbrautina. Skammt fyrir norðan, þar sem hemla- förin byrja, er ljósastaur nokkra metra frá akbrautinni. Einnig er ljósastaur á gatnamótunum norðan Breiðagerðis. Þegar slysið varð, var heiðskírt veður og færi þurrt. Raflýsing er sögð slæm í götunni. Bifreiðin R 6853 er Dodge-fólksbifreið af árgangi 1950. Skráðir eigendur bifreiðarinnar eru stefndi og Helgi Magnússon, Ásgarði 51. Bifreiðaeftirlitsmennirnir Pálmi Friðriksson og Hörður Jóns- son reyndu bifreiðina í akstri á slysstaðnum og skoðuðu hana. Í vottorði þeirra, dagsettu 27. ágúst 1962, segir á þessa leið: „Við reyndum hemla bifreiðarinnar á þeim stað, sem slysið skeði. Bifreiðinni ókum við norður Grensásveg frá gatnamótum Hæðargarðs, og er við komum að gatnamótum Breiðagerðis, var hraðinn 40 km á klst. samkvæmt hraðamæli bifreiðarinnar. Þá var hemlað, og mældust hemlaför 25 metrar, greinileg og jöfn eftir bæði framhjól, en engin eftir afturhjól. Við nánari athugun á hemlum afturhjóla kom í ljós, að hemla- rör, sem liggur að vinstra afturhjóli, var beyglað saman á ca. 3 —4 em svæði aftan á hásingu, og leki var sjáanlegur við hægra 809 afturhjól, og þar mun hafa lekið einhvern tíma, þar sem hjól- barðinn var blautur að innanverðu, og eru þetta orsakir þess, að hemlar voru óvirkir á afturhjólum. Sjáanlegar skemmdir, sem orðið hafa á bifreiðinni við slysið, eru þessar: Vinstra frambretti beyglað að framanverðu og gengið aftur, þannig að erfitt er að opna vinstri framhurð, vélarhlíf dælduð, vatnskassi hefur gengið í viftu og göt komið á hann og vinstri framrúða brotin. Bifreiðin er með vinstri hliðar stýri og vökvahemlaútbúnaði.“ Stefndi hefur skýrt frá því, að hann hafi farið á Hótel Borg um kl. 2200 að kvöldi laugardaginn 25. ágúst með þeim Sigríði Bjarnason, Snorrabraut 65, og Rúnari Sigmarssyni, Mánagötu 1. Fóru þau á bifreiðinni R1991 þangað, og ók Sigríður. Stefndi kveðst hafa verið búinn að neyta lítils háttar áfengis, áður en á Hótel Borg kom, en þar neytti hann 3—4 sjússa af whisky. Stefndi kveðst hafa fundið til áhrifa áfengis af drykkjunni. Stefndi var á Hótel Borg, þar til kl. 0100 um nóttina, en þá fór hann á brott í bifreiðinni R 1991 með Sigríði Bjarnason, Aðal- heiði Sigvaldadóttur, Snorrabraut 69, Björk Timmermann, Birki- mel 2, og Eggert Briem, er býr einhvers staðar við Barónsstíg. Sigríður ók bifreiðini. Hún ók Björk fyrst heim, en síðan Eggert. Þessu næst ók hún heim til stefnda, og var Aðalheiður með þeim. Ekki var neitt áfengi haft um hönd í bifreiðinni. Stefndi var á móti því að fara heim strax, en stúlkurnar vildu það, og var ekið heim til stefnda að Ásgarði 51. Stefndi var allæstur í skapi. Hann var búinn að segja stúlk- unum, að hann þyrfti að hitta mann, sem heitir Einar Bollason, til heimilis að Brávallagötu 10—12. Kvaðst hann eiga 500 kr. hjá honum. Stúlkurnar drógu úr því að aka með stefnda þang- að, og varð ekki af því. Stefnda minnir, að hann hafi sagt við stúlkurnar, að hann gæti farið á sinni bifreið, en hann telur, að þær hafi ekki tekið það alvarlega. Stefndi fór úr bifreiðinni heima hjá sér við Ásgarð 51, og héldu stúlkurnar á brott. Strax og stefndi var kominn heim, fór hann upp í herbergi sitt og náði í lykla að bifreiðinni R 6853, sem lágu þar á skrifborði. Stefndi á bifreið þessa ásamt bróður sínum, Helga Magnússyni. Stefndi vissi ekki til þess, að neinn heima hjá honum yrði var við ferðir hans. Stefndi fór beint út í bifreiðina R 6853, er stóð fyrir utan húsið. Hann ræsti vél hennar og ók af stað áleiðis vestur á Brá- vallagötu að hitta Einar Bollason. Stefndi var einn síns liðs. 810 Hann hafði hitt Einar á Hótel Borg um kvöldið, og hafði Einar lofað að greiða stefnda eftir dansleikinn. Stefndi kveðst ekki hafa fundið teljandi til áfengisáhrifa við aksturinn. Stefndi ók niður Ásgarð að gatnamótum Bústaðavegar. Þegar Þangað kom, beygði hann inn á Bústaðaveg og ók þá götu til vesturs að gatnamótum Grensásvegar. Þar beygði hann til norð- urs inn á Grensásveg. Stefndi kveðst hafa ekið með lágum ljósum, og voru ljósin í fullkomnu lagi. Þau lýstu illa fram fyrir bifreiðina vegna slæms skyggnis, en götulýsing er slæm á Grensásvegi. Stefndi getur ekki sagt til um hraða bifreiðarinnar á leiðinni norður Grensásveg, en kveðst telja, að hann hafi ekið fremur greitt. Ljósið í mælaborðinu var bilað, og gat stefndi ekki séð á hraða- mæli bifreiðarinnar af þeim sökum. Stefndi hafði útvarp bif- reiðarinnar stillt á Keflavíkurstöðina. Þegar stefndi kom upp á hæðina við Hæðargarð, vildi hann slökkva á útvarpstækinu. Leit hann niður um leið til að reyna að koma auga á rofann fyrir útvarpsborðinu. Stefndi lyfti fæt- inum um leið af benzíngjöfinni og telur, að með því hafi hann dregið úr hraða bifreiðarinnar. Stefndi ók á vinstri vegarhelmingi, en var þó ekki alveg út við vegarbrúnina. Þegar hann hafði slökkt á útvarpstækinu og leit upp, sá hann allt í einu mann fyrir framan bifreiðina. Mað- urinn var inni á veginum og kom því beint á móti bifreiðinni. Hann var í dökkum fötum og virtist reika í spori. Var stefndi sannfærður um, að hann mundi vera drukkinn. Örstuttur spölur var að manninum, þegar stefndi kom auga á hann, en stefndi kveðst ekki geta sagt með nákvæmni, hve langt hann var frá bifreiðinni. Stefndi hemlaði strax með fullu átaki og reyndi að sveigja frá manninum, en tókst ekki að forða slysinu þrátt fyrir það. Lenti maðurinn á vinstri framaurhlíf og vélarhúsi bifreið- arinnar. Kastaðist hann síðan á framrúðu með höfuðið, svo að hún brotnaði. Maðurinn féll því næst í götuna vinstra megin við bifreiðina. Stefnda varð mjög mikið um slysið og fékk taugaáfall. Hann ók áfram af slysstaðnum að bílasíma Bæjarleiða við Réttarholts- veg, en við þenna síma voru tvær leigubifreiðar. Stefndi sneri sér að öðrum Wbifreiðarstjóranum og skýrði frá því, að hann hefði ekið á mann á Grensásvegi við Breiðagerði. Bað hann leigubifreiðarstjórann, sem var með talstöð í bifreið sinni, að kveðja lögreglu- og sjúkralið á vettvang. Bifreiðarstjórinn gerði 811 það þegar í stað. Stefndi skildi bifreiðina þarna eftir og fór með leigubifreiðarstjóranum á slysstaðinn. Á meðan hafði leigubif- reið komið á slysstaðinn, og var ökumaður hennar þar fyrir, þegar stefndi kom þangað. Stefndi kveður hemla bifreiðarinnar ekki hafa verið í full- komnu lagi. Vissi hann, að bifreiðin hemlaði ekki á vinstra aftur- hjóli vegna leka á hemlavökva. Hins vegar vissi hann ekki um, að hemlar voru einnig í ólagi á hægra afturhjóli. Vitnið Rúnar Gunnar Sigurðsson nemandi, Mánagötu 1, hér í borg, kveður stefnda hafa komið heim til sín um kl. 2100 að kvöldi laugardagsins 25. ágúst s.l, en vitnið og stefndi eru skóla- bræður og kunningjar. Drukku þeir 3—4 sjússa af whisky, en fóru að því búnu um kl. 2200 niður á Hótel Borg. Vitnið varð vart við það, að stefndi fékk sér einu sinni genever í glas, en vissi ekki til þess, að hann neytti meira áfengis. Vitnið kveður það þó hafa getað verið engu að síður. Stefndi og vitnið fóru á brott frá Hótel Borg um kl. 0100, og skildu þá leiðir þeirra. Vitnið sá stefnda rétt aðeins bregða fyrir, en talaði ekkert við hann. Vitnið gat ekki séð, að stefndi væri með áhrifum áfengis. Vitnið Aðalheiður Sigurðardóttir nemandi, Snorrabraut 69, hefur skýrt frá því, að það hafi verið að skemmta sér umrætt kvöld að Hótel Borg ásamt Sigríði Bjarnason, Snorrabraut 65, hér í borg, og stefnda. Hvorki vitnið né Sigríður neyttu áfengis. Stefndi neytti hins vegar áfengis, en vitnið veit ekki, hve mikið það var. Vitnið kveðst telja, að stefndi hafi fundið til áfengisáhrifa, en ekki var það áberandi, enda ber stefndi áfengi vel. Stefndi var í æstu skapi út af því, að hann hafði verið að krefja mann, sem stadd- ur var á Hótel Borg, um gamla skuld, sem vanrækt hafði verið að greiða. Að sögn stefnda var maðurinn búinn að marglofa að greiða skuldina, en hafði ekki staðið við það. Vitnið Sigríður og stefndi fóru á brott frá Hótel Borg um kl. 0100. Fóru þau út í bifreið, sem Sigríður var með. Bættust þá tveir í hóp þeirra. Fyrst var ekið um borgina nokkra stund, en síðan var fólki því, sem bætzt hafði í hópinn, ekið heim til þess. Loks var stefnda ekið heim til sín, og var klukkan um 0230, þegar hann fór úr bifreiðinni. Stefndi var búinn að fara fram á það, að Sigríður æki honum heim til framangreinds manns, en hún og vitnið voru búnar að fá hann ofan af því. Ekki minntist stefndi neitt á það, að 812 hann ætlaði út aftur. Vitnið og Sigríður héldu nú á brott heim til vitnisins, en Sigríður gisti þar um nóttina. Vitnið vissi ekki um framangreint slys fyrr en morguninn eftir. Vitnið, Halldór Þórðarson bifreiðarstjóri, Bústaðavegi 61, er að framan greinir, hefur skýrt frá því, að það hafi verið statt við bifreiðasíma Bæjarleiða við Réttarholtsveg, um kl. 0230 að- faranótt umrædds dags, ásamt öðrum bifreiðarstjóra. Kveðst vitnið þá hafa veitt athygli bifreið, sem ekið var austur Soga- veg. Vél bifreiðarinnar gekk skrykkjótt að sögn vitnisins, og var eins og viftuspaðarnir kæmu utan í eitthvað. Ökumaður bifreiðar Þessarar nam staðar við Borgargerði, að vitnið telur, og kom hlaupandi til þeirra. Skýrði hann frá því, að hann hefði ekið á mann á Grensásvegi og bað um, að lög- regla og sjúkralið yrðu kölluð á vettvang. Enn fremur bað hann um, að sér yrði ekið upp á Grensásveg. Maður þessi var í miklu uppnámi og mjög miður sín. Vitnið kveður það ekki hafa leynt sér, að hann var með áfengisáhrifum. Vitnið tilkynnti um slysið í talstöð og hélt að því búnu á slysstaðinn með mann- inn. Var þar þá fyrir bifreiðarstjóri frá Hreyfli. Vitnið sá, þegar á slysstaðinn kom, hvar maður lá á götunni gegnt Breiðagerði. Vitnið Baldur Sigurðsson bifreiðarstjóri, Hvassaleiti 24, hefur skýrt frá því, að það hafi verið á leið suður Grensásveg um- rædda nótt um kl. 0220. Við gatnamót Breiðagerðis veitti það athygli manni, sem kom frá húsunum vestan Grensásvegar og hélt síðan norður götuna. Maðurinn var reikull í gangi, og virtist vitninu hann vera ölvaður. Maðurinn var í dökkum fötum og frakkalaus. Vitnið hélt áfram suður götuna og ók farþega, sem var í bif- reið þess, að húsi við Réttarholtsveg og Bústaðaveg. Fór farþeg- inn þar úr bifreiðinni. Síðan ók vitnið aftur norður Grensásveg. Þegar vitnið kom á móts við Breiðagerði, sá það, hvar maður lá á götunni. Vitnið telur engan vafa vera á því, að um sama manninn hafi verið að ræða og að framan greinir. Vitnið stöðv- aði bifreið sína og hélt til mannsins, sem lá meðvitundarlaus í blóði sínu. Skömmu síðar kom bifreið frá Bæjarleiðum á vettvang. Með henni var maður, sem sagðist hafa ekið á manninn. Maðurinn var æstur Í skapi og í miklu uppnámi. Vitnið gat ekki merkt, að maðurinn væri með áhrifum áfengis. Vitnið kveður veður hafa verið þurrt og bjart umrædda nótt og skyggni gott. 813 Vitnið Ólafur Guðmundsson lögregluþjónn, er kom á slysstað- inn, kveður stefnda hafa verið örvinglaðan og í miklu uppnámi. Vitnið gat ekki fyrst í stað merkt á honum áfengisáhrif, en begar farið var með hann inn í lögreglubifreiðina, kveðst það hafa séð einkenni á honum, sem bentu til þess, að hann væri með áhrifum áfengis. Vitnið Guðrún Sveinsdóttir nemandi, Miklubraut 52, hér í borg, hefur skýrt frá því, að það hafi verið á leið norður Grensás- veg á bifreiðinni R 2496, um kl. 0230 umrædda nótt. Þegar vitnið kom yfir hæðina, sem er á Grensásvegi, nam það staðar við Bakkagerði. Síðan ók það áfram norður götuna. Þegar vitnið kom að Breiðagerði, sá það mann á gangi norður götuna. Mað- urinn var á miðjum vestari vegarhelmingi Grensásvegar, en þó nær miðju götunnar. Hann var í dökkbláum fatnaði, en vitnið veit ekki, hvort hann var í frakka. Vitnið varð ekki vart við, að göngulag mannsins væri óeðlilegt, en tekur þó fram, að það hafi séð hann aðeins stutta stund. Vitnið ók mjög hægt og hafði lægri ljósin uppi. Það var komið mjög nærri manninum, þegar það varð hans vart. Staf- aði það fyrst og fremst af því, hve götulýsing er slæm þarna. Maðurinn vék ekki úr vegi fyrir bifreiðinni, og varð vitnið að beygja til vinstri til að komast fram hjá honum. Vitnið kveð- ur hafa verið hættu á því, að maðurinn yrði fyrir bifreið þess, ef það hefði ekið hratt. Vitnið sá ekki til ferða mannsins, fyrr en ljós bifreiðarinnar lýstu á hann. Vitninu virtist maðurinn vera dökkhærður og í meðallagi hár. Vitnið kveður fleira fólk hafa verið í bifreiðinni. Tók það ekki eftir manninum, fyrr en eftir að vitnið hafði ekið fram hjá honum, að undanskildu því, að stúlka, er sat í framsæti við hlið vitnisins, sá manninn, um leið og vitnið beygði frá honum. Níels Dungal prófessor krufði lík Halldórs Gunnars heitins. Segir svo í skýrslu hans um dánarorsök: „Ályktun: Við krufningu fundust merki um mikla áverka á höfði. Mörg sár á enninu og hrufl bæði á enninu og í kringum augun, og glóðaraugu á báðum augum. Þá fannst brot á höfuð- kúpunni, bæði á hvirflinum v. m., og náði brotið fram á við og niður á kúpubotn framan til. Á heilanum fannst útbreitt mar beggja megin á heilahvelinu, bæði h. og v. m. á gagnauga- hluta heilans. Heilavefurinn var sundurtættur á dálitlum bletti h. m. Þá fannst v. viðbein brotið og sköflungur h. fótleggjar tví- brotinn og sperrileggur einnig brotinn. Dálítil sprunga fannst 814 í miltinu. Mjög mikill bjúgur var í báðum lungum og eins í heilanum. Dánarorsök hefur verið fyrst og fremst hinn mikli áverki á höfuðið með skemmdum á heilanum, og hið mikla fót- brot og mikil blæðing getur þar hafa hjálpað eitthvað til.“ Í blóðsýnishorninu úr stefnda fundust reducerandi efni, er samsvara 2.04%, af alkóhóli. Af hálfu ákæruvaldsins var höfðað refsimál gegn stjórnanda R 6853, þ. e. stefnda í máli þessu, vegna atburðar þessa. Með dómi sakadóms Reykjavíkur, uppkveðnum 26. febrúar 1963, var hann talinn hafa brotið segn ákvæðum 215. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940, 4. gr., 2., sbr. 4. mgr. 25. gr., 1. og 2. mgr. 26. gr., 1. mgr. 37. gr., 1., 2. og 3. mgr. (a-, b og c-lið) 49. gr. sbr. 80. gr. umferðarlaga nr 26/1958, 1 mgr. 24. gr. sbr. 45. gr. áfengislaga nr. 58/1954 og 46. gr. sbr. 96. gr. lögreglusamþykkt- ar Reykjavíkur nr. 2/1930. Framangreindum dómi sakadóms hefur ekki verið áfrýjað til Hæstaréttar. Stefnandi sundurliðar kröfur sínar þannig: 1. Bætur fyrir missi framfæranda .... kr. 360.777.00 2. Miskabætur ..................0..... — 140.000.00 Samtals kr. 500.777.00 Við munnlegan flutning málsins var þess getið af hálfu stefn- anda, að draga bæri frá framangreindri kröfufjárhæð kr. 5.113.00, sem stefnandi hefur fengið greitt frá Tryggingastofnun ríkisins, og kr. 3.871.84, sem stefnandi hefur fengið greitt úr Lífeyrissjóði Þrentara, hvort tveggja vegna fráfalls manns stefnanda, eða samtals kr. 8.984.84. Stefnandi reisir kröfur sínar á því, að stefndi eigi einn alla sök á slysinu, og verði hann því að bera alla fébótaábyrgð á tjóni því, er af slysinu leiddi. Stefndi hefur í máli þessu ekki andmælt fébótaskyldu sinni vegna tjóns þess, sem hlauzt af umræddu slysi, og er því hér einungis deilt um bótafjárhæð. Reisir stefndi kröfur sínar um lækkun bótakröfunnar annars vegar á því, að hinn látni hafi sjálfur átt hér nokkra sök vegna ógætni í umferðinni, og beri því að leggja aðeins nokkurn hluta fébótaábyrgðarinnar á stefnda. Kveðst stefndi telja rétt að telja hinn látna eiga sjálfan %M hluta sakar, þannig að fébótaábyrgð stefnda takmarkist við % hluta þess tjóns, sem stefnandi kann 815 að hafa orðið fyrir vegna umræðds slyss. Hins vegar reisir stefndi kröfu sína um lækkun bótakröfunnar á því, að hún sé allt of há, og leitast við að rökstyðja þá staðhæfingu sína, svo sem nánar verður vikið að síðar. Dómarinn hefur farið á vettvang og kynnt sér staðhætti á slysstað. Þegar virt eru málsatvik öll og kringumstæður samkvæmt því, sem fram hefur komið við rannsókn málsins, og með hlið- sjón af athugun á aðstæðum á slysstað, lítur dómurinn svo á, að ekki séu næg efni til að skipta sök í máli þessu, heldur eigi stefndi að bera hana alla einn. Um 1. Stefnandi var 27 ára að aldri, þegar umrætt slys átti sér stað, en eiginmaður hennar, Halldór G. Sigurðsson, var þá 25 ára að aldri. Þau áttu ekki börn og höfðu verið gift í tæp tvö ár, eða frá 12. nóvember 1960. Stefnandi hefur fengið sérfróðan mann um tryggingamál til að reikna út tjón það, sem hún hafi beðið við fráfall eiginmanns síns, og leggur hún útreikning tryggingafræðingsins til grund- vallar um bótafjárhæð samkvæmt þessum lið. Í álitsgerð sinni segir tryggingafræðingurinn svo: „Samkvæmt myndum af skattframtölum þeirra hafa vinnu- tekjur þeirra þrjú síðustu heilu almanaksárin fyrir slysið verið: Tekjur Halldórs Tekjur Önnu 1959 ......... kr. 100.256.00 kr. 57.014.00 1960 ......... — 103.540.00 — 51.937.00 1961 ......... — 115.793.00 — 64.609.00 Halldór aflaði þessara tekna sinna sem prentari hjá Morgun- blaðinu, en frú Anna hefur unnið í pósthúsinu í Reykjavík sem skrifstofustúlka. Eins og venja er, mun ég gera ráð fyrir, að frú Anna hefði notið tekna manns síns til jafns við hann. Ég hef umreiknað tekjur hans til kauplags nú samkvæmt breytingum á taxta Hins íslenzka prentarafélags, þó þannig, að fyrst dreg ég frá tekjum hvers árs kr. 1.716.00, sem er stéttarfélagsgjaldið. Hið umreikn- aða ársmeðaltal vinnuteknanna reynist nú kr. 131.254.00. Ár- legt tap frú Önnu telst því kr. 65.627.00. Verðmæti þessa taps reiknast mér nema á slysdegi kr. 816.072.00, og er notuð líf- renta á líf beggja, þar sem reiknað er með starfshæfu lífi fyrir hann. 816 Á sama hátt verður að gera ráð fyrir, að Halldór hefði notið tekna frú Önnu til jafns við hana. Ég hef umreiknað vinnutekj- ur hennar til kauplags nú samkvæmt breytingum á launakjör- um ríkisstarfsmanna, og reynist ársmeðaltalið nú kr. 7 1.430.00. Helmingur þessarar upphæðar, kr. 35.715.00, reiknast frú Önnu til tekna árlega. Verðmæti þess á slysdegi er kr. 455.295.00, og er þá einnig notuð lífrenta á líf beggja, en reiknað með starfs- hæfu lífi fyrir hana. Verðmæti nettótaps frú Önnu er mismunurinn, þ. e. kr. 816.- 072.00 -— kr. 455.295.00 == kr. 360.777.00. Ekki hefur verið gerður frádráttur vegna opinberra gjalda. Við útreikninginn hef ég notað 7% vexti p. a., dánarlíkur ís- lenzkra karla og kvenna samkvæmt reynslu áranna 1941—-1950 og líkur fyrir missi starfsorku í lifanda lífi samkvæmt sænskri reynslu.“ s z Vegna skekkju í útreikningnum í sambandi við tekjur stefn- anda árið 1960 hefur tryggingafræðingurinn leiðrétt útreikning sinn og reiknað út verðmæti nettótaps stefnanda að nýju, sbr. dómsskj. nr. 19. Fær hann þá út sem verðmæti nettótaps stefn- anda kr. 367.274.00. Var leiðrétting þessi gerð með vitund beggja málsaðilja. Kveðst tryggingafræðingurinn hafa notað sömu for- sendur fyrir hinum síðari útreikningi og hinum fyrri, utan þess atriðis, sem leiðrétt var og að framan getur. Stefndi hefur mótmælt þessum kröfulið sem allt of háum og telur, að ekki komi til álita að reikna tjón tryggingafræðilega, svo sem hér hefur verið gert, þar sem krafan virðist að veru- legu leyti á því byggð, að eiginkona mannsins sé á framfæri hans. Kveðst stefndi telja, að það atriði sé algerlega rangt. Þar sem tveir aðiljar búi saman, þá njóti hvor þeirra í raun og veru sinna tekna, þegar bæði séu fullvinnandi. Þá heldur stefndi því fram, að þjóðfélagslega virðist heldur engin ástæða til þess og enda ekki rökrétt að telja, að eiginkona manns eigi eftir lát hans að teljast hreinn framfæringur af tekjum hans. Kveðst stefndi þó telja, að hins vegar megi fallast á, að eigin- kona njóti nokkurs vegna fráfalls eiginmannsins, og með hlið- sjón af öllum atvikum virðast honum hæfilegar bætur sam- kvæmt þessum lið kr. 60.000.00. Þegar allt það hefur verið virt, sem að framan hefur verið rakið, og þess meðal annars sætt, að tryggingafræðingurinn hefur í tjónsútreikningi sínum ekki reiknað frádrátt vegna opin- 817 berra gjalda, þykir hæfilegt að meta tjón stefnanda samkvæmt þessum lið kr. 270.000.00. Um 2. Stefndi hefur mótmælt þessum lið kröfunnar sem allt of há- um og talið hæfilegar bætur samkvæmt honum kr. 60.000.00. Högum stefnanda hefur verið lýst hér að framan og öðru því, er hér þykir skipta máli. Þegar það allt er virt, þykir hæfilegt að taka kröfu þessa til greina með kr. 80.000.00. Samkvæmt þessu telst tjón stefnanda, það er hér skiptir máli, nema alls kr. 350.000.00 (kr. 270.000.00 -þ kr. 80.000.00). Frá þessari upphæð ber að draga þær kr. 8.984.84, sem stefnandi hefur þegar fengið greiddar, og ber stefnda því að greiða stefn- anda alls kr. 341.015.16 ásamt vöxtum, sem ákveðast 7% p. a. frá þeim degi, sem krafizt er, til greiðsludags. Eftir þessum úrslitum málsins ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 32.000.00. Valgarður Kristjánsson borgardómari kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Stefndi, Jón Halldór Magnússon, greiði stefnanda, Önnu Sigurjónsdóttur, kr. 341.015.16 ásamt 7% ársvöxtum frá 26. ágúst 1962 til greiðsludags og kr. 32.000.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri að- för að lögum. 52 818 Föstudaginn 13. nóvember 1964. Nr. 130/1963. Helgi Benediktsson (Jón Hjaltason hrl.) gegn Bátaábyrgðarfélagi Vestmannaeyja og gagnsök (Páll S. Pálsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Skuldamál. Dómur Hæstaréttar. Freymóður Þorsteinsson, bæjarfógeti í Vestmannaeyjum, og samdómendurnir Páll Þorbjörnsson og Þorsteinn Jóns- son hafa kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 2. október 1963. Eru kröfur hans þessar: Í aðalsök í héraði: Að honum verði dæmd sýkna af kröfum gagnáfrýjanda og málskostnaður úr hendi hans í hór- aði og fyrir Hæstarétti. Í framhaldssök í héraði: Að honum verði dæmdur máls- kostnaður úr hendi gagnáfrýjanda í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Í gagnsök í héraði: Að gagnáfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 249.736.76 ásamt 7% ársvöxtum frá 1. janúar 1961 til greiðsludags og málskostnað í héraði og hér fyrir dómi. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 6. apríl 1964, að fengnu áfrýjunarleyfi sama dag. Gerir hann þess- ar kröfur: Í aðalsök í héraði: Að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 93.762.19 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1958 til 22. febrúar 1960, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desember 1960 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Hann krefst og málskostnaðar úr hendi gagnáfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti. Í framhaldssök í héraði: Að hann verði dæmdur sýkn af kröfum aðaláfrýjanda og að aðaláfrýjanda verði gert að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. 819 Í gagnsök í héraði: Að hann verði sýknaður af kröfum aðaláfrýjanda og að honum verði dæmdur málskostnaður úr hendi hans í héraði og fyrir Hæstarétti. Kröfuliðir aðilja verða teknir til athugunar með sama hætti og gert er í héraðsdómi. I. Í aðalsök í héraði. 1. kröfuliður, kr. 1455.67. Gagnáfrýjandi féll frá þess- ari kröfu í héraði, og kemur hún því ekki hér til álita. 2. kröfuliður, kr. 86.206.69. Héraðsdómur lækkaði þenna kröfulið um kr. 12.334.50 í kr. 73.872.19. Er gagnáfrýj- andi samþykkur þessari lækkun. Með skirskotun til raka héraðsdóms ber að taka síðastnefnda fjárhæð, kr. 73.872.19, til greina. 3. kröfuliður, kr. 19.890.00. Samábyrgð Íslands á fiski- skipum greiddi aðaláfrýjanda fjárhæð þessa hinn 21. ágúst 1961 sem iðgjaldsstyrk vegna v/b Skaftfellings fyrir árið 1949. Miðaði Samábyrgðin greiðslu sína við það, að fénu yrði ekki varið til annarra nota. Og þar sem aðaláfrýjandi hafði ekki áður greitt iðsjaldið, þá hefur hann með við- töku greindrar fjárhæðar skuldbundið sig til að skila henni til gagnáfrýjanda. Með þessari athugasemd ber að staðfesta úrlausn héraðsdóms um þenna kröfulið. Fjárhæðir, sem teknar eru til greina samkvæmt 2. og 3. kröfulið, nema samtals kr. 93.762.19. Il. Í gagnsök í héraði. 1., 2. og 3. kröfuliður. Með skirskotun til forsendna hér- aðsdóms ber að staðfesta úrlausn hans um sýknu til handa sagnáfrýjanda af kröfum þeim, sem hér greinir. 4. kröfuliður, kr. 12.800.00. Í sambandi við strand v/b Frosta, VE.363, hinn 1. febrúar 1956 var metið, að nýja vindudælu þyrfti að setja í bátinn. Var það gert, og greiddi sagnáfrýjandi verð nýrrar dælu að %, hlutum, sbr. 8. málsgr. 11. gr. laga nr. 61/1947, sbr. og lög nr. 35/1956. Dæla sú, sem áður var í bátnum, varð eign gagnáfrýjanda að %, hlutum samkvæmt 73. gr. laga nr. 20/1954. Nú hefur það komið fram, að aðaláfrýjandi hefur nýtt sér hina eldri S20 dælu að fullu án samráðs við gagnáfrýjanda. Ber honum því að greiða gagnáfrýjanda verð hennar að %, hlutum, og þykir það hæfilega ákveðið kr. 6.000.00. Samkvæmt því lækkar fjárhæð sú, sem gagnáfrýjandi hefur í reikningum sinum talið aðaláfrýjanda til skuldar af þessum sökum, um kr. 6.800.00. Ber að draga þá fjárhæð frá þeim kr. 98.- 762.19, sem teknar voru til greina í aðalsök í héraði. Mis- muninn, kr. 86.962.19, ber aðaláfrýjanda að greiða gagn- áfrýjanda með vöxtum, eins og krafizt er. Rétt þykir, að aðaláfrýjandi greiði sagnáfrýjanda máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 25.000.00. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Helgi Benediktsson, greiði gagnáfrýj- anda, Bátaábyrgðarfélagi Vestmannaeyja, kr. 86.962.19 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1958 til 22. febrúar 1960, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desember 1960 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 25.- 000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur sjó- og verzlunardóms Vestmannaeyja 23. júlí 1963. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 2. þ. m. og endurupptekið 18. Þ. m. og lagt að nýju í dóm þann dag, er höfðað fyrir sjó- og verzlunardómi Vestmannaeyja af stjórn Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja fyrir hönd félagsins, þeim Ársæli Sveinssyni, Vestmannabraut 68, Jónasi Jónssyni, Urðarvegi 16, Karli Guð- mundssyni, Urðarvegi 11, Sighvati Bjarnasyni, Kirkjuvegi 49, og Jóni I. Sigurðssyni, Vestmannabraut 44, öllum í Vestmanna- eyjum, með stefnu, útgefinni 17. janúar 1961, birtri s. d., á hend- ur Helga Benediktssyni útgerðarmanni, Heiðarvegi 20, Vest- mannaeyjum, til greiðslu á vangreiddum vátryggingariðgjöldum m. m. til félagsins af v/b Skaftfellingi, VE33, að upphæð alls kr. 107.552.36, auk 6% ársvaxta af stefnukröfunni frá 1. janúar 821 1958 til 22. febrúar 1960, en frá þeim tíma 11% til 29. desem- ber 1960, en frá þeim tíma 9% til greiðsludags og málskostn- aðar að skaðlausu. Svo krafðist stefnandi lögveðréttar í m/b Skaftfellingi, VE 33, fyrir öllum stefnukröfunum. Loks áskildi stefnandi sér allan rétt á hendur stefnda vegna yngri iðgjalda. Stefndi lét mæta í málinu og gerði þær réttarkröfur, að hann yrði algerlega sýknaður af öllum kröfum stefnanda, en til vara verði kröfurnar lækkaðar til verulegra muna og honum tildæmd- ur málskostnaður úr hendi stefnanda. Með gagnstefnu, útgefinni 13. febrúar 1961, birtri 14. s. m., höfðaði aðalstefndi gagnsök í málinu og gerði þær réttarkröfur, að gagnstefndi (aðalstefnandi) yrði dæmdur til að endurgreiða oftekin tryggingargjöld, vexti o. fl. af bátum hans, kr. 249.- 736.96, og enn fremur dæmdur til að greiða tjónbætur út af tjóni, sem m/b Skaftfellingur, VE 33, varð fyrir 16. janúar 1959, að fjárhæð kr. 110.215.81. Alls námu kröfurnar í gagnsökinni kr. 359.952.77 ásamt 9% ársvöxtum af kr. 110.215.81 frá 16. jan- úar 1959 til 1. janúar 1961 og af kr. 359.952.77 frá þeim degi til greiðsluðags auk alls málskostnaðar að skaðlausu í gagnsök- inni. Ef kröfur aðalstefnanda í aðalsök yrðu að einhverju leyti teknar til greina, krafðist gagnstefnandi skuldajafnaðar að því marki, en sjálfstæðs dóms um mismuninn. Gagnstefndi krafðist algerrar sýknu af öllum kröfum gagn- stefnanda og sér tildæmdan ríflegan málskostnað úr hans hendi eftir mati réttarins, m. a. vegna þess að um algerlega tilefnis- lausa málshöfðun væri að ræða. Með stefnu, útgefinni 29. maí 1961, birtri 5. júní s. á, höfð- aði aðalstefnandi framhaldssök í málinu til greiðslu á vangreidd- um tryggingargjöldum m. m. af bátum aðalstefnda: v/b Gullþóri, VE39 .......... kr. 82.362.56 v/b Hildingi, VE3 ............ — '2.369.69 v/b Frosta, VE363 ........... — 61.103.17 v/b Fjalar, VE333, ........... — 63.439.41 v/b Mugg, VE322 ............ — 9.271.85 Alls kr. 288.552.68 ásamt 8% ársvöxtum frá 1. janúar 1961 til greiðsludags og máls- kostnaði að skaðlausu. Enn fremur krafðist framhaldsstefnandi viðurkenningar á lögveðrétti í nefndum bátum fyrir stefnu- kröfunum. 822 Framhaldsstefndi (aðalstefndi) krafðist algerrar sýknu af öll- um kröfum stefnanda í framhaldssökinni og jafnframt að sér yrði tildæmdur hæfilegur og þó ríflegur málskostnaður eftir mati. Með yfirlýsingu, sem lögð var fram í réttinum 29. marz 1962, féll framhaldsstefnandi frá öllum kröfum sínum í framhaldssök. Kvað hann greiðslur hafa borizt frá Útflutningssjóði fyrir árið 1960 og uppgjör lægi fyrir um bonus og endurgreiðslu vegna hafnarlegu sama ár. Á þenna hátt væru stefnukröfurnar gerðar upp að fullu. Framhaldsstefndi lýsti þá strax yfir, að hann héldi fast við kröfu sína um málskostnað í framhaldssökinni. Í lok málsins voru kröfur aðalstefnanda og gagnstefnda á þessa leið: Í aðalsök: Að aðalstefndi verði dæmdur til að greiða honum kr. 106.096.69 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1958 til 22. febrúar 1960 og 11% ársvöxtum frá þeim tíma til 29. desember 1960 og frá þeim degi 8% ársvexti til greiðsludags. Jafnframt krafðist hann málskostnaðar úr hendi aðalstefnda, þar með talin full málsvarnarlaun, eftir mati réttarins. Svo krafðist hann viður- kenningar lögveðréttar í m/b Skaftfellingi, VE 33, fyrir stefnu- kröfunum. Í gagnsök: Að hann yrði algerlega sýknaður af öllum kröfum gagnstefnanda og honum tildæmdur málskostnaður úr hendi gagnstefnanda, þar með talin full málfærslulaun. Undir rekstri málsins féll gagnstefnandi frá kröfu sinni um bætur vegna tjóns, er Skaftfellingur varð fyrir 16. janúar 1959, kr. 110.215.81, og í lok málsins voru kröfur hans sem aðalstefnda, framhaldsstefnda og gagnstefnanda á þessa leið: Í aðalsök: Aðallega að hann yrði algerlega sýknaður af öllum kröfum aðalstefnanda og tildæmdur hæfilegur málskostnaður úr hans hendi eftir mati réttarins, en til vara, að stefnukröfurnar verði stórlega lækkaðar og málskostnaður verði látinn falla niður. Í framhaldssök: Að honum verði tildæmdur hæfilegur og þó riflegur málskostnður úr hendi framhaldsstefnanda. Í gagnsök: Að gagnstefndi verði dæmdur til að greiða honum kr. 249.736.96 ásamt 7% ársvöxtum frá 1. janúar 1961 til greiðslu- dags auk alls málskostnaðar að fullu eftir mati réttarins. Yrðu kröfur aðalstefnanda í aðalsök að einhverju leyti dæmdar, krafð- ist hann skuldajafnaðar að því marki, en sjálfstæðs dóms um mismuninn. Um aðalsök. Á árinu 1940 varð aðalstefndi eigandi að m/b Skaftfellingi, VE33, og var báturinn eftir það gerður út frá 823 Vestmannaeyjum. Hins vegar var báturinn ekki í tryggingu hjá aðalstefnanda um skeið. Á stríðsárunum var báturinn Í ís- fiskflutningum til Bretlands, og að stríði loknu var hann um tíma í flutningum innanlands, en jafnframt gerður út á fisk- veiðar öðru hverju. Sumarið 1949 var báturinn á síldveiðum fyrir Norðurlandi. Hinn 9. júlí um sumarið kom upp eldur í bátnum, sem áhöfn- inni tókst ekki að ráða við. V/b Helga, RE 49, kom á vettvang, og að nokkrum tíma liðnum tókst áhöfnum beggja skipanna að ráða niðurlögum eldsins. Eigendur v/b Helgu gerðu kröfu til björgunarlauna, en aðalstefnandi vísaði kröfunni á bug, vegna þess að báturinn væri ekki tryggður hjá félaginu. Höfðuðu eig- endur v/b Helgu þá mál gegn aðalstefnda. Lauk því með hæsta- réttardómi, uppkveðnum 23. marz 1953, og var aðalstefndi dæmd- ur til greiðslu björgunarlauna ásamt vöxtum og kostnaði. Nam þetta samtals kr. 68.716.88, er aðalstefndi varð að greiða. Höfð- aði hann síðan mál gegn aðalstefnanda til greiðslu þessarar fjár- hæðar. Dómur gekk í málinu í sjó- og verzlunardómi Vestmanna- eyja 19. marz 1957, og var aðalstefnandi dæmdur til að greiða kr. 61.845.19 ásamt vöxtum og kostnaði. Var dómurinn á því byggður, að aðalstefnanda hefði verið skylt að tryggja bátinn á þeim tíma, er tjónið átti sér stað. Dóminum var ekki áfrýjað. Að sögn aðalstefnanda bárust félaginu fyrst hinn 22. marz 1950 tilmæli um að taka bátinn í tryggingu. Var það þegar samþykkt, og í bókum aðalstefnanda er báturinn talinn tryggð- ur frá þeim degi og tryggingariðgjald fært aðalstefnda til skuld- ar þann dag. Var báturinn svo ágreiningslaust í tryggingu hjá aðalstefnanda fram á árið 1958. Þá sagði aðalstefnandi trygging- unni upp frá 22. marz 1958 að telja. Risu af þessu málaferli milli aðilja. Dómur undirréttar gekk aðalstefnda í vil, en dómur Hæsta- réttar, uppkveðinn 14. marz 1961, mat uppsögnina gilda. Sam- kvæmt því féll vátryggingarábyrgð aðalstefnanda á bátnum niður þann 22. marz 1958. Þegar liðið var fram á árið 1957, krafðist aðalstefndi fjár- náms hjá aðalstefnanda til tryggingar dómkröfu sinni frá 17. marz 1957. Samkvæmt reikningum aðalstefnanda var aðalstefndi þá í allmikilli skuld vegna vangreiddra iðgjalda af bátum o. fl. Ætlaðist hann til, að dómkrafan yrði greidd með skuldajöfnuði, og færði kröfuna aðalstefnda til tekna á viðskiptareikningi báts- ins hinn 6. desember 1957. Nam hún þá með vöxtum og kostn- aði samtals kr. 82.206.69. Aðalstefndi vildi ekki hlíta þessu og 824 hélt fjárnámsgerðinni áfram. Gekk úrskurður í fógetarétti Vest- mannaeyja 13. marz 1958, og var synjað um framgang gerðar- innar, þar eð dómkrafan hefði Þegar verið greidd með skulda- jöfnuði. Málið fór fyrir Hæstarétt, og gekk þar dómur 14. desem- ber 1960. Var úrskurður fógetaréttar felldur úr gildi og lagt fyrir fógeta að framkvæma fjárnámið, þar eð ekki væri í ljós leitt, að aðalstefnandi hefði haft aðfararhæfar lögtakskröfur, sem heimilt væri að skuldajafna við dómkröfur aðalstefnda. Aðal- stefndi framseldi síðan dómkröfuna til Útvegsbankans í Vest- mannaeyjum, sem innheimti hana hjá aðalstefnanda. Um áramótin 1957/1958 sýndi viðskiptareikningur aðalstefn- anda skuld aðalstefnda vegna bátsins kr. 1.455.67. Hafði umrædd dómkrafa þá verið færð aðalstefnda til tekna, eins og áður segir. Er Hæstiréttur hafði hafnað rétti aðalstefnanda til skuldajafn- aðar, höfðaði hann málið, sem hér liggur fyrir, og gerði þær dómkröfur, sem fyrr getur. Kröfur aðalstefnanda voru upphaflega fengnar út á þenna hátt: 1. Skuld á viðskiptareikningi .......... kr. 1.455.67 2. Ofangreind dómkrafa, sem falla skyldi út af tekjulið reikningsins samkvæmt hæstaréttardóminum ................ — 86.206.69 3. Tryggingariðgjald af Skaftfellingi fyrir árið 1949 „......000.. — 19.890.00 Ér. 107.552.36 Undir rekstri málsins var upplýst, að með dómi sjó- og verzl- unardóms Vestmannaeyja, uppkveðnum 15. júní 1959, og síðan með hæstaréttardómi, uppkveðnum 10. marz 1961, hafði fyrsti liðurinn, kr. 1.455.67, verið skuldajafnaður við aðra kröfu aðal- stefnda á hendur aðalstefnanda vegna v/b Skaftfellings. Lækk- aði stefnandi því kröfu sína um þessa fjárhæð. Á árinu 1951 greiddi Samábyrgð Íslands aðalstefnanda trygg- ingariðgjald Skaftfellings fyrir árið 1949, kr. 19.890.00, með því að færa iðgjaldastyrk bátsins aðalstefnanda til tekna á við- skiptareikningi hans við Samábyrgðina. Í bókum sínum lét aðal. stefnandi fjárhæðina ganga upp í tryggingariðgjald bátsins fyrir árið 1950, enda viðurkenndi hann þá ekki, að sér hefði verið skylt að tryggja bátinn fyrir þann tíma. Hann krefst nú greiðslu á iðgjaldinu og telur sig eiga fullan rétt til þess, þar eð dómar hefðu gengið á þann veg, að hann hefði borið vátryggingar- 825 ábyrgð á bátnum árið 1949. Aðalstefndi kveður iðgjaldið greitt, en auk þess sé það fyrnt fyrir löngu og sé því ekki lögmæt krafa. Fyrir liggur í málinu kvittun, dags. 21. ágúst 1961, undirrituð af aðalstefnda. Viðurkennir hann þar að hafa þann dag mót- tekið frá Samábyrgð Íslands iðgjaldsstyrk m/b Skaftfellings fyrir árið 1949, kr. 19.890.00. Tryggingariðgjald Skaftfellings var hið sama árið 1949 og 1950, og iðgjaldastyrkurinn nam fullri iðgjaldaupphæð bæði árin. Aðal- stefnandi fékk aðeins iðgjaldastyrkinn fyrir annað árið og ráð. stafaði honum upp í iðgjaldið 1950, eins og áður er lýst. Svo virðist sem Samábyrgðin hafi fallizt á þessa ráðstöfun, enda er upplýst, að hinn 21. ágúst 1961 greiddi Samábyrgðin aðal- stefnda iðgjaldastyrk m/b Skaftfellings, VE 33, fyrir árið 1949 með kr. 19.890.00. Kvittun aðalstefnda liggur fyrir í málinu. Ósannað er, að aðalstefndi hafi innt tryggingariðgjaldið af hendi, og átti því iðgjaldastyrkurinn að renna til aðalstefnanda. Þar eð aðalstefndi hefur hins vegar veitt honum móttöku, eins og nú hefur verið lýst, þykir bera að taka þenna kröfulið til greina. Hinn hluti kröfunnar í aðalsök er eftirstöðvar annarra ið- gjalda m. m., sem til féllu fyrir 22. marz 1958 og ekki hafa sætt sérstökum athugasemdum frá hálfu aðalstefnda umfram það, sem fram kemur í gagnsök hans. Af framlögðum reikning- um aðalstefnanda er þó ljóst, að aðalstefnda hafa borið eftir- farandi uppbætur: Bónus 1949 ...... kr. 4.972.50 Bónus 1957 ...... — '.362.00 Kr. 12.334.50 Báða þessa liði þykir bera að draga frá aðalkröfunni, og lækk- ar hún því niður í kr. 93.762.19 (kr. 106.096.69 = kr. 12.334.50). Um gagnsök. Í gagnsökinni gerir gagnstefnandi kröfu til að fá tildæmdar ýmsar fjárhæðir, sem gagnstefndi hefur fært hon- um til skuldar á viðskiptareikningi báta hans. Sundurliðast gagn- krafan þannig: V/b Fjalar, VE 333. Rangskuldaðir vextir 1955 ..... 1.333.26 Rangskuldaðir vextir 1956 ..... 3.362.54 Rangskuldaðir vextir 1957 ..... 2.613.03 826 Rangskuldaðir vextir 1958 2.265.16 Rangskuldaðir vextir 1959 ..... 2.544.08 Oftekið iðgj., 5.88% í stað 5% 1959 8.302.82 Sama af aukavirðingu 1959 .... 22.18 Sama af aðalvirðingu 1960 9.717.84 30% iðgj. hækkun 1/3—31/12 1960 17.343.46 V/b Frosti, VE 363. Rangskuldaðir vextir 1955 ..... 1.699.31 Rangskuldaðir vextir 1956 ..... 2.080.03 Rangskuldaðir vextir 1957 ..... 2.386.44 Rangskuldaðir vextir 1958 ..... 1.836.38 Rangskuldaðir vextir 1959 ..... 1.631.33 Rangskulduð dæla 12/7 1958 „... 12.800.00 Ofreiknað tryggingargjald 1959 .. 196.02 Sama, 5.88%í stað 5%, 1959 .... 262.94 Sama 1960 .................... 9.511.92 30% iðgjaldahækkun 1960 ...... 15.889.23 V/b Gullþórir, VE 39. Rangskuldaðir vextir 1959 ..... 2.661.63 Oftekið iðgj.,5.88% í stað5%, 1959 19.521.60 Sama, 1960 ................... 18.247.68 30% iðgjaldahækkun 1960 ...... 30.481.72 V/b Hildingur, VE 3. Rangskuldaðir vextir 1956 ..... 1.946.86 Rangskuldaðir vextir 1957 ..... 1.364.09 Rangskuldaðir vextir 1958 ..... 1.666.82 Rangskuldaðir vextir 1959 ..... 1.917.74 Ofreikn. iðgj., 5.88% í stað 5%,'59 10.002.89 Sama 1959 .................... 158.23 Sama 1960 .................... 13.083.84 30% iðgjaldahækkun 1960 ..... 21.855.96 V/b Muggur, VE 322. Rangskuldaðir vextir 1959 ..... 903.14 Ofreikn. iðgj., 5.88% í stað 5%,'59 5.261.59 Sama 1960 5.306.40 8.864.10 kr. 47.510.37 — 48.293.60 — '70.912.83 — 52.596.43 — 20.335.23 827 V/b Skaftfellingur, VE 33. 30% iðgjaldahækkun 1960 ..... 10.088.50 — 10.088.50 Samtals kr. 249.736.96 Gagnstefndi eða Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja hefur lagt fram viðskiptareikninga umræddra báta undanfarin ár. Ábyrgðar- gjald eða iðgjald er fært til skuldar í byrjun hvers ábyrgðar- tímabils, en innborganir frá Útflutningssjóði koma til tekna á næsta ári, sama er að segja um bonus og endurgreiðslur vegna hafnarlegu. Vextir eru reiknaðir af skuld bátsins, eins og hún er á hverjum tíma, 3% p.a. Oftast sýna reikningarnir allmikla skuld í lok hvers árs. Í árslok 1960 nam skuld bátanna, að Skaft- fellingi undanskildum, samtals kr. 288.552.68, eins og áður er getið í sambandi við framhaldssökina. Í árslok 1962 námu skuldir bátanna þessum fjárhæðum samkvæmt reikningum: V/b Fjalar ........ kr. 107.097.28 V/b Frosti ........ — 94.865.75 V/b Gullþórir ...... — 64.927.25 V/b Hildingur ..... — 93.579.85 V/b Muggur ....... — 25.390.88 V/b Skaftfellingur . — 212.450.01 Alls kr. 598.311.02 Gagnstefnandi hefur samið og lagt fram sundurliðaða reikn- inga yfir viðskipti báta sinna við gagnstefnda frá ársbyrjun 1955 til 1. janúar 1961. Sýna þeir flestir skuld hans, enda tekur hann jafnframt fram, að inn á reikningana vanti greiðslur frá Útflutningssjóði vegna ársins 1960 og bonus og hafnarlegur sama ár. Reikningarnir virðast samdir eftir reikningum gagnstefnda, en m. a. með þeirri breytingu, að felldir eru burtu allir þeir liðir, sem fram koma í gagnkröfunum, og greiðslur frá Útflutn- ingssjóði, bonus og hafnarlegur eru ekki færðar eftir á, heldur í lok viðkomandi árs. Þó er ekki svo um árið 1960, eins og áð- ur segir. Í gagnsökinni gerir gagnstefnandi kröfu til að fá greitt allt það, sem hann telur rangfært eða offært í reikningum gagn- stefnda. Eins og framanrituð sundurliðun ber með sér, er hér um að ræða vexti af reikningslegri skuld bátanna á hverjum tíma, hærri iðgjaldaprósentu en mælt er fyrir um í lögum báta- r ábyrgðarfélagsins og 30% hækkun á iðgjöldum vegna samsvar- 628 andi hækkunar á tryggingarverði bátanna. Einnig telur gagn- stefnandi, að m/b Frosti sé ranglega skuldaður fyrir andvirði dælu, kr. 12.800.00. Í samræmi við það, er nú hefur verið sagt, sundurliðast gagnkröfurnar þannig: 1. Ranglega teknir vextir ............ kr. 32.211.84 2. Oftekið iðgjald vegna of hárra ið- gjaldaprósenta ................0.... — 100.201.95 3. 30% iðgjaldahækkun vegna tilsvarandi hækkunar á tryggingarverði ........ — 104.522.97 4. Andvirði dælu .....,............... — 12.800.00 Samtals kr. 249.736.76 og er það 20 aurum lægra en heildarkrafa gagnstefnanda, er stafar af samlagningarskekkju í kröfum hans, varðandi m/b Gullþóri. Jafnframt skal þess getið, að á því tímabili, sem hér um ræðir, eru vextir 3.000 kr. hærri í reikningum gagnstefnda heldur en vaxtakrafa gagnstefnanda nemur. Um vaxtakröfuna. Gagngstefndi heldur því fram, að í mörg undanfarin ár hafi verið venja að reikna 3% ársvexti af skuld- um félagsmanna, eins og þær eru á hverjum tíma, og færa þeim til skuldar á viðskiptareikningum Þeirra. Hjá öðrum bátaábyrgð- arfélögum var ekki sami háttur hafður á, og samkvæmt fyrir- liggjandi vottorði frá Landssambandi íslenzkra útvegsmanna var Sagnstefndi eina tryggingarfélagið á landinu, sem reiknaði vexti af iðgjöldum, sem ekki voru greidd á réttum gjalddögum á árinu 1961 og 1962. Þrátt fyrir það munu vátryggingarkjör ekki hafa verið lakari, heldur betri en hjá öðrum bátaábyrgðarfélögum, iðgjöld lægri og bonus hærri, og jafnframt tekið tillit til uppi- stöðutíma og hafnarlegu. Að sögn gagnstefnda liðu svo mörg ár, að félagsmenn hreyfðu engum andmælum gegn vöxtum, er þeim Var gert að greiða, og ársreikningar félagsins jafnan samþykktir á aðalfundum án nokkurra athugasemda, að því er vextina snerti. En á aðalfundi 8. desember 1962 báru fjórir félagsmenn fram þá tillögu, að allir dráttarvextir vegna iðgjaldagreiðslu verði frá byrjun felldir niður og þeir endurgreiddir félagsmönnum. Tillaga Þessi var ekki borin undir atkvæði, því að breytingartillaga kom fram, sem var á þá leið, að framvegis verði ekki reiknaðir viðskiptavextir af iðgjaldi viðkomandi árs fyrstu 12 mánuðina eftir gjalddaga. Hlaut breytingartillagan samþykki með 27 at- kvæðum gegn 1. Samþykkt tillögunnar ber með sér, að félags- 829 menn hafa ekki viljað, að horfið yrði að því ráði að fella vexti af iðgjöldum algerlega niður, heldur aðeins að útreikningi þeirra yrði hagað á annan veg í framtíðinni. Ganga virðist mega út frá, að um mörg ár hafi vextir verið færðir félagsmönnum til gjalda á þann hátt, sem lýst hefur verið, án þess félagsfundir hreyfðu andmælum. Að lögum gagnstefnda er ekkert við það að athuga, þótt vextir væru teknir, og vegna langrar venju áttu félagsmenn ekki heimtingu á niðurfellingu eða endurgreiðslu þeirra, nema því aðeins að fyrir lægi heimild félagsfundar. Slík heimild er ekki fyrir hendi, og verða því kröfur gagnstefnanda samkvæmt þessum lið ekki teknar til greina. Um oftekið iðgjald vegna of hárrar iðgjaldaprósentu. Samkvæmt 10. gr. laga gagnstefnda, sem voru í gildi frá Í. janúar 1950 til 30. desember 1961, skulu ársiðgjöld félagsmanna vera 5% af ábyrgðarupphæðinni (tryggingarverðinu). Þessari reglu var fylgt fram á árið 1958. En 1. ágúst það ár voru ið- gjöldin hækkuð. Gekk það þannig til, að þegar Samábyrgð Ís- lands, sem hefur með höndum endurtryggingar fyrir hbáta- ábyrgðarfélögin og endurtryggir síðan erlendis, ætlaði að endur- nýja endurtryggingarsamning bátaflotans 1. ágúst 1958, reynd- ust hinir erlendu endurtryggjendur ófáanlegir til þess að endur- nýja samninginn óbreyttan vegna óhagstæðrar útkomu trygging- anna og kröfðust í fyrstu 25% iðgjaldahækkunar. Síðar komust þó á samningar um 17%% hækkun. Samkvæmt 30. gr. laga nr. 61/1947 skulu iðgjöld bátaábyrgðar- félaga á hverjum tíma ákveðin af ráðuneytinu, að fengnum til- lögum Samábyrgðarinnar og starfandi vátryggingarfélaga fiski- skipa. Samáhbyrgðin fór nú þess á leit við Sjávarútvegsmála- ráðuneytið, að það leyfði hækkun ársiðgjalda bátaábyrgðarfé- laganna, sem svaraði hækkun erlendra endurtrygginga. Ráðu- neytið veitti samþykki sitt og tilkynnti það Samábyrgðinni með bréfi, dags. 22. september 1958. Samábyrgðin tilkynnti gagn- stefnda þetta með bréfi, dags. 2. október 1958. Alllöngu síðar eða 20. marz 1959, skrifaði Samábyrgðin gagnstefnda enn um þetta mál og tók fram, að öll vátryggingariðgjöld fiskibáta hækki frá og með 1. ágúst 1958 um 172%, og bætti síðan við: Samkvæmt þessu eiga öll endurtryggingariðgjöld yðar til vor af þeim tryggingum, sem hefjast 1. ágúst 1958, að hækka um 174 %. Í samræmi við þessar ákvarðanir hækkaði gagnstefndi ársiðgjöldin upp í 5.88% af nýtryggingum frá 1. ágúst 1958, en af eldri tryggingum frá 1. janúar 1959. 830 Stjórn gagnstefnda reyndi brátt að fá heimild til að lækka iðgjöldin aftur. Sneri hún sér til stjórnar Samábyrgðarinnar í þessu skyni, en fékk í fyrstu daufar undirtektir. Þó varð úr, að hinn 13. janúar 1961 sneri Samábyrgðin sér skriflega til Sjávar- útvegsmálaráðuneytisins og bar fram tilmæli gagnstefnda um lækkun. Sjávarútvegsmálaráðuneytið varð við þeirri beiðni og samþykkti lækkun iðgjalda úr 5.88% niður í 5.50% með bréfi, dags. 17. janúar 1961. Lækkunin virðist strax hafa komið til framkvæmda. Af hálfu gagnstefnanda er því haldið fram, að hækkun iðgjald- anna hafi verið andstæð félagslögum og heimildarlaus með öllu. Gagnstefndi hafi aðeins haft heimild til að taka 5% af trygg- ingarverði í ársiðgjöld og ekkert þar fram yfir. Kveðst gagn- stefnandi því eiga heimtingu á að fá hækkunina endurgreidda, eins og hann gerir kröfu til í máli þessu. Með lögum er ráðuneytinu falið að ákveða upphæð iðgjalda, er félagsmenn skulu greiða til bátaábyrgðarfélaga, að fengnum tillögum Samábyrgðarinnar og viðkomandi félaga. Á þetta einnig við um gagnstefnda eða Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja. Lög félagsins, sem giltu á þessum tíma, höfðu verið staðfest af ráðu- neytinu og þar á meðal ákvæðið um ársiðgjaldið. Að því er þetta ákvæði snertir, felst í staðfestingunni ekki annað né meira en bað, að miðað við þær aðstæður, sem fyrir hendi voru, er staðfestingin fór fram, skuli ársiðgjaldið nema nefndri prósentutölu. Við breytt- ar aðstæður gat ráðuneytið ákveðið annað ársiðgjald. Hækkun iðgjaldanna stafaði af breyttum aðstæðum og var komið á fyrir tilstilli Samábyrgðarinnar með samþykki félagsstjórnar og án þess að félagsfundir í B. V. hreyfðu andmælum. Urðu allir fé- lagsmenn í B. V. bundnir við Þessa ákvörðun, og áttu einstakir félagsmenn ekki rétt til sérstöðu að þessu leyti. Kröfur gagn- stefnanda samkvæmt þessum lið eiga því ekki rétt á sér og verða ekki teknar til greina. 30% iðgjaldahækkun vegna samsvarandi hækkunar á tryggingarverði. Með bréfi til gagnstefnda, dags. 20. júní 1958, óskaði gagn- stefnandi eftir, að tryggingarverð báta sinna, Fjalars, Frosta, Hildings, Muggs og Skaftfellings, yrði hækkað vegna breytinga á verðlagi. Tilmælum þessum var ekki sinnt fyrst um sinn, en tryggingarverð báta hans ákveðið eftir þeim matsreglum, sem 831 þá var farið eftir og á sama veg og annarra báta, sem þá voru tryggðir hjá gagnstefnda. Vegna verðfalls peninga, sem stafaði af gengisbreytingu, er kom til framkvæmda 1. marz 1960, ákvað Sjávarútvegsmála- ráðuneytið eftir tillögum frá Samábyrgð Íslands, að mat á fiski- skipum og þar með tryggingarverð þeirra mætti hækka um 30% frá 1. marz 1960. Var Samábyrgðinni tilkynnt þetta með bréfi, dags. 4. ágúst 1960, og óskaði ráðuneytið jafnframt eftir, að Samábyrgðin annaðist um tilkynningu á þessari ákvörðun til bátaábyrgðarfélaganna. Samábyrgðin skrifaði gagnstefnda 9. ágúst 1960 og kvaðst senda ljósmynd af bréfi ráðuneytisins, „þar sem ákveðið er, að vátryggingarmat skipa skuli hækka um 30% frá 1. marz 1960“. Gagnstefndi hlýddi þessum fyrirmælum og hækkaði um 30% mat og tryggingarverð allra báta, sem tryggðir voru hjá félaginu. Gekk hið sama yfir báta gagnstefnanda sem annarra. Þessar aðgerðir gagnstefnda voru að öllu leyti löglegar og bindandi fyrir alla félagsmenn og þar á meðal gagnstefnanda. Kröfur gagnstefnanda samkvæmt þessum lið eiga því ekki heldur rétt á sér og verða ekki teknar til greina. Andvirði dælu. V/b Frosti strandaði á Vestur-Landeyjarsandi 1. febrúar 1956 og varð fyrir miklum skemmdum. Mat fór fram á skemmdunum, og 20. marz 1957 lét gagnstefndi færa gagn- stefnanda til tekna kr. 126.579.00, sem voru bætur samkvæmt matinu. Innifalið í upphæðinni var andvirði nýrrar spildælu, kr. 22.870.00, þar eð dælan, sem fyrir var, var metin ónýt. Gagn- stefnandi hirti hins vegar dæluna og lét gera við hana og setja hana síðan í samband við línuspil í v/b Fjalari. Gagnstefndi telur sig hins vegar hafa orðið eiganda hennar, um leið og hann greiddi gagnstefnanda andvirði nýrrar dælu. Telur hann því, þar sem gagnstefnandi hagnýtti sér dæluna, að honum beri að greiða andvirði hennar, og hefur fært það honum til skuldar með kr. 12.800.00. Upphæðina fær hann þannig út, að frá matsverði dreg- ur hann viðgerðarkostnað, sem hann áætlar kr. 10.000.00. Gagnstefnandi telur sér algerlega óskylt að greiða fyrir dæl- una og sé upphæðin ranglega færð honum til skuldar á viðskipta- reikningi gagnstefnda. Mótmælti hann færslunni þegar 4. nóvem- ber 1957 með bréfi, dags. þann dag, en þeim mótmælum var ekki sinnt. Færsla þessi virðist að ýmsu leyti athugaverð. Samkvæmt lögum nær vátryggingarábyrgð gagnstefnda aðeins til 9/10 hluta 832 af vátryggingarverði, en afgangurinn er í sjálfstryggingu. Þessa virðist ekki hafa verið gætt, er upphæðin var ákveðin. Viðgerðar- kostnaðurinn er áætlaður og engin gögn til, sem sýni fram á, að sú áætlun láti nærri lagi. Dælan hafði verið metin ónýt af virðingarmönnum gagnstefnda, og ósennilegt verður að teljast, að sannvirði hennar hafi numið andvirði nýrrar dælu, að frá- dregnum viðgerðarkostnaði. Ákvörðun upphæðarinnar virðist samkvæmt þessu byggð á svo ótraustum grunni, að ekki þykir fært að samþykkja hana, enda hafði gagnstefnandi mótmælt færslunni, jafnskjótt og tilefni var til. Ekki virðast heldur vera fyrir hendi skilyrði til að ákveða aðra fjárhæð. Færslan verður því niður felld, og krafa gagnstefnanda tekin til greina, að því er þenna lið varðar. Niðurstaða gagnsakar er því sú, að af kröfum gagnstefnanda eru teknar til greina kr. 12.800.00, sem dregnar verða frá kröf- um aðalstefnanda í aðalsök. Eins og áður er fram tekið, bar aðalstefnda að greiða kr. 93.762.19 af kröfum aðalsakar. Frá Þeirri fjárhæð ber að draga samkvæmt gagnsök kr. 12.800.00. Niðurstaðan verður því sú, að aðalstefndi verður dæmdur til að greiða aðalstefnanda kr. 80.962.19 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1958 til 22. febrú- ar 1960 og 9% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desember s. á. og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaður í aðalsök, framhaldssök og gagnsök verður ákveðinn í einu lagi. Þykir eftir atvikum rétt, að aðalstefndi og Sagnstefnandi greiði aðalstefnanda og gagnstefnda kr. 5.000.00 í málskostnað. Krafa aðalstefnanda um lögveðrétt í m/b Skaftfellingi er ekki tekin til greina, þar eð lögveðréttur er niður fallinn. Dómsorð: Aðalstefndi og gagnstefnandi, Helgi Benediktsson, greiði aðalstefnanda og gagnstefnda, Bátaábyrgðarfélagi Vest- mannaeyja, kr. 80.962.19 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1958 til 22. febrúar 1960 og 9% ársvöxtum frá beim degi til 29. desember 1960 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðslu- dags og kr. 5.000.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirt- ingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 833 Mánudaginn 16. nóvember 1964. Nr. 2/1964. — Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Arnoddi Gunnlaugssyni (Jón Hjaltason hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Einar Arnalds, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessor Theodór B. Líndal. Ákæra um fiskveiðabrot. Dómur Hæstaréttar. Héraðsdóminn hafa kveðið upp Jón Þorláksson, fulltrúi bæjarfógetans í Vestmannaeyjum, og samdómendurnir Páll Þorbjörnsson og Þorsteinn Jónsson. Samkvæmt þeirri einu staðarákvörðun, sem gerð var af starfsmönnum Landhelgisgæzlunnar, var vélbáturinn Suður- ey, VE 20, talinn vera um 0,9 sjómílur innan fiskveiðimarka fyrir íslenzk fiskiskip, eins og greint er í héraðsdómi. Eftir uppsögu héraðsdóms voru að tilhlutan saksóknara ríkisins dómkvaddir tveir sérfróðir menn til þess m. a. „að láta uppi álit sitt á því, hvort ein mæling, slík sem gerð var í flugvélinni, veiti öryggi um staðinn“. Í álits- gerð hinna dómkvöddu manna, sem þeir hafa eiðfest, segir um þetta efni svo: „Hvort sem um mælingu er að ræða á landi, af sjó eða úr lofti, teljum við, að öryggis vegna sé jafnan sjálfsagt að staðarákvörðunarmæling sé endurtekin eða sannprófuð með öðrum viðurkenndum staðarákvörð- unaraðferðum, og teljum við því ekki, að ein mæling, slík sem gerð var í flugvélinni, veiti fullkomið öryggi um stað- inn“. Samkvæmt þessu þykir varhugavert að telja alveg full- nægjandi sannanir fram komnar fyrir því, að báturinn hafi verið innan fiskveiðimarkanna. Ber því að sýkna ákærða af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Eftir þessum úrslitum ber að leggja allan kostnað sak- arinnar bæði í héraði og fyrir Hæstarétti á ríkissjóð, þar 53 834 með talin málsvarnarlaun verjanda í héraði og fyrir Hæsta- rétti, sem ákveðast samtals kr. 10.000.00. Það er athugavert, að starfsmenn Landhelgisgæzlunnar reyndu ekki að gera bátsverjum viðvart, þegar framangreind staðarákvörðun hafði verið gerð. Dómsorð: Ákærði, Arnoddur Gunnlaugsson, á að vera sýkn af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Allur kostnaður af sökinni greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun verjanda ákærða í héraði og fyrir Hæstarétti, Jóns Hjaltasonar hæstaréttarlögmanns, kr. 10.000.00. Dómur sakadóms Vestmannaeyja 29. október 1963. Mál þetta, sem dómtekið var föstudaginn 18. október, er höfð- að fyrir sakadómi Vestmannaeyja á hendur Arnoddi Gunnlaugs- syni skipstjóra, til heimilis að Bakkastíg 9, Vestmannaeyjum, með ákæru, útgefinni af saksóknara ríkisins 9. september 1963, „fyrir að hafa gerzt sekur um fiskveiðibrot samkvæmt 1. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 87/1958, sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 70/1958 um fiskveiðilandhelgi Íslands, sbr. nú 1. gr. reglugerðar nr. 3/ 1961 um fiskveiðilandhelgi Íslands, sbr. lög nr. 44/1948 og lög nr. 33/1922, sbr. enn fremur 1. mgr. 1. gr. laga nr. 5/1920 um bann gegn botnvörpuveiðum, sbr. 1. gr. laga nr. 6/1959 um breyt- ingu á þeim lögum, með því að hafa verið að botnvörpuveiðum á vélbátnum Suðurey, VE 20, síðdegis fimmtudaginn 8. ágúst 1963 út af Vík í Mýrdal innan fiskveiðilandhelgi Íslands, eins og hún er ákveðin í 1. gr. fyrrnefndrar reglugerðar nr. 3/1961. Ákærist því nefndur Arnoddur Gunnlaugsson til að sæta refs- ingu samkvæmt 2. gr. reglugerðar nr. 87/1958 og 7. gr. reglu- gerðar nr. 3/1961, sbr. 3. gr. laga nr. 44/1948 og 1. gr. laga nr. 81/1952 um breytingu á þeim lögum, sbr. enn fremur 3. gr. laga nr. 5/1920 og 1. gr. laga nr. 5/1951 um breytingu á þeim lögum, til að sæta upptöku afla og veiðarfæra nefnds báts og til greiðslu alls sakarkostnaðar.“ Ákærði, Arnoddur Gunnlaugsson, er fæddur í Vestmannaeyjum 25. júní 1917 og hefur sætt kærum og refsingum sem hér segir: 835 1947 2/4 Vestmannaeyjum: Dómur, 29.500 kr. sekt fyrir botn- vörpuveiðar í landhelgi, afli og veiðarfæri v/s Sjö- stjörnunnar gerð upptæk. 1950 20/2 Vestmannaeyjum: Dómur, varðhald í 2 mánuði, 42.- 500 kr. sekt fyrir landhelgisbrot. Afli og veiðarfæri m/s Suðureyjar, VE 20, upptæk. 1951 12/1 Dómur Hæstaréttar í sama máli, 74.000.00 kr. sekt. Afli og veiðarfæri upptæk. 1951 3/4 Vestmannaeyjum: Dómur, 8.500.00 kr. sekt fyrir brot á lögum nr. 5/1920. Fimmtudaginn 8. ágúst 1963 var gæzluflugvélin TF-SIF á eftir- litsflugi fyrir suðurströnd Íslands. Veitti hún þá athygli mótor- bát, er var að botnvörpuveiðum út af Vík í Mýrdal innan fisk- veiðitakmarkanna. Segir svo í skýrslu Landhelgisgæzlunnar: „Fimmtudaginn 8. ágúst 1963 staðsetti gæzluflugvélin TF-SIF vélbátinn VE 20 (Suðurey) að ólöglegum botnvörpuveiðum út af Vík í Mýrdal. Nánari atvik voru sem hér segir: Kl. 1540 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun yfir bátnum, sem togaði með stb.vörpu og hélt austlæga stefnu: Mávadrangur > 389 42 Hatta A Hjörleifshöfði > SH Þetta gefur stað bátsins um 8.9 sjómílur innan 12 sjómílna fiskveiðitakmarkanna eða um 0.9 sjómílur innan leyfðra marka fyrir íslenzk fiskiskip á þessum tíma árs. Skömmu eftir að flogið var yfir bátinn í fyrsta skipti, sneri hann til stjórnborða og togaði út frá landi. Mælingarnar voru gerðar með sextöntum af Garðari Pálssyni skipherra og Benedikt Guðmundssyni stýrim., en Ásgeir Hall- dórsson loftsk.m. ritaði mælingarnar niður. Flughæð 250 fet, flughraði: 140 sjómílur. Veður: Hægviðri, skýjað, sæmilegt skyggni.“ Skýrsla þessi var undirrituð af Garðari Pálssyni skipherra. Garðar Pálsson skipherra, Benedikt Gunnar Guðmundsson stýri- maður og Ásgeir Halldórsson loftskeytamaður mættu fyrir saka- dómi Reykjavíkur og staðfestu þeir allir efni skýrslunnar. Sögðu þeir, að þegar mælingarnar á stað bátsins fóru fram, hafi skipherra og stýrimaður lesið af sextöntunum og einnig 836 hvor hjá öðrum, en loftskeytamaðurinn skrifað mælingarnar niður. Þeir sáu allir greinilega númer bátsins og einnig, að hann togaði með stjórnborðsvörpu. Allir unnu þeir eið að framburði sínum. Þá er ákærði mætti fyrir réttinum, viðurkenndi hann að hafa verið að veiðum í umrætt sinn, er flugvél Landhelgisgæzlunnar bar að. Hann sagðist örugglega hafa verið þarna á togveiðum fyrir utan fiskveiðimörk. Hann segist ekki hafa gert staðarákvörðun í umrætt sinn, nema hvað hann setti radarinn í gang strax, er hann sá til flug- vélarinnar, og er flugvélin var komin yfir bátinn, þá hafi rad- arinn sýnt 4.75 mílna fjarlægð frá landi, þar sem það var næst. Dýpi segir hann, að þarna hafi verið 55 faðmar samkvæmt dýptarmæli skipsins. Ákærði stóð einn að Þessari athugun sinni, enda taldi hann ónauðsynlegt að fá hana staðfesta, þar sem flugvélin hafði ekkert samband við hann, og taldi hann því, að hún hefði ekkert at- hugavert fundið við veiðar þarna. Stýrimaður ákærða gat engar upplýsingar gefið fyrir saka- dómi, enda var hann og allir aðrir en skipstjóri við störf á dekki eða í lest. Síðar, er ákærði mætti fyrir rétti, þá mótmælti hann sem áður sakargiftum Landhelgisgæzlunnar. Hann sagði þá, að hann teldi útilokað, að landhelgisgæzluflugvélin gæti staðsett bát, sem væri á togferð, enda flogið þvert á miðunarstefnuna, og sé þá ekki hægt að gera nákvæma miðun. Ákærði mótmælti einnig, að hann hefði togað í austlæga stefnu, þá er flugvélina bar að, eins og starfsmenn Landhelgisgæzlunn- ar segja. Hann segist þá hafa togað í suðvestur. Í réttinum 21. september 1963 óskaði kærði eftir fresti í mál- inu, áður en það yrði dómtekið. Var hann veittur, og í saka- dómi 18. október 1963 mætti ákærði og óskaði eftir að fá skip- aðan verjanda, sem dómurinn gerði, og var þá lögð fram skrif- leg vörn. Í vörninni, sem ákærði lýsti sig samþykkan í öllu, var krafizt algerrar sýknu og hún rökstudd meðal annars með því, að starfs- menn Landhelgisgæzlunnar hafi aðeins gert eina staðarákvörðun og ekki unnt fyrir flugvél á 140 sjómílna flughraða að staðsetja bát á togferð. 837 Einnig var því mótmælt í vörninni, að báturinn hafi togað í austlæga stefnu, þá er flugvélina bar að. Ákærði segir eins og áður, að kompásinn hafi sýnt stýris- stefnu í suðvestur, og sé því aðeins um tvennt að ræða, að staðarákvörðun sé gerð, áður en flugvélin er komin yfir bátinn, eða um ónákvæmni sé í skýrslu Landhelgisgæzlunnar að ræða að þessu leyti. Einnig er bent á í vörninni, að flugvélin sé á flugi í vestur, miðin séu tekin í norður, þ. e. á hlið við vélina, á 140 sjómílna flughraða. Niðurstöður mælinga með þessum hætti eru vefengdar í vörn- inni, og einnig er bent á, að hornið Mávaðdrangur— Hatta 38“ 42' sé of lítið til að geta staðfest nákvæma mælingu. Einnig er bent á í vörninni, að ekki sé upplýst um það, hvernig það sé staðreynt, er mælingar fóru fram, að flugvélin hefði þá verið í lóðréttri línu yfir m/b Suðurey. Í vörninni er auk þess bent á, að jafnvel þótt talið yrði sann- að, að um fiskveiðibrot væri að ræða í umrætt sinn, þá væri krafa um upptöku alls afla ólögleg, sbr. 3. tölulið 69. gr. laga nr. 19 frá 1940. Einnig er bent á 43. gr. laga nr. 27/1951. Dómurinn reyndi að færa út á sjókort í réttinum þann stað, sem ákærði taldi sig vera á samkvæmt radarmælingu sinni í umrætt skipti, og var þá bátur hans um það bil að vera á fisk- veiðitakmörkunum. Ekki verður talið, að mælingar starfsmanna Landhelgisgæzlunn- ar séu tortryggilegar, þótt hornið Mávadrangur Hatta sé 38? 42". Ekki þykir heldur ástæða til að vefengja, að þeir geti staðsett bátinn, þótt þeir hafi flogið þvert á miðunarstefnuna í um- rætt sinn. Með því að ekki þykir ástæða til þess að vefengja eiðfesta skýrslu starfsmanna Landhelgisgæzlunnar og sextantmælingar þeirra og með þeirri viðurkenningu ákærða, að hann gerði engar staðarákvarðanir að gagni í umrætt sinn né nokkur af skipshöfn hans, þykir sannað, að ákærði var að ólöglegum togveiðum innan fiskveiðitakmarkanna í umrætt sinn. Hefur hann þar með gerzt brotlegur og bakað sér ábyrgð samkvæmt þeim lagaákvæðum, sem tilgreind eru í ákæru. Gullgengi íslenzkrar krónu er nú á þá leið, að 100 gullkrónur jafngilda 1.951.09 seðlakrónum. 838 Samkvæmt skipaskrá Vestmannaeyja er m/b Suðurey, VE 20, að stærð 84.90 rúmlestir brúttó. Með tilvísun til þess, sem nú hefur verið rakið, og samkvæmt tilvitnuðum lagaákvæðum þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin kr. 20.000.00 í sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi 6 vikna varðhald í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Allur afli og veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir, um borð í m/b Suðurey, VE 20, skulu gerð upptæk, og renni andvirðið í Landhelgissjóð Íslands. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar á meðal málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Jóns Hjaltasonar hæstaréttarlögmanns, kr. 4.000.00. Dómsorð: Ákærði, Arnoddur Gunnlaugsson, greiði kr. 20.000.00 í sekt til Landhelgissjóðs Íslands innan 4ra vikna frá birt- ingu dóms þessa, en sæti ella varðhaldi í 6 vikur. Allur afli og veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir, um borð í m/b Suðurey, VE 20, eru gerð upptæk, og rennur andvirðið í Landhelgissjóð Íslands. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar á meðal málsvarnar- laun skipaðs verjanda síns, Jóns Hjaltasonar hæstaréttarlög- manns, kr. 4.000.00. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Mánudaginn 16. nóvember 1964. Nr. 120/1964. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Hjálmari Jónssyni (Jón Hjaltason hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Fiskveiðabrot. Dómur Hæstaréttar. Freymóður Þorsteinsson, bæjarfógeti í Vestmannaeyjum, og samdómsmennirnir Páll Þorbjörnsson og Angantýr Elías- son hafa kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. 839 Eftir uppsögu héraðsdóms hefur Jónas Sigurðsson, skóla- stjóri Stýrimannaskólans, framkvæmt athugun á mæling- um varðskipsmanna 30. marz 1964 og markað á sjóupp- drátt staði v/b Erlings, VE 295, eftir þeim mælingum. Reynd- ist staður bátsins klukkan 1239 um 17.6 sm innan fiskveiði- markanna og klukkan 1254 um 16.2 sm innan þeirra. Samkvæmt upplýsingum bæjarfógetans í Vestmannaeyj- um var afli í v/b Erlingi, VE 295, 930 kg af ýsu, metinn hinn 31. marz 1964 á kr. 3.571.20 og veiðarfæri bátsins á kr. 22.900.00. Með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms, athug- unar Jónasar Sigurðssonar skólastjóra og svo þess, að gull- gengi íslenzkrar krónu er óbreytt, frá því héraðsdómur sekk, þannig að 100 gullkrónur jafngilda 1.951.09 seðla- krónum, ber að staðfesta héraðsdóminn að öðru leyti en þvi, að greiðslufrestur sektar ákveðst 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 5.000.00, og málflutn- ingslaun verjanda, kr. 5.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður að öðru en því, að frestur til greiðslu sektar verði 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Ákærði, Hjálmar Jónsson, greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 5.000.00, og laun verjanda síns í Hæstarétti, Jóns Hjaltasonar hæstaréttarlögmanns, kr. 5.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Vestmannaeyja 29. júní 1964. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 25. apríl s.l, er af ákæru- valdsins hálfu höfðað með ákæru, útgefinni af saksóknara rík- isins 3. apríl 1964, á hendur Hjálmari Jónssyni skipstjóra, Há- steinsvegi 34, Vestmannaeyjum, „fyrir að hafa gerzt sekur um 840 fiskveiðibrot samkvæmt 1. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 87/1958, sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 70/1958 um fiskveiðilandhelgi Íslands, sbr. nú 1. gr. reglugerðar nr. 3/1961 um fiskveiðilandhelgi Ís- lands, sbr. lög nr. 33/1922, sbr. enn fremur 1. mgr. 1. gr. laga nr. 5/1920 um bann gegn botnvörpuveiðum, sbr. 1. gr. laga nr. 6/1959 um breytingu á þeim lögum, með því að hafa verið að botnvörpuveiðum á vélbátnum Erlingi, VE 295, undan Land- eyjasandi um hádegi mánudagsins 30. marz 1964 innan fiskveiði- landhelgi Íslands, eins og hún er ákveðin í 1. gr. fyrrnefndrar reglugerðar nr. 3/1961. Ákærist því nefndur Hjálmar til að sæta refsingu samkvæmt 2. gr. reglugerðar nr. 87/1958 og 7. gr. reglugerðar nr. 3/1961, sbr. 3. gr. laga nr. 44/1948 og 1. gr. laga nr. 81/1952 um breyt- ingu á þeim lögum, sbr. enn fremur 3. gr. og 5. gr. laga nr. 5/1920 og 1. gr. laga nr. 5/1951 um breytingu á þeim lögum, til að sæta upptöku afla og veiðarfæra nefnds báts og til greiðslu alls sakarkostnaðar.“ Ákærði, Hjálmar Jónsson, er fæddur að Hlíðarenda í Ölfusi 26. júní 1921 og hefur sætt eftirfarandi kærum og refsingum: 1956 13/7 Í Vestmannaeyjum: Sátt, 500 kr. sekt fyrir brot á 2., 4, 6., 7. og 8. gr. laga nr. 53/1930. 1957 20/11 Í Vestmannaeyjum: Dómur, 7.400 kr. sekt fyrir land- helgisbrot og afli og veiðarfæri m/b Erlings, VE 295, gerð upptæk. Í kæru skipherrans á varðskipinu Albert, dags. 30. marz 1964, segir á þessa leið: „Mánudaginn 30. marz 1964 var varðskipið á eftirlitsferð undir Landeyjasandi. Kl. 1215 var tekið eftir grunsamlegum fiskibát, sem virtist hafa norðlæga stefnu. Kl. 1239 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun: Þrídrangar réttvísandi 161“, fjarlægð 9.2 sjómílur. Báturinn réttvísandi 309“ fjarlægð 1.4 sjóm. Gefur það stað bátsins um 17.4 sjóm. innan fiskveiðitakmark- anna á þessum stöðum. Skömmu áður en fyrrnefnd staðar- ákvörðun var gerð, sást, að báturinn var með togveiðarfærin á stb.síðu. Kl. 1242 sást, að báturinn hafði lokið við að taka inn veiðar- færin og sigldi síðan undan varðskipinu. Kl. 1251 stöðvaði báturinn. 841 Kl. 1254 var komið að m/b Erlingi, VE 295, og um leið var gerð eftirfarandi staðarákvörðun: Þrídrangar réttvísandi 1499, fjarlægð 11. sjómílur. Gefur það stað bátsins um 16.0 sjóm. innan fiskveiðitakmark- anna á þessum stöðum. Settur var út léttbátur og skipstjóri bátsins, Hjálmar Jóns- son, fæddur 26.6. 1921, sóttur. Aðspurður viðurkenndi hann að hafa verið að togveiðum á þeim stöðum, þar sem hann var stað- settur kl. 1239. Honum var síðan sagt að fara til Vestmanna- eyja, þar sem brot hans yrði kært. Skipstjórinn var síðan fluttur yfir í bát sinn, en varðskipið hélt til annarra starfa. Allar mælingar voru gerðar af skipstjóra og Í. stýrimanni varðskipsins. Veður: SA 6—"T vindstig. Mistur.“ Skipherrann á varðskipinu, Sigurður Þorkell Árnason, og fyrsti stýrimaður varðskipsins, Albert Sigurjón Hannesson, mættu báðir fyrir sakadómi Vestmannaeyja og kváðu skýrslu þessa að öllu leyti rétta. Mælingarnar kváðust þeir hafa framkvæmt með gyro-áttavita og ratsjá. Báðir sögðu þeir, að ákærði hefði viður- kennt að hafa verið að togveiðum, er hann varð var við varð- skipið. Báðir staðfestu þeir framburði sína með eiði. Er ákærði mætti fyrir réttinum, skýrði hann svo frá, að hann hefði farið í þenna róður, er klukkan var langt gengin níu. Fyrst hafi hann haldið vestur að Blindskerjum með handfæra- veiðar í huga. Þar voru þeir í um það bil þrjú kortér og héldu síðan undir Landeyjasand. Þar átti að kasta trolli. Var það sett í sjóinn og hlerar hífðir út fyrir lunningu, og lá trollið við síðu bátsins á meðan. Næst kvaðst ákærði hafa ætlað að keyra út grandrópana, en þá kom hann auga á varð- skipið og sá sitt óvænna og lét hífa inn troll og hlera. Fyrsti vélstjóri bátsins, sem jafnframt er eigandi hans og útgerðarmað- ur, gaf skýrslu fyrir réttinum, og hneig framburður hans mjög í sömu átt. Ákærði gerði engar athugasemdir við staðarákvarðanir varð- skipsmanna, en hann kvaðst aldrei hafa viðurkennt fyrir þeim, að hann hefði verið að togveiðum, enda kvaðst hann líta svo á, að togveiðar séu ekki hafnar, fyrr en varpan sé í botni. Kvaðst hann því ekki viðurkenna að hafa verið að togveiðum, er varð- skipið bar að, þótt hann hins vegar myndi hafa byrjað að toga 842 svo sem fimm mínútum síðar, ef ekkert hefði komið fyrir. Samkvæmt viðurkenningu ákærða sjálfs var ásetningur fyrir hendi til ólöglegra togveiða, og veiðarfæri voru komin í sjó. Að áliti réttarins var brot því fullframið, þótt ekki kæmi meira til. Telur rétturinn því sannað með eiðfestum framburði varð- skipsmanna og játningu ákærða sjálfs, að ákærði hafi verið að ólöglegum togveiðum á m/b Erlingi, VE 295, er varðskipið bar að í umrætt sinn. Hefur ákærði þar með gerzt brotlegur við þau lagaákvæði, sem tilgreind eru í ákæru. Samkvæmt skipaskrá er m/b Erlingur, VE 295, að stærð 22.60 rúmlestir brúttó. Samkvæmt opinberum skýrslum um gullgengi, jafngilda nú 100 gullkrónur 1951.09 seðlakrónum. Með tilvísun til þess, er nú hefur verið tekið fram, þykir refs- ing ákærða samkvæmt tilvísuðum lagaákvæðum, að undanskil- inni 5. gr. laga nr. 5/1920, hæfilega ákveðin kr. 20.000.00 í sekt, er ákærði skal greiða til Landhelgissjóðs Íslands innan 4ra vikna frá lögbirtingu dóms þessa, en sæti ella varðhaldi í 6 vikur. Allur afli og veiðarfæri um borð í m/b Erlingi, VE 295, er gerður upptækur, og rennur andvirðið í Landhelgissjóð Íslands. Allan sakarkostnað ber ákærða að greiða. Dómsorð: Ákærði, Hjálmar Jónsson, greiði kr. 20.000.00 í sekt til Landhelgissjóðs Íslands innan 4ra vikna frá lögbirtingu dóms Þessa, en sæti ella varðhaldi í 6 vikur. Allur afli og veiðarfæri um borð í m/b Erlingi, VE 295, eru gerð upptæk, og rennur andvirðið í Landhelgissjóð Ís- lands. Ákærði greiði allan sakarkostnað. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 843 Miðvikudaginn 18. nóvember 1964. Nr. 106/1964. Guðmundur Guðlaugsson (Jón Hjaltason hrl.) gegn Ástu Magnúsdóttur, Jóni Magnússyni og Halldóri Brynjólfi Stefánssyni (Örn Clausen hrl.) og svo Skiptaráðandanum í Vestmannaeyjum f. h. dánarbús Unu Jónsdóttur til réttargæzlu. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Skiptamál. Kaupkrafa. Erfðir. Dómur Hæstaréttar. Freymóður Þorsteinsson, bæjarfógeti í Vestmannaeyjum, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 25. júní 1964. Hann krefst þess, að dánarbúi Unu Jónsdóttur verði dæmt að greiða honum skuld, að fjárhæð kr. 75.000.00, en til vara, að honum verði dæmd sameign að eignum dánarbúsins að hálfu. Hann krefst þess og, að úrskurður skiptaréttar um erfðarétt hans til eins fjórða af eignum nefnds dánarbús verði staðfestur. Loks krefst hann málskostnaðar fyrir skiptadómi og Hæstarétti úr hendi stefndu, Ástu Magnúsdóttur, Jóns Magnússonar og Halldórs Brynjólfs Stefánssonar. Stefndu krefjast þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði staðfestur og áfrýjanda verði dæmt að greiða þeim máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Málavöxtum er rækilega lýst í úrskurði skiptaréttar. Áfrýj- andi fluttist árið 1924 eða 1925 til Unu heitinnar Jóns- dóttur og hóf sambúð með henni í húsi hennar, Sólbrekku, sem var nr. 21 við Faxastig í Vestmannaeyjum. Á fyrstu árum samvista sinna reistu þau viðbyggingu við nefnt hús, sem var fyrir eitt herbergi og eldhús, þannig að húsrýmið er talið hafa stækkað um helming. Í einu og öllu unnu þau 844 bæði að uppihaldi sameiginlegs heimilis, meðan orka þeirra entist, þótt Una heitin væri skráður eigandi hússins og talin húsráðandi. Hélzt sambúð þeirra, unz Una andaðist hinn 29. febrúar 1960. Þá er athuguð er staða áfrýjanda á sam- eiginlegu heimili þeirra Unu heitinnar og vinna hans í þágu þess, þykir hann eiga tilkall til nokkurrar þóknunar af eign- um Unu heitinnar umfram nauðþurftir sínar, sem hann hafði á téðu heimili, og er þetta tilkall hans ófyrnt sam- kvæmt undirstöðurökum 3. gr., 1. tl, laga nr. 14/1905. Að öllum aðstæðum athuguðum, teljast laun áfrýjanda, þau sem hann á kröfu á úr dánarbúinu, hæfilega ákveðin kr. 20.000.00. Staðfesta ber ákvæði í úrskurði skiptaréttar um erfðarétt áfrýjanda samkvæmt erfðaskrá til eins f jórða hluta af eign- um dánarbús Unu Jónsdóttur, að frádregnum skuldum þess. samkvæmt úrslitum málsins er rétt, að stefndu, Ásta Magnúsdóttir, Jón Magnússon og Halldór Brynjólfur Stefáns- son, greiði áfrýjanda málskostnað fyrir skiptadómi og Hæsta- rétti, sem ákveðst samtals kr. 5.000.00. Dómsorð: Greiða skal áfrýjanda, Guðmundi Guðlaugssyni, skuld, að fjárhæð kr. 20.000.00, af eignum dánarbús Unu heit- innar Jónsdóttur. Staðfest er ákvæði í úrskurði skiptadóms um erfða- rétt áfrýjanda til eins fjórða hluta af eignum Unu heit- innar Jónsdóttur, að frádregnum skuldum. Stefndu, Ásta Magnúsdóttir, Jón Magnússon og Hall- dór Brynjólfur Stefánsson, greiði áfrýjanda málskostn- að fyrir skiptadómi og Hæstarétti, samtals kr. 5.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður skiptadóms Vestmannaeyja 4. apríl 1964. Með greinargerð, sem lögð var fram í skiptarétti Vestmannaeyja 5. ágúst 1962, gerði Guðmundur Guðlaugsson, Faxastíg 21, Vest- 845 mannaeyjum, þær dómkröfur, að viðurkennt yrði með úrskurði skiptaréttar, að hann ætti rétt til ráðsmannskaups úr óskiptu dánarbúi Unu Jónsdóttur, Faxastíg 21, Vestmannaeyjum, og jafn- framt krafðist hann málskostnaðar sér til handa. Af hálfu barna- barna hinnar látnu, þeirra Ástu Magnúsdóttur, Jóns Magnússon- ar og Halldórs B. Stefánssonar, var kröfu þessari andmælt og þær kröfur gerðar, að viðurkennt yrði með úrskurði skiptarétt- arins, að þau skyldu taka arf eftir hina látnu ömmu sína lög- um samkvæmt, og jafnframt kröfðust þau málskostnaðar sér til handa eftir mati réttarins. Er gagnaöflun var lokið, var málið flutt hinn 18. þ. m. og lagt undir dóm sama dag. Komu þá þessar kröfur fram: Sóknaraðili krafðist þess, aðallega að honum yrði úrskurðaðar nettóeignir dánarbúsins sem greiðsla upp í skuld búsins við hann, og yrði varnaraðilj- um gert að greiða honum hæfilegan málskostnað eftir mati réttarins, til vara, að ráðstöfun arfleiðsluskrárinnar, dags. 5. febrúar 1935, verði í einu og öllu metin gild og varnaraðiljum gert að greiða honum hæfilegan málskostnað eftir mati réttarins, til þrautavara, að hann verði viðurkenndur sameigandi að eign- um dánarbúsins, og falli þá aðeins helmingur eigna til skipta, enn fremur verði varnaraðiljum gert að greiða honum hæfi- legan málskostnað eftir mati réttarins, en til vara verði máls- kostnaður látinn falla niður. Gagnaðiljar gerðu þær kröfur, að viðurkenndur verði réttur þeirra sem skylduerfingja hinnar látnu til að taka arf eftir hana lögum samkvæmt, og jafnframt kröfðust þeir málskostnaðar sér til handa úr hendi sóknaraðilja eftir mati réttarins. Una Jónsdóttir á Sólbrekku eða Faxastíg 21 í Vestmanna- eyjum andaðist 29. febrúar 1960. Hún var fædd 31. janúar 1878 að Dölum í Vestmannaeyjum, óskilgetin dóttir ekkjunnar Ólafar Jónsdóttur í Dölum og Jóns Magnússonar, húsmanns í Kirkjubæ. Vorið 1878 fluttist hún sveitarflutningi með móður sinni austur í Meðalland í Skaftafellssýslu. Dvaldi hún þar um langt skeið við kröpp kjör. Vann móðir hennar fyrir henni, meðan hún var á barnsaldri, en strax og hún hafði aldur til, gerðist hún vinnukona. Var hún á ýmsum bæjum í Meðallandi, þar til hún var komin yfir tvítugt. Þá fluttist hún sem vinnukona að Ey- 846 vindarhólum undir Eyjafjöllum, og þaðan fluttist hún árið 1906 sem vinnukona að Stóruborg. Dvaldi hún þar í 6 ár, og á þeim árum eignaðist hún 2 dætur með syni húsráðenda, Þorgeiri Eiríkssyni. Önnur dóttirin var Jónína, fædd 1906, en hin Ást- ríður, fædd 1907. Þau Þorgeir giftust ekki. Heimilið var fátækt, og á vetrum var Una látin fara til Vestmannaeyja til þess að afla tekna, sem runnu inn í heimilið til framfærslu börnunum. Er hún hafði dvalið í 6 ár á Stóruborg, slitnaði með öllu upp úr sambúð þeirra Þorgeirs, og varð hún að fara burt af heim- ilinu. Hún gekk þá með þriðja barn þeirra. Skildist hún nú við dætur sínar og fluttist til Vestmannaeyja. Þar ól hún þriðju dótturina, Sigurbjörgu, sem var fædd 1912. Eftir þetta dvaldi Una jafnan í Vestmannaeyjum. Hún leigði sér húsnæði fyrstu árin fyrir sig og barnið og vann ýmsa vinnu, sem til féll. Hún var Örsnauð, er hún kom til Eyja, en með iðjusemi og spar- semi og hjálp góðra manna tókst henni að koma sér upp eigin húsnæði. Var það húsið Sólbrekka eða Faxastígur 21, þar sem hún bjó jafnan síðan. Húsið var byggt árið 1920. Það var ein íbúð lítil, eitt herbergi og eldhús, en skapaði henni þrátt fyrir það betri afkomuskilyrði. Tók hún nú að selja aðkomnum ver- tíðarmönnum fæði, og hélt því áfram í nokkrar vertíðir. Einn af fæðiskaupendum hennar var sóknaraðili, Guðmundur Guð- laugsson, fæddur 12. júlí 1885. Hann kom til Eyja veturinn 1921— 1922 og mun brátt hafa komið í fæði til hennar. Um 1924 fluttist sóknaraðili inn á heimili hennar, og bjuggu þau saman upp frá því, en giftust ekki. Eftir að sambúð þeirra hófst, var brátt hafizt handa um að stækka húsið, og var viðbyggingu komið upp árið 1926, að því að talið er, og af svipaðri stærð og húsið, sem fyrir var. Árið 1928 missti Una dóttur sína, Sigurbjörgu. Var hún þá á 16. ári. Árið 1929 lézt Ástríður, dóttir hennar, og árið 1930 lézt Jónína. Ástríður og Jónína voru báðar giftar og áttu börn, sem eru á lífi. Börn Jónínu eru: Jón Magnússon, Lindargötu 10, Seltjarnarnesi, fæddur 28/6 1927, og Ásta Sigurbjörg Magnús- dóttir, frú, Blönduósi, fædd í október 1929. Sonur Ástríðar er Halldór Brynjólfur Stefánsson, Háagerði 18, Reykjavík, fæddur 3/3 1929. Árið 1935 gerðu bau Una og sóknaraðili gagnkvæma arfleiðslu- skrá, og er hún innfærð í notarialbók bæjarfógetaembættisins í Vestmannaeyjum. Segir þar svo: 847 „Ár 1935, fimmtudaginn 5. desember, kl. 14, var notarialréttur Vestmannaeyja settur á skrifstofu embættisins og haldinn af Kr. Linnet bæjarfógeta með undirrituðum notarialvottum. Mættu fyrir notario Guðmundur Guðlaugsson og Una Jónsdóttir, bæði til heimilis á Faxastíg 21, hér í bæ, sem notarius þekkir per- sónulega, og lýstu yfir, að þau gerðu þá ráðstöfun um eigur hvors um sig eftir þeirra dag, að það, sem lengur lifir, skyldi eitt eiga þær allar, sem hitt léti eftir sig, að skuldum frádregnum. Til staðfestu undirrita aðiljar. Una Jónsdóttir. Guðm. Guðlaugsson. Að ofanritaðar persónur, sem eru mér og notarialvottunum kunnar, hafi í minni og þeirra viðurvist skrifað nöfn sín undir ofanskráðan arfleiðslugjörning vottast hér með, og einnig, að þau bæði hafi þá verið með réttu ráði, óskertri skynsemi og gert það af fúsum vilja. Til staðfestu undirskrift mín og notarialvotta. Dag, er að ofan greinir. Kr. Linnet. Notarialvottar: Sveinn P. Scheving. Stefán Árnason.“ Eftir lát Unu Jónsdóttur bjó sóknaraðili einn í húsinu, en haustið 1961 fluttust óskyld hjón inn í húsið og greiddu leigu með því að veita honum uppihald. Á árinu 1963 fluttist sóknar- aðili á Sjúkrahús Vestmannaeyja, og hefur verið þar síðan. Við uppskrift í dánarbúinu komu eigi aðrar eignir fram en húseignin Sólbrekka eða Faxastígur 21, sem var þinglesin eign hinnar látnu. Eignin var seld af skiptaréttinum með samþykki allra hlutaðeigenda á kr. 80.000.00. Dætrabörn hinnar látnu vildu að búinu yrði skipt þannig, að í þeirra hlut félli sem skyldu- arfur 3% hlutar eignarinnar, en % hluti rynni til sóknaraðilja sem erfðaskrárerfingja. Sóknaraðili vildi ekki hlíta skiptingu bús- ins á þann veg og taldi sig eiga rétt til allrar eignarinnar, bæði samkvæmt erfðaskránni og sem ráðsmaður á heimilinu. Hefur lögfræðingur reiknað út ráðsmannskaup hans á tímabilinu frá og með 1942 til og með 1961 og komizt að þeirri niðurstöðu, að hæfilegt kaup honum til handa næmi kr. 288.000.00 fyrir utan vexti. Samkomulag komst ekki á, og fór því ágreiningurinn undir úrskurð skiptaréttarins, og gerðu aðiljar þær kröfur, sem áður greinir. Vitni voru leidd til að upplýsa málið. Sigurbjörg Stefánsdóttir, Faxastíg 22, og Ágústa Sigurjónsdóttir, Sunnuhvoli, gáfu vott- 848 orð, sem þær staðfestu síðan fyrir réttinum. Í vottorðinu segir, að Una Jónsdóttir hafi látið þau orð falla við þær, meðan hún lifði, að sóknaraðili hefði verið hennar stoð og stytta, og hefði hún með arfleiðsluskrá tryggt, að hann fengi eignirnar eftir hennar dag fyrir alla þá vinnu, sem hann hafði lagt búinu til öll þessi ár, er þau bjuggu saman. Báðar sögðu þær, að Una og sóknaraðili hefðu búið saman. Ágústu hafði verið sagt, að þau hefðu gert gagnkvæma erfðaskrá, en um það vissi Sigur- björg ekki. Sigurbjörg bjó í nágrenni við þau í 17 ár, og virtist henni, að þau ættu í sameiningu þær eignir, er þau höfðu undir höndum, en þó hafi það verið svo, að meðan þau áttu kindur, hafi þau eignað sér sínar kindurnar hvort. Jón Einarsson, Faxastíg 20, kvaðst hafa komið til Eyja árið 1922, og fór þá strax að Faxastíg 20 eða Berjanesi. Bjó þá Una Jónsdóttir í litlu húsi á Faxastíg 21, einu herbergi og eldhúsi, ásamt einni eða tveimur dætrum sínum. Síðan fluttist sóknaraðili til hennar, en ekki man hann, hvaða ár það var. Upp úr því var hafin smíði á viðbyggingu við Faxastíg 21, og var vitnið fengið til að sjá um smíðina. Að hann minnti, greiddu þau sóknaraðili og Una kaup hans í félagi. Viðbyggingin var allt að því eða jafnvel öllu stærri en húsið, sem fyrir var. Síðan komu þau sér upp gripahúsum. Byrjaði Una fyrst með eina kú, og var þá byggt fjós. Síðan var kúnum fjölgað í þrjár, að því er vitnið minnti. Þá byggðu þau hlöðu við fjósið. Una taldist fyrir kún- um, en sóknaraðili hirti þær, og í sameiningu heyjuðu þau handa þeim, en sóknaraðili átti og ræktaði tún suður í Kinn. Einnig áttu þau nokkrar kindur og töldu annað eiga þessa kindina, en hitt hina. Þegar vitnið kom til Eyja, taldist Una eiga Sólbrekk- una, en um aðrar eignir var ekki að ræða, svo að vitnið vissi. Vitninu virtist, að sóknaraðili hafi verið algerlega eignalaus, er hann fluttist til Unu, og leit hann svo til, að þau væru bæði fátæk og berðust í bökkum, eins og margir aðrir á þeim árum. Sóknaraðili var viljugur og iðjusamur og góður verkmaður, þó ekki væri hann hár í loftinu né þrekinn, t. d. var hann afburða sláttumaður. Hann stundaði ekki sjómennsku, en var hneigður fyrir búskap, og eftir að hann fluttist inn á heimilið, fóru þau Una bráðlega að koma sér upp nokkrum bústofni. Sjálf var Una einnig mjög vinnusöm, enda orðið að þræla frá barnæsku. Sóknaraðili gaf skýrslu fyrir réttinum. Hann kvaðst hafa komið til Eyja veturinn 1921— 1922, og að hann minnti, fluttist hann inn til Unu árið 1924 eða 1925. Ekkert kvaðst hann þá hafa átt 849 til, aðeins nokkrar krónur, sem ekki var teljandi. Eftir að hann fluttist til Unu, var þegar farið að reisa viðbyggingu við hús henn- ar. Timbrið kvaðst hann hafa fengið lánað hjá Helga Jónatans- syni, og hafi það kostað um 400—500 krónur. Þetta kvaðst hann hafa greitt með peningum, sem hann fékk fyrir vinnu sína hér og hvar. Hann kvaðst hafa unnið á Tanganum og hjá Helga Jónatanssyni við bræðslu og hjá fleirum. Allt var þetta ígripa- vinna. Una hafði einnig unnið. Þau tóku fisk af Tanganum og þurrkuðu á stakkstæði, sem hann kveðst hafa komið upp heima hjá Sólbrekku. Hann kveðst hafa unnið mikið við viðbygging- una, en Jón Einarsson hafi haft smíðarnar með höndum, og greiddu þau Una honum fyrir vinnuna. Hann sagði, að þau hefðu komið sér upp nokkru búi, og er mest var, áttu þau 5 kýr og 20 kindur. Síðan lögðu þau búið niður, enda voru þau bæði farin að heilsu. Sjálfur kvaðst sóknaraðili, er hann mætti fyrir rétti í júlí 1963, hafa verið óvinnufær síðustu sjö til átta árin. Síðustu árin, sem þau bjuggu saman, lifðu þau svo að segja ein- göngu á ellilaunum sínum, en einnig hafði Una einhverjar tekj- ur af grasaseyði, sem hún bjó til og seldi. Svo og komu einhverj- ar tekjur inn fyrir ljóðabækur, sem hún gaf út. Sóknaraðili kvaðst ekki hafa litið á sig sem ráðsmann á heimilinu, hann hafi aðeins verið að hugsa um að hafa eitthvað ofan í sig og á. Ekki hafi hann heldur litið á sig sem sameiganda að þeim eign- um, sem til voru á heimilinu, og þegar erfðaskráin var gerð, kvaðst hann engar eignir hafa átt. Hann hafi aðeins unnið fyrir mat og fatnaði og ekki öðru. Hann sagði, að þau bæði, hann og Una, hefðu álitið, að erfðaskráin væri í fullu gildi, eins og orð hennar sögðu til. Svo virðist, að meðan sambúð þeirra stóð, Unu og sóknaraðilja, hafi heimilið jafnan verið fátækt, þótt þau kæmust þolanlega af með iðjusemi og sparsemi. Hann var eignalaus, er hann fluttist inn á heimilið, og að sjálfsögðu var ekki til þess ætlazt, að hann kæmi þangað sem launþegi. Sennilega hefur sambúð þeirra orðið þeim báðum til nokkurs fjárhagslegs hagræðis, en undir lokin verður sóknaraðili óvinnufær í nokkur ár. Ekki kvaðst hann hafa litið á sig sem ráðsmann á heimilinu, og ekki virðist hann hafa ætlazt til sérstakra fjárgreiðslna, heldur aðeins að hafa fast heimili og fæði og uppihald. Með tilliti til aðstæðna þykir bera að líta svo á, að hann eigi ekki rétt til fjárgreiðslna úr búinu fyrir vinnu sína í þágu heimilisins. Verður aðalkrafa um- boðsmanns hans því ekki tekin til greina. 54 850 z Varakrafan gengur út á, að erfðaskráin verði metin gild í einu og öllu. Þessa kröfu er ekki heldur unnt að taka til greina, þar sem Una Jónsdóttir hafði ekki heimild til að ráðstafa eftir- látnum eignum sínum eftir sinn dag með erfðaskrá, þannig að í bága færi við réttindi skylduerfingja hennar. Þrautavarakrafan er við það miðuð, að eftirlátnar eignir Unu Jónsdóttur, húseignin Sólbrekka, hafi verið í sameign sóknar- aðilja og hennar eða farið yrði með búið sem félagsbú hjóna. Reglur um búskipti hjóna eiga hér ekki við, þar sem sóknar- aðili og Una gengu aldrei í hjónaband. Sóknaraðili vann að vísu við stækkun hússins, eins og áður getur, og mun hafa lagt til fé að öðrum þræði, en Una var jafnan ein skrifuð fyrir hús- eigninni, og aldrei var hirt um að gera þar á neina breytingu. Um almenna sameign á öðrum eignum þeirra virðist ekki heldur hafa verið að ræða. Sóknaraðili var einn skrifaður fyrir túnunum úti í Kinn, og kindunum, sem þau eignuðust, virðast Þau hafa skipt á milli sín. Með tilvísun til þessa þykir ekki fært að fara með búið sem sameignarbú, og verður því þrautavara- krafan ekki heldur tekin til greina. Þegar Una Jónsdóttir andaðist, voru í gildi erfðalög nr. 42/ 1949. Þessi lög voru einnig í gildi, er raunverulegar aðgerðir skiptaréttarins hófust um meðferð dánarbús hennar. Samkvæmt 20. grein þeirra er arfleiðanda, sem á niðja á lífi, ekki heimilt að ráðstafa með erfðaskrá meiru en einum fjórða hluta eigna sinna, og er það sama regla og áður hafði gilt. Þetta ákvæði þykir eiga hér við. Samkvæmt því verður niðurstaða málsins, að ofangreind erfðaskrá verður metin gild, að því er varðar einn fjórða hluta eigna dánarbúsins, og er þá jafnframt viður- kennt, að í hlut sóknaraðilja skuli falla einn fjórði hluti af eign- um búsins samkvæmt ákvörðun erfðaskrárinnar. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Uppsaga dómsins hefur dregizt vegna anna dómarans við önn- ur embættisstörf bæði dómsmál og annað. Ályktarorð: Sóknaraðilja, Guðmundi Guðlaugssyni, ber sem erfðaskrár- erfingja einn fjórði hluti af eignum dánarbús Unu Jónsdóttur. Að öðru leyti skal dánarbúið vera sýknt af kröfum hans. Málskostnaður fellur niður. 851 Þriðjudaginn 24. nóvember 1964. Nr. 144/1963. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) segn Ingólfi Símon Matthíassyni (Sigurður Baldursson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Einar Arnalds, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson og prófessor Theodór B. Líndal. Fiskveiðabrot. Dómur Hæstaréttar. Eftir uppsögu héraðsdóms hafa farið fram framhaldspróf í málinu og nýrra gagna verið aflað. Jónas Sigurðsson, skólastjóri Stýrimannaskólans, hefur markað á sjókort staðarákvörðun flugvélar Landhelgisgæzlunnar, TF-SIF, yfir báti ákærða, Haferni, VE 23, hinn 23. júlí 1963. Sam- kvæmt henni var staður bátsins um 0.9 sjómílur innan Á sjómílna fiskveiðimarkanna. Kveður skólastjórinn dýpi á þeim stað virðast vera samkvæmt kortinu laust innan við 79 metra eða 43 faðma. Þá hefur skólastjórinn og markað á sama sjókort staðarákvarðanir varðskipsins Óðins hinn 10. ágúst 1963. Reyndist staður báts ákærða kl. 1601 hafa verið 1.7 sjómilur innan 4 sjómílna fiskveiðimarkanna, en kl. 1622, er varðskipið kom að bátnum, um 0.2 sjómílur innan sömu marka. I. Ákæra fyrir fiskveiðabrot 23. júlí 1963. Ákærði hafði hinn 16. maí 1963 fengið leyfi Sjávarútvegs- málaráðuneytisins fyrir bát sinn, Haförn, VE 23, til letur- humarveiða innan landhelgi á miðum við Suður- og Vestur- land, en þó með þeirri takmörkun, að óheimilt skyldi að stunda veiðar á grynnra vatni en 60 föðmum. Var ákærði að humarveiðum, er flugvél Landhelgisgæzlunnar gerði þá staðarákvörðun yfir báti hans, sem í málinu greinir. Þegar ákærði kom fyrir dóm hinn 30. júní 1963, kvaðst 852 hann ekki vefengja staðarákvörðun gæzluflugvélarinnar, enda hafi hann sjálfur engar staðarákvarðanir gert. Í refsimáli því, sem hér Hggur fyrir, verður þessi umsögn ákærða ekki metin honum til sakaráfeliis sem viðurkenning á broti. Varhugavert þykir að telja hina einu staðarákvörðun, sem gæzluflugvélin gerði, veita alveg fullnægjandi sönnun fyrir því, að bátur ákærða hafi í umrætt sinn verið á svæði, sem ákærða var óheimilt að stunda humarveiðar á sam- kvæmt fyrrgreindu leyfi Sjávarútvegsmálaráðuneytisins. Ber því að staðfesta þá niðurstöðu héraðsdóms, að ákærði skuli vera sýkn af þessu ákæruatriði. Það er athugavert, að starfsmenn Landhelgisgæzlunnar reyndu ekki að gera bátsverjum viðvart, þegar framangreind staðarákvörðun hafði verið gerð. H. Ákæra fyrir fiskveiðabrot 10. ágúst 1963. Með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta niðurstöðu hans um refsingu ákærða til handa fyrir ólöglegan umbúnað veiðarfæra á báti sínum innan íslenzkrar landhelgi hinn 10. ágúst 1963, þó með þeirrri breytingu, að greiðslufrestur sektar er ákveðinn 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Sakarkostnaður. Rétt þykir eftir framangreindum úrslitum að leggja sakarkostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti að hálfu á ákærða og að hálfu á ríkissjóð. Fjárhæð sú, sem ákærða ber að greiða sem saksóknarlaun fyrir Hæstarétti til ríkis- sjóðs, er ákveðin kr. 4.500.00. Laun verjanda ákærða fyrir Hæstarétti eru ákveðin kr. 9.000.00, og ber ákærða sam- kvæmt framansögðu að greiða þau að hálfu. Dómsorð: Ákærði, Ingólfur Símon Matthíasson, greiði kr. 4.000.00 sekt í Landhelgissjóð Íslands, og komi varð- hald 15 daga í stað sektar, verði hún ekki greidd inn- an 4 vikna frá birtingu dóms þessa. 853 Ákærði greiði saksóknarlaun fyrir Hæstarétti til ríkis- sjóðs, kr. 4.500.00. Allan annan sakarkostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, þar með talin laun verjanda ákærða fyrir Hæstarétti, Sigurðar Baldurssonar hæstaréttarlög- manns, kr. 9.000.00, greiði ákærði að hálfu, en ríkis- sjóður að hálfu. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Vestmannaeyja 20. september 1963. Mál þetta, sem dómtekið var 12. september s.l., er höfðað fyrir sakadómi Vestmannaeyja á hendur Ingólfi Matthíassyni skip- stjóra, til heimilis að Hólagötu 20 í Vestmannaeyjum, með tveim- ur ákærum, útgefnum af saksóknara ríkisins 9. september 1963, í annari „fyrir að hafa gerzt sekur um fiskveiðibrot samkvæmt 1. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 87/1958 sbr. Í. gr. reglugerðar nr. 70/1958 um fiskveiðilandhelgi Íslands, sbr. nú 1. gr. reglu- gerðar nr. 3/1961 um fiskveiðilandhelgi Íslands, sbr. lög nr. 33/1922, sbr. enn fremur 1. og 2. mgr. 1. gr. laga nr. 5/1920 um bann gegn botnvörpuveiðum, sbr. 1. gr. laga nr. 6/1959 um breytingu á þeim lögum, með því að hafa verið að botnvörpu- veiðum með leturhumarvörpu á vélbátnum Haferninum, VE 23, þriðjuðagskvöldið 23. júlí 1963 út af Vík í Mýrdal utan þess svæðis innan fiskveiðilandhelgi Íslands, eins og hún er ákveðin í 1. gr. fyrrnefndrar reglugerðar nr. 3/1961, sem slíkar veiðar eru heimilar samkvæmt undanþágu samkvæmt 2. mgr. Í. gr. nefndra laga nr. 5/1920, sbr. 1. gr. nefndra laga nr. 6/1959. Ákærist því nefndur Ingólfur til að sæta refsingu samkvæmt 2. gr. reglugerðar nr. 87/1958 og "7. gr. reglugerðar nr. 3/1961, sbr. 3. gr. laga nr. 44/1948 og 1. gr. laga nr. 81/1952 um breyt- ingu á þeim lögum, sbr. enn fremur 3. gr. laga nr. 5/1920 og 1. gr. laga nr. 5/1951 um breytingu á þeim lögum, til að sæta upptöku afla og veiðarfæra nefnds báts og til greiðslu alls sakar- kostnaðar.“ Í hinni ákærunni er ákærði sóttur til saka fyrir: „Aðallega ákærist hann fyrir að hafa gerzt sekur um fisk- veiðibrot samkvæmt 1. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 87/1958, sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 70/1958 um fiskveiðilandhelgi Íslands, sbr. nú 1. gr. reglugerðar nr. 3/1961 um fiskveiðilandhelgi Íslands, sbr. lög nr. 44/1948 og lög nr. 33/1922, sbr. enn fremur 1. mgr. 854 1. gr. laga nr. 5/1920 um bann gegn botnvörpuveiðum, sbr. 1. gr. laga nr. 6/1959 um breytingu á þeim lögum, með því að hafa verið að botnvörpuveiðum á vélbátnum Haferninum, VE 23, síðdegis laugardaginn 10. ágúst 1963 út af Mýrnatanga innan fiskveiðilandhelgi Íslands, eins og hún er ákveðin í 1. gr. fyrr- nefndrar reglugerðar nr. 3/1961. Til vara ákærist hann fyrir ólöglegan umbúnað veiðafæra vélbátsins á framangreindum stað og tíma samkvæmt 4. gr. nefndrar reglugerðar nr. 3/1961 sbr. lög nr. 44/1948 og 2. gr. nefndra laga nr. 5/1920, sbr. 2. gr. nefndra laga nr. 6/1959. Ákærist því nefndur Ingólfur til að sæta refsingu samkvæmt 2. gr. reglugerðar nr. 87/1958 og "7. gr. reglugerðar nr. 3/1961, sbr. 3. gr. laga nr. 44/1948 og 1. gr. laga nr. 81/1952 um breyt- ingu á þeim lögum sbr. enn fremur 3. gr. laga nr. 5/1920 og 1. gr. laga nr. 5/1951 um breytingu á þeim lögum, til að sæta upptöku afla og veiðarfæra nefnds báts og til greiðslu alls sakar- kostnaðar.“ Ákærði, Ingólfur Símon Matthíasson, er fæddur í Vestmanna- eyjum 17. desember 1916 og hefur sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1936 14/7 Siglufjörður: Sátt, 30 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. 1938 2/2 Vestmannaeyjar: Sátt, 25 kr. sekt fyrir ölvun og óspektir. 1940 19/11 Vestmannaeyjar: Sátt, 25 kr. sekt fyrir ölvun og óspektir. 1941 3/10 Vestmannaeyjar: Sátt, 5 kr. sekt fyrir að taka bát í óleyfi. I. Þriðjudaginn 23. júlí 1963 var gæzluflugvélin TF-SIF á eftirlitsflugi fyrir suðurströnd Íslands. Veitti hún þá athygli mótorbát, er var að botnvörpuveiðum út af Vík í Mýrdal innan fiskveiðitakmarkanna. Segir svo í skýrslu Landhelgisgæzlunnar: „Þriðjudaginn 23. júlí 1963 staðsetti gæzluflugvélin TF-SIF vélbátinn VE 23 að ólöglegum botnvörpuveiðum út af Vík í Mýrdal. Nánari atvik voru sem hér segir: Kl. 2023 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun yfir bátnum, sem togaði með stjórnborðsvörpu: Mávadrangur > 449 197 Hatta Hjörleifshöfði > 6411 855 Þetta gefur stað bátsins um 8.9 sjóm. innan 12 sjóm. fisk- veiðitakmarkanna, eða um 0.9 sjóm. innan leyfðra marka fyrir íslenzk fiskiskip á þessum tíma árs. Mælingar voru gerðar með sextöntum af Garðari Pálssyni skipherra og Benedikt Guðmunds- syni stýrimanni, en Ásgeir Halldórsson loftskeytamaður ritaði mælingarnar niður. Flughæð var 500 fet, flughraði 140 sjóm. Veður: N-gola, skýj- að loft, skyggni gott.“ Skýrsla þessi var undirrituð af Garðari Pálssyni skipherra. Garðar Pálsson skipherra, Benedikt Guðmundsson stýrimaður og Ásgeir Halldórsson loftskeytamaður mættu allir fyrir saka- dómi Reykjavíkur og staðfestu þeir allir efni skýrslunnar. Sögðu þeir allir, að þegar mælingar á stað bátsins fóru fram, hafi skip- herra og stýrimaður lesið af sextöntum og hvor hjá öðrum, en loftskeytamaður skrifaði mælingarnar niður. Þeir sáu greinilega númer bátsins og einnig, að hann togaði með stjórnborðsvörpu. Allir unnu þeir eið að framburði sínum. Er ákærði mætti fyrir réttinum, viðurkenndi hann að hafa verið að togveiðum út af Vík í Mýrdal, er flugvél Landhelgis- gæzlunnar bar að í umrætt sinn. Skipstjórinn segist hafa togað með humarvörpu í umrætt sinn. Hann vefengir ekki á nokkurn hátt staðarákvarðanir né annan framburð Landhelgisgæzlumannanna. Hann kveðst ekki neita því, að hann kynni að hafa togað í grynnri sjó en leyfilegt var samkvæmt humarleyfinu, en þá væri aðeins um misnotkun á humarleyfinu að ræða, en ekki brot á fiskveiðilöggjöfinni. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, er sannað með játningu ákærða og eiðfestum framburði starfs- manna Landhelgisgæzlunnar, að ákærði var að toga með letur- humarvörpu á þeim stað, sem tilgreindur er í skýrslu Landhelgis- gæzlunnar. Dýpi er þar um eða nálægt 79 metrum, en dýpkar fljótt bæði að austan og vestan. Sjávarútvegsmálaráðuneytið hafði veitt leyfi til, að stundaðar yrðu leturhumarveiðar á bátnum við Suður- og Vesturland til 1. september, en leyfið var bundið ýmsum skilyrðum og meðal annars því skilyrði, að veiðar yrðu ekki stundaðar á grynnra vatni en 60 föðmum. Þetta skilyrði hefur ákærði brotið sam- kvæmt því, sem áður er tekið fram. En í humarveiðileyfinu segir, að fyrsta brot gegn ákvæði um 856 veiðar innan 60 faðma dýpis muni varða leyfismissi, en ekki getið annarra viðurlaga. Ákærði hafði því ástæðu til að ætla, að um önnur viðurlög væri ekki að ræða. Báturinn hefur þegar verið sviptur leyfinu. Og með því að frá leyfisbréfinu var gengið á þann veg, sem nú hefur verið lýst, þykir varhugavert að heimfæra skilorðsrof ákærða undir brot á fiskiveiðlöggjöfinni. Samkvæmt þessu verður ákærði sýknaður af þessu ákæruatriði. II. Laugardaginn 10. ágúst 1963 var varðskipið Óðinn á vestur- leið fyrir suðurströnd Íslands. Veitti varðskipið þá athygli mótor- bát, sem virtist grunsamlega nálægt landi undan Alviðruvita. Segir svo í skýrslu Landhelgisgæzlunnar: „Laugardaginn 10. ágúst 1963 var vélbáturinn Haförn stöðv- aður út af Mýrnatanga vegna grunsamlegra athafna innan 4 sjómílna markanna. Skipstjóri, Ingólfur Matthíasson, fæddur 17/12 1916, heima Hólagötu 20, Vestmannaeyjum. Nánari atvik eru sem hér segir: Laugardaginn 10. ágúst 1963, er varðskipið var á vesturleið út af Skarðsfjöru, varð vart við bát, sem virtist grunsamlega nálægt landi. Kl. 1601 gerð eftirfarandi staðarákvörðun: Hjörleifshöfði = gg? 907 Skarðsfjöruviti > 269 05“ Lómagnúpur Bátur > 399 91“ Skarðsfjöruviti Fjarlægð bátsins 5.15 sjómílur, er gefur stað bátsins um 1.7 sjómílur innan fjögurra mílna markanna. Kl. 1603 sett upp stoppmerki, „K“, og flautað stöðvunarmerki. Hlerar sáust hanga á gálgum utanborðs. Kl. 1603 setur bátur- inn á ferð út um, en sinnir ekki stöðvunarmerkjum. Kl. 1622 er komið að bátnum VE 23, Haförninn, sem stöðvaði þá. Staður: Hjörleifshöfði > 29919 Alviðruhamarsviti a Lómagnúpur > 82" 45 Dýpi 105 metrar, er gefur stað bátsins um 0.2 sjómílur innan fjögurra mílna markanna. III. stýrimaður fór um borð og at- 857 hugaði veiðarfæri bátsins. Var humarvarpa og fiskivarpa á þil- fari. Fiskivarpan var auðsjáanlega nýlega komin úr sjó og vel lifandi fiskur á þilfari, og menn voru við bætingu á vörpu. Humarleyfisbréf bátsins var í landi. Farið var með skipstjóra bátsins um borð í varðskipið. Skipstjórinn kvaðst hafa tekið inn vörpuna fyrir ca. 45 mín- útum, en hann kom um borð í varðskipið kl. 1630. Hann kvaðst hafa tekið inn vörpuna á 119 metrum, en gat ekki nánar gefið skýringu á því, hvar hann hefði verið staddur, en hélt, að hann hefði rekið inn fyrir. Honum var bent á, að staðarákvörðun, tekin af varðskipinu kl. 1601 af báti hans, gæfi hann um 1.7 sjómílur innan 4 sjóm. fiskveiðitakmarkanna, og varla væri mögulegt fyrir hann að vera kominn á þenna stað, hafi hann halað vörpuna inn fyrir utan línu. Hann viðurkenndi ekki veiðar fyrir innan línu, en aftur á móti, að hann hefði verið með hlera úti, fiskað með fiskivörpu og haft humarvörpu um borð, en leyfisbréfið væri Í landi. Honum var sagt að fara strax í land og setja fiskivörp- una í land og taka humarleyfisbréfið um borð. Skýrsla yrði gefin um atburð þenna, en hvort málsókn yrði gerð á hendur honum, yrði framtíðin að skera úr. Staðarákvarðanir voru gerðar af 1., II. og III. stýrimanni undir umsjón skipherra. Staðarákvarðanir voru gerðar með sextöntum, Sperry-ratsjá og Gyro-áttavita skipsins. Veður: Logn, skyggni ágætt.“ Skýrsla þessi var undirrituð af Þórarni Björnssyni skipherra. Helgi Hallvarðsson Í. stýrimaður, Björn Jónsson II. stýrimað- ur og Kristinn Jóhann Árnason III. stýrimaður mættu allir fyrir sakadómi Reykjavíkur og staðfestu þeir allir efni skýrslunnar. Staðarákvarðanir voru gerðar af 1., II. og lll. stýrimanni undir umsjón skipherra. Ákærði mótmælir ekki staðarákvörðunum varð- skipsmanna né vefengir þær. Hann neitaði fyrir rétti að hafa verið að ólöglegum togveiðum innan fiskveiðitakmarkanna. Hann viðurkenndi hins vegar, að bátur sinn hefði verið með óbúlkuð veiðarfæri, er varðskipið kom að honum. Hann segist aldrei hafa togað þarna suður undan Alviðruvitanum á grynnra dýpi en 64 föðmum, en ekki gert þarna aðrar staðarákvarðanir en dýptar- mælingar. Ákærði segir, að þeir skipverjar á Haferninum hafi þarna verið að bæta trollið og verið að því þrjá stundarfjórðunga, 858 en á þeim tíma hafi bátinn rekið inn fyrir fiskveiðitakmörkin, enda segir hann, að þarna hafi verið suðvestan gola eða kaldi og mikill straumur. Eins og málið liggur fyrir, hafa engin gögn komið fram, er færa sönnur á gegn mótmælum ákærða, að hann hafi verið að togveiðum innan fiskveiðitakmarkanna í umrætt sinn. Verður hann því sýknaður af ákæru fyrir brot gegn 1. gr. laga nr. 5 frá 1920, sbr. tilheyrandi ákvæði. Hins vegar er upplýst, að ákærði var með óbúlkuð veiðar- færi á skipi sínu innan fiskveiðitakmarkanna, og hefur hann með því gerzt brotlegur gegn 4. gr. reglugerðar nr. 3/1961, sbr. lög nr. 44/1948 og 2, gr. laga nr. 5/1920, sbr. 2. gr. laga nr. 6/ 1959, og skal sæta refsingu samkvæmt 9. gr. reglugerðar nr. 87/ 1958 og 7. gr. reglugerðar nr. 3/1961, sbr. 3. gr. laga nr. 44/1948 og 1. gr. laga nr. 81/1952, sbr. enn fremur 3. gr. laga nr. 5/1920 og Í. gr. laga nr. 5/1951. M/b Haförn, VE 23, er að stærð 36.22 rúmlestir brúttó sam- kvæmt skipaskrá Vestmannaeyja. Gullgengi íslenzkrar krónu er nú samkvæmt opinberum skýrsl- um á þá leið, að 100 gullkrónur jafngilda 1951.09 pappírskrónum. Með tilvísun til þess, sem nú hefur verið rakið undir II, og samkvæmt tilvitnuðum lagaákvæðum, þykir refsing ákærða hætfi- lega ákveðin kr. 4.000.00 í sekt í Landhelgissjóð Íslands, og komi 15 daga varðhald í stað sektarinnar, ef hún er ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan sakarkostnað. Dómsorð: Ákærði, Ingólfur Matthíasson, greiði kr. 4.000.00 í sekt í Landhelgissjóð Íslands innan fjögurra vikna frá lögbirt- ingu dóms þessa, en sæti ella varðhaldi í 15 daga. Einnig greiði hann allan sakarkostnað. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 859 Þriðjudaginn 24. nóvember 1964. Nr. 154/1964. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Richard Taylor (Gísli G. Ísleifsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Ákæra um fiskveiðabrot. Frávisun. Dómur Hæstaréttar. Eins og í héraðsdómi greinir, sáu varðskipsmenn togara ákærða sigla út úr landhelgi, og töldu þeir af siglingu hans mega ráða, að hann væri að togveiðum. Hins vegar sáu þeir ekki veiðarfæri hans í sjó innan fiskveiðimarka, og þykja gögn málsins eigi veita fulla sönnun fyrir ólögleg- um veiðum ákærða. Samkvæmt því, sem nú var rakið, þykir, eins og á stendur, bera að staðfesta niðurstöðu hins kærða dóms. Eftir þessum úrslitum á kærumálskostnaður að greiðast úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun talsmanns ákærða, kr. 10.000.00. Dómsorð: Hinn kærði dómur á að vera óraskaður. Kærumálskostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun talsmanns ákærða, Gisla Ísleifssonar hæsta- réttarlögmanns, kr. 10.000.00. Dómur sakadóms Ísafjarðar 23. september 1964. z Ar 1964, miðvikudaginn 23. september, var í sakadómi Ísa- fjarðar, sem haldinn var í bæjarfógetaskrifstofunni á Ísafirði af Jóh. Gunnari Ólafssyni bæjarfógeta með meðdómsmönnun- um Rögnvaldi Jónssyni og Kristjáni H. Jónssyni, kveðinn upp dómur í máli þessu, sem dómtekið var 22. þ. m. Ákærður er Richard Taylor, skipstjóri á brezka togaranum 860 James Barrie, H15, frá Hull, til heimilis 186 Pickering Road, Hull, Englandi, fyrir að hafa gerzt sekur um fiskveiðibrot sam- kvæmt 2. gr. reglugerðar nr. 3 11. marz 1961 um fiskveiðiland- helgi Íslands sbr. lög nr. 44 5. apríl 1948 og lög nr. 33 19. júní 1922, sbr. enn fremur 1. mgr. 1. gr. laga nr. 5 18. maí 1920 um bann segn botnvörpuveiðum, sbr. 1. gr. laga nr. 6 17. febrúar 1959 um breytingu á þeim lögum, með því að vera að botnvörpu- veiðum á nefndum togara úti af Barða aðfaranótt mánudagsins 21. september 1964 innan fiskveiðilandhelgi Íslands, eins og hún er ákveðin í 1. gr. fyrrnefndrar reglugerðar nr. 3/1961. Í ákæruskjali ákærist ákærði til að sæta refsingu samkvæmt 7. gr. reglugerðar nr. 3/1961 sbr. 3. gr. laga nr. 44/1948 og 1. gr. laga nr. 81/1952 um breytingu á þeim lögum sbr. enn fremur 3. gr. og 5. gr. laga nr. 5/19920 og 1. gr. laga nr. 5/1951 um breytingu á þeim lögum til að sæta upptöku afla og veiðarfæra nefnds togara og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Verjandi ákærða hefur aðallega krafizt þess, að málinu verði vísað frá dómi, en til vara, að ákærði verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvalds- ins í máli þessu. Hvernig sem málið fer, krafðist verjandi málsvarnarlauna fyrir sig eftir mati dómsins. Ákærði, Richard Taylor, er kominn yfir lögaldur sakamanna, samkvæmt eigin upplýsingum fæddur 3. desember 1931 í Hull, Englandi. Hann hefur sætt þessum refsingum hér á landi: 1. Í sakadómi Reykjavíkur 21.3. 1961: Dómur, 230.000 króna sekt fyrir brot gegn landhelgislögunum. 2. Í sakadómi Ísafjarðar 2.12. 1961: Dómur, 2ja mánaða fangelsi fyrir brot gegn 1. mgr. 106. gr. hegningarlaganna. Greiði in solidum kr. 5.000.00 skaðabætur. 3. Í sakaðómi Ísafjarðar 16.11. 1963: Dómur, 2ja mánaða varð- hald og 300.000 króna sekt fyrir botnvörpuveiðar innan fisk- veiðilandhelgi Íslands og afli og veiðarfæri b/v James Bar- rie, H15, gerð upptæk. Málavextir eru þessir: Sunnudaginn 20. september 1964 var varðskipið Óðinn á leið út Önundarfjörð til gæzlustarfa. Sáust þá í ratsjá varðskipsins togarar, sem virtust vera grun- samlega nærri landi. Voru þá gerðar þessar staðarákvarðanir: 1. Kl. 2334: S-endi Flateyrar, .......... fjarlægð 3.5 sm. 861 Stytzt í landið að sunnanverðu, — 12 — Togari r/v 3019, ........... — 127 — Gefur þessi mæling stað togarans um 1.8 sm innan fiskveiði- markanna. 2. Kl. 2340: S-endi Flateyrar, .......... fjarlægð 5.3 sm. Stytzt í landið að sunnanverðu — 18 — Togarinn r/v 2999, ......... — 110 — Gefur þetta stað togarans um 1.6 sm innan fiskveiðimarkanna. 3. Kl. 2347: Göltur, 0... fjarlægð 4.4 sm. Barði, N-kantur, ........... — 2.25 — Togarinn r/v 298.5%, ....... — 95 — Þessi mæling gefur stað togarans um 1.5 sm innan fiskveiði- markanna. 4. KI. 2353: Göltur, 2... fjarlægð 5.5 sm. Barði, N-kantur, ........... — 3.4 — Togarinn r/v 2979, ........ — 81 — Gefur þessi staðarákvörðun stað togarans um 1.1 sm innan fiskveiðimarkanna. KI. 2356 var dregið upp stöðvunarflaggið K. 5. Kl. 2359: Göltur, ....000. fjarlægð 6.9 sm. Barði, N-kantur, ........... — 50 — Togarinn r/v 295.5%, ...... —- 6.8 — Þessi mæling gefur stað togarans um 0.6 sm innan fiskveiði- markanna. Mánudaginn 21. september 1964, kl. 0002, var togaranum gef- ið stöðvunarmerkið K með ljósmorsi. 6. KI. 0005: Göltur, „0... 00... fjarlægð 8.4 sm. Barði, N-kantur, ........... — 6.6 — Togarinn r/v 297.5%, ....... — 5.35 — Þessi mæling gefur stað togarans um 0.2 sm innan fiskiveiði- markanna. Stöðvunarmerkið var stöðugt gefið með morselampa. 7. Kl. 0011: Göltur, 0... fjarlægð 9.9 sm. Barði, N-kantur, ....... — 85 — Togarinn r/v 2939, ........ — 39 — 862 Þessi staðarákvörðun gefur stað togarans 0.2 sm utan fisk- veiðimarkanna. Um leið og þessi staðarákvörðun var gerð, var skotið púðurskoti. Kl. 0015 var skotið lausu skoti. 8. KI. 0019: Barði, N-kantur, ........... fjarlægð 10.7 sm. Stigi, ............. — 145 — Togarinn r/v 2749 ........,, — 23 — Þessi mæling gefur stað togarans um 0.6 sm utan fiskveiði- markanna. Þegar hér var komið, nam varðskipið staðar til þess að setja menn yfir í annan togara, en 1. stýrimaður varðskipsins fylgd- ist stöðugt með þessum togara. Kl. 0046 var haldið að togaranum. 9. Kl. 0048: Stigi, ..................... fjarlægð 17.4 sm. Barði, N-kantur, ........... — 134 — Togarinn r/v 2240 ........ — 18 — Þessi mæling gefur stað togarans um 1.7 sm utan fiskveiði- markanna. Kl. 0054 var gefið stöðvunarmerkið K með ljósmorsi. Um sama leyti sást, að togarinn var James Barrie, H 15, og togaði hann með stjórnborðsvörpu. 10. Kl. 0056 var gerð þessi staðarákvörðun við hlið togarans: Barði, ................... fjarlægð 13.6 sm. Stigi, ................... — 188 — Dýpi 78 metrar. Þessi mæling gefur stað togarans um 1.7 sm utan fiskveiði- markanna. Varðskipsmenn kölluðu nú í togaraskipstjórann og skipuðu honum að nema staðar og draga vörpuna inn. KI. 0100 fór bátur frá varðskipinu með 3. stýrimann og há- seta yfir í togarann, og voru ákærða gefin fyrirmæli um að halda í landvar til frekari viðræðna um borð í varðskipinu. Kl. 0123 var lagt af stað undir land. Kl. 0230 var numið staðar í mynni Önundarfjarðar. Kl. 0315 kom ákærði um borð í varðskipið, og var honum tilkynnt, að hann yrði kærður fyrir meintar, ólöglegar veiðar innan 12 sjómílna fiskveiðimarkanna. Hann viðurkenndi, að hafa verið innan fiskveiðimarkanna, en það hefði verið vegna vél- bilunar. Hann kvaðst hafa siglt með fullri ferð frá því kl. 2340 863 eftir meðaltíma, miðað við Greenwich. Væri full ferð 12 sjó- mílur. Hann kvaðst hafa kastað vörpunni kl. 0010 í 12.1 sm fjarlægð frá Barða. Ákærða var nú tjáð, að hann yrði að koma til Ísafjarðar með varðskipinu til frekari rannsóknar. Þangað var haldið kl. 0400, en komið á Ísafjörð kl. 0633. Veður var: A — 5, sjór A — 5 og skýjað. Staðarákvarðanir voru gerðar af 1., 2. og 3. stýrimanni undir umsjá skipherra. Mælingarnar voru gerðar með Kelvin-Hughes ratsjá og Sperry- gýróáttavita. Í dómi bar skipherra varðskipsins, að hann hefði ekki séð tog- arann að veiðum innan fiskveiðimarkanna, en hann hefði gert ráð fyrir því, þar sem skipið sigldi með toghraða. Taldi hann, að toghraði mundi vera 3—4.5 sm. Hann kvaðst ekki hafa borið saman klukkur ákærða og varð- skipsins, en hins vegar hefði ákærði sagt honum, að hann notaði Greenwichmeðaltíma, sem væri samhljóða íslenzkum sumartíma. Vitnið Helgi Hallvarðsson, 1. stýrimaður á varðskipinu, kvaðst ekki hafa séð, að togarinn væri að veiðum innan fiskveiðimark- anna, en hafa gert ráð fyrir því, sökum þess að skipið sigldi með toghraða. Þetta vitni skýrði frá því, að stöðvunarflaggið K, sem dregið var upp kl. 2356, hafi einnig verið ætlað b/v Wyre Van- guard, FD36, sem varðskipið veitti einnig eftirför. Einnig hefði ljósmorsemerkið K, sem gefið var kl. 0002, verið ætlað báðum togurunum. Hafi stefna varðskipsins fyrst í stað verið á milli skipanna og stöðvunarmerkinu verið beint til beggja hliða, til þeirra beggja. Annar stýrimaður bar einnig vætti í málinu. Hann kvaðst ekki hafa tekið þátt í tveimur fyrstu staðarákvörðunum og tveim- ur síðustu, en þá var hann kominn um borð í b/v Wyre Van- guard, FD36. Vitnið kvaðst hafa gefið ljósmerkin kl. 0002, að því hann minni, og beindi hann ljósmerkjunum að fyrirmæl- um skipherra að hvoru skipi fyrir sig. Vitnið kvaðst ekki hafa séð, að togarinn væri að veiðum innan fiskveiðimarkanna, en talið, að svo mundi vera, vegna ljósabúnaðar skipsins og hraða. Þriðji stýrimaður varðskipsins bar einnig vætti í málinu. Hann skýrði frá því, að poki vörpunnar hefði verið tekinn inn í tog- arann, skömmu eftir að hann kom um borð. Hefði verið lítill fiskur í honum, líklega 5—6 körfur, enda 864 hefðu bæði poki og belgur vörpunnar verið töluvert rifnir, svo ekki hefði verið óeðlilegt, að lítill fiskur væri í vörpunni. Þessi vitni báru, að togarinn hefði ekki haft uppi nein merki um það, að hann væri með bilaða vél. Öl vitnin staðfestu vætti sitt með eiði. Ákærði lýsti yfir fyrir dómi, að hann viðurkenndi ekki að hafa verið að veiðum innan fiskveiðimarkanna. Hann skýrði frá því, að vélarbilun hefði orðið í skipinu, er það var statt um 50 sm undan landi. Sigldi hann þá áleiðis til lands og nam staðar um 10 sm frá landi, þar fór fram viðgerð á vélinni, og var bráða- birgðaviðgerð lokið kl. 2340 —-2345. Þá sigldi hann á stað með um 7 sm hraða út og á stað í 24.5 sm fjarlægð frá Rit og 12.2 sm fjarlægð frá norðanverðum Barða eða um 0.2 sm utan við fiskveiðimörkin. Þar kastaði hann vörpunni, sem hafði verið búlkuð, meðan hann var innan fiskveiðimarkanna, og hefði hann togað í um 50 mínútur með VSV-stefnu, sem þó hefði verið breytileg. Þó hefði hann siglt í hér um bil NNV, fyrst eftir að hann kastaði vörpunni. Ákærði kvaðst hafa kastað vörpunni um það bil kl.0010, og hefði skipið þá haft 6—7 sm hraða, en hann hefði numið staðar í 2—3 mínútur, meðan varpan var losuð úr búlkun og komið út fyrir síðuna, en síðan hefði hann sett á ferð. Hann kvaðst engar beygjur hafa tekið, meðan hann kastaði vörpunni. Ákærði kvaðst hafa séð um tíu togara á þeim slóðum, sem hann var. Hann kvaðst ekki hafa sett upp nein merki um vélarbilun, vegna þess að skipið lét að stjórn. Ákærði kvaðst fyrst hafa orðið var við stöðvunarmerki varð- skipsins með ljósmorsi kl. um 0100. Einnig kvaðst hann hafa heyrt skot, en því hafi verið beint að b/v Wyre Vanguard og Óðinn hafi stefnt í átt til hans. Ákærði kvaðst hafa haldið, að Óðinn væri að eltast við b/v Wyre Vanguard, en ekki sig. Ákærði kvaðst hafa kallað Óðin upp í talstöð sinni um kl. 0100 og spurt, hvað hann vildi sér. Áður hefði Óðinn ekki kallað sig upp. Það er upplýst í máli þessu, að varðskipið Óðinn gaf ákærða ljósmerki um að nema staðar kl. 0002. Þá var ekki gerð nein staðarákvörðun á togaranum, en kl. 0005 voru mælingar gerðar, og reyndist togarinn þá vera um 0.2 sm innan fiskveiðimarkanna. Ef tillit er tekið til þeirrar hugsanlegu skekkju á ratsjá varðskipsins, sem viðurkennd er af framleiðanda hennar eða 2%, er skipið að vísu innan fisk- veiðimarkanna, en óvissa er um þann stað, sem skipið var á, Þegar ljósmerkið var gefið, sökum þess að þá var engin staðar- 665 ákvörðun serð. En þó er sennilegt, að skipið hafi þá verið statt nokkru nær landi. Kl. 0019 nam varðskipið staðar til þess að setja menn um borð í annan togara, b/v Wyre Vanguard, FD 36, og hélt ekki eftirförinni eftir ákærða áfram fyrr en kl. 0046. Lá varðskipið þannig kyrrt í 27 mínútur. Í skýrslu varðskips- ins er frá því skýrt, að 1. stýrimaður þess hafi stöðugt fylgzt með ákærða, meðan á þessari dvöl varðskipsins stóð. Í alþjóða- reglum frá 1958, sem Hæstiréttur hefur með dómi 13. janúar 1964 talið að gildi hér, er svo ákveðið, að sú meginregla skuli gilda, að taka erlends skips á úthafinu fyrir brot á fiskveiðilög- gjöf ríkis sé m. a. háð því skilyrði, að skipinu hafi verið gefið stöðvunarmerki, á meðan það var innan fiskveiðimarkanna, og að það sé tekið eftir óslitna eftirför, sem þannig hefst. Við töku ákærða var þessu skilyrði ekki fullnægt, þar sem dómurinn verður að líta svo á, að eftirförin hafi rofnað, er Óð- inn nam staðar til þess að sinna töku annars skips. Það hlýtur og að vekja óvissu, sem koma á ákærða í hag, að aðeins einn af yfirmönnum varðskipsins fylgdist með ferðum togarans, með- an á þessu stóð, en á þessum slóðum voru um 10 skip. Dómurinn lítur svo á, að hann bresti lögsöguvald til að leggja dóm á það, hvort ákærði hafi framið það brot, sem ákæruvaldið sækir hann í þessu máli til refsingar fyrir. Verður því að vísa málinu frá dómi. Eftir þessum úrslitum ber að dæma á hendur ríkissjóði allan sakarkostnaðinn, þar með talin málsvarnarlaun verjanda, Gísla G. Ísleifssonar hæstaréttarlögmanns, sem eru hæfilega ákveðin kr. 8.000.00. Dómsorð: Málinu er vísað frá dómi. Allan kostnað sakarinnar skal greiða úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Gísla G. Ísleifssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 8.000.00. 866 Þriðjudaginn 24. nóvember 1964. Nr. 180/1964. Teppi h/f gegn Guðna Helgasyni og gagnsök. Dóminr. skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Vitnaleiðsla. Dómur Hæstaréttar. Aðalkærandi, Teppi h/f, hefur með kæru 20. október þ. á. skotið til Hæstaréttar úrskurði bæjarþings Reykjavíkur, er upp var kveðinn sama dag í máli gagnkæranda gegn aðalkæranda. Barst Hæstarétti kæran 3. þ. m. Krefst aðal- kærandi þess, að úrskurður bæjarþingsins verði felldur úr gildi og að gagnkæranda verði dæmt að greiða honum kæru- málskostnað. Gagnkærandi, Guðni Helgason, hefur skotið greindum úrskurði til Hæstaréttar með gagnkæru, dags. 26. október þ. á. Krefst hann staðfestingar á úrskurðinum og að hon- um veði dæmdur kærumálskostnaður úr hendi aðalkær- anda. Hvorki er í lögum nr. 85/1936 né í öðrum réttarfyrir- mælum gert að skilyrði fyrir framkvæmd vitnaleiðslu af hálfu annars málsaðilja, að gagnaðilja hans hafi verið til- kynnt með tilteknum fyrirvara nöfn vitna þeirra, sem fyrir dóm eiga að koma. En þegar vitni er komið fyrir dóm, metur dómari samkvæmt 133. gr. laga nr. 85/1936 þau atriði, sem vitnaleiðslu varða, þar á meðal hvort fresta skuli vitnaleiðslu eftir kröfu vitnastefnda, er hann telur sig, eins og málið horfir við, vanbúinn að taka afstöðu til spurn- inga vitnastefnanda til vitnis eða til að bera fram gagn- spurningar. Með þessari athugasemd ber að staðfesta hinn kærða úrskurð. Eftir atvikum þykir rétt, að kærumálskostnaður falli niður. 867 Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður bæjarþings Reykjavíkur 20. október 1964. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar í dag, hefur Guðni Helga- son rafvirkjameistari, Stigahlíð 4 í Reykjavík, höfðað fyrir bæjar- þinginu með stefnu, birtri 25. júní 1963, gegn Sigurði Árnasyni, Suðurgötu 35 í Reykjavík, fyrir hönd Teppi h/f til riftunar kaup- um á Wilton-gólfteppi ásamt filti, er stefnandi hafi keypt hjá Teppi h/f hinn 10. desember 1962, endurgreiðslu kaupverðsins og kostnaðar við niðursetningu, kr. 15.564.75, svo og greiðslu skaðabóta vegna kaupanna, kr. 10.000.00, ásamt 8% ársvöxtum af nefndum fjárhæðum frá 10. desember 1962 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Málsatvikum er lýst þannig í stefnu, að stefnandi hafi hinn 10. desember 1962 keypt af stefnda Wilton-gólfteppi á stofu í íbúð hans að Stigahlíð 4. Kaupverðið ásamt filti hafi verið kr. 14.891.84, en kostnaður við niðursetningu kr. 672.91. Strax eftir að teppið hafi verið komið á stofuna, hafi farið að bera á sterkri lykt í stofunni, og einnig hafi fallið á silfurmuni, er í stofunni voru, þannig að þeir urðu blásvartir á nokkrum dögum. Lykt þessi hafi síðan haldizt, og hafi tilgangslaust reynzt að fægja silfurmuni, þar eð jafnóðum hafi á þá fallið. Kveðst stefn- andi hafa gert ítrekaðar tilraunir til þess að fá stefnda til að taka teppið aftur og endurgreiða kaupverðið, en árangurslaust. Stefndi hefur krafizt sýknu af dómkröfum stefnanda og máls- kostnaðar úr hans hendi að mati dómarans. Við þingfestingu málsins hinn 27. júní 1963 lagði stefnandi fram auk stefnu greinargerð, reikning, aðiljaskýrslu og afrit af bréfi lögmanns stefnanda til stefnda. Eftir það fékk stefndi frest til greinargerðar og lagði hana fram í þinghaldi hinn 24. októ- ber s. á. Eftir það hefur málinu sameiginlega af lögmönnum aðilja verið frestað til öflunar gagna. Með bréfi lögmanns stefn- anda til bæjarþingsins, dags. 17. september 1963, óskaði hann þess, að fram yrðu látnar fara aðiljayfirheyrsla og vitnaleiðsla. Ákvað dómarinn tíma til þess þinghalds hinn 11. deesember 1963, en af því þinghaldi varð ekki vegna forfalla. Næst var þinghald ákveðið í sama skyni 22. janúar 1964 og aftur 15. apríl 868 s. á, en í hvorugt skiptið varð af þinghaldi af sömu ástæðu. Aðilja- og vitnayfirheyrsla fór síðan fram hinn 25. júní s. á. að viðstöddum lögmönnum aðilja. Dómarinn ákvað síðan vitna- leiðslu í dag kl. 1000, og tilkynnti hann lögmanni stefnanda þá ákvörðun með um 5 daga fyrirvara. Í upphafi þeirrar vitnaleiðslu voru mætt 3 vitni að fyrirlagi lögmanns stefnanda. Kom fyrst fyrir dóminn vitnið Sigurður Ingimundarson. Er næsta vitni skyldi fyrir koma, mótmælti lögmaður stefnda því, að frekari vitnaleiðslu yrði fram haldið. Færði hann þau rök fyrir þeim mótmælum, að er lögmaður stefnanda hafi tilkynnt honum um vitnaleiðsluna hinn 16. þ. m., hafi hann óskað eftir því við lögmanninn að fá vitneskju um það, áður en vitnaleiðslan færi fram, hver vitni yrðu leidd. Þetta hafi lögmaður stefnanda ekki gert, að undanteknu vitni því, er fyrst kom fyrir dóminn í dag. Af þessum sökum mótmælti hann framgangi frekari yfirheyrslu, þar sem hann hefði eigi getað búið sig undir hana gagnvart þeim vitnum, sem leidd yrðu. Lögmaður stefnanda krafðist framgangs vitnaleiðslunnar, og var málið tekið til úrskurðar um það atriði. Það er viðtekinn háttur þessa embættis, að er fyrir liggur beiðni annars hvors lögmanns aðilja um aðilja- og vitnaleiðslur, ákveður dómarinn fyrirtöku málsins að því leyti með tilkynn- ingu til beiðanda, sem þá að beiðni dómarans tilkynnir lögmanni gagnaðilja um fyrirtökuna. Þessi háttur hefur og verið hafður, að því er þetta mál varðar. Gagnasöfnun í máli þessu hefur staðið í tæpt ár, og á þeim tíma hafa farið fram aðilja- og vitna- leiðslur. Má lögmönnum aðilja því vera fullljóst efni málsins og hverjum atriðum er þörf upplýsinga. Fyrirtaka máls þessa var ákveðin með venjulegum fyrirvara, og var báðum lögmönnum um það kunnugt. Er ekkert því til hindrunar, að leidd verði vitni, sem skýrslur kunna að gefa um efni málsins. Verður krafa lögmanns stefnda því eigi til greina tekin og vitnaleiðslum fram haldið. Emil Ágústsson borgarðómari kvað upp úrskurð þenna. Úrskurðarorð: Framangreindri vitnaleiðslu í máli þessu skal fram hald- ið nú. 869 Þriðjudaginn 24. nóvember 1964. Nr. 187/1964. Ákæruvaldið gegn Sveini Björgvin Jakobssyni og Bjarna Þorsteinssyni, Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Heitfesting vitnis. Dómur Hæstaréttar. Hinn kærða úrskurð hefur kveðið upp Stefán M. Stefáns- son, fulltrúi bæjarfógetans í Kópavogi. Saksóknari ríkisins, sem fékk gögn sakadóms í hendur 5. nóvember 1964, hefur með kæru 6. s. m. skotið hinum kærða úrskurði til Hæstaréttar samkvæmt heimild í 6. tölu- lið 172. gr. laga nr. 82/1961, og bárust dóminum skjöl máls- ins hinn 14. þ. m. Krefsi saksóknari þess, að hinum kærða úrskurði verði hrundið, vitninu Bjarna Þorsteinssyni verði lyst rétt og skylt að staðfesta framburð sinn á venjulegan hátt og að kærumálskostnaður verði lagður á ákærða Svein Björgvin Jakobsson. Engar greinargerðir hafa dóminum borizt í máli þessu. Með ákæru 1. júlí 1964 höfðaði saksóknari ríkisins opi! bert mál á hendur Sveini Björgvin Jakobssyni fyrir líkams- árás samkvæmt 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940, eins og nánar getur í hinum kærða úrskurði. Í ákæru er þess krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, greiðslu skaðabóta og alls sakarkostnaðar, en vitnið Bjarni Þor- steinsson hefur krafizt þess, að ákærði verði dæmdur til að greiða honum skaðabætur, kr. 71.300.00. Hinn 28. október 1964 bar Bjarni Þorsteinsson vætti í málinu í sakadómi Kópavogs, en staðfesti eisi vætti sitt, eins og um getur í hinum kærða úrskurði. Engin ákvæði eru í lögum, sem standa því í vegi, að sá, sem hefur uppi bótakröfu í opinberu máli, staðfesti vætti sitt. Hefur og sá háttur verið hafður á í rannsókn þeirra 870 mála, enda metur dómari síðar gildi slíks vættis. Ber því að fella hinn kærða úrskurð úr gildi. Rétt þykir, að kærumálskostnaður falli niður. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er úr gildi felldur. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður sakadóms Kópavogs 26. október 1964. Málavextir eru þessir: Með ákæruskjali, dagsettu 1.7. 1964, var höfðað mál af hálfu saksóknara ríkisins á hendur Sveini Björgvin Jakobssyni, Skóla- gerði 11, Kópavogi, fyrir líkamsárás á hendur Bjarna Þorsteins- syni, Bogahlíð 15, Reykjavík, aðfaranótt laugardagsins 27. júlí 1963, um kl. 0300. Svo sem í ákæruskjali er rakið, telur sak- sóknari ríkisins, að ákærði hafi þá og þar veitzt að nefndum Bjarna í innra anddyri hússins að Hraunbraut 33, Kópavogi, með þeim afleiðingum, að þeir féllu báðir af tveggja þrepa palli nið- ur í innra gang hússins, og Bjarni tvíbrotnaði á vinstri ökla. Ákærði hafði áður hrint Bjarna og öðrum manni, sem þar var staddur, Ólafi Sigurlinnasyni, í átt að útiðyrunum og jafnframt rifið í föt Bjarna. Með bréfi, dagsettu 1. júlí 1964, var þess krafizt af hálfu ákæruvaldsins, að rannsókn málsins yrði lokið, m. a. með því að staðfestur yrði framburður nefnds Bjarna og lagt yrði fram læknisvottorð um meiðsli hans, sjúkralegu og batahorfur og mál- ið að öðru leyti rannsakað, eftir því sem ástæða þætti til, og síðan dómtekið samkvæmt meðfylgjandi ákæru. Með bréfi sakadóms Kópavogs, dagsettu 8. október 1964, var þess óskað, að ákæruvaldið rökstyddi kröfur sínar um staðfest- ingu á framburði Bjarna Þorsteinssonar fyrir dómi. Í bréfi ákæruvaldsins, dagsettu 21.10. 1964, verður þess ekki vart, að áðurnefndri ósk hafi verið sinnt. Hins vegar er enn krafizt staðfestingar á framburði margnefnds Bjarna án frekari málsútlistana. Af þeim sökum verður sá þáttur málsins tekinn til úrskurðar samkvæmt þeim gögnum, sem nú liggja fyrir. Lög nr. 82/1961, 101. gr., hafa að geyma reglur um það, hverja aldrei má láta heitfesta eða staðfesta skýrslu sína. 871 Það verður að telja, að 101. gr. laga nr. 82/1961 sé eigi tæm- andi að þessu leyti og að óhæfa sé að láta ýmsa aðra staðfesta skýrslu sína. Er það á valdi dómstólanna hverju sinni að meta, hvort hæfa þykir, að vitni staðfesti skýrslur sínar eða eigi. Þar sem áðurnefndur Bjarni Þorsteinsson, sem er árásarþoli í máli þessu, hefur haft uppi skaðabótakröfur, að upphæð kr. 71.300.00, á hendur ákærða, verður að telja, að hann hafi mjög verulegra hagsmuna að gæta af málalokum. Skiptir og eigi máli, þótt nefndur Bjarni hefði engar bótakröfur gert í máli þessu, því að ætla má, að hann hefði verulegra hagsmuna að gæta af málalokum í opinbera málinu, þar sem ætla má, að niðurstaðan í því máli yrði lögð til grundvallar í hugsanlegu einkamáli. Hér kemur og til, að ekki þykir hæfa í sambandi við bótamál Það, sem fylgir opinbera málinu, að gefa skýrslu nefnds Bjarna meira gildi með staðfestingu fyrir dómi heldur en skýrslu ákærða, sem eigi má staðfesta skýrslu sína, enda gæti hæglega af því leitt, að nefndur Bjarni næði hagstæðari málalokum en ella vegna áðurnefnds ójafnræðis aðiljanna, og það hvort sem hann hefði haft uppi kröfur sínar í refsimálinu eða eigi vegna jákvæðra verkana dóma. Þar sem nú töluvert ber á milli í skýrslum ákærða og nefnds Bjarna og samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, þykir dóm- aranum nauðsyn bera til að synja um staðfestingu á nefndu vitni. Því úrskurðast: Krafa saksóknara ríkisins um, að vitnið Bjarni Þorsteins- son staðfesti skýrslu sína fyrir dómi, verður eigi tekin til greina. 872 Föstudaginn 27. nóvember 1964. Nr. 104/1963. Helgi Benediktsson f. h. eigenda v/s Hring- vers, VE 393 (Jón Hjaltason hrl.) gegn Pétri Sigurðssyni f. h. Landhelgisgæzlu Ís- Á lands og skipshafnar á v/s Maríu Júlíu og gagnsök (Ingólfur Jónsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Þórður Eyjólfsson, Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðsson og Logi Einarsson og prófessor Magnús Þ. Torfason. Björgun, Eigandi skips sýknaður af kröfu um laun fyrir björgun þess, þar sem skipið hafði farizt, áður en dómur gekk í Hæstarétti, og trygging fyrir greiðslu björgunar launa hafði eigi verið sett af hendi eigandans, sbr. 229., 236, og 238. gr. laga nr. 56/1914 og 54. gr. laga nr. 20/1954. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur, að fengnu áfrýjunarleyfi 15. ágúst 1963, skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu, útgef- inni 26. ágúst 1963 og birtri 10. september s. á. Gerir hann þessar kröfur: Aðalkrafa: Að honum verði dæmd sýkna af kröfum gagn áfrýjanda og málskostnaður úr hendi hans í héraði og hér fyrir dómi, Varakrafa: Að hjálp sú, sem v/s María Júlía veitti v/s Hringver hinn 7. nóvember 1960 verði metin aðstoð og gagn- áfrýjanda aðeins dæmd hæfileg þóknun fyrir aðstoðina eltir mati Hæstaréttar. Þá krefst aðaláfrýjandi, að honum verði dæmdur málskostnaður úr hendi gagnáfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti, en til vara, að málskostnaður verði látinn falla niður. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu af sinni hálfu með stefnu 13. september 1963. Eru kröfur hans þessar: Aðalkrafa: Að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða hon- um bjarglaun og skaðabætur, kr. 280.000.00, ásamt 9% árs- vöxtum frá 8. nóvember 1960 til 29. desember 1960 og 7 € /o 873 ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Hann krefst einnis málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi aðaláfrýjanda. Varakrafa: Að héraðsdómur verði staðfestur og að aðal- áfrýjanda verði gert að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Þegar v/s María Júlía kom v/s Hringver til hjálpar, svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi, hafði ekki nýtt af skrúfu v/s Hringvers í 7—-8 klst. Eins og atvikum var hátt- að, verður ekki gert ráð fyrir því, að v/s Hringver hefði náð höfn eða öruggu lægi hjálparlaust. Var báturinn því staddur í hættu, og ber að telja hjálp þá, sem v/s María Júlía veitti honum, björgun í merkingu X. katla siglinga- laga nr. 56/1914, sem þá voru í gildi. Samkvæmt 1. málsgr. 229. gr. laga nr. 56/1914 var ábyrgð aðaláfrýjanda á bjarglaunum takmörkuð við verðmæti þan, sem bjargað var. Skiptir ekki máli um það, þó að v/s Mariu Júlíu hafi borizt hjálparbeiðni frá útgerðarfyrirtæki aðal- áfrýjanda, en ekki frá skipstjórnarmönnum v/s Hringvers. Krafa til bjarglauna var tryggð með sjóveðrétti í v/s Hring ver samkvæmt 1. tölulið 236. gr. laga nr. 56/1914. Fyrir Hæstarétti hefur það komið fram, að v/s Hringver fórst hinn 18. janúar 1964. Ónýttist þá sjóveð það í bátn- um, sem dæmt hafði verið með héraðsdómi. Báturinn var vátryggður hjá Samvinnutryggingum, en ekki öðlaðist gagn- áfrýjandi rétt til vátryggingarfjárins eftir ákvæðum laga, sbr. 2. málslið 238. gr. laga nr. 56/1914 og 2. málslið 1. málsgr. 54. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 20/1951. 3 lagt fram bréf Samvinnutrygg- Í Hæstarétti hefur verið la inga, dags. 19. nóvember 1964, til lögmanns gagnáfrýjanda, og er það á þessa leið: „Vér viljum hér með staðfesta, að þann 8. nóvember 1960 tökum vér að oss sem vátryggjendur, með símtali við yður, að ábyrgjast Landhelgisgæzlu Íslands greiðslu þóknunar fyrir hjálp v/s „Maríu Júlíu“ við m/s „Hringver“, VE 593, 6. og 7. nóvember 1960, eins og hún kynni að verða ákveðin með samkomulagi eða dómi. 874 Eins og yður er kunnugt, var skipið sem slíkt tryggt hjá oss, en hvorki veiðarfæri né annað, og tekur því fyrrnefnd ábyrgð vor aðeins til hluta skipsins í umræddri þóknun.“ Aðaláfrýjandi hefur í málflutningi fyrir Hæstarétti lýst yfir því, að hann hafi aldrei verið krafinn um tryggingu vegna hjálpar þeirrar, sem v/s María Júlía veitti v/s Hring- Ver, og að trygging hafi ekki verið sett að hans beiðni. Lagt hefur verið fram í Hæstarétti bréf Samvinnutrygs- inga til lögmanns aðaláfrýjnda, dags. 24. nóvember 1964. Segist vátryggingarfélagið ekki seta fullyrt, að framan- greind trygging, er það lét sagnáfrýjanda í té, hafi verið sett eftir fyrirmælum frá aðaláfrýjanda. Samkvæmt því, sem hér var rakið, eru ekki fram komin gögn fyrir því, að tryggingin hafi verið sett að fyrirlagi aðaláfrýjanda. En um lögskipti gagnáfrýjanda og Samvinnutrygginga verður ekki dæmt í máli þessu. Aðaláfrýjandi hefur lýst því, að hann taki ekki persónu- lega ábyrgð á kröfum gagnáfrýjanda í máli þessu. Og þar sem ekki er lengur fyrir hendi sú eina eign, þ. e. v/s Hring- ver, sem eftir kröfugerð gagnáfrýjanda sat orðið aðfarar- andlag samkvæmt dómi á hendur aðaláfrýjanda, þá ber að sýkna hann af bjarglaunakröfu sagnáfrýjanda. Eftir atvikum er rétt, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Helgi Benediktsson f. h. eigenda v/s Hringvers, VE 393, skal vera sýkn af kröfum gagn- áfrýjanda, Péturs Sigurðssonar f. h. Landhelgisgæzlu Ís- lands og skipshafnar á v/s Maríu Júlíu í máli þessu. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 30. nóvember 1962. Mál þetta, sem dómtekið var 30. þ. m., hefur Pétur Sigurðs. son forstjóri höfðað fyrir hönd Landhelgisgæzlu Íslands og skips- 875 hafnar v/s Maríu Júlíu fyrir sjó- og verzlunaradómi Reykjavíkur með stefnu, útgefinni 26. október 1961, gegn Helga Benedikts- syni, fyrir hönd eigenda m/s Hringvers, VE 393, til greiðslu björgunarlauna og skaðabóta, samtals að fjárhæð kr. 280.000.00, með 10% ársvöxtum frá 8. nóvember til 29. desember 1960 og með 8% ársvöxtum frá 30. desember 1960 til greiðsludags og málskostnaðar, þar á meðal útlagðs kostnaðar, kr. 1250.00, vegna sjóprófa, eftir mati réttarins. Þá hafa stefnendur krafizt sjóveð- réttar í m/s Hringver, VE 393, til tryggingar kröfum sínum. Stefndi hefur krafizt lækkunar á stefnukröfunum og að máls- kostnaður verði látinn niður falla. Samvinnutryggingum, vátryggjanda m/s Hringvers, VE 393, hefur verið stefnt til réttargæzlu í máli þessu. Engar kröfur hafa verið gerðar á hendur réttargæzlustefnda, og hann hefur engar sjálfstæðar kröfur gert. Málavextir eru þessir: KI. 1730, sunnudaginn 6. nóvember 1960, hélt m/s Hringver, VE 393, úr höfn í Vestmannaeyjum, en skipið var á síldveiðum með herpinót. Var í fyrstu leitað að síldarlóðningum á víkinni og austur undir Bjarnarey, en ekkert fannst. Hélt báturinn síðan lengra, og var kastað, er báturinn var staddur 285, 20 sjómíl- ur frá Faxa, en við snurpingu festist nótin í skrúfunni. Sam- kvæmt dagbók m/s Hringvers var nótin síðan hífð inn, nema buska sú, sem var í skrúfunni. Í dagbókinni segir enn fremur, að ákveðið hafi verið að hífa nótina ekki úr með spilkraftinum, þar sem að þá mundi rifna miklu meira en komið var, og því ákveðið að fá einhvern til að draga skipið í land, svo að kafari gæti losað nótina. Kl. 2320 hafði skipstjórinn á m/s Hringver talsamband við Vestmannaeyjaradíó og spurðist fyrir um varð- skip við Eyjar, og um sama leyti talar hann við Stefán Helga- son útgerðarstjóra og spyr, hvort hann geti útvegað bát til að draga Hringver í land. Fyrirspurn skipstjórans var komið á fram- færi, og náðist samband við v/s Maríu Júlíu, sem var statt þenna dag út af Kirkjuvogi. Kallaði v/s María Júlía m/s Hringver upp og kvaðst geta verið hjá honum eftir 7 tíma og spurði, hvort það væri í lagi, og kvað skipstjórinn á m/s Hringver svo vera. Segir í skýrslu skipherra á v/s Maríu Júlíu, að kl. 2339 hafi verið haldið bátnum til aðstoðar, og hafi verið komið að m/s Hringver mánuðaginn 7. nóvember, kl. 0640, sem þá hafi verið statt um það bil réttvísandi 278“ frá Þrídröngum í um 14 sjó- mílna fjarlægð. Var síðan komið fyrir dráttartaug á milli skip- 876 anna og haldið af stað til Vestmannaeyja. Kl. 0648 slitnaði sabbi í dráttartauginni, en kl. 0720 var aftur lokið við að koma dráttar- taug á milli skipanna og haldið áfram til Vestmannaeyja. Við dráttinn voru notaðir 200 faðmar af 3" stálvír, 8 faðmar af tvö- földum 4" Nylon-sabba og 20 faðmar af 234 vírlegg. Kl. 1400 var komið á ytri höfnina í Vestmannaeyjum og stytt þar í dráttar- festunum. Skilaði v/s María Júlía m/s Hringver að bryggju í Vestmannaeyjum kl. 1418. Var kafari fenginn samdægurs til að losa nótina úr skrúfunni. 1. stýrimaður v/s Maríu Júlíu skýrir svo frá, að þegar komið hafi verið að m/s Hringver, hafi nótin verið í skrúfu skipsins, og hafi hann séð hluta af nótinni, sem hafi legið frá lunningu niður í skrúfu. Þá skýrir skipherrann á varðskipinu svo frá, að meðan á hjálp varðskipsins til handa m/s Hringver hafi staðið, hafi veður verið SA og 5—6, súld og talsverður sjór. Skipstjórinn á m/s Hringver skýrir svo frá búnaði bátsins, að um borð hafi verið fokka, stórsegl og aftursegl, og hafi segl þessi verið gerð fyrir bátinn. Hann skýrir enn fremur svo frá, að skrúfuhnífur hafi verið um borð og einnig léttbátur með 23 hestafla Listervél. Telur skipstjórinn, að enginn vandi hefði verið að sigla bátnum til hafnar, ef út í það hefði farið. Segir skipstjóri, að auðvelt hefði verið að ná nótinni úr skrúfunni með spilkrafti og hnífnum, en það hefði að sjálfsögðu valdið meiri skemmdum á nótinni. Skipstjórinn kveðst ekki geta sagt um það, hvort unnt hefði verið að koma bátnum til hafnar seglum, þar sem hann hafi aldrei notað seglin, þó geri hann ráð fyrir því, þar eð seglin hafi verið gerð fyrir bátinn. Skip- stjórinn kveðst viss um, að með því að nota léttbátinn og seglin hefði verið auðvelt, eins og veðri var farið, að koma bátnum til Grindavíkur, bótt skrúfan hefði ekki verið hreinsuð. Skip- stjórinn segir, að stýri m/s Hringvers hafi verið laust, og vel hefði verið hægt að stýra bátnum. Hefði maður verið við stýrið allan tímann, á meðan á drætti stóð. Þá tekur skipstjórinn fram, að vélspil og öll önnur tæki um borð hafi verið í lagi. Stýrimaðurinn á m/s Hringver segist álíta, að þeir hefðu kom- izt til lands af eigin rammleik, ef þeir hefðu tekið til þess r að skera nótina úr skrúfunni. Hann kvaðst þó hafa latt þess, að það yrði gert, vegna þess að það hefði valdið meiri skemmd- um á nótinni en orðið var. Þá kveðst hann reikna með því, að unnt hefði verið að bjarga bátnum til hafnar með bví að nota léttbátinn og segl bátsins, þótt skrúfan hefði ekki verið hreins- 877 uð. Hann segir, að stýrið hafi í fyrstunni, eftir að nótin fór í skrúfuna, ekki komizt alveg í borð, en er þeir höfðu dregið inn nótina, eins zg kostur hafi verið á, hafi það verið laust. Hann skýrir enn fremur svo frá, að sjór hafi verið mikið til sléttur, er nótin fór í skrúfuna, og vindur ekki meiri en 2 vindstig. Fyrsti vélstjóri á m/s Hringver kveðst álíta, að þeir hefðu getað hreinsað skrúfuna bæði með því að skera úr henni með skrúfuhníf og með því að nota spilið, sem sé 5 tonna spil á ein- földu átaki, en hægt sé að margfalda aflið. Enn fremur kveðst hann álíta, að þótt ekki hefði verið skorið úr skrúfunni, hefði verið unnt að sigla skipinu til hafnar á seglum og með því að nota léttbátinn, sem sé með 33 hestafla vél. Loks skýrir vélstjór- inn svo frá, að ágætisveður hafi verið, er nótin fór í skrúfuna, og sama og engin alda. Kafari sá, sem losaði nótina úr skrúfu m/s Hringvers, skýrir svo frá m. a., að hann hafi hreinsað skrúf- una á m/s Hringver, og hafi það ekki tekið langan tíma, hálf- tíma til 40 mínútur, og hafi hann kafað aðeins einu sinni. Hann kveðst ekki treysta sér til að segja um, hvort unnt hefði verið að hreinsa skrúfuna úti á hafi með beim tækjum, sem Hringver hafi haft yfir að ráða, en kveðst þó álíta, að það hefði alls ekki verið útilokað, að unnt hefði verið að rífa það mikið úr skrúf- unni með spilinu og skrúfuhníf, að hægt hefði verið að nota skrúfuna og komast til hafnar með vélarkrafti. Hann segir, að korkateinninn hafi legið yfir um skrúfuna aðeins fyrir framan blöðin, en blýteinninn hafi ekki verið neins staðar nálægt. Ann- ar bugur af korkteini hafi legið frá stýri og niður með skut skipsins og undir kjöl. Kveðst hann hafa skorið þenna kork- tein í sundur, er hann hafi hreinsað skrúfuna. Stefnendur styðja kröfur sínar þeim rökum, að hjálp v/s Maríu Júlíu m/s Hringver til handa, hafi verið björgun í skilningi siglingalaga nr. 56/1914. Telja þeir eigi neinum vafa bundið, að m/s Hringver hafi verið í hættu statt í umrætt skipti, þar sem það hafi fengið nót í skrúfuna og ekki getað haft nein not vél- ar sinnar, en veður farið versnandi. Telja stefnendur, að eins og aðstæður hafi allar verið, hafi skipshöfnin á m/s Hringver enga möguleika haft á því að hreinsa skrúfuna og gera skipið gang- fært aftur. Þá hafi verið útilokað, eins og sjó og vindstöðu hafi verið háttað, að koma hefði mátt skipinu til hafnar á seglum eða með aðstoð léttbátsins, enda hafi engin tilraun verið til þess gerð, þótt langur tími hafi liðið, frá því að nótin festist í skrúf- unni og þangað til varðskipið hafi verið komið á vettvang. 878 Stefnendur sundurliða kröfur sínar þannig, að kr. 6.888.00 séu bætur vegna nælontrossu, sem eyðilagzt hafi við dráttinn, en kr. 273.112.00 séu björgunarlaun. Telja þeir síðarnefnda fjár- hæð hæfileg laun sér til handa fyrir björgunina, þegar litið sé til verðmætis hins bjargaða og annarra atvika. Telja þeir, að til grundvallar ákvörðun björgunarlauna beri að leggja vátrygg- ingarfjárhæð m/s Hringvers, kr. 4.000.000.00, og verðmæti veiðar- færa skipsins, sem telja megi, að hafi verið kr. 500.000.00. Þá telja stefnendur, að við ákvörðun björgunarlauna verði að taka tillit til þess, að björgunarskipið hafi verið lagt í nokkru meiri hættu en venjulega, þar sem dráttartaugin hafi slitnað, og því verið hætta á, að endar hennar myndu lenda í skrúfu varðskipsins. Stefndi reisir kröfur sínar á því, að hjálp v/s Maríu Júlíu til handa m/s Hringver hafi í umrætt skipti eigi verið björgun, heldur einungis aðstoð, sem hafi verið svo óveruleg, að fyrir hana beri stefnendum aðeins smávægileg þóknun. Bendir stefndi á, að veður hafi verið dágott, er nót m/s Hringvers fór í skrúf- una, SA og S, 5—6 vindstig, og dálítill sjór. Miðað við þessar aðstæður, telur stefndi, að auðvelt hefði verið fyrir skipshöfn- ina á m/s Hringver að koma skipinu til hafnar. Í fyrsta lagi hefði skipshöfnin getað náð nótinni úr skrúfunni með spilkrafti og hnífum. Það hafi hins vegar ekki verið gert, vegna þess að skipstjórinn hafi viljað forða skemmdum á nótinni. Auk þess hafi verið möguleiki á að sigla skipinu til hafnar með nótina í skrúfunni. Í öðru lagi hafi verið nægur seglaútbúnaður um borð í skipinu til að sigla því til hafnar. Hafi í skipinu verið fokka, stórsegl og aftursegl. Hafi segl þessi öll verið gerð fyrir skipið, og hljóti því að liggja í augum uppi, að auðvelt hefði verið að grípa til þeirra, ef einhver hætta hefði verið á ferðum. Þá hefði loks mátt hafa not af léttbáti, sem verið hafi um borð í skipinu. Enn fremur hafi verið um borð 3 akkeri, sem hafi verið nægileg legufæri, ef til þeirra hefði þurft að grípa. Telur stefndi, að þegar atriði þessi eru höfð í huga, hljóti að vera ljóst, að aðeins hafi verið um aðstoð að ræða, en ekki björgun í merk- ingu siglingalaganna. Stefndi telur, að verðmæti m/s Hringvers sé mun lægra held- ur en tryggingarfjárhæð þess, en mótmælir ekki, að verðmæti veiðarfæra sé of hátt áætlað kr. 500.000.00. Þá telur stefndi, að taka verði tillit til þess, að veður hafi verið allgott, þegar aðstoð varðskipsins Maríu Júlíu hafi verið framkvæmd og hvorki varð- 879 skipið né skipshöfn þess verið lögð í neina hættu. Þá hafi varð- skipið sjálft eigi orðið fyrir neinum skemmdum og búnaður þess fyrir mjög litlum skemmdum, sem stefndi telur sjálfsagt að bæta. Loks hafi aðstoðin gengið greiðlega og aðeins tekið stuttan tíma. a Að því er málskostnað varðar, telur stefndi eðlilegt, að hann verði látinn niður falla, ef dómurinn fallist á það sjónarmið, að aðeins hafi verið um tiltölulega smávægilega aðstoð að ræða. Af gögnum málsins má ráða, að veður og sjólag hafi verið gott á síðari hluta sunnudagsins 6. nóvember og haldizt am.k. sæmilegt næsta dag. Þá er upplýst, að m/s Hringver hafi góð legufæri um borð. Þegar litið er til þessa og annarra aðstæðna verður eigi talið, að m/s Hringver hafi verið statt í yfirvofandi hættu, þegar varðskipið kom því til hjálpar. Hinir sérfróðu með- dómsmenn telja hins vegar vafasamt, að takast hefði mátt að losa nótina úr skrúfunni á sjó úti, og allsendis óvíst, hver árang- ur eða afleiðingar hefðu orðið af því, ef reynt hefði verið að setja vélina í samband við skrúfu skipsins og sigla því með eigin vélarafli. Þá telja þeir, að útilokað sé, að unnt hafi verið að draga skipið til hafnar með léttbátnum. Hinn siglingafróði með- dómsmaður telur, að þegar litið sé til stærðar og gerðar skips- ins, verði að telja allsendis óvíst, hvort eða hvenær skipið hefði getað náð til hafnar á þeim seglum, sem það hafði. Með hliðsjón af því, sem hér að framan hefur verið rakið, verður að telja með öllu óvíst, að m/s Hringver hefði náð til hafnar af eigin rammleik. Dómurinn verður því að líta svo á, að m/s Hringver hafi verið í hættu statt, enda allra veðra von hér við land á þessum árstíma. Ber því að meta hjálp v/s Maríu Júlíu til handa m/s Hringver björgun í skilningi siglingalaga nr. 56/1914. M/s Hringver er stálskip, 126 brúttórúmlestir að stærð, smíð- að árið 1960. Skipið var vátryggt á þeim tíma, er hér skiptir máli, fyrir 4 miljónir króna. Ekkert mat fór fram á skipinu, en þegar litið er til þess, að um nýtt skip var að ræða, verður að fallast á með stefnendum, að rétt sé að leggja vátryggingar- fjárhæð þess til grundvallar ákvörðun björgunarlauna. Þá ber að hafa í huga, að samkomulag er með aðiljum um, að verð- mæti veiðarfæra sé ekki of hátt áætlað 500 þús. krónur. Á reikningum Landhelgisgæzlu Íslands árið 1960 er v/s María Júlía talið til eignar að frádreginni fyrningu á 600 þús. krónur, . en reksturskostnaður skipsins það ár er talinn kr. 12.052.90 á 880 hvern starfsdag. Björgunin tókst vel, en var á hinn bóginn auð- veld og tók tiltölulega skamman tíma. Með hliðsjón af því, sem hér að framan hefur verið rakið, og þegar önnur atriði eru virt, sem máli skipta, þykja björg- unarlaun til handa stefnendum hæfilega ákveðin kr. 260.000.00. Í upphæð þessari eru innifaldar bætur vegna hinnar eyðilögðu nælontrossu, enda hefur stefndi eigi mótmælt þeim lið í kröf- um stefnenda. Ber stefnda að greiða stefnendum fjárhæð þessa með 9% árs- vöxtum frá 8. nóvember 1960 til 29. desember 1960 og með 7% ársvöxtum frá 30. desember 1960 til greiðsludags. Eftir þessum málsúrslitum ber stefnda að greiða stefnendum málskostnað, er ákveðst kr. 20.000.00. Stefnendur eiga sjóveðrétt í m/s Hringver, VE 393, til trygg- ingar hinum dæmdu fjárhæðum. Gaukur Jörundsson, fulltrúi yfirborgarðdómara, kvað upp dóm Þenna ásamt meðdómsmönnum Magnúsi Magnússyni vélfræði- ráðunaut og Jónasi Jónassyni skipstóra. Dómsorð: Stefndi, Helgi Benediktsson f. h. eigenda m/s Hringvers, VE 393, greiði stefnanda, Pétri Sigurðssyni f. h. Landhelgis- sæzlu Íslands og skipshafnarinnar á v/s Maríu Júlíu, kr. 280.000.00 með 9% ársvöxtum frá 8. nóvember 1960 til 29. desember 1960 og með 7% ársvöxtum frá 30. desember 1960 til greiðsludags og kr. 20.000.00 í málskostnað. Stefnandi á sjóveðrétt í m/s Hringver, VE 393, til trygg- ingar hinum dæmdu fjárhæðum. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 881 Föstudaginn 27. nóvember 1964. Nr. 138/1963. K (Páll S. Pálsson hrl.) segn M (Ingi R. Helgason hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Barnsfaðernismál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 15. október 1963. Hún fékk gjafsóknarleyfi fyrir Hæstarétti 17. apríl 1964. Krefst hún þess, að hinum áfrýj- aða dómi verði hrundið og að stefndi verði dæmdur faðir sveinbarns þess, B, er hún ól 3. ágúst 1961, og dæmt skylt að sreiða henni fæðingarstyrk, almennt tryggingargjald fyrir árið 1961 og meðlag með barninu frá fæðingu þess til fulln- aðs 16 ára aldurs, allt eftir yfirvaldsúrskurði. Þá krefst hún og málskostnaðar úr hendi stefnda í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Lögmaður áfrýjanda krefst þess, að honum verði dæmd- ur málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti úr ríkissjóði. Stefndi krefst staðfestingar hins áfryjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Stefndi hefur kannazt við að hafa haft samfarir við áfrýj- anda á þeim tíma, sem gat verið getnaðartími barnsins. Eins og greinir í héraðsdómi, var aðiljum máls þessa og barni áfrýjanda tekið blóð til blóðflokkarannsóknar. Var blóð úr stefnda tekið og rannsakað tvívegis. Læknarnir prófessor Níels Dungal og Valtýr Bjarnason, forstöðumað- ur Blóðbankans, framkvæmdu þessar rannsóknir. Niður- staða þeirra varð sú, að stefndi gæti ekki verið faðir barnsins. Samkvæmt úrskurði Hæstaréttar 22. april 1964 var blóð af nýju tekið úr stefnda og úrtakið rannsakað. Var blóð- sýnishornið tekið í viðurvist sýslumanns og hreppstjóra, en hreppstjóri tók það þegar í sína umsjá og póstlagði það til Rannsóknarstofu Háskólans. Forstöðumaður rannsóknar- stofunnar, prófessor Níels Dungal, hefur í bréfi til lögmanns 56 882 stefnda, dags. 11. júní 1964, skýrt svo frá rannsókninni: „Samkvæmt beiðni sýslumannsins á Húsavík hef ég rann- sakað blóð M, ...., á ný. Tekið var fram, að tryggt hefði verið, að blóðið hefði verið tekið úr þessum manni. Niðurstaða var þessi: Aðalfl. Undirfl C DE c M 0... Oo M 444 Samkvæmt þessari rannsókn getur M ekki verið faðir B, sem fæddist 3/8 1961. M er eins og áður cc, en barnið hefur ekkert c, sem það hlyti að hafa fengið, ef hann væri fað- irinn, Í bæði skiptin, sem blóð hefur verið prófað hér frá nefnd- um M, hefur hann reynzt MN, en nú M. Þetta þarf ekki að þýða það, að blóðið hafi áður verið úr öðrum manni, sem sé MN, heldur getur skýringin verið sú, að N getur horfið úr blóðinu eftir 2—3 daga, en blóðið komst ekki í rannsókn nú fyrr en eftir rúma 3 sólarhringa. Sennilega er M MN, en það breytir engu með tilliti til barnsfaðernis- málsins.“ Valtýr Bjarnason, forstöðumaður Blóðbankans, hefur í vottorði, dags. 26. þ. m., skýrt svo frá, að hann hafi verið viðstaddur, er þessi blóðflokkarannsókn prófessors Niels Dungals var framkvæmd. Framangreinda niðurstöðu blóðrannsóknanna þykir verða að leggja til grundvallar í máli þessu. Ber því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm um sýknu stefnda af kröfum áfrýj- anda. Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda í héraði og hér fyrir dómi greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun talsmanns áfrýj- anda í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst samtals kr. 18.000.00. Að öðru leyti falli málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður um sýknu stefnda, M, af kröfum áfrýjanda, K. 883 Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun talsmanns áfrýjanda fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, Páls S. Pálssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 18.000.00. Að öðru leyti fellur málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti niður. Dómur aukadóms Þingeyjarsýslu 16. júlí 1963. Ár 1963, þriðjudaginn 16. júlí, klukkan 13, var á aukadóm- þingi Þingeyjarsýslu, sem haldið var í skrifstofu embættisins í Húsavík af Jóhanni Skaptasyni sýslumanni, kveðinn upp dómur í málinu nr. 15/1961: Barnsfaðernismálinu K gegn M, sem dóm- tekið var 10. þ. m. Hinn 3. ágúst 1961 ól ógift stúlka, K, ...., Vestmannaeyjum, lifandi sveinbarn, er hún lýsti M símstöðvarstjóra, 5 föður að. Hefur hún krafizt þess, að M yrði, að fenginni fað- ernisviðurkenningu eða undangengnum dómi, skyldaður til greiðslu meðlags, fæðingarstyrks og almannatryggingaiðgjalds og annarra greiðslna, sem barnsfeðrum er skylt að greiða lög- um samkvæmt. Enn fremur hefur hún krafizt ferðakostnaðar, kr. 2.000.00, og kaupgreiðslu. Varnaraðili hefur krafizt algerrar sýknu af öllum kröfum sóknaraðilja og hæfilegra málsvarnarlauna. Barn það, er um ræðir, hefur sóknaraðili talið, að væri komið undir vegna nauðgunar af hálfu varnaraðilja. Hafði hún kært hann til refsingar í sakadómi Reykjavíkur hinn 10. janúar 1961 fyrir að hafa um mánaðamótin október —nóvember, en sóknar- aðili var þá ráðskona hjá varnaraðilja, komið henni í óminnis- ástand með drykk, er hann veitti henni, og síðan haft við hana samfarir, að henni óafvitandi, svo og fyrir að hafa síðar gefið henni kynæsandi pillur í þeim tilgangi, að hún missti stjórn á kynhvöt sinni, og á þann hátt tekizt að hafa við hana samfarir nokkrum sinnum. Að rannsókn máls þessa lokinni, var af ákæruvaldsins hálfu ekki talin ástæða til frekari aðgerða í málinu. Aðiljar eru sammála um, að sóknaraðili hafi ráðizt ráðskona til varnaraðilja um miðjan október 1960. Þekktust þau ekkert, en varnaraðili hafði sent sóknaraðilja tilboð vegna auglýsingar hennar í dagblaði. Sóknaraðili hafði með sér þrjú börn sín óskil- 884 getin. Segir hún varnaraðilja þegar eftir komu hennar á heimilið hafa farið að sýna henni ýmiss konar ástleitni, sem hafi verið henni hvimleið, en hún þó ekki lagt í að vísa á bug með ákveðn- um hætti. Varnaraðili hefur hins vegar borið, að um ástleitni hafi verið að ræða af beggja hálfu, og hann geti ekki um það sagt, hvort þeirra hafi verið ástleitnara. Um mánaðamótin október—nóvember 1960 fékk varnaraðili sóknaraðilja til þess að aðstoða við mánaðaruppgjör símstöðvar- innar. Var þetta um kvöld. Sóknaraðili kveður varnaraðilja hafa flangsað utan í sig og hefði hún kunnað því illa og sagzt vera „pirruð“. Hafi hann sagt staup af víni vera gott ráð við því og hafi skenkt þeim drykk úr brúnum miðalausum pela. Drakk hún brjú eða fjögur smástaup af víni þessu og kveður varnarðilja einnig hafa dreypt á víninu. Telur sóknaraðili, að henni hafi brugðið undarlega við drykk þenna. Hafi hún lognazt út af og ekki vitað af sér fyrr en eftir nokkra klukkutíma. Hafi hún þá verið í svefnstól varnaraðilja, og var kjóll hennar flettur upp að mitti og hún allsnakin að neðan. Til fóta í svefnstólnum hafi varnaraðili verið í hvítri milliskyrtu einni klæða. Hafi henni brugðið illa við og strax borið upp á varnaraðilja, að hann hefði haft við hana samfarir. Játaði hann því hiklaust og kvaðst hafa gætt fullrar varúðar. Varnaraðili hefur borið, að um fyrrnefnd mánaðamót hafi hann að kvöldlagi fengið sóknaraðilja til aðstoðar við reiknings- uppgjör símstöðvarinnar, og er liðið var á kvöldið, hafi hún haft orð á því, að gott hefði verið að fá snaps. Varnaraðili kveðst hafa átt koníak á pela, blandað með vatni að % hluta, á að gizka. Hafi þau drukkið af vínblöndu þessari, en hvorugt orðið áberandi ölvað, þó álítur hann, að sóknaraðili hafi orðið kennd. Á eftir kveður hann þau hafa haft holdlegar samfarir, og hafi það verið með fullu samþykki sóknaraðilja, og að henni full- komlega meðvitandi, enda hafi hún sjálf afklæðzt, meðan hann sjálfur fór fram á salerni. Segir hann þau síðan hafa sofnað bæði, en vaknað snemma morguns, og sóknaraðili þá flutt sig fram til barnanna. Kvöldið eftir kveður sóknaraðili varnaraðilja hafa boðið sér róandi pillu, sem hún hafi þegið, en á að gizka tveimur klukku- tímum eftir inntöku pillunnar hafi hún verið gripin óviðráðan- legri kynæsingu og að lokum farið inn til varnaraðilja, sem virtist eiga von á henni. Höfðu þau samfarir oftar en einu sinni, en ekki segir hún, að hann hafi fellt sæði til hennar, heldur 885 hafi hann látið það falla í rúmið. Eftir nokkurn tíma hafi hún snúið til rúms síns. Daginn eftir kveðst hún hafa verið í miklum taugaæsingi og um kvöldið hafi varnaraðili fært henni pillu, sem hann sagði, að væri róandi fyrir taugarnar. Þessi pilla var öðruvísi útlits en sú, er hann færði henni kvöldið áður. Tók hún inn pilluna, og endurtók sig hið sama og kvöldið áður. Hún komst í óviðráðan- lega kynæsingu, fór inn í herbergi varnaraðilja, og höfðu þau oftar en einu sinni samfarir. Vissi hún eigi annað en hann felldi sæði sitt í rúmið. Daginn eftir segir sóknaraðili, að sér hafi flogið í hug, að pillur þær, er hún hafi þegið af varnaraðilja, hefðu bann eigin- leika að æsa upp kynhvatir hennar. Bar hún þetta upp á varnar- aðilja, sem synjaði fyrir það og kvaðst geta sannað, að um róandi meðul væri að ræða og annað ekki. Ekki höfðu þau holdlegar samfarir oftar, þótt varnaraðili leit- aði eftir því, samkvæmt framburði sóknaraðilja, sem segist hafa skrifað móður sinni, búsettri í Vestmannaeyjum, um atvik þessi, en segir það bréf aldrei hafa komizt til skila. Um jólin hringdi móðir hennar og heyrði þá á henni, að hún teldi sig bágstadda. Hinn 29. desember 1980 kom móðir hennar norður og sótti hana og börnin. Hinn 2. janúar fór sóknaraðili til Jóns Nikulássonar, læknis í Reykjavík, sem skoðaði hana og vottaði, að hún væri barnshaf- andi og gengin með rúmlega tvo mánuði. Kveður sóknaraðili sig seinast hafa haft á klæðum 25.—-29. október 1960 og heldur því fram, að hún hafi orðið barnshafandi við fyrstu samfarir hennar og varnaraðilja, sem samkvæmt framburði hennar fóru fram að henni óafvitandi. Varnaraðili hefur alltaf haldið fast við það, að hann geti ekki verið valdur að þunga sóknaraðilja, því að hann hafi jafnan gætt varúðar við samfarir þeirra. Hann segir sóknaraðilja hafa a.m.k. tvisvar komið til sín eftir fyrstu samfarir þeirra, og hafi þau þá haft samfarir með fullu samkomulagi. Hann hefur borið, að sóknaraðili hafi verið slæm á taugum, og því hafi hann gefið henni róandi pillur, sem hann átti. Hafi hann fengið þær pillur eftir lyfseðli og sagt sóknaraðilja, að hún mætti fara með þær til hvaða læknis sem væri til rannsóknar. Varnaraðili hefur haldið því fram, að sóknaraðili hafi sagt sér frá nánum samskiptum hennar við aðra karlmenn, og nefndi hún N, er hún sagðist hafa haft samfarir við, skömmu áður 886 en hún vistaðist til varnaraðilja. Enn fremur að hún hafi látið í ljós áhyggjur um, að hún kynni að vera orðin vanfær, áður en þau fóru að hafa samfarir. Þessum framburði hefur sóknar- aðili mótmælt sem röngum, og N hefur synjað fyrir að hafa nokkru sinni haft samfarir við sóknaraðilja. Þá hefur varnaraðili borið, að sóknaraðili hafi virzt undrandi yfir komu móður hennar norður og að hún hafi virzt ófús að fara suður. Að kröfu varnaraðilja var aðiljum máls þessa og barni sóknar- aðilja tekið blóð til blóðflokkarannsóknar. Niðurstaðan varð þessi: Aðalfl. Undirfl. CD E c K, f. 24/5 1932 ...... Oo N 44 = B, f. 3/8 1961 ....... Oo MN 4 L= M, f. 12/7 1905 ...... Oo MN I} Samkvæmt þessari rannsókn getur M ekki verið faðir barnsins samkvæmt upplýsingum Níels Dungals prófessors, sem tekur fram, að blóð úr M hafi verið tvívegis rannsakað með sömu niður- stöðu. Niðurstöðu blóðrannsóknarinnar þykir verða að leggja til grund- vallar í máli þessu, og ber því að sýkna varnaraðilja af kröfum sóknaraðilja. Ekki þykir ástæða til að taka afstöðu til kröfu sóknaraðilja um ferðakostnað og laun í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt, að varnaraðili greiði málflutnings- laun talsmanns síns, Inga R. Helgasonar héraðsdómslögmanns, krónur 1.000.00, Samkvæmt 215. gr. laga nr. 85/1936 skulu málflutningslaun talsmanns sóknaraðilja, Páls S. Pálssonar hæstaréttarlögmanns, krónur 1.000.00, greiðast úr ríkissjóði svo og annar kostnaður málsins. Því dæmist rétt vera: Varnaraðili, M, skal vera sýkn af kröfum sóknaraðilja, K, í máli þessu. Málflutningslaun talsmanns varnaraðilja, Inga R. Helga- sonar héraðsdómslögmanns, kr. 1.000.00, greiði varnaraðili. Málflutningslaun talsmanns sóknaraðilja, Páls S. Pálssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 1.000.00, svo og annar kostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 887 Mánudaginn 30. nóvember 1964. Nr. 70/1964. Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs (Sigurður Ólason hrl.) segn Gunnari Hermannssyni (Einar B. Guðmundsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Gizur Bergsteinsson, Einar Arnalds, Jóna- tan Hallvarðsson og Logi Einarsson og prófessor Theodór B. Líndal. Skattamál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 30. marz 1964 og krafizt þess, að lagt verði fyrir fógeta að framkvæma lögtak hjá stefnda fyrir kr. 78.679.00 og að stefnda verði dæmt að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði stað- festur og að áfrýjanda verði dæmt að greiða honum máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Samkvæmt gögnum máls þessa, málflutningi og stöðu stefnda gegnt Eldborg h/f verður við það að miða, að stefndi hafi hirt í laun hjá nefndu hlutafélagi á árinu 1961 kr. 260.000.00. Brestur heimild í lögum til að reikna honum tekjuskatt af hærri fjárhæð sem launum frá hlutafélaginu fyrir nefnt ár. Samkvæmt þessu ber að staðfesta úrskurð fógeta. Rétt þykir, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. 888 Úrskurður fógetadóms Hafnarfjarðar 4. febrúar 1964. Ár 1964, þriðjudaginn 4. febrúar, var í fógetadómi Hafnar- fjarðar, sem háður var af Þórarni Árnasyni, fulltrúa bæjar- fógeta, kveðinn upp úrskurður í framangreindu máli, sem tekið var til úrskurðar 15. f. m. Málavextir eru þeir, að 19. september 1959 var stofnað í Hafnar- firði félagið Eldborg h/f. Er tilgangur félagsins samkvæmt stofn- samningi útgerð og annar skyldur atvinnurekstur. Stofnendur félagsins voru eftirtaldir fimm: Gunnar Hermannsson, Kristín Önundardóttir, eiginkona hans, Þórður Helgason, Hulda Þórðardóttir, eiginkona hans, og Sverrir Hermannsson. Hlutafé félagsins er kr. 200.000.00, og skiptist það þannig, að Gunnar Hermannsson og kona hans eiga samtals kr. 95.000.00, Þórður Helgason og eiginkona hans sömu upphæð, en Sverrir Hermannsson á tíu þúsund króna hlut. Hafa eftirtalin þrjú setið í stjórn félagsins frá upphafi: Gunnar Hermannsson formaður, Kristín, kona hans, og Þórður Helgason varaformaður. Hlutatélagið keypti vélbátinn Eldborgu, og kom sá bátur til Hafnarfjarðar í marzmánuði 1960. Gunnar Hermannsson gerðist skipstjóri á bátnum, en Þórður vélstjóri, og hafa þeir gegnt beim störfum síðan. Varnaraðili kveður árslaun sín fyrir árið 1960 hafa verið ákveðin kr. 150.000.00, en Þórðar kr. 130.000.00. Á árinu 1961 hefði þessu hins vegar verið breytt þannig, að árslaun Gunnars skyldu vera kr. 260.000.00, en Þórðar kr. 230.000.00, og hafi sú skipan haldizt. Ekki var þó gengið frá skriflegum samningi um þessi launakjör fyrr en 7. janúar 1962. Í skattaframtölum sínum fyrir árið 1961 töldu þeir Gunnar og Þórður fram ofangreindar tekjur til skatts, þ. e. kr. 260.000.00 og kr. 230.000.00. Skattstjórinn í Hafnarfirði tók þessi framtöl þeirra til greina, og voru skattar þeirra ákveðnir samkvæmt þeim. Ríkisskattstjóri tjáði hins vegar Ríkisskattanefnd, að hann teldi ástæðu til að breyta þessari ákvörðun skattstjórans í Hafnarfirði um tekju- og eignarskatt þeirra Gunnars og Þórðar til hækkunar. 889 Skrifaði Ríkisskattanefnd Gunnari Hermannssyni hinn 21. febrú- ar 1963 um málið, og segir þar meðal annars: „Samkvæmt framkomnum upplýsingum mun hásetahlutur á v/b Eldborgu hafa numið kr. 257.735.00 á árinu 1961. Samkvæmt kjarasamningum mun skipstjórum bera að lágmarki tvöfaldur hásetahlutur. Samkvæmt vottorði frá bæjarfógetanum í Hafnarfirði segir, að ekki verði séð, að þér hafið verið lögskráður á Eldborgu, GK 13, samkvæmt sérstökum samningi. Ekki verður því annað séð en að launatekjur yðar frá Eld- borg h/f hefðu átt að nema kr. 515.470.00 á árinu 1961, en á framtali yðar gjaldárið 1962 teljið þér launatekjur yðar frá ofannefndu fyrirtæki kr. 260.000.00. Ríkisskattstjóri telur, að hækka beri því framtaldar tekjur gjaldárið 1962 um kr. 255.470.00 og framtaldar eignir um sömu upphæð sem ógreidd laun frá Eldborg h/f.“ Þeir Gunnar og Þórður Helgason svöruðu bréfi þessu í sam- einingu hinn 5. marz 1963, og segir þar svo: „Í bréfi yðar kemur fram, að samkvæmt vottorði frá bæjar- fógetanum í Hafnarfirði verði ekki séð, að vér höfum verið lög- skráðir á Eldborgu, GK 13, samkvæmt sérstökum samningi, og er það að vísu rétt, að slíkur sérsamningur hefur ekki verið lagður fram við lögskráningu, en hann hefur allt að einu verið til og í gildi milli Eldborgar h/f og vor, og vísast því til sönnunar til framtala vorra og skýringa, sem gefnar eru Í kærubréfi voru til yðar, dags. 28. nóvember s.i. Til þessa biðjum vér yður að taka tillit, en munum að sjálfsögðu leggja þenna sérsamning fram við lögskráningu í framtíðinni. Vér væntum þess fastlega, að lög leyfi, að ákvörðun skattstjór- ans í Hafnarfirði um tekjuskatt vorn og eignarskatt skattár 1962 standi óbreytt.“ Hinn 28. nóvember 1962 hafði Gunnar Hermannsson sent Ríkis- skattanefnd svohljóðandi bréf: „Á framtali mínu fyrir árið 1961 (framtal 1962) eru talin laun frá Eldborg h/f kr. 260.000.00, en ég er skipstjóri á m/b Eldborgu, GK. 13, sem ofangreint hlutafélag á. Ég og Þórður Helgason vélstjóri, Háukinn 4, Hafnarfirði, sem er vélstjóri á m/b Eldborgu, erum ásamt konum okkar eigendur 95% hlutafjár í Eldborg h/f. Á síðastliðnu ári ákváðum við að greiða okkur ekki út allan aflahlut okkar á m/b Eldborgu, ef það yrði til þess, að útgerðin yrði rekin með tapi. 890 Þegar í ljós kom, að svo yrði, ákváðum við laun okkar með hliðsjón af rekstri skipsins og eigin þörfum. Mín laun voru ákveðin kr. 260.000.00, en laun Þórðar kr. 230.000.00.“ Ríkisskattanefnd féllst ekki á þessi rök, og segir svo í úr- skurði hennar m. a.: „Eins og fram hefur komið, var gjaldandi ekki skráður sam- kvæmt sérstökum samningi, og verður því að álíta, að við ráðn- ingu gjaldanda á m/b Eldborgu, GK 13, hafi gilt kjarasamn- ingur skipstjóra, eins og hann var á þeim tíma. Telja verður því, að kjarasamningar skipstjóra hafi verið bindandi fyrir báða aðilja, vinnuveitanda og gjaldanda, og breytir þar engu um, þótt gjaldandi hafi ákveðið að taka ekki út allan aflahlut sinn, ef það yrði til þess, að rekstur vinnuveitanda yrði rekinn með tapi.“ Samkvæmt þessu voru skattar Gunnars Hermannssonar hækk- aðir um kr. 78.679.00. Gunnar vildi ekki una þessum úrskurði, og krafðist þá inn- heimtumaður ríkissjóðs þess, að hækkun þessi yrði innheimt með lögtaki. Gerðarþoli hefur hins vegar mótmælt framgangi lögtaksins og krafizt málskostnaðar úr hendi gerðarbeiðanda að mati rétt- arins. Mótmæli sín styður gerðarþoli með því, að hann og Þórður Helgason ásamt eiginkonum þeirra séu eigendur h/f Eldborgar að 95% og hlutafélagið sé því svo að segja einkaeign þeirra. Það sé sér því hagsmunamál, að rekstur félagsins gangi sem bezt og tekjur verði sem hæstar, en launagreiðslum og öðrum kostnaði verði sem mest stillt í hóf. Þá verði ekki séð, að ríkisvaldið hafi heimild til að skipa stjórnendum fyrir um rekstur á fyrirtækjum Þeirra, sem hafi í för með sér kostnaðarsamari rekstur en þörf krefur. Skipti þar engu máli, hvort ráðningarsamningur sé í samræmi við kjarasamninga eða ekki, þar sem enginn eigi aðild að ógild- ingu ráðningarsamnings á þeim grundvelli, að hann brjóti í bága við kjarasamninga, annar en starfsmaðurinn sjálfur eða umboðs- menn hans. Þá hafi skattstjórnaryfirvöld jafnan viðurkennt, að eigendur skrásettra, sjálfstæðra fyrirtækja mættu haga launa- greiðslum til sín, eftir því sem skynsamlegast þætti, og bæri að ákveða skatta félagsins og skyldur í samræmi við það. Þá heldur varnaraðili því einnig fram, að ráðningarsamningar 8v1 hans og Þórðar Helgasonar séu ekki brot á neinum kjarasamn- ingum. Í kjarasamningum skipstjóra og vélstjóra á fiskiskipum sé jafn- an tiltekinn ákveðinn tími, vertíð eða vertíðartímabil, svo og ákveðnar veiðar, þorskveiði, síldveiði o. s. frv., og loks ákveð- inn hundraðshluti af afla. Hér sé hins vegar um það að ræða, að gerðir séu árssamn- ingar við sig, þ. e. samningurinn skuli gilda án tillits til veiði- tímabils, afla eða aflabragða, og gæti því jafnvel farið svo, að laun hans yrðu mun hærri en kjarasamningar ákveða. Samkvæmt framansögðu virðist úrskurður Ríkisskattanefndar fyrst og fremst reistur á þeim forsendum, að sérstakur ráðning- arsamningur var ekki lagður fram við lögskráningu Gunnars sem skipstjóra á Eldborgu, GK 13, og þess vegna hljóti að gilda kjarasamningur skipstjóra, eins og hann var á þeim tíma, þótt hins vegar segi í 1. gr. sjómannalaga nr. 41/1930: „Útgerðarmanni ber að sjá um, að gerður sé skriflegur samn- ingur við skipstjóra um ráðningarkjör hans.“ Það virðist ljóst, að gerðarþola var í sjálfu sér heimilt að semja við h/f Eldborg um lægri laun sér til handa en kjara- samningar skipstjóra á fiskiskipum mæla fyrir, en þá bar hon- um að leggja þann samning fram við lögskráningu á skipið. Hins vegar virðist ekki vefengt í málinu, að gerðarþoli hafi talið réttilega fram tekjur sínar og eignir á umræddu tímabili, ef þetta ágreiningsatriði er fráskilið, og ber því ekki að láta það atriði ráða úrslitum, að sérsamningur var ekki lagður fram við lögskráningu hans árið 1961. Verður því að synja um framgang lögtaksins. Rétt þykir eftir atvikum, að málskostnaður falli niður. Því úrskurðast: Hin umbeðna lögtaksgerð skal ekki ná fram að ganga. Málskostnaður fellur niður. 892 Mánudaginn 30. nóvember 1964. Nr. 37/1964. Byggingafélagið Atli h/f (Gústaf Ólafsson hrl.) gegn Hermanni Stefánssyni og gagnsök (Jón N. Sigurðsson hrl.) og svo gegn Birni Guðmundssyni f. h. verzlunarinnar Brynju til réttargæzlu (Ólafur Þorgrímsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðs- son og Logi Einarsson og prófessor Magnús Þ, Torfason og Þórður Björnsson yfirsakadómari. Skaðabótakrafa vegna galla á húseign. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 3. marz 1964 og krafizt þess, að honum verði dæmd sýkna og málskostnaður úr hendi gagnáfrýjanda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 3. marz 1964. Hann krefst þess, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 11.920.00 ásamt 8% árs- vöxtum frá 13. september 1961 til greiðsludags og svo máls- kostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Fyrirsvarsmaður réttargæzlustefnda hefur hér fyrir dómi lýst horfi hans til málsins, en eigi gert kröfur. Gagnáfrýjandi keypti með kaupsamningi 9. apríl 1957 íbúð af aðaláfrýjanda í húsinu nr. 20 við Eskihlíð í Reykja- vik, svo sem nánar er rakið í héraðsdómi, og var íbúðin afhent gagnáfrýjanda í maí s. á. Samkvæmt kaupsamningi skyldi allur frágangur á hinu selda „vera vandaður“. Í samningnum segir: „Tvöfalt gler í öllum gluggum íbúðar- innar, og er gert ráð fyrir, að glerið verði frá verzluninni Brynju í Reykjavík.“ Gagnáfrýjandi kveðst á árinu 1958 hafa tekið eftir því, að móða settist á rúður í gluggum íbúð- 893 4 arinnar. Í matsgerð tveggja dómkvaddra manna, dags. 7. júlí 1961 segir: „Móða er á öllum rúðunum. Orsökin er sú, að þéttingin er óþétt.“ Sækir gagnáfrýjandi nú aðaláfrýjanda af þessum sökum til greiðslu skaðabóta. Grundvalla verður, samkvæmt gögnum málsins, dóm í málinu á því, að hvorki fyrirsvarsmenn né starfsmenn aðal- áfrýjanda eigi sök á göllum þeim, sem fram komu á rúð- unum. Fyrirsvarsmaður aðaláfryjanda staðhæfir, að gagn- áfrýjandi hafi eigi kvartað undan göllum fyrr en um ára- mótin 1960/61, og hefur gagnáfrýjanda eigi tekizt að sanna, að hann hafi kvartað fyrr. Eins og málavöxtum er háttað, verður að telja samkvæmt undirstöðurökum 52. gr. laga nr. 39/1922, að kvörtunin hafi verið gerð of seint. Ber þeg- ar af þessum ástæðum að sýkna aðaláfrýjanda af kröfum gagnáfrýjanda í málinu. Rétt er, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Byggingafélagið Atli h/f, á að vera sýkn af kröfum gagnáfrýjanda, Hermanns Stefánsson- ar, í máli þessu. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 11. desember 1963. Mál þetta, sem dómtekið var 9. þ. m., hefur Hermann Stefáns- son, Eskihlíð 20A í Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 13. september 1961, á hendur Byggingafélaginu Atla h/f í Reykjavík til greiðslu skaðabóta, að fjárhæð kr. 11.- 920.00, ásamt 8% ársvöxtum frá útgáfudegi stefnu til greiðslu- dags, kr. 2.000.00 í matskostnað og málskostnaðar samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands eða mati dómarans. Stefndi hefur krafizt algerrar sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans að skaðlausu eða mati dómarans. Með stefnu, birtri 25. september 1961, stefndi aðalstefndi Birni Guðmundssyni, Sólheimum 3 í Reykjavík, einkaeiganda verzl- unarinnar Brynju í Reykjavík, til meðalgöngu. SÐA Málavextir eru þeir, að með kaupsamningi, dags. 9. apríl 1957, keypti stefnandi íbúð í húsinu nr. 20 við Eskihlíð, hér í borg, af aðalstefnda. Íbúðin var afhent stefnanda í maímánuði sama ár tilbúin undir málningu og með tvöföldu gleri í öllum glugg- um, og var ráð fyrir því gert, að glerið yrði keypt frá verzluninni Brynju. Einhver dráttur varð á því, að stefnandi fengi afsal, en það er útgefið hinn 18. september 1957. Síðar fór að bera á því, að móða settist á glerið milli rúðanna. Fékk stefnandi dóm- kvadda matsmenn til að meta þann galla. Í matsgerð þeirra, dags. 7. júlí 1961, telja matsmenn nauðsynlegt að skipta um gler í öllum gluggum og meta kostnað við það verk kr. 11.920.00. Stefnandi reisir kröfur sínar í málinu á því, að hér sé um að ræða leynda galla á íbúðinni, sem hann hafi ekki mátt sjá fyrir. Hann hafi keypt íbúðina af stefnda í því ástandi, sem hún var í við afhendingu, þar á meðal með tvöföldu gleri. Beri aðal- stefndi því fébótaábyrgð gagnvart sér sem seljandi íbúðarinnar vegna þeirra, og byggir hann þá ábyrgð á 2. mgr. 42. gr. laga um lausafjárkaup per analogiam. Aðalstefndi styður sýknukröfu sína þeim rökum, að stefnanda hafi fullkunnugt verið um það, að glerið í gluggana yrði keypt frá verzluninni Brynju, enda hafi það verið tekið fram í kaup- samningi. Stefnandi hafi samþykkt þetta, og hafi stefndi enga ábyrgð tekið á eiginleikum glersins. Geti stefnandi því eigi gert kröfu á hendur stefnda, þótt glerið hafi ekki enzt eins vel og stefndi hafi ef til vill vonað eða gert ráð fyrir. Þá kveður aðal- stefndi það vera viðtekna venju, að húsbyggjendur, sem selji íbúðir ýmsum aðiljum, beri ekki ábyrgð á göllum, sem fram kynnu að koma, eftir að sex mánuðir eru liðnir frá afhend- ingu. Stefnandi hafi ekki borið fram kvartanir við sig út af gler- inu, fyrr en þrjú til fjögur ár voru liðin frá afhendingu íbúð- arinnar. Eigi stefnandi því einnig af þeirri ástæðu enga kröfu lengur á hendur aðalstefnda. Þá telur aðalstefndi gallana í gler- inu vera svo óverulega, að eigi komi til að skipta þurfi um rúður. Meðalgöngustefndi hefur bent á það, að glerið hafi verið sett saman eftir viðurkenndri einkaleyfisaðferð. Það hafi hins vegar ekki verið tekin nein ábyrgð á endingu þess, en lengsta ábyrgð, sem á slíku verksmiðjugleri er tekin, er eingöngu 5 ár. Gallarnir á hér um ræddu gleri hafi því ekki komið fram, fyrr en ettir að liðinn er sá tími, sem ábyrgð er tekin á slíku gleri. Í annan stað bendir meðalgöngustefndi á það, að ósannað sé, að gall- 895 arnir á glerinu verði raktir til verksmiðjugalla. Og í þriðja lagi bendir hann á það, að jafnvel þótt stefnandi hafi átt rétt til skaðabóta vegna gallanna, þá hafi hann fyrirgert þeim rétti sínum fyrir vangeymslu. Fyrir dómi hefur stefnandi skýrt svo frá, að hann hafi fyrst orðið var galla á rúðunum árið 1958, en ekki þá hafa gert sér grein fyrir því, af hverju þeir hafi stafað. Hafi hann þá og ekki vitað, að um lokað gler væri að ræða. Hann mundi ekki nákvæm- lega, hvenær hann hafi fyrst borið fram kvartanir við aðalstefnda út af glerinu, en telur það hafa verið árið 1959 eða 1960, og hafi hann beint þeim kvörtunum til Gústafs Ólafssonar hæstaréttar- lögmanns, formanns félags aðalstefnda. Hafi Gústaf tjáð honum, að hann skyldi beina kvörtun sinni til verzlunarinnar Brynju. Hafi stefnandi átt tal við eiganda verzlunarinnar, en sá hafi ekki viljað bæta gallana, nema að mjög litlu leyti. Hafi hann þá öðru sinni átt tal við Gústaf Ólafsson og skýrt honum frá málalokum hjá verzluninni. Hafi það samtal átt sér stað öðru hvoru megin við áramótin 1960— 1961. Gústaf Ólafsson hefur fyrir dómi viðurkennt rétt skýrt frá hjá stefnanda um viðræður hans við sig, en kvað þær fyrst hafa farið fram um áramótin 1960— 1961. Í matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna segir m. a., að loft- þétting rúðanna sé framkvæmd með plastefni með allalgengum hætti. Segja þeir móðu vera á öllum rúðunum og telja orsök þess vera þá, að þéttingin sé óþétt. Þeir segja ekkert hafa sézt athugavert við ísetningu. Dómendur hafa skoðað umræddar rúður, að viðstöddum lög- mönnum aðilja og eiginkonu og syni stefnanda. Kom fram við skoðun þessa, að lítillega örlaði fyrir móðu á milli glerjanna. Það er einróma álit dómenda, að eigi sé um svo verulega galla að ræða í rúðunum, að ástæða sé til þess að skipta um rúður. Telja hinir sérfróðu meðdómendur, að einangrunargildi rúðanna skerðist ekki né birta í íbúðinni rýrni af völdum móðunnar, svo nokkru nemi. Hins vegar eru glerin eigi alveg eins vel gegn- sæ sem ella væri. Þar sem telja verður, að stefnandi hafi ekki mátt sjá fyrir umrædda galla í rúðunum, á hann rétt til bóta úr hendi aðalstefnda af þeim sökum, enda er eigi í ljós leitt, að aðalstefndi hafi undanþegið sig ábyrgð að þessu leyti. Verður og eigi talið, að stefnandi hafi, eins og atvikum er háttað, glatað rétti sínum til skaðabóta vegna tómlætis. Þykja bætur hæfilega ákveðnar kr. 3.500.00, og verður aðalstefndi dæmdur til að greiða 896 stefnanda þá fjárhæð með vöxtum, eins og krafizt er í stefnu, að því undanskildu, að hæð þeirra verði 7 af hundraði. Eftir þessari niðurstöðu ber aðalstefnda að greiða stefnanda málskostnað, er ákveðst kr. 3.300.00, og er þá tekið tillit til mats- kostnaðar. Emil Ágústsson borgardómari kvað upp dóm þenna ásamt meðdómendunum Ólafi Jenssyni verkfræðingi og Diðrik Helga- syni byggingameistara. Dómsorð: Stefndi, Byggingafélagið Atli h/f, greiði stefnanda, Her- manni Stefánssyni, kr. 3.500.00 með 7% ársvöxtum frá 13. september 1961 til greiðsludags og kr. 3.300.00 í málskostn- að, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að við- lagðri aðför að lögum. Mánudaginn 2. desember 1964. Nr. 68/1964. Örn Herbertsson gegn Lisibet Gestsdóttur. Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Örn Herbertsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 300.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hann stefnda, Lisibet Gestsdóttur, sem sótt hefur dómþing í málinu og krafizt ómaksbóta, kr. 1500.00 í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. 897 Föstudaginn 4. desember 1964. Nr. 100/1964. X (Gísli G. Ísleifsson hrl.) Ssegn K (Gústaf Ólafsson hrl.) og Y (Guðmundur Ásmundsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Gizur Bergsteinsson, Einar Arnalds og Jónatan Hallvarðsson, prófessor Ármann Snævarr og Há- kon Guðmundsson yfirborgardómari. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur, að fengnu áfrýjunarleyfi 1. júní 1964, skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 4. s. m. og krafizt þess, að hinum áfrýjaða úrskurði verði hrundið og stefndi Y gerður að aðilja málsins. Áfrýjandi krefst og, að stefndu, K og Y, verði dæmt að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi K krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Stefndi Y krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Lagaheimild brestur til að áfrýja úrskurði þessum ein- um sér til Hæstaréttar. Ber því að vísa málinu frá Hæstarétti. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Úrskurður bæjarþings Reykjavíkur 13. febrúar 1964. Ár 1964, fimmtudaginn 13. febrúar, var á bæjarþingi Reykja- víkur, sem háð var í Borgartúni 7 af Halldóri Þorbjörnssyni kveðinn upp úrskurður þessi. 57 898 Hinn 22. maí 1963 höfðaði K, ...., hér í borg, mál gegn X, a .., og gerði þær kröfur, að hann yrði dæmdur faðir óskilgetins meybarns, sem hún ól 18. ágúst 1962. Þessari kröfu mótmælir varnaraðili. Á bæjarþinginu hinn 10. þ. m., er mál þetta var fyrir tekið, krafðist umboðsmaður varnaraðilja, Gísli Ísleifsson hæstaréttar- lögmaður, þess, að Y ...., ...., yrði dreginn inn í málið sem varnaraðili. Var krafan þegar tekin til úrskurðar. Í málinu eru málsaðiljar þar sammála um, að þau hafi átt vin- gott saman í október— desember 1961, þ. e. á hugsanlegum og lík- legum getnaðartíma barns þess, sem málið er risið af, og haft öðru hvoru samfarir saman á þessu tímabili. Varnaraðili heldur því fram, að sóknaraðili muni einnig á þessu tímabili hafa haft samfarir við áðurnefndan Y. Skal nú rakið, hvað fram hefur komið um samband sóknaraðilja og Y. Y og sóknaraðili eru sammála um, að með þeim hafi verið náin kynni og þau haft samfarir saman fyrri hluta árs 1961 eða fram til þess tíma, er sóknaraðili fór úr landi, en hún dvald- ist erlendis um sumarið. Þau hafi ekki haft samfarir saman á hugsanlegum getnaðartíma barnsins. Vitnið A, föðurbróðir Y, segist hafa vitað um samband Y og sóknaraðilja, en það samband hafi virzt slitna einhvern tíma á árinu 1961, og hafi allt virzt með felldu um hjónaband Y, amk. frá því í október og fram yfir jól, en þá hafi fljótlega borið á því, að Y og sóknaraðili höfðu á ný tekið upp samband á milli sín. Haustið 1962 hafi slitnað upp úr hjónabandi Y, og hafi or- sök þess verið sú, að vitnið hafi komið að sóknaraðilja og Y fá- klæddum saman uppi í rúmi á heimili Y. Vitnið B, sem starfaði með sóknaraðilja í revýusýningu í sept- ember—desember 1961, segir, að í fyrri hluta desember hafi hún heyrt, að sóknaraðili væri á ný farin að vera með Y, en vitninu var kunnugt um fyrra samband þeirra. Ekki sá vitnið Y og sóknaraðilja saman á umræddum tíma né getur tilgreint heimildir að því, að þau hafi þá verið í þingum saman. Vitnið C, eiginkona Y, segir, að henni hafi verið kunnugt um, að kunnleikar voru með manni hennar og sóknaraðilja, en kveðst ekkert geta um það sagt, hve náið samband þeirra hafi verið. Vitnið mótmælir því, sem varnaraðili hafði haldið fram, að það hafi sagzt hafa komið að sóknaraðilja og Y saman í rúmi. Vitnið D bjó á árinu 1961 á .... og kveðst hafa flutzt þaðan fyrri hluta októbermánaðar, en samkvæmt aðseturstilkynningu 899 D flutti hann þaðan 30. september. Hann segir, að síðustu mán- uðina, sem hann bjó þarna, hafi það komið fyrir, að sóknaraðili og Y hafi komið saman til hans og gist þar saman. Þetta hafi síðast gerzt í október snemma. Um vætti þetta segir sóknar- aðili, að þetta hafi verið, áður en hún fór utan í júní 1961, en aldrei komið fyrir eftir að hún kom út aftur um mánaðamót ágúst september. Samkvæmt 3. mgr. 211. gr. laga nr. 85/1936 skal stefna öll- um þeim mönnum sem varnaraðiljum í barnsfaðernismáli, sem „víst má þykja eða líklegt“ að haft hafi samfarir við barnsmóð- ur á hugsanlegum getnaðartíma barns. Að sjálfsögðu nægir ekki krafa varnaraðilja ein eða staðhæfing hans um, að tiltekinn maður hafi legið með barnsmóður, til þess að sá verði dreginn sem varnaraðili inn í barnsfaðernismál. Kröfu sína verður hann að styðja gögnum eða slík gögn að hafa komið fram með öðr- um hætti. Í máli því, sem hér er til úrlausnar, er að vísu leitt í ljós, að sóknaraðili og Y hafa átt vingott hvort við annað, en um það, hvort þau hafi átt mök saman á hugsanlegum getnaðartíma barns sóknaraðilja, en hann er talinn frá 23. september til 22. desem- ber 1962 (sic), hafa ekki komið fram önnur gögn auk fullyrðingar varnaraðilja en framburður D, sem telur sóknaraðilja hafa sæng- að með Y á .... snemma í október 1961. Samkvæmt þessu þykir varnaraðili ekki hafa fært þær líkur að kynferðismökum milli sóknaraðilja og Y á tímabilinu 23. september til 22. desem- ber 1962 (sic), að fært sé að draga hann inn í málið sem varnar- aðilja. Verður því kröfu varnaraðilja í þá átt hrundið. Þess skal getið, að varnaraðili bar eigi fram kröfu sína fyrr en á því dómbþingi, er flytja skyldi fram vörn í málinu. Því úrskurðast: Krafa X um, að Y verði dreginn sem varnaraðili inn í málið: K gegn X, verður ekki tekin til greina. 900 Mánudaginn 7. desember 1964. Nr. 98/1964. Rolf Johansen (Magnús Óskarsson hdl.) Segn Gísla Júlíussyni (Guðjón Steingrímsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðs- son og Logi Einarsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Kaup og sala. Skuldamál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 29. maí 1964 og krafizt þess, að hann verði sýkn- aður af öllum kröfum stefnda í máli þessu og honum dæmdur málskostnaður fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og að áfrýjandi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Stefndi tók við vixlum þeim, sem í héraðsdómi getur, á þeirri forsendu, að þeir fengjust greiddir hjá samþykkj- anda þeirra, og var stefnda heimilt að höfða mál til inn- heimtu víxlanna. Þar sem þeir voru eigi greiddir þrátt fyrir innheimtutilraunir, nema að mjög litlu leyti, varð hið fyrra skuldasamband milli stefnda og áfrýjanda aftur virkt. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með skirskot- un til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann, enda framselji stefndi áfrýjanda víxildóma þá, er í héraðs- dómi greinir, eins og lögmaður stefnda gaf yfirlýsingu um í málflutningi hér fyrir dómi. Eftir þessum úrslitum ber áfrýjanda að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr, 15.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Rolf Johansen, greiði stefnda, Gísla Júlíus- syni, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 15.000.00, að við- lagðri aðför að lögum. 901 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 20. marz 1964. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 6. þ. m., hefur Gísli Júlíusson verkfræðingur, Narfakoti, Innri-Njarðvík, Njarðvíkur- hreppi, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni hinn 5. desember 1962, gegn Rolf Johansen stórkaupmanni, hér í borg, til greiðslu á skuld, að fjárhæð kr. 67.838.00, auk 9% ársvaxta frá 1. desember 1962 til greiðsludags og málskostnaði að skaðlausu. Stefndi hefur krafizt sýknu af kröfum stefnanda og málskostn- aðar úr hendi hans að mati dómarans. Af hálfu stefnanda er málavöxtum lýst svo: Í septembermánuði 1960 seldi stefnandi stefnda bifreið sína G 372. Greiddi stefndi kr. 52.000.00 af kaupverði bifreiðarinnar með víxlum, sem hann hafði sjálfur samþykkt. Lentu víxlar þessir í vanskilum, og fékk stefndi stefnanda þá til að taka í þeirra stað víxla, sem samþykktir voru af Lárusi Ingimarssyni kaupmanni, hér í borg. Víxlar þessir voru heldur eigi greiddir, að undanskildum kr. 3.000.00, sem Lárus greiddi hinn 12. febrú- ar 1961, þrátt fyrir það þótt stefnandi gerði allt, sem hægt var, til að innheimta þá. Síðar varð Lárus gjaldþrota, og telur stefn- andi vonlaust, að greiðsla fáist nokkurn tíma. Telur stefnandi, að stefnda beri að greiða sér fjárhæðir víxlanna auk vaxta og alls kostnaðar við rekstur víxilmála á hendur Lárusi Ingimars- syni, samtals kr. 70.838.00, að frádregnum áður greindum kr. 3.000.00. Af hálfu stefnanda hafa verið lögð fram í málinu endurrit fimm dóma í málum, sem stefnandi höfðaði á hendur Lárusi Ingmarssyni til greiðslu átta víxla, samtals að fjárhæð kr. 52.000.00, samþykktra af Lárusi til greiðslu 10. desember 1960, 10. janúar, 10. febrúar, 7. marz, 10. marz, 10. apríl, 10. maí og 10. júní 1961. Voru dóm- ar þessir kveðnir upp á bæjarþingi Reykjavíkur 11. febrúar, 8. og 27. apríl og 8. júlí 1961. Þá hefur af hálfu stefnanda einnig verið lagt fram endurrit fjárnámsgerðar, sem stefnandi lét gera hjá Lárusi Ingimarssyni hinn 21. júní 1961 samkvæmt dómi þeim, er uppkveðinn var hinn 8. apríl 1961. Varð fjárnámsgerð þessi árangurslaus. Stefnandi hefur sundurliðað kröfur sínar þannig: 1) Skuld samkvæmt dómi bæjarþings Reykjavíkur í málinu nr. 566/1961: Höfuðstóll ............0.000 000... kr. 5.000.00 9% ársvextir frá 10/12 '60 til1/12'62 — 887.00 2) 3) 4) 9) 12% þóknun ........000000.000.... — 16.00 Málskostnaður ........0.000..00.... — 1.300.00 Endurrit, birting ................. — 65.00 Skuld samkvæmt dómi bæjarþings Reykjavíkur í málinu nr. 567/1961: Höfuðstóll ..........00200 0000. kr. 5.000.00 9% ársvextir frá 10/1 1961 till/12'62 — 850.00 14% þóknun ........00000% 00... — 16.00 Málskostnaður ..........00000.0... — 1.300.00 Endurrit, birting ................. — 65.00 Skuld samkvæmt dómi bæjarþings Reykjavíkur í málinu nr. 212/1961: Höfuðstóll ............0.00000 00... kr. 10.000.00 9% ársvextir af kr. 5.000.00 frá 10/2 1961 til 10/3 s. á. .....0.000.0.... — 37.00 Do. af kr. 10.000.00 frá þeim degi til 1/12 1962 ........0000 00... — 1.550.00 /2% þóknun .......0.00000. 0... — 32.00 Málskostnaður ..........2000.00... — 2.000.00 Endurrit og birting ............... — 65.00 Fjárnámskostnaður ................ — 350.00 Skuld samkvæmt dómi bæjarþings Reykjavíkur í málinu nr. 455/1961: Höfuðstóll ..........2..000 00... kr. 15.000.00 9% ársvextir af kr. 5.000.00 frá 10/4 1961 til 10/5 s. á. .......00.00.... — 37.00 Do. af kr. 10.000.00 frá 10/5 1961 til 10/6 s. á. ....2000000 0 — 74.00 Do. af kr. 15.000.00 frá 10/6 1961 til 1/12 1962 ........0.0000000. — 2.100.00 3% þóknun ........020000 000... — 50.00 Málskostnaður .......0.00000000... — 2.500.00 Endurrit, birting ........0..0..... — 70.00 Skuld samkvæmt dómi bæjarþings Reykjavíkur í málinu nr. 1337/1961. Höfuðstóll ........020000 000. kr. 17.000.00 99% ársvextir frá 7/3 1961 til1/12'62 — 2.647.00 7.268.00 7.231.00 14.034.00 19.831.00 3% þóknun .........00000000000.. — 56.00 Málskostnaður ..........0.0..000.... — 2.700.00 Endurrit, birting ................. — 65.00 22.468.00 Kr. 70.838.00 Innborgað af Lárusi Ingimarssyni 12/2 1961 .. kr. 3.000.00 Alls kr. 67.838.00 Stefnandi kærði stefnda fyrir meint sviksamlegt atferli í sam- bandi við þessi viðskipti þeirra. Ekki leiddi sú rannsókn til máls- höfðunar af hálfu ákæruvaldsins á hendur stefnda. Í sambandi við rannsókn málsins fyrir sakadómi Gullbringu- og Kjósarsýslu svo og hér fyrir dómi hefur stefnandi skýrt svo frá, að það hafi verið í byrjun septembermánaðar 1960, sem hann hafi selt stefnda bifreið sína G 372, Fiat Multipla, árgerð 1958. Kaupverðið, kr. 82.500.00, hafi stefndi greitt í fyrstu allt með víxlum, er hann, stefndi, hafi sjálfur samþykkt. Ekki kveðst stefnandi muna, hve víxlarnir hafi verið margir, en þeir hafi allir átt að greiðast innan árs. Einn víxilinn, að fjárhæð kr. 25.000.00, kveður hann hafa átt að greiðast innan stutts tíma og samsvara útborgun. Stefnandi kveðst hafa farið með alla víxlana til innheimtu í Sparisjóð Hafnarfjarðar. Er fyrsti víxill- inn skyldi greiðast, kveður stefnandi greiðslu hafa brugðizt, hafi hann snúið sér til bifreiðasölu þeirrar, sem aðstoðað hafi við söluna, en síðan hafi hann snúið sér beint til stefnda. Hann kveður stefnda þá hafa boðið sér greiðslu á kr. 10.000.00 í ávís- r un, en afganginn í víxlum, þar á meðal víxlum þeim, sem fjall- að er um í máli þessu. Kveðst stefnandi hafa fallizt á þessa tilhögun og afhent stefnda víxlana, sem hann, stefndi, hafði samþykkt, enda hafi stefndi sagt sérstaklega aðspurður, að víxil- skuldararnir væru traustir menn. Kveðst stefnandi hafa spurt stefnda að því, hvort ekki væri öruggt, að hann fengi víxlana greidda, en kveðst ekki hafa spurt um greiðslugetu hvers ein- staks víxilskuldara. Stefnandi kveðst ekki hafa fengið neinn lista hjá stefnda yfir víxlana og kveðst ekki hafa átt neinn kost á að fá aðra víxla en þá, sem hann fékk. Hann kveður það aldrei hafa komið til, að hann hefði tekið við umræddum víxl- um, ef hann hefði fengið lista yfir víxlana og hefði getað kynnt sér greiðslugetu víxilskuldaranna. Stefndi hefur skýrt svo frá, að hann hafi í septembermán- 904 uði 1960 keypt af stefnanda Fiat Multipla bifreið. Hann kveður sig minna, að kaupverð bifreiðarinnar hafi verið kr. 82.500.00. Hann kveður samband hafa komizt á með þeim aðiljunum hjá einhverjum bifreiðasala, en þeir hafi síðan sjálfir gert út um kaupin "tefndi kveðst halda, að það sé rétt, þó hann muni það ekki örugglega, að hann hafi í upphafi samþykkt víxla fyrir andvirði bifreiðarinnar. Hann kveðst minnast þess, að hann hafi svo ekki getað greitt fyrsta víxilinn á gjalddaga, og hafi stefn- andi komið aftur til sín. Stefndi kveðst hafa gert stefnanda tilboð um að greiða hluta andvirðis bifreiðarinnar með pening- um, en nokkurn hluta með víxlum, samþykktum af öðrum. Kveðst hann kafa átt nokkurt magn af víxlum, sem hann hafi fengið í sambandi við ýmiss konar viðskipti. Kveðst hann hafa sýnt stefnanda ýmsa víxla, og hafi hann skrif- að upp nöfn manna þeirra, sem ritað höfðu á víxlana, og haft á burt með sér til athugunar í nokkra daga. Kveðst stefndi hafa ályktað, að stefnandi hefði notað þenna tíma til að kynna sér greiðslugetu manna þeirra, sem voru samþykkjendur víxl- anna. Að þeirri athugun lokinni, kveður stefndi stefnanda sjálfan hafa valið úr víxla þá, sem hann hafi tekið í stað víxla þeirra, sem hann, stefndi, hafði samþykkt. Ekki kveðst stefndi lengur muna, hverjir verið hafi samþykkjendur víxla þessara, og ekki kveðst hann lengur geta sagt um, hvort þarna hafi verið um að ræða víxla, sem samþykktir hafi verið af Lárusi Ingimars- syni. Stefndi hefur neitað því, að hann hafi mælt með einum öðrum fremur af samþykkjendum víxlanna. Stefndi kveðst engin viðskipti hafa átt við Lárus Ingimarsson, og ef þarna hafi verið víxlar, samþykktir af honum, þá kveðst hann hafa fengið þá frá einhverjum öðrum en Lárusi sjálfum. Stefndi kveður sér ekki hafa verið kunnugt um fjárhagslega getu Lárusar Ingimars- sonar haustið 1960. Hann kveðst ekki þekkja Lárus og ekki hafa átt við hann nein viðskipti. Stefndi kveður það láta nærri, að hann hafi látið stefnanda hafa víxla fyrir ámóta fjárhæð og fram kemur af hálfu stefnanda. Á hinn bóginn kveður stefndi það öruggt, að stefnandi hafi aldrei spurt sig neitt um Lárus Ingimarsson né aðra, sem kynnu að hafa verið á víxlum þeim, sem stefnandi kynnti sér. Stefndi kveður stefnanda ekki hafa farið fram á, að hann ábekti víxlana eða að hann léti veð í bif- reiðinni. Stefndi kveðst ekki muna, hve lengi hann átti umrædda bifreið, og kveðst heldur ekki muna, hvort hún hafi nokkru sinni verið skráð á hans nafn. Hann kveðst heldur ekki muna, 905 hvort bifreiðin hafi verið talin fram á skattskýrslu hans. Stefndi kveður fyrirtæki sitt vera óskrásett, enda sé það einkafyrirtæki. Hann kveður umrædd viðskipti sín og stefnanda ekki hafa verið færð í bókhald fyrirtækisins. Stefndi hefur eindregið neitað því, að nokkuð sviksamlegt hafi verið af sinni hendi í sambandi við þessi viðskipti við stefnanda. Vitnið Lárus Ingimarsson hefur skýrt svo frá, að það hafi samþykkt víxla þá, sem fjallað er um í máli þessu, beint vegna kaupa á vörum af Hilmari nokkrum Sigurðssyni hjá bifreiðasöl- unni Aðstoð. Kveðst vitnið hafa átt mikil viðskipti við Hilmar bæði um bifreiðar og vörur, en ekki kveðst það muna, hvenær þeim viðskiptum lauk að fullu, og kveðst ekki muna, hvort þetta voru síðustu viðskipti þeirra. Vitnið kveður bú sitt hafa verið tekið til gjaldþrotaskipta hinn 1. júní 1962, eftir því sem það man bezt, þó geti skakkað um einn eða tvo daga. Ekki kveður vitnið fjárhag sinn hafa verið svo slæman, þegar umræddir víxlar voru samþykktir, að það hafi þá ekki treyst sér til að greiða þá á gjalddaga. Vitnið kveðst næst hafa frétt af víxlum þessum, að þeir væru til innheimtu í Sparisjóði Hafnarfjarðar, og kveðst hafa fengið um það tilkynningu. Kröfur stefnanda í málinu eru á því reistar, að stefndi hafi vitað, er hann afhenti stefnanda umrædda víxla, að Lárus Ingi- marsson var ógjaldfær, og hafi stefndi því beitt stefnanda svik- um í þessum viðskiptum. Sé stefnanda því þegar af þeirri ástæðu heimilt að rifta kaupunum og krefja stefnda um greiðslu sam- kvæmt 30. og 32. gr. laga nr. 7/1936. Þá er því haldið fram af hálfu stefnanda, að endanleg greiðsla á andvirði bifreiðarinnar hafi ekki farið fram, fyrr en umræddir víxlar séu að fullu greiddir. Beri stefnda því að greiða þá, hvort sem hann hafi verið í góðri trú um gjaldgetu Lárusar eða ekki. Er því haldið fram í þessu sambandi, að engu máli skipti, hvort stefndi hafi sjálfur ritað á víxlana eða ekki. Þá er því að lokum haldið fram, að öll sanngirni mæli með því, að stefndi verði látinn bera tjónið af gjaldþroti Lárusar Ingimarssonar. Sýknukrafa stefnda er á því byggð í fyrsta lagi, að algerlega sé ósannað, að umræddir víxlar séu komnir frá stefnda. Er því haldið fram, að sönnunarbyrðin fyrir því, að víxlarnir séu frá stefnda komnir, hljóti að hvíla á stefnanda, því hann hafi getað tryggt sér sönnun fyrir því með því að láta stefnda rita á víxl- ana. Þá er því haldið fram, að jafnvel þótt talið yrði sannað, að víxlarnir stöfuðu frá stefnda, þá sé rangt og ósannað með 906 öllu, að stefndi hafi vitað á þeim tíma, er hann á að hafa látið víxlana af hendi, að samþykkjandi þeirra, Lárus Ingimarsson, var ógjaldfær. Er því mótmælt, að um sviksamlegt atferli af hálfu stefnda hafi verið að ræða í sambandi við viðskipti aðilj- anna. Þá er því haldið fram af hálfu stefnda, að ef stefndi hafi greitt andvirði bifreiðarinnar með víxlum frá Lárusi Ingimars- syni, þá hafi verið um endanlega greiðslu að ræða, enda séu víxlar verðmæti, sem gangi kaupum og sölum. Þá sé og á það að líta, að verð þeirra bifreiða, sem seldar eru gegn víxlum, sé haft hærra en ef selt er gegn staðgreiðslu. Þá er að lokum á það bent af hálfu stefnda, að stefnandi sé verkfræðingur að menntun og atvinnu, og sé því fjarstæða, að beitt verði ákvæði 7. gr. laga nr. 73/1933. Samkvæmt því, sem rakið hefur verið í skýrslum aðiljanna, verður að telja fram komið, að stefndi hafi sjálfur í upphafi samþykkt víxla fyrir verulegum hluta af verði bifreiðarinnar. Er svo fyrsti víxillinn var ekki greiddur á gjalddaga, hafi orðið samkomulag með aðiljum um, að stefndi tæki aftur víxla þessa, en léti stefnanda í stað þeirra hafa víxla, sem annar eða aðrir aðiljar höfðu samþykkt og stefndi hafði ekki ábekt. Því hefur að vísu verið mótmælt af hálfu stefnda, að víxlar þeir, sem stefnt er út af í máli þessu, séu frá honum komnir. Stefndi hef- ur sjálfur hér fyrir dómi á hinn bóginn ekki neitað því, að víxlar þessir kunni að vera frá honum komnir. Þegar það er einnig haft í huga, að vitnið Lárus Ingimarsson kveðst í upp- hafi hafa afhent Hilmari Sigurðssyni umrædda víxla og að stefndi kveðst hafa átt ýmis viðskipti við greindan Hilmar, þá verður að telja nægilega fram komið, að víxla þá, sem fjallað er um í máli þessu, hafi stefnandi fengið hjá stefnda í stað víxla Þeirra, sem hann, þ. e. stefndi, hafði sjálfur samþykkt. Ekki verð- ur talið sannað, að í viðskiptum sínum við stefnanda hafi stefndi komið þannig fram, að ógilda beri af þeim sökum að einhverju leyti eða öllu löggerninga aðiljanna samkvæmt 30. og 32. gr. laga nr. 7/1936 eða 7. gr. laga nr. 73/1933. Það er ósannað, að stefnandi hafi tekið við víxlum þeim, sem samþykktir voru af Lárusi Ingimarssyni, sem fullnaðargreiðslu í viðskiptum þeirra aðiljanna. Þrátt fyrir tilraunir stefnanda fengust víxlar þessir ekki greiddir. Hefur stefndi því ekki enn staðið stefnanda skil á andvirði bifreiðarinnar. Verður stefndi því dæmdur til að greiða stefnanda höfuðstól greindra víxla, kr. 52.000.00, að frá- dregnum kr. 3.000.00, sem Lárus Ingimarsson greiddi stefnanda 907 hinn 12. febrúar 1961. Þá verður stefndi einnig dæmdur til að greiða stefnanda kostnað þann, sem hann hefur haft af tilraun- um sínum við innheimtu víxlanna. Við ákvörðun þessa kostn- aðar verður lagður til grundvallar málskostnaður sá, sem dæmd- ur var í greindum víxilmálum, samtals kr. 9.800.00, svo og kostn- aður við birtingu dómanna og fjárnám samkvæmt einum þeirra, kr. 680.00. Samkvæmt þessu verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda kr. 59.480.00 með vöxtum, er ákveðast 7% ársvextir og reiknast með hliðsjón af kröfugerð stefnanda af kr. 5.000.00 frá 10. desember 1960 til 10. janúar 1961, af kr. 10.000.00 frá þeim degi til 10. febrúar s. á., af kr. 15.000.00 frá þeim degi til 12. s. m., af kr. 12.000.00 frá þeim degi til 7. marz s. á., af kr. 29.000.00 frá þeim degi til 10. marz s. á., af kr. 34.000.00 frá þeim degi til 10. apríl s. á, af kr. 39.000.00 frá þeim degi til 10. maí s. á., af kr. 44.000.00 frá þeim degi til 10. júní s. á. og af kr. 49.000.00 frá þeim degi til 5. desember 1962 og af kr. 59.480.00 frá þeim degi til greiðsludags. Þá verður stefnda og gert að greiða stefnanda málskostnað, sem ákveðst kr. 8.000.00. Guðmundur Jónsson borgardómari kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Stefndi, Rolf Johansen, greiði stefnanda, Gísla Júlíussyni, kr. 59.480.00 með 7% ársvöxtum af kr. 5.000.00 frá 10. des- ember 1960 til 10. janúar 1961, af kr. 10.000.00 frá þeim degi til 10. febrúar s. á., af kr. 15.000.00 frá þeim degi til 12. s. m., af kr. 12.000.00 frá þeim degi til 7. marz s. á., af kr. 29.000.00 frá þeim degi til 10. marz s. á., af kr. 34.- 000.00 frá þeim degi til 10. apríl s. á., af kr. 39.000.00 frá þeim degi til 10. maí s. á., af kr. 44.000.00 frá þeim degi til 10. júní s. á., af kr. 49.000.00 frá þeim degi til 5. desem- ber 1962 og af kr. 59.480.00 frá þeim degi til greiðsludags og kr. 8.000.00 í málskostnað innan 15 daga frá birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 908 Miðvikudaginn 9. desember 1964. Nr. 139/1964. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Ottó Laugdal Ólafssyni (Friðrik Magnússon hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Gizur Bergsteinsson, Einar Arnalds, Jóna- tan Hallvarðsson og Logi Einarsson og prófessor Theodór B. B. Líndal. Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum og áfengislögum. Dómur Hæstaréttar. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 5.000.00, og laun skip- aðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, kr. 5.000.00. Það athugast, að héraðsdómari hefur látið undan falla að leita sannana um skaðabótakröfu Magnúsar Snæbjörns- sonar á hendur ákærða, sbr. 145. gr. laga nr. 82/1961. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Ottó Laugdal Ólafsson, greiði allan áfrýj- unarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 5.000.00, og málsvarnarlaun verjanda sins fyrir Hæstarétti, Friðriks Magnússonar hæstaréttar- lögmanns, kr. 5.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Akureyrar 9. júní 1964. Ár 1964, Þriðjudaginn 9. júní, var í sakadómi Akureyrar, sem haldinn var af Ásmundi S. Jóhannssyni fulltrúa í skrifstofu em- bættisins með undirrituðum vottum, kveðinn upp dómur í mál- 909 inu nr. 271/1964: Ákæruvaldið gegn Ottó Laugdal Ólafssyni, sem tekið var til dóms 21. apríl 1964. Mál þetta er höfðað með ákæru saksóknara ríkisins, dagsettri 10. janúar 1964, á hendur Ottó Laugdal Ólafssyni bifreiðarstjóra, Grundarstíg 2A í Reykjavík, fyrir að aka eða reyna að aka, um kl. 0115, aðfaranótt laugardagsins 17. ágúst 1963 undir áhrif- um áfengis bifreiðinni A 1660 nokkurn spöl á bifreiðastæði við Hótel K.E.A. á Akureyri og aka bifreiðinni þar aftur á bak eða láta hana renna án nægilegrar varkárni, en árekstur varð á bifreiðastæðinu milli bifreiðar ákærða og bifreiðarinnar Á 180, sem var í kyrrstöðu. Telst þetta varða við 2. sbr. 4. mgr. 25. gr., 1. mgr. 37. gr. og 4. mgr. 46. gr. sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 26/1958 og Í. mgr. 24. gr. sbr. 45. gr. áfengislaga nr. 58/1954. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til öku- leyfissviptingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði er sakhæfur, fæddur 30. júní 1932 í Vestmannaeyj- um, og hefur sætt refsingum og refsiviðurlögum sem hér segir: 1950 15/3 Í Vestmannaeyjum: Sátt, 75 kr. sekt fyrir ölvun og óspektir. 1955 6/9 Reykjavík: Áminning fyrir brot á 27. gr. bifreiðalaga. 1958 17/11 Reykjavík: Sátt, 250 kr. sekt fyrir brot á 37. og 45. gr. umferðarlaga. 1959 5/12 Reykjavík: Sátt 150 kr. sekt fyrir umferðarslys. 1960 11/11 Reykjavík: Sátt, 50 kr. sekt fyrir brot á lögum nr. 73/1952. Málsatvik eru sem hér segir: Aðfaranótt laugardagsins 17. ágúst 1963, kl. 0115, var lögreglunni á Akureyri tilkynnt um árekstur milli bifreiðanna A 1660 og A 180 á bifreiðastæði framan við Hótel K.F.A. Er lögreglumenn komu á vettvang, benti öku- maður bifreiðarinnar A 180 á mann, er tók á rás austur með hótelinu, og kvað hann hafa ekið bifreiðinni A 1660 á sína bif- reið. Maður þessi var handtekinn, og reyndist hann vera Ottó Laugdal Ólafsson, ákærði í máli þessu, og var hann allmikið ölvaður. Blóðsýnishorn var tekið úr ákærða, og reyndist það innihalda 1,8%, reducerandi efna (alkohol). Vitnið Magnús Snæbjörnsson kvaðst hafa ekið bifreið sinni A 180 um kl. 0115 greinda nótt að Hótel K.E.A., og lagði það bifreiðinni skáhallt aftan við bifreiðina A 1660. Meðan vitnið beið eftir farþegum, var síðastnefndri bifreið ekið aftur á bak 910 eða hún rann, og lenti hún laust á vinstri framhurð bifreiðar vitnisins. Ekki gat vitnið staðhæft það, að aflvél A 1660 hafi verið í gangi, er framangreint skeði. Skemmdir hlutust litlar á bifreið vitnisins, og gerði það kröfu til kr. 600.00 bóta vegna rispu á hurðinni og atvinnutjóns. Vitnið Friðjón Heiðar Eyþórsson, eigandi bifreiðarinnar A 1660, kvaðst hafa verið á samkomu að Hótel K.E.A. kvöldið 16. ágúst 1963, en ákærði var þar einnig. Samdi vitnið við Sighvat Snæ- björnsson barþjón, að hann æki bifreið vitnisins að lokinni samkomunni, en bifreiðinni hafði vitnið lagt úti fyrir hótelinu kl. 1900 sama kvöld. Vitnið kvaðst ekki muna eftir að hafa af- hent ákærða lykla bifreiðar sinnar á samkomunni, en að henni lokinni fóru vitnið og ákærði út í bifreiðina, og ræsti ákærði vélina, og hrökk bifreiðin aftur á bak, er ákærði tók fót af tengslinu, sökum þess að vélin var í aftur á bak gangstigi. Við það að hrökkva aftur á bak, lenti bifreiðin á kyrrstæðri bifreið og skemmdi hana lítils háttar. Vitnið Sighvatur Snæbjörnsson kvaðst hinn 16. ágúst 1963 hafa ekið bifreiðinni A 1660 fram í Kristnes. Var ákærði meðal farþega og neytti víns. Um kvöldið starfaði vitnið á Hótel K.E.A., en minntist þess ekki að hafa afgreitt ákærða með vín, enda sá Það hann ekki á samkomunni. Vitnið Árni Höskuldur Magnússon lögreglumaður, sem hand- tók ákærða, kvað hann hafa verið áberandi ölvaðan og fram- burður hans reikull og ósamhljóða, svo eigi var unnt að taka af honum lögregluskýrslu. Kvað ákærði vitnið Sighvat Snæbjörns- son hafa lofað að aka. Vitnið Matthías Einarsson lögreglumaður, sem einnig vann að handtöku ákærða, kvað ákærða hafa náðst á hlaupum frá vettvangi, og sást hann kasta frá sér lyklum bifreiðarinnar A 1660. Sagði vitnið, að vitnið Friðjón Heiðar Eyþórsson hafi haft á orði, að vitnið Sighvatur Snæbjörnsson hefði lofað að aka í umrætt sinn. Ákærði viðurkenndi að hafa ræst hreyfil bifreiðarinnar í nefnt sinn og neitaði því ekki að hafa ekið henni aftur á bak, svo að hún rakst á aðra bifreið, en kvaðst þó ekki vera viss um það, hvort svo hafi verið eða hvort bifreiðin hafi runnið. Hann viður- kenndi einnig að hafa fundið til áhrifa áfengis allmikið. Samkvæmt því, sem rakið hefur verið, þykir nægilega sann- að, að ákærði hafi gerzt brotlegur við þau refsiákvæði, sem í 911 ákæru eru rakin. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 10 daga varðhald. Samkvæmt 1. mgr. 24. gr. áfengislaga og 81. gr. umferðarlaga ber að svipta ákærða ökuleyfi í 12 mánuði frá birtingu dóms þessa. Skaðabótakröfu Magnúsar Snæbjörnssonar vísast frá dómi, þar sem hún þykir eigi nægilega reifuð og rökstudd. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar á meðal kr. 3.500.00 til Friðriks Magnússonar hæstaréttarlögmanns, skipaðs verjanda síns. Dráttur sá, sem varð á uppkvaðningu dóms þessa, stafar af önnum dómarans við rannsókn annarra opinberra mála. Dómsorð: Ákærði, Ottó Laugdal Ólafsson, sæti varðhaldi í 10 daga. Ákærði er sviptur ökuleyfi í 12 mánuði frá birtingu dóms- ins að telja. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar á meðal kr. 3.500.00 til Friðriks Magnússonar hæstaréttarlögmanns, skip- aðs verjanda síns. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 912 Miðvikudaginn 16. desember 1964. Nr. 39/1964. Landhelgisgæzla Íslands f. h. eiganda og áhafnar varðskipsins Ægis (Ingólfur Jónsson hrl.) og Ólafur Jónsson f. h. eiganda og áhafnar v/b Jóns Gunnlaugs, GK 444 (Páll S. Pálsson hrl.) gegn Trolle á Rothe h/f f. h. eigenda m/s Talis trá Frederikstad, Noregi, Krossanesverk- smiðjunni og Kveldúlfi h/f og gagnsakir (Guðmundur Ásmundsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðs- son og Logi Einarsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Bjarglaun. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi Landhelgisgæzla Íslands f. h. eiganda og áhafnar varðskipsins Ægis hefur áfrýjað málinu með stefnu 10. marz 1964 og gert þær dómkröfur, að gagnáfrýjendum verði dæmt að greiða honum óskipt bjarglaun, kr. 1.750.- 000.00, ásamt 7% ársvöxtum frá 15. ágúst 1961 til greiðslu- dags og málskostnað í héraði og hér fyrir dómi. Þá krefst aðaláfrýjandi og sjóveðréttar í m/s Talis frá Frederikstad, Noregi, til tryggingar greindum fjárhæðum. Aðaláfrýjandi Ólafur Jónsson f. h. eiganda og áhafnar v/b Jóns Gunnlaugs, GK 444, hefur áfrýjað málinu með stefnu 18. marz 1964 og krafizt þess, að gagnáfrýjendum verði dæmt að greiða honum óskipt bjarglaun, kr. 875.- 000.00, ásamt 7% ársvöxtum frá 15. ágúst 1961 til greiðslu- dags og málskostnað í héraði og hér fyrir dómi. Þá er og krafizt sjóveðréttar í m/s Talis til tryggingar þessum fjárhæðum. 913 Gagnáfrýjandi Trolle é Rothe h/f f. h. eigenda m/s Talis hefur áfrýjað málinu með stefnu 18. marz 1964 og krafizt lækkunar fjárhæða, sem dæmdar voru í héraði, og máls- kostnaðar óskipt af aðaláfrýjendum í héraði og hér fyrir dómi. Gagnáfrýjendur Krossanesverksmiðjan og Kveldúlfur h/f hafa áfrýjað málinu með stefnu 6. april 1964. Þeir krefj- ast lækkunar fjárhæða, sem dæmdar voru í héraði, og máls- kostnaðar af aðaláfrýjendum í héraði og fyrir Hæstarétti. Af hendi gagnáfrýjenda Krossanesverksmiðjunnar og Kveldúlfs h/f, eigenda farms þess, er var í m/s Talis, þeg- ar því var veitt hjálp sú, sem mál þetta er af risið, hefur fyrir Hæstarétt verið lagt bréf Samvinnutrygginga, dags. 10. desember 1964, svohljóðandi: „Í umboði Krossanesverksmiðjunnar og Kveldúlfs h/f lýsum vér því hér með yfir, að nefndir aðilar eru sam- þykkir því, að í hæstaréttarmálinu nr. 39/1964 verði greiðslu- skylda á hendur þeim, ef til kemur, dæmd án takmörk- unar við tiltekið aðfararandlag eða ákveðna fjárhæð og in solidum með eiganda m/s Talis.“ Atvikum máls þessa er rækilega lýst í héraðsdómi. Þá er varðskipið Ægir kom á vettvang, hafði öll skips- höfn m/s Talis yfirgefið skipið að boði skipstjóra, sem taldi skipið svo hætt komið, að hann vildi „ekki bera ábyrgð á því, að menn væru lengur um borð“. Var m/s Talis því mannlaust og stjórnlaust rekald, er varðskipið hóf aðgerðir sínar. Samkvæmt þessu og öðru því, sem í héraðsdómi er rakið, var m/s Talis í hættu statt og hjálp sú, sem veitt var, ótvíræð björgun í merkingu 1. mgr. 229. gr. siglinga- laga nr. 56/1914, er þá voru í gildi. Við ákvörðun björgunarlauna ber sérstaklega að líta til þessa: 1. Björgunin var fullkomin og tókst vel í alla staði. 2. Björgunarmenn þeir, sem réðust til uppgöngu og um borð í hið yfirgefna og mannlausa skip, lögðu sig í lífs- hættu og sýndu mikla hugprýði, eins og á stóð, verklagni og atorku. öð g14 3. Varðskipið var sérstaklega til björgunar búið og áhöfn þess vön björgunarstörfum og æfð til þeirra. 4. Verðmæti hinna björguðu fjármuna nam samkvæmt matsgerð dómkvaddra manna samtals kr. 3.480.500.00. Þegar virt eru þessi og önnur atriði, er hafa ber hlið- sjón af, þykja björgunarlaun hæfilega ákveðin alls kr. 520.000.00, og hljóti eigandi og áhöfn v/s Ægis þar af kr. 450.000.00 og eigandi og áhöfn v/b Jóns Gunnlaugs, GK 444, með skírskotun til raka héraðsdóms, kr. 70.000.00. Ber gagnáfrýjendum að greiða óskipt greindar fjárhæðir ásamt vöxtum, eins og krafizt er, og svo málskostnað í hér- aði og hér fyrir dómi, eiganda og áhöfn v/s Ægis kr. 110.- 000.00 og eiganda og áhöfn V/b Jóns Gunnlaugs kr. 25.000.00. Samkvæmt 1. tölulið 236. gr. siglingalaga nr. 56/1914 er sjóveðréttur í m/s Talis til tryggingar greindum fjárhæðum. Dómsorð: Gagnáfrýjendur, Trolle á Rothe h/f f. h. eigenda m/s Talis frá Frederikstad, Noregi, Krossanesverk- smiðjan og Kveldúlfur h/f, greiði óskipt aðaláfrýjend- um, Landhelgisgæzlu Íslands f. h. eiganda og áhafnar varðskipsins Ægis og Ólafi Jónssyni f. h. eiganda og áhafnar v/b Jóns Gunnlaugs, GK 444, kr. 520.000.00, og hljóti eigandi og áhöfn v/s Ægis þar af kr. 450.- 000.00 og eigandi og áhöfn v/b Jóns Gunnlaugs kr. 70.000.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 15. ágúst 1961 til greiðsludags. Gagnáfrýjendur greiði aðaláfrýjendum óskipt máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, eiganda og áhöfn v/s Ægis kr. 110.000.00 og eiganda og áhöfn v/b Jóns Gunnlaugs kr. 25.000.00. Aðaláfrýjendur eiga sjóveðrétt í m/s Talis til trygg- ingar dæmdum fjárhæðum. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 915 Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 2. marz 1964. Mál þetta, sem tekið var til dóms 18. f. m., hefur Landhelgis- gæzla Íslands f: h. eigenda og áhafnar v/s Ægis höfðað fyrir sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur með stefnu, birtri 22. febrúar 1962, gegn Trolle ár Rothe h/f f. h. eigenda og vátryggjenda m/s Talis, Frederikstad í Noregi, Kveldúlfi h/f, Hjalteyri, og Krossanesverksmiðjunni, Akureyri, sem eiganda farmsins í m/s Talis og farmflytjanda sama farms til greiðslu in soliðum á björgunarlaunum, kr. 1.750.000.00, ásamt 8% ársvöxtum frá 15. ágúst 1961 til greiðsludags og málskostnaði að mati dómsins svo og að sjóveðréttur verði dæmdur stefnendum til tryggingar tildæmdum kröfum. Með stefnu, dagsettri 13. apríl 1962, hefur Ólafur Jónsson f. h. eigenda og áhafnar m/b Jóns Gunnlaugs höfðað meðal- göngusök í málinu og krafizt þess, að stefndu verði dæmdir in soliðum til að greiða eigendum og áhöfn m/b Jóns Gunnlaugs björgunarlaun, kr. 875.000.00, með 8% ársvöxtum frá 15. ágúst 1961 til greiðsludags auk málskostnaðar svo og viðurkenningar sjóveðréttar í m/s Talis fyrir tildlæmdum upphæðum. Undir rekstri málsins hafa aðalstefnendur og meðalgöngustefn- endur fallið frá kröfum á hendur vátryggjendum m/s Talis í máli þessu, en beina nú málinu gegn vátryggjendum m/s Talis sem réttargæzlustefndum. Aðalstefnendur kröfðust þess í upphafi, að meðalgöngusök yrði vísað frá dómi. Undir rekstri málsins hafa þeir fallið frá frávísunarkröfu sinni, en gert þær kröfur gagnvart meðalgöngu- stefnendum, aðallega að þeim verði ekki tildæmd björgunar- laun, en til vara að þeim verði aðeins tildæmd 10% af björg- unarlaununum. Stefndu hafa krafizt þess, að kröfur aðalstefnenda og meðal- göngustefnenda verði stórlega lækkaðar og þeim dæmt að greiða stefndu málskostnað að mati dómsins. Samvinnutryggingum hefur verið stefnt til að gæta réttar síns í málinu, en engar kröfur hafa verið gerðar á hendur réttar- gæzlustefnda. Réttargæzlustefndi hefur látið sækja dómþing í málinu, en engar kröfur gert. Málavextir eru þessir: Um kl. 7 síðdegis þann 26. júlí 1961 hélt norskt skip, m/s Talis, af stað frá Seyðisfirði, og var ferðinni heitið norður um Langanes til Hjalteyrar við Eyjafjörð. Var skipið hlaðið 4090 916 málum af bræðslusíld. Um kl. 0145 um nóttina þann 27. júlí var skipið statt út af Vopnafirði. Virðist vindur þá hafa verið NNV, 5—6 vindstig, sjólag ca. 4. Varð 2. stýrimaður þá var við, að farið var að hallast á stjórnborða. Kl. 0200 kom 1. stýrimaður á vakt, og hallaðist skipið þá mikið á stjórnborða. Var skip- stjórinn þegar kvaddur á stjórnpall. Hallaðist skipið þá ca. 10 — 15 gráður. Kl. 0212 gaf skipstjóri skipun um að dæla olíu (ca. 8500 1) úr stjórnborðstanka yfir í bakborðstanka. Var jafnframt slegið á hæga ferð og skipinu beint móti sjó og vindi. Dró það nokkuð úr veltu skipsins, en ekki mikið, því að sjór var óreglu- legur. Skipið hélt áfram að hallast og síga niður að framan. Þegar búið var að dæla olíunni yfir í bakborðstankann, var einnig dælt í hann frá þilfari. Annað kveðst skipstjóri ekki hafa séð, sem hægt væri að gera til að rétta skipið. Þegar skipið hélt áfram að hallast og síga fram, var lestarlúga nr. Í opnuð, og sá stýrimaður, að síld rann úr miðhólfi lestarinnar fram yfir þver- skilrúm og yfir í fremsta hólf lestarinnar, sem fyrir var aðeins hálft af síld. Virtist stýrimanni síldin renna meira yfir í stjórn- borðshólf I. lestar. Síldin var „mjög runnin“ og þess vegna á meiri hreyfingu. Skipið hélt áfram að hallast. Gaf skipstjóri þá skipun um að slá út björgunarbáti stjórnborðsmegin. Einnig var reynt að losa björgunarbátinn bakborðsmegin, en það heppn- aðist ekki vegna halla skipsins og veltingsins. Kl. 0335 var skipið farið að hallast svo mikið, að skipstjóri lét senda út neyðar- skeyti um talstöðina, og komið var á sambandi við Seyðisfjarðar- loftskeytastöðina. Kl. 0400 athugaði fyrsti stýrimaður aftur lúgu nr. I, og kom í ljós, að síldin hélt áfram að renna yfir þverskil- rúmið, og lýsi og blóðvatn var komið fram í stafnrúm, sem áður var tómt. Ki. 0530 fór skipið að rugga ákaflega og hallaðist stöðugt meira. Þilfarið lá þá undir sjó stjórnborðsmegin. Kl. 0553 var vélin stöðvuð, og samkvæmt skipun skipstjórans fór öll skipshöfnin í björgunarbátinn kl. 0555. M/b Jón Gunnlaugs, GK 444, sem um kl. 0400 hafði heyrt v/s Ægi kalla, að m/s Talis væri í nauðum statt, lagði þá þegar af stað að hinu nauðstadda skipi og var kominn að því um kl. 0440. Nokkru síðar kom annar mótorbátur, Víðir II, á vettvang. M/b Jón Gunnlaugs fylgðist síðan með m/s Talis. Er skipshöfn m/s Talis fór í björgunarbátinn, sigldi m/b Jón Gunnlaugs rétt að skipinu, og var kastlínu kastað til björgunarbátsins. Var björgunarbáturinn því næst dreginn að og öll skipshöfnin, 11 manns, tekin um borð í m/b Jón Gunnlaugs. Var bjórgunarbát- 917 urinn því næst tekinn í drátt. M/b Jón Gunnlaugs hélt því næst kyrru fyrir og beið átekta. Björgunarbátur þessi slitnaði síðar aftan úr. Þegar m/s Talis sendi út neyðarskeyti sitt kl. 0335, var varð- skipið Ægir við síldarleit rv. 048? fjarlægð 15.0 sm frá Glett- inganesvita. Var vindur þá samkvæmt skýrslum varðskipsmanna N-5, talsverður sjór og súld. Sigldi varðskipið þegar á fyllstu ferð í áttina til m/s Talis. Á leiðinni hafði varðskipið loftskeyta- samband við m/b Víði Il og m/b Jón Gunnlaugs. Kl. 0650 var v/s Ægir kominn að m/s Talis, sem var þá rv. 066“ fjarlægð 16.00 sm frá Viðvíkurhnúk. Samkvæmt skýrslu skipherrans á v/s Ægi var vindur þá NNV-6, talsverður sjór og súld. Er v/s Ægir kom á vettvang, hafði skipherrann á varðskipinu loft- skeytasamband við skipstjórann á m/s Talis og spurðist fyrir um það, hvort hann ætti að setja dráttartaug í m/s Talis, og samþykkti skipstjórinn það. Var þá mannaður róðrarbátur, og réðust 2. og 3. stýrimaður af v/s Ægi ásamt 3 hásetum til upp- göngu á m/s Talis. Kl. 0705 hafði dráttartaug verið fest í m/s Talis, og var skipinu snúið til Vopnafjarðar. Í skýrslu skipherrans á m/s Ægi, sem hann og 2. og 3. stýri maður varðskipsins hafa fyrir dómi viðurkennt rétta, segir m. a.: „„TALIS“ sneri stefninu til A, og þar eð stb. halli var á skip- inu, valt skipið mjög þungt, og var stb. skammdekk og lunning oftast undir sjó, þannig að stb.megin var dekk oftast fullt af sjó inn að miðju og upp á stb. lúgukant. Skipið lá enn fremur mikið fram, þannig að sjór gekk sérlega mikið inn á dekk rétt aftan við bakborðshornið. Við nánari athugun á TALIS kom í ljós, að á afturkanti bakka var opin hurð. Í bakkagólfi var opin lúga niður í stórt stafnrúm. Við aukin áföll hefði þetta stafn- rúm fljótlega fyllzt, þar eð skipið lá mikið fram, og sjór hefði átt greiðan gang niður í stafnrúmið, sem hefði rúmað tugi tonna af sjó .... Í stafnrúminu var töluvert magn af blóðvatni og grút, og virtist því sem framþil lestarinnar hefði sprungið að neðanverðu, en ekki sást skaði á þeim hluta lestarþilsins, sem upp úr stóð .... „TALIS“ lét mjög illa að stýri á leiðinni til lands. Þurftu tveir menn að vera við stýrið megnið af leiðinni, þó rásaði skipið mjög mikið og lét illa að stjórn, enda gekk sjór stöðugt yfir stb.-lunningu, sem nú sneri að sjó og vindi, og var stb. dekkgangur oftast fullur af sjó. Skipið tók langar og þungar z veltur og gaf lítið eftir í sjó .“ .... Um kl. 0815 slitnaði létt- 918 bátur v/s Ægis aftan úr „TALIS“. M/b Jón Gunnlaugs tók bát- inn í slef og fylgdist með „TALIS“ til Vopnafjarðar. M/b Jón Gunnlaugs fylgdi m/s Ægi eftir til lands, og var öll skipshöfn m/s Talis um borð í mótorbátnum, enda kom engin ósk um það frá v/s Ægi, að skipsmenn m/s Talis færu um borð, og skipstjórinn á m/s Talis kveðst heldur ekki hafa boðið fram aðstoð sína eða sinna manna. Um kl. 0815 slitnaði léttbátur v/s Ægis aftan úr Talis. Er óumdeilt í málinu, að rétt á eftir hafi komið fram ósk um það frá v/s Ægi, að m/b Jón Gunnlaugs héldi sig nærri m/s Talis, ef eitthvað bæri út af. Um kl. 1300 komu skipin irn á leguna á Vopnafirði. Lagðist v/s Ægir þar við legufæri með m/s Talis aftan í Voru tveir vélstjórar af v/s Ægi (3. og 4. vélstj.) sendir um borð í m/s Talis, og reyndu þeir að setja aðalvél bátsins í gang. Heppnaðist það ekki. Fyrsti vélstjóri af v/s Ægi, sem einnig fór um borð í m/s Talis, telur, að vélin hafi ekki farið í gang, vegna þess að hún hafi verið köld. Vélstjórarnir hafi verið búnir að gera eina tilraun til að setja vélina í gang, en síðan hafi tekið langan tíma að hlaða upp „start“-lofti aftur, en á meðan á því stóð, hafi 1. vélstjórinn á Talis komið, og hafi hann sett vélina í gang með „cigarettum“, sem séu sérstakar kveikjur. Var kl. þá um 1500. Var vélin síðan keyrð í 10 mínútur á hægri ferð, og sigldu björgunarmenn skipinu síðan að bryggju. Skipstjórinn á m/s Talis varð samferða 1. vélstjóra um borð í Talis. Skips- menn v/s Ægis kváðust ekki afhenda honum skipið, að svo stöddu, og sigldu þeir Talis því sjálfir að bryggjunni, þar sem það var bundið, og var því lokið um kl. 1525. Kröfur sínar í aðalsök styðja aðalstefnendur, Landhelgisgæzla Íslands og skipshöfn v/s Ægis, þeim rökum, að m/s Talis hafi verið mannlaust og yfirgefið rekald í mikilli hættu og að því komið að farast, þegar björgunarmennirnir frá v/s Ægi réðust til uppgöngu á það og tókst að koma í það dráttartaugum frá v/s Ægi, sem síðar dró það til næstu hafnar og skilaði því þar að bryggju heilu og höldnu. Björgunarmennirnir af v/s Ægi hafi verið í mikilli hættu bæði við að komast upp í m/s Talis vegna ástands skipsins, veðurs og sjólags, og ekki sízt eftir að björgunarbátur þeirra slitnaði frá þeim. Gögn málsins, þar á meðal skýrslur skipverja á m/s Talis um ástand skipsins, sýni, að eins og ástatt var um veður og skipið, hafi verið eðlilegt, að skipstjórinn tók þá ákvörðun að yfirgefa skipið. Í skýrslum 919 fyrir dómi hafi skipstjórinn á m/s Talis, 1. og 2. stýrimaður og 1. vélstjóri allir verið á einu máli um það, að Talis hafi verið í mikilli hættu statt. Enginn vafi sé á því, að um fyllstu björg- un hafi verið að ræða samkvæmt skilningi siglingalaganna. Björgunarmenn, sem séu þaulvanir björgun á hafi úti sem við land og höfðu ágæt tæki til björgunar, hafi tekið það ráð að freista uppgöngu á hið yfirgefna og sökkvandi skip. Hafi þeir lagt sig í mikla hættu og sýnt mikið snarræði, dugnað og kunn- áttu í starfi sínu. Skipið með búnaði og öðru tilheyrandi ásamt farmi og farmgjaldi hafi verið metið af dómkvöddum mats- mönnum á samtals kr. 3.480.500.00. Þessu mati (dskj. nr. 5) hafi ekki verið hnekkt, og beri við ákvörðun björgunarlauna að leggja það til grundvallar. Með tilliti til þess, að líta verði svo á, að hér sé um fullkomna björgun að ræða, og miðað við allar aðstæður, sé björgunarlaunakrafan, kr. 1.750.000.00, réttmæt, og beri að taka hana til greina. Meðalgöngustefnendur, Miðnes h/f, eigandi m/b Jóns Gunn- laugs, og skipshöfn hans, rökstyðja kröfur sínar með því, að þeir hafi bjargað allri skipshöfn m/s Talis, sem hafi yfirgefið skipið, sem verið hafi í mikilli hættu og að því komið að sökkva. Auk þess hafi skipshöfnin á m/b Jóni Gunnlaugs tekið með ýmsum hætti þátt í björgun m/s Talis. M/b Jón Gunnlaugs hafi verið fyrsta skipið á vettvang. Það hafi ekki haft afl til þess að draga m/s Talis til lands í þeim sjó, sem þarna var. Það hafi þess í stað með stöðugu loftskeytasambandi við v/s Ægi greitt fyrir varðskipinu. Eftir að varðskipið hafi komið dráttartauginni yfir í skipið Talis og sett þar 5 menn um borð, hafi m/b Jón Gunnlaugs fylgt Talis eftir, og viðurkennt sé af hálfu aðalstefnenda, að þess hafi verið óskað frá Ægi, að m/b Jón Gunnlaugs héldi sig nærri Talis, eftir að léttbátur Ægis slitnaði aftan úr Talis, sökum þess að þeir, sem voru um borð í Talis, hafi verið í yfirvofandi hættu. Enn fremur hafi Ægir beðið m/b Jón Gunnlaugs um að fylgjast með skipinu inn til Vopnafjarðar. Með framangreindri hjálp telja meðalgöngustefn- endur, að þeir hafi tekið þátt í björgun manna og skips í skiln- ingi 229. gr. siglingalaga nr. 56/1914, og beri því að dæma þeim björgunarlaun fyrir þátttökuna. Telja meðalgöngustefn- endur, að björgunarlaun í heild séu hæfilega metin af aðalstefn- endum kr. 1.750.000.00. Með sérstöku tilliti til þess, að meðal- göngustefnendur björguðu skipshöfn allri, telja þeir eðlilegt og rétt, að þeim verði tildæmdur úr hendi aðalstefndu helmingur 920 björgunarlauna á móti jafnstórum hluta til aðalstefnenda. Gera meðalgöngustefnendur því kröfu til þess, að aðalstefndu verði dæmdir til að greiða þeim kr. 875.000.00 í björgunarlaun. Sam- kvæmt framanrituðu telja meðalgöngustefnendur, að órofasam- band sé milli björgunar manna og fjármuna (skips og farms), að því er snertir tilefni og framkvæmd alla. En jafnvel þó að litið yrði svo á, sem þeir mótmæla, að björgun manna og góss væru ekki greinar á sama meiði, þá eigi þeir engu að síður rétt á hluta úr björgunarlaununum samkvæmt ákvæðum 229. greinar siglingalaganna. Aðalstefnendur halda því fram, að meðalgöngustefnendur eigi ekkert tilkall til björgunarlauna fyrir m/s Talis, og eigi björg- unarlaunin því að renna óskert til aðalstefnenda. M/b Jón Gunn- laugs hafi ekkert starfað að björgun skipverja á Talis úr skipi sínu í björgunarbát þess skips. Skipverjar m/s Talis hafi verið komnir í eigin björgunarbát og þar með úr allri hættu frá hinu sökkvandi skipi. Skipverjar á m/b Jóni Gunnlaugs hafi ekki gert annað en kasta línu til björgunarbátsins og draga hann að skipshliðinni og aðstoða við að koma mönnunum úr björgunarbátnum um borð í m/b Jón Gunnlaugs. Björgun skip- verja sé því í raun og veru í engu sambandi við björgun m/s Talis. Þá sé viðurkennt af skipstjórnarmönnum m/b Jóns Gunn- laugs, að það skip hafi ekki haft afl til þess að draga Talis til lands, eins og sjólag og veður var. Þótt v/s Ægir hefði samband við m/b Jón Gunnlaugs, áður en varðskipið kom að m/s Talis, hafi skipstjórnarmenn varðskipsins ekki þurft leiðbeininga við til þess að finna skipið, svo örugg séu tæki varðskipsins. Eðlilegt hafi verið, að m/b Jón Gunnlaugs væri beðinn að fylgjast með ferð m/s Talis, eftir að skipverjar v/s Ægis misstu frá sér bát sinn. Sú beiðni hafi þó ekki verið í neinu sambandi við björgun Talis, heldur til öryggis vegna skipverja v/s Ægis, en það veiti meðalgöngustefnendum ekki rétt til hluta úr björgunarlaunum fyrir björgun m/s Talis, enda hafi m/b Jón Gunnlaugs hvort sem var verið á leið til næstu hafnar, þ. e. Vopnafjarðar, með skipshöfnina af Talis. Hins vegar geti m/b Jón Gunnlaugs átt tilkall til þóknunar fyrir björgun bátsins af v/s Ægi. Meðal- göngustefnendur geti hins vegar ekki átt tilkall til björgunar- launa fyrir m/s Talis samkvæmt 229. gr. siglingalaganna. Verði hins vegar litið svo á, að meðalgöngustefnendur eigi rétt til hluta í björgunarlaunum, telja aðalstefnendur, að þeim beri í mesta lagi 10% af björgunarlaununum. 921 Stefndu í málinu, eigendur m/s Talis og farmsins, halda því ákveðið fram, að hjálp sú, sem v/s Ægir og m/b Jón Gunn- laugs veittu m/s Talis, sé ekki björgun í skilningi 229. gr. sigl- ingalaganna, heldur aðstoð. Beri því að lækka kröfur aðal- stefnenda og meðalgöngustefnenda stórlega. Þá er kröfum aðal- stefnenda og meðalgöngustefnenda um hærri vexti en 7% mót- mælt. M/s Talis hafi ekki verið statt í neyð og skipsmenn hafi ekki yfirgefið skipið. Skipshöfnin hafi að vísu farið í björgunar- bát og um borð í m/b Jón Gunnlaugs, en skipstjórinn á m/s Talis hafi ætlað sér um borð í skipið með skipshöfn sína, ef halli skipsins ykist ekki, og reyna að sigla því að landi, en áður en til þess kæmi, hafi Ægir komið á vettvang og tekið m/s Talis í drátt. Allar líkur séu til þess, að m/s Talis hefði komizt til hafnar af eigin rammleik. Halli skipsins hafi ekki aukizt verulega, eftir að skipshöfnin fór frá borði. Engin leki hafi komið að skipinu. Vélar skipsins og austurdælur frá lest- um hafi verið í lagi. Veður hafi ekki versnað, frekar farið batn- andi, frá því að skipið var tekið í drátt, unz komið var til hafn- ar. Eftirtektarvert sé og, að m/s Talis hafi þolað snúninginn og að ekkert hafi verið gert af hálfu Ægismanna, hvorki áður en skipin lögðu af stað né á leið til lands, annað en draga það. Ætla megi, að ferð skipsins hefði getað orðið hin sama með eigin vélarafli og í drætti. Ferð skipsins til Vopnafjarðar hafi sýnt, að röskunin á skilrúminu í lest þess var eigi stórvægi- legri en það, að skipið var sjófært þess vegna. Við nánari at- hugun á skilrúmi skipsins, eftir að það kom til Vopnafjarðar, hafi komið í ljós, að bilun skilrúmanna hafi verið tiltölulega lítil og afleiðing hennar að fullu komin fram. Það, hve farm- urinn rann á milli, muni m. a. hafa stafað af því, að síldin var orðin gömul og rann því meira til en ella. Þá sé á það að líta, að skipsmenn á v/s Ægi hafi ekki getað komið vél Talis í gang, Þegar komið var inn á leguna á Vopnafirði, en vélstjóri Talis hafi komið henni strax í gang. Þannig hafi Ægismenn ekki getað komið skipinu að bryggju, nema með hjálp Talismanna. Sam- kvæmt þessu beri að líta á hjálp skipanna sem aðstoð, en ekki björgun. Í öðru lagi er krafa aðalstefndu um lækkun dómkrafna stefnenda og meðalgöngustefnenda á því byggð, að kröfurnar séu langt úr hófi fram, jafnvel þótt dómurinn kæmist að þeirri niðurstöðu, að um björgun væri að ræða. Í því sambandi benda þeir á, að hjálpin hafi tekið skamman tíma, eða tæpar 12 klukku. stundir, frá því er hjálparbeiðnin barst, unz lagzt var að bryggju 922 á Vopnafirði, að engar skemmdir urðu á v/s Ægi eða m/b Jóni Gunnlaugs eða búnaði þeirra, að ekki sé unnt að telja, að menn hafi lagt sig í hættu við umræddar aðgerðir, enda hafi ekkert slys orðið, að v/s Ægir hafi ekki getað komið m/s Talis að bryggju á Vopnafirði, en súgur hafi verið úti í firðinum, og að skipshöfnin á m/b Jóni Gunnlaugs hafi ekki tekizt að draga björgunarbát m/s Talis til hafnar, og af þeim sökum hafi eig- endur m/s Talis orðið að greiða kr. 15.000.00 fyrir björgun á þessum björgunarbháti. Skipstjórinn á m/s Talis, 1. og 2. stýrimaður og 1. vélstjóri hafa allir lýst því yfir fyrir dómi, að skipið hafi verið í mikilli hættu statt, þegar þeir yfirgáfu það. Skipstjórinn hefur einnig skýrt svo frá, að er hann gaf skipun um að setja björgunar- bátinn á flot, hafi hallinn á skipinu í veltunni komizt í 35—40 gráður. Óumdeilt er í málinu, að hallinn hafi aukizt nokkuð, eftir að skipshöfnin yfirgaf skipið. Skilrúm í lestinni höfðu geng- ið úr skorðum. Skipið var hlaðið gamalli síld, sem farin var að slá sig. Við veltinginn varð farmurinn meyrari og nær fljótandi og af þeim sökum mjög hættulegur fyrir siglingu skipsins. Skipið var einnig sigið að framan. Vindur var NNV, 5—6 vindstig, og sjólag ca. 4. Er v/s Ægir kom á vettvang, rak m/s Talis í fyrr- greindu ástandi mannlaust og stjórnlaust fyrir veðri og vindi. Er það álit dómsins, að það hafi þá verið í yfirvofandi hættu statt. Varðskipsmenn réðust engu að síður til uppgöngu á skip- ið og komu dráttartaugum í það. Tókst þeim að snúa skipinu og draga það síðan til Vopnafjarðar. Verður að telja, að hjálp þessi hafi verið björgun í skilningi 1. málsliðar 1. mgr. 229. gr. siglingalaganna nr. 56/1914, sbr. nú 199. gr. laga nr. 66/1963. Í því sambandi skiptir ekki máli, þótt skipstjórinn á m/s Talis hafi ætlað sér að bíða átekta í m/b Jóni Gunnlaugs, þar sem hann samþykkti, að v/s Ægir setti dráttartaug í Talis og skipti sér því næst ekkert af drættinum til lands. Auk þess er óvíst, að skipið hefði þolað snúning fyrir eigin vélarafli. Sú mótbára aðalstefndu, að um björgun hafi ekki verið að ræða, vegna þess að 1. vélstjóri á m/s Talis hafi sett vél skipsins í gang, eftir að skipin voru komin til Vopnafjarðar, er einnig haldlaus. Í fyrsta lagi vegna þess, að m/s Talis var þá komið úr bráðri hættu og ekki var fullreynt, að Ægismenn gætu ekki sett vél- ina í gang. Auk þess var það skylda skipshafnar m/s Talis að aðstoða við björgunina. Í 2. málslið 1. mgr. 229. gr. siglingalaga nr. 56/1914, sbr. nú 923 199. gr. laga nr. 66/1963, er svofellt ákvæði: „Sá, sem bjargar mönnum af skipinu, meðan það var statt í neyð þeirri, sem var tilefni til björgunarinnar, eða veitir að björgun mannanna, á rétt á hluta úr björgunarlaununum.“ Það er álit dómsins, að m/s Talis hafi verið statt í neyð, þeg- ar skipverjar yfirgáfu skipið og fóru í björgunarbátinn. Eins og sjólagi og veðri var háttað, voru þeir alls ekki óhultir í björg- unarbátnum. Hjálp m/b Jóns Gunnlaugs, sem fyrstur kom á vettvang, er því björgun í skilningi síðastgreinds lagaákvæðis. Í því sambandi þykir ekki skipta máli, þótt björgun mannanna hafi verið auðveld. Þá er og viðurkennt af aðalstefnendum, að komið hafi fram ósk frá v/s Ægi um, að m/b Jón Gunn- laugs sigldi nærri Talis, eftir að bátur Ægismanna hafði slitnað aftan úr. Eiga meðalgöngustefnendur því einnig rétt á bjarg- launum. Í málinu liggur fyrir mat tveggja dómkvaddra manna. Hafa þeir metið verðmæti skipsins m/s Talis með búnaði öllum, farmi og farmgjaldi á kr. 3.480.500.00, og er björgunarbátur sá, sem slitnaði aftan úr m/b Jóni Gunnlaugs og bjargað var af öðru skipi síðar, ekki þar með talinn. Við ákvörðun bjarglauna ber m. a. að hafa hliðsjón af því annars vegar, að þeir skipsmenn v/s Ægis, sem fóru um borð í m/s Talis, lögðu sig þar með í mikla hættu. Auk þess fylgir ávallt nokkur áhætta fyrir bjargendur að koma dráttartaugum í skip og draga það við aðstæður, þegar svo er ástatt sem hér var. Þá tókst björgunin vel. Hins vegar tók björgunin tiltölulega stuttan tíma, og engar skemmdir urðu á skipunum, sem björg- uðu, eða tækjum þeirra, og skipshöfn m/b Jóns Gunnlaugs verður ekki talin hafa lagt sig í hættu við björgunarstarfið. Með tilliti til allra aðstæðna þykja björgunarlaun hæfilega ákveðin kr. 350.000.00, og hljóti eigendur og áhöfn v/s Ægis 44 hluta fjárhæðarinnar, en eigendur og áhöfn m/b Jóns Gunnlaugs % hluta hennar. Eftir þessum úrslitum ber stefndu að greiða aðalstefnendum og meðalgöngustefnendum málskostnað, samtals kr. 70.000.00, og hljóti eigendur og áhöfn v/s Ægis þar af kr. 58.000.00, en eigendur og áhöfn m/b Jóns Gunnlaugs kr. 12.000.00, og er þá tekið tillit til matskostnaðar og annars útlagðs kostnaðar aðal- stefnenda. Af hinu tildæmda ber stefndu að greiða ársvexti, er reikn- ast 7%. 924 Dæma ber aðalstefnendum og meðalgöngustefnendum sjóveð- rétt í m/s Talis til tryggingar framangreindum fjárhæðum. Bjarni K. Bjarnason borgardómari kvað upp dóm þenna ásamt meðdómsmönnunum Jóni Sigurðssyni skipstjóra og Viggó Maack skipaverkfræðingi. Dómsorð: Stefndu, Trolle ér Rothe h/f f. h. eigenda m/s Talis, Kveld- úlfur h/f og Krossanesverksmiðjan, Akureyri, greiði einn fyrir alla og allir fyrir einn Landhelgisgæzlu Íslands f. h. eigenda og áhafnar v/s Ægis og Ólafi Jónssyni f. h. eigenda og áhafnar m/b Jóns Gunnlaugs kr. 350.000.00, og hljóti eigendur og áhöfn v/s Ægis 4 hluta fjárhæðarinnar, en eigendur og áhöfn m/b Jóns Gunnlaugs % hluta hennar, ásamt 7T% ársvöxtum frá 15. ágúst 1961 til greiðsludags. Stefndu greiði aðalstefnendum og meðalgöngustefnendum kr. 70.000.00 í málskostnað, og hljóti eigendur og áhöfn v/s Ægis þar af kr. 58.000.00, en eigendur og áhöfn m/b Jóns Gunnlaugs kr. 12.000.00. Aðalstefnendur og meðalgöngustefnendur eiga sjóveðrétt í m/s Talis til tryggingar dæmdum fjárhæðum. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lög- birtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 925 Miðvikudaginn 16. desember 1964. Nr. 161/1963. Landhelgisgæzla Íslands f.h. eiganda og áhafnar varðskipsins Þórs (Ingólfur Jónsson hrl.) segn Guttormi Erlendssyni hæstaréttarlögmanni f. h. eiganda m/s Elgo, R7O0A, Fiskeriaktieselskabet Grindhaug, Noregi, og f. h. eiganda farms m/s Elgo, RTOA, B. Heide, Kristiansand, Noregi, og gagnsök (Guttormur Erlendsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðs- son og Logi Einarsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B, Líndal. Bjarglaun. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 28. nóvember 1963. Hann krefst þess, að gagn- áfrýjanda verði dæmt að greiða honum björgunarlaun, kr. 4.300.000.00, og skaðabætur, kr. 60.000.00, ásamt 7% árs- vöxtum frá 13. maí 1962 til greiðsludags og svo málskostn- að í héraði og hér fyrir dómi. Þá krefst aðaláfrýjandi sjó- veðréttar í m/s Elgo, R 7OA, til tryggingar greindum fjár- hæðum. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 16. jan- úar 1964 og gert þessar dómkröfur: 1. Að lækkuð verði krafa aðaláfrýjanda um laun fyrir hjálp þá, er í málinu greinir. 2. Að honum verði dæmd sýkna af kröfum aðaláfrýj- anda um skaðabætur, kr. 60.000.00. 3. Að málskostnaður í héraði falli niður, en aðaláfrýj- anda verði dæmt að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti. Atvikum máls þessa er rækilega lýst í héraðsdómi. Þá er varðskipið Þór kom á vettvang, voru allir skipverj- 926 ar m/s Elgo að beiðni þeirra fluttir yfir í varðskipið í báti varðskipsins. Þegar hér var komið, var m/s Elgo því mann- laust og stjórnlaust rekald í rúmsjó. Er ákveðið hafði verið, að tilraun skyldi gerð af hendi varðskipsins til að festa dráttartaug í m/s Elgo og draga það til hafnar, „vildi enginn af skipverjum Elgos fara aftur um borð“ til að- stoðar þar, „það væri of mikil áhætta í þeim sjógangi, sem þá var“, eins og segir í dagbók m/s Elgo og skýrslu skip- stjóra fyrir dómi. Samkvæmt þessu og öðru því, sem rakið er í héraðsdómi, var m/s Elgo í hættu statt og hjálp sú, sem veitt var, ótvíræð björgun í merkingu 1. mgr. 229. gr. siglingalaga nr. 56/1914, er þá giltu. Við ákvörðun björgunarlauna ber sérstaklega að líta til þessa: 1. Björgunin var fullkomin og tókst að öllu leyti vel. 2. Björgunarmenn þeir, sem réðust til uppgöngu og um borð í hið yfirgefna og mannlausa skip, lögðu sig í lífs- hættu og sýndu mikla hugprýði, eins og á stóð, verklagni og atorku. 3. Varðskipið var sérstaklega búið til björgunar og áhöfn þess vön björgunarstörfum og æfð til þeirra. 4. Bátur frá varðskipinu, sem notaður var við björg- unarstarfið, týndist, og telst verðmæti hans samkvæmt gögn- um málsins hafa numið kr. 60.000.00. 5. Verðmæti hinna björguðu fjármuna nam samkvæmt yfirmatsgerð dómkvaddra manna, að því er skipið varð- ar, og að öðru samkvæmt undirmatsgerð, sem gagnáfrýj- andi að því leyti er samþykkur, samtals kr. 5.588.000.00. Þegar virt eru þessi og önnur atriði, sem hafa ber hlið- sjón af, þykja björgunarlaun, þar með talið andvirði nefnds skipsbáts, alls hæfilega ákveðin kr. 800.000.00, er gagn- áfrýjanda ber að greiða aðaláfrýjanda ásamt vöxtum, eins og krafizt er, og svo málskostnað í héraði og hér fyrir dómi, samtals kr. 130.000.00. Samkvæmt 1. tölulið 236. gr. siglingalaga nr. 56/1914 á aðaláfrýjandi sjóveðrétt í m/s Elgo til tryggingar þess- um fjárhæðum. 927 Dómsorð: Gagnáfrýjandi, Guttormur Erlendsson hæstaréttar- lögmaður f. h. eiganda m/s Elgo, R 70 A, Fiskeriaktie- selskabet Grindhaug, og eiganda farms skipsins, B. Heide, greiði aðaláfrýjanda, Landheigisgæzlu Íslands f. h. eiganda og áhafnar varðskipsins Þórs, kr. 800.- 000.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 13. maí 1962 til greiðslu- dags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sam- tals kr. 130.000.00. Aðaláfrýjandi á sjóveðrétt í m/s Elgo, R7OA, til tryggingar fjárhæðum þessum. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum, Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 20. nóvember 1963. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 30. f. m., hefur Pétur Sigurðsson forstjóri höfðað fyrir sjó- og verzlunardómi Reykja- víkur með stefnu, útgefinni hinn 30. október 1962, gegn Gutt- ormi Erlendssyni hæstaréttarlögmanni fyrir hönd eiganda m/s Elgo, R-70-A, Fiskeriaktieselskabet Grindhaug, og eiganda farms skipsins, B. Heide, Kristiansand, báðum í Noregi, og Eiríki Step- hensen forstjóra f. h. Trolle ér Rothe h/f vegna vátryggjanda greinds skips, Assuranceforeningen Havfisk, Gjensidig, Aalesund, og vátryggjanda farms skipsins, Storebrand í Oslo, báðum í Nor- egi. Gerir stefnandi þær dómkröfur, að stefndu verði in solid- um dæmdir til að greiða björgunarlaun, að fjárhæð kr. 4.300.- 000.00, ásamt 8% ársvöxtum frá 13. maí 1962 til greiðsludasgs, skaðabætur, að fjárhæð kr. 60.000.00, ásamt 8% ársvöxtum frá 13. maí 1962 til greiðsludags svo og málskostnað, þar með talinn kostn- aður við sjóferðapróf og dómkvaðningu, kr. 6.894.50, og greiðsla til undirmatsmanna, kr. 25.500.00, svo og réttargjöld og mál- færslulaun samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands að skað- lausu eða að mati dómsins. Þá krefst stefnandi sjóveðréttar í m/s Elgo til tryggingar kröfum sínum. Af hálfu eiganda m/s Elgo og farms skipsins eru þær dóm- kröfur gerðar, að stefnukröfurnar verði lækkaðar að mati dóms- ins og málskostnaður verði látinn niður falla sökum fjarstæðu- 928 kenndrar kröfugerðar stefnanda. Af hálfu þessara stefndu er sérstaklega mótmælt greiðslu á kostnaði við undirmat og þess krafizt, að þeir verði sýknaðir af þeirri kröfu. Í greinargerð stefnda Eiríks Stephensens f. h. Trolle ár Rothe h/f vegna vátryggjanda farms m/s Elgo, Assuranceforeningen Havfiske, Gjensidig, Aalesund, og vátryggjanda farms skipsins, vátryggingarfélagsins Storebrand, Oslo, eru þær dómkröfur gerð- ar aðallega, að þeir verði sýknaðir af kröfum stefnanda og þeim dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati dómsins, en til vara, að kröfur stefnanda verði lækkaðar og málskostn- aður greiddur af hvorum aðilja að sínu leyti. Við munnlegan flutning málsins var því lýst yfir af hálfu stefn- anda, að fallið sé í máli þessu frá fjárkröfum á hendur vá- tryggjendum m/s Elgo og farms skipsins, þar sem þeir hafi, eins og fram komi í skjölum málsins, tekið á sig ábyrgð á greiðslu fjárhæða þeirra, sem dæmdar kunni að verða í málinu. Af hálfu stefnanda var því einnig lýst yfir, að þrátt fyrir þetta sé litið á þessa aðilja sem réttargæzlustefndu í málinu. Þá var því og lýst yfir af hálfu stefnanda, að haldið sé fast við kröfu hans að öðru leyti. Af hálfu vátryggjenda m/s Elgo og farms skipsins var því lýst yfir við munnlegan flutning málsins, að mál þetta sé nú flutt af þeirra hálfu sem réttargæzlustefndu. Jafnframt var því lýst yfir, að fallið sé frá kröfu þessara aðilja um málskostnað þeim til handa. Málavextir eru þessir: Kl. 2010 þriðjudaginn 8. maí 1962 lét m/s Elgo úr höfn á Akranesi. Skipið er 478.36 rúmlestir, og var farmur þess 476.120 kg af síld. Var ferð skipsins heitið til Noregs. Allt gekk vel í fyrstu, en undir morgun á fimmtudaginn tók vindur að aukast. Milli klukkan 6 og 7 þenna morgun var kominn nokkur velt- ingur, og kl. 0740 var skipinu snúið upp í vindinn. Kl. 1140 tóku skipverjar eftir því, að skipið hallaðist nokkrar gráður á bakborða. Kl. 1200 var fremri endi lestarlúgu opnaður, og kom þá í ljós, að farið var að losna um síldarfarminn, og rann hann fram og til baka. Hinn gildi langskipsbiti á innanverðu trésæti stjórnborðsmegin var að framan að ýtast upp á við. Halli skips- ins á stjórnborða jókst því dálítið. Eftir að skipstjórinn og stýri- menn skipsins höfðu ræðzt við, var ákveðið að senda út neyðar- merki og biðja um hjálp um talstöð skipsins, þar sem þeir álitu ástandið alvarlegt og óttuðust, að farmurinn kynni að kastast 929 frekar til í veltingnum. Um þetta leyti var veður ANA "7 vind- stig og sjólag 5. Um kl. 1215 eftir tíma skipsins voru fyrstu neyðarmerkin send út um talstöð skipsins. Jafnframt voru björg- unarbátar skipsins hafðir til reiðu, til þess að unnt væri að setja þá á flot. Vestmannaeyjaradíó svaraði neyðarkalli skipsins strax svo og varðskipið Þór. Önnur skip svöruðu einnig neyðar- kalli skipsins. Varðskipið Þór tók á móti neyðarkalli m/s Elgo kl. 1115 eftir tíma varðskipsins. Samkvæmt staðarákvörðun m/s Elgo var það þá statt á 6307“ N og 15930" V. Samkvæmt neyðar- kallinu þurfti skipið á aðstoð að halda þegar í stað. Hélt varð- skipið því þegar skipinu til hjálpar. Frá kl. 1240 var m/s Elgo miðað öðru hverju frá varðskipinu og siglingin leiðrétt sam- kvæmt því. Kom þá í ljós, að m/s Elgo var 29 sjómílur NA % N misvísandi frá þeim stað, sem skipið hafði gefið upp í fyrstu. Kl. 1419 kom varðskipið að m/s Elgo, og var staður þess þá 6335“ N og 15913“ V. Var veður þá ANA "7 vindstig og sjór samsvarandi og skýjað loft. M/s Elgo hélt þá skáhallt með stjórnborðshlið upp í vindinn og hallaðist lítils háttar á bak- borða. Skömmu áður en varðskipið kom að m/s Elgo, átti skip- herra varðskipsins tal við skipstjórann á m/s Elgo. Kveður skip- herrann sér hafa skilizt, að brotnað hefði skilrúm í lest skipsins, og er annað skilrúm léti undan, mundi skipið sennilega sökkva fljótt. Kvaðst skipstjóri m/s Elgo mundu yfirgefa skip sitt ásamt skipshöfninni. Varð að samkomulagi, að þeir yrðu sóttir í gúmmí- bát varðskipsins, er tók 17 menn. Kl. 1425 sóttu skipverjar varð- skipsins svo skipverja m/s Elgo, 10 að tölu, og kl. 1436 voru þeir komnir um borð í varðskipið. Er skipverjar á m/s Elgo voru komnir um borð í varðskipið, áttu skipstjórinn og skip- herrann tal saman. Kvaðst skipherrann ætla að freista þess að koma taug í skipið og draga það til hafnar. Skipstjóri m/s Elgo tilkynnti nú eftir að hafa ráðfært sig við skipshöfn sína, að enginn af henni vildi fara um borð í skipið aftur. Fóru nú fjórir menn af skipshöfn varðskipsins yfir í m/s Elgo undir stjórn 2. stýrimanns varðskipsins. Kl. 1517 hafði þeim tekizt að festa dráttartaug í skipið. Kl. 1530 hélt varðskipið síðan af stað til Vestmannaeyja með m/s Elgo í togi. Skömmu eftir að lagt var af stað, slitnaði gúmmíbátur, sem þeir fjórmenningarnir höfðu notað til þess að fara yfir í m/s Elgo, aftan úr skipinu, en þar hafði hann verið bundinn, til þess að fljótlega væri hægt að grípa til hans, ef illa færi. Var björgunarbátur þessi með skutvél. Í stað gúmmíbjörgunarbátsins var þá hafður til taks korkfleki, 59 930 skipinu. Kl. 0850 á föstudaginn voru skipin Vestmannaeyjum. Var þar þá hægviðri og sem var um borð lögzt að bryggju skýjað. Skipherra varðskipsins, Þórarinn Björnsson, kveður engan sjó hafa komizt í m/s Elgo, en hann kveður dálítinn halla hafa verið á því til bakborða, ca. 5*—69, og hafi sami halli haldizt á skip- inu, á meðan það var dregið til Vestmannaeyja og er komið var þangað. Eftir að dráttartaugum, sem varðskipið lagði til, hafði verið komið milli skipanna, kveður skipherrann sett hafa verið á hæga ferð áfram, enda hafi það tekið varðskipsmenn nokk- urn tíma að koma stýri m/s Elgo í samband. Síðan kveður hann ferðina hafa verið smáaukna upp í sjö sjómílur, síðar upp í 7.5 sjómílur og að lokum upp í 8.5 sjómílur, enda hafi veður þá verið orðið gott. Skipherrann telur, að örðugt hefði verið að draga skipið, ef því hefði ekki verið stýrt, og mundi drátt- urinn þá hafa tekið miklu lengri tíma. Skipstjórinn á m/s Elgo, Johannes Mosbron, hefur skýrt svo frá, að öll áhöfn skips hans hafi orðið sammála um að fara yfir Í varðskipið. Hann kveðst hafa litið svo á, að m/s Elgo mundi sökkva, ef tréskilrúm í lestum skipsins héldu ekki. Hann kveður allt hafa verið undir því komið, að skilrúm þessi héldu. Skip- stjórinn kveður skipherrann á varðskipinu hafa spurt sig að því, eftir að hann kom um borð í varðskipið, hvort þeir ættu ekki að draga skipið til hafnar. Kveðst hann hafa svarað því til, að það væri ágætt, ef þess væri kostur. Skipstjórinn kveður skipherrann á varðskipinu hafa spurt sig að því, hvort hann gæti sent menn um borð í m/s Elgo til þess að festa dráttar- taugarnar. Kveðst hann þá hafa spurt áhöfnina á skipi sínu, hvort þeir vildu fara af frjálsum vilja um borð í skipið í þessu skyni, og hafi þeir allir svarað, að það væri of mikil áhætta í þeim sjógangi, sem þá var. Hann kveður þá skipverja af varð- skipinu hafa farið um borð í skipið og fest dráttartaugarnar, og hafi menn þessir verið um borð í skipinu, þar til það kom til Vestmannaeyja. Skipstjórinn kveður vel hafa gengið að draga skipið. Hann kveður nokkurn vind hafa verið, er drátturinn hófst, en síðan kveður hann veðrið hafa lægt, er frá leið. Skip- stjórinn kveðst ekki vita til, að neitt hafi verið að stýri skipsins, er áhöfnin yfirgaf það. Skipstjórinn kveðst ekki hafa verið viss um, að staðarákvörðun sú, sem hann gaf, er hann sendi út neyðarkallið, hafi verið rétt, vegna áhrifa frá vindi og straumi, og hafi hann því beðið varðskipið um að miða skipið. Eftir það í í 931 hafi skipið gengið 2—3 hnúta á klukkustund norðaustur á bóg- inn. Eftir að neyðarkallið var sent út, kveður hann skipinu hafa verið haldið upp í vindinn, eins og gert hafi verið frá kl. 0740 um morguninn. Leon Karlsson, 2. stýrimaður á varðskipinu Þór, hefur skýrt svo frá, að sér hafi verið falið af skipherra varðskipsins að fara yfir í m/s Elgo ásamt þremur mönnum og festa dráttartaug milli skipanna. Um kl. 0300 um daginn kveður hann þá hafa farið um borð í skipið í gúmmíbát. Hann kveður drátta:taug hafa verið fest á milli skipanna, og hafi varðskipið síðan hafið að draga m/s Elgo. Stýrimaðurinn kveður ekki hafa verið hægt að leggja stýri skipsins, nema til bakborða, er þeir komu um borð, og hafi verið reynt að koma þessu í lag. Hann kveður þetta hafa gengið illa, en þó tekizt. Stýrimaðurinn kveður bæði aðalvél og ljósavél skipsins hafa verið í gangi, er þeir komu um borð, en hann kveður aðalvélina hafa verið stöðvaða, alllöngu eftir að stýrið var komið í lag. En ljósavélin var höfð í gangi, meðan á drættinum stóð. Stýrimaðurinn kveður talstöð skipsins hafa verið að verða ónothæf vegna rafmagnsleysis, er þeir komu um borð, en hann kveður þá félagana hafa haft meðferðis Walkie- Talkie stöð, og hafi þeir notað hana til að hafa samband við varðskipið. Stýrimaðurinn kveður skipstjóra m/s Elgo hafa sagt við sig, er hann var að fara yfir í skipið, að hann skyldi vara sig á því, að ef skipið færi, mundi það fara snögglega. Er skipið kom til Vestmannaeyja, fékk Landhelgissæzlan dóm- kvadda matsmenn til þess að meta verðmæti m/s Elgo og farms þess. Í matsgerð matsmannanna Runólfs Jóhannssonar skipa- smíðameistara, Jóns Ísaks Sigurðssonar hafnsögumanns og Ósk- ars Gíslasonar framkvæmdastjóra, sem dagsett er 14. maí 1962, segir svo: „M/s ELGO, R-70-A, Kopervík, Noregi. Rúmlestir 478.36 br. 254.83 nettó. Flokkunarfélag: Bureau Veritas 1 3/3 LI Great Coasting Trade. Samkvæmt dómkvaðningu bæjarfógetans í Vestmannaeyjum, dags. 12. maí 1962, höfum við undirritaðir skoðað ofanskráð skip og farm þess og kynnt okkur ásigkomulag hvors tveggja. Skipið er byggt í Japan árið 1948 sem hvalveiðiskip, árið 1952 932 er skipt um vélar og spil, og á s.l. ári er yfirbyggingin endur- nýjuð ásamt innréttingum mannaíbúða og raflögn. Í skipinu er Alpha-Diesel aðalvél 420 HK, Roston-Diesel ljósa- vél 22 HK. Tvö olíudrifin þilfarsspil, Ratsjá R.C.A. Tveir björgunarbátar úr tré, annar með vél, einnig björgunar- fleki. Farmur skipsins er síld, auðsjáanlega mjög slegin, enda hafa skilrúm í lestinni laskazt. Ofanskráð skip ásamt vélum og búnaði metum Við Á ......0.0.000000 nn kr. 11.307.000.00 8.000 lítrar gasolía ........000000 0000... — 12.000.00 100 1 smurningsolía ......00.00000 00... — 1.000.00 467 sml. síld, áætluð rýrnun 67 sml. eða 400 sml. — 140.000.00 Umboðsmaður vátryggjenda skipsins vildi ekki una þessu mati og fékk dómkvadda matsmenn til að meta yfirmati verðmæti skipsins. Í matsgerð yfirmatsmannanna Guðlaugs Stefánssonar forstjóra, Erlends Ólafssonar vélsmíðameistara, Gunnars M. J óns- sonar skipasmíðameistara, Vigfúsar Jónssonar vélsmíðameistara og Þorsteins Sigurðssonar forstjóra, sem dagsett er hinn 21. maí 1962, segir svo: „Skipið er flokkað hjá Bureau Veritas: 1 3/3 L. 1.1. Great Coast Trade. Skipið er byggt í Tamano í Japan árið 1948 og er 478 tonn brúttó, en 255 tonn nettó. Síðasta flokkunarviðgerð fór fram í júlí 1961. Var þá gufu- vélin tekin úr skipinu og sett í það Alpha-diesel aðalvél frá 1952, stærð 360/400 hp. og Ruston hjálparvél frá 1952, stærð 22 hp. með 15 KW rafal. Þá voru einnig settar í skipið tvær olíudrifnar dekkvindur (gamlar) þriggja og fjögurra tonna. Eftir ýtarlega athugun á skipinu, vélum og búnaði þess, met- um við skipið á kr. 5.435.000.00 — fimm milljónir fjögur hundr- uð þrjátíu og fimm þúsund krónur —.“ Af hálfu vátryggjenda skips og farms hefur verið lagt fram mat á verðmæti skipsins, dags. hinn 1. júlí 1961, sem mun hafa verið framkvæmt á vegum endurtryggjenda skipsins. Samkvæmt mati þessu er verðmæti skipsins talið nema n. kr. 750.000.00. Mun það vera tryggingarverðmæti skipsins. z Stefnandi reisir kröfur sínar í málinu á því, að hjálp sú, sem 933 varðskipið Þór hafi veitt m/s Elgo í umrætt sinn, hafi verið alger björgun í skilningi siglingalaga. Skipið hafi verið í mikilli hættu statt, og hafi skipshöfnin yfirgefið það, strax og færi hafi gefizt, og neitað að fara yfir í það aftur. Skipið hafi því verið algerlega mannlaust og yfirgefið rekald í mikilli hættu statt, Þegar björgunarmennirnir af varðskipinu komust upp í það og festu dráttartaug milli skipanna. Er því haldið fram, að veðurfar og sjólag hafi verið slæmt, þegar varðskipsmenn fóru yfir í m/s Elgo, og hafi það getað sokkið skyndilega að sögn skipstjóra þess. Hafi því varðskipsmenn verið í mikilli hættu staddir við störf sín um borð í m/s Elgo. Þá er á það bent af hálfu stefn- anda, að er varðskipið kom að m/s Elgo, hafi það verið á allt öðrum stað en gefið hafi verið upp í upphafi, og hafi það ein- ungis verið vegna tækja varðskipsins og kunnáttu varðskips- manna, að tekizt hafi að finna m/s Elgo, eins fljótt og raun varð á. Þá er einnig á það bent af hálfu stefnanda, að það hafi einungis verið vegna reynslu og kunnáttu skipverja varðskips- ins, að þeir hafi hætt sér út í hið nauðstadda skip, fyrst til að bjarga áhöfn þess og síðar til þess að freista þess að bjarga því og farmi þess. Þá hafi það einnig verið fyrir kunnáttu björg- unarmanna, að þeim hafi tekizt að koma stýri m/s Elgo í lag, svo unnt hafi verið að stýra skipinu í drættinum til lands. Að því er varðar grundvöll fjárhæðar dómkröfu stefnanda, þá er því haldið fram, að yfirmatið sé allt of lágt. Er grundvöllur fjárhæðar dómkröfunnar meðaltal fjárhæða undirmats og yfir- mats, þannig að hið bjargaða verðmæti er taldið nema kr. 8.524.- 000.00. Er krafa stefnanda miðuð við sem næst 50% af þessari fjárhæð. Er því mótmælt af hálfu stefnanda, að tryggingarverð- mæti skipsins, kr. 4.524.525.00, verði lagt til grundvallar við ákvörðun björgunarlauna. Þá er þess krafizt, að stefndi greiði andvirði björgunarbáts þess, sem notaður var af skipverjum varðskipsins til þess að komast yfir í m/s Elgo og týndist. Þá er og af hálfu stefnanda krafizt greiðslu á kostnaði við sjóferða- próf það, sem haldið var í Vestmannaeyjum vegna atburðar- ins, kr. 32.394.50. Af hálfu eiganda m/s Elgo og farms skipsins er því haldið fram, að hjálp sú, sem varðskipið Þór hafi látið í té í umrætt sinn, sé ekki björgun í skilningi siglingalaga, heldur einungis aðstoð. Er því haldið fram, að skipið hafi ekki verið í yfirvof- andi hættu og hafi umbúnaði í lest skipsins ekki verið svo áfátt sem talið hafi verið í fyrstu, enda hafi halli skipsins ekki aukizt. 934 Hefði skipið því komizt til hafnar hjálparlaust, þótt engin hjálp hefði borizt. Þá er á það bent, að skipið hafi ekki verið mann- laust, er varðskipið kom að því, og því hafi það ekki verið yfir- gefið í skilningi siglinsalaga. Að því er varðar grundvöll fjár- hæðar dómkröfu stefnanda, þá er undirmatinu mótmælt sem of háu og þýðingarla su. Er því haldið íram, að jafnvel fjár- hæð yfirmatsins sé of há, þer sem skipið hafi einungis verið vá- tryggt fyrir n. kr. 750.000.00, er gangverð skipa sem þessa muni vera lægra en tryggingarfjárhæðinni nemur. Þá er mótmælt kröfu stefnanda um greiðslu andvirðis björgunarbáts þess, sem varð- skipsmenn notuðu við starfið og glataðist. Er því haldið fram, að björgunarbáturinn hafi glatazt fyrir handvömm skipverja varðskipsins. Þá er einnig mótmælt kröfu um greiðslu kostn- aðar við undirmatið. Í málinu hafa verið lagðar fram ljósmyndir, er sýna m/s Elgo, þegar varðskipið kom að því. Þegar virt er það, sem hér hefur verið rakið, og þá sérstak- lega það, að skipverjar m/s Elgo yfirgáfu skipið, er varðskipið Þór kom á vettvang, og treystu sér ekki til að fara um borð í skipið aftur vegna hættu þeirrar, sem talið var að því kynni að fylgja, og að það var því eingöngu vegna athafna varðskips- manna, að m/s Elgo var dregið til hafnar, þá verður að telja að m/s Elgo hafi verið í slíkri hættu statt, að hjálp sú, sem varðskipið Þór veitti, hafi verið björgun í skilningi siglingalaga. Björgunin tókst vel. Skipverjar varðskipsins, sem fóru um borð í m/s Elgo, lögðu sig í hættu við björgunarstarfið. Ekki verður séð, að varðskipið hafi verið lagt í hættu umfram hættu þá, sem venjulega má telja samfara því, að koma dráttartaug í skip og draga það til hafnar. Um 22 klst. liðu, frá því er varðskipið tók við hjálparbeiðni m/s Elgo og þar til skipin lögðust að bryggju í Vestmannaeyjum. Fór veður batnandi á þeim tíma. Yfirmati hinna dómkvöddu matsmanna á verðmæti m/s Elgo hefur ekki verið hnekkt, og verður það því lagt til grundvallar við ákvörðun björgunarlauna. Við munnlegan flutning málsins var því lýst yfir af hálfu stefnda, að ekki sé mótmælt verðmæti gasolíu þeirrar og smurningsolíu, sem í skipinu voru, kr. 12.000.00 og kr. 1.000.00, svo og verðmæti farmsins, kr. 140.000.00. Verða fjárhæðir þessar því einnig lagðar til grundvallar við ákvörðun björgunarlauna. Þá þykir og við ákvörðun björgunarlauna bera að taka tillit til verðmætis gúmmíbjörgunarbáts þess, sem varð- skipsmenn notuðu við björgunarstarfið og slitnaði aftan úr m/s 935 Elgo á leiðinni til Vestmannaeyja, enda er ekkert fram komið um það, að varðskipsmönnum verði um kennt, hvernig til tókst. Verðmæti björgunarbátsins, eins og það kemur fram í kröfum stefnanda, kr. 60.000.00, hefur ekki verið mótmælt sérstaklega, og verður það því lagt til grundvallar við ákvörðun björgunar- launa. Þegar framangreind atriði eru virt svo og annað það, sem máli þykir skipta, þá þykja björgunarlaun hæfilega ákveðin kr. 500.- 000.00. Eftir atvikum þykir rétt, að hvor aðili beri kostnað af mötum Þeim, sem hann lét framkvæma. Samkvæmt þessu verða úrslit málsins þau, að stefndi, Gutt- ormur Erlendsson hæstaréttarlögmaður f. h. eiganda m/s Elgo, Fiskeriaktieselskab Grindhaug, og eiganda farms skipsins, B. Heide, Kristiansand, verður gert að greiða stefnanda, Pétri Sig- urðssyni f. h. Landhelgisgæzlu Íslands og skipshafnar varðskips- ins Þórs, kr. 500.000.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 13. maí 1962 til greiðsludags svo og málskostnað, sem ákveðst kr. 36.000.00, þar með talinn kostnaður við sjóferðapróf bað, sem haldið var í Vestmannaeyjum. Þá ber að kröfu stefnanda að viðurkenna sjóveðrétt í m/s Elgo fyrir dæmdum fjárhæðum. Guðmundur Jónsson borgardómari kvað upp dóm þenna ásamt samdómendunum Jóni Sigurðssyni skipstjóra og Hallgrími Jóns- syni vélstjóra. Dómsorð: Stefndi, Guttormur Erlendsson hæstaréttarlögmaður f. h. eiganda m/s Elgo, Fiskeriaktiselskab Grindhaug, og eiganda farms skipsins, B. Heide, Kristiansand, greiði stefnanda, Pétri Sigurðssyni f. h. Landhelgisgæzlu Íslands og skipshafnar varð- skipsins Þórs, kr. 500.000.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 13. maí 1962 til greiðsludags og kr. 36.000.00 í málskostnað. Eiga stefnendur sjóveðrétt í m/s Elgo fyrir dæmdum fjár- hæðum. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 936 Föstudaginn 18. desember 1964. Nr. 108/1963. Fjármálaráðherra fí. h. ríkissjóðs (Jón N. Sigurðsson hrl.) Segn Sveini Sigursteinssyni og gagnsök (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðs- son og Logi Einarsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Stjórnsýsla. Ríkisstarfsmaður átti rétt til launa sex mán- uði, eftir að staða hans var lögð niður, sbr. 14. gr. laga nr. 38/1954. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 27. ágúst 1963. Krefst hann aðallega sýknu og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi gagn- áfrýjanda, en til vara, að gagnáfrýjanda verði aðeins dæmd- ar bætur, að fjárhæð kr. 5.607.84, auk 6% orlofs af þeirri fjárhæð með 7% ársvöxtum frá 1. september 1962 og máls- kostnaður verði látinn falla niður. Gagnáfrýjandi, sem hefur áfrýjað málinu af sinni hálfu með stefnu 3. september 1963, gerir þær dómkröfur, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 31.505.58 ásamt 8% ársvöxtum frá 1. september 1962 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Samkvæmt vottorði ríkisbókhaldsins, er í héraðsdómi get- ur, tók gagnáfrýjandi, er staða hans var lögð niður, há- markslaun IX. launaflokks laga nr. 92/1955, sem voru hinn 1. júní 1962 kr. 6.783.00 á mánuði. Í Hæstarétti hafa verið lögð fram ýmis ný gögn, þar á með- al greinargerð um störf í flugvélaafgreiðslu, bréf flugmála- stjórans á Keflavíkurflugvelli, dags. 16. ágúst 1957, sem hefur að geyma nokkrar upplýsingar um laun varðstjóra flugvélaafgreiðslu, og vottorð flugvallarstjóra á Keflavíkur- flugvelli, dags. 10. desember 1963. 937 Í bréfi flugmálastjóra segir: „Þegar hin nýju launalög gengu í gildi, voru laun varðstjóra mismunandi í hinum ýmsu deildum, þó að störf þeirra væru mjög hliðstæð. Þessar ráðstafanir voru orsök mikillar óánægju, og eng- um þótti vera grunnur fyrir þessum mismun. Til að jafna þetta gaf flugvallarstjórinn leyfi (munnlegt) til þess, að varðstjórum flugvélaafgreiðslu væri bættur mismunur með eftirvinnutímum, sem nægðu til að jafna laun þeirra til samræmis við aðra varðstjóra flugmálastjórnarinnar“. Samkvæmt vottorði flugvallarstjórans voru gagnáfrýj- anda „greidd laun umfram fastakaup eftir lausn fyrir þrjá mánuði sem hér segir: Staðaruppbót ......... kr. 3.300.00 Föst aukavinna ...... — 2.915.94 Næturálag ........... — 3.157.32.“ Í 14. gr. laga nr. 38/1954 segir, að sé staða lögð niður, skuli starfsmaður „jafnan fá föst laun, er starfanum fylgdu, greidd í 6 mánuði, frá því að hann lét af starfi, ef hann hefur verið í þjónustu ríkisins skemur en 15 ár“. Ákvæði þetta tekur eigi til aukagreiðslna þeirra, er að framan get- ur, né til orlofsfjár. Greint lagaákvæði gerir ráð fyrir, að starfsmaður, sem lætur af störfum, er staða hans er lögð niður, fái greidd laun fyrir hvern umræddan mánuð fyrir sig. Í samræmi við þetta þykir gagnáfrýjanda bera þau mánaðarlaun, er greidd voru samkvæmt IX. launaflokki laga nr. 92/1955, þ. e. kr. 6.783.00. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda greind laun, kr. 6.783.00, í þrjá mánuði, samtals kr. 20.349.00, ásamt 7% ársvöxtum af kr. 6.783.00 frá 1. september 1962, af kr. 13.566.00 frá 1. október 1962 og af kr. 20.349.00 frá 1. nóvember 1962 til greiðsludags. Þá ber að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 8.000.00. 938 Dómsorð: Aðaláfrýjandi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði gagnáfrýjanda, Sveini Sigursteinssyni, kr. 20.349.00 ásamt 7% ársvöxtum af kr. 6.783.00 frá 1. september 1962, af kr. 13.566.00 frá 1. október 1962 og af kr. 20.- 949.00 frá 1. nóvember 1962 til greiðsludags. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda kr. 8.000.00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 4. júní 1963. Mál þetta, sem tekið var til dóms 27. Í. m., hefur Sveinn Sig- ursteinsson, Njálsgötu 86, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með utanréttarstefnu, dags. 14. desember 1962, gegn fjármála- ráðherra fyrir hönd ríkissjóðs til greiðslu skuldar, að fjárhæð kr. 30.296.22, með 8% ársvöxtum frá 1. september 1962 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Við munnlegan flutning málsins hækkaði stefnandi kröfu sína upp í kr. 31.505.58. Stefndi krefst algerrar sýknu af kröfum stefnanda og máls- kostnaðar úr hans hendi að mati réttarins. Þá er kröfufjárhæð- inni mótmælt sérstaklega af hálfu stefnda sem of hárri. Málavextir eru þessir: Með bréfi Utanríkisráðuneytisins, varnarmáladeildar, var stefn- andi máls þessa ráðinn hleðslustjóri í flugvélaafgreiðslu á Kefla- víkurflugvelli frá 1. júlí 1957 að telja. Var í bréfi þessu tekið fram, að uppsagnarfrestur skyldi vera 3 mánuðir. Með bréfi flugmálastjórnarinnar, Keflavíkurflugvelli, dags. 20. janúar 1961 og undirrituðu af flugvallarstjóra, var stefnanda tilkynnt, að vegna endurskipulagningar á starfsemi flugvélaaf- greiðslu og flugumsjónardeildar hinn 1. febrúar 1961 mundi heiti starfa stefnanda eftirleiðis verða verkstjóri, en verksvið hans yrði samt með svipuðu sniði framvegis og verið hefði. Þá er í bréfi þessu tekið fram, að Utanríkisráðuneytið hefði með tilliti til þessa falið flugvallarstjóra að afturkalla ráðningarbréf stefn- anda og gefa út nýtt. Í hinu nýja ráðningarbréfi, sem undirrit- að er af flugvallarstjóra, er tekið fram, að stefnandi sé ráðinn verkstjóri í flugumsjónarðeild á Keflavíkurflugvelli frá 1. febrúar 1961 að telja. Þá er í ráðningarbréfinu tekið fram, að uppsagnar- 939 frestur skuli vera 3 mánuðir af beggja hálfu og laun samkvæmt launalögum. Ríkisstjórn Íslands ákvað að hætta rekstri flugumsjónardeildar frá og með 1. júní 1962 og fela Loftleiðum h/f starfrækslu deild- arinnar frá og með sama tíma. Í því tilefni ritaði flugvallarstjóri stefnanda bréf hinn 26. maí 1962 og tilkynnti stefnanda, að hann væri leystur frá störfum frá og með 1. júní 1962. Í bréfi Þessu var jafnframt tekið fram, að stefnanda yrðu greidd föst laun samkvæmt lögum í þrjá mánuði frá 1. júní 1962 að telja. Loks var í bréfi þessu tekið fram, að ekkert mundi vera því til fyrirstöðu, að Loftleiðir h/f réðu stefnanda til starfa á sínum vegum eftir nánara samkomulagi milli stefnanda og félagsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögmanni stefnanda mun stefnandi hafa starfað hjá Loftleiðum h/f júní- og júlímánuði 1962 við sömu störf og hann hafði áður, en hætt þá vegna ágreinings við félagið. Stefnandi reisir kröfu sína á því, að hann eigi kröfu til 6 mánaða launa, frá því að hann lét af störfum, samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þar sem stefndi hafi aðeins greitt þriggja mánaða laun, telur stefnandi, að stefndi eigi ógoldin þriggja mánaða laun. Stefnandi kveðst miða kröfur sínar við þau laun, sem honum hafi verið greidd „síðasta uppsagnarmánuðinn“, og sundurliðar kröfur sínar þannig: 1. Fast mánaðarkaup skv. launalögum .. kr. 6.783.00 2. Mánaðarleg staðaruppbót ............ — 1.100.00 3. Föst mánaðarleg aukavinna .......... — 971.98 4. Mánaðarlegt næturálag .............. — 1.052.44 en kröfufjárhæðin nemi samanlögðum þreföldum þessum upp- hæðum, að viðbættu 6% orlofi. Stefndi reisir sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því, að stefnanda hafi verið sagt upp með löglegum hætti, þar sem við ráðningu stefnanda hafi gagngert verið tekið fram í ráðningarbréfi, að uppsagnarfrestur væri 3 mánuðir. Hafi þetta ráðningarskilyrði verið sérstaklega ítrekað í bréfi til stefnanda 20. janúar 1961. Telur stefndi, að í 1. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 38/1954 sé skýlaus heimild til að setja ákvæði um uppsögn o. fl. „í ráðningarsamninga forstjóra atvinnufyrirtækja, er ríkið rekur“. Telur stefndi augljóst, að sú heimild gildi ekki síður um lægra setta starfsmenn, enda sé tilgangur laganna ber- 940 sýnilega sá að gera greinarmun á slíkum atvinnurekstri og venju- legum stjórnarframkvæmdum, en í þessu tilfelli sé ótvírætt um atvinnufyrirtæki að ræða. Í öðru lagi byggir stefndi sýknukröfu sína á því, að stefnandi hafi aldrei gert neina athugasemd við það ákvæði ráðningarbréfs hans, að segja mætti honum upp með þriggja mánaða fyrirvara. Hafi stefnandi vitað um ákvæði þetta árum saman, en aldrei andmælt því. Svo langvarandi aðgerðarleysi gagnvart jafn aug- ljósu atriði verði ekki skilið öðruvísi en sem viðurkenning stefn- anda á því, að hann meti uppsagnarákvæðið gilt og telji sig af því bundinn. Þá er í þriðja lagi á það bent af hálfu stefnda, að í bréfi flug- vallarstjóra Keflavíkurflugvallar til stefnanda, dags. 26. maí 1962, hafi honum verið tjáð, að ekkert væri því til fyrirstöðu, að hann yrði ráðinn til starfa á vegum Loftleiða h/f, og muni þar hafa verið átt við sama starf og hann gegndi áður. Ekki sé vitanlegt, að stefnandi hafi sinnt boði þessu hið minnsta, og séu kröfur hans um bætur vegna þess að starfið hafi verið lagt niður þegar af þeirri ástæðu fráleitar. Loks er stefnufjárhæðinni mótmælt af hálfu stefnda sem órök- studdri og því sérstaklega mótmælt, að til mála komi, að stefn- andi geti átt frekari kröfur en sem svari föstum launum sam- kvæmt launalögum. Ágreiningslaust er með aðiljum, að stefnandi hafi verið starfs- maður ríkisins í skilningi laga nr. 38/1954. Þá eru aðiljar einnig sammála um að leggja til grundvallar í máli þessu, að stefnandi hafi þegar fengið greidd laun í þrjá mánuði, þannig að einungis sé deilt um, hvort hann eigi rétt á launum í þrjá mánuði í við- bót. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að ákvæði 14. gr. nefndra laga verði ekki beitt um tilvik það, sem mál þetta er risið af, þar eð eigi verði talið, að staða stefnanda hafi verið lögð niður, þar sem stefnanda hafi staðið þessi sama staða til boða á vegum Loftleiða h/f. Eigi verður fallizt á þessa skoðun stefnda, þar sem telja verður ótvírætt, að starfsmaður ríkisins eigi, þegar staða hans á vegum ríkins er lögð niður, rétt til bóta samkvæmt ákvæðum 14. greinar, þótt starfi sá, sem stöðunni fylgdi, verði framvegis ræktur á vegum annars aðilja en ríkisins. Verður sýknukrafa stefnda, sem byggð er á þessum röksemdum, því ekki tekin til greina. Þar sem líta verður svo á samkvæmt framan sögðu, að staða stefnanda hafi verið lögð niður, verður að telja, að stefnanda hafi samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/1954 941 borið föst laun, sem starfanum fylgdu, í sex mánuði frá því að hann lét af starfi, enda verður eigi talið, að áðurgreind uppsögn í samræmi við uppsagnarákvæði í ráðningarbréfum stefnanda geti skert rétt hans til launa samkvæmt reglum nefndrar laga- greinar. Samkvæmt framansögðu verður að leggja til grundvallar, að stefnandi hafi þegar fengið greidd laun í þrjá mánuði, en eigi er upplýst, hverri fjárhæð þau hafi numið. Á stefnandi því kröfu á greiðslu fastra launa, sem stöðunni fylgdu, í þrjá mánuði í viðbót, enda hefur því eigi verið haldið fram af hálfu stefnda, að í launum þeim, sem stefnanda hafa þegar verið greidd, séu fólgnar fjárhæðir, sem koma eigi til frádráttar kröfum stefn- anda í máli þessu. Stefnandi hefur hvorki gert grein fyrir tilhögun á störfum þeim, sem hann hafði með höndum í stöðu sinni á vegum rík- isins, né heldur, hvernig greiðslum þeim var háttað, sem um ræðir í 2—-4. lið kröfu hans. Verður því eigi talið, að stefnandi hafi sýnt fram á, að stöðu hans hafi fylgt hærri föst laun en hámarkslaun IX. flokks launalaga, en samkvæmt vottorði frá ríkisbókhaldinu tók stefnandi þau laun, og námu þau, er stefn- andi lét af störfum í lok maí 1962, kr. 6.095.48. Ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda þrefalda þá upphæð, eða kr. 18.286.44, en eigi verður fallizt á, að hann eigi samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/1954 rétt til að fá einnig 6% orlofsfé af þeirri upphæð. Úrslit máls þessa verða því þau, að dæma ber stefnda til að greiða stefnanda kr. 18.286.44 með 7% ársvöxtum frá 1. septem- ber 1962 til greiðsludags og málskostnað, sem ákveðst kr. 2.800.00. Gaukur Jörundsson, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Stefndi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði stefnanda, Sveini Sigursteinssyni, kr. 18.286.44 með 7% ársvöxtum frá 1. september 1962 til greiðsludags og kr. 2.800.00 í máls- kostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að við- lagðri aðför að lögum. 942 Föstudaginn 18. desember 1964. Nr. 109/1963. Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs (Jón N. Sigurðsson hrl.) gsesn Þóri Maronssyni og gagnsök (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðs- son og Logi Einarsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Stjórnsýsla. Ríkisstarfsmaður átti rétt til launa sex mán- uði, eftir að staða hans var lögð niður, sbr. 14. gr. laga nr. 38/1954. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 27. ágúst 1963. Krefst hann aðallega sýknu og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi gagn- áfrýjanda, en til vara, að gagnáfrýjanda verði aðeins dæmd- ar bætur, að fjárhæð kr. 5.607.84, auk 6% orlofs af þeirri fjárhæð með 7% ársvöxtum frá 1. september 1962 og máls- kostnaður verði látinn falla niður. Gagnáfrýjandi, sem hefur áfrýjað málinu af sinni hálfu með stefnu 3. september 1963, gerir þær dómkröfur, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 31.505.58 ásamt 8% ársvöxtum frá 1. september 1962 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Samkvæmt vottorði ríkisbókhaldsins, er í héraðsdómi get- ur, tók gagnáfrýjandi, er staða hans var lögð niður, há- markslaun IX. launaflokks laga nr. 92/1955, sem voru hinn 1. júní 1962 kr. 6.783.00 á mánuði. Í Hæstarétti hafa verið lögð fram ýmis ný sögn, þar á með- al greinargerð um störf í flugvélaafgreiðslu, bréf flugmála- stjórans á Keflavíkurflugvelli, dags. 16. ágúst 1957, sem hefur að geyma nokkrar upplýsingar um laun varðstjóra flugvélaafgreiðslu, og vottorð flugvallarstjóra á Keflavíkur- flugvelli, dags. 10. desember 1963. 943 Í bréfi flugmálastjóra segir: „Þegar hin nýju launalög gengu í gildi, voru laun varðstjóra mismunandi í hinum ýmsu deildum, þó að störf þeirra væru mjög hliðstæð. Þessar ráðstafanir voru orsök mikillar óánægju, og eng- um þótti vera grunnur fyrir þessum mismun. Til að jafna þetta gaf flugvallarstjórinn leyfi (munnlegt) til þess, að varðstjórum flugvélaafgreiðslu væri bættur mismunur með eftirvinnutímum, sem nægðu til að jafna laun þeirra til samræmis við aðra varðstjóra flugmálastjórnarinnar“. Samkvæmt vottorði flugvallarstjórans voru sagnáfrýj- anda „greidd laun umfram fastakaup eftir lausn fyrir þrjá mánuði sem hér segir: Staðaruppbót ......... kr. 3.300.00 Föst aukavinna ...... — 2.915.94 Næturálag ........... — 3.157.32.“ Í 14. gr. laga nr. 38/1954 segir, að sé staða lögð niður, skuli starfsmaður „jafnan fá föst laun, er starfanum fylgdu, greidd í 6 mánuði, frá því að hann lét af starfi, ef hann hefur verið í þjónustu ríkisins skemur en 15 ár“. Ákvæði þetta tekur eigi til aukagreiðslna þeirra, er að framan get- ur, né til orlofsfjár. Greint lagaákvæði gerir ráð fyrir, að starfsmaður, sem lætur af störfum, er staða hans er lögð niður, fái greidd laun fyrir hvern umræddan mánuð fyrir sig. Í samræmi við þetta þykir gagnáfrýjanda bera þau mánaðarlaun, er greidd voru samkvæmt IX. launaflokki laga nr. 92/1955, þ. e. kr. 6.783.00. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda greind laun, kr. 6.783.00, í þrjá mánuði, samtals kr. 20.349.00, ásamt 7% ársvöxtum af kr. 6.783.00 frá 1. september 1962, af kr. 13.566.00 frá 1. október 1962 og af kr. 20.349.00 frá 1. nóvember 1962 til greiðsludags. Þá ber að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 8.000.00. 944 Dómsorð: Aðaláfrýjandi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði gagnáfrýjanda, Þóri Maronssyni, kr. 20.349.00 ásamt 7% ársvöxtum af kr. 6.783.00 frá 1. september 1962, af kr. 13.566.00 frá 1. október 1962 og af kr. 20.349.00 frá 1. nóvember 1962 til greiðsludags. , Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda kr. 8.000.00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 4. júní 1963. Mál þetta, sem tekið var til dóms 27. f. m., hefur Þórir Marons- son, Sandgerði, Gullbringusýslu, höfðað á bæjarþinginu með utan- réttarstefnu, dags. 15. desember 1962, gegn fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs til greiðslu skuldar, að fjárhæð kr. 30.296.22, með 8% ársvöxtum frá 1. september 1962 til greiðsludags og máls- kostnaðar að skaðlausu. Við munnlegan flutning málsins hækkaði stefnandi kröfu sína upp í kr. 31.505.58. Stefndi krefst algerrar sýknu af kröfum stefnanda og máls- kostnaðar úr hans hendi að mati réttarins. Þá er kröfufjárhæð- inni mótmælt sérstaklega af hálfu stefnda sem of hárri. Málavextir eru þessir: Með bréfi Utanríkisráðuneytisins, varnarmáladeildar, var stefn- andi máls þessa ráðinn hleðslustjóri í flugvélaafgreiðslu á Kefla- víkurflugvelli frá 1. júlí 1957 að telja. Var í bréfi þessu tekið fram, að uppsagnarfrestur skyldi vera 3 mánuðir. Með bréfi flugmálastjórnarinnar, Keflavíkurflugvelli, dags. 20. janúar 1961 og undirrituðu af flugvallarstjóra, var stefnanda tilkynnt, að vegna endurskipulagningar á starfsemi flugvéla- afgreiðslu og flugumsjónardeildar hinn 1. febrúar 1961 mundi heiti starfa stefnanda eftirleiðis verða verkstjóri, en verksvið stefnanda yrði samt með svipuðu sniði framvegis og verið hefði. Þá er í bréfi þessu tekið fram, að Utanríkisráðuneytið hefði með tilliti til þessa falið flugvallarstjóra að afturkalla ráðningarbréf stefnanda og gefa út nýtt. Í hinu nýja ráðningarbréfi, sem undir- ritað er af flugvallarstjóra, er tekið fram, að stefnandi sé ráðinn verkstjóri í flugumsjónardeild á Keflavíkurflugvelli frá 1. febrú- ar 1961 að telja. Þá er í ráðningarbréfinu tekið fram, að upp- 945 sagnarfrestur skuli vera 3 mánuðir af beggja hálfu og laun samkvæmt launalögum. Ríkisstjórn Íslands ákvað að hætta rekstri flugumsjónardeildar frá og með 1. júní 1962 og fela Loftleiðum h/f starfrækslu deild- arinnar frá og með sama tíma. Í því tilefni ritaði flugvallar- stjóri stefnanda bréf hinn 26. maí 1962 og tilkynnti stefnanda, að hann væri leystur frá störfum frá og með 1. júní 1962. Í bréfi þessu var jafnframt tekið fram, að stefnanda yrðu greidd föst laun samkvæmt lögum í þrjá mánuði frá 1. júní 1962 að telja. Loks var í bréfi þessu tekið fram, að ekkert mundi vera því til fyrirstöðu, að Loftleiðir h/f réðu stefnanda til starfa á sínum vegum eftir nánara samkomulagi milli stefnanda og félagsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögmanni stefnanda mun stefnandi hafa starfað hjá Loftleiðum h/f júní- og júlímánuði 1962 við sömu störf og hann hafði áður, en hætt þá vegna ágreinings við félagið. Stefnandi reisir kröfu sína á því, að hann eigi kröfu til 6 mán- aða launa, frá því að hann lét af störfum, samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þar sem stefndi hafði aðeins greitt þriggja mánaða laun, telur stefn- andi, að stefndi eigi ógoldin þriggja mánaða laun. Stefndi kveðst miða kröfur sínar við þau laun, sem honum hafi verið greidd „síðasta uppsagnarmánuðinn“, og sundurliðar kröfur sínar þannig: 1. Fast mánaðarkaup skv. launalögum .. kr. 6.783.00 2. Mánaðarleg staðaruppbót ............ — 1.100.00 3. Föst mánaðarleg aukavinna .......... — 971.98 4. Mánaðarlegt næturálag .............. — 1.052.44 en kröfufjárhæðin nemi samanlögðum þreföldum þessum upp- hæðum, að viðbættu 6% orlofi. Stefndi reisir sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því, að stefn- anda hafi verið sagt upp með löglegum hætti, þar sem við ráðn- ingu stefnanda hafi gagngert verið tekið fram í ráðningarbréfi, að uppsagnarfrestur væri 3 mánuðir. Hafi þetta ráðningarskil- yrði verið sérstaklega ítrekað í bréfi til stefnanda 20. janúar 1961. Telur stefndi, að í 1. gr. laga um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins nr. 38/1954 sé skýlaus heimild til að setja ákvæði um uppsögn o. fl. „í ráðningarsamninga forstjóra atvinnufyrir- tækja, er ríkið rekur“. Telur stefndi augljóst, að sú heimild gildi ekki síður um lægra setta starfsmenn, enda sé tilgangur 60 946 laganna bersýnilega sá, að gera greinarmun á slíkum atvinnu- rekstri og venjulegum stjórnarframkvæmdum, en í þessu tilfelli sé ótvírætt um atvinnufyrirtæki að ræða. Í öðru lagi byggir stefndi sýknukröfu sína á því, að stefnandi hafi aldrei gert neina athugasemd við það ákvæði ráðningar- bréfs hans, að segja mætti honum upp með Þriggja mánaða fyrirvara. Hafi stefnandi vitað um ákvæði þetta árum saman, en aldrei andmælt því. Svo langvarandi aðgerðarleysi gagnvart jafn augljósu atriði verði ekki skilið öðruvísi en sem viðurkenning stefnanda á því, að hann meti uppsagnarákvæðið gilt og telji sig af því bundinn. Þá er í þriðja lagi á það bent af hálfu stefnda, að í bréfi flug- vallarstjóra Keflavíkurflugvallar til stefnanda, dags. 26. maí 1962, hafi honum verið tjáð, að ekkert væri því til fyrirstöðu, að hann yrði ráðinn til starfa á vegum Loftleiða h/f, og muni þar hafa verið átt við sama starf og hann gegndi áður. Ekki sé vitanlegt, að stefnandi hafi sinnt boði þessu hið minnsta, og séu kröfur hans um bætur, vegna þess að starfið hafi verið lagt niður, þeg- ar af þeirri ástæðu fráleitar. Loks er stefnufjárhæðinni mótmælt af hálfu stefnda sem órök- studdri og því sérstaklega mótmælt, að til mála komi, að stefn- andi geti átt frekari kröfur en sem svari föstum launum sam- kvæmt launalögum. Ágreiningslaust er með aðiljum, að stefnandi hafi verið starfs- maður ríkisins í skilningi laga nr. 38/1954. Þá eru aðiljar einnig sammála um að leggja til grundvallar í máli þessu, að stefnandi hafi þegar fengið greidd laun í þrjá mánuði, þannig að einungis sé deilt um, hvort hann eigi rétt á launum í þrjá mánuði í við- bót. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að ákvæði 14. gr. nefndra laga verði ekki beitt um tilvik það, sem mál þetta er risið af, þar eð eigi verði talið, að staða stefnanda hafi verið lögð niður, þar sem stefnanda hafi staðið þessi sama staða til boða á vegum Loftleiða h/f. Eigi verður fallizt á þessa skoðun stefnda, þar sem telja verður ótvírætt, að starfsmaður ríkisins eigi, þegar staða hans á vegum ríkisins er lögð niður, rétt til bóta samkvæmt ákvæðum 14. greinar, þótt starfi sá, sem stöðunni fylgdi, verði framvegis ræktur á vegum annars aðilja en ríkisins. Verður sýknukrafa stefnda, sem byggð er á þessum röksemdum, því ekki tekin til greina. Þar sem líta verður svo á samkvæmt framan- sögðu, að staða stefnanda hafi verið lögð niður, verður að telja, að stefnandi hafi samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/1954 borið föst 947 laun, sem starfanum fylgdu, í sex mánuði, frá því að hann lét af starfi, enda verður eigi talið, að áðurgreind uppsögn í sam- ræmi við uppsagnarákvæði í ráðningarbréfum stefnanda geti skert rétt hans til launa samkvæmt reglum nefndrar lagagreinar. Samkvæmt framansögðu verður að leggja til grundvallar, að stefnandi hafi þegar fengið greidd laun í þrjá mánuði, en eigi er upplýst, hverri fjárhæð þau hafi numið. Á stefnandi því kröfu á greiðslu fastra launa, sem stöðunni fylgdu, í þrjá mánuði í viðbót, enda hefur því eigi verið haldið fram af hálfu stefnda, að í launum þeim, sem stefnanda hafa þegar verið greidd, séu fólgnar fjárhæðir, sem koma eigi til frádráttar kröfum stefn- anda í máli þessu. Stefnandi hefur hvorki gert grein fyrir tilhögun á störfum þeim, sem hann hafði með höndum í stöðu sinni á vegum rík- isins, né heldur, hvernig greiðslum þeim var háttað, sem um ræðir í 2—4. lið kröfu hans. Verður því eigi talið, að stefnandi hafi sýnt fram á, að stöðu hans hafi fylgt hærri föst laun en hámarkslaun IX. flokks launalaga, en samkvæmt vottorði frá ríkisbókhaldinu tók stefnandi þau laun, og námu þau, er stefn- andi lét af störfum í lok maí 1962, kr. 6.095.48. Ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda þrefalda þá upphæð, eða kr. 18.- 286.44, en eigi verður fallizt á, að hann eigi samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/1954 rétt til að fá einnig 6% orlofsfé af þeirri upp- hæð. Úrslit máls þessa verða því þau, að dæma ber stefnda til að greiða stefnanda kr. 18.286.44 með 1% ársvöxtum frá 1. septem- ber 1962 til greiðsludags og málskostnað, sem ákveðst kr. 2.800.00. Gaukur Jörundsson, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm Þenna. Dómsorð: Stefndi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði stefnanda, Þóri Maronssyni, kr. 18.286.44 með 7% ársvöxtum frá 1. september 1962 til greiðsludags og kr. 2.800.00 í málskostn- að innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 948 Föstudaginn 18. desember 1964. Nr. 110/1963. Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs (Jón N. Sigurðsson hrl.) gegn Marínó Gesti Kristjánssyni og gagnsök (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðs- son og Logi Einarsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B. Líndal. Stjórnsýsla. Ríkisstarfsmaður átti rétt til launa sex mán- uði, eftir að staða hans var lögð niður, sbr. 14. gr. laga nr. 38/1954. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 27. ágúst 1963. Krefst hann aðallega sýknu og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi gagn- áfrýjanda, en til vara, að gagnáfrýjanda verði aðeins dæmd- ar bætur, að fjárhæð kr. 5.607.84, auk 6% orlofs af þeirri fjárhæð með 7% ársvöxtum frá 1. september 1962 og máls- kostnaður verði látinn falla niður. Gagnáfrýjandi, sem hefur áfrýjað málinu af sinni hálfu með stefnu 3. september 1963, gerir þær dómkröfur, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 31.505.58 ásamt 8% ársvöxtum frá 1. september 1962 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Samkvæmt vottorði ríkisbókhaldsins, er í héraðsdómi get- ur, tók gagnáfrýjandi, er staða hans var lögð niður, há- markslaun IX. launaflokks laga nr. 92/1955, sem voru hinn 1. júní 1962 kr. 6.783.00 á mánuði. Í Hæstarétti hafa verið lögð fram ýmis ný gögn, þar á með- al greinargerð um störf í flugvélaafgreiðslu, bréf flugmála- stjórans á Keflavíkurflugvelli, dags. 16. ágúst 1957, sem hefur að geyma nokkrar upplýsingar um laun varðstjóra flugvélaafgreiðslu, og vottorð flugvallarstjóra á Keflavíkur- flugvelli, dags. 10. desember 1963. 949 Í bréfi flugmálastjóra segir: „Þegar hin nýju launalög gengu í gildi, voru laun varðstjóra mismunandi í hinum ýmsu deildum, þó að störf þeirra væru mjög hliðstæð. Þessar ráðstafanir voru orsök mikillar óánægju, og eng- um þótti vera grunnur fyrir þessum mismun. Til að jafna þetta gaf flugvallarstjórinn leyfi (munnlegt) til þess, að varðstjórum flugvélaafgreiðslu væri bættur mismunur með eftirvinnutímum, sem nægðu til að jafna laun þeirra til samræmis við aðra varðstjóra flugmálastjórnarinnar“. Samkvæmt vottorði flugvallarstjórans voru gagnáfrýj- anda „greidd laun umfram fastakaup eftir lausn fyrir þrjá mánuði sem hér segir: Staðaruppbót ......... kr. 3.300.00 Föst aukavinna ...... — 2.915.94 Næturálag ........... — 3.157.32.“ Í 14. gr. laga nr. 38/1954 segir, að sé staða lögð niður, skuli starfsmaður „jafnan fá föst laun, er starfanum fylgdu, greidd í 6 mánuði, frá því að hann lét af starfi, ef hann hefur verið í þjónustu ríkisins skemur en 15 ár“. Ákvæði þetta tekur eigi til aukagreiðslna þeirra, er að framan get- ur, né til orlofsfjár. Greint lagaákvæði gerir ráð fyrir, að starfsmaður, sem , lætur af störfum, er staða hans er lögð niður, fái greidd laun fyrir hvern umræddan mánuð fyrir sig. Í samræmi við þetta þykir sasnáfrýjanda bera þau mánaðarlaun, er greidd voru samkvæmt IX. launaflokki laga nr. 92/1955, þ. e. kr. 6.783.00. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda greind laun, kr. 6.783.00, í þrjá mánuði, samtals kr. 20.349.00, ásamt 7% ársvöxtum af kr. 6.783.00 frá 1. september 1962, af kr. 13.566.00 frá 1. október 1962 og af kr. 20.349.00 frá 1. nóvember 1962 til greiðsludags. Þá ber að dæma aðaláfrýjanda til að greiða sagnáfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 8.000.00. 950 Dómsorð: Aðaláfrýjandi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði sagnáfrýjanda, Marínó Gesti Kristjánssyni, kr. 20.349.00 ásamt 7% ársvöxtum af kr. 6.783.00 frá 1. september 1962, af kr. 13.566.00 frá 1. október 1962 og af kr. 20.- 349.00 frá 1. nóvember 1962 til greiðsludags. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda kr. 8.000.00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 4. júní 1963. Mál þetta, sem tekið var til dóms 27. f. m., hefur Marínó Gest- ur Kristjánsson, Grænási 1, Keflavíkurflugvelli, höfðað fyrir bæjarþinginu með utanréttarstefnu, dags. 13. desember 1962, segn fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs til greiðslu skuldar, að fjárhæð kr. 30.296.22, með 8% ársvöxtum frá 1. september 1962 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Við munnlegan flutning málsins hækkaði stefnandi kröfu sína upp í kr. 31.505.58. Stefndi krefst algerrar sýknu af kröfum stefnanda og máls- kostnaðar úr hans hendi að mati réttarins. Þá er kröfufjárhæð- inni mótmælt sérstaklega af hálfu stefnda sem of hárri. Málavextir eru þessir: Með bréfi Utanríkisráðuneytisins, varnarmáladeildar, var stefn- andi máls þessa ráðinn hleðslustjóri í flugvélaafgreiðslu á Kefla- víkurflugvelli frá 1. júlí 1957 að telja. Var í bréfi þessu tekið fram, að uppsagnarfrestur skyldi vera 3 mánuðir. Með bréfi flugmálastjórnarinnar, Keflavíkurflugvelli, dags. 20. janúar 1961 og undirrituðu af flugvallarstjóra, var stefnanda til- kynnt, að vegna endurskipulagningar á starfsemi flugvéla- afgreiðslu og flugumsjónardeildar hinn 1. febrúar 1961 mundi heiti starfa stefnanda eftirleiðis verða verkstjóri, en verksvið hans yrði samt með svipuðu sniði framvegis og verið hefði. Þá er í bréfi þessu tekið fram, að Utanríkisráðuneytið hefði með tilliti til þessa falið flugvallarstjóra að afturkalla ráðningarbréf stefnanda og gefa út nýtt. Í hinu nýja ráðningarbréfi, sem undir- ritað er af flugvallarstjóra, er tekið fram, að stefnandi sé ráð- inn verkstjóri í flugumsjónardeild á Keflavíkurflugvelli frá 1. , febrúar 1961 að telja. Þá er í ráðningarbréfinu tekið fram, að 951 uppsagnarfrestur skuli vera 3 mánuðir af beggja hálfu og laun samkvæmt launalögum. Ríkisstjórn Íslands ákvað að hætta rekstri flugumsjónardeildar frá og með 1. júní 1962 og fela Loftleiðum h/f starfrækslu deild- arinnar frá og með sama tíma. Í því tilefni ritaði flugvallarstjóri stefnanda bréf hinn 26. maí 1962 og tilkynnti stefnanda, að hann væri leystur frá störfum frá og með 1. júní 1962. Í bréfi þessu var jafnframt tekið fram, að stefnanda yrðu greidd föst laun samkvæmt lögum í þrjá mánuði frá 1. júní 1962 að telja. Loks var í bréfi þessu tekið fram, að ekkert mundi vera því til fyrir- stöðu, að Loftleiðir h/f réðu stefnanda til starfa á sínum vegum eftir nánara samkomulagi milli stefnanda og félagsins. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögmanni stefnanda, mun stefnandi hafa starfað hjá Loftleiðum h/f júní- og júlímánuð 1962 við sömu störf og hann hafði áður, en hætt þá vegna ágreinings við félagið. Stefnandi reisir kröfu sína á því, að hann eigi kröfu til 6 mán- aða launa, frá því að hann lét af störfum, samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þar sem stefndi hafi aðeins greitt þriggja mánaða laun, telur stefnandi, að stefndi eigi ógoldin þriggja mánaða laun. Stefnandi kveðst miða kröfur sínar við þau laun, sem honum hafi verið greidd „síðasta uppsagnarmánuðinn“, og sundurliðar kröfur sínar þannig: 1. Fast mánaðarkaup skv. launalögum .. kr. 6.783.00 2. Mánaðarleg staðaruppbót ............ — 1.100.00 3. Föst mánaðarleg aukavinna .......... — 971.98 4. Mánaðarlegt næturálag .............. — 1.052.44 en kröfufjárhæðin nemi samanlögðum þreföldum þessum upp- hæðum, að viðbættu 6% orlofi. Stefndi reisir sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því, að stefn- anda hafi verið sagt upp með löglegum hætti, þar sem við ráðn- ingu stefnanda hafi gagngert verið tekið fram í ráðningarbréti, að uppsagnarfrestur væri 3 mánuðir. Hafi þetta ráðningarskil- yrði verið sérstaklega ítrekað í bréfi til stefnanda 20. janúar 1961. Telur stefndi, að í 1. gr. laga um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins nr. 38/1954 sé skýlaus heimild til að setja ákvæði um uppsögn o. fl. „í ráðningarsamninga forstjóra atvinnufyrir- tækja, er ríkið rekur“. Telur stefndi augljóst, að sú heimild gildi ekki síður um lægra setta starfsmenn, enda sé tilgangur laganna bersýnilega sá að gera greinarmun á slíkum atvinnurekstri og 952 venjulegum stjórnarframkvæmdum, en í þessu tilfelli sé ótví- rætt um atvinnufyrirtæki að ræða. Í öðru lagi byggir stefndi sýknukröfu sína á því, að stefnandi hafi aldrei gert neina athugasemd við það ákvæði ráðningar- bréfs hans, að segja mætti honum upp með þriggja mánaða fyrir- vara. Hafi stefnandi vitað um ákvæði þetta árum saman, en aldrei andmælt því. Svo langvarandi aðgerðarleysi gagnvart jafn augljósu atriði verði ekki skilið öðruvísi en sem viðurkenning stefnanda á því, að hann meti uppsagnarákvæðið gilt og telji sig af því bundinn. Þá er í þriðja lagi á það bent af hálfu stefnda, að í bréfi flug- vallarstjóra Keflavíkurflugvallar til stefnanda, dags. 26. maí 1962, hafi honum verið tjáð, að ekkert væri því til fyrirstöðu, að hann yrði ráðinn til starfa á vegum Loftleiða h/f, og muni þar hafa verið átt við sama starf og hann gegndi áður. Ekki sé vitanlegt, að stefnandi hafi sinnt boði þessu hið minnsta, og séu kröfur hans um bætur, vegna þess að starfið hafi verið lagt niður, þegar af þeirri ástæðu fráleitar. Loks er stefnufjárhæðinni mótmælt af hálfu stefnda sem órök- studdri og því sérstaklega mótmælt, að til mála komi, að stefn- andi geti átt frekari kröfur en sem svari föstum launum sam- kvæmt launalögum. Ágreiningslaust er með aðiljum, að stefnandi hafi verið starfs- maður ríkisins í skilningi laga nr. 38/1954. Þá eru aðiljar einnig sammála um að leggja til grundvallar í máli þessu, að stefnandi hafi þegar fengið greiðd laun í þrjá mánuði, þannig að einungis sé deilt um, hvort hann eigi rétt á launum í þrjá mánuði í viðbót. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að ákvæði 14. gr. nefndra laga verði ekki beitt um tilvik það, sem mál þetta er risið af, þar eð eigi verði talið, að staða stefnanda hafi verið lögð niður, þar sem stefnanda hafi staðið þessi sama staða til boða á vegum Loftleiða h/f. Eigi verður fallizt á þessa skoðun stefnda, þar sem telja verður ótvírætt, að starfsmaður ríkisins eigi, þegar staða hans á vegum ríkisins er lögð niður, rétt til bóta samkvæmt ákvæðum 14. greinar, þótt starfi sá, sem stöðunni fylgdi, verði framvegis ræktur á vegum annars aðilja en ríkisins. Verður sýknukrafa stefnda, sem byggð er á þessum röksemdum, því ekki tekin til greina. Þar sem líta verður svo á samkvæmt fram- ansögðu, að staða stefnanda hafi verið lögð niður, verður að telja, að stefnanda hafi samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/1954 borið föst laun, sem starfanum fylgdu, í sex mánuði, frá því að hann 953 lét af starfi, enda verður eigi talið, að áðurgreind uppsögn í sam- ræmi við uppsagnarákvæði í ráðningarbréfum stefnanda geti skert rétt hans til launa samkvæmt reglum nefndrar greinar. Samkvæmt framansögðu verður að leggja til grundvallar, að stefnandi hafi þegar fengið greidd laun í þrjá mánuði, en eigi er upplýst, hverri fjárhæð þau hafi numið. Á stefnandi því kröfu á greiðslu fastra launa, sem stöðunni fylgdu, í þrjá mánuði í við- bót, enda hefur því eigi verið haldið fram af hálfu stefnda, að í launum þeim, sem stefnanda hafa þegar verið greidd, séu fólgnar fjárhæðir, sem koma eigi til frádráttar kröfum stefnanda í máli þessu. Stefnandi hefur hvorki gert grein fyrir tilhögun á störfum þeim, sem hann hafði með höndum í stöðu sinni á vegum ríkis- ins, né heldur, hvernig greiðslum þeim var háttað, sem um ræðir í 2—4. lið kröfu hans. Verður því eigi talið, að stefnandi hafi sýnt fram á, að stöðu hans hafi fylgt hærri föst laun en hámarks- laun IX. flokks launalaga, en samkvæmt vottorði frá ríkisbók- haldinu tók stefnandi þau laun, og námu þau, er stefnandi lét af störfum í lok maí 1962, kr. 6.095.48. Ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda þrefalda þá upphæð, eða kr. 18.286.44, en eigi verður fallizt á, að hann eigi samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/1954 rétt til að fá einnig 6% orlofsfé af þeirri upphæð. Úslit máls þessa verða því þau, að dæma ber stefnda til að greiða stefnanda kr. 18.286.44 með 7% ársvöxtum frá 1. septem- ber 1962 til greiðsludags og málskostnað, sem ákveðst kr. 2.800.00. Gaukur Jörundsson, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm benna. Dómsorð: Stefndi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði stefnanda, Marínó Gesti Kristjánssyni, kr. 18.286.44 með 7% ársvöxt- um frá 1. september 1962 til greiðsludags og kr. 2.800.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 954 Föstudaginn 18. desember 1964. Nr. 111/1963. Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs (Jón N. Sigurðsson hrl.) gegn Óskari Ósvaldssyni og gagnsök (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðs- son og Logi Einarsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theodór B, Líndal. Stjórnsýsla. Ríkisstarfsmaður átti rétt til launa sex mán- uði, eftir að staða hans var lögð niður, sbr. 14. gr. laga nr. 38/1954. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 27. ágúst 1963. Krefst hann aðallega sýknu og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi gagn- áfrýjanda, en til vara, að gagnáfrýjanda verði aðeins dæmd- ar bætur, að fjárhæð kr. 5.607.84, auk 6% orlofs af þeirri fjárhæð með 7% ársvöxtum frá 1. september 1962 og máls- kostnaður verði látinn falla niður. Gagnáfrýjandi, sem hefur áfrýjað málinu af sinni hálfu með stefnu 3. september 1963, gerir þær dómkröfur, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 31.505.58 ásamt 8% ársvöxtum frá 1. september 1962 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Samkvæmt vottorði ríkisbókhaldsins, er í héraðsdómi get- ur, tók gagnáfrýjandi, er staða hans var lögð niður, há- markslaun IX. launaflokks laga nr. 92/1955, sem voru hinn 1. júní 1962 kr. 6.783.00 á mánuði. Í Hæstarétti hafa verið lögð fram ýmis ný gögn, þar á með- al greinargerð um störf í flugvélaafgreiðslu, bréf flugmála- stjórans á Keflavíkurflugvelli, dags. 16. ágúst 1957, sem hefur að geyma nokkrar upplýsingar um laun varðstjóra flugvélaafgreiðslu, og vottorð flugvallarstjóra á Keflavíkur- flugvelli, dags. 10. desember 1963. 955 Í bréfi flugmálastjóra segir: „Þegar hin nýju launalög sengu í gildi, voru laun varðstjóra mismunandi í hinum ýmsu deildum, þó að störf þeirra væru mjög hliðstæð. Þessar ráðstafanir voru orsök mikillar óánægju, og eng- um þótti vera grunnur fyrir þessum mismun. Til að jafna þetta gaf flugvallarstjórinn leyfi (munnlegt) til þess, að varðstjórum flugvélaafgreiðslu væri bættur mismunur með eftirvinnutimum, sem nægðu til að jafna laun þeirra til samræmis við aðra varðstjóra flugmálastjórnarinnar“. Samkvæmt vottorði flugvallarstjórans voru gagnáfrýj- anda „greidd laun umfram fastakaup eftir lausn fyrir þrjá mánuði sem hér segir: Staðaruppbót ......... kr. 3.300.00 Föst aukavinna ...... — 2.915.94 Næturálag ........... — 3.157.92.“ Í 14. gr. laga nr. 38/1954 segir, að sé staða lögð niður, skuli starfsmaður „jafnan fá föst laun, er starfanum fylgdu, greidd í 6 mánuði, frá því að hann lét af starfi, ef hann hefur verið í þjónustu ríkisins skemur en 15 ár“. Ákvæði þetta tekur eigi til aukagreiðslna þeirra, er að framan get- ur, né til orlofsfjár. Greint lagaákvæði gerir ráð fyrir, að starfsmaður, sem lætur af störfum, er staða hans er lögð niður, fái greidd laun fyrir hvern umræddan mánuð fyrir sig. Í samræmi við þetta þykir gagnáfryjanda bera þau mánaðarlaun, er greidd voru samkvæmt IX. launaflokki laga nr. 92/1955, þ. e. kr. 6.783.00. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda greind laun, kr. 6.783.00, í þrjá mánuði, samtals kr. 20.349.00, ásamt 7% ársvöxtum af kr. 6.783.00 frá 1. september 1962, af kr. 13.566.00 frá 1. október 1962 og af kr. 20.349.00 frá 1. nóvember 1962 til greiðsludags. Þá ber að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 8.000.00. 956 Dómsorð: Aðaláfrýjandi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði sagnáfrýjanda, Óskari Ósvaldssyni, kr. 20.349.00 ásamt 7% ársvöxtum af kr. 6.783.00 frá 1. september 1962, af kr. 13.566.00 frá 1. október 1962 og af kr. 20.349.00 frá 1. nóvember 1962 til greiðsludags. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda kr. 8.000.00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 4. júní 1963. Mál þetta, sem tekið var til dóms 27. f. m., hefur Óskar Ós- valdsson, Keflavíkurflugvelli, höfðað fyrir bæjarþinginu með utanréttarstefnu, dags. 15. desember 1962, gegn fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs til greiðslu skuldar, að fjárhæð kr. 30.296.22, með 8% ársvöxtum frá 1. september 1962 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Við munnlegan flutning málsins hækkaði stefnandi kröfu sína upp í kr. 31.505.58. Stefndi krefst algerrar sýknu af kröfum stefnanda og máls- kostnaðar úr hans hendi að mati réttarins. Þá er kröfufjárhæð- inni mótmælt sérstaklega af hálfu stefnda sem of hárri. Málavextir eru þessir: Með bréfi Utanríkisráðuneytisins, varnarmáladeildar, var stein- andi máls þessa ráðinn hleðslustjóri í flugvélaafgreiðslu á Kefla- víkurflugvelli frá 1. júlí 1957 að telja. Var í bréfi þessu tekið fram, að uppsagnarfrestur skyldi vera 3 mánuðir. Með bréfi flugmálastjórnarinnar, Keflavíkurflugvelli, dags. 20. janúar 1961 og undirrituðu af flugvallarstjóra, var stefnanda tilkynnt, að vegna endurskipulagningar á starfsemi flugvéla- afgreiðslu og flugumsjónardeildar hinn 1. febrúar 1961 mundi heiti starfa stefnanda eftirleiðis verða verkstjóri, en verksvið hans yrði samt með svipuðu sniði framvegis og verið hefði. Þá er í bréfi þessu tekið fram, að Utanríkisráðuneytið hefði með tilliti til þessa falið flugvallarstjóra að afturkalla ráðningarbréf stefnanda og gefa út nýtt. Í hinu nýja ráðningarbréfi, sem undir- ritað er af flugvallarstjóra, er tekið fram, að stefnandi sé ráð- inn verkstjóri í flugumsjónardeild á Keflavíkurflugvelli frá 1. „ febrúar 1961 að telja. Þá er í ráðningarbréfinu tekið fram, að 957 uppsagnarfrestur skuli vera 3 mánuðir af beggja hálfu og laun samkvæmt launalögum. Ríkisstjórn Íslands ákvað að hætta rekstri flugumsjónardeildar frá og með 1. júní 1962 og fela Loftleiðum h/f starfrækslu deild- arinnar frá og með sama tíma. Í því tilefni ritaði flugvallarstjóri stefnanda bréf hinn 26. maí 1962 og tilkynnti stefnanda, að hann væri leystur frá störfum frá og með 1. júní 1962. Í bréfi þessu var jafnframt tekið fram, að stefnanda yrðu greidd föst laun samkvæmt lögum í þrjá mánuði frá 1. júní 1962 að telja. Loks var í bréfi þessu tekið fram, að ekkert mundi vera því til fyrir- stöðu, að Loftleiðir h/f réðu stefnanda til starfa á sínum veg- um, eftir nánara samkomulagi milli stefnanda og félagsins. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögmanni stefnanda mun stefnandi hafa starfað hjá Loftleiðum h/f júní- og júlímánuði 1962 við sömu störf og hann hafði áður, en hætt þá vegna ágreinings við félagið. Stefnandi reisir kröfu sína á því, að hann eigi kröfu til 6 mán- aða launa, frá því að hann lét af störfum, samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þar sem stefndi hafi aðeins greitt þriggja mánaða laun, telur stefn- andi, að stefndi eigi ógoldin þriggja mánaða laun. Stefnandi kveðst miða kröfur sínar við þau laun, sem honum hafi verið greidd „síðasta uppsagnarmánuðinn“, og sundurliðar kröfur sínar þannig: 1. Fast mánaðarkaup skv. launalögum .. kr. 6.783.00 2. Mánaðarleg staðaruppbót ............ — 1.100.00 3. Föst mánaðarleg aukavinna .......... — 971.98 4. Mánaðarlegt næturálag .............. — 1.052.44 en kröfufjárhæðin nemi samanlögðum þreföldum þessum upp- hæðum, að viðbættu 6% orlofi. Stefndi reisir sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því, að stefnanda hafi verið sagt upp með löglegum hætti, þar sem við ráðningu stefnanda hafi gagngert verið tekið fram í ráðningarbréfi, að uppsagnarfrestur væri 3 mánuðir. Hafi þetta ráðningarskilyrði verið sérstaklega ítrekað í bréfi til stefnanda 20. janúar 1961. Telur stefndi, að í 1. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 38/1954 sé skýlaus heimild til að setja ákvæði um uppsögn o. fl. „í ráðningarsamninga forstjóra atvinnufyrirtækja, er ríkið rekur“. Telur stefndi augljóst, að sú heimild gildi ekki síður um lægra setta starfsmenn, enda sé tilgangur laganna ber- 958 sýnilega sá að gera greinarmun á slíkum atvinnurekstri og venju- legum stjórnarframkvæmdum, en í þessu tilfelli sé ótvírætt um atvinnufyrirtæki að ræða. Í öðru lagi byggir stefndi sýknukröfu sína á því, að stefnandi hafi aldrei gert neina athugasemd við það ákvæði ráðningar- bréfs hans, að segja mætti honum upp með þriggja mánaða fyrir- vara. Hafi stefnandi vitað um ákvæði þetta árum saman, en aldrei andmælt því. Svo langvarandi aðgerðarleysi gagnvart jafnaugljósu atriði verði ekki skilið öðruvísi en sem viðurkenning stefnanda á því, að hann meti uppsagnarákvæðið gilt og telji sig af því bundinn. Þá er í þriðja lagi á það bent af hálfu stefnda, að í bréfi flug- vallarstjóra Keflavíkurflugvallar til stefnanda, dags. 26. maí 1962, hafi honum verið tjáð, að ekkert væri því til fyrirstöðu, að hann yrði ráðinn til starfa á vegum Loftleiða h/f, og muni þar hafa verið átt við sama starf og hann gegndi áður. Ekki sé vitanlegt, að stefnandi hafi sinnt boði þessu hið minnsta, og séu kröfur hans um bætur vegna þess að starfið hafi verið lagt niður, þegar af þeirri ástæðu fráleitar. Loks er stefnufjárhæðinni mótmælt af hálfu stefnda sem Órök- studdri og því sérstaklega mótmælt, að til mála komi, að stefn- andi geti átt frekari kröfur en sem svari föstum launum sam- kvæmt launalögum. Ágreiningslaust er með aðiljum, að stefnandi hafi verið starfs- maður ríkisins í skilningi laga nr. 38/1954. Þá eru aðiljar einnig sammála um að leggja til grundvallar í máli þessu, að stefnandi hafi þegar fengið greidd laun í þrjá mánuði, þannig að einungis sé deilt um, hvort hann eigi rétt á launum í þrjá mánuði í viðbót. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að ákvæði 14. gr. nefndra laga verði ekki beitt um tilvik það, sem mál þetta er risið af, þar eð eigi verði talið, að staða stefnanda hafi verið lögð niður, þar sem stefnanda hafi staðið þessi sama staða til boða á vegum Loftleiða h/f. Eigi verður fallizt á þessa skoðun stefnda, þar sem telja verður ótvírætt, að starfsmaður ríkisins eigi, þegar staða hans á vegum ríkisins er lögð niður, rétt til bóta samkvæmt ákvæðum 14. greinar, þótt starfi sá, sem stöðunni fylgdi, verði framvegis ræktur á vegum annars aðilja en ríkisins. Verður sýknukrafa stefnda, sem byggð er á þessum röksemdum, því ekki tekin til greina. Þar sem líta verður svo á samkvæmt framan- sögðu, að staða stefnanda hafi verið lögð niður, verður að telja, að stefnanda hafi samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/1954 borið föst 959 laun, sem starfanum fylgdu, í sex mánuði, frá því að hann lét af starfi, enda verður eigi talið, að áðurgreind uppsögn í sam- ræmi við uppsagnarákvæði í ráðningarbréfum stefnanda geti skert rétt hans til launa samkvæmt reglum nefndrar lagagreinar. Samkvæmt framansögðu verður að leggja til grundvallar, að stefnandi hafi þegar fengið greidd laun í þrjá mánuði, en eigi er upplýst, hverri fjárhæð þau hafi numið. Á stefnandi því kröfu á greiðslu fastra launa, sem stöðunni fylgdu, í þrjá mánuði í viðbót, enda hefur því eigi verið haldið fram at hálfu stefnda, að í launum þeim, sem stefnanda hafa Þegar verið greidd, séu fólgnar fjárhæðir, sem koma eigi til frádráttar kröfum stefnanda í máli þessu. Stefnandi hefur hvorki gert grein fyrir tilhögun á störfum þeim, sem hann hafði með höndum í stöðu sinni á vegum ríkis- ins, né heldur, hvernig greiðslum þeim var háttað, sem um ræðir í 2—4. lið kröfu hans. Verður því eigi talið, að stefnandi hafi sýnt fram á, að stöðu hans hafi fylgt hærri föst laun en hámarks- laun IX. flokks launalaga, en samkvæmt vottorði frá ríkisbók- haldinu tók stefnandi þau laun, og námu þau, er stefnandi lét af störfum í lok maí 1962, kr. 6.095.48. Ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda þrefalda þá upphæð, eða kr. 18.286.44, en eigi verður fallizt á, að hann eigi samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/ 1954 rétt til að fá einnig 6% orlofsfé af þeirri upphæð. Úslit máls þessa verða því þau, að dæma ber stefnda til að greiða stefnanda kr. 18.286.44 með 7% ársvöxtum frá 1. septem- ber 1962 til greiðsludags og málskostnað, sem ákveðst kr. 2.800.00. Gaukur Jörundsson, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Stefndi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði stefnanda, Óskari Ósvaldssyni, kr. 18.286.44 með 1% ársvöxtum frá 1. september 1962 til greiðsludags og kr. 2.800.00 í málskostn- að innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 960 Föstudaginn 18. desember 1964. Nr. 178/1964. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Bjarna Pálmarssyni (Örn Clausen hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Gizur Bergsteinsson, Einar Arnalds og Jónatan Hallvarðsson, Hákon Guðmundsson yfirborgardómari og Theodór B. Líndai prófessor. Atvinnuréttindi leigubifreiðarstjóra. Dómur Hæstaréttar. Almenni löggjafinn hefur metið ráðstafanir þær um tak- markanir á leigubifreiðum, sem í máli þessu greinir, til almenningsheilla, og verður eigi haggað við því mati. Með þessari athugasemd og skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann, þó með þeirri breyt- ingu, að frestur til greiðslu sektar er ákveðinn 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun, er renni til ríkissjóðs, kr. 5.000.00, og laun verjanda síns fyrir Hæstarétti, kr. 5.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óbreyttur að öðru leyti en því, að frestur til greiðslu sektar verði 4 vik- ur frá birtingu dóms þessa. Ákærði, Bjarni Pálmarsson, greiði allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkis- sjóð, kr. 5.000.00, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda, Arnar Clausens hæstaréttarlögmanns, kr. 5.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. 961 Dómur sakadóms Reykjavíkur 28. maí 1964. Ár 1964, fimmtudaginn 28. maí, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í skrifstofu dómsins af Ármanni Krist- inssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmáli nr. 3483/ 1964: Ákæruvaldið gegn Bjarna Pálmarssyni, sem tekið var til dóms 11. þ. m. Málið er með ákæruskjali, dagsettu 1. október 1962, höfðað gegn ákærða, Bjarna Pálmarssyni bifreiðarstjóra, Nóatúni 28, Reykjavík, fyrir að hafa árin 1960 og 1961 ekið leigubifreið fyrir færri en 8 farþega til mannflutninga í Reykjavík án þess að hafa afgreiðslu hjá bifreiðastöð í Reykjavík og án þess að hafa öðlazt atvinnuleyfi sem leigubifreiðarstjóri í Reykjavík. Telst þetta varða við 1. mgr. 2. gr. reglugerðar um takmörkun leigubifreiða í Reykjavík og ráðstöfun atvinnuleyfa nr. 202/ 1959, sbr. 3. gr. laga nr. 40/1957, sbr. lög nr. 29/1958. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði er fæddur 11. febrúar 1930 í Reykjavík. Sakavottorð hans hljóðar svo: 1949 4/11 í Reykjavík: Sátt, 600 kr. sekt fyrir brot á 219. er. hegningarlaga, bifreiðalögum og lögreglusamþykkt Reykjavíkur. 1950 12/5 í Reykjavík: Sátt, 400 kr. sekt fyrir brot á 20. og 27. gr. bifreiðalaga. 1951 21/11 í Reykjavík: Sátt, 50 kr. sekt fyrir brot á 5. mer. 26. gr. bifreiðalaga. 1952 11/3 í Reykjavík: Sátt, 50 kr. sekt fyrir brot á 3. mgr. 31. gr. lögreglusamþykktar. — 28/3 í Reykjavík: Áminning fyrir afturljósleysi bifreiðar. — 14/8 í Reykjavík: Dómur: 50 kr. sekt fyrir brot á bif- reiðalögum. 1953 14/4 í Hafnarfirði: Sátt, 300 kr. sekt fyrir tolllagabrot. 1954 16/7 í Reykjavík: Sátt, 400 kr. sekt fyrir áfengissölu. — 12/8 í Reykjavík: Áminning fyrir ölvun og óspektir. — 25/8 í Reykjavík: Sátt, 300 kr. sekt fyrir brot á 26. og 27. gr. bifreiðalaga og 2. gr. umferðarlaga. 1956 10/1 í Reykjavík: Dómur: Sýknaður af ákæru fyrir brot á 23. og 38. gr. bifreiðalaga sbr. 2. gr. laga nr. 6/1951. 1958 19/3 í Reykjavík: Sátt, 50 kr. sekt fyrir ólöglegt bif- reiðarstæði. 61 962 1959 7/8 á Akureyri: Sátt, 100 kr. sekt fyrir ölvun. — 96/11 í Reykjavík: Áminning fyrir útgáfu tékka án inn- stæðu. 1960 28/7 á Siglufirði: Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun. 1961 23/3 í Reykjavík: Áminning fyrir ólöglegt bifreiðarstæði. Málsatvik eru þessi: Með bréfi, dagsettu 28. febrúar 1962, kærðu úthlutunarmenn atvinnuleyfa leigubifreiðastjóra í Reykjavík ákærða til refsingar fyrir að hafa stundað leigubifreiðaakstur án þess að hafa atvinnu- leyfi eða afgreiðslu á bifreiðastöð. Ákærði hefur fyrir dómi skýlaust játað að hafa á árunum 1960 og 1961 ekið leigubifreiðum, yfirleitt eigin bifreiðum fyrir færri en 8 farþega, til mannflutninga hér í Reykjavík, án þess að hafa afgreiðsluleyfi hjá bifreiðastöð og án þess að hafa öðlazt atvinnuleyfi sem leigubifreiðarstjóri í Reykjavík. Kveðst ákærði að jafnaði hafa fengið farþega við samkomuhús, skipafélög, flug- félög og þess háttar, auk þess sem hann hefði tekið farþega „á götunni“. Sagðist ákærði á nefndum tíma bæði hafa ekið með og án gjaldmælis, þannig að væri gjaldmælir óvirkur, seldi hann aksturinn samkvæmt mínútnagjaldskrá bifreiðastjórafélagsins Frama. Samhliða leiguakstri starfaði ákærði við hljóðfæravið- gerðir, og taldi hann tekjur sínar hafa verið nokkuð jafnar af hvorri starfsgrein. Af hálfu ákærða hefur því verið haldið fram honum til sýknu, að refsiákvæði þau, sem hann er ákærður fyrir að hafa brotið, brytu í bága við 69. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, enda „almenningsþörf“ ekki krafizt takmörkunar á fjölda leigubifreiða, þá er slík takmörkun var fyrst í lög leidd með lögum nr. 25/1955. Í frumvarpi til þeirra laga segir Í greinar- gerð, að flutningsmenn, samgöngumálanefnd neðri deildar Al Þingis, flytji frumvarpið samkvæmt ósk stjórnar bifreiðastjóra- félagsins Hreyfils, enda nefndin í aðalatriðum fallizt á röksemdir málsins, er fram komi í bréfi formanns bifreiðastjórafélagsins, sem prentað er sem fylgiskjal með frumvarpinu. Í bréfi þessu segir m. a.: „Nú hin síðari ár hefur verið mjög mikið aðstreymi manna í stétt vora þrátt fyrir mjög minnkandi atvinnu í þeirri starfsgrein, þótt fólksekla sé í flestum öðrum atvinnugreinum til lands og sjávar, og hafa menn sótzt eftir að komast í þessa atvinnugrein af ímynduðum hagnaði, en slíkt hefur orðið mörg- um mönnum til fjárhagslegrar þrengingar, þar sem í hverju til- felli þarf að kaupa atvinnutæki fyrir tugi þúsunda króna. En 963 reynslan hefur hins vegar sýnt, að atvinnan hefur ekki verið nægileg til þess að geta risið undir þeim geigvænlegsa kostnaði, sem samfara er rekstri leigubifreiða. Lítum vér svo á af bit- urri reynslu, að ekki verði lengur hjá því komizt, að sett verði löggjöf um fyrirkomulag og rekstur leigubifreiða til mannflutn- inga, sem taka allt að 8 farþega, enda er nú svo komið, að í flest- um menningarlöndum hefur verið sett löggjöf um rekstur leigu- bifreiða til mannflutninga af þessari stærð, sem hér um ræðir. — Í þessu sambandi má einnig benda á það, að með því að binda við þessi störf fleiri menn en nauðsyn krefur, á sama tíma og framleiðsluatvinnuvegina skortir fólk, fer geysilega mikið vinnu- afl til ónýtis, og verður það þjóðinni í heild til ómetanlegs tjóns. — Með óeðlilegum fjölda manna í þessari starfsstétt er einnig rýrð- ur möguleiki þeirra, sem þar starfa, til þess að hafa mannsæm- andi lífsframfæri af atvinnu sinni, en af því hefur hins vegar leitt alls konar spillingu, sem er stórmeiðandi fyrir stéttina í heild og borgara landsins almennt. Hjá þessu væri hægt að kom- ast með því að setja löggjöf um rekstur leigubifreiða.“ — Í um- ræðum um frumvarpið á Alþingi komu fram ýmis frekari rök til stuðnings því sem og ýmis rök, sem hnigu í gagnstæða átt. Er ekki unnt í máli þessu að rekja umræðurnar frekar, en ekki verða taldar nægar ástæður til að líta svo á, að rök takmörk- unar á leigubifreiðum hafi verið slík, að lagaákvæði þess efnis verði talin brjóta í bága við 69. gr. stjórnarskrárinnar. Verður sýknuástæða þessi því ekki tekin til greina. Í annan stað hefur því verið fram haldið af hendi ákærða, að sýkna beri hann, „þar sem hann hafi átt skýlausan rétt vegna starfsferils síns sem bifreiðarstjóri til að nota atvinnuleyfi (eða réttara sagt halda því), er lögin tóku gildi skv. hljóðan laganna sjálfra.“ Í 1. gr. laga nr. 25/1955 segir, að óheimilt sé að skerða atvinnuréttindi þeirra manna, sem á lögmætan hátt stunda leigu- bifreiðaakstur og eru fullgildir félagar í hlutaðeigandi stéttar- félagi, þegar lögin taka gildi, en lögin öðluðust gildi í maímán- uði árið 1955, og hefur ákærði ekki í málinu rennt stoðum undir að hafa á þeim tíma fullnægt nefndum skilyrðum laganna. Loks hefur ákærði staðhæft, að úthlutunarmenn atvinnuleyfa leigubifreiðastjóra í Reykjavík hafi ranglega synjað sér um at- vinnuleyfi, þrátt fyrir ítrekaðar umsóknir og langan starfstíma, og í þeim efnum ekki gætt „laga- og reglugerðarákvæða“, sem um störf þeirra hafa gilt. Kvaðst ákærði hafa átt tal við við- komandi ráðherra og ráðuneytisstjóra, en þeir ekki viljað skipta 964 sér af gerðum úthlutunarmanna. Í 6. gr. reglugerðar nr. 202/ 1959 um takmörkun leigubifreiða í Reykjavík og ráðstöfun at- vinnuleyfa segir svo m. a. um störf úthlutunarmanna, sem eru tveir, tilnefndir til þriggja ára í senn, annar af stjórn bifreiða- stjórafélagsins Frama, en hinn af ráðherra: „Við úthlutun atvinnu- leyfa skal starfsaldur bifreiðarstjóra við akstur leigubifreiða til mannflutninga lagður til grundvallar þannig, að sá, sem hefur lengstan starfsaldur sem bifreiðarstjóri við mannflutninga, hvar sem er á landinu, gengur fyrir, nema sérstakar ástæður mæli því í gegn, enda verði hann, ef hann fær atvinnuleyfi, búsettur í Reykjavík, Kópavogskaupstað eða Seltjarnarneshreppi“. Er af ákvæðinu ljóst, að um úthlutunina gildir að nokkru allfrjálst mat. Í bréfi til dómsins, dagsettu 26. ágúst 1963, sem er svar við bréfi, dags. 14. janúar s. á., hafa úthlutunarmenn atvinnuleyfa leigubifreiðastjóra í Reykjavík tilgreint aðallega tvær ástæður til þess, að ákærði hafi eigi hlotið atvinnuleyfi: „Hann hefur eigi, að dómi úthlutunarmanna, haft nægilega mikið til brunns að bera, miðað við aðra umsækjendur, og í öðru lagi hefur hann, svo sem hann hefur sjálfur viðurkennt, stundað ólöglegan at- vinnuakstur. Hafa úthlutunarmenn báðir saman og hver í sínu lagi bent honum á, að þess sé engin von, að hann geti öðlazt atvinnuleyfi, nema með því að láta af því framferði, en hann hefur ekki látið sér segjast“. Ekki eru fram komin í máli þessu viðhlítandi rök til að líta svo á, að synjanir úthlutunarmanna á atvinnuleyfum til ákærða hafi augljóslega verið óréttmætar, og verður sýknuástæða þessi því ekki tekin til greina. Með eigin játningu ákærða, sem er í samræmi við önnur gögn málsins, telst sannað, að hann hafi gerzt sekur um háttsemi þá, sem lýst er í ákæruskjali og þar rétt færð til refslákvæða. Sam- kvæmt 1. gr. laga nr. 29/1958 þykir refsing hans eftir öllum at- vikum hæfilega ákveðin 1.000.00 króna sekt til ríkissjóðs, en vararefsing varðhald 5 daga, verði sektin eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dómsins. Dæma ber ákærða til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnar Clausens hæsta- réttarlögmanns, kr. 3.000.00. Miklar tafir hafa orðið á rekstri máls þessa, m. a. vegna þess hversu lengi það var til umsagnar hjá úthlutunarmönnum at- vinnuleyfa leigubifreiðastjóra í Reykjavík, sem og vegna skipta á skipuðum verjendum, og er nánari grein gerð fyrir þeim drætti í gögnum málsins. 965 Dómsorð: Ákærði, Bjarni Pálmarsson, greiði 1.000.00 króna sekt til ríkissjóðs, en sæti varðhaldi 5 daga, verði sektin eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dómsins. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnar Clausens hæsta- réttarlögmanns, krónur 3.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Föstudaginn 18. desember 1964. Nr. 202/1964. Guðlaugur Einarsson f. h. Fasteignaviðskipta h/f gegn Yfirborgarfógetanum í Reykjavík, Jóni Magnússyni héraðsdómslögmanni og Gjaldheimtunni í Reykjavík. Dómendur: hæstaréttardómararnir Gizur Bergsteinsson, Einar Arnalds, Jóna- tan Hallvarðsson og Logi Einarsson og prófessor Theodór B. Líndal. Kærumál. RBéttarneitun. Dómur Hæstaréttar. Máli þessu hefur sóknaraðili skotið til Hæstaréttar með kæru 9. desember 1964, sem hingað barst 15. s. m., og kraf- izt þess, að yfirborgarfógetanum í Reykjavík verði dæmt skylt að taka til úrskurðar kröfu hans um framhaldsfrest í málinu, sem gerð var á uppboðsþingi 3. þ. m. Yfirborgarfógetinn í Reykjavík, Kristján Kristjánsson, hef- ur hinn 15. þ. m. sent Hæstarétti greinargerð um málið svohljóðandi: „Ég lít svo á, að kæra þessi beri ekki undir Hæstarétt, svo sem hún er úr garði gerð af hálfu umboðsmanns upp- boðsþola, og beri því að vísa henni frá. Hins vegar vil ég 966 ekki gera kröfu til, að svo verði gert. En ég verð að halda því fram, að synjun mín um bókun á frestbeiðni umboðs- manns uppboðsþola hafi verið fullkomlega réttlætanleg af ástæðum þeim, sem færðar eru fram, og geri ég kröfu til þess, að kæran verði ekki tekin til greina. Með bréfi, dags. 24. ágúst 1964, krafðist Jón Magnússon hdl. þess, að fram færi nauðungaruppboð á húseigninni nr. 40 við Klapparstíg hér í borg til lúkningar víxilskuld, að upphæð kr. 125.000.00, tryggðri með 5. veðrétti í eign þess- ari, sem er þinglesin eign Fasteignaviðskipta h.f. Tilkynning um fram komna uppboðsbeiðni var send skuld- ara 26. ágúst 1964. Var í þvi bréfi tekið fram, að auglýs- ing, varðandi nauðungaruppboð þetta, yrði send til birting- ar 5. september 1964, en að uppboðið yrði tekið fyrir i skrifstofu uppboðshaldara 26. október 1964. Þegar mál þetta var tekið fyrir á ákveðnum stað og tíma, komu aðiljar sér saman um að fresta uppboði þessu þar til 3. desember 1964, kl. 3 síðdegis. Var uppboðið þá tekið fyrir að nýju, og krafðist uppboðsbeiðandi þess, að nauð- ungaruppboðið færi fram, en umboðsmaður uppboðsþola, Guðlaugur Einarsson brl., krafðist þess, að uppboðinu yrði frestað. Ég taldi engin skilyrði fyrir frestun uppboðsins, þar eð engin andmæli komu fram gegn sjálfri kröfunni, heldur virt- ist aðeins vera um viljaleysi eða getuleysi skuldara að ræða. Með hliðsjón af þessu taldi ég fráleitt að fresta uppboðinu gegn mótmælum uppboðsbeiðanda og sá heldur enga ástæðu til þess að bóka þau mótmæli, sem umboðsmaður uppboðs- þola kom fram með gegn þessari ákvörðun. Vil ég benda á, að erfitt mundi verða um framkvæmd fógetagerða og uppboðssgerða hér við embættið, ef ætið skyldi sinna slík- um mótmælum, enda eru fjórir mánuðir rúmir liðnir, frá þvi að tilkynning um nauðungaruppboð var send uppboðsþola“. Kærumál þetta er dæmt í Hæstarétti samkvæmt loka- ákvæði 21. gr. laga nr. 57/1962 um Hæstarétt. Þar sem fram kom krafa sóknaraðilja um framhaldsfrest í ofanskráðu máli á uppboðsþingi 3. desember 1964, bar 967 yfirborgarfógetanum að skrá hana í þingbók og taka af- stöðu til hennar í úrskurðarformi samkvæmt 190. gr. laga nr. 85/1936, enda þótt úrskurði um synjun frests verði eigi skotið til Hæstaréttar, nema við áfrýjun aðalmálsins. Ber samkvæmt þessu að taka kröfu sóknaraðilja til greina. Dómsorð: Yfirborgarfógetanum í Reykjavík ber að leggja úr- skurð á framangreinda frestbeiðni sóknaraðilja, Guð- laugs Einarssonar f. h. Fasteignaviðskipta h/f.